Ein eilífðar sumarnótt Ragnar Kjartansson festi íslenska sumarnótt á filmu Allt hvað fætur toga Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið á hlaupum allt sitt líf
Ís l e ns k sé r út g áfa - S umar 202 1
Samfélag, menning og náttúra - síðan 1963
Að jörðu skaltu aftur verða Í Geldingadölum kraumar fleira undir en hraun
SUMAR OG HAUST
skylagoon.is
Iceland Review
EFNISYFIRLIT
Á forsíðunni
Eigin leiðir
6
Malbik og miðnætursól. 58
Hið ástkæra, ylhýra Hvaða ógnir steðja að framtíð íslenska tungumálsins? Og hverjar ekki? 9
Allt hvað fætur toga
Eldgosið í Geldingadal frá ólíkum sjónarhornum. 68
Sara Björk Gunnarsdóttir þræðir línuna milli þess að lifa lífinu og spila fótbolta. 13
Ein eilífðar sumarnótt
Úr bæ í borg
Spor Spessa
Hvernig viljum við að Reykjavík líti út? 24
90
Að tilheyra Gyðingar hafa verið þátttakendur í íslensku samfélagi til langs tíma en það getur verið flókið að finnast maður tilheyra. 34
Örninn á engan óvin nema manninn Aðeins örfáir einstaklingar geta fengið leyfi til að nálgast arnarhreiður, sem annars er bannað almenningi. 38
Laugavegur Upp Laugaveginn og aftur í tímann. 50
2
Að jörðu skaltu aftur verða
Ragnar Kjartansson segir frá innblæstri, áhrifum og sumarnóttum. 80
Allir á völlinn Krikketsamband Íslands ryður sér rúms. 106
Hvers vegna getum við ekki flogið? 113
Íslenskt sumar 118
Iceland Review
FRÁ RITSTJÓRANUM Það er eitthvað í loftinu. Það er yfirleitt eitthvað í loftinu á sumrin á Íslandi, fátt er jafn töfrandi og róin sem færist yfir í birtunni eftir miðnætti. Ekkert hefur jafn mikið tangurhald á fólkinu sem býr hér og draumurinn um fullkomnu sumarnóttina, hvort sem er við Tjörnina í Reykjavík eða í tjaldi einhvers staðar í óbyggðunum. En í ár er eitthvað enn stærra í gangi. Allur heimurinn hefur gengið í gegnum áfall saman og við sem búum hér erum svo heppin að ógnin er óðum að fjarlæg jast. Eftir að hafa lokað okkur inni í heilt ár erum við að skríða út úr fylgsnum okkar og líta til sólarinnar. Krafturinn sem fylgir því að geta um frjálst höfuð strokið er óviðjafnanlegur. Talandi um kraft og náttúruöflin, þegar þetta er skrifað stendur enn yfir eldgos á Reykjanesinu. Það eru magnaðir töfrar sem eru fólgnir í því að geta keyrt örskamma vegalengd frá Reykjavík og gengið að opinni rás niður í kviku jarðar. Eiginlega enn magnaðra er hversu fljótt það varð hversdagslegt og fréttirnar tóku að snúast um gönguleiðir, ljósleiðara og lendingarstaði fyrir þyrlur. Lífið á Íslandi einkennist oftar en maður heldur af því að stórbrotin náttúruundur eru í næsta nágrenni við mann en maður leiðir sjaldnast að því hugann. Arnarstofninn hefur stækkað jafnt og þétt frá því um miðja öldina þegar haförninn var við það að deyja
út við Íslandsstrendur. Þessir töfrandi ránfuglar hafa blásið sagnariturum anda í brjóst frá örófi alda en hann hefur engu að síður verið lítið rannsakaður. Ljósmyndari og blaðamaður Iceland Review vörðu einni íslenskri sumarnótt á Þingvöllum. Í sérstæðri birtu við sumarsólstöður fylgdust þeir með vegavinnufólki við störf sín. Talandi um vegi þá er mögulega engin gata á Íslandi jafnumdeild og Laugavegurinn í Reykjavík. Öllum breytingum á svæðinu er mætt af háværum röddum bæði með og á móti. Engum stendur á sama um þennan spotta sem fyrst var troðinn af þvottakonum og vatnsberum, lægstu stéttum borgar í mótun. Og borgin er enn í mótun. Á 20. öldinni sprakk Reykjavík út og í húsin í borginni má lesa sögu hennar. Það er ábyrgðarhluti að skrifa nokkur orð í þá sögu og við spyrjum nokkra arkitekta með sterkar skoðanir – hvernig viljum við að Reykjavík líti út? Í þessu tölublaði af Iceland Review er smásaga eftir ungan höfund og myndir frá gömlum ljósmyndara, náttúra landsins og borgarlandslag, fótboltahetja sem lítur inn á við og listamaður sem er á leiðinni út í heim aftur, eftir farsóttarhlé. Þetta er eitt sumar á Íslandi, speglað í frásgnarbrotum af fólkinu og landinu sem mótar það.
Gréta Sigríður Einarsdóttir Ritstjóri Iceland Review
Upplýsingar um áskrift að enskri útgáfu Iceland Review má finna á icelandreview.com Skrifstofa MD Reykjavík, Laugavegur 3, 101 Reykjavík, 537-3900. Icelandreview@icelandreview.com. Iceland Review (ISSN: 0019-1094).
Ritstjóri
Pennar
Myndir
Áskriftir
Gréta Sigríður Einarsdóttir
Einar Lövdah
Elín Elísabet Einarsdóttir
subscriptions@icelandreview.com
Gréta Sigríður Einarsdóttir
Golli
Forsíðumynd
Jelena Ćirić
Hafliði Breiðfjörð
Auglýsingar
Golli
Jóhann Páll Ástvaldsson
Helga Páley Friðþjófsdóttir
sm@whatson.is
Kjartan Þorbjörnsson
Páll Stefánsson
Hönnun
KT Browne
Spessi
Prent
E&Co. – eogco.is
Ragnar Tómas Hallgrímsson
Þjóðviljinn
Kroonpress Ltd.
NO R
BEL
www.icelandreview.com
O
LA
4
N EC
5041 0787 Kroonpress
Útgáfustjóri Kjartan Þorbjörnsson
S WA
DI
C
Sumarið er tími ástarinnar í Sjónvarpi Símans Premium Love Island, Bachelorette og allir hinir þættirnir pakkast vel með í ferðalagið. Ekki missa af þætti, heldur fylgstu með í allt sumar í Sjónvarp Símans appinu. Fáðu áskrift á siminn.is/sjonvarp
Iceland Review
Á FORSÍÐUNNI
Ljósmynd Golli Fuglar eru yfirleitt ekki spenntir fyrir því að hleypa mannfólkinu nálægt sér. Auðvitað hafa flestir komist í návígi við endur og gæsir á tjörnum landsins, klappað páfagauki eða dúfu, hvað þá hlaupið á eftir hænum í sveitinni. Allar slíkar upplifanir fölna hjá því
6
að horfa djúpt í augu stálpaðs arnarunga meðan foreldrar hans fljúga gargandi yfir. Mig hafði dreymt um þetta augnablik í mörg ár. Með sérstöku leyfi Umhverfisstofnunnar og í fylgd helsta arnarsérfræðings landsins rættist sá draumur í fyrravor.
Iceland Review
7
Iceland Review
8
Iceland Review
Hvað myndirðu segja ef ég segði þér að íslenska væri ekki einstakt tungumál? Eða að það væri alls ekki í bráðri hættu á að deyja út? Hvað ef ég segði þér að það væri ekki „lítið“ tungumál? Eða að íslensk börn sem séu fær í ensku séu líklega einnig fær í íslensku? Að lokum, hvað ef ég segði þér að hinn stafræni heimur ógnaði ekki framgangi íslenskunnar heldur byði upp á mörg spennandi tækifæri? Í umræðu um íslenskuna erum við vön að heyra um ógnirnar sem hún stendur frammi fyrir og mikilvægi þess að vernda hana. Oft er jafnvel gefið í skyn að tungumálið sé ekki langt frá því að verða útdautt og áhrif enskunnar og tækninnar kennt um. Þangað til nýlega voru þó ekki til nein vísindaleg gögn um hvort aukin enska í málumhverfinu og skortur á íslensku í stafrænum heimi hefðu áhrif á „heilsu“ eða stöðu hins ástkæra ylhýra. Nýjustu rannsóknir á þessum vettvangi hvetja til bjartsýni.
Texti: Jelena Ćirić
Teikningar: Helga Páley Friðþjófsdóttir
Hið ástkæra, ylhýra Viðhorf eða rannsóknir Fyrir fimm árum síðan hófst hópur málvísindamanna handa við að kanna hvað lægi að baki ótta samfélag sins um framtíð íslenskunnar. Meðal annars voru áhrif enskukunnáttu á íslenskufærni barna könnuð. Fyrstu niðurstöður þeirrar athugunar birtust fyrr á árinu. Iris Nowenstein, doktorsnemi í íslenskri málf ræði við Háskóla Íslands, er annar höfundanna. „Árið 2015 þegar við skrifuðum styrkumsóknina var orðin fyrirferðameiri ákveðin umræða sem snerist um aukna ensku í íslensku málumhverfi og þau áhrif sem þessi aukna enska gæti haft á framtíð íslenskunnar, málfærni íslenskra barna og jafnvel málþroska almennt óháð tungumáli,“ segir Iris mér. „Í umræðunni fór fólk að gera ráð fyrir orsakasamhengi: að aukin enska ylli slakari íslenskufærni, hefði jafnvel neikvæð áhrif á málþroska. Við vissum ekkert hvort þetta orsakasamhengi væri til staðar og okkur fannst það vera eitthvað sem þyrfti að skoða, rannsóknir á því hvort aukin enska í málumhverfinu hefði þessi áhrif eða ekki.“ Iris og samstarfsfólk hennar í rannsóknar verkefninu Greining á málfræðilegum afleiðingum
stafræns málsambýlis, sem stýrt var af Sigríði Sigurjónsdóttur og Eiríki Rögnvaldssyni, rannsökuðu m.a. börn á aldrinum 3-12 ára með íslensku að móður máli og skoðuðu hvort enska í málumhverfi þeirra hefði áhrif á íslenskufærni. Í mörgum tilfellum var enskan aðeins óbeint í umhverfi þeirra. „Hjá börnum sem eru með íslensku sem móðurmál er enskan meira til staðar á óvirkan hátt. Þetta var oft í gegnum netið, afþreyingarefni og allskonar stafræna miðla frekar en í hefðbundnum samskiptum við fólk. Þá var áhugavert að skoða hvort það gæti haft áhrif á íslenskuna.“ Íslensk börn nota ensku mikið í hinum stafræna heimi og Iris bendir á að afstaða almennings til tækni notkunar gæti litað viðhorf þeirra til ensku. „Það er áhugavert að við tölum um enskuna sem ógn í þessu samhengi þegar talað er um internetið og miðla sem njóta ekki endilega virðingar. Það skiptir máli að passa að það séu ekki einhver önnur viðhorf að lita afstöðu okkar gagnvart ensku í íslensku samfélagi.“ Enska og íslenska, ekki annað hvort eða Niðurstöður rannsóknarinnar eru mjög hvetjandi, íslenskumælandi börn höfðu talsverða færni í ensku
9
Iceland Review
frá símaleikjum og smáforritum yfir í hefðbundnari miðla, líkt og bækur.
en sú færni tengdist ekki slakari færni í íslensku. „Samkvæmt okkar rannsóknum er það að börn kunni meiri ensku ekki eitthvað sem ógnar íslenskunni. Þegar kemur að auknu magni ensku í málumhverfi íslenska barna benda niðurstöður okkar ekki til þess að það sé eitthvað sem hefur neikvæð áhrif á íslenskufærni íslenskra barna almennt.“ Ennfremur er þetta ekki spurning um annaðhvort eða, börn sem nota ensku oft voru líklegri til að nota íslensku oft að sama skapi. „Það er ekki endilega þannig að börnin sem notuðu meiri ensku notuðu minni íslensku heldur kom frekar í ljós í rannsókninni að þau börn sem sögðust nota ensku mikið sögðust mörg hver líka nota íslensku mikið. Þetta er ekkert endilega reikningsdæmi þar sem er ákveðinn tímafjöldi á dag sem fer í málnotkun og síðan tekur enska pláss frá íslenskunni. Það er bara misjafnt eftir börnum hversu mikinn áhuga þau hafa á athöfnum sem eru mállegar eða ekki.“ Áhugi leiðir til færni Þó gögnin sýni að íslenskufærni barna verði ekki fyrir slæmum áhrifum af enskukunnáttu þeirra segir Iris að rannsakendur stingi engu að síður upp á leiðum til að hvetja börn til að nota og þróa íslenskukunnáttu sína til lengri tíma litið. „Því það sem við sjáum í rannsókninni er að áhuginn sem börnin sýna ensku og tíminn sem fer í ensku skilar sér í aukinni enskufærni. Og það segir okkur að það væri sniðugt að skapa forsendur fyrir slíku orsakasamhengi í íslensku líka.“ Fyrir Irisi snýst þetta um að sjá til þess að fjölbreytt afþreying og skemmtiefni sé til fyrir ungt fólk sem kveiki hjá þeim áhuga á eigin tungumali. „Ef það er í boði efni og við eflum áhuga á íslensku þá skilar það sér í aukinni færni.“ Ungt fólk sækir sér í síauknum mæli skemmtiefni og afþreyingu gegnum tölvur og síma svo það segir sig sjálft að þróun máltækni fyrir íslensku er ein leið til að tryggja að slíkt efni sé aðgengilegt í framtíðinni. Tækni eins og vélþýðingar og talgervi getur stutt við sköpun á íslensku efni, allt
10
Innviðir sem móta framtíðina Jón Guðnason, dósent við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, er einn þeirra sem vinna að því að íslenska muni eiga sér bjarta framtíð í stafrænum heimi. Hann sér um Mál- og raddtæknistofu Háskólans sem vinnur að þróun máltækni samkvæmt Máltækniáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 2018-2022. Verkefnið er í fimm liðum: að safna gögnum (texta) og að nota þau gögn til að þróa málrýni, vélþýðingar, talgreiningu og talgervi. Jón viðurkennir að það geti verið erfitt fyrir tæknihefta að skilja hvað felst í þessari tækni og hvernig hún geti breytt lífi okkar. „Það sem mér hefur alltaf þótt erfitt með að tala um þessa tækni er hversu óáþreifanleg hún er. Byggingaverkfræðingur, hann leggur veg og setur upp brú og þetta er svo augljóst og áþreifanlegt. ‚Vá, það er búið að setja þessa flottu brú, nú getum við farið yfir stóra á hérna. Áður þurftum við að fara hundrað kílómetra í þessa átt til þess að komast yfir, nú getum við bara keyrt hérna yfir.‘ Algóriþmarnir sem við erum að búa til eru alveg jafn mikil verkfræðileg undur og þessar brýr. Einn góður talgreinir: „Því það sem við sjáum í rannsókninni hann er á pari við eina góða er að áhuginn sem börnin sýna ensku og hengibrú.“ tíminn sem fer í ensku skilar sér í aukinni Myndlíkingin á enskufærni. Og það segir okkur að það vel við. Tæknin sem væri sniðugt að skapa forsendur fyrir er þróuð samkvæmt slíku orsakasamhengi í íslensku líka.“ Máltækniáætluninni er í raun innviðir, vegavinna fyrir íslenskuna í hinum stafræna heimi. Vegirnir munu ekki aðeins gera íslenskunni kleift að komast þangað heldur líka skapa tækifæri fyrir tungumálið sem við getum ekki einu sinni gert okkur í hugarlund í dag. „Það er erfitt að ímynda sér hvernig veröldin væri í dag ef við værum ekki með þá innviði sem við byggðum upp fyrir 90 árum síðan. Hvernig væri Akureyri ef við hefðum aldrei lagt vegi þangað?“ Það er ekkert sérstakt við íslensku Flestir Íslendingar gera væntanlega ráð fyrir að það sé flókið og erfitt verkefni að skapa nothæfa tækni fyrir tungumál sem er svona lítið og flókið – en Jón er ekki sama sinnis. „Í fyrsta lagi hafna ég því að íslenska sé lítið tungumál. Hún er augljóslega minna tungumál en mörg tungumál. Hún er hins vegar stærri en fjölmörg tungumál. Við erum alveg í topp 10 eða 15% af tungumálum. Þannig að ef ekki er hægt að gera hluti fyrir íslensku, þá er hægt að afskrifa alveg bara 90% af tungumálum.“ Það er ekki bara hægt að þróa nákvæma máltækni fyrir íslensku, við þurfum ekki einu sinni að finna upp hjólið til að gera það. Við getum lært mikið af þeirri
Iceland Review
UPPÁHALDSKAFFI ÍSLENDINGA Takk fyrir að leyfa okkur að vera með þér á hverjum degi. *Samkvæmt könnun Zenter
AÐALSTRÆTI · LÆKJARTORG · LAUGAVEGUR · HLEMMUR · BORGARTÚN · SUÐURLANDSBRAUT · KRINGLAN · HAMRABORG · SMÁRALIND 11
Iceland Review
tækni sem er til staðar og hefur verið löguð að smærri tungumálum úr ensku. „Eitt sem er gott við þetta allt saman: við þurfum ekki að uppgötva neitt eða finna einhverja nýja hluti upp,“ segir Jón. Rannsakendur við Mál- og raddtæknistofu nota máltækni sem þróuð hefur verið fyrir tungumál á borð við arabísku og finnsku til að bæta íslenska máltækni. Að sjálfsögðu þarf alltaf að leggja einhverja vinnu í að láta tækni sem reiðir sig á talgreiningu eða vélþýðingu virka fyrir íslensku. „Það eru önnur orð, þau koma í mismunandi röðum, hlutir eru sagðir á mismunandi hátt,“ útskýrir Jón. En íslenska er ekki jafn frábrugðin öðrum tungumálum og við viljum oft vera láta. „Það er ekkert merkilegt við íslensku hvað varðar máltækni. Það er auðvitað ekki það sem fólk vill heyra. Fólk vill heyra að tungumálið sitt sé voðalega sérstakt tungumál. Auðvitað hefur íslenskan ákveðna hluti sem flest önnur tungumál hafa ekki en það er eiginlega alltaf hægt að finna dæmi sem fólki finnst alveg sérstakt í íslensku sem er líka til í öðrum tungumálum.“ Jón bendir líka á að það sé verið að þróa vandaða máltækni fyrir tungumál sem eru miklu frábrugðnari ensku en íslenska. „Við þurfum ekki einu sinni að fara út fyrir Evrópu. Íslenska er miklu, miklu, miklu líkari ensku heldur en ungverska. Og Ungverjar eru á fullu í máltækni. Finnar líka.“ Annað sjónarhorn Jón einblínir ekki á að vernda eða verja íslenskuna. Hann er í sókn til framtíðar – talsvert meira spennandi afstaða. „Ef við gerum þetta nógu vel og af nokkuð góðum krafti þá náum við að móta framtíðina. Og það er heila málið. Með þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fara í þessa vegferð, þá erum við í raun og veru að segja: við ætlum að vera okkar eigin gæfu smiður.“ Hættan með alla innviði er að ef þeir eru vel úr garði gerðir þá förum við að ganga að þeim sem gefnum – þetta á til dæmis við um hitaveituna og hringveginn. „Á okkar sviði köllum við þetta
12
bölvun gervigreindar. Um leið og maður byrjar að leysa hlutina og hlutirnir komast í almenna notkun þá byrjum við að tala um hlutina á annan hátt og jafnvel förum að taka þeim sem gefnum.“ Ef innviðir virka þá verða þeir undirstaðan að margs konar tækniþróun, afþreyingu, smáforritunar og stuðningi á íslensku við allskonar notendur. Jón segir að teymið sé langt komið með að ljúka við fyrsta stig verkefnisins. „Þetta hefur komið okkur úr núlli og upp á einhvern stað, svo um munar. En við erum ennþá í uppbyggingu og við ætlum að leggja til að það verði framhald á þessu verkefni. Og þá má fara að hugsa sér að færa fókusinn yfir í nýsköpun og stuðning við tækni sem nýtir sér innviðina. Það verður að gerast sem fyrst þannig að öll þessi vinna sem við erum að gera skili sér í hendur á „Það er ekkert merkilegt við íslensku notenda.“ hvað varðar máltækni. Það er auðvitað Hvað sem því líður er gott ekki það sem fólk vill heyra.“ að vita að jafnvel þó það taki nokkur ár í viðbót áður en við getum notað Emblu til að panta pizzu eða flugmiða þá mun íslenskan standa af sér storminn. Iris vonar að rannsóknin reynist kennurum og foreldrum vel og að hún muni hafa jákvæð áhrif á umræðuna um tungumál og fjölmenningu í heild. „Þannig að það sé ekki þannig að íslenskan sé á móti öllum hinum málunum. Við verðum að passa okkur að þessi umræða um að hlúa að íslenskunni breytist ekki í umræðu um að íslenskan sé eina tungumálið sem eigi að fá pláss í íslensku samfélagi. Því að íslenskt samfélag er miklu fjölbreyttara en það. Og það er pláss fyrir meira en bara íslensku.“
Iceland Review
ALLT
14
SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR ÞRÆÐIR LÍNUNA MILLI ÞESS AÐ LIFA LÍFINU OG SPILA FÓTBOLTA
HVAÐ
Iceland Review
Texti: Ragnar Tómas Hallgrímsson Ljósmyndir: Golli, Hafliði Breiðfjörð
FÆTUR TOGA
15
Iceland Review
Fyrstu kynni mín af henni voru gegnum bróður hennar. Það eru sjálfsagt nokkrir mánuðir síðan. Hann sagði mér frá því að hún hefði komið aftur á æfingu eftir jól og lýst því yfir að hún væri í betra formi en hinar. „Ég hljóp hraðar en þær allar,“ hafði hún sagt. Það er ekki eins og hún hafi verið að tala um aðra deild. Ekki einu sinni þá fyrstu. Það er ekki eins og þetta séu samansafn afturkreistinga sem dunda sér í sveitaliðum. Hún var að tala um rjómann af fótboltamönnum heims (fyrirliða franska og japanska landsliðsins meðal annars) sem spila fyrir eitt besta lið í heimi. Olympique Lyonnaise. Sjö Meistaradeildartitlar og fjórtán deildartitlar síðan 2007. En hún hefur auðvitað verið á hlaupum allt sitt líf. Á hlaupum eins og Lækurinn sem liðast gegnum heimabæinn Hafnafjörð, á stöðugri hreyfingu þar til hann hverfur undir Strandgötuna, þangað sem við þrömmum á leiðinni á eitt elsta kaffihús bæjarins. Þegar hún gengur inn á Súfistann hugsa ég með mér að allir Hafnfirðingar séu eins; þeir fyrirlíta öll önnur sveitarfélög. Sara Björk Gunnarsdóttir sker sig ekki úr að því leytinu til, brosir í kampinn þegar hún lýsir yfir andúð sinni á Kópavogi þar sem hún dvelur í íbúð kærasta síns, á meðan hún er á landinu. Ég votta henni mína dýpstu samúð, á traustri grund í hafnfirsku kaffihúsi, þar sem gaflarar hafa sötrað síðan 1994 – tveimur árum áður en Sara reimaði á sig fótboltaskóna fyrst. Fyrir það var það hnésíð lopapeysa og gúmmístígvél. Hún var fimm ára, það var sumardagurinn fyrsti. Víðavangshlaupið var að hefjast á Víðistaðatúni – ekki langt frá þar sem við sitjum núna – og pabbi hennar spurði hvort hún vildi taka þátt. „Já,“ svaraði hún. Þrátt fyrir óhefðbundinn íþróttagallann klóraði hún sig fremst í flokki yfir marklínuna, og komst þá fyrst í tæri við það ógnarsterka viljaþrek sem hefur togað hana áfram allar götur síðan. „Um leið og sú tilfinning er farin” segir hún mér og lítur um öxl til að leggja áherslu á orð sín, „það er einhver fyrir aftan mig að ná mér og ég verð að hlaupa hraðar – þá hætti ég.“ Þessi kraftur hefur komið henni langt. Hún er fyrirliði íslenska landsliðsins og í byrjunarliði einhvers besta fótboltaliðs heims, Olympique Lyonnaise (kallað Lyon). Fjórfaldur sænskur deildar- og bikarmeistari með FC Rosengård (áður FC Malmö). Fjórfaldur þýskur deildar- og bikarmeistari með FC Wolfsburg.
16
Íþróttamaður ársins árið 2018 og 2020 (eina konan til að hljóta þann titil tvisvar). Eini Íslendingurinn sem hefur skorað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar – og eina íslenska konan til að hampa þeim bikar. Deildin Ég lá veikur í rúminu þegar leikurinn fór fram, í sumarbústað á Suðurlandinu, gleypandi til skiptis Paratabs og Íbúfen, en dröslaðist fram í stofu fyrir leikinn. Á 88. mínútu lagði Amel Majri, liðsmaður Lyon, boltann niður við hornfánann. Er liðsfélagar hennar hópuðu sig saman inni í teig, þrumaði Majri boltanum í áttina að markinu þar sem Friederike Abt, markmaður Wolfsburg, kýldi hann í burtu. Boltinn flaug í átt að sóknarmanninum Eugenie Le Sommer sem tók hann viðstöðulaust með vinstri ristinni og sendi hann í fallegum boga aftur í átt að markinu. Sara Björk sá hann nálgast, rétti út vinstri takkaskóinn og kom honum vandlega fyrir innst í marki andstæðinganna. Þegar hún áttaði sig á að hún hafði líklega skorað sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, eitthvað sem alla knattspyrnumenn dreymir um, spretti hún út úr teignum en staðnæmdist svo snögglega, á meðan tilfinningarnar helltust yfir hana. Þétt vafin faðmlögum félaga sinna lagði hún höfuð á breiða öxl Shanice Van De Sanden. En tuttugu sekúndum síðar, þegar hún rétti aftur úr sér var ekki að sjá örðu af gleði eða hamingju í svipnum. Augabrúnirnar voru beittar og kjálkinn stífur og hún einblíndi á völlinn, líkt og stríðsmaður sem undirbýr sig fyrir aðvífandi óvinaher. „Ég var að hugsa: ‚Þetta er komið‘,“ segir hún mér. „Þetta er búið – það er þrjú-eitt fyrir okkur.“ Líkamstjáningin sagði eitthvað allt annað. (Það voru tilfinningar í leiknum, ekki síst vegna þess að aðeins tveimur mánuðum fyrr var Sara meðlimur í tapliðinu. Hún skipti frá Wolfsburg til Lyon í júlí.) Að ganga á reipi Hún nær í kaffið niður og bítur í hafraklattann. Hún verður 31s árs í haust og ferill hennar hefur byggst á tvennu: að leggja hart að sér og ganga jafnvægislínuna. Það er ekki erfitt að útskýra hið fyrra, þó það sé erfitt að framkvæma (flestir afreksíþróttamenn tækju undir það), ótal aukaæfingar, strangt mataræði, ósérhlífnar fórnir o.s.frv. Hið seinna er flóknara, margslungin jafnvægislist milli þess að lifa lífinu og spila íþróttir.
Iceland Review
„UM LEIÐ OG SÚ TILFINNING ER FARIN; ÞAÐ ER EINHVER FYRIR AFTAN MIG AÐ NÁ MÉR OG ÉG VERÐ AÐ HLAUPA HRAÐAR – ÞÁ HÆTTI ÉG.“
17
Iceland Review
„ÞAU VISSU EKKI NEITT UM NEITT. EKKI HVAÐ ÉG LAGÐI HART AÐ MÉR. ÞAÐ VAR ÖFUND ÞARNA – KONUR GETA VERIÐ SVO GRIMMAR.“
18
Iceland Review
Það hefur eitthvað að gera með erfiðleikana sem herja á alla mannlega tilveru og hvernig erfiðleikarnir smitast inn á völlinn. Þess vegna snýst afburðaárangur, segir hún mér – en ekki í beinum orðum – um að geta aðskilið einkalífið og íþróttina. En þetta snýst um meira en að aðskilja. Þetta snýst um úrvinnslu flókinna tilfinninga, að leysa úr sálarflækjum á snyrtilegan hátt svo maður mæti ekki á völlinn einn daginn með gordíonshnút í maganum. Slík úrvinnsla var henni ekki eðlislæg. „Fótbolti hefur alltaf verið ákveðinn flótti fyrir mér,“ segir hún og bítur aftur í klattann. „En vandamálin hverfa ekki. Þau sökkva bara dýpra og einn daginn fljóta þau upp á yfirborðið aftur.“ Vandamálin sem hún vísar til snúast að stóru leyti um sambönd milli fólks – og stífar æfingar og pressan sem hún setur á sjálfa sig bæta ekki úr skák. Eins og Stalín sagði: „Engin manneskja, ekkert vandamál.“ Þegar hún hætti með æskuástinni árið 2016 var það í fyrsta sinn sem einkalífið bolaði sér inn á völlinn. Það vakti fyrsta kvíðakastið sem varð til þess að í fyrsta sinn fann hún fyrir doða gagnvart fótboltanum. Á leiðinni á flugvöllinn í Frankfurt þar sem hún átti að stíga upp í flugvél til að hitta landsliðið í Kína, hálfvonaði hún að hún myndi missa af vélinni. Í Peking tók þjálfarinn eftir drunganum yfir henni og hún neyddist hún til að sýna vott af tilfinningum. Hann lagði til að hún talaði við sálfræðing, en það var „alltof dramatískt“ fannst henni. „Ég þarf bara smá stund til að finna út úr hlutunum,“ sagði hún þjálfaranum. En í hreinskilni sagt átti hún kannski alltaf eftir að gefa sér tíma til að vinna úr fyrri áföllum. Tökum bæklunarlækninn, holdgerving gamaldags karlrembu, sem sagði henni að það væri úti um ferilinn – eftir að hún sleit krossband í 9. bekk – og reyndi að hugga hana með orðunum: „þú getur samt unnið sem flugfreyja.” Eða þjálfarana sem efuðust um að hún væri nógu góð fyrir sænsku deildina. Eða leikmennina sem fannst hún ekki eiga skilið að vera valin í landsliðið – og breiddu út lygasögur um að hún ætti í leynilegu sambandi við þjálfarann. „Þau vissu ekki neitt um neitt. Ekki hvað ég lagði hart að mér. Það var öfund þarna – konur geta verið svo grimmar,“ segir hún mér.
19
Iceland Review
Glerþak á hliðina Það er áhugaverður útúrdúr í endurminningum Söru Bjarkar frá 2019, Óstöðvandi, sem veitir innsýn í hvernig hún tekst á við erfiðar æfingar. Það er væntanlega ætlað að blása ungum íþróttamönnum kjark í brjóst en kannski er í því dýpri meining sem varpar ljósi á ólíkar hliðar Söru – skýrir rofið í persónuleikanum. „Það var svo skrýtið þegar það gerðist fyrst,” segir hún. „Ég var á hlaupabretti í Hress að jafna mig eftir meiðsli og allt í einu sá ég eins og glervegg fyrir framan mig. Fyrir aftan hann öskraði fólkið sem trúði ekki á mig, þjálfarar sem sögðu mér að ég væri ekki nógu góð, leikmenn sem dreifðu slúðri um mig. En þetta var allt eldsneyti á eldinn. Ég hélt bara áfram að hlaupa, hraðar og hraðar. Það var engin tilfinning. Engin þreyta. Eins og ég væri þindarlaus.” En það er ekki hægt að hlaupa endalaust. Eftir að hafa leitt íslenska landsliðið til misjafns árangurs á EM 2017, þegar fallvaltir áhorfendur snerust gegn liðinu og sögðu því hafa hrakað síðan 2013, fór Sara til Braunschweig suður af Wolfsburg. Hún átti að baki viðburðaríkt ár. Eftir erfið sambandsslit hafði hún stokkið beint í annað samband með þýskum sjúkraþjálfara sem vann fyrir FC Wolfsburg og átti íbúð í bænum. Þau hugsuðu sér gott til glóðarinnar að eiga nokkrar áhyggjulausar vikur saman en einn morguninn vaknaði Sara með kvíðahnút í maganum. Eðlisávísunin sagði henni að hlaupa. Kannski varpaði hún eigin tilfinningum á fólkið umhverfis sig því allt í einu fannst henni allir vera fyrir sér. Hún hljóp í átt að Prinz-Albrecht lystigarðinn til að fá smá næði. Hún reyndi að hlaupa hraðar en það var verkur í bringunni sem gerði það ómögulegt. Hún stoppaði. Settist niður á bekk í skóginum – og grét. Hún vissi ekki af hverju, vissi bara að hún þurfti hjálp. Erlendur Egilsson fann þónokkrar flækjur til að greiða úr. Þegar þau skoðuðu reynslu hennar út frá sálfræðilegu sjónarhorni uppgötvuðu þau að hún hafði sýnt af sér hörku íþróttamannsins allt sitt líf. Stýrt framhjá tilfinningalegum vandamálum. Beint orku sinni í fótboltann og kviðið frítímanum – þegar hún þurfti að vera ein með hugsunum sínum. Það er ólíklegt að Erlendur hafi verið að lesa Rilke, sem ráðleggur lesendum sínum að „leyfa öllu að koma fyrir sig,“ hvort sem það er fegurð eða skelfing, en ráðin sem hann gaf henni voru á sömu leið; leyfðu þér að finna til, berskjaldaðu þig. Hún fylgdi leiðsögninni í undankeppni HM og sagði þjálfaranum
20
að hún gæti ekki höndlað alla ábyrgðina sem fylgdi fyrirliðabandinu. Ekki núna. Hún opnaði hægt og rólega á tilfinningar sínar. Fór að skilja sjálfa sig betur. Upplifði þakklæti. Möguleg framtíð Í Kafað djúpt í sögu okkar sjálfra sem kom út árið 2019 færir taugasérfræðingurinn Joseph E. LeDoux rök fyrir því að ólíkt dýrunum, sem byggja ákvarðanir sínar á því hvort hlutir komi að gagni eða valdi skaða, er það aðeins mannfólkið (sjálfsmeðvitaðar verur) sem gerir áætlanir fyrir „ímyndaða framtíð – jafnvel nokkrar mögulegar framtíðir“. Hann vísar í Kierkegaard og leggur til að kvíði sé gjaldið sem mannfólkið greiðir fyrir frelsið sem fólgið er í valinu. Er ég heyri Söru segja sögu sína undir lágu loftinu á Súfistanum, rennur mig í grun að sumt að því sem plagi hana snúi að þessu frelsi. Fótbolti er svart/hvítt. Skýrar reglur. Markmið. Hlutverk – en lífið er alls ekki þannig. Þegar rútínan og reglurnar í boltanum hverfa situr óreiða lífsins eftir. Þegar hávaðinn á vellinum fjarar út gefst tími til að hugsa og þegar hugurinn fær rými til að reika, og dregur upp skissur af mögulegri framtíð, læðist efinn að. „Hvað hef ég verið að gera öll þessi ár? Vinir mínir eiga börn. Háskólagráður. Fjölskyldur.“
„ÉG HÉLT BARA ÁFRAM AÐ HLAUPA, HRAÐAR OG HRAÐAR. ÞAÐ VAR ENGIN TILFINNING. ENGIN ÞREYTA. EINS OG ÉG VÆRI ÞINDARLAUS.” Fjölskylda Faðir hennar kynnti hana fyrir fótbolta, mætti á hverja æfingu, en einbeitta skapgerðina erfði hún frá móður sinni, sem var alltaf kletturinn hennar. Eldri bróðir Söru er með andlitið hennar flúrað á framhandlegginn og hefur aldrei mætt á karlafótboltaleik á ævinni. Þau voru ekki sérlega efnuð þegar hún var að alast upp. Þegar hún var yngri fóru hún og pabbi hennar að bera út blöð svo fjölskyldan gæti safnað fyrir ferð til Spánar. Þá þurfti að vakna snemma en stundum sleppti pabbi hennar því að vekja hana og fór einn með blöðin. „Þú svafst svo vært,“ sagði hann. Í Óstöðvandi skrifaði Sara að ef ekki væri fyrir fótboltann hefði hún sjálfsagt hafið hreiðurgerð miklu fyrr. „Ég vona innilega að einn daginn, þegar ég er tilbúin til að setja fótboltann í annað sætið, verð ég svo lánsöm að verða foreldri.“
Iceland Review
— Kræsingar við gömlu höfnina í Reykjavík —
Nýlendugata 14, 101 Reykjavík Borðapantanir: 517-1800 |
www.fo r re t t a b a r i n n . i s 21
NJÓTTU SUMARSINS
Fjölbreyttar ferðahandbækur fyrir útileguna, gönguna eða í bílinn – allt til að njóta ferðarinnar betur
Göngusérkortin með grænu röndinni koma þér örugglega á áfangastað
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16
Iceland Review
„Þegar ég var að skrifa bókina þurfti ég að takast á við ákveðna hluti sem ég hafði alla tíð reynt að forðast.".
Hvað gerir maður þá? „En hvað gerir maður þá?“ spyr ég. „Eftir að maður hefur skorar sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar?“ „Maður eignast börn!“ segir hún og hlær. Hún er komin fjóra mánuði á leið, fyrsti samnings bundni leikmaður Lyon til að verða óléttur. Fyrr á þessu ári, þegar þungunarprófið sýndi tvær skýrar línur, fylgdu fögnuðinum óstyrkar taugar; hún þyrfti að segja klúbbnum frá þessu. „Til allrar lukku,“ segir hún „var FIFA nýbúið að skrifa undir nýja löggjöf í upphafi árs sem gefur leikmönnum sem eiga von á barni fjögurra mánaða fæðingarorlof.” Ef Lyon brýtur þá klausu þarf liðið að greiða henni sexföld laun. „Þetta er eitt stærsta liðið í heimi, það þarf að sýna gott fordæmi.“ Kannski er hún minna kvíðin en áður (þó hugmyndin um að fæða barn sé vissulega afar kvíðavaldandi), en hún hefur komist að því að við þurfum öll að ganga okkar eigin leið. „Þegar ég var að skrifa bókina þurfti ég að takast á við ákveðna hluti sem ég hafði alla tíð reynt að forðast. Ég er mun opnari við fjölskyldu mína í dag. Það vellur ekkert endilega upp úr mér, en ef ég þarf að opna mig þá geri ég það. Þetta snýst um að
finna réttu stundina.“ Leiðir skildu með henni og fyrrverandi kærastanum í fyrra – eitthvað tengt ósamræminu milli íslensks léttlyndis og þýskrar stífni – en hún kynntist nýjum manni, fótboltamanninum Árna Vilhjálmssyni og hefur aldrei verið ánægðari. „Það er skondið að hugsa til þess, að hafa verið með manni í örstuttan tíma en finnast samt eins og maður hafi þekkt hann allt sitt líf.“ Hún á von á sér í nóvember og er búin að vera í veikindaleyfi síðan í mars – frá því að hún ældi þrisvar sinnum fyrir leik gegn PSG. Þau ætla aftur til Lyon á næsta ári, öll þrjú, og þá tekur afturbatinn við. „Eins og að koma til baka eftir meiðsli,“ segir hún. Þangað til hjólar hún og mætir til styrktarþjálfara, æfir sig í frönsku og hittir gamla vini. Passar litla frænda sinn. Ég spyr hvort það sé ekki huggulegt, að vera komin heim og hafa svona mikinn tíma. „Jújú,“ segir hún. „En mér líður samt eins og ég sé bara í fríi.“ Hún er komin fjóra mánuði á leið en hleypur ennþá sex kílómetra tvisvar, þrisvar í viku. Það er varla nóg, finnst henni.
23
Í
Hvernig á Reykjavík að líta út?
ÚR Ljósmyndir: Golli
Texti: Jóhann Páll Ástvaldsson
BÆ BORG
Iceland Review
25
Iceland Review
„Borgin okkar er sameign okkar allra. Hún er miklu meira en samansafn af byggingum.“ Fyrir Jórunni Ragnarsdóttur, arkitekt, er borgin lífræn heild, samspil hönnunar og fólksins sem þrammar strætin. Jórunn er meðal virtari arkitekta landsins og meðeigandi þýsku arkitektastofunnar Lederer Ragnarsdóttir Oei. Reykjavík hefur verið í svo örum vexti síðustu ár að ekki er laust við vaxtarverki. Hver ný byggingin rís á fætur annarri og heilu hverfin spretta upp á jöðrum og í miðju borgarinnar. Skoðanir á nýjum hverfum eru skiptar og umræða og áhugi borgarbúa á arkitektúr og borgarskipulagi hefur snaraukist. Fólki stendur ekki á sama um borgina sína en vitum við yfirhöfuð hvernig við viljum að byggingarlist okkar tíma líti út? Byggt í bakgarðinum Á síðustu árum hafa ný hverfi bæst við höfuðborgarsvæðið, svo sem Urriðaholt og Grafarholt. Inni í borginni eru líka breytingar og á Kirkjusandi, í Vogunum, við Valsheimilið og jafnvel í miðborg Reykjavíkur byggjast upp ný svæði. Ómálaðir strigar borgarlandslagsins hafa verið fylltir af málningu á einu bretti. Ný hverfi hafa risið á Höfða, við Borgartún, í Urriðaholti og Mosfellsbæ og víðar. Arkitektinn Birkir Ingibjartsson starfar sem verkefnisstjóri í nýjum skipulagsverkefnum hjá Reykjavíkurborg, ásamt því að leita gamminn geisa um byggingarlist og borgarskipulag á samfélagsmiðlum. Hann bendir á að ein ástæðan fyrir að fólk taki meira eftir nýbyggingum er að hér áður fyrr var byggt á útjöðrum borgarinnar sem fáir
26
heimsóttu. „Við verðum meira vör við það hvað er verið að byggja núna. Áður urðu bara íbúarnir í þeim hverfum og gestir þeirra varir við þetta.“ Í dag er verið að breyta svæðum sem fólk þekkir. „Þetta eru til dæmis vannýtt opin svæði eða verið er að fjarlægja eldri hús og byggja ný í staðinn. Það eru fleiri sem hafa skoðun því þetta er fyrir augunum á fleirum.“ Samkvæmt Jórunni er eðlilegt að áþreifanlegar breytingar í borgar landslaginu veki ugg og eftirtekt. „Útveggir bygginganna eru innveggir okkar sameiginlega rýmis. Veggirnir móta götur, torg og útivistarsvæði sem að gefa okkur tækifæri til að eiga óþvinguð samskipti hvort við annað. Því fylgir ábyrgð að taka þátt í mótun umhverfisins og eiga aðild að ákvörðunum sem varða okkur öll. Aukin meðvitund borgarbúa á skipulagsmálum framtíðarinnar kallar á nýjar aðferðir við mótun umhverfins.“ Tíminn læknar hverfin Þegar ný bygging er risin og dyrnar opnast í fyrsta sinn er ekki þar með sagt að hún sé tilbúin. Walter Hjaltested, sem starfar sem arkitekt hjá Kunz und Moesch í Basel í Sviss, bendir á að það getur tekið tíma að venjast nýjustu krökkunum í blokkinni. „Skuggahverfið er um tuttugu ára gamalt í dag en til þess að fá alvöru reynslu á það þarf að líða töluverður tími. Flestar stórborgir hafa endurnýjað sig margoft en Reykjavík hefur byggt þarna nýtt hverfi einu sinni.“ Walter vill meina að jafnvel þó rými og byggingar nýtist ekki á ákjósanlegan hátt sé ekki þar með sagt að ný hverfi séu ónothæf. „Menn læra af reynslunni. Það er byggt aftur og breytt. Jarðhæðin á Skuggahverfinu er steindauð. Þarf hún að vera það? Nei, við getum endurskoðað það. Eigendur fara að selja og þá er hægt að gera stúdío, verslanir og fleira. Eigum við að pæla í því hvort að Skuggahverfi hafi misheppnast? Pælum frekar í því hvað við getum gert við það sem er þar og hvað við getum lært af þessu. Hvernig væri hverfið betra? Nýtist það öðruvísi? Hvernig getum við styrkt það?“ Birkir minnist jafnframt á að huglægt mat á byggingum getur hringsnúist á nokkrum árum. „Það var fullt af byggingum sem manni fannst alveg hrikalega óspennandi en með tímanum
fór maður að venjast þeim. Græna húsið við Austurvöll [á milli Apóteksins og Hótel Borg] er gott dæmi. Byggingin stingur í stúf við hlið tveggja glæsilegustu húsa borgarinnar en það er hreinleiki í hönnuninni sem ég dýrka. Kannski er þetta einhver áunnin arkitektasmekkur en mér finnst hún geggjuð.“ Hann heldur áfram. „Hönnun bygginga verður oft áhugaverðari með því sem tímanum líður. Það böggar mann alltaf þegar á að byggja nýtt í gömlum stíl. Ég lít á það sem mikla vantrú á samtímann.“ Jórunn ítrekar að byggingarlistin er hluti af sögu borgarinnar og að við séum að skrifa okkar eigin sögu. „Borgin okkar er okkar dýrmærasta sameign. Öll menning og þá sérstaklega skipulag og byggingarlist eiga rætur sínar að rekja til náttúrunnar og umhverfisins. Skipulag og byggingar borga og þorpa veita okkur skýrar upplýsingar um líf og störf fólksins hverju sinni. Reykjavík í dag endurspeglar samfélagið sem að við lifum í. Hún dregur upp skýra mynd af ójöfnuði þeirra sem að minna mega sín og þeirra sem að dregið hafa til sín stóran hluta af arðsemi landsins.“ Enginn er eyland Erlendar leiðsögubækur fjalla margar um krúttlegu og litríku bárujárnshúsin í miðbæ Reykjavíkur. Bárujárnið klæðir ný hús enn í dag, en margir kvarta yfir að þau séu oft gráleitari og stærri en forverar sínir. Jórunn telur að borgin hafi tapað tengslum við fortíðina og þurfi að finna sinn náttúrulega farveg aftur. „Litríku húsin í miðbænum eru kennileiti miðborgarinnar. Þrátt fyrir einfalda gerð búa þau yfir töfrakrafti sem að lýsir upp tilveruna í svartasta skammdeginu.“ Sagan sem fólgin er í byggingarlist miðborgarinnar tengir okkur hins vegar við fortíðina. „Bárujárnshúsin eru vitni síns tíma. Með tilkomu nýrra byggingaefna sem að iðnaðurinn er ötull við að selja okkur höfum við á margan hátt tapað tengslum við fortíðina. Trúin á tæknilegar framfarir og samanburðurinn við útlönd valda því að við fórnum dýrmætri
„ÚTVEGGIR BYGGINGANNA ERU INNVEGGIR OKKAR SAMEIGINLEGA RÝMIS.“ - JÓRUNN RAGNARSDÓTTIR
Iceland Review
27
Iceland Review
28
Iceland Review
„LAUGAVEGURINN ER VINSÆLT ALMENNINGSRÝMI AF ÞVÍ ÞAÐ ER FULLT AF LÍFI ÞAR. EN FULLT AF BYGGINGUM Á LAUGAVEGI ERU LÍTIÐ SPENNANDI BYGGINGARLIST. ÞAÐ SPÁIR SAMT ENGINN Í ÞVÍ AF ÞVÍ AÐ HÚSIN ERU Í LIFANDI NOTKUN.“ - BIRKIR INGIBJARTSSON
Fjöldi framkvæmda á íbúðum í Reykjavík 2010 – 2014: 1.690 2015 – 2020: 6.079
menningu og höfnum uppruna okkar.“ Þó nýju hverfin séu drungaleg við fyrstu sýn er alls ekki öll sagan sögð, samkvæmt Birki. „Ég get alveg tekið undir mikið af gagnrýninni í dag, þegar verið er að hanna einfalt og grátt.“ En eins og Birkir bendir á eru ókláruð hverfi eðli málsins samkvæmt enn í byggingu og nýju hverfin líða fyrir það fyrstu 10-15 árin. „Það er merkilegt hvað gróður gerir mikið í eldri hverfum.“ Birkir bendir á að einsleit og grá hverfi eru alls ekki ný af nálinni. „Við getum horft á hverfi eins og Vesturbæinn og Hlíðarnar sem eru ótrúlega einsleit. Þessi steyptu þriggja hæða hús með sex til átta íbúðir. Þar er einsleitnin ekki talin vansi, heldur gæði og það hefur með aldur hverfisins að gera. Almenningsrýmið fær þetta aukna skjól, gróður og græn svæði þegar fólk er farið að tileinka sér hverfið og nota umhverfið. Ný hverfi eru ennþá byggingarsvæði. Þau þurfa tíma til að ná að lenda,“ segir Birkir. Jórunn telur að ferlið geti verið bætt með því að ná almenning að borðinu: „Með blönduðum vinnuhópum sem
samanstanda af fagfólki og áhugasömum borgarbúum er nálgunin á lausnum skemmtilegri, frjórri og meira gefandi. Hlutverk stjórnsýslunnar er að hlusta, læra, leiða og framkvæma.“ Borgir verða ekki til í tómi, þær eru sköpun fólksins sm byggir þær. „Ferlið sjálft, leitin að nýjum og betri lausnum og almenn þáttaka borgarbúa er virkur hluti af sjálfbærri framtíð okkar allra. Umhverfi sem að endurspeglar þarfir og óskir borgarbúa er umhverfi sem að eykur vellíðan og samkennd innan samfélagsin. Staðreyndin að hafa verið virkur þáttakandi í mótun og ákvarðanatöku styrkir sjálfsmynd einstaklinga og eykur samfélagslega ábyrgð.“ Í þessu samhengi nefnir Birkir aðalgötu miðborgarinnar. „Laugavegurinn er vinsælt almenningsrými af því það er fullt af lífi þar. En fullt af byggingum á Laugavegi eru lítið spennandi byggingar list. Það spáir samt enginn í því af því að húsin eru í lifandi notkun.“
29
Iceland Review
„ALLIR HAFA RÉTT Á AÐ HAFA SKOÐANIR Á ARKITEKTÚR OG SÍNU BYGGÐA UMHVERFI.“ - BIRKIR INGIBJARTSSON
Draumaland verktakanna Það verður þó ekki litið framhjá því að ekki öll ný hverfi og nýjar byggingar eru jafn vel heppnuð. Walter bendir á að sterk staða verktaka og kostnaðarsjónarmið ráði oft för fram yfir hönnun og umhverfisfegurð. „Sem arkitekt hefurðu oft á tíðum veikari stöðu. Sýn arkitektsins ræður ekki ferð heldur hver er ódýrastur. Þeir eru oftast einhæfastir sem bjóða lægst. Viljum við sem samfélag að þetta sé ríkjandi mótíf? Ég held að ef þú spyrð flesta, að þeir myndu ekki vilja að peningar ráði för, heldur en arkitektúrinn. Ef þú ert með einn aðila sem er að skipuleggja heilt hverfi þá ósjálfrátt verður þetta einhæft. Það er verið að hugsa til byggingarmarkaðarins, frekar en sjónarmiðs arkitekta.“ Birkir telur að það sem byggt er af metnaði nái alltaf að skína í gegn en það þurfi að vanda til verka. „Gæði standast alltaf tímans tönn, það er kannski tugga en hún er sönn. Það eru fullt af gömlum
húsum sem þóttu ómerkileg en svo dregur tíminn eitthvað allt annað fram. Manni finnst að margt af því sem er byggt í dag sé ekki merkilegt. Maður getur jafnvel spurt sig hvort það sé raunverulega arkitektúr – þetta er frekar húsagerð. Oft á tíðum er lítill arkitektúr í því.“ Birkir tekur undir verktakavandann, „Það er ekkert bara á Íslandi, en það er oft mikil krafa um hagræði – það byggir enginn nema geta séð fram á að geta grætt á því. En manni finnst oft á tíðum gæðin vera skorin niður. Stærð glugga, birtustig innanhúss, ekki of djúpir kroppar, gluggar á fleiri en einni hlið, ekki of grunn rými. Það er auðvitað mikil áskorun þegar þú ert farinn að byggja þétt og þarft fleiri íbúðir í hærri byggingum.“ Miklagljúfrið milli almennings og arkitekta Það er að mörgu að hyggja og margt sem arkitektar sjá en almenningur ekki. En „má“ almenningur yfirhöfuð hafa skoðun á umhverfi sínu? Hinn almenni fótboltaáhugamaður getur rætt breytt rekstrarmódel félags síns í Englandi vegna dvínandi auglýsingatekna og bókmenntaáhugamenn hér á landi geta diskúterað fram og til baka hvort framsetning á einlægni í nútímaljóðlist sé möguleg eða hvort sviðssetning skáldskaparins skapi alltaf vegg milli skálds og lesanda. En hvað vitum við um arkitektúr? „Mér finnst geggjað að
það sé fullt af fólki að spá í þessu og tjá sig um þetta. Sú krafa þarf að koma frá almenningi að það sem er byggt sé vel gert. Allir hafa rétt á að hafa skoðanir á arkitektúr og sínu byggða umhverfi.“ Óþjálfuð augu missa kannski af smáatriðum í byggingarlist en almenningur hefur aðra og kannski praktískari sýn. „Ég læt stundum smáatriði fara í taugarnar á mér. Ég er kannski að horfa á flott verkefni og fínar íbúðir en svo getur ljótt handrið hálfpartinn eyðilagt það fyrir mér. Eða of stórar svalir sem setja sterkan svip á byggingu, á meðan að fólki almennt finnst bara geggjað að hafa stórar svalir,“ segir Birkir. Hann bendir líka á að þó allir hafi rétt á sinni skoðun getur umræðan oft á tíðum byggst á misskilningi og vanþekkingu. „Við erum en í þjálfun, að byggja upp borgarþekkingu. Við erum að breytast, taka vaxtarkipp úr því að vera í stór bær yfir í að vera borg.“
31
Iceland Review
„ÞAÐ ER ÚTBREIDDUR MISSKILNINGAR AÐ GÆÐI BYGGINGA FELIST Í ÞVÍ AÐ SKERA SIG ÚT ÚR UMHVERFINU OG VERA ÖÐRUVÍSI. ÞEGAR VEL TIL TEKST ER NÝ BYGGING HLUTI AF STÆRRI HEILD.“ — JÓRUNN RAGNARSDÓTTIR
Hann bætir við að breytt notkun borgarrýmisins gæti líka haft áhrif á hvernig við sjáum húsin í kringum okkur. Reykvíkingarnir eru í auknum mæli farnir að þjóta um borgina með öðrum leiðum en einkabílnum. „Ég held að það skipti miklu máli hvernig við notum borgina. Sú bylting hefur átt sér stað að fleiri eru farnir að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur.“ Hann útskýrir: „Þú ert í meira návígi við byggingarnar. Þegar þú keyrir eru byggingarnar langt frá þér og þú keyrir hratt. Þú gefur smáatriðunum eða efnisvali engan gaum. Svo keyrir þú í bílakjallara, tekur lyftuna upp og eina sem er næs er kannski stigagangurinn. Ég hef mikla trú á því að með breyttum ferðavenjum fáum við betri arkitektúr.“ Harkaleg lending Hafnartorgs Umræðan getur verið harkaleg, ekki síst þegar um er að ræða svæði sem vekja heitar tilfinningar með fólki. Nýjasta hverfið í miðborginni hefur oft verið skotspónn í umræðunni. „Mannfólk hafnar Hafnartorgi“, svo hljómaði undirfyrirsögn hjá Snorra Mássyni hjá Morgunblaðinu í desember 2020. Hafnartorg er ekki allra, en gæti verið fullkomið dæmi um að leyfa hverfum og byggingum að koma sér vel
fyrir í þægindastól borgarrýmisins áður en þau eru dæmd. „Niðri við Hafnartorg og Austurhöfn var augljós krafa frá samfélaginu um að byggt yrði af metnaði, þetta er þannig umhverfi að engum datt neitt annað í hug. Þetta er mjög mikilvægt svæði í borginni. Þá verður þú að gera vel, en það er kannski erfiðara að halda uppi slíkum kröfum í nýjum hverfum. Þar er verið að búa til eitthvað nýtt og enginn sem raunverulega ýtir á það, þar sem hinn almenni borgari er ekki á svæðinu og jafnvel þekkir það ekki,“ segir Birkir. Walter bendir enn og aftur á að við þurfum að vera þolinmóð. „Harpa er risastór opinber bygging í miðbæ Reykjavíkur. Það tekur tíma fyrir svona byggingu að komast inn í borgina, inn í umhverfið. Hafnartorg er ennþá í uppbyggingu. Arkitektúrinn er til staðar en við eigum enn eftir lifa með hverfinu og finna hvernig þetta virkar. Fegurðin liggur í því að sjá hvaða breytingum þetta tekur í ferlinu.“ Hann bendir enn fremur á að þetta snýst um meira en hvernig byggingarnar líta út, Hafnartorg er ný tegund af hverfi í Reykjavík. „Hafnartorg er frekar evrópskt að mörgu leiti, frekar hátt byggt og þrengri götur. Ef til vill er hægt að bera þetta saman við miðborg Stokkhólms, en í Reykjavík finnst þetta hvergi, kannski ekki nema í Austurstræti. Svona verkefni tekur tíma og það verður að verða einhver sameiginleg minning. Svo eftir 50 ár verður þessi tegund ef til vill útbreiddari.“ Til að setja hlutina í samhengi má nefna Hlemm sem er dæmi um umdeilda byggingu sem borgarbúar njóta í dag.
„Skiptistöðin við Hlemm var lengi vel ekki talin áhugaverð bygging. Svo skiptir hún um hlutverk og verður mathöll. Ég segi ekki að við höfum töfraaugu en ég held að arkitektar hafi séð gæðin í byggingunni allan tímann. Svo breytir hún um hlutverk, samhengið er annað, þá kveikir fólk á kostum byggingarinnar. Það myndi engum detta í hug að fjarlægja þessa byggingu í dag,“ bætir Birkir við. Hugmyndir Jórunnar ríma ansi vel við þetta, „Það er útbreiddur misskilningar að gæði bygginga felist í því að skera sig út úr umhverfinu og vera öðruvísi. Þegar vel til tekst er ný bygging hluti af stærri heild. Hún leitast við að tengjast og upphefja eldri byggingar til að styrkja heildarsvipinn og auka gæði opinbers rýmis.“
Jórunn Ragnarsdóttir – meðeigandi arkitektastofunnar Lederer Ragnarsdóttir Oei, Stuttgart, Þýskalandi
Birkir Ingjbjartsson – verkefnastjóri á skipulagssviði Reykjavíkurborgar og sérlegur áhugamaður um Reykjavík (@bingibjarts – á Twitter)
Aðeins Guð getur dæmt oss Áframhaldandi borgarmyndun er fyrirsjáanleg, þar sem Íslendingar flykkjast enn í hríðum hrönnum á höfuðborgarsvæðið. Krafan um nýbyggingar, ný hverfi og þéttingu heldur áfram. Áhugi almennings á borgarhönnuninni mun skila sér í byggingar og hverfi Reykjavíkur framtíðarinnar. En erum við að gera „rétt“ þegar kemur að arkitektúr? Það er klisja að segja það, lesandi góður, en aðeins tíminn mun leiða það í ljós. Dæmum Hafnartorg að þrjátíu árum liðnum.
Viðmælendur: Walter Hjaltested – arkitekt hjá Kunz und Moesch, Basel, Swiss
32
Iceland Review
33
Iceland Review
A T H
34
Ð I E
Gyðingar hafa verið þátttakendur í íslensku samfélagi til langs tíma en það getur verið flókið að finnast maður tilheyra.
L Y
R
A
Texti: KT Browne
Ljósmyndir: Golli
Gyðingar eiga ekki samkunduhús á Íslandi. Giftingar fara fram í kapellu sem þjónar einnig öðrum söfnuðum. Þeirra sem látast er minnst í óvígðum hluta Fossvogskirkjugarðs. Árið 2018 bjuggu 250 gyðingar á Íslandi en í dag er talan væntanlega nær 300. Í dag eru um 50 skráðir trúar- og lífsskoðunar söfnuðir á Íslandi. Í áratugi var gyðingdómur ekki einn þeirra. Fyrsti rabbíninn á Íslandi hóf störf árið 2017, hinn bandaríski Avi Feldman, og núna síðast þann 8. mars síðastliðinn varð Menningarfélag gyðinga fyrsta skráða trúfélag gyðinga hér á landi. Þangað til fyrir örstuttu síðan voru gyðingar á Íslandi ekki skráðir opinberlega. Engin formleg starfsemi var á vegum gyðingdóms hér á landi og engar trúarathafnir fóru fram. Engu að síður hafa trúaðir gyðingar haldið uppi samfélagi og menningu gyðinga í sátt og samlyndi við veraldlega þenkjandi gyðinga, sem sumir hverjir tengja skipulögð trúar brögð við kúgun. Sumum gyðingum á Íslandi finnst skorturinn á trúarlegum innviðum frelsandi meðan aðrir þrá sterkari trúarlega leiðsögn.
Rabbi Avi „Eftir nokkrar heimsóknir til Íslands ákváðu konan mín og ég að hér gætum við gert gagn og gefið af okkur til samfélagsins. Við vildum skapa ný tækifæri fyrir fólk til að stunda gyðingdóm,“ útskýrir Avi. Hann kemur frá Brooklyn í New York, þar sem finna má stærsta gyðingasamfélag í heimi utan Ísrael. Ísland gæti virst óvenjulegt val á stað til að hlúa að gyðingasamfélagi - eða ekki. Í viðtali við Reykjavík Grapevine árið 2013 minntist Avi á að hann líti á Ísland sem ókannaðar lendur gyðingdóms. „Að sjálfsögðu eru einstakar áskoranir og tækifæri [við að byggja upp samfélag hér]. Það er ekkert sam kunduhús, enginn gyðinglegur skóli, engin Kosher matvöruverslun né veitingastaður,“ segir Avi mér. „Ákveðnir hlutar af stórum gyðinglegum samfélögum fyrirfinnast ekki hér. En það eru líka mörg ný tækifæri til að byrja frá grunni á stað þar sem aldrei hafa byggst upp gyðinglegir innviðir. Það gerir lífsreynsluna meira spennandi.“ Rödd Avi er full eftirvæntingar þegar hann útskýrir stöðuna enda rík ástæða til. Hann er nýbúinn að frétta að gyðingdómur verði skráð trúfélag
Iceland Review
Avi Feldman á Íslandi. „Allt ferlið tók meira en ár og mér er svo létt yfir að það sé loksins komið í gegn. Þetta er sögulegt skref fyrir trúna okkar.“ Opinber trúfélög njóta ákveðinna fríðinda. Trúfélagið fær fjárstyrki, ókeypis úthlutun á lóðum fyrir trúarbyggingar og meðlimir geta látið safnaðargjöld sín renna til uppbyggingar þess. Menningarfélag gyðinga er nú eitt þeirra. Þessi hagnýtu atriði skipta ekki öllu máli en það sem þau standa fyrir er mikilvægt – samþykki gyðingdóms á Íslandi. Í grunninn snýst þetta um að tilheyra samfélagi.
Þann 8. mars síðastliðinn varð Menningarfélag gyðinga fyrsta skráða trúfélag gyðinga hér á landi. Gilad Gilad Peleg er fæddur og uppalinn í Ísrael en lítur ekki á sig sem trúaðan. Á ferðalagi árið 2012 varð hann ástfanginn af Íslandi og ákvað að flytjast hingað. „Ég er ekki virkur í samfélagi gyðinga hér,“ segir hann. „Ég ólst upp í frjálslyndri fjölskyldu. Við fögnum stórhátíðum gyðinga þegar við erum saman en það er kannski einu sinni á ári. Það eru ekki endilega trúarhátíðirnar sem skipta okkur máli, heldur að við hittumst öll.“ Gilad hafði ekki trúarlegar ástæður fyrir að flytja til Íslands en sem einn af fáum gyðingum hér á landi er
nærtækt að velta fyrir sér hvort honum finnist hann utanveltu samhliða vaxandi trúarsamfélagi gyðinga. „Þau hafa gert nokkrar tilraunir til að bjóða mér með og ég hef kurteislega afþakkað og sagt, ‚þetta er ekki fyrir mig’,” útskýrir Gilad. „það er virðing á báða bóga. Þau trufla mig ekki og ég trufla þau ekki. Við leyfum hvort öðru að vera til.“ Þessi afstaða virðist endurspegla afstöðu margra Íslendinga til trúarbragða – það er óskrifuð regla að trúarbrögð hvers og eins eru þeirra einkamál og að fólk ætti ekki að stinga nefinu í mál sem koma þeim ekki við. Í ljósi þess kemur ekki á óvart að reynsla Gilad af trúarbrögðum hér á landi er tiltölulega hlutlaus, hvorki jákvæð né neikvæð. Trúarbrögð eru ekki það sem skiptir Gilad helstu máli við lífið hér á Íslandi, en þau lita samt reynslu hans af lífinu hér óbeint. „Hér hef ég tækifæri til að tala við fólk sem ég hefði aldrei talað við ef ég byggi í Ísrael. Ég á vin frá Líbanon sem ég hitti á Íslandi. Sem Ísraelsmaður get ég ekki farið til Líbanon. Ef ég væri ekki hér þá hefðum við aldrei hist.“ Fjölmenningarsamfélagið á Íslandi, er tiltölulega nýlegt í sögulegu samhengi. Fyrir 1990 var þjóðin tiltölulega einsleit og fáir innflytjendur. Þegar Ísland gekk í EES árið 1994 fór innflytjendum að fjölga og fjölgaði enn frekar eftir að Ísland gekk í Schengen árið 2001. Fjölgun innflytjenda hefur leitt til fjölgunar í smærri trúfélögum á borð við gyðingdóm, Íslam og kaþólska trú. Kaþólska er í örum vexti og nú stendur til að byggja nýja kaþólska kirkju hérlendis. Upplifun fólks sem sest hér að er misjöfn en Ísland er engu að síður í öfundsverðri stöðu þegar kemur að samskiptum fólks af ólíkum uppruna. Erlendis hefur Ísland orð á sér fyrir að hér séu litlir kynþáttafordómar – en stenst það skoðun? Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands skrifaði grein árið 2011 sem svipti hulunni af fordómum og óréttlæti sem innflytjendur mæta hér á landi. Hanna Ragnarsdóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við sama skóla rannsakaði brottfall úr menntaskólum sem er hærra meðal ungra innflytjenda en fólks innan EES. „Það er önnur hlið á að vera útlendingur hér,“ segir Gilad mér. „Eftir einhvern tíma sérðu að fólk kemur öðruvísi fram við þig en íslenska ríkisborgara. Þegar þú tilheyrir litlu samfélagi er skoðun meirihlutans allt umlykjandi og getur verið óþægilega hispurlaus og augljós. Eftir að hafa búið hér geri ég mér grein fyrir hvað er í lagi að tala um, hvað er ekki í lagi og hvað ég þarf að passa mig á að segja. Þetta er allt dálítið snúið en hefur hjálpað mér að aðlagast.“ Þessi athugasemd Gilads er merkileg. Um leið og trúarbrögð koma upp í samræðum er eins og hulu menningarlegs hlutleysis sé lyft af og Íslendingum fer að líða óþægilega. Þau
35
Iceland Review
kjósa frekar að halda viðkvæmum málefnum utan sviðsljóssins. Að sigla fram hjá skerjum tabú málefna getur flækst fyrir útlendingum, sérstaklega þeim sem tala ekki tungumálið – síðasta vígið þegar kemur að því að tilheyra samfélaginu hér. Það er raunar ein af kröfunum fyrir íslenskum ríkisborgararétti að standast íslenskupróf lagt fyrir af Útlendingastofnun. Sú krafa ein og sér kemur í veg fyrir að hundruð íbúa landsins taki fullan þátt í íslensku samfélagi á hverju ári. Kröfur fyrir íslenskan ríkisborgararétt eru ekki mjög frábrugðnar þeim sem finna má í löndum Evrópu og Norður-Ameríku en gefa þó til kynna að aðlögun hafi margar hliðar, hagrænar, félagslegar, menningarlega og pólitískar. Þetta er ekki einfalt ferli. „Síðasta hindrunin mín til að komast inn í íslenskt samfélag er tungumálið,“ segir Gilad vongóður. „Ég berst ennþá við það. Ef ég get talað málið reiprennandi þá held ég að það sé aðgöngumiðinn. Það er svekkjandi hvað það er erfitt.“
núna, þú ættir að hugsa frekar um það‘.“ Snúum okkur aftur að Gilad. Á þeim átta árum síðan hann flutti til Íslands hefur hann stofnað eigið fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Tækifærin sem ég hef fengið hér til að tengjast öðru fólki eru þau bestu sem ég hef fengið,“ segir hann. „ Mér finnst Ísland hafa veitt mér aðgengi að upplýsingum og fólki sem ég hefði ekki haft aðgang að fyrr. Ef þú lætur menningarlegan misskilning trufla þig, þá ertu á hálum ís.“ Ein mesta áskorun okkar tíma er að skilja til hlítar eðli huglægrar reynslu og ákveða hvernig huglæg reynsla spilar inn í opinbera stefnu og löggjöf. Kjarninn er hin mikilvæga en erfiða spurning: Er saga einhvers heilagur sannleikur? Eða er saga hvers og
„Allt ferlið tók meira en ár og mér er svo létt yfir að það sé loksins komið í gegn. Þetta er sögulegt skref fyrir trúna okkar.“ - Avi Feldman Benjamín Benjamín Daníelsson er íslensk-bandarískur leikari sem býr í Reykjavík og er ómyrkur í máli þegar hann lýsir upplifun sinni sem gyðingur á Íslandi. Hann ólst upp í Bandaríkjunum á norðaustur-ströndinni og æska hans litaðist af fjölskylduhefðum, shabbat málsverðum, hanukkah fögnuðum og bar mitzvah athöfnum sem „festu það að vera gyðingur svo í sessi að það var ætíð til staðar,“ segir hann. „Að tilheyra þjóðarbroti var hluti af því að vera bandarískur.“ Þegar Benjamín var fimmtán flutti hann til Íslands með móður sinni og fór inn í skólakerfið. „Þá rakst ég á fáfræði og kreddur sem áttu sér rætur í staðalímyndum af gyðingdóm og gyðingum. [Ég upplifði] holskeflu af því að vera merktur og framandgerður. Gyðingaandúð var hluti af eineltinu. Og skólastjórnendur tóku því engan veginn alvarlega. Einu sinni var jafnvel hópur sem kvartaði til deildarstjórans vegna krakka sem fannst ósanngjarnt að hann mætti ekki segja gyðingabrandara þegar ég var viðstaddur.“ Saga Benjamíns nístir inn að beini og tekur á. Hann heldur áfram: „Ég tók eftir passíf-agressífri hegðun og tilhneigingu til að skilja útundan á Íslandi, sér í lagi meðal fólk sem leit á sig sem hreina Íslendinga og tilheyrðu engu þjóðarbroti,“ útskýrir hann. „Ég lærði tónlist hjá íslenskum kennara í Reykjavík. Ég hafði tjáð kennaranum að ég vildi a að kanna bakgrunn minn sem gyðingur. Hún sagði við mig ‚En þú ert Íslendingur
36
Gilad Peleg eins einstök afleiðing þeirra skynjunar, viðhorfs og fyrri reynslu? Oft finnur maður það sem maður leitar að, við leitum að mynstri og sækjumst eftir að finna tengingar sem eru kannski og kannski ekki til af því að tálmyndin um samfellu festir í sessi fyrirsjáanleika sem við þráum í ófyrirsjáanlegum heimi. Ef við leitum ekki að neinu sérstöku, þá finnur ringulreið lífsins okkur að lokum. Þegar það gerist, breytist skynjun okkur, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Á Íslandi er umburðarlyndi fyrir mismunandi trúarbrögðum en það þrífst best í þögninni. Það er auðveldara fyrir Íslendinga að ræða ekki viðkvæm málefni en að takast á við erfiðar umræður. Þessi tilhneiging á ekki bara við um trúarbrögð, tilfinningaleg málefni fá oft ekki mikla umræðu né
Iceland Review
„Það er líka önnur hlið á að vera útlendingur hér. Eftir smástund sérðu að fólk kemur öðruvísi fram við þig en íslenska ríkisborgara.“ - Gilad Peleg heldur geðheilsa. Þessi tækni virkar til skamms tíma litið til að vernda friðinn og yfirbragð skilvirks samfélags en getur haft mikil áhrif á vellíðan einstaklinga og tilfinningaþroska. Að því sögðu þá væri nánast ógerlegt að sanna eða afsanna nokkuð á grundvelli persónulegra frásagna. Hver saga er sönn þeim sem hana segir. Huglæg reynsla Gilad og Benjamin eru tvær hliðar á sömu mynt og að taka eina fram yfir aðra minnkar vægi þeirra. Þær þarf að skoða sem þræði í stærra mynstri
tungumálinu sem er talað þar sem þú býrð er auðvelt að einangrast.“ Benjamín hefur átt erfitt með að tengjast gyðingasamfélaginu á Íslandi á djúpstæðan hátt, ekki síst vegna þess að hans eigin trú varð til innan bandaríska gyðingasamfélagsins. „Hvert land hefur sinn gyðingdóm og þar til nú hefur Ísland ekki haft sameinað og sterkmótað gyðingasamfélag. Hér á landi hefur verið deigla fjöldamargra þjóðerna og hefða, sem gerir mér erfitt fyrir að tilheyra.“ Sumir segja að þessi deigla sé af hinu góða þar sem það gefi til kynna samþykki á fjölmenningu. Fyrir Avi rabbína er deiglan frábær, og raunar nærir hann samfélag gyðinga á íslandi eftir Chabad hefðinni, sem byggir á að allir gyðingar séu velkomnir – líka þeir sem eru ekki trúaðir – óháð hvernig þeir fara eftir boðum gyðingdóms, þjóðerni eða menningu. „Við sjáum gyðinga einfaldlega sem gyðinga,“ útskýrir hann. „þú ættir að hafa tækifæri til að fagna hvernig sem þú vilt. Í stað þess að einblína á ágreining ættum við að hlúa að því sem sameinar okkur - og það er svo margt.“
Er saga einhvers heilagur sannleikur? eða er saga hvers og eins afleiðing þeirra eigin skynjunar, viðhorfs og fyrri reynslu?
Benjamín Daníelsson trúarbragða á Íslandi. Gilad upplifði ekki andúð vegna sinna trúarbragða en Benjamín fékk ekki stuðning fyrir sín. Tveir hlutir geta verið sannir á sama tíma, Ísland er bæði jákvætt gagnvart fjölmenningu – en heldur ekki ónæmt fyrir fordómum. Aðlögun Hvaða samfélag sem er getur sagst taka vel á móti nýju fólki en að finnast maður sannarlega tilheyra er önnur saga – og sú snýst um tungumál. „Gyðingasamfélagið á sér ekki langa hefð á Íslandi svo ef ég reyndi að vera partur af gyðinglegu samfélagi þá væri það á ensku,“ útskýrir Benjamín. Fyrir þá sem tala ekki íslensku er auðvelt að detta úr takti við samfélagið, eða það sem verra er, verða ósýnilegur. „Það er sársauki þar,“ viðurkennir Benjamín. „Þegar þú átt ekki samskipti á
Samið um að tilheyra Fólk velur að flytjast milli landa í þeirri von að búa sér til líf sem er ekki mögulegt annars staðar. Eftir að pappírunum hefur verið skilað inn, íbúð fundin og störf hafin má segja að aðlögun hafi tekist. Þá er litið fram hjá því sem gerist milli innflytjenda og innfæddra – hvernig þau læra að eiga samskipti og hvernig þau fara með það sem sameinar þau og það sem aðskilur þau. Benjamín telur að það mætti gera betur. „Það ættu að vera kerfi til að leggja áherslu á að Ísland ætti að vera fjölmenningarlegt land. Það verður að ganga til liðs við umheiminn,“ segir hann. Fyrir bæði Gilad og Avi rabbína hefur Ísland sýnt mýkri hlið. „Það hefur verið tekið mjög vel á móti okkur,“ viðurkennir Avi. „Við höfum verið tekin í viðtöl í útvarpi, skrifað um okkur í blöðin og það er meira að segja athöfn til að kveikja á Menorah-ljósum á Laugaveginum á hverju ári á Hanukah.“ Nú þegar Menningarfélag gyðinga er orðið eitt af opinberum trúfélögum á Íslandi og vaxandi samfélag býður gyðinga frá öllum heimshornum velkomna, situr eftir spurningin um ábyrgð. Á einstaklingur að bera alla ábyrgð á því að lagast að samfélagi, sama hvort þau samþykkja lífstíl hans? eða á samfélag að samþykkja öll eins og þau eru, burtséð frá því hvernig þau aðlagast?
37
Iceland Review
ÖRNINN Ljósmyndir: Golli
Á Texti: Kjartan Þorbjörnsson
Sem barn heyrði ég sögur af gríðarstórum örnum sem bjuggu í háum klettaborgum. Þeir gátu svifið hátt og langt og í sögunum rændu þeir jafnvel börnum sér til matar.
38
Iceland Review
ENGAN
ÓVIN
NEMA MANNINN 39
Iceland Review
Í öllum menningarsamfélögum eru til helgisagnir um stóra fugla sem ræna börnum. Í grískri goðafræði nemur Seifur, í líki arnar, dreng á brott. Sögurnar eru oft nákvæmlega eins orðaðar milli menningarheima. Þetta eru ekki einungis goðsagnir því til eru vel skrifaðar frásagnir frá þekktum persónum af brott námi arna á börnum. Sem barn heyrði ég sögur af gríðarstórum örnum sem bjuggu í háum klettaborgum. Þeir gátu svifið hátt og langt og í sögunum rændu þeir jafnvel börnum sér til matar. Aldrei sá ég þessa stórkostlegu fugla með eigin augum enda örfáir slíkir á landinu og engin búsvæði í kringum mínar æskuslóðir. Það var ekki fyrr en maður fullorðnaðist að maður sá glitta í ógnvekjandi verur svífandi hátt á himni yfir varpsvæðum í eyjum og skerjum Breiðafjarðar ef maður átti leið um vesturland. Sú sjón fyllti mann lotningu, spennu og jafnvel ótta, en óskin að sjá slíkan fugl í návígi var aldrei uppfyllt, fyrr en í fyrravor. Kristinn Haukur Skarphéðinsson líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun sendi mér GPS hnit að fundarstað. Eftir langt ferðalag frá höfuðborginni ramba ég á hnitpunktinn sem liggur utan aðalvegarins, ofan í dalverpi í hvarfi frá annarri bílaumferð. Á umsömdum tíma, á slaginu 12:00, rennir upp mikið keyrður, rykugur pallbíll. Út stíga tveir menn, greinilega kunnugir staðháttum, klæddir í mikið notuð útivistarföt og kynna sig.
40
„Þetta er nú ekki varpstaðurinn,“ segir Kristinn Haukur eftir að við höfðum tekist í hendur. „Ég vissi ekki hvort þú yrðir á merktum, áberandi bíl svo ég ákvað að best væri að hittast langt frá hreiðurstaðnum. Við viljum ekki vekja neina athygli á hreiðrinu.“ Það er ólöglegt fyrir almenning að nálgast arnarhreiður á Íslandi. Til að fá að fylgja Kristni Hauki þennan dag þurfti ég að sækja skriflega um sérstakt leyfi hjá Umhverfisstofnun mörgum mánuðum áður og færa góð rök fyrir máli mínu. Selja þeim þá hugmynd að leyfa lesendum að skyggnast inn í heim hafarna og þeirra sem passa upp á þá. Sú umsókn fékkst að lokum samþykkt og greinin kemur í stað formlegrar skýrslu sem skila þarf til sömu stofnunnar að heimsókn lokinni. Virðing og vernd Ísland var fyrsta landið til að friða haförninn með lögum sem tóku gildi 1914. Önnur lönd tóku seinna við sér og fyrir seinna stríð voru aðeins örfá lönd búin að stíga það skref. Að vísu giltu fyrstu friðunarlögin aðeins í fimm ár og mikinn þrýsting þurfti til að fá þau framlengd. Eftir nokkrar tíu ára framlengingar var örninn loks alfriðaður ótímabundið árið 1954. „Það var alltaf verið að gefa honum gálgafrest, eins og hann væri stöðugt á skilorði.“ segir Kristinn Haukur. Þó verndin væri lögfest stóð oft tæpt að hún héldi, til að mynda þegar setja átti í gang stórfellda eitrun fyrir
Iceland Review
„Við viljum ekki vekja neina athygli á hreiðrinu.“
41
Iceland Review
42
Iceland Review
„Þá stóðu þingmenn upp á Alþingi og lýstu því yfir að kannski væri nauðsynlegt að fórna erninum fyrir sauðfjárræktina því ekki væri hægt að reka sauðfjárbúskap nema eitra fyrir refnum.“
43
Iceland Review
Það þarf enginn að vera svangur á ferðalagi um Ísland!
44
Iceland Review
ref. „Þá stóðu þingmenn upp á Alþingi og lýstu því yfir að kannski væri nauðsynlegt að fórna erninum fyrir sauðfjárræktina því ekki væri hægt að reka sauðfjárbúskap nema eitra fyrir refnum.“ Í dag eru allar slíkar raddir löngu þagnaðar. „Þjóðin hefur meðtekið boðskapinn, það er yfirgnæfandi stuðningur fyrir því að örninn fái að dafna. Menn bera líka hæfilega virðingu fyrir honum, eru ekki að trufla hann að þvælast í nánd við hreiður hans.“ Á ystu nöf Kristinn Haukur segir að arnarsaga á Íslandi sé þekkt í smáatriðum hundrað ár aftur í tímann – og á einstaka setrum miklu lengur. Litlu hefði mátt muna að örnum yrði útrýmt hérlendis. Á árunum kringum 1960 voru hér á landi færri en 20 pör og aðeins fimm til tíu þeirra komu upp ungum ár hvert. Síðan þá hefur stofninn fjórfaldast og nú eru á landinu milli 80 og 85 pör. „Í ár vitum við um 59 hreiður, í fyrra voru þau 65 sem var alger met, og við vitum um 51 unga sem eru að komast upp, 56 í fyrra. Þessi tvö ár eru einstaklega góð varpár fyrir örninn,“ segir Kristinn. Hörð vor gefa færri unga. Ísland er á jaðri útbreiðslusvæðis arnarins og frjósemi íslenskra arna er minni en hjá erlendum stofnum. Skyldleikaræktun gæti líka átt hlut að máli þó enn liggi ekki fyrir niðurstöður úr slíkum rannsóknum. Augljóst er þó að innbyrðis eru ernir landsins mjög skyldir hver öðrum enda ekkert nýtt blóð í stofninum. Merktir fuglar frá Íslandi hafa ekki komið fram í öðrum löndum og þó arnarstofninn í Noregi sé 50 sinnum stærri en sá íslenski hafi fuglar þaðan ekki fundist hér. Einnig segir Kristinn Haukur tiltölulega fáa einstaklinga standa undir viðkomu stofnsins. Sum pör komi upp ungum á hverju einasta ári meðan önnur nái aldrei að koma upp ungum. Eitt hreiður hafa þeir heimsótt reglulega frá 2003 en þar hefur par verpt og komið upp fimmtán ungum á sautján árum. Ég elti þá félaga á annan stað þar sem við gerum okkur klára fyrir gönguna að hreiðrinu. Sú barnatrú mín að ernir verpi bara í háum björgum er strax fyrir bí. Í stað þess að klæðast gönguskóm og setja upp klifurbelti klæða þeir sig í stígvél og arka ákveðið niður í fjöru, í þveröfuga átt við háu klettaborgirnar hinu megin vegarins. Gangan að hreiðrinu er síðan hvorki löng né ströng. Lágir berghólmar standa upp úr fjörunni og í einum þeirra sjáum við strax að stendur hreyfingarlítill ungi í grófgerðu arnarhreiðri byggðu úr sprekum. Hann fylgist með okkur en lítur samt undan, eins og feiminn unglingur sem heldur og vonar að við sjáum hann ekki. Mjúkhentir Félagi Kristins, Finnur Logi Jóhannsson hefur hingað til mest haldið sig til hlés, en nú ganga þeir báðir fumlaust til verks. Rólega nálgast Finnur arnarungann sem stendur ósköp lúpulegur eins og uppstoppaður í
hreiðrinu. Hann hreyfir sig af varfærni og faðmar hann að sér eins og ungabarn, passar þó vel uppá að halda um beittar klærnar og flytur hann til Kristins Hauks sem er búinn að koma sér fyrir bak við litla hæð í vari frá bílaumferðinni. Menn vilja enga eftirtekt mannfólksins. Þeir hafa unnið saman að þessum rannsóknum í aldarþriðjung. Kristinn Haukur fór í sína fyrstu arnarferð fyrir rúmlega fjörutíu árum - þá sumarstarfsmaður Náttúrufræðistofnunar. Áhuginn á þessum konungi íslenskra fugla kviknaði árið 1985 þegar hann vann við rannsóknir á æðarfugli í ríki arnarins við Breiðafjörð. Lengi vel töldu menn örninn of viðkvæman til að rannsaka hann. Mikið var lagt upp úr því að trufla hann ekki. Kristinn hélt sig við þá hefð fyrst um sinn en segir að smám saman hafi menn orðið hugrakkari að heimsækja hreiður og framkvæma ýmsar beinar rannsóknir svo sem að merkja unga, taka sýni, greina fæðuleifar og slíkt. „Það er í raun bara síðustu þrjátíu ár sem við höfum rannsakað örninn á líffræðilegan hátt.“ Undir eftirliti Þó unginn sé hinn rólegasti stendur foreldrum hans ekki á sama um heimsóknina. Kristinn Haukur þekkir parið vel og segir örninn minnst 17 ára og össuna 14 ára og að þau hafi verið frjósöm í gegnum tíðina enda á góðu óðali. Parið svífur til skiptis í nokkra hringi gargandi yfir okkur undir stöðugum árásum kríuhópa sem sjálfum finnst á sér brotið. Ernirnir kippa sér lítið upp við ógnandi tilburði kríanna en setjast loks á kletta og fylgjast með úr mikilli fjarlægð meðan Kristinn Haukur mælir ungann í bak og fyrir. Hann tekur blóð- og fjaðursýni áður en hann merkir ungann með áberandi málmmerkjum. „Þetta óðal hefur verið í ábúð eins lengi og sögur herma, frá því byrjað var að safna upplýsingum um erni fyrir hundrað árum.“ segir Kristinn Haukur meðan hann dregur blóð úr væng ungans. „Þetta er eitt af þessum súperóðölum sem er alltaf í ábúð og með mjög mikla ungaframleiðslu. Örninn færði sig til innan óðalsins þegar menn stugguðu við honum og gerði hreiður upp í háum klettum til að fá frið. Hann fór ekki að verpa aftur hér í hólmunum fyrr en í kringum 1950. Örninn á sér engan óvin nema manninn. Þegar maðurinn hættir að ofsækja hann fer hann að hegða sér aftur eins og að enginn búi í landinu.“ Borð fyrir fjóra Ég fylgist með Kristni róta í ætisleifum í hreiðrinu og það glittir í restar af tófuhræi innan um fuglshræ og grásleppuhveljur. Örninn er alæta. Hann étur það sem hann á auðveldast með á hverjum tíma, þess vegna hefur hann svona mikla aðlögunarhæfni. Hann er í hræjum, veiðir fisk og fugl - allt frá litlum fuglum upp í gæsir. Kristinn staðfestir að það sé frekar sjaldgæft að finna tófuhræ í arnarhreiðri en þó þekkt að örninn hafi
45
Iceland Review
„Hann fylgist með okkur en lítur samt undan, eins og feiminn unglingur sem heldur og vonar að við sjáum hann ekki.“
46
Iceland Review
„Það er í raun bara síðustu þrjátíu ár sem við höfum rannsakað örninn á líffræðilegan hátt.“
47
Iceland Review
„Stundum notaði fólk þessar sögur til að hræða börn frá því að fara niður að sjó. Örninn muni taka þau ef þau færu niður í fjöru.“
yfirleitt yfirhöndina í samskiptum við tófuna. Reglulega finni þeir lambshræ við hreiður en álíti þau oftast sjálfdauð eða andvana fædd. Það sem finnst í hreiðrum gefur ekki rétta mynd af mataræði arnarins. Örninn gleypi silunga og æðarunga í heilu lagi en langalgengasta fæðan sé fýll. „Fýllinn er eins og sniðinn fyrir örninn. Akkúrat ein máltíð. Á móti kemur að fýllinn er töluvert mengaður af þrávirkum efnum, síar allskyns rusl úr sjónum. Það eru mengunarefni í erninum hér sem líklega koma mest úr fýlnum.“ Æðarfugl er líka ofarlega á matseðlinum. Þó múkkinn hverfi á haf út á veturna er æðarfuglinn alltaf til staðar. Enginn skilinn útundan Kristinn Haukur og Finnur vinna hratt og örugglega og skila nýmerktum arnarunganum aftur í hreiðrið. Eitthvað vantar þó í mengið. Við eftirlit fyrr um sumarið höfðu sést tveir ungar í þessu hreiðri. Auðvitað hefði annar geta hafa drepist síðan þá en engin slík bein eða hræ er við hreiðrið. Eftir smá leit finnst loks hinn unginn kúrandi milli tveggja steina, góðan spöl frá hreiðrinu. Sá sleppur ekki og fær sömu meðferð og systkini hans áður. Finnur er flugmaður og snemma vors fljúga þeir félagar yfir öll þekkt arnaróðul og skrá hver þeirra eru í ábúð hverju sinni. Nýlega er það þó flug arnarunganna sjálfra sem gefa þeim nýjar og mikilvægar upplýsingar. „Við byrjuðum 2019 að setja senditæki á nokkra arnarunga sem endast næstu árin og erum að fylgjast með ferðum þeirra.“ segir Kristinn. Fyrstu niðurstöður lofa góðu. Það er eins og þessir ungu ernir séu að kortleggja landið og leita að stöðum sem þeim líki við. Ef þeir finni álitlega staði stoppa þeir kannski í viku áður en þeir halda áfram. „Þeir byrja ekki að verpa fyrr en fimm til sex ára gamlir og eru þá búnir að kynna sér stór svæði. Það eru engar tilviljanir hvar þeir setjast að enda búnir að skanna markaðinn vel.“ segir Kristinn Haukur brosandi eins og stoltur faðir unglings sem nýfluttur er að heiman. Ekkert að óttast Ungarnir eru ekki nema nokkurra mánaða gamlir en líta samt út eins og fagurskreyttir, herklæddir stríðsmenn tilbúnir í loftbardaga skartandi öflugu vopnabúri, beittum, löngum klóm og hvössum,
48
sterklegum goggi. Maður á auðvelt með að sjá þá fyrir sér slá niður fullvaxna, brauðfreka gæs við Reykjavíkurtjörn án nokkurs erfiðis. Í návígi dregur luntalegur unglingssvipurinn og feimna líkamsstaðan úr ógnvænlegri áru arnarins en stærðin er engu að síður slík að ég spyr Kristinn út í þessar gömlu grýlusögur af örnum sem nema börn á brott. Svörin eru hughreystandi. Hann segist sjálfur hafa í grúskað og garfað mikið í slíkum sögum í gegnum tíðina. Örnefni arnarins má finna um allt land í hólum, stöpum, klettaborgum og vötnum svo eitthvað sé nefnt en einnig önnur óbein sem tengjast sögnum af brottnámi barna og hjartbrostnum mæðrum. Kristinn nefnir dæmi; Tregastein, Sorgarhnaus og Tregagil þar sem ernir eiga að hafa tekið börn og mæðurnar þeirra sprungið úr harmi. Sögurnar vekja óhug en Kristinn segir mér að örninn getur eingöngu borið á við hálfa eigin líkamsþyngd og orðið sjálfur 6-7 kíló fullvaxinn. Því má ætla að flestar þessara sagna af vel stálpuðum börnum í arnarklóm séu á skjön við sannleikann. „Stundum er greinilegt að fólk notaði þessar sögur til að hræða börn frá því að fara niður að sjó. Örninn muni taka þau ef þau færu niður í fjöru.“ Í kristalskúlunni Arnarbræðurnir virðast fegnir þegar við röltum aftur að bílnum þó feimni þeirra komi í veg fyrir fagnaðarlæti. Þegar ég kveð Kristinn Hauk og Finn er vinnudegi þeirra langt í frá lokið og förinni heitið að næsta arnarhreiðri. Þrátt fyrir að hafa verið innsti koppur í búri íslenska arnarstofnsins í áratugi er brennandi áhugi Kristins Hauks enn sýnilegur í augum hans og fasi. Þegar hann stekkur upp í bílinn spyr ég hann í kveðjuskini hvernig hann sjái næstu ár fyrir sér og hvaða stöðu hann vilji sjái arnarstofninn í lok síns starfsaldurs. „Ég vil að stofninn sé kominn yfir 100 pör og farinn að verpa í öllum landshlutum,“ svarar hann glaðbeittur. „Ég veit ekki hvort mér endist aldur til þess en segjum svo að stofninn haldi áfram að vaxa með sama hraða og síðustu ár þá þarf ég nú ekki nema að ná góðum meðalaldri til að sú ósk rætist.“ Hann skellir bílhurðinni og brunar af stað á rykugum pallbílnum út í íslenska sumarkvöldið.
Iceland Review
... ef gottið er gott, heitir gottið Freyja 49
Iceland Review
L A U G A
UPP LAUGAVEGINN OG AFTUR Í TÍMANN.
V E G U R
Texti: Ragnar Tómas Hallgrímsson Ljósmyndir: Golli
50
Iceland Review
Tómthúsmennirnir (1885)
Við vitum ekki mikið um þá. Um þessa 50 eða svo verkamenn sem gripu verkfærin sín þann 28. september, 1885 og hófu störf, lögðu grunninn að því sem síðar varð aðalverslunargata Reykjavíkur. Við vitum að þeir voru atvinnulausir, að margir þeirra voru í miklum þrengingum og að ákvörðun bæjarstjórnar að brúleggja Laugaveginn kom fyrir tilstilli fátæktarnefndarinnar til að útvega þeim vinnu. Við vitum að þeir unnu rösklega, hlóðu götuna með undirpúkki og kantsteinum. Á mánuði höfðu þeir lagt veginn frá Vegamótum til túngarðsins við Rauðará (sem er í dag ræsi) - en þá var féð þrotið. Þó dóu þeir ekki ráðalausir. Hvort sem það var hugsjón eða nauðsyn sem knúði þá áfram vitum við ekki, aðeins að 35 þeirra undirrituðu áskorun til bæjar stjórnar þess efnis um að halda verk efninu gangandi. Fimm árum síðar teygði Laugavegurinn sig alla leið niður í Laugardal.
Þvottakonurnar (1916)
Þeir hljóta að hafa kinkað kolli til þeirra er þær gengu framhjá - til þessa kvenna sem „enginn vildi.“ Þetta var þeim til hagsbóta: lagning Laugavegarins. Í hverri viku, líkt og klyfjahestar með skítugan þvott og áhöld á bakinu - í rigningu, hvassviðri eða snjókomu - tóku þær eins mikið og þær gátu borið, í von um að fara færri ferðir. Í eyrum þeirra var líklegast allt annar bragur yfir orðinu Laugavegur; ekki af tækifæri eða viðurværi. Jafnvel þó að vegurinn hafi vakið upp stolt yfir vinnunni sem þær unnu, hlaut það hversu sterklega gangan minnti á erfiði Sísýfosar að grafa undan öllum háleitum tilfinningum. Í augum ótal kvenna var Laugavegurinn örugglega óendanlegt orð sem gaf ranghugmynd um erfiðið; hversu þjált sem orðið sjálft hljóðaði,
52
Laugavegur: vegurinn til lauganna, þar sem við þvoum þvottinn. Þegar kolaskortur var á tímum seinni heims styrjaldarinnar voru laugarnir iðandi af fólki og þá hljóta þvottakonurnar að hafa formælt nafninu; að ganga alla þessa leið og þurfa svo að bíða í röð. Er þær hnipruðu sig saman, nudduðu og néru, hljóta þær að hafa hert hugann fyrir gönguna til baka með því að sötra kaffi úr hveravatni. Gangan til baka var enn erfiðari því þvotturinn, nú blautur, var helmingi þyngri. Nýi vegurinn hlýtur þó að hafa auðveldað þeim erfiðið. Nú var hægt að keyra götuna með hjólbörum og handvögnum.
Listamaðurinn (1923)
Hann var kannski fyrstur til þess að velta fagurfræði vegarins fyrir sér, sem var aðeins mögulegt fyrir tilstilli þvottakvennanna; hann sagðist standa þeim í þakkarskuld. Hann ímyndaði sér að þær hefðu lagt grunninn að veginum, að þær hefðu farið þar um „sem landið gaf þeim ljúfast undir fótinn“ með sleða og kerru. Og þó svo að sagnfræðingar gætu ekki samþykkt kenninguna (því gamla leiðin til Lauganna lá víst í gegnum Skuggahverfið), gátu þeir ekki dregið aðdáun hans í efa. Þann 25. mars, 1923 skrifaði hann grein í Morgunblaðið og hvatti kollega sína til að reisa minnisvarða til heiðurs Laugakonum, einhvers staðar á milli Smiðjustígs og Laugavegs, því í framtíðinni yrði Laugavegurinn ein af uppáhaldsgötum bæjarbúa og allra þeirra sem hingað koma. Í eyrum hans, þessa dáðasta listamanns Reykjavíkur, endurómaði orðið Laugavegur ekki af líkamlegri þreytu eða striti. Nei í augum Kjarvals var heimsborgara bragur yfir veginum. Þetta var þá mýksta gata sem til var í nokkurri borg, „beinni en Via Nationale,“ álíka löng frá Barónsstíg að Bankastræti og ekki ósvipuð Carl Johan í Osló, en þó lengri og mjórri (húsin voru líka fátæklegri, viðurkenndi hann). Fyrir Kjarval var
Laugavegurinn svo „formfull og laðandi […] að hreinasta yndi var að ganga úti á miðri götu á kvöldin, eftir vagna- og hestaumferðinni.“
Fyrsta banaslysið (1919)
Ef aðeins það hefði verið hestvagn sem beygði inn götuna. Ef aðeins þessi óvani ökumaður sem kvöldið 29. júní, 1919 keyrði upp Laugaveginn hefði þegið nokkurra klukkustunda kennslu. Ef hann hefði ekki keyrt, samkvæmt þeim sem sáu til, á hægri hlið götunnar (öfugu megin), hefði ekki brunað upp Bankastrætið, beygt hægri inn Ingólfsstrætið og hæft gömlu konuna. Ef eitt dekkið hefði ekki keyrt þvert yfir brjóstið og hitt yfir ökklann. Ef Ólöf Margrét Helgadóttir, sem bjó á Þingholtsstræti, hefði ekki verið svo gömul og veikburða. Þá hefði læknirinn ekki þurft að búa um sár hennar og sprauta hana með verkjalyfjum og þá hefði hún kannski ekki andast degi síðar, á mánudagskvöldi, fyrsti Íslendingurinn til þess að sálast í bílslysi. Kannski þá hefði ritstjórn Fróns ekki þurft að hvetja til frekari kennslu meðal þeirra sem hugðust keyra. Og kannski þá, 100 árum síðar, hefði ekki sama krafa verið gerð til erlendra ökumanna.
„Í AUGUM ÓTAL KVENNA VAR LAUGAVEGURINN ÖRUGGLEGA ÓENDAN LEGT ORÐ SEM GAF RANGHUGMYND UM ERFIÐIÐ.“ Kannski þá hefði þetta allt farið á annan veg.
Fyrsta morðið á Laugaveginum (1929)
En þetta gat víst ekki farið á neinn annan veg. Alheimurinn fylgir óhagganlegum
Iceland Review
lögum og frjáls vilji, á Laugaveginum sem og annars staðar, er tálsýn.
„FYRIR JÓN EGILSSON, LÍKT OG ÓLÖFU MARGRÉTI HELGADÓTTUR, VAR LAUGAV EGURINN BLINDGATA.“ Það var jafn óumflýjanlegt að Jón Egilsson hafi farið í bíó þann 29. nóvember 1929 og að hann hafi ákveðið að gista á verkstæðinu að Laugavegi 105. Einhver óprúttinn aðili hafði brotist inn á verkstæðið sumarið áður og Jóni Egilssyni rann blóðið svo til skyldunnar að það kom ekkert annað til greina en að vakta vinnustaðinn. Áður en hann hallaði sér kom bróðir hans í heimsókn og þeir spjölluðu svolítið frameftir. Í ljósi þessa var það jafn óhjákvæmilegt að þegar vinir Jóns, Erlendur og Jón Leví, bönkuðu upp á næsta morgun uppgötvuðu þeir lík vinar síns í blóðpolli - fyrsta fórnarlamb morðs á Laugaveginum. Jón Egilsson var nýorðinn 31 árs gamall og hafði búið í Reykjavík alla tíð. Áður en Sveinn Egilsson réð hann í vinnu var Jón starfs maður gasstöðvarinnar þar sem hann fékkst við pípulagningar og aflestur mæla. Blessunarlega var það einnig óumflýjanlegt að lögreglan handsamaði morðingjann nokkrum dögum seinna, Egill Haukur Hjálmarsson hafði brotist inn í bílaverslun Sveins Egilssonar í leit að verðmætum. Er Jón Egilsson vaknaði, veittist Egill að honum með látúnsstöng og rotaði hann með bareflinu. Egill Haukur var dæmdur í 18 ára fangelsi í typtunarhúsi. Fyrir Jón Egilsson, líkt og Ólöfu Margréti Helgadóttur, var Laugavegurinn blindgata.
Dóttir söðlasmiðsins (1969)
Kannski þekkti hún Jón Egilsson og kannski gekk hún niður Laugaveginn daginn sem Ólöf Margrét lést. Kannski þótti henni slysið illur fyrirboði
53
Iceland Review
– til marks um breytta tíma. Í viðtali við Frjálsa verslun árið 1969 minntist Lára Samúelsdóttir þess, þegar aðkomumenn flykktust til Reykjavíkur og ráku búfénað á undan sér til slátrunar. Faðir hennar, söðlasmiðurinn Samúel Ólafsson - einn fyrstu iðnaðarmanna á Laugaveginum - reisti hús sem var í senn verkstæði og fjölskylduheimili að Laugavegi 63 (en gatan var nú orðin að einskonar þjóðbraut) rétt fyrir aldamótin 1900. Umferðin vissi á gott. Í þá daga seldi hann hnakkinn á 48 krónur og beislin á 18 krónur. En Lára minntist einnig einangrunarinnar. Lengst af var húsið þeirra eina húsið á götunni, þar til að hún sneri aftur í bæinn eftir sumar í sveit og sá þá að tvær heilar götur höfðu sprottið upp (,,hamarshöggin bergmáluðu langt fram á kvöld.’’) Hún man tilkomu bílsins og hvernig rekstur föður hennar leið fyrir þessa nýjung. Sami bíllinn og sló þögn á Ólöfu Margréti átti einnig þátt í því að verkstæðið og hófaskellur hestanna hljóðnaði; Laugavegurinn var aldrei samur. ,,Það er margt breytt á Laugaveginum,’’ sagði Lára Samúelsdóttir, ,,síðan olíu týrurnar lýstu leiðina og leðurlyktin er fyrir löngu horfin úr húsinu.’’ Nú gekk fólkið ekki lengur niður Laugaveginn á kvöldin til þess að anda að sér fersku lofti, eða gægjast inn um búðargluggana. Mörg gömlu andlitin voru horfin. En ef hún brá sér í annað hverfi var hún samt ávallt fegin því að koma aftur á Laugaveginn; hún gæti ekki ímyndað sér að búa einhvers staðar annars staðar.
,ÞAÐ ER MARGT BREYTT Á LAUGAVEGINUM,’’ SAGÐI LÁRA SAMÚELSDÓTTIR, ,,SÍÐAN OLÍUT ÝRURNAR LÝSTU LEIÐINA OG LEÐURLYKTIN ER FYRIR LÖNGU HORFIN ÚR HÚSINU.’’ Í augum Láru Samúelsdóttur - líkt og í augum Halldórs Laxness (sem fæddist á Laugavegi 32) - var Laugavegurinn samnefnari fyrir heimkynni.
54
Iceland Review
1985
55
Iceland Review
Nútímamaðurinn (2019)
Ég hugsa til þeirra. Til verkamannanna. Þvottakvennanna. Jóhannesar Kjarvals, sem naut þess að ganga niður götuna að næturlagi, gegnum hófa dyninn og skröltið í kerrunum. Ég hugsa til Ólafar Margrétar Helgadóttur og staldra við á horni Ingólfsstrætis og Bankastrætis og lít til beggja átta áður en ég fer yfir götuna. Ég hugsa um Jón Egilsson, sem sat í rúminu sínu og kjaftaði við bróður sinn - síðasta daginn sem hann lifði. Ég hugsa til Láru Samúelsdóttur, sem saknaði lyktarinnar af leðrinu og hestunum og, líkt og Kjarval, naut þess að ganga niður Laugaveginn að kvöldi til og anda að sér sjávarloftinu. Hvað skyldi þeim finnast um Laugaveginn í dag? Verkamennirnir væru kannski hissa að vita af kollegum sínum - íklæddum neon-gulum vestum - sem unnu á Hverfisgötunni árið 2019 og að búðareigendur ætluðu sér í mál við borgina vegna tafa. Þvottakonurnar væru kannski ánægðar með það að konur eru hættar að ganga upp og niður Laugaveginn með óhreinan þvott og að það væri þvottahús á Vitastíg, á milli Laugavegs og Grettisgötu, sem karlar og konur sæki jafnt. Jóhannes Kjarval væri kannski leiður að heyra að listamenn hefðu, að mestu, hætt að upphefja Laugaveginn (þó það séu vissulega mörg gallerí í miðbænum) í ljósi lundabúðana og tækifærisstefnu landa sinna. Ólöf Margrét væri eflaust ánægð að heyra, að það eru örfá bílslys á Laugavegi, þó hún myndi væntanlega hopa undan rafmagnshjólunum. Jón Egilsson hefði sennilega harmað það að 3. desember, 2017, hefði hinn 20 ára gamla Klevis Sula verið stunginn til bana á Austurvelli fyrir engar sakir (hann reyndi einvörðungu að hughreysta banamann sinn, sem hafði grátið hástöfum úti á götu). Og ég held að það kæmi Láru Samúelsdóttur ekki á óvart að Laugavegurinn væri alltaf að breytast. Það eina sem breytist ekki á Laugaveginum, er að gatan tekur á sig mismunandi merkingu fyrir hvern þann sem virðir hana fyrir sér.
56
Iceland Review
YETI ER MÁLIÐ Taktu YETI með í ferðalagið, veiðiferðina, garðveisluna og góða veðrið í sumar.
5 ÁRA ÁBYRGÐ FRAMLEIÐANDA
TRAUST FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI FRÁ 1998
SÍÐUMÚLA 8 108 REYKJAVÍK SÍMI 568 8410 VEIDIHORNID.IS 57
Iceland Review
EIG I N LEIÐ I R Texti: Ragnar Tómas Hallgrímsson
Ljósmyndir: Golli
Malbik í
miðnætursól
58
Iceland Review
59
Iceland Review
Það er sumarnótt í júní. Himininn er heiðskír. Gul vestin eru grómtekin.
Fyrir ofan bakka Þingvallavatns er hópur manna að malbika kílómeters langan vegkafla. Á meðan vörubílarnir koma og fara, moka mennirnir og skófla eða rísla sér við malbikunarvélina. Skammt norðan við vinnutækin, inni í litlausum pallbíl, bíða Ólafur og Axel síns tíma. Þeir sjá um skiltin svo að stundum hafa þeir tíma til að slæpast. Þeir hlusta á hljóðbækur, tónlist og hlaðvörp. Ólafur hefur verið að hlusta á Leitina að peningunum undanfarið, sem fjallar um, jú, leitina að peningunum. „Reyna læra eitthvað,“ segir Ólafur út um gluggann. Skammt frá pallbílnum stendur Jonni sem sinnir gæða eftirliti og er að sækja þéttleikamælinn. Hann lenti í mótorhjólaslysi árið 2007 og varð dofinn í vinstri hluta líkamans. „Það var ekki fyrr en það var keyrt á mig níu árum síðar að tilfinningin kom aðeins til baka. Ég var nú frekar pirraður yfir þessu þegar þetta gerðist,“ segir hann, „en svo var þetta kannski fyrir bestu.“ Í fyrra tók hann tvær langar næturvaktir á Hellisheiðinni og skildi ekkert af hverju hann var að drepast í fótunum. „Svo kíkti ég á símann – sem ég var by the way ekki með á mér allan tímann – og sá að ég hafði gengið 56 kílómetra. Malbikunarvélin skríður áfram en við göngum endalaust í kringum hana.“
60
Iceland Review
Vélarnar mala alla nóttina en stundum gefst stund milli stríða.
62
Iceland Review
Um sólstöðurnar rétt tyllir sólin sér fyrir neðan sjóndeildarhringinn. Tunglið rís hins vegar aldrei alla leið.
63
Iceland Review
„Maður fær leið á þessu eins og öðru.“
64
Iceland Review
65
Iceland Review
Ljósmyndarinn kemur auga á Moby Dick í asfaltinu og bendir svo á Skjaldbreið – 1.060 metra háa dyngju sem myndaðist í eldgosi fyrir um 9.000 árum síðan. „Hvað haldið þið að það taki eldfjallið í Geldingadal langan tíma að ná slíkum hæðum?“ veltir hann fyrir sér upphátt. „Þú þarft að örugglega að spyrja jarðfræðing að því,“ segir Ófeigur: jarðfræðingur sem starfar sem verkfræðingur og hefur eftirlit með gæðastjóranum. Við hlæjum. Einhvers staðar í hlíðinni ropar rjúpan og svo flýgur önnur í augsýn. Bleikt tunglið rís. Einn mannanna gengur út í mosann og mígur.
Erling röltir glaðlega hliðina á malbikunar vélinni, puttarnir gogga í lyklaborðið, fyrir ofan jöfnunarlistann. Hann hefur starfað við malbikið frá árinu 1998 og ef þú spyrð hvernig honum líkar vinnan færðu hreinskilið svar: „Maður fær leið á þessu eins og öllu öðru.“ Hann segir mér heilmikið en ég heyri lítið út af hávaðanum. Kinka samt kolli. Þeir sögðu okkur að við yrðum að tala við verkstjórann, Inga, sem hefur verið í þessu lengi og hefur ýmislegt séð. En hann gengur um með grimman svip, iðinn og óþreyjufullur, og virðist einhvern veginn andvígur léttvægu hjali.
Að stíga hringdans um bjartar sumarnætur eru laun landans fyrir að þreyja þorrann og góuna.
66
Það sést á brosinu.
Iceland Review
A
Texti: Ragnar Tómas Hallgrímsson Ljósmyndir: Golli
Ð
J Ö R Ð U S K A LT U A F T U R V E R Ð A 68
Iceland Review
69
Iceland Review
Fyrstur með fréttirnar Amma mín var jarðsungin síðastliðinn þriðjudag. Í erfidrykkjunni hlustuðum við á Einar Svein Jónsson, manninn hennar Ernu frænku, sem sagði okkur frá því hvernig hann fékk fyrst veður af eldgosinu. Þau hjónin voru með matarboð heimafyrir, í útjaðri Grindavíkur, þegar síminn hans hringdi. Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, var á línunni: „Einar, farðu út!“ „Ha?“ hváði Einar. „Farðu út núna!“ gelti Bogi. Hann var kunnugur útsýninu frá heimili vinar síns og bað hann um að líta til norðurs. „Hvað er þetta? Þarna á bakvið hús nágranna þíns?“ Einar hafði ekki hugmynd um hvað Bogi væri að fara. Svo kom hann auga á eitthvað – gulan bjarma á bak við fjöllin. „Þetta… munu vera… ljósin frá Vogum,“ giskaði Einar. „Nei,“ sagði Bogi. „Hvað er þetta!?“ Einar hugsaði sig aðeins um og svo… „Fokk!“„Haltu þessu fyrir sjálfan þig,“ sagði Bogi: „Við viljum engan múgæsing.“ Einar reyndi að sitja á sér en átti svolítið erfitt með að halda drykkjunni áfram. Hann gerði sér enga grein fyrir því hversu nálægt eldsumbrotin væru. Af sex tilfellum aldauða í sögu jarðarinnar spiluðu eldfjöll rullu í fimm skipti og því var það kannski skiljanlegt að Einar gæti ekki setið kyrr. Hann stóð aftur upp til þess að ganga úr skugga um að hér væri örugglega um eldgos að ræða. Þegar hann settist aftur niður sparkaði hann í vini sína tvo undir borðið og kinkaði til þeirra kolli, bað þá um að koma með sér út. Konurnar sátu eftir steinhissa. Þegar Einar settist aftur niður í þriðja sinn leit Erna - sem var að drekka kokteil í dós, sem hét, af öllum nöfnum, Eldgos - til hans og spurði: „Hvað er eiginlega í gangi!?“ „Þú hefðir átt að fá þér eitthvað annað að drekka,“ sagði Einar og hristi hausinn. Svo lék hann eldgos með höndunum; fingurnir dönsuðu eins og flugeldar á áramótunum. Helvítis ræfill Þegar upp var staðið var engin ástæða til að örvænta. Frá því að eldgosið í Geldingadal hófst, föstudags
70
kvöldið 19. maí, hafa íslenskir eldfjallafræðingar lagt sig fram við að beita aðeins nákvæmustu hugtökum fræðigreinarinnar til þess að lýsa fyrirbærinu á sem vandaðastan máta. Loks urðu þeir ásáttir um tæknileg fræðiheiti á borð við ræfill, aumingi og væskill. Enginn hefur stiknað í gosinu, að undanskildum örfáum skepnum, sem steiktar voru í brennheita hrauninu í formi pylsna. Enginn hefur slasast, að frátöldum nokkrum óáreiðanlegum ökklum, sem hefðu sennilega kosið að hljóta slík meiðsl á leið upp að eldfjalli heldur en á lítt hátíðlegu miðvikudagskvöldi í bumbubolta. Og - það sem þykir kannski mikilvægast - hefur enginn orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni. Þvert á móti er eldgosið, hið fyrsta á Reykjanesskaganum í 800 ár, heljarinnar hreyfiafl á hjól atvinnulífsins. Það segir mikið um samfélag, hvernig það bregst við eldgosi. Þegar eldgos hófst í Vanúatú á sjöunda áratug síðustu aldar tóku þau innfæddu sig til og bönnuðu túristum að koma til eyjunnar í þrjú ár; sannfærðir um að andarnir í eldfjallinu hefðu móðgast sökum þrálátra heimsókna ókunnugra. En Íslendingurinn skilur lögmál náttúrunnar á annan hátt: túristar valda ekki eldgosi, eldgos valda túristum. Þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010 voru Íslendingar í sjöunda himni yfir því að eldfjall, af öllum fyrirbærum, hefði hrint af stað alþjóðlegri auglýsingaherferð - til að aðstoða landann í kreppu. Sambærilegar vonir eru nú bundnar við gosið í Geldingadal og vonast margir til að langvinnt gos stuðli að v-laga afturbata eftir kreppu. Eldfjall-til-bjargar, eina ferðina enn. Fiskur og franskar Kvöldið sem gosið hófst brunaði Jóhann Issi Hallgrímsson af stað í átt að eldfjallinu - til þess að finna sér gott stæði, því aðalatriðið þegar kemur að rekstri matvagna (og leitinni að týndum ökutækjum) er staðsetning, staðsetning, staðsetning. Í rúman mánuð stóð hann vaktina á bílastæðinu við gönguslóðann. „Þú trúir því ekki hversu margir týndu bílunum sínum,“ sagði Issi mér. „Þeir mættu í dagsbirtu og komu til baka í myrkri og höfðu ekki hugmynd um hvar þeir lögðu bílnum. Ég bauðst yfirleitt til þess að rúnta með þeim um svæðið.“ Afi Jóhanns, Jón Kristjánsson, var sennilega
Iceland Review
Enginn hefur stiknað í gosinu, að undanskildum örfáum skepnum, sem steiktar voru í brennheita hrauninu í formi pylsna.
71
Iceland Review
72
Iceland Review
73
Iceland Review
Um mánuði eftir að eldgosið hófst hafði fjórðungur fullorðinna Íslendinga barið gosið augum.
74
Iceland Review
fyrstur Íslendinga til þess að selja „fisk og franskar’’ (fish and chips). „Við grínumst stundum með það að hann hafi dottið í það með breskum hermönnum og gleymt að slökkva á pönnunni,“ segir Issi og hlær. Í lok apríl, mörgum til mikilla vonbrigða, færði Issi matvagninn sinn til Selfoss. Þrátt fyrir að hafa varið fleiri stundum en flestir aðrir við gönguslóðann, barði Issi eldfjallið aldrei augum. „Ég var bara svo upptekinn að steikja fisk.“ Leiksvið mannlegrar dramatíkur Það áhugaverða við eldfjall, líkt og annað stórbrotið landslag, er það hvernig mönnunum tekst að smætta náttúruundrið í baktjöld fyrir eigin hugðarefni. Það hefur kannski sitt að segja, hversu fáir hafa látist í eldsumbrotum hérlendis síðustu aldirnar, því ekki einu sinni þessi ægifegursta og óstýrilátasta opinberun hins jarðneska kemst ósnortin undan annarlegum fýsnum mannsins. Tortryggni gegnsýrir gönguna að gosinu - yfirþyrmandi grunur um að allir sem sæki fjallið heim geri það á eigin forsendum - til að neyta þess, innbyrða það og drekka það í sig - til að gera sér mat úr því. Undirritaður er engu skárri en hinir, gengur á vit fjallsins til þess að sækja sér efnivið í blaðagrein. Það var daginn eftir að amma var jarðsungin að ég ákvað loks að sjá eldfjallið með eigin augum, fimm vikum eftir að það hófst. Hvert sem ég leit blasti við þrá fólks að innlima gosið í eigin söguþráð, að samlaga það heildarverki lífsins. Ég lagði bílnum á bílastæðinu, gekk yfir veginn í átt að slóðanum – með klæðalausa sólina hnígandi til austurs – og stóð frammi fyrir fyrstu brekkunni. Áður en ég klöngraðist upp hallann, mætti ég ungum manni í fylgd tveggja vina sinna: „Ég sé svo eftir því að hafa ekki póstað fyrr,“ lýsti hann yfir. „Þegar það var virkilega rare; það er öllum skítsama ef þú póstar mynd af eldgosinu núna!“ sagði hann, uppfullur af geðþekkri biturð æskunnar. En aðrir voru fyrri til, sáu tækifærið áður en það var um seinan. Söngvari hljómsveitarinnar Kaleo, til dæmis, skaut myndband við órafmagnaða útgáfu af laginu Skinny með eldfjallið í bakgrunni (sem hefur notið talsverðra vinsælda á Youtube). Þyrlufyrirtæki státa af margra vikna biðlista og smásalar í ferða- og tískubransanum hafa fellt hinn magnaða sjónleik náttúrunnar inn í hinar ýmsu auglýsingar. Meira segja tveir menn giftu sig í hraunjaðrinum í apríl. („Kastaðu
hringnum í gíginn, hálfvitinn þinn!“ ímyndaði ég mér að bölsýnn Tolkien-aðdáandi hefði öskrað.) Isabella Bird Er ég hafði gengið upp brekkurnar tvær kom ég loks auga á eldgosið. Í fjarlægðinni virtist appelsínuguli liturinn ekki af þessum heimi, ólíkur öllu sem ég hafði áður séð. Orð breska landkönnuðarins og rithöfundarins Isabellu Bird skutu upp kollinum: „Af öllum undursamlegum fyrirbærum er eldgos ósegjanlegast,“ skrifaði hún um upplifun sína á Hawaii á 19. öldinni. „Hefðbundið tungutak dugar ekki til. Þetta er óhugsandi, ólýsandi, ógleymanleg sjón sem heltekur um leið sérhverja gáfu skyns og sálar; á svipstundu var maður ferjaður af sviði venjulegs lífs.“ Munurinn á upplifun Bird og minni eigin var að í Geldingadal voru vegsummerki venjulegs lífs alltumlykjandi. Þyrlur og flugvélar hringsóluðu yfir höfði, afskiptasöm flygildi suðuðu í eyrunum, líkt og rafknúnar býflugur, og á einum tímapunkti gekk maður með stóran bakpoka framhjá mér með lagið „I wanna love you“ í botni, líkt og Bob Marley sjálfur sæti á hækjum sér í pokanum og reyndi eftir fremsta megni, að spilla friðsælu samneyti manns og náttúru. Að ógleymdu öllu fólkinu. Eini áhugalausi Íslendingurinn Um mánuði eftir að eldgosið hófst hafði fjórðungur fullorðinna Íslendinga barið gosið augum. Margir höfðu farið oftar en einu sinni (Marisa, kona frænda míns, var búin að fara átta sinnum). Eini maðurinn sem ég þekkti sem hafði engan áhuga á gosinu var tónlistarmaðurinn Hermann Ingi Hermannsson. Ingi - sem er giftur systur tengdamóður minnar - fékk sig fullsaddan af eldfjöllum á áttunda áratugnum. Hljóðið eitt og sér, svolítið bjagað í gegnum sjónvarpið, vekur enn upp óræðan kvíða í brjósti Inga. Þann 17. janúar 1973 eignaðist Ingi fyrsta soninn. Fæðingin var erfið og konan hans fyrrverandi varð að dvelja á spítalanum í nokkra daga. Sex dögum síðar var útlit fyrir að miskunnarlaus austanátt myndi enn fresta heimkomunni - en svo lægði skyndilega. Um kvöldið reið stór jarðskjálfti yfir. Ljósin hristust og gömlu pottofnarnir fikruðu sig burt frá veggjunum. Inga varð litið út um gluggann þar sem hann kom auga á rauðan bjarma. „Það er kviknað í austur í bæ,“ sagði hann, en áttaði sig svo á að þetta væri enginn
75
Iceland Review
„Þú getur sagt ýmislegt um Íslendinginn en þegar eitthvað svona gerist þá eru allar hendur á lofti.“
venjulegur eldur. Hann greip hvítvoðunginn og hljóp upp Skólaveginn til þess að smala fjölskyldunni saman, yngri dóttirin var í pössun hjá foreldrum hans og sú eldri hjá tengdó. Er hann hljóp upp veginn gein sundur stór sprunga, frá fjalli niður á sjó, og reis hár eldveggur upp úr iðrum jarðar. „Ég fæ hroll bara að tala um þetta,“ segir hann mér. „Þetta var eins og í Hollywood mynd. Mér tókst að koma fjölskyldunni niður að bryggju og svo kom konan í sjúkrabíl. Við stukkum um borð í bátinn hans tengdapabba, Lundann, en hann varð vélarvana skömmu síðar. Þá fórum við um borð í næsta bát… það sem var svo merkilegt var hvað allir voru rólegir. Það var hvergi fát á fólki. Þú getur sagt ýmislegt um Íslendinginn en þegar eitthvað svona gerist þá eru allar hendur á lofti.“ Guðmundur frá Miðdal Það væri einfeldningsháttur að halda því fram að Íslendingurinn sé frábrugðinn öðru fólki og bregðist við af meiri yfirvegun en aðrir andspænis eyðingarmætti náttúrunnar. En kannski að búseta á einu virkasta eldfjallasvæði heims í aldatug
76
hafi getið af sér einskonar spekt. Þetta voru rök Guðmundar Einarssonar frá Miðdal í skrifum hans um Heklugosið árið 1947. Guðmundur var þeirrar skoðunar að Íslendingar kipptu sér minnst upp við náttúruhamfarir af öllum þjóðum, eiginleiki sem hefði þróast samhliða langvinnri baráttu gegn óstýrilátum öflum náttúrunnar. Heklugosið, ritaði hann, hefði auðveldlega geta orsakað talsverða hættu, jafnvel eyðileggingu, en þrátt fyrir óvissuna var fólkið rólegt morguninn sem gosið hófst - jafnvel innan hættusvæðisins sjálfs þar sem aska og vikur söfnuðust saman í þykkt lag (allt að fimmtán sentimetra). Guðmundur setti kenninguna fram þremur árum eftir að Ísland lýsti yfir sjálfstæði svo það er ekki ólíklegt að vottur af þjóðarstolti hafi litað frásögnina. Trúverðugri útskýring á yfirveguninni er að sárafáir Íslendingar hafa látist af völdum eldgosa síðustu tvær aldir. Aðeins tveir hafa beðið slíkan bana, vísindamaðurinn Steinþór Sigurðsson lést í Heklugosinu árið 1947 þegar rauðglóandi hella féll á hann í hraunjaðrinum og Sigurgeir Örn Sigurgeirsson dó af völdum gaseitrunar í Vestmannaeyjagosinu árið 1973. Mannskæðasta eldgos Íslandssögunnar voru
LJÓSMYNDUN Í SINNI TÆRUSTU MYND
Golli ljósmyndari Iceland Review notar Fujifilm myndavélar og langflestar myndir í þessu blaði eru teknar á GFX50S og XPro3
fujifilm.is | Skipholti 31 105 Reykjavik | Tel. +354 568 0450
það má skipta um skoðun
30
30 daga skilaréttur Nánar á elko.is/skilarettur
Iceland Review
Skaftáreldar (1783 - 1784) sem ullu Móðuharðindunum og dró hátt í 10.000 manns til dauða (u.þ.b. 20% þjóðarinnar). Talið er að gos árið 1362 hafi ollið hvað mestu beinu manntjóni. Það eyddi öllum 30 eða svo bæjum í Litlahéraði og talið er að það hafi banað á milli 50 til 300 manns. Hét svæðið síðan Öræfi og jökullinn Öræfajökull. Afi minn Er ég settist loks í mannmarga hlíðina gegnt gosinu, leitaðist ég við að skilja hvað blasti við mér. Mér var hugsað til staðhæfingu ástralska vloggarans Sorelle Amore, sem býr á Íslandi. Í myndbandi sem hún birti af gosinu lýsti hún því yfir að eldgosið, móður náttúra holdi klædd, beinlínis neyddi viðstadda til þess að vera í núinu. En það var eins með Amore og Isabellu Bird; þeirra upplifun var frábrugðin minni eigin. Langt frá því að vera í núinu, flakkaði hugurinn fram og aftur í tíma, á milli fólks og fyrirbæra. Ég sötraði kaffi, opnaði bjór, kjaftaði við foreldra mína (sem fyrir tilviljun gengu að fjallinu sama kvöld) og varð sífellt
annars hugar sökum fólksins, flygildanna, þyrlanna, flugvélanna og hundanna. Afi minn dó þremur vikum á eftir ömmu. Ásamt því að vera múrari og íþróttafrömuður hélt hann því fram að hann væri skyggn, og í upphafi árs, er jarðskjálftahrinan á Reykjanesi hófst, sagðist hann hafa vitað að minnsta kosti frá því í fyrra að eldgos væri í uppsiglingu - og að það mundi vara í dágóðan tíma. Sem er þá kannski enginn tími, í stóra samhenginu.
Það áhugaverða við eldfjall, líkt og annað stórbrotið landslag, er það hvernig mönnunum tekst að smætta náttúruundrið í baktjöld fyrir eigin hugðarefni.
(Greinin er tileinkuð Erlu Guðbjörgu Sigurðardóttur, 1935-2021, og Haraldi Sigfúsi Magnússyni, 1931-2021.)
79
Iceland Review
EIN
Texti: Gréta Sigríður Einarsdóttir
80
EILÍFÐAR Ljósmyndir: Golli, Páll Stefánsson
SUMARNÓT T
Iceland Review
„MÉR
FINNST
ÁHUGAVERT
Það er ekkert jafn rómantískt og íslensk sumarnótt. Á þrautagöngu gegnum skammdegið er tilhugsunin ein næg til að draga mann fram úr á dimmum morgnum og þegar fer að hausta er endurminningin það sem hlýjar manni um hjartarætur. Sumarnóttin er eini tíminn sem skiptir máli og þess vegna líður hún hjá hraðar en nokkur önnur stund. Eina slíka nótt, á túni á Suðurlandinu ganga tvennir tvíburar endalaust í hringi og spila á gítar. Frumsýnt í Metropolitan-safninu í New York árið 2019 en fyrir Ragnari Kjartanssyni, listamanninum á bak við sýninguna er verkið fullklárað við uppsetninguna í Listasafni Íslands. Síðasta skrefið í ferðalagi sem hófst löngu fyrir fæðingu hans, með jarðeldum sem skóku heiminn og sköpuðu frelsið sem við njótum í dag. Upphafið að endanum Sumarið 2018 var Ragnar að undirbúa frumsýningu verksins í Metropolitan safninu í New York. Þar gekk það undir nafninu Death is Elsewhere. Myndmálið er svo rómantískt að það jaðrar við klisjur en það er með vilja gert. „Ég er að leika mér með rómantíkina og klisjurnar,“ segir Ragnar. „Mér finnst vestrænar klisjur svo áhugaverðar.“ Fyrir honum eru áhrifin ekki sykursæt, heldur sjónrænt ofbeldi. „Allur heimurinn er að pæla í þessum klisjum í menningu okkar, sem eru í raun kúgun fyrir alla sem eru ekki ‚venjulegir‘. Mér finnst áhugavert að vinna með þessar sætu klisjur því þær eru í raun svo óhuggulegar.“ Ragnar heldur því fram að við séum orðin ónæm fyrir ofbeldi í list. Við gerum
82
AÐ
VINNA
bara ráð fyrir að það sé til staðar. „Ég ólst upp við feminíska list Carolee Schneemann og Marinu Abramović, Paul McCarthy og Mike Kelley. Þau settu hrylling raunveru leikans fram á ofbeldisfullan hátt. Þegar ég geng inn í listasýningu býst ég alltaf við ofbeldi frá verkinu. Þá er mjög áhugavert að sleppa því. Það er alltaf þarna í mínu ímyndunarafli og þá verður til spenna. Verkin mín virðast á yfirborðinu verða væmnari og væmnari en þau eru í raun að glíma við eitthvað stórt myrkur.“ Sviðsetning sannleikans Tökum eitt skref til baka. Upptökurnar fóru fram eina sumarnótt ári fyrr á „einhverju túni á Suðurlandi.“ Sjónrænt séð er verkið sykursætt en áhorfandinn verður fljótt meðvitaður um að rómantíska sumarnóttin er sett á svið, þetta er allt í plati. „Ég hef alltaf unnið með þessa fagurfræði lygaranna,“ segir Ragnar. „Með því að drösla okkur öllum út á eitthvað tún, koma þeim frá Bandaríkjunum og allt það, að ganga í hringi á einhverju túni – í kuldanum og sumarnóttinni og veðrinu, þá verður tilgerðin sönn. Það er sannleikurinn í lyginni.“ Sannleikurinn hefur lengi flækst fyrir Ragnari. „Þegar ég var í myndlistar skólanum þá var áhersla á að maður ætti að vera sannur. Ég er hins vegar alinn upp í leikhúsi og ég skil ekki að eitthvað sé sannara en eitthvað annað, að tilgerð sé ekki sönn.“ Hann tekur dæmi máli sínu til stuðnings: „Er Bruce Springsteen sannari en Queen? Af því að Bruce Springsteen sviðsetur sig í bol og gallabuxum, er það eitthvað meira satt en að vera í kónga outfitti? Þetta er allt sviðsetning og lágstemmdur leikur er samt leikur.“
MEÐ
ÞESSAR
SÆTU
Ragnar bendir á að nýir listamenn eru oft kynntir til sögunnar á grundvelli þess að þau séu einlægari en kynslóðin á undan. „Kaldhæðni að fara út og einlægnin koma inn? Það er alltaf sagt. Ég skil ekki þetta kjaftæði að það sé ekki einlægni í kaldhæðni. Ég þekki engan góðan lista mann sem er ekki kaldhæðinn. Mér finnst Mozart gott dæmi um þetta, öll tónlistin er samin með glotti en samt er þetta fallegasta tónlist sem samin hefur verið.“ Í myndlistinni finnur Ragnar frelsið til að gefa sig tilgerðinni á vald. „Í mynd listinni þarftu ekkert að vera sannur.“ Sumarnótt er að stórum hluta um ferlið að stíga á svið. „Mér finnst það gera verkið, það snýst um að performera.“ Honum finnst augljóst að sumarnóttin hans sé tilbúningur einn. „Það er stöðug afbygging í gangi af því að þú sérð svo náttúrulega að þau eru bara fólk að gera vini sínum greiða. Og mér finnst það svo fallegt.“ Aftur og aftur og aftur og aftur og aftur Mörg verka Ragnars byggjast á endur tekningu og tíma. Verk hans á Feneyja tvíæringnum snerist um að mála sömu fyrirsætuna einu sinni á dag í sex mánuði. Hann hefur tekið upp móður sína að hrækja í andlitið á sér á fimm ára fresti, og nýlega var verk hans, Romantic Songs of the Patriarchy endurflutt, þar sem kvenkyns og kynsegin tónlistarmenn flytja síendurtekið fagra popptónlist sem endurspeglar hið alltumlykjandi feðraveldi. „Ég nota endurtekningu og tíma til að breyta frásögn í myndlist. Með endurtekningunni verður það eins og skúlptúr eða málverk. Það hefur ekkert upphaf og endi heldur er kyrrt í tíma.“
Iceland Review
KLISJUR
ÞVÍ
ÞÆR
ERU
Í
RAUN
SVO
ÓHUGGULEGAR“
„Mér finnst alveg jafn rétt þegar fólk fer að gráta yfir verki og þegar fólk segir að þetta sé yfirborðslegt kjaftæði. Ég er hjartanlega sammála báðum.“ 83
Iceland Review
„OFT FERLIÐ
ERU ER
VERK EKKI BÚIÐ
Hann gerir engar kröfur um að fólk fylgist með framkomunni frá upphafi til enda. „Þú þarft ekki tíma til að ná endurtekningunni, þú þarft bara að vita að hún sé til staðar.“ Sumarnótt hefur verið sett upp áður en það er fyrst núna sem Ragnari finnst verkið vera tilbúið. „Oft eru verk lengi að verða til. Ferlið er ekki búið þó maður frumsýni verk.“ Þegar kemur að Sumarnótt var titillinn síðasta púslið sem vantaði. „Ég kláraði verkið með því að breyta titilinum. Nýi titillinn, Sumarnótt er afslappaður. Death is Elsewhere er svo hlaðinn titill. Það hefði samt ekki verið hægt að kalla þetta Summer Night á ensku, það er eitthvað allt annað.“ Töfrar baksviðsins Foreldrar Ragnars, Kjartan Ragnarsson og Guðrún Ásmundsdóttir, störfuðu bæði við sviðsetningar. Hann býr að því þó hann geri ekki leikhús sjálfur. „Það er efniviður í myndlistina. Leikhúsverk sem ég geri eru ekki sýningar sem virka út frá hvað er gott leikhús.“ Hann sá leikhús í mótun alla sína barnæsku og heillaðist af ferlinu. „Það er þetta með töfra baksviðsins. Mér fannst það alltaf meiri töfrar en það sem gerðist á sviðinu. Leikrit eins og Þrjár systur, þessar tilfinningar eru settar aftur og aftur á svið út um allan heim.“ Stóri munurinn snýst um markmiðið. „Mér fannst svo áhugavert að sjá þessa tilfinningalegu stjórnun leikhússins. Við kvöldverðarborðið heyrði ég pabba og mömmu tala um að þau þurfi að fá áhorfendurna til að hlæja í fjórða þætti því þá fari þau að gráta í fimmta þætti.“ Þessa virkni leikhússins vill Ragnar afbyggja. „Verkin mín eiga alls ekki að hafa einhvers konar áhrif á neinn. Þau eru algjörlega opin. Mér finnst alveg jafn
84
LENGI ÞÓ
AÐ MAÐUR
rétt þegar fólk fer að gráta yfir verki og þegar fólk segir að þetta sé yfirborðslegt kjaftæði. Ég er hjartanlega sammála báðum.“ Innblástur Tvíburarnir í Sumarnótt eru Bryce og Aaron Dessner, meðlimir hljómsveita r innar The National, og Gyða og Kristín Anna Valtýsdætur. Hugmyndin kviknaði þegar Ragnar var beðinn að skapa gjörning fyrir tónlistarhátíð í Wisconsin. Þá varð til tvíburaband. Hópurinn hittist eitt kvöld í stofunni hjá Ragnari og skrifaði nóg af lögum fyrir heila plötu. Ekki gafst tími til að semja texta heldur gripu þau orð og setningar úr bókum í hillunum umhverfis þau. Uppr unalegi titillinn, Death is Elsewhere, kemur af kili bókar um listamanninn Bas Jan Ader. Platan var aldrei tekin upp en Ragnar vildi endur nýta konseptið. Hugmyndin að túninu á Suðurlandi kom líka annars staðar frá. „Ég var að hugsa um málverkið á Hótel Holti, Áningu eftir Jón Stefánsson, af fólki í lautarferð á einhverju túni og svakalegur sjóndeildarhringur í kring.“ Vísanir í aðra listamenn eru Ragnari eðlislægar. „Ég er alinn upp í 90s samplmenningu,“ útskýrir hann. Hann bætir við að fólk þurfi ekki að læra heima áður en það skoði verkin en heimavinnan yrði þó ekki leiðinlegt. „Hver einasta bók sem maður les og mynd sem maður sér eykur á hvernig maður skilur aðra list,“ útskýrir Ragnar. „Tökum Taylor Swift. Að skilja tilurð kántrýtónlistar frá Nashville eykur skilning minn á hvað Taylor Swift er að gera. Það er allt hluti af stærri sögu. Að maður tali nú ekki um fyrirbæri eins og Kanye West. Maður þarf að lesa ansi mikið
VERÐA FRUMSÝNI
TIL. VERK“
til að skilja eitt Kanye West lag. Hann er lifandi listheimspekiritgerð.“ Spegill spegill Í Romantic Songs of the Patriarchy tekst hann á við listamenn eins og Tammy Wynette og Lil Wayne. Kastljósinu er beint að birtingarmyndum feðraveldisins í popptónlist. Konur og kynsegin tónlistar fólk leikur lokkandi popptónlist á gítar, útsett af Kjartani Sveinssyni, en ef rýnt er í textana koma óhugguleg viðhorf í ljós. „Þau spila geggjuð lög, aðallega samin af karlmönnum, sem standa fyrir þetta dularf ulla element í menningunni sem er feðraveldið og kúgun. Fólkið sem samdi lögin er ekki vont fólk en textarnir sýna viðhorf sem er innprentað í samfélagið.“ Í Romantic Songs of the Patriarchy fannst Ragnari „listrænt áhugavert“ að benda á að popptónlist er skilgetið afkvæmi menningarinnar sem hún sprettur úr. „Mér hefur alltaf fundist spennandi hvernig svona eitruð hugmyndafræði birtist oft bara mjög fallega í list. Fegurðin í valdinu er áhugaverð.“ Hann tekur fram að tónlistin sé ekki meðvitað samin sem tæki til að kúga konur. „Einhver bara semur geggjað lag sem er spilað í útvarpinu og það hefur svo áhrif á mín viðhorf og annara. Fire með Bruce Springsteen er ótrúlega flott lag en það er ein lína í því og ég hef velt fyrir mér hversu oft einhverjum hefur verið nauðgað út af þessari línu. You say you don´t like it but girl I know you´re a liar Cause when we kiss: oh, fire.“ Verk Ragnars snýst ekki um að fordæma listamenn né setja þá á stall. „Springsteen semur út frá menningunni sem umlykur hann og lagið viðheldur þessari menningu.“ Það flókna er að þó
Gefðu gjöf frá frægustu hönnuðum heims Skeifan 6 + Kringlan + Laugavegur 70 + 5687733 + www.epal.is
Iceland Review
86
Iceland Review
87
Iceland Review
„ÞAÐ
ER
VIRÐING
sungið sé um kúgun og ofbeldi er lagið sjálft alls ekki hræðilegt. „Lagið er geggjað. Það er ekki hægt að benda á þetta og segja ‚sjáið hvað þetta er hræðilegt‘.“ Umræða um valdahlutföll milli kynjanna getur verið þrúgandi því við eigum erfitt með að sjá kerfið sem umkringir okkur. „Með feðraveldið, hvar á maður að byrja? Þangað til mjög nýlega héldum við að þetta snerist aðallega um að skipta húsverkum jafnt á milli sín og þá væri þetta bara sirka komið.“ Hann tekur fram að verkið er ekki viðbrögð við þjóðfélagsumræðunni heldur spratt það úr áhuga hans á menningu okkar. Hann tekur þátt í umræðunni sem samfélagsþegn en hún höfðar ekki til hans sem listamanns. „Ég tekst á við það sem mér finnst heillandi. Það er oft einhver pólitískur þráður í því en ég reyni að forðast áróður.“ „Mér finnst mikilvægt að við séum meðvituð um þetta. Hvaða list er sköpuð á röngum mórölskum forsendum.“ Þrátt fyrir það sé ekki hægt að þurrka út sporin sem slíkir listamenn marka í listasöguna. „Mér finnst þetta gera alla list og listasögu meira spennandi. Allt í einu er ekki sjálfsagt að Picasso sé bara alveg frábær, þegar þú veist að Picasso var brútal gaur. Mjög flott verk en alveg hryllileg manneskja.“ Hann kann að meta að í nútímanum er því ekki tekið sem gefnu að ástandið eigi að halda áfram óbreytt. „Fólk horfir krítískara á hlutina og setur þá í nýtt samhengi. Það er svo stórkostlegt. Ömurlegt líka, maður er með stanslausar áhyggjur og bakslagið er erfitt. Tíminn mun leiða þetta í ljós. Eins og eftir frönsku byltinguna, þetta leit ekkert rosalega vel út á tímabili. Kynslóð Beethovens var kynslóð vonbrigða. Þú hefðir vel getað dáið
88
BORIN
FYRIR
haldandi að franska byltingin hefði verið fullkomlega misheppnuð.“ Landslag yrði lítils virði Ragnar bendir á að Íslendingar leggi aðra hugsun í landslagið. „Á Íslandi er mikið til af landslagi sem hafði áhrif á söguna.“ Sumarnótt er tekin upp á túni sem eru einu leifarnar af dalnum sem var þarna fyrir Skaftáreldana. „Ég er svo mikill áhugamaður um rókókó og 18. öldina að Eldhraun finnst mér vera geggjaðasti staður á Íslandi. Hraunið sem breytti heiminum.“ Náttúruhamfarirnar ollu hungursneyð í Frakklandi sem var snar þáttur í frönsku byltingunni. „Svo er þetta bara rólegt og fallegt landslag í dag.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Ragnar tekst á við íslenska náttúru og landslag í verkum sínum. „Mér hefur alltaf fundist hún tilheyra Roni Horn og Kjarval. Það er gaman að vinna með klisjur en ég hef ekki unnið með íslensku klisjuna áður. Ég hef ekki haft nægilega fjarlægð. Íslensk náttúra - maður er of tengdur henni.“ Aftur til nútímans Ragnar hefur notið góðs gengis erlendis og verk hans hafa verið sett upp í nokkrum virtustu listasöfnum heims. Hér heima er viðurkenninginn annars eðlis. „Mér finnst pínu gaman að ég er ekki tekinn jafn alvarlega á Íslandi og í útlöndum. Ég er ennþá þekktur sem gaurinn úr Trabant eða Rassi Prump þó ég sé ægilega virðulegur listamaður í útlöndum.“ Hann metur frelsið mikils og er sáttur við að vera laus við pressuna. „Ég er svo glaður að vera frá þessu landi lúseranna. Í Ameríku til dæmis gengur allt út á að vinna. Hér er það engin dyggð. Úti ertu
ÚRHRÖKUM
HÉRNA“
annað hvort somebody eða nobody.“ Hann heldur áfram. „Hér er mikil virðing borin fyrir listamönnum, þó það sé kvabb um listamannalaunin á hverju ári. Í grunninn er þetta land skáldanna.“ Samkvæmt Ragnari er minni munur á amatörum og fagmönnum hérlendis en annars staðar. „Ingibjörg, konan mín, elskar orðið amatör. Það þýðir bara sá sem elskar. Maður vill miklu frekar vera amatör en professional. Hér er sama virðing borin fyrir fagmönnum og amatörum. Ég er kannski að sýna verk í Metropolitan en það er enginn munur á mér og leigubílstjóra sem málar í frístundum.“ Að lokum bendir Ragnar á að ef hann væri á höttunum eftir virðingu frá samborgurum sínum þá hefði hann gerst læknir eða lögfræðingur. „Ef maður er listamaður þá er maður smá úrhrak. En það er gaman að vera í þessum úrhraksbransa. Það er virðing borin fyrir úrhrökum hérna.“
Iceland Review
Tvíburarnir í Sumarnótt eru Bryce og Aaron Dessner, meðlimir hljómsveitarinnar The National, og Gyða og Kristín Anna Valtýsdætur. 89
Iceland Review
S P O R S P E S S A
Texti: Kjartan Þorbjörnsson
90
Ljósmyndir: Spessi
Portrettmynd: Golli
Iceland Review
Bensínstöðvar, hálftómir matarbakkar, vopnaðir vélhjólasmiðir í Miðríkjum Bandaríkjanna, fótbolta krakkar í Breiðholti, sundurbarðar álpönnur og kínverskir verkamenn í hádegismat. Þeir sem kannast við ljósmyndaferil Sigurþórs Hallbjörnssonar, Spessa, eru fljótir að kveikja á perunni. Í sumar stendur yfir yfirlitssýning í Þjóðminjasafninu frá 30 ára ljósmyndaferli hans samhliða útgáfu bókarinnar Spessi 1990-2020. Verk Spessa smellpassa inn í sali Þjóðminjasafnsins og í raun má segja það sama um Spessa sjálfan. Útlit og persóna síðhærða, gráskeggjaða rokkarans eru tímalaus og hann gæti verið hluti af víkinga- og miðaldasýningum safnsins. Spessi vakti fyrst athygli sem ljósmyndari á Pressunni sálugu seint á síðustu öld. Það voru þó ljósmyndir fyrir póstkort Byggðasafnsins á Ísafirði sem komu honum í hóp áhugaverðustu ljósmyndara landsins. „Þegar ég skoðaði eldri póstkort voru það allt myndir af hlutum úr safneigninni. Mér fannst það ekki spennandi og stakk upp á að taka myndir af eldri sjómönnum af svæðinu sem væru að hætta sjómennsku. Byggðasafnið á Ísafirði snýst bara um sjóinn hvort eð er,“ segir Spessi. Póstkortin voru aldrei prentuð en verkefnið vatt upp á sig og um páskana 1996 opnaði hann sýninguna „Hetjur“ í Slunkaríki á Ísafirði. Sýningin sló í gegn og fjögur hundruð manns skoðuðu hana á nokkrum dögum. „Ef þú ert frá Ísafirði þá kanntu á skíði og þú ferð á sjóinn. Allir aðaltöffararnir eru sjómenn,“ segir Spessi. Skakið átti reyndar ekki vel við hann sjálfan og hann varð fyrir vissum vonbrigðum yfir því að kunna ekki við sig til sjós, eins og hann félli ekki alveg í hópinn. Reynslan hafi þó kennt honum að verji maður 40-50 árum á sjónum hljóti sá að vera hetja. Eftir að hafa myndað gamla sjómenn í svarthvítu í heimabænum sneri hann blaðinu við, ferðaðist um landið og myndaði mannlausar bensínstöðvar í lit. Úr varð bókin og sýningin „Bensín“ sem sýnd var á Kjarvalsstöðum og kom honum í framhaldinu í gallerí m.a. í New York. Spessi nálgast verkefni á hlutlausan hátt. „Ég vil ekki bara sýna það fallega heldur líka það ljóta, sýna allt, ekki draga neitt undan. Ég hef alltaf áhuga á því sem er ekki augljóst, því sem er ekki fyrir allra augum.“ Bækur hans gefa lesendum aðra sýn en þeir eiga að venjast á landið og þjóðina og þær spanna vítt svið. Eftir „Bensín“ kom „Location“ með vettvangsmyndum af nýjum sjónarhornum úr íslenskum raunveruleika. Ári seinna kom enn önnur vinkilbeygja þegar bókin „Chicken Fajitas in the Manner of Google, Mexican Corn soup and Chocolate Ice Cream” kom út. Þar var myndefnið matarbakkar í stóru mötuneyti í Reykjavík í einu hádeginu þegar búið var að skila þeim aftur inn í eldhús. Fyrir bókina “111” varði hann tveimur árum í að kafa djúpt í mannlífið í suðupotti fjölmenningar í Reykjavík, Breiðholtinu. Hann segir marga sem þekki
til aðstæðna sammála um að hún sýni sannleikann, bæði hið ljóta og hið fagra. „Þegar útgefandinn minn sá þær myndir sagði hann: ,Þetta er nýja Ísland‘.“ Þessi ótrúlega blanda af fólki gerir að í Breiðholtinu er mikið umburðarlyndi og ekkert útlendingahatur. Þau eru komin langt á undan í þróuninni. Svona á þetta eftir að verða um allt Ísland í framtíðinni. Það þurfa allir að flýja til Íslands in the end.“ Portrett Spessa þekkjast langt að, enda er stíllinn látlaus og án allrar tilgerðar. Hann segist afvopna viðfangsefnið til að ná inn að kjarnanum. „Ég bendi fólki hvar það á að standa en þegar það spyr hvað það eigi að gera eða hvernig það á að vera segist ég ekki vita það. Það setur viðfangsefnið oft í erfiða stöðu. Þá bíð ég bara eftir því sem gerist og mynda það.“ Hann vill ekki taka gallalausar myndir. „Þegar maður var að mynda á filmu þá sá maður ekki hvað var komið í myndrammann fyrr en maður framkallaði myndina, þá var myndin ekki oft fullkomin. Með stafrænu vélunum verður þetta svolítið fullkomið, mér finnst það endilega ekki betra. Myndin er kannski betri en er samt ekki betri. Þegar eitthvað er ekki alveg fullkomið gerist eitthvað. Þegar ég er að velja myndir vel ég oft ekki þær sem eru flottastar. Það er erfitt að útskýra hvað það er en mér finnst best ef myndin nær að trufla mig aðeins.“ Síðasta eina og hálfa árið hefur Spessi unnið að heimildarmynd um Magnús Þór Jónsson - Megas. Hugmyndin kviknaði í heimsókn á Grensásdeild þar sem Megas var í endurhæfingu. Spjall um komandi tónleika sem Megas var að skipuleggja í Hörpu vakti hjá Spessa hugmynd um heimildarmynd byggða á tuttugu daga æfingaferli fyrir tónleikana. Hápunkturinn kæmi í endann þegar Megas syngi „Tvær stjörnur“ á sviði í Eldborg. „Honum leist strax vel á þetta og sagði bara já. Þá var ég allt í einu kominn með heimildarmynd um Megas í fangið sem er auðvitað mjög stórt verkefni og ansi yfirþyrmandi.“ Spessi var fljótur að finna sér samstarfsfólk í verkefnið þó engin fjármögnun væri til staðar með svo stuttum fyrirvara. „Jón Karl Helgason var til í að framleiða myndina og sagði strax að við þyrftum fjóra til fimm myndatökumenn og að taka upp gott hljóð. Hann hringdi í vini sína í bransanum og það voru allir til í þetta strax þó enginn vissa væri fyrir greiðslum. Allt fyrir Megas.“ Spessi hafði líka samband við Svein Kjartansson hjá Stúdíó Sýrlandi og spurði hvort þeir gætu tekið upp hljóðið á æfingunum. Svarið var afgerandi: „Já auðvitað verðum við að gera það. Þetta er Megas, það er þegnskylda.“ Vinnsla myndarinnar er á lokametrunum þó ekki sé enn ákveðið hvenær hún fer í sýningu. „Við erum að gera tveggja tíma útgáfu af henni, þetta er svo mikið efni. Svo verður hún í svarthvítu. Megas er klassískur og svarthvítt er miklu klassískara. Svo finnst mér það bara miklu flottara þannig,“ segir Spessi og hlær.
91
Iceland Review
Hetjur – Reynir Torfason
92
Iceland Review
Hetjur – Ásgeir Ólason
93
Iceland Review
Úr Bensín
94
Iceland Review
95
Iceland Review
Verkamenn í matsal Kárahnjúkavirkjunnar
96
Iceland Review
97
Iceland Review
Úr Location
98
Iceland Review
99
Iceland Review
Úr 111
100
Iceland Review
101
Iceland Review
Hljómsveitin ADHD
102
Iceland Review
Vopn byltingarinnar
103
Iceland Review
Megas
104
Iceland Review
Yoko Ono
105
Iceland Review
ALLIR Krikketsamband Íslands ryður sér rúms
106
Á
Iceland Review
VÖLLINN Texti: Jelena Ćirić
Ljósmyndir: Golli
107
Iceland Review
Ferhyrningurinn í miðju vallarins kallast brautin og þar fer mest af leiknum fram. Á sitthvorum endanum eru vikmörkin sem leikmenn keppast um að fella niður.
108
Iceland Review
Það er grár vordagur á suðvesturhorninu. Á Vífilstaðatúni eru fáar hræður á ferli, helst að einstaka hundaeigandi sé að viðra sig og gælu dýrið. Einn þeirra stansar undir hornboga Víðistaðakirkju og gjóar augunum forvitnislega á hóp sem safnast hefur saman á túninu. Svo kemur kippur í tauminn og bæði hundur og maður halda för sinni áfram. Það er ólíklegt að þeir geri sér grein fyrir því að litlu flöggin sem mynda samhverf sporöskjuform í grasinu tilheyri nyrsta krikketvelli í heimi, eða að nú sé farið að hitna í kolunum í leiknum. Enn ólíklegra er að veg farendur geri sér grein fyrir því að hér fari fram leikur í Íslensku úrvalsdeildinni sem haldið er úti af Krikketsambandi Íslands. Það eru ekki margir krikketleikmenn hér á landi, né krikketaðdáendur - enn sem komið er. Aftur að leiknum. Á miðjum vellinum er af- langur ferhyrningur sem kallast brautin og á hvorum enda eru litlir viðarstaflar, vikmörkin, sem minna helst á Kubb. Það er enda eitt af mark miðum leiksins, að slá niður viðarstúfana, en að öðru leyti svipar leikreglunum ekki til Kubbs. Reyndar kallast þær ekki einu sinni reglur, heldur lög, og eru illræmdar um allan heim fyrir að vera fullkomlega óskiljanlegar. Ég leita á náðir YouTube eftir einfaldri útskýringu á íþróttinni. Í fyrsta myndbandinu sem ég smelli á er leiknum lýst sem „blöndu af hafna bolta og skák.“ Það hjálpar mér ekki mikið, nú er ég ringluð yfir reglunum í þremur leikjum í staðinn. Ég gúgla aðeins meira og kemst að því að krikket hefur nokkuð sem hvorki hafnabolti né skák geta státað af – milljarða af aðdáendum um heim allan. Meira en tveir milljarðar manna horfðu á Heimsmeistaramótið í krikket árið 2015. Leikurinn á mótinu sem fékk hvað mest áhorf var Indland móti Pakistan og meira en einn milljarður manna horfði saman á hann. Það þýðir að einn sjöundi af
öllum á jörðinni var að gera það sama á sama tíma – horfa á krikket. Ef milljarðar manns um allan heim kjósa krikket sem dægradvöl, hvers vegna gæti það ekki gerst á Íslandi líka? Það er einmitt spurningin sem Bala Kamallakharan spyr sig en hann tók við sem for maður Krikketsambands Íslands í fyrra. „Ég held að Ísland hafi sýnt það með fótboltanum, bæði á Evrópumeistaramótinu og Heimsmeistaramótinu að ef þú ert með skýr langtímamarkmið og byggir upp áhuga þá sérðu árangur. Við teljum að Ísland hafi allt til brunns að bera til að verða krikketþjóð.“ Síðan hann tók við formannstöðunni hefur Bala þegar bætt heilu liði í deildina (Vesturbær Volcano) og nýjum styrktaraðila: Alvotech. Krikketsambandið er meira að segja með landslið sem hefur keppt á móti erlendum liðum - og unnið! Og það þrátt fyrir að liðið sé, samkvæmt Bala: „í grunninn bara amatörar sem hafa gaman af leiknum.“ Lögin í leiknum eru mér enn óskiljanleg svo ég spyr Bala að því hvað maður þarf að gera til að verða góð í krikket. „Þú þarft að vera íþróttamannslega vaxin, sterk og í góðu formi. og þú þarft að geta hitt á bolta sem er þrumað í áttina að þér á 130-140 kílómetra hraða. Svo þarftu að hafa mjög góða samhæfingu augna og handa. Þetta er dálítið eins og golf.“ Frábært. Ég bæti golfi á listann.
109
Iceland Review
Öll fjögur liðin eiga krikket búnað með sínu eigin merki. Eldfjallið úr vesturbænum er jafnvel með stuðningsaðila, Alvotech, þar sem flestir liðsmennirnir starfa.
Formaður Krikketsambandins Bala Kamallakharan vill fá fleiri Íslendinga í íþróttina og stofna kvennadeild.
110
Iceland Review
Í Krikketsambandi Íslands eru rúmlega 70 leikmenn. Um 10% þeirra eru flótta menn frá löndum þar sem krikket er vinsælt, svo sem Pakistan, Sri Lanka og Afganistan. „Við fáum fleiri til að spila með okkur og þeir fá félagslegan vett vang. Krikket er okkar sameiginlega tungumál.“
Hádegisverðarhlé og eftir miðdagste eru hluti af öllum krikketleikjum sem geta staðið tímunum saman. Í dag eru leikmenn líklegri til að sturta í sig orkudrykk en bolla af Earl Grey.
111
Iceland Review
112
Iceland Review
SMÁSAGA
HVERS VEGNA GETUM VIÐ EKKI FLOGIÐ?
Höfundur Einar Lövdahl
Teikningar Elín Elísabet Einarsdóttir
Á leiðinni heim fannst mér eins og nóttin hefði skapað okkur þessa kyrrð. Okkur og engum öðrum, kannski sem einhvers konar huggun, í það minnsta var ekki sála á ferð. Við gengum eins hröðum skrefum og maður nennir um miðja nótt og litum eflaust út eins og við værum á mörkum bandarískrar bíómyndar og auglýsingar fyrir íslenskt ferðaátak; þú með háhælaða skó í poka og gallajakkann minn um axlirnar, hafið spegilslétt við blæðandi himin. Þetta var svona nótt þar sem maður rambar á vin sinn við Vöffluvagninn, þar sem næturbirtan afhjúpar hversu svívirðilegur maður er, en þessa tilteknu nótt var ég svo þakklátur fyrir að vera ekki þar heldur með þér, á leiðinni heim
til okkar. Heim í nýja tvíbreiða rúmið sem beið okkar samsett þrátt fyrir letina í mér, þökk sé seiglunni í þér. Eflaust var ég með einn bjór umfram ráðlagðan kvöldskammt í blóðinu, því hugurinn sveimaði. Ég var að humma lag með Rihönnu sem hafði verið spilað í partíinu og það fékk mig til að hugsa um tónlistarhátíðina á Írlandi sem við fórum á fyrsta sumarið okkar saman. Það voru liðin sjö ár en samt fann ég enn óbragðið af hamborgurunum, ef hægt var að kalla kæfu í brauði hamborgara, sem við tróðum í okkur áður en Rihanna steig á svið. „Gaur, drífos!“ sagðir þú um leið og þú fleygðir helmingnum af borgaranum í ruslið. Þú varst með fölbleikan stráhatt
113
Iceland Review
sem mamma þín hafði keypt á Interrail þrjátíu árum fyrr. „Ég ætla að vera fremst þegar hún tekur þarna Only Girl-lagið.“ Svo ríghélstu í hönd mína með annarri og stráhattinn með hinni þegar þú dróst mig í gegnum þvögu af fólki, óttalaus þótt við rækjum okkur utan í hvern snöggklippta þursinn á fætur öðrum. Reynslan af kvöldinu áður hafði sýnt okkur að við ættum vel möguleika á að standa fremst, írsku ungmennin voru sýnilega frekar á svæðinu til að láta reyna á þolmörk lifrarinnar en að njóta tónlistar. Þegar stórstjarnan birtist trylltist lýðurinn og í miðjum hamaganginum kippti einhver af þér stráhattinum. Þú æptir og bentir mér á hvernig hatturinn gekk manna á milli. Við gátum ekkert gert og fylgdumst með honum fjara út í fjöldann þar til hann hvarf okkur úr augsýn. Þú greipst um munninn með uppglennt augun og við hlógum í hálfgerðri geðshræringu þar til við ölvuðumst af ljósadýrðinni sem drottningin á sviðinu baðaði sig í. Gleymdum okkur, hönd í hönd. Ooh na na, what’s my name? Vel á þriðja þúsund nóttum síðar, á leið heim úr partíi, var ég í miðri setningu um hversu fyndið það er í raun að maður skuli alltaf fallbeygja nafnið Rihanna þegar það rann upp fyrir mér að þú hafðir ekki sagt orð frá því að við yfirgáfum gleðskapinn. Þú varst jafnvel enn þögulli en nóttin. „Ertu að hugsa um það sem Villi sagði?“ spurði ég og tók utan um hönd þína. Fingurnir voru mjúkir en ískaldir. Ég veit ekki hvort þú dróst það að svara til að geta haldið aftur af tárum, eins og þú átt til, en þú horfðir á mig slíkum augum að þú þurftir ekki að svara. Ég kreisti hönd þína enn fastar.
114
„Djöfull getur hann verið taktlaus,“ sagði ég. Maginn á mér herptist saman. Enn eina ferðina var ég í þeirri stöðu að hraðleita að orðum til að slá á vonleysið. Bara einhverju örlítið gáfulegu að segja. Þar sem Villi er vinur minn hvarflaði að mér um stund að afsaka hann, benda á að hann segði stundum svona hluti af einskæru óöryggi, en ég leyfði þeirri hugsun að streyma hjá. Í þetta sinn var ég of pirraður út í hann. Ég fann að ef ég hefði átt handa þér einhver góð orð, burtséð frá því hvort ég tryði þeim sjálfur, hefði ég sagt þau upphátt. Ég vildi ekkert heitar en að þér liði betur. Auðvitað er það alltaf gleðiefni þegar einhver tilkynnir óléttu. Um leið og Villi hafði kvatt sér hljóðs í partíinu, lækkað tónlistina og gargað yfir stofuna að hann ætti von á erfingja skildi ég hvers vegna hann hafði drukkið svona hressilega um kvöldið. Hann var kafrjóður í framan þegar fólk flykktist að honum og Betu til að knúsa þau til hamingju og talandinn gaf til kynna að hann væri kominn í galsa. Allt í einu hafði myndast danshringur í kringum verðandi foreldrana sem þróaðist út í einhverja gallsúra sere móníu. Villi stökk til og setti á Isn’t She Lovely með Stevie Wonder og dansaði innilega við Betu í miðju hringsins. Hann tók sér stöðu aftan við hana, lygndi aftur augum og hélt utan um kviðinn á henni á meðan þau rugguðu mjöðmunum í takt við lagið. Þótt ég hafi sjálfur verið orðinn ansi hress og samdauna andrúmsloftinu í partíinu fékk ég engu að síður kjánahroll af þessu öllu saman. Og nú, nokkrum tímum síðar, þegar við gengum bara tvö í þögn og fersku lofti gat ég ekki annað en hrist höfuðið.
„Hvað var þetta?“ sagðir þú upp úr þurru og gjóaðir augunum að runna sem við gengum fram hjá. Runninn stóð innan við grindverk og virtist hreyfast. Það var eitthvað lifandi þarna inni. Ég sá fyrir mér kött en þegar tíst barst úr runnanum óttaðist ég að þetta væri rotta. Þú beygðir þig niður til að gægjast inn í runnann. „Guð,“ sagðir þú. „Þetta er ungi.“ Ég settist á hækjur mér og sá að undan runnanum kom svartfiðraður, titrandi fuglsungi. Hann skoppaði um, innikróaður af grindverkinu og runnanum, og klessti ítrekað á fyrirstöðuna. Ég var enn að átta mig þegar ég sá að þú varst búin að leggja frá þér pokann með skónum og komin inn fyrir grindverkið. Þú sagðir ekki orð heldur beygðir þig niður og tókst ungann upp, eins og þú hefðir aldrei gert annað. Sjálfur hefði ég hikað í þínum sporum, hræddur um að væng brjóta hann eða vera jafnvel bitinn. Í fyrstu reyndi unginn að flögra úr lófunum á þér en gaf loks eftir. Eða róaðist í öruggum höndum. Ég virti hann fyrir mér og kolsvört augun. Hann var hvítur á bringunni. „Ekki er þetta tjaldur?“ spurði ég. Þú straukst létt yfir höfuðið á honum og sagðist halda að þetta væri lundi. Ég glotti. Hvað væri lítil pysja, lukkudýr Vestmannaeyja og Látrabjargs, að gera hér í miðju íbúðahverfi í Vestur bænum? Á meðan þú gekkst aftur út fyrir grindverkið dró ég símann upp úr vasanum og gúglaði lundapysju. Og auðvitað stóð það heima, auðvitað vissir þú svona lagað. Það var eitthvað við það hvernig þú lagðir ungann þétt upp við þig sem rótaði í mér. Þétt upp við brjóstin. Ég hugsaði aftur til Villa. Af hverju gat ég aldrei sagt neitt þegar mér
Iceland Review
Sumarjazzinn á sínum stað.
Alla laugardaga í júní, júlí og ágúst milli 15-17. Opið alla daga 11:00 - 22:00 | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | jomfruin.is
115
Iceland Review
misbauð hegðun einhvers? Af hverju urðu mótsvörin ekki til í hausnum á mér fyrr en í fyrsta lagi korteri síðar? Ég vissi að auðvitað hafði hann ekki ætlað sér að særa neinn, en djöfull gat hann verið vitlaus. Ég sá hann fyrir mér kófsveittan í of þröngri skyrtu, hvernig hann hafði sleppt takinu á Betu á dansgólfinu og hallað sér í áttina að okkur. „Það getur verið að þú sért efnilegri náungi,“ sagði hann og setti upp loft gæsalappir, „en ég er allavega að gera eitthvað rétt.“ Hann bankaði létt í aðra öxlina á mér skælbrosandi. „Þú meinar,“ sagði ég glottandi, hálf ringlaður yfir því hvort ég skildi hann rétt og fékk mér bjórsopa þótt dósin væri í raun tóm. Innst inni vonaði ég að þú hefðir ekki heyrt þetta. Mig langaði að grípa í höndina á þér en á sama tíma þorði ég varla að horfa á þig. Ég starði á sokkana mína. „Til hamingju, Villi,“ var það eina sem ég fékk bætt við. Svo sagði hann, talsvert hærra en fjarlægðin krafðist: „Hvernig er það annars – ætlið þið að vera heila eilífð að dúndra niður einu?“ Skrýtið að hugsa til þess hvernig þessar sömu hendur, sem kreistu mínar svo fast fyrr um kvöldið, vernduðu nú
Um höfundinn
þennan viðkvæma, fiðraða líkama. „Langar þig að eiga hann?“ spurðir þú. „Ég meina, af hverju ekki?“ sagði ég. „Við gætum búið um hann í einni bókahillunni.“ Unginn titraði í lófum þér. „Myndi maður samt ekki þurfa að fara með hann út í bandi á hverjum degi?“ bætti ég við. „Jú, bara nógu löngu bandi. Þetta væri svona eins og að fara út með flugdreka.“ Ég hló. „Sérðu fyrir þér Heimi nágranna ef við stæðum allt í einu úti í porti með lunda í bandi?“ Þú brostir og djöfull var það gott að sjá. Síðan lögðum við krók á leið okkar og gengum út í fjöru. Þú fetaðir þig hægt á undan mér niður langa stigann við dælustöðina enda þorðir þú ekki öðru en að halda þétt um ungann með báðum höndum. Síðan sporuðum við út ljósg ráan sandinn. Akrafjallið og Skarðsheiðin voru óvenju traustvekjandi að sjá við sefandi undirleik hafsins, lýsistankarnir virtust eitthvað svo smáir úr fjarska. Eins og þú bentir á hlaut unganum að hafa fatast flugið á leiðinni út í litlu eyjarnar fyrir utan Grandann og villst af leið. Við vissum
svo sem ekkert hvað við vorum að gera en það hlaut að vera skárra að koma honum út í fjöru en að skilja hann eftir þar sem hann yrði hverfisköttunum að bráð. Þótt unginn hefði dregið okkur á óvæntar slóðir hjakkaði hugurinn í sama fari. Ég var enn að leita að huggunar orðum. Kannski kæmu þau síðar eða kannski yrði huggunin fólgin í einhverju allt öðru. Á meðan þú fikraðir þig nær öldunum fann ég í það minnsta hvað mig langaði til að taka utan um þig. En um leið og hafgolan stóð á okkur var eins og unginn hefði fundið slóð sína á ný, hann barðist um í höndum þér og reyndi að baða út svörtum vængjunum þegar þú tókst þér stöðu í flæðar málinu og réttir fram hendurnar. Svo horfðumst við í augu eitt augnablik þar til þú slepptir takinu og eina myrkrið í nóttinni flaug á haf út og hvarf okkur úr augsýn.
Einar Lövdahl er fæddur árið 1991 og hefur fengist við skrif af ýmsu tagi undanfarinn áratug. Árið 2018 skrásetti hann sögu knattspyrnumannsins Arons Einars Gunnarssonar, Aron – sagan mín, auk þess sem hann hefur samið lagatexta fyrir tónlistarfólk á borð við Jón Jónsson, GDRN, Jóhönnu Guðrúnu og Helga Björns, sem og eigin hljómsveit, Løv & Ljón. Einar var annar tveggja höfunda sem báru sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, vorið 2021. Í kjölfar þess gaf Forlagið út fyrsta skáldverk hans, smásagnasafnið Í miðju mannhafi, sem inniheldur meðal annars smásöguna Hvers vegna getum við ekki flogið?
116
5,9G AF KOLLAGENI Í HVERRI DÓS
KOLLAGEN KOFFÍN SYKURLAUST
Iceland Review
Ljósmynd Golli
118
Iceland Review
Það umturnast allt þegar sólin skín allan sólarhringinn.
119
Iceland Review
KOLEFNISJAFNAÐU
FRÍTT Í Lykil- og korthafar Olís og ÓB sem skrá sig fyrir kolefnisjöfnun á olis.is eru sjálfkrafa þátttakendur í átakinu með okkur. Aðrir viðskiptavinir geta óskað eftir kolefnisjöfnun við kassa. Gildir út ágúst.
120
Skrá
ðu þ
olis.i
ig á
s
SUMAR
Keyrðu um landið með góðri samvisku í sumar.
Við sjáum um að kolefnisjafna aksturinn fyrir þig, þér að kostnaðarlausu til 1. september.
Olís – í samstarfi við Landgræðsluna
Komdu í okkar besta pakka fyrir alla fjölskylduna +
X2
+
+ vodafone.is/fjolskyldupakkinn
= 19.990 kr. ALLT ÓTAK MARKAÐ