Íslenska Safnabókin 2021-2022

Page 1

20

21

-2

02

2

ÍSLENSKA


NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐAR Á: www.lavacentre.is 2


HVAÐ VEIST ÞÚ UM ÍSLENSK ELDFJÖLL? LAVA Centre á Hvolsvelli er gagnvirk eldjallaog jarðskjálftasýning á heimsmælikvarða, umkringd virkum eldfjöllum.

LAVA Centre er einn vinsælasti áfagnastaður ferðamanna á Suðurlandi. Hér fá gestir innsýn inn í töfra sem og eyðileggingarmátt íslenskra eldfjalla. Hvolsvöllur er upphafspunktur að einu virkasta eldfjallasvæði landsins. Frá LAVA Centre sjást Hekla, Tindfjöll, Katla, Eyjafjallajökull, Vestmannaeyjar og Surtsey. Lava Centre hefur fengið fjölmörg íslensk og alþjóðlega verðlaun m.a. tvenn Red Dot verðlaun. Sýningin er því svo sannarlega á heimsmælikvarða.

Opið í allt sumar

LAVA eldfjalla- & jarðskjáftamiðstöðin Austurvegur 14, Hvolsvöllur

fim-sun 3


Merki

Söfn viðurkennd af Safnaráði

Hjólastólaaðgangur

Þráðlaust internet

Kaffihús/ Veitingahús

Gjafavöruverslun

Ísland Miðbær Reykjavíkur .............................. 8

Vestfirðir ............................................. 56

Höfuðborgarsvæðið ............................ 30

Norðurland .......................................... 68

Reykjanes ............................................ 42

Austurland .......................................... 86

Vesturland ........................................... 48

Suðurland ............................................ 94

Íslenska Safnabókin Útgefið af: MD Reykjavík ehf.

Hönnun og framleiðsla: Antonio Otto Rabasca

Laugavegur 5, 101 Reykjavik. Tel.: 551-3600 Auglýsingasala: Jóhann Páll Ástvaldsson, johann@mdr.is

Útgefandi: Kjartan Þorbjörnsson

Prent: Kroonpress Ltd.

C

S WA

N EC O

Íslenska safnabókin kemur út árlega. Upplýsingar birtar í Safnabókinni koma frá söfnunum sjálfum. Reynt hefur verið að tryggja að upplýsingar um verð, opnunartíma og fleira séu réttar en upplýsingarnar gætu verið breytingum háðar.

4

BEL

NO R

LA

DI

Hafðu samband: info@whatson.is

5041 0787 Kroonpress



SAMF Í SÖF

6


FERÐA FNIN Hús Þjóðminjasafnsins Viðurkennd söfn 7


Miðbær Reykjavíkur 12

2

6

3 41 HARPA

4

5 1

7

8

ALÞINGI

TJAR NAR GAT A

TJÖRNIN

R ÍGU UST ÖRÐ LAV SKÓ

RÁÐHÚS

9

49

10

41

11

H

HALLGRÍMSKIRKJA

13

14

BSÍ UMFERÐARMIÐSTÖÐIN

FLUGVÖLLUR

PERLAN

Nr. Safn Síða 1 Hið Íslenzka Reðasafn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 2 Sjóminjasafnið í Reykjavík. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 3 Aurora Reykjavík. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 4 Ljósmyndasafn Reykjavíkur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 5 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 6 FlyOver Iceland. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 7 Landnámssýningin. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 8 Safnahúsið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 9 Listasafn Íslands. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 10 Þjóðminjasafn Íslands. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10

Nr. Safn Síða 11 Listasafn Einars Jónssonar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 12 Hvalasafnið. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 13 Safn Ásgríms Jónssonar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Norræna húsið. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 15 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Gallerí Fold. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 17 Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir . . . . . . . . . . . . . . 17 18 Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn. . . . . . . . . . . . . . 17 19 Perlan. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

8

19


15

41

HLEMMUR LAU GAV EGU R

18

16

17

49

40

9


Þjóðminjasafn Íslands

Í Þjóðminjasafni Íslands má skoða grunnsýninguna, Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár, sem spannar sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til samtímans, ásamt fjölbreyttum sérsýningum sem varpa nýju ljósi á sögu lands og þjóðar. Tekið er mið af gestum á öllum aldri sem geta nýtt sér hljóðleiðsögn eða ratleiki til þess að kynnast efni grunnsýningarinnar betur. Einnig má

fræðast um söguna á snertiskjám þar sem hver og einn ræður ferðinni. Þá má bregða á leik og máta búninga í fjölskyldurýminu Stofu. Þjóðminjasafnið býður reglulega leiðsagnir og ýmsa viðburði fyrir börn og fullorðna. Safnbúð Þjóðminjasafnsins býður upp á fjölbreyttar vörur sem tengjast sýningum og safnkosti svo sem skartgripi, leikföng og bækur.

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgata 41. 101 Reykjavík 530 2200 www.thjodminjasafn.is thjodminjasafn@thjodminjasafn.is

Opnunartími: 1. maí – 15. sept: daglega 10-17, 16. sept – 30. apríl: þri-sun 10-17, lokað á mánudögum.

10


VELKOMIN Á ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgata 41, 102 Reykjavík

www.thjodminjasafn.is +354 530 2200

Opið alla daga 10–17 Lokað mánudaga 16/9–30/4

@nationalmuseumoficeland @thjodminjasafn

11


Eitt kort — fjögur söfn Listasafn Íslands National Gallery of Iceland

Halló, geimur Hello, universe Salur 3 & 4 5.2.2021—9.1.2022

Safn Ásgríms Jónssonar Ásgrímur Jónsson Collection

Heimili listamanns Home of the Artist

Safnahúsið The Culture House

Fjársjóður þjóðar Treasures of a Nation

Listsafn Sigurjóns Ólafssonar Sigurjón Ólafsson Museum

Höggmyndasafn við sjóinn Sculpture museum by the sea

+354 515 9600 www.listasafn.is

Nánari upplýsingar um árskort í síma 515-9600 eða í afgreiðslu safnsins við Fríkirkjuveg 7.


Ragnar Kjartansson Sumarnótt Death is Elsewhere

7.5.— 19.9.2021


Listasafn Einars Jónssonar

Listasafn Einars Jónssonar er til húsa í Hnitbjörgum á Skólavörðuholti. Það er tileinkað lífi og list Einars Jónssonar myndhöggvara (1874–1954). Í safninu eru varðveitt og sýnd um 300 verk. Listasafnið er hið fyrsta sem opnað var almenningi í eigin húsnæði hér á landi árið 1923 og er því einstakt í sögulegu tilliti. Safnið samanstendur af sýningarsölum á tveimur hæðum, turníbúð Einars og Önnu á efstu Hallgrímstorg 3, 101 Reykjavík 551 3797 (safn) og 898 3919 (skrifstofa) Vefsíða: www.lej.is Netfang: lej@lej.is

hæð hússins og höggmyndagarði með 26 bronsafsteypum af verkum listamannsins. Verið velkomin. Hægt er að bóka hópa í fræðsluheimsóknir utan opnunartíma. Opnunartími: Safnið er opið alla daga kl. 12–17. Lokað á mánudögum. Höggmyndagarðurinn er alltaf opinn. Njótið vel! Aðgangseyrir: kr 1.500 fyrir fullorðna, kr. 1.000 fyrir 67+ og nema með skírteini, frítt fyrir fagfélög, öryrkja og börn yngri en 18 ára. 14


art souvenir Fallegar smábækur á ensku um þekkta myndlistarmenn, erlenda sem innlenda. Titlunum í art souvenir flokknum fjölgar ár frá ári. Þegar eru komnar út þrjár bækur um íslenska myndlistarmenn: Erró, Ásmund Sveinsson og Kjarval. Bækurnar eru í litlu broti og á hóflegu verði og eru því tilvaldar til gjafa til vina og viðskiptavina heima og erlendis.

Erro

Jóhannes Kjarval

Ásmundur Sveinsson

Viking Art

Bertel Akseli GallenThorvaldsen Kallela

Edvard Munch

Skagen Painters

Gustav Vigeland

Hundertwasser

Fáanlegar í bókabúðum, listasöfnum og mörgum helstu ferðamannastöðum landsins.

Francis Bacon


Listasafn Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur er leiðandi listasafn á Íslandi með viðamikla starfsemi á sviði listasögu 20. og 21. aldar. Það er til húsa á þremur stöðum í borginni, í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni auk þess að hafa umsjón með útilistaverkum víða um borg. Safnið býður upp á fjölbreyttar sýningar og viðburði og er opið alla daga vikunnar. Aðgöngumiðinn gildir í sólarhring í öll safnhúsin.

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús Í Hafnarhúsinu eru haldnar sýningar á innlendri og erlendri samtímalist í sex sýningarsölum. Samhliða þeim eru margskonar viðburðir á dagskrá í húsinu. Verk Errós eru jafnan sýnd í Hafnarhúsinu og einnig eru haldnar sýningar á verkum listamanna sem eru að feta sín fyrstu skref í safnaheiminum. Framúrskarandi listsýningar, fjölbreytt vöruúrval í safnbúðinni og góð aðstaða fyrir börn gera Hafnarhúsið að eftirsóknarverðum áfangastað. Hafnarhús, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík.

Erró

Opnunartími: Opið daglega 10–17, fimmtudaga 10–22.

16


Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir Verk eins ást­sæl­a sta lista­manns þjóð­a r­i nnar, Jó­h annesar S. Kjarvals, eiga fastan sess á Kjarvals­stöðum. Sýningar­salir eru tveir og auk verka Kjar­vals eru þar haldnar fjöl­breyttar sýningar á verk­u m annarra ís­l enskra og er­lendra lista­manna. Reglu­lega eru haldin mál­þing, fyrir­lestrar og ýmis­k onar aðrir við­burðir. Gestum býðst að njóta góðra veitinga á björtum veitinga­stað með fallegu út­sýni. Börnin hafa aðgang að Hug­mynda­smiðjunni þar sem þau geta skapað sín eigin lista­verk og í safn­búðinni má gera góð kaup á fallegri hönnun og listaverkabókum. Kjarvalsstaðir, Flókagötu 24, 105 Reykjavík. Opnunartími: Opið daglega 10–17.

Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn Ásmundar­safni er helgað verkum Ás­mundar Sveins­s onar mynd­höggvara, eins af frum­k vöðlum högg­mynda­listar á Ís­landi. Safnið er til húsa í ein­stakri byggingu sem lista­maður­inn hann­aði að mestu sjálfur. Verk eftir Ás­mund prýða fall­ega gróinn garð­inn við safnið. Í safninu eru jafnan sýnd verk eftir Ás­mund og aðra lista­menn. Ásmundar­safn er stað­sett í göngu­færi við helstu perlur Laugar­dalsins, þar er gott að koma við, skoða sýningu eða versla fallega muni í safn­búðinni, eins og af­steypur af stytt­um myndhöggvarans. Ásmundarsafn, Sigtúni, 105 Reykjavík. Opnunartími: Opið daglega maí–sept. 10–17. Okt.–apríl 13–17. www.listasafnreykjavikur.is listasafn@reykjavik.is Aðgangseyrir: kr. 1.840. Frítt fyrir börn og öryrkja.

411 6400 / www.listasafnreykjavikur.is #reykjavikartmuseum 17


Borgarsögusafn Kistuhylur, 110 Reykjavík openairmuseum@reykjavik.is www.reykjavikcitymuseum.is Opnunartími: Júní-ágúst: Daglega 10-17. Sept-maí: Daglega 13-17. Aðgangseyrir: Kr. 1.740, Ókeypis fyrir börn.

Árbæjarsafn er útisafn og auk Árbæjar eru þar yfir 20 hús sem mynda torg, þorp og sveit. Í Árbæjarsafni er leitast við að gefa hugmynd um byggingarlist og lifnaðarhætti í Reykjavík. Auk þess er boðið upp á fjölda sýninga og viðburða, þar sem einstökum þáttum í sögu

Reykjavíkur eru gerð skil. Árbæjarsafn er einkar fjölskylduvænt og í einu húsi safnsins er leikfangasýning þar sem börn mega leika sér að vild. Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni – eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Aðalstræti 16, 101 Reykjavík 411 6370 reykjavikcitymuseum.is settlementexhibition@ reykjavik.is Opnunartími: Daglega 9-18. Aðgangseyrir: Kr.1.740, Ókeypis fyrir börn.

Landnámssýningin byggir á skálarúst sem varðveitt er á upprunalegum stað. Með túlkun á fornminjum er ljósi varpað á líf og tilveru fyrstu íbúa Reykjavíkur og tengsl þeirra við umhverfið í nýju landi. Sýningin

er einstæð sýn á elstu sögu Íslandsbyggðar. Á sýningunni er leiksvæði sem sérsniðið er fyrir börn. Landnámssýningin er hluti af Borgarsögusafni – eitt safn á fimm frábærum stöðum.

18


Grandagarður 8, 101 Reykjavík maritimemuseum@reykjavik.is www.reykjavikcitymuseum.is Opnunartími: Daglega 10-17. Daglegar ferðir um Óðinn með leiðsögn: 13. 14 & 15. Aðgangseyrir: Safn: Kr. 1.740. Safn & Óðinn: Kr. 2.660. Ókeypis fyrir börn.

Á Sjóminjasafninu í Reykjavík er grunnsýningin Fiskur & fólk: sjósókn í 150 ár sem fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátarnir viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000.

Sagan er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur, og sett fram á lifandi hátt með gripum og textum, myndum og leikjum. Við bryggju safnsins liggur hið sögufræga varðskip Óðinn. Boðið er upp á leiðsögn um borð þrisvar á dag.

Tryggvagata 15, 6. hæð 101 Reykjavík photomuseum@reykjavik.is reykjavikcitymuseum.is Opnunartími: Mán-fim 10-18, fös 11-18, lau-sun 13-17. Aðgangseyrir: Kr. 1.740. Ókeypis fyrir börn.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur varðveitir um 5 milljón ljósmynda sem teknar hafa verið af atvinnu- og áhugaljósmyndurum á tímabilinu um 1870 til 2002. Um 30 þúsund þeirra eru aðgengilegar á

myndvef safnsins. Safnið stendur árlega fyrir fjölbreyttum sýningum með áherslu á sögulega og samtíma ljósmyndun, í listrænu sem og menningarlegu samhengi.

19


Norræna húsið

Norræna húsið í Reykjavík er fjölskylduvæn menningarstofnun í Vatnsmýrinni sem hefur það hlutverk að hlúa að og styrkja menningartengsl Íslands og Norðurlandanna. Norræna húsið býður upp á fjölbreytta dagskrá með list- og menningarviðburðum allt árið um kring sem höfða til breiðs hóps gesta á öllum aldri. Flestir viðburðir hússins eru ókeypis.

er hannað af finnska arkitektinum Alvar Aalto (1898-1976) sem var einn af brautryðjendum nútíma byggingarlistar á Norðurlöndunum. Húsið ber flest helstu einkenna Aalto og er nær allt innréttað með hönnun arkitektsins. Í Norræna húsinu er einstakt bókasafn, sem lánar út bækur á norrænum tungumálum, barnabókasafn með skemmtilegu leiksvæði, listlánasafn, sýningarsalur og hátíðarsalur. Þar er einnig verslun með norræna hönnunarvöru.

Byggingin sjálf í Vatnsmýrinni er ein af perlum módernískrar byggingarlistar í Reykjavík og stendur sem táknmynd um norræna fagurfræði. Norræna húsið Sæmundargata 11. 101 Reykjavík 551 7030 (Nordic house) / 551 0200 (Bistro) www.nordichouse.is info@nordichouse.is

Opnunartími: Daglega 10-17.

20


— K ræsinga r vi ð g ö m l u hö f n i n a í Re yk jav í k —

Nýlendugata 14, 101 Reykjavík Borðapantanir: 517-1800 21| www.forrettabarinn.is


Gallerí Fold

Gallerí Fold er eitt af fremstu sýningar- og uppboðshúsum landsins. Galleríið var stofnað 1990, en núverandi eigendur tóku yfir reksturinn 1992. Gallerí Fold selur verk eftir fleiri en 60 af þekktustu listamönnum Íslands. Galleríið endurselur einnig verk fyrir hönd einstaklinga og fyrirtæki, bæði Rauðarárstígur 12-14, 105 Reykjavík 551 0400 www.gallerifold.is fold@myndlist.is

í beinni sölu og á uppboðum. Í galleríinu eru tveir stórir sýningarsalir þar sem sex til átta sýningar eru settar upp ár hvert, þar sem bæði íslenskir sem erlendir listamenn sýna list sína. Gallerí fold er meðlimur the Fine Art Trade Guild.

Twitter: /artgalleryfold Opnunartími: Sumar: Virka daga 10-18, lau 11-14, Lokað sunnudaga. Vetur: Virka daga 10-18, lau 11-16, sun 13-16.

Facebook: /Artgalleryfold 22


Aurora Reykjavík

Aurora Complim

Komdu í ferðalag um söguna og skoðaðu hvernig mismunandi þjóðfélög upplifa norðurljósin í gegnum þjóðsögur og ævintýri sem tengjast þessu ótrúlega fyrirbæri. Sýningin er fjölbreytt og lifandi

þar sem notast er við margmiðlun, sögu, vísindi, upplifun og fróðleik til að útskýra þetta náttúruundur. Eins er hægt að læra hvernig taka á myndir af Norðurljósunum. Boðið er upp kaffi og te.

Grandagarður 2 ,101 Reykjavík +354 780 4500 www.aurorareykjavik.is info@aurorareykjavik.is

Opnunartími: Sjá heimasíðu. Instagram: @aurorareykjavik Facebook: /aurorareykjavik

23


The Spectacular Whale Exhibition

15% DISCOUNT

promo code: WOIMUSEUM

Open every day 10 am - 5 pm • whalesoficeland.is


big

EXPERIENCE

AUDIO GUIDE Contact us: (+354) 571 0077 / info@whalesoficeland.is

SONIC SEA

Daily screening 11:00 and 15:00 Running time: 60 minutes


Hið Íslenzka reðasafn

Hið íslenzka reðasafn er eina sérhæfða reðursafn í heiminum og finnst þar stærsta safn heimsins af limum, sem koma frá yfir hundrað mismunandi spendýrum. Safnið færði sig yfir í glæsilegan nýjan húsakost við Hafnartorg árið 2020, rétt við gömlu höfnina í hjarta Reykjavíkur. Safnrýmið hefur rúmlega tvöfaldast og sýningin stórbætt, svo að nú geta safngestir notið ógleymanlegrar upplifunar sem er einstök, smekkleg og fjölskylduvæn allt í senn. Sýningin er sömuleiðis lærdómsrík, uppfull af húmor og passlega furðuleg á köflum. Safnið leikur sér með viðfangsefnið á smekklegan og einlægan hátt.

Á svæðinu er bistro með reðurþema, þar sem gestir geta notið hágæða kaffidreitils ásamt hressingu. Áherslan er á gæði og kósíheit, þar sem að spennandi kosti má finna. Þar má sérstaklega nefna vöfflurnar en ekki má gleyma bjórúrvali með reðurþema.

26


Hafnatorg, 101 Reykjavík +354 561 6663 / 690 3774 www.phallus.is

Opnunartími: Alla daga 10:00-19:00.

27


FlyOver Iceland

FlyOver Iceland hefur á stuttum tíma orðið ein vinsælasta afþreying landsins. Þetta einstaka sýndarflug vekur upp sterkar tilfinningar líkt og stolt, gleði og undrun. Sýningin skiptist í þrjár margmiðlunarsýningar. Gestir eru fyrst leiddir inn í Langhúsið þar sem sögumaður segir frá þrautseigju Íslendinga sem byggðu hér land við erfiðar aðstæður. Í næstu sýningu lítum við í Brunn tímans. Tröllskessan SúVitra fer yfir samspil náttúru og manna á þessari litlu eyju. Þá er komið að sýndarflugi yfir stórbrotið landslag Íslands. Þú situr fyrir framan 270 fermetra sveigðan skjá með lappirnar í lausu lofti. Myndin fer svo með þig í æsispennandi ferðalag yfir hálendið, jökla, fossa og gil. Tæknibrellur, þar á meðal vindur, þoka og lykt, ásamt hreyfingum búnaðarins gera þess upplifun afar raunverulega.

28


Grandinn FlyOver Iceland er á Grandanum. Grandinn er hverfi í miklum umbreytingum og er iðandi af lífi, söfnum, sýningum og veitingastöðum.

Það tekur aðeins um 10 mínútur að koma fótgangandi frá miðbænum og hvetjum við gesti til að nýta almenningssamgöngur, hjól eða rafhjól.

Fiskislóð 43, 101 Reykjavík 527-6700 www.FlyOverIceland.is info@flyovericeland.is

Opnunartími: Mánudaga-fimmtudaga frá kl 15:00 til 19:00. Föstudaga-sunnudaga frá kl 12:00 til 20:00.

29


Höfuðborgarsvæðið

VIÐEY

REYKJAVÍK MIÐBÆR BLS 8 1 SELTJARNARNES

49 41 HALLGRÍMSKIRKJA

2 3

40 49 KRINGLAN

41 413

9

ÁLFTANES

SMÁRALIND

KÓPAVOGUR

40

4

4 GARÐABÆR

5

10 408 41 HAFNARFJÖRÐUR

30


36

8

MOSFELLSBÆR MOSFELLSBÆR

EY

410

36

7

431

1

1

430

1

6

41

413

431

430

1

413

1 ELLIÐAVATN ELLIÐAVATN

408

408

1

431

408

410

HEIÐMÖRK HEIÐMÖRK

Nr. Safn Síða 1 Lyfjafræðisafnið og urtagarðurinn í Nesi . . . . . . . . . . . 32 2 Grasagarður Reykjavíkur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33 3 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34 4 Hönnunarsafn Íslands. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 5 Byggðasafn Hafnarfjarðar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 6 Árbæjarsafn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18

31

431

408

Nr. Safn Síða 7 Listasalur Mosfellsbæjar/Bókasafn Mosfellsbæjar. . . 39 8 Gljúfrasteinn – Laxness Museum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35 9 Gerðarsafn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 9 Náttúrufræðistofa Kópavogs. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 10 Hafnarborg. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37


Lyfjafræðisafnið og urtagarðurinn í Nesi Lyfjafræðisafnið er heillandi safn sem sýnir sögu lyfjafræðinnar hér á landi á 20. öld. Urtagarðurinn er opinn allt árið um kring, inniheldur læknis- og matjurtir sem Íslendingar hafa nýtt sér í gegnum tíðina. Safnið og garðurinn eru nálægt vernduðu fuglaskoðunarsvæði á Seltjarnarnesi, vestast á höfuðborgarsvæðinu. Í nágrenninu er Nesstofa, en þar byggði Bjarni Pálsson, fyrsti landlæknirinn sér embættisbústað á árunum 1761–1767.

Þar hóf fyrsti íslenski lyfjafræðingurinn, Björn Jónsson rekstur apóteks árið 1772.

Safnatröð 3, 170 Seltjarnarnes 561 7100 pharmmus@internet.is www.lfi.is

Opnunartími: 13. júní-31. ágúst: Þri, fim, helgar 13-17. Aðgangseyrir: Ókeypis. Strætó no. 11

Hönnunarsafn Íslands Hönnunarsafn Íslands er sérsafn á sviði íslenskrar hönnunar og listhandverks frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag. Haldnar eru fjórar til sex sérsýningar á ári á íslenskri og erlendri hönnun. Safnið á rúmlega 3.000 muni og ber helst að nefna húsgögn, vöruhönnun, leirlist, glerlist, textíl, fatnað og grafíska hönnun. Safnið er miðstöð heimilda um íslenska hönnuði og verk þeirra. Reglulega eru haldnar leiðsagnir um sýningar safnsins og efnt til fyrirlestrahalds um íslenska og alþjóðlega hönnun. Í safnverslun fæst úrval Garðatorg 1. 210 Garðabær 512 1525 honnunarsafn@honnunarsafn.is www.honnunarsafn.is

íslenskrar hönnunar og bækur og tímarit um hönnun. Strætó leið 1, stoppar í Ásgarði. Opnunartími: Þri-sun 12-17. Lokað á mánudögum.

32


Grasagarður Reykjavíkur

Grasagarður Reykjavíkur er lifandi safn undir berum himni. Hlutverk garðsins er að varðveita og skrá plöntur til fræðslu og yndisauka. Í hefðbundnum söfnum eru sýningar en í Grasagarðinum eru átta safndeildir plantna sem koma í þeirra stað. Plöntusöfnin gefa hugmynd um fjölbreytni gróðurs í tempraða beltinu nyrðra. Sérhver safndeild gegnir ákveðnu hlutverki, til dæmis að sýna og kynna íslenskar plöntur, trjágróður eða mat- og kryddjurtir. Sumardagskráin er viðburðarík og boðið er upp á móttöku hópa árið um kring. Hið vinsæla kaffihús Flóran býður upp á ljúffengar veitingar með áherslu á hráefni úr eigin ræktun. Kaffihúsið er starfrækt í garðskálanum í gróðursælu umhverfi. Nánar um opnunartíma er að finna á www.floran.is. Laugardalur, 104 Reykjavík 411 8650 www.grasagardur.is botgard@reykjavik.is

Opnunartími: Sumar: 10-22. Vetur: 10-15. Aðgangseyrir: Ókeypis.

Facebook: /grasagardur 33


Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn alla daga ársins. Í garðinum ættu allir meðlimir fjölskyldunnar að finna eitthvað við sitt hæfi. Þar er að finna íslensku húsdýrin, íslensk villt dýr, helstu nytjafiska Íslendinga, skriðdýr og gæludýr. Í garðinum er einnig að finna Múlavegur 2. 104 Reykjavík 411 5900 www.mu.is postur@husdyragardur.is

leiktæki af ýmsum toga sem eru starfrækt yfir sumarmánuðina en dýrin er hægt að heimsækja alla daga ársins. Í Vísindaveröld geta ungir og aldnir svalað forvitni sinni um heim vísindanna. Sömuleiðis er hægt að tylla sér í kaffihús garðsins. Opnunartímar: Sumar: Daglega 10:00-18:00. Winter: Daglega 10:00- 17:00. Aðgangseyrir: 13 og eldri Kr. 940. Börn 6-12: Kr. 720. Börn 0-5, eldri borgarar og öryrkjar, frítt.

Grasagarðurinn 34


Gljúfrasteinn – Hús Skáldsins

Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður nóbelsskáldsins Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið. Gljúfrasteinn er nú safn og er húsinu haldið óbreyttu frá því Halldór bjó þar og starfaði.

skoða margmiðlunarsýningu um ævi og verk skáldsins. Í móttökuhúsinu er einnig lítil safnverslun þar sem áhersla er lögð á úrval bóka skáldsins á ýmsum tungumálum. Inni í húsinu er boðið upp á hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, sænsku, þýsku og dönsku og textaleiðsögn á frönsku.

Fjöldi listaverka setur sterkan svip á heimilið, meðal annars eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Jóhannes Kjarval og danska málarann Asger Jorn. Einnig gefur þar að líta útsaumsmyndir eftir Auði Laxness sem var annáluð hannyrðakona. Húsgögn og innanstokksmunir eru þeir sömu og í tíð Halldórs og Auðar.

Gljúfrasteinn stendur við ána Köldukvísl og er byggður í landi jarðarinnar Laxness þar sem Halldór ólst upp. Halldór Laxness var mikill útivistarmaður og gekk mikið í nágrenni Gljúfrasteins enda umhverfið fagurt. Garðurinn umhverfis Gljúfrastein er opinn almenningi og fallegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni.

Móttökuhúsið er fyrsti viðkomustaður gesta á Gljúfrasteini. Þar er hægt að Gljúfrasteinn, 270 Mosfellsbær 586 8066 www.gljufrasteinn.is gljufrasteinn@gljufrasteinn.is

Lokað um helgar frá nóv–feb. Aðgangseyrir: Fullorðnir kr. 900, eldri borgarar og öryrkjar kr. 700, ókeypis fyrir börn til 18 ára. Ferðaskipuleggjendur og -skrifstofur fá 10% afslátt frá þessu verði.

Opnunartími: Sumar: Alla daga frá kl. 9–17. Á veturna er opið alla daga nema mán frá kl. 10–16. 35


Byggðasafn Hafnarfjarðar

Byggðasafn Hafnarfjarðar er minja- og ljósmyndasafn Hafnarfjarðarbæjar. Minjasvæði Byggðasafnsins er Hafnarfjörður og nágrenni hans. Byggðasafn Hafnarfjarðar

er með sýningaraðstöðu í sex húsum og að jafnaði eru níu sýningar í gangi í einu þar sem varpað er ljósi á sögu og menningu svæðisins.

Vesturgata 8, 220 Hafnarfjörður 585 5780 museum.hafnarfjordur.is museum@hafnarfjordur.is

Opnunartími: Júní-ágúst: daglega 11-17. Sept-maí: helgar 11-17. Opið fyrir hópa eftir samkomulagi. Aðgangseyrir: Ókeypis.

36


Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar

Í hjarta Hafnarfjarðar stendur Hafnarborg, þar sem fram fer menningarstarfsemi af ýmsu tagi – myndlistarsýningar, tónleikar, listasmiðjur og fleira. Árlega eru settar upp fjölbreyttar sýningar á verkum innlendra og erlendra listamanna í fremstu röð, auk þess sem reglulega eru settar upp sýningar á verkum úr safneign Hafnarborgar. Telur safneignin nú yfir 1500 verk eftir marga af helstu listamönnum landsins, þar á meðal Eirík Smith sem gaf stofnuninni mörg hundruð verk eftir sig. Meðal vinsælla tónleikaraða á dagskrá safnsins má svo nefna hádegistónleika í Hafnarborg, samtímatónleikaröðina Hljóðön og Sönghátíð í Hafnarborg.

Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður 585 5790 www.hafnarborg.is hafnarborg@hafnarfjordur.is

Opnunartími: Opið kl. 12–17 alla daga, nema þriðjudaga. Aðgangseyrir: Ókeypis.

37


Það þarf enginn að vera svangur á ferðalagi um Ísland!

38


Listasalur Mosfellsbæjar/Bókasafn Mosfellsbæjar

Listasalur Mosfellsbæjar hefur verið starfræktur frá 2005. Þetta er fjölnota salur í hjarta Mosfellsbæjar, staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar. Á hverju ári eru settar upp um tíu sýningar, jafnt reyndra listamanna og nýgræðinga á sviðinu. Einnig er salurinn nýttur fyrir ýmsa viðburði eins og tónleika, fyrirlestra og fundi.

Listasalur Mosfellsbæjar hefur það að leiðarljósi að vera virkur samkomustaður fyrir Mosfellinga og aðra gesti, bjóða upp á fjölbreyttar sýningar listamanna og vinna þannig að framþróun myndlistar á Íslandi. Kjarni, Þverholt 2. 270 Mosfellsbær 566 6822 listasalur@mos.is /bokmos.is/listasalur

Opnunartími: Mán-þri 09:00-18:00. lau 12:00-16:00. Aðgangseyrir: Ókeypis.

Facebook:/listasalur_moso, /bokasafn_moso 39


Menningarhúsin í Kópavogi

Menningarhúsin í Kópavogi eru Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Bókasafn Kópavogs, Héraðsskjalasafn Kópavogs og tónleikhúsið Salurinn. Menningarhúsin eru staðsett í hjarta Kópavogsbæjar í Hamraborginni. Gerðarsafn er framsækið nútíma' og samtímalistasafn. Sýningar safnsins endurspegla það sem efst er á baugi hjá íslenskum og erlendum listamönnum auk safneignar. Safnið er eina listasafn landsins sem stofnað er til heiðurs listakonu, myndhöggvaranum Gerði Helgadóttur (1928-1975). Á 1. hæð Gerðarsafns er veitingastaðurinn Pure Deli sem býður uppá ljúffengar veitingar í fallegu umhverfi. Á 2. hæð er safnbúð Gerðarsafns þar sem hægt er að kaupa fallega listmuni og gjafavörur. Á sýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs er gestum boðið í ferðalag um helstu búsvæði sem finnast á Íslandi, allt frá myrkustu undirdjúpum til hæstu fjallatoppa. Á leiðinni mæta gestum lífverur sem finna má í mismunandi búsvæðum.

40


Bókasafn Kópavogs býður upp á mikið úrval bóka og tímarita auk þess sem lestraraðstaða safnsins er hin huggulegasta. Í Salnum eru haldnir tónleikar af öllu tagi. Menningarhúsin í Kópavogi bjóða uppá fjölbreytta dagskrá allan ársins hring, eins og t.d. viðburðaraðirnar Fjölskyldustundir á laugardögum, Menning á miðvikudögum og Foreldramorgnar á fimmtudögum sem eru ókeypis fyrir alla. Menningarhúsin í Kópavogi – taka vel á móti þér!

Hamraborg 4-6, 200 Kópavogur menningarhusin.kopavogur.is

Bókasafn Kópavogs bokasafn.kopavogur.is, +354 441 6800 Opið mán-fim 8-18 og fös-lau 11-17.

Gerðarsafn gerdarsafn.is, 441 7600, Opið daglega 10-17.

Salurinn salurinn.is, 441 7500, Miðasala opin þri-fös 12-16.

Náttúrufræðistofa Kópavogs natkop.is, 441 7200, Opið mán-fim 8-18 og fös-lau 11-17. Ókeypis aðgangur.

Héraðsskjalasafn Kópavogs heradsskjalasafn. kopavogur.is, 441 9600, Opið mán–fös 10-16.

41


Reykjanes

402 GARÐUR

2

SANDGERÐI

1

45 429

3

45

4

REYKJANESBÆR

KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR VÍKINGAHEIMAR

44

425

42


Nr. Safn Síða 1 Þekkingarsetur Suðurnesja. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 2 Byggðasafnið á Garðskaga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47 3 Skessan í hellinum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 4 Duus Safnahús. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 4 Bátasafn Gríms Karlssonar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 4 Byggðasafn Reykjanesbæjar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 4 Reykjanes UNESCO Global Geopark . . . . . . . . . . . . . . . 44 4 Listasafn Reykjanesbæjar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 4 Rokksafn Íslands. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45

ÆR

41

VOGAR VOGAR

AR

41

41

43

43

BlÁA LÓNIÐ BlÁA LÓNIÐ

427

427

GRINDAVÍK GRINDAVÍK

43

41


Skessan í hellinum

Við höfnina, Gróf, 230 Reykjanesbær

Opnunartími: Daglega 10-17.

420 3245 / 421 6700

Aðgangseyrir: Ókeypis frá júní-ágúst.

www.skessan.is / skessan@reykjanesbaer.is

Duus safnahús, menningar- og listamiðstöð

Átta sýningarsalir eru í Duus Safnahúsum:

Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Duusgata 2–8, 230 Reykjanesbær 420 3245 www.duusmuseum.is duushus@reykjanesbaer.is

Reykjanes UNESCO Global Geopark Listasafn Reykjanesbæjar Opnunartími: Daglega 12-17. Aðgangseyrir: Ókeypis frá júní-ágúst.

44


Rokksafn Íslands

Rokksafn Íslands er frábært safn fyrir alla fjölskylduna. Þar geta gestir kynnt sér sögu íslenskrar popp og rokktónlistar á gagnvirkan hátt.

saman skrifaðri sögu listamannanna ásamt ljósmyndum, myndböndum og tónlist. Safngesturinn velur sjálfur hvaða vínylplötu hann setur á fóninn og svo snýr hann plötunni sjálfur á meðan hann skoðar efnið sem tengist listamanninum. Auk þess geta safnagestir prófað ýmis hljóðfæri svo sem rafmagnsgítar, bassa, trommur og sérhannaðan karókí-klefa þar sem gestir geta sungið ýmis lög.

Á safninu er að finna tímalínu sem fjallar um íslenska popp og rokktónlist allt frá árinu 1835 til tónlistarmanna og hljómsveita á borð við Björk, Of Monsters and Men, Sigur Rós, Kaleo og fleiri. Á safninu er að finna nýtt sýningaratriði sem hylur stærsta vegg safnsins þar sem upplýsingum um íslenska tónlistarmenn er varpað á um tólf metra breiðan vegg. Tilgangur atriðisins er að gera safngestum kleift að kafa dýpra í sögu þeirra listamanna sem fjallað er um í sýningaratriðinu en atriðið blandar

Rokksafn Íslands er fyrir alla – bæði þá sem þekkja og elska íslenska tónlist og þá sem vilja fræðast betur um hana. Safnið er staðsett í Reykjanesbæ í um hálftíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni.

Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær. 420 1030 info@hljomaholl.is / www.rokksafn.is

Opnunartími: 11:00-18:00, alla daga.

45


Þekkingarsetur Suðurnesja

Ef þú hefur áhuga á íslenskri náttúru og dýralífi, rannsóknum á sviði náttúrufræða og listum, þá er Þekkingarsetur Suðurnesja staður sem þú þarft að heimsækja! Í náttúrusalnum er hægt að skoða uppstoppuð dýr úr íslenskri náttúru og sjá lifandi sjávardýr í sjóbúrum. Gaman er að flétta fjöruferð á Garðskaga saman við heimsókn í Þekkingarsetrið, lífverum er þá safnað í fjörunni og þær svo skoðaðar í víðsjám í setrinu.

hafsins – ljós þangálfanna, fallega og fróðlega sýningu þar sem vísindalegum fróðleik um mikilvægi hafsins og hættur sem að því steðja er fléttað saman við ævintýraheim þangálfanna.

Í sögusalnum er hin glæsilega sýning Heimskautin heilla sem fjallar um líf og störf franska læknisins, vísindamannsins og heimskautafarans Jean-Baptiste Charcot. Rannsóknaskip hans, PourquoiPas?, fórst við Íslandsstrendur árið 1936.

Heimsókn í Þekkingarsetur Suðurnesja er tilvalin fyrir fjölskyldur og fróðleiksfúst fólk á öllum aldri. Taktu þátt í ratleiknum okkar sem mun leiða þig áfram í spennandi ferðalag um nágrenni setursins í leit að dýrum, plöntum og sögufrægum stöðum.

Á neðri hæð setursins er að finna lista- og fræðslusýninguna Huldir heimar

Garðvegi 1. 245 Sandgerði 423 7555 www.thekkingarsetur.is thekkingarsetur@thekkingarsetur.is

Opnunartími: 1. maí-31. ágúst: mán-fös 10-16, helgar 13-17. Hægt að hafa samband í síma fyrir hópa 423 7551. Aðgangseyrir: Kr. 600. Börn 6-15: Kr. 300. Eldri borgarar: Kr. 400. Hópar (10+): Kr. 500. 46


Byggðasafnið á Garðskaga

Byggðasafn Garðskaga var stofnað árið 1992 og opnað fyrir almenningi 1995. Safnið er byggða- og sjóminjasafn. Margt merkilegra muna má sjá á safninu sem tengdust búskaparháttum til sjós og lands.

af 85 vélum af ýmsum gerðum, mest litlar bátavélar sem allar eru gangfærar. Um lífið í landi má sjá ýmislegt um sveitastörf, heimilishald, kirkju, skóla, verslun, verkstæði iðnaðarmanna, íþróttir, félagsstarf og aðra samfélagslega þætti.

Merkilegasti hluti safnsins er vélasafn sem er einstakt á landinu, það saman stendur Skagabraut 100, 250 Garður 422 7220 johann@gardskagi.com www.svgardur.is/byggðasafnið-á-garðskaga

Opnunartími: 1. apríl-30. sept: Daglega 11-20. 1. okt-31. mars: 13-17. utan auglýsts opnunartíma er opið eftir samkomulagi, hafið samband við johann@gardskagi.com.

Facebook: /byggdasafngardskaga 47


Vesturland

STYKKISHÓLMUR

4

55 5 ÓLAFSVÍK

56 54

SNÆFELLSJÖKULL

Nr. Safn Síða 1 Byggðasafnið í Görðum Akranesi . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51 2 Safnahús Borgarfjarðar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50 3 Reykholtskirkja. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52 3 Snorrastofa. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52 4 Norska húsið. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54 4 Vatnasafn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55

48


608

68

60

1

59

54

55 60

1 50

3

54

LANGJÖKULL

BORGARNES

2

52

1

1

GLYMUR

47

AKRANES

36

48

49


Safnahús Borgarfjarðar

Börn í 100 ár – Ævintýri fuglanna Börn í 100 ár er einstök sýning um líf íslensku þjóðarinnar á 20. öld. Efnið er kynnt með nýstárlegri framsetningu á ljósmyndum og munum, þar sem sýningarveggir eru opnaðir eins og jóladagatal.

Ævintýri fuglanna er frábær sýning á uppstoppuðum fuglum þar sem áhersla er lögð á mögnuð flugafrek farfuglanna. Sýningar Safnahúss henta öllum aldri og þjóðerni og aðgengi er mjög gott. Verið velkomin í Borgarnes.

Bjarnarbraut 4-6, 310 Borgarnesi 433 7200

Opnunartími: Maí-ágúst: daglega 13-17. Sept-apr: mán-fös 13-16.

safnahus@safnahus.com www.safnahus.is

Aðgangseyrir: Kr. 1.500. Ókeypis fyrir börn. Afsláttur fyrir eldri borgara, öryrkja, og hópa (10+).

50


Byggðasafnið í Görðum Akranesi

Byggðasafnið í Görðum býður gestum einstaka innsýn í liðna tíma en jafn heildstæð sýning er fágæt á landsvísu. Sýningar safnsins eru fjölbreyttar og eru til húsa í margvíslegum byggingum sem sum hafa verið flutt á svæði safnsins en á safninu eru einnig sérstakt

kvikmyndarými og sýningarými fyrir skammtímasýningar. Í fastasýningu safnsins er fjallað um lífið til sjós, í landi, í vinnu og í leik. Hljóðleiðsögn er innifalin í aðgangseyri. Heimsókn á Byggðasafnið í Görðum leikur við öll skilningarvit gesta.

Garðaholt 3, 300 Akranes 433 1150 museum@museum.is www.museum.is

Instagram: /akranesmuseum Opnunartími: Sumar: Daglega 10-17. Vetur: Sjá museum.is. Aðgangseyrir: Sjá museum.is.

Facebook: /akranesfolkmuseum 51


Snorrastofa – menningar- og miðaldasetur í Reykholti

Snorrastofa er stofnuð í minningu Snorra Sturlusonar, merkasta sagnaritara landsins, höfðingja og lögsögumanns, sem settist að í Reykholti 1206 og var veginn þar haustið 1241. Snorralaug er þekktust fornminja frá dögum Snorra. Snorrastofa býður upp á sögusýningar, fyrirlestra og leiðsögn. Auk

þess sinnir hún rannsóknum, starfrækir bókhlöðu, minjagripaverslun og annast umsýslu tónleikahalds í Reykholtskirkju. Þekktasti tónlistarviðburðurinn er árleg Reykholtshátíð, síðustu helgina í júlí. Heilsárshótel er í Reykholti.

52


Reykholt í Borgarfirði, 320 Reykholt 433 8000 snorrastofa@snorrastofa.is www.snorrastofa.is

Aðgangseyrir: Kr. 1.500. Hópar: Kr. 1.000. Opnunartími: Sumaropnun frá 1.maí - 30.ágúst opið alla daga frá kl 10 - 17, vetraropnun frá 1.sept til 30. apríl opið alla virka daga frá kl 10 - 17. 53


Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Norska húsið er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi. Það var byggt úr tilsniðnum viði frá Noregi árið 1832 og er því rúmlega 180 ára gamalt. Í safninu er fastasýning á heimili Árna Ó. Thorlacius (1802-1891) og Önnu Magdalenu Hafnargötu 5, 340 Stykkishólmur 433 8114 www.norskahusid.is

Steenback (1807-1894) eins og talið er að það hafi verið á seinni hluta 19. aldar. Í risi er opin safngeymsla með munum frá öllu Snæfellsnesi. Á fyrstu hæð eru breytilegar sýningar í Mjólkurstofu og Eldhúsi sem tengjast listum, menningu og/eða sögu svæðisins og safnbúð í krambúðarstíl. Opnunartími: Opið daglega á sumrin frá 12-17.

54


Vatnasafn

Vatnasafn/Library of Water, sem er innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni Horn er staðsett í Stykkishólmi. Þar á hæsta punkti Stykkishólms með útsýni til allra átta

hefur gömlu bókasafnsbyggingunni verið breytt í safn vatns, orða og veðurfrásagna. Safnið prýða m.a. 24 glersúlur með vatni úr helstu jöklum landsins.

Bókhlöðustígur 19, 340 Stykkishólmur

Miðasala í Vatnasafn er í Norska húsinu og Eldfjallasafninu.

Opnunartími: Opið daglega á sumrin frá 12-17. 55


Vestfirðir Nr. Safn Síða 1 Báta- og hlunnindasýning Reykhólum . . . . . . . . . . . . . 58 2 Hjallur í Vatnsfirði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Minjasafn Egils Ólafssonar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 4 Listasafn Samúels í Selárdal . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59 5 Safn Jóns Sigurðssonar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60 6 Smiðjan á Þingeyri. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Náttúrugripasafn Bolungarvíkur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 7 Ósvör Sjóminjasafn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64 7 Grasagarðar Vestfjarða. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64 8 Turnhús. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63 8 Safnahúsið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65 9 Vindmylla í Vígur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Viktoríuhús í Vígur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Litlibær í Skötufirði. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 61 11 Steinshús. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 61 12 Minja- og handverkshúsið Kört. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 66 13 Sauðfjársetur á Ströndum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 67

7 BOLUNGARVÍK BOLUNGARVÍK

8 ÍSAFJÖRÐUR ÍSAFJÖRÐUR

624

61

624

6

5

4

DYNJANDI DYNJANDI

60

3

63

PATREKSFJÖRÐUR PATREKSFJÖRÐUR

612

612 62

56

10

62

63

60

2

61


HORNSTRANDIR

9 12

635

11

643

633

61

608

608

13

60

1

60

57

68


Báta- og hlunnindasýning Reykhólum Á sýningunni gefst fólki tækifæri á að kynnast nýtingu hlun­ninda við Breiðafjörð. Þar má helst nefna æðarfuglinn en á safninu má einnig fræðast um súðbyrðinginn sem einkenndi bátana á Breiðafirði hér áður fyrr. Upplýsingamiðstöð ferðamannsins á staðnum og kaffihús þar sem þú verður hluti af sýningunni. Báta- og hlunnindasýning Reykhólum 380 Reykhólahreppur 434 7830 www.visitreykholahreppur.is / info@reykholar.is

Opnunartími: 1. júní-31. ágúst, 11-17 alla daga.

Minjasafn Egils Ólafssonar Á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti við Örlygshöfn er einstætt safn merkilegra muna frá sunnanverðum Vestfjörðum sem segja sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þessir munir veita góða innsýn í lífsbaráttu fólks og þá útsjónarsemi og sjálfsbjargarviðleitni sem fólk varð að beita til að komast af við erfiðar aðstæður. Á safninu er einnig að finna hattinn hans Gísla á Uppsölum og sýningu um björgunarafrekið við Látrabjarg. Í safninu er björt og heimilisleg kaffitería og vísir að upplýsingamiðstöð.

Hnjótur, Örlygshöfn, 451 Patreksfjörður 456 1511 www.hnjotur.is museum@hnjotur.is

Opnunartími: Maí-sept: Daglega 10-18. Okt-apr: Eftir samkomulagi. Aðgangseyrir: Kr. 1.000. Nemendur, eldri borgarar og hópar: kr. 700.

58


Listasafn Samúels í Selárdal

Mörg undanfarin ár hefur Félag um listasafn Samúels unnið í Selárdal að viðgerðum á verkum listamannsins með barnshjartað. Búið er að taka í notkun hús Samúels og

er þar opin kaffistofa og minjagripasala. Í listasafnshúsinu eru nú haldnar listsýningar á neðri hæðinni.

Brautarholti, Selárdal við Arnarfjörð +356 698 7533 olafur@sogumidlun.is https://samueljonssonmuseum.jimdofree.com/

Opnunartími: 10-19 á sumrin. Aðgangseyrir: Kr. 500, frítt fyrir börn yngri en 12.

59


Safn Jóns Sigurðssonar

Hrafnseyri við Arnarfjörð er fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar sem fæddist þar 17. júní 1811. Jón Sigurðsson var óumdeilanlegur foringi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttu þeirra undan yfirráðum Dana á 19. öld. Hann vildi bæði frelsa landið undan stjórn einvalds konungs og íslensku þjóðina frá úreltum samfélags- og atvinnuháttum. Nafn hans er því órjúfanlega tengt stofnun íslenska þjóðríkisins og eftir andlát hans Hrafnseyri við Arnarfjörð, 465 Bíldudalur 456 8260 / 845 5518 www.hrafnseyri.is hrafnseyri@hrafnseyri.is

árið 1879 varð Jón sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Þann 17. júní 2011 var opnuð ný sýning á Hrafnseyri um Jón Sigurðsson í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu hans. Á Hrafnseyri er einnig að finna burstabæ sem byggður var 1997 og er að nokkru leyti eftirlíking af þeim bæ sem Jón fæddist í. Þar er rekin veitingasala. Snotur timburkirkja er á staðnumi, vígð 1886.

Opnunartími: 1. júní-8. sept. Frekari upplýsingar. er að finna á www.hrafnseyri.is.

60


Steinshús

Skáldið Steinn Steinarr hefur verið talinn helsta skáld módernismans hér á landi. Á sýningu í Steinshúsi í næsta nágrenni við Nauteyri (4 km frá vegamótum við Steingrímsfjarðarheiði) er fjallað um helstu æviatriði Steins Steinarrs – uppruna skáldsins við Djúp, hreppaflutninga í Saurbæ, fyrstu kynni af skáldskap hjá Stefáni frá Hvítadal, nám þar hjá Jóhannesi úr Kötlum, fyrstu skáldskapartilraunir, námsdvöl að Núpi, lausamennsku í vinnu, útgáfur ljóða, upphaflega gerð Tímans og vatnsins, kynni Steins og Ásthildar Björnsdóttur,

ferðalög Steins, áhrif hans á ungskáld, síðustu ár hans og ýmislegt fleira. Sýningin er bæði á íslensku og ensku.

Steinshús–Nauteyri, 512 Hólmavík 822 1508 steinshus@steinnsteinarr.is thruman@simnet.is www.steinnsteinarr.is

Opnunartími: 29. maí-27. ágúst: Daglega 10-20.

Í Steinshúsi er opin veitingastofa í þrjá mánuði yfir sumartímann. Á matseðlinum er kjötsúpa, gæðakaffi, heitt súkkulaði, heimabakað brauð, kökur og vöfflur. Hægt er að kaupa sultur, handverk, sápur og krem úr héraði á staðnum. Þráðlaust net, WiFi er í boði.

Aðgangseyrir: Ókeypis.

61


Náttúrugripasafn Bolungarvíkur Viltu skoða hvítabjörn eða kjálkabein úr stærstu skepnu sem lifað hefur á jörðinni? Hefur þú kannski meiri áhuga á að skoða fugla, egg, seli, refi, mýs, skeljar, steina eða stór surtarbrandsstykki úr risa trjám er eitt sinn uxu á Íslandi? Af nógu er að taka, kíktu við!

Vitastíg 3, 415 Bolungarvík 456 7005 nabo@nabo.is www. nabo.is

Aðgangseyrir: Kr. 1.000. Frítt fyrir börn 16 og yngri. Miði á bæði Náttúrugripasafnið & Ósvör sjóminjasafn kr. 1.600.

Opnunartími: 1. júní-15. ágúst: mán-fös 9-17, lausun 10-17. Opið eftir samkomulagi á öðrum tíma árs. 62



Ósvör Sjóminjasafn

Í Ósvör er 19. aldar verbúð, salthús, fiskhjallur og áraskipið Ölver með öllum búnaði. Safnvörður klæddur skinnklæðum

Ósvör, 415 Bolungarvík 892 5744 / 456-7005 osvor@osvor.is www.osvor.is

sýnir aðbúnað sjómanna í veri auk tækja og tóla er notuð voru við fiskveiðar á öldum áður.

Opnunartími: 1. júní-9. ágúst: 13-17 alla daga. Opið eftir samkomulagi aðra tíma ársins. Aðgangseyrir: Kr. 1.000. Frítt fyrir börn 16 og yngri. Miði á bæði Náttúrugripasafnið & Ósvör sjóminjasafn kr. 1.600.

Grasagarðar Vestfjarða Sýningarreiturinn er í miðbæ Bolungarvíkur (hjá Félagsheimilinu). Plöntunum hefur verið safnað á Vestfjörðum, þær merktar og ræktaðar áfram en auk föstu sýningarinnar er nytjasýning þar sem hægt er að kynna sér nytsemi plantna til kukls, lækninga, matar eða annarra hluta. Nöfn eru á íslensku, ensku og þýsku.

Aðalstræti 12. 415 Bolungarvík 456 7005 grasagardar@grasagardar.is www.grasagardar.is

Opnunartími: Opið allan sólarhringinn á sumrin.

64



Minja- og handverkshúsið Kört

Minja- og handverkshúsið Kört er staðsett í Trékyllisvík miðri. Þar er að finna fallegt safn með munum frá miðöldum til okkar tíma ásamt úrvali af fallegu handverki og listmunum unnum af heimafólki. Skálar og skúlptúrar úr rekavið, textílverk og fleira. Komið og njótið lifandi leiðsagnar, skoðið fallegt handverk, fáið upplýsingar um svæðið og setjist niður með kaffibolla í fallegu umhverfi.

Trékyllisvík in Strandir, 524 Árneshreppur 451 4025 www.trekyllisvik.is kort@trekyllisvik.is

Opnunartími: Júní-ágúst: Daglega 10-18. Sept-maí: eftir samkomulagi.

66


Sauðfjársetur á Ströndum

Sauðfjársetrið er skemmtilegt safn með fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Það er staðsett í félagsheimilinu Sævangi rétt sunnan Hólmavíkur við þjóðveg 68. Munir sem tengjast sauðfjárbúskap fyrr og nú eru þungamiðja sýningarinnar. Á hverju sumri hefur Sauðfjársetrið haft lömb í fóstri frá því snemma í júnímánuði. Gestir fá að gefa heimalningunum mjólk úr pela og bæði börn og fullorðnir hafa mikið gaman af. Á hverju sumri eru fjölmargar uppákomur á vegum Sauðfjárseturs meðal annars má nefna Furðuleika, Dráttarvéladag og Hrútadóma. Auk sögusýningarinnar er kaffistofan

Kaffi Kind í Sævangi og sölubúð með handverki og minjagripum. Auðsótt er að leigja Sævang undir hvers kyns fundi, veislur, námskeið eða aðrar samkomur.

Sævangur, 510 Hólmavík 451 3324 / 693-3474 www.strandir.is/saudfjarsetur Saudfjarsetur@saudfjarsetur.is

Opnunartími: Júní-ágúst: 10-18. Sept-maí: Eftir samkomulagi.

67


Norðurland

SIGLUFJÖRÐUR SIGLUFJÖRÐUR

76 76

11

DALVÍK DALVÍK

745 745

82 82

3 744 744 BLÖNDUÓS BLÖNDUÓS 74 746 HVÍTSERKUR HVÍTSERKUR

4 SAUÐÁRKRÓKUR SAUÐÁRKRÓKUR 767 767

12 5

AKUREYRI AKUREYRI

75 75

P. 13 P. 13

1 1

829 829

1 1 752 752 821 821

HOFSJÖKULL HOFSJÖKULL

68


13 10

8 85

HÚSAVÍK

1

ÁSBYRGI

DETTIFOSS

85

864 GOÐAFOSS

14

87

7 842

9

MÝVATN

85

1

Nr. Safn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Síða 1 Hvalasafn Húsavíkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80 1 Safnahúsið á Húsavík. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78 3 Spákonuhvarf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71 3 Árnes. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70 4 Byggðasafn Skagfirðinga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70 5 Hóladómakirkja. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71 6 Heimilisiðnaðarsafnið. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 83 7 Fuglasafn Sigurgeirs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84 8 Minjasafnið á Mánarbakka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 83

69

Nr. Safn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Síða 9 Sæluhús við Jökulsá á Fjöllum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Sauðanes á Langanesi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79 11 Gamli bærinn á Laufási. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76 12 Minjasafnið á Akureyri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 12 Nonnahús. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 75 12 Leikfangahúsið á Akureyri. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 75 12 Davíðshús. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76 13 Snartarstaðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78 14 Grenjaðarstaðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79


Árnes Árnes er einstakt dæmi um íbúðarhús og lifnaðarhætti á fyrri hluta 20. aldar. Húsið er lítið timburhús, byggt í lok 19. aldar og að mestu leyti eins og það var í upphafi. Innviðir eru að stærstum hluta upprunalegir. Leitast hefur verið við að hafa húsið að innan líkast því sem íslensk heimili voru í byrjun 20. aldar. Húsið er búið húsgögnum úr Muna- og minjasafni Skagastrandar, lánshlutum og jafnvel búnaði úr eigu fyrri íbúa hússins.

Árnes, 545 Skagaströnd 455 2700 skagastrond@skagastrond.is www.skagastrond.is

Opnunartími: Maí & sept: Daglega 9-17. Apr & okt: Mán-fös 10-16. Nóv-mar 10-16. Aðgangseyrir: Kr. 2.000. Börn 10-18: Kr. 500. Fjölskylda: Kr. 4,200. Eldri borgarar, nemendur, öryrkjar: Kr. 1.600. Hópar (8+): Kr. 1.500.

Byggðasafn Skagfirðinga Gamli torfbærinn í Glaumbæ er í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Í honum er sýning frá Byggðasafni Skagfirðinga um mannlíf í torfbæjum 1850-1950. Húsaskipan þessa aldna stórbýlis og hversdagsáhöldin sem sýnd eru í sínu eðlilega umhverfi bera vitni um horfna tíð. Í Áshúsi, sem er timburhús frá 1883-1886, er sýning um heimilishald á fyrri hluta 20. aldar. Þar er kaffistofan Áskaffi sem býður upp á veitingar að hætti skagfirskra húsmæðra um miðja 20. öld.

eftirgerð húss frá 1849 með merka sögu. Þar er lítil safnbúð og upplýsingaþjónusta Varðveislu- og rannsóknaraðsetur safnsins er á Sauðárkróki.

Á safnsvæðinu er einnig Gilsstofan, sem er Glaumbær, 561 Varmahlíð 453 6173 byggdasafn@skagafjordur.is glaumbaer.is & skagafjordur.is/byggdasafn

Opnunartími: Sjá vefsíðu. Aðgangseyrir: Sjá vefsíðu.

70


Spákonuhof

Sýning um Þórdísi spákonu, fyrsta nafngreinda íbúa Skagastrandar sem uppi var á síðari hluta 10. aldar. Refill sem segir sögu hennar. Lifandi leiðsögn. Margháttaður fróðleikur um spádóma

og spáaðferðir. Gestir geta látið spá fyrir sér eða fengið lófalestur. Börnin skoða í gullkistur Þórdísar, þar sem ýmislegt leynist.

Menningarf. Oddagata 6, 545 Skagaströnd 861 5089 dagny@marska.is / www.spakona.is

Opnunartími: Sumar: Þri-Sun 13-18. Lokað á mánudögum. Vetur: Eftir samkomulagi.

Hóladómkirkja Hóladómkirkja er elsta steinkirkja landsins, vígð árið 1763. Hún er fimmta dómkirkjan sem stendur á Hólastað síðan biskupsstóll var settur á Hólum árið 1106. Í kirkjunni eru einir dýrmætustu kirkjugripir landsins sem eru á sínum upprunalega stað m.a. hin fræga Hólabrík.

Hólar í Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur 453 6300 / 453 6302 / 895 9850 www.kirkjan.is/holadomkirkja holabkr.up@kirkjan.is

Opnunartími: 15. maí-1. sept: Daglega 10-18. 2. sept-14. maí: Eftir samkomulagi. hafið samband í síma 895 9850. Aðgangseyrir: Ókeypis, frjáls framlög þegin.

71


Byggðasafnið Hvoll

Byggðasafnið Hvoll er fjölbreytt og skemmtilegt safn fyrir alla fjölskylduna með munum úr Dalvíkurbyggð, ásamt sýningum af ýmsum toga. Á byggðasafninu má til dæmis sjá náttúrugripasafn með fjölda fugla sem m.a. hafa sumarbúsetu í Friðlandi Svarfdæla, sem er verndað votlendi í nágrenni við Dalvík. Einnig má sjá alvöru ísbjörn á safninu (hann á þó ekki heima á Friðlandinu).

hinn stórmerkilega Jóhann Kr. Pétursson Svarfdæling sem eitt sinn var hæsti maður heims, en hann var 2.34 m. á hæð og notaði skóstærð nr. 62. Jóhannsstofa leggur þó áherslu á að kynna manninn Jóhann, en ekki

Á Hvoli eiga tveir þjóðþekktir Svarfdælingar sínar eigin ,,minningarstofur”. Má þá nefna 72


Fleiri sýningar má sjá á safninu, til að mynda sýningu um Dalvíkurskjálftann sem var stór jarðskjálfti sem reið yfir norðurland árið 1934 og olli gríðarlegum skemmdum á húsum í byggðinni, en hann mældist 6.3 á richter.

Safnið er barnvænt og er m.a. rými á safninu sem er er svokallað ,,snerti-rými" þar sem hægt er að leika sér að munum sem tengjast að einhverju leyti sýningum safnsins.

einungis risann eins og hann var oft kenndur við. Hin minningarstofan er tileinkuð fyrrum forseta Íslands, Kristjáni Eldjárn. Kristján var fornleifafræðingur og m.a. þjóðminjavörður Þjóðminjasafns Íslands áður en hann var kjörinn forseti 30. júní 1968 og gegndi hann því embætti þrjú kjörtímabil, til ársins 1980.

Hvoll við Karlsrauðatorg, 620 Dalvík +354 4460 4928. hvoll@dalvikurbyggd.is

Opnunartímar: Sumar: Opið alla daga 1. júní - 30. ágúst - kl. 10:00 - 17:00 Vetur: Eftir samkomulagi við forstöðumann,

Facebook: /hvollmuseum/

+354 460 4931 / +354 8483248. 73


Söfnin í Innbænum á Akureyri

Í elsta bæjarhluta Akureyrar, Innbænum, eru þrjú fjölbreytt og fjölskylduvæn söfn. Tvö þeirra eru við einn elsta skrúðgarð landsins, sem er tilvalinn áningarstaður með bekkjum, borðum og stólum. Í garðinum stendur Minjasafnskirkjan, byggð 1846, sem er leigð út fyrir athafnir og tónleika.

Minjasafnið á Akureyri – fjölskylduvænar sýningar Minjasafnið á Akureyri hefur upp á að bjóða áhugaverðar og vel gerðar sýningar fyrir alla fjölskylduna. Yfirstandandi sýningar eru Tónlistarbærinn Akureyri, Akureyri bærinn við Pollinn. Land fyrir stafni – Íslandskortasafn Schulte 1550-1808. Þá er hægt að spreyta sig á kortagerð, leika á Islandia leikjaborðinu eða bregða sér í búning. Á aðventunni opnar árleg jólasýning með undralandi íslensku jólasveinanna. 74


Nonnahús – æskuheimili Nonna Þekkir þú Nonna? Vissir þú að í húsinu var einu sinni skóli? Hvað bjuggu margar fjölskyldur í Nonnahúsi í á sama tíma? Af hverju er þar bækur á japönsku, basknesku og esperantó? Nonnahús geymir margar sögur. Stærst þeirra er saga Nonna og fjölskyldu hans. Hvers vegna flutti Nonni 12 ára gamall frá Akureyri og gerðist jesúítaprestur og rithöfundur?

Leikfangahúsið á Akureyri Í elsta bæjarhluta Akureyrar eru húsin nánast eins og dúkkuhús. Einu þeirra hefur verið breytt í Leikfangahús, þar sem úir og grúir af leikföngum frá síðustu 100 árum. Hver hefur ekki ímyndað sér að fá að leika sér í leikfangaverslun? Komdu og upplifðu æskuna og taktu krakkana með þér. VARÚÐ! Það gengur oft hægt að fá krakkana út, þið vitið hver þið eruð! Húsið heitir Friðbjarnarhús eftir Friðbirni Steinssyni sem það reisti og bjó í ásamt fjölskyldu sinni. Í húsinu var Góðtemplarastúka Íslands stofnuð og á efri hæðinni er fundarherbergi hennar. Leikfangahúsið er 200 metrum frá Nonnahúsi, Minjasafninu og Minjasafnsgarðinum.

Aðalstræti 48, 56 og 58, Innbærinn

Aðgangseyrir: Fullorðnir (18+) 1800 kr. eitt safn Minjasafnið allt árið – gildir á 5 söfn – 2300 kr. Börn 0-17 / Öryrkjar - ókeypis.

+354 462 4162 Opnunartími: Júní – september: Opið daglega 10:00 – 17:00. Okt-maí: Opið daglega 13:00-16:00

Strætó nr. 5/6 20 mín frá Ráðhústorginu 10 mín frá Lystigarðinum. 75


Davíðshús – heimili skáldsins frá Fagraskógi Komdu í leiðangur um fagurt heimili skáldsins frá Fagraskógi. Davíðshús var reist árið 1944 af einu ástsælasta skáldi Íslendinga, Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi. Davíð var sannkallaður fagurkeri og safnari af guðs náð. Húsakynnin bera smekkvísi hans glöggt merki, full af bókum og handritum, listaverkum og persónulegum munum, eins og hann skildi við árið 1964, næstum eins og hans sé að vænta innan skamms.

landssöfnunar til kaupa á Bjarkarstíg 6 sem var afhent bænum til umsjár.

Heimili Davíðs var gert að safni 1965. Akureyrarbær keypti bókasafn hans, erfingjar ánöfnuðu safninu persónulegum munum og innanstokksmunum hússins en efnt var til Bjarkarstígur 6, 600 Akureyri 5 mín. frá Amtsbókasafninu - 10 mín frá Ráðhústorgi. Opnunartími: júní - ágúst: leiðsagnir um safnið þriðjudag-laugardags kl. 13, 14, 15. Aukaleiðsagnir auglýstar sérstaklega.

Í leiðsögninni kynnumst við skáldinu og leyndardómunum sem þar er að finna í hverjum kima hússins. Aðgangseyrir: Fullorðnir (18+) kr. 1800.

Minjasafnið allt árið – gildir á 5 söfn – 2300 kr. Börn 0-17 / Öryrkjar - ókeypis. Miðar eru seldir á minjasafnid.is, Athugið takmarkaðan miðafjölda.

Gamli bærinn Laufási – safn og sögustaður Laufás er sögustaður með mögnuðum menningarminjum og frábæru útsýni. Þar hefur verið búseta frá því að Ísland byggðist og staðið kirkja frá fyrstu kristni. Þegar þú gengur inn bæjargöngin ferðastu aftur í söguna. Laufás var heimili prestsins, fjölskyldu hans og vinnufólks. Stundum bjuggu þar allt að 40 manns, því margt vinnufólk þurfti til að nytja þessa gróðursælu kostajörð en henni fylgdu mikil hlunnindi.

Laufáskirkja var byggð 1865 en meðal merkra gripa í henni er fagurlega útskorinn predikunarstóll frá 1698. Við austurgafl kirkjunnar stendur eitt elsta reynitré landsins frá 1855.

Laufásbærinn er stílhreinn burstabær, dæmigerður fyrir íslenska bæjagerð þess tíma, en þó allmiklu stærri. Hann er búinn gripum og húsmunum frá aldamótunum 1900. Laufás, 616 Grenivík 462 4162 minjasafnid.is

Aðgangseyrir: Fullorðnir (18+) kr. 1800. Minjasafnið allt árið – gildir á 5 söfn – 2300 kr. Börn 0-17 / Öryrkjar - ókeypis.

Opnunartími: Júní – september: Opið daglega 10–17 Opið fyrir hópa í september-maí eftir samkomulagi. 76


Umhverfisvæ

n

hvalaskoðun

og ævintýrasiglingar frá húsavík

HRINGDU Í 464 7272 EÐA BÓKAÐU Á

www.nordursigling.is


Safnahúsið Í Safnahúsinu á Húsavík fer fram fjölbreytt menningar- og safnastarf. Tvær fastasýningar eru í húsinu, auk tveggja rýma þar sem tímabundnar sýningar eru settar upp. “Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum” er önnur fastasýningin. Þar er áherslan lögð á samspil manns og náttúru á árunum 1850-1950. Hin fastasýning Safnahússins er Sjóminjasýning. Hún gefur glögga mynd af þróun útgerðar og bátasmíði í Þingeyjarsýslum, allt frá árabátaöldinni fram til vélbátaútgerðar.

Stóragarði 17, 640 Húsavík 464 1860 www.husmus.is / safnahus@husmus.is

Aðgangseyrir: Fullorðnir: 1.500 kr. Eldri borgarar: 1.000 kr. Börn til 16 ára: Ókeypis.

Opnunartími: Sumar : júní -ágúst, Mán-föst: 10-17, Lau-sun: 13-17.

Aðgangseyrir fyrir hópa (fleiri en 10) er kr. 1.000 á mann.

Snartarstaðir er lögð á hannyrðir og fegurðina í hversdagslegum munum. Safnið gefur glögga mynd af lífi fólks á svæðinu á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. Safnið er rekið af Menningarmiðstöð Þingeyinga og er opið fyrir gesti yfir sumartímann.

Rétt utan við Kópasker eru Snartarstaðir þar sem Byggðasafn Norður-Þingeyinga er til húsa. Á safninu má sjá fjölbreytt úrval menningarminja en sérstök áhersla Snartarstöðum, 671 Kópasker 465 2171 & 464 1860 www.husmus.is / safnahus@husmus.is

Aðgangseyrir: Fullorðnir: 1.000 kr. Eldri borgarar: 700 kr. Börn til 16 ára: Ókeypis.

Opnunartími: 15. júní – 15. ágúst, alla daga 13-17, lokað á þriðjudögum.

Aðgangseyrir fyrir hópa (fleiri en 10) er kr. 700 á mann. 78


Sauðaneshús og sýnir líf á Langanesi fyrr á öldum, sem og hvernig fólk nýtti sér gjöfula náttúru umhverfisins til þess að lifa af í harðneskjulegum heimi. Safnið er opið fyrir gesti yfir sumartímann. Sauðaneshús er hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands.

Sjö km norðan við Þórshöfn er Sauðaneshús, elsta steinhús í Þingeyjarsýslum. Í húsinu er safn sem er rekið af Menningarmiðstöð Þingeyinga Sauðaneshús, 917 Þórshöfn

Aðgangseyrir: Fullorðnir: 1.000 kr. Eldri borgarar: 700 kr. Frítt fyrir börn undir 16 ára aldri. Aðgangseyrir fyrir hópa (fleiri en 10) er kr. 700 á mann.

468 1430 & 464 1860 www.thjodminjasafn.is / safnahus@husmus.is thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opnunartími: Opið: 15. júní-15. ágúst alla daga 11-17, lokað á mánudögum.

Grenjaðarstaðir Á Grenjaðarstað í Aðaldal stendur einn stærsti og glæsilegasti torfbær landsins. Í bænum er safn sem rekið er af Menningarmiðstöð Þingeyinga og sýnir lifnaðarhætti fólks í kringum aldamótin 1900 þegar það þurfti að reiða á sjálft sig, hyggjuvitið og náttúruna til þess að komast af. Safnið er opið fyrir gesti yfir sumartímann.

Grenjaðarstað, 641 Húsvík 465 3688 & 464 1860 www.thjodminjasafn.is.

Opnunartími: 1.júní-31. ágúst kl. 10-17. Aðgangseyrir: Fullorðnir: 1.500 kr. Eldri borgarar: 1.000 kr.

thjodminjasafn@thjodminjasafn.is &

Aðgangseyrir fyrir hópa (fleiri en 10) er kr. 1.000 á mann.

safnahus@husmus.is 79


Hvalasafn Húsavíkur

Hvalasafnið á Húsavík var stofnað árið 1997 með það að meginmarkmiði fræða gesti um hvali, vistfræði sjávar og samskipti manna og hvala í gegnum tíðina með áhugaverðri framsetningu. Er það eitt fárra safna í heiminum sem er algjörlega tileinkað hvölum. Safnið hefur mörg fjölbreytt sýningar­rými og er metið sem ein besta afþreyingin á Norðurlandi á ferðasíðunni TripAdvisor. Til sýnis eru beinagrindur af allskyns stærðum og gerðum, ásamt áhugaverðum fróðleik um hvali. Á safninu er sérstakt svæði tileinkað Hvalaskóla, ætlað til fræðslu fyrir almenning. 80


Það er einnig notalegur kaffikrókur þar sem gestir geta tyllt sér og gripið í bók. Í sérstöku sýningarherbergi er svo heimildarmynd til sýnis.

Lítil gjafavörubúð er við innganginn þar sem má finna minjagripi, klæðnað og bækur tengda hvölum.

Safnið hefur ellefu hvalabeinagrindur í fullri stærð til sýnis. Náhvalur með skögultönn sem minnir á einhyrning er einn af skemmtilegri gripum safnsins, ásamt risastórri beinagrind af steypireyð. Hafnarstétt 1. 640 Húsavík 414 2800 www.hvalasafn.is

Opnunartími: Sjá heimasíðu. Aðgangseyrir: Fullorðnir kr 2.000, börn 17 og yngri (fylgd með fullorðnum) ókeypis. 81


1238 - Baráttan um Ísland

1238 – Baráttan um Ísland er áhrifarík sögu og upplifunarsýning á Sauðárkróki sem segir á nýstárlegan hátt frá stóratburðum sem áttu sér stað í Skagafirði á Sturlungaöld. Sýningin samanstendur af sýndarveruleika þar sem gestir stíga inn í sögusvið Örlygsstaðabardaga, gagnvirkri upplifun sem veitir spennandi innsýn og fræðslu um Sturlungaöldina, í bland við hefðbundna sýningarnálgun.

Sérstaða sýningarinnar er notkun á nýjustu tækni til að nálgast söguna og íslenska menningararfleifð þar sem sýndarveruleiki, viðbótarveruleiki og gagnvirk gervigreind kemur við sögu. Einnig eiga tónlist og listir sitt hlutverk, sem kemur fram í leikmyndum, listaverkum og innsetningum. 1238 – Baráttan um Ísland er frábær afþreying fyrir alla aldurshópa, fjölskyldur, vinahópa, vinnustaði og svo mætti lengi telja, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Fólk með áhuga á sögu, menningu og tækni er sérstaklega velkomið.

Sýningin sviðsetur frægustu atburði Sturlungaaldarinnar (1220 – 1264); blóðugasta og afdrifaríkasta tímabilinu í sögu Íslands, þar sem ættar- og höfðingjaveldi börðust í allsherjar borgarastyrjöld sem lauk með því að Íslendingar glötuðu sjálfstæðinu.

Í anddyri sýningarinnar er að finna veitingastaðinn Grána Bistro, minjagripaverslun og upplýsingamiðstöð, sem gerir Aðalgötu 21 að kjörnum viðkomustað.

Sýningin skiptist í þrjá sali þar sem sérstök áhersla er lögð á að kynna helstu lykilatburði; orrusturnar stóru, Haugsnesbardaga, Örlygstaðabardaga, Flóabardaga auk Flugumýrarbrennu. Aðalgata 21, 550 Sauðárkrókur 464 4477 www.1238.is

Opnunartími: Sumar: 11:00 – 17:00 Vetur 11:00 – 16:00. Aðgangseyrir: Börn 6-13 2.400,- kr, Fullorðnir 3.450,- kr. 82


Heimilisiðnaðarsafnið Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi er eina sérgreinda textílsafnið á Íslandi. Safnið er í glæsilegu húsi þar sem aðgengi gesta er með ágætum. Munir safnsins mynda nokkrar ólíkar og sjálfstæðar sýningar: útsaumssýning, sýning á íslenskum þjóðbúningum, Halldórustofa sem helguð er lífi og starfi Halldóru Bjarnadóttur (18731981), ullarsýning og árlega er ný sérsýning textíllistafólks.

Árbraut 29, 540 Blönduós 452 4067 www.textile.is / textile@textile.is

Aðgangseyrir: Fullorðnir: 1.200,- kr. Eldri borgarar: 1.000-, kr. Börn til 16 ára: Ókeypis. Hópafsláttur.

Opnunartími: Júní-ágúst: Daglega 10-17. Sept-maí: Eftir samkomulagi.

Minjasafnið á Mánárbakka Ferðalag í gegnum tímann. Síðustu áratugir hafa verið tími mikilla breytinga og Íslendingar hafa færst með ógnarhraða inn í nútímann. Á þeirri vegferð hafa margir munir úr daglegu lífi fólks hafnað í glatkistunni. Á Mánárbakka á Tjörnesi hefur ótölulegum fjölda muna verið safnað saman og þeir varðveittir. Árið 1994 var gamalt hús, Þórshamar, flutt frá Húsavík að Mánárbakka og hýsir það nú líka þetta merka minjasafn. Einnig var byggður lítill torfbær sem geymir hluta safnsins. Í safninu er að finna muni sem spanna mannvist á Íslandi frá því á

landnámsöld og fram á þá 21. Heimsókn í safnið á Mánárbakka er því ferðalag í gegnum tímann, ferðalag sem varpar skemmtilegu ljósi á líf og lífshætti, leiki og störf þjóðarinnar frá upphafi til vorra daga.

Tjörneshreppi, 641 Húsavík

Opnunartími: Júní-ágúst: Daglega 10-18. Vetur: opið eftir samkomulagi.

864 2057 / 464 1957 manarbakki@visir.is 83


Fuglasafn Sigurgeirs

Ævintýraheimur fuglaáhugafólks Njóttu fræðslu og veitinga í mestu fuglaperlu veraldar. Safnið hýsir um 180 fuglategundir, um 300 eintök uppstoppaða fugla auk fjölda eggja.

Ytri Neslönd, 660 Mývatn 464 4477 fuglasafn@fuglasafn.is www.fuglasafn.is

Í safninu eru fuglasjónaukar og margmiðlunarefni um fuglana. Saga samgangna og nýtingu bænda á vatninu er sögð í bátaskýlinu.

Opnunartími: 1. júní-24. ágúst: Daglega 9-18. 25. ágúst-31. maí: Daglega 14-16. Aðgangseyrir: Kr. 1,500. Hópar (+10): kr. 1,200. Eldri borgarar og börn 7-14: ISK 800. Börn 0-6; Frítt.

84


SLÖKUN VELLÍÐAN UPPLIFUN

JARÐBÖÐIN VIÐ MÝVATN jardbodin.is

85


1 Austurland

864 85

2

1

LAGARFLJÓT

931

8

9

VATNAJÖKULL

1

JÖKULSÁRLÓN

86


94

1

EGILSSTAÐIREGILSSTAÐIR

TLAGARFLJÓT

95

94

3

953

953

931 1

4

1

92

92

5 6 7 95

96 1

96 1

Nr. Safn Síða 1 Tækniminjasafn Austurlands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 93 2 Minjasafnið á Bustarfelli. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 88 3 Minjasafn Austurlands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 92 4 Náttúrugripasafnið í Neskaupstað . . . . . . . . . . . . . . . . . 90 4 Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar. . 90 4 Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar. . . . . . . . . . . . . . . . 90

87

Nr. Safn Síða 5 Sjóminjasafn Austurlands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 91 6 Íslenska stríðsafnið. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 91 7 Frakkar á Íslandsmiðum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 91 8 Skriðuklaustur - menningarsetur og sögustaður. . . . 89


Minjasafnið á Bustarfelli

Bustarfell í Vopnafirði er einn af fegurstu og best varðveittu torfbæjum á Íslandi. Leiðsögn um safnið er í boði alla daga yfir sumartímann og eftir samkomulagi að

Bustarfell, 690 Vopnafirði 855 4511 bustarfell@simnet.is www.bustarfell.is

vetrinum til. Margar helgar lifnar safnið við með ýmsum uppákomum, sýningu á gömlu handbragði og ljúfum þjóðlegum veitingum í Hjáleigunni Café.

Aðgangseyrir: Kr. 1,100. Hópar (10+). eldri borgarar kr. 900. Börn 9-13: Kr. 300. Frítt fyrir börn yngri en 9.

Opnunartími: Sjá vefsíðu. 88


Skriðuklaustur - menningarsetur og sögustaður

Sögustaður með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld og húsi Gunnars Gunnarssonar sem byggt var 1939. Skáldið gaf íslensku þjóðinni þetta einstaka hús 1948 og í því er safn um Gunnar ásamt sýningum og viðburðum af ýmsum toga sem sækja

efnivið í austfirska menningu og náttúru. Persónuleg leiðsögn er veitt um húsið og minjasvæðið. Klausturkaffi býður hádegisog kaffihlaðborð alla daga að sumri með áherslu á austfirskt hráefni.

Gunnarsstofnun, Skriðuklaustur, 701 Egilsstaðir 471 2990 www.skriduklaustur.is klaustur@skriduklaustur.is

Opnunartími: Júní-ágúst: 10-18. Maí & sept:11-17, apr & okt: 12-16, nóv-mars: breytilegur opnunartími. (Hafið samband). Aðgangseyrir: Safn: kr 1.100, frítt fyrir 16 og yngri. Leiðsögn fyrir hópa. Kr 600 á mann. 89


Fjarðabyggð Fullt af frábærum söfnum Söfnin eru opin alla daga vikunnar frá 1. júní til 31. ágúst eða eftir samkomulagi í síma 470 9063 á öðrum tímum ársins.

Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar Tryggvi Ólafsson er á meðal helstu brautryðjenda í íslenskri myndlist.Safnið er stærsti eigandi landsins á verkum eftir Tryggva og er ný sýning sett upp á hverju ári. Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar Einstaklega skemmtilegt safn sem gerir liðnum atvinnuháttum í báta-, járn- og eldsmíði aðgengileg skil. Nákvæm eftirlíking af eldsmiðju er á meðal athyglisverðustu safnamuna. Náttúrugripasafnið í Neskaupstað Upplifðu flóru og fánu landsins í skemmtilegri nærmynd í einu athyglisverðasta náttúrugripasafni landsins.

Egilsbraut 2. 740 Neskaupstað 477 1446 / 470 9063

Opnunartími: Sumar: Daglega 13-21 og eftir samkomulagi.

sofn@fjardabyggd.is 90


Sjóminjasafn Austurlands Afar fallegt safn staðsett í Gömlu búð, einu elsta húsi á Austurlandi. Safnið gerir ekki aðeins sjósókn skil heldur einnig ýmsum greinum iðnaðar og lækninga. Í eigu safnsins er einnig upprunaleg verbúð sem staðsett er í Randulffssjóhúsi á Eskifirði. Strandgata 39b, Eskifjörður

Opnunartími: Sumar: Daglega 13-17 og eftir samkomulagi.

476 1605 / 470 9063 sofn@fjardabyggd.is

Íslenska stríðsárasafnið Safngestir ferðast aftur til daga seinni heimsstyrjaldarinnar. Veitt er einstök innsýn í lífið á stríðsárunum og áhrif hersetunnar á íslensku þjóðina.

Spítalakamp v/Hæðargerði, 730 Reyðarfjörður 470 9000 / 470 9063 sofn@fjardabyggd.is

Opnunartími: Sumar: 13-17 og eftir samkomulagi.

Frakkar á Íslandsmiðum Nýtt og afar glæsilegt safn helgað arfleifð franskra skútusjómanna á Íslandi. Safnið er hluti af Frönsku húsunum á Fáskrúðsfirði og tengir skemmtilega saman Franska spítalann og Læknishúsið. Aðalhönnuður safnasýninga er Árni Páll Jóhannsson, leikmyndahönnuður.

Franski spítalinn Hafnargötu 12, 750 Fáskrúðsfjörður

Opnunartími: Sumar: 10-18 og eftir samkomulagi.

475 1170 & 470 9063 sofn@fjardabyggd.is 91


Minjasafn Austurlands Á Minjasafni Austurlands eru tvær grunnsýningar, annars vegar sýningin Hrein­d ýrin á Austurlandi og hins vegar sýningin Sjálfbær eining. Auk þeirra er boðið upp á margvíslegar smærri sýningar yfir árið.

Hreindýrin á Austurlandi Á Íslandi lifa hreindýr aðeins villt á Austurlandi og það skapar náttúru og menningu fjórðungsins sérstöðu. Á sýningunni er fjallað um lífshætti og lífsbaráttu hreindýranna, hætturnar sem þau búa við af völdum náttúru og mannsins, um rannsóknir á þeim, sögu hreindýraveiða og hvernig afurðir dýranna hafa verið nýttar til matar og í handverk.

Sjálfbær eining Yfirskrift sýningarinnar vísar til þess að áður fyrr þurfti hvert íslenskt sveitaheimili að vera sjálfu sér nægt um brýnustu lífsnauðsynjar, s.s. fæði, klæði, áhöld, verkfæri og húsaskjól. Til sýnis eru ýmsir gripir sem tilheyra sögu gamla sveitasamfélagsins á Austurlandi eins og það var fram undir miðja 20. öld. Meðal sýningargripa er baðstofa frá bænum Brekku í Hróarstungu.

Laufskógar 1. 700 Egilsstaðir 471 1412 www.minjasafn.is minjasafn@minjasafn.is

Opnunartími: Júní-ágúst: Daglega 10-18. Sept-maí: Þri-fös 11-16. Aðgangseyrir: Kr. 1.200. Nemendur, eldri borgarar, og öryrkja: kr. 1.000. 92


Tækniminjasafn Austurlands

Þann 18. desember 2020 féll stór aurskriða á safnasvæði Tækniminjasafnsins. Margar sögufrægar byggingar eyðilögðust og skemmdust auk skrifstofa safnsins, hluta sýninga þess og geymslum sem hýstu safnkost þess.

sérkenni safnsins sem lifandi safns með vinnustofum og verkstæðum verða í forgrunni. Frá því að skriðan féll hefur aðaláhersla okkar verið á að tryggja varðveislu þess hluta safnkostsins sem slapp undan skriðunni, hreinsa hann og skipuleggja, auk vinnu við endurreisn þessa spennandi safns.

Tækniminjasafn Austurlands hefur fjallað um sögu Austurlands með áherslu á tæknivæðingu frá um 1880 til 1050. Þar hefur verið varpað ljósi á hvernig tækninýjungar á fjölmörgum sviðum, t.d. véltækni, rafmagn, fjarskipti, samgöngur og byggingarlist, voru samofnar breytingum á lifnaðarháttum á Seyðisfirði og landinu öllu. Framtíð safnsins er í uppnámi en einnig áhugaverð og spennandi. Við erum bjartsýn og vonumst til að opna safnið fljótlega aftur á nýjum stað, þar sem

Hafnargata 38, 710 Seyðisfjörður 472 1696 www.tekmus.is tekmus@tekmus.is 93


Suðurland 1 BORGARNES

50 LANGJÖKULL

47 35

GULLFOSS

GEYSIR

48 LAUGARVATN

ÞINGVELLIR

30

36 32

3

1

35 HVERAGERÐI

30

6

5

26

SELFOSS

427

ÞORLÁKSHÖFN

2

4 7

261

M

EYJAFJALLAJÖKULL

1

SELJALANDSFOSS SKÓGAFOSS VESTMANNAEYJAR

8

Nr. Safn Síða 1 Skógasafn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96 2 Keldur á Rangárvöllum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 104 3 Skálholtskirkja. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 103 4 Byggðasafn Árnesinga - Húsið á Eyrarbakka. . . . . . . 105 5 Fischersetrið. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 103 6 Listasafn Árnesinga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 106 6 Hveragarðurinn Hveragerði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 107 7 Lava Centre. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 98 8 Mjaldrasetrið. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 100 9 Kötlusetur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 102

94


HOFSJÖKULL

VATNAJÖKULL

LANDMANNALAUGAR

1

MÝRDALSJÖKULL

9 VÍK

95


Skógasafn

Skógasafn varðveitir og sýnir menningararf Rangæinga og VesturSkaftfellinga. Hann er varðveittur í atvinnutækjum til lands og sjávar, í listiðn, gömlum húsakosti, bókum, handritum og skjölum, allt frá landnámsöld til samtímans.

Samgöngusafnið miðlar sögu samgangna á Íslandi á 19. og 20. öld. Þar má finna ferðabúnað, fornbíla, vegagerðartæki og margt fleira. Einnig er saga póstþjónustu, rafvæðingar, fjarskipta og björgunarsveita rakin á sýningunni.

96


Skógar, 861 Hvolsvöllur 487 8845 skogasafn@skogasafn.is www.skogasafn.is

Facebook: /SkogarMuseum Opnunartími: Júní-ágúst: Daglega 9-18. Septmaí: Daglega 10-17.

97


LAVA eldgosa- og jarðskjálftamiðstöðin

LAVA hefur hlotið fleiri verðlaun en nokkur önnur sýning á Íslandi. Sýningin er staðsett á Hvolsvelli, umkringd virkum eldfjöllum. Staðsetningin er nokkurs konar hlið inn að virkasta eldfjallasvæði landsins. Heimsókn á LAVA er tilvalin fyrir alla sem vilja fá betri skilning á þeim ótrúlegu öflum sem hafa mótað Ísland.

er því mjög áhugavert fyrir áhugafólk um jarðfræði Íslands. Ný sýningaratriði unnin af Ara Trausta Guðmundssyni útskýra

Sýningin er án efa besti staðurinn til að öðlast betri skilning á nýja eldgosinu við Fagradalsfjall. Gos eins og þetta hefur ekki átt sér stað á Íslandi í um 7000 ár og

98


uppruna og eðli gossins og stórkostlegar nýjar myndir af gosinu eru sýndar í háskerpu í eldfjallabíóinu. Í september 2021 mun Njálurefilssýningin opna í LAVA. Njálurefillinn er 96 metra veggteppi útsaumaður af heimafólki. Refillinn er einstakt handverk og hljóðleiðsög mun leiða fólk um sýninguna.

Austurvegur 14, 860 Hvolsvöllur

Opnunartími: Opnunartími frá 09.00 til 16.00 alla daga vikunnar.

+354 415 5200 www.lavacentre.is 99


Mjaldrasetrið líkara þeirra náttúrulegra búsvæði, en mjaldrarnir eru ófærir um að lifa af sjálfir í náttúrunni eftir dvöl þeirra í haldi. Gestastofan er einnig heimkynni einu lundabjörgunarmiðstöðvar á Íslandi ásamt sædýrasafns þar sem hægt er að sjá tegundir sem búa í nágrenni við Íslandsstrendur. Þar geta gestir, ungir sem aldnir, komist í nálægð við lunda, kynnst sögum þeirra og fylgst Fyrsta mjaldrasetur heimsins hefur gert sig heimakomið í Vestmannaeyjum og býðst gestum að kynnast fyrstu íbúum þess, en þeir heita Litla grá og Litla hvít. Gestastofan sýnir ótrúlegt ferðalag mjaldranna frá byrjun til enda þar sem

safngestir fara í gegnum sýningarsvæði sem þeir geta spreytt sig sjálfir á. Ferð þeirra hófst í Shanghai í Kína og endaði í Vestmannaeyjum og persónuleikar mjaldranna tveggja skína í gegn í sýningunni. Á sumrin er hægt að bóka leiðsöguferð á báti til þeirra í sjófriðhelgina í Klettsvík. Heimsóknin styður okkar verkefni, sem er að finna lausn fyrir hvaldýr sem voru í haldi. Hugmyndin er að tryggja öruggt svæði sem er SEA LIFE Trust Beluga Whale Sanctuary Ægisgata 2, Vestmanneyjar +354 540-2700 / +354 699 0665

með daglegum fæðugjöfum. Stærsta lundabyggð á Íslandi er aðeins nokkrum mínútum frá Gestastofunni, og sérstök lundabjörgunarsveit starfar við að bjarga lundum á svæðinu. Á safninu er hægt að komast í mikla nálægð við tegundir eins og steinbít, hrognkelsi og þorska svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig hægt að fylgjast með því hvernig starfsfólk hlúir að safndýrum.

www.belugasanctuary.sealifetrust.org belugas@sealifetrust.com Opnunartími: Sjá heimasíðu. 100


Skálholtskirkja

Skálholtskirkja var teiknuð af Herði Bjarnasyni og vígð 1963 af biskupi landsins, dr. Sigurbirni Einarssyni. Altaristaflan er eftir Nínu Tryggvadóttur sem notaði ríkjandi liti íslenskrar náttúru við túlkun á Frelsaranum. Gluggarnir eru verk Gerðar Helgadóttur. Litskrúð þeirra og ljósbrot er ímynd hjálpræðissögunnar. Í kirkjukjallaranum gefur að líta steinkistu Páls biskups og tvo íslenska legsteina úr móbergi og basalti, auk erlendra legsteina. Líflegt tónleikahald í Skálholtskirkju hefur notið hylli meðal tónlistarunnenda sem koma langt að til að hlýða á frábæra listamenn.

Skálholt, 801 Selfoss 486-8870 www.skalholt.is / skalholt@skalholt.is

Opnunartími: Daglega 9-18.

101


Kötlusetur Sjóminjasafninu Hafnleysu. Setjið ykkur í spor sjómanna í baráttu sinni við hina hafnlausu strönd. Í upplýsingamiðstöðinni lærið þið hvernig er best að upplifa Mýrdalinn. Verslið vöru úr heimabyggð og kannið Vík með því að keppa í Fjársjóðleik Kötluseturs eða ganga hinn glænýja Menningarhring. Kort af svæðinu með öllum sínum spennandi útivistartækifærum fást hér!

Í hjarta gamla Víkurþorps finnið þið Brydebúð, glæsilegt timburhús frá 1895. Þar er Kötlusetur til húsa, miðstöð menningar, fræða og ferðamála í Mýrdal. Kannið náttúru Kötlu UNESCO jarðvangs á Kötlusýningunni. Handleikið mismunandi bergtegundir, skoðið eldfjallaösku allt aftur til ársins 1860 og sjáið stuttmynd um sögur af Kötlugosum í gegn um aldirnar. Uppgvötvið sögu strandaðra skipa á svörtum söndum Suðurlands og kynnist happaskipinu Skaftfellingi á

Víkurbraut 28, Vík 487-1395 info@vik.is www.kotlusetur.is

Instagram: Katlacentre Opnunartími: Sjá vefsíðu.

102


Fischersetrið

GENS UNA SUMUS

SKÁKSAMBAND ÍSLANDS

FI DE

THE BOBBY FISCHER CENTER Í Fischersetrinu er sýning á ýmsum munum tengdum bandaríska skáksnillingnum Bobby Fischer. Hann varð heimsmeistari í skák í Reykjavík 1972, er hann vann sovéska heimsmeistarann Boris Spassky. Er það einvígi jafnan kallað einvígi aldarinnar. Síðustu æviár sín bjó Fischer hér á landi og er gröf hans í Laugardælakirkjugarði, sem er skammt frá Selfossi. Í Fischersetrinu er einnig aðstaða fyrir Skákfélag Selfoss og nágrennis og boðið er upp á skákmót, fyrirlestra og annað er tengist skáklistinni.

Austurvegur 21, 800 Selfoss 894 1275 fischersetur@gmail.com www.fischersetur.is

Opnunartími: Opið 1 júní – 22. ágúst. Aðgangseyrir: Kr. 1.000. Ókeypis fyrir börn yngri en 14.

103


Keldur á Rangárvöllum Á Keldum er að finna sögufrægan torfbæ af fornri gerð og hann er jafnframt eini stóri bærinn sem varðveist hefur á Suðurlandi. Auk bæjarhúsa og kirkju eru þar skemmur, smiðja, myllukofi, fjós, hesthús, fjárrétt, jarðgöng o.fl. Keldur eru kunnur sögustaður. Samkvæmt Njálssögu bjó þar Ingjaldur Höskuldsson sem frægur varð fyrir að bregðast Flosa í aðför hans að feðgunum á Bergþórshvoli. Á 12. og 13. öld voru Keldur eitt af höfuðbólum Oddaverja en

Keldur, 851 Hella 530 2200 / www.thjodminjasafn.is thjodminjasafn@thjodminjasafn.is

höfðingi þeirra, Jón Loftsson (d. 1197) bjó á Keldum síðustu æviár sín.

Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst frá klukkan 10 -17.

104


Byggðasafn Árnesinga - Húsið á Eyrarbakka

Byggðasafn Árnesinga er staðsett í Húsinu, sögufrægum bústað kaupmanna sem var byggt 1765. Húsið er eitt elsta hús landsins og glæsilegur minnisvarði þess tíma er Eyrarbakki var stærsti verslunarstaður Sunnlendinga. Þar eru margar og áhugaverðar sýningar um sögu og menningu Árnessýslu, fornfrægt píanó, herðasjal úr mannshári og koppur kóngsins eru meðal sýningargripa. Hlýlegur og heimilislegur andi er aðalsmerki

Húsið á Eyrarbakka og Sjóminjasafnið, 820 Eyrarbakki 483 1504 & 483 1082 www. husid.com husid@husid.com

safnsins. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka er örskammt frá en þar er áhersla á sjósókn og sögu alþýðunnar í þorpinu. Tólfróið áraskip „Farsæll“ er aðalsýningargripur safnsins.

Opnunartími: Sumar: 1. maí til 30. september: alla daga kl. 11-18 eða samkvæmt samkomulagi. Vetur: Eftir samkomulagi. Aðgangseyrir: 1.000 kr.

105


Listasafn Árnesinga

Listasafn Árnesinga býður upp á fjölbreyttar og metnaðarfullar sýningar sem veita gott aðgengi að myndlistararfi þeim sem það varðveitir. Safnið er staðsett í blómabænum Hveragerði, aðeins 40 mínútur frá höfuðborginni. Umhverfið er nærandi, fallegt og þar má einnig má finna áhugaverða veitingastaði og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Austurmörk 21, 810 Hveragerði 483 1727 listasafnarnesinga.is listasafn@listasafnarnesinga.is

Opnunartími: 12-17 Sumar: alla daga Vetur: alla daga nema mánudaga. Aðgangseyrir: Ókeypis.

Facebook:/ listasafnarnesinga 106


Hveragarðurinn Hveragerði

Hveragerði er einn fárra staða þar sem heilt bæjarfélag er yfir virku háhitasvæði. Í Hveragarðinum er hægt að ganga um svæðið og skoða gömlu hverina og gufuholur og kynna sér sögu og jarðfræði þessa einstaka svæðis. Í Hveragarðinum er hægt að sjóða egg og smakka á hverabökuðu rúgbrauði þar sem gufan á svæðinu er nýtt í baksturinn og eggjasuðuna. Einnig er hægt að prufa leirfótaböðin sem hafa heilsubætandi áhrif. Goshverinn gýs reglulega og ekki má gleyma að kíkja á gróðurhúsið.

Hveramörk 13, Hveragerði 483 5062 / 483 4601 www.facebook.com/Geothermalpark geothermalpark@hveragerdi.is

Opnunartími: Sumar: alla daga 9-17. Aðgangseyrir: Ókeypis fyrir 18 og yngri og eldri borgara. Fullorðnir 300 krónur.

107


UPPLIFÐU

ÓSÉÐA ÍSLAND

AFÞREYING Í HEIMSKLASSA Í REYKJAVÍK “ÞÚ VERÐUR AÐ PRÓFA ÞETTA!”

Bókaðu miða á FlyOverIceland.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.