6 minute read
2. kafli:Vandamál og lausnir tengd tungumálum og samskiptum
Vandamál og lausnir tengd tungumálum og samskiptum
Skert tjáning er algengt sjúkdómseinkenni heilabilunar. Fyrir innflytjendur sem hafa lært íslensku á fullorðinsaldri getur þetta verið erfitt þar sem tungumál sem lærist seinna týnist oftast fyrst. Móðurmálið varðveitist oft lengur en í mörgum tilvikum er það tungumál sem umönnunarstarfsfólkið talar ekki. Samskiptaörðugleikar geta því verið töluvert vandamál í fjölmenningarlegri öldrunarhjúkrun. Slíkar hindranir geta einnig leitt til félagslegrar einangrunar og einsemdar og jafnvel til þess að litið er svo á að viðkomandi sé með lengra genginn sjúkdóm en raunin er.
Tungumál og samskipti eru nauðsynleg til að tjá hugsanir, óskir og þarfir og til að viðhalda félagslegum tengslum. Góð munnleg samskipti og annars konar samskipti (t.d. handahreyfingar og andlitssvipur) eru mikilvæg dagsdaglega. Það er mjög mikilvægt að leggja áherslu á hið félagslega samspil í umönnun.
Tungumál og menning
Þegar fólk er með heilabilun er mikilvægt að geta talað og tjáð sig á því tungumáli sem það hefur mest vald á. Reynslan sýnir að það er ávinningur af því að tengja saman umönnunarstarfsfólk og sjúklinga með heilabilun sem tala sama tungumál og hafa sama menningarlega bakgrunn en þetta verður að ræða við alla aðila fyrir fram. Slík tenging getur leitt til meiri lífsgæða í formi öryggis og aukinnar vellíðanar. Sameiginlegt tungumál getur auðveldað skilning á menningarlegum gildum og hefðum og hjálpað til við að tryggja góð og rétt úrræði í öllu sjúkdómsferlinu. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að sumir innflytjendur með heilabilun vilja ekki þiggja læknismeðferð eða umönnun frá fólki með sama bakgrunn. Það geta verið valdakerfi eða stéttbundin kerfi sem gera samskiptin erfið eða viðkvæm. Þar að auki getur fólk haft áhyggjur af því að umönnunarstarfsfólk, sem tilheyrir sama menningarumhverfi, virði ekkiþagnarskyldu. Því er mikilvægt að kynna
Að ávarpa fólk
Hvernig einstaklingur með heilabilun er ávarpaður getur haft mikil áhrif á samskipti. Starfsfólk þarf að komast að því hvaða nafn (fornafn, eftirnafn, titil o.s.frv.) einstaklingurinn kýs og hvernig á að bera það fram.
Þegar fólk talar sama tungumál
• Taktu þér tíma og viðurkenndu löng hlé • Athugaðu hvort þú hafir skilið rétt með því að umorða það sem sagt var • Notaðu algeng orð og hugtök • Notaðu stuttar setningar • Skiptu flóknum upplýsingum niður í styttri hluta
sér óskir einstaklingsins við skipulagningu meðferðar og umönnunar.
Þegar fólk talar sama tungumál
Þegar fólk með heilabilun berst við að finna orð getur þú aðstoðað viðkomandi á marga vegu. Þú getur tekið þér góðan tíma og beðið þrátt fyrir að hléin verði löng og tekið vel eftir litlum þöglum ábendingum. Til að athuga hvort skilningur þinn sé réttur getur þú umorðað það sem sagt var þannig að viðkomandi geti staðfest að þú hafir skilið hlutina rétt. Ef viðkomandi leitar eftir orðum getur þú líka komið með tillögur en mundu að þú getur misskilið og leitaðu því eftir merkjum þar um. Sýndu skilning og samkennd þegar viðkomandi berst við orðin. Það getur verið hræðilega erfitt að geta ekki tjáð sig eins og maður vill.
Stundum getur verið erfitt fyrir einstaklinga með heilabilun að skilja hvað þú segir. Því er mikilvægt að nota stuttar setningar með algengum orðum sem er auðvelt að muna og skilja. Hægt er að skipta flóknum upplýsingum í styttri hluta og gefa tíma fyrir stutt svör meðan talað er saman. Það getur líka verið góð hugmynd að tala aðeins hægar.
Þegar fólk talar ekki sama tungumál
Í sumum tilvikum er tenging á milli starfsfólks og einstaklinga með heilabilun sem tala sama tungumál ekki möguleg. Þetta á einkum við í minni bæjarfélögum þar sem það getur verið erfitt að ráða starfsfólk með svipaðan tungumálabakgrunn. Því eru til aðrar aðferðir sem geta stuðlað að því að sjúklingurinn upplifi samt að hann njóti skilnings og að á hann sé hlustað.
Hægt er að læra nokkur algeng orð úr daglegu tali, orðasambönd og lagstúfa á móðurmáli viðkomandi. Með því að nota orð og setningar úr hans tungumáli er sýnt fram á að einstaklingurinn nýtur virðingar og að starfsfólkið er forvitið og áhugasamt. Það getur skapað öryggi og leitt hugann frá erfiðum aðstæðum
Það er mikilvægt hvernig hlutirnir eru sagðir
Það getur verið gott að tala þrátt fyrir að fólk skilji ekki það sem sagt er. Umræðuefnið er ekki alltaf svo mikilvægt heldur frekar það hvernig hlutirnir eru sagðir og hvernig brugðist er við ávarpi.
og getur hjálpað til við að sefa óróa og ótta. Skapandi notkun á móðurmáli hans getur styrkt félagsleg tengsl og gert samvinnu um meðhöndlun og dægradvöl auðveldari. Hægt er að læra orð, setningar og lagstúfa með því að endurtaka lykilorð sem viðkomandi hefur sagt, eða spyrja túlka, annað fjöltyngt starfsfólk eða fjölskyldumeðlimi sem koma í heimsókn. Það getur líka hjálpað að nota önnur tungumál sem báðir aðilar tala. Enska er t.d. tungumál sem sumir innflytjendur kunna. Stafræn þýðingarverkfæri geta verið nytsamleg en þau ber að nota með gát.
Samskipti án orða eru mikið notuð í umönnun einstaklinga með heilabilun. Það felur í sér að nota líkamstjáningu, hluti og umhverfi til að eiga samskipti og styrkja hið félagslega samspil. Augnatillit, andlitssvipur, raddblær, handahreyfingar, snerting og að skiptast á í samræðum er sumt af því sem má vinna með.
Líkamstjáning er ekki bara mikilvæg fyrir starfsfólkið. Í sumum tilvikum er hún eina leiðin fyrir þann veika til að eiga samskipti við umheiminn. Það er algengur misskilningur að fólk með heilabilun hafi misst áhuga á að eiga samskipti við aðra. Þá skapast töluverð hætta á að horft sé fram hjá orðalausum tilraunum til samskipta eða þær misskildar. Með því að veita orðlausum samskiptatilraunum athygli og sýna áhuga á því sem viðkomandi reynir að miðla er hægt að búa til vel
heppnað samspil þrátt fyrir skort á sameiginlegu tungumáli.
Dæmi Koki er með Alzheimerssjúkdóm og Amina, heimahjúkrunarfræðingurinn hans, er í sinni reglulegu heimsókn. Á meðan þau sitja við eldhúsborðið og bíða eftir að maturinn verði tilbúinn tekur Koki upp túbu með tannlími sem liggur á borðinu. Amina tekur eftir þessu og fer að spyrja um límið. Það kemur í ljós að Koki hefur fengið ranga tegund af tannlími og þess vegna er erfitt fyrir hann að borða. Það að Amina tók eftir orðalausri tjáningu Kokis verður til þess að vandamál kemur í ljós. Hún sér síðan til
Túlkanotkun
Það er mikilvægt að nota faglærðan túlk í samtölum um heilbrigðisástand, þess að hann fái rétta gerð af tannlími.
meðhöndlun og úrræði. Í samtölum um hversdagsathafnir er oft hægt að nota fjöltyngt starfsfólk eða fjölskyldumeðlimi sem túlka, ef þeim finnst það í lagi. Sumir vilja að aðili úr fjölskyldunni eða einhver sem þeir þekki sé túlkur. Munið að það á aldrei að nota börn sem túlka! Að hafa einhvern sem maður þekkir til að túlka fyrir sig getur haft öryggi í för með sér. Um leið ber að hafa í huga að það getur verið íþyngjandi að vera túlkur, einkum þegar sá sem túlkar er einnig aðstandandi eða umönnunarstarfsmaður.
Þegar fólk talar ekki sama tungumál
• Lærðu nokkur algeng orð, setningar eða lagstúfa á móðurmáli sjúklingsins • Spurðu túlka og fjölskyldumeðlimi um orð og orðasambönd • Notaðu önnur sameiginleg tungumál (t.d. ensku) • Veittu því athygli hvernig eitthvað er sagt (líkamstjáning, augnatillit, raddblær) • Taktu eftir og gaumgæfðu orðalausar samskiptatilraunir • Notaðu faglærðan túlk í mikilvægum samtölum