Ge brochure is print

Page 1

AUSTURLAND • VESTERÅLEN

ÓBEISLUÐ ORKA

ÓBEISLUÐ ORKA MENNINGARSAMSTARF JAÐARSVÆÐA MARGÞÆTT FRÁSÖGN Það er margslungið að lýsa menningarsamstarfi Austurlands og Vesterålen í Noregi. Sagan hófst fyrir 12 árum í Norræna húsinu þar sem Vesterålen var í brennidepli. Þá komust á tengsl milli landsvæðanna tveggja. Nú, áratug eftir að gerðir voru formlegir samningar, er hringnum lokað í Norræna húsinu þar sem reynt verður að gera grein fyrir reynslu þessara samstarfsaðila þannig að hún geti komið öðrum að gagni. 10 ár Í heilan áratug hafa Austurland og Vesterålen staðið fyrir gagnkvæmum skiptum á myndlistar- og tónlistarmönnum, matreiðslumeisturum og unglingahópum. Fjöldi fólks úr öllum kimum samfélagsins; kórar, sviðslistafólk, sagnamenn, djasslistamenn og safnafólk hefur komið að fjölda samstarfsverkefna og lokið þeim með sóma. Námsferðir hafa verið farnar og ráðstefnur haldnar með fulltrúum atvinnulífs, menningarlífs og stjórnmála.

tagi ásamt skapandi ungu fólki. Forystumenn frjálsra félagasamtaka fengu tækifæri til þess að koma á tengslum með samstarf fyrir augum.

Norræna samstarfið Menningarsamstarf fólks á Austurland og í Vesterålen er gott dæmi um það hvernig jaðarsvæði í órafjarlægð frá sjálfskipuðum umsjónarmiðstöðvum þjóðmenningar geta sjálf tekið höndum saman án þess að starfið sé skipulagt fyrir fram út í hörgul. Lykilorðin eru gagnsæi, orka og skipulag. Í riti þessu er að finna nokkur sýnishorn úr sögu þessa samstarfs. Þar er líka reynt að koma orðum að orkunni sem knúið hefur allt starfið og gefa þeim góð ráð sem áforma að leggja í svipaða vegferð.

Fundarstaðir Listverkefni á grundvelli samstarfsins og samvinna um hátíðir og ráðstefnur gáfu fólki kost á að hittast og stofna til virks tengslanets. Varanleg vináttubönd voru hnýtt.

Hagsmunir atvinnulífsins Sjávarútvegsfyrirtæki á Austurlandi flytur út hráefni til fyrirtækis í Vesterålen og bæði fyrirtækin hafa nýtt sér tónlist til þess að efla samskiptin og tengslin. Frumkvæðið að samstarfinu var á vegum atvinnulífsins.

Svæðið stækkaði Ekki leið á löngu uns sú hugmynd fæddist að færa út kvíarnar. Komið var á samstarfi við Donegal, jaðarsvæði á Írlandi. Þá hefur tengslum verið komið á við Borgundarhólm í Danmörku og Færeyjar. Vesterålen hefur líka myndað tengsl við sveitarfélagið Eyþing á Norðurlandi sem einnig á í nánu samstarfi við Austurland. Tengslin á milli Vesterålen og Austurlands verða þó hér eftir sem hingað til kjarni starfseminnar.

DÆMI UM DRIFKRAFTA SAMSTARFSINS Verkefni sem hafa stuðlað að auknum krafti í samstarfinu. Hvetjandi myndlíkingar „Golfstraumurinn“ var innblásturinn þegar Vesterålen leitaði tengsla við Ísland. Hugtakið „jaðar“ hefur verið notað í heitum margra listaog menningarverkefna.

Fjárhagurinn Öll samstarfsverkefni eru fjármögnuð í sameiningu í báðum löndum með aðkomu bæði opinberra aðila og einkaaðila (s.s. sveitarfélög, sýslur, svæði, fylkissveitarfélög, ríki, einkafyrirtæki og frjáls félagasamtök/sjálfboðaliðar).

Menningarsaga Svo að skilningur á því sem er líkt og ólíkt sé fyrir hendi verður að byggja alþjóðlegt samstarf á menningarsögulegum grunni. Gagnkvæmum tengslum á milli safna á hverju svæði fyrir sig hefur verið komið á og samstarfi um sýningar, auk þess sem byggðar hafa verið brýr á milli nútímamyndlistar og menningarsögu.

“Menningarþríhyrningur“ er ágætis lýsing á samstarfi Austurlands, Donegal og Vesterålen. Forgangsröðun Allt frá upphafi hefur aðaláhersla verið lögð á aðkomu fagmanna í listum og starfsfólk á sviði menningar af öllu

2014

Gagnkvæm miðlun þekkingar Hugmyndir og þekking hafa farið á milli svæða þar sem það sem sameinar og skilur að er grunnurinn. Hugmyndum hefur verið „stolið“ og þær hafðar með heim í farteskinu.

Myndlistarmenn (V) Gestalistamaður

Leikhúsfólk (D/V/Au) Karnívalnámskeið

Starfsfólk svæðis (V) Starfsþjálfun

Tónlistarmenn (V) Gestalistamaður

Tréskurðarmaður (V) Norskir dagar

Tónlistarmenn (V/Au) Fyrirtækistónleikar

Listamenn (D/V/Au) Innsetning

Blúshljómsveit (V) Djasshátíð

Myndlistarmaður (V) Gestalistamaður

Þátttakendur (V/Au), Menningarráðstefna

Sagnamaður, Námsferð

Myndlistarmaður (V) Sýning

Listamenn (V/Au) Listsýning

Myndlistarmaður (V) Gestalistamaður

Tónlistarmenn (V) Gestalistamaður

Starfsf. svæðis (V) Safnatengsl

Myndlistarmenn (V) Kvikmyndahátíð

Listamaður (V) Gestalistamaður

Blaðamaður (V) Efnisöflun

Myndlistarmaður (V) Gestalistamaður, Laterna Magica

Unglingahópur, Rímur og rokk

Myndlistarmaður (V) Gestalistamaður

Listamenn (V) Listverkefni

Ferðaþjónustufólk (V) Námsferð

Ljósmyndari (V) Sýning

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

Tónlistarmaður (V) Gestalistamaður

Stjórnmálamenn/stjórnendur (V) Menningarráðstefna

Matreiðslumeistari (V) Starfsþjálfun

Unglingar (V) Kvikmyndaverkstæði

Rokkhljómsveit (V) Rokkhátíð

Þjóðlagatónlist (V) Tónleikaferð

Málvísindamaður (V) Skólaheimsókn

Orgelleikari (V) Kirkjutónleikar

Listamaður (V) Gestalistamaður

Listamaður (V) Ferðastyrkur

Djassspilarar (V) Djasshátíð

Myndlistarmaður (V)
 Gestalistamaður

Tónlistarmaður (V) LungA

Þjóðlagasöngvari (V) Sjómannadagar

Blaðamaður (V) Gestalistamaður

Blaðamaður (V) Gestalistamaður

Skartgripagerð (V) Sýning

Þátttakendur frá þremur löndum (D/Au/V) 10 ára afmæli, Norræna húsið

Skólabekkur (V) Námsdvöl

Listamaður (Au) Gestalistamaður

Iðnaðarmenn (V) Ævintýrahellir

Fjárljósmyndari (V) Gestalistamaður

Kór (V/Au) Tónleikar

Söngvari (V) Rokkdagar

Leikhúsfólk (D/V/Au) Karnívalnámskeið

Myndlistarmaður (V) Gestalistamaður

Fimleikafólk (D) Sýning Menningarstarfsfólk (D/Au/Eyþ.) Náms- og tengslaferð

Sagnamaður (D) Sagnamannahátíð

Þjóðlagarokksveit (D) Tónleikar

Tónlistarmenn (D/V/Au) Sumar í Melbu

Listamaður (D) Gestalistamaður

Saxófónleikari (Au) Djasshátíð

Tónlistarmenn (V/Au) Tónleikar

Tónlistarmenn (V/AU) Rytmefôr

Sendinefnd (Au og Í) Náms- og tengslaferð

Álfahellir (Au) Byggðasafnið í Bø

Dansarar (D/V/ Au) Jaðarsýning

Unglingahópur (Au) Base Camp

Listamaður (Au) Gestalistamaður

Sagnamaður (Au) Sagnamannahátíð

Nytjalistamenn (Au) Sýning

Listamenn (Au/V) Samsýning

Sviðslistaþjálfari (V) Tengslaferð

Matreiðslumeistari (Au) Starfsþjálfun

Söfn (V/Au) Ráðstefna

Skapandi listamenn (V/Au) Námskeið og sýning

Rokkhljómsveit (Au) Blabla-hátíðin

Unglingar (Au) Base Camp

Matreiðslumeistari (V) Starfsþjálfun

Rokkhljómsveit (Au) Rokkhátíð

Unglingahópur (V/Au) Rímur og Rokk

2004

2006

2008

2010

2012

2005

2007

2009

2011

2013

2014

Hreyfimyndlist (Au) Laterna Magica

Leiklistarhópur (V/Au) Leiksýningar

Listamaður, Gestalistamaður

Rokkhljómsveit (Au) Rokkhátíð

Saxófónleikari (Au) Djasshátíð

Djassspilarar (Au) Djasshátíð

Ljósmyndari (V) Sýning

Sagnamenn (D/Au) Sagnamannahátíð

Tónlistarmaður (Au) Gestalistamaður

Kvikmyndunarkennari (Eyþ.) Unglinganámskeið

Söngvarar (V/Ísl/Mex) 100 ára afmæli

Rokkhljómsveit (Au) Blabla-hátíðin

Myndlistarmenn (Au) Samsýning

Sendinefnd (Bornh/AU) Námsferð

Myndlistarmaður (Au) Gestalistamaður

Myndlistarmaður (Au) Gestalistamaður

Gítarleikari, Sumar í Melbu

Skapandi listamenn (V/Au) Námskeið og sýning

Saxófónleikari (Au) Djasshátíð

Kvikmyndagerðarfólk (Au) Gestalistamaður Listamaður (Eyþ.) Sýning/námskeið Hreyfimyndateiknari (D) Gestalistamaður Unglingahópur (Eyþ.) Kvikmyndahátíð

Myndlistarmenn (D/V/Au) Vinnustofa og sýning

Þjóðlagarokktónleikar (V) Tónleikar

Fræðslu- og tengslanetsferð (D/V/Au)

Tónlistarmenn (D/V/Au) Jaðarsýning

2007

2008

2009 Samstarf, Ull & Sauðkindin (D/V/Au) Sýning

SAMSTARF MILLI JAÐARSVÆÐA

2010

Danssýning (Au) Opnun menningarhúss Fidget Feet (D) Opnun menningarhúss

Ljósmyndari (V) Vinnustofudvöl

2011

2012

2013 Sagnamenn (D/V/Au) Sagnamannahátíð Sviðsetjari (V) Sýning Myndlistarmaður (V) Kynningarferð

2014


Er reynslan af menningarsamstarfi Austurlands og Vesterålen einhvers virði fyrir aðra og geta þeir haft af henni gagn? Hér eru 10 gagnleg atriði úr 10 ára sögu samstarfsins:

2006

2004 Sagnamaðurinn, hreindýraveiðimaðurinn og skáldið, Hákon Aðalsteinsson sótti heim sagnamannahátíð í gamla útgerðarplássinu, Nyksund. Munnlegar frásagnir og sagnamannahátíðir eru mikilvægt samstarfsverkefni og Írland leggur þar sitt af mörkum.

Sendinefnd frá Austurlandi og Donegal fór í kynningarog námsferð til sveitarfélaganna í Vesterålen. Gestirnir höfðu m.a. áhuga á nýjum þáttum í starfsemi bókasafna. Forseta bæjarstjórnar á Fjótsdalshéraði, Soffíu Lárusdóttur, leist vel á ævintýrahellinn á safninu í Bø.

Haldnar hafa verið fimm sagnamannahátíðir í Vesterålen, Donegal og á Austurlandi með þátttöku gesta af samstarfssvæðunum.

Smiður frá Bø smíðaði svipaðan helli ári síðar Borgarfirði eystra. Samstarfið við Donegal á í raun rót sína að rekja til heimsóknarinnar en formleg þátttaka Íranna hófst árið 2007 og þar með er varð til menningarþríhyrningur á þessum hluta Atlantshafsins.

2009 Hópur frá Fjarðabyggð tók öðru sinni þátt í verkefni fyrir unglinga á vegum útivistarráðs Vesterålen, „Base Camp“ á Skogsøya í Øksnes, með 60 unglingum frá Vesterålen. Árið 2013 snerist dæmið við. Unglingahópur frá Øksnes heimsótti þá Fjarðabyggð og tók þátt í hátíðinni „Kuldaboli“ sem sótti innblástur til norska verkefnisins.

2011

2013

Rokkhljómsveitin Gislingene heimsækir Blablatónlistarhátíðina í Sortland. Allt frá árinu 2006 hefur fjöldi hljómsveita haldið tónleika á hátíðum í Vesterålen og á Austurlandi.

Listaparið Karna Sigurðardóttir og Sebastian Ziegler dvöldust í þrjár vikur í listamannaíbúð í Kiilgården í Andenes í svartasta skammdeginu. Þau gerðu myndina „The Curious Case of Ainnes“ sem sýnd var um 80 manna hópi í bæjarstjórnarsalnum.

• Leggið áherslu á að ná til starfandi fólks á sviði menningar og skapandi ungs fólks

Frá árinu 2005 hafa listamenn frá báðum landssvæðunum dvalist alls 23 sinnum í listamannaíbúðum og notið ferða- og dvalarstyrkja. Um er að ræða myndlistarmenn, blaðamenn, ljósmyndara, sagnamenn og tónlistarmenn.

• Haldið þeim möguleika opnum að færa út kvíarnar í samstarfinu landfræðilega séð

Skipuleggjendurnir fylgja sjálfir þessum samskiptum eftir og efla samstarfið með nýjum tengslum.

Þeir eru hvattir til þess að skila einhverju til samfélagsins þar sem þeir dveljast, t.d. með tónleikum eða fyrirlestri. Fyrirmyndin er sótt til menningarsetursins á Skriðuklaustri.

2007

2005 Sýningin „Jaðarinn er hin nýja miðja“ undirbúin að Eiðum. Að henni stóðu þau Svanur Vilbergsson, Asle L. Pettersen, Halldóra M. Pétursdóttir og Stefán B. Vilhelmsson.

2005

Samstarf Vesterålen/Austurland

Matreiðslumeistarinn Ringo Haupt (t.h.) var gestakokkur í eldhúsinu á Hótel Héraði á Egilsstöðum, t.v. er Peter Eliassen matreiðslumaður hótelsins. Samstarfsverkefni tengd matreiðslu hafa þróast smám saman.

Beate Heide er sjálfstætt vinnandi blaðamaður sem dvaldist að Skriðuklaustri við bókaskriftir. Hún heimsótti skóla og las ævintýri eftir Regine Normann. Þannig gaf Beate til samfélagsins þar sem hún dvaldist.

100 år siden unionsoppløsningen

Dronning Sonja åpner Lofast 2006

2007

Friðarsúlan í Viðey tendruð

Bankahrun

Hann er gott dæmi um það hvernig fyrstu kynni á Íslandi og endurteknar heimsóknir hafa í för með sér alþjóðleg tengsl og listrænan innblástur.

Íslenskir matreiðslumeistarar hafa tvisvar heimsótt Vesterålen og unnið í eldhúsinu hjá Ringo. Árið 2012 var það Þráinn Lárusson frá Fljótsdalshéraði. Hann hélt jafnframt námskeið á matarhátíð Vesterålen.

Aleksander Rybak vinner Grand Prix 2008

Sviðs- og innsetninga listamaðurinn Asle L. Pettersen vann að verkefninu „Twin City“sem tengir á listrænan hátt saman sveitarfélögin Melbu og Seyðisfjörð. Asle tók líka þátt í sýningarverkefninu „Jaðarinn er hin nýja miðja“.

2010

2009

Asle segir tengslin við Ísland hafa veitt sér umfangsmikið alþjóðlegt tengslanet við listafólk og samtök.

Terror på Utøya 2010

2011

Eyjafjallajökull

Biophilia Björk

Kommunereform lanseres 2012

• Dragið stjórnmálamenn inn í verkefnið allt frá upphafi • Sjáið til þess að frjáls félagasamtök, hátíðir og opinberar stofnanir geti mótað samstarf á grundvelli sinna eigin hagsmuna

• Gefið listafólki færi á að vinna sameiginlega að list sinni án mikillar skriffinnskustýringar • Fáið byggða- og menningarsögusöfn til að taka þátt í nýsköpun listrænna verkefna • Tengið saman menningu og atvinnulíf ef fyrirtæki á svæðunum eiga í viðskiptasamböndum • „Stelið“ hugmyndum hvert frá öðru • Skipuleggið alla starfsemi með það fyrir augum að deila kostnaði

2012

2008

Sellóleikarinn Maja Bugge og sviðslistakonan Katrine Strøm komu líka við sögu. Samstarf þessara listamanna leiddi svo til nýrra verkefna, t.d. sviðsverksins „Bækur á jaðrinum“ sem flutt var í mörgum bókasöfnum í Vesterålen.

2004

Formleg opnun menningarverkefnisins „Edge: Centering“ í Fort Dunree í Buncrana í Donegal. Þetta er fyrsta verkefnið sem öll svæðin þrjú unnu að í sameiningu. Til vinstri er listhandverksmaðurinn Ingrid Larssen að segja frá verki sínu á striga en það er innblásið af 3000 ára gömlum helgistað, Grianen of Aileach, í norðurhluta Donegal. Slíkum þríhyrningsverkefnum fjölgar sífellt og staðarsöfnin eiga oftar en ekki sinn þátt í þeim.

• Finnið hvetjandi myndlíkingar, helst tengdar náttúru eða menningu hvers staðar fyrir sig sem samstarfs aðilar geta samsamað sig við

2013

2014

Bárðarbunga

10 ÅRS KULTUR- OG KUNNSKAPSPRODUKSJON. Námsferðir og dvöl í listamannaíbúðum:

39

Sviðssetningar og sagnakvöld:

17

2014

Tónleikar: (Rokk- og þjóðlagatónlist, djass og sígild tónlist)

37

Fiðluleikarinn Hugo Hilde frá Sortland flutti norsk þjóðlög og sígaunatónlist á Goðatindi (912 m.y.s.) í göngu- og menningarvikunni Á fætur í Fjarðabyggð. Tónleikarnir voru hluti að verkefninu „Rytmefôr“ þar sem fiskimjölsverksmiðjan Eskja á Eskifirði og fóðurverksmiðjan BioMar í Myre efla tengslin í gegnum tónlist. Eskja flytur út umtalsvert magn af fiskimjöli til BioMar.

Lista- og sögusýningar: 18 Hópaheimsóknir ungs fólks með útiveru að markmiði: 5

Stjórnendur beggja fyrirtækja álíta að aukin samskipti komi sér vel fyrir bæði ungt tónlistarfólk og atvinnulíf á svæðunum. Staðið hefur verið fyrir fjórum tónleikaverkefnum af þessu tagi á árunum 2012 til 2014.

Menningarráðstefnur og námskeið: Varanleg mannvirki:

12 2

Foto/myndir: Jørn Aune, Blabla arkiv, Erik Bugge, Beathe Heide, Hanne Kvaal, Katharina Mortensen, Signý Ormarsdóttir, Ove Aalo • Tekst/texti: Erik Bugge og Signý Ormarsdóttir • Design/Hönnun: http://etcetera.is • Trykkeri/prentun: Ásprent Stíll ehf

GAGNLEG REYNSLA?


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.