Fréttabréf Opinna kerfa 1 tbl. 22.árg. Feb. 2011

Page 1

Fréttabréf 1. tbl. 22. árg. febrúar 2011

Nýjungar í Red Hat bls. 2

Nýtt ár hjá Opnum kerfum

Námskeið bls. 5 Microsoft Lync bls. 6 HP Preferred Partner bls. 8


Frá forstjóra

Nýjungar í Red Hat Enterprise Linux 6

Árið 2011 er hafið og við kjósum að líta á það sem ár nýrra fyrirheita um bjartari tíma og viðsnúning í efnahagslífinu. Þó hægagangurinn haldi áfram á ríkisstjórnarheimilinu erum við, starfsfólk Opinna kerfa hvergi smeyk og ætlum að halda áfram á þeirri braut sem við höfum fetað örugglega og af festu undanfarin misseri. Árið 2010 var um margt gott ár. 25 ára afmæli félagsins var fagnað með verulegri veltuaukningu, stærri markaðshlutdeild, nýjum markhópum, nýjum viðskiptavinum, fjölgun birgja og samstarfsaðila, 10% fjölgun starfsmanna og svo mætti lengi telja. Risavaxinn áfangi á árinu var opnun nýrrar glæsilegrar verslunar á Höfðabakka 9 og samhliða því gagngerar endurbætur á vefverslun félagsins. OK búðin stimplaði sig inn á markaðinn sem glæsilegasta sérverslun landsins með tölvutengdar vörur. Þökkum frábærar viðtökur. Nýir viðskiptavinir finna hjá okkur að allt er lagt í sölurnar og ekki er tjaldað til einnar nætur. Við erum fagfólk og hvergi nærri hætt að bæta okkur sem slíkt. Árið 2010 var lagt í mikla vinnu varðandi ferlavæðingu og uppbyggingu gæðakerfis sem standast mun ýtrustu kröfur. Áhrifa þeirrar vinnu er þegar farið að gæta hjá fjölmörgum viðskiptavinum okkar. Áfram verður haldið þétt um stjórnartaumana og þess gætt vel hvar okkur ber niður. Ábyrg stjórnun og skýr framtíðarsýn mun skila okkur í höfn og við munum gæta þess að huga vel að áhöfninni og viðhalda gleðinni á leiðinni. Það er staðreynd að það hefur tekið á að stýra þeim skútum sem siglt hafa á ólgusjó íslenska efnahagsumhverfisins. Það sannast þó enn og aftur að Íslendingar eru afreksmenn í flestu því sem þeir taka sér fyrir hendur. Í upphafi nýs árs finna starfsmenn Opinna kerfa fyrir aukinni bjartsýni hjá viðskiptavinum. Bjartsýni sem skapast ekki síst af áhrifum einstaklingsframtaksins, athafnasemi og elju þeirra sem þar starfa. Að eiga slíka viðskiptavini að og njóta þess trausts að fá að þjónusta þá eru forréttindi sem við munum varðveita.

Nú hafa Red Hat gefið út nýja útgáfu af flaggskipinu sínu, Red Hat Enterprise Linux. Framfarir hafa átt sér stað á öllum sviðum, allt frá ræsingu, netkerfi og upp í grafísk viðmót. Samfara þessu hafa Red Hat uppfært námsefnið og munu Opin kerfi hefja kennslu í febrúar á þessari nýju útgáfu. Hér fyrir neðan eru gerð skil á helstu breytingum í stýrikerfinu.

Linux kjarninn RHEL6 er byggt á linux 2.6.32 og er mælst til þess að fólk nýti sér 64-bita (x86_64) útgáfuna. Helstu breytingar eru stuðningur við 4096 örgjörva og 64TB af minni, svokallaður Tickless kjarni sem veitir mikinn orkusparnað og betri nýtingu á vélbúnaði. Einnig er hægt að „hot“ bæta við minni og örgjörvum á þar til gerðum vélbúnaði og auðvitað á sýndarvélum í KVM. Auk þess hefur verið skipt í Completely Fair Scheduler (CFQ) sem eykur viðbragð stýrikerfisins mikið.

Ræsing RHEL6 ræsingin er nú í höndum Dracut og Upstart í stað Mkinitrd og Sysvinit en kerfisstjórar finna litla breytingu í yfirfærslu á milli kerfanna. Markmið þessara breytinga er að hraða ræsingu og að byggja ræsiferlið meira á einingum (Modular).

Sýndarvélar Kernel Virtual Machines (KVM) koma í stað Xen. Ástæða þessa breytinga er meðal annars sú að Xen tæknin þótti of flókin, ásamt því að KVM var samþykkt af Linux verkefninu og þar af leiðandi hluti af Linux kjarnanum en Xen er úti í kuldanum. Sýndarvélar í KVM keyra sem þjónusta í stýrikerfinu sem gerir það að verkum að auðvelt er að tryggja „high availability“ með Red Hat Cluster suite.

Diskkerfi Nýtt skráarkerfi sem RHEL6 styður er ext4 sem er hraðvirkara en fyrirrennarar þess og skalast upp í allt að 16TB, XFS og GFS2. Hvað varðar tengimöguleika þá er kominn stuðningur við FcoE og iSCSI. LVM sýndardisktæknin er nú komin með stuðning við fjögurra diska speglun. Sjálfvirkt er séð til þess að “partition alignment” sé rétt uppsett og hefur það mjög jákvæð áhrif á afköst.

Minnistækni Kernel Samepage Merging (KSM) er tækni sem sér til þess að finna eins minnissvæði í vinnsluminni og losa upp allt sem tvítekið er. Þetta nýtist mjög vel með KVM þar sem mörg stýrikerfi sem keyra á sama þjóni hafa eins minnisvæði.

Undirritaður hlakkar til ársins 2011 þar sem við saman byggjum upp traust og áframhaldandi langtíma viðskiptasambönd. Njótið Þorrans, Góunnar og lífsins. Með kveðju Gunnar Guðjónsson

2

Nánari upplýsingar veitir Sveinbjörn B. Nikulásson sveinbjorn@ok.is hjá Opnum kerfum í síma 570 1000


Jabra höfuðtól Opin kerfi hafa um árabil verið dreifingaraðili á Íslandi fyrir höfuðtól frá hinum virta framleiðanda GN Netcom sem í dag framleiðir allar sínar vörur undir heiti JABRA. GN Netcom seldi í fyrra 29 milljónir höfuðtóla en markaðshlutdeild þeirra er um 30% á heimsmarkaði og í kringum 50% víða á EMEA svæðinu. Undir merki JABRA eru framleiddar yfir 300 gerðir af höfuðtólum sem flestar ganga með öllum helstu framleiðendum símtækja í heiminum. GN Netcom er í nánu samstarfi við stærstu framleiðendur þessara tækja, eins og Microsoft, Cisco, Avaya og Alcatel sem miðar að ná fram hámarks samþættingu milli símtækis og höfuðtóls.

menn. Með þráðlausu höfuðtóli má leysa þetta vandamál og þannig bæta þjónustustig til muna. Undanfarið hafa komið fram ýmsar skemmtilegar nýjungar frá JABRA. Nýjustu gerðir höfuðtólanna má oft á tíðum einnig samtvinna bæði borðsíma, tölvusíma og jafnvel farsíma en þannig má ná fram mikilli hagræðingu þar sem viðkomandi notar eitt og sama höfuðtólið á mismunandi gerðir símtækja. JABRA býður upp á gott úrval höfuðtóla á breiðu verðbili, allt frá ódýrum og einföldum víruðum höfuðtólum upp í þráðlaus höfuðtól sem tengja má við fjölda breytilegra símtækja.

Mikilvægt er að líkamsstaða sé rétt og að starfsmaður hafi frjálsar hendur meðan á símtali stendur en þetta eitt minnkar líkur á líkamlegum kvillum auk þess að auka afköst og framleiðni starfsmannsins. Samhliða þessari hugsun er mikill metnaður lagður í vinnuvistfræðilega hönnun, einfaldleika sem og fallegt útlit JABRA höfuðtólanna, þannig að þau sé létt og þægileg á eyra og einfalt sé að tengja þau við hvaða símtæki sem er. Rannsóknir hafa einnig sýnt að 75% starfsmanna verja töluverðum tíma frá skrifborði sínu og eru það þá símtæki sem oft valda því að erfiðlega gengur að ná í viðkomandi starfs-

HÉR má skoða vöruframboð höfuðtóla hjá Opnum kerfum

Allar nánari upplýsingar veita sölumenn Opinna kerfa (vidskiptastyring@ok.is) í síma 570 000

Opin kerfi verða Cisco WebEx Partner Nýlega fengu Opin kerfi Cisco WebEx Partner vottun. Opin kerfi leitast við að bæta sig enn frekar í þekkingu á UC lausnum frá Cisco og er Cisco WebEx vottunin enn ein staðfestingin á því. Cisco WebEx er ein vinsælasta veffundarlausn í heiminum í dag með yfir 10 milljónir notenda í hverjum mánuði.

Á aðeins nokkrum sekúndum tengist þú samstarfsfélögum sem gerir þér kleift að funda með hverjum sem er, hvar sem er, hvenær sem er. Fáðu frekari upplýsingar um WebEx og hvernig Opin kerfi geta komið að lausninni fyrir þig. Prófaðu WebEx frítt í 14 daga

HÉR

Allar nánari upplýsingar um WebEx veitir Þórður Jensson (thordurj@ok.is) hjá Opnum kerfum í síma 570 1000

OK viðburðir 17. febrúar 24. febrúar 31. mars 7. apríl 14. apríl

Morgunverðarfundur Morgunverðarfundur Morgunverðarfundur Morgunverðarfundur Morgunverðarfundur

Cisco DataCenter lausnir Nýjungar í Cisco Voice lausnum TimeXtender viðskiptagreindarlausn CRM 2011 Áætlana-og skýrslugerð lykilstjórnenda með viðskiptagreind

Björn R. Martinussen, Data Centre Solution Architect, Cisco. Hafþór H. O’Connor, Norbert de Bruijn, Tore Sagstuen. Heine Krog Iversen, TimeXtender. Stefán R. Stefánsson, Opin kerfi. Jens Bille, Phrophix. Fulltrúi Qlikview í Skandinavíu.

3


Nett og öflug borðtölva Ef vinnurými er kostnaðarsamt eða af skornum skammti gæti HP Pro 3120 Small Form Factor bortölvan verið það sem þú leitar að. Tölvan er aðeins um helmingur stærðar hefðbundinnar turntölvu en býr þó yfir allri þeirri tækni og afli sem prýða þarf góða tölvu í snyrtilegum tölvukassa. HP Pro 3120 er tilbúin til notkunar beint úr kassanum með margreyndri Intel örgjörvatækni. Tölvan styður einnig tengingu við tvo skjái samtímis, hefur DVD skrifara með LightScribe tækni, sem gerir notendum kleift að merkja geisladiska í drifinu, styður allt að 2TB í hörðum diskum og allt að 8GB DDR3 1333MHz vinnsluminni. Ýmis hugbúnaður kemur uppsettur með tölvunni s.s. HP ProtectTools Suite, HP Power Manager, McAfee Total Protection og Microsoft Windows 7 stýrikerfið svo eitthvað sé nefnt.

Í hnotskurn nýtist HP Pro 3120 Small Form Factor borðtölvan nánast í hvaða skrifstofuvinnslu sem er, ásamt því að henta einstaklega vel í skólaumhverfi og á heimili. Tölvan er byggð á traustum grunni og tækni frá HP og kemur í umfangslitlum tölvukassa sem hámarkar vinnurými. Tölvan er fáanleg með eins árs ábyrgð til fyrirtækja, auk þess sem hægt er að framlengja ábyrgðina með HP CarePack í þrjú, fjögur eða fimm ár.

Skoða vöru nánar Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Zebitz (zebitz@ok.is) hjá Opnum kerfum í síma 570 1000

Starfsmaður ársins 2010

Félagslíf OK

Á árshátíð Opinna kerfa sem haldin var á Akureyri í nóvember sl. var starfsmaður ársins valinn líkt og tíðkast hefur um árabil.

Félagslíf starfsmannafélags Opinna kerfa hefur ávallt verið mjög fjölbreytt og lifandi.

Starfsmaður ársins 2010 var valinn Guðbjarni Guðmundsson. Guðbjarni hefur starfað hjá félaginu um árabil sem Cisco sérfræðingur og þykir hafa náð vel þeim markmiðum sem hann hefur sett sér, veitt samstarfsmönnum sínum aðstoð og hvatningu við uppfyllingu sinna markmiða auk þess að bera hag félagsins fyrir brjósti. Við óskum Guðbjarna innilega til hamingju með titilinn starfmaður ársins 2010 og teljum hann vel að honum kominn.

Þann 19. desember á síðasta ári var haldið jólaball í sal Kiwanis að Engjateig. Mæting var góð og ungir sem aldnir sungu hástöfum og dönsuðu kringum jólatréð við fagran söng Helgu Möller og undirspil Magnúsar Kjartanssonar og félaga. Tvo jólasveina bar að garði, þá Kertasníki og Hurðaskelli. Þeir gáfu gotterí og sögðu sögur af sjálfum sér og bræðrum sínum. Eftir dans, söng og glens með jólasveinunum var boðið upp á gómsætar kræsingar. Um 100 manns voru á skemmtuninni og áttu börn og foreldrar góðan dag saman og nutu jólanna alsæl. Við þökkum hljómsveitinni, Kertasníki og Hurðaskelli kærlega fyrir komuna.

Til hamingju Guðbjarni! 4


Námskeið Opinna kerfa 2011 Það er leikur að læra - hjá Opnum kerfum Skráðu þig á námskeið í vor! Námskeið

Kennari

Red Hat kerfisstjórnun I Red Hat kerfisstjórnun II Red Hat kerfisstjórnun III Red Hat hraðnámskeið RHCSA próf RHCE próf Nagios grunnnámskeið Cisco Call Manager grunnnámskeið

Tómas Edwardsson Tómas Edwardsson Tómas Edwardsson Tómas Edwardsson Richard Allen Richard Allen Tómas Edwardsson Hafþór Hilmarsson O’Connor

Lengd í dögum

Verð

Dags. 28.feb-4. mars 14.-17. mars 28.-31. mars 2.-5. maí 6. maí 6. maí 16.-17. maí 21.-24. maí

Skráning Skráning Skráning Skráning Skráning Skráning

2 4

265.000 235.000 235.000 235.000 42.000 69.000 120.000 235.000

3 3 3 3

147.000 147.000 147.000 147.000

23.-25. feb 14.-16. mars 9.-11. maí 30. maí-1. jún

Skráning Skráning Skráning Skráning

5 4 4 4

Námskeið Opinna kerfa og NTV (Haldin í NTV): SharePoint 2010 - notendur SQL Reporting Services SharePoint 2010 - kerfisstjórar CRM 2011 notendanámskeið

Halldór K. Hreimsson Grétar Árnason Halldór K. Hreimsson Stefán R. Stefánsson

Allar nánari upplýsingar um námskeið Opinna kerfa veitir María Ingimundardóttir (maria@ok.is) í síma 570 1000

Windows Small Business Server 2011 Windows Small Business Server 2011 er kominn út. Þessi vinsæla útgáfa stýrikerfis fyrir netþjóna er nú með enn auðveldara aðgengi starfsmanna að mikilvægum gögnum sínum utan skrifstofunnar.

Sú útgáfa veitir möguleika á leitun gagna og greiningu ásamt skýrslugerð á mikilvægustu gögnum fyrirtækisins svo stjórnendur geti tekið réttar ákvarðanir byggðar á staðreyndum gagnanna.

Útgáfan er sérhönnuð fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki með allt að 75 starfsmönnum. Nýja útgáfan uppfyllir grunnþarfir fyrirtækja varðandi samkeppnishæfni í viðskiptaumhverfi þar sem framleiðni ásamt réttri miðlun upplýsinga og gagna eru nauðsynleg.

Enn smærri fyrirtæki geta búið sig undir komu Windows SBS 2011 Essentials á árinu, og verður sú útgáfa fyrir 25 notendur eða færri. Þar með hefur Microsoft komið enn betur til móts við fyrirtæki sem þurfa einfaldari stýrikerfi fyrir netþjóna, sem tryggir grunnrekstur án mikils tilkostnaðar. Windows SBS 2011 Essentials er sérsniðin fyrir fyrirtæki sem nýta sér þjónustur á netinu fyrir sinn rekstur.

Með Windows SBS 2011 fylgir öruggt aðgengi að tölvupósti, tengiliðum, dagatali og skrifstofuhugbúnaði frá hverri nettengdri tölvu starfsmanna sem þurfa að tengjast utan skrifstofunnar. Starfsmenn geta auðveldlega unnið saman og dreift skrám innbyrðis í rauntíma, samnýtt jaðarbúnað ásamt þeirri vissu að sjálfvirk afritunartaka tryggi örugga endurheimt týndra eða glataðra gagna vegna mannlegra mistaka. Fyrir fyrirtæki sem þurfa að vinna við gagnagrunna er nú hægt að bæta við Windows SBS 2011 Premium viðaukanum.

Allar nánari upplýsingar veitir Árni Haukur Árnason (arnihaukur@ok.is) í síma 570 1000

5


Nýtt starfsfólk Guðjón Magnússon 1.11.2010 Guðjón starfar sem sérfræðingur og ráðgjafi Microsoft grunnlausna á lausnasviði Opinna kerfa. Guðjón starfaði áður m.a. hjá UTF og EJS. Við bjóðum Guðjón velkominn í hópinn.

Halldór Hrafn Gíslason 1.2.2011 Halldór Hrafn bættist í hóp starfsmanna á lausnasviði og starfar sem sérfræðingur. Áður starfaði hann m.a. hjá TMSoftware og Hringiðunni. Við bjóðum Halldór Hrafn velkominn í hópinn.

Ólafur Búi Ólafsson 1.2.2011 Ólafur Búi hóf störf á búnaðarsviði nú í byrjun febrúar sem Cisco sérfræðingur. Ólafur starfaði áður m.a. hjá Svar Tækni og SKH Hugbúnaði. Við bjóðum Ólaf Búa velkominn í hópinn.

Sveinbjörn Breiðfjörð Nikulásson 1.1.2011 Sveinbjörn starfar sem Open Source sérfræðingur á búnaðarsviði og kom til félagsins frá Upplýsingatæknimistöð Reykjavíkurborgar. Hann er Opnum kerfum að góðu kunnur og starfaði áður hjá félaginu á árunum 20072008. Velkominn heim Sveinbjörn.

Microsoft Lync Í nóvember 2010 gaf Microsoft út nýja útgáfu af Office Communicator Server (OCS) undir nýju heiti, Microsoft Lync 2010. Mikil eftirvænting var fyrir þessari útgáfu og sérfræðingar Opinna kerfa unnu hörðum höndum að undirbúningi fyrir nýju útgáfuna. Þeir sóttu námskeið og vottanir erlendis sem gerði þeim kleift að hefja innleiðingar og uppfærslur hjá viðskiptavinum Opinna kerfa strax frá fyrsta degi. Margar umfangsmiklar breytingar eru frá eldri útgáfu og má þar á meðal nefna að LiveMeeting er ekki lengur sér forrit heldur hluti af Lync client og getur notandinn gert allt frá þessum eina client. Þá hefur símahluti Lync tekið miklum framförum og nú má finna alla helstu eiginleika í Lync sem tilheyra hefðbundnum símkerfum. Fyrir þá sem ekki þekkja til, er Lync samskiptakerfi frá Microsoft sem gerir samskipti við viðskiptavini, samstarfsmenn og aðra tengiliði mun auðveldari þar sem margir þættir sameinast í einu kerfi; spjall, viðvera, símkerfi og fjarfundir. Viðmót kerfisins svipar til Microsoft Messenger (MSN) sem fjölmargir kannast við en býður þó upp á mun fleiri möguleika í samskiptum. Microsoft Lync getur nýst sem símstöð fyrirtækisins og gefur kost á að losa starfsmenn við hefðbundna símstöð. Fjarfundarhlutinn gerir starfsmönnum keift að sækja fundi hvaðan sem er og allt sem þarf er höfuðtól með hljóðnema og vefmyndavél fyrir myndfundi.

Allar nánari upplýsingar veitir Árni Haukur Árnason (arnihaukur@ok.is) í síma 570 1000

Lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu semur við Opin kerfi um kaup á tölvubúnaði Að undangengnu vel heppnuðu örútboði með milligöngu Ríkiskaupa var samið við Opin kerfi um kaup á HP tölvubúnaði fyrir embættið.

„Tilboð Opinna kerfa var hagstæðast og búnaðurinn sem boðinn var uppfyllti vel okkar þarfir og því var gengið til samninga við félagið“ segir Einar að lokum.

Að sögn Einars Karls Kristjánsonar var endurnýjunarþörfin orðin mikil enda hefur ekki verið nein endurnýjun í útstöðvum síðastliðin 2 ár vegna mikils aðhalds í rekstri.

Opin kerfi bjóða Lögregluembættið á höfuðborgarsvæðinu velkomið í stóran og myndarlegan viðskiptamannahóp félagsins og hlakka til að þjónusta það í framtíðinni.

„Áður fyrr var sú regla að skipta út þriðjungi af búnaði ár hvert en sá búnaður sem nú verður endurnýjaður er orðinn 5 ára gamall og þörfin því orðin knýjandi“ segir Einar Karl.

6


Áreiðanlegur netþjónn Mörg smærri fyrirtæki líta framhjá þeim möguleika sem felst í því að vera með miðlægan netþjón, og er fjárskortur eða vantrú á þörf þeirrar lausnar helstu ástæður þeirrar ákvörðunar. Flest þessara fyrirtækja velja að geyma gögn á borðtölvum á meðal notenda með einföldu jafningjaneti (P2P) og getur sú lausn virkað um hríð. Sé vöxtur fyrirtækisins hinsvegar með þeim hætti að sífellt erfiðara verður að stjórna og vernda gögnin þá er lausnin miðlægur netþjónn líkt og HP MicroServer. Hinn nýi MicroServer netþjónn býður upp á marga sömu eiginleika og finnast í stærri turnþjónum. Fyrir fyrirtæki með 4–10 starfsmenn er þessi lausn sérlega hagkvæm þegar þörfin fyrir miðlægar netkerfislausnir hefur aukist. HP MicroServer er mjög hljóðlátur og því hægt að staðsetja hann nánast hvar sem er á skrifstofunni. Stærð hans er talsvert minni en hefðbundinnar skrifstofutölvu.

SATA drif eða að hámarki 8 TB diskapláss sem hægt er að setja gagnaspeglun í RAID 0 eða 1. Pláss er fyrir geisladrif í netþjóninum. Einnig er hægt að nota það pláss til að setja svokallaðan RDX afritunardisk sem hægt er að nýta í afritunartöku. Hann má auðveldlega taka með sér, sé þörf á að fara með afrit úr húsi. Stuðningur er við öll helstu stýrikerfi. Windows Server 2008 Foundation og standard útgáfur af Windows Server og Red Hat Linux 5.5, Ubuntu og Windows 7 Pro.

Skoða vöru nánar

Fjölda tengimöguleika er að finna á þessum netta netþjóni, og ber helst að nefna VGA, Gigabit netkort, eSATA tengi og sex USB 2.0 tengi ásamt tveimur lausum PCI Express raufum (x16 og x1) MicroServer hefur pláss fyrir fjóra 3.5 tommu SATA diska sem skrúfast í hentuga sleða. Hvert diskarými getur hýst 2 TB

Allar nánari upplýsingar veitir Arnar Kjærnested (arnar@ok.is) hjá Opnum kerfum í síma 570 1000

Bjór og keila 2011 Opin kerfi hafa um árabil boðið öllum helstu viðskiptavinum sínum á viðburðinn “Bjór og keila” og átt með þeim góða samverustund í Öskjuhlíðinni. Viðburðurinn hefur ávallt vakið mikla lukku og verið afskaplega vinsæll. Í ár var einstaklega góð mæting eða rúmlega 300 manns og fjölbreyttur hópur viðskiptavina skemmti sér konunglega saman. Kjeld Jersild Olsen forstjóri HP í Danmörku var einnig á meðal gesta. Allar keilubrautir, leiktæki, sem og pool- og billjard borðin voru okkur til umráða þetta kvöld og allir gátu fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

SKOÐA ALLAR MYN DIR

HORFA Á MYNDBAN D FRÁ BJÓR OG KEILU

Að sjálfsögðu voru veitt verðlaun fyrir besta árangurinn í keilu og í ár var það Arnar Bjarnason hjá Fastus sem bar sigur úr bítum. Hann hlaut í verðlaun hina vinsælu Flip Mino HD myndbandsupptökuvél. Í öðru sæti var Hlynur Sigurðsson hjá Reykjavíkurborg og fékk hann HP Photosmart fjölnotatæki í verðlaun. Til hamingju með þetta strákar. Opin kerfi vilja þakka viðskiptavinum sínum kærlega fyrir samveruna og frábært kvöld! Sjáumst hress að ári.

7


HP Preferred Partner á Íslandi Hewlett Packard í samstarfi við Opin kerfi, dreifingar- og þjónustuaðila HP á Íslandi hafa tilnefnt Omnis og Tölvu- og rafeindaþjónustu Suðurlands (TRS) sem HP Preferred Partner á Íslandi 2011.

Opin kerfi óska Omnis og TRS innilega til hamingju með árangurinn.

Opin kerfi, Omnis og TRS hafa átt mikið og farsælt samstarf á undanförnum árum og munu vaxa áfram með þessum samningi. Pétur Bauer framkvæmdastjóri Innkaupa- og dreifingasviðs hjá Opnum kerfum segir þetta vera heilladrjúgt skref fyrir Omnis, TRS og Opin kerfi. „Með þessu fáum við

fleiri aðila til að halda merkjum HP á lofti og þekking á lausnum frá HP eykst til muna. Omnis og TRS hafa verið góðir samstarfsaðilar í mörg ár og mun það samstarf styrkjast enn frekar við þetta skref“ segir Pétur. Omnis var, í nóvember sl., fyrsta fyrirtækið á Íslandi, fyrir utan Opin kerfi, til að ná eins víðtækum samningi við HP. TRS fylgdi í kjölfarið núna í lok janúar. Eggert Herbertsson framkvæmdastjóri Omnis segir það stórt skref fyrir félagið að ná þessu samkomulagi við stærsta fyrirtæki heimsins á sviði upplýsingatækni. „Því er ákaflega

mikilvægt fyrir okkur að geta boðið viðskiptavinum okkar góða ráðgjöf og þjónustu á besta verði. Lausnir frá HP hafa alltaf verið mikilvægar í vöru- og þjónustuframboði Omnis. Við höfum lagt á það mikla áherslu að fá vottanir frá okkar birgjum og samstarfsaðilum og er þetta mjög stórt skref í þeirri vinnu.“ segir Eggert. Christina Kuhnel, HP Partner Business Manager segir samninginn samræmast markmiðum HP um fjölgun samstarfsaðila sem hafa bestu þekkingu á HP lausnum og skýra stefnu um að bjóða vöru HP á markaðnum. Omnis og TRS hafa staðið sig vel í fjölda ára við sölu og þjónustu á lausnum frá HP. Þetta samkomulag er því rökrétt framhald af þessu samstarfi.

Opin kerfi, 1. tbl. 22. árg. febrúar 2011 Útgefandi: Opin kerfi ehf. Sími: 570 1000 Bréfsími: 570 1001 Veffang: ok@ok.is Ábyrgðarmaður: Gunnar Guðjónsson Ritstjórn og umsjón: Rán Bjargardóttir

Pétur Bauer, Eggert Herbertsson, Christina Kuhnel og Bjarki Jóhannesson

Omnis er alhliða upplýsingatæknifyrirtæki með meginstarfsemi í Reykjanesbæ, á Akranesi og í Borgarnesi. Fyrirtækið rekur þrjár verslanir og verkstæðisþjónustu fyrir einstaklinga á þessum svæðum, en er auk þess með öfluga fyrirtækjaráðgjöf og tækniþjónustu sem sinnir fyrirtækjum á Vesturlandi og Suðurnesjum. TRS rekur öflugt þjónustufyrirtæki og verslun á Selfossi. Fyrirtækið er með viðurkennt viðgerðarverkstæði og hefur að skipa öfluga netdeild sem sér um tölvukerfi hjá fjöldanum öllum af fyrirtækjum og stofnunum á Suðurlandi. Þá bjóða TRS einnig upp á rekstrar- og þjónustusamninga þar sem stjórnendur hafa aðgang að tæknimanni og gott eftirlit er með álagsvinnslum í tölvukerfum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.