Öruggur staður fyrir gögnin þín
Netafritun Opinna kerfa er hýst afritunarlausn fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja afritun á öruggan máta án þess að hafa afritunarbúnað hjá sér. Afritun fer fram yfir netið eða sér línu og eru afrit geymd í öruggum vélasölum Opinna kerfa. Netafritun gerir viðskiptavinum kleift að stýra alfarið eigin afritunartöku. Viðskiptavinir geta sjálfir stillt afritun, framkvæmt afrit og endurheimt. Einnig er boðið upp á þjónustusamning þar sem Opin kerfi fylgja eftir afritun.
Kostir netafritunar:
Mikil þægindi fylgja netafritunarþjónustu Opinna kerfa
• Sjálfvirkt • Enginn vélbúnaður • Gagnageymsla á annarri staðsetningu • Öruggt • Einfalt í rekstri • Skýrslur fylgja • Sjálfvirkar villumeldingar • Endurheimt gagna þægileg
þar sem afritun er sjálfvirk, utanumhald í lágmarki og ekki þörf á að skipta um spólur eða diska. Kerfið er einfalt í notkun og sendir skilaboð í tölvupósti um hvort afrit hafi tekist eða ekki. Endurheimt gagna er mjög einföld og skýrslur fylgja með. Ekki er þörf á sérstökum vélbúnaði og hægt er að afrita ólík kerfi og grunna. Öryggi er haft í fyrirrúmi og eru skrár dulkóðaðar fyrir sendingu. Netafritun styður Windows, Mac OS X, Netware og öll helstu Linux og Unix kerfi.
Nánari upplýsingar veitir Íris Kristjánsdóttir (iris@ok.is) hjá Opnum kerfum í síma 570 1000
Hefur þú færustu sérfræðingana þér við hlið? Höfðabakka 9 | Sími: 570-1000 | Fax:570-1001 | www.ok.is | ok@ok.is