HTH Eldhúsinnréttingar

Page 1

2012

NÝJUNGAR


Sjáðu eldhúsið Í nýju ljósi Takið næsta skref og opnið dyrnar að ferskum hugmyndum. Leyfið ykkur eitthvað nýtt og njótið vel. Hjá HTH starfa sérfræðingar í nýjum sjónarhornum, sérfræðingar sem vilja hjálpa til við að finna hugmyndir að draumaeldhúsinu.

Það er auðvelt að festast í fyrirfram gefinni hugmynd um hvernig hlutirnir eiga að vera. Það er samt hægðarleikur að komast uppúr því fari í áttina að skapandi hugsun. Í sumum tilfellum kallar það á stórtækar aðgerðir , en stundum nægir lítil breyting. Þið getið reitt ykkur á að fá frá okkur hugmyndir sem opna augun fyrir nýjum möguleikum sem leiða síðan til glæsilegra lausna. Hjá HTH er horft út fyrir kassann og venjulegir hlutir teknir nýjum tökum.

Islandsk udgave?

Á „matseðli“ okkar er úr nógu að velja og sérstaða hans felst meðal annars í fjölbreyttu samspili verðs og þjónustustigs. Við endurskoðum úrvalið tvisvar á ári, þannig að alltaf er von á nýjum hugmyndum og nýjum lausnum. Í þessum bæklingi er að finna það nýjasta frá HTH, þar á meðal frábærar hugmyndir fyrir eldhúsið, hugmyndir sem ætlað er að hjálpa ykkur til að sjá hlutina í nýju ljósi og finna fullkomna lausn.

Hjá HTH er horft út fyrir kassann og hið venjubundna tekið nýjum tökum. PAGE 3

Engir tveir eldhúsdraumar eru eins. Samt sem áður eigið þið það sameiginlegt með öðrum, að vilja eldhús sem er allt öðruvísi en það gamla. Þið viljið breytingar – glænýtt útlit, hrifningu og ánægju.


Nýjungar 2012 concept

Að breyta eldhúsi í eyju HTH hefur endurskapað eldhúseyjuna og hannað nýja einingu.

Model Concept Hvíttuð Eik/Spónlögð

PAGE 5

Einföld, stílhrein og sparar pláss: Rennihurðir, útdraganlegir skápar og bókahillur – allt er innan seilingar.


Nýjungar 2012

HTH hefur fundið nýja leið til að örva hugmyndaflugið og auðvelda ykkur að sjá eldhúsið frá nýju sjónarhorni.

ÚR VIÐJUM VANANS Ekki er allt sem sýnist – hið augljósa getur reynst blekking ein. Jörðin er ekki flöt og tunglið er ekki úr osti. Prófið að gera lista um hvað ykkur þykir sjáfsagt varðandi eldhús og spyrjið svo „en hvað ef...?“ Tökum sem dæmi: Eldhúseyjur er oftast ferningslaga, en hvernig myndi koma út að hafa hana lengri í annan endann? Hlutirnir þurfa ekki alltaf að vera eins og fyrstu hugmyndir okkar um þá segja til um.

HUGSUM TIL ALLRA ÁTTA Lítum á eldhúsið sem hluta af stærri heild. Hvernig nýtist plássið sem best til þeirra hluta sem því er ætlað? Væri hægt að hugsa sér sjónvarpshorn þar? Lítið borð? Innbyggðan vínrekka? Hver segir að það eigi að geyma fína postulínsstellið í eldhúsinu? Takið mið af félagslegu þáttunum þegar drögin eru lögð að nýja eldhúsinu. ÞAÐ SKRÝTNA ER SKEMMTILEGT Draumaeldhúsið sprettur af tilfinningum og hugsun, en taktu líka mark á því sem pirrar. Hlutir sem þér finnst vera útí hött kunna að reynast mesta snilldin þegar upp er staðið. Hola í vegg og tveir barstólar – þar með er komin þessi fína morgunverðaraðstaða. Borð sem leggja má saman og þar með er komin lausn fyrir lítið eldhús.

BREYTIÐ Þótt það það séu aðeins um 30 stafir í stafrófinu verða á hverjum degi til fjöldi frumlegra setninga, þar sem orðunum er raðað upp á nýjan og óvæntan hátt. Með sama hætti er sérhvert eldhús samansafn mismunandi eininga sem má raða upp á ótal vegu og skapa nýjar lausnir. Hvernig getið þið gætt eldhúsið nýju lífi? Því ekki að nota efri skápa sem neðri skápa? Biðjið vin að skreyta vegginn. Skoðið málið frá nýju sjónarhorni og sjáið hvað gerist.

PAGE 7

VIRKIÐ DRAUMINN Ólíkt því sem gerist í raunveruleikanum eru draumar engum takmörkunum háðir. Hvernig væri draumaeldhúsið í fullkomnum heimi ef peningar og tími skiptu ekki máli? Gefið draumunum lausan tauminn, festið hugmyndirnar á blað og hver veit nema að þær reynist raunhæfar.

FERSKAR HUGMYNDIR

FERSKAR HUGMYNDIR Varpa nýju ljósi á eldhúsið


Nýjungar 2012 Ný tækifæri opnast þegar hugsað er út fyrir kassann.

Hér má sjá hvernig opið rými, djarfir litir og aðgengilegt skápapláss mynda í sameiningu einstakt og aðlaðandi svæði. Að sjálfsögðu eru smáatriðin líka spennandi – höldur sem auðvelt er að höndla, hinar einstöku HTH veggjaklæðningar og innbyggðu LED-ljósin.

Mono

MEÐ OPNUM HUGA

PAGE 9

Model Mono/Karrýgult – Sprautulakkað Model Mono/Koksgrátt – Sprautulakkað


Nýjungar 2012

RÚMGOTT SVÆÐI FYRIR LÍFSGLATT FÓLK Einfalt, opið eldhús sem tekur mið af fjölbreyttum þörfum fjölskyldunnar.

Eldhústækjunum er smekklega fyrirkomið í háar veggeiningar og innbyggð ljósin undirstrika fallegt útlitið.

PAGE 11

Concept

Model Concept Beyki/ Hvítt – Harðplast


Nýjungar 2012

RÉTTA BLANDAN Þegar gerðar eru tilraunir með samsetningu efnis og lita opnast nýjir heimar.

Hér sjáum við stílhreina blöndu af náttúru-eik og koksgráum harðplasthurðum. Hin lága veggeining skapar létt og frjálslegt andrúmsloft.

PAGE 13

Concept

Model Concept Spónlögð Eik/Grátt – Harðplast


Nýjungar 2012 Mono

NÝTT SJÓNARHORN Við höfum brennandi löngun til að þróa nýjar hugmyndir og sjá hlutina út frá nýjum og nýjum sjónarhornum.

Model Mono/Hvítt – Sprautulakkað

PAGE 15

Hér höfum við fundið nýja lausn fyrir stóra geymsluskápinn með því að hafa hann með rennihurð sem er haganlega komið fyrir í innréttingunni.Takið eftir því hve fjarðlægð neðri skápanna frá gólfi gefur eldhúsinu létt yfirbragð.


Nýjungar 2012 Sense

SÍGILD SAMSETNING Þetta bjarta og aðlaðandi eldhús býður ykkur velkomin heim.

Model Sense/Hvítt – Sprautulakkað

PAGE 17

Smekkleg smátriði gefa þessari nýju Sense eldhúsinnréttingu rómantískt svipmót. Veitið athygli skrautlistum á milli skápaeininganna.


Nýjungar 2012

HIN NÝJA NAUMHYGGJA Hið nýja Next-módel er skýrt dæmi um það sem gerist þegar hugsað er útfyrir kassann með minimalismann að leiðarljósi.

Hér er að finna einfaldan hreinleika í samspili við háglansáferð, faldar höldur og mikið geymslupláss. Bætið við húsgögnum í afgerandi stíl og þið eruð komin með eldhús sem er einfalt og með persónulegu yfirbragði.

PAGE 19

next

Model Next/Hvítt Háglans – Sprautulakkað


The MaxiKlasse™ Oven

JAHRE AN ERFAHRUNG

AFKASTA MESTU OFNARNIR

GÆÐIN HALDAST Í HENDUR VIÐ STÆRÐINA

Nýtanlegt rými nýju AEG-ofnanna er komið upp í 74 lítra. ThermiCo blásturskerfið sér um að hitinn dreifist jafnt um allan ofninn og tryggir jafnan bakstur og um leið hámarksárangur. Hurðin er með ljúflokun sem auðveldar störfin. Þetta er ofn sem hæfir fallegri eldhúsinnréttingu. www.aeg-home.dk

IS MaxiKlasseOven SP 300x245 125 DE AEG.indd 1

02/04/2012 11:55

www.hth-kitchen.com


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.