2012
BAÐHERBERGIÐ
BAÐHERBERGIÐ MEÐ NÝJUM AUGUM Þegar hugað er að nýju útliti baðherbergisins eru möguleikarnir nánast óþrjótandi – skiptir þá engu hvort það er stórt eða lítið. Fjölbreytt geymslurými ásamt öllum litlu smáatriðunum skapa andrúmsloft þæginda og glæsileika. Við hjá HTH getum komið með hugmyndir sem veita ykkur innblástur til að sjá baðherbergi ykkar í nýju ljósi og aðstoðum ykkur síðan við að gera draumabaðið að veruleika.
Við hjá HTH veitum ykkur innblástur til breytinga sem glæða ekki aðeins baðherbergið nýju lífi heldur einnig ykkur – líkama og sál. Jafnvel þótt þið viljið breytingar getur verið erfitt að sjá þær fyrir sér þegar um jafn lítið rými er að ræða og baðherbergi. Því kemst fólk oft að þeirri niðurstöðu að litlu sé hægt að breyta. Við höfum sérhæft okkur í því að sjá hlutina í nýju ljósi og þekkjum því möguleikana og hvernig á að útfæra þá. Við hjálpum ykkur við að sjá tækifæri í stað takmarkana. Við hlustum á óskir ykkar og leggjum okkur fram um að finna lausnir sem koma ykkur skemmtilega á óvart.
Ráðgjafar okkar fylgjast vel með nýjustu straumum og hafa mikla ánægju af því að nýta þá til að uppfylla kröfuna um góða fjárfestingu sem gegnir hlutverki sínu og heldur fallegu útliti um langa framtíð. Við undirbúninginn spyrjum við ykkur ekki síður út í lífstíl ykkar og framtíðarplön en hvort þið séuð hrifnari af klassískri útfærslu eða því nýjasta í litum og efnivið. Þessi bæklingur færir ykkur það nýjasta í baðinnréttingum ásamt áhugaverðum sjónarhornum sem kunna að nýtast ykkur við að hugsa baðherbergið upp á nýtt.
VIÐ HJÁ HTH HÖFUM ALLTAF HAFT STERKA TILHNEIGINGU TIL AÐ STOKKA HLUTINA UPP Á NÝTT. BLS. 3
Flestir sækjast eftir gagngerðri breytingu þegar þeir leiða hugann að nýju baðherbergi, en hugmyndirnar um hina endanlegu útkomu eru að öðru leyti ólíkar.
Baðherbergið 2012
DRAUMAEYJAN HTH kynnir til sögunnar baðherbergiseyjuna – fullkomið dæmi um það nýjasta í baðinnréttingum nútímans.
Listrænt og hentugt. Hvítar eikarframhliðar mynda fullkomna andstæðu við svart glerið sem er í rennihurðunum.
BLS. 5
concept
Model Concept/Hvíttuð Eik/Spónlögð
Baðherbergið 2012 concept
NÝJAR LÍNUR Í NÝJUM HÆÐUM
BRJÓTUM LITARAMMANN
Flöturinn er brotinn upp með því að hafa veggskápana ekki í sömu línu.
Leikum með litina – líka í litlum baðherbergjum.
Þessi óhefðbundna uppröðun veggskápanna gefur baðherberginu sérstakan blæ. Hin dökka og grófgerða áferð skápanna mynda sterka andstæðu við einfaldleika hins hvíta rýmis. Veitið sérstaka athygli að innfeldu ljósunum í speglinum.
Þótt rýmið sé lítið ættuð þið aldrei að vera feimin við að leyfa litum að njóta sín. Koksgráar harðplast hurðirnar mynda fallega andstæðu við lakkaðan eikarpanelinn.
Her skaber åbne vidder, vovede farver og masser af skabsplads et unikt og indbydende rum. Som selvfølgelig har masser af spændende detaljer: specialdesignede grib-let-greb, HTHs unikke vægpanelsystem og indbyggede LED-spot.
Model Hacienda/Viðaráferð/Svart
Model Concept Spónlögð Eik/Grátt – Harðplast
Model Mono/Ginger Model Mono/Koksgrå
Open your mind
BLS. 7
Nye muligheder opstår, når man tænker nyt med omtanke.
Baðherbergið 2012 next
NÚTÍMALEG NAUMHYGGJA
Auð horn gefa tilfinningu fyrir auknu rými.
Hér ræður hin nýja naumhyggja ríkjum með glansandi áferð og „frjálsum“ veggeiningum.
Hönnun og notagildi vinna vel saman þegar bil er haft á milli skápaeininga og horna. Fjarlægð veggeininganna frá gólfi vekur tilfinningu fyrir léttleika.
Framhliðar í háglans, ífræst grip og mikið hagnýtt skápapláss gefur baðherberginu einfalt og nútímalegt yfirbragð.
Model Mono/Hvítt – Sprautulakkað
Model Next/Hvítt Háglans – Sprautulakkað
BLS. 9
HORN OG HLUTFÖLL
Baðherbergið 2012
HÖGGMYNDASTÍLL Með því að hafa fjölbreytileika í hæð og dýpt eininganna sver innréttingin sig í ætt við höggmyndalistina.
Nýstárlegir vinklar og lifandi línur minna á töfrandi landslag heimskautanna.
BLS. 11
Mono
Model Mono/Hvítt – Sprautulakkað
Baðherbergið 2012 next
SVIGRÚM OG VELLÍÐAN
HREINT OG BEINT
Open your mind
Ekkert jafnast á við heitt og notalegt bað að loknum erfiðum vinnudegi.
Speglar geta skapað tilfinningu um aukið rými. Hugmynd sem hentar fyrir lítil baðherbergi.
Nye muligheder opstår, når man tænker nyt med omtanke.
Hinar nýju höldulausu háglanshurðir frá HTH fara allsstaðar vel. Markviss hönnun þar sem falleg neðri eining er skýrt afmörkuð með borðplötum.
Model Straight/Hvítt – Sprautulakkað
Model Next/Hvítt Háglans – Sprautulakkað
Model Mono/Ginger Model Mono/Koksgrå
BLS. 13
Hér eru ýmsir djarfari þættir komnir til sögunnar. „Frjálsar“ veggeiningarnar kallast fallega á við baðkerið og spegilveggurinn „stækkar“ herbergið.
Her skaber åbne vidder, vovede farver og masser af skabsplads et unikt og indbydende rum. Som selvfølgelig har masser af spændende detaljer: specialdesignede grib-let-greb, HTHs unikke vægpanelsystem og indbyggede LED-spot.
Með því að stilla saman klassískum hurðum og nútímalist má ná fram afar persónulegum blæ.
Baðherbergið 2012
MAGNAÐ SAMSPIL
Svæðið í kringum vaskinn er afmarkað með tveimur háum skápaeiningum. Takið sérstaklega eftir heilsteypta vaskinum.
BLS. 15
scandinavian classic
Model Scandinavian Classic/Vanilla – Sprautulakkað
Baðherbergið 2012
EINSTAKLEGA GLÆSILEGT Þar sem svigrúm gefst er hægt að ná fram afar glæsilegu útliti með láréttum línum.
Breiðar skúffur úr bæsaðri eik undir drapplitri, heilsteyptri plötu með ífelldum vöskum gefa baðherberginu einstaklega glæsilegt yfirbragð.
BLS. 17
seven
Model Seven/Bæsuð Eik, Svört – Spónlögð
Teflið saman hvössum brúnum, hringlaga formum og marvíslegum efniviði.
Baðherbergið 2012
MAGNAÐAR ANDSTÆÐUR
Hvítur háglans myndar fullkomna andstæðu við svarta og grófa áferð eikarinnar. Skúffur og skápar eru með ífræstu gripi og mikið geymslupláss er í háum og grönnum veggeiningunum.
BLS. 19
seven
Model Seven /Bæsuð Eik, Svört – Spónlögð Model Seven /Hvítt – Sprautulakkað
Sjá framhlið
BLÆBRIGÐI Til að ná fram fáguðu yfirbragði er tilvalið að nota mismunandi blæbrigði af sama litnum.
Hér gefur að líta hvernig bláir pastel-litaðir neðri skápar með ífræstu gripi tengjast heilsteyptri þykkri borðplötu með ífeldum handlaugum. Í kringum þessa friðsælu einingu er hægt að leika sér með hin ýmsu blæbrigði litarins á veggjum og gólfi. Innbyggðir, rúmir fataskápar henta vel stórri fjölskyldu.
Model Plain/Pastel Blátt – Sprautulakkað