Frambokin - knattspyrnufelagið FRAM i 100 ar

Page 1

frambokin Knattspyrnufélagið Fram í 100 ár

stefán pálsson



FRAMBÓKIN Knattspyrnufélagið Fram í 100 ár



Stefán Pálsson

FRAMBÓKIN Knattspyrnufélagið Fram í 100 ár

Knattspyrnufélagið Fram 2009


Frambókin - Knattspyrnufélagið Fram í 100 ár Texti: Stefán Pálsson Umbrot: Páll Hilmarsson Próförk: Morfem ehf. Kápa: Ragnar Helgi Ólafsson Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. Meginmál er sett með 11 punkta Sabon á 15 punkta fæti Myndatextar eru settir með 10 punkta Sabon á 13 punkta fæti Pappír: 135 gr. UPM-Finess Premium silk Knattspyrnufélagið Fram 2009 ISBN: 978-9979-70-579-6


Efnisyfirlit Ávarp formanns

7

Inngangur

8

„Við svörum ykkur með kanónunum!“

Knattspyrnan 1908 til 1927

„Dugnaðarmönnum er ekki hægt að halda niðri“

327

Ýmsar deildir 1972 til 2008

Ekki fyrir hjartveika!

285

Handknattleikurinn 1993 til 2008

Fjölgreinafélagið Fram

255

Knattspyrnan 1985 til 1991

Aftur í fremstu röð

235

Körfuknattleikur og blak 1969 til 1991

Gullöld Ásgeirs Elíassonar

203

Handknattleikurinn 1973 til 1993

Unglingar stofna íþróttadeildir

171

Knattspyrnan 1973 til 1984

Karlar í kreppu og kraftakonur

127

Knattspyrnan 1946 til 1972

Landnám í Safamýri

85

Handknattleikurinn 1940 til 1972

Strákager í gamalli grjótnámu

49

Knattspyrnan 1928 til 1945

Af moldargólfi í höll

11

351

Knattspyrnan 1992 til 2008

Töflur

393

Heimildaskrá

397


Horft yfir félagssvæði Fram um miðjan níunda áratuginn.


Ávarp formanns

K

nattspyrnufélagið Fram er ásamt öðrum rót­ grónum íþróttafélögum einn af föstu punktunum í tilveru okkar. Félagið hefur lifað af erfið fyrstu skref, tvær heimsstyrjaldir sem og aðrar upp- og niðursveiflur í þjóðfélaginu, með sóma. Á seinustu árum og mánuðum hefur ýmislegt í íslensku þjóðlífi breyst, en ekki Fram. Samfélagslegt mikilvægi félagsins er ótvírætt. Fyrsta maí 2008 varð Knattspyrnufélagið Fram 100 ára. Nú ári seinna kemur út afmælisbók sem spannar sögu félagsins þessi 100 ár. Stefán Pálsson sagnfræðingur fékk lausann tauminn frá aðalstjórn félagsins í efnistökum, sem og uppbyggingu bókarinnar. Afraksturinn er kominn í hús og er glæsilegur. Fyrir hönd Fram vil ég þakka ritnefnd bókarinnar sem og þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn fyrir vel unninn störf. Stefáni þökkum við sérstaklega. Árið 1946 fluttist Fram úr miðbænum og upp í Skipholt. Eignaðist Fram þá fyrst reykvískra íþróttafélaga sinn heimavöll og sitt félagsheimili. Í Skipholti var Fram til ársins 1972 en þá fluttist félagið í Safamýri. Þar hefur aðstaðan batnað jafnt og þétt. Tilkoma íþróttahús Fram árið 1994 olli straumhvörfum. Viðbygging við íþróttahúsið sem tekin var í notkun árið 2005 færði félagsaðstöðuna í betri farveg. Framörum hefur ávallt líkað vel í Safamýrinni. Á 100 ára afmælisdegi Fram var undirritaður samningur við Reykjavíkurborg um flutning Fram upp í Úlfarsárdal í austurhluta borgarinnar. Þetta mun því vera í þriðja skipti sem Fram flytur aðsetur sitt innan borgarinnar. Fram mun í hinu nýja hverfi þjóna íbúum Úlfarsárdals, Úlfarsfells og Grafarholts. Fram mun einnig þjóna íbúum Háaleitishverfis á sama hátt og það hefur gert undanfarin ár. Þannig mun það vera þangað til um annað verður samið. Í Úlfarsárdal fær Fram aðstöðu sem á sér ekki sinn líkan á Íslandi.

Knattspyrnufélagið Fram er í raun ekkert annað en þeir félagsmenn sem hafa vilja til og áhuga á að starfa fyrir félagið á hverjum tíma. Fram hefur borið gæfu til að eiga fólk sem af ást við félagið er tilbúið að gefa af sér og gera það sem þarf fyrir atburði, stóra sem smáa. Allir Framarar kannast við þessa fórnfúsu einstaklinga. Án þessara sjálfboðaliða væri starfið ekki jafn blómlegt. Framarar eiga þessum einstaklingum mikið að þakka. Það eru margar ástæður sem gera mann að einlægum stuðningsmanni íþróttafélags. Ein ástæðan er sú að stjórnendur Fram hafa alltaf litið á félagið sem uppeldis­ stofnun. Félagið hefur verið heppið með leiðbeinendur, stjórnendur og þjálfara. Stefnan er að ala upp hlið við hlið keppnismann og stuðningsmann. Allir krakkar, allir unglingar, fá besta uppeldi sem hægt er að hugsa sér. Öllum skal vera komið til manns. Innan Fram starfa fimm deildir. Knattspyrnudeild, handknattleiksdeild, skíðadeild, taekwondodeild og almennings­íþróttadeild. Jafnframt eru Framkonur ómissandi hluti félagsins. Starf þessara deilda hefur undanfarin misseri verið með miklum ágætum. Það er stefna félagsins að vera ávallt í fremstu röð í þeim keppnisíþróttum sem stundaðar eru undir merki félagsins. Allir Framarar eiga sína sögu af fyrstu kynnum sínum við félagið. Allir kunna skemmtilegar sögur úr leikjum, keppnisferðum, af æfingum, þjálfurum og liðsfélögum. Önnur ástæða fyrir góðum og öflugum stuðnings­ mönnum er einmitt sú að þekkja sögu félagsins. Við Framarar höfum verið í farabroddi á þeim vettvangi. Við höfum alltaf verið duglegir í útgáfustarfsemi og gefið út afmælisblöð við stórhátíðir, gefin var út bók í tilefni 80 ára afmælis, veglegt 100ára afmælisblað og svo þetta ritverk. Allt þetta höfum við Framarar lesið upp til agna og erum mjög stoltir af okkar gamla félagi. Þessi bók geymir hluta af sögu Fram fyrstu 100 árin. Njótið vel. Steinar Þór Guðgeirsson

7


Inngangur

H

undrað ár eru býsna langur tími í sögu íslenskra félagasamtaka. Enginn stjórnmálaflokkur getur státað af jafnlangri sögu. Ekkert verkalýðsfélag getur rakið sögu sína svo langt aftur og það sama má segja um velflest fyrirtæki og stofnanir. Ætli það séu nema á bilinu fimmtán til tuttugu starfandi félög á Íslandi sem geta með sanni talið sig stofnuð fyrir árið 1908? Saga félags sem spannar svo langt tímabil hlýtur því öðrum þræði að vera saga breytinga í samfélaginu öllu. Á þessum tíma hefur þorpið við sundin breyst í borgina Reykjavík. Samfélagsgerðin er sömuleiðis gjörbreytt. Knatt­spyrnufélagið Fram var stofnað af börnum sem hluta­félag um kaup og geymslu á fótbolta. Stofnendurnir voru rétt um fermingu og leikvöllur þeirra var gatan, líkt og hjá öðrum börnum og unglingum í þéttbýlis­stöðum þess tíma. Skipulagt æskulýðsstarf mátti heita óþekkt og takmarkaður skilningur á gildi boltaleikja. Í dag eru íþróttafélög almennt viðurkennd sem stofnanir sem hafa mikilvægu hlutverki að gegna fyrir heilsufar og uppeldi þjóðarinnar. Íþróttafélögin eru rekin af menntuðu fagfólki við aðstæður sem þótt hefðu fá­ heyrður munaður fyrir nokkrum áratugum. Á sama tíma aukast kröfurnar til félaganna jafnt og þétt. Það er liðin tíð að einn maður með flautu sé látinn stjórna hundrað pjökkum á æfingu, þar sem þeir skástu fá að sparka á vellinum en restinni er vísað á bílaplanið. Breytingarnar eru að sönnu miklar og því skemmtilegt að hægt sé að fylgja þeim eftir með því að rekja samfellda hundrað ára sögu félags sem breyst hefur og vaxið með bænum.

8

Það er með þetta í huga sem ég réðst í að skrifa sögu Knattspyrnufélagsins Fram. Ég hef verið fylgis­maður Fram í aldarfjórðung, frá því ég mætti á Melavöllinn vorið 1983 með afa mínum, Haraldi Steinþórssyni fv. formanni félagsins, og sá hvít- og bláklædda liðið verða Reykjavíkurmeistara eftir sigur á Víkingum. Eftir það varð ekki aftur snúið. Nokkrum árum síðar las ég upp til agna prýðilega bók Víðis Sigurðssonar, Fram í 80 ár. Sú bók er enn skyldu­lesning fyrir alla þá sem vilja fræðast um sögu Knattspyrnufélagsins Fram. Við samningu þessarar bókar einsetti ég mér að endurtaka sem minnst af frásögn Víðis. Lesandi sem vill kynna sér í hörgul sögu Fram ætti því að lesa báðar bækurnar. Aðkoma mín að þessu verki var með þeim hætti að skipuð var fjögurra manna ritnefnd okkar Páls Valssonar, Sigurðar Svavarssonar og Halldórs B. Jónssonar sem hafa skyldi það hlutverk með höndum að semja við Víði Sigurðs­son um uppfærslu 80 ára bókarinnar. Þegar fyrir lá að starfskraftar Víðis lægju ekki á lausu varð úr að sá er þetta ritar tæki við kyndlinum. Í fyrstu var stefnt að einfaldri myndabók þar sem að mestu leyti yrði byggt á texta 80 ára bókarinnar, en aukin áhersla lögð á myndir, ekki hvað síst úr einstöku ljósmyndasafni sem Jóhann G. Kristinsson hefur safnað saman. Fljótlega varð þó úr að ég ritaði nýja sögu félagsins á grunni þeirra heimilda sem fyrir lágu. Knattspyrnufélagið Fram hefur því miður ekki borið gæfu til að halda utan um sögu sína sem skyldi. Fundar­ gerðir félagsins og deilda þess eru knappar og stundum


gloppóttar. Blaðaútgáfa hefur einkum verið bundin við stórafmæli og þótt félagsblöðin geri slíkum tímamótum ágæt skil má deila um hversu víðtækan fróðleik þau hafi að geyma. Við ritun bókarinnar hefur einkum verið stuðst við þrenns­ konar heimildir: prentaðar heimildir um sögu Fram og íþróttamála á höfuðborgarsvæðinu, óprentaðar heimildir tengdar Knattspyrnufélaginu Fram og viðtöl við félagsmenn. Fjölmargir eiga þakkir skilið fyrir að verk þetta gat orðið að veruleika. Ber þar fyrst að nefna alla þá fjöl­ mörgu Framara sem komu að verkinu á undirbúningsstigi, lásu yfir handrit eða komu ábendingum á framfæri með öðrum hætti. Þar vil ég fyrstan telja Svein H. Ragnarsson, sem er fróðastur manna um sögu Fram fyrstu áratugina. Annar gamalkunnur forystumaður Fram, Alfreð Þorsteinsson, reyndist drjúg heimild um þróun félagsins á seinustu áratugum. Þegar kom að því að fjalla um einstakar íþróttagreinar félagsins varð snemma ljóst að heimildum væri misskipt. Talsvert hefur verið ritað um sögu íslenskrar knattspyrnu og eiga þeir Víðir Sigurðsson og Framarinn Sigmundur Ó. Steinarsson þar stærstan hlut að máli. Knattspyrnan hefur einnig alla tíð verið sú íþrótt sem mesta umfjöllun fær í fjölmiðlum. Þá var knattspyrnudeild Fram um árabil dugleg við blaðaútgáfu og skilur því eftir talsvert magn prentaðra heimilda. Öðru máli gegnir um aðrar íþróttagreinar. Við ritun handbolta­kaflanna var dýrmætt að komast í úrklippusöfn og myndabækur gamalla iðkenda, svo sem Sigurbergs

Sigsteins­sonar, Oddnýjar Sigsteinsdóttur, Guðríðar Guðjóns­­dóttur og Sigurðar Einarssonar. Sigurður veitti raunar margháttaða aðstoð og kom með fjölda góðra ábendinga. Jónas Ingi Ketilsson reyndist viskubrunnur um sögu körfuboltans í Fram og sömu sögu má segja um Kristján Má Unnarsson og Ólaf Árna Traustason varðandi blak­ íþróttina. Þeir Gunnar V. Andrésson og Smári Ríkharðs­ son veittu góða aðstoð við vinnslu skíðakaflans. Sigurður Svavarsson, Guðmundur B. Ólafsson og Steingrímur S. Ólafsson lásu handrit bókarinnar að hluta eða í heild og fá þakkir fyrir. Þá er starfsfólki Fram færðar innilegustu þakkir fyrir alla aðstoðina og þolinmæðina, ekki hvað síst Þór Björnssyni, Jóhönnu Halldórsdóttur og Kristni R. Jónssyni. Vinir bókarhöfundar hafa óspart verið nýttir til yfirlestrars­tarfa og má þar nefna Ólaf Jóhannes Einars­ son og sagnfræðingana Sverri Jakobsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé. Drjúgan hluta ritunartímans hafði ég vinnuaðstöðu í Reykjavíkurakademíunni og þakka starfsfólki hennar og félagsmönnum kærlega fyrir samveruna. Útlit bókarinnar er fyrst og fremst að þakka umbrots­manninum og góðum vini, Páli Hilmarssyni, sem sýnt hefur verkefni þessu ótrúlega þolinmæði. Sömu sögu er að segja um fjölskyldu mína og samstarfsfólk mitt í Orkuveitu Reykjavíkur. Án þessa fólks hefði bókin ekki orðið að veruleika. Stefán Pálsson

9


Fram og Fótboltafélag Reykjavíkur keppa á Melavelli á fyrri hluta annars áratugarins.

Fram var stofnað af hópi stráka í miðbænum með það að markmiði að æfa fótbolta á löngum sumarkvöldum. Í hópnum leyndust bæði afburðaíþróttamenn og dugandi félagsmálamenn, sem áttu stóran þátt í uppbyggingu knattspyrnuíþróttarinnar á Íslandi. Reykvíkingar skemmtu sér aldrei betur en þegar boðið var upp á fótboltaleik á Melavellinum og stuðningskórarnir létu í sér heyra.


„Við svörum ykkur með kanónunum!“ Knattspyrnan 1908 til 1927

„S

umir vildu fara suður á Mela, en þeir voru eiginlega áhrifasvæði strákanna á Grímsstaðaholti, svo að það kom ekki til mála. Séra­ þórhallstún var ágætt, það var svona rétt utan í Þingholtunum. Hinsvegar var séra Þórhallur prestur og við vorum hálfsmeykir við að reita hann til reiði. Það er nefnilega eitthvað undarlegt við prestana. Þeir messa í kirkjum og lesa faðirvorið upphátt og svoleiðis. Þeir vissu meira en aðrir menn, einkum höfðu þeir dularfullt samband við staði, sem við skildum ekki, hvar væru. Þessvegna var öruggara að reita þá ekki til reiði. Svo var það með hann séra Þórhall, að hann var líka kallaður lektor. Það hlaut að vera ógurlega mikið, að minnsta kosti vissum við ekki, hvað það þýddi. – Svo fóru strákarnir og sögðu strákunum í Þingholtunum, að það væri komið stríð.“1 Þannig lýsti rithöfundurinn Hendrik Ottósson aðdragandanum að æðisgenginni orrustu milli Vesturbæinga og Austurbæinga, þar sem fylkingum smástráka vopnuðum trékorðum og kústsköftum laust saman á einu af fjölmörgum túnum sveitaþorpsins Reykjavíkur á fyrsta áratug tuttugustu aldar. Í bókum sínum um ævintýri Gvendar Jóns og félaga lýsir Hendrik, sem fæddur var árið 1897, leikjum og uppátækjum strákpjakka á mölinni. Ævintýrin voru margvísleg. Heilu dagana var hangið á bryggju­ stubbum og dorgað eða stolist í einhverja bátskelina og róið út að bátunum sem lágu í víkinni – enn átti Reykjavík enga höfn. Bærinn hafði heldur ekki komið sér upp vatnsveitu. Þess í stað var neysluvatn heimilanna sótt í brunna, oftar en ekki af vatnsberunum – stétt erfiðisfólks sem stóð lægst af öllum í mannvirðingarstiganum og teldist í dag margt hvert eiga við geðræn vandamál að stríða. Götustrákarnir í bænum gátu endalaust skemmt sér við að atast í vatnsberunum.

1

Hendrik Ottósson: Gvendur Jóns – prakkarasögur úr Vesturbænum, bls. 191

Pétur J. H. Magnússon var í piltahópnum sem stofnaði Fram og gegndi formanns­ stöð­unni fyrstur allra. Í fyrstu var einhver veiga­mesta embættisskylda for­mannsins að geyma bolta félagsins en fáeinum árum síðar var Fram orðið mikilvæg stofnun í félagslífi Reykvíkinga. Pétur lék sem fram­herji og skoraði fyrsta markið í sögu Íslands­mótsins.


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Skoski prentarinn James Buchanan Fergu­ son kom til Reykjavíkur og starfaði í rúmt ár við Ísafoldarprentsmiðju. Á þeim tíma stóð hann fyrir stofnun fimleikaflokks og kenndi undirstöðuatriðin í knatt­spyrnu. Íþróttin vakti áhuga nokkurra ungra manna og má saga knattspyrnuiðkunar teljast samfelld í Reykjavík upp frá því.

Á björtum sumardögum mátti leggjast í langferðir, út á Kirkjusand eða alla leið inn að Elliðaám. Þar var raunar komið lengst út í sveit, enda var greiðasalan í Ártúni sjálfsagður fyrsti áningastaður ferðalanga á leiðinni frá Reykjavík og austur fyrir fjall. Þangað fór líka fína fólkið úr bænum í sunnudagsreiðtúra. Stundum mátti sjá mektarmenn á borð við Hannes Hafstein, sem árið 1904 varð fyrsti íslenski ráðherrann, sitja fyrir framan Ártúnsbæinn í blíðviðrinu og drekka heitt toddý. Í brekkunni fyrir aftan Ártún höfðu ungir menn byrjað að renna sér á skíðum veturinn 1906. Það voru einkum Norðmenn, sem reyndu að kynna þessa skringilegu íþrótt fyrir Íslendingum. Raunar kepptust útlendingar, sem búsettir voru á Íslandi um lengri eða skemmri tíma, við að kenna landsmönnum hinar ólíkustu íþróttir. Íslendingar, sem helst höfðu vanist því að keppa í glímu, tóku kennslunni yfirleitt af áhuga þótt færnin væri ekki alltaf upp á marga fiska. Segja má að á tímabilinu frá um 1906 til 1914 eða þar um bil, hafi orðið sprenging í íþróttamálum Íslendinga sem ekki á sér nokkra sína líka. Gvendur Jóns og félagar létu sig þó ekki dreyma um íþróttafrægð á Ólympíuleikunum sem endurvaktir höfðu verið skömmu fyrir aldamót. Þeirra hetjur voru kempurnar úr Íslendingasögunum: Grettir, Gunnar og Njáll – vígfimir garpar sem stokkið gátu hæð sína í fullum herklæðum. En það voru ekki bara persónur fornsagnanna sem lifnuðu í leikjum reykvískra stráka. Alþjóðapólitíkin átti ekki síður sess í hjörtum þeirra: Danskurinn, Þýzkarinn, Franzmaðurinn eða þegnar Bretakonungs – allt voru þetta hópar sem taka þurfti afstöðu til. Erlendar skipshafnir voru tíðir gestir í Reykjavík og þá hljóp á snærið hjá röskum krökkum sem skottuðust í kringum sjómennina í þeirri von að geta betlað sælgæti eða skipstvíbökur. Stundum styttu sjóararnir sér stundir í landi með því að fara í skringilega leiki og ef vel lá á þeim leyfðu þeir jafnvel framfærnustu pollunum að vera með. Einn þessara leikja var öðrum fremur vinsæll. Hann gekk í stórum dráttum út á að sparka í sopp eða knött og reyna að koma honum á milli tveggja stanga fyrir enda leikvallarins.

Gatan var leikvöllurinn Í lýsingu Hendriks Ottóssonar af bardaganum á Séraþórhallstúni voru and­stæðingarnir sagðir Austurbæingar úr Þingholtunum. Sigurður Thoroddsen, síðar verkfræðingur og Alþingismaður, fluttist barn­ungur í Tjarnar­götuna og lék um árabil með Knattspyrnufélaginu Fram. Í endur­ minningabók sinni, „Eins og gengur“, leiðréttir hann Hendrik og bendir á að strákarnir úr Miðbænum hafi aldrei haft neitt saman við Vesturbæinga að sælda og hefðu hindrað alla umferð hinna síðarnefndu um sitt „yfirráða­ svæði“. Hann lýsir á skemmtilegan hátt hvernig stórorrustum Miðbæinga og Vesturbæinga var háttað: „Við vörðum Miðbæinn og Vesturbæingar áttu árásir yfir höfði sér, ef þeir komu þangað. Miklar sögusagnir gengu af bardögum milli

12


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Knattspyrnuæfing á Melunum í kringum aldamótin 1900. Leikið var á ósléttri urð og var ekki óalgengt að æfingar hæfust á því að ryðja burtu grjóti áður en byrjað var að sparka.

hverfanna og tók ég þátt í nokkrum þeirra milli okkar Miðbæinganna og Vesturbæinganna. Bardagasögurnar voru þó mest í munninum og í hugmyndaflugi okkar barnanna. Safnast var saman í allstóra hópa og voru margir með prik sem barefli, en aldrei kom til neinna átaka. Flokkarnir stóðu hvor gegn öðrum og sendu tóninn á milli. Fyrir kom að tveir strákar sinn úr hvorum flokki skáru sig útúr og tuskuðust og horfðu hóparnir aðgerðarlausir á, en lustu þó upp hrópi þegar annarhvor féll. Lengra náði þetta ekki. Aldrei urðu nein meiðsli. En eftir svona skærur mynduðust miklar sögur um bardagana, sem urðu því meiri og hroðalegri sem lengra leið frá.“2 Knattspyrnufélagið Fram var stofnað vorið 1908 af miðbæjarpiltum sem ýmist voru jafnaldrar Vesturbæjarforingjans Gvendar Jóns eða örfáum árum eldri. Æska þeirra og uppvöxtur hefur ekki verið ósvipaður annarra stráka í Reykjavík á þessum umbrotaárum íslensks þjóðfélags. Allir strákar stofnuðu félög, sem sum hver urðu býsna formleg með virðulegum fundum, nákvæmum lögum og embættismönnum með fína titla. Flest þessara félaga lifðu í fáeina mánuði en hurfu svo eins og jörðin hefði gleypt þau. Örlögin háttuðu því hins vegar svo að félagið sem strákaklíkan úr Miðbænum stofnaði til að leika sér í fótbolta náði að lifa og síðar að vaxa og dafna uns úr varð íþróttafélag sem á hundrað ára starfstíma sínum hefur snert líf tugþúsunda Íslendinga. Þegar rifjuð er upp öll sú saga sem Knattspyrnufélagið Fram hefur að geyma, öll þau þúsund kappleikja sem leiknir hafa verið undir merkjum félagsins og þau þúsund karla og kvenna sem æft hafa hinar fjölbreytilegustu íþróttir í Fram­búningnum, er nánast fjarstæðukennt að minnast þess að allt hófst þetta þegar hópi pilta á fermingaraldri áskotnaðist bolti.

2

Hvíti liturinn vék fyrir bláum Pétur Hoffmann Magnússon, fyrsti for­ maður Fram, rakti búningasögu félagsins í viðtali í fimmtíu ára afmælisblaði Fram: „Fyrstu búningarnir voru hvítar peysur og hvítar buxur. Blár borði var þvert yfir brjóstið og prentað á hann „Fram“. Svo breyttist þetta 1911. Þá er tekin upp alblá peysa, kraga- og líningalaus en reimuð í hálsmálið.“ Ef rýnt er í gamlar ljósmyndir kemur í ljós að frásögn Péturs var ekki alveg nákvæm. Sumarið 1911 léku Framarar að sönnu í alhvítum búningi, með á­ saumuðum litlum skildi á hægra brjósti þar sem lesa mátti nafn félagsins. Þar var hins vegar engan bláan borða að finna. Árið eftir höfðu bláu treyjurnar verið teknar upp, en á þeim var hins vegar hvítur borði með nafni Fram á miðju brjóstinu. Hvíti borðinn virðist hafa fylgt Fram-búningnum til 1923 eða 1924, en upp frá því urðu treyjurnar loks albláar. (Framblaðið, febrúar 1958, bls. 25)

Sigurður S. Thoroddsen: Eins og gengur, bls. 43-44

13


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Hópur kennara og stúdenta í Óðinsvéum árið 1903 með fótbolta, krikket- og hokkí­ kylfur. Í Danmörku var knattspyrna fyrst iðkuð af broddborgurum undir bresk­ um áhrifum. Íþróttahópar þessir léku þá krikket á sumrin, en knattspyrnan var vetrar­íþrótt. Á Íslandi varð þróunin öðruvísi, enda bauð veðráttan hvorki upp á krikketæfingar né fótboltaleiki að vetr­ arlagi.

Óvæntur Frumkvöðlar hlaupagarpur tennisíþróttarinnar Ljósmyndarinn Stofnendur Fram Ólafur voruMagnússon miklir íþrótta­ var meðal menn og þeirra hikuðu Framara ekki við semaðunnu spreyta til verð­ sig launa á nýjum á landsmóti og framandi UMFÍ 1914 íþróttfyrir um. frjálsar Á íþróttahátíð íþróttir. Sigur sem hans haldin í 10var þúsá Melavellinum und metra hlaupinu 17. tilvar 24.með júnímiklum 1914 ævintýrabrag, kynntu þrír stofnfélagar enda hafði Ólafur Fram ekki nýja íþróttagrein gert ráð fyrirvið aðfjórða taka þátt. mann: Höfðu tveir „Þá menn varverið ný íþrótt skráðirsýnd, til keppni, sem mikið en annar orð reyndist er á erlendis, ekki geta það keppt varvegna Lawn-Tennis. veikinda. Leikurinn Enginn úr röðum er all-margbrotinn, áhorfenda varog fúsþví til að ekkitaka von þátt að menn meðgeti svomelt skömmum hann svona fyrirvara, í fyrstaensinni. afleitt En þóttilíklegt að látaerhinn að keppleikur andann, þessi Ketil verði Þórðarson, vinsæll, er hlaupa menn ná einan. þar „Þá meiri kom leikni framog tillaga almenningur um það að lærir margir að skyldu skilja hann. hlaupa til skiftis og varð Ólafur Magnússon Þessir sýndu leikinn: til þess Friðrik að byrja. Gunnars­ Áttu ssvo on, Herluf aðrir aðClausen, leysa hann Pétur af M. hólmi Hoffmann síðar. Dró og Arreboe skjótt í sundur Clausen.“ með þeim hlaupamönnÞetta unumvar ogekki varðí fyrsta Ólafur sinn fyrri. semEr tennis er þeir var leikinn höfðu runnið hér á landi, eigi allskammt því Ólafurfékk Björnsson, Ketill hlaupasting ritstjóri Ísafoldar, og varð hafði nauðugur nokkrum viljugur árum fyrr að gefast reynt að upp. kveikja En Ólafur áhuga lands­ hélt máfram, anna þótt á íþróttinni. hlaupamóður Engar væri heimildir áður benda og hætti til þess ekki fyr að framhald en hann hafði hafi orðið runniðá10 tennis­ rastirnar, æfingum og var Framara. að eins 42 mín. og 7 sek. á leiðinni. Geri (Morgunblaðið, aðrir betur! 20. júní 1914)

Knattspyrnan berst til Íslands Knattspyrnuíþróttin varð til í Bretlandi um miðbik nítjándu aldar. Forsaga íþróttarinnar er miklu eldri, en frá því um upphaf tímatals okkar eru til sagnir um knattleiki þar sem tvö lið kepptust um að skora hjá andstæðingnum með einhvers konar knetti sem var spyrnt eða kastað. Fyrstu knatt­spyrnu­reglurnar voru hins vegar samdar við Cambridge-háskóla árið 1848 og jafnskjótt má segja að sigurför íþróttarinnar hafi hafist, fyrst um Bretlandseyjar en síðan um heiminn allan. Saga knattspyrnunnar á Íslandi er keimlík því sem gerðist í öðrum Evrópulöndum. Hún barst hingað með breskum mönnum, væntanlega fyrst með skipsáhöfnum sem drápu tímann í landlegum með fótbolta­ sparki. Heimamenn hafa í fyrstu fylgst forviða með, en síðar fengið að slást í hópinn eða reynt að apa leikinn eftir með heimatilbúnum knetti. Árið 1895 urðu þau þáttaskil í sögu greinarinnar hér á landi að skoskur prentari, James B. Ferguson, var ráðinn til starfa við Ísafoldar­ prentsmiðju. Þótt Ferguson hafi ekki starfað hér á landi nema í rúmt ár braut hann blað í sögu íslenskra íþrótta. Hann kom á legg fimleikaflokki, Reykjavik Gymnastic Club, sem markaði upphafið að kerfisbundnum fimleikaæfingum hérlendis. Hluti lærisveina Fergusons úr fimleikaflokknum hóf að nema aðra keppnisgrein undir hans stjórn, fótknattleik, sem einkum var æfður á óruddu svæði rétt fyrir utan bæinn, suður á Melum.3 Í fimmtíu ára afmælisblaði KR rakti formaðurinn Erlendur Ó. Péturs­son þróun fótboltans eftir brottför Fergusons árið 1896: „Eftir burtför Ferguson´s tók Ólafur Rósinkranz við forystunni, og má eflaust þakka honum það manna mest, að sú list lagðist ekki alveg niður aftur. … Undir aldamótin voru margir latínuskólapiltar farnir að æfa knattspyrnu og leiðbeindi Ólafur Rósinkranz þeim. … Á þessum árum byrjuðu félagsmenn á því að vinna nokkurs konar þegnskylduvinnu við það að hreinsa 3  Víðir Sigurðsson og Sigurður Á. Friðþjófsson: Knattspyrna í heila öld, bls. 19-20

14


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

grjót af knattspyrnuvellinum –- unnu jafnan við það hálfa stund áður en leikur hófst, og reis þar seinna upp á hinu rudda svæði hinn gamli Íþróttavöllur.“4 Fótboltafélag Reykjavíkur, sem síðar hlaut nafnið Knattspyrnufélag Reykja­víkur, var stofnað snemma árs 1899. Megintilgangurinn með stofnuninni var að skjóta saman peningum til að kaupa knött, sem fékkst að lokum – með afborgunum þó. Félagið stóð fyrir æfingum í nokkur ár og efndi til opinberra kappleikja þar sem félagsmenn öttu kappi, s.s. á aldamótahátíð Reykvíkinga. Næstu misserin stóð Fótboltafélagið áfram fyrir æfingum og efndi öðru hvoru til kappleikja við erlendar skipshafnir. Sumarið 1908 mátti heita að félagið eignaðist keppinaut, þegar efnt var til leikja milli Fótboltafélagsins og hins nýstofnaða Íþróttafélags Reykjavíkur.5 Ekki er þó allt sem sýnist. ÍR var stofnað um iðkun annarra íþrótta en knattspyrnu og æfðu nær allir knattspyrnumenn félagsins jafnframt hjá Fótboltafélaginu. Eðlilegast er því að líta á viðureignir þessar sem innanfélagsleiki Fótboltafélagsmanna, enda virðast þær ekki hafa vakið mikla athygli í bæjarlífinu ef marka má þögn bæjarblaðanna. Það voru ekki aðeins blaðamenn Reykjavíkurblaðanna sem sýndu fótboltanum áhugaleysi á þessum árum, því sömu sögu virðist mega segja um iðkendurna sjálfa. Í það minnsta virðist Fótboltafélagið hafa lognast út af um það leyti sem það var loks að eignast framtíðarkeppinaut. Sumarið 1910 má segja að félagið hafi verið endurstofnað á svokölluðum „vakningarfundi“ þar sem föstu skipulagi var komið á starfsemina, stjórn kjörin og lög samþykkt ári síðar. Raunar má segja að samfelld saga Fótboltafélagsins, síðar KR, hefjist á þessum vakningarfundi 29. júní 1910 – en öll vitneskja um starfsemi félagsins fyrir þann tíma er mjög ótraust og brotakennd. Til að mynda er fátt sem bendir til annars en að meintur stofndagur félagsins, sextándi febrúar 1899, sé ágiskun út í bláinn.

Ólafur Rósenkranz Ólafsson var leikfimis­ kennari við Menntaskólann í Reykjavík, áður Lærða skólann, frá 1877 til 1919. Hann kom talsvert við sögu íslenskrar knattspyrnu og var meðal annars vinsæll dómari. Ólafur Rósenkranz var gerður heiðursfélagi Fram á tíu ára afmæli félags­ ins 1918, fyrstur manna. Hann var jafn­ framt heiðursfélagi í KR.

Knötturinn kostaði allt spariféð Í fimmtíu ára afmælisblaði Fram rifjaði Pétur J. Hoffmann Magnússon upp stofnun Knattspyrnufélagsins Fram, en hann var fyrsti formaður þess: „[V]ið strákarnir fórum oft að horfa á enska sjóliða, sem lögðu leið sína út á Mela til þess að æfa sig. Við vorum flestir 13-14 ára og sumir yngri. Stundum fengum við að vera með Englendingunum. Svo eignaðist ég minn fyrsta fótbolta. Það var að vísu minnsta gerð af fótbolta, en það var blaðra í honum og hægt að blása hann upp. Ég sá hann í glugganum á Breiðfjörðsverzlun í Aðalstræti, þar sem nú er Skóbúð Reykjavíkur. Kostaði gripurinn 95 aura, sem var hér um bil allt sparifé mitt.

4  Félagsblað KR, 10. árg. mars 1949 (afmælisútgáfa), bls. 2-3 5  Ágúst Ásgeirsson: Heil öld til heilla. Saga ÍR í 100 ár, bls. 503

15


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Arreboe Clausen var elstur stofnfélaga Fram og mun fyrst hafa æft knattspyrnu hjá Fótboltafélagi Reykjavíkur. Þrátt fyrir að leika sem varnarmaður varð hann einn vinsælasti knattspyrnumaður bæjarins vegna gríðarfastra sparka sinna.

Axel Andrésson var stofnandi og helsti leið­togi knattspyrnufélagsins Víkings. Engu að síður má finna nafn hans og ann­ arra úr hópi fyrstu Víkinganna á gömlum félagaskrám Fram.

Upp úr þessum boltakaupum komum við saman í lystihúsinu bak við Andersens húsið, (Aðalstræti 16) og þar var félagið stofnað 1. maí 1908. Í upphafi hlaut félagið nafnið Kári og var það fyrst og fremst valið vegna þess, að það þótti íslenzkt.“6 Þessi frásögn hefur oft verið rifjuð upp og var til að mynda tekin upp í áttatíu ára afmælisriti Fram. Líklega eru flestir Framarar með þær tvær staðreyndir á hreinu að Fram var stofnað fyrsta maí og hét upphaflega Kári. Þegar nánar er að gáð kemur hins vegar í ljós að málið er örlítið flóknara. Engin fundargerð er varðveitt frá stofnfundinum og raunar ólíklegt að nokkur slík hafi verið rituð. Engin lög voru heldur samþykkt á þessum fyrsta fundi, né kjörin stjórn en þó munu hafa verið settar einhverjar bráðabirgðareglur. Í 25 ára afmælisblaði Fram kemur meira að segja fram að félaginu hafi ekki verið gefið nafn að sinni.7 Piltarnir sem stofnuðu knattspyrnufélag á vormánuðum 1908 hafa væntanlega verið svo óþreyjufullir að komast út í vorið með hinn nýfengna fótbolta að þeir gátu engum tíma fórnað í fundaþref eða formleg félagsstörf. Strákafélög af þessu tagi voru hvort sem er fyrst og fremst stofnuð til að skjóta saman fyrir knetti og því lítil ástæða til að teygja lopann úr því að boltinn var kominn í hús. Tæpu ári síðar, þegar farið var að hylla undir vorið, hefur knattspyrnufiðringur farið að gera vart við sig meðal drengjanna á ný. Um það leyti hafa þeir farið að huga að því að ganga formlega frá stofnun félagsins sem ákveðin hafði verið vorið áður. Það er loks þann fimmtánda mars 1909 að félagið heldur sinn fyrsta fund með bókaðri skýrslu. Má líta á hann sem framhaldsstofnfund félagsins, þar sem kjörin er stjórn, félagsgjald ákveðið og nefnd skipuð til að semja tillögu að lögum. Á þessum fundi er sömuleiðis ákveðið að nafn félagsins skuli vera Kári.8 Fundurinn þann fimmtánda mars var haldinn í lystihúsinu bak við Aðalstræti 16. Það var því væntanlega misminni hjá Pétri Hoffmann að félagið hafi verið stofnað þar vorið 1908, þótt ekki megi útiloka að piltarnir hafi fundað í tvígang í lystiskálanum. Þótt fundur þessi hafi haft öll einkenni stofnfundar, gátu félagsmenn vitaskuld ekki litið svo á að um stofnfund væri að ræða – enda fráleitt að telja félag, sem staðið hafði fyrir stífum æfingum allt sumarið 1908, stofnað snemma árs 1909.

Aldursforsetinn: Fram eða Víkingur? Var Fram í raun og veru stofnað föstudaginn 1. maí 1908 eða var sú dagsetning fengin með ágiskunum rúmum tíu mánuðum síðar? Ef til vill var félagið alls ekki stofnað á formlegum fundi sem síðar var hægt að dagsetja. Þess í stað má hugsa sér að það hafi orðið til, nánast af sjálfu sér,

6  Framblaðið, febrúar 1958, bls. 24 7  Fram félagsblað, 2.-4. tbl. 1933, bls. 5 8  Sama heimild og Knattspyrnufélagið Fram, fundargerðabók.

16


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

með því að sami drengjahópurinn hittist kvöld eftir kvöld til að sparka í knött. Það er í raun ekkert sem segir að stofnendur Fram hafi strax í upphafi ætlað sér að stofna félag sem lifa myndi til frambúðar, einkum ef rétt er að ekki hafi verið hirt um að gefa félaginu nafn þetta fyrsta sumar. Sé þessi tilgáta rétt, gæti verið fundin lausnin á gátu sem valdið hefur mörgum Frömurum heilabrotum – hvort félagið sé eldra: Fram eða Víkingur. Stofndagur Knattspyrnufélagsins Víkings er talinn 21. apríl 1908 eða tíu dögum áður en Fram er talið stofnað. Það er nokkuð grunsam­legt í ljósi þess að Víkingarnir voru enn yngri en Framararnir, á bilinu átta til tólf ára gamlir. „Við vildum helst ekki hafa rollingana og þeir voru of litlir til að komast í kappliðin, urðu útundan og stofnuðu þess vegna Víking“, sagði Kristján Albertsson.9 Framarar hafa löngum haft það fyrir satt að Víkingur hafi verið stofnaður af strákpollum sem ekki fengu að vera með í Fram og því viljað gera því skóna að hinn meinti stofndagur Víkings hljóti að vera rangur. Í Árbók íþróttamanna 1945 var til að mynda sagt um aldur félaganna að „Víkingar telja félag sitt stofnað vorið 1908, en það er áreiðanlega ekki stofnað fyrr en vorið 1909.“10 Vel getur þó verið að þessu sé á annan veg farið, að Fram-strákarnir hafi verið búnir að mynda vísi að einhvers konar knattspyrnufélagi þegar í fyrri hluta aprílmánaðar og Víkingarnir svo fylgt í kjölfarið. Útilokað er að hægt verði að segja endanlega af eða á varðandi þessar vangaveltur úr þessu og er því rétt að halda sig við fyrsta maí sem afmælisdag Fram. Eftir stendur að Fram og Víkingur voru stofnuð nánast á sama tíma og á sömu þúfunni. Fyrsta kastið virðist það heldur ekki hafa flækst fyrir drengjunum að vera skráðir í bæði félögin. Til að mynda var Axel Andrésson, stofnandi Víkings og formaður félagsins um árabil, samþykktur sem félagi í Fram á aðalfundi þann 13. júní 1909.11 Á öðrum stað er Emil Thoroddsen, einn fimm stofnenda Fótboltafélagsins Víkings og fyrsti ritari þess, sagður hafa gengið í Fram þegar árið 1908.12 Þriðji stofnfélagi Víkings, Páll Andrésson – bróðir Axels, var skráður í félagatal Fram árið 1911. Þá má nefna að vorið 1910 ritaði Herluf Clausen, stofnfélagi og virkur meðlimur í Fram, undir áskorun frá Víkingum þar sem skorað var á sjö nafngreinda Framara að mæta ellefu manna Víkingsliði á knattspyrnvellinum. Herluf var þar titlaður ritari Víkings, en mætti á félagsfund og reyndi árangurslaust að sannfæra félaga sína í Fram um að verða við áskoruninni.13

Haukur Thors var í hópi fyrstu Framaranna og þótti slyngur markvörður. Yngri bróðir hans, Thor Thors, skipaði sér hins vegar í raðir Víkinga og er það vísbending um að strákarnir í miðbænum hafi öðru fremur skipst niður á Fram og Víking eftir aldri. Síðar reyndist Haukur Frömurum dyggur bakhjarl og lagði til dæmis fram rausn­ arlegt framlag þegar félagið stofnaði sinn fyrsta sjúkrasjóð í upphafi fjórða áratug­ arins.

9  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 22 10  Árbók íþróttamanna 1945: „Knattspyrna“, bls. 87 11  Knattspyrnufélagið Fram, fundargerðabók. Aðalfundur haldinn 13. júní 1909. 12  Nafnaskrá fjelaga Knattspyrnufjelagsins Fram. (Úr fórum Sigurðar Tómassonar) og Víkingsblaðið 1958 – Víkingur 50 ára, bls. 5 13  Knattspyrnufélagið Fram, fundargerðabók. Fundur haldinn 10. apríl 1910.

17


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Heimskautafarið Fram var notað í fjölda frækilegra leiðangra norskra land­könnuða á árunum 1893 til 1912. Friðþjófur Nansen fór langleiðina á Norðurpólinn á Fram undir lok nítjándu aldar og síð­ ar notaðist Roald Amundsen við það á ferðum sínum til Suður­skautslandsins. Fram er því eitt frægasta skip sögunnar og öruggt að reykvískir piltar hafa kunnað á því ágæt skil vorið 1908.

Óvæntur hlaupagarpur Ljósmyndarinn Ólafur Magnússon var meðal þeirra Framara sem unnu til verð­launa á landsmóti UMFÍ 1914 fyrir frjálsar ­íþróttir. Sigur hans í 10 þúsund metra hlaupinu var með miklum ævintýrabrag, enda hafði Ólafur ekki gert ráð fyrir að taka þátt. Höfðu tveir menn verið skráðir til keppni, en annar reyndist ekki geta keppt vegna veikinda. Enginn úr röðum áhorfenda var fús til að skrá sig til keppni með svo skömmum fyrirvara, en afleitt þótti að láta hinn keppandann, Ketil Þórðarson, hlaupa einan. „Þá kom fram tillaga um það að margir skyldu hlaupa til skiftis og varð Ólafur Magnússon til þess að byrja. Áttu svo aðrir að leysa hann af hólmi síðar. Dró skjótt í sundur með þeim hlaupamönnunum og varð Ólafur fyrri. Er er þeir höfðu runnið eigi allskammt fékk Ketill hlaupasting og varð nauðugur viljugur að gefast upp. En Ólafur hélt áfram, þótt hlaupamóður væri áður og hætti ekki fyr en hann hafði runnið 10 rastirnar, og var að eins 42 mín. og 7 sek. á leiðinni. Geri aðrir betur! Áhorfendur fögnuðu honum vel að lokum og báru hann burtu á höndum sér.“ (Morgunblaðið, 24. júní 1914)

18

Fornkappi eða heimskautafley? Svo virðist sem knattspyrnufélag drengjanna úr miðbænum hafi ekki borið neitt nafn fyrsta tæpa árið. Hafi slíkt nafn verið til, tókst því að minnsta kosti ekki að vinna sér þegnrétt fyrir fyrsta formlega fundinn, 15. mars 1909. Þar var kosið milli fjögurra rammíslenskra nafna, en þau voru: Gunnar, Kári, Skarphéðinn og Áslákur. Þrjú þau fyrstnefndu eru öll fengin úr Njálu en erfiðara er átta sig á hugmyndinni á bak við það fjórða, enda þeir Áslákar sem getið er um í fornsögum ýmist varmenni eða léttvægar aukapersónur. Áslákur smiður er meðal sögupersóna í Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen, sem Einar Benediktsson skáld þýddi á íslensku nokkr­um árum fyrr við miklar vinsældir. Þá mun merking nafnsins vera „leikur goðanna/ásanna“, sem gæti hafa átt að vísa til knattspyrnuíþróttarinnar.14 Atkvæði féllu þannig að sex studdu Kára-nafnið, Gunnar og Skarp­ héðinn hlutu þrjú atkvæði hvort nafn og Áslákur rak lestina með tvö.15 Ekki vildu allir una þessari niðurstöðu og var farið að þrefa um nafnið á nýjan leik á félagsfundi 2. maí. Munu þeir Arreboe Clausen og Kristján Albertsson hafa talað harðast fyrir að breyta nafninu í Fram. Kristján skýrði afstöðu sína síðar með því að Kári væri óviðkunnanlegt nafn, þar sem það þýddi „vindur“ og að lítið væri varið í að spila fótbolta í roki.16 Á félagsfundinum var það þó helst fundið að nafninu að sérkennilegt væri að kalla knattspyrnufélag eftir forníslendingi, sem aldrei hefði komið nálægt bolta. Er það óneitanlega mikill viðsnúningur frá því nokkrum vikum fyrr þegar helst var deilt um eftir hvaða Njálukappa nefna skyldi félagið.

14  Hermann Pálsson: Íslenzk mannanöfn, bls. 58 15  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 19 16  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 21


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Pétur Hoffmann, sem kjörinn hafði verið formaður á fundinum fimmtánda mars, stóð gegn tillögunni. Taldi hann afleitt að breyta út frá því sem áður hefði verið samþykkt, auk þess sem Fram-nafnið væri hermt eftir stjórnmálafélagi í bænum. Stóð í stappi um málið uns fundurinn var farinn út um þúfur, þar sem fundarmenn höfðu tínst heim til sín einn af öðrum. Það var því ekki fyrr en á félagsfundi þann 16. maí að nafna­málið var loks til lykta leitt. Ellefu mættu á fundinn eða helmingur félagsmanna. Samþykktu þeir í leynilegri atkvæðagreiðslu að taka upp nafnið Fram. Sjö greiddu því atkvæði sitt en fjórir vildu halda tryggð við Kára-nafnið.17 En hvers vegna varð Fram fyrir valinu? Nafnið er mjög óvenjulegt fyrir íslenskt íþróttafélag, sem flest kenna sig við heimabæ sinn eða sveit, heita eftir persónum úr goðafræði eða Íslendingasögunum, draga heiti sitt af einkennandi örnefnum eða vísa til plöntu- eða dýraríkisins. Fram er aftur á móti atviksorð sem fellur illa að íslensku beygingakerfi þegar það er notað sem nafnorð. Í Noregi og Danmörku má finna íþróttafélög sem bera þetta heiti. Fram frá Larvik í Noregi var stofnað 1894 og er eitt elsta knattspyrnufélag þar í landi. Boldklubben Frem frá Kaupmannahöfn er nokkuð eldra félag, stofnað 1886 sem knattspyrnu- og krikketfélag. Nafnið er stytting á eldra heiti, Fremskridtsklubben. Ekki er ástæða til að ætla að nöfn þessara félaga hafi verið stofnendum Fram innblástur. Hið norska Fram dró nafn sitt af skútu Friðþjófs Nansens sem notuð var í frægum leiðöngrum á Norður- og Suðurheimskautið á árunum 1893 til 1912. Í 95 ára afmælisblaði Fram er því slegið föstu að skip Nansens hafi sömuleiðis verið fyrirmyndin að nafni Knattspyrnufélagsins Fram.18 Þessi tilgáta er trúleg, enda fylgdust Íslendingar vel með afrekum hins norska heimskautafara og hetjudáðir þeirra heilluðu unga drengi. Á þessum árum var nokkuð um að skip og bátar fengju nafnið Fram. Má þar nefna kútterinn Fram sem gerður var út frá Reykjavík frá 1897 uns skipið var dæmt ósjófært og rifið 1905. Í Eyjafirði mátti finna kútter með sama nafni og fyrsti vélbátur Norðfirðinga fékk nafnið Fram vorið 1905.19 Síðla árs 1907 birtist smáfregn í einu Reykjavíkurblaðanna um að stofnað hafi verið skíðafélagið Áfram, sem hyggist standa fyrir skíða­hlaupi í brekkunni við Ártún. Er þess getið að félagið sé stofnað af norsk­um mönnum sem búsettir séu í bænum.20 Virðist félagið ekki hafa orðið langlíft. Eftir stendur spurningin um hvort ásökun Péturs hafi verið rétt, þess efnis að hugmyndin að nafninu hafi verið fengin frá stjórnmálafélaginu Fram? Það félag var stofnað í september 1905 og skipað dyggustu stuðningsmönnum Hannesar Hafsteins og Heimastjórnarflokks hans.21

17  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 19-22; Framblaðið, febrúar 1958, bls. 24 og Fram félagsblað, 2.-4. tbl. 1933, bls. 5-6 18  Fram 95 ára, bls. 2 19  Gils Guðmundsson: Skútuöldin II. bindi, bls. 261-2, 271-2; Gils Guðmundsson: Skútuöldin III. bindi, bls. 118 og Smári Geirsson: Norðfjörður. Saga útgerðar og fiskvinnslu, bls. 36 20  Þjóðólfur, 29. nóv. 1907 21  Guðjón Friðriksson: Ég heilsa þér stormur. Ævisaga Hannesar Hafstein, bls. 433-4

Gunnar Halldórsson var í hópi stofnenda og fyrstu kappliðsmanna Fram. Hann gegndi formannsstöðunni í fáeinar vikur árið 1910. Um þær mundir var félagið við það að klofna vegna harðvítugra deilna um afnot af félagsboltanum.

Ólafur Magnússon skoraði eina markið í viðureign Fram og KR á landsmóti UMFÍ sumarið 1914. Hann lét einnig til sín taka í frjálsí­þróttakeppni mótsins og vann frækinn sigur í 10 þúsund metra hlaupi á ágætum tíma, þrátt fyrir að hafa mætt til leiks sem áhorfandi. Ólafur varð síðar einn kunnasti ljósmyndari Íslendinga.

19


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Pólitískir ofstopamenn?

Varnarjaxlinn Arreboe Clausen var list­ fengur maður og sinnti bæði myndlistarog tón­listar­g yðjunni. Málverk hans voru algeng á hlutaveltum Fram og hann samdi nokkur tónverk helguð fótboltaíþróttinni og Knatt­spyrnufélaginu Fram. Á 25 ára afmæli félagsins samdi Arreboe Framvalsinn ásamt Sesselju konu sinni og var hann gefinn út í veglegu nótnahefti.

Heimastjórnarfélagið Fram var fyrsta almenna stjórnmálafélagið á Íslandi og mjög áberandi í bæjarlífinu. Í ljósi þessa er athyglisvert að Kristján Alberts­son hafi verið sérstakur talsmaður Fram-nafnsins, en hann var ramm­pólitískur frá unga aldri og raunar sakaður um að vilja breyta félaginu í málfundaklúbb. Gantaðist Pétur Hoffmann með að Kristján hefði verið „…alltaf masandi á fundum. Hreinasti reyfari.“22 Síðar átti Kristján Albertsson eftir að semja ævisögu Hannesar Hafstein sem einkennist af fölskvalausri aðdáun. Bágt er að trúa því að tengingin við félag Heimastjórnarmanna hafi engu ráðið um stuðning hans við nafnið Fram. Emil Thoroddsen, einn fyrstu Víkinganna, var ekki í vafa um að nafngiftin væri af pólitískum rótum. Í þrjátíu ára afmælisriti Víkings rifjaði hann upp aðdragandann að stofnun félaganna: „Það er ekki altaf rökrétt að koma auga á rökrétt orsakasamband í rás viðburðanna. Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað aðallega af pólitískum ástæðum. Og ein aðalorsökin til þess, hversu knattspyrnu­ lífið hefir blómgast hér í Reykjavík, voru barnauðugu fjölskyldurnar, sem höfðu aðsetur í Suðurgötunni á því herrans ári 1908. Í hverju húsi í götunni voru þá 2-4 hálfstálpaðir strákar. Suðurgötuklíkan var ekki neitt smásmíði, og henni barst liðsstyrkur úr öllum nærliggjandi götum [...] „Fram“ var stofnað – að mig minnir – í kjallaranum á Suðurgötu 4. Alt frá byrjun logaði uppreisnarandinn í brjóstum sumra Frammaranna. Það var um þetta leyti, sem sambandslagauppkastið var á döfinni, og allir strákar voru eldheitir flokksmenn í stjórnmálum. – Heima­stjórnar­ mennirnir í “Fram” höfðu fengið því framgengt að fjelagið var skírt í höfuðið á heimastjórnarfélaginu „Fram“ – en gat nokkur maður ætlast til þess, að við, sjálfstæðishetjurnar, gætum felt okkur við það til lengdar, að vera í fjelagi með sama nafni og heimastjórnarfjelag?“23 Þessi áhugaverða lýsing Emils er sjaldan rifjuð upp og hafa Víkingar sjálfir hálfpartinn sópað henni undir teppið, enda stangast hún á við hina viðteknu upprunasögu félagsins og felur í sér viðurkenningu á að Fram sé eldra félag en Víkingur. Frásögnin er augljóslega vel krydduð og varasamt að treysta henni að öllu leyti, þótt eitt og annað gangi ágætlega upp. Þannig bjó Gunnar Halldórsson, einn af stofnendum Fram, í Suðurgötu 4 og vitað er að margir af fyrstu fundum félagsins voru haldnir í kjallaranum þar.24 Kenning Emils Thoroddsens um að hugsjónir í sjálfstæðismálinu hafi ráðið stofnun Víkings lyktar vitaskuld af því að vera eftiráskýring, en mun nær­tækara er að horfa til aldursdreifingarinnar í hópnum en pólitísks litarafts. Þannig varð Haukur Thors einn af fyrstu liðsmönnum Fram, en yngri bróðir hans Thor Thors hafnaði í Víkingi ásamt jafnöldrum sínum.

22  Framblaðið, febrúar 1958, bls. 24 23  Víkingur 30 ára afmælisrit, bls. 4 24  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 15

20


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Engu að síður má hafa gaman af lýsingum Emils á pólitísku ofstæki Framara: „Við það bættist, sem alls ekki fór leynt, að kúgun var beinlínis beitt við ýmsa af hinum ósjálfstæðari sjálfstæðis­mönnum, þeir voru leiddir á afvikinn stað, og með hinum ógurlegustu hótunum neyddir til þess að ljá heimastjórninni atkvæði sín. Því miður, heima­stjórnarmennirnir voru ekki einungis fjölmennari, þeir voru líka stærri og sterkari, og á þessum aldri er það handaflið sem ræður úrslitum.“25 Árið 1983 má segja að hið skammlífa Kára-nafn hafi loks fengið uppreisn æru, en þá notaði rithöfundurinn og Framarinn Einar Kárason það í bók sinni „Þar sem djöflaeyjan rís“ um íþróttafélag sem stofnað var í braggahverfi í Reykjavík eftirstríðsáranna. Í raun lýsir frá­sögnin upp­hafsárum Knattspyrnufélagsins Þróttar.26 Þá má ekki gleyma Knatt­ spyrnu­félaginu Kára sem stofnað var á Akranesi árið 1922. Kári og Knatt­ spyrnufélag Akraness voru fremstu fótboltaliðin á Skaganum, en kepptu sameiginlega útávið.

Fyrstu verkefnin Á sama hátt og Frömurum þótti vorið 1910 ekki við hæfi að keppa við strákpollana í Víkingi – þótt misfjölmennt væri í liðum – kom ekki til mála að Fram og Fótboltafélagið ettu kappi í árdaga hins nýja félags. Aldurs­ munurinn var einfaldlega of mikill. Stofnendur Fram voru á aldrinum ellefu til fimmtán ára, en Fótboltafélagið var skipað fullorðnum mönnum. Þar sem liðsmenn Fótboltafélagsins höfðu rutt sparkvöllinn vestur á Melum töldust þeir hafa ótvíræðan forgangsrétt að honum. Framarar fengu þó að spila þar upp á náð og miskunn, það þótti því rétt að gera allt til að halda gömlu jöxlunum góðum. Til dæmis voru engar athugasemdir gerðar við það þegar leikmenn Fótboltafélagsins fengu keppnisbolta Fram að láni – en ágreiningur um boltalán til utanfélagsmanna hafði áður valdið háværum deilum og meira að segja klofningi í félaginu. Þannig sagði Arreboe Clausen af sér formannsembættinu og stofnaði nýtt knattspyrnufélag, Spörtu, ásamt hluta félagsmanna – m.a. þeim Tryggva Magnússyni og Friðþjófi Thorsteinssyni. Spartverjar sneru þó aftur til síns heima innan fárra vikna. Það var raunar ekki að undra þótt deilur um lán á fótbolta yrðu að slíku bitbeini meðal Framara. Strákafélög á borð við Fram voru fyrst og fremst eignarhaldsfélög um bolta og segja má að helsta viðfangsefnið utan vallar hafi verið kaup á boltum og geymsla þeirra. Í því skyni lögðu piltarnir eitt og annað á sig, greiddu bæði inngöngugjald, félagsgjald og sektir fyrir skróp á æfingar, héldu hlutaveltur og efndu jafnvel til happdrættis með olíueldavél í vinning. Með slíku harki tókst að öngla saman fyrir einum og einum keppnisbolta. Annað átti félagið ekki af veraldlegum auð.

25  Víkingur 30 ára afmælisrit, bls. 4 26  Einar Kárason: Þar sem djöflaeyjan rís

Í skáldsögunni „Þar sem djöflaeyjan rís“, lýsir Framarinn Einar Kárason stofnun Þróttar í bragga­hverfinu á Grímsstaðaholti. Í bókinni gengur Þróttur þó undir nafninu Knattspyrnufélagið Kári.

Gunnar Thorsteinsson lék sem mið­ framvörð­ur hjá Fram og þótti einn allra flinkasti leik­mað­ur­inn í árdaga íslenskrar knatt­spyrnu. Hann þótti mikill leiðtogi og var til að mynda kjörinn formaður Fram árið 1914, þá tiltölulega nýgenginn í félagið. Hann missti heilsuna í Spönsku veikinni 1918 og drógu þau veikindi hann síðar til dauða.

21


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Englendingar sigraðir Í árdaga knattspyrnunnar á Íslandi sóttust reykvísku knattspyrnufélögin mjög í að etja kappi við áhafnir erlendra skipa sem hingað komu og léku t.d. danskir varðskipsmenn ófáa leiki við Íslendinga. Mikil eftirvænting gat fylgt þessum viðureignum, en oftar en ekki var rennt blint í sjóinn varðandi styrk mótherjanna. Í júni 1914 kom breskt skemmtiferða­ skip, Ermine, til hafnar í Reykjavík og var ákveðið að efna til kappleiks milli skipverja og Fram. Leikurinn var auglýstur sem fyrsti ensk-íslenski kappleikurinn og var tekið fram að Englendingar væru „…beztu knattspyrnumenn í heimi og mælt er, að á meðal þeirra, sem hér sýna list sína í kvöld, séu afburða­menn í þeirri íþrótt.“ Hér var óneitanlega um nokkurt ofmat á andstæðingnum að ræða, enda urðu lokatölur leiksins 13:0 fyrir Fram gegn þungum og óæfðum Bretunum. (Morgunblaðið, 25., 26. og 29. júní 1914)

Melavöllur var tekinn í notkun sumarið 1911 og varð samstundis miðdepill íþrótta­ starfs í höfuðstaðnum. Myndin er tekin við setningarathöfn íþróttamóts, að öllum líkindum landsmóts UMFÍ 1914. Kapplið Fram er fyrir miðri mynd.

22

Fyrstu kappleikir piltanna í Fram voru innanfélagsleikir. Liðskipan var ákveðin á félagsfundum og gat þar verið hart deilt. Er komið var fram á árið 1911 var sjálfstraust félagsmanna verulega farið að vaxa og þeir tóku að íhuga þann möguleika að etja kappi við Fótboltafélagsmenn. Um svipað leyti voru allar aðstæður til knattspyrnuiðkunar í Reykjavík að taka stórstígum framförum, þar sem íþróttafólk bæjarins eignaðist langþráðan keppnisvöll.

Íþróttasvæði á Melunum Melarnir suðvestan við byggðina í Reykjavík urðu snemma vettvangur íþróttastarfs. Fyrsta íþróttafélag landsins, Skotfélag Reykjavíkur, var stofnað af nokkrum embættismönnum og dönskum kaupmönnum árið 1867. Félagið stundaði skotæfingar sínar á Melunum og reisti félagsheimili, en minning þess lifir í götuheitinu Skothúsvegi. Suður á Melum voru einnig markaðir skeiðvellir fyrir kappreiðar, sem þóttu mikil skemmtun. Heimildir eru um að krikket hafi verið leikið á Melunum á seinni hluta nítjándu aldar, þótt sá leikur hljóti að hafa verið allfrábrugðinn því sem þegnar Bretadrottningar kölluðu krikket. Þá er óhætt að ætla að erlendar skipshafnir hafi leitað á Melana með boltaleiki sína, enda kærðu eigendur túnanna í miðbænum sig lítt um slíkan átroðning. Þegar árið 1896 hafði verið stofnað félag með það að markmiði að ryðja og slétta íþróttavöll á Melunum. Litlir peningar voru til verksins og lognaðist það von bráðar út af. Á næstu árum var vinna við vallargerðina bæði ómarkviss og í mýflugumynd, sbr. frásögnina af vallarhreinsun Fótboltafélagsmanna í byrjun hverrar æfingar. Sumarið 1910 hafði Ólafur Björnsson ritstjóri forgöngu um stofnun Íþróttasambands Reykjavíkur, sem hafði þann megintilgang að koma


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

upp íþróttavelli. Sjö íþróttafélög komu að stofnun sambandsins: Ármann, Skautafélag Reykjavíkur, KR, ÍR, Fram, Ungmennafélag Reykjavíkur og Iðunn, sem var ungmennafélag kvenna. Það er í sjálfu sér athyglis­vert að tveggja ára gömlu unglingafélagi, sem einkum var skipað fimmtán til sextán ára piltum, skuli hafa verið treyst til að taka þátt í slíku stór­ verkefni. Bæjarstjórn Reykjavíkur úthlutaði svæði suðvestan við Hólavalla­ garð og lofaði framlagi fyrir nærri fjórðungi kostnaðar­áætlunar. Það sem upp á vantaði fékkst með bankalánum og strax um haustið var ákveðið að völlurinn skyldi tekinn í notkun í tengslum við 100 ára minningarhátíð Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Þá var ákveðið að Ungmennafélag Íslands héldi landsmót sitt á nýja Melavellinum að þessu tilefni.27

Frömurum lofað vægð Í marsmánuði 1911 voru Framarar fyrir alvöru farnir að huga að því að taka þátt í opinberri keppni. Á félagsfundi var kapplið félagsins valið og notast við þá leikaðferð sem var alls ráðandi í knattspyrnuheiminum á þeim tíma: 2-3-5. Valtýr Blöndal var markvörður, Arreboe Clausen og Haraldur Andrés­son voru bakverðir og miðjuna skipuðu þeir Ágúst Ármann, Axel Thorsteinsson og Bjarni Matthíasson. Framherjarnir fimm voru Magnús Björnsson, Gunnar Halldórsson, Friðþjófur Thorsteinsson, Jón Norðmann og Pétur J. H. Magnússon. Til vara voru valdir Tryggvi Magnússon, Ágúst Jóhannesson, Haukur (Thors) Jensen og Herluf Clausen.28 Ekki er gott að segja hvort þetta fyrsta kapplið lék nokkru sinni saman eða hvort hópurinn átti eftir að breytast á þeim þremur mánuðum sem liðu fram að fyrstu keppni. Nýi íþróttavöllurinn á Melunum var vígður þann ellefta júní, viku fyrr en áætlað hafði verið. Talið er að um fimmtán hundruð áhorfendur hafi fylgst með vígsluhátíðinni, en íbúar Reykjavíkur voru rétt um tíu þúsund um þær mundir. Fimleikaflokkur frá ÍR sýndi listir sínar, en því næst var boðið upp á knattspyrnuleik. Á aldarfjórðungsafmæli Íslandsmótsins í knattspyrnu, rifjaði gamall Framari upp tildrög þessarar fyrstu viðureignar: „[Þ]egar vígja skyldi fyrri íþróttavöllinn í Reykjavík, í júní 1911, var farið fram á það við félagið, að það þreytti leik við K.R. til hátíðabrigða. Leikmenn þeir, sem Fram hafði á að skipa, voru á aldrinum 15-18 ára, og létu þeir til leiðast, er þeim var lofað því að K.R. skyldi ekki „fara mjög illa með þá“. Það sýndi sig líka, þegar leikurinn hófst, að K.R. tóku mótstöðumenn sína ekki hátíðlega, því að margir af bestu leikmönnum félagsins tóku ekki þátt í leiknum. Ekkert mark var skorað, og skildu félögin því jöfn.“29

Friðþjófur Thorsteinsson var mestur markaskorara í árdaga íslenskrar knatt­ spyrnu og lík­lega eini íslenski knatt­ spyrnumaðurinn sem hefur fengið á sig skammir fyrir leti í blöðunum, þrátt fyrir að skora sex mörk í leik. Hann var við nám í Edinborg á árum fyrri heimsstyrj­ aldarinnar og mun þá hafa leikið sem áhugamaður með hinu kunna skoska félagi Hibernian.

27  Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 49-52 28  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 25-26 29  Knattspyrnumót Íslands 1937, bls. 9

23


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Hið íslenska Maraþon Knattspyrnuíþróttin tók Íslendinga með trompi og varð nánast á svipstundu eftirlætis­íþrótt landsmanna. Umfjöllun Morgunblaðsins um knattspyrnukeppnina á landsmóti UMFÍ 1914 ber vott um þetta: „Allir vita það, að stærsti dagur Olympíu­leikanna er sá dagurinn, þegar Maraþon-hlaupið fer fram. Þá komast ekki allir að sem vilja, jafnvel þótt aðgöngueyririnn sé þá margfaldaður. Við erum ekki farnir að hlaupa Maraþon-hlaup. En það sem mesta eftir­tekt vekur hjá okkur, verður að koma þar í staðinn. Og það er ekkert annað en það, hver sigur ber úr býtum, Fram eða Fótboltafélag Reykjavíkur, þegar þau leiða saman hesta sína.“ Að sögn blaðamanns var kappið ekki bundið við leikmenn félaganna, því „það er einnig mikið milli áhorfenda, því þar skiftast menn mjög í tvennt – vinn sinn með hvorum. Og þetta nær til fleiri en Reykvíkinga. Út um land eru menn sem tekið hafa afstöðu í þessu þrætumáli, hvort félagið sé fræknara, og þeim mönnum öllum er heitt um hjartaræturnar meðan á úrslitunum stendur.“ Samkvæmt þessari lýsingu eru eldheitir stuðningsmenn knattspyrnuliða nánast jafngamalt fyrirbæri og íþróttin sjálf hér á landi. (Morgunblaðið, 21. júní 1914)

Var vígsluleikurinn á Melavellinum fyrsti opinberi kappleikur Fram? Um það má deila. Í afmælisblöðum KR og Fram frá 1949 og 1958 er sérstaklega tekið fram að um æfingaleik hafi verið að ræða, en ekki opinberan kappleik.30 Þá er fremur ólíklegt að viðureignin hafi verið fullar níutíu mínútur, í það minnsta var talað um „stuttan fótknattleik“ í frétt Ísafoldar af atburðinum.31

Liðsöfnuður Vel má vera að þessi fyrsta viðureign Fram og Fótboltafélagsins hafi ekki verið tekin sérstaklega alvarlega fyrirfram. Væntanlega hefur Fótbolta­ félagið teflt fram hálfgerðu varaliði, enda höfðu bestu menn liðsins staðið í ströngu kvöldið áður í leik gegn dönskum sjóliðum af varðskipinu Heimdalli.32 Hin óvænta mótspyrna unglinganna í Fram gerði það hins vegar að verkum að mikil eftirvænting ríkti í Reykjavík fyrir næstu rimmu liðanna, sem fram skyldi fara laugardaginn 20. júní, á fjórða degi landsmóts UMFÍ og íþróttafélaganna í Reykjavík. Ljóst var að KR-ingar myndu ekki vanmeta Framara á ný og tefla fram sínu sterkasta liði.33 Í grein um sögu íslenskrar knattspyrnu í Árbók íþróttamanna 1945 er fullyrt að Framliðið hafi sömuleiðis styrkst milli leikja. Samkvæmt þeirri frásögn hafði hópur pilta í gagnfræðadeild Mennta­skólans í Reykja­ vík stofnað knattspyrnufélag, en meðlimir þess gengið til liðs við Fram í vikunni fyrir landsmót.34 Mögulega er hér um að ræða rugling við Knatt­ spyrnufélagið Spörtu sem klofnaði út úr Fram en rann aftur inn í félagið árið 1910, eins og rakið hefur verið. Spartverjar voru einmitt margir hverjir nemendur við gagnfræðadeildina. Á hinn bóginn eykur það trúverðugleika frásagnarinnar að í kappliði Fram þann 17. júní voru þrír leikmenn sem hvorki voru í kappliðinu sem valið hafði verið í mars, né á félagatali sem ritað var um svipað leyti. Þeim Sigurði Ó. Lárussyni, Karli Magnússyni og Hinrik Thorarensen var hins vegar bætt við félagatalið síðar, ásamt nöfnum sex annarra.35 Þeir þremenningarnir voru allir nemendur við Menntaskólann um þetta leyti, svo ef til vill er hér komið knattspyrnufélag gagnfræða­deildarinnar.36 Samkvæmt þessari tilgátu voru þrír leikmanna Fram í fyrsta opinbera knattspyrnu­leiknum aðeins búnir að vera í félaginu í tæpa viku.

30  Árni Óla: „Knattspyrnufjelag Reykjavíkur 30 ára afmæli“, bls. 91; Félagsblað KR, 10. árg. mars 1949 (afmælisútgáfa), bls.4 og Framblaðið, febrúar 1958, bls. 26 31  Ísafold, 14. júní 1911 32  Víðir Sigurðsson og Sigurður Á. Friðþjófsson: Knattspyrna í heila öld, bls. 31 33  Árbók íþróttamanna 1945: „Knattspyrna“, bls. 88 34  Sama heimild 35  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 26-27 36  Heimir Þorleifsson: Saga Reykjavíkurskóla. III. bindi, bls. 27

24


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Hinir íslensku Ólympíuleikar Ef til vill hefur aldrei verið haldin önnur eins íþróttahátíð hér á landi og Íþróttamótið á Melunum 1911. Efnt var til keppni á hverjum degi í heila viku, auk sýninga af ýmsu tagi, dansleikja og annarra skemmtiatriða. Frá 17. til 25. júní hverfðist bæjarlífið í Reykjavík um íþróttir og áhorfendur voru geysimargir ef íbúafjöldi bæjarins er hafður í huga. Svo fór að Framarar unnu frægan sigur í uppgjörinu við Fótbolta­ félagið. Blaðamaður Ísafoldar hrósaði Framliðinu. Í því væru „einungis unglingar innan við 18 ára, en eigi að síður unnu þeir svo, að mjög skar úr. Þeir komu knettinum tvisvar í mark og gerði það hvort­tveggja sinnið Friðþjófur Thorsteinsson, en hinir aldrei.“37 Hafa þau úrslit víða ratað inn í sögubækur. Er þetta máske í fyrsta, en þó fráleitt síðasta skipti sem frásögn íþróttafréttaritara af knattspyrnuleik stangast á við upplifun annarra. Hið rétta mun vera að Framarar sigruðu með tveimur mörkum gegn einu, þar sem sigurmarkið kom á lokamínútunni.38 Blaðamanninum var þó viss vorkunn þótt úrslitin skoluðust til. Enga markatöflu var að finna á nýja Melavellinum og áhorfendaskarinn stóð þétt upp við völlinn – raunar svo mjög að eitt helsta verkefni línuvarða var að stugga forvitnum áhorfendum út af sjálfum keppnisvellinum.

Kapplið Fram og Fótboltafélagsins sem léku þann sautjánda júní 1911. Framarar eru alhvítir, en liðsmenn Fótboltafélagsins í dökkum buxum og með skáborða yfir brjósti. Markverðir beggja liða klæðast sömu búningum og félagar þeirra, en fyrstu árin var nokkrum tilviljunum háð hvort markmenn léku í sérstökum markmanns­ búningum.

37  Ísafold, 21. júní 1911 38  Framblaðið, febrúar 1958, bls. 26; Knattspyrnumót Íslands 1937, bls. 9 og Árbók íþróttamanna 1945: „Knattspyrna“, bls. 88

25


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Keppendur á fyrsta Íslandsmótinu árið 1912 á tröppum Miðbæjar­skólans. Lið Fram er í tveimur efri röðunum. Efri röð frá vinstri: Tryggvi Magnússon, Gunnar Halldórsson, Frið­þjófur Thorsteins­son, Gunnar Hjörleifs­son Kvaran og Sigurður Ingimundarson. Fremri röð (sitjandi): Pétur Sigurðs­son, Karl G. Magnússon, Sigurður Ó. Lárusson, Arreboe Clausen, Pétur J. H. Magnússon og Ágúst Ármann. Á myndina vantar Hinrik Thorarensen.

Fyrsta viðureignin við Val Knattspyrnufélagið Valur var stofnað árið 1911 innan Kristilegs fjelags ungra manna, KFUM. Leiðtogi KFUM, séra Friðrik Friðriksson, lagði blessun sína yfir knattspyrnuiðkun dengjanna sinna en virtist andsnúinn því að keppt væri í fótbolta við utanfélagsmenn. Fyrstu misserin spiluðu Valsmenn því einvörðungu við Hvat, sem var annað félag innan KFUM. Segja má að Valsarar hafi stolist til að leika fyrsta leik sinn við Fram: „Haustið 1914 stóðust Valsmenn þó ekki lengur mátið, heldur réðust í að keppa opinberlega við knattspyrnufélagið Fram. Var síra Friðrik þá erlendis. Úrslit urðu þau að Fram vann með 3:2. Þótti Val takast vonum framar í leiknum, því að Fram var talið mjög dugandi knattspyrnufélag.“ (25 ára afmælisblað Vals, bls. 12)

26

Í október mættust Fram og Fótboltafélagið enn á ný og aftur urðu úrslitin 2:1 fyrir Fram.39 Engar upplýsingar eru til um markaskora í þessum haustleik, en ekki er ógætilegt að ætla að Friðþjófur Thorsteinsson hafi komið þar eitthvað við sögu. Friðþjófur bar höfuð og herðar yfir aðra knattspyrnumenn hér á landi í árdaga íslenskrar knattspyrnu, a.m.k. hvað marksækni varðar. Hann var sonur útgerðarmannsins kunna Péturs J. Thorsteinssonar á Bíldudal og hafði að miklu leyti alist upp í Danmörku og æft þar knattspyrnu ásamt bræðrum sínum, Gunnari og Samúel, með góðum árangri. Áttu þeir bræður mjög eftir að koma við sögu fótboltans á næstu árum. Fjórði bróðirinn, Guðmundur, var minna gefinn fyrir fótboltann en var þeim mun listfengari og varð þjóðþekktur undir nafninu Muggur. Þessi óvænta velgengni táninganna í Fram blés þeim byr í brjóst og fljótlega kom fram sú hugmynd að festa kaup á bikar og stofna til Íslandsmóts. Bikarinn, sem var úr silfri, fékkst frá Þýskalandi og kostaði stórfé. Hálfri öld síðar minnti Friðþjóf Thorsteinsson að kaupverðið hefði verið 85 krónur, en samkvæmt annarri heimild var kaupverðið „hátt á annað hundrað krónur“.40 Hvor talan sem er réttari, er ljóst að hér var í

39  Nafnaskrá fjelaga í Knattspyrnufjelaginu Fram, tafla yfir kappleiki 40  Knattspyrnumót Íslands 1937, bls. 10 og Framblaðið, febrúar 1958, bls. 26


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

mikið lagst, en til samanburðar má nefna að kaup verkamanna var um þessar mundir 30 aurar á klukkustund. Reglugerð var samin um hinn nýja bikar, þar sem meðal annars kom fram að hann yrði aldrei unninn til eignar og Fram yrði að samþykkja allar breytingar á reglunum. Athygli vekur að í hinum stutta lagatexta var sérstök klausa þar sem tekið var fram að útlendingar mættu ekki keppa um Íslandsbikarinn nema þeir hefðu verið búsettir hér í sex mánuði samfleytt.41

Fyrsta Íslandsmótið Keppt var í fyrsta sinn um silfurbikarinn dýra á Knattspyrnumóti Íslands á Melavelli í júnímánuði 1912. Auk Fram og Fótboltafélagsins skráði þriðja liðið sig til leiks, sveit Vestmannaeyinga. Áhugi Eyjamanna á fót­ bolta hafði vaknað mjög snemma og hvert tækifæri var nýtt til að leika við erlendar skipshafnir. Knattspyrnumenn í Vestmannaeyjum höfðu það umfram kollega sína í Reykjavík að æfa og spila á grasi. Það kann þó að hafa orðið þeim að falli, því eftir fyrsta leik sinn í mótinu – gegn Fótboltafélaginu – lágu svo margir leikmenn óvígir að liðið neyddist til að draga sig úr keppni. Fram og Fótboltafélagið höfðu gert 1:1 jafntefli í upphafsleiknum, þar sem Pétur Hoffmann skoraði fyrsta markið í sögu Íslandsmótsins. Eftir uppgjöf Vestmannaeyinga var því ljóst að liðin þyrftu að mætast aftur í úrslitaleik. Ónafngreindur Framari lýsti viðureigninni síðar á þessa leið: „Nú keptu Fram og KR til úrslita í hraklegu veðri, roki og rigningu. KR átti fyrst undan vindi að sækja og skoraði 3 mörk á skömmum tíma. En þegar Fram tókst að skora mark gegn vindi, þótti þeim vænkast hagur sinn. En í síðara hálfleik náði Fram ekki nema einu marki, þrátt fyrir ákafa sókn, og gekk bikarinn þannig úr greipum þeirra á fyrsta mótinu. Þótti þeim súrt í broti; til þess hafði bikarinn ekki verið gefinn!“ Það kom í hlut Axels Tulinius, fyrsta forseta Íþróttasambands Íslands, að afhenda Íslandsbikarinn í mótslok. ÍSÍ hafði verið stofnað fyrr á árinu. Stofnfélög sambandsins voru tólf, fjögur frá Akureyri og átta frá Reykjavík. Fram og KR voru einu stofnaðilarnir sem höfðu knattspyrnu á dagskrá sinni. Engu að síður átti Íþróttasambandið fljótlega eftir að leggja sitt af mörkum til greinarinnar, því það beitti sér fyrir útgáfu knattspyrnulaga. Sú útgáfa varð til þess að ýmis falleg íslensk orð urðu tungu knattspyrnumanna töm, en áður höfðu ambögur og slettur einkennt málfar fótboltamanna.42

41  42

Enginn tími til spillis Gunnar Thorsteinsson gekk til liðs við Fram árið 1913 og var ári síðar orðinn formaður félagsins og jafnframt fyrirliði á knattspyrnuvellinum. Hann var yngri bróðir Friðþjófs Thorsteinssonar, en ekki auðnaðist þeim bræðrum að leika saman undir merkjum Fram því Gunnar veiktist í Spönsku veikinni 1918 og lést af völdum þeirra veikinda tveimur árum síðar. Missti Fram þar öflugan liðs­mann eins og lýsing Kjartans Þorvarðs­sonar frá árinu 1933 ber með sér: „Á sumrin hafði hann mikið að starfa og það svo stundum, að við stiltum hjól­ hesti fyrir utan skrifstofu hans, en hann vann allan daginn í knattspyrnu­búningi sínum, en þegar knattleikurinn skyldi byrja hljóp hann á bak hjólhestinum og hjólaði út á völl. Hljóp þar af baki og fór þegar út í leikinn (því ekki var maður settur í hans stað, þegar byrjað var, heldur varist), og við komu hans hófst bardaginn fyrir alvöru.“ Gunnar þótti fljótur að hugsa og taka ákvarðanir á leikvelli. „Man ég eftir í eitt sinn að markv. KR stóð við aðra marksúlu og var að tala við einhverja kunningja sína (eða að fá sér í nefið), en knötturinn var úti á miðjum velli. Þar náði Gunnar honum og sá þegar, að markvörðurinn gætti sín ekki, og skaut frá miðju í markið.“ (Fram félagsblað, 2.-4. tbl. 1933 og Fram í 80 ár, bls. 42-3)

Bskj.Rvk. Einkaskjalasafn 225, askja 100. Reglugjörð um Knattspyrnubikar Íslands Gils Guðmundsson: Íþróttasamband Íslands fimmtíu ára – 1912-1962, bls. 17 og 22

27


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Fyrsta unglingalið Fram árið 1916. Efsta röð frá vinstri: Geir Haukdal, Gústaf Sigurbjarnason, Ósvaldur Knudsen, Eiríkur Jónsson og Kveldúlfur Grönvold. Miðröð: Karl Magnússon, Þórólfur Karels­ son, Tryggvi Forberg, Bolli Thoroddsen og Sigurður Ó. Lárusson. Fremsta röð: Oddgeir Hjartarson, Linneus Östlund og Sveinn Gunnarsson. Þeir Karl og Sigurður (dökkklæddir og með stúd­ entshúfur) voru eldri leikmenn.

Prakkast inn á völlinn Það eru ýmsar leiðir til að smygla sér ókeypis inn á knattspyrnuleiki, eins og Jón Sigurðsson forystumaður í Fram rifjaði upp árið 1938. Þar sagðist hann hafa verið „…tíður gestur á gamla vellinum í gamla daga, og lét engan kappleik fram hjá mér fara. Fékk eg, sem junior í Fram, ókeypis aðgang að Íslandsmótunum, en inn á hin mótin prakkaði eg mig oftast ókeypis líka, annaðhvort yfir ódýru hliðin á vesturenda vallarins, eða með því að bera skó einhvers þeirra er keppa áttu, og vera í miðjum flokki þeirra, þegar inn á völlinn var farið. En þá mættu Frammarar fyrir kappleik heima hjá einhverjum aðalmannanna, og héldu síðan í hóp út á völl.“ (Félagsblað Fram, 5.tbl. feb. 1938)

28

Deilt um tíma og peninga Þegar Fram var að stíga sín fyrstu skref sem fullveðja knattspyrnufélag á árunum 1911-14, má segja að um hálfgert menntaskólalið hafi verið að ræða. Meirihluti félagsmanna stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og leikfimiskennari skólans, Ólafur Rósinkranz, sá að mestu um þjálfun liðsins. Á tíu ára afmæli félagsins var Ólafur gerður að fyrsta heiðursfélaga Fram fyrir ómetanlega aðstoð sína á upphafsárunum. Hann var jafnframt heiðursfélagi í KR. Í lok hvers skólaárs átti leikmannahópur Fram til að tvístrast. Skóla­piltar utan af landi fóru til síns heima, en aðrir réðu sig í vinnu og reyndu að afla sem mestra tekna í sumarfríinu. Fyrir vikið var Frömurum það kappsmál að Íslandsmótið færi fram snemma í júní ár hvert. Þessu voru liðsmenn Fótboltafélagsins ósammála og töldu eðlilegt að mótið yrði haldið síðar um sumarið, þegar leikmenn væru komnir í betri æfingu. Tímasetningin var ekki eina bitbein félaganna. Fótboltafélagsmenn undu því illa að Framarar hirtu allar tekjur af Íslandsmótinu sem umsjónaraðilar þess. Mótshald af þessu tagi gat skilað góðum hagnaði, enda áhorfendur margir og kostnaður lítill ef frá var talin vallarleigan og auglýsingakostnaður. Framarar gátu á móti bent á að bikarinn hafi verið dýr og að mótshaldinu fylgdu ýmis handtök og snúningar. Ósætti félaganna vegna þessara mála varð til þess að allt hljóp í hnút. Fótbolta­félag Reykjavíkur skráði lið sitt ekki til leiks í Íslandsmótunum 1913 og 1914. Þar sem öðrum andstæðingum var ekki til að dreifa, urðu Framarar því Íslandsmeistarar bæði árin án keppni. Sem vænta mátti þótti liðsmönnum Fram ergilegt að hljóta titilinn með slíkum hætti. Þeir gátu þó huggað sig við að Fram og Fótboltafélagið mættust sex sinnum í keppni sumrin 1913 og 1914, þrisvar hvort árið. Í


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

þeim leikjum fóru Framarar þrívegis með sigur af hólmi en þrisvar varð jafntefli, 2:2 í öll skiptin.43 Af þessum viðureignum bar hæst keppni liðanna á Landsmóti UMFÍ sumarið 1914.

Fram og frjálsar íþróttir Fyrsta landsmót Ungmennafélags Íslands fór fram á Akureyri þann 17. júní 1909. Þátttakendur komu flestir frá Norðurlandi og vakti mótið því ekki mikla athygli sunnanlands. Raunar voru lengi skiptar skoðanir um hvort telja skyldi þetta upphafsmót til hinna eiginlegu landsmóta, en sú hefð hefur þó orðið ofan á.44 Fótbolti var meðal keppnisgreina á mótinu, þar sem knattspyrnuflokkur Akureyringa fór með sigur af hólmi gegn Húsvíkingum. Ekki er hefð fyrir að telja kappleik þennan fyrsta opinbera knattspyrnuleik á Íslandi, frekar en ýmsa aðra sýningar- og æfingarleiki sem fram fóru bæði fyrr og síðar. Tveimur árum síðar stóð UMFÍ fyrir öðru landsmóti sínu og var það ólíkt meira að vöxtum og stóð frá 17. til 25. júní 1911. Keppt var í ýmsum greinum íþrótta og fór keppnin að mestu fram á glænýjum íþrótta­ vellinum. Knattspyrnukeppnin vakti mikla athygli, þar sem unglingarnir í Fram báru sigurorð af sveit Fótboltafélags Reykjavíkur, eins og áður hefur verið rakið.45 Fyrirkomulag landsmótsins 1911 minnti sem fyrr segir um margt á hina alþjóðlegu Ólympíuleika og var því rætt um að láta fjögur ár líða milli mótanna. Ekki höfðu piltarnir í Fram slíka biðlund og varð óþolin­ mæðin til þess að þeir ákváðu að stofna til Íslandsmótsins strax næsta sumar. Raunar liðu ekki nema þrjú ár þar til næsta landsmót var haldið, sem reyndist það síðasta til ársins 1940. Það var sett á Íþróttavellinum í Reykjavík 17. júní 1914 og stóð í viku. Mót þetta er markvert í sögu Fram fyrir þær sakir hversu virkan þátt félagið tók í frjálsíþróttakeppni þess. Keppt var í sjö hlaupagreinum og fóru fulltrúar Fram með sigur af hólmi í tveimur einstaklingsgreinum, Herluf Clausen í 800 metrum og Ólafur Magnússon í 10 þúsund metra hlaupi. Í 100 og 200 metra hlaupunum lentu Framarar í öðru og þriðja sæti.46 Sveit Fram bar sigurorð af Ungmennafélagi Reykjavíkur í 4x100 metra boðhlaupi en sveitina skipuðu Brynjólfur Kjartansson, Gunnar Thorsteins­son, Ólafur Magnússon og Vilhelm Stefánsson. Ekki þótti blaðamanni Morgunblaðsins þó mikið til boðhlaupsins koma og sagði að það væri „…frekar leikur fyrir börn en íþrótt fyrir fullorðna menn“.47

43  Nafnaskrá fjelaga í Knattspyrnufjelaginu Fram, tafla yfir kappleiki 44  Viðar Hreinsson o.fl.: Saga landsmóta UMFÍ 1909-1990, bls. 13-24 og 40-1; Morgunblaðið, 2. feb. 1914. 45  Viðar Hreinsson o.fl.: Saga landsmóta UMFÍ 1909-1990, bls. 25-38 46  Morgunblaðið, 6. júlí 1914, s. 1130; 20. júní 1914, s. 1054 og 21. júní 1914, s. 1064 47  Morgunblaðið, 24. júní 1914, s. 1075

Verðlaunaskjal 4x100 metra boðhlaups­ sveitar Fram á landsmóti UMFÍ 1914. Hlaupa­gikkirn­ir voru þeir Brynjólfur Kjartans­­son, Gunnar Thorsteinsson, Ólafur Magnús­son og Vilhelm Stefánsson.

Fimm kanónur Kjartan Þorvarðsson dró upp skemmtilega mynd af stuðnings­sveit Framara, Ingimarskórnum svokallaða, í 25 ára afmælisblaði félagsins. Auk þess að hvetja sitt lið til dáða, kappkostuðu knattspyrnukórarnir að senda stuðnings­mönnum andstæðinganna tóninn og gilti þá að vera skjótur til svars. „Þá var líka allt af svarað, ef KR-ingar eða Víkingar komu með einhverjar árásir eða athugasemdir um FRAM: „Við svörum ykkur með Kanónunum“. En það var öll fram­herjalínan, sem skipuð var skotmönnum í öllum stöðum línunnar.“ (Fram félagsblað, 2.-4. tbl. 1933)

29


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Friðþjófur Thorsteinsson tekur við Reykja­ víkur­horninu árið 1915. Deilum Fram og KR um eignarhald á Íslandsmótinu í knatt­ spyrnu lauk með því að KR-ingar stofnuðu til Reykjavíkurmótsins og gáfu veglegt horn sem verðlaunagrip.

Ósvaldur Knudsen var meðal leikmanna í fyrsta unglingaliði Fram árið 1916 og lék síðar með meistaraflokki. Hann var fjölhæfur íþróttamaður og átti met í nokkrum greinum frjálsra íþrótta. Síðar varð Ósvaldur einn af frumherjum íslenskrar kvikmynda­gerðar.

30

Í langstökki átti Fram tvo efstu menn, þá Brynjólf og Gunnar Halldórsson. Sá síðarnefndi keppti einnig í hástökki en meiddist og þurfti því að kalla til varamann hans í boðhlaupssveitina. Af öðrum Frömurum sem getið er um í blaðafregnum má nefna Magnús Árnason sem keppti í hástökki og grindahlaupi og Pétur Hoffmann Magnússon í spjótkasti (með betri hendi). Sjálfsagt er upptalning þessi ekki tæmandi, en nákvæmur keppendalisti er ekki varðveittur og misjafnt var hvort veitt voru ein, tvenn eða þrenn verðlaun í einstökum greinum. Stigakeppni félaganna á mótinu fór á þá leið að Ungmennafélag Reykjavíkur hafði nokkra yfirburði með 44 stig og Fram hafnaði í öðru sæti með 21 stig. Ungmennafélag Hrunamanna og ÍR hlutu átta stig og fimm stig, en auk þeirra fengu Ármenningar og Víkingar stig fyrir glímu og knattspyrnukeppni unglinga.48 UMFR og Fram voru því augljóslega stórveldin í frjálsum íþróttum í Reykjavík við upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar, en minna bar á þeim félögum sem síðar áttu eftir að verða fyrirferðarmest á þessu sviði: ÍR, KR og Ármanni. Það átti hins vegar ekki fyrir Fram að liggja að verða frjálsíþróttafélag. Stríðsárin 1914 til 1918 höfðu í för með sér afturkipp á ýmsum sviðum íslensks þjóðfélags og fóru íþróttirnar ekki varhluta af því. Ýmis íþróttamót féllu niður, svo sem í sundi og skíðaíþróttum. Glíman, sem verið hafði í vexti frá aldamótum, fór sömuleiðis dalandi. Knattspyrnan var raunar eina íþróttin sem dafnaði á styrjaldarárunum.49 Landsmótið 1914 var hið síðasta sinnar tegundar til ársins 1940. Ekkert stórt frjálsíþróttamót var haldið í Reykjavík fyrr en ÍR-ingar efndu til slíkrar hátíðar sumarið 1920. Á því móti kepptu Framarar í 4x100 metra boðhlaupi, þar sem þeir töpuðu naumlega í úrslitahlaupi gegn Víkingum. Víkingar hlupu á 52,4 sek. en Framarar á 53 sek.50 Ef skoðaðir eru listar yfir sigurvegara í mótinu má sjá nöfn valin­kunnra Framara. Ósvaldur Knudsen og Tryggvi Magnússon voru sigursælir, enda einhverjir öflugustu frjálsíþróttamenn landsins um langt skeið og áttu mörg Íslandsmet. Tryggvi tók sama ár við formennsku í Fram, en keppti bæði í fimleikum og frjálsum íþróttum undir merkjum ÍR. Sú spurning er áleitin hvernig mál hefðu þróast ef Fram hefði formlega tekið frjálsar íþróttir upp á sína arma á árunum í kringum 1914? Um þær mundir komu félagar í Fram með einum eða öðrum hætti að flestum tilraunum með iðkun nýrra íþróttagreina hérlendis og lögðu þeim oft og tíðum mikið lið. Ef Fram hefði verið gert að fjölgreinafélagi þegar á öðrum áratugnum er líklegt að áhrif þess á íslenska íþróttasögu hefðu orðið enn meiri og fjölskrúðugri en raunin er. Hins vegar virðist takmarkaður áhugi hafa verið á slíku innan félagsins. Þar var sú skoðun ríkjandi að Fram skyldi vera knattspyrnufélag einvörðungu og að félagsmenn sem vildu leggja stund á aðrar greinar skyldu sækja þær í önnur félög.

48  Viðar Hreinsson o.fl.: Saga landsmóta UMFÍ 1909-1990, bls. 39-50 49  Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 66 50  Morgunblaðið, 19. júní 1920 og Íþróttablaðið Þróttur, 5.-6. tbl. 4. árg. 1921, bls. 60


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Selskabsljón Reykjavíkur

Keppnisflokkur Fram árið 1914. Efri röð frá vinstri: Gunnar Halldórsson, Hinrik Thorarensen, Ólafur Magnússon, Pétur J.H. Magnússon, Magnús Björnsson og Tryggvi Magnússon. Fremri röð: Pétur Sigurðsson, Sigurður Ó. Lárusson, Haukur Thors, Arreboe Clausen og Gunnar Thorsteinsson.

Sáttum náð um mótshaldið Fyrir sumarið 1915 tókust loks sættir um skipulag mótamála milli Fram og Fótboltafélagsins, sem nú hafði tekið upp nýtt nafn, Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Framarar myndu sem fyrr standa fyrir Íslandsmóti í júníbyrjun, en KR-ingar ýttu sinni eigin keppni úr vör: Knattspyrnumóti Reykjavíkur sem halda skyldi í júlí. Keppt hefur verið í Reykjavíkurmótinu allt til þessa dags, ef undan eru skilin árin 1925 og 1927. Á þessum tíma hefur staða mótsins verið afar misjöfn. Í seinni tíð hefur það verið hreinræktað æfingarmót, sem farið hefur fram nánast í kyrrþey. Til marks um virðingarleysi fyrir Reykjavíkurmótinu hefur það ítrekað gerst á síðustu árum að félög hafa vísvitandi teflt fram mönnum án leikheimildar, vitandi að slíkt geti leitt til kærumála og tapaðra leikja. Þegar fjallað er um sögu knattspyrnunnar, er auðvelt að verða söguskekkju að bráð og líta svo á að Reykjavíkurmótið hafi alltaf verið sett skör lægra en Íslandsmótið. Hið rétta er að fyrstu árin voru mótin í álíka miklum metum. Aðsókn áhorfenda virðist hafa verið svipuð og þættir eins og veðrátta ráðið mestu um hvort fleiri mættu á úrslitaleik Reykjavíkurmóts eða Íslandsmóts. Þá hafði sagan sitt að segja um metnað félaganna í einstökum mótum. Framarar stofnuðu til Íslandsmótsins og lögðu höfuðáherslu á það, meðan KR-ingar hömpuðu Reykjavíkurmótinu og Valsmenn síðar keppninni um Íslandshornið. Mjög mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar knattspyrnusagan á fyrri hluta tuttugustu aldar er skoðuð. Á hinn bóginn gildir það hér

Í 25 ára afmælisriti Víkings birtist skemmtileg lýsing Baldurs Andréssonar, eins fyrstu Víkinganna, á helstu andstæðingum félagsins fyrstu árin: „Lið „Framara“ var hið fríðasta. Það fór saman hreystin og glæsimennskan og má líkja því við hinar frægu riddaraliðssveitir Napoleons mikla. Gengu Fram­verjar jafnan sigurvissir til orustu og höfðu oft betur. Úr því að liði Framverja er hér líkt við riddaraliðssveit, þá er ekki ástæðulaust að minna á það, að riddarasveit er á útlensku máli nefnd „Kavallerie“, en af því er dregið orðið „Kavaler“, sem er notað um glæsimenni. Fram­verjar voru aðal-„selskabsljónin“ í Reykjavík á þessum árum og margt ungt stúlkuhjartað sló títt og hratt fyrir þá á úrslitastundum orustunnar á vellinum.“ Lýsing Baldurs á KR-liðinu var nokkuð á annan veg: „Kappliðið var eins og prússnesk hersveit og lét mikið yfir sér. Stóð mönnum stuggur af því. Var sagt að liðið æfði eftir hinni frægu herreglu Moltkes hershöfðingja: „Getrennt marchieren, zusammen siegen,“ en það þýðir: „Dreifðir sækjum við fram og sameinaðir sigrum við.“ En þegar á hólminn var komið, fóru samt leikar svo á þessum árum, að þótt KR-liðið sækti dreift fram, þá lauk jafnan orustunni þannig, að það tapaði henni sameinað, allt í hnapp upp við markið sitt.“ (Víkingsblaðið, apríl 1933, bls. 9)

31


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

sem annars staðar að sagan er skrifuð af sigurvegurum. Þótt knattspyrnuáhugafólk hafi t.d. árið 1920 ekki gert ýkja mikinn greinarmun á þeim mótum sem haldin voru, hafa yfirburðir Íslandsmótsins á seinni árum orðið til þess að því er gefið sérstakt vægi í allri sagnaritun. Annað dæmi um slíka söguskekkju í knattspyrnusögunni tengist bikarkeppni KSÍ sem stofnuð var 1960. Fyrstu árin var bikarkeppnin tiltölulega lágt skrifað haustmót, en vegna aukins vægis hennar í seinni tíð er þessum fyrstu bikarmeistaratitlum hampað mjög. Talsvert hefur verið skrifað um sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu, en sáralítið um Reykjavíkurmótið og mót á borð við keppnina um Íslands­ hornið, sem lognast hafa útaf, liggja óbætt hjá garði. Úr því verður þó trauðla bætt í þessari bók – heimildirnar liggja einfaldlega ekki á lausu.

Framarar og upphaf skíðaferða

Herluf Clausen var einn af stofnfélögum Fram ásamt bróður sínum Arreboe. Hann varð snemma hneigður til vetraríþrótta og starfaði ötullega að málefnum bæði skíða- og skautaíþróttarinnar. Hann hvatti mjög til þess að Fram tæki þessar greinar á starfskrá sína og vildi að félagið reisti skíðaskála á fimmta áratugnum.

Kaupmaðurinn L. H. Müller seldi hvers kyns skíða- og útivistarvörur í verslun sinni, eins og þessi gluggaútstilling frá þriðja áratugnum ber með sér.

32

Kaupmaðurinn L. H. Müller hefur verið kallaður faðir skíðaíþróttarinnar á Íslandi. Hann flutti til Reykjavíkur frá Noregi árið 1906 og hóf verslunarrekstur. Þá þegar fór hann að prédika dásemdir skíðamennskunnar fyrir Reykvíkingum, sem lítið þekktu til slíkra æfinga. Ganga má út frá því sem vísu að Müller hafi verið í hópi Norðmannanna sem reyndu 1907 að stofna skíðafélagið „Áfram“ um skíðaæfingar í Ártúnsbrekkunni. Árið eftir hafði skíðaáhuginn kviknað meðal félaga í Ungmenna­ félagi Reykja­víkur og Iðunni, þar sem félögin réðust í það tröllaukna verkefni að ryðja skíðabraut í stórgrýtisurðinni í norðanverðri Öskjuhlíð og reisa þar einnig skíðapall. Átta næstu sumur var það helsta tómstundaiðja unga fólksins að pjakka í hlíðinni með hökum og járnkörlum. Verkið var unnið af brennandi áhuga og í anda þeirra göfugu hugsjóna um þegn-


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

skylduvinnu sem Ungmennafélagshreyfingin barðist fyrir, en framkvæmdin reyndist endaslepp – enda festi þar sjaldan snjó.51 Müller hafði takmarkaða trú á að skíðaíþróttin kæmist almennilega á legg svo nærri bænum og nánast á flatlendi. Í staðinn vildi hann horfa til fjallaferða og var óbilandi talsmaður þess að ráðast í slík ævintýri. Nokkrir liðsmanna Fram störfuðu sem verslunarmenn. Í þeim hópi var Herluf Clausen, en hann rakti fyrstu afskipti sín af skíðamálum í viðtali við Íþróttablaðið árið 1974: „Það var 1913, segir Clausen, að ég byrjaði að versla í lítilli búð með leirtau þar sem nú eru bílastæðin á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Á kvöldin söfnuðumst við þar oft saman nokkrir strákar undir forystu L.H. Muller og lærðum t.d. að nota áttavita, hvernig við ættum að klæðast í skíðaferðum o.m.fl. Muller var ákaflega öruggur ferðamaður, frekar hægur og rólegur, en þolinn og kunni allt til verka á þessu sviði.“52

Svaðilför um firnindi „Svo var það eitt kvöldið í ársbyrjun 1913 að Muller spyr mig og Tryggva Magnússon hvort við viljum ekki koma með sér í langt skíðaferðalag. Við samþykkjum það. Í marzmánuði lögðum við svo í þessa ferð upp um fjöll og firnindi. Fyrsti áfangi er Kolviðarhóll. Þar er þá mikill snjór og við gistum þar. Höldum við síðan áfram næsta dag inn með Hengli og að Brúsastöðum í Þingvallasveit. Þaðan er haldið inn á Kaldadal, yfir Leggjarbrjót bak við Súlur og niður í Lundareykjadal. Gistum við að Hóli, en næsta dag er komið ofsa veður og fólkið í Lundareykjadal segir að það komi ekki til mála að sleppa okkur áfram út í þessa, vitleysu. En við heldum samt áfram út dalinn og niður að Stórabotni í Hvalfirði. Daginn eftir er veðrið komið á há norðan og þá „sigldum“ við alla leið upp á Mosfellsheiði og í gamla sæluhúsið. Með því að „sigla“ komumst við upp í allt að 80 km hraða á klst. Alls vorum við fimm daga í ferðinni og þótti þetta hin mesta glæfraferð. Við fórum að sjálfsögðu með tjald, en enga svefnpoka, bara venjuleg teppi. Stundum sváfum við í tjaldinu og kom fyrir að við fengum 18 stiga frost. Muller sagði eitt kvöldið við okkur Tryggva þegar við komum í tjaldstað: Ja, nú verðum við að standa okkur vel, þið eruð rennblautir og sveittir og mikið frost. Farið úr öllum fötunum og veltið ykkur upp úr snjónum. Við gerðum auðvitað þetta eins og allt annað sem Muller sagði okkur, en helv… varð það þegar við komum svo inn í tjaldið er Muller þar fatalaus, því hann hafði gert eins og við. En við sáum hann varla, útgufunin af líkamanum var svo mikil og 15-18 stiga frost í tjaldinu.“ Ferð þeirra Müllers, Herlufs og Tryggva vakti gríðarmikla athygli í bæjarlífinu og varð mjög til að ýta undir áhuga á skíðamennsku í bæn-

„Eins og skotið væri úr fallbyssu“ Arreboe Clausen þótti geysilega skot­ fastur og urðu spyrnur hans nánast goðsagna­kenndar meðal knattspyrnuáhugamanna í Reykjavík. Loftur Guðmunds­son, ljósmyndari, lék með Vals­mönnum og þótti slyngur framherji. Í 25 ára afmælisblaði Vals lýsti hann hrakförum sínum í leik gegn Fram. Loftur var þá meðal áhorfenda á Melavellinum og hafði ekki leikið knattspyrnu í þrjú ár: „Mér fannst Valsmenn standa sig heldur illa, og var ekki laust við – ja – ég blátt áfram óskaði þess, að ég væri kominn inn á völlinn, svo eg gæti sýnt, að hér væri maður sem væri ekki hræddur við Arreboe Clausen, sem var í Fram. Því þegar Clausen fékk boltann, var eins og skotið væri úr fallbyssu. Clausenspörkin voru þau kölluð. – Einhver tilviljun var það, að einn maður úr liði Vals varð að hætta í miðjum leik, en þar sem enginn varamaður var til staðar, brá ég mér úr jakkanum og var á svipstundu kominn inn á völl – og á svipstundu borinn út aftur. Svo vildi til að í þeim svifum, sem ég kom inn á völlinn, var Clausen að fá boltann. Þar sem nú mér fannst það áberandi, eftir 3ja ára hvíld, að komast þarna í kapplið og geta sýnt hvað Loftur gæti, henti eg mér sem köttur á mús á Clausen, en eg varð of seinn. Clausen hafði hleypt af. Eg henti mér því upp til að skalla boltann, en við það steinlá eg. Rigning var þá, og boltinn rennblautur og þungur, svo höggið var það mikið er boltinn kom beint í andlitið á mér, að eg hálf snerist við í loftinu og kom niður á höfuð og herðar – og þar með endaði mesta montið. “ (Valur 25 ára, bls. 39)

51  Jón M. Ívarsson: Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár, bls. 78-80 52  Íþróttablaðið, 1. tbl. 34. árg. 1974, bls. 31

33


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Pétur Sigurðsson var öflugur varnarmaður í gullaldarliði Fram í byrjun þriðja áratug­ arins. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörf­ um á vegum félagsins og hjálpaði til við að reisa það úr öskustó árið 1928. Pétur starf­ aði lengi sem Háskólaritari og var kunnur í bæjarlífinu undir þeim starfstitli.

Árangur Fram á Íslandsmótinu 1912 - 1927: 1912 2. sæti af þremur, 3 stig (1:1) Vestmannaeyingar mættu ekki til leiks gegn Fram sem tapaði fyrir KR, 2:3 í úrslitaleik 1913 Fram vann án keppni 1914 Fram vann án keppni 1915 1. sæti af þremur. 4 stig (7:4) 1916 1. sæti af þremur, 3 stig (4:3) Fram vann KR, 3:1 í úrslitaleik 1917 1. sæti af þremur, 4 stig (7:5) 1918 1. sæti af fjórum, 6 stig (14:5) 1919 2. sæti af fjórum, 4 stig (13:4) 1920 3. sæti af þremur. 0 stig (3:7) 1921 1. sæti af þremur, 4 stig (10:1) 1922 1. sæti af þremur, 4 stig (8:1) 1923 1. sæti af fjórum, 6 stig (12:2) 1924 2. sæti af fjórum, 4 stig (12:5) 1925 1. sæti af fjórum, 5 stig (5:1) 1926 2. sæti af fimm, 7 stig (7:4) Fram tapaði fyrir KR, 8:2 í úrslita­leik 1927 4. sæti af fjórum, 0 stig (0:10)

34

um.53 Í febrúar 1914 var svo ráðist í að stofna Skíðafélag Reykjavíkur. Þremenningarnir áttu allir sæti í fyrstu stjórninni. Müller var formaður, Herluf gjaldkeri og Tryggvi ritari. Steindór Björnsson frá Gröf var varaformaður, en fimmti stjórnarmaðurinn var Pétur Hoffmann Magnússon og var hann titlaður skíðabrekkustjóri. Meirihluti þessarar fyrstu stjórnar var því skipaður félögum úr Fram. Á bilinu þrjátíu til fjörutíu manns gerðust stofnfélagar í Skíða­ félaginu. Segja má að vegur félagsins hafi verið mestur á fyrri hluta fjórða áratugarins, þegar það kom upp Skíðaskála Reykvíkinga í Hveradölum. Flestir urðu félagsmenn um 800 undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar, en fór fækkandi eftir það enda var þá farið að stofna skíðadeildir í hinum íþróttafélögunum sem reistu sína eigin skíðaskála.54 Lítið hefur varðveist af gögnum um upphafsár Skíðafélagsins og því er óljóst hversu lengi Framararnir í hópnum voru virkir í starfi þess. Þó er vitað að Herluf Clausen sat samfellt í stjórninni í 12-14 ár og og svo aftur frá 1934 til 1938. Þá var Tryggvi Magnússon endurskoðandi félagsins í nokkur ár eftir 1930, en Tryggvi var jafnframt afar virkur innan Ferðafélags Íslands.

Níu marka úrslitaleikur Nýtt félag skráði sig til leiks á Íslandsmótinu 1915, Valur. Félagið hafði verið stofnað fjórum árum fyrr og var í fyrstu starfrækt eins og deild innan KFUM. Á árinu 1914 höfðu Valsmenn leikið sinn fyrsta kappleik gegn „stóru liðunum“, þar sem þeir töpuðu naumlega fyrir Fram.55 Ekki virðast Framarar hafa tekið viðureignina ýkja alvarlega og hirtu t.a.m. ekki um að skrá hana í úrslitabók sína.56 Engu að síður blésu úrslitin Valsmönnum kapp í kinn og þeir mættu til leiks 1915, raunar sem gestir þar sem félagið var enn ekki aðili að ÍSÍ. Ekki urðu Valsarar Frömurum og KR-ingum mikil fyrirstaða og mættust gömlu fjendurnir því í úrslitaleik, sem varð hinn fjörlegasti. Leikið var í afspyrnuroki, en slíkt mátti heita daglegt brauð í kappleikjum á Melavellinum sem stóð hátt og á berangri, þar sem hvorki var skjól að fá af húsum né gróðri. Hófu Framarar leik undan vindinum og skoruðu þrívegis á fyrsta stundarfjórðungnum. KR minnkaði muninn og skömmu síðar meiddust tveir leikmanna Fram og gat annar þeirra ekki komið meira við sögu. Var það skarð fyrir skildi, enda voru varamenn ekki heimilaðir í kappleikjum á þessum árum. Tveimur mönnum færri settu Framarar þó fjórða markið áður en flautað var til leikhlés.

53  Haraldur Sigurðsson: Skíðakappar fyrr og nú, bls. 106 54  Íþróttablaðið, 1. tbl. 34. árg. 1974, bls. 31 55  Valur 25 ára, bls. 12 56  Nafnaskrá fjelaga í Knattspyrnufjelaginu Fram, tafla yfir kappleiki


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Framarar eignuðust kappróðrarbát árið 1920 og hófu róðraræfingar. Ekkert finnst í heimildum um örlög bátsins. Myndin sýnir Ármenninga æfa róður í Reykjavíkurhöfn árið 1933.

Í síðari hálfleik hélt markaskorunin áfram. KR-ingar skoruðu þrisvar en Framarar einu sinni og höfðu betur, 5:4, eftir stór­skotahríð and­stæðinganna síðasta kortérið þar sem Haukur (Thors) Jensen var í aðal­hlutverki. Ef marka má blaðafregnir kviðslitnuðu tveir stuðningsmenn Framara í fagnaðarlátunum þegar úrslit lágu fyrir.57 Íþróttameiðsl á áhorfendum af þessu tagi eru sem betur fer fátíð og frásögnin raunar fremur ótrúleg. Hún er þó vitnisburður um þann ákafa sem klapplið félaganna gátu sýnt. Þar bar mest á svokölluðum „karla­ kórum“, sem báru nöfn forsöngvara sinna. Framarar voru studdir af Ingimarskórnum, sem var „undir stjórn lág- en þéttvaxins náunga, með ótrúlega sterk raddbönd. Maður þessi var Ingimar Brynjólfsson, núverandi heildsali hér í bæ. Hans hægri hönd var okkar gamli góði Púlli [Páll Jónsson]. Hann var sem bezta gjallarhorn og fyrsti tenor í kórnum. […] Í kringum Erlend Ó. Pétursson safnaðist annar kór, - KR-kórinn. Reyndi hann eftir beztu getu að kæfa Ingimarskórinn. Var samsöngurinn oft hinn ægilegasti og heyrðist um allan bæ. Þó var alltaf háværastur kór þess félags, sem betur hafði, og hafði þá stjórnandi hins tapandi kórs hægt um sig og dró sig heldur í hlé. Kom það stundum fyrir, að er Ingimarskórinn frægi ætlaði að tryllast, þá hljóp Elli í felur; - það gat líka verið Ingimar, sem lék feluhlutverkið“, skrifaði Jón Sigurðsson í Framblaðið árið 1938.58

Lagst á árarnar Sumarið 1920 var þess getið í íþróttablaðinu Þrótti, sem gefið var út af ÍR-ingum, að Framarar væru farnir að leggja stund á nýja og óvenjulega íþrótt: „Kappróðrabát hefir knattsp.fél. Fram fengið nýlega frá Englandi. Er það áttræðingur og róinn utan borðstokka (outrigger). Hafa þeir félagar haft nokkrar æfingar, en eigi vitum vér hvernig þær ganga eða báturinn reynist. En æskilegra hefði verið að fá aðra bátategund (innrigger) og minni t.d. fjórræðinn, þó eigi væri vegna annars en þess, hve auðveldara er að fara með þá. Um leið viljum vér benda róðramönnum á, að annarstaðar er það skylda að allir ræðarar kunni sund – og það skammlaust. Þessu ákvæði verða öll róðrafélög að hlýða, og ekki sízt hér þar sem svo fáir kunna sundbjörgun.“ Litlar heimildir finnast um róðraræfingar Framara. Þó kemur fram á rissblaði frá gjaldkera félagsins að fimmtánda júní var keyptur kaðall og fleira smálegt fyrir kappróðrarbátinn. Reikningurinn var upp á þrettán krónur og fimmtíu aura. (Íþróttablaðið Þróttur, 4.-5.tbl. 2.árg. 1920, bls. 36)

57  Vísir, 19. júlí 1915, bls. 3 58  Félagsblað Fram, 5. tbl., feb. 1938, bls. 31-32

35


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Hvað á barnið að heita? Það hefur stundum viljað vefjast fyrir blaða­mönnum og íþróttaáhugafólki hvort beygja skyldi nafn félagsins og hvað hægt væri að kalla liðsmenn Fram. Í gömlum blaðafregnum má stundum sjá orðið ritað með s-i í eignarfalli og væri þá t.d. talað um sigur Frams. Fljótlega festist þó sú málvenja í sessi að rita nafnið óbreytt í öllum föllum. Augljóst er að margir blaðamenn áttu í erfiðleikum með að ákveða hvað kalla skyldi þá knattspyrnumenn sem léku undir merkjum Fram. Oft gripu þeir til þess ráðs að skrifa sig framhjá vandanum, en að öðrum kosti var algengast að talað væri um Fram menn, Frammenn eða Frammenn. Laust fyrir 1920 er farið að tala um Frammara og undir lok þriðja áratugarins er rithátturinn Framarar orðinn algengastur. Upp frá því hafa félagar í Fram yfirleitt talað um sig sem Framara með einu emmi, enda mun það vera málfræðilega rétt. Hinn rithátturinn, Frammarar með tveimur emmum, skýtur þó alltaf upp kollinum annað slagið – jafnvel í blöðum á vegum félagsins. Ekki hafa allir verið jafnsáttir við Framara-nafnið. Þannig kvartar greinar­ höfundur í Íþróttablaðinu yfir því árið 1952 að sá ósiður tíðkist í Reykjvaík að tala um Framara, Þróttara og Ægiringa. Þess í stað stingur hann upp á viðurnefnunum: Framverji, Þróttverji og Ægisliði. Tillagan fékk litlar undirtektir. (Íþróttablaðið, 4.tbl. 15.árg. 1952)

Blaðaauglýsing fyrir úrslitaleik Reykjavíkur­mótsins 1921. Kappleikir í miðri viku hófust oft kl. 21 og gat því orð­ ið býsna dimmt ef skýjað var.

36

Kærumál og þref Þótt reykvískum knattspyrnumönnum hefði tekist að grafa stríðsöxina sumarið 1915 reyndist sá friður skammlífur. Skipulagsmál knattspyrnu­ hreyfing­arinnar voru veikburða og þar sem knattspyrnumenn skorti samráðs­vettvang gátu smávægilegustu ágreiningsatriði snúist upp í harðvítugar deilur. Íslandsmótinu 1916 seinkaði um nokkrar vikur frá því sem fyrir­ hugað var eftir að athugasemdir voru gerðar við að Frömurum hefði láðst að auglýsa mótið með nægilegum fyrirvara. Í upphafsleiknum gerðu Fram og KR jafntefli. Því næst unnu Framarar sigur á Valsmönnum, sem komu á óvart með því að gera jafntefli við KR í lokaleiknum. Framarar fögnuðu sigri, enda með þrjú stig á móti tveimur stigum KR. Ekki voru þó allir á sama máli. Blaðamaður Ísafoldar skrifaði: „Þykir mörgum sem þetta megi ekki heita tvímælalaus sigur hjá Fram heldur verði til skarar að skríða af nýju milli þess og Reykjavíkurfélagsins. Má þá búast við sérstaklega góðri knattspyrnuskemmtun.“59 Þegar farið var að rýna í reglur Íslandsmótsins kom í ljós að gerð var krafa um að Íslandsmeistarar ynnu tvo leiki í þriggja liða móti. Var því efnt til úrslitaleiks milli Fram og KR. Framarar unnu þar góðan sigur og voru Gunnar Thorsteinsson og Tryggvi Magnússon bornir af leikvelli á gullstól. Daginn áður höfðu KR-ingar unnið sigur á Frömurum í Reykja­ víkur­mótinu, sem haldið var í annað sinn og þannig heimt af þeim verðlaunagripinn sem Fram hafði hlotið árið áður. Í mótinu bar það til 59

Ísafold, 50. tbl. 1916 (ódagsett), bls. 3


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

tíðinda að sigurleikur Fram gegn Val var ógiltur og nýr leikur haldinn, þar sem í liði Framara höfðu verið tveir leikmenn sem komið hefðu sama dag úr herbúðum Víkings.60 Slíkur samgangur milli þessara gömlu systurfélaga hafði verið alvanalegur, en gekk ekki lengur upp þar sem Víkingar voru nú að koma fram sem fullgilt knattspyrnufélag.

Óheppileg nafngift Aftur kom til deilna um skipulag knattspyrnumóta sumarið 1917. Valsmenn undu því illa, sem vonlegt var, að Fram og KR sætu ein að tekjunum af Íslands- og Reykjavíkurmótinu. Íþróttafrömuðurinn Egill Jacobsen færði Valsmönnum verðlaunagrip að gjöf sem keppa skyldi um á sérstöku móti. Ákvað Egill í samráði við ÍSÍ að gripurinn, sem var fagurlega skreytt horn á fæti, skyldi fá heitið „Knattspyrnuhorn Íslands“. Nafnið fór mjög fyrir brjóstið á Frömurum. Þeir töldu hættu á að því yrði ruglað saman við Íslandsmótið og reyndust þar sannspáir. Þá varð það ekki til að draga úr ruglingnum að verðlaunagripurinn í Reykjavíkurmótinu var líka horn og kallaðist „Knattspyrnuhorn Reykja­ víkur“. Framarar kröfðust þess að Valsmenn breyttu nafninu og sniðgengu mótið þetta sumarið. Þegar fregnir bárust af því að Valsmenn hyggðust – jafnvel ásamt KR-ingum – ná fram hefndum með því að sniðganga Íslandsmótið í staðinn létu Framarar þó undan og lýstu því yfir að íþróttarinnar vegna myndu þeir eftirleiðis taka þátt í hinni nýju keppni.61 Saga þessa umdeilda móts varð ekki ýkja löng. KR-ingar fóru með sigur af hólmi 1917 og 1918, en því næst vann Fram þrjú ár í röð og þar með verðlaunagripinn til eignar. Íslandshornið er því vel varðveitt í bikarasafni Fram. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði mátt ætla að Valsmenn gæfu nýjan verðlaunagrip til að blása lífi í mótið sitt, en um þessar mundir var Valur í djúpri lægð. Félagið sendi ekki meistaraflokk til leiks og umsjón með keppninni um Íslandshornið lenti á herðum hinna liðanna. Því fékk mótið að deyja drottni sínum þegar Fram eignaðist verðlaunagripinn.

Einstakur markakóngur Líklega hefði Frömurum ekki orðið skotaskuld úr því að vinna fyrstu keppnina um Íslandshornið haustið 1917. Liðið vann alla leiki sína þá um sumarið, þar á meðal stórsigra á KR og Val í Reykjavíkurmótinu, 5:0 og 4:1. Ekki varð liðið árennilegra sumarið 1918, en þá sneri Friðþjófur Thorsteinsson aftur heim eftir fjögurra ára dvöl í Skotlandi. Friðþjófur kemur víða við sögu Fram. Hann gegndi formennsku frá 1919-20 og aftur um skamman tíma á fjórða áratugnum, en þá hafði

Viðar Vik var helmingurinn af tveggja manna varnarlínu Framara um 1920. Hann var heljarmenni að burðum og þótti ekki árennilegur. Viðar lék um tíma með Skandinavisk Boldklub, sem var skamm­ vinn tilraun til að stofna knattspyrnufélag Reyk­víkinga sem ættaðir voru frá hinum Norðurlöndunum. Félagið gerðist aðili að Knattspyrnu­­ráðinu og lék nokkra æfinga­ leiki, en tók aldrei þátt í stórmótum.

Valsmenn nánast upprættir Það skiptust á skin og skúrir hjá reykvísku knattspyrnufélögunum á upphafs­árum fótboltans. Árið 1919 mættu Valsmenn Frömurum í Íslandsmótinu og töpuðu 9:0. Friðþjófur Thorsteinsson skoraði sex marka Framara, en þótti þó áberandi illa upplagður og mikill klaufi að skora ekki miklu fleiri mörk. Ósigurinn hafði þau áhrif að Valsmenn ræddu það í fullri alvöru að leggja félagið niður eða sameina það Víkingi. Ellefu árum síðar unnu Valsmenn sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og lögðu þá Framara að velli, 8:0. Töldu þeir þá loks fullhefnt fyrir tapið frá 1919. (Valur vængjum þöndum, bls. 18 og 108)

60  Valsblaðið 11. maí 1961, bls. 16 61  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 40 og Valsblaðið 11. maí 1961, bls. 17-18

37


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Gísli Pálsson var einn fjögurra Framara í úrvals­liðinu sem keppti við danska liðið AB sumarið 1919. Hann varð Íslandsmeistari með Frömurum ásamt bróður sínum Júlíusi. Þriðji bróðirinn, Stefán, varð síðar formaður Fram

Sagnfræðingur vinnur Íslandsmeistaratitil Fyrstu ár knattspyrnunnar á Íslandi var tilhögun móta þannig háttað að einstök félög sáu hvert um sitt mót og höfðu af þeim tekjurnar. Framarar „áttu“ Íslandsmótið, KRingar Reykjavíkurmótið, Valsmenn voru með keppnina um Íslandshornið á sinni könnu og frá 1920 var keppt um Víkingsbikarinn í fyrsta flokki. Þessi fjöldi móta sem voru með sama sniði og hétu keimíkum nöfnum gat auðveldlega valdið ruglingi og má finna ýmis dæmi í blöðum og bókum um að þeim hafi verið ruglað saman. Möguleikinn á slíkum ruglingi leiddi til þess að bókarhöfundur taldi sig í eitt augnablik hafa tryggt Frömurum Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu – en um leið kostað Víkinga slíkan titil. Við grúsk í gömlum skjalabunka rakst bókarhöfundur á blað sem ritað var af Pétri Sigurðssyni Háskólaritara og forystu­manni í Fram. Þar gerði Pétur grein fyrir úrslitum í knattspyrnumóti sumarið 1920 sem Framarar hafi séð um og lokið með sigri Fram. Pétur skrif-

38

hann verið kvaddur heim eftir margra ára búsetu í Kanada til að taka að sér þjálfun félagsins. Framarar nýttu sér sömuleiðis margoft sambönd Friðþjófs í Skotlandi í tengslum við kaup á varningi, ráðningu þjálfara, boð um keppnisferðir og fleira. Innan vallar var Friðþjófur engum líkur og markamet hans á Íslandsmótinu 1918 verður trauðla slegið. Þar skoraði hann tólf af fjórtán mörkum Fram í leikjunum þremur. Þar af voru fimm í leik gegn Víkingi og sex gegn KR. Fimmtánda mark Framara í mótinu skoraði Arreboe Clausen – í eigið net. Mun það vera fyrsta sjálfsmarkið í sögu Íslandsmótsins.62 Úrslitaleikurinn gegn kornungu liði Víkings var sagður sá fjölsóttasti frá upphafi og þess getið að mannhringurinn hefði verið nálega ferfaldur umhverfis völlinn, þótt þétt væri staðið. Árið eftir varð Friðþjófur markakóngur á ný, skoraði þá „aðeins“ sjö mörk í þremur leikjum. Sex þeirra komu í leik gegn heillum horfnum Valsmönnum. Svo mikill munur var á liðunum að Frið­þjófur fékk á sig gagnrýni fyrir slakan leik – sem hlýtur að teljast einsdæmi fyrir leikmann sem skorar sex mörk.63 Raunar fengu leikmenn Fram á þessum árum oft skammir frá blaðamönnum fyrir að vera of „latir“ í leikjum sínum og mátti helst á blöðunum skilja að Framliðið gæti unnið hverja einustu viðureign með miklum mun, ef það bara nennti. Svo fór þó að Íslandsmeistaratitillinn 1919 rann úr greipum Framara til KR-inga, en Framarar máttu sætta sig við sigur í Reykjavíkurmótinu og í keppninni um Íslandshornið. Þetta ár reyndist þó afdrifaríkt í sögu félagsins, því segja má að starfsemi yngri flokka hafi þá byrjað fyrir alvöru. Fyrsta unglingalið Fram var myndað 1916, en lítið framhald varð á því og þegar efnt var í fyrsta sinn til Reykjavíkurmóts í þriðja flokki sumarið 1918 voru Framarar ekki meðal keppnisliða. Þetta mót hafði þó sitt að segja fyrir framtíð Knattspyrnufélagsins Fram og er það forvitnileg saga.

Knattspyrnufélagið Fálkinn Fyrsta kynslóð knattspyrnumanna í Fram var sigursæl innan vallar, en skorti framsýni til að hlúa að unglingastarfinu sem skyldi, eins og sjá má af því að félagið tók eitt stóru Reykjavíkurfélaganna ekki þátt í þriðja flokks mótinu haustið 1918. Keppnisliðin urðu þó fjögur talsins, því tíu dögum fyrir fyrsta leik barst Íþróttasambandinu inntökubeiðni frá strákaliði sem nefndist „Fálkinn“. Upphafssaga félagsins minnti á stofnun Fram og raunar flestra annarra knattspyrnufélaga á þessum árum. Hópur stráka hafði tekið sig saman sumarið 1917, keypt tvo fótbolta og myndað félag til að halda utan um þessa dýrgripi. Félagið hafði engan aðgang að Íþróttavellinum, en hélt til á nýgerðri uppfyllingu við Reykjavíkurhöfn, neðan Hafnarstrætis.

62  Víðir Sigurðsson og Sigurður Á. Friðþjófsson: Knattspyrna í heila öld, bls. 55 63  Vísir, 10. júní 1919, bls. 2


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Allnokkur strákafélög af þessu tagi voru starfandi í bænum og öttu þau kappi hvert við annað, fæst höfðu þau metnað eða burði til að reyna sig við unglingaflokka stóru knattspyrnuliðanna. Þegar spurðist út að til stæði að halda knattspyrnumót fyrir drengi yngri en fimmtán ára hljóp kapp í hópinn. Drifið var í að velja nafn, skipa í stjórn og ákveða búning. Urðu bláar ullartreyjur og hvítar buxur fyrir valinu og réði þar mestu um að flestir strákar áttu slíkar flíkur svo ekki þurfti miklu að kosta til. Ekki riðu Fálkarnir feitum hesti frá þessu fyrsta Reykjavíkurmóti í þriðja flokki. Eftir naumt tap gegn KR-ingum í fyrsta leik komu stórir skellir gegn Væringjum (unglingaliði Vals) og Víkingum, þar sem munurinn varð tíu og tólf mörk. Uppskáru leikmennirnir háðsglósur áhorfenda við verðlaunaafhendinguna og þurfti Axel Tulinius, forseti ÍSÍ, að snupra viðstadda fyrir óíþróttamannslega hegðun.64 Ekki var ástandið glæsilegt þegar komið var fram á veturinn 1918-19. Liðsmenn Fálkans sleiktu sárin eftir hrakfarirnar á mótinu, boltarnir tveir voru ónýtir, sjóðurinn tómur og byrjað að byggja pakkhús á æfingasvæðinu. Í ljósi þessa lá beint við að leggja félagið niður og leita á önnur mið. Jón Sigurðsson, einn stofnenda Fálkans og síðar stjórnarmaður í Fram, rakti sögu Fálkans í 35 ára afmælisblaði Fram: „[V]ið strákarnir af Skólavörðustígnum, sem nokkrir vorum líka meðlimir í Fram, ákváðum að reyna að fá félaga okkar til að ganga alla í það félag. Fundur var því kallaður saman vorið 1919 og kom þar fram sú tillaga að við leystum félagið upp og gengjum allir í Fram. Tillagan var nokkuð rædd og síðan

64

Fram 35 ára, bls. 42-4

ar þar um „Knattspyrnumót Íslands“, en síðar hefur verið párað með annarri rithönd ofan í orðið og því breytt í „Knattspyrnuhorn Íslands“. Í ljósi þess að Framarar voru umsjónaraðilar Íslandsmótsins, en keppnin um Knattspyrnuhornið var á könnu Valsmanna, virtist aðeins ein rökrétt skýring á skjalinu. Hún var sú að Fram hefði unnið Íslandsmótið 1920, en ekki Víkingur eins og almennt er viður­ kennt. Víkingar hafi þess í stað hreppt Knattspyrnuhorn Íslands – en rétt nöfn mótanna síðar víxlast. Það styrkti þessa kenningu að sumarið 1920 voru dagblöðin venju fremur dugleg við að rugla þessum mótum saman. Bókarhöfundur stillti sig þó um að hringja strax í KSÍ og krefjast endur­ talningar, heldur rannsakaði málið nánar. Þá kom í ljós að 1920 voru Vals­ menn komnir að fótum fram og treystu sér ekki til að standa fyrir mótinu sínu. Framarar hlupu þá undir bagga með þeim og sáu um bæði mótin sumarið 1920. Við skýrslu­gerðina hefur Pétur Sigurðsson svo slegið saman nöfnum. Framarar voru því jafnskjótt sviptir aftur nítjánda titlinum – en sagnfræðingurinn fékk þó í stundar­korn að upplifa þá tilfinningu að gera félagið sitt að Íslandsmeisturum.

Framarar bregða á leik fyrir ljósmyndarann. Efri röð frá vinstri: Ósvaldur Knudsen, Aðal­steinn P. Ólafsson, Tryggvi Magnússon, Gísli Pálsson, Pétur H. Magnússon og Eiríkur Jónsson. Miðröð: Árni Daníelsson og Guðmundur Halldórs­son. Fremsta röð: Pétur Sigurðsson, Kjartan Þorvarðsson og Júlíus Pálsson. Myndin er að öllum líkindum tekin árið 1921 þegar Framarar unnu alla fjóra verð­ launa­gripina sem í boði voru.

39


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna nema þriggja.“65 Gengu Fálkarnir svo allir í Fram, ef frá eru taldir þessir þrír er gengu til liðs við KR. Taldi Jón að háðsglósurnar eftir Reykjavíkurmótið hafi gert hin félögin að erkifjendum þeirra Fálkaliða og því auðveldað Frömurum að fá þá til liðs við sig. Segja má að Fálkinn hafi með þessu orðið upphafið að samfelldu yngri flokka starfi Fram, sem þar með gat tekið þátt í unglingamótum næstu misserin. Þetta skammlífa strákafélag átti því stóran þátt í að tryggja að Fram lognaðist ekki út af á þeim árum sem félagið átti hvað erfiðast uppdráttar á seinni hluta þriðja áratugarins.

Gesti ber að garði Jón Sigurðsson, einn af stofnendum Fálkans, varð Íslandsmeistari með Fram og síðar leikmaður í hinum endurreista meist­ ara flokki félagsins 1929. Hann varð síðar formaður KSÍ.

Stærðfræðingur í stuttbuxum Koma danska stórliðsins Akademisk Boldklub sumarið 1919 vakti mikla eftir­væntingu íþróttaáhugafólks. Vonir voru bundnar við að Harald Bohr yrði í liði AB, en hann var um þær mundir einhver frægasti knattspyrnumaður heims og hafði verið í silfurliði Dana á Ólympíuleikunum 1908. „Í eitt skipti fékk hann tíu þúsundir manna til að æpa fagnaðaróp og klappa í tíu mínútur. Það var í miklum og tvísýnum kappleik við Englendinga, að Bohr rak knöttinn af mikilli snilld fram hjá tveimur mótherjum. Fólkið var mjög hrifið. En nú hafði Bohr mist vasaklút sinn – og í staðinn fyrir að skora mark, snýr Bohr nú við, rekur knöttinn til baka og sleppur aftur fram hjá Englendingnum, nær vasaklútnum og rekur nú knöttinn í þriðja sinni fram hjá Bretanum, - sem stóð og glápti af undrun – og beina leið í mark. “ Því miður var Harald Bohr þó ekki meðal liðsmanna AB í Íslandsferðinni. (Íþróttablaðið Þróttur, 4.-5.tbl. 1919, bls. 36)

40

Um það sem leyti sem piltarnir úr Fálkanum íklæddust Fram­búningnum í fyrsta sinn fór eftirvænting knattspyrnuáhugafólks í Reykjavík vaxandi. Von var á erlendu knattspyrnuliði til Íslands – og það engum aukvisum, heldur öflugasta liði Danmerkur sem talin var sterkasta knattspyrnuþjóð heimsins utan Bretlandseyja. Liðið sem hér um ræddi og Íþróttablaðið Þróttur kallaði „besta félag megin­landsins“, var Akademisk Boldklub, knattspyrnulið Kaupmanna­ hafnar­háskóla.66 Aðdragandi heimsóknarinnar var langur. Þegar um 1914 höfðu Fram og Fótboltafélagið skipað framkvæmdanefnd til að vinna að því að fá erlendan knattspyrnuflokk til landsins. Ekkert varð úr þessu vegna getu- og áhugaleysis félaganna. Keppnisfarir af þessu tagi voru útilokaðar á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, en eftir að friður komst á var þegar farið að huga að mögulegum gestum. Akademisk Boldklub var augljós kandídat. Liðið varð Danmerkurmeistari þetta sama ár, sem skipti afar miklu máli fyrir hina metnaðarfullu og þjóðernissinnuðu Íslendinga því óspart var reynt að túlka heimsóknina sem svo að um einhvers konar landsleik Íslands og Danmerkur væri að ræða. Það var þó ekki bikaraskápur AB-liðsins sem réð mestu um að því var boðið til Íslands, heldur sú staðreynd að Íslendingur var í herbúðum Kaupmannahafnarliðsins: Samúel Thorsteinsson, eldri bróðir Framaranna Friðþjófs og Gunnars. Segja má að Samúel sé „týndi maðurinn“ í íslenskri knattspyrnusögu. Sárafáir hafa heyrt hans getið, en þó eru þeir Íslendingar teljandi á fingrum annarrar handar sem náð hafa jafnlangt eða lengra en hann á knattspyrnusviðinu. Samúel Thorsteinsson fæddist árið 1893 og bjó nær alla sína ævi í Danmörku. Hann hóf að leika með AB árið 1911 um það leyti sem hann hóf háskólanám sitt, en Samúel var menntaður læknir. Árið 1918 var hann í fyrsta sinn valinn í danska landsliðið. Alls áttu landsleikirnir eftir að verða sjö talsins, en hafa ber í huga að Evrópa var í sárum eftir heimsstyrjöldina og milliríkjakeppnir því í lágmarki.

65  66

Fram 35 ára, bls. 44 Þróttur, 2.tbl. 2.árg., 1. mars 1919


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Veturinn 1912-13 varð Samúel fyrstur Íslendinga til að leika knattspyrnu á Ítalíu, sem væntanlega hefur tengst heimsókn hans til systur sinnar sem búsett var þar í landi. Hann lék þá með Naples FC, sem var forveri ítalska stórliðsins SSC Napoli.67 Naples FC var lið innfæddra Napólí-búa, en einnig var starfandi í borginni annað knattspyrnulið sem skipað var erlendum íbúum borgarinnar – einkum Bretum. Liðin mættust í fyrstu umferð Ítalíumótsins. Tók Samúel þátt í báðum leikjunum og skoraði seinna markið í 2:1 sigri í heimaleiknum. Seinni viðureigninni lauk með 3:2 sigri Naples sem komst þar með í einvígi við Lazio frá Rómarborg um sigur í Suður-Ítalíukeppninni. Samúel var aftur í liði Naples í báðum leikjum, en tókst ekki að skora og lið hans féll naumlega úr keppni, 1:2 og 1:1. Lazio fór því í úrslitaleikinn um Ítalíumeistaratitilinn en hafði ekki erindi sem erfiði.68 Samúel var í mörg ár skráður félagi í Fram og æfði með félaginu meðan á heimsóknum hans til Reykjavíkur stóð. Til tals kom að hann yrði lánsmaður með Fram í leiknum við AB í Íslandsheimsókninni, en úr því varð ekki. Hins vegar lék hann í Framtreyjunni í sigri á KR síðla sumars 1921 í svokölluðu Víkingsmóti og var sérstaklega auglýst að enginn mætti missa af því að sjá hinn fræga hr. Samúel Thorsteinsson.69

Knattspyrnuráð stofnað Það var ekki lítið fyrirtæki að ráðast í að flytja danskan knattspyrnuflokk til Íslands árið 1919. Í tengslum við heimsóknina ákvað stjórn ÍSÍ að koma á laggirnar Knattspyrnunefnd Reykjavíkur, sem sjá skyldi um heimsóknina en jafnframt sinna knattspyrnumálum höfuðstaðarins almennt. Nefndin hafði hins vegar ekki fyrr verið skipuð en hún lagði til að starfssvið hennar yrði útvíkkað. Varð hún í kjölfarið að Knattspyrnuráði Íslands og var stofnun þess hið mesta heillaspor og til þess fallin að koma í veg fyrir smáskærur eins og þær sem einkennt höfðu samskipti félaganna í Reykjavík árin þar á undan. Starfsvettvangur ráðsins var svo aftur þrengdur árið 1922 með stofnun Knattspyrnuráðs Reykjavíkur (KRR), sem sá þó í raun um knattspyrnuna á landsvísu allt til ársins 1947 þegar KSÍ var stofnað. Danska liðið kom til Reykjavíkur með Gullfossi í ágústbyrjun. Meiri­hluti aðalliðs AB var með í för, en einnig nokkrir úr varaliðinu. Urðu Íslendingar fyrir nokkrum vonbrigðum með að kunnasti leikmaður Danmerkur, stærðfræðiprófessorinn Harald Bohr, var ekki með í för. Eldri bróðir Haralds, eðlisfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Níels Bohr hafði nokkrum árum áður staðið í marki Akademisk Boldklub. Hann 67  Hér er ekki um þýðingarvillu að ræða. Félagið hét Naples, sem er heiti borgarinnar Napoli á ensku, en stofnendur þess komu einmitt frá Bretlandseyjum. 68  Sjá: tölvupóstsamskipti ítalska knattspyrnusagnfræðingsins Davide Rota við starfsmenn KSÍ, gögn úr fórum Halldórs B. Jónssonar og www.en.wikipedia.org, greinar um sögu S.S.C Napoli og Ítalíukeppnina í knattspyrnu. 69  Morgunblaðið, 27. júlí 1921, bls. 2

Samúel Thorsteinsson á unglingsárum. Hann bjó nær alla sína ævi í Danmörku og starfaði sem læknir. Samúel lék sjö leiki með danska landsliðinu og skoraði mark í leik gegn Svíum árið 1919. Danska liðið var um þær mundir eitt hið sterkasta í heimi.

Knattspyrnuráð Reykjavíkur, KRR, var stofnað árið 1919 í tengslum við komu danska liðsins AB. Ráðið fékk núverandi nafn sitt árið 1922 og var frá upphafi mikil­vægur samráðsvettvangur knatt­ spyrnumanna í höfuðstaðnum. Fyrsti formaður þess var Egill Jacobsen, kaup­ maður og knatt­spyrnu­dómari.

41


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Leikmenn Akademisk boldklub og íslenska úrvals­liðsins sumarið 1919. Framarar áttu fjóra af ellefu leikmönnum úrvalsliðsins, sem kalla má fyrsta óopinbera landslið Íslands. Hestaferð og fjörugur gleð­skapur and­stæðinganna kvöldið áður reyndist upp­skrift að fræknum sigri gestgjafanna. Akademisk boldklub var um þessar mundir eitt sterkasta félagslið á meginlandi Evrópu.

Úrslitum breytt Knattspyrnuráð Reykjavíkur var stofnað árið 1919 og áttu öll félög bæjarins þar fulltrúa. Stjórn Knattspyrnuráðsins skipti sér af flestu því er snerti opinbera knattspyrnuleiki. Í maí 1921 barst ráðinu kæra frá Víkingum vegna leiks Víkings og Fram í vormóti 3. flokks. Leiknum hafði lyktað með 2:1 sigri Fram, en dómari leiksins hafði úrskurðað ógilt mark sem Víkingar töldu sig hafa skorað. Egill Jacobsen og Magnús Guðbrandsson voru settir dómarar í málinu. Þeir höfðu báðir horft á leikinn, töldu markið gott og gilt og úrskurðaði Knattspyrnuráðið því að úrslit leiksins væru 2:2 jafntefli. Einhverja bakþanka virðist ráðið þó hafa fengið eftir þessa afgreiðslu og kannski óttast holskeflu kærumála vegna hinna og þessara vafaatriða. Í það minnsta vísaði ráðið eftirleiðis frá öllum kærum sem vörðuðu einstaka úrskurði knattspyrnudómara. (Fundabók KRR)

þótti slyngur á milli stanganna, en vildi þó gleyma sér þegar hann var að reikna út flóknar formúlur meðan á leik stóð. Fimm leikir voru skipulagðir í ferðinni. Fyrst mætti AB sameinuðu liði Vals og Víkings og sigraði 7:0. Því næst voru KR-ingar lagðir að velli 11:2 og loks Framarar 5:0. Síðastnefndi leikurinn var kvikmyndaður en slíkt hafði ekki áður gerst á Íslandi eftir því sem næst verður komist. Starfsmenn Kvikmyndasafns Íslands sögðust aðspurðir ekki kannast við að eiga þetta myndskeið í fórum sínum, en mikið af gömlu myndefni er óflokkað á safninu og því ekki útilokað að takast megi að grafa það upp. Væri slíkt mikill fengur fyrir íslenska knattspyrnusögu. Mesta eftirvæntingu vöktu þó lokaleikirnir tveir, en þá skyldu Danirnir mæta úrvalsliði Íslendinga – fyrsta landsliðinu. Áttu Framarar fjóra af ellefu leikmönnum þess: báða varnarmennina, þá Pétur Sigurðsson og Gísla Pálsson, miðjumanninn Tryggva Magnússon og miðframherjann Friðþjóf Thorsteinsson. Öllum að óvörum tókst úrvalsliðinu að vinna sigur í fyrri viðureigninni með fjórum mörkum gegn einu, þar af tveimur frá Friðþjófi. Hafa úrslit þessi öðru fremur verið skýrð á þann hátt að daginn fyrir viðureignina var Dönunum boðið í útreiðatúr til Hafnarfjarðar og hafi þeir verið lurkum lamdir eftir þá lífsreynslu. Aðrir kenna því um að dönsku leikmennirnir hafi tekið fullhraustlega til drykkjar síns daginn áður. Þá var leikurinn háður í ausandi rigningu, við aðstæður sem hljóta að hafa verið Kaupmannahafnarbúunum gjörsamlega framandi.70 Hverju svo sem um var að kenna reyndist íslenska úrvalsliðið ekki hafa neitt að gera í klærnar á leikmönnum AB í lokaleiknum sem fór 7:2. Íslendingum tókst þó að sópa minningunni um skellina fjóra undir teppið, en nota sigurleikinn gegn rasssárum og/eða timbruðum Dönunum til að tala sig upp í að íslenskir knattspyrnumenn ættu fullt erindi í hóp þeirra bestu. Tveimur árum síðar stofnuðu knattspyrnumenn sína eigin 70  Víðir Sigurðsson og Sigurður Á. Friðþjófsson: Knattspyrna í heila öld, bls. 58-60

42


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Ólympíunefnd og stefndu ótrauðir á þátttöku á Ólympíuleikunum í París 1924. Safnað var í fararsjóð, en ekkert varð úr þátttöku. Raunar má þakka fyrir þá niðurstöðu, því vart er hægt að gera sér í hugarlund hvílíka útreið íslenskt landslið hefði fengið í keppni við stórþjóðirnar á þessum árum.71

Sigursæl selskabsljón Árið 1920 misstu Framarar Íslandsbikarinn til hins unga og bráðefnilega liðs Víkinga – töpuðu raunar báðum leikjum sínum, en betur gekk í hinum mótunum þremur sama ár. Það voru Reykjavíkurmótið, Íslandshornið og nýstofnuð keppni, Víkingsbikarinn, sem með tímanum þróaðist yfir í að vera Íslandsmót fyrsta flokks. Fyrstu árin virðist keppnin hins vegar hafa verið álitin fullgilt meistaraflokksmót.72 Á árunum 1920 til 1923 bar Fram höfuð og herðar yfir önnur félög. Liðið varð þrívegis Íslandsmeistari og vann Íslandshornið 1920 og 1921, í seinna skiptið til eignar. Framarar hömpuðu sömuleiðis verðlauna­ gripunum í Reykjavíkurmótinu og Víkingsmótinu öll árin 1920 til 1922. Á þessu fjögurra ára tímabili unnu Framarar því ellefu mót af fjórtán.73 Sömu velgengni var hins vegar ekki að fagna í yngri flokkunum. Þar var keppt í vormóti og haustmóti annars og þriðja flokks öll árin. Eini titill Framara var í vormóti þriðja flokks 1923. Það var raunar eini titill

Markvörðurinn grýttur Áhorfendur á knattspyrnuleikjum eru mis­prúðir. Að loknu Íslandsmótinu 1923 sendu Framarar skýrslu til Knattspyrnuráðs Reykjavíkur og upplýstu að á kappleiknum milli Fram og KR hefði þurft að stöðva leikinn um stund vegna ryskinga áhorfenda. „Voru upptökin þau, að nokkrir drengir stóðu fyrir aftan mark Frammanna og köstuðu grjóti í markvörðinn, en er verðirnir vildu reka þá frá markinu komu fleiri menn þar að og nokkuð eldri og vörnuðu því. ... Eftir því er vjer höfum komist næst voru það meðlimir 3. flokks KR er grjóti köstuðu í markvörðinn, en eldri fjelagar þeirra er hófu ryskingarnar.“ (Skýrsla til KRR um Knattspyrnumót Íslands 1923)

71  Gísli Halldórsson: Íslendingar á Ólympíuleikum, bls. 79-80 72  Samkvæmt úrslitagrunni KSÍ á heimasíðu sambandsins er keppnin um Víkingsbikarinn felld undir Íslandsmót fyrsta flokks. 73  Sú villa hefur víða slæðst inn í heimildir að KR-ingar hafi orðið Reyjavíkurmeistarar 1920 en ekki Framarar.

Íslandsmeistarar 1925. Standandi aftast frá vinstri: Guðmundur Halldórs­son og Gísli Páls­son Miðröð: Brynjólfur Jóhannesson, Jón Sigurðs­son, Magnús Guðbrands­son, Ósvaldur Knudsen, Tryggvi Magnússon og Pétur Sigurðsson. Fremsta röð: Júlíus Pálsson, Kjartan Þorvarðs­­son og Halldór Oddgeir Halldórsson.

43


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Dýrkeypt innkast Upphafsleikur Íslandsmótsins 1922 varð sögulegur. Þar mættust Fram og Víkingur, en hætta þurfti keppni í síðari hálfleik þegar Víkingsliðið gekk af velli til að mótmæla því að hafa ekki fengið innkast. Fram var dæmdur sigur í leiknum, en Víkingar fengu vítur frá Knattspyrnuráðinu og máttu teljast heppnir að sleppa við harðari refsingu. Eitthvað gekk þó Víkingum illa að fyrirgefa innkasts­dóminn, því tveimur mánuðum síðar neituðu þeir enn að biðja dómara leiksins afsökunar á framferði sínu. (Fundabók KRR)

Frá Ísafjarðarför Fram 1922. Á mynd­ inni má m.a. sjá Brynjólf Jóhannesson, Benedikt G. Waage og Tryggva Magnússon bregða á leik.

44

Fram í yngri flokkum til ársins 1932 og hefði sú tölfræði átt að hringja viðvörunarbjöllum fyrr en raunin varð. Leikmenn Fram nutu á þessum tíma hylli innan vallar sem utan. Þeir voru á besta aldri knattspyrnulega séð, en andstæðingarnir ýmist aðeins of gamlir eða ungir. Þetta var raunar einkenni á íslenskum liðum í árdaga íþróttarinnar hér á landi. Kappliðin voru oftar en ekki borin uppi af jafnöldrum. Leikmannahóparnir voru fámennir, enda kappleikir fáir á ári og ekki heimilt að nota varamenn. Við þetta bættist að fæstir entust lengi í knattspyrnu, 26 til 27 ár þótti hár aldur leikmanns. Fyrir vikið lentu félög oft í mjög snörpum og sársaukafullum kynslóðaskiptum.

Ísafjarðarför 1922 Það er erfitt fyrir nútímafólk að skilja þau vandræði sem fylgt gátu ferðalögum innanlands á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Knattspyrnan hafði snemma tekið sér bólfestu í flestum stærri kaupstöðum landsins snemma á öldinni, en íþróttasamskipti milli landssvæða voru í mýflugumynd. Árið 1920 höfðu Framarar forgöngu um að fá knattspyrnuflokk frá Vestmannaeyjum til að keppa um Íslandshornið. Árið eftir lögðu Víkingar fyrstir reykvískra knattspyrnuliða í langferð. Áfanga­staðurinn var Ísafjörður, en þar var í forystu knattspyrnumanna gamall félagsmaður úr Fram, Brynjólfur Jóhannesson leikari. Brynjólfur lék með meistaraliðum Fram sumrin 1915 og 1919 og hélt alla tíð tryggð við félagið. Eftir Víkingsheimsóknina fýsti Ísfirðinga að fá Framara vestur. Brynjólfur hafði forgöngu um að knattspyrnumenn bæjarins settu upp Sherlock Holmes eftir William Gillette til að safna fé fyrir heim­boðinu.74 Þessi fjáröflunarleið var ekki eins óvenjuleg og ætla mætti. Íþróttamenn voru iðnir við að setja upp leiksýningar, til dæmis safnaði Ólympíunefnd knatt­spyrnumanna digrum sjóðum með uppsetningu á Skugga-Sveini.75 Framarar lögðu af stað með þrettán leikmenn, auk íþróttafrömuðarins Benedikts G. Waage sem fenginn var sem dómari og fararstjóri, en endaði raunar sem markvörður þegar á hólminn var komið. Þrír leikir voru spilaðir vestra. Sá fyrsti gegn Knattspyrnufélagi Ísafjarðar, sem vannst með fimm mörkum gegn einu.76 Önnur viðureignin var gegn Knattspyrnufélaginu Herði, þar sem gamli KR-markvörðurinn Benedikt Waage þreytti frumraun sína milli stanga Frammarksins. Benedikt rifjaði upp þessa lífsreynslu í þrjátíu ára afmælisblaði Fram: „Leikurinn byrjaði, og sóknin hófst, en ekki hjá vinum mínum Frammönnum eins og eg hafði búizt við, heldur hjá mótherjunum: Ísfirðingunum. Eg var ekki lítið hissa, þegar að Ísfirðingarnir (Harðarmenn) fengu að „skjóta á markið“ slag í slag, án þess að Frammenn veittu neitt verulegt viðnám, að því er mér fannst. Hvað gekk að þeim? Því voru þeir

74  75  76

Ólafur Jónsson: Karlar eins og ég. Æviminningar Brynjólfs Jóhannessonar leikara, bls. 41-42 Þróttur, 4. tbl. 5. árg. 1922, bls. 58 Morgunblaðið, 12. sept. 1922, bls. 1


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

svo ólíkir sjálfum sér? Allt öðruvísi en á knattspyrnumótunum í Reykjavík. Eða voru þeir að reyna hinn nýja markvörð?“77 Eftir erfiðar upphafsmínútur tóku Framarar hins vegar öll völd á vellinum og sigruðu með átta mörkum gegn engu. Í frásögn af ferðinni í Morgunblaðinu gátu Framarar ekki stillt sig um að koma því að að Víkingar hefðu sumarið áður ekki skorað nema þrjú mörk gegn sama Harðarliði.78 Þriðja og síðasta viðureignin var gegn úrvalsliði Ísfirðinga og lauk með 6:1 sigri Fram.79 Verkfræðingurinn Sigurður Thoroddsen var í leikmannahópi Fram í Ísafjarðarförinni. Í endurminningabók sinni dregur hann upp kostulega mynd af ferðalaginu: „Muggur [Guðmundur Thorsteinsson] slóst í ferðina og hélt tvær kvöldskemmtanir þar fyrir fullu húsi. Farið var á Eimskipafélagsskipi og hafnir sleiktar á báðum leiðum. Muggur skemmti á kvöldvökum á skipinu, lék og þótti hvarvetna góð skemmtun að. Annars þætti þetta skrítin keppnisferð nú á dögum, því það má heita, að um samfellt kenderí hafi verið að ræða alla ferðina, nema hvað fararstjórinn Benedikt Waage bragðaði aldrei vín. Hinsvegar lét hann mikið á sér bera á götum og gatnamótum og var það orð Ísfirðinga, að við hefðum ekki átt að taka þann drykkjurút með okkur.“80

77  78  79  80

Leikmenn Fram og heimamenn á kvöld­ skemmtun í Ísafjarðarför Framara sumar­ið 1922. Að sögn Sigurðar Thoroddsen, eins ferðalanganna, var síst minna lagt upp úr dansi og glasaglaumi en íþróttaiðkun með­ an á ferðinni stóð.

Fram félagsblað, 5. tbl., febrúar 1938, bls. 15 Morgunblaðið, 12. sept. 1922, bls. 1 Morgunblaðið , 13. sept. 1922, bls. 3 Sigurður S. Thoroddsen: Eins og gengur, bls. 65

45


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

Leikið fyrir kónginn

Gengið fylktu liði undir lúðrasveitarleik frá Austurvelli upp á Melavöll undir lok þriðja áratugarins. Lúðrasveitir og skrúðgöngur voru ómissandi þegar setja skyldi knattspyrnumót á millistríðsárun­ um. Áhorfendur keyptu miða í forsölu og mættu svo á Austurvöll til að ganga á völl­ inn ásamt hersingu leikmanna í búningum síns liðs.

Knattspyrnuleikir voru einhver vinsælasta afþreying sem í boði var í Reykjavík á fyrri hluta þriðja áratugarins. Selt var inn á flesta fullorðinsleiki og jafnvel líka á kappleiki yngri flokka, í það minnsta úrslitaleikina. Setning Íslandsmótsins, og raunar fleiri móta, var mikill viðburður og um miðjan áratuginn var tekinn upp sá siður að hefja mótið með skrúðgöngu kappliða og áhorfenda frá Austurvelli út á Mela með fánabera í broddi fylkingar og jafnvel trumbuslætti og hljóðfæraundirleik. Knattspyrnuleikir voru ómissandi atburður á dagskránni í tengslum við hátíðarhöld bæjarbúa og gátu verið drjúg fjáröflun. Þannig var efnt til knattspyrnuleikja í tengslum við skipsskaða til styrktar sjómannsekkjum og byggingarsjóður Landsspítalans naut sömuleiðis góðs af vinsældum knattspyrnunnar.81 Þegar Kristján tíundi, konungur Íslands og Danmerkur, sótti landið heim sumarið 1921 var efnt til kappleiks fyrir konunginn. Þar mættu Framarar úrvalsliði hinna Reykjavíkurliðanna og höfðu öruggan sigur. Fram vann alla leiki sína á Íslandsmótunum 1921-23 og var sigurgangan ekki rofin fyrr en í framlengdum úrslitaleik gegn Víkingum sumarið 1924, 4:3. Árið eftir unnu Framarar sinn tíunda Íslandsmeistaratitil á fjórtán árum og tóku á móti verðlaununum eftir að hafa horft á jafnteflisleik KR og Víkings. Þótt Framarar gætu státað af einstakri velgengni voru blikur á lofti. Lykilleikmenn voru komnir af léttasta skeiði og Fram hafði lítið látið að sér kveða í keppni yngri flokkanna. 1926 var síðasta sumarið sem ýmsir af burðarásum liðsins léku með því. Íslandsmótið var raunar með glæsilegasta móti það sumarið. Fimm lið tóku þátt, fleiri en nokkru sinni fyrr: Reykjavíkurliðin fjögur auk Eyjamanna. Keppt var á nýjum Melavelli, sem stóð suðaustan við völlinn frá 1911. Helstu mótherjar Framara voru KR-ingar, sem höfðu ekki hampað Íslandsmeistaratitli frá 1919. Gömlu erkifjendurnir gerðu jafntefli í innbyrðisleiknum, en unnu svo alla hina leikina og mættust því í úrslitaleik. Þar höfðu KR-ingar betur, 8:2.

Endurreisnin Einu sinni í sögu Fram hefur það gerst að félagið væri nærri því að lognast út af. Það var á árunum 1927-28. Hrunið átti sér stað á ótrúlega skömmum tíma, ef haft er í huga að fyrri hluta þriðja áratugarins höfðu Framarar á að skipa besta knattspyrnuliði landsins sem sankaði að sér titlum. Þeir titlar unnust hins vegar nær allir í fullorðinsflokkunum. Á sama tíma og yngri flokkarnir voru vanræktir, mistókst Frömurum að tryggja að næg endurnýjun ætti sér stað í meistaraflokki. Hópurinn var smár, enda hröktust leikmenn sem ekki fengu að spila í önnur félög

81  Sjá t.d.: Bskj. Rvíkur, einkaskjalasafn 225, askja 10a. Fundargerðir KRR 1919-1950, fundur haldinn 15. júní 1919

46


1. kafli - Knattspyrnan 1908 - 1927

og áttu jafnvel síðar eftir að mynda kjarnann í liðum andstæðinganna.82 Í bókum Knattspyrnuráðs Reykjavíkur yfir skráða félagsmenn sést að á árunum 1922-26 virðast nær engar nýskráningar hafa verið í félagið.83 Um 1926 var svo komið að því að gömlu kempurnar legðu skóna á hilluna hver á fætur annarri, enda grúfði fertugsaldurinn yfir. Sumarið 1927 hafnaði liðið í fjórða og neðsta sæti á Íslandsmótinu, með markatöluna 0:10. Hugmyndir vöknuðu um sameiningu við Víking, sem einnig átti erfitt uppdráttar um þær mundir. Þótt hart væri í ári gátu hvorki Framarar né Víkingar hugsað sér að rugla saman reytum sínum og var tillögunum hafnað.84 Fram var illa í stakk búið félagslega til að takast á við þetta mótlæti. Stjórnarmenn höfðu misst áhugann og voru búnir að sitja lengi, t.d. hafði Tryggvi Magnússon gegnt embætti formanns samfleytt frá árinu 1920. Enginn aðalfundur var haldinn árið 1927 og sat stjórnin áfram án umboðs félagsmanna. Þar var ekki um neina kjötkatla að ræða, enda sjóðurinn tómur og félagið skuldugt.

Íþróttamaður og píanisti Tryggvi Magnússon var einn stofnenda Fram vorið 1908, þá á tólfta aldursári, og gegndi formennsku í félaginu frá 1920-28. Hann var jafnframt um árabil einn flinkasti fimleikamaður landsins, en þá íþrótt æfði hann undir merkjum ÍR. Í endurminningum sínum dró Sigurður Thoroddsen upp skemmtilega mynd af þessum fjölhæfa íþróttagarpi: „Gaman var að Tryggva Magnússyni, sem var með okkur í Fram en annars starfsmaður hjá Edinborg. Hann var alltaf kátur og fjörugur. Afbragð annarra manna í leikfimi og allskonar kúnstum. Hann kunni að spila eitt lag á piano að því er hann sagði og gerði það af mikilli leikni og svo miklum hraða að undrum sætti. Á nokkrum stöðum í laginu þurfti að slá nótu hátt uppi í diskanti og gerði Tryggvi það ævinlega með nefinu af sömu leikni og með góðum áslætti. Hann var áberandi nefstór.“ (Sigurður Thoroddsen: Eins og gengur, bls. 105)

82  Afmælisblað Fram 1958, bls. 5-6 83  Bskj.Rvíkur. Einkaskjalasafn 225, ÍBR, Askja 115c. Nafnaskrá merkt KRR. 84  Ágúst Ingi Jónsson: Áfram Víkingur, bls. 35

47


Setningarathöfn afmælismóts Danska knattspyrnusambandsins sumarið 1939. Lið Fram stillir sér upp ásamt landsliðum Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands.

Litlu mátti muna að Knattspyrnufélagið Fram lognaðist út af á tuttugu ára afmæli sínu. Lítill hópur félagsmanna neitaði þó að leggja árar í bát og tókst á skömmum tíma að rífa upp starfsemina. Félagið mæddist í mörgu, en stærsta átakið var þó að koma sér upp eigin velli og félagsheimili.

48


„Dugnaðarmönnum er ekki hægt að halda niðri“ Knattspyrnan 1928 til 1945

Á

tuttugasta afmælisári Fram, 1928, virtist liggja beinast við að slíta félaginu og að þeir félagsmenn sem eftir væru gengju til liðs við andstæðingana. Ekki vildu allir una þessum örlögum og því var það að hópur Framara boðaði til aðalfundar í Iðnó þann 22. maí. Hvorki formaður né varaformaður fráfarandi stjórnar mættu á fundinn, en Tryggvi formaður var þá erlendis. Bækur og reikningar félagsins höfðu ekki fengist afhentir hjá gjaldkeranum og var því lítið hægt um þá að ræða. Daginn eftir kom í ljós að það voru ekki aðeins reikningarnir sem höfðu glatast, heldur sjálft félagatalið líka.1 Það voru ærin verkefni sem biðu nýkjörinnar stjórnar, en hana skipuðu menn sem mjög áttu eftir að koma við sögu félagsins næstu árin. Gjaldkeri nýju stjórnarinnar var Guðmundur Halldórsson, en að öðrum ólöstuðum má kalla hann guðföður endurreisnar Fram. Guðmundur var alinn upp á Njálsgötunni og varð snemma ötull við að smala drengjum í Fram og átti hann stóran þátt í að byggja upp Fram-nýlenduna þar í hverfinu. Með Guðmundi í endurreisnarstjórninni 1928 sátu Sigurður bróðir hans og Lúðvík Þorgeirsson mágur þeirra. Formennskan kom í hlut vinar Guðmundar, Stefáns A. Pálssonar, sem reyndist Fram afar drjúgur þrátt fyrir að hafa ekki spilað fótbolta sjálfur að ráði. Stefán tengdist félaginu raunar blóðböndum, því bræður hans Gísli og Júlíus Pálssynir voru margfaldir Íslandsmeistarar með Fram og mágur þeirra var Pétur Sigurðsson, einn stofnenda félagsins. Fimmti stjórnarmaðurinn var loks ungur piltur, Ólafur Kalstað Þorvarðs­son og Kjartan, bróðir Ólafs, var kjörinn annar af skoðunarmönnum reikninga. Næstu tíu árin átti þessi hópur nánast eftir að einoka formannsstólinn í Fram.2

Tryggvi Magnússon, formaður Fram, var fjarri góðu gamni á aðalfundinum 1928. Hann var einhver fjölhæfasti íþróttamað­ ur sem Ísland hefur alið. Auk þess að verða marg­faldur Íslandsmeistari með Fram í fótbolta var Tryggvi afburða fim­ leikamaður, methafi í frjálsum íþróttum og einn af frumkvöðlum skíðaíþróttarinnar í Reykjavík.Þá var hann liðtækur áhuga­ leikari.

1  Fundargjörðir Fram 1928-1942, fundir 22. og 23. maí 1928 2  Viðtal við Svein Ragnarsson

49


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Yngri flokkarnir vanræktir Haukur Óskarsson var um árabil einn snjallasti knattspyrnumaður landsins. Hann lék með Víkingum og var í fyrsta landsliði Íslands 1946, þá rétt rúmlega þrítugur. Saga hans er dæmigerð fyrir eyðimerkurgöngu Framara á þriðja áratugnum. „Faðir minn [Óskar Árnason] var einn af stofnendum Fram, svo mjer fannst sjálfsagt að ganga í það fjelag. Í þriðja flokki Fram keppti jeg í ein tvö ár. Var þá farið að halla undan fæti hjá fjelaginu, sem þó átti að baki mjög glæsilegan knattspyrnuferil. Þar eð æfingar lögðust niður hjá Fram um eins árs skeið, en mig langaði til þess að halda áfram, afrjeð jeg að ganga í Víking.“ (Mbl. 21. nóv. 1942)

Sigurður Halldórsson átti sæti í endur­ reisnar­stjórninni 1928, kornungur að árum. Hann lék með meistaraflokki Fram allan fjórða áratuginn og var einnig í fyrsta handknattleiksliðinu sem tók þátt á Íslandsmótinu 1940.

Ekki með á Íslandsmóti Sumarið 1928 sendi Fram ekki lið til þátttöku í Íslandsmótinu í fyrsta og eina skipti í sögu þess. Meistaraflokkurinn lék raunar aðeins einn opinberan leik þetta árið, gegn liði háskólastúdenta frá Glasgow sem hér var í keppnisferð. Enginn Framari var valinn í íslenska úrvalsliðið sem mætti Skotunum. Starfsemi þriðja flokks lá sömuleiðis að mestu niðri – of stór hluti hópsins var í sveit um sumarið. Peningastaðan var heldur ekki glæsileg og þurfti stjórnin að taka þá sársaukafullu ákvörðun að leggja niður vetrarstarfið, þar sem hvorki væru til fjármunir né unnt að komast í íþróttahús. Þetta þótti afar bagalegt, enda höfðu knattspyrnumenn þann háttinn á að æfa leikfimi undir stjórn fimleikakennara yfir vetrarmánuðina, en eiginlegar knattspyrnuæfingar utandyra hófust oft ekki fyrr en vel var komið fram á vor. Fimleikaæfingarnar voru raunar eilífðarhöfuðverkur hjá stjórnendum Fram og fleiri félaga á þessum árum. Með tilkomu Íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu árið 1936, dró úr húsnæðiseklunni en leigan á húsinu kostaði skildinginn, auk þess sem borga þurfti fimleika­ þjálfurunum laun – en knattspyrnuþjálfararnir voru undantekningarlítið félagsmenn sem unnu í sjálfboðavinnu. Við þetta bættist að þátttaka knattspyrnumanna í fimleikaæfingunum var oft óviðunandi og því ekki að undra þótt stjórnir reyndu að stinga upp á því á aðalfundum að dregið væri úr þeim. Voru viðbrögð fundarmanna einatt á sömu lund, að lofsama fimleikana og hvetja til fleiri æfinga. Starf stjórnarmanna var fjölbreytilegt, því auk þess að standa í hefðbundnu fjáröflunarharki var þeirra hlutverk m.a. að stilla upp keppnis­ liðum og oftar en ekki að sjá um þjálfunina. Sá Guðmundur Halldórsson um árabil um þjálfun meistaraflokks og fyrsta flokks, en Ólafur Kalstað Þorvarðsson um yngri flokkana. Raunar þótti þjálfaranafnbótin of stórt orð fyrir Íslendinga sem ekki höfðu aflað sér menntunar í knattspyrnuþjálfun. Þess í stað var búinn til titillinn „æfingastjóri“. Í nýjum lögum Fram, sem samþykkt voru vorið 1930, var sérstaklega tiltekið að stjórn félagsins skyldi boða æfingar og velja í keppnislið í samráði við æfingastjóra. Embættinu fylgdi sömuleiðis ægivald því í tólftu grein laganna sagði: „Æfingastjóri má reka menn af æfingum ef honum þykir þörf.“3

Nýtt félagsmerki og álfadans Á þeim skamma tíma sem Fram gekk undir heitinu Fótboltafélagið Kári var merki félagsins ákveðið og skyldi það vera blár hringur með hvítum krossi og Kára-nafnið letrað á hvíta flötinn. Ekki er vitað hvort tími vannst til að útbúa slíkt merki áður en nafninu var varpað fyrir róða og raunar verður það að teljast frekar ólíklegt. 3

50

Fundargjörðir Fram 1928-1942, lög samþykkt á aðalfundi 6. apríl 1930


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Merkjagerð var bæði flókin og kostnaðarsöm, svo líkast til hafa hagkvæmnissjónarmið ráðið för þegar stofnendur Fram ákváðu að laga Kára-merkið ekki að hinu nýja nafni. Þess í stað var látið nægja að sauma borða með Fram-áletruninni á mitt brjóstið á keppnistreyjum félagsins. Slíka borða má sjá á búningum leikmanna á myndum fram í byrjun þriðja áratugarins, en á mynd af Íslandsmeisturum Fram árið 1925 er borðinn á bak og burt, en eftir stendur einlit blá treyja. Á aðalfundi Fram 1929 hélt endurreisnarstjórnin áfram starfi sínu og fékk umboð til að semja drög að nýjum lögum félagsins og að útvega félag­smerki. Tveir dyggir félagsmenn, þeir Arreboe Clausen og Eiríkur Jónsson, unnu allnokkrar tillögur sem því miður hafa ekki varðveist. Úr þeim valdi stjórnin eina af uppástungum Eiríks Jónssonar, sem loks var samþykkt á aðalfundi vorið 1930.4 Er það merki Fram enn í dag. Nokkur ár liðu enn þar til nýja Fram-merkið komst á treyjur allra keppnisflokka, enda fjárhagur félagsins þröngur. Til að bæta úr því var gripið til ýmis konar fjáraflana, hefðbundinna jafnt sem óhefðbundinna. Mikla athygli vakti t.d. brenna og flugeldasýning sem félagið stóð fyrir á Melavellinum á gamlárskvöld 1930. 4

Mikill er máttur tækninnar! Knattspyrnuáhugamenn hafa löngum deilt um kosti og galla þess að taka nýjustu tækni í þjónustu fótboltans, svo sem mynd­bandsupptökur eða tölvubúnað til að meta hvort knötturinn hefur farið inn fyrir marklínu. Telja sumir að slík tæki yrðu til mikilla bóta. Uppfinning sú sem Morgunblaðið sagði frá vorið 1933 náði þó ekki almennri útbreiðslu og raunar er erfitt að átta sig á því í hverju hún átti að felast: „Knattspyrna fjarskygð. Sænskur hugvitsmaður hefir fundið upp tæki til þess að sjá í fjarlægð hvar knötturinn er á leiksviði, sem knattspyrna er háð á, svo áhorfendur í fjarska geti fylgst með leiknum. “ (Mbl., 19. apríl 1933)

Fundargjörðir Fram 1928-1942, aðalfundur 6. apríl 1930

51


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Eiríkur Jónsson teiknaði merki Fram sem samþykkt var á félagsfundi árið 1930. Í þrjátíu ára afmælisblaði Fram teiknaði Eiríkur skopmyndir af nokkrum kunnum Frömurum, þar á meðal þessa sjálfsmynd. Árið 1943 var Eiríkur útnefndur heiðurs­ félagi Fram.

Í auglýsingu fyrir brennuna sagði: „Ath: Bannað er að sprengja og skjóta flugeldum á götunum, en á íþróttavellinum mega allir skjóta, sprengja og skemta sjer eins og best þeir geta. Hittumst heilir í kvöld á vellinum.“5 Þótti blaðamanni Morgunblaðsins þó rétt að vara drengi sérstaklega við því að vera með stórar „púðurkerlingar“.6 Reykvíkingar voru ekki vanir slíkum skemmtunum og mættu á íþróttavöllinn í hrönnum. Raunar var mætingin of góð, því lögregla og gæslumenn fengu ekkert ráðið við mannfjöldann sem streymdi inn á brennusvæðið án þess að borga aðgangseyri. Fyrir vikið varð ekki sá stórhagnaður af brennunni sem ella hefði orðið.7 Á næstu árum efndu Framarar nokkrum sinnum til brennu um ára­ mót eða á þrettándanum, sem þá nefndust „álfabrennur“, en fyrsta slíka brennan mun hafa verið á þrettándanum 1928. Önnur íþróttafélög og góðtemplarastúkur tóku þessa fjáröflunarleið upp á arma sína og fóru fljótlega að slást um réttinn til brennuhalda, sem færðist frá einu félagi til annars milli ára. Jafnframt hófst mikil keppni um hver byði upp á glæsilegustu dagskrána, því sérhver brenna þurfti að vera „sú stórkostlegasta sem haldin hefur verið“. Þrettándabrenna Fram árið 1936 er þó mögulega sú brenna sem staðið gæti undir þeirra nafnbót. Gamanið hófst með tónleikum lúðrasveitarinnar Svans á Austurvelli og síðan var gengið fylktu liði vestur á Mela. Þar sá 36 manna karlakór um söng, en 30 álfar dönsuðu og sungu undir stjórn álfakóngsins Péturs Jónssonar óperusöngvara. Þá var flugeldasýningin sögð með glæsilegasta móti. Var giskað á að um fjögur þúsund Reykvíkingar hafi lagt leið sína á skemmtunina.8 Árin 1938 og 1940 stóðu Framarar fyrir álfabrennum í samvinnu við Valsmenn en í seinna skiptið þurfti að fresta brennunni til 16. janúar vegna aurbleytu á íþróttavellinum.9 Veðrið lék brennuhaldara oft grátt á þessum árum og átti það eflaust sinn þátt í að álfabrennur á þrettándanum lognuðust út af í Reykjavík á stríðsárunum. Brennusiðurinn var síðar endurvakinn í höfuðstaðnum, en hefur þá einkum verið bundinn við minni brennur á gamlárskvöld í einstökum hverfum og án þess að selt sé inn á skemmtunina.

Úr vörn í sókn Vorið 1931 gat gjaldkeri Fram flutt félagsmönnum þær gleðifregnir að búið væri að greiða upp skuldir félagsins og farin væri að myndast eign í sjóði. Þar munaði mest um velheppnaðar hlutaveltur og góða sölu á Fram-merkinu sem félögum var boðið til kaups.

5  6  7  8  9

52

Morgunblaðið, 31.des. 1930, bls. 2 Morgunblaðið, 31.des. 1930, bls. 4 Fundargjörðir Fram 1928-1942, skýrsla stjórnar fyrir 1930-31 Morgunblaðið, 5.jan. 1936, bls. 6 og 7.jan. 1936, bls. 6 Morgunblaðið, 16.jan. 1940, bls. 3


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Þegar mestu fjárhagsáhyggjurnar voru að baki, gátu stjórnendur Fram loks um frjálst höfuð strokið og farið að auka umsvifin. Á aðalfundi félagsins 1932 lagði stjórnin fram glæsilega glæsilega skýrslu um liðið starfsár og kynnti metnaðarfulla starfsáætlun. Fundurinn var boðaður með fyrsta tölublaðinu af félagsblaði Fram, sem var átta blaðsíður og sneisafullt af efni eftir bræðurna Kjartan og Ólaf Þorvarðssyni. Var ætlunin að gefa blaðið út fjórum sinnum á ári, en það markmið reyndist raunar fullmetnaðarfullt.10 Í skýrslu stjórnar kom fram að Fram hefði orðið sér út um knattspyrnukvikmynd frá Svíþjóð, þar sem farið var yfir öll undirstöðuatriði íþróttarinnar og var þessi nýbreytni talin valda byltingu í knattspyrnuæfing­ um félagsins. Ýmis búnaður hefði verið pantaður, s.s. nýjar treyjur, tvær gerðir af markmannshönskum (til að nota í þurru veðri og votu) og stígvél „sömu tegundar og þau er enskir atvinnumenn í knattspyrnu nota“.11 Bauðst félagsmönnum að kaupa knattspyrnustígvélin á kostnaðarverði. Stjórninni tókst með harðfylgi að tryggja tíma fyrir leikfimiæfingar í íþróttasal Austurbæjarskólans og hafði uppi áætlanir um að skipuleggja æfingabúðir um sumarið: „Ef við getum fengið góðan stað upp í sveit, þar sem hægt er að liggja út í tjöldum viku til ½ mánaðar tíma … með tiltölulega sljettum velli og nálægt vatni.“12 Kjartan Þorvarðsson ritstjóri Fram-blaðsins og ritari félagsins, var sjúklingur um þessar mundir og gegndi félagsstörfum að mestu frá sjúkrabeði sínu. Hann sendi fundinum skriflegt ávarp þar sem hann ræddi hlutverk stjórnar og almennra félagsmanna. Hann benti á að stjórnarinnar væri að tryggja umgjörðina fyrir félagana og það hefði nú verið gert. Búið væri að kaupa búnað og bolta, sem lánaðir væru öllum þeim sem vildu æfa sig. Boðið væri upp á æfingar í fimleikum og fótbolta, auk þess sem áhugasamir iðkendur gætu fræðst um íþróttina með lestri félagsblaðsins og af knattspyrnukvikmyndinni góðu. „Er nú undir félagsmönnum sjálfum komið hvaða árangur næst. Jeg skora því alvarlega á alla „Framara“ að æfa nú vel, æfa rjett og æfa oft, þá munu sigurvinningarnir koma. … Englendingar segja: You can not keep a good man down þ.e. dugnaðarmönnum er ekki hægt að halda niðri. Trú mín á viðreisn „Fram“ er óbifandi, nú sem fyrr. Brátt mun að því koma að „Fram“ verður aftur besta knattspyrnufjelag Íslands.“13

Hægfara uppbygging Eflaust hefur ýmsum þótt spádómur Kjartans um að Fram kæmist senn á toppinn hljóma eins og hálfgerðir órar. Þegar þarna var komið sögu hafði Fram ekki unnið leik á Íslandsmótinu frá árinu 1926. Á mótinu

10  11  12  13

Fram félagsblað, 1.tbl. 1.árg. 1932 Fundargjörðir Fram 1928-1942, skýrsla stjórnar fyrir 1931-32 Sama heimild Fundargjörðir Fram 1928-1942, kveðja Kjartans Þorvarðssonar á aðalfundi 3.maí 1932

Hvernig spyrna skal knetti! Í Fram-blaðinu frá 1932 lagði formaður félagsins, Ólafur K. Þorvarðsson, lesendum lífsreglurnar og útskýrði hinar ólíku aðferðir við að spyrna knetti. Þar voru knattspyrnuiðkendur varaðir við að sparka með tánni: „Tá-spyrna er algerlega komin úr notkun. Í gamladaga var sú aðferð notuð, en hún er ónothæf nú á dögum, vegna þess að hún hækkar knöttinn altof mikið, og einnig verður ekki nærri eins mikil nákvæmni í hina ætluðu stefnu, eins og með þeim aðferðum sem nú eru teknar fram yfir tá-spyrnur.“ Öllu sérstæðari sparkaðferð er „yljar­ spyrnan“ – en um hana sagði Ólafur: „Þessi tegund af spyrnum er ekki notuð mikið, og það þarf töluvert mikla æfingu til að ná árangri. Ef of lítið er þrýst á knöttinn, verður enginn árangur, og ef of mikið, getur það valdið ónákvæmri stefnu. – Þessar spyrnur eru oftast notaðar fyrir mjög stuttar og hægar „centringar“.“ Fróðlegt væri að sjá knattspyrnumenn samtímans dusta rykið af þessari fágætu aðferð og læra að spyrna knettinum með ilinni. (Fram félagsblað, 1.tbl. 1.árg. 1932)

53


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Fram sendir á ný lið til keppni í meistara­ flokki 1929. Efri röð frá vinstri: Svavar Olsen, Jón Sigurðs­son, Jón Magnússon, Brynjólfur Jóhannes­son, Runólfur Eiríksson og Sigurður Halldórsson. Fremri röð: Sigurgeir Kristjánsson, Jón Guðjóns­son, Gunnar K. Þorvarðarson, Harry Fredriksen og Ólafur K. Þorvarðs­ son.

Eitt af hinum frægu „corner“ borðum! Meðal þeirra nýjunga sem forráðamenn Fram bundu miklar vonir við á vormánuðum 1932, var hið svokallaða „corner“borð sem þeir höfðu ákveðið að festa kaup á. „Þau eru græn (grasvöllur) með nákvæm­lega afmörkuðum knattspyrnu­ velli (hlutfallslega). Tvö kapplið eru á borðinu 11 hvoru megin og eru leikreglur þessa „corner“ leiks sömu og í knattspyrnu og alt fer þar fram eins og í venjulegum kappleik, nema að knötturinn er sleginn í stað þess að spyrna honum. Þessi borð eru notuð við kennslu í knattspyrnu. Þar er hægt að sýna allar hreifingar knattspyrnuleiks, stöður leikmanna, hvernig þeir eiga að hegða sjer í hverju einstöku tilfelli, ráðgera og sýna með mismunandi móti hvaða „taktik“ skal nota og yfirleitt athuga allt í sambandi við knattspyrnuleiki fyrirfram.“ Stjórn Fram gerði ráð fyrir að „corner“ borðið kæmi að sérstöku gagni við æfingar knattspyrnumanna innandyra yfir vetrar­mánuðina. Eitthvað hafa stjórnar­ menn þó ofmetið notagildið, því ekki verður betur séð en að verið sé að lýsa hefðbundinni þjálfaratöflu, líkt og notaðar eru í búningskefum til að sýna liðsuppstillingu. (Ársskýrsla stjórnar Fram 1931-32)

54

1930 hafði liðið meira að segja tapað með átta mörkum gegn engu fyrir Valsmönnum og er það stærsti ósigur félagsins til þessa dags. Sumarið 1932 var landið þó greinilega farið að rísa á ný. Framarar unnu tvo af fjórum leikjum sínum á Íslandsmótinu, annan þeirra gegn nokkurn veginn sama Valsliði og leikið hafði þá svo grátt tveimur árum fyrr. Fyrsti unglingatitillinn í mörg ár vannst á haustmóti þriðja flokks 1932. Var það raunar ekki nema í annað sinn sem Fram vann mót í yngri flokkum frá upphafi, það fyrra var Reykjavíkurmót þriðja flokks 1923. Á næstu árum tókst öðrum og þriðja flokki að bæta í bikaraskápinn með sigrum í Reykjavíkurmótum (einnig kölluð vormót) og haustmótum. Skýrðist þessi velgengni af tvennu: bættri skipulagningu unglingastarfsins annars vegar en mikilli fjölgun félagsmanna hins vegar. Segja má að Fram hafi á þessum árum flust búferlum, þegjandi og hljóðalaust. Í árdaga félagsins komu flestir liðsmenn úr miðbænum, af svæðinu í kringum Tjörnina. Þegar komið var fram á fjórða áratuginn var austurhluti bæjarins í örum vexti og þar var fjölmennustu og yngstu hverfin að finna. Fram og Valur börðust hatrammri baráttu um hjörtu og hugi íbúa þessara hverfa. Framararnir voru sterkastir á Njálsgötunni og þar fyrir norðan en á Grettisgötunni og þar fyrir sunnan réðu Valsmenn ríkjum. Öflugt vígi Framara var einnig að finna í Pólunum, en það var heitið á hverfi sem reist var á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar við enda Laufásvegar, þar sem Vatnsmýrarvegur er nú. Á báðum þessum stöðum var harður áróður rekinn fyrir stuðningi við Fram. Strákafélög skiptu miklu máli fyrir vöxt og viðgang stóru knattspyrnufélaganna. Félögin gerðu sjálf lítið til að sinna allra yngstu drengjunum, til að mynda var formleg keppni í fjórða flokki ekki tekin upp fyrr en 1939. Þetta þýddi að drengirnir þurftu sjálfir að sjá um að skipuleggja


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

sig og voru félög þeirra stundum furðu formlegar stofnanir, með virðuleg­ um fundum, félagatali, fundargerðum og öflugu félagslífi. Öflugasta félag­ ið sem tengdist Fram var án efa Vonin, sem sankaði að sér strákum af Njálsgötu milli Vitastígs og Barónsstígs, sem lagði til fjölda leikmanna í yngri flokkum og meistaraflokki Fram. Má þar nefna Sæmund Gíslason og Magnús Kristjánsson.14 Stundum þurfti ekki nema einn til tvo harða áróðursmenn í strákafélagi til að tryggja að allur hópurinn fylgdi einhverju af stóru knattspyrnufélögunum að málum. Þannig var strákafélagið Örin starfrækt, nánast í bakgarði KR-inga, á Ljósvallagötu og neðst á Ásvallagötu undir lok fjórða áratugarins. Liðsmenn Örvarinnar voru flestir gallharðir Framarar og gat félagið af sér allnokkra meistaraflokksleikmenn. Þá átti Örin sína fulltrúa í fjórða flokks meistaraliði Fram þegar fyrst var keppt í þeim flokki sumarið 1939.15

Bylting í þjálfunarmálum Íslenskir knattspyrnumenn sýndu því snemma áhuga að fá erlenda þjálfara hingað til lands. Oft var stungið upp á því að slíkir þjálfarar yrðu fluttir inn á vegum Knattspyrnuráðs Reykjavíkur og héldu námskeið fyrir öll félögin í bænum. Var það t.d. gert sumarið 1922 þegar hingað kom skoskur þjálfari, Robert Templeton að nafni. Oftar koðnuðu þó slík áform niður, enda þjálfarainnflutningur af þessu tagi ekki lítið fyrirtæki. Alltaf var nokkuð um að til landsins slæddust útlendingar sem leikið höfðu fótbolta í heimalandi sínu. Voru þeir eftirsóttir af knattspyrnu­ mönnum til æfinga. Einn þessara manna var Reidar Sörensen, norskur verslunarmaður sem hingað flutti snemma á þriðja áratugnum. Reidar lét víða til sín taka á íþróttasviðinu. Hann þjálfaði og keppti í frjálsum íþróttum undir merkjum ÍR með góðum árangri og kenndi fimleika, Müllers-æfingar og „einmennings útiíþróttir“. Þá er óhætt að telja hann einn af frumkvöðlum golfíþróttarinnar á Íslandi, í það minnsta kynnti hann á íþróttahátíð vorið 1931 „kylfusveiflur“, en sú sérkennilega íþrótt var sögð lítt þekkt hér en vinsæl meðal Englendinga.16 Auk þess að vera slyngur leikfimiskennari hafði Reidar Sörensen leikið knattspyrnu á námsárum sínum í Þýskalandi og kynnt sér þjálfun. Fyrir sumarið 1933 afréð stjórn Fram að fá Reidar til að taka við æfingastjórninni af Guðmundi Halldórssyni. Þótt embættisheitinu væri ekki breytt er rétt að líta á svo á að hann hafi þar með orðið fyrsti eiginlegi þjálfarinn í sögu félagsins. Töldu lærisveinar Norðmannsins síðar að koma hans hafi haft mikið að segja og að með honum hafi Framarar tileinkað sér stutt og fallegt spil.

14  Viðtal við Svein H. Ragnarsson 15  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 61 og 77 16  Morgunblaðið, 24. mars 1931, bls. 2

Kjartan Þorvarðsson varð Íslandsmeistari með Fram sem markvörður. Hann átti stór­ an þátt í að rífa félagið upp úr öldudalnum í lok þriðja áratugarins og var útnefndur heiðurs­félagi á 25 ára afmæli Fram 1933. Kjartan var vel ritfær, eins og sjá má af Fram­blöðum þeim sem hann gaf út og segja má að hann hafi markað djúp spor í sögu íslenskrar íþróttablaðamennsku.

Ólafur Kalstað Þorvarðsson var kapp­ liðsmaður í Fram og formaður frá 1929-35. Hann var um árabil forstjóri Sundhallarinnar og vildi að Fram eignaðist félagssvæði sunnan hennar.

55


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Friðþjófur snýr aftur

Friðþjófur Thorsteinsson var útnefndur heiðurs­félagi Fram árið 1938. Hann var bú­settur í Kanada áður en hann afréð að snúa aftur til Íslands. Framliðið tók stór­ stígum framförum undir stjórn Friðþjófs eftir nokkur mögur ár.

Heimur versnandi fer Framarinn Herluf Clausen var ötull talsmaður skautaiðkunar og beitti sér fyrir því að Fram tæki skautaíþróttirnar upp á sína arma. Í Íþróttablaðinu, snemma árs 1936, minntist hann með söknuði gömlu góðu daganna milli 1906 og 1911, þegar skautaferðir voru aðalíþróttin – fyrir daga allra kaffihúsanna: „Blöðin voru þá færri en nú, og varalitur, andlitsmjöl og funkisstíll þekktist ekki í bænum. En að vetrarlagi mátti sjá margt manna á tjörninni, og glaðlegur ómur lagði að landi frá léttlyndu og kátu skautafólki, sem að lokum sveif svo heim til sín í hálfgerðum vals- eða marsukkatakt, því að þá var jazzinn ekki til.“ (Íþróttablaðið, 3.-4.tbl. 1.árg. 1936)

Reidar Sörensen hélt í herbúðir Valsmanna eftir sumarið 1933 og þjálfaði lið þeirra næstu þrjú árin. Reynslan af veru hans hafði hins vegar sannfært Framara um að ekki gengi lengur að hafa þjálfun meistaraflokksins sem íhlaupaverkefni stjórnarmanna. Um veturinn kviknaði sú metnaðarfulla hugmynd að freista þess að fá kunnasta knattspyrnukappa Fram, Friðþjóf Thorsteinsson, til að gerast aðalþjálfari félagsins. Friðþjófur hafði þá verið búsettur í Kanada um árabil. Samskipti milli heimsálfa voru hæg og tímafrek og fór að lokum svo að Friðþjófur kom ekki til landsins fyrr en skömmu fyrir Íslandsmótið 1934. Raunar var það ekkert einsdæmi að íslensk félög byrjuðu æfingar seint á vorin og var það sígilt umkvörtunarefni íþróttafréttaritara. Ekki kom hinn stutti undirbúningstími þó að sök í þetta skiptið, því Framarar komu á óvart og blönduðu sér í toppbaráttuna í fyrsta sinn í langan tíma. Fram vann tvo leiki, gerði jafntefli gegn Íslandsmeistaraefnum KR og tapaði einni viðureign – gegn Val í fyrsta leik. Þar mátti þó litlu muna og fékk liðið hrós fyrir frammistöðu sína. Ekki efuðust fótboltaspekingar um að framfarirnar væru Friðþjófi að þakka, enda liðið að mestu skipað sömu leikmönnum og árin á undan. Á næsta aðalfundi Fram voru félagsmenn harla glaðir með árangur meistaraflokks en mesta ánægju vakti þó sigur annars flokks í haustmótinu 1934. Var það í fyrsta sinn sem Fram tókst að vinna titil í þeim aldursflokki frá því að byrjað var að keppa í honum sumarið 1917.17 Ólafur K. Þorvarðsson lét af formennsku vorið 1935 vegna anna. Ekki hafði verið hugað að nýju formannsefni fyrir aðalfundinn og benti hver á annan, uns Friðþjófur Thorsteinsson féllst á að taka starfið að sér. Var þar með formennskan og þjálfun meistaraflokks á ný komin á sömu hendur.18

Illindi í knattspyrnuheiminum Formennska Friðþjófs Thorsteinssonar varð skammvinnari en til stóð eða rétt rúmlega hálft ár. Í október var haldinn aukaaðalfundur þar sem hann sagði af sér embætti ásamt Jóni Magnússyni ritara og Harry Frederiksen gjaldkera. Liggur beint við að tengja afsögn þeirra félaga við hatrammar deilur sem upp höfðu komið í tengslum við heimsókn þýskra knattspyrnumanna þá um sumarið og sem knattspyrnuheimurinn logaði út af. Tildrög málsins voru þau að snemma sumars 1935 kom þýskt úrvalslið í heimsókn til Reykjavíkur og var látið að því liggja í fjölmiðlum að um b-landslið Þjóðverja væri að ræða en það mun þó vera fjarri sanni. Í skiptum fyrir heimsókn þessa fór íslenskt úrvalslið til Þýskalands í

17  Fundargjörðir Fram 1928-1942, aðalfundur 31. mars 1935 18  Formannstíð Friðþjófs 1935 var skammvinn og hefur henni stundum verið sleppt í formannatali félagsins, t.d. í 80 ára afmælisriti Fram.

56


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Þýskir knattspyrnumenn á Melavelli sumarið 1935 heilsa með Hitlerskveðju. Íslenskir nasistar notuðu tækifærið og efndu til fána­göngu sama dag og Fram mætti þýska úrvalsliðinu.

ágústmánuði til mánaðarkeppnisferðar. Einungis einn leikmaður Íslands­ meistaraliðs Vals var með í þeirri för, enda héldu Valsmenn sjálfir í langa keppnisferð til Noregs sama sumar. Á þessum árum áttu Víkingar mjög undir högg að sækja og töpuðu nánast öllum sínum leikjum, hin Reykjavíkurliðin þrjú voru hins vegar frekar jöfn að styrkleika. Töldu Framarar því eðlilegt að í leikjum sínum fjórum myndi þýski knattspyrnuflokkurinn mæta Val, KR, Fram og úrvalsliði Reykjavíkur. Skömmu áður en Þjóðverjarnir komu til landsins, að Íslandsmótinu loknu var hins vegar lögð fram sú tillaga í stjórn KRR að leikirnir við Reykjavíkurúrvalið yrðu tveir en auk þess yrði leikið við Val og KR sem tvö efstu lið á Íslandsmótinu. Friðþjófur Thorsteinsson, fulltrúi Fram í stjórninni, brást illa við tillögunni og tilkynnti að félagið myndi draga sig úr undirbúningi vegna heimsóknarinnar og hinnar fyrirhugðu Þýskalandsfarar ef hún yrði samþykkt. Tillagan féll á jöfnu. Fulltrúar KR og Víkings greiddu henni atkvæði sitt, en Reidar Sörensen, sem nú var fulltrúi Valsmanna, kaus með Fram í málinu. Sjálfur flutningsmaðurinn, Tómas Pétursson formaður Knatt­spyrnu­ráðsins, sat hins vegar hjá í atkvæðagreiðslunni.19 Framarar höfðu því sitt í gegn, en ljóst er að sú niðurstaða var fengin með úrslitakostum. Tómas Pétursson undi málalokum illa og sagði af sér formennskunni eftir fundinn og neitaði að snúa aftur nema útkomu málsins yrði breytt. Í harðorðri bókun á fundinum sagði: „Þetta ódrengilega tiltæki stjórnar Fram er að okkar áliti svo óheyrilegt, að furðu sætir, að slíkt skuli koma fram frá fullþroskuðum mönnum.“ Voru deilur þessar gerðar að blaðamáli síðar um sumarið, þar sem Tómas sakaði forystumenn Fram um að hafa rúið Knattspyrnuráðið trausti og komið heimsókninni í uppnám.20 Innan hinna félaganna virtust sjónar­ mið Framara ekki njóta mikillar samúðar. Gátu stjórnarmenn í Fram þó bent á að vegna fjarveru Valsmanna hlyti þunginn af Þýskalandsförinni

Guðmundur Halldórsson var í hinu sigur­ sæla Framliði á fyrri hluta þriðja áratug­ arins og einn fárra gamalla leik­manna sem komu að endurreisn félagsins árið 1928 og varð síðar formaður þess í tvígang. Hann var gerður að heiðursfélaga Fram árið 1933.

19  Bskj.Rvíkur. ÍBR 225 – askja 10a, Fundargerðabækur KRR 1919-1950, 247. fundur 20  Morgunblaðið, 3.ág. 1935, bls. 4-5

57


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Leikmenn Fram og þýska úrvalsliðsins stilla sér upp eftir kappleik sinn sumarið 1935. Þjóðverjarnir voru leystir út með gjöfum og fengu meðal annars málverk af Almannagjá og sútað sauðskinn.

Þjálfarar meistaraflokks Fram 1929-1945 1929 1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945

Guðmundur Halldórsson Guðmundur Halldórsson Guðmundur Halldórsson Guðmundur Halldórsson Reidar Sörensen Friðþjófur Thorsteinsson Friðþjófur Thorsteinsson Friðþjófur Thorsteinsson Reidar Sörensen Peter A. Petersen Hermann Lindemann Friðþjófur Thorsteinsson Ólafur K. Þorvarðsson Ólafur K. Þorvarðsson Þráinn Sigurðsson John J. Enwright Þráinn Sigurðsson Mr. Linday

síðar um sumarið að lenda á KR og Fram – sem ættu því bæði skilið að fá leik gegn gestunum – auk þess sem ósanngjarnt væri að tillagan um leikrétt fyrir tvö efstu liðin hefði ekki komið fram fyrr en eftir Íslandsmótið.

Snáðar í snjónum Þjóðverjarnir reyndust ofjarlar Íslendinga og unnu alla fjóra leiki sína hér. Heildarmarkatalan varð 18:1. Framarar fengu sex þessara marka á sig, en þau raunar öll í síðari hálfleik og uppskáru lof í blöðunum fyrir að ná að halda hreinu svo lengi. Ekki gáfu þessi úrslit tilefni til mikillar bjartsýni fyrir Þýskalandsförina síðar um sumarið, en eftirvænting knattspyrnumanna var engu að síður mikil. Var þetta í annað sinn sem íslenskt úrvalslið lagði í víking, en sumarið 1930 höfðu Færeyjar verið sóttar heim. Tíu KR-ingar, sex Framarar, einn Víkingur og Valsmaður skipuðu íslenska liðið. Framararnir í hópnum voru: Högni Ágústsson, Jón Magnús­ son, Ólafur K. Þorvarðsson, Sigurður Halldórsson, Sigurgeir Kristjáns­son og Þráinn Sigurðsson. Auk þeirra var Friðþjófur Thorsteinsson skipaður þjálfari liðsins og stýrði því á nokkrum æfingum hér heima. Á miðju undirbúningstímabilinu kom fram tillaga frá KR-ingum um að Friðþjófur yrði skilinn eftir heima, en nítjánda leikmanninum bætt við hópinn í staðinn. Sáu þeir lítinn tilgang í að hafa þjálfarann með í keppnisferðalaginu, þar sem stilla mætti upp keppnisliðinu áður en lagt væri af stað.21 Líklega hafa illindin frá því fyrr um sumarið ráðið nokkru um flutning tillögunnar, sem var ekki samþykkt.

21  Bskj.Rvíkur. ÍBR 225 – askja 10a, Fundargerðabækur KRR 1919-1950, 256. fundur. Þegar til kastanna kom lék Friðþjófur með úrvalsliðinu í Þýskalandi og var því sjöundi Framarinn í liðinu.

58


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Óhætt er að segja að hrakfarir úrvalsliðsins í Þýskalandi hafi verið algjörar. Markatalan í fjórum leikjum varð 3:33, þar sem tvær fyrstu viðureignirnar töpuðust hvor um sig með ellefu mörkum gegn engu. Til að bíta höfuðið af skömminni var síðari hálfleiknum í öðrum þeirra lýst í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins og sá Framarinn Pjetur Sigurðsson um útsendinguna við þriðja mann.22 Úrslitunum var ekki tekið með neinum húrrahrópum heima á Íslandi og birti grínblaðið Spegillinn skopmynd af fótboltaköppum sem gengu keikir undir slagorðunum: „Við erum orðnir útlærðir“ og „Við heimtum grasvöll“ – og mátti lesa út úr því að teiknaranum þætti lítil ástæða til að verðlauna slíka frammistöðu með grasvallargerð.23

Draumar um íþróttasvæði Raunin var hins vegar sú að aðstöðuleysið var farið að standa íslenskum knattspyrnumönnum verulega fyrir þrifum. Frá því að íþróttavöllurinn á Melunum kom til sögunnar tæpum aldarfjórðungi fyrr hafði lítið gerst í vallarmálum. Bæjarbúum fjölgaði jafnt og þétt, en ekkert nýtt knattspyrnufélag hafði verið stofnað frá tilkomu Vals 1911. Endalausar malaræfingar gerðu það að verkum að flestir iðkendur hættu fyrir þrítugt og meiðsli voru tíð.

22  Morgunblaðið, 22.ág. 1935, bls. 3 23  Spegillinn, 10. árg. 17. tbl. 1935, forsíða

Æfingatafla Fram úr Morgunblaðinu 1933. Ekki þótti tiltökumál að æfa á laugardags­ kvöldum.

Speglinum þótti lítið til framgöngu íslensku knattspyrnumannanna í Þýskalands­förinni koma. Íslendingar gerðu miklar kröfur til íþróttamanna sinna og oft meiri en raunhæft mátti telja.

59


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Skipulagsuppdráttur Reykjavíkurbæjar frá árinu 1925. Samkvæmt honum var gert ráð fyrir nýju aðalíþróttasvæði bæj­ arins norðaustan við Landspítalann gegnt fyrir­hugaðri aðal­járnbrautarstöð í Norðurmýrinni. Á íþrótta­svæðinu skyldi rísa lítil sundlaug, fáeinir tennisvellir og gert var ráð fyrir landspildu undir knatt­ spyrnuæfingar. Að flatar­máli var svæði þetta síst stærra en gamli íþrótta­völlurinn á Melunum og vaxtar­möguleikarnir litlir sem engir.

Vorið 1932 var samþykkt í Knattspyrnuráði Reykjavíkur að vinna bæri að því að koma upp grasvelli eða grasvöllum til æfinga.24 Í kjölfarið tók ÍSÍ málið upp á sína arma, en lítið gerðist. Tveimur árum síðar var efnt til fundar flestra hagsmunaaðila um íþróttamál höfuðstaðarins, þar sem samþykktar voru tillögur til bæði Alþingis og bæjarstjórnar um æskilegar framkvæmdir. Meðal þess sem samþykkt var á fundinum var að hvetja til þess að Nauthólsvík í Skerjafirði yrði tekin eignarnámi og þar skipulagt alhliða íþrótta- og útivistarsvæði fyrir íþróttamenn og skólafólk. Hugmyndinni var tekið opnum örmum og þegar á árinu 1935 var búið að vinna uppdrátt af 24

60

Bskj.Rvíkur. ÍBR 225 – askja 10a, Fundargerðabækur KRR 1919-1950, 192. fundur


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

hinu fyrirhugaða svæði og var hann samþykktur af félögunum í Reykjavík, sem lögðu ÍSÍ lið við að safna fyrir landakaupunum. Svæðið var keypt á árunum 1936 til 1937 og árin tvö þar á eftir var byrjað að grafa og ræsa fram landið.25 Áform íþróttayfirvalda fyrir Skerjafjarðarsvæðið voru metnaðarfull. Þar skyldi rísa aðalleikvangur bæjarins fyrir keppni í knattspyrnu og frjálsum íþróttum – grasvöllur að sjálfsögðu. Við ströndina yrði sundskáli til sjóbaða og lét Gísli Halldórsson, verkfræðingur og alnafni íþróttaforkólfsins, sér snemma koma til hugar að ylja mætti sjóinn með umframvatni frá hitaveitunni.26 Á svæðinu var m.a. gert ráð fyrir barnaleikvöllum og tennisvöllum. Frá sjónarhorni knattspyrnumanna var hins vegar mest um vert að reiknað var með sex íþrótta- og æfingavöllum. Þannig myndi hvert íþróttafélag fá sinn eigin völl til afnota.

25  Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 119-120 26  www.or.is, 6. júlí 2006. (Stefán Pálsson: „Fyrstu hugmyndir um ylströnd í Reykjavík“)

Íþróttasvæði Reykjavíkur í Fossvogi sam­ kvæmt uppdrætti síðla árs 1936. Gert var ráð fyrir 30 þúsund manna sporöskjulaga aðal­leikvangi. Sex æfingavellir yrðu á svæðinu, með mörkum á hverri hlið svo hægt væri að snúa vellinum eftir vindátt. Einnig var gert ráð fyrir tólf tennisvöllum og skeiðvelli fyrir hestakapphlaup.

61


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Svaðilför til Ísafjarðar Fyrir tíma reglulegs innanlandsflugs gátu keppnisferðir út á land reynst hin mesta þrekraun. Sumarið 1938 hélt annar flokkur Fram til Ísafjarðar og var siglt með Goðafossi. Hvorki voru aðstæður né efni til að koma unglingunum fyrir á almennu farrými, heldur var þeim komið fyrir niðri í lest – framlestinni að sjálfsögðu. Þráinn Sigurðsson lýsti aðbúnaðinum: „Lestin var hálffull af síldarmjöli, sem dreifði út frá sér allt annað en aðlaðandi lykt. En þar sem ekki var í annað hús að venda hreiðraði hver um sig eftir föngum og sumir sofnuðu strax værum svefni. Þeir, sem ekki gátu sofnað, horfðu öfundaraugum á félaga sína sofandi. Sumir gerðust fölir og fámálir og fórnuðu dætrum Ægis sinni eigin fóður­ blöndu ofan á síldarmjölspokana.“ (35 ára afmælisblað Fram)

Fyrstu hugmyndir um félagssvæði Þegar ákveðið var að byggja upp sameiginlegt keppnis- og æfingasvæði allra Reykjavíkurfélaganna í Skerjafirðinum dró úr þrýstingnum á að hvert félag kæmi sér upp aðstöðu innan bæjarmarkanna. Á árinu 1937 reyndu Framarar þó að helga sér svæði í austurbænum og sendu bænum erindi vegna þess. Um var að ræða landspildu sunnan Sundhallarinnar við Barónsstíg, sem þá var nýverið búið að opna eftir langa byggingarsögu. Þar höfðu áður staðið öskuhaugar Reykvíkinga, en búið var að slétta svæðið og piltar í grenndinni höfðu rutt þar knattspyrnuvöll. Stjórn Fram vildi freista þess að fá viðurkenndan forgang að vellinum, auk þess sem hún áformaði að reisa við hann hús til knattspyrnu- og skautaiðkunar, eins og síðar verður vikið að. Ólafi K. Þorvarðssyni var falið að reka á eftir málinu við bæjarráð, en segja má að hann hafi setið báðum megin við borðið sem forstjóri Sundhallarinnar. Bæjarverkfræðingur tók dræmt í erindi félagsins og virðist því lítið hafa verið fylgt eftir.27 Fjárhagur og styrkur félagsins bauð ekki upp á að ráðast í mörg stórverkefni í einu og undir lok fjórða áratugarins virtist hugur forystumanna Fram fremur standa til byggingar eða kaups á skíðaskála en vallargerðar í Reykjavík. Á aðalfundi í janúarmánuði árið 1937 var kosin nefnd til að vinna að skálakaupum, en var henni jafnframt falið að kanna hvort unnt væri að fá lóð og hefja framkvæmdir við félagsheimili Fram. Er þar hugmyndin um að koma upp félagsheimili rædd í fyrsta sinn af alvöru.28 Síðla árs 1939 dró til tíðinda í þessum efnum þegar ákveðið var að leigja herbergi fyrir stjórnarfundi félagsins og eigur þess. Segja má að hús þetta, að Laugavegi 34, sé fyrsta heimili Fram – en fyrstu þrjá áratugina var félagið húsnæðislaust. Eftir nokkra mánuði var þó búið að segja húsnæðinu upp aftur í sparnaðarskyni.29

Skautaíþróttin og Fram

Lúðvík Þorgeirsson varð kunnur í bæjar­ lífinu sem kaupmaður í Lúllabúð á Hverfis­ götu. Hann var í kappliði Fram á fjórða áratugnum og tók alla tíð síðan virkan þátt í rekstri félagsins, ásamt fjölskyldu sinni allri.

62

Knattspyrnufélagið Fram kemur ekki strax upp í hugann ef skautaíþróttina ber á góma. Engu að síður er framlag félagsins til reykvískrar skautamennsku mikilsvert þótt ekki hafi þau afskipti varað lengi. Skautafélag Reykjavíkur var stofnað árið 1893 og var lengi vel langöflugasta íþróttafélag bæjarins. Félagið ruddi ýmist svell á ísilagðri Tjörninni eða hleypti vatni á Austurvöll í frostum. Voru svellin fjölsótt af Reykvíkingum af báðum kynjum til afþreyingar, en einnig var boðið upp á formlega keppni í skautahlaupi.30

27  Fundargerðir stjórnar Fram, fundur 23. nóv. 1937 og 28. feb. 1938 28  Fundargjörðir Fram 1928-1942, aðalfundur 22. jan. 1937 29  Fundargerðir stjórnar Fram, fundur 19. nóv. 1939 30  Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 30


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Skautað á Austurvelli laust fyrir fyrri heims­styrjöldina. Í upphafi tuttugustu ald­ ar stóð skauta­íþróttin í blóma í Reykjavík og Skauta­félagið var langfjölmennasta íþrótta­félag bæjarins. Á stríðsárunum fjaraði hratt undan skautamönnum og þegar komið var fram á fjórða áratuginn var skauta­kunnátta reykvísks æskufólks í lágmarki.

Ólafur Björnsson ritstjóri var driffjöðrin í starfi Skautafélags Reykja­ víkur og átti hann einna stærstan þátt í að Íþróttavöllur Reykvíkinga var reistur 1910. Bundu skautamenn vonir við að Melavöllurinn yrði aðal­skautasvæði bæjarins á vetrum, þar sem almeningur gæti rennt sér á knattspyrnuvellinum en skautahlauparar att kappi á brautunum umhverfis. Raunin varð hins vegar sú að erfitt reyndist að búa til svell á íþrótta­vellinum og var hann því miklu minna notaður að vetrarlagi en vonir stóðu til. Það segir sína sögu um styrk Skautafélagsins í íþróttalífinu að árið 1912 taldi það 200 félagsmenn, en það var ívið meira en samanlögð félagatala Fram, KR, ÍR og Ármanns.31 Á sama tíma var þó að fjara hratt undan starfsemi Skautafélagsins og olli þar mestu ísleysi á Tjörninni. Í ársbyrjun 1918 er kvartað yfir því í íþróttablaðinu Þrótti að engin sála hafi sést á skautum í Reykjavík síðustu þrjú árin. Vildi greinarhöfundur skella skuldinni að hluta á Skautafélagið sem væri í „skollaleik við veðráttuna“.32 Var það mat sumra að forystumenn Skautafélagsins væru fullsvifaseinir og tækist því ekki að nýta þá fáu frostkafla sem gæfust, til dæmis tókst félaginu aðeins einu sinni að útbúa skautasvell veturinn 1918, frostaveturinn mikla.33 Meðan á þessari eyðimerkurgöngu skautamanna stóð voru Arreboe og Herluf Clausen virkir í starfi Skautafélagsins og var Arreboe gjaldkeri þess um skeið, eins og sjá má af auglýsingu um dansleik félagsins í Bárubúð síðla árs 1917, þar sem tekið er fram að einungis skuldlausum félagsmönnum verði hleypt inn.34 Óhagstæð veðrátta og hnignun í íþróttastarfi á þriðja áratugnum gerðu það að verkum að Skautafélag Reykjavíkur lognaðist endanlega út

31  32  33  34

Draumur Framara um að reisa skautahöll og knatthús varð ekki að veruleika. Skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina var innan­húss­skauta­svelli hins vegar komið upp í Skátaheimilinu svokallaða. Það var í stórum hermannabröggum við Snorrabraut.

Morgunblaðið, 30. apríl 1933. (Sérblað: Íslenska vikan.) Bls. 10-11 Þróttur, 1.tbl, 1.árg. 1918. Bls. 3 Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 104 Morgunblaðið, 26. nóv. 1917.

63


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

af 1927, en starfsemin hafði þá raunar legið í láginni um nokkurt skeið. Reynt var að blása lífi í félagið fimm árum síðar, án árangurs.35 Aðstöðu skautafólks á þessum árum var lýst í Framblaðinu 1938: „Um allmörg ár hefir bæjarsjóður kostað skautasvell á litlum hluta Tjarnarinnar. Það er auðvitað þakkarvert, það sem það nær. En svellið skefst fljótt upp, og þarf því að endurnýja það oft, helzt daglega. Á því hefir verið mikill misbrestur; oftast hefir verið látið nægja að sópa svellið, en náttúran látin um hitt. Krakkarnir í bænum hafa notað þetta svell vel, en þó mun meiri hluti barna hér aldrei stíga á skauta… En unglingar og fullorðið fólk hagnýtir sér lítt þetta tækifæri til skautafara, sennilega bæði vegna krakkamergðarinnar og þess, hve svellið er sjaldan verulega gott.“36

„Stærsti sigur félagsins“

Skopmynd Eiríks Jónssonar af Harry Frederiksen. Auk þess að keppa í meistara­ flokksliði Fram gegndi Harry ýmsum trúnaðar­störfum fyrir félagið.

Herluf Clausen hafði þó ekki gefið skautaíþróttina upp á bátinn og fyrir hans tilstilli kom Fram skautamönnum til bjargar veturinn 1935-36. Félagið fékk heimild bæjarstjórnar fyrir afnotum af Austurvelli og var vatni hleypt á völlinn úr brunahönum. Svellið var fyrst opnað föstudagskvöldið ellefta janúar 1936 að viðstöddu fjölmenni, jafnt skautafólki sem áhorfendum. Komið var upp ljóskösturum til að lýsa upp svæðið og um helgar var boðið upp á tónlist, ýmist með lúðrasveitarleik eða hljómlist af plötum sem varpað var úr hátölurum af svölum Landsímahússins.37 Selt var inn á skautasvellið og gaf það góðar tekjur í sjóði félagsins. Ekki komu þeir aurar þó þrautalaust, því handtökin voru mörg. Á hverjum degi var sprautað vatni á völlinn og eftir að því var lokað klukkan hálf tólf á kvöldin var tekið til við að skrapa svellið og sópa fyrir næsta dag.38 Farið var lofsamlegum orðum um framtak Framara í dagblöðum og sagði t.d. í Íþróttablaðinu: „Fram hefir verið sigursælt mörgum sinnum áður, en þetta er stærsti sigur félagsins.“39 Sérstök skautanefnd var stofnuð innan Fram í tengslum við rekstur svellsins á Austurvelli veturna 1935-36 og 1936-37. Litlar upplýsingar eru varðveittar um störf hennar, en þó er vitað að hún hvatti til þess að reist yrði skautahöll í Reykjavík og mun hafa verið aflað upplýsinga erlendis frá um byggingu og rekstur slíkra húsa.40 Ætlunin var sú að húsið nýttist einnig til knattspyrnuæfinga hluta vetrartímans og má halda því fram að þetta séu jafnframt fyrstu hugmyndir um byggingu knatthúss hér á landi. Í Framblaðinu 1938 var fjallað um reynsluna af skautasvellsrekstrinum, en tekið fram að starfsemin væri einungis bráðabirgðalausn

35  Morgunblaðið 4. jan. 1928, bls. 2 og Íþróttamaðurinn, 3.tbl. 1932, bls. 10 36  Fram félagsblað. 1938. Bls. 25 37  Morgunblaðið, 11. Jan. 1936, bls. 2; 18. jan 1936, bls. 5; 24. nóv. 1936, bls. 7 og 16. des. 1936, bls. 7 38  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 71 39  Íþróttablaðið, 5.-6.tbl, 1.árg. 1936 40  Íþróttablaðið, 1.-3.tbl, 12.árg. 1948, bls. 39 og Morgunblaðið, 7. feb. 1948, bls. 12

64


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

og að málið yrði ekki leyst án aðstoðar borgaryfirvalda. Jafnframt var hvatt til þess að Skautafélag Reykjavíkur yrði endurvakið. Það var raunar gert þann 31. október sama ár og lauk þar með að mestu afskiptum Knattspyrnufélagsins Fram af skautaiðkun Reykvíkinga.41 Óhætt er að eigna dugnaði Framara við rekstur skautasvellsins á Austurvelli stóran þátt í þeim aukna skautaáhuga sem leiddi til endurreisnar íþróttarinnar í Reykjavík.

Spánarfari í hnefaleikahringnum Fæstir tengja Fram við sögu hnefaleikaíþróttarinnar á Íslandi. Þó má finna tengingu þar á milli ef betur er að gáð. Á árunum 1926 til 1929 voru nokkrar tilraunir gerðar til að kynna hnefaleika fyrir Íslendingum, til dæmis stóðu Ármenningar fyrir hnefaleikasýningum sem vöktu talsverða athygli. Tilraunir þessar fengu yfirleitt neikvæð viðbrögð. Hnefaleikar voru taldir slagsmál og bolabrögð sem ættu fátt skylt við íþróttir. Einn maður varð þó til að koma hnefaleikamönnum til varnar, Framarinn Kjartan Þorvarðsson. Hann fór jákvæðum orðum um hnefaleikaíþróttina á síðum Íþróttablaðsins og taldi fulla ástæðu til að Íslendingar tileinkuðu sér hana. Kjartan lét ekki sitja við orðin tóm, því sem stjórnarmaður í Íþrótta­ sambandi Íslands beitti hann sér fyrir því að sambandið tæki hnefaleika upp á sína arma. Árið 1934 tók Kjartan sig svo til og þýddi og staðfærði fyrstu hnefaleikareglur sem ÍSÍ gaf út. Útgáfa þessi blés nýju lífi í hnefaleikaíþróttina. Sama ár hóf Þorsteinn Gíslason ásamt Hannesi M. Þórðarsyni íþróttakennara rekstur hnefaleikaskóla í Stúdentagarðinum, en Þorsteinn var jafnframt aðalhnefaleikaþjálfari KR-inga. 41

Fram félagsblað. 1938. bls. 27 og Morgunblaðið, 28.okt. 1938, bls. 4

Þorsteinn Gíslason rak hnefaleika­skóla í Reykjavík um miðjan fjórða ára­tuginn. Veturinn 1935 til 1936 lögðu fjölmargir ungir Reykvíkingar stund á íþróttina undir hand­leiðslu Þorsteins, þar á meðal nokkrir Framarar.

Aðalsteinn Þorsteinsson (til hægri) berst við Vilhjálm Guðmundsson í úr­ slitabardaganum um Íslandsmeistaratitilinn í þungavigt á Melavelli árið 1936. Nokkur ár liðu áður en næst var efnt til Íslandsmóts í hnefaleikum.

65


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Árangur Fram á Íslandsmótinu 1928-1945: 1928 1929

1930 1931 1932 1933 1934 1935 1936 1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945

Tók ekki þátt 5.-6. sæti af sex. 0 stig (2:9) keppt með útsláttar­ fyrir­ komulagi 5. sæti af fimm. 1 stig (2:19) 4. sæti af fjórum. 0 stig (3:11) 4. sæti af fimm. 4 stig (3:5) 3. sæti af fjórum. 2 stig (6:8) 3. sæti af fimm. 5 stig (11:5) 3. sæti af fjórum. 3 stig (6:3) 3. sæti af fjórum. 3 stig (8:3) 3. sæti af þremur. 0 stig (3:7) 3. sæti af fjórum. 2 stig (7:8) 1. sæti af fjórum. 4 stig (5:6) 4. sæti af fjórum. 1 stig (4:9) 4. sæti af fimm. 3 stig (6:12) 2. sæti af fimm. 6 stig (7:7) Fram tapaði fyrir Val í úrslita­ einvígi 3. sæti af fimm. 4 stig (10:8) 4. sæti af fjórum. 1 stig (3:5) 3. sæti af fjórum. 1 stig (1:12)

Þriðji flokkur sem sigraði haustmótið 1932. Það var fyrsti sigur Fram í keppni yngri flokka í níu ár og annar frá upphafi. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Guðmunds­son, Kristinn Guðmundsson, Sigurberg Gísla­son, Þórður Þórðarson, Magnús Benjamínsson og Þorgeir Guðnason. Fremri röð: Nicolai Antonsen, Páll Sigurðs­ son, Guðbrandur Bjarnason, Högni Ágústs­son og Gunnar Valur Þorgeirsson. Á myndina vantar Sigurjón Sigurðsson, Einar Sigurbjörns­son og Sverri Bjarnason.

66

Veturinn 1935 til 1936 voru hnefaleikar einhver vinsælasta íþróttin meðal ungra karlmanna í Reykjavík og æfðu menn ýmist hjá Ármanni eða undir stjórn Þorsteins Gíslasonar, ýmist hjá KR eða við skólann hans. Á síðarnefnda staðinn sóttu meðal annars margir stúdentar úr Íþróttafélagi Háskólans og nokkrir félagar úr Fram. Í byrjun júní 1936 var svo efnt til fyrsta Íslandsmótsins í hnefaleikum og fór það fram á Melavellinum að viðstöddu fjölmenni. Tólf keppendur voru skráðir til leiks, sex KR-ingar, fimm Ármenningar og einn nemandi úr skóla Þorsteins Gíslasonar, Aðalsteinn Þorsteinsson, sem keppti undir merkjum Fram. Hann hlaut síðar viðurnefnið „Alli Spánarfari“, vegna þátttöku sinnar í borgarastyrjöldinni á Spáni. Aðalsteinn var annar tveggja keppenda í þungavigt og tapaði hann viðureign sinni við KR-inginn Vilhjálm Guðmundsson á stigum, eftir jafnan og góðan leik. Ekki tókst hnefaleikamönnum að fylgja þessari góðu byrjun eftir. Næsta vetur lögðust æfingar á íþróttinni af vegna inflúensu­ faraldurs og var ekki aftur efnt til keppni í hnefaleikum fyrr en árið 1941. Þá var Aðalsteinn Þorsteinsson hins vegar ekki meðal keppenda og lýkur þar með stuttri en veigamikilli sögu afskipta Framara af hnefaleikum.

Úrslitaleikur um titilinn Þrátt fyrir hliðarspor á skautum, skíðum og jafnvel í hnefaleikahringnum, var knattspyrnan ætíð það sem allt snerist um hjá Fram. Félagsmenn var farið að hungra í að hampa Íslandsmeistaratitlinum að nýju og mátti raunar litlu muna að það tækist sumarið 1936.


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Þriðji flokkur 1937. Efsta röð frá vinstri: Ólafur Jónsson, Stefán Ágúst Júlíusson, Karl Torfason, Sigursveinn Guðjónsson og Gísli Benediktsson. Miðröð: Guðjón Eiríksson, Sigurður E. Jóns­son og Kormákur Sigurðsson. Fremsta röð: Hákon Kristinsson, Magnús Kristjánsson og Helgi Hafliðason.

Fram og Valur mættust þá í hreinum úrslitaleik um Íslandsbikarinn, í leik sem sagður var einn sá skemmtilegasti milli íslenskra félaga í mörg ár.42 Framarar náðu forystu í fyrri hálfleik og voru yfir þar til tuttugu mínútur voru eftir. Í stöðunni 1:1 misnotaði Ólafur K. Þorvarðsson vítaspyrnu, en Valsmenn skoruðu á lokamínútunum og fögnuðu sigri. Það segir ef til vill sína sögu um hvað menn geta upplifað atburði á ólíkan hátt hvernig Gunnar Nielsen, síðar formaður Fram, lýsti mörkum Vals í 80 ára afmælisbók félagsins: „…Egill Kristbjörnsson sparkaði boltanum tvisvar hátt í loft upp á miðju og hann fauk í bæði skiptin undan rokinu og yfir Þráin í markinu.“43 Í lýsingu Morgunblaðsins sagði hins vegar: „Veður var hið ákjósanlegasta, sól og logn.“44 Með sigrinum á Fram leiddi Reidar Sörensen Valsmenn til síns annars meistaratitils á þremur árum. Engu að síður kaus stjórn Vals að leita út fyrir landsteinana eftir nýjum þjálfara. Skoski presturinn séra Róbert Jack tók við starfinu og varð þannig fyrstur í runu erlendra þjálfara sem hér störfuðu næstu árin. Framarar gripu þá tækifærið og fengu Reidar til liðs við sig á ný fyrir sumarið 1937. Samþykkt var á aðalfundi að semja við hann um þjálfunina og kom þar fram að áætlað var að þjálfaralaunin yrðu 500 krónur fyrir árið.45 Til samanburðar má nefna að sama sumar var góð sex herbergja íbúð í Reykjavík auglýst til leigu fyrir 200 krónur á mánuði, svo ljóst má vera að knattspyrnuþjálfarar urðu seint ríkir á vinnu sinni.46

Jón Magnússon var leikmaður í Íslands­ meistara­liði Fram 1939 og formaður félagsins 1938-39 og aftur 1960-61. Hann var gerður að heiðursfélaga á sjötíu ára afmæli Fram.

42  Morgunblaðið 16. júní 1936, bls. 7 43  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 70 44  Morgunblaðið 16. júní 1936, bls. 7 45  Fundargjörðir Fram 1928-1942, aðalfundur 22. jan. 1937 46  Morgunblaðið, 20.ág. 1937, bls. 1

67


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Útlendingabyltingin

Hermann Lindemann kom til Íslands með þýsku úrvalsliði sumarið 1938, en hann var um þær mundir framherji hjá Eintracht Frankfurt. Meðan á keppnis­ferðinni stóð kviknaði sú hugmynd að Lindemann tæki að sér þjálfun hér á landi og náðu Framarar við hann samningum fyrir sum­ arið 1939. Þjóðverjinn leiddi Fram til Íslandsmeistaratitils og stýrði liðinu í velheppnaðri Danmerkurferð sama ár.

Í tengslum við komu Þjóðverjanna sumarið 1935 fóru Framarar fyrst að íhuga fyrir alvöru að fá til sín erlendan knattspyrnuþjálfara. Það tókst þó ekki fyrr en á árinu 1938, en það sumar sá danskur maður, Peter A. Petersen, um þjálfunina. Hann kom til landsins fyrir milligöngu Danska knattspyrnusambandsins, en möguleikar íslenskra félagsliða á að komast í sambönd við útlenda þjálfara fólust helst í að senda hálfgerð betlibréf til knattspyrnusambanda úti í heimi. Petersen þjálfari reyndi að beita samböndum sínum í Danmörku til að fá heimboð fyrir Framliðið og einnig stóð félagið í bréfaskiptum við Norðmenn með milligöngu Reidars Sörensens um mögulega keppnisferð 1938. Virðist það í fyrsta sinn sem Framarar íhuguðu alvarlega að halda í víking með knattspyrnulið sitt. Þýskur knattspyrnuflokkur kom aftur í heimsókn til Íslands sumarið 1938. Einn Þjóðverjanna, sem hvað mesta aðdáun vakti, var miðframherji frá Eintracht Frankfurt, Hermann Lindemann að nafni. Sú hugmynd virðist hafa kviknað meðan á Íslandsferðinni stóð að Lindemann sneri aftur til þjálfunarstarfa. Frömurum tókst að tryggja sér krafta hans og átti það stóran þátt í velgengni félagsins á árinu 1939. Samningarnir við þjálfarann gerðu ráð fyrir fríum ferðum, húsnæði, fæði og 150 króna mánaðarlaunum.47 Leikmenn Fram létu vel af þjálfunaraðferðum Lindemanns og töldu sig taka talsverðum framförum undir hans stjórn. Þeir voru ekki einir um þá skoðun, enda falaðist Knattspyrnuráð Reykjavíkur eftir starfskröftum hans vorið 1939. Vildi ráðið fá hann til að þjálfa úrvalslið reykvískra knattspyrnumanna, sem yrði í raun fastur landsliðshópur. Framarar synjuðu bóninni og sögðust þurfa á öllum kröftum þjálfarans að halda.48 Ragnar Edvaldsson, faðir fjölmiðlamannsins Ómars Ragnarssonar, æfði með Fram á þessum árum og hefur Ómar eftir honum að hinn þýski þjálfari „…gerbreytti leik liðsins á öllum sviðum, gerði hann bæði hraðari, nettari og skipulagðari, en einnig harðari á vissum sviðum. Hann gerði varnarmanninn Sigurð sem kallaður var „Stalín“ að einum helsta máttarstólpa liðsins og lét hann til dæmis taka allar vítaspyrnur liðsins, en það var þá alveg óþekkt að varnarmenn gerðu það. Hann lét sig engu varða hverjir hefðu tekið vítaspyrnurnar fram að því heldur lét alla leikmenn liðsins reyna sig á fyrstu æfingunni og valdi, öllum að á óvörum, Sigga Stalín til hlutverksins. Þessi sterki varnarmaður skoraði örugglega úr öllum vítaspyrnum sem hann tók eftir það og ævinlega eins, með þrumuföstu „sláttuvélarskoti“ rétt ofan við jörð í bláhornin.“49 Meðal annarra nýjunga sem Lindemann kynnti til sögunnar var að æfa sérstaklega vörn gegn hornspyrnum. Fram að því höfðu slíkar

47  Fundargerðir stjórnar Fram, fundur 11. sept. 1938 48  Bsjk.Rvíkur. Skjalasafn 225 – ÍBR, askja 64, bréf KRR til og frá Fram 1919-61. Bréf stjórnar Fram til KRR 28. apríl 1939 49  „Elífðarvandi knattspyrnunnar“ færsla birt 2. jan. 2007 á www.omarragnarsson.blog.is

68


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Fyrsta kapplið Fram í fjórða flokki árið 1939. Efsta röð frá vinstri: Guðbjartur Karlsson, Pétur Sigurðsson, Sigurður Arnórsson, Bragi Sigurðsson, Gísli Þórðarson og Ólafur K. Þorvarðsson þjálf­ ari. Miðröð: Carl Bergmann, Ólafur Þórarinsson, Magnús Ágústsson, Kristján Guðmundsson, Jón Eiríksson og Stefán Guðmunds­son. Fremsta röð: Halldór Stefánsson, Adam Jóhanns­son og Björn Þorláksson.

spyrnur verið taldar illviðráðanlegar og markverðir staðið í miðju markinu. Lindemann áleit hins vegar að með því að standa úti í fjærhorninu og hafa útsýni yfir teiginn ættu markmenn að geta náð til 90% hornspyrna. Þjóðverjinn slyngi vílaði ekki fyrir sér að láta leikmenn sína spila fast. Þannig vafðist ekki fyrir honum hvernig taka skyldi á liprasta sóknar­ manni Valsara, Ellerti „Lolla“ Sölvasyni. Lindemann komst að þeirri niður­stöðu að Lolli hefði sálrænan veikleika og myndi brotna andlega ef hann yrði tekinn nógu föstum tökum. „Hann gaf Sigga Stalín heimild til að ganga svo langt ef þurfa þætti að hann tæki áhættu af að verða rekinn af leikvelli. „Ég spái því að þú þurfir ekki að taka svona fast á Lolla nema einu sinni og verður hann alltaf hræddur við þig eftir það.“ Þetta gekk eftir og Siggi Stalín þurfti ekki að ganga til hins ítrasta gegn Lolla nema einu sinni í næsta leik. Eftir það var greinilegt að Lolli kveið ævinlega fyrir því að lenda á móti Sigga, sem þurfti aðeins að koma nálægt honum til að hafa sitt fram og þurfti eftir þetta ekki að beita hann meiri hörku en sýndist vera eðlileg og innan marka.“50 Ragnar Lárusson var formaður Fram 1939-42. Hann þótti aðsópsmikill félags­ málamaður og var gerður að heiðursfélaga árið 1968. Ragnar sat í stjórn KSÍ í rúma tvo áratugi.

50  Sama heimild

69


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Á undan sinni samtíð? Sumarið 1939 þjálfaði þýskur knattspyrnumaður, Fritz Buchloh, lið Víkings. Í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins lýsti Þjóðverjinn furðu sinni á að Framarar hafi orðið Íslandsmeistarar og taldi hin þrjú liðin í mótinu (Val, KR og Víking) öll hafa leikið betri knattspyrnu. Fram hafi þó átt sigurinn skilið, þar sem leikmennirnir hefðu bæði verið duglegir og leikið heiðarlega. Sérkennilegt þótti Buchloh þó við leik íslenskra knattspyrnumanna, hversu oft þeir lægju meiddir á vellinum: „Svo að segja í hverjum einasta leik kemur það fyrir hjer, að dómarar verða að stöðva leikinn þrisvar-fjórum sinnum vegna þess, að einhver liggur óvígur á vellinum. …mjer er ekki grunlaust, að 75% af öllum meiðslum, sem leikur er stöðvaður útaf, sjeu uppgerð, og það hefir oft sýnt sig, að knattspyrnumenn hjer tefja leiki með eintómum leikaraskap.“ Sá plagsiður knattspyrnumanna - að gera sér upp meiðsli - átti síðar eftir að verða útbreitt vandamál. Voru Íslendingar ef til vill frumkvöðlar í leikara­skap?

Sögulegt ár Óhætt er að telja árið 1939 eitt hið tíðindamesta í sögu Fram. Stórhugur var í félagsmönnum, sem höfðu haustið áður samþykkt að stofna íþróttavallarsjóð – þótt enn væri óljóst hvort völlur félagsins yrði á hinu fyrirhugaða sameiginlega íþróttasvæði í Nauthólsvík eða einhvers staðar innan bæjar­ markanna.51 Um sumarið var í fyrsta sinn efnt til Reykjavíkurmóts í fjórða flokki. Piltarnir úr Fram fóru með sigur af hólmi og raunar voru Framarar einráðir í aldursflokknum fyrstu fimm árin undir stjórn Ólafs K. Þorðvarðssonar. Annar flokkur varð sömuleiðis Reykjavíkurmeistari, sem enn taldist vera aðalmótið í þeim flokki. Það var fyrst sumarið 1940 sem efnt var til Íslandsmóts í öðrum og þriðja flokki. Fjórði flokkurinn bættist svo við tæpum fimmtán árum síðar. Mest þótti þó vert um árangur meistaraflokks, innanlands og utan. Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn frá 1925 varð að veruleika, þrátt fyrir 5:2 tap á móti KR-ingum í fyrsta leik. Fyrir vikið tókst Frömurum að vinna það sérkennilega afrek að verða Íslandsmeistarar á neikvæðri markatölu, því leikirnir við Val og Víking unnust báðir með einu marki. Sigurinn á Valsmönnum þótti sögulegur, enda hafði Valur ekki tapað leik í þrjú ár – eða í 35 leikjum samfleytt. Eftir lokaleikinn gegn Víkingum höfðu Framarar fjögur stig, en urðu að bíða úrslitanna í leik KR og Vals til að vita hvort leika þyrfti úrslitaleik við KR. Þeim leik lauk með 2:2 jafntefli og prúðbúnir leikmenn Fram tóku við bikarnum í leikslok úr hendi Erlings Pálssonar yfirlögregluþjóns.

(Mbl., 9. ágúst 1939) 51

Danmerkurfarar 1939 og Íslandsmeistarar síðar sama ár. Efsta röð frá vinstri: Páll Sigurðs­son, Guðbrandur Bjarnason, Knud Jörgen­ sen, Ólafur Halldórsson og Sigurður Halldórsson. Næstefsta röð: Sigurjón Sigurðsson, Karl Torfa­son, Högni Ágústsson, Þórhallur Einars­son, Sigurður E. Jónsson og Sæmundur Gíslason. Næstneðsta röð: Ragnar Jónsson, Gunnar Nielsen, Hermann Lindemann þjálfari, Brynjólfur Jóhannesson fararstjóri, Haukur Antonsen og Magnús Gunnar Magnússon. Neðsta röð: Þráinn Sigurðsson, Jón Magnússon og Gunnlaugur Jónsson.

70

Fundargjörðir Fram 1928-1942, aðalfundur 8. sept. 1938


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Afmælismót Danska knattspyrnu­ sambandsins 1939 var stóratburður í dönsku íþróttalífi. Fjöldi áhorfenda fylgd­ ist með hinu óopinbera Norðurlandamóti í Kaupmannahöfn, þar á meðal leikmenn Fram sem voru kynntir til sögunnar sem einskonar áheyrnar­fulltrúar Íslands.

Sigur Framliðsins kom mörgum á óvart og skein það úr skrifum dagblaðanna að íþróttafréttamenn töldu leikmannahóp Fram ekki þann sterkasta í mótinu, hins vegar var liðinu hælt fyrir baráttuþrek. Þjálfari Víkinga, Þjóðverjinn Fritz Buchloh, gekk lengra og sagði Framara hafa leikið lökustu knattspyrnuna: „Frá sjónarmiði knattspyrnumanna er Fram, ekki það fjelag, sem sýndi besta knattspyrnu á mótinu. Þeir ljeku t.d. ekki eins vel og K.R. eða Víkingur. Bestu knattspyrnuna sýndu að mínum dómi Valur.“ Buchloh kenndi mótanefndinni um að hans menn urðu ekki Íslandsmeistarar, enda hafi Víkingar ekki verið lakari en Framarar í leik liðanna, heldur verið þreyttir. Þó taldi hann Frömurum til tekna að lið þeirra léki mjög heiðarlega og spáði því velgengni á komandi árum.52

Frækin Danmerkurferð Íslandsmótið 1939 fór fram um mánaðarmótin júlí/ágúst, en ekki snemma í júní eins og algengast var á þessum árum. Ástæðan var keppnisferð Framara til Danmerkur sem stóð frá 5. júní til 7. júlí þetta sumar. Ferðin vakti mikla athygli Íslendinga, enda tilefnið merkilegt – Fram var boðið utan í tilefni af fimmtíu ára afmæli Knattspyrnusambands Danmerkur. Þar sem Íslendingar lögðu mikið upp úr því að hljóta viðurkenningu hinna Norðurlandanna, en þó sérstaklega gömlu herraþjóðarinnar, þótti þetta talsverð upphefð. Rík áhersla var lögð á að leikmenn Fram væru ekki aðeins fulltrúar síns félags heldur íslensku þjóðarinnar. Það er í sjálfu sér athyglisvert að Danirnir hafi ákveðið að bjóða Fram að senda keppnisflokk vegna afmælisins, enda langt um liðið frá því að félagið hafði unnið Íslandsmótið. Á það ber þó að líta að Framarar höfðu árið áður leitað hófanna um keppnisferð til Danmerkur og sent

Íslandsvinurinn Edvard Yde og kona hans. Yde var stjórnarmaður í knattspyrnusam­ bandi Dana og átti stóran þátt í að Fram var boðið til Danmerkur sumarið 1939.

52  Morgunblaðið, 9.ág. 1939, bls. 5

71


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Skömmustulegir Danir? Skipti á gjöfum eru ómissandi þáttur í íþróttasamskiptum landa á milli, þótt sannast sagna sé stór hluti slíkra gjafa harla fánýtt glingur. Í Danmerkurferðinni 1939 fengu Framarar sinn skammt af gjöfum og gerði dagblaðið Vísir samviskusamlega grein fyrir þeim. Kom þar fram að fyrirliði Borgmundarhólmsliðsins hefði sagt fyrir leikinn við Fram að tap yrði talið mikil skömm. „Fram vann og Borgmundarhólmarar gáfu Frammönnum mynd, er sýndi hversu mjög þeir skömmuðust sín. Er myndin af nakinni stúlku, sem heldur höndum fyrir andlitið af blygðun.“ Ekki voru allar gjafirnar jafn merkingarþrungnar. Þannig fengu leikmenn silfurpappírshníf, manchettuhnappa og slifsisnælu frá Danska knattspyrnusambandinu. (Vísir, 8. júlí 1939)

knattspyrnusambandinu bréf þess efnis. Þá kunna persónuleg tengsl að hafa haft sitt að segja. Edvard Yde, stjórnarmaður í Danska knattspyrnusambandinu og leiðsögumaður Framara í Danmerkurförinni, sendi Fram kveðjur í tilefni af 45 ára afmæli félagsins 1953. Þar gat hann um þátt Framara við að koma á knattspyrnusamskiptum milli Dana og Íslendinga, s.s. í tengslum við boð Akademisk Boldklub 1919. „1932 leitaði ég samvinnu við knattspyrnusamtökin í Reykjavík til þess að koma á fót samvinnu á milli þeirra og sambands míns – Sjællands Boldspil Union. Við þetta tækifæri kynntist ég mörgum leiðtogum Fram, auk forseta Í.S.Í., Benedikt G. Waage.“53 Í tengslum við fyrsta landsleik Dana og Íslendinga, sumarið 1946, sýndu Framarar Yde þakklæti sitt fyrir fararstjórnina sjö árum fyrr með því að bjóða honum til landsins og heiðra hann sérstaklega. Leiðir Yde og Fram áttu síðar eftir að liggja oftar saman.

Frítt föruneyti Sautján Framarar voru valdir til fararinnar, auk eins lánsmanns úr Víkingi, Brands Brynjólfssonar. Brandur, sem var sonur Brynjólfs Kjartanssonar bakvarðar frá fyrstu árum Fram, hafði raunar leikið fyrir Fram í þriðja flokki og átti meira að segja æfingarleik með meistaraflokki, en gekk til liðs við Víking 1932.54 Auk þessara átján var Lindemann þjálfari með

53  54

72

45 ára afmælisblað Fram, bls. 10 Morgunblaðið, 24. okt. 1942, bls. 5


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

í hópnum og Brynjólfur Jóhannesson tók að sér fararstjórn. Siglt var í gegnum Leith, hafnarborg Edinborgar, á báðum leiðum. Notaði hópurinn tækifærið þar til að kaupa sér góða knattspyrnuskó, en slíkir dýrgripir voru fáséðir á hillum reykvískra kaupmanna. Í Kaupmannahöfn tóku við móttökur og skemmtiferðir í nokkra daga, auk þess sem Framliðið tók þátt í setningu mikillar knattspyrnu­ hátíðar ásamt landsliðum Dana, Norðmanna, Svía og Finna að viðstöddum 40 til 50 þúsund manns. Landsliðin fjögur kepptu svo á óopinberu Norðurlandamóti, sem lauk með sigri Dana. Meðan á þessu stóð æfðu Framarar nánast daglega á æfingasvæði Københavns Boldklub. Fyrsti kappleikurinn í ferðinni var ekki fyrr en 20. júní, en þá hafði hópurinn dvalið í Danmörku í meira en viku. Eitthvað virtist vefjast fyrir dönskum fjölmiðlum að um væri að ræða félagslið frá Íslandi, en ekki úrvalslið. Í fréttum frá setningu knattspyrnuhátíðarinnar var Framliðið yfirleitt kynnt sem landslið Íslands og í umfjöllun um leiki var nafn Fram nánast hvergi nefnt á nafn heldur talað um Íslendingana eða íslenska liðið. 55 Segja má að Framarar hafi ýtt undir þennan misskilning með ýmsum hætti, t.d. léku þeir í rauðum sokkum við bláa og hvíta Frambúninginn – til að vera í íslensku fánalitunum. Spilaðir voru fjórir leikir í ferðinni. Sá fyrsti var í Sórey (Sorø) gegn úrvalsliði leikmanna frá Sjálandi utan Kaupmannahafnar. Lauk honum með 4:3 sigri Sjálendinga, sem undruðust góða frammistöðu íslenska liðsins. Lindemann þjálfari lék í sókninni hjá Fram og var sagður besti maður leiksins.56 Vöktu dönsku blöðin sérstaklega athygli á að Íslendingar þekktu ekki nema til malarvalla og væru því óvanir grasvöllum.

Klippelandet slog klippeøen! „Klettalandið sigraði klettaeyjuna“ – skrifaði ákafur blaðamaður frá Borgundar­hólmi eftir annan leik Framara í ferðinni og talaði meira að segja um „landsleik“ Íslands og Borgundarhólms.57 Sveinn Björnsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, var gestur á leiknum í Rønne, þar sem Framarar léku við hvern sinn fingur og sigruðu 4:2. „Boldvirtuoser er Islænderne ikke, men de har alle saa megen Teknik, at Holdet virker pænt spillende“, sagði í umsögn eins blaðamanns.58 Ekki gátu andstæðingarnir kennt grófum leik Framara um tapið, því ef marka má minnisbók Sæmundar Gíslasonar var aðeins ein aukaspyrna dæmd í öllum leiknum59

55  Sjá: safn af úrklippum úr fórum Sæmundar Gíslasonar (dagsetningar og blaðaheiti af skornum skammti), t.d. Berlinske aftenavis, 15.júní 1939, bls. 12 56  Idrætsbladet, 22. eða 23. júní 1939, bls. 19 57  Bornholms avis og amtstidende, 23.júní 1939, bls. 5 58  Úrklippubók Sæmundar Gíslasonar, bls. 8 59  Leiðarvísir fyrirliða á leikvelli, leikskýrslubók Sæmundar Gíslasonar

Víkingurinn Brandur Brynjólfsson gaf út knattspyrnuspil veturinn 1944-45. Í spilinu öttu Reykjavíkurliðin fjögur kappi eftir flóknum reglum. Stjórn Fram veitti Brandi formlegt leyfi fyrir notkun á merki og bún­ ingi félagsins.

73


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Sveinn Björnsson, sendiherra Íslands í Danmörku, flytur ávarp fyrir leik Fram gegn úrvalsliði Borgundarhólms. Gunnar Hansen, kunnasti íþróttaþulur Dana, fylg­ ist spenntur með.

Óeirðir á Melavelli Knattspyrnuleikir urðu snemma einhver vinsælasta afþreying Reykvíkinga og var ekki óalgengt að mörg þúsund manns mættu á leiki á Melavellinum. Þótt oft væri mikill hiti í áhorfendum var fátítt að upp úr syði. Það gerðist þó á leik Fram og Víkings í Reykjavíkurmótinu vorið 1940, þar sem vallargestir gerðu aðsúg að dómara og leikmönnum. Lögreglubílar voru grýttir eða þeim velt og þrjátíu áhorfendur handteknir. Tildrög málsins voru þau að Lúðvík Þorgeirsson braut á leikmanni Víkings úti á miðjum velli. Þar sem hann hafði fyrr í leiknum fengið áminningu, ákvað dómarinn að hæfileg refsing væri að

Mótherjar Fram í þriðja leiknum voru taldir sterkastir, en það var úrvalslið frá Fjóni.60 Leikurinn í Óðinsvéum var harðar leikinn en hinir fyrri og lyktaði með 1:0 sigri Framara, en heimamenn skutu m.a. tvívegis í stöng með nokkurra sekúndna millibili. Úrslitin voru nokkurt áfall fyrir Fjónbúa, sem sögðu þau beiska pillu að kyngja: „Folk gik fra Kampen með en flov Smag í Munden med Tanken om, hvordan mon vi skal stille op mod Jylland I Aar.“61 Fjórði og síðasti leikurinn fór fram í Tønder, suður við landamæri Danmerkur og Þýskalands, gegn úrvalsliði frá Suður-Jótlandi. Þar voru yfir­burðir Framara algjörir, leiknum lyktaði 6:1 og skoraði Jón Magnússon fimm markanna. Hann varð markahæstur í ferðinni með sjö mörk, Karl Torfason skoraði þrjú, Knud Jörgensen tvö og þeir Þórhallur Einarsson og Brandur Brynjólfsson gerðu sitt markið hvor.62 Áhorfendur á leikjum þessum voru yfirleitt á bilinu 1.200 til 1.600. Daginn eftir leikinn á Jótlandi hélt Framliðið til Kaupmannahafnar og þaðan heim á leið til Íslands. Dönsku gestgjafarnir voru kvaddir með virktum og loforðum um góðar viðtökur á Íslandi sumarið 1940, þegar komið væri að því að endurgjalda heimsóknina. Hófu Framarar þegar undirbúning að slíkri heimsókn og stefndu frá upphafi að því að bjóða danska landsliðinu. Heimsstyrjöldin sem braust út nokkrum mánuðum síðar átti þó eftir að setja strik í reikninginn.

Knattspyrna í skugga hernáms Breski herinn steig á land þann 10. maí 1940. Átti hernámið eftir að hafa margþætt áhrif á knattspyrnu- og íþróttaiðkun Íslendinga. Bretar voru um þessar mundir taldir bera höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir á knattspyrnusviðinu og var eflaust fjöldi snjallra fótboltamanna í liði þeirra hér. Ætla hefði mátt að koma breska hersins yrði lyftistöng fyrir íslenska knattspyrnu, en sú varð ekki raunin. Íslenska íþróttahreyfingin setti strangt bann við öllum íþróttasamskiptum við hernámsliðið, enda væri freklega brotið gegn fullveldi landsins með veru þess hér. Öllum beiðnum knattspyrnumanna um að fá að etja kappi við hermennina var hafnað, þar til komið var fram undir lok stríðsins. Svo strangt var banninu fylgt eftir að lið sem freistuðust til að fá herlúðrasveit til að skemmta áhorfendum í upphafi knattspyrnuleiks fengu skömm í hattinn.63 Samskiptabannið kom þó ekki í veg fyrir að íslenskir knattspyrnumenn kæmust í kynni við kollega sína úr hernámsliðinu og í sumum tilvikum mynduðust tengsl sem héldust eftir að stríðinu lauk. John J.

60  Andstæðingar Framara í leiknum eru stundum ranglega sagðir hafa verið Odense Boldklub, sbr. Víðir Sigurðsson og Sigurður Á. Friðþjófsson: Knattspyrna í heila öld, bls. 80 61  Úrklippusafn Sæmundar Gíslasonar 62  Leiðarvísir fyrirliða á leikvelli, leikskýrslubók Sæmundar Gíslasonar 63  Íþróttablaðið, 5.árg., 8.tbl. ág./sept. 1940, bls. 14

74


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Enwright, liðsmaður í breska sjóhernum, var t.a.m. þjálfari Fram sumarið 1944 og notaði til þess allar sínar frístundir. Þegar hann hvarf af landi brott færðu Framarar honum borðfána félagsins að gjöf, sem varð upp frá því helsta heiðursgjöf félagsins.64 Enright þessi hefur væntanlega verið talinn hrein himnasending, enda lokaðist fyrir komu erlendra knattspyrnuþjálfara öll stríðsárin þrátt fyrir að talsvert væri reynt í þeim efnum. Þjálfaraleysið hafði sitt að segja um þá afturför sem ýmsir töldu sig merkja á íslenskri knattspyrnu á árum heimsstyrjaldarinnar. Önnur ástæða var sú mikla uppgripsvinna sem ungum karlmönnum bauðst nú. Unglingspiltar gátu unnið myrkranna á milli fyrir herinn og þá vildu íþróttaæfingar sitja á hakanum. Enn er því við að bæta að hernámsliðið var plássfrekt og lagði ýmis æfingasvæði undir starfsemi sína. Blóðugast þótti þó forystufólki íþróttahreyfingarinnar að missa hið fyrirhugaða íþróttasvæði borgarinnar í Fossvogi undir hernaðarmannvirki og flugvöll. Þar hafði staðið til að koma upp aðalíþróttasvæði bæjarins með grasleikvangi og litlum æfingavöllum fyrir hvert knattspyrnufélag. Þegar hafði allnokkru fé og vinnu verið kostað til framkvæmda á svæðinu, en her­námið frestaði úrbótum í íþróttavallarmálum Reykjavíkur um mörg ár.

dæma vítaspyrnu – sem verður að teljast sérkennileg túlkun á knattspyrnureglunum. Í mótmælaskyni neitaði markvörður Fram að standa í markinu þegar spyrnan var tekin. Þorsteinn Ólafsson, tók vítið fyrir Víkinga og lýsti síðar sálarstríði sínu: „Ég vissi að þetta var ranglátur dómur. Fólkið hrópaði ýmist „brenndu af“ eða „skoraðu“. Að lokum ákvað ég að renna boltanum laust á markið þannig að markvörður Fram eða aðrir leikmenn liðsins gætu náð knettinum. Þeir hreyfðu hins vegar hvorki legg né lið og í markið fór boltinn. 1:0 fyrir okkur og þau urðu úrslit leiksins.“ Það var svo eftir að flautað var til leiksloka að allt fór í bál og brand. (Ágúst Ingi Jónsson: Áfram Víkingur. Saga knatt­spyrnu­félagsins Víkings, bls. 62)

Áhorfendur setti hljóða Fyrstu tvö stríðsárin máttu Framarar sætta sig við að lenda á eftir hinum Reykjavíkurliðunum þremur á Íslandsmótinu, en fóru nærri því að næla í titilinn sumarið 1942. Eftir sigur í þremur fyrstu leikjum dugði jafntefli gegn Val í lokaviðureigninni og virtist það ætla að ganga eftir, þar sem markalaust var í hálfleik. Sex mörk Valsmanna í seinni hálf-

64

45 ára afmælisblað Fram, bls. 17

Fjórði flokkur 1941. Efri röð frá vinstri: Haukur Bjarnason, Jón Ragnarsson, Haukur Clausen, Örn Clausen, Lárus Hallbjörnsson, Orri Gunnarsson og Halldór Lúðvíksson. Fremri röð: Bogi Ingimarsson, Ragnar Bjarna­son,Aðalsteinn Stefáns­son, Guðmundur Jóns­son og Magnús Jónsson.

75


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Fyrri úrslitaleikur Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn 1942. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Valsliðið hafði betur í næstu viðureign, enda langsterkasta knattspyrnulið landsins um þær mundir.

Stórsigur fyrir lítið Árið 1944 sendu ÍR-ingar í fyrsta sinn lið til keppni í meistaraflokki í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Stutt var síðan félagið hafði tekið knattspyrnuna upp á arma sína og töldu ýmsir að skynsamlegra hefði verið fyrir liðið að hefja leik í keppni fyrsta flokks. Sú varð raunin og töpuðu ÍR-ingar 8:0 fyrir Fram í sínum fyrsta leik. Í kjölfarið dró ÍR sig úr mótinu og uppskar keppnisbann. Sigurinn stóri nýttist Frömurum því ekki, en þeir höfnuðu í neðsta sæti á mótinu. Meira en þrír áratugir áttu eftir að líða uns ÍR tefldi fram knattspyrnuliði á nýjan leik.

leik gerðu út um leikinn og rúmlega það. Gripið var til aukaleiks um Íslandsmeistaratitilinn, í fyrsta sinn frá 1926. Raunar urðu aukaleikirnir tveir, þar sem þeim fyrri lauk með markalausu jafntefli. Einungis eitt mark leit dagsins ljós í seinni leiknum og var það hið slysalegasta. Kristján Eiríksson, leikmaður Fram sendi knöttinn aftur á markvörðinn Magnús Kristjánsson, sem var á hlaupum út úr markinu. Sendingin var ekki nógu nákvæm og markmaðurinn missté sig, svo úr varð eitt klaufalegasta sjálfsmark sem áhorfendur á Íþróttavellinum höfðu augum litið. Sló þögn á áhorfendur sem kunnu ekki við að fagna þessu marki, sem reyndist þó ráða úrslitum. Það var ekki nema eðlilegt að meistaraheppnin fylgdi Valsmönnum í leik sem þessum, enda voru þeir algjört yfirburðalið í íslenskri knattspyrnu á þessum árum. Á ellefu ára tímabili, 1935 til 1945 urðu þeir Íslandsmeistarar níu sinnum. Gengi annarra liða var sveiflukenndara, enda raunar til lítils að lesa alltof mikið í breytingar á sætaskipan liðanna frá ári til árs þegar hvert félag lék ekki nema þrjá til fjóra leiki í móti. Þannig töpuðu Framarar 6:0 fyrir KR og 5:0 fyrir Val á Íslandsmótinu 1945, en sumarið eftir voru það þó Framarar sem komu í veg fyrir að Valur yrði meistari fimmta árið í röð.

Krafa um félagssvæði Sem fyrr sagði, var sú stefna mörkuð um miðjan fjórða áratuginn að félögin í Reykjavík skyldu byggja upp sameiginlegt æfinga- og keppnissvæði á einum stað í bænum. Í því fólst að ekki var talin þörf á að hverfaskipta bænum sérstaklega niður í íþróttasvæði, þótt vitaskuld væri stuðningur við einstök lið að miklu leyti bundinn við búsetu.

76


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Þegar sameiginlega íþróttasvæðið lét bíða eftir sér, tóku sum íþróttafélögin að ókyrrast. KR-ingar festu kaup á landi vestur í bæ á fjörutíu ára afmæli félagsins 1939 og sama ár eignaðist Valur jörðina Hlíðarenda. Framarar höfðu áður sótt um að fá úthlutað landspildu sunnan við Sundhöllina undir æfingasvæði og við stofnun íþróttavallarsjóðs félagsins 1938 var beinlínis gert ráð fyrir að sjóðurinn yrði nýttur til vallarframkvæmda – annað hvort á sameiginlega íþróttasvæðinu við Nauthólsvík eða á eigin svæði annars staðar í bænum. Þegar líða tók á stríðsárin mátti stjórnendum íþróttamála vera orðið ljóst að Skerjafjarðarsvæðið væri gengið þeim úr greipum, enda kominn alþjóðaflugvöllur í Vatnsmýrina sem ekki var á förum. Fljótlega beindist athyglin að Laugardalnum sem framtíðaríþróttasvæði Reykvíkinga, en þar með var málið komið aftur á byrjunarreit. Stríðið og hin miklu umsvif sem fylgdu hernámsliðinu hafði mikil áhrif á hugsunarhátt Reykvíkinga og skyndilega virtust stórhuga áætlanir um byggingar og framkvæmdir raunhæfari en áður. Um áramótin 1941-42 var t.a.m. rætt um það í fullri alvöru innan Fram, hvort félagið ætti að endurvekja skautahallarmálið. Tilefnið var að spurnir höfðu borist af því að hópur einstaklinga hefði hug á að reisa skautahöll. Þótti því rétt að félagið endurnýjaði umsókn sína frá því nokkrum árum fyrr og minnti á forgangsrétt sinn í málinu.65

Hálogaland keypt Skýrasta dæmið um stórhug Framara á stríðsárunum kom fram í mars 1944. Þá skoraði stjórnin á húsbyggingarsjóðsnefnd að „…leita sér upplýsinga um verð og skilmála, ef kaup mættu fara fram á Íþróttahöllinni í Hálogalandskampi“.66 Erindið var svo ítrekað í júní sama ár.67 Þessar hugmyndir verða að teljast afar framsýnar, enda fór því fjarri í mars 1944 að sæi fyrir endann á heimsstyrjöldinni og hersetunni. Lög um sölunefnd setuliðseigna, sem heimiluðu Íslendingum að kaupa eigur herliðsins, voru fyrst sett á seinni hluta ársins 1944. Það var svo ekki fyrr en í október að kaup á Andrewshöllinni, sem síðar hlaut nafnið „Hálogaland“, bar fyrst á góma á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur.68 Engin gögn hafa fundist um gjörðir húsbyggingarsjóðs Fram í Hálogaland­smálinu. Ólíklegt er að Bandaríkjaher hafi talið tímabært að semja um sölu húseigna sinna í Reykjavík í miðri styrjöld. Þá er ekki ósennilegt að nefndarmenn hafi einfaldlega ýtt málinu frá sér og talið það alltof stórt í sniðum fyrir félagið eitt og sér, enda áformuðu síðar KR, ÍR og Ármann – sem oft voru talin „stóru félögin þrjú“ í Reykjavík – að kaupa íþróttahúsið í sameiningu.

65  66  67  68

Veglegt 35 ára afmælisrit Fram var gefið út snemma árs 1943. Blaðið var sneisafullt af efni um sögu félagsins, einkum keppnis­ ferðir innanlands og utan.

Feðgar saman í liði Um miðja tuttugustu öld var fágætt að knattspyrnumenn héldu áfram að spila langt fram á fertugsaldurinn, enda tóku harðir malarvellirnir sinn toll af leikmönnum. Það þótti því mikill viðburður þegar feðgarnir Lúðvík Þorgeirsson og Halldór Lúðvíksson léku saman í Frambúningnum haustið 1945 og taldi Íþróttablaðið þetta „…vera einsdæmi hér á landi“. Í leiknum sögulega lék Lúðvík sem miðframherji í fyrsta sinn, en Halldór var í marki. (Íþróttablaðið, 9.-10.tbl. 11.árg. 1945)

Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundir 18. des. 1941 og 15. feb. 1942 Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 20. mars 1944 Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 20. júní 1944 Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 185-190

77


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Að lokum fór svo að Íþróttabandalag Reykjavíkur festi kaup á húsinu í ársbyrjun 1945 og fékk það loks til fullra yfirráða á árinu 1946. Reyndust kaupin bandalaginu stór biti að kyngja, enda kom á daginn að aukakostnaður við viðhald og framkvæmdir varð mikill. Húsið átti eftir að vera vagga reykvísks íþróttastarfs í mörg ár, en hætt er við að fjárfesting sem þessi hefði riðið Knattspyrnufélaginu Fram að fullu.

Mómýri eða malarnám?

Íþróttafrömuðurinn Benedikt G. Waage veitir íþróttahúsinu við Hálogaland móttöku við formlega athöfn árið 1945. Kaupin á húsinu voru sameiginlegt verk­ efni íþrótta­félaganna í Reykjavík, en áður höfðu einstök félög falast eftir þessu gamla íþrótta- og samkomuhúsi setuliðsins.

Á árinu 1937 var lagður grunnur að húsbyggingar- og íþróttavallarsjóði Fram, með það í huga að standa undir framkvæmdum við íþróttasvæði. Honum voru tryggðir tekjustofnar, s.s. hluti af hagnaði á hlutaveltum og framlög úr félagssjóði – þótt félagið freistaðist stundum til að taka féð að láni til annarrar starfsemi. Sjóðnum barst sömuleiðis vegleg gjöf á 35 ára afmæli Fram, sem safnað var meðal félagsmanna. Fundargerðabækur húsbyggingarsjóðs- og íþróttavallanefndar hafa ekki varðveist og því erfitt að glöggva sig á því hvenær farið var að knýja á um það fyrir alvöru að fá úthlutað félagssvæði. Snemma virðast menn þó hafa fengið augastað á landspildu milli Nóatúns og Laugarnesvegar. Hún nefndist Mómýrarblettur og varð síðar heimkynni íþrótta­félagsins Ármanns. Staðsetningin hefur augljóslega heillað, enda í hæfilegu göngufæri frá Framhverfinu umhverfis Njálsgötuna. Í mars 1944 kemur fram að húsbyggingarnefndin hafi sótt um Nóatúnslandið fyrir æfingasvæði Fram. Mæltist sú ráðstöfun vel fyrir, þótt einhverjum hafi fundist nefndin fara nokkuð út fyrir valdsvið sitt með því að skila inn umsókn án þess að hafa samþykki stjórnar eða félagsfundar.69 Stjórnendur félagsins töldu sig hafa vilyrði bæjaryfirvalda og samþykki borgarráðs fyrir landinu þótt ekki væri búið að afgreiða erindið formlega og sumarið 1944 var farið að leggja drög að því hvernig ræsa skyldi fram svæðið og útbúa völl.70 Um haustið hljóp hins vegar snurða á þráðinn. Í lok október gengu þrír stjórnarmenn Fram á fund íþróttaráðu­ nautar Reykjavíkurbæjar, að því er þeir töldu til að taka á móti afhendingarbréfi fyrir svæðinu á Mómýrarbletti. Þar fengu þeir hins vegar þau svör að búið væri að skipuleggja barnaleikvelli og tennisvelli fyrir almenning á svæðinu. Báru skipulagsyfirvöld því meðal annars við að ekki hefði verið eining meðal félagsmanna í Fram um hið nýja svæði. Komu þær fregnir stjórnarmönnum spánskt fyrir sjónir. Á fundinum bauð bærinn fram aðra lóð í sárabætur, í grjótnámi Reykjavíkur í Skipholti – eða í norðanverðri Vatnsgeymishæð eins og svæðið var kallað. Ekki gátu embættismennirnir svarað því hversu stórt þetta nýja svæði væri nákvæmlega, en töldu það þó síst minna en í

69  Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 20. mars 1944 70  Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 10. ág. 1944

78


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Framkvæmdir við knattspyrnuvöll Fram í Skipholti hófust af fullum krafti í seinni hluta aprílmánaðar 1945. Unnið var með stórvirkum jarðýtum, en slík undratæki bárust til landsins á stríðsárunum.

Mómýrinni auk þess að hægt yrði að fá lóð undir íþróttahús í grenndinni þegar þar að kæmi.71 Nú var komin upp ný staða í aðstöðumálum félagsins og hefði mátt ætla að mikið væri rætt um þau á aðalfundi félagsins sem fram fór viku síðar. Sá fundur snerist hins vegar að mestu um deilur Fram og ÍSÍ um Íslandsbikarinn í knattspyrnu og má segja að vallarmálinu hafi verið skotið á frest fram á næsta vor.72

Að hika er að tapa Það lá fyrir almennum félagsfundi þann 18. apríl 1945 að taka ákvörðun varðandi framtíðarheimkynni félagsins. Í ljós kom að bærinn treysti sér ekki til að standa við loforðið um að nýja svæðið yrði jafnstórt og það sem Fram hafði fengið vilyrði fyrir. Vöktu þau tíðindi takmarkaða hrifningu fundarmanna, sem töldu augljóst að svæðið væri of lítið. Sá kostur var þó talinn á landinu að ekki þurfti að ræsa fram mýrlendi og því gerlegt að koma upp sæmilegum knattspyrnuvelli á einu sumri. Félagar voru sammála um að ekki mætti bíða lengur og að helst yrði vallargerðin að hefjast strax þetta sama sumar. Þá var þeirri hugmynd hreyft að félagið reyndi að fá keypt erfðafestuland í námunda við bæinn, með það fyrir augum að koma upp grasæfingasvæði í framtíðinni.73 Ekki liðu nema tveir dagar frá því að samþykkt var að taka við svæðinu þar til framkvæmdir voru hafnar af kappi. Byrjað var að ryðja og slétta svæðið með jarðýtum og vegheflum, auk þess sem félagsmenn sáu um að raka burt grjóti í sjálfboðavinnu. Um tíma leit út fyrir að fram-

71  72  73

Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 31. okt. 1944 Fundargjörðir Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 6. nóv. 1944 Fundargjörðir Knattspyrnufélagsins Fram, félagsfundur 18. ap. 1945

Íslandsbikarinn frá 1912, sem gefinn var af Fram. Í tilefni lýðveldisstofnunar 1944 vildi Íþróttasamband Íslands kaupa nýj­ an bikar, en Framarar töldu það í sínum verkahring. Deila þessi lenti í hörðum hnút.

79


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Annar flokkur 1945. Efri röð frá vinstri: Carl Bergmann, Valdimar Fahning, Lárus Hallbjörnsson, Magnús Ágústsson, Pálmi Friðriksson og Óskar Sigurbergsson. Fremri röð: Jón Eiríksson, Birgir Þorgilsson, Halldór Lúðvíksson, Guðmundur Guðmunds­son og Guðmundur Grímsson.

kvæmdir sigldu í strand, þar sem ekki reyndist unnt að fá salla til ofaníburðar frá Reykjavíkurbæ, en þá kom breska setuliðið til bjargar. Bretarnir létu Framara frá salla, en fengu sand í staðinn. Með þessu móti tókst að ljúka við völlinn á ótrúlega skömmum tíma og hefja þar æfingar.74 Völlurinn var formlega vígður 20. ágúst, en tíu dögum fyrr hafði blaða- og fréttamönnum verið boðið að kynna sér aðstæður. Ekki skilaði blaðamannafundurinn sér í mikilli umfjöllun, enda féll hann algjörlega í skuggann af fréttum af uppgjöf Japana og lokum heimsstyrjaldarinnar. Þetta fyrsta sumar var æft og keppt á nýja Framvellinum án þess að nokkrir búningsklefar eða sturtuböð væru fyrir hendi. Framarar urðu þannig fyrstir Reykjavíkurliðanna til að æfa á eigin velli, en framkvæmdir Valsmanna og KR-inga við vallarsvæði sín tóku mun lengri tíma. Snemma varð að ráði að slá tvær flugur í einu höggi og sameina búnings­aðstöðuna og félagsheimili á svæðinu. Keypt var hús frá hernum og það stækkað og lagfært. Voru framkvæmdirnar að miklu 74

80

Fundargjörðir Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 16. nóv. 1945


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

leyti fjármagnaðar með dansleikjahaldi á Hótel Borg og hagnaðinum af ýmsum öðrum skemmtunum. Átti hin nýstofnaða kvennadeild ekki hvað minnstan hlut þar að máli.

Ágæt híbýli Þann 18. október 1946 efndi stjórn Fram til nokkurs konar blaðamannafundar, þar sem fulltrúum fjölmiðla og nokkrum öðrum gestum var boðið að skoða hið nýja félagsheimili Fram. Fóru blöðin lofsverðum orðum um þetta framtak og var til þess tekið að félaginu hefði tekist að koma sér upp bæði velli og félagsheimili á rétt rúmu ári. Blaðamaður Morgunblaðsins gerði ítarlega grein fyrir húsakynnum: „Fjelagsheimilið er skálabygging, 16x6 metrar að stærð, aðal­byggingin, en útbygging jafnlöng á bak við og er hún þriggja m breið. Í aðalbyggingunni er salur mikill, eldhús, þjálfaraherbergi, fundarherbergi og rúmgott andyri. Salnum má skifta í tvent og er sjer inngangur í hvorn helming um sig. … Þá er í fjelagsheimilinu að sjálfsögðu baðklefar, þar sem er bæði steypibað og kerlaug, geymsla íþróttaáhalda, miðstöðvarklefi og herbergi húsvarðar.“75 - Verður þetta að teljast allgóð nýting á innan við 150 fermetra húsi. Íþróttafréttaritari Þjóðviljans tók enn dýpra í árinni og sagði þetta átak Framaranna vera „…ef til vill meira en allir þeirra stóru sigrar á vellinum, sem eru margir, sé aðeins miðað við þá auknu félagslegu möguleika sem félagið hefur fengið með heimili þessu. Það er ábyggilega það sem öll félög óska eftir að eignast.“76 Óhætt er að segja að spádómur Þjóðviljans hafi ræst, því starfsemi Fram tók mikinn kipp við tilkomu hins nýja félagsheimilis, ekki hvað síst eftir endurbætur sem gerðar voru á því um áramótin 1948-9. Árshátíðir og aðrar stærri samkomur voru eftir sem áður haldnar víðs vegar um bæinn, en félagsheimilið gaf möguleika á að halda minni samkomur sem vart hefðu staðið undir húsaleigu. Félagslífstilkynningar í dagblöðum gefa nokkra mynd af fjölbreytileika þessara skemmtanna. Ekki var óalgengt að skemmtikvöld hæfust kl. hálfníu með félagsvist, en síðan væri slegið upp dansleik. Í auglýsingu fyrir öskudagsfagnað 1950 er t.d. upplýst að „hin nýstofnaða Framhljómsveit“ leiki fyrir dansi.77 Sitthvað fleira var sér til gamans gert á skemmtikvöldum, s.s. slegið upp spurningakeppni eða boðið upp á eplakappát.78 Félagsvist, bridge og skákiðkun var fyrirferðarmikil í félagsheimilinu. Efnt var til innanfélagsmóta í bridge og boðið upp á fjöltefli við skákmeistara á borð við Friðrik Ólafsson.79 Þá voru kvikmyndasýningar

75  Morgunblaðið, 19. okt. 1946 76  Þjóðviljinn, 29. okt. 1946, bls. 3 77  Morgunblaðið, 22. feb. 1959, bls. 11 78  Morgunblaðið, 11. mars 1951, bls. 11 og 25. mars 1960, bls. 21 79  T.d. Morgunblaðið, 22. mars 1950 og bls. 15; 1. nóv. 1952, bls. 15

Sigurður E. Jónsson var í Íslandsmeistaraliði Fram 1939 og þótti harðsnúinn varnarmaður. Hann var tvíveg­ is formaður knattspyrnunefndar á sjötta áratugnum og formaður Fram á árunum 1961-64. Hann lést 1966, aðeins 45 ára að aldri.

Fram var húsnæðislaust fyrstu þrjá ára­ tugina í sögu sinni, en síðla árs 1939 var ákveðið að leigja herbergi að Laugavegi 34 til að varðveita eigur félagsins og hýsa stjórnar­fundi. Herberginu var sagt upp skömmu síðar. Herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar er starfrækt í sama húsi.

81


2. kafli - Knattspyrnan 1928 - 1945

Skýr verkaskipting kynjanna Framkvæmdum við félagsheimili Fram var að mestu lokið í árslok 1946 og var aðalfundur félagsins haldinn þar snemma í desember. Þar gerði Ragnar Lárusson, for­maður húsbyggingar­ nefndar grein fyrir stöðu verksins: „Talaði hann síðan til kvenfólksins og sagði að nú væri röðin komin að því með að gera heimilið vistlegt, annast veitingar í því og gera yfirleitt alt til þess að laða félagana að því og fá þá til að sækja það.“ (Fundargerðabók Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 4. des. 1946)

fastur liður í félagslífinu og þótti ekki lítið varið í að sjá myndir frá heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu – þótt væru stundum komnar mjög til ára sinna.80 Undir lok sjötta áratugarins var byrjað að helga þriðjudagskvöldin tómstundarstarfi á vegum Fram og Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Um þær mundir lögðu bæjaryfirvöld ríka áherslu á að halda unglingum frá sjoppuhangsi, ballskák og annarri siðspillandi iðju, en beina þeim þess í stað að heilbrigðari áhugamálum. Samkomur þessar voru opnar öllum unglingum, ekki bara félagsbundnum Frömurum. Reynt var að koma á fót klúbbum, t.d. um skákiðkun og bastvinnu.81 Þá gátu unglingarnir spreytt sig í borðtennis eða keppt í bobb-spili, en það er kjuðaleikur sem talinn var heilbrigðari en ballskák. Af annarri iðju sem æskilegt þótti að kenna unglingunum mætti nefna: ljósmyndaframköllun, módelsmíði, radíóvinnu, bókband og sjóvinnu.82 Þessi tómstundakvöld Æskulýðsráðs og íþróttafélaganna færðust síðar inn í gagnfræðaskólana og urðu með tímanum vísir að rekstri félagsmiðstöðvanna í borginni.83 Félagsheimilið við Sjómannaskólann var hjartað í starfsemi Fram í rétt rúmlega aldarfjórðung, þar til endanlega var flutt í Safamýrina árið 1972. Megnið af þeim tíma var lifandi starfsemi í húsnæðinu nánast á hverju kvöldi stærstan hluta ársins. Tilkynning í Morgunblaðinu frá 23. febrúar 1950 er til marks um það: „Framarar! Fjelagsheimilið verður opnað aftur í kvöld og verður framvegis opið sem hjer segir: Alla virka daga frá kl. 8 1/2 e.h. og á sunnudögum frá kl. 2 ½ e.h. til 6 e.h. og frá 8 ½ e.h.“84 Marteinn Geirsson lýsti síðar mikilvægi hússins fyrir félagið. „Það var mikill sjarmi yfir húsinu við Framvöllinn – klefarnir voru litlir, sturturnar fáar og með trégrindum undir, og í húsinu var oft þröng á þingi. Á spilakvöldum og bingóum var alltaf fullt og félagsmenn báru mikla virðingu fyrir þessu heimili sínu, sem gerði óneitanlega mikið fyrir félagsstarfið. Umgengnin var góð, sérstaklega um herbergið þar sem bikararnir voru geymdir. En þetta var líka góður staður fyrir innbrot, dimmt í kring og nokkur fjarlægð frá næstu íbúðarhúsum.“85

80  Morgunblaðið, 13. feb. 1962, bls. 9 81  Morgunblaðið, 10. nóv. 1959, bls. 19 og 9. feb. 1960, bls. 15. 82  Eggert Þór Bernharðsson: Saga Reykjavíkur – Borgin. 1940-1990, síðari hluti, bls. 299-300 83  Eggert Þór Bernharðsson: Saga Reykjavíkur – Borgin. 1940-1990, síðari hluti, bls. 202-3 84  Morgunblaðið, 23. feb. 1950, bls. 11 85  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 179-80

82



Nýstofnaður kvennaflokkur Fram í handknattleik í keppnisferð á Akranesi 1944. Frá vinstri: Karl Guðmundsson þjálfari, Guðný Þórðardóttir, Helga Eiríksdóttir, Guðbjörg Óskarsdóttir, Salvör Matthíasdóttir, Ragna Böðvarsdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Rebekka St. Magnúsdóttir og Þráinn Sigurðsson formaður.

Handboltaiðkun Framara hófst sem dægradvöl knattspyrnumanna í leiðigjörnum inniæfingartímum yfir vetrar­mánuðina. Með tímanum öðlaðist íþróttin sjálfstætt líf og um árabil börðust leikmenn Fram og FH um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Fram lét heldur ekki sitt eftir liggja í kvennahandknattleik, en tilkoma stúlknanna hafði mikil áhrif á þróun félagsins.


Af moldargólfi í höll Handknattleikurinn 1940 til 1972

„G

ólfflöturinn leyfir ekki útlínur, knötturinn er alltaf í leik, nema þegar mark er skorað. Í áhlaupum geta framherjar tekið knöttinn „af batta“ með því að kasta honum í vegg, sé því við komið. Markteigurinn er aðeins 2 m. út frá miðju markinu og markið sjálft ekki nema 1,70 m. Ekki má halda knettinum nema í 2 sek. og ekki má stinga niður. Stutti tíminn, sem má halda knettinum útheimti að mikill hraði varð að vera í leiknum, meiri en leikni leyfði. Þetta orsakaði svo skrokkskjóður og pústra, í þessum litlu sölum. Knötturinn var tuskuknöttur, sem naumast var unnt að einhenda, eða að halda í annarri hendi. … Ekki var hægt að hafa fleiri en 5 menn í liði, eða 4 úti og 1 í marki, í þessum litlu sölum og var þó þröngt.“1 Þessa lýsingu á handknattleiksæfingum í upphafi fjórða áratugarins mátti lesa í fimmtíu ára afmælisblaði Knattspyrnufélagsins Vals. Íþróttasalirnir voru ÍR-húsið, íþróttasalur Austurbæjarskóla og íþróttahús Menntaskólans í Reykjavík. Síðastnefnda húsið hefur raunar verið kallað „vagga íslensks handbolta“, sem óneitanlega er kyndugt miðað við smæð þess. Rekja má sögu handknattleiksins á Íslandi aftur á þriðja ára­ tuginn, þegar Valdimar Sveinbjörnsson leikfimiskennari hóf að kynna nemendum sínum greinina við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og síðar Menntaskólann í Reykjavík. Íþróttin náði ágætri fótfestu í skólunum, en verr gekk að koma henni á dagskrá íþróttafélaganna. Í fyrstu mætti hún beinlínis fjandskap íþróttaforkólfa, sem óttuðust að hún kynni að draga úr leikfimisiðkun knattspyrnumanna á veturna. Leikfimisæfingarnar nutu takmarkaðra vinsælda hjá hluta knattspyrnumanna, sem leiddist teygjur og stökk en þyrsti í átök og keppni. Þeir fóru því að grípa til handboltans sem fálmkennds leiks í lok fimleikaæfinga. Lítið fór fyrir þekkingu manna á leikreglum og hvers kyns bolabrögðum var óspart beitt. Engin alvara fylgdi þessum æfingum, enda

1  Valsblaðið, 11. maí 1961, 19. tbl, bls. 80-1

Þráinn Sigurðsson var knattspyrnumark­ vörður hjá Fram og mikill félags­mála­ maður. Hann gegndi formennsku í Fram á árunum 1943-46 og aftur 1947-48. Ásamt konu sinni, Guðnýju Þórðardóttur, stóð Þráinn fyrir því að Framarar tóku kvenna­ handknattleik upp á arma sína. Sú ákvörð­ un átti eftir að reynast félaginu mikil lyftistöng.


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Jón Þorsteinsson íþróttakennari reisti íþrótta­hús sitt við Lindargötu árið 1936. Í húsinu var rekin marg­háttuð íþróttastarf­ semi og fram yfir 1970 sinnti Jón sjálfur þar líkamsþjálfun, sem nú til dags kallast iðju- og sjúkraþjálfun. Síðar komst húsið í eigu Þjóðleikhússins.

frekar litið á þær sem krydd í tilveruna. Þannig hóf handknattleikurinn göngu sína hjá Fram sem og ýmsum öðrum félögum. Nokkur lið tóku íþróttina þó alvarlega og reyndu að leggja á hana áherslu. Í Reykjavík ruddu Valsmenn brautina en Haukar, systurfélag þeirra í Hafnarfirði, voru einnig fljótir til. Hægt og bítandi tókst þessari nýju íþrótt að vinna sér þegnrétt. Þar skipti tilkoma Íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu árið 1936 miklu máli, en þar var aðstaða fyrir nokkra áhorfendur. Þótti það mikil framför frá því sem verið hafði t.d. í íþróttahúsi MR, þar sem áhorfendur – og dómari – þurftu að hanga í rimlunum meðfram veggjunum og vinda sér undan ef einhver leikmaðurinn kom aðvífandi. Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar var því sjálfkjörinn vettvangur fyrsta Íslandsmótsins í handknattleik sem haldið var vorið 1940. Síðla árs 1939 ákvað ÍSÍ að efnt skyldi til Íslandsmóts í meistaraflokkum beggja kynja og öðrum flokki karla. Var Valsmönnum falið að sjá um skipulagninguna ásamt Víkingum og lagði Valur til sigurlaunin í karlaflokknum, bikar sem félaginu hafði áskotnast nokkrum árum fyrr. Sendu Framarar lið til keppni í báðum karlaflokkunum, allt leikmenn úr fótboltanum sem tókst að skrapa saman á síðustu stundu. Sumir höfðu kynnst íþróttinni í skóla, en aðrir voru algjörir nýgræðingar. Sex lið tóku þátt í mótinu, sem var færra en vonast hafði verið til, þannig mættu hvorki Akureyringar né Ísfirðingar til leiks. Valur, Íþróttafélag Háskólans, Haukar, Víkingur, Fram og ÍR tóku þátt í karlaflokki á þessu fyrsta Íslandsmóti. Framarar unnu viðureign sína gegn ÍRingum en töpuðu öðrum leikjum, flestum með miklum mun. Áhuginn var vaknaður og á næstu árum tók handboltinn að þroskast og dafna sem sjálfstæð íþróttagrein innan félagsins.

Æft á moldargólfi

Handknattleiksráð Reykjavíkur tók til starfa árið 1942 og var Þráinn Sigurðsson fulltrúi Framara á vettvangi ráðsins. Fyrsti Framarinn til að gegna formennsku í HKRR var Hannes Þ. Sigurðsson árið 1951.

Eftir að ákveðið hafði verið að Fram tæki þátt í þessu fyrsta Íslandsmóti var þegar farið að skipuleggja formlegar æfingar með kennara í greininni. Félagið hafði þá yfir að ráða tveimur æfingatímum yfir vetrarmánuðina. Öðrum í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar en hinum í gömlu íshúsi við Tjörnina, sem síðar hýsti Tjarnarbíó.2 KR-ingar höfðu fengið inni í húsinu og útbúið þar innanhússknattspyrnuvöll, sem önnur félög fengu að leigja. Undirlagið í íshúsinu var óslétt moldargólf og því afleitt til handknattleiksæfinga, en þar sem félagið var samningsbundið með fimleikakennara á hinum tímanum var ekki um annað að ræða en að notast við það. Þarna náðust níu æfingar fyrir meistaraflokk og annan flokk sameiginlega áður en mótið hófst. Haustið 1940 hófust svo reglubundnar handknattleiksæfingar Fram í Austurbæjarskóla, enda höfðu liðsmenn ekki hug á að mæta 2

86

Fyrsta öldin. Saga KR í 100 ár, bls. 62


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Glæsilegt gegnumbrot! Fjöldi fólks fylgist með kappleik Framstúlkna og Akurnesinga á Skipaskaga sumarið 1944. Keppnisferðir til Akraness þóttu dágott en þó viðráðanlegt ferðalag.

jafnóundirbúnir til leiks á næsta Íslandsmóti. Þar var leikið með því keppnisfyrirkomulagi að lið féllu úr leik eftir tvö töp. Sigur vannst gegn b-liði Vals, en viðureignir við ÍR og Víking töpuðust, sú seinni með miklum mun. Var þó mál manna að Framliðið hefði verið óþekkjanlegt frá fyrra ári og lofaði góðu fyrir framtíðina. Fyrirkomulag Íslandsmótsins tók stöðugum breytingum á þessum fyrstu árum. Vorið 1942 fengu til dæmis aðeins fjögur sterkustu liðin að keppa í meistaraflokki, en öðrum var vísað niður í fyrsta flokk. Er það eina skiptið sem Framarar hafa ekki teflt fram liði í meistaraflokki á Íslandsmóti karla.3 Síðar á árinu var Handknattleiksráði Reykjavíkur komið á laggirnar og gerðist Fram þegar aðili að því. Framara skorti ekki handboltaáhugann á þessum fyrstu árum Íslandsmótsins, þótt liðið stæði öflugustu liðunum nokkuð að baki í færni og stæði ekki í titlabaráttu. Leikmenn þess fengu gjarnan þá einkunn að vera sterkir og fastir fyrir, en nokkuð svifaseinir. Hafa verður í huga að Framliðið var borið uppi af knattspyrnumönnum sem gripu í handboltann sem aukagrein, en hjá sterkari liðunum var aðskilnaður þessara íþrótta kominn lengra á veg.

Kvenfólkið boðið velkomið Handboltinn gaf færi á nýrri vídd í starfi Fram. Ef frá eru taldar nokkrar tilraunir á öðrum og þriðja áratugnum til að koma á kvennaknattspyrnu hér á landi, var fótboltinn hreinræktuð karlaíþrótt fram undir 1970.

Gunnar Nielsen var í kappliði Fram á fyrsta Íslandsmótinu í handknatt­ leik árið 1940 og kom að þjálfun fyrsta kvennaflokksins. Hann var um árabil virk­ ur í félagsstörfum og gegndi formennsku í Fram 1949-50 og 1952-53. Gunnar var útnefndur heiðursfélagi á sextíu ára afmæli Fram.

3  Í töflu yfir árangur meistaraflokk karla á Íslandsmóti í 80 ára afmælisbók Fram er keppni í meistaraflokki og fyrsta flokki steypt saman og Fram sagt hafa hafnað í níunda sæti af tíu liðum í meistaraflokki. Hið rétta er að liðið hafnaði í fimmta sæti af sex liðum í fyrsta flokki. – Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 125

87


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Íþróttahúsið Hálogaland var í gömlum her­ bragga sem stóð inn við Gnoðarvog. Fyrstu kynni reykvískra íþróttaáhugamanna af Hálogalandi voru þegar á stríðsárunum, en þá gekk húsið undir nafninu St. Andrewshöllin. Þar sem íþróttahúsið stóð langt fyr­ ir utan bæinn, voru skipulagðar sætaferðir þangað á keppniskvöldum.

Palladómur frá 1945 Það vafðist ekki fyrir blaðamanni Íþróttablaðsins að afgreiða karlalið Fram á Íslandsmótinu í handknattleik 1945 í tveimur setningum: „Fram átti í þessum flokki einna breytilegasta hópinn, ýmist þung hörkutól eða fljóta og lipra leikmenn. Þeir voru flestir of seinir.“ (Íþróttablaðið, 5.-6. tbl. 11. árg. 1945)

Lengri leikir og varamenn Á fyrstu Íslandsmótunum í handknattleik var keppt í 2*15 mínútur og voru sex leikmenn í hvoru liði. Þegar farið var að keppa í íþróttahúsinu við Hálogaland árið 1946 var sjöunda leikmanninum bætt við. Tveimur árum síðar var ákveðið að lengja leiktímann í 2*25 mínútur. Í kjölfarið fóru lið að nýta þann rétt að hafa fjóra leikmenn á varamannabekknum og skipta þeim inn á meðan á leik stóð.

Öðru máli gegndi hins vegar um handknattleik, sem var frá upphafi viðurkenndur sem grein fyrir bæði kynin. Með því að taka handboltann upp á arma sína opnaðist sá möguleiki að hleypa konum inn í félagið. Ármenningar voru yfirburðalið í kvennaflokki í upphafi fimmta áratugarins og unnu flestöll mót. Guðný Þórðardóttir, eiginkona Þráins Sigurðssonar forystumanns í Fram, hafði leikið með Ármanni en beitti sér svo fyrir því að kvennahandbolti yrði tekinn upp í Fram. Sumarið 1943 hóf hópur stúlkna æfingar á grasvelli í Vatnsmýrinni undir stjórn Þráins, Sæmundar Gíslasonar og síðar Gunnars Nielsen. Haustið 1944 var farið að ræða innan stjórnar Fram að setja kvennahandbolta formlega á dagskrá félagsins og heimila stúlkum inngöngu. Sáu sumir stjórnarmenn ýmis tormerki á þessu og töldu þetta ótímabært þar sem ekki væri búið að koma upp félagsheimili. Þá var bent á að erfitt yrði að fá æfingatíma í íþróttahúsum bæjarins og að aðrir flokkar félagsins væru alls ekki aflögufærir um tíma. Þessari meginröksemd gegn stofnun kvennaflokks var rutt úr vegi í lok október þegar Þráinn formaður gat tilkynnt að búið væri að semja um æfingatíma í Austurbæjarskólanum. Viku síðar var innganga kvenfólksins samþykkt á aðalfundi athugasemdalaust.4 Ákvörðun þessi reyndist félaginu mikil lyftistöng og var til þess tekið strax á fyrsta ári hversu jákvæð áhrif kvennaflokkurinn hefði haft á félagsstarfið. Skemmtikvöld Fram höfðu gengið misjafnlega á undangengnum árum og oft haldin með tapi, en nú tók mætingin að glæðast, skemmtununum fjölgaði og þær þóttu almennt betur heppnaðar. Eftir að félagsheimilið við Skipholt kom til sögunnar hljóp svo enn fjörkippur í félagsstarfið og áttu handboltastúlkur stóran þátt í skipulagningu þess.

4  Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur haldinn 31. okt. 1944 og Gjörðabók Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur haldinn 6. nóv. 1944

88


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Hannes Sigurðsson rakti tildrög kvennaflokksins í 45 ára afmælis­ blaði Fram: „Guðný Þórðardóttir, kona Þráins, var ein af stofnendum þessa flokks og lék hún handknattleik með flokknum allt fram til ársins 1949. Brautryðjendastarf hennar við að mynda flokkinn og þann ríka þátt, sem hún átti í því að gera hann að sigursælli leiksveit fáum við Framarar henni seint fullþakkað. Hún, ásamt vinkonu sinni Rögnu Böðvarsdóttur, voru þær einu, er einhver raunhæf kynni höfðu haft af æfingu og keppni í handknattleik og því báru þær uppi í sameiningu hitann og þungann af starfinu við flokkinn í bernsku hans. Starf þeirra er því virðingarverðara, vegna þess að þær höfðu báðar lagt æfingar og keppni á hilluna, en byrjuðu á nýjan leik er kvennaflokkur Fram var stofnaður.“5 Hafi karlarnir í Fram verið í vafa um hvort rétt væri að taka inn kvennaflokkinn, þögnuðu þær efasemdarraddir þegar fyrstu meistara­ titlar félagsins í handknattleik unnust veturinn 1946-47 í öðrum flokki kvenna. Reykjavíkurmótið vannst um haustið og Íslandsmótið um vorið eftir keppni við FH og Ármann. Sá blaðamaður Þjóðviljans ástæðu til að taka sérstaklega fram að flokkurinn „…lék mjög létt, vann auðveldlega og getur Fram vænt sér mikils af honum.“6

Með reglurnar á hreinu? Dómaramál voru lengi vel í ólestri innan hand­knattleikshreyfingarinnar. Of fáir dómarar voru starfandi og sumir kunnu reglurnar illa. Í úrslitaleik Aftureldingar og FH um sæti í fyrstu deild árið 1955 vakti athygli að dómari leiksins „gaf fyrirliða áminningu fyrir að taka upp þá leikaðferð að maður gætti manns í stað „múrs“-leikaðferðarinnar sem tíðust er, og mun jafnvel hafa hótað að reka liðið af leikvelli ef það héldi upp­teknum hætti.“ Hand­knattleiksdómarafélag var stofnað um svipað leyti og urðu verulegar fram­farir í dómgæslu í kjölfar þess. (Þjóðviljinn, 17. mars 1955)

Breytt leikskipulag Íslandsmótið 1947 var eitt stærsta íþróttamót sem haldið hafði verið á Íslandi og vakti mikla athygli. Keppendur voru um 300 frá níu félögum og leikið var í fjórum karlaflokkum og tveimur kvennaflokkum. Annað

5  Framblaðið 1953, 7. tbl. bls. 29 6  Þjóðviljinn, 22. apríl 1947, bls. 3

Íslenskur almenningur varð seint fullnuma í fagorðum handknattleiksmanna. Skop­ blaðið Spegillinn gantast hér með hugtakið pressulið. Í raun var heitið pressulið notað um úrvalslið sem valin voru af íþrótta­ fréttamönnum, oftar en ekki til að leika æfinga­leiki við landsliðið.

89


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Árangur Fram á Íslandsmóti karla 1940-1955: 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950 1951 1952 1953 1954 1955

5. sæti af sex 8. sæti af níu tók ekki þátt í keppni meistara­flokks 7. sæti af níu 4. sæti af átta 7. sæti af sjö 4. sæti af átta 6. sæti af átta 6. sæti af níu 5. sæti af sjö 1. sæti af átta 4. sæti af sex, 1. deild 5. sæti af sex, 1. deild 4. sæti af sex, 1. deild 2. sæti af sex, 1. deild 4. sæti af sex, 1. deild

árið í röð var leikið í íþróttahúsinu Hálogalandi en að þessu sinni var keppt eftir nýjum keppnisreglum sem tóku mið af hinum nýju og rúmbetri húsakynnum. Frímann Helgason lagði handknattleiksfólki lífsreglurnar í Þjóð­ viljan­um: „Er þar fyrst að nefna heimildina að kasta niður knetti og grípa hann aftur. Til þess að ná þeirri leikni svo að viðkomandi hafi af því gagn fyrir sig og lið sitt, þarf að æfa þetta sérstakega. Læra að nota skrefin sem leyfð eru og kunna á því lagið að komast mjúklega fram hjá mótherjanum.“7 Önnur bylting átti sér stað í íslenskum handknattleik þetta sama vor þegar sænska liðið IFK Kristianstad kom hingað til lands í boði Ármenninga. Svíarnir höfðu algjöra yfirburði gegn íslenskum mótherjum sína og fólst munurinn ekki hvað síst í skipulaginu. Þegar kom að varnarleiknum spiluðu Íslendingar „maður á mann“ þar sem hver varnarmaður elti „sinn“ mótherja út um allan völl. Þeir sænsku röðu sér hins vegar fyrir framan markteiginn og vörðu sitt svæði. Sú varnaraðferð var óneitanlega mun áhrifaríkari, þótt gamlir handboltamenn kvörtuðu yfir að leikurinn yrði ekki eins skemmtilegur á að horfa.8 Þjálfari Kristianstad benti á að sóknarleikur Íslendinga væri sömu­ leiðis ekki nógu skipulagður. „Aðalgallinn á íslensku handknattleiksmönnunum er sá, að þeir vilja allir skjóta. Allir vilja gera mörk. En það gengur ekki. Menn verða að kunna að leika, og sá sem hefir leikið sig frían á að gera mörkin.“9 Þá benti þjálfarinn á að íslenskum leikmönnum hætti til að standa allir á miðjum vellinum í sóknarleiknum í stað þess að breiða leikinn meira út til hliðanna. Loks yrðu leikmenn að þjálfa sig í að grípa knöttinn með einni hendi í stað þess að nota báðar.

7  Sama heimild 8  Björn Pétursson: Saga FH í 75 ár, bls. 65-7 9  Morgunblaðið, 15. júní 1947, bls. 5

Hannes Þ. Sigurðsson (til hægri) æfði báð­ ar boltaíþróttirnar með Fram og þjálfaði ýmsa hand­­knatt­leiks­flokka félagsins. Hann var um árabil fremsti dómari landsins í handbolta og fótbolta, auk þess að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir HSÍ og ÍSÍ. Með Hannesi á myndinni er vinur hans Guðbrandur „Bói“ Bjarnason. Hornið sem þeir halda á er verðlaunagripur sem félagarnir gáfu Fram og skyldi fara til þess knattspyrnuflokks félagsins sem bestum árangri næði.

90


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Handknattleiksmenn voru ekki lengi að tileinka sér leikstíl og skipu­ lag Svíanna. Þegar veturinn 1947-48 var hinn nýi varnarleikur orðinn allsráðandi. Þá var leiktíminn lengdur og lið fóru að nýta sér þá heimild að skipta inn varamönnum í leik. Þannig breyttist yfirbragð handknattleiksins gríðarlega á undraskjótum tíma og má segja að þegar komið var fram undir 1950 hafi greinin verið orðin nær óþekkjanleg frá því sem var fimm árum fyrr.

Hóað saman í lið Það tók kvennaflokk Fram ekki langan tíma að komast í fremstu röð, en árangur karlanna lét á sér standa Grunnurinn að velgengni karlaliðsins var hins vegar lagður árið 1945 þegar ákveðið var að tefla fram liði í öðrum flokki á Reykjavíkurmóti, sem þá var efnt til í fyrsta sinn. Sveinn H. Ragnarsson þekkir þá sögu öðrum betur, en hann var um þær mundir nemandi í MR sem var sterkasta vígi handboltans í Reykjavík: „Á fyrsta Íslandsmótinu árið 1940 höfðu Framarar tekið þátt í keppni annars flokks, en liðið tapaði öllum sínum leikjum og flokkurinn lognaðist útaf. Fimm árum síðar var ákveðið að reyna á ný, en þar sem ekki náðist í fullt lið meðal þeirra sem höfðu komið á æfingar hjá félaginu var leitað til stráka sem höfðu verið í tengslum við félagið og voru í skólum þar sem handknattleikur var stundaður. Þannig náðist að manna lið. Þegar ég lék minn fyrsta leik með öðrum flokki Fram árið 1945 hafði ég aldrei komið á handknattleiksæfingu hjá félaginu og svo var um fleiri. Þetta lið sem var svona tilkomið varð uppistaðan í því liði sem varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla árið 1950.“ „Fyrstu árin má segja að handbolti hafi verið alger hliðargrein innan félagsins“, bætir Sveinn við. „Leikmenn voru allir fyrst og fremst knattspyrnumenn sem stunduðu handbolta sér til gamans á veturna þegar hlé var á knattspyrnuæfingum. Þetta breyttist smám saman eftir því sem lengra leið á fimmta áratuginn, handknattleiksíþróttin var tekin af meiri alvöru og þeim keppendum fjölgaði sem fyrst og fremst voru handknattleiksmenn. Tilkoma kvennaflokksins og góður árangur þeirra skipti miklu máli. Árið 1948 var svo stofnuð sérstök handboltanefnd og þar með varð starfið allt miklu markvissara. Þessi þróun leiddi til þess að Fram varð árið 1950 Íslandsmeistari bæði í karla- og kvennaflokki. Með því má segja að handknattleikurinn hafi endanlega fest sig í sessi innan félagsins sem alvöruíþrótt.“10

Erla Sigurðardóttir hóf handknattleiks­ æfingar hjá KR og var látin spila á kant­ inum. Hún átti sér þann draum að verða mark­vörður og skipti því í Fram þar sem hún var sett beint í markið. Erla stóð í markinu öll Íslandsmeistaraárin 1950-54, ef undan er skilið árið 1952 þegar Kolbrún systir hennar hljóp í skarðið.

10  Viðtal við Svein H. Ragnarsson

91


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Meistaraliðin 1950 Framarar urðu Íslandsmeistarar í kvennaog karlaflokki árið 1950. Karlaliðið vann þar sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og fékk liðið þessa umsögn í Árbók íþróttamanna: „Íslandsmeistarar Fram eru allir fremur stórir og sterkir, og má segja, að þeir hafi fyrst og fremst unnið á kröftum sínum og ekki sízt skothörku.“ Kvennaflokkinn sagði Árbókin vera „…vel að sigri sínum kominn sem Íslandsmeistarar. Þær eru keppnis­ vanastar þeirra kvennaflokka, sem nú keppa hér í handknattleik, og eru því allharðar í horn að taka. Að vísu eru þær ekki nógu hreyfanlegar, en skyttur eiga þær góðar, og grip þeirra eru nokkuð örugg.“ (Árbók íþróttamanna 1951)

Meistaraárið 1950 Árið 1949 unnu Ármenningar tvöfalt á Íslandsmótinu í handbolta – urðu meistarar í bæði karla- og kvennaflokki. Framarar léku þetta eftir ári síðar. Titlarnir voru þó misóvæntir. Framstúlkurnar höfðu styrkt sig jafnt og þétt með hverju árinu. Þær mættu fyrst til leiks í meistaraflokki 1946 og lentu þá í neðsta sæti. Tveimur árum síðar varð þriðja sætið niðurstaðan eftir harða keppni við meistara Ármanns, sem sigruðu innbyrðisleikinn með vítakasti á lokasekúndunni. Blaðamaður Þjóðviljans hrósaði Framliðinu: „Framliðið hefur ekki farið varhluta af hinum ódrepandi dugnaði Framaranna, sem við höfum séð undanfarin ár. Þær leika líka oft alveg prýðilega, en eiga þó til að vera misjafnar, og skapast það stundum af hinni áberandi innyrðis keppni þeirra Anní [Annýjar Ástráðsdóttur] og Ollý [Ólínu Jónsdóttur] um að gera mörk, og er Ollý öllu sekari. Væri þessi stóri galli ekki, álít ég að liðið væri allmiklu hættulegra en það er.“11 Árið eftir mættust Fram og Ármann í lokaleik Íslandsmótsins í hreinum úrslitaleik um titilinn. Ármannskonur sigruðu með tveimur mörkum gegn einu og urðu þar með Íslandsmeistarar í áttunda sinn á tíu árum. Ármannsliðið nánast einokaði sömuleiðis Reykjavíkurmótið á þessum árum. Framstúlkur mættu reynslunni ríkari til leiks árið 1950. Fjögur lið börðust um titilinn: Ármann, KR, ÍR og Fram. Það kom í hlut tveggja síðastnefndu liðanna að mætast í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Um hann var sagt í Morgunblaðinu: „Leikur þessi varð mjög harður og spennandi. Var æsingurinn svo mikill á meðal áhorfenda, að stöðva varð leikinn – það heyrðist ekki í flautu dómarans og varð því að gera hlje á

11

Íslandsmeistarar innanhúss 1950. Efri röð frá vinstri: Gyða Gunnarsdóttir, Ragna Ragnarsdóttir, Hulda Pétursdóttir, Inga Lára Lárenzíusdóttir og Sigríður Jónsdóttir. Fremri röð: Nana Gunnarsdóttir, Erla Sigurðardóttir og Ólína Jónsdóttir.

92

Þjóðviljinn, 19. mars 1948, bls. 2


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Burðarásum fyrsta Íslandsmeistaraliðs Fram í kvennaflokki afhent silfurmerki félagsins á 50 ára afmælisfagnaði í Sjálfstæðishúsinu árið 1958. Frá vinstri: Erla Sigurðardóttir, Ólína Jónsdóttir, Anný Ástráðsdóttir, Þráinn Sigurðsson og Haraldur Steinþórsson formaður Fram.

leiknum þar til áhorfendur höfðu jafnað sig.“12 Lokatölur urðu 4:4 jafn­ tefli, en þau úrslit dugðu Framstúlkum til sigurs í mótinu. Fyrsti Íslandsmeistaratitill kvennaflokksins í innanhússhandknattleik var í höfn, en áður hafði liðið orðið Íslandsmeistari utanhúss sumrin 1948 og 1949. Síðar á árinu bætti flokkurinn þriðja útititlinum í sarpinn eftir sigur á Eyjastúlkum í móti sem fram fór í Engidal við Hafnarfjörð.

Inni- eða útisport? Það er freistandi fyrir handknattleiksunnendur dagsins í dag að skrifa útihandknattleik út úr sögunni. Langt er um liðið frá því að þetta afbrigði íþróttarinnar lognaðist útaf hér á landi. Síðustu árin vöktu utanhússmótin hverfandi áhuga fjölmiðla og áhorfenda. Staða þeirra gagnvart innanhússmótunum var um margt sambærileg við stöðu innanhússknattspyrnunnar gagnvart útigreininni – að vera álitin léttvæg æfing eða krydd í tilveruna áður en kæmi að alvöru lífsins. Sögulega séð er staða útihandboltans þó öllu flóknari. Yfir sumar­ mánuðina var handknattleikur æfður utandyra að kappi og sum félög lögðu talsverða áherslu á keppni í greininni, gilti það einkum um staði sem ekki höfðu greiðan aðgang að stórum íþróttahúsum. Þannig voru Hafnfirðingar löngum áhugasamari um útihandbolta en kollegar þeirra í Reykjavík og á stöðum eins og Ísafirði og Vestmannaeyjum var úti­ afbrigðið sömuleiðis í miklum metum. Í karlaflokki mótaðist afstaðan til útihandknattleiksins af því að stór hluti leikmanna var líka í fótbolta og lét þá íþrótt ganga fyrir á sumrin. Þannig ber Sveini H. Ragnarssyni og Birgi Lúðvíkssyni saman um að

Sveinn H. Ragnarsson var í fyrsta Íslands­ meistaraliði Fram í karlaflokki árið 1950. Hann gegndi margvíslegum trúnaðarstörf­ um fyrir félagið um árabil. Á 90 ára afmæli Fram var Sveinn gerður að heiðursfélaga.

12  Morgunblaðið, 30. mars 1950, bls. 12

93


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Sigurvegarar úr Sogamýri Um miðbik tuttugustu aldar voru hverfa­ keppnir í knattspyrnu og handknatt­leik vinsæl skemmtun meðal Reykvíkinga. Algengastar voru viðureignir Vestur­ bæjar og Austurbæjar, en fyrir kom að bænum væri skipt niður í fleiri hverfi. Í janúar 1953 var haldin mikil bæjar­ hlutakeppni í handknattleik þar sem notast var við nokkuð óvenjulega hverfa­skiptingu. Í karlaflokki kepptu Vestur­bær, Austurbær, Hlíðar og Kleppsholt, þar sem Kleppshyltingar fóru með sigur af hólmi. Var lið þeirra skipað blöndu leikmanna úr Val og ÍR. Í kvennaflokki léku þrjú lið: Vesturbær, Austurbær og Sogamýri. Lið Sogamýrar sigraði með yfirburðum, enda skipað stúlkum úr Fram og Ármanni. (Mbl., 27. jan. 1953)

Ólína Jónsdóttir, betur þekkt sem Ollý, var lykil­leikmaður í hinu sigursæla Framliði á fyrri hluta sjötta áratugarins. Hún lék sex lands­leiki fyrir Íslands hönd, en kvenna­ landsliðið var stofnað árið 1956.

karlalið Fram hafi almennt sýnt útihandbolta lítinn áhuga og að þátttaka Framara í mótum hafi í aðra röndina einkennst af skyldurækni.13 Segja má að kvennaflokkurinn hafi lotið nokkuð öðrum lögmálum. Hjá stúlkunum þvældust knattspyrnuæfingar ekki fyrir yfir sumar­ mánuðina og því engin ástæða til að draga úr æfingum þess vegna. Þá var til þess að líta að á meðan karlaflokkurinn var nánast einokaður af liðum frá Reykjavík og Hafnarfirði, gat landsbyggðin teflt fram fjölda sterkra kvennaliða. Þessi landsbyggðarlið höfðu litla möguleika á að taka þátt í innanhússmótinu um hávetur, en gátu sent flokka til keppni að sumarlagi. Þannig tóku kvennalið frá Ísafirði, Vestmannaeyjum, Akranesi, Akureyri og Stykkishólmi þátt í utanhússmótinu 1948.

Eyjastúlkur grátt leiknar Íslandsmeistaratitlar Fram í utanhússhandknattleik 1948-50 unnust allir eftir keppni við Eyjastúlkur. Tvívegis voru andstæðingarnir sameiginlegt lið Þórs og Týs, en sumarið 1949 bitust Fram og Týr um titilinn í sögulegri keppni sem fram fór í Vestmannaeyjum. Keppninni í Eyjum lyktaði með því að lið Týs hafnaði í efsta sæti með átta stig, en Framstúlkur fylgdu fast á eftir með sjö. Lið ÍR-inga, varð neðarlega í mótinu en náði þó að leggja Fram og gera jafntefli við Tý. Framarar kærðu ÍR-inga í mótslok fyrir að hafa ólöglegan leikmann innanborðs, danska stúlku sem ekki hafði tilskilin keppnisleyfi og var ÍRliðið dæmt úr keppni. Fram og Týr töldust því jöfn að stigum. Markatala Fram var hagstæðari og var liðið því úrskurðað Íslands­ meistari. Þau úrslit voru Eyjamönnum ekki að skapi. Karl Jónsson „faðir kvennahandboltans“ í Tý lýsti síðar tildrögum málsins: „Það er Fram sem kærir fyrir ólöglega þátttöku vegna markmanns ÍR, en þó ekki fyrr en þær (Fram-stúlkurnar) höfðu tapað fyrir þeim, og því ekki fengið nema 7 stig, en þær fá ÍR liðið dæmt úr leik, með algerlega ólögmætri kæru þó, en það er önnur saga, sem ekki er að fullu fenginn botn í ennþá. Þar með voru Týr og Fram orðin jöfn að stigum með 7 stig hvort félag. Ekki var samt keppt til úrslita, eins og manni hefði fundist eðlilegast, heldur hagstæðari markatala látin ráða. Ég leyfi mér að efast um að nokkurn tíma hafi Íslandsmótið í handbolta unnist á hæpnari sigri. “14 Gremja Eyjaliðsins með málalyktir var mikil og kom meðal annars fram í því að erfitt reyndist að innheimta verðlaunapeninga þá sem liðinu höfðu verið veittir. Þremur árum síðar hlutu Týsstúlkur uppreisn æru þegar Íslandsmótið var haldið í Eyjum á nýjan leik. Þar hefndu þær ófaranna með 3:2 sigri á Fram í úrslitaleik. Sigurinn reyndist þó rothögg, því strax í kjölfarið lognaðist handknattleikurinn út af í Eyjum og Framarar urðu ekki Íslandsmeistarar í handknattleik kvenna utanhúss í rúma tvo áratugi.

13  Viðtöl við Svein Ragnarsson og Birgi Lúðvíksson 14  Birgir Þór Baldvinsson: Saga knattspyrnufélagsins Týs, bls. 143

94


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Karlarnir líka sigursælir Sem fyrr segir var árið 1950 sigursælt hjá handknattleiksfólkinu í Fram. Kvennaliðið varð Íslandsmeistari bæði innan- og utanhúss og sömu sögu var að segja af körlunum. Árangur síðarnefnda flokksins var nokkuð óvæntur, enda hafði liðið hafnað um eða fyrir neðan miðjan hóp liða á Íslandsmótinu árin á undan. Baráttan um titilinn var við Valsmenn, sem orðið höfðu Íslands­ meistarar sex sinnum á þessum fyrstu tíu árum. Valur lagði Fram snemma móts og vann auðvelda sigra í fyrstu leikjum sínum. Eftir fimm umferðir af sjö höfðu Valsarar fullt hús stiga, tveimur meira en Framarar sem unnu flesta mótherja sína með nokkrum mun. Í næstsíðasta leik tapaði Valur fyrir KR, meðan Fram vann sína viðureign. Í lokaumferðinni mættust Fram og KR, en strax þar á eftir Valur og Ármann. Framarar áttu ekki í miklum vandræðum með sína mótherja, en 17:12 sigurinn var þó ekki stærri en svo að Valsmönnum hefði dugað sigur gegn Ármenningum til að verða meistari á hagstæðari markamun. Þeim leik lauk hins vegar með jafntefli, 11:11, þar sem Valsmenn misnotuðu þrjú vítaköst – eitt þeirra á lokasekúndunum. Framarar gátu því fagnað Íslandsmeistaratitlinum af áhorfendabekkjunum í Hálogalandi. Í meistaraliði Fram voru tveir leikmenn sem tekið höfðu þátt í fyrstu landsleikjum Íslands tæpum mánuði fyrr, þeir Kristján Oddsson og Birgir Þorgilsson. Þeir voru meðal þátttakenda í keppnisför til Svíþjóðar og Danmerkur, þar sem leikið var gegn gestgjöfunum. Upphaflega hafði staðið til að þetta fyrsta landslið keppti á heimsmeistaramóti í handknattleik, en það var blásið af á síðustu stundu vegna ónógrar þátttöku. Síðar þetta sama ár bættist þriðji Framarinn á lista landsliðsmanna þegar Orri Gunnarsson lék ásamt þeim Kristjáni og Birgi gegn finnska

Nýjung sem ekki má misnota Um það leyti sem handknattleiksmenn hófu keppni í Hálogalandi var reglum breytt á þann hátt að heimilt var að taka þrjú skref með knöttinn, „stinga“ honum niður einu sinni og taka svo önnur þrjú skref áður en leikmaðurinn varð að losa sig við boltann. Haustið 1956 voru nýjar reglur kynntar til sögunnar á þingi Alþjóðahandknattleikssambandsins, þar sem gert var ráð fyrir að leikmönnum yrði leyft að rekja knöttinn að sænskri fyrirmynd. Fulltrúi Íslendinga á þinginu var Hannes Þ. Sigurðsson og ritaði hann skýrslu um málið til Handknattleiksráðs Reykjavíkur: „Þar sem hér er um að ræða veigamikla heimild til handa leikmönnum og algert nýmæli í handknattleik, þykir mér rétt að gera nokkra grein fyrir tilkomu þess og hvernig knattrekið megi sem bezt koma að notum í leiknum án þess að hætta verði á, að það verði yfirdrifið eða ofnotað…“ Skipulagður var sýningarleikur fyrir þing­gesti milli liðs Örebro og úrvalsliðs Stokk­hólms með nýju reglunum. Varð áhorfendum rórra við að sjá að knattrakið var einungis notað tíu sinnum í leiknum. Taldi Hannes þessa nýjung því hættulausa, en varaði þó við „…að hægt er að misnota knattrekið á margan hátt þannig að það verði leiknum til lýta.” (BskjR. Skjalasafn ÍBR, askja 41 – Handknattleiksráð Reykjavíkur)

Íslandsmeistarar 1950 innanhúss. Efri röð frá vinstri: Sigurður Magnússon þjálfari, Birgir Andrésson, Jón Elíasson, Sveinn Ragnarsson, Hilmar Ólafsson og Jón Jónsson. Fremri röð: Birgir Þorgilsson, Orri Gunnars­son, Halldór Lúðvíksson, Kristján Oddsson og Svan Friðgeirsson.

95


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Árangur Fram á Íslandsmóti kvenna 1946-1960: 1946 1947 1948 1949 1950 1951 1952 1953 1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960

6. sæti af sex 5. sæti af sjö 3. sæti af sjö 2. sæti af sex 1. sæti af sex 1. sæti af fimm 1. sæti af fjórum 1. sæti af fimm 1. sæti af sex 3. sæti af sex 5. sæti af sex 2. sæti af fimm 3. sæti af fjórum 4. sæti af sex 6. sæti af sjö

landsliðinu á Melavelli. Finnska liðið spilaði fimm leiki í ferðinni og hélt heim taplaust. Framarar voru meðal andstæðinganna og lauk þeirri viðureign með 7:4 sigri Finna, í leik sem þjálfari finnska liðsins sagði þann besta í ferðinni. Var þetta fyrsta viðureign Framara við erlent handknattleikslið og átti alllangur tími eftir að líða fram að þeirri næstu. Þær hugmyndir voru raunar ræddar innan félagsins þegar veturinn 1949-50, hvort unnt væri að flytja inn erlendan handnattleiksflokk og fara í skiptum í keppnisferð til útlanda – t.d. með sameiginlegri Danmerkurför knattspyrnuliðsins og karla- og kvennaflokksins í handboltanum.15 Verkefnið var þó talið óraunhæft að sinni, enda tók Hálogaland alltof fáa áhorfendur til að reikningsdæmið gæti gengið upp.

Lítið hús og þröngt Fyrst eftir tilkomu Hálogalands töldu handknattleiksunnendur sig hafa himinn höndum tekið. Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar hafði verið alltof lítið til keppni, áhorfendaaðstaða takmörkuð og húsið stífbókað fyrir aðra innanhússstarfsemi með þeim afleiðingum að handboltaleikir hófust oft ekki fyrr en klukkan tíu að kvöldi og spilað fram yfir miðnætti.16 Eftir nokkur misseri í gamla hermannabragganum fóru þær raddir þó að gerast æ háværari að húsið væri alltof lítið. Keppnisvöllurinn var ekki nema ellefu sinnum 28 metrar, en þurfti helst að vera tuttugu sinnum fjörutíu. Þá var það þrautin þyngri að koma fleiri en u.þ.b. fimmhundruð

15  16

Hilmar Ólafsson í leik gegn ÍR í Hálogalandi. Hilmar var eini leikmað­ urinn sem varð Íslands­meistari með Fram árið 1950 og aftur tólf árum síðar. Hann lék 301 meistara­flokksleik með Fram auk þess að þjálfa hand­knattleiksflokka félags­ ins um árabil, þar á meðal meistaraflokka karla og kvenna.

96

Gjörðabók stjórnar Knattspyrnufélagsins Fram, fundur haldinn 19. des. 1949 Morgunblaðið, 11. jan. 1953, bls. 12


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Happi hrósað of snemma! Þjóðviljinn sló því upp á forsíðu sinni 19. október 1952 að bygging æskulýðshallar væri hafin. Fyrsta skóflustungan var tekin og átti að byrja á að reisa íþróttasal, en því næst aðstöðu fyrir alhliða æskulýðsstarfsemi. Ekkert varð úr frekari framkvæmdum.

áhorfendum inn og var þá troðið út úr dyrum. Slík miðasala gat ekki staðið undir miklum kostnaði. Bygging æskulýðshallar, með löglegum handknattleiksvelli og rúmgóðri áhorfendaaðstöðu var sífellt í umræðunni allan sjötta áratuginn. Höllin átti að vera hin veglegasta, meðal annars með yfirbyggðu skautasvelli, fjölda lítilla samkomusala, bókasafni o.fl. Æskulýðshöllin varð aldrei að veruleika, þótt sjá megi byggingu Laugardalshallar sem framhald af þeim hugmyndum. Forráðamenn íþróttafélaganna í Reykjavík voru hins vegar sannfærðir um að hússins yrði skammt að bíða og gátu því sætt sig við aðstöðuna í Hálogalandi til bráðabirgða. Ýmis íþróttahús voru reist í Reykjavík á tímabilinu milli þess að Hálogaland komst í eigu bæjarins og þar til Laugardalshöll varð tilbúin undir keppni árið 1965. Sum þeirra, s.s. íþróttahús KR, Vals og Víkings höfðu meiri gólfflöt en Hálogalandið og gögnuðust því vel til æfinga. Húsin áttu það þó sameiginlegt að vera byggð án áhorfendaaðstöðu. Skýringin var sú að samkvæmt reglugerðum veitti ríkisvaldið einungis styrki til byggingar íþróttahúsa sem ekki höfðu slíka aðstöðu. Því þurfti enn um sinn að halda allar íþróttasýningar í litlu, leku, afskekktu og illa loftræstu Hálogalandinu.

Rúnar Guðmannsson lék bæði handknatt­ leik og knattspyrnu fyrir Fram. Árið 1959 bættist hann í hóp þeirra sem leikið hafa lands­leik í báðum greinum fyrir Íslands hönd. Þá hélt hann í keppnisferð um Norður­lönd með handboltalandsliðinu þar sem leikið var við bæði Dani og Svía.

Öflugasta lið landsins Íslandsmeistaratitillinn 1950 markaði upphafið að fyrstu gullöld Framara í kvennahandknattleik. Næstu fjögur árin tapaði liðið ekki leik á Íslands­ mótinu innanhúss og gerði aðeins eitt jafntefli. Andstæðingarnir á þessum árum voru nær einvörðungu Reykjavíkurlið. Hafnfirðingar mættu stopult til keppni og úti á landi var handboltinn sumaríþrótt. Í utanhússmótunum voru yfirburðirnir ekki jafnmiklir. Þar bættust við sterkir mótherjar á borð við Eyjastúlkur og Ísfirðinga. Sumarið 1951 var utanhússmótið t.d. haldið fyrir vestan þar sem úrvalslið Reykvíkinga hafði nauman sigur á sameiginlegu liði Ísafjarðarfélaganna Harðar og Vestra í tvíframlengdum leik. Raunar spunnust langvinn kærumál eftir mótið, sem lyktaði með því að það var dæmt ógilt.

97


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Meistaraflokkur 1958. Efsta röð frá vinstri: Hlíf Samúels­ dóttir, Guð­björg Pálsdóttir, Inga L. Lárenzíusdóttir og Tryggvi Malmquist þjálfari. Miðröð: Anný Ástráðsdóttir og Ragna L. Ragnars­dóttir Fremsta röð: Ólína Jónsdóttir, Erla Sigurðar­dóttir og Inga Hauksdóttir.

Karl G. Benediktsson hafði gríðarleg áhrif á þróun íslensks handbolta sem þjálfari félagsliða og landsliðsins. Einkennismerki hans í þjálfun voru þaulæfð leikkerfi. Undir stjórn Karls varð karlaflokkur Fram margoft Íslandsmeistari á sjöunda ára­ tugnum og í byrjun þess áttunda. Sjálfur átti hann að baki 209 meistaraflokksleiki og tólf landsleiki. Á hundrað ára afmæli Fram var Karli veittur silfurkross félagsins.

Á árabilinu 1948 til 1954 unnu Framarar nítján mót í meistaraflokki kvenna. Íslandsmótið utanhúss þrjú ár í röð 1948-50, innanhússmótið fimm sinnum í röð 1950-54, Reykjavíkurmótið fjórum sinnum í röð 1949-52 og sjö hraðmót, þar sem leiktími var skertur. Handknattleiksmótin voru oftast nær leikin á fáeinum dögum, þar sem hver leikurinn rak annan og keppt var jöfnum höndum í yngri og eldri flokkum beggja kynja. Umfjöllun dagblaðanna um handknattleiksmótin var yfirleitt í skötulíki framan af sjötta áratugnum. Sagt var frá því hvaða lið hefðu sigrað í helstu mótum og öðru hvoru birtust úrslit leikja. Minna fór fyrir ítarlegri umfjöllun um einstakar viðureignir, nema þegar erlenda gesti bar að garði – þá var yfirleitt öllu tjaldað til. Frímann Helgason, íþróttafréttaritari Þjóðviljans, ritaði raunar talsvert um málefni handboltans en að öðru leyti voru handboltaskrif blaðanna tilviljunarkennd og stundum hálfgert uppfyllingarefni. Þessi rýra umfjöllun skýrist að hluta af því að handboltaiðkendur voru ekki ýkja margir og handknattleiksnefndir íþróttafélaganna ekki umsvifamiklar. Þannig virðast málefni handboltans hafa tekið sáralítinn tíma í starfi stjórnar Fram frá því að byrjað var að stunda íþróttina og þar til sérstök handknattleiksdeild var stofnuð 1963, ef marka má fundargerðir. Ekki voru handboltamenn heldur þurftafrekir. Þannig ræddi stjórn félagsins sérstaklega um aðbúnað þeirra snemma árs 1956 og ákvað að því loknu að heimila kaup á tveimur handboltum.17 Segja má að handboltaflokkarnir hafi að mestu leyti verið sjálfum sér nógir og því ekki verið þörf á mikilli umgjörð. Um var að ræða vinahópa þar sem iðkendurnir voru flestir á svipuðum aldri. Þetta bauð þeirri hættu heim að illa tækist að endurnýja kappliðin, þar sem yngri leikmenn fengju ekki tækifæri og leituðu á önnur mið.

17

98

Gjörðabók stjórnar Knattspyrnufélagsins Fram, fundur haldinn 22. feb. 1956


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Þessari fyrstu gullöld kvennahandboltans í Fram lauk skyndilega skömmu eftir að félagið tryggði sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn. Þrjár stúlkur fluttu af landi brott og fleiri til viðbótar hættu, með þeim afleiðingum að botninn datt úr liðinu. FH-konur tóku þátt í Íslandsmótinu 1955 í fyrsta sinn um nokkurt skeið og urðu þegar meistarar, en Framarar máttu sætta sig við að hafna um miðjan hóp. Sama varð upp á teningnum næstu árin, ef frá er talið árið 1957 þegar Fram og Þróttur háðu einvígi um titilinn. Lauk þeirri rimmu með sigri Þróttar sem varð meistari á markatölu eftir stórsigur á KR í lokaleik.

Í skugga Vals og Ármanns Tekin var upp keppni í tveimur deildum á Íslandsmótinu í handknattleik karla 1951. Valsmenn fóru þar með sigur af hólmi, en því næst unnu Ármenningar þrjú ár í röð. Ekki höfðu Framarar mikið af toppbaráttunni að segja á þessum árum, ef undan er skilið árið 1954, þegar liðið mætti Ármenningum í hreinum úrslitaleik. Blaðamaður Þjóðviljans var skáldlegur í lýsingu sinni á viðureigninni: „Fram byrjaði vel og eftir 14 mín. stóðu leikar 8:2 fyrir Fram. En Fram kunni ekki þá list að hafa ró í leik sínum, treysta öryggið fyrst af öllu. Þeir vildu halda áfram að skora en skutu þá oft í tíma og ótíma sem varð til þess að þeir misstu knöttinn og þá er hættan fyrir hendi.“18 Um miðjan síðari hálfleik misstu Framarar mann út af, þegar staðan var jöfn. Á þeim tíma sem hann var utan vallar skoruðu Ármenningar fimm mörk gegn engu og hélst sá markamunur til leiksloka. „Handknattleikur í dag er ekki síður taugaraun en vöðvaátök og fyrir lið, sem eru lík um leikni eru það taugarnar sem gera út um það hvernig fer“, bætti fréttaritari

Bestir í vítaköstunum Um það leyti sem Framarar börðust fyrir lífi sínu í fyrstu deild vorið 1959, hélt Ungmennafélagið Afturelding fimmtíu ára afmælismót. Mosfellingar, sem fóru með sigur af hólmi í annarri deild þá um vorið, léku afmælisleik sinn gegn Frömurum, sem sigruðu 30:24. Jafnframt var bryddað upp á nýjung – víta­kasts­keppni með keppendum frá níu félögum. Framarar fóru þar með sigur af hólmi. Karl Benediktsson skoraði úr öllum fimmtán skotum sínum og fengu hann og markvörðurinn Sigurjón Þórarinsson verðlaunagripi í mótslok. (Þjóðviljinn, 15. og 16. apríl 1959)

18  Þjóðviljinn, 16. mars 1954, bls. 8

Annar flokkur karla, b-lið árið 1957. Frá vinstri: Axel Sigurðsson þjálfari, Jón Þorláksson, Haraldur Daníelsson, Rúnar Jóns­son, Karl Hirst Karlsson, Baldur Scheving, Gunnar Ágústsson, Óli Jósepsson og Ágúst Óskarsson.

99


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Þjóðviljans við og hnýtti því næst í áhorfendur: „Hitt er svo lakara þegar áhorfendur taka til að hrópa að leikmönnum í því augnamiði beinlínis að reita þá til reiði eða gera þá miður sín gjörsamlega að ástæðulausu. Þetta má ekki henda áhorfendur sem mæta til leiks til að skemmta sér og vilja kalla sig íþróttaunnendur og áhugamenn.“ Árið eftir bitust Valsmenn og Ármenningar um titilinn, en Fram missti óvænt þriðja sætið til Þróttar. Fengu Framarar þá umsögn að liðið væri „létt og leikandi“.19 Eftir dapurt gengi í byrjun sjötta áratugarins virtist landið farið að rísa í karlaflokknum. Annar og þriðji flokkurinn styrktust og fóru að vinna titla. Var þar á ferðinni hópur pilta af Grettisgötunni sem áttu eftir að láta mikið til sín taka í Frambúningnum á næstu árum.

Slysalegt fall Guðjón Jónsson var kunnur fyrir lúmskar línusendingar og óvænt gegnumbrot. Hann á að baki sjö Íslandsmeistaratitla með Fram, sex í handknattleik og einn í knatt­ spyrnu. Guðjón lék 25 handboltalandsleiki á árunum 1959-68 og var einnig landsliðs­ maður í knattspyrnu.

Árin 1956-58 einkenndust af óstöðugleika hjá karlaliði Fram. Á þessum árum var fallið frá deildaskiptingu og Íslandsmótið leikið í einni níu liða keppni. Framarar voru alltaf um miðjan hóp í fjórða til sjötta sæti, án þess að gera sig líklega til að ógna toppliðunum. Inn á milli gat liðið þó sýnt góða spretti. Til dæmis fór það vorið 1957 með sigur af hólmi í hraðkeppnismóti sem haldið var í tilefni af fimmtíu ára afmæli ÍR. Auk ÍR og Fram tóku Valsmenn þátt í mótinu sem og Hasslock, vestur-þýskt handknattleikslið sem var hér í keppnisferð. 19

Framarar kætast! Áhorfendur í Hálogalandi taka vel við sér á kappleik með Fram. Sem sjá má, var algengt að vallargestir mættu prúðbúnir til leiks.

100

Þjóðviljinn, 13. mars 1955, bls. 9


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Félagsheimilið í Skipholti var mikilsverður samkomustaður Framara. Þótt húsið væri ekki stórt voru haldnar þar furðufjölmenn­ ar skemmtanir og dansleikir. Myndin sýnir áramótafagnað Framara áramótin 1962-63.

Sigur Framliðsins kom á óvart, en var talin sönnun þess „…að lið þeirra er í stöðugri framför. Hinir yngri menn eru að fá meiri og meiri reynslu, og með Hilmar [Ólafsson] sem öruggt jafnvægi roskinn og reyndan, og Karl [Benediktsson] í sókninni með hraða sinn og ólgandi fjör, getur liðið náð góðum árangri.“20 Þetta sama ár urðu Frampiltar bæði Reykjavíkurmeistarar og Íslandsmeistarar í öðrum flokki og héldu síðarnefnda titlinum næstu tvö árin þar á eftir. Góðar vonir voru bundnar við Fram fyrir Íslandsmótið 1959 og því spáð að Framarar yrðu með „spútniklið“ ársins. Þrír Framarar voru í ellefu manna landsliðshópi Íslands, sem valinn var um það leyti sem mótið hófst, þeir Guðjón Jónsson, Karl Benediktsson og Rúnar Guðmannsson.21 Blaðamaður Þjóðviljans hafði í það minnsta tröllatrú á Framliðinu: „Það tekur tíma fyrir lið sem hefur verið dálítið neðarlega að fá öryggi í leik sinn og er því hvorttveggja til, að vel eða illa takist. Fram er komið yfir þetta tímabil og á liðið yfirleitt góða og jafna leiki.“22 Góðu og jöfnu leikirnir létu þó á sér standa. Framarar töpuðu öllum fimm leikjum sínum í mótinu og féllu niður í aðra deild. Það reyndist hreint formsatriði að endurheimta fyrstu deildar sætið. Fram lék þrjá leiki í annarri deildinni 1960 og vann þá með samtals fimmtíu marka mun! Liðið var lítið breytt frá fyrra ári, ef frá er talinn Karl Benediktsson sem var þennan vetur í íþróttaskóla í Danmörku.

Þjálfarar karlaliðs Fram 1963-1972: 1963-64 1964-65 1965-66 1966-67 1967-68 1968-69 1969-70 1970-71 1971-72

Karl Benediktsson Karl Benediktsson Karl Benediktsson Karl Benediktsson Karl Benediktsson Hilmar Ólafsson Hilmar Ólafsson Gunnlaugur Hjálmarsson Gunnlaugur Hjálmarsson Ingólfur Óskarsson Karl Benediktsson

20  Þjóðviljinn, 16. apríl 1957, bls. 10 21  Þjóðviljinn, 13. mars 1959, bls. 9 22  Þjóðviljinn, 6. mars 1959, bls. 9

101


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Hart barist í Hálogalandi. Framarar standa vörnina gegn KR-ingum. Leikmenn Fram, talið frá vinstri: Jón Frið­ steins­son, Sigurður Einarsson og Hilmar Ólafs­son.

Leikið suður á Velli

Sigurður Einarsson brýst inn af línunni í Hálogalandi. Hann lék 313 meistaraflokks­ leiki fyrir Fram í handknattleik og varð sjö sinnum Íslandsmeistari, auk þess að eiga að baki 51 A-landsleik. Sigurður lék einni með meistaraflokki Fram í knattspyrnu og er einn fárra manna sem leikið hafa með landsliðinu í bæði handbolta og fótbolta.

KR-ingar höfðu að mestu einokað Reykjavíkurmótið í handknattleik karla um nokkurra ára skeið, en máttu sætta sig við þriðja sætið síðla árs 1960. Fram og ÍR mættust í úrslitaleiknum fyrir fullu húsi – á fimmta hundrað áhorfenda. Lokatölur urðu 9:8 Frömurum í vil, sem tryggðu sér þar með sigur í mótinu, sem var fyrsti sigur Fram í meistaraflokki karla innan­húss frá 1950. Tvær ungar skyttur fengu sérstakt hrós í blöðunum fyrir framgöngu sína í úrslitaleiknum, þeir Ingólfur Óskarsson og Ágúst Oddgeirs­son.23 Fyrr um haustið öttu Framarar kappi við erlenda mótherja. Það var meistaraliðið Gottwaldov frá Tékkóslavakíu, sem kom til Íslands í boði Víkings. Liðin mættust í hraðmóti sem efnt var til í tengslum við heimsóknina og höfðu Tékkar betur, 8:6. Brotið var blað í sögu handknattleiksíþróttarinnar hér á landi, þegar efnt var til keppni úrvalsliðs Íslendinga og Gottwaldov í íþróttahúsi bandaríska hersins á Miðnesheiði. Var það talinn fyrsti handboltaleikur innanhúss á löglegum keppnisvelli hér á landi. Var áætlað að á milli 1400 og 1500 manns hefðu verið í húsinu, enda nær óslitin bílaröð á leiðinni til Keflavíkur.24 Herstöðvaandstæðingunum á Þjóðviljanum var ekki skemmt og gerði blaðið húsnæðiseklu íþróttamanna að umtalsefni í greininni „Hand­ knattleiksmenn flýja úr herskála í herstöðvarskála“. Sagði þar að nú væri svo komið að „…íþróttamenn hafa orðið að leita á náðir setuliðsins til þess að geta leikið handknattleik við svipuð skilyrði og þeir verða að gera í landsleikjum og alþjóðakeppni erlendis. Sem sagt, þeir flýja úr gömlum bráðabirgðaherbragga í sjálfa herstöðina á Reykjanesi. Einhvern tíma

23  24

102

Þjóðviljinn, 14. des. 1960, bls. 9 Morgunblaðið, 15. nóv. 1960, bls. 22


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

hefði þetta þótt sem stolt Íslendinga væri heldur á niðurleið, en því verður ekki neitað að þeir hafa afsökun í aðgerðarleysi þeirra sem hafa þessi mál í hendi sinni.“25 Óþolinmæði greinarhöfundarins var skiljanleg. Fjögur ár voru liðin frá því að ákveðið hafði verið að rífa íþróttahúsið Hálogaland og þá þegar var farið að ræða um að ýmsir aðilar tækju saman höndum um byggingu íþrótta- og sýningarhallar við Suðurlandsbraut. Íþróttahallarhugmyndin var í raun framhald af áætlunum Reykjavíkurbæjar um byggingu æskulýðs­ hallar sem nú höfðu verið lagðar á hilluna. Teikningar að fyrirhugaðri Laugardalshöll ásamt skrifstofum fyrir íþróttahreyfinguna voru kynntar á árinu 1960, en mikið vatn átti eftir að renna til sjávar áður en húsið var tilbúið til keppni. Keppnisferðir íslenskra íþróttamanna í herstöðina á Miðnesheiði héldu því áfram um hríð, Þjóðviljamönnum til ómælds ama.

Fjórtán ára fákeppni Tvö félög deildu með sér öllum Íslandsmeistaratitlum meistaraflokks karla frá 1959 til 1972, FH og Fram. Hafnarfjarðarliðið hafði orðið Íslands­ meistari í fyrsta sinn árið 1956 og náði raunar þeim árangri fimm sinnum á sex árum. Það segir sína sögu um drottnunarstöðu FH-inga á þessum árum að félagið átti sjö leikmenn í landsliðshópi Íslands á heimsmeistaramótinu sem haldið var í Vestur-Þýskalandi snemma árs 1961, auk þess sem Hallsteinn Hinriksson, þjálfari FH, stýrði landsliðinu. Það kom því nokkuð á óvart að nýliðar Fram skyldu veita Hafnfirðingum harða keppni um Íslandsmeistaratitilinn 1961. Liðin sigruðu hina fjóra andstæðinga sína auðveldlega, þar sem FH-ingar unnu meðal annars það fáheyrða afrek að skora 48 mörk í einum og sama 25  Þjóðviljinn, 10. nóv. 1960, bls. 9

Reykjavíkurmeistarar haustið 1961, sama lið og hampaði Íslandsbikarnum 1962. Efri röð frá vinstri: Sigurður Einarsson, Tómas Tómas­­son, Ágúst Þór Oddgeirsson, Hilmar Ólafs­son fyrirliði, Karl G. Benedikts­son þjálfari og Ingólfur Óskarsson. Fremri röð: Jón Friðsteinsson, Sigurjón Þórarins­son, Þorgeir Lúðvíksson, Erlingur Kristjáns­son og Guðjón Jónsson.

103


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Meistaraflokkur fundar í Framheimilinu í mars 1963. Frá vinstri: Sigurjón Þórarinsson (með Örn, son Karls Benediktssonar í fanginu), Erlingur Kristjánsson, Jón Friðsteinsson, Þorgeir Lúðvíksson, Sveinn H. Ragnarsson, Guðjón Jónsson (með Guðríði dóttur sína í fanginu), Karl Benedikts­son, Sigurður Einars­son, Ágúst Þór Oddgeirs­son, Tómas Tómasson og Hilmar Ólafsson.

104

leiknum gegn Aftureldingu. Úrslitaleikurinn varð jafn og spennandi. Framarar höfðu eins marks forystu í hálfleik, en FH-ingar skoruðu þrjú síðustu mörkin og sigruðu 18:16. Segja má að þessi fyrsti úrslitaleikur liðanna hafi gefið forsmekkinn að því sem koma skyldi allan sjöunda áratuginn. Fram og FH mættust aftur í lokaleik Íslandsmótsins 1962, við svipaðar aðstæður. Hafnfirðingar höfðu fullt hús stiga, en Framarar höfðu tapað stigi gegn Víkingum og urðu því að sigra í úrslitaviðureigninni. Morgunblaðið staðhæfði að þúsund áhorfendur hefðu troðið sér inn í Hálogaland til að fylgjast með viðureigninni – þótt erfitt sé að leggja fullan trúnað á þá tölu.26 Leikurinn var í járnum frá fyrstu stundu og þegar skammt var til leiksloka leiddu Framarar með einu marki. Lýsti Frímann Helgason atgangnum á lokamínútunum á skemmtilegan hátt í Þjóðviljanum: „Hafn­ firðingar byrjuðu nú að leika „maður á mann“ og upp hófst hinn trylltasti „twist-dans“ sem áhorfendur kunnu vel að meta og höfðu af hina mestu skemmtun. Twist-dans Hafnfirðinga varð til þess að þeir fengu á sig tvö mörk í röð og var Karl Ben. að verki í bæði skiptin. Náði þá

26

Morgunblaðið, 17. apríl 1962, bls. 22


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Íslandsmeistarar í fjórða flokki 1964. Efri röð frá vinstri: Sveinn H. Ragnarsson þjálfari, Rúnar Vilhjálmsson, Hallur Helga­ son, Ásgeir Elíasson, Eyjólfur Bergþórsson og Þorgeir Lúðvíksson þjálfari. Fremri röð: Þorgeir Ástvaldsson, Sigurgeir Sigurðs­son, Einar Matthíasson, Björn Karls­son og Jón Guðmar Jónsson.

fögnuður áhorfenda hámarki.“27 FH-ingar klóruðu í bakkann með marki undir lokin, en fyrsta tap þeirra gegn íslensku liði í fjögur ár var staðreynd. „Mannfjöldinn flaug inn á gólfið og bar Framara á höndum sér af velli. Þeir höfðu heimt Íslandsbikar til Reykjavíkur.“28

Tvöföld umferð Íslandsmótið 1962 var eins og flest hin fyrri, sex liða keppni með einfaldri umferð sem fram fór á nokkrum vikum. Mótin hófust yfirleitt í febrúar og lauk í mars eða apríl, eftir því hvernig stóð á með páska. Við niður­ röðun mótsins þurfti að taka tillit til annarra greina sem iðkaðar voru í Hálogalandi, t.d. körfubolta, glímu og badmintons. Þá var það illa séð af íþróttayfirvöldum ef stórmót í ólíkum íþróttum, s.s. handknattleik og sundi rákust á. Veturinn 1962-63 var horfið frá þessu gamla fyrirkomulagi og tvöföld umferð tekin upp. Íslandsmótið var þá látið hefjast um miðjan desember. Þegar til lengri tíma lét varð þessi breyting á Íslandsmótinu til þess að draga úr áhuga á Reykjavíkurmótinu, sem smátt og smátt breyttist í æfingamót Reykjavíkurliðanna. Ekki urðu yfirburðir Framara heldur til að auka áhuga stuðningsmanna hinna félaganna, en Fram varð sjö sinnum Reykja­víkur­meistari á sjöunda áratugnum.

Hjónasigur Að loknu Íslandsmótinu 1962 birti Morgunblaðið ljósmynd af Guðjóni Jónssyni og Sigríði Sigurðardóttur, en þau urðu bæði Íslandsmeistarar. Þótti blaðamanni kyndugt að þau væru hvort í sínu félagi, en bætti þó við: „Ekki mun það þó stafa af því, að þau geti ekki komið sér saman, heldur af hinu að svona var þetta þegar hugir þeirra féllu saman og þó ástin sé oft heit megnar hún kannski ekki að slíta gömul og trygg félagsbönd.“ (Mbl., 17. apríl 1962)

27  Þjóðviljinn, 17. apríl 1962, bls. 9 28  Morgunblaðið, 17. apríl 1962, bls. 23

105


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Ingólfur Óskarsson var um árabil einhver skæðasta skyttan í íslenskum handbolta. Á löngum ferli lék hann 45 sinnum fyrir landsliðið, 302 leiki með Fram og varð sjö sinnum Íslandsmeistari. Hann opnaði eigin sport­vöruverslun og studdi dyggilega við bakið á Frömurum, meðal annars með því að færa handknattleiksdeildinni bolta og fatnað að gjöf eða selja með rausnarlegum afslætti.

Leynivopnið Ingólfur Einhver fræknasti sigur í sögu íslenska handboltalandsliðsins var gegn Svíum á HM í Tékkóslóvakíu 1964. Ingólfur Óskarsson fór á kostum í leiknum og skoraði hvert markið á fætur öðru. Þetta kom Svíum í opna skjöldu því þeir töldu sig hafa kortlagt Íslendinga rækilega. Sænskur þjálfari hafði komið sérstaklega til Íslands til að njósna um liðið, en áttaði sig ekki á að Ingólfur vann um þær mundir úti á landi og komst því ekki á neinar æfingar í borginni. (Íþróttablaðið, 1. tbl., 50. árg. 1990)

Þrátt fyrir meistaratitil Fram frá vetrinum á undan, töldust FHingar sigurstranglegastir fyrir keppnistímabilið 1962-63. Lið þeirra var sem fyrr uppistaðan í íslenska landsliðshópnum sem hugði á stórafrek á heimsmeistaramótinu 1964. Hafnfirðingar komu beint úr sigursælli keppnisferð á meginlandinu þegar þeir mættu Frömurum í fyrri leik liðanna um miðjan janúar. Fram hafði þegar tapað fyrir Víkingum í fyrsta leik og voru FHingar því ótvírætt taldir sigurstranglegri. Framarar unnu hins vegar góðan sigur, 24:20, og luku síðar mótinu með níu sigrum í tíu viðureignum. Einna sögulegust þeirra var leikur gegn ÍR-ingum, sem lyktaði 48:24 fyrir Fram – en ÍR tefldi fram ágætu liði sem var nýbúið að sigra FH-inga. Sérstaka athygli vakti að Ingólfur Óskarsson skoraði 20 mörk í leiknum, sem lengi var markamet í efstu deild. Fyrra metið átti ÍR-ingurinn Gunnlaugur Hjálmarsson, 18 mörk.29 Hafnfirðingar töpuðu því næst fyrir Víkingum og var Íslands­ meistara­titillinn því kominn á ný í Skipholtið fyrir hinn ætlaða úrslitaleik Fram og FH. Þar sýndu hinir nýkrýndu meistarar allar sínar bestu hliðar og unnu tólf marka sigur á erkifjendunum. Palladómur Þjóðviljans var ekki af verri endanum: „Fram-liðið er áreiðanlega það besta sem íslenzkur handknattleikur á um þessar mundir. Liðið er ekki skipað „stjörnum“ heldur er þarna um samhentan flokk að ræða og er leikur þeirra á heimsmælikvarða.“30

Hverjum bjallan glymur? Íslandsmótið 1963-64 markaðist mjög af heimsmeistarakeppninni sem fram fór í Tékkóslóvakíu. Karl Benediktsson, sem þjálfaði Fram meira

29  Morgunblaðið, 19. mars 1963, bls. 22 30  Þjóðviljinn, 19. mars 1963, bls. 5

106


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

og minna allan sjöunda áratuginn og fram á þann áttunda, gegndi stöðu landsliðsþjálfara. Karl hafði verið eini Framarinn í landsliðshópnum á fyrri heimsmeistaramótum, 1958 og 1961. Að þessu sinni gat Fram státað af þremur landsliðsmönnum, þeim Guðjóni Jónssyni, Ingólfi Óskarssyni og Sigurði Einarssyni. Íslenska landsliðinu tókst ekki að komast upp úr riðlakeppni mótsins, þrátt fyrir frægan sigur á Svíum sem var um árabil talin einhver glæstasti árangur Íslendinga á stórmóti. Ingólfur Óskarsson átti stærstan þátt í sigrinum á Svíum og varð þjóðhetja á augabragði. Ekki fengu landsliðsmennirnir langan tíma til að sleikja sárin eftir að heim var komið, því hið árvissa einvígi Fram og FH um Íslandsbikarinn tók strax við. Fram hafði betur í báðum innbyrðisleikjunum og varð að lokum meistari, með 17 stig gegn 13 stigum Hafnfirðinga í öðru sæti. Sérkennilegt kærumál kom upp að lokinni síðari viðureign Fram og FH. Framarar sigruðu 14:13, en hávaðinn í húsinu var slíkur að tíu sekúndur liðu frá því að tímavörðurinn flautaði leikinn af uns dómarinn tók eftir því. Á meðan náðu Hafnfirðingar að jafna metin en markið var ekki látið standa. FH-ingar kærðu úrslitin og vildu fá úrskurðað hvort það væri í verkahring dómara eða tímavarðar að flauta leiki af. Komst dómstóll Handknattleiksráðs Reykjavíkur að þeirri sérkennilegu niðurstöðu að það væri í verkahring tímavarðar að gefa merki um leikslok, en engu að síður skyldi leikurinn endurtekinn. Dómstóll HSÍ sneri þessum úrskurði við og voru úrslitin látin standa.31

Útlendingarnir koma! Fram til 1961 lék karlalið Fram einungis þrjá opinbera handboltaleiki gegn erlendum liðum, þar af tvo á hraðmótum með skertum leiktíma. Nokkur erlend handknattleikslið komu til Íslands á þessum árum, en Frömurum var ekki boðið að keppa við þau. Slíkar viðureignir voru fráteknar fyrir gestgjafa, Íslandsmeistara og ýmis úrvalslið. Á sjöunda áratugnum fór keppnisferðum af þessu tagi hins vegar mjög að fjölga. Íslensk félög fóru að spreyta sig í Evrópukeppni, auk þess sem auðvelt var að fá hingað keppnisflokka frá Norðurlöndunum og sumum Austur-Evrópuríkjum. Reynt var að fá sem allra flesta leiki út úr hverri heimsókn til að fjármagna ævintýrið og voru Framarar oftar en ekki kallaðir til leiks þegar svo stóð á. Árið 1961 fögnuðu Valsmenn hálfrar aldar afmæli sínu og buðu af því tilefni hingað til lands sænska meistaraliðinu Heim. Svíarnir unnu auðvelda sigra á gestgjöfum sínum og landsliðinu, sem og í hraðmóti með þátttöku nokkurra veikari liða. FH og Fram lögðu hins vegar Heim að

31

Meistaraflokkur karla keppir við kvenna­ flokkinn á fjölum Hálogalands. Til að jafna styrkleika liðanna voru karlarnir látnir spila með annan fótinn í poka. Skemmtiatriði af þessu tagi voru fastur liður á hátíðar- og fjáröflunarsamkomum íþróttafélaga.

Brugðið á leik Sextíu ára afmælismót Fram var haldið í Laugardalshöll 30. september 1968. Var þar boðið upp á tvo handboltaleiki, milli Fram og FH í meistaraflokki karla og piltaliðs Fram og úrvals unglingalandsliðsins. Auk þessa var boðið upp á sérstæða sýningu þar sem „…komu fram ýmsir framámenn Fram dulbúnir í gerfum frægra leikara t.d. Gög og Gokke, litli og stóri, Chaplin o.fl. og léku knattspyrnu við handknattleiks­ konur Fram, vakti þessi leikur mikla kátínu áhorfenda.“ (Ársskýrsla handknattleiksdeildar Fram 1967-68)

Björn Pétursson: Saga FH í 75 ár, bls. 113

107


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Ef Fram hefði unnið… Með sigrinum á Fram komst Skovbakken í aðra umferð Evrópukeppninnar og mætti þar norska liðinu Fredensborg. Ekki er ljóst hvað gerst hefði ef Frömur­ um hefði tekist að komast áfram, í það minnsta hafði Morgunblaðið það eftir stjórnarmönnum norska liðsins að þeir hefðu gefið leikinn gegn Fram, þar sem stórtap yrði á þeirri viðureign vegna ferðakostnaðar Íslendinganna. Framarar hefðu samkvæmt þessu komist í fjórðungsúrslit og mætt þar sænsku meistur­unum í Heim – væntanlega á Íslandi. Skovbakken komst þennan vetur í undanúrslitaleikinn gegn rúmenska liðinu Dinamo Búkarest. (Mbl., 8. nóv. 1962)

Sigurður Einarsson skorar gegn Skovbakken í Evrópuleiknum í Árósum 1962. Um var að ræða frumraun íslensks félags í Evrópu­keppni.

108

velli. Fram sigraði 30:23 og var sagt hafa sýnt „betri leik en það hefur náð nokkru sinni áður.“32 Haustið 1962 réðust Framarar svo í það fyrstir íslenskra handknattleiksliða að taka þátt í Evrópukeppni meistaraliða, sem komið hafði verið á legg veturinn 1956-57. Andstæðingarnir voru Danmerkurmeistararnir Skovbakken frá Árósum og skyldi viðureignin fara fram ytra. Til að búa sig sem best undir förina fékk liðið æfingatíma í Valsheimilinu og íþróttahúsi hersins á Keflavíkurflugvelli. Litlu mátti muna að þessar fáeinu æfingar bæru óvæntan árangur, því Fram var hársbreidd frá því að slá Danina út. Leikmenn Skovbakken náðu að jafna, 24:24, fáeinum sekúndum fyrir lok venjulegs leiktíma og skoruðu svo sigurmarkið, 28:27 undir blálok framlengingarinnar.

32

Þjóðviljinn, 25. mars 1961, bls. 9


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Lán í óláni Íslenskir blaðamenn voru kampakátir með frammistöðu Framliðsins og ekki spillti fyrir að þessa sömu helgi unnu Íslendingar Dani á Norðurlanda­ móti í körfuknattleik sem fram fór í Kaupmannahöfn. Óspart var vitnað í dönsk blöð sem líktu Frömurum við sterkustu lið Svía, sem þótti mikið hól. Þá þótti Dönum ekki síður mikil um vert að íslensku leikmennirnir legðu á sig að aka hundrað kílómetra á hverja æfingu. Forráðamenn Fram grétu ósigurinn þurrum tárum. Sigurvegaranna beið nefnilega keppni við norska liðið Fredensborg í Osló. Keppt hefði verið í byrjun desember, en hætt er við að nokkrir leikmenn hefðu átt erfitt með að fá sig í tvígang lausa úr vinnu eða námi með mánaðar millibili. Þá var handboltalandsliðið búið að tryggja sér afnotin af íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli svo lítið hefði farið fyrir æfingum. Fegnastur allra hefur þó gjaldkerinn orðið, enda keppnisferðir af þessu tagi dýrt fyrirtæki þótt liðin ættu að deila kostnaðinum. Þrír leikir til viðbótar voru leiknir í Danmerkurferðinni. Fyrst var keppt við Amager og því næst Efterslægten, sem bæði voru úrvalslið leikmanna úr þriðju og fjórðu deild. Um þriggja liða hraðmót var að ræða og unnust báðar viðureignir með litlum mun, enda spennufallið mikið eftir

14:2 Unglingalið Fram stóðu sig vonum fram­ar á alþjóðlegu handknattleiksmóti, Oslo Cup, sumarið 1967. Annar flokk­ ur karla fór með sigur af hólmi í sín­um flokki, en stúlknaliðið tapaði naumlega í úrslitaleik. Íslenskir íþróttafrétta­menn kættust sérstaklega yfir því að Frampiltunum skyldi hafa tekist að sigra danskt lið með kunnuglegri markatölu, 14:2. (Mbl. 14. ágúst 1968)

Íslandsmeistarar í öðrum flokki karla 1965. Efri röð frá vinstri: Arnar Guðlaugsson, Ragnar Árnason, Jón Sigurjónsson fyrirliði, Guðmundur Þorbjörnsson, Sigur­bergur Sigsteins­son og Björgvin Björgvinsson. Fremri röð: Ragnar Gunnarsson, Halldór Sigurðsson og Pétur Böðvarsson.

109


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Gunnlaugur Hjálmarsson gekk ásamt Gylfa bróður sínum til liðs við Fram þegar ÍR-ingar féllu úr fyrstu deild árið 1964. Þá þegar var Gunnlaugur orðin einn kunn­ asti hand­knatt­leiksmaður landsins. Alls lék hann 46 landsleiki fyrir Íslands hönd á ár­ unum 1958-68.

Árangur Fram á Íslandsmóti karla 1956-1972: 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962 1962-63 1963-64 1964-65 1965-66 1966-67 1967-68 1968-69 1969-70 1970-71 1971-72

6. sæti af níu 4. sæti af níu 4. sæti af níu 6. sæti af sex, 1. deild 1. sæti af fjórum, 2. deild 2. sæti af sex, 1. deild 1. sæti af sex, 1. deild 1. sæti af sex, 1. deild 1. sæti af sex, 1. deild 2. sæti af sex, 1. deild 2. sæti af sex, 1. deild 1. sæti af sex, 1. deild 1. sæti af sex, 1. deild 2. sæti af sex, 1. deild 1. sæti af sex, 1. deild 3. sæti af sex, 1. deild 1. sæti af sjö, 1. deild

Evrópuleikinn. Ferðinni lauk svo með 23:22 sigri á AIG í Slagelse, sem talið var sterkt lið. Engin Evrópukeppni var haldin veturinn 1963-64, en fyrstu árin var mótið fellt niður þau ár sem heimsmeistarakeppnin í handknattleik fór fram. Árið eftir mættu Framarar hins vegar ótrauðir til leiks. Liðið sat hjá í fyrstu umferð, en mætti því næst sænska liðinu Redbergslid. Keppt var í Mässhallen í Gautaborg að viðstöddu fámenni, enda ísknattleiksleikur Svía og Sovétmanna í sjónvarpinu á sama tíma. Rétt um sexhundruð áhorfendur fylgdust því með Frömurum standa í sænska liðinu allt fram í miðjan síðari hálfleik, en lokatölur urðu 25:20 fyrir Gautaborgarliðið.33 Nokkurt tap varð á Evrópuævintýri þessu, sem leikmenn meistaraflokks þurftu að brúa með auglýsingasöfnun eftir að heim var komið. Í ársskýrslu handknattleiksdeildar var hins vegar bent á að frá og með næsta ári yrði leikið heima og heiman í öllum umferðum Evrópukeppninnar. Þegar Íþróttahöllin í Laugardal yrði tilbúin, mætti því reikna með að þátttaka í Evrópukeppni yrði vís gróðavegur.34

Hraðinn drýgri en taktíkin Ekki þurfti gjaldkeri handknattleiksdeildar að hafa miklar áhyggjur af að telja ofsagróðann vegna Evrópukeppnisþátttöku haustið 1965. Íslands­ meistaratitillinn kom í hlut FH-inga þá um vorið. Miklar vangaveltur höfðu verið um hvort lið Hafnfirðinga eða Framara væri sterkara og sýndist sitt hverjum. Framarar voru taldir taktískari og búa yfir flóknari leikkerfum. FH-ingar lögðu hins vegar meira upp úr hraða og snerpu. Hraðinn reyndist öflugra vopn en taktíkin í litlu Hálogalandshúsinu og leikmenn Fimleikafélagsins urðu Íslandsmeistarar á fullu húsi, með tuttugu stig í tíu leikjum veturinn 1964-65 – átta stigum á undan Frömurum sem hrepptu silfrið.35 Veigamikil breyting hafði orðið á Framliðinu fyrir tímabilið. Ingólfur Óskarsson, helsti markaskorari félagsins á undangengnum árum var fluttur til Svíþjóðar. Til að fylla skarðið var Gunnlaugur Hjálmarsson fenginn til liðs við Fram. „Gunnlaugur var þarna á hátindi ferils síns, yfirburðamaður í ÍR-liðinu til margra ára. Á þessum tíma gerðist það sárasjaldan að leikmenn færu á milli félaga, hvað þá svona stórkanónur – svo þetta vakti gríðarlega athygli og umtal“, segir Alfreð Þorsteinsson.36 Íslandsbikarinn fór aftur í Hafnarfjörðinn vorið 1966. Aukaleik þurfti til að knýja fram úrslit eftir að Framarar lögðu FH í lokaumferðinni. Það snerist hins vegar við í úrslitaleiknum, sem leikinn var í Hálogalandi þann 29. apríl. Með þeirri viðureign má segja að handknatt-

33  Morgunblaðið, 9. des. 1964, bls. 26-27 34  Ársskýrsla handknattleiksdeildar Fram 1964-65 35  Björn Pétursson: Saga FH í 75 ár, bls. 117 36  Viðtal við Alfreð Þorsteinsson

110


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

leiksmenn hafi kvatt gamla herbraggann. Íslandsmótið 1966-67 var leikið í Laugardalshöll og þangað fluttist mestöll keppni í inniíþróttum. Hálogaland fékk þó að standa enn um hríð. Vogaskóli nýtti húsið til leikfimikennslu og æfingar í yngri flokkum héldu þar áfram. Vorið 1970 var hafist handa við að rífa Hálogaland vegna gatnagerðarframkvæmda við tengingu Skeiðarvogs og Suðurlandsbrautar. Lauk þannig aldarfjórðungssögu hússins í þágu reykvískra íþróttamanna.37

Sagan endalausa Framkvæmdir við byggingu Laugardalsvallar hófust síðsumars 1961, tæpum fjórum árum eftir að stofnað var hlutafélag um framkvæmdina. Reykjavíkurbær átti 51% hlut í félaginu en Íþróttabandalag Reykjavíkur og BÆR stóðu saman að 8% hluta. BÆR var félagsskapur æskulýðsfélaganna í Reykjavík auk fjórtán íþróttafélaga sem stofnað hafði verið til tæpum áratug fyrr og hafði byggingu Æskulýðshallar að helsta baráttumáli. Þau 41% sem upp á vantaði áttu að vera í eigu Sýningarsamtaka atvinnuveganna hf., enda var hinn megintilgangur hallarinnar, auk íþróttastarfs, að vera vettvangur fyrir hvers kyns vörusýningar. Þegar til kastanna kom reyndust hins vegar BÆR og Sýningarsamtökin hvorugt borgunaraðilar fyrir skuldbindingum sínum og varð húsið að lokum í 92% eigu borgarinnar en 8% í höndum ÍBR.38 Framkvæmdir við nýja íþróttahúsið gengu nokkuð greitt í fyrstu. Áhorfendastúka hallarinnar var steypt vorið 1962 og haustið 1963 var lokið við hvolfþakið. Þótti þakið raunar merkilegt verkfræðilegt afrek og var sagt eitt stærsta steinsteypta hvolfþak í heimi. Upp úr þessu tók nokkuð að draga úr framkvæmdahraðanum, enda hlutur bæjarsjóðs

37  38

Dansleikjahald var drjúg fjáröflunarleið íþrótta­félaga á sjöunda áratugnum, auk þess að bæta félagsandann. Ekki þótti amalegt að geta boðið upp á vinsæla tónlistar­menn frá Akureyri sem nutu velgengni í óskalagaþáttum Ríkisútvarpsins.

Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 302 Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 285-92

Guðjón Jónsson tekur vítakast í sig­ urleik gegn pólska liðinu Gornik Zabrze árið 1966. Leikið var utandyra á móti í Tékkóslóvakíu sem Framarar tóku þátt í til að endurgjalda för Karviná til Reykjavíkur árið áður.

111


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Markvörðurinn Þorsteinn Björnsson gekk aftur til liðs við Fram úr Ármanni fyrir Íslands­mótið 1966. Hann varð fjórum sinn­um Íslandsmeistari með Fram-liðinu og lék 212 meistaraflokksleiki. Þorsteinn var fjöru­tíu sinnum markvörður landsliðs­ ins. Í leik gegn Bandaríkjamönnum árið 1970 varð hann fyrsti markvörðurinn til að skora fyrir íslenska landsliðið.

allskyndilega orðinn mun stærri en áætlað hafði verið. Eins og oft vill verða við slíkar framkvæmdir, reyndist vinnan við innansleikjurnar bæði tímafrekari og kostnaðarsamari en búist hafði verið við. Handknattleiksdeild Fram hafði, í trausti þess að framkvæmdum við Höllina yrði lokið, samið um að taka á móti liði frá Tékkóslóvakíu, Banik Karviná. Um var að ræða félag kolanámuverkamanna úr litlum bæ við landamærin að Póllandi, sem lék um þær mundir í fyrstu deild í tékkneska handboltanum. Þegar líða tók að heimsókninni kom hins vegar í ljós að byggingarnefnd hússins stefndi ekki á að taka það í notkun fyrr en í tengslum við landsleik Íslendinga og Dana í seinni hluta mánaðarins. Til að ljúka húsinu í tíma tók handknattleiksdeild Fram að sér að skipuleggja framkvæmdir undir forystu þeirra Karls Benediktssonar, Birgis Lúðvíkssonar og Gunnlaugs Hjálmarssonar. Hópur sjálfboðaliða vann nótt sem nýtan dag við að ganga frá lausum endum. Þar höfðu Framarar sig mest í frammi, en handknattleiksmenn úr öllum félögum á höfuðborgarsvæðinu lögðu hönd á plóg – ekki hvað síst landsliðsmenn, en Karl Benediktsson gegndi þá starfi landsliðsþjálfara. Í bók sinni um sögu íþrótta í Reykjavík lýsir Sigurður Á. Friðþjófsson hamagangnum á lokasprettinum: „Skerfur félagsmanna Fram var mikill enda kom tékkneska liðið í heimsókn á þeirra vegum. Síðustu dagana var hið íslenska verklag í hávegum haft. Á miðvikudagskvöld og fimmtudagsnótt var salargólfið lakkað, handknattleiksvöllur merktur aðfararnótt laugardags, mörk sett upp um morguninn og leikurinn við Tékka hófst síðdegis sama dag.“39 Opnunarleikur Laugardalshallar var milli úrvalsliðs Reykjavíkur og Karviná. Lauk honum með íslenskum sigri. Venjan var í heimsóknum erlendra liða að upphafsleikurinn væri við gestgjafana, en ekki þótti viðeigandi að láta félagslið leika fyrsta kappleikinn í nýja húsinu.40 Tékkarnir léku fimm leiki í ferðinni, meira og minna fyrir fullu húsi – enda stóð fjárhagur handknattleiksdeildarinnar í blóma í lok starfsársins.

Einvígið heldur áfram Það fór eins og margan grunaði, að stærri gólfflötur myndi gagnast Frömurum betur en FH-ingum þegar hið árvissa einvígi þessara tveggja risa fluttist úr bragganum í Höllina. Enn eina ferðina mættust félögin í lokaumferðinni og voru jöfn að stigum fyrir hana. Leikurinn þann sextánda apríl 1967, hefur fengið þau eftirmæli að vera einn sá besti og æsilegasti í sögu íslensks handbolta. Í Morgunblaðinu var hann sagður „…þrunginn meiri spennu frá upphafi til loka en dæmi eru til um leiki ísl. félaga.“41 Í Þjóðviljanum var talið „…vafasamt að

39  Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 293-4 40  Viðtal við Birgi Lúðvíksson 41  Morgunblaðið, 18. apríl 1967, bls. 30

112


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

þessi tvö lið geti leikið mikið betur en þau gerðu í þessum leik, og hver einstakur lék eins og hann getur bezt“.42 Vakti sérstaka athygli Frímanns Helgasonar að þrátt fyrir mikilvægi leiksins hefði aðeins einum manni verið vísað út af í tvær mínútur. „Að vísu var þarna, eins og yfirleitt í handknattleiknum, að þar sem eðlileg og lögleg vörn ekki hrökk til var gripið til þess að nota hendur til að stjaka mönnum frá, eða þá að faðma þá að sér, og þá heldur kærleikslítið. Og fyrir þetta er svo aukakast, ef það þá tekur því að eiga nokkuð við það.“43 Jafnt var á nær öllum tölum í leiknum, sem lauk með jafntefli 15:15 – en á síðustu tíu mínútunum lét hvort lið nægja að skora eitt mark. Ekki var meira skorað í úrslitaleiknum fáeinum dögum síðar, þar sem Þorsteinn Björnsson markvörður var hetja Framara í 16:12 sigri og fimmti Íslandsmeistaratitillinn í höfn.

Barist við þá bestu Ef hafðar eru í huga aðstæður íslenskra handknattleiksmanna á sjöunda áratugnum, má furðu sæta hversu sterkir þeir voru í alþjóðlegum samanburði. Fram og FH öttu oftsinnis kappi við sterkustu handknattleikslið heims og liðin sem sóttu Ísland heim voru einatt öflugustu kapplið sterkustu handboltaþjóðanna: Danmerkur, Svíþjóðar, Vestur-Þýskalands og ríkja Austur-Evrópu. Lið Skovbakken, sem Framarar voru svo óheppnir að tapa fyrir í Evrópukeppninni 1961, fór í undanúrslit keppninnar. Árið eftir komst Kaupmannahafnarliðið Ajax í undanúrslit Evrópumótsins – en skömmu síðar rassskelltu Framarar þetta sama lið í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli, 27:16. Erkifjendurnir úr Hafnarfirðinum voru ekki síður liðtækir gegn erlendum stórliðum, þannig unnu FH-ingar Honvéd frá Búdapest haustið 1967, einu og hálfu ári eftir að ungverska liðið keppti í úrslitaleik Evrópubikarkeppninnar. Af öllum þeim evrópsku stórliðum sem íslenskir handknattleiksmenn spreyttu sig gegn á þessum árum, var tékkneska liðið Dukla Prag líklega öflugast. Sumarið 1966 héldu Framarar í keppnisför til Tékkóslóvakíu til að endurgjalda heimsókn Karviná. Spilaðir voru fimm leikir í ferðinni, flestir á hörðum sandvöllum utanhúss. Meðal andstæðinga var hið ógnarsterka lið Dukla, sem orðið hafði Evrópumeistari 1963 og tapaði úrslitaleikjunum 1967 og 1968, en leikmenn félagsins voru hryggjarstykkið í heimsmeistaraliði Tékkóslóvakíu 1967. Ekki sóttu Framarar gull í greipar Dukla-manna og töpuðu með tíu marka mun. Öllu verri varð þó útreiðin ári síðar gegn júgóslavnesku meisturunum í Partizan Bjelovar þegar Fram tók í þriðja sinn þátt í Evrópukeppni haustið 1967.

42  43

Leikskrá fyrir viðureign Fram og Partizan Bjelovar 1967. Með eftirgangsmunum tókst að fá júgóslavneska liðið til að leika aukaviður­eign við FH í Laugardalshöll, sem kom í veg fyrir að heimsóknin legði fjárhag handknattleiksdeildarinnar í rust.

Bregula kom ekki Pólski landsliðsþjálfarinn Bregula var Íslendingum löngum hjálplegur og hafði meðal annars milligöngu um ráðningu landsliðsþjálfara. Sumarið 1967 hélt hann hér þjálfaranámskeið og stjórnaði æfingum hjá Fram og fleiri liðum. Í kjölfarið var samið um að Bregula tæki við þjálfun Fram og Víkings, en þegar hann átti að koma til landsins hljóp snurða á þráðinn. Pólsk íþróttayfirvöld vildu ekki missa krafta hans. (Sigmundur Ó. Steinarsson: Strákarnir okkar, bls. 87)

Þjóðviljinn, 18. apríl 1967, bls. 7 Þjóðviljinn, 18. apríl 1967, bls. 2

113


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Annar flokkur veturinn 1968-69. Efri röð frá vinstri: Pétur Jóhannes­son, Guðmundur Pétursson, Jón Pétursson, Axel Axelsson, Pálmi Pálmason, Ágúst Guðmunds­son og Frímann Vilhjálms­son þjálfari. Fremri röð: Guðjón Jónsson, Einar Oddgeirs­son, Ingvar Bjarnason, Guðjón Erlendsson og Marteinn Geirsson. Þeir Axel, Guðjón, Ingvar, Marteinn og Pálmi voru allir í sigurliði Íslands á Norðurlandamóti unglinga 1970.

Malbiksdraumar Saga handboltans í Fram var löngum saga hrakninga úr einu æfingahúsinu yfir í annað. Veturinn 1968-69 fóru æfing­ar fram á fimm stöðum. Innanhússæfingar voru í Laugardalshöll, Hálogalandi og íþróttahúsi Réttarholtsskóla en utan­dyra var æft á Framvellinum við Sjómannaskólann og í Laugardal. Í skýrslu formanns Handknattleiksdeild­ ar síðla árs 1969 kvað þó við bjartsýnistón: „Nú er hinu langþráða marki náð að við erum komin inn í hið nýja íþróttahús Álftamýrarskóla við Framsvæðið, og þar með ættu öll æfingaskilyrði að batna að mun, og nú vantar okkar að fá aðstöðu á hinu nýja félagssvæði til að geta æft úti á sumrin og framtíðardraumur okkar er að fá malbikaðan handboltavöll.“ (Ársskýrsla handknattleiksdeildar Fram 1968-69)

114

Framarar mættu furðubjartsýnir til leiks, þrátt fyrir að júgóslavneska liðið hefði fáeinum árum áður leikið til úrslita um Evrópumeistaratitilinn. Samskipti landa á milli gátu verið erfið á þessum árum, hvað þá austur yfir járntjald. Að lokum tókst þó fyrir milligöngu júgóslavneska konsúlsins að semja við gestina um að leika aukaleiki í tengslum við heimaleik Framara og bjarga þannig ævintýrinu fyrir horn án þess að ríða fjárhag deildarinnar á slig. Framarar misstu heimaleikinn gegn Partizian niður í jafntefli, meðal annars með því að misnota fjögur vítaköst. Engu að síður héldu þeir til króatíska bæjarins Bjelovar fullir bjartsýni, sem þó átti eftir að fölna þegar vallaraðstæður komu í ljós. Parketið í íþróttahöllinni í Bjelovar reyndist hált sem ís. Gólfið var vaxborið og báru heimamenn því við að dansmót hefði verið haldið í húsinu skömmu áður. Það var fyrst eftir að leikmenn Fram uppgötvuðu að skásta leiðin til að fóta sig á vellinum var sú að bera spritt á skósólana milli sókna að eitthvað fór að ganga í spilinu. Lokatölur urðu 24:9 í leik þar sem Framarar sáu aldrei til sólar. Sitthvað bendir til að hin meinta „danskeppni“ kvöldið fyrir Evrópuleikinn hafi ekki verið nein tilviljun. Leikmenn Partizian reyndust furðuónæmir fyrir hálu gólfinu og úrslit liðsins í Evrópukeppninni á þessum árum leiða í ljós að félagið náði býsna góðum árangri á heimavelli. Þannig komst það undanúrslit Evrópukeppninnar þennan vetur, en tapaði þar fyrir Dukla Prag. Það verður þó ekki tekið af Patrizian-mönnum að þeir höfðu yfir slyngu handknattleiksliði að búa og urðu til að mynda Evrópumeistarar vorið 1972.


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Unnu átta mót af fjórtán Veturinn 1967-68 reyndist einhver sá sigursælasti í sögu handknattleiksdeildarinnar. Send voru lið til keppni í fjórtán mótum og unnust átta þeirra, sem taldist fágætur árangur. Árangur unglingaliðanna var með besta móti og kvennaflokkurinn sótti í sig veðrið eftir nokkur mögur ár, eins og síðar verður rakið. Karlaliðið varð loks Íslandsmeistari í fimmta sinn á sjö árum, en að þessu sinni kom annað sætið í deildinni ekki í hlut FH-inga heldur nágranna þeirra úr Haukum. Heimspólitíkin kom í veg fyrir að liðið gæti tekið þátt í Evrópu­ keppni meistaraliða um haustið. Mótið féll niður vegna innrásar ríkja Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu. Undu Framarar þeim málalyktum illa, enda voru tekjur af Evrópuleikjum veigamikill þáttur í rekstri deildarinnar og þátttaka í keppninni gat raunar ráðið því hvort hagnaður eða tap yrði á starfsárinu. Slæm byrjun kom í veg fyrir að Fram yrði Íslandsmeistari þriðja árið í röð veturinn 1968-69. Fyrsti leikur mótsins var risaslagur Fram og FH í Laugardalshöll. Jafnri viðureigninni lauk með sigri Hafnfirðinga, en athygli vakti atvik þar sem FH-ingurinn Geir Hallsteinsson skall með andlitið í gólfið með þeim afleiðingum að önnur framtönnin stóð eftir í gólfinu í heilu lagi. Geir lauk þó leiknum eins og ekkert hefði í skorist.44 Framarar misstu endanlega af lestinni með tapi gegn Valsmönnum í fyrsta leik eftir jóla- og landsleikjafrí og höfðu þá tapað fimm stigum á Íslandsmótinu. Sagði blaðamaður Þjóðviljans að liðið hefði aldrei leikið verr og vafðist ekki fyrir honum að finna á því skýringu: „Þetta getuleysi Fram á sér eðlilegar orsakir, því að kynslóðaskipti eiga sér stað í liðinu. Hinir eldri eru að hverfa og yngri mennirnir að taka við. Eini gallinn við þetta er hversu snöggt þetta skeður og í annan stað þá eru þeir leikmanna sem inn í liðið hafa komið á undanförnum 2 árum ekki svo afgerandi leikmenn að þeir geti borið liðið uppi eins og þeir Gunnlaugur, Ingólfur og Guðjón gerðu meðan þeir voru upp á sitt bezta.“45 Ekki var ástæða til að örvænta vegna yfirvofandi kynslóðaskipta. Annar og þriðji flokkur félagsins voru um þessar mundir gríðarsterkir og höfðu m.a. á að skipa leikmönnum sem urðu Norðurlandameistarar unglinga fyrir Íslands hönd í Finnlandi árið 1970. Þá sáu handknattleiksmenn loks gamlan draum sinn rætast á árinu 1969 þegar íþróttahús Álftamýrarskóla var tekið í notkun og gjörbreytti allri aðstöðu til æfinga. Í tengslum við byggingu íþróttahússins höfðu Framarar falast eftir samstarfi við yfirvöld skólamála í því skyni að húsið gæti verið sameiginlega í eigu félagsins og skólans. Slíkum hugmyndum var alfarið hafnað, en framkvæmdum var ekki fyrr lokið við íþróttahúsið en segja má að Framarar hafi verið búnir að sölsa það undir sig. Auk húss Álftamýrarskóla hafði Fram til umráða tíma í Laugardalshöll og Hálogalandi, meðan þess naut enn við.

Ólafur A. Jónsson var formaður hand­ knattleiksdeildar Fram frá 1968-76. Áður hafði hann setið í aðalstjórn félagsins um sex ára skeið. Í formannstíð sinni lagði Ólafur sérstaka rækt við meistaraflokk kvenna, sem var afar sigursæll á þessum árum.

44  Tíminn, 23. nóv. 1968, bls. 5 45  Þjóðviljinn, 21. jan. 1969, bls. 5

115


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

FH-ingarnir í Fram með Íslands­meistara­ bikarinn á Hótel Sögu. Frá vinstri: Helga H. Magnúsdóttir, Sylvía Hallsteinsdóttir og Jónína Jónsdóttir. Um nokkurra ára skeið tíðkaðist að afhenda Íslandsbikara karla og kvenna í veislu handknattleiksfólks en ekki að loknum síðasta leik.

Árangur Fram á Íslandsmóti kvenna 1961-1972: 1961 1962 1962-63 1963-64 1964-65 1965-66 1966-67 1967-68 1968-69 1969-70 1970-71 1971-72

4. sæti af sex, 1. deild 6. sæti af sex, 1. deild 4. sæti af sex, 1. deild 3. sæti af sex, 1. deild 4. sæti af sex, 1. deild 3. sæti af sex, 1. deild 5. sæti af sex, 1. deild 3. sæti af sex, 1. deild 2. sæti af sex, 1. deild 1. sæti af sex, 1. deild 2. sæti af sex, 1. deild 2. sæti af sex, 1. deild

Upprisa kvennaflokksins Þegar skilið var við kvennalið Fram í frásögn þessari á ofanverðum sjötta áratugnum, var gengi þess heldur á fallanda fæti. Liðið hafnaði í neðri hluta deildarinnar ár eftir ár og í eitt skiptið endaði það á botninum. Annar flokkurinn var sterkari, þótt ekki ynni hann til margra titla. Eini verðlaunagripur þessara ára var fyrir utanhússkeppnina sumarið 1960. Þegar komið var fram á sjöunda áratuginn fór landið aftur að rísa hjá Framstúlkum. Annar flokkur varð Reykjavíkurmeistari 1964 og fjórir Íslandsmeistaratitlar fylgdu í þeim aldursflokki á árunum 1966-70. Fyrsti flokkur var sömuleiðis sigursæll á þessum árum. Í meistaraflokki hafnaði Fram í þriðja sæti veturinn 1965-66, en stóð toppliðunum Val og FH talsvert að baki. Það voru þó öðru fremur innanhússmál hjá íþróttafélagi í öðru sveitar­félagi sem ollu straumhvörfum í sögu kvennaflokks Fram. Hand­ knattleiksfólk í FH átti við húsnæðiseklu að stríða og ákváðu stjórnendur félagsins að úthluta kvennaliði sínu einungis æfingatímum í gamla leikfimis­húsinu við Lækjarskóla. Þessu áttu FH-stúlkur erfitt með að kyngja, enda æfðu önnur félög í mun stærri og betri húsum eins og til dæmis Laugardalshöllinni.46 Hluti hópsins ákvað því að skipta um félag og ganga til liðs við Fram. Það voru þær Jónína Jónsdóttir, Sylvía Hallsteinsdóttir, Helga Magnúsdóttir og Guðbjörg Hjörleifsdóttir. Þrjár þær fyrstnefndu áttu eftir að koma mikið við sögu á nýja staðnum. Jónína var um þessar mundir markvörður kvennalandsliðsins og Sylvía fyrirliði þess. Með þessum liðsauka var hið unga Framlið loksins reiðubúið til að veita Valsstúlkum keppni um titilinn. Valur var um þessar mundir með yfirburðalið í handknattleik kvenna og hampaði Íslandsmeistaratitlinum 46

116

FH 50 ára afmælisblað, bls. 98


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

sex ár í röð á árabilinu 1964-69. Vorið 1968 hafnaði Fram í þriðja sæti Íslandsmótsins og hlaut silfurverðlaunin árið eftir.

Pappírarnir sem gleymdust Haustið 1969 barst Frömurum enn frekari liðsauki þegar ein efnilegasta handknattleikskona landsins, Arnþrúður Karlsdóttir, kom frá Völsungi. Húsvíkingar áttu um þetta leyti sterk kvennalið og urðu t.d. Íslands­meistarar í öðrum flokki á utanhússmeistaramóti sem haldið var á Neskaupstað þá um sumarið. „Ég var komin í landsliðshópinn og á leiðinni suður í skóla. Þórarinn Eyþórsson, þjálfari Vals og landsliðsins hafði handsalað það við mig að fara í Val. Hann hafði hins vegar gleymt heima félagaskiptapappírunum svo ekki var búið að ganga formlega frá neinu. Seinna um sumarið gerðist það svo að Ingólfur Óskarsson var á ferðinni fyrir norðan, bankaði upp á heima hjá mér og spurði hvort ég vildi ekki fara í Fram? Þarna stóð ég - unglingsstelpa úr sveitinni - andspænis þessum stóra og glæsilega manni, fyrirliða karlalandsliðsins. Auðvitað var enginn vegur að segja nei! Valsarar urðu því ansi stúrnir þegar þeir uppgötvuðu að búið var að „stela“ leikmanninum fyrir framan nefið á þeim“, segir Arnþrúður.47 „Ég átti svo sannarlega ekki eftir að iðrast þess að velja Fram. Þarna var að verða til gríðarlega þéttur kjarni, sem hélt hópinn jafnt utan vallar sem innan. Fólk gantaðist með að ef það sæi eina okkar, mætti treysta því að hinar sex kæmu strax á eftir. Það mátti t.d. ganga að því vísu að

Arnþrúður Karlsdóttir varð Íslandsmeistari í öðrum flokki utanhúss með liði Völsungs frá Húsavík. Fram og Valur bitust um að fá hana í sínar raðir og höfðu Framarar betur. Arnþrúður vann fjölda titla með Fram og lék fjölda landsleikja. Hún var jafnframt afreks­kona í frjálsum íþróttum.

47  Viðtal við Arnþrúði Karlsdóttur

Íslandsmeistarar í öðrum flokki utanhúss 1968. Efri röð frá vinstri: Guðríður Halldórsdóttir, Þórdís Ingólfsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir fyrir­liði, Eva Geirsdóttir, Guðrún Sverrisdóttir og Ingólfur Óskarsson þjálfari. Fremri röð: Bára Einarsdóttir, Steinunn Helgadóttir, Birna Björnsdóttir, Elín Hjörleifsdóttir, Andrea Steinarsdóttir og Kristín Orradóttir.

117


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Til að fjölga verkefnum handknattleiks­ kvenna stóð Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnar­nesi fyrir vinsælu móti með útsláttar­fyrir­komu­lagi. Með sigri Fram­ stúlkna í Gróttumótinu 1969 var áralöng sigur­ganga Valsliðsins loks rofin. Sigurliðið, frá vinstri: Halldóra Guðmunds­ dóttir fyrirliði, Jónína Jónsdóttir, Regína Magnús­dóttir, Helga Magnúsdóttir, Jóhanna Sigsteins­dóttir, Erla Bjarnadóttir, Guðrún Sverris­dóttir, Eva Geirsdóttir, Kristín Orra­dóttir, Oddný Sigsteinsdóttir, Guðrún Ingimundar­dóttir og Sylvía Hallsteinsdóttir.

Halldóra Guðmundsdóttir var fyrirliði Fram­liðsins sem varð Íslandsmeistari 1970, í fyrsta sinn frá 1954. Hún lék átta A-lands­leiki, en verkefni kvennalandsliðs­ ins voru oft af skornum skammti á þessum árum.

118

hitta Framliðið í sjoppunni á Hallærisplaninu að fá sér pylsu og kók eftir hverja æfingu. Líklega var það lykillinn að velgengni þessa liðs hversu náinn vinahópurinn var. Fyrir vikið vorum við reiðubúnar til að æfa meira en hin liðin. Þar var ekki óalgengt að æfa tvisvar til þrisvar sinnum í viku, en Fram æfði á hverjum degi og ekki var slegið slöku við yfir sumarmánuðina.“ Arnþrúður getur þess sérstaklega hversu vel stjórn handknattleiksdeildarinnar sinnti kappliðunum. „Stjórnin var hörkudugleg við að afla peninga til að halda starfinu uppi. Við í liðinu þurftum alls ekki að vera í þessu sífellda ati við fjáröflun sem varð svo áberandi síðar meir í íþróttunum. Okkur voru t.d. alltaf tryggðir afbragðsþjálfarar. Gylfi Jóhannsson var með liðið í nokkur ár, svo þjálfaði Guðjón Jónsson okkur um árabil og líka Sigurbergur Sigsteinsson, sem var frábær þjálfari. Ég minnist þess aldrei að forráðamenn hafi sett kvennaliðið í annað sæti á eftir strákunum. Það varð ég hins vegar illilega vör við innan HSÍ, þar sem ég sat í stjórn og stýrði landsliðsnefnd kvenna. Þar sást greinilega hvernig strákunum var hyglað en kvennalandsliðið talið óþarfa peningaeyðsla.“


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Meistarar á ný Veturinn 1969-70 var í fyrsta sinn leikin tvöföld umferð á Íslandsmóti kvenna. Fram og Valur gerðu jafntefli í fyrri viðureign sinni og mættust í hreinum úrslitaleik í lokaleik mótsins. Fyrir hann höfðu Valsstúlkur unnið nítján mót í röð og ekki laust við að hálfgert vonleysi væri ríkjandi meðal leikmanna annarra liða um að unnt væri að leggja Val að velli. Það var því ekki að undra þótt handknattleikskonur úr öðrum félögum mættu á palla Laugardalshallarinnar og hvettu Fram í úrslitaleiknum.48 Valsliðið mætti hálfvængbrotið til leiks, án tveggja lykilmanna, Sigrúnar Ingólfsdóttur og Sigríðar Sigurðardóttur. Þegar sú þriðja, Sigrún Guðmundsdóttir, meiddist snemma í síðari hálfleik varð eftirleikurinn auðveldur fyrir Framstúlkur sem unnu með ellefu mörkum gegn níu. Sylvía Hallsteinsdóttir skoraði sjö af mörkunum ellefu. Fyrsta meistaratitlinum frá 1954 var vel fagnað í herbúðum Framara sem endurheimtu Íslandsbikar karla úr Hafnarfirðinum sama ár. Karlaliðið var nú í fyrsta sinn undir stjórn Gunnlaugs Hjálmarssonar, sem lagði um leið skóna á hilluna. Íslandsmótið markaðist af því að gera þurfti langt hlé á því vegna heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi. Framarar voru þar í stóru hlutverki, með fimm leikmenn af sextán í landsliðshópnum. Þeir voru Björgvin 48

Þjóðviljinn, 25. apríl 1970, bls. 2

Íslandsmeistarar 1970 Efri röð frá vinstri: Hilmar Ólafsson, Ólafur A. Jónsson, Arnþrúður Karlsdóttir, Jóhanna Sigsteins­ dóttir, Oddný Sigsteins­dóttir, Þórdís Ingólfsdóttir, Kristín Orra­dóttir, Eva Geirsdóttir, Silvía Hallsteins­dóttir, Gylfi Jóhannes­son og Jón Þorláks­son. Fremri röð: Sigrún Guðmunds­dóttir, Guðrún Sverrisdóttir, Guðrún B. Aðal­ geirs­dóttir, Jónína Jónsdóttir, Halldóra Guðmunds­dóttir, Regína Magnús­wdóttir, Helga Magnúsdóttir og Ósk Ólafsdóttir

119


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Íslandsmeistarar 1970. Efri röð frá vinstri: Jón Þorláks­son, Stefán Þórðar­son, Sigurbergur Sigsteins­ son, Sigurður Einarsson, Pálmi Pálmason, Gylfi Jóhannesson, Axel Axelsson, Arnar Guðlaugsson, Jón Pétursson, Ómar Arason og Ólafur A. Jónsson Fremri röð: Ingvar Bjarnason, Ragnar Gunnars­son, Guðjón Erlendsson, Ingólfur Óskars­son, Þorsteinn Björnsson, Jón Sigurðs­son og Guðjón Jónsson

Björgvinsson, Ingólfur Óskarsson, Sigurbergur Sigsteinsson, Sigurður Einarsson og Þorsteinn Björnsson. FH-ingar áttu fjóra fulltrúa en önnur félög færri. Handknattleiksdeild Fram sá sér leik á borði og skipulagði hópferð á heimsmeistaramótið í fjáröflunarskyni. Um fimmtíu manns tóku þátt í ferðinni, sem mun vera sú fyrsta sinnar tegundar til að fylgja íslensku landsliði á stórmót. Auk þess að selja miða í ferðina var efnt til happdrættis þar sem dregnir voru út tveir vinningar – ferð fyrir einn á HM.49 Íslandsmeistaratitillinn var kominn í höfn fyrir hinn árvissa lokaleik gegn FH. Fram gat því leyft sér að tefla fram hálfgerðu unglingaliði mestallan leikinn en náði þó jafntefli, 22:22. Þau úrslit kostuðu Hafnarfjarðarliðið annað sætið í deildinni til granna sinna úr Haukum.

Vonbrigði í Evrópukeppni Hópferðin á HM í Frakklandi reyndist vera upphitun fyrir þátttökuna í Evrópukeppninni þá um haustið. Andstæðingarnir í fyrstu umferð voru Ivry, úr einu af úthverfum Parísar. Frakkar voru ekki hátt skrifaðir í alþjóðahandboltanum og árið áður hafði þetta sama lið tapað fyrir Norðmönnum í fyrstu umferð keppninnar. Sigurlíkurnar voru því taldar nokkuð góðar, en til að auka þær enn frekar var Gunnlaugur þjálfari 49

120

Gjörðabók handknattleiksdeildar Fram, aðalfundur haldinn 24. feb. 1971


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

sendur utan til að „njósna“ um andstæðingana og vakti það tiltæki Framara nokkra athygli íslensku blaðanna. Evrópudraumurinn snerist upp í martröð í upphafi síðari hálfleiks í heimaleiknum gegn Frökkunum. Lið Ivry fékk þá einkunn að vera á við miðlungs íslenskt fyrstu deildar lið og það langslakasta sem hingað hefði komið í Evrópukeppni.50 Í leikhléi virtust Framarar hafa öll völd í hendi sér og góða forystu, 8:4. Á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks skoruðu Parísarbúarnir hins vegar átta mörk gegn einu og að lokum mátti Framliðið hrósa happi yfir eins marks sigri, 16:15.51 Eins marks sigur á heimavelli þykir sjaldnast gott veganesti í Evrópukeppni eins og sannaðist að þessu sinni. Leiktímanum í París var tvívegis breytt á keppnisdag, þrátt fyrir mótmæli Framara – sem ef til vill var hluti af sálfræðihernaði franska liðsins. Þegar loks var flautað til leiks, klukkan hálftíu að kvöldi, var sem allur vindur væri úr Frömurum. Sigur heimamanna varð fyrirhafnarlítill. 24:16. Blaðamaður Þjóðviljans vakti athygli á því að mörg mörk Frakkanna komu úr hraðaupphlaupum, „sem kom til af því að í íþróttahúsinu, sem leikið var í, voru mörkin alveg út við vegg og þess vegna kemur boltinn strax út í markteiginn, þegar skot fer framhjá marki. Þar sem ekki háttar svona til erlendis, eru net strengd fyrir aftan mörkin til að gegna sama hlutverki og veggurinn í þessum leik. Hér á landi er ekkert slíkt net, þó margoft hafi verið yfir þessu kvartað, enda er það svo, að íslenzk lið skora ógjarnan mörk úr hraðaupphlaupum og hefur svo alla tíð verið. Neti sem þessu hefur verið lofað fyrir komandi Íslandsmót og vonandi að við það verði staðið.“52 Fáeinum vikum síðar fékk Framliðið nokkra uppreisn æru þegar það tók þátt í sterku æfingamóti í Vestur-Þýskalandi. Gestgjafarnir voru þýsku meistararnir í Gummersbach og höfðu þeir nauman sigur gegn Frömurum, 14:13, í spennandi leik. Áður höfðu liðin gert 5:5 jafntefli í stuttum sýningarleik á setningarhátíð mótsins sem sjónvarpað var um allt Vestur-Þýskaland. Í öðrum viðureignum biðu Framarar naumlega lægri hlut gegn Zagreb frá Júgóslavíu og gerðu jafntefli við belgísku meistarana Flemallois, en sá leikur hófst aðeins fimmtán mínútum eftir að rimmunni gegn Gummersbach lauk.53

Martröð gjaldkerans Haustið 1970 ákvað Fram að senda lið til leiks í Evrópukeppni kvenna, fyrst íslenskra félaga. Í fyrstu umferð sátu Framstúlkur hjá, en í annarri umferð voru mótherjarnir Maccabi Ramat Gan frá Ísrael. Lausleg athugun leiddi í ljós að ferðakostnaður til Ísrael yrði svimandi hár og líklega

50  51  52  53

Auglýsingar á keppnistreyjum Handknattleiksdeildin reið á vaðið með auglýsingar á keppnistreyjum veturinn 1970-71. Meistaraflokkar kvenna og karla léku þá með nafn Loftleiða á búningum sínum. Fyrir þetta létu Loftleiðir deildinni í té þrjátíu keppnistreyjur og jafnmargar töskur með merki Fram og flugfélagsins auk tuttugu farseðla á áfangastaði félagsins. (Ársskýrsla handknattleiksdeildar Fram 1970-71)

Útvarpsráð gengur í málið Auglýsingar á búningum íslenskra handknattleiksliða urðu óvænt hápólitískt mál fyrsta veturinn sem þær voru við lýði. Ríkisútvarpið taldi að um væri að ræða brot á auglýsingareglum og brást við með því stöðva sýningar frá handboltaleikjum í sjónvarpinu. Að lokum tókst að snúa RÚV í málinu, en þá hafði sjónvarpið verið handboltalaust í heila leiktíð með tilheyrandi tekjutapi handknattleiksdeildanna. (Þjóðviljinn, 24. feb. 1972)

Þjálfarar kvennaliðs Fram 1963-1972: 1963-64 1964-65 1965-66 1966-67 1967-68 1968-69 1969-70 1970-71 1971-72

Hilmar Ólafsson Hilmar Ólafsson Hilmar Ólafsson Hilmar Ólafsson Hilmar Ólafsson Gylfi Jóhannesson Gylfi Jóhannesson Gylfi Jóhannesson Arnar Guðlaugsson

Morgunblaðið, 27. okt. 1970, bls. 21 Þjóðviljinn, 27. okt. 1970, bls. 5 Þjóðviljinn, 3. nóv. 1970, bls. 5 Þjóðviljinn, 1. des. 1970, bls. 4

121


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Guðrún Sverrisdóttir (til vinstri) og Arn­ þrúður Karlsdóttir heilsa stjórnendum og farar­stjórum Maccabi Ramat Gan fyrir fyrri Evrópu­leik liðanna í Laugardalshöll 1970.

Ísraelskt félag með austurrískar rætur Mótherjar Framstúlkna í Evrópukeppninni 1970, Maccabi Ramat Gan, komu frá einu af úthverfum Tel-Aviv. Félagið rekur þó sögu sína til borgarinnar Vín í Austurríki. Árið 1909 var stofnað þar í borg íþróttafélagið SC Hakoah Wien. Aðstandendur félagsins voru Zíonistar og keppnislið þess einvörðungu skipuð gyðingum. Skömmu áður en síðari heims­styrjöldin braust út flutti hópur liðsmanna Hakoah til Palestínu og stofnaði þar íþróttafélag það sem síðar varð Maccabi Ramat Gan. Það var heppileg tilviljun að um það leyti sem Evrópuleikur Fram og Maccabi átti að fara fram, var ísraelska liðið í keppnisferð á sínum gömlu heimaslóðum í Vínarborg. Kostnaðurinn við að fljúga liðinu þaðan var ólíkt viðráðanlegri en að taka leiguflug til Tel-Aviv.

hefði félagið tekið þann kostinn að gefa viðureignina ef ísraelska liðið hefði krafist þess að leikið yrði heima og heiman. Semja tókst um að báðir leikirnir færu fram í Reykjavík, en þótt samningarnir þættu hagstæðir varð talsvert tap á ævintýrinu. Samtals mættu um sexhundruð áhorfendur á leikina tvo, sem Framarar unnu vandkvæðalítið, 19:11 og 15:10. Sylvía Hallsteinsdóttir skoraði ellefu af nítján mörkum Fram í fyrri viðureigninni en Arnþrúður Karlsdóttir átta mörk af fimmtán í þeirri seinni. „Ég var hæstánægð með að hafa skorað öll þessi mörk, þangað til að ég heyrði gjaldkera deildarinnar gantast með að ég hefði sett félagið á hausinn. Þetta fékk svo á mig að ég varð alveg miður mín fyrst á eftir“, rifjar Arnþrúður upp.54 Ekki átti brún gjaldkerans eftir að lyftast þegar dregið var í fjórðungsúrslit. Andstæðingarnir voru ungversku meistararnir í Ferencvaros. Sigurmöguleikarnir voru engir, enda liðið frá Búdapest ógnarsterkt og lék til úrslita um Evrópumeistaratitilinn þá um vorið. Á blaðamannafundi fyrir kappleikina gátu Framstúlkur lítið sagt um keppinautana annað en að þær virtust „dálítið jakalegar“.55 Sú einkunn reyndist ekki orðum aukin, enda þóttust áhorfendur aldrei hafa augum litið jafnkraftalegar konur og leikmenn ungverska liðsins. „Það var ótrúlegt að fylgjast með þeim. Þær voru alls ekki svo háar í loftinu, en gríðarlega vöðvamiklar og negldu boltanum eins og karlmenn,“ rifjar Arnþrúður Karlsdóttir upp.56 Alls skoraði ungverska liðið 40 mörk í leikjunum tveimur á móti tíu mörkum Framstúlkna. Aðsóknin á leikina þótti dræm, enda þótt reynt væri að laða að fleiri áhorfendur með sýningarleikjum karlaliðsins við FH

54  Viðtal við Arnþrúði Karlsdóttur 55  Morgunblaðið, 28. jan. 1971, bls. 26 56  Viðtal við Arnþrúði Karlsdóttur

122


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

og ÍR. Útkoman varð því talsvert tap, sem varð þess valdandi að langur tími átti eftir að líða þar til Framarar lögðu aftur í að senda lið til leiks í Evrópukeppni kvenna.

Útrás unglinganna Sumarið 1968 var brotið blað í sögu handknattleiksdeildar Fram þegar ráðist var í að senda hóp unglinga í keppnisferð til útlanda. Farið var til Noregs og Svíþjóðar með fjóra flokka, 20 pilta og 23 stúlkur. Leiknir voru nokkrir æfingaleikir í sumum helstu borgum Svíþjóðar, en meginmarkmið ferðarinnar var þó að taka þátt í alþjóðlegu móti, Oslo Cup, sem skipulagt var af Bekkelaget Sportklub þar í borg. Tveir keppnisflokkar Fram komust í úrslit á mótinu. Í flokki stúlkna fæddra 1951 og síðar lék Fram til úrslita gegn dönsku liði, en tapaði með einu marki gegn tveimur, sem telja verður lágt skor í tuttugu mínútna leik. Betur gekk í flokki pilta sem fæddir voru 1951 og 1952. Þar unnu Framarar allar níu viðureignir sínar, þar á meðal úrslitaleikinn með tvöföldum mun, 12:6. Markvörður flokksins, Guðjón Erlendsson, hlaut einnig sæmdarheitið „besti leikmaður í öllu mótinu“.57 Mikill áhugi var fyrir því innan félagsins að endurtaka ævintýrið, en það komst þó ekki til framkvæmda fyrr en sumarið 1974. Þá tóku nokkur íslensk handknattleikslið saman höndum og skipulögðu hópferð á Partille Cup í Gautaborg, stærsta alþjóðlega handknattleiksmót unglinga í heiminum. Nærri þrjú hundruð íslensk ungmenni voru í hópi um 5.000 iðkenda frá sjö þjóðlöndum.

Félagsfáni Ferencvaros í safni Fram.

57  „Utanför Fram 2.-12. ágúst 1968“, fylgirit með ársskýrslu handknattleiksdeildar 1968-69

Andstæðingarnir pening

fengu

vasa­

Fram­stúlkur mættu ungversku meisturunum í Ferencvaros í annarri umferð Evrópu­keppninn­ar í ársbyrjun 1971. Báðir leikirnir voru leiknir hér á landi og féllst Fram á að kosta uppihald þeirra ungversku og greiða hverri stúlku tvo dollara á dag í vasapeninga, þótti þetta óvenjuleg ráðstöfun en slíkar dagpeninga­greiðslur voru þá orðnar algengar erlendis. (Mbl., 28. jan. 1971)

Oddný Sigsteinsdóttir sækir gegn vörn ungverska liðsins Ferencvaros fyrir þétt­ skipaðri Laugardalshöll. Ungversku stúlkurnar reyndust ofjarlar þeirra íslensku.

123


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Fátt um varnir Leikir Fram og FH voru löngum drama­tískir og réðust úrslit oft á lokasekúndunum. Í næstsíðustu umferð Íslandsmótsins 1972 gall flautan þegar staðan var 13:12 fyrir FH. Stuðningsmenn Hafnar­fjarðarliðsins þustu inn á völlinn og tók það dómara leiksins langan tíma að gera þeim og leikmönnum skiljanlegt að eftir væri að taka aukakast. Þá voru Framarar hins vegar allir farnir inn í búningsklefa og áttu sjö FH-ingar ekki í vandræðum með að skora úr aukakastinu í tómt markið, 14:12. (Björn Pétursson: Saga FH í 75 ár, bls. 155)

Sigursæl systkini. Jóhanna, Sigurbergur og Oddný Sigsteins­ börn urðu öll Íslandsmeistarar í handknatt­ leik árið 1970. Sama ár var Sigurbergur í fyrsta sigurliði Fram í bikarkeppni KSÍ. Hann lék alls 352 meistara­flokks­leiki með Fram, sem er félagsmet í karlaflokki.

124

Fram tefldi fram þremur keppnisliðum: þriðja og fjórða flokki pilta en öðrum flokki stúlkna. Bestum árangri náðu piltarnir úr fjórða flokki, en þeir unnu alla sína leiki og hrepptu gullverðlaunin. Í þeim hópi var að finna ýmis nöfn sem síðar áttu eftir að láta til sín taka í Fram-búningnum, ekki aðeins í handknattleik heldur líka í knattspyrnu og blaki.58 Þátttöku Íslendinga í Partille-keppninni var engan veginn lokið með þessari fyrstu hópferð og hafa íslensk lið oft verið atgangsmikil í þessari sögufrægu keppni sem orðið hefur fyrirmynd barna- og unglingamóta um víða veröld.

Karl snýr aftur Slæm byrjun á Íslandsmótinu 1970-71 gerði allar vonir karlaliðs Fram um að verja Íslandsmeistaratitilinn að engu. Gunnlaugur Hjálmarsson lét af þjálfarastöðunni í janúar og Ingólfur Óskarsson hljóp í skarðið þar sem að ekki tókst að finna neinn annan. Það varð raunar ekki til að auðvelda leitina að nær engir peningar voru til í launagreiðslur. Kostnaður fór hækkandi á flestum sviðum, þar á meðal húsaleiga. Tekjurnar stóðu hins vegar í stað. Ný tekjulind fannst þó á árinu, þegar farið var að prenta auglýsingar á treyjur keppnisliða. Var það flugfélagið Loftleiðir sem reið á vaðið.

58

FRAM-blaðið, 10. tbl., maí 1975, bls. 27-30


3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Hluti Íslandsmeistaraliðsins 1972. Efri röð frá vinstri: Sigurður Einars­son, Ingólfur Óskarsson, Axel Axels­son, Páll Jóns­son, Pétur Jóhannesson og Árni Sverris­son. Fremri röð: Sigurbergur Sigsteins­son, Þorsteinn Björnsson, Arnar Guðlaugsson, Björgvin Björgvinsson og Andrés Bridde.

Framarar höfnuðu í þriðja sæti vorið 1971, sem var lakasti árangur liðsins frá því það kom upp úr annarri deild 1960. Ákveðið var að blása til nýrrar sóknar og var Karl Benediktsson því sóttur á ný eftir skamma viðdvöl hjá Víkingum. Karl gerði tilraun sem fól í sér að endurskipuleggja þjálfun liðsins frá grunni. Kvöldæfingar voru aflagðar, ef frá er talinn einn æfingatími í Laugardalshöll á föstudagskvöldum. Þess í stað var æft í hádeginu þrisvar í viku og tókst að fá tíma í Höllinni til þessa. Þótt ýmsir hefðu litla trú á tiltækinu, reyndust æfingarnar betur sóttar en nokkur hafði þorað að vona og þótt æfingatíminn væri með styttra móti voru leikmennirnir ekki örþreyttir eins og verða vildi í lok vinnudags.59 Hádegisæfingarnar reyndust drjúgar, í það minnsta blandaði Fram­ liðið sér þegar í æsilegt einvígi við FH-inga um meistaratitilinn. Bikarinn hefði getað farið í Safamýrina eftir innbyrðisviðureign liðanna í næstsíðustu umferð, en með sigri tóks FH-ingum að halda spennu allt til loka. Fyrir lokaumferðina voru liðin jöfn að stigum og úrslitaleikur blasti við. Lokaleikirnir fóru fram sama kvöldið í þéttskipaðri Laugardalshöll. Fyrst mættu Framarar botnliði Hauka og unnu fyrirhafnarlítinn sigur, enda Haukarnir þegar fallnir og höfðu væntanlega lítinn hug á að tryggja grönnum sínum titilinn. Þessu næst hófst viðureign FH og Vals, sem reyndist æsispennandi. Svo fór að lokum að Valsmenn lönduðu jafntefli og færðu Frömurum þannig Íslandsbikarinn á silfurfati. Meðan á því stóð biðu Framarar meðal áhorfenda í treyjum sínum og stuttbuxum, tilbúnir að taka við verðlaununum í leikslok – allir nema Ingólfur Óskarsson, sem var farinn heim. Fyrir vikið er hann hvergi sjáanlegur á mörgum þeirra ljósmynda sem teknar voru af þessu áttunda Íslandsmeistaraliði Fram í handknattleik karla.60

Í þá gömlu góðu daga… Rekstrarkostnaður handknattleiksdeild­ ar­innar óx hröðum skrefum í upphafi áttunda áratugarins. Á sama tíma hætti deildin að geta treyst á eina helstu tekjul­ind sína, heimsóknir erlendra liða. Fækkun áhorfenda gerði það að verkum að slíkir leikir skiluðu litlu eða jafnvel engu. Á aðalfundi handknattleiksdeildar spáði Páll Jónsson áfram­ haldandi útgjöldum, „…þar sem nú væri þegar orðið þannig að leikmenn fengju nú æfingafatnað ofl. hjá deildinni og í framtíðinni yrðum við að fella niður æfingagjöld og jafnvel að greiða mönnum vinnutap.“ Jón Þorláksson, formaður Fram, tók í sama streng en „…minntist á gömlu góðu dagana þegar leikmenn Mfl. hefðu sjálfir þurft að skaffa sína búninga. “ (Ársskýrsla handknattleiksdeildar Fram 1971-72)

59  Gjörðabók handknattleiksdeildar Fram, aðalfundur haldinn 7. des. 1972 60  Þjóðviljinn, 25. feb. 1972, bls. 8

125


Félagar á ýmsum aldri stilla sér upp fyrir framan Framheimilið við Skipholt árið 1946.

Gamla Framheimilið fyrir neðan Sjómannaskólann var hjartað í starf­semi félagsins á tímabilinu. Gríðarlegur fjöldi stráka æfði undir merkjum Fram, sem var yfirburðalið í yngri flokkum. Ekki tókst alltaf sem skyldi að láta þann árangur skila sér upp í meistaraflokk, en fjórir Íslandsmeistaratitlar unnust þó á þessum árum.


Strákager í gamalli grjótnámu Knattspyrnan 1946 til 1972

F

ramarar mættu fullir bjartsýni til leiks á Íslandsmótinu í knattspyrnu 1946. Með tilkomu vallarins í Skipholtinu gátu flokkar félagsins æft á þeim tímum sem hentugastir þóttu, í stað þess að láta sér nægja þá æfinga­ tíma sem stjórn Íþróttavallarins skammtaði úr hnefa. Heimsstyrjöldinni var lokið og því að nýju farið að opnast fyrir komu erlendra þjálfara. John Enwright hélt áfram að sýna félaginu ræktarsemi og bauðst til að hafa milligöngu um ráðningu frægra knattspyrnukappa úr enska boltanum. Slíkt reyndist aðeins of mikil ævintýramennska fyrir Framara, sem sættu sig heldur ekki við þjálfara sem aðeins yrði hér yfir blásumarið. Þess í stað varð reyndari knattspyrnuþjálfari fyrir valinu fyrir milligöngu Friðþjófs Thorsteinssonar, James McCrae að nafni. Hann var Skoti, sem verið hafði atvinnuknattspyrnumaður á yngri árum, en lagst í heimshornaflakk og meðal annars þjálfað landslið Egypta á HM 1934 og Ólympíuleikunum 1928 og 1936. Auk knattspyrnuþjálfunarinnar þótti McCrae slyngur golfleiðbeinandi og afbragðsnuddari. Nuddhæfileikar Skotans áttu raunar eftir að gagnast Frömurum vel. Kunnu leikmenn svo mjög að meta þessa nýju tækni að sumir þeirra urðu nánast „nuddfíklar“.1 Harðir malarvellir og takmörkuð færni leikmanna í teygjuæfingum gerði að verkum að meiðslatíðni var mikil. Með því að beita nuddtækninni á meiðsl leikmanna tókst McCrae hins vegar að halda óbreyttu liði allt sumarið 1946, sem þótti nokkurt afrek og varð til að opna augu íslenskra knattspyrnumanna fyrir mikilvægi þessara þátta í undirbúningi leikja. Sex félög tóku þátt á Íslandsmótinu 1946 og höfðu aldrei verið leiknir jafnmargir leikir. Fram, KR og Valur voru sterkust, en þó töpuðu Framarar sínu eina stigi gegn Víkingum í 5:5 jafnteflisleik. Hreinn úrslitaleikur mótsins var viðureign Fram og Vals á Melavellinum. Valsmenn, sem

1  Viðtal við Sigurð Svavarsson

James McCrae fæddist árið 1894 í smábæ skammt vestan við Glasgow. Hann lék með fjölda breskra félaga og var meðal annars í kappliði West Ham í fyrsta deildarleik þess frá upphafi árið 1919. Að keppnisferlinum loknum hélt hann til Egyptalands þar sem hann gerðist yfirleiðbeinandi Ólympíuliðs Egypta.


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

tefldu fram Alberti Guðmundssyni – nýkomnum frá Skotlandi – komust yfir, en tvö skallamörk Framara í síðari hálfleik forðuðu því að Valsarar næðu að knýja fram aukaleik um titilinn. Íslandsbikarinn var svo afhentur í leikslok með athöfn sem vakti litla hrifningu blaðamanna: „Sama sleifarlagið var með afhendingu verðlaunanna og áður. Strax að loknum leik hópast fólkið utan um keppendurna og þaðan heldur hópurinn út í stúku sem verður eins og iðandi haf að sjá. Þar fer svo þessi virðulega athöfn fram. […] Því ekki að afhenda verðlaunin á miðjum velli, þar sem bæði liðin raða sér upp og áhorfendur njóta þeirra allir jafnt?“2

Fyrsti landsleikurinn Kristján Ólafsson stóð sig með prýði fyrir Reykjavíkurúrvalið gegn Dönum 1946.

„Með 11 slíkum náungum…“ 3:0 tap Íslands fyrir Dönum í fyrsta knatt­spyrnulandsleiknum sumarið 1946, olli miklum vonbrigðum. Leikur Íslendinga þótti slakur og hefði skellurinn getað orðið stærri. Danska liðið lék tvo aðra leiki í förinni, gegn Fram og Reykjavíkurúrvalinu. Reykvíkingar höfðu betur í lokaleiknum, 4:1, og var Víkverji Morgunblaðsins ekki í vafa um hver hefði verið hetja Íslendinga: „Kristján Ólafsson úr Fram, hefði átt skilið að vera borinn í gullstól eftir leikinn. Hann er ekki hár í loftinu og kannske ekki mikill fyrir mann að sjá í fyrstu. En dugnaðurinn er alveg ódrepandi. Þarna stökk hann hæð sína til að skalla boltann og gafst aldrei upp. Með 11 slíkum náungum gæti íslenskt knattspyrnulið ekki tapað.“ (Mbl., 23. júlí 1946)

Þótt Íslandsmeistaratitlinum væri vel fagnað í herbúðum Framara varð sumarið 1946 einkum minnisstætt fyrir fyrsta knattspyrnulandsleikinn sem háður var, gegn Dönum á Melavellinum. Var þáttur Framara ekki hvað minnstur við skipulagningu þeirrar heimsóknar. Tildrög málsins var heimild sú sem Framarar fengu á árinu 1940 til að bjóða heim kappliði frá Danmörku – helst danska landsliðinu. Ekkert gat orðið úr slíkri heimsókn á styrjaldarárunum eins og gefur að skilja, en strax að stríðinu loknu dustuðu stjórnarmenn í Fram rykið af þessu gamla loforði. Þá voru hins vegar önnur sjónarmið komin upp. Ísland var orðið lýðveldi og töldu margir óeðlilegt að fyrsti landsleikur hinnar nýsjálfstæðu þjóðar færi fram á vegum félagsliðs. Eftir nokkrar deilur var sæst á þá niðurstöðu að Fram og Knatt­ spyrnuráð Reykjavíkur stæðu sameiginlega að boðinu, skipuðu hvort sína fulltrúa í undirbúningsnefnd og skiptu tapi eða hagnaði sem af heimsókninni kynni að hljótast. Að forminu til yrði KRR þó eitt talið boðsaðili.3 Þessi óljósa skipting átti eftir að valda vandræðum þegar kom að uppgjöri heimsóknarinnar, því áhorfendur urðu miklu færri en ætlað hafði verið. Nokkurt tap varð á ævintýrinu, ekki hvað síst þar sem Knattspyrnuráðið vildi láta Fram greiða helminginn af þjálfunarkostnaði landsliðsins, þar sem hann ætti að teljast hluti af útgjöldum vegna landsleiksins.4 Danska liðið lék þrjá leiki í ferðinni og var sá fyrsti landsleikurinn við Ísland. Óhætt er að segja að leikurinn hafi valdið þeim átta þúsund áhorfendum sem lögðu leið sína á Melavöllinn sárum vonbrigðum. Lokatölur urðu 3:0 fyrir Dani og var sigur þeirra aldrei í hættu. Segja má að þau úrslit hefðu ekki átt að koma á óvart ef tekið var mið af styrk danska liðsins og reynsluleysi Íslendinganna, en líkt og svo oft hefur viljað brenna við fyrir leiki við Dani, höfðu íslenskir knattspyrnuáhugamenn

2  Þjóðviljinn, 28. júní 1946, bls. 3 3  Gjörðabók Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundir haldnir 16. nóv. 1945 og 4. des. 1946; Knattspyrnuráð Reykjavíkur 40 ára. 1919-1959, bls. 15 4  Gjörðabók Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur haldinn 4. des. 1946

128


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

talað sig upp í mikla bjartsýni og voru margir farnir að gæla við sigur á gömlu herraþjóðinni. Framararnir Karl Guðmundsson, Sæmundur Gíslason og Þórhallur Einarsson voru allir í byrjunarliðinu í þessum fyrsta landsleik, auk þess sem Ottó Jónsson kom inn á sem varamaður. Tveimur dögum síðar mættu Framarar danska liðinu, sem þá var nokkuð öðruvísi skipað en í landsleiknum. Viðureigninni lyktaði með dönskum sigri, 5:0, en leikurinn þótti þó fjörlegur á að horfa og var Fram talið hafa spilað betur en landsliðið. Athygli vakti að á varamannabekk Framliðisins sátu þrír Skagamenn, þar á meðal hinn ungi og efnilegi Ríkharður Jónsson, en ýmsir gagnrýndu að hann hefði ekki verið valinn í landsliðið. Tókst Jens Benediktssyni, blaðamanni Morgunblaðsins, að „skúbba“ því að Ríkharður væri genginn í raðir Framara.5 Í þriðja og síðasta leiknum höfðu Íslendingar loks náð vopnum sínum og vann Reykjavíkurúrvalið þar 4:1 sigur á gestunum, þar sem Þór­ hallur Einarsson og Kristján Ólafsson voru fulltrúar Fram. Var Kristjáni sérstaklega hrósað fyrir framgöngu sína í leiknum.

Titillinn varinn Ekki vill Ríkharður Jónsson kannast við það í endurminningabók sinni að búið hafi verið að handsala félagaskipti hans yfir í Fram meðan á leikjunum við Dani stóð. Þó lá fyrir að Ríkharður var á leið til Reykjavíkur í iðnnám. Stefnan var sett á rafvirkjun, en þegar honum tókst ekki að komast á samning í þeirri grein sneri hann sér að málaraiðn. Meistari hans var

5

Fjöldi fólks safnaðist saman á hafnarbakk­ anum í Reykjavík sumarið 1946 til að taka á móti danska landsliðinu.

Morgunblaðið, 20. júlí 1946, bls. 12

Fyrsti landsliðshópur Íslands við æfingar að Kolviðarhóli sumarið 1946. Frá vinstri: Hermann Hermanns­son, Karl Guðmunds­ son, Sigurður Ólafsson, Sæmundur Gíslason, Brandur Brynjólfsson, Ellert Sölvason, Þórhallur Einarsson, Albert Guðmundsson, Sveinn Helgason, Jón Örn Jónasson, Haukur Óskarsson, Kristján Ólafsson, Ríkharður Jónsson og Ottó Jónsson. Á myndina vantar hluta hópsins.

129


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Ríkharður Jónsson tekur við sigurlaunum úr hendi Björgvins Schram. Um fjögurra ára skeið lék Ríkharður undir merkjum Fram.

Harkan sex hjá Ríkharði Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson gekk til liðs við Fram fyrir Íslandsmótið 1947. Skotinn James McCrae var þá þjálfari liðsins og taldi Ríkharður síðar að þjálfunaraðferðir þess skoska hefðu bætt sig mjög sem knattspyrnumann: „Hann var mikið bæklaður þessi maður og gat því ekki sýnt okkur það, sem hann var að kenna, en allt sem hann sagði var svo skýrt að allir gátu skilið það. Hann sagði mér að taka séræfingar. Til að mynda átti ég ekki eins gott með að skjóta með vinstra fæti og þeim hægri. Þá sagði hann mér að klæðast strigaskó á hægri fæti og knattspyrnuskó á þeim vinstri og æfa mig svo að skjóta, helzt í rigningu og bleytu og taka langa æfingu. „Þú verður svo sárfættur á þeim hægri að þú ferð ósjálfrátt að nota þann vinstri, “ sagði hann.“ Herbragð McCrae gekk upp og varð Ríkharður innan skamms jafnvígur á báða fætur. (Íþróttablaðið, 1.tbl. 34.árg. 1974)

130

enginn annar en Framarinn kunni Eiríkur K. Jónsson, sá hinn sami og teiknaði félagsmerki Fram.6 Skagamaðurinn ungi reyndist Frömurum happafengur, en hann lék með liðinu meðan á námsdvöl hans í Reykjavík stóð. Sumarið 1947 skoraði hann þrjú af sjö mörkum Fram í Íslandsmótinu og níu af tólf mörkum í Reykjavíkurmótinu, sem vannst í fyrsta sinn frá árinu 1922. Ríkharður skoraði einnig bæði mörk Íslands og þar með fyrstu landsliðsmörk þjóðarinnar í 2:4 tapi gegn Norðmönnum síðsumars. Ríkharður reyndist Norðmönnum raunar erfiður ljár í þúfu í ferðinni, því hann skoraði mark Framara í 1:5 tapi gegn norska liðinu og fyrir Reykjavíkurúrvalið í 1:1 jafnteflisleik. Sömu sögu var að segja um leiki Íslendinga við enska atvinnumannaliðið QPR. Þar skoraði Ríkharður einu mörk Íslendinga, annað fyrir Fram en hitt fyrir úrvalslið. Heildarmarkatalan í leikjunum fjórum varð 26:2 fyrir QPR-liðið, sem vakti ekki aðeins aðdáun Íslendinga fyrir knattleikni heldur einnig prúðmennsku. Var til þess tekið að þegar Íslendingar misstu leikmenn útaf meidda, þá fækkuðu Englendingarnir líka sínum mönnum til að jafna metin.7 Í Íslandsmótinu 1947 vann Fram þrjá leiki og tryggði sér loks titilinn með 2:2 jafntefli gegn KR í lokaleik. James McCrae var annað árið í röð þjálfari Framliðsins, en aðdragandi þeirrar ráðningar var þó nokkuð

6  Jón Birgir Pétursson: Rikki fótboltakappi, bls. 30-33 7  Jón Birgir Pétursson: Rikki fótboltakappi, bls. 35

Íslandsmeistaralið Fram 1947. Efri röð frá vinstri: Þórhallur Einarsson, Hermann Guðmundsson, Haukur Bjarna­son, Ríkharður Jónsson, Valtýr Guðmundsson, Magnús Ágústsson, Gísli Benjamínsson og Óskar Sigurbergsson. Fremri röð: Sæmundur Gíslason, Karl Guðmundsson, Adam Jóhannsson, Haukur Antonsen og Kristján Ólafsson.


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Sleðadeild í bígerð?

Þriðji flokkur 1949. Efri röð frá vinstri: Kristján Sveinsson, Svavar Svavarsson, Gústaf Arnar, Einar Ásgeirs­son, Páll Valdimarsson, Þórir Þorsteinsson, Birgir Andrésson, Hörður Ísaksson og Helgi Helgason. Fremri röð: Jón Baldvinsson, Tómas Sturlaugsson, Geir Kristjánsson, Reynir Karlsson og Skúli Skúlason.

sérkennilegur. Framarar höfðu greinilega ekki reiknað með að McCrae væri á lausu og tryggðu sér því starfskrafta Murdos MacDougalls, sem þjálfað hafði Valsmenn um langt skeið. MacDougall var í talsverðum metum meðal fótboltaáhugamanna, enda þakkaði Albert Guðmundsson honum öðrum fremur frama sinn á knattspyrnuvellinum.8 Ráðningarkjör MacDougalls voru upp á fasta mánaðargreiðslu, auk þess sem hann fékk að búa með fjölskyldu sinni í félagsheimilinu gegn húsvörslu, þrifum og umsjón með sælgætissölunni. Þegar komið var fram á sumar kom í ljós að James McCrae væri fáanlegur og reyndist vilji til að ráða hann – þó ekki væri nema sem nuddara. Fór svo að lokum að McCrae tók við þjálfun meistaraflokks og fyrsta flokks, en McDougall sá um yngri flokkana. Þriðji útlendingurinn, Daninn Henning Isacksen, sá um handknattleiksþjálfun þetta sama sumar.9 Fram var því með þrjá erlenda þjálfara á launaskrá, sem var einsdæmi. Murdo MacDougall yfirgaf Ísland haustið 1947. Hans síðasta verk var að reyna að koma á leikmannaskiptum milli Fram og knattspyrnuliða í Skotlandi, þar sem hugmyndin var sú að nokkrum efnilegum Frömurum væri boðið í æfingabúðir ytra um nokkurra vikna skeið – en í staðinn myndi Fram bjóða skosku unglingaliði í keppnisferð til Íslands.10 Enn áttu þó allmörg ár eftir að líða uns íslenskir unglingar áttu kost á að komast í slíkar æfingaferðir.

Á Íslandi hafa einkum smákrakkar stundað það að renna sér á sleða, en sleðaíþróttir eru víða erlendis mikil­ vægur þáttur í vetraríþróttastarfi. Slíkt sleðabrun á þó lítið skylt við snjóþotuleiki barna og krefst mjög sérstakra aðstæðna. Í íþróttablaðinu Sport birtist stutt grein í tilefni af 40 ára afmæli Fram. Var þar stiklað á stóru í starfi félagsins og þess getið í framhjáhlaupi að í „ráði er nú að koma upp skíðasleða og er það mál all vel á veg komið“. Aðrar heimildir hafa ekki fundist um sleðamennskudrauma Framara, en gaman væri að vita hversu margra manna sleða þeir höfðu augastað á. Tvær aðrar skýringar – en jarðbundari – gætu þó verið á þessari smáfrétt. Mögulega er um innsláttarvillu að ræða og að í stað „skíðasleða“ hafi átt að standa „skíðaskála“. Annars konar misskilningur er mögulegur. Framvöllurinn í Skipholti var malarvöllur, sem þurfti að slétta reglulega – en við það verk hefði komið sér vel fyrir vallarvörð að hafa hefil og „sleða“. (Sport, 1.tbl. 1.árg. 1948)

8  Morgunblaðið, 15. nóv. 1947, bls. 7 9  Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 20. feb., 3. júní og 24. júní 1947 10  Morgunblaðið, 15. nóv. 1947, bls. 11

131


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Stórlaxinn sem slapp Um miðja tuttugustu öld voru kjör atvinnuknattspyrnumanna með öðrum hætti en síðar varð. Ekki var óalgengt að jafnvel frægustu knattspyrnukempur Englands reyndu að verða sér út um aukatekjur með því að þjálfa í öðrum löndum á sumrin. Árið 1947 stóðu Framarar í skeytasendingum við einn slíkan. Framherjinn Tommy Lawton hjá Chelsea sýndi þá mikinn áhuga á að koma til Íslands og þjálfa hjá Fram. Lawton hafði verið markakóngur í Englandi tvö ár í röð, áður en síðari heimsstyrjöldin brast á og átti stóran þátt í að gera Everton að meisturum. Ekkert varð úr því að Tommy Lawton tæki við Framliðinu, en hann hefði þar með orðið frægasti knattspyrnuþjálfari hér á landi, fyrr og síðar. (Gjörðabók stjórnar Knattspyrnufélagsins Fram, 20. feb.1947)

Ólympíuhugur í Frömurum Fyrstu Ólympíuleikarnir í tólf ár voru haldnir í Lundúnum sumarið 1948. Áhugi Íslendinga var gríðarlega mikill og höfðu margir hug á að mæta þangað sem áhorfendur. Síðla árs 1946 var stofnaður sérstakur „Olympiu-klúbbur“ Fram. Tilgangur hans var að skipuleggja hópferð félagsmanna á Ólympíuleikana og afla fjár til fararinnar. Nefndin kom nokkrum sinnum saman, en að lokum virðist hafa verið fallið frá þeirri hugmynd að Fram stæði fyrir skipulagðri hópferð. (Fundargerðabók Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 4. des. 1946)

Mengunarslys í uppsiglingu. Á þessari ein­ stæðu mynd má sjá Framvöllinn þakinn Hvalfjarðarsíld. Tilraunir til að verja völl­ inn fyrir lýsinu báru ekki árangur.

132

Bölvun síldarævintýrisins Síldin, silfur hafsins, lék Framara grátt á árinu 1948. Óhemjumagn af síld veiddist í Hvalfirði og var henni mokað á land án þess að nokkur hefði í raun hugmynd um hvort og hvernig takast mætti að koma henni allri í verð.11 Síldarverksmiðjur ríkisins föluðust eftir að fá Framvöllinn við Skipholt leigðan til geymslu á síldinni. Tilboð S.R. hljóðaði upp á leigu frá því í ársbyrjun og fram í miðjan apríl og skyldi vellinum skilað í ekki verra ástandi á eftir. Fyrir þetta fengju Framarar greidda 25 aura á síldarmálið, en þó aldrei meira en 18 þúsund krónur.12 Ekki er að undra þótt slíkar fjárhæðir hafi freistað stjórnarinnar, en þetta var nánast sama upphæð og Framarar höfðu rétt rúmlega ári fyrr áætlað heildarrekstrarkostnað félagsins í heilt ár.13 Þá verður að hafa í huga að sú hugmynd var rík í íslensku samfélagi að á uppgripstímum yrðu allir að leggjast á eitt við að „bjarga verðmætum“. Það er því vandséð að Frömurum hefði liðist að neita Síldarverksmiðjunum um afnot af vallar­ svæðinu. Stjórnendum Fram var því nauðugur einn kostur að ganga til samninga um síldargeymsluna, en hún átti eftir að draga dilk á eftir sér. Framvöllurinn hafði í upphafi þótt sérstaklega góður, ekki hvað síst vegna þess að klöppin undir honum var sprungin og því safnaðist vatn ekki fyrir á vellinum. Við síldargeymsluna lak hins vegar mikið af lýsi niður í jörðina, klöppin þéttist og völlurinn hætti að hreinsa sig eins vel og áður. Þannig vildu safnast pollar á ákveðna staði og var það vandamál viðvar-

11  12  13

Guðni Th. Jóhannesson: „Síldarævintýrið í Hvalfirði 1947-48“ Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 8. jan. 1948 Bskj.Rvíkur, einkaskjalasafn 225 (ÍBR), askja 20. Bréf frá stjórn Fram dags. 14.nóv. 1946


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

andi allan þann tíma sem völlurinn var í notkun.14 „Hann varð aldrei samur eftir þessi ósköp, þetta var eins og að leika á malbiki“, sagði Birgir Lúðvíksson í samtali við bókarhöfund.15 Þrátt fyrir fögur fyrirheit Síldarverksmiðjanna um að skila vellinum jafngóðum reyndist torvelt að innheimta þau loforð. Bærinn vildi ekki senda starfsmenn til verksins, enda Síldarverksmiðjurnar þegar stórskuldugar gagnvart bæjarsjóði. Að lokum þurftu Framarar að ganga í ábyrgð og höfðu sjálfir ýmsan kostnað af viðgerðunum.16 Til að bíta höfuðið af skömminni tókst Íslendingum ekki að selja nema hluta af því gríðarlega magni síldar sem mokað var á land í Hvalfjarðarævintýrinu 1948, svo aka þurfti henni á haugana í stórum stíl. Framarar urðu svo fyrir frekari skakkaföllum á árinu þegar kviknaði í félagsheimilinu. Mikið tjón varð í eldsvoðanum og var það metið á rúmar 37 þúsund krónur. Til samanburðar má nefna að kostnaður við skíðaskálakaup, sem þá voru mikið í umræðunni, var oft áætlaður á bilinu 20 til 25 þúsund. Í tengslum við viðgerðirnar var ráðist í breytingar á húsnæðinu, meðal annars á þann veg að ekki þyrfti lengur að fara um sal félagsheimilisins til að komast í búningsklefa.17

Síldarævintýrið í Hvalfirðinum 1948 var fáu öðru líkt. Sumar sögur hermdu jafnvel að skipin steyttu á síldartorfunum, eins og þessi skopmynd Spegilsins ber með sér.

Af toppnum á botninn Á sama tíma og haugarnir af Hvalfjarðarsíldinni fengu að skemma Framvöllinn fór að rofa til í vallarmálum hinna Reykjavíkurfélaganna. Nýr æfingavöllur var tekinn í notkun, Háskólavöllurinn, sem létti álaginu af Melavellinum. Ýmsar hugmyndir voru uppi um að reyna að setja gras á Melavöllinn eða í það minnsta að koma upp grasblettum fyrir aftan mörkin til æfinga. Lítið varð þó úr framkvæmdum. Vestur í bæ voru KRingar að hefja vinnu við eigin grasvöll, sem var formlega tekinn í notkun sumarið 1951.18 Íslandsmótið 1948 var með snubbóttasta móti. Byrjun þess var leikin fyrstu dagana í júní en seinni hlutinn í ágúst, vegna komu finnska landsliðsins. Í upphafsleiknum unnu Framarar sigur á ÍA, en hann fór fyrir lítið því Skagamenn drógu sig úr keppni síðar um sumarið – eftir að hafa misst hálft liðið á síldarvertíð. Enn hélt síldin því áfram að vera örlagavaldur fyrir Framara á árinu 1948. Valsmenn misstu af lestinni í baráttunni um Íslandsbikarinn með skelli á móti KR, en hálft Valsliðið var þá statt í Lundúnum að horfa á Ólympíuleika. Fram og KR mættust því í eiginlegum úrslitaleik í næstsíðasta leik mótsins, sem jafnframt þótti sá best leikni á árinu. Þar höfðu KRingar betur og tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sjö ár. Framarar

14  15  16  17  18

Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 86-87 Viðtal við Birgi Lúðvíksson Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 28. ap. og 31. maí 1948 Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 17. jan. 1949 Fyrsta öldin. Saga KR í 100 ár, bls. 93

Framararnir Sæmundur Gíslason (til vinstri) og Þórhallur Einarsson voru báðir í fyrsta landsliði Íslands sem mætti Dönum á Melavelli 17. júlí 1946. Sæmundur lék alls sex landsleiki á árabilinu 1946-51.

133


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Fjórði flokkur 1949. Efri röð frá vinstri: Kristinn Jóns­ son, Birgir Ísleifur Gunnars­son, Birgir Lúðvíks­son, Jóhann Stefáns­son, Björgvin Árna­son, Kristinn Baldvins­son og Jón Friðsteinsson. Fremri röð: Hjörvar Jónsson, Ólafur Jóns­son, Karl Hirst Karlsson, Sigurjón Þórarins­son og Sigurður Jónsson.

Þjálfarar meistaraflokks Fram 1946-1959: 1946 1947 1948 1949 1950 1951 1952 1953 1954 1955 1956 1957 1958 1959

James McCrae James McCrae James McCrae Enginn þjálfari Rudi Daniel Helmut Marinos Karl Guðmundsson Karl Guðmundsson Karl Guðmundsson Haukur Bjarnason Karl Guðmundsson Reynir Karlsson Guðmundur Jónsson Haukur Bjarnason Karl Guðmundsson Reynir Karlsson

(Upplýsingar um hver var titlaður þjálfari Fram, gátu verið mjög á reiki á sjötta áratugnum. Listinn er því ekki óyggjandi.)

Slegist um miðana Sígilt deiluefni innan íþróttafélaga er hverjir eigi að fá frímiða á leiki, svo sem landsleiki. Er þá eftirspurnin yfirleitt meiri en framboðið. Þegar finnska landsliðið kom til Íslands sumarið 1948 setti stjórn Fram einfalda reglu: „Áveðið að úthluta miðum, sem Fram hefur fengið að Finnaleikjunum á eftirfarandi hátt: giftir menn og trúlofaðir fái tvo miða en aðrir einn.“ (Gjörðabók stjórnar Fram, 30. júní 1948)

sprungu hins vegar á limminu, töpuðu lokaleiknum og höfnuðu í neðsta sæti, þrátt fyrir að vera með nánast óbreytt lið frá fyrra ári. Hápunktur knattspyrnuársins var fyrsti sigur íslenska landsliðsins, 2:0 á heimavelli gegn Finnum. Ríkharður Jónsson skoraði bæði mörkin. Finnarnir fóru raunar enga frægðarför til Íslands, því þeir töpuðu öllum þremur leikjum sínum, þar á meðal 4:1 fyrir sameinuðu liði Fram og KR. Stokkhólmsliðið Djurgården kom til Reykjavíkur þetta sama sumar í boði Fram og Víkings. Frumkvæðið að heimsókninni kom frá Svíunum sem voru á leið til Bandaríkjanna en buðust til að leika þrjá leiki hér á landi, gegn því að fá greiddan hluta ferðakostnaðarins.19 Reyndust leikmenn sænska annarrar deildar liðsins ofjarlar Íslendinga í öllum leikjum.

Áfram barátta við KR Þrjú ár í röð, 1948 til 1950, máttu Framarar bíta í það súra epli að horfa á KR-inga hampa Íslandsbikarnum eftir viðureignir liðanna. 1949 þurftu félögin að leika aukaleik um titilinn í hvassviðrisleik að viðstöddum fjölda áhorfenda. Öll mörkin voru skoruð gegn vindinum, þar sem KR-ingar höfðu betur, 2:1, þrátt fyrir stífa sókn Framara. Þjálfaravandræði meistaraflokks einkenndu sumarið 1949 og voru um margt dæmigerð fyrir þau vandamál sem fylgt gátu knattspyrnusamskiptum landa á milli á þessum árum. James McCrae hætti störfum sem þjálfari haustið 1948 og fljótlega upp úr áramótum var hafist handa við að fá þýskan þjálfara til félagsins, helst Íslandsvininn Lindemann. Fyrir milligöngu Lindemanns náðust samningar við þýskan fót­ bolta­þjálfara, Theodor Langel, sem átti að koma til landsins um vorið. Ýmiskonar vandræði með pappíra og leyfismál komu upp og 5. júní var 19

134

Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 29. des. 1947


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

loks farið að ræða um að rifta samningunum, enda maðurinn ókominn og tveir dagar í Íslandsmót.20 Aldrei kom þjálfarinn þetta sumarið og virðist meistaraflokkurinn hafa gengið sjálfala. Af leikjum sumarsins við erlend lið bar hæst viðureign sameiginlegs liðs Fram og Víkings við Ajax frá Amsterdam. Leiknum lauk með 5:2 sigri Reykjavíkurliðanna, þar sem Ríkharður Jónsson skoraði öll fimm mörkin. Ajax var um þær mundir eitt sterkasta félag Hollands og hafði unnið meistaratitilinn 1947, en hollensk knattspyrna var að sönnu mun lægra skrifuð þá en síðar varð. Samstarf Fram og Víkings var allmikið á þessum árum. Liðin tefldu oft fram sameiginlegri sveit gegn erlendum gestum og höfðu samstarf um að flytja inn keppnisflokka. Haustið 1949 kom fram sú hugmynd að félögin héldu sameiginlega í keppnisferð til Bandaríkjanna, en slíkt ævintýri hefði orðið langumfangsmesta keppnisferð íslenskra knattspyrnumanna fram að því.21 Ekkert varð þó úr hugmyndunum um Bandaríkjaför, en þess í stað var leitað hófanna um ferð til Þýskalands sem gekk loks eftir sumarið 1951. Aftur reyndust þjálfaramálin þung í taumi á árinu 1950. Þrátt fyrir vandræðaganginn árið á undan var þess freistað að semja á ný við hinn þýska Langel og voru allnokkur bréfaskipti milli hans og félagsins. Stóð jafnvel til að hann kæmi um mánaðamótin febrúar/mars svo unnt væri að taka voræfingarnar af festu. Babb kom í bátinn þegar Karl Guðmundsson fékk bréf frá hinum kunna þýska þjálfara, Sepp Herberger, þar sem eindregið var varað við því að ráða manninn til starfa. Framarar brugðust við varnaðarorðunum með því að krefja Langel um meðmælabréf frá vestur-þýska knattspyrnusambandinu, auk þess sem Herberger var beðinn um að hafa milligöngu um ráðningu á öðrum þjálfara.22 Niðurstaðan varð sú að þýskur maður, Rudi Daniel, gegndi starfinu sumarið 1950. Sem fyrr mættust Fram og KR í úrslitaleik Íslandsmótsins, þar sem Frömurum nægði jafntefli. KR-ingar höfðu 1:0 sigur og fögnuðu þriðja meistaratitli sínum í röð. Framarar gátu þó huggað sig við sigur á Reykjavíkurmótinu í þriðja sinn á fjórum árum.

Adam Jóhannsson markvörður Íslands­ meistara Fram árið 1947 var úr Pólunum, bráðabirgðahúsnæði sem Reykjavíkurbær lét reisa við Laufásveg á árum fyrri heims­ styrjaldarinnar. Pólarnir voru alla tíð öflugt vígi Fram.

Svipast um eftir nýjum heimkynnum Reykjavíkurbær hélt áfram að þenjast út öll stríðsárin og árin þar á eftir. Einkum fjölgaði börnum hratt og má tala um barnasprengju á árunum eftir stríð hér á landi líkt og víða annars staðar. Lengi hafði verið bent á að fjölgun íþróttafélaga í höfuðstaðnum hefði ekki haldist í hendur við íbúafjölgunina. Valur var yngstur stóru knattspyrnufélaganna fjögurra, stofnað 1911.

Kvikmyndasýningar í Framheimilinu nutu mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni. Myndir um félagana Gög og Gokke urðu oft fyrir valinu.

20  Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 5. júní og 29. des. 1949 21  Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 21. sept. 1949 22  Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 7. mars 1950

135


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Landsliðsþjálfari til hjálpar Sepp Herberger kom óvænt við sögu Fram á vormánuðum 1950, þegar hann kom því til leiðar að félagið hætti við að ráða þjálfara þann sem samið hafði verið við. Í staðinn hafði hann milligöngu um að verða Frömurum út um annan þýskan þjálfara. Framarar gátu varla verið heppnari með ráð­gjafa, enda Herberger enginn léttvigtarmaður. Hann var landsliðsþjálfari Þýskalands og síðar VesturÞýskalands frá 1936 til 1964. Hann gerði Vestur-Þjóðverja að heimsmeisturum árið 1954 og varð þá þjóðhetja í heimalandi sínu. Honum eru eignuð ýmis knattspyrnuspakmæli sem reynst hafa lífseig – þótt flest eigi þau það sameiginlegt að vera afar almenns eðlis, svo sem: „Der Ball ist rund“ (Knötturinn er hnöttóttur), „Der nächste Gegner ist immer der schwerste“ (Næsti leikur er alltaf sá erfiðasti) og „Das Spiel dauert neunzig Minuten“ (Leikurinn er níutíu mínútur). – Hver segir svo að knattspyrna þurfi að vera flókin? (www.de.wikipedia.org/wiki/ Sepp_Herberger)

Þriðji flokkur 1952, Íslands- og Reykjavíkur­meistarar. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Óskarsson, Kristinn Baldvinsson, Jón Friðsteinsson, Björgvin Árnason og Kristinn Jónsson. Fremri röð: Birgir Lúðvíksson, Grétar Sigurðs­son, Karl Hirst Karlsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson og Gunnar Leósson.

136

Árið 1949 rættist örlítið úr þessu þegar stofnuð voru tvö ný félög. Annað þeirra, K-1949, reyndist skammlíft. Hitt var Knattspyrnufélagið Þróttur, sem stofnað var á rústum hins skammlífa Ungmennafélags Grímsstaðaholts. Þróttarar sóttu félaga sína einkum á Grímsstaðaholtið og í Skerjafjörðinn. Nokkuð hafði verið um Framara á Grímsstaðaholtinu, en þeir gengu nú til liðs við hið nýja félag.23 Þessi þróun var rökrétt, enda félögin í Reykjavík að verða stöðugt hverfabundnari og með félagssvæðinu í Skipholti var Fram fyrst og fremst orðið austurbæjarlið. Segja má að Framarar hafi ekki fyrr verið búnir að hreiðra um sig á svæðinu fyrir neðan Sjómannaskólann en hugur félagsmanna hafi verið farinn að leita annað, enda ljóst frá upphafi að plássið væri ekki nógu mikið. Strax vorið 1949 er rætt um það í stjórn „…að reyna að fá nýtt íþróttasvæði þar sem að þetta svæði sem við nú höfum er aðeins til bráðabirgða.“24 Í sama streng var tekið á aðalfundi Fram haustið 1950. Þar lá fyrir að leggja niður slysasjóð félagsins frá 1932, enda sjóðurinn talinn óþarfur eftir að ný lög um almannatryggingar tóku gildi í ársbyrjun 1947. Var á fundinum rætt um að rétt væri að leggja fjármuni slysasjóðs í nýjan sjóð sem hefði það að markmiði að koma upp framtíðaræfingasvæði. Gjaldkeranum leist þó miður vel á hugmyndina og runnu peningarnir því í almennan félagssjóð.25 Svæðið sem Framarar höfðu augastað á var í Kringlumýri, „sunnan Miklubrautar, er takmarkast að austan af Seljalandsvegi en að vestan

23  Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 12. jan. 1950 og Jón Birgir Pétursson: Eyjólfur sundkappi, bls. 152-61 24  Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 26. maí 1950 25  Fundargjörðir Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 9. okt. 1950 og Jón Birgir Pétursson: Lifi Þróttur, bls. 23 og 36


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

af Kringlumýrarvegi“.26 Tók nú við áralöng barátta við bæjarkerfið, þar sem þrýst var á embættis- og stjórnmálamenn um að fá loforð fyrir nýju félagssvæði, koma svæðinu inn á skipulag, fá það afhent og loks standsett. Reyndist það meiri þrautaganga en nokkurn óraði fyrir.

Deildaskipt félag? Segja má að fyrsta skrefið í deildaskiptingu Fram hafi verið stigið árið 1944 þegar samþykkt var að veita konum inngöngu í félagið. Handboltastúlkurnar héldu hópinn og sinntu sínum málum að miklu leyti sjálfar. Þeir Framarar sem höfðu áhuga á skíðaferðum störfuðu sömuleiðis talsvert út af fyrir sig. Ef tekist hefði að koma upp skíðaskála félagsins á fimmta áratugnum, eins og allt stefndi í, er ljóst að stofna hefði þurft sjálfstæða skíðadeild. Við þetta bættist að skarpari skil fóru að verða milli handboltans og fótboltans. Þótt iðkendur væru margir þeir sömu á báðum stöðum, varð sífellt meiri aðskilnaður í starfinu ekki hvað síst eftir að handknattleiknum fór að vaxa fiskur um hrygg og iðkendum að fjölga. Í nóvember 1948 voru lagðar fram tillögur að lagabreytingum sem fólu í sér skiptingu félagsins upp í deildir. Var t.d. gert ráð fyrir fjárhagslegum aðskilnaði deildanna. Ekki varð sátt um þessar hugmyndir og munu yngri félagsmenn fremur hafa staðið gegn þeim, en þeir eldri verið hugmyndunum fylgjandi. Niðurstaðan varð eins konar málamiðlun, þar sem stofnaðar voru nefndir fyrir einstakar greinar (knattspyrnu, handknatteik og skíði). Skyldu formenn nefnda vera kjörnir á aðalfundi og eiga sæti í aðalstjórn, en aðrir nefndarmenn vera skipaðir af stjórn.27 Með stofnun íþróttanefndanna fækkaði mjög þeim málum sem aðalstjórn félagsins fékk inn á sitt borð, þótt hún yrði eftir sem áður að samþykkja allar fjárskuldbindingar. Skiptar skoðanir voru um ágæti deildanna og var t.d. lagt til á aðalfundi 1953 að þær yrðu lagðar niður. Sú tillaga fékk þó ekki mikinn hljómgrunn, enda töldu fleiri að með þessu fyrirkomulagi yrði íþróttastarfið betra og markvissara.28 Frá sjónarhóli sagnfræðingsins var nefndaskiptingin hins vegar ekki gæfuspor, því lítil eða engin gögn hafa varðveist um starfsemi nefndanna frá 1948 til 1963, þegar ákveðið var að stíga skrefið til fulls og stofna deildir innan félagsins. Á þessu tímabili verða hins vegar fundargerðir stjórnarinnar rýrari í roðinu og erfitt er að grafast fyrir um lyktir einstakra mála, einkum ef afgreiðslu þeirra var vísað til nefndanna.

26  45 ára afmælisblað Fram, bls. 23 27  Fundargjörðir Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 17. nóv. 1948 og aukaaðalfundur 25. nóv. 1948 28  Fundargjörðir Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 6. okt. 1953

Húshljómsveit í Framheimilinu Í auglýsingu fyrir sumarfagnað Fram, vorið 1950 er „hin vinsæla Fram­ hljómsveit“ kynnt til sögunnar. Tildrög hljómsveitarinnar má rekja til þess að við endurbætur á félagsheimilinu eftir bruna síðla árs 1948 var keypt píanó og trommusett. „Karl Torfason var á píanóinu, Pálmi Friðriksson á trommunni og Óskar Sigurbergsson með nikkuna“, rifjaði Gunnar Nielsen upp í 80 ára afmælisriti Fram. (Mbl., 19. apríl 1950 )

Sundfár skekur Ísland Eftir því sem næst verður komist hefur aldrei komið til tals að Fram tæki upp sundíþróttina. Sumarið 1951 rann þó sundæði í þjóðina, þegar efnt var til samnorrænnar sundkeppni. Fengust stig fyrir hvern þann sem synti 200 metra í almenningssundlaugum. Allir sem vettlingi gátu valdið stungu sér til sunds og Íslendingar sigruðu með fáránlegum yfirburðum. Framarar létu ekki sitt eftir liggja og var stofnuð sérstök sundnefnd til að starfa að keppninni fyrir hönd félagsins. Lýkur þar stuttri en sigursælli sundsögu félagsins. (Gjörðabók stjórnar Fram, 26. apríl 1951)

Haukur Bjarnason var einn öflugasti leik­ maður Fram á sjötta áratugnum og lék fimm A-landsleiki. Hann lét einnig til sín taka sem þjálfari yngri flokka og stýrði meistaraflokki í tvö sumur.

137


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Góða veislu gjöra skal

Kristján Albertsson var meðal stofnenda Knattspyrnufélagsins Fram, en var þó fullur tortryggni í garð íþrótta.

„Eftir leikinn fóru allir keppendur inn á Hotel Reykjavík og sátu þar að sumbli og gamni þangað til lokað var. Þá var farið um borð í „Ermine“ og skildust keppendur þar með beztu vináttu.“29 Þessi blaðafrásögn frá 1914 er einhver elsta heimild um gleðskap Framara á öldurhúsum Reykjavíkur. Leikmenn Fram þóttu glæsilegir menn og voru vinsælir í skemmtanalífi bæjarins, þar sem þeir létu mjög að sér kveða. Ekki var áfengi þó alltaf haft um hönd, til dæmis var Íslandsmeistaratitlinum 1915 fagnað með mjólk og rjómatertu á Hótel Skjaldbreið.30 Dansleikjahald varð snemma veigamikill þáttur í starfi Fram, bæði sem fjáröflun og til að efla félagsandann. Reykvísk samkvæmisljón létu sig ekki vanta á þessar skemmtanir, en Fram stóð meðal annars fyrir vinsælum áramótadansleikjum á fjórða og fimmta áratugnum. Ekki var síður mikil eftirvænting í tengslum við „aðaldansleik“ félagsins, sem oftast nær var haldinn í janúar eða febrúar. Þannig voru stóru orðin ekki spöruð fyrir aðaldansleikinn í Oddfellow-húsinu árið 1937, en í auglýsingu var lofað að þetta yrði: „Fjörugasti dansleikur ársins. – Margt nýtt.

Varað við íþróttabölinu Kristján Albertsson var í hópi piltanna sem stofnuðu Fram vorið 1908 og sá stofnfélaganna sem lengst var á lífi. Í 80 ára afmælisriti Fram játaði Kristján að hafa verið lítill knattspyrnumaður, en að hafa bætt upp það sem á skorti innan vallar með því að taka þeim mun virkari þátt í félagsstarfinu. Raunar hafi honum verið legið á hálsi fyrir að vilja breyta Fram í málfundafélag. Tortryggni Kristjáns í garð íþrótta­ iðkun­ar kom berlega í ljós síðla árs 1951 í langri grein um framfaramál Reykjavíkur­bæjar. Sá hann þar öll tormerki á byggingu „æskulýðshallar“, sem þá var mjög í umræðunni: „Í þessari æskulýðshöll fer langsamlega mest fyrir skautasal, íþróttasal og leikvöllum, en hvorki er gert ráð fyrir bóka­ safni nje lestrarsal. Það er fjærri mér að vilja gera lítið úr skemmti- eða uppeldisgildi íþrótta, en þó bregður mjer í brún þegar jeg sje svona uppdrátt. Bridge, tafl og íþróttir, allt getur þetta verið gott, en í mesta hófi. Og í óhófi getur hvort um sig orðið hin argvítugasta þroskatöf fyrir æskuna, og jafnvel bein vitskerðing fyrir unga sem gamla. (Skv. skandinaviska orðinu sportsidioti).

138

29  Morgunblaðið, 29. júní 1914, bls. 1098 30  Knattspyrnumót Íslands 1937, bls. 11

Áramótadansleikur Fram auglýstur í Morgunblaðinu 24. desember 1952. Samkomur sem þessar voru undantekningarlítið mjög vel sóttar.


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Bjarni Benediktsson svipti Hótel Borg vínveitingaleyfi sínu árið 1952 og lét endur­ skoða áfengislöggjöfina. Eftir það þurftu veitingamenn ekki lengur að fá íþrótta­ félög til að leppa umsóknir um vínveitingaleyfi. Skopmyndateiknari Spegils­ins sýnir Bjarna útskýra málið fyrir Eysteini Jónssyni og Jóhannesi á Borg.

– Innanhúsflugeldar. – Ballónar. – Skrauthúfur. – En hvað skeður klukkan 1?“31 Frá setningu áfengislaga árið 1935 og fram á sjötta áratuginn var aðeins einn veitingastaður á Íslandi með fast vínveitingaleyfi, en það var Hótel Borg. Til að koma til móts við aðra veitingamenn var félögum og samtökum veitt heimild til að sækja um sérstök leyfi til að bjóða upp á vín á samkomum sínum. Eigendum skemmtistaða var því mikill akkur í að laða til sín hvers konar íþrótta-, átthaga- og stjórnmálafélög. Í mörgum tilvikum var um raunverulegar skemmtanir á vegum þessara félaga að ræða, en með tímanum óx freistingin að misnota kerfið.

„Drykkjuskólar íþróttafélaganna“ Árið 1946 voru gefin út innan við 400 sérstök vínveitingaleyfi í Reykjavík en fjórum árum síðar voru þau nærri þrefalt fleiri. Vínþyrstir bæjarbúar gátu gengið að því vísu um hverja helgi að haldnir væru dansleikir með opnum bar, sem áttu að nafninu til að heita á vegum einhverrra félagasamtaka.32 Samkomur þessar voru þyrnir í augum Áfengisvarnarráðs sem sendi frá sér skýrslu um málið í ársbyrjun 1951. Þar kom fram að á tímabilinu 3. ágúst til 6. desember 1950 hefðu íþróttafélög bæjarins fengið vínveitingaleyfi svo tugum skipti. Frjálsíþróttadeild KR var umsvifamest í þessu efni, en á þessum fjórum mánuðum fékk hún tuttugu sinnum leyfi fyrir slíkum dansleikjum. Framarar hrepptu annað sætið í áfengiskapphlaupinu með sautján skipti. Ármenningar með sextán leyfi og ÍR-ingar með fjórtán fylgdu í kjölfarið, en þar á eftir var Skíðadeild Æskulýðsfylkingar Sósíalistaflokksins með

31  32

Er annars nokkuð gert til að vara æskuna við því að eyðileggja heilsuna á íþróttum – fá svokallað íþróttahjarta af stöðugri ofreynslu, eða t.d. bilaða fætur? … Ísland krefst harðrar heilsu og ókveifarlegra lifnaðarhátta af börnum sínum. Æskan á að synda og ganga – ganga mikið, og í öllum veðrum, ekkert er heilsusamlegra en hreyfing og frískt loft, og ekkert hræðilegra en að verja öllum sínum tómstundum í spilamennsku, fót­bolta, tafl eða tennis. Íþróttir mega aldrei verða neitt takmark eða aðalatriði í augum æskunnar; æskulýðshöll ekki að ala hana upp í íþróttadýrkun eða sportsidioti – en það gerir hún óbeinlínis ef hún skýtur ekki skjólshúsi yfir annað en í þróttir, leiki og bíósýningar.“ (Mbl., 27. nóv. 1951)

Norpað á Háskólavelli Háskólavöllurinn var tekinn í notkun 1948 og var um árabil notaður fyrir æfingaleiki og viðureignir yngri flokka. Aldrei var haft fyrir að koma upp búningsklefum við völlinn, heldur notast við aðstöðuna á Melavelli og gengið niður eftir. Of langt var að hlaupa upp eftir milli hálfleikja og þurftu leikmenn því að hírast úti í leikhléi, sem gat verið nöpur vist. „Einkum var þetta ergilegt þegar keppt var við KR-inga“, sagði Alfreð Þorsteinsson, „því Sigurður Halldórs­ son, forystumaður í knattspyrnudeildinni þeirra átti Volkswagen rúgbrauð sem hann mætti alltaf með á leiki. Þarna tróðu KR-ingarnir sér allir inn í hlýjan bílinn meðan við horfðum öfundaraugum á.“ (Viðtal við Alfreð Þorsteinsson)

Morgunblaðið, 26. feb. 1937, forsíða Eggert Þór Bernharðsson: Saga Reykjavíkur – Borgin. 1940-1990, síðari hluti, bls. 313-4

139


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Hallkell Þorkelsson leikmaður í öðrum flokki Fram 1962, langþreyttur á að bóna bíl þjálfarans.

Fúkkalykt og bílabón Hallkell Þorkelsson ólst upp í Fram­ nýlendunni við Grettisgötu og Njálsgötu. Vorið 2003 lýsti hann á skemmtilegan hátt knattspyrnuæfingum í Skipholtinu og aðstæðum þar: „Klöppin var hörð, rykið mikið og aðeins einn malarvöllur. Búi menn þétt verður samheldnin mikil og menn læra að taka tillit til hvors annars við slíkar aðstæður. Þetta vorum við fljótir að læra þegar Hallur heitinn bakari og Sveinn Ragnars voru að þjálfa okkur. Einnig kom Mummi mikið við sögu og ég held að ég hafi ekki bónað neinn bíl jafn oft og Bjölluna hans Mumma. Ennþá vakna ég á nóttunni og sé fyrir mér bónhúð hins seigvinnandi Mjallarbóns. Þessir menn ásamt fleirum skiluðu Fram mörgum efnilegum fótboltastrákum sem unnu marga titla. Ég finn ennþá þessa sérkennilegu lykt sem barst á móti manni þegar maður gekk á bak við Fram-heimilið og inn í búningsklefann, sennilega var þetta sambland af fúkka og Sloans hitaolíu. Allir ungir strákar áttu sér þann draum að geta komist yfir Sloans og þá helst ættaðan vestan af Melavelli frá Mikson.“ (Heimasíða Fram, 14. maí 2003)

140

sex áfengisskemmtanir. Á tímabilinu sjötta desember til sjöunda janúar trónuðu Framarar hins vegar á toppnum með níu vínveitingaleyfi, en aðrir fimm eða færri.33 Sem vænta mátti beindi Áfengisráð spjótum sínum sérstaklega að íþróttafélögunum og þætti þeirra í málinu. Varð templurum tíðrætt um siðferði þess að félög sem hefðu líkamsrækt og heilbrigði að markmiði sínu stæðu að drykkjusamkomum og var látið að því liggja að íþróttafélögin rækju „drykkjuskóla“ fyrir félagsmenn sína. Íþróttamenn svöruðu fullum hálsi og sögðu um ósmekklegan áróður að ræða, enda mætti öllum vera ljóst að skemmtanirnar væru ætlaðar almenningi sem myndi finna sér staði til að drekka áfengi þótt íþróttafélaganna nyti ekki við. Sportblaðið, sem var skammlíft tímarit um íþróttir, svaraði templurum af sérstakri hörku og benti á að hreyfing þeirra hefði um árabil fengið eftirgefinn skemmtana- og veitingaskatt, sem íþróttafélögin þyrftu að greiða. Íþróttafélögin væru aðþrengd fjárhagslega og neyddust því til að gerast leppar fyrir vínveitingaskemmtanir og við því væri ekkert að segja meðan aðrar tekjulindir stæðu ekki til boða.34 Blaðamönnum Sportblaðsins var heitt í hamsi og beindist reiði þeirra einkum að Gísla Sigurbjörnssyni, sem skrifað hafði harðorðar greinar gegn þessu skemmtanahaldi. Sá blaðið í tvígang ástæðu til að fordæma að Gísli væri fenginn sem fararstjóri í keppnisferð Fram og Víkings til Þýskalands sumarið 1951 í ljósi skrifa hans fyrr á sama ári.35

Tekið í taumana Ekki ríkti þó full samstaða innan íþróttahreyfingarinnar um réttmæti vínveitingasamkoma sem fjáröflunarleiðar. Í árslok 1950 ritaði ÍSÍ bréf til framkvæmdaráðs Íþróttabandalags Reykjavíkur þar sem framferðið var gagnrýnt. Svör bandalagsins voru á þá leið að um illa nauðsyn væri að ræða og sérstaklega áréttað að þetta væru ekki innanfélagsskemmtanir. Stóð í nokkru stappi milli framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sem mæltist til þess að íþróttafélögin ynnu að algerri útrýmingu áfengisneyslu og ÍBR sem taldi útilokað að reka íþróttafélög sem bindindisfélög þar sem þau skyldu vera opin öllum aðilum. Þó áréttaði ÍBR að aðildarfélög þess ynnu eftir sem áður að bindindismálum og að vínneysla væri óheimil í húsakynnum félaganna sjálfra. Íþróttaþing ÍSÍ tók málið fyrir og samþykkti á árinu 1951 að vinna gegn vínveitingum á skemmtun íþróttafélaganna og í kjölfarið kynnti framkvæmdastjórn sambandsins refsiákvæði gegn þeim félögum sem kynnu að verða brotleg. Nokkur félög héldu uppteknum hætti og í desember 1951 sagðist ÍSÍ hafa áreiðanlegar fregnir fyrir því að Fram, ÍR og

33  34  35

Íþróttablaðið, 1.-2.tbl., 14.árg. 1951, bls. 12 Sportblaðið, 2.tbl., 2.árg. 1951 Sportblaðið, 7.tbl., 2.árg. 1951 og 9. tbl., 2.árg. 1951


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Úrslitaleikur Íslandsmótsins 1957 milli Framara og Skagamanna, fyrsti deildar­ leikur á glænýjum Laugardalsvelli. Ríkharður Jónsson sækir að Geir Kristjánssyni markverði Fram.Guðmundur Guðmundsson og Halldór Lúðvíksson fylgjast með. ÍA sigraði með tveimur mörk­ um gegn einu og hampaði titlinum.

Tólf - tvö Skíðadeild KR hefðu gerst brotleg.36 Ekki kom til þess að félögin yrðu beitt refsingum, enda var þess skammt að bíða að skemmtunum þessum yrði sjálfhætt. Snemma árs 1952 svipti Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra Hótel Borg vínveitingaleyfi sínu og tók jafnframt fyrir veitingu allra skammtímaleyfa. Í kjölfarið hóf Alþingi endurskoðun áfengislöggjafarinnar og þurftu skemmtistaðaeigendur eftir það ekki að nota samkomur félagasamtaka sem skálkaskjól fyrir vínsölu.37 Erfitt er að segja með fullri vissu hversu veigamiklar tekjurnar af áfengisskemmtununum voru í rekstri félaga á borð við Fram í kringum 1950, en þó er ljóst að þær skiptu verulegu máli. Umræðan um þátt íþróttafélaganna í skemmtanahaldi þessu var skaðleg fyrir ímynd þeirra og olli deilum innan hreyfingarinnar. Hún varð þó einnig til að vekja athygli á því hversu dýr og erfiður reksturinn væri. Fyrstu hugmyndir um rekstur knattspyrnugetrauna komu t.a.m. fram í tengslum við þessar umræður og var stungið upp á því að getraunir gætu komið í stað hagnaðarins af vínveitingaleyfunum.38

Sumarið 1954 unnu Framarar sinn stærsta sigur á Íslandsmóti, 12:2 gegn Þrótti. Úrslitin voru óvænt, enda var Fram fyrir viðureignina án sigurs eftir þrjá leiki í mótinu. Mörkin tólf skiptust jafnt milli hálfleikja, en undir lok fyrri hálfleiks skoruðu Framarar fimm mörk á stundarfjórðungi. Blaðamaður Þjóðviljans lagði Þrótturum lífsreglurnar: „Það er skemmtilegt að leika sóknarleik og það virtist manni Þróttur leyfa sér á kostnað varnarinnar, og því fór sem fór. Hitt er hyggilegra að treysta vörnina fyrst og fremst og þá sérstaklega ef maður veit að mótherjinn er sterkari.“ Karl Bergmann gerði þrennu og Óskar Sigurbergsson skoraði fimm mörk.

Rýr áratugur

Lítill áhugi fyrir glímu

Nýtt stórveldi kom fram á sjónarsviðið í íslenskri knattspyrnu sumarið 1951. Ríkharður Jónsson fór aftur úr herbúðum Fram til sinna gömlu félaga á Akranesi þar sem hann gerðist þjálfari og leikmaður. Skagamenn unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil, en sex aðrir áttu eftir að bætast við áður en áratugurinn var úti.

36  37  38

Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 231-5 Eggert Þór Bernharðsson: Saga Reykjavíkur – Borgin. 1940-1990, síðari hluti, bls. 314 Íþróttablaðið, 1.-2.tbl., 14.árg. 1951, bls. 12

(Þjóðviljinn, 18. ágúst 1954)

Litlum sögum fer af glímukóngum úr röðum Framara. Í ársbyrjun 1956 ritaði Helgi Pálmason bréf til stjórnar félagsins og lagði til að stofnaður yrði glímu­ flokkur. Erindinu var svarað á þann diplómatíska hátt að stjórnin „…lýsti sig fylgjandi því að færa út starfsemi félagsins, ef slíkt kæmi frá stórum hópi félagsmanna, er væru þessu máli eða öðrum slíkum fylgjandi.“ (Gjörðabók stjórnar Fram, 13. jan. 1956)

141


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Ron Greenwood á Íslandi Sumarið 1952 kom Lundúnaliðið Brentford til Íslands í boði Fram og Víkings. Félagið var um þær mundir í annarri deild ensku knattspyrnunnar. Liðið lék nokkra leiki hér á landi, þar á meðal gegn sameiginlegu liðið gestgjafanna og sigraði 3:2. Einn leikmaður heillaði áhorfendur öðrum fremur. Þar var kominn Ronald Greenwood, fyrirliði enska B-landsliðsins, „…sem vakti hér sérstaka eftirtekt fyrir prúðan og fágaðan leik, því hann gerði allt af vandvirkni og yfirvegun og hreinsaði aldrei frá án þess að hugsa um að koma knettinum til ákveðins samherja.“ Ron Greenwood varð enn frægari fyrir afrek sín sem þjálfari en knattspyrnumaður. Hann stýrði liði West Ham snemma á sjöunda áratugnum, en liðið hafði þá innanborðs nokkra af helstu leikmönnum enska landsliðsins. Síðar tók hann við enska landsliðinu og stjórnaði því í úrslitum EM 1980 og HM 1982. (Árbók íþróttamanna 1953, bls. 165)

Mestallan sjötta áratuginn máttu Framarar hins vegar sætta sig við að hafna um eða fyrir neðan miðjan hóp liða. Einungis tvisvar náði liðið að blanda sér í toppbaráttuna svo nokkru næmi, árin 1957 og 1960. Í fyrra skiptið urðu Skagamenn Íslandsmeistarar með því að sigra í öllum fimm leikjum sínum, en lokaleikur mótsins var hreinn úrslitaleikur Fram og ÍA, sem lauk með 2:1 sigri Skagans. Leikurinn var sögulegur fyrir þær sakir að í fyrsta sinn var leikið á grasvelli í fyrstu deild, en um var að ræða formlegan vígsluleik Laugardalsvallar. Með því var brotið blað í sögu íslenskrar knattspyrnu og kepptust leikmenn og þjálfarar við að hrósa nýja leikvangnum. Dómari leiksins, Haukur Óskarsson, var ekki síður ánægður með aðstæðurnar og lét þess getið að engar hótanir hefðu heyrst um að drepa dómarann – sem þó gæti skýrst af því hversu langt áhorfendur væru frá vellinum.39 Árið eftir stóðu Framarar aftur í ströngu, en að þessu sinni á hinum enda stigatöflunnar. Deildarkeppni var tekin upp 1955 og færðist eitt lið milli fyrstu og annarrar deildar. Það kom til kasta íþróttadómstóls að ákveða hvort Fram hafnaði í fallsætinu á 50 ára afmæli sínu. Hafn­ firðingar kærðu Skagamenn fyrir ólöglega innáskiptingu í upphafsleik mótsins. Ef dómurinn hefði fallið ÍBH í vil hefðu Skagamenn misst af Íslandsmeistaratitlinum og Framarar setið einir á botninum. Dómararnir féllust ekki á kæruna og töldust Fram og ÍBH því jöfn að stigum. Í aukaleiknum voru yfirburðir Framara hins vegar miklir, 6:0.

Unglingarnir voru ljósi punkturinn Sveiflur á borð við þær sem Framarar máttu þola milli áranna 1957 og 1958 skýrðust að verulegu leyti af því hversu fáir leikir voru á Íslandsmótinu. Leikin var einföld umferð, þar sem allar viðureignir fóru fram í Reykjavík, 39

Þriðji flokkur 1953. Efsta röð frá vinstri: Haukur Bjarnason þjálfari, Kristján Jónasson, Grétar Sigurðsson, Rúnar Guðmannsson, Björgvin Árnason, Skúli Nielsen og Magnús Þorsteinsson. Miðröð: Marinó Eiður Dalberg, Birgir Lúðvíksson og Ólafur Jónsson. Fremsta röð: Ágúst Oddgeirsson, Karl Hirst Karls­son, Baldur Skaftason og Magnús Marteinsson.

142

Þjóðviljinn, 27. ágúst 1957, bls. 11


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Liðsmenn úr fjórða flokki 1957, sigurveg­ arar í knattþrautakeppni félagsins. Standandi frá vinstri: Jón Þorláksson for­ maður knattspyrnudeildar, Jón Sigurðs­son, Þorvaldur Ólafsson, Helgi Númason og Guðmundur Jónsson þjálfari. Fremri röð: Ásgeir Sigurðsson og Guðmundur Matthíasson.

þótt um innbyrðisleiki landsbyggðarliða væri að ræða. Ekki mátti mikið bera út af í móti þar sem hvert lið lék ekki nema fimm leiki. Úr þessu var bætt sumarið 1959 þegar tekin var upp tvöföld umferð. Þar með fóru landsbyggðarliðin að leika á sínum heimavöllum, sem jók á fjölbreytnina. Önnur afleiðing þessa var sú að Íslandsmótið fór að taka allt sumarið og varð þannig ótvírætt aðalmótið. Reykjavíkurmótið, sem hafði löngum verið í fullt eins miklum metum og Íslandsmótið, fór hægt og bítandi að láta undan síga. Spilaði þar inn í að minna þótti varið í knattspyrnumót sem ekki bauð upp á hið sterka og gríðarvinsæla lið Skagamanna. Haustið 1959 var í síðasta sinn keppt á haustmóti Knattspyrnuráðs Reykjavíkur í meistaraflokki, en það mót hafði verið á dagskrá frá 1939, fyrstu tíu árin undir nafninu „Walterskeppnin“. Af þeim tuttugu skiptum sem mót þessi voru haldin fór Fram þrisvar með sigur af hólmi: 1947, 1956 og 1957.40 Í stað haustmótsins var ákveðið að koma á legg nýju móti með aðild landsbyggðarliðanna, bikarkeppni KSÍ. 1960 byrjuðu Framarar Íslandsmótið af krafti og komust á toppinn, en misstu flugið er líða tók á sumarið. Liðið gerði jafntefli í einum og tapaði þremur af fjórum síðustu leikjum sínum og hafnaði á eftir bæði 40

Ekki var keppt haustið 1955

Spilandi landsliðsþjálfari Framarinn Karl Guðmundsson vann það einstæða afrek í landsleik Íslendinga gegn Norðmönnum 1954 að vera í senn þjálfari landsliðsins og leika í stöðu bakvarðar. Knattspyrnusagan hefur að geyma sárafá önnur dæmi um spilandi landsliðsþjálfara í knattspyrnu. Hinn kunni afríski knattspyrnumaður, George Weah, bætti þó um betur þegar hann var á sama tíma leikmaður, þjálfari og aðalstyrktaraðili líberíska landsliðsins.

143


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Þriðji flokkur 1956. Efri röð frá vinstri: Reynir G. Karls­son þjálf­ari, Ólafur Geirs­son, Örn Ingólfs­son, Ágúst Óskarsson, Hallgrímur Sveins­son, Daníel Jóns­son, Rúnar Jónsson og Sigurður E. Jónsson formaður knattspyrnunefndar. Fremri röð: Gylfi Scheving, Skúli Guðmunds­son, Sigurjón Ingvarsson, Einar Guðmunds­son og Valdimar Guðnason.

144

Skagamönnum og KR-ingum. Síðasta vonin um að innbyrða stóran titil á sjötta áratugnum rann út í sandinn síðla í október 1960 þegar Fram tapaði fyrir KR í úrslitaleik fyrstu bikarkeppni KSÍ. En þótt illa hafi gengið að koma bikurum í hús, bar öllum saman um að Framliðið væri efnilegt og vel spilandi. Einhvern veginn var þó eins og herslumuninn skorti. Á sama tíma og meistaraflokkurinn olli vonbrigðum ár eftir ár, stóðu yngri flokkarnir hins vegar í blóma. Áratuginn 1951 til 1960 urðu Framarar til dæmis fimm sinnum Íslandsmeistarar í þriðja flokki og þrisvar í fjórða flokki, en fyrst var efnt til Íslandsmóts í þeim aldursflokki sumarið 1954. Þá urðu Framarar Íslandsmeistarar í fimmta flokki þegar keppt var um þann titil í annað sinn árið 1959. Afmælisárið 1958 gat Fram státað af því að hafa sent ellefu flokka í þrjátíu mót. Þar af unnust fimmtán. KR-ingar fylgdu á eftir með ellefu titla, Valsmenn með þrjá og Skagamenn einn.41 Þá var til þess tekið hversu margir piltar úr Fram hefðu þreytt knattþrautir KSÍ, sem byrjað var að standa fyrir á þessum árum. Veitt voru brons-, silfur- og gullmerki eftir því hversu erfiðar æfingar drengirnir leystu og áttu Framarar langflesta brons- og silfurdrengi.

41

Fundargjörðir Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 23. okt. 1958


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Ævintýri á þjóðveginum Keppnisferðir út á land eru mikilvægur þáttur í öllu íþróttastarfi og kappkostuðu forráðamenn Fram alla tíð að fara sem oftast með unglinga­ flokka sína í slíkar ferðir. Um talsvert fyrirtæki gat verið að ræða, eins og nákvæm skýrsla um Norðurlandsför sumarið 1956 leiðir í ljós. Eftir átta klukkustunda akstur hélt hópurinn innreið sína á Blönduós síðla á laugardegi. Var ferðalöngum búinn næturstaður í samkomuhúsi á staðnum. Heldur þótti dvölin þar kalsaleg, enda snjóaði niður í miðjar hlíðar þótt kominn væri sjöundi júlí. Daginn eftir yfirgáfu Framarar þorpið, án þess að nokkur hræða sæist á kreiki, „…fyrir utan vatnskarl nokkurn, sem hafði þann starfa að bera vatn í fötum.“42 Þessu næst lá leiðin til Akureyrar, þó með viðkomu á Byggðasafni Skag­firðinga þar sem skoðaðir voru hrossabrestir og fleiri menningarminjar. Eftir að hafa spókað sig í sólarhring í höfuðstað Norðurlands var keppt við úrvalslið úr Þór og KA og tapaðist viðureignin naumlega. Fararstjórnarnir Jón Þorláksson og Óli Jósepsson (Óli Jobba) stóðu í ströngu. Mótmælaalda reis gegn matstofunni sem áætlað hafði verið að skipta við, þar sem maturinn reyndist alltof kryddaður. „Var þá ákveðið að öllum skyldi í sjálfsvald sett, hvar þeir ætu, einungis ef menn héldu sig í sæmilegum holdum. Tóku þá flestir það ráð að borða á Hótel KEA, þótt dýrt væri.“ Annað og ófyrirséð vandamál setti ferðaætlunina sömuleiðis í uppnám – Norðlendingar voru á síld. Upphaflega hafði staðið til að leika við Siglfirðinga í ferðinni, en síldaruppgripin gerðu slíkar vonir að engu. Á þriðjudeginum ók hópurinn til Dalvíkur, en þar var líka allt á kafi í síld og enginn mátti vera að því að eyða orðum í stráka að sunnan. Hrökkluðust Framarar því fljótt aftur til Akureyrar þar sem ósigursins frá kvöldinu áður var rækilega hefnt, 4:0. Var þá haldið til Húsavíkur með viðkomu í Ásbyrgi og Vaglaskógi auk fleiri merkisstaða. Hafði verið um það samið við Völsunga að heimamenn mættu tefla fram 2-3 leikmönnum úr öðrum flokki. Þeir reyndust hins vegar ellefu talsins og að auki tröll að burðum. Töldu Framarar sig góða að sleppa með 2:0 tap. Á heimleiðinni brotnaði gírkassinn í bifreiðinni við Námaskarð og við tók fimm klukkustunda viðgerð, þar sem knattspyrnumennirnir máttu hírast í bílnum heila nótt, matarlausir – uns ákveðið var að þjóðnýta akur rabarbararæktanda þar á staðnum. Tókst þannig að forða unglingaflokki Knattspyrnufélagsins Fram frá hungurdauða og komust allir heilir heim til Reykjavíkur eftir sjö daga ferðalag.

Guðmundur Óskarsson var fyrirliði Íslands­meistara­liðsins 1962. Þjálfari Framara, Guðmundur Jónsson, lýsti síðar nafna sínum á þá leið að hann hefði ver­ ið Trevor Brooking okkar Framara með nákvæmar stuttar og langar spyrnur. Á myndinni sést Guðmundur á unglingsárum.

Ekkert bruðl! Framarar áttu ekki frekar en önnur íþróttafélög því að venjast að hafa fullar hirslur fjár. Jafnvel smávægilegustu útgjöld þurftu að fá samþykki stjórnar félagsins og þar var haldið fast um budduna, eins og sjá má af fundargerðarbókum. 22. febrúar 1956 fékk stjórnin t.d. erindi þess efnis að handboltar félagsins væru orðnir lúnir. Ákveðið var að vandlega íhuguðu máli að kaupa tvo nýja bolta. Ári síðar fékk Carl Bergmann heimild til að kaupa borðtennisborð og tafl­ menn. Þegar komið var framundir vorið 1959 var svo samþykkt að láta gera við útvarpstæki félagsheimilisins, sem var bilað. Það var svo sannarlega horft í hverja krónu. (Gjörðabók stjórnar Fram, 22. feb. 1956, 3. jan. 1957 og 22. mars 1959)

42

Norðurlandsför 3. flokks Knattspyrnufélagsins Fram, vélrituð skýrsla

145


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Hrossalækningar Íþróttasjúkraþjálfun er tiltölulega nýtt fyrirbæri, en menn dóu þó ekki ráðalausir fyrr á árum eins og Kjartan Hallkelsson rifjaði upp: „Í yngri flokkunum voru nánast einungis æfingar en fáir leikir. Oft vorum við 60 til 90 strákar á æfingu á einum malarvelli. En áhuginn var fyrir hendi og það var ekkert sjónvarp og engar tölvur sem tóku athyglina frá fótboltanum. Menn fengu hvorki Cocoapuffs né Cheerios og menn tognuðu ekki eða slitu krossbönd eða liðbönd á þessum árum. … Í öðrum flokki urðum við síðan Íslandsmeistarar og þá fóru menn fyrst að meiðast. Þá var engin sjúkrataska og ekkert teip. Aðeins einn blautur svampur í poka hjá Mumma. Orðið sjúkraþjálfari var ekki til í þeirri merkingu sem það hefur í dag. Svarið hjá Mumma var alltaf það sama ef maður kvartaði: „Elskan mín vertu ekki að þessu væli.“ Ef það dugði ekki vorum við sendir á Klapparstíginn til töfralæknisins Ragnars! Okkur var vísað á bak við hvítt tjald og maður lá þar og beið uns töfralæknirinn birtist og spurði í mesta lagi: „HVAÐ?“. Maður benti á öklann og stundi. Nú var komið að því, aðeins þuklað á öklanum og viðkvæmur punktur fundinn. Maður þorði ekki að æmta né skræmta. Krossað á staðinn með bíró­penna. Sprautan á kaf og rafmagns­straumur hríslaðist upp allan líkaman og maður stundi. Svo heyrðist í Ragga: „Fimmtudag kl: 11.00…“ og töfralæknirinn var farinn. Maður varð alheill á undrahraða því af sprautunum hans Ragga vildi maður ekki hafa of mikil afskipti af, fyrir utan það að maður vissi ekkert hverju var verið að dæla í mann.“ (Heimasíða Fram, 14. maí 2003)

Keppnisför Framara til Vestur-Þýskalands sumarið 1953. Fyrri hluta sjötta áratug­ arins voru tengsl Fram við VesturÞýskaland afar náin. Farið var í keppn­ isferðir þangað, þýskum liðum boðið heim og leikmenn sendir til æfinga.

146

Loftbrú milli Íslands og Þýskalands Fram og Víkingur stóðu sameiginlega að komu knattspyrnuflokks frá Rínarhéruðunum þýsku haustið 1950. Upphaflega hafði hópurinn átt að koma á vormánuðum, en það frestaðist vegna tregðu Fjárhagsráðs við að gefa út gjaldeyrisleyfi. Vegna tafarinnar jókst kostnaðurinn við ferðina og varð nokkurt tap á ævintýrinu. Það var því huggun harmi gegn þegar Knattspyrnusamband Rínarhéraðanna bauð félögunum tveimur að senda 25 manna flokk til Þýskalands árið eftir, sér að kostnaðarlausu.43 Þýskalandsförin 1951 byrjaði ekki glæsilega. Leikið var í steikjandi hita og töpuðust fyrstu leikirnir 10:0 og 12:1. Munu fregnir af þessum stórsigrum hafa borist víða og var meðal annars sagt frá þeim í sænskum blöðum, þar sem þess var getið að áhorfendur hefðu heimtað endurgreiðslu.44 Sveið Íslendinga undan þessari umfjöllun, enda létu landsmenn sig miklu varða hvernig fjallað var um íslenska íþróttamenn á hinum Norðurlöndunum. Eftir að leikmennirnir náðu að venjast staðháttum tók landið hins vegar að rísa og í þremur síðustu leikjunum náðist eitt jafntefli og góður árangur gegn Eintracht Trier, í leik sem tapaðist 3:2. Fóru tveir þessara leikja reyndar fram á afleitum malarvöllum, sem gestgjafarnir töldu vera vinarbragð þar sem Íslendingar væru vanastir slíkum leikvöngum. Þjálfari Fram sumarið 1951 var grísk/þýskur að uppruna, Helmuth Marinos að nafni. Reyndist hann notadrjúgur í Þýskalandsförinni, þótt tæpt hafi raunar staðið að hann fengi að fara með. Hafði þá um vorið verið rætt í stjórn Fram um það vandamál að „…hinn þýski (gríski) þjálfari virðist hafa þá hugmynd í kollinum, að sjálfsagt væri að hann taki þátt í förinni“. Töldu stjórnarmenn út í hött að senda þjálfarann út með liðinu,

43  44

Sportblaðið, 1. árg., 11. tbl. 1950 og Afmælisblað Fram 1953, bls. 33 Sportblaðið, 2. árg., 8. tbl. 1951


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Sameiginleg sveit Fram og Víkings sem heim­sótti Vestur-Þjóðverja 1951. Félögin tvö höfðu á þessum árum mikla samvinnu þegar kom að keppnisferðum og mót­töku erlendra liða. Þýskalandsförin 1951 byrj­ aði með ósköpum, en úrslitin bötnuðu þeg­ ar leikmenn náðu að venjast aðstæðum.

enda ætti hann að sinna yngri flokkunum á meðan. Að lokum var fallist á að gera manninn að fararstjóra, frekar en að taka áhættuna á að missa hann alveg.45 Í tengslum við keppnisferðir þessar mynduðust góð tengsl milli Fram og Þýskalands sem allnokkrir leikmenn nýttu sér til að komast til æfinga ytra. Ríkharður Jónsson reið á vaðið árið 1950. Snemma árs 1951 dvöldu þeir Dagbjartur Grímsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Lúðvíksson og Magnús Jónsson um þriggja mánaða skeið í Þýskalandi, m.a. við knattspyrnuæfingar og fleiri bættust við á næstu misserum.46 Aftur var haldið til Þýskalands sumarið 1953 og voru þá Framarar einir í för, en styrktu lið sitt með þremur leikmönnum úr meistaraliði ÍA og Víkingnum Bjarna Guðnasyni. Úrslitin urðu öllu hagstæðari en í hið fyrra skipti. Tvö töp og tveir sigrar, þeir fyrstu sem íslenskir knattspyrnumenn unnu í Þýskalandi.47 Til stóð að ráðast í þriðju Þýskalandsförina sumarið 1957, í það skiptið til Vestur-Berlínar en Berlínarúrval kom til Reykjavíkur á vegum Fram á árinu 1956. Vegna vanefnda Þjóðverjanna varð ekkert úr ferðinni og rofnuðu í kjölfarið tengslin við Vestur-Þjóðverja á knattspyrnusviðinu, en þegar þar var komið sögu höfðu tíu af fjórtán síðustu leikjum Framara við erlend lið verið gegn Þjóðverjum. Í stað Berlínarfararinnar varð úr að Framarar héldu til Danmerkur sumarið 1958. Þar voru leiknir fjórir leikir sem töpuðust allir.

45  Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 21. apríl 1951 46  Afmælisblað Fram 1953, bls. 35-6 47  Afmælisblað Fram 1958, bls. 37-9

Skopmyndateiknari Spegilsins gaf ekki mikið fyrir íþróttamennsku í knattspyrnu­ heiminum.

Kynjalyfið Leikmenn Fram og Víkings voru grátt leiknir í Þýskalandsför sinni sumarið 1951, þar sem sumir leikjanna fóru fram í meira en þrjátíu stiga hita. Fyrsti leikurinn tapaðist 10:0, enda lumuðu þeir þýsku á leynivopni: „Í leiknum tókum við eftir því að Þjóðverjar voru sí og æ að stinga einhverju upp í sig. Þegar að var spurt reyndist þetta vera þrúgusykusmolar, sem þýzkir íþróttamenn gera mikið af að næra sig á í erfiðum keppnum. Við náðum okkur síðar í þennan sykur. Og létu leikmenn mjög vel af honum.“ (Afmælisblað Fram 1953)

147


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Svarta köngulóin

Lev Yashin hugnaðist vel sú hugmynd að standa í marki Fram gegn félögum sínum í Dynamo Moskvu, en úr því varð nú ekki.

Besti markvörður í heimi Lev Yashin heimsótti Ísland sumarið 1960 ásamt liði sínu Dynamo Moskvu í boði Fram. Á þeim tíma var hann almennt álitinn besti markvörður í heimi og er fastagestur á listum yfir bestu markverði sögunnar. Þetta ár varð hann Evrópumeistari í knattspyrnu með sovéska landsliðinu og hafði hlotið gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne fjórum árum áður. Miklar sögur fóru af afrekum Yashins í markinu, til að mynda er áætlað að hann hafi varið um 150 vítaspyrnur á ferlinum. Auk þess að leika knattspyrnu þótti Yashin liðtækur ísknattleiksmaður og vann hann til verðlauna í þeirri grein. (www.en.wikipedia.org/wiki/Lev_Yashin)

Franco bjargaði leiknum Blaðamenn Þjóðviljans voru að vonum súrir yfir að keppinautum þeirra á Morgunblaðinu tækist að

148

Allnokkur erlend knattspyrnulið sóttu Ísland heim á sjötta áratugnum. Í slíkum heimsóknum var yfirleitt reynt að láta gestina leika fjóra leiki, þar sem fyrsti leikurinn var að jafnaði gegn gestgjöfunum en hinar viðureignirnar gegn öðrum félögum og/eða úrvalsliðum. Það þóttu tíðindi þegar útlendinga bar að garði og fólk flykktist á völlinn. Sumarið 1958 mættu svo margir á leiki unglingaliðs frá Roskilde sem hingað kom á vegum Fram að hagnaður varð af heimsókninni, sem þóttu raunar fréttir til næsta bæjar.48 Samskipti milli landa voru erfið og oft renndu íslensku liðin blint í sjóinn varðandi styrk mótherja sinna. Oftar en ekki voru erlendir gestir hlaðnir lofi og rætt um hversu framarlega þjóðir þeirra væru á knattspyrnusviðinu, en þegar til kastanna kom reyndust leikmennirnir vera áhugamenn og liðin lítt samhæfð samtíningslið úr hinum ýmsu félögum. Í öðrum tilvikum kom í ljós að gestirnir voru algjörir ofjarlar Íslendinga og það eina sem hélt niðri markamuninum voru vallaraðstæður sem útlendingarnir áttu ekki að venjast. Þau sovésku lið sem heimsóttu Ísland á sjötta áratugnum falla í seinni flokkinn. Árin 1956 og 1957 komu Lokomotiv Moskva og Dynamo Kiev til Reykjavíkur og sáust þar tölur eins og 13:2 og 10:1. Markverðust þótti þó heimsókn stórliðsins Dynamo Moskvu á vegum Fram árið 1960. Með liðinu lék þá markvörðurinn Lev Yashin, einn allra frægasti knattspyrnumaður þess tíma. Yashin hafði viðurnefnið „Svarta köngulóin“, en alsvartur markmannsbúningurinn var helsta einkennismerki hans. Stjórnendur Fram hefðu aldrei látið sig dreyma um að reyna að fá aðallið Dynamo Moskvu til landsins, en töldu sig eiga von á unglingaliði Moskvuborgar og tóku allar ráðstafanir varðandi gistingu leikmanna og kynningu á hinum fyrirhuguðu leikjum mið af því. Fyrir tilviljun barst íþróttafréttamanni Morgunblaðsins njósn af sovéska hópnum í Kaupmannahöfn á leiðinni til Íslands og spurði forráðamenn Fram út í hina frægu gesti. Þar varð uppi fótur og fit, enda hafði ætlunin verið að láta unglingana gista í svefnpokaplássum í Miðbæjarskólanum. Atli Steinarsson, íþróttafréttaritarinn sem komst á snoðir um ferðir Yashins og félaga, féllst á að halda eftir plássi á baksíðu Morgunblaðsins til að kynna kappleikinn milli íslenska úrvalsliðsins og Dynamo. Á síðustu stundu tókst að fá fréttirnar staðfestar áður en blaðið fór í prentun. Knattspyrnuáhugamenn fengu því ekki að vita fyrr en að morgni leikdags hvílíkt stórlið væri komið til landsins.49 Fréttin barst eins og eldur í sinu og þótt fyrirvarinn væri skammur mættu um ellefu þúsund áhorfendur á Laugardalsvöll til að horfa á gestina mæta „úrvalsliði Suðvesturlands“, sem svo var nefnt. Leiknum lauk með 3:0 sigri Sovétmanna, en yfirburðir þeirra voru þó meiri – enda sagði

48  49

Fundargjörðir Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 23. okt. 1958 Morgunblaðið, 3. Júní 1960, baksíða og samtöl við Harald Steinþórsson


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

í fyrirsögn Morgunblaðsins: „Rússar beittu yfirburðum af diplómatískri kurteisi“.50 KR-ingar voru næstu fórnarlömb Moskvubúa. Sjö þúsund áhorfendur sáu lið þeirra tapa 6:0, en KR-ingar höfðu árið áður orðið Íslandsmeistarar á fullu húsi stiga. Var því farið að fara um Framara, sem sáu fram á sögulegt afhroð. Kviknaði meðal annars sú hugmynd að fá Lev Yashin til að skipta um lið í lokaleiknum. Var tillagan borin undir markvörðin sem líkaði hún ágætlega, en ekkert varð þó úr því. Leikmenn Dynamo skoruðu níu mörk gegn engu, án þess þó að hafa mikið fyrir hlutunum. Þrátt fyrir markasúpuna var markvörðurinn, Geir Kristjánsson, talinn bestur Framara – en haft var eftir áhorfanda að líklega tæki sig ekki fyrir Rússana að fara í sturtu eftir leikinn.51

Gerska ævintýrið Dynamo Moskva var þriðji knattspyrnuflokkurinn sem Sovétmenn sendu til Íslands, en fyrri tvær heimsóknirnar höfðu ekki verið endurgoldnar. Sovéska knattspyrnusambandið gerði Frömurum það hins vegar skýrt að

„skúbba“ fréttinni um komu Dynamo Moskvu, ekki hvað síst þar sem íþróttasíða Þjóðviljans sýndi sovéskum knattspyrnu­liðum gríðarlega mikinn áhuga um þessar mundir. Blaðið sagði frá leikjum Dynamo-liðsins hér á landi á forsíðu, en þangað komust íþrótta­ fréttir sjaldan. Þar upplýstu Þjóðviljamenn að í raun væri koma þessara gesta spænska ein­ ræðis­herranum Franco að þakka. Spánn og Sovétríkin áttu að keppa í Evrópu­ keppni landsliða, en spænska stjórnin hafði skyndilega neitað liði sínu um vega­bréfsáritun. Fyrir vikið hafði öll dagskrá sovéska knattspyrnusambandsins riðlast og því var ákveðið á síðustu stundu að senda lið Dynamo Moskvu til Íslands. (Þjóðviljinn, 4. júní 1960)

Ljótur bikar? 50  Morgunblaðið, 4. Júní 1960, bls. 22 51  Morgunblaðið, 9. júní 1960, bls. 23

Árið 1961 var í síðasta sinn keppt um Íslandsbikar þann sem Knatt­ spyrnufélagið Fram gaf árið 1912. Lengi hafði verið rætt um að kaupa nýjan grip og töldu Framarar eðlilegt að fá að gefa hann. Forysta KSÍ notaði hins vegar tækifærið á keppnisferðalagi í Bretlandi og keypti bikar á útsölu, að sögn Geirs Kristjánssonar – en hann var, eins og margir aðrir Framarar, ósáttur við nýja bikarinn og taldi hann ljótan. (Sigmundur Ó. Steinarsson: Mörk og sætir sigrar I, bls. 100)

Rússlandsfarar í ágúst 1961. Talið að ofan frá vinstri til hægri: Hinrik Lárus­son, Björgvin Árnason, Hrannar Haralds­son, Rúnar Guðmannsson, Valdimar Guðnason, Sigurður Einarsson, Guðjón Jónsson, Baldur Scheving, Halldór Lúðvíks­son, Gunnar Felixson (láns­maður), Birgir Lúðvíks­son, Ragnar Jóhannsson, Grétar Sigurðs­son, Þórólfur Beck (láns­ maður), Böðvar Pétursson, Sveinn H. Ragnar­sson, Sæmundur Gíslason, Reynir Karlss­on, Helgi Daníels­son (láns­maður), Jón Sigurðsson og Geir Kristjánsson.

149


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Auglýsing frá Lúllabúð úr gömlu Framblaði. Lúllabúð var fjölskyldufyr­ irtæki með mikil tengsl við Fram. Ekki var óalgengt að forsala miða á kappleiki og skemmtanir færi fram í Lúllabúð eða í öðr­ um vinveittum fyrir­tækjum.

nú væri um skiptiheimsókn að ræða og þess væri vænst að Fram færi utan á næsta sumri.52 Þótti ekki í lítið ráðist, enda höfðu utanfarir íslenskra félagsliða fram að þessu einkum verið til Noregs, Danmerkur, Þýskalands eða Færeyja. Ferðalagið var langt og strangt. Farið var um Helsinki til Leníngrað og þaðan til Eystrasaltsríkjanna. Andstæðingar Framara voru félagslið frá höfuðborgum Eistlands, Hvíta-Rússlands og Litháen og töpuðust leikirnir með þremur, fjórum og fimm mörkum gegn engu. Undu Framarar þó sæmilega við sína frammistöðu, enda mótherjarnir allt lið úr fyrstu deild sovésku knattspyrnunnar. Sovétferðin varð minnisstæð öllum þeim sem í hana fóru, enda margt með öðrum hætti eystra en menn áttu að venjast í Vestur-Evrópu. Margir áttu þó eftir að minnast með hryllingi endalausra lestarferða, sem tekið gátu allt upp í sólarhring. Raunar má segja að um hálfgerða óvissuferð hafi verið að ræða, því Framarar fengu fyrst að vita við komuna hverjir andstæðingarnir yrðu en fararstjórar íslenska hópsins höfðu talið að ætlunin væri að keppa í Moskvu.53 Fjórtán ár áttu eftir að líða uns íslenskt félagslið hélt aftur til Sovétríkjanna, en þá drógust Skagamenn gegn Dynamo Kiev í Evrópukeppni. Ekki dró förin í austurveg ferðahuginn úr Frömurum. Þeir voru duglegastir allra liða við að fara í keppnisferðir til útlanda, aðrar en í Evrópukeppni, allan sjöunda áratuginn. Þar var þó ekki leitað langt yfir skammt, tvívegis lá leiðin til Færeyja – árin 1966 og 1969 – og til Svíþjóðar sumarið 1968.

Árangur Fram á Íslandsmótinu 1946-1960:

Íþróttahverfi Reykjavíkur

1946 1947 1948 1949 1950 1951 1952 1953 1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960

Framheimilið í Skipholtinu var ekki orðið þriggja ára gamalt þegar félagsmenn höfðu fengið augastað á framtíðarsvæði á öðrum stað. Íþróttabandalag Reykjavíkur og félögin í bænum höfðu markað þá stefnu síðla árs 1948 að úthluta skyldi öllum íþróttafélögum sem þess óskuðu land­rými fyrir æfingavelli, íþróttahús og félagsheimili. Íþróttasvæðum þessum skyldi dreifa um bæinn, þannig að þau lægju sem best við íbúðahverfum.54 Í samræmi við þessa stefnu úthlutaði bæjarráð sex stærstu félögunum eigin íþróttaæfingasvæðum. Fram, KR og Valur höfðu þegar yfir slíkum svæðum að ráða, svo samþykktin hafði lítið fyrir þau að segja. Ármenningar fengu úthlutað svæðinu við Nóatún, sem Fram hafði áður falast eftir og höfðu því greinilega orðið einhver sinnaskipti hjá skipulagsyfirvöldum. Ekki verður þess vart að Framarar hafi amast við því að fá Ármann nánast inn á gafl til sín, sem skýrist væntanlega af

150

1. sæti af sex. 9 stig (17:10) 1. sæti af fimm. 7 stig (7:4) 4. sæti af fjórum. 1 stig (3:6) 2. sæti af fimm. 5 stig (12:9) Tap fyrir KR 1:2 í úrslitaleik 2. sæti af fimm. 5 stig (8:4) 5. sæti af fimm. 3 stig (5:13) 3. sæti af fimm. 4 stig (8:9) 5.-6. sæti af sex. 0 stig (2:7) Keppt í tveimur þriggja liða riðlum 3. sæti af sex. 5 stig (21:11) 5. sæti af sex. 3 stig (6:11) 4. sæti af sex. 4 stig (10:12) 2. sæti af sex. 7 stig (7:3) 5. sæti af sex. 2 stig (8:12) Fram sigraði ÍBH 6:0 í auka leik um fall – tvöföld umferð tekin upp 3. sæti af sex. 11 stig (19:18) 3. sæti af sex. 11 stig (21:24)

52  Morgunblaðið, 31. maí 1960, bls. 22 53  Viðtal við Svein H. Ragnarsson 54  Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 207


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

því að Ármenningar lögðu ekki stund á knattspyrnu og töldust því ekki keppinautar. Víkingum var fundinn staður við Njarðargötu, en sú staðsetning þótti misheppnuð. Engin fjölmenn íbúðarhverfi voru í grenndinni, nema þá helst Grímsstaðaholtið þar sem Þróttarar voru að hasla sér völl. Árið 1952 sóttu Víkingar því um að fá úthlutað svæði í Bústaða- og Smáíbúðahverfi og fengu það ári síðar. ÍR-ingar féllu hins vegar frá því að koma sér upp félagssvæði að sinni.55 Enn er ótalið Ungmennafélag Reykjavíkur, sem lítið hafði látið að sér kveða í íþróttalífi bæjarins um nokkurt skeið. Í kringum 1950 komst nokkur kippur í starfsemina, félagið fékk úthlutað svæði í Laugardalnum og hófst handa um framkvæmdir. Ætlun félagsmanna var að hasla sér völl á íþróttasviðinu og taka upp sem flestar keppnisgreinar, en þau áform fóru út um þúfur og félagið lognaðist út af.

Á hraða snigilsins Kringlumýrin var fyrst nefnd sem nýtt landnám Framara árið 1949 og var þá miðað við landspildu sunnan Miklubrautar, rétt norðan við gamla golfvöllinn. Á aðalfundi Fram haustið 1953 var stjórninni formlega falið að finna framtíðarsvæði og byrja framkvæmdir.56 Árið eftir gat stjórnin tilkynnt að hafnar væru samningaviðræður við borgina um úthlutun á svæði í Kringlumýri. Svo mikil var bjartsýnin á að málið fengi hraðan framgang innan bæjarkerfisins, að aðalfundurinn veitti stjórninni heimild til að fá skíðasjóðinn lánaðan til vallarframkvæmda.57

Lúðvík Þorgeirsson ávarpar gesti á 50 ára afmælisfögnuði Fram og gerir grein fyrir fjársöfnun meðal félagsmanna til fram­ kvæmda á nýju félagssvæði. Lúðvík gegndi ýmsum störfum fyrir Fram og var formað­ ur 1935-37. Hann var gerður að heiðurs­ félaga árið 1958.

55  Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 208-9 56  Fundargjörðir Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 6. okt. 1953 57  Fundargjörðir Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 18. nóv. 1954

Gunnar Thoroddsen borgarstjóri af­hendir Haraldi Steinþórssyni formanni Fram skjal á hálfrar aldar afmæli félagsins. Látið var í það skína að um formlegt afhendingar­ bréf væri að ræða, en í raun var plaggið einungis staðfesting á fyrri viljayfirlýsingu bæjarins um að Fram fengi íþróttasvæði í Kringlumýri. Enn átti langur tími eftir að líða uns embættismenn Reykjavíkur­bæjar luku við að mæla út landið.

151


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Unnið á hlutkesti Tvívegis hefur það gerst í sögu bikarkeppni KSÍ að Framarar hafa komist áfram á hlutkesti. Fyrra skiptið var árið 1961, þegar bikarkeppnin var haldin í annað sinn. Þá áttu b-lið Fram og Íþróttabandalag Ísafjarðar að mætast í keppni um að komast í fjórðungsúrslit. Var leikurinn auglýstur þrisvar sinnum, en aldrei komust Framarar vestur. Að lokum var varpað hlutkesti og hafði Fram betur. Taldist þetta vel sloppið því Ísfirðingar töpuðu ekki leik þetta sumar og unnu 2. deildina með yfirburðum. Þá höfðu sömu lið mæst í bikarkeppninni árið áður og þá sigraði ÍBÍ. Haustið 1967 mættust Fram og ÍBA tvívegis í fjórðungsúrslitum bikarsins. Jafntefli varð í bæði skiptin og urðu lokatölur 5:5 í fyrri leiknum. Sem fyrr urðu Framarar hlutskarpari í hlutkestinu og komust í undanúrslit. (Bikarúrslitaleikur 1984, leikskrá; Víðir Sigurðsson: Íslensk knattspyrna 1988 og Dagur, 4. okt. 1967)

Fyrsta vítakeppnin B-lið Fram hélt til Akureyrar sumarið 1964 og freistaði þess að komast í fjórðungsúrslit bikarkeppninnar. Lið Akureyringa, sem þá hafði nýverið sigrað í annarri deild, var sigurstranglegra, enda hafði bræðingslið úr meistara- og fyrsta flokki Fram tapað 8:1 á Akureyri í æfingarleik sama sumar. Jafnt var eftir framlengingu, 2:2. Var þá gripið til vítaspyrnukeppni í fyrsta sinn hér á landi. Framarar misnotuðu tvær spyrnur og biðu því lægri hlut í þessari sögulegu viðureign. (Vísir, 14. sept. 1964 og Alþýðublaðið, 7. júlí 1964)

Baldur Scheving fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Fram 1962 berst við Bjarna Felixson, varnarmann KR á Laugardalsvelli sama sumar.

152

Ekkert varð úr framkvæmdum sumarið 1955, enda þokaðist málið ekkert áleiðis. Framarar héldu reglulega á fund stjórnenda bæjarins og skipulagsyfirvalda á næstu misserum. Alltaf var erindi þeirra tekið vinsamlega og verður ekki séð að sérstök andstaða hafi verið við málið innan bæjarkerfisins. Engu að síður gerðist ekki neitt. Í tengslum við fimmtíu ára afmæli Fram 1958, tókst að þrýsta á um að Gunnar Thoroddsen borgarstjóri afhenti félaginu bréf frá bæjarráði upp á nýtt félagssvæði, sem liggja skyldi beggja vegna Miklubrautar austan Stakkahlíðar. Afhendingin var þó hálfgerð sýndarmennska, þar sem enn var ekki búið að skipuleggja svæðið. Það tók embættismenn Reykjavíkur vel á fimmta ár að ljúka við að mæla út lóð nýja svæðisins. Því verki var ekki lokið fyrr en 19. nóvember 1962, en þann dag fékk félagið loksins bréf fyrir landinu undirritað af borgarverkfræðingi.58 Það vekur óneitanlega furðu að rúm átta ár hafi liðið frá því að Framarar töldu sig komna með vilyrði fyrir íþróttasvæði, þar til félagið fékk það afhent og enn lengri tími áður en eiginlegar framkvæmdir hófust. Freistandi er að draga þá ályktun að skipulagsyfirvöld hafi viljað bíða með alla vinnu á svæðinu þar til hafist yrði handa við aðrar framkvæmdir í hverfinu, s.s. byggingu barnaskóla. Álftamýrarskóli tók til starfa haustið 1964 og var frá upphafi ætlunin að reisa íþróttahús við skólann. Höfðu Framarar freistað þess að ná samningum við borgina um samstarf við byggingu og rekstur hússins, en öllum slíkum hugmyndum var hafnað.59 Þótt sameiginlegt eignarhald hafi ekki komið til greina, var litið svo á að Fram hefði forgang að lausum tímum í húsinu eftir að það var tekið í

58  59

Fundargjörðir Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 2. des. 1962 Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur 4. des. 1961 og 29. mars 1962


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

notkun haustið 1969. Varð Álftamýrarskóli þá þegar aðalæfingarhúsnæði handknattleiksfólksins. Innrás knattspyrnumanna í Safamýrina hófst um svipað leyti, þegar komið var upp malarvelli á lóð skólans. Tóku knattspyrnumenn úr Fram völlinn traustataki og hófu að skipuleggja þar æfingar, þar sem búningsaðstaða skólaíþróttahússins var nýtt. Landnámið var hafið.

Skammt stórra högga á milli Eftir að hafa velgt Skagamönnum undir uggum í baráttunni um meistaratitilinn sumarið 1960, máttu Framarar ári síðar berjast fyrir sæti sínu í fyrstu deildinni. Reyndar var aldrei veruleg hætta á ferðum, þar sem Hafnfirðingar sátu á botninum allt frá byrjun og fengu aðeins eitt stig. Árið 1962 kom það í hlut nýliða Ísfirðinga að reka lestina, en þá bar svo við að hin liðin fimm voru öll með í baráttunni um að verða Íslandsmeistarar. Og svo fór að lokum að Fram hreppti hnossið og þar með titilinn í fyrsta skipti í fimmtán ár. Akurnesingar stóðu einna best að vígi þegar kom að lokasprettinum, en náðu ekki nema tveimur stigum úr lokaleikjunum þremur. Annað þeirra var í markalausu jafntefli gegn Fram á Laugardalsvelli að viðstöddum rúmlega fjögur þúsund áhorfendum. Framarar sluppu með skrekkinn og sátu á toppnum með tólf stig eftir níu leiki, en ÍA og Valur voru með ellefu stig, þar af Skagamenn með tvo leiki til góða. Vonir Framara stóðu því og féllu með því að Skagamenn töpuðu fleiri stigum. Það gekk eftir, því í lokaleik sínum unnu Valsmenn óvæntan stórsigur á Akurnesingum. Á sama tíma léku Framarar á Akureyri og hefðu getað tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Leikurinn á Akureyrarvelli reyndist ekki sú sigurhátíð sem vonir stóðu til. Norðanmenn komust í 2:0 en Framarar jöfnuðu í síðari hálfleik. Skagamenn hefðu með sigri í síðasta leik sínum komist upp að hlið Fram og Vals, sem þýtt hefði úrslitakeppni þriggja liða um meistaratitilinn. 4:4 jafntefli ÍA og KR kom í veg fyrir að sú martröð mótanefndar KSÍ yrði að veruleika og þess í stað mættust Valur og Fram í úrslitaleik á Laugardalsvelli þann 30. september í miklu roki.

Barist í níu vindstigum Hvöss norðaustanátt gekk yfir landið helgina sem úrslitaleikurinn fór fram. Bárujárnsplötur fuku af þökum með tilheyrandi tjóni og skip lentu í vandræðum við að sigla inn í Reykjavíkurhöfn. Engu að síður virðist aldrei hafa komið til tals að fresta leiknum, hvað þá að flauta hann af þegar veðrið varð hvað verst. Með vindinn í bakið tókst Frömurum að skora eitt mark í fyrri hálfleik og var þar að verki Baldur Scheving á 32. mínútu. Mátti raunar litlu muna að staðan væri jöfn eftir fyrstu þrjá stundarfjórðungana því

Geir Kristjánsson bleytir upp í mark­ mannshönskum sínum í kappleik á Laugardalsvelli meistarasumarið 1962. Hann hafði í nógu að snúast í úrslitaleik Íslandsmótsins gegn Valsmönnum í níu vindstigum.

Fjögur mörk á korteri Grétar Sigurðsson varð markakóngur Fram sumarið 1962 með sex mörk. Fjögur þeirra skoraði hann á fimmtán mínútna kafla í fyrri hálfleik gegn Ísfirðingum. Eftir fjórða markið mun Dagbjartur Grímsson hafa kallað til andstæðinganna og spurt: „Ætlið þið ekki að stöðva strákinn?“ – Var mál manna að Dagbjartur væri orðinn smeykur um að missa markametið, en hann skoraði sjö mörk í einum og sama leiknum gegn Víkingum í Reykjavíkurmótinu. (Sigmundur Ó. Steinarsson: Mörk og sætir sigrar I, bls. 86)

153


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Íslandsmeistarar Fram 1962. Efri röð frá vinstri: Björgvin Árnason, for­ maður knattspyrnunefndar, Ásgeir Sigurðs­ son, Arnór Sveinsson, Guðjón Jónsson, Halldór Lúðvíksson, Hrannar Haralds­son, Birgir Lúðvíksson, Þorgeir Lúðvíksson, Dag­bjartur Grímsson og Guðmundur Jónsson þjálfari. Fremri röð: Ragnar Jóhannes­son, Hall­ grímur Scheving Kristinsson, Geir Kristjáns­son, Guðmundur Óskarsson, fyr­ irliði, Guðmundur Matthíasson, Baldur Scheving og Grétar Sigurðsson. Á myndina vantar Baldvin Baldvinsson.

154

Guðjón Jónsson hafði bjargað naumlega á marklínu. Ekki þótti þetta gott veganesti, einkum þar sem stöðugt bætti í vindinn. Geir Kristjánsson, hinn litríki markvörður Fram, lýsti síðar upplifun sinni af þessum sérstæða knattspyrnuleik: „Boltinn var alltaf í vítateignum hjá okkur, þó fengu Valsmenn fá færi. Vandræðin hófust fyrst þegar við unnum boltann. Það var reynt að spila sig út úr vítateignum, en ekki komust menn langt. Þá var reynt brjótast í gegn með einleik, en það dugði enn skemur. Og það var hreinsað með viðstöðulausum spörkum, en boltinn fór bara beint upp í loftið og á markið með snúningi. Þá var gefin út ný dagskipun: Ekki fara fram með boltann, farið með hann útí hægra hornið hjá fánanum. Ekki fá á sig horn, ekki fá á sig fríspark, ekki missa boltann! Út í gryfju með hann! Lokið þá af við hornfánann – látið þá ekki komast í gegn!“60 Segja má að eftir hlé hafi leikurinn að öllu leyti farið fram við mark Framara eða úti við hægri hliðarlínuna. Blaðamönnum bar saman um að knattspyrnan hefði ekki verið neitt augnayndi, en að leikaðferð Framliðsins hefði verið skynsamleg. Þannig varð Frímann Helgason, gamli Valsarinn, að viðurkenna að „Framarar vörðust einbeittilega allan tímann, og flestir munu afsaka, þegar svona stóð á þótt þeir gerðu nokkuð af því að spyrna útaf og „græða“ tíma“.61

60  Viðtal við Geir Kristjánsson 61  Þjóðviljinn, 2. okt. 1962, bls. 8


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Það hefur varla orðið til að róa taugar vindbarinna leikmanna að engin vallarklukka var til staðar. Markverðirnir gátu þó stolist til að geyma úrið sitt í markinu og komið upplýsingum um tímann til sinna manna. Geir viðurkennir að hafa smurt vel ofaná töluna þegar varnarmennirnir spurðu hversu mikið væri eftir, til að vera öruggur.62 Loks gall flautan og Framarar fögnuðu fyrsta meistaratitlinum í fimmtán ár. Að leik loknum var afhentur nýr Íslandsbikar, í stað þess gamla sem piltarnir úr Fram höfðu gefið hálfri öld áður. Í tæp tuttugu ár hafði verið rætt um að skipta um bikar en ekkert orðið úr því, ekki hvað síst vegna andstöðu Framara sem vildu fá að gefa nýja bikarinn. Við þeirri bón var þó ekki orðið og festi KSÍ kaup á verðlaunagripnum.

Ný og betri vinnubrögð Framarar þóttu vel að sigrinum komnir, en það orðspor hafði fylgt liðinu árin á undan að það væri alltaf efnilegt en síðan ekki söguna meir. Þessi umskipti má ekki hvað síst rekja til Guðmundar Jónssonar, sem tók við þjálfun Framliðsins þetta ár, en hann var einungis 32 ára gamall. „Guðmundur var frábær stjórnandi – sannkallaður framkvæmdastjóri, eins og er í ensku knattspyrnunni. Hann hélt vel utan um leikmannahóp sinn, ræddi við leikmenn á öllum tímum og fann út nýjar stöður fyrir þá. Þá gerði hann kröfur til stjórnarmanna. Guðmundur náði strax að byggja upp sterka liðsheild – innan sem utan vallar,“ sagði markvörðurinn Geir Kristjánsson um sigurárið 1962.63 Einn stærsti höfuðverkur nýja þjálfarans var aðstöðuleysið. Leikir Íslandsmótsins fóru flestir fram á grasvöllum og flest lið höfðu eigin grasvelli til æfinga. Í ljósi þessa var með öllu ófullnægjandi að æfa bara á malarvellinum við Sjómannaskólann. Því þurfti þjálfarinn að þefa uppi grasbala víðs vegar um borgina til æfinga, búningsklefarnir og sturturnar í Framheimilinu voru notuð eftir sem áður, svo drjúgur tími gat farið í akstur og snatt í kringum hverja æfingu. Guðmundur Jónsson var meira og minna viðloðandi meistaraflokk Fram næstu tvo áratugina, auk þess að koma mikið að starfi yngri flokka. Ragnar Steinarsson lýsir skipulaginu á þennan veg: „Mummi mætti út á völl um leið og vinnudeginum lauk hjá bænum, þar sem hann var verkstjóri. Fyrsta æfing byrjaði klukkan fimm og svo var haldið áfram framundir miðnætti. Yngstu flokkarnir fyrst og þeir eldri þegar komið var fram á kvöld. Um tíma var hann með puttana í öllum flokkum félagsins, þótt auðvitað væri hann með nokkra aðstoðarþjálfara í yngstu hópunum. Þetta gat verið svo ógurlegur fjöldi stráka, jafnvel upp í sjö átta lið – bara í fimmta flokki.“64

Mark! Knötturinn og tveir varnarmenn liggja í marki Skagamanna eftir skot Guðmundar Óskarssonar. Fram sigraði 0:1 á Akranesi og tók stórt skref í áttina að meistaratitlinum.

Þjálfarar meistaraflokks Fram 1960-1972: 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972

Reynir Karlsson Reynir Karlsson Guðmundur Jónsson Guðmundur Jónsson Guðmundur Jónsson Skúli Nielsen Karl Guðmundsson Karl Guðmundsson Karl Guðmundsson Örn Steinsen Guðmundur Jónsson Guðmundur Jónsson Guðmundur Jónsson

62  Viðtal við Geir Kristjánsson 63  Sigmundur Ó Steinarsson: Mörk og sætir sigrar I, bls. 101 64  Viðtal við Ragnar Steinarsson

155


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Sár sem ekki vildu gróa Það urðu mikil viðbrigði þegar knattspyrnumenn fóru að æfa á grasi í stað malarvalla. Gömlu malarvellirnir voru raunar misjafnir eins og Jóhannes Atlason rifjaði upp í viðtali vorið 2005: „Hér áður fyrr þurftum við oft að æfa á völlum sem hvergi þættu boðlegir í dag. Til dæmis má nefna gamla Háskólavöllinn sem var malarvöllur sem var þar sem öskuhaugar borgarinnar voru áður. Ef menn fengu sár þar greri það oft ekki og menn lentu í miklum vandræðum með það. Ég man til dæmis eftir að Jón Pétursson fékk stór sár aftan á lærin eftir skriðtæklingar á vellinum og var alltaf í erfiðleikum þegar hann vaknaði á morgnana því lakið sat alltaf fast í sárunum sem greru ekki. Þrátt fyrir þetta missti Jón ekki úr æfingu eða leiki. Ég er ekki viss um að margir leikmenn í dag gætu harkað af sér eins og hann.“ (Heimasíða Fram, 15. maí 2003)

Unglingastarfið hjá Fram vakti aðdáun innan annarra félaga. Þannig birtist í Valsblaðinu árið 1960 úttekt á því hvernig staðið væri að málum í Skipholtinu: „Nýjasta dæmið um [gott unglingastarf] er Guðmundur Jónsson og Knattspyrnufélagið Fram. Hann hefur verið leiðbeinandi og leiðtogi ungu flokkanna síðan 1956, með sérstaklega góðum árangri, ekki aðeins á sumrum, hann hefur einnig verið leiðtogi þeirra í félagsstörfum og fundum á vetrum. Hann hefur auk mikillar skyldurækni, sett sér vissar vinnuaðferðir sem telja má að eigi líka sinn þátt í árangrinum.“65 Í viðtali við Frímann Helgason, blaðamann Valsblaðsins, sagðist Guðmundur leggja mikla áherslu á funda höld í þjálfun sinni. Eftir síðustu æfingu fyrir leik kæmu allir leikmenn og varamenn úr a, b og c-liði saman til fundar og legðu á ráðin. Þá væri öllum leikmönnum gefin einkunn fyrir hvern leik á bilinu 1-5 og þeim tilkynnt hún á næsta fundi. Í lok keppnistímabils væru svo þessar einkunnir allar teknar saman. Um veturinn væri svo kappkostað að efla liðsandann með hvers kyns skemmtifundum, tafl- og spilakvöldum.66 Samhliða allri þjálfuninni sá Guðmundur um húsvörslu í Fram­ heimilinu, en þar réð hann ríkjum ásamt Guðrúnu eiginkonu sinni, en hún sá meðal annars um sælgætissöluna. Það var raunar vandaverk, enda þurfti stundum að slá á fingralangar hendur sem nýttu hvert tækifæri til að reyna að seilast í gotterí. Erfiðara var að eiga við þá sem brutust inn í skjóli nætur og létu greipar sópa um lagerinn. Þrátt fyrir hressilega álagningu var sælgætissalan í Framheimilinu því alla tíð rekin með sáralitlum gróða eða hreinlega tapi.

Árangur Fram í bikarkeppni KSÍ 1960-1972: 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972

Tap í úrslitaleik Undanúrslit Tap í úrslitaleik Átta liða úrslit Undanúrslit Átta liða úrslit Átta liða úrslit Undanúrslit Undanúrslit Sextán liða úrslit Bikarmeistari Undanúrslit Sextán liða úrslit

Sérstök barna- og unglingaskemmtun var haldin í félagsheimili Fram í tilefni af fimmtíu ára afmæli félagsins árið 1958. Formaðurinn Haraldur Steinþórsson rakti sögu Fram og boðið var upp á límonaði.

156

65  Valsblaðið, 15. tbl. 1960, bls. 15 66  Sama heimild


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Stórveldi í yngri flokkunum Fram var það knattspyrnufélag sem gat státað af bestum árangri yngri flokka á sjöunda áratugnum. Í öðrum flokki varð félagið þrívegis Íslandsmeistari á þessu tímabili, en sex félög skiptu með sér hinum titlunum sjö. Sami flokkur varð Reykjavíkurmeistari fjórum sinnum á fimm ára bili, 1962 til 1966 – bæði A og B-liða. Í þriðja flokki unnu Framarar Íslandsbikarinn til eignar sumarið 1967, með því að hreppa hann þriðja árið í röð. Þetta þótti stórafrek, enda afar fátítt að knattspyrnufélögum takist að vinna þrisvar í röð í yngri flokkum karla. Þegar þessi bók er skrifuð hefur það einungis gerst sex sinnum: Valsmenn unnu sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í öðrum flokki sumarið 1943. Frömurum tókst það í þriðja flokki bæði 1960 og 1967 og KR-ingar léku sama leikinn 1990. Í fjórða flokki hafa tvö félög leikið þetta eftir: Fram 1957 og Breiðablik 1976.67 Fimmti flokkurinn landaði einum Íslandsmeistaratitli á sjöunda áratugnum og fjórði flokkurinn tveimur. Þá héldu piltarnir í Fram áfram að sanka að sér viðurkenningum fyrir knattþrautir KSÍ, sem enn voru í talsverðum metum. En á sama tíma og unglingastarfið stóð í blóma, fór minna fyrir sigrum meistaraflokksins á sjöunda áratugnum. Eitt árið þurfti liðið meira að segja að leika í annarri deild. Það leit raunar bærilega út með titilvörnina 1963, fyrstu þrír leikirnir unnust – reyndar allir með markatölunni 1:0, þar af tvívegis með sjálfsmörkum andstæðinganna. Eftir það hrökk allt í baklás og liðið endaði um miðja deild. Framarar urðu jafnframt fyrir vonbrigðum þegar þeim var synjað um leyfi til að taka þátt í Evrópukeppni meistaraliða þetta haust. Það kom því í hlut KR-inga að leika fyrstir íslenskra liða í Evrópukeppni árið eftir.

Guðmundur Jónsson lék með meistara­ flokki Fram á árunum í kringum 1950. Hann markaði djúp spor í sögu félagsins sem einhver mikilvirkasti þjálfari íslenskrar knattspyrnusögu jafnt í unglinga- og meist­ araflokki. Á hundrað ára afmæli Fram var Guðmundur gerður að heiðursfélaga.

Breytt skipulag Árið 1963 urðu tímamót í sögu Fram, þegar lög félagsins voru endurskoðuð og skipulaginu breytt. Íþróttanefndirnar voru lagðar niður en þess í stað stofnaðar deildir um handknattleik og knattspyrnu. Ekki kom til tals að stofna skíðadeild, enda hafði skíðanefndin í raun lognast út af nokkrum árum fyrr. Heita má að skíðanefnd Fram hafi verið lögð niður á aðalfundi 1956, en þó var ákveðið að halda skálasjóðnum lifandi.68 Undir blálok áratugarins bættist þó þriðja deildin við íþróttaflóru Fram, en körfuknattleiksmenn voru teknir inn á aðalfundi 1970, eins og síðar verður rakið.69 Hinar nýju deildir hófust strax handa við fjáraflanir, enda ekki vanþörf á. Rekstrarumhverfi bæði handboltans og fótboltans var hægt og

67  68  69

Grétar Sigurðsson var í Íslands­meistara­ liðinu 1962 og varð markahæstur Framara með sex mörk. Fjögur þeirra komu á fimm­ tán mínútna kafla gegn Ísfirðingum.

Heimasíða KSÍ, www.ksi.is, upplýsingar um sigurvegara móta frá upphafi Fundargjörðir Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 24. okt. 1956 Fundargjörðir Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 2. maí 1970

157


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Á flótta undan lögreglunni Sumarið 1965 gekk allt á afturfótunum hjá meistaraflokki Fram og áttu bágar æfinga­aðstæður þar vafalítið stóran hlut að máli. Framarar reyndu að bæta úr þessu með því að stelast á grasbala í Nauthólsvík, en þann 12. júlí upplýsti dagblaðið Vísir að lögreglan hefði tilkynnt þjálfaranum Skúla Nielsen að það gengi ekki lengur: „En hvert áttu þessir piltar að hverfa? Það veit enginn. Nú berjast þeir hetjulega við að komast hjá falli í 2.deild, en róðurinn er þungur gegn 5 liðum sem öll ráða yfir sínum eigin grasvöllum með prýðisgóðum búningsklefum og böðum.“ Þremur dögum síðar tilkynnir blaða­ maður Vísis hróðugur að frétt blaðsins hefði skilað árangri því „ágætis­ maður einn, Meyvant Sigurðsson á Eiði á Seltjarnarnesi hringdi í einn af framá­mönnum í Fram og sagði að félaginu væri heimilt að nota tún hans á grandanum þar sem Sólarlagsbraut liggur. […] Verða þeir að nota búnings­ klefana í félagsheimilinu fyrir neðan Sjómannaskólann, en aka á bílum sínum vestur eftir, framhjá bækistöðvum KR inga og æfa í nokkur hundruð metra fjarlægð frá þeim, örlítið nær hinu fallega sólarlagi. Vonandi geðjast Austurbæjarliðinu vel að andrúmsloftinu í Vesturbænum!“ Reyndar varð fallið hlutskipti Framara þetta sumarið, en líklega væri ósanngjarnt að kenna andsrúmsloftinu í Vesturbænum eða sólarlaginu á Eiðisgrandanum um þær ófarir. (Vísir, 12. og 15. júlí 1965)

Í tilefni af 55 ára afmæli Fram var efnt til stórmóts í innanhússknattspyrnu í Hálogalandi í ársbyrjun 1964. Tíu félög sendu hvert um sig tvö lið til keppni. Leiktíminn var 2x7 mínútur.

158

bítandi farið að breytast. Helstu tekjulindir íþróttafélaganna höfðu um árabil verið aðgangseyrir að mótum og félagsgjöldin. Þótt aðgangseyrir héldi enn um sinn áfram að vera einn mikilvægasti þátturinn í rekstrinum, voru áhorfendur farnir að verða vandfýsnari. Innflutningur erlendra knattspyrnuliða, sem hafði verið ábatasamt fyrirtæki, var orðið fjárhagslegt glæfraspil, nema um fræga gesti væri að ræða. Félagsgjöld urðu sífellt veigaminni í fjárhag íþróttafélaganna. Innheimta þeirra gekk brösuglega og mátti það heita fastur liður á öllum aðalfundum Fram og beggja deildanna að kvartað væri undan slökum heimtum. Stjórnarmenn vildu helst fela þjálfurum innheimtustörfin, sem vakti takmarkaða hrifningu þeirra. Reynt var að tengja greiðslur félagsgjalda við dreifingu frímiða á landsleiki og dæmi um að leikmenn sem vildu skipta um lið væru krafðir um margra ára vangoldin árgjöld í skiptum fyrir að mega fara.70 Sem fyrr voru hlutaveltur og happdrætti fyrirferðarmikil í fjáröflun íþróttadeilda, en með tímanum neyddust félögin til að grípa til fleiri og óhefðbundnari leiða. Útgáfa á leikskrám, sneisafullum af auglýsingum, var sígild aðferð. Sölutjöld í miðbæ Reykjavíkur á 17. júní gátu einnig gefið vel í aðra hönd. Þessar tekjuleiðir hrukku þó skammt til að mæta vaxandi kostnaði við allan rekstur. Væri þó synd að segja að rekstur deildanna hafi einkennst af eyðslusemi, þvert á móti var horft í hverja krónu og launagreiðslur til þjálfara voru yfirleitt lágar, þótt þær þokuðust hægt og bítandi upp á við. Almennt má segja að á brattan hafi verið að sækja í fjármálum íþróttafélaganna eftir því sem leið á sjöunda áratuginn og er Fram þar engin undantekning. Bágt atvinnuástand og samdráttur í kjölfar hruns síldarstofnsins á árunum 1967 til 1969 tók sinn toll, en undir lok áratugarins kom líka fram ný tekjulind sem átti eftir að reynast íþróttamönnum drjúg – Íslenskar getraunir. 70

Fundargjörðir stjórnar knattspyrnudeildar, fundur 19. mars og 24. júlí 1965


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Fram heldur sæti sínu í fyrstu deild eftir úrslita­einvígi við Þrótt. Háttvísir Þróttarar stilla sér upp og klappa fyrir Frömurum í heiðursskyni. Fremstir Framara ganga Hörður Pétursson og Þorgeir Lúðvíksson. Þar fyrir aftan sést Grétar Sigurðsson bera Baldur Scheving af velli.

Niður um deild Hin nýstofnaða knattspyrnudeild tók við góðu búi ef horft er til hinna sterku yngri flokka félagsins, en margir óttuðust að kynslóðaskiptin myndu reynast erfið. Íslandsmeistararnir frá 1962 voru margir komnir að lokum ferilsins, en unglingarnir ekki alveg tilbúnir að fylla í skörðin. Árið 1964 hélt áfram að síga á ógæfuhliðina. Mótið byrjaði með látum og heil 26 mörk voru skoruð í fyrstu þremur leikjum Framara – þar af ellefu í 6:5 tapi í upphafleiks Íslandsmótsins gegn Keflavík. Allir leikirnir töpuðust og var markatala Fram með ólíkindum, 10:16. Í lokaumferðinni tókst botnliði Þróttar að komast upp að hlið Framara og knýja fram aukaleik um fallið. Tvö mörk Helga Númasonar á sömu mínútunni í fyrri hálfleik urðu til þess að allur vindur fór úr Þrótturum sem töpuðu 4:1. Fyrr um sumarið vannst nokkuð óvæntur sigur í Reykjavíkurmótinu eftir maraþoneinvígi við KR. Framarar tryggðu sér úrslitaleik um titilinn með sigri á KR-ingum í lokaleik um miðjan maí. Liðin mættust því á ný í lok júní, en þeirri viðureign lauk með 2:2 jafntefli, eftir að Vesturbæingar jöfnuðu þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka. Enn liðu tveir mánuðir uns liðin gátu leikið að nýju og þá sigraði Fram 2:1 eftir framlengingu. Reykjavíkurmótinu lauk því ekki fyrr en í lok ágúst og segir það sína sögu um þá erfiðleika sem mótanefndir áttu við að eiga á þessum árum. Þetta var síðasta tímabil Guðmundar Jónssonar með Framliðið í bili. Afar erfiðlega gekk að finna eftirmann hans og var komið fram í apríl þegar Skúli Nielsen fékkst til að taka starfið að sér. Hafði þá verið rætt við allnokkra Framara um að taka að sér þjálfunina, en þeir allir gefið afsvar. Sá möguleiki virðist aldrei hafa verið ræddur að leita til utanfélagsmanns í verkið og á þessum árum fór lítið fyrir útlendingum í þjálfarastéttinni.

Árangur Fram á Íslandsmótinu 1961-1972: 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972

5. sæti af sex. 6 stig (11:17) 1. sæti af sex. 13 stig (17:7) Sigraði Val 1:0 í úrslitum 4. sæti af sex. 9 stig (11:20) 5. sæti af sex. 7 stig (16:20) Sigraði Þrótt 4:1 í aukaleik 6. sæti af sex. 5 stig (10:19) Önnur deild A-riðill, 1. sæti af fjórum. 11 stig (20:5), sigraði Breiðablik 3:0 í úrslitaleik 2. sæti af sex. 14 stig (15:11) Tapaði fyrir Val 0:2 í úrslitum 2. sæti af sex. 12 stig (17:15) 6. sæti af sjö. 10 stig (8:16) 2. sæti af átta. 16 stig (28:19) Sigraði Keflavík 3:2 í úrslitaleik um 2.sætið 3. sæti af átta. 15 stig (29:25) 1. sæti af átta. 22 stig (32:17)

159


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Ekki verður feigum forðað, segir máltækið og það sannaðist haustið 1965 þegar Framarar höfnuðu í neðsta sætinu. Úrslitin réðust með tapi á Akureyri í næstsíðasta leik um miðjan ágúst. Lokaleikur Framara í Íslandsmótnu var ekki spilaður fyrr en fimm vikum síðar, en þá þegar voru leikmenn og aðstandendur liðsins komnir með hugann við það hvernig koma mætti liðinu í hóp hinna bestu á nýjan leik. Leikmennirnir gengust fyrir undirskriftasöfnun til að skora á stjórn knattspyrnudeildarinnar að fá Karl Guðmundsson til að taka liðið að sér. Karl vék sér ekki undan áskoruninni og æfingar hófust af kappi strax í októbermánuði.71 Með landsliðsþjálfarann í brúnni og fjölda efnilegra leikmanna innanborðs var það nánast talið formsatriði fyrir Framara að vinna sigur í annarri deildinni, en sú barátta reyndist þó þrautin þyngri.

Á ókunnum slóðum Árið 1966 kom út fyrsta stóra Framblaðið í átta ár. Níu ár áttu eftir að líða uns næsta blað kom út.

Í litum og CinemaScope… Kvöldið fyrir hinn afdrifaríka leik Fram og ÍBV í annarri deildinni 1966 var ákveðið að leikmenn færu saman í kvikmyndahús til að styrkja liðsandann. „En ekki tókst betur til, að fyrir misskilning var valin mynd, sem flestum þótti dauðleiðinleg, og lauk svo, að flestir gengu út í hléi,“ skrifaði Alfreð Þorsteinsson í Framblaðið sama ár. Ekki kom fram í skrifum Alfreðs hvaða mynd leikmönnum leiddist svo mjög. Ef til vill var það myndin „Fantomas – maðurinn með 100 andlitin“ í Austur­ bæjarbíói, en hún var „hörkuspennandi og alveg sérstaklega viðburðarík, ný, frönsk kvikmynd í litum og CinemaScope. Danskur texti.“ Af öðrum kostum mætti nefna „La Peaudouce“ í Nýja bíói. „Frönsk stórmynd, djörf, en með listrænu handbragði kvikmyndameistarans Francois Truffant“ eða jafnvel „Irma la Douce“ í Tónabíói, sem var heimsfræg og vel gerð amerísk gamanmynd í litum og Panavision – íslenzkur texti. (Framblaðið 1966 og Mbl., 27. ágúst 1966)

160

Önnur deildin var leikin í tveimur riðlum og reyndust þeir missterkir. Framarar lentu í harðri baráttu við ÍBV um sigur í sínum riðli og varð viðureign þeirra á Melavellinum hreinn úrslitaleikur. Hátt á þriðja þúsund áhorfenda mættu, sem var vitaskuld met í annarri deild. Eyjamönnum dugði jafntefli og voru lokamínútur leiksins því erfiðar fyrir stuðningsmenn Fram, þar sem liðið varði 2:1 forystu allt til loka. Úrslitaleikurinn var svo gegn Breiðabliki, sigurliðinu úr hinum riðlinum. Þar sem Fram og Breiðablik höfðu mæst í fyrstu umferð bikarkeppninnar og Fram sigrað 5:1 var ekki búist við spennandi viðureign. Sú varð heldur ekki raunin og Framarar fögnuðu 3:0 sigri á Laugardalsvelli. Alfreð Þorsteinsson tók við formennsku knattspyrnudeildarinnar haustið 1965 og einkenndist starfsemi stjórnarinnar af miklum stórhug. Það segir sína sögu um metnaðinn að þrátt fyrir að vera í annarri deild, freistuðu Framarar þess að fá breskt stórlið í heimsókn. Glasgow Rangers og Newcastle voru ofarlega á óskalistanum, en að lokum náðust samning­ ar við Dundee United.72 Um þær mundir var Dundee United í hópi bestu knattspyrnuliða Evrópu og sigraði t.d. Barcelona í báðum leikjum þeirra í Evrópukeppni félagsliða þá um haustið og tapaði svo naumlega fyrir Juventus í næstu umferð. Velgengni liðsins byggðist á skandinavískum leikmönnum, en fimm leikmenn frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð voru í herbúðum liðsins, flestir landsliðsmenn.73 Göntuðust íslenskir íþróttafréttamenn með að skoska liðið væri „SAS-styrkt“.74 Dundee United lék þrjá leiki í Íslandsferðinni, þann fyrsta gegn Fram. Framarar komu mjög á óvart og náðu forystunni með marki Helga Númasonar. Hann skoraði svo annað mark í leiknum, sem lauk með 7:2

71  72  73  74

Framblaðið 1966, bls. 9 Fundargerðir stjórnar knattspyrnudeildar, fundur 5. feb. 1966 http://en.wikipedia.org/wiki/Dundee_United og Framblaðið 1966, bls. 30 Morgunblaðið, 2. júní 1966, bls. 30


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

sigri Dundee United. Þetta voru einu mörkin sem Skotarnir fengu á sig í heimsókninni, þeir sigruðu Íslandsmeistara KR 4:0 og gjörsigruðu loks „tilraunalið landsliðsnefndar“ með sex mörkum gegn engu. Var mál manna að Framarar hefðu farið næst því að standa uppi í hárinu á atvinnumönnunum. Blaðamaður Morgunblaðsins var ómyrkur í máli eftir lokaleikinn: „Íslenzkir knattspyrnuunnendur verða oft að sætta sig við ósigrana, en slíka flengingu sem „landsliðið“ hlaut þetta kvöld, er engan veginn létt að virða til betri vegar á þessum hráslagalegu rigningardögum… Það getur verið 6 marka munur á liðum, þó leikurinn verði ekki leiðinlegur. En þarna var svo miklu meiri munur á sem markatalan gefur enga hugmynd um.“75 Góður hagnaður varð af komu Skotanna, sem kom sér vel þar sem áhorfendatekjur í annarri deildinni voru sáralitlar. Alfreð Þorsteinsson minnist þess þó að það hafi verið fullt starf að passa upp á að gestirnir drykkju ekki út allan hagnaðinn með því að bæta mat og drykk á reikninginn hjá Hótel Sögu.76

Kraftmikil endurkoma „Áður en Fram varð fyrir því slysi, ef svo má að orði kveða, að falla niður í 2. deild. virtist sem liðið keppti einungis að því að halda sæti sínu í 1. deild, og þar af leiðandi var það í fallhættu ár eftir ár. Látum þessi sömu mistök ekki henda okkur aftur. Takmarkið á að vera að vinna Íslandsmeistaratitilinn á næsta ári. Minnumst þess, að félagið okkar á

Það þótti í mikið ráðist þegar annarrar deildar lið Fram flutti inn Dundee United sumarið 1966. Skoska liðið var eitt hið sterkasta í Evrópu og lék tilraunalið lands­ liðsnefndar grátt.

Kantmaðurinn Þorbergur Þorbergur Atlason gerði garðinn frægan sem markvörður hjá Fram og landsliðinu. Eins og svo margir markmenn lét hann sig dreyma um frægð og frama annars staðar á vellinum. Sumarið 1966 rættist sá draumur loksins, rétt fyrir mikilvægan leik Fram og ÍBV í annarri deild: „…þjálfari 2. flokks sem þá var Hilmar Svavarsson [ákvað] að leyfa mér að spila leik og setti mig á hægri kantinn. Þetta varð nú aldeilis ekki nein frægðar­ för […] í fyrstu hornspyrnu leiksins frá hægri sem ég framkvæmdi þá sparkaði ég svo kyrfilega í hornfánann að ég þurfti að haltra útaf stokkbólginn á ökkla og var þar með úr leik í ÍBV leiknum,“ rifjaði Þorbergur síðar upp á heimasíðu Fram, „svona endaði þessi útispilamennska mín.“ (Heimasíða Fram, 30. apríl 2003)

75  Morgunblaðið, 8. júní 1966, bls. 26 76  Viðtal við Alfreð Þorsteinsson

161


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Hart barist í útileik gegn ÍBA sumarið 1968. Fram vann 1:2. Á myndinni sjást frá vinstri: Sigurður Friðriksson, Anton Bjarnason, Jóhannes Atlason og Hallkell Þorkelsson.

Fyrsta silfurliðið Fram hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í knattspyrnu 1968 á eftir KR-ingum sem þar með hlutu sinn síðasta meistaratitil í rúma þrjá áratugi. Síðasta viðureign mótsins var leikur Vals og Fram, en að honum loknum fengu Framarar afhent silfurverðlaun. Var þetta í fyrsta sinn sem slík verðlaun voru veitt á Íslandsmóti. (Sigmundur Ó. Steinarsson: Mörk og sætir sigrar II, bls. 94)

alltaf að stefna FRAM.“ – Svo mæltist Alfreð Þorsteinssyni, formanni knattspyrnudeildar Fram haustið 1966.77 Líklega hafa fæstir tekið þessi orð alvarlega, enda nýliðar sjaldnast meistaraefni. Ekki mátti þó miklu muna að þau næðu fram að ganga. Þrjú lið börðust um Íslandsmeistaratitilinn 1967: Fram, Valur og ÍBA. Á hinum enda töflunnar sátu svo KR-ingar og Skagamenn, sem hefði þótt stórtíðindi fáeinum árum fyrr. Fyrir lokaumferðina voru toppliðin þrjú jöfn með tólf stig. Akureyringar léku fyrstir – á heimavelli gegn KRingum, sem enn voru ekki lausir úr fallhættu. Gríðarlegur fjöldi mætti á Akureyrarvöll til þess eins að sjá meistaravonir ÍBA nánast renna út í sandinn í markalausum jafnteflisleik. Framarar og Valsmenn misstigu sig ekki í leikjum sínum og því beið þeirra aukaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. Um sex þúsund áhorfendur sáu Valsmenn skora tvívegis, fyrst úr umdeildri vítaspyrnu í fyrri hálfleik og svo aftur á lokamínútunum. Má segja að reynsluleysið hafi orðið Frömurum að falli, en lið þeirra var mun yngra en Valsliðið. Annað sætið varð á ný hlutskipti Fram árið eftir. KR-ingar byrjuðu illa, en unnu svo hvern leikinn á fætur öðrum eftir að Þórólfur Beck sneri aftur í Vesturbæinn eftir dvöl í Skotlandi. Fyrir lokaleiki liðanna átti Fram veika von um að knýja fram aukaleik um titilinn, en eftir jafntefli KR-inga í Keflavík í miklum barningsleik var sá möguleiki fyrir bí. Framarar máttu vel við árangurinn una á sextíu ára afmælisárinu. Yngri flokkarnir rökuðu inn titlum, en alls unnust 13 mót af þeim 33 sem sent var lið til keppni í. Aldrei höfðu jafnmargir bikarar unnist á einu ári frá stofnun knattspyrnudeildarinnar. Hlutu Framarar 184 stig af 270 mögulegum, en næstu félög voru með 149 stig. „Staðreyndin er sú að Fram er aftur orðið stórveldi á sviði íslenskrar knattspyrnu, flokkar félagsins eru hver fyrir sig ógnvekjandi andstæðingur mótherja sinna,“ skrifaði Hilmar Svavarsson formaður knattspyrnudeildar í ársskýrslu sinni.78

Léttar pyngjur Sumarið 1968 urðu Keflvíkingar langneðstir í fyrstu deild og unnu ekki leik, en héldu þó sæti sínu vegna fjölgunar liða. KR og Fram höfnuðu hins vegar í tveimur efstu sætunum, sem fyrr segir. Árið eftir var þessu algjörlega snúið á hvolf, þar sem Keflvíkingar urðu meistarar eftir harða baráttu við nýliða ÍA, en Fram og KR lentu í harðri fallbaráttu í óvenju jafnri deild. Framarar urðu ekki hólpnir fyrr en með jafntefli gegn KR í lokaumferðinni á sama tíma og Akureyringar töpuðu á heimavelli og fengu þannig stiginu minna en Fram. Þrátt fyrir fallbaráttuna, var árið 1969 afar mikilvægt í sögu knattspyrnunnar í Fram. Fjárhagur deildarinnar var með versta móti, þar sem tekjur dugðu ekki fyrir kostnaði. Félagið átti rétt á að flytja inn erlent

77  78

162

Framblaðið 1966, bls. 5 Gjörðabók knattspyrnudeildar Fram, aðalfundur haldinn 23. jan. 1969


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Silfurlið Fram á íslandsmótinu 1968. Efri röð frá vinstri: Karl Guðmundsson þjálfari, Þorbergur Atlason, Hallkell Þorkelsson, Arnar Guðlaugssson, Anton Bjarnason, Erlendur Magnússon, Ólafur Ólafsson, Ásgeir Elíasson, Ágúst Guðmundsson og Hilmar Svavarsson formaður knattspyrnudeildar. Fremri röð: Sigurbergur Sigsteinsson, Helgi Númason, Sigurður Friðriksson, Baldur Scheving, Jóhannes Atlason, Einar Árnason og Elmar Geirsson.

knattspyrnulið um sumarið, en treysti sér ekki til að taka þá áhættu, þar sem einungis frægustu andstæðingar gæfu vísan hagnað. Jafnframt treysti deildin sér varla til að halda áfram rekstri félagsheimilisins, sem hún hafði haft á höndum frá 1965 – stundum með ágætis hagnaði. Vinnan við umsýslu hússins var að sliga stjórnarmenn, auk þess sem tíð innbrot og skemmdarverk átu upp megnið af mögulegum gróða.79 Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Fyrsta tilraun til reksturs knattspyrnugetrauna á Íslandi var gerð vorið 1952, með stofnun Íslenskra getrauna. Var þar fyrst og fremst um að ræða fjármögnun fyrir ÍSÍ, en einstök félög fengu tæp 10% af hagnaði í sölulaun. Miklar vonir voru bundnar við getraunirnar, enda reynsla nágrannaþjóðanna góð. Þessi fyrsta tilraun fór þó fljótlega út um þúfur og má líklega að talsverðu leyti skrifa það á ábyrgð þess að sölukerfið var veikburða.80 Undir lok sjöunda áratugarins hófu nokkur Reykjavíkurfélaganna rekstur getrauna, fyrst meðal félagsmanna en síðar á frjálsum markaði. Undirtektir reyndust góðar og fóru önnur félög að hugsa sér til hreyfings í kjölfarið. Nokkur vafi var um lögmæti þessarar starfsemi og varð úr að stofnað var til félags í eigu ÍSÍ, ÍBR og KSÍ um rekstur getrauna, sem hóf starfsemi sína í maí 1969. UMFÍ varð síðar aðili að þessum samningi.81

Leikmennirnir blekktir Fram lenti óvænt í harðri fallbaráttu sumarið 1969 og hafnaði í næstneðsta sæti, stigi ofar en lið Akureyrar. Framarar mættu KR í lokaleik sínum, en á sama tíma mættust Akureyri og ÍBV nyrðra. Eyjamenn fóru með sigur af hólmi, en forráðamenn Framliðsins notuðu kallkerfi Laugardalsvallar til að telja sínum mönnum trú um að Akureyringar hefðu forystu í leiknum. Leikmenn Fram töldu sig því þurfa á sigri að halda til að forðast botnsætið og urðu heldur hnípnir þegar flautað var til leiksloka, 0:0. Fögnuðurinn varð að sama skapi mikill þegar hið sanna kom í ljós. (Sigmundur Ó. Steinarsson: Mörk og sætir sigrar II, bls. 108)

79  Gjörðabók knattspyrnudeildar Fram, aðalfundur haldinn 9. apríl 1970 80  Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 237-240 81  Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 369-372

163


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Stærstur hluti getraunasölunnar fór fram í Reykjavík og gátu duglegustu félögin haft góðar tekjur af sölustarfinu. Í fyrstu var getraunasalan samstarfs­verkefni félagsmanna og hagnaðinum skipt eftir fyrirfram ákveðinni formúlu. Aðalstjórn Fram fékk 40% en handknattleiks- og knattspyrnudeildin 30% hvor um sig. Skiptu þær tekjur sköpum fyrir afkomu allra þessara aðila. Þannig staðhæfði gjaldkeri knattspyrnudeildarinnar síðla árs 1971 að fjárahagurinn hefði aldrei verið eins góður.82 Voru það algjör umskipti frá því sem verið hafði einungis tveimur árum fyrr.

Skrefið stigið til fulls

Hörmulegt slys Íslenska landsliðið í knattspyrnu lék gegn áhugamannalandsliði Englands snemma árs 1970. Leikurinn fór fram í skugga sviplegs slyss, er Framarinn Rúnar Vilhjálmsson lést eftir að svalir hrundu á hótelinu þar sem hópurinn gisti. Rúnar þótti mikið efni, en hann var nýorðinn tvítugur. Hafa Framarar upp frá því heiðrað minningu hans fyrir upphaf hvers Íslandsmóts.

Frá útför Rúnars Vilhjálmssonar í Dóm­ kirkjunni. Liðsfélagar og vinir Rúnars báru hann til grafar.

164

Síðla árs 1954 höfðu Framarar búið sig undir að hefja framkvæmdir á nýju íþróttasvæði á sumri komandi. Tæpum fjórtán árum síðar varð það að veruleika, þegar hafin var vinna við grasvöll og malarvöll á Safamýrarsvæðinu sumarið 1968. Verkið gekk brösuglegar en ætlað var. Vonast hafði verið til að vellirnir yrðu tilbúnir þegar sumarið 1970 og voru æfingatöflur samdar með hliðsjón af því. Það var meira að segja kannað hvort hafa mætti tekjur af gamla vallarsvæðinu með því að leigja það einstaklingum til æfinga.83 Ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé komið. Leikmenn meistaraflokks o.fl. Framarar lögðu hönd á plóg við vallarvinnuna, en stærstur hlutur verksins var þó í höndum Reykjavíkurborgar og tóku framkvæmdir lengri tíma en gert var ráð fyrir. Sumarið 1971 var reynt að nota grasvöllinn til æfinga, þótt hann teldist varla tilbúinn til afhendingar. Loka þurfti

82  83

Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 11. nóv. 1971 Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 24. feb. 1970


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

vellinum aftur á miðju sumri, þar sem hann var farinn að láta mjög á sjá.84 Það var því ekki fyrr en síðsumars 1972, nánar tiltekið 27. ágúst, að unnt var að leika vígsluleikina á nýju völlunum tveimur.85 Var af því tilefni haldinn í fyrsta sinn sérstakur Framdagur, en hann hefur verið nær árviss viðburður í starfi félagsins upp frá því. Það var stóráfangi fyrir knattspyrnumennina í Fram að geta loksins æft á eigin grasi. Þar með dró verulega úr flakki milli borgarhverfa í leit að grasblettum fyrir æfingar og allur undirbúningur varð markvissari, til dæmis með auknum möguleikum á að taka leikmenn í séræfingar. Af æfingatöflum félagsins má sömuleiðis ráða að með tilkomu svæðisins fjölgaði æfingum í flestum flokkum og útiæfingatímabilið tók að lengjast. Fyrr á árinu 1972 má segja að veigamiklum kafla hafi lokið í sögu Fram þegar gamla félagsheimilið við Skipholt var kvatt. Einu sinni sem oftar hafði verið brotist inn í húsið og það gjörsamlega lagt í rúst. Spellvirkjarnir höfðu meira að segja fyrir því að berja í sundur píanóið, sem orðið var tveggja áratuga gamalt. Í kjölfarið var ákveðið að flytja félagið í einu vetfangi inn í Safamýri og hefja þegar undirbúning að því að koma sér upp nýju heimili. 86

Fyrsti bikarmeistaratitillinn Akkilesarhæll Framara sumarið 1969 var markaskorunin. Einungis átta mörk litu dagsins ljós í leikjunum tólf. Árið eftir snerist þetta við og Framarar skoruðu 28 mörk í fjórtán umferða Íslandsmóti. Aðeins eitt félag skoraði fleiri mörk, ÍBA, en markahæstu menn Íslandsmótsins komu einmitt úr þessum liðum. Framararinn Kristinn Jörundsson skoraði tíu en Hermann Gunnarsson fjórtán. Kristinn lék þarna sitt fyrsta tímabil í deildinni, en Guðmundur Jónsson sem aftur var tekinn við Framliðinu setti hann óvænt inn í meistaraflokkinn. Akranes og Keflavík börðust um Íslandsbikarinn og mættust í úrslitaleik í lokaumferðinni. Þar töpuðu Keflvíkingar og Fram náði þar með að skjótast upp að hlið þeirra í annað til þriðja sæti. KSÍ úrskurðaði að leika þyrfti úrslitaleik um annað sætið, sem gaf silfurverðlaun og keppnisrétt í Evrópukeppni félagsliða. Framarar mótmæltu ákvörðuninni, þar sem þeir töldu að markatala ætti að gilda. Niðurstöðunni varð ekki hnikað, leikurinn fór fram og lauk með 3:2 sigri Fram. Síðar kom í ljós að viðureignin hafði minni tilgang en ætlað var, því Fram varð bikarmeistari í fyrsta sinn og tryggði sér því þátttökurétt í keppni bikarhafa. Einungis tólf lið tóku þátt í bikarkeppninni þetta árið, færri en verið hafði, enda var ákveðið að meina b-liðum þátttöku. Athygli vakti að nokkur sterk annarrar deildar lið sáu ekki ástæðu til að senda lið til keppni.

84  Fundargjörðir Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur 26. feb. 1972 85  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 11. sept. 1972 86  Viðtal við Alfreð Þorsteinsson

Jóhannes Atlason lék sinn fyrsta meistara­ flokksleik árið 1963 og spilaði fram til árs­ ins 1971, lengst af sem hægri bakvörður og fyrirliði. Hann var fyrirliði íslenska lands­ liðsins og síðar þjálfari þess.

Helgi Númason varð markakóngur Íslands­mótsins 1968 við fjórða mann. Allir skoruðu þeir átta mörk í umferðunum tíu. Hann lék tvo landsleiki fyrir Ísland og skoraði eitt mark gegn Dönum í 14:2 tapi á Idrædts­parken.

165


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Vítið varið! Ellert B. Schram fyrirliði KR er niðurlútur eftir að Hörður Helgason ver víta­spyrnu hans á lokamínútunni í undan­ úrslita­leik bikarkeppninnar á Melavelli 1970. Síðustu umferðirnar í bikarnum fóru fram í vetrarbyrjun og ekki óalgengt að sjá leik­menn með trefla eða vettlinga.

Evrópuleikir: 1971 Hibernians 3 : Fram 0 1971 Hibernians 0 : Fram 2

166

Framarar slógu fyrst Víking úr keppni og mátti telja það heillamerki, enda höfðu talnaspekingar rekið í það augun að sigurlið í bikarkeppninni áttu það flest sameiginlegt að hafa unnið Víkinga á leið sinni í úrslitin. Í fjórðungsúrslitum reyndust Harðarmenn frá Ísafirði lítil fyrirstaða og Fram sigraði, 7:1. Undanúrslitaleikurinn gegn KR var sögulegur. Unglingarnir Marteinn Geirsson og Kristinn Jörundsson skoruðu fyrir Fram í 2:1 sigri, þar sem varamarkvörðurinn Hörður Helgason varði vítaspyrnu Ellerts B. Schram á lokamínútunni. Það veikti Framliðið verulega í leiknum að þrír leikmenn voru í keppnisferð með handboltaliðinu í Frakklandi. Úrslitaleikur bikarkeppninnar fór loks fram 14. nóvember, gegn Eyja­mönnum. Öll þrjú mörkin í leiknum voru skoruð á fáeinum mínútum í fyrri hálfleik, þar sem Tómas Pálsson kom ÍBV yfir, en Kristinn Jörundsson svaraði í tvígang á sömu mínútunni örskömmu síðar. Að leik loknum héldu Framarar með bikarinn til Sæmundar Gíslasonar, þrefalds Íslandsmeistara með Framliðinu, en fimmtugsafmæli hans bar upp á sama dag og úrslitaleikinn.


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Í fyrsta sinn í Evrópukeppni Árið 1971 spáðu því ýmsir að hið unga lið Fram myndi springa út og fram eftir sumri virtust þeir spádómar ætla að rætast. Liðið varð Reykjavíkurmeistari annað árið í röð og vann góðan sigur í Meistarakeppni KSÍ sem haldin var með nýju sniði. Fram, ÍA og ÍBK léku tvöfalda umferð, þar sem Framarar sigruðu m.a. 8:1 á Skaganum. Íslandsmótið byrjaði sömuleiðis með látum og allt stefndi í sannfærandi sigur, þar til liðið fékk skell gegn Keflvíkingum í júlílok. Skipulagðar voru æfingabúðir í Borgarfirði um verslunarmannahelgina, en þótt æfingarnar þar þættu ganga að óskum skiluðu þær sér ekki þegar í bæinn var komið. Framliðið tapaði flestöllum leikjum sem eftir voru og hafnaði í þriðja sæti. Ekki var mikla huggun heldur að fá í bikarkeppninni um haustið, þar sem Fram tapaði fyrir Breiðabliki í undanúrslitum. Þetta ár tók Fram í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni. Keflvíkingar höfðu heppnina með sér og drógust gegn stórliði Tottenham, en Framarar og Skagamenn mættu liðum frá Möltu. Langferðir í Evrópukeppni voru kostnaðarsamar og því freistandi að selja frá sér heimaleikina, einkum ef hægt var að prjóna stutta skemmtiferð aftan við ferðalagið. Íslensku liðin tóku því þann kostinn að leika báða leikina á Möltu. Andstæðingar ÍA voru meistaraliðið Sliema Wanderers og fengu Skagamenn ljótan skell í fyrri leiknum 4:0, þar sem steikjandi sólin og vondur völlur gerðu þeim lífið leitt. Í síðari viðureigninni jöfnuðust leikar hins vegar talsvert. Nákvæmlega það sama gerðist í leikjum Fram og Hibernians. Meira en þrjátíu stiga hiti var meðan á viðureigninni stóð og völlurinn úr blöndu af leir og sandi, enda þraut Framara úthaldið í síðari hálfleik og heimamenn skoruðu þrisvar. Þegar kom að seinni leiknum höfðu leikmenn Fram náð að venjast aðstæðum og var þá allt annað uppi á teningnum. Erlendur Magnússon skoraði tvívegis og Framarar fengu fjölda tækifæra til að jafna metin í einvíginu eða jafnvel sigra. Leiknum lauk 2:0 og fyrsti sigur íslensk liðs í Evrópukeppni var staðreynd. Framarar grétu krókódílatárum yfir að falla úr keppni, enda lá fyrir að mótherjar liðsins í annarri umferð hefðu orðið rúmensku bikarmeistararnir Steaua Búkarest, en slíkt ævintýri hefði leikið fjárhag knattspyrnudeildarinnar grátt. Ekki þurfti gjaldkerinn að kvarta undan þessari frumraun Fram í Evrópukeppni. Maltneska liðið bauðst til að greiða kostnað við ferðir og uppihald, dagpeninga leikmanna í eina viku og 10% af hagnaði af leikjunum. Nokkuð brösuglega gekk þó að innheimta alla þessa fjármuni.87

87  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundir haldnir 19. ág. 1971 og 17. feb. 1972

Marteinn Geirsson í brunavarðarklæðn­ aði. Hann er í hópi leikjahærri manna bæði Fram og íslenska landsliðsins með 319 meistaraflokksleiki á bakinu og 67 A-landsleiki, þar af 22 sem fyrirliði. Marteinn lék lengst af í stöðu aftasta varn­ armanns en var einatt í hópi markahærri manna

Erlendur Magnússon í leik gegn Skaga­ mönnum meistarasumarið 1972. Hann var markakóngur Framara með átta mörk. Erlendur lék alls 159 meistaraflokksleiki með Fram.

167


4. kafli - Knattspyrnan 1946 - 1972

Taplausir meistarar

Kristinn Jörundsson lék 208 meistara­ flokksleiki fyrir Fram og var mikill marka­ hrókur. Hann var í Íslandsmeistaraliði Fram sumarið 1972. Sama ár varð Kristinn einnig Íslands­meistari í körfuknattleik, þá undir merkjum ÍR-inga

Framarar mættu reynslunni ríkari til leiks sumarið 1972 eftir ófarirnar haustið áður. Liðið varð Reykjavíkurmeistari með níu stig af tíu mögulegum og byrjaði Íslandsmótið geysilega vel, vann fimm af fyrstu sex leikjunum. Eftir það fór jafnteflunum aðeins fjölgandi, en liðið lauk keppni án þess að tapa leik og hélt öruggri forystu allt til loka. „Ég held ég leyfi mér að óska Frömurum til hamingju með titilinn,“ skrifaði Ágúst Jónsson, blaðamaður Morgunblaðsins þegar tvær umferðir voru eftir af Íslandsmótinu.88 Tveimur dögum síðar gat hann endurtekið árnaðaróskirnar, eftir að Eyjamenn töpuðu stigi gegn Val. Lokaleikur mótsins var milli Fram og Vals í lok september. Fór hann fram á Melavelli, þar sem verið var að spara Laugardalsvöll vegna Evrópuleikja. Aðstæður til knattspyrnu voru afleitar í leiknum, „Stórhöfðaveður“ og töldu íþróttafréttamenn það nægilegt afrek að leikmönnum hefði tekist að þrauka berleggjaðir úti í óveðrinu í heilar níutíu mínútur.89 Þrátt fyrir rokið tókst hvoru liði að skora eitt mark. Í leikslok afhenti Albert Guðmundsson, formaður KSÍ, Framliðinu Íslandsbikarinn. Voru þá flestallir áhorfendur flúnir í skjól og leikmenn komnir í æfingagalla til að verða ekki úti meðan á verðlaunaafhendingu stæði. Eftir eina tapleik Framara á keppnistímabilinu, gegn KR í sextán liða úrslitum bikarsins, sagði Guðmundur Jónsson í blaðaviðtali: „Ég hef haft góðan og nægan mannskap til að velja úr, strákarnir hafa æft vel og tekið á á æfingum. Leikmenn hafa verið nógu gráðugir og haft viljann til að vinna mót.“90 Hvort þjálfarar samtímans teldu leikmannahópinn sem Guðmundur hafði úr að spila nægilega stóran skal ósagt látið, en fjórtán leikmenn léku meira en einn leik fyrir Fram í Íslandsmótinu þetta sumar.

88  Morgunblaðið, 5. sept 1972, bls. 8 (íþróttablað) 89  Morgunblaðið, 26. sept. 1972, bls. 3 (íþróttablað) 90  Morgunblaðið, 13. Sept. 1972, bls. 30

168



Halldór B. Jónsson, formaður knattspyrnudeildar, kennir ungum iðkendum hvernig sparka á í bolta.

Framarar sögðu endanlega skilið við Skipholtið árið 1972, en uppbygging á nýja staðnum gekk ekki eins hratt og vonir stóðu til. Aðstöðuleysið bitnaði ekki svo mjög á árangri meistaraflokks, en yngri flokkunum og almennu félagsstarfi blæddi. Undir lok tímabilsins hófst loks kröftug viðspyrna.


Landnám í Safamýri Knattspyrnan 1973 til 1984

Á

aðalfundi knattspyrnudeildar, snemma árs 1973, var formaðurinn Sigurður Friðriksson að vonum kampakátur með Íslands­bikar­ inn frá fyrra sumri. Nokkurn skugga bar þar þó á. Ef frá er talinn þriðji flokkur, sem vann öll sín mót undir stjórn Marteins Geirssonar, náði enginn yngri flokkanna umtalsverðum árangri, a.m.k. ekki miðað við það sem Framarar höfðu mátt venjast fáeinum árum fyrr. „Hnignun yngri flokka félagsins ef hnignun skyldi kalla, líklega er hér þó frekar um stöðnun að ræða, hefur ekki átt sér stað á einu til tveimur árum heldur hefur hér verið um árlega afturför undanfarin ár miðað við árangur í mótum,“ sagði í skýrslu stjórnar.1 Ástæður þessarar þróun­ar taldi formaðurinn vera margþættar. Í fyrsta lagi hefðu önnur félög farið að leggja meiri rækt við unglingastarfið, en þess hafði áður orðið vart að hin Reykjavíkurfélögin reyndu að laða til sín unglingaþjálfara frá Fram með yfirborgunum.2 Að­stæður hinna félaganna til æfinga og ekki síður félagslegrar samveru hefðu einnig verið betri en Framara. „Það er alkunna, a.m.k. hér á Reykjavíkursvæðinu að félagið hefur um árabil verið mjög vel í sveit sett, þar sem við höfum jafnan átt gnótt af efnum og höfum af þeirra sökum ekki eins þurft að leggja okkur fram til þess að ná saman góðum yngri flokkum þar sem úrvalið hefur ávalt verið nóg. Önnur rótgróin félög hér á Reykjavíkursvæðinu hafa hins vegar um nokkurt skeið átt rætur í hverfum þar sem hver búsettur unglingur hefur verið sem hvalreki á fjörur þess. …[Þ]etta hefur aftur kallað á skipulegt unglingastarf í félögunum sem er þegar farið að bera ávöxt.“3 Sjálfsgagnrýni Sigurðar formanns endurómaði á aðalfundum knatt­ spyrnu­deildarinnar mestallan áttunda áratuginn, þar sem stjórnarmenn

1  Gjörðabók knattspyrnudeildar Fram, aðalfundur haldinn 10. feb. 1973 2  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 2. feb. 1971 3  Gjörðabók knattspyrnudeildar Fram, aðalfundur haldinn 10. feb. 1973

Sigurður Friðriksson var formaður knattspyrnudeildar Fram 1972-73, um þær mundir sem félagið skildi við fyrri heimkynni sín í Skipholti.


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

báðust hálfvegis afsökunar á að hafa leyft yngri flokkunum að dragast aftur úr. Sú gagnrýni var ekki út í bláinn, ef horft er til þess að sigur þriðja flokksins 1972 var eini Íslandsmeistaratitillinn í yngri flokkunum á árabilinu 1968 til 1980. Bent var á tvær leiðir til lausnar á þessum vanda. Annars vegar að stofna og síðar efla sérstaka unglinganefnd, sem sjá skyldi um starfið í þriðja til fimmta flokki. Hitt var ekki síður talið brýnt, að koma upp félagsaðstöðu þar sem kappliðsmenn gætu komið saman fyrir utan æfingar og varið tómstundum sínum. Þrýstu knattspyrnumenn innan félagsins afar stíft á um að reist yrði félagsheimili og að slík framkvæmd yrði að ganga fyrir öðrum verkefnum, svo sem byggingu íþróttahúss.

Félagsheimili rís

Elmar Geirsson lék á þriðja tug A-landsleikja fyrir Íslands hönd. Hann slapp þó við að taka þátt í 14:2 tapinu gegn Dönum á Parken 1967, þar sem hann fékk heila­hristing í upphituninni þegar bolta var skotið í höfuð hans.

Undirbúningur að félagshúsi á Safamýrarsvæðinu var raunar hafinn talsvert áður en félagið flutti sig um set. Gunnar Leósson, nýútskrifaður tæknifræðingur og fyrrum leikmaður Fram, vann að teikningum að slíku húsi þegar hann lést með sviplegum hætti sumarið 1965, tæplega þrítugur að aldri. Skólafélagi hans, Ásmundur Jóhannsson tók við verkefninu og lauk því.4 Gert var ráð fyrir að húsið yrði reist í tveimur áföngum. Sá fyrri myndi einvörðungu hýsa búningsklefa og baðaðstöðu, en hin félagslega aðstaða yrði í síðari hlutanum. Þegar ráðist var í framkvæmdir árið 1973 var hins vegar horfið frá þessu og hluti fyrri áfangans tekinn undir fundarsali og stjórnarherbergi, en frágangur á öllum teikningum og lögnum miðaðist við að húsið yrði tvöfaldað, eins og síðar varð raunin. 4  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 177

Hús Sjómannaskólans gnæfir yfir gamla Fram­völlinn í Skipholti. Skólahúsið var teiknað af þeim Sigurði Guðmundssyni og Eiríki Einarssyni. Hornsteinn var lagður að byggingunni á sjómannadaginn 1944 og hún vígð árið eftir. Vinsælt var hjá knattspyrnu­þjálfurum Fram að láta leik­ menn hlaupa upp brekkuna fyrir ofan völl­ inn, jafnvel með félaga á bakinu.

172


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Framkvæmdir við bygginguna tóku rétt rúmlega tvö ár. Í félagsblaði Fram vorið 1975 lýsti Alfreð Þorsteinsson, formaður félagsins, stöðu mála og hvernig Fram væri í raun komið inn af götunni eftir þriggja ára heimilisleysi. Taldi hann að innan fárra ára stæði félagið frammi fyrir vali á milli þess að stækka félagsheimilið eða ráðast í byggingu íþróttahúss, sem samnýtti búningsaðstöðuna með knattspyrnuvöllunum.5 Annað framfaramál sem Framarar tóku sér fyrir hendur í upphafi áttunda áratugarins var flóðlýsing nýja malarvallarins. Kostir flóðlýsingar urðu knattspyrnumönnum ljósir eftir að Melavöllurinn var lýstur upp haustið 1971. Snemma árs 1972 fór knattspyrnudeild Fram að leita tilboða í flóðljós og var uppsetningu á staurunum lokið rúmu ári síðar.6 Lokafrágangur á ljóskerjunum reyndist flóknari en ætlað var, en haustið 1974 tókst loks að ljúka verkinu og rýmkaðist þar með verulega æfingatími knattspyrnumanna á vorin og haustin.

Upphaf kvennaknattspyrnu Fyrsta Íslandsmót kvenna í knattspyrnu var haldið sumarið 1972, með þátttöku átta liða. Segja má að saga íslenskrar kvennaknattspyrnu sé í meginatriðum svipuð því sem gerðist í nágrannalöndunum, til dæmis í Bretlandi. Þar spruttu upp nokkur kvennalið í byrjun annars áratugs tuttugustu aldar og benti margt til að kvennaknattspyrnan ætti sér bjarta framtíð. Meðan heil kynslóð ungra karlmanna barðist á vígvöllum Frakk­ lands í fyrri heimsstyrjöldinni, sýndu knattspyrnukonur listir sínar fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda heima í Bretlandi. Að stríðinu loknu gekk breska knattspyrnuforystan hins vegar hart fram í að berja niður kvennaboltann og var ýmsum aðferðum og áróðri beitt í því skyni.7 Á Íslandi hafði um svipað leyti orðið til vísir að kvennaknattspyrnu. Hvöt á Ísafirði var knattspyrnufélag kvenna, stofnað í kringum 1914 og hélt úti starfsemi í tvö til þrjú ár. Í Reykjavík stóð Axel Andrésson úr Víkingi fyrir knattspyrnuæfingum stúlkna á Melavelli um 1915, en þær koðnuðu niður enda fengu stúlkurnar óspart að heyra að fótboltaæfingar leiddu til þess að konur fengju stórar lappir og gætu ekki eignast börn.8 Þótt kvennaknattspyrna hafi aldrei lagst af með öllu í Bretlandi og á meginlandi Evrópu, var hún algjört jaðarfyrirbæri fram undir lok sjöunda áratugarins. Þá fóru að spretta upp kvennalið og byrjað var að efna til landsmóta og milliríkjakeppni. Alþjóðknattspyrnusambandið hvatti aðildar­sambönd sín til að ýta undir kvennaknattspyrnu og ýmsir svöruðu því kalli, þar á meðal Albert Guðmundsson, formaður KSÍ.

5  Fram-blaðið 1975, bls. 4-5 6  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundir haldnir 17. feb. 1972 & 14. mars 1973 7  Goldblatt, David: The Ball is Round. A Global History of Football., bls. 180-2 8  Víðir Sigurðsson og Sigurður Á. Friðþjófsson: Knattspyrna í heila öld, bls. 57-58 & Víkingur 65 ára afmælisblað, bls. 14-15

Knattspyrna var lengi vel einungis talin á færi karlmanna og algengt að hæðst væri að knattspyrnukonum í fjölmiðlum, eins og þessar skopmyndir eftir hinn kunna breska teiknara Fred Spurgin frá árinu 1906 bera vott um.

173


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Íslands- og Reykjavíkurmeistarar Fram innan­­húss 1974. Efri röð frá vinstri: Þorkell Þorkelsson for­maður knattspyrnudeildar, Þorbjörg Alberts­dóttir, Guðrún Þóra Sigurðardóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Sigmundur Ó. Steinarsson þjálfari. Fremri röð: Jóhanna Halldórsdóttir, Oddný Sigsteins­dóttir, Bára Einarsdóttir og Kolbrún Jóhannsdóttir.

174

Þegar hér var komið sögu, voru handknattleikskonur nokkurra félaga farnar að spreyta sig í fótbolta á utanhússæfingum á sumrin. Framarinn Oddný Sigsteinsdóttir lýsti aðdraganda fyrsta kvennaknattspyrnuleiksins, sem háður var sumarið 1968 milli Fram og KR: „Þetta var mikill viðburður, það var spilað á grasi hjá KR, liðin voru í sínum félagsbúningum og heilmikil umgjörð. Það varð ekki af fleiri leikjum í bili en fótboltaáhuginn var orðinn talsverður hjá okkur á þessum tíma.“9 Tveimur árum síðar var fyrsti opinberi kvennaleikurinn haldinn, þar sem lið Reykjavíkur og Keflavíkur mættust í forleik að landsleik Íslands og Noregs á Laugardalsvelli. Guðríður Halldórsdóttir úr Fram skoraði eina mark leiksins.

9  Víðir Sigurðsson og Sigurður Á. Friðþjófsson: Knattspyrna í heila öld, bls. 239


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Íslands- og Reykjavíkurmeistar innanhúss Efnt var til fyrsta Íslandsmóts kvenna í innanhúsknattspyrnu árið 1971 og ári síðar hófst keppni utandyra. Í bæði skiptin var Fram meðal þátttöku­ liða. Á öðru Íslandmótinu, sumarið 1973, var Fram ekki með en þá um haustið var blásið lífi í kvennaknattspyrnuna og skipulagðar æfingar hafnar. Frumkvæðið að þessum æfingum kom ekki frá knattspyrnu­deildinni heldur aðalstjórn og var það formaður Fram, Alfreð Þorsteinsson, sem hafði milligöngu um að sjá stúlkunum fyrir æfingatímum í Baldurshaga og fékk hann Sigmund Ó. Steinarsson til að stjórna æfingunum fyrsta kastið. Í aldarafmælisblaði Fram rifjaði Sigmundur upp þennan skammvinna en sigursæla þjálfaraferil: „Við Alfreð störfuðum saman á dagblaðinu Tímanum og bað hann mig að sjá um stúlkurnar. Ég varð við ósk hans og ástæðan var aðeins ein; Mér fannst það skylda mín að svara kalli stúlknanna, sem vildu leika undir merkjum Fram.“10 Tíminn var skammur, enda Reykjavíkurmótið á næstu grösum. Stúlkurnar, sem voru sjö talsins, fengu þrjár æfingar í Baldurshaga, undir stúku Laugardalsvallarins. Þar var í snarhasti farið yfir nokkur leikkerfi í vörn og sókn. Því næst var skipt í tvö fjögurra manna lið, þar sem þjálfarinn var áttundi maður. Ekki er hægt að segja annað en að þessar fáu æfingar hafi nýst vel, því Fram varð Reykjavíkurmeistari með því að vinna Ármenninga í úrslitaleik. Ármannsliðið var um þær mundir Íslandsmeistari bæði utanog innanhúss. Íslandsmótið í Laugardalshöllinni fór á sömu lund, þar voru FH-stúlkur lagðar að velli í úrslitaleiknum. Í kjölfar þessarar góðu byrjunar var þess farið á leit við stjórn knattspyrnudeildarinnar að hún tæki flokkinn að sér. Var samþykkt að gera það til reynslu, þótt ekki væru allir stjórnarmenn hlynntir því að taka upp kvennaknattspyrnu að svo stöddu.11 FH-ingar voru með sterkasta liðið á þessum upphafsárum og hömpuðu meistaratitlinum í fjögur af fyrstu fimm skiptunum. Framarar veittu þeim hvað harðasta samkeppni. Á fyrsta Íslandsmótinu lentu liðin saman í riðli og gerðu jafntefli í innbyrðisviðureign sinni, en FH komst í úrslitin. Sama gerðist sumarið 1974, en þá léku liðin aukaleik um sigur í riðlinum, sem í raun var úrslitaviðureign Íslandsmótsins. Árið 1975 léku liðin svo hreinan úrslitaleik um titilinn, þar sem FH-stúlkur sigruðu 3:1. Ekki sáu fjölmiðlar ástæðu til að velta sér mikið upp úr fréttum af kvennaboltanum, t.d. fjallaði Þjóðviljinn um úrslitaleikinn 1975 í fimmtíu orða klausu sem lauk á orðunum: „FH-stelpurnar fara alla leið til Ítalíu í haust til þess að fagna sigrinum og keppa þar við ítalskar knattspyrnukerlingar.“12

Árangur Fram á Íslandsmóti kvenna 1972-1979

1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979

1972-75, keppt í tveimur riðlum með einfaldri umferð. Toppliðin léku til úrslita 2. sæti af fjórum í forriðli. 4 stig (6:5) Tók ekki þátt 2. sæti af fimm í forriðli. 7 stig (18:2) Tapaði fyrir FH, 1:2, í úrslita­ leik um sigur í riðlinum 1. sæti af fjórum í forriðli. 6 stig (13:3) Tapaði fyrir FH, 1:3 í úrslitum Frá og með 1976, keppt í einni deild með tvöfaldri umferð 4. sæti af fimm. 6 stig (4:16) 2. sæti af sex. 15 stig (33:11) 4. sæti af fjórum. 1 stig (2:11) 5. sæti af fimm. 7 stig (7:15)

Fyrsta æfingin Miðvikudaginn 31. október 1973 birtist eftirfarandi tilkynning í Morgunblaðinu: Kvennaknattspyrna Knattspyrnudeild Fram gengst fyrir innan­hússæfingum í knattspyrnu fyrir kvenfólk í vetur. Verða æfingarnar á miðvikudögum og hefjast kl. 17:00. Æfinga­staður er salurinn undir stúku Laugardals­vallarins. Fyrsta æfingin verður í kvöld. (Mbl. 31.okt. 1973)

10  100 ára afmælisblað Fram, bls. 97 11  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 14. nóv. 1973 12  Þjóðviljinn, 29. júlí 1975, bls. 10

175


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Fyrsti opinberi kvennaknattspyrnuleik­ urinn. Fyrir landsleik Íslands og Noregs á Laugar­dalsvelli í júlí 1970 var efnt til stutts sýningarleiks í kvennaknattspyrnu þar sem við áttust úrvalslið Reykjavíkur og Keflavíkur. Oddný Sigsteinsdóttir, fyrirliði Reykjavíkur­úrvalsins er fremst á mynd­ inni. Fyrir miðju, með Sherlock Holmeshúfu á höfði, er dómari leiksins Sigrún Ingólfsdóttir. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að afla sér dómararéttinda.

Fyrstu vallarljósin Flóðljósin sem Framarar tóku í notkun á félagssvæði sínu haustið 1974 voru talin þau bestu í eigu íslensks félagsliðs. Saga flóðlýsingar hjá Fram nær þó lengra aftur. Í gjörðabókum stjórnar Fram má lesa að árið 1950 fékk félagið menn frá Rafmagnsveitunni til að kanna hvernig lýsa mætti Framvöllinn að vetrinum til. Buðust þeir til að leggja rafmagnskapal í þessu skyni, í skiptum fyrir gamlar hrífur sem tilheyrt höfðu skíðadeildinni. Einhverri lýsingu var komið upp í kjölfar þessa, í það minnsta rámar gamla Framara í slíkan búnað, þótt ekki hafi hann verið upp á marga fiska. (Gjörðabók stjórnarfunda Fram, 12. sept. 1950 og viðtal við Ragnar Steinarsson og Alfreð Þorsteinsson)

Fyrstu ár kvennafótboltans voru það einkum handboltakonur sem báru liðin uppi og var sú t.d. raunin hjá bæði Fram og FH. Hjá Breiðabliki í Kópavogi varð kvennaknattspyrnan hins vegar strax sjálfstæð íþróttagrein. Sumarið 1977 unnu Blikastúlkur sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil af fjölmörgum. Framarar höfnuðu í öðru sæti með einu stigi minna og voru eina liðið til að sigra Blika það sumarið.

Kvennaflokkurinn lagður niður Framstúlkur náðu ekki að fylgja eftir öðru sætinu frá 1977. Árið eftir hafnaði liðið í neðsta sæti í móti þar sem aðeins fjögur lið tóku þátt og 1979 í fjórða sæti af fimm í jafnri keppni. 1980 varð daprasta árið í sögu kvennaknattspyrnunnar. Aðeins þrjú félög sendu lið til keppni: Breiðablik, Valur og ÍA. Stjórn Fram tók ákvörðun um að tefla ekki fram liði, í óþökk leikmanna.13 Þær knattspyrnukonur úr Fram sem vildu halda áfram að stunda íþrótt sína gengu til liðs við önnur félög. Þannig fór Guðríður Guðjónsdóttir í Breiðablik og varð Íslandsmeistari undir merkjum Kópavogsliðsins og lék með íslenska landsliðinu. Sömu sögu má segja um Örnu Steinsen sem fór fyrst í Breiðablik en síðar í KR.14 Þegar ákveðið var að endurreisa kvennaliðið tveimur árum síðar var gamla kjölfestan farin annað og liðið lenti í miklu basli. Ekki virðist sú ákvörðun að leggja niður kvennaflokkinn hafa vafist mikið fyrir forystumönnum knattspyrnudeildarinnar. Snemma árs 1979 hafði stjórnin samþykkt að láta kanna hvort grundvöllur væri fyrir áframhaldandi kvennaknattspyrnu í Fram, en engin bókun finnst í fundar­

13  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 265 14  Íþróttablaðið, 7. tbl. 49. árg. 1989, bls. 7

176


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

gerðabókum varðandi sjálfa ákvörðunina.15 Engar umræður um málið finnast færðar til bókar á aðalfundum deildarinnar. Afstaða knattspyrnudeildarinnar til kvennaliðsins á þessum árum kemur líklega skýrast fram í umræðum á stjórnarfundi vorið 1977. Þar var samþykkt að ráða Guðmund Kolbeinsson sem þjálfara kvennaflokks og þess jafnframt getið að hámarksupphæð sem unnt væri að eyða í flokkinn væri sextíu þúsund krónur. Til samanburðar fékk þjálfari annars flokks karla 150 þúsund fyrir að sjá um liðið yfir sumarmánuðina.16

Tímamótabikarúrslitaleikur Framarar urðu Íslandsmeistarar 1972 án þess að tapa leik. Árið eftir snerist taflið hins vegar við og liðið tapaði helmingi leikja sinna á Íslandsmótinu, flestum um miðbik mótsins meðan markvörðurinn Þorbergur Atlason var frá vegna meiðsla. Keflvíkingar urðu öruggir sigurvegarar í fyrstu deild, en Framarar komu í veg fyrir að þeim tækist að vinna tvöfalt.17 Segja má að sumarið 1973 hafi verið tímamótaár í sögu bikarkeppni KSÍ. Upphaflega var stofnað til hennar sem haustmóts í lok keppnistímabils og voru helstu leikir einatt leiknir á Melavellinum. Að þessu sinni var leikið fyrr á sumrinu og undanúrslitin og úrslitin fóru fram á Laugardalsvelli í fyrri hluta september, fyrir lok Íslandsmótsins. Fyrir vikið varð bikarúrslitaleikurinn í fyrsta sinn sá stórleikur sumarsins sem síðar hefur verið og jafnframt sá leikur sem dró að sér flesta áhorfendur. Í undanúrslitum tóku Framarar á móti bikarmeisturum Eyjamanna og unnu óvæntan stórsigur, 4:0. Blaðamaður Morgunblaðsins benti á að „[u]m mitt keppnistímabil hefði verið hlægilegt að spá því að Framarar kæmust í úrslit bikarkeppninnar, en þá var liðið svo sannarlega ekki upp á marga fiska. Með afturkomu Elmars Geirssonar og Þorbergs Atlasonar hefur leikur liðsins hins vegar batnað til mikilla muna.“18 Það reyndist þrautin þyngri að finna tíma fyrir þennan fyrsta bikarúrslitaleik á grasi. Fram og Keflavík tóku bæði þátt í Evrópukeppni og taka þurfti tillit til Íslandsmótsins og vinnu leikmanna. Niðurstaðan varð að leika miðvikudaginn tólfta september klukkan 18 og þótti það djarft teflt ef grípa þyrfti til framlengingar. Þegar markalaust var eftir venjulegan leiktíma hófst mikil reikistefna, þar sem ekki lá skýrt fyrir hvort framlengja skyldi eða leika að nýju síðar. Að lokum kvað dómarinn þó upp úr um það að fyrri kosturinn yrði fyrir valinu. Jón Pétursson og Marteinn Geirsson skoruðu hvor sitt skallamarkið í framlengingunni, en Steinar Jóhannsson svaraði fyrir Keflvíkinga. Undir lokin sóttu Suðurnesjamenn nokkuð stíft, en um það eru reyndar fáir til

15  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 7. mars 1979 16  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 11. maí 1977 17  Heimildir um keppnistímabilin 1973-84 eru einkum bókaflokkurinn Íslensk knattspyrna, blaðaúrklippur og ársskýrslur knattspyrnudeildar Fram 18  Morgunblaðið, 6. sept. 1973, bls. 30

Gunnar Guðmundsson lék 283 leiki með meistara­flokki. Hann tók þátt í fjórtán fyrstu Evrópuleikjum félagsins og var um skeið framkvæmdastjóri knattspyrnudeild­ arinnar. Gunnar fórst í flugslysi sumarið 1987 á heimleið eftir bikarleik Fram á Ólafsfirði.

Jón Pétursson var um árabil lykilmaður í Framliðinu. Þegar hann gekk til liðs við sænska liðið Linköping sendu Svíarnir Frömurum nokkra bolta sem greiðslu. Það þóttu ekki góð skipti.

177


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Árangur Fram í bikarkeppni KSÍ 1973-1984 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984

Bikarmeistarar Átta liða úrslit Sextán liða úrslit Átta liða úrslit Tap í úrslitaleik Átta liða úrslit Bikarmeistarar Bikarmeistarar Tap í úrslitaleik Átta liða úrslit 34 liða úrslit Tap í úrslitaleik

Cubillas fór á kostum Svissneska liðið Basel, sem Framarar mættu í Evrópukeppni meistaraliða árið 1973, hafði heimsfrægan leikmann í sínum röðum. Teófilo Cubillas er almennt talinn besti knattspyrnumaður í sögu Perú og var burðarás landsliðsins í úrslitum heimsmeistarakeppninnar 1970, 1978 og 1982, auk þess sem hann leiddi liðið til sigurs í SuðurAmeríkukeppninni 1975. Árið áður en hann lék gegn Frömurum var hann valinn Knattspyrnumaður Suður-Ameríku. „Frumskógamaðurinn Teofilo Cubillas frá Peru, er eftirminnilegasti knattspyrnumaðurinn sem ég hef leikið gegn“, sagði Sigurbergur Sigsteinsson síðar, en Cubillas skoraði fimm mörk í leikjunum tveimur við Fram. (Fram-Glentoran, leikskrá)

frásagnar því svo dimmt var orðið að áhorfendur höfðu enga hugmynd um hvað var að gerast á vellinum. Verðlaunaafhendingin fór sömuleiðis fyrir ofan garð og neðan hjá flestum vallargestum, en stuðningsmenn Fram kærðu sig kollótta og klöppuðu bara út í myrkrið.19

„Á allt öðrum hraða“ Sex dögum eftir myrkraverkin í bikarúrslitaleiknum léku Framarar annan kvöldleik, en þá í flóðljósum og það á „heimavelli“. Um var að ræða viðureign Fram og svissnesku meistaranna Basel í Evrópukeppninni. Samið var um að leika báða leikina ytra og taldist sá fyrri vera heimaleikur Fram. Raunar kom vel til greina að fá Svisslendingana hingað til lands, en tilboðið frá Basel var talið of gott til að hafna því. Framarar fengu greidda fyrirfram ákveðna upphæð og áttu sjálfir að sjá um ferðir og uppihald. Peningarnir reyndust duga til að borga undir leikmenn og fararstjóra, niðurgreiðslu á ferðum fyrir eiginkonur og var þó afgangur sem nam u.þ.b. hálfum launum þjálfara fyrir keppnistímabil.20 Það var því ekki að ástæðulausu sem þátttöku í Evrópukeppni var líkt við happdrættis­ vinning á þessum árum. Viðhorfið til Evrópuleikjanna var líka nokkuð á þá lund að um hálfgerðar skemmtiferðir væri að ræða, þar sem leikmönnum væri umbunað fyrir erfiðið á liðnu sumri. Þannig lenti stjórn knattspyrnudeildar í nokkurri klemmu þegar Guðmundur þjálfari kynnti sextán manna hóp sinn fyrir Basel-ferðina, þar sem gert var ráð fyrir að sleppa leikmanni sem talsvert hafði komið við sögu síðustu misserin. Var að lokum ákveðið að bæta honum og eiginkonunni við hópinn, til að afstýra leiðindum.21 Um leikina sjálfa var það að segja að getumunur liðanna reyndist mikill. „Það var erfitt að leika í Sviss og má segja að við Framarar höfum þá kynnst Evrópuknattspyrnunni í fyrsta sinn. Við lékum á allt öðrum hraða heldur en Svisslendingarnir, sem voru með Perúmanninn Cubillas í sínum herbúðum“, sagði Jón Pétursson um ferðina til Sviss.22 Basel sigraði með fimm mörkum gegn engu, þar sem þrjú markanna komu á síðasta kortérinu. Var það hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem íslenskt áhugamannalið sprakk á limminu á lokamínútunum gegn erlendum atvinnumönnum. Seinni leikurinn var síst jafnari, en honum lyktaði 6:2. Ásgeir Elíasson og Jón Pétursson skoruðu mörk Fram.23

19  Morgunblaðið, 13. Sept. 1973, bls. 30-31 & Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 253 20  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundir haldnir 28. ág. & 11. okt. 1973 21  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 28. ág. 1973 22  Fram-Glentoran leikskrá, bls. 6 23  Jón Pétursson lýsir marki sínu gegn Basel býsna nákvæmlega í leikskrá sem kom út fyrir leik Fram og Glentoran haustið 1985. Í 80 ára afmælisbók Fram er mark hans hins vegar skráð á Guðgeir Leifsson, en sú villa er væntanlega komin úr frétt Morgunblaðsins af leiknum: Morgunblaðið, 21. sept. 1973, bls. 30

178


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Þetta sumar áttu Framarar rétt á að flytja inn erlent knattspyrnulið í samstarfi við Ármenninga. Enska liðinu Arsenal var boðið að koma og leika hér tvo leiki. Voru undirtektir Lundúnaliðsins jákvæðar, en ekkert varð úr málinu. Þegar ljóst var að Arsenal kæmi ekki var rætt um að fá Norwich eða Ipswich til landsins, en þær hugmyndir koðnuðu einnig niður.24 Þegar komið var fram á áttunda áratuginn voru íslensku knattspyrnufélögin að heita má hætt að reyna að flytja inn erlend lið önnur en frá Englandi eða félög með íslenska leikmenn innanborðs.

Kærumál og lagaþref Deilur um hvort þessi leikmaðurinn eða hinn sé löglegur til keppni eru nánast jafngamlar knattspyrnuíþróttinni hér á landi. Á áttunda og níunda áratugnum komu slíkar deilur nokkrum sinnum upp, ekki hvað síst í

Dómari í aldarfjórðung Hannes Þ. Sigurðsson kom að þjálfun fjölda keppnisliða Fram í knattspyrnu og handknattleik. Hann fékkst jafnframt við dómgæslu í báðum íþróttagreinum. Hannes dæmdi í efstu deild karla í knattspyrnu frá 1950 til 1974, eða í 25 ár. Einungis einn knattspyrnudómari hefur lengri feril að baki. Magnús V. Pétursson var að í 26 ár. Nær útilokað má telja að þessi met verði slegin í fyrirsjáanlegri framtíð, enda eru nú í gildi strangari reglur um hámarksaldur dómara.

24  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundir haldnir 30. nóv. 1972 & 7. maí 1973

B-lið fjórða flokks sem vann Reykjavíkur-, miðsumars- og haustmót 1974 með fáheyrðum yfirburðum. Efri röð frá vinstri: Baldur Skaptason þjálfari, Guðmundur Júlíusson, Gísli Gíslason, Egill Jóhannesson, Eyvindur Steinarsson og Bergur Kristinsson. Fremri röð: Sævar Pálsson, Lúðvík Birgisson, Sigurður Jónsson, Lárus H. Lárusson, Dagur Jónasson og Davið Ottó Arnar.

179


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Meistaraflokkur Fram 1975. Efri röð frá vinstri: Þorkell Þorkelsson, Kristinn Jörundsson, Örn Bragason, Atli Jósafatsson, Arnar Guðlaugsson, Þorbergur Atlason, Marteinn Geirsson, Jón Pétursson, Guðgeir Leifsson, Ómar Arason og Jón Ragnarsson. Neðri röð frá vinstri: Jóhannes Atlason, Kjartan Kjartansson, Snorri Hauksson, Hlöðver Rafnsson, Gunnar Guðmundsson, Ágúst Guðmundsson, Rúnar Gíslason og Eggert Steingrímsson.

tengslum við félagaskipti knattspyrnumanna sem leikið höfðu erlendis en snúið aftur heim. Eitt flóknasta mál þessar tegundar var Elmarsmálið svokallaða, sem snerist um hvort Elmar Geirsson væri löglegur með Framliðinu sumarið 1974. Ef niðurstaðan hefði orðið Fram í óhag, hefði það getað þýtt fall í aðra deild. Tildrög málsins voru þau að Fram byrjaði Íslandsmótið afar illa. Eftir átta umferðir hafði fjórum leikjum lokið með jafntefli og fjórir tapast. Því þurfti eitthvað mikið að gerast í síðustu sex leikjunum ef ekki átti illa að fara. Á neyðarfundi með Jóhannesi Atlasyni, sem tekið hafði við þjálfuninni af Guðmundi Jónssyni fyrir tímabilið, kom fram sú hugmynd að reyna að fá Elmar til landsins í nokkra leiki til að styrkja hópinn og efla félagsandann. Elmar var við nám í tannlækningum í Vestur-Berlín þegar neyðarkallið barst að heiman og stökk hann upp í næstu flugvél. „Ég er í upplestrarfríi í skólanum og get verið heima í um fjórar vikur. Þann tíma mun ég leika með Fram og gera það sem ég get til að bæta stöðu liðsins“, sagði Elmar í blaðaviðtali við heimkomuna. Í sama viðtali sagði hann frá knattspyrnuiðkun sinni hjá Berlínarliðinu Herthu Zehlendorf þá um veturinn.25 Óhætt er að segja að heimkoma Elmars hafi skipt sköpum fyrir Framliðið. Hann tók þátt í þremur deildarleikjum í upplestrarfríinu, sigurleikjum gegn Víkingi og Val og jafnteflisleik í Eyjum – auk bikarleiks gegn Fylki. Valsmenn kærðu þátttöku Elmars með vísan til reglna KSÍ um að leikmenn mættu ekki leika með tveimur liðum á sama almanaksári. Framarar svöruðu fullum hálsi: „Við erum ekki þeir bjánar að hafa ekki kynnt okkur, hvort óhætt væri að nota Elmar,“ sagði Hilmar Svavarsson. 25

180

Morgunblaðið, 16. júlí 1974, bls. 15


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Hann benti á að Elmar hefði áður komið heim í sumarfríum og Fram ætíð tilkynnt KSÍ það athugasemdalaust, enda hefði aldrei verið tilkynnt um félagaskipti hans yfir í Berlínarliðið.26 Eitt sumarið höfðu Fram og KSÍ meira að segja skipt ferðakostnaðinum á milli sín.27 Forráðamenn Fram voru svo vissir í sinni sök að þeir notuðu Elmar í leiknum gegn ÍBV, þrátt fyrir að kæra Valsmanna væri komin fram. Um miðjan ágúst felldi dómstóll KRR þann úrskurð að Elmar væri ólöglegur í leiknum gegn Val, en í stað þess að dæma Frömurum leikinn tapaðan – eða vísa liðinu úr mótinu – skyldu liðin mætast að nýju. Víkingar höfðu kosið að bíða átekta eftir niðurstöðu í kærumáli Valsara, sem reyndist mikið glappaskot því þegar þeir skiluðu loks inn sinni kæru var fresturinn útrunninn og máli þeirra að lokum vísað frá.

Gallað dómstólakerfi Í fjórtándu og síðustu umferð sigruðu Framarar loks Akureyringa á úti­ velli og skildu þannig Víkinga og ÍBA eftir í botnsætunum með níu stig hvort félag. Þau þurftu því að spila aukaleik um fall úr deildinni. Í fyrstu neituðu liðin að mæta til leiks, þar sem þau töldu að fella bæri Framara fyrir að nota ólöglegan leikmann, en létu að lokum undan hótunum KSÍ um að senda bæði liðin niður í þriðju deild. Íslandsmótinu í knattspyrnu lauk svo ekki fyrr en þann 26. október, með hinum endurtekna leik Fram og Vals, sem aftur lauk með sigri Fram. Sjaldan eða aldrei hefur leikur á Íslandsmótinu farið fram svo seint á árinu. Elmarsmálið sýndi fram á ýmsa veikleika í lögum og dómstólakerfi knattspyrnuhreyfingarinnar. Máli Víkinga var vísað frá af dómstól KRR á þeirri forsendu að kærufresturinn hefði verið liðinn og sú niðurstaða var staðfest af dómstól KSÍ. Hefði málinu á hinn bóginn verið áfrýjað til ÍSÍ en ekki Knattspyrnusambandsins er allt eins líklegt að úrslitin hefðu orðið á annan veg, enda miðaði ÍSÍ við sex mánaða kærufrest en ekki viku. Hefðu Fram og Valur nýtt allan áfrýjunarfrestinn í sínu kærumáli má sömuleiðis ætla að niðurstaðan hefði ekki legið fyrir fyrr en snemma á árinu 1975. Þannig hefðu úrslit Íslandsmótsins getað verið í óvissu í marga mánuði eftir að keppni lauk. Þá verður að viðurkenna að þótt sú ákvörðun að endurtaka leik Fram og Vals hafi verið sögð Salomónsdómur, stóð hún á lagalega veikum grunni. Áhrif Elmarsmálsins reyndust mikil og margvísleg. Óbein afleiðing þess varð sú að eftir tapið gegn Víkingum í úrslitaleiknum um fallið var lið ÍBA lagt niður. Hafa Akureyrarliðin KA og Þór leikið hvort í sínu lagi upp frá því.

Í ávarpi ritnefndar Fréttabréfs knattspyrnu­ deildar Fram 1975 skrifaði Jón R. Ragnars­ son: „Eins og flest önnur félagsblöð á blað­ ið að hafa tvíþættan tilgang. Í fyrsta lagi að upplýsa félagsmenn og aðra um starfsemi deildarinnar en jafnframt að auka skotsilf­ ur deildarinanr nokkuð. Vegna tímaskorts hefur fyrra markmiðinu kannski ekki verið gerð nægilega góð skil að þessu sinni.“ Þetta voru engar ýkjur. Af 32 síðum blaðs­ ins voru 27 og hálf lögð undir auglýsingar, auk forsíðu.

26  Morgunblaðið, 25. júlí 1974, bls. 31 27  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 12. júní 1970

181


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Barist við heimsmeistara

Netzer í vestur-þýska landsliðsbúningnum

Heimsmeistari á Laugardalsvelli Sá leikmaður Real Madrid sem mesta athygli vakti við komuna til Íslands 1974 var Günter Netzer, tæplega þrítugur Vestur-Þjóðverji sem orðið hafði heimsmeistari með landsliði sínu nokkrum vikum fyrr. Ferill Netzers er einstaklega glæsilegur. Hann var einn af lykilmönnum í liði Borussia Mönchengladbach sem vann meistaratitilinn árin 1970 og 1971. Þegar Barcelona festi kaup á Johan Cruyff árið 1973, svaraði Real Madrid fyrir sig með því að kaupa félagana Netzer og Paul Breitner. Þeim tókst að rífa Madridarliðið upp úr nokkrum öldudal og varð Netzer Spánarmeistari 1975 og 1976. Síðar lá leið hans til Hamburger SV þar sem hann gerðist knattspyrnustjóri og lagði grunninn að stórveldistíma Hamborgarbúa.

182

Skuggi Elmarsmálsins grúfði yfir Framliðinu meðan það undirbjó sig fyrir einn stærsta leik í sögu félagsins, gegn spænska liðinu Real Madrid í Evrópukeppni bikarhafa. Sérstaka athygli vakti að í liði Madridinga var að finna tvo nýkrýnda heimsmeistara frá Vestur-Þýskalandi, Günter Netzer og Paul Breitner. Var í blöðum óspart gripið til samlíkinga við Benfica-liðið sem mætti Valsmönnum átta árum áður. Þannig sagði í Morgunblaðinu: „Að vísu voru tæpast stjörnur í Benfica-liðinu á borð við Breitner og Netzer, en þar var þó um frábært lið að ræða.“28 Innan við átta þúsund áhorfendur mættu á Laugardalsvöllinn og olli aðsóknin Frömurum nokkrum vonbrigðum en þó voru það tvöfalt fleiri en mætt höfðu á leik Keflvíkinga og Real Madrid tveimur árum fyrr.29 Ekki þótti mikill meistarabragur á liði Spánverja, en blaðamenn kepptust við að ausa Framliðið lofi. „Þið hafið orðið íslenzkri knattspyrnu til sóma,“ hafði blaðamaður Morgunblaðsins eftir Albert Guðmundssyni í búningsklefum Framara eftir leikinn – og bætti við frá eigin brjósti: „Heimsmeistararnir tveir, Breitner og Netzer, féllu í skugga fyrir sumum leikmanna Fram, sem sneru á þá hvað eftir annað, eða skildu þá eftir á sprettinum.“30 Leikmenn Fram fengu nokkur góð tækifæri til að skora, en sigurinn kom hins vegar í hlut Spánverjanna sem gerðu tvö ódýr mörk í fyrri hálfleik. Blaðamönnum bar saman um að Guðgeir Leifsson hefði verið maður leiksins og í sama streng tóku dómarinn og forráðamenn Real Madrid, sem afsökuðu frammistöðu sína með köldu veðri og slæmum velli. Knattspyrnudeild Fram hugðist efna til hópferðar á seinni leik liðanna í samvinnu við ferðaskrifstofuna Sunnu. Dvelja átti í þrjá taga í Madrid, en því næst í átta daga í baðstrandarbænum Torremolinos.31 Ekki fengust nægilega margir til að skrá sig í ferðina og þurfti því að endurskoða ferðaáætlunina. Jafnvel þótt Frömurum hefði tekist að fylla heila flugvél, hefði slíkur hópur mátt sín lítils á móti fimmtíuþúsund heimamönnum á Santiago Bernabeu-vellinum. Spænsku bikarmeistararnir skoruðu þrjú mörk í hvorum hálfleik, en munurinn hefði hæglega getað endað í tveggja stafa tölu.

Dularfulla flautið Eftir fallbaráttu ársins á undan og þá staðreynd að lykilmenn hurfu á braut, var ekki búist við miklu af Frömurum sumarið 1975. Öllum að óvörum veitti Fram hins vegar Skagamönum, meisturum síðasta árs, harða keppni um titilinn. ÍA sigraði í mögnuðum uppgjörsleik í þriðju síðustu umferð

28  Morgunblaðið, 17. sept. 1974, bls. 17 29  Þjóðviljinn, 29. sept. 1972, bls. 9 30  Morgunblaðið, 20. sept. 1974, bls. 31 31  Morgunblaðið, 21. sept. 1974, bls. 5


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Í seinni tíð er Günter Netzer einkum þekktur sem knattspyrnuspekingur í þýsku sjónvarpi. Eitt eftirminnilegasta atvik þýskrar sjónvarpssögu tengist einmit Netzer og Laugardalsvelli, en þá missti landsliðsþjálfarinn Rudi Völler stjórn á skapi sínu eftir jafnteflisleik gegn Íslandi haustið 2003. Netzer hafði spurt óvæginna spurninga en uppskar væna gusu af svívirðingum og dónaskap í beinni útsendingu meðan þýska þjóðin stóð á öndinni. (www.en.wikipedia.org/wiki/ Günter_Netzer)

Alfreð Þorsteinsson, formaður Fram, færir forseta Real Madrid, Santiago Bernabéu, skrautgrip að gjöf í tengslum við leik liðanna 1974. Bernabéu gerði Real Madrid að stórveldi í knattspyrnuheiminum, en var einnig framámaður í herforingjastjórn Francos á Spáni.

og náði þannig tveggja stiga forystu sem hélst allt til loka. Í lokaleik mótsins á Melavellinum áttu Framarar raunar kost á að knýja fram úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn, en töpuðu fyrir Val. Árið eftir endurtók sagan sig og Framarar höfnuðu í öðru sæti, að þessu sinni stigi á eftir Valsmönnum. Liðin mættust í næstsíðustu umferðinni í hálfgerðum úrslitaleik. Hlíðarendaliðið slapp með skrekkinn, náði 1:1 jafntefli og dugði þar með sigur í lokaumferðinni á botnliði Þróttar. Mark Valsara í leiknum var afar umdeilt, en Ingi Björn Albertsson skoraði það af stuttu færi eftir að leikmenn Fram höfðu numið staðar. Framarar töldu sig heyra í flautu dómarans, en hann kannaðist ekki við neitt slíkt. Óli Olsen línuvörður staðfesti að flautað hefði verið úr stúkunni og að það kunni að hafa ruglað leikmenn í ríminu.32 Austur-evrópsk knattspyrnulið hafa sjaldnast verið talin óskamótherjar í Evrópukeppni, en óvenjumikill áhugi var fyrir komu Slovan Bratislava, andstæðinga Fram í Evrópukeppni félagsliða haustið 1976. Skýringin var sú að þá um sumarið varð Tékkóslóvakía Evrópumeistari landsliða, með sjö leikmenn Bratislava-liðsins innanborðs. Fyrri leikurinn fór fram á Laugardalsvelli og þótti ekkert augnayndi. Slovan sigraði með þremur mörkum gegn engu, en þau úrslit þóttu ekki gefa rétta mynd af leiknum. Gestirnir kvörtuðu undan vellinum, en slíkar umkvartanir voru nær fastur liður þegar erlend lið komu til Íslands að haustlagi. „Við félagarnir í liðinu vorum einmitt að tala um það hvers vegna þið leidduð ekki heita vatnið ykkar undir völlinn,“ sagði fyrirliði Slovan

Leikur Fram og Slovan Bratislava vakti tals­verða athygli enda margir úr nýkrýndu Evrópu­meistaraliði Tékkóslóvakíu innan­ borðs.

32  Morgunblaðið, 20. ágúst 1976, bls. 34-35

183


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Nýjasta tíska á áhorfendabekkjunum Leikur Fram og Vals í næstsíðustu um­ferð Íslandsmótsins 1976 var hinn eiginlegi úrslitaleikur þess. Mikil spenna var fyrir leikinn og spáði Morgunblaðið litríkum áhorfendahópi: „Stuðningsmenn félaganna munu sjálfsagt bera trefla í litum félaga sinna eins og nú tíðkast. Þá eru spjöld með nöfnum þeirra einnig orðin mjög vinsæl og a.m.k. Valsmenn hafa margir hverjir borið húfur í Valslitum á síðustu leikjum.“ (Mbl. 19. ágúst 1976)

Atvinnumenn? Á árunum í kringum 1980 fór nokkuð að bera á því að knattspyrnufélög lofuðu leikmönnum sínum bónusgreiðslum fyrir að komast í bikarúrslitaleik eða tryggja sér sæti í Evrópukeppni. Greiðslur þessar voru undantekningarlítið lágar, en gátu þó orðið kveikjan að miklum sögusögnum og vangaveltum blaðamanna um hvort verið væri að brjóta gegn áhugamannareglum KSÍ. Sumarið 1978 vakti nokkra athygli þegar heitur stuðningsmaður Fram hét á leikmenn liðsins að greiða hópnum fimm þúsund krónur fyrir hvert mark í deildarkeppninni. Mörkin urðu alls 23 og heildarupphæðin því rétt rúmar 100 þúsund krónur. Miðað við þróun verðlagsvísitölu má áætla að þessi upphæð nemi 75 þúsundum á verðlagi ársins 2008, svo ekki hafa nein ósköp komið í hlut hvers og eins. (Gjörðabók knattspyrnudeildar Fram, aðalfundur 15. okt. 1978)

Sigurbergur Sigsteinsson vann það fágæta afrek árið 1972 að verða Íslands­ meistari í bæði handknattleik og knattspyrnu karla undir merkjum Fram.

í leikslok.33 Mörg ár áttu þó eftir að líða áður en Íslendingar tóku að gefa hugmyndinni um upphitun knattspyrnuvalla gaum. Hálfum mánuði síðar mættust liðin aftur í Bratislava og lauk þeirri viðureign með fimm mörkum gegn engu, þar sem helst bar til tíðinda að varnarjaxlinn Jón Pétursson var borinn kinnbeinsbrotinn af velli.

Aftur niður á jörðina Eftir tveggja ára toppbaráttu urðu stuðningsmenn Fram fyrir vonbrigðum sumarið 1977. Nýliðar Þórs féllu úr efstu deild ásamt KR-ingum, en Framarar höfnuðu í næsta sæti fyrir ofan. Fram gerðist þó örlagavaldur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn með því að tapa tvívegis fyrir Skagamönnum, en gera tvö jafntefli við Valsmenn – annað þeirra í sögulegum 3:3 leik í næstsíðustu umferð. Stigin reyndust Völsurum dýr, því ÍA varð meistari með eins stigs mun. Leikmenn Vals komu fram hefndum í úrslitaleik bikarkeppninnar, unnu 2:1 í leik sem þótti ekki upp á marga fiska. Sigurbergur Sigsteinsson skoraði mark Framliðsins. Skagamenn fengu Íslandsbikarinn afhentan í leikhléi á bikarúrslitaleiknum og olli sú ákvörðun gremju Valsmanna, sem

33

184

Morgunblaðið, 15. sept. 1976, bls. 30


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

höfðu mátt sjá á eftir titlinum svo skömmu áður. Höfðu Fram og Valur raunar mótmælt þessari ráðstöfun fyrir leikinn.34 Í Evrópukeppni félagsliða fóru Framarar illa að ráði sínu. And­ stæðingarnir voru norska liðið Start frá Kristiansand. Norsk knattspyrna var ekki hátt skrifuð um þessar mundir og voru möguleikar Fram á að komast áfram í keppninni taldir ágætir og stefnan sett á jafntefli í útileiknum. Herfilegur leikur á fyrsta hálftímanum gerði allar slíkar vonir að engu. Start var komið í 4:0 eftir 27. mínútur og sigraði að lokum með sex mörkum gegn engu. Seinni leikurinn fékk ekki háa einkunn frá blaðamönnum. Var hann sagður lélegasti Evrópuleikur sem fram hefði farið á Íslandi. Ætti hann „… einna helzt hliðstæðu í lélegum 2. deildar leik og var að vonum að flestir fullorðnir áhorfendur yfirgáfu leikvanginn löngu áður en dómarinn gaf merki um leikslok, en segja má að sá atburður hafi verið einna gleðilegastur í þessum leik.“35 Leiknum lauk með 0:2 sigri Start.

Breyttir tímar í þjálfaramálum Árið 1978 var óvenjutíðindalítið í sögu meistaraflokks Fram í knattspyrnu. Liðið var hvorki í topp- né botnbaráttu, tók ekki þátt í Evrópukeppni og féll snemma úr bikarkeppninni. Framarar höfnuðu að lokum í sjötta sæti, eftir að hafa einungis náð einu stigi úr sex síðustu leikjunum. Þetta var jafnframt síðasta árið sem Guðmundur Jónsson var aðalþjálfari Fram. Í stað hans var ráðinn Keflvíkingurinn Hólmbert Friðjónsson, sem þar með

34  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 6. sept. 1977 35  Morgunblaðið, 28. sept. 1977, bls. 30

Eggert Steingrímsson lék rúmlega 150 meistara­flokksleiki fyrir Fram og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir knatt­spyrnu­deildina og KSÍ.

Skosk kempa afþökkuð Á vormánuðum 1977 kom til tals að Alex Miller, leikmaður með Rangers í Skotlandi, kæmi til Íslands á vegum Fram og leiðbeindi öllum flokk­um liðsins í um mánaðartíma. Miller lýsti miklum áhuga á að koma í júní­mánuði, en Framarar vildu fá hann í júlí. Þessi óheppilegi tími varð til þess að ekkert varð úr ráðningu Millers, auk þess sem kaupkröfur hans voru taldar mjög háar. Áætlað var að heildarkostnaðurinn við að fá hann til landsins yrði 400 þús. krónur, en til samanburðar var miðaverðið á Evrópuleik Fram um haustið þúsund krónur fyrir fullorðinn. Alex Miller gerðist síðar knattspyrnuþjálfari og hefur m.a. starfað sem slíkur hjá enska félaginu Liverpool.

Lagt á ráðin í búningsklefanum sumarið 1979.

(Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, 4. maí 1977)

185


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Hólmbert Friðjónsson var eftirsóttur þjálfari. Einkennismerki hans var öflugur varnar­leikur. Gárungar sögðu að liðin hans Hólmberts eltu andstæðingana alla leið inn í búningsklefa.

„Ég man þá tíð“ eða bikarúrslit? Nokkrum dögum fyrir bikarúrslitaleik Fram og Vals 1979 sló Morgunblaðið upp þeirri frétt að Ríkisútvarpið hefði hætt við að láta Hermann Gunnarsson lýsa leiknum. Forráðamenn RÚV staðfestu þetta og báru því við að allt stæði fast í samningaviðræðum útvarpsins og félaganna tveggja. Væntanlega hefur símtölum frá reiðum knattspyrnuáhugamönnum rignt yfir skiptiborð Ríkisútvarpsins, í það minnsta var tilkynnt tveimur dögum síðar að búið væri að flytja til útvarpsþáttinn „Ég man þá tíð“ og bein útsending yrði frá síðari hálfleik. (Mbl., 23. og 25. ágúst 1979)

Framarar voru léttir í lund á bikar­úrslita­ leiknum gegn Valsmönnum 1979.

186

varð fyrsti „aðkomumaðurinn“ til að þjálfa Framliðið frá tíma erlendu þjálfaranna um miðja öldina.36 Lúðvík Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar 1979-80, segir að það hafi verið stór ákvörðun að fá utanaðkomandi þjálfara og hafi vafist fyrir mörgum. „Fram að þessu höfðu menn vanist því að þjálfarar félagsins fengju lítið eða ekki neitt fyrir sína vinnu. Þarna fengum við mann frá Keflavík og þurftum auðvitað að greiða honum markaðslaun, sem voru þó alls ekki há. Þetta þýddi einfaldlega að við þurftum að herða okkur í fjáröfluninni.“37 Enn átti þó nokkur tími eftir að líða þar til byrjað var að greiða leikmönnum meistaraflokks Fram fyrir knattspyrnuiðkun, þótt vart yrði við þá þróun hjá nokkrum félögum. „Árið 1979 var Marteinn Geirsson á leið heim frá Belgíu og sögur gengu um að hann væri á leiðinni til Víkinga gegn greiðslu,“ segir Lúðvík. „Ég fór til Marteins og spurði hann út í þetta, með þeim orðum að líklega væri hann eini Íslendingurinn sem væri meiri Framari en ég. Niðurstaðan varð auðvitað sú að Marteinn kom aftur til okkar og fékk aldrei krónu frá félaginu fyrir að spila fótbolta.“38 Undir stjórn nýja þjálfarans lenti Fram á svipuðum slóðum sumarið 1979 og árið á undan, eftir að hafa daðrað við toppbaráttuna fram í mitt mót. Undir lokin var liðið komið í nokkra fallbaráttu, en bjargaði sér með góðum sigri gegn ÍBV á útivelli sem næstum því kostaði Eyjamenn sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.

36  KR-ingurinn Örn Steinsen hafði raunar þjálfað Framliðið sumarið 1969, en var búsettur í hverfinu og „taldist því ekki með“ í þessari tölfræði. 37  Viðtal við Lúðvík Halldórsson 38  Viðtal við Lúðvík Halldórsson


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Framarar komu svo talsvert á óvart með sigri í bikarkeppninni. Í úrslitaleiknum vannst sigur á sterku liði Vals. KA, Breiðablik og Þróttur voru andstæðingar Fram á leiðinni í úrslitin, en tvo leiki þurfti til að slá Þróttara út í undanúrslitum. Valsarar mættu nokkuð sigurvissir á Laugardalsvöll en sáu ekki við Guðmundi Baldurssyni markverði og sterkri vörninni. Áhorfendur voru farnir að búa sig undir framlengingu þegar fyrirliðinn Ásgeir Elíasson sendi á Guðmund Steinsson sem var felldur í vítateignum og úr vítaspyrnunni skoraði Marteinn Geirsson eina mark leiksins. Valsmenn sökuðu Guðmund um leikaraskap í vítinu, en Þorvarður Björnsson dómari var viss í sinni sök: „Guðmundur var kominn framhjá Magnúsi [Bergs] og Magnús krækti fyrir fætur hans aftan frá og felldi hann. Frá mínum sjónarhóli var þetta augljóst brot…“39

Engin stigamennska Framarar tóku við bikarnum úr hendi Björgvins Schram eftir úrslitaleikinn 1979. Afhendingin fór fram niðri á vellinum, en áður hafði verið venjan að leikmenn príluðu upp í stúku eftir bikarnum eftir þröngum brunastiga. Fyrirmyndin var fengin frá Wembley, en aðstæður á Laugardalsvelli voru nokkuð þrengri og mátti stundum litlu muna að heiðursgestir og leikmenn væru troðnir undir af áhugasömum áhorfendum. (Mbl., 25. ágúst 1979)

Tvær stillingar Segja má að í rúman áratug frá Íslandsmeistaratitlinum 1972 hafi Framliðið einungis haft tvær stillingar – önnur fól í sér fallbaráttu en hin gaf silfurverðlaun. Sumarið 1980 varð seinni kosturinn fyrir valinu og Framarar höfnuðu í öðru sæti eftir að hafa einir liða veitt sterku Valsliði teljandi samkeppni. Liðin unnu hvort sinn innbyrðisleikinn í deildinni, en Framarar bættu um betur með því að slá Hlíðarendaliðið út úr bikarnum strax í sextán liða úrslitum. Í næstu umferð sigruðu Framarar þriðja sætis lið Víkings og lögðu FH-inga að velli í framlengdum undanúrslitaleik. Sá leikur átti eftir að draga dilk á eftir sér, því Hafnfirðingar kærðu úrslitin á þeirri forsendu að Trausti Haraldsson hafi átt að vera í leikbanni. Framarar vörðust með 39  Morgunblaðið, 28. ágúst 1979, bls. 25

Símon Kristjánsson var í bikarmeistaraliði Fram 1980 og bjargaði meðal annars tví­ vegis á marklínu í úrslitaleiknum. Alls lék Símon 143 meistaraflokksleiki.

Guðmundur Torfason skorar sig­ urmark Fram í bikarúrslitum 1980 gegn ÍBV. Guðmundur skaut beint úr aukaspyrnu þegar tvær mínútur voru eftir af fram­lengingu. Pétur Ormslev, Trausti Haraldsson og Gunnar Guðmundsson fylgjast með.

187


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Grunaðir um græsku Seinni leikur Fram og Hvidovre í Evrópukeppni bikarhafa 1980 fór fram í Reykjavík. Fyrirliði danska liðsins var viss um að Íslendingar myndu beita bellibrögðum til að auka sigurlíkur sínar: „Fram hefur lofað að spila á grasvelli í Reykjavík, en þeim væri alveg trúandi til þess að spila á malarvelli, þar sem þeir halda að þeir eigi betri möguleika á móti okkur. Það kæmi mér ekki á óvart að heyra, þegar við komum til Reykjavíkur að næturfrost hefði eyðilagt grasvöllinn. En það er sama hverju þeir finna upp á, við munum skora eitt eða tvö mörk úr skyndiupphlaupum í leiknum.“ (Mbl., 24. sept. 1980)

Guðmundur Baldursson stóð á milli stang­ anna hjá Fram í 187 meistaraflokksleikjum. Hann lék níu A-landsleiki fyrir Íslands hönd á árunum 1981 til 1988.

Frá leik Fram og Hvidovre IF á Hvidovre Stadium haustið 1980. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu meðan á leiknum stóð og áhorfendur voru með fæsta móti.

þeim rökum að tilkynning frá aganefnd hefði borist of seint og leikmaðurinn því löglegur.40 Svo fór að lokum að úrslitin fengu að standa óbreytt, en óvissa var um hvort af úrslitaleiknum gæti orðið allt fram í vikuna fyrir leikinn. Hátt á fimmta þúsund áhorfendur fylgdust með rimmu Fram og ÍBV á Laugardalsvelli. Framarar komu ákveðnir til leiks og skoraði Guðmundur Steinsson snemma. Eftir því sem á leið komust Eyjamenn meira inn í leikinn og tókst að jafna um miðjan seinni hálfleik. Framlengja þurfti og virtist allt stefna í annan leik þegar Guðmundur Torfason skoraði með þrumufleyg á lokamínútu framlengingarinnar. Mark Guðmundar var þeim mun frækilegra í ljósi þess að hann var meiddur á nára og hefði með réttu þurft að fara út af, en harkaði af sér þar sem búið var að skipta inn á báðum varamönnunum. Framarar hömpuðu því bikarnum annað árið í röð. Í Evrópukeppni bikarhafa reyndust mótherjarnir vera danska liðið Hvidovre. Ekki þóttu Danirnir ýkja spennandi andstæðingur, en þó var talið að þokkalegar líkur væru á að komast áfram í keppninni. Ekki dvínuðu þær vonir eftir fyrri leikinn, sem fram fór í úrhellisrigningu ytra að viðstöddum einungis 1.600 áhorfendum. Með stífum varnarleik og góðri markvörslu Guðmundar Baldurssonar sluppu Framarar með 1:0 tap á bakinu og því vænlega stöðu fyrir heimaleikinn.41 Fyrir leikinn sögðust leikmenn Hvidovre reikna með að skora eitt til tvö mörk úr skyndisóknum í Reykjavík og stóðu við þá hótun. Framarar urðu að taka áhættu og blása til sóknar, en Hvidovre skoraði úr sinni fyrstu sókn á tíundu mínútu. Þar með máttu úrslitin heita ráðin. Í síðari

40  41

188

Morgunblaðið, 16. ágúst 1980, bls. 34 Morgunblaðið, 18. sept. 1980, bls. 46


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

hálfleik bættu Danirnir öðru marki við úr vítaspyrnu. Framarar nöguðu sig í handarbökin að hafa tapað samanlagt 3:0 fyrir ekki sterkara liði, en í næstu umferð dróst Hvidovre gegn Feyenoord, liði Péturs Péturssonar.

Eflt félagsstarf Á þeim árum þegar Fram var „á götunni“, hömruðu forráðamenn félagsins í sífellu á því að félagsheimili væri lífæð starfseminnar. Þetta reyndust orð að sönnu, í það minnsta leið ekki langur tími frá því að Framarar voru komnir undir eigið þak á ný að eitt glæsilegasta vaxtarskeið í sögu félagsins á knattspyrnusviðinu hófst. Það ríkti nokkur félagslegur doði innan Fram stóran hluta áttunda áratugarins. Félagsstarf annað en þátttaka í íþróttakeppnum var með minna móti, ekki hvað síst vegna aðstöðuleysis. Handknattleiksdeildin gaf út veglegt Framblað árið 1975, en útgáfa knattspyrnudeildarinnar var bundin við leikskrár og fréttablöð sem innihéldu lítið lesmál en þeim mun meira af auglýsingum – enda fyrst og fremst gerðar í fjáröflunarskyni. Aðalfundir voru hvorki langir né fjölmennir og erfitt gat reynst að manna stjórnir og nefndir. Það varð ekki til að auka vinsældir stjórnarstarfanna að útgjöldin uxu jafnt og þétt og sífellt stærri hluti tímans fór í fjáröflun af ýmsu tagi. Á sama tíma skilaði vænlegasta tekjulindin, getraunirnar, minni ágóða enda kallaði umsýslan í kringum þær á mikla

Fimmti flokkur 1979. Efsta röð frá vinstri: Ólafur Orrason unglinga­ráði, Eyjólfur Bergþórsson formaður unglingaráðs, Lúðvík Þorgeirsson, Jónas Þorvalds­son, Styrmir Jóhannsson, Elliði Hreinsson, Garðar Ólafsson, Ólafur Vilhjálms­son, Þór Björnsson, Róbert Örn Sigurðsson, Andri Laxdal, Þórður Lárusson þjálfari og Kristinn Atlason liðsstjóri. Miðröð: Finnur Sigurðsson, Hergeir Elíasson, Bjarni Jakob Stefánsson, Jónas Björnsson, Jóhannes Felixson, Vilberg Sverrisson, Páll Grímsson, Jóhann Ómarsson. Jón Einar Ásgeirsson, Ólafur Gunnarsson og Eiríkur Stephensen. Fremsta röð: Kristján Þórarinsson, Vilhjálmur Jónsson, Arnar Júlíusson, Þórður Gíslason, Þórður Guðjónsson, Gunnlaugur Ólafsson, Jón Pétursson, Páll Jóhannsson, Þórhallur Víkingsson og Sigurður Sverrir Stephensen.

189


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Myndbandssýningar í lita­sjón­varpi Efnt var til knattspyrnuskóla Fram sumarið 1980 fyrir drengi fædda á árunum 1968-73. Námskeið af þessu tagi voru nýjung og þurfti því að útskýra fyrir foreldrum hvað í þessu fælist: „Námskeiðin verða þannig uppbyggð að foreldrar geta komið með drengina þegar þeir fara í vinnu og sótt þá aftur í hádeginu. Þegar illa viðrar til knattspyrnuiðkunar mun drengjunum verða haldið innandyra og verða þá sýndar knattspyrnumyndir. … Þá hefur knattspyrnudeild Fram nýlega fest kaup á myndsegulbandi og upptökutæki og er ætlunin að taka myndir af drengjunum við æfingar og sýna þeim þær síðan strax að æfingunni lokinni í litasjónvarpi í félagsheimilinu.“

A-lið sjötta flokks 1982, sigurvegarar á hraðmóti. Frá vinstri: Ómar Sigtryggsson, Atli Rafn Sigurðarson, Sævar Guðjónsson, Benedikt Hjartarson, Guðmundur Páll Gíslason, Elvar Örn Arason og Einar Snorri Einarsson

(Mbl., 22. maí 1980)

Þjálfarar meistaraflokks karla 1973-1984 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984

Guðmundur Jónsson Jóhannes Atlason Guðmundur Jónsson Jóhannes Atlason Guðmundur Jónsson Jóhannes Atlason Anton Bjarnason Guðmundur Jónsson Hólmbert Friðjónsson Hólmbert Friðjónsson Hólmbert Friðjónsson Andrzej Strejlau Andrzej Strejlau Jóhannes Atlason

sjálfboðavinnu. Áður hefur verið nefnt hversu árangri yngri flokka hrakaði á þessum árum. Uppúr 1977 var farið að taka unglingastarfið fastari tökum og árið 1978 var komið á laggirnar sérstöku unglingaráði, sem skyldi einbeita sér að starfi yngri flokkanna. Hugmyndin var raunar alls ekki ný af nálinni. Slíkar nefndir höfðu áður verið starfræktar og enn oftar talað um mikilvægi þeirra, en að þessu sinni tókst að mynda harðan kjarna manna til að sinna verkinu. Ekki leið langur tími uns sjá mátti afraksturinn í betri árangri á knattspyrnuvellinum. Eitthver veigamesta nýjungin sem unglingaráðið bryddaði upp á var Knattspyrnuskóli Fram, fyrir sjö til tólf ára drengi. Gerð var tilraun með slíkan skóla sumarið 1979, í umsjón Ásgeirs Elíassonar og Rafns Rafnssonar. Tók námskeiðið þá tvo mánuði og var kennt tvisvar í viku.42 Árið eftir var fyrirkomulagið stokkað svo rækilega upp að stundum er miðað við sumarið 1980 sem stofnár knattspyrnuskólans.43 Hvert nám­ skeið tók þá tvær vikur og var miðað við 24 pilta í hvorum hóp, yngri og eldri. Jóhannes Atlason sá um að ýta skólanum úr vör og sló hann strax í gegn. Var þess skammt að bíða að velflest félög á höfuðborgarsvæðinu fylgdu í kjölfarið. Aðstaðan á félagssvæðinu við Safamýri tók sömuleiðis breytingum á árunum í kringum 1980. Árið 1979 hófst undirbúningur að gerð annars grasvallar og var hann tekinn í gagnið nokkrum misserum síðar. Í kjölfarið var ráðist í endurbætur á malarvellinum og gamla grasvellinum

42  Ársskýrsla Knattspyrnufélagsins Fram 1979, bls. 24 43  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 268

190


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

auk þess sem svæðið var girt af. Loks var ákvörðun tekin um að setja stækkun félagsheimilisins í forgang, en fresta að sinni öllum áformum um gerð íþróttahúss og var fyrsta skóflustungan að viðbyggingunni tekin á Framdeginum, 18. júlí 1982.44 Mæltist sú ákvörðun misjafnlega fyrir hjá iðkendum innanhússíþróttanna hjá félaginu, en knattspyrnudeildin lagði höfuðáherslu á að stækka félagsheimilið og lagði þeirri framkvæmd lið með ýmsum beinum og óbeinum hætti.

Framkvæmdastjóri ráðinn Stærsta breytingin í starfi knattspyrnudeildarinnar fólst þó í ráðningu framkvæmdastjóra. Með rekstri skrifstofu og föstu starfsmannahaldi var unnt að skipuleggja miklu umfangsmeiri fjáraflanir og standa undir þeirri viðamiklu starfsemi sem deildin hafði stofnað til. Ákvörðunin vafðist þó fyrir stjórnarmönnum, sem óttuðust að reisa sér hurðarás um öxl og að kostnaðurinn við embættið yrði meiri en ávinningurinn. Sigurður Svavarsson gegndi starfinu fyrstur manna. Hann lýsti að­ komu sinni að félaginu í viðtali við bókarhöfund: „Ég byrjaði fyrst að spila með Fram í fjórða flokki. Fram að því hafði ég verið í sveit á sumrin og var í Laugarnesi stríðsárin, eins og svo mörg börn. Raunar hafði ég ekkert verið í fótbolta fram að þessu, en ákvað að mæta á æfingu með félaga mínum, Dóra Eiríks – syni Eiríks Jónssonar málara og heiðursfélaga í Fram. Svo spilaði ég til 1951-52, en var þá kominn á bólakaf í vinnu hjá Rafmagnsveitunni og hvarf þá að mestu úr starfinu.“ Um 1980 sneri Sigurður - eða Siggi Svavars – aftur til Framstarfa. „Halldór B. Jónsson, vinnufélagi minn hjá Rafmagnsveitunni, tók þá að sér umsjón með getraunastarfinu. Þetta voru fyrstu beinu afskipti hans

Sigurvegarar í meistarakeppni KSÍ eftir 1:0 sigur á Valsmönnum á Laugardalsvelli í júlí 1981. Marteinn Geirsson, markaskor­ ari Fram í leiknum, hampar bikarnum en Guðmundur Steinsson er þungt hugsi.

44  Ársskýrsla knattspyrnudeildar 1982 & Morgunblaðið, 24. júlí 1982, bls. 38

Knattspyrnudeild Fram taldi brýnna að stækka félagsheimilið heldur en að ráðast í byggingu íþróttahúss. Ekki voru allir á sama máli, en fyrsta skóflustungan að öðrum áfanga Fram­heimilisins var tekin á Framdaginn 1982.

191


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Arnljótur Davíðsson og Páll Grímsson, Íslands­meistarar í fjórða flokki 1982 og aðal­markahrókar liðsins.

Árangur Fram á Íslandsmóti karla 1973-1984: 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984

4. sæti af átta. 12 stig (18:23) 6. sæti af átta. 12 stig (19:20) 2. sæti af átta. 17 stig (20:17) 2. sæti af níu. 24 stig (30:16) 8. sæti af tíu. 14 stig (24:35) 6. sæti af tíu. 16 stig (23:31) 6. sæti af tíu. 17 stig (25:23) 2. sæti af tíu. 25 stig (23:19) 2. sæti af tíu. 23 stig (24:17) 9. sæti af tíu. 15 stig (17:23) önnur deild 1. sæti af tíu. 26 stig (33:18) 6. sæti af tíu. 22 stig (23:22)

(Frá 1984 voru þrjú stig gefin fyrir sigur)

af félagsstarfinu, en margir af hans æskufélögum höfðu keppt fyrir Fram. Halldór dró mig inn í getraunastarfið með sér og það vatt svo upp á sig.“45 Handtökin í kringum getraunirnar voru ófá fyrir tíma sjálfvirku sölukassana. Íþróttafélögin komu sér upp neti söluaðila, sem höfðu lítið upp úr krafsinu en litu frekar á verkið sem stuðning við viðkomandi félag. Í þakklætisskyni skipulagði knattspyrnudeildin árlegan gleðskap, yfirleitt í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal, þar sem söluaðilunum var boðið og gert vel við þá í mat og drykk. Auk þess að koma getraunaseðlum til söluaðilanna, sem skiptu tugum, og innheimta þá aftur, þurfti að telja í umslög, gera upp og skila af sér til Íslenskra getrauna á hverjum laugardagsmorgni. Síðar var farið að skipuleggja getraunakaffi í félagsheimilinu á laugardögum til að auka söluna enn frekar. Vinnan var að sönnu mikil, en ábatinn líka. Svo dæmi sé tekið nam hagnaður af getraunum sautján prósentum af tekjum knattspyrnudeildarinnar árið 1984. Árið áður var talan rúmlega þrjátíu prósent, enda tekjur af aðgangseyri hverfandi í annarri deild.46 Jafnframt því að hafa yfirumsjón með getraunasölunni, var Sigurður ráðinn framkvæmdastjóri deildarinnar í níu mánuði á árinu 1982. „Það var ákveðið að gera tilraun með það hvort grundvöllur væri fyrir slíku starfi. Ég fékk mig lausan frá Rafmagnsveitunni frá því snemma árs til loka keppnistímabilsins um haustið, enda stóð aldrei til að ég yrði til frambúðar. Eitt aðalviðfangsefnið var að safna auglýsingum á skilti á Laugardalsvellinum og láta búa þau til. Jóna Þorleifsdóttir, kona Lúðvíks Halldórssonar sá um það fyrir okkur, enda grafískur hönnuður.“47 Tilraunin þótti gefa góða raun og var Gunnar Guðmundsson fenginn til að gegna framkvæmdastjórastöðunni árið 1983. Þá mánuði sem enginn framkvæmdastjóri var að störfum sá Gunnar Nielsen heiðurs­félagi og fyrrum formaður Fram, um að halda skrifstofunni opinni í sjálfboðavinnu. Jóhann Kristinsson var svo ráðinn framkvæmdastjóri fyrir keppnistímabilið 1984 og hafa knattspyrnumenn í Fram upp frá því haft starfsmann í fullri vinnu.

Þriðji úrslitaleikurinn í röð Framarar voru jafntefliskóngar sumarsins 1981 með heil níu jafntefli í leikjunum átján í fyrstu deild. Þetta jafnteflafargan dugði liðinu þó til annars sætis í deildinni á eftir Víkingum, sem urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í tæpa sex áratugi. Víkingar tryggðu sér titilinn með sigri á KR í lokaleik mótsins á sunnudegi. Fyrir umferðina var KR í harðri fallbaráttu, en eftir að Þórsarar töpuðu sínum leik á föstudegi voru Vesturbæingar

45  Viðtal við Sigurð Svavarsson 46  Ársskýrslur knattspyrnudeildar Fram 1983 og 1984 47  Viðtal við Sigurð Svavarsson

192


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

hólpnir og höfðu því ekki að neinu að keppa. Það var fyrst sumarið 1986 að farið var að leika alla leiki í lokaumferð Íslandsmótsins á sama tíma. Þriðja árið í röð lék Fram til úrslita í bikarkeppni KSÍ. Líkt og árið áður voru mótherjarnir Eyjamenn, en að þessu sinni snerust úrslitin við. ÍBV sigraði 3:2 í leik þar sem Sigurlás Þorleifsson fór á kostum. Marteinn Geirsson gerði bæði mörk Framara, hið fyrra í upphafi leiks en hið síðara úr vítaspyrnu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Þátttaka Fram í Evrópukeppni bikarhafa þetta árið féll í skuggann af andstæðingum hinna íslensku liðanna. Víkingar tóku á móti franska liðinu Bordeaux, sem vakti mikla eftirvæntingu og Valsmenn léku við enska meistaraliðið Aston Villa. Ekki var að undra þótt knattspyrnuáhugamönnum þætti lítið varið í írska liðið Dunkalk, en á móti kom að sigurlíkur Framara voru taldar ágætar. 2:1 sigur á Laugardalsvelli með mörkum Guðmundar Torfasonar og Guðmundar Steinssonar þótti heldur rýrt veganesti fyrir seinni leikinn í Dunkalk. Þar reyndust Írarnir líka of erfiðir viðureignar. Eftir tuttugu mínútur voru Framarar orðnir tveimur mörkum undir, búnir að missa mann út af og draumurinn úti. Lokatölur urðu 4:0 og Írarnir komust í aðra umferð, þar sem liðið tapaði naumlega fyrir enska liðinu Tottenham.

Tvö stig eða þrjú Framarar urðu í öðru sæti á Íslandsmótinu í knattspyrnu 1981, tveimur stigum á eftir Víkingum sem tryggðu sér meistaratitilinn með því að vinna tvo síðustu leiki sína. Fram gerði jafntefli í helmingi leikjanna og hefði munurinn á liðunum orðið sex stig en ekki tvö ef búið hefði verið að taka upp regluna um þrjú stig fyrir sigur. Árið eftir kom annað sætið í hlut KR-inga, sem gerðu heil tíu jafntefli og luku keppni með nei­kvæðan markamun Þriggja stiga reglan hóf innreið sína sumarið 1984 og fækkaði jafnteflisleikjum til muna í kjölfarið.

Á leikmannamarkaði Íslenska knattspyrnumenn hefur löngum dreymt um að geta haft íþrótt sína að atvinnu eins og kollegar þeirra í nágrannalöndunum. Lengi vel mátti telja á fingrum annarrar handar þá leikmenn sem haldið höfðu út í atvinnumennsku, en á áttunda áratugnum tók áhugi útlendinga á íslenskum knattspyrnumönnum að vakna. Þar sem knattspyrnufélögin hér heima töldust áhugamannalið litu erlendu félögin svo á að leikmennirnir væru ókeypis – eða í það minnsta

Sumarið 1981 gáfu Framarar út veglega leik­skrá fyrir alla heimaleiki og bikar­ úrslita­leikinn. Ritstjóri var Sigmundur Ó. Steinarsson.

Árið 1982 gekk Pétur Ormslev til liðs við vestur-þýska liðið Fortuna Düsseldorf. Stjórnendur Fram kvörtuðu sáran undan framgöngu Þjóðverjanna í aðdraganda félaga­skiptanna.

193


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Þótt Fram félli niður um deild undir stjórn Andrzejs Streljau, er hann almennt tal­ inn hafa lagt grunninn að hinu sigursæla Framliði níunda áratugarins.

Ungmennafélagið Víkverji Árið 1964 var Ungmennafélagið Víkverji stofnað í Reykjavík, með það meginmarkmið að leggja stund á íslenska glímu. Tæpum tveimur áratugum síðar fékk hópur manna leyfi til að stofna knattspyrnudeild við félagið og komast þannig bakdyramegin inn í ÍBR, en mun tímafrekara er að fá aðild fyrir ný félög en að stofna deildir innan félaga sem fyrir eru. Allmargir Framarar komu að stofnun knattspyrnudeildar Víkverja, ekki hvað síst ungir menn sem leikið höfðu með Fram í yngri flokkum en hrökklast frá þegar Andrzej Strejlau kom til starfa. „Strejlau vildi ekki hafa of stóran hóp á æfingum í meistaraflokki, sem þýddi að við sem vildum halda eitthvað áfram að spila urðum að finna okkur annan vettvang,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson einn af fyrstu „Víkverjunum“ og síðar formaður Fram.

194

væri nóg að senda málamyndagjafir í skiptum fyrir þá, s.s. nokkra fótbolta eða æfingatöskur. Gegn þessu reyndu forráðamenn íslensku félaganna að berjast, en þar var um ójafnan leik að ræða og hætt við að leiðindamál kæmu upp ef slíkar deilur voru látnar fara í hart. Haustið 1981 falaðist vestur-þýska félagið Fortuna Düsseldorf eftir Pétri Ormslev og náði við hann samningum. Knattspyrnudeild Fram brást illa við framkomu Þjóðverjanna, ekki vegna þess að greiðslan sem boðin var fyrir Pétur væri óásættanleg heldur vegna þess að vinnubrögðin væru röng – að byrjað væri á að semja við leikmanninn og félaginu síðan stillt upp frammi fyrir orðnum hlut. Stjórnarmenn stóðu því frammi fyrir vali um hvort halda skyldi fram ítrustu kröfum deildarinnar, en taka þá áhættuna á að svipta góðan félaga möguleikanum á að komast út í atvinnumennsku. Þetta stef hefur margoft verið endurtekið í tengslum við félagaskipti leikmanna, þar sem leikmönnum og stjórn er att saman – öllum til ama. Svo fór að lokum að stjórn knattspyrnudeildar féllst á félagaskipti Péturs, en sendi jafnframt frá sér harðorða greinargerð um samskiptin við fulltrúa vestur-þýska liðsins. Voru jafnvel uppi vangaveltur um að reyna að vekja athygli þýskra blaðamanna á málinu.48 Fáeinum mánuðum síðar virtist reiðin þó rokin úr Frömurum og var samþykkt í stjórn vorið 1982 að ræða við forráðamenn Düsseldorf um hvort hægt væri að fá lánsmenn að utan til að leika með Framliðinu þá um sumarið.49 Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem rætt var af alvöru um að flytja inn útlendinga til að leika með meistaraflokki Fram í knattspyrnu. Þá náðist samkomulag um að Fortuna Düsseldorf kæmi til Íslands snemma sumars 1982 í boði Fram og léki tvo leiki, gegn gestgjöfunum og við ÍBV í Eyjum. Vakti heimsóknin talsverða athygi, en tveir Íslendingar voru í herbúðum Þjóðverjanna: Pétur og Atli Eðvaldsson

Strejlau opnaði nýjar víddir Flestum þeim sem fjallað hafa um gullaldarlið Fram á níunda áratugnum ber saman um að kaflaskipti hafi orðið við komu pólska þjálfarans Andrzej Strejlau til félagsins árið 1982. Hólmbert Friðjónsson hafði þjálfað liðið með góðum árangri í þrjú ár, en að því loknu ákváðu forsvarsmenn Fram að leita út fyrir landsteinana í fyrsta skipti í rúma þrjá áratugi. Það var ekki hvað síst góð reynsla Valsmanna og Víkinga af sovésku þjálfurunum Júrí Ilitsjeff og Júrí Sedov sem hafði áhrif á þessa ákvörðun. Raunar höfðu forráðamenn Fram falast eftir því við Júrí Ilistjeff þegar haustið 1978 að hann tæki við liðinu, samhliða starfi landsliðsþjálfara. Sá rússneski tók erindinu vel, en ekkert varð úr málinu.50

48  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundir haldnir 21. og 23. okt. 1981 49  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 13. ap. 1982 50  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 30. ág. 1978


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Fyrsta skrefið í þjálfaraleitinni var að hafa samband við sovéska sendiráðið og biðja um aðstoð. Eftir að afsvar barst frá Moskvu var næsta skref að senda fyrirspurnir til Danmerkur og Póllands.51 Pólverjar voru um þær mundir hátt skrifuð knattspyrnuþjóð, höfðu hafnað í þriðja sæti á HM 1974, öðru sæti á Ólympíuleikunum 1976 og komist í átta liða úrslit á HM 1978. Þá státuðu Pólverjar af Zbigniew Boniek, sem talinn var einn besti knattspyrnumaður heims. Ekki var um það að ræða í stjórnartíð kommúnista að semja beint við þjálfara með milligöngu umboðsmanna, heldur sendu Framarar skeyti til pólska knattspyrnusambandsins upp á von og óvon. Svar barst um hæl, þar sem boðið var upp á Andrzej Strejlau, sem verið hafði þjálfari stórliðsins Legia Varsjá og aðstoðarþjálfari pólska landsliðsins, meðal annars á HM 1974 og tvennum Ólympíuleikum. Tilboðinu var samstundis tekið með þökkum. „Streljau opnaði nýjar víddir fyrir okkur“, sagði Gylfi Orrason sem þá starfaði innan unglingaráðs. „Skyndilega mátti hafsent gefa á bakvörð! Slík spilamennska þótti fáheyrð á þeim tíma. Með Streljau kynntust menn líka nýjum vinnubrögðum, þar sem málin voru tekin af miklu meiri festu. Þarna var kominn þjálfari í 100% starf, sem gerði meira en að fylgjast með æfingum hjá meistaraflokknum. Hann sá líka um knattspyrnuskólann, skipulagði séræfingar fyrir efnilegri strákana og svona mætti lengi telja. Þetta hafði svo aftur áhrif á leikmenn og þá sem störfuðu í kringum félagið, það smitaði út frá sér og allir lögðu sig harðar fram.“52 Meðal annarra nýjunga sem fylgdu nýja þjálfaranum voru sérstakar markmannsæfingar, en fram að því höfðu markverðir yfirleitt æft eins og hver annar útileikmaður.53

Víkverji tefldi fyrst fram knattspyrnuliði árið 1983, en það sumar var í fyrsta sinn efnt til keppni í fjórðu deild á Íslandsmóti. Litlu mátti muna að liðið færi upp strax í fyrstu atrennu, en Víkverji og Stjarnan úr Garðabæ háðu einvígi um sæti í þriðju deild. Í bikarkeppni KSÍ voru Víkverjar nærri búnir að slá Breiðablik úr keppni í sextán liða úrslitum. Leik liðanna á Melavelli lauk 1:2 eftir að Víkverji hafði yfir í hálfleik. Sumrin 1988 og 1989 lék lið Víkverja í SV-riðli þriðju deildar og missti naumlega af sæti í nýrri, sameinaðri deild 1990. Upp frá því fór gengið að dala og 1993 tók félagið í síðasta sinn þátt í deildarkeppni. (Viðtal við Guðmund B. Ólafsson)

51  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 21. okt. 1981 52  Viðtal við Gylfa Orrason 53  Íþróttablaðið, 6. tbl. 49. árg. 1988, bls. 42 (Viðtal við Friðrik Friðriksson)

Þorsteinn Þorsteinsson hóf leik með meist­ araflokki Fram árið 1981 og er í hópi leikjahærri manna, með 227 leiki.

Framarar sóttu ekki gull í greipar írska liðsins Shamrock Rovers haustið 1982. Írarnir sigruðu samanlagt 7:0, þótt liðin hefðu fyrirfram verið talin álíka sterk.

195


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Þekktur þjálfari Íslendingar þekktu hvorki haus né sporð á leikmönnum Shamrock Rovers, andstæðingum Framara í Evrópukeppni félagsliða 1982, en öðru máli gegndi um þjálfarann. Johnny Giles hóf að leika með aðalliði Manchester United eftir flugslysið í München 1957 en varð kunnastur sem leikmaður með Leeds United, þar sem hann lék á miðjunni ásamt Billy Bremner. Don Revie, hinn kunni knattspyrnustjóri Leeds, mælti með því við stjórn félagsins að Giles yrði arftaki hans, en þeirri uppástungu var ekki sinnt. Giles réri því á önnur mið og stjórnaði meðal annars liði Shamrock Rovers um sex ára skeið. Árið 2003 útnefndi Írska knatt­spyrnu­ sambandið hann besta leikmann Íra síðustu hálfa öldina. (www.en.wikipedia.org/wiki/Johnny_Giles)

Sjaldan eða aldrei hefur jafn ungu liði verið teflt fram í efstu deild hér á landi og Framliðinu sumarið 1982. Átján og nítján ára piltar voru burðarásar í vörninni og sama mátti segja um flestar stöður á vellinum. Tíu leikmenn úr öðrum flokki léku með meistaraflokki, þar af sex á miðárinu í flokknum.54 Öllum bar saman um að liðið væri geysiefnilegt, en spurningin var hvort svo ungt lið gæti haldið sér í deildinni? Liðið skorti stöðugleika, eins og sjá mátti af sveiflukenndum úrslitum. Þannig unnu Framarar stórsigur á bikarmeisturum ÍBV, 1:4 í 16-liða úrslitum bikarsins en fengu svo ljótan skell gegn Keflvíkingum í fjórðungsúrslitunum. Undir lok mótsins virtist eitthvað ætla að rætast úr fallbaráttunni þegar Fram lagði Íslandsmeistara Víkinga að velli í sextándu umferð, til þess eins að tapa 0:4 gegn Ísfirðingum í næstsíðustu umferðinni. Þar með þurfti Fram að vinna sigur í lokaleiknum í Eyjum til að halda sér uppi, en Eyjamenn eygðu von um Íslandsmeistaratitil og unnu 2:0. Það segir sína sögu um hversu jöfn deildin var þetta árið að Fram féll með fimmtán stig, en Valsmenn höfnuðu í fimmta sæti með sautján stig og Skagamenn sætinu ofar með stigi meira. Kærumál höfðu sömuleiðis áhrif á framvindu Íslandsmótsins þetta sumar. Lið fallbaráttuliðanna KA og Ísafjarðar, unnu bæði kærumál sín gegn Val. Ef upphaflegu úrslitin hefðu fengið að standa, hefðu Ísfirðingar hlotið jafnmörg stig og Framarar.

54

Sverrir Einarsson lék 124 leiki með meistara­flokki og gegndi um árabil stöðu liðsstjóra.

196

Morgunblaðið, 15. júní 1983, bls. 43

Skíðalandsliðið? Kappklæddir stjórnendur og varamenn Fram í leik á Melavelli 1982. Fremst á myndinni eru, frá vinstri: Vilhjálmur Hjörleifsson, Ástþór Óskarsson, Eyjólfur Bergþórsson og Strejlau þjálfari. Fjær eru varamenn.


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Sigur á Düsseldorf Ekki tókst Frömurum að fá uppreisn æru í Evrópukeppni félagsliða um haustið. Andstæðingarnir voru írska liðið Shamrock Rovers og var talin nokkur ástæða til bjartsýni, enda höfðu Framarar unnið heimaleik sinn gegn írsku liði árið áður. Í blaðaauglýsingum var bent á að leikurinn væri „eini raunhæfi möguleikinn á íslenzkum sigri í ár“.55 Þær vonir virtust ekki út í hött, enda írska liðið skipað hálfgerðum áhugamönnum sem æfðu ekki oftar en þrisvar í viku.56 Táningarnir í Fram höfðu þó lítið í klærnar á Írunum að gera. Sjö leikmenn úr öðrum flokki voru í byrjunarliðinu á Laugardalsvelli og ef Marteinn Geirsson var undanskilinn, var meðalaldur liðsins nítján ár. Er óvíst hvort svo ungu liði hafi fyrr eða síðar verið teflt fram í leik í Evrópukeppni. Lokatölur urðu 0:3.57 Leikurinn í Dyflinni var því hreint formsatriði. Framarar pökkuðu í vörn og Guðmundur Baldursson átti stórleik í markinu, með þeim afleiðingum að Írarnir skoruðu aðeins eitt mark, þar til á lokamínútunum þegar allar flóðgáttir opnuðust og heimamenn bættu þremur við. Samanlagt 7:0 tap gegn miðlungssterku liði frá Írlandi verður að teljast lakasti árangur Fram í Evrópukeppni fyrr og síðar. Segja má að hápunktur sumarsins á knattspyrnuvellinum hjá Frömurum hafi verið vináttuleikur við Fortuna Düsseldorf snemmsumars. Um 1.800 áhorfendur sáu þar Framliðið leggja þýsku atvinnumennina með marki Guðmundar Torfasonar. Fram tefldi fram lánsmanni í leiknum, Janusi Guðlaugssyni, sem átti einna stærstan þátt í sigrinum og sýndi hvers hið unga lið hefði verið megnugt með reynslubolta á miðjunni. Mikið var lagt í umgjörð leiksins, t.d. var efnt til hálfgerðs Reykjavíkurmóts í vítaspyrnukeppni í hálfleik og auglýst sérstaklega að maður leiksins hlyti „vatnsnuddsett frá Grohe“ að launum.58 Aðsóknin var þó undir væntingum og varð allnokkurt tap á komu þýska liðsins. Mátti ljóst vera að þátttaka íslenskra liða í Evrópukeppnum var búin að kippa grundvellinum undan vináttuleikjum við erlend félög, þar sem áhorfendur létu ekki sjá sig lengur.

Engin uppgjöf Fallið var Frömurum mikil vonbrigði, enda hafði ætlunin verið að berjast á hinum enda töflunnar. Ekki dugði þó annað en að taka niðurstöðunni af karlmennsku. Í búningsklefanum, strax eftir lokaleikinn, lýsti Marteinn Geirsson því yfir að hann myndi spila með liðinu næsta sumar ef aðrir

55  56  57  58

Ófarir á afmælisári Fram varð 75 ára árið 1983. Ekki voru afmælisgjafirnar allar skemmtilegar því karlalið félagsins í bæði handbolta og körfubolta féllu úr efstu deild og kvennaliðið mátti þriðja árið í röð sætta sig við silfurverðlaunin í Íslandsmótinu í handbolta. Við þetta bættist að meistaraflokkur karla í knattspyrnu þurfti að leika í næstefstu deild um sumarið eftir fall árið áður. Liðið fór þó með sigur af hólmi í 2. deildinni, líkt og í öll önnur skipti sem Fram hefur leikið í þeirri deild.

Jón Þórir Sveinsson lék meira en 300 meistara­flokksleiki fyrir Fram. Hann þótti svellkaldur varnarmaður, sem hikaði ekki við að prjóna sig út úr eigin vítateig í stað þess að sparka knettinum sem lengst í burtu.

Morgunblaðið, 21. sept. 1982, bls. 34 Morgunblaðið, 22. sept. 1982, bls. 30 Morgunblaðið, 23. sept. 1982, bls. 46 Morgunblaðið, 9. júní 1982, bls. 39

197


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Reykjavíkurmeistarar og sigurvegarar í annarri deild 1983. Efsta röð frá vinstri: Kristinn Rúnar Jónsson, Valdimar Stefánsson, Jón Þórir Sveinsson, Bragi Björnsson, Gísli Hjálmtýsson, Viðar Þorkelsson, Arnar Halldórsson, Þorsteinn Vilhjálmsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Miðröð: Halldór B. Jónsson formaður knatt­spyrnu­deildar, Ástþór Óskarsson liðsstjóri, Hafþór Sveinjónsson, Guðmundur Torfason, Halldór Arason, Árni Arnþórsson, Bryngeir Torfason, Eyjólfur Bergþórsson for­maður meistaraflokksráðs og Andrzej Strejlau þjálfari. Fremsta röð: Guðjón Ragnarsson, Sverrir Einars­son, Friðrik Friðriksson, Marteinn Geirsson, Jón Pétursson fyrirliði, Guð­ mundur Baldurs­son, Steinn Guðjónsson og Einar Björnsson.

gerðu slíkt hið sama, en áður hafði hann ætlað að leggja skóna á hilluna þetta haust.59 Þegar úrslitin lágu fyrir var bókað á fundi stjórnar að fallið „yrði ekki skoðað á annan hátt en sem nýtt tilefni til afreka“.60 Í framhaldi af því voru ýmsar metnaðafullar hugmyndir kannaðar. Til dæmis var rætt um að fá atvinnumann frá Skotlandi til liðs við félagið og að senda liðið á mót í Tælandi, í boði heimamanna.61 Ekkert varð þó úr þessum áformum. Stjórn knattspyrnudeildar lýsti því einnig yfir að Strejlau yrði áfram við stjórnvölinn í annarri deild eins og um hafði verið samið, enda mikil ánægja með störf hans. Seinna árið sem Strejlau var hjá félaginu tók hann fjölskylduna með til Íslands og kom eiginkona hans, María, að þjálfun kvennaliða Fram í handbolta, en þau hjónin iðkuðu bæði handknattleik á yngri árum. Ekki hefði staðið á Frömurum að ráða Strejlau til enn lengri tíma, en það var þó aldrei inni í myndinni.62 Pólska knattspyrnusambandið leit á störf hans á Íslandi sem nokkurs konar þróunaraðstoð og það var löngu

59  Anders Hansen: Fimmtán kunnir knattspyrnumenn, bls. 54 60  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 13. sept. 1982 61  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundir haldnir 2. des. 1982 og 13. jan. 1983 62  Sjá þó: Fram-Shamrock leikskrá, 22. sept. 1982, bls. 2. – Þar er staðhæft í stuttri frétt að samningur Strejlau hafi verið framlengdur um eitt ár, til 1984. Aðrar heimildir finnast ekki fyrir þessu.

198


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

ákveðið að eftir sumarið 1983 yrði hann sendur á önnur mið. Til stóð að hann færi til félags á Grikklandi, en það breyttist á síðustu stundu og hann hélt alla leið austur til Kína. Knattspyrnudeild Fram mátti ekki greiða Strejlau laun milliliðalaust, heldur átti hún að koma greiðslunum til pólska sendiráðsins, sem væntanlega gerði upp við þjálfarann í sinni mynt. Fram hjá þessu var þó komist að hluta með því að greiða honum beint og undir borðið fyrir störfin við Knattspyrnuskólann.63 Eftir dvölina í Kína sneri Strejlau til starfa heima fyrir á vegum pólska knattspyrnusambandsins og var fræðslustjóri þess haustið 1986 þegar hann kom í heimsókn til Íslands í boði knattspyrnudeildar Fram til að fylgjast með leik Fram og Katowice í Evrópukeppni bikarhafa.64 Þremur árum síðar tók hann við sem aðalþjálfari pólska landsliðsins og gegndi þeirri stöðu um fjögurra ára skeið.

Ósigrandi Einherjar Af öllum þeim liðum sem Framarar hafa mætt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu, er aðeins eitt félag sem Fram hefur ekki tekist að vinna í deildarleik. Það er lið Einherja frá Vopnafirði, en sumarið 1983 gerðu Fram og Einherji jafntefli í báðum leikjum sínum í annarri deildinni. Leiðir þessara liða hafa ekki legið saman síðan og fátt sem bendir til að það gerist aftur á næstunni.

Evrópuleikir 1973-1984:

Ferðasumarið mikla Gjaldkerar íþróttafélaga barma sér oft undan ferðakostnaði og hrylla sig við tilhugsunina um tíðar keppnisferðir út á land. Sumarið 1983 fengu Framarar sinn skerf af rútu- og flugferðum í annarri deildinni. Auk Fram, voru aðeins FH og Fylkir af höfuðborgarsvæðinu, en fljúga þurfti á Siglufjörð, Akureyri, Húsavík og meira að segja austur á Vopna­ fjörð. Höfuðborgin var þó kvödd með glæsibrag þegar liðið sigraði í Reykjavíkurmótinu eftir harða baráttu við Íslandsmeistara Víkings. Liðin mættust í úrslitaleik á Melavelli þar sem Fram vann, 3:2. Sú regla gilti á mótinu að tvö stig voru gefin fyrir sigur, en aukastig fyrir að skora þrjú mörk í leik – svo úrslitamarkið hafði tvöfalt gildi.65 Baráttan í annarri deildinni reyndist ekkert sældarbrauð. Þegar mótið var hálfnað voru fjögur lið efst og jöfn að stigum: KA, Víðir, Völsungur og Fram, sem átti raunar leik til góða. Fleiri lið blönduðu sér í toppbaráttuna, þar á meðal FH sem felldi Framara út úr bikarkeppninni strax í annarri umferð og var síðan hársbreidd frá því að komast í sjálfan úrslitaleikinn eftir rimmu við ÍBV. Fram og KA endurheimtu sætu í fyrstu deild í lokaumferðinni með útisigrum í Sandgerði og Njarðvík. Með sigrinum á Reyni afstýrðu Framarar því að lokaleikur mótsins, frestuð viðureign gegn FH, yrði hreinn úrslitaleikur um sæti í fyrstu deild. Sá leikur fór 4:1 fyrir Framara sem þar með tryggðu sér meistaratitilinn og tvö mörk Guðmundar Torfasonar dugðu honum til markakóngstignar með ellefu mörk. Knattspyrnudeildin mátti því vel við árangurinn una á 75 ára afmæli Fram, ekki hvað síst þar sem strákarnir í þriðja flokki urðu Íslandsmeistarar og annar flokkur hlaut bæði Íslands- og bikarmeistaratitil.

63  Viðtal við Gylfa Orrason 64  Morgunblaðið, 16. sept. 1986, bls. B3 65  Morgunblaðið, 11. maí 1983, bls. 31

1973 1973 1974 1974 1976 1976 1977 1977 1980 1980 1981 1981 1982 1982

Basel 5 : Fram 0 Basel 6 : Fram 2 Fram 0 : Real Madrid 2 Real Madrid 6 : Fram 0 Fram 0 : Slovan Bratislava 3 Slovan Bratislava 5 : Fram 0 Start 6 : Fram 0 Fram 0 : Start 6 Hvidovre 1 : Fram 0 Fram 0 : Hvidovre 2 Fram 2 : Dunkalk 1 Dunkalk 4 : Fram 0 Fram 0 : Shamrock Rovers 3 Shamrock Rovers 4 : Fram 0

Friðrik Friðriksson hóf knattspyrnu­ ferilinn í Ármanni, en færði sig snemma yfir í Safamýrina. Hann lék tæpa hundrað meistara­flokksleiki með Fram.

199


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Veður fyrir KR-inga KR-ingar báru sigurorð af Frömurum í fjórðu umferð Íslandsmótsins 1984 í hávaðaroki. Jóhannes Atlason þjálfari Fram var ekki sáttur við þau úrslit: „Það var hliðarvindur, þannig að leikurinn fór að mestu fram úti á öðrum kantinum. – Þetta var draumaveður fyrir leikmenn KR, sem eru ekki þekktir fyrir að leika knattspyrnu, heldur þekktir fyrir fæting, langspyrnur út í loftið og hlaup. Vindurinn hentaði þeim því vel. Sú knattspyrna sem sást í leiknum, kom frá okkur…“ (Fréttabréf Fram, 2.tbl., 3.árg. 1984)

Valið á eftirmanni Andrzej Strejlau var ekki erfitt. Jóhannes Atlason hafði þá nýlátið af störfum sem þjálfari landsliðsins og tók við Framliðinu, sem fékk einnig góðan liðsauka þar sem Guðmundur Steinsson sneri aftur úr atvinnumennsku í Svíþjóð. Knattspyrnudeildin styrktist ekki síður utan vallar. Jóhann G. Kristinsson var ráðinn framkvæmdastjóri og tók hann til óspilltra málanna að safna styrkjum og auglýsingum, eins og sjá mátti í veglegu fréttablaði, sem gefið var út fyrir hvern heimaleik Fram í ritstjórn Sigmundar Ó. Steinarssonar. Þá var gerður samningur við IBM um auglýsingar á treyjum meistaraflokks, en síðustu sjö árin þar á undan höfðu Framarar borið auglýsingu frá Goða.66 Keppnin á Íslandsmótinu 1984 þróaðist sérkennilega og voru nánast öll lið deildarinnar í fallbaráttu. Eftir ellefu umferðir voru til dæmis fjögur lið á botninum með ellefu stig og önnur þrjú þar fyrir ofan með tveimur stigum meira. Eftir fjórtán umferðir var Fram komið í botnsætið, en þrír sigrar og eitt jafntefli í lokaumferðunum dugðu til að halda liðinu uppi. Í lokaleiknum vannst fjögurra marka sigur á föllnum KA-mönnum á Akureyri, en ef sá leikur hefði tapast hefðu Framarar fallið í stað Breiðabliks. Guðmundur Steinsson varð markakóngur deildarinnar með tíu mörk. Sumarsins 1984 verður helst minnst vegna góðs árangurs í bikar­ keppninni og sögulegs úrslitaleiks gegn Skagamönnum. Á leiðinni í úrslitin lögðu Framarar Ísfirðinga og Völsung frá Húsavík á útivöllum, 0:1 og 0:7, þar sem Kristinn R. Jónsson og Guðmundur Steinsson skoruðu báðir þrennu. Í undanúrslitum voru KR-ingar slegnir út, enda leikið í logni. Þótt Fram og ÍA væru mestu bikarlið Íslands og hefðu leikið til úrslita nítján sinnum á þeim 24 árum sem keppnin hafði verið haldin, var þetta í fyrsta sinn sem félögin mættust í úrslitaleik. Framarar voru nærri því að innbyrða sigur með marki Guðmundar Steinssonar snemma í seinni hálfleik, en Skagamenn knúðu fram framlengingu á lokamínútunum með umdeildu marki og unnu að lokum sigur, 2:1. Þar sem lið ÍA hampaði einnig Íslandsmeistaratitlinum þetta sumar gátu Framarar þó huggað sig við sæti í Evrópukeppni að ári.

Félagsheimili á undan íþróttahúsi Stækkun félagsheimilisins var að miklu leyti unnin í sjálfboðavinnu félagsmanna. Hallkell Þorkelsson lítur yfir vinnusvæðið.

Skóinn kreppti víða að í aðstöðumálum Fram á fyrri hluta níunda áratugarins. Stór áfangi náðist þegar nýr grasvöllur var tekinn í notkun á félagssvæðinu á Framdaginn sumarið 1983, en vígsluleikurinn var milli unglingaliða Fram og Brøndby frá Danmörku. Í kjölfarið var hugað að endurbótum á gamla grasvellinum, sem og á malarvellinum. Allar ákvarðanir um framkvæmdir á síðarnefnda vellinum reyndust raunar þyngri í vöfum, enda var malarvöllurinn strangt til tekið hluti af skólalóð Álftamýrarskóla þrátt fyrir að félagið hefði í raun sölsað hann undir sig, m.a. með því að reisa sjálft flóðljósin við völlinn. 66

200

Fréttabréf Fram, 1.tbl., 3.árg. 1984 (Fram-Þróttur)


5. kafli - Knattspyrnan 1973 - 1984

Pétur Ormslev handleikur knöttinn svo lítið ber á í leik við KR á Laugardalsvelli.

Handknattleiks- og körfuboltafólk í Fram taldi sjálfsagt að næsta stórverkefni félagsins yrði bygging íþróttahúss. Á árinu 1981 hafði verið tekin ákvörðun um byggingu steypts íþróttahúss með kjallara og lágu grunnteikningar fyrir. Knattspyrnudeildin var ósátt við þessa ákvörðun og taldi að stækkun félagsheimilisins ætti að hafa forgang. Fór hún þess á leit við aðalstjórn að fá að ráðast í félagsheimilisbyggingu á eigin vegum. Féll sú málaleitan ekki í góðan jarðveg.67 Aðalstjórn Fram var tæplega í aðstöðu til að til að ráðast í stórframkvæmdir í óþökk knattspyrnudeildarinnar, sem var langöflugasta deild félagsins. Félagið skuldaði deildinni yfirleitt fjármuni, sem voru þannig til komnir að Reykjavíkurborg greiddi þjálfunarstyrki sem áttu að renna til einstakra deilda í hlutfalli við fjölda iðkenda, en hélt eftir greiðslum á móti vangoldinni húsaleigu, s.s. vegna handboltans og körfuboltans.68 Þá beittu knattspyrnumenn fyrir sig fulltrúaráði Fram, sem var virkt á þess­ um árum, en ráðið var látið álykta um nauðsyn þess að stækka félagsheimilið.69 Þegar við þetta bættist að bygging íþróttahúss Fram fékk ekki náð fyrir augum fjárveitingarnefndar Alþingis árið 1982, var ákveðið að setja félagsheimilið í forgang. Fyrsta skóflustungan var tekin á Framdaginn þá um sumarið, en framkvæmdir stóðu næstu misserin. Íslandsmeistaratitli var fagnað í rétt rúmlega fokheldu húsinu haustið 1986, en í tengslum við sigurinn var ráðist í mikla áheitasöfnun meðal félagsmanna þar sem söfnunar­féð rann óskipt til þess að ljúka verkinu. Formleg verklok voru þó ekki fyrr en á áttatíu ára afmælisdegi félagsins, 1. maí 1988 – tæpum sex árum eftir að framkvæmdir hófust.70

67  68  69  70

Leikið í brunagaddi Gervigrasvöllurinn í Laugardal var tekinn í notkun síðla árs 1984. Fyrsti „alvöru“ leikurinn á vellinum var viður­ eign enska liðsins Luton Town og úrvals­liðs Reykjavíkurfélaganna, þann 20. janúar 1985. Leikurinn var ákveðinn með örskömmum fyrirvara við þær sérkennilegu veðuraðstæður að fimbul­ kuldi var um mestalla Evrópu en prýðisveður á Íslandi. Leikmenn Luton voru þó ekki fyrr lentir á Íslandi en veðrið færðist í hefðbundinn janúarbúning. Rúmlega 1.600 manns mættu þó til að horfa á leikinn í brunagaddi og vakti athygli að ensku leikmennirnir spiluðu berlæraðir og vettlingalausir. Leiknum lauk með sigri Luton, 3:1 og báru bresku atvinnumennirnir lof á gervigrasið. (Mbl. , 22. jan. 1985)

Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundir haldnir 6. og 28. okt. 1981 Viðtal við Hilmar Guðlaugsson Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar Fram, fundur haldinn 21. ap. 1982 Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 317

201


Jóhanna Halldórsdóttir brýst inn af línunni, en fær óblíðar móttökur hjá Guðrúnu Hauksdóttur í Víkingi.

Sigurganga kvennaliðs Fram í handknattleik á áttunda og níunda áratugnum á sér fáar hliðstæður í sögu íslenskra hópíþrótta. Karlaliðinu tókst hins vegar ekki að halda sér í hópi efstu liða á tímabilinu. Rekstur íþrótta­deilda varð sífellt fjárfrekari og aðstöðuleysi í Safamýri varð handknattleiksdeildinni æ meiri fjötur um fót.


Karlar í kreppu og kraftakonur Handknattleikurinn 1973 til 1993

Í

slandsmeistaralið Fram árið 1972 var firnasterkt og átti það fjóra fulltrúa í landsliði Íslands sem keppti á Ólympíuleikunum í München þá um sumarið. Þeir voru: Axel Axelsson, Björgvin Björgvinsson, Sigurbergur Sigsteinsson og Sigurður Einarsson. Auk þeirra hafði Fram á að skipa fjölda leikmanna sem látið höfðu til sín taka með unglingalandsliðinu. Aðstöðumál handknattleiksmanna Fram bötnuðu sömuleiðis á árinu 1972, þegar starfsemi félagsins var endanlega flutt úr Skipholti í Safamýrina. Þótt enn væri engin félagsaðstaða á nýja staðnum, fengu Framarar aukin afnot af íþróttahúsi skólans og gátu t.d. hafið inniæfingar yfir sumarmánuðina. Þar með minnkaði enn áhersla félagsmanna á handknattleik utanhúss, en segja má að FH-ingar hafi einir liða tekið þá grein alvarlega. Í ljósi þessa gátu líklega fæstir ímyndað sér að í garð væri að ganga lengsta tímabil án meistaratitils í karlaflokki í sögu félagsins og að þátttakan í Evrópukeppninni þá um haustið yrði sú síðasta um langt skeið. Mótherjarnir voru dönsku meistararnir IF Stadion. Bjartsýni ríkti fyrir leikina við Danina, ekki hvað síst þar sem tókst að semja um að leika þá báða í Laugardalshöllinni. Fyrr um haustið höfðu Framarar tekið á móti þýsku meisturunum í Göppingen og tapað með minnsta mun. Bent var á að Framliðið væri samtals með 248 landsleiki á bakinu og því eitt reynslumesta lið sem fram hefði komið í íslenskum handknattleik.1 En leikir vinnast ekki út á fjölda spilaðra landsleikja, eins og kom í ljós gegn Stadion. Fyrri viðureigninni lauk með jafntefli, 15:15 – og þótti ekki upp á marga fiska. Í síðari kappleiknum höfðu dönsku gestirnir betur, 13:16, þrátt fyrir að hafa ekki skorað mark á fyrstu tuttugu mínútunum í síðari hálfleik. Leikmenn Stadion tóku Axel Axelsson úr umferð í leiknum og sló það Framara gjörsamlega út af laginu. Blaðamanni Þjóðviljans var ekki

1

Þjóðviljinn, 27. okt. 1972, bls. 10

Axel Axelsson gekk árið 1974 til liðs við vestur-þýska liðið Dankersen í Minden. Hann varð Vestur-Þýskalandsmeistari 1977 og bikarmeistari í þrígang. Meðalskor Axels með íslenska landsliðinu var nákvæmlega fjögur mörk í leik, en sárafáir hafa leikið slíkt eftir.


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

skemmt: „eins og það hefur leikið í haust gerir liðið varla betur en halda sér uppi í deildinni í vetur. Það má fastlega gera ráð fyrir að Axel verði tekinn úr umferð í hverjum einasta leik, og hvað þá? Í þessum leik kom fram að meira þarf ekki til svo Fram-liðið hrynji til grunna í sókninni.“2

Nýir andstæðingar

Guðjón Erlendsson var í leikmannahópi Fram sem vann íslandsmeistaratitilinn 1970 og 1972. Hann var aðalmarkvörður Fram drýgstan hluta áttunda áratugarins og lék 23 A-landsleiki.

Silfurverðlaun á færri mörkum skoruðum! Fram og FH urðu jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti á Íslandsmóti karla vetur­inn 1972-73. Markamunur beggja liða var hagstæður um 28 mörk. Fram hafði markatöluna 277:249 en hjá FH var hlutfallið 286:258. Ætla hefði mátt að FH-ingar fengju silfrið út á að hafa skorað fleiri mörk, en notast var við aðra reiknireglu. Skoruðum mörkum var deilt með mörkum sem liðin fengu á sig og þannig fundin hlutfallstala, sem var 1,112 hjá Fram en 1,108 hjá FH. Það má því segja að Framarar hafi skotið FH-ingum ref fyrir rass með því að skora færri mörk en Hafnarfjarðar­ liðið.

Ekki rættist sú bölsýnisspá að Framarar yrðu í fallströggli veturinn 1972-73. Keppt var í átta liða deild, þar sem sex félög voru frá Reykjavík en tvö úr Hafnarfirði. Fram átti möguleika á titlinum fram í næstsíðustu umferð og náði loks öðru sætinu af FH með minnsta mögulega mun. Það voru hins vegar Valsmenn sem náðu að rjúfa áralanga einokun Fram og FH á Íslandsmótinu, með því að vinna sinn fyrsta titil í átján ár. „Mulningsvél“ Valsmanna, sem svo var nefnd, var óðum að komast í gang. Annað Reykjavíkurfélag var sömuleiðis farið að láta til sín taka, Víkingur. Upp var að renna tímabil þar sem Valur, Víkingur og FH báru höfuð og herðar yfir önnur lið í karlaboltanum, en Framarar létu undan síga. Árin 1974-76 hafnaði Fram ýmist í þriðja eða fjórða sæti deildarinnar og átti í fullu tré við toppliðin. Útrás íslenskra handknattleiksmanna var að hefjast um þessar mundir og gekk Axel Axelsson til liðs við vestur-þýska félagið Dankersen, sem varð Frömurum mikil blóðtaka. Um mánaðamótin mars/apríl 1974 var nýrri keppni hleypt af stokkunum, bikarkeppni HSÍ. Var hún opin öllum liðum í fyrstu og annarri deild og fór svo að öll félögin sextán skráðu sig til leiks. Stutt var á milli leikja, en úrslitaviðureignin fór fram 1. maí. Það voru Fram og Valur sem öttu kappi í þessum fyrsta bikarúrslitaleik, en Framarar höfðu unnið sigur á Víkingum í undanúrslitum í hörkuleik.3 Úrslitaviðureignin varð hins vegar aldrei spennandi og lauk með stórsigri Valsmanna, 24:16. Nokkur byrjendabragur var á bikar­keppninni fyrsta árið og úrslitaleikurinn langt frá því að verða sá hápunktur keppnistímabilsins sem síðar varð. Þá hafði það sitt að segja að langvinnt prentaraverkfall stóð yfir allan þann tíma sem mótið fór fram og því ekki um neina blaðaumfjöllun að ræða.

Fram og Valur í sérflokki Líkt og hjá körlunum, kom það í hlut Fram að tapa úrslitaviðureigninni í fyrsta sinn sem efnt var til bikarkeppni í kvennaflokki. Það var vorið 1976 og andstæðingarnir Ármannsstúlkur. Framlengja þurfti leikinn og grípa til vítakastskeppni, þar sem markverði Ármanns tókst að verja í tvígang og tryggja sínu liði titilinn.4

2  Þjóðviljinn, 31. okt. 1972, bls. 10 3  Morgunblaðið, 14. maí 1974, íþróttablað bls. 4-5 4  Morgunblaðið, 15. apríl 1976, bls. 43

204


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Sigur Ármanns í bikarkeppninni var eitt örfárra frávika á áttunda áratugnum frá einokun Fram og Vals. Eftir að Framstúlkur rufu áralanga sigurgöngu Vals vorið 1970, tókst þeim rauðklæddu að svara fyrir sig með því að hampa meistaratitlinum þrjú ár í röð 1971-73, jafnan eftir úrslitaleiki í mótslok. Stundum reyndist Framliðið sjálfu sér verst í þessum mótum með því að tapa óvænt gegn neðstu liðunum, s.s. Njarðvíkingum 1971 og Breiðabliki 1973. Árið eftir tapaði Fram aðeins einum leik á Íslandsmótinu, gegn Val í lokaleik, en það kom ekki að sök þar sem titillinn vannst í næstsíðasta leik gegn Víkingi. Þar með gátu Framarar státað af öllum þremur stóru titlunum – fyrir Reykjavíkurmótið og Íslandsmótin utanhúss og innan. Hin sterka staða meistaraflokka Fram var í takt við góðan árangur í öðrum aldurshópum. Vorið 1975 gaf handknattleiksdeild Fram út veglegt félagsblað þar sem finna mátti ítarlega tölfræði um árangur síðustu fimmtán ára, 1959-1974. Sú mynd sem þar blasti við var óneitanlega glæsileg. Ef reiknaður var saman árangur allra flokka í Reykjavíkurmótum og Íslandsmóti innanhúss kom í ljós að frá miðjum sjöunda áratugnum var vinningshlutfallið yfirleitt á bilinu 70-75%. Ef taldir voru Íslands­ meistaratitilar á tímabilinu tróndi Fram á toppnum með 38 titla af 130. FH og Valur komu þar á eftir með 27 og 21 titil. Alls höfðu kapplið félagsins leikið 1.280 leiki í þessum mótum á tímabilinu.5

5

Sérkennilegt Íslandsmót Framarar lögðu alla tíð mun minni áherslu á handknattleik utanhúss en innan. Árið 1973 urðu Framstúlkur þó Íslandsmeistarar í þessari sérstæðu íþrótt í fyrsta sinn frá 1950. Fram var í riðli með Ármanni, Völsungi og Ísafirði og skyldu liðin berjast um eitt laust sæti. Eftir jafntefli Fram og Ármanns og 29:0 sigur þeirra síðarnefndu á Ísfirðingum, kom í ljós að bæði landsbyggðarliðin voru ólöglega skipuð. Var þá úr vöndu að ráða, hvort láta ætti riðilinn ráðast með leik Fram og Ísafjarðar – sem Fram hefði þá þurft að vinna með þrjátíu marka mun? Úr varð að Fram og Ármann léku aukaleik, þótt ekkert í reglum gerði ráð fyrir slíku. Fram hafði betur og lagði svo Valsstúlkur í úrslitum. (Mbl., 28. ágúst 1973)

Fram-blaðið 1975, bls. 10-11

Sigurvegarar Fram á Íslandsmótinu utan­ húss sem haldið var á Húsavík sumarið 1973. Efri röð frá vinstri: Pálmi Pálmason þjálf­ ari, Helga Magnúsdóttir, Arnþrúður Karls­ dóttir, Steinunn Helgadóttir, Halldóra Guðmunds­dóttir, Guðríður Halldórsdóttir, Sjöfn Sigsteinsdóttir og Ólafur A. Jónsson for­maður handknattleiksdeildar. Fremri röð: Oddný Sigsteinsdóttir, Elín Hjörleifs­dóttir, Jenný Grétudóttir, Jóhanna Halldórs­dóttir, Bára Einarsdóttir og Kolbrún Jóhannsdóttir.

205


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Ósigrandi frá 1975

Veifa Radnicki frá Belgrað, andstæðinga Framstúlkna í Evrópukeppninni 1976.

Valskonur töpuðu ekki leik á Íslandsmótinu 1974-75 og urðu Íslandsmeistarar í tíunda sinn á fjórtán árum. Eftir þennan sigur virtist stríðsgæfan hins vegar snúa baki við Hlíðarendaliðinu á sama tíma og Fram efldist við hverja raun. Fram, Valur og Ármann börðust um titilinn veturinn 1975-76. Framstúlkur urðu hlutskarpastar eftir sigur á KR í lokaumferðinni. „Það sem fyrst og fremst hefur gert Fram að Íslandsmeisturum í ár er hversu jafnt liðið er miðað við lið eins og Val og Ármann, sem til skamms tíma hafa verið byggð utan um tvær stjörnur í hvoru liði“ – skrifaði blaðamaður Morgunblaðsins.6 Hinn eiginlegi úrslitaleikur mótsins fór þó fram í næstsíðustu umferð, þar sem Fram lagði Val með fáheyrðum yfirburðum, 13:5. Markvörðurinn Kolbrún Jóhannsdóttir fékk sérstakt hrós fyrir frammistöðuna í leiknum, en hún var á sínu þriðja keppnistímabili í meistaraflokki. Þá vakti mikla athygli frammistaða fjórtán ára skyttu, Guðríðar Guðjónsdóttur, sem varð markahæst með fimm mörk.7 Guðríður var dóttir Guðjóns Jónssonar, þjálfara Framliðsins og hafði fengið að leika sér með á æfingum í meistaraflokki þennan veturinn. Sjálfur mun Guðjón hafa staðið gegn því að tefla fram svo ungum leikmanni, en lét að lokum undan þrýstingi frá stúlkunum í meistaraflokknum.8 Árið eftir mættust Fram og Valur á ný í úrslitaleik Íslandsmótsins, í það skiptið í lokaumferðinni. Þótt undarlegt kunni að virðast urðu lokatölur

6  Morgunblaðið, 23. mars 1976, bls. 18 7  Morgunblaðið, 11. mars 1976, bls. 30 8  Íþróttablaðið, 2. tbl. 51. árg. 1991, bls. 39

Meistaraflokkur 1974-75. Efri röð frá vinstri Ólafur A. Jónsson for­ maður handknattleiksdeildar, Guðrún Sverris­dóttir, Kristín Orradóttir, Helga Magnús­dóttir, Halldóra Guðmunds­ dóttir, Arn­þrúð­ur Karlsdóttir, Bergþóra Ásmunds­dóttir, Oddný Sigsteinsdóttir og Sigurbergur Sigsteinsson þjálfari. Neðri röð: Bára Einarsdóttir, Steinunn Helga­dóttir, Guðríður Halldórs­dóttir, Kolbrún Jóhannsdóttir, Elín Hjörleifsdóttir, Jenný Grétu­dóttir, Jóhanna Halldórsdóttir og Sylvía Hallsteinsdóttir.

206


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

aftur hinar sömu, 13:5 fyrir Fram. Aftur var Kolbrún Jóhannsdóttir í aðalhlutverki og var hún í leikslok valin leikmaður ársins af sérstakri dómnefnd.9

Engar tröllskessur Fyrr um veturinn höfðu Framstúlkur skráð sig til leiks í Evrópukeppninni. Liðið sat hjá í fyrstu umferð og hóf því ekki keppni fyrr en í sextán liða úrslitum. Þar dróst Fram gegn Evrópumeisturunum Radnicki frá Belgrað, með hálft heimsmeistaralið Júgóslava innanborðs. Tvær grímur runnu á suma aðstandendur liðsins þegar drátturinn lá fyrir og var rætt í fullri alvöru að gefa leikinn, en fallið var frá því meðal annars af ótta við refsingu.10 Fyrri viðureignin fór fram í Laugardalshöll og reyndist leikur kattarins að músinni. Lokatölur urðu 22:10. Íslenskum íþróttafréttamönnum þótti mikið til leiks júgóslavneska liðsins koma, þótt staðalmyndin af austur-evrópskum íþróttakonum skini í gegnum skrif Morgunblaðsins: „Nú var það ekki þannig að júgóslavnesku stúlkurnar væru einhverjar tröllkerlingar, jafnvel fúlskeggjaðar með bassarödd, langt því frá. Þær voru einfaldlega í miklu betri þjálfun en við eigum að venjast af kvennaliðum, snöggar, skotfastar og samæfðar.“11 Þegar komið var til Belgrað í seinni viðureigninni, vissi júgóslavneska liðið hvað í vændum var og tók þjálfari þess meira að segja að sér að segja Framstúlkum til á æfingu daginn fyrir leik. Sú leiðsögn kom þó fyrir lítið. Fram náði að jafna 1:1, en síðan var staðan 17:1 í hálfleik og 26:7 í leikslok. Guðríður Guðjónsdóttir rifjaði síðar upp þessi ósköp í viðtali við Íþróttablaðið. Hún minntist þess sérstaklega að íþróttahúsið hafi verið að hálfu skipað hermönnum úr júgóslavneska hernum, sem studdu heimaliðið af kappi í fyrri hálfleik. Í leikhléi hafi gestrisnin hins vegar orðið þjóðerniskenndinni yfirsterkari og hermennirnir farið að hvetja Framliðið dyggilega.

Úrslitaleikir við FH Endurreisn kvennahandboltans hjá FH hófst um 1975, þegar Sylvía Hallsteinsdóttir sneri aftur á heimaslóðirnar eftir nokkurra ára dvöl í herbúðum Fram. Liðið varð fljótlega efnilegt og blandaði sér af fullum krafti í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn veturinn 1977-78. Hafnfirðingar luku keppni með 22 stig, en Fram og Valur voru fjórum og sex stigum á eftir með tvo og þrjá leiki til góða, hvort lið. Svo

Framstúlkur gefa út platta Það var ekki útgjaldalaust að fara með hand­knattleikslið til Júgóslavíu árið 1976. Í fjáröflunarskyni fyrir útileik sinn gegn Radnici létu stúlkurnar í Fram útbúa veggplatta, „Framplattann“ með merki félagsins og mynd af tveimur knattspyrnumönnum. Hluti upplagsins var handmálaður og reyndist Framplattinn vinsæll minjagripur.

Árangur Fram á Íslandsmóti kvenna 1973-1980: 1972-73 1973-74 1974-75 1975-76 1976-77 1977-78 1978-79 1979-80

2. sæti af sex, 1. deild 1. sæti af sjö, 1. deild 2. sæti af átta, 1. deild 1. sæti af átta, 1. deild 1. sæti af átta, 1. deild 1. sæti af átta, 1. deild 1. sæti af átta, 1. deild 1. sæti af átta, 1. deild

9  Morgunblaðið, 20. apríl 1977, bls. 30 10  Gjörðabók stjórnar handknattleiksdeildar Fram, fundur haldinn 24. nóv. 1976 11  Morgunblaðið, 7. des. 1976, bls. 24

207


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993 Þrjú meistaralið árið 1977. Efsta röð frá vinstri (meistaraflokkur): Bára Einarsdóttir, Sylvía Hallsteinsdóttir, Steinunn Helgadóttir, Jóhanna Halldórs­ dóttir, Kristín Orradóttir, Guðríður Halldórs­dóttir, Kolbrún Jóhanns­dóttir, Hrafn­hildur Jóhannesdóttir, Þorbjörg Alberts­dóttir, Elín Hjörleifsdóttir, Jenný Magnús­dóttir, Helga Magnúsdóttir, Bergþóra Ásmundsdóttir, Guðrún Sverris­ dóttir og Oddný Sigsteinsdóttir. Miðröð (annar flokkur): Magnea Vilhjálms­dóttir, Anna Kristín Stefánsdóttir, Elín Konráðs­dóttir, Hildigunnur Hilmars­ dóttir, Þórlaug Sveins­dóttir, Soffía Guðmunds­dóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Guðrún Gunnars­dóttir, Ingibjörg Gunnars­ dóttir, Theódóra Friðriks­dóttir, Katla Kristjánsdóttir, Arna Steinsen og Sigrún Harðardóttir. Fremsta röð (þriðji flokkur): Rannveig Rúnars­dóttir, María S. Lárusdóttir, Lilja Vilhjálmsdóttir, Margrét Blöndal, Rósa Jónsdóttir, Sigrún Blomsterberg, Sveinbjörg Jónsdóttir, Eyrún Ragnars­dóttir, Kristín Birgisdóttir og Ragnhildur Skúladóttir.

208

fór að Reykjavíkurrisarnir mættust í lokaviðureign deildarinnar í úrslitaleik um hvort liðið fengi að mæta FH í einvígi um titilinn. Fram vann þar auðveldan sigur, 20:9 og þóttu slíkir yfirburðir tíðindum sæta í viðureign þessara stórliða.12 Leikið var heima og heiman í úrslitaeinvígi Fram og FH. Fór fyrri leikurinn fram í Íþróttahúsinu í Hafnarfirði að viðstöddum fjölda heimamanna, enda grannaslagur karlaliða FH og Hauka í undanúrslitum bikar­ keppni HSÍ strax að leik loknum. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka höfðu Hafnarfjarðarstúlkur forystu, 9:7, en Fram skoraði fjögur síðustu mörkin. Þremur dögum síðar voru það hins vegar Framarar sem fjölmenntu á palla Laugardalshallarinnar og sáu karlaliðið bjarga sér á ævintýralegan hátt frá því að þurfa að leika aukaleiki um fall og kvennaliðið hampa Íslandsbikarnum eftir 9:9 jafnteflisleik gegn FH.13 Þriðji úrslitaleikur Fram og FH á tæpri viku var svo í bikarkeppni HSÍ sunnudagskvöldið 30. apríl. Lokatölur urðu 13:11 fyrir Fram, sem þar með varð bikarmeistari í fyrsta sinn og jafnframt fyrst kvennaliða til að vinna tvöfalt.

12  13

Morgunblaðið, 18. apríl 1978, bls. 24-25 Morgunblaðið, 29. apríl 1978, bls. 47


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Bikarliðið Fram Með bikarmeistaratitlinum 1978 hófst mögnuð sigurganga Framstúlkna í bikarkeppni HSÍ. Á tíu ára tímabili, frá 1978-87, hampaði liðið bikarnum átta sinnum. Aðeins árin 1981 og 1983 tókst öðrum félögum að setja strik í reikninginn. KR-ingar voru fórnarlömbin í úrslitaleiknum 1979. Lokatölur urðu 11:8, þar sem Framstúlkur fengu þá einkunn að hafa oft leikið betur, en að þær væru „einfaldlega of góðar til að geta tapað.“14 Að leik loknum var Jóhanna Halldórsdóttir sæmd heiðurstitlinum handknattleikskona ársins og fékk afhentan bikar því til staðfestingar. Árið eftir var bryddað upp á þeirri nýbreytni að leika bikarúrslit kvenna á Akureyri, þar sem lið Þórs var lagt að velli, 20:11. Ekki tókst þó betur við til framkvæmdina en að hvorki mætti fulltrúi frá HSÍ á leikinn, né sjálfur bikarinn. Þurfti því að grípa til þess ráðs að fá lánaðan bikar úr safni Íþróttabandalags Akureyrar fyrir verðlaunaafhendinguna. „Var þetta einn allsherjar „þykjustuleikur“ eins og smábörnin mundu orða það. Annars á ekki að bjóða nokkrum manni upp á svona vinnubrögð“, sagði fréttaritari Morgunblaðsins.15 Vandræðagangi Handknattleikssambandsins í tengslum við bikarkeppnina var ekki lokið þetta árið, því fáeinum dögum síðar þurfti að aflýsa endurteknum bikarúrslitaleik karla rúmum klukkutíma áður en hann átti að hefjast. Í ljós kom að Laugardalshöllin hafði verið bókuð fyrir borðtennismót.16 Bæði árin, 1979 og 1980, unnu Framstúlkur tvöfalt og án teljandi mótspyrnu. Fyrra árið var ákveðið að skrá liðið til leiks í Evrópukeppni, en skuldirnar frá Júgóslavíuferðinni þremur árum áður voru þá um það bil að fullu greiddar. Andstæðingarnir í fyrstu umferð voru Neistinn frá Færeyjum og unnust báðar viðureignirnar auðveldlega, 13:6 og 18:9, en leikið var í Færeyjum. Í annarri umferð dróst Fram gegn vestur-þýsku meisturunum Bayer Leverkusen. Eftir talsverða yfirlegu var ákveðið að draga liðið úr keppni af fjárhagsástæðum. Sú niðurstaða olli leikmönnum miklum vonbrigðum, enda talið að Íslendingar ættu í fullu tré við Vestur-Þjóðverja í kvennahandbolta. Það kom því í hlut Leverkusen að fara án keppni í fjórðungsúrslit og mæta þar Íslandsvinunum í Radnicki, sem urðu að lokum Evrópumeistarar.

Nefndadrottningin Helga Helga H. Magnúsdóttir lét til sín taka inni á vellinum með Framliðinu, en hún hefur ekki síður verið öflug utan vallar. Hún sinnti stjórnarstörfum hjá handknattleiksdeild Fram 1971-77, var í aðalstjórn félagsins 1977-82 og í stjórn HSÍ 1984-91. Auk þess hefur hún gegnt trúnaðarstörfum fyrir handknattleiksdeild FH og ÍSÍ. Árið 2000 var hún kjörin í mótanefnd Handknattleikssambands Evrópu og varð þar með fyrst kvenna kosin í embætti hjá sambandinu. (Frækið fólk í íþróttum 1, bls. 107)

Þjálfarar kvennaliðs Fram 1972-1980: 1972-73 1973-74 1974-75 1975-76 1976-77 1977-78 1978-79 1979-80

Gylfi Jóhannesson Pálmi Pálmason Jón Friðsteinsson Sigurbergur Sigsteinsson Sigurbergur Sigsteinsson Guðjón Jónsson Guðjón Jónsson Guðjón Jónsson Guðjón Jónsson Guðjón Jónsson

14  Þjóðviljinn, 1. maí 1979, bls. 18 15  Morgunblaðið, 26. apríl 1980, bls. 47 16  Þjóðviljinn, 29. apríl 1980, bls. 10

209


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Hemmi lagður í undanúrslitum Framarar komust í úrslit bikarkeppni HSÍ 1975, annað árið í röð. Andstæð­ ingar í undan­úrslitunum voru spútnik­ lið ársins, Leiknir úr Breiðholti, sem lék í þriðju deild þá um veturinn. Þjálfari og besti maður Leiknis­manna var gamal­kunnur íþrótta­kappi, Hermann Gunnars­son, sem varð markakóngur þriðju deildar – skoraði 128 mörk í átta leikjum. Hið unga lið Breiðhyltinga náði að standa í Frömurum fram eftir leik, en tapaði að lokum með átta marka mun. (Þjóðviljinn 9. og 10. apríl 1975)

Dýrkeyptar lokasekúndur Litlu mátti muna að Frömurum tækist að vinna bikarkeppni HSÍ vorið 1975. Þegar níutíu sekúndur voru til leiksloka hafði Fram forystu gegn FH-ingum, 18:17. Þá jafnaði Þórarinn Ragnarsson fyrir Hafnfirðinga og skoraði svo sigur­ mark þegar þrjátíu sekúndur voru eftir.

Sársaukafull endurnýjun Um það leyti sem kvennaflokkur Fram var að treysta stöðu sína sem yfirburðalið í íslenskum handknattleik, var staða karlaliðsins óðum að versna. Veturinn 1976-77 máttu Framarar í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi berjast fyrir sæti sínu í deildinni. Ýmsar skýringar má finna á þessari kreppu. Sterkir leikmenn hættu, ýmist vegna aldurs, flutninga eða til að halda í atvinnumennsku. Sigursælir yngri flokkar náðu ekki að skila sér nægilega vel upp í meistaraflokk og samkeppnin frá öðrum Reykjavíkurfélögum jókst. Einhverja veigamestu skýringuna er þó líklega að finna utan vallar – hversu illa gekk að fá fólk til starfa fyrir handknattleiksdeildina. Birgir Lúðvíksson bar um árabil hitann og þungan af starfi handknattleiksdeildar Fram og var formaður hennar í ellefu ár á tímabilinu 1963 til 1981. Hann dregur engan dul á hversu fáliðuð deildin var lengst af: „Fram átti alltaf við það að stríða að það vantaði menn til að axla ábyrgð á starfinu. Það lenti á herðum alltof fárra. Ástandið var sérstaklega slæmt í handboltanum, sem var eiginlega ástæðan fyrir að ég kaus að hella mér út í starfið þar frekar en í fótboltanum sem átti auðveldara með að ná í menn.“17 „Við í handboltanum höfðum afar litla möguleika á að afla tekna“, bætir Birgir við, „miðasala skilaði í raun sáralitlu og þá tók bara við þetta hefðbundna hark og betl um allar trissur. Það sem hélt lengst af í okkur lífinu var hvað kostnaðurinn var í raun lítill. Þjálfaralaunin voru eiginlega engin, ekki hvað síst vegna þess að við gátum gengið að mönnum eins og Karli Ben. sem aldrei tóku eyri fyrir að vinna fyrir félagið.“

17  Viðtal við Birgi Lúðvíksson

Fjórði flokkur sem fór með sigur af hólmi á Partille-mótinu í Svíþjóð sumarið 1974. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Daði Ágústsson þjálfari, Ómar Jóhannsson, Sigurður Björnsson, Lúther Einarsson, Björn Jónsson og Ólafur A. Jónsson formaður handknattleiksdeildar. Fremri röð: Bergur Kristinsson, Haraldur Haraldsson, Atli Hilmarsson, Ólafur Traustason og Guðmundur Steinsson. Á myndina vantar Kristján Má Unnarsson.

210


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Á tæpasta vaði Fyrir veturinn 1977-78 ákvað stjórn handknattleiksdeildar Fram að sýna dirfsku og ráða kornungan þjálfara, sem getið hafði sér gott orð fyrir róttækar og framsæknar hugmyndir um þjálfun. Jóhann Ingi Gunnarsson var aðeins 22 ára gamall, en hafði þó alfarið snúið sér að þjálfun. Mun eldri leikmönnunum í hópnum ekkert hafa litist á að fá strákling í brúna, en stjórn handknattleiksdeildar barið ákvörðunina í gegn.18 Samningaviðræður hins unga þjálfara við hina nýju vinnuveitendur sína gefa góða mynd af því í hvaða umhverfi íslenskir handknattleiksþjálfarar störfuðu á ofanverðum áttunda áratugnum. Samningstímabilið var skilgreint frá 15. september til 15. apríl, sem þýðir að liðið taldist þjálfaralaust í heila fimm mánuði. Auk launakrafna gerði hinn nýráðni þjálfari kröfur varðandi þær vinnuaðstæður sem félagið skyldi láta honum í té. Þær gerðu ráð fyrir tveimur æfingartímum í viku í Álftamýrarskóla, tveimur í Laugardalshöll og einum upp í Mosfellssveit. Þá skyldi meistaraflokkurinn hafa úr að spila einum handbolta á mann, tíu þriggja kílóa lóðum, tíu eins og hálfs kílós lóðum og tveimur tennisboltum.19 Hafi kaupin á tennisboltunum valdið stjórn handknattleiksdeildar hugarangri, áttu enn svæsnari útgjaldaliðir eftir að skjóta upp kollinum. Stórskyttan Pálmi Pálmason hafði t.a.m. flutt til Húsavíkur fyrir tímabilið en erfitt reyndist að fylla í skarðið fyrir hann. Var þá gripið til þess ráðs að sækja hann í hvern leik og fenginn til þess félagsmaður sem var að safna flugtímum í einkaflugmannsprófið og tók verkefnið að sér gegn því að fá greidda eldsneytisreikninga.20 Vorið 1978 urðu Fram og KR jöfn að stigum í öðru og þriðja neðsta sæti fyrstu deildar og þurftu því að mætast í tveggja leikja einvígi um hvort liðið mætti bráðefnilegu liði HK í keppni um fyrstu deildar sæti. KR-ingar kafsigldu Framara í fyrri leiknum og máttu teljast óheppnir að ná aðeins að sigra með sex marka mun. Í síðari viðureigninni snerist dæmið hins vegar við, Fram vann sjö marka sigur, 20:13 og sendi þar með KR í aukaleikina um fallið og að lokum niður um deild. „Ég tel aðalástæðuna fyrir þessum glæsilega sigri Fram hér í kvöld einkum vera sálfræðilega“, sagði sálfræðineminn Jóhann Ingi við blaðamann í leikslok.21 En hann átti sem kunnugt er eftir að verða brautryðjandi á sviði íþróttasálfræði hér á landi.

18  Íþróttablaðið, 5. tbl. 48. árg. 1987, bls. 18 19  Gjörðabók stjórnar handknattleiksdeildar Fram, fundur haldinn 19. júlí 1977 20  Gjörðabók stjórnar handknattleiksdeildar Fram, fundir haldnir 27. sept. og 6. okt. 1977 21  Þjóðviljinn, 29. apríl 1978, bls. 20

Björgvin Björgvinsson varð þrí­vegis Íslands­meistari með Fram. Hann lék í Vestur-Þýskalandi 1978-80 með úrvalsdeildar­liðinu TV Grambke-Bremen. Veturinn 1981-82 var hann þjálfari karlal­ iðs Fram.

Handknattleiksdeild Fram gaf út veglegt blað í tilefni af því að 35 ár voru frá því að reglubundnar handboltaæfingar hófust hjá félaginu. Þetta var fyrsta stóra Framblaðið í níu ár og sneisafullt af efni.

211


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Íslandsmótið utanhúss Fyrsta Íslandsmótið í utanhússhandknattleik karla var haldið árið 1948, en slíkt mót hafði þá verið haldið sjö sinnum áður í kvennaflokki. Hjá konunum var lengst af nokkuð góð fylgni milli þess hvaða lið væru sterkust í innan- og utanhússkeppninni. Á árabilinu 1941 til 1984, þegar keppt var í síðasta sinn í kvennaflokknum, urðu Framstúlkur tíu sinnum meistarar. Fyrst 1948-50, þá 1973-74 og loks 1977-81. Hjá körlunum var annað upp á teningnum. FH-ingar lögðu nánast einir liða áherslu á utanhússhandbolta og uppskáru eftir því, urðu t.d. meistarar fjórtán ár í röð 1956-69. Á þeim 38 árum sem keppt var í karlaflokki sigruðu Framarar þrisvar: 1950, 1954 og 1980.

Þjálfarar koma og fara Jóhann Ingi Gunnarsson stoppaði stutt hjá Fram og lét að störfum eftir eitt tímabil. Þjálfarar voru sjaldnast ráðnir lengra fram í tímann en til loka næstu leiktíðar. En þótt Jóhanns Inga nyti ekki lengi við, átti dvöl hans þó eftir að setja mark sitt á Framliðið næstu misserin. Ungur piltur af öðru ári í öðrum flokki vakti athygli þjálfarans og var tekinn inn í meistaraflokk. Hann hét Atli Hilmarsson og átti eftir að verða einn öflugasti handknattleiksmaður Fram fyrr og síðar.22 Sigurbergur Sigsteinsson tók að sér þjálfun meistaraflokks karla veturinn 1978-79, auk þess að leika með liðinu. Sterkir leikmenn hurfu á braut, þar á meðal Arnar Guðlaugsson sem gerðist þjálfari Þórs á Akureyri. Sú nýbreytni var tekin upp þennan veturinn að hætt var að leika fleiri en einn leik á kvöldi í Laugardalshöllinni, en áður höfðu deildarleikir verið leiknir hver á eftir öðrum og keppnisliðin skipt hagnaðinum. Þetta hafði oft gagnast vel félögunum í neðri hluta deildarinnar, sem gátu þannig deilt heimaleikjum með þeim liðum sem drógu að sér flesta áhorfendur. Sáu sumir fram á talsvert tekjutap „smærri“ félaganna, en aðrir bentu á að miðasölutekjur væru hvort sem er síminnkandi þáttur í rekstrinum.23 Framarar sigldu lygnan sjó þetta árið og höfnuðu í fimmta sæti af átta. Liðinu gekk bærilega að skora og voru þeir Gústaf Björnsson og Atli Hilmarsson iðnastir við kolann og urðu fjórði og fimmti á listanum yfir markahæstu menn. Ekkert félag fékk hins vegar jafnmörg mörk á sig. Átti þetta raunar eftir að fylgja Framliðinu um nokkurt skeið, að leika skemmtilegan sóknarbolta en standa sig ekki nógu vel í vörn og mark­ vörslu.

22  23

Íslandsmeistarar beggja kynja utanhúss, á tröppum Austurbæjarskólans árið 1980. Efsta röð frá vinstri: Margrét Blöndal, Axel Axels­son, Jón Árni Rúnarsson, Jóhanna Halldórs­dóttir, Kristín Orradóttir, Helga Magnús­dóttir og Dagur Jónasson. Miðröð: Kolbrún Jóhannsdóttir, Oddný Sig­steins­dóttir, Þórlaug Sveins­dóttir, Jóhann G. Kristins­son, Egill Jóhannes­son, Hannes Leifs­son, Björgvin Björgvins­son, Björn Eiríks­son, Sigurður Þórarins­son og Guðmundur Kolbeinsson. Neðsta röð: Sveinbjörg Jónsdóttir, Jenný Grétu­dóttir, Atli Hilmarsson, Arna Steinsen, Gissur Þór Ágústsson, Guðríður Guðjóns­ dóttir, Sigrún Blomsterberg og Guðrún Sverris­dóttir.

212

Íþróttablaðið, 2. tbl. 48. árg. 1987, bls. 10 Morgunblaðið, 17. okt. 1978, bls. 26


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Í bikarkeppninni féllu Framarar svo naumlega úr leik í fjórðungsúrslitum eftir að hafa tapað 20:19 fyrir gríðarsterku Valsliði.24 Þá þegar var ljóst að Sigurbergur myndi ekki halda áfram með liðið, þar sem hann hafði verið ráðinn sem knattspyrnuþjálfari hjá annarrar deildar liði Þróttar frá Neskaupstað.25 Karl Benediktsson var eina ferðina enn fenginn til að taka við Framliðinu, sem var álitið ungt og efnilegt. „Leikur liðsins staðfesti svo ekki verður um villst að Karl Benediktsson er að skapa efni í stórlið. ...framfarirnar eru augljósar – þær sér hver sem sjá vill“, skrifaði Hallur Hallsson í Morgunblaðið eftir leik Fram og Víkings þá um veturinn.26 Leiknum lauk raunar með naumum sigri Víkinga, sem urðu Íslandsmeistarar með fullu húsi stiga. Fjórða sætið varð að lokum hlutskipti Framara, en liðið var þó í bullandi fallbaráttu þar til í næstsíðustu umferð. Þá unnu Frampiltar óvæntan stórsigur á FH í Hafnarfirði, 22:28 og björguðu sér þannig naumlega frá falli. Í bikarkeppni HSÍ féll Fram úr keppni strax í fyrstu umferð eftir framlengda viðureign gegn Haukum.

Úrslitakeppni um fall Það ríkti bjartsýni meðal Framara fyrir veturinn 1980-81. Axel Axelsson og Björgvin Björgvinsson sneru aftur úr atvinnumennsku í Vestur-Þýskalandi og varð úr að Axel tæki að sér þjálfunina. Ekki fékk Karl Benediktsson þó langt frí frá Framliðinu, því eftir tapleikjahrinu í byrjun móts var hann fenginn á ný til aðstoðar. Karl lauk svo tímabilinu sem aðalþjálfari liðsins, eftir að Axel gekk til liðs við vestur-þýska liðið Dankersen um miðjan febrúar. Var stjórn handknattleiksdeildarinnar ekki sátt við framgöngu Þjóðverjanna í því máli, enda missti liðið með þessu lykilmann fyrir mótslok án þess að neinar bætur kæmu fyrir.27 Samningsstaða íslenskra áhugamannafélaga gagnvart erlendum atvinnuliðum var lítil sem engin. Axel kvaddi félaga sína með glans, þar sem hann var besti maður Framara í lokaumferð Íslandsmótsins í leik upp á líf og dauða. Andstæðingarnir voru Haukar og fór leikurinn fram í Hafnarfirði. Ljóst var að sigur yrði að vinnast ef Fram ætti að halda sér í deildinni, enda átti þriðja fallbaráttuliðið, KR, vísan sigur gegn botnliði Fylkis. Framarar höfðu eins marks forystu, 20:21, þegar rúm mínúta var eftir og Haukarnir með boltann. Eftir langa sókn tókst Hafnfirðingum loks að koma boltanum í netið og út braust mikill fögnuður Haukamanna, sem dofnaði fljótt þegar í ljós kom að tíminn var úti og dómararnir höfðu flautað aukakast.28

24  25  26  27  28

Táningurinn Atli Hilmarsson með verðlaunagrip árið 1974. Jóhann Ingi Gunnarsson tók Atla inn í meistaraflokk veturinn 1977-78 og tefldi honum fram í sínum fyrsta landsleik nítján ára göml­ um, gegn Dönum árið 1978. Atli lék sem atvinnumaður bæði í Vestur-Þýskalandi og á Spáni. Hann var einnig í hópi stofnenda blakdeildar Fram.

Þjóðviljinn, 31. mars 1979, bls. 14 Morgunblaðið, 27. jan. 1979, bls. 47 Morgunblaðið, 19. feb. 1980, bls. 26 Gjörðabók stjórnar handknattleiksdeildar Fram, fundir haldnir 12. og 19. feb. 1981 Þjóðviljinn, 10. feb. 1981, bls. 10

213


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Meistaraflokkur 1982. Efri röð frá vinstri: Ólafur Aðalsteinn Jóns­son, Jens Jensson, Atli Hilmarsson, Egill Jóhannesson, Theodór Guðfinnsson, Hjörtur Þorgilsson og Rögnvald Erlingsson. Neðri röð: Birgir Jóhannesson, Sigurður Þórarins­son, Gissur Þór Ágústsson og Björn Eiríksson.

Enginn Framari í landsliðinu Ísland lék 21 A-landsleik karla á árinu 1982. Enginn leikmaður Fram kom við sögu í þessum leikjum og var þetta fyrsta Framara-lausa árið í sögu landsliðsins. Atli Hilmarsson var raunar þrívegis í landsliðshópnum 1982, en þá sem leikmaður þýska liðsins Hameln. Landsmenn máttu bíða til ársins 1985 eftir að sjá næst Framara í landsliðsbúningnum, þegar þeir Egill Jóhannesson og Jón Árni Rúnarsson hlutu náð fyrir augum Bogdans.

Viggó til Fram? Framarar svipuðust víða um eftir þjálfara fyrir karlalið félagsins fyrir veturinn 1982-83. Meðal þeirra sem rætt var við um starfið var Viggó Sigurðsson, sem um þær mundir var leikmaður með þýska liðinu Leverkusen. Viggó afþakkaði boðið, þar sem hann hafði hug á að halda atvinnuferli sínum í VesturÞýskalandi áfram. Aldarfjórðungi síðar bauðst Viggó starfið á nýjan leik – og í það skiptið sló hann til. (Mbl., 15. apríl 1982)

Með sigri Framara var ljóst að halda þyrfti þriggja liða keppni til að skera úr um fallsætið. Hún byrjaði brösuglega, þar sem Fram tapaði fyrst á heimavelli fyrir Haukum og varð að sætta sig við jafntefli gegn KR-ingum í öðrum leik. Landið tók að rísa aftur hjá Fram með sigri í Hafnarfirði og seinni leiknum gegn KR lyktaði einnig með jafntefli. Fram lauk því keppni með fjögur stig og þurfti að bíða úrslita í lokaleiknum milli KR og Hauka, sem bæði höfðu þrjú stig. Jafntefli í þeirri viðureign hefði þýtt að aftur hefði þurft að efna til sex leikja úrslitakeppni. Sem betur fer fyrir mótanefnd HSÍ kom þó ekki til þess. KRingar sendu Hauka niður í lokaleiknum og urðu þau úrslit sérstaklega sár fyrir Hafnfirðinga þar sem félagið fagnaði fimmtíu ára afmæli sínu sama ár.29 Vegna úrslitakeppninnar um fallið riðlaðist bikarkeppni HSÍ tals­vert. Í sextán liða úrslitum slógu Framarar út annarrar deildar lið Breiðabliks og Valsmenn í fjórðungsúrslitum. Hins vegar sóttu þeir ekki gull í greipar Víkinga í undanúrslitaleiknum, sem unnu fyrirhafnarlítinn sigur.

Þungur róður Börgvin Björgvinsson tók við þjálfun meistaraflokksins veturinn 1981-82. Óhætt er að segja að ekki hafi verið mulið undir liðið. Rekstur handknattleiksdeildarinnar var um þær mundir afar þungur og orka stjórnarmanna fór mestöll í fjáraflanir. Sala á getraunaseðlum stóð undir stærstum hluta teknanna og það sem upp á vantaði fékkst með hvers kyns sölumennsku, s.s. á flugeldum og rækjum. Þannig gerði fjárhagsáætlun vetrarins ráð fyrir 29

214

Lúðvík Geirsson: Haukar í sextíu ár, bls. 193


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

tvöfalt meiri tekjum af sölu flugelda en allri miðasölu og æfingagjöldum samanlagt.30 Tímabilið reyndist enginn dans á rósum. Framarar og nýliðar HK og KA ráku lestina frá upphafi. Fyrir lokaumferðina sátu Akureyringar á botninum, en hin liðin tvö voru jöfn í næstneðsta sætinu með stiginu meira. Síðasti leikurinn var einmitt milli HK og Fram, að Varmá í Mosfellssveit þar sem Kópavogsliðið lék heimaleiki sína. Taugarnar reyndust sterkari hjá Frömurum sem unnu furðuauðveldan sigur, 13:18. Þjálfarar frá Austur-Evrópu höfðu sett mark sitt á íslenskan handknattleik á ofanverðum áttunda áratugnum og fyrir veturinn 1982-83 vildu stjórnarmenn í Fram róa á þau mið. Miklar umræður voru um hvort ráða skyldi pólskan þjálfara og feta þannig í fótspor knattspyrnu­ deildarinnar. Að lokum reyndust samningaviðræðurnar fyrir austan járntjald taka of langan tíma, svo ákveðið var að bíða um sinn með að ráða pólska þjálfarann, en semja í staðinn við danskan mann – Bent Nygaard að nafni.31 Árið áður hafði Nygaard komið liði ÍR upp úr annarri deild. Nýtt keppnisfyrirkomulag var tekið upp á Íslandsmóti karla þennan vetur. Efnt var til sérstakrar úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna í lok Íslandsmóts. Þar sem íslenska landsliðið tók þátt í B-heimsmeistarakeppni, var fyrri hluta mótsins hespað af í flýti með þeim afleiðingum að liðin sem ekki komust í úrslitakeppnina luku keppni í janúar. Eftir tap gegn KR í næstsíðasta leik, lá fyrir að Fram væri fallið í aðra deild í annað skiptið í sögunni. Til að bíta höfuðið af skömminni mætti liðið FH-ingum í lokaleiknum, þar sem þeir urðu illilega fyrir barðinu á misskilningi heimamanna á reglum Íslandsmótsins. Hafnfirðingar töldu sig þurfa að vinna stórsigur til að tryggja sér efsta sætið í deildinni og þar með þátttökurétt í Evrópukeppni – en í raun áttu úrslit í innbyrðisleikjum að telja á undan heildarmarkatölu. Vegna þessa misskilnings var engin miskunn hjá Magnúsi og FH sigraði með 23 marka mun, 36:13.

Aðstöðuleysið fjötur um fót

Sjálfsmark markvarðarins Sjálfsmörk eru fátíð í handbolta, en Gissur Þór Ágústsson markvörður Fram varð þó fyrir því óhappi í deildarleik árið 1978. Framarar kepptu við HK á útivelli og höfðu tveggja marka forystu á lokasekúndunum. Gissur hljóp út úr vítateignum og greip knöttinn úti á vellinum þegar flauta dómarans gall. Þar með taldi markvörðurinn að sigurinn væri í höfn og fagnaði hann sigrinum með því kasta boltanum í eigið net. Í ljós kom að dómararnir höfðu einungis dæmt aukakast og var sjálfsmarkið látið standa. Örskömmu síðar var svo flautað til leiksloka, lokatölur 19:20.

Árangur Fram á Íslandsmóti karla 1973-1983: 1972-73 1973-74 1974-75 1975-76 1976-77 1977-78 1978-79 1979-80 1980-81 1981-82 1982-83

2. sæti af átta, 1. deild 3. sæti af átta, 1. deild 4. sæti af átta, 1. deild 3. sæti af átta, 1. deild 6. sæti af átta, 1. deild 6. sæti af átta, 1. deild 5. sæti af átta, 1. deild 4. sæti af átta, 1. deild 6. sæti af átta, 1. deild 6. sæti af átta, 1. deild 7. sæti af átta, 1. deild

„Ef við ætlum okkur að Fram haldi áfram að vera á toppnum í handknattleik þá verður aðalstjórn félagsins og fulltrúaráð að breyta sínu hugarfari og hætta að líta bara á uppbyggingu fyrir knattspyrnuna í félaginu, því hinar deildirnar hljóta að eiga rétt á að fá einhverja aðstöðu.“32 Svo ritaði Birgir Lúðvíksson, formaður handknattleiksdeildar í ársskýrslu Fram fyrir árið 1979. Hann benti á að nú væri svo komið að stór hluti af vinnutíma þjálfara meistaraflokks færi í að liggja í símanum til að betla æfingatíma út um allan bæ. Togstreitan innan félagsins var nokkur. Knattspyrnudeildin lagði áherslu á uppbyggingu vallanna á æfingasvæðinu og að félagsaðstaðan

30  Gjörðabók stjórnar handknattleiksdeildar Fram, fundur haldinn 23. júlí 1981 31  Gjörðabók stjórnar handknattleiksdeildar Fram, fundir haldnir í mars og apríl 1981 32  Ársskýrsla Knattspyrnufélagsins Fram 1979

215


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Birgir Lúðvíksson var formaður hand­ knattleiksdeildar frá 1963-69 og aftur frá 1976-81. Hann barðist fyrir því að félagið eignaðist eigið íþróttahús, en talaði fyrir daufum eyrum. Birgir gegndi formennsku í Fram á árunum 1986-89 og var gerður að heiðursfélaga á 95 ára afmæli félagsins.

Þjálfarar karlaliðs Fram 1972-1993: 1972-73 1973-74 1974-75 1975-76 1976-77 1977-78 1978-79 1979-80 1980-81 1981-82 1982-83

Karl Benediktsson Sigurður Einarsson Guðjón Jónsson Ingólfur Óskarsson Ingólfur Óskarsson Jóhann Ingi Gunnarsson Sigurbergur Sigsteinsson Karl Benediktsson Axel Axelsson Karl Benediktsson Björgvin Björgvinsson Bent Nygaard

yrði bætt með stækkun félagsheimilsins. Inniíþróttirnar voru hins vegar á þeirri skoðun að nú væri röðin komin að þeim. Félagið yrði að eignast boðlegt íþróttahús með áhorfendaaðstöðu og losna við að hafa æfingar út um allar trissur. Eftir því sem körfuknattleiksdeildin efldist, jókst ásókn hennar í æfingatíma. Blakmenn félagsins þurftu að sækja sínar æfingar annað og þrengdu því ekki að handboltaæfingum. Sömu sögu er að segja af skíðamönnum, sem föluðust oft eftir tímum til inniæfinga en fengu sjaldnast. Gagnrýni Birgis Lúðvíkssonar, sem vitnað er til hér að framan, var til komin vegna samþykktar aðalstjórnar félagsins frá því í september 1979, að hefja undirbúning að byggingu annars áfanga félagsheimilisins. Sáu inniíþróttirnar því fram á margra ára frestun á byggingu íþróttahúss. Handknattleiksdeildin ákvað þá að snúa vörn í sókn. Fengnar voru teikningar frá Fylki af íþróttahúsi sem hannað var af Ármannsfelli og þær kynntar á vettvangi félagsins.33 Undirtektir voru ágætar, í það minnsta þótti sjálfsagt að Fram „stillti sér upp í biðröðina“ eftir slíku húsi.

Stjórnmálamennirnir ráða Talsmenn íþróttahússbyggingar sáu fyrir sér stálgrindarhús með 20x40 m leikvelli og aðstöðu fyrir 500 til 1.000 áhorfendur. Húsið yrði sambyggt gamla félagsheimilinu og myndi nýta búningsaðstöðu þess. Þá var talið hagkvæmt að steypa kjallara undir húsið og mætti þar koma fyrir félagsaðstöðu.34 Aðrir létu sér koma til hugar að láta innrétta verslunarhúsnæði í kjallaranum, sem staðið gæti straum af hluta byggingarkostnaðarins. Þótt forráðamenn knattspyrnudeildar Fram settu sig ekki beinlínis upp á móti tillögum þessum, voru þeir engan veginn sannfærðir. Tilhugsunin um félagsaðstöðu í kjallara vakti takmarkaða hrifningu, en það sem meira máli skipti – undirbúningur og framkvæmdir við íþróttahús gátu tekið fjölda ára, ekki síst biðin eftir fjárveitingum. Stækkun félagsheimilisins ein og sér væri hins vegar verkefni sem ætti að geta gengið hraðar fyrir sig. En hvað sem skoðunum einstakra deilda leið, voru það stjórnmála­ mennirnir sem mest höfðu um málið að segja. Vonir stóðu til að Félags­ heimilasjóður ríkisins gæfi grænt ljós á stækkun félagsheimilisins árin 1980 og 1981, en í bæði árin brugðust þær vonir. Þegar sú niðurstaða lá fyrir, var krafan um byggingu íþróttahúss sett á oddinn. Vandinn var hins vegar að annað hvert íþróttafélag á höfuð­borgarsvæðinu var með svipaðar kröfur og öll töldu þau sig vera næst í röðinni. Embættismenn létu sér detta í hug ýmsar lausnir á þessum vandræðum, t.d. stakk Íþróttaráð upp á því að Fram, Valur og Víkingur fengju að byggja sameiginlegt íþróttahús og myndu félögin koma sér

33  Gjörðabók stjórnar handknattleiksdeildar Fram, fundir haldnir í des. 1979 34  Ársskýrsla Knattspyrnufélagsins Fram 1980

216


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

saman um hvar það ætti að rísa.35 Eflaust hefðu slíkar samningaviðræður orðið skrautlegar. Síðla árs 1981 lauk Gísli Halldórsson, arkitekt, við grunnteikningar að nýju íþróttahúsi Fram og kostnaðaráætlun var sett saman.36 Reykjavíkurborg gaf grænt ljós fyrir sitt leyti og undirtektir ríkisvaldsins voru jákvæðar í fyrstu. Við gerð fjárlaga fyrir árið 1983 var íþróttahúsi Fram hins vegar ýtt út af borði fjárlaganefndar og engin sérstök vilyrði gefin fyrir því að niðurstaðan yrði önnur að ári liðnu. Var þá ákveðið að leggja áformin á hilluna í bili, en hefjast þegar handa um stækkun félagsheimilisins. Inniíþróttirnar í Fram máttu því enn um sinn gera sér að góðu íþróttahús Álftamýrarskóla og flakk milli húsa í öðrum hverfum.

Alltaf í toppbaráttu Við skildum við meistaraflokk kvenna vorið 1980, eftir að liðið hafði hampað sínum fimmta Íslandsmeistaratitli í röð og orðið bikarmeistari í annað sinn. Í kjölfarið var liðinu boðið á fjögurra liða mót á Spáni. Þar mættu Framarar Spánarmeisturum Iper frá Valencia, franska liðinu Montpellier og Hypobank St. Polten frá Austurríki, sem þá var að koma fram sem eitt allra sterkasta kvennalið Vestur-Evrópu. Fram tapaði naumlega gegn austurríska liðinu, 14:15, þar sem Framstúlkur komu nánast beint úr fjórtán tíma rútuferðalagi. Frakkarnir voru lagðir að velli, 18:15, en heimaliðið reyndist of sterkt. Lokatölur urðu 20:11 fyrir Iper. Í leikslok var Guðríður Guðjónsdóttir hins vegar valin leikmaður mótsins.37

35  Ársskýrsla Knattspyrnufélagsins Fram 1980 36  Gjörðabók stjórnar handknattleiksdeildar Fram, fundir haldnir 29. sept. og 27. okt. 1981 37  Morgunblaðið, 9. júlí 1980, bls. 30

Þröng á þingi Handknattleiksmenn í Fram báru sig aumlega á ofanverðum áttunda áratugnum yfir skorti á æfingatímum. Íþróttahús Álftamýrarskóla var fullsetið eins og önnur íþróttahús borgarinnar. Stjórnendur Fram dóu þó ekki ráðalausir og reyndu eftir besta megni að gera gott úr stöðunni. Þannig var haustið 1977 ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi og láta fimmta flokk karla og þriðja flokk kvenna leika reglulega æfingarleiki. Þannig mátti nýta einn tíma fyrir tvo flokka í einu. (Gjörðabók stjórnar handknattleiksdeildar Fram, 27. sept. 1977)

Sigurbergur í klemmu Sigurbergur Sigsteinsson lenti í sérkennilegri aðstöðu haustið 1980. Hann þjálfaði Framliðið, en gegndi jafnframt þjálfarastarfinu hjá liði ÍR sem lék í annarri deild. Breiðholtsliðið stóð sig vonum framar í Reykjavíkurmótinu og komst alla leið í úrslitin – þar sem það mætti Frömurum. Sigurbergur var því öruggur um gullverðlaun áður en flautað var til leiks, en tók þann kostinn að halda sig til hlés og sýna hlutleysi í viðureigninni. (Ágúst Ásgeirsson: Heil öld til heilla. Saga ÍR í 100 ár, bls. 468)

Stoltir Íslands-, bikar- og Reykjavíkur­ meistarar 1979. Efri röð frá vinstri: Guðjón Jónsson þjálfari, Oddný Sigsteinsdóttir, Sigrún Blomster­berg, Laufey Gísladóttir, Helga Magnús­dóttir, Ólafur A. Jónsson og Birgir Lúðvíksson. Fremri röð: Jóhanna Halldórsdóttir, Jenný Grétu­dóttir, Guðríður Guðjóns­dóttir, Steinunn Helga­dóttir, Kolbrún Jóhanns­ dóttir, Þórlaug Sveins­dóttir, Margrét Blöndal og Guðrún Sverris­dóttir.

217


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Meistaraflokkur á vappi í miðbænum í Helsingør fyrir Evrópuleik haustið 1984. Talið frá vinstri: Kristín Orradóttir, Oddný Sigsteins­dóttir, Helga Magnús­ dóttir, Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Margrét Blöndal, Rannveig Rúnarsdóttir, Sólveig Steinþórs­dóttir, Kristín Birgis­dóttir, Guðrún Gunnars­dóttir, Arna Steinsen, Sigrún Blomster­berg, Ásta B. Sveinsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Erla Rafnsdóttir og Þórunn Ólafsdóttir.

218

Á Íslandsmótinu þarna um vorið hafði lið FH naumlega bjargað sér frá falli í aðra deild með því að vinna þrjá síðustu leiki sína. Árið eftir komu hafnfirsku stúlkurnar hins vegar sterkar til leiks og unnu fjóra fyrstu leiki sína, þar á meðal gegn Fram, sem þar með tapaði sínum fyrsta leik frá því í apríl 1979 og hafði á þeim tíma leikið 32 leiki í röð án taps. FH lét forystuna aldrei af hendi og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í sögunni. Fimleikafélagið sló Framara sömuleiðis út úr bikarkeppni HSÍ í undanúrslitum. Sama varð uppi á teningnum veturinn 1981-82. FH varð Íslandsmeistari eftir einvígi við Framara, sem gátu huggað sig við sigur í bikarkeppninni. Sjálfur bikarúrslitaleikurinn, sem var gegn ungu liði ÍR, fór hins vegar fram hjá flestum. Í Morgunblaðinu birtist örstutt klausa, þar sem sagði: „Bikarinn til Fram. – Fram sigraði ÍR í úrslitum bikarkeppni í handknattleik kvenna í gærkvöldi og verður það að teljast með meiri háttar feluleikjum síðustu ára. Lokatölur urðu 19:9 fyrir Fram, staðan í hálfleik 8:3. Reynt verður að greina betur frá þessu síðar.“38 Frásagnir hinna dagblaðanna reyndust álíka rýrar í roðinu og verður helst skilið að íþróttafréttamenn hafi ekki vitað af bikarúrslitaleiknum fyrr en eftir að hann var afstaðinn. Ýmsar skýringar eru mögulegar á þessu tómlæti. Í fyrsta lagi var umfjöllun blaðanna um kvennaíþróttir oft þunnur þrettándi og ekki óalgengt að stærstu leikirnir í kvennahandboltanum fengju álíka mikla athygli og leikir í annarri deild karla. 38

Morgunblaðið, 1. apríl 1982, bls. 47


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Ekki var selt inn á kvennaleikina og því heldur ekki hirt um að auglýsa þá sérstaklega í fjölmiðlum. Síðast en ekki síst stóð bikarkeppnin klárlega skör neðar en Íslandsmótið. Leikdagar í bikarnum voru ekki birtir í mótaskrá, heldur skotið inn eftir hentugleika og áhuginn sannast sagna lítill uns komið var í undanúrslitin eða í tengslum við leiki toppliða. Í raun má segja að þessi viðhorf hafi fylgt bikarkeppninni allt til þessa dags, þótt í seinni tíð teljist úrslitaleikurinn sjálfur einn af hápunktum keppnistímabilsins. Aldrei þessu vant tókst Framstúlkum ekki að vinna einn einasta titil á 75 ára afmæli félagsins 1983. Á Íslandsmótinu hlutu þær silfrið á eftir Valskonum, ÍR vann bikarkeppnina og engar sárabætur fengust heldur í Reykjavíkurmótinu eða á Íslandsmótinu utanhúss. Hafi mótherjar Framara freistast til að álykta að sól liðsins væri að hníga til viðar, reyndist það hins vegar mikill misskilningur.

Þriðja gullöldin Í 80 ára afmælisriti Fram, komst Víðir Sigurðsson svo að orði, að þriðja gullöld handknattleikskvenna í Fram hafi gengið í garð veturinn 1983-84.39 Það eru orð að sönnu. Gústaf Björnsson tók við þjálfun liðsins haustið 1983 og gegndi því starfi um þriggja ára skeið. Fram, FH og ÍR voru í sérflokki þennan fyrsta vetur og töpuðu liðin vart stigum nema hvert gegn öðru. Þrettán sigrar og eitt tap í leikjunum fjórtán dugði Framstúlkum þó hæglega til sigurs. Bikarinn vannst sömuleiðis eftir 25:20 sigur á ÍR-ingum í kvöldleik í Laugardalshöll, en flautað var til leiks á tíunda tímanum á þriðjudagskvöldi strax að lokinni viðureign í fjórðungsúrslitum í bikarkeppni karla. Leikur þessi reyndist svanasöngur kvennaliðs ÍR. Liðið sem talið var afar efnilegt og hafði verið þjálfað af Framaranum Sigurbergi Sigsteinssyni var lagt niður að móti loknu. Er það til marks um það hversu tæpt meistaraflokkslið gátu staðið, einkum í kvennaflokki. Oft þurfti ekki meira til en að tveir til þrír leikmenn hættu eða lykilmenn í stjórn misstu áhugann til að botninn dytti úr starfinu. Valur og FH veittu Frömurum hörðustu keppnina veturinn 1984-85. Fram dugði jafntefli í lokaleik sínum gegn FH í íþróttahúsinu við Strandgötu. Slík hógværð kom hins vegar ekki til greina og Framliðið hreinlega burstaði mótherjana, 12:23. Ekki varð munurinn mikið minni í úrslitum bikarkeppninnar, þar sem Valskonur voru lagðar að velli 21:14. Í umfjöllun um úrslitaleikinn lét Þjóðviljinn þess getið að Guðríður Guðjónsdóttir hefði leikið best allra „...enda tvöföld (komin 18 vikur á leið).“40 Ekki vafðist óléttan meira en svo fyrir Guðríði að hún varð langmarkahæst þennan veturinn, skoraði 124 mörk. Fram átti einnig næstmarkahæsta leikmanninn, Erlu Rafnsdóttur sem skoraði 92 sinnum.

Sigrún Blomsterberg var fyrirliði hins ó­ sigr­andi þriðja flokks veturinn 1974-75 sem lauk keppni með marka­töluna 117:17 yfir vetur­inn. Hún varð margfald­ ur Íslands­meistari með Fram og lék 32 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Oddný til Noregs Íslandsmeistarar Fram urðu fyrir blóð­töku vorið 1985 þegar Oddný Sigsteinsdóttir hélt í Víking til Noregs. Hún gekk þá til liðs við Vestar, sem var um þær mundir eitt allra öflugasta liðið í norskum kvennahandknattleik. Norska kvennadeildin var þá í sérflokki í Vestur­Evrópu

39  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 352 40  Þjóðviljinn, 10. apríl 1985, bls. 9

219


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Árangur Fram á Íslandsmóti kvenna 1981-1991: 1980-81 1981-82 1982-83 1983-84 1984-85 1985-86 1986-87 1987-88 1988-89 1989-90 1990-91

2. sæti af átta, 1. deild 2. sæti af átta, 1. deild 2. sæti af átta, 1. deild 1. sæti af átta, 1. deild 1. sæti af átta, 1. deild 1. sæti af átta, 1. deild 1. sæti af átta, 1. deild 1. sæti af átta, 1. deild 1. sæti af átta, 1. deild 1. sæti af átta, 1. deild 2. sæti af átta, 1. deild

Aftur í Evrópukeppni Haustið 1984 létu Framarar á ný verða af þátttöku í Evrópukeppni. Handknattleiksdeildin tók á sig ferðakostnað þjálfara og fararstjóra, en að öðru leyti sáu leikmennirnir um að safna fyrir ferðinni. Mótherjarnir voru dönsku meistararnir í IF Helsingør. Samið var um að leika báða leikina ytra, sem reyndist heillaspor þar sem langvinnt verkfall opinberra starfsmanna skall á um haustið með þeim afleiðingum að loka varð ýmsum íþróttahúsum, þar á meðal Laugardalshöllinni. Prentarar fóru líka í verkfall og því fengu blaðalesendur ekki að vita fyrr en eftir dúk og disk að danska liðið hefði unnið báða leikina. Öllum heimildum ber saman um að fyrri leikurinn hafi farið 21:15, en ýmsar tilgátur eru uppi um úrslitin í síðari viðureigninni. 20:17, 21:17, 18:15 og 20:18 er meðal þess sem stungið hefur verið uppá.41 Í næstu umferð mætti danska liðið sovésku meisturunum Spartak Kiev, langsterkasta kvennaliði heims og steinlá í báðum leikjum. Hætt er við að slíkt ferðalag hefði riðið fjárhag Framliðsins að fullu, því þótt Danmerkurferð þætti ekki stórfyrirtæki var kostnaðurinn þó slíkur að nokkur ár liðu uns ráðist var í slíkt ævintýri á nýjan leik.

Fáheyrðir yfirburðir

Arna Steinsen fyrirliði Fram hampar Íslands­bikarnum 1990, en liðið varð einn­ ig Reykja­víkur- og bikarmeistari þennan vetur. Arna lék alls 43 A-landsleiki í hand­ bolta og 11 í knattspyrnu, sem hún æfði undir merkjum KR eftir að kvennaflokkur Fram í fótbolta var lagður niður. Þá keppti hún fyrir Íslands hönd í unglinga­flokki í badminton.

220

„Íslandsmeistarar Fram verða vart svipur hjá sjón frá því í fyrra“, spáði handboltasérfræðingur DV við upphaf leiktíðarinnar 1985-86.42 Spádómur þessi var raunar skiljanlegur. Fram hafði misst Erlu Rafnsdóttur og Oddnýju Sigsteinsdóttur úr herbúðum sínum og þær Guðríður og Kolbrún voru ekki með fyrri hluta vetrar. Þrátt fyrir þetta tókst Framliðinu að vinna alla deildarleiki sína og átta stiga forskot á Stjörnuna og FH varð staðreynd. Í bikarúrslitum, sem fram fóru í íþróttahúsi Seljaskóla, reyndust Stjörnukonur heldur engin fyrirstaða. Þreföld umferð var tekin upp á Íslandsmóti kvenna veturinn 1986-87. Umferðunum fjölgaði því úr 14 í 21 og mótið teygðist yfir lengra tímabil. Framliðið var seint í gang um haustið, missti t.a.m. Reykjavíkurmeistaratitilinn til Valskvenna og fékk ljótan skell gegn FHingum í fyrstu viðureign liðanna í deildinni. Hafnarfjarðarliðið átti raunar eftir að vinna tvo af innbyrðisleikjunum þremur, en það kom fyrir lítið þar sem Fram vann hina leikina nítján og Íslandsmótið með yfirburðum. Sú nýbreytni var tekin upp í bikarkeppni HSÍ vorið 1987 að úrslitaleikir karla og kvenna fóru fram sama sunnudagseftirmiðdaginn í Laugardalshöll. Fram að því höfðu úrslitaleikirnir yfirleitt verið sitthvort

41  Fyrsta lokastaðan er fengin úr 80 ára afmælisriti Fram, sú næsta úr Þjóðviljanum 26. október 1984, sú þriðja úr DV 23. október 1984 og sú fjórða úr erlendum gagnagrunni um íþróttaúrslit: www.todor66.com. 42  DV, 5. sept. 1985, bls. 18.


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Annar og þriðji flokkur árið 1988. Efri röð frá vinstri: Lárus Lárusson, Freydís Ólafs­dóttir, Hildigunnur Garðarsdóttir, Hrafnhildur Sævarsdóttir, Kristín Hjaltested, Sólrún Ólína Sigurðardóttir, Drífa Hansen, Steinunn Anna I.Tómasdóttir, Ragnheiður Elíasdóttir og Margrét Ína Bjarnadóttir. Fremri röð: Sylvía Kristín Stefánsdóttir, Steinunn Kjartansdóttir, Guðfinna Hinriks­ dóttir, Hugrún Þorsteins­dóttir, Hulda Bjarna­dóttir, Þórunn Garðars­dóttir, Agnes Helga­dóttir, Íris Marteinsdóttir og Aðal­ heiður Fritzdóttir.

kvöldið í miðri viku og kvennaleikirnir einatt í kyrrþey. Bein útsending var í Sjónvarpinu frá báðum leikjunum og talsvert lagt í umgjörðina, t.d. var dregin út Daihatsu Charade-bifreið, sem þótti ekkert slor. Framarar voru fjölmennir í Höllinni, enda með lið í báðum úrslita­ leikjum. Þeir gátu glaðst yfir góðum sigri Framstúlkna á FH, 14:13. Úrslitin gáfu raunar villandi mynd af gangi leiksins. Yfirburðir Framliðsins voru nefnilega miklir lengst af. Kolbrún Jóhannsdóttir lokaði markinu í fyrri hálfleik, svo Hafnfirðingar skoruðu ekki mark í 25 mínútur og raunar bara tvö í öllum hálfleiknum. Alls varði Kolbrún 23 skot, þar af sex vítaköst. Guðríður Guðjónsdóttir var þjálfari Fram þennan vetur og gat því státað af tvöföldum sigri strax í fyrstu atrennu. Veturinn 1987-88 tryggðu leikmenn Fram sér fimmta Íslands­ meistaratitilinn í röð um miðjan mars, þótt enn væru fjórar umferðir eftir. FH og Valur fóru næst því að hanga í pilsfaldi Framliðsins. Það kom hins vegar óvænt í hlut Stjörnunnar að slá Fram út úr bikarnum í undanúrslitum, 17:19. Garðabæjarliðið hafði átt erfitt uppdráttar í deildinni, ekki hvað síst vegna meiðsla gamals Framara, Erlu Rafnsdóttur. Þrátt fyrir meiðslin mætti Erla til leiks, enda sagði Morgunblaðið frá viðureigninni með fyrirs­ögninni „Framarar réðu ekki við einfætta Erlu!“43 Til að bíta höfuðið af skömminni var einn af lykilmönum Fram, Inga Bernótusdóttir útilokuð frá leiknum vegna rangrar leikskýrslu. Eftir keppnistímabilið tilkynnti Guðríður Guðjónsdóttir að hún væri hætt þjálfun meistaraflokks. Ástæðan var tímafrek verkefni kvennalandsliðsins, en Slavko Bambir þjálfari þess var andsnúinn því að landsliðsmenn legðu sömuleiðis stund á þjálfun. Margrét Theodórsdóttir, félagi Gurrýar í landsliðinu, komst að sömu niðurstöðu en hún hafði þjálfað Stjörnuna og Hauka árin á undan.44

43  44

Þjálfarar kvennaliðs Fram 1980-1993: 1980-81 1981-82 1982-83 1983-84 1984-85 1985-86 1986-87 1987-88 1988-89 1989-90 1990-91

Sigurbergur Sigsteinsson Guðjón Jónsson Guðjón Jónsson Gústaf Björnsson Gústaf Björnsson Gústaf Björnsson Guðríður Guðjónsdóttir Guðríður Guðjónsdóttir Steindór Gunnarsson Heimir Karlsson Heimir Karlsson

Morgunblaðið, 29. mars 1988, íþróttablað bls. 8B Morgunblaðið, 27. maí 1988, bls. 58 og Gríptu, 2. tbl. 1988, bls. 3

221


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Þær veikustu og þær sterkustu

Gústaf Björnsson lék með meistara­flokki Fram í bæði handbolta og fótbolta á ár­ unum kring­um 1980. Hann sneri sér snemma að þjálfun í báðum greinum og stjórnaði fjölmörgum keppnisflokkum Fram og fleiri félaga. Samtals stýrði Gústaf karla- og kvennaliði Fram í tæpan áratug á árabilinu 1983-2001.

Steindór Gunnarsson tók við stjórnartaumunum af Guðríði sumarið 1988, en Framarar höfðu þá þegar ákveðið að senda á nýjan leik lið til þátttöku í Evrópukeppni. Segja má að andstæðingarnir hafi farið öfganna á milli í evrópskum handknattleik. Í fyrstu umferð mætti Framliðið ensku meisturunum í Wakefield Motors. Englendingar verða seint sakaðir um færni í handbolta, enda unnust báðar viðureignirnar með tæplega tuttugu marka mun. Í sextán liða úrslitum kvað við annan tón. Þar mættu Framstúlkur liði sem talið var það sterkasta í heimi, margföldum sovéskum meisturum í Spartak Kiev. Samið var um að báðir leikirnir færu fram í Reykjavík og er til efs að sterkara kvennahandknattleikslið hafi komið hingað til lands, en tíu sovéskar landsliðskonur voru í Kænugarðsliðinu. „Ekki vekur síður athygli, að mæðgur leika með liðinu, Sinaida Turchin 43 ára og Natasha Turchin 16 ára. Þjálfari liðsins, Igor Turchin er eigin­maður og faðir þeirra. Igor Turchin hefur þjálfað þetta meistaralið í 30 ár og kynntist konu sinni í upphafi, en hún var þá aðeins 14 ára. Fimm árum síðar gengu þau í hjónaband og þegar Natasha kom í heiminn og reyndist mikið efni, varð það takmark móðurinnar að leika í sama liði og dóttirin“, sagði í dramatískri kynningu Morgunblaðsins.45 Styrkleikamunurinn á liðunum var mikill og máttu Framarar bera höfuðið hátt eftir fyrri leikinn, sem úkraínska liðið vann með aðeins sex marka mun, 16:22 – þar sem Spartak skoraði einungis sex mörk í síðari hálfleik. Í seinni leiknum voru gestirnir staðráðnir í að sýna enga miskunn, keyrðu á fullu allan tímann og unnu 35:14. Fréttaritari Þjóðviljans vottaði Framstúlkum samúð sína að þurfa að fást við þetta sterka lið, en bætti við: „Þótt ótrúlegt megi virðast þá skoraði Guðríður Guðjónsdóttir aftur átta mörk og hefur hún sýnt og sannað að hún er ein albesta handknattleikskona Íslands fyrr og síðar.“46 Öllum að óvörum mistókst Spartak Kiev hins vegar að vinna Evrópumeistaratitilinn fimmta skiptið í röð þegar liðið tapaði úrslitarimmunni gegn gömlum kunningjum Framstúlkna úr Hypobank frá Austurríki. Skömmu síðar hrundu Sovétríkin og stórveldistíma Spartak-liðsins lauk eins og hendi væri veifað.

Hið ljúfa líf í Noregi FH var eina liðið sem veitti Frömurum nokkra keppni veturinn 1988-89. Íslandsmeistaratitillinn fór í Safamýrina sjötta árið í röð eftir öruggan sigur á Hafnarfjarðarstúlkum í þriðju síðustu umferð. FH náði hins vegar fram hefndum í undanúrslitum bikarsins í framlengdum leik. Bikarmeistaranafnbótin vorið 1989 kom þó ekki í hlut Hafnfirðinga,

45  46

222

Morgunblaðið, 20. jan. 1989, bls. 42 Þjóðviljinn, 24. jan. 1989, bls. 9


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Meistaraflokkur 1990. Efri röð frá vinstri: Margrét Blöndal, Kolbrún Jóhanns­dótt­ir, Þórunn Garðars­ dóttir, Margrét Elíasdóttir, Hugrún Þorsteins­­dóttir, Sólrún Sigurðar­dóttir, Sigrún Blomsterberg og Heimir Karlsson þjálfari. Neðri röð: Díana Guðjónsdóttir, Guðríður Guðjóns­­dóttir, Ingunn Bernótusdóttir, Hafdís Guðjónsdóttir og Ósk Víðisdóttir. Fremst: Arna Steinsen.

heldur vaxandi stórveldis í íslenskum kvennahandbolta sem þar með hampaði sínum fyrsta bikar, Stjörnunnar úr Garðabæ. Stjarnan var það félag sem veitti Framliðinu harðasta samkeppni veturinn 1989-90. Garðabæjarliðið sigraði Fram raunar í tveimur af þremur viðureignum félaganna, en Framarar unnu alla hina leikina og urðu þannig meistarar á afgerandi hátt. Stjörnustúlkur voru einnig andstæðingar Framara í úrslitum bikarkeppni HSÍ. Garðbæingar náðu mest þriggja marka forystu í byrjun síðari hálfleiks, en gerðu þá þau mistök að keyra upp hraða sem liðið réð ekki við. Lokatölur urðu 16:15 fyrir Fram, sem þar með varð bikarmeistari í níunda sinn í fimmtán ára sögu keppninnar. Í Evrópukeppninni fyrr um haustið mættu Framstúlkur einu sigur­ sælasta handknattleiksfélagi Noregs, IF Vestar frá Osló. Báðir leikirnir fóru fram ytra og vann norska liðið auðvelda sigra. Lífsstíll norsku leikmannanna vakti athygli Framkvenna: „Norsku stúlkurnar, sem eru allar ólofaðar á aldrinum 19 til 26 ára og hafa um fátt annað að hugsa en handbolta, óku um á dýrindis sportbílum og aðspurðar um fjármögnunina, sögðust þær greiða átta hundruð krónur norskar (um 7.200 ísl. kr.) á mánuði, en fá til baka 1.000 n.kr. vegna auglýsinga á bílunum! Þær norsku urðu hins vegar orðlausar, þegar stallsystur þeirra í Fram sögðust hafa fjármagnað ferðina með þrifum og með því að selja salernispappír og rækjur!“ – sagði í frétt Morgunblaðsins.47

47

Íslenskur auðhringur Það vakti athygli í leik Fram og stórliðsins Spartak Kiev að sovéska liðið lék í búningi frá íslenska fyrirtækinu Henson, með stóreflis auglýsingu frá Henson á bringunni. Athafnamaðurinn Halldór Einarsson, Henson, hafði haft snör handtök og samið við sovéska liðið meðan á heimsókn þess stóð. (Mbl., 21. jan. 1989)

Met? Það var lítið jafnræði milli efsta og neðsta liðsins í fyrstu deild kvenna þegar Fram tók á móti Haukum síðla árs 1989. Lokatölur urðu 41:7 eða 34 marka munur. Fer það líklega nærri því að vera met í efstu deild í handbolta hér á landi.

Morgunblaðið, 24. okt. 1989, íþróttablað bls. B3

223


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Íslensk kvennaknattspyrna var í fyrstu hálfgerð auka­búgrein handknattleiks­ ins og voru sterkustu fótboltaliðin að mestu skipuð hand­bolta­konum. Jóhanna Halldórsdóttir og Oddný Sigsteinsdóttir voru meðal fyrstu íslensku knatt­ spyrnukvennanna til að spreyta sig í útlöndum, en þær léku um tíma með liði frá Lundi í Svíþjóð. Báðar eru þær Oddný og Jóhanna í í hópi leikjahæstu Framara í meistaraflokki, Oddný með 477 leiki en Jóhanna með 372.

27 þúsund rúllur Kvennalið Fram vann sér oft sæti í Evrópukeppni í handbolta á níunda áratugnum, en slík þátttaka gat reynst býsna kostnaðarsöm. Þótt handknattleiksdeildin reyndi eftir föngum að styrkja ferðir vegna Evrópuleikja, báru stúlkurnar sjálfar hitann og þungan af kostnaðinum. Veturinn 1990-91 kostaði þátttakan í Evrópukeppninni til að mynda eina og hálfa milljón króna. Deildin lagði 500 þúsund af mörkum, en restinni var safnað með hefðbundnum aðferðum: kökusölu í Kolaportinu, nammisölu og síðast en ekki síst – sölu á klósettpappír. Þennan vetur var áætlað að meistaraflokkur kvenna hefði selt 27 þúsund rúllur af klósettpappír! (Íþróttablaðið, 2. tbl. 51. árg. 1991)

Stórleikir Fram og Stjörnunnar Undir lok níunda áratugarins tók Stjarnan frá Garðabæ við hlutverki skæðasta mótherja Framliðsins. Það kom því engum á óvart að Íslandsmótið 1990-91 snerist upp í hreint einvígi bláklæddu liðanna. Sú breyting var gerð á keppnisfyrirkomulaginu að tekin var upp fjórföld umferð. Hvert lið lék því 28 deildarleiki, en fimm árum áður höfðu þeir verið helmingi færri. Mótshaldið þurfti einnig að taka mið af þátttöku landsliðsins á C-heimsmeistaramóti um vorið og undirbúningi fyrir það. Þurfti því að gera langt hlé á Íslandsmótinu þegar þrjár umferðir voru eftir. Máttu Fram og Stjarnan þá heita hnífjöfn. Garðabæjarliðið var með 42 stig en Fram 41 stig og leik til góða. Fram og Stjarnan mættust í lokaleik mótsins í Laugardalshöll. Liðin voru jöfn fyrir leikinn, þar sem Framarar höfðu misstigið sig og aðeins gert jafntefli gegn Víkingum í næstsíðasta leik. Sigurvilji Stjörnunnar virtist meiri þegar á hólminn var komið. Lið þeirra náði snemma forystu og sigraði að lokum 12:16, þótt Fram hafi tekist að koma muninum niður í eitt mark þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.48 Þar með var sjö ára einveldi Framstúlkna rofið, en þær höfðu hampað Íslandsbikarnum samfellt frá 1984. Leikmenn Fram og þjálfari þeirra, Heimir Karlsson, gátu þó huggað sig við bikarmeistaratitilinn sem vannst þremur vikum fyrr. Úrslitaleikurinn gegn Stjörnunni var raunar spegilmynd af lokaleik Íslandsmótsins. Framarar lokuðu nánast markinu í fyrri hálfleik og náðu þar forystu sem Garðbæingar megnuðu ekki að vinna upp, lokatölur 19:14. Tíundi bikarmeistaratitillinn var þar með í höfn.

48

224

DV, 29. apríl 1991, bls. 28


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Magnaður sigur á Svíum Keppnistímabilsins 1990-91 verður ekki hvað síst minnst vegna árangursins í Evrópukeppni meistaraliða. Í fyrstu umferð dróst Fram gegn sænsku meisturunum, Stockholm Polizen IF og var fyrst leikið ytra. Svíarnir reyndust alls ekki eins sterkir og búist var við og lauk leiknum með einungis tveggja marka sigri þeirra, 18:16. Viku síðar var leikið í Laugardalshöll og vakti leikurinn talsverða athygli, enda eiga Íslendingar því sjaldan að venjast að eiga raunhæfa sigurmöguleika gegn Svíum í íþróttum. Eftir jafnan fyrri hálfleik, þar sem Fram skoraði ellefu mörk gegn tíu mörkum gestanna, breyttist viðureignin í hreina einstefnu. Leikmenn Framliðsins röðuðu inn mörkum á sama tíma og Kolbrún Jóhannsdóttir varði flest sem að marki hennar kom. Hún kórónaði loks leik sinn með því að bruna fram völlinn undir lok leiksins og skora fram hjá sænska landsliðsmarkverðinum Önnu-Lenu Phil.49 Fram sigraði með átta marka mun, 26:18 og má færa fyrir því rök að þetta sé glæstasti sigur íslensks kvennaliðs í alþjóðlegri handknattleiks­ keppni fyrr og síðar, enda Svíar um þessar mundir í hópi sterkustu handknattleiksþjóða. Þjálfari sænska kvennalandsliðsins var staddur á leiknum og höfðu forráðamenn Fram eftir honum að Kolbrún væri besti mark­ vörður heims. „Sænski þjálfarinn sagðist hafa haldið að hann væri með besta markvörð heims, en eftir að hafa séð Kolbrúnu tvisvar hefði hann komist á aðra skoðun“, sagði Brynjar Stefánsson við blaðamann DV. Hann rifjaði sömuleiðis upp ummæli þjálfara Spartak Kiev eftir Evrópuleikina við Fram tveimur árum áður þess efnis að Kolbrún væri í hópi þriggja bestu markvarða í heiminum.50 Þegar dregið var í aðra umferð kom í ljós að Fram þyrfti annað árið í röð að mæta Norðmönnum, að þessu sinni Byåsen Idrettslag frá Þrándheimi. Aftur ráku leikmenn Fram sig á þann gríðarlega aðstöðumun sem var á milli norskra og íslenskra kvennaliða. Um 1.300 áhorfendur mættu í íþróttahöllina í Þrándheimi, sem þó var talið óvenju lítið. Vegna leiksins voru um fimmtíu starfsmenn félagsins í húsinu. Ef til vill sló allt þetta umstang Framliðið út af laginu, í það minnsta náði það sér engan veginn á strik og tapaði 34:16.51 Eftir þessi úrslit var leikurinn í Reykjavík vitaskuld hreint formsatriði. Framstúlkur mættu þó til leiks ákveðnar í að láta ekki sigla sig í kaf. Í fyrri hálfleik var munurinn á liðunum aðeins eitt mark, en eftir hlé sigu þær norsku fram úr og sigruðu að lokum með átta marka mun, 15:23.52

Kolbrún Jóhannsdóttir á einstakan hand­ knattleiksferil að baki. Hún lék á sjöunda hundrað meistaraflokksleikja með Fram. Fjórum sinnum var hún valin besti leik­ maður Íslandsmóts kvenna: 1977, 1985, 1987 og 1988. Í tvö fyrri skiptin var sig­ urvegarinn valinn af fyrrum landsliðs­ konum en í seinni skiptin með kosningu leikmanna.

14:0 í hálfleik Það er fátítt í handknattleik að lið nái ekki að skora mark í heilan hálfleik. Snemma árs 1992 unnu Framkonur auðveldan sigur á Haukum úr Hafnarfirði, 24:9. Staðan í leikhléi var 14:0, en 33 mínútur liðu uns Haukarnir náðu að skora sitt fyrsta mark. (DV, 3. mars 1992)

49  Morgunblaðið, 2. okt. 1990, íþróttablað bls. B5 50  DV, 1. okt. 1990, bls. 21 51  Morgunblaðið, 15. jan. 1991, íþróttablað, bls. B3 52  Morgunblaðið, 22. jan. 1991, íþróttablað, bls. B2

225


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Hermann Björnsson var einn af lykilmönn­ um Fram­liðsins mestallan níunda áratuginn. Hann lék alls 301 meistaraflokksleik fyrir Fram, þá síðustu veturinn 1993-94 í ann­ arri deild. Hermann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir HSÍ og Fram, meðal annars var hann formaður handknattleiks­ deildar um skeið.

Tvö ár í annarri deild

Samskiptaleysi? Íþróttafréttamenn kvörtuðu lengi yfir því að erfiðlega gengi að fá upplýsingar frá HSÍ um leikdaga og viðureignir í bikarkeppninni. Vorið 1985 birtist eftir­ farandi smáklausa í Morgunblaðinu: „Íþróttafréttamaður Mbl. heyrði það á skotspónum í gær að í fyrrakvöld hefðu Víkingur og Fram leikið í átta liða úrslitum bikarkeppni (leynimóts) handknattleikssambandsins. Víkingar munu hafa unnið 32:24 og mæta því B-liði Vals í undanúrslitunum.“ (Mbl., 17. apríl 1985)

226

Um það leyti sem sigurganga kvennaliðsins var að byrja fyrir alvöru, máttu karlarnir sætta sig við að leika í annarri deild í annað sinn í sögunni. Ekki var talið koma til greina að endurráða Bent Nygaard, enda ljóst að reksturinn yrði þungur í annarri deild. Samið var við Árna Indriðason leikmann Víkings um að sjá um þjálfunina veturinn 1983-84. Keppnisfyrirkomulagið var með flóknasta móti. Fyrst var leikin tvöföld umferð í átta liða deild, en því næst héldu fjögur efstu liðin áfram í úrslitakeppni og tóku með sér stigin úr fyrri hluta mótsins. Úrslitakeppnin fór svo fram á fjórum helgum, þar sem liðin skiptust á að vera gestgjafar á hálfgerðum hraðmótum þar sem allir léku við alla. Frá upphafi var ljóst að lið Þórs frá Vestmannaeyjum, með Þorberg Aðalsteinsson í broddi fylkingar, væri sterkast. Breiðablik, Grótta og Fram fylgdu Eyjamönnum í úrslitakeppnina og virtust liðin áþekk að styrkleika. Þegar þangað var komið hrundi Framliðið hins vegar eins og spilaborg. Blikar höfðu að lokum betur í baráttunni við Seltirninga um hitt lausa sætið, en lið þeirra naut leiðsagnar landsliðsþjálfarans Bogdans Kowalczyks. Rýr uppskera karlaliðsins olli forystu handknattleiksdeildar vitaskuld vonbrigðum, en þó var engan uppgjafartón að heyra í fólki. Á aðalfundi deildarinnar þá um vorið var samþykkt að koma á laggirnar stuðningsmannaklúbbi, „Framvörðum“, sem sjá skyldu um að hvetja kapplið félagsins og aðstoða við reksturinn. Minnt var á að þótt karlaliðið væri í nokkrum öldudal, væri unglingastarfið einstaklega blómlegt. Sérstök


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

unglinganefnd starfaði undir formennsku Heimis Ríkharðssonar og var þegar farið að sjá merki um árangur hennar.53 Árið 1987 var Fram veittur unglingabikar HSÍ í fyrsta sinn og hefur hlotið hann oft síðan. Árni Indriðason var endurráðinn þjálfari meistaraflokks fyrir veturinn 1984-85. Keppnisfyrirkomulagið var eilítið endurskoðað og úrslitakeppnin skorin niður um helming – látin fara fram á tveimur helgum en ekki fjórum. Framarar urðu efstir í deildarkeppninni og náðu að tryggja sér fyrstu deildar sætið þegar að lokinni fyrri keppnishelgi úrslitakeppninnar. Við það gerðist mannskapurinn kærulaus og Fram fékk bara eitt stig úr lokaleikjunum þremur og missti þannig deildarmeistaratitilinn til KA-manna.

Egill markakóngur

Árangur Fram á Íslandsmóti karla 1984-1993: 1983-84 1984-85 1985-86 1986-87 1987-88 1988-89 1989-90 1990-91 1991-92 1992-93

4. sæti af átta, 2. deild 2. sæti af átta, 2. deild 6. sæti af átta, 1. deild 8. sæti af tíu, 1. deild 7. sæti af tíu, 1. deild 9. sæti af tíu, 1. deild 1. sæti af tíu, 2. deild 8. sæti af tólf, 1. deild 7. sæti af tólf, 1. deild Úrslitakeppni: 8 liða úrslit 11. sæti af tólf, 1. deild

Árni Indriðason fylgdi lærisveinum sínum ekki upp í fyrstu deildina, heldur var hann kallaður heim til Víkings og gerði liðið að Íslandsmeisturum í fyrstu tilraun. Markvörðurinn Jens Einarsson tók við keflinu og stýrði liðinu á stysta Íslandsmóti seinni ára, 1985-86. Samþykkt hafði verið á ársþingi HSÍ að fella niður úrslitakeppnina og krýna meistara eftir tvöfalda umferð liðanna átta. Þar sem landsliðið var á leið á HM í Sviss, var mótinu látið ljúka þann 12. janúar og stóð því aðeins í fjóra mánuði. Þurfti að leita langt aftur til að finna svo stutt Íslandsmót í karlaflokki. Lið Þróttar, sem hafði verið í fremstu röð örfáum misserum áður og komist í undanúrslit Evrópukeppni, hrundi fyrir tímabilið og tapaði öllum leikjum sínum. Ákveðið var að fjölga í deildinni úr átta í tíu félög

53  Gjörðabók handknattleiksdeildar Fram, aðalfundur haldinn 26. apríl 1984

Meistaraflokkur 1986. Efsta röð frá vinstri: Hermann Björnsson, Andrés Magnússon, Brynjar Freyr Stefánsson, Agnar Sigurðsson, Hjörtur Ingþórsson og Tryggvi Tryggvason. Miðröð: Dagur Jónasson, Egill Jóhannesson, Jón Árni Rúnarsson, Óskar Þorsteinsson, Ingólfur Steingrímsson og Ragnar Hilmars­son. Neðsta röð: Björn Eiríksson, Ólafur Þór Vilhjálms­son, Friðbjörn Kristjánsson, Óskar Friðbjörnsson, Jens Einarsson, Bragi Ólafs­son, Júlíus Gunnarsson og Viðar Birgisson.

227


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Litli og stóri Við upphaf Íslandsmótsins 1986 tók Morgunblaðið saman tölfræði um eitt og annað sem tengdist leikmönnum liðanna í fyrstu deild karla, s.s. leikjafjölda og helstu hagtölur. Þar voru einnig upplýsingar um þyngstu og léttustu leikmenn deildarinnar og voru sigurvegararnir báðir í Fram. Sigurður Rúnarsson var allra karla léttastur samkvæmt þessari samantekt, 65 kíló. Markvörðurinn Guðmundur Arnar Jónsson hafði hins vegar vinninginn á hinum endanum, 120 kíló. (Mbl., 14. okt. 1986)

Danahatur Framara? Per Skårup þjálfari og leikmaður Fram veturinn 1986-87 var jafnframt leikmaður danska landsliðsins. Danska hand­knattleikssambandið falaðist eftir Skårup fyrir æfingaleiki gegn Svíum og Norðmönnum fyrir B-keppnina 1987 en Fram neitaði, enda gengi ekki að liðið væri þjálfaralaust á æfingum. Danskir fjölmiðlar undu þessari niðurstöðu illa og var hún talin til marks um rótgróið Danahatur Íslendinga. (Mbl., 3. feb. 1987)

og þurfti næstneðsta liðið því að taka þátt í aukakeppni um sæti í fyrstu deild. Eftir jafntefli við KR í næstsíðustu umferð voru Framarar endanlega tryggir um áframhaldandi dvöl í hópi þeirra bestu og gátu einbeitt sér að því að tryggja Agli Jóhannssyni markakóngstitilinn í lokaleiknum. Fyrirstaðan var svo sem ekki mikil. Þróttarar mættu þjálfaralausir og með átta leikmenn. Egill skoraði fjórtán mörk í leiknum og hundrað í mótinu – tíu mörkum meira en næsti maður. Ungur íþróttafréttaritari Þjóðviljans, Logi Bergmann Eiðsson, gat þó ekki stillt sig um að hnýta í Framliðið fyrir að bíða eftir Agli í hraðaupphlaupum til að koma honum í hundrað mörkin.54

Danskur landsliðsmaður og bikarævintýri Eini Þróttarinn sem þótti komast klakklaust frá leiknum skringilega við Fram, var markvörðurinn Guðmundur A. Jónsson – hann komst meira að segja á blað yfir markaskorara. Fyrir keppnistímabilið 1986-87 gekk Guðmundur í raðir Framara, ásamt félaga sínum úr Þrótti, hinum eitilharða línumanni Birgi Sigurðssyni. Auk þeirra, fékk Fram til liðs við sig nýjan, spilandi þjálfara, danska landsliðsmanninn Per Skårup. Íþróttafréttamenn Morgunblaðsins höfðu í það minnsta tröllatrú á leikmannahópnum og í spá blaðsins við upphaf Íslandsmótsins gerðu þeir ráð fyrir að Fram næði öðru sætinu á eftir liði Stjörnunnar. Þjálfarar og fyrirliðar liðanna voru þó hógværari í spádómum sínum og reiknuðu með Framliðinu í sjötta sæti.55 „Ekki lýgur Mogginn,“ segir máltækið – en í þetta skiptið reyndust starfsmenn Árvakurs þó hafa á röngu að standa. Safamýrarliðið byrjaði að sönnu vel og vann þrjá fyrstu leiki sína – en í kjölfarið komu tólf töp og aðeins þrír sigrar. Stigin tólf dugðu þó í áttunda sætið, en Haukar og Ármenningar sátu á botninum. Stuðningsmenn Fram kærðu sig kollótta um deildina þennan vetur, þar sem bikarkeppnin átti hug þeirra allan. Félagið komst alla leið í bikarúrslitin í fyrsta sinn frá 1976 og það væri synd að segja að leiðin þangað hafi verið sú auðveldasta. Í sextán liða úrslitum var leikið gegn Haukum í Hafnarfirði, þar sem Framarar höfðu eins marks sigur, 24:25. Sömu lokatölur urðu í leik Fram og FH í fjórðungsúrslitum og í undanúrslitum voru Valsmenn lagðir að velli 23:20. Á sama tíma tókst Stjörnumönnum í Garðabæ að rjúfa sigurgöngu Víkinga. Það var því ljóst að draga þyrfti um hvort liðið léki í varabúningum í úrslitaleiknum. Fram tapaði hlutkestinu um bláa búninginn og ef til vill var það fyrirboði þess sem koma skyldi. Garðbæingar leiddu leikinn mestallan tímann, en undir blálokin tókst Per Skårup að jafna, 19:19 og knýja fram

54  55

228

Þjóðviljinn, 14. jan. 1986, bls. 11 Morgunblaðið, 7. okt. 1986, íþróttablað, bls. B7


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

framlengingu. Þá virtist hins vegar allur vindur úr Frömurum sem létu undan síga og töpuðu 22:26.

Vonbrigðaár Góður árangur í bikarkeppninni fyllti stuðningsmenn Fram bjartsýni fyrir veturinn 1987-88. Gömul kempa, Björgvin Björgvinsson, tók við þjálfun liðsins og Atli Hilmarsson sneri aftur eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku í Vestur-Þýskalandi. Í samtali við Morgunblaðið rétt fyrir mót sagðist Björgvin ætíð stefna á verðlaun í hverri keppni, en lýsti þó áhyggjum yfir að tveir öflugir leikmenn: Hannes Leifsson og Egill Jóhannesson hefðu báðir meiðst skömmu fyrir mót og kynnu að verða lengi frá.56 Meiðslalistin átti þó eftir að lengjast. Strax í fyrsta leik þurfti að flytja Atla á sjúkrahús, meiddan á hendi og hver lykilmaðurinn á fætur

Það átti ekki af Frömurum að ganga í upphafi vetrar 1987. Fimm lykilmenn voru frá vegna meiðsla, eins og þessi táknræna mynd sem tekin var fyrir utan Slysadeildina í Fossvogi sýnir. Efri röð frá vinstri: Birgir Sigurðsson, Atli Hilmarsson, Egill Jóhannesson og Hannes Leifsson. Sitjandi með hækjur: Brynjar Stefánsson.

56  Morgunblaðið, 30. sept. 1987, sérblað, bls. B8

229


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Lærði að svífa í tröppunum Atli Hilmarsson hóf handknattleiksferil sinn í Fram og varð síðar lykilmaður í landsliðinu um árabil. Einkennismerki hans á handknattleiksvellinum var hversu lengi hann gat látið sig „svífa“ í loftinu fyrir framan vörnina áður en skotið reið af. Í viðtali við „Gríptu“, blað handknattleiksdeildar, setti Atli fram frumlega skýringu á þessum hæfileika sínum: „Ég bjó upp á fjórðu hæð hér áður fyrr og þegar ég hljóp upp stigana reyndi ég sífellt að taka fleiri og fleiri tröppur í einu.“ (Gríptu, 2. tbl. 3. árg. 1988)

öðrum varð fyrir skakkaföllum. Fyrsti sigurinn vannst ekki fyrr en í sjöttu umferð og þá á heimavelli gegn stigalausu botnliði Þórs frá Akureyri. Þá var löngu orðið ljóst að Framara biði hörð fallbarátta. Fram var enn í fallsæti þegar komið var fram í mars, en þá tókst liðinu að rétta úr kútnum enda liðið loksins orðið leikfært. Framarar unnu t.a.m. mikilvægan sigur á ÍR-ingum með sigurmarki Atla Hilmarssonar sem stökk upp og skoraði úr aukakasti sem dæmt var þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Breiðholtsliðið kvartaði raunar mjög yfir þessu með þeim rökum að útilokað væri að skora á tveimur sekúndum nema skotið væri beint úr aukakastinu – en markið stóð.57 Með sigrinum á ÍR mátti Fram heita úr fallhættu og gat einbeitt sér að undanúrslitum bikarkeppninnar, þar sem mótherjarnir voru Breiðablik. Lærisveinar Geirs Hallsteinssonar reyndust hins vegar of sterkir fyrir Framliðið og sigruðu 27:29 í Laugardalshöll. Sigurinn færði Kópavogsliðinu Evrópusæti, þar sem andstæðingar þeirra, Valsmenn, urðu Íslandsmeistarar þetta árið.

Niður og upp aftur

Handboltaæði braust út fyrir Heims­ meistara­keppnina í Sviss 1986. Framarar gripu gæsina og gáfu út veglegt tímarit þar sem fjallað var um handknattleik vítt og breitt. Forsíðuna prýddi Daninn Leif Mikkelsen, sem hafði skömmu áður haldið vinsæl þjálfaranámskeið á vegum Fram.

Atli Hilmarsson hélt á ný á vit atvinnumennsku síðsumars 1988, til spænska liðsins Granollers. Gústaf Björnsson, sem tók nú við stjórn Framliðsins var ekki öfundsverður. Liðið var ungt og hörð barátta framundan. Breiðablik tók sér snemma bólfestu á botninum, en ÍBV og Fram börðust um það hvoru liðinu tækist að forða sér frá falli. Með sigri á heimavelli í fjórtándu umferð tókst Eyjamönnum að lyfta sér upp að hlið Framara og æsilegt einvígi hófst. Svo fór að lokum að liðin urðu jöfn að stigum en Eyjamenn höfðu betur á innbyrðisviðureignum og Framarar máttu bíta í það súra epli að leika á ný í annarri deild. Dvölin þar varð þó skammvinn. Fram reyndist bera höfuð og herðar yfir önnur lið, vann fimmtán af leikjunum átján og gerði eitt jafn­ tefli. Framarar léku því á ný meðal hinna bestu haustið 1990, í móti þar sem keppnisfyrirkomulaginu var breytt enn eina ferðina. Að þessu sinni var liðunum fjölgað í tólf, þar sem fyrst var leikin tvöföld umferð en því næst skipt upp í sex liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn og sex liða keppni um fallið. Gústaf Björnsson stýrði liðinu þriðja árið í röð, en lét af störfum um miðjan nóvember þar sem liðið var enn án sigurs eftir tíu umferðir. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, hljóp í skarðið til bráðabirgða og undir hans stjórn vannst góður sigur á Íslandsmeisturum FH í fyrsta leik. Í desember var svo tilkynnt um ráðningu Ólafs Lárussonar í starfið.58 Deildarkeppnin kláraðist í lok febrúar og vermdu Framarar þá botnsætið. Það skipti þó litlu máli þegar í úrslitakeppnina var komið. KR-

57  58

230

Morgunblaið, 15. mars 1988, íþróttablað, bls. B7 Morgunblaðið, 8. des. 1990, bls. 63


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

Fjórði flokkur 1988. Myndin er tek­ in að loknu naumu tapi gegn öfl­ ugu liði Valsmanna í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Efri röð frá vinstri: Heimir Ríkarðsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Guðmundur Benedikts­son, Einar Páll Kjartans­son, Valtýr Gauti Gunnarsson, Friðrik Nikulás­ son, Arnar Arnarsson, Brynjar Stefánsson, og Hermann Tönsberg Neðri röð: Sveinn Jónsson, Kjartan Ragnars­son, Einar Tönsberg, Daníel Stefánsson, Þormar Þórbergsson og Dagbjartur Péturs­son.

ingar hófu leik með fjögur stig í forgjöf, KA með tvö og Grótta eitt, en að öðru leyti stóðu liðin jafnfætis. Fram tapaði fyrsta leiknum í úrslitakeppninni en vann svo fjórum sinnum og gerði tvö jafntefli í næstu sex leikjum. Þá slaknaði aðeins á klónni og um tíma virtist liðið ætla að lenda í harðri fallbaráttu í lokaleiknum. Svo fór þó ekki og Fram hafnaði í öðru sæti keppninnar. KRingar, urðu hins vegar öllum að óvörum að sætta sig við botnsætið, en flestir höfðu búist við þeim nær hinum enda töflunnar. Handknattleiksáhugamönnum bar saman um að reynslan af þessari tvískiptu úrslitakeppni væri ekki góð. Alltof margir leikir skiptu engu máli og áhorfendur voru örfáir, einkum í neðri hlutanum. Hölluðust æ fleiri að því að réttara væri að feta í fótspor körfuknattleiksmanna og taka upp úrslitakeppni með útsláttarsniði.

Rokkað í Höllinni Handknattleiksdeild Fram tók að sér óvenjulegt verkefni um miðjan desember 1989. Þá sá deildin um að skipuleggja rokktónleika í Laugardalshöllinni með hljómsveitinni Síðan skein sól og Bubba Morthens og sveit hans Lömunum. Tónleikarnir höfðu yfirskriftina „Unglingar gegn ofbeldi“ og voru í tengslum við samnefnt átak. Unglingaathvarf Rauða krossins naut góðs af tónleikunum. (Mbl. 14. des. 1989)

Stefnt á úrslitakeppni Framarar máttu ágætlega við árangur sinn una veturinn 1990-91, þótt litlu hefði mátt muna að illa færi. Ungir leikmenn voru í aðalhlutverkum, má þar nefna Jason Ólafson, Karl Karlsson, Gunnar Andrésson og Pál Þórólfsson. Allir voru þessir leikmenn atkvæðamiklir með yngri landsliðum Íslands og voru farnir að vekja verðskuldaða athygli handknattleiksáhugafólks. Stjórn handknattleiksdeildarinnar ætlaði sér því stóra hluti veturinn 1991-92. Fyrsta skrefið var að ráða þjálfara og var þar nafn Bogdans Kowalczyks, fyrrum landsliðsþjálfara efst á blaði. Nafn Bogdans kom raunar upp í hvert einasta sinn sem Framarar svipuðust um eftir þjálfara. Að þessu sinni voru samningar við Bogdan langt komnir, en á síðustu stundu hætti sá pólski við.59 Þá var farið að kanna aðra kosti og varð 59  Gjörðabók stjórnar handknattleiksdeildar Fram, fundur haldinn 6. maí 1991

231


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

niðurstaðan sú að semja við Atla Hilmarsson, sem snúinn var heim á ný úr atvinnumennsku. Markmiðið að komast í úrslitakeppni náðist. Fram hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar og þótti það ágætlega af sér vikið, þar sem sjálfir Íslandsmeistarar Valsmanna máttu sætta sig við níunda sætið og langt sumarfrí. Nokkrar vikur liðu milli deildarkeppninnar og úrslitakeppninnar vegna þátttöku landsliðsins á B-heimsmeistaramóti í Austurríki. Að því loknu mættust Fram og Víkingur í átta liða úrslitunum. Framarar stóðu í sterku Víkingsliði í 45 mínútur í fyrri leiknum en urðu þá að láta undan síga. Leikurinn í Laugardalshöllinni fór á sömu leið og ekki þurfti að grípa til oddaleiks.

Kostnaðarsamur metnaður

Sala getraunaseðla var lengi ein mikil­ vægasta fjáröflunarleið handknattleiks­ deildar. Það var ekki alltaf heiglum hent að kaupa getraunaseðlana, eins og meðfylgj­ andi auglýsing sýnir. Með tölvuvæðingu sölu­kerfisins varð vinnan við get­raunirnar mun auðveldari en tekju­möguleikarnir minnkuðu að sama skapi.

Þjálfarar karlaliðs Fram 1983-1993: 1983-84 1984-85 1985-86 1986-87 1987-88 1988-89 1989-90 1990-91 1991-92 1992-93

232

Árni Indriðason Árni Indriðason Jens Einarsson Per Skårup Björgvin Björgvinsson Gústaf Björnsson Gústaf Björnsson Gústaf Björnsson Þorbergur Aðalsteinsson Ólafur Lárusson Atli Hilmarsson Eyjólfur Bragason

Íslenskur handknattleikur tók miklum breytingum undir lok níunda áratugarins og í upphafi þess tíunda. Félagaskipti höfðu verið fremur fátíð og tengdust helst búferlaflutningum vegna vinnu eða náms. Reyndar var algengt að sterkir leikmenn yfirgæfu lið sem féllu niður um deild, einkum ef þeir töldu sig eiga kost á landsliðssæti, en slík félagaskipti voru af mörgum talin gagnrýnisverð og til marks um lítinn félagsþroska. Félög sem sökuð voru um að „kaupa til sín leikmenn“ voru litin hornauga og forráðamenn þeirra reyndu að bera af sér sakir, t.d. með yfirlýsingum í dagblöðum. Um 1990 voru þessi sjónarmið að taka talsverðum breytingum. Dagblöðin birtu fréttamola um að hinn eða þessi leikmaðurinn kynni að vera á leiðinni í hitt eða þetta félagið. Í fundargerðabókum íþróttafélaganna mátti lesa vangaveltur stjórnarmanna um hvaða leikmenn gott væri að næla í – og ekki þótti óeðlilegt að nýráðinn þjálfari gerði kröfur um að bætt yrði við leikmannahópinn sem hann hafði úr að spila. Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu flýtti fyrir þessum breytingum, því þar með var skyndilega unnt að að flytja inn öfluga leikmenn sem voru fúsir til að spila tiltölulega ódýrt, gegn loforði um atvinnu. Íslensku leikmennirnir fóru sömuleiðis í vaxandi mæli að gera kröfur um bónusgreiðslur, t.a.m. fyrir að komast í úrslitakeppni. Færa má fyrir því rök að þessi þróun hafi orðið til að styrkja íslenskan handknattleik, t.d. með því að gefa leikmönnum betur kost á að einbeita sér að íþrótt sinni. Það er þó ekki einhlítt. Á móti mætti benda á að helstu afrek íslenskra félagsliða í Evrópukeppni voru einmitt unnin á tímum hreinnar áhugamennsku. Greiðslur til leikmanna og tíð félagaskipti gátu sömuleiðis verið til þess fallin að grafa undan liðsandanum. Oftar en ekki voru það jú aðkomumennirnir sem mest fengu fyrir sinn snúð, meðan uppöldu leikmennirnir báru lítið sem ekkert úr býtum. Vangaveltur um hvort næsti maður í búningsklefanum væri á hærri bónus gátu leitt af sér pirring og tortyggni. Síðast en ekki síst breyttust samskiptin milli leikmanns og íþróttafélags. Meistaraflokkar félaganna, sem löngum tóku virkan þátt í


6. kafli - Handknattleikurinn 1973 - 1993

hvers kyns fjáröflun deilda eða móðurfélaga, urðu með tímanum sífellt minna sýnilegir í slíku starfi. – Þó verður að taka fram að mikill munur er á stöðu kynjanna í þessum efnum. Kvennalið hafa almennt ekki átt að venjast bónusgreiðslum og hafa oft tekið meiri þátt í fjáröflun en karlarnir. Einna mest urðu áhrifin þó á rekstur íþróttadeildanna sjálfra. Útgjöldin jukust ár frá ári, en tekjurnar ekki að sama skapi. Handknattleiksdeild Fram safnaði skuldum og á árinu 1992 var komið í óefni. Ragnar Steinarsson, fulltrúi í aðalstjórn félagsins, tók þá að sér formennsku deildarinnar og gripið var til margvíslegra aðhaldsaðgerða.

Í vítahring Atli Hilmarsson var áfram við stjórnvölinn hjá Framliðinu 1992-93. Eins og svo oft áður gekk allt á afturfótunum í upphafi móts og greip þjálfarinn til þess ráðs að taka fram skóna á ný þegar liðið sat eitt á botninum um miðjan nóvember. Eftir tap Framara á heimavelli gegn Eyjamönnum í sannkölluðum botnslag undir lok janúar, virtist fallið blasa við liðinu. Atli var leystur undan samningi en í hans stað var Eyjólfur Bragason ráðinn.60 Þjálfaraskipti geta oft virkað eins og vítamínsprauta fyrir lið í vandræðum og sú varð raunin að þessu sinni. Framarar gerðu strax í fyrsta leik jafntefli gegn toppliði Stjörnunnar og voru raunar óheppnir að fara ekki með sigur af hólmi. Sömu úrslit urðu svo í leik gegn KAmönnum á Akureyri. Við tók langt hlé vegna þátttöku handboltalandsliðsins á HM í Svíþjóð, en þar á eftir þurftu Framarar að róa lífróður til að halda sér í deildinni. Frömurum tókst að vinna Íslandsmeistaraefni Valsmanna á útivelli, en töpuðu fyrir Haukum og Selfossi og voru því fallnir fyrir lokaumferðina. Það var ekki laust við að stuðningsmönnum karlaliðs Fram finndist þeir staddir í vítahring vorið 1993. Meistaraflokkurinn virtist dæmdur til að flakka á milli fyrstu og annarrar deildar og allar tilraunir til að stíga skref fram á við, með því að styrkja leikmannahópinn ollu strax bakslagi með skuldasöfnun og basli. Fram hafði um nokkurt skeið verið eitt sigursælasta félag landsins í yngri flokkum, en illa gekk að skila því upp í meistaraflokkinn.

60

Sex Framarar Norðurlanda­ meistarar Árið 1991 varð landslið Íslands, skipað leikmönnum fæddum 1972 og síðar, Norðurlandameistari í handknattleik. Fram átti hvorki meira né minna en sex fulltrúa í hópnum, þá Andra V. Sigurðarson, Gunnar Ó. Kvaran, Jason Ólafsson, Karl Karlsson, Ragnar Kristjánsson og Pál Þórólfsson. Þeir félagarnir gerðu samtals 66 af 94 mörkum íslenska liðsins. (Gríptu, apríl 1992, bls. 7)

Jason Ólafsson lék fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands. Vorið 1993 skipti hann úr Fram yfir í Aftureldingu. Hann var þá 21 árs gamall, en hafði þegar leikið 137 meistaraflokksleiki.

Morgunblaðið, 22. jan. 1993, bls. 47

233


Strákaliðið Kátur úr Laugalækjarskóla í desember 1969. Efri röð frá vinstri: Eiríkur Björgvinsson þjálfari, Ottó Guðjónsson, Björn Erlendsson, Jónas Ingi Ketilsson, Þorkell Sigurðsson og Guðmundur E. Hallsteinsson. Fremri röð frá vinstri: Eggert Ketilsson, Valur Marteinsson, Sigurður Jónsson, Hörður Ágústsson, Steinar Guðjónsson og Þórólfur Jónsson.

Um tíma gátu Framarar státað af kappliðum á Íslandsmóti í bæði blaki og körfubolta. Saga körfu­knattleiks­ deildarinnar og blakdeildarinnar er svipuð. Ungmenni hófu að æfa íþrótt og fengu loks inni með hana hjá Frömurum. Deildirnar uxu úr grasi með stofnendunum og þóttu um skeið efnilegar, en ekki tókst að tryggja nýliðunina og starfsemin lognaðist út af eða fór undir yfirborðið.


Unglingar stofna íþróttadeildir Körfuknattleikur og blak 1969 til 1991

S

aga körfuknattleiksins í Fram spannar tæp tuttugu ár og er afar dramatísk. Upphaf deildarinnar var hálfgert öskubuskuævintýri, þar sem lítið strákafélag blandaði sér í slag þeirra stóru og virtist á tímabili ætla að verða stórveldi í íslenskum körfubolta. Vandræði utan vallar, fjárþröng og aðstöðuleysi gerðu það hins vegar að verkum að halla tók undan fæti og segja má að botninn hafi dottið úr starfseminni þegar frum­ herjarnir hættu hver af öðrum. Allt byrjaði þetta sumarið 1968 þegar Eiríkur Björgvinsson tók að leiðbeina hópi stráka úr Laugalækjarskóla í körfubolta. Eiríkur, sem er múrari að mennt og hefur síðar orðið kunnur nuddari, heilari og sérfræðingur um innkirtlastarfsemi, hafði æft körfubolta með KR og tók starf æskulýðsleiðtogans föstum tökum og af mikilli fórnfýsi. Til að mynda var samþykkt að halda skyldi vikuleg skemmtikvöld heima hjá þjálfaranum.1 Meðal þess sem bryddað var upp á í félagsstarfinu voru sýningar á körfuboltaleikjum úr NBA, sem fengist höfðu á filmum fyrir milligöngu bandaríska sendiráðsins. Æfingaaðstæðurnar voru ekki beysnar, en í fyrstu var leikið á malbikuðum velli á skólalóðinni. Miklar stillur voru í Reykjavík veturinn 1968 og var því hægt að æfa utandyra framundir áramót. Mokuðu menn þá frá sér snjó og var spilað í allt að sjö stiga frosti. Var jafnvel gripið til þess ráðs að leika körfubolta á skautum, sem þótti hin besta skemmtun. Að lokum mátti hópurinn þó lúta í lægra haldi fyrir veðráttunni og fékk inni í íþróttasal skólans. Þótt salurinn næði ekki stærð löglegs keppnisvallar var það mikil framför að þurfa ekki að ryðja snjó og klaka af vellinum.2

1  Körfuknattleiksdeild Fram, óprentað handrit e. Sigurð Jónsson 2  Gjörðabók körfuknattleiksdeildar Fram og Aðdragandi að stofnun körfuknattleiksdeildarinnar, óprentað handrit e. Eirík Björgvinsson

Nákvæm reglugerð Félagar í Körfuknattleiksfélaginu Káti settu ítarlegar reglur um búning félagsins. „Skyrta: Á baki svartir stafir 20 cm á hæð 5 cm á breidd. Á brjósti nafn félagsins, rauðir stafir. 7,5 cm á hæð 1-2 cm á breidd. Rauð rönd með hálsmáli og handvegi. 2 cm á breidd. Buxur: Rauðir tölustafir fram á 7 cm á hæð 1 1/2 á breidd. Rauð rönd á hlið 2 cm breið. Skyrta, buxur, sokkar hvítir. Æskilegt að skór séu hvítir.“ (Gjörðabók körfuknattleiksdeildar Fram)


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

Reykjavíkurmeistarar í minnibolta 1976. Efri röð frá vinstri: Lárus Guðbjarts­ son, Daníel Helgason, Friðrik Friðriks­son, Steinn Guðjónsson, Sigursteinn Tómasson og Eggert Ketilsson þjálfari. Neðri röð: Jón Júlíusson, Þorsteinn J. Vilhjálms­son, Grímur Hjartason, Lárus Halldórs­son og Kristinn R. Jónsson.

Slyngir kirkjusmiðir Ein best heppnaða og frumlegasta fjáröflunaraðferð körfuknattleiks­ deildarinnar fyrstu árin var smíði á litlum kirkjulíkönum fyrir hátíðirnar. „Eiríkur [Björgvinsson] mætti einn daginn með mót sem hann hafði smíðað. Við sátum við og skárum í pappa eftir mótunum, settum þetta svo saman og máluðum. Það var meira að segja lítil ljósapera inni í húsinu til að lýsa það upp. Þetta seldum við svo í hverfinu með góðum hagnaði,“ rifjar Jónas Ingi Ketlisson upp. (Viðtal við Jónas Inga Ketilsson)

Fljótlega mynduðu piltarnir félag sem hlaut nafnið Kátur. Var nafnið dregið af lukkudýri hópsins, uppstoppuðum hundi sem hafður var með á alla leiki og geymdur við aðra körfuna. Þótt nafnið væri grallaralegt, var drengjunum full alvara og voru til að mynda settar nákvæmar reglur um hvernig búningur félagsins skyldi líta út. Eftir æfingaleiki við Körfuknattleiksfélag Reykjavíkur, sem var um þær mundir að renna inn í Knattspyrnufélagið Val, var ákveðið að láta á það reyna að keppa í Reykjavíkurmóti 4. flokks í Hálogalandi haustið 1969. Keppnisleyfið fékkst á síðustu stundu með eftirgangsmunum. Andstæðingarnir á mótinu voru Ármenningar, KR-ingar og ÍR-ingar og tókst Káti að vinna alla leikina en fékk hvorki titil né verðlaun þar sem félagið var ekki aðili að ÍBR. Þetta þótti körfuknattleiksmönnunum ungu súrt í broti og fóru þeir fljótlega að huga að því að stofna félagið formlega. Það er hins vegar þungt í vöfum að fá ný félög samþykkt inn í íþróttahreyfinguna og varla hefur hópi drengja rétt innan við fermingu verið tekið með húrrahrópum hjá ÍBR, KKRR eða Körfuknattleikssambandinu. Þess í stað hafa félagarnir í Káti verið hvattir til að fá inni hjá starfandi íþróttafélagi. Þar lá Fram beint við, enda hálfgert hverfislið auk þess sem einn stofnendanna, Sigurður Jónsson, var sonur Jóns Sigurðssonar kaupmanns í Straumsnesi, nafntogaðs Framara.

Innganga í Fram Ekki er að sjá að það hafi vafist fyrir Frömurum að taka á móti Káti. Á félagsfundi rétt fyrir áramót var samþykkt að stofna körfuboltadeild og á aðalfundi Fram vorið 1970 var ákvæðum um deildina bætt inn í lög

236


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

félagsins. Þar var jafnframt upplýst að fjórir forráðamenn Fram hefðu fært deildinni keppnisbúninga ásamt félagsmerkjum að gjöf.3 Líklega hefur gömlu aðalfundarfulltrúunum þótt kyndugt að virða fyrir sér stjórnendur hinnar nýju deildar. Þeir voru á aldrinum ellefu til fjórtán ára og tæpur helmingur félaganna sat í stjórninni. Sú ákvörðun var tekin að hleypa ekki inn eldri iðkendum, heldur láta deildina vaxa neðan frá. „Í fyrstu var ætlunin að taka enga inn sem fæddir voru fyrr en 1956. Síðar var því hnikað til og nokkrir strákar úr 55-árgangnum í Laugarnesskóla fengu að fljóta með, en ofar fórum við ekki,“ rifjaði Jónas Ingi Ketilsson, fyrsti formaður deildarinnar, upp.4 Strax þennan sama vetur var teflt fram liði í Íslandsmóti fjórða flokks, en það var yngsti aldursflokkurinn sem keppt var í á landsvísu. Veturinn eftir sendu Framarar lið til keppni í Reykjavíkur- og Íslandsmótum í bæði þriðja og fjórða flokki. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta titlinum. Haustið 1972 urðu Framarar Reykjavíkurmeistarar í fjórða flokki með talsverðum yfirburðum og síðar um veturinn landaði sami flokkur Íslandsmeistaratitlinum. Æfingar deildarinnar höfðu þá flust úr Laugarnesskóla í íþróttahús Álftamýrarskóla, svo piltarnir gátu í fyrsta sinn æft á löglegum keppnisvelli. Mikil gróska var í deildinni þessi misserin. Framarar vörðu Íslands­meistaratitilinn í fjórða flokki vorið 1974. Í þriðja flokki unnust Íslandsmeistaratitlar árin 1977 og 1978 og í öðrum flokki urðu Framarar Íslandsmeistarar þrívegis á fjórum árum: 1975, 1977 og 1978. Fleiri urðu titlarnir hins vegar ekki, enda fór orka piltanna fljótlega að beinast að rekstri meistaraflokks.

Vinsælustu böndin Á fyrstu stjórnarfundum körfuknattleiksdeildar Fram var rætt um hvort halda mætti skemmtun í fjáröflunarskyni. Ákveðið var að falast eftir sal Laugalækjarskóla og því næst rætt um hvaða hljómsveitir kæmu helst til greina. Gefur óskalistinn góða mynd af því hvaða sveitir nutu mestra vinsælda hjá unglingunum haustið 1970: Náttúra, Ævintýri, Roof Tops, Tatarar og Pops. (Fundargerðabók körfudeildar Fram, fundur haldinn 18. okt. 1970)

Velheppnuð keppnisferð Fyrstu keppnisferðir körfuknattleiksdeildar Fram voru í Borgarnes, þar sem leikið var við heimamenn. Borgarnesferðin í mars 1972 lukkaðist ágætlega ef marka má ársskýrslu: „Ferðin til Borgarness heppnaðist vel, engin óregla og lauslæti innan ramma.“ (Gjörðabók körfuknattleiksdeilar Fram)

3  Gjörðabók Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur haldinn 2. maí 1970 4  Viðtal við Jónas Inga Ketilsson

Sigurvegarar í annarri deild veturinn 1974-75. Efri röð frá vinstri: Jónas Ingi Ketilsson, Guðmann Héðinsson, Hörður Garðarsson, Þorkell Sigurðsson, Guðmundur Ómar Þráinsson, Helgi Valdimarsson og Kristinn Jörundsson þjálf­ ari. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur E. Hallsteinsson, Hörður Ágústsson, Héðinn Valdimarsson, Sigurður Jónsson, Rúnar Óskarsson og Reynir Jónasson. Á myndina vantar Hrafn A. Ágústsson.

237


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

Sjö manna meistaraflokkur

Þorvaldur Geirsson á að baki 29 A-landsleiki. Þegar körfuknattleiksdeild Fram lagði upp laupana gekk hann til liðs við Val.

Hálft unglingalandslið Evrópumót unglinga var haldið í Tyrklandi sumarið 1976. Liðið þótti standa sig með prýði, þótt ekki tækist því að komast upp úr riðlinum. Framarar máttu vel við sinn hlut una, sex af ellefu leikmönnum landsliðsins komu úr Fram. Þeir voru: Birgir Thorlacius, Ómar Þráinsson, Sigurjón Ingvarsson, Þorvaldur Geirsson, Þórir Einarsson og Örn Þórisson. Hinir fimm komu úr fjórum liðum. (Skapti Hallgrímsson: Leikni framar líkams­burðum, bls. 163)

Íslenska liðið sem keppti á Evrópumóti unglinga í Tyrklandi 1976. Hálfur hóp­ urinn kom frá Fram.

238

Haustið 1973 hóf Fram keppni í meistaraflokki karla og skráði sig til leiks í þriðju deild. Mótherjarnir í fyrstu viðureigninni voru úr Íþróttafélagi Kópa­vogs. Morgunblaðið birti klausu um leikinn þar sem sagði: „Knatt­ spyrnufélagið Fram sendir nú í fyrsta skipti m.fl. í Íslandsmótið í körfuknattleik. Leikmenn liðsins, sem eru aðeins 7 að tölu, hafa allir alizt upp hjá félaginu, byrjuðu þar í 4. fl. og eru nú þeir einu, sem hafa aldur til að leika með m.fl.“5 Þessari fyrstu viðureign lyktaði með eins stigs sigri, 57:56, þar sem Framarar náðu góðri forystu en Kópavogsbúar söxuðu á þegar fámennið á varamannabekknum tók að segja til sín. Kristinn Jörundsson var þjálfari þessa fyrsta meistaraflokksliðs, sem að öllu leyti var skipað sautján og átján ára unglingum úr öðrum flokki. Kristinn var um þær mundir aðalmarkaskorari Framara á knattspyrnuvellinum en lék körfuknattleik með ÍR-ingum og var í landsliðinu. Hópurinn var bæði ungur að árum og fámennur, en tólf leikmenn kepptu fyrir Fram í þriðju deildinni. Liðið vann alla leiki sína og komst upp í aðra deild í fyrstu atrennu. Þar beið áframhaldandi toppbarátta. Fram og Skallagrímur mættust í úrslitaleik um sigur í deildinni og höfðu Framarar betur. Hópurinn sem fáeinum árum fyrr hafði stofnað með sér félag á skólalóðinni við Laugalækjarskóla var skyndilega kominn í fyrstu deild og bjó sig undir að mæta bestu körfuknattleiksmönnum landsins. Ekki sóttu Framarar gull í greipar stóru liðanna í fyrstu atrennu. Veturinn 1975-76 tapaði liðið öllum leikjum sínum öðrum en gegn botnliði Snæfells. Næstneðsta sætið dugði hins vegar til að hanga í hópi þeirra bestu. Það aama var uppi á teningnum árið eftir. Framarar héldu sér aftur uppi sem sjöunda lið af átta og tóku stig af fleiri liðum.

5

Morgunblaðið, 23. nóv. 1973, bls. 35


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

Meistaraflokkur 1976-77. Efri röð frá vinstri: Guðrún Geirsdóttir, Brynhildur Bjarnadóttir, Ingibjörg Hauks­ dóttir, Bryndís Stefanía Halldórsdóttir, Guðmunda Birna Guðbjörnsdóttir, Sigrún Kjartans­dóttir og Guðríður Hauksdóttir. Neðri röð: Hulda Þráinsdóttir, Ólöf Hildur Jónsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Ingileif Sigfúsdóttir, Lína M. Þórðardóttir og Soffía Káradóttir. Sitjandi: Davíð Janis þjálfari.

Kvennakarfa í sjö ár Framarar áttu lið í meistaraflokki karla og kvenna veturinn 1976-77 í fyrsta og eina sinn. Kvennadeildin var formlega stofnuð á aðalfundi í mars 1971 og var að stofninum til stúlknahópur úr Laugarneshverfinu sem byrjað hafði að æfa undir stjórn Eiríks Björgvinssonar. Eiríkur var raunar sérstakur verndari kvennaflokksins. Hann sá lengi um þjálfun liðsins og stóð gegn félögum sínum í stjórninni sem vildu leggja flokkinn niður þegar ljóst var að deildin fengi færri æfingartíma í Álftamýrarskóla en vonast hafði verið til.6 Körfuknattleiksstúlkurnar í Fram fengu þó ekki eins marga æfingartíma og þær óskuðu eftir og ekki var talið unnt að borga þjálfara þeirra laun, einungis greiða útlagðan kostnað. Árið í meistaraflokki reyndist erfitt og liðið hafnaði í neðsta sæti. Engu að síður var gott hljóð í aðstandendum liðsins í samtölum við blaðamann tímaritsins „Körfunnar“ í desember 1976. Ingibjörg Hauksdóttir, fyrirliði Framara, viðurkenndi að liðið hefði ekki riðið feitum hesti frá Íslands- og Reykjavíkurmótum en hafði þó litlar áhyggjur: „Ég held að stelpunum þyki alltaf jafngaman þótt við vinnum ekki og þess vegna er mjög góður andi sem ætti ekki að versna með betri frammistöðu. Nú eru ekki nema fjórar eða fimm sem hafa verið með frá byrjun, svo að liðið er alltaf heldur reynslulítið, en það sem háir okkur samt mest held ég að sé úthaldsleysið. Það hefur margoft sýnt sig að við höldum í við bestu lið í fyrri hálfleik og erum jafnvel yfir, en í síðari hálfleik erum við alveg búnar og drögumst aftur úr.“7

Ingibjörg Hauksdóttir var fyrirliði meistara­flokks kvenna eina veturinn sem flokkurinn tók þátt í Íslandsmóti. Slæmir æfingatímar og óstöðugleiki í þjálfara­ málum átti stærstan þátt í að kvennaflokk­ urinn lognaðist út af.

6  Fundargerðabók körfudeildar Fram, fundur haldinn 7. sept. 1974 7  Karfan, 3.tbl. 2.árg. 1976, bls. 17

239


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

Almættið þvælist fyrir Það er ekki óalgengt að leikmenn meiðist skömmu fyrir upphaf leiktíðar og setji þannig áætlanir þjálfara í uppnám. Fátíðara er að íþróttamenn skerist úr leik vegna þess að þeir finni guð. Íþróttafréttamaður Þjóðviljans gerði upp körfuknattleiksárið 1977-78 og hafði þetta um Fram að segja: „Framarar geta engan veginn verið ánægðir með veturinn. Árangurinn er nánast enginn. Guðsteinn Ingimarsson [...]ætlaði að leika með liðinu en á síðustu stundu gripu samkomuhúsin guðsmanna í taumana og hann hvarf á braut og síðast er af honum fréttist var hann að flaka þorsk á Seyðisfirði.“ Guðsteinn átti þó síðar eftir að láta til sín taka í Framtreyjunni og varð bikarmeistari með liðinu 1982. (Þjóðviljinn, 12. apríl 1978, bls. 10)

Teiknara bandaríska skopblaðsins MAD blöskraði ofurlaun körfuboltakappa.

240

Þjálfari liðsins, Indónesinn Davíð sem lært hafði körfuknattleiksþjálfun í Bandaríkjunum, tók í sama streng: „…þær hafa alltaf tekið framförum á hverju keppnistímabili. Það er bara með þær eins og svo margar aðrar að undirstöðu vantar algjörlega. Það er voðalega erfitt að þurfa að kenna liði sem er alltaf að keppa í opinberu móti undirstöðuatriðin samfara leikfléttum og öðru.“8 Davíð sagðist þó fullviss um að liðið ætti eftir að ná langt, sérstaklega ef æfingar yrðu á betri tímum og fleiri í stórum sal. Haustið 1977 er þess getið á stjórnarfundi að Reykjavíkurmótið sé hálfnað, en kvennaflokkurinn enn þjálfaralaus. Var talið óumflýjanlegt að liðið lognaðist útaf.9 Var sú niðurstaða nokkurt áfall fyrir körfuknattleiksdeildina, enda höfðu sumar stúlknanna verið virkar í félagsstarfinu þar sem sjálfboðaliðar voru annars af skornum skammti.

Bandaríska innrásin Þriðja árið í röð höfnuðu Framarar í sjöunda sæti veturinn 1977-78, en það hrökk skammt þar sem ákveðið hafði verið að koma á laggirnar sex liða úrvalsdeild. Stórt en umdeilt skref var stigið fyrir keppnistímabilið 1978-79, þegar íslenskum félögum var í fyrsta sinn leyft að ráða til sín útlendinga. Erlendu leikmennirnir reyndust margir hverjir yfirburðarmenn og þótt kostnaðurinn væri mikill treystu fæst félög sér til að vera útlendingslaus. Þá urðu leikmennirnir, sem flestir voru bandarískir, til þess að auka vinsældir körfuboltans auk þess sem margir þeirra reyndust slyngir þjálfarar. Öll úrvalsdeildarliðin ákváðu að nýta sér útlendingaheimildina á fyrstu leiktíðinni, auk fjögurra liða úr fyrstu deild: Fram, Ármanns, Grindavíkur og Íþróttafélags Vestmannaeyja.10 Framarar fengu til sín ungan bakvörð, John Johnson, sem jafnframt sá um þjálfun liðsins. Í skýrslu körfuknattleiksdeildar fyrir árið 1979 kom fram að ýmsir hefðu talið það fjárhagslegt glapræði fyrir lið utan efstu deildar að ráða til sín útlending, en óhjákvæmilegt hefði verið að grípa til þess ráðs þar sem önnur lið hefðu fengið útlendinga. Þá var á það bent að tekjutapið við að standa utan úrvalsdeildar væri slíkt að deildinni væri nauðugur einn kostur að leggja í þennan kostnað til að freista þess að komast beint upp.11 Hér var því augljós hætta á að félög lentu í vítahring: að eyða miklu fé í leikmenn til koma sér úr þeirri stöðu að hafa ekki ráð á slíkum útgjöldum. Áhættan borgaði sig að þessu sinni og Framarar unnu fyrstu deildina án teljandi vandræða. John Johnson var endurráðinn og stefnan sett á að festa liðið í sessi í úrvalsdeildinni. Á miðju tímabili kom hins vegar upp eitthvert ósætti og Johnson lét fyrirvaralaust af störfum. Þar fengu

8  Karfan, 3.tbl. 2.árg. 1976, bls. 11 9  Fundargerðabók körfudeildar Fram, fundur haldinn 10. okt. 1977 10  „Saga erlendra leikmanna á Íslandi“, grein af vef KKÍ, www.kki.is 11  Ársskýrsla Fram 1979


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

John Johnson var fyrsti erlendi leik­ maðurinn og þjálfarinn í röðum Fram. Hann leiddi liðið til sigurs í fyrstu deild veturinn 1978-79 og lék með því um tíma í úrvals­deildinni árið eftir.

Framarar að reyna það sem mörg íslensk körfuboltalið hafa mátt læra – hversu illt er að þurfa að fá til sín erlendan leikmann fyrirvaralaust á miðjum vetri. Fjórir þjálfarar stýrðu Framliðinu á þessari einu leiktíð, þar á meðal landsliðsþjálfarinn Einar Bollason, sem lagðist á árarnar í lokaleikjunum. Allt kom fyrir ekki og Framarar lentu á botninum og féllu niður um deild.

„Sterkasta lið á Íslandi“ Framarar tóku aftur þátt í útlendingahappdrættinu fyrir átökin í fyrstu deild veturinn 1980-81, ásamt Keflvíkingum og Grindvíkingum. Óhætt er að segja að liðið hafi dottið í lukkupottinn. Bandaríkjamaðurinn Val Bracey reyndist í hópi öflugustu útlendinga sem hér léku á þessum árum, en hann kom hingað til lands beint úr nýliðaæfingabúðum Portland Trailblazers sem þá var með bestu liðum NBA-deildarinnar. Bracey átti drjúgan þátt í sigri Framara í fyrstu deildinni og var í aðalhlutverki veturinn 1981-82, sem óumdeilanlega var hápunkturinn í sögu körfuboltadeildarinnar. Nýliðar Framara tefldu fram fjórum mönnum sem leikið höfðu eða áttu eftir að leika A-landsleiki fyrir Íslands hönd: Símoni Ólafssyni, Þorvaldi Geirssyni, Guðsteini Ingimarssyni og Viðari Þorkelssyni. Reykjavíkurmótið vannst um haustið og stærstan hluta vetrar háðu Fram og Njarðvík hnífjafnt einvígi um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Suðurnesjamenn höfðu að lokum betur, enda alvanir toppbaráttu. Framarar urðu hins vegar bikarmeistarar eftir æsilegan sigur á KR í úrslitaleik, 68-66. „Ég myndi velja lið Fram sem besta lið keppnistímabilsins. Þeir hafa unnið Reykjavíkurmótið, annað sætið í Íslandsmótinu og nú bikarinn. Þeir eru vel að sigrinum komnir,“ sagði Einar Bollason landsliðsþjálfari við Morgunblaðið eftir úrslitaleikinn. Kolbeinn Kristinsson, þjálfari Fram,

Rennt blint í sjóinn Þegar erlendir leikmenn fóru að streyma til landsins undir lok áttunda áratugarins renndu stjórnendur körfuknattleiksliða oft blint í sjóinn. Menn voru ráðnir út á orð umboðsmanna og var gantast með að Bandaríkjamennirnir minnkuðu um nokkra sentimetra í fluginu til Íslands. Haustið 1978 var tilkynnt um ráðningu Johns Johnsons til Fram. Ekki vissu Framarar þó önnur deili á Johnson en að hann væri hvítur, 22 ára bakvörður, 187 sentimetrar að hæð og hefði leikið sýningarleik á móti Harlem Globetrotters. Töldu forráðamenn Fram raunar að síðastnefnda atriðið hlyti að vera sönnun þess að leikmaðurinn væri harla góður. (Mbl. 30. ág. 1978)

Stigamet Johnsons Framarar máttu bíða lengi eftir fyrsta sigrinum í úrvaldsdeildinni í körfuknatt­ leik veturinn 1979-80. Ísinn var loks brotinn seint í nóvember þegar Fram sigraði Íþróttafélag Stúdenta 104:92. Sigurinn vakti þó fyrst og fremst athygli fyrir stigamet Johns Johnsons, sem skoraði 71 stig í leiknum. (Mbl. 22. nóv. 1979)

241


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

Reykjavíkurmeistarar 1981. Efri röð frá vinstri: Bjarni P. Magnússon formaður körfuknattleiksdeildar, Kolbeinn Kristins­son þjálfari, Björn Magnússon, Þórir Einarsson, Þorkell Sigurðsson, Símon Ólafsson og Þorvaldur Geir Geirsson. Neðri röð: Björn Jónsson, Val Bracey, Hörður Arnarsson, Davíð Ottó Arnar og Guðmundur Ómar Þráinsson.

tók undir þessi orð og sagði lið sitt það sterkasta á landinu. En jafnvel á sigurstundinni voru fjármálin ofarlega í huga þjálfarans, sem bætti því við að nú yrði að hvíla útlendingana – þeir væru alltof dýrir.12 Í lok leiktíðar útnefndu íþróttafréttamenn Morgunblaðsins Símon Ólafsson sem leikmann Íslandsmótsins. Blaðið veitti jafnframt verðlaun stigahæsta leikmanni deildarinnar og komu þau einnig í hlut Símons sem skoraði 393 stig.13

Í eilífum kröggum

Darrel Shouse lék með Fram í úrvals­ deildinni árið 1980. Honum tókst ekki að forða liðinu frá falli og var látinn fara

Bjarni P. Magnússon var formaður körfuknattleiksdeildarinnar frá 1979 til 1982 og kom að því starfi fyrir beiðni tengdaföður síns, Hilmars Guðlaugssonar, formanns Fram. Hann minnist þess hversu þröngur fjárhagur deildarinnar var á þessum árum og raunar alla tíð. „Þetta var mikil vinna, sem lenti á herðum alltof fárra. Leikmennirnir þurftu sjálfir að vera á sífelldum þönum við að afla peninga, sem fóru nær allir í þjálfarann og útlendinginn. Deildin var svo ung og hana skorti bæði söguna og stuðningsmennina. Við reyndum ítrekað að kalla eftir aðstoð, t.d. frá gömlum Frömurum, en einhvern veginn tókst það aldrei. Endurnýjunin var sömuleiðis ekki næg. Það voru alltaf sömu menn sem lentu í atinu og að lokum fengu menn nóg, hættu, fluttu eða fóru að sinna öðru.“14 Fjáraflanirnar voru fjölbreytilegar. Meðal þess sem gaf hvað bestan hagnað var flugeldasala, en fyrir ein áramótin áskotnaðist deildinni fullur gámur af flugeldum á tombóluprís. Rakettunum var raðað í fjöl-

12  Morgunblaðið, 26. mars 1982 13  Morgunblaðið, 27. mars 1982, bls. 47 14  Viðtal við Bjarna P. Magnússon

242


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

skyldupakka og gengið með þá í hús í öllu Framhverfinu. Gróðinn varð talsverður – en litlu mátti muna að borgarastyrjöld brytist út innan félagsins, enda stóð handknattleiksdeildin fyrir flugeldasölu og hafði lagt mikið á sig við að fara eftir settum reglum og afla tilskilinna leyfa en stranglega var bannað að ganga í hús við sölu á flugeldum. Skærur milli handknattleiks- og körfuknattleiksmanna innan íþróttafélaga þurfa raunar ekki að koma á óvart, enda um að ræða deildir sem þurfa að bítast um þá takmörkuðu auðlind sem æfingatímar í íþróttahúsum eru. Handboltinn hafði yfir flestum tímum í íþróttahúsi Álftamýrarskóla að ráða, en körfuboltinn var að miklu leyti með æfingar í Hagaskóla og jafnvel Vörðuskóla. Báðar deildir tóku þó það sem bauðst, óháð staðsetningu í bænum. Samskiptin við knattspyrnudeildina voru með nokkuð öðrum blæ, enda ekki um neina augljósa samkeppni að ræða. Raunar voru tengslin býsna náin. Körfuknattleiksmennirnir gerðu sér far um að mæta og hvetja sína menn í fótboltanum og öfugt. Þar hafði raunar sitt að segja að Viðar Þorkelsson lék á báðum stöðum. Hann var talinn einn efnilegasti körfuboltamaður landsins og var það talsvert áfall fyrir liðið þegar hann sneri sér alfarið að fótboltanum.

Árangur á Íslandsmóti karla í körfuknattleik 1973-74 1974-75 1975-76 1976-77 1977-78 1978-79 1979-80 1980-81 1981-82 1982-83 1983-84 1984-85 1985-86 1986-87

1. sæti af sextán, 3. deild 1. sæti af fimm, 2. deild 7. sæti af átta, 1. deild 7. sæti af átta, 1. deild 7. sæti af átta, 1. deild úrvalsdeild stofnuð 1. sæti af átta, 1. deild 6. sæti af sex, úrvalsdeild 1. sæti af fimm, 1. deild 2. sæti af sex, úrvalsdeild 6. sæti af sex, úrvalsdeild 2. sæti af sex, 1. deild 2. sæti af sex, 1. deild 1. sæti af sex, 1. deild 6. sæti af sex, úrvalsdeild

Grátlegast með yngri flokkana „Það má velta því fyrir sér hvernig körfuboltadeildin í Fram hefði þróast ef henni hefði tekist að halda út aðeins lengur,“ segir Bjarni P. Magnússon. „Strákarnir í liðinu voru ótrúlega harðir af sér, enda hafa margir þeirra náð langt í atvinnulífinu. Það væri ekki amalegt fyrir íþróttadeild í dag að hafa slíka bakhjarla.“ Hilmar Guðlaugsson fylgdist vel með fjárhagsvandræðum körfuknattleiksdeildarinnar sem formaður aðalstjórnar Fram. Hann var ekki

Reykjavíkurmeistarar í þriðja flokki 1977. Efri röð frá vinstri: Jónas Ingi Ketils­son þjálf­ari, Ingvar Jóhannsson, Guð­brandur Sigurðs­son, Flosi Sigurðsson, Eiríkur Ingólfs­son og Jóhann Björnsson. Neðri röð: Þórir Bragason, Brynjólfur Karls­­son, Gunnar Guðmundsson, Konráð Árna­son og Guðlaugur Guðjónsson.

243


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

Erlendir leikmenn í herbúðum Fram 1978-79 John Johnson 1979-80 John Johnson Darrell Shouse 1980-81 Val Bracey 1981-82 Val Bracey 1982-83 Douglas Kintzinger Val Bracey (Tekið af vef KKÍ)

Kappleikur í Hagaskóla. Fremst stendur Framar­inn Guðmundur E. Hallsteinsson, en fyrir aftan sést nafni hans Guðmundur Ómar Þráinsson.

í vafa um orsökina: „Útlendu leikmennirnir voru einfaldlega alltof dýrir. Þetta voru hreinræktaðir atvinnumenn sem nutu ýmissa fríðinda og umhverfi íþróttanna bauð einfaldlega ekki upp á slíkt. Það voru ekki þessir styrktar- og auglýsingasamningar sem síðar hafa komið og vonlaust að borga mönnum laun fyrir þetta lítilræði sem kom inn í miðasölu. Hins vegar vildi það verða þannig að ef eitt lið fékk útlending þá töldu hin sig þurfa að fylga á eftir.“15 Framarar fengu einmitt sinn skerf af útlendingavandamálum veturinn 1982-83. Ekki tókst að fylgja eftir hinum glæsta árangri ársins áður. Bandaríkjamaðurinn sem samið hafði verið við, Doug Kintzinger olli vonbrigðum og var sendur heim. Val Bracey fyllti skarð hans og lék með Framliðinu þriðja árið í röð. Þegar lykilmaðurinn Símon Ólafsson varð að draga sig í hlé á miðjum vetri datt botninn úr leik liðsins og fallsætið varð staðreynd. Erlendir leikmenn voru bannaðir í lok tímabilsins, enda var fjárhag margra körfuknattleiksdeilda að blæða út þeirra vegna. Reyndar er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu stór baggi útlendingarnir voru í raun og veru á rekstrinum. Þótt reikningar íþróttadeilda hafi verið snyrtilega upp settir, kynntir og samþykktir á aðalfundum, var þar oft um fagran tilbúning að ræða. Skattayfirvöld settu kíkinn fyrir blinda augað gagnvart íþróttahreyfingunni með þeim afleiðingum að greiðslur undir borðið og óformlegir samningar voru alsiða og vandfundið það félag sem hafði hreinan skjöld. Ef einungis væri horft til samþykktra reikninga körfuboltadeildar Fram mætti ætla að skuldastaðan hafi ekki verið svo ýkja slæm á fyrri hluta níunda áratugarins. Veruleikinn er hins vegar sá að þegar deildin lagði loks upp laupana fylgdu henni talsverðar skuldir sem félagar voru í persónulegum ábyrgðum fyrir. „Það má koma fram,“ bætir Bjarni við, „að strákarnir í deildinni tóku þessar skuldir og gengu í að klára málið. Sumir voru að glíma við þetta í nokkur ár.“16 Þrátt fyrir peningabaslið segist Bjarni ekki sjá eftir mínútu af þeim tíma sem fór í körfuboltaævintýri Framara. „Þetta var stórskemmtilegur tími, en eitt fannst mér þó alltaf verst – það var að geta ekki sinnt yngri flokkunum. Eftir að við urðum bikarmeistarar flykktust að krakkar sem vildu æfa körfubolta með Fram, en öll orkan fór í meistaraflokkinn og við gátum ekki sinnt þeim. Það voru engir peningar í þjálfunina. Við gátum ekki látið strákana fá búninga. Það kom jafnvel fyrir að þeir mættu í leiki þjálfaralausir. Þetta var þyngra en tárum taki og raunar það eina sem ég sé eftir.“

15  Viðtal við Hilmar Guðlaugsson 16  Viðtal við Bjarna P. Magnússon

244


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

Endalokin Fallið úr úrvalsdeildinni 1983 reyndist afdrifaríkt. Fyrstu tvö árin í fyrstu deild áttu Framarar raunar alla möguleika á að komast upp aftur, en máttu í bæði skiptin lúta í lægra haldi fyrir andstæðingum sínum, ÍS og Keflavík. 1985-86 vann félagið hins vegar deildina með afgerandi hætti, fór með sigur af hólmi í öllum tuttugu leikjum sínum. Til marks um yfir­burðina luku öll hin liðin fimm keppni með neikvætt stigahlutfall, en Framarar höfðu 454 stig í plús.17 Þessi glæsilegi sigur reyndist ekki vísbending um það er koma skyldi. Getumunurinn á efstu deild og þeirri næstefstu var feykimikill um þessar mundir. Svo fór að í úrvalsdeildinni veturinn 1986-87 tapaði liðið hverjum einasta leik. Í kjölfarið var ákveðið að leggja flokkinn niður, enda var hann orðinn verulega fámennur. Þá um sumarið var samþykkt hjá KKÍ að fjölga í úrvalsdeildinni og bauðst Frömurum því að halda sæti sínu, en það var afþakkað.18 Um áratugur átti eftir að líða uns farið var að ræða af alvöru um möguleikann á að endurvekja körfuknattleiksíþróttina innan Fram. Tómt mál var að tala um allar slíkar hugmyndir áður en félagið eignaðist sitt eigið íþróttahús. Sveinn Andri Sveinsson talaði ákaft fyrir stofnun körfuboltadeildar í formannstíð sinni, með þeim rökum að hætta væri á að efnileg ungmenni sem hefðu hug á að iðka körfubolta myndu renna félaginu úr greipum. Leitað var til Körfuknattleikssambandsins um ráðgjöf og aðstoð við að ýta slíku starfi úr vör. Ekkert varð þó úr framkvæmdum og má þar eflaust að hluta kenna um dræmum undirtektum handknattleiksmanna sem töldu íþróttahúsið nógu umsetið þótt ekki bættist við önnur vinsæl inniíþrótt.19

John Johnson með boltann undir körfunni. lengst til hægri sjást félagar hans, Símon Ólafs­son og Björn Magnússon.

17  Úrslitagrunnur KKÍ, sótt af www.kki.is 18  Morgunblaðið, 17. júlí 1987, bls. 46 19  Gjörðabók aðalstjórnar Fram, fundir haldnir á tímabilinu nóv. 1994 til mars 1995

245


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

Fyrsta keppnislið Fram í meistaraflokki í blaki. Efri röð frá vinstri: Kjartan Páll Einarsson þjálfari, Grétar Ingi Símonarson, Kristján Már Unnarsson, Börkur Arnviðarson, Finnbogi Gunnlaugsson og Baldur Tumi Baldursson. Fremri röð: Páll Pétursson, Ólafur Árni Traustason, Sigurður Björnsson og Arngrímur Þorgrímsson.

Meistaralið varð frá að hverfa

Margur er knár þótt hann sé smár! Skopmynd úr Blakfréttum, fréttabréfi Blaksambands Íslands.

Sögu blakíþróttarinnar má rekja aftur til ársins 1895 þegar forystu­ maður í bandarísku KFUM-hreyfingunni bjó til nýja íþrótt með því að blanda saman reglum út ólíkum greinum, svo sem handbolta og tennis. Markmiðið var að þróa leik sem væri friðsamari en körfuknattleikur og myndi því henta betur fyrir eldri iðkendur. Blakið er talið hafa borist til Evrópu með bandarískum og kanadískum hermönnum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar og náði skjótt nokkurri fótfestu. Alþjóðlegt blaksamband var þó ekki stofnað fyrr en að lokinni síðari heimsstyrjöldinni og skömmu síðar voru fyrstu heimsmeistaramótin haldin. Blak varð loks fullgild keppnisgrein á Ólympíuleikunum 1964 í Tókýó. Á Íslandi átti blak sér óvenjulega forsögu, en byrjað var að æfa það hér á landi árið 1934 á vegum Íþróttafélags verkamanna. Félagið var skipað kommúnistum sem ekki vildu æfa á vegum „borgaralegra“ félaga og var það í samræmi við Moskvu-línuna, en á þeim árum tóku Sovétríkin ekki þátt í Ólympíuleikum heldur efndu til íþróttahátíða verkalýðsins. Fæstir kommúnistar reyndust þó til í að snúa baki við sínum gömlu liðum og Íþróttafélag verkamanna lognaðist fljótlega útaf og blakið þar með.20 Upp frá þessu var blak um alllangt skeið bundið við leikfimistíma hjá nýjungagjörnum íþróttakennurum, auk þess sem það var nokkuð stundað á Akureyri og að Laugarvatni. Fyrsta Íslandsmótið var haldið veturinn 1970-71 og lauk með sigri Íþróttafélags Stúdenta. Laugvetningar náðu þó fljótt vopnum sínum og um tíma tefldi þetta litla samfélag fram þremur kappliðum. Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni kepptu

20

246

„Saga keppnisgreina“, grein af vefsvæði Íþróttasafns Íslands www.museum.is


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

undir merkjum Hvatar og urðu Íslandsmeistarar 1973. Kennarar við Íþróttakennaraskólann léku með Ungmennafélagi Laugvetninga en nemendurnir með Ungmennafélagi Biskupstungna.21 Síðastnefnda félagið hreppti Íslandsmeistaratitilinn 1974, en sama vor útskrifaðist nánast allur hópurinn.22 Þar sem Framararnir Ásgeir Elíasson og Pálmi Pálmason voru í blaksveitinni sigursælu lá beint við að banka fyrst uppá hjá Fram. Guðmundur E. Pálsson, síðar formaður Þróttar, rakti þá sögu: „Við vorum staðráðnir í að halda hópinn og reyndar gengum við á milli Reykjavíkurfélaganna áður en ákveðið var að stofna deildina á vegum Þróttar. Valið stóð eiginlega milli Fram og Þróttar í lokin og það að við völdum Þrótt, stafaði mest af því að Fram var með þrjár deildir og körfuknattleiksmenn félagsins höfðu verið á mestu hrakhólum með æfingatíma. Hjá Þrótti voru einungis tvær deildir og eins hafði það sitt að segja að lið Vogaskóla var meistari grunnskóla í blaki um þær mundir.“23 Eftir á að hyggja gátu Framarar nagað sig í handarbökin, því hópurinn frá Laugarvatni lagði grunninn að stórveldi Þróttar í blakinu, sem stóð vel á annan áratug og var lengi skrautfjöður félagsins.

Unnið með klækjabrögðum Þótt nýkrýndum Íslandsmeisturum hafi ekki verið tekið opnum örmum vorið 1974, átti hópur menntskælinga eftir að fá aðrar og betri

Ólafur Árni Traustason og Kristján Már Unnarsson, stofnendur og aðalheimild­ armenn bókarhöfundar um sögu blakdeild­ ar Fram. Myndin er tekin fyrir blaklands­ leik Íslands í Lúxemborg árið 1987. Í baksýn glittir í Arngrím Þorgímsson, sem var einn stofnenda deildarinnar en gekk síðar til liðs við Víking og ÍS.

21  Jón Birgir Pétursson: Lifi Þróttur, bls. 117 22  Í 80 ára afmælisriti Fram er þetta ranglega sagt hafa gerst 1972 en ekki 1974. Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 306 23  Jón Birgir Pétursson: Lifi Þróttur, bls. 130

Fjórði flokkur veturinn 1986-87, stelpur fæddar 1975. Efri röð frá vinstri: Þorvaldur Sigurðsson þjálfari, Gréta Björg Hilmarsdóttir, Hildur Kristinsdóttir, Guðbjörg Dögg Snjólfsdóttir og Ellen María Sveinbjörnsdóttir. Fremri röð: Berglind Óskarsdóttir, Harpa S. Snæ­dal, Helga Kristins­dóttir Lund, Ingveldur Kristinsdóttir og Sigur­björg Jóhannes­dóttir.

247


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

Slyngir sölumenn! Einhver veigamesta fjár­ öflun blakdeildar Fram var alla tíð sölu­ mennska á 17. júní og segja má að rekstur ársins hafi staðið og fallið með því hvernig til tókst þennan eina dag. Eitt árið duttu Framarar í lukkupottinn, þegar þeir buðu einir söluaðila upp á svokölluð „töfragler­ augu“. Hagnaðurinn af gleraugnasölunni skipti sköpum fyrir rekstur deildarinnar það árið.

móttökur síðla árs 1977. Þar var á ferðinni vinahópur úr MH og þar áður úr Álftamýrarskóla sem tekið hafði ástfóstri við blakið. Kristján Már Unnarsson og Ólafur Árni Traustason röktu fyrir bókarhöfundi aðdraganda þess að þeir fengu blakbakteríuna: „Það var reyndar knattspyrnudeildin sem kynnti mig fyrir blakinu“, sagði Kristján Már. „Ætli það hafi ekki verið í sumarbúðum á vegum fótboltans á Leirá. Þetta var allt saman mikið ævintýri – Elmar Geirsson mætti meira að segja á svæðið. Hann var aðalstjarnan á þessum tíma. Við spiluðum fótbolta allan daginn, en svo var þarna íþróttasalur og þar fengum við að spreyta okkur á þessari skrítnu íþrótt. Hún kveikti strax eitthvað í manni. Seinna tókst Þórhalli Runólfssyni, íþróttakennara í Álftamýrar­skóla að smala saman blakliði, en Blaksambandið var þá farið efna til grunnskólamóta í blaki. Það var þó ekki fyrr en í menntaskóla að áhuginn fór að kvikna fyrir alvöru – og þá aðeins vegna runu svika og bellibragða. Þannig er mál með vexti að haldið var innanskólamót í MH og vinahópurinn úr Álftamýrarskólanum skráði sig til leiks. Eitt lið í skólanum var langbest og átti sigurinn vísan. Í viðureigninni gegn þeim uppgötvuðum við hins vegar fljótlega að með því að tuða í dómaranum var hægt að fá hann til að dæma okkur í vil og jafnvel snúa dómum. Við frekjuðumst og skömmuðumst og fyrir fáránlega tilviljun tókst okkur að vinna. Andstæðingarnir urðu skiljanlega öskuillir og neituðu að keppa fyrir hönd MH í framhaldsskólamótinu í blaki og því bauðst okkur að gerast keppnislið skólans. Við féllumst á það, með því skilyrði að fá loforð um að keppa fyrir norðan og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að fá að djamma á Akureyri á kostnað rektors. Umsjónarmaður blakliðsins, kennari í MH og stjórnarmaður í Blaksambandinu lofaði þessu og raðaði okkur í lélegasta riðilinn í undankeppninni. Ekki fór þó betur en svo að okkur mistókst að ná efsta sætinu til að komast í úrslitakeppnina. Aftur tókst okkur að frekjast, svo reglunum var breytt eftir á og tilkynnt að tvö lið kæmust upp úr okkar riðli. Við það urðu einhverjir skólar svo reiðir að þeir sögðu sig úr keppninni. Svo fór að lokum að við lékum í úrslitakeppni framhaldsskólamótsins að Laugum 1977 og eftir það var ekki aftur snúið.“24

Táningar stofna íþróttadeild Það lá ekki beint við að hópi ungmenna sem voru rétt komin yfir bílprófs­ aldur væri leyft að stofna deild innan eins af stóru íþróttafélögunum í Reykjavík. Bitist var um hvern lausan æfingatíma í íþróttahúsum borgarinnar og íþróttaforkólfar óttuðust fátt meira en að nýjar deildir steyptu sér í skuldir sem aftur myndu lenda á viðkomandi félögum. Við það bættist að hinum starfandi íþróttadeildum var mátulega vel við samkeppnina, en sumir af stofnendum blakdeildarinnar æfðu fleiri greinar. 24  Viðtal við Ólaf Árna Traustason og Kristján Má Unnarsson

248


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

Fjórði flokkur veturinn 1986-87, strákar fæddir 1975. Efri röð frá vinstri: Andri Már Jóhanns­son, Ólafur Auðunsson, Dagur Björn Agnars­ son, Davíð Kristjón Jónsson, Aðal­steinn Þorvalds­son og Ólafur Árni Trausta­son þjálfari. Fremri röð: Jón Þorberg Steindórs­son, Halldór Þorvaldur Halldórsson, Heiðar Þór Páls­son, Elvar Már Sigurðsson og Markús Örn Arnarson.

Blakiðkendurnir ungu áttu hins vegar hauk í horni í Hilmari Guðlaugssyni, sem gegndi formennsku í Fram á árunum 1978 til 1986. Atli, sonur Hilmars, sem síðar gat sér gott orð sem handboltamaður undir merkjum Fram, var einmitt í hópi stofnendanna og átti sæti í fyrstu stjórninni. Líklega má eigna þessum stuðningi stóran þátt í að stofnun deildarinnar var samþykkt á sérstökum framhaldsaðalfundi Fram vorið 1978, en blakdeildin sjálf var formlega stofnuð þá um haustið að viðstöddum um tuttugu ungmennum á aldrinum fimmtán til tuttugu ára. Hafi fulltrúar á aðalfundi Fram óttast að hin nýstofnaða deild myndi leggjast í óráðsíu og skuldasöfnun, reyndust þær áhyggjur ástæðulausar. Þegar um sumarið hafði grundvöllurinn að fjárhag deildarinnar verið lagður með margvíslegu fjáröflunarstarfi. „Okkur var sagt strax í upphafi að við mættum koma, ef við yrðum ekki fjárhagslegur baggi á félaginu og allt okkar starf tók mið af því. Við reyndum að ná eins miklum tekjum inn yfir sumarið og mögulegt var og gátum þá séð um haustið hvaða svigrúm við höfðum í peningamálum,“ sagði Ólafur Árni. „Aðaltekjulindirnar voru tvær. Við komumst oft í byggingarvinnu, við að rífa mótatimbur utan af húsum, skafa og naglhreinsa. Sigurður heitinn Björnsson, félagi okkar, sá um að redda þessum verkefnum sem gáfu góðan pening. Hitt var að selja varning á 17. júní, sem varð fljótlega ein af sérgreinum okkar í blakdeildinni. Fyrstu tvö til þrjú árin vorum við að læra á þennan bransa. Eitt skiptið ætluðum við að verða ríkir á að selja pylsur, en lærðum þá að miðað við fjölda handtaka var hagnaðurinn af hverri pylsu óverulegur. Við sátum uppi með ógrynni af pylsupökkum og stjórnarmenn þurftu að svæla þessu í sig langt fram á haust. Lærdómurinn var sá að dýra varan var það eina sem skipti einhverju máli: hattar og blöðrur – þar var álagningin mikil og góðar tekjur fyrir hvert handtak.

Lota unnin af Þrótti Fram sendi lið til þátttöku á Reykjavíkur­ mótinu í blaki haustið 1978. Um það mátti lesa í Blakfréttum Blaksambands Íslands: „Fram var nú með í opinberu blakmóti í fyrsta sinn í meistaraflokki karla og veður það varla talinn byrjendabragur að vinna hrinu af Þrótti eins og þeir gerðu í leiknum við þá.“ (Blakfréttir, fréttabréf Blaksambands Íslands, 11. bréf, 28. okt. 1978)

249


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

Drullusokkar á Adamsklæðum Íþróttadeildir sýna oft mikið ímyndunarafl við að afla sér fjár, en blakdeild Fram verður þó að teljast með þeim frumlegri. Meðal þess sem liðsmenn deildarinnar gripu til í fjáröflunarskyni var að koma fram í auglýsingu fyrir drullusokka frá Þ. Lárussyni. Blakmenn Fram sátu þar fyrir naktir með drullusokka eina sér til hlífðar. Ekki er vitað hvort auglýsingin varð til að auka sölu á drullusokkunum.

Með tímanum vorum við farnir að taka að okkur að stýra hinum félögunum sem héldu úti sölubásum. Dagurinn byrjaði þá á því að Kristján Már gekk um svæðið og skammaði alla sem seldu með lítilli álagningu og skipaði þeim að hækka verðið. Það var sérstaklega minnisstætt þegar Félag einstæðra mæðra opnaði sölutjald og verðlagði varninginn alltof ódýrt. Við skipuðum þeim að tvöfalda verðskránna, sem þær þorðu ekki annað en að gera – sem var eins gott, því annars hefðu þær líklega stórtapað á þessu öllu saman og skaðað alla aðra í leiðinni með undirboðum.“25

Byrjað af krafti

Árangur á Íslandsmótinu í blaki 1978-79 1979-80 1980-81 1981-82 1982-83 1983-84 1984-85 1985- 86 1986-87 1987-88 1988-89 1989-90 1990-91

2.sæti í 2.deild (af sex) 2.sæti í 2.deild (af sex) 5.sæti í 1.deild (af fimm) 6.sæti í 2.deild (af sex) 3.sæti í 2.deild (af sex) 4.sæti í 1.deild (af fimm) 4.sæti í 1.deild (af fimm) 5.sæti í 1.deild (af átta) 2.sæti í 1.deild (af átta) 8.sæti í 1.deild (af átta) 8.sæti í 1.deild (af átta) 7.sæti í 1.deild (af sjö) 6.sæti í 1.deild (af sex)

Blaksamband Íslands lagði Frömurum til þjálfara fyrsta keppnisárið, Kjartan Pál Einarsson landsliðsmann úr Íþróttafélagi stúdenta. Liðið hóf keppni í annarri deild og fékk fljúgandi start. Átta fyrstu leikirnir unnust og fyrstu deildar sætið virtist innan seilingar strax í fyrstu tilraun, en þá sprakk liðið á limminu. Tveir síðustu leikirnir töpuðust og annað sætið á eftir Víkingum varð staðreynd. Sama var uppi á teningnum í annarri atrennu. Völsungar frá Húsavík náðu toppsætinu og olli sú niðustaða nokkrum vonbrigðum. Húsvíkingar treystu sér hins vegar ekki í fyrstu deildina og því var gripið til aukaleiks milli Framara og fallkandidata fyrra árs, Ungmennasambands Eyjafjarðar. Hann vannst með þremur hrinum gegn einni og Framarar voru í fyrsta sinn komnir í hóp þeirra bestu. Einungis fimm lið léku í fyrstu deildinni og því ljóst að erfitt yrði að halda sér uppi. Ólafur Árni, formaður blakdeildarinnar, var þó kokhraustur í ársskýrslu deildarinnar á aðalfundi Fram snemma árs 1981 og sagðist 25  Viðtal við Ólaf Árna Traustason og Kristján Má Unnarsson

250


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

hafa tröllatrú á að liðið héldi sér uppi þvert á allar spár. Markmiðið væri að ná öðru eða þriðja sæti þá um vorið og ná fyrsta sætinu árið eftir26 Margt fer öðruvísi en ætlað er. Framarar töpuðu fyrir Laugdælum í baráttunni um að forðast fallið og í stað þess að hampa Íslandsmeistaratitlinum árið eftir eins og til stóð, hafnaði Framliðið í neðsta sæti annarar deildar. Tímabilið reyndist liðinu erfitt. Enginn þjálfari var ráðinn og oft gekk treglega að smala í lið. Árið eftir gekk betur og sæti í fyrstu deild vannst á nýjan leik, raunar eftir aukakeppni þar sem tvö félög úr fyrstu deild drógu sig úr keppni. Eftirminnilegasti viðburður vetrarins var þó þátttaka Fram í alþjóðlegu blakmóti í tilefni af 75 ára kaupstaðarafmæli Þórshafnar í Færeyjum. Þar voru auk heimamanna keppnislið frá Íslandi, Danmörku og Grænlandi. Framarar höfnuðu í þriðja sæti, sem þótti afbragðsgóður árangur.

Ris og fall Veturna 1983-84 og 1984-85 stóðu Framarar í harðri fallbaráttu í fyrstu deildinni, en héldu sér uppi bæði skiptin. Á þessu tímabili vann liðið þó sinn fyrsta og eina titil, í KA-mótinu á Akureyri vorið 1984. Þá um haustið hafði Fram unnið það afrek að leggja Þróttara að velli í Reykjavíkurmótinu, en tapaði fyrir Stúdentum í hreinum úrslitaleik. Fyrsta og önnur deild voru sameinaðar haustið 1985 og tekin upp fjögurra liða úrslitakeppni. Keppnistímabilið 1986-87 komst Fram í úrslita­keppnina og raunar alla leið í úrslitaeinvígi við Þróttara. Eftir tvo hörkuleiki, sem báðum lauk með 3:1 sigri Þróttar, fengu Framarar afhent silfur­verðlaun og er það ótvírætt besti árangur í sögu deildarinnar. Silfrið reyndist þó fremur svanasöngur en boðberi frekari afreka. Í kjöl­farið lögðu nokkrir reyndir leikmenn skóna á hilluna og erfitt reyndist að fylla skörð þeirra. Næstu fjögur árin höfnuðu Framarar í neðsta sæti Íslands­mótsins og náðu sjaldnast að vinna hrinu í keppni við sterkari liðin. Síðasta árið sem Fram sendi lið til keppni í meistaraflokki, 1990-91, er blakdeildarinnar að engu getið í ársskýrslu félagsins – líkt og hún hafi horfið sporlaust. „Við urðum ansi ósáttir við það þegar farið var að rukka okkur um hluta af félagsgjöldum deildarinnar til aðalstjórnar. Okkur fannst innheimtan ósanngjörn og að ekki væri metið nægilega við blakdeildina að hún hefði alltaf verið skuldlaus og með sín peningamál á þurru. Þetta átti stóran þátt í að við drógum okkur hálfpartinn í hlé, “ segir Kristján Már Unnarsson.27 Þvert á það sem margir halda, var blakdeild Fram aldrei lögð niður og hætti í raun aldrei starfsemi sinni, þótt segja megi að formlegum samskiptum við móðurfélagið hafi lokið í kringum 1991. Árið 1992 var

Úrslitaleikur haustið 1980 um sæti í fyrstu deild milli Framara og Ungmennasambands Eyjafjarðar. Kristján Már Unnarsson spreytir sig á móti hávörn norðanmanna. Finnbogi Gunnlaugsson er í viðbragðsstöðu hægra megin á myndinni.

26  Ársskýrsla Knattspyrnufélagsins Fram 1980 27  Viðtal við Ólaf Árna Traustason og Kristján Má Unnarsson

251


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

Liðið sem hlaut silfurverðlaunin á Íslandsmótinu 1987 eftir ósigur gegn Þrótti í úrslitaleik. Efri röð frá vinstri: Sigurjón Magnússon, Jón Grétar Traustason, Jón Gunnar Sveinsson, Þorvaldur Sigurðsson og Ólafur Árni Traustason. Fremri röð: Hörður Hinriksson, Ómar Pálmason, Kristján Már Unnarsson og Björn Lúðvíksson.

Eggjavarp „Egg hjá Fram“ – svo hljóðaði fyrir­ sögn á íþróttasíðu Morgunblaðsins 4. nóvember 1986, þar sem sagt var frá óvæntum stórsigri blakliðs Fram á liði Íþróttafélags stúdenta. Fyrir þá sem ekki hafa hlotið vígslu inn í launhelgar blakíþróttarinnar var e.t.v. ekki mikið vit í setningunni, en blakfróðir vita að orðið „egg“ er notað yfir það þegar lið skorar fimmtán stig og vinnur hrinu, án þess að andstæðingarnir hafi náð að skora eitt einasta stig. Taldi blaðið að hér væri um fyrsta „egg“ Framara að ræða frá upphafi. (Mbl. 4. nóv. 1986)

í fyrsta sinn sent lið til þátttöku í öldungamóti undir merkjum Fram og hafa Framarar nær alltaf verið með á slíkum mótum til þessa dags. Öðru hvoru hefur komið til tals hvort rétt væri að hefja skipulagðar blakæfingar að nýju innan félagsins og hefur aðalstjórn Fram fengið formlegar fyrirspurnir þess efnis. Slíkum erindum hefur þó verið tekið fremur fálega, enda æfingatímar í íþróttahúsi Fram verið nógu ásetnir af starfandi deildum.

Aðstöðuleysi og óvinsælir æfingartímar Stjórnendur blakdeildarinnar fengu snemma áhuga á að taka upp æfingar í öðrum flokkum en meistara- og fyrsta flokki. Aðstöðuleysi stóð þó í vegi fyrir öllum slíkum áætlunum. Engir tímar fengust í íþróttahúsi Álftamýrarskóla, en þess í stað var æft í Melaskóla, Hlíðaskóla og síðar í Vörðuskóla. Tímarnir sem deildinni stóðu til boða þóttu heldur ekki ákjósanlegir fyrir unglingastarf, svo sem á kvöldin um helgar. Veturinn 1982-83 tefldu Framarar í fyrsta sinn fram unglingaliði í blaki. Þór Björnsson, var meðal liðsmanna: „Ólafur Árni [Traustason] var íþróttakennari í Álftamýrarskóla þennan vetur og fékk nokkra stráka úr níunda bekk til að prófa blak. Hann gat reddað tímum í íþróttahúsinu og við byrjuðum að æfa af krafti, þótt við værum allir líka í handbolta, fótbolta og jafnvel fleiri greinum. Við tókum þátt í Íslandsmóti þriðja flokks og náðum fjórða sæti. Hefðum líklega náð bronsinu, en urðum að gefa útileikinn gegn Þrótti Neskaupstað. Það var var einfaldlega of dýrt að fljúga austur. Það varð hins vegar ekkert framhald á þessu. Við kláruðum skólann og Óli fór eitthvert annað.“28 28  Viðtal við Þór Björnsson

252


7. kafli - Körfuknattleikur og blak 1969 - 1991

Um svipað leyti var komið á legg kvennaliði innan Fram, sem starfaði í tvö ár og tók meðal annars þátt í Íslandsmóti fyrsta flokks, án teljandi árangurs. Aftur var blásið í herlúðra í yngriflokkastarfinu veturinn 1987-88. Ólafur Árni var þá farinn að kenna í Seljaskóla og hvatti nemendur sína til dáða í blakinu. Þessir krakkar skipuðu þriðja og fjórða flokk pilta og stúlkna hjá Fram þá um veturinn og gat blakdeildin því státað af fimm kappliðum á Íslandsmóti. Þótt titlarnir yrðu af skornum skammti stóð félagslífið í blóma. Farnar voru fimm keppnisferðir meistaraflokks út á land og jafnmargar ferðir með yngri flokka, auk þess sem skipulagðar voru æfingabúðir í Hveragerði.29 Unglingastarfið var rekið áfram af miklum eldmóði, en vegna aðstöðuleysis gat það aldrei orðið lífvænlegt til lengdar. „Í raun var óskaplega lítið vit í því að láta krakka ofan úr Breiðholti æfa í Melaskóla, vestur í bæ, en keppa undir merkjum Fram,“ segir Ólafur Árni. Deildin átti fullt í fangi með að greiða fyrir salarleigu, hvað þá að hægt væri að borga fyrir þjálfun.30 Ólafur Árni og Kristján Már eru sammála um að helsti vandi blak­ deildar­innar hafi falist í því að ekki tókst að draga nýtt fólk inn í starfið. Vinnan lenti öll á herðum stofnendanna, sem að lokum urðu þreyttir eða sneru sér að öðrum verkefnum. Um margt minnir þessi saga því á afdrif körfu­knattleiksdeildarinnar og raunar mátti litlu muna að félagið sjálft yrði sömu örlögum að bráð á þriðja áratugnum, þegar stofnendur félagsins hurfu einn af öðrum úr starfinu en fáir voru til í að taka við merkinu.

Svaðilför með Herjólfi Blakíþróttin hefur löngum staðið styrkari fótum á landsbyggðinni en á höfuð­ borgarsvæðinu. Því þurftu blakmenn í Fram að leggjast í mikil keppnis­ferðalög, oft um hávetur. Kristján Már Unnarsson lýsti keppnisferð til Vestmannaeyja: „Þar sem við vorum flestir fátækir námsmenn kom ekki til tals að fljúga til Eyja, heldur fórum við með Herjólfi sem átti að leggja að bryggju klukkutíma fyrir leik. Það var vont í sjóinn og að lokum urðu flestir sjóveikir. Þá voru dregnar fram sjóveikistöflur, en þær höfðu ekkert að segja. Loks komumst við í land og drifum okkur upp í íþróttahús, þar sem leikurinn hófst. En um svipað leyti byrjuðu töflurnar að virka. Það var mjög sérkennilegt blak sem spilað þann daginn…“ (Viðtal við Ólaf Árna Traustason og Kristján Má Unnarsson)

29  Ársskýrsla knattspyrnufélagsins Fram 1988 30  Viðtal við Ólaf Árna Traustason og Kristján Má Unnarsson

Kvennalið sem tók þátt í fyrsta flokki á Íslands­móti 1984-85. Efri röð frá vinstri: Guðrún Erna Gunnars­ dóttir, Elfa Björk Jóhanns­dóttir, Særún Ósk Gunnars­­dóttir, Anna Magnúsdóttir, Matt­hildur Birgis­dóttir, Lilja Bjarnþórs­ dóttir og Birna Björnsdóttir. Neðri röð: Sigrún Ólafsdóttir, Sesselja Trausta­­dóttir og Ásta Margrét Sigurðar­ dóttir

253


Lokaflautið gellur í bikarúrslitaleik Fram og Keflavíkur 1985. Framarar sigra og ungir sem aldnir hlaupa inn á völlinn.

Á seinni hluta níunda áratugarins höfðu Framarar á að skipa frábæru knattspyrnuliði. Þrír Íslandsmeistara­ titlar og jafnmargir bikarmeistaratitlar unnust á sex ára tímabili, auk þess sem góður árangur náðist í Evrópuleikjum. Með örlítilli heppni hefðu titlarnir þó getað orðið enn fleiri.


Gullöld Ásgeirs Elíassonar Knattspyrnan 1985 til 1991

Á

sgeir Elíasson var ráðinn þjálfari Fram fyrir sumarið 1985, eftir að hafa náð góðum árangri með Þrótt á undangengnum misserum. Búist var við spennandi Íslandsmóti. Skagamenn, sem unnið höfðu tvöfalt tvö ár í röð misstu nokkra lykilmenn. Valsmönnum var spáð Íslands­meistaratitlinum, en Frömurum þriðja sæti. Leikmannahópurinn styrktist talsvert frá fyrra ári. Ómar Torfason kom frá Víkingi og Ormarr Örlygsson úr KA. Pétur Ormslev sneri aftur úr atvinnumennsku og meiðslum og markvörðurinn Friðrik Friðriksson mætti til leiks eftir ársdvöl hjá Breiðabliki. Framarar urðu Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu, en mótið var í fyrsta sinn haldið á glænýjum gervigrasvelli í Laugardal og vakti því óvenju mikla athygli. Gervigrasið bætti stórlega æfingaaðstöðu knattspyrnufólks í Reykjavík og var slegist um æfingatíma á því. Með tilkomu gervigrasvallarins dró mjög úr mikilvægi Melavallarins til æfinga og keppni, enda búið að flytja flóðljósin þaðan inn í Laugardal. Voru vallarhúsin rifin nokkrum misserum síðar og svæðið lagt undir bílastæði fyrir Þjóðarbókhlöðuna á Melunum. Fáeinum dögum eftir sigurinn í Reykjavíkurmótinu bættu Framarar öðrum bikar í safnið með 3:2 sigri á Skagamönnum í meistarakeppni KSÍ, þar sem Ómar Torfason skoraði sigurmarkið á lokamínútu framlengingar. Velgengnin hélt áfram í fyrstu umferðum Íslandsmótsins. Eftir fyrstu sex leikina var Fram á toppnum og búið að skora langflest mörk allra liða. Guðmundur Torfason og Ómar Torfason voru með mark í leik að meðaltali og Guðmundur Steinsson kominn með fimm mörk. Eftir átta umferðir var forysta Fram orðin átta stig og útlit fyrir að liðið væri að stinga keppinauta sína af. Tvö stór töp í röð opnuðu þó mótið upp á nýtt, 6:2 ósigur á Akranesi og 3:0 í Keflavík. Alltof mörg töpuð stig í seinni hluta mótsins gerðu það að verkum að önnur lið náðu að saxa á forskot Fram. Jafntefli eftir slysalegt sjálfsmark Framara gegn Þrótti í sextándu umferð varð til þess að Valsmenn komust á toppinn og létu það

Blaðaútgáfa Framara stóð í blóma á níunda áratugnum. Gefnar voru út vegleg­ ar leikskrár eða tímarit nokkrum sinnum á keppnistímabili og fyrir alla heimaleiki í Evrópukeppni. Sigmundur Ó. Steinarsson ritstýrði mörgum þessara blaða, þar á með­ al fyrir Evrópuleik gegn Glentoran haustið 1985.


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

sæti ekki af hendi til mótsloka. Tap í lokaumferðinni gegn Skagamönnum þýddi að ÍA og Þór komust bæði upp fyrir Framara. Niðurstaðan varð því fjórða sæti og sár vonbrigði, eftir að meistaratitillinn hafði virst innan seilingar um mitt mót. Annað árið í röð átti Fram markakóng fyrstu deildar, en Ómar Torfason skoraði þrettán mörk og ekkert þeirra úr vítaspyrnu. Afrek Ómars var sérstaklega markvert þar sem hann lék á miðjunni og varð þar með fyrstur miðvallarspilara til að verða markakóngur. Þessi frammistaða hlaut að vekja athygli erlendra liða, enda gekk Ómar til liðs við svissneska félagið Luzern þá um haustið. Fram skoraði flest mörk allra liða í deildinni þetta sumar og átti þrjá af sjö markahæstu mönnum.1

Bikar og Evrópusigrar

Ómar Torfason varð markakóngur fyrstu deildar sumarið 1985 með þrettán mörk, fyrstur miðvallarleikmanna.

Söngfuglinn frá Vínarborg Meðal leikmanna Rapid Vín sem mætti Fram í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1985 var Hans Krankl, langkunnasti knattspyrnumaður Austurríkis. Krankl stýrði sterku liði Austurríkismanna á HM 1978, sem skaut Brasilíumönnum, Spánverjum og Svíum aftur fyrir sig í forriðli og varð svo þjóðhetja þegar hann skoraði sigurmark gegn VesturÞjóðverjum síðar í keppninni og tryggði fyrsta sigur Austurríkismanna á Þjóðverjum í tæpa hálfa öld.

256

Framarar slógu þrjú fyrstu deildar lið úr keppni á leið sinni í bikarúrslitaleikinn 1985. Naumastur var sigurinn gegn Víkingum, 3:4 eftir framlengingu í sextán liða úrslitum. Hæðargarðsliðið átti þar sinn langbesta leik um sumarið, en það kolféll um haustið með aðeins sjö stig. Í fjórðungsúrslitum unnu Framarar sætan sigur á Skagamönnum, 1:2 og hefndu þar með fyrir 6:2 tapið rúmri viku fyrr. Í undanúrslitum þurfti Fram framlengingu til að sigra Þórsara, 3:0. Rúmlega fimmþúsund áhorfendur mættu á úrslitaleik Fram og Keflavíkur á Laugardalsvelli. Framarar voru mun ákveðnari í leiknum og komust í 2:0 með mörkum Péturs Ormslev. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn og tókst það um miðjan seinni hálfleik með marki Ragnars Margeirssonar. Suðurnesjamenn voru enn að fagna þegar Guðmundur Torfason bætti við þriðja marki Fram og var þá allur vindur úr leikmönnum ÍBK.2 Fram tók þátt í Evrópukeppni bikarhafa haustið 1985 og dróst gegn norður-írsku bikarmeisturunum Glentoran. Samkvæmt drættinum átti fyrri leikurinn að fara fram í Belfast, en í Evrópukeppni þykir það almennt betra að leika fyrst á útivelli og eiga þá heimaleikinn til góða. Framarar fengu leikjunum hins vegar víxlað. Skýringin var sú að á þessum árum litu íslensk félög á Evrópukeppnina sem skemmtilegan lokapunkt á keppnistímabilinu og að gott væri að slá tvær flugur í einu höggi: að enda á útileiknum og framlengja ferðina, t.d. með nokkrum dögum á sólarströnd eða borgarferð í Lundúnum.3 Tæplega 1.700 áhorfendur mættu á leik liðanna á Laugardalsvelli. Leiktíminn var óvenjulegur fyrir Evrópukeppni, kl. 13 á laugardegi. Vallargestir voru vart búnir að koma sér fyrir þegar leikmenn Glentoran

1

Heimildir um keppnistímabilin 1985-91 eru einkum – Sigmundur Ó. Steinarsson: Mörk og sætir sigrar. Saga íslensku knattspyrnunnar I og II; Víðir Sigurðsson: Íslensk knattspyrna 1985-91 og blaðaúrklippusafn og ársskýrslur Knattspyrnudeildar Fram 2  Morgunblaðið, 27. ágúst 1985, bls. B6-B9 3  Viðtal við Gylfa Orrason


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Eftir dvöl í herbúðum Barcelona sneri Krankl aftur til Vínarborgar, þar sem hann tók til við dægurlagasöng samhliða fótboltanum. Um þær mundir sem Framarar léku við Rapid, var lag hans „Lonely Boy“ eitt það vinsælasta á diskótekunum í Austurríki. (www.en.wikipedia.org/Hans_Krankl)

Elti Fram á röndum…

Kristinn R. Jónsson skorar gegn Rapid Vín á Laugardalsvelli 1985. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru bágbornar og snjóhula á vellinum.

náðu forystunni strax á annarri mínútu og þar við sat í fyrri hálfleik. Eftir hlé skoruðu Framarar hins vegar þrívegis og unnu góðan sigur. Glentoran fékk ekki háa einkunn hjá íslenskum blaðamönnum og var sagt „…eitt slakasta lið sem hingað hefur komið í Evrópukeppni.“4 Þetta var raunar í þriðja sinn á tæpum tíu árum sem Glentoran mætti íslensku liði í Evrópukeppni. 1977 slógu þeir Valsmenn naumlega úr keppni en töpuðu árið eftir gegn Eyjamönnum. Á sjötta þúsund stuðningsmenn Glentoran mættu á seinni leik liðanna í Belfast og létu ófriðlega, ýmsu smádrasli var kastað inn á völlinn – þar á meðal í Friðrik Friðriksson markvörð. Heimamenn pressuðu stíft, en sköpuðu sér fá færi og mark þeirra á 80. mínútu dugði ekki til. Fram var komið áfram í keppninni. Nokkur stórlið voru í pottinum þegar dregið var í aðra umferðina. Eflaust hefðu ýmsir kosið að mæta Sampdoria frá Ítalíu eða Atlético Madrid frá Spáni. Þýsku bikarmeistararnir Bayer Uerdingen voru einnig spennandi kostur, en Atli Eðvaldsson og Lárus Guðmundsson voru á mála hjá félaginu. Fram dróst hins vegar gegn Rapid Vín frá Austurríki, sem leikið hafði til úrslita í sömu keppni árið áður en þá tapað fyrir Everton. Sem fyrr reyndu Framarar að fá leikdögunum víxlað, enda óvíst hvort Laugardalsvöllurinn yrði leikhæfur í byrjun nóvember. Það reyndist ekki hægt vegna árekstra við Evrópuleiki annarra austurrískra liða og léku Framarar því fyrri leikinn í Vínarborg 23. október. Þangað mætti einnig um þrjátíu manna hópur á vegum Íslendingafélagsins í Vín. Íslendingarnir fengu lögreglufylgd á völlinn, enda stuðningsmenn Rapid-liðsins annálaðir áflogaseggir.5

Antonin Panenka frá Tékkóslóvakíu var í liði Rapid Vín sem keppti við Fram. Hann var ekki ókunnur íslenska liðinu, því árið 1976 var hann meðal leikmanna Slovan Bratislava sem mætti Fram í Evrópukeppni félagsliða. (Mbl., 22. okt. 1985)

Ásgeir Elíasson hóf þjálfaraferil sinn í meistara­flokki sumarið 1974 hjá ÍR, sem þá tefldi í fyrsta sinn fram liði í þriðju deild. Hann þjálfaði lið Víkings Ólafsvíkur sum­ arið 1975, FH sumarið 1980 og Þróttara á árunum 1981 til 1984 áður en hann tók við stjórntaumunum í Safamýri.

4  Morgunblaðið, 24. sept. 1985, bls. B6-B7 5  Morgunblaðið, 23. okt. 1985, bls. 47

257


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Evrópuleikir 1985-1991: 1985 1985 1985 1985 1986 1986 1987 1987 1988 1988 1989 1989 1990 1990 1990 1990 1991 1991

Fram 3 : Glentoran 1 Glentoran 1 : Fram 0 Rapid Vín 3 : Fram 0 Fram 2 : Rapid Vín 1 Fram 0 : Katowice 3 Katowice 1 : Fram 0 Fram 0 : Sparta Prag 2 Sparta Prag 8 : Fram 0 Fram 0 : Barcelona 2 Barcelona 5 : Fram 0 Steaua Búkarest 4 : Fram 0 Fram 0 : Steaua Búkarest 1 Fram 3 : Djurgården 0 Djurgården 1 : Fram 1 Fram 1 : Barcelona 2 Barcelona 3 : Fram 0 Fram 2 : Panathinaikos 2 Panathinaikos 0 : Fram 0

Fagnað af myndarskap Framkvæmdir við félagsheimili Fram í Safamýri voru langt komnar þegar félagið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu 1986. Félagið gekkst fyrir söfnun áheita í tengslum við mótið og runnu 800 þúsund krónur til lokafrágangs hússins þegar bikarinn var í höfn. Kvöldið eftir lokaumferðina var lokahóf knattspyrnumanna haldið á veitingahúsinu Broadway. Fyrir hófið buðu Framarar öllum leikmönnum fyrstu deildarfélaganna ásamt mökum og unnustum í fordrykk í félagsheimilinu, þar sem boðið var upp á flugeldasýningu. (Fram-Katowice, leikskrá)

Það frysti í Reykjavík þann sjötta nóvember þegar Framarar tóku á móti Rapid Vín. Til að gera varamönnum og liðstjórum lífið bærilegra voru settir upp raf­ magnshitablásarar í varamannaskýlunum.

Þótt andstæðingarnir væru öflugir og leikmenn Fram hefðu ekki leikið alvöru leik í þrjár vikur, var stefnan sett á þriðju umferð. Úrslitin á Gerhard Hanappi-leikvangnum, 3:0 ósigur, urðu því nokkur vonbrigði. Framarar fengu færi til að skora í leiknum og Austurríkismennirnir skoruðu tvö marka sinna undir lok leiksins, annað að því er virtist eftir að leikmaður þeirra handlék knöttinn.6 Þar með máttu möguleikar Fram á að komast áfram í keppninni teljast hverfandi. Laugardalsvöllur reyndist í furðugóðu ástandi þegar seinni viðureign liðanna fór fram sjötta nóvember. Leika þurfti með rauðleitan knött og eins voru línur vallarins kalkaðar í öðrum lit en hvítum vegna snjóhulunnar á og við völlinn. Hitablásurum var sömuleiðis komið fyrir við varamannabekkina, til að halda hita í þeim sem þar sátu. Leikmenn beggja liða léku í gervigrasskóm, enda völlurinn harður þótt ekki væri hann freðinn. Fram komst yfir eftir átján mínútna leik og smá vonarneisti kviknaði hjá áhorfendum um að kraftaverkið gæti gerst. Eftir rúmlega klukkutíma leik slokknaði sú von þegar leikmenn Rapid jöfnuðu. Framarar fögnuðu þó sigri í lokin eftir mark úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok. Leikmenn Fram komust því í síðbúið vetrarfrí, en Vínarbúa beið ferð til Kænugarðs þar sem þeir mættu Evrópumeistaraefnum Dynamo Kiev, með meira en hálft sovéska landsliðið innanborðs.

6

258

Morgunblaðið, 24. okt. 1985, bls. 51


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Loksins, loksins! Framarar mættu ákveðnir til leiks á Íslandsmótinu 1986. Liðið vann sigur á Vals­mönnum í meistarakeppni KSÍ og hampaði Reykjavíkurmeistara­ titlinum eftir að hafa unnið alla fimm leiki sína. Í spánni fyrir deildar­ keppnina hafnaði Fram í efsta sæti með langflest stig, en Valur og Þór þar á eftir. Félagið átti sömuleiðis fimm leikmenn í landsliðshópi Íslands á svokölluðum Reykjavíkurleikum, sem haldnir voru snemma sumars í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar. Fyrir mótið höfðu ýmsir haft áhyggjur af því að brotthvarf Ómars Torfasonar, markakóngs fyrra árs, kynni að veikja Framliðið verulega. Var talin nokkur fífldirfska að styrkja liðið ekki með nýjum markaskorara. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar og skoruðu Framarar flest mörk allra liða. Liðið var ekki hvað síst marksækið á útivöllum. 1:6 sigur á FHingum, 1:5 sigur í Eyjum og 0:4 í Garðinum voru til marks um það. Með síðastnefnda sigrinum, í áttundu umferð, komst Fram í efsta sætið í fyrsta sinn og hélt því lengi fram eftir sumri. Í fimmtándu umferð komust Valsmenn upp fyrir Framara og svartsýnir stuðningsmenn óttuðust að sagan frá 1985 ætlaði að endurtaka sig. Þar sem innbyrðisleikjum liðanna var lokið, urðu Framarar að treysta

Leikmenn meistaraflokks hlaupa sig­ urhring ásamt stuðningsmönnum á Laugardalsvelli eftir jafntefli gegn KR í lokaumferð Íslandsmótsins 1986. Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn frá 1972 var í höfn. Guðmundur Torfason jafnaði markametið í fyrstu deild þetta sumar, skoraði nítján mörk.

259


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Íslandsmeistarar á markamun Framarar urðu Íslandsmeistarar 1986 á hagstæðari markatölu en Valsmenn. Var það í fyrsta sinn sem úrslit Íslandsmótsins réðust með þeim hætti. Áður hafði verið gripið til aukaleiks þegar tvö lið voru jöfn að stigum. Það var sérstaklega súrt í broti fyrir Valsmenn að það voru einmitt fulltrúar þeirra sem stungið höfðu upp á því á ársþingi KSÍ að markatölureglan væri tekin upp. (Þorsteinn J. Vilhjálmsson: Guðni Bergs fótboltasaga, bls. 48)

Framarar mættu prúðbúnir til lokahófs knattspyrnumanna 1986 með Íslandsbikarinn í farteskinu. Í anda tísku níunda áratugarins var fordrykkurinn borinn fram af stífmáluðum glæsikvendum í knattspyrnubúningum.

Gauti Laxdal var valinn efnilegasti leik­ maður Íslandsmótsins 1986, en viðurkenn­ ingin var þá veitt í þriðja sinn.

260

á að Valsarar misstigju sig í einhverjum lokaleikjanna. Það gekk eftir í næstsíðustu umferð, þegar KR vann óvæntan 0:3 sigur á Val á Hlíðarenda, þar sem öll mörkin voru skoruð á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Í lokaumferðinni mættu KR-ingar á Laugardalsvöllinn í leik þar sem Fram dugði jafntefli til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Knattspyrnuáhugamenn fylgdust sömuleiðis með því hvort Guðmundur Torfason næði að skora í leiknum, en í næstsíðustu umferðinni jafnaði hann markamet Péturs Péturssonar, nítján mörk í efstu deild. Ekki féll markametið, þar sem leiknum lauk með markalausu jafn­tefli. Sókn KR-inga varð býsna þung á köflum og fögnuðurinn því meiri í leikslok, enda fyrsti Íslandsmeistaratitillinn í fjórtán ár í höfn. Guðmundur Torfason var svo valinn leikmaður ársins á lokahófi knattspyrnu­manna þessa sömu helgi og Gauti Laxdal sá efnilegasti. Fleiri vegtyllur féllu leikmönnum Fram í skaut. Viðar Þorkelsson varð efstur í stigagjöf Morgunblaðsins og annað árið í röð valdi Þjóðviljinn Fram sem „stjörnulið ársins“. Ekki fengu hinir nýkrýndu Íslandsmeistarar langan tíma til að jafna sig, því nokkrum dögum síðar tóku þeir á móti pólska liðinu GKS Katowice í Evrópukeppni bikarhafa. Óhætt er að segja að Framarar hafi komið harkalega niður á jörðina, því Pólverjarnir unnu 0:3 á Laugardalsvelli og hefði munurinn hæglega getað orðið meiri. Katowice var ekki í hópi sterkustu liða Póllands um þessar mundir og er freistandi að ætla að úrslitin hefðu orðið á annan veg ef ekki hefði komið til spennufallið eftir Íslandsmótið. Í það minnsta var mun meira jafnræði með liðunum í seinni leiknum þar sem heimamenn unnu 1:0 sigur. Litlu mátti muna að Fram næði þeim einstæða árangri að vinna fjórfalt sumarið 1986. Í bikarkeppninni sló liðið fyrst út þriðju deildar lið


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Íslandsmeistarar 1986. Efsta röð frá vinstri: Eyjólfur Bergþórsson varaformaður knattspyrnudeildar, Jónas Guðjónsson, Bjarni Jakob Stefánsson, Hergeir Elíasson, Viðar Þorkelsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, Sverrir Einarsson, Ástþór Óskarsson liðsstjóri og Vilhjálmur Hjörleifsson liðsstjóri. Miðröð: Halldór B. Jónsson formaður knattspyrnudeildar, Jóhann G. Kristinsson framkvæmda­stjóri, Þórður Marelsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Arnljótur Davíðsson, Kristinn Rúnar Jónsson, Janus Guðlaugsson, Ásgeir Elíasson, þjálfari og Ólafur Orrason stjórnar­maður. Fremsta röð: Steinn Guðjónsson, Jónas Björnsson, Gauti Laxdal, Guðmundur Baldursson, Guðmundur Steinsson fyrirliði, Guðmundur Torfason, Friðrik Friðriksson, Pétur Ormslev, Jón Þórir Sveinsson og Örn Valdimarsson.

Fylkis. Leikur KR og Fram í fjórðungsúrslitunum varð sögulegur, þar sem KR-ingar komust í 2:0 en Framarar knúðu fram framlengingu og skoruðu í henni fjögur mörk. Í undanúrslitum sigraði Fram lið ÍBK og mætti Skagamönnum í úrslitum. Sá leikur fór fram í skugga kærumála, þar sem Pétur Pétursson hafði gengið til liðs við ÍA á miðju tímabili. Nokkur félög kærðu leikheimild hans og var óvíst hvort Fram þyrfti að leika nýjan úrslitaleik gegn Valsmönnum ef Pétur yrði dæmdur ólöglegur. Pétur var allt í öllu í liði Skagamanna í bikarúrslitunum og skoraði bæði mörk þeirra í 2:1 sigri, þar af annað á lokamínútunni. Pétur Ormslev gerði mark Framara sem mættu ofjörlum sínum í leiknum fyrir framan u.þ.b. 4.500 áhorfendur. Svo fór að lokum að Pétur var úrskurðaður löglegur og lauk þannig máli sem setti leiðinlegan svip á keppnistímabilið.

Skoskur framherji í sigtinu Fyrir sumarið 1987 falaðist knattspyrnudeild Fram eftir skoska framherjanum Ian Wallace. Samningaviðræður voru langt komnar þegar leikmanninum barst tilboð frá Ástralíu sem hann kaus að taka. Ian Wallace þótti litríkur leikmaður, með eldrautt liðað hár. Hann lék meðal annars með Coventry og var árið 1980 seldur til Evrópumeistara Nottingham Forest fyrir 1,25 milljónir punda, sem þótti stórfé. (Framblaðið, 1. tbl, 6. árg. 1987)

261


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Eltingaleikur við Valsmenn

Guðmundur Torfason gekk til liðs við belgíska félagið Beveren að loknu Íslandsmótinu 1986.

Hörmulegt flugslys Svörtum skugga var varpað á sumarið 1987 þegar þrír Framarar fórust í flugslysi ásamt fjórða manni, flugmanni vélarinnar, fimmtudaginn 23. júlí. Friðrik Dungal, Gunnar Guðmundsson og Magnús Ingi Sigurðsson voru á heimleið eftir bikarleik gegn Leiftri á Ólafsfirði þegar vél þeirra fórst. Allir höfðu félagarnir gegnt ýmsum félagsstörfum fyrir Fram, auk þess sem Gunnar átti hátt í 300 meistaraflokksleiki að baki.

Uppskrift að árangri? Undirbúningur Framara fyrir bikarúrslitaleikinn 1987 gegn Víðismönnum var með óvenjulegra móti. Leikurinn fór fram á sunnudegi, en í stað þess að taka létta boltaæfingu daginn fyrir leik hjálpuðu leikmennirnir fyrirliðanum Pétri Ormslev að flytja. Eftir að bikarinn var í höfn ræddu Framarar um að gera flutninga að árvissum viðburði. (Mbl., 1. sept. 1987)

262

Reykjavíkurliðin Fram og Valur voru talin standa best að vígi fyrir keppnistímabilið 1987, eins og raun varð á. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Fram og þótt maður kæmi í manns stað tók rótleysið sinn toll. Engir titlar unnust í vormótunum, þótt bjartsýnismenn gætu ornað sér við Íslandsmeistaratitil í innanhússknattspyrnu – þann fyrsta í tólf ár. Alltof mörg stig töpuðust í fyrstu umferðum Íslandsmótsins, þar sem Valsmenn náðu strax góðri forystu. Stjórnendur Fram gripu til þess ráðs að styrkja liðið á miðju tímabili, þegar Keflvíkingurinn Ragnar Margeirsson og Guðmundur Steinsson komu heim úr atvinnumennsku. Báðir komu þeir við sögu í magnaðasta leik sumarsins, eftirminnilegu 4:4 jafntefli við Skagamenn á Laugardalsvelli, þar sem mörkin hefðu raunar getað orðið miklu fleiri. Framarar unnu fimm af sjö síðustu deildarleikjum sínum og gerðu tvö jafntefli – í hálfgerðum úrslitaleik Íslandsmótsins gegn Valsmönnum í sextándu umferð og gegn Keflavík í lokaumferðinni þegar úrslitin voru ráðin. Fjórða árið í röð áttu Framarar markakóng efstu deildar, en Pétur Ormslev náði þeim árangri með tólf mörk. Hann var jafnframt valinn besti leikmaðurinn og hlaut síðar titilinn „Íþróttamaður Reykjavíkur“. Leikmenn Fram skoruðu mun færri mörk í Íslandsmótinu 1987 en sumarið á undan. Þeir bættu þó fyrir það í bikarkeppni KSÍ, með því að skora aldrei færri en þrjú mörk í leik. Fyrstu fórnarlömbin voru ÍRingar úr annarri deild, 0:6. Í fjórðungsúrslitum sigruðu Framarar Leiftur á Ólafsfirði 1:3, en hörmulegt flugslys varpaði skugga á leikinn. Í undanúrslitunum lagði Fram lið Þórs með sömu markatölu og voru ýmsir farnir að búa sig undir draumaúrslitaleik gegn Val. Þá bárust hins vegar þær óvæntu fréttir að lið Víðis úr Garði hefði slegið Valsmenn úr keppni. Úrslitaleikurinn reyndist algjör einstefna. Fram var komið í 3:0 eftir innan við hálftíma leik og bætti tveimur mörkum við í upphafi seinni hálfleiks. Guðmundur Steinsson skoraði tvívegis en Ragnar Margeirsson, Ormarr Örlygsson og Viðar Þorkelsson skoruðu eitt mark hver. Víðismenn sáu aldrei til sólar í leiknum og urðu þeirri stundu fegnastir þegar honum lauk. Lítið fór fyrir afrekum í Evrópukeppni þetta haustið. And­stæð­ing­ arnir voru leikmenn Sparta Prag frá Tékkóslóvakíu, sem reyndust númeri of stórir. Lítið var vitað um tékkneska liðið, enda hafði Tékkóslóvakía ekki komist í úrslitakeppni stórmóta um nokkurt skeið, meðal leikmanna Spörtu sem síðar urðu þekktir má þó nefna framherjann Tomás Skuhravý sem átti eftir að leika við góðan orðstír með Genúa í efstu deild á Ítalíu. Það var einmitt Skuhravý sem tókst að brjóta niður vörn Framara eftir 80 mínútna leik á Laugardalsvelli. Annað mark Tékka fylgdi í kjölfarið og því ljóst að Evrópudraumurinn væri úr sögunni. Seinni leikurinn varð hreinasta martröð, þar sem Framarar hlutu sinn versta skell í Evrópukeppni, 8:0. Þetta var jafnframt síðasti leikur Friðriks Friðrikssonar mark­varðar, sem hélt til náms í Danmörku. Skarð hans fyllti efnilegur markvörður ættaður úr Eyjum, Birkir Kristinsson.


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Barningur í kvennaboltanum Sú ákvörðun að senda ekki lið til keppni í Íslandsmóti kvenna 1980 reyndist afdrifarík fyrir þróun kvennaknattspyrnunnar í Fram. Öflugustu stúlkurnar gengu til liðs við önnur félög og höfðu ekki áhuga á að snúa aftur þegar farið var að huga að því að endurreisa kvennaflokkinn strax ári síðar. Sumarið 1982 var keppt í tveimur deildum í kvennaknattspyrnunni og sendu Framarar lið til keppni. Næstu árin hafnaði liðið yfirleitt um miðbik síns riðils og reyndi að sneiða hjá alltof stórum skellum gegn „stóru“ liðunum, Val og KR í Reykjavíkurmótum. Um svipað leyti var farið að keppa um Íslandsmeistaratitil í öðrum og þriðja flokki kvenna, en Framarar sendu ekki lið til keppni í þessum flokkum ef frá er talið innan­ hússmótið í öðrum flokki 1987.7 Svo fór að lokum, sumarið 1987, að sæti vannst í fyrstu deild á ný. Framstúlkur höfðu þá mikla yfirburði í sínum riðli í annarri deildinni og hlutu 21 stig í átta leikjum, með markatöluna 46:6. Í leiknum um gullverðlaunin bar Fram sigurorð af Ísfirðingum, 2:0. Þessi góði árangur reyndist þó Phyrrosar-sigur. Getumunur bestu liðanna í fyrstu deild og þeirra lakari var mikill. Fram vann heimaleikinn

Kvennaflokkur Fram 1987. Efri röð frá vinstri: Guðbjörg Hjálmsdóttir, Inga Þráinsdóttir, Erla Sigurðardóttir, Elín Gunnarsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Harpa Jóhannesdóttir, Sesselja Ólafsdóttir og Ragnar Ingólfsson þjálfari. Fremri röð: Brynhildur Þórarinsdóttir, Guðríður Ólafsdóttir, Hrafnhildur Hreinsdóttir, Katla Kristjánsdóttir, Berglind Sigurðardóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Fríða Schmidt.

7  Ársskýrsla knattspyrnudeildar Fram 1987

263


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Þjálfarar kvennaflokks 1982-1994 Fram sendi á ný lið til keppni á Íslandsmóti kvenna sumarið 1982 eftir stutt hlé. Næstu sjö árin tók félagið þátt í mótinu, áður en kvennaflokkurinn lognaðist endanlega út af 1994. 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1993 1994

Þröstur Sigurðsson Þröstur Sigurðsson Magnús Einarsson Magnús Einarsson Ragnar Ingólfsson Ragnar Ingólfsson Magnús Jónsson Þorsteinn Halldórsson Hrannar Már Hallkelsson

Skrauthvörf Í valdatíð kommúnista í Austur-Evrópu átti svo að heita að atvinnumennska í íþróttum væri óþekkt. Íþróttafélög voru oft og tíðum í eigu fyrirtækja eða stofnana og voru leikmennirnir sagðir starfsmenn þeirra en áhugamenn í íþrótt sinni. Andstæðingar Fram í Evrópukeppninni 1986 voru t.a.m. íþróttafélag náma­ verka­manna og í eigu námafyrirtækis í borginni Katowice. Um það sagði í árs­skýrslu knattspyrnudeildar Fram: „Pólsku leikmennirnir eru að sjálfsögðu ekki atvinnumenn í knattspyrnu, heldur verkamenn í námunum. Þó er vinnuskylda þeirra eitthvað takmörkuð að sögn Pólverjanna og talið ólíklegt að þeir hafi komið niður í námu nokkru sinni.“ (Ársskýrla knattspyrnudeildar Fram 1986)

gegn Ísfirðingum, en tapaði hinum leikjunum þrettán, sumum með miklum mun. Sífelldir ósigrar drógu máttinn úr liðinu og léku félagsandann grátt. Þá varð það mikið áfall þegar fjórar stúlkur úr hópnum skiptu um lið skömmu fyrir mót.8 Fyrrum stjórnarmaður var ómyrkur í máli við bókarhöfund: „Sterkustu liðin í kvennaknattspyrnunni börmuðu sér yfir að það vantaði fleiri góð lið og skömmuðust í okkur út af því, en svo voru forráðamenn þessara sömu liða að róa í okkar leikmönnum þótt komið væri fram í apríl. Auðvitað fjölgar sterku liðunum ekki ef menn hegða sér svona.“9 Halldór B. Jónsson var formaður knattspyrnudeildar 1988 og lýsti þróun mála svo: „Þegar stelpurnar komust upp í fyrstu deild, var vilji fyrir að rífa starfið upp. Við réðum fínan þjálfara [Magnús Jónsson] og fjölguðum æfingatímunum. Það hafði hins vegar þau áhrif að æfingasóknin varð verri og þegar hver leikurinn á eftir öðrum tapaðist illa datt botninn úr þessu. Ekki bætti úr skák þegar sjónvarpið fór að sýna svipmyndir frá þessum stórtöpum, það var algjör óþarfi.“10 Árið eftir sendi Fram ekki lið til þátttöku í kvennaflokki. Raunar átti kvennaknattspyrnan erfitt uppdráttar hjá fleiri félögum um þær mundir og einungis tvö lið luku keppni í annarri deild. KR og Valur voru einu Reykjavíkurfélögin sem héldu úti kvennaliðum. Sögu meistaraflokks Fram í kvennaflokki lauk svo endanlega árið 1993 þegar teflt var fram liði í annarri deild undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, en um haustið var ákveðið að hverfa frá þeirri tilraun. Þess var þó ekki langt að bíða að reynt væri að blása lífi í kvennaboltann á ný, en þá með því að byrja á hinum endanum og freista þess að byggja upp yngri flokka.

Fáheyrðir yfirburðir Á sama tíma og kvennalið Fram háði vonlitla baráttu á botni fyrstu deildar gekk allt eins og í sögu hjá körlunum. Raunar var árangurinn slíkur að um mitt sumar 1988 voru Framarar sakaðir um það af íþróttafréttaritara Þjóðviljans að „eyðileggja Íslandsmótið“ – slíkir væru yfirburðir liðsins. Raunar má til sanns vegar færa að knattspyrnuunnendum var ekki boðið upp á mikla spennu sumarið 1988, þar sem úrslitin voru ráðin við topp og botn í efstu deildum bæði karla og kvenna löngu fyrir lokaumferðirnar. Ekki gaf útkoman í vorleikjunum ástæðu til að búast við slíkum yfirburðum. Framarar urðu Íslandsmeistarar innanhúss annað árið í röð, en Reykjavíkurmeistaratitillinn kom í hlut KR-inga undir forystu Péturs Péturssonar og Valsmenn unnu meistarakeppni KSÍ eftir 4:3 sigur á Fram í æsilegum leik. Þóttu úrslitin sæta nokkrum tíðindum, enda fátítt að mörg mörk væru skoruð í viðureignum þessara liða.

8  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar, fundur haldinn 19. maí 1988 9  Samtal höfundar við fv. stjórnarmann 10  Viðtal við Halldór B. Jónsson

264


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Meistaraflokkur 1988. Efsta röð frá vinstri: Ólafur Magnússon aðstoðarþjálfari, Marteinn Guðgeirsson, Grétar Jónasson, Ólafur Hafsteinsson, Viðar Þorkelsson, Steinn Guðjónsson, Helgi Björgvinsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Ásgeir Elíasson þjálfari. Miðröð: Ívar Guðjónsson, Pétur Ormslev, Pétur Arnþórsson, Ormarr Örlygsson, Kristinn Rúnar Jónsson og Guðmundur Steinsson. Fremsta röð: Jónas Guðjónsson, Arnljótur Davíðsson, Sævar Baldursson, Birkir Kristinsson, Ólafur K. Ólafs, Jón Þórir Sveinsson og Helgi Bjarnason.

Að venju var búist við einvígi Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn, en líkt og árið áður réðust úrslitin í fyrstu umferðunum. Nú kom það í hlut Valsmanna að tapa dýrmætum stigum í upphafsleikjunum og ná aldrei að vinna þau upp. Valur hafnaði þó að lokum í öðru sæti með 41 stig, sem oftast nær hefði dugað til sigurs á Íslandsmóti. Fram tapaði sínum fyrstu stigum og fékk á sig fyrsta markið í fjórðu umferð, á útivelli gegn Keflvíkingum. Eftir það héldu liðinu hins vegar engin bönd og sigrar unnust í næstu ellefu leikjum. Liðið féll þó úr bikarkeppninni á þessu tímabili, eftir tap gegn Val í fjórðungsúrslitum. Meistaratitillinn var tryggður strax í fimmtándu umferð, með 3:2 sigri á KA-mönnum. Þótti raunar tíðindum sæta að Birkir Kristinsson þurfti að sækja knöttinn tvívegis í netið, en í leikjunum fjórtán þar á undan hafði hann einungis fengið á sig þrjú mörk. Í næstu umferð þar á eftir tapaði Fram sínum fyrsta og eina leik í deildinni, gegn botnliði Völsungs á Húsavík. Frömurum urðu hins vegar ekki á nein mistök í lokaleikjunum tveimur og luku keppni með heil 49 stig og markatöluna 38:8. Aldrei þessu vant kom gullskórinn þó ekki í hlut Framara, en Guðmundur Steinsson

Árangur Fram í bikarkeppni karla 1985-1991: 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991

Bikarmeistarar Tap í úrslitaleik Bikarmeistarar Átta liða úrslit Bikarmeistarar Sextán liða úrslit Sextán liða úrslit

265


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Birkir Kristinsson í leik á gervigrasinu í Laugardal.

Strætókort og súkkulaðistykki Auðun Georg Ólafsson var einn þeirra unglinga sem gekk í Fram þrátt fyrir að búa í öðru hverfi. Hann lýsti síðar aðdragandanum að félagaskiptunum í greininni „Ungur var ég keyptur fyrir Síríuslengju.“ Saga hans er ekki ólík sögu margra annarra: „Valtýr Björn Valtýsson fékk mig yfir í FRAM. Ég var 14 ára, langbesti leikmaður ÍK í Kópavogi, og Valtýr Björn sagði sísona eftir einhverja fótboltatörnina á skólalóðinni við Digranesskóla: „Af hverju ferð þú ekki að æfa með alvöru liði og hættir þessu dútli? “ Svo hófust samningaviðræður um kaup og kjör. Ég var fastur fyrir og seldi mig dýrt. Samningar hljóðuðu einhvernveginn þannig: 1) Strætókort úr Kópavogi (það entist í mánuð) 2) Gylfi Orra myndi skutla mér „stundum“ á æfingar (hann var farinn að gleyma mér eftir mánuð) 3) Ein Síríuslengja (Valtýr Björn splæsti).“ (Heimasíða Fram, 10. apríl 2003: „Ungur var ég keyptur fyrir Síríuslengju“)

266

varð næstmarkahæstur með 12 mörk. Þá var Arnljótur Davíðsson valinn efnilegasti leikmaðurinn í mótslok. Lokaumferð Íslandsmótsins 1988 fór fram 24. september, sem var öllu seinna en knattspyrnuáhugamenn áttu að venjast en í samræmi við óskir margra um að reyna að lengja keppnistímabilið í báðar áttir. Þetta hafði meðal annars í för með sér að fyrstu Evrópuleikirnir fóru ekki fram að Íslandsmótinu loknu, heldur þegar nokkrar umferðir voru eftir. Það var boðið upp á fótboltaveislu á Laugardalsvelli í byrjun september, þar sem Valsmenn mættu Monaco á þriðjudegi og Fram tók á móti Barcelona daginn eftir. Gefin var út sameiginleg leikskrá, en tæplega 3.000 manns mættu á Valsleikinn og um 4.000 á leik Framara. Hollendingurinn Johan Cruyff var nýtekinn við liði Barcelona og var að endurskipuleggja það frá grunni. Tólf leikmenn voru seldir frá félaginu um sumarið og ellefu nýir keyptir í staðinn. Það voru þó engir byrjendahnökrar á leik Barcelona á Laugardalsvelli. Spænska liðið hafði mikla yfirburði, þótt lokatölur yrðu einungis 0:2. Yfirburðirnir voru enn meiri á Nou Camp þar sem Barcelona sigraði með fimm mörkum gegn engu. Lærisveinar Cruyff fóru alla leið í úrslit keppninnar án þess að tapa leik og sigruðu þar ítalska liðið Sampdoria.

Óvæntir keppinautar Oft hefur spámönnum brugðist bogalistinn varðandi Íslandsmótið í knattspyrnu, en aldrei þó eins illilega og fyrir sumarið 1989. Toppliðunum tveimur, KA og FH var spáð fimmta og sjötta sæti, en Reykjavíkurliðin Fram, KR og Valur – sem talin voru sigurstranglegust – máttu sætta sig

Fyrir leik Barcelona og Fram á Nývangi haustið 1988. Pétur Ormslev heilsar fyrir­ liða spænska liðsins, Andoni Zubizarreta. Barcelona tapaði ekki leik í keppninni og hampaði bikarnum eftir sigur á Sampdoria í úrslitaleik.


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

við sætin þar á eftir. Markaleysið varð Frömurum aldrei þessu vant að falli, en liðið skoraði einungis 22 mörk í leikjunum átján. Toppbaráttan var furðujöfn þetta árið og eftir þrettán umferðir munaði einungis þremur stigum á efsta liði og því sjötta. Fram og FH deildu þá toppsætinu með hnífjafna markatölu. Óvænt tap á útivelli gegn Þórsurum í fjórðu síðustu umferð reyndist hins vegar dýrkeypt og tap á Skaganum í þeirri næstsíðustu gerði það að verkum að möguleikarnir á Íslandsmeistaratitli voru aðeins tölfræðilegir fyrir lokaumferðina. Fram lauk keppni með 32 stig, tveimur stigum á eftir meisturum KA. Í þriðja sinn á fjórum árum mætti Fram austur-evrópsku liði í Evrópukeppninni, að þessu sinni firnasterkri sveit Steaua Búkarest. Steaua – eða Stjarnan – hafði unnið frægan sigur á Barcelona í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða nokkrum árum áður og tapað fyrir AC Milan í úrslitaleik sömu keppni vorið 1989. Fyrri leikurinn fór fram í Rúmeníu og lauk með 4:0 sigri heimamanna. „Ég held að þetta sé besta lið sem ég hef leikið gegn á ferlinum,“ sagði Pétur Ormslev í leikskrá sem gefin var út fyrir seinni viðureignina.11 Fáir áhorfendur sáu þó ástæðu til að leggja leið sína á Laugardalsvöll, enda snillingar á borð við Gheorghe Hagi, Dan Petrescu og Marius Lacatus enn lítt þekktir utan heimalands síns. Þeir 600 áhorfendur sem þó mættu voru hins vegar ekki sviknir um góða skemmtun. Framarar áttu í fullu tré við gestina sem sigruðu einungis 1:0. Frá sjónarhóli Framara var bikarkeppni KSÍ það sem hæst bar þetta sumarið. Á leiðinni í úrslit lék Fram þrívegis á útivelli, gegn KA, Víði og Keflvíkingum og unnust allir leikirnir með minnsta mun. Andstæðingarnir í úrslitum voru KR-ingar, sem þangað voru komnir í fyrsta sinn í 21 ár. Sjaldan eða aldrei hefur jafnmikil stemning verið byggð upp fyrir bikarúrslitaleik og var rætt um hann í fjölmiðlum í heila viku. Tekin var upp sú nýbreytni að skipta stúkunni á Laugardalsvellinum upp í tvennt og skyldu KR-ingar vera í syðri endanum en Framarar í þeim nyrðri. Hátt á sjötta þúsund áhorfendur fylgdust með fjörlegum úrslitaleik þar sem Guðmundur Steinsson skoraði tvívegis og Pétur Ormslev einu sinni gegn einu marki KR-inga. Blaðamaður Tímans var í sjöunda himni: „Fyrri hálfleikur bikarúrslitaleiksins var mjög skemmtilegur á að horfa og stemningin á vellinum frábær. Falleg mörk á færibandi, skemmtilegur samleikur og þessi hálfleikur verður lengi í minnum hafður. Undirritaður minnist þess ekki að hafa augum litið fjörugri 30 mínútur í knattspyrnuleik en fyrstu 30 mín. þessa leiks.“12 Ásgeir Elíasson varð þar með bikarmeistari í sjötta sinn á ferlinum, en hann vann bikarinn tvívegis sem þjálfari, þrívegis sem leikmaður og einu sinni sem hvort tveggja. Alls var þetta sjöundi bikarmeistaratitill Framara sem þar með jöfnuðu met KR í keppninni.

Höfuðstöðvar í Húsi verslunarinnar Forráðamenn Barcelona heimsóttu Framsvæðið í Safamýri fyrir Evrópuleik liðanna haustið 1988. Aðstæðurnar voru öllu fábrotnari en Spánverjarnir áttu að venjast og spurðu þeir meðal annars um hvar skrifstofur félagsins væru. Frekar en að benda gestunum á að þeir stæðu fyrir framan sjálft félagsheimilið benti Eyjólfur Bergþórsson á Hús verslunarinnar handan Miklubrautar. Þetta svar sættu fulltrúar Barcelona sig vel við og leist prýðilega á höfuðstöðvarnar. Ekki þótti ástæða til að leiðrétta þessa örlitlu ónákvæmni. (Viðtal við Halldór B. Jónsson)

Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari í skák, vakti snemma athygli fyrir skákhæfileika sína. Árið 1986 var hann markvörður í 6. flokki Fram og náði jafntefli gegn danska skák­meistaranum Bent Larsen í fjöltefli. Loka­stöðu skákarinnar má sjá á myndinni.

11  Fram-Steaua Búkarest leikskrá, bls. 8 12  Tíminn, 29. ágúst 1989, bls. 15

267


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Með mótanefndina í vasanum? Harðar deilur spunnust vegna leiks Þórs og Fram í fimmtándu umferð Íslands­ mótsins 1989. Fresta þurfti leiknum vegna úrslitaleiks bikarkeppninnar. KSÍ vildi seinka leiknum, ekki hvað síst vegna landsleiks Íslands og Austurríkis í forkeppni HM, en Framarar sóttu það stíft að leiknum yrði flýtt og fengu sínu fram. Það hafði þau áhrif að Pétur Ormslev tók út leikbann gegn Þór en ekki í bikarúrslitunum og heyrðust þær raddir að sterk staða Fram innan KSÍ hefði ráðið málalyktum. Segja má þó að þessar lyktir mála hafi reynst Pyrrhosar-sigur fyrir Fram, því Péturs­lausir töpuðu þeir leiknum gegn Þórs­urum, en sigur fyrir norðan hefði vænt­anlega gert Fram að Íslands­ meisturum.

Boðið fram landslið Lengi vel tíðkaðist að unglingalands­ liðsnefnd KSÍ sendi knattspyrnufélögunum bréf og óskaði eftir tilnefningum í yngri landsliðin. Einhverju sinni á níunda áratugnum barst slíkt erindi fyrir val á drengjalandsliði. Eyjólfur Berg­ þórsson formaður unglingaráðs brást skjótt við og tilnefndi ellefu stráka. Hjá Knattspyrnusambandinu var mönn­um ekki skemmt og spurðu á móti hvort Fram vildi ekki bara velja á varamannabekkinn líka? – „Auðvitað var þetta viss hroki, en á hitt ber að líta að Fram átti oft gríðarlega sterka yngri flokka og stundum voru fimm eða sex Framarar í landsliðinu,“ sagði Gylfi Orrason. (Viðtal við Gylfa Orrason)

Pollameistarar Eimskips 1989. Efri röð frá vinstri: Sigurður Óli Sigurðsson, Þorri Björn Gunnarsson, Daníel Traustason, Davíð Gunnarsson, Eggert Stefánsson, Bjarni Pétursson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson þjálfari. Fremri röð: Freyr Karlsson, Sævar Örn Albertsson, Finnur Bjarnason fyrirliði, Baldur Karlsson, Orri Helgason og Viðar Guðjónsson.

Kurteisir piltar Ef horft er til árangurs yngri flokka á níunda áratugnum sést að tvö lið voru þar í sérflokki, Fram og KR. Af fjörutíu Íslandsmeistaratitlum sem í boði voru í öðrum til fimmta flokki á árabilinu 1981 til 1990 unnu Framarar og KR-ingar tíu sinnum hvort félag. Sömu lið voru atkvæðamest í bikarkeppni yngri flokka og Reykjavíkurmótum á þessum árum. Það þótti rýr uppskera í Safamýri ef ekki kom að minnsta kosti einn Íslandsbikar í hús á sumri, en ef það brást voru svörin jafnan á reiðum höndum. Þannig mátti lesa í ársskýrslu fyrir 1986 að „…[y]ngri leikmenn Fram sýndu þá tillitssemi að vinna engan Íslandsmeistaratitil til að skyggja ekki á árangur meistaraflokks.“13 Þessi yfirburðastaða Fram og KR skýrðist fyrst og fremst af því hversu vel var haldið utan um unglingastarfið á báðum stöðum. Mikil áhersla var lögð á að ráða hæfa þjálfara allt niður í yngstu flokkana. Jafnvel kom til tals að fá erlendan þjálfara til að hafa yfirumsjón með æfingum þriðja flokks og niður í þann sjötta stóran hluta ársins.14 Gylfi Orrason kom mikið að starfi unglinganefndar á þessum árum og segir að það hafi skipt miklu máli að hafa frægar knattspyrnukempur í þjálfarasætinu. „Auðvitað hafði það sitt að segja að hafa t.d. Jóhannes Atlason að stjórna yngri flokkum á sama tíma og hann var að þjálfa

13  Ársskýrsla knattspyrnudeildar Fram 1986, bls. 9 14  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar, fundur haldinn 19. júní 1984

268


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

landsliðið. Og það hafði ekki síður áhrif hversu alvarlega þjálfararnir tóku starf sitt, strákarnir skynjuðu það og lögðu sig því enn harðar fram. Ég man sérstaklega eftir atviki þar sem Jóhannes var að undirbúa íslenska landsliðið fyrir leik gegn Englendingum á Laugardalsvelli. Fyrr um daginn hafði Fram verið að leika í fjórða flokki og Jói varð ekki rólegur fyrr en hann fékk skýrslu um leikinn – þótt það væri hálftími í viðureign sem var kannski hans stærsta á ferlinum.“15 Í kringum 1980 var börnum farið að fækka í nágrenni Framsvæðisins, frá því sem mest var. Ný hverfi borgarinnar risu einkum í Breiðholti eða austan Elliðaáa og eftir 1982 var farið að huga að skipulagningu byggðar í Grafarvogi. Hið breytta búsetumynstur hafði þó ekki mikil áhrif á starfsemi Fram að sinni, ástæðan var ekki hvað síst straumur iðkenda úr öðrum hverfum. Hverfisfélögin í Breiðholti, Leiknir og ÍR, voru félagslega veik og bjuggu við bágbornar aðstæður. Það var því ekki að undra þótt straumur krakka lægi úr hverfinu til íþróttaiðkanna í hinum grónari hverfum. Þar var Fram vel í sveit sett, enda stoppuðu nær allir strætisvagnar borgarinnar rétt við félagssvæðið. Skiljanlega sveið forráðamönnum „minni“ félaganna að sjá á eftir stórum hópum ungmenna til liða í öðrum hverfum, ekki hvað síst þegar um var að ræða unglinga sem byrjað höfðu að æfa með sínu hverfisliði. 15  Viðtal við Gylfa Orrason, tekið 15. október 2007

Þriðji flokkur 1988. Efri röð frá vinstri: Aðalsteinn Örnólfsson þjálfari, Sigurður Kári Kristjánsson, Óskar B. Óskarsson, Elvar Örn Arason, Dagur Freyr Ingason, Þorsteinn Freyr Bender, Ríkharður Daðason, Ásgeir Már Ásgeirsson, Friðrik Garðar Sigurðsson, S. Þorri Ólafsson, Róbert Axelsson, Þorsteinn Berghreinsson, Ómar Sigtryggsson og Vilhjálmur Sigurgeirsson liðstjóri. Fremri röð: Pétur H. Marteinsson, Guðmundur Páll Gíslason, Hallmundur Albertsson, Viðar Þór Guðmundsson, Friðrik I. Þorsteinsson, Vilberg Sverrisson, Sævar Guðjónsson, Bjarni Pálsson og Rúnar Freyr Gíslason.

269


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Fimmti flokkur 1986. Efri röð frá vinstri: Einar Friðþjófsson þjálfari, Hilmar Þórlindsson, Kristján Baldursson, Kjartan Már Hallkelsson, Ívar Páll Jónsson, Jónas F. Valdimarsson og Ólafur Theodórsson. Fremri röð: Einar P. Pálsson, Þorvaldur Ásgeirsson, Hólmsteinn Halldórsson, Sigurgeir Kristjánsson og Arnar Arnarsson.

„Það gengu ýmsar kjaftasögur,“ sagði Gylfi Orrason. „Við áttum að múta strákum til að skipta í Fram með því að gefa þeim steríógræjur og hvaðeina. Þetta var auðvitað tómt bull, í mesta lagi var boðið upp á strætókort. Það er hins vegar ekkert launungarmál að við hnipptum oft í efnilega stráka og buðum þá velkomna. Auðvitað vilja strákar sem eru góðir í fótbolta æfa hjá sterku liði með toppþjálfara. Svo vildi þetta oft æxlast þannig að ef einn strákur, t.d. í Breiðholtinu, var Framari – þá voru skyndilega fimm eða sex vinir hans komnir líka í Safamýrina. Staðreyndin er sú að sum lið voru ekki að standa sig í stykkinu. Ég lít ekki svo á að við höfum verið að stela einum eða neinum – við vorum einfaldlega að bjarga verðmætum.“16

Átjándi Íslandsmeistaratitillinn

Keflvíkingurinn Ragnar Margeirsson sneri heim úr atvinnumennsku í Belgíu sumarið 1987 og gekk til liðs við Fram. Á þeim þremur árum sem Ragnar lék með Fram­ liðinu varð það einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari.

Fram var spáð góðu gengi sumarið 1990 og sigraði með yfirburðum í hinni árlegu skoðanakönnun forráðamanna félaganna í fyrstu deild, með 273 stig af 290 mögulegum. Litlar breytingar höfðu orðið á leikmanna­ hópnum, þó hafði Ragnar Margeirsson gengið til liðs við KR og Ómar Torfason haldið til Ólafsfjarðar til að gerast leikmaður og þjálfari Leifturs. Á móti kom að einn efnilegasti leikmaður landsins, Baldur Bjarnason, gekk í Fram úr Fylki. Baldur hóf raunar knattspyrnuiðkun sína í Ármanni, líkt og allnokkrir leikmanna Fram á þessum árum. Þá mætti framherjinn Jón Erling Ragnarsson sterkur til leiks, en hann kom frá FH sumarið 1989 en náði ekkert að leika með Fram á þeirri leiktíð. Í byrjun móts virtist stefna í fáheyrða yfirburði Framara. Eftir fimm fyrstu leikina var markatalan 13:0 og höfðu þrír leikir unnist fjögur-núll. 16  Viðtal við Gylfa Orrason

270


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Fimm töp í næstu sex leikjum, þar á meðal í sextán liða úrslitum bikar­ keppninnar, kipptu stuðningsmönnum liðsins hins vegar rækilega niður á jörðina. Við tók eitt jafnasta Íslandsmót seinni tíma þar sem fjögur lið börðust um titilinn: Fram, Valur, KR og nýliðar ÍBV. Þegar tvær umferðir voru eftir skildu aðeins tvö stig efsta og fjórða lið. Fram og KR höfðu 32 stig hvort, Eyjamenn 31 og Valur 30. Þessi tví­sýna barátta skilaði þó ekki mörgum áhorfendum á vellina. Þannig greiddu innan við hundrað áhorfendur sig inn á Valsvöllinn gegn ÍA í næstsíðustu umferð og eitthvað á fjórða hundrað manns mættu á leik Stjörnunnar og Fram á sama tíma. Þeir fengu þó nóg fyrir peninginn, því Fram sigraði með sex mörkum gegn einu. Leikurinn var þó jafnari en lokatölur gáfu til kynna, því fimm af mörkum Framara komu á síðasta hálftímanum. Toppliðin fjögur unnu öll leiki sína í sautjándu umferðinni og spennan var því mikil þegar flautað var til lokaleikjanna laugardaginn 15. september. KR-ingar og Eyjamenn áttu heimaleiki gegn KA og Stjörnunni, sem ekki höfðu að neinu að keppa, en hugur áhorfenda í Frostaskjóli og á Hásteinsvelli var þó í Laugardalnum þar sem Fram tók á móti Val. Framarar sóttu linnulítið frá fyrstu mínútu, en höfðu ekki heppnina með sér. Á sama tíma nýttu Valsmenn sóknir sínar vel og skoruðu tvívegis í fyrri hálfleik. Það var dauft yfir Frömurum í leikhléi, en þeim mun meiri kátína í Vesturbænum þar sem heimamenn höfðu forystu. KRingar eygðu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil frá árinu 1968 og áhorfendur tók að drífa að, en þeir höfðu verið harla fáir í upphafi leiks. Þegar rétt rúmur hálftími var eftir af venjulegum leiktíma hýrnaði nokkuð yfir bláklæddum vallargestum í Laugardal þegar Ríkharður Daða­son skoraði glæsilegt skallamark. Annar táningur, Steinar Guðgeirs­ son, jafnaði metin þegar þrettán mínútur voru til leiksloka með skoti úr vítateig. Steinar var um haustið valinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í loka­hófi knattspyrnumanna.

Ríkharður Daðason ólst upp í Mosfellsbæ en hóf snemma að leika handbolta og fótbolta með Fram. Hann lék sem atvinnumaður í Noregi og Englandi um árabil. Alls lék Ríkharður 44 A-landsleiki og skoraði í þeim fjórtán mörk. Hann er því í hópi markahærri manna í sögu íslenska landsliðsins.

Íslandsbikarinn í höfn eftir æsilegan loka­ leik gegn Valsmönnum haustið 1990. Leikmenn Fram eru umkringdir ungum aðdáendum.

271


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Fífldjörf myndataka Nokkrum dögum fyrir lokaumferð Íslandsmótsins 1990 fóru Framarar í myndatöku þar sem tekin var mynd af liðinu með Íslandsbikarinn. Tilefnið var útgáfa leikskrár fyrir Evrópuleik gegn Djurgården. Teknar voru tvær myndir, með og án bikarsins og beðið með prentunina þar til ljóst var hvora myndina ætti að nota. Hjátrúarfullum Frömurum stóð ekki á sama um þetta tiltæki og töldu það geta orðið til óheilla. Sú varð þó ekki raunin. (Mbl., 18. sept. 1990)

Óttaslegnir lestarstjórar Stuðningsmenn Djurgårdens IF höfðu orð á sér fyrir að vera mestu óeirðaseggir sænskrar knattspyrnu. Nokkrum dögum fyrir seinni leik Fram og Djurgården gekk hópur þeirra berserksgang í lestarvagni og lagði hann nálega í rúst, meðan lögreglan stóð máttvana hjá. Óttast var að sagan myndi endurtaka sig ef liðinu mistækist að vinna sigur á Fram í Evrópuleiknum.

Sigurmarkið dýrmæta kom loks þegar sex mínútur voru eftir. Pétur Ormslev tók þá hornspyrnu, Ríkharður skallaði knöttinn inn á markteig, þar sem varnarmaðurinn Viðar Þorkelsson tók við honum og skaut yfir Bjarna Sigurðsson í marki Valsmanna. Þetta var fyrsta deildarmark Viðars í sextíu leikjum eða frá sumrinu 1987. Geysileg fagnaðarlæti brutust út við markið og minnkuðu ekki nokkrum mínútum síðar þegar Eyjólfur Ólafsson flautaði til leiksloka og átjándi Íslandsmeistaratitill Fram var í höfn. Vonbrigði KR-inga urðu að sama skapi mikil. Vildu sumir stuðningsmanna Vesturbæjarliðsins kenna Valsmönnum um ófarir sínar, ekki hvað síst eftir að fregnir bárust af því að nokkrir Valsarar á áhorfendapöllunum hefðu fagnað sigurmarki Fram, að því er virtist þar sem þeir vildu frekar að Fram næði titlinum en KR.17 Slíkar ásakanir voru þó tilhæfulausar, enda börðust leikmenn Vals af kappi allt til leiksloka hvað svo sem stuðningsmenn þeirra hugsuðu.

Frábær frammistaða í Evrópukeppni Það gafst ekki langur tími til veisluhalda eftir sigurinn í Íslandsmótinu, því fjórum dögum síðar var komið að Evrópuleik gegn sænsku bikarmeisturunum Djurgården IF frá Stokkhólmi á Laugardalsvelli. Ásgeir Elíasson bar sig vel fyrir leikinn og sagðist myndu láta lið sitt leika til 17

Morgunblaðið, 18. sept. 1990, bls. 7B

Hið ástsæla stuðningslag Stöngin inn kom út á fjögurra laga plötunni Framlögin sumarið 1990. Óskar Páll Sveinsson sá um útsetningar og stjórn upptöku en meðstjórnandi var Þorgeir Ástvaldsson, aðalhvatamaður útgáfunnar. Auk valin­ kunnra poppara sá meistaraflokkur Fram um sönginn ásamt nokkrum stjórnar­ mönnum.

272


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Sá ótti reyndist ástæðulaus, því aðdáendur Djurgården virtust vera búnir að játa sig sigraða. Sárafáir áhorfendur létu sjá sig á Råsunda-leikvangnum og heyrðist síst minna í Íslendingum á pöllunum en heimamönnum. Sænsku járnbrautirnar urðu því ekki fyrir skakkaföllum vegna jafnteflisins. (Mbl. 3. okt. 1990)

Maradona í Safamýrina?

Framarar voru býsna ósáttir við dómgæsluna í Evrópuleiknum gegn Barcelona á Laugardalsvellinum 1990. Þorsteinn Þorsteinsson og Kristinn R. Jónsson malda í móinn við dómarann Roger Gifford frá Wales.

sigurs. Enginn átti þó von á að Framliðið myndi sundurspila gestina og sigra 3:0. Jón Erling Ragnarsson skoraði tvö fyrstu mörkin með tveggja mínútna millibili snemma í síðari hálfleik og Pétur Arnþórsson innsiglaði sigurinn á lokamínútunni. Úrslitin voru sænska liðinu þungbær og sakaði Lennart Wass, þjálfari Djurgården, dómarann um hafa verið á bandi heimamanna og leyft Frömurum að komast upp með gróf brot.18 Sænskir fjölmiðlar voru þó á öðru máli, hældu leik Íslendinganna en gagnrýndu landa sína harðlega fyrir slakan og grófan leik.19 Seinni leikurinn, á Råsunda í Stokkhólmi, mátti heita formsatriði, einkum eftir að Pétur Ormslev kom Fram yfir úr vítaspyrnu eftir níu mínútur. Þurftu Svíar þá að skora fimm mörk til að komast áfram í keppninni, en náðu einungis að jafna skömmu fyrir leikslok. Þessi úrslit urðu síst til að létta lund sænskra blaðamanna og sló Svenska Dagbladet upp fyrirsögninni: „Skammist ykkar, Djurgården.“20 Ekki var fyrr búið að flauta til leiksloka á Råsunda en farið var að velta vöngum yfir mögulegum andstæðingum Framara í annarri umferð. Líkurnar á „feitum bita“ voru talsverðar, enda var liðunum í keppninni raðað í styrkleikaflokka. Átta lið voru í fyrsta styrkleikaflokki og yrði eitt þeirra mótherji Fram. Spænska liðið Barcelona og ítölsku félögin Juventus og Sampdoria vöktu mesta eftirvæntingu, en líklega vildu fæstir dragast gegn Wrexham frá Wales sem hafnaði í neðsta sæti ensku

18  Morgunblaðið, 20. sept. 1990, bls. 47 19  Morgunblaðið, 21. sept. 1990, bls. 43 20  Morgunblaðið, 5. okt. 1990, bls. 50

Argentínumaðurinn Diego Maradona var af flestum talinn besti knatt­spyrnu­ maður heims á níunda áratugnum. Hann gerði Napólí að Ítalíu­meisturum árin 1987 og 1990, en þá dundi ógæfan yfir. Árið 1991 varð Maradona uppvís að notkun kókaíns og átti yfir höfði sér keppnisbann fyrir neyslu ólöglegra lyfja. Í hádegisfréttum Bylgjunnar þann fyrsta apríl var upplýst að lögfræðingum Maradona hefði tekist að finna smugu framhjá hinu yfirvofandi banni. Ef knattspyrnumanninum snjalla tækist að ganga til liðs við erlent félag og leika undir merkjum þess áður en dómur félli, myndu ítölsk knattspyrnuyfirvöld missa lögsögu í málinu. Hér þyrfti því að hafa hraðar hendur. Í fréttinni kom fram að umboðsmaður Maradona hefði þegar náð samkomulagi við Fram, leikmaðurinn væri á leiðinni í einkaþotu og að síðar sama dag yrði leikinn æfingarleikur á gervigrasinu í Laugar­dal. Að launum fyrir greiðann myndi Argentínumaðurinn snjalli svo leika þrjá til fjóra leiki með Fram á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Eflaust hafa hjörtu margra auðtrúa Framara slegið hraðar við þessa fregn og ef til vill mættu einhverjir gallvaskir í Laugardalinn. Hér var hins vegar um að ræða aprílgabb fréttastofunnar og fréttin uppspuni. Í Íslandsmótinu 1991 hlaut Fram aðeins eitt stig í þremur fyrstu umferðunum og reyndist það dýr­keypt þegar yfir lauk. Eftir á að hyggja hefði því komið sér vel að hafa Maradona í leikmannahópnum.

273


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Árangur Fram á Íslandsmóti karla 1985-1991: 1985 4. sæti af tíu. 34 stig (37:26) 1986 1. sæti af tíu. 38 stig (39:13) 1987 2. sæti af tíu. 32 stig (33:21) 1988 1. sæti af tíu. 49 stig (38:8) 1989 3. sæti af tíu. 32 stig (22:16) 1990 1. sæti af tíu. 38 stig (39:16) 1991 2. sæti af tíu. 37 stig (29:15)

Strípalingur á Laugardalsvelli Öll skipulagning í kringum Evrópuleik Fram og Barcelona þótti takast vel, þótt hann þyrfti að fara fram snemma að degi til, þar sem engin fljóðljós voru á Laugardalsvellinum. Einn skugga bar þó á viðureignina, þegar nakinn karlmaður hljóp inn á völlinn – og það ekki í fyrsta sinn. Íþróttafréttamanni Morgunblaðsins, Loga Bergmanni Eiðssyni var ekki skemmt: „Á íslenskum knattspyrnuvöllum þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af brjáluðum múg, flugeldum eða reyksprengjum. Það eina sem þarf að varast er einn nakinn maður. Það er því ótrúlegt að leik eftir leik skuli þessum eina manni takast að snúa á heilan hóp af lögregluþjónum sem standa eins og statistar á meðan maðurinn sýnir hálfri spænsku þjóðinni hvernig hann er vaxinn niður. Það er hneyksli.“ (Mbl. 24. okt. 1990)

274

deildarkeppninnar þetta sama keppnistímabil. Þess má geta að Manchester United var ásamt Fram í lakari styrkleikaflokknum, en enskum félagsliðum var á ný heimilað að taka þátt í Evrópukeppni eftir nokkurra ára bann. Fram datt í lukkupottinn og dróst gegn Barcelona í sextán liða úrslitunum. Átti fyrri leikurinn að fara fram á Spáni en sá síðari í Reykjavík þann 7. nóvember. Þar sem Laugardalsvöllurinn hefði tæplega verið leikhæfur í nóvembermánuði tókst að semja um skipti á leikdögum. Þótt heimaleiknum fengist þannig flýtt um hálfan mánuð var ástæða til að hafa áhyggjur af veðráttunni og ekki síður þeirri staðreynd að einu æfingaleikir liðsins fyrir átökin við spænska stórliðið væri Haustmót KRR á gervigrasinu í Laugardal. Einungis tvö ár voru liðin frá því að Fram og Barcelona höfðu mæst í sömu keppni, en að þessu sinni vakti koma Katalóníuliðsins mun meiri athygli. Hollenski knattspyrnustjórinn Johann Cruyff hafði styrkt lið sitt með frægum erlendum leikmönnum: Ronald Koemann úr Evrópumeistaraliði Hollendinga, Dananum Michael Laudrup og búlgarska framherjanum Hristo Stoichkov, sem hafði þá um vorið orðið markakóngur Evrópu. Það var því ekki að undra þótt ritstjórar leikskrár Fram spyrðu þeirrar spurningar hvort Barcelona væri „sterkasta félagslið heims í dag?“21 Í 90 ára afmælisriti Fram hélt Sigmundur Ó. Steinarsson því fram að besti leikur íslensks liðs í Evrópukeppni væri leikur Fram gegn stórstjörnuliði Barcelona á Laugardalsvelli 1990.22 Það mat stendur líklega enn fyrir sínu. „Tveir umdeildir dómar í lokin færðu Barcelona sigur, 2:1, en með réttu hefðu Framarar, sem voru án tveggja lykilmanna, átt að hrósa sigri

21  22

Fram-Barcelona leikskrá, bls. 6 Fram 90 ára afmælisblað, bls. 10


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

gegn stórveldinu,“ skrifaði blaðamaður Morgunblaðsins undir fyrirsögninni „Grátleg úrslit“.23 Katalónarnir náðu forystu í leiknum eftir rúman hálftíma, nokkuð gegn gangi leiksins. Á 53. mínútu breyttist leikurinn verulega þegar einn leikmanna Barcelona fékk að líta sitt annað gula spjald og upp úr aukaspyrnunni skallaði Ríkharður Daðason knöttinn í netið. Eftir jöfnunarmarkið blésu Framarar til sóknar og virtust ætla að hafa erindi sem erfiði á 87. mínútu þegar Jón Erling stakk sér einn í gegnum vörn Barcelona, en var dæmdur rangstæður áhorfendum til furðu og gremju. Mínútu síðar bakaði hinn línuvörðurinn sér reiði áhorfenda þegar hann sleppti því að flagga rangstöðu á Búlgarann Stoichkov sem skoraði, 2:1. Framarar mættu á Camp Nou hálfum mánuði síðar með það að markmiði að tapa með minni mun en tveimur árum fyrr. Það tókst, lokatölur voru 3:0. Með heppni hefðu Framarar getað skorað mark, en Birkir Kristinsson varði líka margoft frábærlega. Áhorfendur á þessum seinni leik voru innan við átján þúsund, sem þykir með minnsta móti í Barcelona.

Afl allra hluta Saga íþróttahreyfingarinnar snýst um fleira en úrslit kappleikja og nöfn þjálfara og afreksfólks. Hún er ekki síður saga af basli og blankheitum, þar sem stjórnarmenn og iðkendur hafa allar klær úti eftir fjármagni. Hefðbundnir tekjupóstar íþróttafélaganna eru félags- og æfingagjöld,

23  Morgunblaðið, 24. okt. 1990, bls. 47

Þjálfarinn ekki fullur Þorvaldur Örlygsson sneri heim úr atvinnumennsku og gekk til liðs við Fram sumarið 1991. Hann hafði verið á mála hjá hinu kunna enska félagi Nottingham Forest, en fengið fá tækifæri og var ekki í náðinni hjá hinum víðfræga knattspyrnustjóra Forest, Brian Clough. Við komuna til Fram gat Þorvaldur ekki stillt sig um að senda sínum gamla yfirmanni tóninn og sagði að það yrði „…tilbreyting að hafa yfir sér þjálfara sem er edrú alla daga.“ (Leikskrá Fram, 1. tbl. 10. árg. 1991)

Pelé í heimsókn Brasilíski knattspyrnukappinn Pelé kom til Íslands sumarið 1991 í tengslum við átak um drengilegan leik á knattspyrnuvellinum. Hann heimsótti meðal annars Framheimilið við Safamýri og var við það tækifæri sæmdur gullmerki félagsins.

275


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Pétur Arnþórsson gekk til liðs við Fram frá Þrótti. Hann lék 215 meistaraflokksleiki fyrir Safamýrarliðið. Þá á hann að baki 28 A-landsleiki á árabilinu 1984 til 1990.

Sigurlið Fram í innanhússmóti fyrir leik­ menn eldri en 35 ára árið 1989 var skipað ýmsum gamalreyndum kempum. Efri röð frá vinstri: Sigurður Friðriksson liðsstjóri, Kristinn Jörundsson, Jóhannes Atlason, Erlendur Magnússon og Ásgeir Elíasson. Neðri röð: Marteinn Geirsson, Elmar Geirsson, Þorbergur Atlason og Símon Kristjánsson.

276

miðasala á kappleiki og opinberir styrkir. Þá hefur sala á auglýsingum í blöð og á leikvöllum löngum verið mikilvæg peningauppspretta. Á níunda áratugnum og fram á þann tíunda, var Fram yfirleitt það félag sem fékk flesta áhorfendur á leiki sína. Auk þess tóku Framarar þátt í Evrópukeppni flest árin og voru til að mynda með í Evrópukeppni átta ár í röð frá 1985 til 1992, sem var met. Þá komst Fram margoft í úrslitaleik bikarkeppninnar. Því má ætla að ekkert félag hafi haft meiri tekjur af miðasölu. Meistaraárið 1986 voru tekjur Fram af knattspyrnumótum rétt rúm 30% af rekstrartekjum. Tveimur árum síðar komust þær í tæp 37%, ekki hvað síst vegna Evrópuleiksins gegn Barcelona. Árin þar á eftir fór vægi tekna af leikjum sífellt minnkandi. Árin 1993 og 1994, þegar félagið tók hvorki þátt í Evrópukeppni né náði teljandi árangri í bikarkeppninni, fór hlutfallið niður í átján og sextán prósent. Sumarið sem Framarar léku í annarri deild, 1983, drógust áhorfendatekjur saman í nánast ekki neitt, en á sama tíma þurfti deildin að greiða erlendum þjálfara laun og fjármagna fjölda ferða út á land. Það kom fjárhagnum til bjargar að sama vor var hrint af stokkunum bókaklúbbnum Veröld. Framarar tóku að sér dreifingu bóka fyrir klúbbinn í Reykjavík og Kópavogi. Verkefnið kallaði á talsverða skipulagningu og fjölda sjálfboðaliða. Stjórnarmenn og stálpaðri félagar í yngri flokkunum báru hitann og þungan af dreifingunni ásamt nokkrum leikmönnum meistaraflokks. Raunar notaði bókaklúbburinn mynd af Marteini Geirssyni við dreifingarstörf í auglýsingaherferð sinni. Framarar sáu um bókadreifingu fyrir Veröld í hátt á þriðja ár og var hún sögð „[b]esta og mesta fjáröflunarleið sem íslensku íþróttafélagi hefur hlotnast.“ Um svipað leyti og bókadreifingin stóð sem hæst, aflaði knattspyrnudeildin sér tekna með því að selja leður- og rúskinnsfatnað frá


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Bretlandi sem fengist hafði umboð fyrir. Klæðnaðurinn var seldur í Framheimilinu og innan skamms var annar hver Framari kominn í enskan leðurjakka. Frumlegustu fjáröflunarhugmyndir Framara komu þó tvímælalaust fram snemma árs 1978, þegar athugað var hvort unnt væri að setja upp miðnæturskemmtun – kabarett – til að afla knattspyrnudeildinni tekna. Kannað var hversu mikið myndi kosta að leigja Háskólabíó fyrir sýninguna og tónlistarmaðurinn Svavar Gests féllst á að stjórna uppsetningunni.24 Ekkert varð þó úr því að Framarar gerðust sýningarhaldarar og var það líklega eins gott, að mati Lúðvíks Halldórssonar þáverandi stjórnarmanns, enda hefði slíkt ævintýri líklega farið lóðbeint á hausinn.25

Getraunir og veitingasala Sem fyrr segir voru getraunir einhver drýgsta tekjulind Framara á fyrri hluta níunda áratugarins. Hið öfluga sölukerfi sem Halldór B. Jónsson og Sigurður Svavarsson áttu stærstan þátt í að byggja upp gerði það að verkum að knattspyrnudeild Fram var um árabil einhver stærsti einstaki söluaðili getrauna. Kosturinn við þessa fjáröflunarleið var sá að dugnaður hvers félags eða deildar skilaði sér strax í tekjum í kassann, auk þess sem aðalsölutímabil getraunanna var yfir vetrarmánuðina, þegar þröngt var í búi hjá knattspyrnudeildum. Í lok árs 1986 eignuðust getraunirnar skæðan keppinaut þegar Lottóið kom til sögunnar. Íþróttahreyfingin beitti sér hart gegn stofnun Lottósins í upphafi, en lét af andstöðu sinni þegar ÍSÍ og UMFÍ var tryggður

Fram í 80 ár, bók blaðamannsins Víðis Sigurðssonar, kom út síðla árs 1989. Ragnar Steinarsson, Haraldur Steinþórsson og Sveinn H. Ragnarsson skipuðu ritnefnd og sáu um myndasöfnun.

24  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar, fundir haldnir 8. feb., 15. feb. og 1. mars 1978 25  Viðtal við Lúðvík Halldórsson

Velheppnuð fjáröflun gerð upp. Albert Sævar Guðmundsson stendur í miðri seðlahrúgunni. Lengst til vinstri standa Sigurður Svavarsson og Ólafur Orrason, sem sjaldan voru langt undan þegar kom að því að safna fé til reksturs knattspyrnu­deildar­innar.

277


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Ágúst Ólafsson fyrirliði hins sigursæla 2. flokks 1990 sem sigraði í Reykjavíkurmóti, Íslandsmóti og bikarkeppninni. Myndin er tekin eftir 2:0 sigur á ÍBV í bikarúrslita­ leiknum sem fram fór í Þorlákshöfn.

hluti af hagnaðinum. Sölulaunin í Lottóinu voru hins vegar miklu lægri en í getraununum eða 5% í stað 25%. Þá fóru arðgreiðslurnar af Lottóinu til aðalstjórna íþróttafélaganna en ekki einstakra deilda. Aðalstjórn Fram hélt eftir öllum Lottótekjum, enda stóð hún í ýmsum framkvæmdum, en stjórnir deildanna kvörtuðu sáran yfir þeirri ráðstöfun. Um leið og rekstur Lottósins hófst, dró verulega úr sölu getrauna. Reynt var að bregðast við því með ýmsum hætti. Sölukerfið var tölvuvætt síðla árs 1988. Þar með dró verulega úr þætti íþróttafélaganna í dreifinguog sölu getraunaseðla. Verkum sjálfboðaliða fækkaði, en tekjumöguleikarnir drógust líka saman. Félögin gátu nú helst skapað sér tekjur með því að standa fyrir getraunakaffi á laugardagsmorgnum og halda utan um ýmis konar hópakeppnir í getraunum til að tryggja sér sölulaun, sem og að hvetja stuðningsmenn sína með auglýsingum til að merkja seðla með auðkennisnúmeri síns félags til að fá stærri skerf af hagnaðinum. Samið var um skiptingu getraunatekna Fram milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar, þar sem fyrrnefnda deildin fékk 2/3 upphæðarinnar en hin þriðjung. Eftir tilkomu Lottósins og tölvuvæðingarinnar má segja að getraunasalan hafi hætt að vera veigamikill tekjustofn Framara, en hins vegar voru þær tekjur sem getraunirnar þó skiluðu tiltölulega fyrirhafnarlitlar.26 Enn er ótalin drjúg tekjulind knattspyrnudeildarinnar, veitingasala á Laugardalsvelli. Sumarið 1986 tóku Framarar að sér rekstur sjoppunnar á Laugardalsvelli á öllum leikjum og höfðu hana á sinni hendi í mörg ár. Margrét Ragnarsdóttir hafði lengst af yfirumsjón með rekstrinum en mikill fjöldi sjálfboðaliða kom að starfinu. Var ekki óalgengt að veitingasalan skilaði í kringum 5% af tekjum deildarinnar.27

Á „hlutlausum“ heimavelli Það lá nokkuð beint við að Framarar tækju að sér veitingasöluna á Laugardalsvelli þegar komið var fram á seinni hluta níunda áratugarins. Hin Reykjavíkurfélögin voru í óða önn að byggja upp aðstöðu fyrir heimaleiki á sínum eigin félagssvæðum. Snemma vaknaði sú spurning hvort Fram ætti að fara sömu leið og byggja upp áhorfendaaðstöðu í Safamýri. Árið 1985 komst málið fyrir alvöru á dagskrá og átti það sér nokkuð sérstæðan aðdraganda. Um þessar mundir var unnið að uppbyggingu „nýja miðbæjarins“, sem svo var nefndur, gegnt Framsvæðinu sunnan Miklubrautar. Hús verslunarinnar hafði verið tekið í notkun sumarið 1982, en unnið var að byggingu verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Borgarleikhússins og fleiri stórhýsa. Þessi umsvif kölluðu á gatnaframkvæmdir og ásældist Reykjavíkurborg því skika af Framsvæðinu fyrir „slaufu“ undir Miklubrautina.

26  Sjá ársskýrslur og rekstrarreikninga og viðtal við Sigurð Svavarsson 27  Viðtal við Eyjólf Bergþórsson

278


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Framarar tóku erindi borgarinnar þunglega og bentu á að félagssvæðið væri þegar með minnsta móti. Niðurstaðan varð þó sú árið eftir að svæðið var skert um tíu metra til suðurs. Á móti fékk félagið landspildu í átt að Álftamýrarskóla, sem átti eftir að koma sér vel þegar ráðist var í gerð íþróttahúss Fram. Þá fól samkomulagið í sér að Reykjavíkurborg lofaði að byggja undirstöður að áhorfendastúku þegar og ef félagið óskaði eftir því að leika heimaleiki sína á Framvellinum.28 Var í fyrstu gert ráð fyrir að áhorfendastúkan risi syðst á svæðinu, upp við Miklubraut, en síðar samþykkti stjórn knattspyrnudeildarinnar að berjast fyrir því að hún risi frekar Álftamýrarskólamegin.29 Aldrei kom til þess að taka þyrfti endanlega ákvörðun um staðsetningu áhorfendastúkunnar. Fljótlega varð mönnum ljóst að félagssvæðið væri of lítið til að rúma bæði vallarmannvirki og nauðsynlega æfingavelli. Þá var torséð hvernig greiða mætti úr umferðar- og bílastæðavandamálum sem af fjölmennustu leikjum myndi hljótast. Segja má að hugmyndin um heimavöll í Safamýri hafi verið kvödd um 1990 þegar gert var samkomulag við borgaryfirvöld um langtímaafnot af keppnisvöllunum í Laugardal. Samningurinn fól í sér að Frömurum væri heimilt að leika heimaleiki sína í efstu deild karla á Laugardalsvelli og á Valbjarnarvelli ef liðið væri utan efstu deildar. Var þessi tilhögun rökstudd í minnisblaði frá aðalstjórn Fram: „Fjárfesting í illa nýttum áhorfendamannvirkjum á Framsvæði sparast, nýting á Laugardalsvelli og tilheyrandi veitingarekstri verður eðlileg, og hugsanlega gæti víðtækari rekstur komið til greina.“30 Síðar átti loforðið um stúkubyggingu í Safamýri eftir að gagnast Frömurum sem skiptimynt í samningaviðræðum við borgina um bætta aðstöðu.

Gömlu félagarnir reyndust erfiðir Milli Evrópuleikjanna tveggja við Barcelona haustið 1990 var tilkynnt að Ásgeir Elíasson hefði framlengt samning sinn við Fram um eitt ár, sem þar með yrði hans sjöunda tímabil með liðið. Sex leikmenn ákváðu að reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum. Fjórir gengu til liðs við Víking, þeir: Guðmundur Steinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Hólmsteinn Jónasson og Marteinn Guðgeirsson. Þar voru fyrir nafnarnir Helgi Björgvinsson og Bjarnason sem fært höfðu sig úr Safamýri í Fossvoginn árið áður. Það var því ekki að undra þótt gárungar töluðu um Víkinga sem „b-lið Fram“, en það gaman átti eftir að grána. Fyrir mótið hölluðust knattspyrnuspekingar að því að baráttan um titilinn stæði milli Fram, KR og Vals. KR-ingar urðu hlutskarpastir í árlegri spá aðstandenda fyrstu deildar liðanna en Fram kom þar skammt á eftir.

Öflugir aðkomumenn. Framherjinn Jón Erling Ragnarsson úr FH og miðjumað­ urinn Baldur Bjarnason úr Fylki reynd­ ust Frömurum báðir mikill happafengur. Samtals eiga þeir að baki um tvöhundruð meistaraflokksleiki fyrir Fram.

28  Viðtal við Hilmar Guðlaugsson 29  Gjörðabók stjórnar knattspyrnudeildar, 24. júlí 1986 30  „Knattspyrnufélagið Fram – aðstaða félagsins“, minnisblað dags. 15. júlí 1990

279


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Viðar Þorkelsson lék 272 meistaraflokks­ leiki fyrir Fram og 26 leiki með A-landsliði Íslands. Eftirminnilegt mark hans í loka­ leik Íslandsmótsins 1990 tryggði Fram sinn átjánda Íslandsmeistaratitil. Viðar lék einnig körfubolta undir merkjum Fram og þótti einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins.

Varnarmenn Fram horfa á eftir knettinum fara í markið eftir skot Guðmundar Steins­ sonar, sem segja má að hafi kostað Framara Íslandsmeistaratitilinn 1991. Í sömu andrá rekast Guðmundur og Birkir Kristinsson harkalega saman, svo sá fyrrnefndi liggur óvígur eftir.

280

Ekki gáfu vorleikir Framliðsins þó tilefni til slíkrar bjartsýni. Fram hafnaði í neðsta sæti í sínum riðli í Reykjavíkurmótinu, en vann Ármenninga í leik um sjöunda sætið. Í meistarakeppni KSÍ tapaði liðið svo gegn Val. Byrjun Íslandsmótsins var í samræmi við þetta. Eftir þrjár umferðir var aðeins eitt stig komið í hús og enn eitt tapið virtist ætla að líta dagsins ljós á heimavelli gegn KA-mönnum í fjórðu umferð. Tvö mörk á síðustu fimm mínútunum tryggðu hins vegar fyrsta sigur sumarsins og þar með virtist liðið hrökkva í gang. Í tólf leikjum, frá fjórðu umferð til og með þeirrar fimmtándu, unnu Framarar tíu sinnum og gerðu tvö jafntefli. Eini ósigurinn á þessu tveggja mánaða tímabili var óvænt tap á Laugardalsvelli gegn botnliði Víðis úr Garði í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar. Töldu Víðismenn sig þar með hafa hefnt ófaranna úr bikarúrslitaleiknum 1987. Þegar þrjár umferðir voru eftir af Íslandsmótinu höfðu Framarar þriggja stiga forystu á Víking. Leikur þeirra á Laugardalsvelli í sextándu umferð réð því úrslitum um hvort Fram myndi stinga af eða hvort einvígið héldi áfram allt til loka. Fjölmennt var í Laugardalnum á uppgjöri Reykjavíkurliðanna, áhorfendur eitthvað á þriðja þúsund. Framarar blésu til sóknar, en Víkingar vörðust vel og treystu á skyndisóknir. Um miðjan síðari hálfleik kom Guðmundur Steinsson þeim yfir gegn sínum gömlu félögum og í lokin bætti Atli Einarsson öðru marki við. Þar með náðu Víkingar toppsætinu á hagstæðari markatölu. Leiksins var þó helst minnst vegna atviks sem átti sér stað undir lokin, þar sem Guðmundur Steinsson og Birkir Kristinsson, markvörður Fram, rákust saman. Guðmundur var borinn af velli og ekið brott í sjúkrabíl en óttast var að hnéskel hans væri brotinn. Sló óhug á áhorfendur við þetta. Í ljós kom hins vegar að takki undan skóm Birkis hafði grafist


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

inn í hné Guðmundar og sat þar fastur. Meiðslin reyndust því smávægileg og var Guðmundur orðinn leikfær viku síðar.31 Framarar fóru illa að ráði sínu í Víkingsleiknum og talaði Ásgeir Elíasson síðar um tapið sem „þjálfaraskandal“ og átti þar við að skynsamlegra hefði verið að leika varnarknattspyrnu í stað þess sóknarbolta sem einkenndi Framliðið undir hans stjórn.32 Í næstu umferð gafst færi á að leiðrétta mistökin, en tókst ekki. Víkingar gerðu óvænt jafntefli á heimavelli gegn KA, en sömu úrslit urðu á KR-vellinum þar sem Gunnar Oddsson jafnaði fyrir heimamenn gegn Fram á lokamínútunni. Fyrir lokaumferðina var staðan því sú að Fram þurfti að vinna leik sinn gegn ÍBV með þriggja marka meira mun en Víkingar, sem sóttu Víði heim á sama tíma. Víkingar voru um tíma hætt komnir gegn sprækum Suðurnesjamönnum, en unnu að lokum með þremur mörkum gegn einu. Fram hefði því þurft fimm marka sigur í sinni viðureign. Það hefði ekki átt að vera óvinnandi vegur, því strax í upphafi seinni hálfleiks var staðan orðin 3:0. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Víkingar fögnuðu sínum fimmta Íslandsmeistaratitli. Guðmundur Steinsson hafði sérstaka ástæðu til að gleðjast, en auk þess að hljóta markakóngstitil fyrstu deildar varð hann tvöfaldur Íslandsmeistari á árinu. Hann var nefnilega í liði Fram sem vann Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu í janúar.

Íslandsmeistarar fimmta flokks 1991, eftir úrslita­leiki gegn Keflvíkingum. Efri röð frá vinstri: Pétur Guðlaugsson liðsstjóri, Garðar Hannes­son, Þorri Gunnarsson, Viðar Guðjónsson, Daníel Traustason, Björn Blöndal, Þórir Hall Stefánsson, Davíð Gunnarsson, Finnur Bjarnason, Vilhelm Sigurðsson fyrirliði b-liðsins, Ívar Jónsson, Egill Skúlason, Sigurður Óli Sigurðsson, Pálmi Sigurðsson og Helga Ívarsdóttir liðsstjóri. Neðri röð: Baldur Karlsson, Daði Guðmundsson, Bjarni Þór Pétursson, Baldur Knútsson, Haukur Hauksson, Eggert Stefánsson fyrir­liði a-liðsins, Símon Símonarson, Ómar Ólafs­son, Jón Valsson, Birgir Guðmundsson, Andrés Jónsson, Daníel Bjarnason og Lárus Grétarsson, þjálfari. Á myndina vantar Frey Karlsson og liðsstjórana Gunnlaug Þorgeirs­son og Guðjón Hákonarson.

31  Víðir Sigurðsson: Íslensk knattspyrna 1991, bls. 8 32  Fram 90 ára afmælisblað, bls. 23

281


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Grikkirnir voru smeykir Stórliðið Panathinaikos var mótherji Fram í fyrstu umferð Evrópukeppni meistaraliða haustið 1991. Stjórnendur gríska liðsins töldu fulla ástæðu til að óttast Framara eftir frammistöðu þeirra gegn Barcelona árið áður og undirbjuggu sig af kappi. Vasilis Daniel, aðalþjálfari Panathinaikos, fylgdist með tveimur leikjum Fram á Íslandsmótinu til að kortleggja andstæðingana og einn aðstoðarþjálfari liðsins dvaldi í heilar þrjár vikur á Íslandi í sama skyni. Líklega hefur ekkert íslenskt lið mátt sæta öðrum eins „njósnum“ fyrir leik í Evrópukeppni. Ásgeir Elíasson þjálfari Fram lét sér nægja að fylgjast með tveimur leikjum Grikkjanna á æfingarmóti í Lundúnum. (Fram-Panathinaikos, leikskrá)

Jafntefli heima og heiman Leikmenn Fram fengu ekki langan tíma til að sleikja sárin eftir lokaumferð Íslandsmótsins, því strax í næstu viku var komið að fyrri leiknum gegn Grikklandsmeisturum Panathinaikos í Evrópukeppninni. Raunar hafði verið ætlunin að Ásgeir Elíasson flygi til Grikklands strax að loknum leiknum við Eyjamenn, en það tókst ekki vegna breytinga á flugi. Lítið var vitað um gríska liðið annað en að í því væri fjöldi grískra landsliðsmanna auk tveggja pólskra. Grikkland var ekki hátt skrifað í knattspyrnuheiminum, þótt vitað væri að miklir peningar tengdust íþróttinni þar í landi. Til dæmis var stjórnarformaður og aðaleigandi Panathinaikos sagður í hópi ríkustu manna heims. Framarar voru því nokkuð bjartsýnir og stefndu að sigri.33 Fyrri hálfleikurinn á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 18. september var tíðindalítill, þótt Grikkjum tækist að ná forystunni. Í síðari hálfleik tóku leikmenn Fram öll völd á vellinum. Jón Erling Ragnarsson og Pétur Arnþórsson skoruðu hvor sitt markið. Framarar reyndu að láta hné fylgja kviði, en tókst ekki að nýta nokkur góð marktækifæri. Þess í stað jöfnuðu Grikkirnir úr skyndisókn, 2:2 og ljóst að róðurinn yrði þungur í Aþenu. 33

282

Fram-Panathinaikos leikskrá


8. kafli - Knattspyrnan 1985 - 1991

Rúmlega þrjátíu stiga hiti og þungt mengunarloft mætti Frömurum í síðari leiknum, sem fram fór annan október. Meira en 45 þúsund áhorfendur fylgdust með viðureigninni og var mikill hiti í sumum þeirra, sem létu flöskum og smápeningum rigna inn á völlinn. Leikmenn Panathinaikos sættu sig hins vegar vel við markalaust jafntefli sem fleytti þeim áfram í keppninni. Í næstu umferð slógu Grikkirnir út hið sterka sænska lið IFK Gautaborg og komust í átta liða úrslit, sem leikin voru í tveimur riðlum. Leikurinn í Aþenu var sá síðasti undir stjórn Ásgeirs Elíassonar að sinni, en hann hafði þegar tekið við starfi landsliðsþjálfara Íslands. Nokkrum dögum áður var tilkynnt um ráðningu Péturs Ormslev sem aðalþjálfara Fram, en Ómar Torfason var fenginn honum til aðstoðar.

Framarar í lykilhlutverkum Fyrsti landsleikur Íslands undir stjórn Ásgeirs Elíassonar var gegn Spánverjum í forkeppni EM í lok september 1991. Ásgeir gerði miklar og umdeildar breytingar á landsliðshópnum. Athygli vakti að landsliðsfyrirliðinn Atli Eðvaldsson var ekki valinn. Þá var ekki síður deilt um þá ákvörðun þjálfarans að tefla fram fimm leikmönnum Fram í byrjunarliði: Birki Kristinssyni, Pétri Ormslev, Kristjáni Jónssyni, Þorvaldi Örlygssyni og Baldri Bjarnasyni. Gagnrýnisraddirnar þögnuðu snarlega þegar íslenska liðið gerði sér lítið fyrir og lagði það spænska með tveimur mörkum gegn engu, sigur sem hæglega hefði getað verið stærri. Úrslitin vöktu mikla athygli og ekki síður sú staðreynd að Íslendingar létu sér ekki nægja að verjast heldur léku sóknarbolta gegn hinni kunnu knattspyrnuþjóð.

283


Framarar dyggilega studdir í Meistaradeild Evrópu haustið 2006.

Framarar hafa löngum getað státað af öflugum yngri flokkum í handbolta, þótt ekki hafi það alltaf skilað sér í titlum í meistaraflokki. Tilkoma nýs íþróttahúss í Safamýri var forsenda þess að Fram gæti haldið stöðu sinni sem öflugt unglingafélag og hafið nýja sókn í meistaraflokkum karla og kvenna.


Aftur í fremstu röð Handknattleikurinn 1993 til 2008

Þ

ótt árangur handknattleikskarlanna í Fram væri undir væntingum á árunum í kringum 1990 og fjárhagurinn ekki upp á það besta, gátu handboltamenn huggað sig við ljósið í myrkrinu – loksins virtist ætla að rofa til í íþróttahússmálum félagsins. Alfreð Þorsteinsson var fenginn til að gegna formennsku í aðalstjórn Fram á árinu 1989, með það að markmiði að koma upp íþróttahúsi. Það var engin nýlunda að leita til Alfreðs þegar kom að byggingarframkvæmdum fyrir Fram, en fyrsti áfangi félagsheimilisins var reistur í formannstíð hans fimmtán árum fyrr. Áður en endanleg ákvörðun var tekin um íþróttahúss­­byggingu, vildi hin nýja stjórn kanna rækilega hvaða aðrir kostir væru í stöðunni. Velt var upp ýmsum tillögum varðandi flutning félagsins í hin nýju hverfi borgar­innar í Grafarvogi, en slíkar tillögur reyndust umdeildar innan félagsins og fengu ekki nægilegan stuðning frá borgarkerfinu eða íbúum í Grafarvogi. „Við könnuðum líka möguleikann á því að flytja félagið í Laugar­ dalinn og að borgin myndi þá veita okkur forgang að Laugardals­höllinni í stað þess að reisa nýtt íþróttahús. Það kom hins vegar fljótlega í ljós að Reykjavíkurborg hafði lítinn áhuga á slíku, auk þess sem við gerðum okkur grein fyrir því að Laugardalshöllin væri ómöguleg fyrir íþróttafélag því hún er alltaf upptekin fyrir fundi, sýningar og tónleika“, sagði Alfreð Þorsteins­son.1 Með því að ráðast í byggingu íþróttahúss á svæðinu við Safamýri, var í raun tekin ákvörðun um að þar yrði aðsetur félagsins næstu 10-20 árin. „Fyrstu hugmyndirnar um íþróttahús á svæðinu gengu út á að tengja það við félagsheimilið“, útskýrði Ragnar Steinarsson. „Þannig átti að nota búningsaðstöðuna þar fyrir nýja heimilið. Við hurfum frá þessu af ýmsum ástæðum. Annars vegar hefðu nágrannarnir í neðstu blokkinni í Safa­ mýrinni varla orðið mjög ánægðir með að fá svona ferlíki fyrir framan 1  Viðtal við Alfreð Þorsteinsson og Ragnar Steinarsson

Guðríður Guðjónsdóttir lék 505 meist­ araflokksleiki með Fram, þann fyrsta í Keflavík fjórtán ára að aldri. Hún á sömuleiðis að baki áttatíu leiki með hand­ boltalandsliðinu, auk þess að hafa varið mark Íslands í sjö fyrstu leikjum knatt­ spyrnulandsliðsins.


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

stofugluggann, en hins vegar vildu handknattleiks- og knattspyrnudeildin gjarnan hafa þetta aðskilið: handboltinn með íþrótta­hús og fót­boltinn með félags­heimili.“2

Stapp við borgina

Ragnar Steinarsson var vara­formaður Fram þegar íþróttahússmálið var leitt til lykta. Hann tók einnig tímabundið við stjórn handknattleiksdeildar, þegar þung­ ur skulda­baggi varð til þess að aðalstjórn þurfti að taka deildina í gjörgæslu.

Sú hugmynd varð fljótlega ofan á að reisa íþróttahúsið nyrst á félagssvæðinu, þétt upp við íþróttahús Álftamýrarskóla. Hugmyndin með staðsetningunni var sú að með tíð og tíma mætti reisa tengibyggingu milli húsanna og semja um að félaginu yrði falin umsjón með báðum húsunum. Kom það sér nú vel að Fram hafði á sínum tíma tekist að koma í veg fyrir áform Kristinboðssambandsins um að fá að reisa höfuðstöðvar sínar á reitnum.3 Á árinu 1992 var ákveðið að leita til þriggja stórra verktakafyrirtækja eftir tillögum og verðtilboðum í byggingu íþróttahúss. Að sögn Alfreðs voru útboðsgögnin ekki flókin: „Skilmálarnir sem við settum verk­tökun­um voru nokkurn veginn þessir: við höfum u.þ.b. 200 milljónum úr að spila og þurfum hús með tiltekinni aðstöðu – hvað getið þið boðið okkur?“4 Verktakafyrirtækin voru Byggðaverk, Hagvirki/Klettur og SH-verk­ takar. Hagvirki/Klettur hafði nýverið lokið framkvæmdum við íþróttahús Víkings í Fossvogi og bauð fram samskonar hús. Þær teikningar þóttu að ýmsu leyti óhentugar miðað við aðstæður í Safamýrinni, auk þess sem fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots. Þá stóð valið milli tveggja kosta

2  Viðtal við Alfreð Þorsteinsson og Ragnar Steinarsson 3  Gjörðabók Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur haldinn 21. nóv. 1977 4  Viðtal við Alfreð Þorsteinsson og Ragnar Steinarsson

Framkvæmdir við íþróttahús Fram gengu skjótt fyrir sig. Tæpt eitt og hálft ár leið frá fyrstu skóflustungu þar til farið var að kasta bolta í húsinu. Komið var til móts við gagnrýni nágranna með því að grafa húsið niður frá því sem upphaflega var ætlað.

286


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

og varð útfærsla Byggðaverks fyrir valinu eftir heitar umræður í stjórn félagsins. Reglum um fjármögnun íþróttahússbygginga hafði skömmu áður verið breytt á þann hátt að ríkið kom ekki lengur að þessum málum. Það þýddi að einungis þurfti að semja við einn aðila um framkvæmdina, Reykjavíkurborg sem greiða átti 80% á móti 20% hluta félagsins. Stjórn Fram þótti samningarnir við borgina ganga hægt og að félagið nyti ekki nægilega mikils skilnings hjá stjórnmála- og embættismönnum. Íþróttahús Víkings hafði áður verið tekið fram fyrir uppbyggingu í Safamýri og því næst voru framkvæmdir við íþróttahús Fram spyrtar saman við byggingu íþróttahúss Fylkis í Árbænum, sem samanlagt frestaði málinu í vel á annað ár. Á hitt ber að líta að líklega er ekki til það íþróttafélag sem finnst nóg að gert í aðstöðumálum sínum og sem ekki er þess fullvist að verið sé að gera betur við önnur félög.

Stór áfangi „Það var erfitt að sannfæra borgarkerfið um að grundvöllur væri fyrir rekstrinum og að hægt væri að leigja út tíma að deginum til eins og þurfti,“ sagði Ragnar. „Tónninn í embættismönnunum breyttist þó þegar í ljós kom að Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefði áhuga á að nýta húsið. Ármúlaskólinn átti ekkert íþróttahús og þarna var hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Við gerðum því ráð fyrir skólastofu í húsinu fyrir bóklegu leikfimiskennsluna. Samstarfið við Ármýlinga hefur alltaf verið mjög farsælt.“5 Þegar íþróttahúsið var sent í grenndarkynningu kom í ljós að nágrannar höfðu ýmsar athugasemdir. Þeir óttuðust að umferð í gegnum hverfið myndi aukast mikið, að öll bílastæði myndu fyllast á leikdögum og síðast en ekki síst töldu þeir húsið gnæfa alltof hátt. Haldinn var íbúafundur í hverfinu og reyndist þungt hljóð í sumum. Alfreð Þorsteinsson mætti á fundinn til að bera klæði á vopnin. Hann benti á að öflug íþróttastarfsemi hlyti að teljast styrkur fyrir hvert hverfi. Ýmsar málamiðlanir voru þó gerðar til að koma til móts við áhyggjuraddirnar. Malarvöllur félagsins var skilgreindur sem bílastæði fyrir íþróttahúsið þegar mikið væri um að vera. Veigameiri breyting var þó sú ákvörðun að dýpka grunn hússins og lækka bygginguna þannig um tæpa tvo metra, sem reyndist eftir á að hyggja til mikilla bóta. Það var loks 14. mars 1993 að borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Örn Antonsson, tók fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsi Fram. Áætlaður verktími var þrjú ár og skipti borgin greiðslum sínum niður á þetta tímabil. Svo lengi gátu Framarar þó ekki hugsað sér að bíða og ekki liðu nema sautján mánuðir frá skóflustungu þar til nýr borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vígði húsið.6

5  Sama heimild 6  Ársskýrsla Fram 1993

Guðmundur B. Ólafsson varð formaður hand­knattleiksdeildar Fram árið 1993 á miklum umbrotatímum. Fjárhags­staðan var erfið, en langþráð íþróttahús var í sjón­ máli og með því opnuðust ýmis sóknarfæri. Guðmundur var körinn formaður Fram árið 2000 og gegndi embættinu til 2007.

Forsíða Gríptu, tímarits handknattleiks­ deildar Fram vorið 1992. Forsíðuna prýddi Karl Karlsson, sem valinn var efnilegasti leik­maður Íslandsmótsins 1990-91 í kosn­ ingu leik­manna. Þá var hann valinn besti leik­maður Framliðsins.

287


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Vígsludagurinn var 21. ágúst 1994. Enn var þá langt í land að byggingin væri fullkláruð. Íþróttahúsið var tilbúið til æfinga en ekki keppni, þar sem áhorfendaaðstöðuna skorti. Þá átti enn eftir að ljúka frágangi á efri hæð hússins þar sem gert var ráð fyrir félagsaðstöðu, skrifstofum og aðstöðu til þrekþjálfunar. „Við skiluðum af okkur byggingunni og gengum úr stjórn með u.þ.b. tólf milljónir áhvílandi af skuldum, sem hefði átt að vera mjög viðráðanlegt,“ rifjaði Alfreð Þorsteinsson upp. „Ég man að það síðasta sem ég sagði í kveðjuræðunni minni á aðalfundinum, var að hvetja menn til að fara nú varlega og bíða með frekari framkvæmdir uns peningarnir væru til. Þegar ég kom í íþróttahúsið nokkrum vikum síðar, var verið að innrétta þar þreksal og bera inn tól og tæki...“7

Á byrjunarreit Gunnar Andrésson leikstjórnandi Framara lék sína fyrstu A-landsleiki árið 1991. Hann var í landsliðshópnum á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992, þar sem Íslendingar kepptu um bronsverðlaun. Vorið 1993 gekk hann svo til liðs við Aftureldingu úr Mosfellsbæ.

Brynjar Freyr Stefánsson lék á línunni hjá Framliðinu nær allan níunda áratuginn og fram á þann tíunda. Hann varð fyrsti umsjónarmaður íþróttahúss Fram og fram­ kvæmdastjóri handknattleiksdeildar auk þess að þjálfa fjölda yngri keppnisliða.

Um það leyti sem karlalið Fram var að falla niður í aðra deild, vorið 1993, mátti heita að rekstur handknattleiksdeildarinnar væri í gjörgæslu. Ekki voru mörg misseri liðin frá því að aðalstjórn félagsins hafði yfirtekið skuldir deildarinnar, en jafnskjótt hafði allt leitað í sama farið. Gripið hafði verið til harðra sparnaðaraðgerða um veturinn og ljóst að úr mun minna fé yrði að spila veturinn 1993-94. Um mánaðamótin apríl/maí bárust þær fregnir að þrír lykilmenn: Gunnar Andrésson, Jason Ólafsson og Páll Þórólfsson væru allir á förum til Aftureldingar. Þessi tíðindi voru mörgum mikil vonbrigði, enda höfðu Framarar í mörg ár horft til þessarar kynslóðar leikmanna sem vísis að nýju blómaskeiði. Þótt brottför þremenninganna væri kjaftshögg, var það þó huggun harmi gegn að Mosfellingar greiddu rausnarlega fyrir samninga þeirra og munu þær greiðslur hafa verið hærri en dæmi voru um fram að því í íslenskum handbolta. Ekki veitti af fyrir fjárvana handknattleiksdeildina. Á aðalfundi deildarinnar um vorið var Guðmundur B. Ólafsson fenginn nýr inn í starfið og strax gerður að formanni. „Mín tengsl við Fram höfðu einkum verið í gegnum fótboltann, en ég lét til leiðast. Aðkoman var svo sem ekki glæsileg. Fjárhagurinn var í steik og nær allir leikmennirnir hættu,“ sagði Guðmundur.8 Í júníbyrjun lá fyrir að byrjunarliðið frá fyrra ári væri farið eins og það legði sig – átta af tólf leikmönnum og líklega myndi fækka enn frekar.9 Eyjólfur Bragason gegndi áfram þjálfarastöðunni þennan vetur. Leik­manna­hópurinn sem hann hafði úr að spila var hálfgerður samtíningur af strákum úr yngri flokkunum og mönnum héðan og þaðan. Það var til lítils fyrir þjálfarann að leggja fram óskalista yfir leikmenn. Þess í

7  Viðtal við Alfreð Þorsteinsson 8  Viðtal við Guðmund B. Ólafsson 9  Gjörðabók stjórnarfunda Fram, fundur haldinn 2. júní 1993

288


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

stað velti stjórn deildarinnar vöngum yfir því hvort hægt væri að fá eldri leikmenn til liðsins gegn því að þeir þyrftu ekki að mæta á allar æfingar – eða hvort greiða mætti leikmönnum með matvælum sem hægt væri að betla úr ýmsum áttum. Framliðið komst vandræðalítið í sex liða úrslitakeppni annarar deildar þennan veturinn. Þar bitust Fram og Fjölnir um fimmta sætið og hafði Grafarvogsliðið að lokum betur. Í bikarkeppni HSÍ reyndust Framarar ekki mikil fyrirstaða fyrir Valsmenn í 32-liða úrslitum.

Kynslóðaskipti í kvennaboltanum Þegar Framstúlkur máttu sjá á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Stjörnunnar vorið 1991 óraði líklega fæsta fyrir því að félagið myndi ekki hampa Íslands­bikarnum aftur fyrir aldarafmælið. Búist var við að Stjarnan og Fram myndu halda áfram að bítast um titlana veturinn 1991-92, en margir litu einnig til Víkinga sem voru í talsverðri sókn. Nýtt keppnisfyrirkomulag var tekið upp í kvennaflokki, líkt og hjá körlunum. Leikið var í tíu liða deild, en átta efstu liðin mættust síðan í útsláttarkeppni. Stjarnan fór með sigur af hólmi í deildarkeppninni, Víkingur hafnaði í öðru sæti en Fram í því þriðja. Í fjórðungsúrslitunum lögðu Fram­ stúlkur Val í tveimur leikjum og komust þannig í undanúrslitaeinvígi gegn Víkingum, sem voru nýkrýndir bikarmeistarar. Framarar byrjuðu vel og unnu góðan sigur í Víkinni, 15:17 í fyrsta leik. Í Laugardalshöll snerist dæmið hins vegar við og Víkingskonur unnu, 16:17, svo grípa þurfti til oddaleiks. Þar virtust þær bláklæddu hins vegar gjörsamlega slegnar út af laginu og töpuðu með átta marka mun. Svo fór að lokum að Víkingar unnu Stjörnuna í fimm leikja úrslitaeinvígi, eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Í Evrópukeppni bikarhafa mætti Fram sænska liðinu Sävsjö HK og var það í fyrsta sinn sem íslenskt félagslið tók þátt í þeirri keppni. Samið var um að leika báða leikina í Svíþjóð. Eftir 15:14 sigur Framstúlkna í fyrri viðureigninni, töldu þær sig standa ágætlega að vígi en annað átti eftir að koma í ljós. Daginn eftir mætti þeim öflug sænsk vörn og lokatölur urðu 23:10 fyrir gestgjafana.10 Leikirnir voru opnunarleikir glæsilegrar nýrrar íþróttahallar sænska liðsins.11

Útlendur liðsstyrkur Heimir Karlsson lét af störfum sem þjálfari Framliðsins vorið 1992, en Guðríður Guðjónsdóttir tók við stjórninni. Búist var við Víkingum öflugum til leiks, eins og raunin varð. Lið þeirra sigraði átján sinnum og

Heimir Karlsson var þjálfari kvennaliðs Fram í þrjú keppnis­tímabil á árunum 1989-92. Undir hans stjórn varð Fram­liðið Íslands­meistari í nítjánda og síðasta sinn vorið 1990.

Árangur Fram á Íslandsmóti kvenna 1992-1999: 1991-92 1992-93 1993-94 1994-95 1995-96 1996-97 1997-98 1998-99

3. sæti af ellefu, 1. deild Úrslitakeppni: 4-liða úrslit 6. sæti af tólf, 1. deild Úrslitakeppni: 8-liða úrslit 3. sæti af ellefu, 1. deild Úrslitakeppni: 4-liða úrslit Sigraði KR í leik um 3. sæti 2. sæti af tíu, 1. deild Úrslitakeppni: Tap í úrslitaeinvígi 2. sæti af tíu, 1. deild Úrslitakeppni: 4-liða úrslit 5. sæti af níu, 1. deild Úrslitakeppni: 4-liða úrslit 8. sæti af átta, 1. deild Úrslitakeppni: 8-liða úrslit 2. sæti af tíu, 1. deild Úrslitakeppni: 4-liða úrslit

10  Morgunblaðið, 8. okt. 1991, íþróttablað bls. B2 11  Fréttabréf handknattleiksdeildar Fram, 4. árg. 2. tbl. 1991

289


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Fimmti flokkur árið 1993. Efri röð frá vinstri: Ásta Berit Malmquist, Ebba Björg Þorgeirsdóttir, Elva Björk Ragnars­dóttir, Bjarney Sonja Ólafsdóttir, Elísabet Péturs­dóttir, Arnþrúður Anna Gísla­dóttir, Hanna Kristín Bjarnadóttir og Ragnar Lárus Kristjánsson þjálfari. Fremri röð: María Jóhannsdóttir, Ingibjörg Ýr Jóhanns­dóttir, Auður Guðmundsdóttir, Berglind Elíasdóttir, María Kjartansdóttir, Lára Kristjana Lárus­dóttir og Brynja Steinars­dóttir

Hafdís Guðjónsdóttir átti glæstan feril með Framliðinu, líkt og systur hennar Guðríður og Díana. Hún var fyrirliði Fram undir það síðasta og lauk keppni með liðinu vor­ ið 2001. Hafdís er íþróttakennari að mennt og þjálfaði ýmsa yngri flokka félagsins.

gerði tvö jafntefli í deildarleikjunum tuttugu. Fram lauk hins vegar keppni með 22 stig, í sjötta sæti og missti m.a. Gróttu og ÍBV fram fyrir sig. Valskonur höfnuðu í þriðja sætinu og urðu því mótherjarnir í átta liða úrslitum. Valur vann fyrri viðureignina vandræðalítið, en tæpara stóð það þó í seinni leiknum. Þar þurfti að grípa til tveggja framlenginga, en að lokum hafði Hlíðarendaliðið betur. Auk viðureignar Fram og Vals voru bikarúrslitaleikir annars flokks karla og kvenna á dagskrá Laugardalshallar þetta sama kvöld og þurfti að tvíframlengja allar þrjár viðureignirnar!12 Í bikarkeppninni voru það Stjörnustúlkur sem slógu Fram úr keppni í undan­úrslitum. Árið eftir komu Framarar fram hefndum gegn Valskonum, með því að slá þær út úr fjórðungsúrslitum Íslandsmótsins í tveimur leikjum. Ákveðið hafði verið, þrátt fyrir þröngan fjárhag handknattleiksdeildar, að styrkja liðið með erlendum leikmanni – króatísku skyttunni Zelku Tosic. Hún reyndist góður liðstyrkur og árangurinn lét ekki á sér standa. Framliðið hafnaði í þriðja sæti með 32 stig, einungis tveimur stigum minna en Víkingur og Stjarnan. Máttu þessi þrjú lið teljast í nokkrum sérflokki. Víkingur og Fram bitust um hvort liðið fengi að keppa við Stjörnuna um Íslandsmeistaratitilinn. Framstúlkur mættu mjög ákveðnar til leiks í einvíginu og höfðu góða forystu í fyrsta leiknum. Þá gerðist það tvennt að Víkingum hugkvæmdist að taka Guðríði þjálfara úr umferð og Díana Guðjónsdóttir varð að fara meidd af leikvelli. Víkingsliðið seig fram úr á lokamínútunum og fagnaði sigri.13

12  13

290

Morgunblaðið, 19. mars 1993, bls. 44 Morgunblaðið, 25. mars 1994, bls. 50


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Framarar knúðu fram oddaleik með góðum sigri á Víkingum í Laugardalshöll, 19:16, þar sem Kolbrún Jóhannsdóttir varði tuttugu skot og hin króatíska Selka Tosic skoraði ellefu mörk.14 Varnarleikurinn og mark­varslan var í öndvegi í þriðja leik liðanna. Lokatölur urðu 13:11, Víkingum í vil. Úrslitin þýddu að Fram og KR þurftu að mætast í einvígi um þriðja sætið, til að fá úr því skorið hvort liðið fengi þátttökurétt í EHF-bikarnum, evrópu­keppni félagsliða. Reyndust Framarar þar mun sterkari og unnu báða leikina.

Loksins á heimavelli Veturinn 1994-95 fagnaði handknattleiksfólk í Fram því að geta loksins leikið heimaleiki sína á raunverulegum heimavelli, í nýja Framhúsinu. Ekki reyndist heimavöllurinn alltaf trygging fyrir múg og margmenni á leikjum, t.a.m. vakti blaðamaður Morgunblaðsins athygli á því að einungis sautján áhorfendur hefðu verið í húsinu til að fylgjast með Framstúlkum sigra Ármenninga í átta liða úrslitum bikarkeppninnar (að börnum og mökum meðtöldum).15 Á hinn bóginn má spyrja sig hversu tómlegt það hefði verið fyrir þessar sautján hræður að sitja á pöllum stærsta íþrótta­ húss landsins? Í spá forráðamanna liðanna í upphafi móts var Stjörnunni spáð nokkuð öruggum sigri, en að Fram og Víkingur myndu veita liðinu mesta keppni. Fram átti samkvæmt þessu að hafna í öðru sæti en Víkingar í því þriðja. Spáin gekk eftir. Framarar fylgdu Stjörnunni eins og skugginn, en töpuðu báðum innbyrðisviðureignunum naumlega með markatölunni 16:15. Að auki töpuðu Framstúlkur þriðja leiknum, gegn KR, í spennufalli rétt eftir bikarúrslitaleik en unnu alla aðra leiki í deildinni. Haukar úr Hafnarfirði reyndust ekki hafa roð í Framliðið í fjórðungsúrslitum, töpuðu 25:23 og 19:29. Oddaleik þurfti hins vegar í undanúrslitaeinvígi Fram og Víkings, eftir að liðin unnu hvort sinn heimaleikinn. Í þriðja leiknum voru gömlu jaxlarnir í Framliðinu í aðalhlutverkum. Kolbrún Jóhannsdóttir varði eins og berserkur í markinu og Guðríður Guðjóns­dóttir sneri aftur eftir handarbrot og spilaði með í vörninni, lék raunar með spelku.16 Lokatölur voru 22:20. Eftir það sem á undan var gengið, olli úrslitaeinvígi Fram og Stjörnunn­ar nokkrum vonbrigðum. Stjörnustúlkur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í þremur leikjum, þar sem einungis viðureignin í Framheimilinu gat talist spennandi, en henni lauk 19:20. Fyrsti og þriðji leikurinn voru hins vegar hálfgerð einstefna, 26:20 og 16:8 – en í þeirri síðarnefndu vörðu markmenn liðanna samanlagt rúmlega fjörutíu skot.17

14  15  16  17

Íþróttahús þjóna fjölbreyttari tilgangi en fyrir æfingar og keppni. Ýmiss konar hátíðar­samkomur og dansleikir hafa farið fram í húsinu.

DV, 29. mars 1994, bls. 17 Morgunblaðið, 10. des. 1994, íþróttablað, bls. C4 Morgunblaðið 10. mars 1995, íþróttablað, bls. D1-D3 Morgunblaðið 10. mars 1995, íþróttablað, bls. C2-C3

291


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Keppt fyrir misskilning Framstúlkur drógust gegn liði frá Aserbaídsjan í fyrstu umferð EHFkeppninnar 1994-95 og slóvösku félagsliði í annarri umferð. Guðríður Guðjónsdóttir var ekki par ánægð í samtali við Morgunblaðið og sagði að Framarar hefðu ekki tekið þátt í keppninni ef þeir hefðu vitað að öll liðin yrðu sett í einn pott. „Áður var liðunum í fyrstu umferð skipt eftir svæðum til að minnka ferðakostnaðinn. Það má segja að þeir sem stjórna hjá Evrópusambandinu séu með þessu fyrirkomulagi að ganga frá keppninni dauðri. Það hafa fá lið efni á að taka þátt í keppni með þessu sniði.“ (Mbl., 19. okt. 1994)

Næstum lentar í miðju stríði Gjaldkerar íþróttafélaga og stuðningsmenn íslenskra dægurlaga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva eiga það sameiginlegt að bölva sundurlimun Sovétríkjanna og Júgó­slavíu á tíunda áratug síðustu aldar. Með því varð til aragrúi smáríkja sem hvorki kunna að meta íslenskt blöðrupopp né eru tengd Leifsstöð með reglulegu áætlanaflugi. Sem fyrr segir tryggði Fram sér þátttökurétt í EHF-keppninni með því að leggja KR-stúlkur að velli í leik um þriðja sætið á Íslandsmótinu vorið 1994. Þessi tilhögun má raunar teljast ansi undarleg í ljósi þess að samkvæmt henni komst Fram í Evrópukeppni en ekki Stjarnan sem þó hafði lent ofar bæði í deildarkeppninni og úrslitakeppninni. Framarar létu hins vegar akademískar vangaveltur um réttlæti og ranglæti ekki vefjast fyrir sér, heldur bjuggu sig til utanfarar. Andstæðingarnir í fyrstu umferð komu einmitt frá einu hinna nýfrjálsu Sovétlýðvelda. Halita Baku frá Aserbaídsjan var með öllu óþekkt stærð fyrir Framara, en hafði þó komist í fjórðungsúrslit sömu keppni árið áður. „Við vorum nú ekki alveg róleg fyrir þetta ferðalag.“ rifjaði Sigurður Tómas­son fyrrum forystumaður hand­knattleiks­deildar upp. „Þetta var eins langt í burtu og hægt var að komast í þessari keppni. Og ekki bætti úr skák að stjórnmálaástandið var verulega ótraust þarna. Svo braust úr borgarastyrjöld í landinu daginn áður en við áttum að fljúga út og Evrópska handboltasambandið dæmdi okkur sigur. – Það hefði nú samt verið gaman að fara til Baku.“18 Í næstu umferð drógust Framstúlkur gegn Slovan Duslo Sala frá borginni Bratislava í Slóvakíu, en athygli vakti að öll þrjú íslensku liðin sem eftir voru í Evrópukeppnii karla og kvenna drógust gegn liðum frá 18  Viðtal við Sigurð I. Tómasson

Fimmti flokkur, veturinn 1993-94. Efri röð frá vinstri: Sigurður Egill Þorvaldsson þjálfari, Dóra Sif Sigurðardóttir, Arnþrúður Felix­dóttir, Inga Huld Alfreðsdóttir, Gerður Guðmunds­ dóttir, Erna Sigurðardóttir, Védís Hervör Árnadóttir og Ragnheiður Elíasdóttir þjálf­ ari. Fremri röð: Brynja Vala Bjarnadóttir, Alda Mjöll Sveinsdóttir, Guðrún Bjartmarz, Margrét Friðgeirsdóttir og Lúcinda Árnadóttir.

292


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

fyrrum Tékkóslóvakíu. Slóvaska liðið keypti heimaleikinn af Fram, enda var meginmarkmið Framara að sleppa eins ódýrt út úr ævintýrinu og mögulegt væri. Fyrri viðureignin reyndist hálfgerð martröð. Framstúlkur lögðu upp með að spila langar sóknir og ógna mikið inn í vörnina, en dómarar leiksins gerðu engar athugasemdir við það þótt slegið væri í hendur sóknarmanna til að vinna boltann. Heimaliðið skoraði því heil átján mörk eftir hraðaupphlaup og sigraði stórt, 33:14. Í seinni leiknum löguðu Framarar sig að þessum áherslum rúmensku dómaranna og töpuðu að lokum með aðeins sex marka mun, 27:21 og þótti það harla góður árangur gegn liði sem fór að lokum í undanúrslit keppninnar.19

Guðríður – og mark Hápunktur keppnistímabilsins 1994-95 var án efa sigurinn í bikarkeppni HSÍ. Áður hefur verið getið um hinn fámenna en góðmenna leik gegn Ármenningum í átta liða úrslitum. Í undanúrslitunum voru mótherjarnir KR-ingar, sem Guðríður Guðjónsdóttir afgreiddi nánast upp á sitt einsdæmi, svo blaðamaður Morgunblaðsins greip til líkingamáls úr þjóðar­ íþróttinni: „Þetta var orðið eins og í glímunni í gamla daga. Þá var það: „Stigið – Sigtryggur vann“, en núna var það: „Guðríður – og mark“.“20 Framstúlkur lögðu KR með 27 mörkum gegn nítján og bjuggu sig undir úrslitaleik gegn Stjörnunni. Bikarúrslitaleikir karla og kvenna fóru nú fram á sama degi í Laugardalshöll, en misbrestur hafði orðið á því á undanförnum árum. Guðríður þjálfari gat ekki beitt neinum glímutökum þegar í úrslitaleikinn kom, því hún sat á varamannabekknum með höndina í fatla. Leikurinn reyndist einn sá tvísýnasti í sögu bikarkeppni HSÍ. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka hafði Stjarnan þriggja marka forskot, 14:17. Framstúlkur skoruðu hins vegar þrjú síðustu mörkin, það síðasta gerði Díana Guðjónsdóttir úr vítakasti. Í fyrri framlengingunni kom það í hlut Framara að missa niður forystu. Fram skoraði tvisvar, en Stjarnan svaraði með tveimur mörkum og aftur þurfti að framlengja. Í síðari framlengingunni komst Stjarnan í 20:21, en Fram skoraði tvö síðustu mörkin – Þórunn Garðarsdóttir það síðara þegar sjö sekúndur voru eftir.21 Að leik loknum tók Selka Tosic, fyrirliði Fram, við bikarnum – þeim ellefta í sögunni.

Margrét Blöndal var í hinu sigursæla Fram­ liði sem bar höfuð og herðar yfir önnur lið mestallan níunda áratuginn.

19  Morgunblaðið, 23. nóv. 1994, íþróttablað bls. D3 20  Morgunblaðið, 19. jan. 1995, íþróttablað, bls. C3 21  DV, 6. feb. 1995, bls. 24

293


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Guðríður Guðjónsdóttir var útnefnd Íþrótta­maður Reykjavíkur 1995. Auk hennar hefur Frömurunum Marteini Geirssyni og Pétri Ormslev öðlast þessi heiður. Titilinn hlaut Guðríður ekki hvað síst fyrir að hafa leitt Fram­stúlkur til sigurs í bikarkeppni HSÍ, en það var í ellefta sinn sem hún varð bikar­meistari. Enn átti einn bikarmeistaratitill eftir að bætast í safnið.

Landsleikur eftir sjö ára hlé Snemma árs 1996 mætti íslenska landsliðið því rússneska í forkeppni EM. Vegna meiðsla lykilmanna lét Guðríður Guðjóns­dóttir undan þrábeiðni landsliðsþjálfarans og gaf kost á sér í landsliðshópinn á nýjan leik. Þá voru sjö ár liðin frá því að hún lék síðast með íslenska landsliðinu. Þetta sama ár hlaut Guðríður sæmdarnafnbótina Íþrótta­ maður Reykjavíkur. (Mbl., 3. feb. 1996)

Titlar Kolbrúnar Eftir sigur Framara í bikarúrslitunum 1995 birti Morgunblaðið töflu þar sem tíundaðir voru allir meistaratitlar hennar. Þeir reyndust 46 talsins. Þrettán Íslandsmeistaratitlar í handknattleik. Átta titlar fyrir keppni utanhúss, tíu bikarmeistaratitlar og fjórtán fyrir Reykjavíkurmótið. Einn var þá ótalinn – Íslandsmeistaratitill í knattspyrnu innanhúss árið 1974! (Mbl., 7. feb. 1995)

Kolbrún kveður Veturinn 1995-96 markar tímamót í sögu kvennahandknattleiks í Fram. Það var síðasta heila tímabil Kolbrúnar Jóhannsdóttur í markinu, en hún náði að spila sinn sexhundraðasta meistaraflokksleik þennan vetur. Ekki var ferli Kolbrúnar þó alveg lokið, því hún átti síðar eftir að hlaupa í skarðið þegar meiðsli hrjáðu markverði Framliðsins og kom meðal annars við sögu í bikarkeppninni 1999 þegar Framliðið fór alla leið. Frömurum var spáð fjórða sæti í árlegri spá þjálfara og fyrirliða félaganna, en liðið fékk litlu færri stig en Víkingar og Haukar sem voru að koma fram sem stórveldi í íslenskum kvennahandbolta.22 Framliðið hafði raunar orðið fyrir nokkurri blóðtöku þar sem Díana Guðjónsdóttir og Selka Tosic voru báðar farnar úr herbúðum félagsins. Fram lék til úrslita í bikarkeppni HSÍ í tólfta sinn, en að þessu sinni gerðist það í fyrsta skipti að liðið fór ekki með sigur af hólmi. Andstæðingarnir voru Stjörnustúlkur og um tíma leit út fyrir að tólfti bikarmeistaratitillinn kæmi í hús, þrátt fyrir fjóra lykilmenn meidda utan vallar – þar á meðal þjálfarann Guðríði og Ósk Víðisdóttur. Framarar komust yfir 13:12 þegar hálf mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Á lokasekúndunni tókst Stjörnunni hins vegar að jafna og knýja fram framlengingu, þar sem Garðabæjarliðið skoraði bæði mörkin. Stjarnan fór sömuleiðis með sigur af hólmi í deildarkeppninni, hlaut einu stigi meira en Framliðið sem var í öðru sæti. Í fjórðungsúrslitum lögðu Framarar KR-inga í þriggja leikja hrinu, en töpuðu svo í tveimur viðureignum gegn spútnikliði Hauka sem urðu að lokum Íslandsmeistarar með því að sigra í þremur síðustu viðureignunum í fimm leikja einvígi gegn Stjörnunni. 22

294

Morgunblaðið, 29. sept. 1995, íþróttablað, bls. C3


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Sigrar og töp í Evrópu Mótherjar Fram í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa veturinn 1995­ 96 voru liðið Meeuwen frá samnefndum smábæ í flæmskumælandi hluta Belgíu. Að venju seldu Framstúlkur heimaleikjaréttinn frá sér og léku báðar viðureignirnar ytra. Um tíma virtist þar hafa verið teflt á tæpasta vað, þar sem fyrri viðureigninni lauk með jafntefli 19:19 í leik sem var í járnum allan tímann. Í síðari leiknum var hins vegar aldrei spurning um úrslitin. Fram sigraði með 24 mörkum gegn átján og var komið í sextán liða úrslit. Þar voru mótherjarnir gamlir kunningjar úr Byåset Idrettslag frá Noregi. Íslenskt handknattleiksfólk kveinkaði sér undan kostnaðin­um vegna keppnis­ferða þessara og vann Morgunblaðið mikla úttekt af því tilefni. Sigurður Tómasson, formaður meistaraflokksráðs kvenna varð fyrir svörum: „Stúlkurnar hjá Fram hafa metnað til að standa sig og ná árangri – og það er krydd í tilveruna að víkka sjóndeildarhringinn og fá tækifæri til að leika gegn erlendum liðum. ... Kostnaður okkar við ferðina til Belgíu fer ekki undir áttahundruð þúsund og ég tel að við náum að brúa það. Stúlkurnar hafa lagt mikla vinnu á sig og þá hafa þær fengið ómetanlega aðstoð frá eldri leikmönnum.“23 Báðir leikirnir gegn Byåsen voru leiknir í Þrándheimi. 1.400 áhorfendur mættu á fyrri viðureignina, þar sem norska liðið fór hamförum og sigraði með sextán marka mun, 30:14. Í síðari leiknum varð munurinn eilítið minni, 27:18.24 Í næstu umferð lagði norska liðið að velli hið gamalkunna stórveldi Spartak Kiev en tapaði að lokum fyrir Evrópumeistaraefnum Giessen Lützellinden frá Þýskalandi.

Hugrún Þorsteinsdóttir var markvörður Fram­liðsins um árabil og átti einna stærst­ an þátt í bikarmeistaratitlinum 1999. Sama ár var hún valin besti markvörður fyrstu deildar.

23  Morgunblaðið, 14. okt. 1995, íþróttablað, bls. D3 24  Morgunblaðið, 21. nóv. 1995, íþróttablað, bls. C3

Átta formenn handknattleiksdeildar Fram á góðri stundu. Frá vinstri: Birgir Lúðvíksson, Guðmundur B. Ólafsson, Ragnar Ó. Steinars­son Sigurður I. Tómasson Knútur G. Hauksson Friðgeir Indriðason Kjartan Þ. Ragnarsson og Gunnar Ágústsson.

295


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Barnafargan á hliðarlínunni Eitt af því sem einkenndi kvennalið Fram um árabil var hversu lengi leikmennirnir héldu úti með liðinu. Í viðtali við Morgunblaðið vorið 1996 útskýrði Guðríður Guðjónsdóttir leyndarmálið að baki þessu: „Fram er með elsta liðið í deildinni og sagt er að það sé svo gaman hjá okkur að stelpurnar komi aftur þótt þær fari í barnsburðarleyfi, ólíkt því sem víða er. Í Framliðinu eru mæður fimmtán barna, þar af eru sex konur sem eiga tvö börn hver. Þetta finnur þú ekki í öðrum félögum.“ (Mbl. 21. mars 1996)

Fimmti flokkur 1999. Efri röð frá vinstri: Díana Guðjóns­dóttir aðstoðar­þjálfari, Thelma Hrund Kristjáns­ dóttir, Nína Sördal, Harpa Jóhanns­dóttir, Brynja Ingimarsdóttir, Sandra Kristjáns­ dóttir, Ásdís Elva Jónsdóttir, Hafdís Björk Jónsdóttir, Marthe Sördal og Hafdís Ebba Guðjóns­dóttir þjálfari. Neðri röð: Ástrós Eir Kristjánsdóttir, Sigrún María Einarsdóttir, Sara Lind Brynjólfsdóttir, Rakel Sif Hauksdóttir, Elfa Arnardóttir, Elísa Hrund Gunnarsdóttir, Linda Sigurðardóttir, Anna Gunnlaug Friðriksdóttir, Brynja Björk Arnardóttir og Hjörtur Árni Jóhannsson aðstoðarþjálfari. Liggjandi fremst: Hildigunnur Einars­dóttir, Sigur­björg Jóhannsdóttir og Helga Vala Jóns­dóttir.

296

Gurrý kveður líka... í bili Á rétt rúmu ári máttu Framarar sjá á eftir tveimur af litríkustu íþrótta­ mönnum í sögu félagsins. Fyrst Kolbrúnu Jóhannsdóttur og því næst Guðríði Guðjónsdóttur sem lagði skóna á hilluna vorið 1997 (þótt annað ætti eftir að koma í ljós) og lét af störfum sem þjálfari Fram eftir að hafa setið við stjórnvölinn í fimm ár samfellt og sjö ár alls. Þá átti hún meira en tuttugu ára keppnisferil að baki í meistaraflokki. Baráttan um Íslandsbikarinn var á þessum árum milli Hauka og Stjörnunnar, þar sem önnur lið komu lítt við sögu. Fram hafnaði í fimmta sæti og sló Víkinga út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir oddaleik. Í undanúrslitum voru mótherjarnir hins vegar Stjörnustúlkur sem unnu tvo auðvelda sigra. Haukar urðu Íslandsmeistarar þetta árið og hömpuðu einnig bikarnum, eftir að hafa slegið Fram úr keppni í fjórðungsúrslitum. Gústaf Björnsson tók á nýjan leik við Framliðinu, en undir hans stjórn átti liðið eftir að upplifa ótrúlegar sveiflur á næstu tveimur leiktíðum. Keppnisliðum í kvennaflokki hafði fækkað jafnt og þétt og voru nú komin niður í átta. Leikin var þreföld umferð og því næst efnt til úrslitakeppni sem fyrr, þótt ljóst væri frá byrjun að öll liðin kæmust í þá keppni. Skemmst er frá því að segja að Framstúlkur unnu ekki einn einasta leik í deildarkeppninni, gerðu þrjú jafntefli og töpuðu átján sinnum. Stigataflan segir þó ekki nema hálfa sögu, því Framarar léku oft prýðisvel, fengu fáa skelli og af jafnteflunum þremur voru tvö gegn toppliðunum Haukum og Stjörnunni. Topplið Stjörnunnar átti þó ekki í vandræðum með að sigra Fram í tveimur leikjum í úrslitakeppninni, enda hafði 31 stig skilið liðin að í deildinni.


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Hugrún Þorsteinsdóttir tekur við verðlaunum úr hendi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar­stjóra að loknum bikarúrslitaleiknum 1999. Til hliðar standa Erna Eiríksdóttir og Svanhildur Þengilsdóttir.

Blásið til sóknar Eftir þessa útreið komst stjórn handknattleiksdeildar að þeirri niðurstöðu að einungis tveir kostir væru í stöðunni, að gera ekkert og taka áhættuna á að meistaraflokkurinn lognaðist út af eða blása til sóknar. Samið var við tvo rússneska leikmenn, fyrir milligöngu Olegs Titovs leikmanns karla­liðsins. Þær Marina Soueva og Olga Prokhorova reyndust öflugur liðsstyrkur. Þá kom til félagsins ungur leikmaður frá Húsavík, Jóna Björg Pálmadóttir, dóttir stórskyttunnar og gamla Framarans Pálma Pálmasonar. Fram og Stjarnan bitust um toppsætið í tíu liða deildarkeppninni. Garðbæingar höfðu betur, náðu 29 stigum gegn 28 stigum Fram. Þegar farið var að hitna í kolunum, gerðust þau tíðindi að Guðríður Guðjónsdóttir, sem dútlað hafði við æfingar hjá B-liði Fram í annarri deildinni, lét tilleiðast og mætti til leiks á ný með aðalliðinu. Úrslitakeppnin gekk raunar ekki eins vel og deildarkeppnin. Í fjórðungsúrslitum mætti Fram liði Eyjakvenna og vann öruggan sigur í fyrsta leik. Viðureigninni í Eyjum lauk hins vegar með stórsigri ÍBV, sem hefur löngum verið erfitt lið heim að sækja. Oddaleikurinn var afar sveiflukenndur. Í fyrri hálfleik skoraði Fram tólf mörk gegn tveimur, en í þeim síðari mátti litlu muna að gestirnir ynnu þann mun upp.25 Framarar sluppu ekki eins vel frá viðureignum sínum við FH-inga í undanúrslitum. Hafnarfjarðarliðið, sem hafði endað í sjötta sæti deildarinnar, tapaði fyrsta leiknum en vann tvo þá næstu. Það kom því í hlut FH en ekki Fram að kljást við Stjörnuna um Íslandsbikarinn. Tólfti bikarmeistaratitill kvennaliðs Fram vannst snemma árs 1999. Í fyrstu umferð keppninnar sat Framliðið hjá, í fjórðungsúrslitunum var lið Gróttu/KR lagt að velli, 28:25 og í undanúrslitum gerðu Framarar góða ferð til Eyja og sigruðu 17:21.

Þjálfarar kvennaliðs Fram 1991-1999: 1991-92 1992-93 1993-94 1994-95 1995-96 1996-97 1997-98 1998-99

Heimir Karlsson Guðríður Guðjónsdóttir Guðríður Guðjónsdóttir Guðríður Guðjónsdóttir Guðríður Guðjónsdóttir Guðríður Guðjónsdóttir Gústaf Björnsson Gústaf Björnsson

25  Morgunblaðið, 25. mars 1999, íþróttablað, bls. C2

297


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Haukar voru andstæðingarnir í Laugardalshöllinni, þar sem áhorfendur voru um þúsund talsins. Vakti sérstaka athygli hversu mikla vinnu stuðningsmennirnir höfðu lagt á sig með andlitsmálningu, borðum, fánum og rauðum og bláum treyjum. Fyrirliðinn Hugrún Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Fram sem náði fimm marka forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik söxuðu Hafnfirðingar á forskotið, en náðu aldrei að jafna metin. Lokatölur, 17:16. Eftir verðlaunaafhendinguna héldu leikmenn Framliðsins með bikarinn í Framheimilið, þar sem Guðjón Jónsson hélt upp á sextugsafmælið sitt og var vel fagnað.26 Marina Zueva var valin leikmaður Íslandsmótsins í lok keppnistímabilsins.

Viðspyrnan hefst

Heimir Ríkharðsson stýrði í mörg ár unglinga­ráði handknattleiksdeildar Fram og var barna- og unglinga­starf félagsins víð­frægt. Hann þjálfaði geysi­marga yngri flokka Fram auk unglingalandsliða Íslands. Heimir var aðalþjálfari meistaraflokks karla í fjögur ár, 2001-05.

Við skildum við karlalið Fram vorið 1994 fyrir miðri annarri deild. Fjármál hand­knattleiksdeildarinnar höfðu verið endurskipulögð og grynnkað á skuldum í samstarfi við aðalstjórn félagsins. Bryddað var upp á nýjungum í starfseminni, s.s. íþróttaskóla fyrir börn á leikskólaaldri sem starfræktur hefur verið frá 1993 og notið mikilla vinsælda. Tilkoma íþróttahússins gjörbreytti rekstrarumhverfi hand­knattleiks­ deildar­innar og umsvifin stórjukust. Ákveðið var að deildin skyldi sjá um rekstur nýja hússins á sama hátt og knattspyrnudeildin hafði rekið félagsheimilið um árabil. Brynjar Freyr Stefánsson, sem lék um árabil á línunni með Fram, var ráðinn fyrsti forstöðumaður hússins jafnframt því að gegna stöðu framkvæmdastjóra deildarinnar. Brynjar segir að mikilvægi íþróttahússins verði ekki ofmetið. „Húsið breytti Fram úr miðlungsklúbbi í topp-handknattleiksfélag. Það 26

Fyrsti stórleikurinn í íþróttahúsi Fram. Víkingar komu í heimsókn í undanúrslit­ um bikarkeppni HSÍ að viðstöddum 600 áhorfendum.

298

Morgunblaðið, 16. feb. 1999, íþróttablað, bls. B3


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

var búið að vera fínt unglingastarf í mörg ár, ekki hvað síst fyrir tilstilli Heimis Ríkharðssonar, en aðstöðuleysið var farið að standa því fyrir þrifum. Fjárhagurinn var líka búinn að vera í rjúkandi rúst lengi, en með því að hafa fastan samastað var hægt að ná viðspyrnu. Við gátum t.d. selt auglýsingar á veggina eins og okkur sýndist eftir að farið var að leika þar deildarleiki.“27 Inni á leikvellinum fór ástandið sömuleiðis batnandi. Fram hafnaði í efsta sæti annarrar deildar veturinn 1994-95 og fékk að launum fjögur stig í forgjöf í sex liða úrslitakeppninni. Þá virtist hins vegar úr Frömurum allur vindur og liðið bætti aðeins við sig fimm stigum í leikjunum tíu.

Tröllið Titov Framarar mættu sterkir til leiks í annarri deild karla veturinn 1995-96 Guðmundur Þ. Guðmundsson tók við þjálfun liðsins, en hann hafði áður komið Aftureldingu upp í efstu deild og lagt grunninn að gullaldarliði Mosfellinga. Til að treysta hópinn var fenginn til liðsins 28 ára rússneskur línumaður og varnarjaxl, Oleg Titov. Hann hafði orðið Evrópumeistari með Krasnodar árið 1990, sem var um þær mundir ígildi rússneska landsliðsins. Árið eftir lék hann 25 landsleiki fyrir Samveldi sjálfstæðra ríkja, sem svo nefndist fyrst eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur.28 Fram og HK reyndust yfirburðalið í deildinni. Fram fór með sigur af hólmi í sjálfri deildarkeppninni, en HK sigraði í sex liða úrslitakeppninni. Í vali Íþróttablaðsins á úrvalsliði annarrar deildar voru fjórir leikmenn af sjö úr röðum Fram. Litlu mátti raunar muna að keppnistímabilið

Skáldið á línunni Línumaðurinn Oleg Titov er einn snjallasti handknattleiksmaður sem leikið hefur á Íslandi, en honum er fleira til lista lagt. Árið 2001 sendi Titov frá sér ljóðabókina „Hvar er hjarta þitt Ísland“, en Eyvindur Erlendsson þýddi úr rússnesku. Í inngangi verksins dregur skáldið upp kúnstuga mynd af hinu furðulega menningarfyrirbæri handknattleiknum: „Þá eru það leikmennirnir, leikarar í rullum eins og minni. Andstæðingarnir eru reiðubúnir að myrða mann strax, á meðan leikurinn stendur en samherjarnir stax að leik loknum, hafi maður ekki staðið undir væntingum þeirra. Ægilegastir voru þeir þó þegar þeir söfnuðust í hring fyrir leik og hrópuðu samtaka heitingar um að berjast, sigra og hníga dauðir niður. Einu sinni skellti ég upp úr því mér fannst ég vera staddur í þvögu einhvers fornaldarættbálks að espa sig upp til atlögu við mammút. … En hið normala líf fer sínu fram í þessum hópi sem öðrum. Ástinni lýstur niður af og til og þá gjarnan með bumbum og básúnum, því þetta eru yfirleitt kappsamir og viljasterkir strákar og engir tilfinningalegir aukvisar.“ (Titov, Oleg: Hvar er hjarta þitt Ísland, bls. 7-8)

27  Viðtal við Brynjar Frey Stefánsson 28  Morgunblaðið, 30. ágúst 1995, bls. C1

Meistaraflokkur 1995-96, sem tryggði sér sæti í fyrstu deild. Efri röð frá vinstri: Davíð Þorvalds­son, Hilmar Bjarnason, Jón Andri Finns­son, Ármann Sigurvinsson, Jón Þórir Jóns­son, Oleg Titov, Magnús Arngrímsson, Sigurður Guðjóns­son, Guðmundur Þór Jónsson liðs­ stjóri og Guðmundur B. Ólafsson formað­ ur hand­knattleiks­deildar. Neðri röð: Valtýr Thors, Vilhelm Sigurðs­son, Þór Björnsson, Heiðar Örn Gunnlaugsson, Guðmundur Þ. Guðmunds­ son þjálfari og Siggeir Magnússon.

299


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Fram á „Litlu Ólympíuleikunum“ Sumarið 1996 var haldin mikil alþjóðleg íþróttahátíð í Danmörku í tilefni af hundrað ára afmæli Danska íþróttasambandsins, sem heimamenn kölluðu „Litlu Ólympíuleikana“. Fram sendi þriðja flokk pilta og stúlkna til leiks í keppninni. Piltaliðið öðlaðist óvænta frægð í ferðinni, en leikur þess gegn liði frá Tævan var tvívegis sýndur í danska sjónvarpinu meðan á mótinu stóð og þá sérstaklega leikkafli þar sem Framarar héldu jöfnu þrátt fyrir að leika þremur leikmönnum færri. Framliðið hafnaði að lokum í öðru sæti. (Mbl., 5. okt. 1996)

Víkingar á pöllunum Leikmenn Fram fengu stuðning úr óvæntri átt í rimmu sinni gegn ÍBV í átta liða úrslitum Íslandsmótsins vorið 1998. Hópur stuðningsmanna Víkings mætti í Framhúsið klæddur Víkingstreyjum, barði bumbur og hvatti leikmenn Fram. Skýringin var sú að stuðningsmennirnir voru gramir Eyjamönnum sem höfðu tapað óvænt fyrir ÍR í lokaumferð deildarinnar – úrslit sem kostuðu Víkinga fyrstu­deildar sætið.

yrði enn eftirminnilegra, því Framarar voru ekki fjarri því að komast í úrslit bikarkeppninnar. Í fyrstu umferð sló liðið út fyrstu deildar lið ÍR og þar á eftir fylgdu sigrar á Kópavogsliðunum HK og Breiðabliki. Í undanúrslitum tóku Framarar á móti Víkingum í ótrúlega sveiflukenndum leik. Í byrjun fyrri hálfleiks virtust gestirnir hafa örugga forystu, en tókst ekki að skora í rúmar fimmtán mínútur og Fram komst í 15:13. Undir lokin seig fyrstu deildar liðið þó fram úr og vann sigur, 16:19, og þar með sæti í bikarúrslitunum gegn KA. Reynir Þór Reynisson, markvörður Víkings, var Frömurum erfiður í bikarleiknum. Þegar Víkingar féllu þá um vorið, flutti hann sig hins vegar í Safamýrina og lék í marki Fram næstu misserin. Framarar fengu níu leikmenn til liðs við sig fyrir fyrstu deildar slaginn, þar á meðal Akureyringinn Sigurpál Árna Aðalsteinsson og tvo úr ÍR, Njörð Árnason og Daða Hafþórsson, sem reyndar var uppalinn Framari. Var liðinu spáð ágætu gengi og sagðist Jóhann Ingi Gunnarsson búast við að Fram yrði „spútnik“-lið deildarinnar, í frægu viðtali í Morgunblaðinu. Sá spádómur féll þó algjörlega í skuggann af ummælum Jóhanns Inga um einstaka leikmenn, skapgerðarbresti þeirra og svokallaða „Cocoa Puffs-kynslóð“ sem ollu miklu fjaðrafoki.29 Það varð ljóst strax í byrjun að Framarar myndu hafna í efri hlutan­ um. Athygli vakti þegar liðið vann nítján marka sigur á FH-ingum í seinni hluta nóvember, 34:15. Var það talinn stærsti ósigur Hafnarfjarðarliðsins á Íslandsmóti. Að lokum hafnaði Fram í fimmta sæti deildarinnar með 24 stig og fékk það hlutskipti að mæta Eyjamönnum í úrslitakeppninni. Fram hafði betur í framlengdum oddaleik í Vestmannaeyjum, þar sem heimamenn tjölduðu öllu til og fengu Alþingismanninn Árna Johnsen til að hita upp fyrir leikinn.

(Mbl., 26. mars 1998) 29

Reykjavíkurmeistarar fjórða flokks 1999-94, A-lið. Efri röð frá vinstri: Heimir Ríkharðsson þjálfari, Haukur Snær Hauksson, Helgi Sveins­son, Fannar Már Stefánsson, Vilhelm Sigurðs­son, Óttar Sigurðsson, Haukur Magnús­son og Einar Björnsson. Neðri röð: Baldur Knútsson, Símon Gísli Símonar­son, Daníel Bjarnason, Trausti Ó. Sigurðs­son og Davíð Torfason.

300

Morgunblaðið, 18. sept. 1996, bls. C2-C3


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Aftur þurfti að grípa til oddaleiks í undanúrslitaeinvígi Fram og deildarmeistara Aftureldingar. Mosfellingar fögnuðu eins marks sigri, en Framarar urðu fyrir því áfalli snemma leiks að missa Daða Hafþórsson út af með vægan heilahristing. Litlu mátti því muna að Framarar léku til úrslita um Íslandsmeistaratitil sem nýliðar í deildinni, en Guðmundur þjálfari benti á að álagið hefði orðið of mikið á lokasprettinum, þar sem liðið lék tíu leiki á 26 dögum.30

Svo nærri... Veturinn 1997-98 skildi eftir sig margar minningar hjá stuðningsmönnum Fram, sumar hverjar nokkuð beiskar. Þetta tímabil komst Fram í seilingar­ fjarlægð við stóru titlana þrjá, en missti þó af þeim öllum. Í spá forráðamanna fyrstu deildar liðanna urðu Haukar og Aftur­ elding jöfn að stigum, Valsmenn komu fast á hæla þeirra en Frömurum var spáð fjórða sætinu. Leikmannahópurinn var nánast óbreyttur frá fyrra ári, utan að Gunnar Berg Viktorsson kom frá Vestmannaeyjum. Framarar fóru illa af stað og töpuðu þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum. Þá hrökk liðið hins vegar í gang og vann fjórtán af þeim átján leikjum sem eftir voru. Fyrir lokaumferðina var Fram komið í efsta sæti og hefði dugað jafntefli gegn FH-ingum í síðasta leiknum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og þar með fyrsta „stóra“ bikarinn frá 1972. Taugarnar brugðust þegar á hólminn var komið og Hafnfirðingar unnu eins marks sigur, 23:22. Fyrir vikið tókst KA-mönnum að skjóta Frömurum aftur fyrir sig, en fjögur lið urðu jöfn að stigum á toppnum: KA, Fram, FH og Aftur­elding.31 Safamýrarpiltum gafst ekki langur tími til að brynna músum yfir þessum úrslitum, því við tóku leikir gegn Eyjamönnum í úrslitakeppninni. Þar byrjuðu liðin á að vinna hvort sína viðureignina á heimavelli, en í oddaleiknum héldu Frömurum engin bönd og þeir sigruðu með tíu marka mun, 18:28. Guðmundur þjálfari gat þó ekki á sér setið og gagnrýndi hvernig varnarmenn ÍBV hefðu fengið að ólmast í Oleg Titov á línunni: „Það er hangið í honum og hann laminn án þess að nokkuð sé gert í því. Hann á ekki að þurfa að þola miklu meiri barsmíðar en aðrir línumenn þótt hann sé þetta hávaxinn.“32 Oddaleik þurfti sömuleiðis í einvígi Fram og FH í undanúrslitunum, eftir að bæði lið höfðu unnið sannfærandi sigra á heimavöllum sínum. Þriðja viðureignin varð æsispennandi og þurfti að grípa til framlengingar. Oleg Titov átti þó færi á að ljúka leiknum í venjulegum leiktíma, en skaut í stöng úr vítakasti undir blálokin fram hjá hinum suður-kóreanska markverði FH, Suik Hyung Lee. „Þar með mættust í hita leiksins tveir bestu handknattleiksmenn landsins, Titov og Lee“, skrifaði blaðamaður

30  31  32

Vilhelm S. Sigurðsson og Einar Jónsson voru fulltrúar Fram í unglingalandsliði Íslands á alþjóðlegu móti í Þýskalandi síðla árs 1995. Báðir eiga að baki meistara­ flokksleiki með Fram, auk þess sem Einar hefur þjálfað ýmis kapplið félagsins.

Árangur Fram á Íslandsmóti karla 1994-2000: 1993-94 1994-95 1995-96 1996-97 1997-98 1998-99 1999-00

5. sæti af tíu, 2. deild Úrslitakeppni: 6. sæti af sex 1. sæti af níu, 2. deild Úrslitakeppni: 4. sæti af sex 1. sæti af níu, 2. deild Úrslitakeppni: 2. sæti af sex 5. sæti af tólf, 1. deild Úrslitakeppni: 4-liða úrslit 2. sæti af tólf, 1. deild Úrslitakeppni: tap í úrslitaeinvígi 5. sæti af tólf, 1. deild Úrslitakeppni: 4-liða úrslit 3. sæti af tólf, 1. deild Úrslitakeppni: 4-liða úrslit

Morgunblaðið, 2. apríl 1997, bls. B9 Morgunblaðið, 20. mars 1998, íþróttablað, bls. C4 Morgunblaðið, 31. mars 1998, íþróttablað, bls. B1

301


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Morgunblaðsins.33 Í framlengingunni tókst Frömurum hins vegar að knýja fram sigur, 24:22.

Valsmenn höfðu reynsluna

Guðmundur Þ. Guðmundsson tók við karla­liði Fram í annarri deild árið 1995 og kom því á ný í raðir þeirra bestu. Hann var steinsnar frá því að tryggja Frömurum alla titla sem í boði voru 1998. Árið 2005 sneri hann aftur og leiddi Framara til síns fyrsta Íslandsmeistara­titils í rúm þrjátíu ár þegar í fyrstu atrennu.

Úrslitaeinvígi Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn fór fram í skugga bikarúrslitaleiks sömu liða og kærumála sem af honum spruttu, eins og síðar verður vikið að. Svo virtist sem fárið vegna málsins hvíldi þungt á Frömurum sem aldrei náðu sér á strik. Þá sannaði sig hvað reynslan má sín mikils í keppni sem þessari. Valsmenn höfðu ekki verið taldir líklegir til stórafreka fyrir mótið og var aðeins spáð sjöunda sæti, en lið þeirra bjó að því að hafa orðið Íslandsmeistari sjö sinnum á undangengnum tíu árum. Tveir fyrstu leikirnir fóru fram um páskahelgina og lauk þeim báðum með þriggja marka sigrum Vals. Þar með var róðurinn orðinn ansi þungur hjá Frömurum, sem löguðu þó stöðuna lítillega í þriðja leiknum með sigri, 27:22. Úrslitin réðust loks í Valsheimilinu í fjórða leik, þar sem heimamenn skoruðu 27 mörk gegn 23. Martröð Framara var þar með fullkomnuð og þriðji bikarinn horfinn á braut. Blóðugasta minningin frá þessum vetri tengdist þó bikarkeppni HSÍ og úrslitaviðureigninni gegn Val. Framarar fóru óvenjuerfiða leið í úrslitaleikinn - slógu fjögur fyrstu deildar lið úr keppni. Í 32 liða úrslitum voru FH-ingar sigraðir í Kaplakrika og í sextán liða úrslitum kom röðin að Selfyssingum fyrir austan fjall. Þessu næst varði Reynir Þór Reynisson 26 skot í stórsigri á Haukum í fjórðungsúrslitum. HK mætti í Safamýrina í undanúrslitum en átti þar aldrei möguleika gegn sterku Framliði. Á sama tíma sigruðu Valsmenn í Eyjum og farið var að ræða um sögulegan úrslitaleik Reykjavíkurliðanna – sömu liða og mæst höfðu í fyrsta úrslitaleiknum aldarfjórðungi fyrr.

Barist í dómsölum

Starfsmannapassi fyrir bikarúrslitaleik Fram og Vals 1998. Viðureignin varð fræg að endemum.

302

Flautað var til leiks Fram og Vals í úrslitaleik bikarkeppninnar þann sjöunda febrúar, en segja má að honum hafi ekki lokið fyrr en tveimur mánuðum síðar. Reyndar virtust úrslit leiksins ráðin þegar fáeinar mínútur lifðu eftir af venjulegum leiktíma og Framarar höfðu fjögurra marka forystu, 18:14. Með einbeitingarleysi leyfðu þeir Valsmönnum að saxa á forystuna og loks jafna, 20:20 í blálokin. Aðdragandi jöfnunarmarksins var með miklum ólíkindum, eins og liðstjórar Fram gerðu þegar athugasemd við og sást enn skýrar á upptökum sjónvarpsmyndavéla. Valsmenn hófu leik með aukakasti á miðjum velli þegar leikklukkan sýndi að rúm sekúnda væri til leiksloka. Dómarar leiksins höfðu hins vegar ákveðið að bæta fjórum sekúndum 33

Morgunblaðið, 8. apríl 1998, íþróttablað, bls C3


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

við leikinn, án þess að leikmönnum eða áhorfendum væri það ljóst. Auk þessara mistaka stóð leikmaður sá er markið skoraði innan punktalínu þegar aukakastið var tekið, sem ekki er í samræmi við reglur. Þá höfðu Valsmenn sjö útileikmenn inni á vellinum, án þess að einn þeirra væri auðkenndur sem markmaður, sem einnig er óheimilt. Framlengingin reyndist ekki síður æsileg, en svo fór að lokum að leikmenn Vals höfðu betur, 24:25. Forráðamenn Fram tilkynntu hins vegar strax í leikslok að framkvæmd leiksins yrði kærð. Fyrsta krafa yrði sú að markið umdeilda yrði ógilt og Fram úrskurðað sigurvegari. Til vara að lokasekúndur leiksins yrðu endurteknar og sem ítrasta varakrafa að sjálfur bikarúrslitaleikurinn yrði leikinn að nýju. Til viðbótar við þau atriði sem tengdust úrslitamarkinu sjálfu, gerðu Framarar athugasemd við að framámaður í Val hafi verið á skiptisvæði við leikmannabekk hluta leiksins og komið að stjórnun liðsins, án þess að vera á leikskýrslu.34 Málaferlin vegna úrslitaleiksins urðu langvinn og flókin. Þann 18. febrúar kvað dómstóll HSÍ upp úrskurð í málinu þar sem tvö kæruatriði voru tekin til greina - varðandi leiktímann og fjölda útileikmanna á vellinum. Niðurstaða dómstólsins var að úrslitin skyldu ógilt og að leika skyldi að nýju.35 Valsmenn áfrýjuðu úrskurðinum og við tóku flókin málaferli þar sem einkum var tekist á um lögsögu dómstóla, þar sem dómstólakerfi hand­knattleikshreyfingarinnar var talið stangast á við reglur ÍSÍ. Þrefað var um hæfi dómara, hversu margir skyldu sitja í dómi og fjölda dóm­ stiga. Það var ekki fyrr en í byrjun apríl að sérskipaður dómstóll HSÍ staðfesti að úrslitin skyldu standa óbreytt. Þegar dómstóll þessi var skipaður gerðu Fram og Valur með sér samkomulag um að una niðurstöðu hans. Sigur Valsmanna var því endanlega í höfn þann fjórða apríl 1998, löngu eftir atvikið umdeilda. Handknattleiksmenn voru hins vegar óþyrmilega minntir á að lög og dómstólakerfi hreyfingarinnar þyrftu endurskipulagningar við.

Ekki staðið undir væntingum Vonbrigðin eftir leikina örlagaríku við Val vorið 1998 virtust sitja lengi í Framliðinu. Þegar flautað var til leiks í Íslandsmótinu þá um haustið var Fram spáð öruggum sigri af fyrirliðum og þjálfurum liðanna í fyrstu deild. Í næstu sætum komu Afturelding, FH, Valur og KA. Þær breytingar höfðu helstar orðið á leikmannahópnum að Reynir Þór færði sig um set, en Sebastian Alexandersson tók stöðu hans í markinu. Daði Hafþórsson hélt utan í atvinnumennsku, en Rússinn Andrei Astzfejv kom í hans stað. Þá gekk hornamaðurinn Björgvin Þór Björgvinsson til liðs við Fram frá KA.

34  35

Njörður Árnason lék 189 meistaraflokks­ leiki fyrir Fram. Hann var fyrirliði þegar Framarar urðu bikarmeistarar árið 2000 og unnu þar með fyrsta stóra titil sinn í karla­ flokki frá árinu 1972.

Varði átta vítaköst Sebastian Alexandersson vann það fáheyrða afrek að verja átta vítaköst í einum og sama leiknum, þegar Fram tók á móti Haukum í efstu deild Íslandsmótsins 11. nóvember 1998. Þar með bætti hann met Guðmundar Gunnarssonar, markvarðar ÍR sem varði sjö víti í leik gegn Val 1971. Sex vítakastanna varði Sebastian í síðari hálfleik, þar af fimm í röð á tuttugu mínútna kafla. (Mbl., 12. nóv. 1998)

Morgunblaðið, 10. feb. 1998, íþróttablað Morgunblaðið, 19. feb. 1998, íþróttablað, bls. C1

303


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Sjöundi flokkur 1995-96. Efsta röð frá vinstri: Brynjar Freyr Stefáns­ son þjálfari, Einar Þorgeirs­son, Bjartmar Sveinbjörns­son, Haraldur Gísli Sigfús­ son, Kristján Hauksson, Jón Magnús Hannes­son, Jón Brynjar Ólafsson, Trausti Sigurðsson og Elvar Ásgeirsson. Miðröð: Sindri Siggeirsson, Bergvin Odds­son, Sigfús Páll Sigfússon, Bjarki Már Runólfs­son, Fannar Ómarsson, Gunnar Harðarson, Héðinn Árnason og Guðmundur Stein­þórs­son. Neðsta röð: Davíð Georgs­son, Gunnar Orm­slev, Jón Örn Eyjólfsson, Magnús M. Magnús­son, Björn Ingi Friðþjófs­son og Kjartan Sveinbjörnsson.

Í grunninn var hópurinn hins vegar óbreyttur og orðinn býsna samhæfður, sem gaf tilefni til bjartsýni. Eftir tíu umferðir var Framliðið á toppnum, en upp frá því tók að halla undan fæti. Fram lenti í þriðja til fimmta sæti með 24 stig. Athygli vakti að Fram og KA fóru bæði í gegnum umferðirnar 22 án þess að gera jafntefli, úr því var snarlega bætt í viðureignum liðanna í úrslitakeppninni. Fyrri leikinn í Framhúsinu unnu Framarar 25:24 eftir framlengingu og aftur með einu marki fyrir norðan, 29:30 eftir tvöfalda framlengingu. Andstæðingarnir í undanúrslitum voru FH-ingar og hugðu ýmsir sér gott til glóðarinnar, þar sem FH hafði lent í sjöunda sæti deildarinnar. Allir leikirnir þrír unnust á útivöllum og kom það í hlut Hafnfirðinga að leika til úrslita við Aftureldingu um Íslandsbikarinn. Í bikarkeppni HSÍ hófu Framarar leik með sigri á Stjörnunni í Ásgarði. Í sextán liða úrslit­um lagði liðið Fylkismenn að velli og b-lið Vals í fjórðungsúrslitum. Afturelding úr Mosfellsbæ reyndist hins vegar of stór biti að kyngja í undan­úrslitunum. Anatólí Fedjúkín var afurð sovéska skól­ ans í handknattleiksþjálfun og einn slyng­ asti þjálfari sem starfað hefur hér á landi. Undir hans stjórn urðu Framarar bik­ armeistarar 2000.

Rússarnir koma! Guðmundur Þ. Guðmundsson yfirgaf herbúðir Framara að tímabili loknu, til að reyna fyrir sér við þjálfun í Þýskalandi. Til að fylla í hans skarð var haldið til Rússlands og sóttur gamalreyndur þjálfari, Anatólí Fedjúkín, sem átti eftir að láta mikið til sín taka. „Fedjúkín er magnaðasti þjálfari sem ég hef kynnst,“ segir Þór Björnsson, sem lék undir stjórn fjölda þjálfara á áralöngum ferli sínum með Fram. „Hann var ótrúlega vel að sér og með spennandi hugmyndir um handbolta. Við hefðum átt að gera hann að landsliðsþjálfara, hann hefði verið fínn í því hlutverki.“36

36  Viðtal við Þór Björnsson

304


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Robertas Pauzolis kom frá Selfossi og norskur leikmaður, Kenneth Ellertsen, gekk sömuleiðis til liðs við Fram en bróðir hans lék um þær mundir með Haukaliðinu við góðan orðstír. Auk þeirra hófu nokkrir ungir leikmenn að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Framliðið var því að mörgu leyti óskrifað blað og var spáð fimmta til sjötta sætinu ásamt FH, en flestir hölluðust að öruggum sigri Aftureldingar. Svo fór sem búist var við að Afturelding tryggði sér deildarmeistara­ titilinn, en KA og Fram komu þar á eftir. Í úrslitakeppninni voru Stjörnu­ menn lagðir að velli í þremur leikjum og féllu Garðbæingar þar með úr leik í fjórðungsúrslitum níunda árið í röð. KA-menn voru mótherjarnir í undanúrslitunum. Fyrsti leikurinn tapaðist fyrir norðan og litlu mátti muna að sá næsti færi á sömu leið. Fram hafði forystu, 24:19, þegar skammt var eftir en KA skoraði fimm síðustu mörkin og knúði fram framlengingu. Þar reyndust Framarar hins vegar sterkari og því þurfti oddaleik á Akureyri. Aftur tókst leikmönnum Fram að glutra niður góðri forystu, en höfðu þó sigur og komust í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn gegn Haukum frá Hafnarfirði. Það voru hungruð lið sem mættust í rimmunni um Íslandsbikarinn. Framarar höfðu ekki borið meistaratitilinn í tæp þrjátíu ár, en bið Hauka var öllu lengri, því síðast hafði liðið orðið Íslandsmeistari árið 1943, þegar keppt var í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu.37 Fram hafði mikla yfirburði í fyrstu viðureigninni og hreinlega kjöldró Hafnfirðinga, 30:20. Það segir sína sögu um leikinn að Sebastian Alexandersson var talinn verja tuttugu skot, en markverðir Hauka ekki nema fimm samanlagt. Þessi góða byrjun gaf tálvonir um það sem koma skyldi. Haukar unnu næstu þrjá leikina í einvíginu og þar með Íslandsmeistaratitilinn. Úrslitin komu ýmsum á óvart, ekki hvað síst stjórnarmönnum í handknattleiksdeild Hauka, sem tilkynnnt höfðu á miðjum vetri að Guðmundur Karlsson, þjálfari liðsins, yrði ekki endurráðinn – en Viggó Sigurðsson tæki við starfi hans.

Loksins bikar! Þótt sjálfur Íslandsmeistaratitillinn rynni Frömurum úr greipum að þessu sinni gerðust þau gleðilegu tíðindi veturinn 1999-2000 að karlaliðið hreppti sinn fyrsta stóra titil frá 1972. Bikarúrslitaleikirnir voru orðnir nokkrir, en alltaf höfðu úrslitin orðið á hinn verri veg. Í 32 liða úrslitum héldu Framarar í Kópavoginn, þar sem þeir máttu hafa nokkuð fyrir hlutunum í 30:35 sigri á Blikum. Aftur var leikið á útivelli í sextán liða úrslitunum, í það skiptið norður á Akureyri þar sem KA-menn voru sigraðir 22:26. Áttu Safamýrarpiltar þar harma að hefna eftir fjórtán marka tap í deildinni skömmu áður. Hefndin var ekki síður sæt í fjórðungsúrslitunum skömmu síðar þegar Valsmenn voru lagðir með þriggja marka mun að Hlíðarenda, 37

Oleg Títov er af mörgum talinn besti erlendi hand­knattleiks­maður sem leikið hefur í íslensku deildinni. Erfið meiðsli styttu þó feril hans verulega. Titov batt ekki bagga sína sömu hnútum og sam­ ferðamenn, enda urðu ýmis uppátæki hans og tiktúrur Frömurum mikið skemmtiefni.

Langþráður sigur í Kaplakrika Framarar sigruðu FH-inga í Kaplakrika þann 1. mars árið 2000. Úrslitin voru söguleg því fram að þeim tíma hafði Framliðið aldrei unnið FH í deildarleik í Kaplakrika og raunar ekki í Hafnarfirði frá árinu 1985 eða í fimmtán ár.

Morgunblaðið, 13. apríl 2000, íþróttablað, bls. B2

305


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Bikarmeistar 2000 eftir sigur á Stjörnunni. Efri röð frá vinstri: Knútur Hauksson for­maður handknattleiksdeildar, Sólveig Stein­þórs­dóttir sjúkraþjálfari, Anatólí Fedjúkín þjálfari, Kenneth Ellertsen, Baldur Jónsson, Robertas Pauzolis, Vilhelm Gauti Berg­sveinsson, Einar Jónsson, Vilhelm Sveinn Sigurðsson, Guðlaugur Arnarsson, Njörður Árnason, Heimir Ríkharðsson aðstoðarþjálfari, Guðjón Drengsson og Guðmundur Þór Jónsson liðstjóri. Neðri röð: Ari Fenger, Kristján Þorsteinsson, Björgvin Þór Björgvinsson, Magnús Erlends­son, Sebastian Alexandersson, Gunnar Berg Viktorsson, Róbert Gunnarsson og Guðmundur Helgi Pálsson,

Þjálfarar karlaliðs Fram 1993-2000 1993-94 1994-95 1995-96 1996-97 1997-98 1998-99 1999-00

Eyjólfur Bragason Atli Hilmarsson Guðmundur Þ. Guðmundsson Guðmundur Þ. Guðmundsson Guðmundur Þ. Guðmundsson Guðmundur Þ. Guðmundsson Anatólí Fedjúkín

19:22. Líkt og verið hafði tveimur árum áður komu svo HK-menn í heimsókn í Safamýrina í undanúrslitum og aftur héldu þeir bónleiðir til búðar. Framarar voru í miklu stuði og unnu 29:20. 2.500 manns lögðu leið sína í Laugardalshöllina á úrslitaleik Fram og Stjörnunnar. Leikurinn var í járnum framan af, jafnt í hálfleik og Garðbæingar skoruðu þrjú fyrstu mörkin eftir hlé. En þá skelltu Framarar í lás. Sebastian Alexandersson lokaði markinu, en alls varði hann á þriðja tug skota. Um miðjan síðari hálfleikinn var ljóst í hvað stefndi og stuðningsmenn Fram leyfðu sér meira að segja að byrja að fagna nokkrum mínútum fyrir leikslok – þrátt fyrir augljós hugrenningatengsl við úrslitaleikinn tveimur árum fyrr. Lokatölur voru 27:23. Aðstandendur, stuðningsmenn og leikmenn Framliðsins fögnuðu innilega í leikslok – allir nema Oleg Titov, sem lét sig hverfa strax eftir leikinn. Engin skýring fékkst á brotthvarfi Rússans tröllaukna, sem barðist í vörninni allan leikinn þrátt fyrir að eiga við erfið meiðsli að stríða. Hann lét þó sjá sig í gleðskap leikmanna í Framheimilinu um kvöldið.38

Kvennaliðið lét undan síga Meistaraflokkur kvenna náði ekki að fylgja frammistöðunni 1998-99 eins vel eftir og vonir stóðu til. Veturinn eftir hafnaði liðið í sjötta sæti eftir góðan lokasprett. Marina Zueva varð markadrottning deildarkeppninnar, en náði sér ekki á strik í leikjunum tveimur gegn ÍBV í fjórðungsúrslitum Íslandsmótsins. Eyjastúlkur urðu raunar Íslandsmeistarar þetta árið og töpuðu aðeins einum leik í allri úrslitakeppninni. Marina lék sama leikinn veturinn 2000-01 og skoraði flest mörk allra í deildarkeppninni. Það fleytti Framliðinu upp í þriðja sæti deildarinnar 38

306

Morgunblaðið, 22. feb. 2000, íþróttablað, bls. B8-B10


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Meistaraflokkur 2004-05. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Þór Jónsson liðs­stjóri, Andrés Gunn­laugs­son þjálfari, Kristín Brynja Gústafsdóttir, Elísa Ósk Viðarsdóttir, Marthe Sördal, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Sara Sigurðar­dóttir, Hildi­gunnur Einarsdóttir, Eva Hrund Harðar­dóttir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Hildur Stefáns­dóttir, Einar Jónsson aðstoðar­þjálfari og Magnús Kári Jónsson aðstoðar­þjálfari. Neðri röð: Ásta Birna Gunnars­dóttir, Hildur Knúts­dóttir, Hanna Bára Kristins­ dóttir, Sunna Ósk Friðbertsdóttir, Arna Eir Einars­dóttir fyrirliði, Guðrún Bjartmarz, Anna María Sighvatsdóttir, Þórey Hannes­ dóttir, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir og Elva Björg Arnarsdóttir.

með jafn mörg stig og Stjarnan. Í fjórðungsúrslitum slógu Framstelpur FH-inga úr keppni, en töpuðu í oddaleik gegn ÍBV í undanúrslitunum. Eftir tímabilið missti Framliðið tvo sterkustu leikmenn sína, þær Marinu Zuevu og markvörðinn Hugrúnu Þorsteinsdóttur. Samið hafði verið við Anatólí Fedjúkín að taka að sér þjálfun kvennaflokksins samhliða karlaliðinu, en frá því var horfið skömmu fyrir mót og Þór Björnsson tók við þjálfuninni. Liðið hafnaði í áttunda sæti af níu og átti lítið erindi í meistaraefni Hauka í fjórðungsúrslitunum. Eftir seinni tapleikinn gegn Haukum fengu leikmenn Fram klapp á bakið frá fréttaritara heimasíðu félagsins: „Framliðið er ungt og efnilegt og á greinilega framtíðina fyrir sér. En til þess þarf tíma og frið að byggja upp sterkt lið.“39 Þessi þula átti eftir að vera endurtekin oft á komandi árum. Vandi kvennaflokksins var hins vegar að erfiðlega gekk að halda í hópinn. Stúlkurnar hættu ýmist snemma eða héldu í sterkari lið og ár eftir ár þurfti að tefla fram of ungum leikmannahópi.

Árangur Fram á Íslandsmóti kvenna 1999-2008: 1999-00 2000-01 2001-02 2002-03 2003-04 2004-05 2005-06 2006-07 2007-08

6. sæti af ellefu, 1. deild Úrslitakeppni: 8-liða úrslit 3. sæti af tíu, 1. deild Úrslitakeppni: 4-liða úrslit 8. sæti af níu, 1. deild Úrslitakeppni: 8-liða úrslit 10. sæti af tíu, 1. deild 9. sæti af níu, 1. deild 8. sæti af átta, 1. deild Úrslitakeppni: 8-liða úrslit 8. sæti af tíu, 1. deild 5. sæti af níu, 1. deild 2. sæti af níu, 1. deild

Þungur róður Fram mátti sætta sig við botnsætið veturinn 2002-03. Liðið fékk þrjú stig úr 27 leikjum og mátti þola ljóta skelli gegn sumum sterkari félaganna. Slíkar tapleikjahrinur höfðu vitaskuld niðurdrepandi áhrif fyrir liðsandann og gerðu alla viðspyrnu enn erfiðari. Árið eftir var uppskeran enn rýrari, eitt jafntefli og 23 töp. Sigur á b-liði Vals í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar var þó örlítil sárabót. Veturinn 2004-05 fór Fram aftur í átta liða úrslit bikarkeppninnar, í það skiptið eftir sigur á Akureyringum í fyrstu umferð. Þriðja árið í röð enduðu stúlkurnar í Fram á botninum, en að þessu sinni var skýringin sú að 39

www.fram.is, „Framstúlkur út leik“, 6. apríl 2002

307


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Heimasíða Fram 1999

sameiginlegt lið Þórs og KA dró sig úr keppni þegar langt var liðið á mót. Þrír leikir unnust þennan veturinn og einum lauk með jafntefli. Enn þokuðu Framarar sér upp töfluna veturinn 2005-06. Tíu lið léku þar tvöfalda umferð, en úrslitakeppnin var felld niður. Fjórir sigurleikir dugðu Framliðinu í áttunda sæti deildarinnar, fyrir ofan Víkinga og Akureyringa. Besti leikur vetrarins var að Ásvöllum í Hafnarfirði, þar sem Haukastúlkur máttu hafa sig allar við að innbyrða 31:30 sigur gegn vöskum Frömurum. Ungverskur leikmaður, Anett Köbli, var fengin til að styrkja liðið og lét hún mikið til sín taka. Veturinn 2006-07 náðist loksins það markmið að koma Framliðinu upp í miðja deild. Níu lið léku þrefalda umferð, þar sem Stjarnan úr Garðabæ reyndist hafa nokkra yfirburði. Grótta, Valur og Haukar börðust um næstu sæti – en Fram og HK komu skammt þar á eftir.

Fram á netinu

Heimasíða Fram 2003

Heimasíða Fram 2006

Lénið fram.is var skráð í febrúar 1999, af handknattleiksdeild félagsins. Skíðadeildin og knattspyrnudeildin voru þá farnar að fikra sig áfram með rekstur heimasíðna, sem vistaðar voru á sportvef Íþróttasambands Íslands. Vefur skíðadeildarinnar var elstur, tekinn í notkun snemma árs 1998.40 Hann þótti sérlega metnaðarfullur, enda var þar að finna margt annað en grunnupplýsingar um deildina, svo sem gagnagrunn með úrslitum móta og var hann talsvert notaður af skíðaáhugafólki annarra félaga. Á forsíðu hins nýja vefsvæðis, fram.is, voru valmyndir fyrir hverja deild ásamt upplýsingasíðu aðalstjórnar. Hnapparnir fyrir skíðin og knattspyrnuna voru tenglar yfir á vefsvæði þeirra deilda, en handboltinn og upplýsingar um aðalstjórn voru undirsíður á fram.is. Lénið mun raunar enn vera skráð á handknattleiksdeildina, þótt sá skilningur sé ríkjandi að vefsvæði félagsins sé á ábyrgð aðalstjórnar.41 Vorið 2001 kom Guðmundur Magnússon fyrst að vefmálum Fram. „Ég hafði samband við Hrannar [Hallkelsson] sem sá um fótboltasíðuna og bauðst til að taka við vefstjórninni. Í kjölfarið var farið að huga að því að setja vefmálin undir einn hatt, í stað þess að menn væru að vinna þetta hver í sínu horni,“ segir Guðmundur.42 „Þegar þarna var komið sögu, voru mörg félög farin að taka vefmál sín föstum tökum og Framarar voru sannast sagna farnir að dragast aftur úr. Með því að koma öllum deildunum inn í sama kerfi varð öll umsýsla auðveldari og einfaldara að halda utan um upplýsingarnar.“ Reynslan sýnir að efni sem geymt er á vefsvæðum íþróttafélaga og annarra félagasamtaka fer auðveldlega forgörðum. Tíð vefstjóraskipti eða algjörar uppstokkanir á heimasíðum leiða oft til þess að gömlu efni er fargað eða yfirfærsla þess milli vefkerfa gleymist þrátt fyrir góðan ásetning.

Heimasíða Fram 2009 40  Fundargerðarbók skíðadeildar, aðalfundur haldinn 5. maí 1998 41  Sjá: skráning á www.isnic.is 42  Viðtal við Guðmund Magnússon

308


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir í leik gegn FH árið 2007. Þær léku báðar með A-landsliðinu á árinu 2008 og eiga að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands.

Framarar hafa notið meiri stöðugleika. Því má, þegar þetta er ritað, finna á síðunni fréttir og tilkynningar tengdar fótboltanum frá 2001 til þessa dags, í handboltanum allt frá 2002 og skíðunum frá 2004. Mikill munur hefur þó verið á virkni einstakra deilda við að semja efni og setja inn á heimasíðuna og er það oft mjög breytilegt frá ári til árs. Fram.is hefur ekki einungis verið vettvangur upplýsingamiðlunar til félagsmanna, heldur einnig vettvangur tjáskipta þeirra á milli. Spjallborð hefur verið starfrækt fyrir bæði knattspyrnu og handknattleik. „Fram er eitt fárra félaga sem hefur tekist að halda úti spjallsvæði á heimasíðu sinni,“ segir Guðmundur. „Mörg önnur félög hafa ekki treyst sér til þess að taka ábyrgð á þeim umræðum sem kunna að fara fram á svona vettvangi og þær hafa þá flust á óháðar stuðningsmannasíður úti í bæ. Þegar fólki er heitt í hamsi, til dæmis þegar illa gengur, geta svona umræður leyst upp í tóma vitleysu og persónulegar svívirðingar – sérstaklega ef leyft er að skrifa nafnlaust. Hjá okkur hafa einungis innskráðir notendur getað tjáð sig og það hefur mikið að segja, þótt stundum hafi gustað um Fram-spjallið.“43 Auknar vinsældir bloggsíðna á síðustu misserum hafa ekki látið Framara ósnortna. Stöðugt færist í vöxt að einstakir flokkar haldi úti sínum eigin síðum, þar sem rætt er og fjallað ítarlega um lífið innan og utan vallar. Í mörgum tilvikum eru þær mikilvægasti upplýsingamiðillinn um það sem fram fer í viðkomandi flokki – og á það einkum við yngri flokkana. Þessi þróun hefur kosti og galla. Hún tryggir meiri og ítarlegri umfjöllun en vænta mætti á opinberri heimasíðu íþróttafélags, en á hinn bóginn eru slíkar síður skrifaðar með þrengri hóp í huga og einkennast oft af galsa og einkahúmor. Efni þessara bloggsíðna er sjaldnast haldið til haga og þær hverfa oft jafnskyndilega og þær eru stofnaðar. Hætt er við að sagnfræðingar framtíðarinnar muni að óbreyttu bölva þessari þróun. 43

Þjálfarar kvennaliðs Fram 1999-2008: 1999-00 2000-01 2001-02 2002-03 2003-04 2004-05 2005-06 2006-07 2007-08

Gústaf Björnsson Gústaf Björnsson Þór Björnsson Þór Björnsson Andrés Gunnlaugsson Andrés Gunnlaugsson Magnús Jónsson Magnús Jónsson Einar Jónsson

Sama heimild

309


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Skyndilegt brotthvarf

Gleðispillar Karlalið Fram og Hauka mættust í árlegum kappleik Íslands- og bikarmeistar­ anna haustið 2000. Framarar fóru með sigur af hólmi og töldust því meistarar meistaranna. Þau úrslit voru sérstaklega ergileg fyrir Hafnfirðinga í ljósi þess að viðureignin var jafnframt opnunarleikur íþróttahúss þeirra að Ásvöllum.

Jafnvígur á hægri og vinstri Maxim Fedjúkín, sonur rússneska þjálfarans Anatólís, lék stöðu hornamanns hjá Fram á árunum 2000-03. Fyrsta veturinn lék hann í vinstra horninu tíu fyrstu umferðir Íslandsmótsins. Það vakti því furðu þegar hann var kominn í hægra hornið í þeirri elleftu. Í ljós kom að leikmaðurinn var jafnvígur á hægri og vinstri hönd, en faðir hans hafði þjálfað hann upp með þessum hætti frá tólf ára aldri. Slíkar þjálfunaraðferðir þóttu alvanalegar í Rússlandi en vöktu undrun Íslendinga. (Mbl., 5. des. 2000)

Búist var við miklu af bikarmeisturum Fram í karlaflokki þegar Íslands­ mótið 2000-01 hófst og eftir fyrstu sex umferðirnar var liðið með fullt hús stiga. Deildarmeistaratitillinn virtist lengi vel innan seilingar, en í seinni hluta mótsins fóru alltof mörg stig í súginn. Þar á meðal töpuðust tveir síðustu leikirnir gegn liðum úr neðri helmingi deildarinnar, Stjörnunni sem mistókst í fyrsta sinn að komast í úrslitakeppnina og Valsmönnum. Fyrir vikið kom toppsætið í hlut KA-manna undir stjórn Atla Hilmarssonar. Leikmenn Vals reyndust enn frekari áhrifavaldar þetta vorið, því lið þeirra sló Fram vandræðalítið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í tveimur viðureignum. Gunnar Berg Viktorsson varð markahæstur Framara þennan vetur og hélt um sumarið til atvinnumennsku hjá Parísarliðinu PSG. Þrátt fyrir þessa blóðtöku voru stjórnendur handknattleiksdeildarinnar bjartsýnir á framhaldið og töldu Fedjúkín þjálfara vera á réttri leið með liðið. Tilkynnt var að hann yrði við stjórnvölinn til ársins 2003, en annað átti þó eftir að koma í ljós. Í samningaviðræðum við Rússann höfðu forráðamenn deildarinnar lagt áherslu á að hann tæki að sér þjálfun meistaraflokks karla og kvenna. Í fyrstu hafði Fedjúkín tekið dræmt í þær hugmyndir, en gaf þó eftir að lokum. „Sennilega hefur karlinn verið búinn að ákveða að fara eitthvað annað, en talið að með því að skrifa undir nýjan samning ætti hann auðveldara með að fá borgað það sem hann átti ógreitt hjá félaginu,“ sagði Þór Björnsson. „Um leið og hann var búinn að ganga frá sínum málum var hann hins vegar stokkinn burtu og við þjálfaralaus í báðum flokkum á miðju sumri.“44

Glæsilegt bikarasafn

Gunnar Berg Viktorsson kom til Fram úr röðum ÍBV. Sumarið 2001 hélt hann til Parísarfélagsins Paris Saint Germain, en sneri aftur í Safamýrina sama ár þegar franska liðið mætti Frömurum í Evrópukeppni.

310

Skömmu eftir að ljóst varð að Fedjúkín myndi ekki snúa aftur til Fram, var gengið frá samningi við Heimi Ríkharðsson um þjálfun meistaraflokks. Þótt þetta væri í fyrsta sinn sem Heimir stýrði meistaraflokksliði var leitun að reyndari þjálfara. Auk þess að vera aðstoðarþjálfari þeirra Fedjúkíns og Guðmundar Guðmundssonar, hafði Heimir þjálfað unglingaflokka Fram frá 1982. Á þeim tíma hafði hann 47 sinnum leitt lið sín til sigurs – þar af fimmtán sinnum orðið Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og sex sinnum Reykjavíkurmeistari, auk annarra titla. Á þessum mótum hafði hann 30 sinnum hafnað í öðru sæti og 22 sinnum í því þriðja. Þá hafði hann langa reynslu af þjálfun yngri landsliða Íslands.45 Á verkefnaskránni þennan veturinn var þátttaka í áskorendakeppni Evrópu, en þrjátíu ár voru liðin frá því að karlalið Fram tók síðast þátt

44  Viðtal við Þór Björnsson 45  www.fram.is, „Heimir ráðinn þjálfari m.fl. karla“, færsla dags. 30. ág. 2001


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Flugeldasala hefur um langt árabil verið einhver mikilvægasta fjáröflunarleið hand­ knatt­leiksdeildarinnar. Þegar líður að ára­ mótum má heita að Framheimilið í Safa­ mýri sé undirlagt af hvers kyns skoteldum og blysum.

í Evrópukeppni. Liðið sat hjá í fyrstu umferð, en mætti í annarri umferð Gunnari Berg og félögum í Paris Saint Germain. Fyrri viðureignin gegn Frökkunum var leikin í Framhúsinu og lauk með ósigri, 22:26 og því á brattann að sækja í París. Þar náðu Framarar hins vegar betri leik og töpuðu naumlega, 24:23. Leikirnir við PSG fóru fram um miðjan nóvembermánuð, en þá hafði Framliðið ekki enn innbyrt sigur á Íslandsmótinu. Það náðist ekki fyrr en í níundu umferð gegn botnliði Víkings. Þessi slæma byrjun reyndist dýrkeypt, því þótt stigin færu að skila sér seinni hluta vetrar var það of seint. Fram hafnaði í níunda sæti með 27 stig og komst því ekki í úrslitakeppnina – en liðin frá þriðja og niður í áttunda sæti voru með á bilinu 28 til 31 stig.

Úrverkið afdrifaríka Þótt heilladísirnar léku ekki við Framliðið á Íslandsmótinu þennan veturinn, var lukkan á bandi Safamýrarpilta í bikarkeppni HSÍ – allt fram að úrslitaleiknum. Í sextán liða úrslitum keppninnar voru mótherjarnir utandeildarlið Breiðabliks og vannst sú viðureign með tólf marka mun í hálfgerðum skrípaleik. Í fjórðungsúrslitum komu ÍR-ingar í heimsókn og lágu með sex marka mun, 30:24. Stjörnumenn voru svo mótherjarnir í undanúrslitum, en lið Garðbæinga var með daprasta móti þetta árið og hafnaði í næstneðsta sæti á Íslandsmótinu. Úrslitin urðu í samræmi við það, 19:26 fyrir Fram sem þar með var komið í sinn þriðja bikarúrslitaleik á fimm árum – nú gegn sterku liði Hauka frá Hafnarfirði. Fæstir áttu von á öðru en að Hafnarfjarðarliðið færi auðveldlega með sigur af hólmi, þótt viðureign félaganna í deildinni fyrr um veturinn hefði raunar endað með jafntefli. Framarar komu ákveðnir til leiks og

Árangur Fram á Íslandsmóti karla 2000-2008: 1999-00 2000-01 2001-02 2002-03 2003-04 2004-05 2005-06 2006-07 2007-08

3. sæti af tólf, 1. deild Úrslitakeppni: 4-liða úrslit 3. sæti af tólf, 1. deild Úrslitakeppni: 8-liða úrslit 9. sæti af fjórtán, 1. deild 8. sæti af tíu, 1. deild Úrslitakeppni: 8-liða úrslit Forriðill, 3. sæti af sjö Milliriðlar, efri hluti, 5. sæti af átta Úrslitakeppni: 8-liða úrslit Forriðill, 5. sæti af sjö Milliriðlar, neðri hluti, 1. sæti af sex Úrslitakeppni: 8-liða úrslit 1. sæti af fjórtán, 1. deild 3. sæti af átta, 1. deild 4. sæti af átta, 1. deild

311


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

náðu forystu, 6:4. Þá bilaði vallarklukkan svo gera þurfti allnokkurt hlé á leiknum. Við þessa truflun virtust taugarnar bresta. Haukar skoruðu sex mörk í röð og unnu að lokum stórsigur, 20:30.

Herslumuninn vantaði

Róbert Gunnarsson varð markakóng­ ur Fram veturinn 2001-02, en hélt að tímabilinu loknu til Danmerkur og síðar Þýskalands í atvinnumennsku. Auk þess að leika á línunni hjá Fram lék Róbert í meist­ araflokki í knattspyrnu, þar sem markvörð­ ur. Sífellt sjaldgæfara er að íþróttamenn nái að keppa í meistaraflokki í báðum greinum.

Annað árið í röð misstu Framarar markakóng sinn til útlanda að keppnistímabili loknu. Að þessu sinni var það línumaðurinn efnilegi Róbert Gunnarsson sem hélt til Danmerkur. Í staðinn barst góður liðsauki frá Selfossi, leikstjórnandinn Valdimar Þórsson, auk þess sem reynsluboltinn Héðinn Gilsson kom úr FH. Í upphafi móts var Frömurum spáð tíunda sæti af fyrirliðum og þjálfurum liðanna í deildinni.46 Lengi vel leit út fyrir að spáin gengi eftir og Fram kæmist því ekki í úrslitakeppnina, annað árið í röð. Með góðum lokaspretti, þar sem KA og Valur unnust á heimavelli og ÍBV í Eyjum tókst Frömurum hins vegar að skjóta vesturbæjarbræðingnum Gróttu/KR ref fyrir rass og hirða áttunda og síðasta sætið inn í fjórðungsúrslitin. Litlu mátti muna að óvænt úrslit yrðu í einvígi Fram og Íslands­ meistara­efna Hauka í úrslitakeppninni. Framarar gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn og sóttu þangað tveggja marka sigur, 26:28. Næsti leikur, í Framhúsinu, fór í framlengingu – þar sem Framarar töldu sig hlunnfarna um vítakast á lokasekúndu venjulegs leiktíma. Í framlengingunni sagði breiddin í Haukaliðinu til sín og þeir unnu með nokkrum mun. Í oddaleiknum sáu Framarar hins vegar aldrei til sólar og fengu sextán marka skell, 43:27. Í bikarkeppni HSÍ var það sömuleiðis framlenging – eða öllu heldur tvær framlengingar sem skildu á milli þess að Fram kæmist í úrslitaleikinn 46

Sigurður Ingi Tómasson var formaður handknattleiksdeildar Fram frá 1984 til 1991 og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörf­ um fyrir félagið, til að mynda veislustjórn á hvers kyns skemmtisamkomum.

312

Morgunblaðið, 12. sept. 2002, C1


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

annað árið í röð. Eftir sigra á Njarðvíkingum, Þórsurum og Breiðabliki, héldu Framarar í Kópavoginn og öttu kappi við HK í undanúrslitunum. Viðureignin reyndist ein sú æsilegasta sem sést hefur, en á lokasekúndu seinni framlengingarinnar tókst heimamönnum að knýja fram sigur.

Furðureglur Það er til að æra óstöðugan að fara í gegnum alla þá flóknu og fjölbreyttu keppnistilhögun sem verið hefur á Íslandsmóti karla í handknattleik í gegnum tíðina. Sífelldar kollsteypur í skipulagi mótsins gera það meðal annars að verkum að ýmis tölfræði, s.s. varðandi markahæstu leikmenn eða varin skot markvarða, er illsafnanleg og ómarktæk. Líklega hafa keppnisreglurnar þó aldrei verið óskiljanlegri hand­boltaáhugamönnum en árin 2003-04 og 2004-05. Þá var byrjað á að skipta liðum deildarinnar upp í tvo riðla: norður- og suðurhluta. Miðaðist sú skipting við Kópavogslækinn fyrra árið, þar sem ÍR var eina Reykjavíkurliðið í suðurhlutanum en seinna árið voru landamærin við Miklubraut og Fram þá eina Reykjavíkurliðið norðan til.47 Að „landshlutakeppninni“ lokinni fóru fjögur efstu liðin úr hvorum riðli í úrvalsdeild og tóku mismörg stig með sér þangað. Í úrvalsdeild þessari var barist um deildarmeistaratitil og röð viðureigna í sjálfri úrslitakeppninni um vorið. Liðin sem gengu af léku svo sín á milli í „fyrstu deild“. Til að flækja málin enn frekar fóru bara sex af liðunum átta í úrvalsdeildinni beint í úrslitakeppnina ásamt toppliði fyrstu deildar. Næstneðsta liðið úr efri hlutanum og það næstefsta úr neðri hlutanum mættust svo í tveggja leikja einvígi um síðasta sætið. Auðskilið? Veturinn 2003-04 hafnaði Framliðið í þriðja sæti norðurriðilsins og fimmta sæti úrvalsdeildarinnar. KA-menn urðu fyrir vikið andstæðingarnir í fjórðungsúrslitunum í rimmu þar sem liðin unnu hvort sinn heimaleikinn, en Akureyringar reyndust sterkari í oddaviðureigninni.

Átta leikir við KA Leiða má að því líkum að leikmenn Fram og KA hafi verið farnir að gjörþekkja hverjir aðra vorið 2004. Auk leikjanna þriggja í úrslitakeppninni mættust liðin tvisvar í riðlakeppninni og jafnoft í úrvalsdeildinni. Áttunda viðureignin þennan veturinn var svo sjálfur bikarúrslitaleikurinn í febrúar. Á leiðinni í úrslit höfðu Framarar mátt hafa fyrir hlutunum. Unnu sterkt ÍR-lið á útivelli í sextán liða úrslitum, þá HK á heimavelli og loks Valsmenn að Hlíðarenda. Fjórði úrslitaleikurinn á sjö árum var staðreynd og eftirvæntingin mikil, enda liðin talin áþekk að styrkleika.

Sebastian Alexandersson var aðalmark­ vörður Fram á árunum 1998 til 2003 og varð bikarmeistari með liðinu vorið 2000. Hann þótti litríkur leikmaður sem hikaði ekki við að sýna tilfinningar í leik. Þá setti hann eftir­minnilegt met í Fram-markinu þegar hann varði átta vítaköst í einum og sama leiknum.

Þjálfarar karlaliðs Fram 2000-2008: 2000-01 2001-02 2002-03 2003-04 2004-05 2005-06 2006-07 2007-08 2008-

Anatólí Fedjúkín Heimir Ríkharðsson Heimir Ríkharðsson Heimir Ríkharðsson Heimir Ríkharðsson Guðmundur Þ. Guðmundsson Guðmundur Þ. Guðmundsson Ferenc Buday Magnús Jónsson Viggó Sigurðsson

47  Reyndar hafði norður/suður-skiptingin riðlast allverulega síðara árið, þannig léku Hafnarfjarðarliðin og HK öll í „norður“-riðlinum.

313


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Fórnarlömb þýðingarvillu? Eftir maraþonviðureign Fram og ÍBV í úrslitakeppni Íslandsmótsins 2005, þar sem Eyjamenn sigruðu í tvöfaldri víta­keppni, lögðust lagaspekingar yfir hand­boltareglurnar. Í reglum alþjóða hand­knattleikssambandsins kom fram að ef jafnt yrði í vítakastskeppni skyldi grípa til bráðabana, uns annað liðið skoraði en hinu mistækist. Við þýðingu á reglunum yfir á íslensku hafði orðalag skolast til, sem olli því að dómarar leiksins í Eyjum kusu að hafa vítakeppnina tvöfalda og með sömu skyttum. Þetta þótti Frömurum súrt í broti, enda höfðu Framarar skorað úr fyrsta kastinu í framlengdu víta­ keppninni en Eyjamönnum fipast. (Heimasíða Fram, 17. apríl 2005)

Þór Björnsson lék 315 meistaraflokks­leiki með Fram sem markvörður. Hann hefur sinnt þjálfun ýmissa keppnisflokka félags­ ins, þar á meðal meistaraflokks kvenna og hefur um nokkurt skeið gegnt starfi íþróttafulltrúa.

Leikurinn í Laugardalshöllinni reyndist þó aldrei verulega spennandi. Akureyringar náðu öruggri forystu strax í upphafi og þótt Framarar hafi um tíma náð að koma henni niður í eitt mark dró strax aftur sundur með liðunum. Til að undirstrika lánleysi Safamýrarliðsins meiddist mark­ vörður þess og besti maður, Egidijus Petkevicius, en hann kom einmitt til Fram úr herbúðum KA-manna eftir að Sebastian Alexandersson sneri sér að þjálfun á Selfossi.

Lengsti leikurinn? Það er upp og ofan hversu áfjáð íslensk handknattleikslið hafa verið í að taka þátt í Evrópukeppnunum fjórum sem í boði eru í karlaflokki. Áskorendakeppnin svokallaða hefur verið í minnstum metum, en Frömurum gafst kostur á að senda lið til þátttöku í henni haustið 2004, þrátt fyrir að hafa hvorki unnið titla né hafnað í efstu sætum. Liðið hóf keppni í þriðju umferð og voru andstæðingarnir rúmenskt lið, Uztel SC Ploiesti. Báðir leikirnir fóru fram í Rúmeníu og renndu Framarar gjörsamlega blint í sjóinn með styrk mótherjanna. Þeir rúmensku reyndust engir aukvisar og fengu auk þess góðan stuðning frá rússneskum dómurum og unnu báða leikina, 32:26 og 27:25. Eftir þetta hliðarskref á Balkanskaga gat Framliðið snúið sér aftur að Íslandsmótinu, þar sem það stóð í harðri baráttu við að komast í úrvalsdeildina. Haukar, KA og HK röðuðu sér í þrjú efstu sæti forriðilsins. Baráttan um fjórða og síðasta sætið í úrslitin stóð milli Fram og Þórs. Framarar hentu sætinu frá sér með tapi á heimavelli gegn FH í lokaleik og máttu sætta sig við að taka þátt í keppni lakari liðanna. Líklega grétu leikmenn Fram krókódílatárum eftir tapið, því vegna hins sérkennilega keppnisfyrirkomulags voru möguleikarnir á að komast í úrslitakeppnina meiri með þeim hætti en ella. Þórsarar höfnuðu á botni úrvalsdeildarinnar, en í keppni lakari liðanna áttu Fram og FH í harðri baráttu um efsta sætið og fóru leikar svo að Framarar urðu efstir. Þeir fengu að launum bikar og nafnbótina „deildarbikarmeistarar fyrstu deildar,“ sem seint verður þó talinn til stærstu titla í sögu félagsins. Í fjórðungsúrslitum Íslandsmótsins mættu Framarar því sterku liði Eyjamanna sem leitt var af markverðinum snjalla, Roland Eradze. Þriggja leikja einvígið varð eitt hið jafnasta sem sögur fara af. Sjaldan eða aldrei hefur verið leikinn jafnlangur handboltaleikur hér á landi og fyrsta viðureign liðanna í Vestmannaeyjum. Grípa þurfti til vítakeppni eftir að leikmenn Fram höfðu náð að jafna undir lok venjulegs leiktíma og beggja framlenginganna. Enn var jafnt eftir að liðin höfðu tekið fimm víti hvort og þurftu dómarar þá að rýna í reglubækurnar til að vita hvað gera skyldi næst. Niðurstaða þeirra var að endurtaka vítakeppnina með sömu skyttum. Þar höfðu Eyjamenn að lokum betur, 42:41.48

48

314

Morgunblaðið, 7. apríl 2005, C3


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Þriðji flokkur veturinn 2006-2007. Efri röð frá vinstri: Fannar Flosason, Bjarki Stefáns­son, Hafþór Hafliðasson, Benedikt Karl Karlsson, Tómas Stefánsson, Sveinn Leó Bogason, Robert Aron Hostert, Haraldur Þorvarðarsson þjálfari og Daníel Berg Grétarsson aðstoðarþjálfari. Neðri röð: Hermann Guðmunds­son, Ármann Kristjánsson, Björn Áki Jóhanns­ son, Þór Guðmundsson, Bjarki Kristjáns­ son, Bjarki Bóasson og Jón Árni Jóns­son.

Spennan var síst minni í næstu tveimur leikjum. Fyrst tryggðu Framarar sér oddaleik með eins marks sigri á heimavelli í hörkuleik, en í þriðju viðureigninni hafði ÍBV betur með sigurmarki þremur sekúndum fyrir leikslok, 25:24. Um veturinn komst handknattleiksforystan að þeirri niðurstöðu að keppnisfyrirkomulag Íslandsmóts karla væri liðónýtt. Ákveðið var að afnema úrslitakeppnina en taka upp hefðbundna deildarkeppni á nýjan leik, þar sem átta lið léku í efstu deild. Til að koma á þeirri skipan varð hins vegar úr að öll liðin á Íslandsmótinu léku saman í fjórtán liða deild veturinn 2005-06. Sigurvegararnir að aflokinni tvöfaldri umferð yrðu svo krýndir Íslandsmeistarar.

Sársaukafull ákvörðun Skömmu eftir að sumarfrí handknattleiksmanna hófst vorið 2005 tilkynnti stjórn deildarinnar að ákveðið hefði verið að nýta uppsagnarákvæði í samningnum við Heimi Ríkharðsson, sem þjálfað hafði meistaraflokk í fjögur tímabil. Þótt uppsögn þjálfara sé aldrei óumdeild eða sársaukalaus, var frá upphafi ljóst að þessi ákvörðun hlyti að valda sérstaklega hörðum deilum. Flestir leikmanna meistaraflokks voru aldir upp undir handarjaðri Heimis í yngri flokkunum, auk þess sem hann hafði tekið virkan þátt í rekstri deildarinnar í um aldarfjórðung. Starfslokin urðu því að leiðindamáli, sem minnti um margt á viðskilnað Marteins Geirssonar sem þjálfara knattspyrnuliðsins áratug fyrr. Jafnframt var tilkynnt að nýr þjálfari hefði verið ráðinn, Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari og aðalþjálfari Framliðsins 1995-99. Guðmundur gerði þriggja ára samning og hóf þegar að styrkja leikmannahópinn fyrir átök vetrarins. Sergei Serenko, skytta

Magnús G. Erlendsson steig sín fyrstu skref með meistara­flokki Fram rétt um sextán ára aldur. Hann hefur verið annar tveggja aðal­mark­varða liðsins um árabil, þó með hléum. Á þessum tíma hafa fjöl­margir snjallir mark­verðir staðið milli stanganna í Safa­mýri.

315


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

og úkraínskur landsliðsmaður var fenginn til félagsins. Línumaðurinn Haraldur Þorvarðsson og markvörðurinn Magnús Erlendsson sneru aftur í raðir Framara eftir skamma viðdvöl á öðrum stöðum. Loks munaði mikið um varnarjaxlinn Sverri Björnsson, sem ekki hafði leikið hér heima um skeið vegna náms síns, en var áður í KA, HK og Aftureldingu. Vegna þessara miklu mannabreytinga var Framliðið talið óskrifað blað. Í árlegri spá fyrirliða og þjálfara var Frömurum spáð sjötta sæti og var talsvert breitt bil í næsta sæti bæði fyrir ofan og neðan. Haukar voru álitnir nær öruggir um Íslandsmeistaratitilinn og jafnvel taldir vænlegir til afreka í meistaradeild Evrópu.

Á toppnum yfir jólin

Sverrir Björnsson var lykilmaður í vörn Framliðsins sem kom mjög á óvart með því að landa Íslandsmeistaratitli þá um vorið. Í kjölfarið gekk hann til liðs við þýska liðið Gummersbach, sem mætti Frömurum í meistaradeild Evrópu árið eftir

Jóhann Gunnar Einarsson er fæddur árið 1985. Hann vakti fyrst athygli sem örvhentur hornamaður og síðar skytta í Framliðinu leiktíðina 2003-04 og átti sinn þátt í sigrinum á Íslandsmótinu 2006.

316

Fram tók á móti Haukum í fyrstu umferð Íslandsmótsins haustið 2005 og vann þar góðan sigur, 28:25. Í kjölfarið fylgdu fimm sigrar í jafnmörgum leikjum í deild og bikar. Þegar komið var fram í lok október vöknuðu stuðningsmenn Fram upp við að liðið var óvænt komið í hörku toppbaráttu. Rykið var snarlega dustað af stuðningsmannaklúbbi handknattleiksdeildarinnarinnar, „Fram-stuðurum“ og aðsókn á leiki fór að glæðast miðað við fyrri ár. Um svipað leyti virtist liðið aðeins ætla út af sporinu. Leikir við KA og Val töpuðust, Stjarnan náði jafntefli í Framheimilinu og litlu mátti muna að illa færi gegn botnliði Selfyssinga. Guðmundi þjálfara tókst þó aftur að koma mönnum sínum á réttu brautina og í síðasta leik fyrir jólafrí héldu Framarar í Hafnarfjörðinn til að takast á við þrefalda Íslandsmeistara Hauka. Haukar höfðu þegar þarna var komið sögu tapað allmörgum stigum og voru nokkuð á eftir toppliðum Vals og Fram. Hafnarfjarðarliðið hafði staðið í ströngu fram eftir hausti á tvennum vígstöðvum, í Evrópukeppni og á Íslandsmótum – en slíkt hefur reynst mörgum liðum erfitt. Hins vegar mátti búast við að reynslan úr meistaradeildinni kæmi liði þeirra til góða á lokasprettinum og það yrði illviðráðanlegt eftir áramótin. Framarar sýndu allar sínar bestu hliðar gegn Íslandsmeisturunum og sigruðu með sjö marka mun, 26:33. Munaði þar miklu um frammistöðu Magnúsar Erlendssonar, sem varði 24 skot þrátt fyrir að hafa fyrst komið við sögu um miðjan fyrri hálfleik. Fögnuður Framara var því meiri þar sem Valur tapaði leik sínum í sömu umferð og úrslitin þýddu því að Fram tróndi á toppnum áður en farið var í langt jólafrí og keppnishlé vegna Evrópumótsins í Sviss um mánaðamótin janúar/febrúar.

Meistarar á ný! Fáeinum dögum eftir EM-hléið náðu Haukar fram hefndum með því að slá Framliðið út í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ. Í deildinni létu Framarar hins vegar engan bilbug á sér finna. Töpuðu reyndar fyrir Fylkismönnum


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

í Árbænum, en unnu mikilvæga sigra gegn erfiðum andstæðingum, s.s. Val og KA heima og ÍBV og Stjörnunni á útivelli. Eftir Stjörnusigurinn þann 18. mars, má segja að fyrst hafi runnið upp fyrir fólki hversu vænleg staðan var í raun. Fram hafði þá eins stigs forystu á Hauka, þegar fimm umferðum var ólokið. Mótherjarnir í þessum fimm síðustu leikjunum komu allir úr neðri hluta deildarinnar – lið sem höfnuðu í sjöunda til fjórtánda sæti. Og þar sem úrslitin í innbyrðisleikjum Fram og Hauka voru Safamýrarpiltum í vil máttu þeir meira að segja við því að gera eitt jafn­tefli. Fyrsta skrefið á þessari vegferð var stigið með góðum sigri á Selfyssing­um. Þessu næst var haldið til Akureyrar og leikið gegn þriðja neðsta liðinu, Þórsurum. Sú viðureign reyndist í járnum. Frömurum tókst að jafna í næstsíðustu sókn leiksins, 29:29 og í þeirri síðustu fór skot heimamanna forgörðum. Jafn­teflið var í höfn, en nú þurfti Framliðið að vinna þrjá síðustu leikina til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í 34 ár. Tvær næstu viðureignir voru taldar þær erfiðustu, gegn ÍR og HK, en bæði lið voru í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í efstu deild að ári. Taugar Framara reyndust hins vegar halda. ÍR-ingar voru lagðir með fáheyrðum yfir­burðum, 44:24 og HK mátti sætta sig við tíu marka skell í Digranesi. Þótt auðvitað geti allt gerst í íþróttum, höfðu stuðningsmenn Fram ástæðu til bjartsýni þegar þeir mættu til leiks í Framhúsinu í lokaumferð Íslandsmótsins laugardaginn 29. apríl. Andstæðingarnir voru lið Víkings/ Fjölnis, sem sátu kyrfilega á botni deildarinnar. Það kom enda á daginn að sigur Fram og þar með Íslands­ meistaratitillinn langþráði var aldrei í hættu. Í hálfleik var munurinn sjö mörk og sautján þegar yfir lauk, 35:18. Áhorfendur voru byrjaðir að fagna sigri um miðjan síðari hálfleikinn, þar á meðal leikmenn meistaraliðsins frá 1972 sem allir voru heiðursgestir á leiknum.

Guðjón Drengsson smellir kossi á Íslands­ bikarinn vorið 2006. Hann var einnig í bikar­meistara­liðinu 2000 og er í hópi leikja­hærri Framara frá upphafi.

Loksins, loksins! Sverrir Björns­son, Björgvin Björgvins­son, Magnús Erlendsson og Haraldur Þorvarðarson fagna Íslands­ meistaratitlinum eftir stórsigur á sameigin­ legu liði Víkings og Fjölnis í lokaumferð Íslands­mótsins.

317


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Fjórði flokkur B-lið, Reykjavíkur­meistarar 2008. Efri röð frá vinstri: Jakob Steinn Stefánsson, Birkir Guðmundsson, Stefán Darri Þórsson, Ármann Ari Árnason, Kristján Ingi Geirsson, Arnar Freyr Dagbjartsson og Haraldur Þorvarðar­son þjálfari. Neðri röð: Daði Arnarsson, Benedikt Októ Bjarnason, Valtýr Már Hákonarson, Sigurður Örn Þorsteinsson og Gísli Eyjólfsson.

Sigurður Einarsson var í þeim hópi og lét vel af nýja meistaraliðinu í samtali við Morgunblaðið: „Mér finnst Framliðið mjög skemmtilegt. Það kom mér á óvart hvað leikmennirnir voru jafnir – þar var enginn kóngur á ferð, eða yfirburðamaður.“49 Þetta voru orð að sönnu, í það minnsta eru varla mörg Íslandsmeistaralið í seinni tíð þar sem leikmennirnir áttu að baki jafnfáa leiki með íslenska landsliðinu og Framliðið 2006. Guðmundur Guðmundsson viðurkenndi fúslega að gott gengi félagsins hefði verið fram úr björtustu vonum: „Ég tel að spáin síðasta haust hafi verið raunsæ. Okkur var spáð sjötta sætinu. En í síðasta leik fyrir jól þegar við lögðum Haukana sá ég að við áttum alveg möguleika á að blanda okkur í baráttuna um titilinn. Í kjölfarið gerði ég ákveðnar áherslubreytingar með þjálfun liðsins. Við keyrðum upp hraðann eftir jólin. Við tókum hraðaupphlaupin sérstaklega fyrir. Ég náði að koma liðinu í ótrúlega gott form og það skilaði sér hér í dag. Strákarnir voru upp til hópa rosalega samviskusamir og þeir eiga hrós skilið að hafa þolað mig í allan vetur.“50 Kristín Orradóttir lék 258 meistaraflokks­ leiki með Fram. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið, svo sem setið stjórn handknattleiksdeildar og í meistara­ flokksráði kvenna.

Evrópuævintýrið mikla Íslandsmeistaratitillinn var ekki fyrr kominn á loft í Safamýri en byrjað var að ræða um það hvernig styrkja mætti hópinn og stækka hann fyrir átök komandi vetrar, ekki hvað síst í meistaradeildinni. Reyndar gleymdist það smáatriði að komið hafði verið á laggirnar deildarbikarkeppni fjögurra efstu liða Íslandsmótsins sem hefjast skyldi fáeinum sólarhringum síðar. Fáir kipptu sér svo sem upp við það þegar liðið féll úr keppni fyrir Fylkismönnum.

49  Morgunblaðið, 1. maí 2006, B7 50  Morgunblaðið, 1. maí 2006, B6

318


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Þökk sé góðum árangri Hauka í meistaradeildinni árin á undan, var ljóst að Íslandsmeistararnir þyrftu ekki að taka þátt í forkeppni. Andstæðingarnir yrðu því óhjákvæmilega ógnarsterkir. Þátttaka í slíkri keppni hafði óhjákvæmilega gríðarlega vinnu í för með sér. Meistaradeild Evrópu í handbolta á í raun lítið skylt við þær Evrópukeppnir sem íslensk lið tóku þátt í með góðum árangri 15-20 árum fyrr. „Meistaradeildin er að berjast við að vera fyrsta flokks sjónvarpsefni og því fylgja ótrúlega miklar kröfur,“ sagði Kjartan Ragnarsson sem þá var formaður handknattleiksdeildarinnar. „Okkur krossbrá þegar við fengum sendan reglugerðabunkann, sem var örugglega tíu sentimetra þykkur með nákvæmum upplýsingum um ótrúlegustu smáatriði.“51 Ekki tókst að hnýta alla lausa enda í Framhúsinu fyrir fyrsta leikinn í riðlinum. Þar var um að ræða viðureign sem vakti mikinn áhuga handboltaáhugafólks, gegn þýska liðinu Gummersbach. Alfreð Gíslason stýrði Gummersbach, sem hafði þrjá Íslendinga innanborðs – þá Guðjón Val Sigurðsson og tvo fyrrum Framara, Róbert Gunnarsson og Sverri Björnsson sem haldið hafði utan þá um sumarið. Munurinn á atvinnumönnum og áhugamönnum kom glöggt fram í þessum fyrsta leik. Framarar héldu í við Þjóðverjana vel fram eftir leik og í hléi var aðeins eins marks munur. Þá skiptu gestirnir um gír og unnu tólf marka stórsigur. Celje Lasko frá Slóveníu var hitt stórliðið í riðlinum, en þótt slóvenska liðið komi frá smáborg með helmingi færri íbúa en Reykjavík er það eitt sigursælasta félag í evrópskum handknattleik. Ekki sóttu Framarar gull í greipar Celje-manna í útileiknum og sömu sögu má segja um viðureignina við Sandefjord í Noregi. Á heimavelli veitti Fram bæði Slóvenunum og Norðmönnunum harða keppni og mátti teljast mjög óheppið að fara tómhent frá þeim viðureignum og keppninni allri.

Sigfús Páll Sigfússon er leikstjórn­ andi fæddur árið 1986. Hann var hluti af geysisigur­sælum árgangi Fram upp alla yngri flokkana og var í Íslandsmeistaraliðinu 2006. Félaga­skipti hans yfir í Val sumarið 2007 gengu ekki átakalaust fyrir sig.

Ferðalögin tóku toll Leikirnir sex í meistaradeildinni fóru fram á fjörutíu daga tímabili haustið 2006. Á þeim tíma mátti Framliðið heita á stöðugum ferðalögum milli leikja í deild og Evrópukeppni. Álagið hlaut að taka sinn toll og af fjórum fyrstu deildarleikjum sínum töpuðu Framarar tveimur og gerðu eitt jafn­ tefli. Þar með gafst öðrum liðum kostur á að ná forystu sem erfitt reyndist að brúa. Raunar má því segja að Fram hafi fallið á nákvæmlega sama bragði og Haukar árið áður. Fjögur töp í röð um miðbik mótsins gerðu svo endanlega út um vonir Framara um að verja titilinn, sem kom að lokum í hlut Valsmanna. Fram mátti gera sér þriðja sætið að góðu og annað árið í röð fór lítið fyrir afrekum í deildarbikarnum sem á ný var leikinn strax að loknu Íslandsmóti – og virtist helst hafa þann tilgang að spilla fyrir fagnaðarlátum nýkrýndra Íslandsmeistara. 51  Viðtal við Kjartan Ragnarsson

319


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Skrítið Reykjavíkurmót Framarar urðu Reykjavíkurmeistarar karla í handknattleik haustið 2007 og höfðu tryggt sér titilinn áður en lokaleikirnir hófust. Ástæðan var sú að af liðunum fjórum sem léku um efstu sætin voru þrjú utanbæjarfélög: Stjarnan, Akureyri og HK. Svo fór að lokum að Framarar lögðu HK í leik um þriðja sætið og tóku við bikarnum í leikslok.

Tölspakir menn höfðu löngu reiknað út að Fram hlyti að leika til úrslita í bikarkeppni HSÍ þetta árið, enda slíkt orðið að föstum lið á oddatöluárum: 1998, 2000, 2002, 2004 og loks 2006. Leiðin þangað var nokkuð strembin, en þrátt fyrir aragrúa b-liða og utandeildarliða drógust Framarar einungis gegn liðum úr efstu deild. Fyrst voru Fylkismenn lagðir að velli í Framheimilinu í jöfnum leik. Í fjórðungsúrslitum vannst góður sigur á erfiðum útivelli gegn liði Akureyrar og í undanúrslitum fágætur stórsigur á útivelli gegn Haukum, 30:37. Líkt og í fyrsta og eina sigri karlaliðs Fram í bikarúrslitaleik, voru mótherjarnir Stjarnan úr Garðabæ. Að þessu sinni minnti úrslitaleikurinn ekkert á rimmuna árið 2000, heldur svipaði honum ískyggilega til leikjanna gegn Haukum og KA. Framliðið virtist ekki mætt til leiks þegar upphafsflautið gall og andstæðingarnir náðu strax í upphafi forystu sem vonlaust reyndist síðan að vinna upp. Þennan dag reyndist mesta baráttan ekki vera á keppnisgólfi Laugar­dalsvallar heldur á áhorfendabekkjunum þar sem allt tiltækt lögreglulið þurfti að snúa niður nokkrar handboltabullur af Arnarnesinu sem létu dólgslega.

Dramatískt afmælisár

Ferenc Buday gat státað af glæsilegum ár­ angri á vettvangi Evrópuhandboltans og hafði komið að þjálfun ýmissa ungverskra landsliða. Starfstími hans í Safamýrinni varð þó skemmri en til stóð, en Buday sagði upp störfum fyrir lok fyrsta keppn­ istímabils síns.

320

Dvöl Guðmundar Guðmundssonar í herbúðum Fram reyndist skemmri en reiknað hafði verið með. Vegna anna í nýju starfi fór Guðmundur fram á það vorið 2007 að vera leystur undan samningi og urðu Framarar við þeirri ósk. Úr varð að leita út fyrir landsteinana að eftirmanni og borið niður í Ungverjalandi. Hinn nýi þjálfari, Ferenc Buday, átti glæsilegan þjálfaraferil að baki í heimalandi sínu og víðar. Árið 2003 hafði hann komið ungverska liðinu Dunaferr SE í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa og síðar gert Pfadi Winterthur að svissneskum meisturum og komið liðinu í fjórðungsúrslit meistaradeildarinnar, sem þótti vel af sér vikið. Þá átti Buday fjölda landsleikja að baki og hafði komið að þjálfun ungverska A-landsliðsins og yngri landsliða. Reynslan sýnir að það tekur oft erlenda þjálfara nokkurn tíma að komast inn í íslenskan handbolta og því var væntingunum til liðsins stillt í hóf. Við það bættist að handknattleiksdeildir Fram og Vals áttu í harðvítugum deildum seinni hluta sumars og fram á haust varðandi félagaskipti leikstjórnandans Sigfúsar Páls Sigfússonar yfir til Hlíðarendaliðsins. Að lokum náðust sættir í málinu, en það hafði þá tekið mikla orku og var síst til að bæta samskiptin milli félaganna tveggja. Í ljósi alls þessa kom ekki á óvart þótt Frampiltum væri aðeins spáð fimmta sæti í deildinni. Fimmta sætið kom að lokum í hlut Stjörnumanna úr Garðabæ, sem taldir höfðu verið sigurstranglegastir fyrir mót. Íslandsmeistaratitillinn fór hins vegar í Hafnarfjörðinn, til Hauka sem unnu mótið með talsverðum yfirburðum. Framarar fóru ágætlega af stað en fataðist svo flugið. Liðið tapaði tíu leikjum af 28 og fékk þriðju flest mörk á sig í deildinni. Töp í


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

tveimur síðustu viðureignunum gerðu það að verkum að Fram missti af silfurverðlaununum og mátti gera sér fjórða sætið að góðu. Þegar þar var komið sögu, hafði stjórn handknattleiksdeildar tilkynnt að Bunday þjálfari yrði ekki við stjórnvölinn á næstu leiktíð. Þess í stað var samið við Viggó Sigurðsson, fyrrum landsliðsþjálfara, um að taka við starfinu. Magnús Jónsson, sem verið hafði aðstoðarþjálfari Ungverjans, sá um að ljúka keppnistímabilinu – en hann hafði raunar stýrt liðinu til titils milli jóla og nýárs í fjarveru Bundays. Þar var um að ræða deildarbikarkeppnina, sem hafði verið færð til á árinu. Í stað þess að keppa fáeinum dögum eftir lok Íslandsmótsins, var nú efnt til hraðmóts strax að loknum hátíðunum, en þátttökurétt áttu þau lið sem þá sátu í fjórum efstu sætunum. Breytingin mæltist vel fyrir hjá handboltaunnendum sem fjölmenntu í Laugardalshöllina og sáu þar spennandi leiki. Fyrst lögðu Framarar lið Stjörnunnar 29:28, með marki Hjartar Hinrikssonar þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Daginn eftir voru mótherjarnir topplið Hauka. Viðureignin reyndist æsispennandi fram á síðustu sekúndur og lauk með sigri Fram 30:28. Eftir leikinn kom í ljós að gleymst hafði að telja eitt marka Hafnarfjarðarliðsins og kærðu Haukarnir því úrslit leiksins. Endanleg niðurstaða fékkst ekki í því máli fyrr en mörgum vikum síðar, þegar úrskurðað var að úrslitin skyldu standa óbreytt.

Enn eitt tapið í bikarúrslitum

Björgvin Páll Gústavsson ólst upp í HK og lék um hríð í Vestmannaeyjum áður en hann gekk til liðs við Fram vorið 2006. Hann vann sér sæti í íslenska landsliðinu og átti stóran þátt í silfurverðlaunum þess á Ólympíuleikunum í Beijing. Í desember 2008 varð Björgvin fyrstur manna til að hljóta sæmdartitilinn Íþróttamaður Fram.

Hafi stuðningsmenn Fram vonast til þess að sigurinn í deildarbikarnum yrði til að hnekkja bikarbölvun þeirri sem á Framliðinu virtist hvíla, reyndust það tálvonir. Í fyrstu umferðinni vannst fyrirhafnarlítill sigur á

Deildarmeistarar 2006, unglinga­­flokkur kvenna. Efri röð frá vinstri: Guðmundur Jónsson, Elfa Arnardóttir, Jónína Magnús­dóttir, Sara Sigurðardóttir, Stella Sigurðardóttir, Sigur­björg Jóhannsdóttir, Anna Gunnlaug Friðriks­dóttir, Magnús Jónsson þjálfari og Einar Jónsson aðstoðarþjálfari. Neðri röð: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Anna María Guðmundsdóttir, Karen Einars­ dóttir, Hildi­gunnur Einarsdóttir og Hildur Stefánsdóttir.

321


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Landsliðsmenn í þrjár kynslóðir Skyttan Rúnar Kárason lék sinn fyrsta A-landsleik snemma árs 2008. Segja má að með því hafi hann verið að viðhalda fjölskylduhefð, því afi hans Rúnar Guðmannsson og Jón Árni Rúnarsson móðurbróðir hans léku báðir fyrir Fram og landsliðið.

b-liði FH í Kaplakrika. Því næst tóku við þrír heimaleikir gegn úrvalsdeildarliðum: Aftureldingu, Stjörnunni og loks Akureyri í undanúrslitum. Allar viðureignirnar unnust, en tæpt stóð það í fjórðungsúrslitaleiknum gegn Garðbæingum. Framarar skoruðu jöfnunarmörk undir lok venjulegs leiktíma og fyrri framlengingarinnar. Í síðari framlengingunni náðu Safamýrarpiltar forystunni og tókst að halda henni til leiksloka, þar sem Björgvin Páll Gústavsson lokaði Fram-markinu. Reiknaðist fréttararita heimasíðu félagsins til að hann hefði varið tíu af tólf síðustu skotum Stjörnumanna í leiknum.52 Úrslitaleikurinn fór fram 1. mars. Mikil eftir­vænt­ing var fyrir hann, enda andstæðingarnir Valsmenn. Urðu ýmsir til að rifja upp síðasta úrslitaleik þessara liða og var spáð dramatísku uppgjöri. Ekki kom til þess þar sem Framarar virtust varla mættir til leiks fyrr en langt var liðið á hann. Valsarar náðu strax öruggu forskoti sem þeir bláklæddu virtust aldrei líklegir til að vinna upp. Lokatölur urðu 26:30 Valsmönnum í vil og eina ferðina enn máttu Framarar sleikja sárin eftir bikarúrslitaleik.

Óheppni í Evrópukeppni

Rúnar Kárason lék sína fyrstu meistaraflokks­leiki árið 2005, en hann er örvhent skytta. Snemma árs 2008 lék Rúnar með íslenska lands­liðinu gegn Noregi, en afi hans, Rúnar Guðmanns­son, gerði slíkt hið sama 49 árum fyrr.

Þriðja sætið á Íslandsmótinu 2006-07, gaf Frömurum þátttökurétt í áskorenda­keppni Evrópu veturinn á eftir. Áskorendakeppninni hefur verið líkt við getraunakeppnina, inter-toto, í knattspyrnuheiminum. Austurevrópsk félög eru í miklum meirihluta þátttökuliða í áskorendakeppninni og máttu Framarar því búa sig undir talsverð ferðalög. Fram hóf keppni í þriðju umferð og dróst þar gegn tyrknesku félagi, Ankara Il Özel Idare SK. Tókst að semja um að báðar viðureignirnar færu fram í Reykjavík. Fyrri leiknum lyktaði með fimm marka sigri Fram, 29:24. Bar áhorfendum saman um að Framliðið hafi verið með daprasta móti og munurinn því ekki meiri en þetta. Allt annað var að sjá til leikmannanna daginn eftir. Þar sigruðu Framarar með miklum mun, 36:20, en segja má að leikurinn hafi snúist upp í tóma vitleysu undir lokinn þar sem hvekktir Tyrkirnir fengu útrás fyrir gremju sína með grófum brotum. Lið CSU Poli-Izomental frá borginni Timisoara í Rúmeníu varð andstæðingur Fram í sextán liða úrslitunum. Rúmenarnir buðust til að kaupa báða leikina til sín og var gengið að því tilboði. Eftir langt ferðalag komust leikmenn Fram loks til Timisoara, borgarinnar sem heimamenn kalla „Litlu Vínarborg“ og stærir sig helst af því að vera fyrsta raflýsta borg Evrópu. Leikirnir voru báðir í járnum. Rúmenarnir unnu þann fyrri, sem taldist heimaleikur Fram, 24:26. Daginn eftir var hópurinn búinn að átta sig betur á aðstæðum og náði að sigra, 25:24. Á lokasekúndunum misnotuðu Framarar vítakast, en mark hefði tryggt framlengingu. Í átta liða úrslitum dróst rúmenska liðið gegn Benfica frá Portúgal.

52

322

www.fram.is, frétt dags. 4. des. 2007


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Fjórði flokkur B-lið, Reykjavíkur­meistarar 2008. Efri röð frá vinstri: Elva Þór Arnardóttir, Rebekka Rún Jóhannesdóttir, Jóhanna Björk Viktorsdóttir, Hafdís Shizuka Iura, Karólína Vilborg Torfadóttir og Sigurgeir Jóns­son þjálfari. Neðri röð: Kristín Helgadóttir, Helga Hannes­dóttir, Eydís Blöndal og Íris Kristín Smith.

Framar öllum vonum Það voru Frömurum óneitanlega vonbrigði að karlalið félagsins lyki keppni tólf stigum á eftir toppliðinu á afmælisárinu. Á hinn bóginn stóð kvennaflokkurinn sig vonum framar og var hársbreidd frá því að krækja í sjálfan Íslandsmeistarabikarinn. Framstúlkum var spáð fimmta sætinu. Liðið lék undir stjórn nýs þjálfara, Einars Jónssonar og hafði fengið góðan liðsauka frá fyrra ári, tékkneska línumanninn Pövlu Nevarilovu. Pavla hafði leikið með ÍBV við góðan orðstír, en Eyjaliðið var ekki skráð til keppni veturinn 2007-08. Níu lið tóku þátt í mótinu og var leikin þreföld umferð. Fyrir vikið réð töfludráttur því hvort félag nyti tveggja heimaleikja í innbyrðisviður­ eignum. Til að mynda þurftu Framarar í tvígang að fara í Garðabæinn og mæta ríkjandi Íslandsmeisturunum. Stjarnan og Fram mættust þegar í annarri umferð og lauk leiknum óvænt með jafntefli, 21:21. Í kjölfarið kom mikil sigurganga Framliðsins sem reyndist ósigrandi í deildinni allt fram í lok febrúar. Þann 21. febrúar mættust Stjarnan og Fram í þriðja sinn á Íslands­ mótinu. Þar reyndust Stjörnustúlkur sterkari og unnu með sjö marka mun, sem gerði það að verkum að Garðabæjarliðinu nægði að ljúka keppni með jafnmörg stig og Fram til að vinna mótið á innbyrðis­úrslitum. Enn höfðu Framarar þó örlög sín í eigin höndum. Ef Stjarnan ynni alla þá leiki sem eftir væru – eins og raunin varð – mætti Fram einungis tapa einu stigi í sex síðustu viðureignum sínum. Fimm leikjanna lauk með sigri Fram, en taugarnar brugðust í heimaleik gegn Val þar sem liðið sá aldrei til sólar. Valsarar léku raunar Fram sérdeilis grátt þennan veturinn, slógu Framstúlkur úr leik í bikarnum og unnu þær í úrslitaleik deildar­ bikarsins.

Leikstjórnandinn Sigurbjörg Jóhannsdóttir lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Fram haustið 2003, sextán ára gömul. Hún á fjölda landsleikja að baki og var ein fimm Framara sem tóku þátt í keppn­ isferð landsliðsins til Portúgal í mars 2008. Ekkert annað félag átti fleiri en þrjá full­ trúa í hópnum.

323


9. kafli - Handknattleikurinn 1993 - 2008

Meistaraflokkur veturinn 2007-08. Efrri röð frá vinstri: Sólveig Steinþórsdóttir sjúkra­þjálfari, Einar Jónsson þjálfari, Hildur Björk Sigurðardóttir, Hildur Knúts­ dóttir, Sara Sigurðardóttir, Stella Sigurðar­ dóttir, Marthe Sördal, Anett Köbli, Dagmar Sigurðar­dóttir, Eva Hrund Harðardóttir, Pavla Nevarilova, Sigurgeir Jónsson aðstoðar­þjálfari og Guðmundur Þór Jónsson liðs­stjóri. Fremri röð: Arna Eir Einarsdóttir, Anna Gunn­laug Friðriksdóttir, Karen Knútsdóttir, Kristina Kvedarine, Ásta Birna Gunnarsdóttir fyrir­liði, Karen Einarsdóttir, Sigurbjörg Jóhanns­dóttir, Guðrún Þóra Hálfdánar­dóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir.

324

Lokastaðan í deildinni varð því sú að Stjarnan og Fram hlutu bæði 41 stig í leikjunum 28. Eftir það sem á undan var gengið voru leikmenn og aðstandendur Framliðsins grútspældir með silfurverðlaunin, en viður­ kenndu þó að í raun væri árangurinn fram úr björtustu vonum og að langtímaáætlanir deildarinnar hafi alls ekki gert ráð fyrir titilbaráttu á þessu ári og að sæti í Evrópukeppni vetur­inn 2008-09 væri kærkominn bónus.



Skíðað í Eldborgargili árið 1987.

Í hugum flestra er nafn Fram tengt boltaíþróttum og þá einkum knattspyrnu og handbolta. Engu að síður hafa Framarar alla tíð sinnt ýmsum öðrum íþróttum. Eftir að deildaskipting var tekin upp innan félagsins opnaðist vettvangur fyrir nýjar greinar, auk þess sem hópur kvenna í Fram myndaði sinn eigin félagsskap.


Fjölgreinafélagið Fram Ýmsar deildir 1972 til 2008

E

ins og rakið hefur verið, komu sumir af stofnendum Fram mjög við sögu á upphafsárum skíðaíþróttarinnar í Reykjavík. Um og upp úr fyrri heimsstyrjöldinni koðnaði skíðaáhuginn nokkuð niður í bænum, eins og gilti um ýmsar aðrar íþróttagreinar. Skíðaiðkun lagðist þó ekki af, þótt lítið færi fyrir formlegum mótum og æfingum. Það voru ekki hvað síst Norðmenn búsettir í bænum sem sóttu í skíðabrekkurnar þrátt fyrir óhagstætt veðurfar. Á fjórða áratugnum fór áhuginn að glæðast á nýjan leik. Vegabætur og aukin bílaeign gerði það nú að verkum að mögulegt var að bregða sér út úr bænum, s.s. að Kolviðarhóli, þar sem aðstæður voru ólíkt betri en í Ártúnsbrekku eða Öskjuhlíð. Fyrstu skipulögðu hópferðirnar af þessu tagi voru farnar 1928 og urðu fljótlega að föstum lið í skemmtanalífi fjölmargra ungra Reykvíkinga. Aðstöðuleysi á heiðinni setti ferðum þessum auðvitað takmörk og fór skíðaforkólfurinn Lorentz H. Müller fljótlega að huga að því hvort reisa mætti veglegan skíðaskála. Á árinu 1934 hratt hann af stað snjallri fjáröflunarleið sem nefndist „tveggjakrónuveltan“. Hún fólst í því að Hermann Jónasson forsætisráðherra gaf fyrstu tvær krónurnar í söfnunina og skoraði á þrjá nafngreinda menn að borga sömu upphæð og skora svo hver og einn á aðra þrjá. Nöfn gefendanna og þeirra sem skorað var á birtust svo í Morgunblaðinu. Bæjarbúum hljóp kapp í kinn og fáir vildu verða til að slíta keðjuna. Þess voru jafnvel dæmi að menn móðguðust yfir að ekki væri skorað á þá að taka þátt. Síðar var reynt að endurtaka þessa fjáröflunaraðferð í tengslum við aðrar safnanir, en árangurinn varð þó aldrei jafngóður og í fyrsta skiptið. Söfnunarféð streymdi inn og þegar haustið 1935 var skíðaskálinn í Hveradölum vígður.1

1

Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík, bls. 104-6 og viðtal við Pétur Pétursson

Jón Jónsson var stjórnarmaður í Fram og stýrði skíðaskálanefnd félagsins sem komið var á laggirnar árið 1946. Hann var ein­ dreginn talsmaður þess að Framarar festu kaup á litlum skíðaskála sem bauðst ódýrt síðla árs 1948. Þær raddir urðu þó ofan á sem töldu skálann ekki nógu stóran og vildu hugsa stærra. Fyrir vikið má segja að uppbygging skíðaíþróttarinnar í Fram hafi frestast um aldarfjórðung.


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

Íþróttafélögin í Reykjavík fylgdust með þessari þróun full áhuga. Farið var að skipuleggja hópferðir á vegum einstakra félaga til skíðaiðkunar og í kjölfarið kviknuðu hugmyndir félagsmanna um að koma sér upp eigin skálum. Á aðalfundi Fram, í ársbyrjun 1937, var samþykkt að kanna möguleikana á því að koma upp húsi sem nýta mætti sem skíðaskála að vetrarlagi en sumarbústað á öðrum tímum árs.2 Á fundinum var kosin nefnd til að vinna að skíðaskálamálinu, en hún skyldi jafnframt huga að byggingu félagsheimilis. Flestir töldu að félagsheimilismálið væri brýnna og var hugmyndum um skálabyggingu í raun ýtt til hliðar. Á næstu árum komust málefni skíðamanna annað slagið til umræðu á stjórnarfundum. Vilji var fyrir því að leigja sumarbústað yfir vetrarmánuðina sem afdrep í skíðaferðum, en ekkert varð úr slíkum áformum.

Skálanefnd stofnuð Eflaust hefur stríðið átt sinn þátt í að tefja skíðaskálamálið innan félagsins, en vorið 1945 var undirbúningur hafinn á ný. Þá var farið að ræða um mögulega staðsetningu skálans og var gert ráð fyrir að hann risi í grennd við skíðaskálann í Hveradölum.3 Sumarið 1946 var sérstakri

2  Gjörðabók Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur haldinn 22. jan. 1937 3  Gjörðabók stjórnar Fram, fundur haldinn 4. apríl 1945

Frétt Morgunblaðsins 10. apríl 1935 af fyrirhuguðum skíðaskála í Hveradölum. Bygging skálans var frumforsenda þess að skíðaíþróttin næði nokkurri fótfestu meðal Reykvíkinga og mikil samstaða myndaðist meðal bæjarbúa þegar kom að því að safna fé til byggingarinnar.

328


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

skíðaskálanefnd komið á laggirnar, undir forystu Jóns Jónssonar sem átti sæti í stjórn Fram. Nefndin hóf störf af kappi og fór þegar að huga að fjármögnunarleiðum, kanna möguleg skálastæði á Hellisheiði og hefja viðræður við önnur félög um hugsanlegt samstarf. Þá fékk hún afhentar 1.210 krónur sem stofnframlag í sjóð og var það gjöf frá nokkrum félagsmönnum.4 Um þessar mundir var óformlegur hópur Framara sem stundaði reglulegar skíðaferðir í Hveradali og hafði í raun til umráða herbergi í skíðaskálanum þar.5 Jón Jónsson, Guðbrandur Bjarnason, Guðni Magnússon, Þórður Ágústsson, Kristján Oddsson, Svan Friðgeirsson, Hjördís Pétursdóttir, Ragheiður Böðvarsdóttir og Soffía Bjarnadóttir voru m.a. í þessum hópi – en þau áttu öll eftir að sitja í skálabyggingarnefnd Fram. Nefndin kannaði möguleikann á að því að Fram fengi að leigja herbergi í Hveradalaskálanum, en tekið var dræmt í þá fyrirspurn. Segja má að skíðaskálanefndin hafi starfað umboðslaust fyrstu mánuðina, en á aðalfundi Fram í desember sama ár var formlega samþykkt að setja slíka nefnd á laggirnar. Tillögum um að stofna skíðadeild innan félagsins var hins vegar vísað frá þar sem þær þóttu ekki tímabærar.6 Ný stjórn skíðaskálasjóðs var skipuð og var fyrsta verk hennar að taka afstöðu til tilboðs frá starfsmannafélagi Landssmiðjunnar, sem átti lítinn bragga rétt fyrir ofan Hveradali – skammt frá Flengingabrekku. Landssmiðjumenn notuðu skálann lítið og vildi stjórn starfsmannafélagsins gjarnan losna við rekstur hans, annað hvort með því að selja Frömurum braggann eða leigja hann, t.d. í skiptum fyrir æfingatíma á nýja Framvellinum.

Skíðalyftu var komið upp í grennd við skíðaskálann í Hveradölum á árinu 1950 og þótti mikið tækniundur. Skopmyndateiknari Spegilsins sá tryllitæk­ ið fyrir sér með þessum hætti.

Kaupa eða byggja? Spurningin um hvort kaupa skyldi Landssmiðjuskálann átti eftir að verða framhaldssaga sem velktist áfram um tveggja ára skeið. Ósætti var um málið hjá báðum aðilum. Stjórn starfsmannafélags Landssmiðjunnar vildi losna við húsnæðið, en tillaga þess efnis var felld á félagsfundi. Fyrst ætlaði stjórnin að hundsa þá niðurstöðu, en ákvað loks að draga sölutilboðið til baka. Virtist málið þá úr sögunni og Framarar beindu sjónum sínum að öðrum kostum. Næst var leitað hófanna hjá ÍR-ingum, um hvort leyfi fengist til að byggja hús í landi þeirra við Kolviðarhól. Erindinu virðist hafa verið tekið ágætlega, í það minnsta ákvað skíðaskálanefndin að vinna teikningar að litlum skála á þeim stað. Helst hefði nefndin kosið að kaupa einingahús frá Noregi eða Svíþjóð og hafði leitað tilboða þaðan, en sýnt þótti að útilokað væri að fá gjaldeyrisleyfi fyrir slíku.

4  Gjörðabók skíðaskálanefndar, 1. fundur 30. júlí 1946 5  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 127-8 6  Gjörðabók Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur haldinn 17. des. 1946

329


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

Fyrsta stjórn skíðadeildar Fram árið 1972 var skipuð fimm félögum úr skíðaferðinni til Noregs sama ár, Sá sjötti var formaður­ inn Steinn Guðmundsson Efri röð frá vinstri: Júlíus Sigurðsson, Þorleifur Ólafsson og Baldur Jónsson. Fremri röð: Gunnar V. Andrésson, Steinn Guðmundsson og Erlendur Magnússon.

Landssmiðjuskálinn komst aftur inn í umræðuna um áramótin 1947-48. Starfsmannafélag Landssmiðjunnar náði þá samningum við stjórn Fram um leigu á tímum á knattspyrnuvellinum og var hluti af því samkomulagi að skíðamenn fengju afnot af skálanum, sem þá var sagður 15-20 manna.7 Rætt var um að hefja skipulagðar ferðir uppeftir fyrir félagsmenn, en óljóst er hversu mikil nýtingin varð í raun og veru enda mun hafa þurft að gera allnokkrar endurbætur á húsnæðinu. Undir lok árs 1948 var Frömurum boðinn skálinn til kaups á nýjan leik. Á framhaldsaðalfundi félagsins þann 25. nóvember var loks fallist á að kaupa Landssmiðjuskálann ásamt ljósavél sem honum fylgdi. Sami fundur samþykkti að breyta lögum þannig að stofnaðar yrðu sérstakar íþróttanefndir og skíðanefnd þeirra á meðal.8 Ekki var full sátt um þessa niðurstöðu eins og í ljós kom nokkrum vikum síðar, þegar efnt var til sérstaks félagsfundar um málefni skíðaskálans. Stjórn Fram tilkynnti að hún hefði ákveðið að nýta ekki kaupheimildina. Ástæðurnar væru fjárskortur og að aðrir möguleikar kynnu að vera í stöðunni. Var þar vísað til óformlegs tilboðs Herlufs Clausens um að útvega hús fyrir lítið eða ekkert. Ágreiningslínurnar komu í ljós á fundinum. Jón Jónsson fór fyrir þeim sem kaupa vildu Landssmiðjuskálann. Taldi Jón að þótt skálinn væri lítill og ófullkominn, væri hann prýðilegt bráðabirgðahúsnæði og að svæðið umhverfis hann væri mun betra en Kolviðarhólslandið. Gegn þessu mælti einkum Sigurbergur Elísson, sem taldi skálann gamlan og lúinn. Betra væri að reisa almennilegt hús við Kolviðarhól. Niðurstaðan varð sú að Jón Þórðarson, formaður Fram, mælti fyrir því að félagið sjálft

7  Fundargerðir stjórnar Fram, fundur haldinn 21. jan. 1948 8  Gjörðabók Knattspyrnufélagsins Fram, framhaldsaðalfundur haldinn 25. nóv. 1948

330


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

myndi ekki ráðast í skálakaup að sinni en hvatti til þess að einstaklingar innan félagsins reyndu í sameiningu að koma sér upp skála.9 Segja má að með þessari niðurstöðu hafi botninn verið sleginn úr starfi skíðanefndarinnar einungis tæpum mánuði eftir að hún var stofnuð. Þeir sem harðast töluðu gegn kaupum á Landssmiðjuskálanum gerðu það á þeim forsendum að hægðarleikur yrði að safna liði til að koma upp stærra og betra húsi, en þeir sjálfboðaliðar reyndust ekki eins auðfundnir og vonast hafði verið til. Ef til vill hefði því verið raunhæfara að fara að ráðum Jóns Jónssonar, byrja smátt og stækka svo við sig með tímanum. Skíðanefndin hélt áfram að starfa í nokkur ár, en starfsemin fór stöðugt minnkandi og var að lokum einungis að nafninu til. Skíðanefndin var felld úr lögum félagsins árið 1956, en þó var ákveðið að leggja ekki niður sjóðinn sem safnast hafði til skálabyggingarinnar. Hann átti síðar eftir að koma sér vel þegar skíðamenn létu á sér kræla á nýjan leik. Heldur hafði sjóðurinn þó rýrnað að verðgildi, enda aðalstjórn tekið sér hann vaxtalaust að láni um nokkurt skeið.

Fé án hirðis

Lunch United Noregsferðin 1972 gat ekki aðeins af sér skíðadeild Fram, heldur má rekja upphaf frægasta fótboltaklúbbs landsins til hennar. Hópur Noregsfara vildi koma sér í betra form fyrir ferðina og því var efnt til æfinga á Melavellinum í hádeginu þrjá daga í viku. Á þessum æfingum var farið að sparka í bolta og ákveðið að halda því áfram eftir að heim var komið. Upp úr þessu varð til félagið Lunch United, sem haldið hefur sínu striki vel á fjórða áratug. Alla tíð hefur félagið haldið úti hádegisæfingum þrisvar í viku, fyrst á Melavelli og síðar á gervigrasinu í Laugardal. Félagsmenn munu vera um fimmtíu talsins og má þar finna ýmsa gamalkunna kappa, þar á meðal fyrrum landsliðsmenn í knattspyrnu. (Viðtal við Gunnar V. Andrésson)

Á aðalfundi Fram í lok febrúar 1972 var borin upp sakleysisleg spurning. Í umræðum um ársreikninga spurði Helgi Númason gjaldkera félagsins að því hvort skíðasjóður væri til? Hann fékk þau svör að peningarnir lægju inni á bankabók í vörslu félagssjóðs og yrðu ekki hreyfðir fyrr en skíðadeild Fram væri stofnuð.10 Það var engin tilviljun að spurningunni um skíðasjóðinn var velt upp á þessum tíma, því segja má að hugmyndin um stofnun skíðadeildar Fram hafi fæðst fyrr í mánuðinum – raunar í höfuðstað Norðmanna.

9  Gjörðabók Knattspyrnufélagsins Fram, almennur félagsfundur haldinn 16. des. 1948 10  Gjörðabók Knattspyrnufélagsins Fram, aðalfundur haldinn 26. feb. 1948

Brugðið á leik í Eldborgargili.

331


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

Félagssvæði Fram í Eldborgargili. Að margra mati er þetta eitt skemmtilegasta skíðavæðið í Bláfjöllum og mikil vinna hefur verið lögð í að bæta brekkur og ann­ an aðbúnað skíðagesta

332

Óformlegur hópur Framara stóð þá fyrir mikilli skíðaferð til Noregs, þar sem dvalið var í tvær vikur. „Þetta var mögnuð ferð,“ sagði Gunnar V. Andrésson. „Þetta var ein af fyrstu stóru skíðaferðunum sem farnar voru, en á næstu árum fór þetta að færast í vöxt hjá Íslendingum. Upphaflega var ætlunin að skíða í grennd við Osló og við tryggðum okkur gistingu í húsi Íslendingafélagsins. Þegar á hólminn var komið reyndist ekki nógu mikill snjór, svo við færðum okkur norður í land seinni vikuna og leigðum fjallakofa.“11 Skíðagarpar þessir höfðu um nokkurt skeið stundað skíði í Eldborgargili, en eftir Noregsferðina var ákveðið að gera þetta af meiri alvöru og stofna formlega skíðadeild. Steinn Guðmundsson, þaulreyndur félagsmálamaður úr Fram, var gerður að fyrsta formanni deildarinnar sem stofnuð var 27. apríl 1972 að fjörutíu manns viðstöddum. Auk Steins áttu þeir Baldur Jónsson, Erlendur Magnússon, Gunnar V. Andrésson, Júlíus Sigurðsson og Þorleifur Ólafsson sæti í fyrstu stjórninni. Þeir mörkuðu strax í upphafi þá stefnu að leggja skyldi áherslu á yngri flokka frekar en keppni afreksfólks. Í því skyni voru m.a. send bréf til allra nemenda í Álftamýrarskóla og efnt til kynningarfunda fyrir börn og foreldra. 11  Viðtal við Gunnar V. Andrésson


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

Fyrsta stóra ákvörðun stjórnenda skíðadeildarinnar sneri að því hvar hún skyldi reyna að hasla sér völl fyrir starfsemi sína. Þó má segja að staðurinn hafi verið valinn löngu áður en deildin kom til sögunnar. Framararnir vildu halda tryggð við Eldborgargilið og fengu grænt ljós á það frá yfirvöldum skíðamála, þótt endanlega hafi sú ráðstöfun ekki verið staðfest af Bláfjallanefnd fyrr en 1978. Ekki voru Framarar fyrstu landnemarnir í gilinu. Nokkrum misserum fyrr hafði hópur skíðakappa undir forystu íþróttafrömuðarins Sverris Valdimarssonar og félaga hans, svo sem Péturs Guðjónssonar, Péturs Símonarsonar og Ríkharðs Pálssonar svo einhverjir séu nefndir. Þessir menn höfðu komið upp traktorslyftu í gilinu og litlum skála. Hópur þessi, sem einatt var kallaður „Gilkarlar“ í bókum skíðadeildarinnar, tók Frömurum opnum örmum og leyfði þeim að nota húsið sem afdrep. Skíðasjóðurinn góði hafði ekki fitnað mikið á þeim rúmu tuttugu árum sem hann lá í fórum aðalstjórnar – og hafði svo sem ekki verið sérlega digur fyrir. Því má segja að skíðadeildin hafi byrjað með tvær hendur tómar og þótt móðurfélagið gæfi ómældan andlegan stuðning var lítil von um peninga úr þeirri átt. Allar framkvæmdir skíðadeildarinnar báru mark af þessu á fyrstu árunum. Fyrsta skíðalyftan var aflóga spjaldalyfta í eigu Reykjavíkurborgar sem legið hafði óhreyfð á heiðinni í mörg ár. Borgin var fús til að láta lyftuna af hendi og tókst að koma henni í gang með smáviðgerðum. Lyftan reyndist skíðamönnum þó vel, einkum til upphitunar – en oft fór mestur hluti tímans á fjallinu í að moka hana upp. Húsnæði fyrir geymslu, lágmarkskaffiaðstöðu og salerni var efst á óskalistanum. Reynt var að bæta úr brýnustu þörfinni með gömlum vegavinnuskúr, en sú lausn reyndist skammvinn. Raunar má segja að aðstöðuleysið hafi verið algjört til ársins 1976, þegar tókst að smíða örlítinn skála til að geyma ýmsan búnað deildarinnar og þar sem nokkrar manneskjur gátu iljað sér í einu. Salernismálin héldu hins vegar áfram að vera höfuðverkur og voru þau ítrekað rædd á næstu árum.

Kamarvandræðin leyst Skortur á salernisaðstöðu var um árabil eitt stærsta vandamál skíðamanna í Fram og takmarkaði mjög nýtingu skíðasvæðis félagsins. Ýmsar tilraunir voru gerðar með uppsetningu kamra, sem allir fuku eða skemmdust. Á aðalfundi skíðadeildar árið 1985 blés Gunnar V. Andrésson á áhyggjur fólks af þessu, eða eins og segir í fundargerð: „benti hann á ágæta lausn til þess að komast hjá „kamar-vandræðum.“ Þ.e. með því að fara á wc heima hjá sér, áður en lagt væri af stað upp á fjöll.“ (Fundargerðir skíðadeildar, aðalfundur haldinn 11. desember 1985)

Skáladraumar og lyftukaup Þótt litli skálinn frá 1976 væri ekki mikið fyrir hús að sjá, var hann ekki ódýr fyrir fátæka deild. Kostnaðurinn við húsbygginguna hvíldi á skíðadeildinni til 1979, þegar loks tókst að gera upp allar skuldir. Tekjumöguleikarnir voru svo sem af skornum skammti, þar sem æfingagjöldin gerðu lítið annað en að standa undir kostnaði. Sala á getraunaseðlum og tilfallandi kökubasarar hrukku skammt til að standa undir miklum fjárfestingum. Um það leyti sem síðustu skuldirnar af litla skálanum voru greiddar, ákvað skíðadeildin að ráðast í metnaðarfulla framkvæmd: kaup á rúmlega 500 metra Doppelmayer-diskalyftu – einni þeirri stærstu á Bláfjallasvæðinu. Lyftan gat borið 800 manns á klukkustund með fullri nýtingu. Miðað við stærð og umsvif deildarinnar voru þetta risakaup og

Steinn Guðmundsson var fyrsti formaður skíðadeildar Fram. Hann hafði á yngri árum keppt á skíðum fyrir Ármann og var kallaður til sem vanur félagsmálamað­ ur. Steinn var formaður Fram á árunum 1976-78 og gerður að heiðursfélaga árið 2003.

333


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

Karlaveldi Hlutur kvenna í stjórnum íþróttafélaga og -deilda hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir í gegnum tíðina, þótt nokkuð hafi ástandið skánað í seinni tíð. Skíðadeild Fram var löngum karlavígi. Fyrstu sautján árin frá því að deildin var stofnuð 1972, sat engin kona í stjórninni. Sigrún Grímsdóttir braut ísinn á aðalfundi vorið 1989, en þá tók hún sæti í varastjórn. (Fundargerðir skíðadeildar, aðalfundur haldinn 17. apríl 1989)

mun þáverandi formaður, Magnús Guðjónsson, hafa ráðið mestu um að af því var látið verða. Undirbúningur og vinna við lyftuna tók nærri tvö ár. Meðal þess sem gera þurfti var að flytja gamla húsið upp í brekkuna þar sem það varð lyftuhús auk fyrra hlutverks. Var ákveðið að þegar deildin eignaðist almennilegan skála yrði húsið að öllu leyti nýtt sem lyftuhús og til tímatöku. Nýja diskalyftan var vígð 1. febrúar 1981 og urðu þar með kaflaskil í sögu deildarinnar. Um þremur mánuðum síðar samþykkti aðalstjórn Fram beiðni skíðadeildar um að mega hefja undirbúning að byggingu skíðaskála deildarinnar. Til að standa undir fjárfestingunni, þurftu Framarar að laða til sín almenning og skíðafólk úr öðrum félögum inn á skíðasvæðið í Eldborgargili. Baráttan um hylli skíðagesta kallaði á ýmsar framkvæmdir. Meðal þess var uppsetning á flóðljósum til að tryggja lengri nýtingartíma. Farið var að huga að uppsetningu ljósabúnaðar strax árið 1982, en flóðljósin komust fyrst í gagnið 1986 og batnaði þá aðstaðan til muna. Hlutur Fram við uppsetningu ljósanna kom að mestu úr svokölluðum „Tæknisjóði“, en þjálfarar og keppnismenn félagsins söfnuðu í hann með skíðakennslu.

Í mörg horn að líta Rekstur íþróttadeilda er sjaldnast dans á rósum, en fáum greinum fylgja jafnfjölbreytt úrlausnarefni og skíðaíþróttinni. Fundargerðir stjórna í knattspyrnu og handknattleik snúast að miklu leyti um að raða niður á æfingatímum, ráða þjálfara og skipuleggja keppnisferðir innanlands. Allt þetta má finna í gjörðabókum skíðadeildar Fram, en einnig óvenjulegri verkefni, s.s. viðgerðir á lyftum, framkvæmdir við vegagerð og áhyggjur af snjóruðningi á skíðasvæðinu. Síðastnefnda atriðið var raunar

Keppendur á páskaeggjamóti Fram. Páskaeggjamótin voru fjölsótt barna- og unglingamót þar sem allir keppend­ ur og sigurvegarar voru leystir út með páskaeggjum.

334


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

sígilt umkvörtunarefni skíðamanna í Fram, sem töldu óréttlátt að vera eina skíðadeildin í Bláfjöllum sem kosta þyrfti til snjómoksturs. Við þetta bættist margvíslegt viðhald á brekkum og mannvirkjum, meðal annars vegna innbrota. Hinn daglegi rekstur skíðadeildarinnar tók megnið af orku stjórnenda hennar og því lítið aflögu til að ráðast í nýbyggingu. Skuldir vegna stóru lyftunnar voru þungbærar í fyrstu og má segja að deildin hafi ekki komist fyrir vind í þeim efnum fyrr en á árinu 1983. Var þá fyrst hægt að hreyfa við skálabyggingarmálum fyrir alvöru. Segja má að skriður hafi fyrst komist á skálamálið sumarið 1986, þegar forsvarsmenn skíðadeildarinnar komust að þeirri niðurstöðu að nú yrði að hrökkva eða stökkva. Aðsóknin í Framlyftuna var umtalsvert minni en í lyftur annars staðar á Bláfjallasvæðinu, þótt lyftan væri ein sú stærsta og skíðafólki bæri saman um að aðstæður í Eldborgargilinu væru góðar. Þessi ónóga aðsókn hafði í för með sér tekjutap fyrir deildina. Augljósasta skýringin á fólksfæðinni var skortur á salernis- og hreinlætis­ aðstöðu. Án skíðaskála gat Framsvæðið ekki til lengdar staðið undir vaxandi kröfum skíðaiðkenda. Farið var á fund ríkis og Reykjavíkurborgar þá um sumarið og stungið upp á tveimur mismunandi skálaútfærslum: dýrari og ódýrari. Síðsumars var svo endanleg staðsetning ákveðin og að velja skyldi dýrari leiðina. Kostnaðaráætlun hennar hljóðaði upp á 7,1 milljón og yrði hlutur deildarinnar 20%, eins og þá gilti um íþróttamannvirki. Hafa ber þó í huga að sú hlutfallsskipting miðaðist við kostnaðaráætlun en ekki endanlegt verð. Fóru ófá íþróttafélög því illa út úr viðbótarkostnaði vegna vanáætlaðs byggingarkostnaðar.

Jón Ólafsson tekur fyrstu skóflu­stunguna að skíða­skála Fram að viðstöddum hópi ungra iðkenda. Hann gegndi formennsku í skíðadeildinni á miklu vaxtarskeiði hennar á árunum 1984-89.

Tveggja ára átaksverkefni Farið var af stað með framkvæmdir á árinu 1987 og skóflustunga tekin þann 5. júlí. Haraldur Eiríksson var byggingarmeistari en Magnús Guðjónsson formaður bygginganefndar. Kappkostað var að sem stærstur hluti framkvæmdanna væri í sjálfboðavinnu, auk þess sem deildin átti hauka í horni hjá einkafyrirtækjum. Snemma árs 1988 var kjallari hússins risinn og þegar tekinn í notkun fyrir smíðavinnuna – og það sem meira máli skipti, fyrstu salernin í sögu Framsvæðisins. Klósettleysið hafði staðið rekstri deildarinnar fyrir þrifum alla tíð og var því meðal annars kennt um hversu illa gekk að laða konur til starfa við skíðadeildina. Í það minnsta var þess nú skammt að bíða að konurnar færu að láta til sín taka. Skíðaskálinn var að mestu tilbúinn á árinu 1989 og er hann eitt glæsilegasta mannvirki sinnar gerðar á Bláfjallasvæðinu. Grunnflötur hans er 120 fermetrar, með kjallara og risi. Þar geta hæglega gist 80 manns, en fleiri með góðum vilja. Frá upphafi var kappkostað að leigja skálann út til skóla og félaga, enda voru slíkar leigutekjur alltaf forsenda þess að dæmið gengi upp. Segja má að skálinn hafi fljótlega orðið hryggjarstykkið

335


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

í starfsemi skíðadeildar Fram og má efast um að deildin væri til í dag ef ekki hefði verið ráðist í byggingu hans.12 Vígsluathöfnin sjálf fór fram laugardaginn 27. janúar 1990 að viðstöddum 300-400 manns, en Müllers-mótið svokallaða – eitt helsta skíðamót Reykvíkinga – var haldið á Framsvæðinu sama dag. Ekki færri en níu ræðumenn tóku til máls, þar á meðal Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Við sama tilefni var nafn hins nýja skála afhjúpað – Eldborg.13

Blómaskeið

Skíðaskáli Fram er glæsilegt mannvirki og hefur löngum verið eftirsóttur til útleigu.

Skíðaskálinn Eldborg reyndist lyftistöng fyrir starfsemi skíðadeildarinnar, eins og búist hafði verið við. Með ötulli vinnu félagsmanna tókst að starfrækja skálann og tryggja að halda mætti honum í nánast samfelldri útleigu allan veturinn. „Skólarnir sóttu stíft í að leigja skálann“, sagði Theodór Ottóson fyrrum formaður skíðadeildarinnar. „Auðvitað kallaði það á mikla vinnu að halda skálanum hreinum og í lánshæfu ástandi, en þetta gaf deildinni vel í aðra hönd. Ingi Kristinsson, sem áður hafði verið skólastjóri í Melskóla en var kominn á eftirlaun, tók að sér að verða skálavörður og þau hjónin bjuggu nánast þarna upp frá. Þáttur hans í starfseminni var ómetanlegur.“14 Theodór og kona hans, Árný Elíasdóttir, komu að skíðadeildinni líkt og svo margir aðrir, sem foreldrar. Þau voru búsett í Breiðholti en elsti sonurinn æfði knattspyrnu með Fram og kaus því það félag í skíðunum. „Reyndar var það svo að Seljahverfið, þar sem við bjuggum, varð hálfgerð

12  Viðtal við Benedikt Geirsson 13  Gjörðabók skíðadeildar Fram, fundir haldnir 22. og 29. jan. 1990 14  Viðtal við Theodór Ottóson

Framkvæmdir við skíðaskálann á lokastig­ um. Skíðadeildin naut engra beinna styrkja frá aðalstjórn Fram til byggingarinnar. Deildin hefur raunar aldrei verið fjárhags­ legur baggi á félaginu og rekstur hennar alla tíð verið sjálfbær.

336


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

Frá vígsluhátíð skíðaskálans Eldborgar 27. janúar 1989.

Fram-nýlenda í þessari íþrótt. Þarna bjuggu gallharðir Framarar og öflugir félagsmálamenn sem sópuðu heilu og hálfu árgöngunum á skíði – og það undir merkjum Fram. Það voru jafnvel sætaferðir úr Seljahverfinu upp í fjall.“15 Á árunum um og eftir 1990 stóð starfsemi skíðadeildarinnar í mestum blóma. Iðkendurnir skiptu tugum og deildin hafði fjölda starfsmanna á sínum snærum: skálaverði, þjálfara o.fl. Einhverra hluta vegna æxlaðist það þó svo að félagið eignaðist ekki margt afreksfólk á skíðum, í það minnsta ekki í fullorðinsflokki. Félagsstarfið var sömuleiðis öflugt. Haldin voru vinsæl og fjölsótt týróla-kvöld, þar sem framreidd var dýrindis gúllassúpa. Þessi hefð, sem enn nýtur mikilla vinsælda innan deildarinnar, á rætur sínar að rekja til Austurríkis, en æfingaferðir þangað og til Noregs hafa verið reglubundinn liður í dagskrá skíðadeildarinnar um árabil. Snemma árs 1995 varð slys sem átti eftir að hafa talsverð áhrif á starfsemi skíðadeildar Fram. Sunnudaginn 19. febrúar féll mannskætt snjóflóð í námunda við Eldborgarskálann. Norskur maður sem þar var á ferð grófst undir flóðinu og lét lífið. Var það talið fyrsta dauðsfallið í snjóflóði í Bláfjöllum.16 Í kjölfar slyssins voru allar reglur um umgengni á svæðinu endurskoðaðar og mjög dró úr því að skólar leigðu Framskálann fyrir skíðaferðir. Þá varð slysið til þess að snarhækka tryggingarkostnað skálans, sem hvort tveggja varð talsverður biti að kyngja fyrir deildina.17

Loksins salernisaðstaða! Baldur Jónsson gjaldkeri skíðadeildar og formaðurinn Jón Ólafsson gerast ræstitæknar. Tilkoma snyrtiaðstöðunnar í nýja Framskálanum var forsenda þess að hægt væri að fjölga gestum á Eldborgarsvæðinu og nýta skíðalyfturnar sem skyldi.

15  Sama heimild 16  Morgunblaðið, 20. feb. 1995, bls. 2 17  Viðtal við Theodór Ottóson

337


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

Verðlaunahafar á innanfélagsmóti Fram 1986, stjórnarmenn og börn þeirra. Efri röð frá vinstri: Baldur Jónsson gjald­ keri, Bragi Jónsson ritari og Benedikt Geirsson vara­formaður. Fremri röð: Brynjólfur Baldursson, Brynjar Þór Braga­son, Berglind Braga­dóttir og Runólfur G. Benedikts­son. Benedikt hefur gegnt margvís­leg­um trúnaðar­störfum fyrir Fram og skíðahreyf­ inguna og meðal annars verið formaður Skíða­sambands Íslands.

Snjóleysisár Skíðamenn kalla ekki allt ömmu sína, eins og reynslan sýnir. Aðstöðuleysi og hríðarbyljir hafa ekki komið í veg fyrir að þeir iðki íþrótt sína, en verra er ef snjóinn vantar. Á upphafsárum skíðadeildar Fram var vandamálið löngum að fannfergið í Bláfjöllum reyndist of mikið, með þeim afleiðingum að ryðja þurfti ökuleiðir og grafa upp lyftur. Í kringum aldamótin snerist dæmið hins vegar við og heilu veturnir liðu án þess að almennilegan skíðasnjó festi í brekkum. Allar skíðadeildir á höfuðborgarsvæðinu hafa liðið fyrir þetta tíðarfar. Sumar hafa lognast útaf en aðrar eru ekki svipur hjá sjón. Í snjóleysinu hættir almenningur að fara á skíði og enginn vill leigja skála félaganna. Tekjur dragast saman og iðkendum fækkar. Ungmenni sem æfðu skíði snúa sér að öðru og nýir iðkendur fást ekki. Skíðadeild Fram hefur ekki farið varhluta af þessum þrengingum. Smári Ríkharðsson, formaður deildarinnar, viðurkennir fúslega að baráttan sé erfið: „Á fjórum árum fórum við úr því að hafa 65 krakka að æfa hjá okkur niður í tólf stykki, það segir sína sögu. Við fengum enga nýja iðkendur og reyndum svo sem ekki heldur að sækja þá – til hvers að fara í skólana og segja krökkum að koma að æfa skíði þegar það var enginn snjór í fjallinu?“18 Raunar hefur það ekki alltaf verið svo að snjóinn hafi vantað í brekkurnar við Eldborgarskálann þótt engir væru skíðamennirnir. „Framsvæðið er vel staðsett í Bláfjöllum upp á snjóinn að gera“, segir Smári. „Þar er stundum nægur snjór þótt aðrar brekkur séu ónothæfar. Hins vegar hefur það margoft gerst að stjórn skíðasvæðanna hefur ekki hirt um að opna 18  Viðtal við Smára Ríkharðsson

338


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

svæðið hjá okkur. Þá er fólki bara sagt að það sé lokað í Bláfjöllum vegna snjóleysis. Það er blóðugt að horfa upp á slíka hluti gerast, einkum þar sem á Eldborgarsvæðinu er úrvalsaðstaða fyrir keppnis­fólk í íþróttinni.“ Árið 2001 var stóra skíðalyftan seld til Reykjavíkurborgar. Smári segir að þá hafi komið til tals að setja skilyrði um að lyftan yrði starfrækt vissan dagafjölda á ári, en borgin hafi ekki verið til í að fallast á slíkt og hafi verið mikill skaði. Eftir á að hyggja megi nánast segja að lyftan hafi verið keypt til að leggja hana niður. Það er þungt hljóð í forystumönnum skíðadeildarinnar þegar talið berst að rekstri skíðasvæðanna. Þeir benda á að miklir fjármunir séu bundnir í mannvirkjum á Bláfjallasvæðinu, en þau nýtist ekki sem skyldi vegna þess að peninga vantar í sjálfan reksturinn. Þá getur tekið langan tíma að taka ákvarðanir og hefur skíðadeild Fram stundum tekið þá ákvörðun að ráðast í framkvæmdir á eigin kostnað frekar en að bíða, svo sem jarðvegsvinnu til að bæta skíðabrautir.

Fjölskylduíþrótt Það hefur löngum fylgt skíðaíþróttinni í Reykjavík að vera fjölskyldusport, þar sem heilu systkinahóparnir leggja stund á greinina og rekstur félaganna er í höndum foreldra. Þannig má segja að öll fjölskyldan sé saman uppi í fjalli. Skíðamennska er því ekki síður fjölskyldulífsstíll en íþróttaiðkun. Á seinni árum hefur þetta mynstur fest sig enn rækilegar í sessi. Í dag heyrir það til hreinna undantekninga ef barn eða unglingur æfi skíði án þess að fjölskyldan fylgi með í „kaupbæti“. Þessi þróun á sér margvíslegar skýringar. Auknar kröfur um samverustundir fjölskyldunnar spila inn í, en ekki síður sú tregða sem virðist ríkja gagnvart því að láta börn sækja íþróttaæfingar ein síns liðs um langa vegalengd. Fyrir tuttugu árum þótti sjálfsagt að börn tækju strætó og rútu til að komast upp í fjall, en það er fátítt nú. Smári Ríkharðsson leggur áherslu á hversu frábrugðin skíðaíþróttin sé öðrum keppnisgreinum og þá sérstaklega hópíþróttum á borð við fótbolta og handbolta: „Skíðin eru allt öðruvísi en boltagreinarnar og höfða til annars hóps,“ segir Smári. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að allir krakkar finni sig í fótbolta, þótt manni finnist stundum eins og stjórnmálamennirnir hugsi þannig“, bætir hann við. Smári bendir jafnframt á að meðal iðkenda skíðaíþróttarinnar sé nokkuð hátt hlutfall barna sem eigi við ofvirkni að stríða. „Þessir krakkar hafa kannski hrökklast úr hefðbundnu íþróttagreinunum. Í skíðunum ferðu hins vegar niður brekkuna á þínum eigin forsend­um. Þarna dugar ekkert væl, heldur er farið út í hríðina og skíðað. Umgjörðin í kringum sportið og samverustundirnar í skíðaskálanum gefa svo færi á að kynnast og umgangast aðra krakka á annan hátt en í bænum.“19

Gunnar V. Andrésson var í fyrstu stjórn skíðadeildarinnar árið 1972 og tók við for­ mennsku árið 1989. Hann er einn kunnasti fréttaljósmyndari landsins og tók flestar skíðamyndir þessarar bókar.

19  Sama heimild

339


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

Samstarf við Blika

Merki skíðadeildar Fram.

Á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda var skíðadeild Fram einhver sú fjölmennasta í Reykjavík. Í dag er hún hins vegar eins sú fámennasta og raunar á mörkum þess að vera lífvænleg. Fyrir vikið hefur gott samstarf tekist milli Framara og skíðadeildar Breiðabliks. Fram og Breiðablik hafa lagt skála sína inn í þetta samstarf og sameinast um þjálfara og afreksstefnu. Ekki er ólíklegt að fullur samruni deildanna tveggja hefði þegar átt sér stað ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Fram og Breiðablik eru hvort úr sínu sveitarfélaginu og skipulag íþróttahreyfingarinnar gerir ekki ráð fyrir samruna félaga milli íþróttasvæða. Þannig hefur Breiðablik ekki fengið aðild að Skíðaráði Reykjavíkur, þótt vilji Framara hafi staðið í þá átt. Þótt veturinn 2007-08 hafi verið snjóþungur og því blásið reykvískum skíðamönnum bjartsýni í brjóst á nýjan leik, er ljóst að róðurinn er erfiður hjá skíðadeild Fram vegna manneklu. Á aðalfundi Fram 2007 gerði Smári Ríkharðsson grein fyrir því að svo kynni að fara að skíðadeildin myndi renna saman við önnur félög í því skyni að halda velli. Hann benti líka á að lítið hafi sést til eldri Framara og væri það miður. Aðrir telja ástæðu til meiri bjartsýni og treysta á að með auknum snjó muni áhugi Reykvíkinga á vetraríþróttum fara vaxandi. Árný Elíasdóttir bendir á að skíðaiðkunin sé oft bundin við fjölskyldur og að fjölmennu árgangarnir frá blómaskeiði skíðadeildar Fram séu einmitt um þessar mundir að koma upp börnum á skíðaaldri. Ef rétt er að málum staðið gæti þessi kynslóð tekið við kyndlinum.20 Sömuleiðis hafa verið kynntar metnaðarfullar tillögur um byggingu yfirbyggðrar skíðabrekku í hlíðum Úlfarsfells með þátttöku einkaaðila. Með slíku mannvirki myndi hefjast nýr kafli í sögu skíðaíþrótta í Reykjavík og vænta má að sprenging yrði í greininni. Óneitanlega vaknar sú spurning hvort Framarar gætu þá ekki nýtt sér stöðu sína sem næsta íþróttafélag við fyrirhugað skíðahús og eina Reykjavíkurfélagið austan Elliðaáa með skíði á keppnisskránni. Einnig mætti spyrja sig hvort skíðadeildir höfuðborgarsvæðisins væru betur komnar undir einni stjórn. Akureyringar hafa til að mynda byggt upp eitt félag í fjallinu með góðum árangri og væri rökrétt fyrir Reykvíkinga að kanna þann möguleika. Æfingaaðstaða hefur verið takmörkuð auðlind og þjálfarar hinna ýmsu félaga því nauðbeygðir til að leggja saman brautir til æfinga. Þjálfarar liggja heldur ekki á lausu svo félögin hafa þurft að bítast um þá bestu. Ef til vill væri óskastaðan því eitt skíðafélag Reykvíkinga sem leggði áherslu á íþróttina í fjallinu og sameinaði krafta allra sem stunda skíðin.21

20  Viðtal við Árnýju Elíasdóttur 21  Viðtal við Smára Ríkharðsson

340


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

Iðkendur og þjálfarar úr Safamýrar- og Grafarholtshópunum stilla sér upp á inn­ anfélagsmóti sem haldið var í Safamýri vorið 2008.

Ung grein í örum vexti Taekwondodeildin er yngsta deildin innan Fram. Hún var formlega stofnuð í júlí 2005, en æfingar höfðu þó verið haldnar um nokkurra mánaða skeið og undirbúningsstofnfundur var haldinn 27. janúar sama ár. Taekwondo er bardaga- og sjálfsvarnaríþrótt frá Kóreu, sem byggir á ævafornri bardagalist. Hún skiptist í tvo meginhluta: Poomse, þar sem einn aðili sýnir æfingar við ímyndaðan andstæðing og fær stig fyrir tæknilega útfærslu og Sparring, sem er bardagahliðin þar sem tveir eða fleiri koma saman og berjast. Eitt helsta einkenni íþróttarinnar eru há spörk sem keppendur nota mikið, þess vegna eru góðar teygjuæfingar mikilvægur hluti íþróttarinnar.22 Þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í Seoul í Suður-Kóreu árið 1988 var taekwondo gert að sýningargrein og á leikunum í Sidney árið 2000 komst hún í hóp opinberra keppnisgreina og hefur haldið þeirri stöðu sinni. Þátttakan á Ólympíuleikum reyndist taekwondo-íþróttinni lyftistöng og hefur hún breiðst hratt út um heiminn. Á árinu 2007 voru til dæmis 186 lönd aðilar að alþjóðasambandinu WTF.23 Til samanburðar voru þá 208 aðildarlönd í Alþjóða knattspyrnusambandinu og 206 ríki voru í Alþjóða Ólympíunefndinni. Taekwondo hefur verið stundað á Íslandi frá árinu 1974. Í fyrstu var iðkunin bundin við Keflavíkurflugvöll, þar sem Bandaríkjamenn og Íslendingar æfðu saman. Segja má þó að íþróttin hafi ekki farið að dafna af alvöru fyrr en undir lok níunda áratugarins þegar fyrstu alíslensku félögin voru stofnuð á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1990 var Kvondódeild ÍR stofnuð og urðu ÍR-ingar snemma leiðandi félag innan greinarinnar hér á landi. Um svipað leyti var

Framarar í skipaútgerð Sumarið 2007 skipulagði taekwondo­ deild Fram æfingabúðir í Reykjavík fyrir sextíu norska iðkendur. Búðirnar þóttust taka mjög vel og voru Norðmennirnir hæstánægðir með móttökurnar. Gestunum var meðal annars boðið í siglingu um sundin blá. Í þann mund sem siglt var inn í gömlu höfnina, spunnu gestgjafarnir upp sögu um að rekstur deildarinnar væri í slíkum blóma að ákveðið hefði verið að fara út í skipaútgerð. Augnabliki síðar sigldi báturinn framhjá gríðarstóru skemmtiferðaskipi sem lá við Miðbakka, en á það var letrað stórum stöfum: „FRAM“. Norsku gestirnir misstu gjörsamlega andlitið og trúðu þessu eins og nýju neti í nokkur andartök. Viðtal við Kjartan Sigurðsson og Hlyn Gissurarson

22  Upplýsingar fengnar af www.taekwondo.is 23  Upplýsingar fengnar af www.wtf.org

341


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

taekwondo viðurkennt af ÍSÍ og Kvondónefnd Íslands stofnuð, sem síðar varð grunnurinn að Taekwondosambandi Íslands sem stofnað var haustið 2002, eftir að íþróttin hafði hlotið fulla viðurkenningu ÍSÍ.

Bankað upp á í Safamýri

Mynd af Sigrúnu Nönnu Karlsdóttur, fyrsta Íslandsmeistara Fram á árinu 2008, prýddi forsíðu hundrað ára afmælisblaðs félagsins. Ritstjóri þess var Sigmundur Ó. Steinarsson.

Kjartan Sigurðarson og Hlynur Gissurarson störfuðu um árabil í Taekwondo­deild ÍR. Kjartan sem iðkandi og formaður og Hlynur sem iðkandi og þjálfari. Á árinu 2004 kviknaði sú hugmynd hjá þeim að breiða út íþróttina með því að koma upp taekwondodeild við félag sem ekki hefði hana á keppnisskrá sinni. Óformlegar þreifingar hjá nokkrum félögum bentu til að slíkt gæti þó reynst þungt í vöfum, enda tilhneiging hjá íþróttafélögum til að taka dræmt í slík erindi þar sem eilíf barátta er milli deilda um pláss og æfingatíma. „Við ákváðum að reyna fyrir okkur hjá Fram. Þar spilaði inn í að ég hafði taugar til félagsins, eftir að hafa æft þar fótbolta sem unglingur. Til að selja hugmyndina vorum við búnir að undirbúa mikla ræðu og bjuggum okkur undir erfiðar samningaviðræður, en þess í stað var okkur tekið fagnandi. Eftir tvo fundi var handsalað að deildin yrði stofnuð og við fórum strax af stað“, sagði Kjartan Sigurðsson fyrsti formaður Taekwondodeildarinnar.24 Byrjað var á að festa kaup á nauðsynlegum búnaði og svo blásið til fyrstu æfingar, þar sem allir voru velkomnir. Fyrstu iðkendunum var smalað með maður-á-mann aðferðinni, þar sem hnippt var í vini og kunningja. Fljótlega var kominn dágóður hópur byrjenda á aldrinum tíu ára 24  Viðtal við Kjartan Sigurðsson og Hlyn Gissurarson

Frá æfingu í Safamýri. Iðkendur á ólíkum aldri æfa saman.

342


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

til fertugs, sem æfðu saman í einum hóp í gamla salnum í norðurenda Íþróttahússins. „Aðstæðurnar voru ekki eins og best var á kosið, en við vissum að úr því myndi rætast þegar viðbyggingin við íþróttahúsið yrði tilbúin og litli salurinn tekinn í notkun. Reyndar stóð til að skipta honum upp í tvennt og hafa líkamsræktartæki í öðrum hlutanum. Það var meira að segja búið að kaupa skilrúm, en við gátum knúið það í gegn að svo varð ekki. Litli salurinn er mjög hentugur og við höfum fengið að sitja ein að honum ásamt einhverjum tímum í kvennaleikfimi.“ Deildin var formlega stofnuð sumarið 2005 og hafa umsvifin aukist hröðum skrefum. Fljótlega var byrjað að aldursskipta æfingum, þannig að annars vegar æfðu iðkendur undir tólf ára aldri saman en hins vegar iðkendur tólf ára og eldri. Æft hefur verið þrisvar í viku undir handleiðslu leiðbeinenda, sem allt eru fyrrverandi eða núverandi landsliðsfólk. Enginn þjálfari hefur þegið laun fyrir vinnu sína, en deildin hefur reynt eftir megni að styðja afreksfólk sitt til æfinga og keppni. Talsverð ferðalög fylgja taekwondo-íþróttinni, enda er mikil áhersla lögð á alþjóðleg samskipti. Framarar hafa verið virkir í þessu starfi og hafa góð tengsl við erlend sambönd. Þannig hefur Fram séð um að skipuleggja æfingabúðir fyrir erlenda iðkendur hér á landi og staðið fyrir ferðum með íslenska iðkendur til Noregs. Þegar handknattleiks- og knattspyrnudeild Fram tóku að bjóða upp á æfingar í Grafarholti, ákvað taekwondodeildin að gera slíkt hið sama. Komið var upp aðstöðu í Ingunnarskóla og byrjað að æfa af kappi. Haustið 2007 voru samtals um fimmtíu iðkendur innan deildarinnar á báðum stöðum, en miðað við vöxt íþróttarinnar innan félagsins var ekki talið óraunhæft að sú tala væri hefði þrefaldast á árinu 2010 ef tækist að tryggja góðar aðstæður á nýja félagssvæðinu í Úlfarsárdal.

Afreksfólk styrkt Aðstandendur taekwondodeildar Fram hafa alla tíð lagt áherslu á það markmið sitt að auka veg íþróttarinnar hér á landi. Í því skyni hafa þeir leitast við að styrkja afreksfólk til þátttöku í keppni á mótum erlendis og skiptir þar engu hvort um er að ræða innan- eða utanfélagsfólk. Fyrsti iðkandinn sem hlaut styrk til utan­farar var Saga Ýr Kjartansdóttir, en hún tók þátt í svokölluðu A-móti í Trelleborg í Svíþjóð og hafnaði í öðru sæti. Í byrjun árs 2006 veitti deildin svo Birni Þorleifssyni úr Björk í Hafnarfirði styrk til utanfarar, en Björn er sá Íslendingur sem bestum alþjóðlegum árangri hefur náð í greininni. Síðar á árinu stóðu Framarar fyrir opnu móti í Ingunnarskóla til styrktar Birni og mæltist framtakið afar vel fyrir í taekwondosamfélaginu.

Fyrsti meistarinn á afmælisárinu Það fór vel á því að yngsta íþróttadeildin innan Fram yrði sú sem ynni til fyrsta Íslandsmeistaratitilsins á afmælisárinu 2008. Sigrún Nanna Karlsdóttir varð sigurvegari í -57 kg. flokki á Íslandsmóti sem haldið var um miðjan mars. „Ég er stolt og ánægð að vera fyrsti Framarinn til að ná Íslandsmeistaratitli á afmælisárinu,“ sagði Sigrún Nanna í 100 ára afmælisblaði félagsins.25 Líkt og aðrir forsprakkar taekwondo-íþróttarinnar innan Fram, hóf Sigrún Nanna feril sinn hjá ÍR. Hún var Íslandsmeistari árið 2003 og var valin taekwondokona ársins hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Sama ár hélt hún til verkfræðináms í Bandaríkjunum. Meðan á námsdvölinni stóð gerðist hún stofnfélagi í taekwondodeild Fram og hóf æfingar og keppni undir merkjum deildarinnar þegar heim var komið í árslok 2007. 25  100 ára afmælisrit Fram, bls. 98

343


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

Framarar í Reykjavíkurmaraþoni Á öðrum og þriðja áratugnum kom fyrir að Fram tefldi fram hlaupasveitum á frjálsíþróttamótum í Reykjavík. Margir áratugir liðu uns aftur var farið að keppa undir merkjum Fram í hlaupum. Almenningsíþróttadeildin hefur hvatt þá félaga sína sem taka þátt í almenningsviðburðum og Reykjavíkurmaraþoni að skrá sig til leiks sem Framara. Fyrir vikið hefur mátt sjá nafn Fram á keppendalistum þessa gríðarvinsæla íþróttaviðburðar síðustu árin.

Brugðið á leik í íþróttaskóla Fram.

Fjölskrúðugur félagsskapur Almenningsíþróttadeild Fram var stofnuð þann 26. mars árið 2003 og urðu Framarar því fyrstir Reykjavíkurfélaganna til að taka almenningsíþróttir upp með svo formlegum hætti. Sögu deildarinnar má þó rekja til ársins 1995, þegar Jóna Hildur Bjarnadóttir íþróttakennari hóf að standa fyrir reglubundnum leikfimitímum „Aðdragandinn var sá að hópur kvenna úr hverfinu, sem flestar áttu börn sem æfðu hjá Fram, höfðu samband og báðu mig um að sjá um leikfimina,“ segir Jóna Hildur.26 „Við höfum verið með leikifimitímana frá upphafi þrisvar í viku, fyrst í gamla salnum á annarri hæð íþróttahússins, sem síðar var tekinn undir skrifstofur og félagsaðstöðu og nú undanfarin ár í nýja salnum. Segja má að þessi starfsemi hafi verið í föstum skorðum síðan. Leikfimin er stunduð af kappi yfir veturinn en yfir sumarið eru alltaf einhverjir sem fara út að skokka og nýta lyftingasalinn. Hópurinn hefur einnig gengið á fjöll saman og reynum við að fara á Esjuna á hverju ári .“ Leikfimihópurinn í Fram er fjölskrúðugur og iðkendurnir allt frá tuttugu ára upp í sjötugt. Konur eru í miklum meirihluta, en alltaf slæðast nokkrir karlar með. Guðlaugur Hilmarsson er einn þeirra, en hann varð formaður deildarinnar við stofnun hennar og hefur gegnt starfinu upp frá því. Guðlaugur leggur áherslu á hversu góður félagsandi ríkir innan almenningsíþróttadeildarinnar: „Félagslegi þátturinn hefur alltaf verið mikilvægur. Það eru haldin þorrablót, vorfagnaður, eitthvaðð gert í kringum jólin og páska og svo mætti lengi telja. Við höfum einnig reynt að leggja okkar að mörkum til að styðja starfsemina innan Fram og sýna þannig samfélagslega ábyrgð. Í tengslum við skemmtanir og Fram-daga höfum við til dæmis grillað pylsur, smurt flatbrauð og svo framvegis.“ Þór Björnsson íþróttafulltrúi Fram átti frumkvæðið að formlegri stofnun deildarinnar 2003. „Í raun breyttist sáralítið í starfsemi deildarinnar þótt hún væri stofnuð. Starfið var í föstum skorðum og sami hópur sá um skipulagninguna. Reykjavíkurborg var hins vegar með þá stefnu að íþróttafélögin ættu að sinna almenningsíþróttum og helst hafa slíkar deildir. Okkur fannst sjálfsagt að verða við því, þótt önnur félög reyndust ekki fylgja í kjölfarið. Þá hafði öðru hvoru komið upp smá ágreiningur við ÍBR um hvort leikfimi sem þessi fengist viðurkennd sem íþrótta­æfingar á vegum Fram. Eftir að almenningsíþróttadeildin var komin á koppinn var það mál endanlega útkljáð,“ segir Þór.27

Vinsæll íþróttaskóli Eitt af verkefnum almenningsíþróttadeildarinnar er rekstur Íþróttaskóla Fram fyrir börn á aldrinum þriggja til sex ára. Skólinn var stofnaður á vegum handknattleiksdeildarinnar haustið 1993, í formannstíð Guðmundar

26  Viðtal við Jónu Hildi Bjarnadóttur og Guðlaug Hilmarsson 27  Viðtal við Þór Björnsson

344


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

Félagar í almenningsíþróttadeild við Esjurætur búa sig undir fjallgöngu

B. Ólafssonar. „Tóti [Þór Björnsson] átti frumkvæðið að því að koma þessu af stað og sá alveg um verkefnið. Fyrirkomulagið hefur verið eins frá upphafi. Við fengum tíma á laugardagsmorgnum í íþróttahúsi Álftamýrarskóla og námskeiðin slógu strax í gegn. Þetta mæltist mjög vel fyrir og reyndist mjög gott fyrir ímynd félagsins.“28 Íþróttaskólinn er nú starfræktur bæði í Álftamýrarskóla og í Ingunnarskóla í Grafarholti og er ekki óalgengt að um áttatíu krakkar séu á hverju námskeiði, en þau eru haldin bæði á vor- og haustmisseri. Gildi starfseminnar fyrir félagið er mikið. Hún er mikilvægur tengiliður milli Fram og fólksins í hverfinu, auk þess sem skólinn skilar deildum félagsins fjölda nýrra iðkenda. Almenningsíþróttadeild Fram telur mikla möguleika felast í félagssvæði Fram í Úlfarsárdal: „Við höfum reynt að fylgjast vel með undirbúningsvinnunni á vettvangi aðalstjórnar Fram,“ segir Guðlaugur Hilmarsson.29 „Við komum að því á sínum tíma að hanna nýja leikfimisalinn í Safamýrinni og höfum okkar skoðanir á því hvernig aðstaðan þarf að vera þarna upp frá fyrir fólkið í hverfinu. Við sjáum mikla möguleika felast í Úlfarsárdalnum þar sem allir geta stundað hreyfingu bæði inni í góðum leikfimis- og tækjasal og úti þar sem við leggjum mikla áherslu á að félagssvæðið verði tengt sem allra best göngustígum hverfisins þar sem stutt er í óspillta náttúruna. Góð tenging við sundlaug myndi einnig skipta miklu máli fyrir alla Framara í hverfinu. Íbúar Grafarholtsins hafa nú þegar sýnt almenningsíþróttadeild Fram mikinn áhuga þar sem þeir hafa fjölmennt í almenningsíþróttahlaup Fram sem haldið hefur verið á sumardaginn fyrsta síðastliðin tvö ár.“ Almenningsíþróttadeild Fram horfir björtum augum til framtíðar og hefur mikinn metnað í að vaxa og dafna og þjónusta fólkið á félagssvæðum Fram.

Efnilegur knattspyrnukappi.

28  Viðtal við Guðmund B. Ólafsson 29  Viðtal við Jónu Hildi Bjarnadóttur og Guðlaug Hilmarsson

345


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

Dansdeild Fram Dansíþróttasamband Íslands var stofnað á árinu 2000 og er aðili að ÍSÍ. Fyrst eftir stofnun sambandsins var mikil áhersla lögð á að fjölga aðildarfélögum og voru starfandi íþróttafélög sérstaklega hvött til að taka dansmenntir upp á sína arma. Breiðablik og ÍR svöruðu því kalli. Sumarið 2001 var rætt um stofnun dansdeildar í aðalstjórn Fram og fékk hugmyndin jákvæð viðbrögð. Ekkert varð þó úr framkvæmdum, enda bauð húsakostur tæplega upp á að fjölga greinum innan félagsins. Þó mun vera starfandi Dansdeild Fram – þ.e.a.s. Dansdeild Ungmennafélagsins Fram á Skagaströnd. (Fundargerðir aðalstjórnar Fram, 11. júní 2001 og heimasíða Dansíþrótta­sambandsins)

Gæfuspor fyrir félagið Það er ekkert launungarmál að Knattspyrnufélagið Fram veiktist mjög félagslega við að yfirgefa félagsheimilið í Skipholtinu árið 1972. Með tilkomu fyrsta áfanga nýja félagsheimilisins í Safamýri á árinu 1975 fékkst lágmarksaðstaða fyrir fundi og félagslíf, en þó var langur vegur frá því að nýja húsið yrði slík félagsmiðstöð sem gamla Framheimilið var. Fyrst og fremst var húsnæðið notað til stjórnarfunda. Til að spyrna við þessari félagsdeyfð var ákveðið snemma árs 1977 að setja á stofn kvennadeild. Steinn Guðmundsson þáverandi formaður Fram, lýsti síðar aðdragandanum að stofnuninni: „…þrátt fyrir íþróttalega velgengni félagsins var eiginlegt félagslíf afar bágborið frameftir áttunda áratugnum. Fundir voru illa sóttir og mér varð ljóst að til þess að koma lífi í starfið á ný var nauðsynlegt að fá kvenfólk til leiks. Ég hafði samband við Anný Ástráðsdóttur og hún var strax tilbúin til að taka að sér forystuhlutverk í þessari nýju deild. Hún smalaði saman nokkuð mörgum konum til stofnfundar – þar ríkti mikil stemmning og áhugi. Þetta var góður hópur, í bland fyrrum handknattleikskonur úr Fram, eiginkonur félagsmanna, og fleiri sem þeim tengdust.“30 Stofnfundurinn var haldinn 17. mars 1977 og var Anný Ástráðsdóttir kjörinn fyrsti formaður Framkvenna.31 Í fyrstu var deilt um það hver staða þessa nýja félags væri innan Fram, þar sem ekki var um eiginlega íþróttadeild að ræða. Þannig voru skiptar skoðanir um hvort Framkonur ættu að hafa fullgilda fulltrúa á aðalfundum, en fljótlega varð það ofan á að litið var á félagsskapinn sem fullgilda deild innan Knattspyrnufélagsins Fram.

Fjölbreytt starfsemi

Anný Ástráðsdóttir var í fyrsta Íslandsmeistaraliði Fram og ein fremsta handknattleikskona landsins um árabil. Árið 1977 var hún kjörin fyrsti formaður Framkvenna. Á afmælishátíð Fram 2003 var Anný gerð að heiðursfélaga, en engin önnur kona hefur borið þann titil í aldar­ sögu félagsins.

346

Góðar heimildir hafa varðveist um sögu Framkvenna og varpa þær ljósi á hversu fjölskrúðugt starfið hefur verið. Megintilgangur félagsins var tvíþættur: annars vegar að styrkja félagsandann með hvers kyns fundum og samkomum, en hins vegar að standa við bakið á móðurfélaginu meðal annars með því að standa fyrir veitingasölu á fundum og hátíðum félagsins og að nota ágóðann af slíkum fjáröflunum til stuðnings félaginu. Samkomur Framkvenna voru um árabil tíðar og fjölsóttar, auk þess sem fyrirlestrarnir sem haldnir voru á þessum fundum draga upp skemmtilega mynd af tíðaranda og tískusveiflum. Vinsælt var að bjóða upp á tískusýningar, ýmist með þátttöku Framkvenna sjálfra eða stúlkna úr módelklúbbum og sýningarhópum. Kynningar á hvers kyns snyrtivörum sem og fræðsla um snyrtingu og hárgreiðslu áttu stóran sess í dagskránni. Þar var Heiðar Jónsson snyrtir

30  Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár, bls. 245. 31  Í 80 ára afmælisriti Fram er félagsskapur Framkvenna sagður stofnaður rúmlega ári fyrr, en það er rangt.


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

Vaskur hópur Framkvenna á Framdaginn 1987 fyrir framan félagsheimilið. Efsta röð frá vinstri: Jóhanna Guðjónsdóttir, María Guðnadóttir, Helga Brynjólfsdóttir, Erla Pálmadóttir, Guðrún Steinsdóttir, Helga Eiríksdóttir og Margrét Ragnarsdóttir. Miðröð: Selma Guðjónsdóttir, Jóna Þorleifs­dóttir, Halldóra Helgadóttir, Sigrún Guðmunds­dóttir og Fríða Kristinsdóttir. Fremsta röð: Erna Jónsdóttir, Guðríður Páls­dóttir, Vigdís Ársælsdóttir og Guðrún Ingimundardóttir. Jóhanna Guðjónsdóttir saumaði svunt­ urnar fyrir hópinn og færði Framkonum að gjöf.

fastur gestur með erindi um allt sem tengdist fegurð og yndisþokka. Slegist var um slíka fyrirlestra, árið 1988 var til dæmis talið nauðsynlegt að bóka Heiðar með rúmlega hálfs árs fyrirvara til að kenna undirstöðuatriðin í litgreiningu.32 Matargerð og hannyrðir voru sömuleiðis í öndvegi á fundunum. Boðið var upp á margvíslegar matarkynningar, s.s. á ostum. Konfektgerð, bruggun borðvína og hvers kyns blóma- og borðskreytingar eru meðal þess sem boðið var upp á. Andlegu málin fengu líka sinn skerf. Nokkuð var um að sálfræðingar héldu erindi um eitt og annað sem tengdist sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Prestar og guðfræðingar litu inn á jólafundum og fluttu hugvekjur, en óhefðbundnari máttarvöld áttu líka sína fulltrúa. Samkomur með miðilsfundum og skyggnilýsingum voru einatt fjölsóttar og stjörnuspekin fékk sinn skerf: Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur mætti t.a.m. veturinn 1992 og útbjó stjörnukort fyrir þá Ásgeir Elíasson og Pétur Ormslev! Loks var talsverð áhersla lögð á fræðslu um ýmis heilsufarsmál, s.s. heilsunudd, mataræði og kynferðismál. Meira að segja pólitíkin fékk að komast að, en á einni samkomunni fékk forsetaframbjóðandinn Guðrún Pétursdóttur að kynna sig og málefni sín, þótt raunar hafi hún dregið framboð sitt til baka skömmu síðar. Þótt listinn yfir fyrirlesara á fundum Framkvenna sé langur, fer því fjarri að um eitthvert málfundafélag sé að ræða. Auk fræðslufundanna hefur verið nóg af annars konar skemmtunum, svo sem ferðalögum út á land og kvöldverðum með margvíslegri skemmtidagskrá svo fátt eitt sé nefnt.

32

Gjörðabók Framkvenna, II. bók.

347


10. kafli - Ýmsar deildir 1972 - 2008

Formenn Framkvenna 1977-2008: 1977-81 1981-84 1984-91 1991-98 1998-01 2001-03 2003-

348

Anný Ástráðsdóttir Erla Pálmadóttir Guðrún R. Ingimundardóttir Sigrún Guðmundsdóttir Guðríður Pálsdóttir Hafdís Pálsdóttir Guðrún R. Ingimundardóttir

Haukar í horni Auk þess að skipuleggja fræðslu- og skemmtikvöld, tóku Framkonur frá upphafi virkan þátt í starfi félagsins. Skipulögð var kaffi- og kökusala á samkomum, svo sem á afmælisdegi Fram. Efnt var til basara og happdrætta auk bingókvölda fyrir bæði eldri og yngri félagsmenn. Fjáraflanir þessar gáfu af sér góðar tekjur, sem runnu að miklu leyti beint aftur til félagsins. Fyrstu stórverkefni Framkvenna voru annars vegar kaup á neonljósaskilti með Frammerkinu, sem komið var fyrir á þaki félagsheimilisins árið 1979 og um svipað leyti létu þær útbúa nýjan félagsfána með ærnum tilkostnaði. Eftir að framkvæmdir hófust við stækkun félagsheimilisins, var aukinn kraftur settur í fjáröflunarþáttinn og félaginu færðar veglegar peningagjafir til byggingarinnar. Um það leyti sem húsið var orðið fokhelt, færðist áherslan yfir í að safna fyrir hvers kyns innanstokksmunum, gluggatjöldum, leirtaui og eldhúsáhöldum. Fyrstu tvo áratugina sem Framkonur störfuðu leið ekki það ár án þess að félagið færði Knattspyrnufélaginu Fram gjafir, ýmist í formi peninga eða gagnlegra gripa. Þá er ótalin gríðarmikil sjálfboðavinna við ýmis verkefni, svo sem að fægja bikarasafn félagsins, aðstoða við kappleiki og svo mætti lengi telja. Það var því ekki ofmælt hjá Steini Guðmundssyni þegar hann sagði að stofnun Framkvenna hefði verið „mikið gæfuspor fyrir félagið“. Líkt og svo algengt er í félagsstörfum, hefur Framkonum hins vegar reynst erfitt að tryggja nægilega nýliðun í hópnum. Á tíunda áratugnum fór fundum heldur fækkandi frá því sem verið hafði og nokkuð dró úr mætingu. Sú hugmynd var fyrst rædd í fullri alvöru á aðalfundi árið 2000 að leggja deildina niður og á sama fundi var samþykkt að hætta að sjá um vöfflukaffi á fyrsta maí, þótt félagskonur hafi að lokum komið afmælishöldunum til bjargar. Þremur árum síðar mátti litlu muna að deildinni yrði slitið á aðalfundi, en að lokum varð ofan á að halda starfseminni áfram en draga saman seglin. Rætt var um að aldarafmæli Fram væri skammt undan og að ástæða væri til að Framkonur héldu sínu striki í það minnsta fram yfir þau tímamót. Hvað framtíðin ber í skauti sér er óráðið, en í það minnsta er ljóst að Knattspyrnufélagið Fram hefur haft ómetanlegt gagn af kvennadeildinni á þeim rúmu þremur áratugum sem hún hefur starfað.


10. kafli - Ă?msar deildir 1972 - 2008

349


Ungir knattspyrnukappar á KA-móti í júlí 2005.

Eftir gullaldarskeið níunda áratugarins máttu Framarar þola harða lendingu. Liðið féll úr efstu deild haustið 1995. Þótt dvölin í annarri deild yrði skammvinn, tók við langt tímabil sem einkenndist af fallbaráttu sem oftar en ekki lauk með glæsilegri björgun. Utan vallar fór orka Framara í að huga að framtíðarsvæði félagsins.


Ekki fyrir hjartveika! Knattspyrnan 1992 til 2008

P

étur Ormslev og Ómar Torfason tóku við stjórn Framliðsins fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu 1992. Nokkrar breytingar urðu á leikmannahópnum, en ekki var liðið talið veikjast við þær. Í það minnsta var Fram spáð meistaratitlinum í hinni árlegu skoðanakönnun við upphaf móts. Mikið var lagt í undirbúninginn og fóru Framarar í fyrsta skipti í æfingaferð til útlanda á vormánuðum. Ferðir af þessu tagi voru orðnar fastur liður í dagskrá annarra liða, en Ásgeir Elíasson hafði verið vantrúaður á að þær skiluðu nokkru gagni.1 Í þetta skiptið lá leiðin til Danmerkur þar sem att var kappi við fyrstu deildar lið Brøndby og Avarta úr annarri deild. Fyrri leikurinn tapaðist 6:1 en sá seinni vannst með einu marki gegn engu.2 Reykjavíkurmótið vannst í fyrsta sinn frá árinu 1986 og gaf það tilefni til nokkurrar bjartsýni. Þegar Íslandsmótið var hálfnað fylgdu Framarar nýliðum Skagamanna fast eftir við toppinn, en upp frá því tók að síga á ógæfuhliðina. Liðið tapaði sex leikjum í röð, fimm í deild og einum í bikar. Í síðustu leikjunum tók við miðjumoð, þar sem tveir leikir unnust og tveir töpuðust, sá seinni á Laugardalsvelli í lokaumferðinni þar sem innan við 200 manns greiddu aðgangseyri. Trúlega hafa aldrei verið færri áhorfendur á leik hjá Fram í efstu deild karla.3 Keppnistímabilinu 1992 lauk svo með leikjum gegn þýska liðinu Kaiserslautern í Evrópukeppni félagsliða. Einvígið var talið tapað fyrirfram, enda þýska liðið geysisterkt þótt þar væru engar stórstjörnur innan­borðs. Raunin varð líka sú að Þjóðverjarnir þurftu ekki mikið að hafa fyrir hlutunum, sigruðu 3:0 á Laugardalsvelli og 4:0 ytra. Líklega

1  Íþróttablaðið, 2. tbl. 51. árg. 1991, bls. 48 2  Ársskýrsla knattspyrnudeildar Fram 1992 3  Helstu heimildir um tímabilið 1992-2008 eru bókaflokkurinn Íslensk knattspyrna eftir Víði Sigurðs­son, blaðaúrklippur, ársskýrslur knattspyrnudeildar og heimasíða Fram.

Ingólfur R. Ingólfsson á í höggi við leikmann Kaiserslautern í Evrópuleik á Laugardalsvelli árið 1992. Ingólfur gekk til liðs við Fram frá Stjörnunni í Garðabæ ásamt félaga sínum Valdimar Kristóferssyni og áttu báðir eftir að koma talsvert við sögu.


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Evrópuleikir: 1992 Fram 0 : Kaiserslautern 3 1992 Kaiserslautern 4 : Fram 0

Óvenjulegur leiktími Síðasti leikur Fram í Evrópukeppni í knattspyrnu var haustið 1992. Andstæðingarnir voru þýska liðið Kaiserslautern. Þjóðverjarnir voru með firnasterkt lið, sem hampað hafði Þýskalandsmeistaratitlinum einu og hálfu áru fyrr. Hins vegar státaði félagið ekki af neinum stórstjörnum og vakti leikurinn því takmarkaðan áhuga Íslendinga. Um 200 Þjóðverjar fylgdu Kaiserslautern hingað til lands, en innan við 800 manns borguðu sig inná leikinn á Laugardalsvelli. Hin dræma aðsókn skýrðist meðal annars af því að leikið var klukkan 13:30 á þriðjudegi. Þessi sérkennilega tímaseting var valin til að þóknast þýskum sjónvarpsmönnum, en leikurinn var sýndur í beinni útsendingu ytra. Til að tryggja að ekki yrði of tómlegt um að litast á pöllunum gripu Framarar því til þess ráðs að hafa frítt inn fyrir börn undir fjórtán ára aldri, skólastjórnendum til nokkurrar gremju. (Fram-Kaiserslautern, leikskrá; Mbl. 15. og 16. sept. 1992)

Bjarni Jóhannsson og Ásgeir Sigurvinsson tóku við stjórn Framliðsins fyrir sum­ arið 1993. Þetta var fyrsta þjálfunarstarf Ásgeirs, sem síðar átti eftir að taka við stjórn landsliðsins. Árangurinn olli von­ brigðum og starfstíma Bjarna og Ásgeirs lauk eftir aðeins eitt ár.

352

gerðu fáir sér grein fyrir því að þetta yrðu síðustu Evrópuleikir Fram um langa hríð. Á leiknum gegn Kaiserslautern létu félagar í hinum nýstofnaða stuðningsmannaklúbbi, Framherjum, fyrir sér fara. Þrjátíu manns sátu stofnfundinn þann fyrsta júní, en auk þess að vera vettvangur til að skipuleggja skemmtanir í kringum heimaleiki Fram og hópferðir á útileiki, skyldi klúbburinn safna fé fyrir unglingastarf félagsins. Raunar má deila um hversu sjálfstæður félagsskapur Framherjar voru í fyrstu. Félagar fengu miða á heimaleiki Fram, en árgjaldið var hið sama og miðaverð á leikina níu og rann beint í sjóði deildarinnar. Í raun var félagatal Framherja því lítið annað en listinn yfir ársmiðahafa félagsins og klúbburinn hafði lítinn eða engan sjálfstæðan fjárhag. Virkni Framherja hefur verið upp og ofan í gegnum tíðina. Sum árin hafa verið haldnar fjölmennar samkomur í tengslum við mikilvæga leiki, svo sem í upphafi Íslandsmóts – en í önnur skipti hefur starfsemin nánast einskorðast við að bjóða upp á kaffi og bakkelsi í leikhléi á Laugardalsvelli. Pétur Ormslev lét af störfum í mótslok. „[Þ]að voru mistök hjá mér að gerast leikandi þjálfari með leikmönnum sem ég hafði leikið með í fjölmörg ár. Það var röng ákvörðun hjá forráðamönnum Fram að óska eftir því að ég tæki við liðinu sem þjálfari og það var einnig röng ákvörðun hjá mér að verða við ósk þeirra,“ sagði Pétur síðar í viðtali við Sigmund Ó. Steinarsson.4 Langvinn meiðsli sem Pétur átti við að stríða þjökuðu hann mjög um þessar mundir og gerðu það að verkum að álagið við að vera í senn leikmaður og þjálfari reyndist of mikið.

4

100 ára afmælisblað Fram, bls. 66


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Syrtir í álinn Mikill hugur var í Frömurum fyrir sumarið 1993. Knattspyrnukappinn Ásgeir Sigurvinsson sneri heim frá Þýskalandi til að taka við þjálfun liðsins, en honum til aðstoðar var Bjarni Jóhannsson. Sá Bjarni um æfingarnar um veturinn. Talsverðar breytingar urðu á leikmannahópnum. Jón Erling Ragnarsson og Anton Björn Markússon leituðu á önnur mið og Pétur Ormslev lagði skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Á móti barst Fram góður liðstyrkur frá Víkingi. Helgi Björgvinsson sneri aftur á heimaslóðir, en auk hans komu tveir sóknarmenn úr Víkinni, þeir Atli Einarsson og Helgi Sigurðsson. Félagaskipti markahrókanna tveggja gengu ekki vandræðalaust fyrir sig, því í báðum tilvikum þurfti gerðadómur KSÍ að úrskurða að leikmönnunum væri heimilt að færa sig um set. Stuðningsklúbburinn Framherjar hóf starfsárið af krafti með því að skipuleggja hópferð strax í fyrstu umferð Íslandsmótsins þar sem góður sigur vannst í erfiðum útileik í Vestmannaeyjum. Sigurinn í Eyjum markaði upphafið af sveifukenndu tímabili. Framarar hirtu til að mynda fjögur stig gegn Skagamönnum, sem unnu alla aðra leiki sína í deild og bikar og skoruðu heil 62 mörk í Íslandsmótinu. Í leik liðanna á Laugardalsvelli hafði Fram forystu 4:0 þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka, en fékk á sig tvö mörk undir lokin. Í síðari leiknum, á Akranesi, urðu lokatölur 3:3. Mörg stig töpuðust hins vegar gegn lakari liðum deildarinnar og undir lok móts virtist allur vindur úr Framliðinu sem tapaði fjórum síðustu leikjum sínum, sumum með miklum mun. Liðið hafnaði í fjórða sæti með 25 stig, fimmtán stigum minna en silfurverðlaunalið FH og 24 stigum minna en Íslandsmeistarar ÍA. Fram féll sömuleiðis úr bikarkeppninni við fyrstu hindrun eftir ósigur gegn KR í sextán liða úrslitum. Tveimur dögum eftir lok Íslandsmótsins var tilkynnt að Ásgeir og Bjarni hefðu hætt þjálfun liðsins, þrátt fyrir að eiga eftir ár af samningi sínum. Þess í stað tók Marteinn Geirsson við stjórninni og varð þar með fjórði þjálfari Fram á jafn mörgum árum. Þótt árangur meistaraflokks á knattspyrnuvellinum sumarið 1993 ylli vonbrigðum var afkoma knattspyrnudeildarinnar ekki síður áhyggjuefni. Árin á undan hafði deildin verið rekin með lítilsháttar hagnaði, þrátt fyrir nokkurn vaxtakostnað sem kom til af ýmsum smáskuldum sem illa gekk að losa sig við. Fyrir vikið var lausafjárstaða deildarinnar á köflum býsna þröng þótt afkoman væri viðunandi. Raunar verður að hafa í huga að stóran hluta níunda áratugarins lögðu stjórnendur knattspyrnudeildarinnar með beinum og óbeinum hætti talsvert til framkvæmdanna við félagsheimili Fram til viðbótar fjármögnun á eigin rekstri. Árið 1993 varð hins vegar í fyrsta sinn umtalsvert tap á rekstrinum. Skýringin fólst að minnstu leyti í samdrætti tekna, þótt vissulega drægi nokkuð úr hagnaði af aðgangseyri, getraunum og sölu auglýsinga.

Spjöld með myndum af íþróttamönnum hafa löngum verið vinsæl meðal barna í nágrannalöndunum. Rauða spjaldið, sem gefið var út snemma á tíunda áratugnum var tilraun til að skapa slíkan markað á Íslandi.

Leikmannakaup Fyrir sumarið 1992 gerðist það í fyrsta sinn að Fram „keypti“ leikmenn frá öðru íslensku félagsliði. Félagaskiptakerfi KSÍ var þá komið á, en samkvæmt því skyldu félög greiða fyrir samningsbundna leikmenn eftir tilteknum reglum. Leikmennirnir sem hér um ræddi voru Stjörnumennirnir Valdimar Kristófersson og Ingólfur Ingólfsson auk Péturs Þ. Óskarssonar, sem sneri aftur í Safamýrina úr Árbænum. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem knattspyrnudeild Fram greiddi fyrir leikmann, því nokkrum árum áður hafði Guðmundur Steinsson verð keyptur frá sænska liðinu Öster IF. (Ársskýrsla knattspyrnudeildar Fram 1992)

353


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Þorbjörn yngstur allra Framherjinn Þorbjörn Atli Sveinsson kom inn á sem varamaður í leik Fram og Þórs í annarri umferð Íslandsmótsins 1993. Hann var þá 15 ára og 270 daga gamall og bætti þar með met Guðmundar Benediktssonar um nítján daga, sem yngsti leikmaður til að leika í efstu deild. Þorbjörn Atli hélt metinu í tæpt ár, þar til Valsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sló honum við.

Meginskýringin var aukinn kostnaður á öllum sviðum.5 Í þessu efni var staða Fram ekkert frábrugðin reynslu annarra félaga. Rekstur meistaraflokka varð sífellt fjárfrekari. Auknar kröfur voru gerðar um búnað og aðstöðu keppnisliða, með tilheyrandi kostnaði. Æfingaferðir til útlanda fyrir mót urðu fastur liður í undirbúningi margra liða. Laun þjálfara fóru hækkandi og starfshlutfall þeirra jókst. Í stað þess að þjálfarar liðanna í efstu deild hefðu þjálfarastarfið sem eins konar aukabúgrein yfir hásumarið, færðist í vöxt að þjálfarar væru að störfum lungann úr árinu og hefðu jafnvel drjúgan hluta tekna sinna af knattspyrnuþjálfun. Greiðslur til leikmanna fóru sömuleiðis ört vaxandi. Á árunum í kringum 1990 fór það að færast mjög í vöxt að knattspyrnumenn færðu sig milli félaga. Í stað tveggja til þriggja „aðkomumanna“ varð ekki óalgengt að um og yfir helmingur byrjunarliða væri skipaður mönnum sem voru uppaldir annars staðar. Svo dæmi sé tekið voru fjórtán slíkir aðkomumenn í Íslandsmeistaraliði Víkinga 1991 og varð það tilefni til talsverðra umræðna meðal íþróttaáhugafólks.6 Um svipað leyti fóru knattspyrnumenn frá ríkjum Austur-Evrópu að gera sig gildandi í íslensku knattspyrnunni, en þeir þáðu eðli málsins samkvæmt laun fyrir að spila. Þegar saman fóru hálf-atvinnumennska útlendra leikmanna og minnkandi tryggð Íslendinga við félög sín, fór ekki hjá því að auknar kröfur væru gerðar til félaganna um greiðslur af ýmsu tagi. Raunar er erfitt að gera sér fyllilega grein fyrir þróun launagreiðslna í fótboltaheiminum. Greiðslur af þessu tagi hafa löngum verið feimnismál, en á sama tíma uppspretta kjaftasagna og slúðurs. Þannig hafa stjórnendur og stuðningsmenn einstakra félaga einatt reynt að gera lítið 5  Ársskýrsla knattspyrnudeildar Fram 1993 6  Íþróttablaðið, 4. tbl. 51. árg. 1991, bls. 82-86

Pétur Hafliði Marteinsson í baráttu við Skagamanninn Stefán Þórðarson í deild­ arleik. Pétur lék með Fram upp alla yngri flokkana og steig sín fyrstu spor í meistara­ flokki hjá Leiftri á Ólafsfirði undir stjórn föður síns, Marteins Geirssonar.

354


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

úr greiðslum til „sinna manna“, meðan aðrir hafa komið á flot sögum af svimandi tekjum knattspyrnumanna – sem oftar en ekki reynast úr lausu lofti gripnar. Þá flækir það málið enn frekar að bókhaldsmál íþróttahreyfingarinnar voru lengi í miklum ólestri og greiðslur til íþróttamanna voru oftast nær undir borðið. Loks má nefna að íþróttafélög hafa í mörgum tilvikum getað gripið til óbeinna launagreiðslna – t.d. með því að borga leikmönnum sínum óeðlilega háar upphæðir fyrir þjálfun yngri flokka miðað við vinnuframlag eða að vinveitt fyrirtæki ráða leikmenn til vinnu en sýna þeim sveigjanleika varðandi kjör og vinnutíma. Hvort tveggja má náttúrlega kalla óbeina atvinnumennsku.

Endurnýjun í forystunni Segja má að þáttaskil hafi orðið í starfi knattspyrnudeildar Fram keppnistímabilið 1994. Halldór B. Jónsson hafði þá látið af formannsstarfinu eftir tólf ár í embætti. Á vettvangi aðalstjórnar urðu einnig breytingar þegar Alfreð Þorsteinsson lét af formennsku Fram, en Sveinn Andri Sveinsson tók við. Í tíð Halldórs höfðu gríðarlegar breytingar orðið á allri starfsemi og umgjörð knattspyrnudeildarinnar. Litlar mannabreytingar höfðu hins vegar verið á þessum tíma, þar sem sami kjarninn gegndi flestum embættum. „Þessi tiltölulega fámenni kjarni bar uppi starfið í fleiri ár. Það skipti varla máli hvenær komið var niður í Framheimili, það mátti treysta á að sjá þá þar – ýmist að vinna að einhverjum verkefnum eða bara að skrafa við gesti og gangandi. Og það sem mestu máli skipti var að þessir karlar voru alltaf til í að spjalla við krakkana og settu sig inn í málefni þeirra allra,“ rifjaði Guðmundur B. Ólafsson upp.7 Ef til vill var nokkurrar þreytu farið að gæta í hópnum, sem sést til dæmis á því að á starfsárinu 1992 voru einungis tíu bókfærðir stjórnarfundir, en nokkrum árum áður voru stjórnarfundir oft þrisvar til fjórum sinnum tíðari. Sömuleiðis má segja að stjórnin hafi verið nokkuð einsleit. Flestir þeir sem virkastir voru í starfinu voru á svipuðum aldri og höfðu margir hverjir þekkst í áratugi. Fram tefldi fram mikið breyttu liði sumarið 1994. Fimm fastamenn yfirgáfu félagið. Þeir Valdimar Kristófersson og Ingólfur Ingólfsson héldu aftur í Stjörnuna og Kristján Jónsson gerðist atvinnumaður í Noregi. Kristinn R. Jónsson og Pétur Arnþórsson sneru sér hins vegar að þjálfun. Fjórir gamlir Framarar gengu aftur til liðs við félagið, þeir Pétur Marteinsson, Anton Björn Markússon, Gauti Laxdal og Guðmundur Steinsson. Þessar miklu mannabreytingar og strangt aðhald í fjármálunum ollu því að lítils var vænst af Framliðinu, sem var einungis spáð sjöunda sætinu næst á eftir nýliðum Stjörnunnar í árlegri skoðanakönnun fyrir

Knattspyrnudeild Fram hélt sínu striki með veglegri blaðaútgáfu fram eftir tíunda áratugnum. Blöðin eru dýrmætar heimildir um knattspyrnuna í Fram á þessum árum. Eftir því sem á leið varð útgáfan hins vegar erfiðari, lengra varð á milli blaða og þau fóru að minnka að umfangi. Þessi þróun hélst í hendur við versnandi fjárhagsstöðu knattspyrnudeildarinnar og vaxandi erf­ iðleika við að fá sjálfboðaliða til starfa, s.s. við að safna auglýsingum.

7  Viðtal við Guðmund B. Ólafsson

355


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

mót. Niðurstaðan varð sannkallað miðjumoð þar sem Framarar fóru efst í fjórða sæti en neðst í það sjöunda og höfnuðu loks í sjötta sæti með tuttugu stig. Stórt tap gegn Þór frá Akureyri í fjórðungsúrslitum gerði vonir um sigur í bikarkeppni KSÍ að engu. Þrátt fyrir þessa rýru uppskeru voru Framarar það lið deildarinnar sem fékk flesta áhorfendur á heimaleiki sína, 989 að meðaltali á leik. Þá var leikur Fram og KR sá best sótti, þótt liðin höfnuðu ekki nema í fimmta og sjötta sæti. Var til þess tekið að Framliðið léki skemmtilega knattspyrnu þar sem búast mætti við mörgum mörkum. Í ársskýrslu knattspyrnudeildar var vakin athygli á því að meðalaldur leikmanna væri aðeins rétt rúmlega 22 ár og því spáð að margir stórir titlar gætu unnist fyrir aldamót ef rétt væri haldið á spöðunum.8

Best skipaða fallliðið? Varnarmaðurinn Kristján Jónsson lék und­ ir stjórn Ásgeirs Elíassonar hjá Þrótti og fylgdi honum yfir í Fram 1985. Hann lék 205 meistaraflokksleiki hjá Fram og hefur rúmlega fjörutíu landsleiki í farteskinu.

„Aldrei kynnst öðrum eins óheiðarleika“ Leikur KR og Fram í þriðju umferð Íslandsmótsins 1995 varð sögulegur vegna marks sem KR-ingar skoruðu eftir tæplega klukkutíma leik. KR-ingar tóku innkast eftir að Framarinn Gauti Laxdal spyrnti knettinum út af til að huga mætti að meiddum KR-ingi. Í stað þess að senda boltann aftur á Framara geystust leikmenn KR fram og skoruðu. Birkir Kristinsson, fyrirliði Fram, sagðist aldrei hafa upplifað aðra eins framkomu og var atvikið margoft rifjað upp á næstu misserum. (Mbl., 7. júní 1995, bls. 6B)

Það voru ekki bara stjórnarmenn í Fram sem höfðu trú á því að félagið myndi blanda sér í titilbaráttu sumarið 1995. Forráðamenn fyrstu deildar félaganna spáðu liðinu öruggu þriðja sæti í deildinni á eftir KR-ingum og Skagamönnum. Vissulega var það talið skarð fyrir skildi að missa markahrókinn Helga Sigurðsson til þýska stórliðsins Stuttgart en í staðinn bættust nokkrir leikmenn við hópinn. Varnarmaðurinn Kristján Jónsson sneri aftur úr atvinnumennsku í Noregi og nafnarnir Atli Einarsson og Helgason fluttu sig í Safamýrinna, auk Eyjamannsins Nökkva Sveinssonar og Þórhalls Víkingssonar sem kom aftur úr FH. Í fyrstu umferð fékk Fram ljótan skell á heimavelli, 0:4 gegn nýliðum Leifturs frá Ólafsfirði. Næsti leikur var einnig á Valbjarnarvelli, gegn Eyjamönnum sem unnið höfðu óvæntan 8:1 stórsigur á Valsmönnum í fyrstu viðureign sinni. Úrslitin urðu markalaust jafntefli í nokkuð líflegum leik þar sem bæði lið fengu ágæt marktækifæri. Eftir þessa byrjun komst stjórn knattspyrnudeildar Fram að þeirri niðurstöðu að leikur liðsins væri óásættanlegur og að breytinga væri þörf. Marteinn Geirsson var því leystur frá störfum eftir einungis tvær umferðir af Íslandsmótinu og mun það vera einsdæmi. Í hans stað var Magnús Jónsson ráðinn þjálfari, en hann gegndi um þær mundir stöðu aðstoðarþjálfara Breiðabliks en hafði starfað sem unglingaþjálfari í Fram. Ákvörðunin um þjálfaraskiptin var tekin í góðri trú en reyndist misráðin. Marteinn átti fjölmarga vini og stuðningsmenn innan félagsins, enda búinn að vera dyggur félagsmaður í áratugi. Starfslok hans skildu eftir sár sem tók langan tíma að gróa og deilurnar um hvort rétt hafi verið að málum staðið urðu til þess að veikja Fram félagslega. Við það bættist að breytingin varð síst til að bæta gengi liðsins sem átti í mesta basli allt sumarið. Eftir tíu umferðir var Fram komið í fallsæti og losnaði aldrei þaðan. Einungis eitt stig kom í hús í sex síðustu leikjunum og niðurstaðan 8  Ársskýrsla knattspyrnudeildar Fram 1993

356


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

varð botnsætið með aðeins tólf stig, sem telst vera 25% árangur. Til samanburðar féllu Framarar sumarið 1982 með 42% árangur. Betur gekk í bikarkeppni KSÍ. Eftir sigur gegn ungmennaliði ÍBV í 32-liða úrslitum lögðu Framarar lið ÍA að velli í lok júní og var það fyrsti ósigur Skagamanna á tímabilinu. Í fjórðungsúrslitum lenti Fram í furðumiklu basli með ungmennalið Þórs á heimavelli, en hafði þó 1:0 sigur og í undanúrslitum þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Framarar slógu Grindvíkinga úr leik. Í úrslitaleiknum mættust Fram og KR að viðstöddum nærri 4.400 áhorfendum. KR-ingar reyndust ofjarlar Framara, þrátt fyrir að leika manni færri allan seinni hálfleikinn. Ríkharður Daðason jafnaði, 1:1, þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka og skömmu síðar fengu Framarar færi á að komast yfir, en sex mínútum fyrir leikslok kom sigurmark Vesturbæinga. Var þá mjög af Safamýrarliðinu dregið og stórleikur Birkis Kristinssonar í markinu kom í veg fyrir stærri ósigur. Fallið í aðra deild kom flatt upp Framara, enda þótti liðið ágætlega skipað. Stigataflan sagði þó sína sögu. Framliðið skoraði langfæst mörk allra liða í deildinni, átján talsins, en fékk 39 á sig. Í ljósi þeirrar tölfræði vakti það athygli að Birkir markvörður og tveir varnarmenn, þeir Kristján Jónsson og Pétur Marteinsson, héldu allir í atvinnumennsku þá um haustið og sá fjórði, Valur Fannar Gíslason, sem var afturliggjandi miðjumaður, bættist í hópinn vorið eftir. Vörnin var því greinilega ekki algalin.

Útlendingarnir koma!

Forsíða leikskrár fyrir bikarúrslit Framara og KR-inga sumarið 1995. Hlutskipti lið­ anna í deildinni var harlaólíkt. KR lenti í öðru sæti en Fram hafnaði á botninum. Frá og með byrjun ágúst unnu Framarar einn leik en töpuðu öllum öðrum, þar á meðal bikarúrslitaleiknum.

Viss tímamót urðu í sögu knattspyrnudeildarinnar sumarið 1995. Þegar farið var að síga á ógæfuhliðina í byrjun Íslandsmótsins var í skyndi gripið til þess ráðs að semja við leikmann frá Júgóslavíu, Josip Dulic. Hann

Íslandsmeistarar fjórða flokks 1995, eftir rigningarleik gegn Keflavík í úrslitum. Efri röð frá vinstri: Theódór Friðgeirs­ son liðsstjóri, Ómar Hákonarson, Albert Ásvald­sson, Páll Kristjánsson liðs­ stjóri, Andri Jóhannesson, Erlingur Þór Guðmundsson, Hafþór Theódórsson, Níels Pálmar Benediktsson, Gylfi Jónsson, Eyþór Theódórs­son, Jón Arnór Stefánsson og Ólafur Ólafsson þjálfari. Fremri röð: Kristinn Vilhjálmur Jóhannsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Trausti Jósteins­son, Kristján Páll Pálsson, Helgi Már Magnús­son, Daði Guðmundsson fyrir­liði, Atli Viðar Gunnarsson, Jakob Jóhann Sveinsson og Brynjar Halldórsson.

357


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Daninn Hans Matthiesen var í herbúðum Fram í fjögur sumur, en fæstir útlendingar hafa stoppað lengur hjá félaginu en sumar­ langt. Matthiesen þótti á sínum tíma mikið efni og lék með dönskum unglingalands­ liðum, en þrálát meiðsli settu strik í reikn­ inginn.

varð því fyrstur „aðkeyptra útlendinga“ til að leika knattspyrnu undir merkjum Fram. Ekki tókst Dulic að snúa stríðsgæfunni Frömurum í vil. Hann þótti tæknilega fær á íslenskan mælikvarða og var í fyrstu talinn happafengur. Frammistaðan fór þó dvínandi eftir því sem á mótið leið og hann var til að mynda látinn sitja á varamannabekknum allan leikinn í bikarúrslitunum gegn KR. Dulic var þó lengi í minnum hafður hjá mörgum stuðningsmönnum vegna glæsimarks síns gegn Skagamönnum á Laugardalsvelli. Þar skoraði hann með þrumuskoti upp í samskeytin nánast frá miðlínu. Markið var sagt eitt hið glæsilegasta í sögu Laugardalsvallar, en dugði því miður ekki til sigurs og reyndist eina mark Dulic á leiktíðinni.9 Fram til aldamóta gengu fjórir útlendingar til viðbótar til liðs við Safamýrarpilta. Mismikil alvara var að baki komu þeirra. Þannig lék bandarískur miðjumaður, Michael Payne, nokkra leiki með Frömurum í næst efstu deild sumarið 1996. Hann var skólafélagi Ríkharðs Daðasonar sem þá stundaði nám ytra og kom hingað fremur í ævintýraleit í sumarfríinu en sem einhvers konar atvinnumaður. Framherjinn Marcel Oerlemans frá Hollandi, sem lék í Framtreyjunni sumarið 1999, var á hinn bóginn hreinræktaður atvinnumaður og gat státað af álitlegri feril­ skrá. Á tímabilinu 2001-07, að báðum árum meðtöldum, voru tuttugu útlendingar til viðbótar á mála hjá Fram. Ef útlendingalistinn er skoðaður í heild sinni kemur í ljós að af þessum 25 leikmönnunum eru ellefu Norðurlandabúar, og fjórir frá ríkjum gömlu Júgóslavíu. Allir leikmennirnir hafa komið frá Evrópu eða Bandaríkjunum, ef frá eru taldir tveir Nígeríumenn – þar af var annar með þýskt ríkisfang. Það væri synd að segja að allir í þessum hópi hafi slegið í gegn. Þegar samið var við Danann Hans Matthiesen haustið 2005 um að halda áfram að leika með liðinu, hafði enginn erlendur leikmaður verið lengur en eitt sumar í Safamýri. Þetta á sér raunar ýmsar skýringar. Margir þessara útlendinga voru fengnir til liðs við Fram á miðju sumri, oft sem neyðarráðstöfun í harðri fallbaráttu. Neyðin er enginn kaupmaður segir máltækið og sannast það rækilega á útlendingahersveit Framara. Sumir leikmannanna voru á hærri launum en svo að verjandi væri að endurráða þá. Aðrir reyndust vera kötturinn í sekknum og furðumargir hafa átt í vandræðum með meiðsli. Þá hafa þjálfaraskipti verið tíð á þessu tímabili, en algengt er að nýir þjálfarar vilji sjálfir ráða vali á erlendum leikmönnum sínum. Fjölgun útlendinga í íslensku knattspyrnunni á undangengnum árum er ekki hvað síst merki um stórfelldar þjóðfélagsbreytingar og stöðu efnahagslífsins. Þegar stjórnendur Fram létu sig dreyma um að styrkja lið sitt með eins og einum útlendingi á fyrri hluta níunda áratugarins, höfðu þeir helst í huga leikmenn sem komnir væru að lokum ferils síns, til dæmis

9

358

Samantekt Jóns Einars Jónssonar á www.fram.is, október 2001


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

frá Bretlandi. Slíkar hugmyndir voru einatt slegnar út af borðinu með þeim rökum að slíkt væri alltof dýrt. Í seinni tíð hafa forráðamenn knattspyrnufélaganna hins vegar varið innflutning erlendu leikmannanna með þeim rökum að þeir séu jafnvel ódýrari kostur en sambærilegir íslenskir knattspyrnumenn sem geri margvíslegar kröfur um greiðslur og fríðindi. Þá hefur góðæri í efnahagnum haft þau áhrif að erlendir leikmenn á Íslandi hafa í vaxandi mæli komið frá Norðurlöndunum, en upp úr 1990 voru það einkum austur-evrópskir knattspyrnumenn sem voru reiðubúnir að spila fyrir þau kjör sem hér buðust.

Beint upp aftur Daginn eftir lokaleik Íslandsmótsins 1995 var tilkynnt að Ásgeir Elíasson tæki á nýjan leik við stjórn Framliðsins, en samningur hans sem landsliðsþjálfara var þá að renna út. Miklar mannabreytingar urðu í leikmannahópnum, en meðal þeirra sem gengu til liðs við félagið voru ungir og uppaldir Framarar sem höfðu aflað sér reynslu hjá öðrum liðum. Fram var spáð öruggum sigri í annarri deild af þjálfurum hinna liðanna.10

Sigurvegarar í fyrstu deild 1996. Efri röð frá vinstri: Jóhann G. Kristinsson framkvæmdastjóri, Valur Fannar Gísla­son, Kristinn Rúnar Jónsson, Grímur Axels­ son, Gunnar Sveinn Magnússon, Þórhallur Víkings­son, Guðmundur Karl Guðmunds­ son, Anton Björn Markússon, Sævar Guðjóns­son, Ágúst Ólafsson, Sigurður Elí Haralds­son, Ásgeir Elíasson þjálfari, Hólm­ steinn Jónas­son, Gunnar Sverrisson sjúkra­ þjálfari, Guðmundur Steinsson, Vilhjálmur Örn Sigur­hjartarson formaður meistara­ flokksráðs, Ástþór Óskarsson liðsstjóri og Sverrir Einarsson liðsstjóri. Fremri röð: Freyr Karlsson, Þorvaldur Ásgeirs­son, Þorbjörn Atli Sveins­ son, Guðmundur Páll Gíslason, Ásgeir Halldórs­son, Steinar Þór Guðgeirsson fyrir­liði, Haukur Snær Hauksson, Jón Þórir Sveinsson, Ólafur Pétursson og Ólafur Helgi Árnason formaður knatt­ spyrnudeildar.

10  Morgunblaðið, 15. maí 1996, bls. 2C

359


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Grasleikur um vetur Efnt var til deildarbikarkeppni KSÍ í fyrsta sinn vorið 1996 og hófst hún þann fjórtánda mars. Athygli vakti þegar leikur Víðis í Garði og Fram var leikinn á grasvelli þann 28. mars. Hefði slíkur leiktími þótt fráleitur á íslenskum grasvelli fáeinum árum fyrr. (Víðir Sigurðsson: Íslensk knattspyrna 1996, bls. 12)

Úrvalsdeildarleikur á Dalvík Margir grasvellir komu illa undan vetri árið 1997. Framarar þurftu að leika heimaleiki sína á lélegum Valbjarnarvelli fram í miðjan júní og voru því ekki tilbúnir að víxla heimaleikjum við Leiftur Ólafsfirði í fjórðu umferð. Leikurinn þurfti því að fara fram á Dalvík, en ekki hafði áður verið leikið í efstu deild þar í bæ. Undu Ólafsfirðingar þessu illa, ekki síst þar sem þeir töpuðu leiknum. (Víðir Sigurðsson: Íslensk knattspyrna 1997, bls. 18)

Vinsamlegir andstæðingar Leikmenn annarra liða reyndust Frömurum drjúgir í markaskorun sumarið 1997. Í deildarleikjunum átján skoruðu andstæðingarnir fjögur sjálfsmörk. Sýnu glæsilegast var þó mark Eyjamannsins Sigurvins Ólafssonar sem negldi knettinum frá vítateigshorni óverjandi upp í samskeytin á eigin marki í leik liðanna á Hásteinsvelli. Sannkallað draumamark.

360

Sú spá gekk eftir. Fram, Þróttur og Skallagrímur hristu önnur lið af sér um mitt mót og í næstsíðustu umferð tryggði Fram sér sætið í efstu deild og meistaratitilinn þegar keppinautarnir gerðu báðir jafntefli. Þegar yfir lauk höfðu Framarar náð 41 stigi. Fimm leikjum liðsins lauk með jafntefli, flestum í fyrri hluta mótsins og einn leikur tapaðist. Ekki vantaði heldur mörkin í leikjum Fram og þrír stórsigrar unnust: 6:0 gegn Völsungi, 7:0 gegn Víkingum og 8:0 gegn Þór. Þorbjörn Atli Sveinsson varð markakóngur með sextán mörk en athygli vakti að Ágúst Ólafsson varð annar með fjórtán mörk, þrátt fyrir að leika sem varnarmaður. Flest mörk Ágústs komu með skalla eftir horn- eða aukaspyrnur. Skagamenn urðu bikarmeistarar 1996, eftir að hafa slegið Fram úr leik í sextán liða úrslitum. Fyrr í keppninni veitti ungmennalið Fram fyrstu deildar liði Breiðabliks harða mótspyrnu og var óheppið að tapa. Reyndar skipti þar miklu að tveimur leikmönnum Kópavogsliðsins var vísað af velli í fyrri hálfleik. Stuðningsmenn Fram voru hóflega bjartsýnir fyrir sumarið 1997. Fyrirfram voru KR og ÍA talin í sérflokki, en að Eyjamenn og Leiftur frá Ólafsfirði gætu fylgt þeim eftir. Raunin varð sú að Vestmannaeyingar unnu nokkuð sannfærandi sigur með 40 stig, fimm stigum meira en Skagamenn. Leiftur hlaut 30 stig og Fram hafnaði í fjórða sæti með stiginu minna. Ósigur gegn KR í bráðfjörugum leik í lokaumferðinni, þar sem liðin skutu alls um 50 sinnum að marki, þýddi að Fram missti af þriðja sætinu sem gaf þátttökurétt í Getraunakeppni Evrópu, Inter-toto.

Innrás úr norðri Eftir að hafa barist um Evrópusæti á fyrsta ári, virtist framtíðin nokkuð björt hjá Frömurum haustið 1997. Þriðji flokkur hampaði Íslandsmeistaratitlinum eftir mikið einvígi við Keflvíkinga. Var það fjórði meistaratitill Fram í þessum flokki á sex árum. Á sama tímabili hafði félagið þrívegis orðið Íslandsmeistari í fjórða flokki og einu sinni í öðrum flokki. En þótt unglingarnir væru sigursælir, töldu ýmsir sig sjá blikur á lofti. Yngstu aldursflokkarnir voru alls ekki eins fjölmennir og æskilegt þótti. Hið formlega félagshverfi Fram var talið það fámennasta allra Reykjavíkurfélaganna og árið 1996 má segja að gerð hafi verið innrás úr norðri. Knattspyrnufélagið Þróttur flutti úr Sundahverfinu í Laugardalinn. Laugarneshverfið, sem sögulega séð var á yfirráðasvæði Fram, mátti nú heita hluti af Þróttarhverfinu. Ekki þurfti annað en að líta á kort af Reykjavík til að sjá ósamræmið milli íbúadreifingar borgarinnar og staðsetningar íþróttafélaganna. Fylkir og Fjölnir voru einu félögin í ört vaxandi hverfum austan Elliðaáa, ÍR og Leiknir þjónuðu mannmergðinni í Breiðholtinu og KR-ingar sátu einir að vesturhlutanum. Með flutningi Þróttar mátti segja að félögin á miðsvæðinu: Fram, Valur, Víkingur, Þróttur og Ármann, væru öll komin


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

á sömu þúfuna. Þessi staða hlaut að kalla á umræður um flutninga, samstarf eða sameiningu félaga. Hugmyndir um mögulegan flutning Fram voru ekki nýjar af nálinni. Alfreð Þorsteinsson tók við formennsku í félaginu árið 1989, með það að meginmarkmiði að reisa íþróttahús. Sigurður Svavarsson lýsti aðdragandanum að því: „Eftir að félagsheimilið var komið í gagnið og búið að koma fótboltavöllunum í skikkanlegt stand, voru allir sammála um að næst yrði að koma upp íþróttahúsi. Ég var sendur á fund Alfreðs, til að biðja hann um að taka við formennskunni. Alfreð varð frekar undrandi þegar ég bar upp erindið og spurði: „Hvað á ég að gera sem formaður?“ „Þú átt að byggja íþróttahús,“ svaraði ég. Hann bað um nokkurra daga umhugsunarfrest, en ákvað svo að láta slag standa.“11 Hin nýkjörna stjórn hófst þegar handa við að fá samþykki innan borgarkerfisins fyrir framkvæmdum við íþróttahús í Safamýri, en rakst þar á veggi. Ráðamenn Reykjavíkurborgar vildu engu lofa og flest önnur félög virtust vera framar í röðinni. Vorið 1989 var farið að ræða innan aðalstjórnar að réttast væri að huga að flutningum, úr því að fullnægjandi aðstaða fengist ekki á núverandi félagssvæði. Áhugi stjórnarinnar beindist að stóru svæði í Borgarholtshverfi í Grafarvogi, þar sem borgin væri í hvað hröðustum vexti. Um miðjan maí var svo samþykkt að sækja þar um félagssvæði til borgarráðs.12

Merki Knattspyrnufélagsins Þróttar. Líkt og Framarar, hafa forráðamenn Þróttar ekki verið hræddir við að flytjast búferlum. Þróttur var stofnaður á Gríms­staðaholti, fluttist síðar í Sundahverfið og að lokum í Laugar­dalinn. Þróttarar mega því heita komnir í bakgarðinn á hinu gróna félags­ svæði Fram.

Fram - golfklúbburinn í Grafarvogi? Auk hefðbundins íþróttasvæðis sóttist Fram eftir landi undir golfvöll í grennd við Borgarholtið, en gert var ráð fyrir að stofnuð yrði golfdeild innan félagsins sem þar með yrði fyrsta almenna íþróttafélagið á landinu til að taka golfíþróttina undir verndarvæng sinn. Alfreð Þorsteinsson játar fúslega hvað lá að baki þessari ósk: „Golfið var í miklum vexti á þessum árum og hart sótt á um að fá að koma upp nýjum völlum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal þeirra sem voru á bólakafi í golfinu voru ýmsir öflugir félagsmálamenn og við sáum fyrir okkur að með því að byggja upp golfdeild innan Fram, væri auðveldara að draga slíka menn inn í starfið í félaginu. Þessar fyrirætlanir ollu hins vegar miklum skjálfta innan Golfklúbbs Reykjavíkur, sem vildi ekki sjá neina samkeppni innan borgarinnar. Borgaryfirvöld tóku líka frekar dræmt í hugmyndina, enda líklega óttast að öll hin félögin fylgdu á eftir og heimtuðu golfvöll.“13 Spurningin um hvort Fram fengi úthlutað íþróttasvæði í Borgarholtslandinu átti eftir að velkjast í borgarkerfinu í rúmt ár. Um tíma virtist erindið njóta stuðnings ráðamanna, en að lokum sat allt fast. Ungmennafélagið Fjölnir var stofnað árið 1988 og óx furðuskjótt. Um

11  Viðtal við Sigurð Svavarsson 12  Fundargerðir stjórnar Fram, fundir haldnir 3. og 17. maí 1989 13  Viðtal við Alfreð Þorsteinsson

Hugmyndir Alfreðs Þorsteinssonar um flutning Fram í Grafarvoginn vöktu litla hrifningu hjá Ungmennafélaginu Fjölni. Alfreð var formaður Fram 1972-76 og aft­ ur 1989-94. Hann var útnefndur heiðurs­ félagi á níutíu ára afmæli félagsins.

361


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Íslandsmeistarar í þriðja flokki 1995. Efri röð frá vinstri: Stefán Hreiðarsson liðs­stjóri, Eggert Stefánsson, Hallgrímur Jóhann Jónsson, Davíð Örn Torfason, Davíð Hreiðar Stefánsson, Davíð Gunnars­ son, Erlendur Sigurðsson, Baldur Vignir Karls­son, Sigurður Óli Sigurðsson, Brynjólfur Hjartarson liðsstjóri, Kristinn Rúnar Jónsson þjálfari og Helga Ívarsdóttir liðsstjóri. Fremri röð: Daði Guðmundsson, Bjarni Þór Pétursson, Helgi Davíð Ingason, Freyr Karlsson fyrirliði, Símon Gísli Símonarson, Viðar Guðjónsson, Haukur Snær Hauksson, Finnur Bjarnason og Baldur Knútsson.

Sævar Guðjónsson lék með Fram upp alla yngri flokkana með góðum árangri. Hann lék nokkra leiki með Fram í efstu deild sumarið 1993, en gekk svo í raðir Þróttar. Sævar sneri aftur í Safamýrina sumarið 1996 og tók þátt í að koma liðinu upp í efstu deild á ný. Hann á að baki 171 meist­ araflokksleik.

mitt ár 1990 sótti stjórn Fjölnis um aðstöðu á sama svæði og Framarar höfðu augastað á. Ummæli formanns Fram í fjölmiðlum um að kornungt ungmennafélag gæti ekki þjónustað Grafarvoginn hleyptu illu blóði í Fjölnismenn og raunar ungmennafélagshreyfinguna alla og svo fór að lokum að hið nýja félag fékk að sitja eitt að þessu stóra borgarhverfi.14 Í viðtölum höfundar við ýmsa Framara við undirbúning þessarar bókar lýstu margir þeirri skoðun að það hafi verið mistök að flytja félagið ekki upp í Grafarvog á árunum í kringum 1990. Ef sú hefði orðið niðurstaðan má ætla að margt hefði þróast öðruvísi í reykvísku íþróttalífi en raun varð á. Til að mynda er ólíklegt að Fjölnir hefði náð mikilli fótfestu og líklega hefði félagið runnið að mestu eða öllu leyti inn í Fram. Með slíkum flutningum hefði Grafarvogurinn eignast íþróttafélag sem var í senn rótgróið og félagslega öflugt og þannig losnað við ýmsa af þeim vaxtarverkjum sem fylgja því að byggja upp íþróttafélag frá grunni. Upphafsárin reyndust Fjölnismönnum erfið og í mörg ár voru uppi hugmyndir um hvort rétt væri að sameina félagið annað hvort Fram eða Val. Hugmyndirnar um flutning upp í Grafarvog mæltust misvel fyrir meðal Framara á sínum tíma og töldu ýmsir, einkum úr knattspyrnudeildinni, að þær væru óráð. Sennilega var það þó ekki óeining í röðum Framara sem réð úrslitum málsins, heldur hitt að Fjölnir var kominn til sögunnar og sótti á um aðstöðu. Þá verður að hafa í huga að viðhorf stjórnmálamanna til uppbyggingar íþróttasvæða voru talsvert önnur um 1990 en síðar varð. Frömurum buðust hvorki gull né grænir skógar fyrir að færa sig um set og er hætt við að uppbygging aðstöðunnar í Grafarvogi hefði getað tekið býsna langan tíma.

14

362

Jón M. Ívarsson: Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár, bls. 241


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Allir kostir kannaðir Eftir að ljóst varð að flutningarnir í Grafarvoginn væru farnir út um þúfur, einbeittu forráðamenn Fram sér að uppbyggingu á félagssvæðinu í Safamýri. Íþróttahús Fram hafði þó ekki fyrr verið vígt árið 1994 en farið var að huga að nýjum kostum til samstarfs eða sameiningar. Fram og Glímufélagið Ármann höfðu lengi haft náin samskipti, enda næstu nágrannar og ýmsir nafnkunnir Framarar stigið sín fyrstu spor í Ármanni. Knattspyrnudeild var stofnuð innan Ármanns árið 1962, raunar með svo dyggri aðstoð félagsmanna í Fram að líta mátti á deildina sem hálfgert útibú frá Fram. Alfreð Þorsteinsson var Ármenningum innan handar við stofnunina og Steinn Guðmundsson, síðar formaður Fram, gerðist þjálfari liðsins. Til að árétta hin vinsamlegu samskipti barst stjórn Fram kurteislega orðað bréf frá Ármanni þar sem tilkynnt var um stofnun knattspyrnudeildarinar og sérstaklega tekið fram að reynt yrði að koma í veg fyrir að félagsmenn í Fram myndu gerast félagar í Ármanni.15 Ármenningar áttu sitt gullaldarskeið í knattspyrnu á fyrri hluta áttunda áratugarins, en þá hafnaði liðið t.d. tvisvar í öðru sæti í annarri deild Íslandsmótsins. Ármenningar léku síðast í næst efstu deild 1980, en eftir það fór jafnt og þétt að síga á ógæfuhliðina. Svipaða sögu mátti segja um aðrar hópíþróttagreinar. Ármann hafði teflt fram sterkum liðum í bæði handbolta og körfubolta, en var á hraðri niðurleið þegar komið var fram á tíunda áratuginn. Árið 1995 voru Ármenningar farnir að hugsa sér til hreyfings og sóttu um aðstöðu í hinum nýju austurhverfum borgarinnar. Þá um haustið hófust viðræður milli forráðamanna Fram og Ármanns um samstarf eða sameiningu, þar sem Fram tæki að sér rekstur boltaíþrótta en Ármenningar sinntu áfram öðrum greinum sínum á borð við fimleika, glímu og frjáls-

Varnarmaðurinn Ásgeir Halldórsson gekk til liðs við Framara eftir fallið í aðra deild 1995 og tók þátt í að koma liðinu á ný í hóp þeirra bestu. Hann lék með Fram til 2002, þó með löngum hléum vegna meiðsla. Á þessu tímabili náði hann 118 meistaraflokksleikjum.

15  Gjörðabók stjórnar Fram, fundur haldinn 29. maí 1962

Knattspyrnudeild Ármanns var stofnuð snemma á sjöunda áratugnum, meðal annars af mönnum sem æft og leikið höfðu með Fram. Steinn Guðmundsson, síðar formaður Fram, var þjálfari Ármannsliðiðsins fyrstu árin. Hann er lengst til hægri í efri röð á myndinni.

363


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Þorbjörn Atli Sveinsson varð vorið 1993 yngstur allra til að leika í efstu deild karla hér á landi, 15 ára og 270 daga gamall. Þrálát meiðsli urðu til að stytta feril þessa skæða sóknarmanns, en hann lék þó 216 meistaraflokksleiki fyrir Fram.

íþróttir.16 Þrátt fyrir gagnkvæman áhuga beggja varð ekkert úr þessum hugmyndum og skömmu síðar varð úr að Ármenningar hreiðruðu um sig á nýja Þróttarsvæðinu í Laugardal. Samruni Fram og Þróttar var talsvert í umræðunni á árinu 1997, en þær viðræður runnu þó að lokum út í sandinn. Ári síðar voru þreifingar milli Fram og Fjölnis um mögulega sameiningu og virtust þær um tíma ætla að skila árangri. Skíðadeild Fram blés til sóknar í Grafarvoginum, enda engin slík deild starfandi innan Fjölnis. Knattspyrnumenn innan beggja félaga sýndu málinu sömuleiðis áhuga – en öðru máli gegndi um handknattleikinn, þar sem Fjölnismenn voru í óða önn við að byggja upp sína eigin handboltadeild.17 Á árinu 2000 var svo komin röðin að því að ræða við erkifjendurna úr Val um mögulegt samstarf félaganna og þegar þær umræður skiluðu engum árangri var spjótunum beint að Víkingum.18 Guðmundur B. Ólafsson kom að ýmsum þessara viðræðna sem stjórnarmaður og síðar formaður í Fram. „Hugmyndin varðandi samstarf Fram, Víkings og jafnvel Þróttar líka gekk út á að félögin myndu halda áfram að starfa hvert undir sínu nafni í yngri flokkunum,“ sagði Guðmundur. „Meistaraflokkur og annar flokkur yrðu hins vegar sameiginlegir. Þetta hefði orðið sannkallað Reykjavíkurlið, staðsett í borginni miðri. Við sáum fyrir okkur að reisa alvöru heimavöll, fimm þúsund manna leikvang með stúku á öllum hliðum. Ég var meira að segja búinn að ákveða nafnið með sjálfum mér: FV-1908, sem vísaði í upphafsstafina og stofnárið hjá Fram og Víkingi. Víkingarnir slógu hins vegar þessa hugmynd út af borð-

16  17  18

Ungir knattspyrnukappar láta til sín taka á Viðeyjar-móti. Á ári hverju skipuleggur Kiwanis­klúbburinn Viðey knattspyrnumót fyrir unga iðkendur á Framsvæðinu, þar sem félags­menn í klúbbnum sjá um skipulagningu og leggja til ómælda sjálf­ boðavinnu, s.s. að grilla pylsur fyrir soltna munna.

364

Gjörðabók stjórnar Fram, fundir haldnir 14. sept. og 12. okt. 1995 Gjörðabók stjórnar Fram, fundir haldnir 13. sept., 9. des. 1998 og 14. jan. 1999 Gjörðabók stjórnar Fram, fundir haldnir 8. júní og 17. júlí 2000


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

inu, það var víst einkum eldri kynslóðin sem mátti ekki heyra á þetta minnst og það sama gerðu Þróttararnir.“19 Hugmyndir þessar um sameiginleg keppnislið Fram og annarra Reykjavíkurliða kunna að virðast fjarstæðukenndar, en voru þó í samræmi við stefnu borgarinnar í íþróttamálum um þessar mundir. Í skýrslu ÍTR og ÍBR frá árinu 2000, Skipulag íþróttastarfs í Reykjavík á nýrri öld: Framtíðarsýn til ársins 2010, var mörkuð sú stefna að skipta ætti Reykjavík upp í fjögur „afrekssvæði“ og skyldi einn afreksflokkur vera á hverju svæði.20 Lítið fór fyrir því að borgaryfirvöld reyndu í raun og veru að framkvæma þessu stefnu sína um afrekssvæði, enda mátti hún teljast gjörsamlega óraunhæf frá upphafi. Vandséð er t.d. hvernig borgin hafði hugsað sér að knýja fram sameiningu KR og Vals – eða sannfæra annað félagið um að hætta að tefla fram meistaraflokki í helstu greinum. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið með sameiginleg keppnislið ólíkra félaga á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum hafa sömuleiðis flestar reynst skammlífar. Má þar nefna handboltasamstarf KR og Gróttu annars vegar en Víkings og Fjölnis hins vegar. Valur og Fjölnir gerðu misheppnaða tilraun til samstarfs í körfuknattleik og í kvennaknattspyrnu reyndu Víkingur og HK annars vegar en Þróttur og Haukar hins vegar að rugla reytum sínum.

Árangur Fram á Íslandsmóti karla 1992-2007: 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007

5. sæti af tíu. 25 stig (25:27) 4. sæti af tíu. 25 stig (38:37) 6. sæti af tíu. 20 stig (27:30) 10. sæti af tíu. 12 stig (18:39) önnur deild 1. sæti af tíu. 39 stig (55:16) 4. sæti af tíu. 29 stig (29:23) 6. sæti af tíu. 20 stig (21:23) 7. sæti af tíu. 19 stig (23:27) 8. sæti af tíu. 17 stig (22:33) 8. sæti af tíu. 20 stig (28:28) 8. sæti af tíu. 20 stig (29:33) 7. sæti af tíu. 23 stig (22:30) 8. sæti af tíu. 17 stig (19:28) 9. sæti af tíu. 17 stig (19:32) önnur deild 1. sæti af tíu. 41 stig (32:14) 7. sæti af tíu. 16 stig (25:31)

Stigið á skuldahalann Leikmannahópur Fram sumarið 1998 virtist á pappírunum álíka sterkur og verið hafði sumarið áður. Fyrirliðinn Steinar Guðgeirsson hafði gengið til liðs við Íslandsmeistara ÍBV, en Baldur Bjarnason tók skóna fram á ný eftir hlé frá knattspyrnuiðkun. Það veikti þó liðið þegar markakóngur fyrra árs, Þorbjörn Atli Sveinsson, gekk til liðs við Brøndby á miðju sumri. Tvö stig í sex fyrstu leikjunum þýddu að Framarar voru komnir í harða fallbaráttu. Ekki bætti úr skák að liðið skoraði aðeins eitt mark í leikjunum sex. Um miðbik mótsins fór landið aftur að rísa og í þrettándu umferð virtist Fram komið á beinu brautina með sextán stig í sjötta sæti eftir stórsigur á Akranesi, 0:4. Í þeim leik bar það meðal annars til tíðinda að Framarinn Steindór Elísson skoraði glæsimark af rúmlega fjörutíu metra færi sem sveif yfir markvörð Skagamanna og í bláhornið. Það var þó ekki fyrr en í næstsíðustu umferð að Fram tryggði endanlega sæti sitt í deildinni eftir markalaust jafntefli við nýliða ÍR. Tuttugu stig dugðu Fram í sjötta sæti deildarinnar, en tæpara mátti það vart standa því botnlið ÍR féll með sautján stig og Þróttarar með átján. Í bikarkeppninni unnu Framarar stórsigur á Haukum en steinlágu svo fyrir Þrótti í sextán liða úrslitum.

19  Viðtal við Guðmund B. Ólafsson 20  Skipulag íþróttastarfs í Reykjavík, bls. 11

365


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Sveinn Andri Sveinsson var formaður Fram á árunum 1994-2000. Í formannstíð hans var stofnað hlutafélag um rekstur meistara­ flokks. Sem formaður ýtti Sveinn Andri til hliðar ýmsum hugmyndum um sameiningu Fram við önnur félög eða flutninga í aust­ ari hverfi borgarinnar. Til að ýta við aðstöðumálum Fram velti hann upp þeirri hugmynd að reisa mætti verslunar­miðstöð á hluta félagssvæð­ isins með íþróttaaðstöðu á efstu hæð, að erlendri fyrirmynd. Hugmyndin vakti litla hrifningu borgaryfirvalda.

366

Árangurinn á leikvellinum var þó ekki það sem mestum áhyggjum olli, heldur þróun mála utan vallar. Á undangengnum árum hafði knattspyrnudeildin látið sér vaxa vænan skuldahala sem sífellt erfiðara reyndist að draga á eftir sér. Kostnaðurinn jókst sífellt, en tekjurnar ekki að sama skapi og skammtímaskuldir á óhagstæðum vöxtum voru fljótar að vinda upp á sig. Á árinu 1998 var ljóst að í óefni væri komið og að grípa þyrfti til róttækra meðala. Ákveðið var að slá tvær flugur í einu höggi – ræsa fram skuldafenið og ráðast í skipulagsbreytingar á fyrirkomulagi knattspyrnumála með stofnun sérstaks rekstrarfélags um meistaraflokk og annan flokk félagsins. Slíkar hugmyndir höfðu áður verið reifaðar meðal fótboltaáhugamanna, sem margir töldu að í heimi sem snerist í vaxandi mæli um peninga yrði að reka knattspyrnufélög eins og hvert annað gróðafyrirtæki. Draumurinn um að mæta erlendum stórliðum í Evrópukeppni eða selja unga leikmenn fyrir fúlgur fjár gerði það sömuleiðis að verkum að tilhugsunin um að hægt væri að hagnast á að reka íslenskt knattspyrnulið virtist ekki svo óraunhæf. Þá verður að hafa í huga að árið 1998 var „nýja hagkerfið“ upp á sitt besta og almenningur jafnt sem fjölmiðlar höfðu tröllatrú á að allir gætu gert góða hluti á verðbréfamarkaðnum. Jafnvel staurblankar knattspyrnudeildir.

Í kauphöllinni Byrjað var á að stofna einkahlutafélag með 500 þúsund króna hlutafé, sem bar nafnið „Fram – fótboltafélag Reykjavíkur“. Þessi nafngift leiddi strax til deilna við KR-inga, sem sjálfir höfðu á prjónunum stofnun hlutafélags. KR-ingar sökuðu Framara um að vilja með þessum hætti stela nafninu sínu og mikil hætta væri á að erlendir fjárfestar myndu ruglast þegar búið væri að þýða nafnið yfir á ensku. Í kjölfarið kærðu KR-ingar nafngiftina og fulltrúar beggja félaga skiptust á skotum í fjölmiðlum, þar sem oft var langt seilst í útúrsnúningi og skætingi sem varð hvorugum aðilanum til sóma. Svo fór þó að lokum að fótboltafélagsnafnið var úrskurðað gott og gilt. Þessu næst var einkahlutafélaginu breytt í hlutafélag og hlutaféð jafnframt hækkað í 45 milljónir, sem samsvaraði nokkurn veginn skuldum knattspyrnudeildarinnar. Deildin greiddi þessa upphæð með því að leggja fram rekstur meistaraflokks, fyrsta og annars flokks Fram auk gildandi samninga við leikmenn. Í framhaldinu yfirtók aðalsjóður Fram allt hlutaféð með því að yfirtaka skuldirnar. Skömmu fyrir áramót var svo efnt til almenns hlutafjárútboðs þar sem selt var nýtt hlutafé að nafnvirði fyrir þrjátíu milljónir. Mikið kapp var lagt á þetta útboð og þrýst á dygga félagsmenn að kaupa bréf, ekki hvað síst þar sem KR-ingar voru um sömu mundir að ýta úr vör sínu hlutafélagi, KR-sport. Hvorugt félagið vildi láta það spyrjast að ekki tækist að selja öll bréfin, en mikill metingur var milli hlutafélaganna tveggja.


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Ólíklegt má telja að nokkur maður hafi keypt hlutabréf í Fram og KR fyrir áramótin 1998-99 sem ekki var stuðningsmaður annars hvors liðsins og víst er að flestir litu fremur á kaupin sem styrk en ávísun á ofsagróða. Engu að síður gáfu bæði félögin út áætlanir sem miðuðu að því að sannfæra væntanlega fjárfesta um öryggi fyrirtækisins og ábatavon. Urðu þessir pappírar síðar mikil uppspretta skemmtunar fyrir stuðningsmenn annarra íþróttafélaga. Í markaðsáætlun Fram var samviskusamlega tíundað hvernig félagið myndi raka inn titlum, leika til bikarúrslita og mæta andstæðingum af mismunandi stærðargráðum í Evrópukeppni ár frá ári – auk verðmats á leikmönnum sem seldir yrðu til meginlandsins eða Bretlandseyja. Skráin er öll með þeim hætti að helst mætti ætla að hún hafi verið samin af strákpatta í knattpspyrnustjóratölvuleik og verður sannast sagna vart lesin kinnroðalaust. Hún verður því seint talin einn af hápunktunum í sögu Knattspyrnufélagsins Fram. En hversu alvarlega var hugmyndin um gróðafyrirtækið Fram tekin í raun og veru? Fáir urðu til að hreyfa andmælum þegar tillagan um stofnun hlutafélagsins var tekin á félagsfundi, ef frá er talinn hagfræðingurinn Björn Arnórsson sem varaði sterklega við því að þessi leið yrði farin og benti á að öllum markmiðum stofnunarinnar mætti ná án þess að stofna hlutafélag um reksturinn.21 Að Birni frátöldum heyrðust fáar gagnrýnisraddir. Í viðtölum við bókarhöfund sögðust þó ýmsir þeirra sem að stofnun hlutafélagsins komu ekki hafa haft nokkra trú á að ævintýrið gæfi nokkuð í aðra hönd, en að með þessu móti hafi verið hægt að koma því svo fyrir að aðalstjórn yfir­ tæki skuldabagga knattspyrnudeildarinnar og herja út allnokkrar milljónir sem ella hefðu ekki legið á lausu.

Hólmsteinn Jónasson var einn af Frömur­ unum sem urðu Íslandsmeistarar með Víkingi 1991. Hann þótti mjög teknískur leikmaður og átti marga góða spretti í Frambúningnum frá 1994-97, þar sem hann lék tæpa hundrað leiki.

21  Félagsfundur, haldinn 29. okt. 1998

Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Snorri Már Skúla­son voru meðal umsjónar­manna Fram-útvarpsins, sem rekið var um nokk­ urt skeið í tengslum við heimaleiki Framara.

367


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Á hinn bóginn virðast a.m.k. sumir forráðamanna félagsins hafa trúað því að unnt yrði að fá erlenda fjárfesta til að kaupa umtalsverðan hluta af hlutabréfum aðalstjórnar félagsins og létta þannig af skuldunum, sem voru ærnar fyrir vegna lokafrágangs við íþróttahúsið. Þannig batt aðalstjórn vonir við að þýskir peningamenn myndu fjárfesta í hlutafélaginu fyrir milligöngu Ásgeirs Sigurvinssonar, en þær vonir urðu að engu.

Með tékkheftið á lofti

Ágúst Gylfason gekk til liðs við Fram frá norska liðinu Brann árið 1999 og lék með Framliðinu til haustsins 2003. Í leik gegn KA það sumar, setti hann met í efstu deild karla þegar hann skoraði úr sinni tólftu vítaspyrnu í röð.

Súper Mario-bræður Eins og önnur íslensk knattspyrnulið hafa Framarar nokkrum sinnum freistað gæfunnar á hinum erlenda leikmannamarkaði, með ansi misjöfnum árangri. Fyrir sumarið 2001 var ætlunin að styrkja hið unga meistaraflokkslið Fram með tveimur króatískum leikmönnum, nöfnunum Mario Pajic og Mario Rimac. Þeir fengu fljótlega viðurnefnið Mario-bræður eða jafnvel „Súper Mario-bræður“. Dvöl þeirra hér á landi reyndist þó lítil frægðarför. Eftir þrjár umferðir af Íslandsmótinu var ákveðið að segja upp samningum við þá félaga. Hafa hrakfarir Mario-bræðra oft verið rifjaðar upp í tengslum við komur nýrra útlendinga til Fram.

368

Við hlutafélagsvæðingu knattspyrnudeildar Fram voru höfð uppi stór orð um að tími gömlu rómantíkurinnar væri liðin – rekstur knattspyrnufélags væri orðin hörð viðskipti. Hið nýja hlutafé og frelsið undan skuldaokinu gaf forráðamönnum Fram svigrúm til að fá fjölmarga nýja leikmenn til liðsins, enda hafa breytingarnar á leikmannahópnum sjaldan eða aldrei verið eins miklar og fyrir sumarið 1999. Steinar Guðgeirsson sneri aftur frá Vestmannaeyjum en auk hans komu þrír aðrir leikmenn sem leikið höfðu með A-landsliði Íslands: Ágúst Gylfason, Hilmar Björnsson og Sigurvin Ólafsson. Hollenskur framherji, Marcel Oerlemans, var fenginn til landsins. Auk þeirra sem nefndir hafa verið hér að framan fékk Fram níu nýja leikmenn. Í staðinn yfirgáfu allmargir leikmenn félagið eða hættu knattspyrnuiðkun. Þrátt fyrir miklar mannabreytingar virtist ætla að ganga vel að hrista hópinn saman. Fram var taplaust á fyrsta þriðjungi Íslandsmótsins, vann tvo leiki og gerði fjögur jafntefli. Enn eitt jafnteflið leik svo dagsins ljós í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar gegn Víði í Garði, en Víðismenn höfðu loks betur í vítaspyrnukeppni. Eftir fyrri helming Íslandsmótsins var Fram í þriðja sæti deildarinnar með fjórtán stig og virtist í það minnsta ætla að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti. Tvö stig í næstu átta leikjum gerðu þær vonir að engu og Framarar voru komnir í bullandi fallhættu fyrir lokaumferðina. Þar stóðu Valsmenn best að vígi með átján stig, Fram og Grindavík höfðu sextán og Víkingar fjórtán. Valsarar héldu til Grindavíkur í lokaleiknum og Framarar tóku á móti Víkingum. Valur komst yfir í Grindavík, en þrjú mörk heimamanna á síðustu tuttugu mínútunum gerðu það að verkum að Víkingar voru fallnir og Fram þurfti á sigri að halda til að senda Valsmenn niður. Framarar náðu í tvígang forystunni á Laugardalsvelli, með mörkum Antons Björns Markússonar og Marcels Oerlemans, til þess eins að leyfa Víkingum að jafna metin jafnóðum. Þegar fjórar mínútur voru eftir og fallið virtist óumflýjanlegt, skoraði Anton Björn síðara mark sitt í leiknum og varð þannig hetja Framara. Mörkin tvö gegn Víkingi voru þau einu sem Anton Björn skoraði í deildinni þetta sumar og höfðu því ýmsir stuðningsmenn dregið í efa þá ákvörðun Ásgeirs Elíassonar að færa hann fram í stöðu sóknarmanns fyrir lokaleikinn. Sú leikflétta gekk hins vegar fullkomlega upp og í fyrsta sinn í sögunni kom það í hlut Valsmanna að falla niður um deild.


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Annar flokkur sumarið 2000, mynd tekin fyrir sigurleik gegn Breiðabliki í loka­ umferð Íslandsmótsins. Efri röð frá vinstri: Gústaf Adolf Björns­ son þjálfari, Andri Jóhannesson, Stefán Guðmunds­son, Kristinn V. Jóhanns­son, Andri Fannar Ottósson, Hinrik Arnason, Albert Ásvaldsson, Daði Guðmundsson, Eyþór Theodórsson og Theodór Friðgeirsson liðs­stjóri. Fremri röð: Ómar Hákonarson, Brynjar Harðar­son, Ingi Hrafn Guðmundsson, Ríkharð Snorrason, Hafþór Theodórsson fyrir­liði, Gunnar Guðmundsson, Gunnar Marteins­son, Kristinn Sigurjónsson og Grétar Sveinsson.

Það varð Frömurum vitaskuld gleðiefni að bjarga sér frá falli, en brúnir margra þyngdust þegar afkoma fyrsta starfsárs hlutafélagsins kom í ljós. Tapið var sagt fimmtán milljónir eða helmingur þeirrar upphæðar sem safnast hafði í almenna hlutafjárútboðinu. Aðrir segja að þær tölur hafi verið verulega fegraðar og tapið hafi verið enn meira. Vonir höfðu staðið til þess að hlutaféð gæti myndað höfuðstól fyrir reksturinn sem ekki þyrfti að ganga á, en annað kom á daginn. Ýmsar skýringar mátti finna á tapinu, svo sem slakt gengi í deildinni og byrjunarörðugleika tengda nýju rekstrarformi – en fram hjá því verður ekki litið að peningum var sóað. Samið var við fjölmarga leikmenn á kjörum sem reksturinn gat aldrei staðið undir. „Eina vitið hefði verið að byggja á strákum úr Fram og fá kannski 2-3 toppleikmenn til að styrkja hópinn og borga vel fyrir þá. Í staðinn voru fengnir hinir og þessir leikmenn, sem voru svo sem ágætir en alls engir yfirburðamenn í sínum liðum og í raun ekkert betri en það sem við áttum fyrir. Svo gerðu þessir strákar háar launakröfur, því allir vissu að Fram átti nógan pening – og þetta var bara samþykkt,“ sagði Gylfi Orrason um hina brösóttu byrjun hlutafélagsins.22 Með stofnun hlutafélags um rekstur meistaraflokks og annars flokks, sköpuðust einnig vandamál varðandi rekstur þess hluta knattspyrnudeildarinnar sem eftir stóð. Þegar búið var að skilja frá meistaraflokkinn dró mjög úr tekjumöguleikum knattspyrnudeildarinnar. Oft hefur verið fárast yfir háum æfingagjöldum barna í íþróttum og endalausum fjáröflunum, með sölu á rækjum, klósettpappír o.þ.h. og hafa íþróttafélögin verið sökuð um að láta börn og unglinga standa undir rekstri meistaraflokka. Í flestum tilvikum er þessu þó á hinn veginn farið, þar sem yngri flokkarnir njóta góðs af starfsmönnum, fjáröflunum og ýmissi beinni og óbeinni aðstoð þeirra sem halda úti afreksliðunum. Þannig er yfirleitt talsverð fylgni milli velgengni íþróttafélaga í meist-

Anton Björn Markússon leikur Hollending­ inn Ronald Koemann grátt í Evróp­uleik. Lokaleikur Antons Bjarnar með Fram var eftirminnilegur, en þá skoraði hann tvívegis í lokaleik Íslandsmótsins 1999 og tryggði þar með naumlega sæti Fram í deildinni. Seinna markið kom þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og fallið blasti við.

22  Viðtal við Gylfa Orrason

369


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

araflokki og yngri flokkum – og sárafá dæmi um félög sem blómstrað hafa í barna og unglingastarfi en haft veika meistaraflokka eða enga. Nokkrir viðmælenda bókarhöfundar sögðust óttast að með hlutafélaginu hafi verið skilið um of milli starfsemi elstu flokkanna og þeirra yngri. Á stundum hefur verið erfitt að manna stjórn knattspyrnudeildarinnar og komið hefur til smáárekstra. Að mörgu leyti minnir íslenska hlutafélagavæðingin í knattspyrnugeiranum á það sem gerðist í Danmörku. Þar reið Brøndby IF á vaðið með hlutafjárútboði árið 1987 og á tíunda áratugnum fylgdu flest stærstu félög landsins á eftir. Oftar en ekki varð peningainnspýtingin til þess eins að útgjöldin jukust upp úr öllu valdi. Hið gamalgróna Kaupmannahafnarlið AB sólundaði níutíu milljónum danskra króna á fjórum árum og hafði þó selt leikmenn fyrir háar fjárhæðir á tímabilinu. Nokkur félög reyndu að skjóta styrkari stoðum undir fjárhaginn með því að fjárfesta í óskyldum rekstri, en það gaf í fæstum tilvikum góða raun. Í Danmörku, líkt og á Íslandi, reyndist hlutafélagsformið því engin töfralausn.23 KR-ingurinn Hilmar Björnsson og Eyja­ maður­inn Sigurvin Ólafsson voru meðal þeirra fjölmörgu nýju leikmanna sem gengu til liðs við Fram árið 1999. Fjórtán nýir menn bættust við hópinn frá fyrra ári.

Húsvíkingurinn Ásmundur Arnarsson lék 143 meistaraflokksleiki fyrir Fram. Hann varð næstmarkahæstur leikmanna úrvals­ deildar sumarið 2001 með tíu mörk.

Á tæpasta vaði Sjö af tíu liðum úrvalsdeildar skiptu um þjálfara milli áranna 1999 og 2000. Fram var í þeim hópi. Ásgeir Elíasson hvarf á ný úr herbúðum félagsins og tók við liði Þróttar sem naumlega hafði sloppið við fall úr næstefstu deild. Gamli markahrókurinn Guðmundur Torfason tók við starfinu, en hann hafði áður þjálfað lið Grindavíkur árin 1996-98 og þótti hafa unnið afrek með að halda liðinu í efstu deild öll árin. Margir leikmenn hættu eða færðu sig um set fyrir sumarið 2000, en Frömurum barst líka góður liðsstyrkur. Kristófer Sigurgeirsson, Þorbjörn Atli Sveinsson og Valur Fannar Gíslason sneru allir heim úr atvinnumennsku. Danskur framherji, Ronny Petersen, kom til liðsins, sem og Ingvar Ólason úr Þrótti og tveir markverðir: Fjalar Þorgeirsson og Gunnar S. Magnússon. Var Fram spáð fjórða sæti í hinni árlegu spá forráðamanna félaganna við upphaf móts. Fram eftir sumri virtist Fram ætla að sigla lygnan sjó, þar sem botnsætin tvö væru frátekin fyrir Stjörnuna og Leiftur. Í elleftu umferð sigruðu Framarar Grindvíkinga og hefndu þannig fyrir ósigur gegn þeim í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar. Eftir leikinn var Fram nákvæmlega um miðja deild, sjö stigum frá toppsætinu og sjö stigum frá botnsætinu. Í næstu umferð riðu hins vegar ósköpin yfir. Framarar voru kjöldregnir í Eyjum, 6:1. Þetta var stærsti ósigur félagsins í deildarleik í áratugi, en munurinn hefði hæglega getað orðið mun meiri ef ekki hefði komið til stórleikur Fjalars Þorgeirssonar í markinu. Þrír ósigrar og eitt jafntefli fylgdu í kjölfarið og þegar tvær umferðir voru eftir af mótinu voru

23

370

Grønkjær og Olsen: Fodbold, fair play og forretning, bls. 242-3


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Lið Fram skipað leikmönnum yngri en 23 ára sem tapaði fyrir FH í 32 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ sumarið 2000. Efri röð frá vinstri: Eggert Stefáns­ son, Gunnar Sveinn Magnússon, Albert Ásvalds­son, Pétur Georg Markan, Ómar Hákonarson og Bjarni Þór Pétursson. Neðri röð: Viðar Guðjónsson, Daði Guðmundsson, Kristinn Vil­hjálmur Jóhanns­son, Hafþór Theódórsson og Hinrik Arnar­son.

Stjörnumenn orðnir jafnir Fram að stigum í öðru til þriðja neðsta sæti, en með lakari markatölu. Við þessar aðstæður ákvað stjórn rekstrarfélagsins að segja Guðmundi Torfasyni upp störfum og tók Pétur Ormslev við stjórninni í þeim tveimur leikjum sem eftir voru. Í þeim fyrri töpuðu Framarar fyrir botnliði Leifturs á Ólafsfirði. Þrátt fyrir sigurinn féllu Ólafsfirðingar úr deildinni, þar sem Stjarnan gerði jafntefli á sama tíma. Fram þurfti því að ná jafntefli í lokaleiknum gegn Breiðabliki, að því gefnu að KR-ingar ynnu Stjörnumenn. Það voru skrítnar tilfinningar sem bærðust í brjóstum margra Framara meðan á lokaumferðinni stóð, að þurfa að fagna hverju marki KR og þar með Íslandsmeistaratitli Vesturbæjarliðsins. Um tíma leit meira að segja út fyrir að úrslitin í Garðabæ dygðu ekki til, því Blikar komust yfir þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Fimm mínútum síðar jafnaði Viðar Guðjónsson með glæsilegu skallamarki. Við jöfnunarmarkið varð viðureignin að hreinni leikleysu, þar sem hvorugt liðið reyndi af neinni alvöru að sækja síðasta hálftímann og áhorfendur fylgdust spenntari með klukkunni en leiknum. Annað árið í röð björguðu Framarar sér frá falli í lokaumferðinni.

Árangur Fram í bikarkeppni karla 1992-2008: 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008

Átta liða úrslit Sextán liða úrslit Átta liða úrslit tap í úrslitaleik Sextán liða úrslit Sextán liða úrslit Sextán liða úrslit 32 liða úrslit Sextán liða úrslit Átta liða úrslit tap í úrslitaleik Átta liða úrslit Sextán liða úrslit tap í úrslitaleik Sextán liða úrslit Sextán liða úrslit Sextán liða úrslit

Fastir liðir eins og venjulega Kristinn R. Jónsson þjálfaði lið Eyjamanna sumarið 2000 og stýrði því í bikarúrslit og í fjórða sæti deildarinnar. Eftir tímabilið sagði hann upp samningi sínum við ÍBV til að halda á fornar slóðir í Safamýrinni. Enn eina ferðina urðu miklar breytingar á leikmannahópnum, en að þessu sinni var það ekki vegna kaupgleði hlutafélagsins sem sá um rekstur meistaraflokks heldur var skuldastaðan þvert á móti orðin svo slæm að nauðsynlegt var að láta dýrustu og launahæstu leikmennina fara. Þess í stað var liðið að

371


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Sumarið 2008 komst Ingvar Þór Ólason í hóp tíu leikjahæstu meistaraflokksmanna í sögu Fram, með rúmlega 270 leiki. Hann var þó orðinn 27 ára þegar hann gekk til liðs við félagið.

Fjórir markverðir á einu sumri Fjalar Þorgeirsson var aðalmarkvörður Fram í byrjun Íslandsmótsins 2001, en ákvað að yfirgefa félagið og ganga til liðs við Þrótt eftir átta umferðir. Gunnar S. Magnússon tók stöðu hans, en vitað var að hann myndi halda af landi brott síðsumars. Áður en til þess kom gekk Eyjamaðurinn Gunnar Sigurðsson til liðs við Fram. Hann hafði áður varið mark ÍBV, en var að mestu búinn að leggja skóna á hilluna. Fyrir hvatningu móður sinnar hóf hann að æfa að nýju og kom Frömurum til bjargar í lokaumferðunum. Fjórði markvörður sumarsins var varnarmaðurinn Ingvar Ólason, en hann fór í markið síðustu tíu mínúturnar í útileik gegn Grindavík eftir að Gunnari Magnússyni var vísað af leikvelli. Ingvar hélt hreinu og tryggði þannig þrjú dýrmæt stig. Fram lék án varamarkmanns í lokaumferðunum, enda þótti nóg að geta gripið til Ingvars ef illa færi.

372

mestu skipað leikmönnum á aldrinum 19 til 23 ára, sem flestir höfðu leikið með yngri flokkum Fram. Á undirbúningstímabilinu fór Framliðið í æfingaferð til Kýpur, þar sem leikið var gegn þremur austur-evrópskum liðum. Leikirnir töpuðust allir. Árangur í vormótum var sömuleiðis frekar rýr. Í Reykjavíkurmótinu bar það helst til tíðinda að fjórir Framarar fengu rautt spjald í einum og sama leiknum, þjálfarinn og þrír leikmenn. Íslandsmótið byrjaði afleitlega og var Fram án stiga eftir fimm umferðir. Að tíu umferðum liðnum voru einungis fjögur stig komin í hús, eftir óvæntan heimasigur á Skagamönnum og jafntefli á útivelli gegn Keflavík. Óheppnin virtist elta liðið á röndum. Leikirnir töpuðust yfirleitt með einu marki og í jafnteflisleiknum gegn Keflvíkingum misnotuðu leikmenn Fram tvær vítaspyrnur. Fjórir sigrar Fram í jafnmörgum leikjum í elleftu til fjórtándu umferð opnuðu fallbaráttuna upp á gátt. Breiðablik lenti í fallsæti þegar í fimmtu umferð og losnaði aldrei þaðan, en Reykjavíkurliðin Fram, KR og Valur áttu í blóðugri baráttu um hvert þeirra myndi fylgja Kópavogsbúunum niður um deild. Þegar þrjár umferðir voru eftir var KR næstneðst með fimmtán stig, Fram hafði sextán og Valsmenn átján. Staðan var lítið breytt eftir sextándu umferð, þar sem öll þrjú liðin gerðu jafntefli. Í næstsíðustu umferð töpuðu Valsmenn heima fyrir ÍBV en KR og Fram mættust í Frostaskjóli. Veðrið bauð ekki upp á iðkun knattspyrnu. Mjög hvasst var og úrhellisrigning. Pollar þöktu stærstan hluta vallarins og vonlaust var að leika knettinum af neinu viti. Með réttu hefði átt að flauta leikinn af, en óvissa virtist ríkja um það hjá dómurum og KSÍ hvort fresta yrði öllum leikjum deildarinnar ef einn yrði stöðvaður. Á Akranesi gafst Eyjólfur Ólafsson dómari þó upp eftir hálftíma og flautaði af. Skrípaleikurinn í Frostaskjóli var hins vegar ekki stöðvaður og lauk honum með 2:1 sigri KR. Fram var því tveimur stigum á eftir KR-ingum og Valsmönnum fyrir lokaumferðina. Það voru ekki bjartsýnir stuðningsmenn Fram sem mættu í Laugardalinn á leikinn við Keflavík í átjándu umferð. Eina vonin var fólgin í að vinna leikinn og vonast til þess að KR eða Val mistækist að sigra í sinni viðureign. KR-ingar áttu útileik gegn Grindvíkingum, sem gátu í mesta lagi gert sér vonir um sæti í Getraunakeppni Evrópu. Hlutskipti Valsmanna var enn þægilegra, útileikur gegn Blikum sem þegar voru fallnir. Leikmenn Fram sóttu af krafti og komust í 4:1. Undir lokin minnkuðu Keflvíkingar muninn í eitt mark, en Ásmundur Arnarsson gulltryggði sigurinn með öðru marki sínu og fimmta marki Fram rétt fyrir leikslok. Í Grindavík unnu KR-ingar sigur með tveimur mörkum gegn engu eftir nokkurn barning. Valsarar fóru hins vegar illa að ráði sínu í Kópavogi. Valur skoraði fyrst í upphafi síðari hálfleiks, en þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir jöfnuðu Blikar og skoruðu svo aftur tíu mínútum síðar. Nýliðar Vals urðu því að sætta sig við að falla á ný. Framarar felldu Valsmenn sömuleiðis út í bikarkeppni KSÍ, en liðin mættust í sextán liða úrslitum. Í fjórðungsúrslitum tók Fram á móti ÍA.


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingu, þar sem Framarar áttu stangarskot á lokamínútunni. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni og þar urðu Skagamenn hlutskarpari.

Basl og bikarúrslit Sömu fjárhagsvandræði þjökuðu Framara fyrir sumarið 2002 og verið hafði árið áður. Þegar Fylkismenn gerðu kauptilboð í fyrirliðann Val Fannar Gíslason, var ómögulegt að neita. Á miðju sumri missti félagið sömuleiðis Ásmund Arnarsson til Völsungs á Húsavík, en árið áður hafði Ásmundur hlotið silfurskóinn sem næstmarkahæsti leikmaður úrvalsdeildar. Það kom því ekki á óvart þótt Fram væri spáð harðri fallbaráttu. Breytti þar engu þótt liðið gæti státað af Íslandsmeistaratitli í innanhússknattspyrnu, þeim fyrsta frá 1991. Fyrir mótið stefndu aðstandendur liðsins á 25 til 26 stig, sem hefði gefið fjórða sæti. Um tíma leit út fyrir að þessi markmið gætu náðst. Með sigri á Íslandsmeisturum Skagamanna í sjöundu umferð komst Fram í fjórða sætið og var skammt á eftir toppliðunum. Þá tók hins vegar við slæmur kafli, þar sem liðið fékk aðeins fjögur stig í átta leikjum. Þegar þrjár umferðir voru eftir sátu Framarar því í fallsæti ásamt Þórsurum með þrettán stig, en auk þeirra töldust fjögur önnur lið vera í fallbaráttu. Skagamenn, næstu mótherjar Framara, voru í þeim hópi með nítján stig og þurftu í það minnsta jafntefli til að tryggja sæti sitt. Leikurinn fór fram á roki og rigningu á Akranesi, þar sem Gunnar Sigurðsson markvörður Fram þurfti að hafa sig allan við til að verja eigin markspyrnu sem virtist ætla að fjúka í netið. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli, þar sem tíu Skagamenn vörðust vel gegn Fram og rokinu síðasta hálftímann. Í sömu

Veðrið skipti máli Oft er talað um að veður sé gott eða slæmt til knattspyrnuiðkunar, en skiptir máli hvaða lið er um að ræða? Eftir sumarið 2001 fengu umsjónarmenn heimasíðu Fram starfsfólk Veðurstofunnar til að taka saman upplýsingar um hitastig, vindhraða og skýjafar og bera saman við úrslitin í leikjum liðsins. Niðurstaða þessara strangvísindalegu mælinga var sú að árangur Framara væri ótvírætt betri í góðu veðri en slæmu. Voru niðurstöðurnar vitaskuld skýrðar með því að Fram spili léttleikandi fótbolta sem þoli illa rok og rigningu, en öðrum henti betur að göslast áfram, tuddast og sparka út í loftið. (Heimasíða Fram, 26. sept. 2001: „Veður­ fræðileg úttekt á gengi FRAM í sumar“)

A-lið sjötta flokks á Shellmóti 2003. Efri röð frá vinstri: Kjartan Már Hallkelsson, Bjarni Tryggvason, Ingvi Þór Hermannsson, Hörður Magnússon, Hjörtur Árni Jóhanns­son og Arnar Freyr Ólafsson. Neðri röð: Elías Bóasson, Ásgeir Daði Þóris­son, Helgi Andrésson og Svavar Guðjónsson

373


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Úr orðabókinni Vorið 2003 tók stuðningsmannafélagið Framherjar saman vísi að Fram-orðabók ásamt orðskýringum. Voru stuðningsmenn Fram hvattir til að temja sér notkun þeirra í daglegum samtölum og á leikjum liðsins. Alls voru um 30 orð skýrð í orðabókinni. * FRAMbjóðandi: Sá sem býður fram aðstoð sína til félagsins. Dæmi: „Ég hitti einn um daginn sem vildi endilega verða FRAMbjóðandi.“ * FRAMtak: Þegar aukaspyrnur og horn­spyrnur eru teknar. Dæmi: „Aukaspyrnan, sem FRAM skoraði úr, var frábært FRAMtak.“ * FRAMvegis: Eitthvað sem gert er að hætti FRAM. Dæmi: „Þetta var FRAMvegis mark.“ * FRAMsæti: Myndarlegur FRAMherji eða liðsmaður FRAM. Dæmi: „Hæ FRAMsæti.“ (Fundargerðabók Framherja, vor 2003)

Andri Fannar Ottósson skoraði mark Framara í bikarúrslitaleiknum gegn Fylki 2002. Hann var öflugur sóknarmaður, en lagði skóna ungur á hilluna til að einbeita sér að heimspekinámi sínu. Andri kvaddi stuðningsmenn Fram með velvalinni til­ vitnun í Megasarlagið Aðeins smekksatriði af plötunni Englaryk í tímaglasi.

374

umferð gerðu Keflavík, ÍBV og FH öll jafntefli svo bilið milli þeirra og Framliðsins breyttist ekki. Í næstsíðustu umferðinni tók Fram á móti FH í leik sem varð að vinnast. Viðureignin varð söguleg, þótt ekki blési byrlega í fyrstu. Eftir aðeins sautján mínútur höfðu Hafnfirðingar skorað þrjú mörk gegn einu. Undir lok fyrri hálfleiks minnkuðu Framarar muninn og jöfnuðu svo þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir, 3:3. Skömmu síðar komst FH yfir á nýjan leik, en á síðasta stundarfjórðungnum skoruðu Framarar tvívegis og sigruðu með fimm mörkum gegn fjórum. Keflvíkingar töpuðu á sama tíma leik sínum gegn KA, en ÍBV losnaði úr mestallri fallhættu með sigri á Skagamönnum. Fyrir lokaumferðina sátu Þórsarar því neðstir á botninum með þrettán stig, Fram og Keflavík höfðu sautján stig og FH nítján. Markatala Fram var hagstæðari en Keflvíkinga svo munaði einu marki, auk þess sem Fram hafði skorað fleiri mörk. Hafnfirðingar stóðu best að vígi fyrir lokaumferðina og gulltryggðu þar sæti sitt með sigri á Eyjamönnum. Framarar mættu KAmönnum á Akureyri en Keflvíkingar heimsóttu granna sína í Grindavík. Ágúst Gylfason náði forystunni fyrir Fram snemma leiks og skömmu síðar bárust fregnir af því að Grindvíkingar væru komnir yfir. Um miðjan síðari hálfleikinn skoraði Freyr Karlsson tvö mörk til viðbótar með stuttu millibili fyrir Framara og tryggði öruggan sigur. Þessi mörk Freys reyndust mikilvægari en talið var í fyrstu, því Keflvíkingar skoruðu fjórum sinnum á síðasta rétt rúma hálftímanum. Mörkin hefðu hins vegar þurft að vera sex og því féllu Suðurnesjamenn úr deildinni á markatölu. Keflvíkingar urðu sem vænta mátti sárir yfir þessum lyktum mála og vildu kenna öðrum um ófarir sínar. Töldu þeir grunsamlegt að KAmenn töpuðu með þriggja marka mun á heimavelli gegn fallbaráttuliði, en fannst sjálfum ekkert athugavert við þriggja marka sigur sinn á útivelli gegn Grindvíkingum. Ekki varð það til að lægja öldurnar að íþróttafréttamaður Stöðvar 2 flutti tilhæfulausa frétt af því að KA hefði teflt fram varaliði gegn Fram og að átta byrjunarliðsmenn úr síðustu umferð hefðu verið hvíldir í leiknum. Fréttin hleypti skiljanlega illu blóði í Keflvíkinga, en veruleikinn var sá að byrjunarlið KA gegn Fram var óbreytt frá leiknum við Keflavík viku fyrr, ef frá er talinn einn leikmaður sem var í banni. Betur gekk í bikarkeppni KSÍ en í úrvalsdeildarkeppninni. Fram mætti ungmennaliði Keflvíkinga í 32-liða úrslitum, en Keflavíkurliðið hafði unnið nauman sigur á ungmennaliði Fram í umferðinni á undan. Suðurnesjamenn héldu hreinu í rúmar sjötíu mínútur, en þá fór reynslan að segja til sín og Fram sigraði með tveimur mörkum gegn engu. Í sextán liða úrslitum unnu Framarar fágætan sigur á KR-ingum í Frostaskjóli, með marki Ágústs Gylfasonar. Andstæðingarnir í fjórðungsúrslitum voru Keflvíkingar. Gestirnir voru sókndjarfari í Laugardalnum, en Framarar nýttu færin vel og unnu 3:1. Þetta sumar var tekin upp sú nýbreytni að báðir undanúrslitaleikir bikarkeppninngar voru leiknir á Laugardalsvelli, en ekki á heimavöllum félaganna. Þessi tilhögun vakti raunar takmarkaða gleði Eyjamanna og


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Auðlært viðlag Það þykir mikill kostur við íþróttasöngva, að þeir séu einfaldir og auðlærðir. Framherjalagið frá árinu 2002 fellur vel að þessum kröfum. Höfundur textans var Steinar Berg Ísleifsson, en hann samdi jafnframt lagið ásamt Dagnýju Steinarsdóttur: Er gengur lið á grænan völl heyrast gleðihróp og köll FRAMherjarnir efla drengja dáð. Sækjum styrk í hvítt og blátt stefnum öll í sömu átt hvikum hvergi þar til marki er náð.

KA-manna, sem komust í undanúrslitin ásamt Reykjavíkurliðunum Fram og Fylki. Fór svo að Framarar lögðu ÍBV að velli, 2:1, en Fylkismenn unnu Akureyringa. Um tíma virtust þessi úrslit þýða að Fram væri komið Evrópukeppni í fyrsta sinn í rúman áratug, enda Fylkismenn komnir með aðra hönd á Íslandsbikarinn. Árbæingar hentu hins vegar meistaratitlinum frá sér með því að tapa í lokaumferðinni gegn Skagamönnum sem höfðu að litlu að keppa. Þeir mættu því í bikarúrslitaleikinn viku síðar eins og grenjandi ljón. Áhorfendur á úrslitaleiknum voru ekki nema um 3.400. Fylkismenn voru sterkari aðilinn lengst af og komust snemma yfir. Andri Fannar Ottósson jafnaði skömmu fyrir leikhlé og í upphafi seinni hálfleiks fengu Framarar nokkur færi til að ná forystunni. Annað mark Fylkis á 56. mínútu sló hins vegar leikmenn Fram út af laginu og appelsínugulklæddir gerðu svo út um leikinn með þriðja markinu tíu mínútum fyrir leikslok.

FRAMarar, já FRAMarar. FRAMarar, já FRAMarar. 
FRAMarar, já FRAMarar. FRAMarar, já FRAMarar. 
FRAMarar, já FRAMarar. FRAMarar, já FRAMarar, FRAMarar, já FRAMarar. FRAMarar, já FRAMarar. Knúnir, kjarki, von og trú Komið, FRAM til sigurs nú
 bakvið ykkur stöndum saman þétt. Blási byr á móti um stund ei það bifar sigurlund keppnisskapið ávallt kátt og létt. Við erum beittir, við erum bláir saman sigri munum ná. Við erum beittir, við erum bláir fagran bikar FRAM skal fá.

Eins dauði er annars brauð Segja má að rekstur Framliðsins hafi verið í fjárhagslegri spennitreyju árin 2001 og 2002. Þótt enn hefði ekki tekist að ná endum saman fyrir sumarið 2003 var landið þó aðeins farið að rísa. Engar stórvægilegar breytingar urðu á hópnum. Nokkrir leikmenn hættu knattspyrnuiðkun eða voru meira og minna frá vegna meiðsla. Á móti kom að Baldur Bjarnason tók fram skóna á nýjan leik og kom mikið við sögu. Þá var fyrirséð að liðið gæti lent í framherjavandræðum og voru því Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson og Fylkismaðurinn Kristinn Tómasson fengnir í hópinn. Í febrúar varð Fram Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn frá 1998. Gengi í öðrum leikjum á undirbúningstímabilinu var þokkalegt og liðinu spáð fimmta sæti á kynningarfundi deildarinnar um vorið. Fyrsti leik-

375


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Eggert Stefánsson lék 180 meistaraflokks­ leiki fyrir Fram, áður en hann lagði skóna á hilluna eftir þrálát meiðsli aðeins 27 ára gamall.

Gunnar Sigurðsson vakti fyrst athygli milli stanganna hjá ÍBV, en hafði að mestu hætt knatt­spyrnuiðkun þegar hann ákvað að taka fram skóna sumarið 2001 og leysa úr markmannsvandræðum Framara. Þegar yfir lauk hafði Gunnar leikið 164 meistaraf­lokksleiki.

376

urinn var gegn Fylki í Árbæ og tapaðist. Þau tíðindi voru ekki óvænt, enda hafði Fram ekki unnið fyrsta leik á Íslandsmóti frá árinu 1993. Í annarri umferð tryggði Ágúst Gylfason jafntefli gegn KR á lokamínútunum með þrumuskoti úr aukaspyrnu. Tap gegn Grindavík og heppnisjafntefli gegn Skagamönnum gerðu það að verkum að Fram sat á botninum eftir fjórar umferðir, þegar gert var hálfsmánaðar hlé á deildarkeppninni vegna landsleikja og bikarkeppni. Stjórn knattspyrnudeildar ákvað að nota þetta svigrúm til að skipta um þjálfara. Kristni R. Jónssyni var sagt upp störfum þann fimmta júní, tveimur dögum eftir Skagaleikinn. Við tóku miklar bollaleggingar um eftirmann hans og var ýmsum nöfnum velt upp í fjölmiðlum. Rúm vika leið áður en tilkynnt var að Steinar Guðgeirsson hefði tekið verkefnið að sér og þótti ýmsum það löng bið. Fyrsti leikurinn undir stjórn Steinars var gegn ÍBV í Eyjum. Fyrst fengu leikmenn þó að kynnast flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli vel, því fresta þurfti leiknum þrjá daga í röð vegna veðurs. Ekki reyndist það fall vera fararheill, því Framarar töpuðu í Eyjum með fimm marka mun í annað sinn á fjórum árum. Fram var komið kyrfilega á botninn og lyfti sér ekki þaðan þrátt fyrir sigra á FH og Val í sjöundu og áttundu umferð. Í lokaleik fyrri umferðar töpuðu Framarar svo fyrir nýliðum Þróttar og var hlutskipti liðanna þá orðið býsna ólíkt. Þróttarar á toppnum með átján stig en Framarar neðstir með átta. Botnsætið var hlutskipti Safamýrarliðsins þar til í fimmtándu umferð. Þá vann Fram mikilvægan sigur á KA-mönnum fyrir norðan og lyfti sér upp fyrir Valsmenn. Valur sat á botninum með sextán stig, Fram og KA höfðu sautján en þar fyrir ofan voru Eyjamenn með nítján og Þróttur með 21 stig. Eftir sigur á FH í sextándu umferð eygðu bjartsýnir stuðningsmenn Fram von um að vera til tilbreytingar lausir við fallbaráttu í lokaumferðinni. Sú von varð að engu eftir tap gegn Valsmönnum í næstsíðustu umferð. Líklega hefur fallbaráttan á Íslandsmótinu aldrei verið eins spennandi og fyrir leiki átjándu umferðar 2003. Fram sat á botninum með tuttugu stig, jafnmörg og Valur en með lakari markamun. KA var með einu stigi meira og Grindavík og Þróttur með 22 stig hvort félag. Fjögur þessara liða mættust í lokaumferðinni. Staða Valsmanna var að því leyti best að mótherjar þeirra voru Fylkismenn sem höfðu ekki að öðru að keppa en sæti í Getraunakeppni Evrópu. Valsarar náðu forystunni snemma leiks en þá tóku Árbæingar öll völd í sínar hendur og sigruðu með sex mörkum gegn tveimur. Botnsætið kom því í hlut Valsmanna, sem féllu þarna í þriðja skipti á fimm árum. Á Laugardalsvelli léku Fram og Þróttur. Kristján Brooks skoraði fyrir Fram undir lok fyrri hálfleiks og drógu Framarar lið sitt í vörn allan seinni hálfleikinn og freistuðu þess að halda fengnum hlut. Þróttarar sóttu, en héldu þó ró sinni í þeirri vissu að úrvalsdeildarsætið væri öruggt svo fremi að Grindavík og KA gerðu ekki jafntefli í sínum leik. KA-menn höfðu forystu lengi vel, en þremur mínútum fyrir leikslok jafnaði Sinisa Kekic metin. Þróttarar vöknuðu upp við vondan draum og sóttu gríð-


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Unnið við gerð gervigrasvallar á Fram­ svæðinu veturinn 2003-04. Gervigrasið var lagt ofan á gamla malarvöllinn, en sá völl­ ur hafði upphaflega talist í eigu Álftamýrar­ skóla þótt Framarar nýttu hann frá upphafi sem sinn eigin.

arlega síðustu andartök leiksins en það var of seint. Framarar vörðu forskotið og Þróttur féll niður í fyrstu deild með heil 22 stig og sjö sigra. Í bikarkeppni KSÍ sigruðu Framarar lið ÍR í 32-liða úrslitum, þar sem Guðmundur Hreiðarsson var skráður þjálfari Fram í fyrsta og eina sinn. Annað neðri deildar lið, Haukar, kom í heimsókn í Laugardalinn í sextán liða úrslitum. Lauk þeim leik 4:2, eftir framlengingu. Í fjórðungsúrslitum áttu KR-ingar ekki í miklum vandræðum með að sigra Framara sem léku rúmlega hálfan leikinn manni færri.

Gervigrasvöllur lagður Fljótlega eftir að byggingu íþróttahúss Fram var lokið, fóru forráðamenn félagsins að halda næstu kröfu á lofti – að komið yrði upp gervigrasvelli á félagssvæðinu. Lá beint við að gervigrasið yrði lagt ofan á malarvöllinn, sem raunar hafði verið skilgreindur sem bílastæði fyrir íþróttahúsið nokkrum misserum fyrr – en öllum hafði blessunarlega tekist að gleyma því. Strangt til tekið var malarvöllurinn í eigu Álftamýrarskóla og skilgreindur sem hluti skólalóðarinnar. Stjórnendur skólans settu sig hins vegar ekki á móti gerð vallarins, gegn vilyrði um afnot af honum til íþróttakennslu. Baráttan fyrir gervigrasvellinum reyndist löng og ströng. Byrjað var að ýta á embættis- og stjórnmálamenn þegar á árinu 1997 og 2001 var ráðist í að teikna slíkan völl, án þess þó að formleg loforð borgarinnar lægju fyrir. Sama ár fengu stjórnendur Fram óvænt tromp upp í hendurnar í samningum við Reykjavíkurborg, þegar ákveðið var að ráðast í gerð göngubrúar yfir Miklubraut, austan félagsheimilisins. Íbúar í hverfinu höfðu lengi barist fyrir því að gerð yrði örugg leið fyrir gangandi vegfarendur yfir brautina, enda gat stórhætta skapast þegar börn og unglingar styttu sér leið yfir þessa mestu umferðargötu borg-

Þjálfarar Fram 1992-2008: 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008

Pétur Ormslev Ásgeir Sigurvinsson og Bjarni Jóhannsson Marteinn Geirsson Marteinn Geirsson Magnús Jónsson Ásgeir Elíasson Ásgeir Elíasson Ásgeir Elíasson Ásgeir Elíasson Guðmundur Torfason Pétur Ormslev Kristinn R. Jónsson Kristinn R. Jónsson Kristinn R. Jónsson Steinar Guðgeirsson Ion Geolgau Ólafur H. Kristjánsson Ólafur H. Kristjánsson Ásgeir Elíasson Ólafur Þórðarson Þorvaldur Örlygsson

377


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Bjartar vonir vakna! Jon Geolgau (lengst til hægri) skrifar undir ráðningarsamning ásamt Finni Thorlacius, formanni rekstrar­félagsins. Brynjar Jóhannesson framkvæmda­stjóri og Eggert Stefánsson fylgjast með. Rúmenski þjálfarinn þótti lofa góðu og var með afbrigðum skipulagður í vinnubrögð­ um, en árangurinn lét á sér standa og þjálfar­inn bugaðist við mótlætið.

Stinnasti spælarinn Koma landsliðsmannanna Fróða Benja­ minsen og Hans Fróða Hansen til Fram vakti mikla athygli í Færeyjum. Ein af fréttum færeyska ríkisútvarpsins um málið var eitthvað á þessa leið: „Miðvallarin á landsliðnum í fótbolti, Fróði Benjaminsen, fer til Íslands at spæla komandi kappingarár. Fróði Benjaminsen skal spæla við íslendska felagnum Fram, som Ion Geolgav nú venur. Talan verður ikki um nakran fulltíðarsáttmála, so miðvallarin av Toftum ætlar sær at arbeiða hálva tíð. – Skal tað vera, skal tað verða nú. Eg eri júst fylltur 26 ár, so tað kann skjótt verða ov seint hjá mær at royna nakað, sigur Fróði Benjaminsen. Avleiðingin verður, at B68 missir tann stinnasta miðvallarspælaran í Føroyum.“ (Heimasíða Fram, 6. jan. 2004: „Meira um Færeyingana tvo“)

arinnar. Til dæmis höfðu íbúasamtök farið fram á að gerð yrðu undirgöng á árinu 1996 og naut sú beiðni stuðnings stjórnar Fram.24 Ekkert varð úr gerð undirganganna og því miður var það ekki fyrr en í kjölfar hörmulegs slyss að ákveðið var að ráðast í byggingu göngubrúar. Brúin krafðist nokkurra metra landræmu af félagssvæðinu og notaði stjórn Fram það sem skiptimynt í samningunum um gervigrasvöllinn. „Ég fékk sérkennilegt augnaráð frá borgarstjóra þegar ég gekk á hennar fund til að heimta bætur fyrir landið undir göngubrúna, nokkrum mánuðum eftir að hafa komið sjálfur með undirskriftarlista og áskorun um að láta reisa þessa sömu brú,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson þáverandi formaður Fram. „Auðvitað var þetta hálfsérkennilegt, einkum þar sem brúin gagnaðist engum eins vel og félaginu – en maður varð að grípa til allra bragða.“25 Göngubrúin var loks tekin í notkun árið 2002 og reyndist félaginu þarfaþing. „Miklabrautin skar hverfið gjörsamlega í sundur og segja má að krakkar úr Hvassaleitisskólanum hafi verið hættir að sjást á æfingum hjá Fram“, sagði Þór Björnsson sem tók við starfi íþróttafulltrúa hjá félaginu árið 2002. „Um þetta leyti voru krakkarnir okkar að langmestu leyti úr Álftamýrarskólanum, en eftir að brúin kom til fóru aftur að sjást andlit úr Hvassaleitishverfinu.“26 Vonir stóðu til að gervigrasvöllurinn yrði tilbúinn á árinu 2003, en af því varð ekki. Reykjavíkurborg ákvað að sameina framkvæmdir við þrjá velli, hjá Fram, KR og Fylki sem tafði málið um ár. Þá reyndist jarðvegsvinna flóknari en búist hafði verið við, þar sem skipta þurfti um mikinn jarðveg í mýrinni. Það var því ekki fyrr en síðsumars 2004 að völlurinn var tilbúinn og var hann vígður í byrjun september.

24  Gjörðabók stjórnar Fram, fundur haldinn 11. apríl 1996 25  Viðtal við Guðmund B. Ólafsson 26  Viðtal við Þór Björnsson

378


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Enn um hríð átti völlurinn þó eftir að taka á taugar stjórnarmanna í Fram. Gervigrasið, sem valið var að kröfu borgarinnar, reyndist gallað og þurfti loks að skipta því út. Láðst hafði að kynna nágrönnum vallarins nýju flóðljósin, sem reyndust valda talsverðum óþægindum áður en ljósabúnaðinum var breytt. Loks stóð í stappi við borgina vegna upphitunar á vellinum, frágangur á tengibúnaði tafðist í marga mánuði með þeim afleiðingum að fjöldi tíma féll niður og hluti hitalagnarinnar skaddaðist. Þrátt fyrir þetta reyndist gervigrasvöllurinn mikilvæg viðbót fyrir knattspyrnumenn í Fram, sem æfa þar allan ársins hring. Lengi var þrefað um hvort völlurinn skyldi teljast í eigu Fram eða borgarinnar. Að lokum tók Reykjavíkurborg þá ákvörðun að allir gervigrasvellir skyldu vera borgareign og fá Framarar því úthlutað tímum frá ÍTR á völlinn, eins og raunar Valsmenn og Víkingar sem ekki hafa slíkan völl á félagssvæðum sínum þegar þetta er ritað.

Rislítil björgun Það lá fyrir frá upphafi að Steinar Guðgeirsson myndi, starfa sinna vegna, ekki halda áfram sem þjálfari Fram eftir haustið 2003. Eftir tíðar mannabreytingar síðustu ára, þar sem veðjað hafði verið á uppalda Framara, var ákveðið að róa á önnur mið. Sóttur var rúmenskur þjálfari, Ion Geolgau, sem var á yngri árum í hópi betri knattspyrnumanna í Rúmeníu. Hann varð þar með fyrsti erlendi þjálfari meistaraflokks Fram í knattspyrnu frá því að Pólverjinn Strejlau gegndi embættinu rúmum tuttugu árum fyrr. Ion Geolgau, eða Jón G. eins og hann varð fljótlega nefndur, kom hingað til lands frá Færeyjum þar sem hann hafði þjálfað við góðan orðstír. Í kjölfarið samdi Fram við tvo færeyska leikmenn, Fróða Benjaminsen og Hans Fróða Hansen frá B36. Báðir voru þeir fastamenn í færeyska landsliðinu og fylgdust færeyskir fjölmiðlar grannt með gengi Fram þetta sumarið. Kunnugir hermdu raunar að Hans Fróði væri eins konar David Beckham þeirra Færeyinga, því auk þess að leika með landsliðinu væri hann þekktur veislukóngur og helsta ljósmyndafyrirsæta eyjanna. Af öðrum breytingun á leikmannahópnum má nefna að fyrirliðinn Ágúst Gylfason gekk í raðir KR-inga og framherjinn Þorbjörn Atli Sveinsson í Fylki. Ríkharður Daðason sneri hins vegar aftur úr atvinnumennsku í Noregi og varð markakóngur Framara þá um sumarið. Í fyrsta sinn í meira en áratug unnu Framarar upphafsleik sinn í deildinni og það 3:0 gegn Víkingum. Vakti þessi góða byrjun vonir stuðningsmanna félagsins um nýja og betri tíma. Framarar gátu notið toppsætis deildarinnar í fjóra daga. Eftir það fór allt aftur í sama farið og liðinu tókst ekki að vinna sigur í næstu tíu deildarleikjum, auk þess að falla úr leik í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar. Jón hinn rúmenski sagði starfi sínu lausu eftir tap í áttundu umferð. Þess í stað var samið við Ólaf H.

Freyr Karlsson var fyrirliði í sigursælum kapp­liðum Fram í yngri flokkum og lék 177 meistaraflokksleiki. Tvö mörk Freys í lokaleik á Akureyri sumarið 2002 björg­ uðu Frömurum frá falli með minnsta mögulega mun.

Skýringin fundin Fram slapp við fall úr úrvalsdeildinni í síðustu umferð sex ár í röð 1999-2004 og síðasta skiptið sýnu óvirðulegast. Hagyrðingur að norðan kastaði af því tilefni fram limru sem varð fleyg: Framarar vita sitt vamm, þeir voru lélegir – skamm, en dagana langa, í deildinni hanga, því Drottinn er félagi í Fram!

379


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Gylfi Orrason var um árabil einn kunn­ asti dómari landsins og var valinn dómari ársins af leikmönnum efstu deildar þegar sá titill var veittur í fyrsta sinn árið 1993. Hann lék sama leikinn árin 1995 og 1997. Auk þess að dæma fyrir Fram, hefur Gylfi gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og séð um þjálfun fyrir félagið.

Árið 2005 var í fyrsta sinn efnt til svokall­ aðs árgangamóts Fram, þar sem einstakir árgangar tefldu fram liðum. Mótið mæltist vel fyrir og er þegar orðið að hefð. Hér get­ ur að líta prúðbúið kapplið 1962 árgangs­ ins. Efri röð frá vinstri: Baldur Skaftason verndari, Guðmundur B. Ólafsson, Vilhjálmur Sigur­hjartarson og Lárus Grétarsson. Fremri röð: Svavar Hilmarsson, Jakob Þór Haraldsson og Albert Jónsson.

380

Kristjánsson fyrrum landsliðsmann úr FH, KR og AGF í Danmörku um að snúa til Íslands og taka við þjálfuninni. Vendipunktur sumarsins var óvæntur stórsigur Framara á Akranesi í tólfu umferð með fjórum mörkum gegn engu, þar sem Framliðið nýtti sér rokið á Skaganum út í ystu æsar. Í kjölfarið kom svo fágætur sigur á Grindvíkingum, sem einkum mátti þakka Gunnari Sigurðssyni markverði. Þegar þrjár umferðir voru eftir sátu KA-menn á botninum með tólf stig en þar fyrir ofan komu Fram með fjórtán og Víkingur með fimmtán. Í sextándu umferð töpuðu Víkingar, en KA og Fram unnu bæði sína leiki. Nokkur heppnisstimpill var á sigri Framara á KR-ingum í Laugardalnum. Viðar Guðjónsson skoraði eina mark leiksins úr ákaflega þröngu færi, þar sem hann lék upp að endamörkum og skaut knettinum í markvörð KR og inn. Vesturbæingar sóttu allt hvað af tók á lokamínútunum, en tókst ekki að jafna. Miðað við reynslu undangenginna ára reiknuðu Framarar með að þurfa í það minnsta þrjú stig úr lokaumferðunum til að tryggja sæti sitt. Fyrri leikurinn var ekki árennilegur, FH á útivelli. Hafnfirðingar stefndu hraðbyri að sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli og unnu 4:1 í leik sem var þó jafnari en úrslitin gefa til kynna. Það var því huggun harmi gegn að bæði Víkingar og KA-menn töpuðu sínum leikjum og Fram hélt því tveggja stiga forystu fyrir lokaumferðina. Framarar voru í þeirri þægilegu stöðu að duga jafntefli á heimavelli gegn Keflavíkurliði sem sigldi lygnan sjó um miðja deild eftir að hafa tapað síðustu leikjum sínum. Einnig mátti búast við að hugur Keflvíkinga væri bundinn við undanúrslitaleik þeirra í bikarkeppninni viku síðar. Suðurnesjamenn létu það þó ekki trufla sig og tóku Framara hreinlega í karphúsið. Lokatölur urðu 6:1 fyrir gestina og hefði munurinn hæglega getað orðið meiri. Á sama tíma tóku KA-menn á móti FH. Fyrir leikinn töldu FHingar sig þurfa jafntefli til að verða Íslandsmeistarar, en þegar fregnir bár-


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

ust af því að Eyjamenn væru að tapa leik sínum var ljóst að úrslitin fyrir norðan skiptu engu máli. KA-menn reyndu hvað þeir gátu að innbyrða sigur á lokamínútunum, en í staðinn voru það Hafnfirðingar sem skoruðu sigurmarkið, 1:2. Víkingar héldu til Grindavíkur og blésu þar til sóknar. Eftir innan við stundarfjórðung höfðu fjögur mörk litið dagsins ljós, 1:3. Um miðjan síðari hálfleik minnkuðu Grindvíkingar muninn í eitt mark, en Víkingar virtust þó ætla að hanga á forystunni og þar með úrvalsdeildarsætinu. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka jafnaði Grétar Hjartarson metin fyrir Grindavík og Víkingar sátu eftir með sárt ennið. Viðbrögð Framara við fréttunum af jöfnunarmarkinu voru blendin. Vitaskuld voru leikmenn og áhagendur fegnir að falla ekki, en niðurlægingin eftir skellinn var slík að útilokað var að fagna. Einhverjir stuðningsmenn höfðu á orði að Fram ætti ekki skilið að halda sér uppi eftir slíka útreið, en aðrir bentu á að Íslandsmótið væri átján umferðir og ekki væri spurt að því hvort stigin ynnust um mitt mót eða í lokin.

Og þar kom að því… Ráðning Ólafs H. Kristjánssonar á miðju sumri 2004 þótti takast vel og töldu margir sig sjá merki um framför í spilamennsku liðsins. Samið var við Ólaf um að halda áfram hjá félaginu og urðu talsverðar breytingar á leikmannahópnum, til dæmis réru Færeyingarnir tveir á önnur mið og Baldur Bjarnason hætti eftir að hafa verið meiddur mestallt sumarið áður. Þorbjörn Atli Sveinsson kom aftur frá Fylki og með honum Þórhallur Dan Jóhannesson. Þrír erlendir leikmenn hófu sumarið í Frambúningnum og tveir áttu eftir að bætast í hópinn áður en sumarið var úti. Fram var spáð fjórða neðsta sæti á kynningarfundi deildarinnar og var það svipuðu niðurstaða og undanfarin ár. Annað árið í röð unnu Framarar 3:0 sigur í fyrsta leik Íslandsmótsins, að þessu sinni gegn Eyjamönnum – og aftur ýtti góð byrjun undir óþarfa bjartsýni. Eftir tíu umferðir var Fram komið í fallsæti og á botninn eftir þá elleftu. Þá virtist stríðsgæfan hins vegar snúast Frömurum í vil og þrír leikir unnust í röð, gegn Þrótti, Val og ÍA uppi á Skaga. Höfðu ýmsir á orði að Framarar tækju endasprettinn óvenju snemma þetta árið og töldu sumir jafnvel glitta í Evrópusæti með þessu áframhaldi. Fylkismenn þokuðu sjálfum sér af mesta hættusvæðinu með sigri á Fram í fimmtándu umferð og eftir tap í Grindavík í þeirri sextándu voru Framarar á ný komnir í bullandi botnbaráttu, tveimur stigum frá fallsæti. Þriðja deildartapið í röð leit dagsins ljós í Keflavík í næstsíðustu umferð. Eftir hana voru Þróttarar í botnsætinu, þegar fallnir, en þar á eftir komu Grindvíkingar með sautján en ÍBV og Fram með nítján stig. Markatala Eyjamanna var tveimur mörkum óhagstæðari. Annað árið í röð máttu Framarar þola ljótan skell í lokaumferðinni, nú 1:5 gegn Íslandsmeisturum FH. Fimmta og síðasta mark Hafnfirðinga kom þegar rúm mínúta var liðin af uppbótartíma. Það reyndist örlagaríkt

Þrefað við Valsmenn Danski knattspyrnumaðurinn Bo Henrik­sen gekk til liðs við Val fyrir keppnis­tímabilið 2005 en fékk lítið að spila. Um miðjan júlí gekk hann frá félaga­skiptum yfir í Fram og reyndist fljót­lega happafengur. Þegar líða tók að leik Fram og Vals lýstu stjórnendur Vals því yfir að Henriksen mætti ekki leika gegn sínum gömlu félögum. Engin plögg var að finna um slíkt ákvæði, en Valsarar sögðust þá hafa gert munnlegt „heiðurs­mannasamkomulag“ þessa efnis. Framarar vísuðu því á bug og bentu á að þótt slíkar klausur væru stundum settar í lánssamninga milli félaga væru engin dæmi um leikbönn af þessum toga í tengslum við félagaskipti leikmanna. Var þetta ekki eina dæmið um árekstra milli Framara og Valsmanna um þessar mundir, en samskipti félaganna voru með stirðara móti.

Daði Guðmundsson lék sinn fyrsta deild­ arleik með Fram á móti Stjörnunni sum­ arið 1997, sextán ára að aldri. Árið 2008 komst hann á lista þeirra tíu manna sem leikið hafa flesta meistaraflokksleiki með Fram.

381


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Fallið með minnsta mun Framarar voru grátlega nærri því að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni 2005. Liðið fékk jafnmörg stig og ÍBV, en markatala Eyjamanna var 18:30 en 19:32 hjá Eyjamönnum. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka í lokaumferðinni var markatala liðanna hins vegar jöfn, 18:30. Við þær aðstæður hefði verið horft til innbyrðisleikja liðanna og þar hafði Fram vinninginn, sigraði 3:0 í Laugardalnum en tapaði 2:0 í Eyjum.

því á sama tíma unnu Grindvíkingar sinn leik og Eyjamenn töpuðu með aðeins eins marks mun og skriðu þannig upp fyrir Fram á markatölu. Eftir sex ára glímu reyndist falldraugurinn loksins Fram yfirsterkari. Viku eftir fallið úr úrvalsdeildinni mættu Framarar Valsmönnum í úrslitaleik bikarkeppninnar. Leiðin þangað hafði verið fjörleg. Í fyrstu umferð sigruðu Safamýrarpiltar lið Fjarðabyggðar á Eskifirði og í sextán liða úrslitum slógu þeir út annað neðri deildar lið, Þór frá Akureyri, 0:3. Í fjórðungsúrslitum voru Eyjamenn lagðir að velli, 2:1 eftir framlengingu. Besti leikur Fram sumarið 2005 var í undanúrslitunum gegn FH, sem þá hafði enn ekki tapað leik gegn íslensku liði á árinu. Leikmenn Fimleikafélagsins virtust hafa leikinn í höndum sér eftir að Daninn Allan Borgvardt skoraði tvívegis í fyrri hálfleik. Um miðjan síðari hálfleik freistuðust FH-ingar til að hvíla tvo miðjumenn sína, en við það náðu Framarar vopnum sínum og settu þunga pressu á vörn Hafnfirðinga. Á síðustu tíu mínútunum skoruðu þeir Andri Fannar Ottósson og Bo Fredriksen og framlengja þurfti leikinn. Ekkert mark kom í framlengingunni svo gripið var til vítaspyrnukeppni og bráðabana, þar sem Framarar höfðu betur. Rúmlega fimm þúsund áhorfendur lögðu leið sína á úrslitaleikinn, enda fimmtán ár liðin frá því að Fram hampaði stórum titli og bið Valsmanna var litlu styttri, þrettán ár. Leikurinn var tilþrifalítill þar til Valsmenn skoruðu, nánast upp úr engu, þegar rúmar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Í kjölfarið reyndu Framarar að sækja og báðum liðum tókst að skapa sér nokkur færi. Jafntefli hefði verið sanngjörnustu úrslitin, en að því var ekki spurt og leikmenn Vals fögnuðu vel í leikslok.

Stutt stopp í fyrstu deild

Helgi Sigurðsson lék fyrst með Fram sum­ arið 1993 og síðast í næstefstu deild sum­ arið 2006, þá sem fyrirliði. Í millitíðinni var hann atvinnumaður víðsvegar um Evrópu. Á árunum 1993-2007 lék Helgi 59 landsleiki og skoraði í þeim tíu mörk.

382

Þótt fallið úr úrvalsdeildinni hafi verið Frömurum áfall, gat það tæpast talist óvænt eftir það sem á undan var gengið. Strax að Íslandsmótinu loknu var tilkynnt að framherjinn Helgi Sigurðsson myndi ganga til liðs við Fram frá danska liðinu AGF. Þótti nokkrum tíðindum sæta að jafneftirsóttur leikmaður færi til félags utan efstu deildar. Fleira var gert til að styrkja hópinn. Jónas Grani Garðarsson var fenginn frá FH og þýskur varnarmaður, Frank Tosch, gekk einnig í raðir Fram. Mestu tíðindin voru þó endurkoma Ásgeirs Elíassonar sem tók við þjálfarastöðunni í þriðja sinn. Frömurum var spáð sigri í fyrstu deild, en Þór, HK og Þrótti var einnig spáð góðu gengi. Einkum voru Þórsarar taldir sterkir, en lið þeirra komst í undanúrslit deildarbikarkeppninnar á vormánuðum. Framarar riðu að venju ekki feitum hesti frá þeirri keppni, en gátu huggað sig við sigur í Reykjavíkurmótinu. Fram komst eitt á toppinn eftir fjórar umferðir og lét það sæti aldrei af hendi. Úrvalsdeildarsætið var tryggt eftir sigur á Þrótti í fimmtándu umferð. Það var tólfti sigurleikur liðsins, sem hafði gert tvö jafntefli og tapað í einni viðureign. Við þessi tíðindi slaknaði nokkuð á einbeitingunni og tveir næstu leikir töpuðust, heima gegn Fjölni og úti gegn Þórsurum,


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

sem urðu að vinna til að bjarga sér frá falli. Eftir tapið á Akureyri bárust fregnir af því að keppinautarnir í HK hefðu líka tapað og Framarar væru því orðnir fyrstudeildarmeistarar. Í lokaumferðinni kom það í hlut HK-manna að fagna þrátt fyrir tap. Kópavogsliðið mætti á Laugardalsvöllinn með það í huga að óhætt væri að tapa leiknum, svo framarlega sem Fjölnismenn ynnu ekki stórsigur á sama tíma. Framarar skoruðu snemma leiks og þar við sat. Var óneitanlega kyndugt að sjá bæði lið fagna í leikslok og tapliðið þó sýnu tryllingslegar. Helgi Sigurðsson varð markakóngur deildarinnar með þrettán mörk en Jónas Grani Garðasson í þriðja til fjórða sæti með átta mörk. Athygli vekur að Fram lauk keppni með 41 stig, sömu stigatölu og 1996, þegar liðið hafði síðast leikið í næstefstu deild. Þá skoruðu Framarar hins vegar 55 mörk en aðeins 32 sumarið 2006. Mörkin vantaði hins vegar ekki í bikarleikjum Fram. Liðið hóf keppni í þriðju umferð og vann þar 4:0 sigur á Fjölnismönnum. Í næstu umferð voru Haukar lagðir að velli, 1:5, en alls skoraði Fram ellefu mörk gegn Haukum í deild og bikar þetta sumarið. Í sextán liða úrslitum mættust Fram og ÍA. Fjögur mörk voru skoruð í venjulegum leiktíma, en Skagamenn höfðu sigur með marki undir lok framlengingar. Að Íslandsmótinu loknu var tilkynnt að breytingar yrðu gerðar í þjálfaramálum Fram. Stjórn rekstrarfélags meistaraflokks ákvað að segja upp samningi sínum við Ásgeir Elíasson. „Bæði ég og Fram vorum með uppsagnarákvæði í samningnum og ég átti sjálfur eftir að taka ákvörðun um hvort ég myndi halda áfram og það var ekkert endilega víst. En á endanum þurfti ég ekki að taka neina ákvörðun,“ sagði Ásgeir í viðtali við Morgunblaðið.27 Það er fátítt að þjálfurum sé sagt upp störfum eftir að hafa leitt lið sitt til sigurs, en þó ekki einsdæmi. Þannig var Njáll Eiðsson ekki

Íþróttanámskrá Fram var gefin út árið 2002 af Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Íþrótta­fræðingurinn Janus Guðlaugsson hafði yfirumsjón með gerð skrárinnar, en í henni var meðal annars rakin niðurstaða stefnu­mótunarvinnu allra deilda félagsins.

27  Morgunblaðið, 22. sept. 2006

A-lið fimmta flokks á Esso-móti 2005. Efri röð frá vinstri: Bjarni Tryggvason, Hörður Magnússon, Hlynur Freyr Halldórs­son, Ingvi Þór Hermannsson og Sigfús Heimisson þjálfari Fremri röð: Ísak Andri Arnarson, Elías Bóasson, Daníel Ómar Guðmundsson, Ásgeir Daði Þórisson og Helgi Andrésson.

383


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Reynir Leósson gekk til liðs við Fram sum­ arið 2007, eftir að hafa leikið á Skaganum og í Svíþjóð. Hann var fyrirliði og burðar­ ás í vörn Framliðsins sem stóð sig vonum framar sumarið 2008.

Mannvirki á nýju félagssvæði Fram í Úlfars­árdal verða hin glæsilegustu. Tillögur arkitekta gera til að mynda ráð fyrir því að í framtíðinni rísi þar leik­ vangur með áhorfendas­túku á allar hliðar. Leikvangurinn yrði jafnframt sambyggður íþróttahúsi og félags­heimili.

384

endurráðinn sem þjálfari Valsmanna eftir að liðið vann fyrstu deildina undir hans stjórn sumarið 2004. Ýmsir urðu til að benda á að uppskera ársins væri góð: sigur í fyrstu deild og Reykjavíkurmóti, auk þess sem Framliðið fór með sigur af hólmi í B-deildinni í keppni U23 ára liða. Þeir sem vörðu ákvörðunina gerðu það helst á þeim forsendum að fyrsta deildin hafi þetta sumarið verið með lakasta lagi og yfirburðir liðsins hefðu því átt að vera meiri. Þá var fundið að því að ungir leikmenn hafi lítið fengið að spreyta sig, þótt markmiðið hafi einmitt verið að gefa sem flestum þeirra tækifæri meðan á dvölinni í fyrstu deild stæði. Uppsagnir þjálfara eru ávallt umdeildar, ekki hvað síst þegar um er að ræða fólk með langan og farsælan feril hjá viðkomandi félagi. Uppsögn Ásgeirs olli því talsverðum deilum og sárindum innan félagsins og minntu viðbrögðin helst á deilurnar sem urðu vegna brottreksturs Marteins Geirssonar. Í báðum tilvikum kom fram hörð gagnrýni á stjórnina á þeim forsendum að óverjandi væri að segja upp mönnum sem hefðu unnið svo mikið fyrir félagið. Umfjöllun fjölmiðla var mjög á þessa lund og var sérstaklega til þess tekið hversu oft Fram hefði skipt um þjálfara á undanförnum árum. Skagamennirnir Ólafur Þórðarson og Guðjón Þórðarson voru fljótlega orðaðir við þjálfarastöðuna hjá Fram. Ólafur varð fyrir valinu, en hann hafði árin á undan verið þjálfari Skagamanna og meðal annars stýrt þeim til Íslandsmeistaratitils 2001. Um það leyti sem Ólafur kom til starfa fengust staðfestar sögusagnir um að fyrirliðinn, Helgi Sigurðsson, vildi hverfa á braut þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum. Stjórnendur Fram höfnuðu þessari bón, en að lokum náðust samningar um félagaskipti Helga yfir í Val. Valsmenn greiddu talsverða upphæð í tengslum við skiptin, en deilurnar í kringum þau urðu síst til að bæta samskiptin á milli Fram og Vals, sem voru stirð fyrir af ýmsum ástæðum.


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Hið nýja félagssvæði Fram í Úlfarsárdal verður stórt og glæsilegt. Með upp­ byggingu þess verður brotið blað í sögu Reykjavíkur, þar sem íbúar hins nýja hverf­ is í hlíðum Úlfars­fell munu strax frá upp­ hafi hafa aðgang að fullkominni íþrótta­ aðstöðu í stað þess að þurfa að bíða í ár eða áratugi eftir slíkri uppbyggingu eins og stundum hefur orðið raunin.

Landnám á nýjum stað Framarar léku heimaleiki sína í fyrstu deildinni 2006 á Laugardalsvelli. Setið var í stúkunni við austurenda vallarins þar sem framkvæmdir við aðalstúkuna stóðu yfir. Á fámennustu leikjum voru áhorfendur vart nema á þriðja hundrað og stuðningsmennirnir því eins og krækiber í helvíti á þjóðarleikvangnum. Sú hugmynd var rædd í fullri alvöru að færa lokaleikinn gegn HK á Framvöllinn í Safamýri, til að reyna að skapa einhverja stemningu. Þótt vallargestum fjölgaði aftur þegar Fram lék í efstu deild á ný, komust sífellt fleiri á þá skoðun að tími deildarleikja á Laugardalsvelli væri liðinn. Völlurinn er einfaldlega orðinn alltof stór fyrir slíka kappleiki, þar sem t.d. þúsund manna hópur, sem telst ágæt mæting á deildarleik, virðist sorglega lítill í aðalstúkunni. „Að leika heimaleikina á Laugardalsvellinum hefur skapað okkur ýmsa erfiðleika,“ segir Brynjar Jóhannesson framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins. „Á leikdögum fer gríðarleg orka í að koma sér fyrir þarna niður frá, setja upp auglýsingaskilti umhverfis völlinn og svo framvegis. Við þurfum að taka ýmiss konar búnað með okkur úr Framheimilinu og skila aftur að leik loknum. Öll þessi verkefni binda mannskap sem annars gæti verið að sinna öðrum verkefnum, eins og að skapa stemningu í kringum leikina. Hin liðin eru með félagsheimili við hliðina á vellinum og eru í seinni tíð farin að nota þau óspart til að stefna saman fólki fyrir og eftir leik. Þetta getum við ekki svo glatt.“28 Sífellt fleiri stuðningsmenn bíða þess dags þegar Fram getur kvatt Laugardals­völl, nema ef vera skyldi fyrir tilfallandi bikarúrslitaleiki. Hugmyndinni um heimavöll með stúku í Safamýri hefur fyrir löngu verið varpað fyrir róða og loforð borgarinnar frá níunda áratugnum um

Steinar Guðgeirsson var í síðasta Íslands­ meistaraliði Fram í karlaflokki árið 1990 og var valinn efnilegasti leikmaður þess árs. Hann hefur bæði gegnt stöðu fyrirliða og þjálfara meistaraflokks. Árið 2007 var hann kjörinn formaður Fram og gegndi því embætti á hundrað ára afmæli félagsins, þegar endanlega var gengið frá samningum um uppbyggingu framtíðar­félagssvæðis í Úlfars­árdal.

28  Viðtal við Brynjar Jóhannesson

385


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Stysti ferillinn? Þegar allt var komi í óefni hjá Framliðinu sumarið 2007 var gripið til þess ráðs að bæta erlendum leikmönnum í hópinn. Góðar vonir voru bundnar við fram­ herjann Henry Nwosu, Nígeríumann með þýskt ríkisfang. Nwosu lék sinn fyrsta og síðasta leik með Fram gegn Skagamönnum í tólftu umferð. Hann byrjaði með látum og töldu stuðningsmenn sig hafa himin höndum tekið, en á níundu mínútu missteig Nwosu sig illa, sleit krossband og var borinn af leikvelli.

Jónas Grani Garðarsson gekk til liðs við Fram frá FH sumarið 2006. Sumarið eftir varð hann nokkuð óvænt markakóngur efstu deildar með þrettán mörk og varð þar með fyrsti Framararinn um langt skeið til að hreppa gullskó. Jónas Grani gerði meira en helming deildarmarka Fram og var þó ekki vítaskytta liðsins.

að reisa undirstöður fyrir stúku notað sem skiptimynt í samningum við borgina um yfirtöku skulda vegna viðbyggingar við íþróttahúsið. Þess í stað er horft til nýs leikvangs á fyrirhuguðu framtíðarfélagssvæði Fram í Úlfarsárdal. Umræður um flutning Knattspyrnufélagsins Fram að rótum Úlfarsfells hófust á árinu 2004. Skipulagsyfirvöld unnu þá að hönnun næsta stóra borgarhverfis Reykjavíkur í hlíðum fellsins, en handan Úlfarsárinnar var Grafarholtshverfið þá þegar að miklu leyti byggt. Í ljósi þeirrar stefnu borgarinnar að fjölga ekki almennum íþróttafélögum og landþrengsla Framara lá hugmyndin um flutning Fram beint við.29 Undirrituð var viljayfirlýsing milli Fram og Reykjavíkurborgar um flutningana, en hún var að mestu laus við ákveðnar dagsetningar. Tvö andstæð sjónarmið toguðust á – það var ekki heillandi tilhugsun fyrir stjórnendur Fram að hefja íþróttastarfsemi í hverfi sem enn var of fámennt til að standa undir henni, hvað þá án allrar aðstöðu. Á hinn bóginn gerðu nýir íbúar kröfu til þess að börnum þeirra væri boðið upp á íþróttaæfingar. Við slíkar aðstæður mátti búast við því að nýtt íþróttafélag yrði stofnað eða að nálæg félög reyndu að sölsa undir sig nýju hverfin. Raunar voru Fylkismenn þegar farnir að reyna að ná fótfestu í Grafarholtshverfi. Þeir höfðu meira að segja undirritað samning við Reykjavíkurborg um að þjónusta hverfið og unnu ötullega að því að tryggja sér það til frambúðar. Framarar settu það sem frumskilyrði í viðræðum við borgina að Grafarholtið yrði að fylgja með í kaupunum sem hluti af yfirráðasvæði Fram. Sú rimma reyndist býsna hörð, þar sem ýmsir Fylkismenn vildu halda fast í samkomulag sitt við borgaryfirvöld. Ekki þarf þó annað en að líta á landakort af svæðinu til að sjá hversu fráleit sú hugmynd var að íbúar Grafarholts myndu til lengdar sækja íþróttaæfingar yfir Suðurlandsveg ofan í Elliðaárdal með annað íþróttafélag í göngufæri handan Úlfarsárinnar. Salomónsdómur borgarinnar var á þá leið að Grafarholtið skyldi skilgreint Framhverfi, nema í þeim íþróttagreinum sem Fylkir legði stund á en Fram ekki. Átökin við Fylki um hug og hjörtu Grafarholtsbúa leiddu til þess að Framarar urðu að taka ákvörðun um að hefja íþróttaæfingar í Grafarholti, þrátt fyrir takmarkaðar aðstæður. Á árinu 2005 hófu knattspyrnu-, handknattleiks- og taekwondodeildir félagsins æfingar í íþróttahúsi Ingunnarskóla fyrir yngstu aldursflokka. Starfsemi þessi varð snemma afar blómleg og iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt. Kostnaður félagsins af því að halda úti starfsemi á tveimur stöðum reyndist hins vegar ærinn og álag á starfsfólk mikið. Starfsemin í Grafarholti er mikilsverður vaxtarbroddur í starfi Fram, enda mun hún tryggja að félagið hafi skotið rótum á svæðinu áður en til sjálfra flutninganna kemur. Eitt er víst að Knattspyrnufélagið Fram hefur reynslu af því að færa sig um set í borginni og raunar má segja að það hafi allt frá fyrstu tíð fært sig í austurátt í takt við vöxt Reykjavíkur. Það 29  Viðtal við Ómar Einarsson

386


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

voru því litlar efasemdir í huga flestra Framara þegar ritað var undir samkomulag við Reykjavíkurborg um nýtt félagssvæði á 100 ára afmælisdegi Fram, fyrsta maí 2008.

Óvæntur gullskór Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson var ráðinn þjálfari Fram fyrir sumarið 2007. Í tengslum við ráðningu hans kom fram að markmiðið væri að tryggja úrvalsdeildarsætið á fyrsta árinu og stefna síðar á frekari afrek. Bjartsýni ríkti á að liðið gæti haldið sig frá fallbaráttu, ekki síst eftir að ákveðið var að fjölga liðum í efstu deild fyrir sumarið 2008 og því myndi bara eitt lið falla. Bjuggust flestir við að það yrði hlutskipti nýliða HK. Fram tefldi fram allnokkuð breyttu liði. Auk brotthvarfs Helga Sigurðssonar lagði markvörðurinn Gunnar Sigurðsson skóna á hilluna og hinn nítján ára Heiðar Geir Júlíusson gekk til liðs við sænska liðið Hammarby, en þar var fyrir varnarmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson frá Fram. Í þeirra stað fékk Ólafur gamla lærisveina til sín, þar á meðal Igor Pesic frá ÍA, Theodór Óskarsson úr HK og Skagamanninn Reyni Leósson sem sneri aftur úr atvinnumennsku í Svíþjóð. Þá kom markvörðurinn Hannes Halldórsson úr Stjörnunni og tveir sænskir leikmenn, Alexander Steen og Patrik Redo. Ungum sóknarmanni, Hjálmari Þórarinssyni, var ætlað að taka við hlutverki markahróksins Helga. Hjálmar var fenginn að láni frá skoska liðinu Hearts, sem annar Framari, Ottó Jónsson, hafði leikið með við góðan orðstír mörgum áratugum fyrr. Þegar upp var staðið skoraði Hjálmar sjö mörk fyrir Fram á Íslands­mótinu, en félagi hans í framlínunni Jónas Grani Garðarsson skoraði þrettán mörk og varð þar með fyrstur Framara í áraraðir til að hreppa gullskóinn eftirsótta. Samanlagt skoruðu þeir félagar því tuttugu af 25 mörkum Fram. Ekki er laust við að gamlar martraðir hafi tekið sig upp að nýju í fyrstu leikjum Framara í úrvalsdeildinni. Enginn sigur leit dagsins ljós í fyrstu sex umferðunum og liðið var í bullandi fallbaráttu allt sumarið. Til að bæta gráu ofan á svart féllu Framarar úr leik í bikarkeppni KSÍ eftir tap gegn annarrar deildar liði Hauka eftir vítaspyrnukeppni – en það hefur sárasjaldan gerst í sögu bikarkeppninnar að lið úr þriðju efstu deild nái að slá út efstu deildar lið. Að venju reyndist lokaspretturinn Frömurum drjúgur. Liðið tapaði ekki í sex síðustu viðureignum sínum, vann einn leik og gerði fimm jafn­ tefli. Þar á meðal 3:3 í magnaðri keppni gegn FH í Kaplakrika. Það var einmitt á þessum lokaspretti sem Jónas Grani skoraði flest mörk sín og sigldi þannig fram úr Helga Sigurðssyni. Segja má að úrslitaleikur Framara í fallbaráttunni hafi verið í sautjándu umferð gegn KR-ingum, sem voru álíka illa staddir við botninn. KR-ingar komust yfir snemma í síðari hálfleik og pökkuðu svo í vörn í þeirri vissu að sigur myndi gulltryggja veru þeirra í deildinni. Skot

Heiðar Geir Júlíusson er einn fjölmargra efni­legra knattspyrnumanna sem komið hafa upp í gegnum yngri flokka Fram. Hann á að baki fjölda leikja með öllum yngri lands­liðum Íslands, auk þess að vera forsöngvari í hinu kunna en sérviskulega sigur­hrópi Framara, Siggi-saggi!

Vítaspyrnumartröðin 2007 Frömurum gekk afleitlega að nýta vítaspyrnur sínar sumarið 2007. Í sjöundu, áttundu og níundu umferð Íslandsmótsins misnotuðu þeir vítaspyrnu í hverjum leik. Nokkrum dögum síðar fóru svo þrjár spyrnur forgörðum í vítakeppni gegn Haukum í bikarnum. Lögðu gárungar til að í staðinn fyrir næsta víti ættu leikmenn að biðja dómarann um óbeina aukaspyrnu.

387


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Þorvaldur Örlygsson tók við þjálfun Fram haustið 2007. Hér takast þeir í hendur, Þorvaldur og Ríkharður Daðason þá­ verandi formaður stjórnar rekstrarfélags meistaraflokks Fram

„Við erum Geiramenn!“ Það hefur löngum fylgt stuðningsmönnum Fram að lítið heyrist í þeim á knattspyrnuleikjum. Hefur viljað brenna við að Framarar fagni mörkum sinna manna, en láti þess á milli duga að klappa kurteislega fyrir snjöllum tilþrifum. Sumarið 2008 var brugðið út frá þessari venju. Þá var myndaður óformlegur félagsskapur sem lét öllum illum látum á pöllunum og söng stuðningslög við trumbuslátt. Hópurinn kenndi sig við Ásgeir heitinn Elíasson og var einkennislagið „Við erum Geiramenn“ sótt í smiðju bresku pönksveitarinnar Sex Pistols.

Framara buldu á marki Vesturbæinga, en strönduðu flest á Stefáni Loga Magnússyni, gömlum varamarkverði Fram. En á lokamínútunni jafnaði Ívar Björnsson með glæsiskoti og opnaði fallbaráttuna aftur upp á gátt. Af gömlum vana voru Framarar í fallhættu fyrir lokaumferðina, en að þessu sinni var pressan með minna móti. Botnlið Víkinga tók á móti FH sem átti enn veika von um Íslandsmeistaratitil. Hafnfirðingar unnu leikinn og sendu Fossvogsliðið niður um deild. Á sama tíma gerðu Framarar 2:2 jafntefli gegn Breiðabliki, þar sem Jónas Grani tryggði sér gullskóinn með báðum mörkunum. Að endingu hafnaði Fram í sjöunda sæti, sem var það hæsta sem liðið hafði komist á töflunni um árabil. Íþróttafréttamönnum bar sömuleiðis saman um að liðið hefði oft og tíðum leikið stórskemmtilega knattspyrnu, ekki síst Svíinn Alexander Steen og Daninn Henrik Eggerts sem fenginn var til liðsins þegar allt var komið í óefni. Óheppnin elti Framliðið vissulega á röndum. Á hitt varð þó að líta að þótt sjöunda sæti sé viðunandi árangur fyrir nýliða í tíu liða deild, fengu Framarar ekki nema sextán stig – sem hefði í meðalári verið ávísun á fall. Vegna fjölgunar í deildinni féll aðeins eitt lið í stað tveggja, en að öðrum kosti hefði Fram einungis haldið sér uppi á hagstæðara markahlutfalli. Þessar staðreyndir hlutu að valda stjórnendum rekstrarfélagsins áhyggjum. Annað og ekki síður veigamikið atriði, þegar kom að því að ákveða hvort halda skyldi tryggð við Ólaf Þórðarson þjálfara, varðaði starfskyldur hans. Þegar Ólafur var ráðinn árið áður gerði hann stjórnendum Fram ljóst að vegna anna við rekstur fyrirtækis síns kæmi ekki til greina að hann sinnti þjálfuninni í fullri vinnu. Að þessu var gengið, enda fátt um fína drætti á þjálfaramarkaðnum. Ólafur mælti sömuleiðis gegn því að Fram héldi úti ungmennaliði í U23-ára keppni KSÍ, þar sem lítið væri á því móti að græða. Þegar líða tók á sumarið fóru að renna tvær grímur á ýmsa forystumenn Fram, sem vanir voru meiri viðveru þjálfara meistaraflokks og að þjálfarinn væri tíður gestur á leikjum yngri flokka og viðureignum annarra liða. Þá komust menn snemma að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu verið að leggja niður ungmennaliðið. Þessi sjónarmið réðu að endingu mestu um að ákveðið var að endurnýja ekki samninginn við Ólaf og róa á önnur mið fyrir afmælissumarið 2008.

Spútniklið á aldarafmæli Þorvaldur Örlygsson, fyrrum leikmaður Fram, varð fyrir valinu sem eftirmaður Ólafs Þórðarsonar. Hann hafði vakið athygli knattspyrnuáhugamanna á liðnum misserum fyrir góðan árangur með lið Fjarðarbyggðar, en einkennismerki Austfjarðaliðsins var agaður varnarbolti. Til að árétta þessar áherslur var gamall varnarjaxl frá FH, Auðun Helgason, fenginn til liðsins. Öflugur varnarleikur var því í öndvegi hjá Frömurum á aldarafmælinu í fyrsta sinn um langt skeið.

388


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

Mannabreytingar urðu talsverðar eins og undangengin ár. Knattspyrnuspekingar óttuðust þó að liðið kæmi veikara til leiks án markakóngsins Jónasar Grana sem gekk aftur til liðs við FH, auk þess sem ekki tókst að semja aftur við sænska miðjumanninn Alexander Steen, sem heillað hafði marga sumarið áður. Annað átti þó eftir að koma í ljós. Framliðið komst í úrslitaleiki beggja vormótanna, en mátti sætta sig við silfurverðlaunin. ÍR-ingar urðu óvænt Reykjavíkurmeistarar í fyrsta sinn í sögunni en Valsmenn reyndust hlutskarpari í úrslitum deildarbikarsins. Þrátt fyrir þennan árangur var vonum stuðningsmanna stillt í hóf. Flestir létu sér nægja að óska þess að liðið slyppi við fallbaráttu, þó ekki væri nema vegna þess að tólf lið kepptu nú í efstu deild í fyrsta sinn. Framarar fóru vel af stað, unnu þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum og héldu sér upp frá því í efri helmingi deildarinnar skammt á eftir topp­ liðum FH og Keflavíkur. Þessi frammistaða vakti talsverða athygli og var til þess tekið hversu traust Framvörnin væri. Að loknum átján umferðum, sem samsvaraði gamla keppnisfyrirkomulaginu með tíu liða deild, hafði Fram skorað 23 mörk en fengið á sig fimmtán. Áríð áður hafði markatalan í mótslok verið 25:31. Þá höfðu mörkin skilað sextán stigum í hús, en 2008 voru stigin orðin 31 eftir jafnmarga leiki. Eitthvað bar á neikvæðri umræðu um varnarbolta Framliðsins, en Þorvaldur Örlygsson blés á allar gagnrýnisraddir – sagðist ekki sjá að

Meistaraflokkur 2008. Efsta röð frá vinstri: Þuríður Guðnadóttir liðs­stjóri, Örn Kató Hauksson, Grímur Björn Grímsson, Halldór Hermann Jónsson, Joe Tillen, Óðinn Árnason, Guðmundur Magnússon, Heiðar Geir Júlíusson, Ingvar Ólason, Björn Þórisson liðstjóri og Gary Wake aðstoðarþjálfari. Miðröð: Lúðvík Þorgeirsson formaður, Snorri Már Skúlason stjórnarmaður, Stefán Óli Snæbjörnsson stjórnarmaður, Jón Guðni Fjóluson, Hlynur Atli Magnússon, Kristinn Ingi Halldórsson, Jón Þorgrímur Stefánsson, Sam Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Birkir Kristins­son markmannsþjálfari, Þorvaldur Örlygs­ son þjálfari og Brynjar Jóhannsson framkvæmdastjóri Fremsta röð: Jón Orri Ólafsson, Henrik Eggerts, Paul McShane, Ögmundur Kristinsson, Reynir Leósson fyrir­liði, Hannes Þór Halldórsson, Daði Guðmundsson, Auðun Helgason og Ívar Björnsson.

389


11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008

knattspyrnan yrði betri eða fallegri við að menn kynnu ekki að spila vörn. Í lokaumferðunum áttu Framarar einnig eftir að sýna að liðið gæti vel blásið í herlúðra.

Örlagavaldar Íslandsmótsins

Auðun Helgason kom til Fram fyrir keppnis­tímabilið 2008 frá FH. Hann átti að baki glæsilegan atvinnuferil og hafði leikið í deildar­keppnum fjölmargra Evrópulanda. Auðun var lykilmaður í Framvörninni og var valinn leikmaður árs­ ins í mótslok.

390

Þegar þrjár umferðir voru eftir af úrvalsdeildinni sátu Framarar í fimmta sæti, stigi á eftir Völsurum og KR-ingum. Það var hins vegar á brattann að sækja – lokaleikirnir voru gegn Val og toppliðunum tveimur, FH og Keflavík. Til mikils var að vinna, þar sem þriðja sætið gaf þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða að ári. Fram og FH mættust á Laugardalsvelli í tuttugustu umferð. Leik­ tíminn óvenjulegur, en flautað var til leiks klukkan 21:10 vegna beinnar útsendingar frá leik í Meistaradeild Evrópu. Framarar sýndu allar sínar bestu hliðar og tóku Hafnfirðinga í bakaríið, skoruðu fjögur mörk á rúmlega fimmtán mínútna kafla og sigruðu að lokum 4:1. Þar með virtust Keflvíkingar komnir með aðra höndina á Íslandsbikarinn, í fyrsta sinn frá árinu 1973. Í næstsíðustu umferðinni komst Fram upp í þriðja sætið eftir góðan sigur á Valsmönnum á Laugardalsvelli. Þar sem KR og Valur áttu innbyrðisleik í lokaumferðinni var ljóst Fram þyrfti í það minnsta jafntefli í lokaleiknum gegn Keflavík til að eiga möguleika á að halda því sæti. Það var mikil eftirvænting á Sparisjóðsvellinum í Keflavík þegar Framarar komu í heimsókn. Þjóðhátíðarstemning ríkti á vellinum þegar heimamenn náðu forystu snemma í síðari hálfleik, en sú gleði átti eftir að breytast í angist þegar þegar gestirnir svöruðu með tveimur mörkum. Það fyrra gerði Almarr Ormarsson, bróðursonur þjálfarans sem komið hafði frá KA á miðju sumri, en það síðara skoraði Hjálmar Þórarinsson. Leikmenn Fram og fámennur en dyggur hópur stuðningsmanna fögnuðu vel í leikslok, en rúmlega 3.500 Keflvíkingar gengu stúrnir af velli. Fram var tvímælalaust spútniklið sumarsins og hafði tryggt sér sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sautján ár. Sú saga verður þó að bíða þess að næsta bók verði skrifuð um Knattspyrnufélagið Fram.




Töflur

Formenn Knattspyrnufélagsins Fram 1909-10 1910 1910 1910-11 1911-13 1913-14 1914-15 1915-17 1917-19 1919-20 1920-28 1928-29 1929-35 1935 1935-37 1937-38 1938-39 1939-42 1942-43 1943-46 1946-47 1947-48 1948-49 1949-50 1950-51 1951-52 1952-53 1953-54 1954-55

Pétur J.H. Magnússon Arreboe Clausen Gunnar Halldórsson Pétur J.H. Magnússon Arreboe Clausen Pétur J.H. Magnússon Gunnar Thorsteinsson Pétur J.H. Magnússon Arreboe Clausen Friðþjófur Thorsteinsson Tryggvi Magnússon Stefán A. Pálsson Ólafur Kalstað Þorvarðsson Friðþjófur Thorsteinsson Lúðvík Þorgeirsson Guðmundur Halldórsson Jón Magnússon Ragnar Lárusson Ólafur Halldórsson Þráinn Sigurðsson Guðmundur Halldórsson Þráinn Sigurðsson Jón Þórðarson Gunnar Nielsen Guðni Magnússon Sigurbergur Elísson Gunnar Nielsen Sigurður Halldórsson Jörundur Þorsteinsson

1955-60 1960-61 1961-64 1964-65 1965-72 1972-76 1976-78 1978-86 1986-89 1989-94 1994-00 2000-07 2007-

Haraldur Steinþórsson Jón Magnússon Sigurður E. Jónsson Jón Þórðarson Jón Þorláksson Alfreð Þorsteinsson Steinn Guðmundsson Hilmar Guðlaugsson Birgir Lúðvíksson Alfreð Þorsteinsson Sveinn Andri Sveinsson Guðmundur B. Ólafsson Steinar Þór Guðgeirsson

393


Heiðursfélagar Fram, í tímaröð 1918 1933 1933 1938 1943 1943 1943 1948 1948 1958 1968 1968 1968 1968 1973 1973 1978 1978 1988 1998 1998 1998 1998 1998 1998 2001 2003 2003 2003 2003 2008 2008 2008

394

Ólafur Rósinkranz Guðmundur Halldórsson Kjartan Þorvarðsson Friðþjófur Thorsteinsson Pétur J. H. Magnússon Pétur Sigurðsson Eiríkur Jónsson Arreboe Clausen Haukur Thors Lúðvík Thorberg Þorgeirsson Gunnar Nielsen Jón Guðjónsson Ragnar Lárusson Sigurbergur Elísson Jón Þórðarson Sæmundur Gíslason Jón Magnússon Júlíus Pálsson Haraldur Steinþórsson Sveinn Ragnarsson Þorkell Þorkelsson Jón Sigurðsson kaupmaður Halldór G. Lúðvíksson Hannes Þ. Sigurðsson Alfreð Þorsteinsson Jörundur Þorsteinsson Steinn Guðmundsson Karl Guðmundsson Anný Ástráðsdóttir Birgir Lúðvíksson Sigurður J. Svavarsson Guðmundur Jónsson Halldór B. Jónsson


Formenn knattspyrnunefndar og knattspyrnudeildar Fram

Formenn handknattleiksnefndar og handknattleiksdeildar Fram

1948-49 Lúðvík Þorgeirsson 1949-50 Jón Guðjónsson 1950-51 Jón Þórðarson 1951-52 Sigurður E. Jónsson 1952-53 Haukur Bjarnason 1953-54 Jón Guðjónsson 1954-55 Sveinn Ragnarsson 1955-56 Sigurður E. Jónsson 1956-57 Jón Þorláksson 1957-58 Carl Bergmann 1958-60 Jón Þorláksson 1960-61 Birgir Lúðvíksson 1961-62 Björgvin Árnason 1962-63 Rúnar Guðmannsson (Knattspyrnudeild stofnuð) 1963-64 Hörður Pétursson 1964-65 Jón Þorláksson 1965-66 Alfreð Þorsteinsson 1966-71 Hilmar Svavarsson 1972-74 Sigurður Friðriksson 1974 Þorkell Þorkelsson 1974-75 Hilmar Svavarsson 1975-76 Jón Ragnarsson 1976-77 Sveinn Sveinsson 1978-80 Lúðvík Halldórsson 1980-81 Pétur Björn Pétursson 1981-93 Halldór B. Jónsson 1993-98 Ólafur Helgi Árnason (Sérstakt félag stofnað um rekstur meistaraflokks) 1998-00 Þuríður Guðnadóttir 2000-03 Grímur Friðgeirsson 2003-04 Þorbjörg Gunnarsdóttir 2004-07 Guðbjartur Ellert Jónsson 2007- Júlíus Guðmundsson

1948-49 Birgir Þorgilsson 1949-50 Svan Friðgeirsson 1950-51 Hilmar Ólafsson 1951-52 Jón Elíasson 1952-53 Reynir Karlsson 1953-54 Karl Benediktsson 1954-57 Kristinn Jónsson 1957-58 Axel Sigurðsson 1958-60 Guðni Magnússon 1960-61 Svan Friðgeirsson 1961-62 Jón Þorláksson 1962-63 Gunnar Andrésson (Handknattleiksdeild stofnuð) 1963-69 Birgir Lúðvíksson 1969-76 Ólafur A. Jónsson 1976-81 Birgir Lúðvíksson 1981-82 Hafþór Ingi Jónsson 1982-84 Friðgeir Indriðason 1984 Heimir Ríkharðsson 1984-91 Sigurður Ingi Tómasson 1991-92 Lúðvík Halldórsson 1992-93 Ragnar Steinarsson 1993-97 Guðmundur B. Ólafsson 1997-00 Knútur Hauksson 2000-01 Hermann Björnsson 2001-05 Ólafur Arnarson 2005-07 Kjartan Ragnarsson 2007- Jón Eggert Hallsson

395


Titlar í meistaraflokki Knattspyrna karla:

Handknattleikur kvenna:

Íslandsmót (18) 1913, 1914, 1915, 1916, 1917, 1918, 1921, 1922, 1923, 1925, 1939, 1946, 1947, 1962, 1972, 1986, 1988 og 1999.

Íslandsmót (19) 1950, 1951, 1952, 1953, 1954, 1970, 1974, 1976, 1977, 1978, 1979, 1980, 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989 og 1990.

Bikarkeppni (7) 1970, 1973, 1979, 1980, 1985, 1987 og 1989.

Bikarkeppni (12) 1978, 1979, 1980, 1982, 1984, 1985, 1986, 1990, 1991, 1995 og 1999.

Meistarakeppni KSÍ (6) 1971, 1974, 1981, 1985, 1986 og 1989. Íslandshornið (aflagt) (3) 1919, 1920 og 1921 (til eignar). Íslandsmót innanhúss (6) 1975, 1987, 1988, 1990, 1991 og 2002. Reykjavíkurmót (25) 1915, 1917, 1919, 1920, 1921, 1922, 1947, 1949, 1950, 1957, 1961, 1964, 1970, 1971, 1972, 1973, 1977, 1983, 1985, 1986, 1992, 1993, 1998, 2003 og 2006. Reykjavíkurmót innanhúss (8) 1974, 1975, 1977, 1978, 1980, 1985, 1986 og 1989.

Reykjavíkurmót (aflagt) (13) 1951, 1952, 1973, 1975, 1976, 1977, 1978, 1979, 1980, 1982, 1984, 1987 og 1988. Íslandsmót utanhúss (aflagt) (10) 1949, 1950, 1973, 1974, 1977, 1978, 1979, 1980, 1981, 1982. Handknattleikur karla: Íslandsmót (9) 1950, 1962, 1963, 1964, 1967, 1968, 1970, 1972 og 2006. Bikarkeppni 2000.

Knattspyrna kvenna: Íslandsmót innanhúss 1974. Reykjavíkurmót innanhúss (3) 1974, 1977 og 1978.

Deildarbikarkeppni 2008. Reykjavíkurmót (10) 1960, 1961, 1963, 1964, 1966, 1967, 1970, 1973, 1974 og 2007. Íslandsmót utanhúss (aflagt) (2) 1950 og 1980. Körfuknattleikur karla: Bikarkeppni 1982. Reykjavíkurmót 1981.

396


Heimildaskrá

Heimildir frá Knattspyrnufélaginu Fram: Við ritun bókarinnar var einkum stuðst við fjölda skjala, bréfasafna og hvers kyns blaða og fréttapésa sem komið hafa út á vegum Fram. Þar má nefna Framblaðið sem komið hefur út undir ólíkum titlum, meðal annars í tengslum við stórafmæli. Fjöldi fundargerðabóka félagsins og einstakra deilda þess hefur sömuleiðis varðveist. Þær heimildir eru raktar jafnóðum í tilvísunum þessarar bókar.

Aðrar prentaðar heimildir: Alþýðublaðið. Anders Hansen: Fimmtán kunnir knattspyrnumenn. Afreksmenn. Fjölnir. Reykjavík 1982. Ágúst Ásgeirsson: Heil öld til heilla. Saga ÍR í 100 ár, 1907-2007. Íþróttafélag Reykjavíkur. Reykjavík 2007. Ágúst Ingi Jónsson: Áfram Víkingur: saga knattspyrnufélagsins Víkings í 75 ár. Knattspyrnufélagið Víkingur, Reykjavík 1983. Árbók íþróttamanna. Íþróttasamband Íslands. Reykjavík 1943-1958. Árni Óla: „Knattspyrnufjelag Reykjavíkur 30 ára afmæli.“ Lesbók Morgunblaðsins, 12. tbl. 4. árg. 1929. Berlinske aftenavis. (Danskt blað) Birgir Þór Baldvinsson: Saga Knattspyrnufélagsins Týs. Útg. Útgáfustjórn Knattspyrnufélagsins Týs 2006. Björn Pétursson: Saga FH í 75 ár: Fimleikafélag Hafnar­ fjarðar 1929-2004. Fimleikafélag Hafnar­fjarðar. Hafnar­fjörður 2006. Blakfréttir: fréttabréf Blaksambands Íslands. Bornholms avs og amtstidende. (Danskt blað) Dagur.

DV. Eggert Þór Bernharðsson: Saga Reykjavíkur: borgin 1940-1990. Iðunn. Reykjavík 1998. Einar Kárason: Þar sem djöflaeyjan rís. Mál og menning. Reykjavík 1983. Félagsblað KR, 10. árg. mars 1949 (50 ára afmælisútgáfa). FH 50 ára afmælisrit. (Ritstj. Gísli Ág. Gunnlaugsson og Ólafur Þ. Harðarson) Fimleikafélag Hafnarfjarðar. Hafnarfirði 1980. Frækið fólk í íþróttum 1: Fegðar og mæðgur. (Umsjón Karl Helgason) Bókaútgáfan Æskan. Reykjavík 2007. Fyrsta öldin. Saga KR í 100 ár. (Ritstj. Ellert B. Schram) Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Reykjavík 1999. Gils Guðmundsson: Íþróttasamband Íslands fimmtíu ára: 1912-1962. Hólar. Reykjavík 1962. Gils Guðmundsson: Skútuöldin. (2. útg., aukin) Örn og Örlygur. Reykjavík 1977. Gísli Halldórsson: Íslendingar á Ólympíuleikum. Íþróttaog ólympíusamband Íslands. Reykjavík 2003. Goldblatt, David: The Ball is Round. A Global History of Football. Penguin, London 2007. Grønkjær, Allan og Olsen, David Holt: Fodbold, fair play og forretning: Dansk klubfodbolds historie. Turdine Forlaget. Århus 2007. Guðjón Friðriksson: Ég heilsa þér stormur: ævisaga Hannesar Hafstein. Mál og menning. Reykjavík 2005. Guðni Th. Jóhannesson: „Síldarævintýrið í Hvalfirði 1947-48,“ Ný Saga, tímarit Sögufélags (bls. 4-28) 7.árg. 1995. Haraldur Sigurðsson: Skíðakappar fyrr og nú. Skjaldborg. Akureyri 1981. Heimir Þorleifsson: Saga Reykjavíkurskóla. III. bindi. Skóla­lífið í Menntaskólanum 1904-1946. Sögusjóður Menntaskólans í Reykjavík. Reykjavík 1981.


Hendrik Ottósson: Gvendur Jóns. Prakkarasögur úr Vestur­bænum. Skuggsjá/Bókabúð Oliver Steins. Reykjavík 1981. Hermann Pálsson: Íslenzk mannanöfn. Mál og menning. Reykjavík 1960. Idrætsbladet. (Danskt blað) Ísafold. Íslensk knattspyrna. (Útg. 1981-) Ritstjóri Sigurður Sverrisson 1981 og 1982, Víðir Sigurðsson frá 1983. Ýmsir útgefendur. Íþróttablaðið. Íþróttamaðurinn: málgagn íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Reykjavík 1932. Jón M. Ívarsson: Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár. Ungmennafélag Íslands. Reykjavík 2007. Jón Birgir Pétursson: Eyjólfur sundkappi: Ævintýraleg saga drengs af Grímsstaðaholtinu. Almenna bókafélagið. Reykjavík 2004. Jón Birgir Pétursson: Lifi Þróttur: litrík hálfrar aldar baráttusaga lifandi og þróttmikils íþróttafélags. Knattspyrnufélagið Þróttur. Reykjavík 1999. Jón Birgir Pétursson: Rikki fótboltakappi. Bókaútgáfan Tindur. Ólafsfirði 2006. Jón Birgir Pétursson: Valur vængjum þöndum. Knattspyrnufélagið Valur, Reykjavík 1981. Karfan, tímarit. Útg. Steinn Logi Björnsson og Erlendur Markússon. Knattspyrnuráð Reykjavíkur, 40 ára afmælisrit. K.R.R. Reykjavík 1959. Lúðvík Geirsson: Haukar í 60 ár. Saga Knattspyrnu­ félagsins Hauka 1931-1991. Knattspyrnufélagið Haukar. Hafnarfirði 1991. Morgunblaðið. Ólafur Jónsson: Karlar eins og ég: æviminningar Brynjólfs Jóhannessonar leikara. Setberg. Reykjavík 1966. Sigmundur Ó. Steinarsson: Mörk og sætir sigrar: saga íslensku knatspyrnunnar 1. Reykjavík 1985. Sigmundur Ó. Steinarsson: Mörk og sætir sigrar: saga íslensku knatspyrnunnar 2. Reykjavík 1986. Sigmundur Ó. Steinarsson: Strákarnir okkar: saga landsliðsins í handknattleik 1950-1993. Fróði. Reykjavík 1993. Sigurður Á. Friðþjófsson: Íþróttir í Reykjavík. Útg. Íþróttabandalag Reykjavíkur. Reykjavík 1994.

Sigurður Thoroddsen: Eins og gengur. Endurminningar Sigurðar Thoroddsen. Mál og menning. Reykjavík 1984. Skapti Hallgrímsson: Leikni framar líkamsburðum. Saga körfuknattleiks á Íslandi í hálfa öld, Körfuknattleikssamband Íslands. Reykjavík 2001. Skipulag íþróttastarfs í Reykjavík á nýrri öld: Framtíðarsýn til ársins 2010. ÍTR og ÍBR. Júlí 2000. Smári Geirsson: Norðfjörður – saga útgerðar og fisk­ vinnslu. Samvinnufélag útgerða­rmanna: Síldar­ vinnslan. Neskaupstað 1983. Spegillinn, samviskubit þjóðarinnar. Sport. (Íþróttablað, útg. 1948-1960.) Sportblaðið. (Íþróttablað, útg. 1950-51.) Titov, Oleg: Hvar er hjarta þitt Ísland? Ljóð. (Þýð. úr rússnesku Eyvindur Erlendsson) Eigin útgáfa. Reykjavík 2001. Tíminn. Valsblaðið. Reykjavík 1961. Valur 25 ára: 1911 – 11. maí – 1936. Reykjavík 1936. Viðar Hreinsson, Jón Torfason og Höskuldur Þráinsson: Saga landsmóta UMFÍ 1909-1990. Reykjavík 1992. Víðir Sigurðsson: Fram í 80 ár. Útg. Knattspyrnufélagið Fram. Reykjavík 1989. Víðir Sigurðsson og Sigurður Á. Friðþjófsson: Knattspyrna í heila öld. Útg. Knattspyrnusamband Íslands. Reykjavík 1997. Víkingsblaðið. (Útg. 1933-1973.) Vísir. Þjóðólfur. Þjóðviljinn. Þróttur. (íþróttablað, útg. 1918-23 og 1943-46.) Þorsteinn J. Vilhjálmsson: Guðni Bergs – fótboltasaga. Mál og menning. Reykjavík 2005. Aðrar óprentaðar heimildir: Leiðarvísir fyrirliða á leikvelli. (Leikskýrslubók úr fórum Sæmundar Gíslasonar.) Skjalasafn Íþróttabandalags Reykjavíkur. (Einka­ skjalasafn 225 á Borgarskjalasafni Reykjavíkur.)


Vefheimildir:

Um ljósmyndir:

www.wikipedia.org (Alfræðivefur) www.fram.is (Heimasíða Knattspyrnufélagsins Fram.) www.hsi.is (Heimasíða Handknattleikssambands Íslands.) www.kki.is (Heimasíða Körfuknattleikssambands Íslands.) www.ksi.is (Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands.) www.museum.is (Vefsvæði Íþróttasafns Íslands á Akranesi) www.omarragnarsson.blog.is (Bloggsíða Ómars Ragnarssonar) www.or.is (Heimasíða Orkuveitu Reykjavíkur) www.todor66.com (Alþjóðlegur gagnagrunnur með íþróttaúrslitum. )

Ljósmyndirnar í bókinni eru undantekningarlítið úr fórum Knattspyrnufélagsins Fram. Jóhann G. Kristinsson hefur unnið þrekvirki við að safna saman myndum, koma þeim á tölvutækt form og skrásetja eftir föngum. Í myndasafni þessu er bæði að finna ýmsar myndir sem félagið hefur látið taka fyrir sig í áranna rás, en einnig einka­myndasöfn einstakra félagsmanna, s.s. Karls Guðmundssonar, Geirs Kristjánssonar og Sigurðar Einarssonar. Ætla má að stór hluti myndanna sé upphaflega fenginn frá íþróttadeildum dagblaðanna. Bjarnleifur Bjarnleifsson var í hópi þeirra ljósmyndara sem sinnti Fram hvað best, enda hafði hann náin tengsl við félagið. Því miður hafa upplýsingar um ljósmyndara í fæstum tilvikum varðveist og er því ekki hægt að gera grein fyrir þeim þætti líkt og æskilegt væri.

Munnlegar heimildir: Viðtal við Alfreð Þorsteinsson Viðtal við Arnþrúði Karlsdóttur Viðtal við Bjarna P. Magnússon Viðtal við Brynjar Frey Stefánsson Viðtal við Guðmund Magnússon Viðtal við Guðmund B. Ólafsson Viðtal við Gunnar V. Andrésson Viðtal við Gylfa Orrason Viðtal við Jónu Hildi Bjarnadóttur og Guðlaug Hilmarsson Viðtal við Lúðvík Halldórsson Viðtal við Ólaf Árna Traustason og Kristján Má Unnarsson Viðtal við Pétur Pétursson Viðtal við Ragnar Steinarsson Viðtal við Sigurð Svavarsson Viðtal við Þór Björnsson


Kápa: rhó

frambókin knattspyrnufélagið fram í 100 ár

. preNtuN: OddI

ISBN 978-9979-70-579-6


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.