Sumarhusid og gardurinn 3 2013

Page 1

www.rit.is

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN NR. 74 • 3. TBL. JÚLÍ 2013 • KR. 1385.–

PA L L A S M Í Ð I Á B L S . 9 8 - 1 0 3

Grænahlíð sælureitur í Lóni

Hamingju- og hugmyndarækt

hjá Arne og Carlos Íslensk Hindber slá í gegn Bobbingar og snúrur 3. tbl. 21. árg. 2013, nr. 74 Kr. 1385.-

Á hjara veraldar bústaður í Trékyllisvík

 Sumardrykkir  Íslenska landnámshænan  Stólar 


MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Vörn gegn brunaslysum • Tvöfalt brunaöryggi Termix hitastýring fyrir setlaugar frá Danfoss • • • • • •

Rafeindastýring nemur hitastig í setlauginni Lokar fyrir innrennsli þegar óskuðu hitastigi er náð Ódýr og hagkvæm lausn Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Auðveld í uppsetningu og notkun

Við erum eini framleiðandinn í heiminum sem framleiðir tengigrindur og varmaskipta, ásamt sjálfvirkum stjórnbúnaði fyrir hitakerfi. Í áratugi höfum við safnað saman mikilli reynslu með vinnu við ýmsar aðstæður og við margar mismunandi gerðir hitakerfa

Þess vegna getum við boðið réttu tengigrindalausnina fyrir þitt hitakerfi. Lausn sem byggir á áratuga reynslu við val á stjórnbúnaði fyrir íslenskar hitaveituaðstæður.

Við erum með tengigrindur fyrir: • • • • •

Ofna- og gólfhitakerfi Neysluvatn Snjóbræðslur Stýringar fyrir setlaugar Við getum sérsmíðað tengigrindur fyrir allt að 25 MW afl

Tengigrindur fyrir hitakerfi að þínum óskum Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is


Í SUMAR

byko

SæluStaður í sólinni

facebook.com/BYKO.is

Garður 6 - Sumarhúsið við vatnið

Trépallur (hæð 2,60)

8

34 x 95 22 x 34 330 1470

900

Fjallarós

72

Skjólgirðing G6, útlit

1 Bitar: 45 x 95 mm (0058504) gagnvarin fura, alhefluð. 2 Klæðning: 22 x 95 mm (0058254) og 22 x 45 mm (0058252) til skiptis, gagnvarin fura, alhefluð, bil milli borða 25 mm. 3 Listar og rimlar: 22 x 34 mm (0058251) gagnvarin fura, alhefluð, bil milli rimla 70 mm. 4 Listi: 34 x 95 mm (059384) gagnvarin fura, fest með BYG-vinklum 50 x 50 x 3 x 35 (33707349).

Birkikjarr á staðnum Birkikjarr á staðnum

6

600

Einir

Trépallur (hæð 2,00)

3 5

45 x 95

8 Vaftoppur

1 7

4

Tréþrep TR6 1 Framstig þrepa frá 360 mm. 2 Framstigsefni: 50 - 100 mm möl eða trjábörkur. 3 Grús: Frostfrí, fjölkorna grús með mikla þjöppunareiginleika. 4 Jarðvegur á staðnum. 5 Steypufesting: 500 x 80 x 5 mm klofið flatjárn, BYG-staurafestingar 500 (33709001) fest með 10 x 80 mm galvaniseruðum frönskum skrúfum (31230080).

6 Steypa: Staurasteypa, quikret (49811018).

Trépallur úr gagnvarinni furu, klæðningarborð 27x70 mm (hæð 1,40)

Malarstígur

5

Trétröppur T6

Bátaskýli, t.d. Lillevilla-hús

2

750

Skjólgirðing G6 Sturta og snagar

Alaskayllir Skjólgirðing G6

7 Steypumót: 300 - 500 mm málningarfata eða blikkhólkur. 8 Uppstig þrepa 120 - 160 mm. 9 Þrep: 100 x 200 óhefluð, gagnvarin fura (0029408).

3 Trépallur og bryggja (hæð 0,40)

4

3

Tröppur T6 Malarstígur

Þyrnirós

Birkikjarr á staðnum

Stöðuvatn eða tjörn (hæð 0,00)

Vatnsbakki úr stórsteinamöl

1800

5 Skrúfur í klæðningu: Klæðning fest með ryðfríum A4 tréskrúfum 4,0 x 45 mm UZ (30114045) eða 4,5 x 45 mm UZ (30114545), 2 stk. á þremur stöðum í hvert borð. 6 Staurar: 95 x 95 mm (0059954) gagnvarin fura, alhefluð. 7 Undirstöður: Sjá sniðmynd. 8 Vatnsbretti: 34 x 95 mm (059384) gagnvarin fura, fest með BYG-vinklum 50 x 50 x 3 x 35 (33707349). 9 Vinklar: BYG-vinkill 50 x 50 x 35 mm (33707349) festur með galvaniseruðum skrúfum 5,0 x 40 mm (33799540) eða galvaniseruðum kambsaum 4,0 x 40 mm (33799440).

Skjólgirðing G6, sniðmynd

6 Fjallafura

Heitur pottur, rafkyntur og með nuddi

Skriðmispill

1 9

3600 mm

7

45 x 95

Bekkur, hæð 55 cm

1

2

4

Sumarleikur 1800

1800

95 x 95

Tréþrep TR6, sniðmynd

5

800

45 x 95

Tréþrep

Tréþrep TR6, grunnmynd

6

3

22 x 34 34 x 95

22 x 95/22x34

Einir Loðvíðir

3

1900

2

22 x 34

N

Birkikjarr á staðnum

7 6 1

1470

Helstu einkenni: Sumarhúsið er á draumalóð sem hallar í suður og suðvestur niður að vatni. Hér þurfa útfærslurnar að tala við náttúruna. Sérstaða: Garðurinn tekur mið af fallegri staðsetningu hússins, í birkikjarri og sérstökum landhalla. Pallurinn er lífrænn og formfastur í senn og tengir þannig saman náttúruna og byggingarstílinn.

1 Boltar: Borðaboltar 10 x 120 heitgalvaniseraðir (31121120) 2 stk. 2 Grús: Frostfrí fjölkorna grús með mikla þjöppunareiginleika. 3 Jarðvegur: Jarðvegur á staðnum. 4 Steypa: Staurasteypa, quikret (49811018). 5 Steypufesting: 500 x 80 x 5 mm klofið flatjárn, BYG-staurafesting 500 (33709001) 2 stk. 6 Steypumót: Blikkhólkur 750 mm Ø 200 mm (0251655). 7 Vatnshalli: 5% halli sem veitir vatni frá staurnum.

byko klúbbSinS 2013

taktu þátt! Skráðu þig í klúbbinn og freiStaðu gæfunnar!

nánar um sumarleikinn á www.byko.is

www.expo.is / EXPO auglýsingastofa

Handbók fyrir garðeigendur

SUMAR í gARðinUM

Ómissandi upplýsingar og fróðleikur fyrir garðeigendur í 60 síðna blaði. Skoðaðu blaðið á www.byko.is

dreGið v ikuleGa GlæSileG ir vinnin Gar


Mikið úrval af flísum fyrir sumarhús.

Bæjarlind 4, Kópavogur | 554-6800 | Njarðarnes 9, Akureyri | vidd@vidd.is F L | 466-3600 Í S A | www.vidd.is V E R Z L U N

Bæjarlind 4 - 201 Kópavogur S:554-6800 Fax:554-6801 Njarðarnesi 9 - 603 Akureyri S:466-3600 Fax: 466-3601

www.vidd.is


PALLAEFNI Á LÆGRA VERÐI 5 ára ábyrgð og 100% verðöryggi

Húsasmiðjan býður sólpallinn á lægra verði og 5 ára ábyrgð! P5 ábyrgð veitir 100% verðöryggi* á heildarkostnaði. Það þýðir að ef þú finnur betra heildarverð fyrir sólpallinn þinn — þá jöfnum við það. Við þetta bætist 5 ára ábyrgð* á öllu pallaefni Húsasmiðjunnar ásamt ábyrðarskírteini.

10.000 kr gjafakort og kennslumyndband fylgir við kaup á pallaefni 10.000 kr gjafakort og kennslumyndband fylgir öllum kaupum á pallaefni að

Allt pallaefni frá Húsasmiðjunni er sérvalið

heildarverðmæti

AB gagnvarið timbur og vottað af

100.000 kr eða meira

Nýsköpunarmiðstöð Íslands. * sjá nánar skilmála á www.husa.is


efnisyfirlit

júlí - ágúst 2013

28-32 18-24 10-16 66-67

52-53 98-103 viðtöl

72-76 annað

10-16 Bústaður í Lóni

8 Smælki

18-24 Arne og Carlos rækta hamingju

26-27 IKEA eldhús hugsað upp á nýtt - Kynning

28-32 Á hjara veraldar - bústaður í Trékyllisvík á Ströndum

36 Árneshreppur á Ströndum - myndasyrpa 38 Smælki

34-35 Heimagerðar hellur í Djúpuvík

40 Heiðarblómi, 25 ára afmæli

54-55 Íslensk a landnámshænan

44-46 Fellsströnd – Jónatan Garðarsson.

72-76 Baldursheimur í Hörgársveit

48-50 Fugl arnir í Dölunum - Jóhann Óli Hilmarsson

og hugmyndir í garðinum

84-85 Fáðu þér sæti - Ásta H. Valdimarsdóttir 86-87 Snúrur - Ásta H. Valdimarsdóttir

gróður og ræktun 52-53 Sval agarður

90-94 Meðl æti og sumardrykkir - Helga Kvam

56-61 Hlynur er garðaprýði

96 Ö ðruvísi ostar úr fræjum, hnetum og möndlum

- Guðmundur Bjarnason garðyrkjufræðingur

Forsíðumynd: Mynd: Páll Jökull

88 Rós í hnappagatið - Heiða Jack landslagsarkitekt

62-63 Ormagryfja – Mörður Gunnarsson Ottesen 64-67 Espiflöt, farsælt fjölskyldufyrirtæki í 65 ár 68-71 Sígr ænir hnoðrar, steinbrjótar og húslaukar 78-79 Hindber hjá Hólmfríði Gerisdóttur á Kvistum 80-82 Vefjar æk tun berjarunna hjá Barra. 104 Blómskrúð í Garðyrkjstöðinni Storð 114 Ferski grænmetismarkaðurinn í Hveragerði

- María Margeirsdóttir 98-103 Smíðaður pallur fá A-Ö 106-110 Þjónustuauglýsingar 109 Krossgáta 111 Húsgögn í garði – Björn Jóhannsson landslagsarkitekt 97 Stígar í garði – Björn Jóhannsson landslagsarkitekt


inniverkin án þess að langa nokkurn skapaðan hlut að fara út.

Útgefandi: Sumarhúsið og garðurinn ehf, Fossheiði 1, 800 Selfoss, Sími 578 4800, www.rit.is Ábyrgðarmaður: Auður I. Ottesen, audur@rit.is Hönnun og uppsetning: Páll Jökull Pétursson, rit@rit.is Ljósmyndir: Páll Jökull Pétursson, Helga Kvam, Jóhann Óli Hilmarsson, Jónatan Garðarsson, María Margeirsdóttir, Snæfríður Ingadóttir, Berglind Jack og fleiri. Auglýsingar: Auður I. Ottesen, audur@rit.is. Móttaka auglýsinga: palljokull@gmail.com Ritstjórn: Auður I. Ottesen ritstjóri, Jóhann Óli Hilmarsson, Mörður Gunnarsson Ottesen og Páll Jökull Pétursson. Höfundar efnis: Auður I. Ottesen, Ásta Hjördís Valdimarsdóttir, Björn Jóhannsson, Guðmundur Bjarnason, Helga Kvam, Jóhann Óli Hilmarsson, Jónatan Garðarsson, María Margeirsdóttir, Mörður Gunnarsson Ottesen, Páll Jökull Pétursson og Snæfríður Ingadóttir. Vinnsla blaðsins: Unnið á Macintosh í InDesign CS5. Letur í meginmáli er Minion Pro 8,7 p. á 11,5 p. fæti. Prentað á umhverfisvænan pappír. Forsíðumynd: Ljósmynd: Páll Jökull Pétursson. Prentun: Oddi.

ISSN 1670-5254 Efni þessa blaðs má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, p ­ rentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild án skriflegs l­eyfis útgefanda.

Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

M

HV

E RFIS ME

R KI

Ósköp hefur verið nepjulegt og kalt það sem af er liðið sumri. Fimm síðustu sumur hafa sprengt skalann í meðaltali hitastigs og við vorum orðin góðu vön. En á milli rigningadaga hefur læðst einn og einn sólardagur og þeir dagar sitja eftir í minningunni. Er sólin sýnir sig, er skundað út á pall, dekkað borð og vinum tekið fagnandi, skrafað og hlegið. Svo þegar rignir þá setur maður upp Pollýönnu svipinn og þakkar fyrir að geta klárað

Sumarblað okkar er það stærsta sem við höfum gefið út til þessa. Það er 116 síður og stútfullt af fjölbreyttum hugmyndum og upplýsingum sem gagn er af fyrir sumarhúsa- og garðeigendur. Samhliða útgáfunni höfum við Páll Jökull staðið í ströngu við að hanna og útbúa útikennslustofu í garðinum við bækistöðvar Sumarhússins og garðsins, að Fossheiði 1 á Selfossi. Undanfarin ár höfum við ásamt Jóni Guðmundssyni garðyrkjufræðingi og Birni Jóhannssyni landslagsarkitekt staðið fyrir námskeiðum í ræktun grænmetis, krydds, ávaxtatrjáa og berjarunna, auk námskeiða sem sérsniðin eru fyrir sumarhúsaeigendur. Nemendur okkar telja á fimmtánda hundraðið og með útikennslustofunni gefst tækifæri til að kenna verklega kennslu með áþreifanlegum efnivið. Er tekur að hausta bjóðum við upp á námskeið í fjölgun trjáa, runna með fræi og skiptingu fjölærra plantna.

Sumarhúsið & garðurinn

U

bréf frá ritstjóra

141

776

PRENTGRIPUR

við skrifum blaðið...

Auður I. O t tesen Rit s tjór i, greinask r if audur@r it.is

Páll Jökull Pétur sson Umbrot, hönnun, ljósmyndun.

Jón Guðmundsson greinaskrif

Jónatan Garðarsson greinaskrif

Jóhann Óli Hilmarsson greinaskrif

Helga Kvam greinaskrif

Snæfríður Ingadóttir greinaskrif

Björn Jóhannsson greinaskrif

María Margeirsdóttir greinaskrif

Mörður Gunnarsson Ottesen, greinaskrif

Ásta Hjördís Valdimarsdóttir, greinaskrif

Guðmundur Bjarnason, greinaskrif

90-95

42-43

78-79 48-50

Við hvetjum lesendur og áskrifendur til að gerast vinir okkar á Facebook. Bjóðum ykkur einnig að fá sent fréttabréf í tölvupósti, það kostar ekkert að vera með! Skráning á www.rit.is.

Áskrift á www.rit.is


GRÆNT SNAKK Grænkál er vinsælt í grænmetisgörðum landsmanna enda auðvelt að rækta. Kálið má nýta í hina ýmsu rétti til að mynda í brakandi gott snakk sem tilvalið er að bjóða upp á með einum köldum í sumarblíðunni. Grænkálssnakk er auðvelt að búa til, grænkálsblöðin eru einfaldlegar lögð á bökunarplötu, léttpensluð með olíu og salti stráð yfir áður en þeim er stungið inn í ofn þar sem þau eru þurrkuð í smástund þar til þau verða stökk. Eins má pensla tahini á blöðin.

ENGIN SUMARHÚS Á ÞINGVÖLLUM ÁRIÐ 2030?

NÁMSKEIÐ Í VISTRÆKT Bandaríski vistræktandinn Penny Livingston-Stark mun halda námskeið í vistrækt hér á landi dagana 16.-18. ágúst. Kynningarfundur verður haldinn í Norræna húsinu þann 16. ágúst og í kjölfarið verður haldið helgarnámsskeið. Vistrækt eða vistmenning (permaculture á ensku) felur í sér alhliða viðleitni til sjálfbærrar þróunar, hollustu við náttúruna og skilning á heildaráhrifum allra gjörða en hugmyndafræðin sem er upprunnin í Ástralíu hefur verið að breiðast út um heiminn. Áhugasamir geta skráð sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á netfangið permaculture@simnet.is

VORHRET Á NORÐURLANDI Það voraði seint á Norðurlandi í ár með tilheyrandi raski fyrir bændur og ræktendur. Gróðrarstöðin Réttarhóll á Svalbarðseyri (www.rettarholl.is) fór ekki varhluta af ótíðinni. Um miðjan maí var enn mikill gróður á kafi í snjó í stöðinni, m.a. fjölær blóm og stöðin opnaði ekki plöntusölu sína fyrr en 23. maí, en aldrei hefur verið opnað jafn seint í þau 23 ár sem stöðin hefur verið starfsrækt! tex ti og Myndir: Snæfríður Ingadót tir

8  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Það vakti athygli þegar Þingvallanefnd keypti þrjú sumarhús í vor í Gjábakkalandi á Þingvöllum á 34,5 milljónir króna af LBI hf., slitastjórn gamla Landsbankans, en sumarhúsin, sem byggð voru á árunum 1967 og 1968, voru áður í eigu hjónanna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Kristínar Ólafsdóttur. Með kaupunum er allt svæðið neðan vegar í Gjábakkalandi orðið sumarhúsafrítt. Formaður Þingvallanefndar, Álfheiður Ingadóttir, sagði í viðtali við Fréttatímann í kjölfar kaupanna, þetta vera stóran áfanga en þegar Þingvallaþjóðgarður fór á heimsminjaskrá UNESCO árið 2004 hafi sú stefna verið mörkuð að ríkið neytti forkaupsréttar síns og leysti smám saman til sín sumarhús á Þingvöllum. Þá hafi reglur varðandi sumarbústaði í þjóðgarðinum verið hertar í kjölfar hrunsins. Engar nýbyggingar eru nú leyfðar á svæðinu, lóðir eru aðeins leigðar til 10 ára í senn í stað 50 ára, lóðarleiga hefur hækkað um helming og einungis er leigt til einstaklinga og starfsmannafélaga. Sjálf segist Álfheiður vilja að árið 2030, á 100 ára afmæli Alþingishátíðarinnar, verði engir sumarbústaðir í þjóðgarðinum enda eigi einkasumarbústaðir ekki að vera á helgasta reit þjóðarinnar. Mynd: Páll Jökull

ÚT MEÐ SÓPINN Á sumrin er gott að hafa sópinn tiltækan til þess að sópa sand og annað af stéttinni. Það er því ekki óvitlaust að finna honum stað utandyra þar sem alltaf má grípa til hans. Það er einmitt það sem tveir nágrannar á Akureyri hafa gert, þeir hafa einfaldlega hengt heimilissópinn upp við útidyrnar þar sem alltaf má ganga að honum vísum.


Sumarblómaúrvalið íslensk úrvals ræktun

Tæki og tól sem þú getur treyst fyrir garðinn þinn

úrval ávaxtatrjáa

Garðheimar • Stekkjarbakka 6 • 540 3300 • gardheimar.is og á


Grænahlíð sælureitur í Lóni Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Páll Jökull Péutrsson

10  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


Í

Lóni í Austur-Skaftafellsýslu er blómleg sumarhúsabyggð á stað sem fyrir hálfri öld skartaði íslensku flórunni eingöngu og var illfær yfirferðar. Við stöldrum nú við í Grænuhlíð, nærri æskuslóðum Sveinbjargar Eiðsdóttur sem er frá landnámsjörðinni Bæ í Lóni. Skikinn sem hún ásamt manni sínum Þorvaldi Þorgeirsyni hefur ræktað upp er löngu þekktur fyrir tegundafjölda og ber hann vitni um góðan árangur elju og iðjusemi.

Sonur þeirra hjóna, Þorgeir Þorvaldsson var að taka upp rabbarbara og kona hans Lovísa Guðmundsdóttir að huga að blómabeðunum, er Páll Jökull Pétursson kom við í Grænuhlíð sumarið 2011 á leið sinni um Austurland. Sveinbjörgu Eiríksdóttur er staðurinn hugleikinn og kom það því ekki á óvart að hún ásamt manni sínum Þorvaldi Þorgeirssyni skyldu ákveða að reisa sér bústað nærri æskuslóðunum í landi Stafafells og Brekku. „Mamma hafði auga fyrir náttúrunni og þegar föður mínum áskotnaðist timbur byrjaði hann

að smíðaði sér kofa á skika sem þau fengu í Lóni. Grænahlíð eins og bústaðurinn var nefndur var fyrsti bústaðurinn austan ár,“ segir Þorgeir um tildrög þess að foreldrar hans festu sér reit á þessum fallega stað árið 1959. Þorvaldur var frá Seyðisfirði og fluttist til Hafnar í Hornafirði árið 1947 og hafði búsetu þar þar til hann féll frá árið 2009. Börn þeirra Lovísu urðu þrjú, Eiríkur sem er látinn, Þorgeir og Elín sem bæði búa á Höfn. Við vinnslu á þessari umfjöllun um Grænuhlíð höfðum við símasamband við Sveinbjörgu Eiríksdóttur, en hún var ekki heimavið er Pál bar að garði.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  11


 Þorgeir tyllir sér á hlaðinn vegg úr gabbró úr Kalsánni.

Sveinbjörg móðir hans, sem er hætt afskiptum af landinu, er á níræðis aldri og segir að hún hafi farið til sýslumanns er maðurinn hennar féll frá og ánafnað börnum sínum bústaðinn. „Eiríkur annar sona minna var þá búsettur í Færeyjum og átti sumarhús í Danmörku og lét hann systkinum sínum Grænuhlíð eftir og bústaðurinn er því skráður á nafni Elínar og Þorgeirs,“ segir Sveinbjörg sem hætti að geta sinnt gróðrinum árið 2009 en Þorvaldur og kona hans Lovísa Guðmundsdóttir hafi hlúð að gróðrinum og þykir henni vænt um það. Er Þorgeir og Elín systir hans tóku við gerðu þau sér ekki að fullu grein fyrir hversu mikið vinna fólst í því að halda gróðrinum við. Gróðurhúsið sem faðir þeirra hafði reist var hulið gróðri og þurfti að höggva sér leið að því.

blómbeðunum í horfinu. Hann segist þó ekki hafa haft tíma til þess að fara upp í brekku en honum finnst rík þörf fyrir grisjun þar. „Þessi staður er sælureitur – yndislegur staður. Hér gleymir maður sér og dagurinn er liðin áður en maður tekur eftir því,“ segir hann og hlær. „Ég hét því sem krakki að koma ekki nálægt skógrækt eftir allan skítaburðinn í æsku. En sú minning hefur dofnað og ég nýt þess að vera hér og harma tímaleysið en ég gerði mér ekki nokkra grein fyrir því hvað þetta var mikið fyrr en ég fór að sjá um þetta sjálfur. Flest allir sem hafa áhuga á gróðri þekkja trén betur en ég, en hér skiptir fjöldi tegunda hundruðum. Það er skemmtilegra þegar maður er að segja frá, að kunna skil á nöfnunum,“ segir Þorgeir sem sér um að snyrta trjágróðurinn og klippa en kona hans sér um blómin. Sama verkaskipting var hjá foreldrum hans. Tegundirnar skipta „Ég ætla að stússast í þessu meðan ég hef hundruðum ánægju af, ætla ekki að gera þetta af kvöð. Þorgeir starfar í Frystihúsinu á Höfn og Ef þetta verður byrði, þá nenni ég þessu segist vera bundinn þar meðan veiðist ekki lengur og missi áhugann.“ síld og makríll. „Ég kemst ekki frá meðan afli berst að frystihúsinu en ég Brennandi áhugi á skýst hingað upp eftir um helgar þegar skógrækt ég get, og sumarfrí fara í að stússast hér Áhugi Þorvalds, föður Þorgeirs á trjárækt og hirða um gróðurinn,“ segir hann. kviknaði strax í bernsku. Sem smápatti Hann segir ennfremur þetta hafi verið var hann að sniglast í kring um frú tímafrekt verk og þau hjónin haldi Margréti Friðriksdóttir, konu Þorsteins

12  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Gíslasonar símstöðvarstjóra á Seyðisfirði. Segir hann í bréfi sem hann skrifaði árið 1987 til Huldu Valtýsdóttur, er birt var í skógræktarritinu sama ár, að hann þóttist vera maður með mönnum að geta fært henni plöntur, gróðursett og snúist við hitt og þetta. Tólf ára gamall gróðursetti hann birki og sitkagreni í garði foreldra sinna sem bjuggu fyrir ofan símstöðina. Sveinbjörg segir að Þorvaldur hafi haft óbilandi áhuga á skógrækt og ræktað stóran hluta þeirra planta sem fór niður í landið. „Mikið af gróðrinum sem er í skógræktinni er tengt Þorvaldi mínum. Hann keypti litlar plöntur sem hann ræktaði í þrjú ár og gróðursetti svo eða gaf. Fyrst og fremst voru það nágrannar okkar í Lóninu sem nutu gjafa hans, en honum þótti sjálfsagt að rétta kunningjum plöntu sem litu við í Grænuhlíð. Ég var bara í blómunum en það þýddi ekkert að spyrja mig um trén og því síður hvar þau væri að finna í landinu,“ segir hún. Ári eftir að bústaðurinn var reistur var skiki girtur af og í brekkuna ofan við bústaðinn fór niður ilmreynir, blágreni, sitkagreni og lerki, fimm plöntur af hverri tegund. Þessi tré eru risavaxin í dag og veita gott skjól. Girðingin hefur fjórum sinnum verið færð út og er landið um hektari að stærð í dag.


Á öldum áður voru mörg kotbýli í Lóni og mest var þar um 100 manns á nítjándu öld. Kotin eru horfin en í stað þeirra er í Lóni blómleg sumarhúsabyggð.


Í landinu eru fallegar hleðslur úr grjóti fengnu úr Kalsánni. Sveinbjörg hlóð og Þorvaldur sá um aðföngin. „Ég hlóð og hann sá um aðföngin. Hann lagaði steypuna og lagði fyrstu umferðina og vildi svo að ég tæki við þar sem hann sagði að ég hefði betra auga fyrir þessu,“ segir Sveinbjörg.

Blómagarðurinn „afleggjari“ frá Hraunkoti Í bréfinu til Huldu Valtýs ritar Þorvaldur að í landinu séu yfir 400 tegundir af blómjurtum, trjám og runnum og nefnir að það sé ekki ofsögum sagt að garðurinn þeirra sé afleggjari af garði Sigurlaugar Árnadóttur í Hraunkoti sem var frábær ræktunarkona. Þekkingu hennar, segir hann, hafa náð langt yfir það sem almennt gerist. „Sigurlaug gaf mér blóm en aldrei undir íslenskum nöfnum, nöfn þeirra voru skráð á latínu. Ég mundi nöfnin á blómunum vel en síðan ég hætti að hugsa um garðinn fyrir 4 árum þá hef ég ekki litið í bók og er búin að gleyma miklu af nöfnunum. Ég á þó merkingar í kassa og þannig væri hægt að rifja upp hvað við gróðursettum,“ segir Sveinbjörg.

Trölltrú á skít og lúpínunni Með hverri plöntu fór fata af skít og hafði Þorvaldur tröllatrú á honum og sagði að aldrei hefði planta drepist af of miklum skít hjá sér. „Pabbi sagði við mig að það væri það skítur númer 1, 2 og 3 sem þurfti, sama hvað fræðingarnir segðu“

14  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

segir Þorgeir og hlær. Hann minnist þess sem krakki að hafa verið berandi poka fulla af skít uppí brekkuna sem var ill yfirferðar. „Ég held að ég hafi fengið ógeð á plöntum þegar ég var krakki, berandi skít upp í brekkuna til að setja niður með plöntunum. Ég hét því þá að ég ætlaði aldrei að koma nálægt þessu fullorðinn. Þorvaldur hafði líka tröllatrú á lúpínunni. Hann sáði henni í brekkuna til gróðurbóta. „Lúpínan hefur hörfað og skógarbotninn er fjölbreyttur og gerður úr íslensku flórunni. Pabbi varaði mig við að taka ekki mark á þeim sem bölvuðu lúpínunni, sagði að menn vissu ekki hvað þeir væru að tala um þegar væri verið að hallmæla henni. En hann þakkaði henni gróskuna í brekkunni, enda góður áburðargjafi.“

Gott fólk heim að sækja Óli Valur Hansson garðyrkjuráðunautur leiðbeindi þeim hjónum gegnum árin. Sendi þeim fræ frá ýmsum löndum sem var potað niður. Dánartala plantna varð há í byrjun og sumt kom ekki upp en þrátt fyrir það var hægt að gleðjast yfir góðum árangri. Þannig eignuðust þau ýmislegt


sem erfitt var að fá hér á Íslandi á þeim tíma. Þorvaldur nefnir í bréfinu að gott hefði verið að skipta við skógræktina á Hallormsstað, en á þeim tíma var Sigurður Blöndal skógarvörður. Á hverju vori frá 1971-74 fór stór flutningabíll frá Hallormsstað og sótti tré og runna í sumarhúsalöndin í Lóni, eitthvað af þeim trjám fóru niður í hlíðarnar við Grænuhlíð. „Sigurður Blöndal var heimagangur hjá foreldrum mínum og Óli Valur góðvinur sem dvaldi oft hjá okkur. Ég heyrði frá þeim, að ef plönturnar kæmu ekki til hjá pabba þá lifði það afbrigði ekki á Ísland,“ segir Þorgeir og móðir hans upplýsti að þau hjónin hafi verið með alla anga úti til að ná plöntur. „Við urðum okkur út um margar fágætar plöntur héðan og þangað úr heiminum, sem við höfum áhuga að prufa. Okkur var gefið fræ og við pöntuðum fræ erlendis frá af frælistum. Brynjólfur Jónsson, skógfræðingur, framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Íslands sagði er hann kom hér eitt sinn að það væri bara á færi skógfræðings að greina allar þær tegundir og yrki trjáplantna sem við gróðursettum og hafa dafnað í landinu,“ segir Sveinbjörg.

 Gróðurhúsið í skóginum.

Tivoli Audio  Fallegar hleðslur og blómskrúð í garðinum við bústaðinn.

GÓÐ GJÖF Model TWO Hnota

 Ösp, sitkagreni og fura uppi í brekkunni voru gróðursett til að loka fyrir vindinn. Norðan- og norðvestanátt geta orðið skæðar en aðrar áttir nær meinlausar. Trén veita gott skjól í dag.

Verð 52.500.-

Tilboð til áskrifenda

34.990.-

TH. DANÍELSSON EHF

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  15

Sími 843 9743 | thdan@simnet.is


 Hlíðin sem eitt sinn var berangursleg klöpp og urð og grjót er nú gróskulegur skógarreitur.

Gestagangur var mikill á sumrin, svo mikill að Þorgeiri blöskraði stundum. Hann segir foreldra sína hafa elskað að taka á móti gestum. „Gestir voru líf og yndi mömmu og öllum var boðið inn í kaffi og með því,“ upplýsir hann og móðir hans samsinnir því að oft hafi verið gestkvæmt í litla kotinu þeirra. „Góðvinur þeirra Sigurður Blöndal tilkynnti okkur oft komu sína ef hann var að koma með fulla rútu af skógræktarfólki, þá staddur í Öræfum, en margir vildu koma að skoða árangurinn í trjáræktinni. Hér var bara urð og grjót þegar við byrjuðum að rækta upp landið og árangurinn vakti athygli“ segir Sveinbjörg

Kolaeldavél í byrjun Í fyrstu var kynnt upp með kolum en síðar kom olíueldavél og í dag er rafmagnskynding í bústaðnum. „Ég man ekki betur sem peyi, en að ég hafi verið sendur til að sækja kol í fötu,“ segir Þorgeir er hann rifjar upp ferðirnar í bústaðinn með foreldrum sínum í æsku. „Hér var farið allar helgar í hvaða veðri sem var, mamma var heimavinnandi en pabbi vann hjá bandaríska hernum. Hann sagði oft er hann var komin fyrir Skarðið að hann væri þá laus við kvöðina hjá hernum, því það náðist ekki í hann en pabbi var verkstjóri hjá þeim út á Stokksnesi en þar gróðursetti hann tré til að drepa niður vindinn á staðnum“ segir hann. „Pabbi var alltaf að og stoppaði aldrei lengi þegar við komum uppeftir í heimsókn, í

mesta lagi fimm mínútur. Svo þegar hann varð 67 ára og hættur að vinna þá fluttu foreldrar mínir alveg hérna upp eftir. Þá varð svo mikið að gera hjá honum að ég minnist þess að hann hafi stoppaði þá í mesta lagi í tvær mínútur og var svo rokinn til að sinna einhverju verkefninu. En hann var að skera út auk þess að annast gróðurinn,“ segir Þorgeir er hann rifjar upp heimsóknir inn í Lón meðan föður hans naut við. „Pabba var staðurinn svo hugleikinn að hann var að reyna að fá prestinn til að fá að grafa sig í Grænuhlíð. Presturinn fór eitthvað að reyna að vinna í þessu, heyrði ég, en það gekk ekki eftir,“ segir Þorgeir sem hefði vel getað hugsað sér að vitja þess gamla á staðnum sem hann unni mest. n  Hér komst Þorgeir ekki um skóginn vegna þess að það var svo þétt plantað.

16  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


Ræktaðu allt árið! Autopot Sjálfvirk vökvun Einfalt í uppsetningu Ekkert rafmagn Endalausir stækkunarmöguleikar

Flora serían Öflugur alhliða áburður

Hentar jafnt fyrir vatnsrækt og mold

Root!T Byggir upp og eykur rótarvöxt.

Notað til forræktunar fyrir allar plöntur.

Easy2grow kerfi

InniGarðar ehf. Hraunbæ 117 www.innigardar.is

Sími: 534 9585

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  17


Norska prjónadúóið Arne og Carlos:

Rækta hamingju og hugmyndir í garðinum 18  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


 Arne og Carlos hafa báðir mikinn áhuga á handavinnu, hönnun og garðrækt. Þeir ólust báðir upp við garðrækt og Arne gekk líka í garðyrkjuskóla í eitt ár.

Í

slandsvinirnir Arne og Carlos slógu eftirminnilega í gegn um síðustu jól með bók sinni um prjónaðar jólakúlur. Félagarnir hafa þó áhuga á fleiru en handavinnu og í sinni nýjustu bók, sem er troðfull af litríkum prjónauppskriftum, tvinna þeir handavinnuna saman við sitt annað áhugamál; garðyrkjuna.

Tex ti: Snæfríður Ingadót tir. Myndir: Úr bókinni Litríkar lykk jur úr garðinum.

Norsku prjónahönnuðirnir Arne og Carlos fluttu fyrir 13 árum síðan í niðurlagða járnbrautastöð í Valdres í Noregi (um þriggja tíma keyrsla norðvestur af Osló og 1 klst. frá Lillehammer). Þar hafa þeir búið sér fallegt heimili og ræktað upp huggulegan garð með ógrynni af plöntum á gömlum brautarpalli. Garðurinn, sem er um 1500 fermetrar að stærð, veitir þeim ekki bara ánægju heldur einnig mikinn innblástur eins og glöggt má sjá í þeirra nýjustu bók „Litríkar lykkjur úr garðinum“ þar sem fiðrildi, býflugur og litrík blóm eru uppspretta að skemmtilegum handavinnuverkefnum. Sumarhúsið og garðurinn setti sig í samband við þá Arne og Carlos og spurði þá út í nýju bókina, garðvinnuna og hinar endalausu framkvæmdir við húsið þeirra.

Útiklósett og ekkert vatn í byrjun

- Undanfarin 13 ár hafið þið staðið í miklum framkvæmdum við heimili ykkar í Valdres, bæði innandyra og utan. Segið okkur aðeins frá því. „Þetta er búið að vera mikil vinna, en þetta er skemmtileg vinna sem gefur okkur mikla gleði. Húsið var áður járnbrautarstöð og þegar við fluttum hingað þá urðum við að byrja á því að bora eftir vatni og leiða inn í húsið. Fyrsta veturinn okkar urðum við að bera inn vatn í könnum, en sem betur fer unnum við í nágrenninu og gátum komist í sturtu þar. Það var heldur ekkert salerni í húsinu þegar við tókum við því, þannig að í byrjun notuðum við útikamra. Endurbæturnar á húsinu höfum við tekið í skömmtum

og þeim er enn ekki lokið. En það er nú reyndar sagt að maður ljúki aldrei við endurbætur á gömlum húsum!“

- Garðurinn hjá ykkur er sérlega gróskumikill, hvaða tegundir vaxa þar og hverjar eru í mestu uppáhaldi hjá ykkur? „Við erum með breitt úrval af hefðbundnum plöntutegundum sem finnast í gömlum norskum görðum. Plöntum eins og riddaraspora, bláum skógarvatnsbera, mörtulykli og deplum. Af trjám og runnum erum við með sírenur, reynitré, skrautrunna af ýmsu tagi, rósir og mismunandi bjarkartegundir. Uppáhaldstegundirnar okkar eru líklega blásól og allar tegundir af vatnsberum. Hvítur riddaraspori með svörtum augum

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  19


Allar plöntur spretta undir berum himni hjá þeim Arne og Carlos en félagana dreymir þó um að eignast gróðurhús.  Garðvinnan gefur þeim Arne og Carlos mikið og þeirra bestu hönnunarhugmyndir spretta gjarnan fram þegar þeir eru með hendurnar á kafi í mold.

sem gráta þegar það rignir er líka í uppáhaldi, sem og ljósbláa kósakkadeplan sem við fengum sem afleggjara úr blómabeði ömmu Arne. Við gætum nefnt margar fleiri tegundir, enda er þetta eins og að gera upp á milli barnanna sinna.“

- Ræktið þið líka ávexti og grænmeti? „Við setjum alltaf eitthvað grænmeti niður á hverju ári, en þar sem við ferðumst mikið þá höfum við ekki náð að sinna því sem skyldi. Berjarunnar lifa hinsvegar góðu lífi hjá okkur, sérstaklega sólberin. Við höfum einnig verið með hænur en þær eru núna í fríi hjá frænda Arne þar sem bókin um jólakúlurnar varð svo vinsæl og við höfum þurft að ferðast mikið vegna kynninga á henni. Vonandi getum við aftur haldið hænur eftir nokkur ár.“  Þegar Arne og Carlos fluttu í járnbrautarstöðina sem er heimili þeirra í dag var þar enginn garður. Lóðin var brautarpallur með þjappaðri grárri möl og engum jarðvegi. Þrettán árum síðar eftir mikla vinnu og jarðvegsskipti vex þar nú fjöldi blóma og trjátegunda.

20  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Gott fyrir heilann að krjúpa í blómabeði

- Eigið þið ykkur eitthvað uppáhaldshorn í garðinum? „Húsið okkar liggur við stöðuvatn. Niður að vatninu liggja tröppur sem eru umvafðar blómum á alla kanta. Tröppurnar eru virkilega góður staður fyrir morgunkaffið eða vínglas við sólarlag. Þetta er einn af okkar uppáhaldsstöðum í garðinum, bæði snemma morguns og seinnipartinn.“

- Vantar einhverjar plöntur í garðinn hjá ykkur, eitthvað sem ykkur langar til þess að rækta? „Já það er ein planta sem okkur langar til að prófa að rækta. Hún er hávaxin, silfurgrá með bláum blómum og heitir Alpaþyrnir. Við erum komnir með fræ


 Sumarleg handavinna. Blóm og fiðrildi breytast í nálapúða, hitaplatta og sessur í höndum þeirra Arne og Carlos sem sækja allar hugmyndir í sína nýjustu bók í eigin garð.


og ætlum að prófa hvort við fáum hana ekki til að spretta hér í sumar.“

- Hversu mikinn tíma notið þið í garðvinnuna og er einhver tími afgangs fyrir handavinnuna? „Allt sumarið fer meira og minna í garðvinnuna. Verkefni þessa sumars verður t.d. að flytja til steina og skipta

22  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

um jarðveg í hluta garðsins . Á sumrin hreinlega lifum við í garðinum; borðum þar, vinnum og lesum. Við erum með hengirúm og sæti víða um garðinn þannig að garðurinn verður framlenging af húsinu. Um sumarið bætast sem sagt fleiri herbergi við húsið, sem eru innréttuð eftir því hvar sólin skín. Vissulega sinnum við handavinnunni meira á veturna en á

 Það er aldrei nóg af notalegum teppum til að vefja sig inn í á svölum sumarkvöldum. Uppskrift af þessu fallega teppi má m.a. finna í bókinni Litríkar lykkjur úr garðinum sem kom út hjá Forlaginu í vor.


HVERAGERÐI

- blómstrandi bær!

Heilsubærinn Hveragerði Vinalegt samfélag Eggjasuða í Hveragarðinum Rómantískar gönguleiðir Afar fjölbreyttar hátíðir Garðyrkja og græn svæði Einstakur golfvöllur Rómuð náttúrufegurð Drauma sundlaug Iðandi lista- og menningarlíf


sumrin enda er sumarið svo stutt að maður verður að nota það vel. En hugmyndir að handavinnuverkefnum fæðast stanslaust og maður hugsar óvenju vel á hnjánum bograndi yfir blómabeðunum. Að beygja sig niður er gott fyrir heilann! Góðar hugmyndir geta hinsvegar oft ekki beðið vetrarins. Það verður að

skrifa þær strax upp, teikna og prófa. Og það er reyndar oft mjög huggulegt að hvíla sig á garðvinnunni á sumrin í skugganum með prjóna eða heklunál í hönd. Á rigningardögum er líka notalegt að setja nokkra viðarkubba í arinofninn og setjast niður með handavinnu, ekki síst úti á veröndinni og hlusta á regnið.“n

Arne og Carlos: Heimsfrægir norskir prjónakarlar Prjónahönnuðirnir Arne Nerjordet og Carlos Zachrison gáfu út sína fyrstu prjónabók „Julekuler“ árið 2009. Bókin, sem varð metsölubók í heimalandinu, hefur verið þýdd á fjölda tungumála og kom m.a. út á íslensku síðustu jól. Auk bókarinnar um jólakúlurnar hafa þeir félagar gefið út þrjár aðrar bækur um handavinnu; ein fjallar um páskaprjón(Paske hele aret), önnur um prjónadúkkur (Strikkedukker) og sú þriðja“Litríkar lykkjur úr garðinum“ var að koma út á íslensku. Félagarnir hafa fylgt bókaútgáfunni eftir með námskeiðahaldi og fyrirlestrum og eru mjög vinsælir í Noregi. Eins hafa þeir markaðssett vín í sínu nafni, það nýjasta er hvítvínið „Arne & Carlos Hagevin“ sem kom á markað í mars. Vínið, sem er ítalskt, er að sögn félaganna kjörið í garðveislur sumarsins en það ilmar af hvítum blómum, ferskjum og sítrus. Arne og Carlos er líka fleira til lista lagt en gefa út bækur og vín. Síðan 2002 hafa þeir hannað sína eigin fatalínu undir merkinu Arne & Carlos og er tískufatnaður þeirra seldur víða um heim.

24  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


Fánastöng beint úr skóginum Skógræktarfélag Reykjavíkur framleiðir fánastangir úr íslenskum viði. Sævar Hreiðarsson, skógfræðingur hjá skógræktarfélaginu segir rauðgreni og sitkagreni henta einkar vel. „Við notum viðinn sem til fellur við grisjun, í ýmsar afurðir og beinustu trjástofnarnir eru notaðir í fánastangir. Stangirnar eru 5-7 m langar og toppurinn er járnrenndur og er kúlulaga. Bandið festist í toppinn og borað er fyrir því, en aðrar festingar velur viðskiptavinurinn sjálfur. Smekkur manna er svo misjafn að við gefum mönnum færi á að velja sjálfum festingar fyrir bandið og við jörðu,“ segir Sævar sem eitt sinn bjó sér til stöng úr sitkagreni með lerki í toppnum og birki í festingunum. Hann upplýsir að það sé svolítil kúnst að smíða góða stöng. „Velja þarf beinan stofn, barkarskera hann og þurrka rólega. Bolurinn er síðan pússaður og lakkaður en það er einnig hægt að bera á hann olíu. Við erum að þróa þessa vinnu og líkar vel móttökurnar sem stangirnar okkar hafa fengið.“ Fánastangirnar frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur er hægt að sjá og kaupa í bækistöðvum þeirra í Heiðmörk og í Garðheimum sem hafa tekið þær í almenna sölu.  Stangir frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Vinalundi nærri Þingvöllum

Þjónusta fyrir garðeigendur! Gámaþjónustan hf býður þjónustu við garðeigendur á höfuðborgarsvæðinu á söfnun garðaúrgangs með tveimur mismunandi leiðum, Garðapoka og Garðatunnu. Garðatunnan

er 240 lítra tunna sem íbúar gerast áskrifendur að. Þú pantar Garðatunnuna á www.gardatunnan.is, fyllir út beiðni og tunnan verður send til þín. Hún er losuð á tveggja vikna fresti yfir sumarmánuðina og er hægt að sjá losunardaga á www.gardatunnan.is.

Garðapokinn

Gardatunnan.is

Garðaúrgangur

er veglegur og traustur plastpoki fyrir garðaúrgang. Þeir eru seldir 5 stk. í pakka og er hirðing pokanna ásamt innihaldi innifalin í verði. Þú pantar Garðapokann á www.gardapokinn.is, færð staðfestingu á pöntun og við sendum þér síðan pokana heim. Þegar þú pantar hirðingu á pokunum ferðu inn á www.gardapokinn.is og fyllir út beiðni. Einnig er hægt að hringja í síma 535 535 2520 250 og panta hirðingu. Í báðum tilfellum verða pokarnir sóttir samkvæmt áætlun sem hægt er að sjá á heimasíðunni.

Garðapokinn.is

Þjónusta fyrir græna fingur Í pokann má eingöngu fara garðaúrgangur!

21.779 maggi@12og3.is/03.12

Fyllið út beiðni á www.gardapokinn.is eða hringið í síma 535 2520 og pokinn verður sóttur. . Þjónustan gildir á höfuðborgarsvæðinu

Gardatunnan.is

Gardapokinn.is

Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2500 • soludeild@gamar.is • www.gamar.is Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  25


Eldhús hugsað upp á nýtt

k ynning Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Ikea

I

KEA bauð nýlega til kynningar á spánýrri hönnun eldhúsinnréttinga sem vakti forvitni okkar hjá Sumarhúsinu og garðinum. Nýja hönnunin gefur endalausa möguleika á mismunandi samsetningum og skapar aukið notagildi. Skápastærðirnar hlaupa á 20 sentimetrum, sem gefur möguleika á því að raða innréttingunum með öðrum hætti en áður bauðst. Ný hönnun á lömunum er spennandi kostur, en þær taka nú minna pláss sem gerir fólki kleift að vera með fleiri innri skúffur í skápunum. Eftir að hafa gengið um sýningarsali með ótal eldhúsinnréttingum í mismunandi stílbrigðum settust Aðalheiður Þorsteinsdóttir, teiknari á teiknistofu IKEA og Auður Gunnarsdóttir, sölustjóri niður við eldhúsborðið í stutt spjall.

„Nýju eldhúsinnréttingarnar byggja á legokubbahugmyndinni, þannig að minni

26  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

stærðirnar passa vel saman hvort sem eru neðri, efri eða háir skápar,“ segir Aðalheiður er þær stöllur eru spurðar um í hverju breytingin felist. „Stærðirnar hlaupa á 20 sm. Eru 20 40, 60 og 80 sm breiðar. Hægt er að raða skápum upp í endalausa hæð og undir súð.“ Önnur breyting eru lamirnar sem Auður segir gefa möguleika á að vera með fleiri innri skúffur í skápunum. „Lamirnar hafa breyst, þær taka minna pláss í skápnum. Lamirnar eru láréttar en voru lóðréttar áður og við þessa breytingu er meira pláss í skápunum. Enn ein breytingin er að nú eru 5 sm milli lamagata en áður voru 3,5 sm. Nú nýtast háu skáparnir betur fyrir skúffur. Það finnst mér vera mesta breytingin.“ Grunnskáparnir hafa sömu þykkt og áður en Auður nefnir að grunnfilman sé sterkari sem kemur til vegna stöðugrar þróunar en hönnunarteymi IKEA leitar stöðugt nýrra leiða til framþróunar. „IKEA hefur ætíð boðið mikið úrval hurða og skúffuframhliða en nú bætist enn við. Nú er í boði að fá skáphurðir sem ná

yfir tvo og jafnvel þrjá skápa. Ljósin eru einnig byltingarkennd, nú bjóðum við skúffuljós og afar nett ljós undir veggskápa sem felld eru inn á milli klæðningar og sjást ekki. Ljósin er hægt að fá með birtustillingu og fjarstýrð,“ segir Auður og viðurkennir hlæjandi að það sé svolítið 2007.

Fyrirmyndarþjónusta Eldhúsinnréttingarnar er hægt að fá í fleiri stílbrigðum en áður, litríkar, látlausar, í sveitastíl, skandinavískum stíl og nútímalegar svo eitthvað sé nefnt. Viðskiptavinurinn getur pússlað saman eldhúsinnréttingu sem passar honum með aðstoð forrits sem aðgengilegt er á heimasíðu IKEA. „Sem sjálfs-afgreiðsluverslun þá hvetjum við fólk til að raða saman innréttingunni sjálft með því að fara inn á www.ikea.is og hlaða niður teikniforriti sem hver og einn á að geta notað og inniheldur allar nauðsynlegar upplýsingar til að hanna eigið eldhús heima í tölvunni,“ segir Aðalheiður.


Jafnframt stendur viðskiptavinum til boða að fá sér sæti með ráðgjafa í versluninni. Auður bætir við að vilji fólk fá teikningu eða tillögu, þá þurfi að fylla út ráðgjafarbeiðni sem fari til teiknistofu IKEA. Við gefum okkur 7-10 daga til að vinna teikningar og sendum þær og athugasemdir við þær til viðskiptavinarins oftast í tölvupósti. Við sendum honum aðgang að skránum sem eru á hans nafni og hann getur sótt inn á vef okkar. Þar getur hann gert breytingar á teikningunni eða sent athugasemdir til baka til okkar með beiðni um breytingar.“ Aðalheiður segir þjónustuna vera mikið notaða og að hún sé endurgjaldslaus. „Svo er alltaf hægt að senda okkur fyrirspurnir um eldhúsinnréttingarnar og fylgihluti á netfangið: eldhús@ikea.is til að fá nánari upplýsingar.“ Eldhúsinnréttingarnar eru til í ýmsum verðflokkum. Gæðin á innréttingunum eru þau sömu en verðmunurinn felst helst í mismunandi borðplötum og framhliðum. Skúffur eru til í tveimur verðflokkum þannig að viðskiptavinurinn hefur val og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Við náum að halda sambærilegu verði á þessum innréttingum og var á innréttingunum sem er að hætta og það er ánægjulegt,“ sagði Aðalheiður að lokum. n

 Nýjar hæðir á skúffum gera það að verkum að hægt er að vera með fjölbreyttar innri skúffur í skúffuskápum.

 Litrík box gefa skemmtilegan blæ og lífga upp á innréttinguna. Skápinn er hægt að nýta fyrir leikföng eða skrautmuni.

 Ný gerð af skáphurðum með broti framan á uppþvottavélinni. Nú er hægt að hafa útlit á uppþvottavél með sama skúffuútliti og einingarnar við hliðina.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  27


Á hjara veraldar Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Páll Jökull Pétursson

T

æskuslóðir sínar til sumardvalar í bústöðum og í íbúðarhúsum sem þeir hafa gert upp á sínum æskuslóðum. Haukur Guðjónsson og Vilborg G. Guðnadóttir kona hans eru ein þeirra sem njóta þess að dvelja um helgar og í fríum á Ströndum, en þau eiga í félagi við systkini Hauks, fallegan bústað sem kallast Storð, í Trékyllisvík.

rékyllisvík í Árneshreppi á Ströndum er alla jafna fámenn sveit sem býr yfir náttúrufegurð og mikilfenglegu umhverfi. Á vorin flykkjast farfuglarnir norður á Strandir og í humátt á eftir þeim koma sumardvalargestir sem opna húsin sín eftir veturinn, dytta að eigum sínum og njóta þess að vera úti í náttúrunni á meðan sumarið endist. Með haustinu taka farfuglarnir stefnuna suður á bóginn.

Strandirnar sumardvalarstaður

Meðan síldarverksmiðjurnar í Ingólfsfirði og Djúpuvík voru starfandi bjuggu um 500 manns í sveitinni, en nú eru um 40 manns sem búa allt árið í hreppnum. Á sumrin margfaldast íbúafjöldinn er brottfluttir koma á

Haukur og Vilborg voru að undirbúa kvöldmatinn er okkur hjá Sumarhúsinu og garðinum bar að garði í byrjun júní. Dóttir þeirra hjóna Þórdís dvaldi með þeim um helgina ásamt eiginmanni, Eiríki Jósepssyni og syni þeirra. Boðið var inn í rúmgóða stofuna sem þau

28  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

sögðu að væri hönnuð með tilliti til þess að stórfjölskyldan gæti setið þar saman. Haukur er frá Kjörvogi við Reykjafjörð þar sem hann ólst upp með tólf systkinum sínum sem öll búa nú á höfuðborgarsvæðinu. „Við sækjum alltaf hingað vestur, eftir að við fluttum suður. Bústaðinn eigum við sex systkini í sameiningu, en þrjár fjölskyldur geta dvalist þar í einu í hvert sinn og er eitt herbergi fyrir hverja fjölskyldu,“ segir Haukur. „Það eru ekki margir eftir af þeim íbúum í Árneshreppi sem voru hér er ég ólst upp. Ábúendur eru núna á fjórum bæjum hér í Víkinni allt árið. Endurnýjun er lítil á svæðinu og lítið annað í boði en störf við landbúnað og ferðaþjónustu, en þó er komið ungt fólk sem stundar búskap hér á seinni árum.“


Það eru ekki margir eftir af þeim íbúum í Árneshreppi sem voru hér er ég ólst upp.

Hvíld frá skarkala hversdagsins

helgar og systkinabörn Hauks hafa kynnst á Finnbogastöðum til að upplifa sveitina vel og brallað er ýmislegt. „Dvalargestum og sauðburðinn. Þau sætta sig alveg við Vilborg segir að það sé friðurinn og hér stendur margt til boða, sem gefur þennan skort á tilbúinni afþreyingu. náttúran sem þau sækja í. Rúma fimm lífinu gildi, annað en það sem hægt er Nokkrir kallar koma hingað í viku á tíma tekur að aka vestur og skjótast þau oft að kaupa fyrir peninga í Reykjavík,“ segir haustin og veiða gæsir og endur, og svo um helgar og dvelja auk þess í sumarfríinu Haukur og mæðgurnar taka undir það. leikum við okkur í sjóstangveiði yfir í sveitinni. „Ég er hrifin af hrikalegu „Hér er ekkert sjónvarp og enginn sími, en sumarið,“ segir hún. „Þessi fríðindi eru landslagi eins og er að finna hér og það börnin vilja vera tengd og barnabörnin. heilmikil búbót.“ „Krakkarnir eiga bátinn,“ er gott að ganga um og vera einn með Hér er hægt er að ná 3G sambandi en segir Haukur og Þórdís dóttir þeirra bætir sjálfum sér. Við erum ekki með sjónvarp, símasamband er ekki gott. Þá þarf fólk inn í að það sé ótrúleg upplifun að fara engin dagblöð né síma, dvölin hér er bara að skemmta hvert öðru á meðan með pabba á gömlu miðin í Reykjafirði. bara afslöppun“, segir hún „Ég er búin að við dveljum hér.“ „Við veiðum allan fisk í matinn hérna, sem dugir fyrir þrjú heimili“ segir Þórdís, koma hingað á hverju ári í 45 ár. Í fyrst dvaldi ég í sveitinni hjá tengdaforeldrum Fiskað í soðið dóttir þeirra hjóna.Við eigum slöngubát mínum, en eftir að þau fluttu suður var Nóg er að stússa og segjast þau koma sem við erum með hérna, og veiðum bústaðurinn reistur, það var á árunum vestur til að taka þátt í lífinu í sveitinni. aðallega þorsk og einstaka ufsa og ýsu“, 1977-1978.“ Eftir að foreldrar Hauks „Tengdadóttir okkar er ættuð frá Bæ, en hún og eiginmaður hennar Eiríkur féllu frá varð bústaðurinn miðpunktur og við höfum aðgang að sveitalífinu, Jósepsson eru aðallega í veiðiskapnum fjölskyldunnar og er oft mannmargt um heyskapnum og börnin fara í fjárhúsin núorðið.

 Þórdís Hauksdóttir, Eiríkur Jósepsson og Haukur Guðjónsson njóta lífsins á Ströndum.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  29


 Innra burðavirki hússins myndar umgjörð fyrir miðju hússins utan um arinn og eldunaraðstöðu. Skorsteinn gengur uppúr þakinu miðju og hvíla sperrurnar upp við hann.

Við erum svo heppin að vera með besta vatn í heimi, sem við flytjum með leiðslu úr lind sem er uppi í fjalli, segir Vilborg. „Við settum tunnu yfir lindina og tengdum við hana lögn sem flytur vatnið að bústaðnum.

Sveitaböll í Trékyllisvík „Við Haukur fórum alltaf hingað norður um verslunarmannahelgar, eftir að börnin okkar komust á unglingsaldurinn til þess að forða þeim frá sollinum“ segir Vilborg og hlær, „og við fórum alltaf saman á sveitaböllin, en þá voru þau opin öllum sem voru orðnir fermdir. Eftir að krakkarnir urðu fullorðin, héldum við

30  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

að við myndum losna við þau, en nei, ekki aldeilis, þau héldu bara áfram að koma vestur um verslunarmannahelgina með okkur!“ „Notalegt er að koma hingað, ég hef alltaf sótt mikið hingað, og frá því um fermingu hef ég komið vestur um hverja verslunarmannahelgi á sveitaball í Trékyllisvík, en hef aldrei farið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum“ segir Þórdís. Í bústaðnum Storð er oft margt um manninn um verslunarmannahelgar. Húsið fullsetið, tjaldað í garðinum og sofið í fellihýsi. „Við erum farin að sækja svolítið í það að vera hérna saman á þessum tíma. Yngri hluti fjölskyldunnar fjölmennir á staðinn, en öll fjölskyldan býr á höfuðborgarsvæðinu. Unga fólkið setur það ekkert fyrir sig að keyra norður í Trékyllisvík á sumrin,“ segir Þórdís. Hún bætir því við að vegurinn sé orðinn svo góður að það taki einungis fjóra og hálfa klukkustund að keyra vestur. „Í fyrstu ferðum okkar hingað tók ferðalagið átta tíma. Við skruppum þá ekki hingað um

 Í bakið á arninum er gamaldags Sóló eldavél sem er bæði notuð til að elda á og til þess að kynda húsið. Hún brennir olíu og í arninum er brenndur viður. Hitinn frá vélinni hitar vatn í hitakút bæði fyrir neysluvatn í ofna hússins.

helgar eins og við gerum í dag heldur tókum frekar langa helgi frá fimmtudegi til mánudags. Þegar við vorum með krakkana litla vorum við hér allt að fjórar vikur í einu“ segir Vilborg og dóttir hennar minnist þessa tíma. „Ég var gjarnan send með flugi norður nokkrum dögum áður en pabbi og mamma komu, og þá gisti ég á Finnbogastöðum eða á Stóru-Ávík, og þau komu svo bara þangað og sóttu mig“ segir Þórdís.

Bústaðurinn hannaður kringum sófann Guðmundur Kr. Guðmundsson, arkitekt, er fjölskylduvinur og hafði átt sér þann draum að teikna sumarhús á hjara veraldar. Hér gafst honum tækifæri til að láta drauminn rætast. Við hönnun hússins hafði hann til hliðsjónar að húsið væri ætlað nokkrum fjölskyldum og gæti rúmað marga.Húsið er 85 fermetrar, í því eru þrjú herbergi, ásamt sameiginlegu rými sem er bjart og rúmgott. Út um


Við fórum alltaf saman á sveitaböllin í Trékyllisvík um verslunarmannahelgina, en þá voru þau opin öllum sem voru orðnir fermdir.

stofugluggana blasir við fjallahringurinn í Trékyllisvíkinni, Finnbogastaðarfjall, Nónhyrna, Vaxtarhyrna, Árnesfjall, Urðartindur , Kálfatindur og Krossnesfjall, einstök náttúrufegurð. Húsið var að hluta til byggt úr rekaviði, en teikningin er gerð af Guðmundi Kr. „Allur burðarviður hússins er úr rekaviði sem fengið var frá Ófeigsfirði og sagaður af Pétri Guðmundssyni hlunnindabónda,“ segir Haukur. „Ef ég myndi byggja mér bústað, þá myndi ég vilja hafa hann eins og þennan bústað“ segir Þórdís, „stór sófi sem rúmar flesta sem eru í húsinu og opið almenningsrými sem sameinar alla. Ég

 Sófinn er miðpunktur hússins og rúmar marga í einu.

 Undir húsinu er kæliskúffa sem notuð er til að geyma mat í. Skúffan rúmar vel allan þann mat sem þarf að vera í kæli fyrir stórfjölskylduna, en oft eru margt um manninn í bústaðnum.

heyrði að húsið hafi verið teiknað utan um þennan sófa, en Guðmundur Kr., arkitekt var búinn að sjá sófann áður en hann teiknaði húsið og valdi einnig öll önnur húsgögn, hurðarhúnana, ljósin og alla liti bæði úti og inni.“

fyrir gluggana á suðvestur hlið hússins fyrir veturinn. Því fylgir heilmikil vinna að vera með svona hús hérna fyrir norðan, það mæðir á því. Það loftar svo vel um húsið það hefur alltaf verið í lagi þegar við komum á vorin“ segir Haukur.

Hlerar fyrir glugga

Sumarblóm væru hallærisleg

Vetrarveður á Ströndum geta orðið skæð og mæðir mikið á bústaðnum. Húsið stendur á berangri, horn þess snúa beint í höfuðáttirnar fjórar með fjöruna í norður. „Eitt sinn brotnuðu fimm rúður í aftakaveðri af suðvestri og húsið fylltist af snjó. Síðan það gerðist höfum við sett hlera

Nafn bústaðarins, Storð, merkir land. Umhverfis bústaðinn er graslendi og holtagróður. „Frá náttúrunnar hendi er ekki trjágróður á þessu svæði og okkur finnst ekki passa að vera með einhvern trjágróður hér,“ segir Vilborg, „maður Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  31


 Gámur hýsir ljósavélina og í honum er geymslupláss fyrir verkfæri, málningu og ýmislegt sem þarf vegna viðhalds á húsinu. Byggt var yfir hann með torfi og lítur hann út eins og hóll í landslaginu.

 Rafmagn var tekið inní húsið fyrir nokkrum árum en fyrir þann tíma var olíukynt ljósavél sem er staðsett í gámi rétt við húsið.

 Bústaðurinn hlaut nafnið Storð, sem merkir jörð.

yfirfærir ekki fegurð úr einu umhverfi yfir í annað vistkerfi, hér væru sumarblóm bara hallærisleg, en úti í náttúrunni vex fallegur holtagróðurinn hér allt um kring.“ Aðspurð segjast þau aldrei hafa reynt að rækta grænmeti á staðnum, því það þarf að sinna því allt sumarið og við erum ekki nógu lengi hér til að það sé hægt“ segir Haukur.

maður yfirfærir ekki fegurð úr einu umhverfi yfir í annað vistkerfi, hér væru sumarblóm bara hallærisleg, en úti í náttúrunni vex fallegur holtagróðurinn hér allt um kring, segir Vilborg.

32  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Í hvíld frá skarkala hversdagsins í höfuðborginni er augljóst að fjölskyldan nýtur þess að vera sjálfs síns herra í sveitinni, veiða sér til matar og skemmtunar og fylgjast með bústörfum. Þegar næði gefst er hlustað á náttúrunna og notið landsins gæða. Fegurð náttúrunnar á Ströndum hefur slíkt aðdráttarafl, að skiljanlegt er að hún laði til sína farfugla og aðra sem hennar hafa einu sinni notið. n


Kynning

Óson og UV í vatni

drepur gerla og bakteríur

 Meðfylgjandi er teiknuð mynd af rotþró sem sýnir lagnir, seyrubrunn og siturlögn. UV tæki frá Elnínó getur leyst vandamálið á hagstæðan hátt en tækinu er komið fyrir í seyrubrunninum ásamt dælu. Seyrunni er dælt upp af botni brunnsins og leitt í tækið sem drepur allar bakteríur og gerla sem rennur í gegnum það. Vatnið fer síðan hreint, annað hvort beint út í jarðveginn eða út í siturlögnina.

Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Elnínó, Páll Jökull Pétursson

R

enownuv Electric og O₃ Technologies eru sérhæfð fyrirtæki í hreinsunarútbúnaði. Vatnshreinsitækin frá þessum fyrirtækjum þykja vönduð og eru meðal annars notuð til hreinsunar baktería og gerla úr neysluvatni og úr frárennslisvatni frá rotþróm annars vegar og með Óson í kranavatni til sótthreinsunar á matvælum og fleiru hins vegar. Hér á landi er það fyrirtækið Elnínó sem er með einkaleyfi á vörum fyrirtækjanna. Guðlaugur Hermannsson sölu- og markaðsstjóri tók á móti okkur á skrifstofu Elnínó að Akralind 4 í Kópavogi, en tækin vildum við kynna fyrir lesendum blaðsins.

Ozonboy er lítið og handhægt tæki til framleiðslu á Ósoni (O3) en það drepur bakteríur og gerla sem það kemst í snertingu við. Tækinu er komið fyrir á kranaopinu og þegar skrúfað er frá vatninu fer vatnið í gegnum tækið sem er með innbyggðum rafal sem hjálpar til við efnahvörf, myndun ozons. Ósonblandað vatn er til margra hluta nytsamlegt, það er

nýtt til að eyða lífrænum rotvarnarefnum og bakteríum af grænmeti, skola mat til að auka geymsluþol og til að eyða fiskilykt. Einnig er það notað til skola eldhúsáhöld, pela, snuð ogleikföng í þeim tilgangi að drepa bakteríur og gerla,“ segir Guðlaugur og fyrir þá sem eiga gæludýr þá dregur verulega úr lykt af þeim ef þau eru þvegin án sápu upp úr Ósonblönduðu vatni. Þá má bursta tennur upp úr Ósonvatni sem sagt er að geri þær hvítari. „Ósonvatn eykur líftíma afskorinna blóma verulega og síðast en ekki síst verður húðin mýkri og fallegri.

gegnumstreymið hreinsast vatnið með UV ljósinu og bakteríur og gerlar drepast. Tækið hentar einnig fyrir heimahús og sveitabæi þar sem vatnið gæti hugsanlega verið mengað.“ Góðir kostir Ósontækjana nýtast vel í heita pottinn.“Óson tæki er sett við vatnsrennslið inn í heita pottinn eða tengt við vatnsslöngu sem rennur út í pottinn. Kosturinn er ótvíræður því notkun á ósonvatni í pottinn dregur úr notkun klórs og annarra hreinsiefna og er að auki mun umhverfisvænna,“ upplýsir Guðlaugur.

UV tæki til hreinsunar við rotþrær Óson vatnið er drykkjarhæft eftir að það hefur staðið í um 20 mínútur og er það þá laust við gerla og bakteríur.“ Með tækjum til að festa á blöndunartæki fylgja mismunandi stútar og er kveikt á tækinu með rofa og ýtt á hnapp ef ætlunin er að láta renna úr krananum vatn sem ekki er blandað ósoni. Í sumarbústöðum og þar sem menn hafa grun um að neysluvatnið sé ekki gott eða þar sem ekki er vitað um uppruna þess, getur lítið tæki gert gæfumuninn. „Oft á tíðum er ástand vatns óljóst. Við seljum lítið UVtæki (UV stendur fyrir útfjólublátt ljós) sem komið er fyrir við vatnsinntak inn í bústaðinn. Vatnið rennur um tækið og við

 Tækinu er komið fyrir á kranaopinu og fylgja með margar tegundir af festingum sem henta mismunandi gerðum af krönum.

Mengun frárennslis frá rotþróm hefur undanfarin ár verið til umræðu og á það sérstaklega við um sumarbústaði sem eru í nágrenni við vötn og ár. Frárennslið getur borist í grunnvatn og segir Guðlaugur að dæmi sé um að menn hafi veikst af þeim völdum. „Sveitarfélög hafa verið í vandræðum með frárennsli frá bæjarfélaginu, framleiðslufyrirtækjum og sveitabýlum sem víðast hvar eru á undanþágu til að koma mengunarvörnum sínum í lag. Við vonumst til að geta orðið þeim að liði með UV tækjabúnaði okkar, og það sem kemur mönnum ætíð á óvart er verðið sem er einstaklega lágt á Renownuv tækjum sem notuð eru í stærri frárennsliskerfum.“ ELNÍNÓ ehf Akralind 4, 201 Kópavogi Sími: 537 8776 www.elnino-iceland.com Guðlaugur Hermannsson sölu- og markaðsstjóri

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  33


Heimagerðar hellur á Ströndum Tex ti: Snæfríður Ingadót tir. Myndir: Snæfríður Ingadót tir og Páll Jökull Pétursson

V

íða úti á landi þar sem langt er í næstu verslun og þjónusta takmörkuð er mikilvægt að kunna að bjarga sér með því sem hendi er næst og náttúran gefur. Hótelhaldararnir á Hótel Djúpuvík við Reykjafjörð kunna það svo sannarlega eins og heimagerðar hellur í hundraða tali við hótelið sanna.

„Fyrir 12 árum síðan vildum við helluleggja hér fyrir framan hótelið og þá fór ég að athuga hvað væri í boði og komst þá að því að flutningurinn á hellunum hingað kostaði meira en hellurnar sjálfar,“ segir Ásbjörn Þorgilsson, hótelhaldari á Hótel Djúpuvík við Reykjafjörð, aðspurður að því hvernig það kom til að hann hóf að steypa eigin hellur. Hellugerðin spratt því hreinlega af þörf en á síðastliðnum 12 árum hefur Ásbjörn steypt milli 5-600 hellur sem nýttar eru í gangstéttir við hótelið.

34  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Sandur úr fjörunni og járnarusl í hellurnar Hellugerðin er að sögn Ásbjörns ekki flókin. Við hótelið stendur gömul síldarverksmiðja og þar fann hann gamlar frystipönnur sem hann notar sem mót fyrir hellurnar. Uppskriftin er sement og sandur úr fjörunni sem sigtaður er á gömlum rúmbotni sem átti að henda. Hver hella er styrkt með koparhúðuðum stálvír sem lagður er í kross í steypuna. Vírinn gefur hellunum aukinn styrk auk þess sem Ásbjörn segir að ekki sé verra að koma vírunum sem lágu í víkinni sem rusl í gagnið og því sé um ákveðna endurnýtingu að ræða. „Þegar maður er uppalinn í sveit þá lærist fljótt að þá þýðir ekkert að henda, enda aldrei að vita hvenær þarf að nota það. Sonur minn sagði einu sinni; „Pabbi hendir engu og ef hann gerir það þá er það alveg örugglega ónýtt,“ segir Ásbjörn og hlær. Ásbjörn er ekki nándar nærri hættur hellugerðinni. Í sumar vill hann hellu-

leggja innkeyrsluna fyrir framan hótelið. Sementspokar frá því í fyrra liggja undir skemmdum og þeim verður að koma í lóg. „Það eru góð gæði í þessum hellum, þær brotna ekki svo glatt,“ segir Ásbjörn eins og elstu hellurnar í kringum hótelið sanna. Hann mælir þó ekki endilega með þessu nema fyrir þá sem ekki eiga gott aðgengi að tilbúnum hellum því hellugerðin er alls ekki auðveld vinna þó uppskriftin sé ekki flókin. Hver hella er nefnilega engin smásmíði, tvöfalt stærri en venjuleg hella og vegur um 45 kg. Það er því heljarinnar mál að flytja hellurnar til og leggja þær. „Ég er með um 65 síldarpönnur sem ég get steypt í, og er að ná svona 60-120 hellum á sólarhring.“

Vill virkja bæjarlækinn Fleiri framkvæmdir standa fyrir dyrum í sumar. Auk þess að halda áfram að dytta að gömlu síldarverksmiðjunni sem undanfarin ár hefur hýst listsýningar á sumrin þá stendur til að virkja bæjar-


SVONA BÝRÐU TIL ÞÍNAR EIGIN HELLUR

 Síðastliðin 12 ár hefur hóteleigandinn Ásbjörn steypt hellur til heimabrúks við hótelið.

 Ásbjörn og Eva fyrir framan Hótel Djúpuvík. Ásbjörn hefur verið að prófa sig áfram við hellugerð með þessum ljómandi fína árangri.

 Vírinn gefur hellunum aukinn styrk.

 Sveittur við steypuhrærivélina.

1. Finndu mót sem hægt er að steypa í eða útbúðu það t.d. úr vatnsheldum krossvið. Ath: Það þarf að vera auðvelt að slá mótið utan af hellunum þegar steypan er hörðnuð. Ekki hafa mótið of stórt því þá verða hellurnar ómeðfærilegar og erfiðara verður að leggja þær. 2. Vertu þér úti um steypuhrærivél, kerru eða bakka til þess að hræra steypuna í. Það er t.d. hægt að leigja steypuhrærivélar í áhaldaleigu Byko og Húsasmiðjunnar. 3. Vertu þér úti um sement, sand og steypustyrktarjárn. 4. Hrærðu þrefalt meira af sandi en sementi saman áður en þú bleytir í með vatni. Bættu vatni við eftir þörfum þar til blandan er orðin vel blaut en þó stíf. 5. Hálffylltu mótið með steypunni. Ef þú átt mótaolíu eða hráolíu getur verið gott að smyrja mótið horn í horn með henni. Steypustyrktarjárnið er klippt niður og tveir strengir lagðir horn í horn í mótið (í kross). Steypa sett yfir og jöfnuð út. 6. Gættu þess að steypan þorni ekki of hratt. Gott er að breiða plastdúk yfir hellurnar eða vökva þær og halda þeim þannig blautum meðan steypan tekur sig. Þegar steypan er hörðnuð er mótið slegið af.

Hótel Djúpavík:

Friðsæld við fjarðarbotn

lækinn. „Það er talsverð framkvæmd. Það eru ungir menn í Tækniskólanum sem eru að reikna út hversu mikið rafmagn slík virkjun getur gefið,“ segir Ásbjörn sem er spenntur fyrir framkvæmdinni enda blöskrar honum rafmagnsverðið – eins og reyndar ýmislegt annað er tengist málefnum landsbyggðarinnar. Sumarið lítur annars vel út hjá hóteleigendum, aldrei hefur verið eins mikill

gestagangur á hótelinu og í vetur, og það þrátt fyrir engar áætlunarsamgöngur á staðinn, né reglubundinn snjómokstur í fjörðinn. Ennfremur með auknum ferðalögum Íslendinga um landið og fjölgun erlendra ferðamanna er ljóst að margir munu nema staðar við hótelið í sumar - og spóka sig þar um á heimagerðum hellum! n

Hjónin Ásbjörn Þorgilsson og Eva Sigurbjörnsdóttir hafa rekið hótel í Reykjafirði á Ströndum síðan 1985. Þau eru miklir frumkvöðlar í ferðaþjónustu í Árneshreppi og var Eva sæmd fálkaorðu íslenska lýðveldisins um síðustu áramót fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifðum byggðum. Hótel Djúpavík, sem staðsett er í stórbrotnu landslagi við botn Reykjafjarðar, var byggt árið 1938 sem íverustaður fyrir konur sem unnu við síldarsöltun á staðnum en var síðar gert upp sem hótel. Á hótelinu, sem opið er allt árið, eru 8 herbergi auk þess sem boðið er upp á svefnpokagistingu í tveimur minni húsum. Eins er boðið upp á ýmsar veitingar í matsal hótelsins sem er sérlega hlýlegur. Hóteleigendur standa fyrir skoðunarferðum um síldarverksmiðjuna á staðnum sem byggð var árið 1935 og var í rekstri fram til ársins 1950. Í síldarverksmiðjunni er föst sýning, Sögusýning Djúpavíkur og eins hafa þar verið haldnar ýmsar listsýningar. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  35


Hvert skal halda?

Árneshreppur á Ströndum

S

egja má að það sé í tísku að koma á Strandirnar. Boðið er uppá siglingu frá Norðurfirði að Hornströndum yfir sumarið einnig eru dags- og kvöldsiglingar þangað fyrir ferðafólk. Gönguferðir á Hornstrandir eru vinsælar.

 Þakið á nýju kirkjunni í Árnesi dregur útlit sitt af Reykjaneshyrnu. Tex ti og myndir: Páll Jökull Pétursson

 Árin 1942-1944 var reist síldarverksmiðja á Eyri við Ingólfsfjörð. Rústir hennar standa ennþá og hægt að skoða þær, en gæta þarf varúðar í umgengni á þeim.

36  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Í Gjögri er allt komið í eyði, núorðið eru þar eingöngu sumardvalargestir. Í Árneshreppi er þjónusta við ferðamenn og töluvert gistipláss og lítið notalegt kaffihús í Norðurfirði þar er hægt að fá afar góðan mat. Kaupfélagið í Norðurfirði er útibú frá Kaupfélaginu

 Drangaskörð.

í Hólmavík. Sérstaðan er mikil, og má þar benda á sundlaugina í fjörunni í Krossnesi og mikla náttúrufegurð í fjöllunum í kring. Síðasta galdrabrenna á íslandi var í Kistuvogi hér í sveitinni, en þær voru nokkuð algengar á þessu svæði á tímabili. Í sveitinni bjuggu um 800 manns þegar flestir voru og síldarverksmiðjurnar í Ingólfsfirði og Djúpuvík voru starfandi, en nú eru þetta um 40 manns sem búa allt árið í hreppnum. Á sumrin margfaldast íbúafjöldinn og brottfluttir eru gjarnan að byggja sér sumarhús eða gera upp íbúðarhús á sínum æskuslóðum.


 Út með ströndinni rís Reykjaneshyrna úr sæ, en hún er einkennisfjall Árneshrepps.

 Í Djúpuvík er gömul síldarverksmiðja. Á Hótel Djúpuvík er hægt að fá leiðsögn um húsið og sögu þess.

 Útsýnið frá Gjögri er mikilfenglegt. Fjallið Kambur norðan við Reykjafjörð.

 Krossneslaug stendur niður í fjöru á Krossnesi, 15 mínútna akstur frá Norðurfirði.  Þrjátíu dala stapi heitir þessi drangur sem er í Árneshreppi á Ströndum, skammt frá Krossnesi. Sagan segir að maður hafi klifið dranginn og skilið eftir silfursjóð, 30 dali, og þeir bíði ennþá þess sem getur klifið hann aftur.

 Áður fyrr var mikil útgerð í Árneshreppi, og víða má sjá leifar frá gamalli tíð.

 Á Munaðarnesi er fjöldi fallegra bergmyndana og bergganga sem hafaldan sverfur.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  37


Friðartré gróðursett í Hveragerði Friðartré var gróðursett í Hveragerði um miðjan júní í tengslum við friðarhlaupið sem þá var á ferð sinni um landið. Fyrir valinu varð hengiaskur (Fraxinus excelsior), sem mun í framtíðinni mynda glæsilega trjákrónu sem notalegt verður að sitja undir. Bæjarstjóri boðaði að þar yrði síðar settur bekkur svo gestir geti notið friðar í garðinum. Það var Guðmundur Þór Guðjónsson, formaður bæjarráðs sem gróðursetti tréð með dyggri aðstoð viðstaddra.

Rabarbarinn vex víða Á ferð sinni um Strandirnar rakst ljósmyndari blaðsins á þennan rabarbaragarð á Seljanesi við Ófeigsfjörð.

Ræktar kryddið í frystikistu Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri hjá Kjörís fer óhefðbundna leið í ræktun en hún ræktar kryddjurtirnar sínar og jarðaberin í frystikistu. Hún grínast með hugmyndina og segir að það hafi verið svo kalt það sem liðið er af sumri að það sé bara eins gott að vera með kryddið í frystikistunni. Hún setti mold í kistuna og það er kostur að geta dregið glært lokið fyrir þegar helli rignir eða blæs köldu.

Verkefnið „leggjum rækt við frið“ fór fram samhliða Friðarhlaupinu, en það gekk út á að sveitarfélög gróðursetji tré sem er tileinkað friði. Friðartrén minna okkur á að rétt eins og við þurfum að hlúa að og leggja rækt við trjáplöntuna svo hún megi vaxa og dafna, þurfum við að hlúa að og leggja rækt við friðinn í sjálfum okkur og samfélaginu, svo hann megi vaxa og dafna.

38  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


Viðarvörn nr. 1 á Íslandi

Tryggðu viðnum bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra veðra von. bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra veðra von.Tryggðu viðnum vörn. Á Íslandi er allra veðra von. Tryggðu viðnum bestu fáanlegu allra veðra von. Tryggðu viðnum best gu vörn. Á Íslandi er allra Tryggðu viðnum bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra veðra von. bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra veðra von.Tryggðu viðnum vörn. Á Íslandi er allra veðra von. Tryggðu viðnum bestu fáanlegu

Notaðu sumarið til að verja viðinn! Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss. Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar.

Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BAUHAUS • BYKO Akranesi Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Virkið Hellissandi • Málningarbúðin Ísafirði Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO Reyðarfirði • G.T. VÍK Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupstað BYKO Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík • N1 verslun Grindavík

ÍSLENSKA / SIA.IS / MAL 64558 06/13

Kjörvari - fyrir íslenskar aðstæður


Systkinin samankomin með Magnúsi fyrir miðju. Talin frá vinstri; Bjarni, Þorvaldur, Vilhjálmur, Gunnar og Margrét.

Gróðrarstöðin Heiðarblómi 25 ára

H

jónin Magnús Sigurjónsson og Viktoría Þorvaldsdóttir hófu ræktun á harðgerðum víðiplöntum, til sölu í bakgarði sínum árið 1988. Plönturnar seldu þau sveitungum sínum og þeim sem áttu leið hjá. Síðar bættust við aspir og kvistir og samhliða þeirri ræktun framleiddu þau sumarblóm fyrir hreppinn, fram að sameiningu við Árborgarsvæðið. Margrét dóttir þeirra hjóna kom að rekstrinum árið 2006, en hún er garðyrkjuskólagengin og í hennar umsjón hefur úrvalið aukist. Vilhjálmur bróðir hennar vann einnig um tíma að ræktuninni með föður sínum og er enn liðtækur í fríum sínum. Öll hafa systkinin lagt hönd á plóginn og á hátíðinni voru bræðurnir við grillið, en boðið var upp á grillaðar pylsur með öllu, drykki auk kaffisopa. Margrét var við afgreiðsluna og fóru margir gestanna með fangið fullt af blómum heim til að prýða garða sína. Sumarhúsið og garðurinn óskar fjölskyldunni á Stokkseyri til hamingju með áfangann og farsældar í framtíðinni.

40  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


Plöntusala Bakka- og pottaplöntur. Fura, greni, lauftré og runnar. Aspir 3–5 m há tré.

OPIÐ

frá kl. 10–18

Matur á góðu verði opið kl. 10:00 – 14:00 alla virka daga Erum með veisluþjónustu og sal til útleigu

Reykholti Biskupstungum • s. 694 7074 gardkvistar@simnet.is • www.kvistar.is

sími 660 1840 / 482 1770  Tryggvagötu 40  800 Selfoss

Garðlausnir Gæði, fegurð og góð þjónusta Steypustöðin býður upp á mikið úrval af fallegum hellum og mynstursteypu fyrir heimili, garða, göngustíga og bílaplön.

Skoðaðu úrvalið á www.steypustodin.is Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum.

20 YFIR

TEGU N AF HE DIR LLUM

4 400 400 Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

Láttu draumagarðinn verða að veruleika Pantaðu landslagsráðgjöf í dag! Halla Hrund Pétursdóttir, landslagsarkitekt FILA, hjálpar þér við að skipuleggja draumagarðinn þinn.

4 400 400 Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina.

Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður

Hrísmýri 8 800 Selfoss

Malarhöfða 10 110 Reykjavík

Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær

Sími 4 400 400 www.steypustodin.is


Smíðað úr bobbingum Tex ti og myndir: Snæfríður Ingadót tir

 Bekkur með bobbingafótum á Þórshöfn.

B

obbingar finnast oft í fjörum landsins en þessi kúlulaga járnflykki hafa yfirleitt slitnað af trollum skipa. Í sjónum velkjast þeir oft heillengi áður en þá rekur á land þar sem garðeigendur týna þá oftar en ekki upp og nýta sem garðskraut eða smíða úr þeim eitt og annað nytsamlegt.

Stálbobbingar eru aðeins framleiddir á einum stað á landinu, hjá Stáldeild Gúmmívinnslunnar á Akureyri, en fyrirtækið er eitt fárra í heiminum sem framleiðir stálbobbinga. Slíkir bobbingar hafa verið framleiddir á Akureyri frá árinu 1960 og má auðveldlega þekkja framleiðslu fyrirtækisins á þversaumi sem er um bobbingana miðja. Ef enginn

þversaumur er á bobbingnum er um erlenda framleiðslu að ræða.

Varasamt að saga ofan Þó bobbingar séu upphaflega hugsaðir til notkunar á veiðarfæri hafa þeir verið nýttir í ýmislegt annað í gegnum tíðina af hugvitsömu fólki sem fundið hefur þá í fjörum landsins. Víða má t.d. sjá þá

islenskt.is

Silfurtún

Tex ti: SFG. Myndir: Hari.

Í Silfurtúni á Flúðum rækta hjónin Eiríkur Ágústsson og Olga Lind Guðmundsdóttir jarðarber, tómata og rauðkál. Þau keyptu garðyrkjustöðina árið 2002 en garðyrkja hófst í Silfurtúni á sjöunda áratugnum. Eiríkur og Olga

42  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

eru garðyrkjubændurnir á Íslandi sem rækta jarðarber í sölu til neytenda. Jarðarberjaræktin í Silfurtúni þekur um 4000 fermetra gróðurhúsa. Jarðarberin eru töluvert viðkvæm

í ræktun, berin eru því handtýnd og flokkuð strax í umbúðir og send samdægurs í verslanir. Hraðar hendur þarf að hafa þegar uppskerutíminn nær hámarki, sem er í lok júní og fram í júlí. Gæði og ferskleiki


 Borð úr bobbingum á Þórshöfn.

 Blómaker á Borðeyri.

 Fundur í fjöru. Garðeigendur taka oft bobbinga sem finnast í fjörum landsins með sér heim og nýta sem garðskraut.  Blómaker með mynstri á Akureyri.

nýtta sem garðskraut í heilu lagi og eins hefur verið vinsælt að saga þá í sundur og nýta sem blómapotta. Kamínur má einnig smíða úr þeim og þá hafa þeir verið nýttir í grill og sem borðfætur. Það er þó alls ekki hættulaust að smíða úr bobbingum því inn í þeim getur verið mikill þrýstingur. Það er því vissara að vita hvað maður er að gera ætli maður að taka bobbing í sundur. Það á t.d. alls ekki að saga gat beint ofan á bobbinginn heldur frekar í rörið sem er inn í bobbingnum. n

eru því tryggð frá Eiríki og Olgu. Yfir sumarið eru daglegar sendingar af jarðarberjum frá Silfurtúni. Ræktunin er vistvæn en býflugur sjá um að frjóvga jarðarberjablómin. Tilbúnum áburði er haldið í lágmarki

og lífrænum vörnum beitt í stað lyfja. Býflugur sjá einnig um að frjóvga tómataplönturnar en tómataræktin í Silfurtúni þekur um 1500 fermetra gróðurhúsa.

Eins og í jarðarberjaræktuninni er lífrænum vörnum beitt í og eru tómatarnir handtíndir annan hvern dag. Þeir eru flokkaðir og pakkað í neytendaumbúðir sama dag og þeir eru tíndir, og sendir beint í verslanir.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  43


Grónar grundir og fjallasalir

S

Tex ti og myndir: Jónatan garðarsson.

Jónatan Garðarsson

agan er á hverju strái í Dalasýslu og þar gerðust atburðir á fyrstu öldum Íslandsbyggðar sem sagt er frá í fornsögunum. Ekki verður dvalið við þær sagnir, því ætlunin er að leiða lesendur um nyrsta hluta Hvammssveitar og Fellsströnd að Klofningi. Skaginn sem gengur fram í Breiðarfjörð milli Hvammsfjarðar og Gilsfjarðar, er fjalllendur en láglendi er fram með ströndinni. Dalir liggja í áttina að hæsta fjallinu, Skeggöxl sem er 864 m hátt. Helstu samgönguleiðir áður en bifreiðar komu til sögunnar voru fjallvegir og reiðgötur meðfram ströndinni þar sem meginleiðin er í dag.

Auður djúpúðga og Sturlungar

umsvifamikilla höfðingja sem tóku þátt í örlagaríkum atburðum á Sturlungaöld. Á sama tíma og þeir véluðu um völd sátu þeir að skriftum því þetta voru skáld og sagnameistarar sem skrásettu margt af því sem telst til mestu gersema íslenskra fornbókmennta. Árni Magnússon prófessor og handritasafnari ólst upp í Hvammi á 17 öld hjá Katli Jörundssyni móðurföður sínum. Líkast til vaknaði áhugi Árna á fornsögum og varðveislu þeirra heima í Hvammi.

Listfengar ættir Handan Hvammsár er Hofakur og þaðan lágu leiðir í Skarðsstrandardali. Þeir sem ætla að ganga gömlu fjallvegina ættu að búa sig vel og leita ráða hjá heimamönnum áður en lagt er af stað.

Krosshólaborg þar sem Auður djúpúðga stundaði bænahald er fyrsti áningastaður. Vegurinn liggur yfir Skarfsstaðagrund Hún lét reisa þar krossa, því hún var framhjá Skarfsstöðum og Kýrunnarskírð og vel trúuð. Stór steinkross sem stöðum þar sem sama ættin hefur búið félagasamtök breiðfirskra kvenna létu frá því um 1800. Farið er um Hafnarháls útbúa var afhjúpaður þar sumarið 1965. sem nefndur er eftir Knarrarhöfn. Þaðan Hægra megin vegar eru Skerðings- var Þórhallur Þorgilsson prófessor, faðir staðir og í austanverðum Skeggjadal gítarleikarans Ólafs Gauks. Þórhallur var eru Hvammur og Hvammskirkja sem bróðir Helgu skólastjóra Melaskóla og var vígð 1884. Við kirkjuna er steinsúla Steinunnar húsfreyju á Breiðabólsstað. til minningar um Snorra Sturluson, Ragnar Þórhallsson söngvari Of Monsters einn þriggja sona Hvamms-Sturlu And Men er sonarsonur Dóru Gígju systur Þórðarsonar. Hann var ættfaðir Sturlunga, Ólafs Gauks.

44  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Austan Knarrarhafnar eru Teigur og eyðibýlið Ketilsstaðir, en dágóður spölur er að Skoravík sem er í eyði. Þarna var gamla reiðgatan út með ströndinni. Hóll stendur við Hólsá þar sem Fellsströnd hefst og næstu bæir eru Hafursstaðir og Breiðabólsstaður. Þar var fyrsta vatnsaflsstöð sveitarinnar sett upp 1955 til heimanota. Friðjón Þórðarson sýslu- og alþingismaður og Guðbjörg móðir Þorgeirs Ástvaldssonar útvarpsmanns voru frá Breiðabólsstað. Þangað fluttu forfeður þeirra á fyrri hluta 18. aldar. Steinunn Þorgilsdóttir móðir þeirra kenndi Svavari Gestssyni alþingismanni og ráðherra tvo vetrarparta en bóndi hennar Þórður Kristjánsson var ömmubróðir Svavars.

Flekkudalur og Efribyggð Milli Valþúfu og Hellu skiptist vegurinn. Meginleiðin fylgir ströndinni en hin fer um Efribyggð. Á leiðinni þangað er eyðibýlið Skógar til vinstri og handan hálsins er Túngarður. Þaðan var Gestur Magnús Þorleifur Magnússon sem bar nöfn þriggja manna frá Staðarfelli sem drukknuðu ásamt vinnukonunni Sigríði nærri landi haustið 1920. Gestur var gáfumenni sem hélt menntaveginn og stundaði háskólanám. Hann starfaði um


 Krosshólaborg og krossinn til minningar um Auði djúpuðgu sem reistur var sumarið 1965.

skeið við bókasafn Alþingis en síðustu æviárin sem safnvörður í Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Þegar komið er yfir hálsinn blasir við kjarri vaxið land sem hét Finnmörk framyfir 1700. Svo fór að nafnið aflagðist og meginhluti dalsins er síðan nefndur Efribyggð. Innar liggur Flekkudalur til fjalla og Flekkudalsá rennur um dalinn. Bæirnir Hallsstaðir, Svínaskógar, Lyngbrekka og Orrahóll tilheyra Efribyggð og undir fjallinu Galtartungu er samnefndur bær ásamt Tungu. Vestan Tunguár undir Kjallaksstaðafjalli er Grund, æskuheimili Svavars Gestssonar. Faðir hans Gestur Sveinsson byggði Grund sem nýbýli neðst í Galtardal um miðja síðustu öld. Ofar voru Litli- og Stóri-Galtardalur og bjó skáldið Jón frá Bægisá Þorláksson þar um tíma, en hann var prófarkalesari við Hrappseyjarprentsmiðju. Guðbrandur Vigfússon fæddist í Galtardal árið 1827. Hann tók saman fyrstu íslensk-ensku orðabókina og var prófessor í norrænum fræðum við háskólann í Oxford, eða Öxnafurðu.

 Minnismerkið um Snorra Sturluson á fæðingarstað hans í Hvammi.

 Harastaðaklif. Birkirkjarrið breiðir úr sér víðsvegar á Fellsströnd.

 Staðarfellskirkjugarður.

Galtardalsá heitir allt eins Tunguá þar til hún rennur í Flekkudalsá við Ytrafellsmúla og eftir það heita þær Kjallaksstaðaá. Góð veiði er á þessum slóðum og það er áhugavert að ganga meðfram ánum hvort sem rennt er fyrir fisk eða ekki. Veðursælt getur verið í kjarri vöxnum dölum og það er holt að reyna á sig við að klífa fjallaskörðin.

Höfuðbólið Staðarfell Þeir sem fara ekki Efribyggðaveg aka um Neðribyggð. Skógrækt ríkisins er eigandi Skóga og ná skógarteigar að Staðarfelli, fornu höfuðbóli og kirkjustað sem stendur á hjalla í miðri hlíð. Þórður Gilsson faðir Hvamms-Sturlu átti Staðarfell

 Flekkudalur og Flekkudalsá. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  45


 Klofningur og Klofningsfjall skilja að Fellsströnd og Skarðsströnd.

og síðar bjó þar fræðimaðurinn Bogi Benediktsson sem skráði Sýslumannsævir. Hann lagði grundvöll að íslenskum ættfræðirannsóknum og persónusögu. Seinasti bóndinn Magnús Friðriksson gaf jörðina 1921 til stofnunar húsmæðraskóla eftir að Gestur sonur hans og þrír aðrir drukknuðu. Húsmæðraskóli var starfræktur þarna frá 1927 til 1976 en starfsemi á vegum S.Á.Á. hefur verið á Staðarfelli frá 1980. Undir Brúnum eru Harastaðir sem heita Arastaðir í Sturlungu. Þar gengur klettarani til sjávar og fór gamla reiðleiðin um bratt Harastaðaklifið. Nú hefur verið sprengt fyrir veginum og þar sjást hvítar skellur í grágrýtisberginu. Þarna var góður efniviður í legsteina sem entust vel og gott var að móta.

Skógivaxnar hlíðar Undir Ytrafellsmúla var bærinn Ytrafell og setur Ytrafellskógur svip á umhverfið. Skógurinn var girtur árið 1940 en skipuleg gróðursetning hófst um 1960. Innan girðingar eru surtabrandsgrafir þar sem brúnkol voru tekin. Nokkur sumarhús eru í skóginum ásamt veiðihúsi. Þarna víkkar sjóndeildarhringurinn og undirlendi er umtalsvert. Góð yfirsýn fæst ef gengið er upp á Ytrafellsmúla. Handan Breiðafjarðar er Snæfellsnesfjallgarður á aðra hönd en Reykhólar, Reykjanesfjall og Barðaströnd á hina. Eyjarnar eru óteljandi og flestar flatlendar en hæst rísa keilulaga klakkar á  Langeyjarnes, Langeyjar og Snæfellsnesfjallagarður.

46  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Klakkeyjum. Eiríkur rauði leyndi skipum sínum fyrir fjandmönnum í Dímonarvogi í Klakkeyjum áður en hann sigldi til Grænlands. Halda mætti að hægt sé að ganga þurrum fótum milli eyjanna, svo þéttar virðast þær. Sundin milli þeirra eru víða djúp og sum svo straumþung að varasamt er fyrir ókunnuga að sigla þau.

Kjallaksstaðavogur Land Auðar djúpúðgu þrýtur við Kjallaksstaðaá og þar tekur við landnám Kjallaks sem nefndur var Barna-Kjallakur. Þar á myndlistarmaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson sumardvalarstað. Hinumegin Kjallaksstaðavogar er Arnarbæli og fyrir botni vogarins var Vogur. Við túnfótinn er minnismerki um fræðiog stjórnmálamanninn Bjarna Jónsson. Framleiddir voru vindlar í Hollandi sem báru nafn Bjarna frá Vogi. Hann var þingmaður Dalamanna og lektor við Háskóla Íslands í latínu- og grísku og annálaður íslenskumaður. Bjarni bjó til orðið knattspyrna sem honum fannst fallegra en fótbolti. Vogabærinn var fluttur nær fjallinu á stríðsárunum og stendur nærri Víghólsstöðum sem eru undir samnefndu fjalli. Huldufólksbyggð er í klettum við Ormsstaði og var kært með mönnum og huldufólki eftir að álfkona læknaði barn á bænum árið 1790. Framundan eru Sveinsstaðir og á móts við þá er leiðin út á lágreist Dagverðarnes sem teygir sig út í fjörðinn.

Dagverðarnes og Klofningur Vegslóði liggur að eyðibýlinu Dagverðarnesi og gömlu kirkjunni. Smávötn, tjarnir og mýrarsund einkenna nesið ásamt klettaborgum og grónum melum. Utan við Dagverðarnes eru Skáley, Purrkey og Hrappsey þar sem fyrsta prentsmiðja í eigu veraldlegra aðila var stofnuð 1773. Smáeyjar, hólmar og sker teygja sig í áttina að Stykkishólmi. Enginn ætti að sleppa því að skoða Dagverðarnes og það er ekki síðra að fara um Efra Langeyjarnes. Efri Langey er handan sundsins Þröskulda sem er göngufært á stórstraumsfjöru. Krosssund kemur fyrir í Sturlungasögu en það skilur Fremri Langey og Efri Langey. Utar er Arney þar sem Guðmundur Ólafsson sem starfaði við prentverk í Hrappseyjarprentsmiðju bjó. Undir Klofningsfjalli er Hnúksfjall og bærinn Hnúkur. Klettahryggur með skarði gengur fram úr fjallinu. Fjárrétt var í skarðinu og talið er að sauðaþjófar hafi verið hengdir þar en nú liggur akvegurinn um klofninginn. Gamla þjóðleiðin lá nær fjallinu um minna skarð. Á klettinum vestan Klofningsskarðs er útsýnisskífa með helstu örnefnum og kennileitum. Víðsýnt er af klettinum þó hann standi ekki hátt. Þetta er kjörinn áningastaður með bekk og borði og tilvalið að enda skoðunarferðina við Klofning. n


Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  47


Fjölbreytt fuglalíf í Dölum Tex ti og myndir: Jóhann Óli Hilmarsson.

 Þó örninn sé sjaldgæfur, er hann óvíða algengari en í Dölunum. Myndin sýnir fullorðinn fugl.

 Rauðbrystingar nota fjörur og leirur í Breiðafirði til að safna orku fyrir erfitt farflug milli varpstöðva á Grænlandi og Íshafseyjum Kanada og vetrarstöðva í V-Evrópu. Þær skipta sköpum fyrir lífsafkomu þessa fugls.

Jóhann Óli Hilmarsson

D

alirnir einkennast af vogskorinni strandlengju, fjalllendi með láglendisræmu við sjóinn, miklum fjölda eyja og svo dölunum sem sveitin fær nafn sitt af. Þetta er frjósöm sveit og landbúnaður með blóma. Fuglalíf er fjölskrúðugt og búsvæði fugla fjölbreytt. Hér verður sagt frá fuglalífi í Dölum og fjallað um helstu fuglaskoðunarstaði sveitarinnar.

48  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Breiðafjörður og eyjarnar Hluti eyjanna óteljandi á Breiðafirði tilheyra Dalasýslu. Helstar þeirra eru Akureyjar, Rauðseyjar, Rúfeyjar og eyjarnar umhverfis Dagverðarnes. Meðal þeirra eru Langeyjar, Purkey og Hrappsey nafnkunnastar. Eyjarnar eru flestar grösugar og sumar skarta gróskumiklum hvannaskógum. Ríkulegur þörungagróður er í fjörum og á grunnsævi. Fjörðurinn er víða grunnur svo 5-6 m

hæðarmunur er á sjávarstöðu flóðs og fjöru. Fjörur og leirur eru þess vegna óhemju víðlendar. Selir kæpa á skerjum og fuglalíf eyjanna er einstætt, bæði hvað varðar tegundaauðgi og stofnstærðir. Helstu varpfuglar í eyjunum eru toppskarfur, dílaskarfur, fýll, æðarfugl, svartbakur, rita, teista og lundi. Haförn finnst, svo og fjöldi mófugla og andfugla, sem of langt mál yrði upp að telja. Sigling


 Hvítmáfur er einkennismáfur Breiðafjarðar og Vestfjarða.

 Tígulegur svartbakur á skeri í Hvammsfirði.

í eyjarnar getur verið varasöm vegna strauma og skerja. Breiðafjörður er verndaður með lögum frá 1995. Þó er jafnt og þétt skorið af mikilvægum leirum með vegagerð og nægir að nefna stíflun Gilsfjarðar sem dæmi um óafturkræfa skerðingu á mikilvægu lífríki fjarðarins.

Fellsströnd og Skarðsströnd Frá Svínadal, um Skarðsströnd og Fellsströnd eru brött fjöll á aðra hönd en sums staðar nokkuð láglendi nær sjónum. Eins og víða annars staðar við innanverðan Breiðafjörð eru fjölmargar eyjar og

hólmar skammt frá landi, sem sum hver eru mikilvæg varp- og fæðusvæði fyrir fugla.Búsvæði fugla á Skarðsströnd og Fellsströnd eru einna helst ströndin, leirur og mólendi sem þekur meira og minna allt láglendið undan fjöllum. Votlendi er mest á utanverðri Skarðsströnd en mesta skóglendið á vestanverðri Fellsströnd. Meðal markverðra fugla má nefna að nokkuð hvítmáfsvarp er á nokkrum stöðum á Skarðsströnd. Þar er mikilvægur viðkomustaður fargestanna margæsar, rauðbrystings og tildru á vorin og síðsumars/hausts.

 Ritan gerir sér hreiður í eyjum eða sjávarhömrum. Það er gert úr sinu, gróðurleyfum og þangi og límt saman og fest á klettinn með driti og leir.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  49


Þar sem vegir liggja meðfram sjó er oft auðvelt að komast í tæri við margar sjófugla- og vaðfuglategundir þar sem gott útsýni er yfir sjó og strendur. Sums staðar liggur vegurinn þó of fjarri ströndinni til að hægt sé að skoða fugla af honum. Klofningur er fjallið þar sem Breiðafjörður klofnar í Hvammsfjörð og Gilsfjörð. Við vesturenda þess mætast Fellsströnd og Skarðsströnd. Svæðið við Klofning er einn elsti staðurinn í Dölum til að sjá haferni. Það má eiginlega bóka það að sjá erni, sé ekið rólega um Dalina, sérstaklega við sjávarsíðuna. Þeir sjást annað hvort á flugi eða sitjandi á góðum útsýnisstað. Bannað er að koma nær arnarhreiðri en í 500 m fjarlægð nema með leyfi Umhverfisráðuneytis.  Æðarfugl er útbreiddur varpfugl í eyjum og með ströndum í Dölum.

 Toppskarfur í varpi, þeir eru hvergi algengari en á Breiðafirði.

Saurbær og Gilsfjörður Svonefndir Saurbæjarósar eða Ósar eru ósar Staðarhólsár og Hvolsár, skammt norðvestan við gatnamótin við Skriðuland. Þar er talsvert votlendi og talsverð fjara, Saurbæjarfjara. Í ósnum sjást oft straumendur og ofan stíflunnar í ósnum má sjá hávellur og lóma. Neðan stíflu var talsvert af vaðfuglum og vatnafuglum, t.d. stelkar, tjaldar, heiðlóur, sandlóur, sendlingar, stokkendur og skúfendur. Gilsfjarðarvegur stíflaði Gilsfjörð svo hann er nú ísalt lón sem leggur á vetrum. Brúin er svo stutt að lítil sem engin vatnaskipti eru innan stíflunnar. Oft eru hópar af fuglum í ætisleit við brúna þegar vatn fellur úr lóninu á fjöru. Dílaskarfavarp er í skerjum við Garpsdalsey innan brúar. Hópur álfta safnast fyrir á lónið síðsumars. Fleiri góða fuglastaði má finna í Dölum. Má þar nefna Skógarströnd, svæðið umhverfis Búðardal og mýrar og tjarnir í dölunum. Þeim verður ekki gerð nánari skil að þessu sinni, en sjón er sögu ríkari á þessu fjölbreytta og skemmtilega fuglasvæði. n Stuðst við vef Umhverfisstofunnar og: Arnór Þrastarson, Róbert Arnar Stefánsson og Jón Einar jónsson 2012. Fuglaskoðun á Snæfellsnesi og í Dölum Grunnupplýsingar ætlaðar ferðaþjónustu og ferðamönnum. Náttúrustofa Vesturlands, 78 bls. Myndir af örnum eru teknar með leyfi Umhverfisráðuneytis.

 Toppskarfur

 Teistan er algeng í eyjum og hólmum. Hún þykir skrautleg með sinni svörtu, hvítu og rauðu litasamsetningu.

50  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


RB RÚM ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA í 70 ÁR

Ný sending frá ESPRIT home 100% bómull Verð11.700 kr.

Hagstætt verð og góð þjónusta

RB RÚM

DALSHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI SÍMI 555-0397 RUM@RBRUM.IS WWW.RBRUM.IS


Svalagarðar – lokaverkefni Írisar Haddar Pétursdóttur

S

valargarður, lokaverkefni Írisar Haddar Pétursdóttur nema á skrúðgarðyrkjubraut LBHÍ var afar athyglisvert verkefni þar sem hún notaði í bland endurnýtanlegt efni og nýtt. Íris Þöll hannaði og sett upp 16 m2 svalargarð á verksvæði skólans. Verkefnið fólst í hugmyndavinnu, hönnun, efnisvali auk skýrslugerðar og kynningu á verkinu. Verkefnið tvinnaðist inn í námið á síðustu önn þess undir leiðsögn kennara. Lokahnykkurinn var uppsetning eftir teikningu í raunstærð og svalagarðurinn var til sýnis á Sumardaginn fyrsta 2012. Íris Hödd sagðist hafa verið rosalega sátt við útkomuna er við hittum hana á sýningunni. „Við höfum verið ótrúlega heppin með kennara, Ágústa

52  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Erlingsdóttir aðalkennari okkar á skrúðgarðyrkjubrautinni var okkur alger stuðningsbolti og verkefnið var afar lærdómsríkt, segir hún sem var að ljúka námi í skrúðgarðyrkju. Áður hafði hún verið á nemi á blómaskreytingarbraut skólans og numið útstillingar í Iðnskólanum í Hafnarfirði.

á netinu og fann margar hugmyndir. Ég valdi að vera með krydd- og matjurtir á svölunum, borð og stóla, grillaðstöðu og rennandi vatn. Hjá mér snérist efnisvalið um að nota það sem ég hafði í höndunum. Í dag er vinsælt að nýta það sem til er og það þarf ekki að kosta svo mikla peninga að gera vistlegt í kring um sig.“

En hvað kom til? Af hverju urðu svalir fyrri valinu? „Margir eru með litlar svalir. Það eru endalausir möguleikar á því að gera þar skemmtilega hluti. Um að gera að leyfa hugmyndunum að flæða og vera óhrædd að prófa sig áfram. Ef fólk er óöruggt þá er um að gera að leita til fagmanna. Ekki nokkur spurning. Ekkert mál þótt þú fáir ekki hugmyndina sjálfur, aðrir sjá kannski það sem þú sérð ekki.“ Íris Hödd segist hafa legið á netinu þegar hún var að vinna verkefnið. „Ég fletti upp

Í vegg, pall og ræktunarkassa notaði Íris Hödd mótatimbur. „Algengt er að menn noti viðareiningar á svalirnar, en möguleikarnir eru svo margir aðrir. Það er ekkert sem mælir gegn því að nota hellur eða útiflísar á svalirnar. Ég valdi á svalirnar mínar 30x30 cm stórar og 4 cm þykkar náttúruflísar. Er ég var að vinna verkið reyndist ekki vera til nóg af flísunum og í stað þess að útvega mér fleiri þá ákvað ég að brjóta upp með járnhellum. Ég hafði samband við Stálsmiðju í Hafnarfirði og


 Írís Þöll Pétursdóttir, hönnuður svalanna.

 Gosbrunnur í stálkassa sem er húðaður að innan svo að hann ryðgi ekki en fær að ryðga að utan.

fékk þá til að búa til fyrir mig hellurnar í sömu stærð og flísarnar. Járnhellurnar ryðga með tímanum og kassinn utan um gosbruninn er úr sama efni.“ Fjölmargar skemmtilegar hugmyndir hjá Írisi Hödd sem gefa innblástur. Örlítill upphækkun er á einum stað þar sem hún var með sígrænan gróður og í nokkrum pottum blóm á pallinum eru blóm. Vatn segir hún vera notalegt að vera með og hún lét útbúa fyrir sig kassa sem hún setti í gosbrunn svo krakkar geti notið þess að busla í vatni. n

Hjá mér snérist efnisvalið um að nota það sem ég hafði í höndunum

 Gamall stóll fær nýtt hlutverk.

 Þrjú náttúrleg efni á svalargólfinu – járn, steinn og timbur.

 Grænmetið ræktað í goskassa og trékössum.

 Dýptin á moldinni í kössunum fer eftir því hvað þú ert að rækta í þeim. Með því að vera með 60 cm dýpt er hægt að vera með tré sé áhugi á því.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  53


upplýsir, að það sé lítið mál að flytja ungana beint úr eggi, þar sem þeir hafa í sér fóður fyrir tvo fyrstu sólarhringana en eftir það eru þeir viðkvæmir fyrir matar og vatnsskorti. „Tveggja daga gamlir eru þeir viðkvæmir og þarf að gæta sérstaklega að halda á þeim hita, en eftir 4 vikna aldur, þá þurfa þeir ekki neina hitagjafa og eru hænur afar kuldaþolnar. Ungarnir eru svo kyngreindir 7-8 vikna og þá er hægt að flytja þá langan veg enda ungarnir lífseigir.“ Verðið á ungunum beint úr varpi hjá Valgerði er 1250 krónur stykkið og kyngreindir ungar kosta 3.000 krónur. Varphænur eru verðlagðar á 5.000 krónur. Valgerður selur sjaldan varphænur en kaupir þær sjálf til kynbóta. „Algengt er að bæjarbúar kaupi 3-5 hænuunga. Talað er um að það sé heppilegt að vera með 1 hana fyrir hverjar 7-10 hænur en hænurnar verpa þó ekki sé hani í hópnum. Í flestum sveitafélögum er til staðar leyfi til að halda hænur, og sum staðar þarf að sækja um leyfi sérstaklega. Víða er bannað að vera með hana, því þeir þykja árrisulir og líkar ekki öllum þeirra hanagal“ segir hún.

Hænur eru harðgerðar og sjálfbjarga

Íslenska landnámshænan Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Páll Jökull Pétursson

Á

fjórða ártug hefur Valgerður Auðunsdóttir bóndi á Húsatóftum á Skeiðum sýslað með íslensku landnámshænuna. Hún var einn af stofnendum félags Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna árið 2003 og hefur verið virk í félaginu. Eigendum landnámshænsna hefur síðan fjölgað gífurlega og á Valgerður stóran þátt í því. Fyrstu hænuungana keypti hún frá Laugardælabúinu hjá þeim Þórarni og Einari fyrir um 45 árum og eftir að þeir hættu sölu á

54  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

landnámshænuungum ákvað hún að halda þeirra góða verki áfram. Auk sölu á ungum þá leigir hún íslenskar landnámshænur til sumarhúsaeigenda yfir sumartímann sem sækja þær í sumarbyrjun og skila þeim aftur að hausti. Valgerður er með útungunarvél og selur hænunga ýmist beint úr eggi eða kyngreinda 6-7 vikna gamla. Hún selur landnámshænuna út um land allt, til bænda, sumarhúsaeigenda og til bæjarbúa, sem áhuga hafa á hænsnahaldi. Hún

Landnámshænur bjarga sér vel úti í náttúrunni og eru þess vegna tilvaldar til lausagöngu. Eggin úr hænum sem fá að ganga frjálsar úti þykja bragðbetri. Hænurnar tína upp í sig gróður og skordýr en þær eru ekki vandfýsnar á fæði. Valgerður gefur þeim allt sem fellur til af heimilinu. „Hænurnar eru ekki matvandar og éta allt, nema bananahýði og sítrusávexti eta þær ekki. Síðan er hægt að kaupa fóður og er sérstakt fóður til fyrir hvert aldursskeið.“ Hænurnar þurfa að hafa aðgang að þokkalega hlýju, en umfram allt þurru húsnæði og þurfa að eiga greiðan aðgang að vatni. „Hænur þola vel kulda og á veturna þarf að gæta að því að vatnið þeirra frjósi ekki og gæta þess að gefa þeim oftar vatn á veturna. Eins að vitja eggjanna kvölds og morgna til að tryggja að þau frjósi ekki.“

allt að 200 egg á ári Valgerður segist ekki hafa rannsakað vísindalega hvað landsnámshænur verpa mikið en segir að talað er um 200 egg frá hænu í fullu varpi á ári.„Það er mín tilfinning að þetta sé rétt. Við fimm mánaða aldur byrja þær að verpa og verpa mest fyrstu tvö árin og svo dalar varpið er þær eldast. Varpið er áþekkt allt árið, sé aðbúnaðurinn til fyrirmyndar. Á veturnar þurfa hænurnar ljós, annars fella þær niður varpið. Stundum taka þær hlé á haustin, einkum ef aðbúnaði


er ábótavant,“ segir Valgerður. Aðspurð hvort hænurnar nái að unga út eggjum, séu þær í lausagöngu, segir hún að þær láti sig stundum hverfa og komi svo vaggandi með ungana eftir að hafa legið á. „Hænurnar fara stundum á staði þar sem þær fá að vera í friði og verpa þá oftast um 10 eggjum. Ungarnir klekjast svo nær því allir út á sama tíma. Ef brögð eru á því að einhverjir unganna klekist út seinna, þá er það vegna þess að aðrar hænur verpa undir þær.“ Hænurnar verpa yfirleitt fyrri part dags og segir Valgerður að brýnt sé að búa til varphólf fyrir hænurnar því þær kjósa að verpa í friði. Í varphólfið finnst henni best að setja hey en á gólfið í hænsnakofanum setur hún hálm eða sag og sand. „Ég dreifi smá af sandi á gólfið sem blandast saginu til að skíturinn festist síður við gólfið. Þá er þægilegra að hreinsa hann,“ segir Valgerður. Hænsnaskítur er góður áburður og tilvalið að nota hann á gróðurinn.

Verja þarf hænurnar fyrir mink, ref og hundum Varast ber hunda, ref og mink. „Borgar sig að hafa hænurnar innan girðingar, minkurinn getur grafið sig undir netið ef það er ekki rétt upp sett. Grafa þarf

netið niður og út, minkurinn reynir alltaf að grafa sig undir netið alveg upp við það. Minkur drepur allt sem er lifandi, en refurinn drepur það sem hann étur í hvert skipti. Aðkomuhundar gera usla en heimilishundar eiga dýrin með húsbændum sínum og láta þær óáreittar.

Refur forðast rafmagnsgirðingar en maður vill ekki hafa þær þar sem börn eru nálæg,“ Valgerður hefur ungana innan girðingar til að tryggja öryggi þeirra, en lausagönguhænur vappa um á daginn, en eru lokaðar inni á næturnar. n

Allt fyrir hænurnar

Landsins mesta úrval hænsnakofa Gott úrval af fóður- og drykkjarílátum Einnig mikið úrval af öðrum fylgihlutum fyrir hænsnarækt.

Mikið úrval útungunarvéla hjá okkur BRINSEA er stærsti framleiðandi útungunarvéla til einkanota.

Erum ein að selja lífrænt hænsnafóður LOGI Goggi lífrænt varpfóður er fóðurblanda fyrir hænur frá því þær hefja varp um 18 – 20 vikna aldur. Goggi varpfóðrið uppfyllir alla næringaþörf hænunnar og gefur af sér stór egg með sterkan skurn. Hægt er að gefa þetta fóður eingöngu eða með öðrum tilfallandi fóðurhráefnum s.s. korni eða þá matarafgöngum.

Austurvegur 69 - 800 Selfoss

Lónsbakki - 601 Akureyri

Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610

Sími 480 0400

www.jotunn.is jotunn@jotunn.is

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  55


Gróandinn SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

 Broddhlynur (Acer platanoides), sá stærsti í garðinum hjá Guðmundi er með mjög stór laufblöð og rauða stilka.

56  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


Hlynur er tignarlegt tré Tex ti: Guðmundur Bjarnason. Myndir: Páll Jökull Pétursson

G

uðmundur Bjarnason, garðyrkjufræðingur hefur um árabil ræktað hlyn. Fyrst í garði á Egilsstöðum en síðari ár á Selfossi. Hann segir hér frá reynslu sinni af fjórum tegundum og fjölda yrkja af hlyn sem hann hefur ræktað. Elstu trén hans eru garðahlynur en hinar tegundirnar sem hann fjallar hér um, eru broddhlynur, gljáhlynur og japanshlynur.

Ég hef ræktað hlyntré í nokkur ár og með tímanum, hefur tegundum fjölgað og trén stækkað. Menn hafa mjög misjafna reynslu af hlyn, og stundum hefur ræktunin reynt á þolrifin. Tveir sentimetrar upp og þrír niður. Stundum virðist spretthlaupið verða til þess að sprengja plönturnar. Þær ráða ekki við að herða mikinn lengdarvöxt. Dæmi

er um kröftugar plöntur sem krókna á fyrsta vetri. Tvö stærstu trén mín, eru garðahlynir. Þau tré hefur aldrei kalið hjá mér og annað flutti ég 700 km leið frá Egilsstöðum þar sem ég bjó um árabil, en hitt kom úr Mosfellsbæ. Trén voru þriggja og fjögurra metra há þegar þau voru gróðursett á Selfossi. Broddhlynur vex líka vel í garðinum, og af honum rækta ég bæði, rauð og grænblaða yrki. Gljáhlynur, er fíngerð tegund sem reynist harðgerður. Hann er með rauða sprota og fagurgrænt lauf. Ég er einnig með japanshlyn en ég hef átt nokkrar plöntur af honum, en hann dafnar mismunandi vel hér.

Hlynur er tignarlegt tré Hlynur er garðaprýði, lauf og fræ eru falleg og tréð er tignarlegt. Rót hlyns er góð og trén henta vel til flutnings, þó þau séu stór.

Samt er það þannig, ef trén hafa vaxið lengi á sama stað, að rótin verður gróf. Því er gott að rótarstinga stór tré árinu áður en þau eru flutt. Einnig er nauðsynlegt að skerða greinar og fækka þeim. Best gefst mér að flytja þau, á tímabilinu, frá seinni hluta ágústmánuðar og fram í febrúar, ef jörð er þíð. Best er ef frýs vel eftir flutning. Þá er eins og jarðvegurinn setjist betur að rótinni og frostið hreinlega lími tréð niður í jörðina. Þetta er oftast mun betra, en gróðursetning að vori. Stór tré þarf að binda upp. Ekki má gróðursetja tréð dýpra en það stóð áður. Hlynurinn launar vel, skít og góða, frjóa mold. Oftast þarf að vökva vel fyrsta sumarið á nýjum stað. Lágmark einu sinni í viku, eina klukkustund í senn. Gefa líka litla bunu úr garðslöngu í apríl og maí ef hlynirnir eru þurrir. Mér hefur gefist mjög vel að setja nýslegið gras ofan á hnausinn

 Blóðbroddhlynur (Acer platanoides) ´Fassen's Black´.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  57


Gróandinn

 Garðahlynur (Acer pseudoplatanus) móðurplantan sem gefur gott fræ.

 Garðahlynur (Acer pseudoplatanus) Var færður 2012 og er að jafna sig eftir flutninginn. Hann gefur árlega gott fræ.

 Garðahlynur (Acer pseudoplatanus) með fallegt lauf með leður áferð. Safi hans er sætur, eins og ávaxtasafi.

og láta það liggja, og bæta ofan á við næsta slátt. Sumar hlyntegundir geta orðið, mjög gamlar, nokkur hundrað ára. Það er því hægt að hugsa sér, að við séum að gróðursetja fyrir næstu 200-400 ár. Hlynur er ein af verðmætustu viðartegundum sem til eru. Erlendis er viðurinn notaður í strengjahljóðfæri, fiðlur og sello. Latneska nafnið á hlyn er Acer, sem þýðir ás eða æðstur. Hann ber það nafn með rentu.

fyrir hæðarvexti með því að klippa trén upp á stofn og stýra umfanginu líka. Láta þau ekki leggja í langar hliðargreinar. Á Selfossi er ég með tvo 25 ára garðahlyni sem bera fræ. Sá hærri er um fimm metrar. Hafa þeir gefið góð afkvæmi, sem hafa batnað og harðnað með árunum. Áður kólu smáplöntur oft til hálfs, en seinni árin og þá sérstaklega eftir að foreldrarnir urðu tveir eru fleiri sem eru með óskemmd endabrum að vori. Eins hækkaði hlutfall þeirra fræja sem voru í lagi. Gaman væri að vita hvort, þetta sé líka reynsla annarra. Þetta er þó ekki algilt, smáplanta sem óx á fyrsta ári 40 cm og ég beið eftir í vor, að laufgaðist, kól niður í rót og hefur ekki bært á sér enn nú undir lok júní. Lauf garðahlyns er fjölbreytt. Það er grænt, leðurkennt, en sumir eru einnig með dekkri liti, og nokkrir með rautt neðra borð. Til eru nokkur yrki af garðahlyn. Yrkið ´Atropurpureum´ er með rautt neðraborð, hann er hraðvaxinn, og kól á árssprota hjá mér núna í vor, aldrei þessu vant. En flestar ungplöntur af garðahlyn eru heilar upp í topp vorið 2013.

Garðahlynur (Acer pseudoplatanus)

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Garðahlynurinn, er ein af stærstu hlyntegundunum. Hann getur vaxið hratt og árssprotar geta orðið 50 - 70 cm. Hann þolir vel klippingu og best er að klippa í apríl og maí, þá gróa sárin fljótt. Þá er líka gott að sjá vaxtarlagið. Honum blæðir eftir klippingu í stuttan tíma og út kemur sætur safi. Smærri greinar má líka klippa í júlí, þegar tréð er fulllaufgað, en þá blæðir honum mun minna. Ég hef sett smyrsl í sár til að loka, því trén geta verið viðkvæm fyrir átu ef sárin eru stór. Hægt er að flýta

58  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


 Broddhlynur (Acer platanoides),

Broddhlynur (Acer platanoides) Ég er með nokkra broddhlyni, sá elsti er frá 1996, og hefur hann aldrei kalið, og aldrei brotnað, hvorki á Selfossi né á Egilsstöðum. Hann er grænn með óvenjulega stórum blöðum. Vaxtarlagið er breitt, ég hef ekki tímt að skerða hann neitt, því ég vill sjá náttúrulegt vaxtarlag hans. Hann er með bleik brumhlífarblöð, sem opnast og rúllast upp, þá er eins og hann blómstri bleiku fyrir laufgun að vori, alger gersemi. Þetta er reyndar einkenni á broddhlyn. Þá á ég líka, tvö rauð yrki sem eru; ´Fassens black´ og ´Royal red´ báðar ágræddar, og hvorugri hefur orðið misdægurt. Hins vegar þola þær illa berangur. Ég hef sáð fyrir broddhlyn og það gengur misjafnlega, en fræplöntur af rauðum ættum, eru bæði fallegar og frekar harðgerðar. Það er því óhætt að mæla með tegundinni í skjólsæla garða. Broddhlynirnir mínir hafa ekki borið fræ, en ég vona það það fari að koma.

 Broddhlynur (Acer Platanoides) ´Royal red´ blóðhlynur.

 Blóðbroddhlynur (Acer Platanoides) ´Royal red´

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  59


Gróandinn SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

 Gljáhlynur (Acer glabrum ssp. douglasii) af fræplöntu frá Hallormsstað.

 Greinabyggingin gerir það að verkum að indíánar í NorðurAmeríku notuðu greinar gljáhlyns í snjóþrúgur.

60  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Gljáhlynur (Acer glabrum) Gljáhlynirnir mínir þrír koma frá Hallormsstað, þeir eru fræplöntur af trjám úr Klettafjöllum Ameríku. Trén eru fínleg, og léttbyggð en sterk. Árssprotinn er rauður og gljáandi. Hann er fallegur og setur svip á garðinn á veturna. Plönturnar kelur ekki, þær þola vel þurrk og laufgast á réttum tíma, þó sumarið sé svalt. Gljáhlynur vex jafnt og þétt hann nær 4 metrum á 15 – 20 árum. Hann hefur þolað að vera klipptur alveg niður og komið nýr upp frá rót. Þó er ekki hægt að segja til um hvort allar gljáhynsplöntur muni þola það. Einn þessara þriggja, hefur alltaf haustað sig snemma, og er alltaf fyrsta tréð sem fær haustlit í garðinum. Allir bera þeir fræ, og blómstra um leið og þeir laufgast. Fræið er tilbúið í júlí. Í fyrstu voru fræin á trjánum tóm, en með árunum hefur fræið batnað og spírun aukist. Gljáhlynurinn sáir sér lítið út sjálfur hjá mér og finn ég aðeins eina til tvær plöntur sjálfssáðar á ári. Hann á heimkynni sín í Klettafjöllum Norður Ameríku, og kallast þar, Klettafjallahlynur. Hann þolir snjófarg vel og hefur lagst flatur undan snjóhengju sem féll af húsþaki. En risið upp að vori. Úr greinum hans voru áður gerðar snjóþrúgur.


 Japanshlynur (Acer palmatum) ´Bloodgood´ þarf gott skjól.

 Japanshlynur (Acer palmatum) ´Bloodgood´

 Japanshlynur (Acer palmatum) græn lauf með rauðleita blaðjaðra.

Japnanshlynur (Acer palmatum) Japanshlynur er erfið tegund sem gaman er af. Hann er sú hlynstegund sem ég hef átt styttst, en í garðinum eru núna þrjár lifandi plöntur og einn í köldu gróðurhúsi. Sú fimta, þoldi ekki veturinn og hefur ekki lifnað í vor. En það er eitt af örfáum skiptum sem stálpaðar, hlynplöntur hafa drepist hjá mér. Einn er fræplanta, sem var sáð á Selfossi en fjórir eru af yrki sem heitir ´Bloodgood´ og er með blóðrautt lauf. Trén eru á mismunandi stöðum í garðinum. Það sem var í mestu skjóli, kól en sá sem ég var mest hræddur um að kæli, hann er fallegastur nú í vor og algerlega ókalinn. Japanshlynurinn, er alveg á mörkum þess sem hægt er að rækta, að mínu mati hér á landi, en yrkin af honum eru mjög mörg og því gætu leynst plöntur sem hentað gætu fyrir okkar aðstæður.

Broddhlynur og garðahlynur eru, með stærstu hlyntegundum sem til eru. Því er mikilvægt að velja þeim réttan stað í garðinum. Þegar plönturnar stækka, þá varpa þær miklum skugga. Einn möguleiki er, að færa trén ef hægt er að komast að með gröfu. Því rót trjánna er góð og hentar vel til flutnings. Líka má stýra hæð og umfangi með klippum, sérstaklega ef trén eru vanin og mótuð snemma. En gljáhlynur og Japanshlynur, verða ekki slíkir risar, og því mun heppilegri garðplöntur í litla garða. Þetta eru þær tegundir sem ég þekki, þokkalega. Auk þeirra er ég með nokkrar aðrar til prufu. Nokkrar frá Ameríku og austurlöndum. Amerísku plönturnar, virðast þola umhleypingana verr. Síðasti vetur, svo mildur og snjólaus, sem hann var olli miklum skemmdum. Það eru til margar tegundir af hlyn og sennilega eigum við eftir að finna margar til viðbótar sem hægt er að rækta á Íslandi. n

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  61


Gróandinn

Ormagryfja SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Tex ti: Mörður Gunnarsson Ot tesen. Myndir: Páll Jökull Pétursson

Á  Það þurfa að vera göt á loki til að hleypa inn vatni er rignir.

namaðkar eru ótrúlegar lífverur sem bæta lífsskilyrði plantna töluvert. Þeir mynda holrými í jarðveginum og umbreyta efnum í form sem plöntur geta tekið upp. Bandarískar rannsóknir sýna að úrgangur ánamaðka inniheldur fimm sinnum meira nitur, sjö sinnum meira af fosfór og ellefu sinnum meira af kalí en í sýnum á jarðvegi, þar sem úrgangssýnin voru tekin.

62  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Hefðbundin jarðgerð plöntuleifa getur reynst erfið, því það þarf að halda réttu hitastigi í jarðgerðarefninu og hreyfa við því með jöfnu millibili. Með ánamaðkagryfju sem við sýnum hér þarf ekki að hræra í jarðgerðinni. Þetta líkist því frekar að útbúa mat fyrir gæludýr sem þakkar fyrir sig með því að gefa skít í tunnuna. Það er hægt að flýta fyrir fjölgun ánamaðkanna með því að

setja ánamaðka efst í gryfjuna, en allstaðar á Íslandi eru ánamaðkar sem „þefa“ uppi þetta dýrindis fæði í íláti sem er að hluta til grafið niður í jörð. Jarðgerðin þarf að brotna aðeins niður áður en ánamaðkarnir geta borðað fylli sína. Þegar ánamaðkarnir hafa lokið sér af og jarðgerðarefnið er orðið að mold þá er hægt að nota jarðgerðina sem áburð.


 Jarðvegstunna með þröngu opi sem erfitt er að hræra í.

 Boruð eru göt í tunnuna til að ánamaðkar eigi greiða leið inn í hana.

 Götin þurfa að vera minnst 2 cm á breidd til að ánamaðkar komist auðveldlega inn.

 Jarðvegstunnan er sett 40-60 cm niður í jörðu til að sem flestar ánamaðkategundir komist inn.

 Garðaúrgangur er settur í botninn.

 Rifnum dagblöðum er blandað saman við plöntuleifarnar. Rifin dagblöð virka vel til að jafna rakastig og hægir á fjölgun niðurbrotsgerla. Einnig hægt að nota kurl eða smáar trjágreinar.

 Eldri jarðgerð blandað saman við til að mynda góða gerlaflóru og flýta niðurbroti.

 Vökva þarf vel til að dagblöðin verði blaut og ánamaðkar eigi auðvelt með að hreyfa sig. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  63


Gróandinn

Espiflöt

- farsælt fjölskyldufyrirtæki í 65 ár Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Auður I Ot tesen og Páll Jökull Pétursson

G

róðrarstöðin Espiflöt í Reykholti í Bláskógarbyggð fagnaði 65 ára afmæli sínu í sumarbyrjun. Þrjár kynslóðir standa að baki stöðinni, en þar eru framleiddar 13 tegundir blóma til afskurðar og eru afbrigðin orðin 200 talsins. Sveinn A Sæland og Áslaug Sveinbjarnardóttir hafa staðið að rekstrinum síðastaliðin 30 ár, en nú er sonur þeirra hjóna Axel Sæland kominn að rekstrinum. Það voru foreldrar Sveins, Eiríkur og Hulda Sæland sem stofnuðu gróðrarstöðina í maí árið 1948.

garðyrkjustöð á lóð Espiflatar og hurfu úr rekstrinum. Eftir 50 ára búsetu í Reykholti hættu Eiríkur og Hulda þátttöku í rekstrinum og fluttu á Selfoss eftir langt og farsælt starf. Eiríkur lést í nóvember árið 2002. Síðan hafa Sveinn A Sæland og Áslaug Sveinbjarnardóttir átt og rekið Espiflöt ehf. Þau eru bæði garðyrkjufræðingar frá Garðyrkjuskóla ríkisins, útskrifuð árið 1974 og 1976. Sveinn er að auki með nám í rekstrarfræðum frá garðyrkjuskólanum Söhus í Danmörku. Á s.l. 5 árum hafa sonur og tengdadóttir þeirra,

eru um 12-15% af heildarrekstarkostnaði stöðvarinnar. Rafmagnskostnaður er um 20% og vinnuaflsliðurinn um 30%. Í helmingi ræktunarinnar eru notaðar lífrænar varnir og er verið að auka þær. Áburðargjöf er tölvustýrð. Eftirspurn jókst eftir afskornum blómum í seinni heimstyrjöldinni, er hermenn og síðar Íslendingar undir áhrifum þeirra vildu vera herralegir og gleðja konur sínar með blómum. Gróðrarstöðvar spruttu upp á svæðum þar sem aðgengi var að heitu vatni, til dæmis í Laugarási, Reykholti og Hveragerði.

Axel Sæland íþróttafræðingur og Heiða Pálrún Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur, komið inn í reksturinn og á 65 ára afmæli stöðvarinnar voru þau orðin meðeigendur með ráðandi hlut í fyrirtækinu.

Espiflöt á stóra markaðshlutdeild í sölu afskorinna blóma á Íslandi. Meðal tegunda í ræktun eru rósir, gerberur, liljur, sólliljur og krysi sem seldar eru í stykkjatali og í samsettum vöndum. Í dag er ræktunarflatamál garðyrkjustöðvarinnar um 6300 fermetrar auk véla-, kæli- og pökkunarrýmis. Öll gróðurhúsin eru annaðhvort nýbyggð eða endurbyggð eftir 1976. Um 12 ársverk eru við reksturinn og enn fleiri bætast við á stórum blómadögum.

Grunnurinn að gróðrarstöðinni Espiflöt var lagður er þau Eiríkur og Hulda fluttust búferlum úr Hafnarfirði og settust að í Reykholti með það fyrir augum að stofna garðyrkjubýli. Eiríkur hafði útskrifast úr öðrum árgangi Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi vorið 1943. Þau hófu vinnu á Garðyrkjustöðinni Stóra–Fljóti þar sem þau unnu samhliða því að kaupa sér land úr jörðinni og hefja þar byggingu íbúðarhúss og gróðurhúsa. Einnig þurfti að kaupa sér aðgang að Reykholtshver til að hita upp gróðurhúsin. Jón H. Björnsson, landslagsarkitekt teiknaði umhverfið og lagði til frumskipulag gróðrarstöðvarinnar. Nafn gróðurbýlisins var raunar Sjónarhóll til ársins 1958, þegar því var breytt í Espiflöt. Fram undir 1965 var eingöngu ræktað grænmeti á Espiflöt en á árunum 1965-1977 var blönduð ræktun blóma og grænmetis. Á þessum árum var garðyrkjustöðin 1300 fermetrar að flatamáli.

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Synir og tengdadætur koma að rekstrinum Árið 1977 hófst nýr kafli í rekstrinum, er synir þeirra Stígur og Sveinn ásamt eiginkonum sínum, þeim Aðalbjörgu og Áslaugu, stofnuðu með foreldrum sínum félagsbúið Espiflöt sf. Ákveðið var þá að sérhæfa sig í ræktun afskorinna blóma þar sem blandaða ræktunin gaf sig ekki vel. Garðyrkjustöðin var stækkuð og endurnýjuð á næstu árum samhliða því að leigja garðyrkjustöðina Friðheima og seinna Birkilund fyrstu sex árin.

Þriðji ættliðurinn kemur til starfa Árið 1987 urðu enn þáttaskil í starfseminni er Stígur og Aðalbjörg stofnuðu sína eigin

64  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Að mörgu að gæta Vinnudagurinn byrjar kl 7 á morgnana. Fram að hádegi er skurðartími og blómin sett saman í búnt og gengið frá þeim í kæli. Afurðin er sótt 4 sinnum í viku og er seld hjá Grænum Markaði. Síðari hluti vinnudagsins fer í umönnun plantnanna og undirbúning fyrir áframhaldandi ræktun, þegar plöntum er skipt út. Bæði rótaðir og órótaðir græðlingar, fræ og laukar eru keyptir frá Hollandi og

Sumarhúsið og garðurinn óskar eigendum Espilundar til hamingju með afmælið og óskar fjölskyldunni farsældar í framtíðinni.


Liljur (Lilium) Nýtt sérhannað 1510 fm gróðurhús var tekið í notkun 2007 fyrir liljuræktunina. Til að ná góðri uppskeru í liljurækt þarf til samverkandi þætti. Lofthita og rakstigi er stýrt, hitastigið er haft um 18°C. Lýsing er að nóttu. Kóngalilju er hægt að uppskera eftir 10 vikna ræktun og skekkjumörk á blómgun er aðeins 1-2 dagar. Liljur er sú tegund sem hægt er að kýla inn á markaðinn á ákveðnum degi og henta vel til ræktunar fyrir álagsdaga, s.s. konudag og í stúdentavendina í maí. Nauðsynlegt er að vera með gott ársskipulag í liljuræktun þar sem litlu má skeika og uppskerur margar yfir árið. Í lok hvers árs er áætlunin endurskoðuð og betrumbætt ef þörf er. Notaðir eru laukar sem vaxið hafa á beði í Hollandi í 2-3 ár. Stærð lauksins og gæði hafa allt að segja um sverleikann á stönglinum og fjölda, stærð og gæði blómanna. Ný rót myndast á stilknum ofan við laukinn og er mikilvægt að hann sé umlukinn jarðvegi þegar hann er lagður í grindurnar til rótamyndunar og vaxtar. Laukurinn þarf að ná a.m.k. 10 cm niður til að hann nái að ræta sig. Næringuna tekur laukurinn upp með nýju rótunum en meðan hann er að rætast nýtist forðanæringin í lauknum sjálfum. Að lokinni uppskeru er grindunum staflað og laukurinn þurrkaður ásamt jarðvegi til að einfalda endurvinnsluferlið. Í vélasamstæðu sem í senn er tætari, tvö síló og færiband er jarðvegurinn endurunninn, laukur og jarðvegurinn tættur saman og fellur hann niður sílóin í grindur sem nýir laukar eru svo settir í. Ef það kæmi upp sveppasmit í ræktunni þá eru til ráð að vinna á því, en Sveinn taldi að ef upp kæmi vírussjúkdómar væri ekkert annað að gera en að henda öllu út og sótthreinsa húsið og allt sem inni í því væri og byrja með nýja lauka. Meindýr eru ekki vandamál í liljuræktinni hjá Sveini. Í ræktuninni er stuðlað að hreyfingu loftsins umhverfis laukana með því að vera með heit rör sem grindurnar hvíla á. Þetta er gert til að hindra rakamyndun, en raki er sveppagróum kærkominn. Laukarnir eru vökvaðir með dropavökvun. Liljurnar njóta stuðnings af neti sem er hækkað eftir því sem þær vaxa. Útbúnaðurinn sem halar upp netið er tiltölulega einfaldur, vír sem lyftir netinu snýst um rör sem staðsett er upp undir lofti. Netið er hækkað einu sinni í viku með sveif.

Sóllilja (Alstroemeria x hybrida) Sóllilja er nokkuð auðveld í ræktun og býsna harðgerð. Hún kom á markaðinn á Íslandi fyrir um 40 árum og var gríðarlega vinsæl í byrjun. Vinsældir hennar döluðu

 Unnið að pökkun blómvanda fyrir konudaginn.

á tímabili, en Sveinn segir tískusveiflur einkenna eftirspurn eftir afskornum blómum . Það ánægjulega er að svo virðist sem sólliljan njóti nú aukinna vinsælda á ný. Norðurlöndin þykja heppileg ræktunarsvæðið fyrir sóllilju þar sem galdurinn við ræktun hennar er svalt loftslag, hitastig um 14-15°C. Jarðvegshitinn hefur afgerandi áhrif á ræktunina hann má ekki vera of hár þá myndast ekki blóm en hann má heldur ekki verða of lágur, þá sérstaklega yfir blómgunartímann. Sóllilja er ræktuð allt árið í Espiflöt en áður fyrr voru eingöngu yrki í ræktun sem voru uppskorin í lok maí og í nóvember og desember. Hún er ræktuð á beði í vikri og fara jarðstönglarnir allt að 50 sm djúpt og eru fyrirferðamiklir. Út frá jarðstönglunum vaxa forðarætur sem eru vatns- og næringarforði fyrir plöntuna. Myndun blómanna er á jarðstönglunum og vaxa upp af þeim ýmist blaðgreinar

eða blómgreinar. Farið er vikulega yfir ræktunarbeðin og eru blaðgreinarnar fjarlægðar. Þegar blómin eru uppskorin eru þau losuð með því að kippa þeim upp. Plönturnar vaxa upp úr neti á fjórum hæðum til að tryggja stuðninginn. Efst milli boganna er strengt band þar sem afskornir blómleggirnir eru lagðir er verið er að uppskera. Vasalíf liljunnar er 2-3 vikur.

 Liljur á beði.

Gerberur Gerberur eru ræktaðar í einu af gróðurhúsunum. Ræktað er undir ljósi í 9 mánuði á ári. Ræktað er í steinull í kerum, ein platna í hverjum kubb, skipt út helmingum á hverju ári, hver planta gefur af sér í 2 ár. Ekki hefur verið eitrað fyrir meindýrum í gerberuræktunni í síðustu 12 árin. Með stöðugri notkun lífrænna varna hefur verið hægt að komast að mestu hjá vanda vegna meindýra. Af hverri gerberu nást um 30-40 blóm á ári, eða um 200-250 blóm á fermetra á ári. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  65


Gróandinn SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Þegar plöntunar eldast þá verða blómin yfirleitt fleiri en lélegri og móttækilegri fyrir sjúkdómum. Eins er líka svo ör þróun í litum að til þess að fylgja því eftir í blómaræktinni þá eru nýjar smáplöntur keypt inn. Gerberan er skammdegisplanta sem hefur þörf fyrir 12 tíma myrkrun til að blómgast vel. Ef ljósið er of mikið, þá vex grænvöxturinn meira og blómmyndunin minnkar. Það þyrfti eiginlega að skyggja hana á sumrin. Aðstæðurnar í febrúar eru mikið betri fyrir plönturnar en yfir sumarið þó þá sé mikið meiri birta. Sveinn segir einfaldara sé að geta ráðið ljósunum, hitanum, koltvísýringnum og að hafa allt tölvustýrt. Birtan á sumrin er hins vegar ekki stýranleg, - það getur verið sólskin svo dögum skiptir, en einnig rigningakaflar með myrkum dögum. Plönturnar eru vökvaðar á þriggja kortera fresti, þá drýpur kalt vatn niður að rótunum. Ylur á rörum undir pottunum er til að minnka möguleika á sveppamyndum í blöðunum. Alltaf er hreyfing á loftinu og ef það er ekki gert, þá mygla blöð inn á milli. Uppstreymi loftsins hreyfir við blöðunum. Gerbera er mjög mjúk í hálsinn, en ef hún er skorin of snemma þá fellur hún strax. Tekin á ákveðnu þroskastigi. Þegar fræflarnir eru komnir á ákveðið þroskastig þá er komin meiri tréni í stilkinn og

66  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

blómið ber sig betur. Þegar komið er 1-2 hringur af fræflum í blóminu þá er gerberan tilbúin til skurðar. Gerbera er með svipaðan líftíma og rósir, 10-12 daga. Gerberunar eru flokkaðar og ef þær fara í vendi er settur vír utan um legginn til að hann beri sig þar sem efsti hlutinn er viðkvæmastur. Gerbera er með jurtkenndan legg sem fúlnar auðveldlega í vatni og því er sett klórtafla með lágum styrk út í vatnið til að hindra rotnun. Rotnun er aðalvandamál afskorinna blóma. Ef það er ekkert sett í vatnið þá rotnar leggurinn á 2-3 dögum.

Krysar Eitt af þeim afskornu blómum sem sveiflast í sölu er Krysinn: Má segja að tískuhringurinn sé um 40 ár. Er Sveinn var að byrja í garðyrkjunni var stórblóma krysi vinsæll og svo dalaði salan og lagðist nær af, en plantan er komin í tísku aftur, bæði stórblómstrandi afbrigði og tegundir með fleiri blómum. Kosturinn við krysann, er að líftími hans í vasa er langur. Krysi er ræktað upp af græðlingum innfluttum frá Hollandi. Græðlingarnir byrja að ræta sig eftir viku og eru í 2 vikur á stunguborði. Plönturnar eru settar á beð 2 vikna og vaxa þar í fullri birtu í 3-4 vikur. Plönturnar eru þá búnar að ná um 20-30 sm hæð. Þær þurfa 13 stunda myrkur á sólarhring til að geta myndað

blóm og eru því skyggðar yfir nóttina með svörtum plastdúk. Ef það er eingöngu dagur þá er blómlaus vöxtur. 7-8 vikur líða þangað til plönturnar blómstra. Þær blómstra síðan í 1-2 vikur. Krysi er harðger og er ræktaður hjá okkur í mold uppá gamla mátann. Blómgunina er hægt að skipuleggja af mikilli nákvæmi ef öllum þáttum er stýrt af nákvæmi, skyggingu, hita og raka, 18-20°C allan sólarhringinn, en krysinn er ekki eins háður hitastigi til að blómgast. Fyrir íslenskan markað eru ræktaðir um 4000-5000 Krysar á viku.

Rósir „Espiflöt er með um 50-55% markaðshlutdeild afskorinna rósa, en starfsemin hefur þróast yfir í ræktun tegunda sem við seljum í stykkjatali. Erum með sterka liti, rauða, appelsínugula (orange), hvítar og bleikar.“ n  Rósirnar eru ræktaðar í fötum með vikri. Við erum með sömu plönturnar í 5-6 ár. Áður fyrr fengu plönturnar náttúrlega hvíld, menn kældu þær niður í 6-8°C og klipptu plönturnar niður og þær voru nýttar lengur. Nú eru þær nýttar allt árið og nýtast ekki eins lengi og er þeim því skipt út örar. Sex rósir eru á hvern fermetra og þær gefa af sér um 150 stilka yfir ræktunartímann.


hafðu það notalegt í sumar! frábær Viðgerða- og VarahLutaþjónuSta hjá Viðurkenndum fagaðiLa.

2050W hitari

Rómantískt kaffihús og glerlistasmiðja Einstakt og persónulegt kaffihús þar sem allar veitingar eru lagaðar frá grunni. Vandaðir list- og nytjamunir úr handunnu gleri

Lay-Z-Spa VegaS rafmagns heitur pottur - Ein mestu gæði í uppblástnum pottum! - 220-240volt, 2050W í 20°C - 196x61cm uppblásinn - rúmar 4 fullorðna - 848 lítra (80%) - Vatnsflæði 1,438 ltr/klst. - Snögghitunarkerfi um 1,5-2°C/klst. - Max hiti 40°C

- DVD leiðbeiningar fylgja pottinum - Rafrænt stjórnborð - Auðveldur í uppsetningu - Lay-Z nuddkerfi - Innbyggð vatnshreinsisía - Flothylki fyrir klór - CE og GS vottaður - Aðeins LAY-Z-SPA hefur fengið TUV/GS gæðavottun

Sumaropnun: mán. -fim. 12:00-18:00, fös. 12:00-21:00, lau og sun. 11:00-17:00 Vetraropnun: fimmtud. – sunnud. frá 12:00 – 17:00. Tekið á móti hópum í mat og/eða námskeið utan opnunartíma.

Sími/Tel. (+354) 848 3389 / (+354) 483 3440  hendurihofn@hendurihofn.is  hendurihofn.is  facebook hendurihofn / hendurihofnkaffihus

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  67


Gróandinn

Sígrænir og til skrauts allt árið

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Páll Jökull Pétursson

 Samplöntum þar sem hnoðrar og húslaukar njóta sín vel saman. Frá vinstri fjallahúslaukur (Sempervivum montanum), spaðahnoðri (Sedum spathulifolium ´Purpureum´), kóngulóalaukur (Sempervivum arachnoideum) og stjörnuhoðri (Sedum kamtschaticum ´Variegatum´).

S

íðastliðið sumar, á 20 ára afmælisári tímaritsins Sumarhússins og garðsins, var efnt til sýningar á notkunarmöguleikum á nokkrum ættkvíslum lágvaxinna sígrænna fjölæringa. Sýningin stóð yfir tvær helgar í garði við bækistöðvar tímaritsins, að Fossheiði 1 á Selfossi. Sýninguna sóttu rúmlega 500 manns. Plönturnar í sýningunni voru frá Gróðrarstöðinni Gleym mér ei í Borgarfirði, alls 167 tegundir og yrki af steinbrjótum, hnoðrum og húslaukum. Mesta athygli vakti lóðréttur gróðurveggur og höfðu gestir orð á því að þessi möguleiki hefði þeim aldrei dottið í hug. Auk hans voru á sýningunni sýndar samplantanir í ker og potta, þekjandi gróðurbeð og sýnishorn af gróðurþaki með þessum efnivið.

68  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Ástæðan fyrir því að þessi gróður varð yrkisefni á sýningunni, er áralangur áhugi minn á sígrænum fjölæringum og háfjallagróðri. Litbrigði tegunda innan ættkvíslanna eru einstök, blaðlitir ná yfir allan grænskalann, rauða tóna og gula. Auk þessa þá blandast litirnir saman.. Mismunandi blaðgerð og blómi á einnig stóran þátt í því, að menn hafa nýtt sér þessar ættkvíslir til að þekja beð, á þök og síðari ár í lóðrétta veggi.

gróðurlag. Lag þetta er svo þétt að illgresisfræ ná ekki niður í svörðinn til að spíra.. Umhirða er í byrjun, en er frá líður fellst umhirðan aðallega í því að fjarlægja visna blómstöngla og fara yfir að vori. Sendinn, frjór, jarðvegur hentar plöntunum vel og gæta þarf þess að plönturnar standi ekki í vatni. Einnig verður að gæta þess að plönturnar skorti ekki vatn.. Að lokum má nefna að áburðargjöf er stillt í hóf.

Mörgum kostum gæddar

Fjölbreytt notkun

Ættkvíslirnar eru harðgerðar, eiga sér uppruna í melum og klettum, á heiðum og til fjalla. Þær eru þurrkþolnar og nægjusamar. Hæðin er yfirleitt um 10-30 cm. Blöðin eru yfirleitt smá og nokkuð þykk. Flestallar tegundir eru sígrænar. Eiginleikar þeirra til að mynda smáþúfur eða þéttar gróðurbreiður gera það að verkum, að á nokkrum árum ná plönturnar að þekja og mynda þétt

Margir möguleikar eru á notkun þessara plantna. Þær njóta sín vel í beðum inn á milli steina og í jöðrum steinbeða. Víða erlendis sér maður plönturnar í tilhöggnum eða steyptum steinkerum með listilega fallegum samplöntunum. Ég hef í mörg ár verið með grunn- leirker með samplöntunum þessara ættkvísla í garðinum. Kerin eru ekki síður til prýði á veturna en sumrin, þar sem


Woodex á Íslandi frá árinu 1977. Löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði.

Garðheimar | Stekkjarbakka 4-6 | 109 Reykjavík | Skiptiborð: 540 3300 Opið alla virka daga frá 09:00 til 21:00 | Um helgar frá 10:00 til 21:00

 Samplöntun í leirker sem fallegt er á borð út í garði eða sem tækifærisgjöf.  Samplöntun í steinsteypt ker.

Olíulindin - Vegmúla 2 Þjónustu og fræðslumiðstöð fyrir Young Living olíur

Regluleg ð námskei

Opið kl. 12:00 – 17:00 alla virka daga Sími 551 8867 – http://www.oliulindin.com Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  69


70  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


Kalkþörungar - Jarðvegsbætiefni plönturnar eru flest allar sígrænar. Húslaukur ber nafn sitt með rentu, vegna notkunar sem þekjuefni á húsþökum, en hann hefur verið notaður ásamt fleiri lágvöxnum tegundum á hallandi þök og slétta þakfleti. Möguleikarnir eru margir og láréttir gróðurveggir eru enn einn möguleikinn sem nýtur vaxandi vinsælda. Undanfarin ár hef ég haft mikla gleði af því, að viða að mér tegundum þessara ættkvísla og hvet ég aðra til að skoða notkunarmöguleikana. Það er vissulega munaður, að þurfa ekki að skríða og eltast við illgresið í beðum sem þakin eru þéttum gróðri. Eins er smart að vera með falleg ker allt árið og eiga til plöntur til tækifærisgjafa. Einnig er ótrúlega skemmtilegt að skella nokkrum tegundum í láréttan vegg. Það að útbúa ræktunarbeð með striga og vörubretti svínvirkar. Svo ég tali ekki um að skella húslauk á dúkkuhúsið. n

Vantar kalk og steinefni í jarðveginn?

  

  

HAFKORN brotnar hratt niður og plöntur eiga auðvelt með að nýta það. Það þarf mun minna magn en ráðlagt er af öðrum kalkgjöfum. Hækkar sýrustig (pH) í jarðvegi og dregur þannig úr mosavexti. Bætir uppbyggingu jarðvegsins og getur dregið úr þörf fyrir tilbúinn áburð. Hentar vel til garðyrkju og matjurtaræktar. Viðurkennd aðföng til lífrænnar framleiðslu. Vottuð náttúruafurð.

Innihald: Kalsíum Magnesíum Fosfór Kalí Brennisteinn

CaCO3 MgO P K S

85% 11,5% 0,08% 0,1% 0,45%

Auk þess mikill fjöldi annarra nauðsynlegra stein- og snefilefna. Fæst í helstu byggingavöru- og garðyrkjuverslunum.

www.hafkalk.is

Berghnoðri (Sedum reflexum) Bergsteinbrjótur (Saxifraga paniculata ´Rosea´) Blóðberg (Thymus praecox ssp. Arcticus) Nálapúði (Azorella trifurcata) Spaðahnoðri (Sedum spathulifolium) Steinhnoðri (Sedum spurium) Stjörnuhnoðri (Sedum kamtschaticum) Þúfuhnoðri (Sedum kamtschaticum ssp) Samplantanir í steinsteyptum kerum frá Steina Stein.

Velkomin á heimasíðu okkar www.gardplontur.is

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  71


 Tólf stofna reynitré sem er rótarskot af einu af elstu trjánnum í garðinum. Stofnanir eru fyrirferðamiklir og mynda bolla.

Baldursheimur í Hörgársveit Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Páll Jökull Pétursson

S

em barn kunni Hjördís Guðrún Haraldsdóttir bóndi skil á íslensku flórunni. Í æsku naut hún leiðsagnar föður síns, Haraldar Davíðsson og föðurbróðurs, Ingólfs Davíðssonar grasafræðings, en báðir voru þeir kunnir náttúruunnendur. Þekkingin og áhuginn á gróðri hefur markað tómstundir hennar en sam-hliða

72  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

búskap hefur hún ræktað upp eftirtektarverðan skrúðgarð á bæ sínum Baldursheimi í Hörgársveit. Fjölærar blómplöntur eru þar í öndvegi.

brekkunum í garðinum þótti þeim hjónum bara eins gott, að gróðursetja í brekkuna sem töluverð vinna var við að slá áður.

Á göngu um garðinn segir Hjördís að henni þykir ekkert eins gaman og garðyrkja. Maður gleymir oftast hvað maður er orðinn gamall, segir Hjördís og til að minnka vinnuna við slátt í

Hjördís hóf búskap árið 1971, rétt rúmlega tvítug með Þorláki Aðalsteinssyni, sem tók þá við búi foreldra sinna. Bústofninn voru kindur og kýr en hjónin eru nú

Búskapur og garðrækt


SUMARHÚS OG FERÐALÖG Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-125w

Sólarrafhlöður fyrir húsbíla og fellihýsi. Þunnar 130w

Gas-helluborð

Gas-eldavélar

Gas-kæliskápur 180 lítra

Gleðilegt sumar Gas-ofnar Kælibox gas/12v/230v

Led-ljós - minni eyðsla

Gas-kæliskápur 100 lítra

Gas-vatnshitarar 5 - 14 l/mín

Gas-hellur

Bíldshöfði 12 •110 Reykjavík • 577 1515 • skorri.is • Opið virka daga frá kl. 8.15 til 17.30

Við höfum lagt rækt við gróður í yfir 40 ár

Okkar plöntur fá kærleiksríkt uppeldi við íslenskar aðstæður

Gróðrarstöðin

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  73


Gamalt sauðatað er tætt niður í svörðinn í nýjum beðum. Síðan er þangmjöl er notað eitt árið, annað hænsnaskítur. Hjördís segir að það geri plöntunum gott að breytt sé um áburð öðru hvoru.

hætt með mjólkurkýrnar, en eru áfram með sauðféð og í nautakjötsframleiðslu. „Bændur brösuðu ekki mikið við garðrækt áður fyrr en þeir sem það gerðu höfðu varla tíma til að sinna henni. En tengdaforeldrar mínir voru með garð í þeim anda sem tíðkaðist, nokkrar reynihríslur, birki og fjölærar plöntur. Enn eru í garðinum gullhnappur, garðabrúða og ranfang frá þeirra tíma,“ segir hún er staldrað er við eitt fjölæru beðanna.

Kann skil á íslensku flórunni Hjördís er yngst fjögurra systkina og segir að vinnuskyldan hafi orðið léttari fyrir vikið. „Ég var mikið með afa mínum sem var duglegur að kenna okkur á náttúruna. Hann kenndi mér blómanöfnin og systir mín kunni öll fuglanöfn á íslensku og latínu þegar hún var 7 ára. Hann var óþreytandi að kenna okkur,“ segir hún og að foreldrar hennar höfðu bæði gaman af garðrækt og átti móðir hennar stóran garð. „Ingólfur bróðir pabba kom norður í sveitina tvisvar til þrisvar

74  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

á ári og var duglegur að fara með okkur frændsystkinin út í móa, skoða náttúruna og læra að þekkja íslensku jurtirnar. Hann var rosalega duglegur fræðimaður og fór út um allt og skoðaði allt sem íslenskt var. Hann var yndislegur karl.“

Plönturnar komu víða að Í garðinum er gríðarlegur fjöldi tegunda og segist Hjördís ekki hafa hugmynd um fjölda þeirra. „Ég hef mest verið með fjölærar jurtir og þarf alltaf að eignast eitthvað nýtt sem ég sái fyrir í vermireit og finn stað í garðinum,“ segir hún. Hún segist hafa einhverja býsn af jurtum frá Davíð Hjálmari hagyrðingi sem er bróðir hennar. „Davíð er mikil áhugamaður um garðyrkju og frá honum hef ég í gegn um tíðina fengið heilmikið af afgangsplöntum úr sáningum hans. Hann er með algera dellu og var félagi í mörgum fræklúbbum. Oft var eitthvað af sjaldgæfum tegundum sem ég hafði sérstaklega ánægju af að halda lífi í, en það dó heill hellingur af plöntum hjá mér, enda margt kannski ekki harðgert.“ Hún hefur fært ræktunina

til bókar og voru fyrstu plönturnar frá Davíð skráðar árið 1994. „Ég keypti líka plöntur hjá Herdísi gömlu í Fornhaga hér í sveit og hjá Ágústu gömlu úti á Strönd, sem var mikil vinkona mín og frá mömmu. Ágústa var harðdugleg að rækta út í kuldanum út á Árskógssandi. Seinna hef ég líka keypt plöntur á Réttarhóli hér hinum meginn við fjörðinn og þeir í Sólskógum inni í Kjarna eru að koma sér upp enn betri garðplöntustöð sem er spennandi.“ Svo freistast hún þegar hún fer suður seinnipart sumars og kíkir í garðplöntustöðvarnar. „Ég er svo heppin að eiga afmæli í júní og fæ þá oft plöntur í afmælisgjöf, sem ég fæ oftar en ekki að velja sjálf. Það kann ég að meta.“

Raðað eftir litum Á einum stað í garðinum eru fjölæringar af öllum blómlitum í bland en annarsstaðar er raðað eftir litum. „Sumum finnst litadýrðin ómöguleg en mér líkar hún. Mér finnst líka dálítið skemmtilegt að raða eftir litum. Sérstaklega blaðfallegum plöntum, þá sérsaklega grænum, svo sem burkna,


 Hnúðhafri (Arrhenatherum elatius ssp, bulbosum) er eins og fínlegt randagras.

 Goðalykill (Dodecatheon meadia) hvítur á lit.

 Blásól (Meconopsis betonicifolia) er mjög falleg og í miklu uppáhaldi hjá Hjördísi.

Okkur reyndist alltaf erfiðara að slá brekkuna við garðinn með hverju árinu sem leið, þannig að við tókum hana undir beð líka.

biskupshúfu og rústrauðum s.s. koparlauf, kastaníulaufi og svo er musterisblómið fallegt með, svona fallega rauðbúnt. Með þessu er gott að blanda eilítið gulum blómum.“ Mikið er af lyklum hjá henni og segir hún að þeir hafi blandast mikið. „Lyklana hef ég í sama horni og þar er svo mikið lauslæti, þeir blandast og maður getur ekki lengur getið sér til um hvaða litur kemur upp að vori,“ segir Hjördís og tekur fram að íslenskar tegundir eiga sér ennig stað í garðrinum. „Íslensku blómin hef ég aðeins verið að prófa. Plönturnar koma víða að en súrsmæran hér er upprunalega úr garðinum hennar mömmu og er mér hugleikin.“

Gróðurhús utan um eina rós Mágur Hjördísar og bóndi hennar byggðu gróðurhúsið fyrir hana. Hún hafði haft orð á því við hann að hana langaði í skjól kring um rós sem hún vildi vernda. Þeir kom henni á óvart því í stað skjóls fékk hún heilt gróðurhús utanum rósina sem hýsir auk hennar hindiberjarunna og sáningar

á vorin. „Ég kom til hindiberjaplöntum í góðurhúsinu sem barnabörnin eru ánægð með þegar berin fara að roðna. Þau geta gengið að berjunum eins og þeim lystir.“

Þátttaka í menningarviðburðum Vinkona Hjördísar og náfrænka, Sesselja Ingólfsdóttir í Fornhaga eru jafnaldrar og eiga þær margt sameiginlegt. Auk þess að deila sama áhuga á gróðri, þá syngja þær saman í kirkjukór. „Við erum miklar vinkonur og fylgjumst með gróðurbrallinu hjá hvor annarri. Við höfum staðið fyrir menningarkvöldum hér í sveitinni, í gömlu nýuppgerðu húsi sem sveitungarnir gerðu upp í sjálfboðavinnu. Við vinkonurnar höfum tekið að okkur að sýna myndir sem við höfum tekið úr görðum okkur. Tvisvar hefur verið blómasýning, annað sinnið sýndum við mismunandi lykla og seinna vatnsbera sem eru í miklu uppáhaldi.“ Hún myndaði vatnsberanna í garðinum fyrir myndasýninguna og segist þá hafa áttað sig á því hvernig sporarnir einkenna Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  75


tegundina. Sumir eru þeir langir, aðrir bognir og stundum engir. „Við fáum krakkana okkar til að setja myndirnar á kubba, bullum við eitthvað um blómin okkar og höfum alltaf fengið góða aðsókn,“ segir hún og bætir við að þær séu nú ómenntaðar sveitakerlingar og menn ættu að taka varan á því sem þær segja.

Hluti fjölæringanna í garðinum Freyjugras (Thalictrum aquilegifolium), sjafnargras (Thalictrum minus), nönnugras (Thalictrum diffusiflorum), brjóstagras (Thalictrum alpinum), íslenskt, dvergkyndill (Verbacum pumilum), huldublaðka (Lewisia rediviva), bergkolla (Dolomiaea macrocephala), maíepli (Chrysosplenium alternifolium), skollaber (Cornus suecica), melasól (Papaver radicatum), goðalykill (Dodecatheon meadia), lotkarfa (Cremanthodium arnicoides), dvergkyndill (Verbascum pumilum), geldingahnappur (Armeria maritima), burnirót (Rhodioa rosea), vestmanneyjabaldursbrá (Matricaria maritima ´Vestmannayejar´), hnúðhafri (Arrhenatherum elatius ssp, bulbosum), íris (Iris), Saussurea kurileances, gullhnappur (Trollius europaeus), ranfang (Tanacetum vulgare), garðabrúða (Valeriana officinalis), armeníublágresi (Geranium psilostemon), stóriburkni (Dryopteris filix-mas), fjöllaufungur (Athyrium filix-femina) eða þúsundblaðarós (Athyrium distentifolium), körfuburkna (Matteuccia struthiopteris).

 Arnebia bentameii.

 Lotkarfa (Cremanthodium arnicoides) .

 Brekkan í bakgarðinum.

76  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


www.stord.is


Fyrsti flokkur fer á markað og annar flokkur fer beint upp í munn.

Hindber í tonnavís

Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Páll Jökull Pétursson

Á

hlaðinu á Gróðrarstöðinni Kvistum við Lyngbraut í Reykholti, í Bláskógarbyggð, er mannmargt og menn streyma víða að til að versla fersk handtínd jarðaber og hindber. Þrjú ár eru síðan þau Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjufræðingur og Steinar Á. Jensen rafvélavirki hófu ræktun berjarunna, en áður voru þau mikilvirk í ræktun skógarplantna. Þau hafa náð góðum tökum á berjaræktinni og áforma í ár að uppskera um 7 tonn af berjum.

 Vandaverk er að tína hindberin sem eru viðkvæm fyrir hnjaski.

Garðyrkjustöðin Kvistar var stofnuð árið 2000 og var í upphafi sérhæfð í framleiðslu skógarplantna í fjölpottabökkum. Á þessum tíma var framleiðslan fyrst og fremst seld í Landshlutabundin skógræktarverkefni. Er samdráttur varð á fjárlögum ríkisins árið 2009 til

78  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

stuðnings skógræktarverkefnum dróst, skógarplöntuframleiðslan hjá þeim saman um 50-60% og hluti gróðurhúsanna stóðu tóm. „Samdrátturinn var skellur og kom illa við okkur, þar sem við vorum búin að fjárfesta í ýmsum útbúnaði og tækjum til skógarplöntuframleiðslu. Breyting varð síðan á rekstrinum ári seinna er við óvænt urðum þátttakendur í samnorrænu verkefni í ræktun berja á norðlægum slóðum,“ segir Hólmfríður sem tók á móti okkur frá Sumarhúsinu og garðinum. Hún upplýsir að í berjaverkefninu sé notuð norsk tækni til að ryðja brautina fyrir berjarækt á Íslandi. Svipuð tækni er einnig í prófun á Grænlandi og í Færeyjum. Verkefnið er styrkt af Norrænu Atlantshafs-samstarfsnefndinni, NORA sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. „Norðmenn hafa náð mjög góðum tökum á berjarækt og þá sérstaklega hindberjarækt. Norskir fulltrúar verkefnisins komu í heimsókn sinni til Íslands hingað til okkar til að skoða plastbogagróðurhúsin okkar, en hluti verkefnisins er að finna hentuga umgjörð utan um ræktunina, jafnhliða prófunum á norðlægum berjarunnayrkjum. Þeim leist svo vel á plastbogahúsin, að þau hvöttu okkur til að taka þátt í verkefninu og við slógum til.“

Hjá ræktendum í verkefninu eru berjaplöntunar ræktaðar í óupphituðum húsum til að hlífa plöntunum fyrir veðri og vindum. „Við nýttum hluta húsanna er við byrjuðum fyrir þremur árum og bættum síðan við húsum og í vor settum við upp hitakerfi í húsin til lengja ræktunarsumarið í báða enda. Við það fáum við meiri uppskeru og berin koma fyrr. Fyrstu berin uppskerum við í síðustu viku maí og þau síðustu eru að koma alveg fram í ágúst,“ segir Hólmfríður en þau hjónin eru enn að bæta við húsum. „Við bættum við okkur annarri garðyrkjustöð – Garðyrkjustöðinni Stórafljóti í vor, sem er hér við hliðina. Hún hafði staðið tóm um tíma. Stöðin er 1800 fm undir gleri, og höfum við þegar tekið í notkun 1200 fm undir hindberjarækt. Runnana sem við höfum pottað og sett í húsið til ræktunar keyptum við inn frá Hollandi en þeir eiga upprina sinn í Skotlandi. Þeir 600 fm sem á eftir að standsetja, langar þau til að taka undir aðra berjarækt. „Okkur langar að prófa brómber og fleiri tegundir berja á næsta ári, er við höfum að fullu lagað húsin.“ Hjónin eru bjartsýn og reikna með að uppskera 7 tonn af berjum í sumar, en runnarnir í gróðurhúsinu eru í blóma í júlí og gefa af sér ber í ágúst og fram í nóvember. „Uppskeran í nýja húsinu


 Hindberjablóm að lokinni blómgun.

uppbindingu og stöðuga klippingu. „Berjaræktin er mannfrekur iðnaður og tímafrekur. Hindberin eru afar viðkvæm og leita þarf að berjunum í laufþykkninu og draga þau varlega af kjarnanum svo þau verði ekki fyrir hnjaski.

 Hindber eru bragðmikil og afar holl ber, stútfull af andoxunarefnum.

Berin eru seld í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna. „Við fundum strax að bæði verslanir og ekki síður veitingarhús tóku þessari nýbreytni fagnandi. Fersk hindber sem tínd eru á hárréttu þroskastigi tekur við er uppskerutíma runnanna í eru afar ólík þeim innfluttu. Gæðin eru plastbogahúsunum lýkur. Er við höfum meiri og útlit þeirra frísklegt. Er í raun eins fullnýtt aðstöðuna sem við höfum þá og svart og hvítt,“ segir Hólmfríður sem áformum við að stöðin gefi af sér 10 hefur góða tilfinningu fyrir nýbreytninni. tonn af berjum á ári,“ segir Hólmfríður „Umferðin á hlaðinu hjá mér hefur aukist er hún sýnir nýpottaða berjarunnana gríðarlega eftir að við hófum að selja sem standa í beinum röðum í snyrtilegu nýtínd ber hér heima auk skógarplanta og ýmiss trjágróðurs í pottum. Við erum með gróðurhúsinu. Ræktun á jarðarberjum, sem eru opið alla daga frá vori fram á haust frá tíu jurtkennd tegund plantna, er frábrugðin til sex og um helgar er örtröð hjá mér. Fólk hindberjum sem eru hávaxin runni. stendur í biðröðum við berjastandinn. Hindberin þurfa vaxtarstýringu, Framleiðsla okkar er í raun ný vara

 Hólmfríður vökvar nýpottaðar hindberjaplöntur.

sem var ekki á markaðinum og er hrein viðbót. Mér þykir vænt um hvað menn taka berjunum fagnandi.“ Fyrsti flokkur berja fer á markað og í heimasöluna. Hólmfríður segist borða ber á hverjum degi. „Bæði hindber og jarðaber eru afar holl og vítamínrík. Hindberin eru umfram jarðaberin stútfull af andoxunarefnum og annar flokkurinn fer oft beint upp í munninn,“ segir Hólmfríður glettin og réttir fram öskju með berjum sem eru mjúk undir tönn og bragðið ferskt og frískandi. Þau hjónin eru afar ánægð með móttökurnar sem berjaræktun þeirra hefur fengið og segjast nú vera opin fyrir því að hitta afurðartengda framleiðendur til þess að nýta berin í öðrum flokki. „Þau ber renna ljúft niður en eru tilvalin í safa, sultur, eða til íblöndunar í skyr og jógúrt,“ segir Hólmfríður og við hjá Sumarhúsinu og garðinum tefjum ekki lengur vinnandi fólk í miklum önnum því nú þarf að vökva og sinna plöntunum sem eiga eftir að gefa ríkulega af sér fram eftir ári. n

 Umönnun berjarunna er mikil vinna. Hér eru þau Hólmfríður og Steini að binda upp greinarnar á hindberjarunnunum, sem gefa ríkulega af sér ber, er líða tekur á sumarið. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  79


Vefjaræktaðir úrvals berjarunnar Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Barri

V

efjaræktun er fjölgunaraðferð sem lítt hefur verið reynd hér á landi. Vefjaræktun var fyrst reynd á Keldum en árið 1991 var sett upp rannsóknarstofa á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Síðar var útbúnaðurinn til vefjaræktar fluttur frá rannsóknarstöðinni á starfssvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi, þar sem m.a. var vefjaræktað úrvals birki frá Hallormsstað, súlublæösp og limafagur reyniviður ´Beinteinn´. Fyrir ári var svo hluta af útbúnaðinum komið fyrir á rannsóknarstofu hjá Gróðrarstöðinni Barra á Egilsstöðum þar sem Johanna Henrikson líffræðingur vefjaræktar athyglisverðar stofnmóðurplöntur af ýmsum berjarunnum og eru fyrstu plönturnar komnar í sölu. Johanna fór til Finnlands og kynnti sér tæknina hjá rannsóknarstöð finnska landbúnaðarins en það er frá Finnum

sem efniviðurinn til vefjarræktunarinnar kemur. „Finnar hafa verið framarlega í þróun berjakvæma sem henta svölu loftslagi. Með þeirra leyfi fáum við að rækta svokallaða stofnmóðurplöntu sem er vottuð, heilbrigð gæðaplanta, úrvalsplanta laus við sjúkdóma. Plönturnar eru fluttar hingað sem græðlingar á æti, og þannig er algjörlega komið í veg fyrir því að einhver óværa fylgi þeim,“ segir hún. „Ávinningurinn er kynlaus fjölgun, afkvæmið erfðafræðilega eins og foreldrið. Þegar fjölga þarf erfðafræðilega verðmætum plöntum þykir best að gera það með vefjarækt. Það er hægt að framleiða mikinn fjölda einstaklinga á stuttum tíma.“ Plönturnar bera allar sama erfðaefnið þar sem þeim er fjölgað kynlaust. „Fjölgunin fer fram í örverufríu umhverfi, vexti og þroska plantnanna stýrum við með hormónum og stór kostur við þessa aðferð er að hægt er að framleiða plönturnar allan ársins hring. “Johanna bætir við að öll áhöld séu sótthreinsuð og eingöngu notuð lokuð ræktunarílát til að fyrirbyggja að sjúkdómar berist í ræktunina sem er viðkvæm í byrjun.

Harðgerð og bragðgóð jarðaber  Johanna Henrikson, líffræðingur hefur umsjón með vefjaræktuninni á Barra á rannsóknarstofunni sem er í gróðrarstöðinni.

80  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Eftir að skógarplöntuframleiðsla hjá Barra dróst saman í kjölfar samdráttar árið 2009 þá hefur ræktun berjarunna, grænmetis og byggs fyllt í skarðið. Berjarunnarnir eru ræktaðir í fjölpottabökkum og seldar annað hvort í bökkunum eða ístykkjatali. Tvö jarðaberjayrki eru í ræktun, annað þeirra er ´Valotar´ sem er nýlegt finnskt yrki, og hitt ´Honeoye´ sem á uppruna

sinn í Bandaríkjunum. Johanna segir að yrkin hafi verið valin með tilliti til bragðgæða berjanna. „Við völdum þau einnig vegna þess að berin eru þolin gagnvart snertingu og því þolnari gegn myglu sem eykur geymsluþol þeirra,“ segir hún og tekur fram að finnska yrkið sé fljótsprottið og myndar ber tiltölulega snemma, meðan hið bandaríska þroskast aðeins seinna. „Berin eru ekkert rosalega stór en afar bragðgóð. Bæði yrkin eru ræktuð utandyra á norðlægum slóðum og ættu að ná því að ná góðum þroska á Íslandi. Einnig er hægt að rækta þau í gróðurhúsum og fá uppskeru með þeim hætti fyrr og þess vegna í pottum á svölum.“

Tvíkynja runnabláber Mörgum hefur reynst illa að rækta runnabláber utandyra og er því spennandi að sjá hvað finnska yrkið ´Sine´ sem er sérstaklega ætlað norðlægum slóðum gerir. „Við völdum þetta yrki þar sem það er kuldaþolið, en það hefur gengið að rækta það á svæðum sem samsvara norður-Finnlandi,“ segir Johanna. Yrkið er sjálffrjógandi ólíkt öðrum yrkjum, sem hafa verið hér í sölu, þar sem þarf bæði karl og kvenplöntu til að frjóvgun geti orðið.

Logalauf með nær svörtum berjum Logalaufi, sem er lítt þekktur runni hér á landi, er vert að gefa gaum. Runninn er blómríkur með hvítum blómum og dökk berin þekja runnann síðsumars, en þau þykja góð í sultur sem meðlæti með kjöti. Hjá Barra er í ræktun yrkið ´Viking´ sem


 Vaxtarbrum plöntunnar er tekið, sótthreinsað og sett á hlaupkennt æti sem inniheldur vökva sem plönturnar taka upp með nauðsynlegum næringarefnum og sykrum sem plantan þarf. Ætið inniheldur líka annað hvort rótarhormón eða fjölgunarhormón. Um tvær vikur tekur að ræta plöntuna, en misjafnt er milli tegunda hversu hratt þær fjölga ség. Eftir að plantan hefur náð að mynda nægilega góða rót er hún flutt út í mold.

Johanna segir að nái um 0,5 til 2 m hæð við góðar aðstæður og blómstrar það fallega snemmsumars. „Logalauf hefur ýmsa góða kosti og runnann má nota stakstæðan í garðinn en einnig hægt að nota hann í skjólbelti eða klippa til í limgerði.“

Vefjaræktun spennandi möguleiki

í hjarta Selfoss Gallerý Chósý og verslunin TVÆR... hafa opnað glæsilega verslun á Hótel Selfossi.

Íslensk hönnun | Gjafavörur | Spennandi blöð og bækur o.m.fl.

Hugsa sér!

Nokkrar aðrar athyglisverðar tegundir eru í ræktun og koma í sölu næsta vor. „Við erum með sólberjayrkið ´Venny´ sem er runni sem myndar græn ber ólíkt öðrum sólberjarunnum sem allir eru með dökk ber. Hann er einstaklega c-vítamínríkur og berin um helmingi stærri, en á þeim sólberjayrkjum sem eru nú þegar í ræktun á Íslandi. Svo erum við með finnskt yrki af múltuberjakvæminu ´Nyby´ sem er tvíkynja, en önnur yrki eru ýmist karleða kvenplöntur. Vegna þessa er öruggt, að plantan ber aldin,“ segir Johanna og auk berjategundanna hafa þau á Barra verið að prófa ýmsar aðrar tegundir. „Við höfum verið að skemmta okkur við að prófa ýmsar tegundir í vefjarækt, til dæmis eik frá Miðhúsum og birkiklóninn ´Dalabirki´ sem er með fallega flipótt blöð. Um þetta leyti erum við einnig að stiga fyrstu skrefin í vefjarækt á lerkikvæminu ´Hrym´, sem er blendingur af Evrópu- og Síberíulerki. Hrymur hefur reynst vel í skógrækt. Barrtré eru öllu jöfnu mjög erfið í vefjarækt, en Hrymur virðist lofa góðu og er að lifna við, bæði af brumum og frækímum,“ segir Johanna sem nýtur þessarar að prófa og ná árangri. Það er hins vegar ekki alltaf einfalt að fjölga plöntum með vefjaræktun. Rétt næring er mikilvæg og finna þarf rétta næringarog hormónablöndu fyrir hverja tegund. „Séu græðlingar teknir úr náttúrunni þá þarf að sótthreinsa þá rækilega, til að þær örverur sem er jafnan að finna á yfirborðinu, nái sér ekki á strik, segir Johanna að lokum. Við óskum henni góðs gengis við þarft starf og spennandi verður að fylgjast með hvernig nýju yrkin frá Barra reynist ræktendum.

Persónuleg þjónusta – Verið velkomin

Gallerý Chósý

S. 893 2076 Hótel Selfossi | Eyravegi 2 gallerychosy.is og á Facebook Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  81


Vefjaræktaðir berjarunnar hjá Barra

 Honeoye jarðarber.

Jarðaberjayrkið (Fragaria x ananassa) ´Honeoye´ er Bandarískt. Yrkið þroskast snemma og gefa vel af sér og er geymsluþolið. Finnska jarðaberjayrkið (Fragaria x ananassa) ´Valotar ´er bragðgóð, með föstum berjum og eru mygluþolin. Múltuber, (Rubus chamaemorus) ´Nyby , er finnskt yrki sem vex í mýrarjarðvegi í Finnlandi. Runnabláber (Vaccinium angustifolium) ´Sine, er finnskt yrk sem gefur vel af berjum og hæð þess er 60-100 cm.  Plönturnar eru í fyrstu mjög viðkvæmar, hvorki með vaxhúð eða hár á blöðum. Þær þurfa stöðugan hita og raka og öfluga sveppavörn. Á nokkrum vikum ná þær þroska og verða sambærilegar við aðrar plöntur eftir það. Jarðaberin í skálinni eru villt íslensk ber með eitt ræktað ber með.

82  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Sólber, (ribers nigrum)´Mikael´er finnskt yrki, beinvaxinn runni með mildum berjum og reynist mygluþolið. Græn sólber,( ribes nigrum) 'Venny', er finnskt yrki

með einstaklega c-vítamínríkum berjum. Berin eru tvöfalt stærri en ber en á sólberjarunnum sem í ræktun eru hér á landi. Berin eru aðeins súr en innihalda mikinn sykur. Góð í hlaup og til víngerðar. Logalauf, Aronia melanocarpa, 'Viking', er finnskt yrki. Runninn verður allt að 2,5 m hár. Þrífst best á sólríkum stað. Berin eru afar c-vítamínrík og og rík af andoxunarefnum og því afar heilsusamleg. Þau henta í safa, sultur og til víngerðar. Hindber (Rubus idaeus) 'Maurin Makea', er finnskt yrki sem nær um meters hæð. Runninn þrífst vel á sólríkum stað einnig í hálfskugga. Blómin eru hvít og berin bragðgóð. Hlíðaramall (Amelanchier alnifolia) ´Northline´er kanadískt yrki sem nær um 2 metra hæð. Berin eru sæt og góð til átu.

Hindberin eru tínd á Hallormsstað af yrkinu sem vex víða í skóginum þar og sem við væntanlega prófum í vefjarækt á næstunni.


Rafmagn er okkar fag Raflagnir – Loftnetskerfi – Öryggiskerfi

FLÚÐUM

EYRAVEGI 32 · SELFOSSI · SÍMI 480 1160

Neyðarsími 660 1160

Sími: 846 9798 / 486 6660

www.arvirkinn.is

www.minilik.is

• Margar gerðir og stærðir • Fjölbreytt úrval aukabúnaðar • Hitastýringar fyrir setlaugar • Val um nokkra liti á setlaugum • Einnig viðarkamínur á frábæru verði!

Íslensk framleiðsla í rúm þrjátíu ár

Snorralaug

Unnarlaug

Líttu við á heimasíðu okkar www.normx.is og kynntu þér úrvalið! NORMX hitastýringar eru sérframleiddar fyrir íslenskar aðstæður!

Grettislaug

Gvendarlaug

Snorralaug

Setlaugar Auðbrekku 6 • 200 Kópavogur • Sími 565 8899 Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  83


Ásta Hjördís Valdimarsdóttir

Fáðu þér sæti Tex ti: Ásta Valdimarsdót tir. Myndir: Páll Jökull

É

g elska Góða hirðinn. Gullmolarnir sem maður finnur þar geta verið af ýmsum toga. Stundum finnur maður heilan helling af ótrúlegustu hlutum, sem hægt er að gera upp, aðra þarf ekkert að gera við. Svo kemur það einnig fyrir að maður finnur ekki neitt sem grípur augað.Í einni ferðinni datt ég svo sannarlega í lukkupottinn. Sumarið var að nálgast og mig langaði að gera eitthvað nýtt og finna eitthvað fallegt til að setja á pallinn. Rakst á þetta fallega barna-rimlarúm og ákvað á staðnum að þetta gæti nú orðið huggulegasti bekkur með smá breytingum. Einnig var þarna mjög svo sorglegur tré/

84  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

járnbekkur farin að ryðga svolítið og aðeins fúinn, ég ákvað að gefa honum einnig nýtt líf. Svo var hafist handa. Trébekkurinn var auðveldur ég byrjaði á að fara yfir járnið með málningu sem stoppar ryð og svo úðaði ég hvítri úðamálningu á járnið og þar á eftir fór hvít útimálning á tréverkið. Málið var ekki flóknara en það. Rimlarúmið var ósamsett og byrjaði ég á því að setja það saman, en sleppti því að setja framhliðina í. Svo var grindin máluð. Ég valdi hvíta málningu því að mér finnst hvít húsgögn svo einstaklega falleg og það er svo auðvelt að nota hvaða


lit sem er með hvítu, í púðum, pullum og þess háttar. Ég ætla að hafa bekkinn úti þannig a ég nota málningu sem þolir rigningu og veðrun vel. Mött útimálning frá Jotun varð fyrir valinu. Svo málaði ég tvær umferðir yfir bekkinn - fór svo aðeins yfir hann með sandpappír til að fá gamaldags útlit á hann. Nú var komið að því að skreyta. Ég setti fallegt efni utan um dýnuna. Sniðugt er að setja eitthvað vatnshelt efni fyrst utan um dýnuna og svo fallega efnið, til vonar og vara ef það gleymist að taka dýnuna inn ef/þegar rignir. Það er auðveldara að þurrka efni en dýnuna sjálfa. Í bakið notaði ég pullur sem ég batt upp. Fallegur blúndupúði var tekinn fram og til þess að fá smá lit þá setti ég bleikt teppi yfir dýnuna og blómlega púða í hornin sem lífga upp á tilveruna. Fallegar luktir og blóm í pottum eiga alltaf vel við. Í bleiku pottunum er mynta sem ilmar svo dásamlega og ekki slæmt að geta laumað einu og einu laufi í munninn eða í tebollann.

Það er svo yndislegt að gefa gömlum hlutum nýtt líf og ég er svo heppin að eiga góða vini sem eru farnir að hringja í mig áður en farið er á haugana, það þykir mér vænt um enda bílskúrinn fullur af góðum hlutum sem eiga eftir að fá smá yfirhalningu hjá mér. n

Efni sem ég notaði:

Tré/járnbekkur: Hvítt hálfmatt sprey, hvít málning sem stoppar ryð(Combi Color half matt). Húsasmiðjan Barnarúm: Hvít mött máling(Demi Deck Tacklasyr dekkbeis) Húsasmiðjan. Pullur í bak: Sjafnarblóm Austurvegi 21 Selfossi. Grá lukt og blúndupúði: Gallerý Chósý Eyravegi 2 Selfossi. Aðrir púðar og teppi eru í einkaeign.

Öðruvísi bekkur Gamlir tréstólar, jafnvel með málningarslettum og örlítið skakkir finnst mér mjög sjarmerandi. Ég á nokkra í nokkrum litum og nota þá mikið bæði inni og úti, sem stóla, borð, náttborð, símaborð og bara sem allt mögulegt. Að raða þrem stólum saman í ólíkum litum gefur auganu gleði og eru þeir vel gjaldgengir sem „bekkur“ á pallinn eða fínasta hilla fyrir blóm og aðra skrautmuni.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  85


Snúrur Ásta Hjördís Valdimarsdóttir

Þ

vottasnúrur eru í mörgum görðum og yfirleitt eru þær bara þarna án þess eftir þeim sé tekið. Þær eru notaðar til að hengja upp þvott á góðviðrisdögum, en yfirleitt ekki mikið meira en það.

Ég ákvað að taka mínar í gegn, þær voru þreyttar og gráar með bláu snúrubandi. Ég fékk litla bróðir í heimsókn og hann málaði fyrir mig snúrustaurana hvíta og svo setti ég bleik snúrubönd og bleikar klemmur. Ekki mikil vinna en mikil breyting. Svo er þetta tilvalin staður fyrir hengiblóm og jafnvel luktir sem auðvelt er að kippa niður þegar stóri þvottadagurinn er. Að sjálfsögðu líta snúrnurar ekki alltaf svona vel út en gaman er að hafa möguleikann og hugmyndaflugið í að nýta þær á annan hátt, jafnvel

86  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Hægt er að fá snúrubönd í mörgum fallegum litum. Tökum gömlu góðu tréþvottaklemmurnar og leyfum krökkunum að mála í ýmsum fallegum litum og það verður örlítið skemtilegra að hengja upp þvottinn.

þegar garðveisla er, hengja fallega dúka eða gardínur sem passa við stemminguna. Setja falleg teppi yfir þær og stól og borð undir. Notum þessar frábæru stoðir sem eru til staðar og leikum okkur með þær. Skemmtileg hugmynd af snúrum er að hafa eina litla við hlið stóru sem krakkarnir geta leikið með, hjálpað til að hengja upp litlu kjólana, buxurnar eða bangsana. Litla snúllan sem á þessar snúrur er 3 ára og hafa þær verið mikið notaðar. Afinn smíðaði þær á Húsavík og flutti þær svo á Selfoss þar sem þær eru staðsettar núna.

Teppi og púða fengum við lánuð í versluninni Af hjartans list, Brautarholti 22. Blóm, körfur og luktir Blómaval.


Tex ti: Ásta Valdimarsdót tir. Myndir: Christine Gísladót tir og Páll Jökull


Rós í hnappagatið

Svalagarðurinn gefur mikla möguleika Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Berglind Jack.

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

R

ós í hnappagatið að þessu sinni en einnig annan gróður. Fólk er kannski en í garðinum. Jarðvegurinn er lítill og fær nýtt fyrirtæki sem sinnir ekki endilega að hugsa um að sjá sér og plönturnar þorna fljótt í góðu veðri. Ef þörfum þeirra sem hafa ekki sínum algerlega fyrir grænmeti allt árið, fólk er mikið frá heimilinu á sumrin aðgang að „venjulegum“ garði en lítur frekar á þetta sem skemmtun er stundum nauðsynlegt að koma upp en eiga svalir. Fyrirtækið heitir og áhugamál. Einnig felst mikil heilun vökvunarkerfi.“ Líflegt og er þjónustan fyrst og fremst í því að rækta og uppskera,“ segir hún falin í ráðgjöf, hönnun, uppsetningu og bendir á að svo auðvelt sé að rækta á Misjafnar þarfir og því og viðhaldi á görðum þar sem hörð fleiri stöðum en í garði. „Svalir og önnur persónuleg þjónusta yfirborðsefni eru ríkjandi. Þetta svæði með hörð yfirborðsefni, eru mikið Þótt plöntuval og ræktun sé aðeins hluti geta verið hellulagðir garðar, stórir til ónýtt svæði þar sem hægt er að útbúa af starfi landslagsarkitekta segir Heiða að timburpallar, þök eða svalir. Þetta eru fallega garða. Á slíkum svæðum er þó garður snúist ekki bara um þessa tvo hluti. svæði sem ræktunin fer oftast fram í helst notast við pottaræktun.“ „Mikilvægt er að huga vel að hönnun í upphafi. Hafa ber í huga sólarátt, vind, hæð pottum. Að baki fyrirtækinu stendur Heiða Jack, landslagsarkitekt. Hún Árangur með aðstoð tækja á svölum og margt fleira. „Mismunandi útskrifaðist frá Edinburgh College og tóla plöntur þrífast í mismunandi hæð og oft of Art árið 2010 og þar áður tók hún „Til eru ýmis tæki og tól til að rækta er vindur meiri eftir því sem íbúðin er B.Sc. gráðu í Umhverfisskipulagi við grænmeti, salat, krydd, tré, runna og hærra uppi. Hönnun Líflegt felst í því að blóm á svölum. Sem dæmi má nefna að samræma útlit og uppfylla þarfir fólksins Landbúnaðarháskóla Íslands. hægt er að leyfa baunum að klifra upp sem unnið er fyrir. Það þarf að mynda Heiða er sjálf að rækta og segir grindur á vegg. Hægt er að rækta kartöflur skjól án þess að skyggja á sólina, velja aðalástæðuna fyrir því að hún rækti á í sívalningum unna úr hænsnaneti og þá leið sem hentar eigandanum í ræktun, svölunum hjá sér vera að það er heilun sem jafnvel sé hægt að rækta salat í gömlum finna út hver þörfin er á innréttingum, fylgir því að vera með puttana í moldinni. þakrennum. Oft þarf ekki mikinn gólfefnum og húsgögnum á svalirnar, Eins sé farið hjá mörgum öðrum, þar sem tilkostnað en viðhald þarf að vera stöðugt ákveða litasamsetningar og velja réttar á undanförnum árum hefur áhugi fólks á rétt eins og með aðra garða,“ segir Heiða plöntur,“ segir hún. Hún nefnir einnig ræktun á eigin matvælum vaxið og aðsókn og tekur fram að það helsta sem greinir að sumir húseigendur hafa takmarkað í ræktunargarða hjá sveitafélögum hefur að svalagarða frá venjulegum garði er að geymslupláss og því tilvalið að geta aukist verulega. „Fólk sækist eftir garði þar þar fer ræktunin oftast fram í pottum. sett pottana, moldina og allt sem fylgir sem hægt er að rækta sitt eigið grænmeti, „Í pottaræktun þarf mun meiri vökvun svalaræktuninni í vetrargeymslu í fallegri

88  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


sérhannaðri hirslu sem fellur vel að svölunum. „Hirsluna má svo líka nota sem bekk eða borð. Þá eru í boði ýmis gólfefni á svalir. Hægt er að mála gólfin eða lakka, flísaleggja, smíða timburpall eða leggja timburhellur.“ Þjónustan er því mjög persónuleg því hvert svæði er sérstakt. Heiða segir að taka þurfi tillit til þarfa ábúendanna, t.d. hvort börn séu heimilinu, hversu mikinn tíma fólk hefur til að eyða í garðinn og margt margt fleira. Kosturinn við að halda svalagarð er að spölurinn er stuttur frá eldhúsi og þú getur skellt þér út á svalir til að ná í smá salat eða krydd. Heiða segir að annar kostur sé að ekki þurfi að ferðast neitt til að vökva plönturnar. „Þú vökvar hann bara á meðan þú hellir uppá morgunkaffið eða á meðan kvöldmaturinn mallar í pottunum. Þá þarf heldur ekkert að slá gras og lítið að reita arfa. Svo er líka bara svo yndislegt að hafa svona grænt í kringum sig og nýting á húsnæðinu verður meiri,“ segir Heiða að lokum . Við hjá Sumarhúsinu og garðinum fögnum þessari nýju þjónustu sem efalaust margir taka fagnandi sem eiga svalagarða. n

Í Bretlandi er rík hefð fyrir því að rækta í pottum og þar, eins og á Íslandi, er mikil vakning fyrir því að rækta sitt eigið grænmeti og lífrænt ræktað er í hávegum haft.“

viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2

Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

Nýtt 2-lock endalæsing


N

ú þegar sumarið er gengið í garð upphefst sá tími þegar við getum notið alls þess sem náttúran hefur upp á að bjóða. Ferskt og gott grænmeti og kryddjurtir úr garðinum eða beint úr náttúrunni spila stórt hlutverk hjá mér í matargerð sumarsins og stundirnar við grillið verða ófáar.

Helga Kvam

Hér á eftir koma nokkrar uppskriftir að meðlæti með grillveislunni, hugmyndir að ljúffengum salötum og allskonar spennandi drykkjum. Njótum löngu dagstundanna með fólkinu sem okkur þykir vænt um. Látum góðan félagsskap krydda máltíðirnar og samveruna. 
 Eigið gott og ljúft sumar.

Tex ti og myndir: Helga Kvam

Meðlæti og sumardrykkir

90  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


Þetta er afar ferskt og gott kartöflusalat og tilvalið að nota nýjar kartöflur í það. Því minni sem kartöflurnar eru, því betra, og þú þarft ekki að hugsa um að flysja þær. Ef þú notar stórar kartöflur þá þarftu að skera þær í tvennt eða fernt, í munnbitastærð.

Kartöflusalat 640 gr kartöflur  4 tsk balsam edik  1 egg  1 rauðlaukur, fínsaxaður  60 gr grænar baunir, frosnar  2 stórar súrar gúrkur  4 tsk saxaður graslaukur  2 msk majones eða sýrður rjómi  salt og pipar Undirbúningur: 10 mínútur Eldunartími: 20 mínútur

Settu kartöflurnar í kalt vatn með 2 tsk af salti út í. Láttu suðuna koma upp og láttu sjóða í 15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru soðnar en ekki of mjúkar. Helltu vatninu af kartöflunum og veltu þeim upp úr balsam edikinu á meðan þær eru heitar svo þær drekki í sig bragðið. Þú skalt sjóða eggið, láttu suðuna koma upp á þeim, slökktu svo undir og láttu sitja í heitu vatninu í 8 mínútur. Settu svo í ískalt vatn og láttu liggja í 10 mínútur.

Settu frosnu baunirnar í pott með smá vatni og láttu suðuna koma upp. Láttu sjóða í 2 mínútur eða þar til þær eru farnar

að meyrna örlítið. Blandaðu öllu hráefninu saman í skál, kryddaðu til með salti og pipar eftir smekk.

Kaffi BBQ sósa 2 msk olía  1 stór laukur, fínsaxaður  5 hvítlauksrif, söxuð  1/2 grænn chílepipar, fínsaxaður  70 gr púðursykur  1 tsk cayenne pipar  2 msk hlynsýróp  3 msk ferskur kóríander, saxaður  2 tsk kúmín, malað  1 dós niðursoðnir tómatar  70 gr tómatpúrra (1 lítil dós)  2 dl vatn  1 teningur kjúklingakraftur  2 dl rótsterkt kaffi  salt og pipar Hitaðu olíuna í stórum potti við meðalhita og bættu lauk, hvítlauk og chílepipar út í. Steiktu þar til laukurinn verður mjúkur eða í um 7 mínútur. Bættu þá púðursykri, cayenne pipar, hlynsýrópi, kóríander og kúmíndufti saman við og hrærðu vel þar til sykurinn leysist upp. Hrærðu nú niðursoðnu tómötunum saman við ásamt tómatpúrrunni, vatni, kjúklingakraftinum og kaffinu og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu hitann undir pottinum og láttu sjóða niður þar til sósan verður þykk, í um 40 mínútur. Kryddaðu til í lokin með salti og pipar. Geymist í 1 viku í ísskáp.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  91


Rabarbara grillsósa Þessi grillsósa er æðislega góð á allt kjöt, rabbarbarinn gefur skemmtilega sætsúrt bragð. Þú getur þynnt sósuna með bjór eða pilsner ef þú vilt hafa hana mjög þunna. Athugaðu að sósan vill verða mjög þykk ef þú sýður hana lengi, en þú ræður suðutímanum – allt eftir því hversu þykka þú vilt hafa sósuna.

10 döðlur, saxaðar  400 gr rabbarbari, í 1 cm bitum  1 rauðlaukur, grófsaxaður  1/2 rautt chili, fræhreinsað og saxað  75 gr hrásykur  3 msk hunang  5 msk eplaedik  1/2 tsk kanill, malaður  1/2 tsk allrahanda, malað  1/2 tsk  engifer, malaður  1/2 tsk sjávarsalt Settu öll innihaldsefnin í pott, láttu suðuna koma upp og hrærðu stanslaust í á meðan. Lækkaðu hitann og láttu malla rólega í um

30-45 mínútur, allt eftir því hvað þú vilt hafa sósuna þykka. Maukaðu sósuna með töfrasprota, í matvinnsluvél eða blandara. Til að þynna hana er gott að setja í hana bjór eða pilsner svo hún nái réttri þykkt. Smakkaðu til með salti og pipar. Hægt að geyma í ísskáp í 1 viku.

Hér koma fjórar einfaldar uppskriftir af dásamlegum dressingum fyrir sumarsalatið.

Appelsínu og sesam dressing 3 msk repjuolía  3 appelsínur, safi  börkur af 1 appelsínu  1 msk sítrónusafi  1 msk sesamfræ  2 tsk Dijon sinnep  salt og pipar Undirbúningur: 5 mínútur

Ristaðu sesamfræin á pönnu í 30 sekúndur. Settu í skál ásamt appelsínusafa, sinnepi, sítrónusafa og þeyttu vel saman. Rífðu börk af 1 appelsínu út í og smakkaðu til með salti og pipar.

92  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Ein með öllu

Klassísk frönsk

Þessi súrsæta

2 dl majones  2 dl sýrður rjómi  1 msk ólífuolía  1/2 sítróna, safi og börkur  1 hvítlauksrif, marið  1 tsk salt  smá pipar  1 dl súrmjólk  2 msk tabasco  1 msk púðursykur  1 msk edik  smá steinselja og graslaukur

3 msk ólífuolía  2 msk sítrónusafi  2 hvítlauksrif, marin  1 tsk sinnepsduft  1/4 tsk cayenne pipar  salt og pipar

3 skallottulaukar, fínsaxaðir  2 msk smjör  1 dl hvítvínsedik  2 dl ólífuolía  1 msk sojasósa  1 msk hlynsýróp  1 tsk púðursykur eða hrásykur  salt og pipar

Undirbúningur: 5 mínútur

Settu allt hráefnið í matvinnsluvél og maukaðu í um 15 sekúndur þar til allt hefur maukast vel saman.

Undirbúningur: 5 mínútur

Blandaðu öllu saman í skál og þeyttu vel saman.

Undirbúningur: 5 mínútur Eldunartími: 20 mínútur Bið/K æling: 10 mínútur

Settu smjörið á pönnu og steiktu skallottulaukinn við lágan hita í 20 mínútur eða þar til hann verður mjúkur og fer að verða sætur. Kældu í 10 mínútur og blandaðu svo saman við öll hin hráefnin. Smakkaðu til með salti og pipar.


Það er ótrúlega einfalt að búa til alvöru íste, ódýrt og þú getur verið viss um hvað fer í drykkinn. Þú getur stjórnað sykurmagni og sætutegund og valið það te sem er þér að skapi. Þessi uppskrift er með svörtu tei, ég valdi Earl Grey til að fá smá blómaangan og bragð sem mér finnst svo einstaklega sumarlegt. Uppskriftin gefur um 2L og best er að geyma teið í flösku(m) inni í ísskáp, þá geymist það í allt að 1 viku.

Íste 2 pokar svart te  1.7 L vatn  2.5 dl sítrónusafi  börkur af einni sítrónu, rifinn  5 msk hrásykur  5 msk hunang

Hitaðu vatnið í stórum potti og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu hitann og settu tepokana út í og láttu trekkja í 10 mínútur. Taktu þá pokana upp úr pottinum, það er ágætt að kreista vatnið úr þeim. Rífðu börk af einni sítrónu út í pottinn, bættu við sítrónusafa, hrásykri og hunangi. Hrærðu vel í þar til sykurinn og hunangið leysast upp. Síaðu teið til að losa þig við sítrónubörkinn, settu á flöskur og kældu. Fylltu glas með klaka, skerðu sítrónusneið og settu í glasið og fylltu upp með ísteinu. Það er líka rosalega gott að setja 2-3 myntulauf eða sítrónumelissu út í glasið.

Appelsínu íste 2L 10 tepokar (svart eða grænt te)  hýði af 1 appelsínu  1 L vatn  1/2 L appelsínusafi  8 msk sykur  1L sódavatn Tími: 1-2 klst

Sjóddu 1 L af vatni og helltu í stóra skál, settu þar í tepokana og börkinn af appelsínunni, reyndu að nota sem minnst af beiska hvíta hlutanum af berkinum. Láttu trekkja í 3-5 mínútur. Sigtaðu tepokana og börkinn frá og hrærðu appelsínusafanum og sykrinum saman við. Hrærðu vel til að leysa upp sykurinn. Þú getur notað venjulegan sykur, hrásykur, pálmasykur, púðursykur, eiginlega hvað sem þér dettur í hug, meira að segja hunang. Smakkaðu til en mundu að þú átt eftir að setja 1L af sódavatni saman við, þetta má því vera mjög sterkt, þú ert aðeins að smakka til sætuna. Sett á kaldan stað eða í ísskáp. Þegar þetta er orðið kalt þá bætirðu sódavatninu við. Settu þetta í glös; 50/50 te og sódavatn, fylltu upp með klaka og settu sneið af appelsínu með. Það er líka hægt að nota þetta í bollu, þá er settur 2x meiri sykur, 1 appelsína skorin í sneiðar og 1/2 flaska af rommi eða vodka.

Gúrkudrykkur 1L Þennan drykk er alger snilld að gera úr gúrkum sem eru orðnar linar eða hafa frosið og eru ónýtar til að borða beint. 2 gúrkur, flysjaðar og fræhreinsaðar  1 dl vatn  lúkufylli myntulauf  4 msk hunang  3 límónur  750ml sódavatn Undirbúningur: 10 mínútur

Flysjaðu og fræhreinsaðu gúrkuna og settu í matvinnsluvél eða mixer ásamt vatninu. Maukaðu vel. Settu nú allt í sigti og síaðu vökvann frá. Settu myntulaufin í skál og merðu þau vel. Bættu við gúrkusafanum, safa úr 2 límónum og hunanginu, hrærðu vel eða þar til hunangið hefur blandast saman við. Settu nú 1 límónu skorna í sneiðar og nokkrar gúrkusneiðar út í og sódavatnið. Fylltu glös með klaka og helltu drykknum í. Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  93


Þetta salat er fljótlegt, ferskt og gott og passar afskaplega vel með fiskiréttum.

Fennel- og eplasalat 1 stór fennell  1 lítið rautt epli  1/2 græn paprika  1 vorlaukur  1 tsk fennelfræ  1 skallottulaukur  1 msk hvítvínsedik  1 msk hunang  salt og pipar Undirbúningur: 10 mínútur

Skerðu fennelinn í afar þunnar sneiðar, eins þunnar og þú mögulega getur, það er ágætt að skera hann fyrst í tvennt ef hann er mjög stór. Flysjaðu eplið og kjarnhreinsaðu, skerðu í mjög þunnar sneiðar eða rífðu á grófu rifjárni. Skerðu paprikuna í örþunnar sneiðar. Skerðu vorlaukinn í stórar skáskornar sneiðar. Settu í stóra skál. Í dressinguna rífurðu lítinn skallottulauk á fínu rifjárni, setur í skál með ediki og hunangi, smá salti og pipar og hrærir vel saman. Stráðu nú fennelfræjunum yfir salatið og helltu dressingunni yfir. Blandaðu vel saman. Það er tilvalið að geyma græna vöxtinn af fennelnum til að eiga í skraut, það er ekki bara fallegt heldur líka bragðmikið. Dásamlegt og ferskt.

Þessi ís er ótrúlega einfaldur en afskaplega ferskur og góður. Enginn rjómi eða egg, við notum bara súrmjólk eða AB mjólk og smávegis af kókosmjólk fyrir bragðlaukana. Þú getur gert ís þó þú eigir ekki ísvél; það þarf bara nokkrar ferðir í frystinn og góðan gaffal ásamt handafli, skoðaðu leiðbeiningarnar hér að neðan.

Appelsínuís 1L 2 1/2 dl vatn  100 gr sykur  2 appelsínur (safi og börkur)  1/2 tsk vanilludropar  5 dl súrmjólk  1 dl kókosmjólk ( má sleppa) Settu vatn og sykur í pott. Rífðu börkinn af báðum appelsínunum út í pottinn og kreistu svo allan safann úr báðum appelsínunum í pottinn. Láttu suðuna rétt koma upp og slökktu undir pottinum eftir 1 mínútu, eða þegar sykurinn hefur samlagast blöndunni. Láttu kólna vel. Hrærðu appelsínublöndunni saman við súrmjólkina og settu í ílát og láttu kólna vel. Ef þú átt ísvél þá býrðu til blönduna og kælir mjög vel áður en þú setur í ísvélina, fylgdu leiðbeiningunum með vélinni. Ef þú átt ekki ísvél, þá seturðu blönduna í skál í frystinn og ferð og hrærir upp í blöndunni með gaffli á 30 mínútna fresti í 4-5 skipti, það ætti að taka um 4 klst fyrir ísinn að frjósa nægilega til að hægt sé að bera hann fram. Þú ert að hræra til að koma í veg fyrir kristalla í ísnum. Þessi ís er þó hálfgerður sherbet þar sem við notum ekki rjóma eða egg og því eðlilegt að hann verði ekki alveg mjúkur eins og rjómaís. Njóttu vel.

94  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


Harðgerð tré og runnar fyrir garða og skógrækt

Úrval dekurplantna:

© Páll Jökull 2012

| Alparósir | Klifurplöntur | Rósir | Sígrænir runnar | Ávaxtatré | Berjarunnar

Opið kl. 10:00 - 19:00 frá sumardeginum fyrsta og fram á haust.

Sími 483 4840 | GSM 698 4840 Heimasíða: www.natthagi.is Netfang: natthagi@centrum.is

Ólafur Njálsson garðyrkjusérfræðingur

Nánari ar á upplýsing lar.is a k ls o www.s


Tex ti: María Margeirsdót tir. Myndir: María Margeirsdót tir og Boris Lauser

María Margeirsdóttir

Öðruvísi ostar -úr fræjum, hnetum og möndlum

Þ

að er spennandi að kunna listina að búa til ostinn sinn sjálfur og nota í hann bestu hráefni sem völ er á. Til þess að verða ostagerðarmeistari þarf að æfa sig og um að gera að prófa sig áfram með ýmsar bragðtegundir því að möguleikarnir eru óendanlegir.

Í ostana, sem ég ætla að fjalla um, eru ekki notaðar neinar mjólkurvörur heldur eingöngu fræ, hnetur og möndlur sem eru frábært hráefni, enda stútfullt af próteini og vítamínum. Hafa þarf nokkur grunnatriði í huga áður en hafist er handa við ostagerðina. Fyrst er að nefna að öll fræ og hnetur þarf að leggja í bleyti til að hreinsa burt óæskileg efni, vekja virku efnin í þeim og/ eða láta spíra. Þá er nauðsynlegt að eiga kornspírusafa (sjá uppskrift neðar) því að hann er notaður með þegar hráefnið er maukað í blandara eða matvinnsluvél. Kornspírusafinn er einnig lykilatriði þegar kemur að gerjun ostsins þar sem hann stuðlar að hollustu hans og gerir ostinn enn betri fyrir meltinguna. Gott er að setja uppáhalds kryddið sitt saman við ostinn, eins og t.d. rauðlauk, púrru, eða graslauk. Einnig er gott að hafa með alls kyns tegundir af grænmeti og ávöxtum á borð við sólþurrkaða tómata,

96  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

sellerí og papriku, eða chilipipar fyrir þá sem kunna vel að meta bragðsterkan ost.

Grunnuppskrift að fræosti 1 bolli fræ (sólblóma-, graskers- og/eða sesamfræ að eigin vali)  3 bollar vatn

Ég mæli með því að valið sé lífrænt hráefni í ostagerðina til að koma í veg Aðferð: fyrir að við neytum óæskilegra efna eins Látið fræin vera í bleyti í 2 - 4 klukkutíma og tilbúins áburðar, skordýraeiturs og við stofuhita í krukku. Strekkið net fyrir erfðabreyttra afurða. krukkuopið og festið með teygju. Hellið Einnig tel ég mikilvægt að eiga góðan vatninu af og látið spíra í einn dag eða 8 spírupoka þegar kemur að því að sía - 10 klukkutíma og gætið þess að krukkan vökvann úr ostinum, en pokana er hægt að lokist ekki. Maukið fræin í blandara eða kaupa til dæmis í Ljósinu á Langholtsvegi. góðri matvinnsluvél með 1/2 til 1 bolla af kornspírusafa og nokkrum kornum af góðu Fræ- og hnetuostarnir eru mjúkir og salti. Hellið maukinu í spírupoka til að sía líkjast helst smurostum. Þeim má rúlla vökvann vel frá fræjunum. Hengið pokann upp í kúlu eða hleif og þekja með kurli úr upp og hafið hann í stofuhita yfir nótt. hnetum, fræjum og kryddi og sóma þeir Setja má krydd, lauk og grænmeti með sér þá vel á hvaða borði sem er. Osturinn í blandarann til að mauka það alveg eða geymist í fimm til sjö daga í ísskáp. setja það fínskorið í um leið og búnar eru Kornspírusafi til kúlur eða hleifar úr ostinum. Veltið 1 bolli heilt hveitikorn  3 bollar vatn upp úr krydd- og/eða hnetukurli.

Aðferð:

Ostur úr möndlum og hnetum er búinn Látið fræin vera í bleyti yfir nótt við stofuhita til á sama hátt og fræosturinn. Til að ná í krukku. Strekkið net fyrir krukkuopið og fram góðu ostabragði er hægt að setja festið með teygju. Hellið vatninu af og smávegis næringarger í ostinn, en það leggið krukkuna í skál eða uppþvottagrind fæst í heilsubúðum. með opið niður og látið spíra í tvo Þessi ostur er sannkallaður veislukostur sólahringa. Gætið þess að krukkan lokist ekki. Að þessum tíma liðnum hellið þá 3 – sannið bara til! bollum af vatni á spírurnar og látið standa við við stofuhita í 24 tíma. Síið því næst Ljósmyndin til vinstri er fengin að láni frá Boris Lauser, www.balive.org tilbúinn safann frá spírunum.


kurl

Vantar þig kurl við bústaðinn? Í stíga? Í beð? Undir leiktæki?

Við seljum kurl til sumarhúsaeigenda um allt land. Skógarverðir okkar eru í Vagla­ skógi, á Hallormsstað, í Gunnarsholti og í Hvammi í Skorradal. Nánari upplýsingar á skogur.is

Mikið af fallegum vörum fyrir heimili og bústaði. Lampar, lugtir, klukkur, kerti og ótal margt annað.

OPIÐ

10:00 - 18:00 virka daga og 10:00 - 16:00 laugardaga

Gott verð og persónuleg þjónusta. Verið velkomin – Lára og Arinbjörn

http://www.facebook.com/EvitaGjafavorur

EVÍTA gjafavörur | Eyravegi 38 | 800 Selfoss | Sími 553-1900 | www.evita.is


Kynning

Undirstaðan er lykillinn að góðum palli Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir: Páll Jökull Pétursson

M

args er að gæta er farið er í það verk að reisa timburpall. Eftir að búið er að hanna hann er hugað að efnisstærðum og efnismagni og svo er að velja undirstöðurnar og vinda sér í verkið. Sumarhúsið og garðurinn fylgdist með smíði 21 fermetra palls og naut við það leiðsagnar Birgis

98  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Árdals Steingrímssonar sölumanns hjá Húsamiðjunni á Selfossi. Ritstjóri blaðsins settist hjá Birgi með kaffibolla og farið var yfir verkþættina. Birgir gaf góð ráð og nefndi einnig hvað ætti að varast við smíði palls. Með upplýsingar frá Birgi um efnisstærðir og magn, sem þurfti af timbri í

pallinn. var farið inn á timburlagerinn. Lipur starfsmaður Húsasmiðjunnar tíndi til efnið á kerru, sem fengin var að láni hjá þeim til flutningsins. Birgir kynnti mismunandi möguleika til að festa undirstöðurnar undir pallinn og var ákveðið að prófa allar aðferðirnar til að sýna möguleikana.


 Timburstoð. Litalína strengd á vegginn til að merkja hæð fyrir dregarann.  Timburstoðin stillt af ofan á gangstéttarhellu í botni holunnar.  Teknar holur með smágröfu fyrir undirstöðunum. Steypuhólkunum var komið fyrir og möl sett meðfram þeim.

Vanda skal verkið vel í byrjun og þá er eftirleikurinn auðveldur „Í byrjun er undirstaðan allt, ef hún er rétt unnin er eftirleikurinn einfaldur,“ segir Birgir og að hanna þurfi pallinn og burð hans með tilliti til umgangs og snjófargs á veturna. „Ef skefur á pallinn og snjór safnast fyrir þar eða hann rennur niður á pallinn af húsþökum getur þyngd hans orðið gríðarleg þegar hann blotnar og jafnvel frýs aftur. Tveggja metra snjófarg getur vegið allt að tonni á fermetra og er þetta haft í huga þegar ákveðið er bil á milli uppistaða, dregara og þverbita sem settir eru undir dekkið á pallinum.“

Undirstöður af misjöfnum toga Dregarar eru festir á stoðir og stendur valið um fjórar mismunandi leiðir. „Forsteyptar einingar með festingu fyrir dregarann eða hólka, ýmist úr pappa eða áli, sem steypt er í og settar festingar í

 Sæti fyrir dregara sagað í timburstoð.  Undirstöður steyptar með  Forsteyptri stoð komið fyrir. festingu fyrir dregara.

 Birgir Árdal Steingrímsson sölumaður hjá Húsasmiðjunni er gamalreyndur húsasmiður en hann lærði fagið hjá Sigfúsi Kristinssyni í byrjun níunda áratugarins.

steypuna fyrir dregarann. Eða þá að farið er sú leið sem notuð var hér áður fyrr þegar notast var við timburstoðir sem hvíldu á hellu til að auka stöðugleika þeirra og síðan möl púkkað að þeim til að skorða stoðirnar. En hvaða aðferð sem notuð er, þarf að hafa jarðvegskipti, grafa holu í þeirri dýpt að engin hætta sé á frostlyftingu,“ upplýsir Birgir sem segir að dýptin sé að lágmark 60-70 cm djúpt. „Sólpallar við sumarbústaðinn eða í heimilisgarði snúa gjarnan á móti suðri og sól og hugsanlega ekki mikill klaki í jörðu á svoleiðis stöðum. En á berangri þarf yfirleitt að grafa um 70-80 cm djúpt niður. Hrein möl er sett undir stoðirnar og til hliðar með steypuhólkunum og meðfram timburstoðunum. Ef steypt er, þá eru annað hvort notaðir ál- eða pappahólkar og settar BMF plötur í steypuna sem festingu fyrir dregarana. Á forsteyptu súlunum eru áfastar BMF plöntur og þarf eingöngu að koma þeim fyrir í holuna og setja í rétta hæð. Séu Sumarhúsið og garðurinn 23 2013  99


 Dregararnir festir á u ndirstöðurnar.  Þverbitunum raðað ofan á dregarana og millibil milli þerra jafnað.

 Gólfborðin eru skrúfuð á þverbitana.

Óþarfi er að fúaverja dregarana eða þverbitanna þar sem efnið er gegnfúavarið.

notaðar timburstoðir, þá er gjarnan sett meira en 2 metra bil á milli dregaranna. gangstéttahella í botninn á holunni, til Þunginn dreifist á stoðirnar og er ekki að láta staurinn standa á, það gefur meiri mikill þungi á hverri þeirra. burð og minni hætta á að staurinn sígi.“ Timburstoðirnar eru hafðar úr 95x95 mm Viður í pallinn er efni og lengdin þarf að vera sem svarar þrýstifúavarinn þykkt dregarans og 60-70 cm sem fer Næsta skref er að setja þverbita þversum undir jarðvegsyfirborðið. Staurarnir eru ofan á dregaranna. „Þverbitarnir eru stallaðir fyrir dregurunum þannig að þeir hafðir úr 48x95 mm timbri. Bilið milli fái fullt sæti og eru boltaðir fastir. Eftir að þeirra er haft um 55-60 cm að því gefnu að búið er að rétta af timburstoðirnar er möl notað sé 28 mm pallaefni. Ef pallaefnið er þjappað vel að þeim. Eins ef notaðar eru þynnra, þá þarf að hafa þverbitana þéttari, forsteyptar stoðir eða hólkar er möl sett um 40-45cm á milli þeirra. Festingar eru að þeim. Ef þú ert með forsteyptar súlur, settar beggja vegna við þverbitanna á þá er bil á milli tré og steypu og gott er dregarana og þeir yfirleitt negldir með að setja fleyga undir svo þunginn hvíli sérstökum saum,“ segir Birgir og er ekki á nöglunum heldur á steypunni og talið berst að fúavörn þá segir hann að þeir skorðist fullkomlega. Varað er við óþarfi sé að fúaverja dregarana eða þverað steypa timbur í hólkinn því spýturnar bitanna þar sem efnið er gegnfúavarið en vilja fúna á skilunum sem er varasamt. dekkið er gjarnan fúavarið til að halda Þá er betra að setja möl í hólkinn þannig ferskleikanum, svo viðurinn gráni ekki. að vatn nái að renna niður. Ekki er haft „Gagnvarinn viður er þrýstifúavarinn.

100  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


 Þverbitarnir festir á dregarana með þar til gerðum vinklum.

Ef notaðar eru forsteyptar súlur, þá er bil á milli tré og steypu og gott er að setja fleyga undir svo þunginn hvíli ekki á nöglunum heldur á steypunni og þeir skorðist fullkomlega.

Vatnsveita og rafmagn  Almennar raflagnir  Viðhald og breytingar á raflögnum  Nýlagnir og endurnýjun raflagna  Rafmagnstöflur  Tölvulagnir  Sjónvarpslagnir  Símalagnir  Dyrasímar Við komum á staðinn, gerum úttekt á raflögnum og ástandi þeirra og veitum ráðleggingar um framhaldið.  Getum útvegað dælur í öllum stærðum og gerðum  Uppsetning á vatnsveitum  Dæluviðgerðir

 Uppsetning stýrikerfa fyrir vatnsveitur stórar sem smáar  Uppsetning öryggis- og brunakerfa

Netbiter

Fjarst ýring, fjargæsla og síritun á netinu. Þessi fr ábær a nýjung einfaldar til muna fjarst ýringu, fjargæslu og síritun. Ne tbiter er einföld gát t á gó ðu verði sem bæði ge tur dregið gögn fr á tæk jum og sk ynjurum. Gögnin far a beint á sk ýið (ne tþjón) í aðgengilega vefsíðu sem býður upp á sk jámyndakerfi, línurit, sk ýrslugerð og aðvar anir. Fylgstu með hitastigi inni og úti, hitanum í pot tinum, þrýsting á vatnsveitu, r ak a og r afmagni. Ne tbiter kerfið býður uppá mjög öflugt ef tirlit og einnig er hægt að fjarstjórna fr á kerfinu.

S: 612-5552 611-5552 Löggiltur rafverktaki

raf

Dh raf, Bakkastíg 16, Reykjanesbæ S: 895-3556, 612-5552, 611-5552 og 421-4426 www.fiskeldi.is

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  101


 Þverbitarnir sagaðir í rétta lengd.

Hann er settur í tank og efninu þrýst inn í viðinn og menn sjá vörnina á grænni slikju á viðnum og sagarfarinu þegar sagað er.“

Tjörupappi til vanar raka „Gott þykir að leggja tjörupappa í 10 cm breiðar ræmur langsum eftir þverbitunum til að verja fyrir bleytu og þannig að undirbyggingin verði alltaf þurr. Tjörupappinn steypir af sér vatninu og það er allt þurrt undir. Þegar búið er að festa það þá neglir maður dekkið ofan á. Áður fyrr var mikið notað 21 mm þykk borð á dekkið á pallinum en í dag er tekið 28 mm þykkt efni en girðingarefni aftur á móti í þykktinni 21 mm. Það er meiri

102  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

 Tjörupappi hlífir þverbitunum fyrir vatni.

burður í þykkara efni og þá er hægt að hafa lengra á milli þverbitanna“ segir Birgir.

Hugsa fyrir samskeytum Áður en farið er að spá í lengdir í dekkið á pallinum þarf að hafa í huga að samskeytin lendi ekki á sama stað ef pallurinn er lengri en lengstu gólfborðin eru. „Gott er að ákveða hvar samskeytin lenda áður en byrjað er að festa borðin niður. Pallurinn sem hér er lagður er 7 metra langur og urðu samskeytin tvö og víxluðust til skiptist þar sem notaðar voru efnislengdirnar 5,1 og 3 metrar. „Æskilegt er að ekki séu meira en tvö heil borð á milli samskeyta. Oft raðar maður þverbitunum

upp lauslega og mælir út hvar samskeytin lenda og hliðrar þverbitunum til eða þá bættir inn í eftir á, ef þarf, til þess að fá festu á samskeytunum. Gæta þarf sig á því að vera ekki of knappur á efnið á dekki, því oft þarf að endaskera samskeyti þar sem þau koma saman, þarf kannski að saga af 2-5 cm af hverri spýtu, efnið getur verið sprungið í endanna eða skaddað“ segir Birgir. Nú þegar kaffið búið úr bollanum og upplýsingarnar frá Birgi kirfilega skráðar er hann spurður hvað megi svo búast við að pallurinn endist lengi, svarar hann að svona pallur getur enst léttilega í 25 ár.


 Endar og hliðar pallsins klæddar.

Með góðri meðferð endist hann lengur. Þegar pallurinn er búinn að þorna og taka sig er gott að bera á hann pallaolíu eftir um mánaðar tíma. Gott er að bera á hann eftir nokkra sólardaga, fara létta umferð yfir hann, útlitsins vegna, ekki sem fúavörn, því það er búið að fúaverja timbrið í honum áður.“

Þróttur

• Mold og sandur

– Til allra verka

• Grjót og grjóthleðsla • Fellum tré • Fjarlægjum garðaúrgang

Við smíði pallsins var farið eftir góðum ráðum Birgis, Fyrst var graslagi rutt af fletinum þar sem pallurinn var settur niður og síðan grafið fyrir stoðunum. Eftirleikurinn var síðan nákvæmlega unnin eftir leiðbeiningunum frá Birgi. n

 Pallurinn fullfrágenginn.

Vörubílastöðin Þróttur • Sævarhöfða 12 • Sími 577-5400 • www.throttur.is

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  103


Blómskrúð í Storð

Eigendur: Verharður Gunnarsson og Björg Arnadót tir. Myndir: Páll Jökull

Gróðrarstöðin Storð við Dalveg 30 í Kópavogi framleiðir og selur allar gerðir garðplantna, tré, runna, rósir, fjölærar plöntur, sumarblóm og matjurtir. Stöðin framleiðir um 2-300 tegundir og yrki af trjám, runnum og rósum, um 500 tegundir og yrki af fjölærum plöntum, um 50 tegundir sumarblóma og allar algengustu tegundir matjurta. Sérstök áhersla er lögð á að framleiða heilbrigðar og hraustar plöntur sem standast álag íslenskrar veðráttu. Auk hinna hefðbundnu tegunda sem

seldar eru, koma inn nýjar og spennandi tegundir á hverju ári. Í söluskála stöðvarinnar er boðið upp á fjölbreytt úrval af kerjum og pottum, áburði, mold og vikri og öðru því sem tilheyrir garðræktun. Stór hluti starfsfólks er fagmenntaður í garðyrkju en auk þess kemur inn hópur af skólafólki á sumrin. Starfsfólk stöðvarinnar er alltaf boðið og búið að aðstoða viðskiptavini sína og veita þeim faglega ráðgjöf um plöntur og ræktun þeirra.

104  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013


HÚSIÐ HúsiðÁá EYRARBAKKA Eyrarbakka Byggðasafn Árnesinga er staðsett í Húsinu, sögufrægum bústað kaupmanna sem var byggt 1765. Húsið er eitt elsta hús landsins og glæsilegur minnisvarði þess tíma er Eyrarbakki var einn helsti verslunarstaður landsins. Þar eru margar og áhugaverðar sýningar um sögu og menningu Árnesssýslu, fornfrægt píanó, herðasjal úr mannshári og koppur kóngsins eru meðal sýningargripa. Hlýlegur og heimilislegur andi er aðalsmerki safnsins.

C

M

Y

CM

MY

CY CMY

K

Opnunartímar: 15. maí – 15. sept. alla daga kl. 11 - 18 eða eftir samkomulagi Sími: 483 1504 & 483 1082 | husid@husid.com | www.husid.com

DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI

SÍMI 568 6411 · RAFVORUR@RAFVORUR.IS

KYMCO 2013! Enn betra og skemtilegra hjól hlaðið aukabúnaði Veglegur aukahlutapakki fylgir: Öflugt spil, dráttarkúla, prófíltengi, sæti og sætisbak fyrir farþega, álfelgur og 26” Maxxis Bighorn dekk. Götuskráð hjól tilvalið í leik eða starf.

Áskrift borgar sig Áskriftarsími 578 4800 www.rit.is

Borgartún 36 • 105 Reykjavík 588 9747 • www.vdo.is

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  105


Þjónusta

Arnar, Kamínur og fylgihlutir Funi ehf Smiðjuvegi 74 (Gul gata) 200 Kópavogur 515 8700 funi@funi.is www.funi.is NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Áburður Áburðarverksmiðjan hf Korngörðum 12 104 Reykjavík 580 3200 www.aburdur.is Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Bílaþjónusta Bílaþjónusta Péturs Vallholti 17 800 Selfoss 482 2050 www.mmedia.is/billinn

Blikksmíði Límtré Vírnet Borgarbraut 74 310 Borgarnes 412 5300 www.limtrevirnet.is

Blómaverslanir Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Grænmeti í áskrift

Límtré Vírnet Borgarbraut 74 310 Borgarnes 412 5300 www.limtrevirnet.is Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is Þ.Þorgrímsson Ármúla 29 108 Reykjavík 512 3360 www.thco.is

Fánar Íslenska fánasaumastofan Suðurbraut 8 565 Hofsós

gt en

- Græ

nrin

n t o g lj úff

106  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

www.aburdur.is

Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is

Föndurvörur

Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is

Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is Verslunin Brynja Laugavegi 29 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

Garðaþjónusta Garðlist Alhliða garðaþjónusta 554 1989 www.gardlist.is Gleym-mér-ei Sólbakka 310 Borgarnes 894 1809

Steinþór Einarsson skrúðgarðyrkjumeistari

Guðmundur Bjarnason Garðyrkjufræðingur Selfossi 820 9407 gummib@gmail.com

Garðplöntusala

Garðyrkja ehf - Innflutningur

hlekku ni

Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is

453 7366 eða 893 0220

Gott í garðinn

Netverslun með lífrænar afurðir, grænmeti, ávextir og margt fleirra.

L íf

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

graenihlekkurinn.is

Byggingavörur

Sími 564 1860 gsm 893 5470 Fax 564 2860

Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur Heiðmörk 38, 810 Hveragerði 483 4800 www.ingibjorg.is Garðyrkjustöðin Kvistar Reykholti, Biskupstungum gardkvistar@simnet.is 694 7074 Gleym-mér-ei Sólbakka 310 Borgarnes 894 1809 Gróðrarstöðin Glitbrá Stafnesvegi 22, 245 Sandgerði 868 1879


Þjónusta Litla garðbúðin Höfðabakka 3 110 Reykjavík 587 2222 www.litlagardbudin.is

Gróðrarstöðin Kjarr Kjarri, Ölfusi, 801 Selfoss 482 1718, 846 9776 kjarr@islandia.is

Gardínur

Gróðrarstöðin Mörk Stjörnugróf 18, 108 Reykjavík 581 4550 www.mork.is

Í sveit & bæ Vefverslun www.isveitogbae.is

Gasvörur

Gróðrarstöðin Þöll við Kaldárselsveg, 220 Hafnarfirði 555-6455, 894-1268 steinsh@mmedia.is

Ísrör hf Hringhellu 12 221 hafnarfjörður 565-1489 www.isror.is

Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com

Skorri hf Bíldshöfða 12 112 Reykjavík 577 1515 www.skorri.is

Nátthagi garðplöntustöð við Hvammsveg, Ölfusi, 801 Selfoss 698-4840, 483-4840 natthagi@centrum.is www.natthagi.is Sólskógar Kjarnaskógi við Akureyri 462 2400 kjarni@solskogar.is Sólskógar Fljótsdalshéraði 471 2410 solskogar@solskogar.is www.solskogar.is

Garðskraut Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9 101 Reykjavík 551 5720 www.steinasteinn.is

Gluggar GK gluggar ehf Norður-Nýjabæ 851 Hellu Sími: 566 6787 Fax: 566 6765 GSM: 864 8084 www.gkgluggar.is

Heimilistæki

Hellur Steinasteinn ehf Eyjaslóð 9, 101 Reykjavík 551 5720 sala@steinasteinn.is www.steinasteinn.is

Hitalagnir Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is

Hitastýringar Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Jarðgerð Borgarplast hf Völuteig 31-31a 270 Mosfellsbæ 561 2211 www.borgarplast.is

Árvirkinn Eyrarvegi 32 800 Selfoss 480 1160 Neyðarsími 660 1160 www.arvirkinn.is

Klippingar

Heitir pottar

Garðyrkja ehf Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is

NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Garðlist Alhliða garðaþjónusta 554 1989 www.gardlist.is

Gæðamold í garðinn Íblönduð mold með húsdýraáburði, skeljasandi og vikursandi eða grjóthreinsuð mold. Bjóðum einnig uppá heimkeyrslu. Mold í pokum 20 ltr. Afgreiðslustaður í Gufunesi. Opið maí til og með júlí virka daga frá kl. 8.00 - 19.00 og laugardaga 9.00 - 16.00.

Sími: 892-1479

Nátthagi Garðplöntustöð við Hvammsveg í Ölfusi 801 Selfossi Sími: 698-4840, 483-4840 Netfang: natthagi@centrum.is Veffang: www.natthagi.is

Barrtré, lauftré, skrautrunnar, lyngrósir alparósir, berjarunnar, ávaxtatré, sígrænir dvergrunnar, þekjurunnar, klifurplöntur, villirósir, antikkrósir, limgerðisplöntur, skógarplöntur og skjólbeltaplöntur.

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  107

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Gróðrarstöðin Dilksnes 781 Hornafjörður 478 1920, 849 1920 dilksnes@simnet.is www.dilksnes.com


Músavarnir

Þjónusta

í bústaðinn eigum við Vanti þig ráð kemur þú til okkar og talar við kallinn.

Þjónustuaugl. Sumarh.&garður 6,3 Opið mán.3,6* – fim. 9.00hæð – 13.00 Fös. 9.00 – 18.00 og Lau. 11.00 – 14.00

Meindýravarnir Suðurlands Gagnheiði 59, 800 Selfoss S: 482-3337 og 893-9121 http://www.meindyravarnir.is/

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE

Við bjóðum fjölþætt úrval búnaðar til hitakerfa svo sem: • • • • • • • •

Ofnhitastilla Gólfhitastýringar Þrýstistilla Hitastilla Mótorloka Stjórnstöðvar Varmaskipta soðna og boltaða Úrval tengigrinda á lager

• Sérsmíðaðar tengigrindur og stöðvar fyrir allt að 25 MW afl

Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins

Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is

Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is Guðmundur Bjarnason Garðyrkjufræðingur Selfossi 820 9407 gummib@gmail.com

Lagnaefni Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is

Leiktæki í garða Garðyrkja ehf Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is

Árvirkinn Eyrarvegi 32 800 Selfoss 480 1160 Neyðarsími 660 1160 www.arvirkinn.is

Rafvirkjar Límtré Vírnet Borgarbraut 74 310 Borgarnes 412 5300 www.limtrevirnet.is Raftaug ehf Rafverktaki Hveragerði 892 6624

Rotþrær Borgarplast hf Völuteig 31-31a 270 Mosfellsbæ 561 2211 www.borgarplast.is

Mold

Promens Dalvík Gunnarsbraut 12 620 Dalvík 460 5000 www.promens.is

Neysluvatnshitarar Rafhitun ehf Kaplahrauni 7a 220 Hafnarfjörður 565 3265 rafhitun@rafhitun.is

Ræktunarvörur litlagardbudin.is SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Raftæki

Meindýravarnir Suðurlands Gagnheiði 59 800 Selfoss S: 482-3337 www.meindyravarnir.is

Gæðamold Gufunesi 892-1479

Steinasteinn Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík Sími 551 5720

Ormsvelli 1, 860 Hvolsvöllur

108  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Í sveit & bæ Vefverslun www.isveitogbae.is

Meindýravarnir

Flúðamold Undirheimum 845 Flúðum 480 6700

Sími 487 7752, 699 8352 www.steinasteinn.is

Púðar og teppi

HÖFÐABAKKA 3 / 110 REYKJAVÍK / SÍMI 587 2222

Ræktunardúkur/plast Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is Oddi – Umbúðaverslun Fosshálsi 17, 110 Reykjavík 580 5600 www.oddi.is

Fyrir bústaðinn og heimilið Dalvegi 16a, Kópavogi 201 S: 517 7727 - www.nora.is


Verðlaunakrossgáta Verðlaunahafi í síðustu krossgátu:

Lausnum skal skila fyrir 20. ágúst 2013:

Margrét Alfreðsdóttir Arnartanga 69, 270 Mosfellsbæ

Í verðlaun að þessu sinni er bókin Partíréttir. Útgefandi er Bókafélagið.

Sumarhúsið og garðurinn – krossgáta – Fossheiði 1, 800 Selfoss

Hann hlýtur í verðlaun bókina Litríkar lykkjur úr garðinum.

krossgátugerð: Bjarni sími: 845 2510

vegvísirinn

hærra

2 eins

grip

henda

aftraðan

egnda

vistarveru ------------tréð 1

útsteypta -----------berar

feng Teikning: Halldór Andri eftirprentun bönnuð

2 eins maður -----------mat 2

12

þrúguð ----------kyrrð skálm -----------2 eins

ríkar

strákapör

bón ----------tóntákn

dingla

blossa 10

hnugginn -----------nam

óðagotið 16

keyri -----------hosurnar

næringu líffæri

17

fugl -----------ytra

14 kínverji ákafar

raftur 7

aflagast

snugga þrek kærleikur -----------smyrja

íþróttafélag 15

eldstæði -----------2 eins baun -----------hitann

röskar -----------atyrði 4

utar ----------ögn

vökna sögupersóna

g jamm

gönuhlaup -----------úfin 3

skák tröllkerling

snið

tómt

8

kona ----------padda

9 röð

2 eins 5

tána -----------2 eins

farsótt 3 eins

kvendýr stampar

18

tvíhljóði ----------sólguð 13

stíf

beyg

sigli 6 rotið

monthana

offorsi

1

kvendýr

kjökur

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  109


Þjónusta

Bjálkahús ehf HÚSogheimili

Krókháls 5a, 110 Reykjavík Sími: 511-1818 GSM: 89-66335 hans@bjalkahus.is www.husogheimili.is

Ræktunarmold

Skrúðgarðyrkja

Sólarrafhlöður

Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com

Garðlist Alhliða garðaþjónusta 554 1989 www.gardlist.is

Skorri Bíldshöfða 12 110 Reykjavík 577 1515 www.skorri.is

Ræktunarvörur

Sjúkrakassaþjónusta Slysavarnarfélags Landsbjargar www.sjukrakassi.is Sími 481 1800

Litla garðbúðin Höfðabakka 3 110 Reykjavík 587 2222 www.litlagardbudin.is

Setlaugar NormX Auðbrekku 6 200 Kópavogur 565 8899 www.normx.is

Sjúkrakassar Sjúkrakassaþjónusta Slysavarnarfélags Landsbjargar www.sjukrakassi.is 481 1800

Skógarplöntusala Garðyrkjustöðin Kvistar Reykholti, Biskupstungum gardkvistar@simnet.is 694 7074 Gróðrarstöðin Þöll við Kaldárselsveg 220 Hafnarfirði 555-6455, 894-1268 steinsh@mmedia.is Sólskógar Kjarnaskógi við Akureyri 462 2400 kjarni@solskogar.is Sólskógar Fljótsdalshéraði 471 2410 solskogar@solskogar.is www.solskogar.is

Hlúplast

Sumarbústaðavörur

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

tvöfaldar vöxt trjáplantna

Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w

RæktunaRdúkuR sími 515 5000 • w w w.oddi.is

110  Sumarhúsið og garðurinn 2. 2013

Bíldshöfða 12 – 110 Reykjavík Sími 577 1515 – www.skorri.is

Garðyrkja ehf Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is Guðmundur Bjarnason Garðyrkjufræðingur Selfossi 820 9407 gummib@gmail.com Heiðarblómi Við Heiðarbrún, Stokkseyri 694 2711 Garðaþjónusta 694 9106 Plöntusala grein@internet.is www.heidarblomi.web.com

Sláttuvélar Rafver Skeifunni 3 e-f 108 Reykjavík 581 2333 www.rafver.is

Stýribúnaður fyrir hitaveitur Danfoss Skútuvogi 6 104 Reykjavík 510 4100 www.danfoss.is

Sumarhús Biskverk ehf Reykholti, Biskupstungum 801 Selfoss 893 5391 Hús og heimili Krókhálsi 5a 110 Reykjavík 511 1818 www.bjalkahus.is www.husogheimili.is Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Sumarhúsalóðir

Vetrarsól Askalind 4 200 Kópavogur 564 1864

Pálmi Ingólfsson Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Snjómokstur

Tjarnardúkur

Garðlist Alhliða garðaþjónusta 554 1989 www.gardlist.is

Garðheimar Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík 540 3300 www.gardheimar.is


Húsgögn í garðinn

E

Tex ti og teikningar: Björn Jóhannsson landslagsarkitekt

inn lykilþátturinn í hönnun garðs er að gera ráð fyrir fallegum garðhúsgögnum og að koma þeim haganlega fyrir. Fyrir hvert svæði þarf mismunandi húsgögn. Á heitasta staðnum, uppi við vegg sem snýr mót suðri, má hafa stillanlega sólstóla en svæði þar sem kvöldsólar nýtur geta verið hentug fyrir matborð með nægum fjölda stóla fyrir fjölskyldu og vini. Falleg garðhúsgögn geta sett svip á bæði stór og smá svæði og þægileg sæti á réttum stað geta lengt útiveruna. Úrval garðhúsgagna hefur aldrei verið meira og því auðvelt að finna og velja garðhúsgögn sem samræma stíl og notkun.

Túnþökur Túnþökuvinnslan ehf Guðmundur og Kolbrún Vatnsendabletti 226, 200 Kóp 894 3000 www.torf.is

Umbúðir Oddi - Umbúðaverslun Fosshálsi 17 110 Reykjavík S: 580 5600 www.oddi.is

Áskrift í síma 578-4800 og á www.rit.is Áskrift í eitt ár kostar kr. 5.540 sé greitt með greiðslukorti. Tvö eldri blöð fylgja með.

Húsgögnin í garðinum geta ýmist verið innbyggð eða færanleg. Innbyggð húsgögn eru gjarnan föst við trépalla og smíðuð úr sama efni. Algengt er að setja innbyggða bekki við girðingar, bæði til þess að mynda sæti og til að láta girðinguna sýnast lægri. Ef slíkur bekkur er hafður við ytri mörk dvalarsvæðis nýtist bekkurinn einnig sem afmörkun og plássið á slíkum svæðum nýtist gjarnan betur. Á þessa föstu bekki má einnig stilla upp skrautmunum eða blómapottum. Þeir eru einnig til staðar til að tylla sér á snemma vors ef allt í einu gerir gott veður og ekki er búið að ná í garðhúsgögnin í geymsluna.

Vatnsræktun Innigarðar Hraunbær 117, 110 Reykjavík 534 9585 www.innigardar.is Litla garðbúðin Höfðabakka 3 110 Reykjavík 587 2222 www.litlagardbudin.is

Verkfæri Garðyrkja ehf Helluhrauni 4, 220 Hafnarfjörður 564 1860 www.gardyrkjan.is

Smágröfuleiga

Verslunin Brynja Laugavegi 29, 101 Reykjavík 552 4320 www.brynja.is

Verktakar-trésmíði Baldur Öxndal Kjartansson Trésmíðavinna inni og úti 893 8370 GK gluggar ehf Norður-Nýjabæ 851 Hellu 566 6787 og 864 8084 www.gkgluggar.is Bisk-verk ehf Reykholti Biskupstungum 486 8782 og 893 5391 biskverk@simnet.is Pálmi Ingólfsson, trésmiður Hálsum, Skorradal 311 Borgarnes 437 0134 / 896 5948

Vélaleiga og gröfuþjónusta

Vélaleiga

Kristján Kristjánsson 486 4546 og 695 1446 Vélaþjónustan Hálstak Tryggvi, sími 869-2900

Vinnuskór og vinnuhanskar Gróinn Baldur Gunnlaugsson Skrúðgarðyrkjumeistari 848 6972 www.groinn.is

Sendum og sækjum Upplýsingar veitir Kristján Kristjánsson S ími 486 4546 GSM 695 1446 kkk@emax.is

Öryggisvörur og -vöktun Árvirkinn Eyrarvegi 32 800 Selfoss 480 1160 Neyðarsími 660 1160 www.arvirkinn.is Sjúkrakassaþjónusta Slysavarnarfélags Landsbjargar www.sjukrakassi.is 481 1800

 Teikningarnar sýna hvernig húsgögn, pottar og handrið geta nýst til að stýra gönguleiðum um pallinn. Úr bókinni Draumagarður. Útgefandi: Sumarhúsið og garðurinn ehf

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  111


Hilluveggur úr rússakrossvið:

Einföld og ódýr lausn til að stúka niður rými Tex ti og myndir: Snæfríður Ingadót tir

Í

mörgum sumarhúsum skiptir gott skipulag öllu máli til þess að fá sem besta nýtingu úr rýminu. Húsasmiðurinn Matthías Kristjánsson gefur hér lesendum blaðsins hugmynd að einföldum hilluvegg sem nota má til þess að stúka af svefnrými í stofu. „Þessi hilluveggur er smíðaður úr grófum krossviði og úr því að útlitið átti að vera gróft ákvað ég að fara fljótlega og einfalda leiði í samsetningunni. Ég notaði þrjár krossviðarplötur af þykkari gerðinni

112  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

(15 mm) og tvær af þynnri gerðinni (9 mm) til að smíða hilluna,“ segir Matthías.

Krossviður ódýr efniviður Krossviðurinn sem notaður var í hilluvegginn er oft kallaður rússakrossviður en hann er víða ódýrasti efniviðurinn sem í boði er. Áferðin er gróf, mikið um kvisti og aðra útlitsgalla. Þetta er furukrossviður, en einnig er hægt að kaupa greni- og birkikrossvið sem hafa fínni áferð. Grenikrossviðurinn er í svipuðum verðflokki og furukrossviðurinn en hann hefur ekki jafn einkennandi útlit, er ljósari

og kvistirnir smærri. Birkikrossviðurinn er í hærri verðflokki, enda er hann kvistalítill og með fína áferð. Matthías segir að hann myndi velja aðra og vandaðri leið í samsetningu ef hann væri að smíða úr birkikrossvið, í takt við áferð hans.

Meðfærilegt húsgagn Hilluveggurinn er 2 metrar á breidd og tæpir 2 metrar á hæð þegar hjólin eru komin undir hann. Ekki er nauðsynlegt að hafa hjól undir veggnum en hjólin gera húsgagnið meðfærilegra og auðveldar allar breytingar á rýminu. „Í þessu tilfelli átti


hillan að vera skilrúm fyrir svefnrými í stofu, svo 2 metrar á breidd var hæfilegt og hæðin var ákveðin með tilliti til að hægt væri að rúlla hillunni í gegnum hefðbundnar dyr. Dýpt hilluveggsins er 30 sentímetrar,“ segir

Matthías. Hann bendir jafnframt á að þar sem efnið sé mjög gróft þá standast málin sem gefin eru upp kannski ekki upp á millimetrar þannig að það er gott að hafa málbandið við höndina við smíðina.

 Hér má sjá hvernig aðalstykkin eru samsett.

Stígar í garði Tex ti og teikningar: Björn Jóhannsson landslagsarkitekt

S

tígar sem liggja á milli svæða í garði geta sett mikinn svip á hann. Hvort sem svæðin sem tengja á saman eru með grasflöt, timbri, hellum eða steypu, geta þeir gert leiðina á milli fallega á nytsamlegan hátt. Þannig geta stígarnir verið bæði gönguleið og brúað bil á milli svæða, t.d. innkeyrslu, aðkomu, verandar, leiksvæða og annarra athafnasvæða garðsins. Hver stígur hefur upphaf og endi, en hvað varðar hönnun og útfærslu eru þetta mikilvægustu hlutar hans. Hvernig gengið er inn á og út af svæðunum sem stígarnir tengja saman, er hluti af því hvernig má upplifa garðinn. Þannig geta hæðarbreytingar með tröppum og sveigjur eða horn haft áhrif á hvaða hluti svæðisins sést fyrst eða er mest áberandi. Því þarf að ákvarða yfirborðsefnið með tilliti til þeirra svæða sem verið er að tengja. Einnig þarf að skoða þætti eins og legu, breidd og hvernig stígurinn tengist svæðunum til beggja hliða.

ÞETTA ÞARFTU TIL VERKSINS: Efni:

vissara að mæla hana þegar hillurnar eru komnar Krossviður 15 mm, 3 plötur.  Krossviður 9 mm, 2 í.  Skápahurðir (2 stk): 483 x 644 mm. Ath: Hvert plötur.  8 mm dílar (handfylli)  1” dúkk naglar stykki er 4 millimetrum minna á breidd en stykkið (handfylli)  4 x 40 skrúfur (24 stk.)  Hjól (6 stk.) sem það liggur upp að. Þetta gefur 2 millimetra  Stangarlamir og 12 mm skrúfur  Skápalæsing0,5 mstöllun við samskeyti og er í raun en 0,9útlitsatriði m  Hilluberar auðveldar um leið smíðina að því leiti að það ber minna á smávægilegri skekkju þegar stöllun er á Verkfæri: samskeytum Hjólsög á sleða (eða hjólsög og réttskeið)  Skrúfvél  Hamar  Lítill hefill (pússhefill)  Vinkill  Málband Samsetning og og tommustokkur  Dílabor og díla merkitappar frágangur: (8 mm)  Borar (2 mm, 3 mm, 5 mm og 15 mm) Á helstu samskeytum eru notaðir dílar og skrúfur en lausu hillurnar  Sandpappír (P100) festar með hilluberum. Fasta hillan er Hillan er samsett úr 20 með 15 mm skarð inn í miðja plötu Stígur sem er 0,5 m 0,9 m breiður stígur stykkjum: sem gengur inn í er samskonar skarð í breiður er passlegur passlega breið sem slóði ummiðjustykkið. garðinn gönguleið fyrirhillu 1 er Öll mál eru í millimetrum Hæð upp í fasta eða leikstígur fyrir fullorðinn. Topp- og botnstykki (2 stk): 2000 x 304 mm  Hliðar 650 mm frá botnstykki. Bakplöturnar börn. og miðja (3 stk): 1870 x 300 mm  Föst hilla (1 eiga að vera stífar í svo skápurinn stk): 1966 x 296 mm  Lausar hillur (6 stk): 975 skekkist ekki. Eftir að hafa komið x 296 mm  Ath: Styrkur krossviðar er ólíkur eftir bakplötunum fyrir eru þær negldar því hvernig honum er snúið. Viðaræðarnar í efsta með um 20 cm millibili og borað fyrir og neðsta lagi hillanna verða að liggja enda á milli, hverjum nagla. Að lokum er pússað en ekki þvert.  Bakplötur (6 stk): 975 x ? Hæðin létt yfir brúnirnar og hilluveggurinn á bakplötunni veltur á hæð hillnanna svo það er olíuborinn. n

Krossviðurinn sem notaður var í hilluvegginn er oft kallaður rússakrossviður en hann er víða ódýrasti efniviðurinn sem í boði er.

1,2 m

1,5 m

Stígur sem er 1,2 m á breidd getur legið uppi við hús eða girðingu og eru þá 0,3 m fyrir olnbogarými.

Stígur sem er 1,5 m á breidd getur verið góð breidd fyrir aðkomu að húsi.

stígar sem endast Yfirborðsefni stíga er valið eftir áætlaðri notkun. Þannig má stígur sem liggur um skóg eða gróðursvæði með litlum umgangi vera úr möl eða trjákurli, en stígur með mikilli umferð úr timbri, hellum eða steypu. Í sumum tilfellum er nóg að marka leiðina með stiklum eða öðrum merkingum, en þá er stígurinn fyrst og fremst hugsaður til þess að leiða notandann að endapunktinum. Ef nota á stíginn fyrir reiðhjól eða vagna mega beygjur ekki vera krappar, það þarf að vera auðvelt að ferðast um stíginn og sjá það sem fram undan er. Stundum eru stígar alls ekki hugsaðir sem gönguleið og geta því haft önnur hlutverk, t.d. að ramma inn grasflöt eða malarsvæði. Úr bókinni Draumagarður. Útgefandi: Sumarhúsið og garðurinn ehf

Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013  113

2 g a m


Ferski grænmetismarkaðurinn í Hveragerði

 Hjörtur er garðyrkjuog búfræðingur. Hann er reynslubolti í ræktun matjurta. Hann var garðyrkjustjóri á Heilsuhælinu HNLFÍ í 19 ár, áður en hann fór út í sjálfstæða starfsemi.  Rauðrófa

 Salat

 Kínakál

 Nýupptekið grænmeti á leið á markaðinn.

114  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

Tex ti: Auður I Ot tesen. Myndir Páll Jökull Pétursson

U

ndanfarin fjögur ár hefur Hjörtur , en hættara er að sjúkdómar blossi upp ef Benediktsson selt grænmeti á kartöflugarðurinn er of basískur. Aftur á móti Leikfélagsplaninu við hliðina á hjálpar kalkið til í rófuræktinni sem vörn þeim stað, þarsem Eden stóð áður gegn kálæxli. í Hveragerði. Markaðurinn byrjar Hjörtur notar viðurkenndar sortir og ætíð um miðjan júlí og stendur fram á haust. Menn kunna að meta ferskt, nýupptekið, F1 fræ, til að tryggja heilbrigðara og jafnari grænmeti og oft nær Hjörtur ekki að tæma uppskeru. Kínakál er ein af þeim tegundum bílinn er hann stillir upp í markaðstjaldinu, sem mörgum reynist erfitt að rækta. Hjörtur því verslun viðskiptavina er svo mikil. ráðleggur ræktendum að velja yrkið vel, vera Sumarhúsaeigendur kunna því vel að með viðurkennt úrvalsfræ, sem gefur stóra og grípa með sér í bústaðinn brakandi nýtt jafna hausa. Hitastigið í ræktunni arf að vera grænmeti og koma svo við á bakaleiðinni á um 20°C í fjórar vikur til þess að það njóli ekki. sunnudeginumog kaupa meira til að borða Kínakál er asísk tegund sem hugnast illa birta á virkum dögum. allan sólarhringinn, en til er yrki sem er ekki viðkvæmt fyrir birtunni og það notar Hjörtur Grænmetið ræktar Hjörtur sjálfur, en jarðaber, í sinni ræktun. tómata, gúrkur og papriku fær hann annarstaðar Yfir ræktunarbeðin strengir Hjörtur svart plast frá. Í apríl byrjar hann að sá og sáir svo látlaust til að hindra illgresisvöxt. Hann segist ekki hafa fram að vori. Grænmetið ræktar hann í fjórar nokkurn tíma til að reita arfa. Eftir útplöntun vikur í gróðurhúsi og herðir síðan í plasthúsi setur hann síðan akríldúk yfir beðin en sá fram að útplöntun. Grænmetið er síðan tekið dúkur getur varnað kuldaskaða á plöntunum. Kuldatíðin í ár hefur seinkað uppskerunni, upp í hverri viku eftir þann 12. Júlí, en þá er fyrsta markaðshelgin hjá Hirti og hans fólki. en hún var gróskumeiri á sama tíma í fyrra. Grænmetið er tekið upp á föstudagsmorgni Kosturinn nú er hins vegar, að ekki þarf að og verður vart ferskara. vökva í sama magni og í fyrra en þá stóð Hjörtur Alls ræktar Hjörtur 20 tegundir og yrki sem með slönguna og vökvaði í þurrkunum. Hjörtur ráðleggur ræktendum að vera með seld eru fersk á markaðinum. Það eru hvítkál, rauðkál, blómkál, spergilkál, og rautt og grænt gott fræ og rækta sterkar plöntur. Ekki borgar sig grænkál. Kínakál, púrra og sellerí og fimm að planta of snemma út, þar sem ein frostnótt tegundir af salati. Af rótargrænmeti er hann getur skemmt mikið. Svo er nauðsynlegt að með hnúðkál, rauðrófur, kartöflur, rófur og vökva vel a.m.k. frystu 10 daganna meðan gulrætur og einnig radísur. plöntunar eru að róta sig. Er plantan verður Hj ör tu r not ar kjú k l i ng ask ít í eldri þá á hún auðveldara með að aðlaga sig grænmetisræktinni en blandaðan áburð í aðstæðum. kartöfluræktinni. Hann setur ekki fuglaskít á Markaðurinn opnar í ár þann 12. Júlí og kartöflurnar þar sem hann inniheldur mikið er opinn um helgar föstudaga til sunnudaga kalk sem hækkar sýrustigið í jarðveginum frá 12-18.



Baksíða

*Af því að vörnin inniheldur háa UVA sólarvörn og er án parabena, ilm- og litarefna.

Gefur hámarks vörn minnkar hættu á ofnæmi* Þolanleiki sólarvarnarinnar á húð er prófaður í samvinnu við húðsjúkdómalækna.

Háþróuð

sólarvörn.

Án parabena, ilm- og litarefna.

116  Sumarhúsið og garðurinn 3. 2013

NIVEA.com


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.