Listi óháðra kjósenda Sveitarstjórnarkosningar í Grímsnes- og Grafningshreppi 31. maí 2014
Gerum gott samfélag betra
Stefnuskrá K- listans Stjórnsýsla - Að sýnd sé ábyrgð og varfærni í fjármálum sveitarfélagsins. - Að leitað verði allra leiða til að lækka skuldir sveitarfélagsins. - Að stjórnskipulag sveitarfélagsins verði endurmetið með það að markmiði að auka hagkvæmni. -
Að starfsmenn sveitarfélagsins séu hvattir til og hafi tækifæri á að sækja sér menntun samhliða störfum sínum.
- Að ráðning á sveitarstjóra sé á faglegum forsendum. - Að aðgangur íbúa og hagsmunaaðila að upplýsingum sé einfaldaður s.s. með föstum viðtalstímum við sveitarstjórn, íbúafundum, nefndarstörfum og öflugri heimasíðu. Orkumál - Að gerð verði áætlun til 10 ára er varðar uppbyggingu á heita- og kaldavatnsveitum sveitarfélagsins. - Að aukin áhersla verði lögð á innmælingar á lögnum sveitarfélagsins. - Að skoðaðir verði sérstaklega möguleikar á heitavatnsvæðingu í Grafningi. - Að sá mikli auður sem er í heitu og köldu vatni í sveitarfélaginu nýtist til atvinnu- og tekjuöflunar innan sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfismál - Að aðalskipulag sveitarfélagsins verði rækilega kynnt og þannig stuðlað að frekari uppbyggingu. - Að við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins verði horft til þróunar íbúðabyggðar, ferðaþjónustu og fjölbreyttrar atvinnustarfssemi. - Að íbúafundir verði haldnir þannig að sem flestir hafi tækifæri til að hafa áhrif á skipulag sveitarfélagsins. - Að löngu tímabærar vegabætur verði í Grafningi og að bundið slitlag verði sett á Búrfellsveg. - Að hreinsunardagur sé annað hvert ár og að sveitarfélagið leggi þá til járn- og timburgám á hvern bæ. Skólamál - Að nýtt húsnæði leik- og grunnskóla Kerhólsskóla verði klárað ásamt lóðarframkvæmdum. - Að elstu bekkir grunnskólans komi “heim” og að sú framkvæmd verði unnin í nánu samstarfi við foreldra, nemendur og kennara.
fyrir kosningar 2014 Landbúnaður - Að landbúnaður er og verður mikilvægur þáttur í sveitarfélaginu. - Að skipulagsmál taki mið af mikilvægi landbúnaðar. - Að minka og refaveiðar verði skipulagðar í samvinnu við þá sem hagsmuna eiga að gæta. Búsetu- og atvinnumál. - Að atvinnuuppbygging verði áfram fjölbreytt og að stutt verði við það frumkvöðlastarf sem víða á sér stað um sveitarfélagið. - Að efla ferðaþjónustu í sveitarfélaginu m.a. með því að stuðla að auknu samstarfi ferðaþjónustuaðila og með stuðning við útgáfu kynningarefnis. - Að bjóða fjölskyldufólk velkomið í sveitarfélagið með góðum leik- og grunnskóla. - Gera kröfu á Mílu með að ljósnet/ljósleiðari verði settur upp hjá öllum íbúum/fyrirtækjum í sveitarfélaginu. Borg - Að byggt verði dvalarheimili fyrir eldri borgara á Borg. - Að endurskoðað verði skipulag Borgarsvæðisins m.t.t. iðnaðarsvæðis, hesthúsahverfis, fótboltavallar, tjaldsvæðis sem og uppbyggingar verslunar og atvinnuhúsnæðis. - Að Borgarsvæðið verði fegrað m.a. með plöntun á trjám, að gangstéttar verði kláraðar og varanlegar hraðahindranir settar upp. - Að embætti skipulags- og byggingafulltrúa verði staðsett í núverandi skólahúsnæði. Menning – Nám – Börn – Heldri borgarar - Að styrkja fjárhagslega unglinga sem stunda framhaldsnám. - Að bjóða öllum unglingum upp á unglingavinnu. - Að bjóða áfram upp á fjölbreytt íþrótta- og leikjanámskeið. - Að áfram verði heldri borgurum boðið til dvalar á Hótel Örk. - Að efla félagsstarf fyrir heldri borgara.
Frambjóðendur K listans
1.
2.
5.
6.
Guðmundur Ármann Péturssson Framkvæmdastjóri, Sólheimum
Pétur Thomsen Ljósmyndari, Sólheimum
9.
Jóhannes Guðnason Bifreiðastjóri, Borg
10.
Sigrún Jóna Jónsdóttir Bóndi, Stóra-Hálsi
Ágúst Gunnarsson Bóndi, Stærri-Bæ
Böðvar Pálsson Bóndi, Búrfelli
3.
Jón Örn Ingileifsson Verktaki, Svínavatni
7.
Hanna Björg Þrastardóttir Matráður, Ljósafossi
4.
Karl Þorkelsson Verktaki, Borg
8.
Ólafur Ingi Kjartansson Bóndi, Vaðnesi
Listi óháðra kjósenda www.facebook.com/klistinn
Forgangsverkefni strax að loknum kosningum - Gerð verði lokatilraun í að selja golfvöllinn við Borg. Ef hann selst ekki á árinu 2014 þá verður haldinn íbúafundur þar sem kallað verður eftir hugmyndum um notkun á landi golfvallarins. - Gera kröfu á Mílu að klára strax ljósnet/ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu. - Fara í endurskoðun á skipulagi með það að markmiði að hraða uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. - Klára skólabyggingu strax og lóðarframkvæmdir eins fljótt og hægt er. - Moldrok frá golfvelli verði strax stoppað! - Vegamál, nauðsynlegar vegabætur í Grafningi og bundið slitlag á Búrfellsveg. - Að göngustígar á Borg verði kláraðir strax.
Sveitarfélagið skuldar 1 miljarð, skuldahlutfall er rúmlega 160%. Það þarf að sýna ráðdeild í rekstri og framkvæma af ábyrgð.