www.st amps .is
3/2013
Frímerkjafréttir Ný frímerki september-október 2013
Frímerkjasýningar Frímerkjasala Íslandspósts tekur þátt í eftirfarandi frímerkjasýningum í september-nóvember 2013: Kína China International Collection Expo, Beijing 26.–29. september Þýskaland 31. alþjóðlega frímerkjasýningin, Sindelfingen 24.-26. október Frakkland Salon Philatelique d’Automne, París 8.-11. nóvember
Sérstimplar Lágmarksburðargjald 175 kr.
Nýtt alþjóðlegt svarmerki Nýtt alþjóðlegt svarmerki leit dagsins ljós 1. júlí 2013 og er útlit þess töluvert breytt frá því sem áður var. Verð 295 kr.
ALS
FRÍMERKJASALAN Stórhöfða 29 110 REYKJAVÍK Sími: 580 1050 • Fax: 580 1059 E-mail: stamps@stamps.is www.stamps.is
Forsíða: Víti í Öskju. 65°2,8133’N 16°43,5491’W
Vitar III 12.09.2013 Heiti útgáfu: Vitar III Útgáfunúmer: 590A-B Hönnuður: Örn Smári Gíslason /Friðrik Örn Hjaltested (ljósmyndir) Prentsmiðja: Cartor Security Printing Prentunaraðferð: Offset Litho Stærð frímerkis: 40,00 x 30,00 mm Form arkar: 10 frímerki í örk Pappír: Sjálflímandi 247 gsm Verðgildi: 50g innanlands (120 kr.) 100g til Evrópu (300 kr.) Heildarupplag: 500.000 Upplag pr. verðgildi: 590A: 380.000 590B: 120.000
590A
590B
Vattarnesviti. Árið 1912 var reistur viti á Vattarnestanga við Reyðarfjörð. Við bygginguna var stuðst við teikningar Thorvalds Krabbe verkfræðings. Vitinn var steinsteyptur sívalur turn, 3,3 m á hæð upp á svalir umhverfis ljóshúsið og 2,4 m í þvermál. Ljóshúsið og gasbúnaður voru frá Svíþjóð og í vitanum um var 500 mm linsa. Árið 1957 var byggður nýr viti á Vattarnestanga. Vattarnesviti er 12,3 m hár og ljóshúsið er hið sama og var á gamla vitanum. Ljóshæð yfir sjávarmáli er 26 m. Vitinn var rafvæddur með straumi frá rafveitu árið 1977 en gas haft til vara. Vitann hannaði Axel Sveinsson verkfræðingur. Skarðsfjöruviti. Á Skarðsfjöru á Meðallandssandi var reist 19 m há járngrind árið 1959. Þessi viti var útbúinn með 3 m háu áttstrendu sænsku ljóshúsi og díoptrískri 500 mm linsu og gasljóstækjum sem áður voru í Galtarvita. Árið 1968 var byggt vélahús úr steinsteypu nærri vitanum og þar komið fyrir ljósavélum og tækjum fyrir radíóvita. Vitinn var raflýstur sama ár. Radarsvari var látinn á vitann árið 1973 en GPS-leiðrétting og sjálfvirk veðurathugunarstöð árið 1993. Flugmálastjórn Íslands tók við rekstri radíóvitans 1994. Árið 1997 var tekið inn rafmagn frá rafveitu. Vitann hannaði Steingrímur Arason verkfræðingur.
3
Surtsey 50 ára 12.09.2013 Heiti útgáfu: Surtsey 50 ára Útgáfunúmer: 591A Hönnuður: Atli Hilmarsson Prentsmiðja: Cartor Security Printing Prentunaraðferð: Offset Litho Stærð frímerkis: 30,00 x 40,00 mm Form arkar: 10 frímerki í örk Pappír: PVA 110 gsm Verðgildi: 1500g innanlands (565 kr.) Heildarupplag: 120.000
591A
4
Snemma dags 14. nóvember 1963 sáu sjómenn frá Vestmannaeyjum að reykjarmökkur stóð upp úr sjónum átján kílómetra suðvestur af Heimaey. Surtseyjargos var þá hafið nokkrum dögum áður en um 130 metra sjávardýpi er á þessum slóðum. Gosið stóð með stuttum hléum fram í júní 1967. Eyjan var um það bil þrír ferkílómetrar að flatarmáli eftir að gosi lauk en hún fer stöðugt minnkandi vegna ágangs sjávar og er nú aðeins helmingur af því sem hún var í upphafi. Fjölskrúðugt líf er í eynni og fjölmargar lífverur hafa numið þar land. Fræ hafa borist sjóleiðis til eyjarinnar eða borist með vindi og fuglum. Þær plöntur sem hafa tekið sér bólfestu í eynni dafna ágætlega og er gróðurinn orðinn gróskumikill og farinn að líkjast þeim sem finna má í fuglabyggðum í úteyjum Vestmannaeyja. Mikið fuglalíf er í eyjunni en þar má sjá fýl, teistu og ritu og aðrar fugla tegundir. Samkvæmt tölfræðispám um framtíð eyjarinnar mun Surtsey verða að skeri eftir 160 ár. Þó er ekki útlit fyrir að hún fari öll á kaf því víða í kring standa björg upp úr hafi í nágrenni eyjarinnar og hafa gert í þúsundir ára. Surtsey var skráð á heimsminjaskrá UNESCO í júlí 2008.
G46
SEPAC – Íslenska landnámsgeitin 12.09.2013 Heiti útgáfu: SEPAC 2013 - Dýr Útgáfunúmer: 592A Hönnuður: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir Prentsmiðja: Cartor Security Printing Prentunaraðferð: Offset Litho Stærð frímerkis: 35,00 x 35,00 mm Form arkar: 10 frímerki í örk Pappír: PVA 110 gsm Verðgildi: 50g til Evrópu (175 kr.) Heildarupplag: 100.000
592A Heiti útgáfu: SEPAC 2013 – Dýr Gjafamappa 12 sepac landa Útgáfunúmer: G46 Prentsmiðja: DAVO Hollandi Stærð gjafamöppu: 26 x 20 cm Heildarupplag: 6250 Hlutur Íslands: 700 Verð: 2.650 kr.
Við upphaf byggðar á Íslandi fluttu landnámsmenn geitur með sér til landsins en ekki er vitað til þess að þær hafi verið fluttar hingað eftir landnám. Allar íslenskar geitur eiga því rætur að rekja til landnámskynsins. Örnefni sem tengjast geitum gefa til kynna að töluvert hafi verið af þeim í upphafi byggðar á Íslandi. Við talningu á 18. öld voru þær þó ekki nema rúmlega 800 og er ástæðan fyrir fækkun þeirra rakin til kólnandi veðurfars á 16. og 17. öld. Afurðir af sauðfé hentaði betur slíku veðurfari. Í kreppunni á þriðja og fjóra áratug 20. aldar fjölgaði geitum í landinu því þær hentuðu vel sem húsdýr víða í sjávarþorpum. Við talningu árið 1930 voru þær orðnar tæplega 3000. Þær voru að lokum bannaðar í þorpum og fækkaði ört eftir 1940. Árið 1963 voru aðeins taldar 87 geitur á landinu og stofninn kominn á válista. Árið 2008 samþykkti ríkisstjórn Íslands alþjóðlegan samnings um líffræðilega fjölbreytni. Vernd íslenska landnámsgeitastofnsins fellur undir þennan samning. Geitastofninn þarf að ná 1000 dýrum til að hann verði tekinn af válista og er því enn langt í land.
5
593A
Vígsluafmæli Skálholts- og Hóladómskirkju 12.09.2013 Heiti útgáfu: Dagur frímerkisins Útgáfunúmer: 593A Hönnuður: Örn Smári Gíslason Prentsmiðja: Cartor Security Printing Prentunaraðferð: Offset Litho + 1 Pantone litur Stærð frímerkja: 32,00 x 32,00 mm Stærð smáarkar: 104 x 80 mm Pappír: Sjálfllímandi 247 gsm Form arkar: 2 frímerki í örk Verðgildi: 500g innanlands (225 kr) x 2 = 450 kr. Heildarupplag: 60.000 smáarkir
Skálholt 50 ára vígsluafmæli og Hólar í Hjaltadal 250 ára vígsluafmæli
6
Skálholt er einn merkasti sögustaður á Íslandi. Þar sátu alls 44 biskupar, 31 kaþólskur og 13 lúterskir, þar til biskupsstóll og skóli fluttust til Reykjavíkur um aldamótin 1800. Á þessum stað gerðust margir sögulegir atburðir, en telja má líflát síðasta kaþólska biskupsins, Jóns Arasonar, og sona hans einn hinn áhrifamesta. Skálholt var mikið menningar setur. Skóli var þar um margar aldir. Árið 1949 var stofnað félag til að vinna að endurreisn Skálholtsstaðar og var kirkjan vígð 1963. Munir í Skálholtskirkju eru margir og dýrmætir og er vísað til nokkurra af þessum munum á frímerkinu. Kristján Valur Ingólfsson er vígslubiskup Skálholtsstiftis. Hóladómkirkja stendur á Hólum í Hjaltadal. Biskupsstóll var settur á Hólum árið 1106 þegar Norðlendingar vildu fá sinn eigin biskup til mótvægis við biskupinn í Skálholti. Sú kirkja sem nú stendur er sjöunda kirkjan sem stendur á Hólum og fimmta dómkirkjan. Meðal muna og minja sem vísað er til á frímerkinu eru róðukross og kirkjuklukkur. Hólar voru í margar aldir helsta menningarsetur Norðurlands. Á Hólum var löngum rekinn skóli og prentsmiðja. Hólabiskupar voru 23 í kaþólskum sið og 13 í lúterskum sið. Ákveðið var með lögum 1990 að vígslubiskupar skyldu sitja á gömlu biskupssetrunum og vera sóknarprestar þar. Vígslubiskup Hólastiftis er Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Verðskrá – Price List Bréfapóstur – Almenn bréf / Letters – Regular letters Domestic Domestic Þyngd Weight
A-póstur Priority
B-póstur Economy 103 ISK
To e A-póstur Priority
Utan Evrópu Other countries
B-póstur Economy
A-póstur Priority
B-póstur Economy 205 ISK
0-50 g
120 ISK
175 ISK
160 ISK
230 ISK
51-100 g
125 ISK
300 ISK
270 ISK
475 ISK
425 ISK
101-250 g
155 ISK
580 ISK
520 ISK
955 ISK
860 ISK
251-500 g
225 ISK
501-1000 g
480 ISK
Ekki í boði Not available
1.025 ISK
925 ISK
1.745 ISK
1.570 ISK
1.765 ISK
1.590 ISK
2.690 ISK
2.420 ISK
1001-1500 g
565 ISK
2.410 ISK
2.170 ISK
3.645 ISK
3.280 ISK
1501-2000 g
630 ISK
2.865 ISK
2.580 ISK
4.345 ISK
3.910 ISK
Verð eru án póstburðargjalda sem leggjast á þyngri vörur samkvæmt gjaldskrá Póstsins apríl 2013
Prices do not include postage which will be added to heavier products according to Iceland Post price list April 2013
Brjóti› saman og hefti› / Fold og hæft / Fold and staple / Falten und befestigen / Pliez et agrafez
Pöntun / Bestilling / Order form / Bestellung / Commande September-October 2013 Já takk! Ég panta hér með eftirfarandi YES, please! I would like to order the following item(s) Nr. No.
Lýsing Item
Óstimplað fjöldi Mint No. of items
Stimplað fjöldi Útg.d. stimplað -fjöldi Regular Day Fist Day Cancellation Cancellation No. of items No. of items
Verð Price ISK
September 2013 590SET Vitar III - sett 420 Lighthouses III - Set of Stamps 590FDCS Fyrstadagsumslag með setti (FDCS) 490 First Day Cover w/set (FDCS) 590FDC1 Fyrstadagsumslag með stökum frímerkjum (FDC1) 560 First Day Cover w/single stamps (FDC1) 590FDC4 Fyrstadagsumslag með fjórblokk (FDC4) 1820 First Day Cover w/blocks of four (FDC4) 590SET4A Vitar III - fjórblokk úr efri kanti 1680 Lighthouses III, block of 4, upper edge 590SET4B Vitar III - fjórblokk úr neðri kanti 1680 Lighthouses III, block of 4, lower edge 590SORK Vitar III - örk með 10 frímerkjum 4200 Lighthouses III, sheet of 10 stamps 590FDCB Autt fyrstadagsumslag útgáfunnar 70 First Day Cover of the issue - blank 591SET Surtsey 50 ára - sett 565 Surtsey island, 50th anniversary - Set of Stamps 591FDCS Fyrstadagsumslag með setti (FDCS) 635 First Day Cover w/set (FDCS) 591FDC1 Fyrstadagsumslag með stökum frímerkjum (FDC1) 635 First Day Cover w/single stamps (FDC1) 591FDC4 Fyrstadagsumslag með fjórblokk (FDC4) 2330 First Day Cover w/blocks of four (FDC4) 591SET4A Surtsey 50 ára - fjórblokk úr efri kanti 2260 Surtsey island 50th anniversary, block of 4, upper edge 591SET4B Surtsey 50 ára - fjórblokk úr neðri kanti 2260 Surtsey island 50th anniversary, block of 4, lower edge 591SORK Surtsey 50 ára - örk með 10 frímerkjum 5650 Surtsey island 50th anniversary, sheet of 10 stamps 591FDCB Autt fyrstadagsumslag útgáfunnar 70 First Day Cover of the issue - blank 592SET Sepac frímerki, íslenska geitin - sett 175 Sepac stamp 2013 - The Icelandic Goat - Set of Stamps 592FDCS Fyrstadagsumslag með setti (FDCS) 245 First Day Cover w/set (FDCS) 592FDC1 Fyrstadagsumslag með stökum frímerkjum (FDC1) 245 First Day Cover w/single stamps (FDC1) 592FDC4 Fyrstadagsumslag með fjórblokk (FDC4) 770 First Day Cover w/blocks of four (FDC4) 592SET4A Sepac frímerki, íslenska geitin, fjórblokk úr efri kanti 700 Sepac stamp - The Icelandic Goat, block of 4, upper edge 592SET4B Sepac frímerki, íslenska geitin, fjórblokk úr neðri kanti 700 Sepac stamp - The Icelandic Goat, block of 4, lower edge 592SORK Sepac frímerki, íslenska geitin - örk með 10 frímerkjum 1750 Sepac stamp - The Icelandic Goat, sheet of 10 stamps 592FDCB Autt fyrstadagsumslag útgáfunnar 70 First Day Cover of the issue - blank G-46 Sepac gjafamappa með frímerkjum 12 Sepac-landa 2650 Sepac giftfolder with the stamps of 12 Sepac-Nations 593BLOK Dagur frímerkisins. Skálholts- og Hóladómkirkja - smáörk 450 Day of the Stamp. Skálholt & Hólar Cathedrals - Souvenir sheet 593FDCS Fyrstadagsumslag með setti (FDCS) 520 First Day Cover w/set (FDCS) 593FDCB Autt fyrstadagsumslag útgáfunnar 70 First Day Cover of the issue - blank
Verð Price1 €
2,65 3,10 3,50 11,40 10,50 10,50 26,30 0,45 3,55 4,00 4,00 14,60 14,15 14,15 35,35 0,45 1,10 1,55 1,55 4,80 4,40 4,40 10,95 0,45 16,50 2,80 3,25 0,45
Samtals Total
Nr. No.
Fjöldi No. of items
Lýsing Item
ISK
€
Október/October 2013 594SET Morgunblaðið 100 ára - sett 120 Morgunbladid 100th Anniversary - Set of Stamps 594FDCS Fyrstadagsumslag með setti (FDCS) 190 First Day Cover w/set (FDCS) 594FDC1 Fyrstadagsumslag með stökum frímerkjum (FDC1) 190 First Day Cover w/single stamps (FDC1) 594FDC4 Fyrstadagsumslag með fjórblokk (FDC4) 550 First Day Cover w/blocks of four (FDC4) 594SET4A Morgunblaðið - fjórblokk úr efri kanti 480 Morgunbladid 100th anniv., block of 4, upper edge 594SET4B Morgunblaðið - fjórblokk úr neðri kanti 480 Morgunbladid 100th anniv., block of 4, lower edge 594SORK Morgunblaðið - örk með 10 frímerkjum 1200 Morgunbladid 100th anniv., sheet of 10 stamps 594FDCB Autt fyrstadagsumslag útgáfunnar 70 First Day Cover of the issue - blank 595SET Íslenskri myndlist IV. Nýtt landslag - sett 1863 Icelandic Visual Arts IV - Landsc. Redefined - Set of stamps 595FDCS Fyrstadagsumslag með setti (FDCS) 1933 First Day Cover w/set (FDCS) 595FDC1 Fyrstadagsumslag með stökum frímerkjum (FDC1) 2143 First Day Cover w/single stamps (FDC1) 595FDC4 Fyrstadagsumslag með fjórblokk (FDC4) 7732 First Day Cover w/blocks of four (FDC4) 595SET4A Íslenskri myndlist IV - fjórblokk úr efri kanti 7452 Icelandic Visual Arts IV, block of 4, upper edge 595SET4B Íslenskri myndlist IV - fjórblokk úr neðri kanti 7452 Icelandic Visual Arts IV, block of 4, lower edge 595SORK Íslenskri myndlist IV - örk með 10 frímerkjum 18630 Icelandic Visual Arts IV, sheet of 10 stamps 595FDCB Autt fyrstadagsumslag útgáfunnar 70 First Day Cover of the issue - blank G-47 Gjafamappa íslensk myndlist IV - Nýtt landslag 1850 Gift folder - Icelandic Visual Arts IV - The Landsc. Redefined 596SET Jólafrímerki 2013 - sett 398 Christmas Stamps 2013 - Set of stamps 596FDCS Fyrstadagsumslag með setti (FDCS) 468 First Day Cover w/set (FDCS) 596FDC1 Fyrstadagsumslag með stökum frímerkjum (FDC1) 608 First Day Cover w/single stamps (FDC1) 596FDC4 Fyrstadagsumslag með fjórblokk (FDC4) 1802 First Day Cover w/blocks of four (FDC4) 596SET4A Jólafrímerki 2013 - fjórblokk úr efri kanti 1592 Christmas Stamps 2013, block of 4, upper edge 596SET4B Jólafrímerki 2013 - fjórblokk úr neðri kanti 1592 Christmas Stamps 2013, block of 4, lower edge 596SORK Jólafrímerki 2013 - örk með 10 frímerkjum 3980 Christmas Stamps 2013, sheet of 10 stamps 596FDCB Autt fyrstadagsumslag útgáfunnar 70 First Day Cover of the issue - blank ALS
0,75 1,20 1,20 3,45 3,00 3,00 7,50 0,45 11,65 12,10 13,40 48,40 46,65 46,65 116,50 0,45 11,60 2,50 2,95 3,80 11,30 9,95 9,95 24,90 0,45
Alþjóðasvarmerki (teg.:Doha) nýtt svarmerki frá 1. júlí 2013 295 International Reply Cupon, Doha Model, new from 01.07. 2013
1,85
A13 Ársmappa frímerkja 2013 8900 Yearpack 2013 FDC13 Ársmappa fyrstadagsumslaga 2013 9100 First Day Cover Yearpack 2013 J13G Jólaprýði Póstsins 2013 Gull 2950 Christmas Ornaments 2013 Gold
55,70
SAMTALS/TOTAL
ISK / €
56,95 18,45
Samtals Total
Pöntun / Bestilling / Order form / Bestellung / Commande LOKASALA / Clearance Sale!
482A 483A 484A 486A 486B 487A 488A 489A 489B 489C 489D 489E 490A 490B 491A H73A 492A 493A 493B
65 60 75 10 60 70 80 5 60 80 110 300 80 105 120 120 60 120 145
10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 50 50 10 10 10
SAMTALS/TOTAL
Bestellung / Commande
495A 495B 496A 496B 497A 498A 499A 499B
80 105 70 190 65 80 60 80
5 5 10 10 10 10 10 10
485A 494A 494AS
170 250 25
2 1
320 420 800 1050 600
4 4 10 10 10
H69 H70 H71 H72 H74
ISK / €
1) Prices in EURO are according to Rate of Exchange pr. 30.07.2013
Þjónustugjald er lagt á allar pantanir, 200 ISK á fasta áskrift, 300 kr á stakar pantanir.
Pöntun / Order form
A service fee is added to all orders - 200 ISK for subscription and 300 ISK for extra orders.
Breyting á greiðslumáta / Change mode of payment
Kennitala/Kundenummer /Customer No./Kunden-Nr./No. de client
Íslandspóstur Frímerkjasala
Nafn/Navn/Name/Name/Nom:
Stórhöfða 29
Gata/Gade/Street/Straße/Rue:
110 Reykjavík
Póstnr./Postnr./Postal Code/PLZ/Code Postal:
Sími: 580 1050
Staður/By/City/Stadt/Localité:
Fax: 580 1059
Land/Country/Staat/Pays:
stamps@stamps.is
Greiðslumáti / Betalingsmetoder / Mode of payment / Zahlungsart / Mode de paiement VISA MASTERCARD
American Express
Beingreiðsla (Iceland only)
Póstkrafa (Iceland only)
(500 kr. bætast við í póstkröfugjald)
Kort nr./Card no. /Karte Nr./Carte nr.: Gildir til/Gyldig/Exp.date /Gültig bis/Date d'exp.:
Undirskrift/Underskrift/ Signature/Unterschrift: Bankareikningur: 528-26-3035. Kennitala Frímerkjasölu: 701296-6139
www.stamps.is
Morgunblaðið 100 ára 31.10.2013 Heiti útgáfu: Morgunblaðið 100 ára Útgáfunúmer: 594A Hönnuður: Hörður Lárusson Prentsmiðja: Cartor Security Printing Prentunaraðferð: 1 Pantone litur Stærð frímerkis: 25 x 36 mm Pappír: PVA 110 gsm Stærð frímerkis: 25 x 36 mm Form arkar: 10 frímerki í örk Verðgildi: 50g innanlands (120 kr.) Heildarupplag: 100.000
594A
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913 og var fyrsta blaðið 8 bls. að stærð. Upphafsmaður að stofnun blaðsins var Vilhjálmur Finsen sem hafði átt sér þann draum í fjölda ára að koma út blaði í Reykjavík. Í fyrsta blaðinu sem kom út er meðal annars ritað: „Dagblað það sem hér byrjar starf sitt, á fyrst og fremst að vera áreiðanlegt, skemtilegt og lipurt ritað fréttablað.” Viðtökur fyrstu tölublaðanna báru þess merki að ferskir vindar blésu um íslenska blaðaútgáfu því blaðið var bókstaflega rifið út. Morgunblaðið varð fljótlega víðlesnasta blað landsins. Nýtt félag í Reykjavík, sem fékk nafnið Árvakur hf., festi kaup á blaðinu 1919 og er ennþá eigandi þess. Ritstjórar blaðsins, Valtýr Stefánsson og Jón Kjartansson og Sigfús Jónsson framkvæmdastjóri þess lögðu grunn að styrkri stöðu Morgunblaðsins í íslenskri fjölmiðlun. Morgunblaðið dafnaði og lesendum fjölgaði og hafði starfsemin aukist svo að huga varð að byggingu nýs húss. Árið 1956 fluttist Morgunblaðið í nýtt hús í Aðalstræti 6. Árið 1993 var öll starfsemi Morgunblaðsins flutt undir eitt þak í nýtt húsnæði í Kringlunni. Árið 2006 fluttist blaðið svo í núverandi húsnæði við Hádegismóa, norðan við Rauðavatn í Reykjavík.
11
Íslensk myndlist IV – Nýtt landslag 31.10.2013 Heiti útgáfu: Íslensk myndlist IV – Nýtt landslag Útgáfunúmer: 595A-D Hönnuður: Hlynur Ólafsson Prentsmiðja: Cartor Security Printing Prentunaraðferð: Offset Litho Stærð frímerkis: 40,00 x 30,00 mm Form arkar: 10 frímerki í örk Pappír: PVA 110 gsm Verðgildi: B50g B-póstur innanlands (103 kr.) 500g innanlands (225 kr.), 250g til Evrópu (580 kr.), 250g utan Evrópu (955 kr.) Heildarupplag: 420.000 Upplag pr. verðgildi: 595A: 120.000, 595B: 100.000, 595C: 100.000, 595D: 100.000
595A
12
Frá upphafi myndlistarinnar í landinu og allar götur til nútíðar hefur landslagið verið helsta viðfangsefni íslenskra myndlistarmanna. Hins vegar hefur túlkun þess breyst í samræmi við tíðaranda og listviðhorf á landinu á hverjum tíma. Til að mynda voru verk frumherjanna, Þórarins B. Þorlákssonar, Ásgríms Jónssonar, Kjarvals og Jóns Stefánssonar, lituð af bjartsýni og þjóðernisrómantískri ættjarðarást sjálfstæðisbaráttunnar. Veruleikinn sem blasti við fullvalda Íslendingum var hins vegar nokkuð annar en menn höfðu vænst. Á Alþingishátíðinni 1930 horfðu menn fram á kreppuástand, vaxandi atvinnuleysi, hnignun atvinnuveganna og pólitískt sundurlyndi hinnar nýfrjálsu þjóðar, ástand sem ekki tók enda fyrr en í síðari heimstyrjöld.
595B
595C
595D
Þetta uggvænlega ástand endurspeglast með ýmsum hætti í listaverkum nýrrar kynslóðar landslagsmálara. Tært, litríkt og viðmótsþýtt sumarlandið sem birtist í verkum frumherjanna víkur fyrir myndum af drungalegu vetrarlandslagi, brunahrauni og hrjóstrugum öræfum, náttúru sem ekki samræmdist hugmyndum manna um fegurð, og virtist auk þess sett til höfuðs íbúum landsins. Í því ljósi má skoða túlkun Eggerts Laxdal (1897-1951) á „heilögu“ landslagi Þingvalla sem hrikalegri grjóthrúgu, lýsingu Finns Jónssonar (1892-1993) á öræfalandslaginu sem hinstu hvílu villuráfandi manna og dýra, upphafningu Guðmundar frá Miðdal (1895-1963) á eldstöðvum landsins og málverk Sveins Þórarinssonar (1899-1977) af hinni tignarlegu Herðubreið, þar sem fjallið birtist okkur sem ókleift og hrikalegt virki óþekktra afla.
31.10.2013 Heiti útgáfu: Íslensk myndlist IV – Nýtt landslag – Gjafamappa Útgáfunúmer: G47 Hönnuður: Hlynur Ólafsson Prentsmiðja: Svansprent Prentunaraðferð: Offset Litho Stærð gjafamöppu: 21 x 14,8 cm Heildarupplag: 800 Verð: 1.850 kr.
G47 13
Jólafrímerki 31.10.2013 Heiti útgáfu: Jólafrímerki Útgáfunúmer: 596A-C Hönnuður: Örn Smári Gíslason Prentsmiðja: Cartor Security Printing Prentunaraðferð: Offset Litho + lökkun Stærð frímerkis: 28,00 x 35,00 mm Form arkar: 10 frímerki í örk Pappír: 247g sjálflímandi pappír Verðgildi: B50g B-póstur innanlands (103 kr.), 50g innanlands (120 kr.), 50g til Evrópu (175 kr.) Heildarupplag: 1.450.000 Upplag pr. verðgildi: 596A: 400.000 596B: 900.000, 596C: 150.000
Ø 28 mm
14
200% stærð
596A
596B
596C
Myndefni jólafrímerkjanna 2013 eru fengin úr steindum glugga yfir dyrum Hallgrímskirkju í Reykjavík. Ýmis trúarleg tákn eru sá efniviður sem listamaðurinn, Leifur Breiðfjörð, vann úr við gerð þessa fagra glervirkis, sem biskup Íslands helgaði 28. nóvember 1999. Glugginn er níu metrar á hæð og um tveir metrar á breidd. Í þremur einingum gluggans túlkar Leifur baráttu góðs og ills. Aðrar einingar sýna píslargöngu Krists og fuglinn Fönix, tákn upprisunnar en efstu sex einingarnar sýna hringinn, tákn eilífðar, en inni í honum er þríhyrningur, tákn heilagrar þrenningar og dúfan, tákn heilags anda. Jólafrímerkin sýna þrjár einingar kirkjugluggans en 100% stærð þær má skoða mun nánar ef frímerkin er skönnuð með viðeigandi „appi“. Svonefndur AR-kóði er byggður inn í öll frímerkin. Með því að hala niður sepac stamps „appi“ í snjallsíma eða spjaldtölvu má skoða kirkju gluggann í heild sinni og frá ýmsum sjónarhornum.
LOKASALA! Síðasta tækifærið til að kaupa þessi frímerki í safnið þitt er 31. desember 2013 15.02.2007
482A Kr. 65
484A Kr. 75
483A Kr. 60
20.04.2007
485A Kr. 170 24.05.2007
486A Kr. 10
489D Kr. 110
488A Kr. 80
487A Kr. 70
486B Kr. 60
489E Kr. 300
489A Kr. 5
490A Kr. 80
489B Kr. 60
490B Kr. 105
491A 20g Kr. 120
0-50g domestic/domestic
489C Kr. 80
H73A 20g Kr. 120
0-50g domestic/domestic
20.09.2007
492A Kr. 60 493A Kr. 120 01.10.2007
495A Kr. 80
493B Kr. 145
494A Kr. 250
495B Kr. 105
496A Kr. 70
498A Kr. 80
496B Kr. 190 497A Kr. 65
20.04.2007
499A Kr. 60
494AS Kr. 25
08.11.2007
H69 4x80 kr. Kr. 320
499B Kr. 80 24.05.2007
H70 4x105 kr. Kr. 420
08.11.2007
H74 10x60 kr. Kr. 600 H71 10x80 kr. Kr. 800
H72 10x105 kr. Kr. 1.050
15
Ársmappan 2013 Myndefni íslenskra frímerkja lýsa náttúru landsins, dýralífi og gróðurfari, sögu og menningu á listrænan og einstæðan hátt. Öll frímerkin má skoða og panta á vefsetri okkar www.stamps.is Hægt er að fá öll frímerkin sem Íslandspóstur gefur út 2013 í einni ársmöppu (A4), samtals 35 frímerki og 2 hefti. Ársmappan er glæsilegur safngripur og tilvalin sem vinagjöf, innanlands og erlendis. Verð: 8.900 kr.
A13
Ársmappa fyrstadagsumslaga FDC13
Öll fyrstadagsumslög ársins 2013 í einni möppu. Verð: 9.100 kr.
Jólaprýði Póstsins 2013 Jólaskrautið sem Pósturinn býður viðskiptavinum sínum upp á áttunda árið í röð sýnir Skálholtskirkju, Dómkirkjuna og Hallgrímskirkju. J13G
Verð: 2.950 kr.