1. tbl. | 15. árgangur | 2013
27
Íslenska frímerkið 140 ára • Frímerkjafræðingurinn Þór Þorsteins • Loftbréf Póstkort Stefáns Jónssonar • Frímerkjaútgáfur 2013 • Flugdagur 1957
1
Ávarp formanns LÍF
E
itt af verkefnum Landssambands íslenskra frímerkjasafnara er að halda úti blaði því sem þið lesendur hafið nú í höndum, Frímerkjablaðinu. Það er vissulega áskorun sem ritstjórn blaðsins reynir eftir megni að rísa undir. Hvernig til hefur tekist er frekar erfitt um að segja og mættu lesendur gjarnan láta okkur heyra hvort sem um aðfinnslur er að ræða eða tillögur um efnisval því miklu finnst okkur skipta ef hægt er að rækta gott samband við lesendur. Ritstjórnin skiptir gjarnan með sér verkum og frá og með þessu blaði hefur Hrafn Hallgrímsson tekið að sér ritstjórn og vil ég bjóða hann velkominn í ritstjórastólinn. Við í stjórn LÍF og í ritnefnd blaðsins þekkjum vel störf hans á undanförnum árum, þar sem hann hefur unnið ötullega í hópi manna, sem drifið hafa blaðið áfram. Óska ég honum góðs gengis með þetta mikilvæga starf og vona að blaðið dafni vel undir hans stjórn. Þótt Frímerkjablaðið skipi háan sess í starfi LÍF, má segja með sanni að norræna frímerkjasýningin NORDIA 2013 hafi haft allnokkurn forgang á undanförnum mánuðum. Nú þegar þetta er skrifað eru aðeins 50 dagar þar til við opnum sýninguna, sem haldin verður í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Undirbúningur hefur verið hefðbundinn og í raun aðal verkefnið hjá stjórn LÍF undanfarið ár. Sýningarnefndin hefur starfað af góðum krafti að undirbúningnum og er ég þakklátur sýningarnefndarmönnum fyrir góða samvinnu. Skráning þátttöku er lokið fyrir nokkru og frá aðalumboðsmanni sýningarinnar, Hálfdani Helgasyni, hef ég þær upplýsingar að sýningar-
gestum verði boðið upp á um það bil 130 söfn til skoðunar og er rammafjöldinn tæplega 700 talsins. Að vanda skiptist sýningarefni í þó nokkra flokka og trúlega kemur það ekki íslenskum söfnurum á óvart að sá stærsti að þessu sinni er hinn svokallaði póstsögulegi flokkur, sem spannar 180 ramma. Þá er vert að geta þess að tvö af kunnustu Íslandssöfnum nútímans, safn Indriða Pálssonar og safn Douglas Storckenfeldt frá Svíþjóð, verða til sýnis í sérstakri heiðursdeild. Gefur þar að líta ýmislegt er fágætast þykir í íslenskri fílatelíu, sem á þessu ári fagnar því að 140 ár eru liðin frá fyrstu útgáfu íslenskra frímerkja, skildingunum. Ýmislegt annað verður þar að sjá og er vert að nefna það að um 20 sölubásar póststjórna, frímerkjakaupmanna og uppboðsfyrirtækja, innlendra sem erlendra, verða þar með varning sinn. Án efa er þar einnig margt áhugavert að sjá. Samvinna við Landssambönd frímerkjasafnara á Norðurlöndum um sýninguna hefur verið góð, eins og við mátti búast og einkar ánægjulegur er sá stuðningur sem Evrópusamband frímerkjasafnara, FEPA, veitir sýningunni, sem meðal annars hefur komið fram í ágætri umfjöllun um NORDIU 2013 í síðasta fréttabréfi sambandsins, en því er dreift til allra landssambanda sem aðild eiga að FEPA. Það er einlæg von mín og annarra, sem vinna að undirbúningi NORDIU 2013, að vel takist til um allt er máli skiptir og ánægjulegt væri ef nýir safnarar bættust í hreyfingu okkar eftir að sýningargestir hafa skoðað sýninguna.
Sigurður R. Pétursson
Efnisyfirlit Forsíðumynd Hólmsbergsviti, norðan við Keflavík í Reykjanesbæ. Vitar III. Skarðsfjöruviti og Vattarnesviti Hönnun frímerkja: Örn Smári Gíslason. Vitamyndir: Friðrik Örn Hjaltested.
Gefið út af Landssambandi íslenzkra frímerkjasafnara með stuðningi Íslandspósts hf. LÍF · www.is-lif.is · Síðumúla 17 · 108 Reykjavík · Pósthólf 8752 · 128 Reykjavík Ritnefnd: Hrafn Hallgrímsson, hrafn.hallgrimsson@simnet.is ritstjóri og ábyrgðarmaður Hálfdan Helgason, halfdan@halfdan.is · Kjartan J. Kárason, kjartank26@gmail.com Sigurður R. Pétursson, issporsrp@simnet.is, · Sveinn Ingi Sveinsson, nesjaey@gmail.com · Umbrot og prentun: Svansprent ehf. Nr. 1 / 2013 • ISSN-1561-428
2
2 Ávarp formanns 3 Íslenska frímerkið 140 ára 4 Átthagasafnið mitt - Sveinn Ingi Sveinssson 6 Frímerkjafræðingurinn Þór Þorsteins 8 Frímerkjaútgáfur Íslandspósts hf. seinni hluta árs 2013 11 Flugdagur 1957 12 Loftbréf - Aérogramme 14 Númerastimplar og póstafgreiðslustaðir í Strandasýslu 14 Þjóðminjasafnsfrímerkið vann til gullverðlauna FÍT 15 Frímerkið sem breytti gangi sögunnar 15 Afsökunarbeiðni 16 Flugfrímerki 1959 17 Póstkort Stefáns Jónssonar 18 Ný bréfaflokkunarvél Íslandspósts 19 Ný stimpilvél í póstmiðstöðinni á Akureyri 19 Minnst 60 ára afmælis millilandaflugs 19 Bókalisti um íslensk frímerki
Íslenska frímerkið 140 ára Í
ár eru 140 ár liðin frá útgáfu fyrsta íslenska frímerkisins. Fyrstu merkin tóku gildi 1. janúar 1873. Fjögur skildingamerki höfðu verið prentuð í Danmörku og komu til landsins í nóvember 1872 og dreift um landið í desember. Merkin voru 2 sk. blátt, 4 sk. rautt, 8 sk. brúnt og 16 sk. gult. Strax í febrúar var beðið um nýtt verðgildi og var 3 sk. grátt, sett í umferð 22. mars 1874. Í ársbyrjun 1874 voru einnig tekin í notkun tvö þjónustufrímerki er embættismönnum var ætlað að nota með verðgildunum 4 sk. grænt og 8 sk. ljósfjólublátt. (Jón Aðalsteinn Jónsson: Íslensk frímerki í hundrað ár.) Minnst var 100 ára afmælis fyrstu frímerkjanna með minningarútgáfu 23. maí 1973. Gefin voru út fimm frímerki með myndum af fyrstu frímerkjunum og jafnframt voru teikningar sem röktu þróun póstflutninga frá upphafi. Falla þessi frímerki vel að þemasöfnun, „Frímerki á frímerki“ er nýtur mikilla vinsælda meðal safnara í heiminum;
Sama ár 1973 var ennfremur haldin umfangsmikil frímerkjasýning „Islandia73“ á Kjarvalsstöðum sem þá voru nýopnaðir. Gefin voru út tvö frímerki á opnunardegi sýningarinnar 31. ágúst og notaður sérstakur dagstimpill til loka sýningar 9. september. Í Frímerkjablaðinu nr. 2/2010 skrifaði Sigurður R. Pétursson um þá sýningu auk þess sem í síðasta hefti tímaritsins Frímerki, (14. árg. 3.-4. tölublað (43) 1973-1974) var ítarleg umfjöllun um sýninguna. Á norrænu sýningunni NORDIA 2013 í Garðabæ dagana 7.-9. júní verður minnst 140 ára afmælis íslenskra frímerkja. Verðlaunapeningur sýningarinnar sýnir fyrsta íslenska skildingafrímerkið. Einnig verður unnt að sjá fyrstu skildingamerkin á sýningunni. Frímerki í tilefni afmælissýningarinnar 1973.
Hrafn Hallgrimsson Frímerki gefin út á 100 ára afmæli íslenska frímerkissins 1973
Í
Útkall Landssambandið kallar eftir sjálboðaliðum til að setja upp sýninguna; byrjað verður á mánudeginum 3. júní. Áhugasamir hafi samband Árna Gústafsson, bitahollin@islandia.is
tengslum við NORDIU 2013 er haldin teiknimyndasamkeppni meðal grunnskólabarna í Garðarbæ í samvinnu Landssambands íslenskra frímerkjasafnara og skólaskrifstofu Garðabæjar. Nemendur í 5. og 8. bekk í öllum grunnskólum Garðabæjar taka þátt í samkeppninni og mun myndefni tengjast íþróttum með einum eða öðrum hætti. Lagt verður mat á teikningar í tveimur flokkum, yngri og eldri nemenda og mun dómnefnd tilnefna þrjá verðlaunahafa í hvorum flokki. Hver þátttakandi fær auk þess viðurkenningarskjal frá landssambandinu.
Verðlaunapeningur frímerkjasýningarinnar
Norræn frímerkjasýning verður í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ 7.-9. júní 2013. Í ávarpi formanns má lesa frekar um þá fjársjóði sem verða á sýningunni. 3
Sveinn Ingi Sveinssson
Átthagasafnið mitt Ein er sú tegund söfnunar sem margir byrja á, en það er átthagasöfnun. Hún er mikilvæg því þá safnast oft saman merkilegir hlutir á einn stað sem síðar geta orðið að heilu safni og jafnvel minjasafni. Þegar ég flutti í Mosfellsbæ fyrir um 7 árum byrjaði ég fljótlega að safna póstkortum sem tengdust næsta umhverfi.
Þ
Tröllafoss í Leirvogsá
ar var ekki um auðugan garð að gresja en flest kort voru af Tröllafossi og nágrenni hans. Nokkru seinna fór ég að viða að mér umslögum sem tengdust fyrirtækjum og kom það mér mikið á óvart hve mikið var til af fyrirtækjaumslögum. Að lokum var gerð atlaga að póstsögu svæðisins. Sú vinna er oft ævistarf og stendur yfir þegar þetta er ritað. Pósthús og bréfhirðingar hafa verið á ýmsum stöðum. Þar má fyrst nefna bæinn Leirvogstungu, en þar er nú komið hverfi sem ber sama heiti. Þar var notaður kórónustimpill, sem er mjög sjaldséður. Þar á eftir skal nefna bæinn Varmá, þar sem býli var upp undir 1930 en þá brann húsið og jörðin fór í eyði. Símstöð var á Varmá til 1928 er hún fluttist að Álafossi, vegna mikilla
Starfsmenn pósthússins.
umsvifa þar og tók Sigurjón Pétursson kenndur við Álafoss við rekstri hennar. Þess má geta að póstafgreiðslan hét lengi Varmá þó hún væri í komin í gamla skólahúsið í Brúarlandi. Pósturinn kom svo einnig í Álafoss eftir brunann Núverandi stimpill Mosfellsbæjar á Varmárbænum. Eftir þetta verður Brúarland símstöð 1933 enda nokkuð miðsvæðis á þeim tíma og varð allt í senn skóli, símstöð og pósthús. Mosfellshreppur eins og hann hét lengi varð að Mosfellsbæ 9. águst 1987. Núverandi pósthús er í verslunarhúsnæðinu í Háholti 14 og þjónar það einnig
Þjónustubréf, póstmál sent að bréfhirðingunni að Varmá Bréf frá Mosfellshreppi
4
Auglýsingastimpill Búnaðarbanka 1980 þegar póstafgreiðslan hét Varmá
Auglýsingastimpill Álafoss 1986 þegar póstafgreiðslan hét Varmá
Viðskiptabréf sent Jóni á Reykjum
póstnúmeri 116, en pósthúsið flutti síðast úr gamla Nóatúnshúsinu, þar sem pósturinn og verslunin Nóatún voru með samstarf. Starfsmenn eru tveir og er þekking þeirra á þörfum frímerkjasafnara mjög til fyrirmyndar. Þetta eru þær Ingunn Ingimarsdóttir og Björg Línberg Runólfsdóttir. Póstnúmer í Mosfellsbæ eru tvö, 270 fyrir þéttbýlið í Mosfellsbæ og svo 271 fyrir dreifbýlið. Áður höfðu íbúar í Kjósinni einnig póstnúmer 271 en Spil frá Álafossi fengu 1.12. 2009 póstnúmerið 276. Þegar byrjað er að finna hluti í safnið er ýmsilegt forvitnilegt sem lendir hjá safnaranum. Hér á blaðsíðunum gefur að líta tvö póstkort, tvö viðskiptabréf, sýnishorn af póststimplum sem notaðir hafa verið, spil frá Álafossi, póstpokamiða, auglýsingarstimpla á viðskiptabréfum, fæðingar- og skírnarvottorð svo og mynd frá pósthúsinu. Þetta er aðeins lítið Miði sem fylgir verðbréfapósti frá Mosfellsbæ til Póstmiðstöðvar sýnishorn af þeim Tegund stimpils Kórónustimpill Númerstimpill Númerstimpill Brúarstimpill Brúarstimpill Brúarstimpill Brúarstimpill Brúarstimpill Brúarstimpill Brúarstimpill Rúllustimpill Rúllustimpill Stimpilvél
Heiti Leirvogstunga 165 145 Álafoss Brúarland Brúarland Varmá Mosfellsbær Mosfellsbær Mosfellsbær Varmá Mosfellsbær Mosfellsbær
Flokkur C1 N1a N1c B1a B1a B8e B7e B8b B8b1 B8b1a R8a R8ab M8
Í töflunni hér að ofan má sjá hvaða stimplar hafa verið notaðir í Mosfellshreppi og Mosfellsbæ. Sjaldgæfastir eru póststimplanir frá Leirvogstungu og Álafossi (brúarstimpill og númerastimpill).
Fæðingar- og skírnarvottorð manns sem fæddist á Álafossi gefið út á Mosfelli
hlutum sem eiga heima í slíku safni. Eitt sinn missti ég af korti sem var tilkynning frá Morgunblaðinu send til Halldórs Laxness þegar hann var í Bandaríkjunum um 1926. Þetta var á uppboði hjá Félagi frímerkja-safnara, en það átti að skipa sérstakan sess í safninu. Einnig eiga heima í svona safni ýmsir gamlir reikningar og gamlar myndir svo eitthvað sé nefnt. Í bókinni Pósthús og bréfhirðingar á Íslandi 1870-2011 er farið yfir það hvar bréfhirðingar og pósthús voru á hverjum tíma.
Álafoss brúarstimpill
Brúarlandsstimpill, fyrri gerð
Brúarlandsstimpill, seinni gerð
5
Hrafn Hallgrímsson
Frímerkjafræðingurinn Þór Þorsteins Frímerkjafræði (Philately) er ekki námsgrein í skólum líkt og landafræði forðum. Frímerkjafræðingur (philatelist) er sá „fræðimaður“ sem stundar þessi fræði. Frímerkjasöfnun þarf ekki endilega að ná til hins fræðilega sviðs, þó að gruna megi að í sérhverjum safnara verður til áhugi á að skyggnast á bak við frímerkið með einum eða öðrum hætti. Hafa má í huga að frímerkjafræðingur þarf ekki að vera safnari, eða eiga frímerki. Hann er þá að rannsaka sjaldgæf merki og tilurð merkja sem einungis má finna vísbendingu um á söfnum eða í skjalageymslum. Þór Þorsteins er frímerkjafræðingur þó að slíkan titil sé ekki að finna t.d. í símaskrá. Hann hefur um áratugaskeið skrifað ötullega um frímerki, frímerkjasögu og hvað eina sem lýtur að frímerkjafræðum.
Þ
ór komst snemma í tæri við frímerki því að faðir hans Karl Þorsteins verslaði með frímerki í talsverðum mæli. Tíu ára gamall er hann ásamt börnum á heimilinu látin leysa upp frímerki og útbúa frímerkjapakka er seldir voru m.a. til útlanda.
Sýningarmerki sýninganna 1957 og 1964
Um tveggja ára skeið á fyrri hluta sjötta áratugarins dvaldi Þór í Kanada en heim kominn um miðjan áratuginn slæst hann í hóp frímerkjasafnara. Enginn formlegur félagsskapur var til orðinn en brátt dró til slíks því að 11. júní 1957 er Félag frímerkjasafnara stofnað. Hugur var í mönnum og stefnt að frímerkjasýningu sem haldin var svo í Bogasal Þjóðminjasafnsins frá 27. september til 12. október 1958. Framkvæmdastjóri þessarar fyrstu frímerkjasýningarinnar Félags frímerkjasafnara var Þór Þorsteins. Sýningunni var valið nafnið „Frímex-1958“. Sýningin var all viðamikil og m.a sýndi þarna Karl Þorsteins, faðir Þórs, þrjú söfn, ónotuð
Stimpilmerki af mismunandi gerðum
6
merki Noregs og Lichtenstein auk íslensk „Í GILDI“ frímerki og nokkur afbrigði frá seinni árum, og fyrir það fékk hann önnur verðlaun í flokki íslenskra frímerkja. Þór var framkvæmdastjóri næstu sýninga félagsins haustið 1964 og aftur 1967, nefnd Filex 67, þegar minnst var tíu ára afmælis Félags frímerkjasafnara. Sú sýning var sérstök að því leiti að þar var sýningarefni einungis valið úr óviðjafnanlegu safni Hans Hals sem ríkissjóður hafði fest kaup á um 20 árum áður. Einnig var Þór í framkvæmdanefnd sýningarinnar „Islandia 73“. Þar sýnir hann ásamt Karli föður sínum, Konungsríkið 1931-44 í átta römmum. Hann kemur að undirbúningi svo til allra frímerkjasýninga á næstu árum, einkum þegar sýna skyldi fjársjóði úr fórum Þjóðskjalasafns eða Þjóðminjasafns. Hann var t.d. formaður sýningarnefndar á NORDIA 91.
Stimpilmerki eignakönnunar árið 1947.
Ljóst má vera að við undirbúning sýninganna 1967 og 1973 gerist hann handgenginn skjalasafni Pósts- og símamálastjórnar og skipti það sköpum í áhuga hans á frímerkjum og frímerkjatengdu efni. Hann viðar að sér miklu efni og sér þess merki í ritstörfum hans á næstu áratugum. Hann setur saman ásamt fleirum lausblaðahandbókina Handbók um íslensk frímerki sem Félag frímerkjasafnara gaf út 1973. Í sýningarskrá NORDIA 84 skrifar Gullfossfrímerki notuð hann ítarlega grein sem greiðslumerki um sögu póststimplanna 1873-1879. Oft er hann fundvís á söfnunarsvið sem fáir veita eftirtekt. Hann tekur til við að safna gjalda- og stimpilmerkjum og raðar saman safni sem Greiðslumerki, teikning hann sýndi á nokkr- Ríkharðar Jónssonar um alþjóðlegum frímerkjasýningum, en á þingi Alþjóðasambands frímerkjasafnara (FIP) í Tokyo 1991 hafði verið samþykkt að gjalda- og söfnunarmerki sem sýningarefni stæðu jafnsætis öðru sýningarefni, að því tilskyldu að þau væru notuð sem staðfesting á gjaldagreiðslum opinberra aðila. Fullgilt sýngarefni telst vera m.a. simpilmerki, tollnotuð frímerki, greiðslu-, orlofs- og sparimerki auk barnasöfnunarmerkja. Einnig falla hér undir merkingar á áfengisflöskum, tóbakspökkum, eldspýtnastokkum svo fátt eitt sé nefnt, sé það merkt opinberum aðilum.
Skólasparimerki 1907
Ferðasjóður barnaskólans á Ísafirði
Gjaldamerkjasafn sitt sýndi hann í fyrsta sinn á NORDIA 98 í Odense og hlaut þar gyllt silfurverðlaun. Endurbætti hann safnið fyrir næstu NORDIA-sýningar og síðast fyrir NORDIA 2001 í Tucson þar sem hann fékk stórt gyllt silfur (85 stig) og heillaóskir dómnefndar fyrir rannsóknir á þessu sviði.
Orlofsmerki, yfirprentun á frímerki
Orlofsmerki 1944 að tillögu Thomas de la Rue & Co
Rannsóknarstarf sitt í sambandi við þetta sýningarsafn gaf hann út í handbókinni Gjalda- og söfnunarmerki auk stimpla á Íslandi árið 2000. Þá hafði hann þegar skrifað greinar um þetta efni m.a. í fyrsta tölublað Frímerkjablaðsins 1999 þar sem hann fjallar um sérstaka notkun frímerkja sem gjaldmerki af ýmsum toga. Greinina má finna á netinu þar sem öll útgefin eintök Frímerkjablaðsins er að finna á heimasíðu Landssambands íslenskra frímerkjasafnara, www.is-lif.is
Útgefið efni úr fórum Þórs er orðið all viðamikið. Bæklingurinn Íslensk frímerkjahefti/ pokar kom 1988 sem sérprentun úr verðlistanum Íslensk frímerki sem Sigurður H. Þorsteinsson gaf út. Frímerkingarvélar á Íslandi 1930 – 1993 kom árið 1994. Íslenskir stimplar, brúar-, rúllu-, og vélstimplar 1894 – 1992 árið 1993 og endurútgefin og uppfærð 2003. Í samFylgibréf frá árinu 1924: Finna má ýmsar ógildingar stimpilmerkja, svo sem vinnu við sænsku Is- óreglulegar gatanir með nálum, göt gerð með snúningi, saumað yfir frímerkin í landssamlarna komu árin saumavél svo og blekógildingu auk ýmissa litastrikana. 1996 og 1997 bækurnar íslenskir númerastimplar og íslenskir upprunastimplar. Íslensk jólamerki 1904 – 1996 semur hann í samvinnu við Hauk Valdemarsson og kom hún út 1997. Íslenskir stimplar. Brúar-, rúllu-, og vélstimplar 1894 – 2003, kom árið 2003. Árið 2007 kemur út í samvinnu við Gest Baldursson Íslenskir stimplar Íslandspósts hf. 1998 – 2007. Sparifjársöfnun skólabarna. Útgefandi Landsbanki Árið 2011 kom út uppfærð útgáfa frá Íslands, (1954-1961) teiknuð af Stefáni Jónssyni. 1991 af handbókinni Pósthús og bréfhirðingar á Íslandi 1870 – 2011. Þór hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir frímerkjasamtök auk þeirrar aðkomu sem hann hefur haft að frímerkjasýningum og getið er um að framan. Hann var í stjórn Félags frímerkjasafnara árin 1972 – 74. Sparimerki skyldusparnaðar Gullmerki félagsins var hann sæmdur árið Útgefandi Seðlabanki 1995. Hann sat í frímerkjaútgáfunefnd fyrir Íslands, (1961-1968) teiknað frímerkjasafnara árin 1993-1998. Hann var af Gísla B. Björnssyni kjörinn heiðursfélagi Félags frímerkjasafnara fyrsta blaðið kom út og skráður ritstjóri var 2007 fyrir frábært framlag í þágu félagsins og hann árin 2008 – 2009. frímerkjasöfnunar í landinu. Hann var forÁ síðustu árum hefur áhugi Þórs einkum maður Landssambands íslenskra frímerkjabeinst að teiknuðum íslenskum kortum, safnara árin 1987 – 90 og þegar um samdist einföldum og tvöföldum. Tilbúið er ítarlega að hefja að nýju tímaritaútgáfu, Frímerkjamyndskreytt handrit slíkra korta sem sýnir blaðið, nú í samvinnu við Íslands fjölda teikninga helstu listamanna okkar. póst var Þór sjálfskrifaður í ritstjórn strax 1999 þegar
Myndskrá teiknaðra korta:
Útgefið efni úr fórum Þórs er orðið all viðamikið.
Kominn er á markaðinn minnislykill fyrir tölvur sem sýnir um 2000 litmyndir af teiknuðum íslenskum kortum frá árunum 1929-2012. Er þeim raðað í flokka eftir nöfnum listamanna þannig að safnarar geta auðveldlega kallað fram á tölvuskjá sinn öll þekkt kort viðkomandi teiknara. Einnig má prenta út skrár eftir áhuga og í mismunandi stærð mynda. Þór Þorsteins, netfang: thth@simnet.is, hefur safnað þessum myndum og gefur allar frekari upplýsingar.
7
Eðvarð T. Jónsson og Aðalsteinn Ingólfsson.
Vitar, Surtsey, landnámsgeitin, biskupsstólar og Morgunblaðið Útgáfurnar seinni hluta árs 2013 Útgáfurnar 12. sept.
Vitar III
Vattarnesviti. Árið 1912 var reistur viti á Vattarnestanga við Reyðarfjörð. Við bygginguna var stuðst við teikningar Thorvalds Krabbe verkfræðings. Vitinn var steinsteyptur sívalur turn. Veggir ljóshússins voru úr járni og heildarhæð vitans með ljóshúsi var 6,3 m. Ljóshúsið og gasbúnaður voru frá Svíþjóð og í vitanum var 500 mm linsa. Járnstigi var upp á svalirnar og á þeim fíngert járnhandrið. Árið 1957 var byggður nýr viti á Vattarnestanga eftir teikningum Axels Sveinssonar verkfræðings. Hann er sömu gerðar og Hólmsbergsviti og Seleyjarviti, báðir frá 1956. Vattarnesviti er 12,3 m hár. Ljóshúsið er hið sama og var á gamla vitanum en ljóshæð yfir sjávarmáli er 26 m. Það er með steinsteyptum veggjum, 3 m hátt, og í það var látin díoptrísk 600 mm linsa og gasljóstæki. Vitinn var rafvæddur með straumi frá rafveitu árið 1977 en gas haft til vara. Skarðsfjöruviti. Á Skarðsfjöru á Meðallandssandi var reist 19 m há stálgrind árið 1959. Í bókinni „Vitar á Íslandi“ sem Siglingamálastofnun gaf út 2002 segir að þessi viti hafi verið útbúinn með 3 m háu áttstrendu sænsku ljóshúsi. Vitahæðin er því 22 m og ljóshæð yfir sjávarmáli 25 m. Ljóshúsið er með eirþaki, díoptrískri 500 mm linsu og gasljóstækjum sem áður voru í Galtarvita. Árið 1968 var byggt vélahús úr steinsteypu nærri vitanum og þar komið fyrir ljósavélum og tækjum fyrir radíóvita. Vitinn var raflýstur sama ár. Radarsvari var látinn á vitann árið 1973 en GPS- leiðrétting og sjálfvirk veðurathugunarstöð árið 1993. Flugmálastjórn Íslands tók við rekstri radíóvitans 1994. Árið 1997 var tekið inn rafmagn frá rafveitu. Vitann hannaði Steingrímur Arason verkfræðingur. Skarðsfjöruviti komst í fréttirnar 9. mars árið 2004 þegar áhöfn TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar bjargaði 16 manna áhöfn loðnuskipsins Baldvins Þorsteinssonar EA-10 frá Akureyri sem strandaði skammt norðaustur af Skarðsfjöruvita. Þessa atburðar var minnst á smáörk sem Íslandspóstur gaf út 22. mars 2012 í frímerkjaútgáfunni „Norðurlöndin við hafið“. Hönnuður frímerkjanna er Örn Smári Gíslason. Ljósmyndir af vitunum tók Friðrik Örn Hjaltested.
8
Surtsey 50 ára
Snemma dags 14. nóvember 1963 sáu sjómenn frá Vestmannaeyjum að reykjarmökkur stóð upp úr sjónum, átján kílómetra suðvestur af Heimaey. Surtseyjargos var þá hafið nokkrum dögum áður en um 130 metra sjávardýpi er á þessum slóðum. Gosið stóð með stuttum hléum fram í júní 1967. Eyjan var um það bil þrír ferkílómetrar að flatarmáli eftir að gosi lauk en hún fer stöðugt minnkandi vegna ágangs sjávar og er nú aðeins helmingur af því sem hún var í upphafi. Fjölskrúðugt líf er í eynni og fjölmargar lífverur hafa numið þar land. Fræ hafa borist sjóleiðis til eyjarinnar eða borist með vindi og fuglum. Í eyjunni má finna túnfífil, sveppi, mosa, sóleyjar og þörunga svo fátt eitt sé nefnt. Þær plöntur sem hafa tekið sér bólfestu í eynni dafna ágætlega og er gróðurinn orðinn gróskumikill og farinn að líkjast þeim sem finna má í fuglabyggðum í úteyjum Vestmannaeyja. Mikið fuglalíf er í eyjunni en þar má sjá fýl, teistu og ritu og aðrar fuglategundir. Lundi hefur einnig verpt þar. Samkvæmt tölfræðispám um framtíð eyjarinnar mun Surtsey verða að skeri eftir 160 ár og einungis móbergskjarni hennar mun standa upp úr sjó. Þó er ekki útlit fyrir að hún fari öll á kaf því víða í kring standa björg upp úr hafi í nágrenni eyjarinnar og hafa gert í þúsundir ára og ekkert sem bendir til þess að bergið í Surtsey geti ekki leikið það eftir. Surtsey hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO (International World Heritage Programme) frá 7. júlí 2008. Surtsey er einnig friðlýst, og er því á náttúruminjaskrá, umferð þangað er aðeins leyfð í vísindaskyni. Surtseyjarfélagið hefur eyjuna í umboði Umhverfisstofnunar. Frímerkið hannaði Atli Hilmarsson.
Sepac-frímerki 2013 - Dýr
Sameiginlegt þema Sepac-frímerkja ársins 2013 eru dýr. Íslenska geitin, stundum nefnd „landnámsgeitin“, varð fyrir valinu af hálfu Íslandspósts og er þetta í fyrsta sinn sem hún prýðir íslenskt frímerki. Við upphaf byggðar á Íslandi fluttu landnámsmenn geitur með sér til landsins en ekki er vitað til þess að þær hafi verið fluttar hingað eftir landnám. Allar íslenskar geitur eiga því rætur að rekja til landnámskynsins. Örnefni sem tengjast geitum gefa til kynna að töluvert hafi verið af þeim í upphafi byggðar á Íslandi. Við talningu á 18. öld voru þær þó ekki nema rúmlega 800 og er
ástæðan fyrir fækkun þeirra rakin til kólnandi veðurfars á 16. og 17. öld. Afurðir af sauðfé hentaði betur slíku veðurfari. Kjöt og mjólk sauðfjár er fitumeira en geita, ullin meiri og auðveldari í vinnslu. Bændur hættu almennt að nýta geitur sem húsdýr á 16. og 17. öld en hefð fyrir geitum var alltaf mest í Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum. Í kreppunni á þriðja og fjórða áratug 20. aldar fjölgaði geitum í landinu. Þær eru auðveldari í fóðurgjöf en kindur og hentuðu vel sem húsdýr víða í sjávarþorpum landsins. Við talningu árið 1930 voru þær orðnar tæplega 3000. Eftir seinni heimsstyrjöld varð matjurtarækt algeng en geitur leita mjög í matjurtir og garðagróður. Þær voru að lokum bannaðar í þorpum og fækkaði ört eftir 1940. Árið 1963 voru aðeins taldar 87 geitur á landinu og stofninn kominn á válista. Árið 2008 samþykkti ríkisstjórn Íslands stefnumörkun um framkvæmd alþjóðlegs samnings um líffræðilega fjölbreytni. Vernd íslenska landnámsgeitastofnsins fellur undir þennan samning. Geitastofninn þarf að ná 1000 dýrum til að hann verði tekinn af válista og er því enn langt í land. Hönnuður frímerkisins er Kristín Þóra Guðbjartsdóttir.
Skálholtsdómkirkja 50 ára vígsluafmæli Hóladómkirkja 250 ára vígsluafmæli
Munir og minjar í Skálholtskirkju eru margar og dýrmætar. Vísað er til nokkurra af þessum munum á smáörkinni. Þeir eru predikunarstóll Jóns Vídalíns, altaristafla Nínu Tryggvadóttur, steindir gluggar Gerðar Helgadóttir, kertaljósakróna, steinkista Páls biskups Jónssonar, miðaldaklukka, handrit á lofti kirkjunnar, altari Brynjólfs biskups og ljósastjakar. Fornar minjar, einkum minningarmörk biskupa, eru varðveittar í kjallaranum. Kertaljósakrónan er úr Brynjólfskirkju og hefur verið í Skálholti síðan um 1650. Miðaldaklukkan er sennilega elsti gripur kirkjunnar, jafnvel talin önnur af tveimur klukkum sem Páll biskup kom með frá Róm seint á 12. öld. Kristján Valur Ingólfsson er vígslubiskup Skálholtsstiftis. Hóladómkirkja stendur á Hólum í Hjaltadal. Gísli Magnússon biskup vígði kirkjuna sem nú stendur 20. nóvember 1763. Biskupsstóll var settur á Hólum árið 1106 þegar Norðlendingar kröfðust þess að fá sinn eigin biskup til mótvægis við biskupinn í Skálholti. Fyrsti biskup á Hólum var Jón Ögmundsson. Sú kirkja sem nú stendur er sjöunda kirkjan sem stendur á Hólum og fimmta dómkirkjan. Nokkur menningarsöguleg verðmæti eru í kirkjunni, meðal annars altarisbrík sem talið er að Jón Arason hafi gefið kirkjunni í upphafi sextándu aldar, önnur brík í síðgotneskum stíl og róðukross í fullri líkamsstærð, líklega frá fyrri hluta sextándu aldar. Munir og minjar sem vísað er til á frímerkinu eru Hólabríkin sem talið er að Jón biskup Arason hafi gefið kirkjunni, róðukross, kirkjuklukkur, skírnarsár, ljósastjaki Gísla biskups Þorlákssonar, Guðbrandsbiblía, stjakar og minningartafla Ingibjargar Benediktsdóttur. Hólar voru í raun höfuðstaður og helsta menningarsetur Norðurlands frá því í upphafi tólftu aldar til upphafs nítjándu aldar. Á Hólum var löngum rekinn skóli og prentsmiðja var starfrækt þar lengi. Hólabiskupar voru 23 í kaþólskum sið og 13 í lúterskum sið. Eftir lát síðasta Hólabiskups, Sigurðar Stefánssonar sem lét af embætti 1798 voru biskupsdæmin tvö sameinuð og Hólastóll lagður niður. Hólar urðu aftur prestssetur 1952 og þar er vígslubiskupssetur. Vígslubiskup Hólastiftis er Solveig Lára Guðmundsdóttir. Örn Smári Gíslason hannaði smáörkina.
Útgáfurnar 31. október
Morgunblaðið 100 ára.
Smáörkin sem útgefin er í tilefni af Degi frímerkisins 2013 er tileinkuð 50 ára vígsluafmæli núverandi Skálholtsdómkirkju og 250 ára vígsluafmæli Hóladómkirkju. Skálholt er einn merkasti sögustaður á Íslandi. Þar sátu alls 44 biskupar, 31 kaþólskur og 13 lúterskir, þar til biskupsstóll og skóli fluttust til Reykjavíkur um aldamótin 1800. Á þessum stað gerðust margir sögulegir atburðir, en telja má líflát síðasta kaþólska biskupsins, Jóns Arasonar, og sona hans einn hinn áhrifamesta. Skálholt var mikið menningarsetur. Þar var Nýja testament Odds Gottskálkssonar þýtt og síðan prentað í Danmörku 1540. Um eitt skeið á 17. öld var þar prentsmiðja og þá prentuð fyrstu íslensk fornrit hér á landi. Skóli var þar um margar aldir. Árið 1949 var stofnað félag til að vinna að endurreisn Skálholtsstaðar og smíði veglegrar kirkju á staðnum. Á Skálholtshátíð 1956 var lagður hornsteinn að kirkjunni en sjálf var kirkjan vígð 1963 af biskupi Íslands, herra Sigurbirni Einarssyni. Kirkjan hefur fengið margar verðmætar gjafir frá Norðurlöndum. Danir hafa gefið orgelið, ljósatækin, stólana og kirkjuklukku. Norðmenn hafa gefið kirkjuklukku og byggingarefni.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913 og var fyrsta blaðið 8 bls. að stærð. Upphafsmaður að stofnun blaðsins var Vilhjálmur Finsen sem hafði átt sér þann draum í fjölda ára að koma út blaði í Reykjavík. Ólafur Björnsson, vinur hans og samherji, lagði til húsnæði og prentaðstöðu í Austurstræti 8 þar sem Ísafold var til húsa. Í fyrsta blaðinu sem kom út er meðal annars ritað: „Dagblað það sem hér byrjar starf sitt, á fyrst og fremst að vera áreiðanlegt, skemtilegt og lipurt ritað fréttablað.” Viðtökur fyrstu tölublaðanna báru þess merki að ferskir vindar blésu um íslenska blaðaútgáfu því blaðið var bókstaflega rifið út. Morgunblaðið varð fljótlega víðlesnasta blað landsins. Nýtt félag í Reykjavík, sem litlu síðar fékk nafnið Árvakur hf., festi kaup á blaðinu 1919 og hefur gefið blaðið út síðan. Félagið réð ritstjórana Valtý Stefánsson og Jón Kjartansson og þeir ásamt Sigfúsi Jónssyni framkvæmdastjóra blaðsins lögðu grunn að styrkri stöðu Morgunblaðsins í íslenskri fjölmiðlun. Morgunblaðið dafnaði og
9
lesendum fjölgaði og hafði starfsemin aukist svo að huga varð að byggingu nýs húss. Árið 1956 fluttist Morgunblaðið í nýtt hús í Aðalstræti 6. 1993 var öll starfsemi Morgunblaðsins flutt undir eitt þak í nýtt húsnæði í Kringlunni en 13 árum síðar fluttist blaðið í Hádegismóa í Reykjavík norðan við Rauðavatn árið 2006. Hönnuður frímerkisins er Hörður Lárusson.
Jólafrímerkin
Íslensk myndlist IV – Nýtt landslag.
Eggert Laxdal – Gjá í Þingvallahrauni, 1930 Finnur Jónsson – Beinin hennar Stjörnu, 1934 Guðmundur Einarsson frá Miðdal – Brennisteinsöldur við Landmannalaugar, 1931 Sveinn Þórarinsson – Herðubreið, 1926-28 Frá upphafi myndlistarinnar í landinu og allar götur til nútíðar hefur landslagið verið helsta viðfangsefni íslenskra myndlistarmanna. Hins vegar hefur túlkun þess breyst í samræmi við tíðaranda og listviðhorf á landinu á hverjum tíma. Til að mynda voru verk frumherjanna, Þórarins B. Þorlákssonar, Ásgríms Jónssonar, Kjarvals og Jóns Stefánssonar, lituð af bjartsýni og þjóðernisrómantískri ættjarðarást sjálfstæðisbaráttunnar. Veruleikinn sem blasti við fullvalda Íslendingum var hins vegar nokkuð annar en menn höfðu vænst. Á Alþingishátíðinni 1930, stærsta viðburði í sögu þjóðarinnar í hálfa öld, horfðu menn fram á kreppuástand, vaxandi atvinnuleysi, hnignun atvinnuveganna og pólitískt sundurlyndi hinnar nýfrjálsu þjóðar, ástand sem ekki tók enda fyrr en í síðari heimstyrjöld.
Myndefni jólafrímerkjanna eru fengin úr steindum glugga yfir dyrum Hallgrímskirkju. Ýmis trúarleg tákn, m.a. helgir menn og tákn úr Opinberunarbókinni, eru sá efniviður sem listamaðurinn, Leifur Breiðfjörð, vann úr við gerð þessa fagra glervirkis, sem biskup Íslands helgaði 28. nóvember 1999. Glugginn er níu metrar á hæð og um tveir metrar á breidd. Þótt Hallgrímskirkja væri ekki teiknuð eftir gotneskri forskrift, er glugginn yfir kirkjudyrunum með oddboga. Listamaðurinn var bundinn af þessu formi og ákvað að hafa gluggann samhverfan og litsterkan. Það jarðneska er neðst í glugganum, það himneska ofar, en fjórblaðaformið (quatrefoil) er notað til að halda utan um myndefni gluggans. Neðst er fjórblaðaformið hálft og þar heldur það utan um sr. Hallgrím Pétursson í íslenskri náttúru. Í þremur einingum gluggans túlkar Leifur baráttu góðs og ills. Aðrar einingar sýna píslargöngu Krists og fuglinn Fönix, tákn upprisunnar en efstu sex einingarnar sýna hringinn, tákn eilífðar, en inni í honum er þríhyrningur, tákn heilagrar þrenningar og dúfan sem er tákn heilags anda. Örn Smári Gíslason hannaði jólafrímerkin sem eru í fyrsta sinn þrjú. Útgáfuáætlunin getur tekið breytingum varðandi verðgildi og frímerki
Upplög einstakra frímerkjaútgáfa seinni hluta árs 2012 Þetta uggvænlega ástand endurspeglast með ýmsum hætti í listaverkum nýrrar kynslóðar landslagsmálara. Tært, litríkt og viðmótsþýtt sumarlandið sem birtist í verkum frumherjanna víkur fyrir myndum af drungalegu vetrarlandslagi, brunahrauni og hrjóstrugum öræfum, náttúru sem ekki samræmdist hugmyndum manna um fegurð, og virtist auk þess sett til höfuðs íbúum landsins. Í því ljósi má skoða túlkun Eggerts Laxdal (1897-1951) á „heilögu“ landslagi Þingvalla sem hrikalegri grjóthrúgu, lýsingu Finns Jónssonar (1892-1993) á öræfalandslaginu sem hinstu hvílu villuráfandi manna og dýra, upphafningu Guðmundar frá Miðdal (1895-1963) á eldstöðvum landsins og málverki Sveins Þórarinssonar (1899-1977) af hinni tignarlegu Herðubreið, þar sem fjallið birtist okkur sem ókleift og hrikalegt virki óþekktra afla. Hlynur Ólafsson færði málverkin í frímerkjabúning.
10
Útgáfa: Upplag: Verðgildi: 577A 350.000 B50g B-póstur innanlands (ígildi 103 kr.) 577B 250.000 50g til Evrópu (ígildi 175 kr.) 578A 120.000 100g utan Evrópu (ígildi 475 kr.) 578B 120.000 1000g innanlands (ígildi 480 kr.) 579A 60.000 1500g innanlands (ígildi 565 kr.) 580A 140.000 50g innanlands (ígildi 120 kr.) 580B 100.000 100g innanlands (ígildi 125 kr.) 580C 120.000 50g til Evrópu (ígildi 175 kr.) 580D 100.000 50g utan Evrópu (ígildi 230 kr.) 581A 500.000 B50g B-póstur innanlands (ígildi 103 kr.) 582A 1.210.000 50g innanlands (ígildi 120 kr) 582B 180.000 50g til Evrópu (ígildi 175 kr) G45 H100 A12
900 1.750 kr. 70.000 50g innanlands (ígildi 120 kr. x10) 6.000 8.400 kr.
Ólafur Elíasson
Flugdagur 1957 S
unnudaginn 23. júní 1957 gekkst Flugmálafélag Íslands fyrir flugdegi á Reykjavíkurflugvelli. Var þar ýmislegt til skemmtunar, svo sem flugsýningar, fallhlífarstökk og loftbelgsflug. Var það í fyrsta skipti sem mönnuðum loftbelg var flogið hérlendis. Fenginn var til landsins loftbelgur sem hjónin Nini og John Boesman stýrðu, en þau höfðu haft atvinnu af að sýna loftbelgsflug árum saman víða um lönd. Var almenningi gefinn kostur á að senda bréf með þessu loftbelgsflugi, enda var slíkur flugpóstur vinsælt söfnunarefni víða erlendis. Var samið um að loftbelgurinn flytti 10 kg af pósti í flugferðinni og var hámarksþyngd hvers bréfs 5g. Sett var upp sérstakt pósthús á flugvellinum til að annast afgreiðslu póstsins. Aðeins var tekið við ábyrgðarbréfum til flutnings og var burðargjaldið kr. 23,75 fyrir bréf innanlands. Var það sett saman úr almennu bréfburðargjaldi, kr. 1,75, ábyrgðargjaldi sem var 2,00 kr. og kr. 20,00 sem runnu til Flugmálafélagsins. Mikill áhugi var að senda bréf með loftbelgnum og þegar starfsfólk Póstsins kom út á flugvöll að morgni flugdagsins hafði þegar myndast um 150 manna biðröð við pósthúsdyrnar. Þegar pósthúsinu var lokað, um kl. 15, hafði verið tekið þar á móti 2480 bréfum sem öll voru send með loftbelgnum. Voru þau stimpluð með sérstökum stimpli og á þeim er ábyrgðarmiði með nafninu „Reykjavíkurflugvöllur“. Auk þess eru þau stimpluð með fjólubláum sporöskjulaga stimpli með m.a. nafni loftbelgsins, „Jules Verne“, og stjórnandans John Boesman. Mynd 1.
Mynd 2.
Flugferðin varð ekki löng. Loftbelgurinn lenti á Korpúlfstaða túni um kl. 17:30. Þangað kom bíll frá Póstinum og flutti bréfin á næsta pósthús, Brúarland, þar sem þau voru komustimpluð. Daginn eftir voru þau flutt til Reykjavíkur og bakstimpluð þar. Á mynd 1 er sýnd fram- og bakhlið bréfs sem sent var með þessu fyrsta og eina loftbelgsflugi á Íslandi. Leið nú tíminn til 26. febrúar 1960, en þá birtist á fremstu síðu Tímans frétt með feitletraðri fyrirsögn: „Uppvíst um falsaðan loftbelgspóst“. Þar segir að „í ljós hafi komið ósvífin svik í sambandi við þau kort sem póstlögð voru og send með loftbelg frá Reykjavíkurflugvelli að Brúarlandi á flugdaginn 23. júní 1957“. Í fréttinni er vitnað til Jónasar Hallgrímssonar sem þá var einn þeirra manna sem forystu höfðu í félagsstarfsemi frímerkjasafnara, og haft eftir honum: „Ég vissi mjög vel um hvert smáatriði varðandi þetta flug þar eð ég var með í ráðum með undirbúning. Og ég hika ekki við að lýsa því yfir að kortin eru fölsuð.“ Hann upplýsir ennfremur að enskur frímerkjasali hafi haft kortin til sölu fyrir 15 shillinga. Á mynd 2 er sýnt eitt þessara korta og eins og sjá má, er það um flest ólíkt þeim bréfum sem send voru á vegum Póstsins með loftbelgnum. Hér er augljóslega um hreinan tilbúning/fölsun að ræða. Þessi kort hafa ekki verið flutt með loftbelgnum á flugdaginn 1957. Kortin sjást stöku sinnum á uppboðum erlendis og í sænskum uppboðslista frá 1979 er upplag þeirra sagt vera 195 stykki. Ekki er vitað til að nein eftirmál hafi orðið vegna þessa.
11
Hálfdan Helgason
Loftbréf Aérogramme Þann 15. september 1949 birtu íslensk dagblöð eftirfarandi fréttatilkynningu: „Póststjórnir Norðurlandanna, Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, hafa með samþykki ríkisstjórna þessara landa ákveðið að minnast 75 ára afmælis alþjóðapóstsambandsins, hinn 9. október næstkomandi, meðal annars á þann hátt að taka upp sérstaka tegund póstsendinga, frá þeim degi, svonefnd „Aerogram“, (loftbréf), sem má senda flugleiðis til allra landa fyrir venjulegt alþjóða bréfburðargjald, sem nú er 60 aurar. Bréf þetta er ein örk, sem brjóta má saman og loka. Ekkert má láta innan í það, en sé það gert, verður bréfið ekki sent flugleiðis. Bréfsefni þessi, með prentuðu 60 aura burðargjaldsmerki, verða til sölu í flestum pósthúsum landsins og kosta 75 aura.“
E
ins og sjá má af tilkynningu póststjórnarinnar komu íslensk loftbréf fyrst fram á sjónarsviðið fyrir liðlega 60 árum. Tilgangurinn með gerð þeirra var að gefa almenningi kost á einfaldri og jafnframt ódýrri lausn á bréfasendingum. Og hvað var einfaldara en að nota næfurþunnt bréfsefni með áprentuðu frímerki, sem brotið var saman og límt aftur á fyrirfram ákveðinn hátt. Samkvæmt reglugerðum UPU mátti bréfsefnið ekki vega meira en 2,5 gramm og skýrt varð að koma fram í áletrun á bréfsefninu að ekki mátti leggja neitt inn í bréfið því annars yrði það ekki sent loftleiðis, heldur aðeins með skipi. Þau fyrirmæli koma fram á bakhlið bréfsins. Bréfsefnið sjálft var prentað í gráhvítum lit en í botnprenti er orðið ISLANDE margendurtekið í 2 mm háum, hvítum bókstöfum á framhlið en smærri bókstöfum á bakhlið. Á framhlið er áletrunin AEROGRAM áberandi og þar fyrir neðan LOFTBREF. Í bláum fleti getur að lesa PAR AVION og í smáu letri LOFTLEIÐIS. Burðargjald, sem gilti til allra heimshorna, skyldi vera hið sama og venjulegt innanlandsburðargjald, og þessvegna lá
LB 02. Loftbréf 85 aurar, gefið út 1. mars 1950, með viðbótarfrímerkjum, alls 150 aurar. Burðargjald 85 aurar frá 15.11.1949 til 22.3.1953, 150 aurar frá 23.3.1953 til 30.9.1953.
12
LB 01. Loftbréf 60 aurar, gefið út 9. október 1949. Burðargjald 60 aurar til 14. nóvember 1949.
það í hlutarins eðli að loftbréf voru ekki notuð í samskiptum fólks innanlands. Safnarar verða því að leita þessara sendinga erlendis, sem gerir söfnunina miklum mun erfiðari. Hafa verður í huga að sendingarnar, í vel flestum tilvikum, voru persónuleg samskipti einstaklinga, og rötuðu því miklu síður út á markaði frímerkjasafnaranna en venjuleg umslög gerðu og gera. Verðgildi fyrsta íslenska loftbréfsins var, eins og segir í fréttatilkynningunni, 60 aurar en söluverð var 75 aurar. Myndefni „frímerkisins“ var flugvél yfir Heklutindi, hið sama og á 25 og 50 aura flugfrímerkjunum frá 1934. Upplag var aðeins 18000 og þar sem burðargjald fyrir loftbréf hækkaði 37 dögum eftir útgáfudag í 85 aura þann 14. nóvember sama ár er ekki að undra þótt loftbréf, send á þessu tímabili, séu sjaldséð ef frá eru talin þau sem stimpluð voru á útgáfudegi en töluvert er til af slíkum bréfum bæði sendum og ósendum. Þrátt fyrir hækkun burðargjaldsins í nóvember 1949 var loftbréf með 85 aura verðgildi ekki gefið út fyrr en 1. mars 1950 og því seldi pósturinn 60 aura bréf með álímdum 25 aurum í frímerkjum. Söluverð var hins vegar 100 aurar. Sendingar frá tímabilinu 14. nóv. 1949 til 1.mars 1950 með réttu burðargjaldi eru einnig sjaldséðar. Þótt 85 aura loftbréfin hafi verið gefin út í rétt tæplega 30000 eintökum eru þau enn sjaldséðari póstgengin - án álímdra viðbótarfrímerkja vel að merkja - en þær sendingar sem hér hafa verið nefndar, því það burðargjald hækkaði í 150 aura aðeins 23 dögum eftir útgáfu, eða þann 23. mars 1950.
LB 03. Loftbréf 150 aurar. Útgáfudagur 3. júlí 1951.
Og enn ber að benda á að fyrsta dags stimplun er samt algeng á þessu verðgildi, rétt eins og á 60 aurunum og reyndar einnig á þeim verðgildum sem á eftir komu. Loftbréf að verðgildi 150 aurar kom ekki út fyrr en 3. júlí 1951 og þá í tæplega 40000 eintökum. Söluverð var 175 aurar. Þessi útgáfa er frábrugðin hinum fyrri að því leyti að neðan við orðið AEROGRAM stendur LOFTBRÉF (É) en ekki LOFTBREF (E), sem þó finnst á afar litlum hluta upplagsins og skoðast sem afbrigði. Burðargjaldið gilti til 1. október 1953, er það hækkaði í 175 aura. Enn og aftur reyndist Póstinum ómögulegt að stilla saman útgáfu loftbréfa og breytingu burðargjalda því loftbréf að verðgildi 175 aurar kom ekki út fyrr en 15. júní 1954, eða rúmum átta mánuðum eftir burðargjaldsbreytinguna. Upplag nýju útgáfunnar var 50400 eintök og söluverð var 2 krónur. Hún var frábrugðin eldri útgáfunum, því jaðar loftbréfsins var skreyttur rauðum og bláum tíglum og í stað AEROGRAM á framhlið stóð nú AÉROGRAMME. Mun það hafa verið samkvæmt fyrirmælum Alþjóðapóstsambandsins.
á aðalpósthúsinu fram undir árslok 1962 en mátti þó finna eftir það í litlum mæli á einstaka pósthúsum. Rétt er að nefna það að auk þess að selja loftbréf með álímdum frímerkjum stimplaði Pósturinn viðbótarverðgildi á bréfin í rauðum lit með sérstakri frímerkingarvél. Einnig munu einkafyrirtæki hafa fengið leyfi til slíkra verðstimplana.
Ný gerð loftbréfa
LB 08. Loftbréf án áprentaðs verðgildis. Selt af Póstinum með álímdum frímerkjum, 35+30 krónur. Þótt burðargjaldið væri 60 krónur frá 1.1.1977 til 31.1.1978 innheimti Pósturinn 65 krónur vegna sölunnar á sjálfu loftbréfinu. Viðbótargjaldið átti þó ekki að færa á loftbréfið.
LB 01. Loftbréf 60 aurar með 90 aura ástimpluðu viðbótargjaldi. Í gjaldstimplinum má sjá að stimplunin fer fram á Bögglapóststofunni sem er eigandi verðstimpilsins PÓSTUR 19.
Burðargjald hélst nú óbreytt furðu lengi eða allt til 1. júlí 1958 er það hækkaði í 225 aura. Á tímabilinu hafði þótt ástæða til að gefa út nýtt loftbréf með sama verðgildi og áður (175 aurar) og að öllu leyti var það eins og fyrri útgáfan nema að nú var engin botnprentun í bréfsefninu. Upplagið var meira en nokkru sinni áður, eða 114000 eintök. Þessi útgáfa var til sölu
Árið 1963, þann 1. október, hófst sala á nýrri gerð loftbréfa, sem frábrugðin var þeim sem áður höfðu verið í notkun. Hin nýju bréf voru stærri og þau voru án áprentaðs frímerkis eða verðgildis en seld með álímdum frímerkjum. Í fyrstu var hið álímda verðgildi 500 aurar. Þessi nýja gerð var gefin út að nýju 1. janúar 1968 en þá var burðargjaldið 650 aurar. Þriðja útgáfan kom svo 1. jan. 1969 og var burðargjald þá 1000 aurar eða 10 krónur. Þessar þrjár útgáfur eru lítillega frábrugnar hver annarri. Notkunartíminn skaraðist og verður helst að ráða í álímt burðargjaldið til að skera úr um gerðina, en annað ráð er að skoða flipann sem lokar bréfinu en breidd hans er mismikil eftir útgáfum. Eftir 31. október 1990 voru loftbréf ekki lengur til sölu á pósthúsum. Þann tíma sem þessar þrjár síðustu útgáfur voru við lýði breyttist burðargjald þeirra yfir 30 sinnum. Væri ærið verkefni að ná loftbréfum með öllum þeim breytingum, ef það væri þá yfirleitt mögulegt. Því miður eru engar tölulegar upplýsingar um notkun loftbréfanna en eins og áður sagði munu langflest eða öll hafa verið send viðtakendum erlendis. Í þessu greinarkorni hefur verið stiklað á stóru um útgáfu íslenskra loftbréfa. Mættu þau gjarnan fá meiri athygli safnara en raun ber vitni.
Útkall - NORDIA 2013 Landssambandið kallar eftir sjálboðaliðum til að setja upp NORDIA 2013; byrjað verður á mánudeginum 3. júní. Áhugasamir hafi samband Árna Gústafsson, bitahollin@islandia.is. LB 05. Loftbréf 175 aurar gefið út 17. maí 1957. Hér með 175 aura viðbótarfrímerki. Burðargjald 350 aurar frá 1.3.1960 til 31.8.1961.
13
Sigtryggur Rósmar Eyþórsson
Númerastimplar og póstafgreiðslustaðir í Strandasýslu S
vokölluð átthagafrímerkjasöfn þekkjast meðal safnara og safna ég póststimplum sem notaðir hafa verið frá upphafi pósthúsa og bréfhirðinga í Strandasýslu, en þangað á ég ættir að rekja. Myndin sýnir framhlið umslags sem var sent til Halldóru Bjarnadóttur húsmæðra skólakennara. Umslagið var sent frá Árnesi til Hólmavíkur og er það bakstimplað á Hólmavík 23. nóvember 1918 og sent þaðan til Akureyrar. Á bakhlið kemur fram að sendandi var Ingibjörg Jónasdóttir, Árnesi, en hún var kona séra Sveins Guðmundssonar í Árnesi. Númerastimpill 93, sem sjá má á myndinni, var notaður í Árnesi frá 1904 til 1930. Umslagið var selt á uppboði árið 2009 hjá Tomas Höiland Auktioner A/S, Kaupmannahöfn. Ef sá sem les þetta greinarkorn lumar á gömlum póstsendum umslögum frá Strandasýslu þá þætti greinarhöfundi vænt um að heyra frá viðkomandi. (Gsm: 897 2387 eða sre@xco.is)
Skrá um pósthús, bréfhirðingar og númerastimpla í Strandasýslu: Númer 102 102 102 221 284 95 237 49 93 208 208 226 280 273 283 101 100 100 270 246 98 104
Staður Skarð í Bjarnarfirði Bassastaðir á Selströnd Sandnes Kaldrananes Drangsnes Borðeyri Bær í Hrútafirði Guðlaugsvík Árnes Norðurfjörður Norðurfjörður Ófeigsfjörður Djúpavík Gjögur Ingólfsfjörður/Eyri Reykjafjörður/Kúvíkur Óspakseyri Gröf Óspakseyri Hólmavík Kirkjuból í Tungusveit Stóra-Fjarðarhorn
Tímabil 1896–1908 1909–1920 1920–1957 1927–1970 1937–1949 1895–1923 1929–1983 1907–1983 1904–1946 1911–1930? 1934–1959 1929–1965 1936–1966 1934–1956? 1937–1956 1879–1949 1899–1912 1913–1950 1934–1955 1898–1913 1898–1952? 1896–1952
Sveitafélag Kaldrananeshreppur Kaldrananeshreppur Kaldrananeshreppur Kaldrananeshreppur Kaldrananeshreppur Bæjarhreppur Bæjarhreppur Bæjarhreppur Árneshreppur Árneshreppur Árneshreppur Árneshreppur Árneshreppur Árneshreppur Árneshreppur Árneshreppur Óspakseyrarhreppur Óspakseyrarhreppur Óspakseyrarhreppur Hólmavíkurhreppur Kirkjubólshreppur Fellshreppur
Greinin hefur áður birst í Strandapóstinum, 42. árg. 2009-2010
Þjóðminjasafnsfrímerkið vann til gullverðlauna FÍT
F
östudaginn 8. mars veitti Félag íslenskra teiknara (FÍT) árleg hönnunarverðlaun sín við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís. Meðal vinningshafa var frímerki tileinkað 150 afmæli Þjóðminjasafns Íslands, sem kom út 24. janúar s.l. Frímerkið, sem hefur útgáfunúmerið 583A, er hannað af Sigríði Guðrúnu Kristinsdóttur grafískum hönnuði á auglýsingastofunni EnnEmm, en þetta er jafnframt fyrsta frímerkið sem hún hannar fyrir Póstinn. Sýning á verðlaunuðum og viðurkenndum verkum, þar með talið þessu frímerki, var í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi á HönnunarMars 14. - 17. mars. Myndefni frímerkisins er dúkur Staðarhóls-Páls, útsaumaður með silkiþræði á hörléreft. Á dúknum er þéttsaumað blóma- og laufamunstur, dýr og fólk í 16. aldar klæðnaði. Dúkurinn er erlendur að uppruna en kom til Þjóðminjasafnsins vestan úr Breiðafirði og var talin mikil gersemi á sínum tíma. Þetta frímerki er sérstakt að því leyti að það er sjálflímandi, en á sama tíma rifgatað eins og um hefðbundið frímerki sé að ræða. Þetta er fyrsta frímerkið sem kemur út í þessu formi hérlendis.
14
Hálfdan Helgason
Frímerkið sem breytti gangi sögunnar V
ið getum sem best látið þessa sögu hefjast í kringum 1850 vestur í Ameríku. Þangað höfðu um langt skeið staðið yfir gríðarlegir fólksflutningar mestmegnis frá Evrópulöndunum. Nánast allt þetta fólk hafði sest að í austanverðri NorðurAmeríku og þar risu upp stórborgir Þegar saga okkar hefst var gullæðið í Kaliforníu á vesturströnd Norður-Ameríku í fullum gangi og þúsundir manna, sem þar vildu freista gæfunnar og sáu fyrir sér skjótfenginn auð, neyttu allra bragða til að komast þangað sem fyrst. En fyrir flesta var leiðin bæði löng og ströng. Engar beinar samgöngur, hvorki á láði né legi, voru frá austri til vesturs og þeir sem lögðu upp í slíka för höfðu um þrjá hættulega kosti að velja. Einn var sá að fara ýmist gangandi eða ríðandi, eða í vagnalest yfir fjallgarða, endalausar sléttur og eyðimerkur þar sem sífellt mátti búast við árásum indíána, sem litu á hvíta manninn sem svarinn óvin. Auðvelt er að gera sér í hugarlund hvílíkan óratíma það tók fyrir þá sem náðu að komast á leiðarenda. Annar kostur var að sigla með skipi suður fyrir syðsta odda Suður-Ameríku og svo norður með allri álfunni til Kaliforníu. Með skipakosti þess tíma tók slík
för marga mánuði. Þriðji kosturinn var að fara með skipi til mið Ameríku, með lest eða smábátum um Panama-eyðið og síðan með skipi á leiðarenda. Fljótt á litið virðist þetta hafa verið skársti og fljótvirkasti kosturinn, en sá var hængur á að Panama-eyðið var mestmegnis mýrarfen, þar sem sífellt geysaði malaría, sem lagði ferðalanga unnvörpum í valinn. En með árunum jókst þörfin og krafan fyrir bættum samgöngum og um 1880 hafði franskt félag hafið gerð skipaskurðar gegnum Panama-eyðið þar sem mjóst er á milli stranda. Bandaríkjamenn höfðu á hinn bóginn horft til þess að skipaskurðurinn lægi um Nicaragua en þar í landi eru stór stöðuvötn um miðbik landsins, sem stytta myndu sjálfan skurðinn verulega. Reyndar var svo komið að bandaríska þingið hafði í tvígang greitt um það atkvæði að sú leið yrði farin. Talsmenn leiðarinnar um Panama vildu þó ekki gefa sig í baráttunni og leituðu allra leiða sínum málsstað til framdráttar. En allt kom fyrir ekki og voru menn við það að leggja árar í bát þegar óvæntur atburður varð til að breyta gangi mála. Eldfjallið Momotombo í næsta nágrenni við Managua-vatnið í Nicaragua,
Eldfjallið Momotombo við Managua-vatnið
tók að gjósa og spjó eldi og eimyrju út yfir láð og lög og fréttir um eldgosið bárust um alla heimsbyggðina. Svo vildi til að nokkrum árum áður höfðu komið út frímerki í Nicaragua með mynd af þessu eldfjalli og stóð eld- og reykjarsúla upp af toppi fjallsins. Ákafur stuðningsmaður Panama leiðarinnar sá sér nú leik á borði og sendi eintak af frímerkinu til allra þeirra sem um málið fjölluðu á bandaríska þinginu. Snerist mönnum nú hugur, hættu að hugsa um Nicaragua-leiðina, og sameinuðust um gerð skipaskurðarins um Panama-eyðið og tengja þannig heimshöfin tvö, Atlantshaf og Kyrrahaf.
Afsökunarbeiðni
Ó
fyrirgefanlegur hrekkur átti sér stað við myndbirtingu í síðasta frímerkjablaði. Með greininni um innsiglun peningabréfa var birt samsett mynd framhliðar og bakhliðar á umslagi. Óskrifuð regla slíkrar samsettrar myndar ætti að vera að um eitt og sama umslagið væri að ræða. Svo var ekki í þessu tilfelli. Glöggir lesendur hafa væntanlega rekið í vörður og furðað sig á að bréf frá sendanda sem búsettur er í Skaftárdal, en það er bær á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu hafi verið sett í ábyrgð hjá bréfhirðingunni Kálfshamarsvík sem er í Austur- Húnavatnssýslu. Í ágætu hefti Þórs Þorsteins um Pósthús og bréfhirðingar á Íslandi má fá eftirfarandi upplýsingar: Númerastimpill 218 var notaður við bréfhirðinguna Holt (3), „Holt á Síðu“. Þar var starfrækt bréfhirðing frá 3.2.1927 til 31.12.1963. Kálfshamarsvík er hinsvegar í Skagahreppi í Austur-Húnavatnssýslu og var þar bréfhirðing frá 1.1.1907 til 31.12.1971. Númerastimpill N1a-150 var þar í notkun. Ástæðan fyrir svo misvísandi myndvali var af fagurfræðilegum toga, þetta voru einfaldlega skýrustu myndirnar sem völ var á. Athygli er vakin á því að á framhlið bréfs hefur póstmeistari skrifað „Talið“ sem merki þess að hann hafi farið að fyrirmælum reglugerðarinnar. Höfundur greinarinnar er hér með beðinn afsökunar á villandi myndbirtingu sem hann ber enga ábyrgð á.
Hrafn Hallgrímsson
15
Ólafur Elíasson
Flugfrímerki 1959 3. september 1919 um kl. 17:00, lyfti íslensk flugvél sér frá íslenskri grund í fyrsta sinn. Flugvélin var eign Flugfélags Íslands og var alveg ný, var af breskri gerð, Avro 504 K, tvívængja með 110 ha. Le Rhône-mótor. Flugmaðurinn var kapteinn Cecil Faber. Völlurinn var í Vatnsmýrinni í Reykjavík. (mynd 1).
Þ
annig er í örfáum orðum lýst atburði sem markar upphaf flugs á Íslandi í ritsafninu „Annálar íslenskra flugmála.“ Til að minnast þess að 40 ár voru liðin frá upphafi flugs á Íslandi gaf Póst- og símamálastofnunin út tvö frímerki þann 3. sept. 1959. Verðgildi merkjanna var kr. 3,50 og kr. 4,05. Hærra verðgildið er gert að umtalsefni í þessu greinarkorni. Verðgildið, kr. 4,05, vekur við fyrstu sýn nokkra undrun. Hver skyldi vera ástæðan fyrir vali á svona sérstöku, allt að því furðulegu, verðgildi? Skýringarinnar er að leita í burðargjaldatöxtum póstsins. Þegar verðgildið var ákveðið var almennt burðargjald til landa utan Norðurlandanna kr. 2,25 fyrir bréf að 20g. Fluggjald til Norður-Ameríku (Bandaríkjanna og Kanada), auk nokkurra landa á norðurströnd Afríku, var 90 aurar fyrir hver 5g. Verðgildið passaði því fyrir flugbréf, 5-10g að þyngd, til NorðurAmeríku (mynd 2). 90 aura og 1,80 kr. frímerki voru til, þannig að 4,05 kr. frímerkið nýttist vel til að borga burðargjald fyrir flugbréf allt að 20g. Verðgildið á sér því eðlilegar skýringar.
Mynd 1.
burðargjald í gildi til ársloka 1968. Þegar líða tók á þetta tímabil fór að bera á skorti á 4,- kr. frímerkinu. Í hirslum póstsins voru hins vegar til birgðir af óseljanlega 4,05 kr. frímerkinu. Því lá beint við að nýta merkið á innanbæjarbréf og er hér mynd af einu slíku (mynd 3). Þá var merkið einnig nokkuð notað á jólakort innanlands árið 1969 en þá var burðargjald 4,- kr. fyrir kort (mynd 4).
Mynd 3: Innanbæjarbréf stimplað 36.4.1968.
Sú saga hefur lengi gengið meðal frímerkjasafnara að pósturinn hafi selt merkið á 4,- kr. í þeim tilgangi að nýta þessar birgðir sínar og jafnframt koma til móts við þörfina á 4,- kr. frímerkjum á innanbæjarbréf. Það verður þó að teljast hafið yfir allan vafa að aldrei var gefin heimild til slíks og því til sönnunar er bréf frá Póst- og símamálastjórn dags. 9. júní 1980 þar sem segir orðrétt: 4,05 kr. frimærket blev aldrig solgt til nedsat pris (4,00).
Mynd 2: Flugpóstbréf til USA, stimplað 25.I.60.
En Adam var ekki lengi í Paradís, hvað þetta snertir. Þann 1. mars 1960, hálfu ári eftir útgáfu merkisins, hækkuðu bæði almenn burðargjöld og fluggjöld umtalsvert. Eftir hækkunina kostaði kr. 6,50 að senda sama bréf sömu leið. Frímerkið passaði ekki lengur eitt og sér fyrir neitt burðargjald og verðgildið, kr. 4,05, gerði það að verkum að mjög erfitt, nánast ómögulegt, var að nota það með öðrum merkjum til að ná réttu burðargjaldi fyrir bréf eða aðrar póstsendingar. Merkið hafði verið gefið út í 500.000 eintökum, en á þeim sex mánuðum sem hægt var að nota merkið stakt eða með öðrum á flugbréf til Ameríku hafði sala þess ekki verið mikil, e.t.v. nokkrir tugir þúsunda stykkja. Nú tók hins vegar alveg fyrir sölu þess og pósturinn sat því uppi með dágóðan lager af óseljanlegu frímerki, sem að sjálfsögðu var bókfært á nafnverði sem eign í bókhaldinu. Leið nú og beið til áramótanna 1965-6, en þá hækkaði burðargjald fyrir innanbæjarbréf að 20g úr kr. 3,50 í kr. 4,00. Var það
16
Mynd 4: Kort innanbæjar stimplað 16.XII.1969.
Sagan segir enn fremur að þeir gjaldkerar sem seldu merkið á 4,- kr. hafi persónulega verið krafðir um 5 aurana sem á vantaði. Engar sönnur veit ég á þeirri sögu, en gaman væri ef einhver lesenda gæti varpað ljósi á þetta atriði og með því sannað eða afsannað þessa (þjóð)sögu um flugfrímerkið frá 1959. Sögu frímerkisins lauk svo þann 1. júlí 1981, en þá var það fellt úr gildi.
Hrafn Hallgrímsson
Póstkort Stefáns Jónssonar S
tefán Jónsson teiknari og arkitekt var fjölhæfur teiknari og síðar mikilvirkur arkitekt. Hér eru einungis sýnd jólakort sem útgefin voru snemma á stríðsárum heimsstyrjaldar síðari, í notkun frá jólum 1942 og til 1947. Allar myndir merkir hann upphafsstöfum sínum S.J. Ekki er getið prentsmiðju en á bakhlið stendur: „Útg. Stefán Jónsson, teiknari, Rvík“ og svo númeraröð. Hæsta númerið sem er í eigu Þórs Þorsteins er Nr. 13, en gætu verið fleiri í þessari sömu seríu. Stefán er fæddur á Sauðárkróki árið 1913 og lést í Reykjavík 1989. Hann fer til Kaupmannahafnar að afloknu stúdentsprófi frá Akureyti árið 1935 til náms í teikningu og málaralist. Heimkominn um 1937 rak hann auglýsingastofu, sinnir bókaskreytingum og hannar og setur upp margar sýningar. Hann teiknar aragrúa af kortum fyrir líknarfélög en einnig eins og hér kemur fram
gaf hann út eigin póstkort. Öll frímerki Pósts og síma á árunum 1948 til 1958 eru frá hans hendi. Gaf það honum tilefni til að dvelja í London 1953 til þess að kynna sér starfsemi prentsmiðjunnar Thomas de la Rue. Einnig teiknar hann jólamerki Framtíðar á Akureyri og fyrir Thorvaldsensfélagið. Stefán teiknar sex jólamerki fyrir félagið (árin 1946, 1947, 1952, 1953, 1954 og 1970) og einungis Tryggvi Magnússon hefur teiknað fleiri merki. En 1956 heldur hann til Kaupmannahafnar til náms í arkitektúr sem hann lýkur 1960. En Stefán var marghamur og starfaði ötullega að félagsmálum meðal teiknara og arkitekta og sinnti málefnum heimilisiðnaðar. Hann var formaður Heimilisiðnaðarfélags Ísland frá 1961 til 1981 og hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1979 sem viðurkenningu fyrir störf að heimilisiðnaðarmálum.
17
Vilhjálmur Sigurðsson
Ný bréfaflokkunarvél Íslandspósts Þ
ann 3. desember 2012 var tekin í notkun ný bréfaflokkunarvél í póstmiðstöð fyrirtækisins í Reykjavík. Vélin er af gerðinni Vantage Multi Tier frá bandaríska fyrirtækinu Pitney Bowes og leysir hún af hólmi eldri bréfaflokkunarvél sem tekin var í notkun í október 2001 en hún var orðin úrelt. Nýja vélin, sem er mun stærri og öflugri, er heilir 26 metrar að lengd og getur flokkað allt að 45.000 bréf á klst. í 192 flokkunarhólf á 4 hæðum. Vélin les jafnt hand- sem vélskrifuð heimilisföng og vigtar allan póst sem í gegnum hana fer, en stærstu bréf sem vélin ræður við að flokka eru A5 að stærð og 100g að þyngd. Vélin er með 3 tegundir stimpla (sjá myndir) og notar bleksprautuprentara fyrir stimpilhöfuð, bylgjur og texta. Stimplunin er mun betri en var í eldri bréfaflokkunarvélinni en samt ekki eins góð og í hinum sérhæfðu stimpilvélum af gerðinni Pitney Bowes DM 1000 sem fjallað er um í annarri grein hér í blaðinu. Þær vélar hafa stimpilhöfuð í stærðinni Ø 24 mm en stimpilhöfuðið í þessari nýju bréfaflokkunarvél er aðeins Ø 20 mm en hönnun vélarinnar leyfir ekki stærra stimpilhöfuð. Stimpilhöfuð
handstimpla eru hins vegar almennt á bilinu Ø 27-29 mm. Tilkoma þessarar nýju og öflugu bréfaflokkunarvélar gefur Póstinum ýmsa möguleika sem ekki voru til staðar í fyrri flokkunarvél. Þannig er hægt að láta vélina prenta hvaða texta sem er á bréfin svo sem A og B fyrir flokkun í umrædda bréfastrauma innanlands, nokkuð sem gamla vélin gat ekki. Þá getur vélin flokkað póstinn mun meira en fyrri vél og í þeim tilgangi prentar hún númeraraðir á bréfin sem tengjast auknum kröfum um vélvirka bréfaflokkun í A- og B-póst, eftir póstnúmeraröð, eftir hverfum og eftir göngu- eða útburðarröð bréfbera. Þá prentar vélin appelsínugul strik aftan á öll bréf en þetta eru „stýringar“ vélarinnar til að rata með póstinn í rétt flokkunarhólf við frekari flokkun þ.e.a.s. þegar bréf eru sett 2 eða 3 sinnum í gegnum vélina svo hún nái að flokka póstinn allt niður í úrburðarröð bréfberans. Dæmi um númeraröð á bréfi er t.d. eftirfarandi runa: 112-6317-184, þar sem 112 táknar póstnúmer í bæjarfélagi (Grafarvogur, Reykjavík), 6317 táknar númer bréfberahverfis í umræddu póstnúmeri
og 184 táknar númer í gönguröð bréfberans innan þessa bréfberahverfis. Þar með er búið að vélflokka upp í hendurnar á bréfberanum póst sem hann þurfti áður að handflokka sjálfur. Mikil vinna hefur farið í að undirbúa slíka vélræna vinnslu með því að hanna nýjan og öflugan gagnagrunn fyrir vélina til að vinna úr við vélrænu flokkun. Umræddar númeraraðir eru alltaf prentaðar á bréfin, en í minni bæjarfélaögum þar sem vélin flokkar ekki í hverfi eða gönguröð prentar hún aðeins póstnúmerið og fyllir upp með núllum fyrir óflokkað. Dæmi: Búðardalur 370-0000-000.
Stimpilhöfuð með bárum á vinstri hlið, A-póstur innanlands, flokkaður í póstnúmer 112, bréfberahverfi og gönguröð.
Stimpilhöfuð með bárum á vinstri hlið, B-póstur innanlands, flokkaður í póstnúmer 200, bréfberahverfi og gönguröð.
Dagstimplun þessa bréfs fór fram í Pitney Bowes DM 1000 stimpilvél í fyrirtækjapósthúsi í Póstmiðstöðinni í Reykjavík. Bréfið er síðan sett í gegnum nýju bréfaflokkunarvélina til flokkunar í póstnúmer og hverfi og vélin skrifar við þá vinnslu eingöngu meðfylgjandi númeraröð 200-7071-115 ofan í bylgjuna en stimplar ekkert.
Stimpilhöfuð með bárum á vinstri hlið, ekki auðkenndur sem A- eða B-póstur. Þetta á við um bréfapóst til útlanda sem vélin stimplar ekki á A eða B enda bláir (Prioritaire) eða grænir (Economique) límmiðar notaðir til aðgreiningar í þessa bréfastrauma til útlanda. Hluti bréfaflokkunarvélarinnar, 192 flokkunarhólf á 4 hæðum.
18
Ný stimpilvél í póstmiðstöðinni á Akureyri P Stimpilhöfuð án bára (A-póstur)
Stimpilhöfuð með bárum á vinstri hlið (A-póstur)
Stimpilhöfuð án bára (B-póstur) auðkenndur með B Postur
óstmiðstöðinn á Akureyri tók í notkun nýja stimpilvél 1. mars 2012. Vélin er af gerðinni Pitney Bowes DM 1000, en fjórar stimpilvélar sömu gerðar eru í notkun í fyrirtækjapósthúsi Póstmiðstöðvarinnar í Reykjavík. Tvær þeirra voru teknar í notkun í september 2010 og tvær í maí 2011. Nánari upplýsingar um þessar vélar má finna í grein Þór Þorsteins á bls. 16 í Frímerkjablaðinu nr. 24. Nýja vélin á Akureyri leysir af hólmi eldri stimpilvél af gerðinni Paragon. Ýmir möguleikar eru til staðar í uppsetningu stimpils í nýju vélinni, en póststimplun í henni er mun betri og skýrari en var í eldri vélinni. Meðfylgjandi myndir sýna fjóra stimpilmöguleika, en einnig er hægt að stimpla í vélinni stakar bárur og texta sem kemur þá vinstra megin við stimpilhöfuð. Skömmu eftir að stimpilvélin var tekin í notkun á Akureyri, eða mánudaginn 2. júlí 2012, var tekinn upp ný þjónusta í bréfapósti, B-póstur innanlands. Þetta nýja þjónustuframboð krefst aukinnar stimplunar til aðgreingar á A- og B-pósti innanlands, sem þessi nýja stimpilvél ræður auðveldlega við.
Stimpilhöfuð með bárum á vinstri hlið (B-póstur) auðkenndur með B Postur
Minnst 60 ára afmælis millilandaflugs
M
eðfylgjandi einkastimpil lét Ólafur Ólafsson gera árið 2005 til að minnast þess að 60 ár voru liðin frá upphafi millilandaflugs Íslendinga. Þristavinir og Icelandair stóðu fyrir því að landgræðsluvélin Páll Sveinsson var gerður upp og honum flogið á flugsýningu í Duxford 9. og 10. júlí 2005 og einnig sýnd á sérstökum hátíðarhöldum 14. júlí 2005 yfir Kastrup í Kaupmannahöfn. 60 númeruð umslög voru útbúin með þessum stimpli og fóru ferðina, brottfararstimpluð í Reykjavík 5. júlí 2005, póststimpluð á viðkomustöðum vélarinnar og móttökustimpluð við endurkomu til Reykjavíkur 16.7.2005.
Bókalisti um íslensk frímerki
Bókmenntir um íslenska póst- og frímerkjasögu raðað eftir útgáfuári Bók: Icelandic numeral cancels 1903-1960. A quantitative study on usage of cancels 1-173 Höfundur: Brynjólfur Sigurjónsson Útgefandi: Brynjólfur Sigurjónsson, Reykjavík Útgáfuár: 2012 Blaðsíður: 218, 25,5 x 20 cm Tungumál: Enska
Hefti: Pósthús og bréfhirðingar á Íslandi 1870-2011 Höfundur: Þór Þorsteins Útgefandi: Landssamband íslenskra frímerkjasafnara (LÍF), Reykjavík Útgáfuár: 3. útgáfa 2011 ISBN: 978-9979-72-063-8 Blaðsíður: 116, A4 Tungumál: Íslenska
Hefti: Iceland Postal Rates 1870-2009 Höfundur: Brian Flack Útgefandi: Scandinavia Philatelic Society, Englandi Útgáfuár: 2009 ISBN: 0-9523532-5-3 Blaðsíður: 242, A4 Tungumál: Enska
Hefti: Íslenskir stimplar Íslandspósts hf. Brúar-, rúlluog vélstimplar 1998-2007 Höfundar: Gestur Baldursson og Þór Þorsteins Útgefandi: Félag frímerkjasafnara, Reykjavík Útgáfuár: 2007 Blaðsíður: 34, A4 Tungumál: Íslenska
Hefti: Icelandic Numeralcancellation Höfundar: Föreningen Islandssamlarna Útgefandi: Föreningen Islandssamlarna, Stokkhólmi Útgáfuár: 2006 Blaðsíður: 113, A4 Tungumál: Enska
Hefti: Handbok över Ísländska Nummerstämplar Höfundar: Föreningen Islandssamlarna Útgefandi: Föreningen Islandssamlarna, Stokkhólmi Útgáfuár: 2005 Blaðsíður: 110, A4 Tungumál: Sænska
Bók: Póstsaga Íslands 1873-1935 Höfundur: Heimir Þorleifsson Útgefandi: Íslandspóstur ohf., Reykjavík Útgáfuár: 2004 ISBN: 9979-60-946-X Blaðsíður: 424, 18 x 24,5 cm Tungumál: Íslenska
Bók: Stamps of Iceland II, Christian IX - Double Kings, 1902-1919 Höfundur: Henry Regeling Útgefandi: Henry Regeling, Bartoklaan 106, 2102 ZH Heemstede, The Netherlands Útgáfuár: 2004 ISBN: 90-807544-1-2 Blaðsíður: 160, 17,5 x 25 cm Tungumál: Enska
Stórhöfði 29 | 110 Reykjavík | Sími 580 1050 | Fax 580 1059 | stamps@stamps.is
Á
heimasíðu Frímerkjasölu Íslandspósts, www.stamps.is er að finna ýmsar áhugaverðar upplýsingar um söfnun frímerkja undir flipanum „frímerkjasöfnun“. Frímerkjablaðið vekur athygli á bókalista þeim sem þar er að finna. Hér hefur Vihjálmur Sigurðsson með aðstoð Ólafs Elíassonar, Magna R. Magnússonar og Þórs Þorsteins safnað saman útgefnum bókum og bæklingum um íslensk frímerki og annað það sem frímerkjafræðin styðst við. Skráðar bækur spanna frá því fyrir aldamótin 1900 og allt til síðasta árs. Þarna má t.d. finna Bæjatal á Íslandi 1915 sem póststjórnin gaf út 1915 og Skýrslu um póstrekstur á Íslandi 1906 til 1926 og þá nýjustu frá síðasta ári: „Icelandic numeral cansels 1903-1960, a quantitative study on usage of cancels 1 – 173“ sem Brynjólfur Sigurjónsson hefur tekið saman. Listi þessi er mjög áhugaverður og bendir mönnum á ritverk sem gagnast þeim sem vilja kafa ögn nánar á bak við sjálft frímerkið. Vilhjálmur Sigurðsson hjá Íslandspósti bendir notendum á að ef svo hafi viljað til að ekki hafi allar bækur sem þýðingu hafa í þessu samhengi komist á skrá óskar hann eftir því að upplýsingum um slíkt verði komið á framfæri við hann á vilhjalmurs@postur.is.
19
DAVO LUXE ALBÚM D101 D102 D103 D101A D102A D103A D104 D105
Vöndu› og glæsileg DAVO frímerkjaalbúm veita íslenska frímerkjasafninu flínu trygga og alhli›a vernd. Albúmin hafa gagnsæja klemmuvasa fyrir hvert frímerki.
D110
Hágæ›apappír er í innri sí›um sem koma me› forprentu›um
D110A
myndum af frímerkjunum flannig a› au›velt er finna rétta vasa fyrir hvert frímerki. Albúmin eru í dökkbláu le›urlíkisbandi me› íslenska skjaldarmerkinu frá 1944 á kápunni og eru tryggilega var›veitt í sterkri og endingargó›ri öskju sem fylgir albúminu. Gæ›i flessara albúma er besta tryggingin fyrir öruggri var›veislu frímerkjasafnsins og vernd gegn ‡miskonar hnjaski. Aukasí›ur í albúmin eru fáanlegar í D164
febrúar á hverju ári fyrir útgáfur sí›asta árs. D101 LUXE ALBÚM ÍSLAND I, (54 bls) 1944-1989 15.095 kr. D104 SETT AF LUXE SÍÐUM (16 bls), ÍSLAND 1873-1943 5.240 kr. D102 LUXE ALBÚM ÍSLAND II, (42 bls) 2000-2009 15.140 kr. D105 SETT AF LUXE SÍÐUM (35 bls), ÍSLAND 1990-1999 12.010 kr. D103 LUXE ALBÚM ÍSLAND III, (18 bls) 2010-2012 12.561 kr. D101A LUXE ALBÚM ÍSLAND I, án síðna 6.605 kr. D102A LUXE ALBÚM ÍSLAND II, án síðna 6.605 kr. D103A LUXE ALBÚM ÍSLAND III, án síðna 6.605 kr. D110 LUXE ALBÚM ÍSLAND f/fyrstadagsumslög o.fl. 8.155 kr. D110A LUXE ALBÚM ÍSLAND f/fyrstadagumslög,án síðna 6.605 kr. D128 INNSTUNGUBÓK, (16 bls) 17,5x23,5 cm, hvítar síður 1.345 kr. D132 INNSTUNGUBÓK, (32 bls) 23,4x30,7cm, hvítar síður 2.655 kr. D133 INNSTUNGUBÓK, (32 bls) 23,4x30,7cm, svartar síður 3.275 kr. D164 INNSTUNGUBÓK, ÍSLAND (64 bls) 23,4x30,7cm,hvítar s. 5.560 kr. D165 INNSTUNGUBÓK, (64 bls) 23,4x30,7cm, svartar síður 5.110 kr.
D165
D128 DAVO frímerkjaalbúmin eru fáanleg hjá:
D132
D133
Frímerkjasölu Íslandspósts, Stórhöfða 29, 110 Reykjavík, sími: 580 1050, stamps@stamps.is Pósthúsinu, Pósthússtræti 5 (gengið inn Austurstrætismegin), 101 Reykjavík, sími: 580 1101, r1@postur.is
20