LÚÐURINN
Júní 2013 2. tbl. 16. árgangur
Fréttablað starfsmanna Íslandspósts
4% 9% 9% 40%
SINS
PÓST
38%
Sumarpartí Póstsins
Viðhorfskönnun
Tjaldaútilega Póstmanna
Sumarpartí Póstsins var haldið með pompi og prakt í Póstmiðstöð Póstsins að Stórhöfða 32 fimmtudaginn 30. maí. Hljómsveitin Dikta og Ari Eldjárn héldu uppi fjörinu.
Annað hvert ár frá árinu 1999 hefur Íslandspóstur lagt viðhorfskönnun fyrir alla fastráðna starfsmenn sína eða alls sjö sinnum. Niðurstöður gefa mikilvægar vísbendingar um það sem starfsmenn telja vel gert og eru ánægðir með hjá fyrirtækinu ásamt því hvað þeir telja að gera megi betur.
Helgina 12.–14. júlí 2013 Tjaldað verður við félagsheimilið Skjöld sem er staðsett miðsvæðis í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Húsið er í 9 km fjarlægð frá Stykkishólmi á vegi 58 í Vegahandbókinni.
Bls. 3
Bls. 7
Bls. 5
Langflestir lesa Lúðurinn Sumargjöf 2013 Sumargjöf hefur verið afhent starfsmönnum Póstsins frá stofnun félagsins 1998. Í ár fengu allir fastir starfsmenn Póstsins Vegahandbókina í sumargjöf. Vegahandbókin á að baki 40 ára feril í bílum landsmanna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endurnýjun frá fyrstu útgáfu. Í þessari nýju útgáfu er skemmtileg nýjung, 24 síðna kortabók sem gefur skýra yfirsýn yfir landsvæði Íslands í mælikvarðanum 1:500.000. Einnig fylgir bókinni skemmtileg hljóðbók með þjóðsögum og ítarlegum kafla um hálendið sem er einnig nýjung. Póstmenn ættu að hafa nóg af lesefni á ferð sinni um landið í sumarfríinu. Góða skemmtun.
Pósturinn hefur gefið út blað til starfsmanna síðan árið 1998 svo að þetta er 15. árið sem unnið hefur verið í útgáfu 3–4 sinnum á ári. Við ákváðum að leggja fyrir tvær spurningar í viðhörfskönnun til póstmanna og -kvenna sem framkvæmd var í maí og júní sl. og erum við ágætlega sátt við niðurstöðurnar þó alltaf megi gera betur. Niðurstöður sýna að 70% starfsmanna lesa Lúðurinn og 5% eru óákveðnir en mjög mismunandi er hverjir lesa blaðið eftir flokkun á starfsheitum. For-
stöðumenn, fulltrúar og stöðvarstjórar skora hæst í þessum lið. Bílstjórar og póstvinnslumenn skora lægst í lestri á blaðinu. Þetta eru mjög mikilvægar upplýsingar fyrir okkur að fá og þökkum við kærlega fyrir svörunina á þessu því nú vitum við hvaða hópa við þurfum að ná betur til. Ég hef fengið ábendingar frá landsbyggðinni um að það vanti meira efni frá Austur- og Vesturlandi og ætla ég að vinna bót á því með því að taka inn ritstjórnarfulltrúa frá öllum lands-
hlutum. Lilja Gísladóttir í þjónustuverinu á Akureyri hefur séð mikið til um norðrið hingað til. En betur má ef duga skal og við hlustum á ábendingar sem til okkar koma og komum til móts við þær eins vel og okkur er unnt. Á næstu síðu eru niðurstöður úr tveimur spurningum sem við lögðum fyrir um blaðið og birtum þær fyrir ykkur, lesendur góðir. Takk fyrir góðar viðtökur á Lúðrinum hingað til og saman gerum
við gott betra og endilega verið dugleg að senda inn efni sem ykkur dettur í hug að gæti átt erindi í Lúðurinn. Gleðilegt sumar, hafið það gott í íslensku sumarblíðunni og ekki gleyma Vegahandbókinni í bílinn þegar þið leggið í hann í ferðalagið. Kveðja, Friðþóra Arna Sigfúsdóttir Fræðslufulltrúi