LÚÐURINN
Júní 2013 2. tbl. 16. árgangur
Fréttablað starfsmanna Íslandspósts
4% 9% 9% 40%
SINS
PÓST
38%
Sumarpartí Póstsins
Viðhorfskönnun
Tjaldaútilega Póstmanna
Sumarpartí Póstsins var haldið með pompi og prakt í Póstmiðstöð Póstsins að Stórhöfða 32 fimmtudaginn 30. maí. Hljómsveitin Dikta og Ari Eldjárn héldu uppi fjörinu.
Annað hvert ár frá árinu 1999 hefur Íslandspóstur lagt viðhorfskönnun fyrir alla fastráðna starfsmenn sína eða alls sjö sinnum. Niðurstöður gefa mikilvægar vísbendingar um það sem starfsmenn telja vel gert og eru ánægðir með hjá fyrirtækinu ásamt því hvað þeir telja að gera megi betur.
Helgina 12.–14. júlí 2013 Tjaldað verður við félagsheimilið Skjöld sem er staðsett miðsvæðis í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Húsið er í 9 km fjarlægð frá Stykkishólmi á vegi 58 í Vegahandbókinni.
Bls. 3
Bls. 7
Bls. 5
Langflestir lesa Lúðurinn Sumargjöf 2013 Sumargjöf hefur verið afhent starfsmönnum Póstsins frá stofnun félagsins 1998. Í ár fengu allir fastir starfsmenn Póstsins Vegahandbókina í sumargjöf. Vegahandbókin á að baki 40 ára feril í bílum landsmanna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endurnýjun frá fyrstu útgáfu. Í þessari nýju útgáfu er skemmtileg nýjung, 24 síðna kortabók sem gefur skýra yfirsýn yfir landsvæði Íslands í mælikvarðanum 1:500.000. Einnig fylgir bókinni skemmtileg hljóðbók með þjóðsögum og ítarlegum kafla um hálendið sem er einnig nýjung. Póstmenn ættu að hafa nóg af lesefni á ferð sinni um landið í sumarfríinu. Góða skemmtun.
Pósturinn hefur gefið út blað til starfsmanna síðan árið 1998 svo að þetta er 15. árið sem unnið hefur verið í útgáfu 3–4 sinnum á ári. Við ákváðum að leggja fyrir tvær spurningar í viðhörfskönnun til póstmanna og -kvenna sem framkvæmd var í maí og júní sl. og erum við ágætlega sátt við niðurstöðurnar þó alltaf megi gera betur. Niðurstöður sýna að 70% starfsmanna lesa Lúðurinn og 5% eru óákveðnir en mjög mismunandi er hverjir lesa blaðið eftir flokkun á starfsheitum. For-
stöðumenn, fulltrúar og stöðvarstjórar skora hæst í þessum lið. Bílstjórar og póstvinnslumenn skora lægst í lestri á blaðinu. Þetta eru mjög mikilvægar upplýsingar fyrir okkur að fá og þökkum við kærlega fyrir svörunina á þessu því nú vitum við hvaða hópa við þurfum að ná betur til. Ég hef fengið ábendingar frá landsbyggðinni um að það vanti meira efni frá Austur- og Vesturlandi og ætla ég að vinna bót á því með því að taka inn ritstjórnarfulltrúa frá öllum lands-
hlutum. Lilja Gísladóttir í þjónustuverinu á Akureyri hefur séð mikið til um norðrið hingað til. En betur má ef duga skal og við hlustum á ábendingar sem til okkar koma og komum til móts við þær eins vel og okkur er unnt. Á næstu síðu eru niðurstöður úr tveimur spurningum sem við lögðum fyrir um blaðið og birtum þær fyrir ykkur, lesendur góðir. Takk fyrir góðar viðtökur á Lúðrinum hingað til og saman gerum
við gott betra og endilega verið dugleg að senda inn efni sem ykkur dettur í hug að gæti átt erindi í Lúðurinn. Gleðilegt sumar, hafið það gott í íslensku sumarblíðunni og ekki gleyma Vegahandbókinni í bílinn þegar þið leggið í hann í ferðalagið. Kveðja, Friðþóra Arna Sigfúsdóttir Fræðslufulltrúi
2 LÚÐURINN
LÚÐURINN 3
Niðurstaða úr lesendakönnun Hér eru niðurstöður um lestur á Lúðrinum meðal starfsmanna og erum við nokkuð sátt við niðurstöður í ritstjórn þó alltaf megi gera betur.
Fjöldi sem les Lúðurinn
Lestu starfsmannablaðið Lúðurinn? Fjöldi sem tók afstöðu
559 54 78 176
80% 60%
25%
40%
Veit ekki
Nei
Þjónustufulltrúi
Skrifstofumaður
Póstvinnslumaður
Fulltrúi
Stöðvarstjóri/afgreiðslustjóri
Já
Gjaldkeri/póstafgreiðslumaður
29 16
Forstöðumaður
0%
Deildarstjóri/dreifingastjóri
70%
Bréfberi
51 38 13
Bílstjóri
20% Annað
15 20 69
100%
5%
Allir
Allir Annað Bílstjóri Bréfberi Deildarstjóri/ dreifingarstjóri Forstöðumaður Fulltrúi Gjaldkeri/ póstafgreiðslumaður Póstvinnslumaður Skrifstofumaður Stöðvarstjóri/ afgreiðslustjóri Þjónustufulltrúi
Fjöldi sem tók afstöðu
Ritstjóri: Friðþóra Arna Sigfúsdóttir Ritnefnd: Andrés Magnússon ábm. Brynjar Smári Rúnarsson Dögg Matthíasdóttir Lilja Gísladóttir Útgefandi: Pósturinn Prentun: Litróf
474 46 51 157
16%
40 27 12
Söludeildin er mjög ánægð með hvernig til tókst og stefnir að því að bjóða sínum stærstu viðskiptavinum árlega upp á slíka heimsókn til að styrkja viðskiptaböndin.
2% 3%
14 19 60
P
Sumarpartí Póstsins var haldið með pompi og prakt í Póstmiðstöð Póstsins að Stórhöfða 32 fimmtudaginn 30. maí. Fjöldi fólks frá hinum ýmsu fyrirtækjum mætti og kynnti sér starfsemi Póstsins, farið var sérstaklega með gesti að nýjustu vélarkostum Póstins þ.e. böggla- og bréfaflokkunarvélinni (Trausta og Vöndu). Boðið var upp á ýmsa svalandi sumardrykki á meðan Ari Eldjárn skemmti gestum. Dikta opnaði svo á sumarið með því að frumflytja splúnkunýtt lag.
Ég er ánægð(ur) með starfsmannablaðið Lúðurinn Allir Annað Bílstjóri Bréfberi Deildarstjóri/ dreifingarstjóri Forstöðumaður Fulltrúi Gjaldkeri/ póstafgreiðslumaður Póstvinnslumaður Skrifstofumaður Stöðvarstjóri/ afgreiðslustjóri Þjónustufulltrúi
S N I S ÓST
Skannaðu inn QR-kóðann til að fá nýjustu afurð Diktu
28% Mjög ósammála
21%
Nokkuð ósammála Hvorki né Nokkuð sammála
29 14
30%
Mjög sammála Veit ekki / svara ekki
Rekstur Íslandspósts á fyrsta ársfjórðungi Helga Sigríður Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Íslandspóstur var rekinn með 46 milljóna króna tapi á tímabilinu janúar til mars 2013 en hagnaður að fjárhæð 35 milljónir króna var af rekstri félagsins fyrir sama tímabil síðasta árs.
Hvað er amma? Átta ára drengur hafði þetta að segja um ömmur
Tekjur lækkuðu nokkuð milli tímabilanna, mest vegna minna magns póstsendinga og jafnframt hækkaði rekstrarkostnaður. Það leiddi til þess að viðsnúningur varð til hins verra í rekstrinum á milli fyrstu ársfjórðunga áranna 2012 og 2013.
Amma er kona sjálf á ekki börn svo að hún lætur sér þykja vænt um drengi og stúlkur sem annað fólk á. Ömmur hafa ekki neitt að gera. Þær eru bara til. Ef þær fara í göngutúr, ganga þær framhjá blómum, kálormum, möðkum og gömlum húsum. Og þær segja aldrei „flýttu þér nú“ eða „haltu áfram“. Flestar ömmur eru feitar, en þó ekki svo feitar að þær geti ekki reimað skóna manns. Þær nota gleraugu. Þær geta svarað öllum spurningum, svo sem af hverju hundar hata ketti og af hverju Guð er ekki giftur. Ef þær lesa fyrir okkur hlaupa þær aldrei yfir neitt. Ömmur eru þær einustu sem hafa tíma fyrir aðra. Allir ættu að eiga ömmu.
Réttindamolar Ásmundur H. Jónsson Forstöðumaður greiningar og launavinnslu Persónulegir munir:
Verði starfsmaður sannarlega fyrir tjóni á algengum nauðsynlegum fatnaði og munum vegna óhappa við vinnu á vinnustað Íslandspósts svo sem úrum, gleraugum o.s.frv., skal það bætt skv. mati. Tjón sem rekja má til gáleysis eða hirðuleysis starfsmanns bætast ekki. Framangreind tjón eru afgreidd
hjá launadeild Íslandspósts og þangað skal senda viðkomandi hlut ásamt greinargerð frá yfirmanni og kassakvittun. Upplýsingar um réttindi geta starfsmenn fengið hjá launafulltrúum Íslandspósts í síma 5801000 eða hjá Póstmannafélagi Íslands; www.pfi.is eða 525-8370. Sjá nánari upplýsingar í kjarasamningi Íslandspósts og Póstmannafélags Íslands (gildistími hans er frá 1. júní 2011 til 31. janúar 2014.)
Veikindahlutfall starfsmanna
4 LÚÐURINN
LÚÐURINN 5
Draumur sem varð að veruleika!
Friðþóra Arna Sigfúsdóttir Ritstjóri
Þjónustuverið Akureyri
Tollsendingarnar eru gífurlega margar og hafa þeir þann háttinn á, að allar sendingar að verðmæti 80 DKK eða minna fara tollfrjálsar í gegn, annað lendir í tolli og þá þarf að greiða ansi hátt tollmeðferðargjald að okkur fannst eða 160 DKK.
Hrós! Heil og sæl öll. Þar sem við erum að rýna í viðhorfskannanir þessa dagana þá kemur í ljós að það er verulegur H-vítamínskortur í póstmönnum og konum „H“ stendur fyrir hrós. Það er svo einfalt fyrir okkur sem einstaklinga að „já“væða og fjölga skemmtilegum augnablikum í lífi okkar með lítilli fyrirhöfn án þess að það kosti okkur krónu. Ég hef undanfarið skoðað sjálfa mig í spegli vel og vandlega og velt fyrir mér hvernig ég tala við fólk og hvernig ég tala um fólk. Er ég mikið að gera grín að öðrum, benda á það sem illa er gert og menga með slúðri? Ég er mikill fylgismaður þess að húmor sé lífsnauðsynlegur en það þarf að fara vel með hann, niðurlægjandi húmor og grín að óförum annarra er eitthvað sem getur meitt viðkomandi illa. Ef við ætlum að gagnrýna, sem er nauðsynlegt líka, þá er gott að láta nokkrar jákvæðar athugasemdir fylgja með hverri neikvæðri, því það neikvæða hefur margfalt meira vægi en hið jákvæða í huga þess sem tekur á móti. Hrós kostar okkur ekki neitt og jákvæð samskipti þýða lengra, hamingjusamara og heilbrigðara líf! Segjum H-vítamínskorti stríð á hendur. Eitt hrós á dag kemur skapinu í lag! Á næstu opnu eru niðurstöður úr viðhorfskönnuninni okkar þar sem spurt er um hrós og viðurkenningu frá samstarfsfólki. GERUM BETUR og ég ætla að byrja … mér finnst þið öll með tölu vera æðisleg! Ritstjóri.
Við heimsóttum þjónustuver sem sér alfarið um tollasendingar, það er mjög svipað uppbyggt og þjónustuver Póstsins, en verkefnin eru að svara tölvupóstum viðskiptavina. Einnig kíktum við á þjónustuver sem sér um bannsendingarnar.
NORDIA 2013 Fyrir rúmu ári dreymdi okkur stelpurnar í þjónustuverinu á Akureyri um að fara saman til Kaupmannahafnar. Óskað var eftir leyfi frá vinnuveitanda, sem var veitt. Fljótlega eftir áramótin síðustu var farið í skipulagningu og fyrst við vorum á leiðinni saman erlendis, var tilvalið að kíkja á póstinn í Danmörku.
Landssamband íslenskra frímerkjasafnara efndi til norrænnar frímerkjasýningar dagana 7.–9. júní 2013. Sýningin bar nafnið NORDIA 2013 og er það í samræmi við langa hefð sem landssamböndin á Norðurlöndum hafa fylgt alla tíð með örfáum undantekningum. Nordia 2013 er sjötta norræna frímerkjasýningin sem haldin er hér á landi. Allt frá árinu 1978 hefur Landssambandið verið þátttakandi í þessari samnorrænu sýningum á einn eða annan hátt. Fyrsta norræna frímerkjasýningin sem haldin var undir merkjum sambandsins var Nordia 84 (1984). Síðan fylgdu á eftir Nordia 91, Nordia 96, Nordia 2003 og Nordia 2009. Allar þessar sýningar voru haldnar í Reykjavík, nema Nordia 2009 sem haldin var í Hafnarfirði. Tókust þær allar með miklum ágætum. Að þessu sinni var sýningin haldin í Garðabæ. Það var von sýningarnefndar að vel tækist til eins og áður og frímerkjasafnarar aðildarfélaga á Norðurlöndunum öllum svo og félagar í Scandinavian Collectors Club í Bandaríkjunum bjuggu söfn sín til þátttöku þannig að gestir sýningarinnar hefðu tækifæri á að kynnast fjölbreytilegu og menningarlegu inntaki frímerkjasöfnunar.
Við flugum út fimmtudaginn 9. maí s.l. og heimsóttum póstmiðstöðina við flugvöllinn á Kastrup morguninn eftir. Eftir lestarferð, nokkrar strætóferðir og dágóðan göngutúr um svæðið, fundum við loksins danska póstmerkið.
Á frímerkjum sem gefin voru út 2. maí síðastliðinn eru myndir af póstbílum í notkun. Í tengslum við frímerkjaútgáfuna 2. maí er kominn út módelbíll, fyrir póstbíl í notkun. Frímerkjasala Póstsins gefur frekari upplýsingar um bílinn.
Helgina 12.–14. júlí 2013
Póstmiðstöðin sjálf er töluvert stærri en við eigum að venjast, þó svo að vinnslan sé í stórum dráttum svipuð. Munurinn milli þeirra og okkar er að þeir eru millilandastöð/transit og senda mikið áfram til annarra landa. Þetta var mjög áhugavert og gaman að sjá samskonar vinnu og við erum að vinna, en í öðru landi.
Tjaldað verður við félagsheimilið Skjöld sem er staðsett miðsvæðis í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Húsið er í 9 km fjarlægð frá Stykkishólmi á vegi 58 í Vegahandbókinni.
Við færðum Henrik þakklætisvott fyrir að sýna okkur vinnustaðinn sinn og kvöddum með bros á vör. Við áttum frábærar stundir saman yfir helgina og komum sem enn sterkari hópur heim.
Til þess að allt gangi sem best fyrir sig biðjum við fólk um að skrá sig. Skráning fer fram á www.postmenn.is
Við þökkum þeim sem gáfu okkur færi á að láta drauminn verða að veruleika, kærlega fyrir okkur.
Í húsinu er gott eldhús með öllum búnaði og salur sem tekur vel 100 manns í sæti. Tjaldstæði er við húsið og hafa tjaldgestir aðgang að salernum og sturtum í húsinu. Á laugardagskvöldinu verður sameiginleg grillmáltíð í boði starfsmannafélagsins.
Við hlökkum til að sjá sem flesta. Kveðja, Starfsmannafélagið
Sumarhátíð 2013 Fjölskylduhátíð og póstgangan í Reykjavík og nágrenni var í ár haldin í Nauthólsvík. 25. maí síðastliðinn mættu póstmenn og fjölskyldur þeirra í hressilegu veðri og tóku þátt í 4 km Póstgöngu frá Víkingsheimilinu og niður í Nauthólsvík.
Frekari upplýsingar um sýninguna er að finna á www.nordia2013.is
Póstbílar á frímerkjum
Þegar þangað var komið rifum við upp myndavélarnar og vorum í startholunum með að mynda allt innanhúss, en vorum fljótlega stoppaðar af og bent á að þarna væri stranglega bannað að taka myndir. Henrik Rasmussen, tengiliðurinn okkar, leiddi okkur vítt og breytt um húsið. Við sáum erlendu pakkana koma þarna í gegn og halda svo áfram til síns heima. Sumir voru stoppaðir og gerðir upptækir eða jafnvel endursendir. Það er mjög strangt eftirlit á þessum sendingum, sem betur fer, þar sem að ýmislegt skuggalegt getur komið í ljós í gegnumlýsingu. Og athyglisvert er að mannshöndin kemur lítið við sögu í meðhöndlun böggla í miðstöðinni.
Tjaldaútilega póstmanna
Ha ha ha ... Einn daginn fékk maðurinn minn skyndilega þá köllun að fara að sinna heimilisstörfunum og í einhverju bjartsýniskasti ákvað hann að þvo stuttermabolinn sinn. Hann var varla kominn inn í þvottahús þegar hann kallaði á mig „Á hvaða stillingu set ég þvottavélina elskan?“ „Það fer eftir því hvað stendur á bolnum“ kallaði ég til baka. „Húsasmiðjan“ gargaði hann!
Skátarnir sáu um leiktæki og afþreyingu fyrir börnin og boðið var upp á grillaðan hamborgara frá Hamborgarabúllunni. Töframaður mætti á svæðið og ruku út um 300 hamborgarar ofan í svanga póstmanninn og fjölskyldumeðlimi.
Gríðarmikill fjölpóstur á einum degi! Óvenjulega mikill póstur barst Ísfirðingum og nærsveitungum þann 3. júní síðastliðinn, en 14 blöð bárust í fjölpósti, sem hlýtur að teljast met á þessum slóðum. „Þetta er bara ótrúlegt. Þetta hefur aldrei verið svona mikið. Það er æðislegt að það sé svona mikið um að vera. Ég man ekki eftir svona fjölda og er búin að vinna hérna ansi lengi. Ritin
Ísfirðingur og Vesturland eru gefin út í tilefni Sjómannadagsins. Vestfirðir komu einnig út í dag en margir velja daginn vegna þess að það er aldreifing á pósti á fimmtudögum,“ segir Hrafnhildur Samúelsdóttir, stöðvarstjóri Íslandspósts á Ísafirði um póstmagnið.
6 LÚÐURINN
LÚÐURINN 7
Líkt og í fyrri könnunum voru settar fram staðhæfingar sem starfsmenn áttu að taka afstöðu til með því að merkja við hversu sammála eða ósammála þeir væru og niðurstöður settar fram á mælikvarðanum 1,00–5,00. Því meira sammála sem starfsmenn voru viðkomandi fullyrðingu, því hærra tölugildi fékk hún. Almennt séð má segja að ef niðurstaðan er yfir 4,00 þá eru hlutir taldir í góðu lagi, ef hún er á bilinu 3,80 til 3,99 eru hlutir taldir í sæmilegu lagi en undir 3,80 þarf að huga að úrbótum.
Allir voru sælir en blautir og einhverjum tókst meira að segja að fá sér kríu.
Ein mikilvægasta fullyrðing könnunarinnar er „Almennt er ég ánægð(ur) í starfi mínu hjá Íslandspósti“ sem fær 4,20 í einkunn sem þýðir að starfsánægja er almennt há og hefur hækkað úr 4,16 frá síðustu könnun 2011 (sjá mynd 1). Alls eru 86% starfsmanna nokkuð eða mjög sammála þessari fullyrðingu. Súluritið sýnir síðan viðhorf einstakra starfsheita til fullyrðingarinnar en skrifstofumenn eru samkvæmt því ánægðastir í starfi og þjónustufulltrúar og póstvinnslumenn (starfsmenn á vinnslu í Póstmiðstöð) minnst ánægðir í starfi.
Mjög sammála Veit ekki / svara ekki
Starfsmenn eru frekar stoltir af því að starfa hjá Póstinum en fullyrðing þar um fær 4,03 í einkunn. Ennfremur eru starfsmenn almennt tilbúnir að mæla með Póstinum sem góðum vinnustað en, sú fullyrðing fær einkunnina 4,13. Alls taka 86% starfsmanna almennt þátt í því félagsstarfi sem vinnustaðurinn stendur fyrir sem má teljast mjög gott. Kannað var hvað starfsmenn telja mikilvægast í starfi en hægt var að velja úr þeim sjö þáttum sem almennt eru meðal þeirra hæstu þegar slíkar kannanir eru gerðar á vinnumarkaðinum. Það sem flestir töldu mikilvægast eru góð laun eða 27%, að vinna mín sé vel metin kemur í öðru sæti, en það telja 21% starfsmanna mikilvægast, og að búa við atvinnuöryggi kemur í þriðja sæti með 17%. Þess má geta að í könnuninni 2011 töldu starfsmenn mikilvægast að vinna þeirra væri vel metin eða 26%. Amennt má segja að niðurstöður könnunarinnar séu jákvæðar þó nokkur munur sé á milli starfsheita og einstakra vinnustaða. Eins og áður segir verða niðurstöður greindar frekar í sumar, þær kynntar starfsmönnum nánar en hér er gert og ráðist í aðgerðir til að bregðast við neikvæðum þáttum.
5,00
4,20
4,28
4,08
4,15
4,20
4,30
4,32
4,35
4,00
4,46
4,34
4,00
4,00 3,00 Íslandspóstur 2011 (4,16)
1,00
Íslandspóstur 2012 (4,23)
0,00
Þjónustufulltrúi
2,00
Stöðvarstjóri/ afgreiðslustjóri
Almennt virðist vera nokkuð góður starfsandi og góð samvinna á starfsstöðum Póstsins, en hvoru tveggja fékk um 4,20 í einkunn. Nokkuð virðist þó vanta upp á að við hrósum eða hvetjum hvert annað, en fullyrðingin „Ég fæ hrós/viðurkenningu frá samstarfsfólki þegar mér tekst vel upp í starfi“ fær einungis 3,60 í einkunn og augljóst að þar þurfum við að taka okkur á.
2. Þeir sem tóku afstöðu (meðaltal)
Skrifstofumaður
Fullyrðingin „Ég er ánægð(ur) með núverandi vinnuaðstöðu mína“ fær 4,01 í einkunn og 78% eru nokkuð eða mjög sammála þeirri fullyrðingu sem þýðir að starfsmenn eru almennt ánægðir með þann þátt. Af einstökum starfsheitum eru forstöðumenn óánægðastir með vinnuaðstöðuna með einkunnina 3,75 (sjá mynd 3).
Póstvinnslumaður
Alls áttu 725 fastráðnir starfsmenn þess kost að svara könnuninni að þessu sinni og svöruðu 564 eða 78% í samanburði við 74% í síðustu könnun árið 2011. Ættu niðurstöður að gefa nokkuð áreiðanlega mynd af viðhorfi starfsmanna til þeirra þátta sem kannaðir voru.
Nokkuð sammála
42%
Gjaldkeri/ póstafgreiðslumaður
Kveðja Friðþóra Sigfúsdóttir. Fræðslufulltrúi.
Hvorki né
Fulltrúi
Annað hvert ár frá árinu 1999 hefur Íslandspóstur lagt viðhorfskönnun fyrir alla fastráðna starfsmenn sína eða alls sjö sinnum. Í gegnum árin hefur markmið kannananna ávallt verið í megindráttum það sama, þ.e. að kanna viðhorf starfsmanna til starfsins, starfsumhverfisins og stjórnunar. Niðurstöður gefa mikilvægar vísbendingar um það sem starfsmenn telja vel gert og eru ánægðir með hjá fyrirtækinu ásamt því hvað þeir telja að gera megi betur. Hér að neðan er greint frá helstu niðurstöðum en unnið verður nánar úr niðurstöðum í sumar og þær kynntar starfsmönnum frekar í haust.
Nokkuð ósammála
Forstöðumaður
Fljótlega þarf að fara að skoða hvaða ganga verður tekin árið 2014, hver veit nema Hekla verði prúð og stillt og láti ekkert á sér kræla. Kemur allt í ljós!
Mjög ósammála
44%
Deildarstjóri/ dreifingarstjóri
Ólafur Finnbogason Fræðslustjóri
6%
Bréfberi
Eftir gönguna fór hópurinn rakleitt að Hlöðum í Hvalfirði í kærkomna sturtu og heitan pott. Þetta var skemmtilegur dagur með eðalfólki en allir settust að snæðingi í dýrindis þriggja rétta máltið með öllu um kvöldmatarleitið.
2% 6%
Bílstjóri
Þann 8 júní sl. gengu 63 manns á vegum Póstsins 23 km frá Þingvöllum til Hvalfjarðar, yfir Gagnheiðina. Þetta var góður dagur með hressu fólki sem lét ekki súld og meiri súld á leiðinni á sig fá. Allir voru jákvæðir og hressir þrátt fyrir að örugglega megi segja að öll heiðin hafi bókstaflega verið gengin í drullu upp að hnjám. Farið var meðfram Hvalvatni og niður með fossinum Glym og Botnsá þar sem rútan beið eftir hópnum. Allir voru orðnir rennandi blautir og drullugir.
1. Almennt er ég ánægð(ur) í starfi mínu hjá Íslandspósti
Annað
– öfugur Leggjabrjótur
Viðhorfskannanir 2013
Allir
Stóra ganga Póstsins
3. Ég ánægð(ur) með núverandi vinnuaðstöðu mína 4% 9% 9% Mjög ósammála
40%
Nokkuð ósammála Hvorki né Nokkuð sammála Mjög sammála
38%
Veit ekki / svara ekki
4. Allir starfsmenn 4% 14%
17%
7%
2%
Að búa við atvinnuöryggi
8%
Góð laun
Að vinna að áhugaverðum verkefnum Góðir vinnufélagar Að ég sé hafður/höfð með i ráðum
27%
21%
Að vinna mín sé vel metin Góðar vinnuaðstæður Veit ekki
8 LÚÐURINN
LÚÐURINN 9
Stækkaðu pakkann með Póstinum
Viðtalið
Ágústa Hrund Steinarsdóttir Forstöðumaður markaðsdeildar
yfirfæra á þá þjónustu sem Pósturinn er að veita fyrirtækjum í dag. Í dag eru fjölmörg fyrirtæki að nýta sér þjónustu okkar, á borð við Sendlaþjónustu, Fyrirtækjaþjónustu, Morgundreifingu og Vörudreifingu. Þessi herferð snýst um að fá þessi fyrirtæki til að nota þjónustu Póstsins meira. Ef fyrirtæki er í Fyrirtækjaþjónustu af hverju nýtir það sér ekki meira sendlana okkar eða jafnvel morgundreifinguna?
Áskell kveður Póstinn eftir áratugastarf
Þá var ráðist í að skoða hvernig við getum komið þessum skilaboðum á framfæri við viðskiptavini okkar. Á hverjum degi kemur inn heilmikið auglýsingaefni í hvert fyrirtæki og áskorunin felst í því hvernig við getum staðið upp úr og komið skilaboðum okkar sem best á framfæri.
Áskell Elvar Jónsson Forsöðumaður Alþjóðadeildar Unnið hjá Póstinum frá 1982
Hver er maðurinn? Áskell Elvar Jónsson heitir maðurinn. Fæddur 31. desember 1949. Hóf störf hjá Póst-og símamálastofnun 1. júlí 1982. Ég byrjaði sem deildarstjóri á Póstgíróstofunni og var þar til 31. desember 1996. Hlutverk Póstgíróstofunnar voru fyrst og fremst fjármagnsflutningar á milli reikninga bæði innanlands og til og frá útlöndum. Á þessum tíma var póstgíróþjónusta verulega stór þjónustuþáttur hjá póstfyrirtækjum í Evrópu enda höfðu engin önnur fjármálafyrirtæki yfir að ráða jafn mörgum afgreiðslustöðum og þau. Póstgíróþjónustan náði þó aldrei sama styrk hér og í öðrum Evrópulöndum. Annað veigamikið verkefni var á höndum Póstgíróstofunnar og það var innheimta og útborgun orlofs til allra landsmanna. Þetta verkefni kom til Póstgíróstofunnar 1973 og hún hafði það með hendi til 1988. Orlofsverkefninu fylgdi mikil vertíðarstemmning þegar orlofið var greitt út í maí bæði hjá okkur í Póstgíró og á pósthúsum um allt land. Það eru fjögur úr Póstgíró auk mín frá þessum tíma sem enn eru hjá Íslandspósti en það eru Eyjólfur Guðmundsson, Guðný Aradóttir og Hilmar Jónsson í Tölvudeild og Eyrún Guðbjartsdóttir í Hagdeild. 1996 árið fyrir hlutafélagsvæðingu Póst- og símamálastofnunarinnar leiddi ég vinnu við gerð viðskiptaáætlunar fyrir Póstinn undir leiðsögn frá BPCS (British Postal Consultancy Service) sem var deild innan Royal Mail í Bretlandi. Með mér í þessari vinnu voru nokkrir sem við þekkjum vel í dag s.s. Andrés Magnússon, Hörður Jónsson og Tryggvi Þorsteinsson.
Því var ákveðið að senda eitthvað á kaffistofuna eða mötuneytið. Þar sjá flestir ef ekki allir í fyrirtækinu hvað er að gerast og forvitnin gerir vart við sig og vonandi tekur fólk vel eftir því sem við erum að gera. Við fórum á stúfana og fundum bakara sem vildi baka fyrir okkur 20 tommu snúð með súkkulaði.
Forstöðumaður Póstþjónustu hjá Pósti- og síma h/f frá 1. janúar 1997 til 31. desember 1997 Þetta var mjög merkilegt ár í alla staði. Það var kominn nýr framkvæmdastjóri yfir póstsviðið, Einar Þorsteinsson og með honum kom allt annar bragur en áður hafði verið innan stofnunarinnar gömlu. Hann var óþreytandi að spyrja okkur ögrandi spurninga og minnti okkur oftar en ekki á að nú ynnum við hjá hlutafélagi þar sem giltu allt önnur lögmál en hjá gamalgróinni stofnun. Ég Tryggvi og Hörður vorum ásamt 5 öðrum í forstöðumannahópnum. Á miðju ári 1997 var orðið ljóst að Pósti og síma h/f yrði skipt upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki sem og varð um áramótin 1997/1998. Það má segja að seinni helmingur ársins 1997 hafi farið í að undirbúa og sjá fyrir hvernig unnt væri að snúa við verulegum hallarekstri Póstsins og finna leiðir til að reka Póstinn með arðbærum hætti til lengri tíma litið. Eftirvænting var mikil og margir óttuðust um framtíð sína hjá nýju fyrirtæki. Framkvæmdastjóri Framkvæmdasviðs Íslandspósts frá 1. desember 1998 til 30. júní 2000 1. janúar 1998 tók Íslandspóstur til starfa. Í framkvæmdastjórn fyrirtækisins voru þá Einar Þorsteinsson forstjóri, Áskell Jónsson framkvæmdastjóri Framkvæmdasviðs, Örn Viðar Skúlason framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs og Anna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Fjármálasviðs. Hjá Framkvæmdasviði voru svo þrír forstöðumenn, Tryggvi með Póstmiðstöðina og framleiðsluna, Hörður með pósthúsin og Pétur Einarsson með fasteignareksturinn. Stór verkefni biðu okkar strax í byrjun. Hafist var handa við að aðskilja
dreifinguna í Reykjavík frá pósthúsunum en fram að því, líkt og úti á landi, var hvert pósthús með bréfbera fyrir sitt póstnúmer. Dreifingin færðist síðan yfir til Tryggva þegar þetta var orðið að veruleika. Innleiðing á SAP var verkefni sem nánast allir yfirmenn komu að að einhverju marki og síðast en ekki síst var ráðist í byggingu nýrrar póstmiðstöðvar sem tekin var í notkun haustið 2000. Verulegar breytingar urðu á pósthúsunum á þessum tíma og nauðsynlegt reyndist að fækka starfsfólki verulega enda hurfu þjónustuverkefni vegna Símans strax á árinu 1999 og póstgíróþjónustan minnkaði verulega hratt. Á þessum árum var hafið samstarf við banka og sparisjóði um rekstur póstafgreiðslna og síðar verslana. Með þessu var lagður grunnur að starfsemi fyrirtækisins eins og það er í dag og ljóst að brátt myndi sjást til sólar í rekstri þess. Framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs frá 1. júlí 2000 til 30. september 2003 Í júní 2000 lét Örn Viðar Skúlason af störfum og ég tók við starfi hans sem framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs. Þá voru einnig gerðar þær breytingar á framkvæmdastjórninni að Framkvæmdasviðinu var skipt upp í Framkvæmdasvið sem Tryggvi var framkvæmdastjóri fyrir og Pósthúsasvið sem Hörður var framkvæmdastjóri fyrir. Þá kom Andrés inn í framkvæmdastjórnina sem starfsmannastjóri. Þessir þrír höfðu stundum áður verið kallaðir litlu framkvæmdastjórarnir en þóttu nú nægilega vaxnir til axla þetta. Það var skemmtileg tilviljun og ef til vill ekki tilviljun að við fjórir: Andrés, Hörður, Tryggvi og ég, sem unnum saman að viðskiptaáætlun Póstsins 1996 værum komnir á þennan sameiginlega vettvang fjórum árum síð-
ar. Þetta skipulag var í meginatriðum það sama og er í dag. Á þessum tíma vorum við að komast yfir núllið í rekstri félagsins og var beitt hörðu aðhaldi í öllum deildum fyrirtækisins og þá ekki síður í markaðsmálum en öðrum þáttum ti að ná þessu markmiði. Þetta náðist 2001 og á árinu 2002 var orðið ljóst að stöðugleiki var kominn í reksturinn og hægt að taka mið af því til næstu framtíðar. Í september 2003 lét ég svo að störfum sem framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs og við tók Anna Katrín Halldórsdóttir. Fostöðumaður Alþjóðadeildar frá 1. október 2003 til 30. júní 2013 Alþjóðamálin höfðu verið svona tvist og bast í fyrirtækinu fram að þessum tíma og engin heildaryfirsýn yfir helstu þætti þeirra. Nokkrir helstu málaflokkar þeirra höfðu heyrt undir Markaðs- og sölusviðið. Þetta passaði illa við þær breytingar sem voru að koma á Norðurlöndum og í Evrópu þar sem póstfyrirtækin voru farin að keppa hvert við annað og öll samvinna því einskorðuð við framkvæmdaleg atriði í viðskiptum þeirra á milli enda eru markaðsmál og tenging við þau í dag varla til þegar skoðuð eru samskipti og samvinna þeirra á milli. Þessi verkefni voru því færð frá markaðssviðinu yfir í Alþjóðadeild ásamt öðrum verkefnum. Þessi tími var mjög ánægjulegur frá mínum bæjardyrum séð enda fylgdu þessu mikil ferðalög einkum til Norðurlanda og Brussel. Ferðalög til útlanda eru oft sveipuð miklum ljóma en í yfir 90% af mínum ferðum þá hef ég ferðast einn og það á ekkert skylt við að fara í frí til útlanda. Aðalatriðið, og það mikilvægasta, er að ég hef í gegnum tíðina eignast ágætis kunningja og vini á Norðurlöndum á þessum starfstíma mínum í Alþjóðadeild. Slíkt getur verið
ómetanlegt þegar peningalegir hagsmunir eru í veði og oftar en ekki höfum við notið þess í fjölþjóðlegum samningum að hafa Norðurlöndin að bakhjarli. Norðurlöndin eru á mælikvarða Evrópu öll frekar lítil lönd, en áhrif þeirra í póstheiminum eru ótrúlega mikil og margfalt meiri en íbúafjöldi þeirra segir til um. Menn spyrja sig sjálfsagt oft hér í þessu fyrirtæki og víðar hvort til
„Aðalatriðið, og það mikilvægasta, er að ég hef í gegnum tíðina eignast ágætis kunningja og vini á Norðurlöndum á þessum starfstíma mínum í Alþjóðadeild.“ þurfi öll þessi ferðalög og Norðurlandasamstarf o.s.fr.v. vegna þessara viðskipta. Mitt svar við því er að þarna erum við með millilandapóstviðskipti fyrir 1,1 milljarð á ári sem hefur verið með ágætis afkomu undanfarin ár. Þetta fæst ekki nema að menn séu til staðar og séu þáttakendur í millilandasamskiptum og hafi trausta bakhjarla þegar um verulega hagsmuni er um að tefla.
Stöðugt er verið að leita lausna til að gera meira og þjóna þörfum viðskiptavina betur. Markmiðið að bjóða þeim réttar lausnir og auðvelda þeim að hagræða í rekstri var farið í þá auglýsingaherferð að bjóða fyrirtækjum að „Stækka pakkann“.
Hvað er „Stækkaðu pakkann“? Það kannast allflestir við hugtakið „Stækkaðu máltíðina“ á skyndibitastöðum, t.d. borgaðu aðeins meira og þú færð stærri skammt af frönskum og stærra gosglas með hamborgaranum. Við ákváðum að nýta okkur þetta hugtak og
Þróun Ný deild á Markaðs- og sölusviði
Í ljósi örrar þróunar og breyttra áherslna í rekstri fyrirtækisins hefur verið ákveðið að gefa upplýsingatækni aukið vægi í starfseminni. Sem fyrsta skref í þá átt hefur verið stofnuð ný deild á Markaðs- og sölusviði. Deildin mun kallast Þróun og er liður í að skilja á milli þróunar og reksturs í upplýsingatæknimálum. Einar Geir Jónsson sem unnið hefur að viðskiptaþróun mun veita þessari nýju deild forstöðu, en auk hans munu flytjast í deildina þau Stefán Már Cilia og Sunna Mímisdóttir úr Tölvudeild og Dögg Matthíasdóttir úr Markaðsdeild. Verkefni Þróunardeildar verða á sviði viðskiptaþróunar, þróunar upplýsingatæknimála og vefmála. Tölvudeildin mun áfram sjá um rekstur allra tölvukerfa ÍSP og allt sem lýtur að vélbúnaði. Varðandi þau verkefni sem nú eru í gangi verður engin breyting á þeim í kjölfar þessara skipulagsbreytinga. Ný verkefni munu áfram á sama hátt fara í gegnum UT nefnd eða 1400 verkbeiðnakerfið sem mun beina þeim í réttan farveg.
Oft er líka erfitt að vita á hvern innan fyrirtækis er best að senda markpóst, því það er mjög mismunandi innan fyrirtækja hver tekur ákvörðun um að nota þjónustu Póstsins. Hvort það er framkvæmdastjórinn, fjármálastjórinn, sölustjórinn eða jafnvel lagerstjórinn.
Undanfarnar vikur höfum við verið að senda þessa risasnúða til viðskiptavina okkar með risastóru umslagi með skilaboðum um möguleika fyrirtækja til að
Stækka pakkann hjá Póstinum ásamt upplýsingum um þjónustu okkar. Í kjölfarið fá svo fyrirtækin símtal frá söludeild okkar til að fylgja eftir markpóstinum og reyna að fá fund til að kynna betur þær lausnir sem við höfum upp á að bjóða. Samhliða markpóstinum hafa verið auglýsingar í netmiðlum og prentmiðlum. En þær auglýsingar ganga út á það að við fengum viðskiptavini til að segja frá reynslu sinni af þeirri þjónustu sem þeir eru að nýta hjá okkur og hvernig þeir hafa Stækkað pakkann. Sú aðferð að fá viðskiptavini til að deila reynslu sinni gefur okkur trúverðugleika og gefur skemmtilega sýn á okkur.
Fyrsti kvenbréfberinn á Akureyri og hugsanlega landinu öllu kveður
Bylgja Ruth Aðalsteinsdóttir hóf störf hjá Póst-og símamálastofnuninni 1. desember árið 1973. Þennan fallega laugardag var 15°c hiti og því kjöraðstæður til útburðar. Já, laugardag, þá var líka borið út um helgar.
Áður en Bylgja byrjaði hjá okkur, hafði hún fengist við ýmis störf, meðal annars sem sjókokkur, en það var ein af ástæðunum fyrir því að stjórnendur Póst- og símamálastofnunarinnar réðu hana í bréfberastöðuna, þar sem það starf var ekki talið til kvennastarfa.
Póst og símaskólinn var með nám fyrir starfsfólk og þar sótti Bylgja sér frekari þekkingu og lauk póstafgreiðslumannsprófi í maí 1988. Hún bætti við sig yfirpóstafgreiðslumannsprófi tveim árum seinna.
Störfin sem Bylgja hefur unnið hjá fyrirtækinu í gegnum tíðina, fyrir utan bréfberastarfið, er póstafgreiðslumaður með kassa, en það var heiti yfir gjaldkera á þeim tíma. Bylgja leysti um tíma af yfirgjaldkera og tók svo við því starfi.
Í dag hefur Bylgja starfað hjá okkur í 40 ár og er komið að tímamótum í hennar lífi. Hún lauk störfum hjá okkur í maí síðast liðinn og hlakkaði mikið til að fara í langt sumarfrí.
Frá aldamótum 2000 til 2004 starfaði hún sem fulltrúi í fyrirtækjaþjónustu á Akureyri og frá nóvember 2004 til dagsins í dag, sem fulltrúi í póstafgreiðslu á Norðurtanga, Akureyri.
Þegar hún horfir til baka er minningin um samveruna með samstarfsfólki mjög góð.
10 LÚÐURINN
LÚÐURINN 11
Frístund krossgátu- HVATNblað ING (c)
FUGLANNA
UMFRAM
KRYDD
LAKARI
LÖGUR VIÐBJÓÐUR -------------ÓVISSA
FISKS
2
HLJÓMSVEIT -------------SKAKKARI
HVORT
HAGUR
Á LITINN -------------SMÁORÐA
Sagan af Roseto
YRKING -------------MÁÐUR HAFA HÁTT
8
BAÐ -------------ÓVINVEITTUR
HER
FALLA AF -------------KEYR
HELLTI
HELL -------------MEÐ MAT ÆÐIR -------------STINGS
ÍBÚI
GUÐ -------------SLYSNI
GLAÐARA -------------VIÐBURÐUR
SÆR
HEST -------------ÓSOÐIÐ BROTNI -------------SKERAST
SAURGA
FÁTSINS
SK.ST. SJÚKDÓMS
1
3
Stórafmælisbörn frá apríl og til og með júní 2013
Í VÉL
VERSNIR
RÖSKAN -------------Í BOLTALEIK
MÁNUÐ
4
STRITS -------------MEÐ TAUGUM
EITURLYF
TRAPPA STEINSYKUR -------------TÆKI
SAMÞYKKI -------------STEINANNA
HLJÓMAR -------------VOTA STÚLKUR -------------AFKVÆMI
VARÐANDI
SKIPTI -------------SVÖRÐ ERLENDUR MAÐUR -------------VÉL
HIRÐING KUSK -------------FÓTAMENNT
MÁLNINGARTEGUND
DRYKK -------------FÆÐA KEISARI -------------SPÖK
SAURGAST -------------ÞANNIG
ERFÐAVÍSIR -------------TÓNN
SMEYGJA
Vinningshafi fyrir krossgátu síðasta tölublaðs Lúðursins er Hildur Jónsdóttir, Dreifingarstöð, Sólvallagötu. Til hamingju Hildur, þú færð sendan glaðning með Póstinum. Lausnarorð var „BURÐUR“ Taktu þátt í Krossgátupottinum. Innsendar lausnir á að senda á: Pósturinn Stórhöfða 29 110 Reykjavík merkt: Krossgáta – Lúðurinn Muna að merkja sendinguna með nafni og vinnustað. Vinningshafar verða tilgreindir í næsta tölublaði Lúðursins.
VERKSMIÐJA
GREINIR
5
ÓLÆRÐUR
STAURANA
70 ára Ása Jóhannsdóttir 60 ára Finnur Finnsson 60 ára Margrét Árnadóttir 60 ára Sigrún Sverrisdóttir 60 ára Anna María Guðmundsdóttir 50 ára Rósa Kristín Þorvaldsdóttir 50 ára Anna Jónsdóttir 50 ára María Þórðardóttir 40 ára Anna Aspar Aradóttir 40 ára Arnheiður H. Ingibergsdóttir 40 ára Chiden Jóhannesson
Fyrirtækjapósthús Akureyri, dreifing Hafnarfjörður, dreifing Reykjahlíð, dreifing Keflavík, afgreiðsla Selfoss, vinnsla Selfoss, dreifing Hveragerði, dreifing Blönduós, dreifing Selfoss, dreifing Hafnarfjörður, dreifing
6
ÓL -------------BÆTUR
7
RYKKORN
Til hamingju með afmælið
EYJA -------------ÁLPAST
ÁRMYNNI
Í SENDIRÁÐI
ÆFA -------------BÓKSTAF
9
Póstganga í eyjum Starfsfólk okkar í Eyjum ásamt fjölskyldum sínum Miðvikudaginn 29. maí var ákveðið að fara í Póstgöngu sem farin hefur verið síðustu ár. Þessi ganga var reyndar óvissuferð fyrir starfsfólk Póstsins og fjölskyldur þeirra í þetta skiptið. Gengið var upp á nýja hraun í 12 stiga hita og logni ... já, logni ótrúlegt en satt.
Þetta vakti mikla lukku hjá starfsfólkinu og var ákveðið að þarna verði plantað á hverju ári nokkrum plöntum. Skógræktarfélag Vestmannaeyja ætlar að leggja okkur til jafn mörg tré á móti í hvert skipti og þannig eignumst við myndarlegan skóg í "Póstmannalundinum" okkar.
Þar er búið er að úthluta Póstinum framtíðarlundi til að planta trjám. Eitt tré var gróðursett fyrir hvern starfsmann, þ.e. sjö greni og sex aspir. Þetta var allt gert eftir kúnstarinnar reglum, mold, skít, mold, planta, mold og áburður.
Að þessu loknu var trammað heim til stöðvastjórans þar sem grillaðir voru hamborgarar og pylsur. Þarna sátum við á pallinum og maturinn rann ljúflega niður í blíðskapaveðri. Kveðja úr Eyjum
Roseto er bær í austurhluta Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Þar settust ítalskir innflytjendur að á síðari hluta nítjándu aldar. Aðstæður gerðu það að verkum að Roseto-búar einangruðu sig nokkuð frá nálægum samfélögum þar sem aðallega bjó fólk af engilsaxneskum uppruna. Á sjöunda áratug síðustu aldar starfaði í Roseto læknir að nafni Benjamin Falcone. Hann vakti athygli starfsbræðra sinna á því að hann sæi mjög sjaldan tilfelli bráðrar kransæðastíflu meðal Roseto-búa. Þegar þetta var rannsakað nánar kom í ljós að á árabilinu 1955–1965 var dánartíðni af völdum hjartaáfalla mun lægri meðal Roseto-búa en í nálægum bæjum sem og í landinu öllu. Þessar rannsóknarniðurstöður vöktu athygli margra sérfræðinga, ekki síst vegna þess að Roseto-búar virtust hafa flesta þá áhættuþætti sem einkenndu Bandaríkjamenn á þessum tíma. Karlmennirnir
unnu erfiðisvinnu við námugröft. Roseto-búar reyktu mikið og hefðbundinn ítalskur matur var horfinn af borðum þeirra. Í staðinn neyttu þeir venjulegrar amerískrar fæðu sem var einkennandi fyrir þennan tíma og var ekki talin fela í sér mikla hollustu. Vísindamenn furðuðu sig þess vegna á því hvers vegna Roseto-búar fengu ekki hjartaáföll í sama mæli og aðrir Bandaríkjamenn. Bandaríski læknirinn Stewart Wolf varð fyrstur til að lýsa því sem skildi íbúa Roseto frá öðrum Bandaríkjamönnum. Í upphafi sjötta áratugarins höfðu Rosetobúar fjölskylduna í öndvegi. Fjölskyldan var það sem skipti mestu máli, ekki einstaklingurinn sjálfur. Fjölskyldan kom fram sem ein heild og hagsmunir hennar voru ávallt í fyrirúmi. Það var jafnframt metnaður hverrar fjölskyldu að leggja sem mest af mörkum til samfélagsins. Kröfur samfélagsins beindust því að fjölskyldunni en ekki einstaklingnum.
Á sjötta og sjöunda áratug síðsutu aldar samanstóðu flestar fjölskyldur í Roseto af þremur kynslóðum. Roseto-búum var á þessum tíma lýst sem lífsglöðum, glaðlyndum, gestrisnum og samhentum. Þeir voru ávallt reiðubúnir að fagna í sameiningu
þeim áföngum sem voru til þess fallnir að bæta samfélagið og auka velferð íbúanna. Eldri íbúar Roseto voru ekki settir til hliðar eða geymdir á elliheimili. Þeir nutu ekki einungis virðingar fjölskyldunnar og samfélagsins, heldur sátu þeir í svokölluðu æðsta ráði („supreme court“) þar sem lífsreynsla þeirra og viska var nýtt samfélaginu í hag.
Það var enginn skortur a streitu meðal Roseto-búa. Þeir upplifðu mörg af þeim félagslegu vandamálum sem einkenndu Bandaríkjamenn þessa tíma. Það sem einkenndi þá og aðskildi frá öðrum voru hin sterku fjölskyldubönd og samheldnin. Vísindamenn telja að þetta samfélagsmynstur hafi verndað Roseto-búa frá skaðlegum áhrifum streitu og annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta hefur verið kallað Roseto-fyrirbærið („The Rosteo Effect“). Rosteto-fyrirbærið er áhugavert vegna þess að það kennir okkur hvernig nánasta umhverfi og samfélagslegar áherslur geta haft verndandi áhrif á heilsu okkar. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að allir hinir hefðbundnu streituvaldar samfélagsins voru til staðar meðal Rosetobúa. Hins vegar virðist sem hin sterka áhersla á fjölskylduna sem einingu, en ekki einstaklinginn, hafi verndað íbúanna, ekki síst fyrir skaðlegum áhrifum streitu á hjartað og æðakerfið.
Ef ég hefði tækifæri til að lifa lífi mínu aftur - eftir Erma Bombeck Ég myndi leggjast í rúmið þegar ég væri veik, í staðin fyrir að láta eins og heimurinn færi í biðstöðu ef ég væri ekki til staðar einn dag. Ég myndi kveikja á bleika kertinu sem var mótað eins og rós, í stað þess að spara það og láta það svo bráðna í geymslunni. Ég myndi tala minna og hlusta meira. Ég myndi bjóða vinum í mat, jafnvel þó að teppið væri blettótt og sófinn upplitaður. Ég myndi borða poppkornið í „betri" stofunni og hafa minni áhyggjur af sótinu þegar einhver vildi kveikja upp í arninum.
Ég myndi taka mér tíma til að hlusta á afa láta móðan mása um æskuárin. Ég myndi deila meiri ábyrgð með eiginmanni mínum. Ég myndi aldrei heimta að bílrúðan væri skrúfuð upp á sumardegi, bara vegna þess að hárið á mér væri nýgreitt og spreyjað. Ég myndi sitja á grasflötinni með grasgrænuna í fötunum. Ég myndi gráta og hlæja minna við að horfa á sjónvarpið, en meira við að horfa á lífið sjálft. Ég myndi aldrei kaupa eitthvað bara vegna þess að það væri praktískt, ekki skítsælt eða með lífstíðarábyrgð.
Í staðinn fyrir að óska þess að níu mánaða meðganga tæki enda sem fyrst, myndi ég njóta hvers andartaks og gera mér grein fyrir því að undrið sem yxi inn í mér, gæti verið mitt eina eða síðasta tækifæri til að aðstoða Guð við kraftaverk. Þegar börnin mín smelltu hvatvíslega á mig kossi, myndi ég aldrei segja: „Seinna. Farið og þvoið ykkur fyrir matinn." Það yrði oftar sagt „Ég elska þig“ og „Fyrirgefðu“. En fyrst og fremst, ef ég fengi annað tækifæri, myndi ég hætta að velta mér upp úr smávægilegu hlutunum. Ég myndi grípa og njóta hverrar einustu mínútu. Horfa á hana og virkilega sjá hana. Lifa hana og aldrei gefa hana aftur.
Ekki hafa áhyggjur af því hverjum líkar ekki við þig, hver á meira en þú eða hver er að gera hvað. Einbeittu þér, þess í stað, að því að hlúa að samböndunum sem þú átt við þá sem þú elskar og sem elska þig.
Þess vegna hafi tíðni hjarta-og æðasjúkdóma verið mun lægri meðal íbúa Roseto borið saman við aðra Bandaríkjamenn. Ýmsir hafa bent á að nútímasamfélag geri óeðlilega miklar kröfur til okkur sem einstaklinga. Hugsanlega er það manninum eðlilegra og hollara að vera hluti af hóp. Þá leggjast menn á árarnar í sameiningu og styðja þann sem á undir högg að sækja. Á næstu áratugum breyttist samfélag og fjölskyldumynstur Roseto-búa. Í dag sker þessi áhugaverði bær sig ekki á neinn sérstakan hátt frá öðrum bandarískum bæjum. Tíðni hjarta- og æðasjúkdóma er í dag sú sama í Roseto og annars staðar í Bandaríkjunum. Efni fengið hjá mataraedi.is
12 LÚÐURINN
Ný dreifileið Póstsins vangaveltum viðskiptavina af fagmennsku og öryggi. Þess má geta að allir starfsmenn geta nálgast launaseðla sína í Möppunni og margir starfsmenn hafa skráð sig í skönnun til þess að prófa og vera með frá byrjun. Skráðu þig í Möppuna 1. Farðu á www.mappan.is. 2. Smelltu á græna hnappinn „Stofna aðgang“. 3. Sláðu inn kennitöluna þína Lykilorð verður búið til og sent í netbankann þinn. Þegar þér hefur borist lykilorðið: Það sem af er ári hefur mikil áhersla verið lögð á að kynna Möppuna fyrir forráðamönnum fyrirtækja um allt land. Mappan er kynnt sem rafrænn valkostur fyrir viðskiptavini til viðbótar við hefðbundna dreifingu. Viðtökurnar hafa verið góðar og mörg fyrirtæki eru að stíga fyrstu skrefin í að prófa þjónustuna. Til að kynna Möppuna fyrir einstaklingum og fá þá til að opna sín rafrænu pósthólf á www. mappan.is var blásið til sóknar og farið af stað með auglýsingaherferð í byrjun maí. Á sama tíma var hrint af stað tilraunaverkefni
þar sem viðskiptavinum var boðið að skrá sig í Skönnunarþjónustu Póstsins, en þá eru almenn bréf skönnuð og afhent í Möppunni í stað þess að vera borin út og sett inn um lúgu. Viðtökurnar hafa verið vonum framar og nú eru um 600 aðilar skráðir í skönnun. Þessi dreifileið, að fá póstinn afhentan rafrænt í stað þess að hann komi inn um lúgu, virðist því ætla að fara vel af stað. Starfsmenn Póstsins eru eindregið hvattir til að kynna sér þjónustuna af eigin raun, til þess að geta svarað fyrirspurnum og
1. Farðu á www.mappan.is. 2. Smelltu á hnappinn „Innskráning“. 3. Sláðu inn kennitölu og lykilorðið. Mundu eftir að skrá þig út, eftir að þú hefur skoðað póstinn í þínu rafræna pósthólfi. Ef þú vilt prófa skönnun: 1. Skráðu þig inn á www.mappan. is með kennitölu og lykilorði. 2. Smelltu á „Mínar stillingar“ og veldu „Skönnun“. 3. Gefðu upp núverandi heimilisfang og samþykktu skilmála skönnunarinnar. Bréf til þín verða þá borin út í Möppuna.
Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá 8. júní Bolurinn 2013 Þann 8. júní sl. var hið árlega kvennahlaup ÍSÍ haldið um allt land. Bolurinn í ár er grænn úr „dry fit“ gæðaefni og er með V-hálsmáli. Starfsmannafélagið og Íslandspóstur hafa undanfarin ár greitt þátttökugjald fyrir þær konur sem vilja hlaupa. Þátttaka póstkvenna er góð en tugir kvenna úr öllum landshlutum taka þátt ár hvert og er aukning ár frá ári. Áfram Póstkonur!
Endurhannaður innri vefur Brynjar Smári Rúnarsson Sérfræðingur, markaðsdeild
Þann 16. maí síðastliðinn var nýr og endurhannaður innri vefur tekinn í notkun. Það má með sanni segja að þetta séu tímamót fyrir innri samskipti hjá Póstinum en markmiðið er að efla samvinnu og liðsheild innan fyrirtækisins. Vefurinn er „lifandi“ og geta starfsmenn til að mynda sagt hvað þeir eru að gera, komið með hugmyndir, sett inn smáauglýsingar, skrifað athugasemdir við fréttir og sett inn viðburði í viðburðadagatalið. Í myndaalbúminu er hægt að finna skemmtilegar myndir og eru starfsmenn hvattir til að senda inn bæði myndir og fréttir sem þeim finnst að eigi heima á vefnum. Einnig er hægt að finna hagnýtar upplýsingar varðandi kjaramál, vörur og þjónustu og þá er póstbókin á sínum stað. Nýja símaskráin er hreint út sagt frábær og Sjónvarp Póstsins hefur að geyma mikið af áhugaverðu efni. Auk þess að vera aðgengilegur á vinnustöðum er vefurinn einnig aðgengilegur í tölvunni heima, í spjaldtölvunni og snjallsímanum.
Frá því að vefurinn var tekinn í notkun hefur verið stöðug fjölgun á notendum en markmiðið er að allir starfsmenn hafi aðgang að honum og taki þátt í umræðum sem skapast.
Pósturinn styrkir Blóðbankann
Mikil vinna Vinnuhópurinn sem stóð á bak við endurhannaðan innri vef. hefur verið lögð í hönnun, þróun og vinnslu menn hafa einhverjar ábendingar nýja vefsins og eiga margir hrós þá er um að gera að senda þær skilið fyrir gott starf. Verkefnaáfram með því að nota hughópurinn að baki verkefninu eru: myndakassann. Allar hugmyndir Sigríður Jónsdóttir verkefnaeru skoðaðar og nú þegar hafa stjóri, Brynjar Smári Rúnarsson nokkrar þeirra skilað sér í enn og Dögg Matthíasdóttir frá betri vef. Þegar þetta er skrifað Markaðsdeild og Jóhann Hallhafa 293 skráð sig inn á innrivefgrímsson, Stefán Már Cilia og inn og fer innskráðum stöðugt Sunna Mímisdóttir frá Tölvudeild. fjölgandi. Þrátt fyrir að innri vefurinn sé kominn í loftið þá hættir hann aldrei í þróun þannig að ef starfs-
Endilega takið þátt í því að gera Íslandspóst að enn betri vinnustað!
Fyrr á þessu ári var undirritaður styrktarsamningur milli Póstsins og Blóðbankans og er samningurinn til þriggja ára. Pósturinn mun leggja Blóðbankanum lið við kynningar-, útgáfu- og markaðsstarf. Markmið samstarfsins er að auka sýnileika Blóðbankans meðal almennings og vekja athygli á mikilvægi þess að gefa blóð. Pósturinn verður aðalstyrktaraðili Blóðbankans á samningstímanum. Í samstarfinu felst meðal annars að: • Blóðbankabíllinn, sem keyrir um allt land og safnar blóði, verður merktur Póstinum. • Pósturinn tekur þátt í að auglýsa viðburði á vegum Blóðbankans. • Miðlar Póstsins t.d. fjölpóstur og póstkort verða notuð til að hvetja fólk til að gefa blóð. Alþjóða blóðgjafadagurinn 13. júní Í ár var Alþjóða blóðgjafadagurinn haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 13. júní sl. Blóðgjafafélag Íslands skipuleggur daginn í samvinnu við Blóðbankann. Boðið var upp á grill og bangsaspítali opinn.