Ársskýrsla 2000

Page 1

Stefna og hlutverk

2

Ávarp forstjóra

4

Lykiltölur

5

Skipurit

6

Stjórnendur

7

Ársskýrsla

8 17

Áritun endurskoðenda

18

Rekstrarreikningur

19

Efnahagsreikningur

20

Yfirlit um sjóðstreymi

22

Skýringar

23

efnisyfirlit

Skýrsla & áritun stjórnenda

1


ÁRSSK†RSLA ÍSLANDSPÓSTS 2000

HLUTVERK

&ÁHERSLUR Hlutverk Íslandspóstur annast sendingar á bréfum og bögglum, þ.e. sendingar sem eru undir 30 kílóum. Íslandspóstur rekur í því skyni víðfeðmt dreifikerfi innanlands þar sem lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð og góða þjónustu. Íslandspóstur lítur á það sem sitt hlutverk að:

- starfrækja öflugt dreifikerfi hér á landi með víðtæku neti móttöku- og afhendingarstaða og tengingu við erlend dreifikerfi - bjóða heildarlausnir á sviði flutninga og dreifingar - annast hraðflutninga með samfelldri flutningsábyrgð - veita einfalda og örugga greiðslumiðlun fyrir vöru sem dreift er með Íslandspósti - stunda verslun með vörur og þjónustu til að styrkja rekstur þjónustumiðstöðva

Þungamiðjan í starfsemi Íslandspósts er dreifing. Íslandspóstur gegnir því hlutverki að vera tengiliður milli kaupenda og seljenda og síðasti hlekkur í virðiskeðju fyrirtækja.

Áherslur Íslandspóstur veitir viðskiptavinum sínum góða og trausta þjónustu sem byggist á hæfu starfsfólki, mörgum valkostum, heildarlausnum og víðtæku dreifikerfi. Áhersla er lögð á að skila eigendum Íslandspósts góðum arði með markvissri stjórnun og framlagi hæfra starfsmanna, vaxandi veltu og bættri framleiðni. Hjá Íslandspósti er leitast við að gera störf áhugaverð og vinnustaði aðlaðandi. Áhersla er lögð á að kjör starfsmanna taki mið af viðleitni og frammistöðu. Lagt er upp úr starfsþjálfun og skapast með því tækifæri til þroska og frama innan Íslandspósts. Íslandspóstur mætir þjóðfélagslegri ábyrgð sinni með skipulagningu og rekstri öflugra dreifikerfa sem tryggja almenningi hvar sem er á landinu örugga, hraða og skilvirka póstþjónustu. Starfsemi Íslandspósts tekur mið af eðlilegum kröfum um umhverfismál og stuðlað er að góðu samstarfi við eftirlitsaðila, s.s. Póst- og fjarskiptastofnun, Samkeppnisstofnun og samgönguráðuneytið.

2


hlutverk & รกherslur

3


ÁRSSK†RSLA ÍSLANDSPÓSTS 2000

Á VA R P FORSTJÓRA

Batamerki á grunnrekstri Íslandspósts Margt hefur áunnist í rekstri Íslandspósts á liðnum árum. Engu að síður var tap á rekstrinum á síðastliðnu ári og er afkoman ekki viðunandi. Þær kröfur eru gerðar til hlutafélaga að þau skili hagnaði. Markmiðið með því að breyta Íslandspósti í hlutafélag í ársbyrjun 1998 var að losa fyrirtækið úr viðjum ríkisrekstrar og gera það hæft á samkeppnismarkaði.

Íslandspóstur hefur einkarétt á dreifingu bréfa undir 250 g en horfur eru á því að sá einkaréttur verði afnuminn á fyrsta áratug þessarar aldar. Þá verður Íslandspóstur í samkeppnisumhverfi á öllum sviðum. Miklu skiptir að fyrirtækið verði vel í stakk búið að takast á við breytta tíma. Það er ánægjuefni að veruleg batamerki eru á grunnrekstri Íslandspósts. Framlegð fyrir fjármagnsliði hefur batnað ár frá ári. Mikil stefnumótunarvinna hefur farið fram ásamt hagræðingu í rekstri og sókn inn á nýja markaði. Starfsmenn Íslandspósts um allt land eiga mikinn þátt í að vel hefur tekist til í þessum efnum.

Skýringin á bágri afkomu Íslandspósts felst í því að jaðartekjur hafa dregist saman. Munar þar mestu um að Landssíminn hefur dregið viðskipti sín frá pósthúsum. Því fylgir mikið tekjutap og verkefnamissir. Þá fylgir mikil útgjaldaaukning þeirri breytingu að landpóstar dreifa pósti fimm daga vikunnar, þar sem því verður við komið, í stað þriggja áður. Til að mæta tekju- og verkefnamissi á pósthúsum hefur Íslandspóstur þurft að endurskilgreina starfsemina. Dregið hefur verið úr starfsmannahaldi og yfirbyggingu og unnið markvisst að uppbyggingu póstafgreiðslna í samstarfi við önnur þjónustufyrirtæki. Sömu þróunar hefur gætt hjá póstfyrirtækjum annars staðar á Norðurlöndunum. Höfuðáhersla er lögð á að þjónustan skerðist ekki með þessum breytingum.

Þegar horft er til framtíðar eru ýmsar blikur á lofti. Upplýsingatæknin er stöðugt að leysa bréfasamskipti af hólmi, nú síðast með rafrænum undirskriftum. Reynslan erlendis gefur vísbendingu um að þessi þróun muni halda áfram, en bréfasendingar eru uppistaðan í rekstri Íslandspósts. Þá er útlit fyrir aukna samkeppni. Íslandspóstur heyr því varnarbaráttu. En samhliða því hefur fyrirtækið leitað nýrra sóknarfæra. Góður árangur hefur náðst á bögglamarkaði og áhersla verið lögð á að efla vitund markaðsfólks um auglýsingapóst.

Miðað við heildarafkomu Íslandspósts og horfur í rekstri er ljóst að halda þarf áfram á sömu

ávarp

braut. Ef vel tekst til í stefnumótun, markaðssókn og hagræðingu er bjart framundan.

4


LY K I L

TÖLUR

2000 2000

1999

4.160.926

3.899.991

Tekjur Rekstrartekjur Seld starfsemi póstgíró

Tekjur alls

75.000

4.235.926

3.899.991

Gjöld Laun og launatengd gjöld

2.508.786

2.322.981

Annar rekstrarkostnaður

1.367.916

1.489.642

273.957

192.614

Rekstrargjöld samtals

4.150.659

4.005.237

Fjármagnstekjur (gjöld)

(

98.881 )

Hagnaður (tap) fyrir tekju- og eignaskatt

(

13.614 )

Tekju- og eignaskattur

(

4.878

Hagnaður (tap) ársins

(

18.492 )

Afskriftir

15.040 (

)

90.206 ) 30.729

(

59.477 )

Kennitölur Veltufjárhlutfall

1,47

1,24

Eiginfjárhlutfall

0,45

0,46

Innra virði hlutafjár

1,46

1,41

tölur Arðsemi eigin fjár

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

(

0,9% )

5

(

2,9% )


ÁRSSK†RSLA ÍSLANDSPÓSTS 2000

skipurit

SKIPURIT

framkvæmdastjóri marka›s- og sölusvi›s kynningarmál sölu- og fijónustudeild bréfapóstur í einkarétti flutningafljónusta innanlands flutningafljónusta til útlanda augl‡singapóstur frímerkjadeild póstgíró

starfsmannastjóri

framkvæmdastjóri fjármálasvi›s innra eftirlit

stjórn

bókhald

forstjóri hagdeild launadeild tölvu- og uppl‡singadeild

alfljó›amál framkvæmdastjóri flutningasvi›s póstmi›stö› dreifingastö›var útkeyrsla flutningar innanlands og landpóstar fasteigna- og bifrei›adeild

framkvæmdastjóri fijónustusta›a rekstrarstjóri pósthús 1-22 fyrirtækjapósthús

6


ÁRSSK†RSLA ÍSLANDSPÓSTS 2000

STJÓRNENDUR

Guðmundur Oddsson Elías Jónatansson, ritari Lilja Rafney Magnúsdóttir Ólafur Sigurðsson, varaformaður stjórnar Ellert Kristjánsson Ísólfur Gylfi Pálmason Björn Jósef Arnviðarson, stjórnarformaður

stjórnendur

Stjórnarmenn Íslandspósts: (frá vinstri)

ÍSLANDSPÓSTS

Framkvæmdastjórn: (frá vinstri) Andrés Magnússon, starfsmannastjóri Áskell Jónsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Einar Þorsteinsson, forstjóri Anna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustustaða Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri flutningasviðs

7


ÁRSSK†RSLA ÍSLANDSPÓSTS 2000

ÁRSSK†RSLA Í haust flutti Íslandspóstur höfuðstöðvar sínar í nýtt húsnæði að Stórhöfða 29. Eftir flutningana eru aðalskrifstofur og stoðdeildir undir sama þaki en voru áður dreifðar á fimm staði á höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum fylgir ótvírætt hagræði þar sem öll starfsemi og þjónusta verður markvissari. Vinnuaðstaða starfsmanna hefur batnað til muna og eru um 100 starfsmenn í nýja húsnæðinu.

8


ÁRSSK†RSLA ÍSLANDSPÓSTS 2000

Heimakstur skráðra sendinga

ársskýrsla

Íslandspóstur leitar stöðugt nýrra leiða til að bæta þjónustu sína. Stórt skref var stigið í þá átt þegar heimakstur

hófst á ábyrgðarbréfum og bögglum. Með heimakstri verður meginhlutverk pósthúsa að taka við bréfum og bögglum og skila þeim inn í dreifikerfi fyrirtækisins, en flutningasvið sér um að koma þeim heim að dyrum. Þetta er umfangsmikið verkefni enda áætlað að heimakstur hafi verið um 1,5 milljónir sendinga á fyrsta starfsári og náð til 95% heimila í landinu. Með þessari nýju þjónustu opnast ýmsir vaxtarmöguleikar, m.a. í heimaverslun, póstverslun og netverslun, þar sem viðtakendur fá bögglana nú senda heim og þurfa ekki að sækja þá í póstafgreiðslu. Þannig vinnur Íslandspóstur með fyrirtækjum að því að verða síðasti hlekkurinn í virðiskeðju þeirra.

Auglýsingapóstur í sókn Það verður stöðugt dýrara fyrir fyrirtæki að ná til einstaklinga á hefðbundinn hátt með auglýsingum í fjölmiðlum. Oft er markpóstur mun hagkvæmari leið til að koma skilaboðum til neytenda og er hann kjörin leið fyrir fyrirtæki sem vilja koma sérhæfðum skilaboðum á framfæri til ákveðins hóps. Rannsóknir sýna að fólk les í miklum mæli markpóst sem berst inn á heimili. Jafnframt sýna kannanir að markpósti hefur aldrei verið helgað stærra hlutfall af auglýsingafjármagni fyrirtækja en nú.

Fjölpóstur hefur ótvírætt sannað gildi sitt sem áhrifaríkur auglýsingamiðill. Til marks um það hafa markaðskannanir sýnt að stór hluti landsmanna les fjölpóst, en það kemur sér vel fyrir fyrirtæki sem vilja kynna vörur sínar og þjónustu.

Rafræn tollafgreiðsla Nýtt verklag hefur verið tekið upp í tollafgreiðslu sem felst í því að viðtakendum ber að skila á rafrænan hátt tollskýrslum til Tollstjórans í Reykjavík en ekki til pósthúsa eins og áður var mögulegt. Í tengslum við þetta fyrirkomulag býður Íslandspóstur nýja þjónustu. Viðtakendur geta fengið Íslandspóst til að gera fyrir sig tollskýrslur og er þá hægt að afhenda sendingar strax til viðtakenda. Því fylgir hraðari afgreiðsla og minni umsýsla fyrir viðtakendur og má ætla að flutningstíminn styttist fyrir vikið um 1 til 2 daga.

9


ÁRSSK†RSLA ÍSLANDSPÓSTS 2000

Afgreiðslustaðir póstsins og aðaldreifingaleiðir. Pósthús Afgreiðslustöðvar Samstarf

Breytingar í rekstri pósthúsa Töluverðar breytingar urðu á póstafgreiðslu á höfuðborgarsvæðinu vegna þeirrar nýju þjónustu sem fólst í heimakstri á sendingum og breyttum reglum um tollafgreiðslu. Þá fækkaði verkefnum á pósthúsum um allt land. Símaþjónusta er lítil sem engin, greiðslumiðlun hefur minnkað og almennum bréfasendingum fækkað. Munar þar mestu um að Landssíminn hefur dregið viðskipti sín út úr pósthúsunum. Það hefur leitt til óhjákvæmilegrar hagræðingar í rekstri og fækkunar starfsfólks. Víðast hvar hefur það að mestu verið leyst með starfsmannaveltu og tilfærslum. Breytingar á höfuðborgarsvæðinu fólu í sér að pósthúsið að Stórhöfða flutti á vormánuðum í Spöngina í Grafarvogi og í haust flutti verslun Frímerkjasölunnar í pósthúsið í Pósthússtræti.

Ráðist hefur verið í uppstokkun á þjónustu Íslandspósts á landsbyggðinni og gripið til þess að draga úr yfirbyggingu og starfsmannahaldi með því að efna til samstarfs við önnur þjónustufyrirtæki. Með því móti er póstþjónustan aðlöguð nýjum aðstæðum en þjónustustigi haldið á hagkvæman hátt. Í sumar fluttu póstafgreiðslur á Laugarvatni og Flúðum í húsnæði Búnaðarbankans á hvorum stað. Í september hófst samstarf Íslandspósts og BVT ehf. í húsnæði þess síðarnefnda í Vík í Mýrdal. Einnig hófst samstarf við Sparisjóð Ólafsfjarðar og Sparisjóð Norðfjarðar á Reyðarfirði. Íslandspóstur flutti í húsnæði Sparisjóðsins á Ólafsfirði, en Sparisjóður Norðfjarðar keypti húsnæði Íslandspósts á Reyðarfirði. Alls eru 13 samstarfsaðilar víðs vegar á landinu sem sjá um póstafgreiðslu.

10


ÁRSSK†RSLA ÍSLANDSPÓSTS 2000

Nýtt þjónustuver á Akureyri Nýtt þjónustuver með aðalskiptiborði Íslandspósts var stofnað á Akureyri í október og er því ætlað að auðvelda viðskiptavinum Íslandspósts að afla sér upplýsinga og koma ábendingum á framfæri. Starfsmenn þjónustuversins hafa fengið sérstaka þjálfun í að svara og vinna úr fyrirspurnum um allt sem lýtur að þeirri þjónustu sem í boði er hjá Íslandspósti. Áhersla er lögð á skjót og markviss vinnubrögð. Þessum aðgerðum fylgir mikil hagræðing, sem felst m.a. í betri nýtingu á tíma starfsmanna. Þjónustuverið annast fyrst og fremst þjónustu við einstaklinga en ráðgjöf til fyrirtækja verður áfram sinnt af sölu- og þjónustudeild Íslandspósts í höfuðstöðvunum á Stórhöfða.

Mikið álag um jólin Mikið álag var á Íslandspósti um síðustu jól. Áætlað hafði verið að 10% aukning yrði á póstmagni miðað við árið 1999. Þó svo að það gengi eftir hafði ekki verið gert ráð fyrir að aukningin kæmi öll fram síðustu vikuna fyrir jól. Þá viku voru 23 þúsund eða 40% fleiri bögglar póstlagðir en árið áður. Álagið vegna þessa mikla bögglamagns varð gríðarlegt. Þrátt fyrir að yfir 100 bílar sinntu útkeyrslu og unnið væri dag og nótt í bögglaflokkun náðist ekki að koma tæpum 2 þúsund bögglum í dreifingu eða um 2,5% af því óheyrilega magni sem barst síðustu dagana. Vert er þó að taka fram að dreifing bréfa gekk vel sem og afhending böggla á landsbyggðinni. Meiri viðbúnaður verður fyrir afhendingu sendinga síðustu dagana fyrir næstu jól.

11


ÁRSSK†RSLA ÍSLANDSPÓSTS 2000

Útgáfa frímerkja Um auðugan garð er að gresja þegar útgáfa íslenskra frímerkja árið 2000 er skoðuð og hafa viðfangsefnin sjaldan verið fleiri. Mikið bar á efni úr náttúru Íslands auk þess sem tveggja stóratburða var minnst, þ.e. að þúsund ár voru liðin frá landafundum í Vesturheimi og kristni var lögtekin á Íslandi. Jafnframt var 125 ára afmælis landnáms Íslendinga vestanhafs minnst á veglegan hátt. Margt fleira ber fyrir augu í frímerkjaflóru liðins árs. Forvitnilegt er að virða fyrir sér hvalategundirnar andarnefju, hnúfubak, leiftur og hrefnu og þá ekki síður að fylgjast með lúnóttum Leppalúða og lendabreiðri Grýlu arka til byggða á jólafrímerkjunum.

12


ÁRSSK†RSLA ÍSLANDSPÓSTS 2000

Myntsölu ýtt úr vör Á haustmánuðum bauð Íslandspóstur upp á nýtt söfnunarsvið í nafni Myntsölunnar. Frímerkjadeildin hefur yfirumsjón með starfseminni, sem er í samvinnu við norska fyrirtækið Samlerhuset AS, en það er stærsta fyrirtæki í útgáfu og sölu minnispeninga og myntbréfa á Norðurlöndum. Samlerhuset kom að útgáfu á fyrsta íslenska myntbréfinu sem Íslandspóstur gaf út á síðasta ári í tilefni landafunda í Vesturheimi, en það var silfursleginn minnispeningur. Með hliðsjón af mjög góðum viðtökum má vænta fleiri myntbréfa á komandi árum.

Söfnunarklúbbur fyrir krakka Merkilegi klúbburinn var stofnaður á haustdögum með það að markmiði að efla áhuga á frímerkjasöfnun hjá krökkum. Árangurinn fór fram úr björtustu vonum; félagar í klúbbnum eru nú þegar orðnir 1200 talsins og eru flestir þeirra áskrifendur að nýjum frímerkjum. Ákvörðunin um stofnun klúbbsins var tekin í framhaldi af könnun sem sýndi að 6 til 12 ára börn víða á landinu hafa mikinn áhuga á alls konar söfnun, þó sérstaklega á frímerkjum, póstkortum og límmiðum. Samhliða þessu var vefsíða Merkilega klúbbsins sett á fót, www.postur.is/klubbur, þar sem hægt er að fara í létta leiki, eignast penna- og netvini, fá frekari fræðslu um frímerki og margt fleira.

13


ÁRSSK†RSLA ÍSLANDSPÓSTS 2000

í millj. sendinga

100 (94)

90 (85)

80

(72)

70

Þróun á póstmagni innanlands árin 1995–2000. Heildarmagn póstflutninga innanlands er enn að aukast eins og línuritið sýnir.

(65) (67) (63)

60

50 1996 1995

1998 1997

2000 1999

Auglýsingar báru árangur Hvað er jólakort? Þannig var spurt í nýrri sjónvarpsauglýsingu sem sýnd var fyrir jólin. Tilgangurinn var að minna á þá fallegu hefð að senda jólakort, sem er einföld og skemmtileg leið til að gleðja vini og vandamenn. Sjónvarpsauglýsingin fékk viðurkenningu frá Biskupsstofu í samkeppni um þá auglýsingu sem væri mest í anda jólanna, en hún þótti miðla vel kyrrð og innileika helgihaldsins, auk þess að færa boðskap um að gleðja aðra yfir hátíðirnar.

Í janúar var heimakstur kynntur í auglýsingaherferð í sjónvarpi, blöðum og útvarpi. Þá var sendur póstur til allra heimila og fyrirtækja þar sem þjónustan var kynnt rækilega. Töluverð aukning hefur verið á bögglasendingum og ánægja ríkt hjá viðskiptavinum með þjónustuna.

Besti fyrirtækjavefurinn Íslensku vefverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn 26. október og var www.postur.is, vefur Íslandspósts, valinn besti fyrirtækjavefurinn. Alls voru veitt verðlaun í sjö flokkum, en um 3 þúsund tilnefningar bárust til keppninnar.

14


Starfsmenn í hátíðarskapi Það lýsir vel góðum vinnuanda hjá Íslandspósti að starfsmenn fjölmenna jafnan þegar eitthvað stendur til. Úr nógu var að velja. Einna hæst bar sumar- og fjölskylduhátíðir Íslandspósts sem haldnar voru víða um land í fyrravor. Um 1.200 starfsmenn ásamt fjölskyldum komu saman í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, á Akureyri var farið í hjólreiðatúr um bæinn og samverustundar í Kjarnaskógi notið, starfsmenn frá Akranesi, Borgarnesi og Reykholti heimsóttu Stykkishólm og fóru í siglingu um Breiðafjörð og Reyðfirðingar, Eskfirðingar og Norðfirðingar brugðu sér til Egilsstaða. Auk þess voru farnar póstgöngur um allt land og fjölmenn og vel heppnuð árshátíð haldin á Broadway. Fjöldi starfsmanna í árslok var 1.777 manns sem töldu um 1.317 ársverk.

15


ÁRSSK†RSLA ÍSLANDSPÓSTS 2000

16


ÁRITUN ENDURSKO‹ENDA

Til stjórnar og hluthafa í Íslandspósti hf.

Við höfum endurskoðað ársreikning Íslandspósts hf. fyrir árið 2000. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymi og skýringar nr. 1–18. Ársreikningurinn er lagður fram af stjórnendum félagsins og á ábyrgð þeirra í samræmi við lög og reglur. Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar.

Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju. Samkvæmt því ber okkur að skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að leitt sé í ljós að ársreikningurinn sé í meginatriðum án annmarka. Endurskoðunin felur meðal annars í sér greiningaraðgerðir, úrtakskannanir og athugun á gögnum til að sannreyna fjárhæðir og aðrar upplýsingar sem fram koma í ársreikningnum. Endurskoðunin felur einnig í sér athugun á þeim reikningsskilaaðferðum og matsreglum sem notaðar eru við gerð ársreikningsins og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að endurskoðunin sé nægjanlega traustur grunnur til að byggja álit okkar á.

Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2000, efnahag þess 31. desember 2000 og breytingu á handbæru fé á árinu 2000 í samræmi við lög, samþykktir félagsins og góða reikningsskilavenju.

Ríkisendurskoðun, 6. apríl 2001.

Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi.

Reynir Kristjánsson, endurskoðandi.

18


REKSTRARREIKNINGUR

Skýr.

2000

1999

5

3.714.211

3.252.820

Aðrar rekstrartekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

446.715

647.171

Seld starfsemi póstgíró . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

75.000

Rekstrartekjur: Tekjur af póstþjónustu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

4.235.926

3.899.991

2.508.786

2.322.981

Beinn kostnaður við póstdreifingu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

720.124

746.696

Húsnæðiskostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

195.904

174.362

Kostnaðarverð seldra vara . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

54.074

94.123

Annar rekstrarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

397.814

474.461

273.957

192.614

4.150.659

4.005.237

Rekstrargjöld: Laun og launatengd gjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16

Afskriftir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

8

Rekstrarhagnaður (tap) án fjármunatekna og fjármagnsgjalda

85.267

(

105.246)

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld: Vaxtatekjur, verðbætur og gengismunur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vaxtagjöld og verðbætur

56.085

96.391

.................................

(

117.161) (

89.754)

Gengismunur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

(

44.873)

16.405

Reiknuð tekju- (gjald) færsla vegna verðlagsbreytinga . . . . . . . . . .

Tap fyrir tekjuskatt og eignarskatt

2

7.068

(

(

98.881)

(

13.614) (

Tekjuskattur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

8.002) 15.040

90.206)

0

35.762

Eignarskattur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

(

4.878) (

5.033)

Ta p á r s i n s :

(

18.492) (

59.477)

.............................................

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

19


EFNAHAGSREIKNINGUR

Eignir Skýr.

31.12.2000

31.12.1999

Fasteignir og lóðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

1.699.828

1.627.022

Áhöld, tæki og bifreiðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

586.340

570.524

2.286.168

2.197.546

Eignarhlutir í öðrum félögum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

8.121

2.521

Skuldabréf og bundnar innstæður . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

25.706

33.904

33.827

36.425

2.319.995

2.233.971

82.355

35.002

Viðskiptakröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

774.723

675.953

Orlofskröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

471.371

533.239

Aðrar skammtímakröfur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

165.656

432.656

...............................................

1.411.750

1.641.848

Markaðsverðbréf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

426.553

357.207

Handbært fé . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

396.143

136.258

Veltufjármunir samtals

2.316.801

2.170.315

Eignir samtals

4.636.796

4.404.286

Fastafjármunir: Varanlegir rekstrarfjármunir:

2,8

Áhættufjármunir og langtímakröfur:

Fastafjármunir samtals

Ve l t u f j á r m u n i r : Birgðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

7

Skammtímakröfur:

20

Fjárhæðir eru í þúsundum króna


31. DESEMBER 2000

Skuldir og eigið fé Skýr.

31.12.2000

31.12.1999

Hlutafé . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

1.447.500

1.447.500

Endurmatsreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

218.134

133.451

Varasjóður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

440.437

458.929

Eigið fé:

Eigið fé samtals

10, 11

2.106.071

2.039.880

Skuldabréfalán . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

12

952.766

616.855

Innlánsreikningar Póstgírós . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

347.037

270.000

Skuld við orlofsþega . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

481.331

507.442

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir . . . . . . . . . . .

715.512

951.844

29.201

13.232

4.878

5.033

1.577.959

1.747.551

Skuldir samtals

2.530.725

2.364.406

Skuldir og eigið fé samtals

4.636.796

4.404.286

Langtímaskuldir:

Skammtímaskuldir:

Næsta árs afborganir langtímaskulda . . . . . . . . . . . . . . . .

13

Skattar ársins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Ábyrgðarskuldbindingar

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

15

21


YFIRLIT UM SJÓ‹STREYMI ÁRI‹ 2000

Skýr.

2000

1999

R e k s t r a r h re y f i n g a r : Tap ársins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

( 18.492)

(

59.477)

Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: Afskriftir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

8

Reiknaðar (tekjur) gjöld vegna verðlagsbreytinga . . . . . .

2

273.957 (

Tekjuskattsskuldbinding . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

0

Verðbætur af langtímaskuldum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

65.753

Hagnaður af sölu eigna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

( 15.934)

Veltufé frá rekstri

192.614

7.068)

8.002 (

18.968) 34.391

(

298.216

55.982) 100.580

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum: Birgðir, (hækkun) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

( 47.353)

(

11.604)

Skammtímakröfur, lækkun (hækkun) . . . . . . . . . . . . . . . .

168.230

(

309.930)

Skammtímaskuldir, (lækkun) hækkun . . . . . . . . . . . . . . . . .

( 236.487)

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum

2.406

( 115.610)

(

319.128)

182.606

(

218.548)

442.277)

Handbært fé (til) frá rekstri

F j á r f e s t i n g a r h re y f i n g a r : Varanlegir rekstrarfjármunir: Fasteignir og lóðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

8

(161.965)

(

Áhöld, tæki og bifreiðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

8

( 178.260)

(

Söluverð seldra eigna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

85.331

281.480) 259.573

Áhættufjármunir og langtímakröfur: Fjárfesting í eignarhlutum í öðrum félögum . . . . . . . . . . . Breyting á skuldabréfaeign . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

(

5.600)

0

8.198 ( 252.296)

4.903 (

459.281)

F j á r m ö g n u n a r h re y f i n g a r : Tekin ný langtímalán . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

300.000

Afborganir langtímalána . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

( 13.873)

(

12.511)

Hækkun á viðskiptareikningum Póstgírós . . . . . . . . . . . . . . . .

112.794

(

137.155)

398.921

(

149.666)

329.231

(

827.495)

Hækkun (lækkun) á handbæru fé . . . . . . . . . Handbært fé í ársbyrjun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Handbært fé í árslok . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

0

493.465

1.320.960

822.696

493.465

Aðrar upplýsingar: Greiddir vextir langtímalána Greiddir skattar

22

49.052 5.032

Fjárhæðir eru í þúsundum króna


SK†RINGAR

Reikningsskilaaðferðir 1. Ársreikningur félagsins er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. Hann er í meginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Framsetningu hans hefur þó verið breytt til samræmis við reglu sem Reikningsskilaráð setti nýlega um framsetningu reglulegra og óreglulegra rekstrarliða. Reglur þessar fela í sér að hagnaður af sölu eigna að fjárhæð 15 millj. kr. er færður meðal rekstrartekna. Söluhagnaður eigna hefur undanfarin ár verið sýndur sem sérstakur liður, að frádregnum tekjuskatti, meðal annarra tekna og gjalda. Samanburðarfjárhæðum fyrra árs hefur verið breytt til samræmis við framangreinda breytingu, en þá nam hagnaður af sölu eigna 39 millj. kr. 2. Áhrif almennra verðlagsbreytinga á rekstur og fjárhagsstöðu félagsins eru reiknuð og færð í ársreikninginn miðað við hækkun á vísitölu neysluverðs á árinu, sem var 4,2%. Varanlegir rekstrarfjármunir eru endurmetnir með því að framreikna upphaflegt stofnverð þeirra og afskriftir til ársloka. Afskriftir eru færðar til gjalda á meðalverðlagi ársins. Áhrif verðlagsbreytinga á peningalegar eignir og skuldir eru reiknuð og færð í reikningsskilin og mynda reiknaðar tekjur vegna verðlagsbreytinga að fjárhæð 7 millj. kr. Endurmatsbreytingar hafa þau áhrif að fjárhæðir í efnahagsreikningi eru á verðlagi í árslok og rekstrarárangur ársins á meðalverðlagi. Endurmatshækkun rekstrarfjármuna og verðbreytingarfærsla eru færð í endurmatsreikning meðal eigin fjár í efnahagsreikningi, sbr. skýringu 10. 3. Skammtímakröfur, sem námu 1.412 millj. kr. í árslok samkvæmt efnahagsreikningi, eru færðar niður um 41 millj. kr. Ekki er um endanlega afskrift að ræða heldur er myndaður mótreikningur sem mæta á þeim kröfum sem kunna að tapast. 4. Áunnið ótekið orlof starfsmanna í árslok er fært til skuldar í efnahagsreikningi og nam það 136 millj. kr. Ógreiddar eftirstöðvar starfslokasamninga námu 10 millj. kr. í árslok og er sú fjárhæð færð til skuldar í efnahagsreikningi. 5. Tekjur félagsins af póstþjónustu eru bókaðar í þeim mánuði sem þjónustan er innt af hendi án tillits til þess hvenær uppgjör fyrir hana berast. 6. Eignir í erlendum gjaldmiðlum eru umreiknaðar í íslenskar krónur á kaupgengi í árslok en skuldir eru umreiknaðar á sölugengi. Eignir og skuldir sem bundnar eru verðtryggingu eru færðar miðað við vísitölur sem tóku gildi 1. janúar 2001. 7. Birgðir félagsins samanstanda af frímerkjum og rekstrarvörum. Frímerki eru færð til eignar á framleiðslukostnaðarverði og rekstrarvörubirgðir á innkaupsverði.

23


SK†RINGAR FRH.

Va r a n l e g i r re k s t r a r f j á r m u n i r 8. Varanlegir rekstrarfjármunir, endurmat þeirra og afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti, og greinast þannig: Fasteignir

Áhöld, tæki

og lóðir

og bifreiðar

Heildarverð 01.01.2000 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

1.797.230

796.099

2.593.329

Endurmat á árinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

76.470

36.330

112.800

Viðbót á árinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

161.965

178.260

340.225

Selt og niðurlagt á árinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

(

70.698)

(

Samtals

23.959)

(

94.657)

Heildarverð 31.12.2000 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

1.964.967

986.730

2.951.698

Afskrifað áður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

170.208

225.575

395.783

Endurmat á árinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

8.596

12.451

21.047

Afskrifað á árinu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

95.809

178.149

273.957

Afskriftir færðar út . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

(

9.473)

(

15.785)

(

25.257)

Afskrifað samtals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

265.139

400.390

665.530

Bókfært verð 31.12.2000 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

1.699.828

586.340

2.286.168

Afskriftahlutföll . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

0 - 4%

15 - 20%

9. Fasteignir og lóðir í eigu félagsins, sem bókfærðar eru á 1.700 millj. kr. í ársreikningnum, voru metnar á 1.402 millj. kr. samkvæmt fasteignamati í árslok 2000. Brunabótamat sömu eigna nam 2.632 millj. kr. á sama tíma.

Eigið fé 10. Yfirlit um eiginfjárreikninga: Hlutafé Endurmats-

Varasjóður

Óráðstafað

reikningur Staða 01.01.2000 .. . . . . . . . . . .

1.447.500

133.451

458.929

Tap ársins . . . . . . . . . . . . . . . . .

(

Endurmat fastafjármuna . . . . .

eigið fé

Samtals

0

2.039.880

18.492) (

91.751

18.492) 91.751

Tekjufærsla vegna verðlagsbreytinga . . . . . . . . .

( 7.068)

Tap jafnað fyrir varasjóð . . . . . Eigið fé samtals . . . . . . . . . . . .

24

( (

1.447.500

218.134

18.492) 440.437

7.068)

18.492 0

2.106.071

Fjárhæðir eru í þúsundum króna


SK†RINGAR FRH.

11. Eigið fé félagsins nam 2.040 millj. kr. í ársbyrjun sem jafngildir 2.125 millj. kr. í árslok miðað við 4,2% verðlagsbreytingar innan ársins. Eigið fé í árslok nemur 2.106 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi eða 19 millj. kr. lægri fjárhæð en í ársbyrjun miðað við verðlag í árslok. Breytingin greinist þannig:

Eigið fé í ársbyrjun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Samkvæmt ársreikningi

Á verðlagi 31.12.2000

2.039.880

2.125.147

Tap ársins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

(18.492)

(19.074)

Endurmat að frádreginni verðbreytingafærslu . . . . . . . . .

84.685

Eigið fé í árslok . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

2.106.073

2.106.073

Fjölmyntalán, vextir breytilegir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

339.539

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, verðtryggt lán, fastir vextir 6% . . . . . . . . . . . .

642.428

Langtímaskuldir 12. Yfirlit um langtímaskuldir:

981.967 Næsta árs afborganir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Langtímaskuldir samkvæmt efnahagsreikningi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

(

29.201) 952.766

13. Afborganir af langtímaskuldum í árslok greinast þannig á næstu ár: Árið 2001 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

29.201

Árið 2002 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

29.201

Árið 2003 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

29.201

Árið 2004 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

368.740

Árið 2005 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

29.201

Síðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

496.423 981.967

Skattamál 14. Yfirfæranlegt skattalegt tap félagsins í árslok nam 82 millj. kr. Skattalegt tap sem ekki nýtist á móti hagnaði innan átta ára frá því að það myndast fellur niður. Yfirfæranlegt skattalegt tap í árslok er nýtanlegt sem hér segir: Tap ársins 1999 nýtanlegt til ársloka 2007 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

66.110

Tap ársins 2000 nýtanlegt til ársloka 2008 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

14.612

Ójafnað skattalegt tap samtals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

80.722

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

25


SK†RINGAR FRH.

Ve ð s e t n i n g a r o g á b y r g ð a r s k u l d b i n d i n g a r 15. Félagið hefur skuldbundið sig til að greiða viðbótarframlag til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem nemur 6% af mismuni heildarlauna og viðmiðunarlauna þeirra starfsmanna sem nýta sér rétt til greiðslu iðgjalda í sjóðinn meðan þeir starfa hjá félaginu. Aðrar skuldbindingar vegna lífeyrisgreiðslna hvíla ekki á félaginu.

Starfsmannamál 16. Laun og launatengd gjöld greinast þannig: 2000

1999

Laun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

2.118.803

1.978.981

Launatengd gjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

272.875

263.310

Annar starfsmannakostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

117.108

80.690

Laun og launatengd gjöld samtals . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

2.508.786

2.322.981

Meðalfjöldi starfsmanna umreiknuð í heilsársstörf . . . . . .

1.317

1.298

Sundurliðanir 17. Meginstarfsemi félagsins felst í póstdreifingu sem er að hluta rekin í samkeppni við aðra aðila í sambærilegum rekstri og að hluta samkvæmt einkarétti til póstdreifingar. Rekstrarreikningi félagsins fyrir árið 2000 hefur verið skipt upp í þessa helstu rekstrarþætti eftir aðferðum sem þróaðar hafa verið af starfsmönnum félagsins. Taka aðferðir þessar mið af talningum á þeim pósti sem dreift er í samkeppni og samkvæmt einkarétti. Skipting rekstrarreiknings í framangreinda rekstrarþætti miðað við framangreindar forsendur er þannig: Einkaréttur

Samkeppni

Samtals

Rekstrartekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

2.139.390

1.712.305

3.851.695

Rekstrargjöld

1.978.434

2.121.293

4.099.727

.....................

Hagnaður (tap) fyrir efnahagsliði

.....

160.956

(

408.988)

(

Hagnaðaráhrif frá efnahag . . . . . . . . . . .

248.032) 229.540

Hagnaður (tap) ársins . . . . . . . . . . . . . . .

(

18.492)

Kennitölur 18. Helstu kennitölur um fjárhagsstöðu félagsins:

2000

1999

Veltufjárhlutfall - veltufjármunir/skammtímaskuldir

1,47

1,24

Eiginfjárhlutfall - eigið fé/heildarfjármagn

0,45

0,46

Innra virði hlutafjár - eigið fé/hlutafé

1,46

1,41

(0,9%)

(2,9%)

Arðsemi eigin fjár

26

Fjárhæðir eru í þúsundum króna


Umsj贸n, h枚nnun og umbrot: Mekkano Lj贸smyndir: Kristj谩n Maack Prentvinnsla: Svansprent hf.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.