ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
Ársskýrsla Íslandspósts 2019 4
Ávarp forstjóra: Nýtt upphaf
6
Ávarp stjórnarformanns: Á tímamótum
8
Stjórn Íslandspósts
8
Lykilstjórnendur Íslandspósts
9
Lykiltölur
10
Pósturinn á árinu 2019: Ár umbreytinga
13
Staðreyndir um Póstinn
15
Afkoma starfsþátta
17
Samstæðuársreikningur
18
Skýrsla stjórnar og forstjóra
20
Áritun ríkisendurskoðanda
21
Áritun óháðs endurskoðanda
23
Rekstrarreikningur 2019 og yfirlit um heildarafkomu ársins 2019
24
Efnahagsreikningur 2019
25
Eiginfjáryfirlit 2019
26
Sjóðstreymisyfirlit ársins 2019
27
Skýringar
3
Ávarp forstjóra
Nýtt upphaf 2019 var ár mikilla breytinga hjá Íslandspósti svo ekki sé fastara að orði komist. Stjórn og starfsfólk hafa unnið náið saman við að endurskipuleggja félagið og í raun endurhugsa alla nálgun á starfsemina og ekki síst þjónustuna við viðskiptavini okkar. Það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá hvað þessi hópur hefur verið samstíga í þessu verkefni og það er augljóst að það býr fítonskraftur og metnaður í öllum þeim sem nú koma að rekstri félagsins. Það eru mikil forréttindi fyrir mig að hafa fengið tækifæri til að vinna með þessum öfluga hópi á þessum gróskumiklu breytingatímum. Ég vil þakka öllum starfsmönnum félagsins fyrir að taka þátt af heilum hug í þessu breytingarferli á erfiðum tímum um leið og ég fullvissa þá um að framlag þeirra er forsenda þess að nú sjást jákvæð teikn á lofti í rekstrinum. Það lá fyrir að nauðsynlegt var að grípa hratt til aðgerða til þess að ná stjórn á fjárhagslegum hliðum rekstrarins en félagið var í þröngri stöðu í ársbyrjun. Þær aðgerðir sem gripið var til hafa skilað góðum árangri og sterkum viðsnúningi frá fyrri árum en áætlanir fyrir árið 2020 gera svo ráð fyrir enn betri afkomu og traustari rekstri þegar umbæturnar hafa skilað sér að fullu. Með því að einblína á hagræðingu og umbætur hefur tekist að lækka rekstrarkostnað félagsins umtalsvert og er ánægjulegt að sjá að rekstrarhagnaður (EBITDA, án einskiptiskostnaðar vegna endurskipulagningar) er 6,3% af veltu á árinu og eykst úr 0,7% frá fyrra ári á meðan tekjurnar voru nær þær sömu. Það er sérstaklega áhugavert að skoða afkomuna á 4. ársfjórðungi en þá var EBITDA félagsins 10,2% sem var umtalsverð aukning frá þeim 3,4% sem voru á sama tíma árið áður. Þá gefur launahlutfallið á þessu sama tímabili góð fyrirheit um framtíðina en það lækkaði úr 69% í 62% á meðan tekjurnar voru nær óbreyttar. Tap félagsins var 510 m.kr. á árinu sem er umtalsvert hærra en á fyrra ári þegar það var 292 m.kr. Þetta má skýra að stórum hluta með því að kostnaður við endurskipulagninguna var færður til bókar innan ársins. Áætlanir 2020 gera ráð fyrir að reksturinn nái ákveðnu jafnvægi og muni skila smávægilegu tapi en það verði viðsnúningur á árinu 2021 í hagnað sem mun svo aukast á komandi árum. Íslandspóstur hefur verið nokkuð skuldsettur á síðustu árum sökum fjárfestinga í allskyns innviðum sem vissulega nýtast vel í rekstrinum 4
en það er sérstaklega ánægjulegt að benda á að vaxtaberandi skuldir félagsins eru nú um 1,9 m.a. kr og lækka úr 3,4 m.a. kr. þegar mest var um mitt ár 2019. Hér munaði mest um hlutafjáraukningu sem gerð var á árinu en með lægri rekstrarkostnaði var unnt að setja það fé alfarið í að greiða niður skuldir félagsins í stað þess að nota það sem rekstrarfé. Á árinu urðu miklar breytingar á samstæðunni en flestöll dótturfyrirtæki Póstsins sem voru í rekstri voru seld. Gengið var frá sölu á Gagnageymslunni ehf. og Frakt flutningsmiðlun ehf. á haustmánuðum og farið var í opið söluferli á Samskiptum ehf. sem mun ljúka með sölu félagsins í upphafi 2020. Íslandspóstur mun því ekki eiga neitt dótturfélag sem er í virkri samkeppni eftir þessar breytingar. Þá er vert að taka fram að til stendur að halda áfram að selja eignir frá félaginu til þess að létta á skuldabyrðinni enn frekar. Vert er að minnast á að hagræðing hefur náðst á nær öllum stigum fyrirtækisins en ekki aðeins með fækkun starfsmanna, það hefur verið frábært að sjá hugmyndaauðgina og gróskuna hjá starfsmönnum okkar víðsvegar um landið við að finna nýjar, betri og ódýrari leiðir til þess að þjónusta viðskiptavini okkar. Eitt helsta verkefni ársins var að draga saman launakostnað félagsins í takti við breytingar í rekstrarumhverfi þess. Stöðugildum fækkaði alls um 14% á árinu en í árslok 2019 voru 721 stöðugildi í félaginu en 822 árið áður. Stjórnendum hefur fækkað um 30%, starfsmönnum sem vinna við almenn skrifstofustörf hefur fækkað um 27% og starfsmönnum í upplýsingatækni hefur fækkað um 25% svo eitthvað sé nefnt. Mögulegt var að ná þessari hagræðingu án þess að skerða þjónustu við viðskiptavini á nokkurn hátt sem er gríðarlega mikilvæg staðreynd. Aðalskrifstofur félagsins voru fluttar í mun minna og ódýrara húsnæði þar sem boðið er upp á verkefnamiðaða vinnuaðstöðu og er nú allt umhverfið með opnari og léttari brag en áður var. Þessi breyting hefur skilað sér í sterkari liðsheild og meiri samvinnu á milli deilda ásamt því að lækka húsnæðiskostnað umtalsvert. Miklar breytingar urðu einnig á lykilstjórnendateyminu á síðasta ári en nýtt og flatara skipulag var innleitt þar sem áhersla er lögð á léttari yfirbyggingu, styttri boðleiðir og hraðari ákvarðanatöku. Nýjir og öflugir stjórnendur og starfsmenn komu til starfa á mörgum stöðum í fyrirtækinu og hefur það hleypt nýju lífi í fyrirtækjamenninguna.
Þó hefur verið mest gefandi að sjá starfsmenn blómstra sem hafa unnið lengi hjá félaginu og eru nú að finna sig í nýjum hlutverkum. Það er nú lögð mikil áhersla á að skapa sterka leiðtogamenningu í fyrirtækinu og allir stjórnendur sem hafa mannaforráð fara á röð leiðtoganámskeiða þar sem unnið er markvisst að því að samstilla hópinn og bæta menninguna. Mannauður Íslandspósts er mikill og er algjör lykilforsenda þess að árangur er að nást í rekstrinum og þjónustunni. Stóraukin þjónusta við viðskiptavini Ein stærsta áskorun félagsins um þessar mundir er að ná að fóta sig í breyttum heimi þar sem hefðbundnum bréfum fer fækkandi og áherslan er ört að færast á pakkasendingar. Mikið hefur verið gert á síðust árum til þess að auka þjónustuna á þessu sviði en það verður samt að segjast eins og er að Pósturinn getur gert mun betur í þessum málum. Á árinu 2020 verður því gerð mikil gangskör í þessum málum og munu viðskiptavinir Póstsins sjá margar og mikilvægar nýjungar í þjónustu fyrirtækisins á árinu. Það er gríðarlega mikilvægt að félagið bjóði upp á stafrænar lausnir sem setja viðskiptavini við stjórnvölinn og leyfi þeim að ákveða hvernig þeir vilji nýta sér þjónustuna; hvar og hvenær hentar þeim að nálgast sínar sendingar, gera þeim auðvelt að senda inn gögn til tollaafgreiðslu og loks gera þeim kleift að ganga frá greiðslu. Pósturinn mun kynna nýtt smáforrit og vefsíðu á árinu sem mun umbreyta þessari stafrænu þjónustu algerlega. Þá verður Póstboxum fjölgað úr 8 í nær 40 á árinu og þau staðsett
um land allt. En það er bara byrjunin á þessari þróun því ljóst er að Póstboxunum mun fjölga mikið á komandi misserum enda er þetta sá hluti þjónustunnar sem mælist hvað best í þjónustukönnunum á meðal viðskiptavina. Að auki verða innleiddar ýmsar nýjungar svo sem afhendingar á pökkum á þjónustustöðvum samstarfsaðila en við það mun afgreiðslustöðum félagsins fjölga mikið og þjónustan færast nær viðskiptavinum um land allt. Þá eru ótaldar ýmsar nýjungar í þjónustu við netverslanir sem eru í þróun eftir samtöl við þá viðskiptavini og verða kynntar til sögunnar á árinu. Allar þessar nýju þjónustulausnir byggja á þeirri einföldu nálgun að hlusta vandlega á viðskiptavini, greina þarfir þeirra og aðlaga svo þjónustuna að þeim. Bætt þjónusta félagsins hvílir svo á traustri upplýsingatækni og því er mikil áhersla á þann hluta starfseminnar áætluð á komandi ári. Ársreikningur Íslandspósts 2019 sýnir fyrirtæki í miðju umbreytingarferli og er ásættanlegur sem slíkur. Betur má þó ef duga skal en ég er sannfærður um að allir starfsmenn félagsins munu leggja allan sinn metnað í að sjá til þess að þessi jákvæða þróun haldi áfram og að Íslandspóstur verði sterkara og betra fyrirtæki á komandi ári, landsmönnum öllum til heilla. Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts 5
Ávarp stjórnarformanns
Á tímamótum Íslandspóstur, líkt og önnur póstfyrirtæki víða um heim, stendur nú á miklum tímamótum í gjörbreyttu starfsumhverfi. Með samþykkt nýrra póstlaga sem tóku gildi um áramótin hefur sömuleiðis verið sköpuð ný umgjörð um póstþjónustu á Íslandi. Breyttum tímum fylgja nýjar áskoranir og lausnir en ekki síður tækifæri til að laga sig að og koma á móts við nýjar þarfir og með hagfeldum hætti, halda uppi þeirri þjónustu sem hvert samfélag vill tryggja. Líta ber á Íslandspóst sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki, sem sinnir mikilvægri almannaþjónustu á landsvísu. Í því ljósi þarf að skoða starfsumhverfi póstþjónustu í landinu, lagaumgjörð og reglur. Íslandspóstur ohf fagnaði nýlega 20 ára afmæli sínu, en saga póstsins spannar aldir. Íslandspóstur er af mörgum talið elsta starfandi fyrirtæki landsins, sem eigi sér sögu allt aftur til ársins 1776. Á þessum tíma hafa orðið miklar samfélagsbreytingar, líkt og í nágrannalöndunum. Bylting hefur orðið síðustu árin víða um heim í samskiptaleiðum fólks, hvernig viðskipti eru framkvæmd og með vaxandi netverslun. Samhliða hefur dregið mjög úr bréfasendingum. Vegna þessa hafa póstfyrirtæki hvert af öðru í hinum vestræna heimi síðustu 20 árin, þurft á ríkisstuðningi að halda til að geta haldið uppi því þjónustustigi sem þeim er uppálagt í viðkomandi landi. Íslandspóstur er eitt þeirra póstfyrirtækja sem hélt hvað lengst út samfara þessari miklu magn minnkun í bréfapósti. Til þess hefur verið hagrætt í rekstri, þjónustu breytt og hún löguð að nýjum aðstæðum. Það hefur reynst fyrirtækinu mikilvægt að nýta 6
dreifikerfi sín til pakkasendinga samhliða bréfadreifingu og létta kostnað við að veita þjónustu við bréfadreifingu um landið þar sem hún stendur ekki undir sér. Eitt helsta verkefni stjórnar og stjórnenda Íslandspósts hefur verið að leita leiða til enn frekari hagræðingar hjá fyrirtækinu en um leið halda uppi þeirri þjónustu sem fyrirtækinu er ætlað að veita á landsvísu. Sömuleiðis hefur verið unnið að því að styrkja tekjugrunn fyrirtækisins enn frekar. Sú vinna tekur aldrei enda. Mikilvægt er að Íslandspósti sem alþjónustuveitanda verði tryggt réttmætt endurgjald fyrir þá þjónustu sem fyrirtækinu er gert að veita hverju sinni en stendur ekki undir sér á markaðslegum forsendum. Á síðasta starfsári unnu stjórn og stjórnendur Íslandspósts að margvíslegum fleiri tillögum og hugmyndum sem miðuðu að því að umbreyta fyrirtækinu í takt við nýja tíma, bæta rekstrarhæfi þess og styrkja stöðu fyrirtækisins. Margt af því hefur nú þegar komið til framkvæmda. Sem dæmi um það er ákvörðun stjórnar fyrir rúmu ári síðan að öll dótturfyrirtæki Íslandspósts sem voru í rekstri skyldu seld svo fremi að rétt verð fengist fyrir hlutina. Það hefur gengið eftir og eru þessi fyrirtæki nú seld eða í söluferli. Á síðasta aðalfundi tilkynnti Ingimundur Sigurpálsson að hann myndi láta af störfum og er honum þakkað langt og farsælt starf fyrir Íslandspóst. Í kjölfarið var starf forstjóra auglýst og nýr forstjóri ráðinn. Birgir Jónsson kom til starfa sem forstjóri 6. júní sl. og kom hann inn með víðtæka reynslu og margvíslegar skapandi lausnir
og nýjungar sem henta vel við þá breytingastjórnun sem stjórn og stjórnendur hafa unnið að að undanförnu. Með nýjum forstjóra tók við nýtt stjórnendateymi og var framkvæmdastjórum og lykilstjórnendum fækkað í því umbreytingaferli sem hófst í sumar og haust. Margt í því umbreytingarferli sem hefur átt sér stað og stjórn hefur tekið ákvarðanir um ásamt stjórnendum er sársaukafullt, ekki síst að segja upp starfsfólki sem margt hafði starfað lengi hjá fyrirtækinu, en þær ákvarðanir ásamt því að minnka yfirbyggingu fyrirtækisins voru óhjákvæmilegar. Okkar í stjórn Íslandspósts beið einfaldlega það hlutverk að hagræða í rekstri og tryggja um leið að það kæmi sem minnst niður á þjónustu fyrirtækisins við viðskiptavini á landinu öllu og stjórnarmenn bera ábyrgð sem slíkir líkt og í almennum hlutafélögum. Á sama tíma urðum við að búa fyrirtækið undir þær breytingar sem felast í nýrri löggjöf um póstþjónustu og afnám einkaréttar. Vissulega hefur þetta því verið vandasamt verk, en stjórnin, sem samanstendur af öflugu fólki með fjölbreytta þekkingu og reynslu, hefur verið samstíga í þessum aðgerðum og unnið þétt saman. Við höfum myndað gott teymi með nýjum forstjóra. Hlutverk okkar er að gera Íslandspóst að verðmætu félagi sem veitir viðskiptavinum góða þjónustu. Hlutverk stjórnvalda er hins vegar að skilgreina hlutverk fyrirtækisins og taka ákvarðanir um framtíð þess.
á þessu ári og staða fyrirtækisins haldi áfram að styrkjast. Hér skipta sköpum þær víðtæku hagræðingaraðgerðir sem gripið hefur verið til undanfarna mánuði og það vel heppnaða breytingaferli sem hefur átt sér stað hjá Íslandspósti. Megináhersla er á kjarnastarfsemi fyrirtækisins og að ráðast í margvíslegar nýjungar í þjónustu, svo sem með póstboxum og frekari stafrænni þjónustu. Áfram er unnið að því að bæta og nútímavæða þjónustuna og er margt í undirbúningi sem mun án efa falla viðskiptavinum vel í geð um land allt. Enn fremur eru margvísleg tækifæri til að vinna með fyrirtækjum og viðskiptavinum á landsbyggðinni, sem hvað háðastir eru því að njóta þjónustu Póstsins, að þróun nýrra lausna til samskipta og sendinga sem styrkja byggðaþróun í landinu. Ég vil að lokum þakka starfsfólki, stjórnendum og stjórn Íslandspósts fyrir samstarfið á árinu. Þá vil ég ekki síður þakka gott samstarf við ráðuneyti, Ríkisendurskoðun og þingnefndir sem komið hafa að því með okkur á umliðnu starfsári að styrkja stöðu Íslandspósts og greina leiðirnar frammávið til að takast farsællega á við þær áskoranir sem fram undan eru og veita landsmönnum öllum góða þjónustu. Við siglum inn í nýtt starfsár sem er bæði krefjandi, en felur einnig í sér tækifæri til að móta Íslandspósti farsæla framtíð. Bjarni Jónsson Stjórnarformaður Íslandspósts
Að undanförnu höfum við verið að sjá mikinn viðsnúning til hins betra í rekstri Íslandspósts og vonumst til þess að reksturinn verði jákvæður 7
Stjórn Íslandspósts
Thomas Möller Eiríkur Haukur Hauksson Bjarni Jónsson, formaður stjórnar Jónína Björk Óskarsdóttir Auður Björk Guðmundsdóttir
Lykilstjórnendur Íslandspósts
Héðinn Gunnarsson, forstöðumaður vörustýringar Georg Haraldsson, forstöðumaður stafrænna lausna og upplýsingatækni Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri Birgir Jónsson, forstjóri Þórhildur Ólöf Helgadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs
8
ANNUAL REPORT
ÁRSSKÝRSLA 2019
Lykiltölur Lykiltölur 2019
Rekstrartekjur ........................................................
7.745.090
2018
2017
7.755.997
9.194.412
Laun og launatengd gjöld .........................................
(5.145.400)
(5.440.112)
(5.420.566)
Annar rekstrarkostnaður ..........................................
(2.108.881)
(2.265.439)
(3.014.921)
Kostnaður vegna endurskipulagningar ........................
(225.135) (7.479.416)
0 (7.705.551)
0 (8.435.487)
Rekstrarafkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA)
265.674
50.446
758.925
Leiðrétt EBITDA*
490.809
50.446
758.925
Hrein fjármagnsgjöld ...............................................
(260.432)
(12.658)
(118.333)
Afskriftir ................................................................
(646.253)
(400.786)
(407.778)
Tap fyrir tekjuskatt ..................................................
(641.011)
(362.998)
232.814
Tekjuskattur ...........................................................
116.808
Tap af áframhaldandi starfsemi Aflögð starfsemi ...................................................... Tap og heildarafkoma ársins
72.312
(16.415)
(524.203)
(290.686)
216.399
13.381
(1.969)
0
(510.822)
(292.655)
216.399
Kennitölur Veltufjárhlutfall .......................................................
1,25
0,65
0,92
Eiginfjárhlutfall .......................................................
0,45
0,35
0,44
Innra virði hlutafjár .................................................
1,09
1,54
1,74
-11,6%
9,4%
Arðsemi eigin fjár ....................................................
-15,9%
Launahlutfall ..........................................................
66%
70%
59%
EBITDA hlutfall .......................................................
3,4%
0,7%
8,3%
Leiðrétt EBITDA* hlutfall af tekjum ............................
6,3%
0,7%
8,3%
Leiðrétt EBIT* hlutfall af tekjum ................................
-2,0%
-4,5%
3,8%
# Leiðrétting fyrir kostnaði vegna endurskipulagningar
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
9
Ár umbreytinga Árið 2019 var ár mikilla umbreytinga hjá Íslandspósti. Nýr forstjóri tók til starfa í júnímánuði og í kjölfarið urðu breytingar á yfirstjórninni þegar skipulagið var tekið til gagngerrar endurskoðunar og teymi lykilstjórnenda stillt upp. Margvíslegar aðrar breytingar voru gerðar á stjórnendahóp fyrirtækisins og fækkaði stjórnendum um 30% á árinu. Markmiðið með breytingunum var að hafa skipulag fyrirtækisins flatara, boðleiðir styttri og ákvarðanatökur hraðari. Hagræðingaraðgerðir ársins voru til þess fallnar að skera niður kostnað með sem minnstum áhrifum á þjónustu fyrirtækisins. Þær miðuðu fyrst og fremst að því að minnka framtíðarrekstrarkostnað félagsins en það ber að taka fram að einskiptiskostnaður sem ekki fellur til aftur er inni í kostnaðartölu fyrir árið 2019. Meðal þeirra aðgerða sem gripið var til var fækkun starfsmanna sem lækkar launakostnað, flutningur höfuðstöðva í hagkvæmara húsnæði og flutningur póstdreifingar á einn stað. Við sameiningu póstdreifingar var losað um þrjár fasteignir. Hlutafjáraukning var að fullu nýtt til að greiða niður vaxtaberandi lán félagsins og minnka vaxtagjöld. Aukning á fyrningum félagsins á milli ára voru meðal annars vegna flutninga og breytinga á hrakvirði eigna félagsins. Áherslan síðari hluta árs var á að stórbæta þjónustu og þróa stafrænar lausnir sem eru í takt við þarfir nútímans. Hraðafgreiðsla á pósthúsum Fjöldi pakkasendinga í kringum netverslunardagana „Black Friday“ og „Cyber Monday“ hefur aldrei verið meiri en á árinu. Til þess að flýta afgreiðslu á pósthúsum í kringum þennan álagstíma tók Pósturinn í gagnið sérstakar handtölvur. Starfsmenn pósthúsa gátu með handtölvunum boðið upp á hraðafgreiðslu fyrir alla sem voru með rafrænar upplýsingar um sendingar. Mikil ánægja var meðal viðskiptavina með þessa þjónustu og hefur biðtími á pósthúsum fyrir jólin aldrei verið styttri. Póstboxin aldrei verið vinsælli Fjöldi afhendinga í Póstbox á höfuðborgarsvæðinu náði nýjum hæðum á árinu. Viðskiptavinir voru ánægðir með sólarhringsaðgengi boxanna og sífellt fleiri velja þau sem sinn forgangs afhendingarmöguleika. Nú er svo komið að ánægðustu viðskiptavinir Póstsins eru þeir sem nota Póstbox en ánægja með þjónustuna jókst á milli ára, samkvæmt könnun Gallup. Ákvörðun hefur því verið tekin um að fjölga Póstboxum umtalsvert um allt land á árinu 2020. Undirbúningur pakkastöðva Pósturinn undirbjó á árinu tæknilausn fyrir nýja tegund afhendingarleiðar sem mun kallast pakkastöð. Í samstarfi við smásöluaðila mun Pósturinn afhenda fyrirframgreiddar pakkasendingar á mun fleiri afgreiðslustöðum en áður hefur verið. Skrifað hefur verið undir samning við fyrsta samstarfsaðilann og munu fyrstu pakkastöðvarnar opna á höfuðborgarsvæðinu fyrri hluta árs 2020. Breytingar í vöruframboði Í lok árs var tekin ákvörðun um að hætta að selja gjafavörur, 10
gosdrykki og sælgæti á pósthúsum um land allt en þessi ákvörðun er liður í því að Pósturinn selji einungis vörur og þjónustu sem tengjast kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Á pósthúsum verður áfram boðið upp á vörur sem tengjast starfseminni beint, til að mynda kassa, umslög og aðrar pökkunarvörur. Hagræðing á dreifingarstöðvum Á árinu var ráðist í sameiningu allra dreifingarstöðva á höfuðborgarsvæðinu inn í Póstmiðstöð en stækkun á henni lauk á árinu sem gerði Póstinum mögulegt að ráðast í þessa breytingu. Póstmiðstöðin býður nú upp á mun betri aðstöðu fyrir starfsmenn og stærri vinnslusal. Með sameiningunni fækkaði starfsstöðvum Póstsins um þrjár en dreifingarstöðvum í Vesturbæ, Grafarvogi og Hafnarfirði var lokað. Þá ber að nefna að Pósturinn fækkaði umtalsvert þeim fermetrum sem fyrirtækið notar fyrir vinnslu og flokkun pósts, ásamt því að færi gafst að hagræða í stjórnun og starfsmannahaldi sem og að samnýta innviði fyrirtækisins betur. Heimkeyrsla á höfuðborgarsvæðinu Á árinu var skipulag við útkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu tekið til endurskoðunar en tilgangurinn með því var að hækka afhendingarhlutfall sendinga, sem var um 70%. Tæknilegar breytingar voru gerðar sem styttu afhendingartímabil viðskiptavina úr fimm klukkustundum (kl. 17-22) í þrjátíu mínútur (t.d. 17:0017:30). Einnig var upplýsingagjöf til viðskiptavina aukin ásamt því að þjónustusíma var bætt við á kvöldin. Ánægja viðskiptavina jókst mikið eftir breytinguna og afhendingarhlutfallið er komið í um 85% og fer hækkandi. Aukin þjónusta við netverslanir Á síðari hluta árs var lögð áhersla á aukið samstarf við netverslanir og ítrekað leitað til eigenda netverslana til að fá fram þeirra óskir um þjónustu frá Póstinum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og eigendur netverslana komu með margar góðar hugmyndir. Eitt af því sem kom fram var ósk um að netverslanir gætu skilað sendingum af sér til Póstsins hvenær sem er sólarhringsins, ekki bara á opnunartíma pósthúsa. Hafist var handa við innpökkun á slíkri þjónustu og í lok árs var Netlúgan kynnt til sögunnar. Í Netlúguna geta netverslanir nú komið sendingum frá sér þegar þeim hentar og þeim að kostnaðarlausu. Mannauður Hjá Póstinum starfa um það bil 900 starfsmenn sem sinna um 721 stöðugildum. Fyrirtækið hefur fengið jafnlaunavottun og vinnur markvisst í því að eyða út kynbundnum launamun. Fræðsludeild Póstsins heldur úti öflugu fræðslustarfi og hefur sérstök áhersla verið á nýliðaþjálfun og fræðslu í tengslum við öryggismál og persónuvernd. Á árinu var aukin áhersla sett á stafræna þjálfun meðal annars með innleiðingu á nýjum stafrænum fræðsluvef. Öflug leiðtogamenning Pósturinn leggur mikla áherslu á að móta sjálfbæra leiðtogamenningu þar sem allir stjórnendur eru öflugir og þjónandi leiðtogar mannauðs þar sem liðsheild, þjálfun, frammistaða, góður starfsandi og
ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
EBITDA 2009-2019 Milljónir króna
800.000 700.000 600.000 500.000
*
400.000 300.000
framúrskarandi vinnuumhverfi eru í forgrunni. Öflug leiðtogamenning leiðir til meiri starfsánægju, aukins árangurs í rekstri og aukinnar ánægju viðskiptavina með þjónustu Póstsins. Starfsfólk mannauðssviðs hefur þróað sérsniðna þjálfun fyrir stjórnendur og leiðtoga en á árinu 2019 fóru um 65 stjórnendur í gegnum hana. Þar er unnið markvisst með að veita og taka á móti hrósi sem og að veita uppbyggilega endurgjöf til að bæta frammistöðu. Lögð er rík áhersla á styrkleikamiðaða stjórnun þar sem stjórnendur eru þjálfaðir í að skilgreina eigin styrkleika sem og annarra, vinna markvisst að því að efla þá ásamt því að vera meðvitaðir um skuggahliðar í eigin fari og finna leiðir til að vinna bug á þeim. Topphegðun og botnhegðun Pósturinn leggur lykiláherslu á árangur og þess vegna fá stjórnendur þjálfun í að skilgreina topphegðun og ástunda hana meðvitað alla daga. Sömuleiðis er unnið með að skilgreina botnhegðun sem vitað er að hindrar árangur en unnið er að því að starfsmenn séu meðvitaðir um eigin botnhegðun til að geta útilokað hana í starfseminni. Með því að skilgreina topphegðun og botnhegðun með starfsfólki er verið að leggja skýrar línur um hvað er í lagi og hvað ekki á vinnustöðum. Sameiginlegur skilningur á ásættanlegri hegðun og framkomu leggur þungt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að því að útrýma meðvirkni hjá Póstinum en mikil áhersla hefur verið lögð á hugtakið meðvirkni í stjórnun þar sem stjórnendur og starfsfólk fær þjálfun og aðstoð við að brjóta upp meðvirknimynstur og taka á málunum. Þannig sköpum við traust, eflum samheldni, aukum starfsánægju og framleiðni. Breytingastjórnun og persónuleg markmið Breytingastjórnun og liðsheildarvinna hefur verið í forgrunni enda stendur Pósturinn frammi fyrir síbreytilegum áskorunum varðandi öflugar og hraðar dreifingarlausnir sem standast kröfur viðskiptavina. Stjórnendur setja sér enn fremur persónuleg þróunarmarkmið og teikna upp sína framtíðarsýn í starfi þar sem þeir skuldbinda sig til að vera öflugir leiðtogar og tengja sína eigin starfsþróun beint við stefnu og framtíðarsýn Póstsins. Samfélagsábyrgð Pósturinn leggur áherslu á samfélagsábyrgð og vill starfa í sátt við umhverfið og samfélagið. Vitund starfsmanna um heilbrigt líferni hefur verið efld. Skuldbindur Pósturinn sig til að vinna eftir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um að stefna og starfshættir fyrirtækisins séu í samræmi við tíu alþjóðleg grundvallarviðmið sáttmálans er varða mannréttindi, vinnumál, umhverfismál og spillingu. Íslandspóstur ohf. hefur farið í gegnum úttekt frá KPMG á áhættumati skv. lögum nr. 140/2018 og vinnur samkvæmt því. Siðferði, spilling, mútur og mannréttindi Pósturinn virðir almenn mannréttindi, rétt allra til félagafrelsis og kjarasamninga. Rík áhersla er lögð á að verktakar fari eftir gildandi lögum í landinu er varða sína starfsmenn, sama hvort það eru þeirra launþegar eða undirverktakar. Verið er að vinna að skriflegum viðmiðum um aðgerðir gagnvart siðferði, spillingu og mútum sem áætlað er ljúki á árinu 2020.
200.000 100.000 0
*vegna endurskipulagningar
Afkoma 2009-2019 Milljónir króna 250 200 150 100 50 0 -50 -100 -150 -200 -250 -300 -350 -400 -450 -500 -550
Einkaréttur - magnbreyting Milljónir bréfa
60
51
40 39
30
20 13
0
Raun
Spá
11
Pósturinn árið 2019
721 stöðugildi
Um 45 milljónir póstsendinga á ári
8 póstbox
49 rafhjól
12
58 starfsstöðvar um allt land
Dreifing á öll heimili landsins annan hvern dag
Um 189 þúsund símtöl yfir árið
Um 30 þúsund netsamtöl yfir árið
134 bifreiðar um allt land
13
ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
Afkoma starfsþátta Afkoma starfsþátta Í þeim tilgangi að greina afkomu gerir Íslandspóstur upp meginstarfsþætti fyrirtækisins sem skiptast í (i) Einkarétt innan alþjónustu, (ii) Samkeppni innan alþjónustu og (iii) Samkeppni utan alþjónustu. Tekjum og gjöldum hefur verið skipt upp í þessa helstu starfsþætti eftir viðurkenndum aðferðum sem taka meðal annars mið af magni og umfangi við meðhöndlun sendinga ásamt reiknaðri ávöxtunarkröfu á fjármagn. Settar eru fram kröfur um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekenda í reglugerð nr. 313/2005. Reglugerðin inniheldur meðal annars ákvæði um framkvæmd aðgreiningarinnar og upplýsingaskyldu póstrekenda til Póst- og fjarskiptastofnunar. Í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar sendir Íslandspóstur Póstog fjarskiptastofnun árlega sundurliðaðar bókhalds- og fjármálaupplýsingar varðandi aðgreininguna. Póst- og fjarskiptastofnun hefur með yfirliti vegna bókhaldslegs aðskilnaðar Íslandspósts árið 2018, dagsettu þann 13. desember 2019, staðfest framkvæmd og niðurstöður vegna ársins 2018. Forsendur og niðurstöður fyrir árið 2019 eru sendar til Póst- og fjarskiptastofnunar í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar sem mun taka þær til umfjöllunar. Niðurstöður Íslandspósts um skiptingu rekstrar í framangreinda starfsþætti eru þannig:
2019
Einkaréttur * innan alþjónustu
Samkeppni * innan alþjónustu
Samkeppni utan alþjónustu
Rekstrartekjur .......................................
2.603.409
4.013.395
Rekstrargjöld ........................................
(2.691.098)
(5.036.597)
(701.835)
Afkoma starfsþátta ................................
(87.689)
(1.023.202)
378.936
1.080.771
Samtals 7.697.575 (8.429.530) (731.955)
Eignarekstur .........................................
104.325
Afkoma fyrir tekjuskatt ..........................
(627.630)
Tekjuskattur ......................................... Afkoma ársins .......................................
116.808
2018
(510.822) Einkaréttur * innan alþjónustu
Samkeppni * innan alþjónustu
Rekstrartekjur .......................................
2.788.870
3.886.148
Rekstrargjöld ........................................
(2.735.960)
Afkoma starfsþátta ................................
52.910
Samkeppni utan alþjónustu
Samtals
1.110.827
7.785.845
(5.050.304)
(917.615)
(1.164.156)
193.212
(8.703.879) (918.034)
Eignarekstur .........................................
553.257
Afkoma fyrir tekjuskatt ..........................
(364.777)
Tekjuskattur ......................................... Afkoma ársins .......................................
(292.655)
72.122
*Á Íslandspósti hvílir alþjónustuskylda sem nær til sendinga allt að 20 kg. Henni fylgir sú kvöð að sinna þeim þáttum þjónustunnar sem ekki eru arðbærir. Samhliða alþjónustuskyldunni hefur félagið einkarétt á dreifingu áritaðra bréfa undir 50 g og er tekjum vegna einkaréttar meðal annars ætlað að standa undir þeim þáttum þjónustunnar sem ekki eru arðbærir en veittir eru eingöngu á grundvelli alþjónustuskyldunnar. Hluti af kostnaði sem færður er meðal rekstrargjalda í samkeppni innan alþjónustu tilheyrir þeim óarðbæru þáttum sem tekjum af einkarétti er ætlað að standa undir.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
15
SAMSTÆÐUÁRSREIKNINGUR
ÍSLANDSPÓSTS 2019
Skýrsla stjórnar og forstjóra
Skýrsla stjórnar og forstjóra Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. fyrir árið 2019 er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Tilgangur félagsins er að veita hvers konar póstþjónustu á grundvelli laga og reglugerða sem þar um gilda. Íslandspóstur ohf. gegnir veigamiklu hlutverki í því að tengja fólk, fyrirtæki og samfélög með því að miðla mikilvægum upplýsingum, gögnum og vörum til allra landsmanna og viðskiptavina þeirra hvar sem þeir eru á landinu. Um starfsemi á árinu: Tap samstæðunnar á árinu samkvæmt rekstrarreikningi nam.............................................................................................. Eignir samstæðunnar í árslok samkvæmt efnahagsreikningi námu....................................................................................... Bókfært eigið fé í árslok samkvæmt efnahagsreikningi nam.................................................................................................. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar í árslok samkvæmt efnahagsreikningi nam......................................................................... Fjöldi ársverka á árinu nam......................................................................................................................................................
(510.822) 7.082.237 3.202.733 45,2% 721
Tap samstæðunnar skýrist að hluta til af einskiptiskostnaði við endurskipulagningu félagsins eða 225 milljónir kr. á árinu 2019. EBITDA að frádregnum kostnaði við endurskipulagningu er 491 milljón kr. eða 6,3% á árinu 2019. Í lok ársins var einn hluthafi í Íslandspósti ohf, en hlutafé þess var aukið um 1.500 milljónir kr. á árinu 2019 sem var að stærstum hluta nýtt til að greiða niður vaxtaberandi skuldir samstæðunnar. Árið 2019 var viðburðarríkt hjá félaginu, nýr forstjóri tók til starfa um mitt árið og hefur félagið gengið í gegnum miklar breytingar í kjölfar þess. Mikil endurskipulagning hefur átt sér stað og létt hefur verið á yfirbyggingu samstæðunnar með tilliti til þess að lækka kostnað. Þær aðgerðir hafa borið árangur og segja má að samstæðan sé mun betur í stakk búin til að takast á við komandi verkefni í kjölfar þeirra en það voru mikil batamerki á rekstri þess seinni hluta árs 2019. Hafa ber þó í huga að ábati við endurskipulagninguna mun að fullu koma í ljós á rekstrarárinu 2020. Ný póstlög voru samþykkt á árinu sem munu gjörbreyta rekstrarumhverfi Íslandspósts ohf. Með nýjum lögum verður t.d. einkaréttur á bréfum afnuminn sem er fagnaðarefni og algerlega í takt við afstöðu stjórnar félagsins sem lengi hefur talið að það þjóni ekki hagsmunum þess að hafa einkarétt. Rekstur Íslandspósts hefur verið afar þungur á síðustu árum enda eru skyldur sem lagðar eru á það miklar hvað varðar þjónustustig og það hlutverk að veita sambærilega þjónustu um allt land. Ísland er eitt af strjálbýlustu löndum heims og því er ljóst að á sumum svæðum eru ekki markaðslegar rekstrarforsendur til staðar. Hrun í bréfamagni hefur haft veruleg áhrif á tekjustofna fyrirtækisins og á sama tíma hafa tekjustofnar vegna sendinga erlendis frá dafnað en tilkostnaður við að afla þeirra tekna hefur verið tekjunum yfirsterkari. Þetta samspil hefur því leitt til verulegs taprekstrar síðustu ár. Á árinu 2019 var sett viðbótargjald á allar sendingar sem koma frá útlöndum eftir heimild frá Alþingi og þá gera ný póstlög ráð fyrir því að alþjónustuveitanda sé greitt fyrir þjónustu á óarðbærum svæðum. Þessar staðreyndir, ásamt endurskipulagningu félagsins gera það að verkum að mögulegt er að horfa fram til bjartari tíma hjá fyrirtækinu. Hins vegar er mikilvægt að fyrirtækið sýni mikið aðhald í rekstri og haldi áfram að nýta öll tækifæri sem gefast til að lækka kostnað eins mikið og mögulegt er og auka tekjur, en jafnframt að veita góða þjónustu. Tækifærin liggja í hagkvæmari meðhöndlun sendinga með skilvirkari upplýsingavinnslu og aukinni sjálfvirkni í vinnslu og afhendingu sendinga. Sameining allra dreifingarstöðva undir einu þaki í Póstmiðstöð hefur opnað mörg tækifæri til skilvirkari rekstrar í flokkun og dreifingu sem mun skila sér á komandi árum.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
18
Ársreikningur Íslandspósts ohf.
2
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
Skýrsla stjórnar og forstjóra
Skýrsla stjórnar og forstjóra Stjórn félagsins leggur til að tap ársins verði yfirfært til næsta árs, en vísar að öðru leyti í ársreikninginn um breytingar á eigin fé félagsins.
Að áliti stjórnar og forstjóra Íslandspósts ohf. koma fram í ársreikningi þessum allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að glöggva sig á stöðu félagsins í árslok, rekstrarárangri ársins og fjárhagslegri þróun á árinu.
Stjórn og forstjóri Íslandspósts ohf. staðfestir hér með ársreikning félagsins með undirritun sinni. Reykjavík, 17. febrúar 2020
Í stjórn
Bjarni Jónsson
Auður Björk Guðmundsdóttir
Thomas Möller
Jónína Björk Óskarsdóttir
Eiríkur Hauksson
Forstjóri
Birgir Jónsson
19 Ársreikningur Íslandspósts ohf.
3
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
Áritun ríkisendurskoðanda
Áritun ríkisendurskoðanda Til stjórnar og hluthafa Íslandspósts ohf.
Forsendur, hlutverk og ábyrgð ríkisendurskoðanda Ríkisendurskoðandi starfar á grundvelli laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, og siðareglur alþjóðasamtaka ríkisendurskoðana. Hlutverk ríkisendurskoðanda er að tryggja að fram fari endurskoðun og eftirlit í samræmi við 4. gr. laganna.
Ríkisendurskoðandi ber húsbóndaábyrgð á störfum þeirra endurskoðenda sem starfa hjá Ríkisendurskoðun og framkvæma endurskoðun á grundvelli laga um endurskoðendur og endurskoðun, lögum um ársreikninga og þeim almennu reglum sem þeir hlíta samkvæmt alþjóðlegum endurskoðunarstöðum.
Kannað var hvort rekstur félagsins var í samræmi við þau lög sem um félagið gilda og eftir atvikum fjárlög og fjáraukalög sbr. meginreglur laga nr. 46/2016 og lög um opinber fjármál nr. 123/2015.
Endurskoðunin var framkvæmd í samræmi við lög nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga og lög nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun. Ríkisendurskoðun, 17. febrúar 2020
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisendurskoðandi
20
Ársreikningur Íslandspósts ohf
4
ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
Áritun óháðs endurskoðanda Áritun óháðs endurskoðanda Til stjórnar og hluthafa Íslandspósts ohf. Álit Við höfum endurskoðað meðfylgjandi samstæðuársreikning Íslandspósts ohf. fyrir árið 2019. Samstæðuársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Það er álit okkar að samstæðuársreikningurinn sýni glögga mynd af fjárhagsstöðu Íslandspósts ohf. 31. desember 2019, afkomu félagsins og breytingu á handbæru fé á árinu 2019, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og lög um ársreikninga.
Grundvöllur fyrir áliti Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst í kaflanum um ábyrgð endurskoðanda hér á eftir. Við erum óháð Íslandspósti ohf. og höfum starfað í samræmi við lög nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun og siðareglur endurskoðenda. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á samstæðuársreikningnum.
Aðrar upplýsingar Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslu stjórnar sem fylgir samstæðuársreikningi þessum eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum.
Ábyrgð stjórnar og forstjóra á samstæðuársreikningnum Stjórn og forstjóri (stjórnendur) eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og lög um ársreikninga. Stjórnendur eru einnig ábyrgir fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er að sé til staðar við gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Við gerð samstæðuársreiknings eru stjórnendur ábyrgir fyrir því að meta rekstrarhæfi Íslandspósts ohf. og setja inn skýringu ef þess er þörf. Ef við á, skulu stjórnendur setja fram viðeigandi skýringar um rekstrarhæfi og hvers vegna þau ákváðu að beita forsendu um rekstrarhæfi við gerð og framsetningu samstæðuársreiknings, nema stjórnendur hafa ákveðið að leysa félagið upp eða hætta starfsemi, eða hafa enga aðra raunhæfa möguleika. Stjórn skal hafa eftirlit með gerð og framsetningu samstæðuársreikningsins.
Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun samstæðuársreikningsins Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að samstæðuársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka og að gefa út áritun sem felur í sér álit á samstæðuársreikningnum. Nægjanleg vissa er mikið öryggi, en ekki trygging þess að endurskoðun sem framkvæmd er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni uppgötva allar verulegar skekkjur séu þær til staðar. Skekkjur geta orðið vegna mistaka eða sviksemi og eru álitnar verulegar ef þær gætu haft áhrif á fjárhagslega ákvarðanatöku notenda samstæðuársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar.
Ársreikningur Íslandspósts ohf
5
21 21
Áritun óháðs endurskoðanda
Áritun óháðs endurskoðanda Endurskoðun var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla og hún byggir á faglegri dómgreind og gagnrýnni hugsun. Við framkvæmum einnig eftirfarandi: ˃ Greinum og metum hættuna á verulegri skekkju í samstæðuársreikningnum, hvort sem er vegna mistaka eða sviksemi, hönnum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeirri hættu og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að undirbyggja álit á reikningnum. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, fölsun, villandi framsetningu samstæðuársreiknings, að einhverju sé viljandi sleppt eða að farið sé framhjá reglum innra eftirlits. ˃ Öflum skilnings á innra eftirliti í þeim tilgangi að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir og meta hvort það tryggir viðunandi árangur. ˃ Metum hvort reikningsskilaaðferðir og reikningshaldslegt mat stjórnenda ásamt tengdum skýringum séu viðeigandi í samræmi við reikningsskilareglur. ˃ Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um rekstrarhæfi og metum á grundvelli endurskoðunarinnar hvort verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi eða hvort aðstæður séu til staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum samstæðuársreikningsins í áritun okkar. Ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi þurfum við að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að síður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni valdið óvissu um rekstrarhæfi félagsins. ˃ Metum í heild sinni hvort samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum, metum framsetningu, uppbyggingu og innihald, þar með talið skýringar með tilliti til glöggrar myndar. ˃ Öflun fullnægjandi endurskoðunargagna vegna fjárhagsupplýsinga eininga innan samstæðunnar, til að geta látið í ljós álit á samstæðuársreikningi. Við erum ábyrg fyrir skipulagi, umsjón og framgangi endurskoðunar samstæðunnar. Við berum ein ábyrgð á áliti okkar.
Okkur ber skylda til að upplýsa stjórn félagsins um áætlað umfang og tímasetningu endurskoðunarinnar. Jafnframt var upplýst um mikilvæg atriði sem fram komu við endurskoðunina, þar á meðal eftir atvikum verulega annmarka á innra eftirliti.
Ríkisendurskoðun, 17. febrúar 2020
Hinrik Þór Harðarson endurskoðandi
22
Ársreikningur Íslandspósts ohf
6
ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu ársins 2019 Rekstrarreikningur og yfirlit um heildarafkomu ársins 2019 Skýr.
Rekstrartekjur .......................................................................
5
Aðrar tekjur ..........................................................................
Laun og launatengd gjöld .......................................................
2019
2018
6.351.205
6.711.999
1.393.885
1.043.998
7.745.090
7.755.997
(5.145.400)
(5.440.112)
Beinn kostnaður við póstdreifingu ............................................
(1.361.103)
(1.317.409)
Annar rekstrarkostnaður .........................................................
(747.778)
(948.030)
Kostnaður vegna endurskipulagningar ......................................
6
6
(225.135) (7.479.416)
Rekstrarafkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA)
Afskriftir fastafjármuna ..........................................................
265.674
8
Rekstrartap
(400.786)
(380.579)
(350.340)
33.834
Fjármagnsgjöld .....................................................................
(301.556)
Gengismunur .......................................................................
7.290
Tap fyrir skatta Tekjuskattur .........................................................................
10
Tap af áframhaldandi starfsemi
50.446
(646.253)
Fjármunatekjur .....................................................................
9
0 (7.705.551)
73.366 (187.883) 101.859
(260.432)
(12.658)
(641.011)
(362.998)
116.808
72.312
(524.203)
(290.686)
13.381
(1.969)
(510.822)
(292.655)
Hluthafar móðurfélags ............................................................
(510.822)
(287.485)
Hlutdeild minnihluta ..............................................................
0
(5.170)
(510.822)
(292.655)
Aflögð starfsemi .................................................................... Tap og heildarafkoma ársins
16
Skipting afkomu
Heildarafkoma ársins
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
7
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
23
Efnahagsreikningur 31. desember 2019
Efnahagsreikningur 31. desember 2019 Eignir
Skýr.
31.12.2019
31.12.2018
Fastafjármunir Varanlegir rekstrarfjármunir ....................................................
11
3.431.707
3.996.312
Óefnislegar eignir ..................................................................
12
107.675
134.227
Húsaleigueign .......................................................................
17
638.806
0
Langtímakröfur .....................................................................
13
569.997
715.786
Eignarhlutir í öðrum félögum ................................................... Reiknuð skattinneign .............................................................
20
52.383
79.883
188.875
70.340
4.989.443
4.996.548
Veltufjármunir Vörubirgðir ...........................................................................
15
139.311
177.842
Viðskiptakröfur .....................................................................
14
769.626
898.682
Aðrar skammtímakröfur .........................................................
120.877
78.519
Handbært fé .........................................................................
562.204
198.478
1.592.018
1.353.521
500.776
0
Veltufjármunir samtals
2.092.794
1.353.521
Eignir
7.082.237
6.350.069
Hlutafé .................................................................................
2.947.500
1.447.500
Lögbundinn varasjóður ...........................................................
367.927
367.927
Bundið eigið fé ......................................................................
30.011
21.681
(Ójafnað tap) óráðstafað eigið fé .............................................
(142.705)
391.172
Eigið fé sem tilheyrir eigendum félagsins ..................................
3.202.733
2.228.280
Hlutdeild minnihluta í eigin fé samstæðu ..................................
0
9.060
3.202.733
2.237.340
Veltufjármunir í áframhaldandi starfsemi Eignir flokkaðar til sölu ...........................................................
16
Eigið fé og skuldir Eigið fé
18
Eigið fé Langtímaskuldir og skuldbindingar Vaxtaberandi skuldir ..............................................................
19
1.650.922
2.026.720
Húsaleiguskuldbinding ...........................................................
17
552.338
0
2.203.260
2.026.720
Skammtímaskuldir Viðskiptaskuldir .....................................................................
485.788
657.089
Vaxtaberandi skuldir .............................................................
19
302.063
799.331
Næsta árs afborganir húsaleiguskuldbindingar ...........................
17
99.397
0
Aðrar skammtímaskuldir ........................................................
21
763.061
629.589
1.650.309
2.086.009
Skammtímaskuldir í áframhaldandi starfsemi Skuldir sem tengjast eignum sem flokkaðar eru til sölu .............. Skammtímaskuldir samtals
25.935
0
1.676.244
2.086.009
Skuldir
3.879.504
4.112.729
Eigið fé og skuldir
7.082.237
6.350.069
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
24
16
8
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
Yfirlit um eigið fé ársins 2019
Yfirlit um eigið fé ársins 2019 Bundið
Lögbundinn
2018 1. janúar 2018 Bundin hlutdeild í afkomu ....... Tap ársins ............................. 31. desember 2018 2019 1. janúar 2019 Nýtt hlutafé ........................... Áhrif af sölu dótturfélags ......... Áhrif innleiðingar IFRS 16 ....... Bundin hlutdeild í afkomu ....... Tap ársins ............................. 31. desember 2019
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
Hlutdeild
Eigið fé
Samtals
minnihluta
samtals
2.515.765 0 (287.485) 2.228.280
14.230
21.681
668.003 10.654 (287.485) 391.172
(5.170) 9.060
2.529.995 0 (292.655) 2.237.340
21.681
391.172
2.228.280
9.060
2.237.340
(14.725) (8.330) (510.822) (142.705)
1.500.000 0 (14.725) 0 (510.822) 3.202.733
Óráðstafað
eigið fé (ójafnað) eigið fé
Hlutafé
varasjóður
1.447.500
367.927
32.335 (10.654)
1.447.500
367.927
1.447.500
367.927
1.500.000
8.330 2.947.500
367.927
30.011
9
(9.060)
0
1.500.000 (9.060) (14.725) 0 (510.822) 3.202.733
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
25
Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2019
Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2019
Skýr.
2019
2018
Rekstrarhreyfingar Tap ársins ................................................................
(510.822)
(292.655)
Rekstrarliðir sem hreyfa ekki handbært fé: Afskriftir ....................................................................
666.487
414.541
(Söluhagnaður) sölutap eigna ......................................
(63.886)
5.347
Söluhagnaður hlutabréfa .............................................
(16.268)
0
Hrein fjármagnsgjöld ..................................................
263.952
21.217
Tekjuskattur ..............................................................
8
10
Lækkun skuldbindinga ................................................. Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta
(116.808)
(72.122)
(521)
0
222.133
76.328
Vörubirgðir, lækkun ....................................................
28.432
2.007
Aðrar rekstrartengdar eignir, lækkun ............................
121.237
328.233
Rekstrartengdar skuldir, hækkun, (lækkun) ...................
46.575
Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta
418.376
(202.145) 204.423
Innborgaðir vextir og arður .........................................
34.240
Greiddir vextir ............................................................
(145.074)
Innborgaður gengismunur ...........................................
7.290
101.859
314.833
134.793
Handbært fé frá rekstri
64.073 (235.562)
Fjárfestingahreyfingar Keyptar óefnislegar eignir ............................................
12
(38.671)
(45.607)
Fasteignir og lóðir .......................................................
11
(359.490)
(812.479) (381.086)
Áhöld, tæki og bifreiðar ...............................................
(85.994)
Seldir varanlegir rekstrarfjármunir ................................
124.331
88.454
Önnur breyting ...........................................................
0
17.838
Hreint sjóðstreymi vegna sölu á dótturfélögum ..............
2.609
0
(357.215)
(1.132.880)
(1.014.924)
(199.135)
Fjármögnunarhreyfingar Afborganir langtímaskulda ........................................... Afborganir af leiguskuldbindingu ..................................
17
(122.811)
0
Afborganir vaxtagjalda af leiguskuldbindingu .................
17
(17.434)
0
Innborgað hlutafé .......................................................
18
970.619
0
0
500.000
Lán frá Seðlabanka Íslands .......................................... Nýjar langtímaskuldir ..................................................
603.400
680.624
Hækkun/(lækkun) á skammtímask. við lánastofnanir ......
(12.581)
0
406.269
981.489
Hækkun, (lækkun) handbærs fjár .................................
363.887
(16.598)
Handbært fé í upphafi árs ............................................
198.477
215.076
(160)
0
562.204
198.478
Handbært fé flokkað til sölu .........................................
16
Handbært fé í lok árs .................................................. Fjárfestingar- og fjármögnunarhreyfingar án greiðsluáhrifa Vaxtaberandi láni breytt í hlutafé
18
Sala dótturfélags gegn skuldabréfi
6.500
Endurfjármagnaðar langtímaskuldir
1.169.204
Endurfjármagnaðar langtímaskuldir
(1.169.204)
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
26
529.381
10
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
Skýringar
Skýringar 1.
Almennar upplýsingar Íslandspóstur ohf. (félagið) er opinbert hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Íslandspóstur ohf. er með heimilisfesti á Íslandi og er lögheimili félagsins að Höfðabakka 9D, 110 Reykjavík. Ársreikningur þessi hefur að geyma ársreikning félagsins og dótturfélaga þess, sem vísað er til í heild sem samstæðunnar. Í árslok 2019 eru dótturfélög samstæðunnar tvö, Samskipti ehf., og Trönur ehf. en í árslok 2018 voru þau fjögur. Gagnageymslan ehf. og Frakt flutningsmiðlun ehf. voru seld á árinu 2019 ásamt því að Samskipti ehf. og Trönur ehf. eru framsett sem eignir flokkaðar til sölu. Sjá nánar skýringu nr. 16 um eignir flokkaðar til sölu og aflagða starfsemi. Stjórn félagsins og forstjóri staðfestu samstæðuársreikninginn með undirritun sinni þann 17. febrúar 2020.
2.
Grundvöllur reikningsskilanna Samstæðuársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga. Samstæðuársreikningurinn byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum nema í eftirfarandi tilfellum: - Eignarhlutar í hlutdeildarfélögum eru færðir með hlutdeildaraðferð. - Eignir flokkaðar til sölu eru færðar á því sem lægra reynist, bókfærðu verði eða gangvirði að frádregnum sölukostnaði. Samstæðuársreikningurinn er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Samstæðuársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins. Allar fjárhæðir eru birtar í þúsundum króna, nema annað sé tekið fram.
3.
Innleiðing á nýjum og endurskoðuðum alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS). Samstæðan hefur tekið upp alla alþjóðlega reikningsskilastaðla, breytingar á þeim og túlkanir sem gilda fyrir reikningsskilatímabil sem hófust 1. janúar 2019, sem Evrópusambandið hefur staðfest og eiga við um starfsemi hennar. IFRS 16, Leigusamningar tók gildi 1. janúar 2019, sjá lýsingu og áhrif af innleiðingu hér að neðan. Samstæðan hefur ekki tekið upp staðla, breytingar á stöðlum eða túlkanir í útgáfu sem taka gildi fyrir reikningsskilatímabil sem hefjast síðar, en heimilt er að taka upp fyrr. Áhrif annarra staðla, breytinga og túlkana í útgáfu sem ekki hafa tekið gildi eru að mati stjórnenda engin eða óveruleg fyrir reikningsskil samstæðunnar. IFRS 16 Leigusamningar Samstæðan innleiddi á árinu IFRS 16 Leigusamningar í reikningsskil sín. Staðallinn setur fram nýjar kröfur um reikningsskil vegna leigusamninga. Miklar breytingar eru á reikningsskilaaðferðum leigutaka þar sem ekki er lengur greint á milli fjármögnunarleigu og rekstrarleigu, heldur er þess krafist að færð verði leiguskuldbinding og nýtingaréttur til eignar vegna allra leigusamninga. Aðeins eru gerðar undantekningar fyrir skammtímaleigu (til skemmri tíma en 12 mánaða) og fyrir leigueignir með lágt virði. Litlar breytingar eru frá fyrri reglum fyrir reikningsskilaaðferðir leigusala. Nýjum reikningsskilaaðferðum er lýst í skýringu nr. 26. Áhrifum af innleiðingu IFRS 16 á ársreikninginn er lýst hér að neðan. Samstæðan beitir afturvirkri innleiðingu að hluta, þannig að samanburðartölur eru ekki endurgerðar og uppsöfnuð áhrif vegna innleiðingarinnar eru færð á eigið fé við innleiðingu 1. janúar 2019. Félagið nýtir sér undanþágu staðalsins frá endurflokkun samninga sem hafa verið skilgreindir sem leigusamningar samkvæmt IAS 17 og IFRIC 4 fyrir innleiðingardag. Kröfum IFRS 16 er þannig við innleiðingu beitt á leigusamninga sem voru flokkaðir sem slíkir á innleiðingardegi. Með innleiðingu IFRS 16 þá breytist eðli gjalda sem tengjast rekstrarleigusamningum þar sem félagið færir nú afskriftir af nýtingarrétti og vaxtagjöld af leiguskuld, en hafði áður gjaldfært leigugreiðslur á meðal rekstrargjalda línulega á líftíma samninganna. Áhrif á reikningsskilin eru hærri hagnaður ársins 2019 sem nemur 5,8 milljónum kr. vegna styttingar leigusamninga. Áhrif á einstaka liði rekstrarreiknings eru eftirfarandi: Hækkun afskrifta um 117 milljónir kr., hækkun vaxtagjalda um 17,4 milljónir kr. og lækkun rekstrargjalda um 140,2 milljónir kr. Á innleiðingardegi 1. janúar 2019 færði félagið leiguskuldbindingu að fjárhæð 292,6 milljónir kr. og nýtingarétt að fjárhæð 274,2 milljónir kr. í efnahagsreikning. Samkvæmt IAS 17 voru allar greiðslur vegna rekstrarleigu sýndar meðal rekstrarhreyfinga í sjóðstreymi. Áhrif innleiðingar IFRS 16 á sjóðstreymi eru hækkun handbærs fjár frá rekstri um 140,2 milljónir og lækkun á handbæru fé vegna fjármögnunarhreyfinga um sömu upphæð.
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
11
Fjárhæðir í þúsundum króna
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
27 27
Skýringar frh.
Skýringar 4.
Mat og ákvarðanir Gerð ársreiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Reikningshaldslegt mat og undirliggjandi forsendur eru byggðar á sögulegum gögnum og öðrum viðeigandi þáttum. Endanleg niðurstaða kann að vera frábrugðin þessu mati. Reikningshaldslegt mat og undirliggjandi forsendur þess eru endurskoðaðar reglulega. Áhrif breytinga á reikningshaldslegu mati eru færð á því tímabili sem að matið er endurskoðað og síðari tímabilum ef við á. Upplýsingar um mikilvægar ákvarðanir þar sem mat stjórnenda og reikningsskilaaðferðir hafa mest áhrif á skráðar fjárhæðir eigna og skulda í ársreikningnum er að finna í eftirfarandi skýringum: • Skýring 11 - mat á líftíma varanlegra rekstrarfjármuna • Skýring 12 - mat á líftíma óefnislegra eigna • Skýring 13 og 14 - mat á niðurfærslu langtímakrafna og viðskiptakrafna • Skýring 15 - mat á niðurfærslu birgða • Skýring 16 - mat á gangvirði eigna flokkaðra til sölu • Skýring 17 - mat á leigutíma og afvöxtunarstuðli
5.
Rekstrartekjur Rekstrartekjur samstæðunnar greinast þannig:
2019
Innlendar pósttekjur ........................................................................................... Erlendar pósttekjur ............................................................................................
Upplýsingar varðandi tekjuskráningar. 6.
tímasetningu
tekjuskráningar
má
finna
í
skýringu
nr.
24
um
2018
5.526.850 824.354
5.859.247 852.752
6.351.204
6.711.999
reikningsskilaaðferðir
vegna
Laun og annar starfsmannakostnaður 2019
2018
Laun ................................................................................................................ Lífeyrissjóður .................................................................................................... Önnur launatengd gjöld ...................................................................................... Annar starfsmannakostnaður ...............................................................................
4.117.843 545.140 355.306 127.110
4.368.986 518.702 370.837 181.587
Laun og annar starfsmannakostnaður ...................................................................
5.145.400
5.440.112
Meðalfjöldi stöðugilda .........................................................................................
721
822
Laun og hlunnindi stjórnar og lykilstjórnenda námu 207,6 milljónum kr. á árinu (2018: 126 milljónir kr.). Þar af voru laun forstjóra 41,6 milljónir kr. (2018: 25 milljónir kr.) og laun til stjórnarmanna 14 milljónir kr. (2018: 12 milljónir kr.). Greiðslur í lífeyrissjóð vegna mótframlags nam á árinu 29,1 milljón (2018: 17,4 milljónir kr.). Laun stjórnarformanns eru tvöföld laun stjórnarmanns. Samningar við stjórnendur félagsins kveða hvorki á um kauprétt á hlutum í félaginu né sérstakar greiðslur við starfslok. Uppsagnarfrestur stjórnenda er gagnkvæmur 6 mánuðir en 12 mánuðir hjá forstjóra. Hluta af ári voru tveir forstjórar á launum hjá félaginu auk stjórnenda sem létu af störfum á árinu. Félagið hefur skuldbundið sig til að greiða viðbótarframlag til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem nemur 6% af mismun heildarlauna og viðmiðunarlauna þeirra starfsmanna sem nýta sér rétt til greiðslu iðgjalda í sjóðinn meðan þeir starfa hjá félaginu. Kostnaður vegna endurskipulagningu rekstrar á árinu 2019 var 225 milljónir kr. og er færður í sér línu í rekstrarreikningi. Staða á skuldbindingu vegna endurskipulagningar í lok árs er 70 milljónir kr. og er færð meðal skammtímaskulda.
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
28
12
Fjárhæðir í þúsundum króna
ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
Skýringar frh.
Skýringar 7.
Þóknun til endurskoðanda Þóknun til Ríkisendurskoðunar greinist þannig: 2019 Endurskoðun ársreiknings ................................................................................... Könnun árshlutareiknings ....................................................................................
8.
6.636 2.768
4.690 5.065
9.404
9.755
Afskriftir Afskriftir greinast þannig:
2019
Afskriftir rekstrarfjármuna samanber skýring nr. 11 ................................................ Afskriftir óefnislegra eigna samanber skýring nr. 12 ................................................ Afskriftir leigueigna samanber skýring nr. 17 .........................................................
9.
2018
2018
466.118 62.804 117.331
361.627 39.159 0
646.253
400.786
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur greinast þannig:
2019
Söluhagnaður hlutabréfa ..................................................................................... Arður af hlutabréfaeign ....................................................................................... Vaxtatekjur .......................................................................................................
2018
0 16.429 17.406
10.257 17.325 45.785
33.835
73.367
(1.653) (190.204) (17.434) (88.798) (1.222) (2.245)
(30.701) (148.050) 0 0 (1.088) (8.045)
(301.557)
(187.884)
7.290
101.859
(260.432)
(12.658)
Fjármagnsgjöld greinast þannig: Vaxtagjöld af skammtímaskuldum við lánastofnanir ................................................ Vaxtagjöld og verðbætur af langtímaskuldum ........................................................ Vaxtagjöld af fjármögnunarleigusamningum .......................................................... Sölutap hlutabréfa ............................................................................................. Dráttarvaxtagjöld ............................................................................................... Önnur vaxtagjöld ............................................................................................... Gengismunur af fjáreignum og fjárskuldum greinist þannig: Gengishagnaður ...............................................................................................
10.
Tekjuskattur Tekjuskattur er reiknaður og færður í samstæðuársreikninginn og nemur tekjufærð fjárhæð í rekstrarreikningi 116,8 milljónir kr. (2018: tekjufærð fjárhæð 72,3 milljónir kr.). Ekki kemur til greiðslu tekjuskatts á árinu 2020 þar sem tekjuskattsstofn félagsins er neikvæður.
Virkur tekjuskattur greinist þannig:
2019 Fjárhæð
Tap fyrir skatta ...............................................
%
(641.011)
2018 Fjárhæð
%
(362.998)
Skatthlutfall .................................................... Óskattskyldar tekjur .......................................... Aflögð starfsemi ................................................ Ófrádráttarbær kostnaður .................................. Aðrir liðir ........................................................ Áhrif skattalegra tapa ........................................
128.202 3.286 1.883 (15.736) (827) 0
-20,0% -0,5% -0,3% 2,5% 0,1% 0,0%
72.600 4.509 (641) (1) 0 (4.154)
-20,0% -1,2% 0,2% 0,0% 0,0% 1,1%
Reiknaður tekjuskattur .....................................
116.808
-18,2%
72.313
-19,9%
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
13
Fjárhæðir í þúsundum króna
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
29
Skýringar frh.
Skýringar 11.
Varanlegir rekstrarfjármunir Fasteignir og lóðir
Áhöld, tæki og bifreiðar
Samtals
Kostnaðarverð Staða 1.janúar 2018 .............................................................. Endurflokkun óefnislegra eigna ............................................... Eignfært á árinu .................................................................... Fært meðal eigna flokkaðra til sölu .......................................... Selt og aflagt á árinu ............................................................. Staða 1. janúar 2019 .............................................................
3.266.110 0 858.086 8.270 (46.612) 4.085.854
3.768.430 (187.099) 338.754 0 (331.009) 3.589.076
7.034.540 (187.099) 1.196.840 8.270 (377.621) 7.674.930
Fært út við sölu dótturfélaga ................................................... Endurflokkun á milli flokka varanlegra rekstrarfjármuna ............. Endurflokkun rekstrarfjármuna ................................................ Eignfært á árinu .................................................................... Fært meðal eigna flokkaðra til sölu .......................................... Selt og aflagt á árinu .............................................................
0 461.583 (223.403) 354.540 (262.080) (123.481)
(26.519) (461.583) 0 90.399 (98.148) (217.530)
(26.519) 0 (223.403) 444.939 (360.228) (341.011)
Staða 31. desember 2019 ......................................................
4.293.013
2.875.695
7.168.708
Staða 1.janúar 2018 .............................................................. Endurflokkun óefnislegra eigna ............................................... Afskrift ársins ....................................................................... Afskriftir endurflokkaðar vegna aflagðra eigna ........................... Fært á eignir til sölu .............................................................. Selt og aflagt á árinu .............................................................
1.602.425 0 122.345 2.643 2.977 (34.194)
2.081.779 (101.525) 239.282 10.851 0 (247.965)
3.684.204 (101.525) 361.627 13.494 2.977 (282.159)
Afskriftir
Staða 1. janúar 2019 .............................................................
1.696.196
1.982.422
3.678.618
Fært út við sölu dótturfélaga ................................................... Afskrift ársins ....................................................................... Fært meðal eigna flokkaðra til sölu .......................................... Selt og aflagt á árinu .............................................................
0 163.335 (34.673) (146.563)
(18.659) 302.782 (45.939) (161.899)
(18.659) 466.117 (80.612) (308.462)
Staða 31. desember 2019 ......................................................
1.678.295
2.058.707
3.737.002
Bókfært verð Bókfært verð 1. janúar 2018 ................................................... Bókfært verð 31. desember 2018 ............................................ Bókfært verð 31. desember 2019 ............................................
1.663.685 2.389.658 2.614.718
1.686.651 1.606.654 816.989
3.350.336 3.996.312 3.431.707
Afskriftarhlutföll ....................................................................
0-4%
10-33%
Á eignum félagsins hvíla tryggingabréf og skuldabréf til tryggingar eftirstöðva skulda að fjárhæð 1.618 milljónir kr. Allar fasteignir félagsins eru veðsettar. Fasteignamat og vátryggingamat eigna samstæðunnar í árslok:
Fasteignir og lóðir ................................................................ Áhöld, tæki og bifreiðar, eignatryggingar ..................................
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
30
14
Fasteignamat
Vátryggingamat
Bókfært verð
2.284.999
4.374.432 2.987.618
2.614.718 816.989
Fjárhæðir í þúsundum króna
ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
Skýringar frh.
Skýringar 12.
Óefnislegar eignir Hugbúnaður Kostnaðarverð Staða 1. janúar 2018 ..................................................................................................................... Endurflokkun ................................................................................................................................. Eignfært á árinu ............................................................................................................................ Selt og aflagt á árinu ...................................................................................................................... Staða 31. desember 2018 ...............................................................................................................
300.120 187.099 45.607 (38.560) 494.266
Staða 1. janúar 2019 ..................................................................................................................... Endurflokkun vegna eigna flokkaðra til sölu ....................................................................................... Eignfært á árinu ............................................................................................................................
494.266 (3.881) 39.322
Staða 31. desember 2019 ...............................................................................................................
529.707
Afskriftir Staða 1.janúar 2018 ...................................................................................................................... Endurflokkun ................................................................................................................................. Afskrift ársins ................................................................................................................................ Afskrift vegna eigna flokkaðra til sölu ............................................................................................... Selt og aflagt á árinu ...................................................................................................................... Staða 31. desember 2018 ...............................................................................................................
257.031 101.525 39.159 741 (38.417) 360.039
Staða 1. janúar 2019 ..................................................................................................................... Endurflokkun vegna eigna flokkaðra til sölu ....................................................................................... Afskrift ársins ................................................................................................................................
360.039 (811) 62.804
Staða 31. desember 2019 ...............................................................................................................
422.032
Bókfært verð Bókfært verð 1. janúar 2018 ........................................................................................................... Bókfært verð 31. desember 2018 ..................................................................................................... Bókfært verð 31. desember 2019 .....................................................................................................
43.089 134.227 107.675
Afskriftarhlutföll .............................................................................................................................
20%
Kostnaðarverð og uppsafnaðar afskriftir hugbúnaðar sem áður var fært á meðal varanlegra rekstrarfjármuna hefur verið endurflokkað á óefnislegar eignir. Staða í upphafi árs 2018 í töflunni hér að ofan var endurflokkuð í línuna Staða 1. janúar 2018, og viðbætur hugbúnaðar á árinu 2018 eru einnig endurflokkaðar og sýndar í línunni Endurflokkun. Samanburðartölur í efnahagsreikningi hafa verið aðlagaðar til samræmis við ofangreint. 13.
Langtímakröfur og skuldabréfaeign 2019
2018
Staða í ársbyrjun ............................................................................................... Viðbætur .......................................................................................................... Innborganir á árinu ............................................................................................
760.127 886.066 (988.498)
744.455 935.488 (919.816)
Staða í árslok .................................................................................................... Skammtímahluti langtímakrafna ..........................................................................
657.695 (87.699)
760.127 (38.619)
Staða í árslok ....................................................................................................
569.996
721.508
Kröfur á erlend póstfyrirtæki eru flokkaðar meðal fastafjármuna sem langtímakröfur. Um er að ræða kröfur sem myndast við uppgjör endastöðvatekna og -gjalda vegna póstsendinga milli landa og geta greiðslur vegna viðskiptanna borist allt að tveimur og hálfu ári eftir að krafa myndast. Skuldabréfaeign í árslok 2019 nam 6,5 milljónir kr. (2018: 0 kr.) þar af koma 3,25 milljónir kr. til greiðslu á næsta ári.
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
15
Fjárhæðir í þúsundum króna
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
31
Skýringar frh.
Skýringar 14.
Viðskiptakröfur
Viðskiptakröfur .................................................................................................. Niðurfærsla vegna krafna sem kunna að tapast ......................................................
31.12.2019
31.12.2018
917.057 (147.431)
1.053.297 (154.615)
769.626
898.682
Breytingar á niðurfærslu viðskiptakrafna greinast þannig: Staða í ársbyrjun ............................................................................................... Fært út vegna aflagðra félaga .............................................................................. Breyting á niðurfærslu ........................................................................................ Tapaðar viðskiptakröfur á árinu ...........................................................................
(154.615) 13.375 4.403 (10.594)
(170.118) 0 16.520 (1.017)
Staða í árslok ....................................................................................................
(147.431)
(154.615)
Niðurfærslan er byggð á mati stjórnenda og reynslu fyrri ára. Viðskiptakröfur eru afskráðar þegar þær eru sannarlega tapaðar skv. lögum nr. 90/2003. 15.
Vörubirgðir 31.12.2019 Birgðir rekstrar- og söluvara ................................................................................ Frímerkjabirgðir .................................................................................................
31.12.2018
81.512 57.799
88.969 88.873
139.311
177.842
Félagið gjaldfærði á árinu 29,4 milljónir kr. vegna niðurfærslu á birgðum og 210 milljónir vegna kostnaðarverðs seldra vara.
16.
Eignir flokkaðar til sölu og aflögð starfsemi Á árinu 2019 seldi Íslandspóstur ohf. tvö dótturfélög, Gagnageymsluna ehf. og Frakt flutningsmiðlun ehf. Sú starfsemi er flokkuð sem aflögð starfsemi í rekstrarreikningi samstæðunnar og samanburðartölur hafa verið endurgerðar til samræmis samkvæmt IFRS 5. Íslandspóstur ohf. átti tvö dótturfélög í árslok, Samskipti ehf. og Trönur ehf. og er sú starfsemi ásamt tveimur öðrum fasteignum félagsins framsett meðal eigna haldið til sölu og flokkuð sem aflögð þar sem öllum skilyrðum um eign sem flokkaðar eru til sölu samkvæmt IFRS 5 er mætt. Þegar starfsemi hefur verið skilgreind með þessum hætti þá eru samanburðartölur endurgerðar til samræmis samkvæmt IFRS 5. Sala dótturfélaga og eigna er liður félagsins í að einbeita sér að kjarnastarfsemi. Áhrif aflagðrar starfsemi á rekstrarreikning:
2019
Tekjur ..............................................................................................................
212.212
974.042
Gjöld ................................................................................................................
(215.032)
(975.821)
(67)
(190)
Tekjuskattur ..................................................................................................... Hagnaður vegna sölu aflagðra félaga ....................................................................
16.268
Hagnaður (tap) af aflagðri starfsemi
13.381 31.12.2019
0 (1.969) 31.12.2018
Óefnislegar eignir ..............................................................................................
2.371
0
Varanlegir rekstrarfjármunir ................................................................................
430.592
0
Tekjuskattsinneign .............................................................................................
521
0
Vörubirgðir .......................................................................................................
7.724
0
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ............................................................
59.408
0
160
0
500.776
0
Handbært fé ...................................................................................................... Eignir flokkaðar til sölu Vaxtaberandi skuldir ..........................................................................................
6.708
0
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir ..........................................................
19.227
0
Skuldir tengdar eignum flokkuðum til sölu
25.935
0
Sjóðstreymi aflagðrar starfsemi Rekstrarhreyfingar.............................................................................................. Fjárfestingarhreyfingar........................................................................................ Fjármögnunarhreyfingar........................................................................................
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
32
2018
16
2019 5.604 (5.441) (42.527)
2018 0 0 0
Fjárhæðir í þúsundum króna
ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
Skýringar frh. Skýringar 17.
Leigusamningar Frá og með 1. janúar 2019 urðu breytingar á reikningshaldslegri meðferð rekstrarleigusamninga í reikningsskilum leigutaka. Í stað þess að gjaldfæra leigugreiðslur vegna rekstrarleigusamninga línulega yfir leigutímabilið skráir félagið nú, með fáum undantekningum, nýtingarrétt til eignar og samsvarandi leiguskuldbindingu vegna allra leigusamninga. Nánari lýsingu á reikningsskilaaðferðum fyrir leigusamninga má finna í skýringu nr. 26. Félagið hefur gert leigusamninga um fasteignir sem færðir eru í efnahagsreikning. Upplýsingar um nýtingarrétt vegna leigueigna og leiguskuldbindingu er að finna hér að neðan. Leigueignir
Fasteignir
Skráð við innleiðingu 1. janúar 2019 ................................................................................................ Verðbætur af leiguskuldbindingu ...................................................................................................... Viðbætur vegna nýrra samninga ...................................................................................................... Breytingar á fyrri samningum .......................................................................................................... Afskriftir ....................................................................................................................................... Staða 31. desember 2019 ...............................................................................................................
274.210 14.158 499.687 (31.917) (117.331) 638.807
Tímalengd samninga
1-15 ár
Upphæðir færðar í rekstrarreikning
2019
Afskriftir af nýtingarrétti ................................................................................................................. Vaxtagjöld af leiguskuldbindingu ...................................................................................................... Gjaldfært vegna skammtímaleigu ..................................................................................................... Samtals gjaldfært á árinu ...............................................................................................................
117.331 17.434 12.995 147.760
Leiguskuldir
Fasteignir
Skráð við innleiðingu 1. janúar 2019 ................................................................................................ Verðbætur af leiguskuldbindingu ...................................................................................................... Viðbætur vegna nýrra samninga ...................................................................................................... Breytingar á fyrri samningum .......................................................................................................... Vaxtagjöld á tímabilinu ................................................................................................................... Leigugreiðslur á tímabilinu .............................................................................................................. Næsta árs afb. leiguskulda ............................................................................................................. Staða 31. desember 2019 ...............................................................................................................
292.620 14.158 499.687 (31.917) 17.434 (140.244) (99.397) 552.341
Leiguskuldbinding Gjalddagagreining - ónúvirt samningsbundið greiðsluflæði
31.12.2019
Innan árs ...................................................................................................................................... Eftir ár en innan 5 ára .................................................................................................................... 5 ár og síðar ................................................................................................................................. Heildar ónúvirtar leiguskuldir 31.desember
100.898 269.430 493.972 864.300
Skammtímaskuldir ......................................................................................................................... Langtímaskuldir ............................................................................................................................. Leiguskuldir á efnahagsreikningi 31.desember
99.397 552.341 651.738
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
17
Fjárhæðir í þúsundum króna
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
33
Skýringar frh.
Skýringar 18.
Eigið fé Hlutafé Hlutafé greinist þannig: Heildarhlutafé í 31.12.2019 ....................................................
Hlutir
Hlutfall
Fjárhæð
2.947.500
100,0%
2.947.500
Í upphafi árs var hlutafé 1.447,5 milljónir kr., útgefnir hlutar á árinu námu 1.500 milljónum kr., samtals heildarhlutafé í árslok var 2.947,5 milljónir kr. Nafnverð hvers hlutar er ein íslensk króna og jafngildir hver króna nafnverðs einu atkvæði. Lögbundinn varasjóður Samkvæmt lögum um hlutafélög skal félagið binda 25% af nafnverði hlutafjár í varasjóði. Tillag í varasjóð skal nema a.m.k. 10% af hagnaði þar til hlutfall varasjóðs nemur 10% af nafnverði hlutafjár, en eftir það er tillagið a.m.k. 5% af hagnaði þar til hlufall varasjóðs nemur 25% af nafnverði hlutafjár. Bundið eigið fé Bundið eigið fé er tilkomið vegna hlutdeildatekna umfram mótteknar arðgreiðslur í samræmi við 5. mgr. 41. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga. 19.
Vaxtaberandi skuldir Vaxtaberandi langtímaskuldir greinast þannig: Skuldir við lánastofnanir 31.12.2019 31.12.2018 Verðtryggðar skuldir í ISK ................................................................................... Óverðtryggðar skuldir í ISK ................................................................................. Skuldir í EUR ..................................................................................................... Skuldir í CHF ..................................................................................................... Skuldir í JPY ......................................................................................................
1.952.985 0 0 0 0 1.952.985
Næsta árs afborganir vaxtaberandi langtímaskulda .................................................
(302.063)
Vaxtaberandi langtímaskuldir í árslok ...................................................................
1.650.922
2.169.710 95.136 19.514 18.019 6.288 2.308.667 (281.947) 2.026.720
Afborganir af vaxtaberandi langtímaskuldum greinast þannig: Skuldir við lánastofnanir 31.12.2019 31.12.2018 302.063 308.320 314.952 197.779 197.779 188.483 443.610
281.947 294.749 305.711 308.715 202.045 192.558 722.941
1.952.986
2.308.666
31.12.2019
31.12.2018
Skuldir við lánastofnanir......................................................................................
4,3%
5,0%
Hreyfingar vaxtaberandi langtímaskulda
2019
2018
2.308.667 (2.895) (1.014.924) 603.400 58.737 1.952.985
1.738.874 0 (199.135) 680.624 88.304 2.308.667
Afborganir 2020/2019 ........................................................................................ Afborganir 2021/2020 ........................................................................................ Afborganir 2022/2021 ........................................................................................ Afborganir 2023/2022 ........................................................................................ Afborganir 2024/2023 ........................................................................................ Afborganir 2025/2024 ........................................................................................ Afborganir síðar ................................................................................................
Vegnir meðalvextir eru eftirfarandi:
Staða 1. janúar.................................................................................................. Endurflokkað vegna eigna til sölu og aflagðrar starfsemi.......................................... Afborganir......................................................................................................... Ný lán............................................................................................................... Verðbætur og gengismunur.................................................................................. Staða 31. desember............................................................................................
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
34
18
Fjárhæðir í þúsundum króna
ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
Skýringar frh.
Skýringar 19.
Vaxtaberandi skuldir, frh. Vaxtaberandi skammtímaskuldir: 31.12.2019
31.12.2018
302.063 0 0 302.063
281.947 500.000 17.384 799.331
Næsta árs afborganir langtímaskulda..................................................................... Lán frá Seðlabanka Íslands.................................................................................. Skammtímalán við lánastofnanir...........................................................................
Á árinu 2019 var láni frá Seðlabanka Íslands breytt í hlutafé samanber skýring nr. 18. 20.
Tekjuskattsinneign/(-skuldbinding) Inneign / (skuldbinding) 2019 2018 Staða í ársbyrjun ................................................................................................. Áhrif innleiðingar á IFRS 16 ................................................................................. Fært út við sölu dótturfélaga ............................................................................... Mismunur á álögðum og opinberum gjöldum fyrra árs .............................................. Reiknaður tekjuskattur vegna ársins ...................................................................... Staða í árslok .....................................................................................................
70.340 3.682 (2.802) 847 116.808 188.875
(4.231) 0 0 2.259 72.312 70.340
31.12.2019
31.12.2018
(6.761) 2.586 12.398 (7.763) 188.415
(39.642) 0 17.006 (12.422) 105.398
188.875
70.340
Frá hagnaði ársins 2028 ................................................................................................................. Frá hagnaði ársins 2029 .................................................................................................................
516.435 425.643
Tekjuskattsinneign/(-skuldbinding) greinist þannig á einstaka liði efnahagsreiknings: Varanlegir rekstrarfjármunir ................................................................................. Húsaleiguskuldbinding ......................................................................................... Veltufjáreignir ..................................................................................................... Frestaður gengismunur ........................................................................................ Áhrif af yfirfæranlegu skattalegu tapi ....................................................................
Yfirfæranlegt skattalegt tap nýtist til frádráttar skattalegum hagnaði í síðasta lagi sem hér segir:
942.078 21.
Aðrar skammtímaskuldir 31.12.2019 Virðisaukaskattur ................................................................................................ Fyrirframinnheimtar tekjur ................................................................................... Ógreidd laun og launatengd gjöld .......................................................................... Aðrar skuldir .......................................................................................................
22.
59.026 27.371 623.136 53.528 763.061
31.12.2018 32.222 31.371 542.274 23.722 629.589
Tengdir aðilar Tengdir aðilar félagsins eru íslenska ríkið og fyrirtæki og stofnanir sem tilheyra því auk stjórnar félagsins, helstu stjórnendur þess og nánir fjölskyldumeðlimir þeirra. Félagið á viðskipti við tengda aðila sína og eru viðskiptin verðlögð eins og um ótengda aðila væri að ræða.
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
19
Fjárhæðir í þúsundum króna
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
35
Skýringar frh.
Skýringar 23.
Fjárhagsleg áhættustýring Samstæðan stýrir fjármagni sínu þannig að hún viðhaldi rekstrarhæfi sínu á sama tíma og hún hámarkar arðsemi hagaðila með sem bestu jafnvægi á milli skulda og eigin fjár. Félaginu ber ekki að fylgja ytri reglum um lágmarks eiginfjárstöðu. Stjórnendur félagsins fylgjast með og greina fjárhagslegar áhættur í rekstri. Aðferðir vegna áhættustýringar eru yfirfarnar reglulega til að greina breytingar á markaði og starfsemi félagsins. Eftirfarandi áhættur hafa verið greindar vegna fjármálagerninga. Gangvirði Óverulegur munur er á gangvirði og bókfærðu verði fjáreigna og fjárskulda. Markaðsáhætta Helstu áhættuþættir félagsins eru breytingar á gengi gjaldmiðla, vaxtabreytingar og verðbólga. Markmið með stýringu markaðsáhættu er að stýra og takmarka áhættu við skilgreind mörk, jafnframt því sem ábati er hámarkaður. Gjaldmiðlaáhætta Hluti af fjáreignum og fjárskuldum samstæðunnar er í erlendum gjaldmiðli, og ber samstæðan áhættu vegna breytinga á gengi viðkomandi gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni. Samstæðan reynir að lágmarka gjaldmiðlaáhættu í gegnum eftirlit með gengisþróun og með viðeigandi samsetningu fjáreigna og fjárskulda í helstu viðskiptagjaldmiðlum. Samstæðan ver sig að jafnaði ekki fyrir gjaldmiðlaáhættu. Hér að neðan eru tilgreindir þeir gjaldmiðlar sem mest áhrif hafa á rekstur félagsins. Gengi þeirra og staða miðast við lokagengi tímabilsins. 31. desember 2019: EUR ................................................................ NOK ................................................................ SEK ................................................................. DKK ................................................................ USD ................................................................ XDR ................................................................ GBP ................................................................
31. desember 2018: EUR ................................................................ NOK ................................................................ SEK ................................................................. DKK ................................................................ USD ................................................................ XDR ................................................................ CHF ................................................................. JPY ................................................................. GBP ................................................................
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
36
Gengi 135,8 13,8 13,0 18,2 121,1 167,8 159,4
Gengi 133,2 13,4 13,0 17,8 116,3 161,8 118,2 1,1 148,3
20
Eignir
Skuldir
Hrein staða
184.505 30.341 26.086 5.278 2.231 389.200 141.879
9.232 0 0 4.101 9.935 9.090 0
175.273 30.341 26.086 1.177 (7.704) 380.110 141.879
779.520
32.358
747.162
Eignir
Skuldir
Hrein staða
190.220 23.839 24.299 3.428 2.103 156.976 0 0 0 400.865
32.513 0 0 3.097 88.329 10.915 17.955 6.269 0 159.078
157.707 23.839 24.299 331 (86.226) 146.061 (17.955) (6.269) 0 241.787
Fjárhæðir í þúsundum króna
ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
Skýringar frh.
Skýringar 23.
Fjárhagsleg áhættustýring, frh. Í töflunni hér að neðan er sýnt hver áhrif af 5% og 10% hækkun á gengi íslensku krónunnar gagnvart viðkomandi myntum hefði á afkomu og eigið fé miðað við stöðu eigna og skulda í viðkomandi mynt á reikningsskiladegi. Í töflu hér að framan má sjá stöðu eigna og skulda í erlendum myntum sem næmnigreiningin tekur til. Næmnigreiningin miðast við að allar aðrar breytur en þær sem eru hér til skoðunar séu fastar. Næmnigreiningin tekur til þeirra gjaldmiðla sem innifela mesta gengisáhættu. Greiningin tekur ekki tillit til skattaáhrifa og var unnin með sama hætti fyrir samanburðartímabilið. Áhrif á afkomu og eigið fé eru þau sömu þar sem matsbreyting undirliggjandi fjármálagerninga í erlendri mynt er ekki í neinum tilvikum færð beint á eigið fé. Jákvæð fjárhæð merkir hækkun á hagnaði og eigin fé. Lækkun á gengi íslensku krónunnar gagnvart neðangreindum gjaldmiðlum hefði haft sömu áhrif en í gagnstæða átt. 31.12.2019 5%
Áhrif á afkomu og eigið fé: EUR ................................................................ NOK ................................................................ SEK ................................................................. DKK ................................................................ USD ................................................................ XDR ................................................................ CHF ................................................................. JPY ................................................................. GBP ................................................................
8.764 1.517 1.304 59 (385) 19.006 0 0 7.094 37.359
10% 17.527 3.034 2.609 118 (770) 38.011 0 0 14.188 74.717
31.12.2018 5% 7.885 1.192 1.215 17 (4.311) 7.303 (898) (313) 0 12.090
10% 15.771 2.384 2.430 33 (8.623) 14.606 (1.796) (627) 0 24.178
Vaxtaáhætta Vaxtaáhætta er áhættan af því að gangvirði eða framtíðar sjóðstreymi fjármálagerninga muni sveiflast vegna breytinga á markaðsvöxtum. Vaxtaáhætta myndast þar sem langtímaskuldir samstæðunnar bera fasta og breytilega vexti. Áhættunni eru stjórnað með eftirliti með vaxtaþróun og viðeigandi blöndu af lánum með föstum og breytilegum vöxtum. Vaxtakjör á lántökum samstæðunnar koma fram í skýringu 19 fyrir langtímaskuldir. Af vaxtaberandi skuldum bera 1.619 milljónir kr. breytilega vexti (31. desember 2018: 1.887 milljónir kr.) og 334 milljónir kr. fasta vexti (31. desember 2018: 921 milljónir kr.). Í töflunni hér að neðan er sýnt hver áhrif af 50 og 100 punkta hækkun vaxta hefði á afkomu og eigið fé á reikningsskiladegi. Næmnigreiningin tekur til þeirra vaxtaberandi eigna og skulda sem bera breytilega vexti og miðast hún við að allar aðrar breytur en þær sem eru hér til skoðunar séu fastar. Næmnigreiningin endurspeglar þau áhrif sem koma fram í rekstrarreikningi og eigin fé án skattaáhrifa.
Áhrif á afkomu og eigið fé ..................................
50 pkt
31.12.2019 100 pkt
5.284
10.568
31.12.2018 50 pkt 8.468
100 pkt 16.936
Verðbólguáhætta Vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 1.952 milljónir kr. eru verðtryggðar miðað við vísitölu neysluverðs (31. desember 2018: 2.169 milljónir kr.) og hefur þróun neysluvísitölu því áhrif á bókfærða stöðu lánanna og sjóðstreymi tengt þeim. Hækkun verðbólgu um 1% yfir árið hefði lækkað afkomu samstæðunnar um 19,5 milljónir kr. fyrir tekjuskatt (2018: 21,7 milljónir kr.). Næmnigreiningin miðast við að allar aðrar breytur en þær sem eru hér til skoðunar séu fastar.
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
21
Fjárhæðir í þúsundum króna
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
37
Skýringar frh. Skýringar 24.
Skipting tekna og gjalda eftir rekstrarþáttum Settar eru fram kröfur um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekenda í reglugerð nr. 313/2005. Reglugerðin inniheldur meðal annars ákvæði um framkvæmd aðgreiningarinnar og upplýsingaskyldu póstrekenda til Póst- og fjarskiptastofnunar. Í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar sendir félagið Póst- og fjarskiptastofnun árlega sundurliðaðar bókhalds- og fjármálaupplýsingar varðandi aðgreininguna. Þann 13. desember 2019 birti Póst- og fjarskiptastofnun yfirlit yfir bókhaldslegan aðskilnað félagsins vegna rekstrarársins 2018 og var það niðurstaða stofnunarinnar eftir skoðun gagnanna að kostnaðarbókhald og bókhaldslegur aðskilnaður félagsins væri í samræmi við viðurkennda aðferðarfræði og ákvæði laga um póstþjónustu og fyrrnefnda reglugerð um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri póstrekanda. Niðurstöður um bókhaldslega og fjárhagslega aðgreiningu í rekstri vegna rekstrarársins 2019 verða sendar Póst- og fjarskiptastofnun í samræmi við fyrirmæli reglugerðarinnar.
25.
Aðrar upplýsingar um rekstrarumhverfi Íslenska ríkið hefur ákveðið að fela félaginu alþjónustuskyldu sem felst í því að tryggja öllum landsmönnum á jafnræðisgrundvelli aðgang að ákveðnum þáttum póstþjónustu, bæði innanlands og milli landa, með tilteknum gæðum á sama verði hvar sem er á landinu skv. 2 mgr.17 gr. laga nr. 98/2019. Á félaginu hvílir því alþjónustuskylda sem nær til sendinga allt að 10 kg. Með henni kemur sú kvöð að sinna þeim þáttum þjónustunnar sem ekki eru arðbærir. Ekki hefur verið gerður formlegur samningur um alþjónustu en félagið hefur verið tilnefnt tímabundið sem alþjónustuveitandi. Alþjónustan hefur verið fjármögnuð að hluta fyrir árið 2020 en verður endurskoðuð á árinu.
26.
Reikningsskilaaðferðir Samstæða Ársreikningur samstæðunnar tekur til ársreikninga móðurfélagsins og dótturfélaga þess. Dótturfélög eru þau félög þar sem samstæðan fer með yfirráð. Yfirráð eru til staðar þegar samstæðan hefur ákvörðunarvald yfir fjárfestingunni, ber áhættu eða hefur réttinn til að njóta breytilegs ávinnings vegna þátttöku í fjárfestingunni og getur með ákvörðunarvaldi haft áhrif á ávinninng sinn af fjárfestingunni. Félagið endurmetur á reikningsskiladegi hvort yfirráð yfir fjárfestingu séu til staðar með tilliti til ofangreindra þátta. Rekstrarniðurstaða keyptra eða seldra dótturfélaga á árinu er meðtalin í rekstrarreikningi og yfirliti um aðra heildarafkomu frá og með kaupdegi eða fram að söludegi eftir því sem við á. Leiðréttingar á reikningsskilum dótturfélaganna eru gerðar þegar nauðsynlegt þykir og reikningsskilaaðferðir þeirra aðlagaðar að þeim sem samstæðan notar. Markmið með gerð samstæðureikningsskila er að birta einungis tekjur, gjöld, eignir og skuldir samstæðunnar út á við og er því viðskiptum innan hennar eytt við gerð reikningsskilanna. Skráning tekna Tekjuskráning félagsins endurspeglar það gagngjald sem samstæðan væntir að fá vegna sölu á þjónustu og vöru til viðskiptavinar. Tekjur félagsins af samningum við viðskiptavini myndast einkum af sölu póstþjónustu sem felur meðal annars í sér dreifingu á bréfum, pökkum, fjölpósti og tilheyrandi þjónustu. Tekjur eru skráðar þegar samningsskylda félagsins hefur verið uppfyllt. Þjónustutekjur eru eftir atvikum færðar á þeim tímapunkti þegar þjónustan hefur verið innt af hendi, eða samhliða því sem þjónustan er veitt. Vörusala er skráð þegar yfirráð yfir seldri vöru flytjast yfir til kaupanda, sem er almennt við afhendingu vöru. Sala er sýnd í rekstrarreikningi að teknu tilliti til afslátta. Tekjur, sem innheimtar hafa verið á reikningsárinu en varða síðari reikningsár, eru færðar til skuldar í efnahagsreikningi sem fyrirfram innheimtar tekjur. Tekjur, sem varða reikningsárið en innheimtast eftir lok þess, eru færðar til eignar í efnahagsreikningi. Erlendar pósttekjur sem varða reikningsárið eru færðar til eignar sem langtímakröfur en um er að ræða kröfur á erlend póstfyrirtæki sem myndast við uppgjör viðskipta á póstsendingum á milli landa og geta greiðslur vegna viðskiptanna borist allt að tveimur og hálfu ári eftir að krafa myndast. Skráning gjalda Gjöld sem stofnað er til við öflun tekna á tímabilinu eru færð sem rekstrarkostnaður. Gjöld sem stofnað er til á reikningsárinu en varða síðari reikningsár eru færð til eignar í efnahagsreikningi sem fyrirframgreiddur kostnaður. Gjöld sem varða reikningsárið en koma til greiðslu síðar, eru færð til skuldar sem áfallinn kostnaður í efnahagsreikningi.
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
38
23
Fjárhæðir í þúsundum króna
ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
Skýringar frh. Skýringar 26.
Reikningsskilaaðferðir, frh. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur samanstanda af vaxtatekjum og arðstekjum. Vaxtatekjur eru færðar í rekstrarreikning eftir því sem þær falla til miðað við virka vexti. Arðstekjur eru færðar í rekstrarreikning á þeim degi sem arðsúthlutun er samþykkt. Fjármagnsgjöld samanstanda af vaxtakostnaði af lántökum og virðisrýrnun fjáreigna og eru færð í rekstrarreikning á því tímabili sem þau falla til. Lántökukostnaður er færður í rekstrarreikning miðað við virka vexti. Viðskipti í öðrum myntum en íslenskum krónum eru umreiknuð yfir í krónur á gengi viðskiptadags. Gengismunur sem myndast við greiðslu skulda og innheimtu krafna er færður í rekstrarreikning. Peningalegar eignir og skuldir í erlendri mynt eru umreiknaðar miðað við gengi myntar í árslok og er áfallinn gengismunur færður í rekstrarreikning á meðal fjármagnsliða. Tekjuskattur Tekjuskattur er reiknaður og færður í ársreikninginn nema þegar hann tengist liðum sem færðir eru beint á eigin fé, en þá er tekjuskatturinn færður á eigin fé. Útreikningur hans byggir á afkomu fyrir skatta að teknu tilliti til varanlegra mismuna á skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt ársreikningi. Útreikningur hans byggir á afkomu fyrir skatta að teknu tilliti til varanlegra mismuna á skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt ársreikningi. Tekjuskattshlutfall er 20%. Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar ársins auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára. Frestaður skattur stafar af mismun efnahagsliða í skattuppgjöri annars vegar og ársreikningi hins vegar. Mismunurinn stafar af því að tekjuskattstofn félaga í samstæðunni er miðaður við aðrar forsendur en reikningsskil þeirra. Frestaður tekjuskattur er ekki færður vegna tímabundins mismunar sem verður til við upphaflega skráningu viðskiptavildar. Tekjuskattsinneign er metin á reikningskiladegi og er einungis færð að því marki sem líklegt er að hún nýtist á móti skattskyldum hagnaði í framtíðinni. Varanlegir rekstrarfjármunir Eignir eru skráðar meðal varanlegra rekstrarfjármuna þegar líklegt er að hagrænn ávinningur tengdur eigninni muni nýtast samstæðunni og hægt er að meta kostnað vegna eignarinnar með áreiðanlegum hætti. Varanlegir rekstrarfjármunir eru upphaflega skráðir á kostnaðarverði. Kostnaðarverð þeirra samanstendur af kaupverði og öllum beinum kostnaði við að koma eigninni í tekjuhæft ástand. Eftir upphaflega skráningu eru varanlegir rekstrarfjármunir færðir á kostnaðarverði eða endurmetnu kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum. Afskriftir eru reiknaðar línulega af afskrifanlegri fjárhæð miðað við áætlaðan nýtingartíma rekstrarfjármuna og færðar í rekstrarreikning. Afskrifanleg fjárhæð er kostnaðarverð að frádregnu væntu hrakvirði. Lóðir og lönd eru ekki afskrifuð. Upplýsingar um afskriftarhlutföll eigna má finna í skýringu nr. 11. Hagnaður eða tap vegna sölu eigna telst mismunur söluverðs og bókfærðs verðs eigna á söludegi,og er færður í rekstrarreikning á því tímabili sem salan á sér stað. Afskriftaraðferðir, nýtingartími og hrakvirði eru endurmetin á uppgjörsdegi og breytt ef þörf krefur. Óefnislegar eignir Óefnislegar eignir samstæðunnar samanstanda af hugbúnaði sem hefur takmarkaðan líftíma og eru færður á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun. Afskriftir eru færðar línulegar í rekstrarreikning á áætluðum nýtingartíma eignanna. Upplýsingar um afskriftarhlutföll má finna í skýringu nr. 12.
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
24
Fjárhæðir í þúsundum króna
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
39
Skýringar frh. Skýringar 26.
Reikningsskilaaðferðir, frh. Virðisrýrnun eigna annarra en fjáreigna Á reikningsskiladegi er bókfært verð eigna metið með tilliti til virðisrýrnunar. Komi fram vísbending um virðisrýrnun er endurheimtanlegt virði eignarinnar metið til að unnt sé að ákvarða upphæð virðisrýrnunar (ef einhver er). Endurheimtanlegt virði er annað hvort hreint söluvirði eða nýtingarvirði eignar, hvort sem hærra er. Við mat á nýtingarvirði er notað vænt fjárstreymi sem fært hefur verið til núvirðis með vaxtaprósentu sem viðeigandi er við fjármögnun slíkrar eignar að teknu tilliti til skatta. Þegar ekki er hægt að meta endurheimtanlegt virði einstakra eigna þá metur samstæðan endurheimtanlegt virði þeirrar sjóðskapandi einingar sem eignin fellur undir. Sé endurheimtanlegt virði eignar eða fjárskapandi einingar metið lægra en bókfært verð er bókfært verð eignarinnar lækkað í endurheimtanlegt virði. Virðisrýrnun fjárskapandi eininga er fyrst færð til lækkunar á tengdri viðskiptavild, en síðan til hlutfallslegrar lækkunar á bókfærðu verði annarra eigna einingarinnar. Tap vegna virðisrýrnunar er fært í rekstrarreikning. Ef áður færð virðisrýrnun á ekki lengur við er bókfært verð eignarinnar hækkað aftur, þó ekki umfram upphaflegt kostnaðarverð eða afskrifað kostnaðarverð sé um eign með takmarkaðan líftíma að ræða. Virðisrýrnun viðskiptavildar er ekki heimilt að bakfæra. Fjáreignir Fjáreignir eru færðar á gangvirði við upphaflega skráningu í bókhald. Þegar fjáreignir eru ekki metnar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning er allur beinn viðskiptakostnaður færður til hækkunar á virði þeirra við upphaflega skráningu í bókhald. Samstæðan skráir allar fjáreignir sínar á afskrifuðu kostnaðarverði. Fjáreignir samanstanda af langtímakröfum, skuldabréfum, viðskiptakröfum, skammtímakröfum fyrirframgreiddum kostnaði og afdráttarsköttum, eignarhlutum í öðrum félögum og handbæru fé.
að
undanskildum
Fjáreignir sem áætlað er að halda til gjalddaga og samningsbundið greiðsluflæði þeirra samanstanda einungis af afborgunum af höfuðstól og vöxtum skal skrá á afskrifuðu kostnaðarverði nema gerningurinn sé skilgreiningur á gangvirði í gegnum rekstrarreikning í samræmi við gangvirðisheimildina. Slíkar eignir eru upphaflega færðar á gangvirði að viðbættum öllum tengdum viðskiptakostnaði. Eftir upphaflega skráningu eru slíkar fjáreignir metnar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, að frádreginni virðisrýrnun. Fjáreignir samstæðunnar sem metnar eru á afskrifuðu kostnaðarverði eru langtímakröfur, viðskiptakröfur, aðrar skammtímakröfur, eignarhlutar í öðrum félögum, kröfur á tengda aðila og handbært fé. Handbært fé Handbært fé samstæðunnar samanstendur af sjóði og óbundnum bankainnstæðum. Virðisrýrnun fjáreigna Virðisrýrnunarlíkan IFRS 9 byggir á væntu útlánatapi. Fjáreignir samstæðunnar sem falla undir gildissvið virðisrýrnunarlíkansins eru langtímakröfur, viðskiptaköfur, aðrar skammtímakröfur (að undanskildum fyrirframgeiðslum og afdráttarsköttum), kröfur á tengda aðila og handbært fé. Við mat á vænti útlánatapi fyrir viðskiptakröfur beitir samstæðan einfaldaðri nálgun. Sú nálgun gerir ráð fyrir að samstæðan meti niðurfærslu sem er jöfn væntu útlánatapi á líftíma viðskiptakrafnanna. Viðskiptakröfum samstæðunnar er skipt niður í flokka eftir þeim fjölda daga sem þær eru komnar fram yfir gjalddaga. Við mat á föstu niðurfærsluhlutfalli fyrir hvern flokk er horft til tapaðra krafna félagsins í sögulegu samhengi, leiðréttri fyrir framtíðarvæntingum um efnahagslega þróun ef þörf er á. Sjá nánari umfjöllun um mat á væntu útlánatapi fyrir viðskiptakröfur í skýringu nr. 23. Á hverjum uppgjörsdegi er kannað hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun fjáreigna. Fjáreign hefur rýrnað í virði ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir, sem hafa orðið, hafi áhrif á vænt framtíðarsjóðstreymi eignarinnar og hægt er að meta virðisrýrnun með áreiðanlegum hætti. Samstæðan færir sértæka niðurfærslu á fjáreignir þar sem hlutlæg vísbending er um virðisrýrnun. Virðisrýrnun er gjaldfærð í rekstrarreikningi. Virðisrýrnun er bakfærð ef hægt er að tengja bakfærsluna á hlutlægan hátt atburði sem átti sér stað eftir að virðisrýrnun var færð.
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
40
25
Fjárhæðir í þúsundum króna
ÁRSSKÝRSLA 2019
ANNUAL REPORT
Skýringar frh. Skýringar 26.
Reikningsskilaaðferðir, frh. Leigusamningar Við upphaflega skráningu metur samstæðan hvort samningur teljist vera leigusamningur eða innihaldi leigusamning. Samstæðan skráir nýtingarrétt til eignar og samsvarandi leiguskuldbindingu vegna allra leigusamninga, nema skammtímaleigu (til skemmri tíma en 12 mánaða) og fyrir leigueignir með lágt virði, þar sem leigugreiðslur eru færðar línulega á meðal rekstrargjalda yfir leigutímann. Leiguskuldbinding og nýtingarréttur af leigueign eru upphaflega metin á núvirði framtíðarleigugreiðslna. Leigugreiðslur eru núvirtar með innbyggðum vöxtum í samningi, eða ef þeir eru ekki aðgengilegir, með vöxtum af viðbótarlánsfé. Leiguskuldbinding samanstendur af föstum greiðslum auk breytilegra greiðslna vegna vísitölu, vænts hrakvirðis og kauprétta á leigueignum ef líklegt er talið að þeir verði nýttir, og að frádregnum leiguhvötum. Leigugreiðslur skiptast í vaxtagjöld og greiðslur af höfuðstól sem koma til lækkunar á leiguskuldbindingu. Félagið endurmetur leiguskuldbindingu ef leigutímabil breytist, ef leigugreiðslur breytast vegna vísitölutengingar eða þegar breytingar eru gerðar á leigusamningi sem ekki leiða til þess að nýr leigusamningur er skráður. Leigueignir eru afskrifaðar á því sem styttra reynist, líftíma leigusamnings eða leigueignar. Ef leigusamningur leiðir til eigendaskipta eða ef bókfært verð nýtingarréttar af leigueign felur í sér kauprétt á viðkomandi leigueign, þá er nýtingarétturinn afskrifaður á líftíma leigueignarinnar. Nýtingarréttur vegna leigueignar er afskrifaður frá upphafsdegi leigusamnings. Breytilegar leigugreiðslur sem eru ekki vísitölutengdar eru ekki hluti af leiguskuldbindingu eða nýtingarrétti leigueignar, heldur gjaldfærðar á því tímabili sem þær falla til. Fjárskuldir Fjárskuldir samstæðunnar samanstanda af viðskiptaskuldum, öðrum skammtímaskuldum og skuldum við lánastofnanir. Aðrar fjárskuldir þar á meðal skuldir við lánastofnanir, eru upphaflega metnir á gangvirði að frádregnum viðskiptakostnaði. Við síðara mat eru þær færðar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti. Samstæðan afskráir fjárskuldir eingöngu þegar skuldbinding vegna þeirra er ekki lengur til staðar.
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
26
Fjárhæðir í þúsundum króna
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
41
Skýringar frh. Skýringar Ófjárhagsleg upplýsingagjöf Íslandspóstur ohf. gegnir veigamiklu hlutverki í að tengja fólk, fyrirtæki og samfélög með því að miðla mikilvægum upplýsingum, gögnum og vörum til allra landsmanna og viðskiptavina þeirra hvar sem þeir eru á landinu. Starfsmenn Íslandspósts handleika dag hvern póstsendingar, sem teljast í hundruðum þúsunda. Þar að auki er Íslandspóstur í traustri samvinnu við póstfyrirtæki um allan heim sem tryggir þéttleika dreifikerfisins. Póstþjónusta gegnir mikilvægu hlutverki, ekki síst fyrir atvinnulíf, og er í lykilhlutverki í vefverslun. Í nýlegri stefnu Evrópusambandsins um stafrænan innri markað (e. Digital Single Market eða DSM) er lögð sérstök áhersla á að virk og áreiðanleg póstþjónusta sé grundvöllur virkrar vefverslunar milli landa.
Samfélagsábyrgð Íslandspóstur ohf. leggur áherslu á samfélagsábyrgð og vill starfa í sátt við umhverfið og samfélagið. Markvisst hefur verið unnið í umhverfisáhrifum með því að keyra meðal annars um á rafmagnsfarartækjum og draga úr pappírsnotkun. Vitund starfsmanna um heilbrigt líferni hefur verið efld, meðal annars er tekið þátt í Global Compact en með henni skuldbindur Íslandspóstur sig til að stefna og starfshættir séu í samræmi við tíu alþjóðlega viðurkennd grundvallarréttindi er varða mannréttindi, vinnumál, umhverfismál og spillingu. Íslandspóstur ohf. hefur farið í gegnum úttekt frá KPMG á áhættumati skv. lögum nr. 140/2018 og vinnur samkvæmt því.
Mannauður Hjá Íslandspósti vinna um það bil 900 starfsmenn sem sinna 721 stöðugildum. Íslandspóstur hefur fengið jafnlaunavottun og vinnur markvisst að því að eyða út kynbundnum launamun. Fræðsludeild Póstins vinnur að öflugu fræðslustarfi og hefur sérstök áhersla verið á að efla stjórnendur ásamt nýliðaþjálfun og fræðslu í tengslum við innleiðingu á persónuverndarstefnu sem og þjónustu- og gæðastefnu. Á árinu var innleiddur fræðsluvefur Eloomi til að vera enn betur í stakk búinn að takast á við fræðslu fyrir starfsmenn. Árleg heilsu- og öryggisvika var haldin þar sem áherslan var á brunavarnir.
Siðferði, spilling, mútur og mannréttindi Félagið virðir almenn mannréttindi, rétt allra til félagafrelsis og kjarasamninga. Áhersla er lögð á að verktakar fari eftir gildandi lögum í landinu er varðar alla sína starfsmenn, sama hvort það eru þeirra launþegar eða undirverktakar. Félagið hefur ekki sett sér skrifleg viðmið um aðgerðir gagnvart siðferði, spillingu, mannréttindum eða mútur en vinna við það hefur verið í gangi og líkur væntanlega á árinu 2020.
Samstæðuársreikningur Íslandspósts ohf. 2019
Fjárhæðir eru í þúsundum króna
42
27
Fjárhæðir í þúsundum króna
Hönnun og umbrot: Elías Jóhann Jónsson Prentun: Samskipti Ljósmyndir: Bernhard Kristinn
Íslandspóstur Höfðabakka 9 110 Reykjavík Sími / Tel +354 580 1000 postur@postur.is www.posturinn.is