Jafnréttisáætlun íslandspósts

Page 1

JAFNRÉTTISÁÆTLUN ÍSLANDSPÓSTS 1.

MARKMIÐ

1.1. Samkvæmt lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla, (18.gr.laga nr.10/2008), er öllum fyrirtækjum og stofnunum með fleiri en 25 starfsmenn skylt að setja sér jafnréttisáætlun. Markmiðið með gerð jafnréttisáætlunar fyrir Íslandspóst er að allir starfsmenn fyrirtækisins njóti sömu virðingar og hafi jöfn tækifæri til starfsframa. Einnig að allir starfsmenn sitji við sama borð óháð kynferði, skoðunum, aldri, efnahag, trúarbrögðum, litarhætti og þjóðerni, kynhneigð eða stöðu þeirra að öðru leyti. Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína. 1.2. Íslandspóstur vill tryggja að fyrirtækið sé eftirsóttur og framsækinn vinnustaður þar sem leitast er við að gera starfsmönnum kleift að þróast í starfi og nýta hæfileika sína til fullnustu. Fyrirtækið setur sér það markmið að samskipti starfsmanna einkennist af virðingu og trausti. Áhersla er lögð á fjölskylduvæn gildi og að starfsfólki gefist kostur á sveigjanleika í starfi eftir því sem við verður komið. Jafnréttisáætlun miðar að því að tryggja jafna stöðu starfsmanna og vinna gegn kynbundnum launamun og hvers konar mismunun með markvissu forvarnar- og fræðslustarfi. Íslandspóstur leggur jafnframt áherslu á að tryggja góðan aðbúnað og öryggi starfsmanna og leitast við að leggja starfsmönnum jafnan til þann búnað sem best er til þess fallinn að þeir geti sinnt starfi sínu af kostgæfni.

2.

FRAMKVÆMD OG UMFANG

2.1. Áætlun þessi tekur til allra starfsmanna Íslandspósts. 2.2. Jafnréttisnefnd er skipuð af forstjóra. Hlutverk jafnréttisnefndar er að fylgjast með lögum og reglum stjórnvalda varðandi jafna stöðu kynjanna, fylgja eftir framkvæmd jafnréttisáætlunar Íslandspósts og kanna ábendingar starfsmanna og viðskiptavina með tilliti til jafnréttis. Enn fremur er nefndinni ætlað að endurskoða jafnréttisáætlun Íslandspósts með tveggja ára millibili.

3.

AUGLÝSINGAR OG RÁÐNINGAR

3.1. Íslandspóstur leitar hæfustu starfsmanna hverju sinni. Þess vegna þarf launastefna, aðbúnaður og umhverfi að vera jafn aðlaðandi fyrir bæði kynin. Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið við stöðuveitingar. 3.2. Í starfsauglýsingum skal þess gætt að höfða til beggja kynja. Heimilt er að auglýsa sérstaklega eftir öðru kyninu í störf þar sem hitt kynið er í miklum meirihluta. Heimilt er að beina konum í þær starfsgreinar þar sem karlar eru í meirihluta og körlum í þær starfsgreinar þar sem konur eru í meirihluta.

4.

STARFSAÐSTÆÐUR OG KJÖR

4.1. Við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum og uppsagnir skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað.

1|F r a m k v æ m d a á æ t l u n j a f n r é t t i s á æ t l u n a r Í s l a n d s p ó s t s

27/8 2018


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.