Allt í einu
Alhliða 24 stunda andlitskrem fyrir unglinginn, hentar öllum húðgerðum. Mýkir og nærir húðina og viðheldur réttu rakastigi. Notist sem dag- og næturkrem. Inniheldur: hlaðkollu, baldursbrá, fjólu og rauðsmára.
undur berjanna
Orkuríkt, fyrirbyggjandi andlitskrem sem eykur og viðheldur æskuljóma. Mjög andoxunarríkt dag- og næturkrem. Hentar öllum húðgerðum. Inniheldur: bláber, aðalbláber, berjalyng og trönuber.
undur jurtanna
Ilmlaust og nærandi andlitskrem fyrir afar viðkvæma húð. Hefur reynst vel við “Rósroða”. Notist sem dag- og næturkrem. Inniheldur: rauðsmára, hlaðkollu, fjallagrös og hafþyrnisolíu.
undur Rósarinnar
Nærandi og vítamínríkt andlitskrem fyrir þroskaða húð. Frískar og endurnærir húðina. Notist sem dag- og næturkrem. Inniheldur: hafþyrnisolíu, rósaviðarolíu, vallhumal, fjólu og hjartarfa.
fyrir Andlitið
Andlitsserum
Andlitsdropar sem veita fjölmörg nauðsynleg næringarefni og fitusýrur m.a. omega 3,6,9 og 7. Hentar öllum húðgerðum. Notist á kvöldin á allt andlitið og háls. Inniheldur: hafþyrnisolíu, avocadóolíu, hlaðkollu og fjólu.
Andlitsskrúbbur
Milt andlits hreinsigel með fínum jojoba- kjörnum sem fægja burt dauðar húðflögur og hjálpar til við endurnýjun. Ómissandi þáttur í almennri húðumhirðu. Berið á andlit og háls, nuddið og skolið. Notist 1-2x í viku eða oftar. Inniheldur: hlaðkollu, baldursbrá, sápujurt og jojobakjarna
Andlitsvatn
Milt andlitsvatn sem hreinsar og frískar upp húðina. Hentar öllum húðgerðum og öllum aldri fyrir konur og karla. Notist kvölds og morgna á andlit eftir hreinsun eða rakstur. Gott að nota eftir Purity Herbs Hreinsimjólk. Inniheldur: hlaðkollu, blóðberg, maríustakk og rósarviðarolíu
Augngel
Kælandi gel sem nærir og sefar húðina við augnsvæðið. Dregur úr þrota við augun. Notist eins oft og þörf krefur.
Inniheldur: hlaðkollu, augnfró, rauðsmára og myrru.
fyrir Andlitið
Augnkrem
Áhrifaríkt og nærandi augnkrem sem dregur úr þrota og þreytumerkjum. Hentar öllum húðgerðum. Notist bæði kvölds og morgna. Inniheldur: hjartarfa, gullkoll, hlaðkollu og fjallagrös
Hreinsimjólk
Mild og áhrifarík hreinsimjólk. Hreinsar vel burt augn- og andlitsfarða og mýkir upp húðina. Notist á kvöldin við húðhreinsun eða eftir þörfum hvers og eins. Inniheldur: hlaðkollu, baldursbrá, sápujurt og morgunfrú.
Ice Lips
100% náttúrlegur varasalvi sem græðir og mýkir þurrar varir. Mildur piparmintu keimur . Án vaselíns og kemískra litar- og ilmefna. Inniheldur: fjallagrös, gullkoll, baldursbrá og piparmintu.
Soft Lips
Nærir og mýkir þurrar varir. Græðandi og góður fyrir alla fjölskylduna, verndar í kulda.
Inniheldur: fjallagrös, blágresi og hlaðkollu.
fyrir Andlitið
eftir rakstur / afterSHAVE
Andlitskrem fyrir herra eftir rakstur. Dregur úr roða, nærir og viðheldur réttu rakastigi. Notist á allt andlitið eftir rakstur. Inniheldur: fjallagrös, gulmöðru, maríustakk og hlaðkollu.
mens face lotion
Létt andlitskrem fyrir herrann í amstri dagsins. Frískar, nærir og verndar. Notist daglega kvölds og morgna. Inniheldur: rauðsmára, einiber, fjólu og hlaðkollu.
soft shaving Milt sápugel sem róar og undirbýr húðina fyrir rakstur. Má einnig nota sem húð- og hársápu fyrir allan líkamann. Burstið eða berið á þurra húð fyrir rakstur með sköfu. Inniheldur: hlaðkollu og kamillu- ilmkjarnaolíur.
Fyrir herrann
Hressir
Hressandi fótabaðsalt sem hitar, örvar blóðrásina og hemur sveppavöxt. Notið 1-2 msk. í fótabaðið Inniheldur: vallhumal, einiber, mjaðjurt og blóðberg.
Slakar
Slakandi baðsalt sem veitir fullkomna slökun fyrir þá sem þjást af streitu og svefnleysi. Ilmurinn róar við innöndun. Notið 2-3 msk. í baðvatnið. Inniheldur: hlaðkollu, maríustakk, blóðberg og lavender.
Bætir
Húðbætandi baðsalt fyrir þurra húð. Hreinsandi og mýkjandi jurtablanda með jurtailmi. Notið 2-3 msk. í baðvatnið. Inniheldur: baldursbrá, hlaðkollu,brenninetlu og kamillu.
Kætir
Kætandi baðsalt fyrir fólk undir líkamlegu álagi. Hitar, örvar og losar um verki og kvef. Notið 2-3 msk. í baðvatnið og njótið. Inniheldur: piparmintu, vallhumal, fjallagrös og blóðberg.
fyrir baðið
slökunarbað
Baðolía sem róar líkamann og veitir góða slökun. Mýkir og nærir húðina. Láttu eftir þér 15 mínútur í slökun. Notið 15ml í baðvatnið. Inniheldur: hlaðkollu, gullkoll, fjallagrös og lavender.
bað við liðverkjum
Olía í baðið sem slær á strengi eftir líkamleg átök. Mýkir upp líkamann og dregur úr þreytuverkjum. Notið 15ml í baðvatnið. Inniheldur: víðibörk, eini, blóðberg og fíflarót.
fyrir baðið
Undrakrem
Græðandi og næringarríkt krem fyrir þurra húð. Gott á unglingabólur, sár og bruna. Notist á allan líkamann og/ eða svæðisbundið eins oft og þurfa þykir. Inniheldur: blágresi, hlaðkollu, vallhumal og fjallagrös.
Hákarlakrem
Hákarlakrem. Græðandi og gott við slæmum húðþurrki. Kremið inniheldur hákarlalýsi sem hefur góð áhrif á þurra húð og liði. Notist eins oft og þurfa þykir á allan líkamann. Inniheldur: víðibörk, mjaðjurt, rauðsmára og gulmöðru.
Kamillukrem
Milt, fituríkt og mjög rakagefandi krem fyrir þurra húð. Gott á þurrkubletti og exem, hentar börnum sérlega vel. Notist eftir þörfum. Inniheldur: fjórar tegundir af kamillu, rauðsmára og maríustakk.
KRAFTAVERK
Einstaklega græðandi smyrsl á sár og ýmsa húðkvilla. 100% náttúrulegt og gott við öllu fyrir alla á öllum heimilum. Notist eftir þörfum þar sem þurfa þykir. Inniheldur: vallhumal, fjallagrös, hjartaarfa og svölujurt.
vandamálahúð
BÓLAN
Húðhreinsandi lausn sem hentar vel bólóttri húð. Gott að bera Undrakrem á húðina eftir notkun. Nota skal svæðisbundið 2x á dag. Inniheldur: baldursbrá, hlaðkollu, víðibörk og svölujurt.
ÚTIVISTARKREM
Krem fyrir alla fjölskylduna allan ársins hring. Mýkjandi og góð andlitsvörn gegn kulda, frosti og sól. Notist á andlit fyrir útiveru. Inniheldur: blágresi, hlaðkollu, vallhumal og fjallagrös.
EINS OG SKOT
Eins og Skot. Krem sem hefur hressandi áhrif á höfuðþyngsli, kvef og önnur leiðindi. Nuddist vel á gagnaugu, bringu eða undir nef eftir þörfum. Inniheldur: einiber, mjaðjurt og blóðberg.
vandamálahúð
naglaolía
Olía sem styrkir og nærir neglur og mýkir upp naglaböndin. Inniheldur sveppahamlandi ilmkjarnaolíur. Nuddið olíunni á neglur og naglabönd 1x á dag eða eftir þörfum. Inniheldur: elftingu, vallhumal, hlaðkollu og tea-tree olíu.
handáburður
Græðandi og mýkjandi handáburður sem gengur fljótt inní húðina og kámar ekki. Frábær á þurrar hendur. Notist daglega eða eftir þörfum. Inniheldur: hlaðkollu, gullkoll, baldursbrá og tágamuru.
FÓTAkrem
Mýkjandi fótakrem, gott á sprungna hæla og þurra fætur. Dregur úr þrota og óæskilegri lykt. Notist daglega fyrir svefn. Inniheldur: víðbörk, einiber, vallhumal og tea-tree olíu.
Fyrir líkamann
frískir fætur
Kælandi og frískandi húðmjólk fyrir þreytta fætur allan daginn alla daga. Dregur úr fótsvita og bakteríumyndun. Gengur fljótt inní húðina. Notist daglega eða eins oft og þurfa þykir. Inniheldur: blóðberg, blágresi, víðibörk og piparmintu.
sólarsæla
Nærandi líkamsolía með léttri náttúrulegri sólarvörn. Eykur brúnku og viðheldur fallegum húðlit. Notist fyrir og eftir sólböð á allan líkamann. Inniheldur: hafþyrnis-, morgunfrúar- og avocadóolíu, hjartarfa og fjallagrös.
Morgunfrúarolía
Mýkjandi og nærandi líkamsolía sem eykur teygjanleika húðarinnar og því einstaklega góð á óléttukúlur. Notist daglega á allan líkamann eftir bað/sturtu. Inniheldur: hafþyrnis-, morgunfrúar- og avocadóolíu, hjartarfa og fjallagrös.
Fyrir líkamann
LIÐVERKJAOLÍA
Kröftug og áhrifarík nuddolía. Olían hefur sannað sig gegn liðverkjum og vöðvabólgum ásamt því að draga úr stirðleika og óþægindum. Nuddið vel á líkamann eftir þörfum. Hámarksárangur fyrir svefninn eftir gott bað/sturtu. Inniheldur: víðbörk, einiber, vallhumal og tea-tree olíu.
Slökunarolía
Ómissandi nuddolía þegar líkaminn þarfnast slökunar. Róar og endurnærir, einnig góð í gufubaðið. Nuddið vel á allan líkamann eftir þörfum. Inniheldur: hlaðkollu, gullkoll, rauðsmára og lavender.
vöðvakrem
100% náttúrulegt upphitunarkrem til að hita og mýkja upp vöðva. Dregur úr áhættu á meiðslum við æfingar. Nuddið á álagssvæði 10 mínútum fyrir átök. Inniheldur: einiber, gulmöðru, víðbörk og berjamyntu-olíu
Vöðvaolía
Nuddolía sem hitar og mýkir þreytta vöðva. Góð eftir æfingar og hjálpar til við að koma í veg fyrir strengi og bólgur. Nuddið vel á líkamann eftir átök. Inniheldur: víðibörk, eini, gullmöðru og vallhumal.
Fyrir líkamann
ÆSIR
Unaðsbaðsalt fyrir elskendur með sjávarsalti, kynörvandi jurtum og ilmkjarnaolíum. Notið 2-3 msk í baðkarið og andið að ykkur unaðslegum ilmi. Inniheldur: víðbörk, einiber, vallhumal og tea-tree olíu.
ÁSTARELDUR
Mögnuð, kynörvandi nuddolía sem kveikir eld og eykur unað í ástarlífinu. Frábær sem sleipiefni og má berast á allan líkamann. Inniheldur: kamillu, eðalmalurt, og piparmintu.
ÁSTARLEYND
100% náttúrulegt sleipigel sem hefur að geyma kyngimagnaða og kynörvandi jurtablöndu. Vekur upp löngun og losta. Berist beint á kynfæri. Notist ekki á meðgöngu. Inniheldur: blóðarfa, freyspálma, turneru og ylang ylang-olíu.
unaðsolía
Ástar- og kynörvandi nuddolía fyrir elskendur. Góð sem sleipiefni og við þurrki í leggöngum. Má berast á allan líkamann. Inniheldur: hvönn, basil, turneru og ylang ylang-olíu.
Fyrir Elskendur
BARNAKREM
Einstaklega mýkjandi og græðandi barnakrem. Regluleg notkun viðheldur réttu rakastigi og eykur heilbrigði húðarinnar. Notist á allan líkamann og gott á bleyjusvæðið. Notið eins oft og þörf krefur. Inniheldur: hlaðkollu, vallhumal, blágresi og lavender.
BARNAOLÍA
Mild og nærandi líkams- og nuddolía fyrir barnið. Róandi og mýkjandi. Notist á barnslíkamann eftir þörfum. Upplagt í ungbarnanuddið. Inniheldur: hlaðkollu, vallhumal, blágresi og lavender.
BARNAsápa
“Baby Wash” mild og náttúruleg, húð- og hársápa fyrir yngstu kynslóðina. Heldur húð og hári barnsins hreinu og mjúku. Dregur úr ertingu, roða og kláða. Notið eins oft og þörf krefur. Inniheldur: hlaðkollu, rauðsmára, baldursbrá og lavender.
Fyrir Barnið
Purity Herbs Organics kt: 540295 2209
Freyjunesi 4, 603 Akureyri veffang: www.purityherbs.is netfang: info@purityherbs.is sĂmi: 432 3028