Rakel G. Magnúsdóttir
Skýrsla um þróunarverkefni
Inngangur Margt fer öðruvísi en ætlað er og má segja að það sé einmitt mest spennandi við að gera þróunarverkefni. Þegar sótt var um styrk í þróunarsjóð skóla- og frístundaráðs voru umsækjendurnir tveir, en annar heltist úr lestinni vegna anna. Rakel G. Magnúsdóttir sem er ráðgjafi og stundakennari m.a. við Kelduskóla hafði umsjón með verkefninu. Einnig var hugmyndin að Háskólinn í Reykjavík myndi veita faglegan stuðning en það breyttist og aðrir tóku við keflinu. Markmiðið með þróunarverkefni þessu var að vekja athygli og áhuga á mikilvægi forritunar- og tæknimenntunar á unglingastigi og var stefnt á að gera það með því að bjóða nemendum að vinna með Raspberry Pi tölvu. Á vorönn 2016 var boðið upp á tölvuval fyrir unglingastigið og sóttu 17 nemendur um. Sett var upp heimasíða um verkefnið sem má sjá hér: http://tolvuval.inamskeid.is
Lýsing á verkefninu – skipulag, umfang og framkvæmd Ákveðið var að þróa áfanga í tölvuvali fyrir unglingastigið í grunnskóla þar sem áhugi og hæfni nemenda réði för. Sérstök áhersla var á tæknilæsi og forritunarkennslu og var hugmyndin að enda á að vinna með Raspberry Pi tölvu. Ferlið var ítarlega skráð og er efnið aðgengilegt inn á heimasíðu verkefnisins. Þegar nemendur mættu í fyrsta tíma tölvuvals var fyrsta verkefnið að setja upp á rafrænan vegg (Padlet vegg) hvað þau myndu vilja læra í tölvuvali. Stefnan var a tekin á það að fara að öllum óskum eins og hægt væri. Hér má sjá væntingar nemendanna:
2
Tæknidagur var haldinn á fyrsta degi. Þar fengu nemendur að kynnast og prófa allskonar tæknidóti eins og MakeyMakey, OSMO, Spycar, Little Bits, Augment Reality bækur, Cardboard, minnsta dróner í heimi, BB8, Ferrari bíl, Macro linsu og 3D teikningar.
3
Ákveðinn grunnvinna var unnin með öllum hópnum sem síðan leiddi út í sérverkefni. Rafrænn (Padlet) veggur var mikið notaður og fengu nemendur strax að vita að Kahoot spurningaleikur yrði út frá því efni sem sett yrði á rafræna vegginn. Aðeins var imprað á sögu tölvunarfræðinnar með því að nemendur leituðu sjálfir að persónum sem tengjast tölvugeiranum og eru að þeirra mati áhugavekjandi. Þetta settu þau upp á rafræna vegginn þannig að úr varð góður fróðleikur fyrir alla. Einnig lærðu þau röð aðgerða til að undirbúa forritun með því að fá einn kennara til að leika vélmenni, sjá myndband hér: https://vimeo.com/154241277 Kennarinn setti upp rafrænan vegg með upplýsingum umHTML og CSS. Nemendur gerðu síðan verkefni tengdri þeirri fræðslu. Ákveðið var að gera læsta fésbókarsíðu þar sem allir nemendurnir voru með aðgang, þannig að þeir gætu verið með spurningar og vangaveltur varðandi verkefnin og tæknimálin. Þessi síða var mjög vel nýtt og fóru fram miklar vangaveltur þar. Næsta verkefni var að nemendur myndu kynnast vefsíðugerð. Öll settu þau upp vefsíðu í Wordpress þannig að þær eru tilbúnar til notkunar fyrir þann sem þarf á að halda. Tækniskólinn var með forritunarbúðir fyrir grunnskólanemendur og bauðst kennarinn (Rakel) til að fara með þeim yfir helgi. Ákvað 10. bekkur að slá til og sáu þau ekki eftir því.
4
Allur hópurinn heimsótti CCP (https://www.ccpgames.com) og fengu þar kynningu á verkefnum og starfsemi fyrirtækisins. Sjá hér frétt á heimasíður Kelduskóla: http://kelduskoli.is/index.php/1404-toelvuval-i-ccp
Nördakvöld var svo í boði fyrir alla nemendur tölvuvalsins. Þar voru tveir gestafyrirlesarar þeir Eyþór Máni nemandi í Tækniskólanum (http://www.tskoli.is) og Arnar frá Dronefly (http://dronefly.is) . Eyþór Máni var með fyrirlestur um Rasperry Pi sem hann hefur mikið verið að nota tengt sínu námi. Þetta var mjög skemmtilegt og áhugavert. Hann bauðst jafnframt að vera nemendum innan handa ef þeir færu að vinna með Rasperry Pi. Hér má sjá glærur frá fyrirlestri hans: https://docs.google.com/presentation/d/1QIJm8ojhfXRBoLaYUEEcDo5FtkfGqiBfRZTfju0LOVw/edit#slide=id.g35f391 192_00 Arnar mætti með nýjasta drónerinn til að sýna nemendunum. Hann kynnti jafnframt þau fjölbreyttu verkefni sem fyrirtækið hans hefur tekið að sér. Rakel (kennarinn) mætti með allt tæknidótið sitt til að bjóða nemendum að skoða og leika sér. Nánar má sjá nördakvöldið hér: https://vimeo.com/167676351
5
Þetta sem komið er var sameiginlegi grunnurinn sem flest allir nemendurnir fóru í gegnum. Samhliða þessu voru nemendur farnir að vinna í þeim verkefnum sem þeir höfðu áhuga á að kafa dýpra í. Nokkrir nemendur völdu að teikna Pixel Press borð (sjá nánar: http://www.projectpixelpress.com/floors/). Á pixelpress borði er verið að teikna tölvuleiki og þar með er hægt að gera sinn eiginn.
Myndir af http://www.projectpixelpress.com/floors/
6
Margir nemendur völdu að gera myndbönd og var drónerinn spennandi kostur í þeirri vinnu. Lögð var áhersla á að nemendur æfðu sig með drónerinn inni í íþróttasal skólans. Mörg skemmtileg myndbönd litu dagsins ljós og má sjá nokkur hér: https://vimeo.com/tolvuval/videos Allir í 10. bekk völdu að vinna nánar með Rasperry Pi nema einn nemandi. Hann vann með tónlist í Garage Band. Nemendurnir skiptu sér í tvo hópa. Annar hópurinn ákvað að gera tölvuleikjaborð en hinn vefmyndavél. Þetta var virkilega ögrandi verkefni og nemendur lögðu mikla vinnu á sig enda var áhuginn mikill. Ekki náðist að klára vefmyndavélina. Sett var upp stýrikerfi sem var vel gert en tíminn var of skammur þannig að ekki náðist að klára vefmyndavélina. Tölvuleikjaborðið leit hins vegar dagsins ljós en að baki því var mikil aukavinna sem nemendur voru tilbúnir að leggja á sig. Guðrún Lára smíðakennari aðstoðaði við hönnun á sjálfu borðinu og Eyþór Máni frá Tækniskólanum var nemendum innan handar við að leggja lokahöndin á tölvuleikjaborðið.
7
8
Þessi vinna nemendanna hefur hlotið verðskuldaða athygli og þá sérstaklega elja þeirra sem náðu að gera tölvuleikjaborð með Raspberry Pi. Hér má sjá viðtal sem blaðamaður Morgunblaðsins tók við drengina: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/06/29/smidudu_raspberry_pi_i_grunnskola/
9
Samantekt – niðurstöður eða gagnsemi fyrir aðra Það að bjóða upp á tölvuval, þar sem fjölbreytileikinn ræður ríkjum, leitað er eftir áhugasviði nemenda og í boði eru raunveruleg og krefjandi verkefni, er virkilega raunhæfur valkostur fyrir kennara. Hérna tók kennarinn markvisst þátt í námi nemendanna, þ.e. hann var ekkert síður að læra heldur en þeir. Þannig myndaðist lærdómssamfélag á jafnræðisgrunni.
Mat á verkefninu Þegar horft er til baka yfir þessa önn þá er það sem stendur upp úr hvað þetta var skemmtilegur tími með virkilega áhugasömum nemendum sem fengu að blómstra á sínu áhugasviði. Það sem var aðalega að hefta var tímaskortur og má segja að svona valáfangi þarf að ná yfir heilan vetur en ekki eina önn. Hér má sjá umsagnir frá nokkrum nemendum tölvuvals: Mér fannst tölvuvalið ótrúlega skemmtilegt og fræðandi. Það hjálpaði mér mikið í því að átta mig betur á tækninni í lífinu. Mér fannst líka æðislegt að það ver enginn mismunur á strákum og stelpum, allir fengu tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt! Bara æðislegt val í alla staði. -María Lóa Ævarsdóttir "SKEMMTILEGASTA Val sem boðið hefur verið uppá í skólanum" "Alltof stuttur tími að vera bara hálfa önn" "Þetta ætti að vera í stundartöfluni hjá öllum og allir ættu að læra þetta!" -Jón Bald Freysson Bráðskemmtilegir, fjörugir og fræðandi tölvutímar. Æðislegur og skemmtilegur kennari sem sýnir okkur nýjustu tæknina og aðferðir sem gott er að vita. Leiðinlegt hvað tímarnir voru fáir en samt ógleymanlegir tölvutímar og minningar! -Alexander Kári Ragnarsson
Mér fanst tölvuvalið geðveikt skemtilegt þar sem þetta var svo allt öðruvísi en það sem við höfum verið að læra og ég lærði hluti sem ég hafði aldrei heyrt um td. HTML og CSS. Ég hafði aldrei foritað áður en núna kann ég það nokkurnveginn eða gætti alveg bjargað mér ef ég þarf. -Snædís Draupnisdóttir 10
Lokaorð Þetta er búin að ver frábær reynsla að fá að þróa tölvuval með 8. – 10. bekk Kelduskóla og vil ég þakka nemendum fyrir frábært samstarf og hvað ég er búin að læra mikið af ykkur. Jafnframt þakka ég skóla- og frístundaráði fyrir að veita mér þróunarstyrk þannig að þessi hugmynd varð að veruleika. Með skýrslunni mun fylgja sér rit um notkun styrkfjárs, en stór hluti fór í kostnað við að kaupa tæki og tól, ásamt launagreiðslur. Ýmsar kynningar hafa verið á þessu verkefni, bæði hafa komið gestir til að fá að fylgjast með, skrifað hefur verið um verkefnið á mörgum stöðum s.s. UT-Torgi, iNamskeid.is og heimasíðu Kelduskóla. Tölvuval mun vera í boði aftur næsta skólaár og á nú að gefa því lengri tíma. Heimasíða verkefnisins mun þá fjalla um hvað við verðum að fást við og er öllum velkomi að fylgjast með. Hægt er að finna heimasíðuna hér: http://tolvuval.inamskeid.is Innilegar þakkir
Rakel G. Magnúsdóttir verkefnastjóri og umsjónarmaður tölvuvals
Tölvuvalið í vetur var áhugavert, líflegt og skemmtilegt. Verkefnin vetrarins voru mjög fjölbreytt og ólík. Kennarinn (Rakel) er vel inni í öllum öngum upplýsingatækninnar og lagði sig fram um að bjóða nemendum upp á verkefni við hæfi. Nemendur unnu bæði skylduverkefni sem og valverkefni. Valverkefnin voru ótrúlega mismunandi allt frá stuttmyndum til leikjaborð. Nemendur voru mjög áhugasamir, svo áhugasamir að þeir lögðu á sig ómælda vinnu til að ljúka við lokaverkefnin sín. Nemendur bjuggu til hver sína vefsíðu og héldu þannig utan um eigið nám. Kennarinn er mjög áhugasamur og smitaði nemendur af jákvæðni og þeirri vissu að allt væri hægt. Virkilega vel heppnað námskeið! Bjarki Þór Jóhannesson tölvukennari
Ingibjörg E. Jónsdóttir sá um textavinnslu og uppsetningu, ásamt því að fá að njóta þess að fylgjast með þessu frábæra verkefni. 11