Með augum barna

Page 1

Með augum barna Með augum barna er ljósmyndaverkefni sem tveir elstu árgangarnir í leikskólanum Bakka vinna. Þetta verkefni var ýtt úr vör í október 2008 og átti í raun að vera lítið ljósmyndaverkefni með tveim elstu árgöngunum í leikskólanum. Byrjað var á að kenna börnunum að taka nærmyndir, þar sem myndefnið var frjálst niðri í fjörunni okkar. Útkoman var hreint út sagt frábær og ákváðum við því að stækka þetta verkefni og fá fleiri í samstarf við okkur. Í gegnum eTwinning (sem er rafræn skólasamstarf í Evrópu www.etwinning.is) fengum við þrjú lönd með okkur í samstarf, en þeim fjölgaði hratt þegar fram liðu stundir. Grunnskólinn í hverfinu, Korpuskóli, bættist einnig í hópinn. Næsta verkefni barnanna var að læra fjarmyndatöku í nánasta umhverfinu. Það kom einnig mjög vel út og það sem meira var að börnin urðu mjög meðvituð um það hvað ruslið og önnur slæm umgengni í umhverfinu hafði mikil áhrif á myndefnið. Þar sem foreldrarnir urðu mjög hrifnir af þessu verkefni og í raun hugfangnir af því hvað börnin tóku magnaðar myndir, þá ákváðum við að næsta verkefni ynnu börnin í samvinnu við þá og því var desemberþemað það að börnin tækju myndir af jólunum. Þetta kom einnig skemmtilega út og það sem kom einnig í ljós var að flest börnin völdu nærmyndatöku. Spurning hvort þau séu meira upptekin af því smáa en við fullorðna fólkið. Þannig þróaðist þessi vinna áfram, hvert þemað tók við af öðru og alltaf kom ljósmyndun barnanna jafn skemmtilega á óvart. Þar sem þetta var miklu stærra og skemmtilegra verkefni heldur en við gerðum okkur grein fyrir þá var tekin sú ákvörðun að sækja um styrk hjá Barnavinafélaginu Sumargjöf sem við fengum. Hugmyndin var að setja upp sér heimasíðu þar sem ljósmyndun barnanna, vinna þeirra og raddir yrðu öllum sýnileg. Þessa síðu er hægt að finna á heimasíðu leikskólans www.leikskolinn-bakki.is Til gamans má nefna það að Með augum barna fékk verðlaun á haustfagnaði Landsskrifstofu eTwinning 2009 sem besta verkefni í leikskóla. Einnig fengum við gæðaviðurkenningu fyrir þetta verkefni og Evrópugæðaviðurkenningu. Rakel Guðrún Magnúsdóttir var verkefnastjóri í þessu verkefni. Ingibjörg E. Jónsdóttir var ábyrgðarmaður, ritari og bókari. Lárus Karl Ingason ljósmyndari veitti okkur faglegan stuðning. Í þessari bók eru ljósmyndir barnanna í leikskólanum Bakka sem teknar voru veturinn 2008 – 09 og 2009 – 10. Prentsmiðjan Oddi styrkti útgáfu þessara bókar. Við þökkum Barnavinafélaginu Sumargjöf fyrir styrkinn sem þau veittu okkur, án hans hefði verkefnið ekki orðið svona glæsilegt.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Með augum barna by Rakel G. Magnúsdóttir - Issuu