Sumar
í Reykjavík
Handbók fyrir sumarstarfsmenn
2015
2
Sumar
í Reykjavík
Handbók fyrir sumarstarfsmenn
2015
3
Velkomin til starfa Reykjavíkurborg leggur áherslu á öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi starfsfólks. Margir þættir stuðla að þessu markmiði: aðstaða, tæki, búnaður, reglur, þjálfun og vilji starfsfólks til að fara eftir þeim reglum sem gilda. Þessi bæklingur geymir nytsamlegar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa og lýtur að margskonar störfum í borgarlandinu. Þið eruð öll mikilvæg fyrir Reykjavíkurborg og í raun hluti af ásýnd okkar. Við vinnum öll út frá gildum umhverfis- og skipulagssviðs: vinsemd, krafti, hófsemd og samvinnu. Það gerum við með því að vinna vel og af krafti saman, sýna hvert öðru og borgarbúum vinsemd og veita góða þjónustu. Gangi ykkur vel, Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri
4
Umhverfis- og skipulagssvið Umhverfis- og skipulagssvið er eitt af fjórum fagsviðum Reykjavíkurborgar sem tók formlega til starfa 1. janúar 2013 þegar umhverfis- og samgöngusvið, skipulags- og byggingarsvið og framkvæmdahluti framkvæmda- og eignasviðs voru sameinuð. Sviðið gegnir því fjölþættu hlutverki, allt frá vinnu með kjörnum fulltrúum að stefnumótun í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum í að samþykkja teikningar og tryggja eftirlit í heilbrigðismálum. Að auki stýrir sviðið framkvæmdum og viðhaldi og sinnir almennum rekstri í borgarlandinu eins og grasslætti og snjómokstri. Undir sviðið heyra einnig byggingarfulltrúi, skipulagsfulltrúi og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Leiðarljós USK er að styrkja Reykjavík í átt að sjálfbærni og gera hana vistvæna, heilnæma, hreina, fallega og örugga. Stuðlað er að fræðslu og upplýstri umræðu um umhverfis- og skipulagsmál, ásamt því að efla þjónustu og samráð við borgarbúa og aðra viðskiptavini sviðsins.
5
6
Efnisyfirlit Umhverfi og öryggi Stefna og markmið í umhverfismálum Stefna og kröfur í öryggismálum Persónuhlífar Sláttuvélar og sláttuorf Bílar, vinnuvélar og önnur tæki Eitur og hættuleg efni Spilliefni Viðbragðs- og neyðaráætlun Sorpflokkun Frábrigði
8 10 11 11 12 13 13 14 15 15
Hagnýtar upplýsingar Stimpilklukka Ráðningarsamningur Launatímabil Vinna barna og unglinga Veikindi orlof eða starfslok Mötuneyti Stunguóhöpp og bráðaofnæmi Staðir og tengiliðir Kort yfir vinnustaði
16 16 17 17 17 17 18 20 22
7
Stefna og markmið í umhverfismálum Umhverfis- og skipulagssvið hefur að hluta til fengið vottun á umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlega ISO 14001-staðlinum. Sviðið stefnir að því að verða allt vottað fyrri hluta árs 2014. Vottun umhverfisstjórnunarkerfis þýðir að sviðið hefur virkt umhverfisstjórnunarkerfi þar sem mikilvægustu umhverfisþættir í starfseminni eru þekktir og þeim stýrt þannig að starfsemin valdi sem minnstum umhverfisáhrifum og árangurinn er
stöðugt vaktaður. Sviðið hefur því umhverfisstefnu og framkvæmdaáætlun, sjá neðangreinda umhverfisstefnu auk markmiða. Sviðið stefnir einnig að vottun öryggisstjórnunarkerfis samkvæmt breska staðlinum OHSAS 18001.
1
2
Stefnumið Vera í fararbroddi í umhverfismálum í Reykjavík og gera vistvænan árangur sviðsins víðkunnan. Markmið Miðla upplýsingum um árangur umhverfisstjórnunar sviðsins, svo sem niðurstöðum græns bókhalds og umhverfisvísa þegar þær upplýsingar liggja fyrir.
8
Umhverfisstefna umhverfis- og skipulagssviðs inniheldur níu stefnumið. Hér að neðan er yfirlit yfir stefnumiðin og þau markmið sem tengjast þeim fyrir árin 2014–2015.
Stefnumið Auka jákvæð umhverfisáhrif frá rekstri, aðgerðum og framkvæmdum á vegum sviðsins og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Markmið Innleiða umhverfisstjórnunarkerfi á allar starfsstöðvar umhverfis- og skipulagssviðs á árinu. Auka fjölbreytni lífríkis og draga úr nauðsyn á grasslætti með því að fjölga svæðum í borgarlandinu með fjölbreyttari gróðri í stað graslenda.
3 Stefnumið Bæta starfsumhverfi sviðsins, þannig að það verði bæði heilnæmt og öruggt. Markmið Fækka merkingarskyldum efnum, sem merkt eru hættuleg umhverfinu og eru í notkun á sviðinu, um a.m.k. 20% frá því sem var árið 2013. Greina leiðir til að draga úr notkun á rottueitri í holræsakerfi borgarinnar.
4 Stefnumið Leggja stund á vistvæn innkaup á vörum, þjónustu, framkvæmdum og ráðgjöf. Markmið Auka þekkingu innkaupaaðila USK á vistvænum innkaupum á vörum og þjónustu. Unnin verði greining á innkaupum sviðsins.
5 Stefnumið Draga úr myndun úrgangs og auka endurnotkun og endurvinnslu. Markmið Auka flokkun til endurvinnslu með að koma fyrir ílátum fyrir endurvinnsluefni á opnum svæðum og í skrúðgörðum borgarinnar.
6 Stefnumið Umgangast orkuauðlindir með virðingu, hagkvæmni og nægjusemi í huga.
7 Stefnumið Stuðla að vistvænni hugsun og hegðun starfsfólks, annarra borgarbúa og fyrirtækja með því að miðla efni um umhverfismál á skýran og greinargóðan hátt. Markmið Starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs þekki til umhverfisstjórnunarkerfisins og stefnu borgarinnar í umhverfismálum.
8 Stefnumið Tryggja að lagalegum kröfum sem tengjast starfsemi sviðsins sé fylgt og vera öðrum til fyrirmyndar með því að setja ný viðmið. Markmið Vinnustaðir sviðsins í Borgartúni 12–14 innleiði og uppfylli skilyrði 2. skrefs vinnustaða í Grænum skrefum í starfsemi Reykjavíkurborgar. Fleiri Bláfána í Reykjavík, skoðaðir verða staðir sem koma til greina. Meta umhverfisvottun bygginga sem helst eigi við hjá Reykjavíkurborg.
9 Stefnumið Mæla árangur umhverfisstefnunnar og vinna markvisst að umbótum. Markmið Innleiða umhverfisvísa fyrir Reykjavíkurborg í samræmi við umhverfis- og auðlindastefnu borgarinnar. Meta svæði sem unnt er að skilgreina sem kyrrlát svæði í borginni. 9
Stefna og kröfur í öryggismálum Stefna umhverfis- og skipulagssviðs í öryggismálum er samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980, sem kallast í daglegu tali vinnuverndarlögin. Markmið laganna er að koma í veg fyrir slys við vinnu og hindra að vinna eða vinnuskilyrði valdi heilsutjóni. Til þess að ná þessum markmiðum ætlast stjórnendur til þess að allir starfsmenn vinni í samræmi við þessa stefnu. Leiðirnar að markmiðunum eru meðal annars að umhverfis- og skipulagssvið: Skapar starfsmönnum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Leggur starfsmönnum til aðstöðu, tæki og búnað sem uppfyllir öryggiskröfur. Fræðir og þjálfar starfsmenn á sviði öryggis- og vinnuverndarmála. Sér til þess að starfsmenn fái nauðsynlega þjálfun til viðkomandi starfa og að til séu verklagsreglur og vinnuleiðbeiningar sem nýtast starfsmönnum.
Starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs ber skylda til að fylgja öllum öryggisreglum, t.d. varðandi notkun véla, efna, persónuhlífa og vinnuaðferða. Ef öryggisbúnaður er ekki til staðar skulu starfsmenn gera hlé á vinnu sinni þar til að tilhlýðilegur búnaður er kominn í notkun. Yfirmaður tilkynnir öll slys innan sólarhrings til Vinnueftirlitsins, Sjúkratrygginga Íslands og mannauðsdeildar. Láta skal næsta yfirmann vita ef starfsmaður lendir í slysi og líkur eru á að hann verði meira en einn dag frá vinnu. Starfsmenn skulu tilkynna til næsta yfirmanns óhöpp og aðstæður sem gætu valdið slysi á fólki og tjóni á mannvirkjum, búnaði eða umhverfi.
Mundu að reynsla þín getur bjargað öðrum. 10
Persónuhlífar
Sláttuvélar og sláttuorf
Persónuhlífar eru t.d. öryggishjálmar, heyrnarhlífar, öryggisskór, öryggisbelti, öndunargrímur, hlífðargleraugu, öryggishanskar, endurskinsfatnaður og hlífðarfatnaður. Samkvæmt reglum um notkun persónuhlífa (nr. 497/1994) á atvinnurekandi að láta starfsmönnum í té persónuhlífar þeim að kostnaðarlausu og upplýsa þá um hættuna sem hlífunum er ætlað að vernda þá gegn. Starfsfólki ber að nota þær persónuhlífar sem störf þeirra krefjast. Ef ekki er farið eftir þeim tilmælum er yfirmanni skylt að vísa viðkomandi af vinnustað. Nota skal persónuhlífar þegar ekki er hægt að komast hjá áhættu eða takmarka hana nægilega með tæknilegum ráðum sem veita almenna vernd eða með ráðstöfunum, aðferðum eða annarri tilhögun við skipulagningu vinnunnar.
Einungis þeir sem hafa fengið þjálfun í meðferð sláttuvéla og sláttuorfa skulu vinna á þeim. Starfsmenn skulu nota öryggisskó og heyrnarhlífar og við notkun sláttuorfa skal einnig nota andlitshlífar/ hlífðargleraugu og rykgrímur eftir því sem við á. Nota skal sláttuvélar með öryggishandfangi. Óheimilt er að nota loftpúðavélar við grasslátt í halla nema vélinni sé stýrt með köðlum frá öruggum stað. Þegar farið er í matar- og kaffihlé skal ganga tryggilega frá tækjum og vélum svo að utanaðkomandi geti ekki orðið fyrir tjóni vegna þeirra. Að verki loknu skal ganga frá verkfærum á þann hátt að ekki skapist af þeim hætta. Gæta skal þess að skilja við verkfærin hrein og í lagi. Biluð verkfæri skal auðkenna og koma þeim í viðgerð eins fljótt og mögulegt er.
Tilkynntu til næsta yfirmanns óhöpp og aðstæður sem gætu valdið slysi á fólki og tjóni á mannvirkjum, búnaði eða umhverfi. 11
Bílar, vinnuvélar og önnur tæki Samkvæmt reglum um réttindi til að stjórna vinnuvélum (nr. 198/1983) mega menn ekki stjórna vinnuvélum, t.d. lyfturum, ýmsum smávélum (s.s. gröfum), dráttarvélum með tækjabúnaði, hleðslukrönum o.fl., nema hafa til þess réttindi. Einungis þeir sem hafa tilskilin réttindi á bifreiðar, vinnuvélar, dráttarvélar og önnur þau tæki sem krefjast sérstakra réttinda mega stjórna þeim, enda hefur rekstrarstjóri sérstaklega falið þeim það. Brot á þessari reglu er á ábyrgð þess sem brýtur hana og getur varðað brottrekstur úr starfi. Öllum farþegum er skylt að nota öryggisbelti. Stranglega er bannað að aka með fleiri farþega/ starfsmenn í farartækjum borgarinnar en leyfi er fyrir í skráningarskírteini bifreiðar. Óheimilt er að skilja farartæki og vélar eftir í gangi. Reykingar eru stranglega bannaðar í bifreiðum. Þegar keyrt er með kerru aftan í bíl þarf að sýna sérstaka aðgát. Kerrur geta auðveldlega tekið völdin af bílstjóra þegar hemlað er. Passa þarf
12
að ofhlaða ekki kerruna og deila þyngd jafnt á hana. Óheimilt er með öllu að flytja fólk á kerrum eða bílpöllum. Öll meðferð á eldsneyti og olíum krefst ýtrustu varúðar. Reykingar og meðferð elds í návist eldfimra efna er stranglega bönnuð. Starfsmönnum er óheimilt að hlusta á tónlist/útvarp í heyrnartólum. Notkun farsíma til einkanota er óheimil í vinnutíma. Komi leki á glussa eða olíukerfi sorpbíla/ stærri flokkabíla/dráttarvélar skal hreinsa upp lekann og hefta útbreiðslu eins og kostur er með hreinsibúnaði eða ísogsefni sem er til staðar í farartækjunum. Tryggja skal að umferð stafi ekki hætta af hálum glussa á götunni. Sé um stærri leka að ræða sem ekki tekst að hreinsa upp skal bílstjóri óska eftir aðstoð Neyðarlínunnar (112). Ökumenn skulu jafnframt tilkynna atvikið til næsta yfirmanns. Farga skal ísogsefni sem spilliefni.
Eitur og hættuleg efni Eiturefni og hættuleg efni eru efni sem merkt eru með varúðarmerkingum. Ávallt skal meðhöndla eiturefni og hættuleg efni með varúð og samkvæmt öryggisleiðbeiningum sem fylgja efnunum. Ekki má kaupa hættuleg efni nema með leyfi yfirmanns og að öryggisleiðbeiningar á íslensku fylgi með. Nota skal viðeigandi persónuhlífar við meðhöndlun og hreinsun á efnum. Óheimilt er að losa efnin í niðurföll og ekki má umhella efni og nota aðrar umbúðir í öðrum tilgangi. Strax að lokinni notkun skal færa efni aftur á geymslustað í merkta Efnageymslu. Dæmi um varnaðarmerki:
Spilliefni Spilliefni eru efni sem keypt eru inn sem eiturefni og hættuleg efni og þarf að farga. Nota skal viðeigandi persónuhlífar og farga skal spilliefnum s.s. rafhlöðum, rafgeymum, fúavörn, áburði, úrgangsolíu og málningu á réttan hátt. Strax og spilliefni myndast skal færa þau á geymslustað fyrir spilliefni, þar sem ekki er hætta á mengun umhverfisins. Leitast skal til við að nota upprunalegar umbúðir spilliefna fyrir viðkomandi efni. Óheimilt er að losa eiturefni og hættuleg efni í niðurföll, t.d. terpentínu til þvottar á áhöldum. Verði efnin ekki nýtt frekar skal þeim fargað sem spilliefnum. Ef starfsmaður er í vafa hvort efni telst spilliefni eða ekki skal leita til næsta yfirmanns.
Eitur
Mjög eldfimt
Það má ekki losa eiturefni í niðurföllin.
Hættulegt umhverfinu
13
Viðbragðs- og neyðaráætlun
Tryggja skal öryggi sjálfs sín og þeirra sem kunna að vera í hættu ef slys ber að höndum. Eldsvoði eða umfangsmikil mengun þar sem starfsmaður nær ekki að stöðva uppsprettu eða útbreiðslu hennar. Umhverfi og/eða íbúar/ starfsfólk í hættu.
Starfsmaður nær að stöðva uppsprettu og útbreiðslu mengunar, bráðahætta er ekki til staðar fyrir fólk og umhverfi en mengun er umfangsmikil.
Við umfangsminni óhöpp þar sem bráðahætta er ekki til staðar skal starfsmaður hreinsa upp mengun og farga sem spilliefni.
14
Tilkynnið til Neyðarlínunnar
112 Tilkynnið til Heilbrigðiseftirlitsins sem ákveður hreinsunaraðgerðir
693 9670
Hringdu í 112 ef umhverfi og/eða fólk er í hættu.
Sorpflokkun Úrgang skal flokka skv. flokkunartöflu á hverri starfsstöð. Ílát eru merkt og sumarstarfsmenn eiga að fá fræðslu hvernig skuli flokka.
Frábrigði Leiðbeinendur/flokksstjórar sem taka við kvörtun eða fyrirspurn frá almenningi vegna umhverfismála í rekstri umhverfisog skipulagssviðs koma henni áleiðis til næsta yfirmanns. Sama gildir ef leiðbeinandi/flokkstjóri verður var við frábrigði (frávik) í umhverfismálum við vöktun eða almenna starfsemi. Tilkynna frábrigði til yfirmanns t.d. vegna: Eldneytisleka eða leka á áburði. Kvartana af völdum hávaða eða óþrifnaðar. Fyrirspurna frá íbúum vegna umhverfisþátta s.s. vegna hreinsun á rusli og veggjakroti á opnum svæðum og vegna gróðursetninga og tyrfinga á grænum svæðum. Farið er í skilgreint ferli samkvæmt umhverfisstjórnunarkerfinu til að koma í veg fyrir endurtekningar. Verði starfsmaður var við þætti sem gætu leitt til frábrigða í umhverfismálum skal hann upplýsa næsta yfirmann um slíkt. Þannig má finna leiðir til forvarna.
15
Stimpilklukka Reykjavíkurborg leggur áherslu á að starfsmenn séu stundvísir og við störf á þeim tíma sem samið hefur verið um og fram kemur í ráðningarsamningi. Stjórnanda ber að fylgjast með mætingu starfsmanna. Starfsmenn eiga alltaf að stimpla sig inn og út í gegnum símtæki á vinnustað. Í sorphirðunni halda flokksstjórar utan um vinnutíma. Vinnutími sorphirðunnar er frá 7:00 10:00 svo og frá 11:00 - allt að 15:30
Ráðningarsamningur Allir starfsmenn sem hefja störf eiga að skrifa undir ráðningarsamning í upphafi starfstíma og skila inn afriti af ökuskírteini, sé krafist ökuréttinda. Skattkorti þarf að skila fyrir 15. þess mánaðar sem starf hefst á skrifstofu starfsstöðva eða í þjónustuver Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12–14.
Starfsmaður hringir í (411) 4444. Kennitala slegin inn og # til staðfestingar. Ýta á 1 fyrir innstimplun og 2 fyrir útstimplun. Óheimilt er að stimpla út/inn fyrir annan starfsmann.
Það má bara stimpla inn og út fyrir sjálfa/n sig, en ekki fyrir annan starfsmann. 16
Launatímabil
Veikindi, orlof eða starfslok
Launatímabil starfsmanna í tímavinnu er frá 11. hvers mánaðar til 10. næsta mánaðar. Laun eru undantekningarlaust greidd út á miðnætti 1. hvers mánaðar. Launaseðlar eru sendir í heimabanka. Hægt er að óska eftir því að fá launaseðla senda heim í pósti.
Starfsmaður skal tilkynna yfirmanni, í upphafi vinnudags, um veikindi eða slys sem leiða til fjarvista frá vinnu. Yfirmaður getur krafist vottorðs um veikindin. Ef starfsmaður óskar eftir að taka launalaust orlof verður hann að semja um það sérstaklega við yfirmann sinn. Óski starfsmaður eftir að hætta störfum áður en umsaminn ráðningartími er liðinn þarf hann að óska eftir því við yfirmann með fyrirvara. Sumarstarfsfólk ávinnur sér veikindarétt eftir að hafa starfað í einn mánuð. Þetta á þó ekki við um starfólk sorphirðunnar vegna kaupaukakerfis.
Vinna barna og unglinga Reglugerð (nr. 426/1999) fjallar um vinnu barna og unglinga undir 18 ára aldri. Þar kemur fram að unglingar mega ekki vinna við hættuleg verkefni, við hættuleg tæki eða hættuleg efni. Þeir mega vinna 8 klst. á dag og 40 klst. á viku og eiga að fá 12 klst. hvíld á sólarhring og 2 daga á viku. Þeir mega ekki vinna á tímabilinu frá kl. 22:00 til 06:00.
Mötuneyti Starfsfólki sem hefur aðgang að mötuneyti stendur til boða að skrá sig á lista sem hangir uppi á hverri starfsstöð fyrir kl. 9.00. Matarkostnaður er dreginn af launum í lok hvers mánaðar. Matartími í 30 mínútur skal vera á tímabilinu kl. 11:30–13:30. Vinnuveitandi getur ákveðið þann tíma sem matartími er tekinn á þessu tímabili og getur skipt matartíma á milli hópa, þá í 30 mínútur fyrir hvern hóp. Annað fyrirkomulag er viðhaft hjá sorphirðunni. 17
Stunguóhöpp og bráðaofnæmi Stunguóhöpp Við hreinsunarstörf s.s. við hreinsun trjáog blómabeða, við grasslátt og við aðra hreinsun í borgarlandinu er hugsanlegt að viðkomandi sjái eða jafnvel stingi sig á nál eða öðrum skörpum hlut. Styngist þetta í gegnum húð skal strax fjarlægja nálina úr sárinu og þrýsta með tveimur fingrum við sárið og skal láta blæða úr sárinu. Ef viðkomandi sér nál eða stungu óhapp á sér stað skal láta verkstjóra/ flokksstjóra sinn vita. Hann á að láta fara af stað verkferil um stunguóhöpp og um förgun nálar/sprautu eða skarpa hluti, eins fljótt og auðið er. Skrá skal þessi atvik í atvikaskrá USK. Nauðsynlegt að halda saman þeim atvikum sem gerast og gætu hafa leitt til skaða eða heilbrigðisvanda.
18
Varðandi hugsanleg atvik sem valda bráðaofnæmi hjá starfsmönnum. Að sumarstarfsmenn láti sinn næsta yfirmann vita af því og hver þeirra meðferð er, eru þeir til dæmis með lyfjapenna? og hvern á að láta vita ef slíkt gerist.
19
Staðir og tengiliðir Skerjavör Þjónustumiðstöð Vinnuskóla Reykjavíkur Skeljanes, 107 Reykjavík 411 8680 thjonustumidstod.vinnuskoli @reykjavik.is Þjónustustjóri: Jón Ingvar Sveinbjörnsson Öryggistrúnaðarmaður: Jón I Sveinbjörnsson Öryggisvörður: Magnús A. Sveinbjörnsson Klambratún Verkbækistöð I Flókagata, 105 Reykjavík 411 8610 gard1@reykjavik.is Deildarstjóri: Atli Marel Vokes Yfirverkstjóri: Guðlaug F. Þorsteinsdóttir Aðstoðarverkstjóri: Vala Valdimarsdóttir Öryggistrúnaðarmaður: Karen Hauksdóttir Öryggisvörður: Guðlaug F. Þorsteinsdóttir Árbæjarblettur Verkbækistöð II, garðyrkja Rafstöðvarvegur, 110 Reykjavík 411 8620 gard2@reykjavik.is Deildarstjóri: Einar Guðmannsson Yfirverkstjóri: Gunnsteinn Olgeirsson Aðstoðarverkstjóri: Benedikt Jónsson Öryggistrúnaðarmaður: Ólöf Anna Ólafsdóttir Öryggisvörður: Gunnsteinn Olgeirsson
20
Laugardalur Verkbækistöð III Borgargarðar í Laugardal Aðkoma frá Sunnuvegi, 104 Reykjavík 411 8630 borgargard@reykjavik.is Deildarstjóri: Atli Marel Vokes Yfirverkstjóri: Axel Knútsson Aðstoðarverkstjóri: Guðlaug Guðjónsdóttir Öryggistrúnaðarmaður: Helga Þorbjarnardóttir Öryggisvörður: Axel B. Knútsson Fossvogur Ræktunarstöð Fossvogsvegur, 108 Reykjavík 411 8649 raektun@reykjavik.is Yfirverkstjóri: Auður Jónsdóttir Deildarstjóri: Hjalti Jóhannes Guðmundsson Öryggistrúnaðarmaður: Aðalheiður Gylfadóttir Öryggisvörður: Auður Jónsdóttir Útmerkur 411 8640 bjorn.juliusson@reykjavik.is Yfirverkstjóri: Björn Júlíusson Öryggisvörður: Björn Júlíusson Kjalarnes Hverfastöð Vallargrund, 116 Reykjavík 411 8480 kjalarnes@reykjavik.is Deildarstjóri: Einar Guðmannsson Rekstrarstjóri: Ísak Möller Verkstjóri: Kristján Mar Þorsteinsson Öryggistrúnaðarmaður: Sigurður R. Magnússon Öryggisvörður: Ísak Möller
Njarðargata Hverfastöð Sturlugata 12, 101 Reykjavík 411 8420 njardargata@reykjavik.is Deildarstjóri: Atli Marel Vokes Rekstrarstjóri: Þorgrímur Hallgrímsson Rekstrarfulltrúi: Einar G. Skúlason Öryggistrúnaðarmaður: Jóhann Lárus Jóhannsson Öryggisvörður: Þorgrímur Hallgrímsson Jafnasel Hverfastöð Jafnasel 1-3, 109 Reykjavík 411 8440 jafnasel@reykjavik.is Deildarstjóri: Einar Guðmannsson Rekstrarstjóri: Ísak Möller Rekstrarfulltrúi: Jón Eyþór Eiríksson Öryggistrúnaðarmaður: Sigurður R. Magnússon Öryggisvörður: Ísak Möller Stórhöfði Þjónustumiðstöð Stórhöfði 7-9, 110 Reykjavík 411 8460 storhofdi@reykjavik.is Deildarstjóri: Björn Ingvarsson Öryggistrúnaðarmaður: Ingi Einar Sigurbjörnsson Öryggisvörður: Stefán Gíslason Dráttarvéladeild Yfirverkstjóri: Sigurður Ingvar Geirsson Aðstoðarverkstjóri: Guðni Guðmundsson Umferðardeild Rekstrarstjóri: Guðlaugur H. Sigurgeirsson Rekstrarfulltrúi: Stefán Gíslason Umferðarljósadeild Rekstrarstjóri: Hinrik Friðbertsson Hitakerfi Verkstjóri: Sigurður Ómar Jónsson Eftirlit með framkvæmdum veitustofnana Verkstjóri: Halldór Bragi Ólafsson
Snjóhreinsun, hálkuvarnir og önnur hreinsun gatna Verkstjóri: Halldór Þór Þórhallsson Bakvaktarsími: 693-2599 Eftirlit vegna bílgarma Yfirverkstjóri: Björn Olsen Meindýravarnir Stórhöfði 7-9, 110 Reykjavík 411-8720 Deildarstjóri: Þórólfur Jónsson Rekstrarstjóri: Guðmundur Þorbjörn Björnsson Öryggistrúnaðarmaður: Ómar Dapney Sorphirða Borgartún 12-14, 105 Reykjavík 693 9601 / 693 9603 sorphirda@reykjavik.is Rekstrarstjóri: Sigríður Ólafsdóttir Rekstarfulltrúi: Pétur Viðar Elínarson Öryggistrúnaðarmaður: Guðrún M. Guðmundsdóttir Öryggisvörður: Pétur Viðar Elínarson Grasagarður Reykjavíkur v/Engjaveg, 104 Reykjavík 411-8650 botgard@reykjavik.is Deildarstjóri: Hjörtur Þorbjörnsson Yfirgarðyrkjufræðingur: Jóna Valdís Sveinsdóttir Öryggistrúnaðarmaður: Haukur Hauksson Öryggisvörður: Hjörtur Þorbjörnsson Borgartún Skrifstofur umhverfis- og skipulagssviðs Borgartún 12-14, 105 Reykjavík 411 1111 usk@reykjavik.is reykjavik.is/usk Öryggistrúnaðarmenn: Anna Árnadóttir, Bjarni Bjarnason og Berglind Sigurðardóttir Öryggisverðir: Anna Rósa Böðvarsdóttir, Ingibjörg H. Elíasdóttir og Hólmsteinn Jónasson 21
Grandi
Seltjarnarnes
miðbær
Borgartún rau ab orr
ýra um ngl
Hlíðar
Kri
Klambratún Njarðargata
rb
Sn
Kort yfir vinnustaðina okkar út um alla borg.
t
ut
ra
gb
in Hr
vesturbær
Öskjuhlíð
Skerjavör
Kó
22
Geldinganes
Viðey
Sæ
br
au
t
n aut ýra
sb
nd
Háaleiti
Kri
ngl
ut
ra
um
Grafarvogur
rla
rbr
ðu
líðar
Su
ta
Laugardalur
Mik
lab
Bús
taða
veg
ur
rau
t
Stórhöfði
Bústaðir
Fossvogur
Árbæjarblettur
Kópavogur
Breiðholt
Jafnasel 23
reykjavik.is/usk Reykjavíkurborg
Guðjón Ó vistvæn prentun
24