
4 minute read
Dimitri Eipides
TIL HEIÐURS HOMAGE TO DIMITRI EIPIDES
(1939-2021)
Advertisement
Dimitri Eipides, okkar ástkæri dagskrárstjóri frá árunum 2005-2010, er fallinn frá. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við hann. Dimitri slóst í hópinn eftir fund okkar í Cannes en Helga Stephenson, fyrrum stjórnandi Toronto-hátíðarinnar, kynnti okkur. Hann hafði þá nýverið hætt hjá Þessaloníkuhátíðinni, þar sem hann hafði umsjón með dagskrárflokki tileinkuðum nýjum framsæknum leikstjórum. Okkur fannst upplagt að RIFF, splunkuný og óþekkt hátíð, legði áherslu á unga og upprennandi kvikmyndagerðarmenn og settum því á stokk keppnisflokkinn Vitranir – sem enn þann dag í dag er aðalflokkur hátíðarinnar þar sem Gyllti Lundinn er veittur sigurvegurum. Fyrir tilstilli Dimitris fékk RIFF bestu og áhugaverðustu myndir ársins hverju sinni og hvern heiðursgestinn á fætur öðrum, sem vanalega lögðu ekki leið sína á minni hátíðir. Hann brann fyrir því að gera RIFF að vandaðri og framsækinni hátíð og kraftur hans veitti okkur öllum innblástur. Minningin lifir um einstakan vin og samherja.
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF
Á löngum ferli kom Dimitri víða við. Hann stofnaði Festival International du Nouveau Cinema et del Video de Montreal (FNC) og var stjórnandi hennar í fjórtán ár. Hann var dagskrárstjóri og stjórnandi hjá kvikmyndahátíðinni í Þessalóníku á Grikklandi frá árinu 1992 til 2016, en hann stofnaði og stýrði jafnframt heimildarmyndahátíðinni þar í borg. Frá 1987 til 2018 var hann einn af alþjóðlegum dagskrárstjórum við kvikmyndahátíðina í Toronto, sem er á meðal allra virtustu hátíða heims. Hann hlaut verðlaun alþjóðlegu gagnrýnenda-samtakanna FIPRESCI fyrir störf sín í þágu óháðrar kvikmyndagerðar og heimildarmynda. Honum til heiðurs verða sýndar 4 eftirlætismyndir hans, en tvær þeirra voru sýndar á RIFF á meðan hann starfaði sem dagskrárstjóri hátíðarinnar. Dimitri Eipides, our dear programming director in the years 2005-2010, has passed away. We were blessed to know him. Dimitri joined the team in 2005, the festival‘s second year, after we met in Cannes where Helga Stephenson, former director of the Toronto Film Festival, introduced us. He had just quit the Thessaloniki Film Festival, where he supervised a category dedicated to new, progressive directors. We thought it was a great idea for RIFF, then a brand new and unknown festival, to emphasize young up-and-coming filmmakers, so we established the competitive category of New Visions – which remains the main category of the festival where the Golden Puffin is awarded to the winners. Because of Dimitri, RIFF got the best and most interesting films every year and one guest of honour after another, who would usually not make their way to the smaller festivals. He was passionate about making RIFF a first-rate, progressive festival, and his energy inspired us all. The memory remains of a one-of-a-kind friend and comrade.
Hrönn Marinósdóttir, Festival Director of RIFF
Dimitri’s influence was widespread. He established The Festival International du Nouveau Cinema et del Video de Montreal (FNC) in 1971 and directed it for fourteen years. He was a programming director at Thessaloniki Film Festival in Greece from 1992 to 2016 and established and programmed the Thessaloniki Documentary Festival. From 1987 to 2016 he was an international programmer for the Toronto Film Festival, which is among the most prestigious festivals around the world. He received a FIPRESCI award for his contribution to independent cinema and the quality of documentary programming. In his honour we have chosen four of his favourite films, two of which were part of the festival in his years as programming director.
Yorgos Lanthimos GR 2009 / 97 min DOGTOOTH
HUNDSTÖNN / KYNODONTAS
06.10 BÍÓ PARADÍS 1 17:00 +KYNNING/PRESENTATION 09.10 BÍÓ PARADÍS 2 21:10 Stjórnsamur faðir hefur lokað þrjú fullorðin afkvæmi sín frá umheiminum og heldur þeim á varanlegu bernskuskeiði. Einstök furðusýn Lanthimos var sýnd fyrst á RIFF árið 2009 og síðan orðið að sannkallaðri samtímaklassík. A controlling, manipulative father locks his three adult offspring in a state of perpetual childhood by imprisoning them within the sprawling family compound. Lanthimos‘ modern classic played at RIFF in 2009.

Jouni Hokkanen FI 2010 / 29 min KINBAKU - THE ART OF BONDAGE
KINBAKU - BINDINGALIST
09.10 BÍÓ PARADÍS 3 21:45 10.10 NORDIC HOUSE 16:30 Reipi og hold mætast í stúdíu á japanskri gerð bindinga og er kafað í andlega og listræna tengingu fólks sem stundar þessa 500 ára gömlu hefð. Rope meets flesh in this study of the Japanese style of bondage, which explores the spiritual and artistic connection between the people who practice the 500-year-old tradition.

Werner Herzog GDR 1970 / 96 min EVEN DWARFS STARTED SMALL
JAFNVEL DVERGAR BYRJUÐU SMÁTT / AUCH ZWERGE HABEN KLEIN ANGEFANGEN
30.9 BÍÓ PARADÍS 1 19:15 Vistmenn stofnunar á afskekktum stað gera uppreisn gegn ráðamönnum hennar. Bylting þeirra er í senn sprenghlægileg, leiðinleg og ógnvekjandi. Kvikmynd Herzogs er tvímælalaust einstök menningarafurð. The inhabitants of an institution in a remote country rebel against their keepers. Their acts of rebellion are by turns humorous, boring and alarming. Herzog’s film is without a doubt a unique cultural artefact.

György Pálfi HU 2006 / 91 min TAXIDERMIA
UPPSTOPPUN
09.10 BÍÓ PARADÍS 3 18:00 Þrjár sögur, þrjár kynslóðir, þrír menn. Afi, faðir, sonur. Einn er óbreyttur hermaður, annar frægur keppnismaður, sá þriðji uppstoppari. Einn þráir ást, annar velgengi og sá þriðji ódauðleika. Three stories. Three ages. Three men. Grandfather, father, son. One is an orderly, one is a leading sportsman, and one is a master taxidermist. One desires love, the other success and the third immortality.