6 minute read
Árni Ólafur Ásgeirsson
TIL HEIÐURS HOMAGE TO ÁRNI ÓLAFUR
ÁSGEIRSSON
Advertisement
(1972-2021)
Kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Ólafur Ásgeirsson lést á liðnu ári. Hann leikstýrði fjórum kvikmyndum á ferli sínum og markaði djúp spor í íslenskt kvikmyndalíf sem listamaður og manneskja. Sem sannur verndari kvikmyndamenningar tók Árni m.a. ítrekað þátt í starfi RIFF með ýmsum hætti. Þakkar hátíðin fyrir sig og vottar aðstandendum sína dýpstu samúð. Hans hinsta mynd, Wolka, er opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd og eru önnur verk einnig sýnd honum til heiðurs. Filmmaker Árni Ólafur Ásgeirsson passed earlier this year. He directed four feature films and made an essential contribution to the Icelandic film community as an artist and as a person. A true patron of cinema, he contributed to RIFF in various ways. RIFF would like to thank him for his contribution and offer his family our deepest condolences. His last feature, Wolka, opens the Icelandic Panorama section and offers a retrospective of Árni’s work.
Við Árni Ólafur hittumst fyrst í Haugesund þar sem hann var að fylgja eftir Blóðböndum, fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd. Hann virkaði rólegur og yfirvegaður í sínu, sáttur við myndina sína og spjallið teygðist fram í nóttina. En það mátti heyra að það væri meira sem honum lægi á hjarta. Í honum bjuggu margir karakterar sem hann þurfti að koma út með og virkja í kvikmyndagerð. Árni gekk til liðs við okkur í GunHil þegar hann tók að sér að leikstýra sinni fyrstu teiknimynd, Lói – þú flýgur aldrei einn, eftir handriti Friðriks Erlingssonar. Árni hafði aldrei unnið við að gera teiknimyndir en það sem hann hafði fram að færa var umhyggja fyrir persónum og þeirra ferðalagi. Það er alveg eins í leiknum myndum og teiknuðum. Í gegnum allt, þá lét hann karakterana njóta vafans og eins og hann sagði, leyfði myndinni og persónum hennar að taka völdin. Á ferðalagi okkar í aðdraganda Lóa sagði Árni mér frá hugmynd að kvikmynd sem hann var að skrifa með pólskum félaga sínum, Michal Godzik og spurði hvort ég væri til í að lesa með það að markmiði að framleiða myndina. Það vilyrði var gefið strax eftir að hafa horft og hlustað á Árna segja sögu Önnu. Tökutímabilið sem fór að stærstum hluta fram í Vestmannaeyjum í ágúst 2020, varð ótrúlegur bræðingur pólskra og íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Það komu stundir þar sem þessir menningarheimar rákust á, en Árni skilaði sínu hlutverki þar og leiddi sitt verk til loka, talandi íslensku og pólsku samhliða. Árni samþykkti klippið á myndinni áður en hann kvaddi okkur svo óvænt, allt, allt of snemma. Það voru þungar fregnir þegar Marta hans hringdi og lét vita að hann hefði farið frá okkur þá um nóttina. Við sem stöndum að baki Wolku gáfum okkur það loforð að koma myndinni út án þess að breyta neinu frá hans samþykkta lokaklippi. Þetta er myndin hans Árna, eins og hann vildi hafa hana. Það er sárt að hafa hann ekki hér til að fylgja myndinni úr hlaði, en við munum minnast hans með stolti hvar þar sem WOLKA fer.
OPNUNARMYND: ÍSLAND Í SJÓNARRÖND
OPENING FILM ICELANDIC PANORAMA
NORDIC PREMIERE NORÐURLANDAFRUMSÝNING
Icelandic Panorama j ó n a r r ö n d s í l a n d Í s
Árni Ólafur Ásgeirsson IS, PL 2021 / 102 min WOLKA
06.10 BÍÓ PARADÍS 1 19:00 06.10 BÍÓ PARADÍS 2 19:00 06.10 BÍÓ PARADÍS 3 19:00 32 ára pólsk kona fórnar öllu með því að brjóta skilorð sitt, eftir fimmtán ára afplánun í fangelsi vegna morðs, og ferðast til Íslands til að leita að konu fyrir dularfullar sakir. A 32-year-old Polish woman breaks parole, after serving fifteen years in prison for homicide, and travels to Iceland to look for a woman for mysterious reasons.
I first met Árni Ólafur at The Norwegian International Film Festival in Haugesund, where he was screening his debut feature, Thicker Than Water. He seemed calm and at ease, happy with his film. We talked into the night, but you could feel there was more he had to say. There was a multitude of characters somewhere inside him, that he needed to harness and express through filmmaking. Árni joined us over in GunHil when he took on the project of directing his very first animated feature, Ploey -You Never Fly Alone, which was written by Friðrik Erlingsson. Árni had no experience working on animation, but what he brought to the table was a care and a kindness for the characters and their journey. It is just the same with live action and animation. He always had faith in the characters, and, like he used to say, allowed the film and its characters to take over. When we were traveling around with Ploey, Árni told me about an idea for a film he was writing with a pal of his from Poland, Michal Godzik. He asked if I would read it, and see if it was something I would produce. As soon as Árni finished telling the story of Anna, I promised to produce the film. We shot the film mostly in the Westman Islands in August 2020, and the production was an incredible mixture of Polish and Icelandic filmmakers. Of course, there were moments where the cultures clashed, but Árni, speaking both languages, managed to keep everything together and truly delivered. Árni approved the cut of the film before he left us, so unexpectedly, way, way too soon. It was a heavy blow, the night when his beloved Marta called to tell us, that her husband had passed. Those of us who worked on Wolka made a promise to release the film without any changes to the final cut that he approved. This is Árni’s film, just the way the wanted it. It hurts, not to have him with us, bringing the film before the world, but we will remember him always, proudly, wherever Wolka goes.
Árni Ólafur Ásgeirss. IS 2017 / 83 min PLOEY
LÓI - ÞÚ FLÝGUR ALDREI EINN
03.10 DRIVE-IN 18:00 p. 97 RIFF @ HEIMA 30.09-10.10 Lói er ófleygur þegar haustið kemur og farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Hann þarf að lifa af harðan veturinn og kljást við grimma óvini til að eiga möguleika á að sameinast ástvinum sínum að vori. Ploey, a plover chick, is flightless when his kind migrates to the southern hemisphere. He has to survive a harsh winter and a ravenous falcon to reunite with his friends come spring.
Árni Ólafur Ásgeirss. IS 2006 / 87 min THICKER THAN WATER
BLÓÐBÖND
06.10 BÍÓ PARADÍS 1 15:00 RIFF @ HEIMA 30.09-10.10 Pétur er vel stæður augnlæknir, hamingjusamlega giftur og á von á sínu öðru barni. Hið fullkomna líf fer á annan endann þegar hann uppgötvar að hann er ekki líffræðilegur faðir eldra barnsins. Pétur is an affluent opthalmologist, happily married and expecting another child. His idyllic existence gets turned on its head when he learns that he is not the biological father of his firstborn.
Árni Ólafur Ásgeirss. IS 2010 / 95 min UNDERCURRENT
BRIM
06.10 BÍÓ PARADÍS 1 13:00 RIFF @ HEIMA 30.09-10.10 Ung kona ræður sig sem háseta á fiskveiðibát, en koma hennar fer illa í áhöfnina. Smám saman koma ýmis áföll í sögu áhafnarinnar í ljós á meðan skipsmenn berjast við náttúruöflin. A young woman signs on as a sailor on a fishing boat and gets the cold shoulder from its all-male crew. The crew‘s traumatic history gradually comes to light amid the onslaught of the forces of nature.