2 minute read

Marport . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .40

 Axel Óskarsson, verkfræðingur hjá

Marport.

Advertisement

 Marport Pro Trident fyrir flottrollsveiðarnar í togaranum Svend C í sumar.  „Marport Pro Door Explorer sýnir hæð frá botni ásamt endurvarpi.

 Nýja heimahöfnin, Marport Pro Dock, mun gefa skipstjóra og útgerð meiri yfirsýn yfir stærri og öflugri nemakerfi.

upplausn á gögnunum sem skipstjórarnir fá . Annað mjög stórt skref er að hver rafmagnshleðsla nemans endist í um 10 sólarhringa,“ segir Axel en þrjú „Door Explorer“ kerfi eru þegar komin í fiskiskip hér á landi og fyrsta tveggja trolla útfærslan af því var á dögunum sett um borð í frystitogara Samherja, Snæfell EA .

Trident fyrir flottrollsveiðarnar

Önnur nýjung undir merkjum Marport Pro heitir Trident og er fjögurra geisla þráðlaust höfuðlínustykki sem Axel segir þróað fyrir flottrollsveiðar eða botnvörpur með mikilli höfuðlínuhæð . „Þetta kerfi höfum við verið með í þróun síðustu þrjú ár og það hefur komið mjög vel út í prófunum . Kerfið gefur skiptjórnendum mjög skýra mynd af því hvernig lífmassi gengur inn í trollið, hvort hann kemur inn hægra megin eða vinstra megin, auk þess að sýna hvað er að gerast bæði fyrir ofan og neðan höfuðlínuna . Trident kerfið er þess vegna mjög góð viðbót við hefðbundið sónarkerfi í skipum og styrkir allar upplýsingar sem skipstjórnarmenn hafa aðgang að þegar trollið er dregið . Allt stuðlar þetta að markvissari og árangursríkari veiðum sem aftur skilar hagkvæmni,“ segir Axel en líkt og toghleraneminn hefur höfuðlínustykkið mjög mikla rafhlöðuendingu, allt að 96 klukkustundir . „Við trúum því að þessi nýjung muni sanna sig fyrir öll uppsjávarskip því hver klukkutími sem nýtist betur skilar miklu fyrir útgerðina .“

Ný heimahöfn fyrir nemana

Þriðja nýjungin sem Marport hefur þróað og kynnir á sýningunni er Marport Pro Dock – heimahöfn, sem er nokkurs konar snjöll tengikví fyrir hleðslu veiðarfæranemanna en nú verður í gegnum hana hægt að forrita og sækja ýmsar upplýsingar beint í nemana, auk þess sem nemarnir gefa í heimahöfninni til kynna ef eitthvað þarfnast lagfæringar . „Þessu má t .d . líkja við aðvörunarljós í bílum sem allir þekkja . Þetta tryggir bæði öryggi í rekstri nemanna og hámarks afköst, sem að sjálfsögðu er krafa notandanna,“ segir Axel og í þessu sambandi nefnir hann að Marport vinni nú einnig að þróun vefgáttar sem geri notendum enn auðveldara að fylgjast með ástandi og viðhaldi sinna nemakerfa . „Nýja heimahöfnin opnar okkur möguleika á að þróa aðgengi að mun meiri upplýsingum úr nemunum en mögulegt er að sækja þráðlaust og þau gögn geta nýst skipstjórnendum og útgerðum á margvíslegan hátt í þeirra upplýsingakerfum,“ segir Axel .

This article is from: