3 minute read
Sónar
Heildarlausn siglingatækja hjá Sónar
- stillanlegir toghlerar!
Advertisement
Sónar ehf. sem var stofnað fyrir 17 árum er eitt af leiðandi fyrirtækjum á landinu í innflutningi og þjónustu á siglinga- fjarskipta- og fiskileitartækjum fyrir skip og báta. Sónar verður að vanda með veglegan sýningarbás á sýningunni Sjávarútvegur 2022.
Sónar er umboðsaðili fyrir fjölbreytt úrval siglingatækja frá heimsþekktum framleiðendum, s .s . JRC, Sailor, Kaijo Sonic, Tranberg, Raymarine, Koden, Lars Thrane, SeapiX, Wassp, SeaTel, Raytheon Anschutz, Avitech, Seaman, ComNav, Kannad o .fl .
MLD stillanlegir toghlerar – ein mesta bylting í uppsjávarveiðum undanfarin ár?
Guðmundur Bragason, sölustjóri, segir Sónar verða með það helsta í nýjungum frá framleiðendunum á sýningunni en væntanlega muni stillanlegir toghlerar frá MLD vekja mesta athygi . „Síðasta árið höfum við selt stillanlega toghlera frá MLD í sex uppsjávarskip og viðbrögðin hafa verið frábær . Venus NS er með MLD TSS trollstjórnunarkerfi þar sem hægt er að stjórna toghlerunum alfarið úr brúnni, s .s . láta þá halda sér á ákveðnu dýpi, halda ákveðinni fjarlægð milli toghlera og margt fleira . Bergur Einarsson skipstjóri á Venus segir MLD toghleranna og trollstjórnunarkerfið hafa reynst frábærlega á makrílveiðum í sumar og segir það mestu framfarir í uppsjávarveiðum síðustu ár .
Huginn VE, Sigurður VE, Heimaey VE, Ísleifur VE og Sighvatur Bjarnason VE (ex Kap VE) eru öll með MLD MPD manual stillanlega toghlera og segist Ólafur Einarsson skipstjóri á Heimaey aldrei hafa kynnst jafn góðum toghlerum og reynslan hafi verið frábær á makrílveiðunum í sumar .
Eftir frábæra reynslu á Venusi NS hafa stjórnendur Brims pantað MLD TSS trollstjórnunarkerfið í Víking AK og MLD MPD manual stillanlega toghlera í Svan RE, sem verða afhentir á næstu vikum . Við ásamt fulltrúa frá MLD hlökkum til að kynna þessar einstöku toghleralausnir fyrir skipstjórnendum og útgerðarstjórum uppsjávarskipa á sýningunni,“ segir Guðmundur . Guðmundur Bragason, sölustjóri Sónar ehf.
Heildarlausn í Baldvin Njálssyni GK
Sónar hefur séð um heildarpakka siglinga og fjarskiptatækja í fjölmörgum nýsmíðum, jafnt í stærri trefjaplastbátum sem og stærri skipum . Guðmundur segir þetta vera stóran hluta af starfsemi Sónar, alltaf sé gaman að sjá öflug skip verða til og í samráði við eigendur að útbúa þá alvöru siglingatækjum .
Sem dæmi seldi Sónar heildarlausn siglinga-, fjarskipta- og fiskileitartækja í frystitogarann Baldvini Njálsson sem kom nýr í lok síðasta árs . „Í góðu samstarfi við skipstjórnendur þá staðsettum við tæki og skjái í brú . Það tókst afar vel og skipstjórnendur hafa hælt því hversu aðgengileg öll tæki eru og vinnuaðstaða til fyrirmyndar . Samstarfið við Nesfisk, skipstjórnendur og skipasmíðastöð gekk afar vel og viljum við enn og aftur þakka fyrir það .
Þetta er klárlega eitthvað sem við viljum gera meira af og erum til í slaginn þegar menn velta fyrir sér nýsmíðum af öllum gerðum á komandi árum,“ segir Guðmundur . . Skjáveggur
Á bás sínum á sýningunni mun Sónar kynna allt það nýjasta sem er að finna frá birgjum fyrirtækisins . „Á sýningunni munum við m .a . sýna skjávegg frá Avitech en Pacific MS skjáveggjakerfið hefur vakið athygli fyrir mikla möguleika, áreiðanleika og frábært verð . Pacific MS skjáveggjalausnin hefur tekið markaðinn með trompi og verið sett upp bæði í nýsmíðum og þegar endurnýjaðar eru skjálausnir í eldri skipum .
Þá sýnum við vandaða radarlínu frá JRC en JRC hefur sannað sig sem einn fremsti radarframleiðandi í heiminum í dag og fengið mikið lof notenda, ásamt JRC JLN-652 Doppler Current straummælinum sem hefur fengið frábærar móttökur á íslenska markaðnum,“ segir Guðmundur .
Ný fiskileitartæki frumsýnd
Seaman er nýtt merki á íslenska markaðnum sem verður kynnt á bás Sónar en Guðmundur segir Seaman framleiða vandaða Multi Beam og Chirp dýptarmæla sem henta í flestar stærðir skipa og báta .