landið Ferðalag um Ísland 2018
Vesturland 12 // Vestfirðir 16 // Norðurland 22 // Austurland 48 Suðurland 48 // Reykjanes 60 // Höfuðborgarsvæðið 64
2 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Air Iceland Connect
Ferðum hefur fjölgað til allra áfangastaða yfir sumartímann „Við leggjum mikla áherslu á að bjóða erlendum ferðamönnum fjölbreytta valkosti í ferðum út frá Reykjavík. Þannig miðlum við ferðamannastraumnum út um landið og styðjum um leið við ferðaþjónustuna vítt og breitt um land,“ segir Grímur Gíslason, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Air Iceland Connect um áherslur félagsins á komandi sumri. Sumartíminn er háannatíminn í starfsemi félagsins og lítið eitt frábrugðinn vetrartímanum.
Air Iceland Connect gegnir veigamiklu hlutverki innan ferðaþjónustunnar og opnar ferðamönnum möguleika til að heimsækja áhugaverða staði út um Mynd: Árni Sæberg. landið.
landið Ferðalag um Ísland 2018
Vesturland 12 // Vestfirðir 16 // Norðurland 22 // Austurland 48 Suðurland 48 // Reykjanes 60 // Höfuðborgarsvæðið 64
Útgefandi: Athygli ehf. Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm). Textagerð: Valþór Hlöðversson, Jóhann Ólafur Halldórsson, Svava Jónsdóttir, Hjörtur Gíslason og Margrét Þóra Þórsdóttir. Forsíðumynd: Við Aldeyjarfoss. Ljósm. Jóhann Ólafur Halldórsson. Hönnun og umbrot: Guðmundur Þorsteinsson, Athygli ehf. Auglýsingaöflun: Ingibjörg Ágústsdóttir. Prentun: Landsprent hf. Ævintýralandið Ísland 2018 er unnið í samstarfi við markaðsstofur ferðamála í landshlutunum og ferðaþjóna um land allt. Blaðinu er dreift með prentútgáfu Morgunblaðsins föstudaginn 18. maí 2018 og til upplýsingamiðstöðva ferðamála um allt land.
Erlendir ferðamenn hærra hlutfall á sumrin „Við fjölgum ferðum til allra okkar áfangastaða yfir sumartímann og mest á stærstu leiðunum, s.s. milli Akureyrar og Reykjavíkur. Samsetning í farþegahópnum er svolítið frábrugðin því sem er á veturna, erlendir ferðamenn hærra hlutfall en að sama skapi minna um þessar dæmigerðu viðskiptaferðir sem eru áberandi á veturna. Þjónustunet okkar hér á landi opnar mikla möguleika fyrir ferðamenn að fara út um landið til að sjá sem mest í Íslandsheimsókninni og á þetta leggjum við ríka áherslu í öllu markaðsstarfi,“ segir Grímur en útlitið er gott fyrir sumarið og margir erlendir ferðamenn búnir að bóka ferðalög sín um Ísland með félaginu. Sífellt verður algengara að ferðamenn nýti sér að bóka sjálfir flug með félaginu með góðum fyrirvara og njóti þannig besta verðsins. „Þetta er þróun sem almennt er í flugheiminum og raunar í allri
Grímur Gíslason, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Air Iceland Connect.
ferðaþjónustunni. Íslendingar eru líka að verða meðvitaðri um þetta og sífell að verða virkari í að bóka með góðum fyrirvara þó alltaf komi upp tilvik þar sem fólk þarf með mjög stuttum fyrirvara að bóka flug. En það er einmitt kost-
urinn við flugið hversu fljótt fólk kemst á milli staða.“
Tímasparnaður og öryggi á ferðalaginu Fjölmargar bæjarhátíðir eru út um landið í sumar, líkt og síðustu
ár og margir gestir þeirra nýta sér innanlandsflugið til að bregða sér á þær. „Auðvitað værum við alveg til í að sjá miklu fleiri Íslendinga notfæra sér flugið til að ferðast um landið í sumarfríinu, bæði vegna þess hversu vel tíminn nýtist og svo líka þess hversu öruggur ferðamáti flugið er. Álagið á umferðarþungum þjóðvegum er mikið á sumrin og það má forðast með því að taka flugið,“ segir Grímur. Auk áfangastaða Air Iceland Connect innanlands flýgur félagið til Grænlands og á í samstarfi við Atlantic Airways um flugtengingu milli Íslands og Færeyja. Þá mun félagið í byrjun október hefja á ný tengiflug snemma morguns frá Akureyri til Keflavíkur og gera þannig Norðlendingum kleift að ná morgunvélum til Evrópu með þægilegum hætti. airicelandconnect. is
Krydd fyrir Fiesta de Mexico hentar frábærlega á allt grænmeti.
Arabískar nætur er sjö kryddablandan ættuð frá Líbanon í grænmetisrétti
Reykt paprika bítur aðeins en er góð í marga grænmetisrétti.
Eðalsteik og grillblandan er góð fyrir tofusteikina.
Fiskikrydd er gott í grænmetis-súpur- og rétti.
Benda skal á að öll stök krydd henta í VEGAN matreiðslu s.s. origano, basilikum, steinselja og fleiri. Töfrakryddið og Ítalskt panini henta ekki í VEGAN matreiðslu því þau innihalda ostaduft.
Lamb Islandia er frábært á alla kartöflurétti og á kjúklingabaunarétti.
VEGAN
matreiðslu
Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 3
ð a n a d l y k s l ö j f ð i V t s e b m e s n n a m í nýta t
Íslenska sumarsælan er eins og góð máltíð. Fullkomin og eftirminnileg – en búin allt of fljótt. Þess vegna er fínt að geta stokkið á mettíma í ævintýraleit fyrir lítið.
Tryggðu þér sumarfrí á gjafvirði. airicelandconnect.is
4 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Bjarnheiður Hallsdóttir. „Við þurfum aðeins að taka okkur á – marka okkur heildarstefnu um það hvert við viljum stefna og hvernig við viljum byggja upp ferðaþjónustuna. Þar þurfa stjórnvöld, sveitarfélög í landinu og atvinnugreinin að taka höndum saman.“ Ljósm: RAX.
Samtök ferðaþjónustunnar
„Það eru blikur á lofti“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Samtök ferðaþjónustunnar eru hagsmunasamtök fyrirtækja í ferðaþjónustu. Innan raða samtakanna eru hátt í 400 fyrirtæki um land allt sem starfa í öllum geirum greinarinnar. „Ferðaþjónustan er orðin stærsta útflutningsatvinnugrein landsins en hún aflaði 42% allra gjaldeyristekna á árinu 2017,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður samtakanna. „Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega síðustu ár ef horft er til tekna af greininni, fjölda ferðamanna eða fjölda gistinátta. Það eru hins vegar blikur á lofti. Það hefur hægt á vextinum ef maður talar um fjölda ferðamanna en það sem er alvarlegra er að ferðaþjónustufyrirtæki eru farin að upplifa mikinn samdrátt; aprílmánuður var til dæmis mjög lélegur víðast hvar. Gengi krónunnar er búið að vera mjög sterkt undanfarin tvö og hálft ár sem hefur haft mjög miklar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu í landinu og vilja sumir meina að Ísland sé orðið dýrasta land í heimi. Sterkt gengi krónu hefur þau áhrif að nú eru Íslandsferðir orðnar dýrari en þær voru fyrir tveimur til þremur árum. Við verðum líka að hafa í huga að það hefur aldrei verið ódýrt að ferðast til Íslands en við verðum að vanda okkur. Þó svo að fjöldi ferðamanna haldi áfram að aukast þá er samsetning gestanna að breytast sem og ferðahegðun þeirra og neysla. Þeir eru farnir að dvelja skemur á landinu og ferðast minna
um landið sem kemur niður á ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem hefur átt í vök að verjast vegna þess að þar er ferðamannatímabilið styttra heldur en í Reykjavík. Þá sjáum við merki þess að ferðamenn eyða minna; þeir versla minna, skera niður þegar kemur að afþreyingu og fara sjaldnar út að borða.“
fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki að hækka verð sín fyrir næsta ár. Svo eru samrunar og sameiningar í loftinu og er líklegt að einhver fyrirtæki munu hætta rekstri. Það er kannski ekki óeðlilegt í ljósi þess mikla og hraða vaxtar sem við höfum upplifað í ferðaþjónustu á liðnum árum.“
Færri koma frá Mið-Evrópu Bjarnheiður segir að eins og sakir standa sé mikill samdráttur á hinum hefðbundnu, mikilvægu mörkuðum frá Mið-Evrópu sem hafa verið bestu og tryggustu markaðirnir í gegnum tíðina. „Það er hins vegar vöxtur á meðal bandarískra og asískra ferðamanna en þeir eru öðruvísi ferðamenn. Einnig er vöxtur í komum skemmtiferðaskipa. Við horfum því á heildarsamdrátt hvað varðar til dæmis tekjur. Við erum að sigla inn í dálítið erfitt tímabil fyrir ferðaþjónustufyrirtæki almennt og sérstaklega þau sem eru úti á landi.“ Bjarnheiður bendir á að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja teljist vera lítil eða meðalstór. „Það er ofboðslega mikið af einstaklingum og fjölskyldum sem reka ferðaþjónustufyrirtæki um land allt þannig að þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir mörg þeirra.“ Bjarnheiður segir nauðsynlegt fyrir ferðaþjónustufyrirtæki að hagræða í rekstrinum. „Allar verðhækkarnir eru út úr myndinni, eða ég vona það. Það verður a.m.k. erfitt
Vantar heildarstefnu Bjarnheiður segir að stjórnvöld séu svolítið að falla á tíma með að móta heildarstefnu fyrir ferðaþjónustuna í landinu. „Við þurfum aðeins að taka okkur á – marka okkur heildarstefnu um það hvert við viljum stefna og hvernig við viljum byggja ferðaþjónustuna upp . Þar þurfa stjórnvöld, sveitarfélög í landinu og atvinnugreinin að taka höndum saman. Við þurfum að ákveða hvar við viljum sækja fram og hvar ekki og byggja upp ferðamannastaðina okkar miklu betur – þessa staði sem við viljum að ferðamenn heimsæki. Það er aldrei hægt að móta stefnu í ferðaþjónustunni án samvinnu atvinnugreinarinnar og stjórnvalda vegna þess að stjórnvöld koma að svo mörgum þáttum sem fyrirtækin geta ekki haft nein áhrif á eins og til dæmis uppbyggingu innviða. Þá á á ég til dæmis við vegakerfið og samgöngur almennt svo sem flugsamgöngur og samgöngur á sjó, umhverfisvernd, uppbyggingu á þessum stöðum og skipulagsmál. Þetta eru allt hlutir sem
fyrirtækin hafa enga stjórn á. Öfugt við það hafa stjórnvöld ekki nema takmörkuð áhrif á það sem fyrirtækin gera þannig að þetta verður allt að gerast í samvinnu. Sem betur fer hillir undir að það verði fljótlega farið í þetta verkefni hjá Stjórnstöð ferðamála sem er samráðsvettvangur ferðaþjónustunnar og stjórnvalda.“
Mikilvæg atvinnugrein Bjarnheiður segir að hátt í 30.000 manns starfi við ferðaþjónustuna hér á landi. „Þetta er orðin gríðarlega mikilvæg atvinnugrein í þjóðarbúskapnum og þess vegna er mikilvægt að við vöndum okkur og reynum að gera þetta þannig úr garði að við getum byggt þessa atvinnugrein upp til framtíðar; að ferðaþjónustan verði sem gjöfulust fyrir Ísland og alla Íslendinga og til þess þurfum við framtíðarstefnu. Við eigum fjársjóði hvað varðar náttúruna okkar og það er mikilvægt að við verndum hana. Við eigum gullkistu þegar kemur að þessu víðerni og þessari ósnortnu náttúru. Slíkt finnst ekki lengur á mörgum stöðum í heiminum. Þetta er sérstaða okkar og eitthvað sem við verðum að passa vel upp á því þetta er gullkálfurinn okkar ef við höldum rétt á spöðunum.“
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 5
Gleðilegt ferðasumar
Gæðagisting á góðu verði Hvert sem leið þín liggur um landið í sumar finnur þú alltaf Edduhótel í nágrenninu þar sem þú getur staldrað við á meðan þú uppgötvar náttúruperlurnar okkar. Á Edduhótelunum eru veitingastaðir við allra hæfi sem bjóða þér gómsætan mat úr fersku og góðu hráefni. 10 HÓTEL ALLAN HRINGINN: 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Höfn • 5 Neskaupstaður 6 Egilsstaðir • 7 Stórutjarnir • 8 Akureyri • 9 Ísafjörður • 10 Laugar í Sælingsdal
Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000.
6 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Hótel Edda Laugum í Sælingsdal:
Sælureitur í sveitakyrrðinni en samt í alfaraleið „Það sem mér finnst magnaðast við þetta svæði er náttúran, kyrrðin og friðurinn! Hér þarf maður ekki að fara lengra en upp í næstu brekku til að vera einn með sjálfum sér, laus við allt þetta áreiti sem fylgir nútímanum. Samt erum við í alfaraleið og gestir geta notið þess að ferðast hér um næsta nágrennið þar sem fortíðin leynist í hverju spori, hverju örnefni og hverju bæjarnafni,“ segir Dýrfinna Sigurjónsdóttir, hótelstjóri Hótel Eddu á Laugum í Sælingsdal. Hún tekur á móti gestum og gangandi frá 8. júní til 27. ágúst í sumar. Edduhótelin hafa fyrir löngu unnið sér sess sem þægilegur og hagkvæmur gistimáti á ferðalögum um Ísland og nú eru starfrækt 10 Edduhótel víðsvegar um landið. Möguleikar og aðstaða til útiveru og afþreyingar í næsta nágrenni við hótelin hafa vaxið hratt á síðustu árum og því á öll fjölskyldan að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þegar dvalið er á Edduhóteli. „Guðrún Ósvífursdóttir, ein af aðalsöguhetjum Laxdælu, var fædd og uppalin hér á Laugum og fáir landshlutar státa af öðrum eins söguslóðum og Dalirnir,“ segir Dýrfinna hótelstjóri. Það sé því ekki að undra að Laugar séu ákaflega vinsæll staður til ættarmóta.
Eitthvað við að vera fyrir alla Við hótelið er 25 metra sundlaug og heitir pottar. Í sama húsi er Byggðasafn Dalamanna og þar má sjá allskyns gripi sem gefa góða innsýn í lífið í Dölunum á árum áður. Stutt er einnig að fara að Eiríksstöðum í Haukadal til að skoða safn Leifs Eiríkssonar, að Erpsstöðum sem eru landsfrægir fyrir sinn góða ís eða í Ólafsdal við Gilsfjörð sem er meðal merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Í fyrrasumar var boðið upp á tónlistarviðburði á hótelinu
Við hótelið á Laugum í Sælingsdal er 25 metra sundlaug og heitir pottar.
Boðið er upp á gistingu í alls 45 herbergjum sem eru ýmist með handlaug eða sérbaðhergi.
Dýrfinna Sigurjónsdóttir, hótelstjóri Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal: „Hér er margt að sjá og skoða og það leiðist engum sem sækir okkur heim í sumar.“
og er stefnt að því að endurtaka leikinn í sumar. Heimsókn í Dýragarðinn í Hólum, steinsnar frá Laugum, er mikið ævintýri fyrir
yngstu kynslóðina og m.a þekktur fyrir krumma sem er mikil hermikráka! Þá er landsvæðið í kringum Lauga, Breiðafjörðurinn og allar
eyjarnar, pardís fyrir fuglaskoðara og gjöfular lax- og silungasár eru á svæðinu. Þar eru líka fjölbreyttar leiðir fyrir hlaupara og göngufólk og veðráttan einstök. „Hér á Laugum er mikil veðursæld, næstum alltaf logn og gott veður og orkan hér er bara engu lík,“ segir hótelstýran, „enda koma margir gestir fyrst og fremst hingað
til að slaka á, njóta kyrrðarinnar og hlaða batteríin.“
Góð gistiaðstaða og veitingar úr heimabyggð Boðið er upp á gistingu í alls 45 herbergjum á Edduhótelinu á Laugum, þar af eru 22 svokölluð Eddu PLÚS herbergi með baði og sjónvarpi. Góður veitingarstaður er einnig á hótelinu sem einkennist af fersku hráefni, einfaldleika og gæðum. „Við bjóðum upp á bæði morgunverð og kvöldverð og á matseðlinum er að finna klassíska rétti eins og hamborgara, salöt, ferskan fisk, lambakjöt í sérflokki og girnilega eftirrétti,“ segir Dýrfinna, „og við notum auðvitað hráefni hér úr nágrenninu eins og kostur er, s.s. osta úr Dölunum og skyr og ís frá Erpsstöðum.“ Gott tjaldstæði er einnig við Edduhóteið á Laugum með salernisaðstöðu, rafmagni og köldu og heitu vatni, enda jarðhiti á Laugum og öll hús á staðnum, sundlaug og pottar hituð upp með heitu vatni. „Við erum vel í sveit sett hér á Laugum og fólk getur nýtt sér mjög hagstæð gistitilboð á Edduhótelunum á heimasíðunni okkar sem og í gegnum stéttarfélögin. Það er kjörið að kaupa gistimiða og dvelja hjá okkur í nokkra daga og ferðast um nágrennið. Það er stutt í Búðardal, Stykkishólm, Reykhóla eða Hólmavík, svo nokkrir staðir séu nefndir. Hér er margt að sjá og skoða og það leiðist engum sem sækir okkur heim í sumar,“ segir Dýrfinna Sigurjónsdóttir, hótelstjóri á Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal. hoteledda.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 7
GAS
ALLS STAÐAR
Smellt eða skrúfað?
Ráðandi - auglýsingastofa ehf
Það skiptir ekki máli, við eigum bæði!
ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI FYRIR AGA GAS Á GAS.IS
8 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Fjölbreyttar ferðir með Útivist Við Langasjó hjá Sveinstindi.
Með vorinu fer útivistarfólk að huga að ævintýrum sumarsins og skipuleggja ferðir um fjöll og dali. Ferðafélagið Útivist er félagsskapur fólks sem hefur áhuga á hollri og góðri útiveru í fallegri náttúru.
Margvíslegur ávinningur „Ferðir Útivistar eru skipulagðar fyrir félagsmenn Útivistar en það eru allir velkomnir í félagið, hvort heldur þeir kjósa að velja einstakar ferðir eða taka þátt í fjölbreyttri starfsemi félagsins,“ segir Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar. „Til viðbótar við aðgang að ferðum félagsins veitir félagsaðild að Útivist margvíslegan ávinning. Má þar nefna gistingu í skálum félagsins á mjög hagstæðu verði og ókeypis er fyrir Útivistarfélaga á tjaldsvæðið í Básum í Þórsmörk. Þá er ýmis útivistarvarningur til sölu á skrifstofu félagsins á einstaklega góðu verði til félagsmanna og má þar nefna frábæra gönguskó og bakpoka. Loks má nefna að í ár fá allir félagsmenn frítt í eina dagsferð og má segja að þar komi stór hluti félagsgjaldsins til baka. Það þarf því ekki að velta lengi fyrir sér hvort aðild að Útivist sé peninganna virði. Þar fyrir utan vinnur félagið að mörgum góðum verkefnum til hagsbóta fyrir útivistarfólk og því vel þess virði að leggja félaginu lið.“ Kyngimögnuð Jónsmessuferð Fyrir þá sem hafa hug á að reima á sig gönguskóna í sumar er ýmislegt spennandi í boði hjá Útivist. Jónsmessuferðin yfir Fimmvörðuháls er árviss og fjöldi félagsmanna sem fer í hana ár hvert, enda allt kapp lagt á að gera hana ánægjulega fyrir alla þátttakendur. „Lagt verður af stað frá Reykjavík í tvennu lagi á föstudagskvöldi og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni verður stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Um kvöldið verður slegið upp grillveislu og kvöldvöku þar sem Útivistargleðin ríkir.“ Austurdalur – lítt þekkt perla Af öðrum ferðum sumarsins má nefna göngur um Austurdal í Skagafirði. „Austurdalur er lítt þekkt perla, dalur sem sker sig langt inn á miðhálendið. Eftir miðjum dalnum rennur Jökulsá Austari en úr afdölum renna tærar og fallegar bergvatnsár. Gróður er þar gróskumikill og umhverfið allt hið fegursta.
Lítt þekktur foss að Fjallabaki.
Jónsmessugleði í Básum á Goðalandi.
Upp úr miðjum júlí er á dagskrá ferð þar sem Austurdalur er genginn endilangur og er þá farangur að hluta trússaður á klyfjahestum. Fyrir þá sem kjósa einfaldari göngu um Austurdal er í boði ferð þar sem gengið er í skálann Hildarsel og gist þar tvær nætur.“ Útivistarfélagar sækja mikið á Fjallabaks-
Í Austurdal.
svæðið, enda er þar mikil og falleg náttúra. „Flestir þekkja Laugaveginn og Útivist býður upp á nokkrar ferðir um þá heimsþekktu leið en að Fjallabaki eru fleiri skemmtilegar leiðir. Af öðrum fallegum gönguleiðum á svæðinu má nefna Sveinstind-Skælinga, Strútsstíg og Dalastíg en allt eru þetta leiðir
Ljósmyndir: Skúli H. Skúlason.
sem Útivist hefur haft forgöngu um að þróa,“ segir Skúli. utivist.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 9
Incrediwear vörurnar eru magnaðar og bera nafn með rentu. Um er að ræða hlífar og fatnað með ótrúlega virkni við að auka blóðrás og hitamyndum sem getur dregið úr sársauka, bólgum, stífleika og þreytu. Vörurnar hljóta meðmæli sérfræðinga á heilbrigðissviði og eru m.a notaðar af afreksíþróttafólki um heim allan og eru þróaðar út frá vísindalegum rannsóknum. Þessi mikla virkni kemur til út af byltingarkenndu fataefni sem samanstendur af bambus (kola) trefjum og Germaníum. Ég æfi og keppi mjög mikið og það er gríðarlegt álag á líkama mínum. Ég hef verið að nota hnéhlíf, ökklahlíf og sokka frá Incrediware og ég finn verulegan mun á mér, minni spenna og bólgur. Ég mæli sérstaklega með sokkunum, þeir eru mjög þægilegir og ég þreytist mun síður í fótunum þegar ég nota þá.
Víðir Þór Þrastarson Íþrótta- og heilsufræðingur
ÚTSÖLUSTAÐIR: ÚTILÍF KRINGLUNNI - ÚTILÍF SMÁRALIND - VERSLUNUM LYFJU
10 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Ný vara frá Incrediwear
Leggings sem eykur blóðflæðið
Hæstu fjöllin Hvannadalshnjúkur 2110 m Bárðarbunga 2000 m Kverkfjöll 1920 m Snæfell 1833 m Hofsjökull 1765 m Herðubreið 1682 m
Stærstu jöklarnir Vatnajökull 8300 km2 Langjökull 953 km2 Hofsjökull 925 km2 Mýrdalsjökull 596 km2 Drangajökull 200 km2
Stærstu vötnin Þórisvatn 83 km2 Þingvallavatn 82 km2 Lögurinn 53 km2 Mývatn 37 km2
Notkun á Incrediwear vörunum, bæði hlífum og leggins, dregur úr sársauka, stífleika og bólgum.
Æfingarbuxurnar frá Incrediwear eu gerðar úr efni sem andar vel og situr þægilega á líkamanum. Efnið er sérþróað og inniheldur bambuskol og germanium en hvort tveggja virkar eins og leiðarar sem virkjast við líkamshita þegar efnið situr á líkamanum. Þessi efni gefa frá sér rafeindir inn í vefinn sem gerir það að
verkum að blóðflæðið á svæðinu eykst og flutningur súrefnisatóma og næringarefna verður hraðari. Aukin upptaka súrefnis og næringarefni í vöðvanum getur stuðlað að enn betri árangri, í tilfelli meiðsla eða stífleika verður einnig hraðari endurbati. Mælt er með því að nota buxurnar líka fyrir utan æfingartíma til að vinna á þreytu og
stífleika í vöðvunum á milli álagstíma. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að notkun á Incrediwear vörunum, bæði hlífum og leggins, dregur úr sársauka, stífleika og bólgum. Bæði þjálfarar og bæklunarlæknar mæla með vörunum og eru þær notaðar af atvinnuíþróttafólki víða um heim. Bux-
Hvítárvatn 30 km2
urnar eru gerðar úr háþróuðu efni sem endist lengi og hentar hvort sem er til álagsæfinga eða daglegra nota. Þær koma bæði síðar niður á ökla og í 3/4 lengd. Incrediwear leggings fást í verslunum Lyfju.
Lengstu árnar Þjórsá 230 km Jökulsá á Fjöllum 206 km Ölfusá / Hvítá 185 km Skjálfandafljót 178 km Jökulsá á Dal 150 km
VELKOMIN Í
SVEITINA
Hey Iceland gistingu finnur þú um land allt, frá litlum og notalegum stöðum upp í stærri gististaði sem henta vel fyrir hópa. Við bjóðum einnig upp á fjölbreytta afþreyingu við allra hæfi og mat heima úr héraði.
heyiceland.is/is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 11
VIÐ SJÁUMST Í BREKKUNNI!
LANDSMÓT HESTAMANNA REYKJAVÍK 1.7.–8.7. 2018 VERTU MEÐ FRÁ BYRJUN!
#landsmot2018 • www.landsmot.is facebook.com/landsmothestamanna
12 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Meðal viðburða á Vesturlandi 31. maí-3. júní
Eldsmíðahátíð, Byggðasafninu í Görðum
7. júlí
Hvanneyrarhátíð
3. júní
Sjómannadagurinn í sjávarbyggðum
21. júlí
Kátt í Kjós, bæjarhátíð
8.-10. júní
Norðurálsmótið 2018 á Akranesi
27.-29. júlí
Reykholtshátíð, tónlistarhátíð
29.-30. júní
Brákarhátíð, bæjarhátíð í Borgarnesi
9.-12. ágúst
Plan B, listahátíð Borgarnesi
5.-8. júlí Írskir dagar, bæjarhátíð á Akranesi
17.-19. ágúst
Steampunk Iceland, ævintýrahátíð á Akranesi
24.-26. ágúst
Hvalfjarðardagar
Nánar á west.is Heimild og mynd: Markaðsstofa Vesturlands.
Krauma náttúrulaugar
Laugar, gufubað og hvíldarherbergi Krauma – náttúrulaugar er skammt norðan Deildartunguhvers í Borgarfirði. Sex laugar eru á staðnum, fimm með heitu vatni og ein með köldu vatni. „Það sem er sérstakt við Krauma er að við notum heitt vatn úr Deildartunguhver sem er einn öflugasti og vatnsmesti hver í Evrópu,“ segir Jónas Friðrik Hjartarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, en kraumandi hverinn spúir upp um 180 lítrum af 100°C heitu vatni á sekúndu. „Við kælum síðan vatnið með vatni úr minnsta jökli á Íslandi, Oki.“
Slökunartími Jónas Friðrik segir að það sem sé sérstakt við Krauma sé hvíldarherbergi þar sem gestir geta slakað á eftir að hafa verið í pottunum. Þar er spiluð róleg tónlist og jafnan kveikt á arni í miðju rýmisins. „Þetta vekur mikla eftirtekt; að hafa verið í heitum eða köldum potti og fara svo í hvíldarherbergið. Þetta er mikill er slökunartími.“ Gestir geta einnig farið í gufubað en tvö slík eru á staðnum í aðskyldum byggingum. Hveravatni er úðað undir timburbekki inni í rýmunum. „Við erum með hágæða ilmolíur til að hámarka upplifun gesta.“ Hráefni úr nágrenninu Glæsilegur veitingastaður er í aðalbyggingunni og er lögð áhersla á ferskt hráefni úr nágrenninu. Veit-
Í hvíldarherbergi slaka gestir á eftir að hafa verið í pottunum. Þar er spiluð róleg tónlist og jafnan kveikt á arni í miðju rýmisins.
Í Krauma er notað heitt vatn úr Deildartunguhver sem er einn öflugasti og vatnsmesti hver í Evrópu.
ingastaðurinn rúmar 70 manns í sæti og 60 geta setið á pallinum utandyra þegar veður er gott. Brynhildur Sólveigardóttir og Arnhildur Pálmadóttir, arkitektar hjá DARK studio, eiga heiðurinn af hönnun Krauma. „Við hönnunina var lögð áhersla á að umhverfið fengi að njóta sín; að byggingarnar myndu falla inn í umhverfið,“ segir
Jónas Friðrik. Hann bætir við að aðsókn í Krauma sé búin að vera góð frá opnun í nóvember í fyrra. „Það var amma bræðranna, sem upphaflega fóru af stað með verkefnið,sem kom með þá hugmynd á sínum tíma að nýta heita vatnið úr Deildartunguhver. Íslendingar koma hingað meira um helgar en erlendir gestir meira á virkum
dögum. Krauma hefur vakið mikla eftirtekt og hefur fengið frábæra dóma. Þessi staður er mikil upplifun fyrir hvern og einn.“ krauma.is
Öll aðstaða í Krauma er fyrsta flokks.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 13
VESTURLAND
Snorrastofa í Reykholti Reykholt er einn merkasti sögustaður landsins en þar bjó Snorri Sturluson á árunum 1206-1241. Meðal elstu varðveittra mannvirkja á Íslandi er Snorralaug og stokkar sem veita vatni í hana úr hvernum Skriflu, en laugin minnir á tilvist skáldjöfursins. Í Reykholti er og rekin Snorrastofa þar sem er þróttmikil starfsemi allan ársins hring. Meðal elstu varðveittra mannvirkja á Íslandi er Snorralaug og stokkar sem veita vatni í hana úr hvernum Skriflu. Fyrir þá sem eiga leið um Reykholtsdal er nauðsynlegt að koma við á höfuðsetri dalsins og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Í Snorrastofu, sem var reist til minningar um Snorra Sturluson og einstæð verk hans, er unnið að rannsóknum í miðaldafræðum og sögu Borgarfjarðar og þar er sífellt miðlað þekkingu með sýningum, ýmsum viðburðum, ráðstefnuhaldi og bókaútgáfu. Einnig er þar safnabúð með íslensku handverki, listmunum og bókum. Margt fleira er að sjá í Reykholti. Gamla kirkjan þar var reist 1885-86 og var í notkun sem sóknarkirkja til 1996 en tilheyrir nú húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Er hún opin gestum staðarins. Ekki er síður forvitnilegt að
skoða nýju kirkjuna sem vígð var júlí 1996. Hún er rómuð fyrir góðan hljómburð og eru þar haldnir tónleikar allt árið. Hápunktur tónleikahalds er Reykholtshátíð, sem haldin er í lok júli ár hvert. Í Reykholti er heilsárshótel, Fosshótel Reykholt og í nágrenninu eru fleiri möguleikar í bændagistingu og á hótelum. Næsta tjaldstæði er á Kleppjárnsreykjum, 7 km vestarKrauma-200x300mm-bleed-ISL.pdf í Reykholtsdal. 1 reykholt.is
Fyrir þá sem 4/10/2018 3:08:25 PM eiga
leið um Reykholtsdal er nauðsynlegt að koma við á höfuðsetri dalsins og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða.
Snorraluag er meðal elstu varðveittra mannvirkja á Íslandi.
UPPLIFÐU KJARNA ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU Krauma eru náttúrulaugar sem innihalda tært vatn, beint úr Deildartunguhver sem kælt er með vatni undan öxlum Oks, minnsta jökuls Íslands. Krauma býður upp á fimm heitar laugar, kaldan pott, tvö gufuböð og hvíldarherbergi þar sem hægt er að slaka á í legubekkjum við snarkið í arineldi.
Borgarnes
Reykjavík
Gamla kirkjan í Reykholti var reist árið 1885 en sú nýja var vígð árið 1996.
Á döfinni í sumar Gítartónleikar Reynis Haukssonar Gítarleikarinn og tónskáldið Reynir Hauksson heldur einleikstónsleika í Reykholtskirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 20:30. Hátíð um Eggert Ólafsson Snorrastofa efnir til minningarhátíðar um Eggert Ólafsson skáld og náttúrufræðing, 2. júní 2018 kl. 14, en þá eru um 250 ár frá því að hann og brúður hans, Ingibjörg Guðmundsdóttir héldu brúðkaup í Reykholti. Fyrsti blaðamaðurinn á Reykholtshátíð Dr. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur heldur fyrirlestur 28. júlí kl. 13:00 um 17. aldar alþýðufræðimanninn Jón lærða Guðmundsson var í reynd fyrsti blaðamaðurinn á Íslandi.
Njóttu ljúffengra veitinga á veitingastað Krauma, þar sem lögð er áhersla á ferskt íslenskt hráefni úr héraði. Krauma er staðsett hjá Deildartunguhver, 320 Reykholt. Krauma er í 97 km fjarlægð frá Reykjavík.
Þingvellir
+354 555 6066 www.krauma.is Deildartunguhver, 320 Reykholt
14 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
VESTURLAND
Borgarbyggð
Sundlaugarnar vinsælar hjá ferðafólki „Ferðafólk er meira en helmingur þeirra sem sækja sundlaugina hér í Borgarnesi þannig að þetta er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða í sveitarfélaginu,“ segir Ingunn Jóhannesdóttir, forstöðumaður íþróttamannvirkja Borgarbyggðar. Sveitarfélagið rekur þrjár sundlaugar, þ.e. í Borgarnesi, á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Tuttugu og fimm metra langar laugar eru á öllum stöðunum þremur. „Aðsóknin margfaldast yfir sumarmánuðina. Á Varmalandi er sundlaugin bara opin á sumrin en þar er hún staðsett við hliðina á fjölsóttu tjaldstæði og hana sækja um 4000 manns þá tvo og hálfan mánuð sem hún er opin. Auk tjaldstæðisins er á Varmalandi góð aðstaða fyrir t.d. ættarmót og slíkaviðburði sem skilar sér í aðsókn til okkar í sundlaugina,“ segir Ingunn. Í laugina á Kleppjárnsreykjum koma um 3000 gestir yfir sumartímann en hún opin árið um kring. Tjaldstæði er einnig á Kleppjárnsreykjum, líkt og á Varmalandi og segir Ingunn að nú sé verið að bæta þá aðstöðu enn frekar. „Á báðum þessum stöðum sjáum við innlent ferðafólk í meirihluta á sumrin en erlendu gestirnir
Sundlaugin í Borgarnesi laðar að sér um 80 þúsund gesti árlega.
eru hærra hlutfall gesta í sundlauginni hér í Borgarnesi,“ segir Ingunn en í Borgarnesi er 25 metra útisundlaug með þremur rennibrautum og barnavaðlaug. Þrír
heitir pottar eru við laugina, annar með kraftnuddi. Kaldur pottur er einnig við laugina og innisundlaug. Aðstaðan er því öll eins og best verður á kosið.
Skelltu þér í sund í Borgarfirði!
„Aðsóknin nær hátindi í júlímánuði. Í fyrra komu 14 þúsund gestir í þeim mánuði en voru 15 þúsund í júlí árið 2016. Í heild eru viðskiptavinir í Íþróttamannvirkjunum í Borgarnesi um 140 þúsund á ári samanlagt í sundlaug og þreksal. Í sundlaugina koma
um 80 þúsund manns á ári og við finnum að sumarhúsabyggðir hér í kring skila okkur miklu, sem og almenn umferð ferðafólks, auk auðvitað heimafólks,“ segir Ingunn. borgarbyggd.is
Löngufjörur á Snæfellsnesi
Þar sem fjölbreytnin ríkir
Sundlaugarnar í Borgarfirði bjóða ykkur velkomin í sumar
Hestamenn þeysa gjarnan um Löngufjörur í flokkum. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson / Markaðsstofa Vesturlands.
Allt til alls:
frábærar laugar heitir pottar vatnsrennibrautir
saunaböð heilsuræktarstöðvar
Sundlaugin Borgarnesi, sími 433 7140 Sundlaugin Kleppjárnsreykjum, sími 435 1140 Sundlaugin Varmalandi, sími 437 1401
www.borgarbyggd.is
Löngufjörur eru vinsæll staður fyrir hestamenn að ferðast um því hægt er að þeysa um fjörurnar sem ná allt frá bænum Hítarnesi í Kolbeinsstaðarhreppi í austri vestur að Stakkhamri í Eyja- og Miklaholtshreppi. Öruggara er fyrir ókunnuga að njóta leiðsagnar kunnugra því sæta þarf sjávarföllum og fylgjast vel með gangi þeirra. Austast á fjörunum, við Hítar nes, er Kaldárós en þar tekur við Gamlaeyri sem er 6-7 km langt sandrif sem fer að mestu í kaf í stórbrimi. Þá kemur Hraunsós, sem er út af Haffjarðará, síðan Hausthúseyjar en utan við þær er sandrif sem nefnist Hausthúsareki. Næst kemur Þórisós og síðan Suðurnes og Melnes fram undan Skógarnesbæjum. Mitt á milli
þeirra er Skógarneshólmur þar sem áður var útræði og síðar verslunarstaður sem er fyrir löngu aflagður. Út af Straumfjarðará er svo Stakkhamarsós og þar vestur af Stakkhamarsnes. Mest er þetta land þurrt um fjörur, aðeins álar þar sem ár og lækir falla til sjávar en breytist í stór og mikil sjávarlón þegar flæðir. Úthafsöldur ná ekki þangað því utan við eru rif, eyjar og nes sem taka hvert við öðru en sjórinn streymir út og inn um þrönga ósa á milli þeirra. Umhverfi Löngufjara er afar breytilegt og umskipting mikil, ekki aðeins eftir árstíðum heldur eftir tímum dagsins, hvort er flóð eða fjara, stórstreymt eða smástreymt, útfall eða aðfall o.s.frv.
VESTURLAND
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 15
Stykkishólmur – bærinn við eyjarnar Stykkishólmur er einn vinsælasti áfanga- og áningarstaður landsins en bærinn á sér yfir 400 ára sögu sem verslunarpláss. Mörg húsa kaupmanna frá fyrri tíð setja svip á bæinn, m.a. Norska húsið þar sem hægt er að skoða heldra heimili frá því á 19. öld. Húsið, sem reist var árið 1832, er fyrsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi og hýsir Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla.
Margs konar afþreying Í Stykkishólmi má finna hótel, farfuglaheimili, heimagistingar, tjaldsvæði, fjölbreytt veitinga- og kaffihús, sundlaug með einstöku vatni og glæsilegan golfvöll. Í Hólminum eru tvö glæsileg söfn. Annars vegar Vatnasafnið, innsetningarverk bandarísku listakonunnar Roni
Horn, sem stendur hátt með góða sýn til allra átta yfir Breiðafjörð. Þar eru m.a. 24 glersúlur með vatni úr helstu jöklum landsins. Hins vegar er það Eldfjallasafnið sem er alþjóðasafn af listaverkum, fornum og nýjum, sem tengjast eldgosum. Einnig eru þar munir, forngripir og steintegundir úr einstöku safni Haraldar Sigurðssonar prófessors sem hefur stundað eldfjallarannsóknir í yfir 40 ár um allan heim.
tekið ferjuna Baldur sem siglir yfir Breiðafjörð milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Þá eru daglega skoðunarferðir um hinar óteljandi eyjar Breiðafjarðar þar sem hugað er að náttúru og fuglalífi. Í ferðunum er plógur með í för og gefst farþegum kostur á að smakka á því sem matarkista fjarðarins gefur af sér. Þessi upplifun gerir heimsókn í Stykkishólm ógleymanlega.
Siglt um Breiðafjörð Þeir sem vilja komast á sjó geta
stykkisholmur.is
Fjölbreytta afþreyingu er að finna í Stykkishólmi og m.a. hægt að fara í sund, golf, gönguferðir og fuglaskoðun.
Ein sérstæðasta kirkja landsins er í Stykkishólmi, hönnuð af Jóni Haraldssyni arkitekt.
LYKTAREYÐANDI NIÐURBROTSEFNI Í FERÐASALERNI BIO-PAK - Tropical og Fresh Scent Íslenski hesturinn er í öndvegi í Staðarhúsum.
Hestaveröld í Staðarhúsum Í Staðarhúsum, um 17 km frá Borgarnesi, er gistiheimili á góðum stað til skoðunarferða um Borgarfjarðarhérað og Snæfellsnes. Þar er um margt að velja þegar kemur að útivist, náttúruskoðun og afþreyingu og hægt að fá afnot af snyrtilegum herbergjum með baði. Morgunverður er í boði á sumrin og kvöldverður fyrir hópa ef pantað er með góðum fyrirvara. Í Staðarhúsum er lögð stund á hrossarækt og íslenski hesturinn í öndvegi. Hægt er að fara daglega í hálfrar til tveggja klukkustunda hestaferðir og í boði er reiðkennsla. Afar góðar gönguleiðir eru einnig um kjarri vaxna klapparása og holt í nágrenni Staðarhúsa. Stutt er í áhugaverð söfn, t.d. Landsnámssetrið og Edduveröld, góða jarðhitasundlaug er að finna í Borgarnesi og stutt er í 18 holu golfvöll að Hamri.
Inniheldur öfluga náttúrulega ensímblöndu sem vinnur á úrgangi og pappír á 24 klst og skiptir þá engu hvaða gerð pappírs er. Hentar mjög vel þar sem þarf að tæma ferðasalernið á hverjum degi. BIO-PAK veitir hratt niðurbrot og góða lyktareyðingu. BIO-PAK Tropical Vörunúmer: BIOTROPBG BIO-PAK Fresh Scent Vörunúmer: BIOPPBG
PORTA-PAK - Lavender og Fresh Scent Inniheldur einstaka efnablöndu sem vinnur á úrgangi og pappír á 3-4 dögum og hefur einstaklega mikla og góða virkni í lyktareyðingu. Hentar vel þar sem ekki þarf að tæma ferðasalernið á hverjum degi. PORTA-PAK Lavender Vörunúmer: PPRV10LAV PORTA-PAK Fresh Scent Vörunúmer: PPRV10
BIO-ACTIVE - Tropical og Fresh Inniheldur næringarefni fyrir bakteríur ásamt ensímum til að fjarlæga ólykt. Brýtur hratt og vel niður úrgang og klósettpappír. Smyr ventla og heldur skynjarafbúnað hreinum. Hentar fyrir húsbíla, rútur, báta, skip, safntanka og rotþrær. BIO-ACTIVE er vistvænt efni. BIO-ACTIVE 4,9L Vörunúmer: BAHT168 BIO-ACTIVE 1,8L Vörunúmer: BAHT40
Kemi ehf | Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is
16 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Meðal viðburða á Vestfjörðum 18.-21. maí
Heimildamyndahátíðin Skjaldborg, Patreksfirði
31. maí-3. júní
Sjómannadagshátíðarhöld í sjávarbyggðum
17. júní
Hátíðarhöld þjóðhátíðardags
23. júní
Götuveislan á Flateyri, bæjarhátíð
29. júní-1. júlí
Dýrafjarðardagar, bæjarhátíð á Þingeyri
29. júní-1. júlí
Hamingjudagar á Hólmavík, bæjarhátíð
1. júlí
Furðuleikar á Hólmavík
3.-5. ágúst
Evrópukeppnin í Mýrarbolta
6.-8. júlí
Markaðshelgin í Bolungarvík, bæjarhátíð
3.-6. ágúst
Gönguhátíðin í Súðavík
14. júlí
Marhnútaveiðikeppni á Suðureyri
9.-11. ágúst
Einleikjahátíðin Act alone, Suðureyri
12.-15. júlí
Hlaupahátíð á Vestfjörðum
17.-19. ágúst
Berjadagar í Súðavík, bæjarhátíð
13.-15. júlí
Náttúrubarnadagar, Sauðfjársetrinu við Hólmavík
19. ágúst
Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, Sauðfjársetrinu við Hólmavík
21. júlí
Ögurball, Norðurfirði
13.-16. sept.
Grínmyndahátíð Flateyrar
27.-29. júlí
Reykhóladagar, bæjarhátíð á Reykhólum
Sauðfjársetrið er í félagsheimilinu Sævangi við Hólmavík.
Nánar á westfjords.is Heimild: Markaðsstofa Vestfjarða. Mynd: Markaðsstofa Vestfjarða / Ágúst Atlason.
Íslandsmótið í hrútadómum er jafnan fjölsóttur viðburður í Sauðfjársetrinu. Mótið verður á sínum stað í ágústmánuði.
Þeim sið að senda börn í sveit verður sérstaklega gerð skil á sýningu í Sauðfjársetrinu í sumar.
Sauðfjársetrið við Hólmavík Ný fræðslusýning um siðinn að senda börn í sveit Íslenska sauðkindin er þungamiðjan í Sauðfjársetrinu sem starfrækt hefur verið í félagsheimilinu Sævangi, skammt sunnan Hólmavíkur, frá því setrið var stofnað árið 2002. Mikill fjöldi ferðamanna hefur þar viðkomu yfir sumarmánuðina en opið er alla daga frá 1. júní til 31. ágúst milli kl. 10 og 18. Bæði eru í Sauðfjársetrinu föst sýning og breytilegar sýningar milli ára og þar eru einnig reglubundnir viðburðir, sá þekktasti vafalítið Íslandsmótið í hrútadómum sem alltaf er haldið í ágústmánuði. Minjagripir eru einnig til sölu í Sauðfjársetrinu og veitingar seldar í kaffistofu setursins sem að sjálfsögðu ber nafnið Kaffi Kind!
Álagablettir á Ströndum og sauðfé í sögu þjóðarinnar „Til okkar hafa verið að koma um 5.000 manns yfir þessa þrjá sumarmánuði, bæði innlendir og erlendir ferðamenn,“ segir Ester Sigfús-
dóttir sem veitir Sauðfjársetrinu forstöðu. Föst sýning hefur frá upphafi verið í safninu sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar og er umfjöllunarefni hennar sauðfjárbúskapur frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum. Gestir fræðast ekki aðeins um sjálfa sauðkindina og það sem sauðfjárbúskap tilheyrir heldur ekki síður um búskaparhætti, jarðvinnslu, túnrækt, fjárhús og ýmislegt fleira. Þó fjallað sé almennt um tengsl sauðkindarinnar við sögu og menningu þjóðarinnar er kastljósið í sýningum Sauðfjársetursins að stærstum hluta á Strandir. „Auk aðalsýningarinnar höfum við verið með 2-3 hliðarsýningar og í sumar verða þær tvær. Annars vegar sýning um álagabletti á Ströndum en sú sýning hefur verið uppi nokkur síðustu ár og vakið mikinn áhuga, ekki síst hjá erlendum gestum okkar. Hin sýn-
ingin fjallar um siðinn að senda börn í sveit og hún byggist á nýrri rannsókn fræðimanna sem tóku þetta efni fyrir og tóku viðtöl við Strandamenn sem voru sendir í sveit sem börn og einnig var rætt við fólk sem tekið hefur börn í sveit. Þessi viðtöl getur fólk hlustað á í lestri félaga í Leikfélagi Hólmavíkur og þau draga upp mjög skemmtilega og áhugaverða mynd af þessum sið sem fylgt hefur sveitunum og þéttbýlinu í gegnum tíðina,“ segir Ester.
Sauðkindin vekur forvitni erlendra ferðamanna „Vinsælasti gripurinn hjá okkur er hrútaband sem er geymt í opnanlegum kassa svo fólk getur lyktað af því, en það er svo merkilegt að lyktin virðist alltaf vera jafn sterk þó bandið eldist,“ segir Ester. „Stundum koma gestir sem vita af okkur og eru að sækjast eftir þessum fróðleik og erlendu ferða-
Náttúrubarnaskólinn hefur reynst mörgum börnum hin mesta fróðleiksnáma.
mönnunum þykja íslensku kindurnar mjög forvitnilegar. Gjarnan kemur þá spurningin hvers vegna þeir sjái þær oftast tvær eða þrjár saman – af hverju ekki í stærri hópum. Það er eðlilegt að þetta
veki furðu þeirra. Svo vekja sauðfjárlitirnir líka áhuga fólks og margt fleira,“ segir Ester. Einn af föstum liðum í sumarstarfi Sauðfjársetursins er svokallaður Náttúrubarnaskóli sem er í boði alla fimmtudaga meðan opið er. „Þá eru börnin hjá okkur frá kl. 13 til 17 og eru mest úti í náttúrunni að læra um fuglana, fjöruna, jurtir og það sem fyrir augu ber. Þetta hefur verið mjög vinsælt og dagana 13.-15 júlí verðum við með sérstaka náttúrubarnahátíð þar sem öll fjölskyldan getur sameinast í fræðslu og skemmtun sem tengist náttúrunni. Við héldum slíka hátíð í fyrsta skipti í fyrra og ætlum að endurtaka leikinn í sumar,“ segir Ester. strandir.is/saudfjarsetur facebook.com/Saudfjarsetur
VESTFIRÐIR
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 17
Verið velkomin á Hótel West! Á Patreksfirði er að finna lítið fjölskylduhótel sem býður upp á fyrsta flokks þjónustu og aðbúnað. Í nýuppgerðu húsi við Aðalstræti í hjarta bæjarins bjóðast ferðafólki nýinnréttuð herbergi, ferskur og heilsusamlegur morgunverður og vinalegt viðmót starfsfólksins. Hótel West var sett á laggrnar árið 2014 með það að markmiði að bjóða upp á afslappandi andrúmsloft fyrir gesti sína þannig að þeim liði sem allra best eftir að hafa notið náttúrunnar allt um kring eða undirbúið sig fyrir næstu upplifun í frábærri náttúru Vestfjarða.
Ótrúleg náttúrufegurð Á Vestfjörðum er auðvelt að njóta einstakrar náttúrufegurðar án mikils átroðnings ferðamanna. Á Patreksfirði eru íbúar um 700 talsins og þar er fjölbreytt þjónusta við ferðafólk, m.a. góð sundlaug og fjöldi veitingastaða. Náttúrfegurð Vestfjarða er einstök og í nágrenni Patreksfjarðar má m.a. finna Látrabjarg, stærsta fuglabjarg Evrópu, skammt undan er einn fegursti foss Íslands Dynjandi og ekki má gleyma Hellulaug sem er einstök upplifun.
Hótel West er í uppgerðu húsi með gamalli sál á besta stað á Patreksfirði.
Frá hótelinu er fallegt að horfa yfir fjörðinn.
Nýuppgerð herbergi Herbergin á Hótel West eru vel útbúin og úr þeim má njóta frábærs útsýnis yfir fjörðinn eða upp til fjalla. Mjög góð aðstaða er í morgunverðarsal með einstöku útsýni yfir Patreksfjörð. Gestir á Hótel
West hafa aðgengi að þráðlausu neti, bæði í almenningsrýmum sem og á herbergjum, sér að kostnaðarlausu. hotelwest.is
Allt fyrir hjólreiðarnar! Hvert sem leið þín liggur Heelen er stór íslensk vörulína sem býður uppá einfaldar lausnir við algengum fótavandamálum. Heelen vörurnar má allar þvo og nota aftur og aftur, þær taka ekki óþarfa pláss í skófatnaði, eru afar einfaldar í notkun og koma með góðum íslenskum leiðbeiningum. Ekki þjást að óþörfu, taktu Heelen með í ferðalagið og njóttu dagsins.
Í samvinnu við Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga
Fæst í apótekum og Flexor stoðtækjaverslun.
Margnota hlífðarhúð Með sjálflímandi yfirborði. Hægt að sníða eftir þörfum, þvo og nota aftur og aftur.
Klædd tábergshlíf Mjúkur gelpúði hlífir táberginu gegn álagi og núningi.
Gelhettur fyrir tær Þunnar til hliðanna en þykkari fremst til að taka við álagi.
Gelhlíf fyrir hæl
Frábær margnota vörn gegn hælsæri. Mjúkur gelpúði hlífir hæl og hásin.
Liðhlíf fyrir litlutá Liggur þétt við fótinn og hlífir gegn núningi frá skófatnaði.
18 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
VESTFIRÐIR
Gisti- og veitingahúsið Einarshús í Bolungarvík
Vertinn spilar og syngur fyrir gestina á kvöldin! Einarshús er sögufrægt hús í Bolungarvík þar sem í dag er rekið gistiheimili í sveitastíl. Húsið var byggð árið 1902 og heitir eftir þekktasta útgerðarmanni Bolvíkinga á síðustu öld, Einari Guðfinnssyni, sem bjó í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Árið 2016 tóku tvenn hjón við rekstrinum, þau Benedikt Sigurðsson, Fjóla Bjarnadóttir, Anna Björg Petersen og Magnús Pálmi Örnólfsson en þau eiga einnig Litla Gistihúsið á Ísafirði. Benedikt sér um reksturinn frá degi til dags og segir bókanir fyrir sumarið mjög góðar. Hann segir eftirtektarvert að svo virðist sem meiri eftirspurn sé nú frá inn-
lendum ferðamönnum en verið hafi á undanförnum árum.
Vegan réttirnir slógu í gegn „Hér í Einarshúsi erum við með gistingu og veitingastarfsemi, gerum í matreiðslunni mikið út á fisk og byrjuðum nú í vor að bjóða fastan vegan-matseðil. Við erum með 4-5 veganrétti en við byrjuðum fyrir nokkrum árum að gera tilraun með svona rétti og það mæltist svo vel fyrir að við ákváðum að stíga skrefið til fulls í vor og bjóða fastan vegan-matseðil,“ segir Benedikt og viðurkennir að ferðamennskan á sumrin beri rekstur Einarshúss uppi á ársgrundvelli.
Einarshús í Bolungarvík var byggt árið 1902 og hefur verið fallega endurgert.
Merkir munir og mikil saga á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti í Örlygshöfn
Lífsbjörgin sótt í Látrabjarg í gegnum aldirnar Um 60 þúsund manns leggja leið sína á ári hverju út á Látrabjarg og fara þá framhjá Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti í Örlygshöfn. Það er einstaklega fróðlegt safn um sögu, atvinnuhætti og lífsbaráttu fólks á sunnanverðum Vestfjörðum. Safnið var stofnað árið 1983 þegar ábúendurnir á Hnjóti, þau Egill Ólafsson og Ragnheiður Magnúsdóttir, eiginkona hans, gáfu Vestur-Barðastrandasýslu mikið safn muna sem Egill hafði safnað frá unga aldri.
Matarkistan Látrabjarg „Megnið af þeim gripum sem hér eru á safninu tengjast lifnaðarháttum fólks á sunnanverðum Vestfjörðum, hvort heldur er sjósóknin, landbúnaður eða líf fólks í þéttbýlisstöðunum við sjávarsíðuna. Eitt af viðfangsefnum safnsins er Látrabjarg og hvaða áhrif það hefur haft á líf fólks. Bjargið var matarkista í gegnum aldirnar og þangað sótti fólk bæði egg og fugl,“ segir Óskar Leifur Arnarsson, safnstjóri á Hnjóti. Látrabjarg hefur líka sínar skuggahliðar í sögunni og meðal sérsýninga á safninu á Hnjóti er fróðleikur um björgunarafrekið í desember árið 1947 þegar breski togarinn Dhoon strandaði í aftakaveðri við Látrabjarg. Félagar í björgunarsveitinni Bræðrabandið í Rauðasandshreppi unnu þá það frækilega afrek að bjarga 12 skipbrotsmönnum við ógnvekjandi aðstæður og hlutu mikinn heiður fyrir bæði hérlendis og erlendis. Björgunarafrek fest á filmu Kvikmyndagerðarmaðurinn Óskar Gíslason gerði heimildarkvikmynd um þennan atburð sem frumsýnd var í apríl árið 1949 en þessa
sem fer hér framhjá er að skoða náttúruna hér á svæðinu og sér í lagi Látrabjarg og þess vegna er alveg tilvalið að koma við á safninu og kynnast því hvernig bjargið hefur í gegnum tíðina spilað stórt hlutverk í lífi fólks. Margir okkar gesta koma líka gagngert til að fræðast meira um björgunarafrekið en sömuleiðis er hér að finna aðra merkilega muni, t.d. gripi úr eigu Gísla á Uppsölum, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Óskar en á safninu er meðal annars hattkúfurinn sem varð nokkurs konar einkennistákn þess merka manns.
Óskar Leifur Arnarsson, safnstjóri á Hnjóti og sambýliskona hans, Inga Hlín Valdimarsdóttir, starfa saman á Myndir: Haukur Sigurðsson. safninu og munu taka á móti þúsundum gesta í sumar, líkt og undanfarin ár.
Kvikmynd Óskars Gíslasonar um björgunarafrekið við Látrabjarg árið 1947 er sýnd í safninu og vekur mikinn áhuga hjá gestum.
mynd má einmitt sjá á safninu á Hnjóti. Það merkilega gerðist að þegar unnið var að kvikmyndatökunni í Kollsvík í Rauðasands-
Safnið á Hnjóti endurspeglar vel líf og störf fóks á sunnanverðum Vestfjörðum og ekki síst sambýlið við sjóinn.
hreppi árið 1948, strandaði breski togarinn Sargon við Hafnarmúla við Patreksfjörð og sú björgun var fest á filmu. Atburðurinn var síðan
felldur inn í heimildarmyndina um Dhoon en af Sargon tókst að bjarga sex mönnum á lífi. „Þessi mikli fjöldi ferðafólks
Ný sýning um Tálknaféð Óskar segir að jafnan sé reynt að hafa nýjar sérsýningar í safninu á hverju sumri og nú í sumar verður sett upp sýning um Tálknaféð en það er fjárstofn sem gekk í fjallinu Tálkna. Það vakti talsverða athygli þegar fénu var náð úr fjallinu fyrir nokkrum árum og því lógað en segja má að þarna hafi verið orðinn til vísir að stofni á villtu íslensku sauðfé. Um þetta má nánar fræðast á sýningunni sem þau Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson gerðu. Safn Egils Ólafssonar á Hnjóti er opið daglega frá 1. maí og til loka septembermánaðar og að jafnaði segir Óskar að um 3500 gestir sæki sýningar safnsins á hverju sumri. Vísir að upplýsingamiðstöð er á safninu og einnig er þar kaffitería og því tilvalið að fá sér kaffibolla eftir heimsókn á Látrabjarg eða á leið þangað. hnjotur.is
VESTFIRÐIR
Hópur gesta við Einarshús.
Benedikt Sigurðsson, vert í Einarshúsi, tekur lagið fyrir viðskiptavini sína.
Spilar og syngur fyrir gestina á kvöldin Benedikt er tónlistarmaður og segist gjarnan taka fram gítarinn á kvöldin og syngja erlend og íslensk lög fyrir gestina. Þetta fellur vel í kramið. „Það bregst varla að þeir taka þá annan umgang á barnum þannig að þetta virkar vel,“ segir Bendikt hlæjandi en tónlistin er á fleiri sviðum nátengd Einarshúsi. Tónlistarhátíðin Þorskurinn hefur síðustu 12 árin verið fastur hluti af hátíðarhöldum sjómannadagsins í Bolungarvík og hátíðin er við Einarshús.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 19
„Ég kom að þessari hátíð löngu áður en ég tók við Einarshúsi og Þorskurinn er opinn öllum sem vilja koma og troða upp. Hátíðin verður núna þann 1. júní og nafnið er tilkomið af því að það eina sem þeir fá að launum sem spila er askja af þorski frá fiskvinnslu Jakobs Valgeirs, sem er okkar bakhjarl. Þetta er fjölbreytt tónlist og öllum opið að koma og spila eða hlusta og horfa á.“
Góð aðsókn sé á sumrin en mun rólegra á veturna þó vissulega séu ferðamenn fleiri yfir vetrarmánuðina en áður var. „Það er ágætt að gera hjá okkur út október en fyrir fáum árum sáum við varla ferðamenn eftir ágústmánuð. Þetta hefur því breyst mjög mikið til batnaðar á þessum jaðartímum á vorin og haustin,“ segir Benedikt.
Fleiri innlendir gestir en síðustu ár Nokkuð var um erlenda ferðamenn sem komu í vetur og gistu í Einarshúsi og voru á höttunum eftir að sjá norðurljósin. „Þessa gesti fáum við fyrst og fremst í gegnum bókunarsíðuna booking. com og í gegnum hana kemur stærstur hluti okkar erlendu gesta árið um kring. Mest koma til okkar Bandaríkjamenn, Frakkar og Ítalar en Asíubúar eru mun lægra hlutfall en fyrir sunnan. Við erum með átta herbergi og samtals 19 rúm hér í Einarshúsi og þar af leiðandi þurfum við að leita til fleiri aðila hér á staðnum um gistingu ef við fáum til okkar stærri hópa. Nýtingin yfir sumartímann er mjög mikil hjá okkur og þá stendur maður bara allan sólarhringinn þegar á þarf að halda í mesta annríkinu. Bókanir í sumar eru mjög miklar og hærra hlutfall innlendra ferðamanna en ég hef séð síðustu tvö ár. Ég kann í sjálfu sér ekki skýringu á því. En ég veit af samtölum við erlendu gestina mína að þeir sækjast eftir því að komast út úr höfuðborginni og í rólegheitin hjá okkur. Kyrrðin, norðurljósin og náttúrufegurðin eru okkar söluvara,“ segir Benedikt.
Verið velkomin á Hotel West Frábær staðsetning og vinaleg þjónusta. Þægileg, nýuppgerð herbergi í sögufrægu húsi. Stórkostlegar náttúruperlur á svæðinu.
Við Einarshús er góð aðstaða utandyra og þar er tónlistarhátíðin Þorskurinn haldin um sjómannadagshelgina.
Hotel WEST
Aðalstræti 62 – 450 Patreksfjörður Sími 456 5020 & 892 3414 www.hotelwest.is – stay@hotelwest.is – GPS: 65°41.15N 23°35.85W
20 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
VESTFIRÐIR
Hótel Laugarhóll
Notalegt sveitahótel í Bjarnarfirði Ómissandi áningarstaður á Ströndum er Hótel Laugarhóll sem er fjölskyldurekið sveitahótel í Bjarnarfirði, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Hótelið, sem er reyklaust, býður upp á frábæra gistiaðstöðu í eins og tveggja manna herbergjum en einnig er tekið á móti hópum, allt að 40 manns, í uppbúin rúm. Hótel Laugarhóll er opið frá 1. maí til 30. september en utan þess tíma hentar staðurinn einstaklega vel til funda- og ráðstefnuhalds.
Matur úr héraði Hótel Laugarhóll státar af frábæru eldhúsi þar sem á boðstólum er bragðgóður matur úr héraði í bland við framandi rétti. Morgunverður er framreiddur frá kl. 08:00 til kl. 10:00 og frá hádegi eru léttir réttir í boði fram til kl. 17:00, t.d. heimalagaðar súpur, salöt, samlokur, sætabrauð, kaffi og te. Kvöldverður er reiddur fram frá kl. 19:00 til 21:00, ferskt og fjölbreytt hlaðborð. Sérstök áhersla er á nýtt sjávarfang og heimagerðan hollan mat, nýbökuð brauð, næringarríkar súpur, græn salöt og kryddjurtir úr garðinum að ógleymdum girnilegum eftirréttum. Maturinn er borinn fram í björtum og notalegum borðsal með útsýni yfir fjörðinn. Vínveitingar eru á staðnum. Heit laug og galdrar Jarðhita er að finna í Bjarnarfirði og á Laugarhóli er merk sundlaug sem byggð var af harðfylgi heima-
Á Laugarhóli er frábær sundlaug og fyrsta flokks gistiaðstaða.
manna á fimmta áratug síðustu aldar. Skammt ofan við sundskýlin er heldur eldra mannvirki, Gvendarlaug hin forna, sem er náttúruleg heit uppspretta og blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Laugin var endurhlaðin á níunda áratug síðustu aldar og er nú friðlýst og í umsjá Minjastofnunar. Sagt er að vatnið í henni hafi lækningarmátt og sé sérlega heppilegt gegn augnsjúkdómum. Dulúðleg sagan er við hvert fótmál á Ströndum og þær löngum kenndar við galdra en á Svanshóli bjó Svanur galdramaður sem getið er í upphafskafla Njálu. Kotbýli kuklarans er hluti Galdrasafnsins á Hólmavík og stendur við
Það er notalegt að busla í barnapottinum á Laugarhóli.
Hollur matur úr héraði í bland við framandi rétti er borinn fram á Hótel Laugarhóli.
hlið Gvendarlaugar en safnið sýnir vel þær aðstæður sem almúgafólk á Ströndum bjó við á tímum galdrafársins.
laugarholl.is
POWER BALLS - HOLL, NÁTTÚRULEG OG GÓÐ ORKA Í FERÐALAGIÐ!
Fæst í Heilsuhúsinu, Hagkaup, Nettó, verslunum Lyfju og í Apotekaranum
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 21
22 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Meðal viðburða á Norðurlandi 26. maí
Mývatnsmaraþon
6.-8. júlí
Fjölskylduhátíðin í Hrísey
9.-12. ágúst
Handverkshátíðin, Eyjafjarðarsveit
30. maí-2. júní
Vaka þjóðlistahátíð, Akureyri
12.-15. júlí
Landsmót UMFÍ 50+, Sauðarkróki
11. ágúst
Jökulsárhlaupið
2. júní
Bjórhátíðin í Bjórsetri Íslands á Hólum í Hjaltadal
13.-15. júlí
Landsmót UMFÍ, Sauðarkróki
19. ágúst
Hólahátíð
2.-3. júní
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í sjávarbyggðum
13.-15. júlí
Mótorhjóladagar, Akureyri
18. ágúst
Sléttuganga á Melrakkasléttu
20.-22. júlí
Húnavaka, Blönduósi
18. ágúst
Sveitasæla, Skagafirði
2.-4. júní
Grímseyjardagar
20.-22. júlí
Miðaldadagar á Gásum
15.-19. ágúst
Berjadagar, tónlistarhátíð í Ólafsfirði
8.-10. júní
Prjónagleði á Blönduósi
23.-28. júlí
Gönguvika Ferðafélags Akureyrar
24. -25. ágúst
Akureyrarvaka
14.-17. júní
Bíladagar á Akureyri
25.-29. júlí
Fjölskylduhátíðin Eldur í Húnaþingi
1. september
Grímseyjarhlaup
21.-24. júní
Sumsarsólstöðuhátíðin í Grímsey
27.-29. júlí
28.-29. sept.
Laufskálaréttir, Hjaltadal
20.-23. júní
Arctic Open miðnæturgolfmót, Akureyri
Fjögurra ganga reiðhjólakeppni frá Siglufirði til Akureyrar
28. júlí
Mærudagar á Húsavík
22. júní
Flugdagurinn á Akureyri
28. júlí
Trilludagar á Siglufirði
7. júlí
Þorvaldsdalshlaupið
3.-6. ágúst
Sumarleikarnir, Akureyri
4.-8. júlí
Strandmenningarhátíð á Siglufirði
3.-6. ágúst
Síldarævintýrið á Siglufirði
4.-8. júlí
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði
9.-11. ágúst
Fiskidagurinn mikli, Dalvík
Nánar á northiceland.is, visitakureyri.is, visitmyvatn.is, skagafjordur.is og heimasíðum sveitarfélaga Heimild og myndir: Markaðsstofa Norðurlands
Jarðböðin við Mývatn
Slökun og upplifun „Hingað koma gestir árið um kring og aðsóknin hefur verið að aukast. Á síðasta ári voru gestir okkar um 220 þúsund gestir og hefur aðsóknin aldrei verið meiri en í fyrra,“ segir Heiða Halldórsdóttir, markaðsstjóri Jarðbaðanna við Mývatn.
Góðar veitingar eftir baðferðina Heiða segir að gestir Jarðbaðana við Mývatn gefi sér gjarnan góðan tíma í heimsókn sinni til að slaka á og njóta. „Það er endurnærandi fyrir sál og líkama að láta líða úr sér í baðlóninu og svo erum við með úrval veitinga í Kaffi Kviku þar sem meðal annars er í boði súpa og salatbar, aðrir léttir réttir og kaffiveitingar. Við höfum verið að stækka veitingaaðstöðuna hjá okkur og bæta þannig þjónustu við sístækkandi viðskiptavinahóp Jarðbaðanna,“ segir hún.
Náttúrleg gufa og upplifun Baðlónið sjálft er um 2100 fermetrar að stærð og affallslón um 900 fermetrar. Hitinn í baðlóninu er á bilinu 36-40 gráður að jafnaði. Auk lónsins og tilheyrandi baðaðstöðu er náttúrulegt gufubað við lónið. Erlendir ferðamenn eru uppistaða gesta Jarðbaðanna við Mývatn enda svæðið fjölsótt árið um kring. Heiða hvetur þá landsmenn sem hyggjast ferðast innanlands í sumar að leggja leið sína í Mývatnssveit og njóta þess að virða fyrir sér útsýnið yfir Mývatn úr baðlóninu. „Það er tilvalið að koma hingað með fjölskylduna og heimsókn í Jarðböðin er mikil upplifun,“ segir Heiða. jardbodin.is
Um 220 þúsund gestir nutu Jarðbaðanna við Mývatn í fyrra.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 23
I R Y E R AKU NOKKRIR STÓRIR VIÐBURÐIR Í SUMAR: ÞJÓÐLISTAHÁTÍÐIN VAKA JÓNSMESSUHÁTÍÐ LISTASUMAR POLLAMÓT ÞÓRS OG N1 MÓTIÐ THE COLOR RUN HRÍSEYJARHÁTÍÐIN EIN MEÐ ÖLLU UM VERSLÓ AKUREYRARVAKA
OG Í NÁGRENNINU: MIÐALDADAGAR Á GÁSUM HANDVERKSHÁTÍÐ Í HRAFNAGILI FISKIDAGURINN MIKLI Á DALVÍK
ÞÚ FINNUR ÞAÐ Á VISITAKUREYRI.IS
www.visitakureyri.is Upplýsingamiðstöð í HOFI | 600 Akureyri | Sími: 450 1050 | info@visitakureyri.is
24 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
NORÐURLAND
Húsavík
GeoSea sjóböðin opnuð í lok júní „Útsýnið héðan af höfðanum yfir Skjálfandaflóa, Kinnarfjöllin, Lundey og Flatey er engu líkt. Gestir okkar koma til með að upplifa útsýnið og náttúruna á einstakan hátt hjá okkur,“ segir Sigurjón Steinsson, framkvæmdastjóri GeoSea sjóbaðanna við Húsavík sem ráðgert er að opna í lok júnímánaðar. Jarðhiti á Húsavíkurhöfða hefur öldum saman verið nýttur til baða og þvotta en það var um miðja síðustu öld sem borað var eftir heitu vatni í höfðanum og kom þá upp heitur sjó sem ekki var hægt að nýta til hefðbundinnar húshitunar. Hugvitssamir Húsvíkingar komu hins vegar upp litlu keri á höfðanum og nýttu sér vatnið til heilsubótarbaða en steinefnaríkt vatnið er mjög gott fyrir húðina. Hugmyndum um stórtækari böð var síðan hrint í framkvæmd á síðasta ári með stofnun GeoSea sjóbaðanna en að verkefninu standa Norðursigling, Baðfélag Mývatnssveitar, Dimmuborgir ehf., Fjárfestingarsjóðurinn Tækifæri og Orkuveita Húsavíkur. Heildarfjárfesting í verkefninu nemur um hálfum milljarði króna.
Heit böð með sjávarseltu GeoSea sjóböðin eru við hlið vitans á Húsavíkurhöfða og hefur í vetur risið 600 fermetra þjónustuhús og við það kerlaugar. Vatnið í böðin kemur úr áðurnefndri bor-
Í laugunum er heitt og heilsusamlegt vatn sem er 1/3 af seltu sjávar.
Í veitingasalnum. Frá GeoSea sjóböðunum er víðsýnt út á Skjálfandaflóa og verður vafalítið mikil upplifun að fylgjast með miðnætursólinni og njóta baða og veitinga um leið.
holu í höfðanum og annarri sem er við Húsavíkurhöfn. „Við miðum að geta verið með um 160 manns í einu þannig að þetta er mjög góð aðstaða. Vatnið í böðunum er um 1/3 af seltu sjávar og rannsóknir hafa sýnt fram á að vatnið er mjög hollt fyrir húðina. Að hluta til erum við því að byggja hér upp heilsutengda ferðaþjón-
ári og því til viðbótar er mikill straumur annarra ferðamanna á svæðinu. Markmið okkar er að geta boðið þessum hópi nýja og áhugaverða afþreyingu í hæsta gæðaflokki og fá fólk til að hafa lengri viðdvöl á svæðinu. Við stefnum að því að yfir sumartímann verði opið frá morgni til kvölds en eitthvað styttri opnunar-
ustu en auka um leið framboð á áhugaverðri afþreyingu hér á svæðinu,“ segir Sigurjón en veitingaaðstaða verður í þjónustuhúsinu við böðin og veitingar einnig afgreiddar í sérstaka veitingalaug úti fyrir.
Opið árið um kring „Frá Húsavík fóru um 130 þúsund manns í hvalaskoðun á síðasta
tími verður yfir vetrarmánuðina en við sjáum fyrir okkur að þetta verði staður sem verði vinsæll af hópum, ekki síst yfir veturinn,“ segir Sigurjón. geosea.is
Enn fjölbreyttari Handverkshátíð Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit er ein af fjölsóttustu sumarhátíðum landsins og verður hún nú haldin í 26. sinn dagana 9.-12. ágúst. „Við leggjum okkur alltaf fram
Handverkshátíðin
Eyjafjarðarsveit um að þróa viðburðinn í takti við tíðarandann og þarfir sýnenda og gesta hverju sinni,“ segir Dóróthea Jónsdóttir sem sæti á í sýningingarstjórn Handverkshátíðarinnar en að baki sýningunni stendur sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit. Dóróthea segir marmiðið að sýningin endurspegli sem fjölbreyttast handverk og þá strauma sem eru uppi á hverjum tíma í íslensku handverki. „Ég er ekki í vafa um að hátíðin er og hefur verið stökkpallur fyrir handverksfólk í þann aldarfjórðung sem hún hefur verið haldin og það er alltaf mjög gleðilegt fyrir okkur sem að henni stöndum að sjá hversu víða af landinu handverksfólk kemur til að sýna og selja sitt handverk. Handverkshátíðin er í sjálfu sér mikið og gott framlag til atvinnunýsköpunar víða um land og viðburður sem vekur mikinn áhuga hjá fólki almennt. Það sýna aðsóknartölur best,“ segir Dóróthea.
Einn fleiri möguleikar fyrir sýnendur Í aðalsýningarsal Handverkskshátíðarinnar á komandi sumri verður gerð breyting á fyrirkomulagi sýningarkerfisins sem bæði eykur rými fyrir gesti og býður fleiri möguleika í framsetningu fyrir sýnendur. „Vegna fjölda gesta sem heimsækja sýninguna þá hafa þeir sem framleiða fáa muni ekki séð hag í
Mikill fólksfjöldi sækir jafnan þennan viðburð sem hefur verið fastur liður í sumarhátíðum landsmanna í aldarfjórðung.
Fjölbreytt handverk og þjóðleg stemning er á Handverkshátíð.
því að koma en núna er kominn vettvangur fyrir þá til þátttöku. Á sýningunni í ár ætlum við bjóða upp á sýningarsvæði fyrir þá sem vilja jafnvel koma með örfáa muni, sýna og taka við pöntunum. Þar með er líka hægt að koma með ferska strauma og kanna áhuga kaupenda. Við höfum í röðum sýnenda þaulvana aðila sem hafa mikið vöruúrval og mikinn lager fyrir sína sölu en viljum líka ná til þeirra sem vilja sýna sitt handverk og taka niður pantanir. Líkt og á öðrum sviðum hefur margt hand-
verksfólk tekið vefverslanir í sína þjónustu og þá er Handverkshátíðin tilvalin kynningarvettvangur,“ segir Dóróthea og bendir einnig á þann mikilvæga þátt sýningarinnar sem felst í tengslamyndun innan sýnendahópsins. Sem fyrr segir hefst sýningin fimmtudaginn 9. ágúst og lýkur síðdegis sunnudaginn 12. ágúst. Fastir liðir á borð við kvöldvöku og matarmarkað verða á sínum stað í dagskránni í ár. handverkshatid.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 25
NJÓTTU SUMARÆVINTÝRIS Á SIGLÓ Notalegt hótel og fallegt umhverfi í faðmi smábáta og tignalegra fjalla Fjölbreytt úrval veitingastaða með mat og drykk sem hæfir öllum Líf og fjör við höfnina, fyrir börn og fullorðna www.siglohotel.is Snorragötu 3b • 580 Siglufirði • Sími 461-7730
26 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
NORÐURLAND
Fjallabyggð
Söfnin, síldin og hátíðirnar Ferðamannastraumur til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar hefur aukist umtalsvert eftir að Héðinsfjarðargöng voru opnuð en með tilkomu þeirra er nú aðeins um 15 mínútna akstur á milli þessara byggðarkjarna sem mynda sveitarfélagið Fjallabyggð. Með tilkomu Héðinsfjarðarganga er Tröllaskagi orðinn ákjósanlegur áfangastaður fyrir ferðamenn enda hefur hann upp á margt að bjóða; stórbrotna náttúru, fjölbreyttar gönguleiðir, fjölskrúðugt fuglalíf og mikla afþreyingarmöguleika.
Söfnin og síldin Í Fjallasölum, Náttúrugripasafni Ólafsfjarðar, er að finna mikið safn fugla sem tilheyra flestum þeim fuglategundum sem er að finna á Íslandi. Að auki eru nokkur önnur uppstoppuð dýr eins og geithafur, hvítabjörn, refir og krabbar. Þá eru þar til sýnis egg, plöntur og fleiri uppstoppaðar dýrategundir eins og ísbjörn. Það ríkti mikil stemning á Siglufirði snemma á síðustu öld þegar síldarbátar fylltu höfnina og verkafólk gerði að síldinni í landi. Bærinn iðaði af lífi. Þótt síldin sé fyrir löngu horfin ber staðurinn skýr merki hinna stórbrotnu atburða síldaráranna. Í dag er hægt að kynnast síldveiðum, vinnslu síldarinnar og lífi fólksins í þremur húsum á Síldarminjasafninu á Siglufirði sem er stærsta sjóminjaog iðnaðarsafn landsins. Safnið hlaut Íslensku safnaverðlaunin árið 2000 og Evrópuverðlaun safna, Michletti-verðlaunin, árið 2004. Á Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði má sjá og heyra fjölbreytt þjóðlög auk þess sem gestir geta skoðað gömul hljóðfæri. Þjóðlagahátíð er haldin á Siglufirði í fyrstu vikunni í júlí á hverju ári. Á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði er hægt að kynna sér íslenskan kveðskap og m.a. skoða merkar ljóðabækur. Hátíðir Fjöldi viðburða eru yfir sumartímann í Fjallabyggð og sá fyrsti er sjómannadagshátíðin fyrstu helgina í júní. Hátíðin er ávallt haldin í Ólafsfirði þar sem löng hefð er
Fjölskylduhátíðin Trilludagar verður haldin á Siglufirði síðustu helgina í júlí.
Á fallegum sumardegi á Ólafsfirði.
Síldarminjasafnið á Siglufirði er stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins.
fyrir að halda upp á daginn með skemmtilegri fjölskylduhátíð. Fyrstu helgina í júlí verður að vanda blásið til hinnar árlegu Þjóðlagahátíðar á Siglufirði. Siglufjöður mun svo iða af lífi þegar fjölskylduhátíðin Trilludagar verður haldin síðustu helgina í júlí en Trilludagar eru glæný fjölskylduhátíð af bestu gerð, þar sem boðið
er uppá sjóstangveiði, skemmtisiglingar, menningu, listir og meira að segja súkkulaðihlaup þar sem í boði verður 10 km tímatökuhlaup svo eitthvað sé nefnt Um verslunarmannahelgi er jafnan líf og fjör á Siglufirði. Berjadagar í Ólafsfirði eru haldnir síðla í ágúst ár hvert en þar er á ferðinni klassísk tónlistarhátíð. Síðasti
skipulagði viðburður sumarsins er svo Ljóðahátíð á Siglufirði í september og segir Linda að þá muni landsþekkt ljóðskáld og aðrir listamenn sækja Siglufjörð heim.
Náttúran Fjallabyggð býr að stórbrotinni náttúrufegurð þar sem fegurð fjalla og fjarða er stórfengleg og möguleikar á sviði útivistar og tómstunda eru hreint óþrjótandi. Návígið við náttúruna er ávallt innan seilingar, hvort heldur haldið er í gönguferðir, farið í golf, sjósund, sjóbretti eða veitt í vötnum, ám eða sjó. Sem nyrsta byggð á
landinu er Fjallabyggð með betri stöðum til að njóta miðnætursólarinnar. Margar skemmtilegar gönguleiðir er að finna í Fjallabyggð sem eru margar hverjar merktar og stikaðar. Í Héðinsfirði hefur verið komið upp upplýsingaskiltum um sögu fjarðarins og eru ferðalangar hvattir til að nota tækifærið á ferð sinni og hafa þar viðdvöl, njóta náttúrunnar og fræðast um þennan eyðifjörð. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Fjallabyggð. fjallabyggd.is
Hátíðir í Fjallabyggð 2018 20. maí
100 ára kaupstaðarafmælishátíð Siglufjarðar
2.-3. júní
Sjómannadagshátíð í Ólafsfirði
17. júní
17. júní hátíðarhöld í Ólafsfirði
4.-8. júlí
Þjóðlagahátíð á Siglufirði
4.-8. júlí
Norræna Strandmenningarhátíðin á Siglufirði
28. júlí
Trilludagar á Siglufirði
11.-12. ágúst
Pæjumótið í Fjallabyggð
15.-19. ágúst Klassíska tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði Sept/okt
Ljóðahátíðin Haustglæður á Siglufirði
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 27
NORÐURLAND Tilvalin gönguleið í Dalvíkurbyggð
Fuglalíf og fegurð í friðlandi Friðland Svarfdæla er um 8 ferkílómetra votlendissvæði beggja Svarfaðardalsár, allt frá sjó og fram að Húsabakka í Svarfaðardal. Friðlandið varð til árið 1972 þegar bændur og jarðeigendur í Svarfaðardal stofnuðu það í samvinnu við Náttúruverndarráð Íslands en á þessu víðáttumikla landsvæði eru árbakkar, blautar mýrar með stararflórum, síki og fróðursælar seftjarnir – kjörlendi fyrir margar fuglategundir. Tilgangur með stofnun Friðlands Svarfdæla var einmitt að vernda þetta einstæða lífríki, stöðva frekari framræslu og er óheimilt að spilla gróðri, veiða fugla eða raska gangi náttúrunnar á svæðinu. Nýverið var gerð ný göngubrú á Svarfaðardalsá og í tengslum við hana enn aukið við gönguleiðir um friðlandið sem Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar, segir vera tilvalinn stað fyrir ferðafólk að heimsækja.
Friðland með mikla sérstöðu „Friðland Svarfdæla hefur mikla sérstöðu meðal náttúruskoðunarstaða á Íslandi. Það eru smám saman að aukast möguleikar fyrir ferðafólk að fara um svæðið á merktum gönguleiðum og njóta þeirrar fjölbreytni í náttúru og fuglalífi sem friðlandið býður upp á. Innan þessa svæðis eru til dæmis bæði Tjarnartjörn í Svarfaðardal og Hrísatjörn hér skammt sunnan Dalvíkur og á báðum stöðum hefur verið komið upp fuglaskoðunarhúsum. Við Hrísatjörn hefjast einnig innan skamms framkvæmdir við annað fuglaskoðunarhús og aðstöðu við það sem enn eykur möguleika ferðafólks á að njóta fuglalífsins og útsýnisins. Við fengum veglegan styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða nýverið og vonumst til að taka þessa aðstöðu í notkun sumarið 2019,“ segir Margrét. Gönguleiðir og hengibrú Líkt og áður segir var fyrir skömmu gerð göngubrú á Svarfaðardalsá við Hánefsstaðareit og er tilvalið fyrir ferðafólk sem hefur hug á göngu í friðlandinu að hefja gönguna á Húsabakka, ganga niður að Tjarnartjörn og hafa þar viðdvöl í fuglaskoðunarhúsinu, halda þaðan áfram eftir stígum að brúnni, ganga síðan um Hánefsstaðaskóg og síðan til baka sömu leið eða aðrar merktar gönguleiðir að Húsabakka. „Síðan er líka hægt að fara gangandi héðan frá Olísversluninni á Dalvík til suðurs, yfir Svarfaðardalsá og að Hrísatjörn. Þetta eru þægilegar gönguleiðir og mikið líf að sjá í náttúrunni,“ segir Margrét. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er í menningarhúsinu Bergi á Dalvík og er ferðafólki bent á að þar er hægt að fá upplýsingar um gistingu, gönguleiðir, veitinga-
staði og afþreyingu sem í boði er í sveitarfélaginu. Ný göngubrú við Hánefsstaðareit í Svarfaðardal er skemmtileg viðbót við möguleika til gönguferða í dalbotn-
dalvikurbyggd.is inum og um friðlandið. Skagafjörur_ævintyri_130x185mm_iPrent.pdf
1
22/03/17
13:53
28 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
NORÐURLAND
Slökun í bjórbaði! Vissir þú að það er hægt að fara í bjórbað á Íslandi? Björböðin SPA á Árskógssandi við Eyjafjörð eru eina heilsulind sinnar tegundar á Norðurlöndum en fyrirmyndin er sótt til Tékklands. Böðin voru opnuð sumarið 2017 og hafa notið mikilla vinsælda enda hægt að slaka á þessari einstöku heilsulind norður við heimskautsbaug, hvíldaraðstöðunnar, þjónustu, veitinga og náttúrunnar allt um kring. Einnig má sjá norðurljós að vetri og njóta miðnætursólar á sumrin. Fjölskyldan að baki Björböðunum SPA hefur frá árinu 2006 rekið bjórverksmiðju á Ársskógssandi og framleiðir bjórinn Kalda en verksmiðjan var fyrsta handverksbrugghúsið hér á landi og framleiðir nú fimm tegundir af bjórnum Kalda. Hin eiginlegu bjórböð eru tveggja manna viðarker, sérsmíðuð úr Kambalavið frá Ghana. Kerin eru í lokuðum klefum, eitt í hverjum klefa, og er baðvatnið af notalegum hita, blanda af hreinu vatni úr Sólarfjalli ofan Bjórbaðanna SPA, humlum úr Kalda bjórnum, ungum bjór og svonefndu „bruggarageri“. Gerið er próteinríkt og inniheldur nánast allan B-vítamín skalann sem gerir húðinni mjög gott. Humlarnir hafa einnig góð áhrif á sýrustig líkamans og eru ríkar af andoxunarefnum. Gestirnir eru í baðinu í 25 mínútur og geta á meðan bragðað á Kaldabjónum að vild en svo er þeim fylgt í slökunarherbergi þar sem þeir hvílast í aðrar 25 mínútur. Þar
Bjórböðin á Árskógssandi við Eyjafjörð.
Í útipottinum má njóta útsýnisins.
ná flestir að sofna og fá hina fullkomnu hvíld. Í Bjórböðunum SPA er einnig hægt að fara í gufubað og í heitan pott utan dyra og njóta einstaks útsýnis yfir hafið og fjöllin við Eyjafjörð. Í veitingasal Bjórbaðanna SPA er lögð áhersla á bjórtengdar veitingar og að sjálfsögðu er nýr og ferskur Kalda bjór alltaf í boði. Opið er í Bjórböðunum SPA alla daga kl. 10-22 yfir sumartímann en opnað er kl. 12 á hádegi fram til 1. júní. bjorbodin.is
Það er ljúft að slaka á í viðarkeri sem fyllt eru með blöndu af vatni, ungum bjór, geri og humlum.
Í veitingasalnum.
Hvíldarherbergið tekur við eftir að gestir hafa verið í „bjórbaði“.
Tilbúin til að taka á móti ferðamannastraumnum segir Róbert Daníel Jónsson, forstöðumaður íþróttamannvirkjanna á Blönduósi „Hjá okkur er allt í toppstandi og við þess albúin að taka á móti ferðamannastraumnum. Við búumst við verulegri aukningu gesta í kringum Smábæjarleikana sem haldnir verða á Blönduósi dagana 16. og 17. júní og svo aftur þegar Landsmót UMFÍ verður á Króknum 12.-15. júlí. Við ráðum vel við slíka toppa enda með frábæra aðstöðu fyrir fjölskyldufólk þar sem m.a. eru heitir pottar, vaðlaug og rennibrautir,“ segir Róbert Daníel Jónsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi. Sundlaugin er áföst íþróttahúsi
Samgönguminjasafnið Ystafelli Safnið verður opnað 25. maí og verður opið út september, alla daga frá 10 fyrir hádegi og til 8 á kvöldin.
Aðgangseyrir er 900 krónur og frítt fyrir yngri en 12 ára.
Samgönguminjasafnið Ystafelli Ystafelli 3 - 641 Húsavík Sími 464 3133 og 861 1213 sverririfelli@gmail.com - www.ystafell.is
Öll aðstaða er eins og best verður á kosið í sundlauginni á Blönduósi, m.a. afar skemmtileg rennibraut fyrir krakkana.
bæjarins þar sem er líkamsræktarsalur og búningsaðstaða. „Tugþúsundir sækja íþróttamannvirkin á hverju ári, bæði heimamenn, sem margir eru fastagestir okkar og svo skilar auðvitað sívaxandi ferðamannastraumur og aukin gistiaðstaða á svæðinu fjölmörgum gestum til okkar. Við leggjum áherslu á að hafa öll tæki og tól í lagi og að gestir okkar upplifi þægilegt og afslappað andrúmsloft til að njóta sem best þeirrar heilsubótar sem hér er að finna,“ segir Róbert Daníel.
Eins og áður segir er aðstaðan í sundlauginni á Blönduósi eins og best verður á kosið fyrir fjölskyldufólk. Róbert segir líkamsræktina einnig alltaf opna og hægt er að kaupa aðgang að henni og fylgir þá aðgangur að sundlauginni. Opið er í sundlauginni á Blönduósi frá 1. júní kl. 8-21 virka daga og 10-20 um helgar. imb.is
Ljósmyndir í lauginni Í sumar heldur Róbert Daníel sýningu í Íþróttamiðstöðinni á ljósmyndum sem teknar eru á Blönduósi og í nágrenni. Róbert er mikill útivistarmaður og er myndavélin nánast undantekningalaust með í för í göngu-, hjóla- og veiðiferðum um svæðið. Sumar myndanna eru teknar með hjálp flygildis eða dróna.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 29
J A R Ð B Ö Ð I N V I Ð M Ý VAT N
NJÓTTU AUGNABLIKSINS www.naturebaths.is #myvatnnaturebaths
30 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
NORÐURLAND
Orbis et Globus kúlan á heimskautsbaugnum er vinsæl hjá þeim sem sækja Grímsey heim.
Fuglalífið í Grímsey er engu líkt.
Hringur og kúla í Grímsey Í Grímsey er sem kunnugt er nyrsta byggð Íslands en þar þrífst fjölskrúðugt mannlíf og einstök náttúra sem sannarlega er þess virði að skoða. Daglega er hægt að komast til eyjarinnar bæði á sjó og í lofti yfir sumartímann. Heimskautsbaugurinn sker þvert í gegnum Grímsey frá vestri til austurs um norðurhluta eyjarinnar.
Orbis et Globus Eitt helsta tákn eyjarinnar nú er listaverkið Orbis et Globus en það er nýtt kennileiti fyrir heimsskautsbauginn. Verkið er eftir Kristinn E. Hrafnsson og Steve Christer hjá Studio Granda. Um er að ræða kúlu sem 3 metrar í þvermál og var verkið vígt á síðasta ári, 300 árum frá því að baugurinn kom fyrst inn á eyjuna. Hugmynd listamannanna er sú að kúlan færist úr stað í samræmi við hreyfingar heimsskautsbaugsins þar til hann yfirgefur eyjuna árið 2047 eða því sem næst. Göngutúr frá höfninni í Grímsey að listaverkinu er um 3,7 km og frá flugvellinum um 2,5 km. Kúlan verður í fyrsta sinn færð úr stað á Sumarsólstöðuhátíðinni 21.-24 júní nk. Einstök náttúra Í Grímsey er einstök náttúra og er þar margt áhugavert að sjá, m.a. margar fallegar stuðlabergsmyndanir, björgin heilla, sólarlagið er ómetanlegt og fuglalífið engu líkt. Grímsey er tiltölulega flöt, lægst vestan megin við höfnina en hæst
austan megin þar sem hún rís í um 105 metra yfir sjávarmáli. Á eyjunni er hægt að velja um nokkrar gönguleiðir. Leiðsögn um Grímsey
er í boði allt árið. Ferjan Sæfari siglir milli Dalvíkur og Grímseyjar fimm sinnum í viku yfir sumartímann. Þá býður Norlandair upp
á flug til eyjarinnar frá Akureyri fimm daga í viku á sumrin.
grimsey.is
Samgöngusafnið Ystafelli
Sjötugur Hælisbíll sýndur í sumar Áformað er að gestir Samgönguminjasafnsins Ystafelli í SuðurÞingeyjarsýslu geti í sumar séð einn af merkum bílum síðustu aldar endurbyggðan og glæsilegan en um er að ræða svokallaðan Hælisbíl sem notaður var í alla aðdrætti fyrir Kristneshæli í Eyjafirði á árunum 1948-1964. Raunar var bíllinn líka notaður í skemmtiferðir með sjúklinga hælisins og önnur tilfallandi verkefni. Bíllinn var að grunni til Ford vörubíll, árgerð 1947 en bifreiðayfirbyggingaverkstæði Gríms Valdimarssonar á Akureyri byggði yfir bílinn. Húsið var þrefalt og þar fyrir aftan pallur. Bíllinn tók 10 farþega auk bílstjóra.
Verið er að leggja lokahönd á innréttingar Hælisbílsins.
Margt og mikið hefur verið endursmíðað.
Fór á götuna í maí 1948 „Eftir að bíllinn hafði lokið sínu hlutverki fyrir Kristneshæli var hann um skamma hríð í eigu Rafns Helgasonar á Stokkahlöðum í Eyjafirði en eftir að bíllinn lenti í árkestri lá leið hans hingað austur
Velkomin til Hríseyjar!
Árið 2011 hófst endurgerð bílsins sem hefur staðið síðan.
Hús Hákarla Jörundar Opið alla daga 1. júní – 31. ágúst frá kl. 13:00-17:00 Í þessu elsta húsi Hríseyjar er búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum og sögu eyjarinnar
Þar er einnig hægt að nálgast upplýsingar um eyjuna og hvað hún hefur upp á að bjóða.
Allar nánari upplýsingar á hrisey@hrisey.is og í síma 695-0077 - Heimasíða www.hrisey.is
í Ljósavatn og þar var hann rifinn. Fremsti hlutinn af honum og vél var notað fyrir heyblásara og grind undir vagn en það var svo árið 2010 sem við fengum það sem eftir var af yfirbyggingunni. Árið 2011 hófst síðan endurgerð bílsins sem hefur staðið síðan. Nú í maí eru liðin nákvæmlega 70 ár síðan bíllinn var tekinn í notkun í Kristnesi og á þeim tímapunkti er endurgerðinni að ljúka,“ segir Sverrir Ingólfsson hjá Samgöngusafninu Ystafelli en fjölmargir hafa lagt honum lið á undanförnum árum í þessu viðamikla verkefni.
Bílayfirbyggingar stór iðngrein Í stuttu máli var í endurbyggingunni notuð samskonar vörubílsgrind og hafði á sínum tíma verið undir yfirbyggingunni en segja má að í þessari miklu vinnu undanfarin ár hafi nánast hver einasti hlutur farið um hendur Sverris og félaga og fengið meðhöndlun og margt verið endursmíðað. „Yfirbyggingar bíla var mikil atvinnugrein hér á landi á síðustu öld og hér var byggt yfir t.d. jeppa, vörubíla og fólksflutningabíla. Líkt og í Hælisbílnum eru þetta viðaryfirbyggingar sem klæddar voru
með járni en í Hælisbílnum gátum við nýtt talsverðan hluta af bæði járnklæðningunni og viðnum í efsta hluta yfirbyggingarinnar. Þess vegna má segja að bíllinn hafi ekki bara sögulegt gildi sem slíkur heldur er hann ekki síður góð heimild um það merkilega íslenska handverk sem bifreiðayfirbyggingar voru á Íslandi,“ segir Sverrir og svarar því aðspurður að engin leið sé að meta hversu margar vinnustundir hafi farið í verkefnið. „Ég vissi fyrirfram að þetta yrði viðamikið verkefni en þetta hefur líka verið mjög skemmtilegt,“ segir hann.
Flottir fararskjótar í Ystafelli Eins og áður segir verður Hælisbílnum komið fyrir á safninu nú í upphafi sumars og geta gestir því skoðað þennan merkilega grip. Á safninu er margt að sjá og þar eru margir af merkilegustu fararskjótum í sögu landsins; fólksbílar, rútur, traktorar, snjóbílar, vegheflar og jafnvel skriðdrekar. Sumaropnun er að hefjast nú í lok maí og er safnið opið alla daga til loka septembermánaðar. Samgöngusafnið Ystafelli var stofnað af Ingólfi Kristjánssyni og Kristbjörgu Jónsdóttur árið 1998 og byggðu þau það upp ásamt Sverri syni þeirra sem nú er tekinn við uppbyggingu safnsins og rekstri. ystafell.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 31
NORÐURLAND
Hrísey er upplifun
hrisey.is
2018
VELKOMIN TIL
FJALLABYGGDAR MAÍ
20 100 ÁRA
JÚNÍ
2-3
KAUPSTAÐARAFMÆLISHÁTÍÐ SIGLUFJARÐAR
SJÓMANNADAGS HÁTÍÐ Í ÓLAFSFIRÐI
JÚNÍ
17 17. JÚNÍ
HÁTÍÐARHÖLD Í ÓLAFSFIRÐI
JÚLÍ
4-8 ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ Á SIGLUFIRÐI
4-8 NORRÆNA STRAND-
JÚLÍ
FJALLABYGGD.IS VISITTROLLASKAGI.IS
MENNINGARHÁTÍÐIN
28
TRILLUDAGAR
JÚLÍ
Garðakaffi á Hríseyjarhátíð í júlí Hríseyjarhátíð verður í ár haldin dagana 13.-14. júlí og hefst með skemmtilegum sið sem hefur skapast á hátíðinni, þ.e. að heimafólk býður gestum í kaffi í görðunum við heimili sín. „Þetta er siður hefur verið að festa sig í sessi og margir sumarhúsaeigendur vilja alls ekki missa af því að vera á staðnum og taka á móti gestum. Garðakaffi var hugmynd sem kviknaði fyrir nokkrum árum og hefur undið hratt upp á sig. Og núna eru margir farnir að skreyta garðana af þessu tilefni þannig að þetta er skemmtileg byrjun á hátíðinni. Og svo er auðvitað að nefna fjöruferð með Skralla trúð sem býr hér í Hrísey. Hún verður á sínum stað,“ segir Linda María.
Hríseyingurinn Skralli trúður hefur verið ómissandi hluti af Hríseyjarhátíð. Hann fer með börnin í fjöruferð á hátíðinni í ár, líkt og áður.
10-11
ÁGÚST
Fjölbreytt afþreying Og það er að sönnu margt að sjá og gera í Hrísey. Frá Ársskógssandi siglir Hríseyjarferjan Sævar margar ferðir á dag. Í Hrísey eru bæði kaffihús og veitingastaðir og hægt að bregða sér í sund. Svo er tilvalið að skoða hús Hákarla-Jörundar sem hýsir fróðlega sýningu um hákarlaveiðar við strendur Íslands fyrr á tímum. Þar má einnig sjá sögu Hríseyjar í máli og myndum en safnið er opið daglega yfir sumartímann. Eins konar byggðasafn Hríseyjar er í Holti, húsi Öldu Halldórsdóttur sem hún ánafnaði Hríseyjarhreppi eftir sinn dag. Húsið er opnað til skoðunar samkvæmt beiðnum. Gönguleiðir eru margar og skemmtilegar í Hrísey og tilvalið er að leggja leið sína á austurhluta eyjunnar þar sem sögð er vera önnur mesta orkulind landsins. Geislar friðar og elsku streyma yfir frá fjallinu Kaldbaki sem gnæfir yfir austan fjarðarins. Upplýsingaskilti fyrir ferðamenn er á staðnum.
Það fara margir í slökunargír þegar þeir heimsækja Hrísey.
Á SIGLUFIRÐI Á SIGLUFIRÐI
PÆJUMÓTIÐ Í FJALLABYGGÐ
15-19 KLASSÍSKA TÓNLISTARHÁTÍÐIN SEPTEMBER / OKTÓBER ÁGÚST
„Að heimsækja Hrísey er upplifun. Hér er fjölmargt sem fólk getur skoðað og notið en mörgum þykir það skemmtilegasta að rölta um í rólegheitunum. Það tala margir um að þeir fari í einhvern slökunargír á meðan þeir eru hér í eynni. Og við höfum líka oft heyrt fólk segja að ferjusiglingin frá Árskógssandi hafi verið fyrsta sjóferðin og þess vegna er hún líka hluti af upplifuninni,“ segir Linda María Ásgeirsdóttir hjá Ferðamálafélagi Hríseyjar.
BERJADAGAR Í ÓLAFSFIRÐI
HAUSTGLÆÐUR LJÓÐAHÁTÍÐ
32 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
NORÐURLAND
Sumarferðalag um Skagafjörð Skagafjörður er gott dæmi um svæði á landinu þar sem margt og mikið er að skoða án þess að ferðast þurfi langar vegalengdir. Sagan er svo að segja við hvert fótmál en það eru líka fjölbreyttir möguleikar í ýmiss konar afþreyingu. Svo má auðvitað líka taka þann pól í hæðina að ferðast um svæðið fyrst og fremst til að njóta útiveru, ganga á fjöll eða um fjörur, bregða sér út í Drangey eða bara horfa á miðnætursólina.
Stórmót í sumar Von er á miklum fjölda fólks í Skagafjörð í júlí þegar þar verða haldin landsmót Ungmennafélags Íslands og ekki aðeins eitt mót heldur tvö á sama tíma. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að það ár, sem hefðbundið landsmót UMFÍ er haldið, er jafnframt haldið árlegt landsmót UMFÍ 50+ á sama stað en mótin verða dagana 13.-15. júlí. Samhliða verður svo einnig meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum. Hólar og Glaumbær En fyrir þá sem vilja njóta ferðalags um Skagafjörð er vert að benda á heimsókn á Hólastað þar sem er að sjá hina stórmerku Hóladómkirkju, Sögusetur íslenska hestsins og Bjórsetur Íslands. Á staðnum er öll þjónusta við ferðafólk eins og best verður á kosið, t.d. sundlaug, tjaldstæði, gisting og veitingaþjónusta. Ástæða er einnig til að heimsækja Byggðasafnið í Glaumbæ og Víðimýrarkirkju en þar má á einum stað fá gott yfirlit um menningar- og byggðasögu Skagafjarðar og sjá marga merkilega gripi. Fjölskylduvænar sundlaugar Líkt og víðar á landinu eru sundlaugar í Skagafirði meðal fjölsóttari viðkomustaða ferðamanna á sumrin. Á því sviði hafa þeir úr mörgu að velja og má fyrst nefna hina rómuðu og margverðlaunuðu sundlaug á Hofsósi. Í Varmahlíð er einnig fjölskylduvæn og notaleg sundlaug þar sem nú er verið að setja upp nýja rennibraut. Í Sól-
görðum í Fljótum er einnig góð laug í einstöku umhverfi og síðast en ekki síst má nefna sundlaugina á Sauðárkróki þar sem unnið er að miklum endurbótum.
Hestar, lundar og sútað fiskroð Á afþreyingarsviðinu er mikil fjölbreytni og þar sem um er að ræða eitt gróskumesta hérað landsins í hestamennsku eru víða hestaleigur starfandi og hægt að fara í stutta reiðtúra eða fylgjast með hestasýningum. Einnig er ástæða til að benda á Gestastofu sútarans á Sauðárkróki sem staðsett er í einu evrópsku sútunarverksmiðjunni sem framleiðir leður úr fiskroði. Gestir fá þar innsýn í þessa gamalgrónu iðngrein og geta einnig
Hólastaður. Þar er sagan við hvert fótmál, margt að sjá og gott að dvelja.
keypt sér vörur úr sútuðu leðri frá Sauðárkróki. Lundasetrið á Sauðárkróki er annar forvitnilegur staður en þar
Margverðlaunaða sundlaug á Hofsósi er vert að heimsækja í hringferðinni um Skagafjörð.
er hægt að sjá myndefni af lunda í eyjum Skagafjarðar og fylgjast á einstakan hátt með lífi þessa skemmtilega fugls í 360 gráðu
skagafjordur.is
Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ.
Söguvörðum á Akureyri fjölgar Sex nýjar söguvörður verða settar upp við Strandgötu á Akureyri í sumar og segja þær sögu Oddeyrar. Þetta verkefni hófst á 150 ára afmæli Akureyrar árið 2012 og var afmælisgjöf Norðurorku til bæjarins. Fyrstu skiltin, eða vörðurnar eins og þau eru nefnd í daglegu
tali, voru settar upp í Innbænum. Síðan þá hefur verkefnið haldið áfram með stuðningi Norðurorku og vörðunum fjölgað en verkefnið er unnið í samstarfi Minjasafnsins, Akureyrarstofu og framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar. Skiltin gera grein fyrir sögu húsa og staðhátta í máli og myndum og varða nú leiðina frá Ráðhústorgi og inn í Innbæinn. Á skiltunum, sem hönnuð eru af fyrirtækinu Teikn á
lofti, eru textar eftir Jón Hjaltason sagnfræðing og myndir frá Minjasafninu á Akureyri og Þjóðminjasafninu. Hanna Rósa Sveinsdóttir hjá Minjasafninu á Akureyri segir söguvörðurnar bæði varpa sögulegu ljósi á svæði og einnig í sumum tilfellum á hús eða mannvirki. „Þannig mun t.d. Söguvarðan sem kemur við Hof gefa yfirlit um Oddeyrina og sögu þess bæjarhluta
www.arctictrip.is
/arctictrip /arctictrip.is
Velkomin til Grímseyjar Gistiheimilið Básar GRÍMSEY www.gistiheimilidbasar.is | 848 1696 www.gistiheimilidabasar.is | 848 1696
sýndarveruleika. Sannkallað ferðalag inn í heim lundanna!
Söguvarða við hið merka Laxdalshús í Innbænum á Akureyri.
en vörðurnar sem við taka á leiðinni niður Strandgötu munu fjalla um þær götur sem liggja norður eftir eyrinni,“ segir Hanna Rósa. Áformað er að þessar nýju söguvörður verði settar upp í júní næstkomandi en auk þeirra söguvarða sem komnar eru á Akureyri hafa tvær slíkar verið settar upp í Grímsey og eru hluti af sama verkefni. visitakureyri.is
NORÐURLAND
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 33
Lista- og menningardagskráin á Akureyri í sumar
Þéttari og fjölbreyttari dagskrá „Dagskrá á lista- og menningarsviðinu á Akureyri hefur líklega sjaldan verið jafn þétt og kraftmikil yfir sumarmánuðina og á komandi sumri,“ segir Jenný Lára Arnórsdóttir, verkefnastjóri sumarhátíða hjá Akureyrarstofu um dagskrá Listasumars á Akureyri og aðra hápunkta á menningarsviðinu í bænum í sumar. „Það má segja að dagskráin hefjist með Jónsmessuhátíðinni í júní en það verður sólarhringshátíð líkt og í fyrra. Hún markar upphaf Listasumars á Akureyri sem mun svo standa óslitið fram að Akureyrarvöku þann 24. ágúst en þá er afmælishátíð bæjarins. Þannig má segja að hringnum verði lokað,“ segir Jenný en þessir þrír viðburðir voru tengdir saman með sama hætti í fyrrasumar og þótti takast mjög vel til. Jenný segir dagskrána verða enn þéttari í sumar og sé mjög ánægjulegt hversu margir hafi óskað eftir samstarfi og styrkjum til að standa fyrir viðburðum í sumardagskránni. „Núna fáum við enn meiri festu og form á dagskrána, skipuleggjum t.d. ákveðna fasta viðburði á ákveðnum dögum og stöðum í bænum. Ég get nánast lofað því að það verður eitthvað um að vera á hverjum einasta degi í allt sumar. Í ljósi þess hversu vel tókst til í fyrra þá var byrjað strax síðastliðið haust að skipuleggja sumarið 2018 og ég er ekki í vafa um að góður undirbúningur sé að skila sér. Þetta verður mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá sem ég hvet bæjarbúa og þá sem okkur sækja heim að fylgjast með á samfélagsmiðlasíðum Listasumars, Jónmessuhátíðar og Akureyrarvöku, auk heimasíðu Listasumars,“ segir Jenný, og bætir því við að enn séu þau opin fyrir góðum hugmyndum ef fólki langi til að verða hluti af Listasumri og þær megi senda á listasumar@akureyri.is.
Tónleikar í Café Laut í Lystigarðinum á Akureyri. Menningar- og listviðburðir verða víða um bæðinn í sumar.
www.bjorbodin.is
Einstök upplifun
listasumar.is
BJÓRBÖÐIN SPA - Ægisgata 31 - 621 Árskógssandi Sími 4142828 - Email: bjorbodin@bjorbodin.is OPNUNARTÍMINN Bjórböðin eru opin alla daga frá kl. 10:00-22:00 yfir sumartímann, en opna kl. 12:00 að vetri til.
34 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
NORÐURLAND
Siglufjörður
Glæsilegur 9 holu golfvöllur opnaður í júní Kylfingar landsins geta í sumar reynt sig á nýja 9 holu vellinum á Siglufirði sem mjög hefur verið vandað til.
Fyrirtækið Rauðka á Siglufirði sem svo mjög hefur látið til sín taka á undanförnum árum í uppbyggingu hótels og veitingastaða í bænum stendur einnig að baki nýjum 9 holu golfvelli sem opnaður verður í byrjun júní. Völlurinn er staðsettur í Hólsdal og var stærstu verklegu framkvæmdunum lokið árið 2016 og sumarið 2017 nýtt til láta brautir og flatir gróa sem best. Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Rauðku og hótelstjóri Siglo hótels, segir golfvöllinn góða viðbót við ferðaþjónustuuppbygginguna á Siglufirði.
Einn sá besti á landinu „Það ræðst af veðurfarinu næstu vikur hvenær við getum opnað völlinn en það verður gert nú í byrjun júní ef tíðarfarið verður gott,“ segir Kristbjörg. „Ég fullyrði að þetta er einn glæsilegasti 9 holu golfvöllur á landinu og kærkomin viðbót við afþreyingu hér á svæðinu. Okkar markmið er að ferðafólk staldri lengur við hjá okkur á Siglufirði, njóti þess sem að við höfum að bjóða í gistingu, veitingastöðum og afþreyingu og tilkoma golfvallarins er liður í því,“ bætir hún við. Hönnuður nýja golfvallarins á Siglufirði er Edwin Roald Rögnvaldsson sem er menntaður á því sviði og hefur komið að slíkum verkefnum á mörgum bestu golfvöllum landsins á undanförnum árum. „Hér er svæðinu er fjölmargt í boði fyrir útivistarfólk – ótal möguleikar í fjallgöngum fyrir þá sem þær stunda, gönguleiðir á láglendi, náttúruskoðun og golfið. Við finnum að það bíða margir spenntir eftir nýja vellinum og ætla að koma og dvelja hjá okkur í sumar og spila,“ segir Kristbjörg. Nýjar áherslur á veitingasviðinu Mikil breyting hefur orðið á Siglufirði á undanförnum árum og
Veitingahúsin Hannes Boy og Kaffi Rauðka við smábátahöfnina á Siglufirði. Hannes Boy verður opnaður innan skamms með nýjum áherslum.
ferðaþjónusta vaxið hröðum skrefum, bæði sumar sem vetur. Eins og áður segir hefur uppbygging á vegum Rauðku haft umtalsverð áhrif, fyrst með opnun veitingastaða og í framhaldinu tilkomu hins glæsilega Sigló hótels sem opnað var árið 2015. „Hótelið hefur verið í stöðugri sókn frá því það var opnað og við sjáum góðar bókanir í sumar, bæði frá erlendum sem innlendum ferðamönnum,“ segir Kristbjörg. Á hótelinu er veitingastaðurinn Sunna og handan smábátahafnarinnar rekur Rauðka veitingastaðinn Hannes boy og Rauðku kaffihús. Veitingastaðurinn Hannes boy hefur síðustu ár verið opinn yfir sumartímann en innan skamms verður hann opnaður með nýjum áherslum.
„Hannes boy verður fjölskylduvænn veitingastaður þar sem boðið verður upp á úrval af smáréttum, pasta, salötum og eldbökuðum pizzum. Síðan verður kaffihúsið Rauðka áfram í fullum rekstri í sumar með áherslu á kaffi og kaffimeðlæti,“ segir Kristbjörg en nýverið tóku hjónin Bjarni Rúnar Bequette og Halldóra Guðjónsdóttir við öllum veitingarekstri á vegum Rauðku ehf. Þau hafa mikla reynslu á þessu sviði, bæði á hótelum og veitingastöðum hérlendis og erlendis. „Aðaáhersla okkar er að laða til okkar innlent sem erlent ferðafólk til að hafa hér viðdvöl og njóta þess sem fjölmarga sem Siglufjörður hefur að bjóða. Við erum bjartsýn fyrir sumarið.“ siglohotel.is
Skemmtigarðurinn Sundlaug Akureyrar „Tilkoma nýju rennibrautanna í fyrrasumar jók verulega aðsóknina hjá okkur og við erum þessa dagana að ljúka við nýjan og glæsilegan nuddpott sem er með því besta sem gerist. Við sjáum fram á að þessum miklu framkvæmdum hér í sundlaugargarðinum fari senn að ljúka,“ segir Elín H. Gísladóttir, forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar en óhætt er að segja að þessi fjölsótti staður hafi tekið miklum breytingum síðustu misserin. Nýju rennibrautirnar eru þrjár, samtals 135 metra langar og er 14 metra hár og yfirbyggður uppgönguturn við þær. Auk nuddpottsins, sem nú er verið að taka í notkun, er komin ný og rúmgóð vaðlaug með tilheyrandi fossum og skemmtilegheitum. Í framhaldinu verður síðan gengið frá sólbaðsaðstöðu við laugina nú snemmsumars. „Sundlaug Akureyrar er svo
Það er mannmargt á góðviðrisdögum í Sundlaug Akureyrar og gestir taka breyttri og bættri aðstöðu fagnandi.
miklu meira en bara sundlaug. Við getum frekar sagt að hér sé orðinn til flottur skemmtigarður enda una börn og fullorðnir sér lengi hjá okkur. Það sást vel í vetur þegar
hér var nánast fullt allar helgar og þegar við erum nú komin með nýju vaðlaugina og nuddpottinn í notkun verður aðstaðan enn betri. Það nýtur nýi kaldi potturinn mik-
illa vinsælda. Við bjóðum bæjarbúa og gesti hjartanlega velkomna í sumar,“ segir Elín.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 35
Við veljum íslenskt lambakjöt Íslenska lambakjötið er í öndvegi á nýjum matseðli hjá Nesti hringinn í kringum landið. Gæði og heilnæmi fjallalambsins falla einkar vel að kröfum okkar um ferskan og hollan skyndibita úr úrvals hráefni – bragðbættu á fjöllum.
Íslensk kjötsúpa
Sunnudagslambið
Kjötsúpumeistarar Nestis velja auðvitað íslenskt lambakjöt þegar elda á þjóðarréttinn.
Við berum fram hægeldaða lambaskanka með öllu gómsæta meðlætinu á sunnudögum.
Lambaborgari Hann er allur þar sem hann er séður – 100% lambakjöt í nýbökuðu brauði og bragðast eins og draumur.
Lambasnitsel Íslensk klassík úr eðalhráefni sem ber gullinn raspinn með stolti.
www.nesti.is
Alltaf til staðar
36 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Ísfugls kjúklingabringur
Kjúklingaspjót með papriku og rauðlauk Fyrir 4 800 g kjúklingabringur 2 msk. púðursykur 1 dl sojasósa 1 msk. saxaður hvítlaukur 2 msk. appelsínumarmelaði ½ tsk. salt ½ tsk. pipar ¼ tsk. cayenne-pipar Paprika 2-3 litir Rauðlaukur Blandið saman púðursykri, sojasósu, hvítlauk, appelsínumarmelaði, salti, pipar og cayennepipar. Takið 1/3 af marineringunni og setjið til hliðar. Skerið kjúklingabringur í bita í u.þ.b. 2x2 cm. Marinerið í 30-60 mínútur í 2/3 af marineringunni. Skerið papriku og rauðlauk í bita. Þræðið á spjót til skiptis kjúklingi, rauðlauk og papriku. Gætið þess að grænmetisbitarnir verði ekki stærri en kjúklingabitarnir. Grillið spjótin á útigrilli í 15-20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Penslið með 1/3 af marineringunni meðan grillað er.
Ísfugls kjúklingabringur
Kjúklingabringur með læm og rósmarín Fyrir 4 800 g kjúklingabringur 2 msk. Worchester sósa 1 stk. læmsafi og -börkur 1 msk. hunang 1 msk. Dijon sinnep 1 msk. saxað ferskt rósmarín (Má nota 1 tsk. þurrkað) 1 msk. saxað ferskt timian (Má nota 1 tsk. þurrkað) ½ tsk. salt Nýmalaður svartur pipar Hrærið saman Worchester sósu, læmsafa, læmberki, hunangi, Dijon sinnepi, fersku rósmarín og fersku timian. Skerið örlítið í kjúklingabringurnar og marinerið í einn til tvo tíma. Grillið bringurnar í 20-25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 37
Kalkúnalærissneiðar með hvítlauk, jurtum og ítölsku salati Fyrir 4 800 g úrbeinuð kalkúnalæri 6 msk. ólífuolía 1 msk. saxaður hvítlaukur 1 msk. söxuð fersk salvía 1 msk. söxuð fersk steinselja 1 msk. saxaður ferskur graslaukur Salt og nýmalaður svartur pipar Setjið úrbeinuðu kalkúnalærin í poka og 2 msk. af ólífuolíu saman við. Hrærið saman 4 msk. af olíu, hvítlauk, salvíu, steinselju, graslauk, salti og pipar. Penslið með blöndunni á meðan eldað er. Grillið úrbeinuðu lærin í 15-20 mínútur eða þar til þau eru elduð í gegn.
Ítalskt salat Tómatar, paprika, agúrkur, rauðlaukur, ólífuolía, salt, pipar og ólífur. Penslið grænmetið með ólífuolíu og grillið á útigrilli eða grillpönnu. Látið grænmetið vera stuttan tíma á grillinu eða pönnunni. Blandið ólífum saman við. Blandið öllu vel saman og kryddið með salti og pipar.
Ramon Bilbao Gran Reserva Rauðvín 2010 – Spánn
Filarino Sangiovese Rose Rósavín 2015 – Ítalía
Brunello di Montalcino Rauðvín 2012 – Ítalía
Beringer Founders’ Estate Chardonnay Hvítvín 2015 – Bandaríkin
vinbudin.is: Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Rauð ber, jurtakrydd, lyng, eik, appelsína.
vinbudin.is: Följarðarberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Jarðarber, hindber, appelsína.
vinbudin.is: Múrsteinsrautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Kirsuber, trönuber, kaffi, skógarbotn.
vinbudin.is: Sítrónugult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Pera, epli, kanill.
Hér er á ferðinni kröftugur Spánverji frá Bodegas Ramon í Bilbao, prýðilegt Rioja vín sem er samsett úr þremur tegundum af þrúgum: Tempranillo 90%, graciano 5% og mazuelo 5%. Það er sterkt berjabragð af þessu víni og þétt tannín eins og segir á vef Vínbúðarinnar. Þetta vín hentar vel með nautakjöti, lambakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum. Og líka gott til að sötra.
Eins og nafnið ber með sér er Filarino unnið úr sangiovese þrúgunni og liturinn daufbleikur. Bragðið er ljúft og angan af villtum rósum og appelsínum ber fyrir vit þegar nefið var rekið ofan í glasið. Þetta er mjög líflegt og hressandi vín, kjörið sem fordrykkur en einnig með léttum mat eins og pylsum og ostum. Alveg skraufþurrt vín svo ekki sé meira sagt. Borið fram vel kælt..
Þetta rauðvín er margslungið, framleitt af þeim ágæta og víðkunna framleiðanda Villa al Cortile í Sienasýslu í Toskana. Vínið er kennt við brunello þrúguna sem heimamenn kalla svo en er í raun sangiovese þrúgan víðkunna. Þetta vín þarf að lagerast í a.m.k. 4 ár áður en því er tappað á flöskur. Árgangurinn 2012 var allgóður. Þessi Toskani hentar vel með nautakjöti, lambakjöti og hvers konar villibráð.
Smakkari verður að játa að rauðvínin frá Beringer eru á lista yfir hans uppáhaldsvín. Þessi hvíti Beringer smakkaðist hreint ágætlega og rann ljúflega niður með humrinum sem var aðeins skamma hríð á disknum! Þetta hvítvín frá Beringer Vineyards í Kaliforníu er afar gott með skelfiski, léttum fiskréttum, sushi og smáréttum. Afar ljúft drykkjarvín eins og rauði bróðir hans – tilvalið á pallinum í sumar.
38 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Ísfugls heill kjúklingur, úrbeinaður
Kjúklingur með sætri chili-marineringu
Fyrir 4 1 stk. heill úrbeinaður kjúklingur 1 dl sæt chili-sósa ½ dl tómatsósa ½ dl ólífuolía 1 msk. saxaður hvítlaukur 2 tsk. five spice krydd ½ tsk. turmeric ½ tsk. salt ¼ tsk. hvítur pipar
Blandið sætri chili sósu, tómatsósu, ólífuolíu og hvítlauk saman og hrærið vel. Bætið næst í þurrkryddunum og blandið vel saman. Makið marineringunni á kjúklinginn og látið standa í 2-3 tíma. Setjið í heilu á grillið og grillið við vægan hita í langan tíma. Tekur 40-50 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
Humarréttur í sumar Fyrir 2 8 heilir íslenskir humrar, stórir Smjör 4 hvítlauksrif 1 grein steinselja, smátt söxuð 1 msk brauðraspur Sjávarsalt Svartur nýmalaður pipar Skerið humarinn í tvennt eftir endilöngu og garnhreinsið hann. Saxið hvítlaukinn smátt og setjið í lítinn pott með smjöri og bræðið saman við vægan hita. Penslið humrana með helmingum af hvítlaukssmjörinu og stráið smávegis af brauðraspi yfir og saltið og piprið lítillega. Leggið humrana í eldfast mót eða ofnskúffuna og grillið í ofni í um það bil 10 mínútur. Stráið smá steinselju yfir áður en hann er borinn fram.
Sósa 1 msk sýrður rjómi 2 msk mæjónes 1 tsk tómatsósa Smávegis paprikuduft Nokkrir dropar af sojasósu Hrærið öllu vel saman og sósan er tilbúin. Smyrjið tvær eða fleiri sneiðar af heimilisbrauði eða franskbrauði með hvítlaukssmjörinu og grillið í ofninum. Berið fram með brauðinu, sósunni, hvítlauksolíu og fersku salati að eigin vali. Gott kælt hvítvín fer afskaplega vel með þessum veislurétti.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 39
Ísfugls kjúklingabringur
Fyrir 2
Kjúklingasamloka með salsasósu, tómötum og nachos
300 g kjúklingabringur 1 tsk. paprikuduft ½ tsk. chilliduft Salt og pipar 6 samlokubrauðsneiðar 2 stk. tómatar Salatblöð 2 dl. salsasósa 1 dl. sýrður rjómi 18% Nachos flögur
Þerrið bringurnar og þurrkryddið með paprikudufti, chillidufti, salti og pipar. Grillið þær í 20-25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Látið þær standa í 10 mínútur að eldun lokinni. Ristið brauðið á meðan og skerið tómatana og kjúklinginn í sneiðar. Samlokunni er raðað saman á eftirfarandi hátt: Brauðsneið, salsasósa, nachos, salat og þar ofan á kemur kjúklingur. Næst er svo aftur brauðsneið, þá sýrður rjómi, tómatar og svo aftur kjúklingur. Að lokum salsasósa og síðasta brauðsneiðin. Gott er að halda samlokunni saman með grillspjótum. Borið fram með meðlæti að vild.
Cape Heights Chardonnay Hvítvín 2017 – Suður Afríka
Rosemount Shiraz Cabernet Rauðvín 2016 – Ástralía
Masi Rosa dei Masi Rósavín 2017 – Ítalía
Castillo de Molina Chardonnay Reserva Hvítvín 2016 – Chile
vinbudin.is: Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítróna, suðrænn ávöxtur, ferskja.
vinbudin.is: Rúbínrautt. Létt meðalfylling, sætuvottur, mild sýra, lítið tannín. Bláber, skógarber.
vinbudin.is: Följarðarberjarautt. Ósætt, létt meðalfylling, mild sýra. Hindber, blómlegt, steinefni.
vinbudin.is: Ljóssítrónugult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Ljós ávöxtur, sítrus, pera, eik.
Já, það er suðrænt ávaxtabragð af þessu ágæta hvítvíni enda unnið úr þrúgum hinnar grænu álfu í suðri. Vínviðarrækt og víngerð á sér alda langa sögu í S-Afríku og af þessu Chardonnay víni má ráða að þar kunna menn sitt fag. Smakkara fannst þetta millisætt vín fremur en ósætt og það mun vera tilvalið með léttum mat í maga: alifugli, fiski og pastaréttum. Gleðilegt sumar S-Afríka!
Ástralir hófu að rækta léttvín fyrir heimsmarkaðinn af nokkrum krafti um miðja síðustu öld og hafa verið að síðan. Í Ástralíu, þar sem svalt loftslag er víða ríkjandi, hafa þróast hágæða víngerðarhús, m.a. Rosemount Estate sem þar er í fremstu röð. Þetta Rosemount er blanda af 51% shiraz og 49% cabernet sauvignon – nákvæmt skal það vera! Gott með alifugli, pizzum, pasta og smáréttum.
Þessi laxableiki Masi er mjög hressandi fordrykkjarvín en einnig afar ljúffengt til að skola niður alifugli og fiski svo og grænmetis- og pastaréttum. Vínið er unnið úr refosco þrúgunni en við vinnslu vínsins eru þrúgurnar þurrkaðar í tæpa tvo mánuði eftir skurð áður en þær eru pressaðar. Vínið er síðan látið gerjast í stáltönkum áður en að átöppun kemur. Best er að drekka Masi Rosa dei Masi kælt í 10-12° C.
Þetta er dæmigert vín frá Castillo de Molina en þau koma öll frá Vina San Pedro víngerðarhúsinu sem er leiðandi framleiðandi í Chile. Það er nostrað við þetta ágæta hvítvín og sagt er að allar þrúgur séu handskornar og að framleiðsluferlið sé flókið og taki langan tíma. Þetta er ósætt vín sem hentar mög vel sem fordrykkur en auðvitað einnig sem matarvín með alifugli, fiskmeti og skelfiski. Borið fram kælt við 10-12° C.
40 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Páll á göngu úr Héðinsfirði ásamt ferðafélögum yfir í Hvanndali, undir Hvanndalaskriðu.
Ferðafélag Íslands
Hátt í 200 ferðir um allt land Ferðafélag Íslands var stofnað árið 1927 og í dag eru félagsmenn um 8000. Félagið skipuleggur fjölbreyttar ferðir auk þess að reka fjallaskála víða um land og standa að útgáfu. „Við höfum staðið fyrir fjallaverkefnum í nokkur ár og áhugi á þeim er alltaf að aukast enda er þátttakan mikil og góð,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins. Á meðal fjalla- og hreyfihópa félagsins má nefna Fyrsta skrefið og Næsta skrefið, Léttfeta – eitt fjall á mánuði, Fótfár – eitt fjall á mánuði, Þrautseigur – tvö fjöll á mánuði, Alla leið, Svalur á fjöllum, sem er gönguverkefni fyrir foreldra og unglingana þeirra og svo má nefna Hundrað hæstu.
Góðir fararstjórar „Við sjáum nýja einstaklinga koma inn í starfið og byrja í verkefnum hjá okkur sem eru sérstaklega hugsuð fyrir fólk sem er að fara af stað og má þar nefna Fyrsta skrefið. Við höfum verið með hóp sem kallast „Biggest Winner“ fyrir fólk í yfirvigt. Síðan halda margir áfram í meira krefjandi verkefnum eins og Alla leið eða Tvö fjöll á mánuði. Það er mjög ánægjulegt að sjá nýtt fólk koma inn, taka þessi fyrstu skref og þjálfa sig upp í að vera útivistarfólk og þá lærir það hvernig á að ferðast úti í náttúrunni. Þetta er gríðarlega skemmtilegt og félagsskapurinn er góður og oft eignast fólk vini til lífstíðar.“ Ferðafélag Íslands sér um byggingu skála og skálasvæða víða um land, að stika og merkja gönguleiðir, það sér um byggingu brúa, kemur upp öryggis- og fjarskiptabúnaði og stendur fyrir ýmiss konar fróðleik. „Við stöndum fyrir fjölmörgum ókeypis ferðum og má þar nefna Ferðafélag barnanna og svo er það Ferðafélag unga fólksins. Það hefur verið styrkleiki starfsins að hafa stóran og öflugan fararstjórahóp í félaginu.“
„Ég fer á fjöll“ er slagorð FÍ, það er fátt sem toppar þá tilfinningu að standa á fjallstindi og njóta stundarinnar.
Árbók í 90 ár Ferðafélagið gefur út árbækur, heimilda- og fræðslurit, kort og aðrar bækur. Páll segir að árbækurnar séu flaggskipið í útgáfustarfi félagsins. „Árbókin er ein vandaðasta Íslandslýsing sem völ er á. Í hverri árbók er ákveðið svæði tekið fyrir og því lýst en það eru gjarnan heimamenn og fræðimenn sem eru höfundar og skrifa þá út frá miklum fróðleik um tiltekið svæði. Þannig er félagið búið að fara marga hringi í kringum landið. Það er meðal annars hlutverk árbókarinnar að fjalla um nýjar eða fáfarnar leiðir og opna þannig og kynna landið fyrir fólki. Árbókin er búin að koma út í 90 ár og er þannig orðin einstakur bókaflokkur um land og náttúru.“
Um 40 skálar Skálar Ferðafélags Íslands opna í byrjun sumars en félagið og deildir þess reka um 40 fjallaskála á hálendinu og í óbyggðum. „Það er mikið bókað í skálana yfir sumartímann og þeir eru öllum opnir en það þarf að bóka sig og vera í sambandi við skrifstofu félagsins til þess að fá pláss og greiða fyrir gistinguna. Síðan eru þeir lokaðir á veturna en það er þó hægt að fá lykil og aðgang að þeim og fjölmargir nýta sér það sem ferðast að vetrarlagi.“ 10-15 nýjar ferðir Sumarvertíð Ferðafélags Íslands hefst í lok maí. „Við erum með hátt í 200 ferðir um allt land í ferðaáætlun okkar sem kemur út
í byrjun nýs árs og þar eru alltaf einhverjar nýjungar. Ferðaáætlunin er þannig uppsett að þar er að finna sígildar ferðir og þær ferðir sem hafa gengið vel í gegnum árin og svo kemur ferðanefndin alltaf með 10-15 nýjar ferðir, en fólk fer þá bæði inn á ný svæði eða fer aðrar leiðir en það hefur gert áður.“ Páll segist hvetja alla til þess að fara út og stunda gönguferðir. „Það má segja að það sé allra meina bót fyrir utan hversu skemmtilegt er og gott að vera úti í náttúrunni og svo fylgir þessu góður félagsskapur. Það er bara um að gera að taka þessi fyrstu skref; byrja smátt og koma sér af stað.“ fi.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 41
Ljósm. Austurbrú/Anna Margrét Hjarðar.
42 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Meðal viðburða á Austurlandi 16. júní-2. sept. Kapall, sumarsýning Skaftfells á Seyðisfirði 14. júlí-19. ágúst Rúllandi Snjóbolti, listasýning á Djúpavogi 1.-3. júní
Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð
17. júní
Þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur
23. júní
Skógardagurinn mikli í Hallormsstað
29. júní-1. júlí
Stöð í Stöð, bæjarhátíð Stöðvarfirði
30. júní-1. júlí
NEZ mót í torfæru á Egilsstöðum
4.-8. júlí
Vopnaskak, bæjarhátíð á Vopnafirði
6.-8. júlí
Sumarhátíð ÚÍA, íþrótta- og
fjölskylduhátíð Egilsstöðum
3.-6. ágúst
Neistaflug á Neskaupstað
11.-13. júlí
Eistnaflug, þungarokkshátíð á Neskaupstað
11. ágúst
Tour de Ormurinn, hjólreiðakeppni kringum Lagarfljótið
12.-22. júlí
Lunga, tónlistar og listahátíð á Seyðisfirði
18.-19. ágúst
Útsæðið, bæjarhátíð á Eskifirði
21. júlí
Dyrfjallahlaup, Borgarfirði eystri
23.-25. ágúst
Ormsteiti, bæjarhátíð á Egilsstöðum
26.-29. júlí
Franskir Dagar, bæjarhátíð á Fáskrúðsfirði
Göngur hjá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs eru alla sunnudaga í sumar. Nánari upplýsingar á ferdaf.is
28. júlí
Urriðavatnssund – 2,5 km sund í Urriðavatni
28. júlí
Bræðslan, tónlistarhátíð á Borgarfirði eystri
Tónleikasumar á Havarí í sumar. Nánari upplýsingar á havari.is
Frekari upplýsingar: visitausturland.is
Margt áhugavert að sjá á Breiðdalsvík Á Breiðdalsvík er góð aðstaða fyrir ferðafólk. Tjaldstæði er í miðju þorpinu, þar sem fyrir hendi er góð leikaðstaða fyrir börn. Við íþróttahúsið er barnvæn útilaug, þar sem auk þess er góð líkamsræktaraðstaða.
Breiðdalssetur í gömlu kaupfélagshúsi Breiðdalssetur er í gamla kaupfélaginu, elsta húsi þorpsins. Þar er m.a. hægt að fræðast um jarðfærði Austurlands og rannsóknir breska jarðfræðingsins George P. L. Walker á hinum austfirska jarðlagastafla. Jafnframt er þar að finna upplýsingar um breiðdælinginn Stefán Einarsson og rannsóknir hans í málvísindum, bókmenntum
og örnefnum. En í grunninn er húsið menningarhús Breiðdælinga þar sem áhersla er lögð á tímabundnar sýningar og viðburði.
Breiðdalssetur er í gamla kaupfélaginu, elsta húsi þorpsins.
Gönguleiðir og merkir staðir Í Breiðdal er undirlendi mikið og margt áhugavert að sjá. Úr fjölbreyttum gönguleiðum er að velja skemmtilegar gönguleiðir auk þess sem fjaran hefur alltaf aðdráttarafl, t.d. Meleyri sem er falleg strönd fyrir innan Breiðdalsvík. Það er frábær gönguferð fyrir fjölskylduna með ríkulegt fuglalíf og skemmtilega náttúru. Ef heppnin er með má sjá bregða fyrir sel sem hefur lætt sér nær landi. Hér er upplagt að njóta náttúrunnar eða bara byggja sandkastala.
Beljandi er án efa með mikilfenglegri fossum í Breiðdalnum. Fossinn myndast neðarlega í Breiðdalsánni rétt fyrir neðan bæinn Brekkuborg og sómir sér vel í ánni sem talin er ein fallegasta laxveiðiá landsins. Stuttur spölur er frá veginum (964) að fossinum en vel þess virði. Tveir fallegir vitar eru á svæðinu, annar við höfnina á Breiðdalsvík og hinn á Streitishvarfi. Við Streitishvarf er einnig frábært útivistarsvæði með stikaðri gönguleið þar sem hægt er að sjá gamlar hleðslur, bergganga og sjóorfinn helli. breiddalur.is
Sérstakur, skemmtilegur, skrítinn, listrænn, fallegur, opinn, þenkjandi, friðsæll, dásamlegur, fyndinn, vinalegur, dularfullur, skapandi
Þú finnur upplýsingar um Seyðisfjörð á vefsíðunni visitseydisfjordur.com
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 43
Göngu- og gleðivika fyrir alla fjölskylduna
Á fætur
í Fjarðabyggð 23. júní - 30. júní 2018
ÍSLENSKA SIA.IS
FJA 61937
Drífðu þig á fætur og taktu þátt í frábærri dagskrá fyrir alla fjölskylduna Ný fimm fjöll, göngugarpar, fjölskylduferðir, fjöruferðir, söguferðir, kvöldvökur, sjóræningjapartý, náttúruskóli fyrir yngstu börnin og margt fleira ævintýralega skemmtilegt. Nánar á visitfjardabyggd.is
44 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
AUSTURLAND
Fjölskyldufyrirtækið Tanni Travel fagnar 25 ára afmæli Tanni Travel, hópferðafyrirtæki og ferðaskrifstofa með höfuðstöðvar á Eskifirði fagnaði 25 ára afmæli sínu í byrjun maí og bauð af því tilefni velunnurum í sunnudagsbíltúr sem innblásinn var af gömlu góðu rútuferðastemmningunni. Fljótsdalshringurinn var ekinn og í leiðinni boðið upp á kynningu á mat og menningu svæðisins. Tanni Travel er sannkallað fjölskyldufyrirtæki, er í eigu feðginanna, Sveins Sigurbjarnarsonar stofnanda félagsins og Díönu Mjallar Sveinsdóttur sem staðið hefur í brúnni undanfarin fimm ár, en afskipti hennar af fyrirtækinu ná þó lengra aftur í tímann. Fjöldi ferða er í boði, einkum innanlands, og þá er mikið um að ferðir séu sniðnar að þörfum viðskiptavina. Félagið hefur einnig boðið upp á ferð út fyrir landsteina og í þær sækja dyggir viðskiptavinir, sama fólkið fer ár eftir ár í Evrópuferðir með fyrirtækinu. Starfsmenn félagsins eru um 10 talsins yfir veturinn en töluvert fleiri þegar mest er umleikis að sumarlagi. Tanni Travel á alls 18 hópferðabíla með 762 sætum.
bílnum góða. Starfsemi Sveins jókst smám saman og voru þannig farnar nokkrar ferðir á Vatnajökul sem og aðra jökla, ferðirnar urðu fjölbreyttari og bílaflotinn stækkaði. En grunnurinn var lagður að því öfluga fyrirtæki sem feðginin reka nú. „Pabbi var stöðugt á ferðinni þegar ég var að alast upp, en ég vildi gjarnan vera með honum og slóst því bara með í för hvert svo sem henni var heitið. Það má kannski orða það svo að ég hafi alist upp í rútu,“ segir Díana Mjöll. „Fólk er oft að skapa sér sjálft vinnu með stofnun fyrirtækis og það var tilfellið hjá pabba, hann tók því sem bauðst og sinnti fyrst og fremst Austurlandi án þess að hafa farið af stað með mótaða stefnu og skothelda viðskiptaáætlun. Markmiðið var að hann hefði nóg að gera og gæti þá kippt með sér aukamönnum þegar svo bar undir,“ rifjar Díana upp. Við erum svo ótrúlega lukkuleg að hafa haft frábært starfsfólk í gegnum tíðina, bæði fast- og lausráðið, en með því höfum við vaxið og þau eiga stóran þátt í því sem við erum í dag.
Dregur nafn sitt af gömlum snjóbíl Sveinn á að baki langa sögu á sviði fólksflutninga, en þegar árið 1970 hóf hann rekstur á snjóbíl og fólksflutningabíl og bauð fram þjónustu sína í heimabyggð. Árið 1974 keypti hann snjóbílinn Tanna í því skyni að ferja fólk yfir Oddskarð sem gjarnan hafði verið farartálmi. Fyrirtækið, sem nú er í fullum rekstri aldarfjórðungsgamalt, dregur nafn sitt af snjó-
Vaxtarkippur í kjölfar uppgangs Hún og eiginmaður hennar héldu suður á bóginn, hún lærði ferðaog markaðsfræði hjá Ferðamálaskóla Íslands, hann vélstjórn. Heim á Eskifjörð fluttu þau á ný aldamótaárið 2000 og tók hún þá strax til starfa hjá Tanna Travel, en umsvifin voru þá heldur betur að aukast, mikill uppgangur var á Austurlandi í kringum byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers
Fjölskyldan sem stendur að rekstri Tanna. Frá vinstri: Sigurbjörn Jónsson yfirmaður bíladeilar, Díana Mjöll Sveinsdóttir framkvæmdastjóri, Margrét Óskarsdóttir fjármálastjóri og Sveinn Sigurbjörnsson stofnandi Tanna Travel.
það. Upp úr þeim vangaveltum varð til vörumerkið MEET THE LOCALS, sem snýst m.a. um að hinum erlendu gestum býðst að hitta heimamenn í návígi, koma í heimsókn, snæða gjarnan plokkfisk og skyr og spjalla um heima og geima. Þá eru í boði bæjargöngur með innfæddum og fleiri vörur, en Díana segir að viðtökur hafi verið góðar og menn hæstánægðir með framtakið.
Glaðbeittur spænskur gönguhópur á ferð um Lónsöræfi.
Alcoa á Reyðarfirði. „Við vorum í því alla daga að flytja fólk fram og til baka, starfsfólk fékk bæjarleyfi og brá sér til Egilsstaða og fólk var flutt víða að til starfa við álversuppbygginguna. Félagið tók á þessum árum mikinn vaxtarkipp og bílaflotinn óx hröðum skrefum,“ segir Díana Mjöll.
Ferðir með farþega skemmtiferðaskipa Því betur tók annað við þegar
uppbyggingunni lauk, viðdvöl skemmtiferðaskipa á Austurlandi varð algengari og í nógu að snúast hjá starfsfólki Tanna Travel að aka farþegum í skoðunarferðir um fjórðunginn. Í sumar eru 70 skemmtiferðaskip væntanleg á þrjár hafnir, þ.e. á Eskifjörð, Seyðisfjörð og Djúpavog og eru fjölbreyttar skoðunarferðir í boði fyrir farþega út frá þeim öllum. „Þessi akstur er stór póstur hjá okkur yfir sumarmánuðina og mikill handagangur í öskjunni suma daga.“ Díana Mjöll segir að þegar ferðalög erlendra ferðamanna á bílaleigubílum jukust fyrir fáum árum hafi menn menn farið að velta vöngum yfir á hvern hátt væri hægt að koma til móts við
Gamli enn lífið og sálin í fyrirtækinu Díana Mjöll tók við stjórnartaumum á 20 ára afmæli Tanna Travel árið 2013, en Sveinn faðir hennar er enn hinn sprækasti og lífið og sálin í félaginu. Móðir hennar, Margrét Óskarsdóttir er fjármálastjóri félagsins og eiginmaður Díönu, Sigurbjörn Jónsson, er yfirmaður bíladeildar. „Við höfum nú nefnt að mamma og pabbi mættu aðeins fara að róa sig, njóta lífsins og ferðast, en þau hafa nú ekki hlustað á þau góðu ráð ennþá. Ferðaþjónustan hér fyrir austan eins og annars staðar hefur vaxið og það veitir ekki af að hafa innan sinna raða úrvalsfólk til að leysa verkefnin. Okkar markmið hefur alla tíð verið að bjóða persónulega og metnaðarfulla þjónustu,“ segir Díana Mjöll. tannitravel.is
Fjöldi skemmtiferðaskipa hefur viðkomu í höfnum austanlands og þá er bílafloti Tanna Travel ekki langt undan, en fjöldi skoðunarferða er í boði fyrir farþegana.
AUSTURLAND
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 45
Áfangastaðurinn Austurland
Mikil gróska og uppbygging í ferðaþjónustu
Klifbrekkufossar í Mjóafirði.
Mikið er lagt upp úr því að nýjar byggingar á viðkvæmum svæðum falli sem best að umhverfi sínu. Hér er nýlegt aðstöðuhús á Vatnsskarði.
María Hjálmarsdóttir stýrir verkefninu Áfangastaðurinn Austurland.
„Það er mikil gróska í ferðaþjónustunni á Austurlandi, uppbygging víða í fjórðungnum, mikil fjölbreytni og margir spennandi og ólíkir hlutir í gangi,“ segir María Hjálmarsdóttir sem stýrir verkefninu Áfangastaðurinn Austurland. Verkefnið var sett af stað að frumkvæði Ferðamálasamtaka Austurlands, en Austurbrú stýrir því. Markmiðið þess er að styrkja aðdráttarafl og samkeppnishæfni fjórðungsins, gera áætlun til lengri tíma þar sem áhersla er á sjálfbæran og arðbæran vöxt ferðaþjónustunnar, sem og á svæðisskipulag, en um er að ræða samfélagsátak sem skapar ramma fyrir þróun áfangastaðarins Austurlands. Verkefnið hófst árið 2014 og hefur mikið áunnist að sögn Maríu. „Við notum sérstaka aðferð til að sjá út styrkleika og veikleika svæðisins, tækifæri þess og ógnanir og þannig var leitast við að svara því hvernig best færi á að þróa Austurland áfram og gera að öflugri áfangastað. Við höfum fjallað um séreinkenni svæðisins og hvaða minningar við viljum skapa hjá okkar gestum,“ segir hún.
Mikil fjölbreytni fyrir austan Austurland er stórt og fjölbreytt landssvæði og hefur nokkra sérstöðu. Kaupstaðir á fjörðum eru hver með sínu móti, en hæglega er hægt að aka á milli þeirra og upplifa hvað hver og einn hefur að bjóða. Síðan er Héraðið með sínum gróskumiklu skógum og hálendi Íslands er innan seilingar, svo að segja í bakgarðinum, með sínum víðlendum og jöklum. „Ferðalangar geta upplifað ólíkt landslag, ólíka stemningu eftir því hvar þeir eru staddir í fjórðungnum hverju sinni. Okkar sérstaða felst að mörgu leyti í þessari fjölbreytni, því hversu ólík landsvæðin eru; gróskumiklir skógar, jöklar, tilkomumiklir fossar, víðátta, heillandi sjávarþorp,“ segir María. Spennandi verkefni í gangi Það er mikill hugur í Austfirðingum og víða hefur á liðnum
misserum verið tekið myndarlega til hendinni og í farvatninu eru spennandi verkefni til eflingar ferðaþjónustunni. Þar má nefna uppbyggingu ylstrandar við Lagarfljót, Vök-Bað sem er stórt verkefni og lyftir ferðaþjónustu fjórðungsins verulega. Stefnt er því að ylströndin verði tekin í notkun á næsta ári, 2019. Framkvæmdir hafa einnig staðið yfir á Óbyggðasetrinu sem hlaut nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2016, en þar er verið að útvíkka starfsemina og bæta í, m.a. með heitri laug og stjörnuskoðunarhúsi. Fjallahjól eru nú einnig í boði auk vinsælla hestaferða líkt og áður. Þá er víða verið að taka til hendinni á Egilsstöðum og nágrenni og við hafa bæst matsölustaðir af ýmsu tagi og gistimöguleikar eru nú fleiri en nokkru sinni fyrr.
Skilar sér að vanda til verka „Hvarvetna þar sem er verið að byggja upp eða bæta við hafa menn upplifun gestanna sem útgangspunkt. Það má segja að það sé þemað hjá okkur fyrir austan auk þess að vanda vel til verka og leggja áherslu á gæðin,“ segir María, en hún nefnir í því sambandi nokkrar nýlegar byggingar á viðkvæmum svæðum þar sem mikið var í lagt til að gera byggingar sem best úr garði og að þær falli sem best að umhverfi sínu. Þar er sem dæmi nýlegt aðstöðuhús við Stórurð á Vatnsskarði og sama áhersla á vönduð vinnubrögð er við gerð húss við Hafnarhólma á Borgarfirði eystra. Efnt var til samkeppni um húsin og segir María það heilladrjúgt. „Það hefur verið mikill metnaður að bæta innviði og gera allt á sem vandaðast hátt. Það skilar sér til lengri tíma litið og upplifun gesta verður sterkari,“ segir hún. austurbru.is
Í Stórurð.
Gönguferðir í fjalllendi Austurlands njóta mikilla vinsælda.
46 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
AUSTURLAND
Seyðisfjörður að fyllast af ferðafólki
Regnbogagatan slær í gegn! „Sumarið leggst vel gríðarlega vel í mig og ferðamennirnir eru nú þegar farnir að streyma til okkar,“ segir Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi á Seyðisfirði. Dagný er uppalinn Ausfirðingur og hefur búið á Seyðisfirði síðan hún var unglingur og segir gott að ala upp börn í bænum. „Mín starfsstöð er á bæjarskrifstofunni en auk þess er ég yfir tjaldsvæðinu og upplýsingamiðstöðinni, en þetta er annað árið í röð sem við erum með heilsársstarfsmann í miðstöðinni en fram að því hefur rekstur hennar að mestu einskorðast við sumarmánuðina.“ Með því að lengja starfstíma upplýsingamiðstöðvarinnar segir Dagný verið að bregðast við auknum straumi ferðafólks utan hefbundins ferðamannatíma. „Það er tiltölulega nýtt fyrir okkur Seyðfirðinga að hafa ferðamenn allt árið, sem er mjög jákvætt.“
Dýr króna styttir dvölina Hún segir að Ferðamálastofa hafi gert ráð fyrir að rúmlega 300.000 ferðamenn hafi heimsótt Seyðisfjörð á síðasta ári og þar af um 215.000 yfir sumarið sem er aukning frá árinu á undan. Þar munar um ferjuna Norrænu sem er með reglulegar siglingar allt árið en auk þess hafa rúmlega 50 skemmtiferðaskip boðað komu sína í sumar. Dagný segir ferðamenn stoppa skemur nú en áður og talið er að það megi að stórum hluta rekja
Regnbogi yfir Regnbogagötunni sem heitir samt Norðurgata!
til sterkrar krónu sem hafi gert Íslandsferðirnar dýrari en áður. Þá bregðist fólk við með því að stytta dvölina. Sú stytting kemur harðar niður eftir því sem komið er lengra frá suðvesturhorninu. „En þeir ferðamenn sem leggja leið sína á Seyðisfjörð eru mjög ánægðir og nefna þá helst náttúruna og fjöllin, vinalega andrúmsloftið og Regnbogagötuna okkar frægu sem er eitt vinsælasta myndefni Austurlands.“
Dagný Erla Ómarsdóttir úti í náttúrunni með stelpunum sínum, Margrét Móeiði og Sigrúnu Ísold.
afþreying er í boði á Seyðisfirði. „Hér er gróska í listalífinu með myndlistarsýnigum í Skaftfelli og föstum viðburðum yfir sumarmánuðina eins og LungA, listahátíð ungs fólks, Smiðjuhátíð, tónleikaröð Bláu kirkjunnar, Hýra halarófu svo fátt eitt sé nefnt. Þá bendir hún á kajak- og hjólaleigur, Sundhöllina auk fyrirtaks 9 holu golfvallar og fjölmargar skemmtilegar göngleiðir, bæði yfir byrjendur og vant göngufólk. „Hér er boðið upp á skipulagðar gönguferðir með leiðsögn um bæinn og nágrenni hans sem eru frá einum og upp í átta tíma þar sem miðlað er fræðslu um svæðið. Svo getur vant göngufólk spreytt sig á „Fjallagarpi Seyðisfjarðar“ en það gengur út á að ganga upp á sjö tinda í firðinum. Það er líka vinsælt að skoða Tvísöng, hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne sem er rétt fyrir ofan bæinn. Og ekki má gleyma að smella af sér mynd á Regnbogagötunni með Seyðisfjarðarkirkju í baksýn, fá sér síðan sushi á NorðAustur og enda svo daginn á El grillo bjór á Kaffi Láru. Þannig að það er heilmargt að gera hér á Seyðisfirði,“ segir Dagný Erla Ómarsdóttir. visitseydisfjordur.com
Gróska í listalífinu Á Seyðisfirði er talsvert framboð af gistingu, bæði hótel, gistihús og farfuglaheimili. Margs konar
Gisting ásamt göngu- og reiðtúrum í boði hjá Skorrahestum Skorrahestar er fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu á Norðfirði sem leiðir gesti sína um ævintýraslóðir austfirskrar náttúru, ýmist á hestum eða gangandi og býður einnig upp á gistingu í útihúsunum sem breytt hefur verið í topp gistiaðstöðu fyrir ferðamenn, bæði hópa og einstaklinga. Það hefur löngum verið gestkvæmt á Skorrastað og vona hjónin Þórður (Doddi) Júlíusson og Theódóra Alfreðsdóttur að þar verði ekki breyting á. Þau eru með gistirými fyrir 19 gesti í tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergjum með sér baðherbergjum og eitt stærra sex rúma herbergi.
Sveitadvöl fyrir fjölskyldur í fríi Einstaklingar jafnt sem hópar eru boðnir velkomnir að Skorrastað þar sem daglega er hægt að fara í gönguferðir eða reiðtúra í hinum skjólsæla og sólríka Norðfirði. Fjölskyldur og ferðahópar geta bæði farið saman í göngu- eða reiðtúr, eða skipt upp hópnum og hist svo aftur eftir túrana í kaffi og bakkelsi að hætti húsfreyjunnar.
Hér koma leiðsögumenn Skorrahesta líka sterkir inn, enda heimaaldir og því með allar sögurnar á takteinum um mannlífið fyrr og nú. Skorrahestar bjóða einnig upp á svokallaða sveitadvöl, sem er tilvalin fyrir fjölskyldufólk sem vill eyða fríinu sínu saman. Þá er hægt er að fara á hestbak með alla fjölskylduna, fara í göngu með húsdýrin eða sitja bara saman á sólpallinum og taka í spil í veðurblíðunni. Brugðið á leik á leirunni innan við Nes en Skorrahestar bjóða upp á daglega reið- og göngutúra í fjölbreyttri náttúru Norðfjarðar.
Á Skorrastað er gistirými fyrir 19 gesti í tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergjum með baði.
Þú kemur sem gestur og ferð sem vinur eru einkunnarorð Skorrahesta sem leggja sig fram um að gera gestum sínum dvölina sem ánægjulegasta.
Utan hringiðu Gullna hringsins Heimilisfólkið á Skorrastað horfir björtum augum til framtíðar í ferðaþjónustu eystra, enda Austurland sá landshluti sem ferðamaðurinn eigi að horfa til, vilji hann komast burt úr hringiðu Gullna hringsins og njóta stórbrotinnar náttúru - einn með Íslandi! „Þú kemur sem gestur en ferð sem vinur,“ er okkar mottó segir Doddi, enda muna gestir vel eftir Skorrahestum löngu eftir að heim er komið, eins og sjá má, t.d. á tripadvisor.com og booking.com. skorrahestar.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 47
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS www.fi.is
48 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Meðal viðburða á Suðurlandi 18. maí
Íslenski safnadagurinn í Árborg
23. júní
Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka
17.-19. ágúst
2. júní
Kvennahlaup ÍSÍ
25.-26. maí
31. ágúst-2. september Kjötsúpuhátíðin á Hvolsvelli
2. júní
Borg í sveit, sveitadagur í Grímsnes- og Grafningshreppi
Fjör í Flóa, fjölskyldu- og menningarhátíð
28. júní
Humarhátíðin, bæjarhátíð Hornfirðinga Bryggjuhátíð, fjölskylduhátíð á Stokkseyri
Auk þessa eru á eftirtöldum stöðum reglulegir viðburðir og skemmtanir:
3.-4. júní
Sjómannadagskrá í Þorlákshöfn, Eyrarbakka og á Stokkseyri
6.-8. júlí
8.-10. júní
Kótelettan 2018, bæjar-, fjölskyldu- og tónlistarhátíð á Selfossi
7. júlí
KIA Gullhringurinn, hjólreiðakeppni á Laugarvatni
15. júní
Ultra hlaup í Rangárþingi eystra
9.-12. ágúst
16. júní
Uppsprettan, byggðahátíð í Árnesi
Sumar á Selfossi, bæjar- og fjölskylduhátíð
16. júní
Gullspretturinn, árvisst hlaup í kringum Laugarvatn
10.-11. ágúst
Hafnardagar, bæjar- og fjölskylduhátíð Þorlákshafnar og Ölfuss
17. júní
Hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins á Selfossi og Eyrarbakka
11. ágúst
Brúarhlaupið á Selfossi
12. ágúst
Veiðidagur fjölskyldunnar í Ölfusá
22.-24. júní
Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands, Selfossi
12. ágúst
Delludagur á Selfossi, viðburður í umsjá akstursklúbba á Suðurlandi
23. júní
Íslandsmótið í mótókross, Selfossi
16.-19. ágúst
Blómstrandi dagar, menningar- og fjölskylduhátíð í Hveragerði
Töðugjöld, bæjarhátíð á Hellu
Sólheimar Grímsnesi, Menningarveisla Sólheima allt sumarið, solheimar.is Gönguferðir með leiðsögn í Hrunamannahreppi á sumrin, fludir.is Þingvallaþjóðgarður fræðslugöngur, thingvellir.is Skálholt Sumartónleikar og Skálholtshátíð, skalholt.is Útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn, ulfljotsvatn.is Gullkistan, gullkistan.is Úthlíð, uthlid.is
Nánar á south.is Heimild og mynd: Upplýsingamiðstöð Suðurlands, Hveragerði.
Seljalandsfoss og Gljúfrabúi Seljalandsfoss er sterkt kennileiti á Suðurlandi þar sem hann steypist 65 metra fram af hömrum Vestur-Eyjafjalla norðan við Seljaland. Þetta er fjórði hæsti foss á Íslandi. Skammt frá Seljalandsfossi er Gljúfurárfoss eða Gljúfrabúi en þessir tveir Sunnlendingar eru án efa með fallegustu fossum landsins. Seljalandsfoss er fremsti foss í Seljalandsá sem á upptök sín í Hamragarða- og Seljalandsheiði en fellur svo fram úr Tröllagili niður
á Tröllagilsmýri sem er einstaklega fallegt svæði uppi í heiðinni, vel gróið dalverpi. Meginhluti árinnar fellur fram af hamrabrúninni fyrir sunnan Hamragarða. Fossinn sést langt að þegar ekið er austur Markarfljótsaura. Hægt er að ganga á bak við fossinn. Gljúfurárfoss, oftast nefndur Gljúfrabúi, er steinsnar frá Seljalandsfossi. Hann fellur úr samnefndri á, 40 m fram af brúninni við Hamragarða, niður í djúpa gjá.
Seljalandsfoss er á mörkum Seljalands og Hamragarða, einn af hæstu fossum landsins og horfir vel við á leið austur um Landeyjar.
Framan við fossinn er hamraveggur úr móbergi sem lokar fossinn af svo aðeins sést rétt efst í hann. Heitir hann Franskanef. Hægt er að klifra upp á nefið og sjá fossinn ofan frá. Sýna þarf mikla varfærni ef upp er farið og er það alls ekki fyrir alla. Sunnan við Gljúfrabúa er hægt að ganga upp lítið gil í hamraveggnum og fara upp á heiðina fyrir ofan og virða fyrir sér magnað útsýni yfir héraðið.
K ER LI N G A R FJ Ö L L paradís útivistarfólks Hveradalir eru eitt tilkomumesta háhitasvæði landsins Í Kerlingarfjöllum er fjöldi merktra og ómerktra gönguleiða Útsýni af fjallatindum eins og gerist fegurst á Íslandi
www.kerlingarfjoll.is
Allir finna hér eitthvað við sitt hæfi - Verið velkomin í Kerlingarfjöll!
SUÐURLAND
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 49
Uppsveitir Árnessýslu
Margt að upplifa í sumar „Gullna hringinn þekkja auðvitað allir en hann er mun stærri en margur heldur, eiginlega líkari gullinni keðju en hring. Í uppsveitum Árnessýslu er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að sjá og upplifa og fjölmargir staðir sem ekki má láta fram hjá sér fara. Við viljum gjarnan að ferðamenn dvelji hjá okkur sem lengst og njóti alls
þess sem er í boði á svæðinu. Í sumar er boðið upp á fjölþætta afþreyingu þar sem allir geta fengið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Ásborg Ó. Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu í samtali.
Fjölbreytt afþreying Þeir sem eru á ferð um uppsveitirnar þurfa svo sannarlega ekki
Gönguferðir með leiðsögn er eitt af því sem boðið er upp á í Uppsveitum Árnessýslu í sumar.
Skaftfellingur færði löngum björg í bú til Víkur fyrr á tíð.
100 ára afmæli Skaftfellings Um þessar mundir eru 100 ár síðan skipinu Skaftfellingi var hleypt af stokkunum en þetta merka skip, sem nú er á safni í Vík í Mýrdal, þjónaði Skaftfellingum og Vestmannaeyingum um fjögurra áratuga skeið sem farþega- og flutningaskip. Sett hefur verið upp sýning í Skaftfellingsskemmu þar sem þessi saga öll er rifuð upp. Auk sýningarinnar er í boði að sjá myndband sem fjallar um flutning Skaftfellings til Víkur. Fátítt mun, ef ekki einsdæmi að nokkurt skip á síðustu öld hafi jafnlengi gegnt hlutverki farþegaog flutningaskips sem Skaftfellingur, en hann hélt uppi samgöngum frá Reykjavík um Vestmannaeyjar austur í Skaftafellssýslur á árunum 1918-1939 og eftir það milli Vestmanaeyja og Reykjavíkur fram til
ársins 1959. Auk þess var Skaftfellingur í fisk- og vöruflutningum milli Vestmannayja og Fleetwood í Bretlandi öll stríðsárin og háði þá marga hildi við Ægi konung. Mesta frægðarverk áhafnar skipsins var björgun þýskra kafbátsmanna í ágúst 1942. Þá komst Skaftfellingur einnig undan þýskum kafbáti sem talinn var hafa skotið að skipinu nokkrum vikum eftir björgun áhafnar kafbátsins. Í nýju sýningunni í Skaftfellingaskemmu er Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona í aðalhlutverki, en það er henni að þakka að Skaftfellingur var fluttur frá Vestmannaeyjum til Víkur árið 2001. Listaverk barna sem byggð eru á verkefninu ,,Maðurinn og sjórinn,, eru einnig til sýnis. kotlusetur.is
Brydebúð er elsta húsið í Vík í Mýrdal. Þar er Upplýsingamiðstöðin í Vík til húsa. Í skemmunni á móti Brydebúð liggur einn stærsti safngripur Íslendinga.
að láta sér leiðast. Þar er að finna matarmarkaði og áhugaverða veitingastaði með sérstöðu auk þess sem auðvelt er að nálgast afurðir beint frá býli á þessu mikla landbúnaðarsvæði. Fyrir þá sem hafa áhuga á útivist og hreyfingu má nefna fjölbreyttar gönguleiðir um allt svæðið, aðstaða er til hvers konar íþróttaiðkana og hægt að stunda veiði, sund, fuglaskoðun, jöklaferðir o.fl. Þeir sem vilja auðga andann geta sótt fjölbreytta menningarviðburði og heimsótt merka sögustaði. Þá býður svæðið upp á fjölbreytta gistimöguleika af öllu tagi.
Skipulagðar hátíðir Að sögn Ásborgar er enn verið að skipuleggja og setja saman formlegar hátíðir sem í boði verða í sumar. Af því sem fyrir liggur nú má nefna Borg í sveit 2. júní sem er sérstakur sveitadagur í Grímsnes- og Grafningshreppi, þann 16. júní verður hlaupinn Gullspretturinn á Laugarvatni og sama dag er Uppsprettan, byggðahátíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þá má nefna hjólreiðakeppnina KIA
Margar skipulagðar hátíðir verða í uppsveitunum í sumar.
Gullhringinn á Laugarvatni 7. júlí, Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi 11. ágúst, Sumartónleika í Skálholti, Tvær úr Tungunum í ágúst og uppskeruhátíð á Flúðum í september. Er þá fátt upp talið. „Loks má nefna hinar vinsælu gönguferðir með leiðsögn í Hrunamannahreppi en þetta er 17. sum-
arið sem Ferða- og menningarnefnd Hrunamannahrepps býður upp á þær skemmtilegu ferðir,“ segir Ásborg Ó. Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu. sveitir.is
50 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
SUÐURLAND
Brúin yfir Ölfusá er frá árinu 1945 en til stendur að byggja nýja brú yfir ána austan kaupstaðarins.
Frá fjörunni á Stokkseyri.
Árborg – þjónustumiðstöð Suðurlands Sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps eftir almennar kosningar meðal íbúa byggðarlaganna í febrúar 1998. Sameiningin tók formlega gildi í júní sama ár. Árborg er sannkallaður höfuðstað-
Upplýsingamiðstöð Árborgar og Flóahrepps
Upplýsingamiðstöðin er til húsa í Bókasafninu á Austurvegi2. Þar er í boði fjölbreytt þjónusta fyrir ferðamenn. Ókeypis landakort með þjónustulista, bækur, landakort, póstkort og ferðavörur til sölu. Frír internetaðgangur og hotspot fyrir fartölvuna! Opið í sumar frá 08:0018:00 virka daga, laug: 9:00 – 16:00 og sun: 9:00 – 15:00. Sími 480 1990 – selfossarea.is
Eyrarbakkakirkja var vígð í desember 1890 og þá bjuggu yfir 700 manns á Bakkanum.
ur Suðurlands og á Selfossi og þar í kring eru gríðarlega fjölbreyttir möguleikar til náttúruskoðunar, menningarneyslu og hvers kyns afþreyingar sumarið 2018. Selfoss er sannkallaður þjónustubær með fjölda verslana, veitingastaða og fjölbreyttri afþrey-
Knarrarósviti er fyrsti steinsteypti viti landsins, reistur 1938-1939.
ingu. Nefna má hina stórglæsilegu Sundhöll Selfoss þar sem m.a. er 18 metra innilaug, 25 metra útilaug, barnalaug bæði úti og inni, þrjár rennibrautir, vaðlaug, vatnsgufa, sauna og heitir og kaldir pottar. Þar má einnig finna golfvöll, Fischer safnið og svo eru fjölmargar göngu-, reið- og hjólaleiðir umhverfis bæinn. Á Stokkseyri er lítil en sérstök sundlaug í hjarta byggðarinnar og einnig frábærir veitingastaðir, t.d. Veitingastaðurinn Við fjöruborðið. Veiðisafnið á Stokkseyri er vel heimsóknar virði, hægt er að ganga að hinum formfagra Knarrarósvita, gaman er að heimsækja Rjómabúið á Baugsstöðum og loks má
Velkomin í ELDHEIMA nýja gosminjasafnið í Vestmannaeyjum
www.eldheimar.is - eldheimar@vestmannaeyjar.is - Sími 488 2000
nefna Stokkseyrarfjöruna sem alltaf dregur að. Húsið á Eyrarbakka býr yfir
dulmagni, byggt árið 1765 fyrir danska einokunarkaupmenn. Byggingin er í hópi elstu bygginga landsins og lengi vel merkilegt menningarsetur þar sem erlendra áhrifa gætti á margvíslegan hátt. Þar er Byggðaafn Árnesinga til húsa. Í fyrrverandi aðgerðarsal frystihússins á Eyrarbakka má sækja menningarviðburði í Saga Music Hall. Rauða húsið veitingahús tekur alltaf vel á móti gestum sem sækja Bakkann heim og skammt undan er að finna Hafið bláa við Óseyrarbrú. selfossarea.is
Fjaðrárgljúfur er skammt vestan Kirkjubæjarklausturs.
Fjaðrárgljúfur
Hrikaleg náttúrusmíð á Suðurlandi Sá sem einu sinni hefur komið í Fjaðrárgljúfur gleymir því aldrei og telur sá sem þetta skrifar að einn þeirra hljóti að vera Justin Bieber sem kom þessari perlu á heimskortið eftir að hafa auglýst þar nærfatnað hér um árið! Fjaðrárgljúfur er á náttúruminjaskrá. Gljúfrið er mjög hrikalegt á íslenska vísu, um 100 m djúpt og um tveir kílómetrar að lengd. Fjaðrá, sem gilið dregur nafn sitt af, kemur úr Geirlandshrauni og fellur niður í gljúfrið og rennur í Skaftá. Þessi árin er ekki mikið
rennsli í ánni og því eiga ferðamenn hægt um vik að ganga meðfram henni inn í gilbotninn. Enn skemmtilegra er þó að fara um afmarkaðan göngustíg á gilbarminum og njóta um leið útsýnisins yfir gljúfrið. Örnefnið Fjaðrá hefur vafist fyrir mönnum og meira að segja vér Mörlandar eigum erfitt með að bera nafnið fram öðru vísi en að vefjast tunga um tönn. Telja má víst að fólk af öðrum þjóðernum geti það alls ekki frekar en örnefnið Vatnajökull eins og allir vita.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 51
SUÐURLAND Íþróttabærinn Hvolsvöllur
Frábær sundlaug og frisbígolf „Sundlaugin okkar hér á Hvolsvelli er alltaf vinsæl enda stórglæsileg með öllum þeim búnaði sem fólk gerir kröfur um s.s. heitum pottum, vaðlaug, rennibraut, gufubaði, köldu baði og fleiru. Ég vil einnig vekja athygli á frisbígolfvellinum okkar sem við settum upp í fyrra en fleiri og fleiri kunna að meta það frábæra sport. Á vellinum eru 9 körfur og hægt að fá leigða diska gegn vægu verði í íþróttamiðstöðinni,“ segir Árný Lára Karvelsdótt-
ir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra í samtali.
Diskar í staðinn fyrir golfbolta Frisbígolf er leikið á svipaðan hátt og venjulegt golf. Í stað golfkylfa og golfbolta nota leikmenn frisbídiska. Þessi íþrótt var mótuð á áttunda áratug síðustu aldar og á það sameiginlegt með venjulegu golfi að reynt er að klára hverja holu í sem fæstum köstum. Folfdisknum er kastað frá teigsvæði í átt að skot-
FRISBÍGOLFVÖLLUR 79m - Par
3
50m - Par 3
33m - Par 3
110m 30
m
ar
Hvolsvöllur
6
3
m 75 3 ar -P
Sundlaugin á Hvolsvelli er rómuð fyrir góða aðstöðu.
Á frisbígolfvellinum á Hvolsvelli eru 9 körfur og hægt að fá leigða diska gegn vægu verði í íþróttamiðstöðinni.
marki sem er „holan“. Þessi hola getur verið mismunandi en oftast er um að ræða sérsmíðaðar körfur.
og hægt að gera ýmsar æfingar, t.d. teygja á vöðvum eða æfa á jafnvægisslám. Ég mæli eindregið með þessari skemmtilegu og ókeypis líkamsrækt sem auðvitað er hægt að iðka allan ársins hring,“ segir Árný Lára að lokum og býður alla ferðalanga velkomna í Rangárþing eystra.
Léttur teigur
3 ar -P 3 55m - Par m 55
-P
Par 4
Erfiðari teigur Karfa Þú ert hér
7
Skannaðu inn QR merkið til að fá nánari upplýsingar um frisbígolf s.s. vallarkort, skorkort og aðra velli.
m
35 m 75 3
ar
-P ar
-P 3 85m - Par
3
30m
80m
- Pa
r3
64m - Par
r3
- Pa
3
8
36
m
-P
ar
3
55m
50m
r3
Par 3
- Pa
45m -
Frisbígolf leikreglur Folf er spilað líkt og hefðbundið golf nema með frisbídiskum.
9
Leikreglur er mjög einfaldar. Talin eru köstin sem tekur að koma disknum í körfuna og takmarkið er að fara allar brautir í sem fæstum köstum. Fyrsta kast er tekið af merktum teig og er það næsta tekið þar sem diskurinn liggur og þarf sá fótur sem er nær körfu að vera þar sem diskurinn lá.
Sundlaug
Skipta má um diska á milli kasta. Sá spilari sem lengst er frá körfu tekur fyrsta kast. Tillitsemi er stór hluti af leiknum. Sanngjarnt er að mótspilari þinn fái að kasta án truflunar, það sama myndir þú vilja. ÍSLENSKA FRISBÍGOLFSAMBANDIÐ www.folf.is
Ekki kasta fyrr en þú er viss um að flug disksins og lending hans trufli ekki hina spilarana eða fólk sem er á svæðinu. Mikilvægt er að stíga ekki á plöntur eða skemma gróður. Góða skemmtun.
Göngum vel um, skiljum ekki eftir rusl og sýnum tillitsemi.
Hvolsvöllur skilti 2017b 150x100.indd 1
01/09/17 11:04
JÚNÍ
3. SJÓMANNADAGURINN 8.–10. KÓTELETTAN 2018 17. JÚNÍ Í ÁRBORG 2018 23. JÓNSMESSUHÁTÍÐIN Á EYRARBAKKA 22. – 24.LANDSMÓT FORNBÍLAKLÚBBS ÍSLANDS
Heilsustígurinn liðast um bæinn og nágrennið Sundlaugin á Hvolsvelli er hluti af íþróttamiðstöð bæjarins en þar eru að auki íþróttahús og fótboltaog frjálsíþróttavöllur. Þar er og að finna líkamsræktarstöð með fjöl-
JÚLÍ
6.–8.BRYGGJUHÁTÍÐ Á STOKKSEYRI 14. STEFNUMÓT VIÐ MÚLATORG
breyttum líkamsræktartækjum og aðstaða öll er eins og best verður á kosið. Stöðin er á annari hæð í íþróttahúsinu og þar geta gestir og gangandi keypt sér staka tíma eða kort. „Þá vil ég nefna Heilsustíginn okkar en hann liðast í gegnum og umhverfis Hvolsvöll og er 4,2 km að lengd. Við stíginn eru 15 stöðvar með mismunandi tækjum
hvolsvollur.is
ÁGÚST
9.–12. SUMAR Á SELFOSSI 11. BRÚARHLAUPIÐ
12. DELLUDAGUR 12. VEIÐIDAGUR FJÖLSKYLDUNNAR Í ÖLFUSÁ
52 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
SUÐURLAND
Gosminjasafnið Eldheimar
Undir gosösku í rúm 40 ár Eldheimar er gosminjasýning í Vestmannaeyjum sem lýsir á áhrifamikinn hátt sögunni í kringum gosið sem hófst í Eyjum árið 1973 sem varð til þess að íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín og eyjuna. Það sem er einstakt við sýninguna er að húsnæðið sem byggt var undir hana var í raun byggt yfir hús sem grófst undir ösku í gosinu og var síðan grafið upp. Gestir geta því skoðað áhrifamátt gossins á heimili í Eyjum.
Áhrifamikil hljóðleiðsögn „Heimaeyjargosið er stóra sýningin okkar,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Eldheima, „Þar er fólk hringferð, það kynnir sér hvernig landslagið var í Vestmannaeyjum fyrir gos, síðan hvernig gosið byrjaði, hvernig framvinda þess var og svo er farið í gegnum hvernig það var að koma aftur til Eyja, hve margir misstu heimili sín og byrjuðu upp á nýtt og hvernig bærinn var hreinsaður.“ Gestir fá hljóðleiðsögn. „Það er hluti af upplifuninni – gestir lesa ekki á nein skilti heldur hlusta á söguna frá einum stað til þess
Stærstu eyjarnar Heimaey 13,4 km2 Hrísey 8 km2 Hjörsey 5,5 km2 Grímsey 5,3 km2 Flatey Skjálfanda 2,8 km2 Málmey 2,4 km2 Papey 2 km2 Viðey 1,7 km2 Surtsey 1,6 km2
næsta með viðeigandi hljóðum þannig að upplifunin verður meiri; gestir heyra í hrauninu og hvernig tilkynnt var í útvarpi allra landsmanna að eldgos væri hafið í Vestmannaeyjum og að fólk þyrfti að drífa sig niður á höfn og fara í næsta bát. Þetta gerir upplifunina sterkari.“
Líka Surtsey Gestir geta líka skoðað sýningu tengda neðansjávargosinu sem hófst árið 1963 og Surtsey sunnan við Heimaey myndaðist en gosið stóð til ársins 1967. Eyjan er friðlýst og er á heimsminjaskrá UNESCO vegna verndunar og mikilvægi vísindarannsókna á landnámi plantna, dýra og sjávarlífvera á nýju landi. „Þar er hægt að kynna sér gaumgæfilega það sem komið hefur út úr rannsóknum í eyjunni sem hefur verið einangruð alla tíð og hvernig hægt er að sjá hvernig náttúran þróast án afskipta mannsins.“ Gagnaver að rísa Kristín segir að rekstur gosminjasafnsins hafi gengið vel frá því það var opnað árið 2014. „Styrkleiki safnsins er að tengingin í Eyjum. Þetta er náttúrlega einstök saga í þó þetta stórri eldfjallasögu Íslands. Vestmannaeyjagosið varð í miðri byggð og við erum á þessu
Gestir Eldheima hlusta á söguna frá einum stað til þess næsta með hljóðleiðsögn.
Kristín Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Eldheima. „Eldheimar eru og verður safn minninganna sem svo Ljósm. Baju Wijono mikilvægt er að vernda.“
safni að segja sögu á þann hátt að fólk fer út af sýningunni og hefur lært eitthvað og veit meira hvernig þetta var fyrri 45 árum síðan þegar heilt bæjarfélag þurfti að yfirgefa heimilin á einni nóttu og svo fyrir 55 árum þegar neðansjávargosið var og Surtstey myndaðist. Menn hafa gert sér grein fyrir að það
Ljósm. Óskar Pétur Friðriksson
Miðpunktur sýningarinnar er húsið sem stóð við Gerðisbraut 10 en það var grafið úr öskunni.
verður æ mikilvægara að hægt sé að kynna sér þann hluta sögu Vestmannaeyja sem eldgosið vissulega er. Það er mikilvægt að hægt sé að hafa safnið í bænum fyrir komandi kynslóðir.“ Kristín segir nú verið að reisa gagnaver þar sem verða ýmsar viðbótarupplýsingar. „Þar verður alls
konar efni sem við höfum haldið utan um sem tengist þessum atburði. Eldheimar eru og verða safn minninganna sem svo mikilvægt er að vernda.“ eldheimar.is
Hellarnir í Leitahrauni Margir eru heillaðir af hvers konar hellum en þeir eru víða á Íslandi eins og við vitum. Hraunhellar eru algengir, t.d. Surtshellir í Hallmundarhrauni sem er sennilega þeirra þekktastur. Í Leitahrauni í Ölfusi má finna tvo áhugaverða
hella, Raufarhólshelli og hellinn Arnarker. Báðir eru þeir í alfaraleið og áhugaverðir til skoðunar. Raufarhólshellir er staðsettur við Þrengslaveg og er einn af lengri hellum á Íslandi. Hann er yfir 1300 metra langur og myndaðist
VETUR, SUMAR, VOR OG HAUST
í Leitarhraunsgosi í Bláfjöllum fyrir um 5200 árum. Vinsælt er að nota hellinn í kvikmyndum og til að mynda var hluti úr myndinni Noah (2014) tekin upp í hellinum. Daglegar ferðir eru í boði í hellinn. Arnarker er við gamla veginn sem liggur frá Þrengslavegi út í Selvog. Merkt leið er frá veginum að hellinum og upplýsingaskilti er við hellinn. Stutt er frá vegi að hellismunnanum sem er gríðar stórt niðurfall þar sem brotnað hefur úr
þakinu. Stigi liggur niður í hellinn sem er þarna á um 16 metra dýpi í hrauninu. Arnarker er um 516 metra langur hellir með þokkalega lofthæð og er vítt til veggja. Oft er hægt að skoða fallegar ísmyndanir í hellinum og geta ískastalar risið í allt að þriggja metra hæð. Í Arnarkeri er hægt að ganga tvær leiðir; um 100 m til suðurs frá niðurgönguopi og um 400 m til norðurs.
Mýrdalur hefur upp á margt að bjóða, árið um kring!
Í Arnarkeri er oft hægt að skoða fallegar ísmyndanir og geta ískastalar risið í allt að þriggja metra hæð. Arnarker er einn margra hella í Leitahrauni í Ölfusi.
SUÐURLAND
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 53
Geysir í Haukadal
Frægasta náttúrufyrirbæri Íslands Geysir í Haukadal er án alls vafa frægasta náttúrufyrirbæri á Íslandi og nafn hans samheiti um víða veröld á gjósandi hverum. Flestir ef ekki allir Íslendingar hafa heyrt um þetta fyrirbrigði en þeim fer fækkandi sem hafa séð hann í ham, spúandi sjóðheitu vatninu tugi metra til himins. Þessi forðum heimsfrægi hver lætur nú orðið lítið á sér kræla. Heimsókn á hverasvæðið í Haukadal er þó vel þess virði.
Frægur á 17. og 18. öld Geysir er talinn hafa myndast við mikla jarðskjálftahrinu í lok 13. aldar en í Oddaverjaannáll segir að árið 1274 hafi komið upp hverir stórir í Eyrarfjalli hjá Haukadal. Geysis er fyrst getið með nafni árið 1647 og er hann þá mikill og ákafur goshver sem þeytti vatni að jafnaði 60 til 80 metra upp í loftið. Það er svipað og hæð Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti. Eftir það varð Geysir og svæðið allt heimsfrægt og er þess getið í öllum ferðabókum frá Íslandi á 17. og 18. öld. Sagnir eru raunar um að fyrir miðja 19. öld hafi hann getað náð allt að 170 m hæð. Skál Geysis er um 18 m í þvermál og niður úr henni gengur 18 m djúp hola, sem er 2 m í þvermál. Upp úr aldamótunum 1900 dró mjög úr gosvirkni Geysis og frá 1916 hefur hann ekki gert meira en að pusa óreglulega upp vatni. Geysir keyptur fyrir viskígróða Geysir var seldur árið 1899 breskum viskíframleiðanda, James Craig að nafni, sem síðar varð forsætisráðherra Norður-Írlands. Í kaupunum fylgdu einnig hverirnir Strokkur, Blesi og Litli Geysir eða svonefnd Óþerrihola. Í eitt eða tvö ár eftir þessa sölu urðu menn að borga fyrir að fá að skoða hverina í Haukadal en síðan var sá háttur lagður af og hefur ekki tíðkast síðan – að mestu leyti. Breski viskíbóndinn missti fljótt áhuga á svæðinu og eignarhaldið fluttist á milli manna þar ytra. Árið 1935 keypti Sigurður Jónasson forstjóri í Reykjavík Geysissvæðið og gaf það íslensku þjóðinni. Gýs hann aftur? Þegar Suðurlandsskjálftarnir miklu urðu 1896 hafði Geysir ekki bært á sér um nokkra hríð. Eftir skjálftana hófust gosin á ný og stóðu yfir í
Hæstu fossarnir Glymur 190 m Hengifoss 128 m Háifoss 122 m Seljalandsfoss 65 m Skógafoss 62 m Dettifoss 44 m Gullfoss 32 m
tæpa tvo áratugi. Það sama gerðist eftir Suðurlandsskjálfta árið 2000 en þá jókst virkni Geysis en varaði í stuttan tíma. Nú spá jarðskjálftafræðingar stórum skjálfta á Suðurlandi innan fárra ára. Hvað gerir sá gamli þá?
Sagnir eru um að á öldum áður hafi Geysir náð allt að 170 m hæð. Sennilega eru það ýkjusögur. Gos hans á góðum degi voru þó sannarlega jafnhá Hallgrímskirkju!
54 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
SUÐURLAND
Country Dream við Selfoss
Gisting í nýjum stúdíóíbúðum Sunnlenska ferðaþjónustufyrirtækið Country-Dream hefur fært út kvíarnar og stækkað gistiaðstöðu sem er í boði fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn í Langholti 2, rétt austan við Selfoss. Í Langholti er hægt að velja á milli gistingar í þremur 20-25 fermetra stúdíóíbúðum í sambyggðu gistihúsi, auk fjögurra tveggja manna herbergja í þjónustuhúsi. Í stúdíóíbúðunum er eldhúskrókur með öllum nauðsynlegum borðbúnaði þar sem hægt er að elda mat, gistipláss er fyrir 2-4 og baðherbergi með sturtu. Stórir flatskjáir eru í stúdíóíbúðunum og verönd með borði og stólum fyrir hverja íbúð. Í þjónustuhúsinu er setaðstaða fyrir gesti, bæði inni og úti á verönd og þar er heitur pottur. Hægt er að hella upp á kaffi í þjónustuhúsinu og þar er líka aðgangur að örbylgjuofni og brauðrist. Óski gestir eftir morgunverði er hann borinn fram í sólskála.
Náttúruperlur á Suðurlandi Það eru hjónin Fríður Sólveig Hannesdóttir og Ragnar Björgvinsson sem standa að rekstri Country Dream ferðaþjónustunnar. Þau hófu starfsemina vorið 2016 og hafa viðtökurnar verið góðar, enda náttúruperlur að finna alls staðar í nágrenninu, s.s. Gullna hringinn, Þingvelli, Seljalandsfoss, Þórsmörk
Í Langholti hafa verið ræktaðir hestar í mörg ár og geta gestir Country Dream fengið að bregða sér á hestabak ef þeir vilja.
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á gistiaðstöðunni hjá Country Dream og er nú boðið upp á gistingu í þremur splunkunýjum stúdíóíbúðum í sambyggðu gistihúsi og í fjórum tveggja manna herbergjum í þjónustuhúsi.
facebook: icelandiccountrydream
Skaftafell í Öræfum
Gróðurvin milli sands og jökla Skaftafell í Öræfum er án efa helsta náttúruperla Íslands og þangað er alltaf gaman að koma enda náttúran engu lík og afþreyingarmöguleikar fyrir ferðamenn nær óþrjótandi. Skaftafell og nágrenni var lýst þjóðgarður árið 1967, þá 500 m2, síðan stækkaður tvisvar en þá sameinaður Vatnajökulsþjóðgarði árið 2008 sem er stærsti þjóðgarður Evrópu. Þar er sjálfur Vatnajökull, sá stærsti í Evrópu og þriðji stærsti jökull jarðar. Skaftafell er umlukið söndum og vötnum og sannkölluð gróðurvin en Öræfajökull skapar mjög gott skjól. Umhverfið er mótað af eldgosum liðinna alda og árþúsunda og setja fjölbreyttar jarðmyndanir svip sinn á það. Í Skaftafelli er hægt að finna einar 250 tegundir háplantna og því óhætt
Skaftafellsjökull er í Vatnajökulsþjóðgarði.
að segja að þar þrífist gróskumikill gróður milli sands og jökla með miklu fuglalífi.
Áhugaverðir Skaftafells eru Kristínartindar,
UPPSVEITIR ÁRNESSÝSLU
Bláskógabyggð
og fleiri áhugaverða staði. Þá eru fjölmargar fallegar gönguleiðir í nágrenni Langholts, fuglalíf mikið og fjölbreytt og norðurljósin tignarleg þegar sá árstími er. Þeir gestir sem það vilja geta fengið að bregða sér á hestbak í Langholti en Langholtshjónin búa að áratuga reynslu í bæði veitingarekstri og hestamennsku. „Við hlökkum til að taka á móti gestum, innlendum sem erlendum og gera þeim dvölina hér í Langholti 2 sem allra besta og eftirminnilegasta,“ segja Ragnar og Fríður. Áhugasamir geta sent tölvupóst á netfangið info @countrydream.is til að fá frekari upplýsingar, eða haft samband í síma 482-1061.
Hrunamannahreppur
Ein af perlum Skaftafells er Svartifoss.
staðir innan t.d. Svartifoss, Skaftafellsjökull,
Morsárdalur og Bæjarstaðarskógur. Gnótt gönguleiða er að finna um svæðið allt.
www.sveitir.is
Grímsnes- og Grafningshreppur
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 55
Gönguferðin þín er á utivist.is
www.utivist.is
Fjölbreyttar ferðir bíða þín Gönguferðir Hjólaferðir Jeppaferðir
Langar ferðir Stuttar ferðir Jöklaferðir
Bækistöðvaferðir Fjallaferðir Fjöruferðir Opið alla virka daga kl. 12-17
Laugavegi 178 - 105 Reykjavík - Sími 562 1000 - utivist@utivist.is
56 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
SUÐURLAND
Kerlingarfjallavinir vinna að umhverfisverkefnum „Félagið Kerlingarfjallavinir var stofnað árið 2013 og hefur að markmiði að annast ýmis umhverfisverkefni á því fallega og fjölsótta svæði sem Kerlingarfjöll eru. Okkur hefur orðið ágætlega ágengt í því að fá styrki til smærri og stærri verkefna. Náttúra Kerlingarfjalla er í senn fögur og viðkvæm og skiptir miklu máli að hugað sé að t.d. stígagerð og merkingum samhliða aukinni aðsókn og upp-
byggingu rekstraraðila á staðnum,“ segir Ragnar Magnússon, formaður Kerlingarfjallavina. Stofnun félagsins var á sínum tíma að frumkvæði Fannborgar ehf. sem annast rekstur gisti- og veitingaaðstöðu í Kerlingarfjöllum en að stofnun félagsins kom einnig Hrunamannahreppur ásamt áhugafólki og öðrum velunnurum Kerlingarfjallasvæðisins.
Jöklaveröld í Hoffelli
Góð gistiaðstaða er í Hoffelli og gnótt áhugaverða staða í nágrenninu.
Gistiheimilið í Hoffelli er aðeins 3 km frá Hoffellsjökli, stórum skriðjökli suður úr Vatnajökli. Að jökulsporðinum og inn með jöklinum liggja frábærar gönguleiðir og allt umhverfið einkennist af miklum andstæðum; víðáttumiklu og grösugu flatlendi, háum fjöllum, drynjandi skriðjöklum, köldum jökulfljótum og funheitum jarðhitalindum. Opið er allt árið og m.a. boðið upp á fjórhjóla- og jeppaferðir með leiðsögn. Vel er tekið á móti gestum á Hoffelli sem geta notið dvalar í öræfakyrrðinni og gert vel við sig í mat og drykk. Gistiheimilið er um 20 km frá Höfn í Hornafirði og eru þar yfir 20 eins til þriggja
manna herbergi í þremur byggingum. Morgunverður er innifalinn í verði og veitingastaðurinn Fjárhúsin er opinn yfir sumartímann. Ókeypis þráðlaust netsamband er í öllum húsunum. Skammt frá gistihúsunum eru fimm náttúrulaugar í sérstæðri umgjörð með frábæru útsýni. Gönguleiðir eru fjölbreyttar í næsta nágrenni, miserfiðar og mislangar, en allir ættu að finna slóðir við sitt hæfi. Vinsæl útivistarsvæði eru í Haukafelli (16 km) og við Fláajökul (24 km). Gönguleiðakort eru til um þessi svæði og vinsælar gönguslóðir í nágrannasveitum má fá t.d. á upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Höfn.
Kerlingarfjallasvæðið nýtur sífellt meiri vinsælda göngufólks.
Kerlingarfjallavinir vinna m.a. að merkingum göngustíga á svæðinu.
Fjölbreytt verkefni Ragnar segir Kerlingarfjallavini hafa m.a. fengið nokkra verkefnastyrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. „Verkefnin snúa öll að umhverfis- og aðgengismálum. Um er að ræða gerð göngustíga og upplýsingaskilta, merkingar gönguleiða og stærsta verkefni okkar hingað til eru þrjár nýjar göngubrýr sem við settum niður í Hveradalina og þurftum aðstoð þyrlu til að koma þeim fyrir. Kerlingarfjöll eru mjög viðkvæmt svæði og afar mikilvægt að reyna að stýra umferðinni á göngustíga. Reynslan hefur sýnt að þetta starf okkar
47 km að lengd en hinar tvær eru 7 km og 3 km. Sú síðastnefnda liggur um Hveradali. „Umferðin í Kerlingarfjöllum er nú þegar orðin mikil og mun aukast enn frekar í framtíðinni. Íslendingar eru duglegir að heimsækja Kerlingarfjöll en mesta fjölgunin er, eins og víða annars staðar, í erlendum gestum. En með þeirri miklu og metnaðarfullu uppbyggingu sem Fannborg ehf. stendur fyrir á staðnum laðar staðurinn að sér fleiri gesti til að njóta þeirrar náttúruperlu sem Kerlingarfjöll eru.“
skilar miklum árangri þó aldrei sé hægt að koma algjörlega í veg fyrir að einhver fari út fyrir merkta stíga og gönguleiðir,“ segir Ragnar en auk framantaldra verkefna hafa Kerlingarfjallavinir unnið að því að taka niður gamlar girðingar á afrétti Hrunamannahrepps en Kerlingarfjöll eru innan hans.
Náttúrufegurðin laðar að Náttúrufegurð Kerlingarfjalla er mikil og hægt er að velja um þrjár megin gönguleiðir um svæðið. Sú lengsta þeirra liggur hringinn í kringum Kerlingarfjöll og tekur þrjá daga að ganga hana. Sú leið er
kerlingarfjoll.is
Hunkubakkar á Síðu
Náttúrufegurð og milt veðurfar Ferðaþjónustan að Hunkubökkum hefur upp á að bjóða nokkur tveggja eininga smáhýsi með verönd og eru herbergin með og án sérbaðherbergis. Þau eru öll tveggja til þriggja manna. Einnig eru herbergi í boði heima á bæ. Húsin standa aðeins fáeina
Hunkubakkar eru á Síðu, skammt vestan Kirkjubæjarklausturs.
Herbergin á Hunkubökkum eru vel búin og vistleg.
metra frá þjónustuhúsi og því stutt að fara ef morgun- og kvöldverðar er óskað. Veitingaaðstaða er með sæti fyrir um 30 manns en að auki er hliðarsalur sem tekur allt að 20 manns til viðbótar. Þar er borinn fram morgun- og kvöldverður fyrir gesti eftir pöntun. Vínveitingar eru í boði.
Umhverfi Hunkubakka á Síðu er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar en allt um kring er að finna óþrjótandi möguleika fyrir fólk að upplifa hinar miklu andstæður í náttúrunni. Hægt er að fara í ferðir um umhverfið á eigin vegum en einnig eru í boði skipulagðar ferðir í samstarfi við ýmsa ferðaþjónustuaðila, t.d. gönguferðir og jeppaferðir. Einnig er gaman að koma við á Hunkubökkum, dvelja í kyrrð og ró á staðnum og taka þátt í sveitastörfum ábúenda. Skemmtileg og eftirminnileg upplifun! hunkubakkar.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 57
vat n s h e l d u r fat n a ð u r
SealSkinz heldur þér þurrum
SealSkinz er fyrir hestamanninn, hjólafólkið, göngufólkið, skíðafólkið og alla þá sem vilja vera þurrir á höndum, fótum og á höfði.
SealSkinz er breskt fyrirtæki sem framleiðir einstaka línu af vatns heldum vörum fyrir höfuð þitt, hendur og fætur. Sealskinz notast við 3ja laga einkaleyfisskráða tækni í prjónuðum sokkum, hönskum og húfum til að búa til óaðfinnanlegar vörur sem eru algerlega vatnsheldar en anda engu að síður.
vatnshelt
andar
teygjanlegt
vindhelt
slitsterkt
sveigjanlegt
alhliða húfa
Prjónuð húfa
Þunnir öklasokkar
göngusokkar
extreme cold" " hanskar
alhliða flís hanskar
Prjónuð húfa
alhliða húfa
"sea eagle" sokkar
háir alhliða sokkar
dragon eye" " hanskar
all season" " hanskar
Segir til um hæð sokkana
Austurvegur 69 - 800 Selfoss
Lónsbakki - 601 Akureyri
Sími 480 0400
jotunn@jotunn.is
Þolir mikið frost
Hægt að nota sjallsíma
Mikið grip
Karla- og kvennastærðir
Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir www.jotunn.is
Sealskinz fæst hjá eftirtöldum aðilum: Reykjavík Intersport / GG sjósport / Lífland / Postura / Reykjavík Mótor Center / Örninn Borgarnes Lífland Stykkishólmur Gallerí Braggi Snæfellsbær Vélsmiðja Árna Jóns Búðardalur K.M. þjónustan Blönduós N1 píparinn Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga Eyrinni Varmahlíð Kaupfélag Skagfirðinga Neskaupsstaður Multitask Akureyri Fákasport / Lífland / Jötunn Höfn í Hornafirði Vélsmiðja Hornafjarðar Egilsstaðir Jötunn Selfoss Jötunn Hveragerði Golfklúbbur Hveragerðis
58 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Þorvaldur Óli Traustason formaður félagsins Flakkara
Á endalausu flakki yfir sumarið „Þetta er eiginlega það besta og skemmtilegasta sem hægt er að hugsa sér,“ segir Þorvaldur Óli Traustason, formaður félags Flakkara, eigenda húsbíla sem flakka saman vítt og breitt um landið frá vori og fram á haust. Félagið fagnaði 30 ára afmæli sínu í fyrra, en það hefur vaxið og dafnað frá stofnun þess árið 1987 þegar bílaflotinn var um 30 bílar. Nú eru félagsnúmerin orðin um 250 talsins, en tveir eru jafnan á bak við hvert númer. Bróðurpartur félagsmanna er af Eyjafjarðarsvæðinu, margir eru á Austurlandi og þá hafa Skagfirðingar og Húnvetningar einnig í nokkrum mæli gengið til liðs við félagsskapinn. Þorvaldur Óli segir að húsbílar hafi farið að sjást um miðjan níunda áratug síðustu aldar. „Það voru nokkrir búnir að innrétta bíla af þessu tagi á þeim tíma og menn komu saman veturinn 1986 til ‘87 og ræddu málin með félagsskap og sameiginleg ferðalög í huga. Stofnfundur var haldinn snemma í febrúar árið 1987 og stóðu þar að baki eigendur um 30 húsbíla.
Góður á jafnsléttu en kunni síður við brekkur Sjálfur gekk Þorvaldur Óli í félagið árið 2001 og tók strax til hendinni en félaginu hefur hann stýrt undanfarin ár. „Minn fyrsti húsbíll var Ford Transit, árgerð 1986 sem var alveg hreint ágætur á jafnsléttu, en kunni síður við brekkur,“ segir Þorvaldur Óli sem í gegnum tíðina hefur átt nokkra húsbíla og kraftmeiri en þann fyrsta. Hann sá strax tækifæri til húsbílakaupa þegar þau hjón, hann og Arnleif Gunnarsdóttir kona hans seldu stóra eign í heimabæ sínum, Dalvík og fjárfestu í minna húsi. „Þá stökk ég strax af stað og keypti fyrsta húsbílinn og sé aldeilis ekki eftir því. Þetta hafa verið dásamleg ár. Í mínum huga skiptir mestu að menn séu ánægðir með sinn bíl, þá er tilgangnum náð.“ Njóta lífsins í íslenskri náttúru Undanfarin ár hafa Flakkarar verið með fjórar til fimm skipulagaðar ferðir yfir sumarið. Vorferð snemma í júní og þá er gjarnan farið að Ljósvetningabúð í Kaldakinn eða að Funaborg við Mel-
Þorvaldur Óli og Arnleif á ferðinni við Djúpalónsvík á Snæfellsnesi sumarið 2017.
markaði og síðastliðin tvö ár hefur verið blásið til grímuballs á laugardagskvöld. „Þetta byrjaði rólega, nokkrir mættu í búningum, fleiri í fyrra og nú á ég von á að ballgestir verði allir í sínu besta pússi og leggi mikið í búningana,“ segir hann.
Flakkarar á Reyðarfirði í stóru ferð sumarið 2017. Guðmundur Jónsson spilar á skemmtara og fólk tekur vel undir. Alltaf stuð þar sem Flakkarar eru.
Vorferð Flakkara í Funaborg á Melgerðismelum vorið 2017.
Húsbíll þeirra Þorvaldar Óla og Arnleifar heitir Harpan.
gerðismela, blásið til útimarkaðar í leiðinni og slegið upp balli á laugardagskvöldi. Ein stór sumar-
ferð er í boði um miðjan júlí, viku til 10 daga ferð. Í fyrra var farið um Austurland og þar áður ekinn
Vestfjarðarhingur. Nú í sumar verður farið um Suðausturland, byrjað á Djúpavogi og haldið sem leið liggur í Mánagarð, að Nesjum við Höfn í Hornafirði, komið við á Kirkjubæjarklaustri og Vík í Mýrdal, Heimalandi og ferðinni lýkur við Njálsbúð. „Við skoðum okkur vel um á hverjum stað og njótum lífsins í íslenskri náttúru. Um árin hefur maður víða komið, margoft á sömu staði en sér alltaf eitthvað nýtt til að undrast yfir,“ segir hann. Í ágústmánuði er svonefnd berjaferð í boði og Ljósvetningabúð oftar en ekki valin sem áfangastaður. Auk þess sem félagsmenn njóta þess að tína ber og hafa gaman, er mikið við haft með úti-
Allt upp í 84 nætur á flakkinu að sumarlagi „Það er yndislegt að ferðast um landið í húsbíl. Þetta er góður og þægilegur ferðamáti, allt sem þarf við höndina, aðstaðan góð og félagsskapurinn er auðvitað afbragð. Flakkarar samanstanda af hópi góðs fólk sem hefur það markmið að skemmta sér og upplifa saman, við ferðumst saman, höfum gaman og njótum samverunnar í fallegri náttúru Íslands. Það er í raun ekki hægt að biðja um neitt meira,“ segir Þorvaldur Óli, en hann og Arnleif verja stórum hluta hvers sumars á ferðalagi í bíl sínum. „Þetta hefur mest farið upp í 84 nætur yfir sumarið sem ég er að heiman, en algengast undanfarin sumur eru þetta frá 60 og upp í 70 nætur. Þetta er svo skemmtilegt og gefandi að ferðast um að maður reynir að vera sem allra mest á ferðinni hvert sumar,“ segir hann.
Hvern vilt þú dekka í umferðinni? Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að öryggi - veldu Goodyear
Þú færð Goodyear vetrardekkin á öllum betri hjólbarðaverkstæðum
M A D E T O F E E L G O O D.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 59
Hafðu samban d 568 01 00
Þegar náttúran kallar...
... erum við hjá Stólpa Gámum með lausnir sem koma að notum! • Seljum og leigjum gistieiningar og salernishús með öllum tækjum og lögnum, tilbúin til notkunar. Stólpi Gámar er samstarfsaðili Containex hér á landi sem er helsti framleiðandi gámahúsa í heiminum.
• Ýmsar stærðir af gámum til leigu og sölu sem geymsla undir lager, fyrir árstíðabundnar vörur o.fl. • Bjóðum staðlaða gáma og sérsniðnar lausnir að þörfum viðskiptavina.
stolpigamar.is Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði
Mynd: Olgeir Andrésson / Markaðsstofa Reykjaness
60 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Meðal viðburða á Reykjanesi 28. maí-3. júní
Sólseturshátíðin á Garðskaga
8. júní
16.-19. ágúst
Fjölskyldudagar í Vogum
1.-3. júní
Sjóarinn síkáti, fjölskyldu- og bæjarhátíð í Grindavík
Fuglatalning með Þekkingarsetrinu í Sandgerði
9. júní
Bláa lóns þrautin
22.-25. ágúst
Sandgerðisdagar, bæjarhátíð
7. júní
Útivist í Geopark. Fyrsta fræðsluganga sumarsins
Hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins í öllum bæjarkjörnum á Reykjanesi
Ljósanótt í Reykjanesbæ
Reykjanes Geopark vika.
17. júní
30. ág-2. sept
4.-9. júní
23. júní
Jónsmessuganga á Þorbjörn
Upplýsingar um fleiri viðburði á svæðinu í sumar má finna inn á vefnum visitreykjanes.is. Heimild og myndir: Markaðsstofa Reykjaness.
Í Duushúsi eru fróðlegar sýningar og kjörið að setjast niður á Kaffi Duus eftir að hafa skoðað þær.
Sigurbjörn Þór Sigurðsson, eigandi Kaffi Duus í Reykjanesbæ.
Kaffi Duus í Reykjanesbæ
Vinsælt veitingahús við höfnina Mikið hefur verið að gera undanfarin misseri hjá Sigurbirni Þór Sigurðssyni á Kaffi Duus í Reykjanesbæ. Þar munar mestu um aukinn straum ferðamanna, sem eru 80-90% gesta staðarins. Staðurinn er tæplega 20 ára en Sigurbjörn var áður verktaki, bæði húsa- og skipasmiður og byggði húsið sjálfur. Byrjaði með sal með 35 sæti, en er búinn að bæta við þetta sex sinnum og nú eru komin sæti fyrir 250
manns. „Ég byrjaði á þessu 1997 í nóvember og þetta er því 21. árið mitt í þessum bransa,“ segir Sigurbjörn.
Nóg að gera allt árið „Nú er orðin góð traffík allt árið og engir dauðir dagar lengur. Mesti munurinn er á vetrinum en áður fyrr kom maður oft skaðbrenndur undan honum,“ segir Sigurbjörn. „Við erum með hlað-
borð í hádeginu og hádegisverðarseðil, kaffihús á daginn og kvöldmatarseðil frá sex til 10 á kvöldin, en neitum aldrei neinum þó þeir komi eitthvað seinna. Hingað koma bæði gestir af götunni, bókaðir hópar og mikið af rútum, bæði Íslendingar og erlent fólk, en stærsti hlutinn eru erlendir ferðamenn og það koma fleiri og fleiri.“
Góð tengsl við söfnin Kaffi Duus er í sama húsi og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. „Og við erum í góðum tengslum við söfnin sem eru hér á svæðinu. Útsýnið yfir höfnina er frábært, Snæfellsnesið í norðrinu og í góðu veðri sitja gestirnir úti á verönd í kaffi og mat. Þetta er vissulega mikil yfirlega ef maður vill hafa þetta þokkalegt en það þarf að vinna mikið í því að kynna stað-
inn, fá rúturnar hingað og hafa góða heimasíðu. Þá er ég með gott starfsfólk sem er lykilatriði. Við erum ánægð með stöðuna í dag og lítum því bara björtum augum á framtíðina,“ segir Sigurbjörn Þór Sigurðsson. duus.is
REYKJANES
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 61
Reykjanesið einstakt á heimsvísu „Reykjanesið er flokkað hjá UNESCO sem hnattrænn jarðvangur. Jarðvangurinn nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Við erum þannig viðkennd sem slík af menningarmálanefnd Sameinuðu þjóðanna vegna jarðsögu svæðisins en líka vegna tengsla manns og náttúru og þykir þetta svæði vera einstakt á heimsvísu. Jarðsagan er mjög sýnileg og afleiðingar flekaskilanna, að við erum á Mið-Atlantshafshryggnum, eru mjög sýnilegt, hvort það eru ummerki eftir eldgos, jarðhiti, sprungur, skjálftahreyfingar og svo framvegis.“ Þetta segir Eggert Sólberg Jónsson, forstöðumaður Reykjaness jarðvangs, um starfsemi og verkefni jarðvangsins.
Bæta aðstöðu við Reykjanesvita og Gunnuhver „Hlutverk okkar er meðal annars að byggja upp áningarstaði fyrir ferðamenn. Í ár erum við að stækka og bæta aðstöðuna við Gunnuhver. Eins er verið að laga aðkomuna að Reykjanesvita. Við erum að vinna í stíg sem liggur upp Bæjarfellið að vitanum. Reykjanesviti er uppáhaldsviti íslensku þjóðarinnar samkvæmt skoðunarkönnun sem gerð var fyrir nokkrum árum.“ Núverandi viti var tekinn í notkun 1908. Á honum var lengi vel skjaldarmerki Danakonungs. Hollvinasamtök Reykjanesvita vinna í að því að koma þessu skjaldarmerki á vitann á nýjan leik. Búið er að steypa upp merkið sem var á vitanum og það fer upp á árinu. Þá verður öll aðstaða við vitann bætt í sumar og vegurinn hefur verið lagaður. Í fyrra var tekin í notkun aðstaða fyrir ferðamenn við Brimketil, sem er milli Grindavíkur og Reykjanesvita. Sá staður hefur notið vaxandi vinsælda. Sjá má af mælingum hve miklu fleiri komu þangað í fyrra heldur en áður. Vinsælasti ferðamannastaðurinn á Reykjanesi er Garðskagaviti. Verið er að vinna nýtt deiliskipulag fyrir hann og svæðið í kring. Brúin milli
Vinsælasti ferðamannastaðurinn á Reykjanesi er Garðskagaviti.
Eggert Sólberg Jónsson, forstöðumaður Reykjaness jarðvangs.
Í fyrra var tekin í notkun aðstaða fyrir ferðamenn við Brimketil, sem er milli Grindavíkur og Reykjanesvita.
heimsálfa er einnig mjög vinsæll staður sem táknræn göngubrú yfir þessa gjá, sem verður til vegna flekahreyfinga á svæðinu.
Um 300.000 manns heimsækja Garðskagavita „Við erum líka með gestastofu í
Reykjanesbæ Duushúsum þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um það sem um er að vera á svæðinu og hvað helst er að skoða. Þá hefur verið gefið út kort yfir gönguleiðir á Reykjanesi, en mikil aukning hefur orðið ágönguferðum á svæðinu, bæði í skipulögðum hópum
og ferðir einstaklinga. Einnig er verið að gefa út fuglaskoðunarkort, en stór hópur fólks hefur áhuga á fuglaskoðun og getur kortið bætt þeirra upplifun. Ekki liggur fyrir hversu margir ferðamenn koma inn á Reykjanesskagann á ári, en vitað er að
út á Garðskaga eru að koma um 300.000 manns árlega. Við áætlum að um 175.000 manns séu að koma að Brú milli heimsálfa og eitthvað aðeins færri út á Reykjanesvita. Svo virðist sem ívið fleiri fari að Gunnuhver en að vitanum, en tvær aðkomuleiðir eru að hverasvæðinu,“ segir Eggert Sólberg Jónsson. reykjanesgeopark.is
M74. Studio — 2017
United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization
REYKJANES UNESCO GLOBAL GEOPARK VIÐ HÖFUM GÓÐA SÖGU AÐ SEGJA reykjanesgeopark.is — visitreykjanes.is
Reykjanes UNESCO Global Geopark
62 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
REYKJANES
„Hér er allt til alls“ segir Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi Grindavíkurbæjar „Hér í Grindavík er að segja má allt til alls fyrir ferðamenn og uppbygging hefur verið mikil á síðustu árum. Eftir að gistingin í smáhýsunum við tjaldsvæðið kom upp er það orðið svona nánast fullkomin staðsetning fyrir ættarmót. Þar er tjaldsvæði í hæsta gæðaflokki, stór grasflöt, leiktæki, smáhýsin og hótel – allt á sama reitnum og stutt í sundlaugina og á matsölustaði í bænum,“ segir Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi Grindavíkurbæjar. „Við leggjum mikla áherslu á það í kynningu á bænum sem ferðamannastað, hve stutt er í allt hjá okkur innan bæjar. Það er stutt í Bláa lónið, stutt til Reykjavíkur, stutt í Reykjanesbæ og fjölmargar náttúruperlur á Reykjanesskaga. Við höfum því verið að benda á þann kost fyrir ferðamenn sem eru að ferðast um svæðið að vera hér í Grindavík og gera út héðan. „Innlendir ferðamenn virðast líka vera farnir að líta til okkar í auknum mæli, ekki síst þegar vel viðrar. Fólk veit orðið af því að hér er gott tjaldsvæði og öll aðstaða fyrsta flokks og því held ég að margir séu farnir að skoða veðurspána í Grindavík fyrir styttri helgarútilegur. Og eins og skáldið sagði: Þegar veðrið er gott í Grindavík er veðrið hvergi betra,“ segir Siggeir.
Fjölgun frá ári til árs Hann segir að mikið sé lagt upp úr góðri aðstöðu á tjaldsvæðinu eins og tengingum fyrir húsbíla og losun fyrir þá. Einnig sé góð aðstaða fyrir þá sem eru í tjöldum. Þeir hafi aðgang að þjónustuhúsi þar sem er eldhús, salerni og sturtur og er það innifalið í verðinu fyrir tjaldsvæðið. Einnig er aðgangur að þvottavél og þurrkara en fyrir það þarf að greiða. „Við teljum þessa aðstöðu mjög góða og höfum fengið lofsamleg ummæli um það á ýmsum síðum á Netinu.“ Gestum á tjaldsvæðinu hefur
„Náttúran er að mínu mati okkar helsta aðdráttarafl en hér er allt til alls og fólk ætti að taka það til alvarlegrar skoðunar að fara til Grindavíkur ef ætlunin er að fara í frí,“ segir Siggeir F. Ævarsson.
Aðstaða fyrir ferðamenn er fyrsta flokks í Grindavík en þar er m.a. frábær sundlaug og tjaldsvæði með öllu sem til þarf.
Margir veitingastaðir Siggeir bendir ennfremur á að veitingastaðir í Grindavík og nágrenni séu ótrúlega margir miðað við höfðatölu og nefnir rúman einn tug. Þar er um að ræða allt frá sjoppum sem selja hamborgara og slíkan mat upp í fína staði sem bjóða upp á fjölbreytta veislurétti. Á sama hátt hefur framboð á gistingu aukist verulega. Fyrir nokkrum árum var nánast enga gistingu að fá í Grindavík, en nú er þar hótel, nokkur gistiheimili og heimagisting. Bláa lónið hefur opnað lúxushótel og hótelið Northern Ligth er rétt utan við bæinn. Auk þess eru í bænum fyrirtæki í ferðaþjónustu af ýmsu tagi. Þéttriðið net göngustíga er allt umhverfis Grindavík.
fjölgað frá ári til árs. Fyrir nokkrum árum var það þannig að plássið seldist upp um sjómannadagshelgina en annars var aðsóknin bara
sæmileg. Nú eru þó nokkur kvöld á hverju sumri sem hver reitur er upptekinn. Reyndar er aðgangur að túni hinum megin við Austur-
veginn fyrir húsbíla og tjöld, en þar er ekki sama aðstaðan og á sjálfu svæðinu.
Merk kirkja á Rosmhvalanesi Hvalsneskirkja er á Rosmhvalanesi vestanverðu, um 7 km fyrir sunnan Sandgerði. Kirkjan var reist úr tilhöggnu grjóti á árunum 1886-1887 og vígð á jóladag árið 1887. Er húsið 12,60 m að lengd og 8,02 m á breidd og því um 100 m2 að flatarmáli. Fyrir byggingu kikjunnar stóð Ketill Ketilsson, hreppstjóri og stórbóndi í Höfnum en altaristaflan er eftir Sigurð Guðmundsson málara. Talið er víst að kirkja hafi lengi verið Hvalsnesi en kirkju er fyrst getið þar í kirknaskrá frá því um 1200. Núverandi kirkja er reist úr tilhöggnu grágrýti sem fleygað var úr klöppunum við túngarðinn. Grjótið var síðan dregið á hestum og tilhöggvið með hamri og meitli
Hvalsneskirkja er án efa ein fegursta kirkja landsins og vel þess virði að fara í bíltúr frá Sandgerði til að skoða hana.
á byggingarstað. Þak, turn, súlur og ýmislegt annað tréverk var smíðað úr rekavið úr fjörum í nágrenninu, að mestu leyti úr seglskipinu Jamestown sem strandaði við Hafnir árið 1881. Skipið var fullhlaðið borðviði af mismunandi tegundum, m.a. harðviði og má finna hann víða í eldri byggingum á Suðunesjum. Á Hvalsnesi hafa setið ýmsir þekktir prestar og frægastur þeirra vafalaust Hallgrímur Pétursson sem þar þjónaði 1644-1651. Í kirkjunni er varðveittur legsteinn Steinunnar Hallgrímsdóttur sem talið er að skáldið hafi sjálft höggvið en steinninn fannst við viðgerðir á stétt framan kirkjunnar sumarið 1964.
Stórbrotin náttúra „Það er þó kannski mest hin stórbrotna náttúra hér allt í kringum okkur sem ferðamaðurinn er að sækjast eftir. Það er allt Reykjanesið, Reykjanesviti, Brú milli heimsálfa, Brimketill, Gunnuhver og ótalmargt fleira, sé farið í vestur og margt annað í austurátt og margar náttúruperlur í hraunbreiðunni. Einnig eru hér gönguleiðir mjög víða, gamlar þjóðbrautir. Mjög auðvelt er til dæmis að ganga Hópsnesið, þar sem margt er að sjá, flök skipa sem þar hafa farist og rústir byggðar og leifar af höfn frá því á fyrri hluta síðustu aldar. Þá er vinsælt að ganga bæði á fjallið Þorbjörn og í kringum hann. Þá má nefna stíga sem henta bæði gangandi fólki og hjólreiðafólki, allt frá Grindavík að Þorbirni yfir í Bláa lónið og síðan meðfram Grindavíkurvegi langleiðina að Seltjörn. Náttúran er okkar helsta aðdráttarafl, en hér er allt til alls og fólk ætti að taka það til alvarlegrar skoðunar að fara til Grindavíkur ef ætlunin er að fara í frí,“ segir Siggeir F. Ævarsson. grindavik.is
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 63
REYKJANES
Tugur smáhýsa í útleigu í Grindavík Tugur lúxus smáhýsa hefur verið reistur neðan tjaldstæðisins í Grindavík. Úr þeim er gott útsýni yfir höfnina og miklir möguleika á því að sjá norðurljósin á veturna vegna lítillar ljósmengunar. Þetta eru fjögurra manna hús sem henta vel fyrir fjóra fullorðna eða fyrir fjölskyldu en þau eru einnig leigð út sem tveggja manna. Húsin eru fullbúin með eldhúsi, baðherbergi og í raun er allt til alls í húsunum. Fólk getur því ýmist eldað sjálft eða farið út að borða á veitingahúsum bæjarins. Eigendurnir eru annars vegar Fjórhjólaævintýri og hins vegar veitingastaðurinn Papa‘s Pizza í Grindavík. „Þetta byrjaði snemma á síðasta ári. Þá var farið í skoðun á því að reisa gestahús við tjaldsvæðið. Skrifað var undir samning við fyrirtæki sem heitir Modulus. Húsin eru hönnuð af Svövu Jóns en smíðuð í Lettlandi fyrir íslenskar aðstæður. Það var skrifað undir samning um byggingu á húsunum í mars 2017 og 1. september sama ár voru fyrstu húsin tilbúin og útleiga hafin. Þetta gekk því fljótt fyrir sig,“ segir Jakob Sigurðsson, framkvæmdastjóri Harbour View Cottages, sem rekur húsin. „Viðtökurnar hafa verið umfram væntingar. Lagt var upp með vonir um hógværa nýtingu, svona um það bil 20% til að byrja með. Fyrsti mánuðurinn fór í 30% og síðan var nýtingin orðin um 80% um áramótin. Apríl og maí eru rólegir hjá okkur en svo lítur sumarið mjög vel út. Stefnir í glimrandi fínt sumar,“ segir Jakob. Meira er um erlenda gesti en engu að síður töluverður fjöldi Íslendinga að sögn Jakobs. „Í fyrsta mánuðinum voru hús leigð út sem brúðarsvítur, sem er virkilega skemmtilegt. Við auglýsum okkur mest í gegnum bókunarsíður eins og booking.com Við erum einnig með tengingar við ferðaskrifstofur sem nýta sér húsin fyrir sína viðskiptavina. Við erum mjög vel tengdir inn í ferðaþjónusta en við erum búnir að vera í 11 ár með Fjórhjólaævintýrið í Grindavík og nýtum þá þekkingu og þau sambönd sem þar hafa myndast. Við höfum þannig verið að bjóða upp á fjórhjólaferðir og gistingu og höfum einnig verið að búa til pakka með mat, gistingu og fjórhjólaferðum. Við seljum mikið af pökkum sem innihalda fjórhjól og mat til Íslendinga og höfum verið að kynna fyrir þeim möguleikana á gistingu á svæðinu. Við verðum því varir við mikinn áhuga Íslendinga á því að koma í sjávarþorpið Grindavík og njóta þess að fara í fjórhjólaferð um nálæga náttúru og borða góða mat og gista við góðar aðstæður. Þetta eru mikið starfsmannahópar af ýmsu tagi og líka einstaklingar sem koma, sérstaklega í húsin. Papa‘s Pizza er opið frá því í hádeginu og fram á kvöld og fjórhjólin eru alltaf í gangi og margs konar ferðir í boði. Húsin eru alltaf opin og þjónusta í þeim allt að því eins
og á hótelherbergi. Það er því hátt þjónustusig á því sem við bjóðum upp á,“ segir Jakob Sigurðsson. harbourview.is
Sannkölluð lúxushús hafa risið í Grindavík neðan tjaldsvæðisins.
Húsin eru fullbúin með eldhúsi, baðherbergi og í raun er allt til alls í húsunum.
Speciality Fish is our
Restaurant
Only 5 Minutes from the Airport
www.duus.is
Einn vinsælasti veitingastaður á Suðurnesjum Opið frá kl. 11:00 - 23:00 alla daga. Erum í leiðinni til og frá Leifsstöð - lítið inn! Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð. Komið og kynnist náttúrunni á Reykjanesi og njótið góðra veitinga á Kaffi Duus!
Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum
Lunch • Dinner • C of fee Beautiful ocean view
Boat and Art Museum in Duus House
Duusgata 10 • 230 Keflavík • Telephone 421 7080 • duus@duus.is
64 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Meðal viðburða á höfuðborgarsvæðinu 21. júní - 6. ágúst Reykjavík Classics, hádegistónleikaröð í Hörpu
5-9. september Jasshátíð í Reykjavík
2.-3. júní
Hátíð hafsins, Reykjavík
7. júní
Sumargleðin 2018 í Kaplakrika í Hafnarfirði
9. júní
Litahlaupið í Reykjavík
7.-12. ágúst
Hinsegin dagar í Reykjavík
14.-17. júní
Víkingahátíð á Víðistaðahátíð í Hafnarfirði
18. ágúst
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
18. ágúst
Menningarnótt í Reykjavík.
Secret Solstice tónlistarhátíð í Reykjavík
24.-26. ágúst
Í túninu heima, bæjarhátíð Mosfellsbæjar
21.-24. júní
25. júlí - 29. júlí REY CUP, knattspyrnuhátíð í Reykjavík
26. sept. -7. okt Riff, alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík
Nánar á visitreykjavik.is Heimild: visitreykjavik.is, heimasíður sveitarfélaga og viðburðasíður.
Áhugavert safn trjáa í Fossvogsdal Austast í Fossvogsdal í Kópavogi er stórmerkilegt trjásafn í svokölluðu Meltungulandi en þar hafa Kópavogsbær og áhugamenn um trjárækt frá árinu 1997 komið upp fjölskrúðugu safni trjáa og runna af ýmsu tagi. Svæðið afmarkast af götunum Kjarrhólma, Smiðjuvegi og Stjörnugróf að sunnan- og austanverðu og Gróðrarstöðinni Mörk og Víkingssvæðinu að norðanverðu og er það um 8 hektarar. Aðkoma að trjásafninu í Meltungu er frá bílastæðum við Kjarrhólma og Blesugróf og eftir göngustígunum
í Fossvogsdal. Þegar gróðurinn blómstrar í sumar er þetta tilvalinn staður til að heimsækja.
Aðkoma að trjásafninu í Meltungu er frá bílastæðum við Kjarrhólma og Blesugróf og eftir göngustígunum í Fossvogsdal.
Tvíþætt safn Safnið er í raun tvíþætt, annars vegar holtið og hins vegar mýrin. Í holtinu hefur náttúrulegur gróður verið látinn halda sér að mestu en plantað í skjólbelti og síðan hafa fjölmargar tegundir trjáa, runna og fjölærra plantna verið gróðursettar í þyrpingar. Í mýrinni sem áður var framræst tún frá tímum nýbýlanna í Fossvogsdal, er blandað
saman ýmsum tegundum trjáa og runna í skjólbelti og gróðurreiti við göngustíga og garðsvæði. Þar er m.a. safn klóna ýmissa víðitegunda og einnig þyrpingar birkitrjáa. Í aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var trjásafnið í Meltungulandi sett undir hverfisvernd. Á svæðinu er áfram unnið við merkingar en þær sýna bæði íslenskt og latneskt heiti tegundanna ásamt því hvaða ætt þær tilheyra.
SUMARHÚS OG FERÐALÖG Gleðilegt sumar! Gas-kæliskápur 52 lítra Sólarrafhlöður og fylgihlutir 40-300w
Gas-ofnar
Gas/12v/230v kælibox 35 lítra
Gas-vatnshitarar 11- 14 l/mín
Gas/12v/230v kæliskápur 60 lítra
Gas-hellur
12v Led-ljós og perur = minni eyðsla
Gas-kæliskápur 95 og 173 lítra
Gas-helluborð niðurfellt
Skorri ehf • Bíldshöfði 12 • 110 Reykjavík • 577 1515 • Ný heimasíða www.skorri.is • Opið virka daga 08:15 - 17:30
Gas-eldavélar
H Ö F U Ð B O R G A R S VÆ Ð I Ð
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 65
Gljúfrasteinn
Einstök upplifun að koma í hús skáldsins Heimsókn í hús skáldsins að Gljúfrasteini í Mosfellsdal þar sem Halldór Laxness bjó í um hálfa öld ásamt fjölskyldu sinni, er einstök upplifun. Gljúfrasteinn var annálað menningarheimili og þar má sjá fjölda listaverka eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Jóhannes Kjarval og fleiri. Á fimmta áratugnum voru gjarnan haldnir tónleikar í stofunni og enn er reglulega efnt til almennra stofutónleika á sunnudögum yfir sumartímann.
Mögnuð margmiðlunarsýning Móttökuhúsið er fyrsti viðkomustaður gesta á Gljúfrasteini. Þar er hægt að skoða margmiðlunarsýningu um ævi og verk skáldsins en saga Halldórs er samofin sögu 20. aldarinnar. Mikill fjöldi ljósmynda og kvikmynda er notaður í sýningunni sem er aðgengileg á nokkrum tungumálum. Boðið er upp á skoðunarferðir um safnið og er hljóðleiðsögn á nokkrum tungumálum auk þess sem heyra má raddir bæði Halldórs og Auðar, konu hans. Í móttökuhúsinu, sem áður var bílskúr skáldsins, er verslun þar sem áhersla er lögð á úrval bóka Halldórs á ýmsum tungumálum og eru þær allar merktar með sérstökum stimpli safnsins.
Gljúfrasteinn var reistur árið 1945 við ána Köldukvísl eftir teikningum Ágústs Pálssonar arkitekts.
Falleg list, hönnun og handverk einkennir heimili Halldórs og Auðar Laxness að Gljúfrasteini.
Gljúfrasteinn var reistur árið 1945 eftir teikningum Ágústs Pálssonar arkitekts. Bílskúr, þar sem nú er móttökuhús safnsins, var strax byggður við húsið og þótti mikil nýlunda í Mosfellssveit á sinni tíð en Halldór hafði smekk fyrir fallegum bílum. Á sumrin má sjá forláta Jagúar fyrir utan Gljúfrastein en það var einn bíla Nóbelsskáldsins. Ekki síður þótti sérstakt þegar sundlaug var byggð í garðinum um 1960. Á sumrin má sjá forláta Jagúar fyrir utan Gljúfrastein en það var einn bíla Nóbelsskáldsins.
Garðurinn og gönguleiðirnar Halldór Laxness var mikill útivistarmaður og gekk mikið í ná-
grenni Gljúfrasteins enda umhverfið fagurt. Gestir eru hvattir til að nýta sér gönguleiðirnar í nágrenni hússins sem stendur við ána Köldukvísl og er byggt í landi jarðarinnar Laxness þar sem Halldór ólst upp. Garðurinn umhverfis húsið er opinn almenningi og hentugar gönguleiðir eru til dæmis upp með ánni í átt að eyðibýlinu Bringum og niður með Köldukvísl í áttina að Guddulaug en skáldið taldi ískalt lindarvatnið vatnið sérlega heilnæmt. gljufrasteinn.is
Þú finnur
ULLARFÖTIN hjá okkur Frábært úrval
á Fullorðna, börn og ungbörn.
Merino ull og Ull/silki
Skoðaðu úrvalið á
www.ullarkistan.is Glerártorgi
Laugavegi 25
Akureyri
Reykjavík
Skeifunni 3b
Reykjavík
66 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
H Ö F U Ð B O R G A R S VÆ Ð I Ð
Gullmolar í henni Reykjavík Þegar gengið er um gamla bæinn í Reykjavík er að finna fjölmarga litla staði sem fáir vita í raun af en eiga sér margir merka sögu og vel þess virði að heimsækja. Hér erum við ekki að tala um fjölsótta staði, sem lögð er áhersla á í ferðabæklingum, heldur reiti sem göngumaður getur verið einn með sjálfum sér í ys og þys miðborgarinnar. Hér eru fáeinir upp taldir.
Alþingisgarðurinn Bak við Alþingishúsið er fallegur og friðsæll garður sem er að mestu umkringdur háum steinvegg. Um er að ræða elsta íslenska almenningsgarðinn í upprunalegri mynd, opnaður almenningi 1950. Það var skömmu eftir að smíði Alþingishússins lauk 1884 sem ákveðið var að gera garð á lóðinni sunnan við húsið að frumkvæði Árna Thorsteinssonar landfógeta. Tryggvi Gunnarsson alþingismaður sinnti garðinum síðari hluta ævi sinnar og er brjóstmynd af Tryggva í garðinum. Arnarhóll Arnarhóll er gamalt bæjarstæði og þar trónir eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, stytta frá 1924 af Ingólfi Arnarsyni landnámsmanni í Reykjavík eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Alla jafna er fámennt á hólnum nema á þjóð-
hátíðardeginum 17. júní og á Menningarnótt. Elstu heimildir um búsetu á Arnarhóli eru frá 16. öld. Búskapur lagðist þar niður árið 1828 og var býlið rifið skömmu síðar. Arnarhóll er tilgreindur sem almenningssvæði í fyrsta skipulagi Reykjavíkurbæjar árið 1927.
Bringan Hér er um að ræða lítið en snoturt grænt svæði, afmarkað af Snorrabraut, Eiríksgötu og Þorfinnsgötu. Bringan er í nokkrum halla og því byggð á stöllum. Þar má sjá styttuna Járnsmiðinn eftir Ásmund Sveinsson. Svæðið er frá árinu 1950 og þar er gróskumikill gróður og bekkir til að setjast niður, kasta mæðinni og hugleiða. Hallargarðurinn Þessi garður við Fríkirkjuveg er með fallegri almenningsgörðum í Reykjavík. Blómaskrúð, listaverk, glæsileg hús og útsýni yfir Tjörnina úr austri gefur garðinum tignarlega og hlýlega ásýnd. Hann tengist Hljómskálagarðinum sem liggur skáhallt hinum megin við Sóleyjargötu og Skothúsveg. Við Hallargarðinn stendur hið glæsilega timburhús Thors Jenssonar í nýklassískum stíl frá 1908. Í garðinum eru ýmis listaverk, t.d. höggmyndirnar Adonis eftir Bertel Thorvaldsen, Stúlkumynd eftir
Styttan af Ingólfi Arnarsyni, landnámsmanni í Reykjavík eftir Einar Jónsson myndhöggvara, hefur trónað efst á Arnarhóli frá árinu 1924.
Ólöfu Pálsdóttur og Pilt og stúlku eftir Ásmund Sveinsson.
Landakotstún Fyrir austan og sunnan Landakotskirkju er almenningsgarður sem er að hluta til leifar af túni gamla Landakotsbýlisins. Þar er nú með stærri og opnari útivistarsvæðum miðbæjarins og fallegt útsýni yfir miðborgina. Landakotstún er fornt tún og þar var áformað að reisa fleiri byggingar uns það var afmarkað sem útivistarsvæði í skipulagi frá 1927. Garðyrkja á svæðinu hófst þó ekki fyrr en á 9. áratug aldarinnar. Landakostskirkja stendur við túnið, hönnuð af Guðjóni Samúelssyni arkitekt, byggð á árunum 1925-1929. Víkurgarður Þessi garður, einnig kallaður Fóg-
Höggmyndin Móðurást eftir Nínu Sæmundsson er í Mæðragarðinum.
etagarður, er einn elsti almenningsgarður í Reykjavík og er fyrir aftan Landsímahúsið á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar er elsta gróðursetta tré borgarinnar, silfurreynir sem var plantað þar sumarið 1884. Víkurgarður er kirkjugarður frá fornu fari en síðasta kirkjan þar var rifin árið 1789 og var þar grafarstæði allt til 1839. Í dag er Víkurgarður að mestu hellulagður sem torg með höggmynd af Skúla Magnússyni landfógeta. Illu heilli eru áform um að reisa hótelbyggingu á þessum stað.
Grundargerðisgarður Þetta er lítill en vinalegur almenningsgarður við Grundargerði í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, skammt frá verslunarhverfunum á Grensásvegi og í Skeifunni. Garðurinn var opnaður 1973 og er
þar m.a. fallegur blómagarður með steinabeðum og nýlegt leiksvæði fyrir börn.
Mæðragarðurinn Mæðragarðurinn stendur við Lækjargötu, á móts við Vonarstræti við hliðina á gamla Miðbæjarbarnaskólanum. Nafn garðsins vísar til styttunnar Móðurást eftir Nínu Sæmundsson sem Reykjavík keypti árið 1928 og prýðir garðinn. Framkvæmdir við óræktaðan blett norðan Barnaskólans hófust 1925 en þar var vatnsból til forna sem tilheyrði hjáleigunni Skálholtskoti. Ekki hafa varðveist heimildir um hönnun og ræktunarsögu í garðinum en hann var lengi vel vinsælt leiksvæði barna og vel sóttur af almenningi. Garðurinn var endurskipulagður árið 1961.
Gestakort Reykjavíkur Gljúfrasteinn býður gesti velkomna · Hljóðleiðsögn um húsið á íslensku, ensku, þýsku, sænsku og dönsku og textaleiðsögn á frönsku · Margmiðlunarsýning · Minjagripaverslun · Gönguleiðir í nágrenninu Opnunartímar Sumar: alla daga frá kl. 9.00 – 17.00 Vetur: þriðjudaga – sunnudaga 10.00 – 17.00
Pósthólf 250 / 270 Mosfellsbær / Sími 586 8066 / gljufrasteinn@gljufrasteinn.is / www.gljufrasteinn.is
Velkomin til Reykjavíkur! Með Gestakorti Reykjavíkur er íbúum borgarinnar og gestum hennar gert enn auðveldara að njóta þess öfluga menningarlífs sem borgin hefur upp á að bjóða. Og kortið er ekki einungis fyrir erlenda ferðamenn heldur hentar það öllum þeim sem heimsækja höfuðborgina og vilja kynnast öllu því besta sem hún hefur að bjóða. Handhöfum gestakortsins er veittur aðgangur að helstu söfnum á höfuðborgarsvæðinu og öðrum áhugaverðum stöðum. Einnig fá korthafar óheftan aðgang í sundlaugar Reykjavíkur og þá gildir Gestakortið ótakmarkað í Strætó á meðan það er virkt. Gestakortið fæst í þremur mismunandi gildistímabilum – 24 stunda, 48 stunda og 72 stunda. Kortið kostar á bilinu 3.800 kr. til 6.500 kr.
Gestakortið veitir ókeypis aðgang að öllum sjö sundlaugum Reykjavíkurborgar.
Gestakortið veitir að auki verulegan afslátt af margs konar þjónustu í borginni, s.s. á fjölda veit-
ingastaða, verslana og fyrirtækja sem bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu.
H Ö F U Ð B O R G A R S VÆ Ð I Ð
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 67
Áhugaverðar sýningar í Fógetahúsi Svokallað Fógetahús við Aðalstræti 10 í Reykjavík hefur fengið nýtt hlutverk sem safn og sýningarhús á vegum Reykjavíkurborgar. Þrjár sýningar hafa verið settar upp í sjálfu húsinu og nýlegu bakhúsi þess. Til stendur að grafa göng úr húsinu yfir í Landnámssýninguna sem er í kjallara undir húsinu Aðalstræti 16. Fógetahúsið er elsta hús borgarinnar, reist árið 1762 og er aðeins Viðeyjarstofa eldri. Húsið var upphaflega reist undir bókara Innréttinganna, félags Skúla Magnússonar landfógeta, og klæðageymslu. Síðar voru þar íbúðir undirforstjóra Innréttinganna. Í aldanna rás hefur verið rekin ýmis starfsemi í húsinu og þar hafa búið mektarmenn, m.a. landlæknir og biskup, auk Jón Sigurðssonar forseta sem þar bjó jafnan ásamt Ingibjörgu konu
Öll aðstaða til að hjóla og ganga um Reykjavík hefur stórbatnað á síðustu árum með markvissri uppbyggingu stígakerfisins. Ljósm. Yadid Levy / Norden.org.
Skokkaðu um Reykjavík! Með markvissri uppbyggingu göngu- og hjólastígakerfis Reykjavíkur hefur íbúum og gestum borgarinnar verið gert kleift að ferðast hjólandi eða gangandi um borgina á öruggan, aðlaðandi og vistvænan máta. Víða eru göngubrýr eða göng undir umferðaræðar og stígar hafa verið lagðir um vinsælar útivistarperlur eins og Elliðaárdalinn, Fossvogsdal og Ægisíðu. Unnið er að uppbyggingu og viðhaldi stígakerfisins á hverju ári en sex áningarstaðir eru nú við stígakerfið þar sem vegfarendur geta kastað mæðinni. Staðsetning þeirra er m.a. valin með tilliti til vegfarenda sem koma hjólandi að borgarmörkum og þeim vísað af umferðaræðum inn á stígakerfi borgarinnar. Á hverjum áningarstað er kortastandur með kortum af öllu höfuðborgarsvæðinu og ýmsum upplýsingum um nærumhverfið til að moða úr. Gönguog hjólastígakerfi Reykjavíkur er unnið eftir danskri fyrirmynd og er byggt upp á sama hátt og númerakerfi íslenska vegakerfisins. Kerfið er sameiginlegt fyrir allt höfuðborgarsvæðið.
sinni þegar hann dvaldi í Reykjavík yfir þingtímann. Áhugaverðar sýningar standa nú yfir í húsinu; ein er um sögu hússins sjálfs, önnur um torfhús í Reykjavík, sem byggir á rannsóknum Hjörleifs Stefánssonar og hin þriðja er ljósmyndasýningin Reykjavík 1918, samstarfsverkefni
Þjóðminjasafnsins og Borgarsögusafnsins í tilefni aldarafmælis fullveldisins. Fyrirhugað er að gera sögu Kvosarinnar og nýuppgötvuðum fornminjum góð skil síðar auk sýningar sem tengist Landnámssýningunni tveimur húsum sunnar í Aðalstrætinu.
Fógetahúsið við Aðalstræti 10 er elsta hús Reykjavíkur, reist árið 1762. Það hefur nú fengið nýtt hlutverk sem safnahús.
HANDPRJÓNAÐAR PEYSUR Í ÚRVALI • VELJUM ÍSLENSKT •
...eða prjónið þær sjálf Allt sem þarf á einum stað
Skólavörðustígur 19 • Borgartún 31 • S: 552 1890 • handknitted.is
68 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
H Ö F U Ð B O R G A R S VÆ Ð I Ð
Við Tjörnina í Reykjavík er að finna fjölmörg hús eftir Rögnvald Ólafsson.
Húsin hans setja svip á bæinn Mörgum finnst gaman að rölta um miðborgina í Reykjavík og skoða gömul hús. Fæst okkar gera sér þó grein fyrir því að ótrúlega mörg þeirra eru reist eftir teikningum eins manns sem svo sannarlega setti svip á bæinn á sinni tíð. Við erum að tala um Rögnvald Ágúst Ólafsson, sem stundum er nefndur fyrsti arkitektinn. Rögnvaldur fæddist að Ytri Húsum í Dýrafirði árið 1874 og ólst upp á Ísafirði. Eftir að hafa lokið prófi frá Lærða skólanum 1901 hóf hann nám við Det Tekniske Selskabs Skole í Kaupmannahöfn til að undirbúa sig undir nám í arkitektúr við Konunglegu listaakademíuna. Hann veiktist af berklum þar ytra, sneri heim próflaus árið 1904 og settist að í heimabænum Ísafirði. Þrátt fyrir þetta hófst hann strax handa við hönnun húsa um land allt og skilaði ótrúlega umfangsmiklu verki á
Kleppsspítali var rifinn á 8. áratugnum en prófessorshúsinu tókst að bjarga og er það nú á Árbæjarsafni.
Skálholtsstígur 6 er glæsilegur fulltrúi timburhúsanna, byggt árið 1909.
starfsævinni sem aðeins spannaði hálfan annan áratug og tæplega það.
Gæðahús úr timbri Húsin hans Rögnvaldar er að finna um alla gömlu Reykjavík. Við Tjarnargötuna eru gullfalleg timb-
urhús og eru flest þeirra eftir hann. Af frægu stórhýsi hans úr timbri má nefna Hótel Reykjavík sem var byggt á árunum 1905-06, en það brann árið 1915. Rögnvaldur hannaði turninn við Landlæknishúsið á Bernhöftstorfu árið 1905 sem enn setur mikinn svip á miðborgina. Honum var einnig falið að hanna breytingar og uppsetningu á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu 1907. Sama ár teiknaði hann og stóð fyrir byggingu söluturnsins á Lækjartorgi, fyrstu lúgusjoppu landsins. Þetta hafa verið annasöm ár því 1907 var tekið í notkun fyrsta geðveikrahæli landsins á Kleppi sem hann teiknaði. Húsin eru nú horfin en bústaður læknis var endurbyggður á Árbæjarsafni. Ári síðar risu eftir hann tvö hús sem enn standa með reisn; gamli Kennaraskólinn við Laufásveg og stórhýsi Skúla og Theódóru Thoroddsen við Vonarstræti 12. Það hús var síðar flutt yfir á Kirkjustræti. Árið 1909 reis glæsihús við Tjarnargötu
33 sem Rögnvaldur hannaði fyrir Hannes Hafstein fyrrum ráðherra en þar er nú leikskólinn Tjarnarborg. Sama ár reis Skálholtsstígur 6 þar sem nú er embættisbústaður franska sendiherrans á Íslandi. Allt eru þetta gullmolar í byggingarsögulegu tilliti.
Einstakt listfengi meistarans Rögnvaldur er talinn hafa átt aðild að byggingu a.m.k. 155 húsa, m.a. 30 kirkna, um 60 skólahúsa og fjölda annarra bygginga, stórra og smárra um land allt. Hann teiknaði jafnt hús úr timbri sem steinsteypu en mörg af fyrstu steinsteyptu húsunum á Íslandi eru einmitt eftir hann. Af slíkum húsum má nefna Staðastað við Sóleyjargötu frá 1912, sem nú er embættisbústaður forseta Íslands og Pósthúsið í Reykjavík, reist árið 1914. Rögnvaldur Ágúst Ólafsson lést 14. febrúar 1917, aðeins 42ja ára að aldri, þá búsettur á Vífilsstöðum. Banamein hans voru berklar.
Árið 1908 reis stórhýsi Skúla og Theódóru Thoroddsen við Vonarstræti 12. Það stendur nú við Kirkjustræti.
H Ö F U Ð B O R G A R S VÆ Ð I Ð
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 69
Landsmót hestamanna í Víðidal
Átta daga samfelld hátíð í hestamennskunni Landsmót hestamanna verður haldið í Reykjavík dagana 1.-8. júlí og verður það hið 23. í röðinni. Mótin eru jafnan með fjölsóttustu sumarviðburðum þegar þau eru haldin en tvö ár eru milli móta. Keppnissvæðið í ár er félagssvæði Fáks í Víðidal og hefur undirbúningur verið í fullum gangi síðustu misserin. Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins, á von á góðri aðsókn og þeirri rómuðu stemningu sem þessum mótum jafnan fylgir.
Frítt inn á fjölskyldudegi „Mótið er um margt með hefðbundnu sniði en stærsta breytingin er þó sú að við hefjum mótið sunnudaginn 1. júlí með veglegri dagskrá sem tileinkuð er ungu kynslóðinni og hestamennskunni. Þetta verður nokkurs konar fjölskyldudagur mótsins, þarna hefjast keppnir í barna- og unglingaflokki og verður frítt inn á keppnissvæðið. Við verðum með skemmtiatriði á svæðinu og ætlum að gera þennan dag sem áhugaverðastan fyrir fjölskyldur að koma, njóta og fylgjast með yngstu kynslóðinni í hestaíþróttinni,“ segir Áskell Heiðar. Á mánudegi hefjast síðan kynbótadómar, samhliða keppnum í barna- og unglingaflokki og svo rekur keppnisdagskráin sig dag frá degi fram eftir vikunni. Formleg setning mótsins verður á fimmtudagskvöld og síðan nær dagskráin hápunkti helgina 6.-8. júlí. „Á síðasta móti á Hólum gerðum við tilraun með að ljúka dagskránni á laugardagskvöldi og hún tókst í sjálfu sér ágætlega en að þessu sinni var ákveðið að hverfa til fyrra horfs á landsmótunum og ljúka mótinu á sunnudegi með A-úrslitum,“ segir Áskell Heiðar en mótinu lýkur kl. 16 sunnudaginn 8. júlí. Fjórðungur gesta erlendis frá Keppnissvæðið í Víðidal er vel búið fyrir viðburð sem þennan og góð aðstaða fyrir keppnisgreinarnar sjálfar og áhorfendur að fylgjast með því sem fram fer. Á svæðinu er einnig tjaldsvæði fyrir gesti mótsins og það er innifalið fyrir þá sem kaupa passa á mótið. Sömuleiðis er þessa dagana í forsölu afmarkað svæði með rafmagnstengingu á tjaldsvæðinu en auk vikupassa á mótið segir Áskell Heiðar að í boði sér helgarpassi fyrir aðal keppnishelgina og loks dagmiðar fyrir þá sem hafa hug á að líta við einn dag. „Við höfum kynnt mótið erlendis í aðdraganda þess, t.d.
Allir bestu hestar og knapar landsins taka þátt í landsmótinu í ár.
tvisvar á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Á meginlandi Evrópu er 5060 þúsund manna samfélag fólks sem hefur áhuga á íslenska hestinum og þekkir vel til landsmóta á Íslandi þannig að við reiknum með því að sem fyrr komi hátt í 30% gesta erlendis frá,“ segir Áskell Heiðar.
Mikil skemmtidagskrá og HM á risaskjá Fjölbreytt skemmtidagskrá verður á keppnissvæðinu alla keppnisdagana og fjölbreytt veitingastarfsemi. Það ætti því engum að leiðast á bregða sér á Landsmót hestamanna 2018. „Þeir sem vilja fylgjast með HM í Rússlandi á sama tíma geta slegið tvær flugur í einu höggi því við verðum með HM á risaskjá. Þetta mót er mikil skemmtun fyrir alla, bæði þá sem lifa og hrærast í hestamennskunni og hina sem hafa unun af því að sjá fallega hesta og njóta góðrar skemmtunar,“ segir Áskell Heiðar. landsmot.is
Setning Landsmóts hestamanna er jafnan hátíðleg stund.
䠀︀爀ﴀ猀琀椀搀椀猀欀甀爀 吀 ㌀㔀 ⼀㐀㔀
䠀︀爀ﴀ猀琀椀搀氀甀爀 昀礀爀椀爀 猀甀洀愀爀栀切猀椀 漀最 最愀爀椀渀渀
䬀㐀⼀䬀㔀
䬀㜀 䬀㈀⼀䬀㌀
唀洀戀漀 漀最 ︀樀渀甀猀琀愀
70 | ÆVINTÝRALANDIÐ 2018
Leikhópurinn Lotta kemur við á yfir 50 stöðum á landinu í sumar
Sannkallaður ævintýragrautur! „Þetta er bara stuð út í gegn. Okkur hefur verið vel tekið hvarvetna svo við erum hæstánægð,“ segir Anna Bergljót Thorarensen hjá Leikhópnum Lottu sem nú er í óða önn að undirbúa nýja sumarsýningu sem farið verður með um landið. Að þessu sinni hefur þremur sígildum ævintýrum verið blandað saman í eina klukkustundar langa sýningu. Gosi er þar í burðarhlutverki en inn í fléttast ævintýrin um Garðabrúðuna og Óskirnar þrjár. „Svo úr verður einn alsherjar ævintýrakokteill,“ segir hún. Leikhópurinn Lotta var stofnaður haustið 2006 en að honum stóðu einstaklingar sem áttu sameiginlegan og brennandi áhuga fyrir leiklist. Þeir voru ekki alls kostar sáttir við þá hefð leikhúsanna að loka yfir sumarið og gripu til sinna ráða, tóku stórsmellinn Dýrin í Hálsaskógi upp á sína arma, sýndu í Elliðaárdal og brunuðu með sýninguna um landið við góðar undirtektir. Þetta var sumarið 2007 og hefur hópurinn verið að síðan.
Leikhópurinn Lotta mun ferðast með ævintýrasýninguna Gosa til yfir 50 staða víðs vegar um landið í sumar. Hér er hópurinn saman kominn og tilbúinn til ferðalaga. Anna Bergljót Thorarenssen er önnur frá hægri í öftustu röð.
Leikhópurinn Lotta býður landsmönnum upp á sannkallaðan ævintýrahrærigraut í sumar, Gosi verður í öndvegi en við sögu koma líka persónur úr Garðabrúðunni og Óskunum þremur.
Tíu ný íslensk lög í sýningunni Nú er tólfta sumarið framundan og segir Anna að hópurinn muni koma við á yfir 50 stöðum á landinu auk þess að sýna alla miðvikudaga á sínum heimavelli, Elliðaárdalnum. Frumsýning á Gosa verður einmitt þar í næstu viku. „Við höfum svo þann háttinn á að við komum okkur fyrir í bílnum okkar, Lottu, tökum leikmyndina með í kerru og brunum af stað á hvern
Allar sýningar úti Anna segir virkilega gaman að nýta sumarið í ferðalög um landið með góða sýningu í farteskinu sem heimamenn á hverjum stað hafa undantekningarlaust tekið fagnandi. „Við skynjum alls staðar velvild og gleði og kannski best í minnstu bæjarfélögunum. Fólk er virkilega þakklátt fyrir að fá smá upplyftingu í formi leiksýningar,“ segir hún, en áhersla hefur alla tíð verið lögð á að um fjölskyldusýningu er að ræða, fullorðnir ekki
áfangastaðinn á fætur öðrum, en sýningar verða í gangi frá því í maí og fram til 1. september. Alls eru 7 leikarar í hópnum en fleiri taka þátt í uppfærslunni, leggja hönd á plóginn við öll þau verk sem inna þarf að hendi. Í sumarsýningunni eru tíu ný lög með íslenskum texta og í tengslum við frumsýningu kemur út geisladiskur með lögum sýningarinnar.
síður en börn skemmti sér prýðilega. Alla sýningar eru utandyra, „í túninu heima“ eins og Anna orðar það, hvert sveitarfélag á sinn stað sem skipar sess í hjörtum heimamanna og þar eru leiksýningar jafnan settar upp. „Við hlökkum til sumarsins eins og ávallt. Það er fátt betra en að ferðast um landið með góða leiksýningu til að bjóða heimafólki,“ segir hún. leikhopurinnlotta.is
Hér er verið að stríða Gosa eftir að nefið á honum stækkar.
Gosi um allt land í sumar
Sýningaplan 23. maí 26. maí 28. maí
mið 18:00 lau 16:00 mán 18:00
29. maí 30. maí 31. maí 1. júní 2. júní
þri mið fim fös lau
18:00 18:00 18:00 17:00 12:00
2. júní 3. júní 4. júní 5. júní 6. júní 8. júní 9. júní 9. júní 10. júní 10. júní 12. júní 13. júní 14. júní 16. júní 17. júní 17. júní 20. júní 27. júní 28. júní 30. júní 30. júní 2. júlí 3. júlí 4. júlí 5. júlí
lau sun mán þri mið fös lau lau sun sun þri mið fim lau sun sun mið mið fim lau lau mán þri mið fim
17:00 15:30 18:00 18:00 18:00 18:00 11:00 17:00 11:00 16:00 18:00 18:00 18:00 11:00 11:00 17:00 18:00 18:00 18:00 11:00 17:00 18:00 18:00 18:00 18:00
Elliðaárdalur - Lottutún Kópavogur - Guðmundarlundur Reykjanesbær - Skrúðgarðurinn við Ytri-Njarðvíkurkirkju Kópavogur - Rútstún Elliðaárdalur - Lottutún Borgarnes - Skallagrímsgarður Patreksfjörður - Friðþjófstorg Bolungarvík - útisvið Félagsheimilis Bolungarvíkur Ísafjörður - Sjúkrahústúnið Hellissandur - Sjómannagarðurinn Grundarfjörður - Þríhyrningur Stykkishólmur - Kvenfélagsgarðurinn Elliðaárdalur - Lottutún Vík - á tjaldstæðinu Höfn - á hóteltúninu Djúpivogur - fyrir neðan sundlaugina Reyðarfjörður - við andapollinn Egilsstaðir - Lómatjarnargarður Garðabær - Vífilsstaðatún Elliðaárdalur - Lottutún Hafnarfjörður - Víðistaðatún Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi Akureyri - Lystigarðurinn Akureyri - Lystigarðurinn Elliðaárdalur - Lottutún Elliðaárdalur - Lottutún Selfoss - Sigtún Húsafell - fyrir neðan sundlaugina Hólmavík - Kirkjuhvammur Sandgerði - grunnskólalóðin Seltjarnarnes - Bakkagarður Elliðaárdalur - Lottutún Þorlákshöfn - Skrúðgarðurinn
6. júlí 7. júlí 7. júlí 8. júlí 9. júlí 10. júlí 11. júlí 11. júlí 18. júlí 21. júlí 22. júlí 22. júlí 23. júlí 24. júlí 25. júlí 26. júlí 28. júlí 29. júlí 29. júlí
fös lau lau sun mán þri mið mið mið lau sun sun mán þri mið fim lau sun sun
18:00 13:00 17:00 14:00 18:00 18:00 14:00 18:00 18:00 13:00 11:00 16:00 18:00 18:00 18:00 18:00 12:30 11:00 17:00
1. ágúst 1. ágúst 2. ágúst 4. ágúst 5. ágúst 5. ágúst 7. ágúst 8. ágúst 10. ágúst 15. ágúst 19. ágúst 21. ágúst 22. ágúst 23. ágúst 26. ágúst 27. ágúst
mið mið fim lau sun sun þri mið fös mið sun þri mið fim sun mán
14:00 18:00 18:00 14:00 13:00 17:00 18:00 18:00 16:00 18:00 13:00 18:00 18:00 18:00 17:00 18:00
28. ágúst þri 18:00 29. ágúst mið 18:00
Vestmannaeyjar - Stakkagerðistún (Stakkó) Stokkseyri - Bryggjuhátíð Hvolsvöllur - Gamli róló Akranes - Garðalundur Hella - á fótboltavellinum Grindavík - við Grindavíkurkirkja Elliðaárdalur - Lottutún Elliðaárdalur - Lottutún Elliðaárdalur - Lottutún Akureyri - Lystigarðurinn Blönduós - Káratún / Þríhyrna Sauðárkrókur - Litli skógur Vopnafjörður - við Skálanes Egilsstaðir - Lómatjarnargarður Eskifjörður - Eskjutún Fáskrúðsfjörður - við Búðagrund Húsavík - Skrúðgarðurinn Siglufjörður - Blöndalslóð Hvammstangi á Mjólkurstöðvartúninu Elliðaárdalur - Lottutún Elliðaárdalur - Lottutún Akureyri - Lystigarðurinn Neskaupstaður - Neistaflug Flúðir - Lystigarðurinn Úlfljótsvatn Elliðaárdalur - Lottutún Elliðaárdalur - Lottutún Dalvík - í kirkjubrekkunni Elliðaárdalur - Lottutún Hveragerði - Lystigarðurinn Garðabær - Vífilsstaðatún Elliðaárdalur - Lottutún Hafnarfjörður - Víðistaðatún Mosfellsbær - við Hlégarð Reykjanesbær - Skrúðgarðurinn við Ytri-Njarðvíkurkirkju Kópavogur - Rútstún Elliðaárdalur - Lottutún
Nánar á www.leikhopurinnlotta.is
Liðaktín Quatro linar óþægindin Liðaktín Quatro hefur um árabil verið eitt vinsælasta liðabætiefnið á Íslandi. Liðaktín inniheldur sérvalda blöndu bætiefna til að styðja við heilbrigða liði. Þar má nefna kondroitin, hyaluronic sýru, C vítamín, rósaber og Omega 3 fitusýrur sem vinna saman að því að draga úr óþægindum vegna liðavandamála. Kondroitin er mikilvægt uppbyggingarefni í liðum og C vítamín er nauðsynlegt fyrir framleiðslu kollagens sem er límið í liðunum. Hyaluronic sýra getur haldið þúsundfaldri þyngd sinni í vatni en hún er mikilvægt hráefni liðvökva og á þátt í að verja liðina gegn höggum og álagi og veitir smurningu. Rósaber eru rík af C vítamíni og andoxunarefnum og Omega 3 fitusýrur vinna gegn bólgum. Hvort sem vandamálin
eru vegna álags eða slits getur Liðaktín Quatro linað óþægindin. Liðaktín fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og í heilsuhillum verslana.
Liðaktín inniheldur sérvalda blöndu bætiefna til að styðja við heilbrigða liði.
ÆVINTÝRALANDIÐ 2018 | 71
FE NIX
®
CHRONOS EITT LÍF. LIFÐU ÞVÍ TIL FULLS.
GLÆSILEGT GPS Ú R SEM SAM EINAR HEILSU - OG S N J A L L ÚR FYRIR KRÖFU HARÐA ÍÞRÓTTAMENN OG Ú TIVISTARFÓL K .
S IMONE MORO Fjallagarpur, þyrluflugmaður, Kaupsýslumaður
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | s. 577 6000 | www.garmin.is
Velkomin til Grindavíkur! Í Grindavík er allt til alls. Við bjóðum upp á fyrsta flokks aðstöðu á nýlegu tjaldsvæði, fjölbreytt úrval veitingastaða og gistimöguleika af öllum stærðum og gerðum. Svo má ekki gleyma stórbrotinni náttúrunni sem er hér allt í kringum okkur í Reykjanes Unesco Global Geopark.
.sjoarinnsikati.is Nánari upplýsingar á www
Komdu til Grindavíkur, það er styttra en þú heldur!
Nánari upplýsingar á www.visitgrindavik.is