Akureyrarblað 2017 - Jól

Page 1

Desember 2017

Eflum norðlenska jólaverslun Ge bla ymi ðið ð

V I Ð E R U M KO M I N Í JÓL ASKAP

GLERÁRTORG VERSLUNARMIÐSTÖÐ • AKUREYRI •

www.glerartorg.is


2 | AKUREYRI // jól 2017

Árleg jólatörn við Austurvöll Logi Már Einarsson, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar í göngugötunni á Akureyri.

Hin árlega jólatörn alþingismanna er hafin. Hún verður stutt en snörp þetta árið enda aðstæður óvenjulegar. Kosningarnar í lok október gerðu það að verkum að knappur tími er til stefnu en engu að síður þarf að ljúka ákveðnum verkum fyrir áramót. Stóra verkefnið eru fjárlög næsta árs, þau þurfa að vera klár þegar nýtt ár gengur í garð. Logi Már Einarsson, þingmaður Norðausturkjördæmis og formaður Samfylkingarinnar, var kjörinn á þing í kosningunum fyrir rösku ári og aftur í kosningunum í lok október sl. Í kjölfar kosningaósigurs Samfylkingarinnar í fyrra sagði Oddný G. Harðardóttir af sér formennsku í flokknum og Logi Már, sem var varaformaður flokksins, tók við. Síðustu mánuðir hafa því heldur betur verið viðburðaríkir í pólitíkinni hjá arkitektinum. Jólaundirbúningurinn í skorpu rétt fyrir jól Logi Már segir að í fyrra hafi Alþingi sömuleiðis haft knappan tíma til þess að ljúka fjárlögum. Þá hafi ekki verið búið að mynda ríkisstjórn og því hafi það verið hlutverk þingsins að axla þá ábyrgð að koma saman fjárlögum þessa árs. Ný ríkisstjórn hafi hins vegar sett mark sitt á fjárlög næsta árs sem nú séu til umræðu í þinginu. „Í þessari vinnutörn hefur maður lítinn tíma til þess að hugsa um jól eða jólaundirbúning. Þetta er út af fyrir sig ekki ólíkt

Desember 2017

Við Íslendingar erum tarnafólk og kunnum að vinna í skorpum. En hins vegar er að mínu mati óhjákvæmilegt að breyta þessu vinnulagi í þinginu.“

prófatörnunum í skóla á þessum tíma árs. Mín fjölskylda heldur yndisleg jól og undirbúningurinn fyrir þau er tekinn í skorpu síðustu tvo daga fyrir jól. Jólin eru tími fjölskyldusamveru og samtala, matar og drykkja og það þarf ekki langan tíma til þess að undirbúa það,“ segir Logi og brosir. „Við Íslendingar erum tarnafólk og kunnum að vinna í skorpum. En hins vegar er að mínu mati óhjákvæmilegt að breyta þessu vinnulagi í þinginu. Fyrir þá þingmenn sem eiga börn á leik- eða grunnskólaaldri er slík tarnavinna óboðleg. Fólk á mjög erfitt með að skipuleggja sig lengur en einn eða tvo daga fram í tímann og oft eru fundir fram á

nætur. Mér finnst að það verði að skoða gaumgæfilega að lengja þingtímann og að þingmenn fari bara í sitt sumarfrí eins og aðrir yfir hásumarið.“

störfin verði í auknum mæli sýnileg almenningi og mér finnst að það mætti alveg velta því fyrir sér.“

Ekki alveg rétt mynd af störfum Alþingis Að sjálfu leiðir þarf Logi eins og aðrir landsbyggðarþingmenn að halda tvö heimili. Eiginkona hans og þrettán ára dóttir halda eftir sem áður heimili á Akureyri en sonurinn stundar myndlistarnám í Þýskalandi. „Það hlutverk sem ég datt óvænt inn í, að verða formaður Samfylkingarinnar, hefur gert það að verkum að ég hef ekki komist eins mikið norður um helgar og ég gerði ráð fyrir þegar ég var kjörinn á þing. Auðvitað eru þetta töluverð viðbrigði og getur reynt á fjölskylduna,“ segir Logi Már. Sú mynd sem fólk fær af störfum Alþingis segir Logi að gefi ekki að öllu leyti rétta mynd af því. Stærstur hluti þingstarfanna fari fram í nefndum sem fái til sín mikinn fjölda sérfræðinga í viðkomandi málum. Þó svo að þingmenn séu ekki alltaf sammála í nefndastarfinu – eins og vera ber – séu pólitískar skylmingar fátíðar á þeim vettvangi. „Púltið í þingsalnum er hins vegar vettvangur pólitískra átaka í þinginu og þar tala menn stundum í skeytastíl til þess að fá athygli fjölmiðlanna. Þetta kemur líka til af því að stór hluti nefndastarfanna er lokaður fjölmiðlum. Píratar hafa lagt til að nefnda-

Þingmennskan ólík öðrum störfum Logi segist upplifa að starf þingmannsins sé ólíkt ýmsum öðrum störfum sem hann hafi unnið í gegnum tíðina að því leyti að þingmennirnir séu alltaf í vinnunni. „Það er ekki hægt að fara í verslun, á bensínstöð eða í bíó án þess að gera ráð fyrir að fólk komi til manns og vilji ræða um þjóðmál. Í starfi mínu sem arkitekt hefði ég getað í mínum frítíma sagt við fólk að nú væri ég ekki í vinnunni og því vildi ég ekki ræða málin. En í starfi mínu sem þingmaður hef ég ekki leyfi til þess að neita því að tala við fólk. Okkur ber skylda til þess að taka þessi samtöl. Auðvitað er maður töluvert á milli tannanna á fólki. Í gegnum tíðina hefur fólk haft sterkar skoðanir á mér en það kemur mér á óvart hversu lítið ég tek inn á mig ýmis ummæli um mig á samfélagsmiðlum. Í mörgum tilfellum geta þau verið ósmekkleg. En það er ekkert við þessu að gera og ég væri ekki í pólítík nema vegna þess að ég tel að kostirnir séu göllunum yfirsterkari,“ segir Logi Már Einarsson.

Útgefandi: Athygli ehf. í samvinnu við Kaupmannafélag Akureyrar og Akureyrarstofu. Ritstjórn: Jóhann Ólafur Halldórsson, (ábm.), Athygli ehf. Akureyri. Forsíðumynd: Auðunn Níelsson / audunn.com Ljósmyndir: Auðunn Níelsson, Jóhann Ólafur Halldórsson, Margrét Þóra Þórsdóttir, Óskar Þór Halldórsson ofl.

Eflum norðlenska jólaverslun Ge bla ymið ðið

Auglýsingar: Inga Ágústsdóttir. GSM 898-8022, inga@athygli.is

V I Ð E R U M KO M I N Í JÓL ASKAP

GLERÁRTORG VERSLUNARMIÐSTÖÐ • AKUREYRI •

www.glerartorg.is

Prentun og dreifing: Prentað í Landsprenti. Dreift með prentaðri útgáfu Morg­un­blaðsins. Einnig til allra heimila og fyrirtækja á Akureyri og í nágrenni, föstudaginn 8. desember 2017.


AKUREYRI // jól 2017 | 3

Einfalt

að skila og skipta

Hagkaup býður upp á yfir 50.000 vörutegundir og því er auðvelt að finna gjöf við allra hæfi. Munið að biðja um skilamiða.

Afgreiðslutími yfir hátíðarnar á Akureyri 15. des 16. des 17. des 18. des 19. des 20. des 21. des 22. des 23. des

8-24 8-24 8-24 8-24 8-24 8-24 8-24 8-24 8-24

24. des 25. des 26. des 27. des 28. des 29. des 30. des 31. des 1. jan

8-16 Lokað 11-24 8-24 8-24 8-24 8-24 8-18 12-24


4 | AKUREYRI // jól 2017

Ártöl myntarinnar sjást í flestum tilfellum vel á hringunum.

Auk hringanna hefur Hörður smíðað bindisnælur úr messing og mynt.

Eins og vera ber er hringasmiðurinn stundum vígalegur í vinnunni!

Myntpeningar geta verið til margra hluta nytsamlegir. Ekki aðeins er hægt að móta úr þeim hringa heldur einnig hjörtu, sem eru nýjasta afurð Harðar.

Mynthringasmiðja Harðar „Í mars á þessu ári byrjaði ég að að prófa mig áfram með þetta. Ég hafði séð á netinu eitthvað sambærilegt gert en vissi ekkert hvernig ég ætti að fara að því að búa til svona hringa. En smám saman komst ég upp á lagið með þetta. Gerði að vísu fullt af mistökum á leiðinni en maður lærir af mistökum og finnur að lokum réttu leiðina að takmarkinu,“ segir Hörður Óskarsson, vélfræðingur og brautarstjóri málmiðnbrautar í Verkmenntaskólanum á Akureyri, sem hefur í frístundum dundað sér við að smíða hringa úr gamalli íslenskri mynt og einnig hefur hann prófað sig áfram með erlenda mynt. Útkoman eru hinir glæsilegustu hringar. Hörður segist hafa átt í fórum sínum slatta af íslenskri mynt sem hann hafi byrjað að vinna með, t.d. krónupeninga og túkalla. Þessir peningar ásamt gamla fimmaura peningnum segir Hörður að virðist ganga hvað best sem hráefni í hringana. Þessar myntir voru slegnar að stærstum hluta í Englandi á sínum tíma og eru ýmist úr nikkelbronsi, aluminiumbronsi eða nikkelmessing. Peningarnir hafa reynst mismunandi harðir eftir árgöngum. Þannig segir Hörður að fyrsta upplagið af tveggja krónu peningnum frá 1946 sé í harðara lagi. Samkvæmt upplýsingum sem hann hafi aflað sér hafi fjórar milljónir slíkra myntpeninga frá 1946 verið slegnar. En hvernig ber Hörður sig að við vinnuna? Til að byrja með þarf hann að bora gat á peninginn, síðan að afglóða hann, eins og kallað er, þ.e. hita hann upp þar til peningurinn er rauðglóandi og síðan er honum þrýst út og hringurinn þannig formaður. „Ég hef smám saman náð að þróa mína aðferð við þetta sem virkar,“ segir Hörður og er leyndardómsfullur! Eftir að fór að spyrjast út að Hörður væri að dunda sér við að smíða mynthringa hefur fólk gaukað að honum mynt. „Staðreyndin er auðvitað sú að í mörgum bílskúrum eru glerkrukkur eða box full af mynt sem fólk hefur haldið til haga. Bæði er þar um að ræða gamla íslenska mynt og líka erlenda mynt. Ég hef prófað mig áfram með erlenda mynt og það hefur verið lærdómsríkt. Ég hef til dæmis gert hringa úr mynt frá Kína, Malaví, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Í flestum tilfellum er myntin svipuð viðureignar en þó reyndist sú spænska hvað hörðust. Eftir að hafa mótað hringana úr myntinni er hún látin liggja í sýrubaði í smá tíma en síðan þarf að pússa hana vel og vandlega og það getur tekið drjúgt mikinn tíma til þess að fullnægjandi árangur náist,“ segir Hörður. Eins og að framan greinir hefur Hörður fyrst og fremst unnið hringana úr gömlum krónupeningum, túköllum og fimm aura peningum. Hvað nýrri mynt varðar eins og t.d. 10 krónu peningana og gömlu 50 krónu peningana segir Hörður að hann hafi ekki

Hörður Óskarsson með smíðatólin á lofti í hringasmiðjunni.

Hörður smíðar mikið úr gömlum krónupeningum. Hér er lager af meira en fjörutíu ára gömlum slíkum peningum, árgerð 1975.

Skemmtileg afurð úr gömlum krónupeningum og túköllum.

Hörður hefur líka gert hringa úr erlendri mynt með góðum árangri.

Hér má sjá hringa úr íslenskri, danskri og enskri mynt.

farið út í að búa til hringa úr þeim enda séu þeir harðir og því nokkuð erfiðir viðfangs. Hins vegar segist hann hafa gert barnahring úr gömlum 50 aura pening og hann hafi komið ljómandi vel út. Bílskúrsdundið, sem Hörður segir að sé gulls ígildi eftir langan vinnudag, byrjaði sem glíma við að gera hringa. En eins og í alvöru fyrirtækjum hefur átt sér stað vöruþróun í bílskúrnum við Vestursíðu. Hörður hefur líka verið að þróa hjörtu úr myntinni og einnig bindisnælur sem hann smíðar úr messingplötum og myntpeningum. „Ég hef svo sem engin plön önnur en að halda áfram að fara hér annað slagið í bílskúrinn og dunda mér við þetta. Þetta er eins og hvert annað afslappandi áhugamál,“ segir Hörður og við þetta má því bæta að hægt er að fylgjast með framvindu mála á síðu á fésbókinni sem heitir „mynthringir og allskonar“. Þeir sem „líka“ við síðuna fara í pott og hyggst Hörður draga út nöfn í þrígang í desember og verðlauna viðkomandi. Sá sem var dreginn út 1. desember fær hring að launum, þann 10. desember eru verðlaunin hringur og bindisnæla og þann 20. desember fær sá heppni hringapar úr smiðju Harðar. Hringana selur Hörður á 6.000 kr. stykkið og af hverjum seldum hring ákvað hann að gefa 1000 krónur til geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri.


AKUREYRI // jól 2017 | 5

Opnunartími pósthúsanna á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri 6.–8. desember 9. desember 10. desember 11.–15. desember 16. desember 17. desember 18.–22. desember 23. desember 24. desember

miðvikudagur–föstudagur laugardagur sunnudagur mánudagur–föstudagur laugardagur sunnudagur mánudagur–föstudagur laugardagur sunnudagur

9:00–19:00 11:00–17:00 13:00–17:00 9:00–19:00 11:00–17:00 13:00–17:00 9:00–20:00 11:00–17:00 9:00–12:00

Öruggir skiladagar pakka Norðurlönd Economy Exprés og Priority TNT hraðsending

Evrópa 8. desember 15. desember 19. desember

Önnur lönd Priority TNT hraðsending

Economy Exprés og Priority TNT hraðsending

8. desember 13. desember 19. desember

Innanlands 8. desember 18. desember

Allir pakkar

20. desember

Öruggir skiladagar bréfa Evrópa

Innanlands B–póstur A–póstur

18. desember 20. desember

B–póstur A–póstur

Önnur lönd A–póstur

8. desember

Við komum því til skila

8. desember 15. desember


6 | AKUREYRI // jól 2017

Jólahald Akureyringa Jólin eru fjölskylduhátíð og hjá mörgum eru fastar hefðir ómissandi hluti þeirra. Fjórir Akureyringar gefa lesendum hér innsýn í þeirra jólahald og minningar sem hátíðinni tengjast.

Hanna Dögg Maronsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bústólpa ehf.

Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri

Mikilvægt að njóta aðventunnar

Mikið jólabarn en féll jólaföndrið lítt í geð

Verð í símasambandi á aðfangadag!

Chernobylsteikin bragðaðist vel!

Eru einhverjar hefðir hjá þér eða í þinni fjölskyldu sem eru ómissandi hluti af jólahaldi? „Mér finnst mikilvægt að reyna hvað ég get að njóta aðventunnar og koma kertaljós og jólalög þar sterk inn ásamt því að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Ég er mikið jólabarn og mér finnst þessi tími ársins mjög skemmtilegur. Ein af þeim hefðum sem ég held mikið upp á er laufabrauðsgerð þar sem við fjölskyldan komum saman heima hjá mömmu og pabba, fletjum út laufabrauðið og yngri kynslóðin fær svo að spreyta sig við að skera þær út.“ Er sami matur á borðum hjá fjölskyldunni jól eftir jól eða breytið þið til milli ára? „Við fjölskyldan erum um þessar mundir að flytja í nýtt hús og ég hlakka til að skapa nýjan jólaanda þar. Jólamaturinn er óráðinn en húsbóndinn mun klárlega velja eitthvað gott kjöt frá Norðlenska.“ Eru einhver jól eftirminnilegri en önnur? „Jólaboð móðurfjölskyldunnar eru eftirminnileg en þar kemur stórfjölskyldan saman og leikur sér. Gjarnan etja menn kappi í þrautum af ýmsu tagi og spurningakeppnum. Við erum öll mikið keppnisfólk þannig að oftast verður mikið fjör. Í gegnum tíðina höfum við því skapað saman mjög skemmtilegar og dýrmætar minningar sem ég er mjög þakklát fyrir.“

Eru einhverjar hefðir hjá þér eða í þinni fjölskyldu sem eru ómissandi hluti af jólahaldi? „Nýjasta hefðin hjá fjölskyldunni er að fara í jólamessuna á aðfangadag í Akureyrarkirkju. Hvorugt okkar hjóna ólst upp við að fara í kirkju um jól en þegar Sædís, kona mín, hóf að syngja í kirkjukórnum byrjuðum við að mæta. Núna finnst mér jólin byrja í Akureyrarkirkju.“ Er sami matur á borðum hjá fjölskyldunni jól eftir jól eða breytið þið til milli ára? „Jólin eru veislutími og ég ver miklum tíma í að hugsa um mat, elda og baka. Mér finnst fátt eins skemmtilegt og að matreiða og borða í góðum félagsskap. Jólin eru tími hefða en þegar kemur að mat þá er jólaísinn það eina sem hefur fastan sess á matseðlinum og er kjamsað á alla hátíðina. Verstu jól í minningunni eru líka tengd mat. Öllu heldur matarleysi. Það voru jólin sem ég lagðist í ælupest á aðfangadag!“ Eru einhver jól eftirminnilegri en önnur? „Tíminn leið ósköp hægt á aðfangadag þegar maður var strákur. Þessu er reyndar öfugt farið í dag. Jólin hlaupa í fangið á manni og eru svo skyndilega horfin. Það eina sem mér féll ekki í geð var jólaföndrið í skólanum. Líklega af því ég endaði alltaf með límklessujólaskraut. Ég safna hins vegar dálitlu af jólaskrauti. Dálítið er teygjanlegt hugtak. Sumum í fjölskyldunni finnst vera komið nóg þannig að mér voru sett ströng skilyrði um að ég þyrfti að fækka jólaskrauti ef ég keypti meira. Ég er samt ekki eins og Griswold í Christmas Vacation. Langt í frá. En maður þarf að setja sér markmið.“

Eru einhverjar hefðir hjá þér eða í þinni fjölskyldu sem eru ómissandi hluti af jólahaldi? „Það er ekki mikið um hefðir í minni fjölskyldu í kringum jólin, aðfangadagur er þó alla jafna í nokkuð föstum skorðum. Einna helst er hefð fyrir því hjá okkur að baka sömu smákökutegundir ár eftir ár og að kaupa jólatréð á síðustu stundu.“ Er sami matur á borðum hjá fjölskyldunni jól eftir jól eða breytið þið til milli ára? „Oftast er önd á borðum á aðfangadagskvöld en þetta árið áskotnuðust okkur rjúpur frá Ingólfi bróður mínum. Þeim fylgja ströng fyrirmæli, m.a. er algjörlega bannað að sjóða þær líkt og amma gerði ævinlega. Ég geri ráð fyrir að vera í stöðugu símasambandi við bróður minn og mömmu á aðfangadag því ég er komin úr æfingu! Humar er gjarnan í forrétt og rís a la mande í eftirrétt. Áslaug vinkona mömmu hefur á hverju ári gefið mér karamellugums sem hún útbýr. Út í það er bætt þeyttum rjóma og úr verður ólýsanlega góð karamellusósa. Við ætlum reyndar núna að finna einhvern nýjan eftirrétt, en sósan verður eftir sem áður í lykilhlutverki“ Eru einhver jól eftirminnilegri en önnur? „Jólin þegar ég var á Ítalíu árið 1990 eru mér minnistæð, þau voru langt í frá eins hátíðleg og hér heima. Ég var að vinna á pítsustað á jóladag og fannst þetta allt saman eitthvað hálf mislukkað. Eflaust urðu þessi jól á Ítalíu þó til þess að ég lærði að meta jólin heima enn betur. Við fjölskyldan áttum líka eftirminnileg jól í Danmörku. Þá eldaði ég rjúpur í fyrsta skipti og klúðraði þeim rækilega. Ég var hálf miður mín yfir þessu en gleymi því aldrei að maðurinn minn sat og hámaði í sig skraufþurra rjúpu í alltof þunnri og bragðlausri sósu og sagði: Hvað, það er ekkert að þessu!“

Eru einhverjar hefðir hjá þér eða í þinni fjölskyldu sem eru ómissandi hluti af jólahaldi? „Við fjölskyldan höfðum það fyrir reglu í mörg ár að hafa enga ákveðna hefð á jólahaldinu og helst ekki hafa það eins tvö ár í röð. Seinni árin hefur jólhaldið færst meira í fastari skorður og eru þá orðin hefðbundnari íslensk jól. Við kjósum gjarnan léttleikann umfram hátíðleikann og höfum við hjónin t.d. alla tíð verið með jólakortakeppni þar sem valið er fallegasta, frumlegasta og ljótasta jólakortið sem okkur berst. Þessi keppni er ómissandi hluti jólanna. Lengst af var þetta háleynileg kosning en eftir að hún fór að spyrjast út á meðal vina hefur fjölgað grunsamlega í frumlega og ljóta flokknum á milli ára. Fyrir utan þetta litla spaug þá er náin samvera fjölskyldunnar sá hluti jólahaldsins sem skiptir okkur mestu máli.“ Er sami matur á borðum hjá fjölskyldunni jól eftir jól eða breytið þið til milli ára? „Við erum aldrei með sama matinn á borðum og fáum nýjar hugmyndir á hverju ári. Elsti sonurinn fær þó alltaf sinn hamborgarhrygg á aðfangadag að eigin ósk og þannig verður það örugglega líka í ár.“ Eru einhver jól eftirminnilegri en önnur? „Fyrstu jólin okkar hjóna sem við áttum ein saman í Þýskalandi árið 1990 eru þau eftirminnilegustu. Það fannst okkur skrítin jól, langt frá stórfjölskyldunni, í landi þar sem almennt var lítið lagt upp úr hátíðleika á aðfangadagskvöldi. Kannski af því við vorum svo langt frá heimahögum höfðum við aldrei meiri þörf fyrir að halda fast í íslenskan jólabrag. Við klæddum okkur í okkar fínasta púss og héldum til íslenskra vina okkar þar sem við borðuðum hangikjöt með grænum Ora baunum og rauðkáli sem við höfðum fengið sent að heiman. Jólasteikin sem við borðuðum svo tvö ein á jóladag er ekki síður eftirminnileg. Við höfðum keypt önd sem við vissum ekki hvernig ætti að matreiða og þegar við ætluðum að lesa leiðbeiningarnar um fuglinn á umbúðunum þá voru þær á rússnesku. Síðan hefur þessi steik aldrei verið kölluð annað en Chernobylöndin en hún bragðaðist vel og engum varð meint af.“


AKUREYRI // jól 2017 | 7

01

02

03

04

05

jólagjöfin í ár 06

07

01 ~ DRÍFA dúnúlpa 69.900 ISK

05 ~ KEILIR húfa 3.900 ISK

02 ~ FÖNN dömu dúnkápa 69.900 ISK

06 ~ HRET herra dúnjakki 49.900 ISK

03 ~ HJARN dömu dúnjakki 49.900 ISK

07 ~ SKAFL herra jakki 49.900 ISK

04 ~ LOGO HAT húfa 2.900 ISK

08 ~ BYLUR herra dúnúlpa 69.900 ISK

08

Akureyri


8 | AKUREYRI // jól 2017

Minjasafnið á Akureyri

Allir fá þá eitthvað fallegt

Grýlufjallið geymir verkstæði og íverustaði jólasveinanna sem hægt er að skyggnast inn í.

Ragna Gestsdóttir safnfræðslufulltrúi við hornið á jólasýningu Minjasafnsins þar sem sjá má ýmsa skemmtilega hluti sem komu upp úr jólapökkum.

Í Minjasafninu á Akureyri stendur nú yfir árleg jólasýning safnsins og að þessu sinni er sjónum beint að jólagjöfum fyrr og nú auk þess sem sjá má jólaskraut, jólatré, jóladagatöl og margt fleira sem tengist jólunum. Jólagjafirnar eru bæði úr safneign sem og úr einkaeigu en margir bæjarbúar hafa lánað safninu gamlar gjafir sem eru þeim hjartfólgnar. Jólin eru ein stærsta hátíð ársins í hugum margra þar sem gamlar hefðir og siðir fá að blómstra. Jólagjafirnar ekki gamall siður „Margt í jólahaldinu byggir á því sem fólk vandist í æsku og fjölskylduhefðir berast milli kynslóða um hver jól í gegnum matargerð og skreytingar. Ef vel tekst til geta jólagjafir einnig gengið kynslóða á milli þó tískusveiflur séu svo sannarlega áberandi í þeim efnum eins og annars staðar,“ segir Ragna Gestsdóttir, safnfræðslufulltrúi Minjasafnsins á Akureyri og bendir á að jólagjafir eru ekki gamall siður í íslensku samfélagi og sumargjafir í raun mun eldri gjafasiður.

Jólagjafirnar kippa mörgum sýningargestinum sannarlega aftur í tímann. Það fengu margir svona tölvuspil úr pakkanum.

Gestir sýningarinnar geta sett sínar jólagjafaóskir á blað. Hér óskaði sér einn gesturinn að fá hund og svo eitthvað tengt Harry Potter. Í þessari röð!

„Haustið og tíminn fram að jólum var mikill annatími í matar- og ullarvinnslu. Ef um gjafir á jólum var að ræða mátti helst hugsa um þær sem umbun í kjölfar aukins vinnuálags. Eftir því sem leið á 20. öldina skipuðu jólagjafir veglegri sess í jólahaldi íslenskra heimila, bæði hjá börnum og fullorðnum. Fjölbreytileikinn og magnið helst í hendur við aukna neyslu í samfélaginu og örar samfélagsbreytingar. Að gefa heimilismönnum kerti eða annað ljós er eitt elsta dæmi um það sem kalla má jólagjöf. Bækur fara að þykja góð jólagjöf snemma á 20. öld en einnig nytja-

hlutir eins og svuntur, skór og hanskar. Með tækniframförum fara hrærivélar og tölvuspil að sjást í auknum mæli og er nú svo komið að fátt er það sem ekki getur talist tilvalin jólagjöf.“ Margir óþekktir jólasveinar Ragna segir að ekki megi gleyma sjálfum jólasveinunum – sem eru eitt aðal viðfangsefni sýningarinnar og tengjast oftast matargerð, ullarvinnu og hrekkjum. „Flest þekkjum við þá 13 sem enn koma til byggða og gefa börnum jafnvel gjafir í skóinn. Færri muna í dag eftir hinum 76 jólasveinum og

-meyjum. Mörgum sögum fór af þeim hér áður fyrr en eitthvað veldur því að minna fréttist af þeim um þessar mundir. Kannski er það ekki að undra því Flórsleikir og Reykjasvelgur hafa lítið að sækja í þéttbýlið í dag. Börn eru jafnvel fegin að fá ekki í skóinn frá Lungnasletti og Barnaþef eða fá þá nálægt heimilum sínum almennt. Við vitum þó að þessir 13 þekktu Grýlusynir eru nokkurn veginn húsum hæfir en um hin vitum við minna og vart áhættuna takandi að fá þau til byggða,“ segir Ragna. Smáveröld í jólafjallinu Jólasýningin er snertisýning þar sem hægt er að gægjast inn í smáveröld í jólafjallinu, þefa af ýmsum mat sem tengist jólasveinum og prófa hluti sem tilheyra jólaundirbúningi fyrri tíma og með því að

prófa aska, strokka og kamba má kynnast ýmsum athöfnum jólasveina. Hvaða hluti ætli t.d. Flautaþyrill, Smjörhákur og Svellabrjótur sækist í? Pottkrókur og Bandaleysir eiga sína gripi sem og margir aðrir sveinar og meyjar sem gætu látið á sér kræla um jólaleytið. Auk jólasýningarinnar eru yfirstandandi sýningarnar Akureyri – bærinn við Pollinn, Skátar á Akureyri í 100 ár og Listakonan í Fjörunni – Elísabet Geirmundsdóttir. Safnið er opið alla daga kl. 13-16. Lokað verður 24. og 25. desember og 1. janúar. Í desember fá fullorðnir í fylgd með börnum frítt inn á safnið.

Fimmtudagur 14. des.

kl. 10-22

Föstudagur 15. des.

kl. 10-22

Laugardagur 16. des.

kl. 10-22

Sunnudagur 17. des.

kl. 13-22

Mánudagur18. des.

kl. 10-22

Þriðjudagur 19. des.

kl. 10-22

Miðvikudagur 20. des.

kl. 10-22

Fimmtudagur 21. des.

kl. 10-22

Föstudagur 22. des.

kl. 10-22

Laugardagur 23. des. Þorláksmessa

kl. 10-23

Sunnudagur 24. des. Aðfangadagur

kl. 10-12

Mánudagur 25. des. Jóladagur Þriðjudagur 26. des. Annar jóladagur

Jólaopnun á Glerártorgi

LOKAÐ LOKAÐ

Miðvikudagur 27. des.

kl. 10-18:30

Fimmtudagur 28. des.

kl. 10-18:30

Föstudagur 29. des.

kl. 10-18:30

Laugardagur 30. des.

kl. 10-17

Sunnudagur 31. des. Gamlársdagur

kl. 10 -12

Mánudagur 1. jan. Nýársdagur

Venjubundinn opnunartími til og með 13. desember.

minjasafnid.is

Þriðjudagur 2. jan. Útsala hefst.

LOKAÐ kl. 10-18:30


AKUREYRI // jól 2017 | 9

Jólagjafir

unga mannsins

Joe´s & JMJ eru til húsa að Gránufélagsgötu 4, Akureyri


10 | AKUREYRI // jól 2017

Ritun verslunarsögu Akureyrar á lokaspretti

Ragnar Sverrisson

Um þessar mundir er verið að leggja síðustu hönd á myndarlegt rit um sögu verslunar og viðskipta á Akureyri frá öndverðu til nútímans. Ekki er ofsagt að við vinnslu þess hefur margt fróðlegt og skemmtilegt komið í ljós sem mun áreiðanlega verða mörgum til upplýsinga og ánægju þegar bókin kemur út. En umfram allt líta þeir sem að þessu mikla verki standa á það sem framlag til að halda til haga og setja fram á skipulegan hátt, mikilvægan þátt í atvinnu- og menningarsögu Akureyrar. Ritnefndin hefur sett markið hátt hvað varðar efni og efnistök og fengið til verksins einn af viðurkenndustu sagnfræðingum þjóðarinnar dr. Jón Þ. Þór. Mestu skiptir að sómi verði að þessu mikla riti og öll sú merkilegu saga sem það greinir frá komist vel til skila. Til þess að gefa lesendum ofurlitla nasajón af því hvernig tekið er á afmörkuðu efni í þessari frásögn er birtur hér á opnunni kafli úr handriti bókarinnar þar sem segir af einum kaupmanni sem starfaði í bænum frá seinni heimsstyrjöld og langleiðina til aldamóta. Framlag hans og þeirra sem við tóku er dæmigert um lífið og tilveruna í verslunarsögu Akureyrar hin síðari ár. Þetta er meðal annars gert í þeim tilgangi að hvetja þá sem búa yfir frekari fróðleik um þessa merku sögu að gefa sig fram við Jón Þ. Þór sagnfræðing, sem tekið hefur að sér að rita umrædda bók, og greina honum frá gagnlegum heimildum eða eigin reynslu í greininni.Bæði hann og við í ritnefndinni leggjum áherslu á, auk þess að segja skilmerkilega frá megindráttum í þróun verslunnar á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu, að einnig verði sagt frá daglegu lífi sem tengjast atvinnugreininni og aðstæðum á hverjum tíma.

Breyttir verslunarhættir Nú berast fregnir af því að á næstu árum og áratugum muni viðskiptavinir í verslunum afgreiða sig að miklu eða öllu leyti sjálfir. Þá má ætla að meginviðfangsefni starfsmanna verslana verði að koma varningi í búðirnar en samskipti við viðskiptavini minnki að miklum mun. Áður var ekki talið óhætt að viðskiptavinirnir kæmust í snertingu við vörurnar en þær hafðar bak við búðarborðið, utan seilingar, þar til kúnninn gaf til kynna hvað hann vildi kaupa. Þá voru þær tíndar fram á búðarborðið og gengið frá greiðslu. Það þótti til að mynda mikil breyting þegar viðskiptavinum var hleypt innan um varninginn með tilkomu sjálfafgreiðslubúða. Margir héldu að þar með myndi ránsferðum í búðir fjölga að miklum mun og skálmöld ríða yfir með gífurlegum þjófnaði. Sem betur fer varð reynslan önnur og þegar að því kemur að ekki þarf lengur að standa skil á greiðslum við starfsmenn, heldur eingöngu í félagsskap við vélar og tölvur, er ljóst að bilið milli fyrri hátta í búðum hefur breyst mikið og á greinilega eftir að breytast enn meira í framtíðinni. Hvar það endar veit enginn en hitt er víst að margir okkar “gömlu” innanbúðarmanna munu sakna þess þá að geta ekki blandað geði við viðskiptavinina.

Birgðahald fyrr og nú Á sama hátt er fróðlegt að velta fyrir sér í hvað plássið fór á fyrri tímum í verslunum og birgðastöðum þeirra. Nú, þegar vörur koma frá fjarlægum heimshlutum á hverjum degi og hillur verslana eru fylltar jafnóðum, er það talsvert annað en þegar verslanir þurftu að birgja sig upp fyrir marga mánuði, að ekki sé talað um þegar aðeins var treyst á vor- og haustskip frá meginlandinu. Þá gilti að hafa mikið pláss fyrir lagera og geymslur og koma þar vörum fyrir til margra mánaða ef svo bar undir. Svo bætist auðvitað við að áður fyrr voru fluttar inn til landsins vörur sem tóku mikið pláss en eru ekki til sölu nú á tímum sem nokkru nemur. Besta dæmið um það eru kolabirgðirnar sem tóku t.d. á Akureyri mikið pláss á bestu stöðum í nágrenni við bryggjurnar. Ekki þætti mikil bæjarprýði af slíkum kolabingjum í miðbæ Akureyrar í dag en fyrir nokkrum árum síðan var einn slíkur af stærri gerðinni var fyrir sunnan Nýja bíó og annar niður á Eyrinni. Eins og fram mun koma í bókinni góðu var eitt helsta áhyggjuefni á Akureyri í fyrra stríðinu að aðflutningar kola myndu stöðvast með þeim afleiðingum að híbýli manna yrðu RS_verslunarsaga_Akureyri_10x39_20171202_END.indd 1

kuldanum að bráð og heilsu fólks stefnt í voða. Þá var hvorki olía, sem síðar var notuð til upphitunnar, né hitaveituvatn komið til sögunnar og því ekki að undra að bæjarbúar væru kvíðafullir ef kolin kæmu ekki skilvíslega í bæinn. Kolakaupmaður bæjarins og KEA gerðu allt sem þeir gátu til að tryggja þessa nauðsynlegu vöru fyrir bæjarbúa.

Aldarfarslýsing Því er ekki að leyna að við samningu bókar eins og þeirrar sem hér er til umræðu þarf að endurspegla gríðarlegar breytingar sem hafa orðið á verslun og viðskiptum frá landnámi og til okkar daga. Allt frá þeim tíma þegar aðeins var farið aðra leiðina til eða frá Íslandi á hverju ári og skipum síðan lagt í naust vetrarlangt, og farið til baka árið eftir, og síðan allar götur til nútímans þegar farnar eru margar ferðir á dag í lofti og skip sigla á milli á nokkrum dögum. Þetta er auðvitað gríðarlegur munur á aðstöðu að því er snertir verslun og viðskipti. Mér er nær að halda að breytingin frá fortíð til nútíðar hafi verið mun meiri hér á landi en víðast hvar annarsstaðar enda eigum við ekki landamæri með öðrum þjóðum þar sem auðvelt hefur verið að flytja varning og fólk milli landa í aldanna rás. Hér vorum við langt frá öðrum þjóðum, fá og næsta veikburða og sundurleit sem endaði með því að við gáfumst annarri þjóð á vald. Það vald var svo lengst af hjá Dönum og kvörtuðu landsmenn löngum undan þeim viðskiptum og harðræði sem við þurftum að þola af þeirra hálfu og ekki hvað síst á sviði verslunnar. Í bókinni er talsvert fjallað um þessi gömlu samskipti þjóðanna og þar kemur ýmislegt í ljós sem mörgum mun þykja næsta forvitnilegt enda var ekki allt sem sýndist. Öll er þessi saga því góð aldarfarslýsing enda þótt í þessu tilviki sé sjónum einkum beint að þróun verslunar og viðskipta á Akureyri í öll þessi ár.

Allt styður hvað annað Eins og löngum hefur uppgangur í einni atvinnugrein góð áhrif á þróun annarra greina á sama svæði enda þótt stundum sé vandséð hvar upphafsins er að leita; hvaða grein fór fyrst af stað og hverjar komu í kjölfarið. Þó það skipti minnstu máli þá má færa fyrir því sterk rök að sú ákvörðun, að staðsetja verslun fyrir Norðurland á Akureyri, hafi orðið til þess að aðrar atvinnugreinar skutu þar rótum eins og til dæmis smáiðnaðar, sem síðar þróaðist upp í stærri fyrirtæki og jafnvel fyrirtækjasamsteypur eins og Gefjun, Iðunn og Hekla. Sama má segja þegar sjósókn hófst frá Akureyri og jókst við hlið aukins verslunarrekstrar sem leiddi síðan til mjög öflugs fiskiðnaðar eins og kunnugt er. Af sjálfu leiðir að fjölbreyttar og vel reknar atvinnugreinar eins og þessar styðja hver aðra og úr verður öflugt atvinnusvæði þar sem menntun og menning þrífst líka með glæsibrag eins og dæmin sanna. Því var það, þegar allt fór að dafna þarna innst inn í Eyjafirði svo eftir var tekið, að farið var að kalla Akureyri höfuðstað Norðurlands. Allt byrjaði þetta með því að sett var niður verslun á eyri kennda við akur og síðan hefur sannast máltækið “Miklu veldur sá er upphafinu veldur.” - / Ragnar Sverrisson


AKUREYRI // jól 2017 | 11

Viðtal við Jón Þ. Þór höfund bókarinnar Undanfarin misseri hefur dr. Jón Þ. Þór sagnfræðingur unnið að gagnaöflun og samningu bókarinnar um verslun og viðskipti á Akureyri frá landnámi til þessa dags. Við fórum á hans fund og spurðum fyrst hvort eitthvað hafi komið honum á óvart við þessa miklu vinnu. „Já, raunar laukst betur og betur upp fyrir mér, eftir því sem leið á verkið, hversu margir öflugir íslenskir kaupmenn náðu að stofna og reka myndarleg fyrirtæki á Akureyri eftir að dönsku kaupmennirnir hurfuá braut. Mér er nær að halda að þeir hafi í áratugi verið þeir öflugustu á landinu utan Reykjavíkur. Ég nefni í því sambandi þau myndarlegu verslunarhús sem þeir byggðu við Hafnarstræti og Strandgötu. Bendi í því sambandi á hús sem enn standa og eru bæjarprýði eins og París, Hamborg og Hótel Akureyri. Einnig myndarlegu verslunarhúsin efst í Strandgötunni sem mörg urðu eldi að bráð í brunanum mikla árið 1906. Eins og við er að búast koma mörgum í hug kaupfélögin þegar verslun í bænum ber á góma enda voru þau, einkum KEA, mjög svo áberandi í áratugi. En þau komu ekki í veg fyrir það að fjölmargir kaupmenn voru mjög öflugir í samkeppninni og veittu bæjarbúum og nágrannabyggðum líka góða þjónustu. Ég get því með sanni sagt að stór hlutur kaupmanna í þessari atvinnugrein á Akureyri kom mér töluvert á óvart.“

Nú ert þú borinn og barnfæddur Akureyringur og manst sjálfur tímana tvenna hvernig verslun gekk fyrir sig í bænum. „Já, auðvitað rifjast margt upp við þessa vinnu og sumt tengist þessari eðlu atvinnugrein. Manni þóttu búðir merkilegar enda alltaf mannlíf í kringum þær og gaman að virða það fyrir sér. Þó var ein búð í sérflokki og okkur strákunum þótti mjög dularfull og ekki síður þeir sem vöndu komur sínar þangað. Þar á ég við vínbúðina í kjallara Hafsteinshússins við Strandgötu beint á móti flugplaninu. Vegna komu flugvélanna á planið áttum við strákarnir af Oddeyrinni all oft leið þangað suðureftir til að virða þessi undur fyrir okkur. Á þessum ferðum á veturna varð okkur stundum kalt og þá var mjög vinsælt að læðast í hlýjuna í vínbúðinni, sem við kölluðum jafnan brennivínsbúðina. Áður en við fórum þangað inn gengum við úr skugga um að enginn viðskiptavinur væri þar fyrir því þeim þótti flestum óþægilegt að láta sjá sig á svo vafasömum stað. Ef enginn viðskiptavinur var í búðinni og aðeins Aðalsteinn Magnússon búðarstjóri á staðnum leyfði hann okkur að koma inn en þó með því skilyrði að láta lítið fyrir okkur fara og forða okkur strax út ef viðskiptavinur kom inn og alls ekki að horfa á hann því þá væri hætta á að hann myndi styggjast! Við pössuðum okkur auðvitað vel á þessu því mikið var í húfi, bæði fyrir þá og ekki síður okkur. Og vegna þess að Aðalsteinn var í okkar augum betri en aðrir menn gaf hann okkur leyfi til að fara í rúsínupoka sem stóð undir vegg og gæða okkur á innihaldinu að vild. Af þessu leiddi að okkur þótti brennivínsbúðin ágætust allra búða í bænum enda lágu rúsínur ekki á lausu heima hjá okkur.“ - / I.Sv.

Hvernig hefur gengið að afla gagna? „Það hefur auðvitað gengið upp og ofan eins við var að búast. En heilt yfir hefur mér verið tekið mjög vel og margir látið af hendi ýmis gögn sem ég hef síðan verið að vinna úr. Svo hef ég lagst yfir ritaðar heimildir allt frá landnámi, ýmis skjöl sem leynast víða og svo auðvitað blöð og tímarit allar götur frá miðri nítjándu öld. Til þess að tengja svo þróun greinarinnar á hverjum tíma við aðstæður og atburði á alþjóða vettvangi hefur auðvitað verið nauðsynlegt að segja frá því hvernig heimsmálin þróuðust og hvernig þau höfðu áhrif á verslunarmál. Þess vegna verður til dæmis talsvert fjallað í bókinni um heimsstyrjaldirnar og afleiðingarnar þeirra fyrir verslun og viðskipti hér á landi.”

Hvenær verður verkinu lokið? „Þetta er nú allt að smella saman en lokavinnan er oft ansi tímafrek ekki síst þegar vandað er til verka eins og í þessu tilviki. Ef ég þarf hins vegar að gera upp á milli þess að vera fljótur að haska af verk eða vera eitthvað lengur og vinna það vel og af alúð þá vel ég hiklaust síðari kostinn enda spyr enginn sem les bók eins og þess að því hvort hún var árinu lengur eða skemur í smíðum. Þá verður aðeins spurt um gæði hennar og trúverðugleika. Ég sé hins vegar fram á að samningu bókarinnar ljúki á næsta ári og þá fer að styttast í sjálfan útgáfudaginn.“

dr. Jón Þ. Þór sagnfræðingur hefur unnið að gagnaöflun og ritun um verslun og viðskipti á Akureyri

sonur Sigurðar, minnast þess að hann hefði sem smápatti verið settur upp á borð og fylgst þaðan með föður sínum sníða efni í föt og sauma. Síðan komu viðskiptavinir, þeirra á meðal ýmsir þekktir borgarar á Akureyri, og mátuðu og sóttu loks tilbúinn fatnað, jakkaföt, staka jakka, buxur, frakka o.sv.frv. Viðskiptin gengu vel, eftirspurnin var mikil og eftir nokkur ár í Helgamagrastrætinu færði Sigurður saumastofuna um set og hóf starfsemi á neðstu hæð í Hafnarstræti 81. Hinn 2. febrúar árið 1955 auglýsti hann eftir „nokkrum“ saumastúlkum til starfa og var tekið fram í auglýsingunni að óvanar stúlkur kæmu „einnig til greina“. Getur það bent til þess að nokkur hörgull hafi verið á vönum saumastúlkum til starfa í bænum á þessum tíma. Á útmánuðum árið 1955 færði Sigurður enn út kvíarnar og festi ásamt mágum sínum, Arnóri og Geirfinni Karlssonum frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal, kaup á nyrsta hluta stórhýsisins Parísar sem er númer 96 við Hafnarstræti. Þangað flutti hann samastofuna og afréð jafnframt að stofnsetja og opna fataverslun. Hinn 26. mars 1955 birtist eftirfarandi auglýsing í blaðinu Degi: Ný verzlun. Opnum í dag klæðaverzlun og saumastofu í Hafnarstræti 96. Höfum ýmsar tegundir af fatnaði á börn og fullorðna. Saumum einnig karlmannaföt, frakka og dragtir eftir máli. Fjölbreytt úrval af efnum. Mikið hófstilltari gat þessi auglýsing varla verið en hún markaði í raun upphafið að margþættri viðskiptasögu sem stendur á vissan hátt enn, þótt í breyttri mynd sé.

Frásögn um eina verslunina eins og hún er nú í handriti bókarinnar:

Klæðaverslun Sigurðar Guðmundsonar Sigurður Guðmundsson var fæddur á Ferjubakka í Mýrasýslu árið 1914 og lærði klæðskeraiðn í Borgarnesi á árunum 1937-1941, en fluttist þá norður yfir heiðar og lauk prófi sem klæðskeri frá Iðnskólanum á Akureyri árið 1942. Fimm árum síðar setti hann á stofn eigin saumastofu. Hún var fyrst til húsa í herbergi í kjallara íbúðarhúss Sigurðar í Helgamagrastræti 26. Þar var Sigurður fyrst í stað eini starfsmaðurinn, en naut aðstoðar Guðrúnar Karlsdóttur, eiginkonu sinnar, við saumaskapinn þegar þörf krafði en hún var fær saumakona. Fyrst í stað var mest saumað eftir máli og pöntunum og fataefnið keypt af heildsölum. Í samtali við höfund þessa rits kvaðst Guðmundur,

Klæðaverslunin var til húsa á fyrstu hæð í norðurhluta Parísar. Þar verslaði Sigurður með alls konar fatnað fyrir karla, konur og börn og saumastofan var í áföstu bakhúsi austan við aðalbygginguna. Þar störfuðu lengst af tvær saumakonur, auk Sigurðar sem sjálfur sá um að sníða, taka mál af viðskiptavinum og ganga frá fötum. Fataefni keypti hann einkum af heildsölum í Reykjavík, sem sendu sölumenn norður, en þegar fram á 7. áratuginn og innflutningur á tilbúnum fatnaði jókst tók hann að kaupa erlend föt til sölu í æ ríkari mæli. Þá dró að vonum úr starfsemi á saumastofunni þótt alltaf væri eitthvað um viðgerðir og smávægilegar lagfæringar. En Sigurður og mágar hans létu ekki sitja við kaupin á norðurhluta Parísar. Fáeinum árum síðar festu þeir einnig kaup á suðurhlutanum. Þar setti Arnór á fót blómabúð sem hann rak um langt skeið, en hann hafði áður verið verslunarstjóri í Blómabúð KEA, sem var til húsa á neðstu hæð Hótels KEA við Hafnarstræti. Eftir að hjónin Þorsteinn M. Jónsson og Sigurjóna Jakobsdóttir fluttu frá Akureyri árið 1956 var húsnæði þeirra í miðhluta Parísar selt. Mágarnir þrír festu kaup á því og þar stofnuðu Sigurður og Guðrún kona hans leikfangaverslun, hina stærstu á Norðurlandi. Guðrún sá lengi vel um reksturinn en síðan tók Guðmundur sonur þeirra við. Enn síðar hófu þeir feðgar verslun með varning, sem einkum var ætlaður ferðamönnum, minjagripi og hvers kyns prjónavörur, lopapeysur, trefla, húfur og fleira. Þetta var fyrsta eiginlega ferðamannaverslun á landinu utan höfuðborgarsvæðisins og skemmtilegur undanfari verslunarreksturs Sigurðar Guðmundssonar yngri sem síðar verður frá sagt. - / JÞÞ 3. 12. 2017. 21:13:02


12 | AKUREYRI // jól 2017

Steinsmiðja Akureyrar

Persónuleg þjónusta og gæði í fyrirrúmi Nýir eigendur Steinsmiðju Akureyrar leggja mikinn metnað í gæði þeirrar vöru sem á boðstólum er. Persónuleg þjónusta er einnig í fyrirrúmi. „Gæði og 100% þjónusta er okkar leiðarljós og markmiðið að viðskiptavinir okkar séu fullkomlega ánægðir,“ segir Birnir Vignisson sem ásamt konu sinni Sunnevu Árnadóttur keypti fyrirtækið í lok síðasta árs. Steinsmiðja Akureyrar flutti við eigendaskiptin í nýtt húsnæði í Njarðarnesi og þar hafa þau Birnir og Sunneva unnið við að skapa notalegt umhverfi fyrir starfsemi sína. Fyrirtækið býður yfir 100 gerðir legsteina og kemur efniviðurinn víða að úr heiminum, frá Indlandi, Kína, Ítalíu svo dæmi séu tekin en að auki eru í boði legsteinar úr íslensku stuðlabergi þar sem hver og einn steinn er með sitt einstaka lag. Fylgihlutir af margvíslegu tagi eru einnig í boði hjá Steinsmiðju Akureyrar. Að auki býður félagið úrval saltsteinslampa í heild- og smásölu sem fluttir eru inn frá Himalajafjöllum í Pakistan. Birtaþeirra þykir einstök og hafa þeir notið mikilla vinsælda hin síðari ár.

Saltsteinslampar Steinsmiðjunnar eiga rætur sínar að rekja til Himalajafjalla.

Hjónin Sunneva Árnadóttir og Birnir Vignisson eiga og reka Steinsmiðju Akureyrar.

Sjá um uppsetningu og frágang „Þegar kemur að legsteinum skipta gæði auðvitað höfuðmáli, þeim er

ætlað að standa lengi og þola veður og vinda til lengri tíma. Það er því mikilvægt að vanda valið. Granít er

Myndir: Auðunn Níelsson.

harðasta og veðurþolnasta steintegundin sem við bjóðum. Legsteinar eru persónulegur minnisvarði um hvern og einn einstakling og við smíðum eftir þeim hugmyndum

eða tillögum sem okkar viðskiptavinir koma með,“ segir Birnir. Lugtir, blómavasar og fuglar eru úr kopar og kristall í gluggum lugta. Eftir að smíði er lokið býður fyrirtækið þá þjónustu á Norðurlandi og höfuðborgarsvæðinu að setja steinana upp og sjá um allan frágang í kringum það. minnismerki.is

Opið alla daga til jóla KÆRU VIÐSKIPTAVINIR

OG LANDSMENN ALLIR VEGNA GÓÐS

GENGIS! NÚ ÞEGAR HAFA

ÖLL VERÐ

Í VERSLUNINNI

LÆKKAÐ

UM 20% Njótið vel Viðjulundi 2b · Rauðakrosshúsinu I 462 2833 Opið virka daga kl.13:30 -18:00 Lau. - sun. kl. 13:30 - 17:00

Jólaprýðin 2017 með mynstri kvenþjóðbúningsins.

Guðbjörg hannaði Jólaprýði Póstsins Jólaprýði Póstsins árið 2017 er hönnun eftir listakonuna og Akureyringinn Guðbjörgu Ringsted. Þetta er raunar í annað sinn sem hún hannar Jólaprýði Póstsins en um er að ræða jólaóróa sem seldir eru hjá starfsstöðvum Póstsins um allt land í aðdraganda jóla. Guðbjörg hannaði óróann einnig árið 2011 en í bæði skiptin segist hún hafa byggt á innblæstri af útsaumsmynstri kvenþjóðbúnings Íslendinga. „Árið 2011 hannaði ég líka jólafrímerkin fyrir Póstinn og ég var mjög glöð að fá beiðni í ár um sama verkefni, minnug þess hversu skemmtilegt var að vinna þetta á sínum tíma. Í bæði skiptin gerði ég margar hugmyndir sem Pósturinn síðan valdi úr til framleiðslu og sat núna við þetta verkefni í vorsólinni í maí!“ segir Guðbjörg en Jólaprýðin árið 2011 seldist upp á sínum tíma. Guðbjörg segir þetta jólaskraut mjög vinsælt til gjafa, ekki

Guðbjörg Ringsted, listakona á Akureyri.

síst sendi margir óróann með jólakortunum til vina og ættingja á erlendri grundu. Enda fátt íslenskara en að fá skraut að heiman með mynstri þjóðbúningsins.


AKUREYRI // jól 2017 | 13

Skemmtileg aðventa á Akureyri Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar 8. og 9. des. Græni hatturinn

Heima um jólin

Jólatöfrar Steps Dancecenter

16. og 17. des. Hof

10. des. Hof

Þorláksmessutónleikar Bubba

Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson

21. des. Hof

20. og 21. des. Græni hatturinn

White Raven

9. des. Hof

Ragnheiður Gröndal, Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur

KK og Ellen - jólatónleikar

7. des. Græni hatturinn

14. des. Græni hatturinn

Pallaball 16. des. Sjallinn

9. des. Samkomuhúsið

Stúfur snýr aftur

200.000 Naglbítar 22. des. Græni hatturinn

Norðurljósin jólatónleikar 8. og 9. des. Hof

Jólatónleikar Hildu Örvars

13. des. Akureyrarkirkja

Og margt margt fleira!

Kíktu á visitakureyri.is


14 | AKUREYRI // jól 2017

Aðsóknin að Bjórböðunum framar björtustu vonum

Hvíldarherbergi á rishæðinni. Hér slaka gestir á eftir böðin og hverfa sumir inn í draumalandið!

„Aðsóknin að Björböðunum hefur verið framar okkar björtustu vonum og við erum gríðarlega þakklát fyrir viðtökurnar sem þessi nýjung í heilsutengdri ferðaþjónustu á Íslandi hefur fengið,“ segir Anges Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bjórbaðanna á Árskógssandi og Bruggsmiðjunnar Kalda. Bjórböðin SPA voru opnuð í byrjun júní síðastliðnum og fóru um 4000 gestir í bjórbað á fyrstu mánuðunum en auk þess að liggja í bjórbaði er boðið upp á heita potta, saunabað og slökun, að ógleymdum veitingastað Bjórbaðanna þar sem fá má ýmsa rétti og að sjálfsögðu er bjórinn Kaldi í aðalhlutverki. Hugmyndina að heilsulindinni fengu þau hjónin þegar þau kynntust slíkum bjórböðum í Tékklandi árið 2008 en nú í sumar varð draumurinn að veruleika. Ferðamenn koma um langan veg til að fara í bjórbað Agnes segir að gestir bjórbaðanna skiptist nærfellt til helminga, erlendir ferðamenn og Íslendingar. „Eitt af því ánægjulega sem við erum að upplifa á þessum fyrstu mánuðum frá því við opnuðum er að fólk er að koma víða að, jafnvel eru erlendir ferðamenn að koma sérstaka ferð að sunnan bara til að fara í bjórböðin. Til dæmis komu hingað fjórir Mexíkóar á dögunum, gagngert til að upplifa bjórbað og létu vetrarfærðina ekki stoppa sig. Bjórböðin virðast nú þegar vera farin að vekja athygli hjá ferðamönnum og sú athygli er líka mikilvæg fyrir aðra ferðaþjónustuaðila hér á svæðinu. Að mínu mati styrkir þetta ferðaþjónustu á Norðurlandi sem heild að hafa hér stað eins og þennan sem á sér ekki hliðstæðu á Íslandi og fáar hliðstæður í heiminum,“ segir Agnes. Langur aðdragandi Bruggsmiðjan Kaldi, sem Agnes og Ólafur Þröstur Ólafsson eiginmaður hennar stofnuðu, hefur nú starfað í rúman áratug. Bruggsmiðjan var fyrsta handverksbrugghúsið hér á landi og framleiðir tólf bjórtegundir, þar af eru sjö árstíðabundnar. Líkt og nú fyrir jólin er fyrirtækið með tvær slíkar; hefðbundinn JólaKalda og Súkkulaðiporter. Agnes segir að mjög fljótlega eftir að þau hófu starfrækslu Bruggsmiðjunnar hafi þau farið að velta hugmyndinni um heilsulind með bjórböðum fyrir sér en slíku höfðu þau kynnst á ferðum sínum í Tékklandi. Eftir að hafa skoðað nokkra slíka staði höfðu þau mótað hugmyndina um böðin á Árskógssandi og réðust í framkvæmdir í fyrravetur og létu þannig gamlan draum rætast. Boðið er upp skoðunarferð og smökkun í bjórverk-

Í baðklefunum er tveggja manna viðarker sem í er blanda af humlum, geri, ungum bjór og vatni. Og á meðan fólk lætur líða úr sér getur það bragðað á framleiðslu Bruggsmiðjunnar Kalda.

Útipottar eru við böðin og þaðan er víðsýnt um Eyjafjörð.

Í öðru húsi Bjórbaðanna eru bar og veitingasalur.

smiðjunni fyrir gesti bjórbaðanna sem þess óska og er það sérstaklega vinsælt hjá hópum. Bjórböð, hvíld og núllstilling Bjórbörðin sjálf eru í sérstökum klefum þar sem gestir leggjast í tveggja manna sérsmíðuð kör úr Kambalavið frá Ghana. Baðvatnið er blanda af hreinu vatni úr Sólarfjalli, humlum úr Kalda, ungum bjór og svonefndu „bruggarageri“. Gerið er próteinríkt og inniheldur að sögn Agnesar nánast allan B-vítamín skalann sem gerir húðinni mjög gott. Humlarnir hafa einnig góð áhrif en í þeim eru alfa-sýrur sem stuðla að jafnvægi á sýrustigi líkamans og eru ríkar af andoxunarefnum. Gestirnir eru í baðinu í 25 mínútur og geta á meðan bragðað á Kalda-bjórnum að vild en svo er þeim fylgt í slökunarherbergi í aðrar 25 mínútur. Þar ná flestir að sofna og fá þannig nánast núllstillingu, ef svo má segja.

Endurnærandi jólagjöf fyrir sál og líkama! Þessu til viðbótar eru svo heitir pottar á verönd hússins þar sem má virða fyrir sér einstaka fjallasýn og fegurð við norðanverðan Eyjafjörð; Kaldbak, Sólarfjall, Ólafsfjarðarmúla, Þorvaldsdal, Hrísey og mynni Eyjafjarðar. Agnes segir þetta ekki síður upplifun en bjórböðin, sérstaklega núna í vetrarveðrinu. „Og loks er svo í boði flottur matseðill í 80 manna veitingasalnum okkar, léttir réttir og bjórtengdur matur. Gestir okkar hafa algjörlega frjálst val um hvað af þessari þjónustu okkar þeir nýta sér og fyrir þá sem vilja gefa einstaklega afslappandi jólagjöf þá höfum við til sölu gjafabréf sem fólk velur saman í hvíldarpakka. Ég mæli með að fólk gefi sér góðan tíma í heimsókn til okkar því hér er hægt að slaka virkilega vel á og endurnærast á sál og líkama.“ bjorbodin.is


AKUREYRI // jól 2017 | 15

peugeotisland.is

BÍLL ÁRSINS Á ÍSLANDI 2018 Bandalag íslenskra bílablaðamanna valdi Peugeot 3008 sem Bíl ársins 2018 á Íslandi úr hópi 30 bíla. Þetta er mikil viðurkenning á gæðum Peugeot sem hafa heillað heimsbyggðina, ekki síst í ljósi þess að fyrr á árinu var Peugeot 3008 valinn Bíll ársins í Evrópu. Auk þessa hlotnaðist Pure Tech bensínvél bílsins sá heiður að vera valin Vél ársins þriðja árið í röð.

KOMDU OG KEYRÐU BÍL ÁRSINS PEUGEOT 3008

Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 8 Sími 515 7040

Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16


16 | AKUREYRI // jól 2017

Þriðja kynslóðin í JMJ Þriðja kynslóðin er tekin við í JMJ. Hér eru þeir bræður Jón M. og Ólafur Ragnarssynir í versluninni á dögunum en þeir eiga nú fyrirtækið ásamt þremur systkinum sínum.

Hrein kynslóðaskipti urðu í hinni landsþekktu herrafataverslun JMJ á Akureyri í upphafi árs þegar fimm börn Ragnars Sverrissonar kaupmanns og Guðnýjar Jónsdóttur, tóku við rekstri fyrirtækisins af foreldrum sínum. Þrír af bræðrunum, þeir Jón M., Ólafur Andri og Ragnar Þór annast daglegan rekstur fyrir hönd þeirra systkina og vinna þeir tveir fyrrnefndu í versluninni en Ragnar býr í Reykjavík og hefur með höndum ýmis verkefni sem rekstrinum tengjast. Fjórði bróðirinn, Sverrir býr í Bandaríkjunum og systirin Hulda á Akureyi. Raunar hefur Jón unnið í verslunum JMJ og tískuversluninni Joe’s í hartnær þrjá áratugi en öll hafa þau systkin komið að verslunarstörfunum með foreldrum sínum í gegnum árin, ekki hvað síst í jólamánuðinum. Og þau eru þriðji ættliðurinn í fyrirtækinu því móðurafi þeirra og móðuramma stofnuðu ásamt fleirum verslun og saumastofu Jóns M. Jónssonar árið 1956. Saumakonan er dýrmæti hlekkurinn Við erum sest niður í létt spjall á lagernum í JMJ með þeim bræðrum Jóni og Ólafi. Úti í horni malar saumavélin hjá starfsstúlkunni sem sér um að gera breytingar á fötum fyrir viðskiptavinina og ekki úr vegi að spyrja aðeins út í þennan þátt í nútímaverslun. „Saumakonan okkar, hún Corina Paduret, er einn allra dýrmætasti hlekkurinn í starfseminni. Hún hefur verið hjá okkur í nokkur ár og er einstakur fagmaður á sínu sviði. Ef á þarf að halda að gera breytingar á fötum fyrir viðskiptavinina þá leysir hún þau verkefni fljótt og vel af hendi þannig að allir fara héðan með ný föt undir hendinni sem smellpassa,“ segja þeir bræður. Ólafur skipti um starfsvettvang við þessar breytingar en hann er menntaður í tölvunarfræðum og vann á því sviði áður en hann skipti yfir í kaupmennskuna. „Ég nýt þess náttúrulega að þekkja þetta vel og hafa gripið í þetta hér í versluninni í gegnum árin,“ segir Ólafur og sú spurning vaknar hvað þurfi til að vera góður fatakaupmaður. Svarið segir Jón vera mjög einfalt: „Að vera góður í að selja föt byggist á nákvæmlega því sama og öll önnur þjónustustörf, þ.e. að viðskiptavinurinn upplifi að hann sé einstakur, fái gott viðmót og góða þjónustu. Lykillinn er að gera engan greinarmun á fólki og að hver viðskiptavinur upplifi sig í aðalhlutverki,“ segir Jón.

Húsnæði JMJ og Joe’s var algjörlega umbylt fyrr á árinu og þann 31. ágúst opnuðu verslanirnar í nýrri mynd.

Corina Paduret annast allar breytingar á fötum fyrir viðskiptavini.

Kristinn Ingólfsson afgreiðslumaður í tískuversluninni Joe’s.

Fastakúnnarnir tóku gleði sína Hann er stór sá hópur fólks sem telst til fastra viðskiptavina JMJ í gegnum árin, ekki bara á Akureyri heldur um allt land. Þeir bræður segja að sumir hafi hrokkið við þegar fréttir bárust af því um síðustu áramót að þessar breytingar yrðu í versluninni. En þeir voru fljótir að taka gleði sína á ný þegar kom í ljós að eftir sem áður var allt á sínum stað eftir áramót. Sömu góðu vörurnar í hillunum, sama fjölskyldan að baki, sama viðmótið og andinn. „Hér hefur alltaf verið léttur andi og þannig eru hlutirnir skemmtilegastir. Það finna viðskiptavinirnir og við eigum okkar

stóra viðskiptavinahóp sem áfram mun ganga að fjölbreyttu úrvali í fötum á góðu verði. Við lærðum margt gott af pabba og Sigþóri Bjarnasyni, Danda, sem stóðu hér vaktina saman í áratugi. En fyrst og fremst lærðist okkur að þjónusta viðskiptavininn og að framkoman er númer eitt, tvö og þrjú. Góður verslunarmaður býður uppá framúrskarandi þjónustu og réttar vörur og þá kemur viðskiptavinurinn aftur og aftur,“ segir Jón.

Húsnæðinu kollvarpað Strax á vormánuðum fóru þau systkin að huga að umtalsverðum breytingum í húsnæði JMJ en auk herrafataverslunar JMJ hefur fyrirtækið rekið tískuverslunina Joe’s við hlið hennar. „Alveg með sama hætti og þegar foreldrar okkar tóku við af afa og ömmu fyrir 30 árum þá ákváðum við að endurskipuleggja húsnæðið og innrétta upp á nýtt. Nú erum við með þessar tvær verslanir hlið við hlið á um 80 fermetra verslunarrými fyrir hvora verslun og síðan lager og aðstöðu fyrir saumakonu hér bakatil. Við hreinsuðum algerlega allt út úr rýminu og endurnýjuðum frá grunni. Hér komu mörg iðnaðarfyrirtæki við sögu og við erum stolt af því að allir sem að þessu unnu voru iðnaðarmenn úr heimabyggð. Og okkur tókst það ætlunarverk að ljúka breytingunum á þremur mánuðum og opnuðum í nýja húsnæðinu þann 31. ágúst,“ segja þeir bræður og eru mjög ánægðir með hvernig til tókst. Samkeppni alltaf verið til staðar Jólaverslunin færist nú nær hámarki með hverjum deginum og fullyrða þeir bræður að þetta sé skemmtilegasti tími ársins. Mikið er talað um samkeppnina sem verslunin fái í auknum mæli frá netinu og beinum innkaupum almennings í gegnum netsíður. „Samkeppni hefur alltaf verið til staðar og verður til staðar. Við erum að keppa við netið, verslanir erlendis, verslanir í Reykjavík og aðrar verslanir á Akureyri. Það gerum við best með góðum vörum og góðri þjónustu,“ segir Jón M. Ragnarsson.


AKUREYRI // jól 2017 | 17

Þú komst með Samsung til mín

150 G B f

ylg öllum ja með fa í dese rsímum mber *

Samsung S8

Samsung Note 8

99.990 kr.

149.990 kr.

Samsung S8+

IconX þráðlaus heyrnartól að verðmæti 34.990 kr. fylgja

109.990 kr.

TVIST 10888

Birt með fyrirvara um villur og verðbreytingar. Gildir meðan birgðir endast.

IconX þráðlaus heyrnartól að verðmæti 34.990 kr. fylgja

Galaxy J5 2017 34.990 kr.

Galaxy A5 2017 59.990 kr.

Galaxy Tab S3 4G 109.990 kr.

Glettilega góður byrjendasími á byrjendavænu verði.

Öflugur og huggulegur. Svo er hann vatnsheldur. Ekki slæmt!

Besta spjaldtölvan frá Samsung til þessa

32 GB SD minniskort að verðmæti 5.990 kr. fylgir

QCY þráðlaus heyrnartól að verðmæti 6.990 kr. fylgja

64 GB SD minniskort að verðmæti 9.990 kr. fylgir

Enn fleiri glæsileg tilboð og kaupaukar í jólablaði Símans Nánar í verslunum Símans Kringlunni, Smáralind, Ármúla 25 eða Glerártorgi. *Gildir fyrir Endalausar áskriftarleiðir til 24.desember. 50 GB bætast við áskriftina mánaðarlega í þrjá mánuði.


18 | AKUREYRI // jól 2017

Air Iceland Connect

Beint í Evrópuflugið frá Akureyri „Reynslan sem komin er sýnir okkur að þeir sem nota beina flugið er fólk sem er að fara í stuttar ferðir erlendis, frí eða vinnutengdar ferðir. Ég heyri mikla ánægju hjá notendum þessarar þjónustu,“ segir Grímur Gíslason, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Air Iceland Connect um flugið milli Akureyrar og Keflavíkur.

„Við höfum einbeitt okkur að því að þróa þetta beina flug milli Akureyrar og Keflavíkur þannig að það falli að ferðum til og frá Evrópu og viðtökurnar hafa verið mjög góðar,“ segir Grímur Gísla-

son, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Air Iceland Connect um reynsluna af tengiflugi félagsins milli Akureyrar og Keflavíkur en félagið hóf þá þjónustu snemma á þessu ári. Flogið er sex

daga vikunnar yfir vetrartímann en tvo daga í viku á sumrin. Í vetur er flogið alla daga nema laugardaga.

oð Jólatijúlb kri vöru

20%

af allri m

AFSLÁTT

UR

Styttir ferðatímann til Evrópu „Með þessu flugi erum við að gera Norðlendingum auðveldara að komast í millilandaflug frá Keflavík og stytta ferðatíma þeirra verulega. Reynslan sem komin er sýnir okkur að þeir sem nota beina flugið er fólk sem er að fara í stuttar ferðir erlendis, frí eða vinnutengdar ferðir. Ég heyri mikla ánægju hjá notendum þessarar þjónustu og fyrir utan styttri ferðatíma þá nefna þeir atriði eins og það að spara sér bílastæðagjöld í Keflavík. Það skiptir líka máli fyrir þá,“ segir Grímur en flogið er frá Akureyri til Keflavíkur kl. 04:30 að morgni og frá Keflavík til Akureyrar kl. 17:15. „Þessar tímasetningar miðast út frá flugi til og frá öllum helstu áfangastöðum í Evrópu. Flugtímar til og frá Bandaríkjunum eru þannig að farþegum í því flugi hentar vel að nýta innanlandsflugið og því einbeittum við okkur að því að miða beina flugið í byrjun fyrst og fremst við tenginguna til Evrópu,“ segir Grímur.

Opnar tækifæri fyrir norðlenska ferðaþjónustu Auk þess að auðvelda Norðlendingum að tengjast millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll með þessum hætti segir Grímur að markmið Air Iceland Connect sé einnig að opna beina leið norður fyrir erlenda ferðamenn. „Hugsunin til lengri tíma er að fjölga gáttum fyrir norðlenska ferðaþjónustu til að fá sína gesti og við sjáum nú þegar að erlendum ferðamönnum í þessu flugi er að fjölga. Það tekur hins vegar talsverðan tíma að markaðssetja þessa nýjung og koma henni á framfæri í sölukerfum erlendra ferðasala og ferðaskrifstofa. En það er alveg ljóst að þetta flug er komið til að vera og við viljum gjarnan sjá þetta þróast þannig að flogið verði í framtíðinni alla daga, árið um kring.“ airicelandconnect.is

Sængurfatnaður

HEILSURÚM

Vefnaðarvara

Íslenskt hugvit og hönnun

Sængur - Koddar - Sængurver - Rúmteppi Mjúkur pakki

Gluggatjöld Opið: 10-18 virka daga 11-14 laugardaga

Dúnsokkar

Hofsbót 4 . Akureyri

Vélmennið Krista í Háskólanum á Akureyri Á haustdögum festi Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri kaup á vélmenni sem á ensku nefnist „Telepresence Robot“ en á íslensku fjærvera. Vélmennið hefur nafnið Krista og er þróunarverkefni sem nýtast mun nemendum og kennurum

til að sitja fundir og/eða taka þátt í kennslustlundum við skólann. Vélmennið er það fyrsta sinnar tegundar sem keypt er hingað til lands. Í tækinu eru tvær myndavélar, fjórir hljóðnemar og getur það farið um á þriggja kílómetra hraða.


AKUREYRI // jól 2017 | 19

Ný skóbúð, Stígur opnuð á Glerártorgi

Höfum fengið virkilega góðar móttökur „Við höfum fengið virkilega góðar móttökur, fólk er ánægt með úrvalið en ekki síður þykir því verðið hagstætt,“ segir Anna Freyja Guðmundsdóttir í Imperial á Glerártorgi. Enn á ný færði verslunin út kvíarnar á liðnu hausti þegar skóbúðin Stígur var opnuð við hlið Imperial sem starfrækt er í þremur samliggjandi plássum á góðum stað í verslunarmiðstöðinni. Hún er meðeigandi að þeirri verslun. Anna Freyja segir að Stígur bjóði upp á fjölbreytt úrval skófatnaðar fyrir dömur og herra sem og einnig barnaskó. „Það eru alls konar skór í tísku um þessar mundir, eldrauði liturinn er vinsæll núna, einnig glimmer og þá eru grófir skór með sylgjum og skrauti áberandi,“ segir hún. Dúnúlpur, pelsar og kápur Heldur hefur kólnað í veðri eftir því sem líður á veturinn og hafa dúnúlpur í allrahanda litum runnið út, en áberandi mest þó sá eldrauði. Pelsar, ekki þó ekta, eiga upp á pallborð viðskiptavina, bæði síðir og stuttir. „Og kápur af ýmsu tagi eiga líka vinsældum að fagna,“ segir hún. Glimmerið er ekki bara bundið við skóna, það er til prýði í peysum, bolum á kjólum og einnig buxum. Köflóttar kápur og blómamynstur eru áberandi í fatnaði sem viðskiptavinir sækjast nú eftir. Grófar hlýjar peysur gleðja herrana og þá nefnir Anna Freyja að skemmtilegar skyrtur séu engu minna vinsælar þeirra á meðal. „Fólk er þegar komið í jólagjafahug, það kemur og skoðar úrvalið, sem er óvenju fjölbreytt og menn ættu að finna eitthvað fallegt í jólapakkann hjá okkur. Við höfum alla tíð lagt áherslu á að bjóða gott verð og góða þjónustu sem skilar sér í ánægðum viðskiptavinum,“ segir Anna Freyja.

„Fólk er þegar komið í jólagjafahug, það kemur og skoðar úrvalið, sem er óvenju fjölbreytt,“ segir Anna Freyja um úrvalið í Imperial nú fyrir jólin.

Anna Freyja Guðmundsdóttir, meðeigandi í nýrri skóverslun, Stíg á Glerártorgi, segir að í boði sé fjölbreytt úrval skófatnaðar, fyrir dömur og herra sem Myndir: Auðunn Níelsson. og einnig barnaskó.

Skóverslunin Stígur.


20 | AKUREYRI // jól 2017

Menningarfélag Akureyrar

Nýársfögnuður og stórviðburðir á tónlistarsviðinu Það verður mikið um dýrðir í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á þrettándanum þegar Menningarfélag Akureyrar stendur í samstarfi við veitingastaðinn Nönnu fyrir mikilli nýársveislu með öllu því glæsilegasta sem slíkum viðburðum fylgir; fagurri tónlist, glæsilegum kvöldverði og dansi. Galaveisla eins og hún gerist best. „Markmiðið er að gera þennan viðburði að hápunkti í upphafi hvers árs hjá Akureyringum og Menningarfélaginu,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri félagsins. Og sannarlega er dagskráin áhugaverð því hún mun hefjast með Vínartónleikum sem Daníel Þorsteinsson stjórnar og að þeim loknum verður hátíðarkvöldverður að hætti veitingahússins Nönnu. Gestgjafar í veislunni verða Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og Atli Örvarsson kvikmyndatónskáld. Að kvöldverði loknum hefst nýársdansleikur þar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur ásamt fleirum fyrir dansi. „Og þar munu gestir svífa um Hamragilið í Hofi fram á nótt,“ segir Þorvaldur Bjarni en meðal þeirra sem koma fram með hljómsveitinni verða stórsöngvararnir Hanna Dóra Sturludóttir, Gissur Páll Gissurarson, Ágúst Ólafsson og Lilja Guðmundsdóttir. „Jávætt að stækka genamengið“ Árið 2017 hefur verið viðburðaríkt á tónlistarsviði Menningarfélags Akureyrar, líkt og í annarri starfsemi félagsins. „Þar ber hæst að nefna verkefni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem tók þátt í tónleikauppsetningu Lord of the Rings í Hörpu og í september spilaði hljómsveitin álíka marga tónleika á einum mánuði og að jafnaði á heilu ári mörg undanfarin ár. Sem er algjörlega frábært og gefur fögur fyrirheit um framtíðina því svona hljómsveit þarf að koma fram og spila til að verða enn betri. Og það sem hefur verið mjög skemmtilegt í þessu ferli sveitarinnar er að fjölbreytnin í genamenginu hefur aukist og þar á ég við að við höfum fengið til liðs við okkur stjórnendur í heimsklassa, t.d. Petri Sakari, fyrrum aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem kom í október og stýrði hljómsveitinni í frumflutningi á verki með höfundi þess, Áskeli Mássyni. Það er hvalreki fyrir litla

Það verður öllu tjaldað til á nýársfagnaði Menningarfélagsins sem verður í Hofi á Þrettándanum.

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar.

hljómsveit að fá að kynnast stjórnanda á borð við Sakari,“ segir Þorvaldur Bjarni. Mannheusarpassía um páskana Og komandi mánuðir munu sannarlega verða hlaðnir áhugaverðum tónlistarviðburðum og kraftmiklu starfi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Í febrúar tekur hún þátt í Phantom of the Opera í Eldborg-

arsal Hörpu. Hljómsveitin mun einnig spila skömmu síðar með Sinfóníuhljómsveit Færeyja í menningarhúsi þeirra Færeyinga í Þórshöfn þar sem flutt verða Völuspá, gítarkonsert nr. 1 eftir Guðmund Pétursson og nýtt verk eftir færeyska tónskáldið Tróndur Bogason og það verk syngur eiginkona hans, Eivor Pálsdóttir. Þessum viðburði stjórnar Bernard

Wilkinson. Hugmyndin er síðan að Sinfóníuhljómsveit Færeyja endurgjaldi þessa heimsókn og komi til Akureyrar árið 2019 og leiki með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Um komandi páska verður síðan mikil hátíð í Hofi þegar flutt verður Mattheusarpassían með þátttöku Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og þar verður m.a. baritónsöngvarinn Kristinn Sigmundsson meðal flytjenda. „Mattheusarpassían verður flutt á skírdag í Hofi og í Hallgrímskirkju í Reykjavík á föstudaginn langa en hljómsveitinni mun stjórna Akureyringurinn Hörður Áskelsson,

organisti Hallgrímskirkju. Þetta er í fyrsta sinn sem hann stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Og þetta verður í fyrsta skipti svo vitað sé að Mattheusarpassían er flutt á Akureyri þannig að tónlistarunnendur ættu ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara,“ segir Þorvaldur Bjarni. Ódýrari innanlandssamgöngur yrðu lyftistöng menningar Líkt og verið hefur munu ýmsir tónlistarviðburðir birtast í Hofi á vormánuðum og er orðið mjög mikið um viðburði sem bæði eru settir upp í Hofi og sunnan heiða. „Aðsóknin að viðburðum hér á Akureyri sýnir og sannar að markaðurinn er algjörlega fyrir hendi og það er líka mikill vilji fyrir því að koma með viðburði af höfuðborgarsvæðinu og gefa Norðlendingum tækifæri til að njóta líka. Það sem gerir slíkt erfitt er hinn mikli kostnaður sem er við samgöngurnar hér á milli landshluta og ég vona að stjórnvöld geri eitthvað til að stuðla að því að hægt sé að komast hér á milli fyrir lægra verð. Slíkt myndi strax skila sér í enn gróskumeira menningarlífi,“ segir Þorvaldur Bjarni. mak.is

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á sviði. Hver stórviðburðurinn rekur annan í vetur hjá sveitinni.

Opnunartímar miðbæjarverslana 8. des.

Fimmtudagur

10-18

14. des.

Fimmtudagur

10-18

20. des.

Miðvikudagur

10-22

28. des. Fimmtudagur

10-18

9. des.

Laugardagur

10-18

15. des.

Kertakvöld

10-22

21. des.

Fimmtudagur

10-22

29. des. Föstudagur

10-18

10. des.

Sunnudagur

13-17

16. des.

Laugardagur

10-22

22. des.

Föstudagur

10-22

30. des. Laugardagur

10-16

11. des.

Mánudagur

10-18

17. des.

Sunnudagur

13-17

23. des.

Þorláksmessa

10-23

31. des.

Lokað

12. des.

Þriðjudagur

10-18

18. des.

Mánudagur

10-22

24. des.

Aðfangadagur

10-12

13. des.

Miðvikudagur

10-18

19. des.

Þriðjudagur

10-22

27. des.

Miðvikudagur

12-18

Gamlársdagur


AKUREYRI // jól 2017 | 21

ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR – BARA GÓÐUR –

Á hverjum degi færir sveitin okkur hreina gleði. Við erum að tala um náttúrulega hollustu, vináttu sem vex og dafnar — og Góðost ofan á brauð.


22 | AKUREYRI // jól 2017

Það er ljúf og notaleg stemning í Kistu og langir fimmtudagar allan desember, segir Katrín Káradóttir, eigandi Myndir: Auðunn Níelsson. verslunarinnar og hvetur bæjarbúa og gesti til að líta við í Hofi.

Hönnunarvörur hafa alla tíð verið aðalsmerki verslunarinnar Kistu og úrvalið er sífellt að aukast.

Kistan í Hofi

Ilse Jacobsen vinsæl jólagjöf í ár „Við bjóðum upp á notalega og ljúfa stemningu í Kistu,“ segir Katrín Káradóttir eigandi verslunarinnar sem staðsett er í Menningarhúsinu Hofi. Í Kistu er að finna eitt mesta úrval landsins af íslenskum hönnunarvörum, mikið er lagt upp úr góðri þjónustu, aðstoð veitt við val á jólagjöfum og þeim pakkað fallega inn, óski viðskiptavinir þess. Fallegar hönnunarvörur, handverk og nytjalyst hafa undanfarin ár verið vinsælar vörur til jólagjafa og sífellt bætist við úrvalið hjá Kistu. Nýverið bættust við hönnunarvörur með heitinu Finnsdottir, en um er að ræða danskt hönnunarfyrirtæki sem stofnað var árið 2007 af þeim Anne Hoff og hinni íslensk/dönsku Þóru Finnsdóttur. „Þóra var á ferð með fjölskyldunni um Ísland í sumar og kom við í Kistu. Hún lagði til að vörur hennar yrðu til sölu hjá okkur og þær er nýlega komnar og við erum alveg að missa okkur!“ segir hún.

Langir fimmtudagar í desember Katrín segir stígvél, úlpur og regnkápur frá Ilse Jacobsen vinsæla jólagjöf í ár. Gjafakort frá MAk séu til sölu í Kistu og margir sem kjósi að gefa slíka gjöf. Kaupandi velur upphæð og sá sem fær getur keypt matarupplifun á veitingastöðunum

1862 og Nönnu og/eða miða á tónleika, í leikhús eða hvað sem hugurinn girnist í Kistu. Alla fimmtudaga í desember verður afgreiðslutíminn rýmri en vanalega. Endurvinnslumerkið 2nd Chance kynnir nýjungar alla fimmtudag; kjóla, leggings eða

fylgihluti sem endurunnir eru upp úr fötum sem ekki eru lengur í notkun. Íris Eggertsdóttir, hönnuður og listakona, stendur á bak við merkið. Jólailmurinn er kominn í hús, hann er ýmist hægt að fá í kertaformi eða sem heimilissprey. Katrín minnir á að möguleikar á

að skila og skipta jólagjöfum séu ekki eins miklir þegar verslað er á netinu. „Muna að versla í heimabyggð,“ segir hún. kista.is

Gjafir hafsins í aðalhlutverki hjá Nönnu Á annarri hæð í menningarhúsinu Hofi á Akureyri er veitingastaðurinn Nanna þar sem eru dúkuð borð og útsýnið óborganlegt; Akureyrarkirkja eins og málverk á einn veg, fjörðurinn og uppsveitir hans á annan. „Ég hef verið tengdur veitingarekstri í Hofi í rúm 7 ár, eða frá því húsið var vígt, og útsýnið er aldrei eins út um þessa risastóru glugga. Það eru forréttindi að fá að

Komdu norður

og brunaðu inn í nýja árið! „Það hefur líka verið yndislega gaman að taka á móti gestum hússins við hin ýmsu tilefni og hlusta á hrifningu Myndir: Auðunn Níelsson. þeirra,“ segir Hallgrímur F. Sigurðsson, veitingamaður í Hofi.

Komdu á skíði um jólin! Opið milli jóla og nýárs – líka á jóladag!

vinna í svona umhverfi og dást að veðrinu í öllum sínum myndum. Það hefur líka verið yndislega gaman að taka á móti gestum hússins við hin ýmsu tilefni og hlusta á hrifningu þeirra og ánægju með hönnun og glæsileika,“ segir Hallgrímur F. Sigurðsson, matreiðslumeistari og eigandi tveggja veitingastaða í Menningarhúsinu Hofi, 1862 og Nönnu sem í fyrrahaust bættist við sem nýr viðkomustaður í húsinu. „Viðskiptavinir hafa verið ánægðir með okkur. Sumir hafa á orði hvað það sé gaman að geta setið við dúkuð borð og láta stjana við sig í mat og drykk. Dúkuð borð er eitthvað sem er því miður að hverfa í veitingabransanum en er vissulega gæðamerki sem á að undirstrika hvað við stöndum fyrir á Nönnu.“

Veitingastaðirnir tveir á sitt hvorri hæðinni í Hofi; 1862 á neðri hæðinni og sjávarréttastaðurinn Nanna á þeirri efni.

Skipta um gír fyrir jólin Nafn veitingastaðarins, Nanna, er einkar viðeigandi en Nanna var gyðja hafsins og gestum, sem þar njóta málsverðar sem gjarnan er sóttur í hafið, býðst um leið að horfa inn Eyjafjörð þangað sem hráefni er að stórum hluta sótt. „Öllu jafna eru gjafir hafsins í aðalhlutverki á Nönnu þó að það sé ekki algild regla,“ segir Hallgrímur. Nú í desember skipta menn þónokkuð um gír en í boði er afar glæsilegur jóla- og villibráðarmatseðill þar sem gæsir, hreindýr og rjúpur koma meðal annars við sögu. „Við skiptum nokkuð ört um matseðla og látum hráefnið og nærumhverfið segja okkur hvað verði í boði hverju sinni,“ segir Hallgrímur.


AKUREYRI // jรณl 2017 | 23


24 | AKUREYRI // jól 2017

Starfsfólk Húsgagnahallarinnar á Akureyri býður viðskiptvini velkomna í endurnýjaða verslun nú í jólamánuðinum. Frá vinstri: Rakel Þorgilsdóttir, Ragna Þórisdóttir, Kristinn Þórir Ingibjörnsson Myndir: Auðunn Níelsson og Kristinn Helgi Ólafsson.

Húsgagnahöllin með nýjan svip „Verslunin fékk alveg glænýjan stíl innanhúss, veggjum var breytt og má segja að Húsgagnahöllin, Dorma og Betra bak hafi opnað í nýju útliti; allt nýmálað, parket á gólfi á efri hæð, flott lýsing og þannig gæti ég talið áfram,“ segir Kristinn Þ. Ingibjörnsson verslunarstjóri um breytingar sem gerðar voru í verslununum nú í nóvember. Það fer ekki framhjá föstum viðskiptavinum verslananna að verulegar breytingar hafa verið gerðar sem Kristinn segir miða að því að gera alla framsetningu á

vörum enn skemmtilegri fyrir viðskiptavini. Um leið fær síðaukið úrval gjafavöru meira vægi. Lægra verð en fyrir fimm árum „Áherslan nú fyrir jólin er á öllum okkar þjónsutusviðum og við skynjum töluverða aukningu í viðskiptum. Fólk er mikið að koma og endurnýja stóra sem smáa hluti til heimilisins. Ég merki talsverða breytingu á skömmum tíma hvað þetta varðar og við mælum þetta á því að stærri hlutirnir hjá okkur seljast vel og ekki síður er greini-

legt að fólk velur að fara í dýrari, vandaðri og endingarbetri vörur en áður. En því má heldur ekki gleyma að verð er mjög hagstætt í dag og við höfum verið að lækka verð á vörum aftur og aftur. Staðreyndin er sú að margar vörur hjá okkur eru í krónum talið á lægra verði en þær voru fyrir fimm árum síðan. Það segir mikið um hversu hagstætt er núna að endurnýja t.d. rúm og stærri húsgögn heimilisins,“ segir Kristinn.

Búið er að parketleggja efri hæð Húsgagnahallarinnar og þar er mikið úrval af rúmum.

Hugguleg stofa á neðri hæðinni.

U G H

&

B Õ Ö G Â R

Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA Sölutímabil 6. – 20. desember S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G FAT L A Ð R A

Enn meiri gjafavara og jólavörur Mikið úrval gjafavöru er jafnan í Húsgagnahöllinni en Kristinn fullyrðir að aldrei hafi verið annað eins úrval jólavöru og nú. „Í gjafavörunni hefur iittala alltaf verið vinsælt merki og við erum líka með Bröste sem nýtur sömuleiðis hylli margra viðskiptavina. Í jólavörunum sjálfum höfum við verið að bæta við okkur nýjum vörumerkj-

um og auka úrvalið Hér getur fólk því í sókn keypt húsgögn, og fallegt skraut til segir Kristinn.

enn frekar. einni heimjólagjafirnar heimilisins,“

husgagnahollin.is dorma.is betrabak.is


AKUREYRI // jól 2017 | 25

Annir hjá mjólkurbílstjórum í fyrstu stórhríð vetrarins „Það skiptir miklu máli að hafa öflugan mannskap í verkefnum af þessu tagi,“ segir Bergþór Páll Aðalsteinsson verkstjóri yfir mjólkursöfnun hjá MS-Akureyri, en hann er jafnframt liðtækur mjólkurbílstjóri. „Þetta var heilmikið rask en slapp allt til og fór vel að lokum.“ Fyrsta norðanáhlaup þessa vetrar gekk yfir á dögunum með glórulausri stórhríð og tilheyrandi ófærð á vegum. „Það var ófært í allar áttir má segja, en við komust örlítið hér um í nágrenni Akureyrar. Bíll sem flytur vörur á höfuðborgarsvæðið komst hvergi og var ferðin slegin af. Það sama má segja um þá bíla sem sjá um mjólkursöfnun austan Víkurskarðs og hér út með firði, það komst enginn neitt, enda kolvitlaust veður,“ segir Bergþór. Langur og erfiður laugardagur Eftir að veðri slotaði og fært var orðið var í nógu að snúast hjá mjólkurbílstjórum. „Það má segja að þetta hafi verið langur og erfiður laugardagur,“ segir hann, en mjólkursöfnun stóð yfir í héraði frá því snemma morguns og langt fram á kvöld. „Það vildi svo heppilega til að við höfðum yfir öllum okkar mannskap að ráða, það voru allir boðnir og búnir að leggja lið,“ segir Bergþór. „Þetta er verkefni sem þarf að leysa, andinn á vinnu-

Bergþór Páll Aðalsteinsson, verkstjóri og mjólkurbílstjóri, segir að í nógu hafi verið að snúast í fyrstu stórhríð vetrarins en allt gengið upp að lokum.

staðnum er góður, menn eru jákvæðir og víla ekkert fyrir sér að vinna langa daga.“ Bergþór segir allt hafa gengið stórslysalaust fyrir sig og allir kom-

ið heilir heim. Vissulega hafi nokkuð verið um fasta bíla og tekið mislangan tíma að losa þá. Bændur hafi tekið vel við sér og flestir búnir að hreinsa heimreiðar þannig að

leiðin heim að fjósi hafi verið greið. „Víða var það svo að við blasti plássleysi í mjólkurtönkum heima á bæjum. Þetta var vissulega töluvert rask en gekk allt upp að lokum.“

Miðasala á mak.is

Veisla ársins á þrettándanum, 6. janúar 2018, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarfélag Akureyrar. Hátíðartónleikar, kvöldverður og alvöru GALA-dansleikur

Menningarhú si nu H ofi · Sí mi 466 1862 · n an n a res t a u ra n t . i s · n an n a res t a ura n t@ n a n n a re s ta ura n t. is

ms.is


26 | AKUREYRI // jól 2017

Aðventuhátíð hjá Menningarfélagi Akureyrar

Starfsfólk og listamenn sem fram koma á vegum Menningarfélags Akureyrar í vetur boðuðu sannkallaða veislu á menningarsviðinu í vetur.

„Mér finnst sérstaklega gaman að því að sjá og upplifa hversu margir Norðlendingar telja það algjörlega ómissandi að fara á jólatónleika í aðventunni. Í heild sýnist mér að boðið verði upp á um 30 tónleika á Akureyri sem með einum eða öðrum hætti má tengja jólunum og aðventunni og hvað varðar tónleika hér í Hofi þá eru þeir afar vel sóttir,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar um viðburði félagsins fyrir jólin. Í ár verða hvorki meira né minna en 11 jólatónleikar í menningarhúsinu Hofi auk fjölda annarra menningarviðburða. Hátíðarballett frá Pétursborg Segja má að aðventan hafi hafist í Hofi með komu hátíðarballettsins frá Pétursborg og uppfærslu þeirra á ævintýrinu um Þyrnirós en þar lék Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hina áhrifaríku tónlist Tchaikovskys. Fyrstu helgina í aðventu ómuðu svo ljúfir jólalegir tónar þar sem kraftur norðlenskra kvenna á tónleikunum „Ljósin ljómandi skær“ naut sín til hins ítrasta. Líkt og undanfarin ár eru tónleikarnir „Norðurljós“ einn af hápunktum viðburða á aðventunni í Hofi en Menningarfélag Akureyrar og aðstandendur tónleikanna bjóða ár hvert sex ára grunnskólabörnum á Akureyri í hús til að njóta, taka undir og velja sín uppáhaldsjólalög til að syngja með tónlistarfólkinu sem fram kemur. Þetta segir Kristín Sóley afar skemmtilega hefð sem bæði starfsfólki Hofs og tónlistarfólkinu sjálfu þyki ómissandi í aðdraganda jólanna. Í ár eru jólabörn Norðurljósa þau Magni Ásgeirs, Helga Möller, Óskar Pétursson, Andrea Gylfadóttir, Stefán Jakobsson, Erna Hrönn og Valdimar Guðmundsson.

Tríóið White Raven flytur „English Christmas Carols“ í Hofi á laugardaginn.

Næstkomandi laugardag, 9. desember, kl. 13 stendur Tónlistarfélag Akureyrar fyrir jólatónleikum með söngtríóinu White Raven sem komið hefur fram víða í Evrópu. Á tónleikunum flytur tríóið „English Cristmas Carols“ ásamt írskum þjóðlögum í eigin útsetningum. Dansskólinn Steps Dancecenter lýkur svo þessari annarri helgi í aðventu með jólasýningu nemenda.

Hæfileikaríki jólasveinninn Stúfur hittir börnin í síðasta sinn fyrir jól á sýningu í Samkomuhúsinu á Akureyri næstkomandi laugardag.

Aukasýningar á Kvenfólki á nýju ári Dagskrá nýs árs hjá Menningarfélagi Akureyrar hefst með dansi fyrir börn á aldrinum 4-10 ára þar sem Eva Reykjalín sem dansar með þeim zumba á fyrsta Barnamorgni ársins. Hin geysivinsæla leiksýning, Kvenfólk, sem er samstarf LA og hljómsveitarinnar Hunds í óskilum, sprengdi allt utan af sér í október og nóvember og var því ákveðið að efna til aukasýninga í janúar og febrúar. Sjeikspír á 97 mínútum Þegar síðan kemur fram í mars frumsýnir LA hinn margrómaða gamanleik „Sjeikspír

Norðurljósin halda ferna jólatónleika í Hofi um helgina.

eins og hann leggur sig“. Hvað getur farið úrskeiðis þegar 47 leikrit eru tekin á 97 mínútum og leikararnir eru 3? Áhorfendur eiga þar von á sprenghlægilegri kvöldstund með tónlist og gleði. Leikfélög framhaldsskólanna tveggja á Akureyri, sem árlega setja upp eina leiksýningu, sýna uppfærslur sínar í Hofi síðla vetrar. Leikfélag VMA sýnir hinn ástsæla barnasöngleik Ávaxtakörfuna og leikfélag MA sýnir Love Star eftir samnefndri bók. „Það er sérstaklega gaman að bæði félögin skuli hafa valið sér íslensk leikverk að þessu sinni,“ segir Kristín Sóley.

Heima um jólin og Bubbi Morthens Þriðju helgina í aðventu kemur Friðrik Ómar í hús í Hofi. Gestir hans í ár á tónleikunum Heima um jólin verða þau Jóhanna Guðrún, Egill Ólafsson, Diddú, Jógvan Hansen og Svala Björgvins sem munu koma aðdáendum sínum í jólaskap. Bubbi Morthens heldur sína árlegu Þorláksmessutónleika í Hofi 21. desember og þá í kjölfarið á útskrift nýstúdenta og iðnnema frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Milli

jóla og nýárs stígur svo ungt og efnilegt norðlenskt listafólk á stokk í Hofi á tónleikum. Þá munu áheyrendur eiga von á ljúfri vetrarkvöldsstund áður en nýja árið tekur við með sínum lystisemdum. Stúfur er kominn aftur Stúfur sneri aftur í Samkomuhúsið fyrstu helgina í aðventunni og var þessum hæfileikaríka jólasveini svo vel tekið að hann treður aftur upp næsta laugardag, 9. desember, kl. 13. „Núna hefur Stúfur samið lag og bakað jólastúf og er meira en tilbúinn að taka vel á móti rollingum og gamlingjum en sérstaklega þó snillingum,“ segir Kristín Sóley og bendir þeim sem fylgjast vilja með viðburðum Menningarfélagsins á heimasíðu þess. mak.is


AKUREYRI // jól 2017 | 27

KÄHLER NOBILI Kertastjakar

KÄHLER

KÄHLER

Jólavörur

Love song vasar

IITTALA ALVAR AALTO Vasar

MENU POV

FREEMOVER

CIRCLE Veggkertastjakar

Kertastjakar

Gjafir sem gleðja POMME PIDOU

ROSENDAHL

Sparibaukar

Söngfugl

Verð frá 3.990,-

JUST RIGHT STOFF kertastjaki

Verð 7.300,- stk. Gyltur

KAY BOJESEN

ARCHITECTMADE

Jólasveinn

Fugl discus

Verð frá 10.750,- stk.

Verð 11.750,-

Verð frá 5.990,-

BIALETTI

IITTALA KASTEHELMI

RITZENHOFF

MENU

Mokka könnur

Krukkur með loki

Vínglös

Skartgripatré

Verð frá 2.290,-

Verð frá 3.790,-

Verð frá 2.550,-

Verð 9.850,-

LUKKUTRÖLL

ROSENDAHL

KÄHLER - OMAGGIO

MR.WATTSON

Margar gerðir

KAREN BLIXEN jólaóróar

Jólakúlur 3.stk í pakka

LED LAMPI

Verð frá 3.890,-

Verð frá 2.190,-

Verð 6.390,-

Verð 19.990,-

Verð 5.100,- stk. Silfur

Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 |

casa.is


28 | AKUREYRI // jól 2017

Gott úrval og notalegur árstími segir Hilda Eichmann verslunarstjóri hjá Casa „Jólin leggjast bara vel í okkur, við hlökkum til að taka þátt í þessum skemmtilega og notalega árstíma hér á Glerártorgi,“ segir Hilda Eichmann, verslunarstjóri hjá Casa sem staðsett er í verslunarmiðstöðinni. Hilda segir að fyrir hver jól myndist þægileg stemning bæði í versluninni sjálfri sem og á Glerártorgi almennt. „Verslun er farin að dreifast vel og yfir langan afgreiðslutíma. Fólk virðist vera farið að hugsa um gjafir fyrr og það er þægilegt fyrir alla.“ Hilda segir að liðna daga hafi nýjar vörur streymt í verslunina og þar kenni margra grasa, m.a. bjóði Kähler upp á nýjar vörur og þá nefnir hún að POV-stjakinn sé kominn í nýrri hringlaga útgáfu sem komi virkilega vel út. Þá séu littala vörurnar alltaf sterkar hjá Casa og sama megi segja um Moomin og Kartell lampana. Kay Bojesen, framleiðandi söngfuglanna fallegu, hafi nýverið komið með apann vinsæla í tveimur nýjum litum sem og jólasveininn ásamt

Notalegur árstími, segja þær Hilda Eichmann verslunarstjóri (t.h) og Karen Bjarnadóttir hjá Casa á Glerártorgi. Mynd: Auðunn Níelsson.

aletti kaffikönnurnar, allt séu þetta góðar og skemmtilegar gjafir og njóti vinsælda í jólapakkanum. Að ógleymdum Disney vörum frá Egan, „svo ég tali nú ekki um VITA lampana og ljósin, það er af nógu að taka hjá okkur,“ segir Hilda.

Kähler Nobili kertastjaki er meðal þess fjölmarga sem Casa býður í fallegri gjafavöru.

sveinku sinni en þau eru vinsæl gjafavara. Úrval glasa og matarstella Þá nefnir hún mikið úrval glasa og matarstella, m.a. frá littala, Rosendahl, ASA og fleiri framleiðendum, sem og falleg hnífaparasett. Lukkutröllin, Pomme Pidou sparibaukarnir, Ritzenhoff glösin, Bi-

Kjósi viðskiptavinir svo er gjöfunum pakkað fallega inn af þaulæfðu starfsfólki verslunarinnar. Vöruúrvalið er hægt að skoða á netsíðunni casa.is, gera þar óskalista og eða versla og fá sent beint heim. „Það er góð lausn fyrir þá

sem komast ekki til okkar eða vilja versla í rólegheitum heima,“ segir hún og bætir við að gjafakort séu líka góð lausn. casa.is

Akureyrarapótek

Reynum alltaf að gera betur „Þegar aðventan gengur í garð og jólin nálgast vitum við að nýtt ár

Afgreiðslustúlkurnar í Akureyrarapóteki með jólagjafapakkningarnar sem þar eru seldar en í þessum vörum eru eingöngu náttúruleg efni. Frá vinstri: Dagmey Björk Kristjánsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Hildur Emelía Svavarsdóttir.

er innan seilingar. Þá er góður tími til að líta yfir farinn veg og gera upp það sem vel hefur tekist og hvað betur má fara,“ segir Jónína Freydís Jóhannesdóttir, einn eigenda Akureyrarapóteks í Kaupangi. Hún segir það sína skoðun að alltaf sé hægt að gera betur og með þá hugsun að leiðarljósi vinni starfsfólk í Akureyrarapóteki. „Um þessar mundir er almenningur meðvitaður um heilsusamlegar vörur og við fylgjum þeim tíðaranda, erum sífellt að bæta við okkur vörum sem ekki innihalda efni sem talin eru skaðleg fyrir heilsu fólks.“ Bambussokkar vinsælir á afa og ömmu Jónína segir að í því sambandi megi nefna að skemmtilegar jólagjafapakkningar frá Póllandi séu nú til sölu í apótekinu sem innihalda eingöngu náttúruleg efni. Sama megi segja um pakkningar frá Weleda og Dr. Organics. Þá

séu snyrtivörurnar frá Urtasmiðjunni góður kostur fyrir þá sem velja íslenskt. „Fyrir ömmu og afa erum við með bambussokka sem auka blóðflæði í fótum og þá má nefna að blóðþrýstingsmælar eru alltaf vinsæl jólagjöf,“ segir Jónína. Hún nefnir að yfir jól og áramót standi fólk andspænis freistingum af ýmsu tagi, góðgæti sé á borðum landsmanna og því þurfi að huga að meltingunni. „Við hér í Akureyrarapóteki seljum margar tegundir gerla sem styrkja þarmaflóruna og það er gott að byrja inntöku þeirra fyrir jólin til að forðast að lenda í vanda,“ segir Jónína. Hún bendir á að nú, þegar kólna fer í veðri og erfiðara er um vik fyrir fólk að komast leiðar sinnar, bjóði Akureyrarapótekheimsendingu á lyfjum frá kl. 16 til 18 alla virka daga. „Við erum svo alltaf með heitt á könnunni fyrir þá sem líta við hjá okkur,“ segir Jónína. akureyrarapotek.is


AKUREYRI // jól 2017 | 29

Jurtir til fegrunar og heilsubótar „Það var um áramótin 1991-92 sem ég stofnaði fyrirtækið Urtasmiðjuna og við eigum því 26 ára afmæli um þessar mundir. Löngu áður hafði ég byrjað að leika mér með ýmsar tilraunir við að gera áburð úr jurtum eins og svo margar formæður okkar gerðu hér áður. Átti þetta bara að vera fyrir mig og mína fjölskyldu en aldrei hvarflaði að mér að þetta ætti eftir að verða alvöru fyrirtæki. Einhvern veginn óx þetta svo í höndunum á mér og áður en ég vissi af var ég farin að framleiða græðandi smyrsli fyrir fólk sem hafði frétt að þetta virkaði vel á bruna og ýmis húðvandamál. Þannig byrjaði þetta nú allt saman,“ segir Gígja Kj. Kvam sem rekið hefur Urtasmiðjuna á Svalbarðsströnd í meira en aldarfjórðung. 100% hreinar húðvörur „Strax í upphafi setti ég mér það markmið að framleiða 100% hreinar húðvörur, náttúruafurðir án allra aukaefna, úr okkar hreinu, heilnæmu, íslensku villtu jurtum sem við tínum hér á völdum svæðum. Þegar ég lít til baka er ég afskaplega stolt af að hafa getað staðið við þessa ákvörðun að nota einungis hrein náttúruleg og lífræn hráefni sem innihalda nauðsynleg vítamín og næringarefni fyrir húðina og eru því mjög húðbætandi. Það er jú hráefnið sem ræður gæðum vörunnar. Jurtirnar veljum við svo eftir því hvaða virkni varan á að hafa til fegrunar og heilsubótar fyrir húðina,“ segir Gígja. Framleiðum allt sjálf „Sérstaða okkar í Urtasmiðjunni er sú að við þróum og framleiðum allar okkar vörur sjálf hér í fyrirtækinu en kaupum ekki tilbúna grunna. Þannig getum við sjálf ráðið hvaða hráefni vörurnar innihalda.Við framleiðum í dag um 20 vörutegundir sem eru annarsvegar húðverndarvörur s.s. Græðismyrsli, Fótasalvi, Vöðva-gigtar-nuddolía, o.fl. sem fólk í heilsugeiranum mælir með og notaðar eru á ýmsum heilsustofnunum. að ógleymdum Mömmu- og barnasalva sem fengið hefur einróma lof hjá öllum ljósmæðrum. Hinsvegar erum við með snyrtivörur, t.d. endurnærandi Villirósa-andlitskrem fyrir 40 ára og eldri, Fjallagrasakrem, rakagefandi dagkrem og Silki-andlitsolíu sem er djúpnærandi, mýkjandi og fegrandi fyrir húðina. Þetta eru allt vinsælar og eftirsóttar vörur sem reynst hafa vel og eiga sinn fasta áskrifendahóp sem gefa þeim lofsamleg ummæli.

Gígja Kj. Kvam hefur rekið Urtasmiðjuna í aldarfjórðung.

Minnir á norðurljósin Gígja segist ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér en að því komi að einhverjir yngri taki við. „Í rauninni ætti framtíð Urtasmiðjunnar að vera björt því þetta fyrirtæki hefur vaxið og dafnað frá byrjun og stöðugt fjölgar þeim sem kunna að meta þessa vöru, ekki síst erlendir ferðamenn sem líta á hana sem eitthvað alveg sérstakt, svona eins og norðurljósin.“ „Jurtirnar veljum við svo eftir því hvaða virkni varan á að hafa til fegrunar og heilsubótar fyrir húðina,“ segir Gígja.

urtasmidjan.is


30 | AKUREYRI // jól 2017 Tempur

|

Serta

|

Conform

|

Calvin Klein

|

Hugo Boss

|

Kenzo

|

Elegante

|

Ralph Lauren

|

Temprakon

NOTALEGAR GJAFIR F YRIR ÞÁ S E M Þ É R Þ Y K I R VÆ N S T U M

®

TEMPR AKON ADVANCE SÆ NG Stærð: 135 x 200 cm. Einnig fáanleg 135 x 220 cm og 200 x 220 cm.

DANA DRE A M ME DIUM

SATIN S TRIPE DÚNSÆ NG

PURE SLE E P PREMIUM

Hlý og létt dúnsæng (650 gr).

Hlý og létt dúnsæng (650 gr).

Hlý og létt gæsadúnsæng (650 gr.)

80% andadúnn, 20% smáfiður.

90% hvítur andadúnn, 10% smáfiður.

100% hágæða gæsadúnn. Með vönduðu

100% bómullar áklæði.

Með vönduðu bómullarsatín áklæði.

bómullarsatín áklæði.

15.920 kr. J ÓL ATILBOÐ

22.900 kr. J ÓL ATILBOÐ

39.900 kr. J ÓL ATILBOÐ

Fullt verð: 19.900 kr.

Fullt verð: 29.900 kr.

Fullt verð: 49.900 kr.

SÆNGURFATNAÐUR FRÁ HEIMSÞEKKTUM FRAMLEIÐENDUM

LÚXUS BAÐSLOPPAR T I LV A L I N J Ó L A G J Ö F

Fylling: 90% hvítur gæsadúnn. Þyngd: 600 g.

34.900 kr. J ÓL ATILBOÐ Fullt verð: 44.900 kr.

TEMPR AKON ADVANCE KODDI Stærð: 50 x 70 cm Fylling: 90% hvítur gæsadúnn.

15.900 kr. J ÓL ATILBOÐ

15% 25%

Fullt verð: 26.900 kr.

TIL

TEMPR AKON DÚNSOKK AR Fyrir kaldar tær.

A F S L ÁT T U R

Ótrúlega vinsæl

J Ó L AT I L B O Ð !

jólagjöf.

4.990 kr. J ÓL ATILBOÐ S Æ N G U R F Ö T – J Ó L AT I L B O Ð F R Á : 1 2 .6 6 5 K R .

Akureyri Dalsbraut 1 558 1100

10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardag 13 – 17 sunnudag

B A Ð S L O P PA R – V E R Ð F R Á : 1 8.9 0 0 K R .

www.husgagnahollin.is www.betrabak.is www.dorma.is

Fullt verð: 5.990 kr.

Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru.


AKUREYRI // jól 2017 | 31

VERÖLD HVÍLDAR – BETRA BAK LEGGUR GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI

FRÁBÆR JÓLATILBOÐ EITT LÍF – NJÓTUM ÞESS

Opera

25% A F S L ÁT T U R

J Ó L AT I L B O Ð !

SERTA OPERA HEILSURÚM

ÓTRÚLEGT VERÐ

STÆRSTI DÝNUFRAMLEIÐANDI VERALDAR

SERTA OPERA DÝNA MEÐ COMFORT BOTNI OG FÓTUM

Aukahlutur á mynd: gafl

� Sjö laga heilsu- og hægindalag. Laser-

� Vandað fimmsvæða skipt pokagorma-

skorið Conforma Foam tryggir réttan

kerfi. Minni hreyfing, betri aðlögun.

stuðning við neðra mjóbak og axlasvæði.

� Slitsterkt og mjúkt bómullaráklæði sem andar vel.

� Steyptar kantstyrkingar.

BY LT I N G F Y R I R ÞREY T TA FÆTUR

JÓLATILBOÐ

120 X 200

134.920 KR.

99.900 KR.

140 X 200

150.960 KR.

113.220 KR.

160 X 200

174.960 KR.

131.220 KR.

180 X 200

196.540 KR.

147.405 KR.

192 X 203

216.300 KR.

162.225 KR.

HEILSUINNISKÓR

ÖRVUN MEÐ SVÆÐANUDDS INNLEGGI MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ: ● Auka blóðflæði í höfði;

Með fimm svæða nuddinnleggi

B Y LT I N G A K E N N T 5 S VÆ Ð A N U D D INNLEGG ÚR LEÐRI

UNDRA nærðu slökun og vellíðan sem dregur úr spennu og örvar blóðflæði.

Komdu og prófaðu!

FULLT VERÐ

UNDRI

UNDRI HEILSUINNISKÓR

Heilsuinniskórnir eru fallegir, hlýir og einstaklega þægilegir. Fáanlegir í dökkgrárri, ljósri eða rauðri merínóull.

STÆRÐ

7.900 K R . NÝR LITUR

SELDUST UPP Í FYRRA KO M N I R A F T U R VINSÆL JÓL AGJÖF

● Slaka á vöðvum í hnakka; ● Bæta öndun með því að slaka á axlasvæði; ● Samhæfa ósjálfráða taugakerfið; ● Slaka á vöðvum í efri hluta kviðar; ● Bæta virkni meltingar­ kerfisins; ● Bæta blóðflæði í nára.


32 | AKUREYRI // jól 2017

Baldur Ingi Karlsson, verslunarstjóri Slippfélagsins, hvetur viðskiptavini til að koma í verslunina og fá góð ráð um hvernig er best að bera sig að við að mála á heimilinu.

Hér er gott dæmi um hvernig gjörbreyta má eldhúsinnréttingu. Þessa innréttingu lakkaði Sara Dögg Myndir: femme.is Guðjónsdóttir með efnum frá frá Slippfélaginu.

Slippfélagið

Gerðu innréttinguna eins og nýja! „Í mörgum tilfellum er mikill óþarfi að skipta gömlu eldhúseða baðinnréttingunum út því það er hægt að gera þær næstum eins nýjar. Við eigum efnin í þetta verk, hvort heldur er um að ræða viðar- eða plastklæddar innréttingar og veitum fólki ráðgjöf um hvernig það á að bera sig að. Það má fyrir lítinn pening breyta miklu með því að lakka innréttingarnar. Þetta eru margir farnir að gera,“ segir Baldur Ingi Karlsson, verslunarstjóri Slippfélagsins á Akureyri en þar eru fáanleg gæða lökk á innréttingar, húsgögn eða innihurðir. Auðvelt verk Baldur segir undirbúninginn skipta mestu máli en að öðru leyti sé þetta ekki flókið verk. „Mikilvægasti þátturinn er að þrífa undirlagið mjög vel, gæta þess að öll óhreinindi séu fjarlægð og slípa svo létt yfir flötinn. Síðan erum við með sérstaka grunna sem henta á mismunandi yfirborð og svo eru málaðar tvær umferðir með vatnsþynnanlegu lakki sem er mjög þægilegt í vinnslu og gefur fallega

áferð. Lakkið getum við blandað í öllum mögulegum litum og það fæst í þremur gljástigum þannig að valkostir til að fríska verulega upp á innréttingarnar eða húsgögnin eru miklir. Fólk getur hvort heldur er lakkað með rúllu eða pensli þannig að þetta er nokkuð auðvelt verk,“ segir Baldur og hvetur viðskiptavini til að líta við í verslun Slippfélagsins og fá leiðbeiningar um innréttingalökkun og önnur málningarverkefni á heimilinu. „Fólk gefur sér helst tíma til að mála innanhúss á veturna og margir nota tækifærið, mála og gera fínt fyrir jólin. Þó er skammdegisbirtan ef til vill ekki besta birtan til að mála í og við ráðleggjum því fólki að auka við lýsinguna hjá sér á meðan málað er.“

pensla og trönur í ýmsum stærðum og gerðum, striga, olíuliti, vatnsliti, akrýlliti, ramma, íblöndunarefni og margt fleira. Þá selur Slippfélagið spreybrúsa frá Montana og þar

Gjafasett sem virkjar myndlistaráhugann En Slippfélagið er ekki aðeins verslun með innanhúss- og utanhússmálningu heldur er þar að finna eitt mesta úrval landsins af vörum fyrir myndlistaráhugafólk og listamenn. Til dæmis byrjendasett með fjölbreyttu úrvali af litum,

„Fólk fór að kaupa til jólanna hjá mér snemma í október þannig að hér er jólaundirbúningurinn fyrir löngu kominn á fulla ferð. Ég heyrði á mörgum í haust að þeir ætluðu að vera tímanlega með jólaundirbúninginn og njóta svo aðventunnar bara í rólegheitunum,“ segir Kristján Skarphéðins-

er boðið upp á mikið úrval lita „effect“ spray-um. Baldur vekur athygli á skemmtilegum gjafasettum sem eru kjörin handa yngsta fólkinu á myndlistarsviðinu. Hægt er

að fá myndlistarvörur hjá Slippfélaginu sendar hvert á land á land sem er. slippfelagid.is

Verslunin Valrós

Jólaverslunin hófst í október

Nýjar Jólavörur í öllum verslunum

Allt klárt í jólaverslunina hjá Valrós í Viðjulundi, gjafavara og búsáhöld til heimilisins í úrvali. Hér eru þau Kristján Skarphéðinsson og Marta Gréta Magnúsdóttir með það nýjasta í versluninni; íslensku pönnukökupönnuna hina einu sönnu og tvöfalt kleinuhjól.

son, kaupmaður í versluninni Valrós í Viðjulundi 2 á Akureyri. Þar má fá vönduð búsáhöld og gjafavörur en opið er í Valrós alla virka daga kl. 13:30-18.

Mýkt, hlýja og vellíðan fyrir alla fjölskylduna Glerártorgi - Kringlunni - Smáratorgi - www.lindesign.is

Íslenska pönnukökupannan og tvöfalt kleinuhjól Sem fyrr er lögð áhersla á vandaðar vörur hjá Valrós; matarstell, hnífaparasett, glös af öllum stærðum og gerðum, potta, pönnur, skrautmuni og fjöldamargt annað af búnaði til heimilisins. Og talandi um pönnur þá er nú einmitt fáanleg í versluninni íslenska pönnukökupannan sem þarf auðvitað að vera til á öllum góðum heimilum. „Og svo er ég líka með nýjung

fyrir kleinubaksturinn, tvöfalt hjól sem sker kleinurnar í nákvæmlega sömu stærð. Þar er komin fín jólagjöf fyrir kleinubakarana,“ segir Kristján sem hvetur bæjarbúa og þá sem leið eiga til Akureyrar nú á aðventunni að líta inn og skoða úrvalið. Gott verð alltaf verið aðalsmerkið „Hér í versluninni er vandalaust að finna góðar jólagjafir. Og því má treysta að þær eru á hagstæðu verði, líkt og hefur alltaf verið mitt aðalsmerki. Ég læt mína viðskiptavini njóta góðs gengis. Þeir þurfa ekki að sækja lengra,“ segir Kristján.


AKUREYRI // jól 2017 | 33

„Við tökum vel á móti öllum“

segir Guðmundur Karl Tryggvason, veitingamaður á Bautanum og La Vita é Bella „Hér á Bautanum og La Vita é Bella eru allir að komast í jólaskap og tilbúnir að taka á móti gestum, hvort sem þeir vilja kíkja í kaffibolla eða hádegisverð með jólainnkaupunum eða í veglegt jólahlaðborð þar sem fjölskylda og vinir koma saman. Við reynum alltaf að gera okkar besta til að þjóna Akureyringum og ferðafólki, það er okkar metnaður,“ segir Guðmundur Karl Tryggvason veitingamaður en hann rekur Bautann og La Vita é Bella ásamt konu sinni Helgu Árnadóttur.

árstíma en sú hefð skapaðist fyrir nokkrum árum að við bjóðum hópum barna af leikskólum bæjarins að koma til okkar og þiggja kakó og kleinur. Það er gaman og gefandi að hitta börnin og þjónusta þau hér á morgnana. Við tökum vel á móti öllum,“ segir Guðmundur Karl að lokum. bautinn.is lavitaebella.is

Elsta kennitalan Veitingahúsið Bautinn var stofnað fyrir 46 árum og hefur Guðmundur að eigin sögn verið viðloðandi staðinn í áratugi, fyrst sem lærlingur í matreiðslu og síðar sem eigandi. „Ég tel að Bautinn státi af því að vera með elstu kennitölu landsins í veitingarekstri en hér í þessu sögufræga húsi í miðbæ Akureyrar hefur hann verið allan tímann. Við getum sagt að Bautinn sé ekta íslenskur veitingarstaður með fjölbreyttum matseðli. Ósk okkar er að þjóna öllum vel, bæði fólki hér úr nærsamfélaginu sem og ferðamönnum og af viðtökum gesta okkar að dæma í gegnum tíðina virðist okkur takast ætlunarverkið ágætlega. Núna erum við með í gangi flott tilboð sem við köllum ódýra matseðilinn en margir nýta sér það í jólainnkaupunum.“

LEIKFÉLAG AKUREYRAR SÝNIR

Eins

Ítölsk stemning og ferskleiki Á veitingahúsinu La Vita é Bella er lögð áhersla á ferskt hráefni í alla rétti, m.a. heimalagað pasta úr fyrsta flokks hveiti. Einnig er þar boðið upp á gott úrval af gæða borðvínum. „Með stofnun La Vita é Bella hér við hliðina fyrir um 18 árum vildum við koma ítalskri matarmenningu á kortið á Akureyri þar sem pizzur og pasta leika aðalhlutverkið á matseðlinum. Undanfarin ár höfum við verið að bjóða uppá Jólahlaðborð í sal La vite é Bella á föstudags- og laugardagskvöldum á aðventunni,“ segir Guðmundur Karl ennfremur.

Börnin í kakó og kleinur Guðmundur Kal nefnir aðra hefð sem skapast hefur á Bautanum á aðventunni. „Það er oft glatt á hjalla hér á morgnana á þessum

og hann

leggur sig!

“Stupendous, anchorless joy!” - The Times of London “Rollicking, fast-moving and hilarious!” - The Guardian

blekhonnun.is

Frumsýning fös. 2. mars kl. 20 – UPPSELT blekhonnun.is

Ómissandi skötuveisla „Þegar staður eins og Bautinn á í hlut teljum við okkur hafa ríkar skyldur til að skapa og viðhalda ýmsum hefðum sem orðið hafa til í gegnum tíðina. Ein af þeim er skötuveislan sem við bjóðum upp á í hádeginu á Þorláksmessu en þá leggjum við okkur fram um að kitla bragðlauka gestanna með sem fjölbreyttustum hætti. Skatan að vestan er auðvitað í fyrirrúmi, hanteruð á ýmsa lund og borin fram með Bárðdælskri hamsatólg úr minni heimasveit,“ segir Guðmundur Karl léttur í bragði. „Þegar búið er að ræsta út eftir skötuhátíðina þá tekur við skemmtileg stemning í húsinu þar sem margar fjölskyldur koma árlega á Bautann og eiga góða stund hjá okkur eftir jólainnkaupin.“

Við reynum alltaf að gera okkar besta til að þjóna Akureyringum og ferðafólki, það er okkar metnaður,“ segir Guðmundur Karl Tryggvason, veitingamaður á Bautanum og La Vita é Bella.

Í HOFI

Í HOFI

Í SAMKOMUHÚSINU

Í SAMKOMUHÚSINU

FRÁBÆRLEGA FYNDINN, HRAÐUR OG MARGRÓMAÐUR GAMANLEIKUR!

Þú færð miða í síma 450-1000, í miðasölunni í Hofi virka daga kl. 12–18 og allan sólarhringinn á mak.is

Menningarfélag Akureyrar | Strandgötu 12 | Akureyri | 450 1000 | mak.is


34 | AKUREYRI // jól 2017

Tónabúðin

Nýjungar í Tónabúðinni Þráðlaus tækni er stöðugt að verða fyrirferðarmeiri á heimilum landsmanna og er með auðveldum hætti hægt að stýra og miðla efni frá snjallsímum og tölvum yfir í sjónvarp eða hljómflutningstæki, svo fátt sé nefnt. Tónabúðin á Akureyri hefur allt frá upphafi fyrir um hálfri öld sérhæft sig í sölu á hljóðfærum og tilheyrandi aukabúnaði og síðustu misseri lagt í vaxandi mæli áherslu á að auka úrval vandaðra hljómtækja sem byggja á þessari þráðlausu tækni. Stöðugt eru að koma fram nýjungar í þessum búnaði sem hægt er að skoða í Tónabúðinni og kynnast af eigin raun þeim miklu hljómgæðum sem þessi tæki skila, þrátt fyrir að vera fyrirferðarlítil. Sölu hljómtækja var hætt í Tónabúðinni um miðjan níunda áratuginn, en er nú hafin á ný til viðbótar við hljóðfæra- og hljóðkerfasölu og aðra þjónustu verslunarinnar á tónlistarsviðinu. Mikil hljómgæði Trausti Ingólfsson, verslunarstjóri í Tónabúðinni á Akureyri, segir að þróunin sé hröð í þessari tækni hjá framleiðendum. Af úrvalinu í versluninni á þessu sviði má helst

ferðarmikla hátalara við hljómflutningstækin á heimilunum en í dag eru hátalarnir til muna minni, hannaðir til að vera á borði eða hillu en skila engu að síður hljómgæðum sem hefðu þótt sæma stærstu hátölurum á árum áður. Hljóðfæri í aðalhlutverki Að vanda er úrval af gíturum, bössum, hljómborðum og trommusettum í boði í Tónabúðinni og hefur úrvalið aldrei verið meira. Hljóðkerfi og hljóðfæramagnarar, t.d. fyrir kassagítara eru líka í boði á verði sem hefur aldrei verið jafn hagstætt. Upptökubúnaður til heimanota og fyrir fagmenn er í boði í miklu úrvali, ásamt hljóðnemum, heyrnartólum og aukahlutum ýmiskonar svo sem nótnabókum, strengjum, blöðum fyrir blásturshljóðfæri og fleira og fleira. Tónabúðin er sannkölluð þjónustumiðstöð fyrir tónlistarmenn. Hljóðfæri og fjölmargt sem tónlistarflutningi tengist má fá í Tónabúðinni, auk t.d. hljómtækja og upptökubúnaðar. Tónabúðin er sannkölluð þjónustumiðstöð fyrir tónlistarmenn.

nefna merkið Naim frá Bretlandi og hátalara frá franska fyrirtækinu Focal. Naim tækjunum er hægt að

stjórna þráðlaust frá heimilistölvunni, snjallsímanum eða spjaldtölvu og er tækið til í tveimur út-

tonabudin.is

færslum, allt eftir því hvað hentar á hverju heimili. Í eina tíð þótti flottast að vera með stóra og fyrir-

GEFÐU GJÖF SEM GLEÐUR

www.kista.is kista - í horninu á Hofi sími 897 0555


AKUREYRI // jól 2017 | 35

Tekjur af jólatrjáasölu nýtir Skógræktarfélagið m.a. til útplöntunar og viðhalds sinna skóga auk þess að bjóða almenningi upp á aukin tækifæri til útivistar í skógum. Hér má sjá gönguskíðabraut í Kjarnaskógi við Akureyri þar sem mikill fjöldi fólks nýtur útivistar sér til heilsubótar á vetrum.

Eyfirska jólatréð er upplifun „Sala jólatrjáa skiptir félagið gríðarlega miklu máli. Tekjurnar nýtum við m.a. til útplöntunar og viðhalds okkar skóga, sem og til að auka útivistarmöguleika fólks í skógum,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Þar á bæ hafa starfsmenn verið í jólaskapi í margar vikur, ef svo má segja, og undirbúið þjónustu við kaupendur jólatrjáa en þar er um að ræða bæði einstaklinga og fyrirtæki. „Á markaðnum erum við að keppa við innflutt jólatré og gervitré. Það sem við höfum fram að færa eru íslensk tré, ræktuð í okkar trjáreitum hér við Eyjafjörð og ekki síður þá upplifun og ánægju sem fólk hefur af því að finna sín tré úti í skógi,“ segir Ingólfur en tvær síðustu helgar fyrir jólin taka starfsmenn Skógræktarfélagsins á móti viðskiptavinum sínum í skógi félagsins á Þelamörk í Hörgárdal þar sem fólk getur farið um skóginn, borið saman álitleg jólatré og valið. Vaxandi sala ár frá ári „Salan hjá okkur hefur sigið upp á við mörg undanfarin ár og það er ánægjulegt. Við seljum talsvert af trjám til skreytinga við fyrirtæki og verslanir á Akureyri, einnig eru tré frá okkur seld hjá Sólskógum á Akureyri og á þéttbýlisstöðunum hér út með Eyjafirði. Draumurinn er að í framtíðinni verði framleiðsla okkar hér á svæðinu orðin það umfangsmikil að við getum annað öllum heimamarkaðnum en það þurfa að líða nokkur ár enn til að svo megi verða,“ segir Ingólfur. Mest selst af rauðgreni, blágreni og stafafuru í dag en Ingólfur segir stefnt að því að félagið geti boðið upp á íslenskan þin innan fárra ára. „Okkar styrkleiki á þessu sviði er fjölbreytnin í gerð, stærð og útliti trjáa. Þar kemur að þessari upplifun sem ég nefndi áðan, þegar fjölskyldan ber saman ólík tré af sömu tegund og velur í raun eftir útlitinu.“

Það er sannarlega mikil stemning fyrir fjölskyldurnar að fara saman í Laugalandsskóg og fá þar jólatré fyrir hátíðina.


36 | AKUREYRI // jól 2017

Katrín Björg Ríkarðsdóttir, ný jafnréttisstýra Jafnréttisstofu

Tekist á við þörf og mikilvæg verkefni Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur tekið við starfi jafnréttisstýru hjá Jafnréttisstofu. Hún hefur komið við sögu stofunnar áður, en á árunum 2000 til 2003 starfaði hún þar sem sérfræðingur og vann m.a. við upplýsingaöflun og ráðgjöf. Starfsemi Jafnréttisstofu er fjölbreytt og kveðst Katrín Björg hlakka til að takast á við þau verkefni sem stofan sinni, ný verkefni sem framundan eru sem og þau sem þegar hefur verið ýtt úr vör. Vonbrigði að ekki var meiri snjór Katrín Björg ólst upp í Reykjavík til 10 ára aldurs, en þá fluttu foreldrar hennar norður til Akureyrar og ætluðu að vera í eitt ár. „Þau eru hér enn fjörtíu árum síðar og á þeim ekkert fararsnið. Ég man að mér fannst þessi flutningur norður í land spennandi, ég hafði áður skipt um skóla fyrir sunnan og fannst ekkert mál að breyta til. Það fylgdi því ekkert annað en tilhlökkun að flytja milli landshorna í mínum huga. Við komum til Akureyrar strax eftir áramótin 1977 og miðað við þær sögur sem frændi minn einn búsettur í bænum hafði matað okkur á um snjóþyngsli varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum. Það var bara alls ekki svo mikill snjór,“ rifjar hún upp. Alla tíð haft áhuga fyrir jafnréttismálum Stúdentsprófi lauk Katrín Björg frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og tók sér að því loknu ársleyfi frá skólanámi. Hún hélt til Bretlands m.a. í því skyni að ná betri tökum á tungumálinu. Þá hóf hún nám í sagnfræði og almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og lauk því með BA-gráðu. Hún hefur að auki meistarapróf í menntunarfræðum með áherslu á kynjafræði og próf í uppeldis- og kennslufræðum. „Jafnréttismálin hafa alla tíð blundað með mér, ég hef lengi haft áhuga fyrir þessum málaflokki og oftar en ekki tekið einhvern vinkil af því tagi inn í mínu námi,“ segir hún. Eftir nám syðra kom Katrín Björg á ný til Akureyrar og starfaði í fyrstu á Minjasafninu á Akureyri þar sem hún var um sjö ára skeið, var þar safnakennari og byggði upp

„Ég hlakka til að takast á við þetta starf, sem ég er sannfærð um að er bæði fjölbreytt og skemmtilegt,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, ný jafnréttisstýra Jafnréttisstofu.

safnafræðslu Minjasafnsins. Á aldamótaárinu 2000 rak hún augun í auglýsingu þar sem óskað var eftir starfsmanni á Jafnréttisstofu, hún sótti um og fékk. Hún starfaði um þriggja ára skeið á Jafnréttisstofu, en á þeim tíma stýrði Valgerður Bjarnadóttir stofunni. „Þetta var mjög skemmtilegt og fræðandi tímabil og gott að rifja þann tíma upp nú þegar ég kem þangað aftur,“ segir hún.

Víðtæk starfsemi hjá Jafnréttisstofu Eftir árin þrjú á Jafnréttisstofu tók Katrín Björg við starfi jafnréttisráðgjafa Akureyrarbæjar. Hún hefur starfað hjá Akureyrarbæ síðan, í mismunandi störfum. Hún tók við framkvæmdastjórn nýrrar deildar hjá bænum árið 2006, Samfélagsog mannréttindadeildar, en undir því þaki voru hinir ýmsu málaflokkar auk jafnréttismálanna. Árið 2014 var Katrín Björg ráðin aðstoðarmaður bæjarstjóra og hefur

Urtasmiðjan Fjallagrasakrem, létt rakagefandi andlitskrem úr mýkjandi fjallagrösum, ilmandi blóðbergi og róandi kamillu. Gefur góðan raka.

Íslenskar jurtir, lífrænt hráefni, engin aukaefni

Helstu sölust: Höfuðborgarsv: Heilsuhúsin, Íslands Apotek Laugavegi, Icewear Laugavegi, Fjarðarkarkaup. Akureyri: Akureyrarapótek, Heilsuhúsið. Vík: Icewear www.urtasmidjan.is gigja@urtasmidjan.is sími 462 4769

Morgunfrúarkrem, 24 klst. silkikrem með granateplaolíu, sem er rík af nærandi vítamínum. Morgunfrú, hafþyrnir og gulmaðra gefa húðinni frísklegan gullinn blæ. Silki-andlitsolía, djúpnærandi serum, með blágresi og rauðsmára auk apríkósu- og arganolíu, sem eru þekktar fyrir nærandi og yngjandi áhrif á húðina. Húðnæring-augnsalvi, granatepla- rósaolía og þykkni úr hafþyrni gefa húðinni kringum augu og varir extra góða næringu og mýkt.

gegnt því síðan. Nú um mánaðamót tók hún að fullu við starfi jafnréttisstýru Jafnréttisstofu. Alls eru átta starfsmenn hjá Jafnréttisstofu, starfsemin hefur vaxið með árunum og hlutverk stofunnar verið víkkað út. „Starfsemin er víðtæk, snertifletirnir margir, en við eigum samstarf við ýmsa aðila, ríkisstofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Ég hlakka til að takast á við þetta starf, sem ég er sannfærð um að er bæði fjölbreytt og skemmtilegt,“ segir Katrín Björg. Jafnlaunavottun Alþingi hefur samþykt frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna sem kveður á um lögfestingu jafnlaunavottunar. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Katrín Björg segir að í því starfi þurfi Jafnréttisstofa að vinna náið m.a. með samtökum aðila vinnumarkaðarins og gerir ráð fyrir góðu og gagnlegu samtali milli aðila. Jafnréttisstofa hefur eftirlitshlutverk, en samkvæmt lögunum byggist jafnlaunavottun á sérstökum staðli og er tilgangur hans að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti á sínum vinnustað. Lög um jafnlaunavottun öðlast gildi nú um komandi áramót. „Með því að innleiða staðalinn geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnkerfi sem

tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun,“ segir Katrín Björg, en hlutverk Jafnréttisstofu verður að halda skrá yfir þau fyrirtæki hafa fengið vottun og birta með aðgengilegum hætti. Byggjum brýr – brjótum múra Þá er Jafnréttisstofa þátttakandi í alþjóðlegu verkefni sem nýlega hófst og snýr að ofbeldi í nánum samböndum og samvinnu og samráði, t.d. félagsþjónustu og lögreglu, þegar að því kemur. Hlutverk Jafnréttisstofu er að sögn Katrínar Bjargar að stilla saman strengi þeirra sem þátt taka, en ætlunin er að taka á málum á þverfaglegum grunni. „Þetta verkefni smellpassar inn í þá miklu og þörfu umræðu sem verið hefur um kynbundið ofbeldi hér á landi og víða um heim reyndar líka,“ segir hún. Verkefnið ber heitið Byggjum brýr – brjótum múra og er það styrkt af Evrópusambandinu. „Það er afskaplega mikilvægt að við getum öll unnið saman þegar kemur að jafn alvarlegum málum og ofbeldi í nánum samböndum er. Með þeim hætti, að aðilar stilli saman strengi og nýti sameiginlega krafta er leitast við að efla þá vinnu og þau úrræði sem eru til staðar ásamt því að auka þekkingu og færni fagaðila í að greina ofbeldi,“ segir Katrín Björg.


AKUREYRI // jól 2017 | 37

Jólafötin og jólagjafirnar fást í JMJ Akureyri

SÍMI 462 3599

JMJ og Joe´s eru til húsa að Gránufélagsgötu 4, Akureyri


38 | AKUREYRI // jól 2017

Aðventuævintýri á Akureyri Föstudagur 8. desember

Fimmtudagur 14. desember

Föstudagur 22. desember

kl. 19-21

Skautadiskó í Skautahöllinni

kl. 20

Kl. 21

Kl. 20

Margrét Eir, tónleikar í Akureyrarkirkju

Jólatónleikar Kvennakórs Akureyrar og Kammerkórsins Ísoldar í Akureyrarkirkju

Jólatónleikar Kammerkórsins Hymnodiu í Akureyrarkirkju

kl. 20 & 22

Jólatónleikarnir Norðurljós í Hofi

Kl. 21

Kl. 22

Kl. 22

Jónas Sig og Ritvélar Framtíðarinnar á Græna hattinum

KK & Ellen, jólatónleikar á Græna hattinum

Hljómsveitin 200.000 Naglbítar, tónleikar á Græna hattinum

Laugardagur 9. desember

Kl. 22

Kl. 12-19

Jólamarkaður Kistu í Hofi

Kl. 13

Stúfur snýr aftur, leikrit í Samkomuhúsinu

Kl. 13

„English Christmas Carols“, tónleikar söngtríósins White Raven í Hofi

Kl. 15

Stúlka með hjól, opnun á sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur, í Listasafninu á Akureyri

kl. 22

Dimma & Skálmöld, tónleikar í Sjallanum

Kl. 19 & 22

Jólatónleikarnir Norðurljós í Hofi

Kl. 22

Jónas Sig og Ritvélar Framtíðarinnar á Græna hattinum

Sunnudagur. 10. desember Kl. 14

Upplestur á bókinni Aðventu á Icelandair Hotel Akureyri

kl. 17 & 20

Jólasöngvar kóra Akureyrarkirkju

kl. 20:30

Aðventukvöld í Grundarkirkju, Eyjafjarðarsveit

Miðvikudagur 13. desember Kl. 20

Föstudagur 15. desember

Hátíð, jólatónleikar Hildu Örvars í Akureyrarkirkju

Ljótu hálfvitarnir, tónleikar með jólaívafi á Græna hattinum

Sýningar í desember Minjasafnið á Akureyri

Laugardagur 16. desember

Jólasýning – opið daglega kl. 13-16.

Kl. 12-19

Jólamarkaður Kistu í Hofi

Kl. 20

Fjölskyldutríóið Elvý, Birkir Blær og Eyþór Ingi, tónleikar í Akureyrarkirkju

Deiglan 8.-10. des.

Gellur sem mála

Kl. 16, 19 & 22 Heima um jólin, jólatónleikar í Hofi

15.-17. des.

Amanda Marsh, opið kl. 14-17

Kl. 22.00

21.-23. des.

Julia DePinto, gestalistamaður Gilfélagsins, opið kl. 14-17

Ljótu hálfvitarnir, tónleikar með jólaívafi á Græna hattinum

Sunnudagur 17. desember

Norðurslóðasetrið

Kl. 19

Opið virka daga frá 11-18 og um helgar frá 11-17

Heima um jólin, jólatónleikar í Hofi

Listasafnið á Akureyri

Miðvikudagur 20. desember Kl. 21

Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, tónleikar á Græna hattinum

Fimmtudagur 21. desember Kl. 20.30

Bubbi Morthens, Þorláksmessutónleikar í Hofi

Kl. 21

Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, tónleikar á Græna hattinum

Sýningin Stúlka með hjól á verkum Louisu Matthíasdóttur verður opnuð á morgun, laugardaginn 9. desember og stendur til 11. febrúar. Sýningin er byggð á sýningunni Kyrrð sem Listasafn Reykjavíkur setti upp með verkum hennar fyrr á árinu. Sýnt er í Ketilhúsinu þar sem yfir standa framkvæmdir við breytingar Listasafnsins. Opið er alla daga nema mánudaga kl. 12-17.

Kl. 20 & 22:15 Jólatónleikar Eyþórs Inga í Glerárkirkju

Frekari upplýsingar: visitakureyri.is – mak.is – graenihatturinn.is – listak.is – minjasafnid.is

Brú í miðbæinn! Framkvæmdir eru að hefjast við smíði brúar við Drottningarbraut, skammt frá miðbæ Akureyrar. Brúin verður hluti af göngustígnum sem lagður var frá miðbænum

að Akureyrarflugvelli árið 2014 og mun, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, setja mikinn svip á svæðið. Fyrsti áfangi verksins var boð-

inn út fyrir skömmu en þar er um að ræða vinnu við grjótvörn, malarfyllingu, steypuvinnu og niðurrekstur harðviðarstaura fyrir undirstöður brúarinnar. Lægsta tilboð í

Eins og sjá má kemur brúin á Drottningarbrautarstígnum til með að setja mikinn svip á miðbæjarsvæðið.

verkið átti Árni Helgason ehf., tæpar 19 milljónir króna, og á því að vera lokið 31. janúar næstkomandi. Smíði brúarinnar verður einnig boðin út en ljúka á verkefn-

inu á vormánuðum og stefnir Akureyrarbær að vígslu þessa mannvirkis á þjóðhátíðardaginn, 17. júní 2018.


AKUREYRI // jól 2017 | 39

Kexsmiðjan

Saltkaramellu­smákökur falla í kramið Starfsfólk Kexsmiðjunnar á Akureyri hefur heldur betur brett upp ermar síðustu vikur en á þessum árstíma stendur sala á smákökum sem hæst. Löng hefð er fyrir smákökubakstri hjá Kexsmiðjunni, smákökur raunar fyrsta bakkelsið sem félagið bauð upp á. Vinsældir hafa vaxið í áranna rás og æ fleiri kjósa að grípa með sér tilbúnar smákökur enda í mörg horn að líta hjá landsmönnum á þessum árstíma. Átta smákökutegundir Ingólfur Gíslason, framkvæmdastjóri Kexsmiðjunnar, segir að smákökur hafi verið bakaðar fyrir og á aðventu frá árinu 1996. Tegundum, eða sortum eins og stundum er sagt, hefur fjölgað en nú eru í boði 8 tegundir. Sú nýjasta á Líkt og undanfarin ár er mikil fjölbreytni í smákökuframleiðslu Kexsmiðjunnar fyrir jólin.

Ingólfur Gíslason, framkvæmdastjóri Kexsmiðjunnar, segir fólk maula á smákökum alla aðventuna en stóra Þorláksmessusalan sé liðin tíð.

markaðnum er saltkaramellusmákökur. „Þær falla greinilega vel í kramið hjá íslenskum neytendum, það hefur verið mjög góð sala í þeim,“ segir hann. Hinar sígildu sortirnar

haldi eftir sem áður sínum vinsældum. Salan nær yfir lengri tíma Ingólfur segir að neyslumynstur hafi greinilega breyst þegar að smákökum kemur. Í eina tíð gilti að vera vel birgur á Þorláksmessu, þann dag var salan sýnu mest. „Nú

er það svo að fólk grípur með sér smákökubox í verslunarferðum yfir alla aðventuna og raunar í nóvember líka. Fólk er að bjóða upp á smákökur með kaffinu, á notalegar stundir og svolítið jólalegar, löngu áður en hátíðin gengur í garð. Salan dreifist því yfir lengri tíma en áður var.“

Haldið er í gamlar íslenskar hefðir þegar að smákökubakstri Kexsmiðjunnar kemur og til að mynda er notað í þær íslenskt smjör. kexsmidjan.is

Föstudaginn 8. desember

Aðventukvöld í LÍFLANDI

Akureyri

Föstudaginn 8. desember í LÍFLANDI á Akureyri.

Ljúf létta stemmin r g og fr veiting , ar ábæ r tilb oð

Opið verður til kl. 22:00. • 20% afsláttur af fatnaði og skóm. • 15% afsláttur af járningarvörum, mélum og ábreiðum. • 15% afsláttur af gæludýravörum og ARION fóðri.

Jónas Þór Jónasson og Heimir Ingimarsson koma kl. 20:30 og taka nokkur vel valin lög. Tilvalið að gleðjast í góðum hópi og kíkja á hugmyndir að jólagjöfum.

Léttar veitingar í boði


40 | AKUREYRI // jól 2017

Birna Katrín Ragnarsdóttir í RB-rúmum: „Fyrir utan rúmin bjóðum við upp á fjölbreytt úrval fylgihluta í svefnherbergin og erum nú með sérstaklega spennandi smávörur að auki, m.a. jólailm frá Crabtree&Evelyn.“

Góður nætursvefn skiptir öllu máli.

Svifið í svefninn í RB-rúmi! „Við höfum alltaf lagt metnað í að leiðbeina okkar viðskiptavinum og hvetja þá til að velja sér dýnur af mikilli kostgæfni. Sannleikurinn er sá að við erum misjöfn í laginu eða á þyngd og mikilvægt er að hver dýna sé hönnuð og samsett þannig að hún nýtist eiganda sínum sem best,“ segir Birna

Katrín Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri RB-rúma að Dalshrauni 8 í Hafnarfirði. RB rúm hafa frá upphafi haft að markmiði að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna ásamt því að vera í fararbroddi við þróun og framleiðslu springdýna. „Við höfum framleitt og selt springdýnur og

rúm til þúsunda ánægðra viðskiptavina um land allt í gegnum árin og erum stolt af okkar verki. Nú er búðin í Hafnarfirði full af hlýjum og mjúkum rúmum og dýnum sem bíða viðskiptavinanna fyrir jólin og við sendum auðvitað hvert á land sem er til þeirra sem það vilja,“ segir Birna Katrín.

Rúm og dýnur eru vissulega uppistaðan í vöruvali RB-rúma en ýmislegt fleira er að finna þar. „Við getum fullyrt með góðri samvisku að það er afar eftirsóknarvert að svífa inn í svefninn í góðu rúmi frá okkur. Fyrir utan rúmin bjóðum við upp á fjölbreytt úrval fylgihluta í svefnherbergin og erum nú með

sérstaklega spennandi smávörur að auki, m.a. jólailm frá Crabtree&Evelyn. Til jóla er opið hjá okkur alla virka daga frá kl. 9-18, laugardaga 10-16 og sunnudaga kl. 13-16,“ segir Birna Katrín. rbrum.is

Jólasýning Minjasafnsins á Akureyri Opið daglega 13-16

Aðrar sýningar: • Skátar á Akureyri í 100 ár • Akureyri bærinn við Pollinn Árskort á aðeins 3000 kr. Gildir á 4 söfn - Tilvalin jólagjöf. Jóladagatal á facebook

Aðalstræti 58, Akureyri • www.minjasafnid.is


AKUREYRI // jól 2017 | 41

Nýir bílar rokseljast hjá Brimborg „Við komum til með að setja nýtt sölumet nýrra bíla á þessu ári. Salan hefur verið mjög góð, enda sýna tölur að Norðlendingar eru yfir landsmeðaltalinu í endurnýjun bíla árið 2017,“ segir Jón Árelíus Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Brimborgar á Akureyri. Þegar frá er talin sala á nýjum bílum til bílaleiga sést bersýnilega að verulega hefur lifnað yfir sölu til einstaklinga og fyrirtækja síðustu ár og er ekkert lát þar á. Jón segir að hvað Brimborg varðar sé skýringuna einfaldlega að leita í vöruframboðinu og vinsælum bílategundum sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. Peugeot 3008 bíll ársins á Íslandi „Þar ber auðvitað fyrst að nefna að við erum með bíl ársins 2018 á Íslandi að mati Bandalags íslenskra bílablaðamanna, Peugeot 3008. Þetta er framdrifinn bíll með nýrri Grip Control spólvörn, það er hátt undir bílinn, framúrskarandi aksturseiginleikar, mikil tækni og snjallsímatengingar og þannig má áfram telja. Þetta er tímamótabíll,“ segir Jón Árelíus en Brimborg er með umboð fyrir Volvo, Ford, Mazda og Citroen, auk Peugeot. „Við vorum með atvinnubíladaga í nóvember og lögðum þar áherslu m.a. á Ford Transit, sem er geysivinsæll fyrirtækjabíll. Einnig erum við með flotta atvinnubíla frá Peugeot og Citroen. Fyrirtækin hafa verið að sækja í sig veðrið í bílakaupum og gjarnan eru þau að bæta við bílum vegna aukinna umsvifa eða endurnýja gamla og mikið notaða bíla. Sem er mjög jákvætt. Þá er Brimborg að bjóða uppá „Fyrirtækjalausnir“ sem er heildarlausn í bílamálum sem virkar þannig að við sjáum um allt er snýr að rekstri bílsins og geta þá fyrirtækin nýtt krafta sína í það sem þeir eru sérfræðingar í. Þá er hægt að leigja bíla hjá Brimborg bæði til skemmri og lengri tíma.“ Norðlendingar sólgnir í Volvo Akureyringar og Norðlendingar sækjast sem fyrr mjög eftir fjórhjóladrifnum bílum, sér í lagi smærri jeppum og þar kemur Volvo­línan sterk inn. Á árinu kom á markaðinn nýr Volvo XC60 sem fjöldi kaupenda beið eftir með óþreyju, þetta er nokkuð minni bíll en Volvo XC90 sem er búinn að vera gríðalega vinsæll. „Við höfum selt mikið af Volvo XC60 og sömuleiðis munum við fá nýjan bíl frá Volvo í sölu í mars á næsta ári, Volvo XC40 sem er kominn í forsölu. Það er lítið eitt minni bíll en XC60, fjórhjóladrifinn borgarjeppi með öllum búnaði og nú þegar eru komnar hjá okkur pantanir í þann bíl, enda hægt að gera enn betri kaup með forpöntun. Volvo hefur alltaf verið vinsæll

bíll á Norðurlandi og það virðist ekkert lát á því,“ segir Jón Árelíus. brimborg.is

Jón Árelíus Þorvaldsson við eitt af flaggskipum nýrra bíla frá Brimborg, Peugeot 3008 sem var valinn bíll ársins 2018 á Íslandi.


42 | AKUREYRI // jól 2017

Toppmenn&Sport

Heimsþekktu íþróttavörumerkin og íslenski landsliðsbúningurinn

Mikið úrval af íþróttaskóm. Líkt og í öðrum vöruflokkum verslunarinnar er þar að finna heimsþekkt og vönduð vörumerki.

Sveinn Þórðarson verslunarstjóri. Eins og sjá má fást búningar frá mörgum heimsþekktum liðum í versluninni.

Búningur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu er seldur í Toppmenn&Sport.

Íþróttavöruverslunin Toppmenn&Sport í Amarohúsinu við göngugötuna í miðbæ Akureyrar er með mikið úrval heimsþekktra vörumerkja í íþróttavörum. Þar má nefna framleiðendur á borð við Nike, Adidas, Under Armor, Hummel, Endurance og marga aðra. Frá mörgum þessara framleiðenda eru vörur fyrir bæði kynin, fyrir keppnisíþróttirnar, í ræktina eða til daglegra nota. Sama er að segja um barnafatnað. Úrval er einnig af skóm í versluninni Toppmenn&Sport og njóta t.d. skórnir frá Nike alltaf mikilla vinsælda, enda flott hönnun á ferð.

Landsliðsbúningurinn í jólapakkann Um margra ára skeið hefur verslunin Toppmenn&Sport annast merkingar á íþróttafatnaði fyrir íþróttafélög og hópa en einnig er

Fatnaður í boði fyrir þá sem stunda íþróttir innandyra eða utanhúss.

Sundfatalína er frá Arena fyrir allan aldur og sömuleiðis eru fótboltaskór og körfuboltaskór frá Adidas, Nike og fleirum.

lögð áhersla á að bjóða t.d. áhangendum heimsþekktra knattspyrnuliða keppnisbúninga liðanna, t.d. búninga þekktustu liða ensku og spænsku knattspyrnunnar. Og fyrir þá sem þegar eru komnir í hugan-

um til Rússlands til að hvetja íslenska knattspyrnulandsliðið þá má fá íslenska keppnisbúninginn í Toppmenn&Sport. Þann búning þætti mörgum ekki slæmt að fá úr jólapakkanum!

Gæðabakarí fyrir Akureyinga „Þau eru orðin 18 árin frá því við opnuðum hér á Dalsbrautinni og allt frá fyrsta degi höfum við fengið frábærar viðtökur. Hér er bakað alla daga vikunnar og því geta okkar viðskiptavinir gengið að gæðunum vísum; nýbökuðu brauði og kökum í úrvali,“ segir Andrés Magnússon bakarameistari og eigandi Bakarísins við Brúna sem hóf rekstur 1. maí 1999. Aðspurður segir Andrés að á starfstíma bakarísins hafi smekkur manna og áherslur í brauðvali töluvert breyst. „Já, nú spyr fólk meira en áður var út í hollustuna og t.d. er nánast enginn sykur lengur í okkar brauðum, við notum jurtaolíur í stað feiti, rotvarnarefnin eru löngu horfin o.s.frv. Í svona rekstri

veisluþjónusta. „Það er alltaf renn­ erí hér af fólki sem kýs að koma til okkar í hádeginu og raunar á öllum tímum dags en hér er opið alla daga frá kl. 7 á morgnana til 18 nema á laugardögum og sunnudögum, þá lokum við kl. 16. Við bökum daglega um 40 tegundir af brauðum og hér er gífurlegt úrval af alls kyns sætabrauði og svo er hægt að fá súpur, pítsur, samlokur, osta í úrvali o.s.frv.“ Andrés bætir því við að bakaríið bjóði einnig upp á veisluþjónustu en alltaf sé nokkuð um að fyrirtæki og stofnanir panti sendingar til sín vegna funda eða annarra samkoma úti í bæ. Bakaríið við Brúna er í senn bakarí og kaffihús.

a g a d a l l Opidð a kl.10-18 -

Garður í Eyjafjarðarsveit • Tel: +354 867-3826 • www.kaffiku.is

skiptir öllu máli að hlusta vel á viðskiptavinina og baka eftir þeirra kröfum. Annars fara þeir bara eitthvað annað. Þetta höfum við alltaf reynt að gera hér í Bakaríinu við Brúna og fyrir vikið höfum við komið okkur upp traustum viðskiptamannahópi sem kemur hingað aftur og aftur, ár eftir ár.“ Líka kaffihús Bakaríið við brúna er ekki aðeins bakarí heldur einnig kaffihús og

Bara fyrir Akureyringa! Þrátt fyrir farsælan rekstur í 18 ár hefur Andrés ekki í hyggju að færa út kvíarnar eða reka keðju bakaría annars staðar á landinu. „Ég hef oft verið spurður hvort ég ætli ekki að opna líka fyrir sunnan en svarið er einfalt: Ég er sáttur við þessa einingu hér og þakklátur mínum föstu viðskiptavinum hér á Akureyri og hér ætla ég að vera áfram og hvergi annars staðar. Það er gott að baka ofan Akureyringa og þanng ætlum við að hafa það áfram.“ facebook: bakríið við brúna

„Hér geta viðskiptavinir gengið að gæðunum vísum; nýbökuðu brauði og kökum í úrvali,” segir Andrés Magnússon í Bakaríinu við Brúna.


AKUREYRI // jól 2017 | 43

Veitingahúsið Kaffi Kú í Garði í Eyjafjarðarsveit

Aðventuheimsókn og nautasteik fyrir jólin „Það er tilvalið fyrir fjölskyldur að koma í aðventubíltúrinn hingað í Eyjafjarðarsveit og fá jólastemninguna í æð með heimsókn í Jólagarðinn og jólahressinguna hjá okkur hér á Kaffi Kú. Þeir sem vilja geta fengið að fara inn í kálfa­stíuna í fjósinu hjá okkur og taka jólalega mynd með kálfunum. Það finnst yngstu kynslóðinni mjög skemmtilegt,“ segir Einar Aðalsteinsson á veitingahúsinu Kaffi Kú í fjósinu í Garði í Eyjafjarðarsveit. Þar er opið alla daga kl. 10-18 og matseðlinum má finna t.d. brauðrétti, hamborgara, gúllassúpu, fjölbreytt úrval af beygluréttum, vöfflur og kökur. Nautasteikin beint frá framleiðanda Góð nautasteik þykir mörgum ómissandi hluti af jólahátíðinni og þá er tilvalið að kaupa hráefnið milliliðalaust beint frá bændunum í Garði. Þeir Garðsbændur reka netverslunina nautakjot.is og bjóða margar útfærslur í magni og vinnslu en kjötið er pakkað og tilbúið í frystikistuna. Á Kaffi Kú er líka alltaf nautakjöt á boðstólum; fullmeyrnaðir vöðvar í loftþéttum umbúðum, hamborgarar og hakk. Einar segir marga ánægða með að geta keypt nautakjötið með þessum hætti milliliðalaust frá framleiðendunum en hann vekur einnig athygli á að viðskiptavinir netverslunarinnar á Eyjafjarðarsvæðinu fá sínar pantanir heim að dyrum. Þriggja rétta veislur og norðurljósaheimsóknir Miklar breytingar voru gerðar á Kaffi Kú á síðasta ári og tekur staðurinn um 50 manns í sæti. Staðurinn er einstakur fyrir þær sakir að gestir hans geta setið og virt fyrir sér líf kúnna í fjósinu meðan þeir njóta veitinganna og þjónustunnar. Sannarlega öðruvísi kaffihús. „Nú í haust höfum við aukið enn frekar við starfsemina með því að bjóða hópum sem panta fyrirfram upp á þriggja rétta máltíð þar sem nautakjöt frá okkur er aðalrétturinn. Þetta hefur strax orðið mjög vinsælt og gaman að geta kynnt framleiðslu okkar með þessum hætti. Önnur nýjung er að við tökum á móti ferðahópum sem vilja sjá norðurljósin. Fólki þykir

mjög gott að hafa með þessum hætti aðgang að staðnum og geta brugðið sér út fyrir til að rýna upp í himininn ef norðurljósin láta á sér kræla,“ segir Einar. kaffiku.is nautakjot.is

Þriggja rétta veislur fyrir hópa hafa færst í vöxt í haust á Kaffi Kú og vitanlega er nautakjöt frá Garði í aðalrétt.

5

Norðurljósin dansa yfir veitingahúsinu Kaffi Kú. Móttaka ferðahópa sem vilja sjá norðurljósin eru meðal nýjunga staðarins.

Persónuleg jólakort með myndum það er málið!

3 stærðir 10x15 cm 10x20 cm & 15x15 cm Umslög fylgja

Sendum um allt land!

Verð frá kr. 150,Þú getur skoðað og pantað kortin á www.pedromyndir.is Þú getur sent myndir í framköllun, pantað stækkanir, Instagram myndir og striga á www.pedromyndir.is úr snjallsíma og tölvu.

Allt fyrir áhugaljósmyndarann Við eigum mikið úrval myndavélum, fílterum, þrífótum, töskum, linsum, afsmellurum og fleiru. Snilldar jólagjafir!

Gjafabréf á ljósmyndanámskeið og Canon Bókin

Kálfarnir í fjósinu í Garði eru alveg til í að fá heimsóknir og vera með á jólamynd.


44 | AKUREYRI // jól 2017

Lífland Akureyri

Aukið vöruval á öllum sviðum Jólatilboð af öllu tagi eru í gangi hjá verslun Líflands við Óseyri 1 á Akureyri nú í desember. Jólaverslun fer ágætlega af stað en þunginn vex eftir því sem nær dregur jólum. Allt fyrir hestamenn Ellert Jón Gunnsteinsson verslunarstjóri segir Lífland vinsælan viðkomustað hestamanna, enda fjölbreytt úrval í boði fyrir þann hóp. „Við höfum verið að taka upp nýjan og flottan fatnað síðustu daga, búðin er stútfull af varningi,“ segir hann. Nefnir í því sambandi úlpur, jakka og peysur frá Mountain Horse, Wellensteyn og Top Reiter, en verulega hefur bæst við vöruúrvalið í þessum vörumerkjum frá því sem áður var. „Það er býsna algengt að reiðbuxur rati í jólapakka hestamannsins og hefur vöruvalið aukist og eins þegar kemur að skóm og stígvélum.“ Auk fatnaðar kennir margra grasa þegar kemur að hestamennsku almennt, hvort heldur er eitthvað sem tengist útreiðum eða tamningu. „Sumir kjósa að kaupa hjá okkur gjafabréf. Þiggjandinn

Ellert Jón Gunnsteinsson verslunarstjóri hjá Líflandi á Akureyri segir versluna „stútfulla af varningi“ þessa dagana.

getur þá sjálfur ráðið hvernig hann ver andvirðinu, keypt það sem

hann langar í eða notað upp í dýrari hluti,“ segir Ellert. Gæludýrin gleymast ekki Gæludýravörur eru í miklu úrvali; fóður, búr, leikföng og fleira. Bætt hefur verið inn vörum fyrir nagdýr, hamstra og kanínur og hafa viðbrögðin verið mjög góð. „Fólk sem heldur gæludýr gleymir þeim

ekki á jólunum,“ segir hann. Vinsælast er að kaupa nammi eða nagbein til að japla á yfir jólin og leikföng eru líka ómissandi í jólapakka gæludýranna. Lífland býður mikið úrval af vörum, tengdum landbúnaði s.s. fóður og aðrar rekstrarvörur fyrir kúa-, svína-, hænsna- og sauðfjárrækt. „Við erum mjög umsvifa-

Myndir: Auðunn Níelsson.

miklir á þessu sviði og bjóðum upp á nánast allt sem bændur þurfa í sinn rekstur. Það gildir um landbúnaðarvörurnar eins og aðrar vörur að við erum stöðugt að bæta í vöruvalið og aðlaga okkur að markaðnum.“ lifland.is

Kirkjukór Laugalandsprestakalls í Eyjafjarðarsveit

Nýr hljómdiskur kominn út

Fatnaður frá Top Reiter. Lífland leggur ríka áherslu á vöruúrval fyrir hestamennskuna.

Út er kominn 13 laga hljómdiskur með söng Kirkjukórs Laugalandsprestakalls í Eyjafjarðarsveit og ber hann nafnið Credo. Titillinn er sóttur í elsta verkið á diskinum sem er tvíraddaður söngur við trúarjátninguna sem talið er að Jón Þorláksson hafi skrifað í Munkaþverárklaustri árið 1473. Efni disksins er fjölbreytt en á það

O P IÐ UM JÓL O G Á R A MÓT Dagur

Tími

23.12. Þorláksmessa 24.12. Aðfangadagur 25.12. Jóladagur 26.12. Annar í jólum 30.12. Laugardagur 31.12. Gamlársdagur 01.01. Nýársdagur

10-16 10-13 16-18 12-16 10-16 10-13 16-18

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

www.akap.is

Kaupangur v/ Mýrarveg

sími 460 9999

sammerkt að vera tengt með ýmsu móti heimabyggðinni, Eyjafjarðarsveit. Á diskinum eru sálmar og lög, þar af fimm jólalög eftir Daníel Þorsteinsson stjórnanda, en þau voru sérstaklega samin fyrir kórinn og eru í nýjum útsetningum á diskinum. Tveir sálmar eru eftir fyrrum stjórnanda kórsins, Sigríði Schiöth í Hólshúsum. Einnig eru á diskinum ljóð eftir Ingibjörgu Bjarnadóttur í Gnúpufelli og Emelíu Baldursdóttur á Syðra-Hóli. Einsöng með kórnum syngur Helgi Þórsson í Kristnesi. Fjórir hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Caput hópnum annast undirleik sem og Daníel kórstjóri og Eyþór Ingi Jónsson, sem var jafnframt upptökustjóri. Diskurinn var tekinn upp í Grundarkirkju í Eyjafjarðarsveit og

í Dalvíkurkirkju í febrúar síðastliðnum. Aðventukvöld í Grundarkirkju á sunnudag Um 40 félagar eru í kórnum í vetur. Kórinn mun syngja á aðventukvöldi í Grundarkirkju næstkomandi sunnudagskvöld, 10. des­ ember kl. 20:30 og flytja meðal annars jólalög af diskinum, auk annarra jólasöngva. Helgi Þórsson syngur einsöng með kórnum við þetta tækifæri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á þessa ljúfu jólastund. Nýi hljómdiskurinn verður seldur á aðventukvöldinu, auk þess sem hægt er að panta hann á netslóðinni www.kirkjukor. wordpress.com. Verður hann þá sendur í pósti, viðtakendum að kostnaðarlausu.


AKUREYRI // jól 2017 | 45

Smákökurnar frá Kexsmiðjunni eru ómissandi um jólin. Gómsætu smákökurnar frá Kexsmiðjunni fást í á a girnilegum sortum, þannig að allir æ u að finna si e irlæti. Njó u jólanna með smákökunum frá Kexsmiðjunni.

VERT

Blúndukökur

Kornflekskökur

Dísudraumur

Dropakökur

Súkkulaðibitakökur

Vanillufingur

Kókostoppar


46 | AKUREYRI // jól 2017

Lindex í jólabúningi

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi

„Notaleg náttföt eru nauðsynleg fyrir kúrikvöldin í desember,“ segir Lóa Dagbjört.

Lóa Dagbjörg Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Lindex á Glerártorgi. „Úrvalið er mikið fyrir jólin og verðið gott.“ Myndir: Auðunn Níelsson.

Lindex verslunin á Glerártorgi er komin í jólabúninginn. Nú er auðveldara en nokkru sinni að finna réttu jólagjöfina, en úrvalið er mikið og verðið gott, segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir rekstrarstjóri hjá Lindex. „Hlýjar notalegar peysur fyrir börn og dömur sem ylja á köldum vetrarmorgnum og notaleg náttföt sem eru nauðsynleg fyrir kúrikvöldin í desember.“

Sparifötin í versluninni fanga einnig augað, rauði liturinn er ómissandi á jólunum en einnig er að finna silfur, hvítt glimmer og gull. Fallegir kjólar á dömurnar og blátt flauel á ungu herramennina. „Úrvalið er frábært svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Vefverslun og vildarklúbbur Lindex verslunin á Glerártorgi hefur verið starfrækt frá 2014 og er

óhætt að segja að Norðlendingar hafi tekið henni fagnandi. Nú í haust var vefverslun bætt við, þar sem allt vöruúrval Lindex er aðgengilegt. Afgreiðslutími á pöntunum er 1-2 virkir dagar en hægt er að sækja pöntunina í Lindex verslunina á Glerártorgi án þess að greiða sendingarkostnað. More vildarklúbbur Lindex nýtur einnig sívaxandi vinsælda og er stór hluti viðskiptavina á Norður-

landi skráður í klúbbinn. Vikulega fá klúbbmeðlimir send fréttabréf með ýmsum tilboðum og kynningu á því nýjasta en í hverri viku koma nýjar vörur í Lindex verslunina á Glerártorgi. Við hver kaup safnast punktar inná kortið sem mynda inneign, það er því mikill ávinningur af því að gerast klúbbmeðlimur. Hafa lækkað verð fjórum sinnum „Lindex hefur lækkað verð fjórum sinnum frá opnun á Íslandi en aldrei hækkað verð og við leitumst stöðugt við að bjóða viðskiptavin-

um okkar góða þjónustu og frábærar vörur á besta mögulega verðinu,“ segir Lóa Dagbjört. Unicef jólakortin verða einnig til sölu líkt og síðustu ár þar sem viðskiptavinum gefst tækifæri til að kaupa fallega skreytt jólakort með mynd af gömlu jólaveinunum. Jólakortin eru hluti af sönnum gjöfum Unicef og með kaupum á kortinu fær barn í neyð lífsnauðsynlega gjöf. Þau eru því frábær leið til að láta gott af sér leiða fyrir jólahátíðina. lindex.is

Jarðböðin við Mývatn

Náttúrulaugar í klakaböndum

Þann 9. desember verður efnt til jólasveinabaðs í Jarðböðunum við Mývatn.

Jarðböðin við Mývatn eru gott dæmi um stað á Íslandi þar sem einna best er að komast í beina snertingu við náttúruna, slaka á og endurnýja líkama og sál. Þar er að finna náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heita

potta auk frábærrar veitingaaðstöðu. Þegar kalt er úti er fátt betra en að smeygja sér í 36-40°C heitt lónið. Allir vita að jólasvinarnir baða sig bara einu sinni á ári. Laugardaginn 9. desember nk. bregður

Allt frá landnámi hafa menn baðað sig í snarpheitu hveravatninu við Mývatn.

svo við að Jarðböðin í Mývatnssveit efna til jólasveinabaðs kl.16:00 og eru allir boðnir velkomnir að fylgjast með aðförunum. Á svæðinu þar sem Jarðböðin hafa nú byggt upp glæsilega að-

stöðu, í Jarðbaðshólum, um 4 km frá Reykjahlíð, hafa Íslendingar baðað sig allt frá landnámi. Mannvirki risu þar snemma á þrettándu öld þegar Guðmundur góði biskup vígði gufuholu og aðra aðstöðu þar sem lengi var notuð til baða. Jarð-

böðin við Mývatn, sem við þekkjum í dag, opnuðu hins vegar árið 2004 og hefur öll aðstaða þar verið byggð upp af metnaði og myndarskap. jardbodin.is


AKUREYRI // jól 2017 | 47

Baðaðu þig í gæðunum Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is


48 | AKUREYRI // jól 2017

Penninn Eymundsson

Jólabækurnar streyma inn „Jólabækurnar berast nú til okkar í stríðum straumi og það er mikil umferð, fólk er mikið að spá í hvaða bækur komi helst til greina í jólapakkann,“ segir Guðný Ketilsdóttir, verslunarstjóri í Pennanum Eymundsson. „Það virðist sem aðeins minna sé en áður um skáldsögur en þess meira af ævisögum og áhugaverðum frásögnum af ýmsu tagi. En fólk hefur alltaf gaman af því að ganga hér um og skoða úrvalið og við erum auðvitað ánægð með að hér sé margt um manninn. Það er líka gaman að þessari íslensku hefð að gefa bók í jólagjöf. Sala á jólabókum fer mjög vel af stað.“ Aldrei meira úrval af gjafavöru Guðný segir viðskiptavini hafa svo sannarlega úr fleiru að moða en nýútkomnum bókum því mikið úrval sé af gjafavöru af margvíslegu tagi í Pennanum Eymundsson og heldur verið bætt í ef eitthvað er. „Við erum með fulla búð af gjafavöru og úrvalið hefur held ég bara aldrei verið meira. Við höfum verið að auka vel við okkur nú í haust.

Guðný Ketilsdóttir, verslunarstjóri í Pennanum Eymundsson, segir þá hefð skemmtilega og sterka að gefa bók í jólagjöf. Sala bóka hafi farið vel af stað fyrir nú fyrir jólin. Myndir: Auðunn Níelsson.

Gjafavara er jafnan fyrirferðarmikil og áberandi í versluninni í jólamánuðinum.

Erum með margar skemmtilegar og skrýtnar vörur eins og frá Donkey þar sem grínið er í fyrirrúmi og þær njóta vinsælda,“ segir hún. Þá býður Penninn Eymundsson upp á

ir þá sem eru stunda myndlist og/ eða eru á fullu í föndri.

húsgögn og skrifstofuvörur, m.a. frá Vitra, vandaðar og góðar vörur að sögn Guðnýjar. Allir aldurshópar finna eitthvað við sitt hæfi í versluninni en mikið

er lagt upp úr gjafavöru sem hentar börnum. Þar eru spil af ýmsu tagi í úrvali, m.a. púsluspil og einnig ritföng og allt fyrir skrifstofuna. Eins er þar fjölbreytt úrval af vörum fyr-

penninn.is

Kærleikskúlur til styrktar fötluðum börnum Nú er að hefjast árleg sala á Kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra en markmið sölunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði sölunnar rennur til starfsins í Reykjadal þar sem fötluð börn og ungmenni dvelja í sumarbúðum og um helgar yfir vetrartímann. Þetta er 15. árið sem Kærleikskúlan kemur fram.

Egill Sæbjörnsson er hönnuður Kælrleikskúlunnar í ár – sem reyndar eru tvær.

Verið velkomin! Kærleikskúlur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra eru seldar til styrktar starfi fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal.

Dalsbraut 1 - Akureyri - Sími 461 2700

Opið: kl. 7 -18 virka daga og kl. 8-17 um helgar

Kærleikskúlan er blásin glerkúla með borða í rauðum lit og eru engar tvær kúlur eins enda alltaf mismunandi listamenn sem fá verkefnið í hendur. Í ár eru Kærleikskúlurnar reyndar tvær og er höfundur þeirra listamaðurinn Egill

Sæbjörnsson. Hann hefur í mörg ár starfað í Berlín og m.a. verið fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum, einni stærstu og virtustu nútímalistahátíð heims. „Þegar ég var beðinn um að gera Kærleikskúluna datt mér í hug að það gæti verið gaman að hafa tröllin með sem gerðu fyrir mig verkið á Feneyjatvíæringnum. Þessi tröll, sem heita Ūgh og Bõögâr, eru tveir ímyndaðir vinir mínir og þegar ég fór að ræða þetta við þá fannst þeim verkefnið mjög spennandi og sögðust þeir miklu betri í þessu en ég enda meiri listamenn,“ segir Egill. Hann bætir því við að tröllin hafi rifist um það hvernig Kærleikskúlan ætti að vera. „Þetta endaði með því að þeir festust hvor inni í sinni kúlunni og þess vegna urðu þær tvær að þessu sinni. Lærdómurinn, sem draga má af þessu, er sá að það á ekki að rífast um jólin því þá heppnast ekki það sem maður ætlar sér að gera og hlutirnir snúast í höndunum á manni.“ slf.is


AKUREYRI // jรณl 2017 | 49

Tilvaldar jรณlagjafir


50 | AKUREYRI // jól 2017

Tengi við Baldursnes

„Fylgjum eftir uppgangi á byggingamarkaðnum“ „Við sjáum miklar framkvæmdir á húsnæðismarkaði hér á Akureyri sem og öllu Norðurlandi sem endurspeglast hjá okkur. Við fylgjum þessum uppgangi eftir. Það hefur verið mikið að gera á þessu ári og mér sýnist allt benda til að svo verði áfram á komandi ári,“ segir Jóhann Björn Jónasson, verslunarstjóri hjá Tengi á Akureyri. Fyrirtækið rekur sérverslun

og flytur inn hreinlætis- og blöndunartæki og vörur sem tengjast því sviði auk þess að flytja inn og selja pípulagningavörur. „Tengi þjónustar alla: byggingafyrirtæki, pípulagningamenn og ekki síst hinn almenna viðskiptavin, það eru allir velkomnir. Framtíðarsýn okkar er að vera fyrsti valkostur þeirra sem kunna að meta gæðavörur og framúrskarandi

Tengi hefur verið á Akureyri í 10 ár og rekur bæði verslun og viðamikla þjónustu við pípulagningamenn og byggingafyrirtæki.

Vörurnar í Tengi koma frá heimsþekktum framleiðendum.

þjónustu“ segir Jóhann. Tengi rekur rúmgóða verslun við Baldursnes 6 á Akureyri. Víðfeðmt þjónustusvið Tengi selur hreinlætistæki frá mörgum þekktustu framleiðendum á því sviði, m.a. blöndunartæki frá Mora, Hansa og Vola, hreinlætistæki frá IFÖ og Geberit og stálvaska frá Intra svo eitthvað sé nefnt. Einnig er fyrirtækið með rafmagnspotta frá Sundance í ýmsum stærðum, sturtuhurðir og baðker ásamt fjölbreyttum lausnum fyrir baðherbergi og eldhús. Verslunin á Akureyri fagnaði 10 ára afmæli fyrr á þessu ári, en fyrirtækið Tengi var stofnað 1981 og hefur því langa og góða reynslu af sölu þessara vara hér á landi. „Hér í sýningarsalnum geta bæði fagmenn og hinn almenni viðskiptavinur skoðað búnað og fengið ráðgjöf hjá

Í sýningarsalnum má sjá fjölmargar gerðir hreinlætis- og blöndunartækja fyrir baðherbergið svo og skemmtilegar útfærslur í innréttingum.

okkur starfsmönnunum,“ segir Jóhann Björn. Nýjung kynnt í pípulögnum Eins og áður segir hafa talsverðar framkvæmdir verið í íbúðabyggingum á Akureyri að undanförnu og er mikið framundan. Á þessu ári fóru íbúðabyggingar í nýjasta íbúðahverfi bæjarins, Hagahverfi, á fullan skrið og Jóhann Björn segir Tengi leggja sig fram um að veita byggingaraðilum sem besta þjónustu. Í pípulagnaefni eru stöðugar framfarir, líkt og í flestu öðru og

nú í haust kynnti Tengi fyrir pípulagningamönnum nýja lagnalausn frá framleiðandanum Uponor, sem fyrirtækið hefur verið umboðsaðili fyrir hér á landi um árabil. „Þetta er kerfi fyrir rör í rör lagnir og heitir Quick&Easy. Það vísar til tækni við samsetningu á röri og tengistykki, heildarkerfi sem er bæði öruggt og áreiðanlegt. Iðnaðarmenn hér á Akureyri eru þegar byrjaðir að leggja með þessari tækni og hún lofar mjög góðu,“ segir Jóhann Björn. tengi.is

Hlíðarfjall

Góður skíðavetur framundan Skíðaunnendur eru komnir í brekkurnar í Hlíðarfjalli og allt stefnir í góð skíðajól.

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað 30. nóvember síðastliðinn, líkt og áformað hafði verið. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður svæðisins segir að bæði hafi verið hagstætt veður til snjóframleiðslu í nóvember og síðan ágætur snjókomukafli sem hjálpaði verulega til. „Þó að það hafi verið talsverður vindur með þessu þá safnaðist samt talsvert í snjógirðingar og við gátum stoppað þetta og þjappað,“ segir Guðmundur Karl en líkt og jafnan er hluti svæðisins opnaður til að byrja með, nóg til þess að skíðaþyrstir bæjarbúar og gestir geti dustað rykið af búnaði sínum.

Opið á jóladag í fyrsta sinn „Síðan spilast framhaldið í takti við tíðarfarið og snjókomuna en við opnum fleiri lyftur strax og tækifæri gefst til,“ segir Guðmundur. Að þessu sinni verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opið daglega um hátíðarnar að aðfangadegi frátöldum. Í fyrsta sinn verður því hægt að fara á skíði á jóladag en reynslan undanfarin ár hefur sýnt að nokkur hópur fólks, bæði bæjarbúar og gestir bæjarins, sækjast eftir því að komast á skíði um hátíðarnar. En það stóð tæpt í fyrra því fyrsti opnunardagur vetrarins í Hlíðarfjalli var þá á annan dag jóla.

Margir á skíði í vetrarfríunum Segja má að skíðatímabilið fari svo á fulla ferð í febrúar þegar vetrarfrídagar í grunnskólum landsins hefjast. „Skólafrídagarnir eru alltaf stórir hjá okkur og nú verða páskarnir tiltölulega snemma þannig að ég hvet þá sem ætla að leggja leið sína til Akureyrar á skíði í vetur að fara sem fyrst að huga að húsnæði og öðrum undirbúningi. Og svo má ekki gleyma skíðaskólanum okkar fyrir ungu kynslóðina en hann byrjaði strax í kjölfar opnunar. Þetta verður góður skíðavetur,“ segir Guðmundur Karl. hlidarfjall.is


AKUREYRI // jól 2017 | 51

RÚNA – ÖRLAGASAGA EFTIR SIGMUND ERNI RÚNARSSON

GLÆSTIR SIGRAR SORGIR OG EINSEMD SVEITASTELPAN SEM NÁÐI HÆSTU HÆÐUM GLÆSILÍFS – EN LÍKA DÝPSTU DÖLUM TILVERUNNAR. Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar af alkunnu innsæi og snilld örlagasögu stúlkunnar sem ólst upp í fásinni og náttúrufegurð í Svínadal í Húnavatnssýslu, konunnar sem náði hæstu hæðum glæsilífs – en líka dýpstu dölum DRAMA TÍSK tilverunnar.

SAGA HESTA KONU

!

GUNNAR BIRGISSON EFTIR ORRA PÁL ORMARSSON

HRESSILEGUR OG EINLÆGUR Í þessari bráðskemmtilegu og fróðlegu bók segir af skrautlegri fjölskyldusögu Gunnars Birgissonar en líka Dagsbrúnarverkamanninum sem varð umsvifamikill framkvæmdamaður og einn af forystumönnum atvinnurekenda í þjóðarsáttinni og átökum í pólitíkinni þar sem hann dregur ekkert undan.

ÞAÐ ER GOTT … AÐ L ESA ÆVISÖ GU!


52 | AKUREYRI // jól 2017

Óskum Akureyringum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni

I C E L A N D I C B U S C O M PA N Y HJALTEYRARGÖTU 10 • 600 AKUREYRI • Fax: 5 500 701 HJALLAHRAUNI 2 • 220 HAFNARFIRÐI Sími: 5 500 770 • Fax: 5 500 771 sba@sba.is • www.sba.is

Sími: 5 500 700


AKUREYRI // jól 2017 | 53

fyrir

íslenskar

aðstæður

Sealskinz er breskt fyrirtæki sem framleiðir einstaka línu af vatns heldum vörum fyrir höfuð þitt, hendur og fætur. Sealskinz notast við 3ja laga einkaleyfisskráða tækni í prjónuðum sokkum, hönskum og húfum til að búa til óaðfinnanlegar vörur sem eru algerlega vatnsheldar en anda engu að síður.

Vatnshelt

andar

Vindhelt

teygjanlegt

sVeigjanlegt

slitsterkt

SealSkinz endursöluaðilar Reykjavík GG Sjósport / Örninn reiðhjólaverslun / Lífland / Icewear / Arctic Trucks / Ellingsen Borgarnes Lífland Ísafjörður Bílaverkstæði SB Blönduós Lífland Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga Siglufjörður SR Byggingavörur Akureyri Lífland / Veiðiríkið / Icewear / Hornið veiði og útivist / Jötunn Húsavík Skóbúð Húsavíkur Vopnafjörður Málningarþjónusta Ingólfs Egilsstaðir Jötunn Neskaupsstaður Multitask Reyðarfjörður Veiðiflugan Vík í Mýrdal Icewear Hvolsvöllur Lífland Selfoss Jötunn Bláskógabyggð Gullfosskaffi / Þjónustmiðstöðin Þingvöllum.

Austur vegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbak k i - 601 Akureyri // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is


54 | AKUREYRI // jรณl 2017


AKUREYRI // jól 2017 | 55

Jötunn Lónsbakka

SealSkinz fyrir þá sem vilja vera úti SealSkinz vörurnar hafa reynst vel við íslenskar aðstæður og fjölbreytnin í vörulínu framleiðandans hefur sífellt verið að aukast. Þetta eru vörur sem verja notandann vel fyrir vindi, vatni, svita og þannig má áfram telja,“ segir Gunnar Biering, innkaupastjóri hjá Jötni en fyrirtækið flytur þessar vörur hingað til lands og eru þær m.a. seldar í verslun Jötuns á Lónsbakka á Akureyri. Vörur fyrir höfuð, hendur og fætur Gunnar segir notkunarsvið SealSkinz varanna mikið en um er að ræða vörur fyrir höfuð, hendur og fætur. Allar byggja þær á sömu framleiðsluhugmyndinni, þ.e. ull í innsta lagi, vatnsheldri filmu í millilagi og sérstyrktu ysta lagi. Sokkarnir eru til að mynda 100% vatnsheldir, eru án sauma og liggja þétt að fæti. Gunnar segir SealSkinz vörurnar tilvaldar í útivistina, í útivinnu, reiðmennsku, hlaup, fjallaklifur, skotveiðar, hjólreiðar og margt fleira. „SealSkinz er best lýst þannig að þetta eru vörur fyrir þá sem vilja vera úti og láta sér líða vel. Og ekki bara í kulda og raka heldur líka í hita því sokkarnir hafa t.d. verið seldir til breska hersins til nota fyrir hermenn í hitanum í Afganistan vegna þess að þetta er vara sem andar. Það er mjög mikilvægur eiginleiki hennar,“ segir Gunnar. Fyrirmyndin sótt til ársins 1914 „SealSkinz varð til fyrir um 30 árum þegar stofnendurnir þrír sáu sjónvarpsþátt um John Baird og vatnshelda sokka sem hann notaði árið 1914 í útivist í skosku hálöndunum yfir vetrartímann. Þessi maður er sá hinn sami og fann upp sjónvarpið en hann glímdi við lélegt blóðflæði í fótum. Hann þurfti því að verja fæturna sérstaklega með vatnsheldum sokkum og til þess voru framleiddir fyrir hann sokkar úr tveimur lögum af ull. Stofnendur SealSkinz glímdu við svipað vandamál og ákváðu að setja á fót framleiðslu sokkum og útfærðu hugmyndina með vatnsheldri filmu og ull í innsta lagi. Úr varð sú SealSkinz vörulína sem við þekkjum í dag ,“ segir Gunnar.

Vörurnar frá SealSkinz henta allri útivist.

SealSkinz vatnsheldir sokkar eru frábærir í gönguferðirnar.

Fylgdu okkur á Facebook

Er listamaður í þinni fjölskyldu

Mikið úrval af myndlistarvörum, gjafasettum og trönum.

TILVALIÐ Í NN JÓLAPAKKA

Gunnar Biering, innkaupastjóri Jötuns ehf. jotunn.is

Gleráreyrum 2, Akureyri, S: 461 2760 • Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is


56 | AKUREYRI // jól 2017

Ullarkistan á Glerártorgi

Ný og falleg lína fyrir yngstu borgarana

Steinunn Helgadóttir og Eydís Jóhannesdóttir í Ullarkistunni.

„Þeir sem hafa prófað þær vörur sem við bjóðum upp á vilja ekkert annað, þetta er svo gott efni, ullin er hlý og góð,“ segir Eydís Jóhannesdóttir í verslun Ullarkistunnar á Glerártorgi. Þar er seldur fatnaður úr Merino ull sem hefur þann einstaka eiginleika að vera mjúkur, hlýr og valda ekki kláða.

„Ullin er mjög létt og nýtur ekki hvað síst vinsælda vegna þess, hún andar og þornar hratt, henni fylgir ekki kláði og hún hentar við margvíslegar aðstæður, bæði þegar kalt er í veðri en einnig á heitum dögum, þá kælir hún,“ segir Eydís.

Myndir: Auðunn Níelsson

Full búð af nýjum vörum Nú á haustdögum hafa nýjar vörur verið teknar upp í versluninni og er úrvalið um þessar mundir einkar gott. Til sögunnar er komin ný barnalína fyrir ungbörn eða upp í tveggja ára og segir Eydís hana einkar glæsilega. „Þetta er virkilega flott lína og þeir sem eru í leit að

Ný og skemmtileg barnavörulína. Hér má finna hlýjar og góðar gjafir fyrir þau allra minnstu.

gjöfum fyrir yngstu borgarana ættu endilega að líta yfir úrvalið,“ segir Eydís og bætir við að vissulega sé á boðstólum úrval af hlýjum og fallegum fatnaði á eldri börnin. „Við hlökkum til að kynna þessar nýjur vörur sem við höfum verið að taka upp nýverið, en við kostum kapps að bjóða upp á sem

mest og fjölbreyttast úrval fyrir jólin. Við vitum að margir vilja gefa hlýjar gjafir sem koma að góðum notum. ullarkistan.is


AKUREYRI // jól 2017 | 57

JÓL, DÓT & SVEINARNIR 3v0ild% arafsláttur

3v0ilda% r-

Jólapúsl 1000 bita

afsláttur

VILDARVERÐ: 2.078.Verð: 2.969.-

Heyrnartól Spectrum

30 % vildar-

VILDARVERÐ: 4.899.Verð: 6.999.-

VILDARVERÐ: 3.499.Verð: 4.999.-

Jólapúsl 160 bita

Heyrnartól Super Style

3v0 % ildarafsláttur

VILDARVERÐ: 1.224.Verð: 1.749.-

afsláttur

Skáksett samanbrjótanlegt

3v0ild% arafsláttur

VILDARVERÐ: 5.949.Verð: 8.499.-

30 % vildarafsláttur

ALLAR FÖNDURVÖRUR FRÁ TOTUM!

Hljóðfærasett VILDARVERÐ: 4.549.Verð: 6.499.-

KETKRÓKUR, KERTASNÍKIR OG HURÐASKELLIR

LAUGARDAGINN 9. DES. KL. 14.30 Bræðurnir munu syngja á svölunum okkar og færa sig svo inn í búðina þar sem þeir skemmta gestum!

Hafnarfirði - Strandgötu 31

18

Álfabakka 16, Mjódd

g 11

Keflavík - Sólvallagötu 2 Kringlunni norður MUNDU EFTIR GJAFAKORTI

Akureyri - Hafnarstræti 91-93 Kringlunni suður PENNANS EYMUNDSSON! Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2 Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Húsavík - Garðarsbraut 9 Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildarverð gilda til og með 10. desember. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


58 | AKUREYRI // jól 2017

Jólakaffi framleitt á Akureyri í 62 ár! Kaffibrennsla á sér mjög langa sögu á Akureyri í því fyrirtæki sem áður hét Kaffibrennsla Akureyrar en nú Nýja kaffibrennslan. En það er líka nokkuð einstakt í kaffiframleiðslu hér á landi að fyrirtækið hefur framleitt sérstakt jólakaffi fyrir hver jól allar götur síðan árið 1955. Þó dæmi séu um framleiðslu á jólakaffi víðar í Evr-

ópu þá virðast Íslendingar vera áberandi miklir unnendur jólakaffis. Dýrari baunir – meiri gæði Helgi Örlygsson, framkvæmdastjóri Nýju kaffibrennslunnar, er skiljanlega þögull um hvað nákvæmlega felist í því að framleiða sérstakt jólakaffi. Stutta svarið er

Helgi Örlygsson, framkvæmdastjóri Nýju kaffibrennslunnar á Akureyri með nýjasta jólakaffið frá fyrirtækinu og jólakaffið árið 1955. Eins og sjá má er jólakaffið í ár með sömu útlitsmerkingu og þá.

Pakki með jólakaffi Kaffibrennslu Akureyrar árið 1955.

www.ullarkistan.is

Glerártorgi AKUREYRI

SKEIFUNNI REYKJAVÍK

einfaldlega að í þessari blöndu eru gæðin ennþá meiri. Enda vilja Íslendingar gera vel við sig í mat og drykk á jólum og að sjálfsögðu líka í sjálfu jólakaffinu. „Framleiðslan á jólakaffinu byrjaði á sínum tíma með því að keyptar voru inn dýrari baunir og jólakaffið er vissulega dýrara en hefðbundna framleiðslan. Framleiðsla á kaffi gengur þannig fyrir sig að við erum með mismunandi tegundir af kaffibaunum frá mismunandi framleiðslusvæðum sem við blöndum saman. Þannig getum við stýrt því hvernig áherslu við viljum fá fram í hverri kaffiblöndu. Í jólakaffinu er skrefið stigið lengra í gæðum,“ segir Helgi.

Laugavegi Reykjavík

Jólin bara einu sinni á ári og jólakaffi líka! Þær kaffibaunir sem notaðar eru í jólakaffið frá Nýju kaffibrennslunni koma frá Suður-Ameríku og Afríku líkt og verið hefur um árafjöld. Helgi segir að sama blandan hafi í grunninn verið notuð síðustu 20 árin. Hann segir greinilegt að margir kaffiunnendur skipti yfir í jólakaffið þegar það kemur á markaðinn í desember og raunar hafi sumir viljað geta keypt kaffið þó jólin séu liðin. En það er vitanlega ekki í boði. Jólin eru jú bara einu sinni á ári. Og jólakaffið frá Nýju kaffibrennslunni líka! „Við göngum alltaf úr skugga um það á hverju ári með smakkprófi að jólablandan sé nákvæmlega rétt og þetta er þannig allt í föstum skorðum frá ári til árs,“ segir Helgi. kbr.is


AKUREYRI // jรณl 2017 | 59

lindex.is

Brjรณstahaldari

2399


Einkadótturinnar Pabba Að fara saman á hestbak í Hallormsstaðaskógi TIL:

FRÁ:

ÁVÍSUN Á:

Jólagjafabréf Jólagjafabréf Air Iceland Connect gefur kjörið tilefni til að njóta innihaldsríkrar samveru hvar sem er á landinu með þínum nánustu. Með hverjum viltu eiga ævintýralegar óskastundir? Það gæti ekki verið einfaldara. Þú ferð inn á airicelandconnect.is/gjafabref, velur þá upphæð sem þú vilt gefa, kaupir, prentar og jólagjöfin í ár er komin!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.