Mars 2022 Mars 2022
Ingvi Stefánsson hjá grísunum í stíunni í Teigi. Þaðan fara 70-75 grísir að jafnaði á viku til slátrunar og mikil þörf er á markaðnum fyrir aukna framleiðslu.
Fæðuöryggi þjóðarinnar hefur aldrei verið mikilvægara áhersluefni Ingvi Stefánsson, svínabóndi í Teigi í Eyjafjarðarsveit og formaður Félags svínabænda, segir að stríðsátök síðustu vikna í Úkraínu undirstriki meira en nokkru sinni að tryggja verði betur fæðuöryggi Íslendinga, fóðurframleiðslu og framleiðslu á innlendum matvælum. Hann kallar eftir viðbragðsáætlun stjórnvalda og aðgerðum til að efla innlenda fóðurframleiðslu.
Áhrif stríðsátakanna koma hratt fram Ingvi heimsótti Úkraínu fyrir 16 árum og sá þá með eigin augum hversu öflugt þetta ríki er í kornframleiðslu sem er grunnstoð fóðurframleiðslu víða á Vesturlöndum, þar á meðal á Íslandi. „Ef þessi átök standa í marga mánuði þá er hætt við að ræktunar tíminn í Úkraínu bregðist í ár og það mun hafa mikil áhrif næsta vetur. Við sjáum nú þegar miklar hækkanir á korni og þær eru strax byrjaðar að birtast í hækkun svínakjötsverðs í Evrópu, svo dæmi sé tekið. Landbúnaðurinn og matvælaframleiðslan eru því á tímapunkti núna sem ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af,“ segir Ingvi.
Eigum ekki að treysta á aðra Stóraukin framleiðsla á innlendu korni er viðbragð sem Ingvi segir að geti verið liður í áætlun stjórnvalda sem að hans mati er nauðsynlegt að líti dagsins ljós. „Ég hef kallað eftir því að stjórnvöld setji strax saman viðbragðs áætlun og ein leið er sú að styðja við stóraukna kornframleiðslu innanlands. Hugmynd um kornsamlög út um landið er ekki ný af nálinni en það er skynsamlegt og nauðsynlegt að til séu birgðir af korni í landinu svo hægt sé að grípa til ef slíkir atburðir verða sem nú eru í Úkraínu. Við Íslendingar getum einfaldlega ekki treyst algjörlega á aðra í því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Atburðir síðustu vikna ættu að hafa opnað augu fólks fyrir þeirri staðreynd. Þessu var á dögunum líkt saman við að það stoði ekki að fara út í IKEA og kaupa nýja eldhúsinnréttingu á sama tíma og húsið brennur. Það er nokkuð til í þeirri samlíkingu,“ segir Ingvi.
Frá framkvæmdastjóra Rekstrarhorfur í skugga stríðsátaka í Úkraínu
Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa, skrifar. Rekstur Bústólpa á síðasta ári gekk mjög vel þrátt fyrir þær takmarkanir og erfiðleika sem fylgt hafa veirufaraldrinum. Okkur tókst blessunarlega að halda allri starfsemi gangandi þó oft hafi það kallað á aukið álag á starfsfólkið okkar og lakari aðbúnað þar sem fólk hefur unnið langtímum saman í einangruðum hópum.
okkar tímum. Þó þessi þjóð sé í órafjar lægð frá okkur þá stendur hún okkur samt svo nærri á margan hátt.
legu bændafólki eins og okkur, fólki sem nú er komið inn í hringiðu blóðugrar styrjaldar.
Fyrir þá sem ekki þekkja til þá býr Úkraína yfir stærsta ræktarlandi Evrópu og er gríðarlega mikilvæg í matvöruframleiðslu heimsins. Þannig er landið stærsti fram leiðandi á sólblóma, annar stærsti bygg ræktandi og þriðji stærsti framleiðandi á maís á heimsvísu. Landið er einnig fjórði stærsti útflytjandi á kornvörum á heims markaði.
Á sama tíma er enginn útflutningur á kornvöru frá Rússlandi og samanlagt standa þessi tvö lönd fyrir 25-30% af heimsmarkaði með kornvörur. Úkraínskir bændur eru nú að gera allt sem þeir geta til að undirbúa ræktun sumarsins þrátt fyrir stríðsátökin. „Það er svo mikil vægt fyrir okkur og Evrópu líka,“ segja þeir.
Mikil áhrif á kornvörumarkaðinn
Svo mikið er víst að það eru orð að sönnu því fæðuöryggi Evrópu er í raunveru legri hættu. Nú þegar er orðið vissum vandkvæðum bundið að fá nauðsynlega kornvöru til framleiðslu á kjarnfóðri fyrir landbúnaðinn okkar og matvælafram leiðsluna og verðin stöðugt hækkandi. Allir eru þó að leggjast á eitt við að leysa þau mál og vonandi fer það allt vel.
Bústólpi á Akureyri hefur til fjölda ára keypt frá Úkraínu allan þann maís og hluta af byggi sem notað er við fram leiðslu á kjarnfóðri fyrir mjólkurbændur á Norður- og Austurlandi. Segja má að af hverju kílói sem fer í fóðurtrog kúnna okkar komi nálægt 1/4 frá bændum í Úkraínu. Framleiðslan kemur frá venju
Skammt stórra högga á milli Árið 2021 var metár frá upphafi hjá okkur í framleiðslu og sölu á kjarnfóðri, eða rúmlega 17.000 tonn. Sala var einnig góð á öðrum vöruflokkum og eins hefur DeLaval þjónustan áfram vaxið hratt og er nú orðin ein af stoðum rekstrarins. En það er stutt stórra högga á milli í ver öldinni. Hugur okkar, eins og þjóðarinnar allrar, er nú hjá fólkinu í Úkraínu sem glímir við hörmungar sem fæst okkar, ef nokkurt, óraði fyrir að myndu verða á
Bústólpi ehf. Oddeyrartanga 600 Akureyri Sími 460 3350 Umsjón fréttabréfs Ritform ehf., Akureyri Prentun: Litróf
2
Árið 2021 var metár í framleiðslu og sölu á kjarnfóðri hjá Bústólpa. Stærsta verkefni stjórnenda fyrirtækisins núna er að bregðast við afleiðingum stríðsins í Úkraínu á heimsmarkað fyrir kornvörur.
Mars 2022
Af sjónum í DeLaval þjónustuna Hermann Sæmundsson hóf störf í DeLaval þjónustu Bústólpa í nóvember síðastliðnum. Hann er vélstjóri að mennt, uppalinn á bænum Merkigili í Eyjafjarðarsveit og því vel kunnugur mjöltum og mjaltaþjónum. Til Bústólpa kom hann hins vegar utan af sjó í orðsins fyllstu merkingu því undanfarin ár hefur hann verið vélstjóri á togaranum Harðbaki EA.
una,“ segir Hermann. „Mest hef ég verið í reglubundnu viðhaldi þessa fyrstu mánuði í starfi en það eru alltaf einhverjar bilanir sem koma inn í milli. Í reglubund inni þjónustu samkvæmt samningum við bændurna felst forskrift um skipti á helstu íhlutum eftir ákveðinn dagafjölda og svo er tíðara viðhald á mjaltaþjónum sem eru að sinna mörgum kúm,“ segir Hermann.
„Ég kláraði nám í vélstjórn í Verkmennta skólanum á Akureyri árið 2015. Því næst vann ég fyrir sunnan í hálft annað ár, fór síðan í bændaskólann og svo á Harðbak EA þegar togarinn kom nýr árið 2020. Ég kann vel við þessa breytingu, bæði að vera kominn í land til fjölskyldunnar og svo viðurkenni ég það fúslega að ég saknaði þess oft á sjónum að komast ekki í fjósið,“ segir Hermann.
DeLaval mjaltaþjónarnir hafa staðið sig vel
Sem þjónustumaður DeLaval er Her
Hermann Sæmundsson, þjónustumaður DeLaval. mann mikið á ferðinni á Norður- og Aust urlandi. „Ég hef stundum litið á kíló metramælinn á föstudegi og séð upp undir þúsund kílómetra akstur eftir vik
Tryggðu fóðurgæðin með hágæða rúlluplasti frá Trioworld bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is
„Fjósin eru auðvitað mjög misjöfn, að stæðurnar við mjaltaþjónana ólíkar og svo skiptir umhirðan mjög miklu máli, líkt og með önnur tæki. En heilt yfir hafa DeLaval mjaltaþjónarnir staðið sig mjög vel hér á landi,“ segir Hermann.
VORAR
Mikil ferðalög á svæðinu
Hermann segir að almennt séð þoli bún aður mjaltaþjónanna ágætlega aðstæð urnar í fjósunum hér á landi.
Mars 2022
Fóðurbílstjóri í tæp fjörutíu ár „Mig minnir að ég hafi byrjað að keyra fóðurbíl hér árið 1983. Þá hafði ég verið að vinna hjá Ingva í Hafnarbúðinni á Akureyri þar til búðin fór í gjaldþrot, var atvinnulaus og mér bauðst að leysa af fyrir fóðurbílstjóra sem hafði misst prófið í mánuð. Ég var með meirapróf, ákvað að prófa og í stuttu máli þá er ég hér enn. Og bílstjórinn sem ég leysti af kom aldrei til baka,“ segir Bjarni Hjaltalín, einn af reynslumestu fóðurbílstjórum Bústólpa.
ar hann byrjaði fóru fóðurbílarnir fyrst og fremst á bæi á Eyja fjarðarsvæðinu en fóður til bænda á Austurlandi fór allt í 50 kílóa sekkjum sem fluttir voru á vörubílum frá verksmiðjunni út á bryggju þar sem fóðrið var sett í gáma og fór svo með skipum austur á firði. Í dag fer Bjarni í ferðir á fóðurbílnum þangað austur og þarf þá að gista eina nótt til að öllum hvíldartímareglum at vinnubílstjóra sé framfylgt.
Meira í kerrunni en í bílnum og kerrunni í gamla daga
Ófærðarbaslið liðin tíð
„Þegar ég byrjaði þá keyrðum við á sex hjóla bílum og þótti gott ef við komumst með sjö tonn í ferð. Þá voru heldur ekki margir komnir með aðstöðu á bæjunum til að taka á móti lausu fóðri og gjarnan var einhverjum kompum í fjósunum breytt í fóður geymslu. En svo komu sílóin, bílarnir stækkuðu og í dag er það þannig að ég tek í kerruna aftan í bílinn meira af fóðri en komst í fulllestaðan bíl og kerru þegar ég byrjaði. Fulllestaður bíll og kerra taka í dag 25 tonn í 9 hólf. Með öðrum orðum get ég farið með fóður á níu bæi í ferð því skammturinn fyrir hvern bæ er vigtaður í hólf þegar hann er lestaður hér í fóðurverksmiðjunni,“ segir Bjarni þegar hann rifjar upp breytingar í starfinu á þessum fjórum áratugum og ber saman við nútímann.
Vegakerfið og umferðin eru þættir sem skipta atvinnubílstjóra eins og Bjarna miklu máli. „Malarvegunum hefur auðvitað fækk að gífurlega og svo er stóra breytingin sú að ef eitthvað er að veðri á veturna þá er einfaldlega lokað. Maður er ekki lengur að baslast í ófærð tímunum saman en oft skipti það kannski ekki heldur öllu máli hvort við komum deginum seinna. Og svo er það líka þannig að í ófærð í dag komumst við hvort eð er ekkert áfram fyrir bílum sem eru stopp,“ segir Bjarni.
Skylda að taka kaffibolla! Samskipti við fólk er stór þáttur í starfinu og bílstjórunum er oft boðið í kaffi á bæjunum. Bjarni hefur á þessum langa ferli kynnst fjölda fólks og átt mörg samtölin við kaffiborðið.
Mikið frelsi miðað við búðarvinnuna „Ég kunni strax vel við mig í fóðurkeyrslunni. Áður var ég fastur í búðinni en í þessu var mikið frelsi og flækingur, auðvitað allt nýtt og öðruvísi en ég hafði kynnst í vinnu áður,“ segir Bjarni. Önnur stór breyting frá fyrri tíð er að sögn Bjarna að þjónustu svæðið er miklu stærra en áður, rétt eins og fyrirtækið sjálft. Þeg
„Bændur eru upp til hópa bráðskemmtilegt fólk að tala við og samtölin geta snúist um allt milli himins og jarðar. Heimsmálin og pólitík ef því er að skipta. Kaffisopinn er svo föst regla á sumum bæjum að ég hef fengið áminningu ef ég kem ekki við í eldhús inu! En að sjálfsögðu hefur þetta verið öðruvísi síðustu ár vegna Covid reglna,“ segir Bjarni.
Bjarni Hjaltalín með fulllestaðan bíl og kerru, tilbúinn að leggja af stað í ferð út í sveit.
4
SÁÐVÖRULISTI 2022
Bústólpi ehf - fóður og áburður - Oddeyrartanga - 600 Akureyri - bustolpi@bustolpi.is - Sími 460 3350
BYGG, HAFRAR OG HVEITI BYGG Að jafnaði þroskast sexraðabygg fyrr en tvíraðabygg. Sexraðabygg hefur þó veikara strá og er því hættara við að brotna eða jafnvel leggjast í vondum veðrum. Sexraðabygg er helst notað norðan-, austan- og vestanlands en einnig í uppsveitum sunnanlands. Tvíraðabygg er helst notað í lágsveitum sunnanlands. Aukusti (sexraða): Fljótþroska og nokkuð hávaxið. Hefur reynst nokkuð vel bæði í tilraunum og einnig í ræktun, einkum norðanlands. Yrkið er áþekkt öðrum sexraðayrkjum, svo sem Brage og Wolmari, að vindþoli og uppskeru. Sáðmagn 180-200 kg/ha. Brage (sexraða): Fljótþroska, nokkuð hávaxið og gefur mikla uppskeru. Er í flestu álitlegt og nokkuð þolið gagnvart sveppasjúkdómum. Sáðmagn 180-200 kg/ha. Heder (sexraða): Mjög fljótþroska, strásterkt og hefur gott þol gegn svepp. Er norskt yrki sem hefur reynst vel. Sáðmagn 180-200 kg/ha. Judit (sexraða): Fljótþroska, gefur góða uppskeru á frjósamri jörð en reynist miður á sandi. Getur farið illa í haustveðrum eftir að kornið er þroskað. Á einkum heima norðanlands. Sáðmagn 180-200 kg/ha. Smyrill (sexraða): Uppskerumikið yrki sem nær háu þurrefnishlutfalli. Smyrill er nýtt yrki úr kynbótum LBHÍ og hefur verið í íslenskum korntilraunum frá 1996 -2019. Kemur að jafnaði vel út norðan- og austanlands. Sáðmagn 180-200 kg/ha.
Filippa (tvíraða): Tiltölulega seinþroska, þolir súra jörð. Á best heima á framræstum mýrum sunnan til á landinu en hentar ekki norðanlands. Ber stórt og fallegt korn og gefur oft ágæta uppskeru. Sáðmagn 180-200 kg/ha. Kría (tvíraða): Miðlungs fljótþroska. Hentar til notkunar víða um land, síst þó á austanverðu Norðurlandi. Er víðast valin vegna öryggis, þó er það gert á mismunandi forsendum eftir landshlutum. Norðanlands stendur Kría betur en sexraðayrkin og þar má láta hana standa fram eftir hausti. Sáðmagn 180-200 kg/ha.
HAFRAR Hafra má rækta til grænfóðuröflunar en einnig er hægt að sá þeim til kornþroska, þ.e. til þreskingar. Hafrar eru heldur seinni til kornþroska en bygg. Þeir eru þurrkþolnir, almennt nægjusamari á köfnunarefnisáburð og þolnari á súran jarðveg. Hafrar henta vel sem skjólsáning en líka er sniðugt að sá þeim með ertum. Auðveldast er að láta hafra ná þroska á sandjörð. Hafrar geta gefið góða uppskeru og eru þeir hið besta kjarnfóður fyrir skepnur. Niklas: Snemmþroska hafrar með hátt innihald betaglúkana, uppskerumikið og strásterkt finnskt yrki. Sáðmagn 180-200 kg/ha.
Vörunr
Bygg-Hafrar-Hveiti
Yrki
Magn kg
Kg/ha
Tilboðsverð 10% afsl. Verð pr. kg
9-57-5
Sexraða
Aukusti
30
180-200
136
9-56-6
Sexraða
Brage
25
180-200
145
9-62-6
Sexraða
Heder
25
180-200
145
9-54-5
Sexraða
Judit
25
180-200
145
9-67-5
Sexraða
Smyrill
25
180-200
145
9-22-5
Tvíraða
Filippa
25
180-200
143
9-29-5
Tvíraða
Kría
25
180-200
145
9-66-5
Hafrar til þroska
Niklas
30
180-200
158
9-24-5
Vorhveiti
Anniina
40
180-200
149
9-71-5
Vorhveiti
Helmi
40
180-200
158
Bústólpi ehf - fóður og áburður - Oddeyrartanga - 600 Akureyri - bustolpi@bustolpi.is - Sími 460 3350
HVEITI Vorhveiti þarf langan þroskunartíma, langt og hlýtt sumar og er sjaldnast þreskt fyrr en í október. Talið er að það þurfi allt að mánuði lengri vaxtartíma en fljótþroska bygg við íslenskar aðstæður. Anniina: Var áberandi fljótast til þroska í tilraunum hér á landi árið 2009 og samkvæmt erlendum tilraunaniðurstöðum virðist yrkið vera fljótara en önnur vorhveitiyrki á markaði. Sáðmagn 180-200 kg/ha. Helmi: Fljótþroska yrki frá Finnlandi. Áhugavert yrki með sterkt strá sem hefur verið í notkun á Íslandi undanfarin ár. Hefur ekki verið reynt í tilraunum á Íslandi en reynst vel við sambærilegar aðstæður í Finnlandi og Noregi. Sáðmagn 180-200 kg/ha.
SÁÐVARA GRASFRÆBLÖNDUR Grasfræblöndur Bústólpa er þaulreyndar og þróaðar í samráði við bændur, ráðunauta og helstu sérfræðinga. Vandað er til verka fyrir hverja blöndu þar sem rétt yrki eru valin saman og í réttu hlutfalli sem svo henta hverju landsvæði fyrir sig. Grasfræblanda 1: Traust blanda sem gefur góða uppskeru og góðan endurvöxt, tilvalin þar sem slegið er tvisvar. Blanda valinna vallarfoxyrkja sem reynst hafa sérstaklega vel á Norðurlandi. Gott vetrarþol. Sáðmagn 25 kg/ha. Grasfræblanda 2: Hentar vel til beitar og þar sem slegið er einu sinni. Vetrarþol meira en í grasfræblöndu 1. Gott fóðurgras með vallarfox í meirihluta. Gefur góða uppskeru. Vallarsveifgrasið bætir endingu túnsins. Sáðmagn 25 kg/ha.
einnig gott vetrarþol. Í blöndunni er einnig hávingull sem er uppskerumikil tegund og fjölært rýgresi sem gefur góðan endurvöxt og gott prótein. Sáðmagn 25 kg/ha. Grasfræblanda - Heyfengur: Uppskerumikil blanda með 35% innihald af hávingli. Hávingull er uppskerumikið yrki og gefur góðan endurvöxt ásamt úrvals vallarfoxyrkjum. Góður endurvöxtur sem gefur góðan seinni slátt. Sáðmagn 25 kg/ha. Grasfræblanda - Sígild: Sígild og góð blanda með breitt úrval vallarfoxyrkja ásamt fjölæru rýgresi. Ferlitna rýgresi gefur meiri uppskeru og byggir upp gott gróffóður með vallarfoxgrasinu. Nokkuð vetrarþolin blanda. Sáðmagn 25 kg/ha.
Grasfræblanda 3: Uppskerumikil blanda þar sem tegundir og yrki hafa verið valin sérstaklega með það í huga að fá mikla og góða uppskeru, bæði í fyrri og seinni slætti. Þrjú yrki vallarfoxgrass sem gefa góða uppskeru en hafa
SAMSETNING Á GRASFRÆBLÖNDUM Grasfræblanda 1
Grasfræblanda 2
Grasfræblanda 3
Heyfengur
Sígild
Snorri 40%
Snorri 40%
Lidar 30%
Snorri 15%
Snorri 25%
Engmo 35%
Engmo 35%
Tuukka 20%
Tenho 30%
Tenho 30%
Tehno 15%
Balin 25%
Tehno 10%
Tuukka 20%
Tuukka 30%
Laura 25%
Barcrypto 35%
Barantov 15%
Tuukka 10%
Mathilde 15%
Bústólpi ehf - fóður og áburður - Oddeyrartanga - 600 Akureyri - bustolpi@bustolpi.is - Sími 460 3350
VALLARFOXGRAS Vallarfoxgras er mjög gott og lystugt fóðurgras. Það gefur mikla uppskeru í fyrri slætti en lakari endurvöxt en margar aðrar tegundir. Það er svell- og kuldaþolið, þolir illa að vera slegið eða beitt snemma. Er ekki þurrkþolið. Engmo: Mjög vetrarþolið og gefur góða uppskeru í fyrri slætti en sprettur lítið eftir fyrsta slátt. Hefur reynst vel norðanlands. Sáðmagn 25 kg/ha. Snorri: Mjög vetrarþolið. Nokkuð uppskerumikið en gefur lakari endurvöxt en bestu yrkin. Afrakstur samnorrænna kynbóta. Hefur reynst vel norðanlands. Sáðmagn 25 kg/ha. Tuukka: Nokkuð vetrarþolið. Gefur góða uppskeru og gott fóðurgildi. Hefur reynst vel hér á landi. Sáðmagn 25 kg/ha. Tenho: Nokkuð vetrarþolið. Gefur góða uppskeru og gott fóðurgildi. Hefur reynst vel hér á landi. Sáðmagn 25 kg/ha. Lidar: Uppskerumikið og gefur meiri endurvöxt en norðlæg yrki en vetrarþol ekki eins mikið og hjá þeim þolnustu. Það hentar því síður þar sem mikið reynir á vetrarþol. Sáðmagn 25 kg/ha.
VALLARSVEIFGRAS Vallarsveifgras er skriðult gras sem myndar þéttan grassvörð og lokar eyðum. Það gefur góðan endurvöxt og er ágætt fóður en þó ekki eins lystugt og vallarfoxgras. Það er mjög harðgert en ekki jafn uppskerumikið og önnur túngrös. Balin: Er frekar hugsað í grasflatir en tún. Gefur minni uppskeru en sum önnur yrki. Sáðmagn 20 kg/ha. Oxford: Harðgert yrki og uppskerumikið. Myndar þéttan svörð og lokar eyðum. Sáðmagn 20 kg/ha. Fjölært rýgresi Mathilde: Ferlitna yrki og uppskerumikið. Gott að sá einu og sér en líka með vallarfoxgrasi. Nokkuð ræktað hérlendis. Sáðmagn 35 kg/ha. Hávingull Laura: Uppskerumikill og gefur ágætan endurvöxt. Þolir ágætlega frost. Heppilegur til ræktunar með blöndu af rauðsmára, vallarfoxgrasi eða öðrum grastegundum. Gott fóðurgras. Sáðmagn 25 - 30 kg/ha. Túnvingull Gondolin: Mjög þurrkþolið og hentar því vel í sendinn jarðveg. Harðgerð grastegund sem er mest notuð í landgræðslu. Góður í að binda jarðveg og draga úr frostlyftingu. Einnig notaður í grasflatir og á golfvelli. Sáðmagn 25 - 30 kg/ha.
þétt á liðnum árum. Smárar eru gott steinefnaríkt fóður með hátt próteinhlutfall. Þeir binda köfnunarefni í jarðveg og draga þar með úr áburðarþörf. Hvítsmári Undrom: Hvítsmára er alltaf sáð með grasi og hentar hann mjög vel í beitartún en einnig í tún sem á að heyja. Smita þarf fræið áður en því er sáð í nýtt land. Gamalt yrki, þaulreynt. Sáðmagn 5 - 6 kg/ha. Rauðsmári Ares: Gott fóður og steinefnaríkt. Rauðsmári hentar betur en hvítsmári í slegin tún. Þarf bakteríusmit. Sáðmagn 5 - 6 kg/ha. Bakteríusmit fyrir smára: Smárar þurfa að smitast með bakteríusmiti til vaxtar. Smitið er í 100 gr. poka. Það blandast með mjólk en getur einnig blandast með vatni. Blandist þannig að fræið sé rakt en ekki blautt. Sáið strax og hrært hefur verið saman við smitið. Geymist í kæli og á dimmum stað. Strandreyr – Hálmur: Fjölær planta og er aðallega ræktuð vegna hálmsins, þá aðallega til undirburðar. Harðgerð planta sem kemur upp ár eftir ár. Sáðmagn 15- 20 kg/ha.
GRÆNFÓÐUR Ræktun grænfóðursjurta gefur gott næringarríkt góffóður. Það má rækta eitt og sér í hreinrækt eða í blöndu með t.d. byggi eða höfrum sem heilsæði. Við bjóðum upp á gott úrval af sumar- og vetrarýgresi, sumarhöfrum og sumar- og vetrarrepju. Grænfóður er samheiti yfir jurtir af krossblómaætt og grasaætt sem notaðar eru sem fóður eða beit fyrir búfénað. Grænfóður hentar vel til nytaukninga hjá kúm og fyrir haustbeit lamba. Grænfóður er einnig æskilegur liður í endurræktun túna.
SUMAR- OG VETRARRÝGRESI SMÁRAR Ræktun smára í blöndu með grasfræi hefur aukist jafnt og
Einæru rýgresi er sáð snemma vors og slegið sama sumar, venjulega tvisvar. Það sprettur eftir slátt langt
Bústólpi ehf - fóður og áburður - Oddeyrartanga - 600 Akureyri - bustolpi@bustolpi.is - Sími 460 3350
Vörunúmer
Grasfræ
Yrki
Magn kg
Kg/ha
Tilboðsverð 10% afsl. Verð pr. kg
9-19-5
Grasfræblanda 1
Bústólpi
25
25
824
9-21-5
Grasfræblanda 2
Bústólpi
25
25
836
9-06-5
Grasfræblanda 3
Bústólpi
25
25
889
9-02-6
Grasfræblanda
Heyfengur
15
25
985
9-03-6
Grasfræblanda
Sígild
15
25
899
9-14-5
Vallarfoxgras
Engmo
25
25
786
9-08-5
Vallarfoxgras
Snorri
10
25
829
9-09-6
Vallarfoxgras
Tuukka
25
25
994
9-11-5
Vallarfoxgras
Tenho
25
25
994
9-12-5
Vallarfoxgras
Lidar
10
25
1.140
9-47-5
Vallarsveifgras
Balin
25
20
943
9-46-5
Vallarsveifgras
Oxford
25
20
897
9-39-5
Fjölært rýgresi
Mathilde
25
35
433
9-18-5
Hávingull
Laura
20
25-30
785
9-16-5
Túnvingull
Gondolin
15
25-30
670
9-42-5
Hvítsmári
Undrom
10
5-6
1.230
9-43-5
Rauðsmári
Ares
10
5-6
1.346
9-64-5
Hálmur
Strandreyr
10
15-20
1.190
9-55
Smit fyrir smárafræ
fram á haust og gefur þá góða haustbeit. Tvílitna rýgresi er þurrefnisríkara en það ferlitna og hentar því betur í rúlluverkun. Ferlitna rýgresi er aftur á móti mun lystugra en það tvílitna og er því eftirsóttara af beitarfénaði. Sumaryrki skríða sama sumar og búa til þroskað fræ. Passa þarf að slá þau snemma og gefa þeim færi á að spretta aftur. Vetraryrki skríða yfirleitt lítið eða ekkert en eru gerð til þess að lifa veturinn og skríða sumarið eftir. Hér á landi lifa þau ekki veturinn af nema í undantekningar tilvikum og má því telja þau sem einær. Þau spretta hægar en sumaryrkin en halda líka meltanleikanum betur fram eftir sumri. Barspectra: Sumarrýgresi, ferlitna gamalt yrki og hefur alltaf reynst vel hér á landi. Hávaxið og skríður snemma, gefur líka góðan endurvöxt. Sáðmagn 30-40 kg/ha. Barmultra: Vetrarrýgresi, ferlitna, blaðríkt, lágvaxið og skríður nánast ekkert. Þaulreynt hérlendis og mikið notað um árabil. Sáðmagn 30-40 kg/ha.
100 gr
2.290
Protaplus: Protaplus er einært rýgresi með hraðsprotnum smára. Spennandi blanda sem hefur gefið góða raun í tilraunum í Evrópu, þar á meðal í Finnlandi. Þessi samblanda af yrkjum á að gefa hátt fóðurgildi, hátt prótein og mikinn lystugleika. Sáðmagn 30-40 kg/ha.
SUMARHAFRAR Sumaryrki vaxa hraðar en vetraryrki fyrri hluta sumars, en tréna þegar kemur fram á haustið. Þau standa sig venjulega betur en vetraryrki í samkeppni við illgresi. Sumaryrki þarf að slá snemma en vetraryrki mega bíða sláttar fram eftir sumri. Nike: Grænfóðurhafrar, skríða seint , sænskt yrki. Sáðmagn 180-200 kg/ha.
SUMARREPJA Mosaik: Fljótsprottin og harðgerð repja sem þarf stuttan vaxtartíma. Sáðmagn 15 kg/ha.
Bústólpi ehf - fóður og áburður - Oddeyrartanga - 600 Akureyri - bustolpi@bustolpi.is - Sími 460 3350
VETRARREPJA Barcoli: Uppskerumikið, þaulreynd hérlendis og hefur verið notað lengi. Hefur ævinlega hlotið góða dóma í tilraunum. Sáðmagn 8-10 kg/ha. Hobson: Blaðríkt yrki en hættir lítið til að blómstra. Þetta yrki hefur náð miklum vinsældum hérlendis síðustu ár. Sáðmagn 8-10 kg/ha. Ringo: Heppileg til beitar vegna þess að hún sprettur ekki úr sér. Heldur sér vel fram á haust og er mikið notuð til að beita lömbum og gefa nytháum kúm. Uppskerumikil og blaðrík. Sáðmagn 8-10 kg/ha.
VETRARRÚGUR
FÓÐURNÆPUR Samson: Fóðurnæpa er vetrareinær káltegund sem myndar stóra forðarót að hluta til ofanjarðar á fyrsta ári. Fóðurnæpa gefur góða og næringarríka uppskeru. Sáðmagn 1,5 kg/ha.
FÓÐURMERGKÁL Afar kröftugt og uppskerumikið í góðu sumri en sprettur seint og verður áfallasamt þegar illa árar. Sá þarf eins snemma og mögulegt er til að nýta sumarið. Grüner Angeliter: Fóðurmergkál er góð fóðurjurt til haustbeitar, aðallega fyrir mjólkurkýr en einnig fyrir sláturlömb. Þaulreynt yrki og hefur verið notað hér um árabil. 8-10 kg/ha.
Vetrarrúgur er tvíær og hefur verið ræktaður til þroska hér með nokkrum árangri en er oftast sáð til vorbeitar. Rúgur er mun vetrarþolnari en t.d. hveiti. Rúgi er sáð um mitt sumar og heldur hann græna litnum yfir veturinn og tekur því við sér um leið og hlýnar að vori. Hann er því kominn í fulla sprettu á undan öðrum túngróðri. Einnig má sá honum að vori og beita eða slá sama ár án þess að hann skríði og heldur hann fóðrunarvirði langt fram á haust. SU Performer: Uppskerumikið yrki sem hefur reynst vel í Noregi, kom sérstaklega vel út við þurrar aðstæður. Hentar hvort sem er til beitar, gróffóðuröflunar eða jafnvel til þroska. Sáð í lok júlí eða byrjun ágúst til þess að beita það snemma vors. Einnig er hægt að sá að vori og beita síðsumars eða jafnvel slá áður en það þroskast. Áhugavert yrki með fjölbreytta möguleika, hefur ekki verið reynt í tilraunum á Íslandi. Sáðmagn 180-200 kg/ha.
Vörunúmer
Grænfóður
Yrki
Magn kg
Kg/ha
Tilboðsverð 10% afsl. Verð pr. kg
Vaxtadagar*
9-34-5
Sumarýgresi
Barspectra
25
30-40
582
50-60
9-36-5
Vetrarrýgresi
Barmulta
25
30-40
512
70-100
9-70-5
Rýgresisblanda
Protaplus
15
30-40
730
70-120
9-72-5
Sumarhafrar
Nike
25
180-200
145
75-110
9-31-5
Sumarrepja
Mosaik
10
15
889
50-75
9-32-5
Vetrarepja
Barcoli
25
8-10
592
90-120
9-40-5
Vetrarepja
Hobson
25
8-10
654
90-120
9-50-5
Vetrarepja
Ringo
25
8-10
420
90-120
9-38
Fóðurnæpa
Samson
1
1,5
680
100-130
9-17
Fóðurmergkál
Grüner Angeliter
1
8-10
2.354
120-150
9-44-5
Vetrarrúgur
SU Performer
25
180-200
321
*Vaxtardagar eða nýtingartími frá sáningu. Oftast miðað við daga frá 31. maí
Bústólpi ehf - fóður og áburður - Oddeyrartanga - 600 Akureyri - bustolpi@bustolpi.is - Sími 460 3350
Mars 2022
Tæplega eins árs reynsla komin á nýjan DeLaval mjaltaþjón í Hvanneyrarfjósinu
Markmiðin með endurnýjun mjaltaþjónsins hafa náðst „Fjósið hér á Hvanneyri var byggt árið 2004 með DeLaval 2x5 mjaltabás, síðan kom í fjósið DeLaval AMS 2007 mjaltaþjónn frá DeLaval árið 2008 og fyrir tæpu ári endurnýjuðum við hann með DeLaval VMS310. Ég finn talsverðan mun fá eldri gerðinni og í stuttu máli þá sýnist mér að væntingarnar við endurnýjunina hafi gengið eftir og vel það. Þetta eru þættir á borð við hagkvæmari rekstur, meiri afköst, vinnusparnað, minna viðhald og meira ásetningaröryggi,“ segir Egill Gunnarsson, bústjóri í kennslu- og
rannsóknarfjósi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri.
Með best nýttu mjaltaþjónum á landinu „Þeir sem ekki þekkja þeim mun betur til sjá ekki mikinn mun á nýja mjaltaþjónin um og þeim gamla. Samt er umtalsverð breyting á hönnun milli kynslóða sem auðveldar þjónustu og viðhald. Ásetn ingararmurinn er breyttur og gjörbreytt greiningartækni sem gerir ásetninguna miklu öruggari og hraðari. Ég lagði upp
með að þessi þáttur skilaði um 2% nyt aukningu því þær kýr sem eru hámjólka og þurfa að mæta oftar eiga meiri möguleika á því þegar mjaltaþjónninn afkastar um 10% fleiri ásetningum á dag. Hér var slegið framleiðslumet á síðasta ári en á fleiri árskúm en fyrra framleiðslumet ið sem staðfestir að mjaltaþjónninn skilar þessari aukningu í ásetningum. En mark mið okkar er auðvitað að halda þessari framleiðslu með færri gripum þegar frá líður,“ segir Egill en í Hvanneyrarfjósinu eru tæplega 65 kýr í mjöltum á hverjum tíma og framleiðslan um 560 þúsund lítr ar á ári. „Ég held að þessi mjaltaþjónn sé með þeim best nýttu á landinu ef hann er ekki jafnvel sá sem er með flesta mjólkur lítra á bak við sig,“ bætir hann við.
Bíður spenntur eftir viðbótarbúnaðinum Samhliða kaupum á mjaltaþjóninum var ákveðið að kaupa viðbótarbúnað frá DeLaval við nýja mjaltaþjóninn á Hvann eyri sem beðið er uppsetningar á. Þar er um að ræða búnað sem heitir RePro en hann mælir ákveðið hormón í mjólkinni og veitir fjölþættar upplýsingar um t.d. gangmál og ýmsa aðra frjósemisþætti kúnna.
Egill Gunnarsson, bústjóri í Hvanneyrarfjósinu, við DeLaval mjaltaþjóninn sem settur var upp í fyrravor.
„Þetta er búnaður sem ég er mjög spenntur að taka í notkun. Með RePro kerfinu getum við fylgst með gangmál um kúnna en eins og allir vita getur verið miserfitt að bera kennsl á gangmál í hjörðinni. Í dag höfum við hreyfiskynjara til að hjálpa okkur við greiningu á gang máli en RePro mælir með beinum hætti lífeðlisfræðilegar breytingar hjá kúnum. Með sama hætti er hægt að greina sí beiðslisvandamál og dulbeiðsli, kerfið greinir sjálfkrafa um mánuði eftir sæðingu hvort kýrin festir fang og sömuleiðis ef hún missir fang. Mér finnst afar spenn andi að fá þessa lausn frá DeLaval því frjósemin er undirstaða rekstrarins í fjós inu. Það að missa af gangmáli er dýrt og er auðveldlega hægt að reikna til veru legra fjárhæða,“ segir Egill.
11
Hjartað í íslenskum landbúnaði
bustolpi@bustolpi.is • Sími 460 3350 • www.bustolpi.is