ÁRSSKÝRSLA
2018 ÁRSSKÝRSLA 2018
Unnið að lagningu strengja í Hrútafirði.
Efnisyfirlit ársskýrslu 2018 Bls.
Bls.
Stjórn RARIK ohf. 2018-2019. . . . . . . . . . . . . . . 2
Ársreikningur 2018. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42
Frá stjórnarformanni og forstjóra. . . . . . . . . . . . 3
Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra . . . 45
Inngangur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3
Áritun endurskoðenda. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47
Stjórnskipurit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10
Rekstrarreikningur ársins 2018. . . . . . . . . . . . . . 50
Aðalfundur RARIK 2018. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11
Heildarafkoma ársins 2018. . . . . . . . . . . . . . . . . . 51
Fjármál. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13
Efnahagsreikningur 31. desember 2018. . . . 52
Lykiltölur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23
Eiginfjáryfirlit árið 2018. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 53
Dreifikerfi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15
Sjóðstreymisyfirlit ársins 2018. . . . . . . . . . . . . . 54
Hitaveitur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24
Skýringar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55
Starfsemin. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27
Yfirlýsing um stjórnarhætti. . . . . . . . . . . . . . . . . . 78
Orkusalan ehf.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf. . . . . . . . . . . . . . . . . 80
RARIK Orkuþróun ehf.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41
English summary. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84
2
STJÓRN RARIK OHF. 2018
Stjórn RARIK ohf. 2018–2019
Stjórn RARIK ohf. var kosin á aðalfundi í mars 2018. Frá vinstri: Álfheiður Eymarsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Kristján L. Möller, Arndís Soffía Sigurðardóttir og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
INNGANGUR
3
Frá stjórnarformanni og forstjóra Rekstur RARIK samstæðunnar gekk vel á árinu 2018 og afkoma ársins var í samræmi við áætlanir. Fjárfestingar í dreifikerfi raforku voru svipaðar og gert hafði verið ráð fyrir, en fjárfestingar í stofnkerfi minni. Tiltölulega fáar truflanir urðu í dreifikerfinu og truflanir á afhendingu raforku vegna bilana í dreifikerfi voru ekki verulegar. Langstærsta truflunin varð í Hveragerði í ágúst þegar flestir íbúanna urðu rafmagnslausir í nokkrar klukkustundir. Flæði raforku um dreifikerfi RARIK jókst á árinu auk þess sem tekjur af flæði frá 2017 skiluðu sér á árinu 2018 eftir álestra af mælum. Tekjur sem þannig færðust milli ára voru óvenjumiklar á árinu 2018.
Afkoma ársins Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afkomu hlutdeildarfélags hækkaði um 20% frá árinu 2017. Var það í samræmi við áætlanir og stafar m.a. af uppgjörstekjum frá fyrra ári. Tekjur hækkuðu um 12% frá fyrra ári og gjöld um rúm 10%. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 5,6 milljarðar kr., eða rúm 33% af veltu. Fjármagnsliðir hækkuðu verulega frá árinu á undan en fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur voru 1,3 milljarðar. Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets var betri en árið áður, eða 909 milljónir kr. þannig að hagnaður ársins að teknu tilliti til skatta hækkaði um 11% og var 2,8 milljarðar kr. samanborið við um 2,5 milljarða kr. árið áður.
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK
Fjárfestingar ársins námu 3,7 milljörðum kr. sem er talsvert minna en áætlað var, en um 300 milljónum kr. meira en 2017. Heildareignir RARIK í árslok voru skv. efnahagsreikningi 66,0 milljarðar kr. og heildarskuldir 24,8 milljarðar kr. Eigið fé var því um 41,1 milljarður kr. eða rúm 62%. Starfsmenn RARIK og dótturfélaga voru 204 í árslok 2018.
Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar RARIK
Verðskrá RARIK fyrir flutning og dreifingu raforku hækkaði í upphafi árs að meðaltali um 6% í dreifbýli og um tæp 3% í þéttbýli. Öll hækkun í þéttbýli og hluti hækkunar í dreifbýli var vegna hækkunar á flutningskostnaði Landsnets. Verðskrá jarðhitaveitna RARIK hækkaði um 6,2% á árinu, nema á Siglufirði þar sem afkoma veitunnar hefur batnað mikið. Verðskrár fjarvarmaveitna hækkuðu á árinu um 8,5% en þær höfðu þá ekki hækkað frá ársbyrjun 2015. Orkusalan, dótturfélag RARIK, hækkaði gjaldskrá sína um 4,1% í upphafi árs.
Helstu verkefni á árinu 2018 Heildarfjárfesting vegna endurnýjunar og stækkunar dreifikerfisins nam 2.421 milljón kr. á árinu, sem er um 330 milljónum kr. meira en árið á undan. Þar af voru 1.300 milljónir kr. vegna endurnýjunar og styrkingar kerfisins og tæpar 1.100 milljónir kr. vegna stækkunar þess. Stækkunin er fyrst og fremst vegna nýrra heimtauga sem tengjast þjónustu við ferðamenn og almennri aukningu í atvinnurekstri. Samtals voru lagðir um 263 km af jarðstrengjum í dreifbýli, þar af um 54 km á Vesturlandi, um 92 km á Norðurlandi, um 30 km á Austurlandi og um 87 km á Suðurlandi. Flestir jarðstrengir voru lagðir í dreifbýli og var lengsta einstaka lögnin 30 km jarðstrengur frá Fossi á Síðu að Kálfafelli sem lagður var vegna aukins álags í kjölfar
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
4
FRÁ STJÓRNARFORMANNI OG FORSTJÓRA
Úr Eyjafirði. Elsta loftlína í kerfi RARIK var tekin úr rekstri á árinu.
uppbyggingar ferðaþjónustu. Þá var lagður rúmlega 28 km jarðstrengur á milli Reykjaskóla og Laugabakka. Fjárfest var fyrir rúmar 260 milljónir kr. í stofnkerfum og m.a. teknar í notkun nýjar aðveitustöðvar í Vík og á Vatnshömrum. Hins vegar frestuðust stórar sameiginlegar framkvæmdir við nýjar aðveitustöðvar á Sauðárkróki, á Hnappavöllum í Öræfum og á Lambafelli við Ólafsvík sem áformað var að byggja með Landsneti.
41+37+22C Raforkudreifing 2018
22%
41%
37%
Þéttbýli forgagnsrafmagn
543,4 GWst
Dreifbýli forgangsrafmagn
478,0 GWst
Ótryggt rafmagn
290,1 GWst
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Lokun fjarvarmaveitna RARIK Sú staða er nú uppi í rekstri fjarvarmaveitna RARIK á Höfn og á Seyðisfirði að rekstrarforsendur eru ekki lengur fyrir hendi. Meginástæðan er mikil óvissa um framboð á ótryggðri raforku sem rekstur veitnanna hefur byggt á frá upphafi, og eru líkur á að verð á henni fari áfram hækkandi. Því er upprunalegur rekstrargrundvöllur fjarvarmaveitna af þessu tagi brostinn nema með verulegri hækkun gjaldskrár sem gerir þessar veitur óhæfar til samkeppni við aðra húshitunarkosti. Á Seyðisfirði stóð til að hefja lokun veitunnar á liðnu ári. Dreifikerfi hennar er víða illa farið af tæringu og því ekki hægt að reka það miklu lengur án allsherjar endurnýjunar. Þessi staða var kynnt á íbúafundi RARIK haustið 2017 og jafnframt að RARIK væri tilbúið að taka þátt í kostnaði sem íbúar á Seyðisfirði verða fyrir vegna fyrirsjáanlegra breytinga. Bæjarfélagið óskaði í samstarfi við ráðuneytið eftir fresti á meðan aðrir möguleikar væru skoðaðir. Því hafa aðgerðir frestast. Við Hoffell í Hornafirði hefur fundist nægjanlega mikið magn af heitu vatni fyrir hitaveitu á Höfn. Undirbúningur er hafinn og áætlað er að fyrstu notendur verði
INNGANGUR
5
tengdir veitunni í árslok 2019. Á árinu 2018 var byrjað að undirbúa virkjun jarðhitakerfisins og lagningu stofnlagnar frá Hoffelli til Hafnar. Þá var boruð fimmta djúpa holan þannig að ekki verða vandræði þótt ein hola bili.
Starfsmenn, áhættustjórnun, persónuverndar- og eineltismál Að venju var fjöldi skjala endurnýjaður í handbók RARIK. Á undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á innra eftirlit og upplýsingaöryggi og var haldið áfram að skjalfesta verklag og hina ýmsu verkferla sem því tengjast. Auk þess var skilgreint verklag vegna nýrra persónuverndarlaga og jafnlaunavottunar og afgreidd aðgerðaráætlun gegn einelti, ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Óvenjumikil nýliðun var í hópi starfsmanna RARIK vegna aldurs á liðnu ári og er búist við að svo verði áfram næstu ár. Má jafnvel segja að um kynslóðaskipti sé að ræða. Nokkur skörun var í störfum þeirra sem hættu og hinna sem hófu störf á liðnu ári og er gert ráð fyrir að svo verði einnig á næsta ári.
Rekstur dótturfélaga Rekstur á tólfta starfsári Orkusölunnar ehf. sem er í 100% eigu RARIK gekk vel og var hagnaður eftir skatta 994 milljónir kr. Verkefni Orkusölunnar er fyrst og fremst að annast framleiðslu og sölu á raforku, en fyrirtækið á og rekur fimm virkjanir og starfar eingöngu á samkeppnismarkaði. Heildarmarkaður Orkusölunnar á árinu 2018 var rúm 1,1 TWst og þar af var eigin framleiðsla 0,27 TWst. Starfsmenn Orkusölunnar voru 15 í árslok 2018.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
6
FRÁ STJÓRNARFORMANNI OG FORSTJÓRA
Rekstur á tíunda starfsári RARIK Orkuþróunar ehf. var minni en undanfarin ár. Félagið á hlut í Sjávarorku ehf. en seldi í árslok hlut sinn í Sunnlenskri Orku ehf. til Orkusölunnar. Félagið hefur unnið að rannsóknum í Ölfusdal og áður í Grændal. Á erlendum vettvangi hefur RARIK Orkuþróun unnið með EFLU verkfræðistofu að rannsóknum á jarðhitasvæðum í Tyrklandi í gegnum félagið RARIK Turkison Enerji (RTE). Enginn fastur starfsmaður var hjá RARIK Orkuþróun ehf. á árinu 2018. Dótturfélagið Ljós- og gagnaleiðari sem RARIK stofnaði árið 2009 leigir út hluta af ljósleiðurum sem félagið á. Að öðru leyti var enginn eiginlegur rekstur í félaginu og enginn starfsmaður.
Endurnýjun dreifikerfisins Frá því fyrir síðustu aldamót hefur markvisst verið unnið að endurnýjun loftlínu í dreifbýli með lagningu um og yfir 200 km af þriggja fasa jarðstrengjum árlega. Frá árinu 2010 hefur verið unnið eftir áætlun sem miðar að því að þessari endurnýjun verði að fullu lokið árið 2035 en hún skiptist í þrjá áfanga. Í fyrsta áfanga eru línur byggðar árið 1965 og fyrr. Þessar línur lágu um þéttbýlustu sveitir landsins. Aðeins meginlínur voru þá þriggja fasa en línur heim að einstökum bæjum voru einfasa og spennistöðvar voru undantekningalítið einfasa. Miðað hefur verið við að endurnýjun dreifikerfis í þessum fyrsta áfanga ljúki árið 2020. Í öðrum áfanga eru línur byggðar á árunum 1966–1970. Á þessum árum voru línur að mestum hluta einfasa og að stórum hluta með einum vír og jörðin notuð sem bakleiðari. Með þessari einföldu útfærslu náðist verulegur sparnaður við línulagnir á strjálbýlum svæðum. Miðað er við að þessum áfanga ljúki árið 2025. Í þriðja áfanga eru línur byggðar eftir 1970 og er miðað við að endurnýjun þeirra verði að fullu lokið árið 2035. Gróflega má skipta línum í þessum áfanga í þrjá flokka: • Í fyrsta lagi eru einfasalínur sem lagðar voru um strjálbýlustu svæði landsins með það að markmiði að flestir íbúar landsins ættu kost á að tengjast samveitu. Þessum framkvæmdum var að mestu lokið árið 1975 en lögð var mikil áhersla á að ljúka þessari rafvæðingu vegna hækkunar olíuverðs á árunum 1972 og 1973. • Í öðru lagi eru þriggja fasa línur sem lagðar voru á árunum 1975–1988 til að mæta aukinni flutningsþörf í dreifikerfinu, m.a. vegna orkuskipta þegar rafhitun tók við af olíuhitun við upphitun húsa í dreifbýli. • Í þriðja lagi er um að ræða rafvæðingu fjarskiptastöðva, vita, frístundahúsa og nokkurra bæja sem voru mjög fjarri dreifikerfinu. Áætlað er að endurnýjun línu í þriðja áfanga hefjist af fullum þunga árið 2026 og að á árunum 2026–2030 verði megináhersla lögð á að endurnýja einfasa línur að býlum sem eru í ábúð. Stefnt er að því að allur þorri býla í ábúð verði tengdur þriggja fasa jarðstrengskerfi fyrir árslok 2030. Á síðari hluta þriðja áfanga, þ.e. á árunum 2031–2035, er svo áformað að ljúka endurnýjun allra loftlína með jarðstrengjum. Þær framkvæmdir felast í að endurnýja þriggja fasa línur sem lagðar voru eftir 1970 og einfasa línur að stöðum sem ekki eru í ábúð svo sem að vitum, fjarskiptastöðvum og frístundahúsum. Endurnýjun dreifikerfisins samkvæmt þessari áætlun hefur gengið eftir í öllum aðalatriðum. Einhverjar framkvæmdir sem tilheyra 1. áfanga munu þó dragast fram
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
INNGANGUR
yfir 2020 en á móti kemur að framkvæmdum sem tilheyra 2. og 3. áfanga hefur verið flýtt þegar sérstakar aðstæður hafa kallað á það.
7
Gengið frá spennistöð í Skíðadal. Þar var lagður jarðstrengur og hafa nú allir notendur í dalnum fengið aðgang að þriggja fasa rafmagni.
Með þessum framkvæmdum hefur náðst sá árangur að í lok árs 2018 var um 62% háspennudreifikerfisins komið í jarðstrengi, 13% í þriggja fasa línur og um 25% í einfasa línur. Þegar horft er til orkunotkunar eru hlutföllin töluvert önnur, enda er mest um einfasa línur á strjálbýlum svæðum þar sem langt er á milli viðskiptavina. Þannig er nú um 95% notkunar tengd við þriggja fasa kerfi en aðeins um 5% tengd einfasa kerfi. Með framkvæmdum sem falla undir fyrsta og annan áfanga áætlunarinnar og með þeirri flýtingu verkefna sem boðuð hefur verið í Skaftárhreppi og á Mýrum í Borgarbyggð mun aðgangur viðskiptavina að þriggja fasa rafmagni aukast enn frekar. Þannig er að því stefnt að innan sjö ára verði allir mjólkurframleiðendur og allur þorri stærri notenda í dreifbýli tengdur þriggja fasa kerfi.
Munur á verði dreifingar í þéttbýli og dreifbýli Samanlögð lengd á háspenntu dreifkerfi RARIK í dreifbýli er um 8.000 km. Til samanburðar er rafdreifikerfi Veitna (Orkuveitu Reykjavíkur) um 900 km en orkudreifing u.þ.b. tvöfalt meiri. Dreifikerfi í þéttbýli hjá RARIK er um 400 km, en meira magni raforku er dreift þar en í dreifbýlinu. Spennistöðvar RARIK eru um tíu sinnum fleiri í dreifbýli en í þéttbýli, eða yfir 5.300 á móti ríflega 500. Fjárfesting á hverja orkueiningu í sveitunum er því margföld samanborið við þéttbýlið. Þá er rekstur dreifikerfisins í sveitunum erfiðari en í þéttbýlinu, einkum vegna þess að í þéttbýli er allt dreifikerfið komið í jarðstrengi en um 40% kerfisins er hins vegar enn í loftlínum í sveitum. Þegar ákveðið var að innleiða tilskipun Evrópusambandsins um orkumál hér á landi var raforkulögum á Íslandi breytt verulega. Þá var m.a. ákveðið að aðgreina framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu á raforku. Jafnframt var ákveðið að flutningur og dreifing skyldu vera háð einkaleyfi og undir eftirliti Orkustofnunar, en framleiðsla og sala í samkeppnisumhverfi. Vegna þess hve umfang dreifikerfis í dreifbýli er mikið hjá
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
8
FRÁ STJÓRNARFORMANNI OG FORSTJÓRA
tveimur veitum var einnig ákveðið að fyrirtækjum í raforkudreifingu skyldi heimilt að hafa sérstaka gjaldskrá fyrir dreifingu í dreifbýli og aðskilja hana frá dreifingu í þéttbýli. Þessi ákvörðun var tekin því öllum var ljóst að kostnaður við rekstur dreifikerfa er gjörólíkur í dreifbýli og þéttbýli og að óeðlilegt væri að íbúar þéttbýlisstaða sem væru í viðskiptum hjá þessum tveimur veitum verðjöfnuðu það einir. Skilyrði fyrir sérstakri dreifbýlisgjaldskrá er að slík dreifing sé a.m.k. 5% af heildarnotkun veitunnar og að um sérstakt gjaldskrársvæði sé að ræða með aðskilinn rekstrarkostnað og aðgreindum tekjumörkum. Samhliða raforkulögunum voru sett lög um jöfnun milli dreifbýlis og þéttbýlis (lög nr. 98/2004). Þegar raforkulögin tóku gildi í ársbyrjun 2005 var framlag á fjárlögum til verðjöfnunar milli dreifbýlis og þéttbýlis 230 milljónir kr. Sú upphæð stóð nær óbreytt í tæpan áratug eða fram til 2013. Á sama tíma hækkaði gjaldskrá RARIK í dreifbýli umfram gjaldskrá í þéttbýli, en fram til þess hafði fyrirtækið haldið gjaldskrá í dreifbýli langt undir tekjuheimildum þrátt fyrir ört vaxandi eignagrunn og afskriftir samfara mikilli endurnýjun. Þar með jókst munur á milli greiðslna viðskiptavina þéttbýlis og dreifbýlis jafnt og þétt. Með reglugerð nr. 697/2013 var gerð sú breyting að innheimt var verðjöfnunargjald í áföngum af öllum dreifiveitum til að standa undir verðjöfnuninni. Gjaldið var í upphafi 10 aurar/kWst á alla almenna notkun, en hækkaði í 20 aura árið eftir og loks í 30 aura/ kWst. Um leið voru 240 (230–240) milljónir kr. sem höfðu verið inni á fjárlögum frá 2005 teknar út. Framlag til verðjöfnunar var því aukið verulega. Þessi verðjöfnun hefur þó hvorki haldið í við aukna raforkunotkun í sveitunum, vaxandi fjármagn í kerfinu né verðlag. Á árinu 2018 var kostnaður viðskiptavina í dreifbýli að meðaltali 66% hærri en í þéttbýli að teknu tilliti til verðjöfnunar. Ýmsar ástæður valda því að verðjöfnun hefur ekki gengið eftir. Þær eru m.a.: • Fjármagn sem bundið er í dreifikerfi í dreifbýli hefur aukist talsvert vegna mikillar endurnýjunar. Eignagrunnurinn hefur hækkað úr 6,7 milljörðum í 24,3 milljarða frá 2005 til 2018. Afskriftir hafa hækkað úr 270 milljónum á ári í 999 milljónir frá 2005 til 2018. • Veruleg aukning hefur orðið á raforkunotkun í dreifbýli frá árinu 2005 sem þýðir að fjármagn til niðurgreiðslna dreifist á mun fleiri kWst. Aukningin í dreifbýli hjá RARIK var um 42% á þessu tímabili og 19% frá setningu reglugerðar nr. 697/2013. Aukning í þéttbýli á landinu öllu hefur frá árinu 2005 verið um 18% og um 8% frá 2012. Jöfnunargjaldið hefur aldrei dugað til fullrar verðjöfnunar og hefur hvorki fylgt verðlagi né aukinni notkun. • Við innleiðingu raforkulaganna var gjaldskrá RARIK af ásettu ráði höfð lægri en þörf var á í sveitunum og ekki tekin full arðsemi af dreifikerfinu þar, m.a. vegna þess að beðið var eftir fjármagni til verðjöfnunar. • Vegna gríðarlegra fjárfestinga í dreifikerfi til sveita á liðnum árum hefur gjaldskrá RARIK í dreifbýli hækkað umfram verðlag í samræmi við sívaxandi tekjuþörf og hækkandi tekjuheimildir. Enn er þó eftir að fjárfesta fyrir um 15 milljarða kr. til að ljúka endurnýjun kerfisins alls. Til að jafna verð á milli þéttbýlis og dreifbýlis að fullu áætlar Orkustofnun að nú þurfi alls 1.800–1.900 milljónir kr. á ári. Það þýðir um 900 milljónir kr. á ári til viðbótar því framlagi sem er á fjárlögum núna eða u.þ.b. tvöföldun. Ekki er ljóst hvernig ætti að fjármagna slíkt, en mögulegar leiðir eru t.d.:
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
INNGANGUR
9
Lagður var strengur að Raufarhólshelli á Suðurlandi vegna ferðaþjónustu við hellinn.
• • • •
Að hækka verðjöfnunargjald úr 30 aurum/kWst í um 60 aura/kWst Að nýta arðgreiðslur úr orkugeiranum til viðbótar við núverandi jöfnunargjald Með almennum skatttekjum Með sértækum skatttekjum
Ef þéttbýlis- og dreifbýlisgjaldskrár RARIK væru sameinaðar í eina gjaldskrá hefði það ekki áhrif á samanlögð tekjumörk RARIK heldur yrðu þau samanlögð núverandi tekjumörk í þéttbýli og dreifbýli. Mögulegar heildartekjur yrðu þannig þær sömu og áður. Þessi aðgerð hefði hins vegar veruleg áhrif á raforkukaupendur þar sem íbúar á þéttbýlissvæðum RARIK væru þá einir íbúa á þéttbýlissvæðum landsins látnir bera umframkostnað við hið umfangsmikla dreifikerfi í dreifbýli. Meðalverð til raforkukaupenda hjá RARIK á árinu 2018 fyrir forgangsorku var 5,62 kr./kWst í þéttbýli. Það var hins vegar 11,28 kr./kWst í dreifbýli áður en tekið var tillit til dreifbýlisframlags, en 9,34 kr./kWst að teknu tilliti til þess. Vegið meðalverð með einni gjaldskrá var 8,27 kr./ kWst. Ef gjaldskrár hefðu verið sameinaðar hefði það jafngilt 47% hækkun til raforkukaupenda í þéttbýli, en 12% lækkun til raforkukaupenda í dreifbýli. Er þá gert ráð fyrir að ekki hefði verið hægt að verðjafna vegna dreifbýlis, enda má ekki verðjafna til einnar veitu umfram aðrar. Ef 30 aura verðjöfnunargjald félli niður væru heildaráhrif af sameinaðri gjaldskrárhækkun um 42% í þéttbýli og lækkun um 15% í dreifbýli.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
10
STJÓRNSKIPURIT
Framkvæmdastjórar sviða og dótturfélaga
Stjórn
Forstjóri
Tryggvi Þór Haraldsson
Aðstoðarforstjóri
Pétur Einir Þórðarson
Skrifstofa forstjóra
Fjármálasvið
Rekstrarsvið
Tæknisvið
Framkvæmdasvið
Dótturfélög Orkusalan ehf.
Ólafur Hilmar Sverrisson
Helga Jóhannsdóttir
Tryggvi Ásgrímsson
Ómar Imsland
Magnús Kristinsson
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
AÐALFUNDUR RARIK 2018
11
Frá aðalfundi RARIK 2018.
Aðalfundur RARIK 2018 Aðalfundur RARIK ohf. 2018 var haldinn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík 23. mars 2018. Í ávarpi sínu í upphafi fundarins gerði Friðrik Sigurðsson fráfarandi stjórnarformaður endurnýjun dreifikerfis RARIK meðal annars að umtalsefni. Hann sagði hana gríðarmikið verkefni sem ekki yrði lokið fyrr en að 17 árum liðnum en með henni fengju allir viðskiptavinir sem þess þurfa þrífasa rafmagn. Til að standa undir þessum framkvæmdum þyrfti rekstur félagsins að vera góður. Friðrik sagði rekstur RARIK og dótturfélaga standa traustum fótum og vera vel í stakk búinn til að mæta áskorunum og kröfum um góða þjónustu í framtíðinni. Fyrir hönd stjórnar þakkaði hann starfsmönnum RARIK störf þeirra og góðan árangur í rekstri fyrirtækisins á árinu 2017, og meðstjórnarmönnum, forstjóra og öðrum starfsmönnum þakkaði hann samstarfið á liðnu ári. Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri minntist þess í ræðu sinni að 2017 hefði verið afmælisár hjá RARIK en þá voru 70 ár liðin frá því að Rafmagnsveitur ríkisins hófu starfsemi. Hann sagði rekstur RARIK samstæðunnar hafa verið í samræmi við áætlanir á árinu. Tekjur hefðu hækkað um 1,5% frá árinu á undan, en rekstrargjöld um 4%. Rekstrarniðurstaðan fyrir fjármagnsliði og afkomu hlutdeildarfélagsins Landsnets hefði því verið lakari en árið áður eins og búist hafði verið við. Bætt afkoma hlutdeildarfélagsins Landsnets, sem hafði verið neikvæð árið 2016, varð til þess að hagnaður RARIK árið 2017, að teknu tilliti til tekjuskatts, var hærri en 2016.
54+14+315C Skipting eigna RARIK samstæðu 2018
14,7
14,5%
53,9%
2,4%
14,5%
Veitukerfi
Að sögn Tryggva Þórs voru lagðir um 230 km af jarðstrengjum á árinu 2017 og nam fjárfesting vegna endurnýjunar og stækkunar dreifikerfisins 2,1 milljarði kr. Þar af voru 1.100 milljónir kr. vegna endurnýjunar og styrkingar kerfisins og tæpar 1.000
Virkjanir
Aðrar eignir Veltufjármunir Eignarhluti í öðrum félögum ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
12
AÐALFUNDUR RARIK 2018
milljónir kr. vegna stækkunar þess. Stækkunin fólst fyrst og fremst í nýjum heimtaugum sem m.a. tengdust þjónustu við ferðamenn og almennri aukningu í atvinnurekstri. Kostnaður við að ljúka endurnýjun alls línukerfis RARIK með jarðstrengjum var áætlaður 16 milljarðar kr. á verðlagi í mars 2018. Tryggvi Þór sagði að aukin jarðstrengjanotkun í dreifikerfinu hefði dregið talsvert úr rekstrartruflunum því þar með hverfi að mestu áhrif veðurs. Á árinu 2017 voru fyrirvaralausar truflanir 18% færri en að meðaltali síðustu 10 ára á undan og höfðu ekki verið færri eftir að skipulegar skráningar hófust. Orkuskerðing til viðskiptavina RARIK vegna fyrirvaralausra truflana á árinu 2017 var 108 MWst sem var um þriðjungi minna en í meðalári. Alls mátti rekja 61% skerðinganna til truflana í flutningskerfi Landsnets. Tryggvi Þór sagði löngu tímabært að ráðast í styrkingu flutningskerfisins, ekki síst byggðalínunnar. Byggðalínan væri ekki aðeins sprungin hvað flutningsgetu snertir, heldur líka komin að endimörkum þess sem telja má eðlilegan líftíma. Hann nefndi sérstaklega hrinu truflana vegna tveggja alvarlegra atburða í flutningskerfinu sem ollu verulegu tjóni hjá viðskiptavinum RARIK. Árið 2017 var viðburðaríkt þegar kom að stafrænni þjónustu og miðlun til viðskiptavina og starfsmanna RARIK. Nýr ytri vefur var opnaður og innri upplýsingamiðlun tekin til gagngerar endurskoðunar með nýjum innri vef. Þá hófst vinna við að innleiða nýtt orkureikningakerfi. Á árinu var einnig byrjað að innleiða vottað jafnlaunakerfi, en jafnlaunastefna RARIK er samofin launastefnu fyrirtækisins og á að tryggja að jafnréttis sé ávallt gætt við launaákvarðanir. Aðalfundurinn samþykkti tillögu stjórnar RARIK um að greiða 310 milljóna króna arð á árinu. Kosin var ný stjórn RARIK. Úr stjórn gengu Arnbjörg Sveinsdóttir, Friðrik Sigurðsson og Þórey Svanfríður Þórisdóttir. Ný í stjórn RARIK voru kosin Valgerður Gunnarsdóttir, Kristján L. Möller og Arndís Soffía Sigurðardóttir en fyrir voru í stjórninni Birkir Jón Jónsson og Álfheiður Eymarsdóttir.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
FJÁRMÁL
13
Fjármál Rekstur RARIK samstæðunnar var í samræmi við áætlanir á árinu 2018. Tekjur hækkuðu um 11,8% frá fyrra ári en rekstrargjöld hækkuðu um 9,6%. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði var mun hærri en árið áður. Fjármagnsliðir voru talsvert óhagstæðari en árið 2017. Hagnaður félagsins af reglulegri starfsemi var hærri en árið á undan. Áhrif hlutdeildarfélags voru jákvæð á árinu 2018 og hagnaður ársins að teknu tilliti til skatta var um 2,8 milljarðar kr. sem er um 11% hækkun frá árinu 2017.
Rekstur Rekstrarhagnaður ársins 2018 (EBIT) var um 3,6 milljarðar kr. sem eru um 22% af veltu ársins. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 33% sem hlutfall af veltu, eða 5,6 milljarðar kr. Í byrjun árs 2018 var gjaldskrá dreifingar í dreifbýli hækkuð að meðaltali um 6%. Með þessari hækkun dreifbýlisgjaldskrár mun RARIK fullnýta tekjuheimildir sínar í dreifbýli innan ársins. Hins vegar eru tekjuheimildir fyrri ára enn ónýttar og því er gert ráð fyrir að gjaldskrá í dreifbýli geti hækkað umfram verðlagsbreytingar. Gjaldskrá fyrir þéttbýli hækkaði um 2,7% eða sem nam áhrifum hækkunar Landsnets á kostnað dreifingar í þéttbýli. Verðskrár hitaveitna RARIK breyttust á árinu. Hækkun jarðvarmaveitna annarra en á Siglufirði, sem breyttist ekki, var 6,2% en hækkun fjarvarmaveitna var 8,5%. Orkusalan hækkaði verðskrá sína í ársbyrjun um 4,1% til samræmis við verðhækkun Landsvirkjunar til Orkusölunnar.
LYKILTÖLUR ÚR ÁRSREIKNINGUM 2018
2017
2016
2015
2014
Rekstrartekjur
16.637
14.886
14.670
13.252
12.521
Rekstrargjöld
13.022
11.884
11.399
10.755
9.513
Helstu stærðir úr rekstri
Rekstrarhagnaður
3.615
3.002
3.271
2.497
3.008
-1.274
-706
-293
-850
-748
909
670
-344
903
847
3.250
2.966
2.634
2.550
3.107
-469
-459
-594
-330
-446
Hagnaður (Tap)
2.781
2.507
2.040
2.220
2.661
Eignir samtals
65.953
58.465
57.722
57.751
48.536
Eigið fé
41.132
37.730
36.134
35.623
29.495
Skuldir
24.821
20.735
21.588
22.128
19.041
3.755
3.952
3.487
3.587
3.837
667
625
727
741
649
5.569
4.767
5.066
4.151
4.719
8,35
7,63
6,97
5,60
7,27
Eiginfjárhlutfall
62,4%
64,5%
62,6%
61,7%
60,8%
EBITDA/Velta
33,5%
32,0%
34,5%
31,3%
37,7%
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Áhrif hlutdeildarfélags Hagnaður/tap fyrir skatta Tekjuskattur
Handbært fé frá rekstri Greidd vaxtagjöld EBITDA Vaxtaþekja
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
14
FJÁRMÁL
Flutnings- og dreifitekjur RARIK af raforku 2018 Landsnet flutningur forgangsorku 2,12 kr/kWst
596784+626456774140+56521745136084+x Heimili
Þjónusta Veitur
Fiskiðnaður Iðnaður
án fiskiðnaðar
Garðyrkjulýsing Landbúnaður
án garðyrkjulýsingar
0
2
4
6
8
10
Greiðslur viðskiptavina Dreifbýlisframlag af fjárlögum Niðurgreiðslur ríkisins
Hlutfallsleg skipting á magni forgangsorku 2018 eftir notkunarflokkum viðskiptavina
17+7+61452229C 17%
29%
7%
6%
14%
22%
5%
Landbúnaður án garðyrkjul. Garðyrkjulýsing
Iðnaður án fiskiðnaðar Fiskiðnaður Veitur Þjónusta Heimili
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
12 kr/kWst
Rekstrartekjur samstæðunnar á árinu voru 16,6 milljarðar kr. sem er um 12% hækkun frá fyrra ári. Rekstrargjöldin voru 13 milljarðar kr. sem er um 10% hækkun frá árinu 2017. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur ársins, hrein fjármagnsgjöld, voru um 1,3 milljarðar kr. sem er um 6% af vaxtaberandi skuldum í lok ársins. Rekstrarniðurstaða ársins 2018 fyrir áhrif hlutdeildarfélags og skatta er jákvæð um 2,3 milljarða kr. sem er sama niðurstaða og árið 2017. Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets í rekstri eru jákvæð um 909 milljónir kr. Hagnaður ársins að teknu tilliti til tekjuskatts er 2,8 milljarðar kr. Vegna hlutdeildarRARIK í þýðingarmun eða gengismun sem verður til við þýðingu reikningsskila hlutdeildarfélagsins Landsnets yfir í íslenskar krónur að fjárhæð 931 milljón kr. er heildarhagnaður ársins 2018 því 3,7 milljarður kr.
Efnahagur Heildareignir RARIK samkvæmt efnahagsreikningi voru 65,9 milljarðar kr. Skuldir í árslok voru 24,8 milljarðar kr. og því er eigið fé 41,1 milljarður kr. og er eiginfjárhlutfallið 62,4%. Veltufjárhlutfall í lok ársins var um 2,2. Á árinu 2018 var fjárfest fyrir 3,7 milljarða kr. en árið 2017 var fjárfestingin 3,4 milljarðar kr. Meginhluti fjárfestingarinnar er vegna endurnýjunar dreifikerfisins. Samtals var fjárfest í veitukerfum á árinu fyrir 3,3 milljarða kr. og fjárfesting í virkjunum nam 132 milljónum kr. Arðsemi eiginfjár var 7,4% á árinu 2018. Á árinu var greiddur 310 milljóna kr. arður til eiganda. Á árinu var gefinn út nýr skuldabréfaflokkur til 20 ára. Eftirspurn í útboðinu var mjög góð og bárust tilboð sem voru að nafnverði um 9 milljarðar kr. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnverði 4,7 milljarðar kr. Ávöxtunarkrafan sem fékkst í útboðinu var 2,7%. Í lok ársins voru erlend lán tæp 15% af vaxtaberandi skuldum.
Horfur í rekstri árið 2019 Horfur í rekstri RARIK á árinu 2019 eru góðar. Gert er ráð fyrir að hagnaður af rekstri félagsins fyrir áhrif hlutdeildarfélags og skatta verði svipaður og hann var á árinu 2018 en að fjárfestingar verði talsvert meiri á árinu 2019 eða um 7 milljarðar kr.
DREIFIKERFI
Jarðstrengir og þriggja fasa línur
15
Dreifikerfi RARIK 2018
Einfasa línur
Dreifikerfi Helstu framkvæmdir við dreifikerfið 2018 Líkt og undanfarin ár var unnið að endurnýjun og styrkingu dreifikerfisins samkvæmt fyrirliggjandi langtímaáætlun. Umsóknum viðskiptavina, bæði í þéttbýli og dreifbýli, um nýjar tengingar hélt áfram að fjölga. Heildarfjárfesting í endurnýjun og aukningu á 11 og 19 kV dreifikerfum nam um 2.421 milljón kr. sem er um 330 milljónum kr. meira en árið áður. Aukningin er fyrst og fremst vegna fleiri umsókna um nýjar heimtaugar. Um 1.339 milljónum kr. var varið til að endurnýja dreifikerfið og þar af fóru um 1.132 milljónir kr. í að endurnýja loftlínukerfi í dreifbýli með jarðstrengjum og tilheyrandi spennistöðvum. Nú er svo komið að tæplega 62% háspennudreifikerfis RARIK er í þriggja fasa jarðstrengjum sem er í samræmi við langtímaáætlun um endurnýjun loftlínudreifikerfisins. Fjárfesting í stofnkerfum nam um 260 milljónum kr. Ný aðveitustöð var tekin í notkun í Vík í Mýrdal með 33 kV og 19 kV rofum sem leysir af hólmi gamla aðveitustöð. Á Vatnshömrum var tekin í notkun ný aðveitustöð í viðbyggingu við eldri stöð á staðnum. Þá voru settir upp nýir 19 kV skápar í stað eldri skápa sem voru frá árinu 1977. Á árinu var byrjað að endurnýja 19 kV rofaskápa í Hrútatungu auk þess sem undirritaðir voru samningar um kaup á nýju fjargæslukerfi sem hefur verið í undirbúningi í nokkur ár. Ætlunin er að fyrstu stöðvarnar tengist kerfinu á haustdögum 2019 og að það verði komið í fullan rekstur árið 2020. Með fleiri jarðstrengjum eykst þörf fyrir spólur til að jafna út launafl í kerfinu. Þess vegna voru settar upp spólur í rofastöðvarnar í Deildartungu og á Holti á Mýrum.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
16
DREIFIKERFI
Aðrar framkvæmdir við stofnkerfið voru nokkru minni en áætlun ársins gerði ráð fyrir, m.a. vegna þess að sameiginlegum framkvæmdum Landsnets og RARIK, sem fyrirhugaðar voru á Sauðárkróki, Hnappavöllum og á Lambafelli, seinkaði frá því sem áætlað hafði verið. Fjárfesting í endurnýjun og uppsetningu orkusölumæla hjá nýjum viðskiptavinum var með hefðbundnum hætti og nam kostnaður vegna þeirra um 150 milljónum kr. Um 1.000 þeirra mæla sem settir voru upp á árinu tengjast fjarálestrarkerfi RARIK.
Framkvæmdir í dreifbýli Mikið var lagt af jarðstrengjum á árinu og settar voru upp spennistöðvar og götuskápar, bæði vegna styrkinga í sveitum og vegna annarra þarfa viðskiptavina RARIK. Á Vesturlandi voru lagðir um 54 km af háspennustrengjum vegna sveitastyrkinga- og sumarhúsaverkefna. Í Borgarbyggð voru um 8 km af háspennustreng lagðir frá Hýrumel að Sigmundarstöðum, en á þessu svæði hafa verið tíðar rafmagnstruflanir vegna áflugs fugla. Í Skorradal voru lagðir 3,6 km af háspennustreng frá Horni að Stíflu og 3,3 km frá Refsholti að Miðfossum. Sett var upp rofastöð á Seleyri og 300 m háspennustrengur lagður í tengslum við spennuhækkun sumarhúsahverfis í Hafnarskógi. Frá Brekku að Dalsmynni í Norðurárdal var lagður um 3 km háspennustrengur vegna endurnýjunar dreifilínu. Í tengslum við það verkefni var sett upp rofastöð við Ferjubakka og lagður 0,6 km háspennustrengur. Þá var lagður 3,1 km háspennustrengur að nýju sumarhúsahverfi í Húsafelli og að þjónustumiðstöðinni Into the Glacier. Á Snæfellsnesi var lagður 3,4 km háspennustrengur vegna endurnýjunar Kambskarðslínu og þá var lagður 5,8 km háspennustrengur frá Selþúfu í Snæfellsnessþjóðgarði vegna endurvarpsstöðva Neyðarlínunnar og þjónustumiðstöðva við Vatnshelli og Djúpalónssand. Háspennustrengur milli Búlandshöfða og Grundarfjarðar var einnig tengdur og settar upp spennistöðvar. Í byrjun mars var Urðarfellsvirkjun, sem er um 1,1 MW, tengd við dreifikerfi RARIK en strengur að henni var lagður sumarið áður.
+38C 62
Háspennt dreifikerfi RARIK 2018 Stofn- og dreifikerfi
62%
38%
Jarðstrengir 5.566 km Loftlínur 3.466 km
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Á Norðurlandi voru lagðir um 92 km til endurnýjunar og aukningar á 11 og 19 kV háspennukerfinu. Lagður var um 28,2 km strengur milli Reykjaskóla yfir Hrútafjarðarháls að Laugabakka og að bæjum sem við það fengu þriggja fasa rafmagn. Um leið var sett upp ný rofastöð við Reykjaskóla. Þessi hluti kerfisins hefur orðið fyrir miklu áflugi fugla og má því búast við að truflunum vegna þeirra muni fækka. Lagður var 1 km strengur við Tjarnará á Vatnsnesi í tengslum við færslu Vegagerðarinnar á veg um nesið og 15,4 km strengur var lagður að nýrri endurvarpsstöð Neyðarlínu á Holtavörðuheiði. Þá var lagður 100 m 33 kV strengur að gagnaveri við Blönduós og settur
Áfangaskipting fyrir endurnýjun á loftlínum í dreifbýli á verðlagi 2019 Áfangi 1. og 2. áfangi 3. áfangi
Tímabil
Árabil
Km
M.kr.
7 ár
2019-2025
1.326
6.712
10 ár
2026-2035
1.867
9.214
Samtals:
3.193
15.925
Í fyrsta áfanga eru línur byggðar 1965 og fyrr. Í öðrum áfanga eru línur byggðar 1966-1970. Í þriðja áfanga eru línur byggðar 1971 og síðar.
17
DREIFIKERFI
Viðgerðaflokkur RARIK reisir nýjan staur eftir línubrot í fjallinu Þyrli í Hvalfirði.
upp rofi í línuna til Skagastrandar. Einnig var sett upp ný 800 kVA spennistöð fyrir gróðurhús í Steinsstaðahverfi í Skagafirði. Í Skíðadal var lagður um 7 km strengur og þar með hafa allir notendur í dalnum fengið aðgang að þriggja fasa rafmagni. Byrjað var á lögn upp úr Ólafsfirði ásamt hitaveitulögn og var farið um 2,3 km í erfiðu landi. Gert er ráð fyrir að strengurinn verði tekinn í notkun árið 2020 eða 2021. Í Eyjafirði var lokið hringtengingu með lagningu 7,5 km strengs frá Fellshlíð að Gnúpufelli, auk þess sem lagðir voru samtals um 3,5 km af streng í stað eldri einfasa loftlína og hafa notendur þar nú aðgang að þriggja fasa rafmagni. Samhliða þessum framkvæmdum var lagður um 2,3 km strengur frá Litlagerði að Litla-Dal í Eyjafjarðarsveit. Ekki tókst að ljúka því verki að fullu árið 2018 og verða spennistöðvar tengdar þegar frost fer úr jörðu. Í Vaðlaheiði voru settar upp 7 nýjar jarðspennistöðvar og þær tengdar við streng sem lagður var árið 2014 sem hluti af tengingu vinnurafmagns vegna Vaðlaheiðaganga í Fnjóskadal. Eftir þetta verður hægt að taka niður línu frá 1939. Lagður var um 7,6 km strengur í gegnum Vaðlaheiðargöng ásamt 6 spennistöðvum. Endanlegur frágangur fer fram þegar vinnurafmagn hefur verið aftengt. Frá aðveitustöð á Húsavík að Saltvík var lagður ca. 4,3 km strengur til að styrkja tengingu við Reykjahverfi og til að þjóna sem varatenging fyrir Húsavík í gegnum 11 kV kerfið frá Laxárvirkjun. Hafin var strenglögn í Aðaldalshrauni sem hefur verið í undirbúningi í nokkurn tíma. Strengurinn liggur að mestu í vegköntum, jafnvel í veginum sjálfum, bæði aflögðum þjóðvegum en einnig í vegum í fullum rekstri en til þess fékkst sérstakt leyfi Vegagerðarinnar. Búið er að leggja samtals um 12,8 km af 21 km og mun verkinu ljúka árið 2019.
Hlutfall jarðstrengja í%
2
0
2
100
33kV
229
102
331
69
5.335 3.364 8.699
61
5.566 3.466 9.032
62
6 til 22 kV Sæstrengir Strengir samtals
15
Loftlínur km
66 kV
Jarðstrengir km
Samtals km
Á Austurlandi voru lagðir um 30 km af jarðstrengjum í háspennukerfinu. Þar af var lagður rúmlega 11 km jarðstrengur frá Fellabæ að Rauðalæk og í Birnufell vegna endurnýjunar loftlínu sem hefur ítrekað orðið fyrir tjóni í ísingarveðrum undanfarin ár. Lagður var 7,4 km strengur í Eiðaþinghá frá Kirkjumiðstöð að afleggjara við Tjarnarland ásamt tengingu í Hjartarstaði. Þá var lagður tæplega tveggja km strengur frá Lagarfossi að Ekru og lína frá aðveitustöð við Grímsá í Stóra-Sandfelli var endurnýjuð með streng. Sú lína var reist árið 1958 í tengslum við byggingu Grímsárvirkjunar og
Stofn- og dreifikerfi RARIK á háspennu
0
15
100
5.581 3.466 9.047
62
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
18
DREIFIKERFI
Ný aðveitustöð var tekin í notkun í Vík í Mýrdal.
var elsta línan í dreifikerfi RARIK á Austurlandi. Þá voru lagðir um 5,5 km af streng við Stöðvarfjörð, annars vegar frá þorpinu og út í Lönd og hins vegar inn í Óseyri, og er sá leggur fyrsti áfangi í að koma á tvöfaldri tengingu aðveitustöðvarinnar við Stöð út í þéttbýlið í Stöðvarfirði. Þá eru enn ótaldar strenglagnir sem ráðast þurfti í til að tengja nýja viðskiptavini. Þar á meðal má telja Vök Baths við Urriðavatn, en þangað þurfti að leggja 500 m háspennustreng og setja upp spennistöð. Þá var tengd ný sumarhúsabyggð við Holtsenda við Höfn og vegna nýrra notenda við Hof, og í Svínafell í Öræfum þurfti að leggja ca. 3 km háspennustreng og setja upp 4 nýjar spennistöðvar. Loks ber að nefna strenglögn og uppsetningu spennistöðvar við Hoffell í Nesjum þar sem RARIK hefur borað eftir heitu vatni en þar þurfti rafmagn fyrir dælur í borholum. Á Suðurlandi voru lagðir um 87 km af háspennustrengjum. Af helstu styrkingaverkefnum í sveitum á Suðurlandi má nefna að um 30 km strengur var lagður frá Fossi á Síðu að Kálfafelli í Vestur-Skaftafellssýslu. Þessi framkvæmd er vegna aukins álags á svæðinu vegna fjölgunar ferðamanna en mun einnig auka rekstraröryggi mikið. Í Árnessýslu var lagður 15 km strengur frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi að Árnesi í Gnúpverjahreppi og þaðan upp að Ásaskóla. Spennistöð í Árnesi var endurnýjuð og sett upp rofastöð sem hægt er að fjarstýra. Á næsta ári verður einnig sett upp rofastöð við Ásaskóla og þar með lýkur endurnýjun kerfisins á þessum slóðum sem valdið hefur mörgum truflunum á síðustu árum. Í Ásgarðslandi í Grímsnesi var lagður um 2 km strengur og þar með er búið að taka úr notkun síðustu loftlínuna frá Ljósafossvirkjun að Grímsnesi. Þá var lagður strengur frá Hrauni í Ölfusi að Óseyrarbrú
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
DREIFIKERFI
19
Endurnýjun háspennukerfis RARIK 2018
og þar með var hægt að taka úr rekstri loftlínu sem lá við ströndina og var við það að fara í sjóinn. Í Fljótshlíð var lagður um 10,5 km strengur frá Götu að Ásvöllum og settar upp rofastöðvar á báðum stöðum. Á næsta ári er síðan fyrirhugað að leggja streng milli Steinmóðabæjar og Múla og tengja þannig Fljótshlíð við Landeyjar. Þetta mun tryggja hringtengingu rafmagns í Fljótshlíð og eykur til muna afhendingaröryggi og flutningsgetu kerfisins á svæðinu. Undir Eyjafjöllum voru lagðir um 14 km af jarðstreng og eru menn nú langt komnir með að útrýma loftlínum á því svæði. Lokið var við lögn að nýju iðnaðarsvæði vestan Þorlákshafnar auk lagna sem tengjast ferðaþjónustu, fiskeldi, virkjanaframkvæmdum og ýmsu fleira. Á því svæði hefur álag aukist töluvert vegna fiskeldisstöðva við ströndina. Rofastöðvum og fjarstýringum var komið upp á ýmsum stöðum og lagður um 2 km strengur að Raufarhólshelli vegna ferðaþjónustu við hann. Ný virkjun á Kópsvatni í Hrunamannahreppi, sem framleiðir rafmagn úr lághitavatni, var tengd inn á kerfi RARIK. Ljósleiðararör voru lögð með helstu strengjum á svæðinu í samvinnu við ýmsa aðila en einnig má nefna að mikið var um ófyrirséðar stórar framkvæmdir sem ber vott um mikla uppbyggingu á svæðinu.
Þéttbýlis- og byggðakjarnar Unnið var við endurnýjun götuskápa á þéttbýlisstöðum og töluvert lagt af nýjum heimtaugum. Einnig er unnið að endurnýjun á rofabúnaði fyrir há- og lágspennu.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
20
DREIFIKERFI
Starfsmenn RARIK í Vaðlaheiðargöngum en strengur var lagður í gegnum göngin og spennistöðvar settar upp.
Af framkvæmdum á Vesturlandi má nefna að í Grundarfirði voru háspennurofar í spennistöð við Borgarbraut 2 endurnýjaðir og stofnstrengur frá nýrri aðveitustöð tengdur. Þar var eldri aðveitustöð tekin úr rekstri og skipt um spenni og háspennurofa í spennistöð við Sólvelli fyrir nýtt fiskvinnsluhús G.RUN. Í spennistöð við Engjaás í Borgarnesi voru háspennurofar endurnýjaðir. Á Norðurlandi var skipt um háspennurofa í spennistöð við Nestún á Hvammstanga í tengslum við nýja spennistöð og sett upp spennistöð og háspennustrengur fyrir nýjar götur í bænum, en stöðin gerir einnig mögulegt að stækka heimtaugar í íþróttahús og skóla. Einnig var stofnkerfi fyrir lágspennu lagt í göturnar. Á Blönduósi var skipt um háspennurofa í tveimur spennistöðvum, við Melabraut og Mjólkurstöðina. Til að auðvelda tengingu varaafls var jafnframt settur háspennuskápur við spennistöðina við Mjólkurstöðina. Á Skagaströnd var sett ný spennistöð við Norðurbraut en þar var svokölluð pallaspennistöð með spennirinn utandyra. Ný spennistöð var sett upp við Sauðárkrókshöfn til að auka hafnarrafmagn.
Truflanir eftir tegund skýrslu og árum, fyrirvaralausar truflanir: 500 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Flutnings- og aðveitukerfi
Lágspennt dreifikerfi
58+537978+5286+4195+4374+4588+4594+4174+4664+5062
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
2017
2018
DREIFIKERFI
21
Á Ólafsfirði var skipt um 6 skápa sem voru ekki spennuvarðir og á Dalvík var skipt um háspennurofa í spennistöð við Mímisveg. Þá var lagður um 1,5 km háspennustrengur í nýtt frystihús á Dalvík en það er hluti af verkefni sem lýkur árið 2019. Skipt var um háspennurofa í spennistöð fyrir Stórasvæði á Grenivík og sett fjargæsla í stöðina þannig að hægt er að skipta kerfinu upp í bilanatilfellum. Á Svalbarðseyri var sett upp ný spennistöð og háspennustrengur lagður í nýjar götur í samvinnu við Svalbarðsstrandarhrepp og aðrar veitustofnanir. Einnig var lagt stofnkerfi fyrir lágspennu í göturnar. Í spennistöð í Búðarárgili á Húsavík var skipt um háspennurofa og 6 skápa sem ekki voru spennuvarðir. Á Þórshöfn var sett upp fjargæsla í spennistöð við pósthúsið sem auðveldar uppkeyrslu á varaafli ef bilun verður í kerfinu. Af framkvæmdum á Austurlandi má nefna að á Eskifirði var lagður um 700 m háspennustrengur frá aðveitustöð að frystihúsi Eskju, en það er liður í að styrkja dreifikerfið og auka afhendingaröryggi. Þá var haldið áfram með háspennulögn í Skólavegi á Fáskrúðsfirði í samvinnu við Fjarðabyggð sem er að endurnýja götur og lagnir. Ný spennistöð var sett upp við Vinheimanaust í Neskaupstað sem þjónar fyrirtækjum á svæðinu en þeim hefur verið að fjölga og þau stækkað. Á Höfn var sett upp ný spennistöð við Miðós vegna uppbyggingar á svæðinu og í Brekkuþorpi í Mjóafirði var sett upp rofahús með fjarstýranlegum rofum sem mun auðvelda þjónustu kerfisins, sérstaklega í bilanatilfellum.
Viðgerð á Skagalínu.
Fjöldi heimtauga á Suðurlandi eykst jafnt og þétt. Af 456 nýjum umsóknum á árinu var 161 úr þéttbýli. Eins og áður tengjast þær flestar þéttbýliskjörnunum næst Reykjavík svo sem Selfossi og Hveragerði, en álagið eykst einnig t.d. í Vík. Vegna aukins álags á svæðinu var byggð ný aðveitustöð sem var tekin í notkun á árinu en leggja þurfti um 2 km af streng að henni. Töluvert hefur verið um fyrirspurnir frá gagnaverum á árinu og var eitt slíkt (1MVA) tengt á Hvolsvelli. Á árinu voru m.a. settar upp nýjar rofastöðvar á Vík, Hvolsvelli og Flúðum, margar hverjar fjarstýrðar sem eykur rekstraröryggi og flýtir fyrir rofahreyfingum þegar bilun verður.
Varavélar Á Þórshöfn voru afgaslögn og kælir Caterpillar-vélar færð þannig að nú snúa þau til norðurs en það dregur úr hávaðamengun í bænum. Á Seyðisfirði var lokið við að tengja 550 kW Caterpillar-vél sem mun segulmagna og styðja við tvær virkjanir sem þar eru til að bregðast við straumleysi. Keyptar voru fimm nýjar 60 kVA færanlegar kerruvélar og tvær 200 kVA kerruvélar sem nýttar verða til að bregðast við straumleysi hjá notendum þegar unnið er við raforkukerfið. Keypt var ein ný Deutz-vél til Grímseyjar í staða annarrar sem eyðilagðist.
Truflanir í dreifikerfinu Á síðasta ári urðu 506 fyrirvaralausar truflanir í dreifikerfi RARIK, þar af voru 55% í háspennukerfinu en 45% í lágspennukerfinu. Þessi fjöldi er 13% undir meðaltali síðustu 10 ára og að árinu 2017 undanskildu hafa þær aldrei verið færri frá því skipuleg skráning truflana hófst. Rekja má fækkunina til fárra truflana vegna náttúruafla á árinu, en þær voru 30% færri en í meðalári. Skerðing til notenda vegna fyrirvaralausra truflana var 115 MWst. á árinu, sem er 28% minna en í meðalári. Auk truflana sem eiga uppruna sinn í dreifikerfi RARIK urðu notendur fyrir skerðingu vegna truflana í flutningskerfi Landsnets. Þær voru þó óvenju fáar á árinu og ekki
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
22
DREIFIKERFI
Tengdar virkjanir í árslok 2018 Afl (MW)
urðu fyrirvaralausar truflanir vegna Landsnets í flokki 1, þ.e. með meira en eina kerfismínútu. Alls voru níu fyrirvaralausar truflanir raktar til flutningskerfis Landsnets sem skerti orkuafhendingu til viðskiptavina um samtals 19 MWst.
Stuttárvirkjun
0.013
Koltunguvirkjun (Þorvaldseyri)
0.017
Helstu truflanir ársins
Vindrafstöð við Belgsholt
0.030
Bugavirkjun
0.045
Rollulækjarvirkjun (Króksmenn)
0.055
Beinárvirkjun (Hótel Geysir)
0.065
Stór hluti skerðingar ársins skýrist af tiltölulega fáum truflunum. Eftirfarandi truflanir voru í alvarleikaflokki 1 en það eru truflanir sem vara í eina eða fleiri kerfismínútur. Þær skýra 45% allrar skerðingar sem varð á árinu vegna fyrirvaralausra truflana í dreifikerfi RARIK. Truflanir yfir 10 kerfismínútur teljast umfangsmiklar og eru tilkynningaskyldar. Engin slík truflun varð á árinu.
Grenlækjarvirkjun
0.075
Systragilsvirkjun
0.108
Kiðárvirkjun I
0.150
Rangárvirkjun Skógargerði
0.160
Selárvirkjun
0.170
Sleitustaðavirkjun
0.218
Sandárvirkjun IV
0.245
Kerahnjúkavirkjun
0.370
Kiðárvirkjun II
0.400
Sandárvirkjun V
0.456
Árteigsvirkjun 4
0.500
Vindorkugarður við Þykkvabæ
0.600
Flúðavirkjun
0.600
Lindavirkjun
0.638
Árteigsvirkjun 5
0.715
Mosvallavirkjun
0.896
Ljósárvirkjun
0.980
Smyrlabjargarárvirkjun
1.000
Urðarfellsvirkjun
1.107
Skeiðsfossvirkjun II
1.600
Gönguskarðsárvirkjun
1.624
Rjúkandavirkjun
1.680
Bjarnarflag
2.500
Köldukvíslarvirkjun
2.790
Grimsárvirkjun
2.800
Múlavirkjun
3.100
Skeiðsfossvirkjun I
3.200
Gúlsvirkjun
3.400
Bjólfsvirkjun
6.400
Andakílsárvirkjun
8.000
Samtals í árslok 2018 46.707 Stærstu virkjanir landsins eru tengdar Landsneti en fjöldi smærri virkjana tengist dreifikerfi RARIK beint. Virkjunum er hér raðað eftir stærð.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
• 19. janúar varð truflun vegna útleysingar á aflspenni í aðveitustöðinni á Dalvík. Orsök útleysingarinnar er ókunn, en truflunin stóð í 26 mínútur og skerðing til notenda varð 2,5 MWst. • 27. janúar bilaði dreifispennir við Bitrugerði sem olli straumleysi í Öxnadal og Hörgárdal. Truflunin stóð í 4 klst. og 7 mínútur og skerðing til notenda varð 3,3 MWst. • 1. febrúar skemmdist dreifilína á milli Vatnshamra og Andakíls í miklum vindi. Virkur tími truflunar var 14 klst. og 20 mínútur og varð skerðing til notenda 3,1 MWst. • 14. febrúar bilaði dreifilína í Borgarfirði þegar fasaleiðari í álmu úr Reykholtsdalslílnu að teinrofa við Kljáfossi raknaði upp í miklum vindi. Truflunin stóð í 9 klst. og 54 mínútur og varð skerðing til notenda 6,6 MWst. • 16. febrúar varð truflun í Reykholtsdalslínu vegna útleysinga á aflrofa í rofastöð við Deildartungu. Hún stóð í 3 klst. og 19 mínútur og skerðing til notenda varð 1,7 MWst. • 25. febrúar skemmdist tenging háspennujarðstrengs við eldingarvara í álmu úr Skorradalslínu að Fitjum í miklum vindi. Truflun stóð í 2 klst. og 22 mínútur og skerðing til notenda varð 2,8 MWst. • 25. febrúar brotnuðu staurar í álmu úr Hvalfjarðarlínu að Stóra-Botni vegna hvassviðris. Erfiðar aðstæður töfðu viðgerð og stóð truflunin í 22 klst. og 36 mínútur og skerðing til notenda varð 1,7 MWst. • 12. mars brann dreifispennir við Malarás í Öræfum af óþekktri ástæðu. Truflunin stóð í 6 klst. og 29 mínútur og skerðing til notenda varð 2,0 MWst. • 20. maí varð truflun í dreifilínu frá Rangárvöllum að Tjörnum í Eyjafirði þegar endi losnaði í stæðu við Hrafnagil. Truflunin stóð í 4 klst. og 44 mínútur og skerðing til notenda varð 1,5 MWst. • 18. júní var háspennujarðstrengur milli spennistöðva á Þórshöfn grafinn í sundur. Truflunin stóð í 2 klst. og 50 mínútur og skerðing til notenda varð 2,9 MWst. • 17. júlí bilaði háspennumúffa í streng við Hurðarbak í Svínadal. Truflunin stóð í 10 klst. og 55 mínútur og skerðing til notenda varð 1,6 MWst. • 7. ágúst var háspennustrengur í Hveragerði grafinn í sundur. Við það kom spennuhögg á kerfið sem olli bilun í aflspenni í aðveitustöð. Bilunarleit og viðgerð tóku langan tíma og var virkur tími truflunar 8 klst. og 15 mínútur og skerðing til notenda varð 14,0 MWst. • 29. ágúst slitnaði háspennujarðstrengur vegna vatnavaxta í Þverá á Rangárvöllum. Vegna flóðsins var ekki hægt að hefja viðgerð fyrr en á öðrum degi, en rafmagni var komið til notenda með færanlegri varavél. Virkur tími truflunar var 8 klst. og skerðing til notenda varð 3,0 MWst. • 2. október varð truflun þegar einfasa jarðhlaup í dreiflínu í Skorradal olli útleysingu aflspennis í Vatnshömrum. Frumorsök útleysingarinnar er óþekkt, en truflunin stóð í 2 klst. og 18 mínútur og skerðing til notenda varð 2,4 MWst. • 29. nóvember varð truflun í Hvalfjarðarlínu vegna hvassviðris. Hún olli straumleysi frá Brennimel í tæpa 2 klst, en alls stóð truflunin í 11 klst og 59 mínútur og skerðing til notenda varð 1,9 MWst.
DREIFIKERFI
23
SAMANTEKT TÖLFRÆÐILEGRA UPPLÝSINGA UM SAMSTÆÐU RARIK OHF. FYRIR ÁRIÐ 2018 Íbúar á orkuveitusvæði rafmagns *) Íbúar á orkuveitusvæði hitaveitu *) Meðalverð rafmagns *) – þar af þéttbýli – þar af dreifbýli – þar af stofnkerfi Meðalverð heits vatns *) Meðalverð rafmagns, forgangsorka eingöngu – þar af þéttbýli – þar af dreifbýli Fjöldi fyrirvaralausra truflana í: – þar af háspenntu dreifikerfi – þar af lágspennukerfi – þar af raforkuveri Orkudreifing rafmagns – þar af þéttbýli – þar af dreifbýli – þar af stofnkerfi Orkusala hita Afl inn á dreifikerfi rafmagns (samlagað *) Afl dreifitapaðs rafmagns (uppgjörsafl samlagað) Afl afhent út af dreifikerfi rafmagns (samlagað) Raforkuvinnsla samtals, orka Framleiðsla á heitu vatni, hámarksafkastageta Framleiðsla á heitu vatni, hámarksálag, án R/O veitna Heildarorkusala í R/O veitum Aðveitustöðvar Aðveitustöðvar, uppsett spennaafl Fjöldi dreifistöðva Uppsett spennaafl í dreifistöðvum 66 kV jarðstrengir 33 kV jarðstrengir 6-22 kV jarðstrengir 66 kV loftlínur 33 kV loftlínur 6-22 kV loftlínur Sæstrengir Háspennt dreifikerfi samtals Lágspennustrengir, aðrir en heimtaugar Strengskápar, háspenna Strengskápar, lágspenna – strengskápar samtals Heimtaugar, rafmagn Lágspennt dreifikerfi samtals Heildarlengd hitaveitulagna Heimtaugar, rafmagn Heimæðar, heitt vatn Rafmagn – veitur/mælar Heitt vatn – veitur/mælar Ljósastaurar Orkunotkun ljósbúnaða í götulýsingu Fastir starfsmenn hjá RARIK og dótturfélögum í árslok – þar af Orkusalan – þar af RED Fjöldi ársverka
Eining
Tími
2018
2017
Breyting
fjöldi fjöldi kr./kWst. kr./kWst. kr./kWst. kr./kWst. kr./m3
1. jan. 1. jan. yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið
53.152 5.093 6,99 4,54 11,26 – 235
51.645 5.000 6,77 4,50 10,80 – 231
3% 2% 3% 1% 4% – 2%
kr./kWst. kr./kWst. fjöldi fjöldi fjöldi fjöldi GWst. GWst. GWst. GWst. þús. m3 MW MW MW GWst. MW MW þús. m3 fjöldi MVA fjöldi MVA km km km km km km km km km fjöldi fjöldi
yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið 31. des. yfir árið yfir árið 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des.
5,62 11,28 506 280 226 0 1.311 832 479 0 2.800 248 13 234 68 41 29 866 52 617 5.929 841 2 229 5.335
5,43 10,10 490 286 204 0 1.194 763 431 0 2.527 260 28 232 68 41 29 693 52 603 5.832 813 2 229 5.050
3% 12% 3% -2% 11%
km km km fjöldi fjöldi fjöldi fjöldi fjöldi kWst. fjöldi fjöldi fjöldi fjöldi
31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. 31. des. yfir árið
102 3.364 15 9.047 1.438 439 12.503 12.942 3.495 4.933 247 34.742 2.218 43.564 2.239 14.719 6.498.310 204 15 0 208,8
102 3.551 15 8.949 1.543 408 12.247 12.655 3.301 4.844 244 34.191 2.024 42.914 2.211 15.715 8.796.383 200 13 0 205
10% 9% 11% 11% 0% 0% 0% 0% 0% 0% 25% 0% 1% 2% 3% 0% 0% 6% 0% -5% 0% 1% -7%
2% 6% 2% 1% 2% 0% 2% 1% -6% -26% 2% 15% 2%
* Skýringar: Meðalverð rafmagns er meðalverð fyrir dreifingu og flutning rafmagns fyrir alla orku, (forgangsorku og ótryggða orku). Fastagjald er innifalið í meðalverði. Dreifbýlisframlag er innifalið í meðalverði, en ekki verðjöfnunargjald. Verðið er án vsk. Mannfjöldi ársins miðast nú við 1. jan. en var áður 31. des. Meðalverð heits vatns er að meðtöldu fastagjaldi en án vsk.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
24
HITAVEITUR
Síðsumars lauk borun á holu HF-5 við Hoffell sem skilar um 25 l/s af 78°C heitu vatni. Þar með er komið nægilegt vatn fyrir væntanlega hitaveitu á Höfn.
Hitaveitur Hitaveita Dalabyggðar var tekin í notkun árið 2000. RARIK keypti veituna árið 2003. Að jafnaði er orkan frá virkjunarsvæði hitaveitunnar 11,16 l/s af 83°C heitu vatni sem er um 3,8 MW miðað við nýtingu til húshitunar. Fjarvarmaveitan á Seyðisfirði er 38 ára. Veitan er kynt með háspenntum rafskauts katli og olíukatli til vara. Við stofnun veitunnar átti RARIK kyndistöðina og sveitarfélagið dreifikerfið, en árið 1992 keypti RARIK dreifikerfið og hefur rekið það síðan. Með hækkandi verði á ótryggðri raforku umfram aðra raforku og óvissu um framboð á næstu árum er upprunalegur rekstrargrundvöllur fjarvarmaveitna af þessu tagi brostinn. Eins og gerð var grein fyrir í ársskýrslu RARIK fyrir árið 2017 hefur verið ákveðið að hætta rekstri veitunnar. Þessi niðurstaða var kynnt á íbúafundi, en framhaldið er nú í skoðun hjá sveitarfélaginu sem fer með einkaleyfi til hitaveitureksturs á Seyðisfirði eftir að einkaleyfi RARIK rann út í lok janúar 2017. RARIK keypti fjarvarmaveituna á Höfn árið 1991, en hún er rúmlega 30 ára. Veitan er kynt með rafskautskatli og olíukatli til vara. Leitað hefur verið að heitu vatni við Hoffell fyrir Höfn og nágrenni undanfarin ár og hefur sú leit nú borið árangur.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
HITAVEITUR
25
Loftmynd af vinnslusvæði hitaveitunnar við Hoffell.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
26
HITAVEITUR
Rannsóknarborun að Reykjum við Húnavelli hófst í nóvember vegna viðbótar vatnsöflunar fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.
Í ágústmánuði lauk borun á holu HF-5 við Hoffell og við dæluprófanir skilar hún um 25 l/s af 78°C heitu vatni. Þar með er komið nægilegt vatn fyrir væntanlega hitaveitu. Undirbúningur fyrir lögn á stofnpípu hélt áfram og um áramót lágu fyrir öll leyfi vegna pípulagnarinnar og samningar við landeigendur eru hafnir. RARIK keypti hitaveitu Blönduóss árið 2005 og hefur aukið umsvif hennar töluvert síðan, m.a. þegar Skagaströnd var bætt við veituna 2013. Í nóvember 2018 hófst borun á vinnslusvæði hitaveitunnar í því skyni að staðsetja nýja vinnsluholu. Niðurdráttur á svæðinu veldur því að holur geta dottið úr rekstri og er nauðsynlegt að mæta því með því að bora vinnsluholu. Ætlunin er að ljúka borun á hitastigulsholum snemma árs 2019. Þegar niðurstöður rannsókna liggja fyrir er áformað að bora vinnsluholu á svæðinu seinni hluta árs 2019. RARIK keypti hitaveitu Siglufjarðar árið 1991 og réðst í verulegar endurbætur á kerfinu. Árið 2011 var meðal annars virkjað nýtt svæði í Skarðsdal og lögð aðveitulögn þaðan. Siglufjörður hefur nú tvö aðskilin virkjanasvæði og tvær aðveituæðar. Rekstur veitunnar gekk ágætlega á árinu.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
27
STARFSEMIN
Starfsemin Upplýsingatækni Sífellt er unnið að endurbótum og endurnýjun á upplýsinga- og stjórnkerfum til að gera fyrirtækið betur í stakk búið að miðla upplýsingum og stafrænni þjónustu til viðskiptavina sinna. Sem dæmi má nefna innleiðingu sem unnið er að á nýju Orkureikninga- og upplýsingakerfi MECOMS og stefnt að því að taka það í notkun fyrir mitt ár 2019. Því fylgir nýr þjónustuvefur sem RARIK mun nýta til framtíðar til að bjóða viðskiptavinum upp á aukna stafræna þjónustu. Þá var unnið að innleiðingu á nýju skjalastjórnunar- og gagnamiðlunarkerfi, M-Files, sem mun einnig nýtast til bæta þjónustu og auðvelda RARIK að uppfylla kröfur nýrra persónuverndarlaga og laga um Þjóðskjalasafn. Víðnet RARIK var styrkt á árinu til að styrkja frekar dreifðan rekstur og veitusvæði fyrirtækisins víða um land auk þess sem miðlægur tölvubúnaður á aðalskrifstofu var endurnýjaður. Hafinn var undirbúningur að því að koma upp varabúnaði í húsnæði RARIK á Akureyri sem tæki við rekstri upplýsingakerfa fyrirtækisins ef búnaður í höfuðstöðvum fyrirtækisins yrði óvirkur vegna mögulegs hættuástands á suðvesturhorni landsins. Reiknað er með að slíkur varabúnaður verði tilbúinn til notkunar á árinu 2019.
Upplýsingaöryggi Stöðugt er unnið að verkefnum sem stuðla að auknu öryggi stjórnkerfisins svo sem mati á áhættu, aðgangsrýni, atvikaskráningu, æfingum, fræðslu og gerð kerfishandbóka. Gerðir hafa verið ferlar og verklagsreglur sem styðja við rekstur stjórnkerfisins og unnið er að innleiðingu þeirra. Starfsmenn eru almennt jákvæðir og samvinnufúsir þegar kemur að upplýsingaöryggi og gera sér grein fyrir mikilvægi þess. Íslensk raforkufyrirtæki eru hluti af grunninnviðum landsins og gera sér grein fyrir mikilvægi upplýsingaöryggis í rekstri sínum. RARIK er virkur þátttakandi í netöryggis-
Hlutfall fjölda og greiðslna viðskiptavina RARIK eftir lögheimilum 2018
8978+ 33+ 34+ 0+ 0+ 31+ 25+ 43+ 44+ 39+ 45+ 47+ 59+ 4+ 1
0%
9%
1%
0%
0%
Erlendis
0%
14%
16%
Suðurland
5%
11%
16%
Austurland
10%
15% 15%
12% 12%
N. Eystra
15%
21%
N. Vestra
20%
Hlutfall greiðslna viðskiptavina
27%
Vestfirðir
25%
Hlutfall viðskiptavina
31%
Vesturland
30%
Höfuðborgarsv. og Reykjanes
35%
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
28
STARFSEMIN
hópi Samorku sem sendi m.a. inn athugasemdir við frumvarp til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða. RARIK nýtir sér nú þegar gervigreind og aðra nýja tækni í vaxandi mæli til að fylgjast með netumferð innan kerfis og utan og verjast árásum. Sem dæmi má nefna að 90–98% af tölvupósti er hafnað áður en hann kemst inn í kerfi RARIK.
Stafræn miðlun RARIK Árið 2017 var viðburðaríkt í stafrænni miðlun hjá RARIK. Með nýjum innri og ytri vefsvæðum og innleiðingu á samskiptamiðlinum og hópvinnulausninni Workplace frá Facebook var lögð áhersla á að undirbúa endurbætur á þjónustuvef RARIK á Mínum síðum viðskiptavina. Unnin var þarfagreining fyrir Mínar síður í tengslum við innleiðingu nýs orkureikningakerfis. Hönnun og forritun hófst á árinu en stefnt er að því að nýjar Mínar síður líti dagsins ljós árið 2019. Í netkönnun sem gerð var meðal starfsmanna í mars 2018 voru þeir spurðir um notkun sína og viðhorf til stafrænna miðla RARIK. Ánægjulegt er að greina frá því að með innleiðingu á Workplace segjast 50% starfsmanna finna fyrir bættu aðgengi að upplýsingum, um 62% segja samskipti hafa batnað, um 58% finna mun á bættri upplýsingagjöf, 39% segjast hafa betri þekkingu/skilning á starfsemi RARIK og 56% sögðu að það væri skemmtilegra í vinnunni. Í ljós kom að 84% starfsmanna segja ganga vel að nota nýja innri vefinn miðað við 47% í sambærilegri könnun 2015. Í sömu könnun voru starfsmenn spurðir hvort þeir teldu rarik.is þjóna viðskiptavinum vel og töldu 67% starfsmanna svo vera miðað við 44% árið 2015.
Gæðamál
Stuðlar um afhendingargæði
Að venju voru mörg skjöl í Handbók RARIK endurnýjuð og endurútgefin á árinu 2018 auk nýrra skjala sem samþykkt voru í bókina. Í árlegri innri endurskoðun RARIK koma að jafnaði fram ábendingar sem leiða til skjalfestingar á fyrirliggjandi eða breyttu verklagi fyrirtækisins. Breyttar og/eða auknar kröfur löggjafans og skilgreind þörf starfsmanna og stjórnenda leiða einnig til breytinga og skjalfestingar á verklagi. Þannig voru á árinu gefnar út þrjár nýjar viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli, vegna jarðskjálfta og vegna öskufalls. Jafnframt voru gefnar út verklagsreglur og verkferlar sem snúa að persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga hjá RARIK vegna áhættustýringar fyrirtækisins. Loks má nefna verklag og verkferla sem tengjast rekstri hitaveitna RARIK.
2017
9 ára meðaltal
FSN stuðull (SAIFI) RARIK þéttbýli
0,38
0,37
RARIK dreifbýli
1,61
1,65
TSN stuðull (SAIDI) RARIK þéttbýli
0,42
0,56
RARIK dreifbýli
1,97
2,17
FSN (SAIFI á ensku) – stuðull um fjölda straumleysistilvika á hvern notanda. TSN (SAIDI á ensku) – stuðull um tímalengd straumleysis á hvern notanda.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Öryggismál Umræða um öryggismál hefur orðið fyrirferðarmeiri í þjóðfélaginu á síðustu árum. Með því að fjalla um öryggismál og skrá þau atvik sem verða, er hægt að koma í veg fyrir endurtekningu óhappa. Einnig er mikilvægt að fjalla um næstum slys og slysahættur svo hægt sé að bregðast við og breyta vinnubrögðum áður en slys verða. Starfsmenn eru greinilega orðnir sér meðvitaðir um þetta ef marka má fjölgun skráninga í ábendingakerfi RARIK. Fræðsla og samræmdar reglur
Í byrjun árs 2018 voru haldin skyndihjálparnámskeið fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins og kunnáttumannanámskeið fyrir þá sem koma að vinnu og rekstri raforkukerfisins. Auk þess var námskeið um nýja gerð af 19 kV háspennurofum sem settir hafa verið upp á Vesturlandi og þá sátu starfsmenn námskeið á vegum Landsnets um 66 kV rofabúnað í eigu Landsnets í Grundarfirði.
STARFSEMIN
Öryggisnefnd RARIK sótti námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði hjá Vinnueftirlitinu og öryggisstjóri RARIK hélt örerindi á Samorkuþingi í Hveragerði 24. maí. Loks má geta þess að haldin voru 10 jarðskautanámskeið víða um land um sumarið en nokkur ár eru síðan slíkt námskeið var síðast haldið.
29
Unnið hefur verið að endurbótum og endurnýjun upplýsinga- og stjórnkerfa RARIK sem auðvelda miðlun á upplýsingum og stafrænni þjónustu til viðskiptavina og starfsmanna.
Á árinu lauk verkefni á vegum Samorku um öryggismál verktaka í útboðsverkum sem miðar að því að sambærilegar reglur gildi um öryggismál verktaka sem vinna hjá öllum raforkufyrirtækjunum en markmiðið er að fækka slysum. RARIK mun styðjast við þessar reglur í útboðum verka vorið 2019. Ábendingar og atvik
Skráðar voru 35 ábendingar sem tengdust öryggismálum í ábendingakerfi RARIK. Átta slys urðu á árinu 2018 og skráð voru 13 næstum því slys auk 11 ábendinga um slysahættur. Þrjú þessara slysa og næstum því slysa voru vegna verktaka hjá RARIK eða óskyldra aðila. Af 8 slysum var eitt alvarlegt með fjarveru frá vinnu í meira en viku en 7 minni slys voru skráð. Á árinu var tvisvar óskað eftir skýrslu utanaðkomandi ráðgjafa til að rýna í atvik í kerfum RARIK. Í slíkum úttektum er farið yfir ferla og
ORKUVINNSLA OG MEÐALTALSAFL Í JARÐHITAVEITUM Heiti veitu Hitaveita Blönduóss og Skagastrandar
Samtals vinnsla úr holum m3
Meðaltalsafl L/s
Meðaltals afl (kW)
1.121.371
35,56
6.392
Hitaveita Dalabyggðar
351.986
11,16
2.472
Hitaveita Siglufjarðar
718.953
22,8
4.098
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
30
STARFSEMIN
Áhugasamir nemendur hjá RARIK á Framadögum Háskólans í Reykjavík.
vinnubrögð sem viðhöfð eru hjá RARIK með það að markmiði að koma í veg fyrir að sambærileg atvik endurtaki sig. Á árinu flokkuðust 15 tilvik í veitukerfinu undir hættu- eða neyðarástand sem gæti orsakað slys á fólki eða tjón á eignum annarra. Þessi tilvik voru misjafnlega alvarleg og öll flokkast þau sem næstum því slys eða slysahættur. Skýrslur um þessi atvik voru sendar Mannvirkjastofnun. Það er jákvæð þróun að starfsmenn nýta sér ábendingakerfið meira en áður. Skráðum slysum fjölgaði ekki á árinu 2018 miðað við árið áður, en ábendingum um slys, næstum því slys og slysahættur fjölgaði hins vegar úr 23 árið 2017 í 35 árið 2018. Rafskoðanir og skoðun öryggistækja
Samtals
Orkusalan
RARIK
Starfsmenn og ársverk
Ársverk
195 13,8 208,8
Starfsmenn í árslok
189
15
204
38
4
42
Þar af konur
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Samið var við Frumherja og BSÍ á Íslandi um að fara yfir úttektir frá árinu 2017 sem RARIK hafði framkvæmt á eigin verkum. Athugasemdir skoðunarstofa eru flokkaðar í þrjá flokka, þar sem þriðji flokkur er alvarlegasta tegund ábendingar sem krefst úrlausnar innan mánaðar. Ein þriðja flokks athugasemd kom fram við þessar skoðanir, en árið á undan voru þær sjö. Reglubundin skoðun öryggistækja fór fram á árinu en miðað er við að öll öryggistæki séu skoðuð af öryggisfulltrúa á fjögurra ára fresti. Auk reglulegrar skoðunar var ákveðið að yfirfara allar háspennustangir fyrirtækisins og var það gert um sumarið.
STARFSEMIN
31
Kastljós
Á árinu 2018 voru gefin út 13 svonefnd Kastljós þar sem ábendingum er komið til starfsmanna um slys, næstum því slys eða slysahættur ásamt öðru sem snýr að öryggismálum. Kastljósunum er dreift til allra starfsmanna og þau birt í handbók RARIK.
Persónuvernd Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga tóku gildi 15. júlí 2018 í samræmi við evrópsku persónuverndarlögin. Þetta hafði í för með sér ýmsar breytingar á vinnuferlum og vinnslu persónuupplýsinga hjá RARIK. Í mörgum tilvikum skýrðust betur fyrirliggjandi ferlar en einnig voru teknir upp nýir ferlar sem snúa að réttindum hins skráða og aðgengi að upplýsingum og farvegur fyrir hugsanlegar fyrirspurnir. Stefna RARIK um meðhöndlun persónuupplýsinga, sem gefin var út á árinu, útskýrir hvernig RARIK safnar, notar, miðlar og verndar persónuupplýsingar viðskiptavina og starfsmanna. Markmið stefnunnar er að tryggja að öll meðhöndlun persónuupplýsinga sé í samræmi við grundvallarsjónarmið gildandi laga og reglna um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Sérhæfðir starfsmenn RARIK fylgjast með því að gögn um viðskiptavini fyrirtækisins séu örugglega varin og komist ekki í hendur annarra en þeirra sem nauðsynlega þurfa að vinna með þau. Starfsmenn RARIK og verktakar á vegum fyrirtækisins undirrita trúnaðaryfirlýsingu sem bindur þá trúnaði um vitneskju og störf sín hjá RARIK.
Áhættustýring Stjórn RARIK ohf. skilgreinir og samþykkir árlega áhættustefnu til að tryggja sem best að meginmarkmið fyrirtækisins náist og að settum lögum og reglum sé fylgt í hvívetna. Fyrirtækinu ber að taka meðvitaða ásættanlega áhættu í samræmi við stefnu fyrir mismunandi meginþætti starfseminnar. Áhættustjórnunarkerfi er því mikilvægur þáttur í ákvörðunartöku RARIK á öllum sviðum. Kerfið, sem ætlað er að styðja áhættustefnu stjórnar, lýsir því hvernig áhættuþættir eru greindir, metnir og meðhöndlaðir hjá RARIK. Markmið áhættustýringarinnar er m.a. að gera fyrirtækinu kleift að: • Draga úr hugsanlegu tjóni vegna óvæntra atburða • Bæta ákvörðunartöku þar sem hún byggist að hluta á mati á áhættu • Auka virði fyrirtækisins • Stuðla að tryggari rekstri og auka öryggi Áhættustjórnunarkerfið er byggt upp með hliðsjón af ISO 31000:2018 Risk Management — Principles and Guidelines.
Viðbragðsáætlanir Á árinu 2018 gaf RARIK út þrjár nýjar viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli, vegna jarðskjálfta og vegna öskufalls. Gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli hófst á árinu 2017 vegna aukins óróa í eldstöðinni. Hætta er á gjósku- og jökulhlaupum vegna eldgoss í jöklinum og er hætta af jökulhlaupum ýmist metin mikil eða geysimikil á um 340 km2 svæði sem nær yfir svo til allt láglendi austan Skaftafells og austur fyrir Kvíárjökul. Viðbragðsáætlanir vegna jarðskjálfta og öskufalls hafa orðið til í kjölfar vinnu við áhættumat og áhættustýringu RARIK. Undanfarin ár hafa jarðskjálftahrinur gengið yfir Suður- og Norðurland og tekur hönnun ýmissa mannvirkja RARIK á þessum
Eftirfarandi Kastljós voru gefin út á árinu 2018: Nr. 108 Varasamir háspennurofar Nr. 109 Læsing virkja Nr. 110 Jarðskaut Nr. 111 Rekstrarskaut háspennu Nr. 112 Afeinangrunarverkfæri Nr. 113 Merkingar við málningarvinnu Nr. 114 Dráttarspil Nr. 115 Línurif Nr. 116 Samskipti í vinnu við dreifikerfið Nr. 117 Stigar og tröppur Nr. 118 Skammhlaup í lágspennudreifikerfi Nr. 119 Spennukönnun í háspennustrengkerfi Nr. 120 Spennukönnun í lágspennukerfi
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
32
STARFSEMIN
svæðum mið af þeirri hættu sem skapast getur vegna jarðhræringa. Viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta er viðbót við þær varnir sem þegar eru fyrir hendi. Viðbragðsáætlun vegna öskufalls fjallar um öskufall og hugsanleg viðbrögð við áhrifum þess á dreifikerfi RARIK og starfsemi fyrirtækisins. Öskufall er fylgifiskur eldsumbrota í mismiklum mæli og er það háð bæði veðri og vindum hve miklar afleiðingar þess verða hverju sinni. Reynsla undanfarinna ára sýnir að öskufall getur verið hamlandi við vinnu og heilsuspillandi þegar verst lætur, auk þess sem það getur haft áhrif á afhendingaröryggi raforku. Öll landsvæði geta orðið fyrir öskufalli, óháð staðsetningu eldgossins sjálfs.
Orkuvinnsla og olíunotkun hjá RARIK Á árinu 2018 voru framleiddar á vegum RARIK rúmlega 1,4 milljónir kWst af orku með olíu. Alls voru nýttir 385 þúsund lítrar af olíu til þessarar framleiðslu og nam koltvísýringslosun vegna hennar rúmlega 1.000 tonnum af CO2.
Fjarvarmaveitur RARIK hefur rekið fjarvarmaveitur á Höfn í Hornafirði og Seyðisfirði þar sem vatn er hitað upp með ótryggu rafmagni og dreift um þéttbýlið. Þegar ótryggt rafmagn hefur ekki verið fyrir hendi hefur vatnið verið hitað með olíu. Farið hefur verið í jarðhitaleit hjá öllum hitaveitum RARIK á undanförnum árum og hún borið árangur nema á Seyðisfirði.
Varaafl RARIK rekur fastar varaaflsstöðvar á 17 stöðum á landinu með samtals uppsett afl 29 MW. Auk þess rekur RARIK 6 færanlegar varaaflsstöðvar sem samtals skila 4 MW af uppsettu afli. Loks á RARIK litlar kerruvélar í hverjum landsfjórðungi með samtals um 1270 kW.
VARAAFL OG ÖNNUR ORKUFRAMLEIÐSLA 2018
Dísilvinnsla
Orkuvinnsla
Orkuvinnsla á einingu olíu
Nýtt olía
(kWh)
(kWh/líter)
(lítrar)
Orkuinnihald nýttrar olíu
Nýtingar– hlutfall frumorku
(kWh)
CO2 losun (tonn)
Grímsey
870.791
3,52
247.371
2.632.572
33,1%
653
Varaaflsvélar
196.748
3,40
57.822
615.355
32,0%
153
1.067.539
3,50
305.193
3.247.927
32,9%
805
42.871
1,56
27.481
292.463
14,7%
73
1.110.410
3,34
332.675
3.540.390
31,4%
878
29.382
3,00
9.794
104.230
28,2%
26
48.356
7,00
6.908
73.516
65,8%
18
Kyndistöð Höfn
319.480
7,00
45.640
485.710
65,8%
120
Samtals R/O veitur
367.836
7,00
52.548
559.226
65,8%
139
1.478.246
3,84
385.223
4.099.616
36,1%
1.017
Samtals Grímsstaðir Samtals dísilvélar Þar af vegna Landsnets Olíunotkun í R/O veitum: Kyndistöð Seyðisfjörður
Alls
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
STARFSEMIN
33
Nemendur úr unglingadeild Grunnskóla Hornafjarðar í heimsókn hjá RARIK á Höfn í Hornafirði.
Bifreiðar, vélar og tæki í eigu RARIK RARIK rekur 123 bifreiðar, vinnuvélar, snjóbíla og fjórhjól. Af þessum tækjum er einn rafmagnsbíll, önnur tæki eru bensín- eða dísilknúin.
Orkunýtni Meðalnýting orkuvinnslu með olíu í dísilvélum og R/O veitum var 36,1% árið 2018.
Flutnings- og dreifitöp sem hlutfall af heildarorku Meðaltöp í kerfi RARIK eru um 5,6%, en uppgjörstöp ársins 2018 voru 4,18%. HEILDARMAGN KEYPTRAR OLÍU Á ÁRINU 2018 VEGNA ORKUVINNSLU OG REKSTRAR BIFREIÐA OG TÆKJA
Jarðefnaeldsneyti – heild Bensín Flotaolía – lituð
Keyptir lítrar 6.962
CO2 útblástur per lítra
CO2 losun (tonn)
2,3
16
84.587
2,64
223
Dísilolía – lituð og ólituð
527.528
2,64
1393
Dísilolía – bioblanda
120.487
2,64
318
Alls
739.565
1950
Raforkukaup Öll raforka sem RARIK kaupir til eigin nota og vegna tapa í kerfinu er vottuð sem 100% endurnýjanleg með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
34
STARFSEMIN
Siglufjörður
Kópasker
3 2 Skeiðsfoss 6 1 Stykkishólmur Ólafsvík
3
Hvammstangi
NORÐURLAND
Allt landið
204
VESTURLAND Borgarnes
10
28
SUÐURLAND
59 66 7
32
REYKJAVÍK
20 Selfoss 12 Hvolsvöllur
Þórshöfn
1
Vopnafjörður
Akureyri
3 Búðardalur
12
1
1 Húsavík
7 Sauðárkrókur 3 23
Blönduós
1
49
3 1 Seyðisfjörður Egilsstaðir 17 1 Neskaupsstaður
AUSTURLAND
29 7 Höfn
Fjöldi starfsmanna RARIK samstæðunnar: RARIK Orkusalan Landshlutar
Starfsmannamál
20+80+C
Kynslóðaskipti starfsmanna RARIK
20%
80%
Fjöldi starfsmanna sem hætta sökum aldurs frá 2016-18 Fjöldi starfsmanna sem starfa áfram
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Undanfarin ár hafa óvenju margir starfsmenn látið af störfum vegna aldurs, en hjá RARIK yfirgefa menn starf sitt í síðasta lagi næstu mánaðamót eftir sjötugsafmælið. Má jafnvel segja að um kynslóðaskipti hafi verið að ræða því að á síðustu þremur árum hafa 37 starfsmenn hætt vegna aldurs. Höfðu þeir þá starfað að meðaltali í 36 ár og einn þeirra var með 53ja ára starfsreynslu að baki. Það er því ljóst að við brotthvarf þessara starfsmanna hefur mikil og ómetanleg þekking horfið úr fyrirtækinu, ekki bara á innviðum RARIK heldur á raforkukerfi landsins í heild. Þótt eftirsjá sé að mikilli þekkingu og reynslu þeirra sem látið hafa af störfum felur þetta líka í sér ákveðið tækifæri. Nýráðnir starfsmenn koma með nýja reynslu og ferska sýn á reksturinn sem ekki má vanmeta og til þessa hefur fyrirtækinu auðnast að ráða til sín einvalalið yngra starfsfólks sem hefur þegar sett mark sitt á reksturinn. Aðaláskorunin hefur því verið fólgin í að skapa eldri starfsmönnum tækifæri til að miðla sérhæfðri reynslu sinni og þekkingu til þeirra sem taka við keflinu og hefur ráðningum nýrra starfsmanna verið flýtt eins og kostur hefur verið til að skapa farveg til þess.
ORKUSALAN
35
Auglýsingar Orkusölunnar hafa alltaf vakið eftirtekt.
Orkusalan 2018 Orkusalan ehf. er dótturfyrirtæki í 100% eigu RARIK og var 2018 tólfta heila starfsár þess en tilgangur rekstrarins er fyrst og fremst sá að annast framleiðslu og sölu á raforku. Með breytingum á raforkulögum, sem gerðar voru í janúar 2005, var sala á raforku gefin frjáls til að innleiða samkeppni í raforkusölu. Orkusalan starfar einungis á samkeppnismarkaði og er með um þriðjungs markaðshlutdeild í raforkusölu á almennum markaði auk þess að eiga og reka fimm virkjanir víða um land. Starfsmenn Orkusölunnar voru 15 í árslok 2018.
Afkoma ársins Rekstrartekjur ársins voru 6.145 milljónir kr. og rekstrargjöld 4.857 milljónir kr. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam því 1.288 milljónum kr. EBITDA-hlutfall ársins 2018 var 24,4%. Hrein fjármagnsgjöld námu 45 milljónum kr. og að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar og skatta er hagnaður samkvæmt rekstrarreikningi 994 milljónir kr. samanborið við 1.117 milljónir kr. árið 2017.
Nýtt merki Orkusölunnar.
Samkvæmt efnahagsreikningi í árslok 2018 voru heildareignir 13.838 milljónir kr. Heildarskuldir voru 3.726 milljónir kr. og eigið fé 10.112 milljónir kr. Eiginfjárhlutfall Orkusölunnar er 73,1%. Hagnaður ársins var um 40 milljónum kr. undir áætlun en annar rekstrarkostnaður var nokkru hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á árinu voru 13,8 ársverk hjá Orkusölunni samanborið við 13,0 árið 2017.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
36
ORKUSALAN
Framleiðsla og innkaup Heildarmarkaður Orkusölunnar á árinu 2018 var rúm 1,1 TWst. Eins og gengur sveiflaðist notkun yfir og undir áætlun í einstökum mánuðum en í heild var markaður ársins 0,5% undir áætlun. Ekki hafa enn náðst samningar við Landsvirkjun til lengri tíma sem henta markaði Orkusölunnar. Orkusalan hefur þó aðgang að eins til fimm ára grunnorkusamningum við Landsvirkjun frá og með árinu 2019. Hingað til hefur Landsvirkjun ekki boðið upp á aðra samninga til lengri tíma sem henta almennum markaði þar sem einstaklingar og fyrirtæki, fyrir utan stóriðju, kaupa rafmagn. Slíkir samningar voru í boði hjá Landsvirkjun fram til ársins 2017. Á árinu 2018 keypti Orkusalan mest af raforku af Landsvirkjun en einnig af Orku náttúrunnar og HS Orku. Skammtímakaup Orkusölunnar voru tæplega 10% af markaði ársins. Ekki er alltaf hægt að ganga að því vísu að nægt framboð sé af skammtímaorku í landinu en Orkusalan þarf alltaf að geta gengið að tryggri orku til að anna þeim náttúrulegu sveiflum sem eru á markaði fyrirtækisins. Nú ber í raun enginn ábyrgð á að til sé næg orka fyrir almennan markað á Íslandi og er það töluvert áhyggjuefni fyrir fyrirtæki eins og Orkusöluna. Orkuvinnsla virkjana var 273 GWst sem er sambærilegt við síðasta ár og tvö bestu ár Orkusölunnar þegar kemur að orkuvinnslu. Í Skeiðsfossvirkjun var skipt um yfirfallsloku og unnið að endurbótum á einu af íbúðarhúsum virkjunarinnar. Þá var snjósleði virkjunarinnar endurnýjaður. Áfram var unnið að frágangi vegna endurnýjunar Grímsárvirkjunar. Brautir fyrir inntaksristar virkjunarinnar voru lengdar og plan malbikað. Þá var endurnýjuð ein bifreið sem þjónar virkjunum Orkusölunnar á Austurlandi. Upptaka á eldri vél Lagarfossvirkjunar var undirbúin en gert er ráð fyrir að rekstur hennar verði stöðvaður vegna þessa á síðari hluta árs 2019 og fram á árið 2020. Almennt hefur rekstur virkjana Orkusölunnar gengið vel og litlar truflanir voru á rekstri þeirra á árinu.
Rannsóknir og þróun Orkusalan hefur í nokkur ár undirbúið virkjun Hólmsár í Vestur-Skaftafellssýslu í samstarfi við Landsvirkjun og er Orkusalan með helmingshlutdeild í þessu verkefni á móti Landsvirkjun. Reiknað er með að uppsett afl virkjunarinnar verði um 65 MW og gert er ráð fyrir að öll sú orka sem Orkusalan fær frá virkjuninni fari á almennan markað. Í þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem lögð var fram á Alþingi haustið 2016, kemur fram að Hólmsárvirkjun með miðlun við Atley skuli raðað í biðflokk. Í ljósi þessa hefur Orkusalan einungis gert grunnrannsóknir á vatnafari og aurburði vegna Hólmsárvirkjunar. Önnur vinna við virkjunarkostinn hefur legið niðri undanfarin misseri og mun gera áfram þar til ljóst er hvort heimild fæst til virkjunar Hólmsár. Orkusalan skoðar ýmsar aðrar leiðir til orkuöflunar félagsins eins og virkjun smærri vatnsaflskosta, jarðvarma og vindorku. Á árinu var haldið áfram að leita að virkjunarkostum sem hentað gætu Orkusölunni og var sótt um og fengin nokkur ný rannsóknarleyfi. Um er að ræða leyfi til að rannsaka Bessastaðaá, Gilsá, Köldukvísl, Ódáðavötn og í Tungudal. Einnig var sótt um rannsóknarleyfi fyrir Kaldá og Ásdalsá og fékkst það leyfi í byrjun árs 2019. Á öllum þessum stöðum voru hafnar rennslis-
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
ORKUSALAN
37
Orkusalan sendi fyrsta rafbílinn hringinn í kringum landið á tæpum sólarhring á árinu.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
38
ORKUSALAN
List í ljósi á Seyðisfirði.
mælingar og er von á fyrstu niðurstöðum með vorinu. Nokkrir aðrir virkjunarkostir eru til skoðunar hjá Orkusölunni en þeir eru skemur á veg komnir og verða athugaðir nánar á árinu 2019. Rannsóknir á vindorku héldu áfram á árinu með áherslu á hagkvæmni, stærð og staðarval sem henta starfsemi og markaði Orkusölunnar. Á árinu keypti Orkusalan allt hlutafé í Sunnlenskri orku ehf. en félagið hefur undanfarin ár undirbúið virkjun jarðvarma í Ölfusdal.
Sala og markaðsmál Á árinu var áfram unnið markvisst að því byggja upp ímynd Orkusölunnar sem ferskt og leiðandi fyrirtæki á raforkumarkaði. Merki félagsins var endurhannað en það hafði verið óbreytt frá stofnun fyrirtækisins. Samhliða því var öll ásýnd Orkusölunnar endurskoðuð og útbúin ný auglýsingaherferð til stuðnings nýrri ásýnd. Auglýsingar Orkusölunnar hafa ávallt vakið eftirtekt og aukið vitneskju almennings um fyrirtækið. Samkvæmt vörumerkjamælingu Gallup hefur þekking á Orkusölunni aldrei mælst meiri en á árinu 2018 þegar Orkusalan mældist hæst þeirra fyrirtækja sem starfa á hennar markaði. Vefur Orkusölunnar var endurhannaður í samræmi við nýja ásýnd og hlaut hann tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna. Þá er hafin vinna við að endurnýja
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
ORKUSALAN
39
þjónustuvef Orkusölunnar með rafræna þjónustu að leiðarljósi. Orkusalan nýtir alla helstu samfélagsmiðla og er nú þegar á Facebook, Instagram, Twitter, LinkedIn og Spotify. Orkusalan leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð og á árinu var haldið áfram að vinna að skilgreindum verkefnum sem tengjast henni. Í upphafi árs afskráði Orkusalan upprunaábyrgðir fyrir allan raforkumarkað félagsins. Með því gerir Orkusalan viðskiptavinum sínum kleift að fá Grænt ljós þar sem öll raforkusala fyrirtækisins er vottuð með upprunaábyrgðum sem 100% endurnýjanleg. Í þessu felast tækifæri fyrir viðskiptavini Orkusölunnar til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun skiptir máli og eykur samkeppnishæfni. Orkusalan hefur verið leiðandi á þessu sviði og var lengi vel eina orkufyrirtækið á Íslandi sem seldi öllum viðskiptavinum sínum orku sem er vottuð með upprunaábyrgð 100% endurnýjanleg. Orkusalan vann áfram að innviðauppbyggingu fyrir rafbíla en Ísland er í lykilstöðu til að leiða rafbílavæðingu heimsins. Orkusalan tók af skarið og sendi fyrsta rafbílinn hringinn í kringum landið á tæpum sólarhring. Með þessi vildi fyrirtækið sýna að rafbílar draga nú nánast jafn langt og bílar sem knúnir eru öðrum orkugjöfum. Á árinu hlaut Orkusalan íslensku auglýsingaverðlaunin Lúðurinn í flokki umhverfisaug-
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
40
ORKUSALAN
lýsinga og viðburða fyrir tónleika Páls Óskars Hjálmtýssonar í Laugardalshöll. Það þótti í senn frumlegt og skemmtilegt hvernig rafmagnið var tekið af Höllinni og sett aftur á með einu símtali við Orkusöluna. Þá bauð Orkusalan í opið hús í Rjúkandavirkjun í Ólafsvík. Fjölmargir heimsóttu virkjunina að því tilefni og þótti viðburðurinn heppnast sérstaklega vel. Orkusalan var áfram í góðu stuði á árinu og sá m.a. til þess, eins og undanfarin ár, að tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður átti sinn fasta sess meðal landsmanna um páskana. Þá var Orkusalan einn af bakhjörlum Listar í ljósi, hátíðar sem ætlað er að breyta Seyðisfirði í ljóslifandi kraumandi suðupott vel skipulagðra listviðburða. Orkusalan var einnig aðalstyrktaraðili Vetrarhátíðar í Reykjavík. Árið 2018 var Orkusalan sjöunda árið í röð í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi að mati Creditinfo á árinu 2018, en einungis um 2% fyrirtækja á Íslandi komust í þann hóp. Alla þessa þætti má rekja til þess markmiðs Orkusölunnar að halda áfram að byggja upp sterkt viðskiptasamband við viðskiptavini sína með aukna þjónustu að leiðarljósi. Árangurinn af þessu starfi hefur skilað aukinni vitund um fyrirtækið, jákvæðu viðhorfi til þess og fjölgun viðskiptavina en þeim hefur fjölgað stöðugt frá stofnun Orkusölunnar og hafa aldrei verið fleiri en nú. Orkusölunni er annt um umhverfi sitt og samfélag, hún er í góðu sambandi við viðskiptavini sína og hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum sem þeim tengjast. Þar á meðal má nefna íþróttafélög og félagasamtök.
Horfur í rekstri Horfur í rekstri Orkusölunnar eru góðar og reksturinn traustur. Gert er ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBITDA) ársins 2019 verði 1.520 milljónir kr. eða um 24,1% EBITDA-hlutfall. Það er í samræmi við markmið stjórnar Orkusölunnar. Áætluð afkoma Orkusölunnar fyrir rekstrarárið 2019 er um 1.072 milljónir kr. sem er betri afkoma en árið 2018. Þó er ljóst að sú óvissa sem enn ríkir um orkuöflun Orkusölunnar veikir og getur haft skaðleg áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Orkusölunni hefur enn ekki tekist að fá sveigjanlega samninga til lengri tíma við Landsvirkjun í stað þeirra langtímasamninga sem runnu út í árslok 2016 og enn er Hólmsárvirkjun neðri við Atley raðað í biðflokk rammaáætlunar. Á meðan ekki hafa verið gerðir nýir langtímasamningar við Landsvirkjun ríkir nokkur óvissa um afkomu Orkusölunnar til lengri tíma.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
RARIK ORKUÞRÓUN
41
Orkusalan var aðalstyrktaraðili Vetrarhátíðar í Reykjavík.
RARIK Orkuþróun ehf. 2018 RARIK Orkuþróun ehf. er dótturfélag RARIK ohf. sem haldið hefur utan um ráðgjafar- og þróunarverkefni RARIK á samkeppnismarkaði hér heima og erlendis. Árið 2018 var ellefta rekstrarár félagsins. RARIK Orkuþróun er hluthafi í félaginu Sjávarorku ehf. sem stofnað var árið 2001. Sjávarorka hefur frá stofnun staðið fyrir ýmsum rannsóknum í Hvammsfirði og á sundunum við Stykkishólm. Árið 2016 var gefin út lokaskýrsla um mælingar sem fram höfðu farið undangengin ár, en rannsóknarleyfi sem félagið hafði rann út í árslok 2016. Lítil starfsemi var í félaginu á liðnu ári. Sunnlensk orka ehf. (SO) er dótturfélag RARIK Orkuþróunar. Félagið var stofnað fyrir nær tveimur áratugum, m.a. til að standa að virkjun jarðhita í og við Grændal til framleiðslu og sölu á orku í formi heits vatns, gufu og raforku. Félagið hefur m.a. sótt um nýtingarleyfi á jarðvarmanum í Ölfusdal, en ekki fengið afgreiðslu þess erindis. Sunnlensk orka var seld til Orkusölunnar í árslok 2018. RARIK Turkison Enerji Ltd. (RTE) er fyrirtæki sem komið var á laggirnar í Tyrklandi árið 2008 og er í liðlega helmingseigu RARIK Orkuþróunar. RTE á fjórðungshlut í fyrirtækinu Nemrut Jeotermal Elektrik (NJE) sem stofnað var 2013 til að rannsaka og nýta jarðvarmalindir í Austur-Tyrklandi. Fyrirtækið er með nýtingarleyfi til 30 ára á Nemrut-svæðinu, en mun þurfa að hefja boranir á næstu árum til að halda því. Zorlu Enerji á 75% hlut í NJE og er leiðandi í fjármögnun og þróun þess. Gert var ráð fyrir því að ráðast í frekari yfirborðsrannsóknir við eldfjallið Nemrut á árinu 2018 til að ljúka þeim rannsóknum á svæðinu sem nauðsynlegar eru áður en ákvarðanir um djúpboranir verða teknar. Það hefur frestast vegna ástandsins í austurhluta Tyrklands og ekki liggja fyrir endanlegar ákvarðanir um hvenær ráðist verður í þær. Framkvæmdastjóri RARIK Orkuþróunar ehf. lét af störfum árið 2017 og hefur starfsemi félagsins dregist saman.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
42
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
43
Samstæðuársreikningur Rarik ohf. 2018
Ísing hreinsuð af vír.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
44
Unnið að viðgerð í Fellum.
EFNISYFIRLIT ÁRSREIKNINGS 2018 Bls.
Bls.
Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra
45
Skýringar
55-77
Áritun endurskoðenda
47
Yfirlýsing um stjórnarhætti
78
Rekstrarreikningur ársins 2018
50
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
80
Yfirlit um heildarafkomu ársins 2018
51
English Summary
84
Efnahagsreikningur 31. desember 2018
52
Eiginfjáryfirlit árið 2018
53
Sjóðstreymisyfirlit ársins 2018
54
Athugið! Sá reikningur sem hér birtist er eftirprentun og því er ekki hægt að útiloka ritvillur. Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna nema annað sé tekið fram.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRSLA OG YFIRLÝSING STJÓRNAR OG FORSTJÓRA
45
SKÝRSLA OG YFIRLÝSING STJÓRNAR OG FORSTJÓRA Rarik ohf. var stofnað 1. ágúst 2006 og tók yfir rekstur og eignir Rafmagnsveitna ríkisins. Meginstarfsemi Rarik, móðurfélagsins, er rekstur dreifiveitu sem starfar skv. lögum nr. 65 frá 2003 og nær dreifiveitusvæðið til meginhluta landsins utan höfuðborgarsvæðisins, Vestfjarða og Reykjaness. Auk þess rekur Rarik fimm hitaveitur, jarðvarmaveitur í Búðardal, Blönduósi, Skagaströnd og Siglufirði og fjarvarmaveitur á Seyðisfirði og á Höfn í Hornafirði. Framleiðsla og sala rafmagns er í höndum dótturfélagsins Orkusölunnar ehf. auk þróunar og uppbyggingar orkukerfa innanlands. Rarik Orkuþróun ehf. hefur umsjón með einu erlendu verkefni og Ljós- og gagnaleiðari ehf. hefur umsjón með ljósleiðurum sem lagðir hafa verið með jarðstrengjum. Dótturfélögin eru alfarið í eigu Rarik ohf. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Rarik ohf. og dótturfyrirtækja. Samkvæmt rekstrarreikningi námu tekjur samstæðunnar 16.637 milljónum króna, rekstrargjöld 13.022 milljónum króna og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam 3.615 milljónum króna. Fjármagnsgjöld nettó námu 1.274 milljónum króna. Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets hf. voru jákvæð um 909 milljónir króna. Hagnaður ársins 2018 að teknu tilliti til tekjuskatts nam 2.781 milljónum króna. Þýðingarmunur hlutdeildarfélags, sem færður er meðal annarra tekna og gjalda færðra á eigið fé, var jákvæður um 931 milljónir króna og nam því heildarhagnaður ársins 3.712 milljónum króna. Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 65.953 milljónum króna í árslok. Eigið fé samstæðunnar nam 41.132 milljónum króna eða 62% af heildareignum. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður til hluthafa á árinu 2019 að fjárhæð 310 milljónum króna. Að öðru leyti er vísað til ársreikningsins varðandi ráðstöfun hagnaðar og breytingar á eigin fé. Hlutafé félagsins nam 5.000 milljónum króna og er það allt í eigu ríkissjóðs og breyttist fjöldi hluthafa ekki á árinu. Í stjórn félagsins sitja þrjár konur og tveir karlmenn. Stjórn Rarik ohf. uppfyllir því skilyrði 63. gr. laga um hlutafélög um hlutföll kynja í stjórn. Vísað er til skýringar nr. 26 vegna áhættustýringar samstæðunnar.
Stjórnarhættir Stjórn Rarik ohf. leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og hefur sett sér starfsreglur þar sem valdsvið stjórnar er skilgreint og verksvið gagnvart forstjóra. Starfsreglur stjórnar voru síðast endurskoðaðar í júní 2018. Nánari grein er gerð fyrir stjórnarháttum í sérstakri yfirlýsingu um stjórnarhætti sem fylgir ársreikningnum.
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf Í ársreikningalögum er krafa um að í yfirliti með skýrslu stjórnar tiltekinna félaga skuli fylgja upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og mútumálum. Þá skal yfirlitið hafa að geyma stutta lýsingu á viðskiptalíkani félagsins, ófjárhagslega lykilmælikvarða og fleira. Hafi félagið ekki stefnu í tengslum við eitt eða fleiri mál samkvæmt lagagreininni skal gera skýra og rökstudda grein fyrir því í yfirlitinu. Félagið telst eining tengd almannahagsmunum og fellur undir fyrrnefndar kröfur um upplýsingagjöf sem koma til vegna innleiðingar á tilskipun Evrópusambandsins. Félagið birtir því með ársreikningi þessum sérstakan viðauka: Ófjárhagslegar upplýsingar.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
46
SKÝRSLA OG YFIRLÝSING STJÓRNAR OG FORSTJÓRA
Yfirlýsing stjórnar og forstjóra Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og forstjóra er ársreikningur samstæðunnar í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og er það álit stjórnar og forstjóra að ársreikningurinn gefi glögga mynd af eignum, skuldum og fjárhagsstöðu 31. desember 2018 og rekstrarafkomu samstæðunnar og breytingu á handbæru fé á árinu 2018. Jafnframt er það álit stjórnar og forstjóra að ársreikningurinn gefi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri félagsins, stöðu þess og lýsi helstu áhættuþáttum sem fyrirtækið býr við. Stjórn og forstjóri Rarik ohf. hafa í dag yfirfarið samstæðuársreikning félagsins fyrir árið 2018 og staðfesta hann með undirritun sinni og leggja til við aðalfund félagsins að samþykkja ársreikninginn. Reykjavík, 28. febrúar 2019 Í stjórn Rarik ohf
Birkir Jón Jónsson formaður
Álfheiður Eymarsdóttir
Arndís Soffía Sigurðardóttir
Valgerður Gunnarsdóttir
Kristján L. Möller
Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
ÁRITUN ENDURSKOÐENDA
47
ÁRITUN ENDURSKOÐENDA Til stjórnar og hluthafa Rarik ohf.
Álit Við höfum endurskoðað meðfylgjandi samstæðuársreikning Rarik ohf. fyrir árið 2018. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, yfirlit um heildarafkomu, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Það er álit okkar að samstæðuársreikningurinn gefi glögga mynd af efnahag samstæðunnar 31. desember 2018, afkomu hennar og breytingu á handbæru fé á árinu 2018, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.
Grundvöllur fyrir áliti Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst í kaflanum um ábyrgð endurskoðanda hér á eftir. Við erum óháðir Rarik ohf. og í samræmi við settar siðareglur fyrir endurskoðendur höfum við uppfyllt ákvæði þeirra. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að undirbyggja álit okkar.
Megináherslur við endurskoðunina Megináherslur við endurskoðunina eru þau atriði, sem að okkar faglega mati, hafa mesta þýðingu fyrir endurskoðun okkar á ársreikningi samstæðunnar árið 2018. Þessi atriði voru yfirfarin við endurskoðun á samstæðuársreikningnum og höfð til hliðsjónar við ákvörðun á viðeigandi áliti á honum. Í áritun okkar látum við ekki í ljós sérstakt álit á hverju þeirra fyrir sig.
Virðismat virkjana og veitukerfa Virkjanir og veitukerfi eru verðmætustu eignir samstæðunnar og virðismat þeirra er háð mati stjórnenda og því teljum við það vera megináhersla við endurskoðun okkar. Virkjanir og veitukerfi samstæðunnar eru færð samkvæmt endurmatsaðferð og nam bókfært verð þeirra í árslok 2018 45,1 ma. kr. sem nemur um 68% af efnahagsreikningi félagsins. Endurmat er framkvæmt með reglubundnum hætti, þegar stjórnendur meta það að verulegar breytingar hafi orðið á rekstrarvirði eignanna. Mat á rekstrarvirði eignanna er byggt á sjóðstreymisgreiningu. Eignirnar voru endurmetnar í lok árs 2017 og er það mat stjórnenda að ekki séu forsendur til frekara endurmats á árinu 2018. Að því er varðar mat á virði eignanna, vísum við að öðru leyti í skýringu 12 um rekstrarfjármuni og í skýringu 31, liður e, um mikilvægar reikningsskilaaðferðir. Endurskoðun okkar beindist að mati stjórnenda á rekstrarvirði virkjana og veitukerfa við árslok 2018. Við fórum yfir aðferðafræði virðismatsins og hvort breytingar hafi orðið á henni á milli ára. Við fórum jafnframt yfir helstu forsendur stjórnenda fyrir matinu m.a.: • Áætlanir sem byggt er á við útreikninga virðismatsins. • Mat á veginni meðalarðsemi (WACC) og forsendur útreikninganna. Við mátum hvort útreikningar virðismats væru unnir í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla og einnig lögðum við mat á hvort skýringar í ársreikningnum varðandi virðismatið væru viðeigandi. Við höfum einnig yfirfarið mat stjórnenda á afskriftum virkjana og veitukerfa sem og endurmats og hvort það samræmist alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
48
ÁRITUN ENDURSKOÐENDA
Aðrar upplýsingar Stjórnendur bera ábyrgð á öðrum upplýsingum. Aðrar upplýsingar innifela skýrslu stjórnar, ófjárhagslega upplýsingagjöf og stjórnarháttayfirlýsingu félagsins sem finna má í viðauka með ársreikningnum. Álit okkar á ársreikningnum nær ekki yfir aðrar upplýsingar og við ályktum hvorki um, né veitum staðfestingu á efni þeirra ef frá er talin sú staðfesting varðandi skýrslu stjórnar sem fram kemur hér á eftir. Í tengslum við endurskoðun okkar berum við ábyrgð á að lesa framangreindar upplýsingar og skoða hvort þær séu í verulegu ósamræmi við ársreikninginn eða þekkingu okkar sem við höfum aflað við endurskoðunina eða virðast að öðru leyti innifela verulegar skekkjur. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu, byggt á þeirri vinnu sem við höfum framkvæmt, að það séu verulegar skekkjur í öðrum upplýsingum ber okkur að skýra frá því. Það er ekkert sem við þurfum að skýra frá hvað þetta varðar. Við staðfestum að samkvæmt okkar bestu vitund eru í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi þessum veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum.
Ábyrgð stjórnar og forstjóra á samstæðuársreikningnum Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga. Stjórn og forstjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu ársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Við gerð ársreikningsins eru stjórn og forstjóri ábyrg fyrir því að meta rekstrarhæfi Rarik ohf. Ef við á, skulu stjórn og forstjóri setja fram viðeigandi skýringar um rekstrarhæfi og hvers vegna þau ákváðu að beita forsendunni um rekstrarhæfi við gerð og framsetningu ársreikningsins, nema stjórn og forstjóri hafi ákveðið að leysa félagið upp eða hætta starfsemi, eða hafi enga aðra raunhæfa möguleika. Stjórn og endurskoðunarnefnd skulu hafa eftirlit með gerð og framsetningu ársreikningsins.
Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun samstæðuársreikningsins Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka og að gefa út áritun sem felur í sér álit okkar. Nægjanleg vissa er mikil vissa, en ekki trygging þess að endurskoðun sem framkvæmd er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni uppgötva allar verulegar skekkjur séu þær til staðar. Skekkjur geta orðið vegna mistaka eða sviksemi og eru álitnar verulegar ef þær gætu haft áhrif á fjárhagslega ákvarðanatöku notenda ársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
ÁRITUN ENDURSKOÐENDA
49
Endurskoðun okkar er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla og hún byggir á faglegri dómgreind og gagnrýni. Við framkvæmum einnig eftirfarandi: • Greinum og metum hættuna á verulegri skekkju í ársreikningnum, hvort sem er vegna mistaka eða sviksemi, skipuleggjum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeirri hættu og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að undirbyggja álit okkar. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, fölsun, villandi framsetningu ársreiknings, að einhverju sé viljandi sleppt eða að farið sé fram hjá innri eftirlitsaðgerðum. • Öflum skilnings á innra eftirliti, í þeim tilgangi að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki í þeim tilgangi að veita álit á virkni innra eftirlits félagsins. • Metum hvort reikningsskilaaðferðir og reikningshaldslegt mat stjórnenda ásamt tengdum skýringum séu viðeigandi. • Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um rekstrarhæfi og metum á grundvelli endurskoðunarinnar hvort verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi eða hvort aðstæður séu til staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum ársreikningsins í áritun okkar. Ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi þurfum við að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að síður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni valdið óvissu um rekstrarhæfi félagsins. Engin ástæða er til að efast um forsendur stjórnenda um rekstrarhæfi samstæðunnar. • Metum í heild sinni hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum, metum framsetningu, uppbyggingu, innihald og þar með talið skýringar með tilliti til glöggrar myndar. Okkur ber skylda til að upplýsa stjórn og endurskoðunarnefnd meðal annars um áætlað umfang og tímasetningu endurskoðunarinnar og mikilvæg atriði sem komu upp í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka á innra eftirliti sem komu fram í endurskoðuninni, ef við á. Við höfum einnig lýst því yfir við stjórn og endurskoðunarnefnd að við höfum uppfyllt skyldur siðareglna um óhæði og höfum miðlað til þeirra upplýsingum um tengsl eða önnur atriði sem gætu mögulega haft áhrif á óhæði okkar og þar sem viðeigandi er, hvaða varnir við höfum sett til að tryggja óhæði okkar. Af þeim atriðum sem við höfum upplýst stjórn og endurskoðunarnefnd um, lögðum við mat á hvaða atriði höfðu mesta þýðingu í endurskoðuninni á yfirstandandi ári og eru það megináherslur í endurskoðuninni. Við lýsum þessum atriðum í áritun okkar nema lög og reglur leyfi ekki að upplýst sé um slík atriði eða í undantekningartilfellum þegar endurskoðandinn metur að ekki skuli upplýsa um viðkomandi atriði þar sem neikvæðar afleiðingar upplýsinganna eru taldar vega þyngra en almannahagsmunir. Ríkisendurskoðun, 28. febrúar 2019
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi
Óskar Sverrisson endurskoðandi
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
50
REKSTRARREIKNINGUR
REKSTRARREIKNINGUR ÁRSINS 2018 Skýr.
2018
2017
5.581.351 9.459.787 655.249 940.221 16.636.608
4.979.308 8.361.212 565.020 980.169 14.885.709
4.512.470 6.605.046 1.904.480 13.021.995
4.149.596 6.139.688 1.593.976 11.883.260
Rekstrarhagnaður
3.614.612
3.002.449
Fjármunatekjur................................................................................................................................................. Fjármagnsgjöld................................................................................................................................................
233.597 (1.507.097) (1.273.500)
214.054 (920.376) (706.322)
2.341.113
2.296.127
909.000
670.177
3.250.113
2.966.303
(469.080)
(459.097)
2.781.032
2.507.206
21
0,56
0,50
9
3.614.612 1.954.782 5.569.394
3.002.449 1.764.350 4.766.799
Rekstrartekjur Raforkusala.......................................................................................................................................................... Dreifing raforku............................................................................................................................................... Sala á heitu vatni........................................................................................................................................... Aðrar tekjur..........................................................................................................................................................
6
Rekstrargjöld Orkukaup og orkuframleiðsla............................................................................................................ Rekstur veitukerfa....................................................................................................................................... Annar rekstrarkostnaður........................................................................................................................ 7
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)
10 Hagnaður fyrir áhrif hlutdeildarfélags og tekjuskatt Áhrif hlutdeildarfélags.............................................................................................................................
13
Hagnaður fyrir tekjuskatt Tekjuskattur........................................................................................................................................................
11
Hagnaður ársins ..............................................................................................................................................
Hagnaður á hlut Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut....................................................................
EBITDA og afskriftir Rekstrarhagnaður......................................................................................................................................... Afskriftir.................................................................................................................................................................. EBITDA.....................................................................................................................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Skýringar á bls. 55 til 77 eru óaðskiljanlegur hluti ársreikningsins.
HEILDARAFKOMA
51
YFIRLIT UM HEILDARAFKOMU ÁRSINS 2018 Skýr.
2018
2017
2.781.032
2.507.206
930.555
(601.158)
Heildarhagnaður ársins .............................................................................................................................
3.711.587
1.906.048
Skýringar á bls. 55 til 77 eru óaðskiljanlegur hluti ársreikningsins.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
Hagnaður ársins .................................................................................................................................................. Aðrar tekjur og gjöld færð á eigið fé Sem kunna að verða endurflokkaðar í rekstrarreikning Þýðingarmunur hlutdeildarfélaga.....................................................................................................
13
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
52
EFNAHAGSREIKNINGUR
EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2018 Skýr.
2018
2017
Óefnislegar eignir ................................................................................................................... Rekstrarfjármunir .................................................................................................................... Eignarhlutir í hlutdeildarfélagi ....................................................................................... Eignarhlutir í öðrum félögum ......................................................................................... Skuldabréfaeign ...................................................................................................................... Fastafjármunir samtals
12 12 13 14 16
389.384 46.288.882 9.673.367 27.134 16.333 56.395.101
229.344 44.673.613 7.901.353 26.013 0 52.830.323
Birgðir .............................................................................................................................................. Næsta árs afborgun skuldabréfaeignar ................................................................ Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ........................................................ Markaðsverðbréf ..................................................................................................................... Handbært fé .............................................................................................................................. Veltufjármunir samtals
17 16 18 19 19
1.009.178 1.316 2.431.416 5.616.398 499.554 9.557.862
791.561 0 2.151.599 2.355.286 336.525 5.634.972
Eignir samtals
65.952.964
58.465.295
Hlutafé ........................................................................................................................................... Yfirverðsreikningur ................................................................................................................ Endurmatsreikningur ........................................................................................................... Þýðingarmunur ......................................................................................................................... Bundinn hlutdeildarreikningur ....................................................................................... Óráðstafað eigið fé ............................................................................................................... Eigið fé samtals
5.000.000 6.756.019 13.241.506 (848.814) 4.697.649 12.285.419 41.131.779
5.000.000 6.756.019 13.682.457 (1.779.369) 2.860.674 11.210.410 37.730.192
22 23 15 24
19.024.360 804.876 672.651 61.132 20.563.020
15.365.630 747.379 818.050 0 16.931.059
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir ......................................................
25
1.919.847
2.048.464
Tekjuskattur til greiðslu ..................................................................................................... Skuldir við lánastofnanir og næsta árs afborganir ....................................... Skammtímaskuldir samtals
11 22
621.493 1.716.824 4.258.164
548.783 1.206.797 3.804.044
Skuldir samtals
24.821.184
20.735.103
Eigið fé og skuldir samtals
65.952.964
58.465.295
Eignir
Eigið fé
20
Langtímaskuldir Skuldir til langs tíma ............................................................................................................. Skuldbinding vegna niðurrifs ......................................................................................... Tekjuskattsskuldbinding ................................................................................................... Lífeyrisskuldbinding .............................................................................................................. Langtímaskuldir samtals Skammtímaskuldir
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Skýringar á bls. 55 til 77 eru óaðskiljanlegur hluti ársreikningsins.
EIGINFJÁRYFIRLIT
53
EIGINFJÁRYFIRLIT ÁRIÐ 2018
Hlutafé
Yfirverðs- Endurmatsreikningur reikningur
Bundinn Þýðingar- hlutdeildar- Óráðstafað munur reikningur eigið fé
Samtals
1. janúar til 31. desember 2017 Eigið fé 1. janúar 2017 ........................... Heildarhagnaður ársins ........................... Hlutdeild í hagnaði flutt á bundinn hlutdeildarreikning .............................. Arður móttekinn frá dótturfélagi ..... Endurmat leyst upp á móti afskriftum og tekjuskatti ............... Greiddur arður 0,06 kr á hlut ............... Eigið fé 31. desember 2017 ...............
5.000.000
6.756.019 14.175.016 ( 1.178.211) 0 ( 601.158)
882.902 10.498.418 36.134.144 0 2.507.206 1.906.048 1.787.617 (1.787.617) (100.000) 100.000
(492.558)
0 0
290.155
5.000.000
6.756.019 13.682.457 ( 1.779.369)
202.403 0 (310.000) (310.000) 2.860.674 11.210.410 37.730.192
5.000.000
6.756.019 13.682.457 ( 1.779.369) 0 930.555
2.860.674 11.210.410 37.730.192 2.781.032 3.711.587
1. janúar til 31. desember 2018 Eigið fé 1. janúar 2018 ........................... Heildarhagnaður ársins ........................... Hlutdeild í hagnaði flutt á bundinn hlutdeildarreikning .............................. Arður móttekinn frá dóttur- og hlutdeildarfélögum ............................. Endurmat leyst upp á móti afskriftum og tekjuskatti ............... Greiddur arður 0,06 kr á hlut ............... Eigið fé 31. desember 2018 ...............
0
(440.951) 5.000.000
6.756.019 13.241.506
Skýringar á bls. 55 til 77 eru óaðskiljanlegur hluti ársreikningsins.
1.904.007 (1.904.007)
0
(317.540)
0
317.540
250.511
( 848.814)
190.440 0 (310.000) (310.000) 4.697.649 12.285.419 41.131.779
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
54
SJÓÐSTREYMISYFIRLIT
SJÓÐSTREYMISYFIRLIT ÁRSINS 2018 Skýr.
2018
2017
2.781.032
2.507.206
(35.441) (25.011) 61.132 1.954.782 (909.000) 1.273.499 469.080 5.570.074
3.557 (30.157) 0 1.764.350 (670.177) 706.322 459.098 4.740.198
Birgðir, (hækkun) lækkun .............................................................................................................. Skammtímakröfur, (hækkun) ..................................................................................................... Skammtímaskuldir, (lækkun) hækkun ............................................................................... Handbært fé frá rekstri fyrir vexti og skatta
(217.617) (275.766) (141.326) 4.935.365
11.267 (352.039) 747.713 5.147.140
Innheimtar vaxtatekjur ............................................................................................................................ Greidd vaxtagjöld .......................................................................................................................................... Greiddur tekjuskattur ................................................................................................................................ Handbært fé frá rekstri
27.991 (666.674) (541.364) 3.755.317
37.869 (625.429) (607.364) 3.952.215
12 12
(3.585.038) (160.040) 50.428 (17.500) (3.056.983) 68.247 (6.700.886)
(3.179.694) (229.344) 10.695 0 1.033.388 722 (2.364.233)
20 22 22
(310.000) 4.762.300 (1.344.941) 3.107.359
(310.000) 0 (1.430.043) (1.740.043)
161.790 1.238 336.525 499.554
(152.061) (6.463) 495.049 336.525
Rekstrarhreyfingar Hagnaður ársins ............................................................................................................................................. Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: (Söluhagnaður) sölutap eigna ................................................................................................. Breyting niðurrifsskuldbindingar .......................................................................................... Breyting lífeyrisskuldbindingar ............................................................................................... Afskriftir ......................................................................................................................................................... Áhrif hlutdeildarfélags .................................................................................................................... Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ...................................................................................... Tekjuskattur ............................................................................................................................................... Hreint veltufé frá rekstri fyrir vexti og skatta
23 24 9 13 10 11
Fjárfestingarhreyfingar Fjárfesting í rekstrarfjármunum .................................................................................................... Fjárfesting í óefnislegum eignum ................................................................................................ Söluverð seldra rekstrarfjármuna ................................................................................................. Móttekin skuldabréf ................................................................................................................................... Markaðsverðbréf, (hækkun) lækkun ........................................................................................... Móttekinn arður .............................................................................................................................................. Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Greiddur arður ................................................................................................................................................... Ný langtímalán ................................................................................................................................................ Afborganir langtímalána ....................................................................................................................... Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé ............................................................................................ Gengismunur af handbæru fé ....................................................................................................... Handbært fé í ársbyrjun ........................................................................................................................ Handbært fé í lok ársins ........................................................................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Skýringar á bls. 55 til 77 eru óaðskiljanlegur hluti ársreikningsins.
55
Jarðstrengjakefli á lagersvæði RARIK á Akureyri.
EFNISYFIRLIT SKÝRINGA 2018 Bls.
Bls.
1. Félagið
56
16. Skuldabréfaeign
64
2. Grundvöllur reikningsskilanna
56
17. Birgðir
64
3. Breytingar á reikningsskilaaðferðum
57
18. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur
64
4. Ákvörðun gangvirðis
58
19. Handbært fé og markaðsverðbréf
64
5. Starfsþáttayfirlit
58
20. Eigið fé
64
5. Starfsþáttayfirlit frh.:
59
21. Hagnaður á hlut
65
6. Aðrar tekjur
60
22. Vaxtaberandi skuldir
65
7. Rekstrarkostnaður
60
23. Skuldbinding vegna niðurrifs
66
8. Laun og launatengd gjöld
60
24. Lífeyrisskuldbinding
66
9. Afskriftir
61
25. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir
67
10. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
61
26. Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar 67
11. Tekjuskattur
61
27. Tengdir aðilar
71
12. Rekstrarfjármunir
62
28. Þóknun til endurskoðanda
72
13. Hlutdeildarfélög
63
29. Fyrirtæki í samstæðunni
72
14. Önnur félög
63
30. Önnur mál
72
15. Skatteign/tekjuskattsskuldbinding
63
31. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir
72
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
56
SKÝRINGAR
SKÝRINGAR 1. Félagið Rarik ohf. er opinbert hlutafélag með lögheimili að Dvergshöfða 2 í Reykjavík. Samstæðuársreikningur félagsins fyrir árið 2018 hefur að geyma ársreikning félagsins og dótturfélaga þess sem vísað er til í heild sem „samstæðunnar“ og til einstakra félaga sem „samstæðufélaga“ og hlutdeild samstæðunnar í hlutdeildarfélagi. Aðalstarfsemi samstæðunnar er framleiðsla, sala og dreifing á raforku og heitu vatni til neytenda.
2. Grundvöllur reikningsskilanna a. Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Stjórn félagsins staðfesti ársreikninginn 28. febrúar 2019. Veittar eru upplýsingar um reikningsskilaaðferðir samstæðunnar í skýringu 31.
b. Grundvöllur matsaðferða Reikningsskil samstæðunnar eru gerð á grundvelli kostnaðarverðs, að því undanskildu að eignarhlutir í öðrum félögum og markaðsverðbréf eru færð á gangvirði gegnum rekstrarreikning og virkjanir og dreifikerfi samstæðunnar eru færð á endurmetnu kostnaðarverði. Fjallað er um mat á gangvirði í skýringu nr. 4.
c. Starfrækslu- og framsetningargjaldmiðill Ársreikningur samstæðunnar er birtur í íslenskum krónum, sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins. Allar fjárhæðir eru birtar í þúsundum nema annað sé tekið fram.
d. Mat og ákvarðanir stjórnenda við beitingu reikningsskilaaðferða Gerð ársreiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að verða frábrugðnar þessu mati. Mat og forsendur þess eru endurskoðaðar reglulega og eru áhrifin af breytingum færð á því tímabili sem breyting er gerð og jafnframt á síðari tímabilum ef breytingin hefur áhrif á þau. Upplýsingar um mat stjórnenda og ákvarðanir teknar við beitingu reikningsskilaaðferða sem hafa veruleg áhrif á ársreikninginn er að finna í eftirfarandi skýringum: - Skýring nr. 4 - ákvörðun gangvirðis - Skýring nr. 23 - skuldbinding vegna niðurrifs
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
57
3. Breytingar á reikningsskilaaðferðum Samstæðan hefur á árinu 2018 innleitt alla nýja reikningsskilastaðla sem tóku gildi fyrir reikningsskilatímabil sem hófust 1. janúar 2018 og samþykktir hafa verið af Evrópusambandinu, þar á meðal IFRS 9 (sjá A-lið) og IFRS 15 (sjá B-lið). Innleiðing þeirra hafði ekki veruleg áhrif á reikningsskil samstæðunnar.
a. IFRS 15 Tekjur af samningum við viðskiptavini IFRS 15 veitir ítarlegar leiðbeiningar og viðmið sem beita skal við að ákvarða hvort og hvenær tekjur eru skráðar og fjárhæð þeirra. Staðallinn kemur í stað IAS 18, Tekjur, IAS 11, Verksamningar og tengdra túlkana. Samkvæmt IFRS 15 skal skrá tekjur þegar viðskiptavinur öðlast yfirráð yfir vöru eða þjónustu, en fyrri staðall byggði á að skrá tekjur þegar áhætta og ávinningur færist til viðskiptavinarins. Staðallinn hafði ekki áhrif á áður birtar fjárhæðir í efnahagsreikningi eða rekstrarreikningi og hafði heldur ekki í för með sér breytingar á tekjuskráningu samstæðunar.
b. IFRS 9 Fjármálagerningar Í IFRS 9 eru reglur um skráningu og mat á fjáreignum, fjárskuldum og samningum um kaup eða sölu á tilteknum ófjárhagslegum eignum. Staðallinn leysir af hólmi IAS 39, Fjármálagerningar: Skráning og mat. IFRS 9 heldur að mestu leyti gildandi reglum IAS 39 um flokkun og mat á fjárskuldum. Hins vegar falla niður tilteknir flokkar fjáreigna, þ.e. fjáreignir haldið til gjalddaga, útlán og kröfur og fjáreignir til sölu. Samkvæmt IFRS 9 er fjáreign við upphaflega skráningu flokkuð og metin á: afskrifuðu kostnaðarverði, á gangvirði gegnum aðra heildarafkomu eða á gangvirði gegnum rekstur. Flokkun fjármálagerninga samkvæmt IFRS 9 er almennt byggð á viðskiptalíkani félagsins um stýringu fjáreigna og sjóðsflæðis hennar. IFRS 9 hverfur frá mati á virðisrýrnun miðað við útlánatap sem þegar hefur átt sér stað samkvæmt líkani IAS 39 og kynnir til sögunnar mat á væntu útlánatapi. Hið nýja virðisrýrnunarlíkan tekur til fjáreigna á kostnaðarverði, samningseigna og skuldagerninga á gangvirði gegnum aðra heildarafkomu, en tekur til fjárfestinga í hlutabréfum. Upptaka IFRS 9 hafði ekki áhrif á eigið fé samstæðunar 1. janúar 2018 né bókfært verð fjáreigna og skulda en eftirfarandi breytingar urðu á flokkun fjármálagerninga samstæðunnar 1. janúar 2018: Fjáreignir Eignarhlutir í öðrum félögum ........................ Viðskiptakröfur ........................................................... Aðrar skammtímakröfur ..................................... Markaðsverðbréf ....................................................... Handbært fé ..................................................................
Flokkun samkvæmt IAS 39
Flokkun samkvæmt IFRS 9
Bókfært verð
Á gangvirði gegnum rekstrarreikning Lán og kröfur Lán og kröfur Á gangvirði gegnum rekstrarreikning Lán og kröfur
Á gangvirði gegnum rekstrarreikning Afskrifað kostnaðarverð Afskrifað kostnaðarverð Á gangvirði gegnum rekstrarreikning Afskrifað kostnaðarverð
26.013 2.002.132 149.467 2.355.286
Aðrar fjárskuldir Aðrar fjárskuldir Aðrar fjárskuldir
Aðrar fjárskuldir Aðrar fjárskuldir Aðrar fjárskuldir
16.572.427 1.535.135 1.062.11
336.525
Fjárskuldir Vaxtaberandi skuldir .............................................. Viðskiptaskuldir .......................................................... Aðrar skammtímaskuldir ....................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
58
4. Ákvörðun gangvirðis Nokkrar reikningsskilaaðferðir og skýringar félagsins krefjast þess að gangvirði sé ákvarðað, bæði fyrir fjáreignir og fjárskuldir og aðrar eignir og skuldir. Gangvirði hefur verið ákvarðað vegna mats og/eða skýringa samkvæmt eftirfarandi aðferðum. Þar sem við á eru frekari upplýsingar um forsendur gangvirðis eigna eða skulda í skýringum um viðkomandi eignir eða skuldir.
a. Rekstrarfjármunir Gangvirði framleiðslukerfa sem sætt hafa sérstöku endurmati er ákvarðað út frá tekjuvirði viðkomandi eignar. Það felur í sér að lagt er mat á tekjustrauma af viðkomandi eign og þeir núvirtir með viðeigandi ávöxtunarkröfu. Dreifiveita Rekstrarfjármunir dreifiveitu voru endurmetnir miðað við 31. desember 2012. Endurmatið var unnið af starfsmönnum félagsins. Endurmatið er miðað við endurmatsgrunn eigna félagsins fyrir Orkustofnun. Endurmat eigna dreifiveitu á árinu 2012 nam 3.474 milljónum kr. Óháðir sérfræðingar voru fengnir til að meta hvort vísbendingar væru um virðisrýrnun með því að meta nýtingarvirði eigna dreifiveitu. Við mat á nýtingarvirði rekstrarfjármuna dreifiveitunnar var litið til tekjumarka dreifiveitu sem lýst er í skýringu 31 j). Við ákvörðun núvirðis dreifiveitu var notast við meðaltalsfjármagnskostnað 5,01%. Vöxtur tekna dreifiveitu var metinn 0,4% - 7,9% árin 2013- 2035 en enginn vöxtur eftir það. EBITDA-hlutfall var metið 34% til 44% á spátímabilinu. Gert er ráð fyrir að nýting tekjumarka félagsins sé 100% frá árinu 2017. Ekki voru vísbendingar á virðisrýrnun miðað við framangreindar forsendur. Virkjanir Virkjanir samstæðunnar voru endurmetnar miðað við 31. desember 2012 og var endurmatið unnið af óháðum sérfræðingi. Mat tekna félags var byggt á verðum í 12 ára heildsölusamningum Landsvirkjunar. Byggt var á rekstrarkostnaði fyrri ára og hann framreiknaður. Ávöxtunarkrafa var metin 5,5%. Endurmat virkjana á árinu 2012 nam 2.325 milljónum kr.
b. Fjárfestingar í hlutabréfum Gangvirði fjáreigna, þar sem gangvirðisbreytingar eru færðar í rekstrarreikning, er fundið með hliðsjón af markaðsverði þeirra á uppgjörsdegi.
c. Viðskiptakröfur og aðrar kröfur Gangvirði viðskiptakrafna og annarra krafna er metið á núvirði vænts framtíðargreiðsluflæðis, sem afvaxtað er á markaðsvöxtum uppgjörsdags.
d. Fjárskuldir sem ekki eru afleiðusamningar Gangvirði fjárskulda, sem einungis er ákvarðað vegna skýringa, er reiknað með því að núvirða framtíðargreiðslur höfuðstóls og vaxta með markaðsvöxtum á uppgjörsdegi.
5. Starfsþáttayfirlit Félagið hefur eftirfarandi starfsþætti: Raforkudreifing Til orkudreifingar telst sá hluti starfseminnar sem er háður sérleyfi um dreifingu rafmagns samkvæmt raforkulögum, án þátttöku í sameiginlegri starfsemi s.s. yfirstjórn. Raforkusala Undir raforkusölu fellur sala og framleiðsla raforku. Annað Undir annað telst rekstur hitaveitna, kostnaður við yfirstjórn, rekstur stoðdeilda, tekjur vegna nýrra viðskiptavina og önnur starfsemi.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Skýringar á bls. 55 til 77 eru óaðskiljanlegur hluti ársreikningsins.
59
5. Starfsþáttayfirlit frh.: .Starfsþáttaupplýsingar eru birtar eftir rekstrarsviðum samstæðunnar samkvæmt skipulagi og innri upplýsingagjöf hennar. Rekstrarstarfsþættir Raforkudreifing
Raforkusala
Annað
Samtals
Tekjur frá viðskiptamönnum .......................................................... Innri sala ............................................................................................................. Tekjur samtals .............................................................................................. Rekstrarafkoma starfsþátta .......................................................... Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld samtals ................... Áhrif hlutdeildarfélaga ........................................................................ Tekjuskattur ................................................................................................... Hagnaður ársins .........................................................................................
9.459.787 9.680 9.469.467 2.807.649
5.581.351 501.859 6.083.210 1.287.686
1.595.470 140.400 1.735.870 (480.722)
16.636.608 651.938 17.288.546 3.614.612 (1.273.500) 909.000 (469.080) 2.781.032
Eignir starfsþátta .....................................................................................
32.478.386
9.593.722
4.606.159
46.678.267
4.606.159
19.257.048 65.935.315
Árið 2018
Óskiptar eignir .............................................................................................. Eignir samtals ...............................................................................................
32.478.386
9.593.722
Óskiptar skuldir ........................................................................................... Fjárfestingar .................................................................................................. Afskriftir .............................................................................................................
24.821.184 2.894.577 1.561.771
141.206 205.883
709.295 96.696
3.745.078 1.864.350
Tekjur frá viðskiptamönnum .......................................................... Innri sala ............................................................................................................. Tekjur samtals .............................................................................................. Rekstrarafkoma starfsþátta .......................................................... Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld samtals ................... Áhrif hlutdeildarfélaga ........................................................................ Tekjuskattur ................................................................................................... Hagnaður ársins .........................................................................................
8.361.212 10.701 8.371.913 1.745.642
4.979.308 804.849 5.784.157 1.447.253
1.545.189 142.164 1.687.353 (190.446)
14.885.709 957.714 15.843.423 3.002.449 (706.322) 670.177 (459.097) 2.507.206
Eignir starfsþátta ..................................................................................... Óskiptar eignir .............................................................................................. Eignir samtals ...............................................................................................
31.076.068
9.661.458
4.165.431
31.076.068
9.661.458
4.165.431
44.902.957 13.562.337 58.465.294
Árið 2017
Óskiptar skuldir ...........................................................................................
Fjárfestingar .................................................................................................. Bakfærsla virðisrýrnunar .................................................................. Afskriftir .............................................................................................................
20.735.103
2.586.069 (100.000) 1.561.771
Skýringar á bls. 55 til 77 eru óaðskiljanlegur hluti ársreikningsins.
63.902 0 205.883
759.066 0 96.696
3.409.037 (100.000) 1.864.350
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
60
SKÝRINGAR
6. Aðrar tekjur Aðrar tekjur greinast þannig:
2018
2017
410.445 494.335 35.441 940.221
409.740 570.429 0 980.169
2.419.988 3.875.759 2.404.936 23.500 2.343.031 1.954.781 13.021.996
2.247.551 3.638.387 2.182.097 26.000 2.024.875 1.764.350 11.883.260
2.236.704 326.325 280.229 39.895 106.996 2.990.149
2.083.723 272.242 258.213 34.777 0 2.648.955
Rekstur veitukerfa .................................................................................................................................................................... Orkukaup og orkuframleiðsla ......................................................................................................................................... Annar rekstrarkostnaður .................................................................................................................................................... Eignfært á framkvæmdir ................................................................................................................................................... Laun og launatengd gjöld samtals ...........................................................................................................................
1.278.317 134.645 991.975 585.149 2.990.085
1.203.338 99.471 879.278 466.868 2.648.955
Ársverk ..................................................................................................................................................................................................
209
205
12 8 22 115
12 4 20 114
Tengigjöld .......................................................................................................................................................................................... Seld þjónusta ................................................................................................................................................................................. Söluhagnaður rekstrarfjármuna .................................................................................................................................
7. Rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður greinist þannig eftir eðli kostnaðar: Orkuflutningur .............................................................................................................................................................................. Orkukaup ............................................................................................................................................................................................ Laun og launatengd gjöld ................................................................................................................................................. Niðurfærsla krafna og endanlega afskrifaðar kröfur (Sjá skýringu 26).............................. Annar kostnaður ......................................................................................................................................................................... Afskriftir og virðisrýrnun .................................................................................................................................................... Rekstarkostnaður samtals ...............................................................................................................................................
8. Laun og launatengd gjöld Laun og launatengd gjöld greinast þannig: Laun ......................................................................................................................................................................................................... Greitt í lífeyrissjóði vegna iðgjaldatengdra lífeyriskerfa .................................................................... Önnur launatengd gjöld ...................................................................................................................................................... Áfallið orlof breyting ............................................................................................................................................................... Kostnaður vegna réttindatengdra lífeyriskerfa sbr. skýringu 24............................................... Laun og launatengd gjöld greinast samtals ................................................................................................... Laun skiptast þannig:
Laun stjórna, forstjóra og framkvæmdastjóra voru sem hér segir í millj. kr.: Laun stjórnar móðurfélagsins ...................................................................................................................................... Laun stjórna dótturfélaga ................................................................................................................................................ Laun forstjóra ................................................................................................................................................................................ Laun aðstoðarforstjóra og fimm framkvæmdastj. (2017: sex framkvæmdastj.)......
Stjórnendur samstæðunnar samkvæmt skipuriti eru 41 þar ef eru 8 konur og 33 karlmenn. Starfsmenn samstæðunnar í árslok eru 204 talsins þarf af eru konur 42 og karlmenn 162.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
9. Afskriftir Afskriftir og virðisrýrnun greinast þannig: Afskrift rekstrarfjármuna, sbr. skýringu 12 ..................................................................................................... Bakfærsla virðisrýrnunar rekstrarfjármuna, sbr. skýringu 12 ....................................................... Afskriftir færðar í rekstrarreikning ...........................................................................................................................
2018
2017
1.954.781 0 1.954.781
1.864.350 (100.000) 1.764.350
1.628.929 206.836 119.017 1.954.782
1.453.926 204.178 106.246 1.764.350
61
Afskriftir og virðisrýrnun skiptast þannig á rekstrarliði: Rekstur veitukerfa .................................................................................................................................................................... Orkukaup og orkuframleiðsla ......................................................................................................................................... Annar rekstrarkostnaður .................................................................................................................................................... Afskriftir færðar í rekstrarreikning ...........................................................................................................................
10. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld greinast þannig: Vaxtatekjur af fjáreignum skráðum á afskrifuðu kostnaðarverði................................................... Tekjur af markaðsverðbréfum ............................................................................................................................................. Tekjur af eignarhlutum ............................................................................................................................................................... Gengismunur ........................................................................................................................................................................................ Fjármunatekjur samtals .............................................................................................................................................................
27.641 204.128 1.828 0 233.597
37.870 168.429 707 7.048 214.054
Vaxtagjöld ............................................................................................................................................................................................... Verðbætur .............................................................................................................................................................................................. Sölutap hlutabréfa ......................................................................................................................................................................... Vextir af niðurrifsskuldbindingu ....................................................................................................................................... Gengismunur ........................................................................................................................................................................................ Fjármagnsgjöld samtals ............................................................................................................................................................
(674.778) (511.655) 0 (82.508) (238.156) ( 1.507.097)
(618.551) (237.761) (3.013) (61.051) 0 ( 920.376)
Hrein fjármagnsgjöld samtals .............................................................................................................................................
( 1.273.500)
( 706.322)
152.413 152.413
89.685 89.685
Tekjuskattur ársins ......................................................................................................................................................................... Tekjuskattur til greiðslu samtals ......................................................................................................................................
( 621.493) ( 621.493)
( 548.783) ( 548.783)
Tekjuskattur í rekstarreikningi samtals .....................................................................................................................
( 469.080)
( 459.097)
11. Tekjuskattur Tekjuskattur í rekstrarreikningi greinist þannig: Frestaður tekjuskattur Tekjuskattur ársins ......................................................................................................................................................................... Gjaldfærður tekjuskattur ......................................................................................................................................................... Tekjuskattur til greiðslu
Afstemming á virku skatthlutfalli Hagnaður ársins ............................................................................................................................ Tekjuskattur ...................................................................................................................................... Hagnaður án tekjuskatts ..................................................................................................... Tekjuskattur samkvæmt gildandi skatthlutfalli ............................................ Áhrif hlutdeildarfélags ........................................................................................................... Aðrir liðir ................................................................................................................................................ Virkur tekjuskattur .....................................................................................................................
20,0% (5,6%) 0,0% 14,4%
2018
2017
2.781.032 469.080 3.250.113
2.507.206 459.097 2.966.303
(650.023) 181.800 (858) ( 469.081)
20,0% (4,5%) (0,0%) 15,5%
(593.261) 134.035 128 ( 459.097)
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
62
SKÝRINGAR
12. Rekstrarfjármunir Rekstrarfjármunir greinast þannig: Virkjanir
Veitukerfi
Aðrir rekstrar fjármunir
Samtals
Staða 1. janúar 2017 ........................................................................... Viðbætur á tímabilinu ......................................................................... Selt og aflagt ............................................................................................... Staða 31. desember 2017 .............................................................
10.567.512 63.902 0 10.631.414
38.034.736 2.971.586 (3.609) 41.002.713
1.969.533 144.206 (10.644) 2.103.095
50.571.781 3.179.694 (14.253) 53.737.222
Staða 1. janúar 2018 ........................................................................... Viðbætur á tímabilinu ......................................................................... Selt og aflagt ............................................................................................... Staða 31. desember 2018 .............................................................
10.631.414 132.435 0 10.763.849
41.002.713 3.280.497 0 44.283.210
2.103.095 172.106 (44.403) 2.230.798
53.737.222 3.585.038 (44.403) 57.277.857
Staða 1. janúar 2017 ........................................................................... Afskriftir ársins ........................................................................................... Bakfærsla virðisrýrnunar ................................................................. Staða 31. desember 2017 .............................................................
783.118 204.069 0 987.187
5.676.305 1.531.479 (100.000) 7.107.784
839.836 128.802 0 968.638
7.299.259 1.864.350 ( 100.000) 9.063.609
Staða 1. janúar 2018 ........................................................................... Afskriftir ársins ........................................................................................... Selt og aflagt ............................................................................................... Staða 31. desember 2018 .............................................................
987.187 205.712 0 1.192.899
7.107.784 1.606.665 0 8.714.449
968.638 142.404 (29.416) 1.081.626
9.063.609 1.954.781 ( 29.416) 10.988.974
1. janúar 2017 ............................................................................................ 31. desember 2017 og 1. janúar 2018 ............................ 31. desember 2018 ..............................................................................
9.784.394 9.644.227 9.570.950
32.358.431 33.894.929 35.568.761
1.129.697 1.134.457 1.149.172
43.272.521 44.673.613 46.288.883
Bókfært verð án endurmats 31. desember 2017 .... Bókfært verð án endurmats 31. desember 2018 ....
5.092.599 5.104.439
28.738.990 30.568.201
954.002 1.018.020
34.785.591 36.690.659
Kostnaðarverð
Afskriftir
Bókfært verð
Bakfærsla virðisrýrnun Virðisrýrnun upp á 100 m.kr. var færð á árinu 2014 vegna þróunareignar vegna borunar vinnsluholu í Hoffelli þar sem stjórnendur mátu þann kostnað ekki endurheimtanlegan. Forsendur verkefnisins breyttust á árinu 2017 og er kostnaðurinn nú metinn endurheimtanlegur. Bakfærsla virðisrýrnunar var færð á rekstur veitukerfa á árinu 2017.
Fasteignamat og vátryggingaverð Fasteignamat þeirra eigna samstæðunnar sem metnar eru í fasteignamati nam um 3,1 milljörðum króna (2017: 3,1 milljörðum króna). Vátryggingarfjárhæð eigna fyrirtækisins er um 8,9 milljarðar króna (2017: 7,6 milljarðar króna). Vátryggingarfjárhæð viðlagatryggingar rekstrarfjármuna samstæðunnar nam 74,6 milljörðum króna í árslok 2018 (2017: 70,2 milljörðum króna).
Veðsetningar Engin veðskuldabréf eru hjá samstæðunni í árslok 2018 og engar eignir veðsettar.
Endurmetnar eignir Stjórnendur yfirfóru í árslok 2018 hvort þær aðstæður væru til staðar að endurmeta bæri rekstrarfjármuni félagsins sem færðir eru á endurmetnu kostnaðarverði. Lagt var mat á virði virkjana félagsins og veitukerfa og kannað hvort það væri verulega umfram bókfært virði þeirra. Á grundvelli þessa er það mat stjórnenda að ekki séu forsendur til frekara endurmats á árinu 2018.
Óefnislegar eignir Óefnislegar eignir eru fjárfesting í nýju reikningagerðarkerfi sem ekki hefur verið tekið í notkun. Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
63
13. Hlutdeildarfélög Hlutdeild samstæðunnar í hagnaði hlutdeildarfélagsins Landsnets hf. nam 909 millj. kr. (2017: hagnaður 670 millj. kr.) og hlutdeild í öðrum tekjum og gjöldum færðra á eigið fé nam 0 millj. kr. (2017: 0 millj. kr.) Þýðingarmunur færður meðal annarrar heildarafkomu var jákvæður um 931 millj. kr. (2017: neikvæður 601 millj. kr.). Hlutdeildarfélagið Landsnet hf. hefur skilgreint starfrækslugjaldmiðil sinn sem USD frá og með 1. janúar 2016. Af þeim sökum er færður þýðingarmunur í yfirliti um heildarafkomu og á sérstakan þýðingarmunarreikning meðal eigin fjár. Eignarhlutur í hlutdeildarfélagi er eftirfarandi: Eignar hlutur
Bókfært verð
Heildareignir ISK
Heildarskuldir ISK
Tekjur ISK
Hagnaður ISK
22,51%
9.673.367
99.020.844
55.695.393
16.801.151
4.047.606
22,51%
7.901.353
88.535.408
53.491.152
15.763.882
2.997.391
31. desember 2018 Landsnet hf. .................................... 31. desember 2017 Landsnet hf. ....................................
Móttekinn arður frá Landsneti hf. nam 67,5 millj. kr. á árinu 2018 (2017: enginn arður). Breyting eignarhlutar í Landsneti greinist þannig í þúsundum USD og íslenskum krónum. Við umreikning hlutdeildar í rekstri og tekjum og gjöldum færðra meðal annarrar heildarafkomu er notast við meðalgengi fyrir sitt hvorn árshelming.
Staða 1.1. .......................................... Hagnaður (tap) ............................ Arður ...................................................... Hlutdeild í þýðingarmun Landsnets............................................ Þýðingarmunur.............................
USD
2018 Gengi
ISK
USD
2017 Gengi
ISK
75.851 8.359 (681)
104,17 108,75 99,18
7.901.353 909.000 (67.540)
69.423 6.306 0
112,82 106,28 -
7.832.334 670.177 0
(173) 0 83.356
111,97
(19.370) 949.925 9.673.368
122 0 75.851
108,46
13.232 (614.390) 7.901.354
116,05
Þýðingarmunur samtals .....
930.555
14. Önnur félög Eignarhlutir í öðrum félögum greinast þannig: Óskráð félög.............................................................................................................................................................................
15. Skatteign/tekjuskattsskuldbinding Skatteign/tekjuskattsskuldbinding samstæðunnar greinist þannig: Tekjuskattsskuldbinding 1. janúar..................................................................................................................... Frestaður tekjuskattur ársins ............................................................................................................................... Aðrir liðir ...................................................................................................................................................................................... Áhrif samsköttunar .......................................................................................................................................................... (Tekjuskattsskuldbinding) skatteign 31. desember .......................................................................
104,17
(601.158)
2018 Bókfært verð
2017 Bókfært verð
27.134
26.013
2018
2017
(818.050) 152.413 (2.962) (4.052) ( 672.651)
(903.629) 89.685 0 (4.106) ( 818.050)
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
64
SKÝRINGAR
15. Skatteign/tekjuskattsskuldbinding frh.: (Tekjuskattsskuldbinding) skatteign greinist þannig í árslok: Rekstrarfjármunir ............................................................................................................................................................... Viðskiptakröfur .................................................................................................................................................................... Birgðir ............................................................................................................................................................................................. Skuldbinding vegna niðurrifs ................................................................................................................................. Lífeyrisskuldbinding ........................................................................................................................................................ Frestaður gengismunur .............................................................................................................................................. Yfirfæranlegt skattalegt tap ................................................................................................................................. Tekjuskattsskuldbinding 31. desember ......................................................................................................
2018
2017
(869.192) 2.100 160.975 12.227 31.542 (10.303) 0 ( 672.651)
(937.964) (1.080) (7.916) 149.476 0 (31.308) 10.742 ( 818.050)
2018
2017
17.649 17.649 (1.316) 16.333
0 0 0 0
2018
2017
1.009.178
791.561
2018
2017
2.362.887 210.029 (141.500) 2.431.416
2.167.132 149.467 (165.000) 2.151.599
16. Skuldabréfaeign Skuldabréfaeign greinist þannig: Skuldabréfaeign .................................................................................................................................................................. Næsta árs afborgun skuldabréfaeignar ..................................................................................................... Skuldabréfaeign greiðist með jöfnum afborgunum á 15 árum.
17.
Birgðir Birgðir greinast þannig: Efnisbirgðir, varahlutir ...................................................................................................................................................
18. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur greinast þannig: Viðskiptakröfur .................................................................................................................................................................... Aðrar skammtímakröfur .............................................................................................................................................. Niðurfærsla viðskiptakrafna ...................................................................................................................................
19. Handbært fé og markaðsverðbréf Markaðsbréf greinist þannig: Markaðsverðbréf að fjárhæð 5.616 þús. kr. eru fjárfestingar í verðbréfasjóðum sem færðar eru gangvirði samkvæmt uppgefnum verðum frá miðlara. Handbært fé greinist þannig: Óbundnar innistæður ....................................................................................................................................................
499.554
336.525
20. Eigið fé Hlutafé Heildarhlutafé félagsins samkvæmt samþykktum þess er 5.000 millj. kr. í árslok. Eitt atkvæði fylgir hverjum einnar krónu hluta í félaginu auk réttar til arðgreiðslu. Allt hlutafé félagsins hefur verið greitt.
Yfirverðsreikningur Yfirverðsreikningur samanstendur af innborguðu hlutafé umfram nafnverð 1 kr. á hlut.
Þýðingarmunur Þýðingarmunar samanstendur af hlutdeild félagsins í gengismun sem verður til við þýðingu reikningsskila hlutdeildarfélags yfir í íslenskar krónur. Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
65
20. Eigið fé frh.: Endurmatsreikningur Endurmatsreikningurinn samanstendur af endurmati virkjana og dreifikerfis til gangvirðis að teknu tilliti til skattáhrifa.
Bundinn hlutdeildarreikningur Bundinn hlutdeildarreikningur inniheldur hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga sem er umfram úthlutaðan arð frá viðkomandi félögum á undirritunardegi.
Arður Félagið greiddi út 310 milljóna kr. arð á árinu 2018 (2017: 310 milljónir kr.). Fyrir liggur tillaga frá stjórn um úthlutun arðs á árinu 2019 að fjárhæð 310 milljónir kr (0,06 kr. á hlut).
21. Hagnaður á hlut Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut:
2018
2017
2.781.032
2.507.206
Hlutir 1. janúar–31. desember ........................................................................................................................................... Vegið meðaltal útistandandi hluta þann 31. desember .........................................................................
5.000.000 5.000.000
5.000.000 5.000.000
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut .....................................................................................................
0,56
0,50
2018
2017
Staða vaxtaberandi skulda 1.1..........................................................................................................................................
16.572.427
17.778.218
Lántaka á árinu .................................................................................................................................................................................. Afborganir langtímaskulda .................................................................................................................................... Breytingar tengdar fjármögnunarhreyfingum ................................................................................................
4.762.300 ( 1.344.941) 3.417.359
0 ( 1.430.043) ( 1.430.043)
Gengismunur ....................................................................................................................................................................................... Verðbætur ............................................................................................................................................................................................. Aðrar breytingar tengdar vaxtaberandi skuldum .........................................................................................
239.744 511.655 751.399
( 13.511) 237.763 224.252
Staða vaxtaberandi skulda 31.12. ................................................................................................................................
20.741.183
16.572.427
Hagnaður ................................................................................................................................................................................................
Vegið meðaltal hlutabréfa:
22. Vaxtaberandi skuldir Breyting vaxtaberandi skulda greinist þannig:
Vaxtaberandi skuldir greinast þannig: Frekari upplýsingar um vaxtaáhættu og gengisáhættu eru veittar í skýringu 26. 2018
2017
3.097.776 17.643.408 20.741.184 ( 1.716.824) 19.024.360
3.110.197 13.462.230 16.572.427 ( 1.206.797) 15.365.630
2018
2017
Næsta árs afborgun langtímaskulda ..........................................................................................................................
1.716.824 1.716.824
1.206.797 1.206.797
Vaxtaberandi skuldir samtals .............................................................................................................................................
20.741.184
16.572.427
Skuldir til langs tíma Óveðtryggð bankalán ................................................................................................................................................................. Óveðtryggð skuldabréfaútgáfa ....................................................................................................................................... Næsta árs afborgun langtímaskulda ..........................................................................................................................
Skammtímaskuldir
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
66
SKÝRINGAR
22. Vaxtaberandi skuldir, frh.: Skilmálar vaxtaberandi skulda Upplýsingar um samningsbundin ákvæði vaxtaberandi skulda samstæðunnar, sem færðar eru á afskrifuðu kostnaðarverði greinast þannig:
Skuldir í erlendum gjaldmiðlum:
2018 Meðalvextir Eftirstöðvar
2017 Meðalvextir Eftirstöðvar
1,4% 4,2%
1.855.556 1.242.220 3.097.776
1,4% 3,1%
1.881.000 1.229.197 3.110.197
3,6%
17.643.408 17.643.408
3,9%
13.462.230 13.462.230
Vaxtaberandi skuldir í efnahagsreikningi samtals .................................................
20.741.184
Skuldir í EUR ........................................................................................................... Skuldir í USD ...........................................................................................................
Skuldir í íslenskum krónum: Verðtryggðar .........................................................................................................
Samningsbundar afborganir langtímaskulda greinast þannig á næstu ár: Árið 2019/2018 ......................................................................................................................................................................... Árið 2020/2019 ......................................................................................................................................................................... Árið 2021/2020 ......................................................................................................................................................................... Árið 2022/2021 ......................................................................................................................................................................... Árið 2023/2022 ......................................................................................................................................................................... Síðar ........................................................................................................................................................................................................ Vaxtaberandi langtímaskuldir samtals, þ.m.t. næsta árs afborgun ........................................
16.572.427 2018
2017
1.716.824 1.489.146 1.521.622 1.510.012 1.521.244 12.982.336 20.741.184
1.206.797 1.420.507 1.196.906 1.206.761 1.217.261 10.324.195 16.572.427
Samstæðan uppfyllir í árslok öll fjárhagsskilyrði lánasamninga sinna.
23. Skuldbinding vegna niðurrifs Breyting skuldbindingar vegna niðurrifs greinist þannig: Staða 1. janúar .............................................................................................................................................................................. Gjaldfært á árinu ........................................................................................................................................................................ Vextir og verðbætur ............................................................................................................................................................... Staða 31. desember ................................................................................................................................................................
2018
2017
747.379 (25.011) 82.508 804.876
716.485 (30.157) 61.051 747.379
Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum skal stofnverð rekstrarfjármuna innifela áætlaðan kostnað við niðurrif þeirra að lokinni notkun. Mynduð er skuldbinding vegna þessa meðal langtímaskulda. Útreikningur á fjárhæð skuldbindingarinnar byggðist á núvirði áætlaðs niðurrifskostnaðar loftlína m.v. forsendur um hlutfall niðurrifskostnaðar af byggingu lína og um endingartíma þeirra. Vextir á niðurrifskostnað voru 7,1% á árinu 2018 (2017: 6,6%) að viðbættri verðtryggingu. Engin ný loftlína var byggð á árunum 2018 og 2017.
24. Lífeyrisskuldbinding Breyting lífeyriskuldbindingar greinist þannig: Staða 1. janúar ........................................................................................................................................................................................................................................ Breyting ársins ....................................................................................................................................................................................................................................... Greitt á árinu ............................................................................................................................................................................................................................................. Staða 31.12................................................................................................................................................................................................................................................
2018 0 106.995 ( 45.863) 61.132
Á árinu 1991 yfirtók RARIK með kaupsamningi lífeyrisskuldbindingar Rafveitu Siglufjarðar hjá Lífeyrissjóði Starfsmanna Ríkisins (LSR). Á árinu 2018 barst RARIK erindi frá LSR þar sem fram kom að umrædd lífeyrisskuldbinding væri óuppgerð og ógreiddar væru samtímagreiðslur á tímabilinu 2005-2018 sem sjóðurinn hafði ekki áður krafið RARIK um greiðslu á. Af þeim sökum eru 107 milljónir króna gjaldfærðar á árinu 2018, þar af námu greiðslur vegna áfallinna lífeyrisgreiðslna 46 milljónum króna. Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
25. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir greinast þannig: Viðskiptaskuldir ........................................................................................................................................................................... Aðrar skammtímaskuldir ..................................................................................................................................................... Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir samtals............................................................................
2018
2017
1.376.081 543.766 1.919.847
1.535.135 513.328 2.048.464
67
26. Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar Yfirlit Fjármálagerningum samstæðunnar fylgir eftirfarandi áhætta: Mótaðilaáhætta Lausafjáráhætta Markaðsáhætta Eftirfarandi eru upplýsingar um fjármálalega áhættu samstæðunnar, markmið, stefnu og aðferðir við að meta og draga úr áhættunni. Markmið samstæðunnar er að uppgötva og greina áhættu sem hún býr við, setja viðmið um áhættutöku og hafa eftirlit með henni. Stjórn félagsins ber að hafa eftirlit með fjármálalegri áhættu félagsins. Til að sinna því hefur stjórnin sótt ráðgjöf til utanaðkomandi ráðgjafa.
Mótaðilaáhætta Mótaðilaáhætta er hættan á fjárhagslegu tapi samstæðunnar ef viðskiptamaður eða mótaðili í fjármálagerningi getur ekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar. Mótaðilaáhætta samstæðunnar er einkum vegna viðskiptakrafna. Viðskiptakröfur og aðrar kröfur Mótaðilaáhætta samstæðunnar ræðst einkum af fjárhagsstöðu og starfsemi einstakra viðskiptamanna. Viðskiptakröfur og aðrar kröfur samstæðunnar eru á einstaklinga, fyrirtæki og stórnotendur. Dreifing viðskiptakrafna eftir viðskiptavinum er nokkuð jöfn. Flestir viðskiptamenn samstæðunnar hafa átt í áralöngum viðskiptum við hana og tapaðar viðskiptakröfur hafa verið lágt hlutfall af veltu. Innheimtudeild samstæðunnar vinnur eftir ákveðnum reglum sem miða að því að draga úr lánsáhættu. Félagið myndar niðurfærslu vegna áætlaðrar virðisrýrnunar á viðskiptakröfum, öðrum kröfum og fjárfestingum. Kröfur eru almennt metnar hafa tapast endanlega við gjaldþrot mótaðila. Mesta mögulega tap vegna mótaðilaáhættu Mesta mögulega tap samstæðunnar vegna fjáreigna er bókfært verð þeirra, sem var eftirfarandi í árslok:
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur .................................................................................................... Handbært fé ...................................................................................................................................................................................
2018
2017
2.572.916 499.554 3.072.470
2.316.599 336.525 2.653.124
2.127.148 235.739 2.362.887
1.923.923 243.209 2.167.132
Mesta mögulega tapsáhætta viðskiptakrafna á reikningsskiladegi eftir viðskiptavinum: Almennir orkunotendur ....................................................................................................................................................... Aðrar viðskiptakröfur .............................................................................................................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
68
SKÝRINGAR
26. Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar, frh.: Virðisrýrnun Aldursgreining viðskiptakrafna og niðurfærsla á reikningsskiladegi voru eftirfarandi: 2018 Brúttó staða Niðurfærsla Ógjaldfallnar kröfur .............................................................................. Gjaldfallnar kröfur, 0–30 daga .................................................. Gjaldfallnar kröfur, 31–60 daga ............................................... Gjaldfallnar kröfur, 61–90 daga ............................................... Gjaldfallnar kröfur, 91–120 daga ........................................... Gjaldfallnar kröfur, eldri en 120 daga ...............................
2.057.335 172.530 22.977 6.653 8.522 94.870 2.362.887
30.118 18.132 4.659 3.254 5.743 79.594 141.500
2017 Brúttó staða Niðurfærsla 1.851.883 84.985 33.056 10.815 4.441 181.952 2.167.132
Breyting niðurfærslu krafna greinist þannig: Niðurfærsla í upphafi árs ........................................................................................................................................................... Tapaðar kröfur ....................................................................................................................................................................................... Niðurfærsla ársins ............................................................................................................................................................................ Niðurfærsla viðskiptakrafna í lok árs .............................................................................................................................
55.812 10.617 7.279 7.993 3.949 79.351 165.000
2018
2017
165.000 ( 5.569) ( 17.931) 141.500
191.000 ( 42.295) 16.295 165.000
Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta er hættan á því að samstæðan geti ekki staðið við skuldbindingar sínar eftir því sem þær gjaldfalla. Markmið félagsins er að stýra lausafé þannig að tryggt sé að það hafi alltaf nægilegt laust fé til að mæta skuldbindingum sínum eftir því sem þær gjaldfalla og forðast þannig að skaða orðspor sitt. Samstæðan hefur samið um yfirdráttarheimild að fjárhæð 500 millj. kr. hjá viðskiptabanka sínum Landsbankanum hf. sem var ónýtt í árslok 2018. Samstæðan hefur ávaxtað laust fé í skammtímafjárfestingum. Samningsbundnar greiðslur vegna fjárskulda, þar með taldir væntanlegar vaxtagreiðslur greinast þannig:
Fjármálagerningar sem ekki eru afleiður
Bókfært verð
Samningsbundið sjóðflæði
20.741.184 1.376.081 1.165.259 23.282.524
25.999.180 1.376.081 1.165.259 28.540.520
2.463.590 1.376.081
2.177.713
6.205.884 15.151.993
3.839.671
2.177.713
6.205.884 15.151.993
16.572.427 1.535.135 1.062.111 19.169.674
22.678.232 1.535.135 1.062.111 25.275.479
2.233.628 1.535.135
1.737.092
5.097.939 13.609.573
3.768.763
1.737.092
5.097.939 13.609.573
Innan árs Eftir 1–2 ár Eftir 2–5 ár
Eftir meira en 5 ár
31. desember 2018 Vaxtaberandi langtímaskuldir .............................. Viðskiptaskuldir ................................... Aðrar skammtímaskuldir............... Samtals ........................................................ 31. desember 2017 Vaxtaberandi langtímaskuldir .............................. Viðskiptaskuldir ................................... Aðrar skammtímaskuldir............... Samtals ........................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
69
26. Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar, frh.: Markaðsáhætta Markaðsáhætta er hættan á því að breytingar á markaðsverði erlendra gjaldmiðla og vaxta hafi áhrif á afkomu samstæðunnar eða virði hennar í fjármálagerningum. Markmið með stýringu markaðsáhættu er að stýra og takmarka áhættu við skilgreind mörk sem stjórn hefur samþykkt. Gengisáhætta Samstæðan býr við gengisáhættu vegna innkaupa og lántöku í erlendum gjaldmiðlum. Starfsrækslugjaldmiðill félagsins er íslenskar krónur og eru allar tekjur þess í krónum. Hluti innkaupa er í erlendum gjaldmiðlum, aðallega í evru (EUR) og Norðurlandamyntum (NOK, DKK, SEK) Samstæðan ver sig að jafnaði ekki fyrir gengisáhættu. Lántaka félagsins í erlendum gjaldmiðlum eru að stærstum hluta í evrum (EUR) og bandarískum dollurum (USD). Vextir af þessum lánum hafa reynst mun lægri en þeir sem bjóðast af lánum í íslenskum krónum. Mögulegt tap vegna gengisáhættu Gengisáhætta samstæðunnar miðað við nafnverðsfjárhæðir er eftirfarandi: 2018
EUR
USD
666 ( 1.855.556) ( 1.854.890)
24.823 ( 1.242.220) ( 1.217.397)
EUR
USD
Handbært fé ............................................................................................................................................................................................
1.585
42.616
Langtímaskuldir ....................................................................................................................................................................................
( 1.881.000)
( 1.229.197)
Áhætta í efnahagsreikningi .....................................................................................................................................................
( 1.879.415)
( 1.186.581)
Handbært fé ............................................................................................................................................................................................ Langtímaskuldir .................................................................................................................................................................................... Áhætta í efnahagsreikningi ..................................................................................................................................................... 2017
Gengi helstu gjaldmiðla var eftirfarandi á árinu:
EUR ............................................................................................................................. USD .............................................................................................................................
Meðalgengi 2018 2017 128,09 108,64
120,87 107,03
Árslokagengi 2018 2017 133,6 116,61
125,4 104,67
Næmnigreining Styrking íslensku krónunnar um 10% gagnvart eftirfarandi gjaldmiðlum hefði hækkað (lækkað) afkomu ársins eftir skatt um eftirfarandi fjárhæðir. Greiningin byggir á því að allar aðrar breytur, sérstaklega vextir, haldist stöðugar. Greiningin var unnin með sambærilegum hætti fyrir árið 2017. 2018 2017 EUR ....................................................................................................................................................................................................................... USD .......................................................................................................................................................................................................................
148.391 97.392
150.353 94.926
Veiking íslensku krónunnar um 10% gagnvart framangreindum gjaldmiðlum hefði haft sömu áhrif en í gagnstæða átt, að því gefnu að allar aðrar breytur hefðu haldist stöðugar.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
70
SKÝRINGAR
26. Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar, frh.: Vaxtaáhætta Langtímalántökur félagsins í íslenskum krónum eru með föstum vöxtum, en skammtímalán eru með breytilegum vöxtum. Lántökur í erlendum gjaldmiðlum eru með breytilegum vöxtum. Vaxtaberandi fjáreignir og fjárskuldir samstæðunnar greinast með eftirfarandi hætti í lok ársins: Fjármálagerningar með fasta vexti Fjárskuldir .........................................................................................................................................................................................
2018
2017
( 17.643.408)
( 13.462.230)
Fjármálagerningar með breytilega vexti Handbært fé ..................................................................................................................................................................................... Fjárskuldir ............................................................................................................................................................................................
499.554 ( 3.097.776) ( 2.598.222)
336.525 ( 3.110.197) ( 2.773.672)
Næmnigreining gangvirðis fjármálagerninga með fasta vexti Fjármálagerningar samstæðunnar með fasta vexti eru ekki færðir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning. Því eiga vaxtabreytingar á uppgjörsdegi ekki að hafa áhrif á rekstrarreikning félagsins. Næmnigreining sjóðstreymis vegna fjármálagerninga með breytilega vexti Hækkun á vöxtum um 100 punkta á uppgjörsdegi 31. desember 2018 hefði lækkað eigið fé og afkomu ársins um 20,8 millj. kr. (2017: lækkað um 22,2 millj. kr.). Ef vextir hefðu lækkað um 100 punkta hefðu áhrifin verið þau sömu í gagnstæða átt. Þessi greining byggir á þeirri forsendu að allar aðrar breytur, sérstaklega gengi erlendra gjaldmiðla, haldist óbreyttar. Önnur markaðsverðsáhætta Önnur markaðsverðsáhætta félagsins er takmörkuð, þar sem fjárfestingar í skuldabréfum og eignarhlutum eru óverulegur hluti af starfsemi félagsins. Samanburður á gangvirði og bókfærðu verði Bókfært virði fjáreigna og fjárskulda í ársreikningnum er jafnt og gangvirði þeirra að undanteknum vaxtaberandi langtímaskuldum. Bókfært verð og gangvirði þeirra greinist með eftirfarandi hætti: 2018 Bókfært verð Gangvirði Vaxtaberandi langtímaskuldir ................................................
20.741.184
22.523.222
2017 Bókfært verð Gangvirði 17.778.219
17.888.176
Gangvirði vaxtaberandi skulda er reiknað núvirði höfuðstóls og vaxta og er afvaxtað með áhættulausum vöxtum í viðeigandi mynt auk viðeigandi áhættuálags á uppgjörsdegi. Áhættuálag var metið 80-168 bp í árslok 2018 og 54 - 168 bp 2017 og var það byggt á þeim kjörum sem félaginu hefur boðist á markaði. Gangvirðisútreikningar vaxtaberandi langtímaskulda falla undir stig 2 í stigveldi gangkerfis. Eiginfjárstýring Það er stefna stjórnar félagsins að eiginfjárstaða þess sé sterk til að styðja við stöðugleika í framtíðarþróun starfseminnar. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar nam 62% í árslok 2018 (2017: 65%). Stjórn félagsins hefur ekki sett sér markmið um lágmarks eiginfjárhlutfall. Samstæðunni ber ekki að fylgja ytri reglum um lágmarkseiginfjárhlutfall. Við mat á eiginfjárhlutfalli samstæðunnar er litið til bókfærðs eigin fjár.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
71
26. Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar, frh.: Flokkar fjármálagerninga Fjáreignir og fjárskuldir greinast í eftirfarandi flokka fjármálagerninga:
Aðrar fjárskuldir
Fjáreignir færðar á afskrifuðu kostnaðarverði
Fjáreignir og fjárskuldir á gangvirði í gegnum rekstur
Bókfært verð
2018 Eignarhlutir í öðrum félögum ..................................................... Skuldabréfaeign ...................................................................................... Viðskiptakröfur ........................................................................................ Aðrar skammtímakröfur .................................................................. Markaðsverðbréf .................................................................................... Handbært fé ............................................................................................... Samtals eignir ............................................................................................
0
Vaxtaberandi skuldir ........................................................................... Viðskiptaskuldir ....................................................................................... Aðrar skammtímaskuldir ................................................................. Samtals skuldir .........................................................................................
20.741.184 1.376.081 1.165.259 23.282.524
27.134
5.643.532
27.134 17.649 2.221.387 210.029 5.616.398 499.554 8.592.151
0
20.741.184 1.376.081 1.165.259 23.282.524
17.649 2.221.387 210.029 5.616.398 499.554 2.948.619
0
2017 26.013
Eignarhlutir í öðrum félögum ..................................................... Viðskiptakröfur ........................................................................................ Aðrar skammtímakröfur .................................................................. Markaðsverðbréf .................................................................................... Handbært fé ............................................................................................... Samtals eignir ............................................................................................ Vaxtaberandi skuldir ........................................................................... Viðskiptaskuldir ....................................................................................... Aðrar skammtímaskuldir ................................................................. Samtals skuldir .........................................................................................
2.381.299
26.013 2.002.132 149.467 2.355.286 336.525 4.869.424
0
16.572.427 1.535.135 1.062.111 19.169.673
2.002.132 149.467 2.355.286 336.525 2.488.124 16.572.427 1.535.135 1.062.111 19.169.673
0
27. Tengdir aðilar Skilgreining tengdra aðila Eigandi, hlutdeildarfélög, stjórnarmenn, stjórnendur og félög og stofnanir í þeirra eigu teljast vera tengdir aðilar félagsins. Samstæðan keypti þjónustu af hlutdeildarfélagi sínu fyrir 2.397 m. kr. á árinu 2018 (2017: 2.283 m. kr.) Samstæðan seldi þjónustu til hlutdeildarfélags síns fyrir 108,7 m. kr.á árinu 2018 (2017: 131,4 m. kr.) Viðskiptastöður við hlutdeildarfélag voru eftirfarandi í milljónum kr.:
Skammtímakröfur ................................................................................................................................................................................... Skammtímaskuldir ..................................................................................................................................................................................
2018
2017
31 338
22 362
Viðskipti við tengda aðila þ.m.t. íslenska ríkið og félög og stofnanir í eigu þess eru verðlögð eins og um ótengda aðila sé að ræða.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
72
SKÝRINGAR
28. Þóknun til endurskoðanda Þóknun til Ríkisendurskoðunar endurskoðanda samstæðunnar á árinu 2018 nam 12,9 millj. kr. (2017: 15,3 millj. kr.) vegna endurskoðunar ársreiknings 2017 og könnunar árshlutareiknings. Þóknun til Deloitte, innri endurskoðanda samstæðunnar á árinu 2018 nam 4,4 millj. kr. (2017: 3,9 millj. kr.) vegna innri endurskoðunar. 29. Fyrirtæki í samstæðunni Eignarhlutar í dótturfyrirtækjum greinast þannig: Orkusalan ehf. ............................................................................................................................................................................................. Rarik orkuþróun ehf. ............................................................................................................................................................................. Ljós og gagnaleiðari ehf. .................................................................................................................................................................
Eignarhluti 2018 2017 100,0% 100,0% 100,0%
100,0% 100,0% 100,0%
30. Önnur mál Málaferli Með bréfi dags. 9. október 2017 krafðist Annata ehf. skaðabóta úr hendi RARIK að höfuðstólsfjárhæð 135,3 milljónir kr., auk dráttarvaxta frá 4. ágúst 2017, vegna tjóns sem félagið kveðst hafa orðið fyrir vegna meintra brota á lögum um opinber innkaup 120/2016 og tilskipun Evrópusambandsins við útboð á reikningsgerðarkerfi. Annata höfðaði mál á hendur RARIK í apríl 2018 þar sem krafist er viðurkenningar á skaðabótaskyldu RARIK en ekki gerð sérstök fjárkrafa. Málið er nú rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 31. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir Reikningsskilaaðferðum sem lýst er hér á eftir hefur verið beitt með samræmdum hætti á öllum þeim tímabilum sem birt eru í ársreikningnum og af öllum félögum í samstæðunni utan þess sem kemur fram í skýringu nr. 3.
a) Grundvöllur samstæðu (i) Dótturfélög Dótturfélög eru félög þar sem samstæðan fer með yfirráð. Samstæðan fer með yfirráð þegar hún ber áhættu eða hefur ávinning af breytilegri arðsemi af hlutdeild sinni í félaginu og getur haft áhrif á arðsemina vegna yfirráða sinna. Reikningsskil dótturfélaga eru innifalin í samstæðureikningnum frá því að yfirráð nást og þar til þeim lýkur. Reikningsskilaaðferðum dótturfélaga hefur verið breytt þegar nauðsynlegt hefur verið að aðlaga þær að reikningsskilaaðferðum samstæðunnar. (ii) Hlutdeildarfélög .Hlutdeildarfélög eru þau félög sem samstæðan hefur veruleg áhrif á fjárhags- og rekstrarstefnu, en ekki yfirráð. Veruleg áhrif eru alla jafna til staðar þegar félagið ræður yfir 20-50% atkvæðisréttar. Hlutdeildarfélög eru færð í ársreikning samstæðunnar með hlutdeildaraðferð. Ársreikningur samstæðunnar inniheldur hlutdeild í hagnaði eða tapi og öðrum tekjum og gjöldum færðum á eigið fé hlutdeildarfélaga samkvæmt hlutdeildaraðferð. Hlutdeildaraðferðinni er beitt frá því að veruleg áhrif nást og þar til þeim lýkur. Verði hlutdeild félagsins í tapi meiri en bókfært verð hlutdeildarfélagsins er bókfærða verðið fært í núll og færslu frekara taps er hætt nema félagið hafi gengist í ábyrgðir fyrir þessi félög eða fjármagnað þau. Ef hagnaður verður af rekstri hlutdeildarfélags á síðari tímabilum er ekki færð hlutdeild í hagnaði þeirra fyrr en hlutdeild í tapi sem ekki var fært hefur verið jöfnuð. (iii) Viðskipti felld út úr samstæðureikningnum Viðskipti milli félaga innan samstæðunnar, staða milli þeirra og óinnleystar tekjur og gjöld sem myndast hafa í viðskiptum milli félaganna eru felld út við gerð ársreiknings samstæðunnar. Óinnleystur hagnaður sem hefur myndast í viðskiptum við hlutdeildarfélög er felldur út í samræmi við hlutdeild samstæðunnar í félögunum. Óinnleyst tap er fellt út með sama hætti og óinnleystur hagnaður, en aðeins að því marki að ekkert bendi til virðisrýrnunar fjárfestinganna.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
73
31. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: b) Erlendir gjaldmiðlar (i) Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum .Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð í starfrækslugjaldmiðli á gengi viðskiptadags. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar miðað við gengi á uppgjörsdegi. Aðrar eignir og skuldir, sem metnar eru á gangvirði í erlendri mynt, eru færðar á því gengi sem var í gildi þegar gangvirði þeirra var ákvarðað. Gengismunur sem þannig myndast er færður í rekstrarreikning.
c) Fjármálagerningar (i) Fjármálagerningar aðrir en afleiðusamningar .Til fjármálagerninga sem ekki eru afleiðusamningar teljast fjárfestingar í hlutabréfum, viðskiptakröfur, aðrar kröfur, handbært fé, lántökur, viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir. Fjármálagerningar sem ekki eru afleiðusamningar eru færðir á gangvirði við upphaflega skráningu í bókhald. Þegar fjármálagerningar eru ekki metnir á gangvirði gegnum rekstrarreikning, er allur beinn viðskiptakostnaður færður til hækkunar á virði þeirra við upphaflega skráningu í bókhald. Eftir upphaflega skráningu eru fjármálagerningar sem ekki eru afleiðusamningar færðir með þeim hætti sem greinir hér á eftir. Fjármálagerningar eru færðir í ársreikning þegar félagið gerist aðili að samningsbundnum ákvæðum viðkomandi fjármálagerninga. Fjáreignir eru felldar út úr ársreikningi ef samningsbundinn réttur samstæðunnar að sjóðstreymi vegna fjáreignanna rennur út eða ef samstæðan yfirfærir fjáreignirnar til annars aðila án þess að halda eftir yfirráðum eða því sem næst allri þeirri áhættu og ávinningi sem í eignarhaldi á þeim felst. Bókhaldsskráning hefðbundinna kaupa og sölu á fjáreignum er gerð á viðskiptadegi, þ.e. á þeim degi sem samstæðan skuldbindur sig til að kaupa eða selja eignina. Fjárskuldir eru felldar út úr ársreikningi ef skuldbindingar samstæðunnar sem skilgreindar eru í samningi eru greiddar, falla úr gildi, er vísað frá eða þeim er aflétt. Fjáreignum og fjárskuldum er jafnað saman og nettó fjárhæð færð í efnahagsreikning þegar lagalegur réttur er til staðar um jöfnun og fyrirhugað er að gera upp með jöfnun fjáreigna og fjárskulda. Handbært fé samanstendur af sjóði og óbundnum bankainnstæðum. Í skýringu 31(k) er gerð grein fyrir reikningsskilaaðferðum vegna fjármunatekna og fjármagnsgjalda.
Fjáreignir og fjárskuldir á gangvirði gegnum rekstrarreikning Fjármálagerningur er flokkaður sem fjáreign eða fjárskuld á gangvirði gegnum rekstrarreikning sé hann veltufjáreign eða veltufjárskuld eða ef hann er tilgreindur sem fjármálagerningur á gangvirði gegnum rekstrarreikning við upphaflega skráningu í bókhald. Fjármálagerningar eru tilgreindir á gangvirði gegnum rekstrarreikning ef ákvarðanir um kaup og sölu byggjast á gangvirði þeirra. Fjáreignir og fjárskuldir á gangvirði gegnum rekstrarreikning eru færðar á gangvirði í efnahagsreikning. Gangvirðisbreytingar eru færðar í rekstrarreikning. Beinn viðskiptakostnaður er færður í rekstrarreikning þegar hann fellur til. Til fjáreigna og fjáskulda á gangvirði í gegnum rekstur teljast markaðsverðbréf og eignarhlutir í öðrum félögum.
Aðrir fjármálagerningar Aðrir fjármálagerningar, sem ekki teljast afleiðusamningar, eru færðir á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, að frádreginni virðisrýrnun þegar við á.
d) Hlutafé Almennt hlutafé Kostnaður við útgáfu hlutafjár er færður til lækkunar á eigin fé.
Endurkaup á hlutafé
Þegar hlutir sem flokkaðir eru sem eigið fé eru keyptir er fjárhæð kaupverðsins, að meðtöldum beinum kostnaði, færð til lækkunar á eigin fé. Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
74
SKÝRINGAR
31. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: e) Rekstrarfjármunir (i) Færsla og mat Rekstrarfjármunir, aðrir en virkjanir og dreifikerfi, eru færðir til eignar á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun. Kostnaðarverð samanstendur af beinum kostnaði sem fellur til við kaupin. Kostnaðarverð rekstrarfjármuna sem félagið byggir sjálft innifelur efniskostnað, launakostnað og annan kostnað sem fellur til við að koma eigninni í notkun, auk kostnaðar sem áætlað er að muni falla til við niðurrif eigna. Keyptur hugbúnaður sem er nauðsynlegur til að unnt sé að nýta vélbúnað er eignfærður sem hluti af þeim tækjabúnaði. Þegar rekstrarfjármunir eru samsettir úr einingum með ólíkan nýtingartíma eru einingarnar aðgreindar og afskrifaðar miðað við nýtingartímann. Hagnaður eða tap af sölu rekstrarfjármuna er munurinn á söluverðinu og bókfærðu verði eignarinnar og er fært í rekstrarreikning meðal annarra tekna. Þegar endurmetnir varanlegir rekstrarfjármunir eru seldir er endurmat þeirra meðal eigin fjár fært á óráðstafað eigið fé. Vaxtagjöld af lánsfé sem nýtt er til fjármögnunar á kostnaðarverði mannvirkja í byggingu eru eignfærð á byggingartíma. Virkjanir og dreifikerfi samstæðunnar eru færð á endurmetnu kostnaðarverði í efnahagsreikningnum sem er gangvirði þeirra á endurmatsdegi að frádregnum afskriftum og virðisrýrnun frá þeim tíma. Endurmat þessara eigna er framkvæmt með reglubundnum hætti. Allar hækkanir vegna þessa endurmats eru færðar á sérstakan endurmatsreikning meðal eigin fjár að teknu tilliti til tekjuskattsáhrifa. Afskriftir af endurmetnu kostnaðarverði eru færðar í rekstrarreikning. Við sölu, afskriftir eða niðurlagningu eignar er sá hluti endurmatsreikningsins sem tilheyrir viðkomandi eign færður á óráðstafað eigið fé. (ii) Kostnaður sem fellur til síðar Kostnaður við að endurnýja einstaka hluta rekstrarfjármuna er færður til eignar ef líklegt er talið að ávinningur sem felst í eigninni muni renna til samstæðunnar og hægt er að meta kostnaðinn á áreiðanlegan hátt. Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar til hans er stofnað. (iii) Afskriftir Afskriftir eru reiknaðar línulega miðað við áætlaðan nýtingartíma einstakra hluta varanlegra rekstrarfjármuna. Áætlaður nýtingartími greinist þannig: Virkjanir .................................................................................................................................................................................................................................. 60 ár Veitukerfi .............................................................................................................................................................................................................................. 20–33 ár Aðrir rekstrarfjármunir ................................................................................................................................................................................................ 5–50 ár Afskriftaaðferðir, nýtingartími og niðurlagsverð eru endurmetin á uppgjörsdegi.
f) Birgðir Birgðir eru metnar á kostnaðarverði eða hreinu söluvirði, hvoru sem lægra reynist. Kostnaðarverð birgða byggir á fyrst inn - fyrst út reglunni og innifelur kostnað sem fellur til við að afla birgðanna og koma þeim á þann stað og í það ástand sem þær eru í á uppgjörsdegi. Hreint söluvirði er áætlað söluverð í venjulegum viðskiptum að frádregnum áætluðum kostnaði við að selja vöru.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
75
31. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: g) Virðisrýrnun (i) Fjáreignir Á hverjum uppgjörsdegi er kannað hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun fjáreigna. Fjáreign telst hafa rýrnað í virði ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir sem átt hafa sér stað benda til þess að vænt framtíðarsjóðstreymi af viðkomandi eign verði lægra en áður var talið að teknu tilliti til væntrar þróunar efnahagslífins. Virðisrýrnun fjáreigna sem færðar eru á afskrifuðu kostnaðarverði er mismunurinn á bókfærðu verði þeirra annars vegar og núvirtu væntu framtíðarsjóðstreymi miðað við upphaflega virka vexti hins vegar. Einstakar mikilvægar fjáreignir eru prófaðar sérstaklega hver um sig með tilliti til virðisrýrnunar. Aðrar fjáreignir eru flokkaðar saman eftir lánsáhættueinkennum. Virðisrýrnun fjáreigna er færð í rekstrarreikning. (ii) Aðrar eignir Bókfært verð eigna, að undanskildum birgðum og skatteign, er yfirfarið á hverjum uppgjörsdegi til að meta hvort vísbendingar séu um virðisrýrnun þeirra. Sé einhver slík vísbending til staðar er endurheimtanleg fjárhæð eignarinnar metin. Virðisrýrnun er gjaldfærð þegar bókfært verð eignar eða fjárskapandi einingar er hærra en endurheimtanleg fjárhæð hennar. Fjárskapandi eining er minnsti aðgreinanlegi hópur eigna sem myndar sjóðstreymi sem er að mestu leyti óháð öðrum eignum eða hópum eigna. Virðisrýrnun er gjaldfærð í rekstrarreikningi en síðan til hlutfallslegrar lækkunar á bókfærðu verði annarra eigna sem tilheyra einingunni. Virðisrýrnun endurmats eigna er færð á eigið fé til lækkunar á endurmatsreikningi að því marki sem nemur endurmati vegna þeirrar eignar. Virðisrýrnun umfram það er gjaldfærð í rekstrarreikningi. Endurheimtanleg fjárhæð eignar er hreint gangvirði hennar eða nýtingarvirði, hvort sem hærra reynist. Nýtingarvirði er metið miðað við áætlað framtíðarsjóðstreymi, sem er núvirt með vöxtum fyrir skatta, sem endurspegla mat markaðarins á tímavirði peninga hverju sinni og þeirri áhættu sem fylgir eigninni. Virðisrýrnun fyrri tímabila vegna annarra eigna er metin á hverjum uppgjörsdegi til að kanna hvort vísbendingar séu um að rýrnunin hafi minnkað eða horfið. Virðisrýrnun er bakfærð ef breyting hefur orðið á mati sem notað var við útreikning á endurheimtanlegri fjárhæð. Virðisrýrnun er einungis bakfærð að því marki að bókfært verð eignar sé ekki umfram það sem verið hefði ef engin virðisrýrnun hefði verið færð.
h) Hlunnindi starfsmanna (i) Iðgjaldatengd lífeyriskerfi Kostnaður vegna framlaga í iðgjaldatengd lífeyriskerfi er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar hann fellur til.
i) Skuldbindingar Skuldbinding er færð í efnahagsreikninginn þegar samstæðunni ber lagalega skyldu eða hefur tekið á sig skuldbindingu vegna fyrri atburðar og líklegt er að kostnaður lendi á því við að gera upp skuldbindinguna. Skuldbindingin er metin út frá væntu framtíðarfjárflæði, sem er núvirt með vöxtum sem endurspegla markaðsvexti og þá áhættu sem fylgir skuldbindingunni.
Niðurrifskostnaður Félagið hefur áætlað kostnað við niðurrif núverandi línustæða. Áætlunin byggist á mati sérfræðinga. Niðurrifskostnaðurinn hefur verið núvirtur miðað við áætlaðan líftíma háspennulína félagsins og er núvirt fjárhæð færð annars vegar til hækkunar á viðkomandi eign og hins vegar sem skuldbinding í efnahagsreikningi. Breyting skuldbindingar vegna núvirðingar og verðtryggingar eru færð meðal fjármagnsgjalda í rekstrarreikningi. Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
76
SKÝRINGAR
31. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: j) Tekjur Tekjur af sölu og dreifingu á raforku og heitu vatni eru færðar í rekstrarreikning samkvæmt mældri afhendingu til kaupenda á tímabilinu og innheimtar mánaðarlega samkvæmt gildandi gjaldskrá. Aðrar tekjur eru færðar þegar til þeirra er unnið eða við afhendingu vöru eða þjónustu.
Tekjumörk Gjaldskrá fyrir dreifingu raforku er háð tekjumörkum sem gefin er út af Orkustofnun í samræmi við ákvæði raforkulaga nr. 65 frá 2003. Tekjumörkin byggja á rauntölum fyrri ára úr rekstri dreifiveitu, afskrift fastafjármuna, rauntöpum í dreifikerfi og arðsemi á bundið fé í dreifiveitu. Arðsemi dreifiveitu af dreifingu raforku skal vera sem næst vegnum fjármagnskostnaði, að teknu tilliti til skatta og að frátöldum verðlagsbreytingum. Arðsemi til grundvallar tekjumörkum skal vera jöfn hlutfalli milli annars vegar hagnaðar fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld en að frádregnum sköttum (EBIT að frádregnum sköttum) og hins vegar bókfærðs virðis fastafjármuna sem nauðsynlegir eru til reksturs dreifiveitunnar auk 20% af tekjumörkum síðasta árs til að mæta kostnaði af veltufjármunum. Við ákvörðun tekjumarka er ekki litið til raunverulegra fjármagnsliða. Gjaldskrá er ákveðin miðað við tekjumörk og áætlanir um raforkusölu á dreifiveitusvæðum félagsins, annars vegar fyrir þéttbýli og hins vegar fyrir dreifbýli.
k) Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur samanstanda af vaxtatekjum af fjárfestingum, arðstekjum, breytingum á gangvirði fjáreigna þar sem gangvirðisbreyting er færð í rekstrarreikning, gengishagnaði af erlendum gjaldmiðlum. Vaxtatekjur eru færðar eftir því sem þær falla til miðað við virka vexti. Arðstekjur eru færðar í rekstrarreikning á þeim degi sem arðsúthlutun er samþykkt. Fjármagnsgjöld samanstanda af vaxtakostnaði af lántökum, bakfærslu núvirðingar skuldbindinga, gengistapi af erlendum gjaldmiðlum, tapi af afleiðusamningum og virðisrýrnun fjáreigna. Lántökukostnaður er færður í rekstrarreikning miðað við virka vexti. Hagnaður eða tap vegna gengisbreytinga erlendra gjaldmiðla er fært nettó.
l) Tekjuskattur Tekjuskattur á afkomu tímabilsins samanstendur af tekjuskatti til greiðslu og frestuðum tekjuskatti. Tekjuskattur er færður í rekstrarreikning nema þegar hann tengist liðum sem eru færðir beint á eigið fé eða liðum færðum meðal annarra tekna og gjalda færðra á eigið fé. Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar ársins, miðað við gildandi skatthlutfall á uppgjörsdegi, auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára. Frestaður tekjuskattur er færður vegna tímabundinna mismuna á bókfærðu verði eigna og skulda í ársreikningnum annars vegar og skattverði þeirra hins vegar. Útreikningur á frestuðum skatti byggir á því skatthlutfalli sem vænst er að verði í gildi þegar tímabundnir mismunir koma til með að snúast við, miðað við gildandi lög á uppgjörsdegi. Skatteign er einungis færð að því marki sem líklegt er talið að skattskyldur hagnaður verði til ráðstöfunar í framtíðinni sem unnt verður að nýta eignina á móti. Skatteign er metin á hverjum uppgjörsdegi og lækkuð að því marki sem talið er líklegt að hún nýtist ekki.
m) Hagnaður á hlut Í ársreikningnum er sýndur grunnhagnaður á hlut og þynntur hagnaður á hlut fyrir almenna hluti í félaginu. Grunnhagnaður á hlut er reiknaður sem hlutfall afkomu, sem ráðstafað er til almennra hluthafa í félaginu, og vegins meðalfjölda útistandandi almennra hluta á árinu. Þynntur hagnaður á hlut er jafn grunnhagnaði þar sem fyrirtækið hefur ekki gert kaupréttarsamninga eða gefið út breytanleg skuldabréf.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
SKÝRINGAR
77
31. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh.: n) Starfsþáttayfirlit Rekstrarstarfsþáttur er hluti samstæðunnar sem fæst við viðskipti og er fær um að afla tekna og stofna til gjalda, að meðtöldum tekjum og gjöldum vegna viðskipta við aðra hluta samstæðunnar. Afkoma allra starfsþátta samstæðunnar er reglulega yfirfarin af forstjóra til að ákvarða hvernig eignum hennar er skipt á starfsþætti og til að meta frammistöðu þeirra. Viðskipti milli starfsþátta eru verðlögð eins og um óskylda aðila væri að ræða. Rekstrarafkoma starfsþátta, eignir og skuldir þeirra samanstanda af liðum sem tengja má beint við hvern starfsþátt, auk þeirra liða sem hægt er að skipta skynsamlega niður á starfsþætti. Liðir sem ekki eru flokkaðir með einstökum starfsþáttum eru aðallega fjárfestingar og tengdar tekjur, lántökur og tengdur kostnaður, sameiginlegar eignir og tengdur kostnaður, auk frestaðs tekjuskatts. Fjárfestingar starfsþátta eru kaup á rekstrarfjármunum.
o) Nýir reikningsskilastaðlar og túlkanir á þeim sem hafa ekki verið innleiddir Nokkrir nýir reikningsskilastaðlar, breytingar á reikningsskilastöðlum og túlkanir á þeim hafa tekið gildi fyrir reikningsskilaár sem hefjast eftir 1. janúar 2018, hafa ekki verið notaðir við gerð þessa ársreiknings. Þeim nýju stöðlum sem kunna að vera viðeigandi fyrir reikningsskil félagsins er lýst hér á eftir: Samstæðunni ber að innleiða IFRS 16, Leigusamningar frá og með 1. janúar 2019. Samstæðan hefur metið væntanleg áhrif IFRS 16 á samstæðureikninginn. Endanleg áhrif staðalsins kunna að breytast þegar fyrstu reikningsskil samstæðunnar þar sem honum er beitt verða birt. IFRS 16 kynnir heildstætt líkan sem felur í sér færslu leigusamninga í efnahagsreikning. Leigutaki færir nýtingarrétt sem endurspeglar rétt hans til notkunar eignar og á móti skuld vegna framtíðarleigugreiðslna. Samkvæmt staðlinum þarf ekki að færa í efnahagsreikning leigusamninga til skemmri tíma en eins árs og leigu á ódýrum eignum. Ákvæði um leigusala munu ekki breytast verulega frá gildandi staðli sem áfram flokkar leigusamninga í fjármögnunarleigusamninga eða rekstrarleigusamninga. IFRS 16 kemur í stað eldri staðals, IAS 17 Leigusamningar, IFRIC 4, ákvörðun um hvort samningur inniheldur leigusamning, SIC-15, rekstrarleigusamningahvatar og SIC-27, mat á eðli viðskipta sem eru að forminu til leigusamningur. I Leigusamningar þar sem samstæðan er leigutaki Samstæðan mun færa eignir og skuldir vegna leigusamninga vegna fasteigna og lóðaréttinda. Eðli kostnaðar tengdum þessum leigusamningum mun breytast þar sem samstæðan mun afskrifa nýtingarrétt og færa vaxtagjöld af leiguskuld en áður voru leigugreiðslur færðar meðal rekstrargjalda. Áður voru leigugreiðslur færðar til gjalda línulega yfir leigutíma og einvörðungu færðar eignir eða skuldir ef tímamunur myndaðist á milli greiðslu leigu og gjaldfærslu kostnaðar. Byggt á tiltækum gögnum er talið að leiguskuld sem færð verður 1. janúar 2019 muni nema 437 milljónir kr. og til eignar nýtingarrétt að sömu fjárhæð. Samstæðan telur að innleiðing IFRS 16 hafi ekki áhrif á fjárhagsskilyrði lánasamninga. II Leigusamningar þar sem samstæðan er leigusali Innleiðing IFRS 16 hefur ekki veruleg áhrif á samninga þar sem samstæðan er leigusali. III Innleiðing Samstæðan mun beita IFRS 16 frá og með 1. janúar 2019 og beita honum afturvirkt með samlegðaráhrifum. Það þýðir að uppsöfnuð áhrif IFRS 16 færast sem breyting á opnunarstöðu óráðstafaðs eigin fjár 1. janúar 2019 en samanburðarfjárhæðir verða óbreyttar. Samstæðan áætlar að nýta sér heimild IFRS 16 til að beita honum á alla samninga sem gerðir voru fyrir 1. janúar 2019 en voru áður tilgreindir sem leigusamningar samkvæmt IAS 17, leigusamningar, og IFRIC 4, ákvörðun um hvort samningur inniheldur leigusamning.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
78
YFIRLÝSING UM STJÓRNARHÆTTI
YFIRLÝSING UM STJÓRNARHÆTTI Inngangur Meginstarfsemi Rarik, móðurfélagsins, er rekstur dreifiveitu sem starfar skv. lögum nr. 65 frá 2003 og nær dreifiveitusvæðið til meginhluta landsins utan höfuðborgarsvæðisins, Vestfjarða og Reykjaness. Auk þess rekur Rarik fimm hitaveitur, jarðvarmaveitur í Búðardal, Blönduósi, Skagaströnd og Siglufirði og fjarvarmaveitur á Seyðisfirði og Höfn í Hornafirði. Framleiðsla og sala rafmagns er í höndum dótturfélagsins Orkusölunnar ehf. auk þróunar og uppbyggingar orkukerfa innanlands. Rarik Orkuþróun ehf. hefur umsjón með einu erlendu verkefni og Ljós- og gagnaleiðari ehf. hefur umsjón með ljósleiðurum sem lagðir hafa verið með jarðstrengjum. Dótturfélögin eru alfarið í eigu Rarik.
Stjórnarhættir Stjórn Rarik leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og fylgja „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út og tóku gildi 1. júní 2015. Stjórn setur sér starfsreglur, þar sem valdsvið hennar er skilgreint og verksvið gagnvart forstjóra. Núgildandi starfsreglur stjórnar voru staðfestar af stjórn þann 28. júní 2018. Starfsreglur stjórnar eru aðgengilegar á heimasíðu Rarik.
Áhættustýring Innra eftirlit Rarik felur í sér skilgreiningu á rekstri, stjórnun og hlutverki fyrirtækisins, markmiðasetningu, upplýsingasöfnun og yfirferð þeirra upplýsinga sem verða til í kerfum fyrirtækisins um starfsemi þess, verklag og árangur samkvæmt settum markmiðum. Brugðist er við frávikum og fengin reynsla er nýtt í þróun og endurskilgreiningu starfseminnar. Stjórn félagsins ákvað að innri endurskoðun fyrir árin 2015 til 2019 yrði boðin út og var samið við Deloitte um að annast hana. Afkomumarkmið RARIK eru sett af stjórn fyrirtækisins. Mánaðarlega fer stjórn yfir rekstraryfirlit og stöðu í fjárfestingum, þar sem frávik frá áætlunum eru yfirfarin og skýrð. Í handbók fyrirtækisins, sem er aðgengileg á innri vef þess, eru margvíslegar verklagsreglur til að tryggja gott eftirlit með rekstrarkostnaði. Sömuleiðis eru umfangsmiklar verklagsreglur um tekjuskráningu, m.a. með ferilskráningu mæla og afstemmingu sölukerfis og bókhalds. Þá eru ýmsar verklagsreglur þar sem kveðið er á um hvernig þeir, sem eru fjárhagslega ábyrgir fyrir þeim verkum sem unnið er að, sinni reglubundinni skráningu og eftirliti með kostnaði verkanna og beri ábyrgð á skilum þeirra til uppgjörs. Í skýringu nr. 26 í ársreikningi er jafnframt gerð grein fyrir áhættustýringu Rarik vegna fjármálagerninga.
Stjórnskipulag Stjórnskipulag Rarik samanstendur af stjórn móðurfélags, stjórnum þriggja dótturfélaga og framkvæmdaráði móðurfélagsins. Starfsemi Rarik er skipt í fjögur svið auk skrifstofu forstjóra en þau eru Fjármálasvið, Framkvæmdasvið, Rekstrarsvið og Tæknisvið. Þá hefur stjórn kosið Endurskoðunarnefnd en fer sjálf með hlutverk Starfskjaranefndar.
Stjórn Stjórn Rarik sinnir stefnumótun, eftirliti og töku meiriháttar ákvarðana í rekstri félagsins í samræmi við lagareglur sem gilda um stjórn félagsins. Stjórnin staðfestir rekstrar- og fjárfestingaáætlanir, fer með málefni félagsins og annast stjórnskipulag rekstrar þess og að starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
YFIRLÝSING UM STJÓRNARHÆTTI
79
Yfirlýsing um stjórnarhætti, frh.: Í stjórn Rarik eru fimm eftirtaldir aðalmenn, allir kosnir á aðalfundi: Birkir Jón Jónsson, Baugakór 13, Kópavogi, formaður stjórnar, fyrst kosinn í stjórn Rarik ohf. árið 2014. Arndís Soffía Sigurðardóttir, Smáratúni, Hvolsvelli, varaformaður stjórnar, fyrst kosin í stjórn Rarik ohf. árið 2018. Valgerður Gunnarsdóttir, Hrísateigi 2, Húsavík, ritari stjórnar, fyrst kosin í stjórn Rarik ohf. árið 2018. Álfheiður Eymarsdóttir, Hjarðarholti 13, Selfossi, meðstjórnandi, fyrst kosin í stjórn Rarik ohf. árið 2017. Kristján L. Möller, Laugarvegi 25, Siglufirði meðstjórnandi, fyrst kosinn í stjórn Rarik ohf. árið 2018. Stjórn Rarik ohf. hélt 12 fundi á árinu 2018.
Framkvæmdaráð og dótturfélög Tryggvi Þór Haraldsson er forstjóri Rarik, situr í framkvæmdaráði Rarik og er formaður stjórna þriggja dótturfélaga Rarik: Orkusölunnar ehf., Rarik Orkuþróunar ehf. og Ljós- og gagnaleiðara ehf. Pétur Einir Þórðarson er aðstoðarforstjóri og situr í framkvæmdaráði Rarik. Helga Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs og situr í framkvæmdaráði Rarik. Ólafur Hilmar Sverrisson er framkvæmdastjóri Fjármálasviðs og situr í framkvæmdaráði Rarik. Ómar Imsland er framkvæmdastjóri Framkvæmdasviðs og situr í framkvæmdaráði Rarik. Tryggvi Ásgrímsson er framkvæmdastjóri Tæknisviðs og situr í framkvæmdaráði Rarik. Magnús Kristjánsson er framkvæmdastjóri Orkusölunnar, sem er dótturfélag Rarik. Í dótturfélögunum Rarik Orkuþróun ehf. og Ljós- og gagnaleiðara ehf. er ekki starfandi framkvæmdastjóri.
Endurskoðunarnefnd Endurskoðunarnefnd Rarik var skipuð þann 26. apríl 2018 og í henni sitja: Sigurður Þórðarson, endurskoðandi, formaður, Valgerður Gunnarsdóttir, ritari stjórnar Rarik og Kristján L. Möller, stjórnarmaður í stjórn Rarik. Endurskoðunarnefnd Rarik hefur sett sér starfsreglur sem samþykktar eru af stjórn Rarik. Nefndin starfar í samræmi við ákvæði laga um ársreikninga, lög nr. 3/2006. Nefndin hélt 9 fundi á árinu 2018. Auk þess átti nefndin fundi með stjórn Rarik og stjórn Orkusölunnar. Endurskoðunarnefnd skal leggja tillögur sínar fyrir stjórn Rarik og upplýsir stjórn um störf sín að minnsta kosti tvisvar á ári.
Starfskjaranefnd Stjórn Rarik fer með hlutverk starfskjaranefndar. Starfskjarastefna er kynnt á aðalfundum félagsins.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
80
ÓFJÁRHAGSLEG UPPLÝSINGAGJÖF
ÓFJÁRHAGSLEG UPPLÝSINGAGJÖF Inngangur Meðfylgjandi er yfirlit yfir ófjárhagslega upplýsingagjöf RARIK ohf. til samræmis við 66. gr. d. laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Í yfirlitinu eru upplýsingar um viðskiptalíkan félagsins og stefnur þess í einstökum málaflokkum, ásamt lýsingu á megináhættum og ófjárhagslegum lykilmælikvörðum í tengslum við umhverfis-, félags- og starfsmannamál. Einnig um stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og mútumálum. Tekið er mið af leiðbeiningum Evrópusambandsins við framsetningu yfirlitsins.
Um RARIK ohf. Tilgangur félagsins er að framleiða, dreifa og eiga viðskipti með raforku og varmaorku í samræmi við ákvæði raforkulaga nr. 65/2003 og orkulaga nr. 58/1967 vegna hitaveitna, hvort heldur er í heildsölu eða smásölu, ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins, lög nr. 25/2006 og 3. grein samþykkta fyrir RARIK. Meginþungi starfseminnar felst í dreifingu raforku um eigið dreifikerfi til viðskiptavina, en auk þess rekur fyrirtækið jarðvarmaveitur í Búðardal, á Blönduósi og Skagaströnd og á Siglufirði ásamt rafkyntum fjarvarmaveitum á Seyðisfirði og á Höfn í Hornafirði. Með tilkomu nýrra orkulaga var stofnað sérstakt dótturfélag, Orkusalan ehf., um framleiðslu og sölu raforku á vegum fyrirtækisins. Orkusalan ehf. tók til starfa í ársbyrjun 2007 og starfrækir fimm virkjanir: Grímsár-, Lagarfoss-, Rjúkanda-, Skeiðsfossog Smyrlabjargaárvirkjun. Þróun og uppbygging orkukerfa er hjá öðru dótturfélagi; RARIK orkuþróun ehf. (stofnað 2008) og þriðja dótturfélagið Ljós- og gagnaleiðari ehf. (stofnað 2009) hefur umsjón með ljósleiðurum sem lagðir hafa verið með jarðstrengjum.
Eignarhald og rekstrarform RARIK samstæðan er eign ríkisins og rekin sem fjárhagslega sjálfstætt opinbert hlutafélag. Fjármálaráðherra fer með eignarhlut í félaginu fyrir hönd ríkisins.
Rekstrarumhverfi RARIK hefur einkaleyfi á raforkudreifingu á Íslandi að undanskildu höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Árborg, Reyðarfirði og Vestfjörðum.
Lagaumhverfi Helstu lög sem gilda um starfsemi RARIK eru raforkulög nr. 65/2003, orkulög nr. 58/1967 og lög um hlutafélög nr. 2/1995, með áorðnum breytingum. Tekjumörk dreifiveitna Gjaldskrá RARIK, tekjur og rekstrarkostnaður eru undir eftirliti Orkustofnunar sem úthlutar tekjumörkum – heimiluðum tekjum (sbr. Raforkulög nr. 65/2003). Tekjumörk eru hámark leyfilegra árlegra tekna flutningsfyrirtækis og dreifiveitna til að mæta kostnaði og eru sett til fimm ára en uppfærð árlega.
Hlutverk og stefna Hlutverk og kjarnastarfsemi RARIK veitir heimilum og fyrirtækjum veituþjónustu á sviði raforku og hitaveitu sem er ein forsenda búsetu og lífsgæða á starfssvæði félagsins.
Stefna Stefnt er að því að styrkja þjónustunet félagsins þar sem áhersla er á áreiðanlegt dreifikerfi og öflugar starfsstöðvar sem geta veitt víðtæka þjónustu. Félagið er opið fyrir tækifærum til vaxtar og þróunar sem falla að kjarnastarfsemi þess og/eða geta skapað aukna hagkvæmni.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
ÓFJÁRHAGSLEG UPPLÝSINGAGJÖF
81
Hlutverk og stefna, frh.: Megináherslur Stefna RARIK byggist á tilteknum grunnstoðum sem móta megináherslur í rekstri og þróun félagsins til þess að standa við hlutverk og meginmarkmið í bráð og lengd: • Hagkvæmur rekstur sem miðar að því að hámarka nýtingu á eignum, mannauði og aðföngum, tryggja sveigjanleika til þess að takast á við álagspunkta ásamt samræmi og gegnsæi í rekstri og þjónustu með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. • Skilvirk og örugg þjónusta sem einkennist af einsleitu þjónustuviðmóti ásamt góðri svörun og eftirfylgni þar sem hagkvæmni, gæði og öryggi er í fyrirrúmi.. • Fyrirmynd í framsæknum lausnum í tækni og umhverfismálum ásamt góðu samstarfi við fræðasamfélög á starfssviði félagsins. • Eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti er tryggt og hæfileikar starfsmanna nýtast að fullu í fjölskylduvænu og hvetjandi vinnuumhverfi. Stjórnskipulag RARIK ohf. nær til allrar starfsemi fyrirtækisins og byggist á forsendum samstæðuskipulags. Aðalfundur kýs fimm menn í stjórn og tvo til vara. Forstjóri hefur á hendi daglega stjórn RARIK samstæðunnar í umboði stjórnar. Skilgreindar meginreglur og meginviðfangsefni samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækisins eins og hún hefur verið skilgreind í Handbók RARIK styðja við siðareglur fyrirtækisins, auk þess sem að RARIK hefur mótaða stefnu í einstökum málaflokkum. Markmiðasetning fyrirtækisins Markmið fyrirtækisins eru bæði fjárhagsleg, sem og tengd gæðum þjónustunnar. Stjórn RARIK setur fyrirtækinu fjárhagsleg markmið sem fram koma í áætlanagerð RARIK, auk þess að samþykkja rekstraráætlun og fjárfestingaáætlun hvers árs. Fyrirtækið er jafnframt háð ákvæðum eftirlitsaðila um þjónustu og frammistöðu og hefur sett sér markmið um kennistærðir raforku og um spennugæði til samræmis við ákvæði þar um, sem og um orkumæla í notkun.
Umhverfismál RARIK ofh. hefur samþykkta umhverfisstefnu. Varúð skal sýnd í allri umgengni þegar gengið er til verka og þess gætt að valda ekki spjöllum á náttúru landsins, mannvirkjum og sögulegum minjum. Stefna RARIK í umhverfismálum kveður auk þess m.a. á um að verndun umhverfisins skuli ávallt höfð í fyrirrúmi við hönnun og mat á framkvæmdum og þjónustu á vegum fyrirtækisins og að hönnun og framkvæmdir skulu miða að því að valda sem minnstri röskun á umhverfinu og lífríki þess.
Mengunarslys í starfsemi RARIK 2018 Ekki eru skráð mengunarslys á árinu.
Starfsmannatengd mál RARIK er með samþykkta starfsmannastefnu og jafnréttisstefnu. Öryggi almennings, umhverfis, þjónustu og starfsmanna skal vera lykilatriði við alla ákvarðanatöku. Starfsmenn RARIK eru grunnstoð fyrirtækisins og gagnkvæm virðing og samvinna leggur bæði grunninn að árangursríku samstarfi þeirra og farsælli úrlausn verkefna. Ábyrgð á eigin verkum og fagleg vinnubrögð eru í fyrirrúmi auk þess sem öryggis skal gætt í öllum störfum. Ekki skal veittur afsláttur af öryggisreglum vegna eigin vinnu, vinnu samstarfsmanna eða samstarfsaðila. Starfsmenn skulu leitast við að vanda sig bæði til orða og athafna og gæta þess að samskipti einkennist af heiðarleika, umburðarlyndi og gagnkvæmri virðingu. Hvers konar einelti og mismunun er okkur ekki samboðin og verður ekki liðið.
Öryggisstjórnun raforkuvirkja – öryggi mannvirkja, starfsmanna, almennings og umhverfis Öryggisstjórnun raforkuvirkja er skv. lögum nr. 146/1996 og reglugerð um raforkuvirki nr. 264/1971 með áorðnum breytingum ásamt verklags- og skoðunarreglum Mannvirkjastofnunar um öryggi raforkuvirkja. Öryggisstjórnun RARIK var staðfest af Löggildingarstofu (nú Mannvirkjastofnun) 8. desember 2000 og öryggiskerfi RARIK er reglulega tekið út af skoðunarstofu skv. ákvæðum laga þar um, auk innri úttekta.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
82
ÓFJÁRHAGSLEG UPPLÝSINGAGJÖF
Starfsmannatengd mál, frh.: Starfsmannastefna Það er stefna RARIK að fyllsta jafnréttis sé ávallt gætt í starfsemi fyrirtækisins, óháð kyni. RARIK hámarkar mannauð sinn með því að tryggja að allir starfsmenn njóta sömu tækifæra og kjara óháð kynferði og að allir starfsmenn séu metnir af eigin verðleikum. RARIK leggur áherslu á að starfsfólk fyrirtækisins virði jafnréttissjónarmið í hvívetna og komi fram við hvert annað af virðingu. Hvers konar mismunun á forsendum kynferðis er í andstöðu við jafnréttisstefnu RARIK. Unnið er að jafnlaunavottun.
Samfélagsleg mál Áreiðanleiki veitumæla – öryggi viðskiptahátta og hagsmunir neytenda Mælifræðilegt eftirlit með orkumælum er skv. lögum nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og reglugerðum 1061/2008 og 1062/2008. Innra eftirlit með veitumælum nær til innkaupa, skráningu, eftirlits og upplýsingaskyldu um veitumæla skv. ákvæðum reglugerða og reglum Neytendastofu þar að lútandi. Kerfið var tekið út og staðfest af Neytendastofu 1. júní 2011 og er reglulega tekið út af skoðunarstofu skv. ákvæðum laga þar um.
Kvartanir viðskiptavina Viðskiptavinir geta komið kvörtunum um t.d. spennugæði á framfæri á heimasíðu fyrirtækisins. Kvörtun er álit viðskiptavinar á þjónustu og vörum fyrirtækisins þess eðlis að þær uppfylli ekki umsamdar kröfur og getur falið í sér bótakröfu á hendur fyrirtækinu Er viðskiptavinum tryggður réttur til úrvinnslu kvartana í reglugerð nr. 1048/2004 og hefur Orkustofnun eftirlit með framkvæmd þeirrar úrvinnslu, ásamt því að vera úrskurðaraðili í ágreiningsmálum.
Raforkugæði – afhendingaröryggi og spennugæði Tekið er á afhendingaröryggi og spennugæðum hjá dreifiveitum í núverandi raforkulögum og í reglugerð nr. 1048/2004 um gæði raforku og afhendingaröryggi. Innra eftirlit með raforkugæðum nær til skráningar, gagnaöflunar og upplýsingaskyldu um afhendingar- og spennugæði raforku skv. 28. grein laga nr. 65/2003 og reglugerð nr. 1048/2004, ásamt ákvæðum Orkustofnunar þar að lútandi. Hefur Orkustofnun eftirlit með framkvæmd innra eftirlits og afhendingargæðum. RARIK gerir eftirlitsaðila árlega grein fyrir afhendingargæðum síðasta árs. Stjórnun raforkugæða RARIK hefur verið viðurkennd af Orkustofnun og er reglulega tekin út af skoðunarstofu skv. ákvæðum laga þar um.
Upplýsingaöryggi – réttar og tiltækar upplýsingar Markmið RARIK í upplýsingaöryggi er að tryggja örugga afhendingu á orku til viðskiptavina og tryggja eftir því sem við á að upplýsingar séu réttar, tiltækar og að trúnaðar sé gætt. Stjórnkerfi upplýsingaöryggis byggist á leiðbeinandi tilmælum FME og ISO 27001 staðlinum og 21. ágúst 2014 staðfesti FME að RARIK uppfyllti leiðbeiningar þeirra varðandi úttektir á upplýsingakerfum.
Mannréttindamál Mannréttindi skulu ávallt vera í fyrirrúmi og hvers konar ójöfnuður eða mismunun verður ekki liðin í starfsemi fyrirtækisins, hvort sem er inná við eða útá við.
Aðgengismál Í vefstefnu RARIK er lögð áhersla á að mæta þörfum viðskiptavina með áherslu á gott aðgengi að lykilverkefnum og upplýsingum sem þeir þurfa að nálgast á vefnum. Markmiðið er að viðskiptavinir geti afgreitt sig sem mest sjálfir. Ytri vefur RARIK tekur mið af kröfum alþjóðlegra aðgengisstaðla til að stuðla að jöfnu aðgengi allra hópa í samfélaginu. Í úttekt á vegum Stjórnarráðsins á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga haustið 2017 kom í ljós að bæta þarf úr aðgengismálum vefsins hjá RARIK og hefur sú vinna þegar verið hafin. Aðgengi fatlaðra og hreyfihamlaðra að starfsstöðvum RARIK er misjafnt eftir aldri þeirra bygginga sem starfsemi er rekin í. Unnið er að greinargerð um stöðu aðgengismála við helstu starfsstöðvar fyrirtækisins.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
ÓFJÁRHAGSLEG UPPLÝSINGAGJÖF
83
Mannréttindamál, frh.:
Persónuvernd Markmið persónuverndarstefnu RARIK er að tryggja að meðhöndlun RARIK á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Fyrirtækið hefur á að skipa sérhæfðum starfsmönnum sem fylgja því eftir að gögn séu örugglega varin og komist ekki í hendur annarra en þeirra sem þurfa að vinna með þau. RARIK heyrir undir ákvæði laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og hefur því skilaskyldu gagnvart þjóðskjalasafni.
Spillingar og mútumál RARIK gegnir mikilvægu þjónustuhlutverki og leggur áherslu á heiðarleika og ábyrgð í allri starfsemi sinni gagnvart viðskiptavinum og samfélaginu sem fyrirtækið starfar í. Þjónusta fyrirtækisins skal grundvallast á trausti og fagmennsku og einkennast af öryggi, vönduðum vinnubrögðum, sanngirni og heilindum í öllum samskiptum. Opinber birting skal byggja á réttum og skýrum upplýsingum til viðskiptavina um þjónustu fyrirtækisins, um leið og tryggð er greið og rekjanleg leið til að afgreiða fyrirspurnir og ábendingar um það sem betur má fara og fulls trúnaður gætt um viðskiptahagsmuni. Gerð er krafa um heilbrigða viðskiptahætti, löghlýðni og virðingu fyrir umhverfinu, bæði í öllu starfi innan fyrirtækisins og gagnvart samstarfsaðilum. Starfsmenn og stjórn RARIK forðast persónulega hagsmunaárekstra og ber að vekja athygli á því af fyrra bragði ef afgreiðsla mála á þeirra borði varða þeirra eigin hagsmuni. Ólögmæt og/eða ótilhlýðileg háttsemi er ekki liðin. Starfsmenn RARIK skulu leita samþykkis fyrirtækisins hyggist þeir taka að sér aðra launaða vinnu, taka þátt í atvinnurekstri eða sitja í stjórn fyrirtækis, samtaka eða sveitarfélags.
Innra eftirlit Virkt innra eftirlit er samtvinnað í alla starfsemi hjá RARIK og fyrir öll helstu verk eru gerðar verklýsingar og unnið samkvæmt Handbók fyrirtækisins. Öflugt samþykktarkerfi er til staðar hjá RARIK og allir reikningar sem berast þurfa að vera samþykktir af tveimur til þremur aðilum áður en þeir eru bókaðir og greiddir. Hjá RARIK starfar endurskoðunarnefnd og RARIK hefur auk þess ráðið sérfræðinga í innri endurskoðun til að taka út innra eftirlit félagsins. Öflugt eftirlit er með aðgangsheimildum að upplýsingakerfum hjá RARIK og er fyrirtækið með upplýsingaöryggisstjóra sem rýnir í aðgangsheimildir reglulega.
Endurskoðunarnefnd Samkvæmt starfsreglum Endurskoðunarnefndar RARIK, frá 27. júní 2013, hefur nefndin m.a. eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila, sem og eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits RARIK, innri endurskoðun og áhættustýringu. Hún hefur jafnframt eftirlit með endurskoðun ársreikninga og samstæðureiknings RARIK, auk þess að meta óhæði endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis. Nefndin fundar reglulega og upplýsir stjórn RARIK a.m.k. tvisvar á ári um störf sín og skilar til stjórnar árlegri skýrslu, þar sem m.a. er fjallað um hugsanlega veikleika í innra eftirliti í vinnuferli við gerð reikningsskila. SKAMMSTAFANIR OG SKÝRINGAR kV
= kílóvolt
ISK
= Icelandic crowns
kW
= kílówatt
mkr
= million Icelandic crowns
MW
= megawatt = 1.000 kW
h
= hour
kVA
= kílóvoltamper
RARIK
= Iceland State Electricity
MVA
= megavoltamper = 1.000 kVA
RED
= RARIK Energy Development (RARIK subsidiary)
kWst = kílówattstund
Orkusalan = Energy sales and production (RARIK subsidiary)
MWst = megawattstund = 1.000 kWst
hf
= Ltd
MWe
ehf
= Private Ltd
ohf
= Public Ltd, PLC
= megawött rafmagns
GWst = gígawattstund = 1.000 MWst TWst = terawattstund = 1.000 GWst mkr
= milljón krónur = 1.000.000 krónur
st
= klukkustund
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
84
ENGLISH SUMMARY
The Company RARIK (Iceland State Electricity) was founded in April 1946 and started operations in January 1947. Its function and main responsibility through the years has been the electrification of most parts of Iceland, particularly the rural areas. The main tasks being to procure, distribute and sell electricity in its operating area and thus provide and create added value to its customers. By devoting its energy to building an electric power transmission and distribution system for the country’s rural as well as urban areas, RARIK has played an important role in the development of individual regions in the country. Electrical and industrial development went hand in hand in Iceland. RARIK played the principal role in the electrification of Iceland’s rural areas and now provides electricity via the grid system to around 60 population centres around Iceland. Its distribution network covers around 80-90% of the country’s inhabitated areas and serves approximately 16% of the population. The length of the high voltage distribution network is ca 9,000 km and although originally all high voltage distribution was via overhead power lines, by end of 2018 over 62% of the lines had been replaced with underground cables. Following the passage of a new Icelandic Electricity Act in 2003 a number of significant changes took place in the field of energy production, transportation, distribution and sales. In accordance with the new act an independent company, Landsnet hf, began operation on the 1st of January 2005. This company was created to organize the transmission of electric power between different parts of Iceland and to its largest population centres. RARIK owns a 22.5% share in Landsnet hf. The new act also meant that consumers were able to choose an electricity supplier, and thereby competition was initiated in the field of electricity sales in Iceland. In accordance with the new act, RARIK was incorporated in July 2006, and this limited company took over all activities of the State Electric Power Works as off the 1st of August 2006 – just 60 years after Parliament adopted the act on the Establishment of the State Electric Power Works. RARIK’s operations were divided at the beginning of the year 2007 into its concessioned activities, which are operated by the parent company RARIK ohf, and its competitive business activities, which were transferred to a subsidiary Orkusalan ehf. The subsidiary, Orkusalan ehf, produces, buys and sells electricity to homes, businesses and institutions throughout the country and is 100% owned by RARIK. In 2008 a new subsidiary was established, RARIK Energy Development Ltd (RED), also 100% owned by RARIK. The main task of this subsidiary is energy research and development, both domestic and abroad. In addition, RARIK owns and operates five hotwater supply utilities, namely three geothermal hotwater ones and two district heating ones. The number of employees of RARIK and subsidiaries at the end of 2018 was 204.
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
85
Við ákveðin veðurskilyrði getur hlaðist ísing á loftlínur með þeim afleiðingum að þær slitna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
86
ENGLISH SUMMARY
Finances The 2018 operation of RARIK was in accordance with projections. Income rose by approximately 11.8% from the previous year, while operating fees increased by approximately 9.6%. As a result, operating profits before financial items were higher than the preceding year. Financial items were also significantly less favourable than in 2017. The company’s profits from regular operations were higher than the year before. The effects of associated companies were positive in 2018. The year’s profits, having taken account of taxes, were approximately ISK 2.8bn, an increase of around 11% from 2017.
Operation Operating profits for 2018 (EBIT) amounted to approximately ISK 3.6bn, which is around 22% of the year’s turnover. Operating profits before depreciation, financial items and taxes (EBITDA) were approximately 33% of turnover, or ISK 5.6bn. The tariff for distribution in rural areas was raised by 6% on average at the beginning of 2018. With this increase for distribution in rural areas, RARIK probably will have fully utilised its income authorisation within the year. As future income authorisations have not been fully utilised it is assumed that future tariff changes in rural areas will again increase in excess of general price level changes. The tariff for urban areas rose by 2.7%, or the equivalent of the effects of the increase of Landsvirkjun for distribution costs in urban areas. The tariff of RARIK’s district heating changed during the year, the increase in hot-water distributions of other distributions than Siglufjörður, which did not change, was 6.2% while increases in district heating rose by be 8.5%. Orkusalan raised its prices by 4.1% at the beginning of the year in line with Landsvirkjun’s increases of wholesale prices to Orkusalan. The total operating income of the Group during the year was ISK 16.6bn, an increase of approximately 12% from the previous year. Operating expenses amounted to ISK 13bn, which is an increase of 10% from 2017. Financial expenses in excess of financial income, net financial expenses, amounted to ISK 1.3bn, or approximately 6% of the interest bearing debt at the end of the year. Operating results for 2018, excluding the associated company and taxes, were positive to the tune of around ISK 2.3bn, which is the same amount as in 2017. The financial impact of the associated company in operation, Landsnet hf., was positive to the amount of approximately ISK 909m. The year’s profit after income tax is ISK 2.8bn. Due to RARIK’s share in translation differences or exchange rate difference resulting from the translation of the accounts of the associated company Landsnet into Icelandic kronur to the tune of ISK 931m, the total profits for 2018 are therefore ISK 3.7bn, as stated in the overall profits for the year attached to the income statement. ASSETS, LIABILITIES AND EQUITY RATIO 70000
0,70
60000
0,65
50000
0,60
40000
0,55
30000
0,50
20000
0,45
10000
0,40
0
0,35 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Assets
2018 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF.
Liabilities
Equity Ratio
ENGLISH SUMMARY
87
Financial position RARIK’s total assets according to the balance sheet amounted to ISK 65.9bn. Liabilities at year-end amounted to ISK 24.8bn. As a result, RARIK’s equity is ISK 41.1bn and its equity ratio 62.4%. The current ratio at the close of the year was approximately 2.2. Investments in 2018 amounted to ISK 3.7bn while total investments in 2017 amounted to ISK 3.4bn. The bulk of the investments is due to the renewal of the distribution system. Investments in distribution systems during the year amounted to a total of ISK 3.3bn and investments in power plants were ISK 132m. Return on equity in 2018 was 7.4%. Dividends amounting to ISK 310m were paid out to owners. A new 20-year bond class was issued during the year. Demand for the tender was extremely good, the nominal price of submitted bids was approximately ISK 9bn. The decision was made to accept offers for ISK 4.7bn million nominal value. The required rate of return achieved in the issue was 2.7%. By the end of the year, foreign liabilities were just under 15% of interest bearing debts.
Prospects for 2018 Prospects for RARIK’s operation in 2019 are good. Profits from the operation of the company before the impact of the associated company and taxes are expected to be similar as to what they were in 2018. In addition, investments are expected to be considerably greater in 2019, or around ISK 7bn.
Key figures from operations ISK
2018
2017
2016
Operating revenues
mkr
16.637
14.886
14.670
Operating expenses
mkr
13.022
11.884
11.399
Operating profits
mkr
3.615
3.002
3.271
Financial income (fin,expenses)
mkr
-1.274
-706
-293
Impact of associated company
mkr
909
670
-344
Profits before taxes
mkr
3.250
2.966
2.634
Income tax
mkr
-469
-459
-594
Profits before taxes
mkr
2.781
2.507
2.040
Total assets
mkr
65.953
58.465
57.722
Equity
mkr
41.132
37.730
36.134
Liabilities
mkr
24.821
20.735
21.588
Cash from operating activities
mkr
3.755
3.952
3.487
Interest expenses paid
mkr
667
625
727
EBITDA
mkr
5.569
4.767
5.066
8,35
7,63
6,97
Interest coverage Equity ratio
62,4%
64,5%
62.6%
Population of distribution area
53.152
51.645
51.157
Customers, meters (electricity)
43.564
42.914
42.444
Distribution of electricity
GWh
1.311
1.194
1.164
per capita,
kWh
24.672
23.119
22.753
km
9.047
8.949
8.744
High Tension systems
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF. – 2018
Útgefandi/published by RARIK ohf. Dvergshöfða 2 – 110 Reykjavík Sími/Tel. 528 9000 – Fax 528 9009 rarik@rarik.is – www.rarik.is Ábm.: Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri Efnisöflun: Rósant Guðmundsson kynningarstjóri Umsjón og hönnun: Athygli ehf. Prentun: GuðjónÓ – vistvæn prentsmiðja Ljósmyndir: Arnar Valdimarsson, Emil Þór, Nikolas Grabar, Ragnar Sær Ragnarsson, The Lava Tunnel/Ragnar TH Sigurðsson, Hafliði Bjarki Magnússon, Anton Brynjar Ingvarsson, Logi Snær Knútsson, Steingrímur Jónsson, Halldór Hafsteinsson, Alvarr ehf., Pétur Ágúst Unnsteinsson, Rósant Guðmundsson og Tryggvi Þór Haraldsson. Ljósmynd á kápu: Helga Sigurbjörnsdóttir og Hlynur Helgason starfsmenn RARIK við spennistöð á Vaðlaheiði. Ljósmyndari: Arnar Valdimarsson
Prentgripur
ÁRSSKÝRSLA
2018 ÁRSSKÝRSLA 2018