ÁRSSKÝRSLA
2021
Jarðstengur lagður í landi Grundar í Svarfaðardal.
Efnisyfirlit Bls.
Bls.
Stjórn RARIK ohf. 2020-2021. . . . . . . . . . . . .
2
Áritun ríkisendurskoðanda. . . . . . . . . . . . . . . . 55
Frá stjórnarformanni og forstjóra. . . . . . . . . .
3
Áritun óháðs endurskoðanda. . . . . . . . . . . . . 56
Framkvæmdastjórar sviða og dótturfélaga. 10
Rekstrarreikningur ársins 2021. . . . . . . . . . . . 60
Aðalfundur RARIK 2021. . . . . . . . . . . . . . . . . . 11
Heildarafkoma ársins 2021. . . . . . . . . . . . . . . 61
Fjármál. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13
Efnahagsreikningur 31. desember 2021. . . . 62
Dreifikerfi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16
Eiginfjáryfirlit árið 2021 . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63
Samantekt tölfræðilegra upplýsinga. . . . . . . 23
Sjóðstreymisyfirlit ársins 2021. . . . . . . . . . . . 64
Hitaveitur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28
Efnisyfirlit skýringa 2021 . . . . . . . . . . . . . . . . . 65
Starfsemin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29
Skýringar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 66
Orkusalan 2021. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42
Yfirlýsing um stjórnarhætti . . . . . . . . . . . . . . . 89
Ársreikningur 2021 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf. . . . . . . . . . . . . . 92
Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra. . . 53
English summary. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 100
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
2
STJÓRN RARIK OHF. 2021
Stjórn RARIK ohf. 2021-2022
Stjórn RARIK ohf. var endurkjörin á aðalfundi í mars 2021. Frá vinstri: Álfheiður Eymarsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Kristján L. Möller, Arndís Soffía Sigurðardóttir og Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
INNGANGUR
3
Frá stjórnarformanni og forstjóra Rekstur RARIK samstæðunnar á árinu 2021 gekk ágætlega. Ekki var mikið um tjón vegna veðurs eins og verið hafði tvö árin þar á undan. Flæði raforku um dreifikerfi samstæðunnar jókst frá fyrra ári, en orkusala minnkaði, bæði vegna vaxandi samkeppni, en einnig vegna minni eigin framleiðslu. Afkoman fyrir fjármagnsliði var betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en fjármagnsliðir hærri. Að teknu tilliti til fjármagnsliða og áhrifa hlutdeildarfélaga var afkoman betri en gert var ráð fyrir. Sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 höfðu talsverð áhrif á skipulag vinnu en fjárhaglegu áhrifin voru ekki mikil. Fjárfestingar í dreifikerfi raforku voru minni en árið áður, en meiri en í langtímaáætlunum vegna flýtiverkefna sem studd eru af stjórnvöldum. Fjárfestingar í stofnkerfi voru minni en gert var ráð fyrir í áætlunum vegna tafa við leyfisveitingar og afgreiðslu á erlendu efni. Fjárfest var í hitaveitum í samræmi við áætlanir.
Afkoma ársins
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK.
Tekjur samstæðunnar hækkuðu um 3% á milli ára, aðallega vegna aukinnar raforkudreifingar. Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður ársins 2.110 milljónum króna sem er rúmlega 18% hækkun frá árinu á undan, þegar hagnaður ársins var 1.781 milljón króna. Reiknuð áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets voru 1.018 milljónir króna en þau voru 832 milljónir á árinu 2020. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 5.649 milljónir króna eða 33,7% af veltu ársins, samanborið við 32,4% á árinu 2020. Handbært fé frá rekstri nam 4.570 milljónum króna. Heildarhagnaður að teknu tilliti til þýðingarmunar vegna hlutdeildarfélags og áhrifa af endurmati fastafjármuna var 4.240 milljónir króna. Fjárfestingar ársins að frádregnu söluandvirði seldra rekstrarfjármuna námu 5.310 milljónum króna, sem er 2.165 milljónum króna minna en árið á undan. Fjárfestingar gengu vel þrátt fyrir kórónuveirufaraldur og voru að langstærstum hluta í dreifikerfinu. Heildareignir RARIK í árslok voru 83.469 milljónir króna og hækkuðu um 4.615 milljónir króna á milli ára. Heildarskuldir námu 29.817 milljónum króna og hækkuðu um 685 milljónir króna frá fyrra ári. Eigið fé var 53.652 milljónir króna og er eiginfjárhlutfall því 64,3% samanborið við 63,1% í árslok 2020.
Birkir Jón Jónsson formaður stjórnar RARIK.
Kórónuveirufaraldurinn hafði áhrif á starfsemi samstæðunnar á árinu og þá einkum vinnutilhögun starfsmanna, en minna en á fyrra ári og félagið metur það svo að fjárhagsleg áhrif af heimsfaraldrinum hafi ekki verið veruleg. Starfsmenn RARIK og dótturfélaga voru 227 í árslok 2021.
Helstu framkvæmdir á árinu 2021 Dreifikerfið Eins og undanfarin ár voru miklar framkvæmdir við endurnýjun og þrífösun dreifikerfis í dreifbýli og voru lagðir 362 km af jarðstrengjum á árinu, þar af 325 km í 11 og 19 kV dreifikerfinu og rúmir 37 km í 19 og 33 kV stofnkerfinu. Að stærstum hluta voru þetta verkefni sem voru á áætlun um endurnýjun dreifikerfisins, en um 100 km voru vegna verkefna sem stjórnvöld ákváðu að veita fjármagni í til að styrkja brothættar byggðir og til að flýta þrífösun til mjólkurbænda og stærri notenda, meðal annars í Skaftárhreppi og á Mýrum. Heildarfjárfesting í endurnýjun og aukningu stofn- og dreifikerfisins nam 4,3 milljörðum króna sem er svipað og árið á undan. Þar af var kostnaður við að endurnýja loftlínukerfi í dreifbýli með jarðstrengjum og jarðspennistöðvum um 1,7
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
4
FRÁ STJÓRNARFORMANNI OG FORSTJÓRA
Forstjóri og stjórnendur á Suðurlandi taka fyrstu skóflustungu að nýrri svæðisskrifstofu RARIK fyrir Suðurland á Selfossi.
milljarðar króna og kostnaður við nýjar heimtaugar og til að mæta auknu álagi rúmar 800 milljónir króna. Á Vesturlandi voru alls lagðir um 84 km af háspennujarðstrengjum, um 135 km á Norðurlandi, 64 km á Austurlandi og 79 km á Suðurlandi. Er nú svo komið að 72% af háspennudreifikerfi RARIK er í þriggja fasa jarðstrengjum, sem er í samræmi við langtímaáætlun um endurnýjun loftlínukerfisins. Í stofnkerfi dreifikerfisins var meðal annars lokið við 33 kV jarðstreng, um 6 km, á milli aðveitustöðvar í Árskógi og aðveitustöðvar á Dalvík. Einnig var lokið við 10 km af 33 kV jarðstreng á milli aðveitustöðvanna við Kópasker og á Raufarhöfn. Að auki var lagður um 10 km 33 kV jarðstrengur frá Breiðdalsvík yfir í Berufjörð, um 6 km í Fljótum og 5,5 km í Borgarfirði. Þá lauk byggingu tveggja nýrra aðveitustöðva, við Hnappavelli í Öræfum og á Breiðdalsvík, auk þess sem skipt var um rofa í nokkrum aðveitustöðvum. Þá voru víða settar upp spólur til að jafna fyrir launafli í vaxandi jarðstrengjakerfum.
Raforkudreifing 2021
Settir voru upp um 3.400 fjarálesanlegir raforkumælar á árinu, sem er heldur minna en áætlað var, þar sem afgreiðsla þeirra frestaðist erlendis frá vegna áhrifa frá Covid-19. Áfram er stefnt að því að innan fimm ára verði búið að skipta út öllum raforkumælum fyrirtækisins með fjarálesanlegum snjallmælum.
16%
45% 39%
�Þéttbýli forgangsrafmagn 555,2 GWst �Dreifbýli forgangsrafmagn 477,3 GWst �Ótryggt rafmagn 190,5 GWst
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Hitaveitur Ný hitaveita var tekin í notkun á Höfn í Hornafirði og í Nesjum í árslok 2020 með lagningu stofnlagnar frá jarðhitasvæðinu við Hoffell í Nesjum. Kom hún í stað fjarvarmaveitu sem þar hafði verið rekin frá 1980. Um fjórðungur húsa á Höfn hafði verið kyntur með beinni rafhitun og tengdist því ekki fjarvarmaveitunni. Á árinu 2021 var lagt dreifikerfi í þann hluta Hafnar sem var með beina rafhitun og nú býðst öllum íbúum þar að tengjast hitaveitunni. Þar með lauk mjög vel heppnuðu verkefni við að færa húshitun á Höfn af fjarvarmaveitu, þar sem rafmagn eða olía voru notuð í kyndistöð til að hita vatn sem dreift var til húsa á Höfn, yfir í jarðvarmaveitu þar sem hús eru hituð með jarðhitavatni. Nú geta flest hús í Nesjum sem liggja nálægt
INNGANGUR
5
stofnlögninni og öll hús á Höfn tengst veitunni. Formleg opnun nýrrar hitaveitu fór fram í áliðnum septembermánuði 2021 og meðal viðstaddra voru forstjóri RARIK, bæjarstjórinn á Höfn og ráðuneytisstjóri atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á Reykjum við Húnavelli var boruð rannsóknarhola til að leita að viðbótarvatni fyrir veituna. Hitaveitan þjónar Blönduósi, Skagaströnd og nokkrum býlum í nágrenni stofnæðar á milli Reykja, Blönduóss og Skagastrandar. Jarðhitaleit verður haldið áfram á árinu 2022. Á Seyðisfirði er enn rekin fjarvarmaveita, en viðræður eru í gangi við sveitarfélagið um framtíð hennar. RARIK hefur lýst því yfir að veitunni verði lokað fljótlega, en boðist til að taka þátt í kostnaði viðskiptavina við breytingar yfir í rafhitun, annaðhvort beina rafhitun eða hitun með varmadælum. Gert er ráð fyrir að viðræðum við sveitarfélagið ljúki á fyrri hluta árs 2022.
Ýmis mál Að venju voru mörg ný skjöl samþykkt á árinu í Handbók RARIK og önnur endurnýjuð og endurútgefin. Í árlegri innri endurskoðun hjá RARIK koma að jafnaði fram ýmsar ábendingar sem leiða til breytinga á verklagi fyrirtækisins, auk þess sem kröfur löggjafans breytast. Vegna þessa var gefinn út fjöldi verklagsreglna og verkferla á árinu. Nýjar viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegra eldgosa í Grímsvötnum og í Öskju voru samþykktar og aðrar rýndar og endurútgefnar. Einnig var gengið frá siðareglum birgja í samræmi við áherslur um samfélagslega ábyrgð. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Stefna, markmið og aðgerðaráætlun RARIK í loftslagsmálum voru gefnar út á árinu. Unnið var að heilsteyptri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem stjórn RARIK samþykkti um mitt ár. Einnig voru sett losunarmarkmið til 2030, sem styðja 13. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Kolefnisspor móðurfélagsins jókst lítillega á milli ára vegna keyrslu varaaflsstöðva fyrir flutningsfyrirtækið, en fyrirtækið jafnaði alla beina og óbeina losun vegna flugs, bílaleigunotkunar og förgunar á úrgangi. RARIK hefur tilkynnt þrjú verkefni inn á verkefnalista heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem öll lúta að kjarnastarfsemi fyrirtækisins: Strengvæðingu raforkukerfisins (2019), snjallmælaverkefni (2020) og aðgerðaráætlun RARIK í loftslagsmálum (2021). Fyrirtækið setti sér það markmið að auka flokkun úrgangs úr 92% árið 2020 í 95% árið 2025, en þetta markmið styður 12. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þá varð fyrirtækið á árinu aðili að loftslagsyfirlýsingu Festu og sveitarfélagsins Hornafjarðar. Jafnlaunavottun fékkst á árinu eftir talsverða vinnu á árinu 2020 við gerð verkferla sem tengjast vottuninni. Óverulegur munur mældist á launamun kynja og var hann vel innan allra markmiða. Námskeið fyrir starfsmenn og stjórnendur Í kjölfar viðhorfskönnunar innan fyrirtækisins sóttu allir stjórnendur stjórnendanámskeið auk þess sem þeir sóttu ásamt öllum öðrum starfsmönnum námskeið í samskiptum. Námskeiðin þóttu takast vel og eru frekari námskeið fyrirhuguð á árinu 2022 til að efla stjórnendur og starfsmenn almennt í störfum þeirra. Þótt erfitt hafi verið að kalla saman stóra hópa starfsmanna var stefnumótunarvinnu haldið áfram á árinu. Verkefni sem sett voru á dagskrá og tengjast þessari vinnu eru vistuð í nýju kerfi sem ætlað er að efla yfirsýn stjórnenda á stöðu þeirra. Öryggismál Stöðugt er unnið að öryggismálum til að fyrirbyggja slys og þrátt fyrir Covid-19 voru haldin námskeið fyrir skoðunarmenn og kunnáttumenn á árinu. Tvö slys voru skráð á árinu sem er færra en undanfarin ár og eitt næstum því slys. Hins vegar voru tólf
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
6
FRÁ STJÓRNARFORMANNI OG FORSTJÓRA
Kýr í Svarfaðardal sýndu GPS mælingum á strenglögninni mikinn áhuga.
ábendingar um slysahættur. Gefin voru út tvö ný Kastljós, þar sem bent er á hættur og varað við slysum, en auk þess voru þrjú eldri Kastljós uppfærð og endurútgefin. Unnið var að endurskoðun á áhættustefnu og hún lögð fyrir stjórn og áhættustjórn sem funduðu reglulega til að fara yfir helstu áhættur. Unnið var að endurbættri framsetningu á áhættumarkmiðum, áhættustjórnun og árangri sem mun veita betri yfirsýn yfir þau viðmið og verkefni sem heyra undir áhættustjórnunina. Vaxandi áhersla er lögð á upplýsingaöryggi og er stöðugt unnið að verkefnum sem stuðla að auknu öryggi upplýsinga og stjórnkerfisins. Vinna við stjórnkerfi upplýsingaöryggis miðar að því að uppfylla lög og reglugerð um netöryggi mikilvægra innviða sem tóku gildi 2020. Áhersla var lögð á varnir gegn árásum og að styrkja sjálfvirkar rafrænar varnir gegn upplýsingaógn með öryggiskerfum sem byggjast á gervigreind. Úttektir voru gerðar af innri endurskoðun og upplýsingaöryggisstjóra. Þá var unnið náið með samstarfsaðilum að netöryggismálum, viðbragðsáætlanir voru uppfærðar og ráðgjafar fengnir til að ráðast á og leita að veikleikum í kerfum. Þá var skjalastjórnunar- og gagnamiðlunarkerfið M-Files tekið í notkun að hluta á árinu ásamt nýju málakerfi sem gert er ráð fyrir að komi að fullu í notkun á árinu 2022. Nánar er fjallað um þessa þætti og aðra í kafla um ófjárhagslega þætti í starfsemi RARIK í sérstakri samantekt í ársreikningi. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fór stjórn félagsins ekki í árlega ferð sína á veitusvæði RARIK.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
INNGANGUR
7
Rekstur dótturfélaga Rekstur Orkusölunnar ehf. sem er í 100% eigu RARIK var undir áætlunum, meðal annars vegna aukinnar samkeppni á raforkusölumarkaði, en einnig vegna minni eigin framleiðslu sem stafaði af bilunum og endurnýjun á búnaði í virkjunum. Hagnaður eftir skatta var 466 milljónir kr. samanborið við 849 milljónir kr. árið á undan. EBITDA hlutfall ársins var 19,2%. Verkefni Orkusölunnar er fyrst og fremst að annast framleiðslu og sölu á raforku, en fyrirtækið á og rekur sex virkjanir og starfar eingöngu á samkeppnismarkaði. Fyrirtækið tók yfir verkefni, einkum á sviði fjármála, sem áður voru keypt af móðurfélaginu og fjölgaði starfsfólki úr 17 ársverkum í tæp 21. Á árinu var auk sölu- og markaðsmála meðal annars unnið að undirbúningi að virkjanaáformum í vatnsafli og vindorku, en einnig að endurbótum á Skeiðsfossvirkjun til að bæta rekstraröryggi og getu til að keyra hana sjálfstætt. Bilun varð í vél Lagarfossvirkjunar svo að nýting hennar á árinu varð minni en áður, en gert er ráð fyrir endurnýjun hennar á árinu 2022. Þá var unnið að stafrænni þróun og upplýsingatækni auk þess sem undirbúningur stóð yfir vegna innleiðinga umhverfisstjórnunarstaðals, staðals um heilbrigði og öryggi og staðals um net- og upplýsingakerfi. Áhættumat starfa var sett í skilgreindan farveg, unnið var að lagfæringum á nýju orkureikningakerfi sem tekið var í notkun í lok árs 2020 og skipulagi fyrirtækisins breytt. Þá var allur rekstur Orkusölunnar kolefnisjafnaður með eigin skógrækt.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
8
FRÁ STJÓRNARFORMANNI OG FORSTJÓRA
Heildarmarkaður Orkusölunnar á árinu 2021 var um 836 GWst og þar af var eigin framleiðsla 250 GWst. Starfsmenn Orkusölunnar voru 25 í árslok 2021. Dótturfélagið Ljós- og gagnaleiðari ehf. sem RARIK stofnaði árið 2009 leigir út hluta af ljósleiðurum sem félagið á. Að öðru leyti var enginn eiginlegur rekstur í félaginu og enginn starfsmaður. Rekstur á tíunda starfsári RARIK Orkuþróunar ehf. var lítill eins og árið áður. Félagið á eignir erlendis, en að öðru leyti var enginn eiginlegur rekstur í félaginu og enginn fastur starfsmaður.
Endurnýjun dreifikerfisins Óverulegt tjón varð á dreifikerfinu á árinu í samanburði við árin tvö þar á undan og rekstur þess gekk vel. Áfram var haldið endurnýjun dreifikerfisins með jarðstrengjum og voru um 362 km lagðir af jarðstrengjum á árinu, en frá 1995 hafa verið lagðir um og yfir 200 km af jarðstrengjum á hverju ári, ef undan eru skilin þrjú ár eftir bankahrunið. Þetta hefur skilað sér í færri alvarlegum truflunum vegna veðurs og er erfitt að ímynda sér afleiðingar þess ef allt dreifikerfið hefði verið í loftlínum í þeim veðrum sem gengu yfir landið veturinn 2019–2020. Með sérstöku átaki stjórnvalda og áætlunum RARIK er nú gert ráð fyrir að allir stórir notendur sem nota 70.000 kWst á ári eða meira verði komnir með þriggja fasa rafmagn árið 2025 eða innan þriggja ára og að öll býli í ábúð verði komin með þriggja fasa lögn innan átta ára, eða 2030. Gert er ráð fyrir að ljúka endurnýjun dreifikerfisins 2035.
Jöfnun flutnings- og dreifikostnaðar á milli þéttbýlis og dreifbýlis Ákvörðun stjórnvalda um að jafna flutnings- og dreifikostnað raforku á milli þéttbýlis og dreifbýlis var tekið fagnandi þegar hún var tekin og fjármagni veitt til verkefnisins á fjárlögum 2021 og í fjármálaáætlun 2021–2026. Mikilvægt er að halda áfram á þessari vegferð og ná fullri jöfnun. Eins og áður hefur verið bent á er jöfnun rafmagnskostnaðar mikið réttlætismál fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Óeðlilegt er að þeir beri einir þann kostnað sem felst í að endurnýja og styrkja dreifikerfi raforku um dreifbýlið. Þetta kerfi mun í vaxandi mæli þurfa að útvega raforku fyrir ört stækkandi rafbílaflota og verða þannig grunnundirstaða samgangna framtíðarinnar, til hagsbóta fyrir þjóðina alla en ekki bara íbúa dreifbýlisins. Rekstur og fjárfestingar gengu vel þrátt fyrir kórónuveirufaraldur Árið 2021 einkenndist, eins og árið 2020, af glímu þjóðarinnar við Covid-19. Starfsmenn RARIK fundu fyrir því eins og aðrir landsmenn og þurfti fyrirtækið að halda áfram að breyta hefðbundnum rekstri. Starfsmenn á skrifstofum unnu gjarnan heima, en útivinnandi starfsmenn héldu aðskilnaði. Lágmarkskrafan var alltaf að fylgja almennum leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Þrátt fyrir allar þær aðgerðir sem fara þurfti í náðu starfsmenn að halda rekstri fyrirtækisins í því sem næst eðlilegu ástandi og fjárfestingaverkefni, sem voru mjög mikil á árinu, gengu fyllilega samkvæmt áætlun. Ástæða er til að hrósa starfsfólki RARIK enn og aftur fyrir einstaklega vel unnin störf við þessar sérstöku aðstæður.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
9
Truflanavöldum á Austurlandi fækkað með nýrri strenglögn í Breiðdal.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
10
STJÓRNSKIPURIT
Framkvæmdastjórar sviða og dótturfélaga
Stjórn
Forstjóri
Tryggvi Þór Haraldsson
Aðstoðarforstjóri
Pétur Einir Þórðarson
Skrifstofa forstjóra
Fjármálasvið
Rekstrarsvið
Tæknisvið
Framkvæmdasvið
Dótturfélög Orkusalan ehf.
Ólafur Hilmar Sverrisson
Helga Jóhannsdóttir
Tryggvi Ásgrímsson
Ómar Imsland
Magnús Kristjánsson
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
AÐALFUNDUR RARIK 2021
Aðalfundur RARIK 2021
11
Vegna Covid-19 fór aðalfundur RARIK 2021 fram í gegnum fjarfundabúnað. Forstjórinn í ræðustól en fulltrúi eigandans fylgist með á skjánum.
Aðalfundur RARIK ohf. var haldinn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík 24. mars 2021. Vegna Covid-19 faraldursins fylgdust flestir fundargestir með störfum aðalfundarins í gegnum fjarfundarbúnað líkt og á aðalfundinum 2020. Í ávarpi sínu í upphafi fundarins sagði Birkir Jón Jónsson stjórnarformaður félagsins að Covid-19 heimsfaraldurinn hefði haft mikil áhrif á starfsemi félagsins eins og vinnumarkaðinn almennt. Margar þeirra breytinga sem gera þurfti væru til frambúðar og sumar þeirra væru til batnaðar. Hann sagði að í ljósi efnahagslegra afleiðinga Covid-19 hefði stjórnin haft virkt og reglulegt eftirlit með þróun rekstrar, fjárfestingum og afkomu félagsins. Þar á meðal hefði hún kallað eftir mánaðarlegu yfirliti um stöðu vanskila gagnvart félaginu og sagði Birkir Jón ánægjulegt að geta greint frá því að vanskil hefðu ekki aukist heldur minnkað. Hins vegar þyrfti að hafa í huga að landsmenn væru enn í miðjum stormi og því yrði áfram fylgst með þróun þessara mála á vettvangi stjórnarinnar. Hann fjallaði um endurnýjun dreifikerfisins og sagði að ekki hefði áður verið lagt jafn mikið af jarðstrengjum til endurnýjunar þess á einu ári og gert var árið 2020 þegar lagðir voru rúmlega 380 km af jarðstrengjum. Þetta mætti meðal annars rekja til þess að vegna mikils óveðurstjóns á dreifikerfinu í lok árs 2019 og strax í byrjun árs 2020 hefði verið ákveðið að breyta áður samþykktri fjárfestingaáætlun og bæta við 230 milljónum króna til að ljúka níu nýjum verkefnum til styrkingar á dreifikerfinu. Birkir Jón fagnaði því að Alþingi hefði samþykkt aukin framlög til jöfnunar raforkuverðs á milli þéttbýlis og dreifbýlis og að hún stefndi að því að jafna þennan aðstöðumun. Hann sagði það hafa verið áherslumál fráfarandi stjórnar að vekja athygli á þessum aðstöðumun og því væri loks í höfn réttlætismál sem unnið hefði verið að árum saman.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
12
AÐALFUNDUR RARIK 2021
Í skýrslu stjórnar og forstjóra fór Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri yfir afkomu og starfsemi RARIK á árinu 2020. Hann sagði rekstur RARIK samstæðunnar hafa gengið tiltölulega vel þrátt fyrir tjón á fyrri hluta ársins og miklar sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 faraldursins. Fyrirtækið hefði þurft að ráðast í miklar breytingar á hefðbundnum rekstri. Margir starfsmenn þurftu að vinna heima, en þeir sem vinna við dreifikerfið utan starfsstöðva urðu að laga sig að breyttum aðstæðum. Þrátt fyrir þær fjölmörgu aðgerðir sem grípa þurfti til sagði Tryggvi Þór að tekist hefði að halda rekstri fyrirtækisins í sem næst eðlilegum farvegi og að fjárfestingarverkefni sem voru fjölmörg á árinu hefðu gengið fyllilega samkvæmt áætlun. Að sögn Tryggva Þórs var flæði raforku um dreifikerfi samstæðunnar heldur minna 2020 en árið á undan auk þess sem dregið hefði úr sölu á raforku. Afkoman hefði hins vegar verið að mestu í samræmi við áætlanir fyrir fjármagnsliði þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu, en vegna veikingar krónunnar hefði afkoman eftir fjármagnsliði verið talsvert undir áætlunum. Vegna verkefna sem flýtt var í kjölfar óveðurstjóna í desember 2019 og byrjun árs 2020 voru fjárfestingar í dreifikerfinu að sögn Tryggva Þórs auknar um 230 milljónir króna umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir í langtímaáætlunum. Þá ákváðu stjórnvöld að flýta nokkrum verkefnum við dreifikerfið og veittu 50 milljónum króna til þeirra gegn 100 milljóna króna mótframlagi RARIK. Tryggvi Þór sagði að fjárfestingar í stofnkerfi og hitaveitum hefðu að öðru leyti verið í samræmi við áætlanir og sagði hann það mat félagsins að fjárhagsleg áhrif heimsfaraldursins á RARIK hefðu ekki verið veruleg árið 2020. Í máli Tryggva Þórs kom fram að tekjur RARIK samstæðunnar lækkuðu frá árinu 2019 vegna minni raforkusölu og lægri tekna af tengigjöldum. Heildarrekstrartekjur samstæðunnar hækkuðu hins vegar um 3% frá fyrra ári og námu 16,3 milljörðum króna árið 2020. Rekstrargjöld voru 13,5 milljarðar króna sem er 1,5% hækkun frá árinu 2019. Hagnaður ársins samkvæmt rekstrarreikningi nam 1,8 milljörðum króna sem var 35% minni hagnaður en árið áður. Heildareignir RARIK í lok árs 2020 voru 78,9 milljarðar króna og jukust um 10,5 milljarða á milli ára. Eigið fé í árslok nam 49,7 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall því 63,1%. Arðsemi eiginfjár var 4,1%. Fjárfest var fyrir 7,5 milljarða króna á árinu 2020 sem er tveggja milljarða aukning miðað við árið áður. Meginhluti fjárfestinganna var vegna endurnýjunar dreifikerfisins og nýrrar hitaveitu á Höfn í Hornafirði. Fjárfest var í veitukerfum fyrir samtals 6,5 milljarða króna á árinu og í virkjunum fyrir um 500 milljónir. Þá keypti RARIK dreifikerfi Rafveitu Reyðarfjarðar á árinu 2020 og var kaupverð hennar 440 milljónir króna. Á árinu 2020 var haldið áfram innleiðingu jafnlaunakerfis hjá RARIK og sagði Tryggvi Þór það keppikefli fyrirtækisins að tryggja að starfsmenn fái sömu laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf og að stefnt væri að jafnlaunavottun árið 2021.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
13
FJÁRMÁL
Fjármál
Skipting eigna RARIK samstæðu 2021
Rekstur RARIK samstæðunnar á árinu 2021 var í samræmi við áætlanir. Tekjur í dreifingu voru hærri en árið áður en tekjur af raforkusölu lækkuðu frá fyrra ári, rekstrargjöld hækkuðu milli ára um 3%. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði hækkaði um 4% frá árinu áður. Fjármagnsliðir voru svipaðir og árið 2020. Hagnaður félagsins af reglulegri starfsemi var tæplega 200 milljónum króna hærri en árið á undan. Áhrif hlutdeildarfélags voru jákvæð á árinu 2021. Hagnaður ársins að teknu tilliti til skatta var um 2,1 milljarðar króna sem er um 18% hækkun frá árinu 2020.
5%
5% 17%
55%
Rekstur Tekjur af dreifingu hækkuðu og voru umfram áætlanir en tekjur af raforkusölu lækkuðu og tekjur af tengigjöldum voru talsvert hærri en árið áður. Heildartekjur voru því lítilsháttar umfram áætlanir.
18%
Rekstrarhagnaður ársins 2021 var 2,1 milljarðar króna sem er tæp 13% af veltu ársins. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var um 34% sem hlutfall af veltu, eða 5,6 milljarðar króna. Í byrjun árs 2021 var gjaldskrá dreifingar hækkuð um 2,8%. Tekjuheimildir dreifingarinnar eru ekki fullnýttar hvorki í þéttbýli né dreifbýli. Verðskrár flestra hitaveitna RARIK breyttust á árinu, fyrst í ársbyrjun um 3,5% og síðan í október um 5%. Orkusalan lækkaði almennan raforkusölutaxta um 1,2% í ársbyrjun.
Veitukerfi Virkjanir � Eignarhlutir í öðrum félögum � Veltufjármunir � Aðrar eignir
LYKILTÖLUR ÚR ÁRSREIKNINGUM Helstu stærðir úr rekstri
2021
2020
2019
2018
2017
Rekstartekjur
16.748
16.268
16.777
16.637
14.886
Rekstrargjöld
13.830
13.470
13.276
13.022
11.884
Rekstrarhagnaður
2.918
2.798
3.501
3.615
3.002
Hrein fjármagnsgjöld
-1.553
-1.612
-1.059
-1.274
-706
Áhrif hlutdeildarfélags
1.018
832
770
909
670
Hagnaður fyrir skatta
2.383
2.018
3.212
3.250
2.966
-273
-237
-486
-469
-459
2.110
1.781
2.726
2.781
2.507
Eignir samtals
83.469
78.854
68.306
65.953
58.465
Eigið fé
53.652
49.722
43.926
41.132
37.730
Skuldir
29.817
29.132
24.380
24.821
20.735
4.570
4.303
4.307
3.755
3.952
740
689
734
667
625
5.649
5.271
5.740
5.569
4.767
7,63
7,65
7,82
8,35
7,63
Eiginfjárhlutfall
64,3%
63,1%
64,3%
62,4%
64,5%
EBITDA/Velta
33,7%
32,4%
34,2%
33,5%
32,0%
Tekjuskattur Hagnaður
Handbært fé frá rekstri Greidd vaxtagjöld EBITDA Vaxtaþekja
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
14
FJÁRMÁL
Flutnings- og dreifitekjur RARIK af raforku 2021 Jöfnunargjald til ríkisins 0,34 kr/kWst er inni í tekjum af viðskiptavinum
Landsnet flutningur forgangsorku 2,57 kr/kWst
Sumarbústaðir Heimili
án sumarbústaða
Þjónusta Veitur Fiskiðnaður Iðnaður
án fiskiðnaðar
Garðyrkjulýsing* Landbúnaður
án garðyrkjulýsingar
0
2
4
6
8
10
12
14
Greiðslur viðskiptavina Dreifbýlisframlag af fjárlögum Niðurgreiðslur ríkisins
16
kr/kWst án VSK
* Sérstakar niðurgreiðslur til garðyrkju sem áður fóru í gegnum RARIK fara nú í gegnum Búvörusamning.
Heildarrekstrartekjur samstæðunnar á árinu voru 16,7 milljarðar króna sem er um 3% hækkun frá fyrra ári. Rekstrargjöldin voru 13,8 milljarðar króna sem er um 3% hækkun frá árinu 2020. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur ársins, hrein fjármagnsgjöld, voru tæplaga 1,6 milljarður króna sem er um 6,8% af vaxtaberandi skuldum í lok ársins. Rekstrarniðurstaða ársins 2021 fyrir áhrif hlutdeildarfélags og skatta er jákvæð um 1,4 milljarð króna sem er betri niðurstaða en árið 2020. Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets voru jákvæð um 1,1 milljarð króna. Hagnaður ársins að teknu tilliti til tekjuskatts var 2,1 milljarðar króna. Hlutdeild RARIK í þýðingarmun eða gengismun, sem verður til við þýðingu reikningsskila hlutdeildarfélagsins Landsnets yfir í íslenskar krónur var 323 milljónir króna. Að viðbættum áhrifum vegna endurmats virkjana og breytingu á endurmati hjá hlutdeildarfélagi, sem
Eignir, skuldir og eiginfjárhlutfall 2006-2021 M. kr.
Hlutfall
70%
90.000 80.000
65%
70.000 60%
60.000 50.000
55%
40.000
50%
30.000
45%
20.000 40%
10.000 0
’06
’07
’08
’09
’10 Eignir
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
’11
’12
’13
Skuldir
’14
’15
’16
’17
Eiginfjárhlutfall
’18
’19
’20
’21
35%
FJÁRMÁL
15
Hlutfallsleg skipting á magni forgangsorku 2021 eftir notkunarflokkum viðskiptavina
samtals er um 1,8 milljarður króna, var heildarhagnaður ársins 2021 því 4,2 milljarðar króna. Þetta má sjá í yfirliti um heildarafkomu ársins sem fylgir rekstrarreikningi.
Efnahagur Heildareignir RARIK samkvæmt efnahagsreikningi voru 83,5 milljarðar króna, skuldir í árslok voru 29,8 milljarðar króna og því er eigið fé 53,7 milljarðar króna og er eiginfjárhlutfallið 64%. Veltufjárhlutfall í lok ársins var 0,9. Fjárfesting á árinu 2021 nam 5,3 milljörðum króna en árið 2020 var fjárfestingin 7,5 milljarðar króna. Meginhluti fjárfestingarinnar var vegna endurnýjunar dreifikerfisins en auk þess var lokið við dreifikerfi hitaveitu fyrir Höfn í Hornafirði. Fjárfesting í veitukerfum á árinu nam tæplega 5 milljörðum króna og fjárfesting í virkjunum var um 200 milljónir króna. Arðsemi eiginfjár var um 4% á árinu 2021. Í lok ársins voru erlend lán rúmlega 11% af vaxtaberandi skuldum.
17% 32% 7% 6%
13% 20%
Horfur fyrir árið 2022 Horfur í rekstri RARIK á árinu 2022 eru góðar. Gert er ráð fyrir að hagnaður af rekstri félagsins fyrir áhrif hlutdeildarfélags og skatta verði svipaður og hann var á árinu 2021. Í fjárfestingaáætlun fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir meiri fjárfestingum en á árinu 2021.
5%
Landbúnaður án garðyrkjulýsingar Garðyrkjulýsing Iðnaður án fiskiðnaðar Fiskiðnaður Veitur Þjónusta Heimili
Sjóðstreymi RARIK 2021 M. kr.
7.000 4.570
6.000 5.000 4.000 3.000 1.522
Markaðsverðbréf innleyst
Fjárfestingar nettó
Handbært fé rekstri
Handbært fé í ársbyrjun
-
- 310
1
356
Handbært fé í árslok
-2.040
Aðrir liðir
- 4.917
Greiddur arður
1.000
Afborganir
2.000
1.530
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
16
DREIFIKERFI
Raufarhöfn Þistilfjörður Austurstrandir
Jökulfirðir
Kópasker
Snæfjallaströnd
Siglufjörður
Skjaldfannarfjall
Súðavík
Vatnafjallgarður
Ólafsfjörður
Ófeigsfjarðarheiði
Skagaströnd
Gláma
Vopnafjörður Svalbarðseyri
Viðvíkurfjall
Drangsnes
Úthlíðarfjöll
Akureyri
Blönduós
Reykjahlíð Austurfjöll Mývatn
Langadalsfjall
Svínadalsfjall
Gilsfjörður
Smjörfjöll
Mývatnsöræfi
Hvammstangi
Eiðar
Möðrudalsfjallgarður eystri
Seyðisfjörður
Laugarbakki
Egilsstaðir
Jökuldalsheiði
Mjóifjörður
Borðeyri
Breiðafjörður
Blöndulón
Þríhyrningsfjallgarður
Búðardalur
Stykkishólmur
Dyngjufjöll ytri Askja
Ólafsvík
Bakkagerði
Varmahlíð
Hóp
Reykjanesfjall
Vopnafjörður
Svínadalsháls
Hjalteyri
Tindastóll
Bíldudalur Tálknafjörður
Reykjaheiði
Hauganes
Hofsós
Húnaflói
Bakkafjörður
Húsavík
Hrísey
Langadalsströnd
Þingeyri
Ketildalir Arnarfjörður
Bakkaflói
Þórshöfn
Bolungarvík Flateyri
Hallormsstaður
Fáskrúðsfjörður
Guðlaugstungur
Stöðvarfjörður
Holuhraun
Staðarsveit Bifröst
Kjalhraun
Jökulkrókur
Síðufjall
Sprengisandur
Djúpivogur
Langjökull
Kleppjárnsreykir
Hvítárvatn
Borgarnes
Kerlingarfjöll Kvíslavatn Hágöngulón
Skarðsheiði Skjaldbreiður
Faxaflói Akranes
Garður
Gjáfjöll
Álftanes Borg
Höfn
Þórisvatn
Þingvallasveit Laugarvatn Reykholt
Hafnarfjörður
Keflavík
Vatnajökull
Kjölur
Kjós
Kjalarnes Seltjarnarnes
Breiðdalsvík
Snæfell
Hofsjökull
Súlur
Reyðarfjörður
Brúardalir
Grundarfjörður Snæfellsnes
Eskifjörður
Langisjór
Laugarás
Bjarnarsker Úlfarsdalssker
Hveragerði
Eldhraun
Selfoss Grindavík
Eyrarbakki
Fuglasker
Núpsvötn
Hella
Skaftafellsá
Kirkjubæjarklaustur Skaftá
Þykkvibær Hvolsvöllur
Mýrdalsjökull Kúðafljót
Skógar Vestmannaeyjar
Dreifikerfi RARIK 2021
Vík
Dreifikerfi Helstu framkvæmdir við dreifikerfið 2021
Háspennt dreifikerfi RARIK 2021 Stofn- og dreifikerfi
28%
72%
Jarðstrengir 6.775 km Loftlínur 2.683 km
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Líkt og undanfarin ár var unnið að endurnýjun og styrkingu dreifikerfisins samkvæmt fyrirliggjandi langtímaáætlun. Jafnframt voru lagðir nýir strengir vegna endurnýjunar stofnkerfisins og vegna tengingar virkjana. Á árinu 2021 voru lagðir stofnstrengir á 5 stöðum á landinu. Frá Vatnshömrum voru lagðir 5,5 km að Hvítárvallavegi. Í Fljótum var lagður 6 km strengur í stað loftlínu frá Skeiðsfossi að Ketilási sem var jafnframt elsta lína RARIK, byggð 1949. Strengurinn er 33 kV en rekinn á 22 kV. Einnig var lagður 6 km 33 kV strengur frá stöðinni við Árskóg í Eyjafirði út á Hámundarstaðaháls og er nú 33 kV strengur kominn milli aðveitustöðvanna á Dalvík og á Árskógssandi. Á árinu var einnig lokið við 33 kV streng til Raufarhafnar en síðustu 10 km á þeirri leið voru lagðir síðastliðið haust. Í samstarfi við Orkufjarskipti voru lagðir strengir frá Ósi sunnan Breiðdalsvíkur að Núpi við Berufjörð. Þar var lagður 33 kV strengur ásamt 11 kV streng og ljósleiðara og er vegalengdin um 10 km. Lokið var byggingu aðveitustöðvar við Hnappavelli í Öræfum. Um er að ræða nýtt úttak frá 132 kV kerfi Landsnets sem tryggir öruggt orkuframboð á svæðinu, en með uppbyggingu ferðaþjónustu var tengingin frá Höfn komin að þolmörkum hvað flutningsgetu varðar. Lokið var byggingu aðveitustöðvar á Breiðdalsvík og byrjað á byggingu rýmis fyrir spenna við aðveitustöðina á Skagaströnd. Lokið var 11 kV rofaskiptum í Varmahlíð, uppsetning rofa á Eyvindará er langt komin og á Prestbakka var unnið við uppsetningu á spólu og lokafrágangi í stöðinni. Á Rangárvöllum var sett upp spóla, auk þess sem RARIK tók þátt í lagnabrú yfir Glerá
DREIFIKERFI
17
Strenglögn við Klettstíu í Norðurárdal. til að auðvelda strengleiðir úr suðri að aðveitustöðinni. Tekinn var í notkun nýr útgangur frá Landsneti á Flúðum sem tryggir betra afhendingaröryggi á svæðinu, en fyrir var einn útgangur sem notaður var fyrir tvo spenna. Hafinn var undirbúningur að endurnýjun 11 kV rofa í Hveragerði, Stuðlum og á Dalvík sem lokið verður á árinu 2022. Heildarfjárfesting vegna endurnýjunar og aukningar á 11 og 19 kV dreifikerfum nam 3.555 milljónum króna sem er svipað og árið áður. Alls var varið 2.563 milljónum króna til endurnýjunar og aukningar í dreifikerfi RARIK en þar af var 1.730 milljónum ráðstafað til að endurnýja loftlínukerfi í dreifbýli með jarðstrengjum og tilheyrandi spennistöðvum samkvæmt endurnýjunaráætlun RARIK. Að auki var um 833 milljónum varið til að mæta kostnaði vegna nýrra heimtauga og aukins álags. Nú er svo komið að 72% af háspennudreifikerfi RARIK er í þriggja fasa jarðstrengjum sem er í samræmi við langtímaáætlun um endurnýjun loftlínukerfisins. Fjárfesting í stofnkerfum nam 760 milljónum króna. Unnið var að uppsetningu á nýju fjargæslukerfi á árinu en það gekk heldur hægar en reiknað var með vegna Covid-19 faraldursins. Góður skriður komst á verkið seinni
Áfangaskipting fyrir endurnýjun á loftlínudreifkerfi á verðlagi 2022 Áfangi 1. og 2. áfangi ásamt flýtiverkum* 3. áfangi
Tímabil
Árabil
Km
M.kr.
4 ár
2022-2025
843
6.107
10 ár
2026-2035
1.556
10.916
Samtals:
2.339
17.023
Í fyrsta áfanga eru línur byggðar 1965 og fyrr. Í öðrum áfanga eru línur byggðar 1966-1970. Í þriðja áfanga eru línur byggðar 1971 og síðar *Flýtiverk: Verkum sem flýtt hefur verið á fyrra tímabil með sérstöku framlagi ríkissjóðs
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
18
DREIFIKERFI
Helstu jarðstrengsverkefni RARIK í dreifbýli 2021
Helstu jarðstrengsverkefni RARIK í dreifbýli 2021 Hámundarstaðaháls
10 km
Mýlaugsstaðir - Hjarðarból Hámundarstaðaháls - Árskógur Skeiðsfoss - Ketilás Svarfaðardalur vestur Varmahlíð - Ytri-Gröf Snorrastaðir - Mýrdalur
Kolgröf - Syðra-Vatn
Rauðkollsstaðir - Laugagerðisskóli
Jörfi - Skiphylur
13 km 6 6 km 13 km km 9 km
Dagverðarnes - Skálafell
Dalsmynni - Hóll
Stóra Borg
Kjarr - Þórustaðir Breiðumýrarholt
Hlíðarendakot
Jarðstrengir km
Loftlínur km
Samtals km
Hlutfall jarð strengja í %
66 kV
2
0
2
100
33 kV
347
48
395
88
6 til 22 kV
6.493 2.635 9.128
71
Samtals
6.842 2.683 9.525
72
17
100
6.859 2.683 9.542
72
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Núpur - Lundur Ástjörn - Gilsbakki Ljótsstaðir - Ytri Hlíð
9 km Laxárvirkjun - Hólasandur
8 km
Fossvellir - Hallgeirsstaðir
Reykjadalur
Ós í Breiðdal - Núpur Ormsstaðir - Ásunnarstaðir Ós í Breiðdal - Núpur (33 kV)
27 km 10 10 km km
Skýringar: Áður samþykkt áætlun RARIK Notendadrifin og önnur verk Átak stjórnvalda Mörtunga Botnar
Alls voru lagðir á árinu:
362 km
Skaftártunga
hluta ársins og eru nú aðveitustöðvar á Vesturlandi og hluta Norðurlands komnar í nýtt kerfi. Með fleiri jarðstrengjum eykst þörf fyrir spólur til að jafna út launafli í kerfinu. Þess vegna voru á árinu keyptar spólur til uppsetningar víða í dreifikerfinu, alls 13,5 MVAr. Fjárfest var með hefðbundnum hætti í endurnýjun og uppsetningu orkusölumæla hjá nýjum viðskiptavinum þó að Covid-19 faraldurinn tefði það verk nokkuð. Nú eru eingöngu settir upp mælar sem munu í framtíðinni nýtast til fjarálestra og voru ríflega 3.400 slíkir raforkumælar settir upp á árinu, þar af voru um 1.100 á nýjum stöðum. Stefnt er að því að fjarálesanlegir snjallmælar verði komnir hjá nær öllum viðskiptavinum innan fimm ára. Ljóst er að mikið verk er fram undan til að ná því marki, ekki síst í ljósi erfiðleika við að afla raforkumæla vegna tafa hjá framleiðendum af völdum Covid-19 faraldursins.
Stofn- og dreifikerfi RARIK á háspennu 2021
0
17 km 16 km
Ásar - Varmaland
6 Heklubæir 2 km km 2 10 6 km km km 1 Fjallaland km 1 2 2 2 1 kmkm km km km 2 2 km km 15 1 Svínhagi km 11 km km Stóra Laxá
Þingdalur
Dreifikerfi samtals
Sólvellir - Syðra-Vallholt
Bjarnastaðir - Gilsbakki 1 7 km km 7 Skipholt - Foss Geirshlíð - Hrísar 5 km 2 km km Ásaskóli - Hlíð Ásaskóli - Hagi
Árhraun
17
Bárðardalur
7 km 18 km 2 1 km km
9 km
Vatnshamrar - Hvítárvallavegur
Sæstrengir
14 km 2 4 km km
Aflstaðir - Vatn - Jörfi
Hömluholt - Skógarnes
6 3 km 14 km 6 km km
Kópasker - Raufarhöfn
Framkvæmdir í dreifbýli Mikið var lagt af jarðstrengjum á árinu til að auka afhendingaröryggi og raforkugæði hjá notendum í dreifbýli. Í stað loftlína eru lagðir þriggja fasa strengir í jörð og jafnframt eru settar upp nýjar þriggja fasa jarðspennistöðvar og götuskápar þegar það á við. Einnig var töluvert um svokölluð notendadrifin verkefni, sem koma til vegna þarfa viðskiptavina, og víða voru ljósleiðararör/ljósleiðarar lögð samhliða lagningu háspennustrengja. Lagning heimtauga jókst á öllum svæðum á milli ára, mest á Suðurlandi þar sem langflestar heimtaugar voru lagðar. Til viðbótar hefðbundinni endurnýjun samkvæmt endurnýjunaráætlun RARIK var unnið að sérverkefnum fyrir stjórnvöld. Þar má nefna verkefni tengt brothættum byggðum í Vestur-Skaftafellssýslu, en á árinu lauk þriggja ára verkefni sem tryggir aðgang að þriggja fasa rafmagni á nær öllum býlum í sýslunni. Á Mýrum var unnið
DREIFIKERFI
19
Byggingu nýrrar aðveitustöðvar á Hnappavöllum í Öræfum lauk á árinu. að verkefni sem nefnt hefur verið „Hröðun þrífösunar á Mýrum 2019-2022“ og felst í því að flýta lagningu þriggja fasa lagna í stað eldra eins vírs kerfis til að koma til móts við þarfir kúabúa á svæðinu. Auk þess sem hér er upp talið var gerður samningur milli RARIK og ríkissjóðs um að flýta þrífösun hjá stórum einfasa notendum, sem nota 70.000 KWst eða meira miðað við notkun frá 2019. Ætlunin er að þessi verkefni, sem ná til 46 stórra notenda ásamt þeim sem eru á línukerfinu á leið til þeirra, verði flýtt frá fyrri áætlunum RARIK og að unnið verði að þessu verkefni á árunum 2020–2025. Á Vesturlandi voru lagðir um 84 km af háspennustrengjum vegna endurnýjunar á háspennulínum, og styrkingar og nýframkvæmda í dreifbýli. Gert er ráð fyrir að teknir verði niður um 70 km af loftlínum vegna þessara framkvæmda. Í Dalabyggð voru lagðir um 13 km af háspennustrengjum vegna endurnýjunar dreiflína frá Aflstöðum að Jörfa í Haukadal. Lokið var við að tengja nýja rofastöð við Álfheima og sett upp 1 MVAr spóla við stöðina. Í Borgarbyggð voru um 9 km af Norðurárdalslínu endurnýjaðir, frá Dalsmynni að Hóli. Í Stafholtstungum voru lagðir um 7 km af háspennustreng vegna endurnýjunar frá Varmalandi að Ásum. Einnig er tenging á milli rofastöðva við Varmaland og Kljáfoss komin í jörð sem eykur mjög rekstraröryggi á svæðinu. Lokið var við strenglögn frá Bjarnastöðum að Gilsbakka. Í Flókadal var um 7 km lína frá Geirshlíð að Hrísum endurnýjuð. Lína frá Dagverðarnesi í Skorradal að endurvarpsstöð á Skálafelli var endurnýjuð með 2 km háspennustreng. Spennistöð var stækkuð og sett upp yfirbyggð spennistöð vegna tengingar hraðhleðslustöðvar ON við Baulu. Einnig var dreifkerfi í Kiðárbotnum, Stuttárbotnum og í Birkilundi styrkt og lagðir stofn- og heimtaugastrengir í nýtt hverfi í Húsafelli. Um 0,5 km háspennustrengur
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
20
DREIFIKERFI
var lagður til styrkingar á Þursstöðum og í sumarbústaðahverfi við Hrísbrekku í Svínadal. Í Kolbeinsstaða- og Eyjahreppi var lagður 8,5 km háspennustrengur frá Jörfa að Skiphyl. Frá Snorrastöðum að Mýrdal voru lagðir 12,5 km af háspennustreng auk 6 km strengs frá Hömluholti að Skógarnesi. Frá Rauðkollsstöðum að Dalsmynni var lagður 6 km strengur. Um 7,5 km af háspennustrengjum voru lagðir vegna nýframkvæmda ýmiss konar. Á Norðurlandi voru lagðir um 113 km af 11 kV háspennustrengjum vegna endurnýjunar á háspennulínum, styrkingar og nýframkvæmda í dreifbýli. Gert er ráð fyrir að teknir verði niður um 85 km af loftlínum vegna þessara framkvæmda. Haldið var áfram að leggja strengi í jörð í stað loftlína sem skemmdust í óveðrinu í desember 2019 frekar en að endurbyggja eða styrkja þær frekar. Í Skagafirði voru lagðir um 20 km af háspennustrengjum, þar af 14 km í Glaumbæjarlínu frá aðveitustöðinni í Varmahlíð að Ytri-Gröf. Á árinu 2022 er ráðgert að ljúka við lagningu Glaumbæjarlínu frá Ytri-Gröf að Gili. Í Efribyggð voru 4 km lagðir frá Kolgröf að Syðra-Vatni og í Vallhólma voru lagðir 2 km frá Sólvöllum að Syðra-Vallholti. Í Svarfaðardal var endurnýjun dreifikerfis haldið áfram, núna í vestanverðum dalnum. Lagðir voru um 14 km á milli Hóls og Ytra-Holts þannig að í árslok var engin háspennuloftlína eftir í rekstri í Svarfaðardal. Í Aðaldal voru lagðir um 7 km frá Mýlaugsstöðum að Hjarðarbóli. Stærsta framkvæmd ársins í dreifbýli á Norðurlandi var lagning háspennustrengja í Öxarfirði, samtals 33 km, þar af frá Núpi suður að Lundi um 16 km, þaðan að Ferjubakka og yfir brúna yfir Jökulsá á Fjöllum að Ástjörn um 6 km, frá Ferjubakka að Vestaralandi um 7 km, á milli Dranghóla og Smjörhóls tæpa 2 km og frá Hafrafellstungu að Gilhaga um 2 km. Í Vopnafirði voru lagðir um 9 km í Vesturárdal frá Ljótsstöðum að Ytri-Hlíð. Háspennustrengur var lagður nýja 18 km leið að nýju tengivirki Landsnets á Hólasandi, þar af var rúmlega 3 km kafli á milli Laxárvirkjunar og Geitarfells sem kemur í stað loftlínu. Í Eyjafirði var um 3 km háspennustrengur lagður ofan byggðarinnar á Akureyri í stað eldri loftlínu frá Glerá að Hömrum, en þetta er í jaðri framkvæmdasvæðis Landsnets vegna Hólasandslínu. Þessari framkvæmd lýkur á árinu 2022 þegar strengur verður lagður um nýja lagnabrú yfir Glerá að tengingu inn í aðveitustöðina á Rangárvöllum. Um Hámundarstaðaháls í Eyjafirði voru lagðir 3 km af háspennustreng. Í Reykjadal var lagður um 1 km háspennustrengur á milli Brúnar og Víðar og í Bárðardal voru lagðir um 2 km á leiðinni frá Einbúa að Kálfborgará. Í báðum þessum tilvikum var hluti af línum RARIK fjarlægður vegna nýs línustæðis Landsnets fyrir Hólasandslínu 3 frá Hólasandi til Akureyrar. Að auki voru lagðir um 3 km af háspennustrengjum í notendadrifnum verkefnum. Á Austurlandi voru alls lagðir um 54 km af 11 og 19 kV háspennustrengjum vegna endurnýjunar á háspennulínum, styrkingar og nýframkvæmda í dreifbýli. Gert er ráð fyrir að teknir verði niður um 55 km af loftlínum vegna þessara framkvæmda. Í Breiðdal voru lagðir samtals um 37 km af háspennustreng, annars vegar að bæjum í ytri hluta dalsins og hins vegar frá aðveitustöð við Breiðdalsvík að Núpi á Berufjarðarströnd. Í Jökulsárhlíð voru lagðir um 8 km af strengjum vegna þrífösunar sveitabýla og sumarhúsabyggða. Nálægt 11 km af háspennustrengjum voru lagðir í hinum ýmsu smærri strengvæðingarverkefnum og nýframkvæmdum. Í tengslum við þessi verkefni voru settar upp 27 jarðspennistöðvar. Á Suðurlandi voru lagðir rúmlega 79 km af 11 og 19 kV háspennustrengjum vegna endurnýjunar á háspennulínum og vegna styrkingar og nýframkvæmda í dreifbýli og sumarhúsahverfum. Gert er ráð fyrir að teknir verði niður um 42 km af loftlínum vegna þessara framkvæmda.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
DREIFIKERFI
21
Unnið að tengingu við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
22
DREIFIKERFI
Virkjanir tengdar dreifikerfi RARIK Tengdar virkjanir í árslok 2021:
Afl (kW)
Stuttárvirkjun 13 Setbergsvirkjun 37 Krauma
40
Bugavirkjun 45 Rollulækjarvirkjun (Króksmenn)
55
Grenlækjarvirkjun 75 Hóll í Sæmundarhlíð
85
Sælufossvirkjun 92 Systragilsvirkjun 108 Kiðárvirkjun I
150
Rangárvirkjun 160 Selárvirkjun 170 Sleitustaðavirkjun 218 Búðarárvirkjun 240 Sandárvirkjun IV
245
Reykholtsvirkjun 300
Um 43 km af háspennustrengjum voru lagðir vegna samþykktra fjárfestingaverkefna RARIK. Af helstu verkefnum má nefna að í Skaftártungu voru lagðir um 17 km, annars vegar frá Hemru að Skaftárdal og hins vegar frá Hemru að Ási. Einnig voru lagðir tæplega 2 km í Mörtungu og 11 km að Botnum. Þetta eru liðir í verkefninu „Brothættar byggðir“. Í Gnúpverjahreppi voru lagðir um 6 km af háspennustreng frá Ásaskóla að Hlíð og 10 km frá Ásaskóla að Haga. Í Hrunamannahreppi voru lagðir um 6 km frá Skipholti að Fossi. Þá var um 1,5 km háspennustrengur lagður að Heklubæjum og um 1 km frá Kjarri að Þórustöðum. Settar voru upp þrjár rofastöðvar og um 3MVAr spólur til að auka flutningsgetu kerfisins og minnka töp. Vegna notendadrifinna verkefna voru lagðir um 36 km af háspennustrengjum. Í flestum tilfellum, um 30 talsins, eru þetta styttri strengleiðir sem tengjast nýjum heimtaugum. Mikið hefur verið um styrkingu og þrífösun heimtauga í dreifikerfum til sveita vegna aukinnar raforkunotkunar, meðal annars vegna rafbílavæðingar.
Þéttbýlis- og byggðakjarnar Á árinu var haldið áfram að styrkja dreifikerfi raforku á þéttbýlisstöðum með nýjum dreifistöðvum, viðbótum við stofnstrengi og endurnýjun á rofabúnaði, auk þess sem búnaður fyrir lágspennu var endurnýjaður eftir þörfum. Uppbygging orkufreks iðnaðar sem tengist sjávarútveginum hefur kallað á frekari styrkingu dreifkerfisins auk þess sem hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla kalla á aukna aflgetu í kerfinu og er sú þróun þegar farin að setja svip sinn á framkvæmdir RARIK.
Kerahnjúkavirkjun 370 Kiðárvirkjun II
400
Sandárvirkjun V
456
Árteigsvirkjun 4
500
Flúðavirkjun 600 Lindavirkjun 638 Árteigsvirkjun 5
715
Mosvallavirkjun 896 Ljósárvirkjun 980 Smyrlabjargarárvirkjun 1.000 Tjarnavirkjun 1.000 Urðarfellsvirkjun 1.107 Skeiðsfossvirkjun II
1.600
Gönguskarðsárvirkjun 1.624 Rjúkandavirkjun II
1.680
Köldukvíslarvirkjun 2.790 Grimsárvirkjun 2.800 Múlavirkjun 3.100 Skeiðsfossvirkjun I
3.200
Gúlsvirkjun 3.400 Bjarnarflag 5.000 Hólsvirkjun 5.500 Bjólfsvirkjun 6.400 Andakílsárvirkjun 8.000 Brúarvirkjun í Tungufljóti Samtals í árslok 2021
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
9.900 65.689
Á Vesturlandi voru háspennurofar endurnýjaðir í spennistöð við Stekkjarhvamm í Búðardal. Í Ólafsvík var sett upp ný spennistöð við Grundarbraut 2 fyrir hraðhleðslustöð Ísorku og lagður um 120 m háspennustrengur vegna þessa verks. Skipt var um háspennurofa í Norðurtanga 4 og lagður um 100 m háspennustrengur að nýrri spennistöð fyrir Fiskmarkað Íslands. Háspennurofar í spennistöð við Ólafsbraut 19 voru endurnýjaðir og gert er ráð fyrir að þar verði sett upp fjargæsla sem mun auðvelda vinnu í viðhalds- og bilanatilvikum og stytta straumleysi notenda. Í Grundarfirði var lagður um 80 m háspennustrengur að nýrri spennistöð á Norðurgarði og settir upp háspennurofar í spennistöð Ísverksmiðjunnar. Í Stykkishólmi voru háspennurofar í spennistöð við Skólastíg endurnýjaðir og einnig fjórir götuskápar. Hraðhleðslustöð Ísorku var sett upp við íþróttahúsið og lokið við að leggja stofn- og heimtaugastrengi í nýja götu við Sæmundarreit. Í Borgarnesi var sett upp ný spennistöð fyrir hraðhleðslustöð Ísorku við Nettó á Brúartorgi og lagður þangað um 180 m háspennustrengur. Einnig voru háspennurofar í spennistöð við Sólbakka endurnýjaðir. Virkjun sem nýtir heitt vatn til raforkuframleiðslu var tengd við dreifkerfið í Reykholti og stofnkerfi lagt í nýja götu við Lyngmel í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit. Á Norðurlandi voru lagðir strengir að nýju iðnaðarsvæði á Blönduósi. Vegna fyrirhugaðrar byggingar nýrrar aðveitustöðvar á Skagaströnd þurfti að færa háspennustrengi við núverandi aðveitustöð. Lokið var við að spennusetja háspennustrengi, sem lagðir voru á árinu 2020 og tengja við nýja aðveitustöð á Sauðárkróki. Strengir voru lagðir vegna stækkunar á Túnahverfi á Sauðárkróki, í Mela- og Nestún. Í Hörgársveit voru lagðir strengir vegna stækkunar íbúðarsvæðis við Lónsbakka og stækkunar iðnaðarsvæðisins á Lækjarvöllum og einnig var þar byrjað að leggja í og tengja nýtt íbúðarsvæði í landi Glæsibæjar. Vegna hótelbyggingar var lagður 2 km háspennustrengur frá Grenivík upp í hlíðar Þengilhöfða. Á Húsavík var unnið að endurnýjun og færslu á háspennustrengjum yfir í Auðbrekku vegna byggingarsvæðis fyrir dvalarheimili auk styrkingar og spennuhækkunar á kerfinu í norðurhluta Garðarsbrautar.
DREIFIKERFI
23
SAMANTEKT TÖLFRÆÐILEGRA UPPLÝSINGA UM SAMSTÆÐU RARIK OHF. FYRIR ÁRIÐ 2021 Íbúar á orkuveitusvæði rafmagns Íbúar á orkuveitusvæði hitaveitu Meðalverð rafmagns * - þar af þéttbýli - þar af dreifbýli Meðalverð heits vatns * Meðalverð rafmagns, forgangsorka eingöngu - þar af þéttbýli - þar af dreifbýli Fjöldi fyrirvaralausra truflana: - þar af í háspenntu dreifikerfi - þar af í lágspennukerfi Orkudreifing rafmagns - þar af í þéttbýli - þar af í dreifbýli Orkusala hita * Afl inn á dreifikerfi rafmagns (samlagað) Afl dreifitapa rafmagns (uppgjörsafl samlagað) Afl afhent út af dreifikerfi rafmagns (samlagað) Raforkuvinnsla samtals, orka Framleiðsla á heitu vatni, hámarksafkastageta Framleiðsla á heitu vatni, hámarksálag, án R/O veitna Heildarorkusala í R/O veitum Aðveitustöðvar Aðveitustöðvar, uppsett spennaafl Fjöldi dreifistöðva Uppsett spennaafl í dreifistöðvum 66 kV jarðstrengir 33 kV jarðstrengir 6-22 kV jarðstrengir 33 kV loftlínur 6-22 kV loftlínur Sæstrengir Háspennt dreifikerfi samtals Lágspennustrengir, aðrir en heimtaugar Strengskápar, háspenna Strengskápar, lágspenna - strengskápar samtals Heimtaugar, rafmagn Lágspennt dreifikerfi samtals Heildarlengd hitaveitulagna Heimtaugar, rafmagn Heimæðar, heitt vatn Rafmagn - veitur/mælar Heitt vatn - veitur/mælar Orkunotkun ljósbúnaða í götulýsingu Fastir starfsmenn hjá RARIK og dótturfélögum í árslok - þar af Orkusalan Fjöldi ársverka
Eining
Tími
2021
2020
Breyting
fjöldi fjöldi kr./kWst kr./kWst kr./kWst kr./kWst
1.jan 1.jan yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið
55.839 5.146 8,07 5,31 12,34 4,08
55.507 5.160 7,64 4,99 12,08 -
1% 0% 6% 6% 2% -
kr./kWst kr./kWst fjöldi fjöldi fjöldi GWst GWst GWst GWst MW MW MW GWh MW MW þús. m3 fjöldi MVA fjöldi MVA km km km km km km km km fjöldi fjöldi
yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið yfir árið 31. des yfir árið yfir árið 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des
km km km fjöldi fjöldi fjöldi fjöldi kWh fjöldi fjöldi fjöldi
31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des 31. des yfir árið
6,17 12,40 533 243 290 1.223 742 481 114 230 15 213 62 31 29 242 53 701 6.110 929 2 347 6.493 48 2.635 17 9.542 1.356 572 13.227 13.799 3.799 5.155 273 40.527 2.398 46.603 2.398 1.460 227 25 226,6
6,00 12,10 596 302 294 1.213 759 454 239 15 220 70 44 32 783 52 661 6.061 899 2 318 6.090 73 2.857 17 9.357 1.323 511 13.037 13.548 3.689 5.012 268 39.552 2.250 42.608 2.254 1.377.252 214 18 216
3% 2% -11% -20% -1% 1% -2% 6% -4% 0% -3% -13% -29% -11% -69% 2% 6% 1% 3% 0% 9% 7% -34% -8% 0% 2% 2% 12% 1% 2% 3% 3% 2% 2% 7% 9% -6% -100% 6% 39% 5%
*S kýringar: Meðalverð rafmagns er meðalverð fyrir dreifingu og flutning rafmagns fyrir alla orku, (forgangsorku og ótryggða orku). Fastagjald er innifalið í meðalverði. Dreifbýlisframlag er innifalið í meðalverði, en ekki verðjöfnunargjald. Verðið er án VSK. Meðalverð heits vatns er að meðtöldu fastagjaldi en án VSK. Á árinu 2020 var selt samkvæmt m3, en á árinu 2021 var sölunni breytt yfir í kWst.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
24
DREIFIKERFI
Á Austurlandi voru helstu framkvæmdir innanbæjar styrking og viðbætur við dreifikerfin vegna aukinna umsvifa hjá fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi og laxeldi. Má þar helst nefna viðbætur og breytingar hjá SVN í Norðfirði ásamt landtengingu fiskiskipa, viðbætur og breytingar hjá Eskju á Eskifirði, viðbætur og breytingar hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði, landtenging fóðurpramma hjá Löxum á Eskifirði auk tengingar kassaverksmiðju og frekari viðbóta í tengslum við laxasláturhús á Djúpavogi. Nokkrar hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla voru tengdar og þurfti að styrkja innanbæjarkerfin vegna þessara nýju aflfreku notenda. Einnig reyndist nauðsynlegt að breyta og bæta hluta háspennudreifingar á Reyðarfirði vegna viðbóta og breytinga á svæðinu í grennd við skóla og íþróttahús. Á Suðurlandi var víða töluverð uppbygging og þá helst í Árnessýslu. Þetta var aðallega vegna nýrra hverfa í Árborg og Hveragerði, en einnig var lokið við lagnir í nýjar götur, meðal annars í Reykholti, á Flúðum, Hellu og víðar. Settar voru upp 6 rofastöðvar tengdar þessum verkefnum. Endurnýjuð voru 4 háspennurofafelt og skipt um 10 götuskápa sem komnir voru á aldur.
Aflstöð í Grímsey og varavélar RARIK rekur tvær fastar aflstöðvar sem framleiða rafmagn með olíu, aðra í Grímsey og hina á Grímsstöðum á Fjöllum. RARIK á einnig og rekur 33 fastar varaaflsvélar á 18 stöðum á landinu með samtals 28 MW í uppsettu afli. Þær nýtast bæði dreifikerfinu og flutningskerfi Landsnets. Auk þess á RARIK sex stórar færanlegar varaaflsstöðvar með um 5 MW í uppsettu afli og litlar kerruvélar með samtals um 1,7 MW í uppsettu afli. Færanlegu varaaflsstöðvarnar eru fyrst og fremst til að bregðast við bilunum í dreifikerfinu, en þær hafa einnig verið nýttar fyrir viðskiptavini RARIK sem varaafl fyrir flutningskerfið. Helstu framkvæmdir og fjárfestingar á árinu voru endurnýjun stjórnbúnaðar í varaaflsstöð á Húsavík, uppsetning 800 kW vélar á Þórshöfn og smíði og uppsetning kæliloftstokka í varaaflsstöð á Vopnafirði. Ein 19 kV spóla var sett í færanlegan gám og fimm litlar kerruvélar voru keyptar. Að auki voru keyptir tveir álagsbankar 400 og 1000 kVAr til prófana á rafölum.
Truflanir í dreifikerfinu Síðasta ár einkenndist af því að veðuráraun á kerfi RARIK var óvenju lítil miðað við fyrri ár. Á árinu urðu 533 fyrirvaralausar eða fyrirvaralitlar truflanir í dreifikerfi RARIK, þar af voru 46% í háspennukerfinu en 54% í lágspennukerfinu. Truflunum fjölgaði um 63 á milli ára og voru þær heldur færri en í meðalári, eða 8% færri en að meðaltali áratuginn 2012–2021. Truflunum vegna náttúruafla fækkaði mjög á milli ára og voru þær aðeins 53, eða tæplega helmingur þess sem er í meðalári. Þá fækkaði einnig truflunum vegna áverka af tæknilegum ástæðum. Engu að síður voru áverkar algengasta orsök fyrirvaralausra truflana, en þeir voru ástæða tæplega 40% truflana. Þar af var um helmingur vegna graftar og fjórðungur vegna ágangs dýra. Í háspennukerfi voru áverkar vegna dýra algengasta orsök truflana, en truflanir vegna graftar voru þó 16 á árinu. Skerðing á afhendingu orku til notenda vegna fyrirvaralausra truflana var 119 MWst á árinu, en það er tæplega helmingi minna en í meðalári. Áverkar voru ástæða 33% fyrirvaralausra skerðinga. Sama hlutfall skerðingar var vegna tæknilegra orsaka, en 21% skerðinganna má rekja til náttúruafla. Engin fyrirvaralausra truflana í dreifikerfi RARIK á árinu var yfir 10 kerfismínútur, sem eru viðmiðunarmörk Orkustofnunar um umfangsmiklar truflanir. Sú fyrirvaralausa truflun ársins sem stóð lengst yfir var í 15 klst og 43 mínútur. Alls voru 13 fyrirvaralausar truflanir meira en ein kerfismínúta, en samanlögð skerðing til
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
DREIFIKERFI
25
Starfsmenn RARIK við tengivinnu í landi Ytra-Fjalls í Aðaldal.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
26
DREIFIKERFI
Orkuskerðing
MWst
Fjöldi fyrirvaralausra truflana
600
1.100
550
1.000
500
900
450
800 700
350
Fjöldi fyrirvarlausra truflana
Orkuskerðing, MWst
400 300 250 200 150
600 500 400 300
100
200
50
100
0
0
1992
1996
Náttúruöfl
Áverki
2000
2008
Mannlegt
2012
Tæknilegt
2016 Óþekkt
2020
Engin orsök
1992
1996
Náttúruöfl
Áverki
2000 Mannlegt
2008
2012
Tæknilegt
2016
Óþekkt
2020
Kerfi notanda
notenda í þessum truflunum var 49% allra fyrirvaralausra skerðinga ársins vegna truflana í dreifikerfi RARIK. Þetta voru eftirfarandi truflanir:
• Þann 8. janúar bilaði endamúffa í endastæðu 33 kV línu við Raufarhöfn vegna
seltu. Varavél var keyrð en skammta þurfti álag vegna þess að vélin annaði ekki raforkuþörfinni að fullu. Truflunin stóð frá kl. 5:08 í 10 klst. og 13 mínútur.
• Þann 27. febrúar bilaði háspennustrengur í Hofsá í Vopnafirði. Truflunin varð kl. 16:29 og stóð í 14 klst. og 21 mínútu en þá var lokið við að koma á rafmagni til allra notenda með varavél sem flutt var á staðinn. Skerðing á raforku til notenda var um 2 MWst.
• Þann 20. mars bilaði 19 kV tenging við aflspenni í aðveitustöðinni Vogaskeiði í seltuveðri. Truflunin stóð í 11 klst. og 50 mínútur frá kl. 1:01. Með keyrslu varaflsvéla Landsnets og smávirkjana tókst að draga verulega úr rafmagnsleysi, en skerðing til notenda var 1,0 MWst.
• Þann 18. apríl varð truflun þegar spennumælaspennar í aðveitustöð í Vík biluðu. Keyra þurfti varaafl í Vík, en ein vélin bilaði sem varð til þess að skammta þurfti rafmagn. Skerðing til notenda var 8,1 MWst og stóð truflunin í 9 klst. og 39 mínútur frá kl. 10:11.
• Þann 25. maí varð truflun á dreifilínu á Mýrum við Ferjubakka. Þræðing í
bræðivari gaf sig en illa gekk að finna bilunina þar sem bræðivarið var óskráð. Truflunin stóð í 4 klst. og 11 mínútur og var skerðing til notenda um 7,2 MWst.
• Þann 25. júní varð truflun þegar verktaki plægði í háspennustreng á Eiðum á
Fljótsdalshéraði. Truflunin stóð í 5 klst. og 1 mínútu frá kl. 16:31. Skerðing til notenda var 1,5 MWst.
• Þann 2. júlí bilaði háspennustrengur milli rofastöðvar við Brúarland og
Laugalands í Eyjafirði, þegar Vegagerðin rak skilti í strenginn. Truflunin stóð í 7 klst. og 16 mínútur frá kl. 12:13. Skerðing til notenda var 1,9 MWst.
• Þann 5. júlí varð rafmagnsleysi í Neskaupstað í tengslum við skipulagða vinnu
vegna tengingar á háspennustreng. Fyrirhugað var að rjúfa dreifikerfi frá flutningskerfi Landsnets og keyra bæinn á varaaflsvélum, en bilun varð í einni vélinni og jafnframt í háspennustreng í innanbæjarkerfinu. Truflunin stóð í 5 klst. og 19 mínútur frá kl. 23:48. Skerðing til notenda var 4,2 MWst.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
DREIFIKERFI
27
Unnið að viðgerð á Vattarneslínu við Reyðarfjörð.
• Þann 7. júlí bilaði háspennustrengur frá aðveitustöð í Breiðdalsvík inn í bæinn. Skerðing til notenda var 3,4 MWst og stóð truflunin í 6 klst. og 33 mínútur frá kl. 8:12.
• Þann 30. júlí biluðu 3 dreifispennar í dreifilínu í Biskupstungum vegna eldinga. Truflunin hófst kl. 16:47 og stóð í 15 klst. og 43 mínútur. Skerðing raforku til notenda var um 4,7 MWst.
• Þann 25. nóvember varð truflun þegar verktaki rak niður staur í háspennustreng frá aðveitustöð inn í Neskaupstað. Kalla þurfti út veitustarfsmenn frá Egilsstöðum til að leita bilunarinnar og til að endurtengja innanbæjarkerfið og stóð truflunin í 3 klst. og 1 mínútu frá kl. 15:44. Skerðing til notenda var 9,3 MWst.
• Þann 3. desember bilaði vélaspennir við varavél í Vík. Stóð truflunin í 7 klst. og 8 mínútur frá kl. 11:02. Skerðing til notenda var 4,9 MWst. Skipt var um vél í kjölfarið.
• Þann 22. desember varð bilun í 19 kV háspennurofa í aðveitustöð í Lambafelli við Ólafsvík í kjölfar útleysingar vegna yfirspennu. Erfiðlega gekk að eiga við spenninn og villa í stjórnbúnaði torveldaði innsetningu. Truflunin stóð í 32 mínútur frá kl. 13:10. Skerðing til notenda var 4 MWst.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
28
HITAVEITUR
Fulltrúar RARIK og sveitarstjórnar Hornafjarðar í skoðunarferð við dæluhús hitaveitunnar í Hoffelli.
Hitaveitur RARIK á og rekur fjórar jarðhitaveitur og eina fjarvarmaveitu. Jarðhitaveiturnar eru í Dalabyggð, á Blönduósi og Skagaströnd, Siglufirði og Höfn í Hornafirði. Hitaveita Dalabyggðar var tekin í notkun árið 2000, en RARIK keypti veituna árið 2003. Að jafnaði er orka frá virkjunarsvæði hitaveitunnar 12 l/s af 84°C heitu vatni sem samsvarar um 4,2 MW afli miðað við nýtingu til húshitunar. Rekstur veitunnar gekk vel á árinu. RARIK keypti hitaveitu Blönduóss árið 2005 og jók umsvif hennar töluvert þegar Skagaströnd var bætt við veituna 2013. Í ljósi lækkandi vatnsstöðu á Reykjum sem fæðir þetta svæði, er áfram leitað leiða til að auka vatnsöflun og lágmarka sóun á vatni. RARIK keypti hitaveitu Siglufjarðar árið 1991 og réðst í verulegar endurbætur á kerfinu. Árið 2011 var meðal annars virkjað nýtt svæði í Skarðsdal og lögð aðveitulögn þaðan. Siglufjörður hefur nú tvö aðskilin virkjanasvæði og tvær aðveituæðar. Rekstur veitunnar gekk ágætlega á árinu. Fjarvarmaveitan á Seyðisfirði er rúmlega 40 ára gömul. Veitan er kynt með háspenntum rafskautskatli og olíukatli til vara. Við stofnun veitunnar átti RARIK kyndistöðina og sveitarfélagið dreifikerfið, en árið 1992 keypti RARIK dreifikerfið og hefur rekið það síðan. Með hækkandi verði á ótryggðri raforku í samanburði við aðra raforku og vegna óvissu um framboð á næstu árum er upprunalegur rekstrargrundvöllur fjarvarmaveitna af þessu tagi brostinn að mati RARIK. Eins og gerð var grein fyrir í ársskýrslu RARIK 2017 hefur verið ákveðið að hætta rekstri veitunnar. Þessi niðurstaða var kynnt á íbúafundi, en framhaldið er enn í skoðun hjá sveitarfélaginu sem fer með einkaleyfi til rekstrar hitaveitu á Seyðisfirði eftir að einkaleyfi RARIK rann út í lok janúar 2017. RARIK keypti fjarvarmaveituna á Höfn árið 1991, en hefur um árabil leitað að heitu vatni fyrir veituna með borunum við Hoffell í Nesjum. Sú leit bar árangur og var ný jarðhitaveita gangsett þar í desember 2020. Rekstur nýju veitunnar hefur farið vel af stað og nú geta þeir íbúar Hafnar sem voru á rafkyndingu sótt um að tengjast hitaveitunni.
ORKUVINNSLA OG MEÐALTALSAFL Í JARÐHITAVEITUM
Heiti veitu Hitaveita Blönduós
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Samtals vinnsla úr holum m3
Meðaltalsflæði l/s
Meðaltalsafl (kW)
1.228.231
38,9
12.047
Hitaveita Dalabyggð
377.104
12
4.149
Hitaveita Siglufjarðar
743.100
23,6
7.092
Hitaveita Höfn
761.847
24,2
7.675
STARFSEMIN
Starfsemin
29
Jarðstrengur lagður undir brúna yfir Fljótaá í Fljótum.
Upplýsingatækni Stafræn þjónusta, eyðublöð og afgreiðsla erinda viðskiptavina og starfsmanna var í fyrirrúmi. Unnið var við að samræma og bæta innri ferla með það að leiðarsljósi að gera þá eins stafræna og sjálfvirka og frekast var unnt. Fyrirtækið skapaði trausta umgjörð fyrir starfsmenn til að sinna verkefnum sínum að heiman og að vinna saman með dreifðum hætti eftir því sem því varð við komið og aðstæður í þjóðfélaginu kölluðu á slíkt. Innleiðing á nýju orkureikninga- og upplýsingakerfi MECOMS er nú að ljúka og stefnt er að því að taka það í notkun ásamt nýjum þjónustuvef um mitt ár 2022. Skjalastjórnunar- og gagnamiðlunarkerfið M-Files var tekið í notkun að hluta ásamt nýju málakerfi en það verður komið í fulla notkun árið 2022. RARIK horfir til skýjalausna og flutti hluta upplýsingakerfa sinna í þann farveg með hagkvæmni og öryggi að leiðarljósi. Stöðugt er unnið að uppbyggingu og innleiðingu á nýjum stafrænum orkumælum og orkumælingum og á því verkefni að ljúka 2026.
Upplýsingaöryggi Vinna við stjórnkerfi upplýsingaöryggis miðar að því að uppfylla lög og reglugerð um netöryggi mikilvægra innviða sem tóku gildi 2020. Gerðar eru auknar kröfur um netöryggi og umsýslu þeirra kerfa sem tengjast stýringu raforkudreifingar og flutningi mæligagna. Tekið er mið af þessum kröfum við rekstur stjórnkerfis upplýsingaöryggis og gerði innri endurskoðun úttekt á fylgni við þær. Stöðugt er unnið að verkefnum sem stuðla að auknu öryggi upplýsingakerfa, stýri- og eftirlitsbúnaðar og orkudreifikerfis. Þetta er meðal annars gert með mati á áhættu, aðgangsrýni, atvikaskráningu, æfingum, fræðslu, árásaprófum og veikleikagreiningum. Lögð var áhersla á að styrkja sjálfvirkar rafrænar varnir gegn utanaðkomandi upplýsingaógnum með því að taka í notkun ný eftirlits- og öryggiskerfi sem byggjast á gervigreind. Reglulegar veikleikaprófanir ytri og innri varna ásamt könnunum á öryggisvitund starfsmanna voru gerðar af SecureIT. Við uppfærslu viðbragðsáætlana var lögð áhersla á verklag við skráningu frávika og tilkynninga til eftirlitsaðila. Á árinu hófst vinna við að samræma stjórnkerfi upplýsingaöryggis við ISO 27001 staðalinn. Það er liður í því að RARIK verði komið með staðalinn vottaðan árið 2022. RARIK er aðili að Netöryggisráði Samorku og hóf
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
30
STARFSEMIN
Uppsetning rofastöðvar fyrir nýtt íbúðahverfi í Björkustykki á Selfossi. samstarf á grundvelli þess við öryggisfyrirtækið KraftCert sem sérhæfir sig í upplýsingaöryggismálum orkufyrirtækja.
Gæðamál Að venju voru mörg skjöl í Handbók RARIK endurnýjuð og endurútgefin á árinu auk nýrra skjala sem samþykkt voru í kerfið. Í árlegri innri endurskoðun RARIK koma að jafnaði fram ábendingar sem leiða til skjalfestingar á fyrirliggjandi eða breyttu verklagi fyrirtækisins. Breyttar og/eða auknar kröfur löggjafans og skilgreind þörf starfsmanna og stjórnenda leiða einnig til breytinga og skjalfestingar á verklagi. Á árinu voru gefnar út verklagsreglur og verkferlar sem lúta að vinnu við viðhald og rekstur varaaflsvéla, viðhaldsáætlun hitaveitna og verkflæði skipulagðra fjárfestingaverkefna. Verkferli vegna framkvæmdavefsjár RARIK var skjalfest og
Hlutfall greiðslna og fjölda viðskiptavina rafmagnsdreifingar RARIK eftir lögheimilum 2021 Hlutfall greiðslna viðskiptavina
35% 30%
Hlutfall fjölda viðskiptavina
30% 30%
25% 19%
19%
20% 10%
10%
11%
9%
11%
13% 14%
17%
5%
Suðurland
Austurland
N. Eystra
N. Vestra
Vesturland
Höfuðborgarsv. og Reykjanes 2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
0%
0%
Vestfirðir
0%
0%
1%
Erlendis/ óþekkt
15%
16%
STARFSEMIN
31
Línuspennir í Fellum á Austurlandi tekinn niður eftir jarðstrengsvæðingu á svæðinu. einnig var teikningahandbók fyrirtækisins gefin út í fyrsta sinn. Stefna, markmið og aðgerðaráætlun RARIK í loftslagsmálum var gefin út ásamt nýjum viðbragðsáætlunum og markmiðum við flokkun úrgangs.
Viðbragðsáætlanir Tvær viðbragðsáætlanir voru unnar á árinu 2021 og fjölluðu þær báðar um viðbrögð við hugsanlegum eldgosum, annars vegar í Grímsvötnum og hins vegar í Öskju. Þar með hefur RARIK gert sjö viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegra eldgosa auk viðbragðsáætlunar vegna jarðskjálfta og öskufalls. Á árinu 2021 var viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs auk þess rýnd og endurútgefin í ljósi fenginnar reynslu af Covid-19. Viðbragðsáætlun vegna upplýsingavár var sömuleiðis rýnd og endurútgefin til samræmis við reglugerð nr. 866/2020 um öryggi net- og upplýsingakerfa rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu.
Siðareglur birgja RARIK gaf út siðareglur fyrir birgja á árinu 2021 sem taka til mannréttinda- og vinnumála, umhverfis- og loftslagsmála og siðferðis í viðskiptum. RARIK gerir þá kröfu til birgja sem sjá fyrirtækinu fyrir vörum og þjónustu, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga, að þeir uppfylli þau grundvallarviðmið sem fram koma í siðareglunum. Siðareglur fyrir birgja eru í samræmi við áherslur RARIK um samfélagslega ábyrgð og eru hluti af aðgerðaráætlun fyrirtækisins í loftslagsmálum. Siðareglurnar styðjast jafnframt við Heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu og taka meðal annars til ábyrgra innkaupa.
Umhverfismál Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Unnið er markvisst að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá starfseminni og þeim áhrifum sem losunin hefur í för með sér. Lögð er áhersla á að draga úr beinni losun GHL í áföngum með uppbyggingu innviða og orkuskiptum. Með því leggur fyrirtækið sitt af mörkum til að ná sameiginlegum markmiðum Parísarsamkomulagsins. Tillögur vinnuhóps um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda voru samþykktar af stjórn RARIK í desember 2020 og í
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
32
STARFSEMIN
Fulltrúar RARIK og 19 annarra fyrirtækja og stofnana að lokinni undirritun Loftslagsyfirlýsingar Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
kjölfarið var unnið að heilsteyptri aðgerðaráætlun RARIK í loftslagsmálum. Í samræmi við stefnu fyrirtækisins samþykktu stjórn og framkvæmdaráð RARIK ohf. aðgerðaráætlun RARIK í loftlagsmálum 1. júlí 2021 ásamt losunarmarkmiðum til ársins 2030. Aðgerðaráætlun og markmið RARIK í loftslagsmálum styður 13. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum.
Kolefnisspor RARIK Við skilgreiningu á kolefnisspori RARIK er notast við Greenhouse Gas Protocol staðalinn (GGP). Í honum er losun gróðurhúsalofttegunda skipt upp samkvæmt umfangi. Umfang 1 felur í sér alla beina losun gróðurhúsalofttegunda hjá fyrirtækinu. Umfang 2 er losun sem verður vegna framleiðslu rafmagns sem fyrirtækið kaupir. Umfang 3 er óbein losun sem er til komin vegna vöru og þjónustu sem fyrirtækið nýtir sér.
Strenglagnir í dreifikerfi RARIK 2021 km
160 140 120 100 80 60 40 20 0
Vesturland
Norðurland Nýir háspennustrengir í km lagðir 2021
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Austurland Áætluð lengd loftlína í km sem viku vegna strenglagna 2021
Suðurland
STARFSEMIN
33
VALDIR FRAMMISTÖÐUVÍSAR 2021 Eining
Viðminunarár
Breyting 2020 2021 milli ára
Skýringar
Tilvísun*
Umfang 1 - bein losun Bein losun GHL
tCO2e
2.348
2.118
2.427
15%
GRI 305-1, ESG:E1
Losunarkræfni á dreifða raforku
gCO2e/
1,93
1,75
1,98
14%
GRI 305-4, ESG:E2
Heildarorkuframleiðsla
MWst
1.397
1.550
1.778
15%
Með endurnýjanlegum orkugjafa
MWst
0
0
0
0%
Með óendurnýjanlegum orkugjafa
MWst
1.397
1.550
1.778
15%
Nýtingarhlutfall olíu í orkuvinnslu
%
33,2%
33,6% 31,5%
-6%
Losunarkræfni á framleidda kWst
kgCO2e/kWst
dreifð kWst
0,75
0,76
0,81
7%
GRI G4 - EU11 Losun kgCO2e frá
GRI 305-4, ESG:E2
nýttri olíu á hverja framleidda kWst
Losunarkræfni fólksbíla RARIK
gCO2e/km
138
131
131
-1%
Hreinorkuhlutfall í bíla- og tækjaflota Hreinorkuhlutfall fólksbíla
GRI 305-4, ESG:E2
%
0,7%
1,4%
1,4%
3%
%
10%
18%
22%
22%
Heildarraforkunotkun
GWst
124
140
102
-27%
GRI 302-1, ESG:E3
Heildarraforkunotkun frá
GWst
124
140
102
-27%
GRI 302-1, ESG:E3
100%
100%
100%
óbreytt
Umfang 2 - óbein losun
endurnýjanlegum orkugjafa Hlutfall keyptrar raforku frá
%
endurnýjanlegum orkugjafa Hlutfall keyptrar raforku frá
Raforka með
GRI 302-1, ESG:E5
upprunavottorði %
0%
0%
0%
óbreytt
GRI 302-1, ESG:E5
0,10
0,12
0,08
-28%
GRI 302-3, ESG:E4
95
25
32
29%
67
33
-51%
92%
95%
3%
43%
25%
-42%
150
168
161
-4%
8%
16%
22%
41%
óendurnýjanlegum orkugjafa Orkukræfni
Notuð kWst/ dreifð kWst
Umfang 3 - óbein losun Ferðalög starfsfólks
tCO2e
Úrgangur
tCO2e
Heildarhlutfall flokkaðs efnis (selt og
Flug og bílaleigubílar
GRI 305-3, ESG:E1 GRI 305-3, ESG:E1
endurunnið) Hlutfall óflokkaðs í urðun á móttökustöð Losunarkræfni á bílaleigubíla
gCO2e/km
GRI 305-4, ESG:E2
Aðrir vísar Snjall-rafmagnsmælar
%
Hlutfall fjarálestursog snjallmæla
Snjall-hitaveitumælar
%
61%
84%
84%
0%
Hlutfall fjarálestursog snjallmæla
Dreifitöp sem hlutfall af dreifðri orku
%
7%
7%
0%
Uppgjörstöp skv.
GRI G4 - EU12
Netorku fyrir árið 2020 Truflanatilvik vegna veðurs
Fjöldi
105
160
53
-67%
Strengvæðingarhlutfall (háspennt)
%
65%
69%
72%
4%
* Global Reporting Initiative (GRI), Nasdaq environmental, social and governance reporting (ESG)
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
34
STARFSEMIN
Strengkefli á leið í förgun. RARIK kolefnisjafnar alla beina og óbeina losun vegna flugs, úrgangs og notkun bílaleigubíla.
Að jafnaði má rekja um þriðjung af losun gróðurhúsalofttegunda hjá RARIK í Umfangi 1 til losunar við keyrslu varaafls, þriðjung til rekstrar á bíla- og tækjaflota RARIK og þriðjung til raforkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hjá RARIK í Umfangi 1 nam 2.427 tonnum af CO2e árið 2021 samanborið við 2.118 tonn árið 2020. Hækkunina má fyrst og fremst rekja til nær þreföldunar á keyrslu varaafls fyrir Landsnet. Á árinu 2021 fóru auk þess um fjögur kíló af SF6 gasi af einni rofasamstæðu hjá RARIK. Á móti kemur að notkun olíu vegna fjarvarmaveitna dróst verulega saman milli ára með tilkomu jarðvarmaveitunnar á Höfn í Hornafirði.
Kolefnisjöfnun
Stuðlar um afhendingargæði
10 ára 2020
meðaltal
FSN stuðull (SAIFI) RARIK þéttbýli
0,40
0,41
RARIK dreifbýli
1,50
1,60
RARIK þéttbýli
1,28
0,72
RARIK dreifbýli
10,05
3,37
TSN stuðull (SAIDI)
FSN (SAIFI á ensku) – stuðull um fjölda straumleysistilvika á hvern notanda. TSN (SAIDI á ensku) – stuðull um tímalengd straumleysis á hvern notanda.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Markmið RARIK er að helminga kolefnislosun fyrir árið 2030 miðað við losun ársins 2019. Áhersla er lögð á að draga úr beinni losun GHL en það sem út af stendur er kolefnisjafnað með kaupum á kolefniseiningum. Losun RARIK á árinu 2020 var 2.211 tonn CO2e og hefur fyrirtækið nú kolefnisjafnað alla beina og óbeina losun vegna flugs, bílaleigunotkunar og förgunar á úrgangi þess árs. Helmingur losunar var kolefnisjafnaður í gegnum alþjóðlega vottað verkefni og hinn helmingurinn kolefnisjafnaður í verkefnum á vegum Kolviðar og Votlendissjóðs.
RARIK og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru áætlun um sjálfbæra þróun sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu 2015 og fela í sér heildstæða nálgun þar sem þrjár stoðir sjálfbærrar þróunar, efnahagur, samfélag og náttúra eru lagðar til grundvallar. Innleiðing heimsmarkmiðanna er ekki einungis á hendi stjórnvalda, heldur mun þurfa samhent átak margra ólíkra hagsmunaaðila til að þau megi verða að veruleika. Með því að tilkynna verkefni inn á verkefnalista heimsmarkmiðanna skuldbinda viðkomandi aðilar sig til þess að vinna að því að skapa betra og sjálfbærara samfélag. RARIK hefur tilkynnt þrjú verkefni inn á verkefnalista heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Öll lúta þau að kjarnastarfsemi fyrirtækisins – strengvæðingu
STARFSEMIN
35
LOSUN GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA 2021 Breyting Eining
2020
2021
milli ára
Skýringar*
Umfang 1 - bein losun - Bifreiðar og tæki
Tilvísun** GRI 305-1, ESG:E1
tCO2e
808
809
0,12%
Keypt olía, lst. bensín 2,34 kgCO2e/L, 2,72 dísel kgCO2e/L
- Kyndistöðvar
tCO2e
115
2
-98%
Fjarvarmaveitu á Höfn lokað og jarðvarmaveita tók við 2021. Keypt olía. Lst. 2,72 dísel kgCO2e/L
- Varaaflsstöðvar
tCO2e
456
783
72%
Aukning milli ára á keyrslu varaafls fyrir flutningsfyrirtækið. Keypt olía, lst. 2,72 dísel kgCO2e/L
- Orkuvinnsla
tCO2e
740
737
-0,38%
Keypt olía, lst. 2,72 dísel kgCO2e/L
- SF6
tCO2e
0
97
4,05 kg
Rofafelt fór út með 4 kg af SF6, lst. 23.900 CO2e
Samtals
tCO2e
2.118
2.427
15%
Umfang 2 - óbein losun - Raforkunotkun***
GRI 305-2, ESG:E1 tCO2e
0
0
óbreytt
Raforka með upprunavottorði, lst 0 tCO2e/MWst****
Umfang 3 - óbein losun - Bílaleigubílar
GRI 305-3, ESG:E1 tCO2e
11
15
30%
Uppgefin losun leigðra bíla, annars notaður lst. fyrir dísel 187,9 gCO2e/km
- Flug
tCO2e
14
17
28%
- Úrgangur
tCO2e
67
33
-51%
Reiknivél ICAO Lst. úrgangur til urðunar 1,3 tCO2e/t fyrir 2020 og 0,88 tCO2e/t fyrir 2021, lífrænn úrgangur til jarðgerðar 0,172 tCO2/t
Samtals umfang 3
tCO2e
92
65
-29%
Samtals kolefnislosun
tCO2e
2.209
2.492
-22%
* Losunarstuðull (Lst) skv. 3. útgáfu 2020 frá UST og skv. 4 útgáfu 2021 Landsskýrsla um losun gróðurhúsalofttegunda (2019) er útgefin af Umhverfisstofnun ** Global Reporting Initiative (GRI), Nasdaq environmental, social and governance reporting (ESG) *** Forgangsorka, ótrygg orka og töp **** GHG Protocol Scope 2 Guidance
raforkukerfisins (2019), snjallmælaverkefni (2020) og aðgerðaráætlun RARIK í loftslagsmálum (2021).
RARIK aðili að loftlagsyfirlýsingu Föstudaginn 26. febrúar 2021 undirrituðu fulltrúar RARIK og 19 annarra fyrirtækja og stofnana Loftslagsyfirlýsingu Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar en því verkefni er ætlað að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að setja sér markmið um
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
36
STARFSEMIN
Viðgerðarmenn RARIK að störfum sunnan við Breiðdalsvík eftir illviðri í byrjun janúar 2021.
loftslagsmál, hefja aðgerðir, mæla árangur þeirra og birta markmið og niðurstöður. Loftslagsyfirlýsingin fellur vel að stefnumótun RARIK í umhverfismálum og aðgerðaáætlun fyrirtækisins í loftslagsmálum.
RARIK setur sér markmið í úrgangsmálum RARIK hefur markað stefnu í úrgangsmálum og sett sér það markmið að auka hlutfall flokkaðs efnis úr 92% árið 2020 í 95% árið 2025. Það verður gert með því að draga úr óflokkuðum almennum úrgangi sem fer til urðunar á móttöku- og söfnunarstöðvum. Í starfsemi RARIK er tekið tillit til hagkvæmrar notkunar aðfanga, endurnýtingar efnis og tækjabúnaðar og ábyrgrar förgunar á úrgangi. Unnið er markvisst að því að draga úr úrgangi sem fer til urðunar og efni sem til fellur hjá fyrirtækinu er komið í farveg til endurnýtingar eða endurvinnslu. Ónothæfu efni er fargað í samræmi við reglur um umhverfisvernd svo að það valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og mengi ekki vatn, jarðveg eða andrúmsloft. Með þessu styður RARIK við hringrásarhagkerfið og minnkar óbeina losun gróðurhúsalofttegunda. Markmið RARIK í úrgangsmálum styður 12. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um ábyrga neyslu og framleiðslu og markmið 13 um aðgerðir í loftslagsmálum.
Orkuskipti Orkuskipti eru hafin af krafti í bílaflota landsmanna og ganga hraðar en vænta mátti fyrir örfáum árum. Jafnframt má búast við að fram undan séu einnig orkuskipti í öðrum geirum þar sem nú er notað jarðefnaeldsneyti. Ljóst er að orkuskiptin fela í sér verulega aukið álag á dreifikerfi RARIK, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Í því felst mikil en verðug áskorun. Meðal annars má gera ráð fyrir að hluti eldra dreifikerfis muni
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
STARFSEMIN
37
1 Raufarhöfn 3 Skagaströnd
1
Hrísey
1 Húsavík
1
Akureyri
3
Þórshöfn
1 Bakkafjörður 5 Vopnafjörður 1 Borgarfjörður eystri
Seyðisfjörður Stykkishólmur Ólafsvík 5
2
1
Búðardalur
1 1 1 Dalatangi 1 Mjóifjörður 5 Neskaupstaður
1
1 Kirkjubæjarklaustur 21
Vík
Varaaflsstöðvar: Staðbundnar: 33 Færanlegar: 6 Alls: 39
hætta að anna álagi löngu áður en eðlilegur líftími þess segir til um. Hugsanlega má mæta þessu að hluta með því að beita álagsstýringu til að draga úr aflþörf vegna orkuskiptanna, en ljóst er að fram undan eru verulegar fjárfestingar á næstu 5–10 árum til að dreifikerfið sé í stakk búið til að mæta orkuskiptunum. Sérstaklega þarf að huga að viðkvæmari hlutum dreifikerfisins, svo sem sumarhúsahverfum. Lagt hefur verið mat á hugsanlega endurnýjunarþörf og gæti kostnaður vegna hennar numið 2–5 milljörðum króna á næsta áratug.
Öryggismál Stöðugt þarf að huga að því hvernig hægt er að fyrirbyggja slys. Það er meðal annars hægt með því að gera öryggismál hluta af allri starfsemi, bæði í undirbúningi og framkvæmd. Markmið allra ætti að vera að koma alltaf heilir heim að vinnudegi loknum. Covid-19 hefur haft töluverð áhrif á starfsemi RARIK eins og aðra þætti í þjóðfélaginu. Að jafnaði hefur RARIK gengið skrefi lengra í aðgerðum sínum en almennar reglur hafa kveðið á um til að verja starfsemina og starfsmenn gegn smitum. Vel hefur gengið að halda starfseminni gangandi með þessum aðgerðum. Námskeið Á árinu voru haldin skoðunarmannanámskeið á Austurlandi og Vesturlandi fyrir þá starfsmenn sem framkvæma rafskoðanir. Þá voru haldin kunnáttumannanámskeið fyrir nýja starfsmenn sem koma að vinnu og rekstri raforkukerfisins. Námskeiðin voru haldin með fjarfundum og gaf það góða raun. Einnig voru haldin endurmenntunarnámskeið fyrir kunnáttumenn.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
38
STARFSEMIN
Ábendingar og atvik Sem fyrr var unnið að útfærslu áætlunar um öryggi og heilbrigði hjá RARIK. Í ábendingakerfi RARIK voru skráðar 15 ábendingar sem tengdust öryggismálum. Tvö slys voru skráð á árinu 2021. Eitt næstum því slys var skráð, auk þess sem tólf ábendingar um slysahættur voru skráðar. Eitt slys sem leiddi til fjarveru var skráð á árinu. Á árinu 2021 voru skráð átta tilvik sem teljast til hættu- eða neyðarástands sem leitt getur til slysa á fólki eða tjóns á eignum annarra aðila og stafa frá veitukerfinu. Þessi tilvik voru misjafnlega alvarleg en flokkast öll sem næstum því slys eða slysahættur. Skýrslur vegna þessara atvika voru sendar til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Skráð slys árið 2021 voru sem fyrr segir tvö og eru þau færri en hin síðustu ár. Þau voru sex árið 2020, 13 árið 2019 og átta árin 2018 og 2017. Rétt er að benda á að í þessum skráningum er um að ræða öll slys, bæði minni háttar og stærri. Fjöldi alvarlegra slysa undanfarin ár hefur verið eitt til tvö á ári. Skráðar ábendingar árið 2021 eru færri en undanfarin tvö ár, þær voru 32 árið 2020 en 34 árið 2019. Unnið er með allar ábendingar sem skráðar eru í ábendingakerfi RARIK og fer úrvinnslan eftir eðli máls hverju sinni. Rafskoðanir og skoðun öryggistækja Samið var við skoðunarstofuna BSI á Íslandi um að gera úttektir á verkum og rafskoðunum sem framkvæmdar höfðu verið af RARIK. Athugasemdir skoðunarstofa eru flokkaðar í þrjá flokka, þar sem þriðji flokkur er alvarlegasta tegund athugasemda sem krefst úrlausnar innan mánaðar. Ein þriðja flokks athugasemd kom fram við þessar úttektir, árið þar á undan var einnig um eina að ræða, en árið 2019 voru þær þrjár.
VARAAFL OG ÖNNUR ORKUFRAMLEIÐSLA 2021
Dísilvinnsla
Orkuvinnsla
Orkuvinnsla á einingu olíu
Nýtt olía
Orkuinnihald nýttrar olíu
(kWst)
(kWst/lítra)
(lítrar)
(kWst)
Nýtingarhlutfall frumorku
- Grímsey
889.660
3,72
239.406
2.547.807
34,9%
- Varaaflsvélar
825.403
3,20
257.938
2.745.028
30,1%
1.715.063
3,45
497.344
5.292.835
32,4%
43.173
1,45
29.682
315.882
13,7%
1.758.236
3,34
527.026
5.608.717
31,3%
735.097
3,20
229.718
2.444.705
30,1%
19.600
7,00
2.800
29.798
65,8
529.826
5.638.515
31,5%
- samtals - Grímsstaðir SAMTALS dísilvélar Þar af vegna Landsnets
Olíunotkun í R/O veitum: Kyndistöð Seyðisfjörður
ALLS
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
1.777.836
STARFSEMIN
Siglufjörður Skeiðsfoss Sauðárkrókur Blönduós
Stykkishólmur Ólafsvík
3
2
11
5
10
Kópasker
5
1
2 3 24
1
2
Þórshöfn
Húsavík
1
Akureyri
Egilsstaðir
Búðardalur
227 Reykjavík
Vopnafjörður
3 19
2
Seyðisfjörður
2 2
Allt landið
Borgarnes
39
Neskaupstaður
Fáskrúðsfjörður
9 8
17 61
Höfn
Selfoss
20
Hvolsvöllur
Fjöldi starfsmanna RARIK samstæðunnar
14
RARIK Orkusalan
Að venju voru haldnir fundir með áætlunarmönnum og framkvæmdasviði í byrjun árs og aftur um haustið þar sem rædd voru öryggismál og farið yfir stöðu skoðunarverka ársins. Gæðaskjöl um skoðanir hafa verið uppfærð, meðal annars til þess að ný og breytt virki verði skoðuð svo bæta megi frágang verka og draga úr líkum á athugasemdum síðar. Verið er að innleiða nýtt ferli við skoðun öryggistækja sem miðar að því að starfsmenn á hverju svæði skoði öll öryggistæki svæðisins árlega á kerfisbundinn hátt, í stað þess að öll öryggistæki séu skoðuð á fjögurra ára fresti af öryggisfulltrúa. Auk þess eru notendur öryggistækja hvattir til að fara reglulega yfir ástand þeirra og persónuhlífa og endurnýja eftir þörfum. Kastljós Á árinu 2021 voru gefin út tvö svonefnd Kastljós með ábendingum til starfsmanna um slys, næstum því slys eða slysahættur, ásamt öðru sem snýr að öryggismálum. Kastljósunum er dreift til allra starfsmanna og þau birt í handbók RARIK. Auk þess voru þrjú Kastljós uppfærð og endurútgefin og þrjú eldri Kastljós send út að nýju á árinu 2021.
Mannauðsmál Starfsfólk RARIK þurfti annað árið í röð að haga vinnu sinni í samræmi við þróun útbreiðslu Covid-19 og takmarkanir í samfélaginu vegna farsóttarinnar. Margir unnu heima og starfsmenn vinnuflokka unnu stundum tveir og tveir saman og komu varla á útgerðarstað til annars en að sækja efni. Allt var þetta gert til þess að halda starfsemi fyrirtækisins gangandi og þjóna viðskiptavinum á sem bestan hátt þrátt fyrir sérstakar aðstæður. Með samhentu átaki starfsmanna tókst þetta og aldrei var starfsemi RARIK nálægt neyðarstigi. Starfsmenn fyrirtækisins eiga miklar þakkir skilið fyrir þá vinnu og samheldni sem þeir lögðu á sig til þess að ekki yrði rof á þjónustu við viðskiptavini.
Kastljós sem gefin voru út á árinu 2021: 150 Spennu hleypt á jarðblöð (janúar 2021) 151 Rafgeymar varaaflsstöðva (nóvember 2021) Kastljós sem voru uppfærð og endurútgefin á árinu 2021: 5
Hífingar á þungum hlutum (febrúar 2021)
149 Endatappar í jarðspennistöðvum (mars 2021) 122 Merkingar rofa og strengja (maí 2021) Eldri kastljós sem voru send út að nýju á árinu 2021: 64
Spennusetning í dreifikerfi
52
Undirbúningur vinnu frá rofa í aðveitustöð
13
Notkun vélsleða
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
40
STARFSEMIN
RARIK hefur um árabil verið bakhjarl og styrktaraðili hátíðarinnar List í ljósi á Seyðisfirði.
Á árinu hlaut RARIK jafnlaunavottun í fyrsta sinn eftir mikla vinnu við gerð verklagsreglna, ferla og framkvæmd launagreiningar. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Launagreiningin leiddi í ljós að grunnlaun kvenna eru ögn hærri en karla. Aftur á móti voru heildarlaun karla töluvert hærri en kvenna sem skýrist af því að starfsmenn vinnuflokka fyrirtækisins vinna töluverða yfirvinnu auk þess að sinna bakvöktum utan hefðbundins vinnutíma en vinnuflokkarnir eru nær eingöngu skipaðir körlum. Áfram verður unnið við jafnlaunavottun og launagreiningu þannig að það markmið náist að greidd verði sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Í kjölfar vinnustaðagreiningar var unnið áfram með starfsmönnum að nokkrum þáttum til að auka yfirsýn stjórnenda og skilning á svörum starfsmanna. Því næst verður unnið enn frekar að ýmsum málum eins og til dæmis starfsþróun og störf innan fyrirtækisins verða auglýst án staðsetningar þar sem því verður við komið. Haldið verður áfram að huga að fræðslumálum en á árinu var stjórnendafræðsla efld auk þess sem farið var yfir almenn samskipti innan fyrirtækisins. Vinnuálag þykir í sumum tilvikum of mikið og misskipt og verður þessum þætti veitt athygli á næstu misserum.
Starfsmenn og ársverk RARIK
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Orkusalan
Samtals
Ársverk
206
20,6
226,6
Starfsmenn í árslok
202
25
227
Karlar
163
14
177
Konur
39
11
50
STARFSEMIN
41
Strenglögn við Vaðkotsá í Öxarfirði.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
42
ORKUSALAN
Öllum sem skráðu sig í viðskipti hjá Orkusölunni og voru að flytja bauðst að fá tíu fría flutningakassa. Vakin var athygli á þessu með myndum af flutningskössunum á ólíklegustu stöðum á landinu. Þessi er ein þeirra.
Orkusalan 2021 Árið 2021 var fimmtánda heila starfsár Orkusölunnar, en hún er dótturfyrirtæki í 100% eigu RARIK og tilgangur hennar er fyrst og fremst að annast framleiðslu og sölu á raforku. Orkusalan ehf. starfar einungis á samkeppnismarkaði og er með um fjórðungs markaðshlutdeild í raforkusölu á almennum markaði auk þess að eiga og reka sex virkjanir víða um land. Á árinu flutti Orkusalan höfuðstöðvar sínar í Reykjavík og skrifstofu á Akureyri frá móðurfélaginu RARIK. Höfuðstöðvar félagsins eru nú í Urðarhvarfi 8, Kópavogi, og skrifstofan á Akureyri við Glerárgötu 34.
Afkoma ársins Rekstrartekjur ársins voru 4.690 milljónir króna og rekstrargjöld 4.132 milljónir króna. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam því 559 milljónum króna. EBITDA hlutfall ársins 2021 var 19,2%. Hreinar fjármagnstekjur námu 24 milljónum króna og að teknu tilliti til fjármagnstekna og skatta er hagnaður samkvæmt rekstrarreikningi 466 milljónir króna samanborið við 849 milljónir króna á árinu 2020. Samkvæmt efnahagsreikningi í árslok 2021 voru heildareignir 17.144 milljónir króna. Heildarskuldir voru 2.678 milljónir króna og eigið fé nam 14.466 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall Orkusölunnar er 84,4%. Tekjur félagsins lækkuðu um 18,7% frá fyrra ári sem skýrist að stærstum hluta af harðnandi samkeppni vegna umframframboðs á raforku síðustu ár. Á móti kom að orkukaup minnkuðu um 23,33% á árinu. Vegna þessa var hagnaður ársins rúmlega 355 milljónir króna undir áætlun.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
ORKUSALAN
43
Félagið endurmat virði virkjana sinna á árinu. Endurmatið var framkvæmt af óháðum sérfræðingum og var stuðst við núvirt sjóðstreymi af hverri einstakri virkjun. Niðurstaðan var sú að endurmeta virkjanir félagsins til hækkunar um 670 milljónir króna. Covid-19 heimsfaraldurinn hafði að mati stjórnar og stjórnenda Orkusölunnar einhver en ekki veruleg áhrif á smásölumarkað raforku á árinu, en innheimta krafna hefur ekki versnað til muna og afskrifaðar kröfur eru óverulegt hlutfall af veltu. Á árinu voru 20,6 ársverk hjá Orkusölunni samanborið við 17,3 á árinu 2020. Stjórn Orkusölunnar ehf. og framkvæmdastjóri staðfestu ársreikning félagsins fyrir árið 2021 með undirritun sinni á stjórnarfundi 15. febrúar 2022. Óveruleg starfsemi var í dótturfélaginu Sunnlenskri orku en félagið hefur undanfarin ár undirbúið virkjun jarðvarma í Ölfusdal. Þá á félagið 35% hlut í Sjávarorku ehf.
Fjármál og rekstur Á árinu urðu töluverðar breytingar á skipulagi Orkusölunnar þegar stofnað var nýtt svið fjármála og rekstrar og fjármálastjóri ráðinn. Á hinu nýja sviði eru nú sex starfsmenn: fjármálastjóri, aðalbókari, gjaldkeri og þrír sérfræðingar í viðskiptakerfum. Uppbygging sviðsins hefur gengið vel og eru allir starfsmenn virkir í að afla sér þekkingar og miðla þekkingu sinni og reynslu á þessu nýja sviði. Á árinu var lögð sérstök áhersla á að nýta þau gögn sem Orkusalan býr yfir í upplýsingakerfum sínum til að bæta allan rekstur og árangur fyrirtækisins. Unnið var markvisst að því að koma gögnum fyrirtækisins inn í gagnavöruhús til að fá enn betri aðgang að því mikilvæga efni sem til er um starfsemi Orkusölunnar.
Einstaklingsþjónusta og markaðsmál Árið 2021 var viðburðaríkt hjá Orkusölunni þegar kom að einstaklingsþjónustu og markaðsmálum. Grænar greinar Orkusölunnar voru meðal grænna verkefna ársins og var það annað árið í röð sem starfsmenn Orkusölunnar afhentu öllum sveitarfélögum landsins greinar til gróðursetningar. Verkefnið var bæði hugsað sem vitundarvakning og skemmtun en Orkusalan gróðursetti til jafns við sveitarfélögin tré í skógi sínum við Skeiðsfossvirkjun. Græna ljósið var áfram sýnilegt en fjöldi viðskiptavina óskaði eftir að fá viðurkenninguna afhenta á árinu. Starfsmenn Orkusölunnar afhentu viðurkenninguna og voru færslur um það birtar á samfélagsmiðlum sem vöktu mikla athygli. Vegna kórónuveirunnar þurfti að aflýsa Norðurljósahlaupi Orkusölunnar og fleiri viðburðum sem Orkusalan hefur styrkt í gegnum tíðina. List í ljósi á Seyðisfirði fór þó fram með breyttu sniði og tókst vel. Orkusalan og Borgarleikhúsið skrifuðu undir samstarfssamning um að Orkusalan yrði einn af máttarstólpum leikhússins. Samstarfið gekk vel og var hátíðarsýning Orkusölunnar haldin í fyrsta skipti. Á árinu 2021 var Orkusalan sem fyrr í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi að mati Creditinfo, tíunda árið í röð en einungis um 2% fyrirtækja á Íslandi komust í þann hóp. Orkusalan og Krauma náttúrulaugar hófu samstarf á árinu um viðskipti vegna jarðvarmasmávirkjunar Kraumu við Deildartunguhver í Borgarfirði. Áætluð heildarframleiðsla virkjunarinnar er 40 kW og mun Krauma nýta stóran hluta þess í eigin þágu. Orkusalan kaupir umfram orku sem ekki er nýtt í starfsemi Kraumu og fer hún inn á kerfið. Þetta framtak er hluti af verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um aukna notkun á jarðvarmaorku á Íslandi sem vakið hefur mikla athygli.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
44
ORKUSALAN
Á árinu var skrifað undir samstarfssamning Orkusölunnar og Borgarleikhússins. Hér eru Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri og Heiða Halldórsdóttir markaðsstjóri Orkusölunnar við það tækifæri.
Orkusalan hélt áfram auglýsingaherferðinni „Ekki gleyma stuðinu“ en hún miðar að því að Orkusalan verði efst í huga neytenda og fjölgi þannig viðskiptavinum félagsins. Nýjar reglur sem tóku gildi á raforkumarkaði á árinu 2020, fela í sér að raforkukaupendur fá úthlutað sölufyrirtæki af stjórnvöldum hafi þeir ekki valið sér það að eigin frumkvæði. Þess vegna er mikilvægara en áður að ná til raforkukaupenda og tryggja að Orkusalan sé efst í huga þeirra þegar kemur að vali á raforkusala. Auglýsingaherferðin gekk vel og skilaði auknum fjölda nýrra viðskiptavina. Á árinu hlaut Orkusalan tilnefningu til íslensku auglýsingaverðlaunanna Lúðursins fyrir auglýsingaherferðina „Ekki gleyma stuðinu“. Ákveðið var að framlengja herferðina og bjóða öllum, sem skráðu sig í viðskipti og voru að flytja, tíu fría flutningskassa. Um leið hófst samstarf við fasteignasölur sem gáfu kaupendum fría kassa frá Orkusölunni. Herferðin tókst vel og þúsundir kassa voru gefnir á árinu. Kassarnir voru sérhannaðir og merktir Orkusölunni.
Fyrirtækjaþjónusta Áfram var unnið markvisst að því að efla fyrirtækjaþjónustu Orkusölunnar og var starfsmönnum hennar jafnframt fjölgað í lok árs og skýr markmið sett til að mæta aukinni samkeppni á raforkumarkaði. Í lok árs 2020 var mikil umframorka í raforkukerfinu á Íslandi sem endurspeglaðist í því að stærstu raforkuframleiðendur landsins, fyrir utan Landsvirkjun, buðu stærri
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
ORKUSALAN
45
Hraustir menn af ólíkum kynslóðum á Grenivík tilbúnir að taka þátt í átaki Orkusölunnar „Grænar greinar“.
viðskiptavinum á almennum markaði verð sem var allt að 20% undir því heildsöluverði sem Orkusölunni bauðst hjá Landsvirkjun. Við slíkar aðstæður er Orkusalan vart samkeppnishæf og því hófst árið 2021 á því að fyrirtækið missti nokkra af stærstu viðskiptavinum sínum, þar á meðal móðurfélagið RARIK, sem einnig dró töluvert úr notkun þegar hitaveita þess á Höfn í Hornafirði hóf rekstur. Árið einkenndist af stöðugri endurskipulagningu á fyrirtækjaþjónustu vegna samkomutakmarkana þegar kórónuveiran gekk í bylgjum yfir landið. Starfsmenn Orkusölunnar náðu ágætum tökum á ástandinu þegar líða tók á árið og gekk vel að sækja nýja viðskiptavini auk þess að veita núverandi viðskiptavinum Orkusölunnar framúrskarandi þjónustu. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá marga eldri viðskiptavini sem siglt höfðu á önnur mið snúa aftur til Orkusölunnar. Kórónuveiran var þó ekki eina hindrun ársins sem Orkusalan hafði ekki stjórn á. Sú leið sem stjórnvöld völdu til að setja þá sem ekki hafa valið sér raforkusala í viðskipti við sölufyrirtæki, heggur fastar í viðskiptamannagrunn Orkusölunnar en eðlilegt getur talist. Um 1000 viðskiptavinir af raforkumarkaði á Íslandi færast í hverjum mánuði á söluaðila til þrautavara og hefur Orkusalan unnið af kappi að því að lágmarka áhrif þess á sinn markað. Vegna yfirvofandi orkuskorts boðaði Landsvirkjun í lok árs skerðingar hjá viðskiptavinum Orkusölunnar sem kaupa ótryggða raforku frá fyrirtækinu. Ástæða þess var aukin eftirspurn eftir raforku og slæm vatnsstaða í miðlunarlónum
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
46
ORKUSALAN
Landsvirkjunar. Eðli máls samkvæmt hafði það mikil áhrif á dagleg störf fyrirtækjaþjónustunnar í lok ársins þar sem stórir viðskiptavinir Orkusölunnar verða fyrir verulegum búsifjum vegna þessa.
Orkuöflun Heildarmarkaður Orkusölunnar á árinu 2021 var 835,5 GWst sem er um 3% undir áætlun ársins. Allur markaður fyrirtækisins er vottaður með upprunaábyrgðum sem staðfesta að öll raforka sem fyrirtækið selur viðskiptavinum á uppruna sinn í endurnýjanlegum orkugjöfum. Framan af ári var nægt framboð á raforku á heildsölumarkaði en það breyttist nokkuð snögglega seinustu mánuði ársins. Vegna þeirrar stöðu hækkaði Landsvirkjun skyndilega tvisvar verð á heildsölumarkaði með skömmu millibili. Því hækkaði raforkuverð Landsvirkjunar sem í boði er fyrstu fimm mánuði ársins 2022 um allt að 30% frá fyrra ári. Skammtímaorka sem keypt er frá degi til dags tók líka að hækka á sama tíma. Í ljósi þeirrar þröngu stöðu sem upp var komin og þess að líkur eru á orkuskorti á næstu árum var gengið til samninga við Landsvirkjun til eins langs tíma og Orkusölunni stóð til boða. Það er mat stjórnenda fyrirtækisins að með þessu móti hafi hætta á orkuskorti hjá viðskiptavinum Orkusölunnar verið lágmörkuð og einnig áhætta vegna verðbreytinga á raforku næstu misserin. Orkuvinnsla virkjana Orkusölunnar á árinu 2021 var 250 GWst. Framleiðsla ársins var undir áætlun sem skýrist af vinnslustöðvun í tveimur virkjunum. Bilun í stærri vél Lagarfossvirkjunar varð til þess að orkuvinnsla var langt undir áætlun í janúar en bráðabirgðaviðgerð lauk ekki fyrr en í febrúar og hefur virkjunin ekki verið á fullum afköstum síðan. Endanleg viðgerð mun ekki fara fram fyrr en á seinni hluta árs 2022. Þá tóku endurbætur á Skeiðsfossvirkjun lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir og því lá orkuvinnsla virkjunarinnar að mestu leyti niðri á seinni hluta ársins. En það voru líka ljósir punktar í framleiðslu fyrirtækisins því að Rjúkandavirkjun hefur aldrei framleitt jafn mikla raforku og á síðasta ári eða um 15 GWst. Á árinu var unnið að því að taka yfir þá þjónustu sem Orkusalan hafði áður keypt af RARIK og lýtur að rekstri virkjananna. Samið var við Mætti ehf. um daglegan rekstur Smyrlabjargaárvirkjunar. Þá var gerður samningur við Neyðarlínuna um áskrift að Tetra-kerfinu og tók Orkusalan í notkun eigin Tetra-stöðvar fyrir rekstur virkjana. Samningi við RARIK um fjargæslu í virkjunum var einnig sagt upp og frá og með árinu 2022 kaupa virkjanir Orkusölunnar því enga þjónustu af RARIK.
Þróun og samfélag Á árinu var nýtt svið þróunar og samfélags stofnað í skipulagi Orkusölunnar. Hlutverk þess er að veita innri þjónustu til þróunar og vaxtar á fjölbreyttum sviðum starfseminnar auk þess að þróa, mæla og hafa eftirliti með ófjárhagslegum mælikvörðum. Meginmarkmið þessa er að styðja við vöxt og þróun starfseminnar í samræmi við breytingar á markaði, nýta tæknilegar lausnir til að bæta upplifun viðskiptavina og að ná fram hagræðingu í rekstri. Ennfremur að afla og þróa nýja virkjanakosti og auka hlut eigin framleiðslu í orkuöflun ásamt því að viðhalda öflugum hópi starfsmanna og þróa þekkingu í samræmi við þarfir starfseminnar hverju sinni. Gæða-, öryggis- og umhverfismál Orkusalan hefur háleit markmið í umhverfismálum og leggur mikla áherslu á að vera til fyrirmyndar á því sviði. Orkusalan er kolefnishlutlaust fyrirtæki að teknu tilliti til bindingar og má þar meðal annars nefna tengingu við skógræktarsvæði Orkusölunnar við Skeiðsfossvirkjun.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
ORKUSALAN
Til að leggja aukna áherslu og ná enn betri árangri í umhverfismálum hélt Orkusalan áfram að undirbúa innleiðingu umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001. Markmið með innleiðingu hans er að byggja upp árangursríkt og skilvirkt stjórnunarkerfi sem styrkir fyrirtækið í að ná markmiðum sínum í umhverfismálum. Búið er að skilgreina og áhættumeta umhverfisþætti allra starfsstöðva sem staðallinn nær til. Þá var einnig unnið að innleiðingu á ISO 45001 staðlinum um heilbrigði og öryggi á vinnustað. Staðallinn tekur til málefna sem tengjast vinnuöryggi og heilsuvernd en Orkusalan leggur kapp á að allir starfsmenn komi heilir heim að loknum vinnudegi. Áhættumat starfa hefur farið fram á öllum starfsstöðvum þar sem krafist er daglegrar viðveru.
47
Raforkuframleiðsla tveggja virkjana Orkusölunnar var undir áætlun sem skýrist af því að vegna bilunar í annarri vél Lagarfossvirkjunar hefur virkjunin ekki verið keyrð á fullum afköstum síðan í byrjun árs 2021. Þá tóku endurbætur á Skeiðsfossvirkjun lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir og því lá orkuvinnsla virkjunarinnar að mestu leyti niðri á seinni hluta ársins.
Orkusalan hefur verið skilgreind sem rekstraraðili nauðsynlegrar þjónustu á Íslandi. Slík skilgreining felur í sér að Orkusalan fellur undir reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa rekstraraðila slíkrar þjónustu. Í samræmi við þessa stöðu var á árinu byrjað að innleiða ISO 27001 staðalinn um net- og upplýsingakerfi. Nú þegar hefur farið fram áhættumat á stjórn- og netkerfum virkjana ásamt grunnvinnu við kerfishandbækur og stjórnkerfisskjöl. Þróun auðlinda Orkusalan hefur í nokkur ár undirbúið virkjun Hólmsár í Vestur-Skaftafellssýslu í samstarfi við Landsvirkjun. Reiknað er með að uppsett afl virkjunarinnar verði um 65 MW. Orkusalan er að skoða og rannsaka ýmsar leiðir til orkuöflunar félagsins eins og virkjun vatnsaflskosta, jarðvarma og vindorku. Á árinu var unnið áfram að
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
48
ORKUSALAN
rannsóknum þar sem Orkusalan hefur fengið úthlutað rannsóknarleyfum. Orkusalan er með rannsóknarleyfi fyrir Hólmsá, Bessastaðaá, Gilsá, Köldukvísl, Ódáðavötn, Tungudal, Kaldá og Ásdalsá. Nokkrir aðrir virkjunarkostir eru til skoðunar hjá fyrirtækinu og kemur til greina að sækja um leyfi til frekari rannsókna. Haldið var áfram athugunum á vindorku og var sjónum beint að virkjun vinds við Lagarfossvirkjun. Vinna hófst við gerð matsfyrirspurnar og deiliskipulag lóðar. Markmið félagsins er uppsetning á tveimur vindmyllum við Lagarfossvirkjun. Í desember 2020 kom í ljós olíuleki í vél 2 í Lagarfossvirkjun og reyndist búnaður í skrúfu vera ónýtur. Vélin var gangsett árið 2007 og uppsett afl hennar er 20 MW. Eftir valkostagreiningu var ákveðið að kaupa nýja skrúfu og skipta um í vélinni. Til þess þarf að taka vélina upp og þýðir það 5–6 mánaða stöðvun framleiðslu. Árið 2021 var samið um verkið við framleiðanda vélarinnar, Litostroj Power í Slóveníu. Áætlað er að viðgerðin fari fram á síðari hluta ársins 2022. Á undanförnum árum hefur verið rætt um að byggja nýja skemmu við Lagarfoss, meðal annars til þess að varahlutir fyrir vélarnar liggi ekki undir skemmdum vegna ryks og raka. Eftir að vél 2 var tekin í rekstur árið 2007 jukust varahlutabirgðir til muna og eru sumir þeirra viðkvæmir fyrir raka og ryki. Skemman er óeinangruð og er því ekki hentug til geymslu á viðkvæmum hlutum. Þar sem fyrir liggur að á árinu 2022 verður skipt um skrúfu og neðsta hluta vélar 2 í Lagarfossvirkjun er ljóst að þörf er á töluverðu geymslurými meðan á þeirri vinnu stendur. Miðað við ástand skemmunnar og þörf fyrir einangrað geymslupláss til lengri og skemmri tíma hefur verið ákveðið að undangenginni þarfagreiningu að byggja nýja 400m2 skemmu og fjarlægja þá gömlu eftir að vinnu við vél 2 lýkur, á árinu 2023. Samið var við Land-stólpa um kaup á skemmu og uppsetningu hennar. Gert er ráð fyrir að ný skemma verði tilbúin til notkunar á miðju ári 2022. Samningur um lagfæringar og endurbætur á Skeiðsfossvirkjun 1 var gerður við Gugler og Sintaksa á árinu 2020 og fól hann meðal annars í sér hönnun, efnisútvegun, samsetningu og eftirlit með uppsetningu á staðnum. Framkvæmdunum lauk að mestu síðla árs 2021 og var sú vinna unnin af starfsmönnum Orkusölunnar við Skeiðsfoss og iðnaðarmönnum frá Siglufirði. Síðan hefur rekstraröryggi og rekstrarhagræði virkjunarinnar aukist. Þegar framkvæmdum verður að fullu lokið á árinu 2022 má gera ráð fyrir að nýting virkjunarinnar muni jafnframt aukast. Orkuskipti Í lok árs 2021 réð Orkusalan til starfa þróunarstjóra orkuskipta til að sinna uppbyggingu lausna sem snúa að öllum þáttum orkuskipta. Þróunarstarf er þegar hafið á þeim lausnum sem Orkusalan mun bjóða viðskiptavinum sínum, lausnum sem snúa í fyrstu að innviðum fyrir rafbílahleðslur. Þeirri vinnu er ætlað að útvíkka og auka vöruframboð Orkusölunnar með það að markmiði að tryggja þjónustu við viðskiptavini félagsins á öllum sviðum raforku. Það er jafnframt í samræmi við framtíðarsýn fyrirtækisins. Stefnt er að því að fyrsta hraðhleðslustöð Orkusölunnar fyrir rafbíla verði tekin í notkun á fyrsta fjórðungi ársins 2022.
Horfur Horfur í rekstri Orkusölunnar á árinu 2022 eru sem fyrr góðar og reksturinn traustur. Gert er ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBITDA) ársins 2022 verði 761 milljón króna eða um 15,9% EBITDA hlutfall sem er í samræmi við markmið stjórnar Orkusölunnar. Áætluð afkoma Orkusölunnar fyrir rekstrarárið 2022 er um 315 milljónir króna sem er lakari afkoma en undanfarin ár og skýrist af harðari samkeppni og viðgerð á Lagarfossvirkjun.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
ORKUSALAN
Ljóst er að sú óvissa sem enn ríkir um orkuöflun Orkusölunnar veikir og getur haft skaðleg áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Orkusölunni hefur enn ekki tekist að ná sveigjanlegum samningum við Landsvirkjun í stað þeirra langtímasamninga sem runnu út í árslok 2016 og enn er Hólmsárvirkjun neðri við Atley raðað í biðflokk rammaáætlunar. Á meðan ekki hafa verið gerðir nýir langtímasamningar á heildsölumarkaði ríkir nokkur óvissa um afkomu Orkusölunnar til lengri tíma. Þá hefur samkeppni á raforkumarkaði verið að aukast undanfarin ár og gera má ráð fyrir að sú þróun haldi áfram á árinu 2022. Þó gæti skortur á framboði raforku hjá helstu samkeppnisaðilum Orkusölunnar haft áhrif þar á til skemmri tíma.
49
Orkusalan fékk viðurkenningu Creditinfo „Framúrskarandi fyrirtæki“ í 10. sinn á árinu 2021. Það voru Magnús Kristjánsson forstjóri og Halla Marinósdóttir öryggis-, umhverfis- og gæðastjóri sem tóku við viðurkenningunni.
Á árinu 2020 setti Orkustofnun reglur sem kveða á um val á raforkusala til þrautavara. Með þeim tekur opinbert stjórnvald að sér að velja raforkusala til þrautavara fyrir þá viðskiptavini á frjálsum samkeppnismarkaði sem ekki sinna því sjálfir. Orkusölunni er ekki kunnugt um að sambærileg leið hafi verið farin í öðrum löndum sem Ísland ber sig saman við og hefur félagið kært ákvörðun Orkustofnunar fjórum sinnum enda andstæð lögum að mati fyrirtækisins. Úrskurðarnefnd raforkumála hefur þegar fellt tvær fyrstu ákvarðanirnar úr gildi og enn er beðið eftir úrskurðum um seinni tvær ákvarðanirnar. Sú úthlutun sem fer fram á raforkuviðskiptum með þessum hætti er langtum viðameiri en raunverulegur samkeppnismarkaður raforkunnar. Þessi samkeppnisröskun sem á sér stað með vali Orkustofnunar á raforkusala til þrautavara veldur því óvissu í rekstri Orkusölunnar til lengri tíma. Helsta áhætta félagsins til framtíðar er framboð á heildsölumarkaði með raforku en félagið framleiðir sjálft einvörðungu um fjórðung þeirrar raforku sem það selur. Félagið vinnur að því að minnka þá áhættu með því að auka eigin framleiðslu og hefur á undanförnum árum aflað sér fjölmargra rannsóknarleyfa til að kanna fýsileika mögulegra virkjanakosta. Fjárhagur félagsins heldur áfram að vera sterkur og hafa breytingar á fjármálamörkuðum ekki haft veruleg áhrif á félagið þar sem það reiðir sig ekki á ytri fjármögnun.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
50 50
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
51 51
Samstæðuársreikningur RARIK ohf. 2021
Strenglögn í Norðurárdal.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
52 52
Efnisyfirlit samstæðuársreiknings 2021
Starfsmaður RARIK við tengiskáp á Flúðum.
Efnisyfirlit samstæðuársreiknings 2021 Bls.
Bls.
Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra
53
Efnisyfirlit skýringa 2021
65
Áritun ríkisendurskoðanda
55
Skýringar
66
Áritun óháðs endurskoðanda
56
Rekstrarreikningur ársins 2021
60
VIÐAUKAR
Yfirlit um heildarafkomu ársins 2021
61
Yfirlýsing um stjórnarhætti
89
Efnahagsreikningur 31. desember 2021
62
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
92
Eiginfjáryfirlit árið 2021
63
English Summary
Sjóðstreymisyfirlit ársins 2021
64
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
100
Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra
53 53
Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra Rarik ohf. var stofnað 1. ágúst 2006 og tók yfir rekstur og eignir Rafmagnsveitna ríkisins. Meginstarfsemi Rarik, móðurfélagsins, er rekstur dreifiveitu sem starfar skv. lögum nr. 65 frá 2003 og nær dreifiveitusvæðið til meginhluta landsins utan höfuðborgarsvæðisins, Vestfjarða og Reykjaness. Auk þess rekur Rarik fimm hitaveitur, jarðvarmaveitur í Búðardal, Blönduósi, Skagaströnd, Siglufirði og á Höfn í Hornafirði og fjarvarmaveitu á Seyðisfirði. Framleiðsla og sala rafmagns er í höndum dótturfélagsins Orkusölunnar ehf. Rarik Orkuþróun ehf. hefur umsjón með einu erlendu verkefni og Ljós- og gagnaleiðari ehf. hefur umsjón með ljósleiðurum sem lagðir hafa verið með jarðstrengjum. Dótturfélögin eru alfarið í eigu Rarik ohf. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Rarik ohf. og dótturfélaga. Samkvæmt rekstrarreikningi námu tekjur samstæðunnar 16.748 milljónum króna, rekstrargjöld 13.830 milljónum króna og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam 2.918 milljónum króna. Fjármagnsgjöld nettó námu 1.553 milljónum króna. Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets hf. voru jákvæð um 1.018 milljónir króna. Hagnaður ársins 2021 að teknu tilliti til tekjuskatts nam 2.110 milljónum króna. Þýðingarmunur hlutdeildarfélags, sem færður er meðal annarra tekna og gjalda færðra á eigið fé, var jákvæður um 323 milljónir króna. Áhrif af endurmati virkjana og breyting á mati hjá hlutdeildarfélagi voru samtals 1.807 milljónir króna og nam því heildarhagnaður ársins 4.240 milljónum króna samkvæmt yfirliti um heildarafkomu ársins 2021. Ársverk voru 227 á árinu samanborið við 216 árið 2020, sjá nánari upplýsingar í skýringu 8. Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 83.469 milljónum króna í árslok. Eigið fé samstæðunnar nam 53.652 milljónum króna eða 64% af heildareignum. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður til hluthafa á árinu 2022 að fjárhæð 310 milljónum króna. Að öðru leyti er vísað til ársreikningsins varðandi ráðstöfun hagnaðar og breytingar á eigin fé. Hlutafé félagsins nam 5.000 milljónum króna og er það allt í eigu ríkissjóðs og breyttist fjöldi hluthafa ekki á árinu. Tekjur samstæðunnar hækkuðu frá fyrra ári vegna hækkunar tekna af dreifingu. Samdráttur varð í raforkusölu en tekjur af tengigjöldum voru hærri en árið áður. Stafaði samdráttur í raforkusölu m.a. af aukinni samkeppni á raforkusölumarkaði, en einnig minni eigin framleiðslu vegna bilunar og endurnýjunar á búnaði í virkjunum. Rekstur dreifikerfisins gekk að mestu áfallalaust og fjárfestingar gengu skv. áætlun, þrátt fyrir kórónuveirufaraldur. Er það mat félagsins að faraldurinn hafi ekki haft veruleg áhrif á sölu raforku eða magn í dreifingu. Aukningin í dreifingunni bendir til þess að smátt og smátt sé atvinnulífið að færast í eðlilegra horf. Lokið var við nýja hitaveitu á Höfn sem tekin var í notkun í árslok 2020, með lagningu dreifikerfis í þann hluta bæjarins sem áður var með rafhitun. Með hitaveitunni, sem er jarðvarmaveita, lagðist af fjarvarmaveita sem þar var rekin og þarf því ekki lengur að treysta á ótrygga raforku fyrir húshitun á Höfn, eða olíu í skerðingum á henni. Vísað er til skýringar nr. 28 vegna áhættustýringar samstæðunnar.
Stjórnarhættir Stjórn Rarik ohf. leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og hefur sett sér starfsreglur þar sem valdsvið stjórnar er skilgreint og verksvið gagnvart forstjóra. Starfsreglur stjórnar voru endurskoðaðar í júlí 2021. Nánari grein er gerð fyrir stjórnarháttum í sérstakri yfirlýsingu um stjórnarhætti sem fylgir ársreikningnum. Í stjórn félagsins sitja þrjár konur og tveir karlmenn. Stjórn Rarik ohf. uppfyllir því skilyrði 63. gr. laga um hlutafélög um hlutföll kynja í stjórn.
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf Í ársreikningalögum er krafa um að í yfirliti með skýrslu stjórnar tiltekinna félaga skuli fylgja upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að leggja mat á þróun, umfang, stöðu og áhrif félagsins í tengslum við umhverfis-, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og mútumálum. Þá skal yfirlitið hafa að geyma stutta lýsingu á viðskiptalíkani félagsins, ófjárhagslega lykilmælikvarða og fleira. Hafi félagið ekki stefnu í tengslum við eitt eða fleiri mál samkvæmt lagagreininni skal gera skýra og rökstudda grein fyrir því í yfirlitinu. Félagið telst eining tengd almannahagsmunum og fellur undir fyrrnefndar kröfur um upplýsingagjöf sem koma til vegna innleiðingar á tilskipun Evrópusambandsins. Félagið birtir því með ársreikningi þessum sérstakan viðauka: Ófjárhagslegar upplýsingar.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
54 54
Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra
Yfirlýsing stjórnar og forstjóra Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og forstjóra er ársreikningur samstæðunnar í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og er það álit stjórnar og forstjóra að ársreikningurinn gefi glögga mynd af eignum, skuldum og fjárhagsstöðu 31. desember 2021 og rekstrarafkomu samstæðunnar og breytingu á handbæru fé á árinu 2021. Jafnframt er það álit stjórnar og forstjóra að ársreikningurinn og skýrsla stjórnar gefi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri félagsins, stöðu þess og lýsi helstu áhættu og óvissuþáttum sem félagið býr við. Stjórn og forstjóri Rarik ohf. hafa í dag yfirfarið samstæðuársreikning félagsins fyrir árið 2021 og staðfesta hann með undirritun sinni og leggja til við aðalfund félagsins að samþykkja ársreikninginn. Reykjavík, 25. febrúar 2022 Í stjórn RARIK ohf.
Birkir Jón Jónsson formaður Arndís Soffía Sigurðardóttir
Álfheiður Eymarsdóttir
Kristján L. Möller
Valgerður Gunnarsdóttir Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Áritun ríkisendurskoðanda
55 55
Áritun ríkisendurskoðanda Til stjórnar og hluthafa RARIK ohf.
Forsendur, hlutverk og ábyrgð ríkisendurskoðanda Ríkisendurskoðandi starfar á grundvelli laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, og siðareglur alþjóðasamtaka ríkisendurskoðana. Hlutverk ríkisendurskoðanda er að tryggja að fram fari endurskoðun og eftirlit í samræmi við 4. gr. laganna. Ríkisendurskoðandi ber húsbóndaábyrgð á störfum þeirra endurskoðenda sem starfa hjá Ríkisendurskoðun og framkvæma endurskoðun á grundvelli laga um endurskoðendur og endurskoðun, lögum um ársreikninga og þeim almennu reglum sem þeir hlíta samkvæmt alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Endurskoðunin var framkvæmd í samræmi við lög nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga og lög nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun. Ríkisendurskoðun, 25. febrúar 2022
Guðmundur B. Helgason ríkisendurskoðandi
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
56 56
Áritun óháðs endurskoðanda
Áritun óháðs endurskoðanda Til stjórnar og hluthafa RARIK ohf.
Álit Við höfum endurskoðað meðfylgjandi samstæðuársreikning Rarik ohf. fyrir árið 2021. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, yfirlit um heildarafkomu, efnahagsreikning, eiginfjáryfirlit, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Það er álit okkar að samstæðuársreikningurinn sýni glögga mynd af fjárhagsstöðu Rarik ohf. 31. desember 2021, afkomu félagsins og breytingu á handbæru fé á árinu 2021, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og lög um ársreikninga.
Grundvöllur fyrir áliti Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst í kaflanum um ábyrgð endurskoðanda hér á eftir. Við erum óháð Rarik ohf. og höfum starfað í samræmi við lög nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun og siðareglur endurskoðenda. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á ársreikningnum.
Megináherslur við endurskoðunina Megináherslur við endurskoðunina eru þau atriði, sem að okkar faglega mati, hafa mesta þýðingu fyrir endurskoðun okkar á samstæðuársreikningi félagsins árið 2021. Þessi atriði voru yfirfarin við endurskoðun á samstæðuársreikningnum og höfð til hliðsjónar við ákvörðun á viðeigandi áliti á honum. Í áritun okkar látum við ekki í ljós sérstakt álit á hverju þeirra fyrir sig.
Virðismat virkjana og veitukerfa Virkjanir og veitukerfi eru verðmætustu eignir samstæðunnar og virðismat þeirra er háð mati stjórnenda og því teljum við það vera megináherslu við endurskoðun okkar. Virkjanir og veitukerfi samstæðunnar eru færð samkvæmt endurmatsaðferð og nam bókfært verð þeirra í árslok 2021 61,1 ma. kr. sem nemur um 73% af efnahagsreikningi félagsins. Endurmat er framkvæmt með reglubundnum hætti, þegar stjórnendur meta það að verulegar breytingar hafi orðið á rekstrarvirði eignanna. Mat á rekstrarvirði eignanna er byggt á sjóðstreymisgreiningu. Það er mat stjórnenda að ekki séu forsendur til þess að endurmeta veitukerfi samstæðunnar en að endurmeta bæri virkjanir um 670 m.kr. Óháður sérfróður aðili var fenginn til að reikna tekjuvirði eigna til staðfestingar á mati stjórnenda.
Hvernig við endurskoðuðum virðismat virkjana og veitukerfa Endurskoðun okkar beindist að mati stjórnenda á rekstrarvirði virkjana og veitukerfa við árslok 2021. Við fórum yfir aðferðafræði virðismatsins og hvort breytingar hafi orðið á henni á milli ára. Við fórum jafnframt yfir helstu forsendur stjórnenda fyrir matinu. Við mátum hvort útreikningar virðismats væru unnir í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla og einnig lögðum við mat á hvort skýringar í ársreikningnum varðandi virðismatið væru viðeigandi. Við höfum einnig yfirfarið mat stjórnenda á eignfærslum og afskriftum virkjana og veitukerfa sem og endurmats og hvort það samræmist alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.
Að því er varðar mat á virði eignanna, vísum við að öðru leyti í skýringu 12 um rekstrarfjármuni og í skýringu 33, liður e) og h) um mikilvægar reikningsskilaaðferðir.
Aðrar upplýsingar Stjórnendur bera ábyrgð á öðrum upplýsingum. Aðrar upplýsingar innifela skýrslu stjórnar, ófjárhagslegar upplýsingagjöf og stjórnarháttaryfirlýsingu félagsins sem finna má í viðauka með ársreikningnum. Álit endurskoðanda á ársreikningnum nær ekki yfir aðrar upplýsingar og ályktar endurskoðandinn hvorki um, né veitum staðfestingu á efni þeirra er frá er talin sú staðfesting varðandi skýrslu stjórnar sem fram kemur hér á eftir.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Áritun óháðs endurskoðanda
57 57
Í tengslum við endurskoðun ber endurskoðandi ábyrgð á að lesa framangreindar upplýsingar og skoða hvort þær séu í verulegu ósamræmi við ársreikninginn eða þá þekkingu sem endurskoðandinn hefur aflað við endurskoðunina eða virðast að öðru leyti innifela verulega skekkjur. Ef endurskoðandi kemst að þeirri niðurstöðu, byggt á þeirri vinnu sem hann hefur framkvæmt, að það séu verulegar skekkjur í öðrum upplýsingum ber honum að skýra frá því. Það er ekkert sem skýra þarf frá hvað þetta varðar. Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi þessum eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum.
Ábyrgð stjórnar og forstjóra á ársreikningnum Stjórn og forstjóri (stjórnendur) eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga. Stjórnendur eru einnig ábyrgir fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er að sé til staðar við gerð og framsetningu ársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Við gerð ársreiknings eru stjórnendur ábyrgir fyrir því að meta rekstrarhæfi Rarik ohf. og setja inn skýringu ef þess er þörf. Ef við á skulu stjórnendur setja fram viðeigandi skýringar um rekstrarhæfi og hvers vegna þau ákváðu að beita forsendu um rekstrarhæfi við gerð og framsetningu ársreiknings, nema stjórnendur hafa ákveðið að leysa félagið upp eða hætta starfsemi, eða hafa enga aðra raunhæfa möguleika. Stjórn og endurskoðunarnefnd skulu hafa eftirlit með gerð og framsetningu ársreikningsins.
Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun ársreikningsins Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka og að gefa út áritun sem felur í sér álit á ársreikningnum. Nægjanleg vissa er mikið öryggi, en ekki trygging þess að endurskoðun sem framkvæmd er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni uppgötva allar verulegar skekkjur séu þær til staðar. Skekkjur geta orðið vegna mistaka eða sviksemi og eru álitnar verulegar ef þær gætu haft áhrif á fjárhagslega ákvarðanatöku notenda ársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar. Endurskoðun var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla og hún byggir á faglegri dómgreind og gagnrýnni hugsun. Við framkvæmum einnig eftirfarandi: •
Greinum og metum hættuna á verulegri skekkju í ársreikningnum, hvort sem er vegna mistaka eða sviksemi, hönnum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeirri hættu og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að undirbyggja álit á reikningnum. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, fölsun, villandi framsetningu ársreiknings, að einhverju sé viljandi sleppt eða að farið sé framhjá reglum innra eftirlits.
•
Öflum skilnings á innra eftirliti í þeim tilgangi að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir og meta hvort það tryggi viðunandi árangur.
•
Metum hvort reikningsskilaaðferðir og reikningshaldslegt mat stjórnenda ásamt tengdum skýringum séu viðeigandi í samræmi við reikningsskilareglur.
•
Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um rekstrarhæfi og metum á grundvelli endurskoðunarinnar hvort verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi eða hvort aðstæður séu til staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum ársreikningsins í áritun okkar. Ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi þurfum við að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að síður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni valdið óvissu um rekstrarhæfi félagsins.
•
Metum í heild sinni hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum, metum framsetningu, uppbyggingu og innihald, þar með talið skýringar með tilliti til glöggrar myndar.
•
Öflun fullnægjandi endurskoðunargagna vegna fjárhagsupplýsinga eininga innan samstæðunnar, til að geta látið í ljós álit á samstæðuársreikningi. Við erum ábyrg fyrir skipulagi, umsjón og framgangi endurskoðunar samstæðunnar. Við berum ein ábyrgð á áliti okkar..
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
58 58
Áritun óháðs endurskoðanda
Okkur ber skylda til að upplýsa stjórn félagsins og endurskoðunarnefnd um áætlað umfang og tímasetningu endurskoðunarinnar. Jafnframt var upplýst um mikilvæg atriði sem fram komu við endurskoðunina, þar á meðal eftir atvikum verulega annmarka á innra eftirliti. Við höfum einnig lýst því yfir við stjórn og endurskoðunarnefnd að við höfum uppfyllt skyldur siðareglna um óhæði og höfum miðlað til þeirra upplýsingum um tengsl eða önnur atriði sem gætu mögulega haft áhrif á óhæði okkar og þar sem viðeigandi er hvaða varnir við höfum sett til að tryggja óhæði okkar. Af þeim atriðum sem við höfum upplýst stjórn og endurskoðunarnefnd um, lögðum við mat á hvaða atriði höfðu mesta þýðingu í endurskoðuninni á yfirstandandi ári og eru það megináherslur í endurskoðuninni. Þessum atriðum er lýst í áritun okkar nema lög og reglur leyfi ekki að upplýst sé um slík atriði eða í undantekningartilfellum þegar endurskoðandi metur að ekki skuli upplýsa um viðkomandi atriði þar sem neikvæðar afleiðingar upplýsinganna eru taldar vega þyngra en almannahagsmunir. Ríkisendurskoðun, 25. febrúar 2022 Hinrik Þór Harðarson endurskoðandi
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Áritun óháðs endurskoðanda
59 59
Strenglögn við Búland í Skaftárdal.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
60 60
Rekstrarreikningur ársins 2021
Rekstrarreikningur ársins 2021 Skýr.
2021
2020
4.554.061 10.201.737 631.933 1.360.189 16.747.920
5.036.654 9.485.944 652.470 1.092.581 16.267.648
3.393.238 8.057.741 2.378.547 13.829.526
4.314.711 7.151.331 2.003.871 13.469.914
Rekstrarhagnaður
2.918.394
2.797.734
Fjármunatekjur..................................................................................................... Fjármagnsgjöld....................................................................................................
100.767 (1.653.405) (1.552.638)
63.849 (1.675.906) (1.612.058)
1.365.756
1.185.676
1.017.727
832.079
2.383.482
2.017.756
(273.024)
(237.008)
2.110.458
1.780.746
22
0,42
0,36
9
2.918.394 2.730.913 5.649.307
2.797.734 2.473.311 5.271.045
Rekstrartekjur Raforkusala..................................................................................................... Dreifing raforku.................................................................................................... Sala á heitu vatni................................................................................................. Aðrar tekjur............................................................................................................
6
Rekstrargjöld Orkukaup og orkuframleiðsla.......................................................................... Rekstur veitukerfa............................................................................................... Annar rekstrarkostnaður................................................................................... 7
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)
10 Hagnaður fyrir áhrif hlutdeildarfélags og tekjuskatt Áhrif hlutdeildarfélags........................................................................................
14
Hagnaður fyrir tekjuskatt Tekjuskattur..........................................................................................................
11
Hagnaður ársins ......................................................................................................
Hagnaður á hlut Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut.............................................. EBITDA og afskriftir Rekstrarhagnaður............................................................................................... Afskriftir.................................................................................................................. EBITDA....................................................................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
.
Yfirlit um heildarafkomu ársins 2021
61 61
Yfirlit um heildarafkomu ársins 2021 Skýr. Hagnaður ársins .........................................................................................................
2021
2020
2.110.458
1.780.746
Aðrar tekjur og gjöld færð á eigið fé Sem kunna að verða endurflokkaðar í rekstrarreikningi Þýðingarmunur hlutdeildarfélags......................................................................
14
323.096
529.124
Sem ekki verða endurflokkaðar í rekstrarreikningi Endurmat fastafjármuna .................................................................................... Hlutdeild í endurmati Landsnets ...................................................................... Tekjuskattur af endurmati fastafjármuna .....................................................
12 14 11
670.000 1.270.513 (134.000) 1.806.513
4.512.000 (122.787) (902.400) 3.486.813
4.240.067
5.796.683
Heildarhagnaður ársins ............................................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
62 62
EFNAHAGSREIKNINGUR
Efnahagsreikningur 31. desember 2021 Skýr.
2021
2020
Eignir Óefnislegar eignir ..................................................................................... Rekstrarfjármunir .................................................................................... Eignarhlutir í hlutdeildarfélagi ............................................................... Eignarhlutir í öðrum félögum ................................................................ Skuldabréfaeign ....................................................................................... Fastafjármunir samtals
13 12 14 15 17
825.256 64.244.704 13.810.155 37.134 15.221 78.932.470
657.005 59.397.461 11.592.805 37.134 14.398 71.698.804
Birgðir ......................................................................................................... Næsta árs afborgun skuldabréfaeignar .............................................. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ...................................... Markaðsverðbréf ..................................................................................... Handbært fé .............................................................................................. Veltufjármunir samtals
18 17 19 20 20
1.157.263 1.167 2.520.974 501.503 355.680 4.536.587
1.116.955 1.167 2.493.103 2.021.542 1.522.944 7.155.710
Eignir samtals
83.469.057
78.854.514
Hlutafé ........................................................................................................ Yfirverðsreikningur .................................................................................. Endurmatsreikningur .............................................................................. Þýðingarmunur ......................................................................................... Bundinn hlutdeildarreikningur ............................................................... Óráðstafað eigið fé .................................................................................. Eigið fé samtals
5.000.000 6.756.019 16.838.405 381.357 7.768.310 16.908.264 53.652.355
5.000.000 6.756.019 15.598.018 58.261 7.561.156 14.748.835 49.722.289
23 25 16 24 26
20.651.040 902.153 1.462.083 1.777.998 57.158 24.850.433
21.860.816 876.986 1.412.120 177.272 54.293 24.381.486
27 11 23 24
2.509.476 357.431 1.931.320 168.043 4.966.269
2.409.264 329.498 1.879.696 132.281 4.750.738
Skuldir samtals
29.816.702
29.132.224
Eigið fé og skuldir samtals
83.469.057
78.854.514
Eigið fé
21
Langtímaskuldir Skuldir til langs tíma ................................................................................ Skuldbinding vegna niðurrifs ................................................................. Tekjuskattsskuldbinding ........................................................................ Leiguskuldbinding .................................................................................... Lífeyrisskuldbinding ................................................................................ Langtímaskuldir samtals Skammtímaskuldir Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir .................................... Tekjuskattur til greiðslu .......................................................................... Næsta árs afborganir skulda við lánastofnanir ................................. Næsta árs afborganir leiguskuldbindinga .......................................... Skammtímaskuldir samtals
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
EIGINFJÁRYFIRLIT
63 63
Eiginfjáryfirlit árið 2021
1. janúar til 31. desember 2020 Eigið fé 1. janúar 2020 .................... Heildarhagnaður ársins .................. Hlutdeild í hagnaði flutt á bundinn hlutdeildarreikning ..................... Arður móttekinn frá dóttur- og hlutdeildarfélögum ..................... Endurmat leyst upp á móti afskriftum og tekjuskatti ........... Eigið fé 31. desember 2020 ...........
Hlutafé 5.000.000
Yfirverðs Endurmats reikningur reikningur 6.756.019
5.000.000
6.756.019
5.000.000
6.756.019
12.738.561 3.486.813
Bundinn Þýðingar hlutdeildar Óráðstafað munur reikningur eigið fé ( 470.862) 529.124
5.981.687 0
Samtals
13.920.202 1.780.746
43.925.607 5.796.683
1.682.024 ( 1.682.024)
0
(537.047)
537.047
0
(627.355) 15.598.019
58.262
434.491 7.561.156
192.864 14.748.835
0 49.722.289
15.598.019 1.806.513
58.262 323.096
7.561.156 0
14.748.835 2.110.458
49.722.289 4.240.067
1.481.395
(1.481.395)
0
(1.640.374)
1.640.374
0
366.134
199.991 (310.000) 16.908.264
0 (310.000) 53.652.355
1. janúar til 31. desember 2021 Eigið fé 1. janúar 2021 .................... Heildarhagnaður ársins .................. Hlutdeild í hagnaði flutt á bundinn hlutdeildarreikning ..................... Arður móttekinn frá dóttur- og hlutdeildarfélögum ..................... Endurmat leyst upp á móti afskriftum og tekjuskatti ........... Greiddur arður 0,06 kr á hlut ......... Eigið fé 31. desember 2021 ...........
(566.125) 5.000.000
6.756.019
16.838.405
381.357
7.768.310
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
64 64
SJÓÐSTREYMISYFIRLIT
Sjóðstreymisyfirlit ársins 2021 Skýr.
2021
2020
2.110.458
1.780.746
(1.878) (76.618) 2.865 2.730.913 (1.017.727) 1.552.639 273.025 5.573.677 (40.308) 22.398 64.278 5.620.044
(28.120) (44.427) 11.513 2.473.311 (832.079) 1.612.058 237.009 5.210.010 66.218 267.625 (9.573) 5.534.280
19.156 (739.828) (329.497) 4.569.874
14.403 (688.898) (556.675) 4.303.109
Rekstrarhreyfingar Hagnaður ársins .................................................................................................. Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: Söluhagnaður eigna ..................................................................................... Breyting niðurrifsskuldbindingar .............................................................. Breyting lífeyrisskuldbindingar .................................................................. Afskriftir ............................................................................................................ Áhrif hlutdeildarfélags .................................................................................. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld .......................................................... Tekjuskattur .................................................................................................... Hreint veltufé frá rekstri fyrir vexti og skatta Birgðir, (hækkun) lækkun ............................................................................ Skammtímakröfur, lækkun ......................................................................... Skammtímaskuldir, hækkun (lækkun) .................................................... Handbært fé frá rekstri fyrir vexti og skatta
25 26 9 14 10 11
Innheimtar vaxtatekjur ................................................................................. Greidd vaxtagjöld ........................................................................................... Greiddur tekjuskattur ................................................................................... Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjárfesting í rekstrarfjármunum .....................................................................
12
(5.136.512)
(7.308.908)
Fjárfesting í óefnislegum eignum .................................................................. Söluverð seldra rekstrarfjármuna .................................................................. Móttekin skuldabréf ............................................................................................ Afborganir skuldabréfa ...................................................................................... Markaðsverðbréf, (hækkun) lækkun .............................................................. Móttekinn arður ................................................................................................... Fjárfestingarhreyfingar
13
(180.881) 7.096 (1.966) 1.167 1.530.057 393.986 (3.387.053)
(196.846) 30.181 0 1.167 762.839 287.754 (6.423.813)
21 23 23 24
(310.000) 0 (1.911.970) (127.744) (2.349.714)
0 4.900.000 (1.572.743) (117.503) 3.209.754
(1.166.894) (371) 1.522.944 355.680
1.089.051 1.227 432.665 1.522.944
Fjármögnunarhreyfingar Greiddur arður ...................................................................................................... Ný langtímalán ..................................................................................................... Afborganir langtímalána ................................................................................... Afborganir leiguskuldbindinga ........................................................................ Fjármögnunarhreyfingar (Lækkun) hækkun á handbæru fé ...................................................................... Gengismunur af handbæru fé .............................................................................. Handbært fé í ársbyrjun ......................................................................................... Handbært fé í lok ársins .........................................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Skýringar á bls. 65 til 88 eru óaðskiljanlegur hluti ársreikningsins.
65 65
Strenglögn í Breiðdal.
Efnisyfirlit skýringa 2021 Bls.
Bls.
01. Félagið
66
18. Birgðir
73
02. Grundvöllur reikningsskilanna
66
19. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur
73
03. Breytingar á reikningsskilaaðferðum
66
20. Handbært fé og markaðsverðbréf
73
04. Ákvörðun gangvirðis
67
21. Eigið fé
74
05. Starfsþáttayfirlit
68
22. Hagnaður á hlut
74
06. Aðrar tekjur
69
23. Vaxtaberandi skuldir
74
07. Rekstrarkostnaður
69
24. Leigusamningar
76
08. Laun og launatengd gjöld
69
25. Skuldbinding vegna niðurrifs
76
09. Afskriftir
70
26. Lífeyrisskuldbinding
76
10. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
70
27. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 77
11. Tekjuskattur
70
12. Rekstrarfjármunir
71
28. Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar
77
13. Óefnislegar eignir
72
29. Tengdir aðilar
81
14. Hlutdeildarfélag
72
30. Þóknun til endurskoðanda
81
15. Önnur félög
72
31. Fyrirtæki í samstæðunni
81
16. Tekjuskattsskuldbinding
73
32. Önnur mál
82
17. Skuldabréfaeign
73
33. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir
82
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
66 66
SKÝRINGAR
Skýringar 1.
Félagið Rarik ohf. er opinbert hlutafélag með lögheimili að Dvergshöfða 2 í Reykjavík. Samstæðuársreikningur félagsins fyrir árið 2021 hefur að geyma ársreikning félagsins og dótturfélaga þess sem vísað er til í heild sem „samstæðunnar“ og til einstakra félaga sem „samstæðufélaga“ og hlutdeild samstæðunnar í hlutdeildarfélagi. Aðalstarfsemi samstæðunnar er framleiðsla, sala og dreifing á raforku og heitu vatni til notenda.
2.
Grundvöllur reikningsskilanna a. Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Stjórn félagsins staðfesti ársreikninginn 25. febrúar 2022. Veittar eru upplýsingar um reikningsskilaaðferðir samstæðunnar í skýringu 33.
b. Grundvöllur matsaðferða Reikningsskil samstæðunnar eru gerð á grundvelli kostnaðarverðs, að því undanskildu að eignarhlutir í öðrum félögum og markaðsverðbréf eru færð á gangvirði gegnum rekstrarreikning og virkjanir og dreifikerfi samstæðunnar eru færð á endurmetnu kostnaðarverði. Fjallað er um mat á gangvirði í skýringu nr. 4.
c. Starfrækslu- og framsetningargjaldmiðill Ársreikningur samstæðunnar er birtur í íslenskum krónum, sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins. Allar fjárhæðir eru birtar í þúsundum króna nema annað sé tekið fram.
d. Mat og ákvarðanir stjórnenda við beitingu reikningsskilaaðferða Gerð ársreiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að verða frábrugðnar þessu mati. Mat og forsendur þess eru endurskoðaðar reglulega og eru áhrifin af breytingum færð á því tímabili sem breyting er gerð og jafnframt á síðari tímabilum ef breytingin hefur áhrif á þau. Upplýsingar um mat stjórnenda og ákvarðanir teknar við beitingu reikningsskilaaðferða sem hafa veruleg áhrif á ársreikninginn er að finna í eftirfarandi skýringum: - Skýring nr. 4 - ákvörðun gangvirðis - Skýring nr. 25 - skuldbinding vegna niðurrifs
3.
Breytingar á reikningsskilaaðferðum Nokkrir nýir reikningsskilastaðlar tóku gildi 1. janúar 2021. Innleiðing þeirra hafði ekki veruleg áhrif á reikningsskil samstæðunnar.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
SKÝRINGAR
4.
67 67
Ákvörðun gangvirðis Nokkrar reikningsskilaaðferðir og skýringar félagsins krefjast þess að gangvirði sé ákvarðað, bæði fyrir fjáreignir og fjárskuldir og aðrar eignir og skuldir. Gangvirði hefur verið ákvarðað vegna mats og/eða skýringa samkvæmt eftirfarandi aðferðum. Þar sem við á eru frekari upplýsingar um forsendur gangvirðis eigna eða skulda í skýringum um viðkomandi eignir eða skuldir.
a. Rekstrarfjármunir Gangvirði framleiðslukerfa sem sætt hafa sérstöku endurmati er ákvarðað út frá tekjuvirði viðkomandi eignar. Það felur í sér að lagt er mat á tekjustrauma af viðkomandi eign og þeir núvirtir með viðeigandi ávöxtunarkröfu. Dreifiveita Rekstrarfjármunir dreifiveitu voru endurmetnir miðað við 31. desember 2012. Endurmatið var unnið af starfsmönnum félagsins. Endurmatið er miðað við endurmatsgrunn eigna félagsins fyrir Orkustofnun. Endurmat eigna dreifiveitu á árinu 2012 nam 3.474 milljónum kr. Óháðir sérfræðingar voru fengnir til að meta hvort vísbendingar væru um virðisrýrnun með því að meta nýtingarvirði eigna dreifiveitu. Við mat á nýtingarvirði rekstrarfjármuna dreifiveitunnar var litið til tekjumarka dreifiveitu sem lýst er í skýringu 33 k). Við ákvörðun núvirðis dreifiveitu var notast við meðaltalsfjármagnskostnað 5,01%. Vöxtur tekna dreifiveitu var metinn 0,4%-7,9% árin 2013-2035 en enginn vöxtur eftir það. EBITDA-hlutfall var metið 34% til 44% á spátímabilinu. Gert er ráð fyrir að nýting tekjumarka félagsins sé 100% frá árinu 2017. Ekki voru vísbendingar um virðisrýrnun miðað við framangreindar forsendur. Virkjanir Samstæðan endurmat virkjanir sínar miðað við 31. desember 2021. Endurmat var framkvæmt af óháðum sérfræðingum og var stuðst við núvirt sjóðsflæði af hverri einstakri virkjun. Við mat á sjóðsflæði á virkjunum var miðað við væntar framtíðartekjur af sölu raforku miðað við áætlanir stjórnenda. Við matið var gert ráð fyrir að tekjur þróist í samræmi við verðlagsþróun og því ekki gert ráð fyrir raunvexti tekna. Við mat á rekstrarkostnaði var tekið tillit til sögulegrar reynslu úr rekstri hverrar virkjunar. Eftirstöðvar nýtingartíma hverrar virkjunar voru metnar út frá ástandi hverrar virkjunar fyrir sig. Veginn fjármagnskostnaður til núvirðingar (WACC) var metinn 5,5%. Við mat á WACC var litið til almennra viðmiða á Íslandi við mat á sambærilegum eignum sem er 60-70% skuldsetningarhlutfall. Kostnaður lánsfjármögnunar var metinn 3,3% fyrir skatt og eiginfjárkrafa var metin 10,5%. Við mat á eiginfjárkröfu var beta ákvörðuð út frá samanburði við sambærileg félög á markaði erlendis, almennt markaðsálag var metið 6,0% og sérstakt áhættuálag var metið 1,0%. Niðurstaðan var sú að endurmeta virkjanir samstæðunnar um 670 millj. kr til hækkunar á bókfærðu virði þeirra. Breyting eftirfarandi forsendna hefði eftirfarandi áhrif á niðurstöðu matsins: Hækkun / (lækkun) WACC hækkun 0,5% ........................................................................................................................................ ( 876.000) WACC lækkun 0,5% .......................................................................................................................................... 974.000 Raforkuverð hækkun 5% ................................................................................................................................. 1.024.000 Raforkuverð lækkun 5% .................................................................................................................................. (1.024.000)
b. Fjárfestingar í hlutabréfum Gangvirði fjáreigna, þar sem gangvirðisbreytingar eru færðar í rekstrarreikning, er fundið með hliðsjón af markaðsverði þeirra á uppgjörsdegi.
c. Viðskiptakröfur og aðrar kröfur Gangvirði viðskiptakrafna og annarra krafna er metið á núvirði vænts framtíðargreiðsluflæðis, sem afvaxtað er á markaðsvöxtum uppgjörsdags.
d. Fjárskuldir sem ekki eru afleiðusamningar Gangvirði fjárskulda, sem einungis er ákvarðað vegna skýringa, er reiknað með því að núvirða framtíðargreiðslur höfuðstóls og vaxta með markaðsvöxtum á uppgjörsdegi.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
68 68
SKÝRINGAR
5.
Starfsþáttayfirlit Starfsþáttaupplýsingar eru birtar eftir rekstrarsviðum samstæðunnar samkvæmt skipulagi og innri upplýsingagjöf hennar. Félagið hefur eftirfarandi starfsþætti: Raforkudreifing Til orkudreifingar telst sá hluti starfseminnar sem er háður sérleyfi um dreifingu rafmagns samkvæmt raforkulögum, án þátttöku í sameiginlegri starfsemi svo sem yfirstjórn. Raforkusala Undir raforkusölu fellur sala og framleiðsla raforku. Annað Undir annað telst rekstur hitaveitna, kostnaður við yfirstjórn, rekstur stoðdeilda, tekjur vegna nýrra viðskiptavina og önnur starfsemi. Rekstrarstarfsþættir Árið 2021 Tekjur frá viðskiptamönnum ........................................ Innri sala ............................................................................. Tekjur samtals .................................................................. Rekstrarafkoma starfsþátta ........................................ Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld samtals ........... Áhrif hlutdeildarfélaga ................................................... Tekjuskattur ......................................................................
Raforku dreifing
Raforkusala
Annað
Samtals
10.201.737 13.735 10.215.472 2.449.709
4.554.061 92.956 4.647.017 558.498
1.992.122 140.371 2.132.493 (89.813)
16.747.920 247.062 16.994.982 2.918.394 (1.552.638) 1.017.727 (273.024) 2.110.458
Hagnaður ársins .............................................................. Eignir starfsþátta .............................................................
41.021.875
15.393.766
8.654.319
41.021.875
15.393.766
8.654.319
18.399.097
Óskiptar eignir .................................................................. Eignir samtals ...................................................................
65.069.960 83.469.057 29.816.702
Óskiptar skuldir ................................................................ 4.564.342 1.893.760
217.368 349.185
535.682 487.969
5.317.393 2.730.914
Tekjur frá viðskiptamönnum ........................................ Innri sala ............................................................................. Tekjur samtals .................................................................. Rekstrarafkoma starfsþátta ........................................ Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld samtals ........... Áhrif hlutdeildarfélaga ................................................... Tekjuskattur ...................................................................... Hagnaður ársins ..............................................................
9.485.944 12.178 9.498.122 1.954.857
5.036.654 678.310 5.714.963 972.563
1.745.050 163.369 1.908.420 (129.687)
16.267.648 853.857 17.121.504 2.797.734 (1.612.058) 832.079 (237.008) 1.780.746
Eignir starfsþátta ............................................................. Óskiptar eignir .................................................................. Eignir samtals ...................................................................
38.371.268
14.560.485
7.122.713
38.371.268
14.560.485
7.122.713
60.054.466 18.800.048 78.854.514
Fjárfestingar ...................................................................... Afskriftir .............................................................................. Árið 2020
29.132.224
Óskiptar skuldir ................................................................ Fjárfestingar ...................................................................... Afskriftir ..............................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
5.162.496 1.824.897
616.474 235.652
1.529.938 412.762
7.308.908 2.473.310
SKÝRINGAR
6.
Aðrar tekjur Aðrar tekjur greinast þannig:
2021
2020
888.034 470.277 1.878 1.360.189
541.373 523.088 28.120 1.092.581
2.616.026 3.154.166 2.796.061 4.000 2.540.990 2.718.283 13.829.526
2.305.736 3.791.910 2.610.022 (200) 2.295.451 2.466.995 13.469.914
2.819.902 406.844 310.538 51.230 12.522 3.601.036
2.623.291 387.010 298.646 66.943 13.694 3.389.584
Rekstur veitukerfa ...................................................................................................................... Orkukaup og orkuframleiðsla ................................................................................................. Annar rekstrarkostnaður .......................................................................................................... Eignfært á framkvæmdir .......................................................................................................... Laun og launatengd gjöld samtals .......................................................................................
1.437.402 209.523 1.149.136 804.975 3.601.036
1.343.366 163.831 1.102.825 779.562 3.389.584
Ársverk ...........................................................................................................................................
227
216
15 8 25 136
12 8 24 126
Konur
Karlar
Samtals
10 9 50 44
33 34 177 170
43 43 227 214
Tengigjöld ..................................................................................................................................... Seld þjónusta ............................................................................................................................... Söluhagnaður rekstrarfjármuna ............................................................................................
7.
69 69
Rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður greinist þannig eftir eðli kostnaðar: Orkuflutningur ............................................................................................................................. Orkukaup ....................................................................................................................................... Laun og launatengd gjöld ........................................................................................................ Niðurfærsla krafna og endanlega afskrifaðar kröfur (Sjá skýringu 28) ..................... Annar kostnaður ......................................................................................................................... Afskriftir og virðisrýrnun .......................................................................................................... Rekstrarkostnaður samtals ....................................................................................................
8.
Laun og launatengd gjöld Laun og launatengd gjöld greinast þannig: Laun ................................................................................................................................................ Greitt í lífeyrissjóði vegna iðgjaldatengdra lífeyriskerfa ................................................. Önnur launatengd gjöld ............................................................................................................ Áfallið orlof breyting .................................................................................................................. Kostnaður vegna réttindatengdra lífeyriskerfa sbr. skýringu 26 ................................. Laun og launatengd gjöld greinast samtals ...................................................................... Laun skiptast þannig:
Laun stjórna, forstjóra og framkvæmdastjóra voru sem hér segir í millj. kr.: Laun stjórnar móðurfélagsins ................................................................................................ Laun stjórna dótturfélaga ........................................................................................................ Laun forstjóra .............................................................................................................................. Laun aðstoðarforstjóra og fimm framkvæmdastjóra..................................................... Kynjaskipting starfsmanna: Stjórnendur samkvæmt skipuriti í árslok 2021................................... Stjórnendur samkvæmt skipuriti í árslok 2020................................... Starfsmenn í árslok 2021.......................................................................... Starfsmenn í árslok 2020..........................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
70 70
SKÝRINGAR
9.
Afskriftir Afskriftir skiptast þannig á rekstrarliði:
2021
2020
2.119.100 326.000 285.813 2.730.913
1.991.046 220.697 261.568 2.473.311
Vaxtatekjur af fjáreignum skráðum á afskrifuðu kostnaðarverði ............................... Tekjur af markaðsverðbréfum ................................................................................................ Tekjur af eignarhlutum ............................................................................................................. Gengismunur ............................................................................................................................... Fjármunatekjur samtals ...........................................................................................................
19.156 12.819 707 68.085 100.767
14.403 48.739 707 0 63.849
Vaxtagjöld ..................................................................................................................................... Verðbætur ..................................................................................................................................... Vextir af niðurrifsskuldbindingu ............................................................................................. Gengismunur ............................................................................................................................... Fjármagnsgjöld samtals ..........................................................................................................
(729.609) (822.011) (101.785) 0 ( 1.653.405)
(703.741) (571.481) (86.084) (314.600) ( 1.675.906)
Hrein fjármagnsgjöld samtals ................................................................................................
( 1.552.638)
( 1.612.057)
84.407 84.407
92.489 92.489
Tekjuskattur ársins .................................................................................................................... Tekjuskattur til greiðslu samtals ...........................................................................................
( 357.431) ( 357.431)
( 329.498) ( 329.498)
Tekjuskattur í rekstarreikningi samtals ...............................................................................
( 273.024)
( 237.008)
Rekstur veitukerfa ...................................................................................................................... Orkukaup og orkuframleiðsla ................................................................................................. Annar rekstrarkostnaður .......................................................................................................... Afskriftir færðar í rekstrarreikning .........................................................................................
10.
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld greinast þannig:
11.
Tekjuskattur Tekjuskattur í rekstrarreikningi greinist þannig: Frestaður tekjuskattur Tekjuskattur ársins .................................................................................................................... Frestaður tekjuskattur .............................................................................................................. Tekjuskattur til greiðslu
Afstemming á virku skatthlutfalli Hagnaður ársins ............................................................................................................ Tekjuskattur .................................................................................................................... Hagnaður án tekjuskatts ............................................................................................
2021
2020
2.110.458 273.024 2.383.482
1.780.746 237.008 2.017.755
Tekjuskattur samkvæmt gildandi skatthlutfalli ............................. Áhrif hlutdeildarfélags ............................................................................ Áhrif eignarhluta og aðrir liðir ..............................................................
20,0% (8,5%) (0,0%)
(476.696) 203.545 127
20,0% (8,2%) (0,0%)
(403.551) 166.416 127
Virkur tekjuskattur ...................................................................................
11,5%
( 273.024)
11,7%
( 237.008)
Tekjuskattur færður á meðal annarra tekna og gjalda færðra á eigið fé greinist þannig: Tekjuskattur af endurmati .......................................................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
( 134.000)
( 902.400)
SKÝRINGAR
12.
71 71
Rekstrarfjármunir Rekstrarfjármunir greinast þannig: Leigueignir
Virkjanir
Veitukerfi
Aðrir rekstrar fjármunir
519.973
11.031.116 483.684 4.512.000 ( 1.616.963)
49.296.734 6.620.234
2.411.134 204.990
535.072
14.409.837
55.916.967
(2.061) 2.614.063
535.072 1.745.585
14.409.837 217.368 670.000 ( 321.533)
55.916.967 4.756.455
2.614.063 162.689
(221) 60.673.201
(4.996) 2.771.756
Samtals
Kostnaðarverð Staða 1. janúar 2020 ................................. Viðbætur á árinu ......................................... Endurmat, virkjana .......................................
Jöfnun afskrifta vegna endurmats ....... Endurmat leiguskulda ............................... Selt og aflagt ................................................ Staða 31. desember 2020 ....................... Staða 1. janúar 2021 ................................. Viðbætur á tímabilinu ................................ Endurmat, virkjana ..................................... Jöfnun afskrifta vegna endurmats ....... Endurmat leiguskulda ............................... Selt og aflagt ................................................ Staða 31. desember 2021 .......................
15.099
18.647
63.258.957 7.308.908 4.512.000 (1.616.963) 15.099 (2.061) 73.475.939 73.475.939 6.882.097 670.000 (321.533) 18.647 (5.217) 80.719.933
2.299.304
14.975.673
115.964
1.400.779 ( 1.616.963) 216.184 0
10.469.448
1.242.255
1.968.247 12.437.695
161.682 1.403.937
12.437.695
1.403.937
131.921 368.767
0 ( 321.533) 321.533 0
2.105.174 14.542.868
159.656 1.563.593
14.078.478 ( 321.533) 2.718.283 16.475.229
404.009 298.226 1.930.537
9.630.337 14.409.837 14.975.673
38.827.286 43.479.273 46.130.333
1.168.879 1.210.126 1.208.163
50.030.510 59.397.461 64.244.704
298.226 1.930.537
6.308.294 6.348.619
38.970.749 41.853.350
1.065.639 1.067.049
46.344.682 49.269.018
Afskriftir Staða 1. janúar 2020 ................................. Jöfnun afskrifta vegna endurmats ....... Afskriftir ársins ............................................ Staða 31. desember 2020 ....................... Staða 1. janúar 2021 ................................. Jöfnun afskrifta vegna endurmats ....... Afskriftir ársins ............................................ Staða 31. desember 2021 .......................
120.882 236.846 236.846
13.228.446 (1.616.963) 2.466.995 14.078.478
Bókfært verð 1. janúar 2020 ............................................. 31. desember 2020/1. janúar 2021 ...... 31. desember 2021 .................................... Bókfært verð án endurmats 31. desember 2020 ...................................... 31. desember 2021 ......................................
Fasteignamat og vátryggingarverð Fasteignamat þeirra eigna samstæðunnar sem metnar eru í fasteignamati nam um 4,7 milljörðum króna (2020: 4,2 milljörðum króna). Vátryggingarfjárhæð eigna samstæðunnar er um 10,5 milljarðar króna (2020: 9,7 milljarðar króna). Vátryggingarfjárhæð viðlagatryggingar rekstrarfjármuna samstæðunnar nam um 94,5 milljörðum króna í árslok 2021 (2020: 86,8 milljörðum króna). Veðsetningar Engin veðskuldabréf eru hjá samstæðunni í árslok 2021 og engar eignir veðsettar. Endurmetnar eignir Stjórnendur yfirfóru í árslok 2021 hvort þær aðstæður væru til staðar að endurmeta bæri rekstrarfjármuni samstæðunnar sem færðir eru á endurmetnu kostnaðarverði. Lagt var mat á virði veitukerfa og kannað hvort það væri verulega umfram bókfært virði þeirra. Það er mat stjórnenda að forsendur séu ekki til þess að endurmeta veitukerfi samstæðunnar en að endurmeta bæri virkjanir samstæðunnar um 670 millj. kr. Sjá nánari umfjöllun um forsendur endurmats og næmni í skýringu 4.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
72 72
SKÝRINGAR
13.
Óefnislegar eignir Viðskipta sambönd Bókfært verð 1.1.2020 ............................................................................... Yfirtekið við kaup á rekstri Rafveitu Reyðarfjarðar ........................... Viðbót á árinu ............................................................................................... Afskrifað á árinu .......................................................................................... Bókfært verð 31.12.2020 .......................................................................... Viðbót á árinu ............................................................................................... Afskrifað á árinu .......................................................................................... Bókfært verð 31.12.2021 ..........................................................................
Hugbúnaður
0 126.300 0 ( 6.315) 119.985 0 ( 12.630) 107.355
466.474 0 70.546 0 537.020 180.881 0 717.901
Samtals 466.474 126.300 70.546 ( 6.315) 657.005 180.881 ( 12.630) 825.256
Hugbúnaður að bókfærðu verði 718 millj. kr. eru fjárfesting í nýju reikningagerðarkerfi sem ekki hefur verið tekið í notkun.
14.
Hlutdeildarfélag Hlutdeild samstæðunnar í hagnaði hlutdeildarfélagsins Landsnets hf. nam 1.018 millj. kr. (2020: hagnaður 832 millj. kr.) og hlutdeild í öðrum tekjum og gjöldum færðra á eigið fé var jákvæð um 1.266 millj. kr. (2020: neikvæð um 132 millj. kr.). Þýðingarmunur færður meðal annarrar heildarafkomu var jákvæður um 323 millj. kr. (2020: jákvæður 538 millj. kr.). Landsnet hf. hefur skilgreint starfrækslugjaldmiðil sinn sem USD frá og með 1. janúar 2016. Af þeim sökum er færður þýðingarmunur í yfirliti um heildarafkomu og á sérstakan þýðingarmunarreikning meðal eigin fjár. Eignarhlutur í hlutdeildarfélagi er eftirfarandi:
31. desember 2021 Landsnet hf. ........................
Eignar hlutur
Bókfært verð
Heildareignir
Heildarskuldir
Tekjur
Hagnaður
22,51%
13.810.155
132.622.880
71.450.470
19.018.250
4.521.220
22,51%
11.592.805
115.752.626
64.209.930
17.613.450
3.689.280
31. desember 2020 Landsnet hf. ........................
Móttekinn arður frá Landsneti hf. nam 394 millj. kr. á árinu 2021 (2020: 287 millj. kr.). Breyting eignarhlutar í Landsneti greinist þannig í þúsundum USD og íslenskum krónum. Við umreikning hlutdeildar í rekstri og tekjum og gjöldum færðra meðal annarrar heildarafkomu er notast við meðalgengi fyrir sinn hvorn árshelming: USD
2021 Gengi
ISK
USD
2020 Gengi
ISK
91.134 8.008 (3.104)
127,21 127,09 126,93
11.592.805 1.017.727 (393.986)
88.086 6.152 (2.134)
120,81 135,25 134,51
10.641.436 832.079 (287.047)
(31) 9.918
130,39 128,10
(68) (902)
131,62 136,13
105.925
130,38
(4.042) 1.270.513 327.138 13.810.155
91.134
127,21
(9.007) (122.787) 538.131 11.592.805
Þýðingarmunur samtals ...........................................................
323.096
Staða 1.1. ............................. Hagnaður ............................. Arður ...................................... Hlutdeild í þýðingarmun Landsnets............................. Endurmat ............................. Þýðingarmunur ..................
15.
Önnur félög Eignarhlutir í öðrum félögum eru eignarhlutir í sjö óskráðum félögum.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
529.124
SKÝRINGAR
16.
73 73
Tekjuskattsskuldbinding Tekjuskattsskuldbinding samstæðunnar greinist þannig: Tekjuskattsskuldbinding 1. janúar ........................................................................................ Frestaður tekjuskattur ársins ................................................................................................. Tekjuskattur af endurmati ....................................................................................................... Mismunur álagðs og áætlaðs skatts til greiðslu .............................................................. Áhrif samsköttunar .................................................................................................................... Tekjuskattsskuldbinding 31. desember ..............................................................................
2021
2020
(1.412.120) 84.407 (134.000) 0 (370) ( 1.462.083)
(597.267) 92.489 (902.400) (4.942) 0 ( 1.412.120)
(2.048.557) 4.424 (11.573) 180.431 11.432 389.208 11.896 656 ( 1.462.083)
(1.696.948) (131) (11.170) 175.397 10.859 61.910 47.594 369 ( 1.412.120)
1.966 14.422 16.388 (1.167) 15.221
0 15.565 15.565 (1.167) 14.398
Tekjuskattsskuldbinding greinist þannig í árslok: Rekstrarfjármunir ....................................................................................................................... Viðskiptakröfur ............................................................................................................................ Birgðir ............................................................................................................................................. Skuldbinding vegna niðurrifs .................................................................................................. Lífeyrisskuldbinding ................................................................................................................... Leiguskuldbinding ...................................................................................................................... Frestaður gengismunur ........................................................................................................... Yfirfæranlegt skattalegt tap .................................................................................................... Tekjuskattsskuldbinding 31. desember ..............................................................................
17.
Skuldabréfaeign Skuldabréfaeign greinist þannig: Innheimtuskuldabréf ................................................................................................................. Önnur skuldabréfaeign ............................................................................................................. Næsta árs afborgun skuldabréfaeignar ..............................................................................
Önnur skuldabréfaeign greiðist með jöfnum afborgunum á 15 árum. Í árslok 2021 eru 12 ár eftir af líftíma skuldabréfsins.
18.
Birgðir Birgðir greinast þannig: Efnisbirgðir ...................................................................................................................................
19.
1.157.263
1.116.955
2.394.343 271.931 (145.300) 2.520.974
2.247.287 387.116 (141.300) 2.493.103
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur greinast þannig: Viðskiptakröfur vegna samninga við viðskiptavini .......................................................... Aðrar skammtímakröfur .......................................................................................................... Niðurfærsla viðskiptakrafna ...................................................................................................
20.
Handbært fé og markaðsverðbréf Markaðsverðbréf að fjárhæð 502 millj. kr. eru fjárfestingar í verðbréfasjóðum sem færðar eru á gangvirði samkvæmt uppgefnum verðum frá miðlara. Handbært fé greinist þannig: Óbundnar innistæður ................................................................................................................
355.680
1.522.944
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
74 74
SKÝRINGAR
21.
Eigið fé Hlutafé Heildarhlutafé félagsins samkvæmt samþykktum þess er 5.000 millj. kr. í árslok. Eitt atkvæði fylgir hverjum einnar krónu hluta í félaginu auk réttar til arðgreiðslu. Allt hlutafé félagsins hefur verið greitt. Yfirverðsreikningur Yfirverðsreikningur samanstendur af innborguðu hlutafé umfram nafnverð 1 kr. á hlut. Þýðingarmunur Þýðingarmunur samanstendur af hlutdeild félagsins í gengismun sem verður til við þýðingu reikningsskila hlutdeildarfélags yfir í íslenskar krónur. Endurmatsreikningur Endurmatsreikningurinn samanstendur af endurmati virkjana og dreifikerfis til gangvirðis að teknu tilliti til skattáhrifa. Bundinn hlutdeildarreikningur Bundinn hlutdeildarreikningur inniheldur hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga sem er umfram úthlutaðan arð frá viðkomandi félögum á undirritunardegi. Arður Félagið greiddi út 310 millj. kr. arð á árinu 2021. Ekki var greiddur út arður á árinu 2020. Fyrir liggur tillaga frá stjórn um úthlutun arðs á árinu 2022 að fjárhæð 310 milljónir kr (0,06 kr. á hlut).
22.
Hagnaður á hlut Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut:
23.
2021
2020
Hagnaður ......................................................................................................................................
2.110.458
1.780.746
Vegið meðaltal hlutabréfa: Hlutir 1. janúar - 31. desember ............................................................................................... Vegið meðaltal útistandandi hluta þann 31. desember .................................................
5.000.000 5.000.000
5.000.000 5.000.000
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut .....................................................................
0,42
0,36
Staða vaxtaberandi skulda 1.1. ..............................................................................................
23.740.512
19.535.984
Lántaka á árinu ........................................................................................................................... Afborganir langtímaskulda ...................................................................................................... Breytingar tengdar fjármögnunarhreyfingum ...................................................................
0 (1.911.970) (1.911.970)
4.900.000 (1.572.743) 3.327.257
Gengismunur ............................................................................................................................... Verðbætur ..................................................................................................................................... Aðrar breytingar tengdar vaxtaberandi skuldum .............................................................
(68.193) 822.011 753.818
305.789 571.482 877.271
Staða vaxtaberandi skulda 31.12. .........................................................................................
22.582.360
23.740.512
Vaxtaberandi skuldir Breyting vaxtaberandi skulda greinist þannig:
Frekari upplýsingar um vaxtaáhættu og gengisáhættu eru veittar í skýringu 28.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
SKÝRINGAR
23.
75 75
Vaxtaberandi skuldir, frh. Vaxtaberandi skuldir greinast þannig: Skuldir til langs tíma
2021
2020
2.613.570 19.968.790 22.582.360 (1.931.320) 20.651.040
2.959.484 20.781.027 23.740.512 (1.879.696) 21.860.816
Næsta árs afborgun langtímaskulda ...................................................................................
1.931.320
1.879.696
Vaxtaberandi skuldir samtals .................................................................................................
22.582.360
23.740.512
Óveðtryggð bankalán ................................................................................................................ Óveðtryggð skuldabréfaútgáfa .............................................................................................. Næsta árs afborgun langtímaskulda ...................................................................................
Skammtímaskuldir
Skilmálar vaxtaberandi skulda Upplýsingar um samningsbundin ákvæði vaxtaberandi skulda samstæðunnar, sem færðar eru á afskrifuðu kostnaðarverði greinast þannig: Lokagjaldd.
2021 Meðalvextir Eftirstöðvar
2020 Meðalvextir Eftirstöðvar
Skuldir í erlendum gjaldmiðlum: 2031 2031
1,4% 1,8%
1.558.000 1.055.570 2.613.570
1,4% 1,7%
1.821.167 1.138.317 2.959.484
2023- 2040 2025
3,3% 3,1%
17.004.790 2.964.000 19.968.790
3,3% 3,1%
17.638.727 3.142.300 20.781.027
Vaxtaberandi skuldir í efnahagsreikningi samtals ......................................
22.582.360
Skuldir í EUR ................................................ Skuldir í USD ................................................
Skuldir í íslenskum krónum: Verðtryggðar ................................................ Óverðtryggðar .............................................
Samningsbundar afborganir langtímaskulda greinast þannig á næstu ár: Árið 2022/2021 ........................................................................................................................... Árið 2023/2022 ........................................................................................................................... Árið 2024/2023 ........................................................................................................................... Árið 2025/2024 ........................................................................................................................... Árið 2026/2025 ........................................................................................................................... Síðar ............................................................................................................................................... Vaxtaberandi langtímaskuldir samtals, þ.m.t. næsta árs afborgun............................
23.740.512
2021
2020
1.931.320 1.943.832 1.684.163 4.024.163 1.528.163 11.470.719 22.582.360
1.879.696 1.868.755 1.880.689 1.633.016 3.973.016 12.505.339 23.740.512
Samstæðan uppfyllir í árslok öll fjárhagsskilyrði lánasamninga sinna.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
76 76
SKÝRINGAR
24.
Leigusamningar Breyting leiguskuldbindingar greinist þannig:
2021
2020
Staða leiguskuldbindingar 1.1. ...............................................................................................
309.553
411.957
Afborganir leiguskuldbindinga ............................................................................................... Sjóðstreymisáhrif leiguskuldbindinga .................................................................................
( 127.744) ( 127.744)
( 117.502) ( 117.502)
Nýjar leiguskuldbindingar á árinu .......................................................................................... Endurmat leiguskulda ............................................................................................................... Vaxtagjöld ..................................................................................................................................... Greiddir vextir .............................................................................................................................. Aðrar breytingar tengdar leiguskuldbindingum ................................................................
1.745.585 18.647 19.296 (19.296) 1.764.231
0 15.099 16.448 (16.448) 15.099
Staða leiguskuldbindingar 31.12. ..........................................................................................
1.946.041
309.553
Greiðslur vegna leiguskuldbindinga námu 147,0 millj. kr. á árinu 2021 (2020: 134,0 millj. kr.). Leiguskuldbinding greinist þannig: Skuldir til langs tíma Húsaleigusamningar ................................................................................................................. Lóðarleigusamningar ................................................................................................................ Næsta árs afborgun leiguskuldbindinga .............................................................................
1.832.876 113.165 1.946.041 ( 168.043) 1.777.998
198.460 111.093 309.553 ( 132.281) 177.272
Samstæðan hefur gert leigusamninga um húsnæði, lóðir og ljósleiðara, af þeim er stærstur húsaleigusamningur um höfuðstöðvar félagsins að Dvergshöfða sem áætlað var að rynni út á árinu 2022. Á árinu var leigusamningurinn um Dvergshöfða framlengdur til allt að 15 ára og var leiguskuldbinding metin til samræmis. Samstæðan getur þó sagt samningnum upp fyrr á leigutímanum. Orkusalan gerði jafnframt 15 ára leigusamning um húsnæði. Leigusamningar innihalda ekki breytilegar leigugreiðslur. Frekari upplýsingar um greiðsluflæði leigusamninga er að finna í skýringu 28.
25.
Skuldbinding vegna niðurrifs Breyting skuldbindingar vegna niðurrifs greinist þannig: Staða 1. janúar ............................................................................................................................ Gjaldfært á árinu ......................................................................................................................... Vextir og verðbætur ................................................................................................................... Staða 31. desember ..................................................................................................................
876.986 (76.618) 101.785 902.153
835.329 (44.427) 86.084 876.986
Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum skal stofnverð rekstrarfjármuna innifela áætlaðan kostnað við niðurrif þeirra að lokinni notkun. Mynduð er skuldbinding vegna þessa meðal langtímaskulda. Útreikningur á fjárhæð skuldbindingarinnar byggðist á núvirði áætlaðs niðurrifskostnaðar loftlína m.v. forsendur um hlutfall niðurrifskostnaðar af byggingu lína og um endingartíma þeirra. Vextir á niðurrifskostnað voru 6,5% á árinu 2021 (2020: 5,2%) að viðbættri verðtryggingu. Engin ný loftlína var byggð á árunum 2021 og 2020.
26.
Lífeyrisskuldbinding Breyting lífeyrisskuldbindingar greinist þannig: Staða 1.1 ....................................................................................................................................... Breyting ársins ............................................................................................................................ Greitt á árinu ................................................................................................................................ Staða 31.12. .................................................................................................................................
54.293 12.522 ( 9.657) 57.158
42.780 13.694 ( 2.181) 54.293
Á árinu 1991 yfirtók RARIK með kaupsamningi lífeyrisskuldbindingar Rafveitu Siglufjarðar hjá Lífeyrissjóði Starfsmanna Ríkisins (LSR).
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
SKÝRINGAR
27.
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir greinast þannig: Viðskiptaskuldir .......................................................................................................................... Aðrar skammtímaskuldir ......................................................................................................... Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir samtals ..................................................
28.
77 77
2021
2020
1.752.510 756.966 2.509.476
1.779.236 630.028 2.409.264
Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar Yfirlit Fjármálagerningum samstæðunnar fylgir eftirfarandi áhætta: Mótaðilaáhætta Lausafjáráhætta Markaðsáhætta Eftirfarandi eru upplýsingar um fjármálalega áhættu samstæðunnar, markmið, stefnu og aðferðir við að meta og draga úr áhættunni. Markmið samstæðunnar er að uppgötva og greina áhættu sem hún býr við, setja viðmið um áhættutöku og hafa eftirlit með henni. Stjórn samstæðunnar ber að hafa eftirlit með fjármálalegri áhættu samstæðunnar. Til að sinna því hefur stjórnin sótt ráðgjöf til utanaðkomandi ráðgjafa. Mótaðilaáhætta Mótaðilaáhætta er hættan á fjárhagslegu tapi samstæðunnar ef viðskiptamaður eða mótaðili í fjármálagerningi getur ekki staðið við umsamdar skuldbindingar sínar. Mótaðilaáhætta samstæðunnar er einkum vegna viðskiptakrafna. Viðskiptakröfur og aðrar kröfur Mótaðilaáhætta samstæðunnar ræðst einkum af fjárhagsstöðu og starfsemi einstakra viðskiptamanna. Viðskiptakröfur og aðrar kröfur samstæðunnar eru á einstaklinga og fyrirtæki. Dreifing viðskiptakrafna eftir viðskiptavinum er nokkuð jöfn. Flestir viðskiptamenn samstæðunnar hafa átt í áralöngum viðskiptum við hana og tapaðar viðskiptakröfur hafa verið lágt hlutfall af veltu. Innheimtudeild samstæðunnar vinnur eftir ákveðnum reglum sem miða að því að draga úr lánsáhættu. Samstæðan myndar niðurfærslu vegna áætlaðrar virðisrýrnunar á viðskiptakröfum, öðrum kröfum og fjárfestingum. Kröfur eru almennt metnar hafa tapast endanlega við gjaldþrot mótaðila. Mesta mögulega tap vegna mótaðilaáhættu Mesta mögulega tap samstæðunnar vegna fjáreigna er bókfært verð þeirra, sem var eftirfarandi í árslok: Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur ...................................................................... Handbært fé .................................................................................................................................
2021
2020
2.666.274 355.680 3.021.954
2.634.403 1.522.944 4.157.347
1.974.500 419.843 2.394.343
2.044.219 203.068 2.247.287
Mesta mögulega tapsáhætta viðskiptakrafna á reikningsskiladegi eftir viðskiptavinum: Almennir orkunotendur ............................................................................................................. Aðrar viðskiptakröfur ................................................................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
78 78
SKÝRINGAR
28.
Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar, frh. Virðisrýrnun Aldursgreining viðskiptakrafna og niðurfærsla á reikningsskiladegi voru eftirfarandi: 2021 Brúttó staða Niðurfærsla Ógjaldfallnar kröfur ...................................................... Gjaldfallnar kröfur, 0- 30 daga .................................. Gjaldfallnar kröfur, 31-60 daga ................................. Gjaldfallnar kröfur, 61-90 daga ................................. Gjaldfallnar kröfur, 91 og eldri ..................................
2.044.646 201.568 33.976 13.635 100.518 2.394.343
2020 Brúttó staða Niðurfærsla
54.366 6.622 3.396 6.818 74.098 145.300
1.692.359 402.785 32.887 32.883 86.373 2.247.287
Breyting niðurfærslu krafna greinist þannig: Niðurfærsla í upphafi árs ......................................................................................................... Tapaðar kröfur ............................................................................................................................. Niðurfærsla ársins ..................................................................................................................... Niðurfærsla viðskiptakrafna í lok árs ...................................................................................
38.872 25.574 8.648 14.816 53.390 141.300
2021
2020
141.300 ( 14.306) 18.306 145.300
141.500 ( 59.235) 59.035 141.300
Lausafjáráhætta Lausafjáráhætta er hættan á því að samstæðan geti ekki staðið við skuldbindingar sínar eftir því sem þær gjaldfalla. Markmið samstæðunnar er að stýra lausafé þannig að tryggt sé að hún hafi alltaf nægilegt laust fé til að mæta skuldbindingum sínum eftir því sem þær gjaldfalla og forðast þannig að skaða orðspor sitt. Samstæðan hefur samið um yfirdráttarheimild að fjárhæð 500 millj. kr. hjá viðskiptabanka sínum Landsbankanum hf. sem var ónotuð í árslok 2021. Samstæðan hefur ávaxtað laust fé í skammtímafjárfestingum. Samningsbundnar greiðslur vegna fjárskulda, þar með taldar væntanlegar vaxtagreiðslur greinast þannig: Fjármálagerningar sem ekki eru afleiður
Bókfært verð
Samningsbundið sjóðflæði
Innan árs Eftir 1–2 ár Eftir 2–5 ár
22.582.360 1.946.041 1.752.510 756.966 27.037.877
26.614.121 2.458.538 1.752.510 756.966 31.582.135
2.661.239 163.566 1.752.510 756.966 5.334.281
2.621.216 153.321
8.738.994 453.672
12.592.672 1.687.980
2.774.537
9.192.666
14.280.652
23.740.511 309.553 1.779.236 630.028 26.459.328
28.120.135 499.321 1.779.236 630.028 31.028.720
2.624.497 136.654 1.779.236 630.028 5.170.415
2.548.668 47.524
9.069.250 35.215
13.877.720 279.928
2.596.192
9.104.465
14.157.648
Eftir meira en 5 ár
31. desember 2021 Vaxtaberandi langtímaskuldir... Leiguskuldbinding ..................... Viðskiptaskuldir ......................... Aðrar skammtímaskuldir......... Samtals ........................................ 31. desember 2020 Vaxtaberandi langtímaskuldir... Leiguskuldbinding ..................... Viðskiptaskuldir ......................... Aðrar skammtímaskuldir......... Samtals ........................................
Markaðsáhætta Markaðsáhætta er hættan á því að breytingar á markaðsverði erlendra gjaldmiðla og vaxta hafi áhrif á afkomu samstæðunnar eða virði hennar í fjármálagerningum. Markmið með stýringu markaðsáhættu er að stýra og takmarka áhættu við skilgreind mörk sem stjórn hefur samþykkt.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
SKÝRINGAR
28.
79 79
Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar, frh. Gengisáhætta Samstæðan býr við gengisáhættu vegna innkaupa og lántöku í erlendum gjaldmiðlum. Starfsrækslugjaldmiðill félagsins er íslenskar krónur og eru allar tekjur þess í krónum. Hluti innkaupa er í erlendum gjaldmiðlum, aðallega í evru (EUR) og Norðurlandamyntum (NOK, DKK, SEK) Samstæðan ver sig að jafnaði ekki fyrir gengisáhættu. Lántaka samstæðunnar í erlendum gjaldmiðlum er í evrum (EUR) og bandarískum dollurum (USD). Vextir af þessum lánum hafa reynst mun lægri en þeir sem bjóðast af lánum í íslenskum krónum. Mögulegt tap vegna gengisáhættu Gengisáhætta samstæðunnar miðað við nafnverðsfjárhæðir er eftirfarandi: 2021 Handbært fé ................................................................................................................................. Langtímaskuldir .......................................................................................................................... Áhætta í efnahagsreikningi .....................................................................................................
EUR
USD
751 ( 1.558.000) ( 1.557.249)
29.309 ( 1.055.570) ( 1.026.261)
364 ( 1.821.167) ( 1.820.803)
27.926 ( 1.138.317) ( 1.110.391)
2020 Handbært fé ................................................................................................................................. Langtímaskuldir .......................................................................................................................... Áhætta í efnahagsreikningi .....................................................................................................
Gengi helstu gjaldmiðla var eftirfarandi á árinu: Meðalgengi 2021 EUR ...................................................................................... USD ......................................................................................
150,19 127,05
2020 154,52 135,27
Árslokagengi 2021 147,6 130,38
2020 156,1 127,21
Næmnigreining Styrking íslensku krónunnar um 10% gagnvart eftirfarandi gjaldmiðlum hefði hækkað (lækkað) afkomu ársins eftir skatt um eftirfarandi fjárhæðir. Greiningin byggir á því að allar aðrar breytur, sérstaklega vextir, haldist stöðugar. Greiningin var unnin með sambærilegum hætti fyrir árið 2020. EUR ................................................................................................................................................. USD .................................................................................................................................................
2021
2020
124.580 82.101
145.664 88.831
Veiking íslensku krónunnar um 10% gagnvart framangreindum gjaldmiðlum hefði haft sömu áhrif en í gagnstæða átt, að því gefnu að allar aðrar breytur hefðu haldist stöðugar. Vaxtaáhætta Langtímalántökur samstæðunnar í íslenskum krónum eru með föstum vöxtum, en skammtímalán eru með breytilegum vöxtum. Lántökur í erlendum gjaldmiðlum eru með breytilegum vöxtum. Vaxtaberandi fjáreignir og fjárskuldir samstæðunnar greinast með eftirfarandi hætti í lok ársins: Fjármálagerningar með fasta vexti Fjárskuldir......................................................................................................................................
2021
2020
( 19.968.790)
( 20.781.027)
355.680 ( 2.613.570) ( 2.257.890)
1.522.944 ( 2.959.484) ( 1.436.540)
Fjármálagerningar með breytilega vexti Handbært fé ................................................................................................................................. Fjárskuldir .....................................................................................................................................
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
80 80
SKÝRINGAR
28.
Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar, frh. Næmnigreining gangvirðis fjármálagerninga með fasta vexti Fjármálagerningar samstæðunnar með fasta vexti eru ekki færðir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning. Því eiga vaxtabreytingar á uppgjörsdegi ekki að hafa áhrif á rekstrarreikning félagsins. Næmnigreining sjóðstreymis vegna fjármálagerninga með breytilega vexti Hækkun á vöxtum um 100 punkta á uppgjörsdegi 31. desember 2021 hefði lækkað eigið fé og afkomu ársins um 18,1 millj. kr. (2020: lækkað um 11,5 millj. kr.). Ef vextir hefðu lækkað um 100 punkta hefðu áhrifin verið þau sömu í gagnstæða átt. Þessi greining byggir á þeirri forsendu að allar aðrar breytur, sérstaklega gengi erlendra gjaldmiðla, haldist óbreyttar. Önnur markaðsverðsáhætta Önnur markaðsverðsáhætta félagsins er takmörkuð, þar sem fjárfestingar í skuldabréfum og eignarhlutum eru óverulegur hluti af starfsemi félagsins. Samanburður á gangvirði og bókfærðu verði Bókfært virði fjáreigna og fjárskulda í ársreikningnum er jafnt og gangvirði þeirra að undanteknum vaxtaberandi langtímaskuldum. Bókfært verð og gangvirði þeirra greinist með eftirfarandi hætti: 2021 Bókfært verð Vaxtaberandi langtímaskuldir.......................................
22.582.360
Gangvirði 24.494.050
2020 Bókfært verð 23.740.512
Gangvirði 25.877.194
Gangvirði vaxtaberandi skulda er reiknað núvirði höfuðstóls og vaxta og er afvaxtað með áhættulausum vöxtum í viðeigandi mynt auk viðeigandi áhættuálags á uppgjörsdegi. Áhættuálag var metið 78-168 bp í árslok 2021 (2020: 78 -168 bp) og var það byggt á þeim kjörum sem samstæðunni hafa boðist á markaði. Gangvirðisútreikningar vaxtaberandi langtímaskulda falla undir stig 2 í stigveldi gangkerfis. Eiginfjárstýring Það er stefna stjórnar samstæðunnar að eiginfjárstaða hennar sé sterk til að styðja við stöðugleika í framtíðarþróun starfseminnar. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar nam 64% í árslok 2021 (2020: 63%). Stjórn samstæðunnar hefur ekki sett sér markmið um lágmarks eiginfjárhlutfall. Samstæðunni ber ekki að fylgja ytri reglum um lágmarks eiginfjárhlutfall. Við mat á eiginfjárhlutfalli samstæðunnar er litið til bókfærðs eigin fjár. Flokkar fjármálagerninga Fjáreignir og fjárskuldir greinast í eftirfarandi flokka fjármálagerninga:
Aðrar fjárskuldir
Fjáreignir færðar á afskrifuðu kostnaðar verði
Fjáreignir og fjárskuldir á gangvirði í gegnum rekstur
Bókfært verð
2021 Eignarhlutir í öðrum félögum ...................................... Skuldabréfaeign .............................................................. Viðskiptakröfur ................................................................ Aðrar skammtímakröfur .............................................. Markaðsverðbréf ............................................................ Handbært fé ..................................................................... Samtals eignir .................................................................
0
Vaxtaberandi skuldir ...................................................... Viðskiptaskuldir .............................................................. Aðrar skammtímaskuldir ............................................. Samtals skuldir ...............................................................
22.582.359 1.752.510 1.114.397 25.449.266
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
37.134
538.637
37.134 16.388 2.249.043 271.931 501.503 355.680 3.431.679
0
22.582.359 1.752.510 1.114.397 25.449.266
16.388 2.249.043 271.931 501.503 355.680 2.893.042
0
SKÝRINGAR
28.
Stýring fjármálalegrar áhættu og fjármálagerningar, frh.
Aðrar fjárskuldir 2020 Eignarhlutir í öðrum félögum ...................................... Skuldabréfaeign .............................................................. Viðskiptakröfur ................................................................ Aðrar skammtímakröfur .............................................. Markaðsverðbréf ............................................................ Handbært fé ..................................................................... Samtals eignir ................................................................. Vaxtaberandi skuldir ...................................................... Viðskiptaskuldir .............................................................. Aðrar skammtímaskuldir ............................................. Samtals skuldir ...............................................................
29.
81 81
Fjáreignir færðar á afskrifuðu kostnaðar verði
Fjáreignir og fjárskuldir á gangvirði í gegnum rekstur
Bókfært verð
37.134
2.058.676
37.134 15.565 2.105.987 387.116 2.021.542 1.522.944 6.090.288
0
23.740.511 1.779.236 959.526 26.479.273
15.565 2.105.987 387.116 2.021.542 1.522.944 4.031.612 23.740.511 1.779.236 959.526 26.479.273
0
Tengdir aðilar Skilgreining tengdra aðila Eigandi, hlutdeildarfélög, stjórnarmenn, stjórnendur og félög og stofnanir í þeirra eigu teljast vera tengdir aðilar samstæðunnar. Samstæðan keypti þjónustu af hlutdeildarfélagi sínu fyrir 2.661 mill. kr. á árinu 2021 (2020: 2.335 millj. kr.) Samstæðan seldi þjónustu til hlutdeildarfélags síns fyrir 251 millj. kr.á árinu 2021 (2020: 214 millj. kr.). Viðskiptastöður við hlutdeildarfélag voru eftirfarandi í milljónum kr.: Skammtímakröfur ...................................................................................................................... Skammtímaskuldir .....................................................................................................................
2021
2020
84 683
36 460
Viðskipti við tengda aðila þ.m.t. íslenska ríkið og félög og stofnanir í eigu þess eru verðlögð eins og um ótengda aðila sé að ræða.
30.
Þóknun til endurskoðanda Þóknun til Ríkisendurskoðunar endurskoðanda samstæðunnar á árinu 2021 nam 16,8 millj. kr. (2020: 17,4 millj. kr.) vegna endurskoðunar ársreiknings og könnunar árshlutareiknings.
31.
Fyrirtæki í samstæðunni Eignarhlutar í dótturfyrirtækjum greinast þannig Orkusalan ehf. ............................................................................................................................. RARIK orkuþróun ehf. ............................................................................................................... Ljós- og gagnaleiðari ehf. ........................................................................................................
Eignarhluti 2021 2020 100,0% 100,0% 100,0%
100,0% 100,0% 100,0%
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
82
SKÝRINGAR
32.
Önnur mál Málaferli Með bréfi þann 9. október 2017 krafðist Annata ehf. skaðabóta úr hendi RARIK að höfuðstólsfjárhæð 135,3 millj. kr., auk dráttarvaxta frá 4. ágúst 2017, vegna tjóns sem félagið kveðst hafa orðið fyrir vegna meintra brota á lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 og tilskipun Evrópusambandsins við útboð á reikningagerðarkerfi. Annata ehf. höfðaði mál á hendur RARIK í apríl 2018 þar sem krafist er viðurkenningar á skaðabótaskyldu RARIK en ekki gerð sérstök fjárkrafa. Héraðsdómur sýknaði RARIK af viðurkenningarkröfunni og áfrýjaði Annata ehf. niðurstöðunni til Landsréttar. Með dómi Landsréttar þann 16. október 2020 var viðurkenndur réttur Annata ehf. til skaðabóta úr hendi RARIK vegna kostnaðar sem félagið lagði út fyrir við þátttöku í forvali og útboði Ríkiskaupa nr. 20173 – Orkureikningakerfi fyrir RARIK ohf. RARIK ohf. hefur þegar greitt Annata ehf. 3,3 millj. kr. vegna þessa kostnaðar (vextir meðtaldir). Ágreiningur hefur verið á milli aðila um hvort launakostnaður starfsmanna Annata ehf. falli undir bótaskyldu RARIK ohf. samkvæmt dómsorði Landsréttar og hefur RARIK ekki fallist á kröfu Annata ehf. að fullu. Með bréfi 4. febrúar 2021 krafðist Annata ehf. 8,0 millj. kr. auk vaxta vegna launakostnaðar starfsmanna sem unnu að útboðinu. Þann 17. mars 2021 var gengið frá samkomulagi milli aðila og greiddi RARIK 7,5 millj. kr. til Annata og er málinu þar með lokið. Rannsókn samkeppniseftirlitsins Þann 8. apríl 2020 var Orkusölunni tilkynnt að Samkeppniseftirlitið hefði til rannsóknar tiltekin atriði sem lúta að Netorku og lóðrétt samþættum fyrirtækjum á vettvangi smásölu og dreifingar raforku sem flest eru eigendur Netorku. Í tilgreindu erindi var tekið fram að rannsóknin liti á þessu stigi að því að kanna fyrirkomulag við notendaskipti hjá dreifiveitufyrirtækjum með hliðsjón af 10. og 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og eftir atvikum c-lið 1. mgr. 16. gr. sömu laga, hvort starfsemi Netorku fari gegn 10. og 12. gr. laganna og hvort háttsemi Orkusölunnar og/eða RARIK hafi falið í sér brot á 11. gr. samkeppnislaga, en rannsóknin byggði m.a. á erindum og ábendingum sem stofnuninni hafi borist frá frá Orku heimilanna ehf. og Íslenskri orkumiðlun ehf. Af hálfu Orkusölunnar hefur meintri brotlegri háttsemi félagsins verið hafnað í ítarlegum athugasemdum þess til Samkeppniseftirlitsins. Að öðru leyti er ekki unnt á þessu stigi að taka frekari afstöðu til efnisatriða málsins.
33.
Mikilvægar reikningsskilaaðferðir Reikningsskilaaðferðum sem lýst er hér á eftir hefur verið beitt með samræmdum hætti á öllum þeim tímabilum sem birt eru í ársreikningnum og af öllum félögum í samstæðunni utan þess sem kemur fram í skýringu nr. 3.
a)
Grundvöllur samstæðu (i) Dótturfélög Dótturfélög eru félög þar sem samstæðan fer með yfirráð. Samstæðan fer með yfirráð þegar hún ber áhættu eða hefur ávinning af breytilegri arðsemi af hlutdeild sinni í félaginu og getur haft áhrif á arðsemina vegna yfirráða sinna. Reikningsskil dótturfélaga eru innifalin í samstæðureikningnum frá því að yfirráð nást og þar til þeim lýkur. Reikningsskilaaðferðum dótturfélaga hefur verið breytt þegar nauðsynlegt hefur verið að aðlaga þær að reikningsskilaaðferðum samstæðunnar. (ii) Hlutdeildarfélög Hlutdeildarfélög eru þau félög sem samstæðan hefur veruleg áhrif á fjárhags- og rekstrarstefnu, en ekki yfirráð. Veruleg áhrif eru alla jafna til staðar þegar félagið ræður yfir 20-50% atkvæðisréttar. Hlutdeildarfélög eru færð í ársreikning samstæðunnar með hlutdeildaraðferð. Ársreikningur samstæðunnar inniheldur hlutdeild í hagnaði eða tapi og öðrum tekjum og gjöldum færðum á eigið fé hlutdeildarfélaga samkvæmt hlutdeildaraðferð. Hlutdeildaraðferðinni er beitt frá því að veruleg áhrif nást og þar til þeim lýkur. Verði hlutdeild félagsins í tapi meiri en bókfært verð hlutdeildarfélagsins er bókfærða verðið fært í núll og færslu frekara taps er hætt nema félagið hafi gengist í ábyrgðir fyrir þessi félög eða fjármagnað þau. Ef hagnaður verður af rekstri hlutdeildarfélags á síðari tímabilum er ekki færð hlutdeild í hagnaði þeirra fyrr en hlutdeild í tapi sem ekki var fært hefur verið jöfnuð.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
SKÝRINGAR
33.
83
Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh. (iii) Viðskipti felld út úr samstæðureikningnum Viðskipti milli félaga innan samstæðunnar, staða milli þeirra og óinnleystar tekjur og gjöld sem myndast hafa í viðskiptum milli félaganna eru felld út við gerð ársreiknings samstæðunnar. Óinnleystur hagnaður sem hefur myndast í viðskiptum við hlutdeildarfélög er felldur út í samræmi við hlutdeild samstæðunnar í félögunum. Óinnleyst tap er fellt út með sama hætti og óinnleystur hagnaður, en aðeins að því marki að ekkert bendi til virðisrýrnunar fjárfestinganna.
b)
Erlendir gjaldmiðlar (i) Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð í starfrækslugjaldmiðli á gengi viðskiptadags. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar miðað við gengi á uppgjörsdegi. Aðrar eignir og skuldir, sem metnar eru á gangvirði í erlendri mynt, eru færðar á því gengi sem var í gildi þegar gangvirði þeirra var ákvarðað. Gengismunur sem þannig myndast er færður í rekstrarreikning.
c)
Fjármálagerningar (i) Fjármálagerningar aðrir en afleiðusamningar Til fjármálagerninga sem ekki eru afleiðusamningar teljast fjárfestingar í hlutabréfum, viðskiptakröfur, aðrar kröfur, handbært fé, lántökur, viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir. Fjármálagerningar sem ekki eru afleiðusamningar eru færðir á gangvirði við upphaflega skráningu í bókhald. Þegar fjármálagerningar eru ekki metnir á gangvirði gegnum rekstrarreikning, er allur beinn viðskiptakostnaður færður til hækkunar á virði þeirra við upphaflega skráningu í bókhald. Eftir upphaflega skráningu eru fjármálagerningar sem ekki eru afleiðusamningar færðir með þeim hætti sem greinir hér á eftir. Fjármálagerningar eru færðir í ársreikning þegar samstæðan gerist aðili að samningsbundnum ákvæðum viðkomandi fjármálagerninga. Fjáreignir eru felldar út úr ársreikningi ef samningsbundinn réttur samstæðunnar að sjóðstreymi vegna fjáreignanna rennur út eða ef samstæðan yfirfærir fjáreignirnar til annars aðila án þess að halda eftir yfirráðum eða því sem næst allri þeirri áhættu og ávinningi sem í eignarhaldi á þeim felst. Bókhaldsskráning hefðbundinna kaupa og sölu á fjáreignum er gerð á viðskiptadegi, þ.e. á þeim degi sem samstæðan skuldbindur sig til að kaupa eða selja eignina. Fjárskuldir eru felldar út úr ársreikningi ef skuldbindingar samstæðunnar sem skilgreindar eru í samningi eru greiddar, falla úr gildi, er vísað frá eða þeim er aflétt. Fjáreignum og fjárskuldum er jafnað saman og nettó fjárhæð færð í efnahagsreikning þegar lagalegur réttur er til staðar um jöfnun og fyrirhugað er að gera upp með jöfnun fjáreigna og fjárskulda. Handbært fé samanstendur af sjóði og óbundnum bankainnstæðum. Í skýringu 33(l) er gerð grein fyrir reikningsskilaaðferðum vegna fjármunatekna og fjármagnsgjalda. Fjáreignir og fjárskuldir á gangvirði gegnum rekstrarreikning Fjármálagerningur er flokkaður sem fjáreign eða fjárskuld á gangvirði gegnum rekstrarreikning sé hann veltufjáreign eða veltufjárskuld eða ef hann er tilgreindur sem fjármálagerningur á gangvirði gegnum rekstrarreikning við upphaflega skráningu í bókhald. Fjármálagerningar eru tilgreindir á gangvirði gegnum rekstrarreikning ef ákvarðanir um kaup og sölu byggjast á gangvirði þeirra. Fjáreignir og fjárskuldir á gangvirði gegnum rekstrarreikning eru færðar á gangvirði í efnahagsreikning. Gangvirðisbreytingar eru færðar í rekstrarreikning. Beinn viðskiptakostnaður er færður í rekstrarreikning þegar hann fellur til. Til fjáreigna og fjáskulda á gangvirði í gegnum rekstur teljast markaðsverðbréf og eignarhlutir í öðrum félögum. Aðrir fjármálagerningar Aðrir fjármálagerningar, sem ekki teljast afleiðusamningar, eru færðir á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, að frádreginni virðisrýrnun þegar við á.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
84 84
SKÝRINGAR
33. d)
Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh. Hlutafé (i) Almennt hlutafé Kostnaður við útgáfu hlutafjár er færður til lækkunar á eigin fé. Endurkaup á hlutafé Þegar hlutir sem flokkaðir eru sem eigið fé eru keyptir er fjárhæð kaupverðsins, að meðtöldum beinum kostnaði, færð til lækkunar á eigin fé.
e)
Rekstrarfjármunir (i) Færsla og mat Rekstrarfjármunir, aðrir en virkjanir og dreifikerfi, eru færðir til eignar á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun. Kostnaðarverð samanstendur af beinum kostnaði sem fellur til við kaupin. Kostnaðarverð rekstrarfjármuna sem félagið byggir sjálft innifelur efniskostnað, launakostnað og annan kostnað sem fellur til við að koma eigninni í notkun, auk kostnaðar sem áætlað er að muni falla til við niðurrif eigna. Keyptur hugbúnaður sem er nauðsynlegur til að unnt sé að nýta vélbúnað er eignfærður sem hluti af þeim tækjabúnaði. Þegar rekstrarfjármunir eru samsettir úr einingum með ólíkan nýtingartíma eru einingarnar aðgreindar og afskrifaðar miðað við nýtingartímann. Hagnaður eða tap af sölu rekstrarfjármuna er munurinn á söluverðinu og bókfærðu verði eignarinnar og er fært í rekstrarreikning meðal annarra tekna. Þegar endurmetnir varanlegir rekstrarfjármunir eru seldir er endurmat þeirra meðal eigin fjár fært á óráðstafað eigið fé. Vaxtagjöld af lánsfé sem nýtt er til fjármögnunar á kostnaðarverði mannvirkja í byggingu eru eignfærð á byggingartíma. Virkjanir og dreifikerfi samstæðunnar eru færð á endurmetnu kostnaðarverði í efnahagsreikningnum sem er gangvirði þeirra á endurmatsdegi að frádregnum afskriftum og virðisrýrnun frá þeim tíma. Endurmat þessara eigna er framkvæmt með reglubundnum hætti. Allar hækkanir vegna þessa endurmats eru færðar á sérstakan endurmatsreikning meðal eigin fjár að teknu tilliti til tekjuskattsáhrifa. Afskriftir af endurmetnu kostnaðarverði eru færðar í rekstrarreikning. Við sölu, afskriftir eða niðurlagningu eignar er sá hluti endurmatsreikningsins sem tilheyrir viðkomandi eign færður á óráðstafað eigið fé. (ii) Kostnaður sem fellur til síðar Kostnaður við að endurnýja einstaka hluta rekstrarfjármuna er færður til eignar ef líklegt er talið að ávinningur sem felst í eigninni muni renna til samstæðunnar og hægt er að meta kostnaðinn á áreiðanlegan hátt. Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar til hans er stofnað. (iii) Afskriftir Afskriftir eru reiknaðar línulega miðað við áætlaðan nýtingartíma einstakra hluta varanlegra rekstrarfjármuna. Áætlaður nýtingartími greinist þannig: Virkjanir ........................................................................................................................................................................ Veitukerfi ...................................................................................................................................................................... Aðrir rekstrarfjármunir ..............................................................................................................................................
60 ár 20–33 ár 5–50 ár
Afskriftaaðferðir, nýtingartími og niðurlagsverð eru endurmetin á uppgjörsdegi.
f)
Óefnislegar eignir (i) Viðskiptasambönd Keypt viðskiptasambönd eru færð til eignar í efnahagsreikningi á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum línulegum afskriftum og virðisrýrnun. (ii) Hugbúnaður Hugbúnaður er færður á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum línulegum afskriftum og virðisrýrnun.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
SKÝRINGAR
33.
85 85
Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh. (iii) Kostnaður sem fellur til síðar Kostnaður sem fellur til síðar er aðeins eignfærður ef hann eykur væntan framtíðarávinning þeirrar eignar sem hann tengist. Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar hann fellur til. (iv) Afskriftir Afskriftir eru færðar línulega í rekstrarreikning miðað við áætlaðan nýtingartíma þeirra. Áætlaður nýtingartími greinist þannig: Viðskiptasambönd ..................................................................................................................................................... Hugbúnaður ................................................................................................................................................................
g)
10 ár 5-10 ár
Birgðir Birgðir eru metnar á kostnaðarverði eða hreinu söluvirði, hvoru sem lægra reynist. Kostnaðarverð birgða byggir á fyrst inn - fyrst út reglunni og innifelur kostnað sem fellur til við að afla birgðanna og koma þeim á þann stað og í það ástand sem þær eru í á uppgjörsdegi. Hreint söluvirði er áætlað söluverð í venjulegum viðskiptum að frádregnum áætluðum kostnaði við að selja vöru.
h)
Virðisrýrnun (i) Fjáreignir Á hverjum uppgjörsdegi er kannað hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun fjáreigna. Fjáreign telst hafa rýrnað í virði ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir sem átt hafa sér stað benda til þess að vænt framtíðarsjóðstreymi af viðkomandi eign verði lægra en áður var talið að teknu tilliti til væntrar þróunar efnahagslífins. Virðisrýrnun fjáreigna sem færðar eru á afskrifuðu kostnaðarverði er mismunurinn á bókfærðu verði þeirra annars vegar og núvirtu væntu framtíðarsjóðstreymi miðað við upphaflega virka vexti hins vegar. Einstakar mikilvægar fjáreignir eru prófaðar sérstaklega hver um sig með tilliti til virðisrýrnunar. Aðrar fjáreignir eru flokkaðar saman eftir lánsáhættueinkennum. Virðisrýrnun fjáreigna er færð í rekstrarreikning. (ii) Aðrar eignir Bókfært verð eigna, að undanskildum birgðum og skatteign, er yfirfarið á hverjum uppgjörsdegi til að meta hvort vísbendingar séu um virðisrýrnun þeirra. Sé einhver slík vísbending til staðar er endurheimtanleg fjárhæð eignarinnar metin. Virðisrýrnun er gjaldfærð þegar bókfært verð eignar eða fjárskapandi einingar er hærra en endurheimtanleg fjárhæð hennar. Fjárskapandi eining er minnsti aðgreinanlegi hópur eigna sem myndar sjóðstreymi sem er að mestu leyti óháð öðrum eignum eða hópum eigna. Virðisrýrnun er gjaldfærð í rekstrarreikningi en síðan til hlutfallslegrar lækkunar á bókfærðu verði annarra eigna sem tilheyra einingunni. Virðisrýrnun endurmats eigna er færð á eigið fé til lækkunar á endurmatsreikningi að því marki sem nemur endurmati vegna þeirrar eignar. Virðisrýrnun umfram það er gjaldfærð í rekstrarreikningi. Endurheimtanleg fjárhæð eignar er hreint gangvirði hennar eða nýtingarvirði, hvort sem hærra reynist. Nýtingarvirði er metið miðað við áætlað framtíðarsjóðstreymi, sem er núvirt með vöxtum fyrir skatta, sem endurspegla mat markaðarins á tímavirði peninga hverju sinni og þeirri áhættu sem fylgir eigninni. Virðisrýrnun fyrri tímabila vegna annarra eigna er metin á hverjum uppgjörsdegi til að kanna hvort vísbendingar séu um að rýrnunin hafi minnkað eða horfið. Virðisrýrnun er bakfærð ef breyting hefur orðið á mati sem notað var við útreikning á endurheimtanlegri fjárhæð. Virðisrýrnun er einungis bakfærð að því marki að bókfært verð eignar sé ekki umfram það sem verið hefði ef engin virðisrýrnun hefði verið færð.
i)
Hlunnindi starfsmanna (i) Iðgjaldatengd lífeyriskerfi Kostnaður vegna framlaga í iðgjaldatengd lífeyriskerfi er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar hann fellur til.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
86 86
SKÝRINGAR
33. j)
Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh. Skuldbindingar Skuldbinding er færð í efnahagsreikninginn þegar samstæðunni ber lagalega skyldu eða hefur tekið á sig skuldbindingu vegna fyrri atburðar og líklegt er að kostnaður lendi á því við að gera upp skuldbindinguna. Skuldbindingin er metin út frá væntu framtíðarfjárflæði, sem er núvirt með vöxtum sem endurspegla markaðsvexti og þá áhættu sem fylgir skuldbindingunni. Niðurrifskostnaður Samstæðan hefur áætlað kostnað við niðurrif núverandi línustæða. Áætlunin byggist á mati sérfræðinga. Niðurrifskostnaðurinn hefur verið núvirtur miðað við áætlaðan líftíma háspennulína samstæðunnar og er núvirt fjárhæð færð annars vegar til hækkunar á viðkomandi eign og hins vegar sem skuldbinding í efnahagsreikningi. Breyting skuldbindingar vegna núvirðingar og verðtryggingar er færð meðal fjármagnsgjalda í rekstrarreikningi.
k)
Tekjur Tekjur af sölu og dreifingu á raforku og heitu vatni eru færðar í rekstrarreikning samkvæmt mældri afhendingu til kaupenda á tímabilinu og innheimtar mánaðarlega samkvæmt gildandi gjaldskrá. Aðrar tekjur eru færðar þegar til þeirra er unnið eða við afhendingu vöru eða þjónustu. Tekjumörk Gjaldskrá fyrir dreifingu raforku er háð tekjumörkum sem gefin er út af Orkustofnun í samræmi við ákvæði raforkulaga nr. 65 frá 2003. Tekjumörkin byggja á rauntölum fyrri ára úr rekstri dreifiveitu, afskrift fastafjármuna, rauntöpum í dreifikerfi og arðsemi á bundið fé í dreifiveitu. Arðsemi dreifiveitu af dreifingu raforku skal vera sem næst vegnum fjármagnskostnaði, að teknu tilliti til skatta og að frátöldum verðlagsbreytingum. Arðsemi til grundvallar tekjumörkum skal vera jöfn hlutfalli milli annars vegar hagnaðar fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld en að frádregnum sköttum (EBIT að frádregnum sköttum) og hins vegar bókfærðs virðis fastafjármuna sem nauðsynlegir eru til reksturs dreifiveitunnar auk 20% af tekjumörkum síðasta árs til að mæta kostnaði af veltufjármunum. Við ákvörðun tekjumarka er ekki litið til raunverulegra fjármagnsliða. Gjaldskrá er ákveðin miðað við tekjumörk og áætlanir um raforkusölu á dreifiveitusvæðum samstæðunnar, annars vegar fyrir þéttbýli og hins vegar fyrir dreifbýli.
l)
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur samanstanda af vaxtatekjum af fjárfestingum, arðstekjum, breytingum á gangvirði fjáreigna þar sem gangvirðisbreyting er færð í rekstrarreikning og gengishagnaði af erlendum gjaldmiðlum. Vaxtatekjur eru færðar eftir því sem þær falla til miðað við virka vexti. Arðstekjur eru færðar í rekstrarreikning á þeim degi sem arðsúthlutun er samþykkt. Fjármagnsgjöld samanstanda af vaxtakostnaði af lántökum, bakfærslu núvirðingar skuldbindinga, gengistapi af erlendum gjaldmiðlum, tapi af afleiðusamningum og virðisrýrnun fjáreigna. Lántökukostnaður er færður í rekstrarreikning miðað við virka vexti. Hagnaður eða tap vegna gengisbreytinga erlendra gjaldmiðla er fært nettó.
m)
Tekjuskattur Tekjuskattur á afkomu tímabilsins samanstendur af tekjuskatti til greiðslu og frestuðum tekjuskatti. Tekjuskattur er færður í rekstrarreikning nema þegar hann tengist liðum sem eru færðir beint á eigið fé eða liðum færðum meðal annarra tekna og gjalda færðra á eigið fé. Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar ársins, miðað við gildandi skatthlutfall á uppgjörsdegi, auk leiðréttinga á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára. Frestaður tekjuskattur er færður vegna tímabundinna mismuna á bókfærðu verði eigna og skulda í ársreikningnum annars vegar og skattverði þeirra hins vegar. Útreikningur á frestuðum skatti byggir á því skatthlutfalli sem vænst er að verði í gildi þegar tímabundnir mismunir koma til með að snúast við, miðað við gildandi lög á uppgjörsdegi. Skatteign er einungis færð að því marki sem líklegt er talið að skattskyldur hagnaður verði til ráðstöfunar í framtíðinni sem unnt verður að nýta eignina á móti. Skatteign er metin á hverjum uppgjörsdegi og lækkuð að því marki sem talið er líklegt að hún nýtist ekki.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
SKÝRINGAR
33. n)
87 87
Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh. Leigusamningar Við upphaf samnings leggur samstæðan mat á það hvort samningur eða hluti hans feli í sér leigusamning. Samningur er leigusamningur að hluta eða heild ef hann felur í sér rétt til yfirráða tiltekinnar eignar á tilteknu tímabili í skiptum fyrir endurgjald. Við mat á því hvort leigusamningur felur í sér yfirráð tiltekinnar eignar notar samstæðan skilgreiningu leigusamnings í IFRS 16. Samstæðan sem leigutaki Við upphaf eða breytingu á samningi sem felur í sér leiguhluta úthlutar samstæðan endurgjaldinu á sérhvern leiguhluta á grundvelli sjálfstæðs verðs hvers hlutar fyrir sig. Fyrir leigusamninga um fasteignir hefur samstæðan hins vegar kosið að aðgreina ekki leiguhluta frá öðrum hlutum samningsins og færir þá sem einn leigusamning. Samstæðan færir leigueign og leiguskuld við upphaf leigusamnings. Leigueignin er upphaflega færð á kostnaðarverði, sem er upphafleg fjárhæð leiguskuldarinnar að teknu tilliti til leigugreiðslna sem hafa fallið til fyrir eða á upphafsdegi samningsins, beins kostnaðar við öflun leigueignarinnar og áætlaðs kostnaðar við að taka niður og fjarlægja eignina, eða til þess að færa eignina eða umhverfi hennar í samt horf að loknum leigusamningi, og að frádregnum leiguílvilnunum sem samstæðan hefur fengið. Leigueignin er afskrifuð línulega frá upphafi til loka leigusamningsins, nema þegar eignarhald flyst yfir til samstæðunnar í lok leigutímabilsins eða ef kostnaðarverð leigueignarinnar endurspeglar að samstæðan muni nýta sér kauprétt í lok leigutímabilsins. Í þeim tilfellum er leigueignin afskrifuð á nýtingartíma eignarinnar, sem er ákvarðaður með sömu aðferð og notuð er fyrir aðra fastafjármuni samstæðunnar. Jafnframt er virði leigueignar lækkað reglubundið um sem nemur virðisrýrnun hennar, ef einhver er, og leiðrétt vegna endurmats leiguskuldarinnar. Leiguskuld er upphaflega færð við núvirði ógreiddra leigugreiðslna á upphafsdegi leigusamningsins. Greiðslurnar eru núvirtar með því að nota innbyggða vexti leigusamningsins, séu þeir tiltækir, en annars notar samstæðan þá vexti sem hún fær af nýju lánsfé. Að jafnaði notar samstæðan vexti á nýju lánsfé til núvirðingar. Samstæðan ákvarðar vexti af nýju lánsfé með því að sækja vaxtaupplýsingar vegna ólíkra fjármögnunarleiða og gerir tilteknar aðlaganir til að endurspegla skilmála leigusamningsins og eiginleika eignarinnar sem er leigð. Leigugreiðslur sem eru innfaldar í ákvörðun fjárhæðar leiguskuldar geta falið í sér eftirfarandi: – Fastar greiðslur, þar með taldar leigugreiðslur sem eru samkvæmt eðli sínu fastar; – Breytilegar leigugreiðslur tengdar vöxtum eða vísitölu, upphaflega áætlaðar miðað við vexti eða vísitölu á upphafsdegi; – Fjárhæðir sem gert er ráð fyrir að þurfi að greiða samkvæmt hrakvirðistryggingu; og – Kaupverð samkvæmt kaupréttarákvæði í leigusamningi þegar samstæðan telur nokkuð víst að hún muni nýta kaupréttinn, leigugreiðslur á valkvæðum framlengingartímabilum ef samstæðan er nokkuð viss um að hún muni nýta framlengingarheimildir og greiðslur vegna uppsagnar leigusamnings fyrir lok leigutímans, nema samstæðan sé nokkuð viss um að nýta ekki uppsagnarheimildir. Leiguskuldin er færð á afskrifuðu kostnaðarverði með því að nota aðferð virkra vaxta. Hún er endurmetin þegar breyting verður á framtíðarleigugreiðslum vegna breytinga á vísitölu eða vöxtum, ef breyting verður á mati samstæðunnar á fjárhæð sem hún væntir að verði greidd samkvæmt hrakvirðistryggingu ef við á, ef samstæðan breytir mati sínu á því hvort hún muni nýta kaupréttarákvæði, heimildir til framlengingar eða uppsagnar leigusamnings eða þegar breyting verður á fjárhæð leigugreiðslu sem er í eðli sínu föst. Samstæðan kýs að færa ekki leigueignir og leiguskuldir vegna leigusamninga um lágvirðiseignir og skammtímaleigusamninga, þar á meðal um tölvubúnað. Samstæðan gjaldfærir leigugreiðslur vegna þessara leigusamninga línulega á leigutíma.
o)
Hagnaður á hlut Í ársreikningnum er sýndur grunnhagnaður á hlut og þynntur hagnaður á hlut fyrir almenna hluti í samstæðunni. Grunnhagnaður á hlut er reiknaður sem hlutfall afkomu, sem ráðstafað er til almennra hluthafa í samstæðunni, og vegins meðalfjölda útistandandi almennra hluta á árinu. Þynntur hagnaður á hlut er jafn grunnhagnaði þar sem samstæðan hefur ekki gert kaupréttarsamninga eða gefið út breytanleg skuldabréf.
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
88 88
SKÝRINGAR
33. p)
Mikilvægar reikningsskilaaðferðir, frh. Starfsþáttayfirlit Rekstrarstarfsþáttur er hluti samstæðunnar sem fæst við viðskipti og er fær um að afla tekna og stofna til gjalda, að meðtöldum tekjum og gjöldum vegna viðskipta við aðra hluta samstæðunnar. Afkoma allra starfsþátta samstæðunnar er reglulega yfirfarin af forstjóra til að ákvarða hvernig eignum hennar er skipt á starfsþætti og til að meta frammistöðu þeirra. Viðskipti milli starfsþátta eru verðlögð eins og um óskylda aðila væri að ræða. Rekstrarafkoma starfsþátta, eignir og skuldir þeirra samanstanda af liðum sem tengja má beint við hvern starfsþátt, auk þeirra liða sem hægt er að skipta skynsamlega niður á starfsþætti. Liðir sem ekki eru flokkaðir með einstökum starfsþáttum eru aðallega fjárfestingar og tengdar tekjur, lántökur og tengdur kostnaður, sameiginlegar eignir og tengdur kostnaður, auk frestaðs tekjuskatts. Fjárfestingar starfsþátta eru kaup á rekstrarfjármunum.
q)
Nýir reikningsskilastaðlar og túlkanir á þeim sem hafa ekki verið innleiddir Nokkrir nýir alþjóðlegir reikningsskilastaðlar gilda um fjárhagsár sem hefjast eftir 1. janúar 2021 og er heimilt er að beita fyrir gildistöku þeirra. Samstæðan hefur hins vegar ekki innleitt nýja eða breytta reikningsskilastaðla fyrir gildistíma við gerð þessara reikningsskila. Ekki er búist við að eftirfarandi breytingar á stöðlum og túlkunum muni hafa veruleg áhrif á reikningsskil samstæðunnar. – COVID-19-tengdar leiguívilnanir lengur en til 30. júní 2021 (Breyting á IFRS 16). – Árlegar endurbætur á IFRS stöðlum 2018–2020. – Rekstrarfjármunir: Tekjur áður en ætluð not hefjast (Breyting á IAS 16). – Tilvísanir í Hugtakaramma reikningsskila (Breytingar á IFRS 3). – Flokkun skulda í skammtímaskuldir og langtímaskuldir (Breytingar á IAS 1). – IFRS 17 og breytingar á IFRS 17 Vátryggingasamningar. – Skýringar um reikningsskilareglur (Breytingar á IAS 1 og Leiðbeinandi verklagi IFRS nr. 2). – Skilgreining reikningshaldslegs mats (Breytingar á IAS 8).
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Yfirlýsing um stjórnarhætti
89 89
Yfirlýsing um stjórnarhætti Inngangur Meginstarfsemi Rarik, móðurfélagsins, er rekstur dreifiveitu sem starfar skv. lögum nr. 65 frá 2003 og nær dreifiveitusvæðið til meginhluta landsins utan höfuðborgarsvæðisins, Vestfjarða og Reykjaness. Auk þess rekur Rarik fimm hitaveitur, jarðvarmaveitur í Búðardal, Blönduósi, Skagaströnd, Siglufirði og Höfn í Hornafirði og fjarvarmaveitu á Seyðisfirði. Framleiðsla og sala rafmagns er í höndum dótturfélagsins Orkusölunnar ehf. Rarik Orkuþróun ehf. hefur umsjón með einu erlendu verkefni og Ljós- og gagnaleiðari ehf. hefur umsjón með ljósleiðurum sem lagðir hafa verið með jarðstrengjum. Dótturfélögin eru alfarið í eigu Rarik. Helstu lög sem gilda um starfsemi Rarik eru raforkulög nr. 65/2003, orkulög nr. 58/1967 og lög um hlutafélög nr. 2/1995.
Stjórnarhættir Stjórn Rarik leitast við að viðhalda góðum stjórnarháttum og fylgir „Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja“ sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út og tóku gildi 1. júlí 2021. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á vefnum leidbeiningar.is. Stjórn setur sér starfsreglur, þar sem valdsvið hennar er skilgreint og verksvið gagnvart forstjóra. Núgildandi starfsreglur stjórnar voru staðfestar af stjórn þann 1. júlí 2021. Starfsreglur stjórnar eru aðgengilegar á heimasíðu Rarik.
Áhættustýring og innra eftirlit Hlutverk stjórnar samkvæmt starfsreglum er að setja markmið varðandi áhættur í starfseminni, ákveða mörk áhættutöku og byggja upp eftirlit með áhættum í rekstrinum, auk þess að fylgja eftir settum markmiðum. Áhættustefna Rarik var síðast endurskoðuð í júlí 2021. Í skýringu nr. 28 er gerð grein fyrir áhættustýringu vegna fjármálagerninga. Innra eftirlit Rarik felur í sér skilgreiningu á rekstri, stjórnun og hlutverki fyrirtækisins, markmiðasetningu, upplýsingasöfnun og yfirferð þeirra upplýsinga sem verða til í kerfum fyrirtækisins um starfsemi þess, verklag og árangur samkvæmt settum markmiðum. Brugðist er við frávikum og fengin reynsla er nýtt í þróun og endurskilgreiningar á starfseminni. Stjórn félagsins ákvað að framlengja samning við Deloitte um innri endurskoðun fyrir árin 2020 til 2023 en fyrirtækið hefur annast hana frá árinu 2015. Afkomumarkmið Rarik eru sett af stjórn fyrirtækisins. Mánaðarlega fer stjórn yfir rekstraryfirlit og stöðu í fjárfestingum, þar sem frávik frá áætlunum eru yfirfarin og skýrð. Framkvæmdaráð fundar að jafnaði vikulega en hlutverk þess er m.a. að fara yfir rekstur fyrirtækisins, fjárhagsáætlanir, uppgjör og stöðu fjárfestinga. Svæðisráð eru starfandi á hverju rekstrarsvæði og er því ætlað að samræma og samhæfa starfsemi innan svæðisins með heildarhagsmuni Rarik að leiðarljósi. Þannig er svæðisráðinu ætlað hafa eftirlit með árangri verkefna sem unnin hafa verið. Í handbók fyrirtækisins, sem er aðgengileg á innri vef þess, eru margvíslegar verklagsreglur til að tryggja gott eftirlit með rekstrarkostnaði. Sömuleiðis eru umfangsmiklar verklagsreglur um tekjuskráningu, m.a. með ferilskráningu mæla og afstemmingu sölukerfis og bókhalds. Þá eru ýmsar verklagsreglur þar sem kveðið er á um hvernig þeir, sem eru fjárhagslega ábyrgir fyrir þeim verkum sem unnið er að, sinni reglubundinni skráningu og eftirliti með kostnaði verkanna og beri ábyrgð á skilum þeirra til uppgjörs.
Stjórnskipulag Stjórnskipulag Rarik samanstendur af stjórn móðurfélags, stjórnum þriggja dótturfélaga og framkvæmdaráði móðurfélagsins. Starfsemi Rarik er skipt í fjögur svið auk Skrifstofu forstjóra en þau eru Fjármálasvið, Framkvæmdasvið, Rekstrarsvið og Tæknisvið. Þá hefur stjórn kosið Endurskoðunarnefnd en fer sjálf með hlutverk Starfskjaranefndar. Fjallað eru um samfélagslega ábyrgð og tengd málefni í viðaukanum Ófjárhagsleg upplýsingagjöf og er vísað til þeirrar umfjöllunar.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
90 90
Yfirlýsing um stjórnarhætti
Yfirlýsing um stjórnarhætti, frh.:
Stjórn Stjórn Rarik sinnir stefnumótun, eftirliti og töku meiriháttar ákvarðana í rekstri félagsins í samræmi við lagareglur sem gilda um stjórn félagsins. Stjórnin staðfestir rekstrar- og fjárfestingaáætlanir, fer með málefni félagsins og annast stjórnskipulag rekstrar þess og að starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Í stjórn Rarik eru fimm eftirtaldir aðalmenn, allir kosnir á aðalfundi: Birkir Jón Jónsson, Ásakór 3, Kópavogi, formaður stjórnar er fæddur á Siglufirði 24. júlí 1979. Stundaði nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og lauk MBA prófi frá sama skóla 2008. Var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 2000-2003, sat á Alþingi 2003-2013, í bæjarstjórn Fjallabyggðar 2006-2010 og á sæti í bæjarstjórn Kópavogs frá 2014. Í stjórn Íbúðalánasjóðs 20022006 og um árabil í stjórn Bridgesambands Íslands. Birkir Jón er í dag formaður bæjarráðs Kópavogs, situr í stjórn Sorpu bs. og í almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins. Hann var fyrst kosinn í stjórn Rarik ohf. árið 2014. Arndís Soffía Sigurðardóttir, Smáratúni, Hvolsvelli, varaformaður stjórnar. Hún er lögfræðingur og fædd árið 1978. Hún starfaði sem fulltrúi sýslumanns á Selfossi og síðar sýslumanns á Suðurlandi frá 2007 til 2020 þegar hún var skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum. Hún er eigandi fjölskyldufyrirtækisins Hótels Fljótshlíðar ásamt eiginmanni sínum Ívari Þormarssyni matreiðslumeistara. Hún sat í stjórn Byggðastofnunar árin 2009-2011 og í úrskurðarnefnd samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir frá 2010-2012. Hún var fyrst kosin í stjórn Rarik ohf. árið 2018. Valgerður Gunnarsdóttir, Hrísateigi 2, Húsavík, ritari stjórnar er fædd 1955. Hún er með BA-próf í íslenskum fræðum og almennum bókmenntum frá Háskóla Íslands, kennslu- og uppeldisfræði frá Háskólanum á Akureyri og Diplóma í stjórnun og forystu í skólaumhverfi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Er skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík og formaður stjórnar Minningarsjóðs Maríu Kristínar Stephensen. Situr í stjórn Hrauns í Öxnadal ehf. Var alþingismaður Norðausturkjördæmis 2013-2017 sat í fjárlaganefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og var formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Var jafnframt einn af varaforsetum Alþingis. Var fulltrúi í stjórnarskrárnefnd skipaðri af forsætisráðherra 2013-2016, átti sæti í Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2013-2016 og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs 2017 og var varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins 2016. Hún var fyrst kosin í stjórn Rarik ohf. árið 2018. Álfheiður Eymarsdóttir, Selfossbæir, Austurbær, Selfossi, meðstjórnandi, er fædd 1969. Hún er menntaður stjórnmálafræðingur frá HÍ og með Diplóma í alþjóðastjórnmálum og stjórnmálaheimspeki frá Edinborgarháskóla. Starfsferill spannar tölvur, tækni og sjávarútveg, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, hérlendis og um 10 ára skeið í Bretlandi. Hagsmunatengsl, seta í stjórnum o.þ.h.: Varabæjarfulltrúi Á-lista í sveitarfélaginu Árborg og varaformaður eigna- og veitunefndar sveitarfélagsins. Hún var fyrst kosin í stjórn Rarik ohf. árið 2017. Kristján L. Möller, Laugarvegi 25, Siglufirði meðstjórnandi, fæddur 1953. Próf frá Iðnskóla Siglufjarðar 1971 og kennarapróf frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1976. Ýmis námskeið á sviði félags- og íþróttamála í Noregi og Svíþjóð 1977-1982. Æskulýðs- og íþróttafulltrúi Siglufjarðar 1970-1974. Íþróttakennari í Bolungarvík 1976-1978. Íþróttafulltrúi Siglufjarðar 1978-1988. Verslunarstjóri í Rafbæ Siglufirði 1988-1990. Rak verslunina Siglósport 1990-1999. Bæjarfulltrúi á Siglufirði 1986-1998, forseti bæjarstjórnar 1986-1987, 1990-1994 og 1994-1998. Bæjarráðsmaður 1986-1990. Formaður veitusölunefndar Siglufjarðar 1991. Stjórnarmaður í Síldarverksmiðjum ríkisins 1986-1990. Í stjórn Þormóðs ramma Siglufirði 1982-1984. Í byggðanefnd forsætisráðherra 1998-1999. Alþingismaður Norðurlands vestra 1999-2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003-2016. Samgönguráðherra 2007-2009, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2009-2010. Var 3. varaforseti Alþingis 2010-2013 og 1. varaforseti 2013-2016. Sat í fjölda nefnda á Alþingi 1999-2016 og Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2003-2007. Ritstjóri: Neisti Siglufirði, málgagn siglfirskra jafnaðarmanna (síðan 1979). Hann var fyrst kosinn í stjórn Rarik ohf. árið 2018. Stjórn Rarik ohf. hélt 18 fundi á árinu 2021 og var mæting stjórnarmanna að meðaltali 94% á fundina. Stjórnin hefur metið hæfi sitt og teljast allir stjórnarmenn óháðir félaginu, stjórnendum þess og eiganda. Á árinu 2021 lagði stjórnin mat á störf sín sem m.a. var unnið með rafrænni könnun. Jafnframt var lagt mat á störf undirnefndar, þróun félagsins m.t.t. markmiða stjórnar, auk þess lagði stjórnin mat á störf forstjóra.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Yfirlýsing um stjórnarhætti
91 91
Yfirlýsing um stjórnarhætti, frh.:
Framkvæmdaráð og dótturfélög Tryggvi Þór Haraldsson er forstjóri Rarik. Hann er rafmagnsverkfræðingur og fæddur 1956. Hann hóf störf hjá Rarik 1980, var m.a. deildarstjóri á áætlanadeild, síðan á rafeindadeild og svo yfirverkfræðingur rafeinda- og mæladeildar. Var umdæmisstjóri hjá Rarik á Norðurlandi eystra í 10 ár, en hefur verið forstjóri Rarik frá 1. október 2003. Hann situr nú í framkvæmdaráði Rarik og er formaður stjórna þriggja dótturfélaga Rarik: Orkusölunnar ehf., Rarik Orkuþróunar ehf. og Ljós- og gagnaleiðara ehf. Hann hefur í gegnum tíðina setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja á almennum markaði, m.a. sem stjórnarformaður. Hann hefur engin hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila eða fulltrúa eiganda Rarik. Pétur Einir Þórðarson var aðstoðarforstjóri og sat í Framkvæmdaráði Rarik, en hætti störfum í lok árs 2021 eftir 44 ára starf hjá fyrirtækinu. Helga Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og situr í framkvæmdaráði Rarik. Ólafur Hilmar Sverrisson er framkvæmdastjóri fjármálasviðs og situr í framkvæmdaráði Rarik. Ómar Imsland er framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs og situr í framkvæmdaráði Rarik. Tryggvi Ásgrímsson er framkvæmdastjóri tæknisviðs og situr í framkvæmdaráði Rarik. Magnús Kristjánsson er framkvæmdastjóri Orkusölunnar, sem er dótturfélag Rarik. Í dótturfélögunum Rarik Orkuþróun ehf. og Ljós- og gagnaleiðara ehf. er ekki starfandi sérstakur framkvæmdastjóri.
Endurskoðunarnefnd Endurskoðunarnefnd Rarik var kosin af stjórn þann 24. mars 2021 og í henni sitja: Sigurður Þórðarson, endurskoðandi, formaður, Valgerður Gunnarsdóttir, ritari stjórnar Rarik og Kristján L. Möller, stjórnarmaður í stjórn Rarik. Endurskoðunarnefnd Rarik hefur sett sér starfsreglur sem samþykktar eru af stjórn Rarik. Nefndin starfar í samræmi við ákvæði laga um ársreikninga, lög nr. 3/2006. Nefndin hélt 9 fundi á árinu 2021, sem allir nefndarmenn mættu á. Auk þess átti nefndin fundi með stjórn Rarik og stjórn Orkusölunnar. Endurskoðunarnefnd skal leggja tillögur sínar fyrir stjórn Rarik og upplýsir stjórn um störf sín að minnsta kosti tvisvar á ári. Starfsreglur nefndarinnar eru birtar á heimasíðu Rarik.
Starfskjaranefnd Stjórn Rarik fer með hlutverk starfskjaranefndar og var haldinn einn fundur á árinu 2021 þar sem fjallað var um starfskjarastefnu félagsins. Starfskjarastefna er kynnt á aðalfundum félagsins og er aðgengileg á heimasíðu Rarik.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
92 92
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf Inngangur Yfirlit yfir ófjárhagslega upplýsingagjöf RARIK ohf. til samræmis við 66. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga.
Lýsing á viðskiptalíkani RARIK ohf. Tilgangur félagsins er að framleiða, dreifa og eiga viðskipti með raforku og varmaorku í samræmi við ákvæði raforkulaga nr. 65/2003 og orkulaga nr. 58/1967 vegna hitaveitna, hvort heldur er í heildsölu eða smásölu, ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins, sbr. lög nr. 25/2006 og 3. grein samþykkta fyrir RARIK. Meginþungi starfseminnar felst í dreifingu raforku um eigið dreifikerfi til viðskiptavina, en auk þess rekur fyrirtækið jarðvarmaveitur í Búðardal, á Blönduósi og Skagaströnd, á Siglufirði og á Höfn í Hornafirði og Nesjum, ásamt rafkyntri fjarvarmaveitu á Seyðisfirði. Með tilkomu nýrra orkulaga var stofnað sérstakt dótturfélag, Orkusalan ehf., um framleiðslu og sölu raforku á vegum fyrirtækisins. Orkusalan ehf. tók til starfa í ársbyrjun 2007 og starfrækir sex virkjanir: Búðarár-, Grímsár-, Lagarfoss-, Rjúkanda-, Skeiðsfoss- og Smyrlabjargaárvirkjun. Þróun og uppbygging orkukerfa er hjá öðru dótturfélagi; RARIK orkuþróun ehf. (stofnað 2008) og þriðja dótturfélagið Ljós- og gagnaleiðari ehf. (stofnað 2009) hefur umsjón með ljósleiðurum sem lagðir hafa verið með jarðstrengjum.
Eignarhald og rekstrarform RARIK samstæðan er eign ríkisins og rekið sem fjárhagslega sjálfstætt opinbert hlutafélag. Fjármálaráðherra fer með eignarhlut í félaginu fyrir hönd ríkisins. RARIK hefur einkaleyfi á sölu raforkudreifingar á Íslandi að undanskildu höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Árborg og Vestfjörðum.
Lagaumhverfi Helstu lög sem gilda um starfsemi RARIK eru raforkulög nr. 65/2003, orkulög nr. 58/1967 og lög um hlutafélög nr. 2/1995, með áorðnum breytingum. Starfsemi Orkusölunnar heyrir undir ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005.
Tekjumörk dreifiveitna Gjaldskrá móðurfélagsins RARIK, tekjur og rekstrarkostnaður eru undir eftirliti Orkustofnunar sem úthlutar tekjumörkum – heimiluðum tekjum (sbr. raforkulög nr. 65/2003). Tekjumörk eru hámark leyfilegra árlegra tekna flutningsfyrirtækis og dreifiveitna til að mæta kostnaði og eru sett til fimm ára en uppfærð árlega.
Hlutverk og stefna Hlutverk og kjarnastarfsemi RARIK veitir heimilum og fyrirtækjum veituþjónustu á sviði raforku og hitaveitu sem er ein forsenda búsetu og lífsgæða á starfssvæði félagsins.
Stefna Stefnt er að því að styrkja þjónustunet félagsins þar sem áhersla er á áreiðanlegt dreifikerfi og öflugar starfsstöðvar sem geta veitt víðtæka þjónustu. Félagið er opið fyrir tækifærum til vaxtar og þróunar sem falla að kjarnastarfsemi þess og/eða geta skapað aukna hagkvæmni.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
93 93
Hlutverk og stefna, frh.: Megináherslur Stefna RARIK byggist á tilteknum grunnstoðum sem móta megináherslur í rekstri og þróun félagsins til þess að standa við hlutverk og meginmarkmið í bráð og lengd: •
Hagkvæmur rekstur sem miðar að því að hámarka nýtingu á eignum, mannauði og aðföngum, tryggja sveigjanleika til þess að takast á við álagspunkta ásamt samræmi og gegnsæi í rekstri og þjónustu með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Skilvirk og örugg þjónusta sem einkennist af einsleitu þjónustuviðmóti ásamt góðri svörun og eftirfylgni þar sem hagkvæmni, gæði og öryggi er í fyrirrúmi.
•
Skilvirk og örugg þjónusta sem einkennist af einsleitu þjónustuviðmóti ásamt góðri svörun og eftirfylgni þar sem hagkvæmni, gæði og öryggi er í fyrirrúmi.
•
Fyrirmynd í framsæknum lausnum í tækni og umhverfismálum ásamt góðu samstarfi við fræðasamfélög á starfssviði félagsins.
•
Eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti er tryggt og hæfileikar starfsmanna nýtast að fullu í fjölskylduvænu og hvetjandi vinnuumhverfi.
Stjórnarhættir Stjórnskipulag RARIK ohf. nær til allrar starfsemi fyrirtækisins og byggist á forsendum samstæðuskipulags. Aðalfundur kýs fimm menn í stjórn og tvo til vara. Forstjóri hefur á hendi daglega stjórn RARIK samstæðunnar í umboði stjórnar.
Spillingar og mútumál RARIK gegnir mikilvægu þjónustuhlutverki og leggur áherslu á heiðarleika og ábyrgð í allri starfsemi sinni gagnvart viðskiptavinum og samfélaginu sem fyrirtækið starfar í. Þjónusta fyrirtækisins skal grundvallast á trausti og fagmennsku og einkennast af öryggi, vönduðum vinnubrögðum, sanngirni og heilindum í öllum samskiptum. Gerð er krafa um heilbrigða viðskiptahætti, löghlýðni og virðingu fyrir umhverfinu, bæði í öllu starfi innan fyrirtækisins og gagnvart samstarfsaðilum. Ólögmæt og/eða ótilhlýðileg háttsemi er ekki liðin. Starfsmenn og stjórn RARIK forðast persónulega hagsmunaárekstra og ber að vekja athygli á því af fyrra bragði ef afgreiðsla mála á þeirra borði varða þeirra eigin hagsmuni. Starfsmenn RARIK skulu leita samþykkis fyrirtækisins hyggist þeir taka að sér aðra launaða vinnu, taka þátt í atvinnurekstri eða sitja í stjórn fyrirtækis, samtaka eða sveitarfélags. Til staðar er skilgreint verklag við uppljóstrun starfsmanna um lögbrot eða ámælisverða háttsemi til samræmis við lög um vernd uppljóstrara nr. 40/2020 og gátt á innri vef fyrirtækisins fyrir ábendingar þessa efnis. Ákvæði um keðjuábyrgð eru í öllum útboðsgögnum RARIK. Á árinu 2021 var innkaupastefna RARIK rýnd sem og kröfur fyrirtækisins til birgja þess með birtingu siðareglna fyrir birgja RARIK. Í siðareglunum er meðal annars kveðið á um vinnuumhverfi, mannréttindi og umhverfismál.
Persónuvernd Markmið persónuverndarstefnu RARIK er að tryggja að meðhöndlun RARIK á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. RARIK heyrir undir ákvæði laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og hefur því skilaskyldu gagnvart Þjóðskjalasafni Íslands.
Sjálfbærni Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru samþætt og mynda jafnvægi milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Á árinu 2021 var aðgerðaráætlun RARIK í loftslagsmálum tilkynnt á listann. Á árinu birti RARIK jafnframt í fyrsta sinn sjálfbærniyfirlit fyrirtækisins á vef þess.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
94 94
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
Félagslegir þættir Mannréttindi Mannréttindi skulu ávallt vera í fyrirrúmi og hvers konar ójöfnuður eða mismunun verður ekki liðin í starfsemi fyrirtækisins, hvort sem er inn á við eða út á við. Ekki er gefin út sérstök mannréttindastefna til viðbótar við þær reglur sem þegar eru til staðar og er ætlað að tryggja mannréttindi allra aðila sem koma að starfsemi RARIK.
Starfsmannatengd mál RARIK er með samþykkta starfsmannastefnu og jafnréttisstefnu, auk launa- og jafnlaunastefnu. Fyllsta jafnréttis skal ávallt gætt í starfsemi fyrirtækisins, óháð kyni. Hvers konar mismunun á forsendum kynferðis er í andstöðu við jafnréttisstefnu RARIK. Jafnlaunakerfi RARIK var vottað 1. maí 2021. Samkvæmt launagreiningu eru konur með 3,14% hærri grunnlaun. Heildartekjur karla eru 23% hærri en kvenna hjá RARIK. Þetta skýrist að mestu af tímamældri yfirvinnu og bakvöktum vinnuflokka fyrirtækisins sem sjá um viðgerðir og breytingar á dreifikerfinu. Við það starfa nær eingöngu karlar og ef tímamæld yfirvinna og bakvaktir þeirra er tekin út mælist kynbundinn munur heildartekna 2,65% konum í óhag. Starfsmenn RARIK eru grunnstoð fyrirtækisins og gagnkvæm virðing og samvinna leggur bæði grunninn að árangursríku samstarfi þeirra og farsælli úrlausn verkefna. Ábyrgð á eigin verkum og fagleg vinnubrögð eru í fyrirrúmi auk þess sem öryggis skal gætt í öllum störfum. Starfsmenn skulu leitast við að vanda sig bæði til orða og athafna og gæta þess að samskipti einkennist af heiðarleika, umburðarlyndi og gagnkvæmri virðingu. Hvers konar einelti og mismunun er okkur ekki samboðin og verður ekki liðin. Á árinu 2021 var gerð viðhorfskönnun meðal starfsmanna RARIK til vinnuumhverfis, hvað vel er gert og hvað megi betur fara, auk þess var niðurstöðum fyrri viðhorfkönnunar fylgt eftir.
Covid 19 Covid-19 hafði ekki mikil áhrif á rekstur RARIK á árinu 2021. Tafir urðu þó á afhendingu ýmiss búnaðar og sér í lagi í tengslum við verkefni RARIK um snjallmælavæðingu orkumæla. Auk þess varð hækkun á verði hjá birgjum. Fyrirkomulag vinnu tók mið af reglum um fjöldatakmarkanir og takmarkanir voru á aðgengi viðskiptavina og annarra að starfsstöðvum fyrirtækisins.
Umhverfi RARIK ohf. hefur samþykkta umhverfisstefnu. Varúð skal sýnd í allri umgengni þegar gengið er til verka og þess gætt að valda ekki spjöllum á náttúru landsins, mannvirkjum og sögulegum minjum. Stefna RARIK í umhverfismálum kveður m.a. á um að verndun umhverfisins skuli ávallt höfð í fyrirrúmi við hönnun og mat á framkvæmdum og þjónustu á vegum fyrirtækisins og að hönnun og framkvæmdir skulu miða að því að valda sem minnstri röskun á umhverfinu og lífríki þess. Ekki urðu mengunarslys í starfsemi RARIK árið 2021.
Losun gróðurhúsalofttegunda Móðurfélag RARIK keypti rúmlega 857 þúsund lítra af jarðefnaeldsneyti á árinu 2021, sem er um 78 þúsund lítrum meira en árið 2020. SF6 fór jafnframt af einum rofa hjá RARIK, samtals 4,06 kg. Kolefnislosun jókst því úr 2.118 tonnum 2020 í 2.427 tonn árið 2021. Nánari upplýsingar um kolefnisspor RARIK eru í megintexta ársskýrslunnar. Á árinu 2021 var unnið að yfirferð á sorpflokkun hjá RARIK. Fyrirtækið flokkar um 92% sorps sem til fellur í starfseminni og voru tillögur vinnuhóps starfsmanna um að auka flokkun sorps í 95% árið 2025 samþykktar í desember 2021, ásamt endurskoðaðri umhverfisstefnu fyrirtækisins. Orkusalan keypti rúmlega 7 þúsund lítra af jarðefnaeldsneyti á árinu 2021 og var kolefnislosun vegna þessa þáttar um 20 tonn, en heildarlosun félagsins var 31 tonn. Þessa losun má fyrst og fremst rekja til olíunotkunar á bíla og tæki fyrirtækisins, ásamt notkun rafstöðva í virkjunum. Losun frá lónum fellur einnig undir umfang 1 en í lok árs 2019 fékk Orkusalan Landbúnaðarháskóla Íslands til þess að mæla losun lóna hjá Orkusölunni. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að ekkert loft safnaðist í safnarana yfir það tímabil sem þeir voru í lóninu, hvorki metan né aðrar gastegundir.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
95 95
Félagslegir þættir, frh.: Aðgerðaráætlun RARIK í loftslagsmálum Stefna RARIK er að vera traust og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem er til fyrirmyndar í umhverfismálum og hefur fyrirtækið sett sér markmið um að hafa helmingað kolefnisspor sitt árið 2030 miðað við 2020. Það sem út af stendur er kolefnisjafnað með kaupum á kolefniseiningum þannig að fyrirtækið teljist kolefnishlutlaust. Stefna, markmið og aðgerðaráætlun RARIK í loftslagsmálum var samþykkt í stjórn RARIK á vordögum 2021 og kolefnisspor fyrirtækisins árið 2020 var kolefnisjafnað árið 2021. Sjá nánari upplýsingar í ársskýrslu. Upplýsingar um árangur aðgerða eru reglulega kynntar stjórn og framkvæmdaráði, sem jafnframt samþykkja breytingar sem þarf til að áætlaður árangur náist. Dótturfélag RARIK, Orkusalan, hefur sett sér stefnu um kolefnishlutleysi og hefur rekstur fyrirtækisins frá árinu 2019 verið kolefnishlutlaus. Aðgerðaráætlun Orkusölunnar í loftlagsmálum snýst fyrst og fremst um að fylgja kolefnishlutleysi eftir frá ári til árs ásamt því að draga úr losun og auka mótvægisaðgerðir Orkusölunnar.
Ófjárhagslegir frammistöðuvísar og lykilmælikvarðar Markmiðasetning fyrirtækisins Markmið fyrirtækisins eru bæði fjárhagsleg, sem og tengd gæðum þjónustunnar. Stjórn RARIK setur fyrirtækinu fjárhagsleg markmið sem fram koma í áætlanagerð RARIK, auk þess að samþykkja rekstraráætlun og fjárfestingaáætlun hvers árs. Fyrirtækið er jafnframt háð ákvæðum eftirlitsaðila um þjónustu og frammistöðu og hefur sett sér markmið um kennistærðir raforku, um spennugæði til samræmis við ákvæði þar um, sem og um orkumæla í notkun. Loks má nefna markmið og áætlanir jafnlaunakerfisins, markmið um kolefnishlutleysi RARIK og um flokkun úrgangs, auk markmiða um upplýsingaöryggi. Á árinu 2021 birti RARIK í fyrsta sinn frammistöðuvísa fyrirtækisins í umhverfismálum á vef þess.
Upplýsingagjöf Opinber birting skal byggjast á réttum og skýrum upplýsingum til viðskiptavina um þjónustu fyrirtækisins, um leið og tryggð er greið og rekjanleg leið til að afgreiða fyrirspurnir og ábendingar um það sem betur má fara og fulls trúnaðar gætt um viðskiptahagsmuni. Viðskiptavinum er tryggður réttur til úrvinnslu kvartana í reglugerð nr. 1048/2004 og hefur Orkustofnun eftirlit með framkvæmd þeirrar úrvinnslu, ásamt því að vera úrskurðaraðili í ágreiningsmálum.
Úttektir og innra eftirlit Öryggisstjórnun raforkuvirkja – öryggi mannvirkja, starfsmanna, almennings og umhverfis Öryggisstjórnun raforkuvirkja er skv. lögum nr. 146/1996 og reglugerð um raforkuvirki nr. 678/2009 með áorðnum breytingum. Öryggisstjórnun RARIK er árlega tekin út af skoðunarstofu skv. ákvæðum laga þar um. Nánari upplýsingar um öryggismál á árinu 2021 eru í megintexta ársskýrslunnar.
Áreiðanleiki veitumæla – öryggi viðskiptahátta og hagsmunir neytenda Mælifræðilegt eftirlit með orkumælum er skv. lögum nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og reglugerðum nr. 1061/2008 og nr. 1062/2008 um mælifræðilegt eftirlit með raforku- og vatnsmælum. Innra eftirlit með veitumælum er árlega tekið út af skoðunarstofu skv. ákvæðum laga þar um.
Raforkugæði – afhendingaröryggi og spennugæði Tekið er á afhendingaröryggi og spennugæðum hjá dreifiveitum í núverandi raforkulögum og í reglugerð nr. 1048/2004 um gæði raforku og afhendingaröryggi. Stjórnun raforkugæða er reglulega tekin út af skoðunarstofu skv. ákvæðum laga þar um. Upplýsingar um truflanir í dreifikerfinu á árinu 2021, skerðingar til notenda og stuðla um afhendingargæði eru í megintexta ársskýrslunnar.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
96 96
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
Úttektir og innra eftirlit, frh.: Upplýsingaöryggi – réttar og tiltækar upplýsingar Stjórnkerfi upplýsingaöryggis byggist á ISO 27001 staðlinum. Á árinu 2020 var stjórnkerfi upplýsingaöryggis RARIK rýnt og uppfært til samræmis við lög nr. 78/2019 um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða. Árið 2021 var viðbragðsáætlun vegna upplýsingavár rýnd og endurútgefin til samræmis við reglugerð nr. 866/2020 um öryggi net- og upplýsingakerfa rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu.
Endurskoðunarnefnd Samkvæmt starfsreglum endurskoðunarnefndar RARIK, frá 27. júní 2013, hefur nefndin m.a. eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila, sem og eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits RARIK, innri endurskoðun og áhættustýringu. Nefndin fundar reglulega og upplýsir stjórn RARIK a.m.k. tvisvar á ári um störf sín og skilar til stjórnar árlegri skýrslu, þar sem m.a. er fjallað um hugsanlega veikleika í innra eftirliti í vinnuferli við gerð reikningsskila. Árlega er jafnframt gerð innri endurskoðun hjá RARIK skv. alþjóðlegum stöðlum IIA, Alþjóðasamtaka innri endurskoðenda.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
97 97
Sjálfbærniyfirlit ESG
Mælikvarði
2019
2020
2021
Athugasemdir
GRI
ESG-E01
ESG:E1.1 Losun gróðurhúsalofttegunda, umfang 1, móðurfélag RARIK
2.790 tonn CO2 ígilda
2.118 tonn CO2 ígilda
2.427 tonn CO2 ígilda
Sjá skýringar í ársskýrslu RARIK 2021
305-1
ESG-E01
ESG:E1.1 Losun gróðurhúsalofttegunda, umfang 1, Orkusalan
28 tonn CO2 ígilda
31 tonn CO2 ígilda
Umfjöllun á vef Orkusölunnar
305-1
ESG-E02
ESG:E2 Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda, umfang 1, móðurfélag RARIK
2,29 gCO2e/ dreifð kWst
1,75 gCO2e/ dreifð kWst
1,98 gCO2e/ dreifð kWst
Ársskýrsla RARIK 2021
305-4
ESG-E02
ESG:E2 Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda, umfang 1, Orkusalan
0,05 gCO2e/ framleidda kWst
0,11 gCO2e/ framleidda kWst
0,08 gCO2e/ framleidda kWst
ESG-E03
ESG:E3.2 Orkunotkun - heildar raforkunotkun, umfang 2, móðurfélag RARIK
124 GWst
140 GWst
102 GWst
ESG-E03
ESG:E3.2 Orkunotkun - heildar raforkunotkun, umfang 2, Orkusalan
ESG-E04
ESG:E4 Orkukræfni, móðurfélag RARIK
ESG-E05
ESG:E5 Samsetning orku, umfang 2
ESG-E06
ESG:E6.1 Vatnsnotkun heildarvinnsla úr holum m3
ESG-E07
Umhverfi
305-4
Ársskýrsla RARIK 2021
0,4 GWst
302-2
302-2
0,1 notuð/ dreifð kWst
0,12 notuð/ dreifð kWst
0,08 notuð/ dreifð kWs
Ársskýrsla RARIK 2021
302-3
100% endurnýjanleg orka
100% endurnýjanleg orka
100% endurnýjanleg orka
Ársskýrsla RARIK 2021
302-1
2.289.493
2.310.010
3.110.282
Vatnsnotkun hitaveitu
303-5
ESG:E7.1 Umhverfisstarfsemi
ST 02.01.02
ST 02.01.02
ST 02.01.02 og ST 02.01.17
Umhverfisstefna og loftslags stefna RARIK á vef fyrirtækisins
103-2
ESG-E08
ESG:E8 Loftslagseftirlit/stjórn
Nei
Já
Já
Aðgerðaráætlun RARIK í loftslagsmálum á vef fyrirtækisins
102-19
ESG-E09
ESG:E9 Loftslagseftirlit/ stjórnendur
Nei
Já
Já
Aðgerðaráætlun RARIK í loftslagsmálum á vef fyrirtækisins
102-19
ESG-E10
ESG:E10 Mildun loftslagsáhættu
2.090.574.011
2.580.234.344
2.563.580.208
Strengvæðing og styrking kerfis
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
98 98
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
ESG
Mælikvarði
2019
2020
2021
Athugasemdir
GRI
ESG-G01
ESG:G1.1 Kynjahlutfall í stjórn
Konur 60% Karlar 40%
Konur 60% Karlar 40%
Konur 60% Karlar 40%
Óbreytt frá fyrra ári
405-1
ESG-G02
ESG:G2.1 Óhæði stjórnar
Sjá Reglur RARIK
Sjá Reglur RARIK
Sjá Reglur RARIK
Reglur RARIK ohf. um hlutverk og framkvæmd starfs stjórnar félagsins, á vef fyrirtækisins
102-23
ESG-G03
ESG:G3 Kaupaukar
Nei
Nei
Nei
Starfskjarastefna RARIK á vef fyrirtækisins
102-35
ESG-G04
ESG:G4 Kjarasamningar
100%
100%
100%
Allir almennir starfsmenn RARIK heyra undir kjarasamninga
102-41
ESG-G05
ESG:G5.1 Siðareglur birgja
Nei
Nei
Já - ST 08.02.03
Siðareglur birgja RARIK á vef fyrirtækisins
102-16
ESG-G06
ESG:G6.1 Siðferði og aðgerðir gegn spillingu
ST 01.02.00.04
ST 01.02.00.04
ST 01.02.00.04
Siðareglur RARIK á vef fyrirtækisins
102-16
ESG-G07
ESG:G7.1 Persónuvernd
ST 02.01.15
ST 02.01.15
ST 02.01.15
Persónuverndar stefna RARIK á vef fyrirtækisins
418
ESG-G08
ESG:G8.1 Sjálfbærniskýrsla
Já
Já - Sjálfbærni yfirlit RARIK
Ársreikningur RARIK og sjálfbærniyfirlit RARIK á vef fyrirtækisins
ESG-G09
ESG:G9.1 Starfsvenjur við upplýsingagjöf
Já
Já
Ársskýrsla RARIK
ESG-G09
ESG:G9.2 Starfsvenjur við upplýsingagjöf
Já
Já
Heimasíða verkefnisins: Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun
ESG-G09
ESG:G9.3 Starfsvenjur og upplýsingagjöf
Já
Já
Aðgerðaráætlun RARIK í loftslagsmálum á vef fyrirtækisins
ESG-G10
ESG:G10 Gögn tekin út/ sannreynd af ytri aðila
Nei
Nei
Úttektarskýrslur – skýrslurnar eru ekki birtar opinberlega
Stjórnarhættir
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
Nei
102-56
Ófjárhagsleg upplýsingagjöf
ESG
Mælikvarði
2019
2020
2021
Athugasemdir
GRI
1,93
2,01
Árskýrsla 2021
102-38
99 99
Félagslegir þættir ESG-S01
ESG:S1 Launahlutfall forstjóra
ESG-S02
ESG:S2 Launamunur kynja
Kynbundinn Kynbundinn launamunur: launamunur: 2,91% konum í 2,65% konum í óhag óhag
405-2
ESG-S03
ESG:S3.1 Starfsmannavelta
6,70%
10,70%
6,03%
401-1b
ESG-S04
ESG:S4.1 Kynjafjölbreytni – kynjahlutfall starfsmanna móðurfélag
Konur 20% Karlar 80%
Konur 19% Karlar 81%
Konur 19% Karlar 81%
102-8
ESG-S03
ESG:S4.1 Kynjafjölbreytni – kynjahlutfall starfsmanna Orkusalan
Konur 44% Karlar 56%
102-8
ESG-S04
ESG:S4.3 Kynjafjölbreytni – kynjahlutfall stjórnenda móðurfélag
Konur 21% Karlar 79%
405-1
ESG-S04
ESG:S4.3 Kynjafjölbreytni – kynjahlutfall stjórnenda Orkusalan
Konur 40% Karlar 60%
405-1
ESG-S05
ESG:S5.1 Hlutfall tímabundinna starfskrafta
3,60%
5,03%
102-8
ESG-S06
ESG:S6 Aðgerðir gegn mismunun
ST 02.01.16
ST 02.01.16
Launa- og jafnlaunastefna RARIK, aðgengileg á vef fyrirtækisins
103-2
ESG-S06
ESG:S6 Aðgerðir gegn mismunun
ST 02.02.06
ST 02.02.06
Jafnréttisáætlun RARIK, aðgengileg á vef fyrirtækisins
103-2
ESG-S06
ESG:S6 Aðgerðir gegn mismunum
ST 03.01.07
ST 03.01.07
ST 03.01.07
Aðgerðaráætlun gegn einelti, ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni
103-2
ESG-S07
ESG:S7 Vinnuslysatíðni
Alvarleg slys: 0,010
Alvarleg slys: 0,005
Alvarleg slys: 0,005
ESG-S08
ESG:S8 Hnattræn heilsa og öryggi
ST 02.01.04
ST 02.01.04
ST 02.01.04
Öryggishandbók RARIK á vef fyrirtækisins
103-2
ESG-S09
ESG:S9 Barna- og nauðungarvinna
ST 08.02.03
Siðareglur birgja RARIK á vef fyrirtækisins
103-2
ESG-S10
ESG-S10.1 Mannréttindi
ST 01.02.00.04
Siðareglur RARIK á vef fyrirtækisins
103-2
Konur 20% Karlar 80%
ST 02.01.16
ST 01.02.00.04
Konur 21% Karlar 79%
ST 01.02.00.04
403-9
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
100 100
ENGLISH SUMMARY
The Company RARIK (Iceland State Electricity) was founded in April 1946 and started operations in January 1947. Its function and main responsibility through the years has been the electrification of most parts of Iceland, particularly the rural areas. The main tasks being to procure, distribute and sell electricity in its operating area and thus provide and create added value to its customers. By devoting its energy to building an electric power transmission and distribution system for the country’s rural as well as urban areas, RARIK has played an important role in the development of individual regions in the country. Electrical and industrial development went hand in hand in Iceland. RARIK played the principal role in the electrification of Iceland’s rural areas and now provides electricity via the grid system to around 60 population centres around Iceland. Its distribution network covers around 80-90% of the country’s inhabitated areas and serves approximately 15% of the population. The length of the high voltage distribution network is ca 9,458 km and although originally all high voltage distribution was via overhead power lines, by end of 2021 72% of the lines had been replaced with underground cables. Following the passage of a new Icelandic Electricity Act in 2003 a number of significant changes took place in the field of energy production, transportation, distribution and sales. In accordance with the new act an independent company, Landsnet hf, began operation on the 1st of January 2005. This company was created to organize the transmission of electric power between different parts of Iceland and to its largest population centres. RARIK owns a 22.5% share in Landsnet hf. The new act also meant that consumers were able to choose an electricity supplier, and thereby competition was initiated in the field of electricity sales in Iceland. In accordance with the new act, RARIK was incorporated in July 2006, and this limited company took over all activities of the State Electric Power Works as off the 1st of August 2006 – just 60 years after Parliament adopted the act on the Establishment of the State Electric Power Works. RARIK’s operations were divided at the beginning of the year 2007 into its concessioned activities, which are operated by the parent company RARIK ohf., and its competitive business activities, which were transferred to a subsidiary Orkusalan ehf. The subsidiary, Orkusalan ehf, produces, buys and sells electricity to homes, businesses and institutions throughout the country and is 100% owned by RARIK. In 2008 a new subsidiary was established, RARIK Energy Development Ltd (RED), also 100% owned by RARIK. The main task of this subsidiary is energy research and development, both domestic and abroad. In addition, RARIK owns and operates five hotwater supply utilities. Until December 2020 there were three geothermal utilities and two district heating ones, but as of late December the district heating utility in Hofn was replaced by a new geothermal utility. The number of employees of RARIK and subsidiaries at the end of 2021 was 227.
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
ENGLISH SUMMARY
101 101
Finances The RARIK Group’s operations in 2021 were in line with projections. Revenue from distribution was higher than in the previous year, while revenue from electricity sales decreased from the previous year, and operating expenses increased between years by 3%. Operating profit before financial items increased by 4% from the previous year. Financial items were similar to those of 2020. The company’s profit from regular operations was almost ISK 200 million higher than the year before. The effect of the RARIK‘s associated company was positive in the year 2021. Profit for the year after tax was around ISK 2.1 billion, which is an increase of 18% from 2020.
Operations Revenues from distribution increased and exceeded projections. Connection fees were also considerably higher than in the previous year while revenues from electricity sales decreased. Total income was therefore slightly above projections. Operating profit for the year 2021 was ISK 2.1 billion, which is almost 13% of the turnover for the year. Operating profit before depreciation, financial items, and taxes (EBITDA) was about 34% of turnover, or ISK 5.6 billion. At the beginning of 2021, the distribution tariff was increased by 2.8%. The income authorisations of the distribution are not fully utilized, neither in urban nor rural areas. The prices of most RARIK district heating companies changed during the year, first at the beginning of the year by 3.5% and again in October by 5%. Orkusalan lowered the general electricity sales rate by 1.2% at the beginning of the year. The Group’s total operating income for the year was ISK 16.7 billion, which is an increase of 3% from the previous year. Operating expenses were ISK 13.8 billion, which is an increase of 3% from 2020. Financial expenses in excess of financial income for the year, net financial expenses, were just under ISK 1.6 billion, which is about 6.8% of interest-bearing debt at the end of the year. The operating results for the year 2021, before taxes and the effect of the associated company, is positive to the tune of ISK 1.4 billion, which is a better result than in 2020. The effect of RARIK’s associated company, Landsnet, was positive by ISK 1,018 million. Profit for the year, taking income tax into account, was ISK 2.1 billion. RARIK’s share in translation differences or exchange rate differences, which is created when translating Landsnet’s accounts into Icelandic krónur, was ISK 323 million. Including the effects of the revaluation of power plants and the change in the revaluation of the associated company, which totals ISK 1.8 billion, the total comprehensive income for the year 2021 was ISK 4.2 billion. This can be seen in the statement of comprehensive income for the year 2021 that accompanies the income statement.
Financial Position RARIK’s total assets according to the balance sheet were ISK 83.5 billion, liabilities at the end of the year were ISK 29.8 billion, so equity is ISK 53.7 billion and the equity ratio is 64%. The current ratio at the end of the year was 0.9. Investment in 2021 amounted to ISK 5.3 billion, while in comparison the investment was ISK 7.5 billion in the previous year. The main part of the investment was due to the renewal of the distribution system, but also the distribution system for the district heating system for Höfn in Hornafjörður was completed. Investment in utility systems during the year amounted to almost ISK 5 billion and investment in power plants was around ISK 200 million. Return on equity was around 4% in 2021. At the end of the year, foreign loans were just over 11% of interest-bearing debt.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
102 102
ENGLISH SUMMARY
Outlook for 2022 The prospects for RARIK’s operations in 2022 are good. Profit from the company’s operations due to the effects of the associated company and taxes are expected to be similar to what it was in 2021. The investment schedule for 2022 assumes more investments than in 2021.
KEY FIGURES FROM OPERATIONS ISK
2021
2020
2019
Operating revenues
mkr
16,748
16,268
16,777
Operating expenses
mkr
13,830
13,470
13,276
Operating profits
mkr
2,918
2,798
3,501
Financial income (fin,expenses)
mkr
-1,553
-1,612
-1,059
Impact of associated company
mkr
1,018
832
770
Profits before taxes
mkr
2,383
2,018
3,212
Income tax
mkr
-273
-237
-486
Profits before taxes
mkr
2,110
1,781
2,726
Total assets
mkr
83,469
78,854
68,306
Equity
mkr
53,652
49,722
43,926
Liabilities
mkr
29,817
29,132
24,380
Cash from operating activities
mkr
4,570
4,303
4,307
Interest expenses paid
mkr
740
689
734
EBITDA
mkr
5,649
5,271
5,740
7,63
7,65
7,82
64.3%
63.1%
64.3%
Population of distribution area
55,839
55,507
53,523
Customers, meters (electricity)
46,603
42,608
44,223
Interest coverage Equity ratio
Distribution of electricity
GWh
1,223
1,213
1,219
per capita,
kWh
21,902
21,853
22,775
km
9,458
9,357
9,342
High Voltage System
2021 – ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF
103 103
Bráðabirgðastrengur lagður utan á brúna yfir Jökulsá á Sólheimasandi.
ÁRSSKÝRSLA RARIK OHF – 2021
SKAMMSTAFANIR OG SKÝRINGAR kV
= kílóvolt
ISK
= Icelandic crowns
kW
= kílówatt
mkr
= million Icelandic crowns
MW
= megawatt = 1.000 kW
h
= hour
kVA
= kílóvoltamper
RARIK
= Iceland State Electricity
MVA
= megavoltamper = 1.000 kVA
RED
= RARIK Energy Development (RARIK subsidiary)
kWst = kílówattstund
Orkusalan = Energy sales and production (RARIK subsidiary)
MWst = megawattstund = 1.000 kWst
hf.
= Ltd
MWe = megawött rafmagns
ehf.
= Private Ltd
GWst = gígawattstund = 1.000 MWst
ohf.
= Public Ltd, PLC
TWst = terawattstund = 1.000 GWst MVAr = megavoltamper reactive mkr
= milljón krónur = 1.000.000 krónur
st
= klukkustund
Útgefandi/published by RARIK ohf. Dvergshöfða 2 – 110 Reykjavík Sími/Tel. 528 9000 rarik@rarik.is – www.rarik.is Ábm.: Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri Efnisöflun: Rósant Guðmundsson kynningarstjóri Umsjón: Athygli ehf. Hönnun: Ritform ehf. Prentun: Litróf – vistvæn prentsmiðja Ljósmyndir: Anton Brynjar Ingvarsson, Arnar Valdimarsson, Emil Þór, Hafliði Bjarki Magnússon, Héðinn I. Gunnarsson Michelsen, Hjörtur Týr Björnsson, Jóhannes Ragnarsson, Kári Rafn Þorbergsson, Lena Marteinsdóttir, Rósant Guðmundsson, Sesselja Hlín, Orkusalan. Ljósmynd á kápu: Jarðstrengslögn á Hólasandi í Mývatnssveit sumarið 2021. Ljósmynd: Emil Þór
RARIK ohf | Dvergshöfða 2 | 110 Reykjavík Sími 528 9000 | rarik@rarik.is | www.rarik.is