Sóknarfæri
Febrúar 2017
Spennandi byggð á Skaga Jarðsagan á Hvolsvelli Vaxtarverkir ferða-
þjónustunnar Heimsókn í Mývatnssveit Bændurnir byggja
2 | SÓKNARFÆRI
Opnum faðminn strax
Valþór Hlöðversson útgáfustjóri skrifar
Atvinnuleysi hér á landi er með því minnsta sem gerist í heiminum og atvinnuþátttaka hefur aldrei mælst jafn mikil og árið 2016. Fyrst og fremst er þetta að þakka risastökkinu í ferðaþjónustunni síðustu misseri. Þetta er afar ánægjuleg þróun en fram undan gætu verið váboðar, nokkurs konar lúxusvandamál, því vandséð er hvernig við ætlum að manna þau fjölmörgu störf sem áframhaldandi vöxtur mun krefjast. Við þurfum því fleira fólk og ættum að bjóða velkomna þá erlendu ríkisborgara sem hér vilja setjast að. Í kjölfar bankahrunsins fór fram mikilvæg ormahreinsun í efnahagsreikningum fyrirtækjanna og heilbrigði þeirra nú því allt annað og betra en áður. Í óhjákvæmilegu uppbyggingarferli í kjölfarið bættist okkur svo óvæntur liðsauki, ferðamennskan, sem hefur átt langstærstan þátt í gjaldeyrisinnstreyminu og þannig stutt við veikburða
krónu og kveðið niður verðbólgudrauginn; vágestinn sem áður tætti í sundur efnahag fólks og fyrirtækja með reglubundum hætti. Þá sögu þekkjum við öll á eigin skinni. Í stað þess að drífa efnahagslífið áfram með lántökum erlendis eins og var í síðasta „góðæri“ dæla ferðamennirnir nú inn gjaldeyri sem mun nema um 500 milljörðum króna á þessu ári – og munar um minna. Fjölgun ferðamanna hefur skipt sköpum fyrir vinnumarkaðinn síðustu ár en í fyrra stóðu greinar ferðaþjónustunnar undir 45% af fjölgun launþega. Að auki hefur störfum fjölgað mjög hjá þjónustufyrirtækjum og ekki síst í byggingageiranum þar sem menn leggja nótt við dag að reisa hótel og gistihús um land allt. Allar spár benda til áframhaldandi vaxtar og fyrir löngu ljóst að Íslendingar eru allt of fáir til að mæta
álaginu. Í ferðageiranum einum starfa um 25.000 manns og gera má ráð fyrir að um þriðjungur séu af erlendu bergi brotnir. Í því samhengi má minna á að í atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarsamninga sjómanna voru 2.200 manns á kjörskrá. Það er mikilvægt að stjórnvöld opni landið enn betur fyrir fólki sem hingað sækir í atvinnuleit. Það er ekki bara af mannúðarástæðum sem það er mikilvægt heldur ekki síður vegna þess að við þurfum á vinnufúsum höndum að halda, óháð því hvernig þær eru á litinn. Íslendingar eru fámenn þjóð og ef við ætlum að tryggja hér áframhaldandi vöxt og velferð þurfum við fleira fólk. Annars stefnir í óefni og vextinum verða takmörk sett. Opnum því faðminn strax.
Stórverkefni í vegagerð að hefjast
Dýrafjarðargöng opnuð 2020! Framkvæmdir munu hefjast í sumar við Dýrafjarðargöng en tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk áttu lægsta boð í gerð ganganna upp á 8,7 milljarða króna. Reyndist það 630 milljónum undir kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að verktaki geti hafið framkvæmdir í haust og að verkinu verði að fullu lokið eigi síðar en haustið 2020. Framkvæmdin nær yfir gröft jarðganga, smíði vegskála við gangaenda, klæðingu ganga, jarðvatnslagnir og rafbúnað ásamt vegagerð í göngum, brúargerð og vegagerð að göngum.
Fimm kílómetra göng Fram kemur í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar að lengd Dýrafjarðarganga í bergi er áætluð 5.301 m auk samtals 300 m vegskála beggja vegna gangamunna. Hæð vegskálaenda er 35 m y.s. og 67 m y.s. Gólf í göngum fer mest í 90 m y.s. í miðjum göngunum og er mesti lengdarhalli 1,5%. Í göngum verða 10 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum eru fjögur steypt tæknirými og tvö lítil fjarskiptahús utan ganga. Göngin verða malbikuð með steyptum upphækkuðum öxlum. Nýir vegir verða byggðir beggja vegna gangamunna, um 3 km Arnarfjarðarmegin og 4,8 km Dýrafjarðarmegin, samtals um 7,8 km auk tenginga. Í tengslum við þá vegagerð þarf að byggja nýjar brýr á Mjólká 14 m og Hófsá 16 m og er það hluti verksins. Einnig þarf að byggja bráðabirgðabrú á Hófsá. Gert er ráð fyrir að hægt verði að grafa göngin báðum megin frá, um 3,7 km frá Arnarfirði og um 1,6 km frá Dýrafirði. Þó er gert ráð fyrir að aðeins sé grafið öðrum megin í einu og þannig þurfi aðeins eitt graftargengi.
Þversnið ganganna. Þau verða um 8 m á breidd í veghæð.
Framkvæmdin felur í sér lagningu nýs vegar og nýrra ganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum. Stytting á Vestfjarðarvegi verður 27,4 km.
Tafsöm framkvæmd vegna snjóa Í Framkvæmdafréttum kemur fram að gera megi ráð fyrir því að gangamunninn við Mjólkárvirkjun í botni Arnarfjarðar verði einangr-
aður 4-6 mánuði á hverjum vetri, þar sem Dynjandisheiði og Hrafnseyraraheiði lokast vegna snjóa. Verktaki þarf því að gera ráðstafanir varðandi geymslu ákveðinna efna til verksins, einkum olíu, sements og sprengiefnis. Verktaki þarf einnig að gera ráðstafanir vegna ferða starfsmanna til og frá vinnustaðnum þennan tíma. Nærri Mjólkárvirkjun er lítil bryggja og áður gekk bátur frá Bíldudal að Mjólkárvirkjun á veturna. Við Bíldudal er áætlunarflugvöllur og þaðan er tenging við vegakerfið allt árið. Frá Bíldudal að Mjólkárvirkjun er unnt að flytja matvæli, minni varahluti og rekstravörur með farþegabát.
Helstu magntölur verksins
Mun fleiri munu fá augum barið fossinn Dynjanda eftir að umferð eykst með tilkomu Dýrafjarðarganga. Fossinn er við botn Dynjandisvogs í Arnarfirði, skammt sunnan Mjólkárvirkjunar.
Útgefandi: Athygli ehf. Útgáfustjóri: Valþór Hlöðversson (ábm). Umsjón, textavinnsla og umbrot: Athygli ehf. Auglýsingar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022, inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30, Reykjavík
Gröftur í göngum Fylling Burðarlag Rofvörn Boltar Sprautusteypa Einangrunarklæðing Steypa Jarðvatns- og ofanvatnslagnir Ídráttarröra Rafstrengir Ljósleiðandi strengir Upplýst umferðarmerki
Prentun: Landsprent ehf. Dreift með prentaðri útgáfu Morgunblaðsins föstudaginn 24. febrúar 2017.
312.000 m3 580.000 m3 90.000 m3 13.000 m3 28.000 stk. 14.000 m3 50.000 m2 3.200 m3 18.400 m 45.000 m 74.000 m 12.400 m 83 stk
SÓKNARFÆRI | 3
Búðu þig undir kröftuga framtíð Fyrirtæki sem vilja vera í takti við samfélagið þurfa traustan samstarfsaðila sem fylgir þeim eftir á vegferðinni. Pantaðu viðtal við fyrirtækjaráðgjafa á arionbanki.is/fyrirtaeki eða í síma 444 7000
Snorri Jónsson Starfsmaður í Erninum
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA – 16-2737
Örninn var stofnaður 1925 til að reiðhjólavæða landið. Í dag tekur fyrirtækið þátt í samgöngubyltingunni sem mun breyta framtíðinni.
4 | SÓKNARFÆRI
Sementsreiturinn á Akranesi
Fjölbreytt og spennandi byggð á Skaga Deiliskipulagsvinna við svokallaðan Sementsreit og nágrenni hans í miðbæ Akraness er í fullum gangi en ujm er að ræða 10 ha svæði þar sem er gert ráð fyrir fjölbreyttri byggð um 360 íbúða og einnig blandaðri atvinnustarfsemi. Reiturinn mun byggjast upp í áföngum á næstu árum og er áætlað að fyrst verði byggt á austurhluta hans og meðfram Suðurgötu auk þess sem hugmyndir eru upp um byggingu hótels á núverandi fyllingu við sementsbryggju. ASK arkitektar sjá um hönnun og útfærslu á þessu metnaðarfulla skipulagi en þeir unnu samkeppni um reitinn árið 2015. Heildar athafnasvæði Sementsverksmiðjunnar var um 7 ha að stærð, en haldið verður eftir hluta þess til starfsrækslu sementsinnflutnings til ársins 2028. Skipulagsreiturinn markast af Suðurgötu í norðvestur, Jaðarsbraut í norður og Faxabraut í suður. Til viðbótar kemur síðan Faxabryggja og fylling (stundum nefnd Sementsbryggja) og bryggja við Faxabraut 10 (stundum nefnd Akraborgarbryggja) sem er innan athafnasvæðis Faxaflóahafna.
Meginbyggingar rifnar Gert er ráð fyrir að meginbyggingar Sementsverksmiðjunnar, efnis-
Horft yfir Sementsreitinn. Í deiliskipulagsvinnu er lögð áhersla á fjölbreytni í útliti húsa og húsagerða og ætlunin að hverfið verði þannig iðandi af lífi. Mynd: ASK arkitektar.
geymsla, ofnhús og kvarnahús, verða rifnar og efnið úr þeim notað til landfyllinga. Á þessum stað mun nýja byggðin verða þéttust og húsin allt að 4 hæðir. Gert er ráð
fyrir að skorsteininn, sem gnæfir 68 metra yfir svæðið og hefur verið táknmynd Akraness til fjölda ára, standi áfram og minni um leið á það mikla athafnalíf sem þarna var
áður. Ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þess hvort sementssílóin fjögur, sem standa vestast á svæðinu, verði rifin eða þeim fundið nýtt hlutverk.
Möguleg áfangaskipti Á kynningarfundi sem nýlega var haldinn með íbúum Akraness kom fram að fljótlega eftir formlega afgreiðslu deiliskipulagsins verði hægt að úthluta lóðum við Mánabraut og Suðurgötu og einnig hefjast handa við byggingu hótels á lóð við sementsbryggju. Þar verður möguleiki á frekari byggingum á uppfyllingu út í sjó síðar meir. Gera má ráð fyrir að í næsta áfanga komi nýjar lóðir sunnan Suðurgötu og Jaðarsbrautar og þegar byggðin færist nær Faxabraut að sjó verður þessi strandgata hækkuð og byggður sjóvarnargarður ofan fjörunnar. Nýtt líf í bæinn Markmið deiliskipulagsins er að efla Sementsreitinn, gefa honum nýtt líf og hlutverk með aukinni íbúðabyggð, aukinni verslun og þjónustu. Í greinargerð með skipulaginu, sem enn er í vinnslu, segir m.a. að Sementsreiturinn hafi einstaka möguleika til að þróast með góðri blöndu nýbygginga og eldri byggðar, íbúa, fyrirtækja og þjónustu. Í deiliskipulagsvinnu er lögð áhersla á fjölbreytni í útliti húsa og húsagerða og ætlunin að hverfið verði þannig iðandi af lífi og skemmtilegur staður til að búa á og heimsækja. Áhersla verður lögð á að flétta nýrri byggð fallega saman við þá byggð sem fyrir er og jafnframt leitast við að skapa götur og almenningsrými sem eru í senn skjólsæl, sólrík og aðlaðandi. Arkitektarnir leggja áherslu á að tryggja verði gott aðgengi um svæðið fyrir gangandi og hjólandi umferð.
SÓKNARFÆRI | 5
Öflugur samstarfsaðili Hjá Landsbankanum starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu sem aðstoðar þig við að koma hugmyndum í framkvæmd. Við tökum virkan þátt í uppbyggingu í íslensku atvinnulífi og erum traustur bakhjarl og samstarfsaðili.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
6 | SÓKNARFÆRI
Sýning fyrirhuguð í Laugardalshöll í haust
Orka og tækni 2017 Fyrirhugað er að efna til sýningar í Laugardalshöll dagana 29.-30. september nk. undir heitinu Orka og tækni 2017. Þar gefst fyrirtækjum í orku- og rafmagnsgeiranum kostur á að kynna fyrir fagaðilum og almenningi allt það sem þau hafa upp á að bjóða. Það er fyrirtækið Ritsýn sem stendur fyrir þessu framtaki en það hélt sl. haust stórsýninguna SJÁVARÚTVEGUR 2016 í Laugardalshöll sem þótti takast mjög vel. „Tildrögin að þessu verkefni eru þau að ýmsir aðilar innan orkugeirans hvöttu mig til að standa fyrir svona sýningu í haust en slíkt hefur ekki verið gert áður hér á landi. Með sýningunni viljum við gefa söluaðilum hvers kyns rafbúnaðar kost á að kynna það nýjasta sem þeir hafa upp á að bjóða bæði fyrir fagaðilum úr hinum ýmsu greinum rafiðnaðarins og þúsundum almennra gesta. Þá gefst fyrirtækjum og stofnunum innan orkugeirans kostur á að kynna sína starfsemi og veita beinar upplýsingar um hann,“ segir Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri Orku og tækni 2017. Að sögn Ólafs er búið að panta Laugardalshöllina undir Orku og tækni 2017 dagana 29.-30. september. Sýningin verður opin frá kl. 12:00-18:00 á föstudeginum og þá lögð áhersla á fagaðila og svo
Laugardalshöllin mun hýsa sýninguna Orka og tækni 2017 í haust. Þar verður alveg örugglega rafmagnað stuð!
aftur frá kl. 10:00-17:00 laugardaginn 30. september. „Laugardalshöllin er algjört lykilatriði í þessu að mínu mati en hún er eina sérhannaða sýningarhöllin sem hér er hægt að bjóða upp á. Sýnendum gefst kostur á – þeim að
kostnaðarlausu – að fá eins marga prentaða boðsmiða og þeir óska en þannig ná þeir beint til sinna markhópa. Þetta fyrirkomulag var viðhaft á SJÁVARÚTVEGUR 2016 og heppnaðist einstaklega vel. Aðrir greiða fyrir aðgöngumiða
inn á sýningarsvæðið en ég geri ráð fyrir miklum áhuga almennings að koma og sjá allt það sem verður í boði.“ Þau fyrirtæki sem áhuga hafa á að leigja bás á sýningunni er bent á að hafa samband við Ólaf sýn-
ingarstjóra í síma 587 7826 og 587 8825, (omj@omj.is) eða Ingu hjá Athygli í síma 515 5206 og 898 8022 (inga@athygli.is)
ÖRYGGISVÖRUR Í ÚRVALI FYRIR FAGMANNIN
Kemi ehf | Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is www.kemi.is
SÓKNARFÆRI | 7
Nýtt gæðaflot frá BM Vallá Nú getur þú fengið flot í bestu gæðum hjá BM Vallá auk fyrsta flokks þjónustu við verkið. Mikil afköst og hagkvæmur kostur í stórar og litlar framkvæmdir.
PIPAR\TBWA • SÍA • 165215
Mikil gæði og góðir floteiginleikar
Hægt er að fylla á flotsíló á meðan dæling fer fram og tryggir það góð afköst.
Slitsterkt og endingargott flot með góða vinnslueiginleika, sem hentar í flestar gerðir bygginga.
Fagmenn okkar ráðleggja þér með val á réttu efnunum og veita fyrsta flokks þjónustu. Hafðu samband í síma 412 5040 eða á sala@bmvalla.is
bmvalla.is
8 | SÓKNARFÆRI
Hvolsvöllur í alfararleið á Suðurlandi:
Iðandi mannlíf og mikil uppbygging Rætt við Ísólf Gylfa Pálmason sveitarstjóra í Rangárþingu eystra
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra. Framkvæmdir af ýmsu tagi setja svip sinn á Hvolsvöll um þessar mundir en staðurinn er að verða miðpunktur vaxandi ferðaþjónustu á Suðurlandi.
„Það má óhikað fullyrða að hér á Hvolsvelli og í sveitarfélaginu öllu er gríðarlegur uppgangur og fjölbreytt og gott mannlíf. Fyrir utan þá miklu lyftistöng sem Lava verkefnið verður þá er ýmislegt spennandi í gangi hjá sveitarfélaginu sjálfu, m.a. bygging nýrrar álmu við dvalarheimilið Kirkjuhvol, bygging raðhúsa á vegum Sláturfélags Suðurlands og uppbygging stjórnsýsluhúss hér við Austurveginn. Þá erum við að ráðast í spennandi verkefni sem er ljósleiðaratenging inn á hvert heimili í sveitarfélaginu,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra í samtali við Sóknarfæri.
Kirkjuhvoll stækkar Hjúkrunarog dvalarheimilið Kirkjuhvoll á Hvolsvelli tók til starfa 1. mars 1985 og þar eru ný 25 hjúkrunarrými og 3 dvalarrými. Allir íbúar eru í einbýli, ýmist á herbergjum eða í litlum íbúðum og öll herbergi með neyðarhnappi og tengingu fyrir síma og sjónvarp. „Á Kirkjuhvoli er veitt frábær þjónusta með áherslu á að borin
sé virðing fyrir einstaklingnum og fjölskyldu hans og að heimilismenn geti notið sjálfstæðis og lífsgleði til æviloka. Við settum stækkun heimilisins í útboð sl. sumar og þar eru nú að hefjast framkvæmdir við 1.526 m2 viðbyggingu sem mun stórbæta alla aðstöðu bæði heimilismanna og starfsfólks. Hefur verið sótt um að bæta við fleiri rýmum enda eftirspurnin næg
og mikilvægt að gera sem mest og best fyrir heldri borgarana,“ segir Ísólfur Gylfi. Hann bætir við að nýja byggingin muni kosta um 600 milljónir króna og að sveitarfélagið leggi til 400 milljónir til verksins. Þá er eftir að kaupa inn húsgögn og ýmsan búnað en kostnaðarskipting er þannig að ríkið greiðir 60% en sveitarfélagið 40%. Viðbygging Kirkjuhvols verður tekin í notkun vorið 2018 en það eru JÁ verktakar á Selfossi sem annast framkvæmdir.
Kirkjuhvoll, hjúkrunar- og dvalarheimilið á Hvolsvelli. Þar eru að hefjast framkvæmdir við rúmlega 1.500 m2 viðbyggingu.
SS reisir 24 raðhús! Íbúar á Hvolsvelli eru nú um 1000 talsins en um 1.750 búa í sveitarfélaginu öllu. Rangárþing eystra varð til 9. júní 2002 þegar sameinuð voru sex sveitarfélög; AusturEyjafjallahreppur, Vestur-Eyja-
SÓKNARFÆRI | 9
Ánægjan er tengd við náttúruna
Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru viðskiptavinir Orku náttúrunnar ánægðustu rafmagnskaupendur á Íslandi. Við hjá ON erum hæstánægð og stolt af því að hafa náð toppsætinu sem hvetur okkur til að gera enn betur í ár. Við þökkum viðskiptavinum okkar þessa ánægjulegu viðurkenningu!
ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
10 | SÓKNARFÆRI
fótbolta- og frjálsíþróttavelli auk glæsilegrar líkamsræktarstöðvar sem opnuð var fyrir fáeinum árum. Þar er að finna fjölbreytileg líkamsræktartæki og aðstaða öll eins og best verður á kosið. Stöðin er á annari hæð íþróttahússins með góða útsýn yfir héraðið.
Nýtt stjórnsýsluhús. Fyrirhugað er að stækka gamla kaupfélagshúsið við Austurveg og byggja við það til vesturs en sveitarsjóður hefur keypt húsið. Þar mun yfirstjórn Rangárþings eystra vera til húsa ásamt öðrum stofnunum og fyrirtækjum.
fjallahreppur, Austur-Landeyjahreppur, Vestur-Landeyjahreppur, Fljótshlíðarhreppur og Hvolhreppur. Byggðin á Hvolsvelli hóf að myndast fyrir ríflega 80 árum og hefur verið tiltölulega góður vöxtur síðustu árin. „Nú er svo komið að ekkert húsnæði er á lausu hér á Hvolsvelli og slegist um allt sem losnar. Umfang rekstrar Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli er sífellt að aukast en það góða fyrirtæki flutti til okkar árið 1991 og þá fluttust hingað hvorki fleiri né færri en 130 ársverk. Nú starfa um 160 manns hjá félaginu hér á Hvolsvelli og er m.a. unnið að stækkun kjötvinnslunnar og búið að hanna 1.300 m2 viðbótarhúsnæði sem mun auka afköst og gera nýjungar í framleiðsl-
Við kíktum inn í íþróttamiðstöðina og sveitarstjórinn nýtti tækifærið til skrafs og ráðagerða við einn gestanna, Theódór Guðmundsson.
unni mögulegar. Húsnæðisskortur fyrir starfsfólk hefur hins vegar staðið vexti SS á Hvolsvelli fyrir þrifum og hefur því félagið ákveðið að ráðast í byggingu raðhúsa sem dreift verður um byggðina í væntanlega 3-4 klösum. Gerir fyrirtækið ráð fyrir að byggja allt að 24 hús fyrir sína starfsmenn sem þeir leigja til lengri og skemmri tíma. Framkvæmdir munu hefjast í haust. Ég veit ekki til þess að fyrirtæki hér á landi hafi ráðist í svona átak og við hjá Rangárþingi eystra erum stolt af því að fá að taka þátt í svo jákvæðu verkefni,“ segir Ísólfur Gylfi ennfremur. Rangárþing eystra rekur glæsilega íþróttamiðstöð á Hvolsvelli en þar er að finna útisundlaug, heita potta, vaðlaug, eimbað, íþróttahús,
Metþáttaka í heilsuræktarátaki „Það er gaman að segja frá því að við höfum verið að þróa verkefni sem við köllum Fjölþætt heilsurækt í Rangárþingi eystra en það er heilsuefling fyrir eldri aldurshópa, fólk á aldrinum 60 ára og uppúr. Samstarfsaðilar okkar í þessu eru meistaranemarnir Antíta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttir auk dr. Janusar Guðlaugssonar, lektors við Menntavísindasvið HÍ. Þetta er að fara af stað þessa dagana og er skemmst frá því að segja að undirtektir fara fram úr björtustu vonum. Um 65 manns hafa skráð sig til leiks en það er hærra hlutfall íbúafjöldans en nokkur maður þorði að vona þegar þetta var í bígerð. Fólk fær úttekt á líkamsástandi sínu í upphafi og það nýtur fjölþættrar þjálfunar, næringarráðgjafar og fræðslu í 12 vikur. Með þessu viljum við stuðla að almennri heilsueflingu íbúanna og hvetja til hollari lífshátta. Þetta er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í hér á Hvolsvelli og er þó af nægu að velja í þeim efnum,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason hress að vanda.
Ryksugur Sópar
Vatnsdælur Gólfþvottavélar
Þegar gerðar eru hámarkskröfur Háþrýstidælur fyrir heimilið
Gufudælur Háþrýstidælur K Ä R C H E R
S Ö L U M E N N
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
SÓKNARFÆRI | 11
Krosslímd timburhús frá Idex
Hagstætt verð og stuttur byggingatími - segir Ólafur Páll Vignisson hjá Lilja Guesthouse Byggingariðnaðurinn er í stöðugri þróun og margvíslegar nýjungar koma fram á ári hverju. Til að mæta sívaxandi fjölda ferðamanna þurfa nýjar vistarverur að rísa á skömmum tíma og því hafa einingahús úr timbri rutt sér til rúms í auknum mæli. Idex býður hús úr krosslímdu timbri frá Austurríki og eitt slíkt er að rísa á vegum Lilja Guesthouse á jörðinni Hólabrekku, mitt á milli Hafnar í Hornafirði og Jökulsárlóns. „Við erum að reisa hér 540 m2 hús með 17 herbergjum. Herbergin eru rúmgóð, flest tæpir 21 m2 að undanskildum tveimur herbergjum sem eru stærri eða um 26 m2. Allt í allt verðum við þó með 26 herbergi þar sem við erum samhliða þessari byggingu að endurinnrétta eldra húsnæði á jörðinni. Starfsemin verður rekin undir nafninu Lilja Guesthouse hér á jörðinni Hólabrekku,“ segir Ólafur Páll Vignisson hjá Lilja Guesthouse. Ólafur segir að nokkrir þættir hafi valdið því að þessi lausn var valin en hagstætt verð hafi verið
Þetta glæsilega gistihús er að rísa vegum Lilja Guesthouse á jörðinni Hólabrekku, mitt á milli Hafnar í Hornafirði Mynd: Alark arkitektar. og Jökulsárlóns. Þrívíð teikning af einu herbergjanna.
stærsti þátturinn. „Þessi hús eru hagkvæm, umhverfisvæn og afar vönduð. Byggingartími og gott verð skipti vissulega mestu máli en auk þess vorum við að leita að lausn þar sem við gætum keypt nánast allt af einum aðila og það getum við gert hjá Idex sem selur okkur burðarvirkið, glugga, inni- og útihurðir, klæðningu, sturtugler, innréttingar og
Skamman tíma tók að reisa húsið sem þó er 540 fermetrar að flatarmáli með 17 rúmgóðum herbergjum.
húsgögn o.s.frv. Við kaupum nær allt af þeim sem einfaldaði lífið talsvert fyrir okkur.“ Ólafur bætir við að arkitektinn, Jakob Líndal hjá Alark arkitektum, þekki þessar einingar vel. „Hann útfærði þetta alfarið að okkar þörfum og óskum og náði að tvinna þetta allt saman við sínar hugmyndir. Að utan völdum við álklæðningu og ál/tré glugga frá Idex til að hafa húsið sem mest viðhaldsfrítt. Einfaldleiki, smekklegt efnis- og litaval mun gefa húsinu „karakter“ án þess þó að um eitthvað bruðl sé að ræða.“ Framkvæmdum við nýja húsið á Hólabrekku lýkur í lok apríl eða rúmum þremur mánuðum frá því að hafist var handa við að reisa það. Allar tímaáætlanir hafa staðist og segir Ólafur það að þakka Idex og aðalverktakanum, Byggingarfélaginu Sakka. „Þeir Sakkamenn hafa staðið sig eins og best verður kosið með alla framkvæmd verksins auk þess sem þeir hafa lagt til ýmsar lausnir sem flýtt hafa verkinu. Það skiptir miklu máli fyrir okkur hversu vel framkvæmdin hefur gengið. Stutt er í sumarið sem nú þegar er nær fullbókað. Því fyrr sem við getum opnað því betra. Við erum full tilhlökkunar,“ segir Ólafur að lokum.
Í nútímaþjóðfélagi þurfa allir að hafa aðgang að rafmagni
ATHYG LI-0 6-20 15
Við flytjum rafmagn
Landsnet // Gylfaflöt 9 // 112 Reykjavík // Sími 563 9300 // landsnet@landsnet.is // landsnet.is //
@Landsnethf
12 | SÓKNARFÆRI
Athygli ehf
Samræmd almannatengsl um heim allan „Ímynd fyrirtækja er afar mikilvæg. Hún mótast og þróast á hverjum degi í beinum samskiptum við viðskiptavini og samstarfsfólk, í gegnum markaðsstarf og almannatengsl,“ segir Bryndís Nielsen, ráðgjafi hjá Athygli. „Þegar fyrirtæki færa sig yfir á ný markaðssvæði þarf að huga að mörgu, ekki síst þegar kemur að kynningarmálum. Nýtt fjölmiðlaumhverfi og nýr markaður krefst sérþekkingar og menningarlæsis sem er ekki endilega á hvers manns færi. Við hjá Athygli erum því afar stolt að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á samræmda þjónustu í kynningar- og samskiptamálum um víða veröld.“
Samstarfsaðili Burson-Marsteller Athygli gekk nýverið til samstarfs við Burson-Marsteller, eitt stærsta og virtasta almannatengslafyrirtæki í heimi sem er með 73 skrifstofur og fjölda samstarfsaðila (e. affiliates) um allan heim. „Það er mikill heiður að fá að vera samstarfsaðili fyrirtækis á borð við Burson-Marsteller sem velur félaga sína af mikilli kostgæfni. Fyrirtækið er jafnframt þekkt fyrir að byggja á sterkum fræðilegum grunni og starfa eftir hæstu gæðastöðlum, enda vinnur það á hverju ári til ótal verðlauna um allan heim fyrir framúrskarandi vinnu.“
Bryndís Nielsen ásamt Kolbeini Marteinssyni framkvæmdastjóra Athygli. „Í gegnum samstarfið við Burson-Marsteller getum við haldið utan um samskiptamál viðskiptavina og almannatengsl hvar sem er í heiminum, unnið í nánu samstarfi við fremstu sérfræðinga á hverju markaðssvæði um sig.“
Ótal kostir við alþjóðlegt samstarf Bryndís segir ljóst að samvinna með leiðandi fyrirtæki á borð við Burson-Marsteller feli í sér ótal kosti, frá aðgengi að ítarlegu rannsóknarneti og reglulegri símennt-
un, yfir í fjölbreytt alþjóðlegt samstarf. „Í gegnum samstarfið við Burson-Marsteller getum við haldið utan um samskiptamál viðskiptavina og almannatengsl hvar sem er í heiminum og unnið í nánu
samstarfi við fremstu sérfræðinga á hverju markaðssvæði um sig. Þannig eru kynningarmálin samræmd sem bæði auðveldar yfirsýn og sparar vinnu. Kjósi fólk að vinna beint í gegnum ráðgjafa á viðkomandi markaðssvæði erum
við einnig fús til að leiðbeina þeim og vísa á réttan aðila, til að mynda í fyrirtækjum þar sem samskiptaog almannatengslamál eru alfarið á könnu starfsmanna.“ athygli.is
SÓKNARFÆRI | 13
Alhliða
GLUGGALAUSNIR sérþekking • þjónusta • úrval R AT I O N E L G LU G GA R
G LU G GA R O G H U R Ð I R S E M E N DAS T !
A l l i r g l u g g a r Ra t i o n e l e ru votta ðir o g s la gve ðu rs p rófa ðir o g h e nta þv í e i n sta k l e g a ve l f yrir ís le n s ka r a ðs tæðu r. G ott o g va n d a ð g æ ða h a n d ve rk á mj ö g gó ðu ve rði.
AU RA
AU RA P LU S
TRÉ
T R É /Á L
I D E A LCO M B I
H ÁGÆ ÐAG LU G GA R • Á R AT U GA R E Y N S L A I D E A LCO M B I e ru votta ði r, sla gve ðu rs p rófa ðir o g í h ó p i v i n s æ l u s t u g l u g g a l a u sn a í S ka n d in a v íu þ a r s e m h ö n n u n o g ú t l i t e ru í f y r i r rú m i .
F RA M E
T R É /Á L
N AT I O N
T R É /Á L
F U T U RA +
T R É /Á L
MEIRI EINANGRUN
N Á N A R I U P P LÝS I N GA R O G T I L B O Ð V E I TA G LU G GA-S É R F RÆ Ð I N GA R O K K A R Í S Í M A 52 5 3 000
Ragnar Baldursson. Húsasmíðameistari Ráðgjafi gluggar og hurðir ragnarba@husa.is
V E LU X ÞA KG LU G GA R
A R L A N GA PVC G LU G GA R OG HURÐIR
B estu þa kgl u g g arni r á ma rkaðnum hvað varð ar einangrun. Au ð ve l d í s etni ng .
Votta ði r, s l a g ve ðu rsp rófa ði r o g v i ðh a l d s l i t l i r P VC g l u g g a r.
Byggjum á betra verði
Tjörvi Skarphéðinsson Smiður Ráðgjafi gluggar og hurðir tjorvi@husa.is
w w w. h u s a . i s
14 | SÓKNARFÆRI
Jarðböðin í Mývatnssveit
Yfir 200.000 gestir á síðasta ári Áform um stækkun á afgreiðslu- og þjónustuhúsi
Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna við Mývatn.
Gestir Jarðbaðanna við Mývatn hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári, eða 202.000 talsins. Aukningin í gestafjölda milli áranna 2015 og 2016 nemur tæplega 34% og sama hlutfallsleg aukning í gestafjölda var í nýliðnum janúarmánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Allt bendir því til nýs metárs í aðsókn. Áform eru uppi um að stækka bæði afgreiðslu- og þjónustuhús við baðlónið og verður það stærra en það hús sem fyrir er. Áætlað er að ný aðstaða komist í gagnið árið 2019.
Knýjandi að fá meira rými Guðmundur Þór Birgisson, fram-
Það er víðsýnt yfir Mývatnssveit úr baðlóninu. Metár var í gestafjölda í fyrra.
kvæmdastjóri Jarðbaðanna í Mývatnssveit, segir unnið að hönnun um þessar mundir og vonandi verði hægt að hefja framkvæmdir á þessu ári. „Áformin miða að því að
stækka við okkur og vera þannig í stakk búin til að taka betur á móti okkar gestum og nýta aðstöðuna hjá okkur á sem bestan hátt. Sá gestafjöldi sem þegar er orðinn út-
heimtir bæði mannafla og mikið skipulag þegar mesta álagið er hjá okkur síðsumars. Við erum ekki að gera ráð fyrir verulegri fjölgun gesta frá því sem nú er heldur erum við fyrst og fremst að fá rúmbetri aðstöðu til að anna þessari eftirspurn. Það á við um öll svið starfseminnar, hvort heldur eru búningsklefar, veitingaaðstaða, afgreiðsla eða starfsmannaaðstaða,“ segir Guðmundur en það er til marks um þörfina fyrir meiri aðstöðu að byggja þarf við núverandi hús nú á vormánuðum til að mæta háönn ferðamannatímans í sumar.
affallslóns. „Lögun baðlónsins mun jafnvel breytast eitthvað, en hönnuðir eru að skoða ýmsa möguleika, t.d. að skipta baðlóninu upp. Framkvæmdir ættu að verða komnar í fullan gang síðla þessa árs og við vonumst til að geta tekið nýja aðstöðu í notkun árið 2019,“ segir Guðmundur. Áætlað er að starfsmenn Jarðbaðanna verði 35-37 talsins í sumar og til að auðvelda fyrirtækinu að laða að sér starfsfólk er það nú að byggja íbúðir í Reykjahlíðarhverfi. jardbodin.is
Tæplega 40 starfsmenn Baðlón Jarðbaðanna er 2100 fermetrar að stærð, auk 900 fermetra
Til liðs við húseigendur
Byggingarregluger›ir krefjast fless a› brunnar séu settir vi› allar n‡byggingar enda er miki› öryggi og kostna›arhagkvæmni fólgin í a› hafa a›gang a› lögnum utanhúss vegna eftirlits og vi›halds. Promens Dalvík framlei›ir Sæplastbrunna til fráveitulagna úr polyethylene-efni (PE). Í Sæplastvörulínunni er fjölbreytt úrval brunna til a› mæta mismunandi notkunarkröfum. Brunnarnir eru fáanlegir í flremur flvermálsstær›um: 400 mm, 600 mm og 1000 mm. ATH. Hægt er að fá upphækkanir á alla brunna. Fást í byggingavöruverslunum um land allt. Promens rá›leggur a› ætí› sé leita› til faga›ila um ni›ursetningu á brunnum.
www.promens.is www.saeplast.is
SÆPLAST GUNNARSBRAUT1212• 620 620DALVÍK DALVÍK•SÍMI: SÍMI 460 460 5000 5001 sales.dalvik@promens.com PROMENSICELAND DALVÍK •GUNNARSBRAUT 5000•FAX FAX:460 460 5001 • sales.dalvik@promens.com
SÓKNARFÆRI | 15
NÝ OG GLÆSILEG BLÖNDUNARTÆKJALÍNA Tengi kynnir Siljan, nýja og glæsilega blöndunartækjalínu frá FM Mattsson, MORA group.
FMM SILJAN
FMM SILJAN
Handlaugartæki án botnv.
Eldhúsblöndunartæki hásveifla
20.950 kr.
27.895 kr.
FMM SILJAN
FMM SILJAN
Bað- og sturtutæki með stút upp.
Sturtutæki með stút niður
FMM SILJAN
42.900 kr.
31.500 kr.
88.500 kr.
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is
Sturtusett og tæki
16 | SÓKNARFÆRI
Framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga:
Yfir 90 milljarðar á þessu ári Árni Jóhannsson, sviðsstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs SI: Brýnt að hefja undirbúning stórra innviðaverkefna til að hafa tilbúin í næstu niðursveiflu hagkerfisins.“
Á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins fyrir skömmu kynntu tíu framkvæmdaaðilar hins opinbera áformaðar framkvæmdir á þessu ári fyrir rúmlega 90 milljarða króna og er það svipað og var kynnt fyrir síðasta ár. Mestu framkvæmdirnar verða hjá Landsvirkjun fyrir rúma 20 milljarða króna og Vegagerðinni fyrir um 19 milljarða króna.
Svipað og árið áður „Hér er í heildina um að ræða svipað magn framkvæmda og var í fyrra en þá jukust mjög á milli ára þau verkefni sem voru boðin út. Framkvæmdir af þessu umfangi
skipta miklu máli fyrir ýmsa félagsmenn í Samtökum iðnaðarins, einkum þá sem eru í hefðbundinni mannvirkjagerð. Almennt er verkefnaframboð í jafnvægi nema í jarðvinnunni. Þar hefur verk-
efnastaðan ekki tekið við sér eftir hrun því ekki hefur verið mikið um virkjanaframkvæmdir, gatnagerð og þess háttar,“ segir Árni Jóhannsson, sviðsstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs SI í samtali. Af einstökum verkefnum Landsvirkjunar má nefna þau sem tengjast Þeistareykjavirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar. Hjá Vegagerðinni er um að ræða nokkur allstór verkefni s.s. Dýrafjarðargöng, vegagerð í Gufudals-
sveit, framkvæmdir við gatnamót sunnan Hafnarfjarðar við Krýsuvíkurveg og vegagerð við Hornafjarðarfljót. Af öðrum aðilum hefur Reykjavíkurborg áform um að framkvæma fyrir 14,2 milljarða króna á árinu og er það umtalsvert meira en á fyrra ári. Samtals eru verkefni Framkvæmdasýslu ríkisins metin á 11,3 milljarða og Landsnet hyggst framkvæma fyrir um 10 milljarða. OR veitur og Orka náttúrunnar mun ráðast í
Uppbygging íþróttamannvirkja í Mjódd Mikil uppbygging er fyrirhuguð á íþróttamannavirkjum í Breiðholti á næstu misserum en Reykjavíkurborg og ÍR hafa gert samning þar um. Þar er m.a. gert ráð fyrir því að ÍR reki íþróttahúsin við Austurberg, Seljaskóla og Breiðholtsskóla til næstu 20 ára og að ráðist verði í miklar nýframkvæmdir í Suður Mjódd. Á athafnasvæði ÍR í Mjódd standa nú þegar yfir framkvæmdir við frjálsíþróttavöll sem tekinn verður í notkun sumarið 2018. Á núverandi gervigrasvelli verður skipt um grasmottu og gúmmí í sumar. Jafnframt þessu er að hefjast hönnun á frjálsíþróttavelli og vallarhúsi sem á að vera til reiðu eftir eitt ár eða svo. Þá á að ljúka byggingu knattspyrnuhúss á svæðinu fyrir árslok 2018 og reisa íþróttahús með parketgólfi,
áhorfendasvæðum, búnings- og félagsaðstöðu á árinu 2020. Í framhaldi af þessu er svo gert ráð fyrir að fimleikahús með aðstöðu fyrir bardagaíþróttir rísi annaðhvort í Efra Breiðaholti eða á ÍR svæðinu í Mjódd á árinu 2023. Á vefsíðu ÍR kemur fram að á kynningarfundi aðalstjórnar 11. janúar sl. með formönnum allra deilda og fyrrverandi formönnum aðalstjórnar hafi komið fram almenn ánægja með innihald samningsins og einhugur meðal stjórnenda félagsins um framgang málsins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd borgarinnar en Ingigerður Guðmundsdóttur, formaður ÍR fyrir hönd íþróttafélagsins. Gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg eigi mannvirkin sem byggð verða en ÍR sjái um rekstur þeirra allra gegn framlagi frá borginni.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður ÍR undirrita samkomulagið. Undir ÍR-ingar fylgjast spenntir með.
Frjálsíþróttavöllurinn. Hugmynd að útfærslu vallarins, séð yfir svæðið til Mynd. VSO. norðurs.
verkefni upp á rúma 10 milljarða og þá ráðgera Kópavogsbær og Faxaflóahafnir verkefni á árinu upp á ríflega 2,2 milljarða hvor aðili. Þá er ISAVIA að bjóða út verkefni upp á 1,3 milljarð króna en mun síðar á árinu bæta verulega í og eru þau verkefni ekki á þeim lista sem kynntur var á útboðsþingi. Þar er mest um að ræða verkefni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Brýnt að byggja upp innviðina Samtök iðnaðarins hafa lengi brýnt stjórnvöld til að ráðast í auka uppbyggingu innviða, ekki síst þegar slaki er í hagkerfinu. Árni segir að vissulega sé nú ágætis ástand á markaðnum og ekki skynsamlegt að bjóða mikið út af verkefnum hins opinbera nákvæmlega núna en þeim mun brýnna að undirbúa stór opinber verkefni sem verða þá tilbúin til útboðs á næstu árum. „Við vitum nefnilega að þessu góðæri, eins og öðrum í Íslandssögunni, mun ljúka fyrr en síðar og þegar það skeið rennur upp verðum við að vera tilbúin með hönnun og undirbúning til að hægt sé að hefja framkvæmdir. Ef við lítum t.d. á samgöngumálin þá hafa fjárfestingar þar verið að jafnaði 1,5-2,0% af landsframleiðslu á ári en allt frá hruni hefur hlutfallið verið undir 1%. Við hjá Samtökum iðnaðarins teljum varlega áætlað að inn í vegaframkvæmdir vanti um 10 milljarða króna árlega og að uppsöfnuð þörf í fjárfestingum í vegakerfinu sé orðin meiri en 60 milljarðar króna. Ár eftir ár sjáum við litla sem enga aukningu á milli ára í vegafjárfestingu á sama tíma sem umferðin eykst um 9% á ári. Það sjá því allir hvert stefnir en Vegagerðin hefur bent á að vegna lítils viðhalds vega undanfarin ár hraki ástandi kerfisins og hætta á að stórir hlutar þess hreinlega eyði-
SÓKNARFÆRI | 17
„Samtök iðnaðarins hafa margbent á að þroskaður húsnæðismarkaður og bygging nýs húsnæðis varðar mjög hagsmuni almennings.“
leggist. Vanrækt viðhald leiðir til meiri kostnaðar á endanum.“ Samtök iðnaðarins hafa oft bent á að sterkir innviðir séu ein af undirstöðum hagvaxtar og velferðar. „Það er vissulega nauðsynlegt að sýna ráðdeild í ríkisfjármálum en þarna er um brýnt hagsmunamál allra landsmanna að ræða sem ekki er hægt að fresta mikið lengur að ráðast í enda fjölmörg verkefni sem bíða. Þar nægir að nefna óburðugan hringveg á stórum svæðum með m.a. einbreiðum brúm sem rekja má mörg banaslys til á ári hverju. Vissulega kosta svona framkvæmdir mikla peninga en það hefur marg oft verið reiknað út að fjárfestingar í arðbærum innviðum leiða til mun meiri ábata en kostnaðar við verkefnin. Innviðafjárfestingar geta þannig haft veruleg jákvæð áhrif á efnahagslífið en skortur á slíkum fjárfestingum getur að sama skapi valdið alvarlegum langtímaskaða. Þess vegna viljum við hvetja stjórnvöld til að hefja í stórauknum mæli undirbúning stórra verkefna þannig að þau verði klár til úboðs þegar hjöðnunar fer að verða vart í hagkerfinu. Slíkur undirbúningur tekur langan tíma ef vel er að verki staðið og lýtur að m.a. hönnun og fjármögnun verkefnanna,“ segir Árni ennfremur.
Ófullburða húsnæðismarkaður Árni bendir líka á almenna húsnæðismarkaðinn hér á landi og segir að þar megi margt betur fara. Viðvarandi skortur á lóðum á höfuðborgarsvæðinu valdi því m.a. að sífellt dýrara sé fyrir ungt fólk að koma sér upp húsnæði og að lítið beri á samræmdum og raunhæfum tillögum til að bæta þar úr. „Samtök iðnaðarins hafa margbent á að þroskaður húsnæðismarkaður og bygging nýs húsnæðis varðar mjög hagsmuni almennings. Annars vegar vegna þess að húsnæði er jú grunnþörf okkar allra og hins vegar vegna þess að bygging húsnæðis er veigamikil atvinnugrein sem er uppspretta atvinnuog verðmætasköpunar í samfélaginu. Það sem einkum þarf að gera er að skapa hvata til byggingar ódýrari íbúða, m.a. með breytingum á mannvirkjalögum og með því að endurvekja 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna nýog viðhaldsframkvæmda. Þá teljum við afar brýnt að einfaldara allt eftirlit með byggingarleyfishöfum sem myndi stuðla að auknum gæðum og meiri framleiðni í greininni. Loks þurfa sveitarfélögin verulega að hugsa sinn gang og auka strax framboð á ódýrum lóðum til að svara síaukinni eftirspurn eftir ódýrara húsnæði, einkum fyrir þá efnaminni og þá sem eru að byrja búskap.“ Síðustu ár hefur fjöldi fullgerðra íbúða verið langt undir þörf
JÖKLAR
markaðarins. Skortur er á ýmsum tegundum húsnæðis og þá sérstaklega á litlum ódýrum íbúðum. Að mati Samtaka iðnaðarins þurfa á hverjum tíma að vera yfir 3.000 íbúðir í byggingu til að árlega verði lokið við byggingu a.m.k. 1.5002.000 íbúða sem nauðsynlegt er til að mæta grunnþörfum. „Stóra vandamálið undanfarin ár hér á höfuðborgarsvæðinu er ofuráhersla sveitastjórnarmanna á þéttingu byggðar. Sú stefna er að flestu leyti mjög jákvæð til lengri tíma litið en hún vinnur hins vegar gegn markmiðinu um að lækka byggingarkostnað. Fagmenn í byggingariðnaðinum hrópa á fleiri tækifæri til að svara síauknu framboði eftir ódýrara húsnæði, t.d.
þar sem ekki eru gerðar kröfur um bílakjallara og hægt er að byggja með hagkvæmari hætti. Sveitastjórnarmenn verða að fara að skilja að það er nefnilega hægt að gera tvennt í einu; leggja áherslu á þéttingu innan núverandi byggðar en einnig hlusta á markaðinn og gefa verktökum tækifæri til að stuðla að lækkun byggingarkostnaðar með úthlutun lóða í jaðrinum. Í mínum huga er alveg ljóst að ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gera þetta ekki munu þau missa þennan markað til nærliggjandi sveitarfélaga. Þannig mun byggðin á endanum þenjast enn frekar út en ekki þéttast eins og markmiðið er.“
ÍSLENSK HÚS - SÉRHÖNNUÐ FYRIR ÍSLENSKA FERÐAÞJÓNUSTU Forsniðin einingahús Fljótleg í uppsetningu
Upplifun á Íslandi 24,3 fm
SUMARHÚS - 54 fm Verð 4.695.000 kr.
Jöklahúsin er vel hægt að útfæra í ýmsum útfærslum og þau bjóða upp á fjölmarga möguleika í samsetningu og stærð.
GRUNNHÚS
Tilboð
1.990.000 kr. Ef um 3 hús eða fleiri er að ræða gerum við sértilboð.
RAÐHÚS
GISTIÁLMA/HÓTEL
PARHÚS
NÝTT Við kynnum til sögunnar Jöklahús með tvíhalla þaki, eða “burst þaki” Hægt er að stækka húsið að vild og bæta við gluggum og hurðum. Við bjóðum grunnhúsið nú á sérstöku kynningarverði
JÖKLAR - BURST
2.190.000 kr.
(hefðbundið verð 2.490.000 kr.)
STYRKUR - HAGKVÆMNI - HÖNNUN Landshús - Sími 553 1550 - landshus@landshus.is - www.landshus.is
18 | SÓKNARFÆRI
LAVA – eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands
Stórbrotin sýning um tilurð Íslands
Ásbjörn Björgvinsson, markaðsstjóri LAVA: „Miðstöðin lenti nýverið í öðru sæti á lista ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir 10 áhugaverðustu opnanir fyrir ferðamenn í heiminum á þessu ári. Geri aðrir betur.“
Stöðugur vöxtur í ferðaþjónustu kallar á nýjungar í afþreyingu fyrir ferðamenn með það að markmiði að þeir upplifi Ísland á sem eftirminnilegastan hátt. Þeir sem standa að LAVA, eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands á Hvolsvelli, ætla að leggja sitt lóð á þær vogarskálar því 1. júní nk. mun opna þar ein glæsilegasta afþreyingar- og upplifunarmiðstöð um jarðfræði og hrikaleika náttúruaflanna sem til er í heiminum. Hvorki meira né minna. Við renndum austur og tókum hús á Ásbirni Björgvinssyni, markaðsstjóra LAVA verkefnisins.
Tölvuteikning af LAVA miðstöðinni fullbyggðri.
Mynd: Basalt arkitektar.
SÓKNARFÆRI | 19
20 | SÓKNARFÆRI
Skemmtilegt og krefjandi ferli „Þetta er búið að vera skemmtilegt ferli þar sem hlutirnir gerast hratt. Hugmyndina að þessu verkefni á athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, kenndur við Subway. Hann sat fastur á hóteli vestur í Ameríku og var að horfa á stöðugar fréttir af Eyjafjallajökulsgosinu árið 2010 þegar hann fékk þá viðskiptahugmynd að koma upp sérstakri fræðslu- og upplýsingamiðstöð á Hvolsvelli um eldgos, jarðskjálfta og jarðfræði Íslands. Hann sá að staðurinn er miðsvæðis á Suðurlandi og þaðan mætti sjá í beinni sjónlínu til Heimaeyjar, Surtseyjar, Heklu, Tindfjalla, Eyjafjallajökuls, Mýrdalsjökuls og allt austur að Kötlu. Hann fékk fljótlega til liðs við sig Sigmar Vilhjálmsson, annan kunnan athafnamann og smám saman fór boltinn að rúlla. Ég var ráðinn sem ráðgjafi og framkvæmdastjóri verkefnisins í febrúar 2014 og á skömmum tíma hefur góð hugmynd orðið að veruleika með aðkomu fleiri fjárfesta og fjölda sérfræðinga um jarðfræði, veðurfræði, jarðskjálfta og almennt þau gríðarlegu náttúruöfl sem hófu að skapa Ísland fyrir nærri 20 milljón árum og eru enn að.“ Upplifun á sérstöðu Íslands Markmiðið með LAVA verkefninu er að laða að ferðamenn sem fara í gegnum Hvolsvöll og lengja dvöl þeirra á svæðinu, að bjóða upp á einstaka og áhugaverða upplifun og almennt mynda jákvæð samfélagsleg áhrif en við miðstöðina munu skapast allt að 30 störf. Lóðin á Hvolsvelli býður upp á frekari stækkun sýningar, verslunar
Um LAVA verkefnið Staður: Hvolsvöllur Hönnun: Basalt arkitektar Stærð húss: 2.200 m2 Bygging: Timbureiningar frá KLH Massivholz GmbH í Austurríki Byggingaraðili: Þingvangur Verkfræði: EFLA Margmiðlun: Gagarín Ráðgjöf: Ari Trausti Guðmundsson, Marcos Zoltes o.fl. Samstarfsaðilar: Veðurstofan, Almannavarnir ríkisins, Katla jarðvangur, Save Travel o.fl. Hluthafar: Iceland Tourism Fund, Skúli Gunnar Sigfússon, Sigmar Vilhjámsson, Eimskip, Kynnisferðir, Þingvangur og Norðurflug Framkvæmdastjóri: Sigurgeir Guðlaugsson Markaðsstjóri: Ásbjörn Björgvinsson Vefsíða: lavacentre.is
Möttulstrókurinn í LAVA miðstöðinni verður 12 metra hár – sannkallað djásn sýningarinnar.
- Stofnun húsfélaga - Framkvæmdir – ákvarðanataka húsfélaga - Öflug miðlun upplýsinga á þjónustusíðu – „Mínar síður“
SÓKNARFÆRI | 21
og veitingastaðar í LAVA miðstöðinni auk þess að möguleiki er á uppbyggingu hótels í nágrenni miðstöðvarinnar. Í húsinu verður alhliða upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og komið á framfæri með beinum hætti upplýsingum um jarðhræringar, eldgos og aðrar náttúruhamfarir í samvinnu við Almannavarnir, Veðurstofu Íslands og lögreglu. Í LAVA miðstöðinni verður einnig minjagripaverslun Rammagerðarinnar og vegleg veitinga- og þjónustuaðstaða með sæti fyrir 250 gesti. LAVA verður einnig sölu- og ferðamiðlun fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða upp á ferðalög um svæðið, hvort heldur er í lofti, landi eða láði, gangandi, ríðandi eða á eigin vegum. „Síðast en ekki síst mun LAVA leiða fólk í gegnum jarðsöguna með hjálp nýjustu margmiðlunartækni og þar verður djásnið í kórónunni 12 metra hár möttulstrókur sem Ísland er í raun myndað á og rís úr hafi. Ferðamönnum mun gefast kostur á að upplifa náttúruöflin í fleiri rýmum hússins sem m.a. munu innihalda jarðskjálftahermi, kvikugang og hraunflæði. Þá verður boðið upp á eldgosasýningu í sérstökum kvikmynda- og fyrirlestrarsal,“ bætir Ásbjörn við.
Sýning á heimsvísu „LAVA verður í raun glugginn inn í Kötlu jarðvang (Katla Geopark) og þar munum við leggja áherslu á jarðfræði og virkni náttúruaflanna á landsvísu en um leið beina ferðafólki á söfn og sýningar um svipuð efni á Suðurlandi, t.d. Eldheima í Vestmannaeyjum. Við erum jú að tala um virkasta eldfjallasvæði landsins og í næsta Heklugosi verður alveg kjörið af fylgjast með þeim undrum í „beinni útsendingu“ á útsýnispalli hússins. Við nýtum jafnframt allra nýjustu tækni til að veita upplýsingar í rauntíma um gang mála á helstu umbrotssvæðum landsins og verðum tengd við mæla og annan búnað sem vísindamenn nota til að fylgjast með frá mínútu til mínútu. Við erum þess fullviss að þetta muni höfða til flestra ferðamanna sem til landsins koma og ég get fullyrt hér og nú að margmiðlunartækni snillinganna í Gagarín mun tryggja að enginn ferðamaður eða venjulegur Íslendingur mun ganga þaðan út ósnortinn. Þetta verður sýning á heimsvísu,“ segir Ásbjörn markaðsstjóri. Ásbjörn segir að frá því farið var að kynna verkefnið á erlendum vefsíðum hafi síminn vart stoppað og hann hafi fengið hundruð tölvupósta erlendis frá þar sem spurt er hvenær sýningin hefjist. Þess má geta að miðstöðin lenti nýverið í öðru sæti á lista ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir 10 áhugaverðustu opnanir fyrir ferðamenn í heiminum á þessu ári!
LAVA miðstöðin í byggingu. Framkvæmdir við reisingu hússins hófust 24. nóvember og nú, aðeins tveimur mánuðum síðar er uppsetning innréttinga Ljósm. Ragnar Th. Sigurðsson. hafin!
Upplýsingum um helstu eldstöðvar Íslands er veitt til gesta með hjálp nýjustu tækni.
Weber-UK hágæða múrkerfi
lavacentre.is
Weber-UK múrkerfið hefur farið sigurför um Ísland í yfir 15 ár. Fagmenn treysta Weber-UK kerfinu við Íslenskar aðstæður. Seljum einnig hágæða flotefni og viðgerðarefni til fagmanna á góðu verði.
Sími 517 9604 · Flugumýri 34 · www.murefni.is
22 | SÓKNARFÆRI
Tengi
Lykilatriðin eru gæði, þjónusta og ábyrgð Tengi hf. í Kópavogi býður afar breitt úrval alls kyns hreinlætis- og blöndunartækja ásamt lagnaefni í hæsta gæðaflokki. „Við leggjum mikla áherslu á að bjóða eingöngu upp á vöru sem er framleidd af virtum framleiðendum. Þá höfum við átt farsælt samstarf við okkar birgja í átatugi sem hefur hjálpað okkur til að ná fram betra vöruverði fyrir viðskiptavini okkar. Tengi er fagfyrirtæki þar sem gæði, þjónusta og ábyrgð eru lykilatriði,“ segir Þórir Sigurgeirsson framkvæmdastjóri.
Með Mora í 30 ár „Það má segja að þetta hafi byrjað 1985 þegar við byrjuðum að selja Mora blöndunartækin og við höfum átt í farsælu samstarfi með Mora í rúmlega 30 ár. Tengi hefur verið þekkt fyrir að bjóða upp á allt fyrir baðherbergið, en stundum gleymist að við erum einnig mjög sterk í alls konar stálvöskum í eldhúsið, þvottahúsið og bílskúrinn.“ Þórir segir að hvað baðherbergin varði þá hafi verið alls konar stefnur og straumar í gegnum árin. „Það sem er mest í gangi núna er að fólk sækist eftir stærra sturturými með flísalögðum sturtubotni með sturturennu upp að vegg. Þar bjóðum við upp á frábæra lausn frá Unidrain sem kallast Unidrain Glassline, en þar er niðurfallsrennan og glerhliðin í einni heildarlausn.“
Þórir Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Tengis. „Það er mikil uppsveifla á byggingamarkaðnum en það þarf samt að byggja miklu meira til að fullnægja eftirspurninni.“
Gríðarleg byggingaþörf Við spyrjum framkvæmdastjóra Tengis út í byggingamarkaðinn og hvort Tengi taki ekki þátt í hótelvæðingunni. „Staðan á íbúðamarkaðnum er snúin, mikil uppsveifla í gangi og töluvert byggt af fjölbýlishúsum. Það þarf samt að byggja miklu meira til að fullnægja eftir-
spurninni. Það má því búast við áframhaldandi vexti í byggingariðnaðinum á næstu árum en ljóst er að þar ræður miklu hvort framboð af lóðum verði nægt, einkum hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er líka verið að byggja einbýlishús í meira mæli en áður en þau hafa verið í dvala síðustu árin. Hótel-
byggingar eru í miklum vexti út um allt land og maður sér ekki fyrir sér að það muni minnka næstu árin. Tengi hefur átt mjög gott samstarf í mörgum af þessum hótelverkefnum sem við virðum mjög mikils.“ Tengi selur vörur út um land allt og er með glæsilega verslun á
Akureyri sem er 10 ára um þessar mundir. „Við leggjum mikið upp úr góðri þjónustu við landsbyggðina, enda eru margir af okkar bestu og stærstu viðskiptavinum okkar þar,“ segir Þórir að lokum. tengi.is
Íbúðaskipti vinsæl á Íslandi HomeExchange hélt nýverið veglega kynningu á möguleikum íbúðaskipta í Salnum, Kópavogi. Vel var mætt á viðburðinn en HomeExchange er einn stærsti íbúðaskiptavefur heims. Hann nýtur mikilla vinsælda á Íslandi, meira segja svo að miðað við hina klassísku höfðatölu eru Íslendingar fjölmennasti hópurinn á vefsíðunni. Það dugir þó ekki til, en áhugi erlendra ferðamanna á Íslandi er slíkur að ákveðið var að efna til frekari kynningar á möguleikum íbúðaskipta hérlendis. „Við erum fulltrúar deilihagkerfisins og hvetjum til sjálfbærni og aukinna samskipta milli menningarheima,“ segir stofnandi HomeExchange, Ed Kushins. „Meðlimir HomeExchange mynda vinasambönd, kynnast heimsóknarlandinu eins og heimamenn og hafa aðgengi að húsnæði sem hefði ekki verið
Ed Kushins, stofnandi HomeExchange og Snæfríður Ingadóttir miðluðu af reynslu sinni af íbúðaskiptum.
mögulegt áður. Hvers vegna að leigja hús við ströndina eða skíðaskála þegar þú getur gist á slíkum stað fyrir ekki neitt?“ Kushins segir fólk gerast áskrifendur að vefnum og fara í
sín fyrstu íbúðaskipti til að spara pening, en eftir fyrstu reynslu telji margir að íbúðaskiptin hafi breytt lífi þess. „Eftir 20 ára reynslu veit ég að fyrstu viðbrögð margra eru þau að þeir séu ekki
Vel var mætt og mikið rætt á opnum kynningarfundi HomeExchange í Salnum.
vissir um að vilja hafa ókunnuga í húsinu sínu. En í raun og veru skiptist enginn á íbúð við ókunnugan. Þegar skiptifjölskyldan spyr þig hvort þú viljir nýmjólk eða léttmjólk í ísskápnum þá veistu
að þau munu leggja sig fram við að bjóða ykkur velkomin á heimilið sitt, vilja vera góðir gestgjafar og þú vilt gera hið sama fyrir þau.“
SÓKNARFÆRI | 23
Nú fástSnickersvinnuföt í
Hágæða vinnuföt Mikið úrval af öryggisvörum
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar HAGI ehf
Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is •
Hagi ehf HILTI
24 | SÓKNARFÆRI
Arnarnesvegur – mikil samgöngubót Í haust var lokið við 1,6 km langan kafla Arnarnesvegar á bæjarmörkum Kópavogs og Garðabæjar en vegurinn léttir mjög á umferðarþunga á m.a. Fífuhvammsvegi sem hefur verið afar þungur á álagstímum. Verktakar voru Suðurverk og Loftorka. Á vegkaflanum voru gerð þrenn gatnamót og tvenn undirgöng. Einnig var sett upp veglýsing, stíg-
ar gerðir, land mótað, hljóðvarnir settar upp og annað sem nauðsynlegt er til að ljúka verkinu. Þá er er hafin smíði göngubrúar yfir Arnarnesveg á móts við Þorrasali og kirkjugarðinn og ætlunin er að ljúka því verki í sumar. Verkefnið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Kópavogs, Garðabæjar og veitufyrirtækja. Heildarkostnaður er áætlaður um 980 m.kr.
Vaðlaheiðargöng
Nýi Arnarnesvegurinn er mikil samgöngubót fyrir Kópavogsbúa.
Nú á aðeins eftir að tengja Arnarnesveg við Breiðholtsbraut í gegnum opið svæði á milli Kórahverfis í Kópavogi og Seljahverfis í Reykja-
vík. Þar er um að ræða 1,5 km kafla ásamt með hringtorgum. Búast má við að þeirri framkvæmd ljúki á næstu árum.
Fjögur hundruð metrar eftir „Setlög í öllu sniði ganganna Eyjafjarðarmegin valda því að ekki er hægt að sprengja á stafninum á hefðbundinn hátt heldur er bergið í raun skafið niður og síðan þarf að styrkja fyrir næstu færslu. Verktakinn fer því mjög stuttar færslur í einu. Fnjóskadalsmegin eru aðstæður hins vegar talsvert betri hvað bergið varðar. Hvenær verktakinn slær í gegn ræðst að mestu af því hvernig bergið verður það sem eftir er. Meðalhraði frá upphafi í göngunum er um 39 metrar á viku en hins vegar hefur mesta framvinda á einum stafni verið rösklega 96 metrar þegar best gekk,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga en nú eru rösklega 400 metrar í gegnumslag.
Kapphlaup við tímann Fyrir utan vinnu á báðum stöfnum í göngunum er unnið í vegagerð í Fnjóskadal en mild vetrarveðráttan norðan heiða hefur gert að verkum að hægt er að huga að slíkum verkþáttum þó miður vetur sé. „Jarðgangagerð er kapphlaup við tímann – því fyrr sem gangagreftri lýkur er hægt að áætla betur verklok,“ segir hann aðspurður um hvenær hægt verði að hleypa umferð í gegnum Vaðlaheiði. „Í tilboði verktakans á sínum tíma var miðað við 15 mánuði í eftirvinnu frá gegnumslagi en einnig er verið að skoða hvort möguleikar séu á að fresta ákveðnum verkþáttum sem geti stytt þennan tíma. Miðað við stöðu verksins núna og að framvindan fari upp í meðalframvindu ætti að vera raunhæft að göngin verði opnuð sumarið 2018,“ segir Valgeir.
Greinileg setlög í stafninum Eyjafjarðarmegin í Vaðlaheiðargöngum. Þegar svona aðstæður eru í gangagreftri er ekki sprengt á hefðbundinn hátt heldur bergið skafið niður og styrkt. Kaflar sem þessir hægja því talsvert á framvindunni meðan farið er í gegnum þá.
vadlaheidi.is
SÓKNARFÆRI | 25
26 | SÓKNARFÆRI
Straumur ferðamanna veldur vaxtarverkjum FRÉTTASKÝRING
Valþór Hlöðversson skrifar
Engin atvinnugrein á Íslandi skapar meiri gjaldeyri inn í íslenska hagkerfið en ferðaþjónustan. Raunar má segja að þessi unga atvinnugrein sé orðin drifkraftur hagsveiflunnar og sennilega gera fæstir Íslendingar sér grein fyrir þeim jákvæðu áhrifum sem hún hefur haft á lífskjör okkar á síðustu árum. Um leið og þetta liggur fyrir er ljóst að þessi uppsveifla kostar fórnir og hún kallar á miklar fjárfestingar í innviðum samfélagsins, m.a. í vegagerð, heilbrigðisþjónustu og á húsnæðismarkaði.
Milljarðarnir flæða inn Á þessu ári mun innspýting gjaldeyris vegna ferðamanna að öllum líkindum ná 500 milljörðum króna. Á tímum síðasta góðæris var einnig mikið gjaldeyrisflæði en munurinn er sá að þá var mest um lánsfé að ræða. Nú er tíðin önnur og svigrúm skapast í þessari atvinnugrein að greiða laun og standa undir tugmilljarða fjárfestingum með eigin fé í stað lánsfjár. Tölurnar um vöxtinn í ferðaþjónustunni eru ævintýralegar. Á liðnu ári komu tæplega 1,8 milljón erlendra ferðamanna hingað til lands og er þar um 40% fjölgun að ræða frá árinu 2015. Hér er um mestu fjölgun að ræða á milli ára, hvort sem horft er á hana hlutfallslega eða í þúsundum ferðamanna. Síðasta stóra stökkið í hlutfalli var tekið árið 1955 en þá fjölgaði erlendum ferðamönnum á milli ára um 2.600 manns eða um 38,4%. Í spá Isavia fyrir árið 2016 var gert ráð fyrir því að erlendir gestir
Árið 1966 komu tæplega 35.000 ferðamenn til landsins ...
... en þeir verða um 2,5 milljónir á þessu ári.
Ferðaþjónustan mun afla um 500 milljarða króna í hagkerfið á árinu 2017.
Nú liggur fyrir að um 1,8 milljón manns sóttu landið heim í fyrra.
inn í landið yrðu ríflega ein og hálf milljón en nú liggur fyrir að um 1,8 milljón manns sóttu landið heim í fyrra. Erlendir ferðamenn voru tæplega 1,3 milljónir árið 2015 og er því um hálfrar milljónar manna aukningu að ræða á einu ári eða sem nemur 1,5 földum
íbúafjölda landsins! Spár hníga allar að því að vöxturinn aukist enn frekar á þessu ári og má búast við að ferðamennirnir halli í tvær og hálfa milljón áður en 2017 er úti.
Vaxandi álag á innviði Þegar tölur eru skoðaðar kemur vel
fram hversu ferðamannastraumurinn hefur skollið á Íslandi af fullum þunga á síðustu áratugum, einkum allra síðustu árum. Fyrir hálfri öld eða árið 1966 komu tæplega 35.000 ferðamenn til landsins. Næsta áratuginn fjölgaði þeim um helming eða í 70.000 manns. Árið
1986 fór talan í fyrsta skipti yfir 100.000 manns og árið 1996 hafði sú tala tvöfaldast. Árið 2006 komu hingað 420.000 manns og varð lítil fjölgun árlega eftir það þangað til eldgos í Eyjafjallajökli árið 2010 og markvisst kynningarstarf í kjölfarið kom okkur rækilega á kortið. Árið
SÓKNARFÆRI | 27
fastus.is
GRILLMARKAÐURINN
VIÐURKENNDAR OG VANDAÐAR
HEILDARLAUSNIR Fastus býður upp á vandaðar heildarlausnir frá virtum og viðurkenndum framleiðendum fyrir hótel, mötuneyti, veitingastaði og þvottahús. Sérfræðingar Fastus búa yfir 20 ára reynslu í skipulagningu og samsetningu á stóreldhúsum.
Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að finna réttu lausnina fyrir þig!
NAUTHÓLL
N1 BORGARNESI
Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
HARPAN / KOLABRAUTIN
FOSSHÓTEL HÖFÐATORGI
Fastus er aðalstyrktaraðili Bocuse d’Or Iceland
Veit á vandaða lausn
28 | SÓKNARFÆRI
Erlendir ferðamenn gætu orðið allt að 2,5 milljónir áður en árið verður úti.
Störfum hefur fjölgað mjög hjá þjónustufyrirtækjum og í byggingageiranum þar sem menn leggja nótt við dag að reisa hótel og gistihús um land allt.
2012 voru ferðamennirnir komnir í ríflega 670.000, ríflega 807.000 manns komu hingað árið 2013, þeir voru tæplega 1 milljón árið 2014, tæplega 1,3 milljónir 2015 og eins og áður segir um 1,8 milljón í fyrra. Þetta gríðarlega flæði gesta þýðir auðvitað mikið álag á alla okkar innviði og bætist það við áralanga vanrækslu í uppbyggingu þeirra, m.a. vegna efnahagshrunsins 2008. Vegakerfið er komið að þolmörkum en að mati Vegagerðarinnar þarf þar um 400 milljarða til nýfjárfestinga næstu áratugina. Er þá ótalinn kostnaður vegna viðhalds og þjónustu við núverandi kerfi. Enn er stór hluti íslenska vegakerfisins án slitlags, á þjóðvegakerfinu eru tæplega 700 einbreiðar brýr og þar sem álagið er mest, einkum á Suðurlandi er burðarlag veganna farið að gefa sig. Umferðarörygginu er því stórlega stefnt í hættu og ljóst að átaks er þörf til að bæta úr.
Senn skortur á vinnuafli Fyrir nokkrum árum þjakaði atvinnuleysi íslenska þjóð en nú er öldin önnur. Fjölgun ferðamanna hefur skipt sköpum fyrir vinnumarkaðinn síðustu ár en í fyrra stóðu greinar ferðaþjónustu undir 45% af fjölgun launþega. Að auki
Risastökk. Erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgar ár frá ári og virðist ekkert lát á eftirspurn þeirra eftir að kynnast eyjunni bláu í Norðurhöfum.
Um 25.000 manns starfa í ferðaþjónustunni og stefnir í skort á vinnuafli.
hefur störfum fjölgað mjög hjá þjónustufyrirtækjum og ekki síst í byggingageiranum þar sem menn leggja nótt við dag að reisa hótel og gistihús um land allt. Staðan í dag er því sú að atvinnuleysi hér á landi er með því minnsta sem gerist í heiminum og atvinnuþátttaka hefur aldrei mælst jafn mikil og árið 2016 skv. gögnum greiningadeildar Arionbanka. Nú, þegar allt bendir til áframhaldandi vaxtar í ferðamennskunni, liggur fyrir að Íslendingar eru allt of fáir til að mæta álaginu og hin mikla fjölgun starfa í þjón-
Mikilvægt er að ferðaþjónustan þróist í sátt við þjóð og náttúru.
ustu við ferðamennina krefst innflutnings á vinnuafli í meiri mæli en áður hefur þekkst. Það er borin von að Íslendingar geti annað álaginu enda fjölgaði erlendum ríkisborgurum hér á landi á síðasta ári
um meira en 4000 manns og fleiri slíkir búa á Íslandi en nokkru sinni í sögunni. Það hefur svo skapað mikið álag á húsnæðismarkaðinn og heilbrigðisþjónustuna en það er önnur saga.
Stjórnstöð ferðamála
Samvinna og samstillt átak Verkefni og lykiláherslur Stjórnstöðvar ferðamála eru skilgreind í „Vegvísi í ferðaþjónustu“ sem er sameiginleg yfirlýsing þeirra hagaðila sem að ferðþjónustunni koma. Þau fela m.a. í sér samhæfingu og einföldun stjórnkerfis, náttúruvernd, faglega uppbyggingu greinarinnar og gæðastarf. Óskar Jósefsson verkfræðingur var ráðinn nýr framkvæmdastjóri Stjórnstöðvarinnar sl. sumar og hann stýrir 3ja manna skrifstofu í Reykjavík sem er með risavaxið verkefni á sínu borði. „Til að ná utan um þessi verkefni þurfum við heildstæða nálgun, farsæla samvinnu og samstillt átak allra þeirra sem að greininni koma. Markmiðið er að ferðaþjónustan þróist í sátt við þjóð og náttúru, að gestir okkar upplifi landið með jákvæðum hætti og að ferðaþjónustan geti haldið áfram sókn sinni á traustum grunni til hagsbóta fyrir samfélagið allt.“ Óskar segist vel skilja umræðuna um að hægt gangi að koma á skilvirkri stýringu á aðgerðum til að mæta hinum mikla fjölda ferðamanna. „Við höfum vissulega áhyggjur af því að það reyni á hin félagslegu þol-
Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála: „Ferðaþjónustan þarf að geta haldið áfram sókn sinni á traustum grunni í sátt við aðrar atvinnugreinar, samfélagið allt og náttúru Íslands.“
mörk gagnvart þessum erlendu gestum okkar. Það er því mjög brýnt að grípa sem fyrst til aðgerða. Hins vegar er auðveldara um að tala en í að komast. Markvisst er unnið að því með samvinnu stofnana samfélagsins að einfalda kerfið og greiða göt-
una frá hugmynd til framkvæmdar. Þar koma fjölmargir aðilar að verki og þetta tekur tíma.“ Óskar segir að þótt flestir fagni ávinningnum af auknum fjölda ferðamanna sé alveg ljóst að þessi hraði vöxtur, það stóra
stökk sem ferðaþjónustan er að taka, kalli á ýmsar aðgerðir sem flókið regluverk eigi erfitt með að leysa úr. „Sem dæmi má nefna heyra verkefni ferðaþjónustunnar undir nánast öll ráðuneyti stjórnarráðsins og auðvitað að auki undir sveitarfélög og fjölmargar stofnanir vítt og breytt um landið. Stjórnkerfið hefur engan veginn verið í stakk búið að leysa hratt og vel úr úrlausanarefnunum og við þurfum þess vegna að auka skilvirkni og samræma aðgerðir sem best áður en hafist er handa. Ein lausn til úrbóta kallar á skerðingu á rétti einhvers annars og mjög oft standa lög og reglugerðir í vegi fyrir því að hægt sé að hefjast handa strax eins og við Íslendingar viljum gjarnan. En það er unnið markvisst að þeim verkefnum sem skilgreind eru í Vegvísi þannig að það markmið, að ferðaþjónustan þróist í sátt við þjóð og náttúru og að gestir okkar upplifi landið með jákvæðum hætti, nái fram að ganga,“ segir Óskar. stjornstodin.is
SÓKNARFÆRI | 29
3ára
ábyrgð
Þriggja ára ábyrgð fylgir öllum nýjum Bobcat tækjum. Vinnuvélar– tækjamiðlun ehf // Kistumel 2 // 116 Reykjavík // Sími 480 0444 // vinnuvelar@vinnuvelar.is // www.vinnuvelar.is
Carnehl malarvagnar í öllum stærðum og gerðum. Vinnuvélar– tækjamiðlun ehf // Kistumel 2 // 116 Reykjavík // Sími 480 0444 // vinnuvelar@vinnuvelar.is // www.vinnuvelar.is
30 | SÓKNARFÆRI
Unnið að skilvirkara stjórnkerfi til að ná utan um hraðan vöxt greinarinnar.
Íslenskt mannlíf fangar hug margra ferðamanna; arkitektúr bárujárnshúsanna, maturinn okkar og menning, Björk, fótbolti og allt það.
Ekki eru til nákvæmar tölur um fjölda þeirra sem starfa í ferðageiranum en líklegt er að þar sé um 25.000 manns að ræða. Hagstofan mat fjöldann 19.500 árið 2015 og fyrirtækjakönnun Stjórnstöðvar ferðamála benti til að um 22.000 manns hafi starfað við greinina í fyrra en það er ríflega 11% af vinnuaflinu. Gera má ráð fyrir að um 7.500 starfsmanna í ár séu erlendir. Vaxtaverkjanna í ferðaþjónustunni gætir víða og mörgum finnst hægt ganga að byggja upp aðstöðu víða um land til að geta tekið við hinum mikla fjölda gesta með
sómasamlegum hætti. Allir þekkja umræðuna um skort á salernum og æði margir hafa áhyggjur af álagi á viðkvæmar náttúruperlur landsins. Þá hefur úrræðaleysi stjórnvalda við að fjármagna brýnar framkvæmdir með gjaldi á ferðamenn valdið furðu en tilraunir þar að lútandi hafa jafnan runnið út í sandinn. Flókið regluverk tefur brýnar framkvæmdir og birtist m.a. í því að ekki hefur náðst að nýta fé úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þar sem langur tími virðist líða frá því hugmynd kemur upp um tiltekna framkvæmd þar til hægt er að hefjast handa.
Bjart fram undan – ef... Flækjustigið í íslenska stjórnkerfinu er mikið þegar kemur að því að leysa úr málum er varða ferðaþjónustuna en öll ráðuneyti koma þar að, lagaumgjörðin er flókin og skipulag greinarinnar mjög óskýrt. Þess vegna var ákveðið að koma á Stjórnstöð ferðamála árið 2015 og er henni ætlað að nota tímann til ársins 2020 til að „samhæfa aðgerðir og og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breytt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila,“ eins og segir í hlutverkalýsingu.
Langflestir sem sækja Ísland heim gera það til að upplifa íslenska náttúru; bláa bjarmann í norðri, heiðríkjuna og víðsýnið.
Langflestir sem sækja Ísland heim gera það til að upplifa íslenska náttúru; bláa bjarmann í norðri, heiðríkjuna og víðsýnið, hið breytilega veðurfar, tiltölulega óspillta náttúru og ægifagra áfangastaði sem þeim eru kynntir í bæklingunum. Síðast en ekki síst fangar íslenskt mannlíf hug margra ferðamanna; arkitektúr bárujárnshúsanna, maturinn okkar og menning, Björk, fótbolti og allt það.
styttingar. Milljónir manna verða á faraldsfæti og miklu skiptir að Ísland nái til sín skerf af þeirri köku. Hagsæld Íslendinga inn í framtíðina mun byggjast á því að við náum að taka vel á móti gestunum og tryggja að upplifun þeirra standi undir væntingum. Það er því bjart fram undan – ef við stöndum vel að verki. Um það snýst verkefnið.
Allar spár um ferðamennsku í heiminum eru þess efnis að stór hluti mannkyns muni auka ferðalög sín um heiminn, sér til dægra-
Nýsmíði - Viðhald - Innréttingar - Sérsmíði - TRÉSTIGAR - Líkkistur
Trésmiðjan Stígandi ehf bíður upp á staðlaða sumarbústaðastiga
Stígarnir eru smíðir úr 40mm límtré,
2 staðlaðar stærðir
Fljót afgreiðsla
Vönduð vinnubrögð
Sérsmíðum einnig stiga eftir óskum
við bjóðum upp á flestar gerðir límtrés. Stigarnir afgreiðast samkvæmt samkomulagi og tilbúnir undir olíu. Við getum einning séð um olíuburð og lökkun og gefum fast verð í þá vinnu.
SÓKNARFÆRI | 31
Ístak innleiðir stafræn þrívíð upplýsingalíkön „Við hjá Ístaki erum byrjuð að tileinka okkur nýja aðferðafræði við hönnun sem byggir á svokölluðum upplýsingalíkönum mannvirkja eða Building Information Modeling (BIM) þar sem byggingarhlutar eru tengdir saman í stafrænum þrívíðum líkönum,“ segir Karl Andreassen, forstjóri Ístaks. Hann segir að þótt þessi aðferðafræði sé ekki enn orðið almennt viðmið á Íslandi sé ljóst að flest fyrirtæki í byggingageiranum muni taka hana upp á næstu árum. Hún sýni á mun gleggri hátt en hefðbundnar teikningar innbyrðis afstöðu einstakra hluta mannvirkisins þannig að auðveldara sé til dæmis að gera sér grein fyrir hvort einhverjir hlutir skarist áður en byrjað er að byggja. Miklu skipti að öll frávik séu leiðrétt sem fyrst og áður en framkvæmdir hefjast. Með því að leiðrétta hugsanlegar villur í hönnun strax á undirbúningsstigi sé hægt að auka gæði hönnunargagna, lækka kostnað, stytta framkvæmdatíma og stuðla þannig að hagkvæmari byggingum. BIM líkön eru svo notuð áfram í stafræna hönnun og framkvæmd, svokallað Virtual Design and Construction (VDC). En þar er hægt að útbúa m.a. stafræn gögn til framleiðslu á t.d. járnabindingum.
Sparar fé og fyrirhöfn Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, nýráðin BIM/VDC sérfræðingur hjá Ístaki, segir að með tilkomu BIM og VDC verði öll hönnunargögn stafræn sem opni fleiri möguleika í hönnun og framkvæmd. Í BIM líkaninu séu meðal annars vistaðar upplýsingar um efni, áferð, magn og fleira sem tengist einstaka byggingahlutum. Það stuðli að bættu upplýsingaflæði milli hönnuða og verktaka sem sé einn mikilvægasti þáttur við hönnun og framkvæmdir. Hún segir að reynsla og rannsóknir erlendis sýni að þessi aðferðafræði spari þeim sem verkinu tengjast bæði fé og fyrirhöfn. Þegar menn séu komnir lengra í að hagnýta þessa tækni verði hægt að setja upp greiningu á væntri frammistöðu einstakra bygginga, þ.e.a.s. hvernig þær muni standast með tilliti til ólíkra þátta eins og jarðskjálfta, hita, kulda, rafmagns- og hitanotkunar. Nýtist í flóknum byggingum Hún segir að skólar hér á landi hafi lítið sinnt fræðslu um BIM en erlendis sé þetta komið á fulla ferð og þangað sé hægt að sækja menntað fólk. Karl bætir því við að íslenskir nemendur erlendis hafi lagt þetta talsvert fyrir sig og að hjá Per Aarsleff A.S., systurfyrirtæki Ístaks í Danmörku séu til að mynda tveir Íslendingar sem stjórna BIM deildinni þar. Karl segir að BIM aðferðafræðin nýtist sérstaklega vel í flóknum byggingum þar sem margir ólíkir þættir fléttast saman eins og í nýbyggingu Sundhallarinnar í Reykjavík. Þá gagnist aðferðafræðin ekki síður við jarðvegsframkvæmdir því hægt sé að setja upp-
BIM aðferðafræðin nýtist sérstaklega vel í flóknum byggingum þar sem margir ólíkir þættir fléttast saman eins og í nýrri viðbyggingu Sundhallarinnar í Reykjavík, hönnuð af VA Arkitektum.
lýsingar úr líkaninu inn í GPS búnað í gröfum og öðrum jarðvinnutækjum. Þegar grafnir eru grunnar eða möl ekið í vegstæði sé hægt að nýta upplýsingar til dæmis um hæð, fláa og dýpt sem geri alla vinnu mun markvissari og fljótlegri. istak.is
Karl Andreassen, forstjóri Ístaks og Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, BIM/ VDC sérfræðingur.
ALLT FYRIR ÖRYGGIÐ!
EKKI FALLA Hjá Dynjanda færðu fallvarnarbúnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
32 | SÓKNARFÆRI
SÓKNARFÆRI | 33
BIM HÖNNUN BEINT Í TRIMBLE. TIL ÚTSETNINGA VIÐ FRAMKVÆMDIR
34 | SÓKNARFÆRI
Áhugaverð framleiðsla í Stykkishólmi
Brýr og útsýnispallar úr trefjaplasti Fyrirtækið Stykki hf. í Stykkishólmi býður upp á smíði alls kyns hluta úr trefjastyrktu plasti sem nýst geta t.d. í samgöngukerfinu, í fiskeldi og við uppbyggingu aðstöðu á ferðamannastöðum svo dæmi séu tekin. Við slógum á þráðinn til Þórarins Sighvatssonar hjá Stykki og spurðum nánar út í þetta. „Við flytjum hráefnið inn frá danska fyrirtækinu Fiberline og fáum það í formum og stærðum sem henta því sem við hyggjumst smíða. Úr þessu efni, sem eru trefjastyrktir fjölliðir, má framleiða stiga, brýr, brúargólf, útsýnispalla og margt fleira. Efnið er afar létt, hefur gríðarlegan styrk og er alls ónæmt fyrir veðrun af völdum salts eða vatns. Það er alveg laust við leiðni og er þannig hentugt í allt í kringum rafmagn, t.d. við spenna. Þetta efni er m.a. notað í kæliturna hjá Hellisheiðavirkjun.“ Þórarinn segir að kostirnir við
smíði t.d. göngubrúa og palla úr þessu efni séu fjölmargir. Smíðin taki stuttan tíma inni á verksmiðjugólfi, auðvelt sé að flytja mannvirkið, ýmist í heilu lagi eða hlutum og uppsetning á notkunarstað sé afar auðveld. „Við smíðuðum göngubrú yfir hver í Reykjadal upp af Hveragerði sem er 11,5x1,5 m og vegur aðeins 850 kg. Hún var smíðuð hér vestra, flutt á bíl á Hellisheiði og þaðan í þyrlu á endanlegan stað.“ Þórarinn bendir á að hér á landi sé ennþá verið að hanna og smíða göngu- og hjólabrýr úr stáli og steinsteypu með ærnum tilkostnaði og löngum verktíma. Sem dæmi nefnir hann að Hollendingar hafi nær alfarið hætt slíku um síðustu aldamót en stærsti göngubrúarframleiðandi þar í landi hefur smíðað yfir 2000 brýr úr efninu síðan þá. „Þar sem margar einbreiðar brýr eru á okkar vegakerfi, sumar nærri þéttbýli, væri afar einfalt að smíða
Trefjaplastið frá Fiberline er afar heppilegt til smíða á göngubrúm. Þessi brú í Danmörku er dæmi um það.
göngubrú sem hengd væri á knekti utan á þá sem fyrir er. Þetta myndi t.d. henta á Borgarfjarðarbrú, Ölfusárbrú og brúna yfir Blöndu á Blönduósi auk fjölda annarra staða. Á þessum brúm eru gangandi eða hjólandi vegfarendur í stórhættu og einfalt mál að tryggja öryggi þeirra með þessum hætti.“ Hann bætir við að hægt sé að nota trefjaplastið sem grunn undir yfirborð brúargólfa í venjulegum umferðarmannvirkjum en það þolir um 60 tonna þunga á hvern fermetra. Vegna léttleikans sé óþarfi að hafa undirstöður og burðarvirki eins öflug og annars væri. Facebook: Stykki
Göngubrúin í Reykjadal vegur ekki nema 850 kg.
Við höfum varðveitt ylinn í íslenskum húsum í 60 ár
-vottuð n u r g n a n ei
llum ö í a r e v ð a á di n a l s Í á m u g byggin
Hágæða einangrunarplast • fyrir sökkla • undir gólfplötur • á útveggi og þök
einangrun – umbúðir
TEMPRA EHF • Íshella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 520 5400 • tempra@tempra.is • www.tempra.is
SÓKNARFÆRI | 35
Vestmannaeyjar
Nýr Herjólfur næsta sumar Nýr Herjólfur er væntanlegur í þjónustu á næsta ári en samningar þar að lútandi voru undirritaðir fyrir skömmu. Ferjan verður smíðuð í Gdynia í Póllandi og mun skipasmíðastöðin þegar hefjast handa við smíðina sem ljúka á 20. júní 2018 samkvæmt samningnum.
Tryggari samgöngur Með nýrri ferju er vonast til að samgöngur milli lands og Eyja stórbatni en verulegur misbrestur hefur sem kunnugt er orðið á nýtingu Landeyjahafnar yfir vetrarmánuðina. Því veldur grunnsævi, há tíðni af þungri úthafsöldu, hliðarstraumur og mikill vindur. Nýja ferjan á að ráða betur við þessar aðstæður enda mun grunnristari en sú eldri og betur búin til að kljást við hliðarstrauma, vind og ölduhæð. Nýr Herjólfur verður 69,8 m langur, 15,1 m á breidd og mun hann aðeins rista 2,8 metra. Skipið mun geta flutt 390 farþega og að auki 150 á álagstímum og 73 fólksbíla. Siglingahraðinn er allt að 15,5 hnútar. Tvinntæknin verður nýtt til að knýja skipið áfram en í því verða þrír 1230 kW dísilknúnir rafalar og tvær skrúfur sem knúnar verða áfram af rafmótorum. Herjólfur frá 1959 Herjólfur hefur verið heiti á þremur bílferjum sem gengið hafa á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Skipin eru nefnd eftir Herjólfi Bárðarsyni, sem talinn er vera fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja. Herjólfur I kom nýr til landsins árið 1959 og sigldi allt þar til í júlí 1974. Skipið var í eigu Skipaútgerðar ríkisins og höfðu Vestmannaeyingar lítið að segja um hvernig útgerð þess var háttað. Í júnímánuði árið 1976 kom Herjólfur II til landsins og var hann í eigu hlutafélagsins Herjólfur hf. sem stofnað hafði verið um eign og rekstur flutningaskips milli lands og Eyja. Skipið var smíðað í Kristiansund í Noregi og gat flutt um 350 farþega og tæplega 40 fólksbíla. Þetta skip var í ferðum milli Eyja og Þorlákshafnar fram til ársins 1992 og hafði þá flutt 800 þúsund farþega og um 150 þúsund farartæki. Núverandi skip, Herjólfur III kom til landsins sumarið 1992 en það er smíðað í Noregi og er 2222 brúttólestir að stærð. Hann tekur um 65 fólksbíla og allt að 500 farþega. Herjólfur hf. rak skipið til loka árs 2000 en þá tók Vegagerðin yfir rekstur þess og síðan hafa Samskip og Eimskip annast reksturinn.
Ný Vestmannaeyjaferja. Herjólfur IV verður glæsileg fleyta sem væntanlega mun tryggja öruggar og reglubundnar ferðir allt árið á milli Eyja og Landeyjahafnar.
Byggðu umhverfisvænt hús -úr krosslímdu tré
Stór eða lítil
- allt eftir þínum óskum
Af hverju krosslímt tré? – Umhverfisvæn og sjálfbær framleiðsla – Léttari en steypa
Umhverfisvæn hús
úr krosslímdu tré
– Frábær einangrun – Engar kuldabrýr sem bjóða heim raka og myglu – Mjög fljótlegt að reisa
Bjóðum einnig
glugga, hurðir og utanhússklæðningar sem hæfa þínu húsi
– Einstakir burðareiginleikar – Jarðskjálftaþol eins og best getur orðið – Þynnri veggir - meira innra rými – Notalegt og heilsusamlegt innra umhverfi
Byggðu til framtíðar með lausnum frá IDEX
www.idex.is
Smiðjuvegi 3 - 200 Kópavogur - Sí mi 412 170 0 - i dex@i dex.i s
36 | SÓKNARFÆRI
Stórt skref í umhverfismálum á höfuðborgarsvæðinu
Bygging gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu að hefjast Bygging gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi er næsta stóra skrefið í umhverfismálum á höfuðborgarsvæðinu. Áætlaður heildarkostnaður við byggingu stöðvarinnar er um 2,8 milljarðar króna. Bygging stöðvarinnar mun væntanlega hefjast í ár og er miðað við að hún verði tekin í notkun síðari hluta árs 2018. Með tilkomu stöðvarinnar verður hætt að urða heimilisúrgang en í stað þess verða unnin úr honum gas- og jarðgerðarefni. Stefnt er að því að yfir 95% af heimilissorpi á samlagssvæði SORPU verði endurunnið þegar stöðin er komin í gagnið og nánast allur lífrænn úrgangur sem til fellur frá heimilum.
Metanframleiðsla tvöfaldast Árlega eru um 100 þúsund tonn af úrgang urðuð í Álfsnesi en þar af eru um 33.000 tonn af heimilisúrgangi frá samlagssvæði SORPU. Megnið af heimilisúrgangi sem nú er urðaður í Álfsnesi er lífrænn og er metangas unnið úr honum. Metangasframleiðsla SORPU samsvaraði ríflega 2 milljónum bensínlítra árið 2015 og með því að nota metan í stað jarðefnaeldsneytis minnkaði losun á CO2 um 33.000 tonn það ár. Um 1400 ökutæki nýta í dag metan sem eldsneyti en
samanlagt sótspor þeirra er aðeins á við 14 bensínbíla og sótmengun nánast engin. Með gas- og jarðgerðarstöðinni tvöfaldast núverandi metangasframleiðsla SORPU og mun þá nægja til að knýja 8-10 þúsund fólksbíla árlega.
Vinnsla undir þaki Auk metanframleiðslu verða til um 12.000 tonn af jarðvegsbætandi efnum í nýju gas- og jarðgerðarstöðinni á ári og er ætlunin að nýta þetta efni til almennrar landgræðslu og jarðarbóta. Móttökuog vinnslurými stöðvarinnar verður allt yfirbyggt og lokað til að lykt frá starfseminni berist ekki út í umhverfið. Sama er að segja um jarðvegsefni sem til verða í ferlinu, þau verða unnin og geymd í yfirbyggðu rými. Þá má nefna að plastefni sem leynast í úrganginum verða sigtuð frá í vinnslunni og er ætlunin að nýta það sem hráefni til endurvinnslu, í s.k. brenni eða til framleiðslu á díselolíu. Hér er því um mjög metnaðarfullt verkefni að ræða sem mun gjörbreyta vinnslu úrgangs hérlendis en stefnt er að því að urðun lífræns úrgangs og plastefna frá heimilum verði alfarið hætt ekki seinna en árið 2021. sorpa.is
Með gas- og jarðgerðarstöðinni verður nánast hætt að urða heimilissorp og lífrænan úrgang frá höfuðborgarsvæðinu.
Sambærileg gas- og jarðgerðarstöð sem verið er að reisa í Bandaríkjunum.
Mynd: Turning Earth, LCC.
Fulltrúar eigenda SORPU, borgarstjóri og bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu vottuðu samninginn sem framkvæmdastjóri Sorpu og Aikan undirrituðu.
Sumarhúsamarkaðurinn á Íslandi
Hæsta fermetraverðið á Suðurlandi Helmingur allra sumarhúsa á Íslandi eru á Suðurlandi og um fimmtungur á Vesturlandi. Fermetraverð er langhæst á Suðurlandi enda eftirspurnin mest. Í lok árs voru sumarhúsin í landinu tæplega 13.000 talsins og hafði þá fjölgað um 70% frá árinu 1997. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbanka Íslands. Verð á sumarbústöðum hefur hækkað í takti við aukna eftirspurn og samkvæmt fasteignasölum á það
Sælureitur í sveitinni. Um 70% sumarhúsa landsmanna eru á Suðurlandi og Vesturlandi.
Suðurhrauni 12b - 210 Garðabæ | 545 4600 | metal@metal.is | www.metal.is
einkum við um eftirsótta staði, t.d. á Suðurlandi, í Grímsnesi, á Þingvöllum og í Skorradal. Verðhækkunin á Suðurlandi var t.d. rúm 20% frá 2010 til 2015. Verðið hækkaði mikið á Vesturlandi frá 2008 til 2011, en lækkaði þá aftur og hefur ekki náð sér á strik. Verð á Norðurlandi tóku mikinn kipp frá 2009-2011 en hafa farið stöðugt lækkandi síðan þá. Séu meðalfermetraverð á öllum svæðum á landinu borin saman má sjá að þau voru hæst á Suðurlandi og töluvert þar fyrir neðan voru Norðurland og Vesturland. Verð á öðrum svæðum var töluvert lægra.
„Fjármögnun kaupa á sumarhúsum hefur breyst. Eigið fé kaupenda virðist meira nú og lægra hlutfall viðskipta fjármagnað með lánum. Þá er minna um það í dag en áður að bændur skipuleggi spildur út úr jörðum sínum til að selja sem sumarhúsalóðir. Eitthvað er til af lóðum í dag en sá markaður er lítill og virðist mettur. Væntanlega er staðan sú í dag að það borgi sig frekar að kaupa tilbúið sumarhús en að byggja nýtt vegna hás byggingarkostnaðar,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
SÓKNARFÆRI | 37
Húsnæðisverðið
Mikil hækkun í nágrenni Reykjavíkur verið eftirsóknarverðustu hverfin. Að jafnaði hækkaði fermetraverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu um 9% á ári frá 2013-2015. Í desember sl. hækkaði verð fjölbýlis um heil 15%. En landsbyggðin er að taka við sér líka.
hgschmitz.de
Viðvarandi skortur á lóðum á höfuðborgarsvæðinu gerir að verkum að fólk er í auknum mæli að skoða fasteignakaup á jöðrum StórReykjavíkursvæðisins allt frá Akranesi í vestri, á Suðurnesjum og austur fyrir Hellisheiði. Vaxandi framboð er á lóðum til nýbygginga á þessu svæði og þar að auki hyggja bæjaryfirvöld á uppbyggingu miðkjarna með fjölbreyttu formi íbúða og atvinnuhúsnæðis. Fram kemur í gögnum frá greiningadeild Arionbanka að síðasta hálfa árið eða svo hefur orðið um 20% hækkun á ásettu verði á íbúðum á Akranesi, í Hveragerði, Grindavík og Reykjanesbæ. Þetta eru bærir sem eru allir í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá borginni og því ekki langt að sækja vinnu eða þjónustu ef því er að skipta. Bankinn bendir á að þessu valdi m.a. uppgangur í ferðaþjónustunni en megin drifkrafturinn í þessari þróun sé hækkandi íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sem hvetji fólk, ekki síst ungt fólk, til að leita út fyrir bæjarmörkin. Alkunna er að íbúðaverð í eldri hverfum Reykjavíkur hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum. Þar hafa Vesturbærinn og Miðbærinn
Frá Reykjanesbæ. Húsnæðisverð á vaxtarsvæðum landsbyggðarinnar fer hækkandi.
Auðvelt er að bæta við rafkerfi hússins og stjórna því þráðlaust Gira eNet Gira eNet er þráðlaust tvíátta hússtjórnunarkerfi fyrir snjalla samtengingu og stjórnun nútímalegra innlagnaefna. Með einföldum hætti er hægt að bæta við þráðlausum eiginleikum á borð við ljósa- og gardínustýringu og tengja þá saman. Hægt er að setja nýja þráðlausa rofa í stað þeirra sem fyrir eru og þarf því ekki að brjóta veggi og leggja nýjar lagnir. Í boði eru þráðlaus rofa- og dimmerlok, þráðlausir veggsendar og þráðlausar fjarstýringar.
Með Gira Mobile Gate er auk þess hægt að stjórna öllu eNet-kerfinu í farsímum og spjaldtölvum með iOS- og Android-stýrikerfum. Þannig er hægt að stjórna gardínum, ljósum og senum á einfaldan og þægilegan hátt í Gira viðmótinu í gegnum þráðlausa netið á heimilinu. Einnig er hægt að fá yfirsýn yfir stöðu á ljósum og gardínum á einum stað og stjórna þeim þar. Gira viðmótið hlaut viðurkenningarnar ADC Award 2015 og Red Dot Award 2014: Best of the Best. Frekari upplýsingar er að finna á www.gira.is
Þráðlaust Gira eNet rofa-/dimmerlok, einfalt, Gira E2, mjallhvítt glansandi
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stofnað Þráðlaus Gira eNet stjórnhnappur fyrir rimlagardínur, einfaldur, Gira E2, mjallhvítur glansandi
Viðmótshönnun: schmitz Visuelle Kommunikation
Sett hefur verið á laggirnar Hæfnisetur ferðaþjónustunnar en það er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi. Að verkefninu stendur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Stjórnstöð ferðamála. Í Vegvísi í ferðaþjónustu sem gefinn var út í október 2015 er lögð áhersla á sjö þætti til að byggja traustan grunn fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi og er aukning á hæfni einn sá mikilvægasti til að auka gæði, jákvæða upplifun ferðamanna og verðmætasköpun í greininni. Í Hæfnisetrinu verður áhersla lögð á að þróa námslotur fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu, leiðtogafræðslu, þrepaskipt starfsnám og raunfærnimat í starfsgreinum ferðaþjónustunnar. Byggt verður m.a. á reynslu frá Skotlandi og Kanada en þar hafa verið þróaðar lausnir til að auka gæði, framleiðni og arðsemi í ferðaþjónustu á grundvelli hæfni stjórnenda og starfsmanna.
Þráðlaus Gira eNet veggsendir, þrefaldur, Gira E2, mjallhvítur glansandi Mynd vinstra megin: Gira viðmótið fyrir Mobile Gate á snjallsíma
Smiðjuvegur 3 · 200 Kópavogur · Sími: 5 20 - 45 00 · www.sg.is
205840_Anz_eNet_iPhone+E2_Rw_A4_IS.indd 1
23.05.16 11:30
38 | SÓKNARFÆRI
Framkvæmdir hafnar við stækkun Gestastofu á Þingvöllum
Jarðvegsframkvæmdir vestan við Gestastofu hafa blasað við þeim sem komið hafa á Hakið á Þingvöllum undanfarið. Þetta er grunnur að viðbyggingu við Gestastofu sem áætlað er að taka í notkun í byrjun sumars 2018. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins segir að þessi framkvæmd hafi verið lengi í undirbúningi enda aðkallandi að stækka aðstöðuna á Hakinu því hún anni ekki lengur sívaxandi fjölda ferðamanna sem þangað kemur. Hann segir verktakana, sem vinna verkið,
Einar Á. E. Sæmundsen fræðslufulltrúi á verkstað. Hann segir aðkallandi að stækka aðstöðuna á Hakinu vegna stóraukins fjölda ferðamanna.
Nýbyggingin sem er vestan við núverandi Gestastofu er hönnuð af teiknistofu Glámu Kím eins og eldri byggingin.
gáttaða á þeim mikla fjölda ferðamanna sem kemur á Þingvelli nú yfir háveturinn.
VÍNYL PARKET
– frábær lausn fyrir heimili, sumarhús, skóla ofl.
• Viðhaldsfrítt • Níðsterkt • Þolir vatn og þunga trafík • Margir litir Vínyl parket fæst smellt, niðurlímt eða lauslagt og í mörgum tilfellum er hægt að leggja það yfir önnur gólfefni.
vinyl golfefni
Flugumýri 34 • 270 Mosfellsbæ Sími 896 9604
Anddyri Þingvalla Á síðasta ári komu tæplega 1.200 þúsund ferðamenn á Hakið og hafði þá fjölgað um tæplega 500 þúsund frá árinu 2015. Nýbyggingin mun tengjast eldri byggingu sem var reist 2002 og eru hönnuðir teiknistofan Gláma Kím, þeir sömu og hönnuðu eldri byggingu. Heildarflatarmál stækkaðrar Gestastofu verður liðlega 1.270 fermetrar. Einar segir að aðkoma ferðamanna að Þingvöllum hafi breyst mikið þegar núverandi Gestastofa var tekin í notkun árið 2002. Stöðugt hafi verið unnið að því að bæta aðstöðu og öryggi gesta og í dag sé Hakið orðið hið eiginlega anddyri þar sem langflestir byrji heimsókn sína í þjóðgarðinn. Betri miðlun upplýsinga „Með stækkaðri Gestastofu munum við geta sinnt mun betur þeim sem hingað koma,“ segir Einar. Að hans sögn verða sömu þjónustuþættir og áður þ.e.a.s. upplýsingagjöf og vísir að sýningu, verslun og kaffiveitingar, en þeir munu fá aukið rými í stærra húsnæði. Hann bendir á að aðstaða til að veita upplýsingar um þjóðgarðinn og næsta umhverfi hans verði bætt með sýningu sem muni miðla sögu og náttúru Þingvalla á mjög metnaðarfullan hátt. Í fjölnotasal er gert ráð fyrir að þeir sem staldra stutt við geti skoðað 8-10 mínútna fræðslumynd þar sem stiklað verður á stóru í sögu og náttúru Þingvalla og náttúru. Þessi salur mun einnig nýtast við móttöku nemendahópa og annarra tilfallandi viðburða. Húsnæði núverandi Gestastofu verður innréttað að nýju og breytt í kaffiteríu en þar verður einnig tækni- og skrifstofurými. „Þessi uppbygging á eftir að hafa mikil áhrif á upplifun þeirra sem heimsækja þjóðgarðinn og eykur svigrúm til gestamóttöku og gerir okkur kleift að miðla enn betur upplýsingum og fræðslu um þennan magnaða stað,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum.
SÓKNARFÆRI | 39
Berðu saman verð og gæði ...talaðu svo við okkur Draganlegar loftpressur í mörgum stærðum Hægt er að fá Compair loftpressur með þrýsting frá 5 til 14 bör. Ýmis valbúnaður er í boði s.s. þurrkun og smur á lofti, stillanleg beisli og fleira.
Sturtukerrur, iðnaðarmannakerrur, tækjakerrur, flutningakerrur og bílakerrur
Bensín og dísel rafstöðvar með eða án hljóðeinangrunarkassa
Jarðvegsþjöppur, víbratorar og valtarar
Hammerhead moldvörpur Hammerhead Trenchless Equipment er það nýjasta í þeirri tækni að koma rörum og strengjum í jörðu án þess að grafa. Þessi tækni býður upp á að draga rör og kapla undir vegi eða draga nýjar leiðslur í stað þeirra gömlu sem eru orðnar gamlar og lekar.
- Með áfram og afturábak - Ný og nútímaleg hönnun - Kraftmiklar og sterkar - Lítill víbringur upp í hendur - Góður aðgangur að mótor
- 2 eða 4 metra langir barkar - Einföld og traust hönnun - Mótor með langtímaendingu - Heilsteypt álhulsa - Umhverfisvænt tæki
- Keyrsluhraði 6 km/klst - Burðarg. 134 lítrar/300 kg - Þyngd 155 kg. - Klifrar upp allt að 38° halla - Fjórhjóladrifin 4 gíra
- Aflmikill hágæða mótor - Hallanlegt borð skáskurð - Hægt að skera horn í horn - Grind fyrir endurtekinn skurð - Létt og hagkvæm í notkun
- Honda Bensínmótór 13 hestöfl - Blaðstærð 600 mm - Skurðardýpt 203 mm - B/L/H 645/1370/990 MM - Þyngd 212 kg
Umboðsaðilar á landsbyggðinni:
ÁSAFL
Hjallahrauni 2 - 220 Hafnarfjörður Sími 562 3833 - asafl@asafl.is - www.asafl.is
40 | SÓKNARFÆRI
Viljum halda vel utan um eignir fólks - segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar „Í anda kröfunnar um gegnsæi og góða upplýsingagjöf hefur Eignaumsjón sérhannað mjög öflugt upplýsingakerfi þar sem safnað er saman á einn stað öllum nauðsynlegum upplýsingum um sérhvert félag sem er í þjónustu hjá okkur og þeim síðan miðlað til eigenda í gegnum „mínar síður“ á þjónustuvef okkar. Þessi þjónusta hefur mælst afar vel fyrir og tryggir ábyrgðarmönnum húsfélaga nauðsynlega yfirsýn yfir stöðu rekstrarins og þeirra verkefna sem verið er að sinna hverju sinni,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar á Suðurlandsbraut 30 í Reykjavík. Eignaumsjón hefur áralanga reynslu í rekstri fasteigna og félaga tengdum fasteignarekstri og var fyrsta fyrirtækið hér á landi sem bauð upp á umsjón með rekstri fjöleignahúsa. Félagið þjónustar yfir 350 hús- og rekstrarfélög, mest á höfuðborgarsvæðinu en einnig í vaxandi mæli úti á landi.
Ráðgjöf um orkusparnað og viðhald „Markmið Eignaumsjónar er að gera rekstur fasteigna, þ.m.t. húseða rekstarfélaga markvissari og ódýrari og auðvelda stjórnunarstörf með því að spara tíma þeirra sem
Daníel Árnason framkvæmdastjóri Eignaumsjónar. „Markmið okkar er að gera rekstur fasteigna, þ.m.t. hús- eða rekstarfélaga markvissari og ódýrari.“
að rekstrinum standa. Þetta gildir um bæði fjölbýlishús og atvinnuhúsnæði en sá markaður hefur vaxið mjög á síðustu árum. Þá hefur rekstrarráðgjöf á okkar vegum farið vaxandi því auðvitað er að mörgu að huga þegar stórhýsi og miklar eignir eru annars staðar. Í þeim efnum vil ég nefna sérstaklega þá ráðgjöf okkar sem snýr að þáttum sem geta sparað orku og þar með dregið verulega úr kostnaði við rekstur húseignanna. Þetta á einnig við um fleiri útgjaldaliði.“ Fjölmörg hús- og rekstrarfélög leita einnig til Eignaumsjónar þegar að framkvæmdum og viðhaldi kemur. Það reynist fjölmörgum
félögum erfitt að stíga þessi fyrstu skref framkvæmda og viðhalds og í raun að ná fram ákvörðun. Öll verk sem okkur eru falin og þarf að vinna eru skráð í sérstakt verkbókhald sem tengist viðkomandi húsi og þjónustuaðilum þess. Sérfræðingar Eignaumsjónar búa yfir faglegum lausnum og verkfærum varðandi slíka hluti og veita stjórnarmönnum húsfélaganna ráðgjöf og stuðning til að koma viðhaldsverkefnum af stað, stórum sem smáum. „Almennt er talað um að árlega þurfi að leggja til hliðar um 1% af byggingarkostnaði eignarinnar í viðhaldssjóð. Því fer víðs
Eignaumsjón var fyrsta fyrirtækið hér á landi sem bauð upp á umsjón með rekstri fjöleignahúsa.
fjarri að þetta sé alls staðar gert og okkar ráðgjöf felst m.a. í því að brýna umsjónarmenn fasteigna til að huga að slíku í tíma og koma í veg fyrir að kostnaðarsöm viðhaldsverkefni hlaðist upp. Því miður er of algengt að einstakir íbúðaeigendur standi skyndilega frammi fyrir milljóna útgjöldum vegna þess að fyrri eigendur hafa dregið eðlilegt viðhald árum og áratugum saman.“
Umsjón með rekstrarfélögum Eignaumsjón hefur mjög aukið hlutdeild sína á markaði í þjónustu við atvinnuhúsnæði, bæði hvað varðar húsfélög eigenda en einnig rekstrarfélög notenda. „Segja má
að þarna séum við að taka að okkur nokkurs konar framkvæmdastjórn og létta þar með undir með stjórnendum fyrirtækja sem í húsinu eru til að þeir geti einbeitt sér að sinni starfsemi og látið okkur um rekstur fasteignarinnar. Okkar leiðarljós er að þjóna sem best sívaxandi hópi viðskiptavina og setja öll okkar verkefni í skilgreinda ferla út frá gæðastjórnunarhugtakinu. Við erum að sýsla með gríðarlega hagsmuni, stundum aleigu okkar skjólstæðinga, og þess vegna viljum við vanda okkur eftir fremsta megni.“ eignaumsjon.is
Almannatengsl snúast um samskipti Með öflugum almannatengslum og hugmyndaríku markaðsstarfi má treysta ímynd fyrirtækja og samtaka í huga almennings og skapa þeim um leið sterkari stöðu í viðskipta- og athafnalífi.
Við viljum hjálpa þér að ná árangri og skapa þér sérstöðu á markaði.
Suðurlandsbraut 30 » 108 Reykjavík » Glerárgötu 24 » 600 Akureyri » Sími 515 5200 » athygli.is » athygli@athygli.is
SÓKNARFÆRI | 41
Eftirsóttur vinnustaður. Það er engin tilviljun hversu margir bílstjórar velja sendibíl frá Mercedes-Benz sem sinn vinnustað. Þeir eru traustbyggðir, sparneytnir og sérstaklega hannaðir til þess að hver rúmmetri nýtist sem allra best. Kynntu þér Sprinter, Vito og Citan sendibíla sem eru sérútbúnir fyrir þitt fyrirtæki og fást í fjölmörgum ólíkum útfærslum. Komdu og reynsluaktu. Við tökum vel á móti þér.
ASKJA ATVINNUBÍLAR · Fosshálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 590 2120 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur okkur á Facebook „Mercedes-Benz Ísland atvinnubílar“
42 | SÓKNARFÆRI
Framkvæmdir á RÚV reit Hafin er bygging hundruða íbúða á svokölluðum RÚV reit umhverfis Útvarpshúsið við Efstaleiti. Ný gata, Lágaleiti, mun liggja norðan við húsið milli Háaleitisbrautar og Efstaleitis en sunnan þess kemur svo Jaðarleiti sem verður botnlangi frá Efstaleiti. Þarna mun senn rísa klasi fjölbýlishúsa með allt að 360 íbúðum. Jarðvegsvinna á reitnum hófst sl. haust og mun hún standa yfir með hléum fram á sumar. Hluti af verkinu er að færa stóra heitavatnslögn en því verki mun ljúka snemma í vor. Þá tekur við gatnagerð með áætluðum verklokum vorið 2019. Gatnagerð og lagnavinna er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, RÚV, Veitna, Skugga, Mílu og Gatnaveitunnar. Samhliða gatnagerðinni er unnið að uppbyggingu húsnæðis á reitnum. Auk þeirra 360 íbúða sem þarna eru fyrirhugaðar er gert ráð fyrir 800 fermetra verslunar- og þjón-
ustuhúsnæði. Yfirbragð hverfisins verður grænt og í því skyni verða þök húsanna lögð gróðurþekju til að m.a. bæta loftgæði borgarinnar og létta á fráveitukerfum auk þess sem græn þök bæta útsýni og yfirbragð. Þá verða götutré gróðursett meðfram götum á skipulagssvæðinu. Gert er ráð fyrir fjölbreytileika í íbúðastærðum. Engin ein íbúðargerð verði umfram 35% íbúða á hverri lóð og sameiginlegur fjöldi eins og tveggja herbergja íbúða fari aldrei yfir 60%. Sorphirða verður með nútímalegum hætti og gert er ráð fyrir djúpgámum og endurvinnslukerfi. Til að tryggja fjölbreytni í hönnun á nýjum byggingum ofanjarðar verður gerð krafa um að lágmarki þrjár arkitektastofur komi að hönnun nýbygginga á reitnum. Samráð skal haft um landslagshönnun innan lóða og á borgarlandi á skipulagssvæðinu til að tryggja heildstætt yfirbragð. RÚV hverfið verður hið glæsilegasta og má búast við mikilli eftirspurn eftir íbúðum þar.
Ótrúlega slitsterkt vinylparket Hið nýja hverfi eins og það lítur út í huga arkitektastofunnar Arkþings, sem var hlutskörpust í lokaðri hugmyndasamkeppni um reitinn.
Múrefni ehf. selur vinylgólfefni frá enska framleiðandanum Design Flooring en fyrirtækið býður upp á mikið úrval, allt frá ódýrum efnum fyrir fólk sem vill ekki eyða miklum peningum upp í dýrari týpur sem eru með þykkari slithúð. Sigurður Hansson er dúklagninga-
BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR · Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré. · Mikið úrval efna, áferða og lita.
Vinylparketið er gríðarlega slitsterkt og hentar á öll gólf, bæði í heimilum og í fyrirtækjum þar sem álag er mikið.
· Framleiðum eftir óskum hvers og eins. · Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði.
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
meistari og hefur unnið í því fagi í 28 ár. „Þetta er oftast kallað vinylparket en um er að ræða plastefni með viðaráferð eða náttúrusteinsáferð. Þetta er mjög eðlilegt og fallegt í útliti. Fólk trúir því varla að þetta sé ekki parket þegar það gengur á þessu. Þetta efni hefur margt fram yfir önnur gólfefni, til dæmis er afar mjúkt að ganga á þessu efni, það er ótrúlega slitsterkt og þarf ekkert viðhald. Gæludýr, atorkusöm börn eða háhælaskór ógna ekki þessu efni,“ segir Sigurður. Vinylparketið er fremur vannýtt gólfefni hér á landi en er afar vinsælt erlendis, t.d. í verslunum og annars staðar þar sem mikill umgangur. Efnið þolir líka rakann mjög vel og engin hætta er á myglu eða öðrum slíkum vandamálum. „Við seljum mikið af þessu til
heimila og þeir sem kjósa að leggja þetta sjálfir gera það auðveldlega því við bjóðum m.a. 4,5 mm smelluparket sem er lagt laust. Parketið sem er límt niður er hins vegar 2-3 mm að þykkt eftir tegund. Afgreiðslutími gólfefnanna er mjög stuttur en svo eigum við valdar tegundir á lager. Erfitt er að vera með allar gerðir og liti á lager þar sem úrvalið er svo fjölbreytt og margvíslegar gerðir eru í boði þannig að allir ættu að geta fundið efni við sitt hæfi.“ Múrefni ehf. er til húsa að Flugumýri 34 í Mosfellsbæ og síminn er 517 9604. Þar eru efni til sýnis í fjölbreyttu úrvali og fagleg ráðgjöf veitt. Facebook: vínyl gólfefni
SÓKNARFÆRI | 43
Stólpi Gámar
fyrir atvinnulífið
Stólpi Gámar bjóða gámalausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu þurrgáma hitastýrða gáma
geymslugáma einangraða gáma
fleti og tankgáma gáma með hliðaropnun
Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaðstöðu frá EuroWagon.dk og vinnu- og vörulyftur frá ATN og Maber Hafðu samband 568 010 0
www.stolpigamar.is
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði
44 | SÓKNARFÆRI
Framkvæmdaár hjá Akureyrarbæ Rætt við Guðmund Baldvin Guðmundsson, formann bæjarráðs „Ef saman eru teknar framkvæmdir í A- og B-hluta fjárhagsáætlunar Akureyrar þá eru þær áætlaðar um 3,5 milljarðar króna á árinu 2017. Miðað við framkvæmdir síðustu ár er frekar stórt framkvæmdaár framundan hjá Akureyrarbæ,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar. Þróun í útsvarstekjum, byggingarframkvæmdir og ýmis önnur teikn eru um vöxt í höfuðstað Norðurlands þó ekki sé hægt að tala um þenslu. Margt sé jákvætt að gerast í atvinnulífi bæjarins en Guðmundur segir mikilvægt að berjast fyrir brýnum hagsmunamálum á borð við beint millilandaflug frá Akureyri og úrbótum í raforkuflutningum sem skilað geti meira framboði rafmagns fyrir atvinnufyrirtæki í bænum.
Í burðarliðnum er bygging við Listasafnið á Akureyri sem tengja mun safnið við Ketilhúsið. Meðal annars er gert ráð fyrir kaffihúsi í tengibyggingunni.
Virkjun og hreinsistöð Stór framkvæmdaverkefni eru á borðum veitufyrirtækis bæjarins, Norðurorku, á árinu. Fyrst ber að nefna nýja virkjun á Glerárdal en hún mun skila ríflega þriggja megawatta framleiðslu. Samhliða framkvæmdum við virkjunina verða gerðir göngustígar sem opna almenningi aukna möguleika til útivistar í dalnum.
búa jafnt sem gesti bæjarins,“ segir Guðmundur og nefnir einnig annan stað sem líka hefur talsvert aðdráttarafl, þ.e. Listasafn Akureyrar í Listagilinu. „Þar erum við að undirbúa útboð á umfangsmiklu viðhaldi á húsnæðinu og byggingu tengibyggingar frá Listasafninu yfir í Ketilhúsið. Í tengibyggingunni gerum við m.a. ráð fyrir kaffihúsi og salernisaðstöðu og sjáum fyrir okkur aukna möguleika í starfsemi Listasafnsins og Ketilhússins með tengingu húsanna.“ Heildarkostnaður við framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar eru áætlaðar um 350 milljónir króna og áætlun gerir ráð fyrir um 400 milljónum króna í framkvæmdirnar við Listasafnið.
Mislæg gatnamót við Krísuvíkurveg Vegagerðin hefur auglýst útboð á gerð mislægra gatnamóta á mótum Krísuvíkurvegar og Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og er nú verið að vinna úr tilboðsgögnum. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ákvað að flýta þessu verki vegna tíðra slysa sem þar hafa orðið síðustu ár. Áður hafði Hafnarfjarðarbær þrýst mjög á að ríkið myndi ráðast í þessa framkvæmd. Verklok eru áætluð í nóvember. Til framkvæmdanna telst m.a. gerð hjóla- og göngustíga, hljóðmana og allar breytingar á Krýsuvíkurvegi svo og gerð tengivega að Suðurbraut og að Selhellu. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Einnig hefur ráðherra falið Vegagerðinni að leggja fram tillögur um öryggisaðgerðir á Grindavíkurvegi. Meðal annars verður kannað hvort skilja megi að akstursstefnur með vegriði í því skyni að auka umferðaröryggi.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar.
Stigið verður stórt skref í úrbótum í fráveitumálum bæjarins þegar byggð verður ný hreinsistöð í Sandgerðisbót og í framhaldinu gerð útrás frá stöðinni út í sjó. Guðmundur segir áætlað að verja allt að milljarði króna í fráveituverkefni á næstu árum en áætlað er að ný hreinsistöð verði tekin í notkun upp úr miðju ári 2018. Norðurorka áætlar einnig að hefja byggingu skrifstofuhúss á Rangárvöllum til að rýma fyrir eigin starfsemi en í húsinu verður meðal annars starfsemi Umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, Íslenskra orkurannsókna og Landsnets. „Þessu til viðbótar er á áætlun að bjóða út lagningu nýrrar hitaveitulagnar í áföngum frá Hjalteyri til Akureyrar á næstu árum sem er umtalsverð framkvæmd. Norðurorka er að gera ráð fyrir að verja allt að 450 milljónum í framkvæmdir í heitavatnskerfinu árinu,“ segir Guðmundur.
Mikið umrót er þessa dagana við Sundlaug Akureyrar þar sem á næstu mánuðum verða settar upp þrjár rennibrautir með heitum potti og tilheyrandi mannvirkjum.
Bylting með nýjum vatnsrennibrautum Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við Sundlaug Akureyrar þar sem er verið að setja upp nýjar rennibrautir, yfirbyggðan uppgönguturn, heitan pott og fleira sem þessum mannvirkjum fylgir. Guðmundur segir byltingu verða á
sundlaugargarðinum að þessum framkvæmdum loknum en áformað er að taka brautirnar í notkun í sumar. „Sundlaug Akureyrar hefur mikið aðdráttarafl á ferðafólk og með nýjum rennibrautum verður hún enn skemmtilegri afþreyingarstaður fyrir fjölskyldufólk; bæjar-
Fylgjast náið með þróun leigumarkaðarins Fyrstu húsin í nýju Hagahverfi eru að rísa þar sem gert er ráð fyrir alls 546 íbúðum á næstu árum en einnig segir Guðmundur tækifæri felast víða í bænum í þéttingu byggðar. „Við erum að vinna að aðalskipulagi 2018-2030 og þar er horft til margra þátta í þróun bæjarins, t.d. hvernig bærinn byggist á komandi árum og þá ekki síst hvernig við getum unnið að þéttingu byggðar og þannig nýtt betur innviði okkar s.s. skólamannvirki.“ Aðspurður segist Guðmundur skynja breytingar í áherslum byggingaverktaka íbúðarhúsnæðis, áhugi á byggingu minni íbúða sé að aukast. „Við höfum hins vegar áhyggjur af þróun íbúðaverðs og horfum þá sérstaklega til ungs fólks sem á í miklum erfiðleikum með að komast inn á þennan markað. Ég vil ekki útiloka að bæjaryfirvöld beiti sér með einhverjum hætti á leigumarkaði og þá í samstarfi við svokölluð „non profit“ félög en eins og staðan er þá er brýnt að vera vakandi fyrir öllum möguleikum til að auka framboð minni og hagkvæmari leiguíbúða,“ segir Guðmundur Baldvin. akureyri.is
SÓKNARFÆRI | 45
Allt fyrir kælingu & frystingu fyrir veitingamarkaðinn, verslanamarkaðinn, sjávarútveginn, matvælaiðnaðinn og í raun alla sem þurfa á kælingu og frystingu að halda.
Afgreiðslu- & kökukælar
Hraðopnandi kæli- & frystiklefahurðir
Kæli- & frystikerfi
Hraðkælar & frystar
Klakavélar
Kæli- & frystitæki veitingamarkaðinn
Plaststrimlar í kæli- & frystiklefa
Hillukælar
Loftkæling
er R auðag
ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 180
0 · ww
w.ka e
Hillur í kæli- & frystiklefa
fyrir
Blandarar fyrir veitingastaði og stóreldhús
Kæli- & frystiklefar, hurðir & öryggisbúnaður
litae kni.
Okkar þekking nýtist þér
46  | SÓKNARFÆRI
Ă?smar ĂžjĂłnustar framkvĂŚmdageirann
Mikil framĂžrĂłun ĂĄ 35 ĂĄrum FyrirtĂŚkiĂ° Ă?smar sĂŠrhĂŚfir sig Ă ĂžjĂłnustu viĂ° framkvĂŚmdageirann en Ă ĂĄr eru 35 ĂĄr liĂ°in frĂĄ stofnun Ăžess. ĂžjĂłnusta Ăžess er fjĂślbreytt en auk tĂŚkja og tĂłla til landmĂŚlinga hefur Ă?smar til aĂ° mynda sĂŠrhĂŚft sig Ă loftrĂŚstikerfum og nĂ˝justu mĂŚlitĂŚkjum sem hĂĄmarka framleiĂ°ni Ă byggingariĂ°naĂ°i. GĂsli Svanur GĂslason, sĂślustjĂłri hjĂĄ Ă?smar, segir góða ĂžjĂłnustu jafnframt mikilvĂŚgan hluta fyrirtĂŚkisins: „ViĂ° ĂžjĂłnustum Ăśll tĂŚki sem viĂ° seljum og hĂśfum yfir fullkomnu ĂžjĂłnustuverkstĂŚĂ°i aĂ° bĂşa. Þå kennum viĂ° lĂka ĂĄ allt sem viĂ° seljum en ĂžaĂ° er mikill hugbĂşnaĂ°ur ĂĄ bak viĂ° Ăžessi tĂŚki.“
NĂ˝ tĂŚkni eykur Ăśryggi og hĂĄmarkar vinnuframlag GĂsli segir grĂĂ°arlega framĂžrĂłun hafa orĂ°iĂ° Ă framkvĂŚmdageiranum meĂ° tilkomu nĂ˝rrar tĂŚkni. „ViĂ°
framleiĂ°ni og nĂĄkvĂŚmni ĂĄ byggingatĂma. HĂşn dregur Ăşr endurvinnu og tĂśpuĂ°um tĂma, en alstÜðin byggir ĂĄ BIM Ăžar sem smiĂ°urinn eĂ°a byggingaraĂ°ilinn fĂŚr ĂžrĂvĂddarmĂłdel frĂĄ hĂśnnuĂ°inum og getur sĂŠĂ° hvort hĂśnnunin, loftrĂŚstikerfiĂ°, rafkerfiĂ° og allt Ăžetta passi rĂŠtt saman. Ef ekki Þå kemur upp viĂ°vĂśrun. MeĂ° Ăžessu mĂłti er tryggt aĂ° allt verkiĂ° sĂŠ unniĂ° heildstĂŚtt sem dregur verulega Ăşr tĂśfum og vinnutapi.“
HitamyndavĂŠlar greina raka og myglu FĂłlk er sĂfellt meĂ°vitaĂ°ra um ĂĄhrif
GĂsli Svanur GĂslason, sĂślustjĂłri hjĂĄ Ă?smar.
1
B
segir GĂsli tĂŚkninni jafnframt hafa fleygt fram ĂĄ ĂžvĂ sviĂ°i: „Góð loftrĂŚsting skiptir afar miklu mĂĄli og Þå ekki sĂst Ă veitingahĂşsum og hĂłtelum Ăžar sem mikiĂ° er eldaĂ° en Ăžar bjóðum viĂ° upp ĂĄ ĂłsontĂŚki sem eru sannkĂślluĂ° bylting. Ă“sontĂŚkin eru tengd viĂ° loftrĂŚstikerfin og eyĂ°a bĂŚĂ°i lykt og fitu, sem gerir ĂžaĂ° jafnframt aĂ° verkum aĂ° ĂžaĂ° dregur mjĂśg Ăşr brunahĂŚttu og auĂ°veldar Ăžrif.“
ÓsontÌki draga úr lykt og eldhÌttu �smar býður upp å úrval hita- og loftrÌstilausna fyrir Üll rými og
ismar.is
SumariĂ° framlengt meĂ° svalalokunum
bjóðum til aĂ° mynda upp ĂĄ GPS vĂŠlstĂ˝ringar fyrir vinnuvĂŠlar sem fĂŚrir vĂŠlamĂśnnum ĂžrĂvĂddarmĂłdel af hĂśnnuninni og gerir Ăžeim kleift aĂ° vinna algjĂśrlega sjĂĄlfstĂŚtt. Þå get ĂŠg nefnt byggingaalstÜðina sem hefur aukiĂ° grĂĂ°arlega
Ă Ă?slandi er allra veĂ°ra von en fjĂślmargir kjĂłsa aĂ° lengja sumariĂ° meĂ° ĂžvĂ aĂ° loka svalir sĂnar af meĂ° glerlokunum. SĂłknarfĂŚri rĂŚddi viĂ° GunnĂłlf LĂĄrusson, rekstrar- og verkefnastjĂłra hjĂĄ Gler & Brautum um hvaĂ° Ăžurfi aĂ° hafa Ă huga ĂĄĂ°ur en lagt er af staĂ° Ă slĂka vinnu. „Kaupendur Ăžurfa aĂ° huga aĂ° ĂžvĂ aĂ° byrja rĂŠtt ĂĄ ferlinu og fĂĄ Ăśll tilskyld leyfi hjĂĄ Ăžeim sem hafa meĂ° mĂĄliĂ° aĂ° gera t.d. hĂśnnuĂ°um, nĂĄgrĂśnnum, sameignarfĂłlki og byggingarfulltrĂşa sĂns sveitarfĂŠlags,“ segir GunnĂłlfur og bendir ĂĄ aĂ° Gler & Brautir bjóði upp ĂĄ aĂ°stoĂ° meĂ° slĂkt ferli enda leggi fyrirtĂŚkiĂ° sig fram viĂ° aĂ° bjóða upp ĂĄ góða og persĂłnulega ĂžjĂłnustu. „Cover glerbrautakerfiĂ°, sem viĂ° bjóðum upp ĂĄ, hentar flestĂśllum gerĂ°um svala, bogadregnar svalir eĂ°a eldri byggingar eru engin
AlstÜðvar auka framleiðni umtalsvert og draga úr tÜfum og vinnutapi.
A
rakaskemmda en Ă?smar býður upp ĂĄ sĂŠrstakar hitamyndavĂŠlar sem geta greint slĂka falda galla. „ViĂ° erum meĂ° hitamyndavĂŠlar frĂĄ FLIR sem geta hugsanlega mĂŚlt raka og myglusveppi, mĂŚla einangrunargildi hĂşsa auk mĂśguleika ĂĄ aĂ° skoĂ°a rafkerfi Ă hĂşsum og gĂłlflagnir. Ăžetta hefur notiĂ° mikillar vinsĂŚlda enda hĂŚgt aĂ° fyrirbyggja skemmdir ĂĄ hĂşsum og fĂĄ betra mat ĂĄ hĂşsum viĂ° kaup.“
C
Ă RANGUR Ă? VERKI
GunnĂłlfur LĂĄrusson segir mikilvĂŚgt aĂ° kaupendur sĂŠu ĂĄnĂŚgĂ°ir meĂ° bĂŚĂ°i vĂśru og ĂžjĂłnustu og geti nĂş dvaliĂ° ĂĄ svĂślum sĂnum Ă logni og blĂĂ°u.
D
E
www.mannvit.is
1
Â? Â
… †
†
  „
† �
Â
Â
Â
… ‡
Â
2 Â? Â?
2
Â? Â Â? Â?
€ ‚‚ƒ „
†
 �
Â?
3
3
Ă–ll verkfrĂŚĂ°irĂĄĂ°gjĂśf og verkefnastjĂłrnun ĂĄ einum staĂ° 4
Mannvit kappkostar aĂ° auka arĂ°semi verkefna meĂ° Ăžverfaglegri ĂžjĂłnustu ĂĄ Ăśllum verkstigum. Ăžannig mĂĄ draga Ăşr kostnaĂ°i, spara tĂma og halda ĂĄĂŚtlun. Mannvit rekur 9 starfsstÜðvar vĂĂ°svegar
A
B
um landiĂ° og meĂ° Üugum hĂłpi sĂŠrfrĂŚĂ°inga bjóðum viĂ° ĂžjĂłnustu ĂĄ sviĂ°i verkfrĂŚĂ°i, jarĂ°vĂsinda, umhverďŹ smĂĄla, upplĂ˝singatĂŚkni, byggingarefnarannsĂłkna og verkefnastjĂłrnunar.
C
fyrirstaĂ°a. Kaupendur verĂ°a lĂka aĂ° vera meĂ°vitaĂ°ir um aĂ° Ăžetta eru svalalokanir og ÞÌr verĂ°a aldrei 100% ÞÊttar. Cover glerbrautakerfiĂ° hefur 98% vatnsÞÊttileika og ĂžvĂ eĂ°lilegt aĂ° ĂžaĂ° sjĂĄist dropar inni Ă miklum vatnsveĂ°rum,“ segir GunnĂłlfur. Mikil reynsla er komin af notkun glerbrautakerfisins hĂŠr ĂĄ landi og hefur ĂžaĂ° staĂ°iĂ° sig vel gegn Ăslenska veĂ°rinu. „Brautirnar eru framleiddar Ăşr hĂĄgĂŚĂ°a ĂĄli sem tĂŚrist ekki. Brautirnar hreinsa sig sjĂĄlfar en ĂžvĂ oftar sem kerfiĂ° er notaĂ°, ĂžvĂ betra. Engin smurning er nauĂ°synleg og Ăžrifin eru auĂ°veld; Þú einfaldlega opnar glerflekana innĂĄ viĂ° og skolar eĂ°a strĂ˝kur af Ăžeim.“ Cover glerbrautakerfiĂ° er nĂş Ăžegar Ăžekkt um vĂĂ°a verĂśld en Ă heimalandinu Finnlandi eru glerbrautakerfin staĂ°albĂşnaĂ°ur ĂĄ flestum nĂ˝byggingum en nĂştĂmaleg hĂśnnunin Ă˝tir ekki einungis undir glĂŚsileika fasteignarinnar heldur eykur hĂşn notagildi frĂĄ frĂĄ ĂśrfĂĄum dĂśgum ĂĄ ĂĄri Ă heilsĂĄrsnotkun.
4
glerogbrautir.is
D
E
SÓKNARFÆRI | 47
Lykill að góðum rekstri! Lykill býður fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri fjármögnun í formi kaupleigu, fjármögnunarleigu og flotaleigu – allt eftir hvað hentar hverjum og einum.
Fjármögnunarleiga
Kaupleiga
Hentar vel til fjármögnunar á vélum og tækjum til atvinnurekstrar. Samningstími getur verið til allt að 7 ára. Virðisaukaskattur er greiddur að fullu við upphaf samnings og leigugreiðslur eru því án vsk.
Hentar vel til fjármögnunar á vélum og tækjum til atvinnurekstrar. Grunnleigutími getur verið til allt að 7 ára. Leigutaki getur nýtt sér gjaldfærslu leigugreiðslna til mögulegrar skattfrestunar.
Flotaleiga
Lykill leigir bílaflota til fyrirtækja með tilheyrandi þjónustu, umsjón og utanumhaldi og tekur svo við þeim aftur að leigutíma loknum.
1
Þú finnur atvinnutæki sem hentar þínum rekstri.
1
Þú finnur atvinnutæki sem hentar þínum rekstri.
1
Þú finnur bíla sem henta þínum rekstri.
2
Við fjármögnum allt að 80% af kaupverði tækisins.
2
Við fjármögnum allt að 80% af kaupverði tækisins án vsk.
2
Lykill sér um kaup og rekstur bílanna.
3
Leigugreiðslur geta verið árstíðabundnar í samræmi við tekjustreymi leigutaka.
3
3
Þú leigir bílana og nýtur stærðarhagkvæmni Lykils.
Leigugreiðslur geta verið árstíðabundnar í samræmi við tekjustreymi leigutaka.
Kostir Lykils Löng reynsla af fjármögnun og leigu atvinnutækja, vinnuvéla og stærri bíla.
Gott samstarf við alla helstu söluog þjónustuaðila.
Fjármögnun sem hentar þínum þörfum.
Lykill er hluti af Lýsingu hf. I Ármúla 1 I 108 Reykjavík I lykill.is I lykill@lykill.is
Alla jafna er ekki gerð krafa um frekari tryggingu fyrir fjármögnuninni en tækið sjálft.
Góð þjónusta og hagstæð kjör.
48 | SÓKNARFÆRI
Jöklahús frá Landshúsum njóta mikilla vinsælda í ferðaþjónustunni. Hér er ein útgáfa þar sem fimm húsum hefur verið raðað saman.
Grunneining Jöklahússins er 24,3 fermetrar að stærð.
Raðhúsalengja í smíðum á Grímsstöðum á Fjöllum.
Jöklahús fá góðar viðtökur hjá ferðaþjónustunni „Í mars á síðasta ári kynntum við Jöklahúsin til sögunnar á íslenskum byggingamarkaði. Húsin eru afrakstur mikillar þróunarvinnu og þar sem um er að ræða nýja nálgun, sem er í raun sambland af nýjum og hefðbundnum byggingaaðferðum, þótti okkur viðeigandi að kynna Jökla fyrst á byggingasýningunni Verk og vit. Undirtektirnar hafa verið afar góðar og nú tæpu ári síðar höfum við afhent fjölmörg hús út um allt land,“ segir Magnús Jens Hjaltested, forstjóri Landshúsa. Magnús segir Jöklahúsin alfarið íslenska hönnun sem standist harðgerðar íslenskar aðstæður og þá kröfuhörðu byggingareglugerð sem hér gildir. Um er að ræða timburhús sem framleidd eru í einingum og er grunneiningin 4,62 metrar á breidd og 5,26 metrar að lengd eða samtals 24,3 fermetrar að stærð. Hægt er að lengja húsin að vild og er hver lenging að lágmarki 2,77 fermetrar. Magnús segir að fyrirtækið hafi fengið mikið lof fyrir hönnun og útlit húsanna sem sé í senn stílhreint og látlaust og eru
Hér má sjá parhúsaútgáfu af Jöklahúsi.
Frá uppsetningu Jöklahúsa á vegum ferðaþjónustuaðila í Þingeyjarsýslu.
fyrirspurnir um þau nú einnig farnar að berast frá Evrópu og Skandinavíu. Gera má ráð fyrir að kostnaður við grunneiningu Jöklahúss sé á bilinu 3,5 til 3,7 milljónir króna auk virðisaukaskatts, ef menn láta fagmenn sjá alfarið um samsetningu og frágang. Við þetta bætist flutningskostnaður og kostnaður vegna undirstaða sem getur verið breytilegur eftir aðstæðum. Fram til þessa hafa Jöklahúsin fyrst og fremst verið keypt af ferðaþjónustuaðilum en að sögn Magnúsar er nýjasta viðbótin úr hönn-
unarsmiðju þeirra sumarhús og má til dæmis fá 54 fermetra útfærslu af slíku húsi á tæpar 4,7 milljónir króna miðað við sömu forsendur og áður. Hann segir töluvert spurt um stærri íbúðarhús í sama stíl og segir að þróun slíkra húsa sé í fullum gangi og verði kynnt síðar. „Það hefur verið mikil umræða um nýsköpun í samfélaginu og hún á
Tillaga að grunnteikningu Jöklahúss.
svo sannarlega við um okkur en við höfum sett mikinn kraft í frekari þróun. Ásetningur okkar er að bjóða kost á byggingamarkaði sem hefur hátt gæðastig, uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til bygginga hér á landi og er umfram allt hag-
kvæmur fyrir kaupendur,“ segir Magnús Jens Hjaltested, forstjóri Landshúsa. landshus.is
Sjallahúsið víkur fyrir Fosshóteli Sjallahúsið á Akureyri verður rifið og í stað þess mun rísa nýtt hótel Fosshótela. Þessa dagana vinnur arkitektastofan Kollgáta á Akureyri að hönnun hótelsins og er við það miðað að á Sjallareitnum svokallaða rísi fimm hæða hús með bílakjallara. Fram-
Sjallinn og gömul hús á lóðinni munu senn víkja fyrir nýju Fosshóteli.
kvæmdastjóri Íslandshótela, eiganda Fosshótela, vonast til að fyrri áfangi hótelsins komist í gagnið undir lok ársins 2018. Ingólfur Guðmundsson hjá Kollgátu segir lóðina sem um ræðir ræðir nálægt 2.400 fermetrum að grunnfleti og samkvæmt skipulagi er réttur til að byggja á lóðinni um 6.200 fermetra hús, auk 800 fermetra bílakjallara. „Hönnun hússins er í fullum gangi hjá okkur þessar vikurnar en það hefur frá upphafi legið fyrir að Sjallahúsið víki fyrir nýbyggingunni, auk þess sem tvö gömul hús fast upp við Sjallann fara líka. Við gerum ráð fyrir að nýja hótelið verði L-lagað hús, snúi þannig að bæði Gránufélagsgötu og Glerárgötu,“ segir Ingólfur.
Fyrri áfangi í gagnið 2018 Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir að á Fosshótel Akureyri verði um 120 herbergi með tilheyrandi þjónusturýmum fyrir gesti, morgunverðarsal, bar og fleiru. „Við ætlum að leggja áherslu á þjónustu við skíðafólk og má segja að þetta verði sannkallað fjölskylduhótel. Væntanlega munum við skipta þessari framkvæmd upp í tvo verkhluta og í fyrri áfanga sem snýr að Glerárgötu verði um 60 herbergi en í síðari áfanga framkvæmdanna verði Sjallinn fjarlægður og síðari hluti hótelsins rísi. Ég vonast til að fyrri áfanginn komist í gagnið fyrir árslok 2018 og síðari áfanginn ári síðar,“ segir Davíð Torfi. islandshotel.is
SÓKNARFÆRI | 49
Hidromek beltagröfur
Fáanlegar í stærðum frá 14 og upp í 37 tonn Nú er rétti tíminn til þess að festa kaup á Hidromek beltagröfu fyrir sumarið. Hidromek framleiðir beltagröfur í stærðunum 14 og upp í 37 tonn og verðið er með því hagstæðasta á markaðinum. Margar útgáfur í boði. Vel búnar og vandaðar vélar í alla staði. Meðal helsta búnaðar má nefna ISUZU mótor, Kawasaki vökvakerfi, glussahraðtengi, fleyglögn, aukalögn, loftkæling ofl. ofl.
ÞÓR
H F
REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500
AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555
Vefsíða: www.thor.is
50 | SÓKNARFÆRI
BYKO: Gerum þetta saman! Stefán Valsson í timbrinu í Breiddinni en þar eru seldar allar helstu byggingavörur eins og timbur, stál, steinull, plötur, pallaefni og múrefni.
„Til að gera þetta einfalt þá er það þannig að við hjá BYKO getum útvegað einstaklingum, félögum og byggingaverktökum allt það sem þeir þurfa til að reisa og innrétta hús af öllum stærðum og gerðum; við sköffum allt nema steinsteypuna,“ segir Stefán Valsson, sölustjóri sérlausna hjá BYKO í samtali við Sóknarfæri.
Persónuleg þjónusta Byggingavörurverslun Kópavogs eða BYKO er stofnuð árið 1962 og þar hefur safnast gríðarleg þekking og yfirsýn yfir þarfir byggjenda í landinu. „Hér eru fjölmargir þrautreyndir starfsmenn með mikla starfsreynslu og þeir miðla sinni
ráðgjöf til viðskiptavinanna. Slíkt er mikils virði,“ segir Stefán ennfremur. Hann bætir því við að þetta kunni fólk vel að meta enda margs að gæta þegar byggingar og viðhaldsverkefni eru annars vegar. „Við erum í daglegum samskiptum við byggingaverktaka, arkitekta, verkfræðinga og aðra sem starfa í þessum geira. Hingað mætir líka fólk sem aldrei hefur komið nálægt byggingaframkvæmdum en veltir fyrir sér húsbyggingu af einhverju tagi. Við þjónum öllum þessu hópi, gefum ráð, leiðbeinum og bendum á hönnuði eða verktaka. Þarfir viðskiptavinanna eru ólíkar en allir vilja klára verkin sín og við aðstoðum við það. „Gerum þetta saman,“ er jú okkar kjörorð.“
Alhliða sérlausnir „Sérlausnadeild BYKO býður húsbyggjendum heildarlausnir í stóru og smáu. Sumt framleiðir fyrirtækið sjálft en annað flytur það inn frá birgjum um víða veröld. Vörurnar eru vottaðar og uppfylla allar kröfur reglugerða. Timburlagerinn okkar í Breiddinni er sá stærsti á landinu og þar eru allar helstu byggingavörur á einum stað eins og timbur, stál, steinull, plötur, pallaefni og múrefni. Þá eru þar fjölbreyttar sérlausnir í boði, m.a. álgluggar, timburgluggar, útihurðir, bílskúrshurðir, stálgrindarhús, fjósabitar, gler- og felliveggir, tilsniðin sumarhús og tilbúnar einingar í íbúðarhús, svo fátt eitt sé nefnt. Við fylgjumst stöðugt með
nýjungum á alþjóðlegum mörkuðum og reynum að bjóða alltaf það nýjasta og besta sem völ er á.“ Stefán bendir þeim sem hyggja á stórframkvæmdir að hafa samband við ráðgjafa sérlausna í gegnum serlausnir@byko.is. „Einnig viljum við benda á að við erum með netspjall á heimasíðunni okkar þar sem ráðgjafar okkar munu svara öllum spurningum eftir bestu getu en svo er einnig velkomið að hringja til okkar í síma 515 4000 og heyra í okkur hljóðið.“
einnig á Hólf&Gólf í Breidd þar sem sé að finna gríðarlegt úrval af parketi, flísum, baðinnréttingum, innihurðum, hreinlætistækjum og borðplötum. Innan við þá deild sé svo ljósadeild BYKO, ein sú stærsta á landinu. BYKO hefur smám saman verið að byggja upp netverslun sína og vöruflokkum fjölgar þar stöðugt en æ vinsælla er að fólk skoði úrvalið þar en komi síðan við í búðinni og gangi frá kaupum. byko.is
Netverslunin æ mikilvægari Stefán segir að vöruframboð BYKO sé gríðarlegt, allt frá stökum nagla upp í stálgrindarhús og áhersla sé á að eiga alltaf helstu vörur til á lager. Hann minnir
GÖNGUM VEL UM LANDIÐ OKKAR
www.utivist.is
SÓKNARFÆRI | 51
Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?
RARIK hefur verið í þjónustu lands og þjóðar í 70 ár og rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi. Háspennuhluti kerfisins er um 8.700 km að lengd og nú þegar eru um 57% þess komin í jörð. Með því hefur afhendingaröryggi aukist til muna og rafmagnstruflunum fækkað verulega. www.rarik.is
52 | SÓKNARFÆRI
Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!
RÚM
Rúm, springdýnur, sængurver, púðar, rúmteppi & gjafavara! …við erum með þetta allt og meira til!
Við vorum að taka upp nýja sendingu af ilmstrám og ilmkertum frá Mysenso.
Fosshótel Mývatn óðum að taka á sig mynd
SÓKNARFÆRI | 53
Hótelið er byggt úr límtréseiningum frá Austurríki og verður að utanhússklæðing úr lerki. Bygging Fosshótels Mývatns er nú fullum gangi en það verður opnað þann 1. júní næstkomandi.
Nýtt Fosshótel er að rísa í landi Grímsstaða í Mývatnssveit, skammt norðan Reykjahlíðar. Á hótelinu verða 92 herbergi, 120 manna veitingasalur og tilheyrandi aðstaða fyrir gesti, auk þess sem byggð eru 23 herbergi fyrir starfsmenn. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela sem er eiganda Fosshótel-keðjunnar, segir að í framkvæmdunum sé í hvívetna lögð rík áhersla á að vanda til verka gagnvart umhverfinu, hvort heldur horft er til hönnunar, efnisvals eða frárennslismála.
Öflug hreinsistöð fyrir frárennsli Davíð Torfi segir Fosshótel Mývatn hafa verið í undirbúningi síðastliðin 9 ár. Lögð hafi verið áhersla á að fullnægja öllum þeim kröfum sem viðkvæmt svæði í Mývatnssveit kalli á. „Þetta birtist t.d. í því að við hótelið verður þriggja þrepa hreinsistöð fyrir frárennsli, sem er sú öflugasta sem við höfum byggt við hótel hjá okkur hingað til. Á hótelinu sem við byggðum á Hnappavöllum í Öræfasveit og var opnað í fyrra er tveggja þrepa hreinsistöð fyrir frárennsli þannig að við erum að stíga skrefinu lengra og erum vel meðvituð um að gera allt sem í okkar valdi stendur til að áhrif hótelsins í Mývatnssveit á umhverfi sitt verði sem allra minnst,“ segir Davíð Torfi. Norðurland á mikið inni Fosshótel Mývatn verður á þremur hæðum og er byggt úr límtréseiningum sem fluttar eru til landsins frá Austurríki. „Húsið verður síðan viðarklætt með lerki og klæðningin mun með tímanum grána og falla vel inn í landslagið. Við byggðum hótelið á Hnappavöllum með sama hætti og það kemur mjög vel út,“ segir Davíð Torfi en áætlað er að opna Fosshótel Mývatn þann 1. júní. „Við erum að efla okkar starfsemi á Norðurlandi og teljum þann landshluta eiga mikið inni. Suðurströndin er orðin mjög ásetin allan ársins hring en Vesturland og Norðurland teljum við eiga veruleg sóknarfæri. Við erum líka ánægð með að koma inn í Mývatnssveit með vinnustað sem skapar störf fyrir allt að 50 manns og leggja þannig lóð á vogarskálarnar í atvinnuuppbyggingu á svæðinu.“ islandshotel.is
ALLT FYRIR ÖRYGGIÐ!
SJÁÐU! ENDURSKINS- OG HLÍFÐARFATNAÐUR
Hjá Dynjanda færðu SÝNILEIKAFATNAÐ sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
54 | SÓKNARFÆRI
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, við raðhúsabyggingu í Reykjahlíðarhverfi sem nú er í fullum gangi.
Framkvæmdahugur í Mývatnssveit Óhætt er að segja að það sé framkvæmdahugur í Mývatnssveit þessi misserin. Það þykir nokkrum tíðindum sæta að tvö raðhús eru í byggingu í Reykjahlíðarhverfinu en því til viðbótar er unnið af fullum krafti við nýtt hótel Fosshótela í sveitinni, auk þess sem Jarðböðin við Mývatn undirbúa byggingu nýs þjónustuhúss við baðlón fyrirtækisins. „Ferðaþjónustan er drifkraftur framkvæmda og fjölgunar starfa hér í sveitarfélaginu um þessar mundir. Vöxtur ferðaþjónustunnar hér í sveitinni birtist í ýmsum myndum, ekki hvað síst í nýframkvæmdum og stækkun hjá þeim fyrirtækjum sem veita ferðamönnum þjónustu hér á svæðinu,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Þó engar nákvæmar tölur séu til um fjölda ferðamanna sem heimsækja Mývatnssveit árlega og þróunina á undanförnum árum segir Þorsteinn vöxtinn verulegan síðustu ár, ekki hvað síst að vetrinum. „Það styrkir rekstur ferðaþjónustunnar hjá okkur árið um kring og stuðlar að fjölgun heilsársstarfa í greininni,“ segir hann.
Gistirými að nálgast 2000 Jarðböðin við Mývatn standa að baki byggingu tveggja raðhúsa í Reykjahlíðarhverfi og þar verða
íbúðir fyrir starfsmenn fyrirtækisins. Sömuleiðis hyggjast Fosshótel byggja parhús við sömu götu. „Því til viðbótar höfum við lausar einbýlishúsalóðir sem ekki eru komnar í úthlutun en finnum að áhugi er fyrir. Á okkar mælikvarða er því mikill kraftur í íbúðabyggingum og þær endurspegla þann vöxt sem er í ferðaþjónustunni, öðru fremur,“ segir Þorsteinn. Nýtt hótel Fosshótela er í byggingu í landi Grímsstaða, norðan Reykjahlíðarhverfisins og verður það opnað á komandi sumri. Í því verða 92 herbergi. „Við erum að nálgast 2000 gistirými hér í sveitinni og vitum af áhuga á enn frekari aukningu þannig að fyrirsjáanlega mun vöxturinn halda áfram,“ segir Þorsteinn en yfir háönn ferðamannatímans fjölgar íbúum í sveitinni um 40% og má segja að hún sé sífellt að lengjast. „Eitt af því jákvæða sem við sjáum er að við erum að fá til okkar talsvert af ungu fólki sem sér áhugaverð atvinnutækifæri og vill setjast hér að.“
Risavaxið verkefni í frárennslismálum Helstu framkvæmdaverkefni sveitarfélagsins tengjast gatnagerð og áðurnefndum byggingarframkvæmdum í Reykjahlíðarhverfinu. Framundan er hins vegar á næstu
Unnið er að úttektum á frárennslismálum í Mývatnssveit og mati á framkvæmdum í þeim málaflokki. Fyrirséð er að kostnaður mun hlaupa á hundruðum milljóna króna.
árum risavaxið verkefni í frárennslismálum í sveitarfélaginu. „Lög um verndun Mývatns og Laxár setja strangari kröfur í þessum efnum en almennt gerist. Bæði hefur sveitarfélagið látið gera úttekt á frárennslismálunum og einnig höfum við verið í sambandi við umhverfisráðuneytið sem hefur látið vinna að undanförnu heild-
arúttekt á frárennslismálunum hér við Mývatn. Það liggur fyrir að ráðast þarf í mjög kostnaðarsamar framkvæmdir, sér í lagi vegna hreinsistöðvar sem hér þarf að byggja. Þetta litla sveitarfélag hefur ekki fjárhagslega burði til að standa undir þeim og því verður ríkissjóður að taka þátt í verkefninu, enda teljum við lögin um verndun
Mývatns og Laxár segja fyrir um aðkomu ríkisins að verndun hér á svæðinu. Hvenær í þessar miklu framkvæmdir verður ráðist liggur ekki fyrir en við blasir að kostnaður hleypur á hundruðum milljóna,“ segir Þorsteinn. myv.is
SÓKNARFÆRI | 55
56 | SÓKNARFÆRI
Þorlákshöfn-Rotterdam:
Stutt í að beinar siglingar hefjist Hafnarframkvæmdir eru í fullum gangi í Þorlákshöfn og unnið er frá morgni til kvölds alla daga vikunnar til að tryggja að öllum undirbúningi verði lokið áður en vöruflutningaferjan Mykines hefur siglingar milli Rotterdam og Þorlákshafnar um mánaðamótin mars og apríl. „Þegar þessum framkvæmdum lýkur verðum við mjög vel í stakk búin til að taka á móti stærri skipum,“ sagði Hjörtur B. Jónsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn, þegar tíðindamaður Sóknarfæris sló á þráðinn til hans til að forvitnast um stöðu mála hjá þeim, nú þegar innan við tveir mánuðir eru þar til færeyska skipafélagið Smyril Line Cargo hefur beinar siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam, með viðkomu í Færeyjum á leiðinni til Íslands.
Dýpkunarframkvæmdir og umfangsmiklar úrbætur „Framkvæmdir hjá okkur eru komnar vel á veg,“ bætir Hjörtur við en meginþungi þeirra hvílir annars vegar á herðum Björgunar, sem sér um dýpkunarframkvæmdir
Hjörtur B. Jónsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn: „Það verður bara frábært að fá enn betri nýtingu á hafnarmannvirkin okkur hér í Þorlákshöfn og við horfum björtum augum til framtíðarinnar.“
og hins vegar Suðurverks, sem annast alla vinnu frá landi. „Undanfarið hefur Suðurverk verið að sprengja og moka upp Norðurbryggjunni, sem var orðin fyrir og Björgun er að dýpka höfnina alveg inn að fiskvinnslunni Frostfiski. Þegar það klárast verðum við komin með mjög gott snúningssvæði í höfninni sem er um 230 metrar í
þvermál og auðveldar mjög stórum flutningaskipum að athafna sig innan hafnarinnar.“ Útbúa þarf aðstöðu fyrir ferjuna Mykines, sem er ríflega 138 metra löng, um 19 þúsund tonn og getur flutt 90 tengivagna og 500 bíla i hverri ferð. Nú er unnið að því að reka niður stálþil og steypa ramp, svo hægt verði að keyra bíla og
Við færum þér logn & blíðu
...með nútíma svalalokunum og sólstofum
• Svalalokanir • Felliveggir • Glerveggir • Garðskálar • Gler • Handrið Hagstæðir greiðslumöguleikar
Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík Sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið mán.-fim. kl. 9-17 og fös. kl. 9-16
Unnið er dag og nótt við að dýpka höfnina og tryggja betra snúningssvæði þar fyrir stærri skip. Fyrirtækin Suðurverk og Björgun annast framkvæmdir.
flutningavagna um borð í ferjuna og frá borði. Samhliða þessu er einnig unnið á fullu við að útbúa tollvörusvæði hafnarinnar, girða það af eins og lög og reglur kveða á um og koma fyrir eftirlitsmyndavélum og öðrum nauðsynlegum búnaði.
Kallar á meira skipulag og stýringu „Við erum auðvitað að byggja okkur upp til framtíðar með þessum framkvæmdum og teljum okkur bjóða upp á mjög áhugaverða þjónustu við flutninga á sjó,“ segir Hjörtur. Stígandi hafi verið í vöruflutningum til og frá Þorlákshöfn á síðustu misserum og þar megi m.a. nefna innflutning á áburði og útflutning á vikri og svörtum sandi til steinullarframleiðslu. Þá verði Herjólfur áfram með aðstöðu í höfninni. Öll aðstaða verði einnig betri fyrir önnur skip og báta sem nýta höfnina og umsvifin aukist svo umtalsvert með vikulegum siglingum Smyril Line Cargo. „Þannig verður Skarfaskersbryggja upptekin alla föstudaga þegar siglingar Mykines byrja og önnur flutningaskip sem nota þurfa Skarfaskersbryggju verða þá að koma til okkar á öðrum tíma,“ segir Hjörtur en bætir við að því eigi ekki að fylgja nein vandkvæði, þetta sé bara spurning um meiri stýringu og skipulag. „Það verður bara frábært að fá enn betri nýtingu á hafnarmannvirkin okkur hér í Þorlákshöfn og við horfum björtum augum til framtíðarinnar,“ segir Hjörtur og bætir við mikið hafi einnig verið að gera við að skipuleggja lóðir fyrir atvinnustarfsemi í tengslum við uppbyggingu hafnarsvæðisins, bæði fyrir hafsækna starfsemi og annan atvinnurekstur. Mikið landrými og hagstæðar aðstæður „Það hefur borist mikið af bæði fyrirspurnum og umsóknum um atvinnulóðir til okkar eftir að greint var frá því að beinar siglingar væru að hefjast héðan til Rotterdam. Hér er nær endalaust landrými til bygginga og úrval lóða fyrir fyrirtæki nálægt höfninni og því auðvelt að finna lóðir fyrir hvers kyns fyrirtæki,“ segir Hjörtur. „Aðstæður fyrir margskonar starfsemi eru mjög hagstæðar hér, það eru góðar samgöngur til allra átta og aðeins um 40 km til Reykjavíkur og 85 km til Keflavíkurflugvallar eftir Suðurstrandarvegi. Það er almennur uppgangur, bæði hér í Ölfusi og sveitarfélög-
unum hér í kring og ég er sannfærður um að eftir því sem siglingar aukast til og frá Þorlákshöfn mun það hafa mikil áhrif á öllu svæðinu og leiða til enn fleiri atvinnutækifæra og fólksfjölgunar.“ thorlakshofn.is
Íbúðir í byggingu í Reykjavík:
Yfir 900 íbúðir á ári Á síðasta ári var hafin bygging 922 íbúða í Reykjavík og er það svipaður fjöldi og árið áður. Aðeins þrisvar áður hefur verið hafin bygging fleiri íbúða á ári í borginni. Þetta kemur fram í nýútkominni árskýrslu byggingarfulltrúans í Reykjavík. Flestar voru nýbyggðar íbúðir árið 1973 en þá var hafin bygging á 1.133 íbúðum þegar Breiðholt og Árbær voru í uppbyggingu, árið 1986 þegar Grafarvogurinn var að byggjast upp var hafin bygging á 992 íbúðum og loks árið 2005 þegar hafin var bygging á 983 íbúðum en þá voru Grafarholt og Úlfarsárdalur að byggjast upp. Árið 2015 er svo í fjórða sæti með 926 íbúðir og árið 2016 í fimmta sæti með 922 íbúðir. Í ljósi þess að byggingartími nýrra íbúða er um 2-3 ár má gera ráð fyrir að fullgerðum íbúðum muni fjölga mikið í ár og næstu tvö ár en samkvæmt mati umhverfis- og skipulagssviðs eru um 1.800 íbúðir í uppbyggingu í dag. Fjöldi fullgerðra íbúða eða teknar í notkun í fyrra voru 399 talsins og þá voru 461 íbúð skráð á fokheldu byggingarstigi eða tilbúnar til innréttinga. Er það mesti fjöldi frá árinu 2007 þegar 573 fullgerðar íbúðir voru og 338 fokheldar.
SÓKNARFÆRI | 57
Rafmögnuð sýning í Laugardalshöll Stórsýningin ORKA OG
ORKA OG TÆKNI 2017 verður
Með sýningunni
TÆKNI 2017 verður haldin í Laugardalshöll dagana
opin frá kl. 12:00-18.00 á föstudeginum 29. september og þá verður meiri áhersla á fagaðila og svo aftur frá
ORKA OG TÆKNI 2017 gefst einstakt tækifæri á að kynna vörur og þjónustu orku- og rafmagnsgeirans á vandaðri
kl. 10:00-17:00 laugardaginn
sýningu um efni sem snertir
30. september.
allt daglegt líf einstaklinga og fyrirtækja í landinu.
29.-30. september nk. Slík sýning hefur ekki verið haldin áður á Íslandi.
Tryggið ykkur bás strax: Ólafur sýningarstjóri, símar 587 7826 og 587 8825, omj@omj.is Inga hjá Athygli, sími 898 8022, inga@athygli.is
58 | SÓKNARFÆRI
ÞORLÁKSHÖFN - framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki? Þorlákshöfn er á SV-strönd landsins og er hún eina flutnings- og fiskiskipahöfnin á Suðurlandi allt austur að Hornafirði. Frá Þorlákshöfn eru góðar og greiðfærar samgöngur á landi til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir Suðurstrandarveginum.
Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar. Staðsetningin er mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi. Vikulegar ferjusiglingar með Smyril Line Cargo milli Þorlákshafnar og Rotterdam munu hefjast í apríl 2017. Með þessari siglingarleið verður flutningstíminn sá stysti sem er í boði á sjóflutningum til og frá landinu.
Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér.
olfus@olfus.is
Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn 480 3800
SÓKNARFÆRI | 59
Vinnuföt í takt við tískuna Flestir eru meðvitaðir um mikilvægi góðs vinnu- og hlífðarfatnaðar þegar kemur að krefjandi starfi. „Góður öryggisfatnaður er í sífelldri þróun en við verðum jafnframt varir við aukna kröfu af hálfu neytenda um að vinnuföt og -skór séu í takt við tískuna,“ segir Þorsteinn Austri Björnsson, sölustjóri hjá Dynjanda og segir hann yngra fólk hafa aðrar áherslur en þeir eldri þegar kemur að fatavali. „Við bjóðum t.d. upp á skó og fatnað frá ítalska framleiðandanum Dike sem fylgir vel leiðandi tískustraumum enda er engin ástæða til að vera ekki smekklega til fara þótt verið sé að gæta fyllsta öryggis.“ Þorsteinn Austri bendir jafnframt á aukna kröfu um góðan sýnileika og fatnað sem henti íslenskri veðráttu, en hvort tveggja megi finna í miklu úrvali hjá fyrirtækinu.
Öflug í slysavörnum í yfir 60 ár Dynjandi býður upp á mikið úrval öryggisvara frá fatnaði, hlífum og hjálmum yfir í gasmæla, fallvarnarbúnað og samskiptatæki. „Okkur er umhugað um öryggismál og það felst ekki einungis í góðu vöruúrvali heldur einnig í góðri þjónustu,“ segir Þorsteinn Austri og bendir á að fyrirtækið hafi unnið heilshugar að þessum málum í áratugi og er því sannkallaður braut-
ryðjandi á sviði öryggismála á vinnustöðum. „Við höfum átt í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins og öryggisfulltrúa hjá helstu fyrirtækjum landsins til að stuðla að aukinni notkun öryggisbúnaðar og getum óhrædd fullyrt að búnaður frá okkur hafi komið í veg fyrir alvarleg slys á vinnustöðum. Starfsmenn hér búa auk þess yfir mikilli sérþekkingu og geta veitt mönnum ráðleggingar varðandi það hvaða búnað menn eigi að nota hverju sinni en við bjóðum einungis upp á persónuhlífar frá viðurkenndum framleiðendum.“ dynjandi.is Þorsteinn Austri segir yngra fólk gera meiri kröfur um að útlit vinnufata sé í takt við nýjustu tísku.
ÍAV Marti Búrfell sf.
Stækkun Búrfellsvirkjunar
Endurnýjun hverfa heldur áfram
Framkvæmdir hafnar á Landsbankareit Hafin er bygging fyrsta hússins samkvæmt nýju deiliskipulagi á svokölluðum Landsbankareit í Reykjavík sem afmarkast af Laugavegi, Barónsstíg, Hverfisgötu og Vitastíg og tekur einnig til nokkurra gamalla húsa við þessar götur. Á svæðinu verður blönduð byggð íbúðarhúsnæðis og verslunar-, atvinnu-, og þjónustuhúsnæðis. Alls er gert ráð fyrir um 130 íbúðum á reitnum. Í nýju deiliskipulagi reitsins er m.a. fallið er frá niðurrifi á húsum sem áður var heimilt að rífa og þannig stuðlað að verndun eldri húsa. Deiliskipulagið er unnið af T.ark arkitektum og er markmiðið hennar að styrkja húsavernd og götumyndir eldri húsa á vesturhluta reitsins ásamt því að vernda götumynd Laugavegar í meira mæli en nú er. Samhliða því er uppbygging randbyggðs íbúðarhúsnæðis heimil á miðbiki og austari hluta reitsins umhverfis inngarða. Sú byggð snýr fyrst og fremst að Barónsstíg og Hverfisgötu. Ekki er heimilt að vera með hótelstarfsemi eða skammtímaleigu á íbúðum nema þeim sem eru við Laugaveg.
Borun fyrir aðrennslis- og kapalgöngum Starfsmenn Íslenskra aðalverktaka hf. og Marti vinna nú hörðum höndum við stækkun Búrfellsvirkjunar. Hluti verksins er lóðrétt borun á tveimur 100 m löngum aðrennslisog kapalgöngum sem liggja inn í stöðvarhús virkjunarinnar, 400 m inni í Sámsstaðaklifi. Nýr bor, sérstaklega hannaður til lóðréttrar borunar, hefur verið fluttur til landsins fyrir þetta verk og er uppsetningu hans nú lokið í Búrfelli.
Aðrennslisgöng Kapalgöng
Borinn er mjög aflmikill, tæplega 700 kW eða 940 hestöfl. Gerð ganganna fer þannig fram að boruð er lóðrétt hola sem er 0,37 m í þvermál og rúmlega 100 m löng niður í stöðvarhúsið. Þegar borinn er kominn inn í stöðvarhúsið er fest á hann borkróna sem er 4,5 m í þvermál fyrir kapalgöngin og borkrónan síðan dregin upp og því má segja að göngin séu boruð upp.
Frárennslisgöng Aðkomugöng
Sama aðferð er notuð við aðrennslisgöngin en þá er notuð borkróna sem er 6 m í þvermál.
Mynd: Verkís
Bjarnarlón
Aðkomugöng
Þétt byggð verður á austurhluta reitsins en eldri byggð fær að halda sér að mestu á vesturhlutanum.
Frárennslisgöng
ÍAV Marti Búrfell sf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | 530 4200 | www.iav.is
60 | SÓKNARFÆRI
Fyrsta flokks gluggar frá Húsasmiðjunni „Við höfum lengi flutt inn glugga og hurðir frá Danmörku og verslum eingöngu við fyrsta flokks framleiðendur. Okkar birgjar þar eru Ideal Combi annars vegar en sú verksmiðja er risastór, um 110.000 fermetrar þar sem allt er unnið samkvæmt ströngustu gæðastöðlum og hins vegar Rationel,“ segir Ragnar Baldursson, húsasmíðameistari á fagsölusviði Húsasmiðjunnar. Allir vita að gluggar og útihurðir þurfa að endast vel og lengi við þau erfiðu veðurskilyrði sem gjarnan eru hér á landi. Sérfræðingar á
fagsölusviði Húsasmiðjunnar veita alla ráðgjöf, aðstoða og gera tilboð í glugga og hurðir jafnt vegna nýbygginga og endurbóta á húsnæði. „Hingað koma einstaklingar sem þurfa glugga eða hurðir vegna endurbóta á eldra húsnæði eða byggingar á nýju en ekki síður fulltrúar stærri verktakafyrirtækja sem biðja okkur um tilboð í glugga og hurðir. Allt er þetta sérsniðið að kröfum þeirra sem hanna húsin og verkkaupinn fær gluggana sína á byggingastað, ef hann þess óskar, tilbúna til að setja í bygginguna með gleri og öllu saman. Einfaldara getur það ekki verið,“ segir Ragnar ennfremur.
Ragnar Baldursson, húsasmíðameistari á fagsölusviði Húsasmiðjunnar. „Mikilvægt er að velja vandaða glugga og hurðir sem endast lengi gagnvart veðri og vindi.“
Þurfa að standast veðurfarið Ideal Combi er 44 ára gamalt fyrirtæki og hefur Húsasmiðjan átt í samstarfi við fyrirtækið í rúm 17 ár. Öll framleiðsla fyrirtækisins er í Danmörku. „Þeir hjá Ideal Combi sem og Rationel prófa allar sínar vörur með tilliti til einangrunargildis, hljóðkrafna og styrks og allir þeirra gluggar eru vottaðir og slagveðursprófaðir fyrir íslenskar aðstæður. Gott og vandað gæða handverk hefur einkennt Rationel glugga og hurðir síðan fyrstu vörurnar runnu af færiböndunum fyr-
ir rúmlega 60 árum. Rationel er byggt á traustum grunni og er í dag alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki með söluskrifstofur í mörgum löndum.“ Dönsku gluggarnir sem Húsasmiðjan býður eru bæði úr tré og einnig úr tré/áli, allir slagveðursprófaðir og gæðavottaðir. Einnig flytur fyrirtækið inn vandaða ál glugga og tré glugga frá Eistlandi og PVC glugga frá Litháen sem eru viðhaldslitlir og með langan endingartíma.
Þakgluggar fyrir íslenskar aðstæður Um áratuga skeið hefur Húsasmiðjan boðið upp á Velux þakglugga sem eru vel þekktir hér á landi og hafa reynst einstaklega vel við krefjandi íslenskar aðstæður. Nýjustu Velux gluggarnir sameina mýkri hönnun, betri virkni og meiri birtu en áður þekktist. husa.is
Hjá Ísrör ehf færðu pressuvélar og tengi til samsetningar stállagna
Hjá Ísrör færðu einnig PEX-STÁL HITAVEITURÖR/FITTINGS – HITAVEITU – LJÓSLEIÐARA OG GASSKÁPA ÍDRÁTTARRÖR – VARÚÐARBORÐA – HERPIMÚFFUR og svo margt fleira
Sími 565 1489 - Hringhella 12 - 221 Hafnarfjörður - isror@isror.is - www.isror.is
SÓKNARFÆRI | 61
Landstólpi í Gunnbjarnarholti
Líflegt í landbúnaðarbyggingum á næstunni „Það er mikið líf í landbúnaðarbyggingum núna og fari sem horfir sjáum við fram á að þær verði meirihluti okkar verkefna á þessu ári. Undanfarin ár hafa iðnaðarbyggingar verið okkar stærstu verkefni en á því gæti orðið breyting núna,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, framkvæmdastjóri Landstólpa í Gunnbjarnarholti. Landstólpi hefur á undanförnum árum byggst upp í kringum innflutning og sölu á rekstrarvörum fyrir landbúnað, sölu og uppsetningu stálgrindarhúsa hvers konar og framleiðslu innréttinga fyrir landbúnaðarbyggingar. Í stálgrindarhúsunum er um að ræða allt frá stærstu vöruskemmum og vélahúsum, yfir í gripahús fyrir landbúnað; nýtísku fjós og fjárhús, hesthús, hænsnahús og reiðhallir, svo fátt eitt sé talið. Þessi misserin er Landstólpi til að mynda að byggja stórt iðnaðarhús við Sundahöfn í Reykjavík en lausnir fyrirtækisins á þessu sviði eru fjölbreyttar og klæskerasaumaðar að starfsemi og þörfum viðskiptavina í hverju tilviki.
Teikningar, uppsetning og allur búnaður í boði Í fjósum og gripahúsum býður Landstólpi heildarlausnir, allt frá ráðgjöf um útfærslur, hönnun, uppsetningu húsa og innréttingar. „Það eru margir mjólkurframleiðendur með framkvæmdir í burðarliðnum núna og mestu umsvifin stefna í að verða í Svarfaðardal og Skagafirði á næstunni. Bara í Svarfaðardal sýnist mér að gætu orðið fjögur fjós í byggingu í sumar, sem er verulegt í ekki stærra byggðarlagi,“ segir Arnar Bjarni en frá Landstólpa var fyrir réttu ári tekið í notkun fjós á Grund í Svarfaðardal og sömuleiðis byggði fyrirtækið nýtt fjós á Kúskerpi í Skagafirði sem einnig var tekið í notkun í fyrra. Landstólpi tók nýlega við umboði fyrir Fullwood mjaltaþjóna
120 kúa fjós á Kúsgerpi í Skagafirði, sem Landstólpi afhenti í apríl 2016. Bændur á Úlfsstöðum og Kúskerpi í nýja fjósinu. Frá vinstri: Einar Halldórsson, María Jóhannsdóttir, Halldór Jóhann Einarsson, Kolbrún Erla Grétarsdóttir og Sigurður Ingi Einarsson. Mynd: Þórhallur Jónsson.
hér á landi og býður bændum einnig mjólkurtanka og annan búnað fyrir fjósin, auk allra innréttinga. „Við kappkostum því að bjóða bændum þann búnað sem þeir þurfa í fjósbyggingarnar,“ segir Arnar. landstolpi.is
Gólfplata steypt í 1.500 fermetra vöruhúsi Sláturfélags Suðurlands í Þorlákshöfn: Landstólpi annaðist allar framkvæmdir og afhenti sumarið 2016. Fyrirtækið byggði nákvæmlega eins hús á næstu lóð tveimur árum áður. SS sagði í tilkynningu í tilefni af því að nýrra húsið var tekið í notkun: „Húsin eru afar vönduð í alla staði og framkvæmdir hafa gengið með afbrigðum vel.“
Örlítið sýnishorn af þeim 98 vörunúmerum sem Járnsteypan hefur á boðstólum
Flotkarmur JS 20
Brunnlok JS 21 fyrir flotkarm JS 20
Brunnrist JS 53
Flotniðurfall JS 84 - val um tvær gerðir af ristum
Spindilhús með loki sex gerðir
Niðurfall JS 350
Kúluristar fjórar gerðir
Trjárist Y 600
Flotkarmur JS 46 val um lok eða rist
Þjónusta við hönnuði Á vefsíðu Járnsteypunnar sjást helstu mál á öllum teikningum af vörum fyrirtækisins. Hönnuðir, verktakar og aðrir sem vilja fá teikningar í tölvutæku formi til að nota í hönnunarforritum geta fengið þær sendar sem skrár með tölvupósti. Sendið okkur línu á jst@hedinn.is til að fá skrárnar sendar.
Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 552 4407 • jarnsteypan.is
62 | SÓKNARFÆRI
Sprinter, Vito og Citan eru öflugir sendibílar Atvinnubíladeild Öskju hélt um síðastliðna helgi stórsýningu á Mercedes-Benz atvinnubílum að Fosshálsi 1. Sýndir voru Sprinter, Vito og Citan sendibílarnir sem allir hafa verið vinsælir hér á landi sem og erlendis. Mjög góð mæting var á á sýninguna og ljóst að margir voru mjög áhugasamir um MercedesBenz sendibíla sem kemur ekki á óvart enda hafa þeir reynst mjög vel við íslenskar aðstæður. Bílarnir eru áreiðanlegir og hagkvæmir. Daimler, framleiðandi Mercedes-Benz bíla, er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum. Mercedes-Benz Sprinter, Vito og Citan sendibílar fást í fjölmörgum ólíkum útfærslum. Þeir fást stuttir, millilangir og langir og með úrvali af valbúnaði er hægt að setja saman þann bíl sem hentar rekstri hjá hverjum og einum.
Hagkvæmir í rekstri ,,Þessir þrír sendibílar Sprinter, Vito og Citan hafa allir fengið mjög góða dóma fyrir gæði og hagkvæmni. Sprinter hefur t.d. verið afar vinsæll og traustur bíll hér á landi sem og annars staðar og einn mest seldi bíllinn í sínum flokki um árabil. Sendibílarnir eru flestir búnir BlueEFFICIENCY tækni sem gerir bílinn hagkvæmari í rekstri og umhverfisvænni,“ segir Finnbogi Óskar Ómarsson, sölu-
Askja efndi nýlega til atvinnubílasýningar þar sem Sprinter, Vito og Citan sendibílarnir vöktu athygli gestanna.
Mercedes-Benz sendibílarnir hafa reynst afar vel við íslenskar aðstæður, hagkvæmir og áreiðanlegir.
stjóri Mercedes-Benz atvinnubíla hjá Öskju. Askja kynnti á sýningunni um síðustu helgi þjónustu- og viðhaldssamninga fyrir atvinnubíla. ,,Við kynntum þessa nýjung sem tryggir hagkvæmni og öryggi í rekstri sendibíla. Nú færðu Mercedes-Benz þjónustu- og viðhaldssamning en með föstum mánaðar-
mjög sterkir inn í ört stækkandi sendibílaflóru Mercedes-Benz. Vito er mjög fjölhæfur og fæst nú einnig með hinu hátæknivædda 4MATIC fjórhjóladrifi sem fengið hefur mjög góðar viðtökur. Hægt er að velja um 7G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu og sex þrepa beinskiptingu. Hinn netti en öflugi Citan og hefur náð miklum
legum greiðslum er innifalinn allur kostnaður við þjónustuskoðanir og viðhald,“ segir Finnbogi ennfremur.
Áreiðanlegir og fjölhæfir Sprinter er vinsælasti atvinnubíll þýska bílaframleiðandans en hann kom fyrst á Evrópumarkað árið 1995. Vito og Citan hafa komið
Þurrktæki
Gastæki
∑Flýtir fyrir steypun eða flotun ∑Flýtir fyrir málun eða spörtlun ∑Þurrkar rök rými
vinsældum á stuttum tíma. Citan er dugmikill, fjölhæfur og afar hagkvæmur bíll í rekstri. askja.is
Loftun
Einnota kútar Engin leiga
Í gegnum útveggi Hljóðdempun
Tilboð kr 24.990
Hljóðlátir
Hitablásari
Tilboð frá kr
Tilboð frá kr
Blásarar
100 mm
89.990
29.990
Þakblásarar Loftskiptiblásarar 300 mm Mikið úrval af stærðum og gerðum.
30
1
ára
S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur
rey
n sl
a
íshúsið
3 - 2013 98
viftur .is -andaðu léttar
SÓKNARFÆRI | 63
SÉRLAUSNIR SNIÐNAR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM SPURÐU KJARTAN
SPURÐU STEBBA
SPURÐU VIÐAR
Við leysum málið með þér!
SPURÐU GUMMA
GLUGGAR, HURÐIR OG GLER • BÍLSKÚRSHURÐIR • TIMBUR • GLER- OG FELLIVEGGIR • PLÖTUR KLÆÐNINGAR • STÁL • EINANGRUN • ÞAKEFNI • LAGNAVÖRUR • OFNAR • LEIGUMARKAÐUR OG ALLT ANNAÐ SEM ÞÉR DETTUR Í HUG byko.is
REYNSLUMIKIÐ STARFSFÓLK
serlausnir@byko.is
ÍSTAK - TRAUSTUR VERKTAKI ÍSTAK er leiðandi verktakafyrirtæki sem leggur áherslu á samfélagslega ábyrgð og sanngjarna samkeppni á markaði. Fyrirtækið hefur verið kraftmikill þátttakandi á íslenskum verktakamarkaði frá 1970 og býr við góða verkefnastöðu hérlendis og erlendis. Stefna ÍSTAKS er að mæta þörfum markaðarins og veita bestu þjónustu sem völ er á.
Ístak hf - Bugðufljóti 19 - 270 Mosfellsbær - Sími 530 2700 - istak@istak.is - www.istak.is