Sóknarfæri Júní 2018
Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi
Gleðilega sjómannadagshátíð!
2 | SÓKNARFÆRI
Sjómannadagurinn skiptir máli Sjómannadagshelgin gengur nú í garð með tilheyrandi hátíðarhöldum víða um land. Líkt og annað í þjóðfélaginu hefur þessi hátíð tekið talsverðum breytingum frá því áður var þegar deginum var fagnað í hverju sjávarplássi hringinn í kringum landið. Nú, þegar samgöngur eru gjörbreyttar og fólk ferðast landshornanna á milli á fáeinum klukkutímum, hafa hátíðarhöldin orðið þeim mun stærri á sumum stöðum en eru lítil sem engin annars staðar.
Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar.
SJÁVARÚTVEGSSTARFSMAÐURINN
En það er ekki form hátíðarhaldanna sem skiptir máli heldur hitt að við höldum í þessa hefð og minnum okkur þannig á það sjálf sem samfélag hversu snar þáttur sjávarútvegurinn er í okkar daglega lífi. Og um leið hversu mikil breyting varð á íslensku samfélagi þegar hér hófu að byggjast upp hafnir sem juku möguleika til sóknar í fiskimiðin og til vöruflutninga til og frá landinu. Og þessi árin eru hafnirnar að verða mikilvægur hlekkur í ferðaþjónustunni með reglubundnum heimsóknum skemmtiferðaskipa sem hleypa lífi í marga staði út um landið með tilheyrandi atvinnustarfsemi í kringum þjónustu við ferðamenn.
Sjómannadagurinn skiptir sannarlega máli, hann er líka gott tækifæri fyrir þann stóra hóp landsmanna sem enga tengingu hefur annars við sjóinn eða sjávarútveginn til að fá innsýn í fyrir hvað þessi stóra atvinnugrein stendur. Hátíðarhöld sjómannadagsins duga hins vegar engan veginn til að fylla í þá mynd því öllum almenningi er giska dulið hvað raunverulega gerist um borð í fiskiskipum nútímans, sem og í landvinnslunum sem hraðbyri eru að tæknivæðast og auka fjölbreytni í afurðaframleiðslu og þar með verðmætasköpun úr því hráefni sem fiskimiðin gefa. Á þessu sviði verður íslenskur sjávarútvegur að bæta sig og gera starfið í greininni miklu sýnilegra. Fyrr er ekki hægt að gera kröfu til þess að skilningur fólks aukist á málefnum sjávarútvegsins, eins og gjarnan er talað um. Sjómannadagurinn er líka mikilvægur vettvangur til að minna á öryggismál sjómanna og undirstrika að starfið hefur alltaf verið, er og verður hættulegt. Við höfum séð á bak alltof mörgum sjómönnum í gegnum árin í banaslysum og margir sjómenn verða að hverfa af þessum starfsvettvangi alltof snemma sökum þess
mikla líkamlega álags sem honum fylgir. Þess vegna er ánægjulegt að sjá þá ríku áherslu sem útgerðir, sem fengið hafa ný skip til landsins að undanförnu, leggja á bættan aðbúnað starfsmanna um borð frá því sem áður þekktist. Öryggismálin verða alltaf að vera í brennidepli þegar málefni sjómanna eru rædd. Slysavarnaskóli sjómanna hefur unnið frábært starf á undanförnum árum og líkt og fram kemur í viðtali við Hilmar Snorrason skólastjóra hér í blaðinu þá leið t.d. árið 2017 án þess að banaslys yrði á sjó við landið. Það er mikið ánægjuefni en tækist ekki nema vegna þess hversu allir sem útgerð og sjómennsku stunda leggjast á eitt að setja öryggismál í forgang. Það skilar okkar mönnum heilum til hafnar og þannig viljum við hafa þetta. Ekki bara eitt og eitt ár heldur alltaf. Gleðilegan sjómannadag.
Sjávarútvegurinn er spennandi grein Hallveig Karlsdóttir gæðastjóri hjá SkinneyÞinganesi á Höfn í Hornafirði byrjaði að vinna í saltfiski sem krakki hjá föður sínum, Karli Sveinssyni á Borgarfirði eystri. Hún reyndi einnig að fara á sjó á trillu. Það gekk ekki. „Sjóveiki hlýtur að vera ein versta veiki sem til er.“ Hún er sjávarútvegsstarfsmaður blaðsins að þessu sinni. Nafn? Hallveig Karlsdóttir. Hvaðan ertu? Frá Borgarfirði eystra. Fjölskylduhagir? Í sambúð með Gunnari Erni Olgeirssyni. Hvar starfar þú núna? Ég er gæðastjóri hjá Skinney-Þinganesi. Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg? Ég byrjaði frekar ung að vinna í fiskvinnslu hjá föður mínum, Karli Sveinssyni á Borgarfirði eystri. Ég þurfti að standa á palli þegar ég var að pækla svo ég næði fiskunum sem voru neðst í karinu, svo lítill var maður. Ég tók við starfi mínu hjá Skinney-Þinganesi í apríl 2017 og útskrifast sem sjávarútvegsfræðingur nú í júní. Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg? Fyrst og fremst finnst mér starfið mitt mjög fjölbreytt og krefjandi sem hvetur mann áfram í að gera betur. Sjávarútvegurinn er spennandi grein sem er gaman að fá að vera
Sóknarfæri
Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi
Útgefandi: Athygli ehf. Útgáfustjóri: Valþór Hlöðversson. Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm). Umsjón, textavinnsla og umbrot: Athygli ehf. Auglýsingar: Augljós miðlun. Suðurlandsbraut 30, Reykjavík
þátttakandi í. Mér finnst líka skemmtilegt hvað maður kynnist mörgum en það er fólk úr allavega áttum sem tengist með einum eða öðrum hætti inn í sjávarútveginn og verður því á vegi manns. En það erfiðasta? Erfiðast fannst mér að fara á sjó. Ég fór nokkra róðra með frænda mínum á einni af trillunni hans pabba fyrir nokkrum árum. Það var mjög lítið gagn í mér af því að ég byrjaði að æla á útstíminu og hætti ekki fyrr en við komum í land aftur – sjóveiki hlýtur að vera ein versta veiki sem til er. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum? Þegar vinna var stöðvuð til þess að hlusta á ljóð eftir Sigríði Jónsdóttur frá Arnarholti. Hver er eftirminnilegasti vinnufélagi þinn? Þokki. Hver eru áhugamál þín? Líkamsrækt, hestamennska og allt sem tengist sveitinni og náttúrunni. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhaldshátíðarmaturinn minn eru rjúpur, annars er ég alltaf mjög hrifin af saltkjöti. Hvert færir þú í draumfríið? Ég myndi vilja fara til Galapagos. Lesa má um fleiri starfsmenn í sjávarútvegi á kvotinn.is
Prentun: Landsprent ehf. Dreift með prentaðri útgáfu Morgunblaðsins föstudaginn 1. júní 2018.
SÓKNARFÆRI | 3
Gleðilega hátíð
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
4 | SÓKNARFÆRI
Jón Ragnar Ríkharðsson í lestinni á Ásbirni RE. Á nýju Engeynni eru þessi störf horfin þar sem alsjálfvirkt kerfi sér um færslu á fiskikerum niður í lest.
Mynd: Þröstur Njálsson.
Hef alltaf verið ósáttur við veiðigjöldin Jón Ragnar Ríkharðsson er einn þeirra sem fóru af gamla ísfisktogaranum Ásbirni RE yfir á nýsmíðina Engey RE á síðasta ári. Hann segir breytinguna vera byltingu. Enginn ísmokstur, mannlaus lest og allt annar aðbúnaður fyrir áhöfn að öllu leyti. Hann hefur ákveðnar skoðanir og liggur ekki á þeim. „Ég byrjaði á sjó árið 1981, strax eftir skylduna og er því búinn að vera að mestu leyti á sjó í 37 ár, reyndar með smá hléi í húsasmíðum. Þetta er nokkuð langur tími, sérstaklega þegar litið er til þess að þeir sem voru að fæðast þegar ég byrjaði á sjó eru orðnir fullorðnir menn.“
Í húsasmíði um tíma „Ég byrjaði á togaranum Hafþóri, gamla Baldri, hjá Hafrannsóknastofnum. Við voru mikið í veiðarfæratilraunum og í ýmsum verkefnum en mest á togveiðum. Svo fór ég á vertíðar á hina ýmsu báta og togara. Var út um allt því ég var örlaga fyllibytta frá 16 ára aldri til tvítugs, þvældist um allt land og var misjafnlega lengi á hverjum stað. Ég hætti svo að drekka brennivín þegar ég var
tvítugur og hef ekki smakkað það síðan. Þetta var svolítið sérstakt líf og reyndar gaman að upplifa þessa verbúðarstemningu sem var og hét. Það var ýmislegt sem kom upp á, sem væntanlega er ekki prenthæft,“ segir Jón Ragnar. Hann fór svo í land um tíma. „Ég lærði síðan húsasmíði og var að vinna í því í níu ár. Ég lenti í góðærinu og öllu sem því fylgdi og þénaði helvíti vel. Rak fyrirtæki ásamt þremur öðrum. Svo þegar hrunið var að skella á ákvað ég að fara á sjóinn aftur. Mér leist ekkert orðið á hvernig byggingamarkaðurinn var orðinn. Hann var farinn að dala mikið og maður hafði það á tilfinningunni að ekki væri um auðugan garð að gresja þar lengur. Ég ætla þó ekki að segjast hafa verið svo gáfaður að hafa séð hrunið fyrir eins sumir gera.“
Mokfiskuðum alltaf Jón Ragnar byrjaði á togaranum Ásbirni RE 27 í september 2008 þegar þessir miklu atburðir gerðust. „Ólafur Einarsson var með skipið og við mokfiskuðum. Við vorum
Auðlindagjöldin áttu að vera einhverskonar málamiðlun til að skapa sátt um sjávarútveginn og fiskveiðistjórnunarkerfið. Við sjáum hins vegar að þau hafa enga sátt skapað.“
yfirleitt að fylla skipið á þremur sólarhringum. Við vorum mikið á karfa- og ufsaveiðum þá en svo fengum við að veiða þorsk. Allir skipstjórar á Ásbirni hafa verið góðir fiskimenn.“ Á síðasta ári leysti nýsmíðin Engey RE Ásbjörn af hólmi og fór áhöfnin af Ásbirni yfir á nýja skipið sem er búið sjálfvirku flutningskerfi fyrir kör í lest og íslausu kælikerfi og tekur mun meira af fiski í lest. Friðleifur Einarsson er með skipið. „Mikill öðlingur og heiðursmaður,“ segir Jón Ragnar.
Mikil viðbrigði „Á Engey erum við oftast fimm sólarhringa úti í einu. Hún tekur náttúrulega miklu meira en Ásbjörn og ferlið er heldur hægara. Við ísum ekki fiskinn og það tekur hann svolítinn tíma að kólna í sniglunum. Það voru mikil viðbrigði að fara af Ásbirni yfir á Engey. Mér hefur reyndar alltaf þótt vænt um Ásbjörn og sakna skipsins að vissu leyti. Hann hafði óskaplega góða sál og greinilegt að þar um borð hafa alltaf verið góðir menn. Það var eitthvað gott við skipið þó hann hafi
SÓKNARFÆRI | 5
TIL HAMINGJU
MEÐ DAGINN SJÓMENN Við þökkum samstarf liðinna ára og sendum sjómönnum og landsmönnum öllum heillaóskir í tilefni dagsins.
marel.is
6 | SÓKNARFÆRI
Það er í raun og veru enginn munur á sjómönnum og útgerðarmönnum. Útgerðarmenn eru bara venjulegir menn sem eru að gæta sinna hagsmuna og sjómenn eru það líka. Þess vegna þurfa þessir aðilar að komast niður á eitthvert sameiginlegt plan, þannig að menn skilji hagsmuni hvors annars betur, séu tilbúnir að koma Mikill búnaður og sjálfvirkni er á milliþilfarinu í Engey.
verið gamall og hrörlegur og vinnuaðstaðan mjög erfið í lestinni. Þegar það komu afleysingarmenn af öðrum skipum skildu þeir ekkert í því hvernig við héldum það út að vinna við þessar aðstæður. Það var hins vegar mikið til sami mannskapurinn um borð og mórallinn mjög góður. Mér fannst einhver sjarmi við Ásbjörn. Á Engey eru allar aðstæður miklu betri. Hver áhafnarmeðlimur er með sér klefa með klósetti og sturtu. Maður þarf því ekki að fara langt ef maður þambar of mikið kaffi á vaktinni og þarf á klósett. Það er bara að velta sér framúr og taka örfá skref til að losa þvagblöðruna. Þetta er í raun og veru bara bylting, bæði í aðbúnaði og vinnuaðstöðu. Maður stendur ekki lengur ofan á körum í lestinni að taka á móti fiski í veltingi og dauðhræddur um að körin við hliðina velti yfir mann eins og var á Ásbirni. Nú er sjálfvirkt kerfi sem fer með körin niður í lest og raðar þeim upp án þess að maður komi þar nærri. Það er líka mikill léttir að losna við ísmoksturinn. Þetta fer því miklu betur með skrokkinn á manni. Það verður þó aldrei svo að sjómennskan verði auðvelt starf. Engey RE er ágætt sjóskip. Mér finnst hún reyndar höggva meira á móti en Ásbjörn gerði. Hann gat reyndar oltið alveg svakalega mikið, en á móti fannst mér hann mýkri. Hann hjó ekki eins og Engey gerir.“
Enginn hátekjubissness Við ræðum kjör sjómanna og síðustu samninga en í fyrra voru sjómenn í löngu verkfalli. „Laun sjómanna hafa lækkað mikið vegna hækkunar á gengi krónunnar. Það virðist vera svo mikil samkeppni við önnur lönd að útgerðarmenn segjast ekki geta bætt okkur það. Þeir fái lægra verð fyrir aflann. Það er enginn hátekjubissness að vera til sjós, langur vegur frá. Tekjurnar duga til þess að
Trollvinna á Engey RE.
maður þarf ekki að óttast að húsið verði boðið ofan af manni. Þetta sleppur. Síðustu samningar voru svolítið sérstakir. Ég held að það sé enginn sjómaður ánægður með útkomuna. Verkfallið var langt og miðað við þær kjarabreytingar, sem samningurinn færði okkur held ég að engum finnist að hann hafi hagnast á því að hafa verið í löngu verkfalli og tapað tekjum. Ég held að það þurfi að breyta áherslunum í þessum kjaraviðræðum. Það þarf að skapa meira traust milli manna. Það er í raun og veru enginn munur á sjómönnum og útgerðarmönnum. Útgerðarmenn eru bara
Togarinn Ásbjörn RE var seldur til Íran. Jón Ragnar segist að mörgu leyti sakna hans, þetta hafi verið skip með góða sál.
til móts hvorir við aðra.“ Mynd: Þröstur Njálsson.
Mynd: Þröstur Njálsson.
venjulegir menn sem eru að gæta sinna hagsmuna og sjómenn eru það líka. Þess vegna þurfa þessir aðilar að komast niður á eitthvert sameiginlegt plan, þannig að menn skilji hagsmuni hvors annars betur, séu tilbúnir að koma til móts hvorir við aðra.“ Þetta er ákveðið vandamál sem er til staðar og hefur alltaf verið að sumir sjómenn álíta útgerðarmenn hálfgerða glæpamenn og þjófa, en það eru reyndar fleiri en sjómenn sem álíta það. Við slíkar aðstæður getur ekki orðið traust milli manna.“
Ósáttur við veiðigjaldið Við förum síðan út í þær álögur, sem sjávarútvegurinn ber í dag. Hátt veiðigjald, kolefnisgjöld og ótalmargt fleira. Jón Ragnar er fljótur til svars. „Þetta helvítis veiðigjald, ég hef alltaf verið mjög ósáttur við það. Mér finnst það óréttlátt. Ég er kominn af sjómönnum vestan af Breiðafirði og veit alveg hversu miklar fórnir sjómenn hafa fært og þurft að færa í gegnum aldirnar til þess að bera björg í bú. Auðlind er eitthvað sem er skapað af mönnum. Fiskur í sjó er ekkert annað en bara dýr sem synda í sjónum og eru engum til gagns, nema einver sé tilbúinn til þess að sækja þennan fisk og skapa einhver verðmæti úr honum. Hér áður fyrr rak dauða loðnu á land öllum til ama og karfi var ekki nýttur. Gamall sjómaður frá Eyjum sagði mér frá því að þeir hefðu oft mokað humrinum í sjóinn því engum datt í hug að hann væri matur. Útvegurinn, sjómenn, fiskverkafólk og allir sem starfa við útgerð eru þeir aðilar sem búa til auðlindina úr fiskinum í sjónum. Þegar búið er að skapa verðmæti úr þessari auðlind og góðar tekjur þá fara einhverjir stjórnmálamenn að slá sig til riddara og fólk sem aldrei hefur komið um borð í skip eða unnið í fiski og engan áhuga hefur haft á að búa til verðmæti úr sjónum, fer þá að tala um að auðlindin sé þjóðareign. Auðlindagjöldin áttu að vera einhverskonar málamiðlun til að skapa sátt um sjávarútveginn og fiskveiðistjórnunarkerfið. Við sjáum það hins vegar þau hafa enga sátt skapað.“
Mikil breyting varð fyrir áhöfnina að fara af Ásbirni yfir á Engey á síðasta ári, bæði hvað varðar íbúðir og vinnuaðstöðu.
SÓKNARFÆRI | 7
Nýtt nafn fyrir niðurrifið Nafni línubátsins Tómasar Þorvaldssonar hefur verið breytt og heitir hann nú Krummi. „Báturinn er að fara í niðurrif en við vildum ekki senda Tómas Þorvaldsson í brotajárn svo við gáfum skipinu nýtt nafn, Krummi,“ segir Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík. Báturinn hefur legið við bryggju nokkurn tíma og fer svo senn í sína síðustu sjóferð. „Eins eins og staðan er núna erum við að fækka um eitt skip í flotanum, en við sjáum svo bara til hvað hentar okkur. Hvort við endurnýjum línuskip eins og Vísir er að gera, eða breytum útgerðarmynstri og tökum inn ísfisktogara eða stærri frystitogara. Það er bara verið að meta hvað hentar. Eins og staðan er núna, verður skipunum,
Á myndinni er Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, að hausskera Mynd: Hjörtur Gíslason. túnfisk.
Túnfiskkvótinn 84 tonn
Á árinu 2018 er íslenskum skipum heimilt að veiða samtals 84 tonn af bláuggatúnfiski miðað við afla upp úr sjó. Af þeim heimildum verður 80 tonnum úthlutað til veiða með línu og 4 tonnum ráðstafað til að mæta áætluðum meðafla íslenskra skipa á bláuggatúnfiski. Leyfishafa er heimilt að stunda línuveiðar á tímabilinu 1. ágúst til 31. desember og þurfa þær útgerðir sem hafa áhuga á túnfiskveiðum að sækja um leyfi til atvinnuvegaog nýsköpunarráðuneytisins fyrir 7. júní 2018. Þær þurfa í umsókn sinni að tilgreina áætlun um veiðarnar, t.d. veiðiskip, aðstöðu til aflameðferðar s.s. kælingu eða frystingu afla um borð, löndunarhöfn sem og söluaðila og markaðsland. Ráðuneytið getur hafnað umsóknum ef það telur að viðkomandi skip sé að einhverju leyti óhentugt eða vanbúið til veiðanna með tilliti til öryggis eða búnaðar. Skilyrði er að veiðiskip sé að lágmarki 500 brúttótonn og þarf að vera eftirlitsmaður frá Fiskistofu um borð meðan á veiðum stendur. Síðustu ár hefur línubáturinn Jóhanna Gísladóttir GK haft heimildir til veiða á túnfiski en Vísir hf. í Grindavík gerir skipið út. Veiðarnar hafa gengið misvel en í fyrra fór skipið ekki til túnfiskveiða. Túnfiskurinn veiðist suður af landinu og er forsenda veiðanna að hlýsjávartunga úr suðri nái inn í íslensku landhelgina. Fiskurinn veiðist ekki í köldum sjó.
sem verða að veiðum næsta vetur, fækkað um eitt. Svo getur það breyst eins hratt og þetta kom upp. Ef eitthvert skip dettur upp í hendurnar á okkur, sem hentar rekstrinum sem við viljum vera í, þá gæti það alveg komið til. En það er ekkert á döfinni hjá okkur eins og staðan er núna.“ Hrannar Jón segir að skipin sem eftir eru eigi að ráða við að taka aflaheimildir félagsins. „Ég er ekkert smeykur við að við náum ekki aflanum. Línuskipin eru aðallega að veiða þorsk og gengur vel. Ef línuflotinn dugar ekki myndu þeir hoppa hæð sína í loft upp strákarnir á frystitogurunum ef þeir fengju að veiða meiri þorsk.““ Þegar Krummi er allur verða
skip Þorbjarnar frystitogararnir Hrafn Sveinbjarnarson og Gnúpur og línuskipin Valdimar, Sturla og Hrafn. Krummi var smíðaður árið 1966 sem síldveiðiskip og hét upphaflega Héðinn og var gerður út frá Húsavík. Hann var svo keyptur þaðan til Grindavíkur og fékk þá nafnið Hrafn GK og var gerður út sem uppsjávarskip. Svo fékk hann nafnið Geirfugl 2001 og síðan Tómas Þorvaldsson nokkrum árum seinna og var hann gerður út sem línuskip. Tómas Þorvaldsson var stofnandi Þorbjarnar en hann er látinn fyrir nokkrum árum.
Skipið hét áður Tómas Þorvaldsson eftir stofnanda Þorbjarnar hf. en af virðingu við minningu hans var ákveðið að skipta um nafn áður en það yrði sett í niðurrif.
Sjómannadagurinn
Sjómenn, til hamingju! V M - F é l a g V é l s tj ó r a o g M á l M tæ k n i M a n n a ó s k a r s j ó M ö n n u M o g Fj ö l s k y l d u M þeirra til haMingju Með daginn
VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna - Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 -
www.vm.is
Landsfélag í vél- og málmtækni
8 | SÓKNARFÆRI
Gríðarlega góðar breytingar á strandveiðikerfinu segir Bergvin Sævar Guðmundsson, strandveiðimaður í Grundarfirði „Breytingarnar á strandveiðikerfinu hafa verið gríðarlega góðar fyrir okkur á þessu svæði. Við getum fengið fleiri róðra en nokkurn tíma áður í hverjum mánuði. Nú megum við róa í allt að 12 daga í hverjum mánuði. Hingað til höfum við verið að fá þrjá til 11 daga á sjó í mánuði. Og svo er þetta með veðrið. Nú getum við haldið okkur í landi þegar viðrar illa og ég er til dæmis búinn að vera í landi fjóra daga í maí vegna slæms veðurs þegar ég hefði annars farið á sjó. Nú fer maður ekkert út í tvísýnu eins og áður var. Þá var ónotaður dag tapaður dagur. Nú velur maður bara dagana og getur ákveðið að láta klukkuna ekki hringja á sig ef spáir illa. Mér finnst þetta gríðarlega góð breyting.“ Þetta segir strandveiðimaðurinn Bergvin Sævar Guðmundsson í Grundarfirði. Hann gerir út Sómabátinn Sif SH og rær á svæði A, sem nær frá Miklaholtshreppi yfir í Súðavíkurhrepp. Á næsta ári hefur Bergvin Sævar stundað sjóinn í 40 ár og er sjómennskan hans ævistarf. Bátinn á hann með bróður sínum Birgi. „Ég er eiginlega búinn að vera á strandveiðum frá upphafi. Þetta er bara vinnan mín á sumrin. Mér hefur bara gengið mjög vel í gegnum árin, mjög vel. Ég næ yfirleitt alltaf skammtinum þegar ég fer út.“
Róa 12 daga í mánuði Eftir breytingarnar er kerfið þannig að róa má 12 daga í hverjum mánuði frá maí og út ágúst og til þess eru 16 dagar, það er mánudagur til fimmtudags í hverri viku svo fremi sem einhver þeirra daga sé ekki almennur frídagur. Þessu mynstri má síðan halda út ágúst eða þar til hámarksafla er náð en það eru 10.200 tonn af óslægðum fiski. Nú er ekki gefið út ákveðið hámark fyrir hvert svæði fyrir hvern mánuð í senn eins og var. Þegar því hámarki var náð á hverju svæði, voru
Bergvin Snævar rær á Sómabátnum Sif SH.
Í fyrsta mánuði strandveiðitímans er jafnan stutt að sækja fyrir bátana frá Grundarfirði.
fer yfirleitt á fiskmarkað. Bergvin segir að verðið hafi verið lélegt framan af en eitthvað farið að hækka undir lok mánaðarins. Hann hafi til dæmis verið mjög sáttur við síðasta verð sem var um 250 krónur. Í byrjun maí fór verðið hins vegar alveg niður í 180 kr á kíló. Hann segir að strax hafi reynt á það í fyrra að setja fiskinn í gáma og flytja út slægðan með haus. Það hafi lánast ágætlega, en því fylgi ýmis kostnaður og vinna. Þrátt fyrir það sé sjálfsagt gróði af því og til þess geti komið aftur.
Bergvin Sævar Guðmundsson, strandveiðimaður.
veiðar stöðvaðar. Hver veiðiferð má eftir sem áður ekki standa lengur en í 14 tíma og leyfilegur hámarkafli í þorski í róðri er 650 kíló miðað við slægðan fisk, eða um 770 af óslægðum. Bergvin segist vera mjög ánægður með þetta fyrirkomulag og telur nokkuð víst að heildaraflinn dugi út sumarið. „Reyndar hefur aflinn
verið tiltölulega lítill í maí vegna veðurs og fáir að ná þessum 12 dögum. Ég man ekki eftir svona vondri tíð á strandveiðum í maí.“ Þegar rætt var við hann var hann búinn að róa átta daga og kominn með 5-6 tonn.
Sáttur við síðasta verð Fiskurinn af strandveiðibátunum
Sparneytnari Lágværari Ódýrari
Ítölsku Dorin kæli- og frystiþjöppurnar hafa verið með vinsælustu þjöppum landsins í fjóra áratugi! Íshúsið er nú með einkaumboð á Íslandi. Beinn innflutningur og lægra verð!
íshúsið
www.ishusid.is ∑ S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur
Fleiri dagar – meiri heimildir „Ég heyri ekki annað en að menn séu almennt ánægðir með þessar breytingar hér á svæði A. Það er mjög mikil eining og sátt með þessar breytingar. Hins vegar skilur maður að menn fyrir austan séu ekki eins sáttir. Á svæði D til dæmis, sem nær frá Hornafirði að Akranesi, fá menn nú færri daga en áður. Það hefur verið þannig að ákveðinn skammtur hefur verið til veiða á hverju svæði. Á suðursvæðinu hafa bæði verið fáir bátar og veiðin léleg. Þess vegna dugði skammturinn út allan mánuðinn, sem þýddi að þeir gátu róið allt sumarið, 16 daga eða meira í hverjum mánuði meðan við höfum fengið þrjá til 11 daga. Þannig fækkar veiðidögunum hjá þeim, en fjölgar hjá okkur. Með því að fá fleiri daga fáum við í raun meiri veiðiheimildir. Það skýrir í raun mismunandi afstöðu til breytinganna.“ Bergvin segir að mjög erfitt sé að reka strandveiðibát á aðeins 5 til 6 dögum í mánuði með 770 kíló að hámarki í róðri. Þá séu þetta ekki mörg tonn yfir sumarið sem menn geti tekið. „Í fyrra var ég til dæmis með aflahæstu mönnum á A svæði með 28 tonn en einhverjir komust í 29. Ég sleppti hins vegar tveimur róðrum í ágúst. Ég var búinn að ákveða utanlandsferð, þegar búið var að stöðva veiðarnar þá, en síðan bætti Þorgerður Katrín við 600 tonnum inn í kerfið á síðustu stundu. Ég valdi að halda mínu striki og fara í frí.“ Byrja á núllinu á vorin „Ég var með eins góða afkomu af veiðunum í fyrra og hugsast gat en samt var ekkert eftir þegar ég var
búinn að taka mér laun og greiða fyrir eðlilegt viðhald á bát og tækjum. Þannig að í raun og veru er maður að byrja á núllinu á vorin af því hve litlar heimildirnar hafa verið. Þá fer maður að hugsa sig um með þessa minni báta sem hafa minni tækifæri til að róa eftir fiski. Hvernig það sé hjá þeim sem ekki eru með svona mikinn afla. Það eru margir með miklu minni afla og aflaverðmætið þar af leiðandi miklu minna. Því hlýtur þetta að breyta alveg gríðarlega miklu fyrir allt þetta svæði hér. Þetta er langstærsta svæðið og nánast helmingur bátanna er á þessu svæði.“ Bergvin rær alltaf úr Grundarfirði og heldur sig innan Breiðafjarðar. „Þegar líður á sumarið fer ég norður undir Látrabjarg. Í maí er mjög stutt að róa, því þá er fiskurinn ekki genginn út af grunnslóðinni og þá er maður bara í svokallaðri Grundarfjarðarbrún. Núna í maí tók mest tvo tíma að fá skammtinn. Maður var kannski kominn í land aftur milli sjö og hálf átta fyrstu róðrana. Svo gengur fiskurinn út og þá þarf að sækja lengra og lengri tími fer í hvern róður.“
Hrúga trossunum í holurnar okkar „Svo lenti ég í því að þar sem besta fiskiríið var kom stór netabátur og lagði yfir allar bleyðurnar sem við vorum á og tók yfir allt veiðisvæðið okkar. Hann hafði greinilega séð hvar við vorum að fiska. Við þurftum að fara í land á fimmtudegi og þegar við komum út á mánudegi og ætluðum á veiðistaðinn okkar þar sem strandveiðiflotinn hafði verið og mokfiskað var þar fyrir bátur með tíu trossur og búinn að taka allt svæði fyrir sig og sagði svo bara við einhverja menn sem gerðu athugasemdir við þetta að þeim væri svo nákvæmlega sama um þessa smábáta. Gæti ekki verið meira sama. Maður getur náttúrulega ekkert gert í þessu en manni finnst þetta bölvaður dónaskapur. Að þeir stóru séu að miða út hvar litlu bátarnir eru að fiska og komi svo og hrúgi trossunum ofan í holurnar okkar. Við þurftum þá auðvitað að leita á önnur mið, fara lengra og hafa meira fyrir aflanum,“ segir Bergvin Sævar Guðmundsson.
SÓKNARFÆRI | 9
10 | SÓKNARFÆRI
Þurfum alltaf að halda vöku okkar segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna „Við höfum sem betur fer náð miklum árangri í baráttunni gegn banaslysum og alvarlegum slysum á sjó en ég legg áherslu á að við megum aldrei gleyma okkur í þessum sigrum. Okkar markmið er að útrýma með öllu vinnuslysum um borð í skipum og sjómenn þurfa því alltaf að halda vöku sinni og nýta ávallt allan þann varnarbúnað sem er um borð,“ segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna þegar Sóknarfæri ræddi við hann á dögunum.
Skóli í þriðjung aldar Slysavarnaskóli sjómanna var settur á laggirnar árið 1985 til að sinna öryggisfræðslu fyrir sjómenn. Skólinn er í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar en á námskránni er að finna námskeið sem henta öllum þeim sem vinna á sjó, við hafnir eða dvelja við leik og störf við ár eða vötn. Allt frá upphafi hefur megináherslan verið lögð á námskeið sem sniðin eru að þörfum sæfarenda. „Tildrögin að stofnun skólans voru þau að þáverandi samgönguráðherra, Matthías Bjarnason, skipaði þingmannanefnd til að koma með tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við allt of mörgum alvarlegum slysum á sjó sem höfðu aukist verulega á 7. og 8. áratugnum. Nefndin aflaði hugmynda vítt og breitt og fjöldi góðra tillagna kom fram, m.a. um að haldin skyldu reglubundin námskeið um borð í skipum með það fyrir augum að efla slysavarnir og auka vitund sjómanna um þessi mál. Í september 1984 var Slysavarnafélagi Íslands falin umsjón námskeiðanna og í framhaldi af því settur á stofn formlegur skóli til að halda utan um verkefnin.“ Stofndagur Slysavarnaskóla sjómanna miðast við námskeið sem haldið var 29. maí 1985 í Reykjavík. Flestir nemendur skólans eru starfandi á fiskiskipum. Samkvæmt íslenskum lögum ber öllum sem starfa á sjó að hafa farið í gegnum öryggisfræðslu. Einnig eru gerðar kröfur um að öryggisfræðsla skipverja sé endurnýjuð eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Áhugamaður um slysavarnir Hilmar Snorrason hefur verið skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna frá árinu 1991. Hann hafði lengi verið áhugamaður um að bæta öryggisbúnað og fræðslu um borð í skipum en þegar hann réðst til skólans hafði hann starfað hjá Ríkisskip um árabil, síðast sem skipstjóri. „Ætli þessi áhugi hafi ekki verið í blóðinu en karl faðir minn, sem lengi var til sjós, vandi sig á það um 1970 að nota hjálm við störf sín um borð en það var með öllu óþekkt þá enda hann gjarnan kallaður „karlinn með hjáminn!“ Hann var mér ákveðin fyrirmynd í þessu en skipulögðum slysavörnum á sjó kynntist ég um borð í bandarísku rannsóknarskipi sem ég var á 1975 og síðan á norskum leiguskipum sem við vorum með árið 1979 en þá hafði ég verið hjá Ríkisskip í nokkur ár. Þar kynntist ég vel skipulögðum æfingum og fræðslu um borð og tók sjálfur upp þann sið á mínu skipi
Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna um borð í Sæbjörgu. „Við þurfum að útrýma með öllu alvarlegum slysum og dauðsföllum um borð í íslenska flotanum.“
eftir að ég varð yfirstýrimaður og skipstjóri. Á þessum árum voru æfingar að mestu óþekktar um borð í íslenskum skipum.“
Góður árangur náðst Á síðustu árum hefur góður árangur náðst í slysavörnum sjómanna og stórlega dregið úr slysum. Er
ekki að efa að það er að miklu leyti að þakka starfi Slysavarnaskólans. Á árunum 1983-1987 dóu hvorki meira né minna en 62 menn á sjó hér á landi en síðan hefur slysum og dauðsföllum farið mjög fækkandi. Næstu fimm ár á eftir létust 39 manns og á árunum 1993-1997 lækkaði talan í 28. Á árunum
1998-2002 létust 16 manns á sjó og 17 létust næstu fimm árin á eftir. „Á síðustu fimm árum létust 5 manns á íslenskum skipum og má af því sjá að árangurinn er býsna góður. Ekkert banaslys varð á sjó árin 2008, 2011, 2014 og 2017. Þetta er ánægjuleg þróun út af fyrir
sig en eitt banaslys er samt of mikið. Við þurfum að útrýma með öllu alvarlegum slysum og dauðsföllum og þar er sem fyrr lykilatriðið að uppfræða sjómenn reglulega og nýta til fullnustu allan þann besta öryggisbúnað sem fáanlegur er hverju sinni,“ segir Hilmar Snorrason að lokum.
Skólaskipið Sæbjörg með að hafa skip undir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna var sá að hægt yrði að fara með skólann á helstu verstöðvar landsins til námskeiðahalds. Sumarið 1998 eignaðist Slysavarnafélag Íslands, nú Slysavarnafélagið Landsbjörg, nýtt skip til að leysa það eldra af hólmi. Þá gaf ríkisstjórn Íslands félaginu ferjuna Akraborg til nota fyrir starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna en skipið var þá að hætta siglingum vegna tilkomu Hvalfjarðarganganna. Fékk ferjan nafnið Sæbjörg og afhent skólanum til umráða 12. júlí 1998. Fyrstu námskeið skólans í nýja skólaskipinu hófust í október það ár.
Sæbjörgin hefur þjónað vel sem skólaskip í 20 ár.
Skömmu eftir stofnun Slysavarnaskóla sjómanna var varðskipið Þór keypt af íslenska ríkinu til nota við fræðslu sjómanna í öryggismálum. Var kaupverð þess 1.000 kr. Var
skipinu gefið nafnið Sæbjörg og gerðar á því nauðsynlegar breytingar til að hægt yrði að halda uppi kennslu í bóklegum og verklegum fræðum um öryggismál sjómanna. Tilgangur
Helstu upplýsingar Lengd: 68,79 m Breidd: 11,15 m Djúprista: 3,50 m Brúttótonn: 1774 tonn Aðalvélar: Nohab Polar 1700 kW Ganghraði: 11,5 hnútar Áhöfn: 8 Smíðastaður: Þrándheimur, Noregi 1974 Kallmerki: TFBP
SÓKNARFÆRI | 11
Netagerð fwww.fiskt.is
verk- og faggreinar netagerðar
Starfstengt nám
Nám í netagerð – veiðafæratækni Haustönn 2018 Á haustönn 2018 mun Fisktækniskóli Íslands bjóða upp á nám í netagerð (veiðarfæratækni). Námið er í samstarfi við fagnefnd netagerðar, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og öll helstu fyrirtæki í veiðarfærðargerð og þjónustuaðila á Íslandi. Kenndar verða verk- og faggreinar netagerðar samkvæmt samþykktri námskrá 2016.
Upplýsingar um innritun og frekari upplýsingar um námið má sjá á heimsíðu skólans www.fiskt.is sími 412-5966 info@fiskt.is
12 | SÓKNARFÆRI
Sjómannadagurinn um land allt
Sannkölluð vorhátíð byggðarlaganna Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur í Reykjavík og á Ísafirði 6. júní árið 1938. Bolvíkingar voru meðal þeirra sem bættust í hópinn 1939 og Vestmannaeyingar árið 1940. Á næstu árum var þessi siður tekinn upp í flestum bæjum við sjávarsíðuna og varð víða að mestu vorhátíð hvers byggðarlags. Einn helsti forgöngumaður þess að hér var tekinn upp sérstök árleg hátíð sjómanna var brautryðjandi slysavarna hér á landi, Henrý Hálfdánarson. Tilgangur dagsins var frá upphafi að halda árlega hátíð sjómönnum til heiðurs og minnast jafnframt látinna sjómanna, einkum þeirra er létust af slysförum á sjó. Þessum merkjum hefur síðan verið haldið á lofti og sjómannadagurinn frá upphafi verið almennur hátíðisdagur á útgerðarstöðum um land allt. Það var þó ekki fyrr en liðin var hálf öld frá fyrsta sjómannadeginum að lög voru sett á Alþingi um að dagurinn væri allsherjarfrídagur sjómanna. Lög þess efnis tóku gildi 14. apríl 1987 og 1. grein þeirra hljóðar þannig: „Fyrsti sunnudagur í júnímánuði ár hvert skal vera almennur frídagur sjómanna með þeim undantekningum sem um getur í lögum þessum. Beri hvítasunnudag upp á fyrsta sunnudag í júní skal
Gamla höfnin í Reykjavík mun iða af lífi um helgina og í fyrirrúmi verður tónlist, margs konar leikir og önnur skemmtun, bæði fyrir börn og fullorðna.
sjómannadagur haldinn næsta sunnudag á eftir. Sjómannadagurinn skal vera almennur fánadagur.“ Við skulum grípa niður í dagskrá hátíðarhaldanna í þremur sjávarplássum þessa helgina.
Hátíð hafsins í Reykjavík Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð bjóða alla fjölskylduna velkomna á Hátíð hafsins í Reykjavík nú um helgina til að heimsækja
hafnarsvæðið í Reykjavík og kynnast störfum sjómanna. Hátíðin samanstendur af tveimur hátíðardögum, Hafnardeginum sem haldinn er á laugardeginum og sjómannadeginum, sem haldinn er á sunnudeginum. Í ár er sjómannadagurinn tileinkaður 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Gamla höfnin í Reykjavík mun iða af lífi báða dagana og í fyrirrúmi verður tónlist, margs konar leikir og önnur skemmtun, m.a. sjávartívóli á Bótabryggju, stelpu slagur á plankanum og hægt verður að skoða Sæbjörgina við Austurbakka neðan Hörpu. Hafrannsóknastofnun mun að vanda sýna helstu nytjafiska við Ísland og hægt verður að bragða á lostæti úr hafinu í boði Faxaflóahafna og Sjómannadagsráðs í tjöldunum á Grandagarði. Þá má nefna að skrúðganga verður frá Hörpu meðfram höfninni á sjómannadaginn kl. 13 undir leiðsögn Skoppu og Skrítlu sem taka á móti gestum við Hörpu kl. 12:30 ásamt Skólahljómsveit Austurbæjar.
Sjóarinn síkáti í Grindavík Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins. Hátíðin hefst í dag, 1.
Frá Sjóaranum síkáta í Grindavík í fyrra. Hátíðin hefst í dag, 1. júní og lýkur á sunnudag með hátíðarhöldum í tilefni sjómannadagsins.
júní og lýkur á sjálfum sjómannadaginn 3. júní með hátíðarhöldum í tilefni dagsins. Dagskráin í dag einkennist af hátíðarhöldum og þátttöku heimamanna. Íbúar skreyta götur og hús í litum hverfa og klæða sig í samræmi við lit síns hverfis. Á morgun verður boðið uppá fjölbreytta dagskrá, hægt verður að fara í skemmtisiglingu og menn keppa í drumbalyftu, myllugöngu og fleiri aflraunum. Annað kvöld verða stórtónleikar á hátíðarsviðinu þar sem hljómsveit Grétars Örvarssonar leikur. Sunnudagurinn einkennist af hátíðarhöldum Sjómannadagsins, til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Hátíðarmessa verður í Grindavíkurkirkju þaðan sem gengið verður í Sjómannagarðinn þar sem krans verður lagður að minnisvarðanum Von. Þaðan liggur leiðin að hátíðarsvæðinu og fjölbreytt barnadagskrá hefst.
Sjómannadagurinn í Hafnarfirði Í Hafnarfirði verða fjölbreytt hátíðarhöld við Flensborgarhöfn á sunnudag frá kl. 13 til 17. Björgunarsveit Hafnarfjarðar mun bjóða gestum upp á þrautabraut í sjó, rennibraut, gámasig, kassaklifur, fluglínutæki, koddaslag og björgunarsýningu. Slysavarnardeildin Hraunprýði býður upp á kaffi. Hjá Siglingaklúbbnum Þyt verður opið hús, furðuverur úr undirdjúpunum frá Hafrannsóknastofnun munu verða til sýnis og í Íshúsi Hafnarfjarðar geta krakkarnir smíðað báta, það verður ljósmyndasýning á Strandstígnum og listamenn að Fornubúðum 8 opna vinnustofur sínar. Að lokinni heiðrun sjómanna kl 14:00 mun hefst fjölbreytt skemmtidagskrá þar sem fram koma m.a. Salka Sól, Leikhópurinn Lotta og Bjartmar Guðlaugsson.
veldu öryggi veldu Volvo Penta hjá brimborg Áreiðanleiki, afl, ending og öryggi með Volvo Penta. Volvo Penta býður upp á breiða línu bátavéla sem henta margvíslegum gerðum og stærðum báta. Hældrifsvélar, gírvélar, IPS vélbúnaður, rafstöðvar og ljósavélar. • • • • • • •
Tökum eldri Volvo Penta vélbúnað upp í kaup á nýjum búnaði Eigum uppgerðan vélbúnað til sölu á lager Hjá okkur starfar framúrskarandi og faglegt teymi Tökum að okkur þjónustu og niðursetningu á Volvo Penta vélbúnaði Neyðarþjónusta í boði Gott úrval varahluta á lager Þjónustuaðilar um land allt
HAFÐU SAMBAND Í DAG volvopenta@brimborg.is
Volvo Penta á Íslandi VOLVO PENTA_Veldu_öryggi_148x210mm_20170829.indd 1
Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6
Sími 515 7070 volvopenta.is 29/08/2017 14:32
SÓKNARFÆRI | 13
14 | SÓKNARFÆRI
Theodóra Kristjánsdóttir kannaði heilsu og líðan íslenskra sjómannskvenna
Aukið álag veldur lakari líkamlegri og andlegri heilsu íslenskra sjómannskvenna Íslenskar sjómannskonur búa við lakari heilsu og líðan, bæði andlega og líkamlega en aðrar konur. Þær upplifa meira álag vegna fjarveru makans en þær konur sem hafa maka sinn heima við alla jafna. Þetta gerir það að verkum að íslenskar sjómannskonur standa verr að vígi á ýmsum sviðum en stöllur þeirra. Þegar kemur að atvinnu- og námsmöguleikum eiga þær erfiðara um vik að sinna hugðarefnum sínum, hreyfingu eða öðrum áhugamálum. Þetta er niðurstaða Theodóru Kristjánsdóttir í rannsókn sem hún gerði til BA-prófs í sálfræði við Háskólann á Akureyri vorið 2017. Þar fjallar hún um heilsu og líðan íslenskra sjómannskvenna og var heilsa þeirra borin saman við hóp annarra kvenna. Alls tóku tæplega 400 konur þátt í rannsókn Theodóru. Í samanburðarhópnum voru m.a. starfsmenn á leikskólum Akureyrarbæjar. Einnig var könnuninni dreift á Facebook og þar tóku þátt bæði sjómannskonur og aðrar konur. Ríflega 40 spurningar voru lagðar fyrir konurnar og tengdust þær heilsu og líðan, einnig var streitukvarði Choens lagður fyrir. Theodóra þekkir líf og starf sjómannskonunnar mæta vel en eiginmaður hennar til fjögurra áratuga er Teitur Björgvinsson, skipstjóri hjá Samherja. Hún ólst upp í Grímsey og í Hrísey þar sem faðir hennar gerði út bát og var hún honum oft til aðstoðar við róðra eða önnur störf í tengslum við útgerðina. Theodóra og Teitur eiga 5 börn, jafnmörg tengdabörn og 6 barnabörn. Hún starfar á skrifstofu Becromal og rekur að auki gistiheimili í Hrísey.
Upplifa meira álag sem tekur sinn toll „Ég var strax staðráðin í að gera rannsókn af þessu tagi í mínu námi; að kanna hvernig heilsufari og líðan íslenskra sjómannskvenna er háttað. Það er skemmst frá því að segja að því hefur lítill sem enginn gaumur verið gefinn fram til þessa. Engar íslenskar rannsóknir eru til þar sem sjómannskonur koma við sögu, en til hliðsjónar hafði ég rannsóknir á heilsu og líðan eiginkvenna hermanna sem starfa í herstöðum vítt og breitt um heiminn,“ segir hún. Niðurstöður báru að sama brunni; heilsa og líðan eiginkvenna hermanna var lakari en þeirra sem höfðu maka sinn á heimilinu dagsdaglega. „Í flestum tilvikum er það svo að ábyrgð á börnum og fjölskyldu og rekstur heimilisins er á herðum hjóna, en hvað sjómannskonur varðar færist hún yfir á þeirra herðar í auknum mæli sem vitanlega eykur álagið. Langvarandi álag getur svo leitt til þess að heilsu hrakar, bæði líkamlegri og andlegri. Sú er raunin með íslensku sjómannskonurnar, sem búa almennt við lakari heilsu en aðrar konur,“ segir Theodóra. „Sjómannskonur upplifa meira álag í sínu lífi og það tekur sinn toll.“ Fram kom í rannsókn Theodóru að hátt hlutfall sjómannskvenna mat líkamlega heilsu sína mjög slæma, slæma eða sæmilega, eða alls 45% hópsins og 30% þeirra mátu andlegu heilsu sína slæma. Þetta er mun hærra hlutfall en meðal kvenna í samanburðarhópnum. Það þarf þó ekki að þýða það að sjómannskonur séu við slæma heilsu þó hún mælist lakari en hjá konum í samanburðarhópi.
Theódóra Kristjánsdóttir gerði rannsókn á heilsu og líðan íslenskra sjómannskvenna í BA ritgerð sinni í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Tæplega helmingur þeirra mat heilsu sína og líðan mjög slæma, slæma eða sæmilega sem er mun hærra hlutfall en gengur og gerist hjá konum sem deila ábyrgð á barnauppeldi og heimilishaldi með maka sem starfar í landi.
„Við búum við mun þéttara net og í flestum tilvikum þarf ekki að leita langt eftir stuðningi komi eitthvað upp á, félagsleg einangrun er minni á Íslandi en víða erlendis.“ Þá bendir Theodóra á að sjómannskonur nýti samfélagsmiðla í ríkum mæli og til mikilla bóta sé að nú geti þær verið í samskiptum við eiginmenn sína í rauntíma. Fyrir daga samfélagsmiðla og farsíma var ekki á vísan að róa með samband milli lands og skipa.
Sjómennskunni fylgja miklar fjarverur frá heimili.
Fjarveran getur ýtt undir styrk og sjálfstæði Fjarvera maka af heimilinu til lengri tíma ýtir þó oft undir aukinn styrk og sjálfstæði kvenna, þær þurfa fyrst og fremst að teysta á sjálfar sig á meðan eiginmaðurinn er á sjó. Konur hermanna hafa í nokkrum mæli samkvæmt rannsóknum leitað aðstoðar
vegna kvíða sem þær upplifðu vegna fjarveru makans, en það sama er ekki uppi á teningnum varðandi sjómannskonurnar. Theodóra telur að þar megi leita skýringa í samfélagsgerðinni hér á landi, allt sé smærra í sniðum, skemmri vegalengdir milli staða, félagsleg net og stuðningur frá fjölskyldu og vinum sé einnig meiri hér en víða erlendis.
Jákvætt hugarfar skiptir máli Theodóra segir niðurstöðurnar ekki hafa komið sér á óvart, enda alkunna að álag hefur áhrif á heilsu. „Það skiptir meginmáli að búa yfir jákvæðu hugarfari til lífsins, það lenda flestir einhvern tíma í erfiðleikum. Það kemur ýmislegt upp og það sem gerir gæfumuninn er að vinna sig út úr þeim með þeim úrræðum sem í boði eru hverju sinni. Sjómannskonur og íslenskar konur eru yfirleitt sjálfstæðar og sterkar konur sem eru fullfærar um að ráða fram úr hinum flóknustu málum,“ segir hún. Í framhaldi af þessari rannsókn segir Theodóra fróðlegt að kafa dýpra, afla meiri upplýsinga um bæði líkamlega og andlega heilsu íslenskra sjómannskvenna til lengri tíma litið. Nú þegar niðurstaða liggur fyrir, sem sýnir að heilsa sjómannskvenna sé að þeirra mati lakari en annarra kvenna, er vert að íhuga hvað hægt sé að gera með þá niðurstöðu til að bæta ástandið.
SÓKNARFÆRI | 15
Atlantica
kolmuna- og makríltroll hafa sannað gildi sitt á Íslandsmiðum
Hoffell SU – Atlantica 1660 makríltroll
Guðrún Þorkelsdóttir SU - Atlantica 1660 makríltroll
Huginn VE – Atlantica 1660 og 1920 makríltroll
Fagraberg FD – Atlantica 2600 kolmunatroll
Skip sem nota Atlantica troll Hoffell SU Huginn VE Guðrún Þorkelsdóttir SU Margrét EA
Atlantica 1660 makríltroll Atlantica 1660 og 1920 makríltroll Atlantica 1660 makríltroll Atlantica 1920 makríltroll
Heimaey VE Fagraberg FD Polar Amaroq GR
Atlantica 1660 makríltroll Atlantica 2600 kolmunatroll Atlantica 2200 og 2800 makríltroll
Atlantica troll stærðir: 1660 • 1920 • 2080 • 2200 • 2300 • 2600 • 2800 Í vörulistanum á www.isfell.is er að finna ítarlegar upplýsingar um alla vöruflokka. Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!
Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28 220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500 www.isfell.is, isfell@isfell.is
16 | SÓKNARFÆRI
Breki VE í innsiglingunni að Vestmannaeyjahöfn í fyrsta sinn.
Mynd: Óskar Pétur Friðriksson.
Nýr Breki VE leysir tvö togskip af hólmi Tímamót urðu hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum þann 8. maí þegar nýr ferskfisktogari fyrirtækisins Breki VE kom til heimahafnar í fyrsta sinn eftir 46 sólarhringa siglingu frá Rochcheng í Kína. Breki VE er systurskip Páls Pálssonar ÍS sem einnig er fjallað um hér í blaðinu en skipin eru nákvæmlega eins. Þau eru tæplega 52 metra löng og 13 metra breið. Sérstaða þeirra felst í stærri skrúfu en almennt gerist í nýjum fiskiskipum í dag en hún er 4,7 metrar í þvermál. Verkfræðistofan Skipasýn hannaði skipin og var lagt upp með að ná með stærri skrúfu, skrokkhönnun og vél- og skrúfubúnaði mikilli togspyrnu út úr hverju hestafli aðalvélar. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslutöðvarinnar hf. er mjög ánægður með skipið og
bjartsýnn á að þær áætlanir gangi eftir að Breki VE afli að fullu á við tvö önnur togveiðiskip fyrirtækisins áður.
Þess virði að bíða Úr skipastól Vinnslustöðvarinnar hf. hafa þegar verið seld togskipin Jón Vídalín VE og Gullberg VE en til að brúa bilið í hráefnisöflun þar til Breki VE yrði kominn í fullan rekstur keypti fyrirtækið togarann Pál Pálsson ÍS af Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru fyrir tæpu ári síðan og heitir það skip Sindri VE í dag. Sigurgeir segir stefnt að því að nú í framhaldinu verði það skip selt og að Breka sé ætlað hlutverk hinna skipanna tveggja í veiðum Vinnslustöðvarinnar. „Ég vonast eftir því að Breki VE fiski 7-8 þúsund tonn á ári en skipið kemur til með
Formleg móttökuhátíð Breka VE í dag Síðdegis í dag, föstudaginn 1. júní, efnir Vinnslustöðin hf. til hátíðarsamkomu á Kleifarbryggju við Vestmannaeyjahöfn þar sem Breka VE verður formlega gefið nafn. Jafnframt verður nýrri frystigeymslu fyrirtækisins gefið nafn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra flytur ávarp við þetta tækifæri sem og Einar Þór Sverrisson, varaformaður stjórnar Vinnslustöðvarinnar auk þess sem sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjum, blessar Breka VE. Að loknum ávörpum og nafngiftarafhöfn verður skipið opið almenningi til sýnis. Athöfnin á Kleifarbryggju hefst kl. 16. Spil skipsins eru rafmagnsknúin og er kerfið frá Naust Marine hf.
Mynd: Óskar Pétur Friðriksson.
SÓKNARFÆRI | 17
þetta sama vinnsluferli og fyrirtækið er með í öðrum ferskfisktogurum sínum. Auk heldur flytji Vinnslustöðin talsvert út af heilum fiski og komi til með að gera áfram. Því henti þetta fyrirkomulag vel.
Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar hafði ástæðu til að gleðjast þegar nýr Breki VE hafði lokið 46 sólarhringa siglingu frá Kína og var kominn að bryggju í Eyjum í fyrsta sinn. Frá vinstri: Guðmundur Örn Gunnarsson stjórnarformaður, Magnús Ríkarðsson skipstjóri, Andrea Atladóttir fjárMynd: Skipasýn. málastjóri og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf.
að veiða blandaðan botnfisk; karfa, þorsk, ufsa og ýsu. Mér líst afskaplega vel á skipið, vissulega tók smíðin lengri tíma en ætlað var en það var algjörlega þess virði að bíða,“ segir Sigurgeir Brynjar en strax og Breki VE kom í heimahöfn var hafist handa við að setja niður búnað á milliþilfar og í lest skipsins. Á milliþilfarinu verða tvö svokölluð rotexsnigilkælingarkör frá Skaganum 3X og í þeim verður aflinn kældur á leið sinni frá aðgerð og niður í lest. Allur annar búnaður á milliþilfarinu og í lestinni er smíðaður og settur upp af Vélsmiðjunni Þór í Vestmannaeyjum. Aflinn verður kældur að einni gráðu í ískrapanum á millidekkinu og ísaður í ker í lestinni en Sigurgeir Brynjar segir
Einstaklingsklefar með snyrtingu og baði eru fyrir alla áhöfnina.
Prófanir staðfesta orkusparnað og mikla toggetu „Aðbúnaður áhafnarinnar í Breka VE er miklu betri en áður og að sjálfsögðu er það mjög stórt atriði við þetta nýja skip. Síðan ætlumst við til að ná verulegum orkusparnaði og við höfum þegar farið með skipið í prufusiglingu hér við Eyjar þar sem við drógum tvö troll með 300 faðma úti. Þannig fengum við fullt átak á allan búnað og spil skipsins og á liðlega 4 mílna toghraða mældist álagið rétt rúmlega 50%. Olíunotkunin var samkvæmt því um 250 lítrar á klukkustund þannig að þetta gefur okkur mjög góðar vísbendingar um hversu hagkvæmt þetta skip verður í útgerð. Sparnaðurinn í olíu nemur tugum prósenta. Til viðmiðunar þá getum við sagt að Breki komi til með að veiða þann afla sem Gullberg og Jón Vídalín veiddu áður með sömu olíunotkun og Jón Vídalín var með einn og sér. Ég er því fullviss um að við höfum fengið í hendurnar gríðarlega öflugt, vel búið og gott fiskiskip sem eigi eftir að gera það gott í framtíðinni,“ segir Sigurgeir Brynjar. Hann gerir ráð fyrir að alla jafna noti skipið tvö troll við veiðar en Gullberg VE var á sínum tíma einnig með tvö troll. „Hugsunin að baki því er fyrst og fremst sú að geta verið fljótari að ná aflanum; stytta þann tíma sem fiskurinn er í veiðarfærinu. Við vitum af reynslunni að það skilar okkur betra hráefni til vinnslu og því er þetta öðru fremur atriði sem snýr að gæðum aflans,“ segir Sigurgeir Brynjar. Áætlað er að vinnu við uppsetningar búnaðar á milliþilfar og í ljúki fyrir lok júnímánaðar og að þá haldi Breki VE í sína fyrstu veiðiferð.
Mynd: Óskar Pétur Friðriksson.
ÓSKUM ÚTGERÐ OG ÁHÖFN TIL HAMINGJU MEÐ GLÆSILEGT SKIP Eftirtalinn búnaður frá Brimrún er í Breka VE 61 SIGLINGATÆKI
Furuno KU-100, VSAT, internet og tal yfir gervitungl
Furuno FAR-2x17, X-Band Radar m/ 6.5’ loftneti
Tölva frá Brimrún, fyrir VSAT
Furuno FAR-2x17, X-Band Radar m/ 4’ loftneti
Palo Alto PA-200, eldveggur
Furuno MU-190, 19” IMO skjár
Iridium Open-Port, gervitunglasími
Time Zero Professional, MaxSea siglingahugbúnaður,
Furuno PR-850, GMDSS spennugjafi
2 stk.
Furuno PR-300, GMDSS spennugjafi
Tölvur frá Brimrún, fyrir Time Zero, 2 stk.
McMurdo R5, GMDSS VHF talstöðvar, 3 stk
Furuno GP-170, GPS staðsetningatæki, 2 stk.
McMurdo S5, AIS neyðarbaujur, 2 stk
Furuno FA-150, AIS tæki
McMurdo G5A, EPIRB neyðarbauja
Aflestrarskjáir frá Brimrún, 3 stk.
Viðvörunar panell fyrir GMDSS í brú
Cassen & Plath seguláttaviti
Rafmagnstafla fyrir GMDSS
Furuno SC-110, GPS áttaviti
3G netbeinir
52 1280 ANNAR BÚNAÐUR FISKILEITARTÆKI
Thies Clima, vindmælir
Furuno FCV-1900G, CHIRP dýptarmælir, 3 kW
David Clark, hjálma samskiptakerfi
Furuno DFF3, FFS dýptarmælir, 3 kW
Símkerfi
Furuno CI-68, straummælir, 244 kHz
Neyðarsímar, innanskips, 3 stk
Furuno FSV-85, sónar, 80 kHz
Kallkerfi
Marport M4
Paging kerfi FM og sjónvarpsdreifikerfi með lekum kóax
FJARSKIPTATÆKI
KNS gervihnattadiskur fyrir sjónvarp
Furuno FM-8900, GMDSS VHF talstöðvar, 2 stk
32”, 47” og 60” sjónvörp, 14 stk
Furuno FM-4721, VHF talstöð
Skrifstofutölva
Furuno FS-1575, GMDSS MF/HF talstöð
27” tölvuskjáir, 15 stk
Furuno Felcom 18, GMDSS Standard-C tæki, 2 stk
23” tölvuskjáir, 14 stk
Furuno NX-700B, veðurriti (NavTex)
NMEA dreifikerfi með skiptaraplötu í brú
18 | SÓKNARFÆRI
Finnur Kristinsson, eftirlitsmaður með smíði Breka og Páls Pálssonar í Kína:
Allt annað viðhorf gagnvart fiskiskipum í Kína „Jú, það er mjög ánægjulegt fyrir mig að sjá skipin komin í heimahafnir. Þetta var langur tími, á köflum erfiður en mjög lærdómsríkur,“ segir Finnur Kristinsson sem var eftirlitsmaður með smíði Páls Pálssonar ÍS og Breka VE í Rongcheng í Kína. Finnur var vélstjóri á togaranum Arnari HU til fjölda ára en við hlið hans voru þrír aðrir starfsmenn í eftirliti stærstan hluta smíðatímans, einn frá hvorri útgerð skipanna og kínverskur tæknifræðingur. Finnur fór til Kína 15. apríl 2015 og var þá reiknað með að skipin yrðu tilbúin í lok árs 2016 eða byrjun árs 2017.
Stöðugt eftirlit „Því er ekki að leyna að þetta var mjög erfitt síðasta hluta smíðatímans og með réttu hefðu skipin átt að vera komin hingað heim mun fyrr. Stöðin bar fyrir sig að hún hefði ekki nægan mannskap og alls kyns vandamál komu upp en þetta hafðist að lokum og það
Fundahöld voru snar þáttur í starfi Finns eftirlitsmanns í Kína enda þarf að huga að stórum sem smáum atriðum þegar flókin skip eru í smíðum. Hér er Finnur á einum slíkum verkfundi í skipasmíðastöðinni.
Ánægjulegt að koma heim með nýtt skip segir Magnús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka VE „Skipið reyndist afskaplega vel á þessari löngu heimsiglingu og hún gekk vonum framar. Það var helst að hitinn væri okkur erfiður. Skipin verða eiginlega eins og bakaraofn við þessar aðstæður, sjávarhiti um 30 gráður og lofthiti yfir 40 gráðum þegar mest var. En allur vélbúnaðurinn virkaði vel þrátt fyrir þennan hita,“ segir Magnús Ríkarðsson, skipstjóri á Breka VE. Hann segir að fyrir utan hitann hafi verið upplifun á sigla í gegnum Suez-skurðinn þar sem allt í allt komu fimm hafnsögumenn um borð og nota þurfti sígarettukarton sem mútugreiðslur. „Til að fara þarna í gegn þurfti því að halda mörgum góðum með þessum hætti.“
Hæggenga skrúfan virkar vel „Stóra skrúfan virkaði mjög vel. Fyrirfram höfðum við reiknað með að við kæmum til með að vera á um um 11 mílum en meðalhraðinn var nær 12 mílum og yfirleitt vorum við ekki nema á um 55% álagi sem þykir mjög gott. Það atriði skiptir máli hvað olíueyðsluna varðar og áhugavert að á þessum siglingarhraða var skrúfan ekki að snúast nema um 78 snúninga á mínútu. Þetta er því svolítið öðruvísi en maður er vanur en í sjálfu sér verður maður lítið var við það á siglingunni að skrúfan sé eitthvað stærri en gengur og gerist,“ segir Magnús. „Tíminn sem smíðina varð auðvitað lengri en til stóð en þegar upp er staðið þá rættist vel úr þessu öllu. Og vitanlega er það ánægjulegt fyrir mig sem skipstjóra að fá að upplifa að koma með nýtt skip til heimahafnar í fyrsta sinn. Það er gríðarlega gaman og líka að fá að taka þátt í að móta það hvernig skipið er útfært.“
Magnús Ríkarðsson skipstjóri í brúnni á Breka VE. „Ánægjulegt fyrir mig sem skipstjóra að fá að upplifa að koma með nýtt skip til Mynd: Óskar Pétur Friðriksson. heimahafnar í fyrsta sinn.“
Blandaðir túrar Magnús segist mjög ánægður með heildaryfirbragðið á skipinu. „Bæði aðbúnaður áhafnar og aflameðferðin eru þættir sem mér finnst standa uppúr, ásamt þessari miklu veiðigetu sem skipið býr yfir með tveggja trolla möguleikanum. Í vinnslunni er höfuðáherslan á að kæla fiskinn sem hraðast niður að núllgráðum og síðan fer fiskurinn í lestina og er raðað
þar í kör og ísað. Í öllu þessu ferli höfum við mjög góða vinnuaðstöðu,“ segir Magnús en hann var áður skipstjóri á Drangavík VE hjá Vinnslustöðinni og fagnaði 30 ára skipstjórnarafmæli fyrr á árinu. Með honum í áhöfn Breka verður mannskapur sem áður var á því skipi, sem og á Gullbergi VE og Jóni Vídalín VE sem hurfu úr rekstri Vinnslustöðvarinnar fyrir Breka VE.
„Við reiknum með að verða 15-16 í hverri veiðiferð en þær verða breytilegar eftir því í hvað við erum að sækja hverju sinni. Í mörgum tilfellum getum við bæði verið hluta veiðiferðar á þorskmiðum fyrir vestan eða austan og síðan í karfa hér nær Vestmannaeyjum. Þetta verða því mjög blandaðar veiðiferðir,“ segir Magnús.
SÓKNARFÆRI | 19
Tímamót á síðustu dögum smíðinnar þegar Finnur skrúfaði skiltin með íslenska fánanum á skipin.
var gott að geta haldið heim á leið með skipin,“ segir Finnur. Hann segir Kínverjana ágæta stálsmiði og að skipin tvö séu vönduð. „Viðhorf Kínverja gagnvart fiskiskipum er hins vegar allt annað en hjá okkur. Þeir leggja ekkert upp úr þeim vandaða frágangi og aðbúnaði í fiskiskipum sem við þekkjum og þetta sést best á þeim fiskibátum sem þeir eru að smíða í dag. Þeir eru eins og tíðkuðust fyrir hundað árum hér á Íslandi. Að þessu leytinu til held ég að Kínverjarnir hafi vanmetið þetta íslenska verkefni,“ segir Finnur.
Starf Finns og annarra eftirlitsmanna á staðnum fólst í að fylgjast með smíðinni dag frá degi, skrá og fylgja eftir athugasemdum og sjá til þess að útgerðirnar fái í hendur þá vöru sem um var samið. „Allt í allt taldi þessi listi okkar um 1800 atriði á smíðatímanum, allt niður í smæstu athugasemdir. Síðan voru fundahöld stór hluti af starfinu og þá ekki síst þegar við fórum undir það síðasta að ýta enn fastar á að meiri mannskapur yrði settur í verkið til að ljúka smíðinni,“ segir Finnur en hann var um borð í Breka VE á heimleiðinni og sigldi þessa löngu leið í annað
skipti því á sínum tíma var hann vélstjóri þegar togaranum Arnari var siglt frá Suður-Kóreu til Íslands árið 1995.
Prýðisfólk í Kína Finnur segir dvölina í Kína hafa verið eftirminnilega en eiginkona hans var með honum ytra í tvö og hálft ár. „Við notuðum tækifærið til að ferðast í kringum frídaga hjá Kínverjunum, fórum t.d. til Suður-Kóreu, til Tokyo í Japan, sáum Formula 1 keppni í Japan og upplifðum ýmislegt fleira. Ferðalögin voru líka hluti af því að við þurftum
annað slagið að fara út úr landinu til að fá endurnýjun dvalarleyfis. Í byrjun fékk ég aðeins áritun í 30 daga í einu en undir það síðasta voru þetta orðnir 90 dagar í hvert skipti. Kínverjar eru yfir höfuð prýðilegt fólk en vinnumenningin er allt önnur en við þekkjum. Og launin auðvitað líka eins og sést á því að lægst launuðu verkamennirnir í smíði skipanna höfðu 60 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta er því verulega ólíkt því sem við þekkjum.“
www.naust.is
Naust Marine óskar eigendum og áhöfn á Breka VE 61 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip
Miðhella 4 | 221Hafnarfjörður | Sími 414 8080
20 | SÓKNARFÆRI
Nútímalegir skuttogarar með mikla veiðigetu segir Sævar Birgisson, hönnuður Breka VE og Páls Pálssonar ÍS
Sævar Birgisson, skipatæknifræðingur við Breka VE í Vestmannaeyjahöfn ásamt börnum sínum, Birgi og Rakel sem bæði hafa komið að verkefnum tengt hönnun og smíði Breka VE og Páls Pálssonar ÍS. Birgir hefur haldið utan um allar klassa teikningar fyrir smíðina á skipunum og Rakel hefur séð um allt sem snýr að farpöntunum og ferðatilhögun fyrir eftirlitsmenn og áhafnir allan smíðatímann.
„Ég hef þjónustað bæði Vinnslustöðina og Hraðfrystihúsið-Gunnvör lengi. Bæði fyrirtækin voru með skip sem komin voru á fimmtugsaldurinn og þörf var orðin á að endurnýja. Það lá því beint við að þau fylgdust að í þessu verkefni og á undirbúningsferlinu var af hálfu fyrirtækjanna vandað mjög til þeirrar vinnu að finna út hvaða stærð og gerð af skipum hentaði best,“ segir Sævar Birgisson, skipatæknifræðingur hjá Skipasýn sem hannaði nýju togarana Breka VE og Pál Pálsson ÍS.
Margir þættir til grundvallar Sævar hefur tekið þátt í að hanna mörg fiskiskip í íslenska flotanum og þeirra á meðal hið þekkta aflaskip Þórunni Sveinsdóttur VE. Hann segir að í undirbúningi hönnunar Breka og Páls Pálssonar hafi verið horft til reynslunnar af þessum skipum en Sævar leggur áherslu á að í ferli sem þessu sé um að ræða allsherjar samvinnuverkefni hönnuðanna hjá Skipasýn/Shipcon og fjölda fólks hjá útgerðarfyrirtækjunum. „Hvað stærðina varðar kemur tvennt til. Annars vegar rýmið sem þarf að vera á millidekki fyrir búnað til aflameðferðar og -kælingar og hins vegar að lagt var upp með einmenningsklefa í íbúðum áhafnar sem krefst meira rýmis. Síðan voru auðvitað fjölmörg önnur atriði sem við vorum að horfa til í hönnunarferlinu, t.d. afkastageta skipanna á veiðum því það skiptir miklu máli að geta stytt togtímann og komið fiskinum sem fyrst í vinnslu og kælingu. Síðan var stóra atriðið að sjálfsögðu orkunýtingin og olíueyðslan sem vegur þungt í útgerð skipa,“ segir Sævar. Páll Pálsson verður búinn kælikörum og aðgerðarkerfi frá Skaganum 3X, en Breki verður búinn kælikörum frá Skaganum 3X, en aðgerðarkerfi og lestarkerfi verður frá Vélsmiðjunni Þór í Vestmanneyjum, sem lengi hefur smíðað aðgerðar- og kælikerfi fyrir Eyjaflotann. Blæbrigðamunur er á útfærslu aðgerðarkerfana í skipunum, þar sem Breki VE kemur til með að verða meira á karfaveiðum en Páll Pálsson mest á þorskveiðum. Mikið togafl – minni olíueyðsla Það atriði sem vekur hvað mesta athygli við hönnun Breka VE og Páls Pálssonar er stærð
Breki VE og Páll Pálsson eru með nokkuð stærri skrúfu en almennt gerist í fiskiskipum í dag en hún er 4,7 metrar í þvermál. Henni er ætlað að skila orkusparnaði og þar með minni mengun, auk mikils togafls.
Í borðsal.
Mynd: Gusti Productions / Hraðfrystihúsið-Gunnvör.
skrúfunnar. Hún er 4,7 metrar í þvermál og með skrúfunni og þeim búnaði sem henni tengist er náð fram miklu togafli og um leið hagkvæmni í orkunýtingu. „Við lögðum upp með að ná 20 kílóa togafli út úr hverju hestafli aðalvélarinnar. Þannig hafa Breki og Páll Pálsson 3-5 kg meiri togspyrnu á hvert hestafl en gengur og gerist í nýjum fiskiskipum í dag. Ef þetta er sett í samhengi þá þarf nýi Páll Pálsson 1290 hestöfl til að ná 30 tonna togspyrnu á meðan gamli Páll Pálsson þurfti 2150 hestöfl til að ná sömu spyrnu. Í þessu atriði liggur tuga prósenta munur í olíukostnaði, að ekki sé
minnst á umhverfismálin, þar sem minni brennsla á eldsneyti við veiðarnar þýðir minni mengun. Þessu náum við með því að stækka skrúfuna, en ég hef alla tíð talað fyrir því að í hönnum togskipa eigi að hafa skrúfuna eins stóra og djúpristan leyfir. Að mínu mati er því ekki rétt að tala um að Breki VE og Páll Pálsson ÍS séu skip með stóra skrúfu heldur eru önnur skip með of litla skrúfu. Ég get bent á að fljótlega eftir að við hófum skuttogaravæðinguna á Íslandi þá voru keyptir margir togarar frá Noregi sem allir voru með 2 metra skrúfu. Það liðu ekki mörg ár þar til búið var að skipta þeim öllum út fyrir þriggja metra skrúfur en við það jókst togspyrna skipanna um 30-40%. Síðan liðu árin og byggð voru stærri skip með stærri vélar, en við héldum okkur bara áfram við 3 m skrúfuna og gerum eiginlega ennþá, þó síðustu árin hafi stærðin þokast eitthvað uppávið. Það sem við erum að gera í Breka og Páli Pálssyni er því engin nýlunda í þessum fræðum. Það hefur verið þekkt síðustu 50-100 árin að stór hæggeng skrúfa skilar betri nýtni en lítil hraðgeng skrúfa. Stór hæggeng skrúfa þýðir minni olíueyðsla, sérstaklega á togveiðunum en líka á siglingu,“ segir Sævar.
Nútímalegir skutttogarar Sævar segir að Breki VE og Páll Pálsson séu hefðbundnir nútímalegir skuttogarar. „Bolur skipanna var fyrst og fremst hannaður með það að leiðarljósi að lámarka mótstöðuna og þar með það afl sem þarf til að drífa skipið áfram. Til þess að ná sem bestum árangri var bæði notast við tölvukeyrð straumfræðilíkön og svo módeltilraunir. Langur og tiltölulega síður kjölur tryggir gott aðstreymi að skrúfunni og gefur skipunum betri stefnufestu á togi og minnkar hliðarskrið þegar beygt er með troll í eftirdragi. Skipin eru búin spilbúnaði til að draga tvö troll samtímis, sem reynslan hefur sýnt að skilar 60% meiri afla, með einungis 25-30% meiri orkunotkun. Megin rökin fyrir því að setja í skipin búnað til að draga tvö troll, voru að stytta þann tíma sem skipin eru á togi, þann tíma sem trollið er í botni. Það er löngu þekkt að gæði fisks úr stuttum togum eru betri en úr löngum togum. Þeim mun styttri togtími, þeim mun minna sem fiskurinn hefur þvælst í trollinu, þeim mun betri fiskur.“
SÓKNARFÆRI | 21
Sjóminjasafnið í Reykjavík
Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár Sjóminjasafnið í Reykjavík verður opnað helgina 9.-10. júní eftir gagngerar endurbætur. „Grunnsýning safnsins kallast Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár og höfum við verið að vinna að þessari sýningu síðastliðin þrjú og hálft ár. Á sýningunni er fjallað um sjávarútveginn eftir 1870 og til nútímans. Rauði þráðurinn í gegnum sýninguna er ferðalag fisksins úr hafinu og á diskinn og allt það sem gerist á þeirri leið,“ segir Sigrún Kristjánsdóttir sýningarstjóri. „Við segjum frá lífríkinu í hafinu, fiskunum sjálfum sem eru aðalleikendurnir í þessari sýningu, hafrannsóknum, skipum, siglingafræði, hvernig fólk fór að því að rata á hafi úti og finna fiskinn áður fyrr og í nútímanum. Við segjum einnig frá veiðum og veiðiaðferðum er lýst, lífinu um borð og við fjöllum um sjóslys og höfum tekið saman gagnagrunn um sjóslys í 100 ár og er hægt að fletta í grunninum eftir slysum, mönnum og árum. Þetta er nýjung. Við erum með tæki og tól frá ýmsum tímum, fjallað er um hvernig skreið er unnin, saltfiskur, frysting, niðursuða, lýsi og margt fleira. Svo segjum við frá sölu á fiski hér á landi og erlendis.“ Við lok sýningarinnar geta gestir skannað fisk og grænmeti og fengið uppskriftir þar sem fiskurinn er í aðalhlutverki.
Mismunandi miðlunaraðferðir Lögð er áhersla á að nota mismunandi miðlunaraðferðir og má geta þess að yfirbragð sýningarinnar er fengið úr nútímafrystihúsi. „Upplýsingum er miðlað með texta, ljósmyndum, hreyfimyndum, frásögnum, leikjum og fjölda gripa þannig að við reynum að nálgast viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhornum. Við erum meðal annars með persónuleg sjónarhorn en við erum með mikið af viðtölum og frásögnum á sýningunni annaðhvort á skjá eða þá að gestir geta hlustað á þær. Um er að ræða einstaklinga sem segja frá reynslu sinni og upplifun. Þá kemur vísindafólk, stjórnmálamenn, fræðafólk og fleiri með sitt sjónarhorn á viðfangsefnið.“
Fiskiskipið Ófeigur II VE 324 með síldarfarm við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn 1965. Ljósm. Ari Kárason/Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Kafarar fundu flak hollenska skipsins Melckmeyt árið 1992 við Flatey á Breiðafirði.
Konur vaska saltfisk í kerjum innanhúss hjá Fiskverkun Th.Thorsteinsson á Kirkjusandi árið 1912.
Fornminjar neðansjávar Sýningin Melckmeyt 1659 er á neðri hæð safnsins. „Sýningin fjallar um uppgröft á flaki hollensks skips, Melckmeyt, sem hófst árið 2016 og er í raun ennþá í gangi,“ segir Íris Gyða Guðbjargardóttir, sýningarstjóri sýningarinnar, en kafarar fundu flak skipsins
árið 1992 við Flatey á Breiðafirði. Víðtæk rannsókn á fornminjum neðansjávar við Ísland var framkvæmd í fyrsta sinn ári síðar á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Kevin Martin fornleifafræðingur vinnur að doktorsverkefni sínu og er frekari uppgröftur á flaki skipsins liður í því.
Ljósm. Magnús Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
„Fyrir utan að fjalla um uppgröftinn snýst sýningin einnig um aðferðafræði við neðansjávarfornleifafræði og síðan um skipið sjálft, samskipti Hollendinga og Íslendinga um miðbik 17. aldar og þær niðurstöður sem rannsóknin hefur leitt í ljós. Einnig byggjum við efni sýningarinnar mikið á heimildum
Gæðavörur sjávarútveginn Breitt úrvalfyrir atvinnutækja
eins og annálum og gögnum sem fundust á Þjóðskjalasafninu í Amsterdam þannig að við vitum mikið um skipið og áhöfnina.“ Þá eru til sýnis gripir sem fundust við rannsóknina. sjominjasafn.is
Til sjós eða lands Við græjum það
asafl.is
Compair loftpressur Heila bátakranar
Stema kerrur r TMP bátakranar
HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI
Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833
22 | SÓKNARFÆRI
Fjarðanet reisir nýtt netaverkstæði
Fyrsta skóflustunga að nýju netagerðinni tekin. Frá vinstri Jón Bjarnason netagerðarmeistari, Jón Einar Marteinsson framkvæmdastjóri og Steindór Björnsson netagerðarmeistari. Ljósm. Hákon Ernuson.
Framkvæmdir eru hafnar í Neskaupstað við nýtt netaverkstæði Fjarðanets. Nýja netaverkstæðið verður 2.522 fermetrar að stærð með skrifstofum og starfsmannaaðstöðu. Það verður 85 metra langt
og 26 metra breitt og mun hýsa netaverkstæði, gúmmíbátaþjónustu og nóta- og veiðarfærageymslu fyrir alls 26 nætur. Húsið rís á nýrri uppfyllingu austan við loðnubræðslu Síldarvinnslunnar. Nestak
ehf. í Neskaupstað reisir húsið og er að því stefnt að verkinu verði lokið þann 1. mars 2019. ,,Tilkoma nýja verkstæðisins mun þýða algjöra byltingu í starfsemi Fjarðanets og þjónustumögu-
leikum fyrirtækisins og Hampiðjunnar á Austurlandi. Verkstæðið mun einnig þýða breytta og mun betri vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn,“ segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets. Hann bendir á að skip og veiðarfæri hafi stækkað mikið á síðustu árum og við því þurfi að bregðast með stærra húsnæði og meiri þjónustu. ,,Ein stór breyting verður sú að við munum geta geymt allar nætur og önnur veiðarfæri innanhúss í stað þess að nú eru næturnar geymdar úti. Þegar nýbyggingin verður tekin í notkun getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á bestu fáanlegu þjónustu,“ segir Jón Einar en hann vekur jafnframt athygli á hagræðinu sem felst í því að hafa alla starfsemina á einni hæð. ,,Gamla verkstæðið var byggt á árunum 1964 og 1965. Það þótti
stórt á sínum tíma en það er orðið of lítið miðað við kröfur dagsins í dag. Núna verður öll vinnan á einu gólfi í stað þess að í gamla verkstæðinu fer hún fram á þremur hæðum.“ Fjarðanet starfrækir alhliða veiðarfæraþjónustu í Neskaupstað, á Ísafirði og Akureyri. Í Neskaupstað og á Ísafirði rekur Fjarðanet skoðunarstöðvar fyrir gúmmíbjörgunarbáta og á Reyðarfirði rekur Fjarðanet þvottastöð fyrir fiskeldispoka. Fjarðanet er dótturfyrirtæki Hampiðjunnar og til viðbótar við þessi þrjú netaverkstæði starfrækir Hampiðjan tvö undir eigin nafni í Vestmannaeyjum og Reykjavík.
Afltækni óskar útgerð og áhöfn Breka VE 61 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip
fjardanet.is
SÓKNARFÆRI | 23
Samherji hf.
Styrkur til hjartaþræðingarþjónustu á Akureyri Samherji hf. mun styrkja Sjúkrahúsið á Akureyri um 35 milljónir króna til að koma upp búnaði til hjartaþræðinga en slík þjónusta hefur ekki verið í boði á Akureyri fyrr. Þetta var tilkynnt á dögunum þegar togaranum Björgu EA 7 var formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn á Akureyri en skipið bættist í flota Samherja hf. seint á síðasta ári og hóf veiðar nú síðla vetrar eftir að búnaði á milliþilfari hafði verið komið fyrir. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, sagði í ávarpi sínu að áform Sjúkrahússins á Akureyri um að koma upp hjartaþræðingarþjónustu séu metnaðarfull og um leið umfangsmikil og fjárfrek framkvæmd. „Það er okkar og annarra að sjá til þess að framhaldið verði farsælt,“ sagði Kristján um leið og hann afhenti læknunum og hjartasérfræðingunum Torfa Jónassyni og Gunnari Þór Gunnarssyni styrk til Sjúkrahússins á Akureyri að fjárhæð 10 milljónir króna jafnframt
því að tilkynna að Samherji muni auk þess færa sjúkrahúsinu 25 milljónir króna þegar tæki sem þarf til verkefnsins verða pöntuð. Í ávarpi sínu sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, endurnýjun skipaflota Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa vera stórt skref í þá átt að festa Eyjafjarðarsvæðið í sessi sem öflugasta útgerðar- og fiskvinnslusvæði landsins. „Útgerðarfélag Akureyringa er nú ein tæknivæddasta fiskvinnsla landsins og framkvæmdir
við nýja hátæknifiskvinnslu eru hafnar á Dalvík. Slíkar vinnslur þurfa öflug skip og hafa verður í huga að oft eru veiðisvæðin langt frá Eyjafirði og veðurfarið oft erfitt. Slíkt skip liggur hér við landfestar,“ sagði Þorsteinn Már. Skipinu gáfu í sameiningu nafn þær Björg Finnbogadóttir, móðir Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra og Katla dóttir hans. Björg færði Guðmundi Frey Guðmundssyni skipstjóra jafnframt sjóferðabæn að gjöf.
Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. afhendir læknunum og hjartasérfræðingunum Torfa Jónassyni og Gunnari Þór Gunnarssyni styrk til Sjúkrahússins á Akureyri til hjartaþræðMynd: Þórhallur Jónsson/ Pedrómyndir. ingarverkefnisins.
Ný kynslóð málningarefna ONE SUPER TECH Sjálf hreinsandi akrýlmálning sem byggir á nanótækni. Hentar á við, stein, bárujárn og innbrenndar klæðningar. One Super Tech er afar litheldin, þekur ótrúlega vel og endist margfalt á við önnur málningarkerfi. Svansvottuð.
Frystur makríll fór í stórum stíl frá Íslandi á Rússlandsmarkað áður en viðskiptabannið skall á.
Ekkert kemur í staðinn fyrir Rússland Í nýrri ársskýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er rætt um þau áhrif sem lokun Rússlandsmarkaðar haustið 2015 hafði á greinina. Á þessum tímapunkti hafi lokið meira en hálfrar aldar farsælum viðskiptum með íslenskar sjávarafurðir á einum mikilvægasta útflutningsmarkaði Íslendinga. Á þessum tímapunkti hafi Rússlandsmarkaður verið annar stærsti markaður fyrir íslenskar fjávarafurðir í verðmætum talið, næst á eftir Bretlandi, og mikilvægasti markaður fyrir uppsjávarfisk en Ísland var stærsti útflytjandi makríls til Rússlands. „Íslensk fyrirtæki hafa unnið jafnt og þétt að því að koma þeim afurðum sem áður fóru á Rússlandsmarkað á aðra markaði. Hins vegar er oft um verr borgandi og smærri markaði að ræða. Við þetta bætist að í mörgum tilfellum er verið að fara inn á markaði með afurð sem ekki er þekkt þar fyrir, sem þýðir mjög oft lægra verð og jafnvel aukinn kostnaður. Það er deginum ljósara að ekkert mun koma í stað Rússlandsmarkaðar,“ segir í skýrslunni.
ONE TRANSPARENT Ný hálfþekjandi og sjálf hreinsandi viðarvörn sem dregur fram æðar og áferð viðarins og hefur sérlega gott þol gegn veðrum og vindum. Efnið er með innbyggðri sólarvörn sem kemur í veg fyrir sprungumyndun. One Transparent byggir á nanótækni sem tryggir að óhreinindi ná ekki að festa sig ekki á fletinum.
SUPERMATT Efnið sem fagurkerarnir hafa beðið eftir: Almött þekjandi viðarvörn. Nýja Supermatt viðarvörnin sameinar almatt yfirborð og hámarks gæði. Liturinn er dýpri og náttúrulegri á sama tíma og málningin verndar húsið þitt til lengri tíma.
Veldu betri málningu Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is | Opið kl. 8-18 virka daga og kl. 10-14 á laugardögum
24 | SÓKNARFÆRI
SÓKNARFÆRI | 25
Óskum eigendum og áhöfnum til hamingju með glæsileg ný skip
marport.com
533 3838
26 | SÓKNARFÆRI
„Öflugt og sparneytið skip“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar um nýjan Pál Pálsson ÍS 102 „Við erum að fá mjög gott og vel búið skip í hendurnar með nýjum Páli Pálssyni ÍS og þetta er sannarlega stór áfangi fyrir Hraðfrystihúsið-Gunnvöru hf. Og fyrir svæðið allt. Þetta er mun sparneytnara skip sem hefur mun meiri veiðigetu en gamla skipið og getur skilað okkur enn betra hráefni í land. Og bónusinn er sá góði aðbúnaður sem er fyrir áhöfnina í skipinu, bæði í klefum og á vinnustæðum. Augljóslega er breytingin mjög mikil þar sem gamli Páll Pálsson var orðinn 44 ára gamall,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Hnífsdal um nýja ferskfisktogarann Pál Pálsson ÍS 102 sem fyrirtækið fékk í heimahöfn nú í maí og fagnaði formlega á dögunum. Skipið er systurskip Breka VE og fylgdust skipin að á heimsiglingunni frá Kína þar sem þau voru smíðuð. Fjallað er um Breka VE á öðrum stað í blaðinu. Gert er ráð fyrir að lokið verði við lokafrágang á búnaði á milliþilfari og í lest Páls Pálssonar ÍS nú í júní og að þá hefji skipið veiðar af fullum krafti. Nýtt skip hefur ekki komið til HraðfrystihússinsGunnvarar frá því fyrirtækið fagnaði frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni fyrir 29 árum síðan.
Samflotið við Vinnslustöðina gæfuspor Einar Valur segir smíði á nýjum Páli Pálssyni hafa átt sér langan aðdraganda. „Síðustu tuttugu ár höfum við verið eins og hamstrar á hlaupahjóli að kaupa aflaheimildir til að hafa grunn til að byggja á fyrir kaup á nýju skipi. Við skrifuðum undir samninga árið 2014 og sjósetning var 19. apríl 2016. Ferillinn er því búinn að standa yfir í mörg ár,“ segir Einar Valur en saman unnu Hraðfrystihúsið-Gunnvör og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum nákvæmar þarfagreiningar vegna skipakaupanna. „Ástæða þess að fyrirtækin tvö fylgdust að í þessu verkefni var að svipuð hugsun var á báðum stöðum. Við hjá HG hefðum aldrei farið út í þetta verkefni í Kína einir þar sem því fylgir ákveðinn kostnaður að fylgja smíðinni eftir þarna austurfrá, burtséð frá því hvort um er að ræða eitt eða tvö skip. Að mínu mati var því mikil gæfa fyrir fyrirtækin tvö að hafa samflot um smíði skipanna. Og starfsfólk beggja fyrirtækja vann mjög góða undirbúningsvinnu í aðdragandanum sem skipti miklu máli um niðurstöðuna.“ Sparneytni og mun meiri veiðigeta Einar Valur segir að lagt hafi verið upp með nokkrar lykilforsendur við útfærslu á nýjum togara. „Við vildum sjá ákveðna stærð af lest, sparneytni var mjög stór forsenda og að skipin gætu dregið tvær vörpur. Hvað það atriði varðar þá gerum við okkur grein fyrir að við getum ekki reiknað með að aðgengi að þorski verði alltaf eins gott og það er í dag. Þess vegna eigum við uppi í erminni að bæta við toggetuna með annarri vörpu þegar á þarf að halda. Togspyrnan í nýja skipinu er yfir 50 tonn en var 29 tonn í gamla Páli Pálssyni þannig að við erum að fá tugum prósenta meiri spyrnu með minna eldsneyti. Þar skilar sér þessi stóra skrúfa sem er á skipinu og skrokklagið sjálft sem tryggir gott aðstreymi að skrúfunni. Í stuttu máli erum við að tala um að ná kvótanum okkar á
Páll Pálsson ÍS með heimabæinn Hnífsdal í baksýn. Hér sést heim að Pálshúsi þar sem Páll Pálsson útvegsbóndi bjó á sinni tíð en togarinn ber Myndir: Hraðfrystihúsið-Gunnvör. nafn hans.
Páll Halldórsson skipstjóri og Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar, ánægðir að lokinni langri heimsiglingu skipsins frá Kína.
Skipið er búið rafmagnsspilkerfi frá Naust Marine ehf.
Vistlegt er um að litast í matsalnum.
Vélstjórarnir hafa í nógu að snúast um borð.
hagkvæmari hátt, koma með betra hráefni að landi og búa starfsmönnum okkar um borð betri vinnuaðstæður,“ segir Einar Valur.
Aflinn kældur í ískrapa Búnaður á vinnsluþilfari og í lest er smíðaður af Skaganum 3X á Ísafirði og byggir á krapakælingu aflans í snigilkerum. Hug-
myndafræðin að baki þessari útfærslu byggir á þeirri reynslu sem fékkst af krapakerfi sem 3X Stál á Ísafirði setti í gamla Pál Pálsson árið 1998 og síðar í annan togara HG hf., Stefni ÍS. „Þetta er eins þreps kæling á aflanum áður en hann fer í lestina og við höfum af þessu afar góða reynslu á síðustu árum. Og til gamans má geta þess að í öllu
þróunarferlinu á þessum kælingarbúnaði hefur Albert Högnason hjá 3X Stál, sem í dag er Skaginn 3X, unnið með okkur en hann er barnabarn Marsellíusar Bernharðssonar, skipasmiðs hér á Ísafirði, sem einmitt smíðaði árið 1939 fyrsta bátinn með nafninu Páll Pálsson ÍS,“ segir Einar Valur.
Milljón í veiðigjöld fyrir hvern vinnsludag „Það er okkar bjargfasta trú að til að standast sífellt meiri og krefjandi áskoranir í sjávarútvegi sé okkur nauðsynlegt að hafa á að skipa fullkomnustu og bestu atvinnutækjum sem völ er á hverju sinni og þannig eiga kost á að laða til okkar hæfasta
starfsfólkið. Að sjálfsögðu viljum við geta endurnýjað skipin mun hraðar en raun ber vitni í okkar tilfelli en það sjá það líka allir að fjárfesting er mjög erfið í því umhverfi sem við búum við. Veiðigjöldin, sem við þurfum að greiða, eru gífurlega
þung fyrir reksturinn og eins og þetta er núna þá þurfum við að greiða 300 milljónir á yfirstandandi ári í veiðigjöld. Með öðrum orðum eina milljón króna fyrir hvern vinnsludag í fiskvinnslunni hjá okkur. Þetta gengur auðvitað engan
veginn upp við þá stöðu sem við höfum á sama tíma í gengi krónunnar. Enda sjáum við litla aðila í greininni stráfalla þessa mánuðina og það er grafalvarlegt því fjölbreytni er sjávarútveginum mjög mikilvæg,“ segir Einar Valur.
SÓKNARFÆRI | 27
Páll Pálsson ÍS og Breki VE
Stærðir og búnaður Heildarlengd 51,3 m Lengd milli lóðlína 49,1 m Breidd 12,8 m Dýpt að efra þilfari 8,1 m Dýpt að neðra þilfari 5,6 m Brúttótonn 1223 Aðalvél MAN, 1.795 kw. við 800 sn. Lest 520 kör sem rúma um 150 tonn Olíugeymar 186 rúmmetrar Ferksvatnsgeymar 102 rúmmetrar Hámarks ganghraði 14,5 hnútar Íbúðir eru fyrir 18 manns í 15 klefum. Miðað er við 15 manna áhöfn, þannig að allir hafi eigin klefa. Allir klefar eru með klósetti og baði. Rafall er á aðalvél og auk þess tvær Caterpillar ljósavélar. Gír er frá Reintjes og skrúfa frá MAN. Umboðsaðili MAN hér á landi er Afltækni ehf. Togkraftur er rúm 50 tonn. Vindur eru allar rafdrifnar af gerðinni Ibercisa og samanstanda af þremur 28,3 tonna togvindum auk 26 hjálparvinda. Vindukerfi er frá Naust Marine ehf. Siglinga- og fiskileitartæki eru frá Brimrún ehf. Búnaður á millidekki og í lest Páls Pálssonar ÍS er frá Skaganum 3X. Aðgerðarbúnaður og færibönd á millidekki og í lest í Breka VE er frá Þór hf í Vestmanneyjum en kælikör eru frá Skaganum 3X. Veiðarfæranemar eru frá Marport.
ÓSKUM ÚTGERÐ OG ÁHÖFN TIL HAMINGJU MEÐ GLÆSILEGT SKIP Eftirtalinn búnaður frá Brimrún er í Páli Pálssyni ÍS 102 SIGLINGATÆKI
Tölva frá Brimrún, fyrir VSAT
Furuno FAR-2x17, X-Band Radar m/ 6.5’ loftneti
Palo Alto PA-200, eldveggur
Furuno FAR-2x17, X-Band Radar m/ 4’ loftneti
Iridium Open-Port, gervitunglasími
Furuno MU-190, 19” IMO skjár
Furuno PR-850, GMDSS spennugjafi
Time Zero Professional, MaxSea siglingahugbúnaður,
Furuno PR-300, GMDSS spennugjafi
2 stk.
McMurdo R5, GMDSS VHF talstöðvar, 3 stk
Tölvur frá Brimrún, fyrir Time Zero, 2 stk.
McMurdo S5, AIS neyðarbaujur, 2 stk
Furuno GP-170, GPS staðsetningatæki, 2 stk.
McMurdo G5A, EPIRB neyðarbauja
Furuno FA-150, AIS tæki
Viðvörunar panell fyrir GMDSS í brú
Aflestrarskjáir frá Brimrún, 3 stk.
Rafmagnstafla fyrir GMDSS
Cassen & Plath seguláttaviti
3G netbeinir
Furuno SC-110, GPS áttaviti ANNAR BÚNAÐUR FISKILEITARTÆKI
Thies Clima, vindmælir
Furuno FCV-1900G, CHIRP dýptarmælir, 3 kW
David Clark, hjálma samskiptakerfi
Furuno DFF3, FFS dýptarmælir, 3 kW
Símkerfi
Furuno CI-68, straummælir, 244 kHz
Neyðarsímar, innanskips, 3 stk
Marport M4
Kallkerfi Paging kerfi
FJARSKIPTATÆKI
FM og sjónvarpsdreifikerfi með lekum kóax
Furuno FM-8900, GMDSS VHF talstöðvar, 2 stk
KNS gervihnattadiskur fyrir sjónvarp
Furuno FM-4721, VHF talstöð
32”, 47” og 60” sjónvörp, 14 stk
Furuno FS-1575, GMDSS MF/HF talstöð
Skrifstofutölva
Furuno Felcom 18, GMDSS Standard-C tæki, 2 stk
27” tölvuskjáir, 15 stk
Furuno NX-700B, veðurriti (NavTex)
23” tölvuskjáir, 14 stk
Furuno KU-100, VSAT, internet og tal yfir gervitungl
NMEA dreifikerfi með skiptaraplötu í brú
28 | SÓKNARFÆRI
„Sannfærður um að skipið mun virka vel frá fyrsta degi“ segir Páll Halldórsson, skipstjóri
„Þegar ég fór til Kína til að taka við nýja skipinu og sigla því heim hafði ég meðferðis myndina af afa sam var í matsalnum á gamla Páli Pálssyni. Hana festi ég upp á vegg í matsalnum á nýja Mynd: Heiða Jónsdóttir / Hraðfrystihúsið-Gunnvör. skipinu þannig að sá gamli hefur verið með í för frá fyrsta degi,“ segir Páll Halldórsson, skipstjóri á Páli Pálssyni ÍS.
„Ég er algjörlega sannfærður um að þetta mun allt saman virka fínt frá fyrsta degi. Ég er ákveðinn í því,“
segir Páll Halldórsson, skipstjóri á nýja Páli Pálssyni ÍS. Páll var áður skipstjóri á gamla Páli Pálssyni í 25
ár og á að baki langan sjómennskuog skipstjórnarferil. Afi hans var Páll Pálsson, útvegsbóndi í Hnífs-
Skipasýn óskar eigendum og áhöfnum á Páli Pálssyni ÍS 102 og Breka VE 61 til hamingju með ný og glæsileg skip.
I C E L A N D I C
dal, sem nýi togarinn heitir eftir og segir Páll skipstjóri það óneitanlega vera sérstakt fyrir hann sem skipstjóra að stýra þessu nýja og glæsilega skipi með nafni afa hans.
Myndin af afa Páli með í för til Kína „Þegar ég fór til Kína til að taka við nýja skipinu og sigla því heim hafði ég meðferðis myndina af afa sam var í matsalnum á gamla Páli Pálssyni. Hana festi ég upp á vegg í matsalnum á nýja skipinu þannig að sá gamli hefur verið með í för frá fyrsta degi,“ segir Páll en siglingin heim til Íslands tók 46 sólarhringa og var siglt lengi vel í yfir 40 stiga hita. Þessar vikurnar er verið að vinna um borð í skipinu í Ísafjarðarhöfn og koma fyrir ískrapabúnaði til kælingar á aflanum, aðgerðaraðstöðu og búnaði í lest en sama fyrirkomulag verður á aflakælingunni og var í gamla togaranum. „Við vorum á sínum tíma brautryðjendur í þessu kerfi sem 3X Stál á Ísafirði þróaði með okkur fyrir 18 árum og það hefur reynst vel,“ segir Páll og vill ekki spá nákvæmlega til um hvenær látið verði úr höfn í fyrstu veiðiferð en reiknar með að það verði í júnímánuði. Umskipti af koma af 44 ára gömlu skipi „Ég er mjög ánægður með skipið. Það segir sig sjálft að umskiptin eru mikil að fara af 44 ára gömlu skipi yfir á nýtt. Gamli Páll Pálsson ÍS var skip með sál og öndvegisfleyta en hér um borð er allur aðbúnaður manna mun betri, meira rými í vinnuaðstöðu, tækni eins og best gerist í dag, öflugt og gott spilkerfi með auto-troll stjórnkerfi og síðast en ekki síst er nýr búnað-
ur og góð aðstaða til að meðhöndla aflann. Breytingin er því á allan hátt mjög mikil,“ segir Páll og viðurkennir að það sé mjög spennandi að geta haldið til veiða á skipinu enda er það með stóra skrúfu og mælist með mikla togspyrnu í prófunum. Hann segir að á heimsiglingunni hafi lítið reynt á sjóhæfnina í líkingu við þær aðstæður geta orðið á Íslandsmiðum en Páll á ekki von á öðru en skipið komi vel út á því sviði sem öðrum.
Í annað skipti heim með nýtt skip Páll segir ánægjulegt að fá að upplifa að koma með nýtt skip til heimahafnar. Það gerði hann raunar í annað sinn á ferlinum nú í maí því hann var stýrimaður á Gylli ÍS þegar togarinn kom nýsmíðaður frá Noregi til Flateyrar árið 1976. Það skip heitir Stefnir ÍS í dag og er einnig í eigu HraðfrystihússinsGunnvarar sem gerir Pál Pálsson ÍS út. Áður en Páll varð stýrimaður á Gylli ÍS var hann 2. stýrimaður á Júlíusi Geirmundssyni ÍS en hann tók við skipstjórn á Gylli árið 1989, söðlaði síðan um og tók við Stakfellinu ÞH á Þórshöfn og var þar skipstjóri til ársins 1993 þegar hann réð sig sem stýrimann á Pál Pálsson ÍS. Frá árinu 1995 hefur hann verið skipstóri á Páli Pálssyni ÍS.
SÓKNARFÆRI | 29
Sjötti Páll Pálsson í útgerðarsögu Hnífsdælinga Nýr Páll Pálsson ÍS, sem bæst hefur í fiskiskipaflota Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Hnífsdal, er sjötta skipið í röð sem ber þetta nafn og spannar sagan 79 ár. Þessa áhugaverðu sögu tók Kristján G. Jóakimsson, stjórnarformaður fyrirtækisins saman í tilefni af komu nýja skipsins og er hér eftirfarandi stiklað á stóru í þeirri samantekt.
15 smálesta bátur smíðaður Fyrsta bátnum með þessu nafni var hleypt af stokkunum í Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar á Ísafirði síðsumars árið 1939, 15 smálesta eikarbát sem var í eigu Jóakims Pálssonar frá heimabæ hans í Hnífsdal. Báturinn bar nafn föður eigandans en Páll Pálsson var fæddur árið 1883 og varð útgerðarmaður 22 ára að aldri. Hann stundaði sjómennsku til ársins 1941 og lést árið 1975, þá 92 ára að aldri. Árið 1950 kom nýr Páll Pálsson ÍS 402 til Hnífsdals, smíðaður í Neskaupstað fyrir Hauk hf. í Hnífsdal. Jóakim Pálsson var einnig skipstjóri á þessum 38 rúmlesta eikarbát sem gerður var út á nótaveiðar á síld á sumrin og línuveiðar á veturna. Báturinn var seldur Hraðfrystihúsinu Norðurtanga á Ísafirði árið 1956 og fékk hann þá nafnið Már ÍS.
Fyrsti Páll Pálsson ÍS tilbúinn til sjósetningar á Ísafirði árið 1939.
Skuttogarinn Páll Pálsson ÍS kom frá Japan árið 1973. Hann hvarf úr rekstri HG í júlí í fyrra fyrir nýja skipið sem senn hefur veiðar.
Síld á sumrin – línuveiðar á veturna Sama ár samdi Hraðfrystihúsið um smíði á 59 tonna bát hjá Marsellíusi Bernharðssyni á Ísafirði og var hann afhentur í janúar 1957. Hann fékk nafnið Páll Pálsson ÍS 101, byggður úr eik, búinn dieselvél, vökvadrifnum vindum, Simrad dýptarmæli og því besta í öryggisog siglingatækjum þess tíma. Mannaíbúðir þóttu líka rúmgóðar og vistlegar og m.a. nýmæli að íbúðir í bát hér á landi væru klæddar plastplötum. Jóakim Pálsson var einnig skipstjóri á þessum þriðja bát með nafni föður hans. Báturinn var í eigu Hnífsdælinga til ársins 1962.
Hnífsdælingar taka þátt í skuttogaravæðingunni Þegar hér er komið sögu var skuttogaravæðingin komin á fullt hér á landi og Hnífsdælingar líkt og aðrir höfðu hug á að koma sér upp slíku fiskiskipi. Fjármögnun reyndist hins vegar erfið en á aðalfundi Hraðfrystihússins hf. árið 1971 var tilkynnt um kaup fyrirtækisins á nýsmíðuðum 500 tonna skuttogara frá Japan í gegnum dótturfélagið Miðfell hf. Lagt var af stað til Íslands upp úr áramótum 1973 og komið með skipið til heimahafnar í Hnífsdal þann 21. febrúar sama ár. Útgerðarstjóri var títtnefndur Jóakim Pálsson. Skipið þótti mikil bylting í útgerð og aðbúnaði sjó-
Útgerðarfélagið Katlar hf. í Hnífsdal samdi um smíði á 100 tonna bát í Austur-Þýskalandi sem fékk nafnið Vinur ÍS. Þetta félag var m.a. í eigu Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal og Páls Pálssonar, skipstjóra, bróður Jóakims Pálssonar. Hluthafabreytingar urðu í Kötlum í framhaldinu og var nafni þessa báts breytt í Páll Pálsson ÍS 101 í kjölfar þess að eldri báturinn með þessu nafni var seldur. Nýi Páll Pálsson var, líkt og sá fyrri, gerður út á síldveiðar á sumrin og línuveiðar á veturna og fiskaði vel. Báturinn varð gerður út frá Hnífsdal til ársins 1966, síðan frá Vestmannaeyjum um tíma og hann síðan seldur árið 1967.
manna en skipstjóri var Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður. Þetta er það skip sem þjónaði Hnífsdælingum allt fram á árið 2017 en eftir 15 ára útgerð var skipinu breytt umtalsvert í Póllandi, það lengt, skipt um brú og tæki endurnýjuð. Togarinn var því í útgerð í Hnífsdal í 44 ár og bar á þeim tíma 183 þúsund tonna afla að bryggju sem er að verðmæti á fimmta tug milljarða króna. Hraðfrystihúsið-Gunnvör seldi Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum gamla Pál Pálsson í júlí í fyrra.
www.naust.is
Naust Marine óskar eigendum og áhöfn á Páli Pálssyni ÍS 102 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip
Miðhella 4 | 221Hafnarfjörður | Sími 414 8080
30 | SÓKNARFÆRI
Umhverfisvernd í íslenskum sjávarútvegi
Íslenskur sjávarútvegur á allt sitt undir skilyrðum í hafinu en góð umgengni við það og fiskveiðar í sátt og samlyndi við náttúruna eru forsenda þess að fiskistofnar við Ísland verði nýttir á sjálfbæran hátt um framtíð alla. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi unnu nýverið veglega umhverfisskýrslu um olíuotkun í sjávarútvegi og væntanlega notkun til ársins 2030 auk annarra umhverfisþátta í starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Í skýrslunni er einkum horft til áranna 1990 til 2030 sem er það tímabil sem Parísarsamkomulagið miðast við. Mikið hefur áunnist á undanförnuum áratugum og mjög hefur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda sem rekja má til sjávarútvegs á Íslandi en sú þróun heldur áfram á komandi árum. Íslenskur sjávarútvegur hefur nú þegar náð markmiði Parísarsamkomulagsins vegna fiskimjöls og lýsisframleislu og er kominn vel á veg með að ná þessu markmiði vegna veiða. Áframhaldandi tækniþróun við veiðar, flutning og vinnslu er lykilatriði í að ná markmiðinu til fulls, en til að mynda er fjárfestingarþörf í fiskiskipum fram til ársins 2030 metin á um 180 milljarða króna. Endurnýjun flotans er þó töluvert á veg komin en á árunum 2015-2017 komu tólf ný stór fiskiskip til landsins.
Eldsneytisnotkun minnkað um 43% Ástæður samdráttar í eldsneytisnotkun undanfarna þrjá áratugi eða svo eru einkum hátt olíuverð, minni afli, tækniframfarir sem auka afla á sóknareiningu og samþjöppun í greininni. Eldsneytisnotkun sjávarútvegsins var mest árin 1996 og 1997 þegar mikil sókn var í fjarlæg mið á borð við Smuguna, en frá þeim tíma hefur eldsneytisnotkun í sjávarútvegi minnkað að meðaltali um rúm 4% á ári. Í heild hefur eldsneytisnotkun minnkað um 43% frá 1990, þar af hefur notkunin minnkað um 35% hjá fiskiskipum en um tæp 84% hjá fiskimjölsverksmiðjum. Reiknað er með að eldsneytisnotkun í sjávarútvegi muni hafa dregist saman árið 2030 um 134.000 tonn frá árinu 1990, eða um 54%, gangi þetta eftir. Þá verði bræðsla á fiski nær eingöngu knúin með rafmagni og raforkuframleiðsla um borð í fiskiskipum heyri til undantekninga þegar skip eru í höfn. Losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi hefur vitaskuld farið minnkandi samhliða minni eldsneytisnotkun en árið 1990 var hlutfallið 19,5% af heildarlosun Íslands. Árið 2014 var það komið niður í 9,7%. Landrafmagn hagkvæmur og góður orkugjafi Um 0,6% af heildarlosun fiskiskipaflotans á sér stað í höfnum landsins, en íslensk fiskiskip hafa getað tengst rafmagni úr landi síðan um 1980. Hagkvæmnisútreikningar sýna að landrafmagn er hagkvæmur orkugjafi fyrir fiskiskip í höfn og eftirspurn eftir því er að aukast þótt fjöldi fiskiskipanna hafi fækkað. Áfram þarf þó að byggja upp innviði í höfnum landsins, fjölga öflugum tenglum og tryggja afhendingu á raforku og heitu vatni. Hagnýting landrafmagns, sem fiskiskip notuðu árið 2016, var sem svarar til brennslu á tæplega 6.200 kílóum af eldsneyti. Það samsvarar að ríflega 20 tonn af gróðurhúsalofttegundum hafi sparast á árinu með nýtingu rafmagns í stað olíu. Endurvinnsla veiðarfæra 8.400 tonn á tíu árum Árið 2005 gerði forveri SFS, LÍÚ, samning við stjórn Úrvinnslusjóðs um úrvinnslu úrgangs vegna veiðarfæra úr gerviefnum. Með honum skuldbundu samtökin sig til að reka eða semja við þriðja aðila um rekstur á
Íslenskur sjávarútvegur hefur nú þegar náð markmiði Parísarsamkomulagsins vegna fiskmjöls og lýsisframleislu og er kominn vel á veg með Mynd: Karin Beate Nøsterud/norden.org að ná þessu markmiði vegna veiða.
Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur í heild minnkað um tæplega 43% frá 1990-2016. Heimild: Orkuspárnefnd 2016, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Félag íslenskra fiskimjölsframleiðenda.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. „Við töldum fyrirfram að það hefði dregið úr losun í sjávarútvegi en það má segja að heildarumfangið hafi kannski komið þægilega á óvart.“
viðurkenndri mótttökustöð fyrir endurnýtanlegan veiðarfæraúrgang úr gerviefnum og koma honum til endanlegrar úrvinnslu. Móttaka slíks úrgangs hófst frá og með 1. janúar 2006 en á fyrstu tíu árum þess hafa samtökin sent eða haft milligöngu um endurvinnslu á rúmum 8.400 tonnum af veiðarfæraúrgangi, sem samsvarar um 260 fjörutíu feta gámum, með um 96% endurvinnsluhlutfalli.
Leiða veginn að Parísarmarkmiðum „Sjávarútvegurinn á Íslandi er einn stærsti einstaki notandi jarðefnaeldsneytis. Í ljósi þess sem er að gerast á vettvangi umhverfismála fannst okkur rétt að gaumgæfa hvernig íslenskum sjávarútvegi hefur gengið að draga úr umhverfisáhrifum á liðnum árum og áratugum,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS um gerð umhverfisskýrslunnar. „Það þurfa allir á öllum sviðum þjóðlífsins að leggja sitt af mörkum við að draga úr umhverfisáhrifum jarðefnaeldsneytis. Sú vinna hefst með því að finna út hvar viðkomandi stendur í dag. Með því móti er hægt að setja sér markmið og fylgjast með þróuninni.“ - Komu niðurstöðurnar að einhverju leyti á óvart? „Við töldum fyrirfram að það hefði dregið úr losun í sjávarútvegi, en það má segja að heildarumfangið hafi kannski komið þægilega á óvart enda samdrátturinn umtalsverður og ef ekki kæmi til hans, væri staða Íslands gagnvart Parísarmarkmiðunum mun lakari,“ segir Heiðrún og bendir á að þó losun hafi dregist mikið saman í sjávarútvegi hafi heildarlosun verið að aukast hér á landi. Íslenskur sjávarútvegur á réttri braut Heiðrún segir stöðuna í umhverfismálum vera mun betri í íslenskum sjávarútvegi en í öðrum löndum. „Til dæmis má benda á að nokkur endurnýjun hefur átt sér stað í
íslenska flotanum og flestallar fiskimjölsverksmiðjur eru knúnar með endurnýjanlegri orku en ekki olíu. Í skýrslunni er gerð tilraun til að bera saman sjávarútveg í Noregi og á Íslandi og sá samanburður er okkur mjög í hag. Þannig að ég tel að með áframhaldandi fjárfestingum í nýjustu tækni og hagkvæmu skipulagi veiða muni okkur takast að gera enn betur. Það verkefni er viðvarandi og verður á næstu árum og allir sem eru að láta hanna eða teikna fyrir sig hafa umhverfismálin í forgrunni.“ -Hvar þurfum við að leggja áherslur í náinni framtíð – og hvað höfum við gert vel nú þegar? „Það sem okkur hefur tekist vel er að skipuleggja veiðarnar í samræmi við það kerfi sem við búum við. Það þýðir að útgerðir geta skipulagt veiðar í samræmi við ytri aðstæður eins og óskir markaðarins eru hverju sinni. Það er því í mínum huga hafið yfir vafa að kvótakerfið spilar stórt hlutverk í því að tekist hefur að draga úr olíunotkun í sjávarútvegi. Auk þess munu fyrirtækin væntanlega halda áfram að fjárfesta í nýjustu tækni. Þó ber að slá þann varnagla að ef of miklar kvaðir verða settar á sjávarútveginn mun hann ekki verða í færum til að fjárfesta í nýjustu tækni. Þar á ég sér í lagi við gjaldtöku ýmis konar. Það mun hafa áhrif á það, hversu mikið íslenskur sjávarútvegur getur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því þar, eins og á svo mörgum öðrum sviðum, er fjárfesting forsenda framfara.“
SÓKNARFÆRI | 31
Fisktækniskólinn
Auknir starfsmöguleikar með starfsnámi í vinnslutækni Undanfarin misseri hefur Marel, í samstarfi við Fisktækniskólann í Grindavík, unnið að skiplagningu nýrrar framhaldsbrautar við skólann sem kallast Marel vinnslutækni. Markmið námsins er að auka arðsemi fjárfestinga í fiskvinnslu með því að hafa tækin vel stillt, vel umhirt, sinna einföldu reglubundnu fyrirbyggjandi viðhaldi og kunna meginatriði hugbúnaðar í framleiðslustýringu.
Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki í fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja, hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað. Með aukinni tækjavæðingu eru margar fiskvinnslur með fullkomnar vinnslulínur, tæki og hugbúnað til framleiðslustýringar. Námið var unnið í nánu samstarfi við fiskvinnslufyrirtæki. Náminu er skipt upp í fagbóklegar greinar og verknám sem fer
fram bæði á vinnustað og í sýningar- og kennslumiðstöð Marel í Kaupmannahöfn. Námið gengur út að að læra á sem flesta þætti sem snúa að tækjabúnaði frá Marel. Farið er yfir grunnundirstöðuatriði í tækjum og búnaði og hversu eftirlit og umsjón með tækjabúnaði og þeim kerfum sem stýra þeim búnaði skiptir miklu máli. Sérstök áhersla er lögð á að ná sem bestum afköst-
Gríðarleg tækniþróun hefur orðið í fiskvinnslunni allra síðustu ár og sér hvergi nærri fyrir endann á henni.
um og nýtingu út úr hverju tæki fyrir sig.
Hugmyndin er að nemendur nýrrar brautar í Marel vinnslutækni verði í eina viku í sýningarhúsi Marel í Kaupmannahöfn.
Hagur fyrir fiskvinnslurnar „Ávinningur fyrirtækja er sá að sérhæfður starfsmaður, eins og Marel vinnslutæknirinn, getur afgreitt mörg viðfangsefni strax á staðnum í staðinn fyrir að hringja í Marel eða fá sérfræðing á vettvang. Öll stopp sem kunna að koma upp vara því í styttri tíma og afköst verða því meiri og minni kostnaður fyrir vinnsluna. Hluti af náminu er vikulöng námsferð í kennslumiðstöð Marel, Progress Point í Kaupmannahöfn en náminu lýkur með hagnýtu lokaverkefni og námsmati. „Nemendur komu úr öllum áttum í
námið, t.d. beint úr fiskvinnslu námi frá okkur eða eru starfandi í fiskvinnslum sem framleiðslustjórar eða verkstjórar en það fer eftir hvað fiskvinnslurnar eru stórar. Við erum fullviss um að fiskvinnslur sjái sér hag í að hafa slíkan starfsmann innan sinna raða og að þeir nemendur sem ljúka þessu námi eru þegar orðnir eftirsóttir starfsmenn hjá fiskvinnslufyrirtækjum,“ segir Ásdís V. Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Fisktækniskólanum. Skráningarfrestur fyrir Marel vinnslutækninám hjá skólanum er til 30. júní næstkomandi. fiskt.is
Afltækni óskar útgerð og áhöfn Páls Pálssonar ÍS 102 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip
32 | SÓKNARFÆRI
„Ég lít sáttur yfir farinn veg, vinnustaðurinn er góður, ég starfaði alla tíð með einvala liði og á það bæði við um yfir- og undirmenn. Ég er ánægður með ævistarfið,“ segir Garðar Helgason sem lét af störfum hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, ÚA í byrjun maí eftir samfellt 56 ára starf hjá félaginu. Lengst af var hann verkstjóri í löndun og skipaafgreiðslu. Eiginkona Garðars, Védís Baldursdóttir hefur starfað í mötuneyti ÚA í 32 ár eða frá því í byrjun júní árið 1986 og er enn að. „Ég var 15 ára gamall þegar ég hóf störf hjá ÚA, við byrjuðum þar báðir bræðurnir, ég og Eiríkur um miðjan september árið 1962. Föðurbróðir okkar, Guðlaugur Jakobsson var þar verkstjóri og vantaði sárlega mannskap þegar skólastrákarnir voru að hætta einn af öðrum,“ segir Garðar. Eiríkur bróðir hans hafði skamma viðdvöl hjá félaginu en faðir þeirra, Helgi bóndi á Ytra-Gili í þáverandi Hrafnagilshreppi veiktist og afréð Eiríkur að létta undir með honum við bústörfin.
Fór í innivinnu 67 ára Garðar kveðst nánast allan sinn starfsferil hjá félaginu hafa verið í útivinnu við löndun og tók við verkstjórn í þeirri deild árið 1973. Þegar hann náði 67 ára aldri óskaði hann eftir að komast að innandyra, „aðallega af því yfirvinnan sem fylgir starfinu úti var alveg að drepa mig,“ segir hann. Síðustu fjögur árin sinnti hann því ýmsum störfum innandyra og lét dagvinnuna nægja. Garðar segir mikil umskipti hafa orðið á starfi þeirra sem sinna löndun og þar hafi orðið jákvæð þróun í takti við tæknibreytingar, starfið sé mun líkamlegra léttara en áður var. „Við vorum hér áður fyrr í bússum upp í klof, vopnaðir sting og pikkuðum fiskinn upp í löndunarmálin. Það var býsna erfitt, reyndi vel á og iðulega unnið í kulda og bleytu. Það breyttist mikið þegar plastkerin komu til sögunnar og við þurftum ekki lengur að standa í miðju slorinu,“ segir Garðar. Aðstaða til löndunar úr skipunum batnaði stórlega, starfið reyndi ekki eins mikið á skrokkinn og vinnuhagræðing, sem einnig kom til, krafðist ekki eins mikils mannafla. Smám saman fækkaði umtalsvert í löndunargenginu sem fór úr 14 niður í 6 menn.
Garðar Helgason lét af störfum hjá Útgerðarfélagi Akureyringa um síðustu mánaðamót eftir samfellt 56 ára starf. Eiginkona hans, Védís Baldursdóttur hefur starfað í mötuneyti félagsins í 32 ár og steikti fisk, uppáhald Garðars í tilefni dagsins. Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja færði Garðari Mynd: Þórhallur Jónsson. blómvönd frá fyrirtækinu.
Garðar Helgason verkstjóri í löndun starfaði hjá ÚA í samfellt 56 ár
Ánægður með ævistarfið
Garðar og félagar hans, Sæmundur Þóroddsson til hægri og Hörður Jörundsson til vinstri, tilbúnir í góðan göngutúr en nokkrir félagar hittast á Þórssvæðinu á virkum dögum og njóta samverunnar í gönguferðum.
Umbúðamiðlun ehf s: 555 6677
umb.is
Okkar umbúðir eru ætlaðar undir matvæli Vinsamlega skilið tómum umbúðum strax á næsta fiskmarkað
Litríkur og skemmtilegur vinnustaður ÚA var í eigu Akureyrarbæjar á fyrstu árum Garðars í starfi og segir hann að í og með hafi markmiðið eignarhaldsins verið að styrkja atvinnulíf bæjarins. Af og til hafi því verið ráðnir til starfa menn sem ekki gengu að fullu heilir til skógar og horfðu menn þá í gegnum fingur sér þó afköst þeirra væru ívíð lakari en almennt gerðist. „Það komu inn til okkar margir sem kallast eflaust kynlegir kvistir og þeir gerðu vinnustaðinn bara litríkari og skemmtilegri,“ segir Garðar. Nú hin síðari ár eru breyttir tímar, kerfið er þannig uppbyggt að það er samfelld keðja þar sem hver og einn leggur hönd á plóg við að koma verðmætum í gegnum húsið og hvergi slakað á kröfum þegar að afköstum kemur. Ætlaði einu sinni að hætta Garðar segir að einu sinni á öllum ferlinum hafi hvarflað að sér að skipta um starf og raunar gekk það svo langt að hann var komin með vinnu hjá Vegagerðinni. „Þegar
það spurðist út var komið að máli við mig og ég talinn á að fara hvergi, meðal annars með því að bjóða hærri laun. Það varð úr að ég hélt áfram og er sáttur við það. Mér hefur líkað vel og haft gaman af vinnunni, sem betur fer auðvitað því starfinu fylgdi mikil yfirvinna, dagarnir voru oft ansi langir og mikið að gera,“ segir hann. Andinn hafi verið góður á vinnustaðnum og mikið gert af því að gantast á góðlátlegan máta, þar hafi hann sjálfur ekki látið sitt eftir liggja. „Ég hef alltaf haft gaman af því að setja af stað ýmis konar skemmtisögur sem lítill sem enginn fótur er fyrir og fylgjast svo með þeim fljúga um. Einhvern tíma sem oftar flaug svoleiðis saga frá mér og starfsmaður fann sig knúinn til að spyrja yfirmann hvort satt væri. Hans svar var: Hefur þú eitthvað hitt Garðar nýlega!“
Skutl með barnabörnin Garðar segir viðbrigðin töluverð að hafa nú lokið störfum og hafa allan heimsins tíma fyrir sig. „Það er svolítið skrýtið svona til að byrja með en venst örugglega vel,“ segir hann og óttast ekki að finna sér eitthvað skemmtilegt til dundurs. Hann fer til að mynda alla virka morgna í gönguferðir með nokkrum félögum sem hittast á svæði Íþróttafélagsins Þórs og taka góðan göngutúr. Þar sameinar hann holla útivist, hreyfingu og góðan félagsskap. „Ég er nú viss um að dæturnar eiga eftir að nýta sér það að hann er laus við og biðja hann um að skutlast eitt og annað með barnabörnin,“ bætir eiginkonan Védís við. Og ekki annað að heyra af undirtektum að Garðar muni láta sér vel líka.
SÓKNARFÆRI | 33 facebook.com/enneinn ENNEMM / SÍA / NM8830
www.n1.is
Til hamingju með daginn sjómenn!
Við hjá N1 sendum hetjum hafsins og fjölskyldum þeirra um allt land heillaóskir í tilefni sjómannadagsins.
Alltaf til staðar
34 | SÓKNARFÆRI
Sjávarútvegsfyrirtækin taka öryggismálin fastari tökum en áður
„Ég tel að ástand öryggismála í íslenskum sjávarútvegi sé almennt í nokkuð góðu lagi og það hefur farið batnandi á undanförnum árum. Flest fyrirtæki í sjávarútvegi taka öryggismálin fastari tökum nú en áður,“ segir Þorsteinn Austri Björnsson sölustjóri hjá Dynjanda. Hann segir að í sjávarútvegi eins og öðrum greinum íslensks atvinnulífs hafi verið gríðarleg vakning í öryggismálum á síðustu árum. „Bæði eru yngri kynslóðir starfsfólks oft á tíðum betur upplýstar um þessi mál en þeir sem eldri eru, en það er líka ánægjulegt að sjá hversu gamlar kempur sem hafa verið lengi í þessum bransa eru opnar fyrir þessum málum og tilbúnar að taka upp breytt vinnubrögð.“
Brautryðjandi í 60 ár Fyrirtækið Dynjandi ehf., var stofnað árið 1954 og hefur því verið brautryðjandi á sviði öryggismála á vinnustöðum í rúm 60 ár. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í að kynna og útvega viðurkenndan öryggisbúnað, persónuhlífar og vinnufatnað fyrir starfsfólk í íslensku atvinnulífi. Þorsteinn Austri segir að fyrirtæki í sjávarútvegi hafi alla tíð verið meðal stærstu viðskiptavina Dynjanda. Meðal annars hefur fyrirtækið boðið upp á fallvarnarbelti og annan öryggisbúnað til að nota við vinnu í lestum skipa. Í tengslum við það hefur
Öryggisbúnaður verður seint ofmetinn, hér er hugað að gasmettun í lofti með gasmæli frá Dynjanda.
Þorsteinn Austri Björnsson sölustjóri segir það stefnu Dynjanda að vera áfram leiðandi í öryggismálum fyrirtækja hér á landi.
verið boðið upp á námskeið þar sem farið er yfir grunnþætti slíks búnaðar, notkun hans og meðhöndlun. Hann segir að í samvinnu við Vinnueftirlitið og öryggisfulltrúa helstu fyrirtækja hérlendis hafi Dynjandi átt drjúgan þátt í að stuðla að aukinni notkun öryggisbúnaðar, svo sem öryggis- og vinnuskófatnaðar, vinnu- og hlífðarfatnaðar, hjálma, hlífa og öndunargríma. „Mikilvægi öryggisbúnaðar verður seint ofmetið,“ segir Þorsteinn Austri og bætir við að það
þurfi að vanda val á búnaði til að tryggja að hann henti við þær aðstæður sem hann á að notast við. Hann segir að stefnu Dynjanda að vera áfram í leiðandi í öryggismálum fyrirtækja hér á landi. Þess má geta að Dynjandi var valið eitt af framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2017 af Creditinfo fyrir framlag þess til atvinnulífsins á Íslandi. dynjandi.is
Þrír bátar með yfir 20 tonn af humri Humaraflinn það sem af er fiskveiðiárinu, nú í lok maí, er orðinn 137 tonn miðað við slitinn humar. Aflaheimildir á fiskveiðiárinu eru 467 tonn eftir flutning 113 tonna frá árinu áður og því 330 tonn óveidd. Í fyrra var kvótinn 489 tonn af slitnum humri eftir flutning 89 tonna frá árinu áður. Aflinn þá var 363 tonn og óveiddar eftirstöðvar 126 tonn. Staðan er því orðin þannig að kvótinn er ekki að nást og hærra hlutfall flutt milli ára. Litlar líkur eru á því að kvótinn náist á þeim þremur mánuðum sem eftir standa af fiskveiðiárinu. Aðeins 8 bátar hafa til þessa stundað veiðarnar. Aflahæstur er Jón á Hofi ÁR með 26 tonn. Næst kemur Þinganes ÁR með 24 tonn og þá Skinney SF með 23,6 tonn. Aðrir bátar eru með mun minna. Hafrannsóknastofnun hefur varað við því að nýliðun í humarstofninum sé mjög lág og mögulega þurfi að takmarka veiðarnar
Nú er hægt að nota snjallsíma til að tilkynna með einföldum hætti þegar látið er úr höfn.
Nýtt smáforrit auðveldar tilkynningar Neyðarlínan og Landhelgisgæslan hafa tekið í notkun nýtt smáforrit sem skip og bátar geta notað til að tilkynna til Vaktstöðvar siglinga þegar þau leggja úr höfn. Smáforritið er fyrst og fremst ætlað minni skipum en ekkert er því til fyrirstöðu að stærri skip noti það einnig. Hægt er að nálgast smáforritið, sem heitir VSS Trackwell App í Play store fyrir Android snjallsíma. Sama forrit ber nafnið VSS Login og er aðgengilegt í App Store fyrir þá sem hafa Apple snjallsíma. Þegar forritinu hefur verið hlaðið niður getur skipstjóri skráð sig inn með kennitölu og í framhaldi notað forritið til að skrá skip sitt úr höfn. Þá geta skipstjórar farþegaskipa skráð fjölda farþega og áhafnarmeðlima um borð. Hugbúnaðurinn virkar þannig að ef ferilvöktunarbúnaður viðkomandi skips er óvirkur þegar það er tilkynnt úr höfn með þessum hætti, fær skipstjóri ábendingu frá forritinu um að hafa samband við Vaktstöð siglinga. Hafa skal í huga að strandveiðibátum ber að tilkynna brottför sína handvirkt með talstöð til Vaktstöðvar siglinga í samræmi við reglugerð um strandveiðar. Landhelgisgæslan og Neyðarlínan hafa sent frá sér hvatningu til skipstjóra um að nýta sér þessa nýjung.
enn meira en gert hefur verið undanfarin ár. Tillögur stofnunarinnar eru væntanlegar . „Veiðidánartala hefur verið metin lág undanfarin ár og er undir skilgreindum gátmörkum (FMSY). Nýliðun hefur minnkað síðan 2005 og hefur aldrei verið metin eins lítil og nú. Viðmiðunarstofn hefur minnkað hratt undanfarin ár og hefur ekki verið lægri frá 1980. Hlutfall stórhumars er
enn hátt en hefur minnkað frá 2009,“ segir í ráðleggingum Hafró frá síðasta ári. Afli nær tvöfaldaðist á árunum 2004-2010 þegar hann náði 2500 tonnum miðað við heilan humar. Aflinn minnkaði eftir það, niður í tæp 1400 tonn árið 2016. Sókn í stofninn hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2009 en aflabrögð hafa farið versnandi. Humar er alfarið veiddur í humarvörpu.
SÓKNARFÆRI | 35
Mjög ólíklegt er að humaraflaheimildirnar náist á þeim þremur mánuðum sem eftir lifa fiskveiðiársins.
36 | SÓKNARFÆRI
Gleðilega sjómannadagshátíð!
Sigurbjörn ehf.
Fjórlitur 76c + 8m 100c + 65m + 30k
Grímsey
Letur svart
Sjómannasamband Íslands
Hvalur hf. Reykjavíkurvegi 48 220 Hafnarfjörður
Fjórlitur 76c + 8m 100c + 65m + 30k
nssíur ur
SÓKNARFÆRI | 37
EHF
Félag skipstjórnarmanna
Við verðum á Sjávarútvegssýningunni Básinn er staðsettur: (B.22) 34-48
aþjónustu fyrir breiðann hóp viðskiptavina. Við m mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur ið IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá:
Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation.
38 | SÓKNARFÆRI
Ísfell
Góður árangur í sölu á flottrollum fyrir makríl og kolmunna Ísfell, sem er meðal öflugustu fyrirtækja landsins í veiðarfæraþjónustu og sölu á útgerðarvörum, hefur náð góðum árangri í sölu á flottrollum frá rússneska fyrirtækinu Fishering Service og hafa þau verið að koma mjög vel út á bæði makríl- og kolmunnaveiðum, auk þess sem þau eru á mjög samkeppnishæfu verði. „Það eru um tvö ár síðan við tókum við sölu og þjónustuumboði fyrir flotvörpur frá Fishering Service í Kalíníngrad og hafa makrílflottrollin þeirra verið að mælast mjög vel fyrir hérlendis og við náð aukinni fótfestu á markaðnum, segir Jónas Þór Friðriksson, deildarstjóri togveiðideildar hjá Ísfelli í samtali við Sóknarfæri.
Átta byrða troll í stað fjögurra byrða Flotvörpurnar eru framleiddar í Rússlandi en Ísfell annast sölu þeirra hérlendis og annast alla þjónustu. Það má segja að boltinn hafi rúllað af stað þegar fyrsta makrílflottrollið var tekið um borð í fjölveiðiskipið Polar Amaroq GR í eigu Polar Pelagic á Grænlandi en góð veiði og reynsla þeirra af trollinu leiddi til þess að útgerðir fleiri skipa fylgdu í kjölfarið. Má þar m.a. nefna Margréti EA, Huginn VE, Hoffell SU í eigu Loðnuvinnslunnar, Guðrúnu Þorkelsdóttur SU í eigu Eskju og loks Heimaey VE í eigu Ísfélagsins, sem fær afhent makríltroll frá Ísfelli og Fishering Service í þessum mánuði. Þá er Fagrabergið frá Færeyjum, sem hefur verið að gera það mjög gott á kolmunnaveiðum, að nota flotvörpu frá Ísfelli og Fishering Service en hún eru nokkuð stærri en makríltrollin. „Það fylgjast margir af áhuga með góðu gengi Fagrabergsins og því má segja að kolmunnatrollin okkar séu nú líka kominn á radarinn hjá Íslendingum. Okkur berast æ fleiri fyrirspurnir frá íslenskum útgerðum, enda verð á þessum trollum, bæði makrílog
HEILSA OG UMHVERFI
Jónas Þór Friðriksson, deildarstjóri togveiðideildar Ísfells.
Ísfell rekur átta starfsstöðvar á Íslandi og eina á Grænlandi.
OGS2, AIRSEP, PREMABERG
Sköpum vistvænt umhverfi – betri heilsu með búnaði frá VÉLTAK EHF.
PURA FINER VÖRUR
SEPAR FILTER, TRIPLE R FILTER
NÝ HEIMASÍÐ A
www. veltak.i
s
ABCON SMUROLÍU AUKAEFNI (BÆTIEFNI)
OLÍUGREINING - ÞJÓNUSTA
Hvaleyrarbraut 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 565-1236 - Fax 565-1263 - veltak@veltak.is
kolmunnatrollunum, mjög hagstæð og vel samkeppnishæf,“ segir Jónas. Flotvörpurnar frá Fishering Service hafa þá sérstöðu að vera átta byrða, bæði belgurinn og pokinn en algengast er að flottroll séu fjögurra byrða. Þetta gerir það að verkum að trollmöskvarnir opnast betur, sjóflæðið í gegnum trollið verður betra og það verður léttara í drætti. Þá eru trollin öll úr kápuklæddu næloni, þar sem kápan ver efnið auk þess sem það er síður hætta á því að kapallinn flækist þegar er verið að draga trollið.
Togvírar frá Bridon með 90% markaðshlutdeild hérlendis Það eru ekki bara flotvörpurnar sem seljast vel hjá Ísfelli því mikil sala er líka á Bridon togvírum en nánast öll nýju togskipin sem komið hafa til landsins síðustu misserin hafa tekið Bridon togvíra um borð að sögn Jónasar. Þá hafa uppsjávarskipin einnig verið að
koma til baka og skipta út togtaugum, sem voru vinsælar á tímabili, og fara aftur yfir í togvíra frá Bridon. „Togvírarnir frá Bridon hafa reynst gríðarlega vel í gegnum árin. Þeir eru bæði endingargóðir og traustir og könnun sem við gerðum fyrir nokkru leiddi í ljós að þeir eru með um 90% markaðshlutdeild hér heima, enda langflest uppsjávar- og togskip landsins með þessa tegund togvíra.“ Sala á Streamline fiskitrollum hefur einnig gengið vel hjá Ísfelli að sögn Jónasar en þau eru frá norska fyrirtækinu Selstad, sem er annar aðaleigandi Ísfells í dag og náinn samstarfsaðili í þjónustu við bæði útgerðir fiskiskipa og fiskeldisfyrirtæki. Streamline trollin eru allsráðandi hjá norska togaraflotanum og þeim fjölgar líka jafnt og þétt íslensku útgerðunum sem fest hafa kaup á þessum trollum, sem reynst hafa mjög vel við veiðar hér við land.
Aukin umsvif í þjónustu við fiskeldið Þá nýtur Ísfell einnig góðs af samstarfinu við Selstad í þjónustu við fiskeldið en norska samstarfsfyrirtækið er umsvifamikið á því því sviði í Noregi. Samfara auknum umsvifum í fiskeldi fyrir vestan opnaði Ísfell þvotta- og viðgerðarstöð fyrir fiskeldiskvíar á Flateyri árið 2016 en áður en hún kom til sögunnar þurfti að að flytja kvíar og poka austur á land til að þvo og gera við. Starfsmenn Ísfells eru ríflega 50 talsins og fagnaði fyrirtækið aldarfjórðungsafmæli í fyrra. Höfuðstöðvar félagsins eru við Óseyrarbraut 28 í Hafnarfirði en starfsstöðvarnar eru alls átta á Íslandi og ein á Grænlandi. isfell.is
SÓKNARFÆRI | 39
3M™ PELTOR™ WS™ ALERT™ XPI
TENGDU 2 SÍMA VIÐ HEYRNARHLÍFINA Heyrnarhlíf með Bluetooth® MultiPoint. Samskiptamöguleiki við 2 síma, FM útvarpi og umhverfishljóðnema. Þú getur hlustað á tónlist og tekið við símtölum í mjög hávaðasömu umhverfi þar sem míkrafónnin í heyrnarhlífin útilokar allan umhverfishávaða.
Kemi ehf | Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is
40 | SÓKNARFÆRI
„Nauðsynlegt að bæta þekkingu okkar á strandsvæðum við Ísland“ Jónína Herdís Ólafsdóttir og Jóhann Garðar Þorbjörnsson starfa á starfsstöð Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík. Þau hófu þar störf vorið 2017 í kjölfar þess að Vör, sjávarrannsóknasetur við Breiðafjörð og Hafró tóku upp samstarf síðla árs 2016 um rekstur rannsóknaseturs með það að markmiði að efla rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar. Hafró flutti starfsemi sína í húsnæði Varar og leigir það ásamt tækjakosti. Við samstarf Varar og Hafró voru auglýstar tvær nýjar stöður, önnur á umhverfissviði og hin á botnsjávarlífríkissviði og voru þau Jónína og Jóhann ráðin til starfa. Bæði eru þau líffræðingar að mennt með BSc gráðu frá Háskóla Íslands og meistarapróf í sjávar- og vatnalíffræði frá Háskólanum á Hólum. Jónína hefur starfað hjá stofnuninni frá árinu 2015 og er starfsstöðvarstjóri Hafró í Ólafsvík, Jóhann starfaði áður á Selasetrinu á Hvammstanga en tók til starfa hjá Hafró í Ólafsvík í fyrravor og starfar þar sem náttúrufræðingur á umhverfissviði.
góð uppeldisstöð. „Við vitum ekki almennilega enn hvert hlutverk þesara svæða er á Íslandi og þess vegna ætlum við að rannsaka það. Hins vegar sýna rannsóknir erlendis að svæði sem eru sambærileg þeim sem finnast hér eru mikilvæg sem búsvæði og uppeldissvæði og því ákveðnar vísbendingar um að sambærileg svæði séu mikilvæg hér líka,“ segja þau og bæta við að grunngögn sem lýsa strandsvæðum við Ísland séu af skornum skammti. „Það verður áhugavert að skoða þetta nánar og reyna að bæta þekkingu á vistfræðilegu hlutverki strandsvæða, t.d. hvort þau séu mikilvæg sem búsvæði ýmissa fisktegunda og hryggleysingja,“ segja þau. Jónína Herdís Ólafsdóttir og Jóhann Garðar Þorbjörnsson starfa á starfsstöð Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík. Bæði eru þau líffræðingar að mennt með BSc gráðu frá Háskóla Íslands og meistarapróf í sjávar- og vatnalíffræði frá Háskólanum á Hólum.
Vistfræðilegt hlutverk strandsvæða „Við höfum verið að koma okkar verkefnum í Ólafsvík í gang og erum með nokkur verkefni á byrjunarstigi sem við hefjumst handa við
af alvöru nú í sumar,“ segja þau. „Vistfræði strandsvæða er verkefni sem mun taka nokkurn hluta af okkar tíma og töluverð áhersla verður lögð á. Því er ætlað að varpa ljósi á hvaða hlutverki strandsvæði
gegna, sérstaklega fyrir þær fisktegundir sem þangað sækja.“ Á strandsvæðum við Ísland er að finna búsvæði sem geta verið skjólgóð fyrir ýmsar lífverur og gegnt hlutverki sem fæðukista og
Megi farsæld og fengsæld fylgja ykkur.
Pipar\TBWA \ SÍA
www.skaginn3x.com
NÝSKÖPUNARVERÐLAUN ÍSLANDS 2017
Íslensku sjávarútvegsverðlaunin
Vakta ástand hafsins Stofnmat ígulkerja og ástand sjávar í Breiðafirði er einnig á meðal verkefna sem lögð verður áhersla á. Ástand Breiðafjarðar er heiti á verkefni sem raunar er hluti af stærra verkefni á vegum Hafró þar sem ástand hafsins umhverfis Ísland er vaktað, en það snýst um að vakta grunnþætti vistkerfisins til lengri tíma og kanna þannig hvort
eitthvað óeðlilegt komi fram sem hafi áhrif á vistkerfið. Þá stendur til að hefja vöktun á ólífrænu kolefni á grunnsævi í Breiðafirði og segja þau að það geti hjálpað til við að skilja langtímabreytingar í efnafræði grunnsævis sem tengist súrnun sjávar.
Súrnun sjávar og loftslagsbreytingar ógna lífríki Súrnun sjávar og loftslagsbreytingar má rekja beint til aukinnar los-
unar koltvísýrings. Spár um áframhaldandi þróun í þessum málum lofa ekki góðu en með umhverfisvænni lífsstíl jarðarbúa má snúa þróuninni við. Verði hinsvegar ekkert að gert má gera ráð fyrir djúpstæðum áhrifum af þessum völdum, ekki bara í Breiðafirði heldur um land allt og það í náinni framtíð. Benda þau á að ákveðnar tegundir lífvera séu sérlega móttækilegar fyrir súrnun sjávar, og gögn benda til þess að þær breytingar séu að gerast of hratt fyrir ýmsar mikilvægar tegundir að bregðast við. Þá megi í kjölfar loftslagsbreytinga búast við að sumar tegundir muni hverfa af Íslandsmiðum og leita norðar í kaldari sjó.
Jónína og Jóhann að störfum við rannsóknir á seiðum fiska á strandsvæðum norðanverðs Breiðafjarðar. Mynd: Elzbieta Baranowska.
SÓKNARFÆRI | 41 Plastmengun er alvarlegt vandamál Jónína og Jóhann benda á að plastmengun sé alvarlegt vandamál sem taka þurfi föstum tökum. Mikilvægt sé að skoða plast í hafi enda sé umfang plastmengunar umhverfis Íslands og í lífríki hafsins svo til óþekkt. Hafró hafi undanfarin ár skráð plast sem komið hafi í stofnmatsleiðöngrum, en þörf sé á að bæta við þekkingu og fá betri og nákvæmari hugmynd um umfangið. Í því samhengi þurfi að skoða magn örplasts í hafi og lífverum og leggja mat á stóra plasthluti og veiðarfæri sem annað hvort fljóta eða finnast á botni. Stefnt sé að því næstu árin að hefja slík verkefni sem munu að einhverju leyti fara fram í Breiðafirði.
Hrefnuveiðar í Faxaflóa fyrr á Mynd: Hjörtur Gíslason. árum.
Sautján hrefnur veiddar í fyrra Frá aldamótum hefur hrefnu fækkað mikið á landgrunnssvæðinu og er tilfærsla innan stofnsvæðisins, sem er Miðnorður-Atlantshaf, talin skýrast af breytingum í magni og framboði mikilvægra fæðutegundar hrefnunnar, svo sem sandsílis og loðnu. Hafrannsóknastofnun hefur ráðlagt að veiðar á hrefnu næstu sjö ár verði ekki umfram 217 dýr á ári en varla er ástæða til að ætla að á slíkt reyni að óbreyttu þar sem veiðarnar hafa undanfarin ár verið langt innan þeirra marka sem stofnunin hefur miðað sína ráðgjöf við. Í fyrra voru aðeins veiddar 17 hrefnur á tveimur svæðum við landið. Flestar utan afmarkaðs hvalaskoðunarsvæðis í Faxaflóa og fjórar hrefnur í utanverðum Skagafirði. Hrefnuveiðar eru því ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Upphaf þessara veiða hér við land eru miðað við árið 1914 þegar Þorlákur Guðmundsson, bóndi á Saurum hóf hrefnuveiðar í Ísafjaðardjúpi. Síðan breiddust þessar veiðar út til nokkurra staða á Norðurlandi en umfangið varð ekki verulegt fyrr en eftir seinna stríð og þá hófu Norðmenn einnig að stunda hrefnuveiðar við Ísland. Veiðar þeirra lögðust af við útfærslu lögsögunnar í 50 mílur árið 1975. Á árunum 1977-1985 voru hrefnukvótar hér við land ákvarðaðir af Alþjóðahvalveiðiráðinu og varð hlutur Íslendinga mestur 200 dýr á þessu tímabili. Þegar mest var sérhæfðu nokkrar vinnslur sig í frystingu hrefnuafurða en frá árinu 1985 hafa hrefnuveiðar ekki verið stundaðar hér við land í atvinnuskyni.
Málningarefni fagmannsins
Veldu betri málningu
Sérefni | Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is | Opið kl. 8-18 virka daga og kl. 10-14 á laugardögum
42 | SÓKNARFÆRI
Þungt í fyrra en betra í ár segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði Rekstur Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði hefur gengið vel á þessu ári. Tekið var á móti 50.000 tonnum uppsjávarfiski af erlendum skipum auk eigin afla og mikið fryst af loðnuhrognum. Hátt gengi krónunnar setur þó áfram strik í reikninginn.
Hátt gengi og 50 daga verkfall Félagið er orðið sterkt, eiginfjárhlutfall er 49% og eigið fé 7,4 milljarðar. Afkoma fyrirtækisins á síðasta ári var hins vegar mun lakari en árið áður. Hagnaður var þá 380 milljónir á móti 1,6 milljarði króna árið áður. Veltufé frá rekstri var 810 milljónir á móti 1.250 milljónum árið áður. „Skýringin er fyrst og fremst sú að við erum að keyra á 15% sterkara gengi allt árið Heilsíða_sjávar_Sjávarútvegssýning 9:27 AM Page 1 en árið 2016. Þá 10/22/13 varð veruleg verðlækkun á mjöli og lýsi. Mjölið lækkaði í íslenskum krónum um 40% í fyrravor og lýsið um 30%. Verðið lagaðist aftur í lok ársins en aðalframleiðslan er alltaf á fyrri
Úr botnfiskvinnslu Loðnuvinnslunnar. Búnaður hennar hefur verið mikið endurnýjaður og vatnsskurðarvélar teknar í notkun.
Örugg fjarskipti Góð og örugg siglingatæki eru nauðsynleg. Þá er ekki síður nauðsynlegt að viðhaldi þeirra sé sinnt af fagmennsku og kunnáttu. Félagar Rafiðnaðarsambands Íslands hafa ávallt verið í fararbroddi í þekkingu á raf- og tæknibúnaði og notkun hans. Tryggjum öryggi, –skiptum við fagmenn. Líf getur legið við.
RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Stórhöfða 31, 110 Reykjavík. Sími 580-5200, www.rafis.is
hluta ársins. Síðan varð verðfall á síldarafurðum svo eitthvað sé nefnt. Og ekki má gleyma 50 daga verkfalli,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar. „Verkfallið hafði veruleg áhrif því þegar menn fóru af stað aftur var miklu meira af bolfiski á markaðnum en verðið var lágt á ferskum fiski á Frakklandsmarkað. Þetta fór því alveg eins og menn spáðu, af þessu hlaust stórtjón og svo gerðist það líka að Frakkarnir fóru bara að nota uppþýddan fisk í staðinn fyrir þann ferska, þegar hann fékkst ekki. Þeir gera það áfram ef vöruna vantar. Fyrir vikið hækkar ekki verðið eins og var áður ef fiskinn skortir. Þrátt fyrir verkfall var tekið á móti móti miklu af hráefni. Við tókum á móti alls 83.000 tonnum í fyrra á móti 79.000 tonnum árið áður.“
Þrjú skip gerð út Loðnuvinnslan gerir út þrjú skip, elst þeirra Ljósafell, sem er 44 ára gamall togari. „Hann er tvíendurbyggður og er í mjög góðu standi og eyðslugrannur eins og nýju skipin. Svo er það Hoffell, sem við
keyptum fyrir fjórum árum. Það er 19 ára skip í dag en var í mjög fínu standi þegar við keyptum það frá Noregi og er enn. Loks er það Sandfell, áður Óli á Stað, sem var keyptur með aflaheimildum frá Grindavík, 30 tonna plastbátur í litla kerfinu. Þar hefur gengið ævintýralega vel frá fyrsta degi. Við veiddum á bátinn 2.010 tonn í fyrra og 1.960 tonn árið áður. Þó var báturinn stopp í 50 daga vegna verkfalls í fyrra og við byrjuðum að gera hann út 10. febrúar árið áður. Það eru átta manns í áhöfninni, fjórir um borð hverju sinni. Þeir Grindvíkingar sem komu með skipinu hafa verið að mestu á því síðan.“ Loðnuvinnslan rekur fiskimjölsverksmiðju og frystingu á uppsjávarfiski. Hún er eini aðilinn í landinu sem enn saltar síld og loks er bolfiskvinnsla á staðnum. Um eitt og hálft ár er síðan tækjabúnaður í frystihúsinu var endurnýjaður og meðal annars keyptar vatnsskurðarvélar. Bolfiskurinn er unninn bæði ferskur til útflutnings og frystur. Ferski fiskurinn fer mest utan með Norrænu og Eimskip, Norræna fer frá Seyðisfirði á mið-
Sandfell hefur mokfiskað á þeim tveimur árum,sem það hefur verið í eigu Loðnuvinnslunnar, í kringum 2.000 tonn bæði árin.
SÓKNARFÆRI | 43 sem gengur ekki. Ég hef verið þeirrar skoðunar lengi, en á þar kannski fáa skoðanabræður, að reikna eigi veiðigjaldið út frá tekjuskattstofninum. Þá er veiðigjaldið alltaf í takt við afkomuna á hverjum tíma. Þá fær ríkið meira og fyrr ef afkoman er góð og ef það er á hinn vegin er gjaldið lækkað strax.“
Gengið ágætlega í ár Það hefur gengið ágætlega það sem af er ári. Við framleiddum mikið af hrognum og við höfum tekið á móti miklum afla, þannig að afkoman er ágæt það sem af er ári. Framhaldið ræðst af því umhverfi sem við erum í og krónan má alls ekki styrkjast meira. Makrílkvótinn er nú 20% minni en í fyrra og síldarverð verður frekar lágt. Í fyrra veiddu Íslendingar bara 39.000 tonn úr íslenska síldarstofninum. Þegar mest var, veiddum við 150.000 tonn úr honum. Kvótinn í ár hefur enn ekki verið gefinn út, en hann verður væntanlega ekki mikill. Fiskifræðingarnir segjast hafa fundið meira af íslensku sumargotssíldinni nú en í fyrra. En það er sýking í stofninum sem heldur honum niðri og veiði úr honum er lítil þessi árin,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson.
Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.
150 krónum og dollarinn í 130. Í maí fyrra var evran 111 krónur og dollarinn 98 krónur. Dollarinn er nú í 104 krónum og evran 123 og þar munar ansi miklu. Þegar verið er að leggja veiðigjald á verður að taka mið af afkomunni. Það er alltaf verið að miða við tveggja ára gamlar tölur,
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 8 - 2 1 3 6
grannalöndum okkar er heldur slæm. Allur innlendur kostnaður hefur aukist mjög mikið. Veiðigjaldið hefur verið að hækka svo og allur kostnaður og svo er verið að keyra á 15% sterkara gengi en var fyrir þremur árum og enn sterkara en var fyrir fjórum og fimm árum. Það er bara stutt síðan evran var í
Til hamingju sjómenn!
Hoffellið með pokann á síðunni.
Arion banki óskar sjómönnum, fjölskyldum þeirra og okkur öllum, sem njótum góðs af störfum þeirra, gleðilegs sjómannadags.
Ljósafell er 44 ára gamall togari og í mjög góðu standi.
vikudögum yfir veturinn og fimmtudögum yfir sumarið og Eimskip tekur fiskinn á föstudögum. Aukapantanir fara síðan utan með flugi ef með þarf.
Mikið tekið af erlendum skipum „Við tökum á móti miklu magni af uppsjávarfiski af erlendum skipum og erum þar stærstir hér á landi. Í hitteðfyrra vorum við með tvo þriðju af hráefni lönduðu af erlendum skipum hér á landi og í fyrra lönduðu erlend skip 38.000 tonnum hjá okkur. Á þessu ári erum við búnir að fá rétt um 50.000 tonn af erlendum skipum, aðallega færeyskum og norskum. Við erum kvótalitlir í uppsjávarfiski og því eru þessi viðskipti okkur mjög
mikilvæg til að vinna upp í fastan kostnað. Í fyrra fór loðnan frá Færeyingunum mikið í hrognatöku og núna í frystingu fyrir markaðinn í Japan og sömuleiðis frá norsku bátunum. Í ár tókum við svo á móti níu bátum í hrognatöku úr Barentshafi, en það höfum við verið að gera annað slagið.“
Of hátt veiðigjald á þorski og ýsu Aðspurður um afkomuna á þessu ári segir Friðrik að veiðigjald í bolfiski, þorski og ýsu, sé mjög hátt. Það hafi tvöfaldast fyrsta september síðastliðinn. „Það er mikilvægt að það lækki og vonandi verður það á næsta fiskveiðiári. Samkeppnisstaða við útgerðir í ná-
44 | SÓKNARFÆRI
Á makrílveiðum innan um borgarísjakana rætt við Geir Zoega skipstjóra á grænlenska skipinu Polar Amaroq Geir Zoega, skipstjóri á uppsjávarskipinu Polar Amaroq hóf sjómennsku sína hjá Gjögri og er nú kominn til Grænlands. „Ég var á Áskeli fyrstu árin, svo á Hákoni, svo aftur á Áskeli með Sveini Ísaks þar sem ég var stýrimaður. Svo seldu þeir skipið og ég fylgdi bara einhvern veginn með.“ Hann var svo eitt ár hjá Síldarvinnslunni, sem síðan seldi skipið inn í fyrirtæki sem hét East Greenland Codfish. Það heitir Polar Pelagic í dag og Síldarvinnslan á þriðjung í því, en afganginn á Polar Seafood, sem er stórt grænlenskt fyrirtæki. Polar Amaroq er öflugt vinnsluskip fyrir uppsjávarveiðar og hét upphaflega Garðar og var gert út frá Noregi. Skipið var keypt þaðan fyrir fimm árum. Útgerðin er grænlensk og gerir út á heimildir frá Grænlandi. Þessi útgerð byrjaði að veiða loðnu 1993 og hefur verið sú eina grænlenska sem hefur sinnt þeim uppsjávarveiðum frá Grænlandi þar til fyrir þremur árum.
Líkar vel að vinna með Grænlendingum „Þetta hefur verið svolítið basl. Fyrstu árin sem ég var á bátnum, vorum við aðeins 68 daga í drift á ári. Svo kom makríllinn að AusturGrænlandi og teygði á vertíðinni. Heimildirnar sem við höfum rétt sleppa fyrir eitt skip. Það er loðna, makríll, síld við Færeyjar og aðeins af kolmunna. Við náum með þessu að vera næstum heilt ár í drift, svona 10 mánuði. Við erum núna komnir í kerfi, þar sem er mánuður á sjó og annar í landi og sömu kjör og á íslensku skipunum. Ég var á Grænlandi nýlega og það er mikil ásókn í pláss hjá okkur svo það lítur út fyrir að við séum að gera eitthvað gott,“ segir Geir. Geir býr á Grænlandi og er flokkaður sem Grænlendingur, en áhöfnin er nokkuð blönduð, Grænlendingar og Danir. Íslendingar og Færeyingar eru yfirmenn en áhöfnin að öðru leyti að mestu Grænlendingar. Geir segir mjög gott að vinna með Grænlendingunum. Þeir hugsi aðeins öðruvísi en við. „Þetta eru hörku sjómenn. Þetta er annar kúltúr og maður þarf að hugsa eftir öðrum brautum, sem er bara eðlilegt. Vinnukúltúrinn er einfaldlega breytilegur eftir löndum. Ég er búinn að vinna með þeim í 10 ár og líkar það rosalega vel,“ segir Geir. Loðna út um allt „Það gekk bara vel á loðnunni í vetur en það hefði mátt vera meiri kvóti. Þeir mældu aldrei nóg. Það er loðna út um allt og nauðsynlegt að leggja meiri kraft í mælingarnar, rannsaka þetta meira. Mælingarnar sem slíkar eru góðar en ekki nógu víðtækar. Ég öfunda þá ekkert af þessu verkefni, það er ekki það
Geir Zoega, skipstjóri á Polar Amaroq.
Polar Amaroq með nótina á síðunni.
Meirihluti áhafnar er Grænlendingar og er Geir ánægður með grænlensku sjómennina.
auðveldasta í heimi. Nú er loðna að hrygna uppi í Kummiut í Grænlandi, þannig að loðnan er út um allt. Steingrímsfjörðurinn er fullur af loðnu núna og loðna úti fyrir öllu Norðurlandi ennþá. Því er alveg grátlegt ekki skuli verið að vakta þetta og skoða. Afi minn er Strandamaður og varð 100 ára í haust. Hann hefur sagt mér að þeir hafi í gamla daga verið að draga fyrir loðnu í fjörunni á Reykjarfirði á Ströndum. Þetta er því ekkert nýtt í sögunni, en kannski nýtt fyrir okkur sem yngri erum.“
Leita með trollið úti Geir líst vel á makrílinn. „Hann er brellinn og á stóru hafsvæði austan við Grænland. Það er miklu erfiðara að eiga við hann þar en við Ísland. Hann getur alveg horfið en samt verið til staðar. Í fyrra voru menn að draga og sáu ekki neitt en við fengum 200 til 300 tonna hol. Þá var hann bara svo ofarlega í sjónum að hann var fyrir ofan botnstykkið og sást því ekki. Svolítið erfitt að veiða fisk sem maður sér ekki. Erfitt að leita að honum, maður verður bara að leita með trollið úti. Við vorum undir lok
Ekki hægt að toppa Vilhelm „Það sem stendur upp úr núna er loðnuvertíðin. Hún var mjög góð,“ segir Geir. „Við frystum 6.500 tonn, sem var mjög gott. Við erum að taka 30.000 til 35.000 alls af þessum fjórum tegundum á ári. Það veltur mest á loðnunni sem er um 60% af magninu. Ég
veit ekki nákvæmlega hvert aflaverðmætið er. Ætli það rokki ekki á milli tveggja og þriggja milljarða. Við erum svona á pari við íslensku frystiskipin, nema Vilhelm, sem er alltaf bestur. Það er aldrei hægt að toppa hann. Við erum bara ánægðir og sáttir meðan þessi verk-
efni haldast. Það byggist meðal annars á að makríllinn veiðist áfram innan grænlensku lögsögunnar, það gæti brugðist.“
SÓKNARFÆRI | 45
vertíðar að fara á síld, héldum að makríllinn væri búinn. Þá hittum við á makríl innanum borgarísjaka í sjó sem var mínus ein gráða. Við tókum þar 1.200 tonn á tveimur sólarhringum. Það var svolítið magnað. Ég man sérstaklega eftir að við þurftum að beygja frá einum jakanum, en trollið var fullt af fiski. Það er svolítið merkilegt að vera að veiða hlýsjávarfisk innan um borgarís í ísköldum sjó. Ég er viss um að það veiðist makríll í sumar og einhvern tímann verður samið og þá verður kannski hægt að veiða hann annars staðar,“ segir Geir. Togað á makrílveiðum innan um borgarísinn.
Löndum þar sem best hentar Úthaldið yfir árið er þannig hjá
Geir og áhöfn hans að í upphafi árs er róið á loðnu, þá tekur kolmunni við, síðan makríll og loks síld og svo mögulega kolmunni aftur í desember. „Ef kvótinn er nægur reynum að skilja einn túr eftir fyrir lok ársins, svo við höfum eitthvað að gera í desember. Loðnan er að mestu veidd við Ísland, makríllinn við Grænland, kolmunna megum við veiða innan lögsögu Færeyja og í alþjóða lögsögunni og síldina líka.“ Kolmunnanum landa þeir í Danmörku í Skagen, en loðnu er landað hjá Síldarvinnslunni, sömuleiðis frystivöru og hrati. „Við löndum þar sem hentar okkur best,“ segir Geir Zoega.
Samdráttur varð um 25% í magni sjávarafurða sem fluttar voru út frá Færeyjum á fyrsta fjórðungi ársins. Verðmæti útflutningsins var 20% minna en á sama tíma í fyrra.
Minna af fiski flutt utan frá Færeyjum Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum á fyrsta fjórðungi þessa árs dróst verulega saman miðað við sama tímabil í fyrra. Mælt í verðmætum var samdrátturinn 20% og 25% í magni. Samdrátturinn er mestur í útflutningi afurða úr uppsjávarveiðum. Þegar litið er á verðmæti útfluttra afurða á umræddu tímabili, kemur í ljós að það hefur fallið um 7,2 milljarða króna og er nú 28,9 milljarðar íslenskra króna. Laxinn skilar mestum verðmætum eins og undanfarin ár, eða 13,3 milljörðum króna, sem er samt samdráttur um 10%. Tekjur af útflutningi botnfiskafurða eru 5,4 milljarðar og hafa aukist um 2%. Gífurlegt fall er í útflutningstekjum af uppsjávarfiski, síld, makríl og kolmunna, eða 51%. Verðmætið nú er 5 milljarðar, en var á sama tíma í fyrra 10,2 milljarðar. Breytingar á útfluttu magni eru á svipuðum nótum, þegar litið er á hlutföll. Alls fóru 96.738 tonn utan nú, sem er samdráttur um 32,672 tonn. Uppsjávarfiskur er eftir sem áður uppistaða útflutningsins, eða 44.193 tonn. Það er hins vegar fall um ríflega 27.000 tonn eða 38%. Laxinn kemur næst, en af honum fóru utan tæplega 14.500 tonn sem er vöxtur um 2%. Af botnfiski fóru utan um 10.800 tonn, sem er um 2% minna en í fyrra.
Þar sem hjartað slær... Vestmannaeyjar eru einn mesti útgerðarstaður landsins. Hjarta byggðarinnar er höfnin þar sem boðið er upp á úrvalsþjónustu fyrir fiski-, flutninga- og farþegaskip.
Verið velkomin til Vestmannaeyja!
Vestmannaeyjahöfn
Skildingavegur 5 - 902 Vestmannaeyjar - Sími 488 2540
46 | SÓKNARFÆRI
Togvíraklippurnar voru skætt vopn Eitt árangursríkasta ráðið, sem íslensku varðskipin beittu í viðureign sinni við breska og þýska landhelgisbrjóta, var að klippa aftan úr þeim trollið þegar þau voru að toga. Þetta var snjallræði sem vel dugði gegn lögbrjótunum og herskip og dráttarbátar breska heimsveldisins gátu lítt komið vörnum við. Vopni þessu, sem einfaldlega kallast togvíraklippur, var fyrst beitt af varðskipinu Ægi þann 5. september árið 1972. Togvíraklippurnar eru íslensk uppfinning og komu þær breskum sjómönnum algjörlega í opna skjöldu. Klippurnar komu fyrst fram í þorskastríðinu 1958-1961 þegar landhelgin var færð út í 12 mílur. Aldrei kom til þess að þær væru notaðar þá. Voru togarar berskjaldaðir fyrir þessu nýja áhaldi sem olli útgerðum skipanna miklum kostnaði; ónýtum veiðarfærum og töpuðum afla. Ráðið var einfaldlega að sigla þvert á togvíra veiðiskipanna og krækja klippunum, sem í raun voru nokkurs konar akkeri, í strekkta togvírana. Við álagið slitnuðu þeir einfaldlega aft-
an úr skipinu og veiðarfærin þar með.
Leynivopn úr dönskum járnkörlum Í afmælisriti Landhelgisgæslunnar 80 ára, sem út kom árið 2007, segist Þresti Sigtryggssyni skipherra svo frá um fyrstu kynni varðskipsmanns af áhaldinu: „Ég man eftir því að búnaður í klippurnar voru um tveggja metra langir járnkarlar úr sérstaklega hertu stáli. Þeir komu með varðskipi frá Danmörku og ég held að 10 járnkarlar hafi verið pantaðir í fyrstu.“ Þröstur segir að aðalhugmyndasmiður að klippunum hafi verið Friðrik Teitsson, aldraður maður sem starfaði hjá Gæslunni en hafði áður rekið vélsmiðju í Bolungarvík. „Ég man greinilega eftir því þegar þetta leynivopn kom um borð í Sæbjörgu sem ég tók við 1960. Það kom í kistu með hengilás fyrir og enginn átti að vita hvað væri í kistunni nema ég.“ Klippt út af Hornbanka Klippunum góðu var sumsé fyrst
Togvíraklippurnar voru sannkallað leynivopn Íslendinga í þorskastríðunum.
beitt 5. september 1972 en þá um haustið var allt á suðupunkti eftir að Íslendingar höfðu fært landhelgina út í 50 mílur með lögum
er tóku gildi 1. september. Þennan dag kemur varðskipið Ægir að togara að veiðum norðaustur af Hornbanka og höfðu járnplötur verið
Ljósm. Landhelgisgæslan.
soðnar yfir nafn og númer togarans. Síðar kom í ljós að um var að ræða breska togarann Peter Scott. Guðmundur Kjærnested var skip-
SÓKNARFÆRI | 47
herra um borð í Ægi og hann segir í endurminningum sínum um þennan atburð: „Nú varð mikið uppistand meðal bresku togaranna sem þarna voru að veiðum um 22 sjómílur innan nýju 50 mílna markanna. Allir hífðu upp trollin og komu siglandi á fullri ferð. Við á Ægi fórum hring um óþekkta togarann og komum nærri stjórnborðs skuthorni hans. Áhöfnin stóð á bátaþilfari og skipverjar köstuðu kolamolum og alls kyns rusli yfir varðskip-
Svona virkuðu klippurnar. Þær voru í senn einfalt, ódýrt, árangursríkt og hættulítið vopn í alvarlegu stríði.
ið. Einn skipverja á togaranum kastaði stórri brunaöxi sem fór í sjóinn á milli skipanna.“ Þessi atburður markaði þáttaskil því með klippingunni sýndi Gæsl-
an að hún var fullfær um að framfylgja lögum Íslands og Bretum varð ljóst að þessu vopni væri erfitt að mæta.
Halaklipptir um öll mið Stríðið um útfærslu landhelginnar í 50 mílur 1972 átti eftir að harðna verulega en það stóð aðeins yfir í eitt ár. Íslensku varðskipin klipptu á báða bóga og fóru vörpur 82 breskra og v-þýskra togara í djúpið á þessum mánuðum. Breski herinn lét hart mæta hörðu og átti það ráð helst að sigla á íslensku skipin. Sem betur fer voru slys fátíð þrátt fyrir þetta framferði bresku herskipanna sem létu dólgslega og brutu allar alþjóða siglingareglur í tíma og ótíma. Eina dauðsfallið í þorskastríðunum þremur varð undir lok þessarar deilu þann 29. ágúst 1973 en þá lést vélstjóri á Ægi eftir að hafa fengið raflost við viðgerðir eft-
ir ásiglingu bresku freigátunnar Apollo. Öðru þorskastríðinu lauk með samkomulagi milli þjóðanna í nóvember 1973. Réttum tveimur árum síðar færðu Íslendingar enn út landhelgina í 200 mílur eða þann 15. október 1975 sem stóð fram til Upphófst þá nýtt stríð sem stóð til 1. júní 1976 með „friðarsamningum“ í Osló. Í þessari deilu voru skráðar 54 ásiglingar bresku verndarskipanna á íslensku varðskipin en Landhelgisgæslan losaði 48 landhelgisbrjóta við veiðarfæri sín.
rsf.is
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 38% milli áranna 2016 og 2017.
Fiskeldið í örum vexti
Vöxtur fiskeldis á Íslandi var mikill á síðasta ári. Framleiðsla sláturfisks úr eldi jókst um tæplega 6 þúsund tonn frá árinu 2016, sem svarar til 38% aukningar en starfandi fiskeldisstöðvar voru 53 á landinu í fyrra. Flestar eru þó stöðvarnar litlar og því fáir stórir aðilar sem standa að baki miklum meirihluta heildarframleiðslunnar. Fjórar stöðvanna voru með lax í sjókvíum, fimm með regnbogasilung í sjó, ein með lax í landkerum og ein með bleikju í sjávarlóni. Önnur fyrirtæki eru með sitt eldi á landi. Alls var slátrað 20.776 tonnum af eldisfiski á árinu 2017 og þar af meira en helmingi, þ.e. 12.300 tonnum, á Vestfjörðum. Næst kemur Suðvesturumdæmi með 3.525 tonn, þá Austur- og Norðausturumdæmi með rösklega 2.000 tonn, hvor landshluti. Fiskeldi skilaði í fyrra rúmum 7% af útflutningstekjum í sjávarútvegi og hefur þetta hlutfall farið hraðvaxandi síðustu ár. Útflutningstekjur í fiskeldi námu 14 milljörðum króna í fyrra. Heildartekjur eru taldar hafa verið nokkru hærri, eða 16-18 milljarðar króna. Fjárfesting í fiskeldi vex sömuleiðis hratt og nam um 4 milljörðum króna í fyrra, sem var aukning um 400 milljónir frá árinu 2016. Þessi tvö ár skera sig verulega úr hvað fjárfestingu í greininni varðar, horft mörg ár aftur í tímann.
Uppboðskerfi fiskmarkaða á Íslandi er einstakt í veröldinni. Það vekur athygli langt utan landsteinanna, enda eina rafræna uppboðskerfið sem tekur til allra seljenda og kaupenda fisks í einu landi.
Reiknistofa fiskmarkaða | Iðavellir 7 | 232 Reykjanesbær | rsf@rsf.is | Sími 420 2000
48 | SÓKNARFÆRI
Höfnin í Þorlákshöfn í mikilli uppbyggingu:
Samið um áframhaldandi siglingar til og frá Rotterdam „Ferjusiglingarnar milli Þorlákshafnar og Rotterdam hafa gengið mun betur en við þorðum að vona og nú höfum við gert sex ára samning við Smyril Line Cargo um hafnaraðstöðu og þjónustu við ferjuna, ásamt 10 ára samningi um geymsluplön og aðra aðstöðu í landi,“ segir Hjörtur B. Jónsson hafnarstjóri, fullviss um að þar með sé þetta tilraunverkefni komið á traustan grunn sem segja má að hafi formlega hafist 7. apríl 2017, þegar Mykines kom í sína fyrstu ferð til landsins. Þróunarsamningur vegna ferjusiglinganna var aðeins til eins ár til að byrja með en á þeim tíma hefur þjónustan svo sannarlega slegið í gegn. „Það er alltaf fullt skip til landsins á föstudagsmorgnum og svo fer verulegt og vaxandi magn af ferskum fiski og eldislaxi út með skipinu á föstudagskvöldi í hverri viku. Tilkoma ferjunnar nýtist því vel þeim sem eru í útflutningi á ferskfiski. Þeir geta klárað slátrun og frágang fyrir vikulokin og varan er komin til viðskiptavina í Mið-Evrópu síðdegis á mánudegi, fyrir aðeins brot af því sem það myndi kosta að senda hana í flugi,“ segir Hjörtur.
Þorlákshöfn vel í sveit sett Höfnin í Þorlákshöfn hefur verið í mikilli uppbyggingu síðustu ár með það að meginmarkmiði að auka þjónustuhæfni hennar, s.s. vegna vöruflutninga. Frá Þorlákshöfn eru góðar samgönguleiðir á landi til allra átta og aðeins 40 km til Reykjavíkur og 85 km á Keflavíkurflugvöll. Samhliða uppbyggingu hafnarinnar hefur verið ráðist í skipulagningu á lóðum fyrir iðnað og þjónustu, bæði við höfnina og í upplandi hennar og einnig fyrir íbúðarhúsnæði. „Það hafa mörg fyrirtæki sýnt áhuga á atvinnulóðum hjá okkur, með það í huga að flytja starfsemi hingað en þau hafa þó fram til þessa haldið að sér höndum og hafa kannski viljað sjá hvert framhaldið yrði varðandi ferjusigling-
Siglingar Mykiness milli Þorlákshafnar og Rotterdam eru komnar til að vera segir Hjörtur B. Jónsson hafnarstjóri en á dögunum var undirritaður sex ára samningur við Smyril Line Cargo um hafnaraðstöðu og þjónustu við ferjuna.
Höfnin í Þorlákshöfn hefur verið í mikilli uppbyggingu síðustu ár og þörf á frekari framkvæmdum til að auka viðlegupláss. Jafnframt er búið að skipuleggja mikið af lóðum fyrir iðnað og þjónustu við höfnina og í upplandi hennar.
arnar,“ segir Hjörtur og bætir við að með tilkomu nýja samningsins við Smyril Line Cargo sé einsýnt að þessi þjónusta sé komin til að vera í Þorlákshöfn. Vöxtur er einnig í allskyns öðrum vöruflutningum til og frá land-
inu um Þorlákshöfn að sögn Hjartar en þaðan er flutt út mikið magn af virkri og svörtum sandi til Evrópu, sem notaður er í steinullarframleiðslu og mikill innflutningur er m.a. á allskyns byggingarefni, áburði og ýmsum örðum varningi.
Þörf á frekari hafnarframkvæmdum „Þrátt fyrir þær framkvæmdir sem þegar er búið að ráðast í er okkur nú farið að vanta fleiri viðlegukanta fyrir flutningaskipin og jafnvel skemmtiferðaskip, sem vilja koma til okkar og því höfum við sótt um fjármagn til ríkisins vegna áframhaldandi uppbyggingar og endurnýjunar á viðleguköntum,“ segir Hjörtur. Þar er brýnast að fara í endurbætur á Svartaskersbryggju því viðlegukanturinn þar, sem er um 250 metra langur, er orðinn mjög lélegur vegna tæringar. Samhliða verður ráðist í dýpkunarframkvæmdir svo stór skip geti lagst þar að án vandkvæða. Mikil þörf er líka á að lagafæra Suðurvararbryggju og lengja brimgarðinn þar um a.m.k. 200 metra. „Það hafa allir skilning á því að ráðast þurfi í þessar framkvæmdir en það eru auðvitað margir um hituna þegar kemur að því að fá fjármagn frá ríkinu,“ segir hafnarstjórinn, vongóður um að eitthvað fjár-
Gæðavörur fyrir sjávarútveginn Breitt úrval atvinnutækja
magn skili sér frá ríkinu í þetta. Þá sé það ánægjuefni að sveitarfélagið hafi ekki þurft að stofna til skulda til að fjármagna sinn hlut í uppbyggingu hafnarinnar þar sem það átti fyrir kostnaðarhlut hafnarsjóðs í þeim framkvæmdum. „Þetta hefur bara allt gengið betur en við þorðum að vona. Til lengri tíma litið mun þetta gera sveitarfélagið okkar að enn eftirsóknarverðari stað til búsetu og ég er sannfærður um að mörg fyrirtæki muni sjá sér hag í því að færa rekstur sinn til okkar, bæði til að lækka kostnað og vegna mikils framboðs á atvinnulóðum á góðu verði. Hér búa rúmlega 2.100 manns í dag, þar af liðlega 1.600 í Þorlákshöfn og ef það er eitthvað sem við eigum nóg af hér í Sveitarfélaginu Ölfusi þá er það landrými, hvort sem er fyrir atvinnustarfsemi eða íbúðarhúsnæði,“ segir Hjörtur B. Jónsson hafnarstjóri að lokum. olfus.is
Til sjós eða lands Við græjum það
asafl.is
Compair loftpressur Doosan báta- og skipavélar
Stema kerrur r FPT bátavélar
HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI
Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833
SÓKNARFÆRI | 49
Stólpi Gámar
fyrir atvinnulífið
Stólpi Gámar bjóða gámalausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu þurrgáma hitastýrða gáma
geymslugáma einangraða gáma
fleti og tankgáma gáma með hliðaropnun
Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS og vörulyftur frá ATN og Maber Hafðu samband 568 010 0
www.stolpigamar.is
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði
50 | SÓKNARFÆRI
Skipstjórar hafi síðasta orðið um fjölda í áhöfnum segir Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna „Starfsemin hér á skrifstofunni hefur í raun ekkert breyst við þessi umskipti. Við sinnum sömu verkefnum og áður, s.s. kjaramálum og setu í stjórnskipuðum nefndum og ráðum sem tengjast hagsmunum sjómanna, öryggismálum og fleiru en það var orðið löngu löngu tímabært að einfalda allt fyrirkomulag á þessari starfsemi,“ segir Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna en félagið hefur tekið við öllum verkefnum og skyldum Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, í kjölfar samþykktar þar um á þingi sambandsins síðastliðið haust.
Heildarendurskoðun kjarasamninga Samningar náðust loks í fyrra í margra ára kjaradeilum sjómanna og útgerðarmanna og segir formaður FS að uppleggið nú sé að hafa nýjan samning tilbúinn þegar núverandi samningar renna út í desemberbyrjun 2019. „Það er nú kannski ekki rífandi gangur í þeirri vinnu en við erum að tala saman og hver fundur skilar okkur vonandi nær niðurstöðu. Við erum að fara yfir samninginn í heild en þar eru ýmis atriði sem í dag eiga heima á safni auk þess sem vinda þarf ofan af flækjum og skýra betur ýmis ákvæði og einfaldlega uppfæra samningana í heild í takt við nútímann.“ Annars brenna áhyggjur af lakari afkomu í greininni helst á félagsmönnum FS þessa dagana, segir Árni, sterkt gengi hafi veruleg áhrif og heilt yfir erfiðir markaðir auk þess sem einn allra mikilvægasti markaður landsmanna fyrir uppsjávarfisk og karfa, Rússlandsmarkaður, sé lokaður vegna pólitískra ákvarðana. „Það er gömul saga og ný að afkoma í sjávarútvegi gengur í bylgjum og útflutningsgreinar líða fyrir sterka krónu en þó við séum nú að fara niður einhverja brekku, vonandi ekki mjög langa, megum við ekki heldur gleyma að við erum nýkomin úr
„Á síðustu árum hafa aflabrögðin verið þannig á ísfisktogurunum að þeir eru í stuttum túrum og koma á stundum að landi með 100-130 tonn, eftir kannski tvo daga á veiðum. Allir sem verið hafa á sjó vita að í slíkri veiðiferð er lítið um hvíld hjá áhöfninni, álag allt of mikið og allt sem snýr að lágmarkshvíld fokið út í veður og vind,“ segir Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna.
einhverju lengsta velferðartímabili í útgerðarsögunni,“ segir formaður SF. Hann segir að á sama tíma megi segja að þróunin í greininni sé í mikilli deiglu þar sem markaðsöflin verði æ sterkari og útgerðum fækki og þær stækki, þrátt fyrir ræður stjórnmálamanna á hátíðisdögum um að gæta verið að hag smárra og meðalstórra fyrirtækja í greininni. „Þegar veiðigjöldunum var komið á var því lýst yfir að þau myndu aldrei hafa áhrif á launakjör sjómanna en kröfurnar hafa nú heldur betur gengið í aðra átt, þótt það hafi ekki skilað árangri, enn sem komið er að minnsta kosti,“ segir Árni og bætir við að þessu tengt sé einnig sú þróun sem nú eigi sér stað varðandi uppbyggingu flotans og kröfur um enn frekari fækkun í áhöfnum fiskiskipa, samhliða aukinni tæknivæðingu flotans.
Afleikur í samningum 2004 Árni segir mönnun skipa mikið hagsmunamál sjómanna og að hans mati hafi sýnt sig að gerð hafi verið mistök í samningagerð árið 2004 með því að sjómenn hafi fallist á að við fækkun í áhöfn gengi hluti þess launakostnaðar sem sparaðist til útgerðar en ekki einungis til áhafnar. „Eftirá sér maður að þarna sömdum við af okkur en við vorum í þeirri góðu trú að þetta myndi leita jafnvægis. Það yrðu hæfilega margir í áhöfn til að uppfylla kröfur um lágmarkshvíld, afköst, gæði og öryggismál um borð að mati skipstjóranna, en því miður hafa ákveðin útgerðarfyrirtæki talið sér hag í því að ganga hart fram í því að fækka í áhöfnum, á sama tíma og afli hefur stóraukist,“ segir Árni og bætir við að vaktafyrirkomulag á togurum hafi lengst af verið þannig að unnið sé í sex tíma og síðan fái menn jafn langan hvíldartíma. Reyndar sé nú víða búið að taka upp kerfi þar sem staðnir séu átta tímar og átta tímar í hvíld. Í
báðum þessum vaktkerfum séu staðnar frívaktir þótt mun minna sé um það þar sem menn standa 8 og hvíla 8. „Á síðustu árum hafa aflabrögðin verið þannig á ísfisktogurunum að þeir eru í stuttum túrum og koma stundum að landi með 100-130 tonn, eftir kannski tvo daga á veiðum. Allir sem verið hafa á sjó vita að í slíkri veiðiferð er lítið um hvíld hjá áhöfninni, álag allt of mikið og allt sem snýr að lágmarkshvíld fokið út í veður og vind.“ Á smærri togbátum hafa um árabil viðgengist vaktir sem hljóða upp á 16 og 8 tíma, sem er tímaskekkja að mati Árna og á uppsjávarskipum með 8 manna áhöfn er í raun ekkert vaktakerfi en þar sem búið er að bæta við níunda manninum er kominn vísir að slíku kerfi.
Könnun á hvíldartíma sjómanna Til að kanna stöðu þessara mála er að fara af stað könnun á mönnun skipa og hvíldartíma sjómanna á fiskiskipum samkvæmt bókun í kjarasamningi sjómanna sem gerður var í upphafi árs 2017. „Þrátt fyrir allar tækninýjungar og búnað sem leiðir til betri nýtingar, aukinna afkasta og meiri gæða með færra starfsfólki í fullkomnum fiskiðjuverum í landi þá er staðreyndin sú að það gilda allt önnur lögmál úti á sjó, þrátt fyrir tilkomu nýju skipanna sem streymt hafa til landsins undanfarin misseri. Til að tryggja hráefnisgæðin þarf að koma aflanum eins hratt og mögulegt er aðgerðum, þvegnum og ísuðum niður í lest. Með minni og þreyttari mannskap lengist þetta ferli sem leiðir til þess að í mikilli veiði, eins og blessunarlega hefur verið undanfarin ár, verða gæði hráefnisins lakari. Til viðbótar aukast líkur á slysum og veikindum vegna of mikils álags, sem leitt getur til stóraukins kostnaðar útgerðar vegna veikindalauna og ávinningur af fækkun í áhöfn þar með fyrir bí.
Þetta hefur viðgengist alltof lengi. Þessi könnun er löngu tímabær en ég held að því miður líti sumir útgerðarmenn bara á þetta sem prump; þetta sé algerlega ástæðulaust og þeir geti bara haft þetta eins og þeim sýnist varðandi mönnunina á skipunum. Sjómenn vilja skiljanlega halda vinnunni en það hlýtur að vera enn mikilvægara fyrir þá, ekki síður en aðra, að halda heilsunni,“ segir Árni og bætir við að hann hafi rætt þessi mál við skipstjóra á nýjustu skipunum í fiskiskipaflotanum sem telji að ekki veiti af 15 manna áhöfn á þeim skipum.
Ábyrgðin á herðum skipstjóranna „Þrátt fyrir að skipin séu tæknilega mjög fullkomin ber skipstjórunum saman um að það líði ekki mínúta, þar sem mannskapurinn er ekki að vinna þegar hann er á vakt, þannig að ég get ekki séð að það sé tilefni til að fækka í áhöfnum þessara skipa frekar en eldri skipanna þar sem fækkað hefur verið um tvo í áhöfn á sama tíma og afli hefur vaxið um helming frá því sem áður var. Auðvitað ættu skipstjórarnir að hafa síðasta orðið í þessu, þeir bera ábyrgðina og vita best hve marga þarf í áhöfn til að uppfylla þá þætti sem duga til að öllum lögbundum skilyrðum um ábyrgð og störf um borð sé fullnægt. Annað er bara valdníðsla af hálfu útgerðanna,“ segir Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna. Vinna við hvíldartímakönnunina er þegar hafin með tilraunaskráningu áhafnar um borð í einum togara og uppsjávarskipi. Takist þar vel til verður ráðist í almenna formlega gagnasöfnun um stöðu þessara mála í fiskiskipaflotanum, ásamt úrvinnslu og lokaskýrslu en áætlað er að vinnan við hvíldartímakönnunina taki allt að einu ári frá formlegum upphafsdegi.
SÓKNARFÆRI | 51
52 | SÓKNARFÆRI
Í Granda Mathöll gefst tækifæri til að bjóða fólki að fylgjast með löndun á fiski á sama tíma og það gæðir sér á íslenska fiskinum.
Fjölbreytt matarupplifun í Granda Mathöll Grandi Mathöll verður opnuð á sjómanndaginn í Bakkaskemmu við Grandagarð í Reykjavík þar sem nú er húsnæði Íslenska sjávarklasans. Grandagarður á sér merkilega sögu. Í byrjun 20. aldar var byggður steingarður á Grandanum milli lands og Örfiriseyjar. Þessi garður breytti Íslandssögunni. Grandagarður var upphafið að
Reykjavíkurhöfn en höfnin var forsenda togaraútgerðar sem togaði íslenska þjóð inn í nútímann. Útgerðin breytti Reykjavík úr bæ í borg og lagði grunninn að efnahagslegu sjálfstæði Íslands. Höfnin var auk þess tenging Íslands við umheiminn. „Við höfum um alllangt skeið haft áhuga á því að koma upp
götubitastað, eða „street food“ á ensku, í Bakkaskemmu þar sem matarfrumkvöðlar geti boðið nýjungar sínar,“ segir Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans. „Með þessu viljum við efla nýsköpun í mat. Við auglýstum eftir áhugasömum veitingamönnum og fengum vel yfir 60 umsóknir. Við fundum því strax að það var áhugi fyrir því að fara þessa leið en mörg ný fyrirtæki vilja koma inn með nýjar hugmyndir um matreiðslu og framleiðslu á fiski og öðrum mat. Við erum ótrúlega ánægð með það að blandan í Mathöllinni er akkúrat í þessa veruna. Við fáum marga erlenda gesti hingað sem kynna sér Íslenska sjávarklasann og hvað við erum að gera í nýjungum og tækni og núna erum við að bæta þessu ofan á matarupplifun fyrir þá og landsmenn alla.“
Þór Sigfússon. „Við erum með tvo staði sem einblína algjörlega á fisk og síðan eru staðir sem bjóða aðra rétti með áherslu á íslenskt hráefni, hvort sem það er íslenskur fiskur, íslenskt kjöt eða íslenskt grænmeti.“
Viðráðanlegt verð Níu veitingamenn verða með veitingabása eða vagna í Granda Mathöll. „Við erum með tvo staði sem einblína algjörlega á fisk og síðan eru staðir sem bjóða aðra rétti með áherslu á íslenskt hráefni hvort sem það er íslenskur fiskur, íslenskt kjöt eða íslenskt grænmeti.“ Þá segir Þór að einn matarvagninn verði nýttur fyrir matarfrumkvöðla sem munu fá einn til tvo mánuði í vagninum í senn til að kynna vörur sínar. Í vagninum verður lögð sérstök áhersla á íslenskt hráefni og íslenska matarhefð. Þór segir að stíllinn á staðnum sé í anda svipaðra götubitastaða erlendis eins og til dæmis Copenhagen Street Food í Kaupmannahöfn. „Það er enginn einn stíll. Við viljum leyfa ólíkum hugmyndum að njóta sín og það hefur verið sérstaklega gaman að sjá veitingamennina
sjálfa vinna við að setja upp innréttingar og undibúa um leið spennandi matseðla. Staðirnir eru ólíkir og með ólíka sögu að segja um matarupplifunina en það sem við leggjum áherslu á er að allir séu með mat á viðráðanlegu verði.“ Þór segir að það sé kostur fyrir veitingamenn að þeir vinni svona margir saman. „Þeir samnýta húsnæðið þannig að það gefur þeim vonandi færi á að bjóða upp á hagstæðara verð. Við leggjum líka upp úr nýjungum, hvort sem það er íslenski bjórinn eða vínföng og svo get ég nefnt einn staðinn sem heitir Fushion Fish & Chips sem hyggst koma með aðeins öðruvísi uppskriftir að þessum alþjóðlega rétti og nýta jafnvel sjávarfang sem krydd þannig að fólk er að leika sér með íslenska hráefnið.“
Helst í hendur Fjöldi nýrra fyrirtækja hefur hafið starfsemi á Grandanum á undanförnum árum. „Við viljum að Grandinn verði hafnarsvæði þar sem sjávarútvegur og almenningur mætast. Það er frábært hvað Faxaflóahafnir hafa stutt við uppbygginguna á Grandanum. Ég tel að Grandinn geti orðið alþjóðlega þekktur sem vel heppnað og kraftmikið hafnarsvæði þar sem gaman er að koma. Hjá okkur í Granda Mathöll gefst tækifæri á að bjóða fólki að fylgjast með löndun á fiski á sama tíma og það gæðir sér á íslenska fiskinum eða öðru íslensku hráefni. Það getur verið góð auglýsing fyrir íslensk matvæli.“
SÓKNARFÆRI | 53
54 | SÓKNARFÆRI
SÓKNARFÆRI | 55
Loðnuvinnslan styrkir samfélagið Á aðalfundi Loðnuvinnslunnar sem haldinn var í Wathnessjóhúsinu á Fáskrúðsfirði þann 15. maí voru afhentir styrkir til félagasamtaka að upphæð tæplega 16 milljónir króna. Björgunarsveitin Geisli fékk eina milljón króna í styrk til reksturs á björgunarskipinu Hafdísi. Grétar Helgi Geirsson formaður Geisla tók við styrknum og þakkaði Loðnuvinnslunni fyrir stuðninginn og sagði að gott væri að eiga bakhjarl sem „vissi að það er dýrt að vera í útgerð“. Þá fengu félagasamtök um Franska daga 800 þúsund krónur en Loðnuvinnslan hefur styrkt Franska daga frá upphafi. Starfsmannafélag Loðnuvinnslunnar fékk 6 milljónir króna í styrk til sinnar starfssemi og tók Alberta Eide Guðjónsdóttir við styrknum fyrir hönd Starfsmannafélagsins og sagði styrkinn afar mikilvægan fyrir félagið. Einnig fékk Knattspyrnudeild Leiknis 8 milljónir
króna í styrk en Loðnuvinnslan hefur verið helsti styrktaraðili Knattspyrnudeildar Leiknis um áraraðir. Styrkurinn felst í búningakaupum, láni á rútu LVF, sem á stundum gengur undir nafninu Leiknisrútan, auk fjárstyrks. Valur Sveinsson tók við styrknum fyrir hönd Knattspyrnudeildarinnar og
stjórn þeirrar sömu deildar þakkaði Loðnuvinnslunni fyrir stuðninginn og tryggðina í gegn um árin og sagði hann að styrkur LVF geri gæfumuninn í rekstri deildarinnar. Loðnuvinnslan úthlutaði styrkjum að fjárhæð 16 milljónir króna til samfélagsverkefna á Fáskrúðsfirði.
Láttu þér líða vel! Hlífðarfatnaður í úrvali fyrir íslenskt veðurfar.
Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.
Veruleg aflaaukning í aprílmánuði Aprílaflinn jókst um 30% milli ára, var í ár tæplega 147 þúsund tonn. Þar af var botnfiskaflinn rúm 49 þúsund tonn og það er 23% aukning milli ára en þorskur var af þessum heildarafla botnfisks rúm 23 þúsund tonn. Það er 30% aukning frá apríl í fyrra. Uppsjávarskipaflotinn hélt sig alfarið á kolmunnaveiðum í aprílmánuði og af þeirri tegund veiddist ágætlega eða 94 þúsund tonn sem er 33% aukning frá apríl 2017. Tvöföldun varð á skel- og krabbadýraaflanum miðað við sama mánuð í fyrra. Þegar borin eru saman 12 mánaða tímabil, þ.e. frá maí 2017 til apríl 2018 miðað við sama tímabil ári fyrr kemur í ljós að heildaraflaaukningin nam 17%, var 1265 þúsund tonn síðustu 12 mánuði.
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
56 | SÓKNARFÆRI
Barátta Íslendinga fyrir landhelginni
Ægir alltaf gegnt lykilhlutverki Tvö varðskip með nafninu Ægir hafa þjónað Landhelgisgæslunni í um 90 ár; hið fyrra frá 1929-1968 eða í tæpa fjóra áratugi og hið síðara núverandi Ægir sem um þessar mundir fagnar 50 ára afmæli en skipið kom til landsins 12. júní 1968. Í þremur þorskastríðum á 20. öld hafa varðskip með þessu nafni gegnt lykilhlutverki við landvarnir Íslands en einnig skipt sköpum við börgun manna í sjávarháska.
Ægir I kemur til landsins „Ægir er fallegt skip; er hann 170 feta langur, 29,5 fet á breidd, dýptin 17,5 og vjelin hefur 1300 hestaöfl. Skipið er hitað með rafmagni, hefur fullkomna miðunarstöð og hraðamæli af nýjustu gerð, sem er hið mesta þing. Auk þessa eru á skipnu tvær 75 cm. fallbyssur, tveir öflugir ljóskastarar, dráttaráhöld og dælur. Ættu þau björgunaráhöld að koma að góðum notum, þar sem staðhættir leyfa, að varðskipið geti nálgast svo strandað skip, að þeim verði komið við.“ Svo segir í tímaritinu Ægi árið 1929 þegar blaðið skýrir frá komu gamla Ægis sem hingað kom í júlí það ár. Það þótti til tíðinda að í þessu glæsilega björgunarskipi var dieselvél, hin fyrsta sem aðalvél í íslensku skipi. Vasklega var gengið til verka því á heimsiglingunni hafði Ægir með sér þýskan landhelgisbrjót við komuna en töku hans stýrði skipherrann Einar Einarsson sem áður hafði verið fyrsti stýrimaður á Óðni. Ægir I reyndist Landhelgisgæslunni vel, ekki síst í fyrsta þorskastríðinu 1958-1961 þegar landhelgin var færð út í 12 sjómílur. Breskir togarar höfðu þá lengi veitt uppi við landsteina og brugðust bresk stjórnvöld hart við þegar eyríkið í norðri tók þessa ákvörðun. Íslenska þjóðin fylkti sér að baki stjórnvöldum og Haukur Morthens söng: Þau eru svo eftirsótt Íslandsmið, að enskir þeir vilja oss berjast við. Og fiska í landhelgi hlið við hlið, en hræðast samt varðbáta smá. Ægir eldri var ekki stórt skip, aðeins um 54 m að lengd en átti samt oft vinninginn í baráttunni
Ægir eftir nokkrar breytingar á árunum 1997-2005. Skipið er enn í notkun þótt hálf öld sé liðin frá því það rann af stokkunum í Álaborg.
skipin og á pólitíska sviðinu magnaðist heiftin á báða bóga. Í febrúar 1976 var gripið til þess ráðs að slíta stjórnmálasamskiptum við Bretland. Bretar og Íslendingar náðu loks að semja 1. júní 1976 og lauk þar með þorskastríðunum.
Gamli Ægir þjónaði við Íslandsstrendur í 39 ár.
við landhelgisbrjótana. Að því kom að breski herinn var kallaður á vettvang, þar á meðal freigátan HMS Russel. Deilan náði hámarki í fjölmiðlum þegar skipherra freigátunnar sakaði starfsbróður sinn á Ægi um að hafa reynt að sigla herskipið í kaf! Þessari fyrstu milliríkjadeilu Breta og Íslendinga lauk með umdeildum samningi árið 1961.
Tvö hatrömm þorskastríð Samningurinn frá 1961 reyndist skammgóður vermir því í febrúar 1972 ákvað ríkisstjórn Íslands að
Ægir eftir nokkrar breytingar á árunum 1997-2005. Skipið er enn í notkun þótt hálf öld sé liðin frá því það rann af stokkunum í Álaborg.
færa út fiskveiðilögsöguna í 50 sjómílur. Enn brugðust Bretar hart við og send voru herskip og dráttarbátar á Íslandsmið, breskum lögbrjótum til varnar. Nú stóðu Íslendingar betur að vígi en áður með glæsilegt varðskip í forystu; nýjan Ægi sem komið hafði til heimahafnar 12. júní árið 1968. Þetta skip hefur til þessa dags reynst happafley og skipti algjörum sköpum í þeim tveimur stríðum sem nú fóru í hönd. Þar fyrir utan hefur Ægir, eins og önnur varðskip, bjargað fjölda manna úr sjávarháska.
Hágæða vörur fyrir sjávarútveginn og iðnaðinn í yfir 30 ár
Deilan vegna útfærslu landhelginnar í 50 mílur varð fljótlega að alþjóðadeilu þar sem Íslendingar fóru hallloka framan af enda við algjört ofurefli að etja. Átökin versnuðu stöðugt og 5. september 1972 var togvíraklippunum beitt í fyrsta skipti þegar Ægir klippti á togvíra breska síðutogarans Peter Scott. Við þetta hörðnuðu átökin verulega og voru ítrekaðar tilraunir gerðar til að sökkva íslensku varðskipunum. Að lokum var samið um vopnahlé þann 13. nóvember árið 1973. Þriðja þorskastríðið skall á þegar Íslendingar færðu út lögsöguna í 200 mílur í október 1975. Bretar mótmæltu enn sem fyrr og var hart látið mæta hörðu. Í nóvember var klippt aftan úr togaranum Primella frá Hull og aftur voru dráttarbátar og herskip send á vettvang. Ítrekað urðu árekstrar við íslensku varð-
Hálf öld frá komu Ægis Í þessum mánuði er sumsé hálf öld liðin frá því varðskipið Ægir kom nýsmíðað til landsins en það var 12. júní árið 1968. Þetta skip hefur reynst happafley og er enn í notkun. Skipið var smíðað í Álaborg í Danmörku en á þeirri hálfu öld sem liðin er hefur búnaðurinn þívegis verið uppfærður og skipinu breytt talsvert. Árið 1997 var sett radarkúla á turn skipsins, svínahryggur og öldubrjótur á stafn, þyrlupallur var lengdur um 5 metra og byggt var yfir neðra þilfar. Einnig voru smíðaðir stigar utan á báðar síður skipsins og bætt við neyðarútgöngum. 16 tonna kjölfestutanki var bætt við og 30 tonna kjölur settur undir skipið. Árið 2001 voru gerðar breytingar á tönkum auk þess sem tvö stýri voru sett á skipið ásamt viðhaldi og smærri breytingum. Árið 2005 var loks skipt um brú á skipinu og hún stækkuð, útsýnisturn færður og vistarverur áhafnar endurnýjaðar. Þá var nýtt dráttarspil sett um borð í skipið. Ægir þjónar Landhelgisgæslunni enn þann dag í dag með miklum sóma.
HNÍFALOKAR · RENNILOKAR · SPJALDLOKAR · KEILULOKAR SÍÐULOKAR · BOTNLOKAR · EINSTEFNULOKAR · KÚLULOKAR · SÍUR ..................................................
MIÐHRAUNI 15 · 210 GARÐABÆ · SÍMI 561 2666 · FAX 562 6744 · vorukaup@vorukaup.is · www.vorukaup.is
KVIKA
Metnaður og þjónusta í þína þágu Varðskipið Ægir skírt við hátíðlega athöfn í skipasmíðastöðinni BurLjósm. Landhelgisgæslan. meister & Wain í Kaupmannahöfn árið 1929.
SÓKNARFÆRI | 57
Nú fástSnickersvinnuföt í
Hágæða vinnuföt Mikið úrval af öryggisvörum
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar HAGI ehf
Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is •
Hagi ehf HILTI
58 | SÓKNARFÆRI
Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár.
Undanfarin ár hafa um 10 þúsund tonn af fiskafóðri verið framleidd hjá Laxá, en með vaxandi fiskeldi hér á landi er gert ráð fyrir að á næsta áratug verið framleiðslugetan fullnýtt og framleiðslan fari í 20 þúsund tonn.
Fóðurverksmiðjan Laxá
Gera ráð fyrir að tvöfalda framleiðsluna á næstu 5-10 árum „Við eigum von á að landeldi á Íslandi muni vaxa á næstu árum og sjáum fram á að fullnýta afkastagetu verksmiðjunnar, sem er um 20 þúsund tonn á næstu 5 til 10 árum,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár sem staðsett er við Krossanes á Akureyri. Undanfarin ár hefur verksmiðjan framleitt um 10 þúsund tonn af fiskafóðri, en áhersla er lögð á fóður fyrir bleikju, lax, Sole flatfisk og seiðaeldi sem alið er í landeldisstöðvum, auk þess sem í verksmiðjunni er framleitt fóður fyrir regnbogasilung í sjóeldi. Öll framleiðslan fer á innanlandsmarkað og lögð er rík áhersla á gæði vörunnar. Gunnar Örn segir að mikil umskipti hafi orðið á liðnum áratug en fyrir 10 árum var framleiðsla verksmiðjunnar helmingi minni en nú hin síðari ár, um 5 þúsund tonn. „Það hefur mikil uppbygging átt sér stað í fiskeldinu, einkum á svæðum þar sem tækifæri til annarar atvinnuuppbyggingar eru af
Fóðurverksmiðjan Laxá er staðsett á athafnasvæðinu við Krossanes á Akureyri.
skornum skammti. Það hefur haft mjög jákvæð áhrif á byggðarlögin, þar er nú kraftmikið atvinnulíf eins og á suðurfjörðum Vestfjarða og á sunnanverðum Austfjörðum þar sem mikil umskipti hafa orðið. Þessi vöxtur gerir svo að verkum að
meira er um að vera hjá okkur,“ segir Gunnar Örn en alls starfa 9 manns hjá Laxá og nam velta félagsins tæpum 2 milljörðum króna í fyrra. Starfsemi er í verksmiðjunni í 12 tíma á dag yfir veturinn en þegar framleiðslan er mest síð-
sumars og fram á haust er hún keyrð á tveimur 8 tíma vöktun á sólarhring. Síldarvinnslan á Neskaupstað á stærstan hluta í Laxá eða 67%, Akureyrarbær 21% og Tækifæri og fleiri aðilar eiga 12%.
svo má segja, ætlum að sjá hverju fram vindur, hver þróunin verður og að meiri stöðugleiki skapist í atvinnugreininni áður en við tökum ákvörðun um miklar fjárfestingar í nýrri verksmiðju,“ segir hann.
Stöndum á hliðarlínunni „Reksturinn hefur gengið vel undanfarin ár og helst þar í hendur við hraða uppbyggingu í fiskeldi hér á landi. Við framleiðum tvöfalt meira magn núna en við gerðum fyrir 10 árum og sjáum fram á að á næsta áratug munum við fullnýta alla okkar framleiðslugetu, fara upp í um 20 þúsund tonn á ári,“ segir Gunnar Örn. Verkmiðjan sé vissulega komin til ára sinna en hann segir tæki og búnað í góðu lagi og standa fyrir sínu. Engin áform séu á þessu stigi um fjárfrekar framkvæmdir við nýja verksmiðju en með núverandi tækjabúnaði verksmiðjunnar er einungis hægt að framleiða fiskeldisfóður fyrir landeldið, ekki hið fituríka fóður sem þarf fyrir laxeldi í sjókvíum. Til að framleiða fituríkt fóður fyrir laxeldi í sjó þyrfi að ráðast í 400 milljón króna fjárfestingu í verksmiðjunni. Gunnar segir að laus afkastageta hennar yrði lengi að greiða þá fjárfestingu niður. „Við stöndum á hliðarlínunni ef
Innlent gæðahráefni nýtt í framleiðsluna Öll framleiðsla Laxár fer á innanlandsmarkað, í samkeppni við Fóðurblönduna sem framleiðir um 2 þúsund tonn og innflutt fiskafóður sem er um 18 þúsund tonn. „Hjá okkur er rík áhersla lögð á gæði. Við nýtum einungis gæðahráefni í okkar fóður sem er náttúrulegt og án erfðabreytinga. Yfir helmingur af hráefninu er innlent fiskimjöl og lýsi en í okkar framleiðslu er mun hærra hlutfall af bæði fiskimjöli og lýsi en í innfluttu fóðri. Með því að nýta innlent hráefni er kolefnissporið einnig minna. Við sjáum mjög spennandi möguleika vera að skapast með aukinni repjuræktun hér á landi sem nýtist vel í fiskafóður á móti lýsi og að hluta á móti fiskimjöli, þannig að það er margt áhugavert að gerast í þessum geira atvinnulífsins,“ segir Gunnar Örn.
SÓKNARFÆRI | 59
Mikil aflaverðæti á höfuðborgarsvæðinu Norðurland vestra rekur lestina með aflaverðmæti upp á 207 milljarða. Í flestum tilfellum ræður magnið heildarverðmætinu, eins og á Austurlandi þar sem uppsjávarfiskur er mikill hluti aflans, en samsetning aflans skiptir einnig verulegu máli. Þannig er landaður afli á höfuðborgarsvæðinu nánast eingöngu bolfiskur og stór hluti hans
frystur, sem eykur verðmætið verulega. Botnfiskur er einnig uppistaðan í lönduðum afla á Norðurlandi eystra og á Suðurnesjum. Í hinum tilfellunum er magnið einfaldlega mun minna. Samanburður við janúar á síðasta ári er ekki raunhæfur þar sem verkfall sjómanna stóð þá yfir allan mánuðinn.
Fiskiskip í Reykjavíkurhöfn.
SJÓMENN OG FISKVINNSLUFÓLK TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN
Frystitogarinn Sólberg ÓF siglir inn Ólafsfjörð. Kleifar í baksýn.
Sjómannadagshelgin
Sjomannad
Mikið um dýrðir í Ólafsfirði
100% END
. UR
100% END
CoolSeal eru umhverfisvænir ferskfiskkassar -góður valkostur í ferskfiskflutningum
NANLE VIN G UR
. UR
FERSKFISKKASSAR SEM MINNKA KOLVETNISSPOR
Vélreistur kassi, tilbúin til notkunar styrktur á hornum vegna stöflunar á bretti Ný hönnun - vatnsheldur tvöfaldur á langhlið meiri styrkur og betri einangrun PRENTUN.IS
Vegleg hátíðarhöld verða að vanda um sjómannadagshelgina í Ólafsfirði. Dagskráin hefst í kvöld með skemmtun Mið-Íslands hópsins í Tjarnarborg og í fyrramálið kl. 9 hefst golfmótið Sjómannavalsinn. Síðan rekur hver viðburðurinn annan, t.d. dorgveiðikeppni fyrir börnin við höfnina, kappróður sjómanna, trukkadráttur, knattleikur og loks verður útiskemmtun við Tjarnarborg annað kvöld þar sem Ingó Veðurguð, Aron Hannes, Auddi og Steindi Jr. skemmta. Á sjálfan sjómannadaginn hefst dagskráin með skúðgöngu frá hafnarvog að Ólafsfjarðarkirkju kl. 10:15 en í hátíðarmessu dagsins verða sjómenn heiðraðir. Fjölskylduskemmtun verður við Tjarnarborg kl. 13:30 og kaffisala Slysavarnadeildar kvenna í Tjarnarborg þar á eftir. Um kvöldið verður árshátíð sjómanna í íþróttahúsinu og þeirri samkomu stýrir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm. Dansinn verður svo stiginn fram á nótt.
PÖKKUNARLAUSNIR FYRIR SJÁVARÚTVEG NANLE VIN G UR
Verðmæti fiskafla sem landað var á höfuðborgarsvæðinu í janúar síðastliðnum var 2,2 milljarðar króna. Það eru mestu verðmæti miðað við landshluta samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Næstmest verðmæti voru á Austurlandi, 1,8 milljarðar króna. Suðurnes fylgja þar fast á eftir með 1,7 milljarða og síðan Norðurland eystra með 1,6 milljarða. Þessir landshlutar skera sig verulega úr en í öðrum er verðmæti landaðs afla miklum mun minna. Verðmæti landaðs afla á Vestfjörðum var 515 milljónir og 502 milljónir á Vesturlandi. Á Suðurlandi var landað afla að verðmæti 465 milljónir og
LÍMMIÐAPRENTUN
UMBÚÐALAUSNIR
Suðurhraun 4 • 210 Garðabæ • Furuvöllum 3 • 600 Akureyri • Iceland Tel.: +350 575 8000 • Fax: +350 575 8001 • www.samhentir.is
60 | SÓKNARFÆRI
Vörukaup tekið við umboði fyrir Bitzer kælibúnað Fyrirtækið Vörukaup ehf. í Garðabæ styrkti stöðu sína í þjónustu við sjávarútveginn enn frekar síðastliðið haust þegar það tók við umboði hér á landi fyrir þýska fyrirtækið Bitzer sem er einn stærsti framleiðandi í Evrópu á kæli- og frystiþjöppum, vatns og sjókældum eimsvölum og vökvageymum. „Þetta er búnaður sem notaður er bæði í landvinnslu og skipum úti á sjó þannig að tilkoma þessa vörumerkis eykur styrkleika okkur í þjónustu við atvinnugreinina,“ segir Björgvin Ingvason, framkvæmdastjóri Vörukaupa.
Þekkt vörumerki „Bitzer ákvað að skipta um umboðsaðila hér á landi og leitaði til okkar. Síðan hefur þetta gengið mjög vel,“ segir Björgvin en þennan búnað selur fyrirtækið til þjónustufyrirtækja í kæligeiranum sem og stærri útgerðarfyrirtækja sem hafa yfir að ráða eigin verkstæðum. „Stærstu viðskiptavinir okkar á þessu sviði eru t.d. Kapp og Kæling sem eru sérhæfð fyrirtæki í kæliþjónustu og framleiða ískrapavélar sem þessi búnaður er hluti af. Flest sjávarútvegsfyrirtæki leita til slíkra aðila um þjónustu en þau stærstu eru með eigin starfsmenn í viðhalds- og viðgerðarþjónustu og leita þá beint til okkar,“ segir Björgvin. Stærsti viðskiptavinahópurinn í sjávarútvegi Fyrirtækið Vörukaup var stofnað árið 1973 og býður fjölbreyttan
„Tilkoma Bitzer umboðsins eykur styrkleika okkar í þjónustu við sjávarútveg,“ segir Björgvin Ingvason, framkvæmdastjóri Vörukaupa. Honum á vinstri hönd er Daninn Erik Hechmann sem er nýráðinn starfsmaður Vörukaupa en hann hefur reynslu í sölu og þjónustu við Bitzer búnaðinn.
búnað í lagnakerfi s.s. loka, fittings og raf- og loftdrifnar stýringar á loka, t.d. fyrir botn- og síðuloka í skipum. „Það má segja að þetta séu okkar meginsvið í dag, annars vegar lokar og fittings og hins vegar
kælibúnaðurinn. Viðskiptavinahópur þessara sviða er sá sami og stærstur hluti er í sjávarútvegi. Með tilkomu Bitzer þurftum við að auka lagerhald hjá okkur til að hafa allan helsta búnað hér í húsi
þegar viðskiptavinir þurfa á að halda. Auk þess höfum við einnig ráðið til okkar nýjan starfsmann frá Danmörku, Emil Hechmann, sem hefur reynslu í sölu og þjónustu við Bitzer búnaðinn þannig
að tilkoma umboðsins hefur breytt talsverðu í starfseminni hjá okkur og eflt fyrirtækið,“ segir Björgvin. vorukaup.is
Allt fyrir ferskleikann 60 x 40 kassalínan frá Tempru er hagkvæmari, sterkari og veitir lengra geymsluþol
Gleðilega sjómannadagshátíð!
10, 13 og 15 kg línan er þannig hönnuð að hún viðheldur ferskleika matvöru lengur en sambærilegar umbúðir. Kostir nýju kassanna eru eftirtaldir: aukin lengd og rúmtak leiða til betri meðferðar á afurðum stærð kassanna er 60 x 40 sm og staflast þeir betur á vörubrettin vegna aukins styrks er hægt að stafla í hærri stæður en áður lengri fiskflök raðast betur innan kassa meira rými er fyrir ís eða kælimottur rúnnuð hornin auka einangrun og lengja geymsluþol breytt hönnun á hornum gerir kassana sterkari en áður betri einangrun næst með þéttari stöflun á bretti Temprukassarnir eru undirstaða þess að íslenskur fiskur kemst ferskari til neytenda um allan heim.
21 20 19 18 17 16 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0
Fiskur EPS
Hitastig (°C)55mm mm fyrir ofan Hitastig (°C) fyrir ofan botnbotn 60x40nýja cm 60x40 cm 10 kg kg kassans viðvið 20 20 °C °C umhverfishita. 10 kassanseftir eftir6 6klst. klst. umhverfishita.
einangrun – umbúðir
TEMPRA EHF • Íshella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 520 5400 • tempra@tempra.is • www.tempra.is
SÓKNARFÆRI | 61
ÞORLÁKSHÖFN - framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki? Mykines, vöruflutningaskip Smyril Line Cargo siglir vikulega allan ársins hring á milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Flutningstíminn með Mykines er sá stysti sem í boði er á SV-horni landsins í sjóflutningum til og frá landinu. Þorlákshöfn er á SV-strönd landsins og er hún eina flutnings- og fiskiskipahöfnin á Suðurlandi allt austur að Hornafirði. Frá Þorlákshöfn eru góðar og greiðfærar samgöngur á landi til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, eftir Suðurstrandarveginum. Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar. Staðsetningin er mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi.
Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér.
olfus@olfus.is thorlakshofn.is Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn 480 3800
62 | SÓKNARFÆRI
Umhverfisverðlaun Háskólans í Reykjavík Hið íslenska sjávarsoð fékk á dögunum umhverfisverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framleiðslu á hágæða fisksoði á umhverfisvænan hátt. Í fisksoðið eru notaðar aukaafurðir fisks sem veiddur er á sjálfbæran hátt og umframframleiðsla grænmetis og gengur hugmyndin út á að nýta vannýtt affallsvatn frá jarðvarmavirkjunum til suðu á fisksoðinu og er því síðan dælt aftur í jörðina, auk þess sem selja á aukaafurðir, sem verða til við framleiðsluna til dýrafóðursframleiðenda. Það eru þrír ungir menn sem stunda nám í haftengdri nýsköpun og stofnun fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík sem standa á bakvið Hið íslenska sjávarsoð og segir einn þeirra, Kristján Guðmundur Sigurðsson, starfsmaður Odda hf. á Patreksfirði, að markaður fyrir þurrkaða hryggi væri mjög slakur eftir að Nígeríumarkaður hrundi en hugmyndin gengi út á að taka beinin og breyta þeim í fiskisoð og auka þannig vinnsluvirði vörunnar verulega. „Jafnframt yrði notað umfram grænmeti frá grænmetisframleiðendum, sem fer ekki í sölu í búðir og þetta soðið niður um helming, þannig að afurðin væri seigfljótandi fiskikraftur til að nýta í fiskisúpur,“ segir Kristján Guðmundur.
Mjög arðbær framleiðsla „Við gerðum athugun fyrir norðan, fórum á alla betri veitingastaði
Nemendurnir á bakvið verkefnið Hið íslenska sjávarsoð sem hlaut umhverfisverðlaun HR eru frá vinstri: Hjalti Jóhannsson, Búi Vilhjálmur Guðmundsson og Kristján Guðmundur Sigurðsson. Með þeim á myndinni er Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur sem afhenti verðlaunin.
þar til að kanna möguleikana en framleiðslan er fyrst og fremst hugsuð fyrir atvinnueldhús. Það er gott fyrir kokkana ef þeir ætla að vera með alvöru fiskisoð, að fá það tilbúið í stað þess að verja löngum tíma í að búa það til. Því var það hugmyndin hjá okkur að þeir geti einfaldlega fengið það tilbúið. Við vorum einnig búnir að hafa samband við aðila úti sem þjónusta veitingastaði og hótelkeðjur. Við teljum því að nokkuð góður markaður sé fyrir soðið. Varan er það arðbær að þó við
myndum aðeins selja einn fjórða af því sem við gerðum ráð fyrir, myndi fyrirtækið ná núllpunkti strax á öðru starfsári. Við settum upp dæmi fyrir 200.000 lítra á ári, sem eru rétt rúmlega 1.000 lítrar á dag, en þó framleiðslan væri ekki nema 250 lítrar á dag, fimm daga vikunnar, 40 vikur á ári, erum við samt að koma út í gróða, samkvæmt áætlun okkar.“ Þeir félagar eru að taka þátt í keppni sem byggist á að gera sér mat úr jarðhitanum. „Hugmyndin okkar virkar þannig að við mynd-
Íslenskur sjávarútvegur sýnir ábyrgð í verki með vottun fiskistofna undir merkjum Iceland Responsible Fisheries.
um nota rafmagn til að koma upp suðupottunum en af því það fellur svo mikið til af vannýttu heitu vatni frá jarðvarmavirkjunum, sem er í kringum 120 gráðu heitt, væri hægt að slökkva á rafmagninu og nota heita vatnið til að viðhalda suðunni þann viðbótartíma sem þarf til að sjóða kraftinn niður. Að framleiða fiskisoðið er í sjálfu sér engin nýjung en að nota þetta heita vatn sem til fellur er nýsköpunin í hugmyndinni okkar.“
Mjög fínt nám Höfundar hugmyndarinnar eru allir í haftengdri nýsköpun sem er eins árs diplomanám í samstarfi við Virku í Vestmannaeyjum og Háskólann í Reykjavík. Þeir taka ennfremur ákveðna sjávarútvegsáfanga í Háskólanum á Akureyri. „Þetta nám er mjög fínt fyrir þá sem vilja kynnast sjávarútveginum betur,“ segir Kristján Guðmundur sem er með góð tengsl við sjávarútveginn og hefur verið að mennta sig á því sviði: „Ég fór í Fisktækniskólann í Grindavík og lauk námi í fisktækni. Svo tók ég Marel vinnslutæknina og gæðastjórnun matvæla og hef síðan starfað hjá Odda hf. á Patreksfirði. Ég er þannig í góðum tengslum við sjávarútveginn sem er spennandi og er að þróast mjög hratt. Ég er ekki viss um að menn geri sér almennt grein fyrir því hve mikið af hátæknistörfum er innan sjávarútvegsins. Fiskvinnslan er alltaf eins í grunninn, en tækjabúnaðurinn er að breytast svo mikið að til að geta þjónustað hann, þarf maður að kunna vel á tæknina. Þó það hafi verið erfitt núna undanfarið held ég að það séu bara spennandi tímar framundan í íslenskum sjávarútvegi,“ segir Kristján Guðmundur Sigurðsson.
SÓKNARFÆRI | 63
Ottó N. Þorláksson var smíðaður í Stálvík árið 1981.
Viðey RE tekur við af Ottó N. Þorlákssyni RE
Samferða síðan 1927 Olís hefur allt frá stofnun kappkostað að veita fyrirtækjum í sjávarútvegi trausta þjónustu með sölu á eldsneyti og rekstrarvörum til útgerða. Við ætlum að halda þeirri siglingu áfram.
Ísfisktogarinn Ottó N. Þorláksson RE kom til Reykjavíkur sl. sunnudag með fullfermi. Þetta var síðasta veiðiferð þessa mikla aflaskips fyrir HB Granda en í stað þess kemur nýsmíðin Viðey RE. Ottó N. Þorláksson hefur verið farsælt aflaskip. Togarinn var smíðaður í Stálvík í Garðabæ árið 1981. Skipstjóri hefur verið Jóhannes Ellert Eiríksson en hann tók við togaranum fyrir 24 árum. Ottó N. Þorláksson er nú í slipp í Reykjavík þar sem nýr eigandi tekur við honum en það er Ísfélag Vestmannaeyja. Viðey hefur eftir komuna frá Tyrklandi í desember sl. verið á Akranesi þar sem starfsmenn Skagans 3X hafa unnið að uppsetningu nýs, sjálfvirks lestarkerfis, aðgerðaraðstöðu á millidekki og stillingu á ýmsum tölvubúnaði. Stefnt er að því að togarinn fari í í fullan rekstur eftir sjómannadag.
PIPAR \ TBWA • SÍA • 170787
Samskip styrkja umhverfismál Samskip styrkja árlega fjöldann allan af félögum. Undir eru íþróttafélög, líknarfélög og menningarfélög af öllu tagi. „Í ár hefur áhersla verið lögð á stuðning við ýmis umhverfismál. Í því sambandi má nefna að Samskip eru einn af stofnaðilum Votlendissjóðsins, en hann hefur endurheimt votlendis að markmiði sínu og um leið bindingu kolefnis,“ segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa, en hún á jafnframt sæti í stjórn Votlendissjóðsins.
Viðey RE kom til landsins í árslok 2017 og hefur síðan þá verið unnið að uppsetningu búnaðar á milliþilfari og í lest.
64 | SÓKNARFÆRI
Fjárfestingaþörf í nýjum fiskiskipum er metin 180 milljarðar til ársins 2030.
Gúmmísteypa Þ. Lárussonar ehf.,
Gylfaflöt 3 · 112 Reykjavík· Sími 567 4467 gummisteypa@gummisteypa.is www.gummisteypa.is
Fróðleikur um orku- og umhverfismál í sjávarútvegi Eftirfarandi fróðleiksmola um orku- og umhverfismál er að finna í nýrri ársskýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi: L osun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi hefur farið minnkandi ár frá ári síðan 1990 en þá var hlutfallið 19,5% af heildarlosun Íslands. Árið 2007 var hlutfallið komið niður í 13% og árið Gylfaflöt 32014 · 112 Reykjavík í 9,7%. Fjárfestingarþörf Sími 567 4468 · Fax 567 4766 í fiskiskipum fram til ársins 2030 Kt. 571293-2189 · Vsknr. 40508 er metin um 180 milljarðar Bankanr. 0116-26-1700 króna. Nýrri og tæknivæddari skip munu draga enn frekar Netfang: dekk@gummisteypa.is úr umhverfisáhrifum sjávarwww.gummisteypa.is útvegs. Hagkvæmnisútreikningar sýna að hagstæðara er að nota rafmagn úr landi þegar skip eru í höfn, frekar en að keyra ljósavélar sem ganga fyrir olíu. Frá árinu 2016 fram til ársins 2030 er reiknað með að olíunotkun í sjávarútvegi dragist saman um 19%. Frá árinu 2006 til ársins 2016 hafa Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sent á eigin vegum eða haft milligöngu um endurvinnslu á 8.400 tonnum af veiðarfæraúrgangi. Sjávarútvegur hefur þegar náð markmiði Parísarsamkomulagsins vegna fiskimjöls- og lýsisframleiðslu og er þegar kominn vel á veg með að ná þessu markmiði vegna fiskveiða. Þar hefur notkun á eldsneyti minnkað um 35% frá árinu 1990.
REIK
SÓKNARFÆRI | 65
66 | SÓKNARFÆRI
Kynningarsamstarf í Baskalandi
Dagana 23. apríl til 6. maí sl. átti markaðsverkefnið Bacalao de Islandia í samstarfi við níu veitingastaði í Baskalandi á Spáni þar sem íslenskur fiskur var í boði á stöðunum sem buðu upp á fjölbreytta saltfiskrétti úr gæðahráefni frá Íslandi. Samstarfið var kynnt undir nafninu Saborea Islandia, sem mætti útleggja sem „Bragðaðu á Íslandi“. „Markmiðið var að treysta tengslin við staðina og kokkana og veita stöðunum tækifæri á að leggja enn meiri áherslu á gæðahráefnið og kynna íslenskan uppruna fisksins“ segir í frétt frá Íslandsstofu um verkefnið. „Íslenskur þorskur hefur löngum verið mikils metinn í Baskalandi á Spáni. Þaðan koma enda margir af vinsælustu saltfiskréttum Spánverja, þar a meðal bacalao al pil-pil og a la Vizcaina. Þaðan koma líka margir af frægustu kokkum Spánar og þar má finna virtustu matreiðsluskólana, þar á meðal Basque Culinary
Center, en þar fengu verðandi kokkar síðastliðið haust kynningu á íslenskum þorski í boði Bacalao de Islandia, markaðssamstarfs í kynningu á þorski í Suður Evrópu sem hefur staðið frá árinu 2013.“ Auk veitingastaðanna komu að verkefninu ræðismaður Íslands í Bilbao og almannatengslaskrifstofa á svæðinu. Blaðamannafundur var haldinn þann 24. maí í miðborg Bilbao og fékk framtakið mikla og góða kynningu í fjölmiðlum og hjá bloggurum. Meðal annars birtist þessi grein í vefmiðlinum Very Bilbao. Þar að auki var mikið fjallað um viðburðinn á samfélagsmiðlum, til dæmis hjá Descubre Getxo. Þá mættu einnig fulltrúar frá borgaryfirvöldum í Getxo og Bilbao. Til að kynna framtakið enn frekar tóku veitingastaðirnir þátt í kynningu 26. og 27. apríl með Bacalao de Islandia á hótel Plaza Indautxu í miðborg Bilbao. Þar elduðu kokkarnir á veitingastöðunum
Girnilegur réttur úr íslenskum saltfiski.
Í Baskalandi á Spáni er íslenski saltfiskurinn vel þekktur og eftirsóttur. Í þessum hluta Spánar eiga margir þekktustu saltfiskréttir Spánverja uppruna sinn.
fjölbreytta rétti úr íslenska hráefninu og gáfu almenningi að smakka og var dreift kynningarefni um veitingastaðina og íslenska fiskinn. Fólki var boðið að taka þátt í leikj-
um á samfélagsmiðlum og fræðast um gæði íslensks þorsks. Nokkur þúsund manns komu og fylgdust með kokkunum elda en líka var hægt að fylgjast með á Facebook
en um 60.000 manns horfðu á beinar útsendingar frá viðburðinum á Facebook síðu verkefnisins.
Þorskurinn skilaði 4,6 milljörðum í janúar Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 9,3 milljörðum króna í janúar. Verðmæti botnfiskaflans var um 6,8 milljarðar króna og þar af var verðmæti þorskaflans rúmir 4,6 milljarðar. Aflaverðmæti uppsjávartegunda var um 1,9 milljarðar króna og var það svo til eingöngu loðna. Verðmæti flatfiskafla voru tæplega 570 milljónir króna, og verðmæti skelfiskafla nam 15,4 milljónum.
䤀渀愀愀爀爀礀欀猀甀最甀爀
一吀 㘀㔀⼀㈀ 吀愀挀琀
吀 㠀⼀
一吀 㐀㔀⼀ 吀愀挀琀
Á 12 mánaða tímabili frá febrúar 2017 til janúar 2018 nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 117 milljörðum króna, sem er 6,3% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr, samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar. Raunhæfur samanburður á aflaverðmæti milli janúarmánaða er ekki fyrir hendi þar sem verkfall sjómanna stóð yfir allan janúarmánuð 2017.
Verðmæti afla 2017-2018 Milljónir króna Janúar Febrúar-janúar 2017 2018 % 2016-2017 2017-2018 Verðmæti alls 1.970,5 9.300,1 – 125.108,2 117.282,9 Botnfiskur 1.940,5 6.806,1 – 86.800,4 81.110,0 Þorskur 1.492,0 4.627,2 210,1 54.140,2 51.852,1 Ýsa 362,9 910,5 150,9 8.687,4 8.495,9 Ufsi 11,4 412,2 – 7.957,7 6.829,2 Karfi 19,0 573,9 – 10.513,5 9.391,6 Úthafskarfi 0,0 0,0 – 597,4 333,3 Annar botnfiskur 55,3 282,3 – 4.904,2 4.207,9 Flatfisksafli 19,8 569,9 – 8.455,7 8.042,1 Uppsjávarafli 0,0 1.908,7 – 26.568,5 25.686,6 Síld 0,0 39,5 – 6.274,1 4.504,4 Loðna 0,0 1.869,2 – 4.839,9 8.578,6 Kolmunni 0,0 0,0 – 4.557,6 4.078,1 Makríll 0,0 0,0 – 10.896,7 8.525,4 Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 – 0,1 0,0 Skel- og krabbadýraafli 10,2 15,4 51,8 3.283,6 2.444,2 Humar 0,0 0,0 – 889,6 833,6 Rækja 0,6 5,7 – 2.024,0 1.236,2 Annar skel- og krabbadýrafli 9,6 9,8 1,5 370,1 374,4 Annar afli 0,0 0,0 – 0,0 0,0
% -6,3 -6,6 -4,2 -2,2 -14,2 -10,7 -44,2 -14,2 -4,9 -3,3 -28,2 77,2 -10,5 -21,8 -43,7 -25,6 -6,3 -38,9 1,2 –
刀礀欀猀甀最甀爀 昀礀爀椀爀 ︀甀爀爀琀
一吀 ㌀㔀⼀ 吀愀挀琀
刀礀欀猀甀最甀爀 昀礀爀椀爀 戀氀愀甀琀琀 漀最 ︀甀爀爀琀
唀洀戀漀 漀最 ︀樀渀甀猀琀愀 Þorskurinn stendur sem fyrr að baki stórum hluta verðmætasköpunar sjávarútvegs.
SÓKNARFÆRI | 67
Skipahönnun | Ráðgjöf | Eftirlit
Skipahönnun, Nýsmíði og breytingar. Eftirlit og umsjón, Með verkum, hvort sem það eru nýsmíði, breytingar eða viðgerði. Gerð verklýsinga og útboðsgagna, Kostnaðaráætlanir og mat á tilboðum.
Hleðslu- og stöðugleikahandbækur Hallaprófanir og stöðugleikaútreikningar.
Tjónaskoðanir og matsgerðir Á skipum, vélum og farmi.
Handbækur og áætlanir Öryggishandbók SOPEP- Viðbragðsáætlun við olíuóhöppum. GMP-Áætlun í sorpmálum. SEEMP- Orkunýtingaráætlun skipa.
Ráðgjöf um öryggisstjórnun og rekstur Alhliða ráðgjöf um skiparekstur og skipa- og vélaverkfræði.
Ýmsar úttektir “Draft- og Bunker Survey”. ástandsskoðanir við sölu eða leigu skips o.fl.
Hús Sjávarklasans sími: 544 2450
Grandagarði 16 navis@navis.is
101 Reykjavík www.navis.is
68 | SÓKNARFÆRI
„Það er gott að búa í Eyjum,“ segir Andrés Þ. Sigurðsson yfirhafnsögumaður, því þar líður tíminn hægar en í látunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Stund milli stríða í Eyjum „Það er búið að vera mikið að gera á vertíðinni, mjög gott fiskerí á bátunum í vetur en núna um miðjan maí er farið að hægjast heldur um. Þá tekur við fjörið í kringum skemmtiferðaskipin sem hefur farið vaxandi undanfarin ár og í sumar er búist við um 60 skipum,“ segir Andrés Þ. Sigurðsson, yfirhafnsögumaður hjá Vestmannaeyjahöfn. Andrés hefur verið hafnsögumaður í Vestmannaeyjum síðan 2006 en er ósvikinn Eyjamaður og hefur verið þar alla sína hunds- og kattartíð, eins og hann orðar það sjálfur. „Það er gott að búa í Eyjum því hér líður tíminn hægar en í
látunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.“ Vestmannaeyjar eru ein stærsta fiskihöfn landsins og um miðjan maí hafði verið landað þar á þessu fiskveiðiári, sem hófst í byrjun september, tæplega 130 þúsund tonnum, um 104 þúsund tonnum af uppsjávarfiski og tæplega 25 þúsund tonnum af bolfiski. Andrés segir að loðnuvertíðin hafi verið slöpp í magni talið en kolmunnaveiðin hafi gengið nokkuð vel. „Síðan er hlé núna fram að kolmunnaveiðinni í íslensku lögsögunni, trúlega fara skipin af stað eftir sjómannadag og svo er makríl-
Aðstaðan til að taka á móti stórum skemmtiferðaskipum í Vestmannaeyjum er frekar þröng en búist er við 60 skemmtiferðaskipum þangað í sumar.
vertíðin sem venjulega fer í gang í júní eða júlí.“
Mikil fjárfesting Stóru útgerða- og fiskvinnslufyrirtækin, Vinnslustöðin og Ísfélagið, hafa verið í miklum fjárfestingum undanfarin misseri. Ísfélagið hefur endurnýjað fiskveiðiflota sinn og byggt nýja frystigeymslu. Vinnslustöðin er nýbúin að fá nýjan togara, Breka VE, auk þess að stækka frystigeymslu, byggja nýja mjölgeymslu og taka í notkun nýtt uppsjávarfrystihús. „Jú þetta hafa verið miklar framkvæmdir, það er ekki hægt að segja annað. En nú held ég að þetta hljóti að vera komið hjá þeim, í bili að minnsta kosti,“ segir Andrés. Smábátaútgerð hefur ekki verið mikil frá Eyjum og fer minnkandi að sögn
Andrésar. „Það er erfitt að gera út þessa litlu báta héðan fyrir opnu hafi og því hefur smábátaútgerð aldrei verið heillandi hér.“
Aukinn ferðamannastraumur Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom um miðjan maí og að sögn Andrésar var það of stórt til að geta lagst að bryggju. „Aðstaðan til að taka á móti skemmtiferðaskipum hér í Eyjum gæti verið betri og við þurfum að fara að huga að því að bæta hana. Vegna aðstæðna hér og að við höfum takmarkað bryggjupláss hafa skipin sem hingað koma yfirleitt verið í minni kantinum og flest hafa þau getað lagst að bryggju.“ Andrés segir tilkomu Landeyjahafnar hafa þýtt algjöra byltingu í ferðaþjónustu í Eyjum og að bær-
inn fyllist af ferðamönnum á sumrin. Hins vegar lokist Landeyjahöfn á veturna og þá falli flest í fyrra horf. Eyjamenn binda vonir við að nýr Herjólfur, sem von er á í haust, muni nýtast betur til siglinga milli Landeyjahafnar og Eyja og lengi þannig ferðamannatímabilið. „Þetta er skref í rétta átt því nýja skipið er allt öðru vísi en gamli Herjólfur og mun geta haldið uppi greiðari samgöngum yfir lengri tíma ársins. Þetta er hins vegar ekki hin endanlega lausn á okkar málum,“ segir Andrés og tekur undir með þeim sem segja að auðvitað sé besta lausnin að fá jarðgöng ef það er hægt.
SÓKNARFÆRI | 69
Ríflega 200.000 tonn af komin á land Nú hafa íslensku uppsjávarveiðiskipin skilað á land 201.500 tonnum af kolmunna það sem af er ári. Leyfilegur heildarafli er 314.00 tonn eftir sérstakar úthlutanir og færslu aflaheimilda milli ára. Í fyrra varð aflinn alls 224.400 tonn. Um 23.000 tonn af kvótanum náðust ekki og voru flutt yfir á þetta ár. Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu er Beitir NK með mestan afla, rétt tæp 20.000 tonn. Víkingur AK er næstur með 18.750 tonn og næstur er Bjarni Ólafsson AK
Auknar landanir í Færeyjum
með tæp 15.600 tonn. Nokkur skip eru nú að veiðum innan lögsögu Færeyja, en öll skip verða að vera í landi á sjómannadag, næstkomandi sunnudag. Eftir hann verður aflastöðulistinn nákvæmari. Í fyrra varð Víkingur AK með mestan kolmunnaafla á árinu, 21.300 tonn. Börkur NK kom næstur með 20.700 tonn og sá þriðji var Venus NS með 20.300 tonn.
Beitir hefur veitt um 20 þúsund tonn af kolmunna það sem af er ári.
„Tækifærið er núna.“
Registered trademark licensed by Bioiberica
Alfreð Finnbogason Landsliðsmaður í knattspyrnu
Landanir á fiski í Færeyjum, öðrum en uppsjávarfiski, jukust á fyrsta þriðjungi ársins. Alls fóru 26.372 tonn gegnum löndunarkerfið í Færeyjum á þessu tímabili. Það er aukning um 2.689 tonn eða 11,4%. Aflaverðmætið jókst einnig og varð alls um 5,2 milljarðar íslenskra króna. Það er vöxtur um 7,5%
Aukning í öllum botnfisktegundum Botnfiskaflinn nú varð 20.546 tonn, sem er aukning um 2.002 tonn eða 10,8%. Þorskaflinn varð 6.383 tonn sem er vöxtur um 21,4%. Af ýsu var landað 2.080 tonnum sem er 55 tonnum meira en í fyrra. Ufsaaflinn varð 8.879 tonn, sem er vöxtur um 12,7%. Flatfiskaflinn dróst saman og varð 1.331 tonn, sem er 155 tonnum minna en á sama tímabili í fyrra. Þar munar mestu um mikinn samdrátt í grálúðuveiðum. Landaður afli varð nú 910 tonn, en 1.075 tonn í fyrra. Landaður skelfisafli nam 1.278 tonnum sem er vöxtur um 27,5%. Tíu prósentum verðmætari afli Þegar litið er á verðmætið skilaði botnfiskurinn 4,2 milljörðum króna, sem er 10,% vöxtur. Þorskurinn skilaði nálægt helmingi þess, eða ríflega tveimur milljörðum íslenskra króna. Það er aukning um 21,4%, sem sýnir að verð á þorskinum hefur að meðaltali staðið í stað umrætt tímabil. Verðmæti ýsuaflans var nú 436 milljónir króna, sem er 11,2% samdráttur og hefur meðalverð á ýsu lækkað. Ufsinn skilaði 994 milljónum og er það hækkun um 15,2%, sem er heldur hærra hlutfall en í magninu. Verðmæti flatfiskaflans varð 647 milljónir og er það samdráttur um 9,1%. Þar munar mestu um grálúðuna. Hún skilaði nú 578 milljónum króna sem er fall um 15,6%. Það er í samræmi við aflasamdráttinn. Verðmæti skelfisks varð 55 milljónir króna, sem er samdráttur um 6%.
Með þér í liði Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® inniheldur: Hyaluronsýru sem gegnir mikilvægu hlutverki í að smyrja og viðhalda mýkt í liðamótum. Kondróitínsúlfat er algengt byggingarefni í liðbrjóski og er talið hamla bólgumyndun og vinna gegn slitgigt. Omega-3 inniheldur fitusýrurnar EPA og DHA sem talið er að geti dregið úr stirðleika á morgnana og verkjum. C-vítamín tekur þátt í framleiðslu líkamans á kollagen próteini sem er meginuppistaðan í ýmsum tengivefjum líkamans.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
70 | SÓKNARFÆRI
Voot beita ehf.
Stöðugur vöxtur í þjónustu við útgerðir „Lykilatriðið er að bjóða útgerðunum víðtæka þjónustu og að þær geti þannig fengið sem mest af því sem þær þarfnast á einum stað. Á sínum tíma byggðist Voot beita ehf. upp með sölu á beitu, sem enn er stór hluti okkar starfsemi, en í dag seljum við einnig veiðarfæri, rekstrarvörur og sjófatnað. Á síð-
asta ári urðum við dótturfyrirtæki Hampiðjunnar og það er að mínu mati ótvíræður styrkur að tengjast jafn öflugu fyrirtæki í þjónustu við sjávarútveg og Hampiðjan er. Ég sé því mikil tækifæri fyrir okkur í nánustu framtíð að vaxa enn frekar og það er markmiðið,“ segir Sigurður Guðfinnsson, sölustjóri hjá
Sigurður Guðfinnsson, sölustjóri Voot beitu ehf. Krókar frá Mustad eru meðal þess sem fyrirtækið selur í bátaflotann.
Voot beitu ehf. Fyrirtækið var stofnað í Grindavík á sínum tíma en í kjölfar kaupa Hampiðjunnar á meirihluta hlutafjár hefur starfsemin verið flutt að Skarfagörðum 4 í Reykjavík.
Íslenski Mar Ware sjófatnaðurinn nýtur vaxandi vinsælda.
Ryðfrí framleiðsla
* Magnstillilokar * Rafstýrðir on/off lokar * Rafstýrðir stjórnlokar * Sambyggðir lokar
Mustad umboð og þjónustunet um allt land Þjónustusvið Voot beitu ehf. er að stærstum hluta í línu- og krókaveiðum og hefur fyrirtækið að bjóða fjölbreyttan búnað til veiðanna „Við erum einnig með umboð fyrir Mustad króka á Íslandi og seljum 7 og 9 millimetra línu en það hefur verið mikill vöxtur í sölu og þjónustu á veiðarfærasviðinu. Því til viðbótar eru svo alls kyns rekstrarvörur, hnífar, fiskikörfur, ræstivörur og ræstiefni, hjálmar, heyrnarhlífar og margt fleira. Við getum sagt að við getum boðið bátunum flest annað en matinn sjálfan,“ segir Sigurður aðspurður um þau þjónustusvið sem byggst hafa upp hjá Voot beitu
ehf. að undanförnu við hlið beitusölunnar. „Við erum með samstarfsaðila út um allt land og getum því veitt viðskiptavinum þjónustu í sinni heimabyggð. Í því felst mikið hagræði fyrir útgerðirnar og tímasparnaður. Það skiptir engu máli hvar bátur kemur í land, hann fær fulla þjónustu hjá okkur þar sem okkar vörur eru til á lagerum samstarfsaðilanna út um landið. En auk þess að þjónusta línuútgerðirnar þá seljum við líka mikið af rekstrarvörum til handfærabáta, togaraútgerða og í erlend skip sem hér hafa viðkomu. Viðskiptavinahópurinn er því stór og fjölbreyttur,“ segir Sigurður.
Íslenskur sjófatnaður í sókn Fatnaður er einnig stór þjónustuog þróunarþáttur fyrirtækisins undir merkinu Mar Wear. Um er að ræða framleiðslu á vettlingum, sjó- og vinnslufatnaði, einnota vettlingum, ermahlífum, skegghlíf-
Ryðfrí ástengi AISI 316
Eigum til á lager ástengi með renndum 25 og 30 mm götum. Tengin afhendast með kílspori og gati fyrir stoppskrúfu.
Valmet vökvamótorar
Stimpildælur
Grandagarði 18 101 Reykjavík Sími 561-7580 skipa@skipa.is www.skipa.is
Höfum aukið við þjónustu okkar og tökum nú að okkur að smíða flestar gerðir af slöngum. - Háþrýstislöngur - Þvottaslöngur - mm - BSP - JIC
Einnig varahlutir og viðgerðir Vörur frá nánast hvaða framleiðanda sem er!
Vökvatæki ehf
Móhella 4D, 221 Hafnarfjörður Sími 861-4401 Netfang vt@vokvataeki.is Veffang www.vokvataeki.is
Hönnun - Ráðgjöf - Sala - Þjónusta Valmet - Berarma - Eaton/Charlynn
Ryðfrítt og galvanhúðað Vörusala - Skipavöktun - Málningarvinna - Háþrýstiþvottur Tankahreinsun - Dælubílar - Kranabílar
um, svuntum og ýmsu fleiru, ásamt því sem gott úrval býðst af stígvélum. Segja má að þetta sé heildarlausn í fatnaði fyrir bæði skip og vinnslur og sérhannaður fatnaður fyrir íslenskar aðstæður. Í framleiðslu á sjófatnaðinum er notuð ný gerð af PVC plastefni sem heitir Plavitex sem er slitsterkt efni. Sigurður segir sjófatnaðinn frá Mar Wear hafa verið í mikilli sókn og tækifæri séu fyrir hendi í markaðssetningu á þessari vöru erlendis.
Misjafnt hvaða beita er best á hverju svæði Beitusalan hefur frá upphafi verið þungamiðjan í vöruframboði Voot beitu og þar er bæði um að ræða innlenda beitu og innflutta. „Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á er að fylgjast vel með því hvaða beita virkar best á hverju svæði og ráðleggja mönnum um val á beitu. Þetta kunna viðskiptavinir vel að meta en staðreyndin er sú að þó ein gerð af beitu dugi vel á einu svæði þá gerir hún það ekki á öðrum. Það veiðist t.d. betur á síld fyrir austan en annars staðar, smokkfiskurinn er vinsæll fyrir vestan og þannig má áfram telja,“ segir Sigurður en síld í beitu kaupir fyrirtækið af grænlenskum uppsjávarútgerðum þar sem hún er alla jafna talsvert feitari en sú íslenska og það atriði skiptir miklu fyrir árangurinn í veiðunum. „Saura og smokkfisk flytjum við alfarið inn erlendis frá, auk grænlensku síldarinnar en svo kaupum við sjófrystan makríl af innlendum útgerðum og gæðin á honum hafa stöðugt verið að aukast. Hann hefur verið að koma mjög vel út hjá línuútgerðunum. Við leggjum mikið upp úr gæðunum á beitunni og látum t.d. forskoða alla beitu fyrir okkur erlendis áður en við kaupum hana og flytjum hingað heim. Gæðin eru lykilatriði í þessu eins og mörgu öðru. Þá næst líka bestur árangur í veiðunum hjá okkar viðskiptavinum,“ segir Sigurður. voot.is
SÓKNARFÆRI | 71
VENT–AXIA VIFTUR
Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta
Lo-Carbon Silhouette 125
Centrif-duo
VA100 Panel
Silent
ACM100-200
12in Wall fan
Sabre Plate
Hi-line
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
ENNEMM / SÍA / NM83268
Ferskt alla leið
Frá því að fiskurinn kemur í netið og þar til hann byrjar að snarka á pönnu meistarakokks í Samskip eru styrktaraðili Landsambands hestamanna París þarf hann að ferðast langa leið. Fersk og viðkvæm vara eins og íslenskt sjávarfang kallar á nærgætna meðhöndlun og fag mennsku. Við hjá Samskipum bjóðum sjávarútvegsfyrirtækjum virðisaukandi lausnir og margþætta þjónustu sem tryggir að varan komist til skila á hagkvæman og öruggan hátt.
Saman náum við árangri