Sóknarfæri 4. tbl. 2017

Page 1

Sóknarfæri

Júní 2017

Náttúrusýning á heimsmælikvarða Borgarlína til framtíðar Suðupottur hugarafls í Vatnsmýri Austurland er ein heild Mislæg gatnamót auka öryggi Rífandi gangur í Þorlákshöfn Heimilið eins og tilraunastofa


2  | SÓKNARFÆRI

Borg í breytingafasa

Valþór Hlöðversson útgáfustjóri skrifar

Eins og fram kemur í þessu Sóknarfæri eru gríðarlegar breytingar að verða á höfuðborginni og má fullyrða að aldrei áður í sögu hennar hafi hún tekið jafnmiklum stakkaskiptum og orðið hafa sl. ár. Víðtæk pólitísk samstaða hefur náðst um að stöðva útþenslu byggðarinnar en byggja þess í stað upp þétta og hagkvæma borg eins og við þekkjum erlendis frá. Vissulega fylgja slíku vaxtaverkir og spyrja má hvort of geyst sé farið og þéttingarstefnan of dýru verði keypt. Dómur sögunnar býður. Síðustu tvö ár eru metár hvað varðar byggða fermetra í Reykjavík og á næstu árum munu ný hverfi rísi á þéttingarsvæðum þar sem þúsundir Reykvíkinga munu hreiðra um sig. Þetta er sannarlega borg í breytingafasa. Uppbyggingin í miðborginni hefur verið gríðarleg og í stað opinna svæða sem urðu til fyrir mannsaldri rísa nú glæsibyggingar sem glæða munu Kvosina og umhverfi hennar lífi. Við Hörpu rísa nú íbúðir og hótel,

verslunarhúsnæði sprettur fram beggja vegna Geirsgötu, Hafnarstrætið gengur í endurnýjun lífdaga og langþráðar framkvæmdir eru að hefjast við Vesturbugt. Aðeins fáein dæmi týnd til. Í gisnum iðnaðarhverfum, sem mega muna sinn fífil fegurri, hafa verið skipulögð nútíma íbúðahverfi með blandaðri atvinnustarfsemi og er vonandi að vel takist til. Þar ber hæst fyrirhuguð uppbygging í Vogum og vestanverðum Ártúnshöfða þar sem er að finna eitt magnaðasta byggingarland höfuðborgarsvæðisins. Þegar fyrir liggur að íbúum Reykjavíkur mun fjölga um 70.000 manns fram til ársins 2040 er ljóst að ráðast þarf í hundruð milljarða fjárfestingar í umferðamannvirkjum til að greiða fólki leið um byggðina. Það er því ekki undarlegt að þverpólitískar sveitastjórnir allra byggðalaganna á höfuðborgarsvæðinu skuli vera sammála um að taka verði upp algerlega nýja stefnu þegar

kemur að skipulagi byggðar og flæði umferðar. Lykilhugtökin þar eru Borgarlína og þétting byggðar. Annað getur ekki án hins verið og það sjá allir sem hafa kynnt sér málin. Í samræmi við íslenska umræðuhefð eru hins vegar ýmsir sem reyna að telja fólki trú um að snákaolían virki; að efling almenningssamgangna sé bara óþarft gæluverkefni Dags og Co. og að sjálfakandi einkabifreiðar muni leysa umferðarteppur framtíðarinnar! – Já, það eru að koma kosningar. Sagt hefur verið að þegar Íslendingar komist í álnir fari þeir að byggja. Þetta má til sanns vegar færa. Gríðarleg uppbygging á sér stað víða um land, ekki bara hvað íbúðarhúsnæði varðar heldur er verið að reisa atvinnuhúsnæði til sjávar og sveita og ráðast í risaverkefni á sviði samgöngumála. Um sumt af þessu er fjallað í Sóknarfæri að þessu sinni.

Bjarg íbúðafélag í startholunum

Öruggt húsnæði fyrir tekjulága Í fyrsta áfanga verða byggðar 1150 íbúðir í Reykjavík og Hafnarfirði Bjargi íbúðafélagi, sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem rekin er án hagnaðarmarkmiða, er ætlaði að tryggja tekjulágum aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu og hefur félagið nú þegar samið um viljayfirlýsingu við Reykjavík og Hafnarfjörð um lóðir fyrir 1150 íbúðir. ASÍ kom að lagasetningu um almennar íbúðir í síðustu kjarasamningum og var sett inn í samningana að ríkið kæmi með fjármuni inn í þetta kerfi. Síðan voru sett lög í fyrrasumar um almennar íbúðir og á grunni þeirra laga starfar Bjarg íbúðafélag sem ASÍ og BSRB stofnuðu í fyrrahaust. ASÍ og BSRB höfðu áður gert viljayfirlýsingu við Reykjavík og Hafnarfjörð um lóðir fyrir 1150 íbúðir á næstu árum. „Lögum um almennar íbúðir er ætlað að skapa tækjulægri hópunum öruggt húsnæði,“ segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags. „Það byggir á því að ríki og sveitarfélög komi með 30% af svokalluðu stofnframlagi inn í verkefnið, sveitarfélögin koma með framlag í formi lóða og ríkið í formi fjármuna. 70% eru fjármögnuð með láni til 50 ára.“

Til að brúa bil „Við erum með félagslegt húsnæði og síðan erum við með almenna markaðinn og þarna á milli hefur verið tómarúm þar sem fólk hefur ekki haft getu til þess að kaupa á almennum markaði en er með of miklar tekjur til þess að fara inn í félagskerfið. Bjarg íbúðafélag er hugsað til að brúa þetta bil.“ Starfsemi Bjargs íbúðafélags er tvíþætt. Það er annars vegar sá hluti sem felst í að undirbúa framkvæmdir og kemur til með að fylgja eftir framkvæmdum og hins

„Lögum um almennar íbúðir er ætlað að skapa tækjulægri hópunum öruggt húsnæði,“ segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags.

Nú stendur yfir hönnun á um 200 íbúðum, m.a. við Mynd. THG arkitektar. Skarðshlíð í Hafnarfirði.

vegar er verið að byggja upp leigufélag og verða leigutakar á annað þúsund. „Undirbúningur leiguhluta félagsins byrjar í haust þannig að við getum byrjað að taka við umsóknum um íbúðir um næstu áramót.“

Stutt er í að framkvæmdir hefjist á Kirkjusandsreit en þar verða m.a. lóðir fyrir leiguíbúðir Bjargs íbúðafélags.

Byggt í Reykjavík og Hafnarfirði Starfsmenn Bjargar íbúðafélags er búnir að vera að vinna með lóðavilyrði Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðarbæjar og er búið að samþykkja verkefni á fjórum stöðum með um 200 íbúðum sem byrjað er að hanna. Það eru íbúðarhús við Spöngina í Grafarvogi, á Útgefandi: Athygli ehf. Útgáfustjóri: Valþór Hlöðversson, (ábm). Umsjón, textavinnsla og umbrot: Athygli ehf. Auglýsingar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022, inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30, Reykjavík

Kirkjusandi, við Urðarbrunn í Úlfarsárdal og Skarðshlíð í Hafnarfirði. Þá er verið að undirbúa verkefni við Nauthólsveg og í Vogarbyggð. Björn segir að þar sem Bjarg íbúðafélag sé án hagnaðamarkmiða sé allt sem gert er í þeim anda. „Við reynum að gera allt sem við gerum eins hagkvæmt og hægt er.“

Áhersla á litlar íbúðir Lögð er áhersla á að byggja frekar litlar íbúðir. „Þetta verða 45 fermetra tveggja herbergja íbúðir, 70 fermetra þriggja herbergja íbúðir, 85 fermetra fjögurra herbergja íbúðir og 100 fermetra fimm herbergja íbúðir. „Það skipulag sem var í gildi á þessum reitum sem við höfum verið að vinna með hafa gert ráð fyrir mun stærri íbúðum. Það sem þurfti að byrja á að gera var að fara yfir allt deiliskipulagið og fá breytingar á því. Um leið og við minnkum íbúðir þá myndast rými til þess að fjölga íbúðum í sama húsaskrokki og erum við búin að vera að vinna að því að breytingar verði gerðar á því. Við erum líka búin að vera að vinna í því að lágmarka bílastæði í bílastæðahúsum; þau eru mjög dýr og falla ekki vel að þessu verkefni. Þessi deiliskipulagsmál eru sérstaklega tímafrek en það er mikilvægt fyrir okkur að fara rétt af stað. Þá erum við nýlega búin að setja í gang hönnun á þessum fjórum verkefnum á grunni breytts deiliskipulags.“ Um 35 milljarðar króna Björn segir að áætlað sé að Bjarg íbúðafélag byggi vel á annað þúsund íbúðir á næstu sex árum. Fyrsti áfagninn, um 1150 íbúðir, mun kosta um 35 milljarða króna. „Það fylgir því mikil áskorun að byggja þessi hús ódýrt þannig að leigan verði hagkvæm. Við skoðum margar byggingaaðferðir með þetta að leiðarljósi og í hönnunarteymunum eru verktakar, arkitektar og verkfræðistofur sem vinn saman að því að leita hagkvæmustu lausna. Við komum til með að skoða hvað á best við hverju sinni.“

Forsíðumynd: Perla norðurins/Ragnar Th Sigurðsson. Prent­un: Landsprent ehf. Dreift með prentaðri útgáfu Morg­un­blaðsins föstudaginn 23. júní 2017.

bjargibudafelag.is


SÓKNARFÆRI  | 3

ABUS KRANAR Í ÖLL VERK

HB-System

Stoðkranar

Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.is

Sveiflukranar

Brúkranar


4  | SÓKNARFÆRI

Samstaða meðal sveitarfélaganna um Borgarlínu Fyrstu tillögur um fyrirhugaða legu Borgarlínu, nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna, voru kynntar á fundi í Salnum í Kópavogi í byrjun júní. Fundurinn var liður í lögbundnu kynningarferli þar sem farið var yfir tillögur um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040 og breytingar á aðalskipulagi sveitarfélaganna sex sem standa að verkefninu.

Stærsta samvinnuverkefni sveitarfélaganna Borgarlína er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og afrakstur náins samstarfs þar sem að baki liggja greiningar á framtíð samgangna á svæðinu. Í yfirlýsingu sem borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu birtu í desember 2016 kom fram að algjör samstaða ríki meðal sveitarfélaganna um Borgarlínuna. Þar segir að með samstilltu átaki verði með Borgarlínu hægt að auka þjónustu við íbúana á svæðinu, draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, fækka slysum, stórauka flutningsgetu samgöngukerfisins og minnka fjárþörf til viðhalds vegakerfisins. Tilkoma Borgarlínu muni auka lífsgæði og gera mörgum kleift að ferðast hraðar á milli staða en á einkabílnum. Hlutur almenningssamgangna þrefaldaður Áætlað er að á næstu 25 árum fjölgi íbúum höfuðborgarsvæðisins um a.m.k. 70.000 og umferðarspár sýna að þrátt fyrir miklar fjárfestingar í nýjum umferðarmannvirkjum munu umferðartafir aukast verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabílinn. Þess vegna eru afkastamiklar almenningssamgöngur mikilvægt lífsgæðamál fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélögin stefna að því að auka hlutdeild almenningssamgangna með Borgarlínu úr 4% í að minnsta kosti 12% af heildarferðum innan höfuðborgarsvæðisins árið 2040. Áætlaður kostnaður 63-70 milljarðar Með hágæðakerfi almenningssamgangna er átt við kerfi hraðvagna eða léttlesta sem ferðast í sérrými í gatnakerfinu og fá forgang á umferðarljósum. Þannig fæst áreiðanleiki og hraði og ferðatími verður samkeppnishæfari við aðra ferðamáta. Tíðni ferða verður mikil og biðstöðvar yfirbyggðar og vandaðar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Áætlaður kostnaður við innviði Borgarlínu er um 1,10-1,15 milljarður króna á hvern kílómetra á verðlagi í janúar 2017 og því gæti kostnaður við heildarnetið, sem byggt verður upp í áföngum, numið 63 til 70 milljörðum króna.

Hér má sjá fyrstu tillögu um fyrirhugaða legu Borgarlínu og þá valkosti sem enn eru til skoðunar.

Hugmynd að stöð fyrir Borgarlínu við Skeifuna.

Hugmynd um hvernig samspil Borgarlínu og almennrar umferðar gæti litið út á Hafnarfjarðarvegi við Hraunholt.

Mynd: Kanon arkitektar.

Miðað er við að vagnar Borgarlínu stöðvi þétt upp við brautarpalla sem verða í sömu hæð og gólf vagnanna en það tryggir öruggt aðgengi fyrir alla.


SÓKNARFÆRI  | 5

VIÐ ERUM FAGMENN VELKOMIN Í NÝJA FAGMANNAVERSLUN OG TIMBURSÖLU HÚSASMIÐJUNNAR Í KJALARVOGI Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar hefur opnað ásamt glæsilegri timbursölu í Kjalarvogi 12-14, miðsvæðis í Reykjavík. Fagmannaverslunin er sérverslun fagmannsins, sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Þar bjóðum við upp á fyrsta flokks vörur, þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga fyrir fagmenn og fólk í byggingaframkvæmdum. Ein glæsilegasta timbursala landsins er á sama stað þar sem þú finnur allt okkar úrval af timbri og plötum undir einu þaki. Opnum alla virka daga kl. 7:30, alltaf heitt á könnunni.

Kja lar

vog

ur

r i r y f a r i e m . .. fagmenn! ur

ur

Skútuvog

r rvogu

Kjala

Sæbraut

Skútuvogur

Brúarvog

Kjalarvogur

Ný Fagmannaverslun og timbursala

Sæbraut

Skútuvogur

Afgreiðslutími:

Virka daga: 7:30 - 18:00 Laugardaga: 10:00 - 16:00

Kjalarvogi 12-14 / 104 Reykjavík / 525 3400 / husa.is og timbursala Fagmannaverslun • Sími: 525 3400 Kjalarvogi 12-14

Fagmannaverslun


6  | SÓKNARFÆRI

Borgarlínan mikilvæg fyrir íbúa Mosfellsbæjar „Einhugur er í bæjarstjórn Mosfellsbæjar um fyrirhugaða Borgarlínu og þær breytingar sem nauðsynlegt er að gera á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og viðkomandi bæjarfélaga,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Það muni svo skýrast með haustinu hvernig íbúum bæjarfélagsins lítist á verkefnið. „Þó sú vinna hafi verið kynnt mikið á síðustu misserum er það kannski fyrst núna sem almenningur er að byrja að sýna málinu áhuga í tengslum við þá forkynningu á aðalskipulagstillögu um mögulega legu Borgarlínu sem nú stendur yfir. Í haust á sér svo stað hefðbundið ferli vegna breytinga á aðalskipulagi með kynningum, formlegri auglýsingu og athugasemdafresti og þá sjáum við væntanlega betur hver áhugi íbúa er á verkefninu,“ segir bæjarstjórinn. Hann áréttar jafnframt að Borgarlínan sé ein af forsendum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og Mosfellsbær hafi tekið þátt í þeim áformum frá upphafi.

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.

Ekki verður þrengt að einkabílnum í Mosfellsbæ. Mynd: Hilmar Gunnarsson.

Borgarlína er risastór ákvörðun um hágæða almenningssamgöngur „Það var risastór og stefnumótandi ákvörðun til framtíðar þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ákváðu við gerð svæðisskipulags 2015 að stefna að Borgarlínu, hágæða almenningssamgöngum,“ segir Stefán Gunnar Thors umhverfishagfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf. Stefán Gunnar var meðal þeirra sem tóku þátt í að kynna fyrstu tillögur um fyrirhugaða legu Borgarlínu, nýs samgöngukerfis, á fundi í Salnum í Kópavogi í byrjun júní. Hugmyndirnar byggja á valkostagreiningu dönsku verkfræðistofunnar COWI og fela í sér tillögu um heildarnet almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem byggt verður upp í áföngum. Gert er ráð fyrir að endanlegar tillögur um legu línunnar liggi fyrir í sumarlok.

Skemmtileg áskorun Stefán Gunnar segir að með samstarfsyfirlýsingu sveitarfélaganna í desember 2016 hafi verkefnið verið fest í sessi en þar var meðal annars ákveðið að ljúka á þessu ári við að koma Borgarlínu inn í aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaganna. „Með tilliti til framtíðar uppbyggingar og búsetuþróunar á svæðinu er mjög mikilvægt að menn sjái sem fyrst hvernig heildarnet almenningssamgangna kemur til með að líta út.“ Hann segir það skemmtilega áskorun að taka þátt í þessu viðamikla skipulagsferli með sveitarfélögunum og svæðisskipulaginu. „Við hjá VSÓ höfum aðstoðað svæðisskipulagsnefndina við að útbúa verk- og matslýsingu fyrir svæðisskipulagsbreytinguna og síðan við verklýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar fyrir öll sex sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.“ Í kjölfar þess hefur VSÓ síðan unnið að drögum að aðalskipulagsbreytingum ásamt umhverfismati fyrir öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. En þessi drög voru til kynningar til 20. júní. Hann segir að með þátttöku í Borgarlínu felist ákveðin skuldbinding af hálfu sveitarfélaganna um að þétta byggð á þeim svæðum sem Borgarlínan mun liggja um. Í skipulagsferlinu verði varpað ljósi á hvernig þéttingin verði og sett fram greining á þeim áhrifum sem líklegt er að hún muni hafa. Umferðarlíkan Í dag nýta um 45 þúsund manns almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eða um 4% þeirra sem ferðast um gatnakerfið á hverjum degi. Með Borgarlínu er stefnt að því að fjölga notendum almenningssamgangna í 180 þúsund eða í 12% árið 2040. Stefán Gunnar segir að VSÓ hafi á undan-

Stefán Gunnar segir að umferðalíkan sem VSÓ hefur þróað fyrir höfuðborgarsvæðið muni gagnast vel við að meta áhrif Borgarlínunnar á umferðarflæði og ferðatíma bæði almenningssamgangna og einkabíls.

förnum árum þróað umferðalíkan fyrir höfuðborgarsvæðið sem hann telur að muni gagnast vel við að meta áhrif Borgarlínunnar á umferðarflæði og ferðatíma bæði almenningssamgangna og einkabíls. „Slík greining er síðan forsenda þess að hægt sé að meta áhrif þessara breytinga á hljóðvist, loftgæði

og þjónustustig á götunum. Hver er biðtíminn, hver er ferðatíminn fyrir einkabílinn, hvernig verður ástandið árið 2040 þegar bæst hafa við 70 þúsund manns með og án Borgarlínu? Þetta eru allt spurningar sem leitað verður svara við í skipulagsferlinu,“ segir Stefán Gunnar.

Ekki þrengt að einkabílnum „Til að höfuðborgarsvæðið geti tekið á móti þeim íbúafjölda sem búist er við fram til ársins 2040, eða um það bil 70.000 manns, er nauðsynlegt að tryggja greiðar og öruggar samgöngur, bæði með almenningssamgöngum og bílum,“ segir Haraldur. Ljóst sé að ef engin breyting verði á samgöngumáta íbúa höfuðborgarsvæðisins þá munu umferðartafir aukast mjög og það muni bitna verulega á Mosfellingum sem sæki vinnu, skóla eða aðra þjónustu út fyrir bæjarfélagið. „Borgarlínan er því mikilvæg fyrir okkur Mosfellinga til framtíðar. Hún mun líka auka möguleika okkar á því að markaðssetja Mosfellsbæ sem stað fyrir atvinnufyrirtæki, hótel, verslanir og aðra þjónustustarfsemi en einkabíllinn verður líka áfram velkominn í Mosfellsbæ,“ segir Haraldur. Ekki verði þrengt að einkabílnum, bílastæði séu ókeypis i Mosfellsbæ en mikilvægt sé að tryggja fjölbreytta samgöngumáta til framtíðar. „Þar munu bæði einkabíllinn og Borgarlínan leika stórt hlutverk ásamt öðrum almenningssamgöngum, sem og gamla góða reiðhjólið,“ segir bæjarstjórinn. Borgarlínuverkefnið gerir ráð fyrir þéttingu byggðar, sérstaklega í kringum stoppistöðvar, og segir Haraldur að sú þróun sé þegar hafin með uppbyggingu í miðbæ Mosfellsbæjar og þéttingu byggðar þar. Þá verði horft til þéttari byggðar í skipulagi Blikastaðalands, sem sé eitt af framtíðarbyggingarsvæðum í Mosfellsbæ og uppbygging þess forsenda fyrir því að Borgarlínan komi í Mosfellsbæ. Jafnframt mun hún án efa auka möguleika annarra en Mosfellinga að sækja vinnu í sveitarfélaginu. Mikilvægt að halda í bæjarbraginn „Bæjarbragurinn hér skiptir okkur miklu máli og við ætlum að halda í hann. Þess vegna erum við ekki með áform um háreista byggð í Mosfellsbæ og þéttingarhugmyndir okkar því öðruvísi en t.d. víða í Reykjavík og Kópavogi. Við erum frekar að horfa á ákveðin einkenni sérbýlis, þó svo gömlu einbýlishúsunum með stórum görðum fari kannski eitthvað fækkandi,“ segir bæjarstjórinn. Þá þurfi líka að horfa til þeirrar sérstöðu sem Mosfellsbær hefur meðal sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem eru tengslin við náttúruna. „Hingað flytja gjarnan þeir sem vilja hafa rólegt í kringum sig og auðvelt aðgengi að náttúru og útvist. Það er svo sannarlega í boði hér í Mosfellsbæ og það ætlum við halda í samtímis því sem Borgarlínan mun veita okkur tækifæri til að efla miðbæinn okkar þannig að hingað verði hægt í auknum mæli að sækja eftir þjónustu og gefandi mannlífi,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri að lokum.

Uppbygging hraðvagnakerfis hafin í Stavangri Það er víðar en á höfuðborgarsvæðinu sem unnið er að þróun og uppbyggingu hágæðakerfa almenningssamgangna samhliða þéttingu byggðar. Vaxandi borgir á Norðurlöndunum, sem eru sambærilegar höfuðborgarsvæðinu hér að stærð, vinna eftir sömu hugmyndafræði og hafa sambærilega stefnu og sett er fram í svæðisskipulagi til 2040. Sem dæmi má nefna Stavanger, Þrándheim, Bergen, Álaborg og Óðinsvé.

Bussvei 2020 Verkefnið Bussvei 2020 er stærsta umferðarverkefni sem nú er í gangi við Stavangur í Rogalandsfylki í Noregi. Íbúar í Stavangri eru um 230 þúsund eða álíka margir og á höfuðborgarsvæðinu. Þar verður komið upp hraðvagnakerfi sem mun tengja miðborg Stavangurs við byggðirnar í kring og við vaxtar- og þéttingarreiti innan borgarinnar. Á þessum leiðum verður útbúið sérrými fyrir hraðvagna sem munu, eins og fyrirhugað er að gera hér, hafa forgang á gatnamótum. Verkefnið er unnið á áföngum og hefur fyrsta hluta þess þegar verið lokið en áætlað er að verkinu verði að fullu lokið sumarið 2021 og eiga þá um 55 umhverfisvænir vagnar að geta ekið hindrunarlaust á þessum leiðum. Helstu röksemdir Norðmanna fyrir nýja kerfinu eru að vagnarnir munu eiga greiðari leið um borgarlandið og sleppa við langar bílaraðir sem þýðir styttri ferðatíma. Vagnarnir verða nýir og þægilegri en þeir gömlu og þeim mun fylgja minni útblástur. Norska ríkið hefur sett fram það markmið í samgönguáætlun

Frá Stavangri. Hraðvagnarnir munu aka í sérrými og eiga greiðari leið um gatnakerfið sem þýðir styttri ferðatíma.

Noregs að allur vöxtur í borgarsamgöngum verði með almenningssamgöngum, göngu og hjólreiðum. Fjöldi bílferða og ekin vegalengd einkabíla á að standa í stað þrátt fyrir fjölgun íbúa og aukin umsvif í borgunum.


SÓKNARFÆRI  | 7

Nýtt gæðaflot frá BM Vallá Nú getur þú fengið flot í bestu gæðum hjá BM Vallá auk fyrsta flokks þjónustu við verkið. Mikil afköst og hagkvæmur kostur í stórar og litlar framkvæmdir.

PIPAR\TBWA • SÍA • 165215

Mikil gæði og góðir floteiginleikar

Hægt er að fylla á flotsíló á meðan dæling fer fram og tryggir það góð afköst.

Slitsterkt og endingargott flot með góða vinnslueiginleika, sem hentar í flestar gerðir bygginga.

Fagmenn okkar ráðleggja þér með val á réttu efnunum og veita fyrsta flokks þjónustu. Hafðu samband í síma 412 5040 eða á sala@bmvalla.is

bmvalla.is


8  | SÓKNARFÆRI

Frumkvöðlasetrið Gróska:

Suðupottur hugarafls í Vatnsmýri Stefanía G. Halldórsdóttir vonast eftir lifandi samstarfi háskóla og hugverkaiðnaðar í Grósku.

Um þessar mundir rís stæðileg bygging við Sturlugötu í Vatnsmýri, umhverfisvænt frumkvöðlasetur sem leiða mun saman krafta Háskóla Íslands og atvinnulífsins. „Gróska á að vera suðupottur hugmynda og nýsköpunar en hún mun hýsa öflug fyrirtæki í hugverkaiðnaði. Húsið verður byggt til að efna til samtals, að skapa aðstæður fyrir fólk til að tala saman, deila hugmyndum og vera sprota- og nýsköpunarsmiðja,“ segir Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi.

Samstarf HÍ og atvinnulífsins „Við verðum með eina hæð í þessu fjögurra hæða húsi en það er samstarfsverkefni Vísindagarða og okkar. Með því viljum við taka þátt í að skapa umhverfi þar sem hugmyndir geta fæðst og fengið tækifæri til að þróast. CCP hefur unnið með háskólunum að ýmsum verkefnum en við viljum efla samstarfið enn frekar og höfum gert samning þess efnis. Við munum geta tekið fólk inn í okkar verkefni, mögulega sem hluta af þeirra menntun, og sjáum gott tækifæri í því að leiða saman krafta atvinnulífs og háskóla á markvissan hátt; deila þekkingu, efla nýsköpun, miðla af reynslu og skapa aðstöðu.“ Enn er óljóst hvaða önnur fyrirtæki munu hafa aðstöðu í Grósku en Stefanía vonast til að sjá fleiri tæknifyrirtæki þar og skemmtilega frumkvöðla. Lifandi andrúmsloft hvetur til sköpunar Höfuðstöðvar CCP á Íslandi eru nú niður við Granda. „Þegar við fluttum þangað var ekki mikið af fyrirtækjum í kringum okkur en á síðustu árum hefur þróast hér skemmtilegt samfélag. Við höfum verið mjög ánægð með dvölina enda veitingastaðir, ostabúð, ísbúð og brugghús í næsta nágrenni. Við höfum kunnað vel að meta að hafa þessa fjölbreytni í kringum okkur,“

CCP verður til húsa í þessum byggingum sem eru hluti Vísindagarða sem nú rísa í Vatnsmýrinni.

Skóflustungan tekin að Grósku. Frá vinstri Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

segir Stefanía og segir að það skipti miklu máli fyrir lifandi og dýnamísk fyrirtæki að hafa slíkt umhverfi í kringum sig. „Það er einmitt svo flott við Grósku að neðsta hæðin verður ætluð fyrir lifandi starfsemi á borð við kaffihús, veitingastaði og líkamsrækt – við erum að vonast eftir ísbúð og bruggsmiðju – en fjölbreytt starfsemi í kringum okkkur er mjög mikilvæg þegar kemur að því að skapa jarðveg fyrir frjótt hugmyndasamfélag. Húsið verður góð viðbót við háskólasamfélagið og nærumhverfið, það verður miðsvæðis og torgi fyrir framan húsið

sem mun vonandi draga fólk að svæðinu. Það getur því orðið skemmtilegt mannlíf í húsinu!“

Frá Shanghai til Granda Stefanía tók við stöðu framkvæmdastjóra CCP á Íslandi árið 2016. „Ég tók í raun við stöðunni í ágúst og var þá að fljúga á milli Íslands og Kína fyrst um sinn. En það má segja að ég hafi byrjað af fullum krafti sem framkvæmdastjori nú í janúar. Ég hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2010 og kom þá inn sem deildarstjóri í leikjahönnun og efni (e. content) og varð svo þróunarstjóri

yfir EVE Online á Íslandi. Þaðan fór ég svo yfir til Kína þar sem ég var yfirmaður þróunarsviðs fyrirtækisins í Shanghai í tvö ár. Þar stýrði ég útgáfu EVE Online í Kína og hafði meðal annars umsjón með þróun töluvuleiksins Gunjack, sem er í dag mest seldi sýndarveruleikaleikur heims.“ Stefanía segir starfsfólk CCP vera með ólíkan bakgrunn en sjálf er hún með BS gráðu í landafræði og M.Sc í umhverfisvísindum frá verkfræðideild Háskóla Íslands. „Ég tók reyndar tölvunarfræði sem aukagrein meðfram námi og bætti svo við mig gagnagrunnsnámi. Ég hef í raun alltaf unnið í þessum geira, landfræðilegum upplýsingakerfum og slíku og var það sem kallast gagnagrunnstjóri. Við sem vinnum hér komum úr ólíkum áttum en eigum það flest sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á tölvuleikjum, spilum þá sjálf og pælum mikið í þeim.“

Hvað ertu að gera í tölvunni? „Ég er fegin að ég ólst upp á tíma þar sem fólk hafði ekki áhyggju af því hversu lengi börn væru í tölvum, en ég eyddi mörgum klukkutímum fyrir framan gömlu Sinclaire Spectrum tölvuna og forritaði leiki,“ segir Stefanía. „Í dag eru tölvur og tölvuleikir ekki eins mikil jaðarmenning og hún var þá. Nú eru allir með leiki í símum og tölvum. Ég tel að leikir gefi okkur

tækifæri til að koma menningu okkar á framfæri og sem kennslutæki, það er til dæmis hægt að kenna landafræði og sögu í gegnum tölvuleiki, ef fólk hefur bara hugmyndarflug í það,“ segir Stefanía og segir tölvuleiki spanna mjög breitt svið og vera afar ólíka. „Sumir eru hrein afþreying en aðrir geta verið hagnýt kennslutæki sem hjálpa ungum sem öldnum að öðlast nýja þekkingu og færni. Það má líkja þessu við sjónvarspáhorf: Við höfum annars vegar efni á borð við fréttir og heimildamyndir og hins vegar skemmtiþætti og sápuóperur.“ „Foreldrar ættu því að hætta að spyrja krakka hvað þau séu búin að vera lengi í tölvunni en spyrja þau frekar hvað þau séu að gera í tölvunni. Hafa þau aðgang að eða nýta þau sér forrit sem hjálpa þeim eða kenna þeim, inn á milli afþreyingarinnar? Eru þau læra að skapa í Minecraft, nota tölvuforrit til að klippa saman myndbönd eða semja tónverk? Það er mikilvægt að við sem foreldrar setjum okkur inn í hvað börnin eru að gera“, segir Stefanía og bætir við að okkur eigi eftir að koma skemmtilega á óvart þegar þessi kynslóð kemur á atvinnumarkaðinn.

Nauðsynlegt að finna farveg fyrir íslensku Stefanía segir mikilvægt að ef við viljum halda í íslenskuna og að hún verði notuð af komandi kynslóðum verði henni fundinn farvegur í tölvuheiminum. Tölvur séu tól og samskiptatæki framtíðarinnar, uppspretta afþreyingar og upplýsinga. „Íslenska þarf að koma inn í tæknina ef hún á að lifa af. Við þurfum að finna henni farveg inn í bæði tækni- og leikjasamfélagið því annars munum við alltaf velja tölvuleiki á ensku fyrir krakkana okkar. Það er auðvitað í lagi í og með en við þurfum að hafa þennan valkost. Þetta er mun mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir.“


SÓKNARFÆRI  | 9

Allt fyrir kælingu & frystingu fyrir veitingamarkaðinn, verslanamarkaðinn, sjávarútveginn, matvælaiðnaðinn og í raun alla sem þurfa á kælingu og frystingu að halda.

Afgreiðslu- & kökukælar

Hraðopnandi kæli- & frystiklefahurðir

Kæli- & frystikerfi

Hraðkælar & frystar

Klakavélar

Kæli- & frystitæki veitingamarkaðinn

Plaststrimlar í kæli- & frystiklefa

Hillukælar

Loftkæling

er R auðag

ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 180

0 · ww

w.ka e

Hillur í kæli- & frystiklefa

fyrir

Blandarar fyrir veitingastaði og stóreldhús

Kæli- & frystiklefar, hurðir & öryggisbúnaður

litae kni.

Okkar þekking nýtist þér


10  | SÓKNARFÆRI

Nýstárleg nýting lághitavatns á Norðurlandi eystra

Baðhellar við munna Vaðlaheiðarganga Stefán Tryggva- og Sigríðarson, eigandi hótelsins Natur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni sem EIMUR, Íslensk verðbréf og Vaðlaheiðagöng ehf. stóðu fyrir um nýtingu lághitavatns á Norðurlandi eystra. Úrslitin voru tilkynnt nýverið, fjórar voru valdar til úrslita en fjölmargar hugmyndir bárust í samkeppninni. Hugmynd Stefáns gengur út á að byggja baðhella við Vaðlaheiðagöng.

Fjölsóttur ferðamannastaður Grunnhugmynd Stefáns er að auka virði þess heita vatns sem kemur úr Vaðlaheiðagöngunum með því að búa til fjölsóttan ferðamannastað þar sem heita vatnið og uppruni þess er aðalaðdráttaraflið, baðhellarnir yrðu sprengdir inn í berg sem gengur í sjó fram í landi Halllands norðan gangamunnans að Vaðlaheiðagöngum. Þar yrði að auki útsýnisaðstaða og veitingahús og heita vatnið úr göngunum yrði nýtt til upphitunar á því og sem neysluvatn. Hellarnir yrðu nýttir til baða og undirstrika notkun Íslendinga á heitu vatni til baða um aldirnar. Aðkoma að hellunum er um tvær hvelfingar með minni afhellum. Í aðstöðuhúsi yrði afgreiðsla og búningaaðstaða en þá taka við jarðgöng sem yrðu ein samfelld sturta,

Hugmynd Stefáns gengur út á að byggja baðhella við Vaðlaheiðagöng.

þannig yrði sýnileiki þess að vatnið komi úr jarðgöngum sem mestur. Inni í meginhvelfingunni yrði foss.

Einstakur tónleikasalur Í tillögunni er gert ráð fyrir að laugum, misheitum og djúpum og inni í helli yrði gufubað, nuddþjónusta og slökun og fleira í þeim dúr. Framan við yrði yllón með

sandfjörur úr svörtum eldfjallasandi. Stefán telur fleiri atriði upp í tillögu sinni, m.a. að ráð yrði gert fyrir góðum hljómburði í hellunum þannig að úr yrði einstakur tónleikastaður. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir öðrum minni helli, upplýstum af gróðurhúsalömpum þar sem fram gæti farið ræktun grænmetis og blóma.

Ekki spilla upplifun gesta með örtröð Stefán nefndir í tillögunni að upplifun gesta megi ekki spilla með örtröð og mannmergð þannig að takmarka ætti aðkomu að hellunum og 50 til 100 manns yrði hleypt inn á hverri klukkustund. Með heilsársopnun og miðað við að um 500 manns kæmu daglega, vel á

annað hundrað þúsund á ári og aðgangur næmi 5 þúsund krónum yrðu tekjur hátt í einn milljarður króna. Erfitt er að meta kostnað við framkvæmdina, en Stefán giskar á í greinargerð sinni að hann gæti numið tveimur til fjórum milljörðum króna.

Við Skoðum LíkA FASTEigniR! Fjölbreytt úrval

Fyrir alla

√ Leiguskoðun

√ Einstaklinga

√ Rafmagnsskoðun

√ Fasteigna- og leigufélög

√ Söluskoðun

√ Ástandsskoðun

o Sérsniðnar lausnir o Þakskoðun

o Rakamæling

o Hitamyndataka

√ Fasteignasölur

√ Tryggingafélög

√ Fjármálastofnanir

√ Sveitarfélög og ríkisstofnanir √ Aðila í byggingariðnaði

o Sýnataka

√ Byggingareftirlit √ Einnig skoðun gæðastjórnunarkerfa í byggingariðnaði

Fasteignaskoðanir Frumherja - Sími: 570 9360 - netfang: fast@frumherji.is - www.frumherji.is


SÓKNARFÆRI  | 11

RAFMAGN ER OKKAR FAG Heildarlausnir á sviði raf- og lýsingarbúnaðar Ískraft hefur þjónustað rafiðnaðinn í meira en 40 ár. Við bjóðum fjölda þekktra og viðurkenndra vörumerkja sem fagmenn treysta.

RAFLAGNAEFNI • TÖLVULAGNAEFNI LJÓSLEIÐARABÚNAÐUR • LÝSINGABÚNAÐUR IÐNSTÝRIBÚNAÐUR • STRENGIR OG KAPLAR

Skoðaðu úrvalið okkar á iskraft.is Smiðjuvegi 5 - 200 Kópavogi - Sími 535 1200 • Iðavöllum 12 - 260 Reykjanesbæ - Sími 421 6526 Eyrarvegi 42 - 800 Selfossi - Sími 483 5200 • Hjalteyrargötu 4 - 600 Akureyri - Sími 455 1200 Sólvangi 7 - 700 Egilsstöðum - Sími 470 3120 • Netfang: sala@iskraft.is


12  | SÓKNARFÆRI

Rífandi gangur í Þorlákshöfn Mikill uppgangur er í Þorlákshöfn og sveitarfélaginu Ölfusi og eru íbúar þar nú orðnir rúmlega 2.000 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Búið er að úthluta um 30 lóðum fyrir samtals um 100 íbúðir í Þorlákshöfn frá áramótum og mikið spurst fyrir um atvinnulóðir í sveitarfélaginu, ekki síst eftir að vikulegar siglingar hófust milli Rotterdam og Þorlákshafnar í byrjun apríl. „Það er vart nokkur staður á landinu þar sem betra er fyrir fjölskyldufólk að búa en hérna í Þorlákshöfn,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri og bendir á að þar sé bæði mjög góður leikskóli og grunnskóli og frábær íþróttaaðstaða með knattleikja- og frjálsíþróttasvæði, inni- og útisundlaug, spa og tækjasal. Fín aðstaða sé einnig fyrir hestafólk, bæði reiðhöll og hringvöllur og góðar reiðleiðir í næsta nágrenni.

30 lóðir frá áramótum „Okkur vantar bara fleira fólk á staðinn til að vinna hin ýmsu störf og njóta lífsins, því hamingjan er hér eins og allir eiga nú að vita,“ segir bæjarstjórinn kampakátur og vísar til herferðar sem sveitarfélagið hefur staðið fyrir. Ætla má að umrædd herferð og aðrar aðgerðir sem sveitarfélagið hefur lagt á ráðin um á liðnum misserum til að auka

Vikulegar ferjusiglingarnar milli Þorlákshafnar og Rotterdam, sem hófust í byrjun apríl, ganga vel og þeim fylgja aukin umsvif.

Við höfum varðveitt ylinn í íslenskum húsum í 60 ár

-vottuð n u r g n a n ei

llum ö í a r e v ð a á di n a l s Í á m u g byggin

Hágæða einangrunarplast • fyrir sökkla • undir gólfplötur • á útveggi og þök

einangrun – umbúðir

TEMPRA EHF • Íshella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 520 5400 • tempra@tempra.is • www.tempra.is


SÓKNARFÆRI  | 13

íbúafjöldann í sveitarfélaginu séu farnar að skila sér því íbúatalan er nú komin upp í 2.045, þar af 1.615 í Þorlákshöfn og hafa þeir aldrei verið fleiri. Uppgangur er einnig í atvinnulífinu í sveitarfélaginu. Vikulegar ferjusiglingarnar milli Þorlákshafnar og Rotterdam, sem hófust í byrjun apríl, ganga vel og þeim fylgja aukin umsvif. Bílar, nýir og notaðir eru fluttir til landsins með ferjunni, einnig landbúnaðartæki, þungavinnuvélar og húsvagnar, svo nokkuð sé nefnt, en útflutningurinn er mest frosinn og ferskur fiskur. Hafa landanir úr togurum og fiskiskipum aukist mjög í tengslum við siglingarnar og mikið að gera hjá bæði kæli- og frystigeymslunni Kuldabola og Fiskmarkaði Íslands í Þorlákshöfn.

Siglingarnar mikil innspýting „Ferjusiglingarnar eru mikil innspýting fyrir atvinnulífið hérna og það er mikið spurt um atvinnulóðir hjá okkur,“ segir Hjörtur B. Jónsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn, aðspurður um áhrif siglinganna á atvinnulífið í sveitarfélaginu. Til að mæta væntanlegri uppbyggingu sé sveitarfélagið nú að leggja lokahönd á skipulag 50 hektara athafnasvæðis með mismunandi stórum lóðum í nágrenni hafnarinnar auk þess sem samþykkt var í vor skipulag á 200 hektara svæði vestan Þorlákshafnar sem hugsað er fyrir stærri iðnaðarlóðir. „Aðstæður fyrir margs konar starfsemi eru mjög hagstæðar hér, það eru góðar samgöngur til allra átta og aðeins um 40 km til Reykjavíkur og 85 km til Keflavíkurflugvallar eftir Suðurstrandarvegi,“ segir Hjörtur en vill ekki að svo stöddu upplýsa hvaða aðilar hafi verið að spyrjast fyrir um þetta nýja athafnasvæði við höfnina. „Það er ekki tímabært en á meðan höldum við bara okkar striki við að bæta hafnaraðstöðuna hérna í Þorlákshöfn. Dýpkunarframkvæmdum var að ljúka um síðustu mánaðamót og þar með er lokið þeim úrbótum sem við þurftum að ráðast í vegna ferjusiglinganna og móttöku stærri flutningaskipa. Næst á dagskrá er að hefjast handa við að lengja og fjölga viðleguköntum hjá okkur til að geta sinnt betur auknum skipakomum og löndunum fiskiskipa,“ bætir hafnarstjórinn við, enda öflug fiskvinnslufyrirtæki í Þorlákshöfn sem eru að vinna bæði fisk og humar.

Búið er að úthluta um 30 lóðum fyrir samtals um 100 íbúðir í Þorlákshöfn frá áramótum og er þegar byrjað að byggja bæði raðhús og parhús.

Frábæra aðstöðu til íþróttaiðkana er að finna í Þorlákshöfn.

Ný kynslóð málningarefna ONE SUPER TECH Sjálf hreinsandi akrýlmálning sem byggir á nanótækni. Hentar á við, stein, bárujárn og innbrenndar klæðningar. Hálfmött og afar litheldin. One þekur ótrúlega vel og endist margfalt á við önnur málningarkerfi. Svansvottuð.

SUPERMATT Efnið sem fagurkerarnir hafa beðið eftir: Almött þekjandi viðarvörn. Nýja Supermatt viðarvörnin sameinar almatt yfirborð og hámarks gæði. Liturinn er dýpri og náttúrulegri á sama tíma og málningin verndar húsið þitt til lengri tíma.

Fiskeldi og fiskþurrkun

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Þorlákshöfn í tengslum við fiskeldi, sem er vaxandi atvinnugrein í landinu. „Hér eru framleidd öll seiði fyrir Arnarlax á Vestfjörðum og einnig fyrir Fiskeldi Austfjarða,“ segir Hjörtur hafnarstjóri og bætir við að nýlega hafi fyrstu seiðin verið flutt í kvíar Laxa ehf. í Reyðarfirði. Annað stórt uppbyggingarverkefni í sveitarfélaginu er bygging fullkominnar fiskþurrkunarverksmiðju á vegum Lýsis hf. á athafnasvæði um 3-4 km norðvestan við Þorlákshöfn. Fyrsti áfangi verksmiðjunnar er um 2.500 m² að stærð og er ráðgert að taka hana í notkun í júlí á næsta ári. olfus.is

SÍLOXAN Eru rakavandamál? Almatta síloxan útimálningin hleypir rakanum út en ekki inn. Fæst einnig teygjanleg á netsprungna fleti. Einstök lausn á steypta veggi og múrklæðningar. Vegna öndunareiginleika sinna er síloxan nauðsynlegt og í raun skilyrði á múrklæðningar sem einangraðar eru utan frá.


14  | SÓKNARFÆRI

Hafnarborgin Reykjavík:

Faxaflóahafnir í stöðugum vexti

Hildur Gunnlaugsdóttir segir mikla vinnu hafa verið lagða í að koma til móts við aukningu ferðamanna við Gömlu höfnina í Reykjavík.

„Við finnum mikinn áhuga fyrir Gömlu höfninni um þessar mundir en þar eru margir með hugmyndir að starfsemi sem er töluvert ólík því sem þar er fyrir. Það er mikið verið að sækja um lóðir á svæðinu og lóðarhafar hafa áhuga á frekari framkvæmdum. Fólk hefur áhuga á öðruvísi uppbyggingu en þessari hefðbundnu hafnar- eða iðnaðarstarfsemi. Flestar þessara fyrirspurna eru á vinnslustigi en ég get þó nefnt dæmi um að það er verið að breyta deiliskipulagi til að gera ráð fyrir þrívíddarbíói,“ segir Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna, en tekur þó fram að mikilvægt sé að halda í hefðbundna hafnsækna starfsemi. „Í Örfyrisey og Vesturhöfn er nú þegar alls kyns ólík starfsemi svo að fyrirspurnir sem hafa borist varðandi til að mynda menningarstarfsemi, skrifstofur og skóla koma ekki á óvart.“

Höfnin vinsæll viðkomustaður ferðamanna Undanfarin ár hefur Gamla höfnin notið aukinna vinsælda meðal bæði heimafólks og ferðamanna en töluverð vinna hefur verið lögð í að koma til móts við þá aukningu að undanförnu. „Við höfum verið að vinna að því að bæta aðstöðuna þar og erum á lokametrunum að undirbúa skipulagsbreytingar sem gera ráð

fyrir því að við byggjum og gerum út m.a. söluhús fyrir ferðaþjónustuna við Ægisgarð. Þar eru nú þegar litlir kofar sem hafa fengið stöðuleyfi eitt ár í senn, en við munum byggja heildstæða röð smekklegra söluhúsa sem leigð verða út. segir Hildur en tillögur að verkinu hafa verið hannaðar af Yrki arkitektum. „Þetta eru skemmtileg og falleg hús, nútímaleg en þó með skírskotun til gömlu söluhúsanna sem voru í Kolasundi í kringum aldamótin 1900. Vonandi getum við hafið fyrsta áfangann á næsta ári en þar yrðu líka þjónustuhús á Miðbakka sem þjónusta munu skemmtiferðaskipin.“

Sundahöfn stækkar og nútímavæðist Í Sundahöfn er einnig mikið um að vera. „Þar eru stór verkefni í gangi, við erum að gera nýjan hafnarbakka sem er 400 m langur og 70 m breiður en þar er einnig unnið að dýpkun. Þegar þessum framkvæmdum er lokið munum við geta tekið á móti þrefalt stærri skipum en þau sem koma nú. Þetta eru skip sem geta tekið 2150 gámaeiningar. Við erum einnig að

huga að frekari landfyllingum og erum að skoða hvernig við skipuleggjum nýtt land. Þar höfum við horft til nútímalegra hafna og hugum til að mynda að bílahúsum á fleiri Faxaflóahafnir eru lifandi svæði í stöðugri þróun. Hér má sjá fyrirhuguð sölu- og þjónustuhús við Mynd: Yrki arkitektar. Ægisgarð.

hæðum í stað þess að hafa þá í stórum breiðum. Að sama skapi verður gert ráð fyrir að betri nýtingu á gámavöllum til að nýta betur dýrtmætt land og hugað verður að nýjum tæknilausnum á svæðinum.“ „Við erum ekki með ótakmarkað land, svo það skiptir miklu máli að það sé vel skipulagt og nýtingin sé góð. Breytingunum mun fylgja stærri krani til að hýfa upp gáma heldur en hefur verið við Sundahöfn. Reykjavík er náttúrulega hafnarborg og ég held að það geti verið skemmtilegt tákn um að hér sé lifandi höfn. Í Sundahöfn er líka tekið á móti skemmtiferðaskipum

og Viðeyjarferju, svo svæðið er blandað, en hún er náttúrulega stærsta gámahöfn landsins,“ segir Hildur. Hún segir einnig að huga þurfi að nálægð við Viðey og að siglingaleiðir þurfi að vera góðar. Nú er í gildi aðalskipulag sem gerir ráð fyrir eitthvað af þessum stækkunum, en við erum að vinna að nýju deiliskipulagi við Sundabakka og Kleppsbakka.

Framtíðaruppbygging á Klettagörðum og Grundartanga Hildur bendir á vaxtarmöguleika við Klettagarðasvæðið en segir þó að hugmyndir því tengdu séu á algjöru frumstigi. Núverandi aðalskipulag gerir ráð fyrir þónokkurri uppbyggingu á atvinnuhúsnæði en hafnaryfirvöld vilji ekki fá íbúðabyggð of nálægt. „Við verðum að

vernda hafnarsvæðið líka, það þarf að huga að ákveðnum öryggisfjarlægðum og hávaðatakmörkunum og öðru.“ „Við lítum einnig mikið til Grundartanga varðandi framtíðarþróun en þar er verið að skipuleggja svæði með góðum lóðum fyrir til að mynda vöruhús, því þar er einnig möguleiki að taka á móti vörum. Það skiptir máli að slík svæði séu vel skipulögð svo ekki sé t.d. alltaf verið að keyra stóra vörubíla þar í gegn og hægt sé að hafa vöruhús þar sem minni bílar geta komið að. Grundartangi er klárlega framtíðarsvæði, bæði sem iðnaðar- og flutningshöfn,“ segir Hildur að lokum.


SÓKNARFÆRI  | 15


16  | SÓKNARFÆRI

Gámaþjónusta Norðurlands á Akureyri Stefnir að því að minnka umfang úrgangs með aukinni endurvinnslu „Það er mikil gerjun í gangi hér á svæðinu þegar kemur að því að finna leiðir til að nýta sem mest og fá þar af leiðandi sem minnst inn til okkar af úrgangi til förgunar,“ segir Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands. „Við á Akureyri höfum verið framarlega í flokki þegar kemur að þessum málaflokki og höfum metnað til þess að vera í fremstu röð. Við erum sífellt að leita leiða til að þess gera okkar besta, skoða hvað má gera betur, prófa okkur áfram og vinna að þróunarverkefnum.“ Mikil umbreyting hefur orðið norðan heiða á síðastliðnum árum þegar kemur að úrgangsmálum, allt fram í febrúar árið 2011 var allur úrgangur Akureyringa og nærsveitunga þeirra urðaður á sorphaugum á Glerárdal, sturtað niður af bílum og mokað yfir. „Við vorum allt fram á þann tíma aftarlega á merinni í málaflokknum, en sem betur fer hafa umskiptin undanfarin ár verið til betri vegar,“ segir Helgi.

Stöðin rifin upp úr drullunni Sorphaugarnir höfðu verið reknir á undanþágu um skeið, en þegar

starfsleyfið rann út í upphafi ársins 2011 tóku menn sig til og brettu upp ermar. Ný tilhögun að sorphirðu var tekin upp, Gámaþjónusta Norðurlands bauð á þeim tíma lægst í verkefnið og fékk það. Nýjungin á þeim tíma fólst í því að auka flokkun á heimilissorpi og gera íbúum auðveldara fyrir með að losa sig við það. Tekið var upp svonefnt tveggja íláta kerfi við heimilin, í hverri sorptunnu er önnur minni undir lífrænan úrgang sem safnað er saman í niðurbrjótanlega maíspoka. Þá var grenndarstöðvum fjölgað, en á þeim er fjöldi gáma undir endurvinnanlegt efni. „Við byrjuðum strax á framkvæmdum, hófum að reisa hér aðstöðu á Hlíðarvelli við Hlíðarfjallsveg til að unnt væri að sinna verkefninu. Það má segja að við höfum rifið þetta upp úr drullunni á mettíma, framkvæmdir gengur hratt fyrir sig og stöðin var tekin í notkun í júlímánuði árið 2012,“ segir Helgi. Á stöðinni við Hlíðarvelli er móttaka fyrir endurvinnanlegan úrgang. Móttakan er um 1800 fermetrar að stærð, en einnig er á svæðinu bygging sem hýsir skrifstofur og aðstöðu starfsmanna. Þá er útisvæði stórt.

„Magnið eykst í takt við fjölgun íbúa en það skiptir líka máli hvernig vindar blása í efnahagslífinu, þegar vel viðrar eykst það,“ segir Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands á Akureyri.

4-hjóla stýrðar hjólaskóflur

Fjórhjólastýrðar hjólaskóflurnar frá KRAMER eru lágbyggðar og stöðugar. Þær eru fáanlegar með lyftigetu allt að 4,3 tonnum. Möguleiki á 40 km aksturshraða. Staðalbúnaður er 4hjólastýri, framhjólastýri og krabbastýri, loftpúðafjaðrandi ökumannssæti og aksturshraði stillanlegur óháð mótorhraða, skófla og gafflar. Kíkið við hjá okkur á Krókhálsi 16 og kannið nánar kosti KRAMER hjólaskóflanna.

ÞÓR

H F

REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500

AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555

Vefsíða: www.thor.is


SÓKNARFÆRI  | 17

Magnið eykst í góðæri Helgi Pálsson hjá Gámaþjónustu Norðurlands segir að magn sorps hafi heldur aukist undanfarin misseri, bæði hvað varðar heimilissorp og endurvinnanleg efni. Íbúum hafi fjölgað og skýri það hluta aukningarinnar, en einnig sé það svo að þegar vel árar í samfélaginu kaupa menn meira inn og þurfi þar af leiðandi að skila meiru frá sér. „Úrgangurinn fer stundum svolítið úr böndunum á góðæristímum, umfangið eykst og það virðist sem menn slaki örlítið á klónni þegar kemur að flokkun,“ segir Helgi.

Tæplega helmingur fer til urðunar Úrgangur skiptist í meginatriðum í þrjá flokka. Almennt heimilissorp sem flutt er á urðunarstað á Stekkjarvík í landi Sölvabakka norðan Blönduóss, lífrænan heimilisúrgang sem er fluttur til frekari vinnslu hjá Moltu í Eyjafjarðarsveit og loks endurvinnanlegan úrgang, mest pappír og plast. „Tæplega helmingur alls úrgangs sem til fellur hér fer til urðunar, annað fer í endurvinnslu. Það er framför frá því allt var urðað.“ Grenndarstöðvarnar eru 11 talsins á Akureyri og við þær er fjöldi gáma, hver undir ákveðinn úrgang; pappír, bylgjupappa, plast, málma, gler, kertavax og fleira. „Þetta kerfi hefur virkað ágætlega og bæjarbúar eru jákvæðir fyrir því að taka þátt í þessu með okkur, þeir eru almennt duglegir að flokka og koma sínum úrgangi til skila á rétta staði,“ segir Helgi. Um 50 starfsmenn Hjá Gámaþjónustu Norðurlands starfa um 50 starfsmenn í 43 stöðugildum. Fyrirtækið sér um sorphirðu í sjö sveitarfélögum, Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð, Dalvíkurbyggð, Grýtubakkahreppi, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Stór hluti starfsmanna eru bílstjórar sem annast m.a. sorphirðuna og flutning á úrgangi, en einnig eru starfsmenn á stöðinni við Hlíðarvelli sem sjá m.a. um ítarlegri flokkun á þeim endurvinnanlega úrgangi sem þangað kemur. Þá rekur fyrirtækið gámasvæði við Réttarhvamm þar sem bæjarbúar geta losað sig við umfangsmeiri úrgang en það sem kemst fyrir í heimilistunnunni, m.a. húsgögn, raftæki, timbur, málma og fleira. Fyrir tveimur árum var tekið upp klippikort á gámasvæðinu og fær hver sá sem greiðir fasteignagjöld í sveitarfélaginu slíkt kort án endurgjalds og getur losað sig við allt að 4 rúmmetra af úrgangi á því svæði. „Þetta fyrirkomulag hefur virkað vel og með því varð utanumhaldið betra.“ segir Helgi. 300 tonn af landbúnaðarplasti Þá sér fyrirtækið einnig um söfnun á landbúnaðarplasti, því sem notað er utanum heyrúllur og fer að jafnaði einu sinni í mánuði um Eyjafjörð, Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp í því skyni að safna því saman. Um 300 tonn af slíku plasti falla til árlega. Helgi segir bændur jákvæða og vilja fyrir alla muni skila plastinu inn til endurvinnslu. Í gangi er vinna þar sem leiða er leitað til að endurvinna netið utan af rúllunum. Helgi segir að mikill akstur fylgi starfseminni og reynt sé að leita leiða til að gera hann hagkvæmari og umhverfisvænni. Tekin hefur verið í notkun einn bíll sem gengur fyrir metani og hefur hann reynst vel. „Það er mikil þróun í gangi á sparneytnari og umhverfis-

Hann nefnir sem dæmi að fleiri flatskjáir hafi borist til endurvinnslu undanfarið og einnig hafi dýnum, sem skilað er til förgunar, fjölgað nokkuð sem er góður mælikvarði á uppgang og aukningu í ferðaþjónustu, en hótel og gististaðir skipti dýnum örar út en hinn almenni íbúi. „Það koma alltaf svona sveiflur í þessu, magnið eykst auðvitað í takt við fjölgun íbúa en það skiptir líka máli hvernig vindar blása í efnahagslífinu.“

vænni tækjum og búnaði. Við fylgjumst vel með því sem er að

gerast í þróun á slíkum tækjum og búnaði,“ segir hann.

Akureyringar eru duglegir að flokka og skila inn endurvinnanlegum úrgangi. Á móttökustöðinni við Hlíðarvelli eru starfsmenn sem fara yfir þann úrgang sem þangað berst.

Hjá Ísrör ehf færðu pressuvélar og tengi til samsetningar stállagna

Hjá Ísrör færðu einnig PEX-STÁL HITAVEITURÖR/FITTINGS HITAVEITU – LJÓSLEIÐARA OG GASSKÁPA ÍDRÁTTARRÖR – VARÚÐARBORÐA – HERPIMÚFFUR og svo margt fleira

Sími 565 1489 - Hringhella 12 - 221 Hafnarfjörður - isror@isror.is - www.isror.is


18  | SÓKNARFÆRI

Nám í stjórnendafræðslu vistað innan Símenntunar Háskólans á Akureyri

Eykur menntunarstig stjórnenda í íslensku atvinnulífi Mikilvægur þáttur í tengingu háskólans við atvinnulífið segir rektor HA Skrifað hefur verið undir samstarfssamning milli Símenntunar Háskólans á Akureyri og Starfsmenntasjóðs, Samtaka atvinnulífsins og Sambands stjórnendafélaga (STF) um rekstur á stjórnendafræðslunámi. Um er að ræða netog fjarnám sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands sá um rekstur á áður. Námið er á 3. og 4. hæfniþrepi íslenska hæfnirammans um menntun og námslok.

Góð tenging HA við atvinnulífið Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri segir að samstarf um námið sé skólanum mjög mikilvægt og fagnar samstarfinu við samtök stjórnendafélaga og starfsmenntasjóð SA. „Samningur þessi er til þess gerður að auka menntunarstig stjórnenda í íslensku atvinnulífi en hann er jafnframt mikilvægur þáttur í tengingu Háskólans á Akureyri við atvinnulíf um land allt. Sveigjanlegt námsform leyfir HA að nálgast nemendur með öðrum hætti en verið hefur fram að þessu og því eru mun meiri líkur á að fleiri aðilar innan Samtaka Stjórnendafélaga geti nýtt sér námið. Við væntum því mikils af þessu samstarfi.“

Gengið frá samningum, frá vinstri: Skúli Sigurðsson, forseti Sambands stjórnunarfélaga, Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri og Jóhann Baldursson, framkvæmdastjóri STF.

Sniðið að þörfum f yrirtækjanna Námið skiptist í fimm lotur og hentar einkum og sér í lagi starfandi og verðandi verkstjórum og öðrum millistjórnendum, en áhersla hefur verið lögð á að námið falli að þörfum fyrirtækja í öllum starfsgreinum. Verkstjórar og millistjórnendur eru fulltrúar

vinnuveitenda og bera ábyrgð gagnvart þeim, þeir eru tengiliðir yfirstjórnenda við almenna starfsmenn og tryggja að stefna fyrirtækisins, áætlanir þess og fyrirmæli skili árangri, t.d. varðandi framleiðni þess, umhverfisvöktun, gæði afurða og þjónustu, velferð starfsmanna, þróun og þekkingu undirmanna, allt starfsumhverfi og ör-

Viljum búa til lærdómssamfélag líka að finna í stjórnendanáminu,“ segir hann. „Stjórnendanámið var upphaflega hugsað fyrir þá starfsmenn sem hafa mannaforráð í fyrirtækjum og vilja auka þekkingu sína í stjórnun. Það voru ekki gerðar akademískar forkröfur í náminu sem gerir að verkum að allir þeir sem starfa sem stjórnendur eða hafa áhuga fyrir því að verða það geta nýtt sér þetta nám.“

Stefán Guðnason, verkefnastjóri stjórnendanámsins við Háskólann á Akureyri.

Stefán Guðnason hefur verið ráðinn verkefnastjóri námsins, en hann er um þessar mundir að ljúka meistaragráðu í stjórnun frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hann kveðst vera búinn að fara yfir hluta námsefnis og það líti ljómandi vel út. „Mikið af því sem við vorum að læra í meistaranáminu er einnig

Hægt að ljúka á tveimur árum Stefán segir að innan Símenntunar HA sé áhugi fyrir að efla og auka námið, „stækka það“ ef svo megi að orði komast auk þess að gera það aðgengilegra en áður var og skilvirkara. Byggt sé á góðum grunni, fyrir hendi sé mikil og góð reynsla af þessu námi, en vilji sé til þess að byggja ofan á það. „Við höfum nú þegar breytt uppsetningunni á þá leið að það er hægt að klára öll námskeiðin á tveimur árum óski menn þess. Staðan er nú sú að fyrstu tvær loturnar af fimm eru klárar til kennslu, við erum að vinna í þriðju lotunni, en tvær þær síðustu, fjögur og fimm verða ekki

kenndar fyrr en á næsta skólaári. Loturnar eru stakar en byggja á þeim sem á undan koma, þannig að ljúka þarf lotu eitt áður en farið er í lotu tvö og svo koll af kolli,“ segir Stefán.

Komið til móts við misjafnar þarfir Hann segir að sitt hlutverk sé að halda utan um námið, t.d. varðandi skráningu í það, sjá um kennara og eins um markaðssetningu þess í heild sinni. „Við leggjum áherslu á það núna að koma náminu af stað fyrir komandi vetur og að samtvinna reynslu og sérfræðiþekkingu Símenntunar HA á sveigjanlegu námi inn í stjórnendanámið. Við viljum með þessu námi búa til lærdómssamfélag þar sem nemendur og kennarar læra hver af öðrum,“ segir hann. Kennsluækni Háskólans á Akureyri nýtist vel til að búa slíkt lærdómssamfélag til, enda mikið lagt upp úr samræðum á milli kennara og nemenda. Þá nefnir Stefán að Símenntun HA bjóði fjölbreyttar leiðir hvað varðar verkefnaskil og námsmat sem ætti að koma til móts við misjafnar þarfir nemenda.

yggi sem og samfélagslega ábyrgð. Samband stjórnendafélaga veitir félagsmönnum sínum styrki til námsins.

Sveiganlegt nám – óháð búsetu og vinnu Elín Margrét Hallgrímsdóttir símenntunarstjóri hjá Símenntun Háskólans á Akureyri segir að markmið stjórnendafræðslunnar sé m.a. að efla stjórnunarþekkingu og leikni verkstjóra og annarra millistjórnenda í því skyni að auka framleiðni fyrirtækja, bæta starfsumhverfi og auka starfsánægju starfsmanna auk þess að skýra boðleiðir og ábyrgð innan fyrirtækja. „Markmiðið með þessu námi er

einnig að efla skilning á mikilvægi starfa stjórnenda og annarra millistjórnenda og skapa aðstæður sem hvetja til frekari þekkingaröflunar í þessum hópi. Við höfum farið þá leið að skipuleggja námið með þeim hætti að það er sveiganlegt, en það er gert til að öllum verkstjórnendum og öðrum millistjórnendum hér á landi gefist kostur á að stunda það óháð búsetu og annarri vinnu,“ segir Elín og getur þess jafnframt að innan Háskólans á Akureyri sé til staðar mikil þekking og reynsla á sveiganlegu fjarnámi sem nýtist við uppbyggingu á þessu námi.

Þetta verður náminu til heilla - segir Skúli Sigurðsson, forseti STF „Við hjá Starfsmenntasjóði STF og SA lítum björtum augum á framtíð námsins með Háskólann á Akureyri við stjórnvölinn. HA hefur margra ára reynslu í fjarkennslu og er reyndar komið skrefinu lengra og býður nú allt grunnnám sem sveigjanlegt nám sem þýðir að engu máli skiptir hvort menn séu fjar- eða staðarnemar. Einnig hefur HA stundað góða markaðssetningu á öllu sínu námi. Stjórnendafræðslunámið verður kennt í Moodle kennslukerfinu, en það kennslukerfi er eitt það nútímalegasta sem er til í heiminum í dag. HA hefur á að skipa mjög öflugu starfsliði sem kann vel til verka og vitum við að þessi samningur verður náminu til heilla,“ segir Skúli Sigurðsson forseti Sambands stjórnendafélaga og kynningarfulltrúi STF.

Skúli Sigurðsson, forseti STF segir HA hafa á að skipa öflugu starfsliði sem kunni vel til verka.


SÓKNARFÆRI  | 19

Lykill að góðum rekstri! Lykill býður fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri fjármögnun í formi kaupleigu, fjármögnunarleigu og flotaleigu – allt eftir hvað hentar hverjum og einum.

Fjármögnunarleiga

Kaupleiga

Hentar vel til fjármögnunar á vélum og tækjum til atvinnurekstrar. Samningstími getur verið til allt að 7 ára. Virðisaukaskattur er greiddur að fullu við upphaf samnings og leigugreiðslur eru því án vsk.

Hentar vel til fjármögnunar á vélum og tækjum til atvinnurekstrar. Grunnleigutími getur verið til allt að 7 ára. Leigutaki getur nýtt sér gjaldfærslu leigugreiðslna til mögulegrar skattfrestunar.

Flotaleiga

Lykill leigir bílaflota til fyrirtækja með tilheyrandi þjónustu, umsjón og utanumhaldi og tekur svo við þeim aftur að leigutíma loknum.

1

Þú finnur atvinnutæki sem hentar þínum rekstri.

1

Þú finnur atvinnutæki sem hentar þínum rekstri.

1

Þú finnur bíla sem henta þínum rekstri.

2

Við fjármögnum allt að 80% af kaupverði tækisins.

2

Við fjármögnum allt að 80% af kaupverði tækisins án vsk.

2

Lykill sér um kaup og rekstur bílanna.

3

Leigugreiðslur geta verið árstíðabundnar í samræmi við tekjustreymi leigutaka.

3

3

Þú leigir bílana og nýtur stærðarhagkvæmni Lykils.

Leigugreiðslur geta verið árstíðabundnar í samræmi við tekjustreymi leigutaka.

Kostir Lykils Löng reynsla af fjármögnun og leigu atvinnutækja, vinnuvéla og stærri bíla.

Gott samstarf við alla helstu söluog þjónustuaðila.

Fjármögnun sem hentar þínum þörfum.

Lykill er hluti af Lýsingu hf. I Ármúla 1 I 108 Reykjavík I lykill.is I lykill@lykill.is

Alla jafna er ekki gerð krafa um frekari tryggingu fyrir fjármögnuninni en tækið sjálft.

Góð þjónusta og hagstæð kjör.


20  | SÓKNARFÆRI

Skerpa þarf á ábyrgðum og eftirliti með húsbyggjendum Félagsmálaráðherra lagði í vor fram á Alþingi frumvarp um keðjuábyrgð verktaka sem miðar meðal annars að því að gera aðalverktaka hvers verks ábyrgan fyrir því að undirverktaki hans stundi ekki félagsleg undirboð. Ekki tókst að ljúka afgreiðslu málsins fyrir þingslit en gera má ráð fyrir að það verði tekið upp að nýju í haust enda felur það í sér lögfestingu á tilskipun Evrópusambandsins um þessi mál. Áður en þinghaldinu lauk tókst að senda frumvarpið út til umsagnar og ljóst er að ekki eru allir á eitt sáttir um það.

Gæta þarf jafnræðis Hermann Sigurðsson, yfirverkfræðingur hjá Ístaki segir frumvarpið miða að því að tryggja að starfsmenn erlendra undirverktaka sem starfa fyrir íslensk verktakafyrirtæki njóti kjara samvæmt íslenskum kjarasamningum. Hins vegar verði ekki séð að þessi breyting nái til erlendra verktakafyrirtækja sem bjóða sjálf í verk hér á land. Þau muni eftir sem áður geta haldið áfram að koma hingað til lands með eigið vinnuafl á þeim töxtum sem kunna að gilda í heimalandinu. Hann segir brýnt að lagfæra þetta misræmi áður en frumvarpið verður lagt fram að nýju til að tryggja jafnræði íslenskra og erlendra fyrirtækja. En hvaða ábyrgð bera verktakar að öðru leyti? „Verktakaábyrgð okkar á að uppfylla öll skilyrði bæði tæknileg og gæðaleg sem eru í gögnum verkkaupa. Til tryggingar eru yfirleitt lagðar fram ábyrgðir frá þriðja aðila, banka eða tryggingafélagi, sem getur verið 10-15% af samningsupphæð og gildir að minnsta kosti í eitt ár eftir að verk

Hermann Sigurðsson, yfirverkfræðingur hjá Ístaki segir skynsamlegt að skerpa á eftirliti með framkvæmdum við húsbyggingar og ganga eftir því að raunverulegar ábyrgðir séu fyrir hendi.

hefur verið tekið út. Samkvæmt byggingareglugerð þurfa til viðbótar að vera byggingastjórar á öllum mannvirkjum sem bera persónulega ábyrgð á að mannvirkin séu byggð samkvæmt stöðlum og reglugerðum sem í gildi eru. Sem verktakar setjum við dálitíð spurningamerki við þessa byggingastjóraábyrgð en samkvæmt reglugerð á hún að tryggja verkkaup-

ann. Hins vegar erum við oft að vinna útfrá gögnum sem verkkaupinn hefur sjálfur útbúið og ber ábyrgð á. Í þessu eru því ákveðnar mótsagnir því ef byggingastjórinn er jafnframt starfsmaður verktakans getur verið mjög erfitt fyrir hann að ábyrgjast að gögnin sem verkkaupinn útbjó séu rétt.

Minni fagmennska bitnar á gæðum Hermann segir opinbera aðila yfirleitt ágætlega tryggða gagnvart verkgæðum og efndum verktaka. Hins vegar gegni öðru máli á almenna húsbyggingamarkaðinum, sérstaklega þegar sami aðilinn er að byggja og selja og eina eftirlitið með honum er eftirlit sveitarfélaga sem oft sé undirmannað og frekar veikt. Hann segir að á þenslutímum sé erfiðara að fá vel fagmenntað fólk til starfa og þá bregði sumir á það ráð að flytja inn erlent starfsfólk sem oft á tíðum standist ekki faglegan samanburð við íslenska fagmenn. Hann segir að þetta hafi verið áberandi á árunum fyrir hrun og síðar hafi komið í ljós að þetta bitnaði á gæðum bygginganna. „Það var hins vegar ekki fyrr en einhverjum árum eftir að bygg-

Höfuðstöðvar Ístaks í Mosfellsbæ.

ingaframkvæmdum lauk sem margskonar gallar fóru að koma í ljós sem nýir eigendur stóðu þá frammi fyrir.“ Hermann segir að í þeim uppgangi sem nú er væri skynsamlegt að skerpa á eftirliti með byggingaframkvæmdum og ganga eftir því að raunverulegar ábyrgðir séu fyrir hendi. „Það er auðvelt að stofna félag til að byggja og selja heila blokk og hirða síðan allan pening út úr félaginu áður en það er látið fara á hausinn til að losna þannig undan ábyrgðum. Það þarf að tryggja að ábyrgðir lögaðila séu virkar í einhvern lágmarkstíma og að eftirlit opinberra aðila sé í stakk búið til að takast á við þessi verkefni,“ segir Hermann Sigurðsson, yfirverkfræðingur hjá Ístaki. istak.is


SÓKNARFÆRI  | 21

Stólpi Gámar

fyrir atvinnulífið

Stólpi Gámar bjóða gámalausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu  þurrgáma  hitastýrða gáma

 geymslugáma  einangraða gáma

 fleti og tankgáma  gáma með hliðaropnun

Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS og vörulyftur frá ATN og Maber Hafðu samband 568 010 0

www.stolpigamar.is

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði


22  | SÓKNARFÆRI

Stjórnendanámskeið sem hentar öllum

Ánægjulegt að kveikja námsþorstann - segir Ragnar Matthíasson, eigandi RM Ráðgjafar Að fara með mannaforráð er vandasamt verk en millistjórnendur eru lykilstarfsmenn í öllum þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum. Samband stjórnendafélaga, Ístak og RM Ráðgjöf vinna nú að þróun námskeiðs sem er sérsniðið að þörfum þeirra og heitir það, Stjórnun og skipulag. Fyrsta námskeiðið er nú á miðri vegu en áfram verður haldið að þróun þess og verður það í boði fyrir alla í haust.

Námskeiðið: Stjórnun og skipulag „Á námskeiðinu fer ég yfir grunnatriði í almennri stjórnun, markmiðasetningu og tímastjórnun,“ segir Ragnar Matthíasson, eigandi

RM Ráðgjafar, leiðbeinandi námskeiðsins en hann hefur rekið fyrirtækið frá árinu 2011 og hefur starfað fyrir fjölmörg stór og smá íslensk fyrirtæki á sviði mannauðsog stjórnunarráðgjafar. Hann hefur stýrt fjölda rýnihópa og vinnustofum ásamt því að vera mjög reyndur námskeiðshaldari og fyrirlesari. Námskeiðin hans eru fjölbreytt en með áherslu á stjórnendaþjálfun, samskipti og persónulega uppbyggingu. „Tímastjórnun er oft vanmetinn þáttur og þar geta mörg lítil atriði safnast upp í mikið vinnutap á ársgrundvelli. Það er gott að vera meðvitaður um þessa hluti og velta þeim svolítið fyrir sér.“ Ragnar nefnir sem dæmi stuttar ferðir t.d. í byggingarvöruverslun eftir smáhlutum, er þá nauðsynlegt að tveir

Ragnar Matthíasson, eigandi RM Ráðgjafar. „Svona samstarfsverkefni eru mikilvæg og árangursrík og í samræmi við þá þjónustu sem RM Ráðgjöf býður uppá þ.e., að sérsníða námskeið að þörfum viðskiptavinarins.“

starfsmenn fari saman eða er nóg að annar fari? Á námskeiðinu eru þeir sem hafa mannaforráð einnig gerðir meðvitaðri um stjórnunarstíl sinn og hvernig hægt er að ná betri árangri með því að tileinka sér ákveðnar leiðir. „Ég kem með ýmis dæmi og efni til umræðu, menn eru beðnir um að miðla af sinni reynslu og þannig getum við lært af hver öðrum.“ Námskeiðið er tvískipt samtals

8 klukkustundir, í fyrra hlutanum er unnið með persónulega stjórnun varðandi tíma og skipulag og í seinni hlutanum er meiri áhersla á stjórnun starfsmanna. Á milli skipta fá þátttakendur heimaverkefni í markmiðasetningu tengt þeirra starfi. „Það skiptir máli að efna til umræðu og yfirfæra námsefnið á störf þáttakenda. Með virkri þátttöku og verkefnum sem tengjast vinnunni færð þú miklu

meira út úr námskeiðinu,“ segir Ragnar og bendir á að fólk meðtaki nýja þekkingu mun betur með þeirri aðferð en ef einfaldlega er lesið yfir því.

Mikil ánægja að kveikja námsþorsta Ragnar segir Stjórnun og skipulag henta þeim sem hafa ekki komið að námi lengi jafn vel og öðrum og geti jafnframt verið góður stökk-

ÖRYGGISVÖRUR Í ÚRVALI FYRIR FAGMANNIN

Kemi ehf | Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is www.kemi.is


SÓKNARFÆRI  | 23

pallur út í frekara stjórnendanám. „Við höfum hugsað námið sem góðan grunn að stjórnendanámi og viljum að það veki áhuga fólks á þessum málefnum og jafnvel að það leggi þá í lengri námskeið á borð við Stjórnendanámið. Það nám er á vegum Stjórnendafræðslunnar (SF) sem er samstarfsvettvangur starfsmenntasjóðs Sambands stjórnendafélaga og SA um menntun millistjórnenda.“ Hann tekur það skýrt fram að námskeiðið henti öllum, líka þeim sem hafa ekki komið á skólabekk lengi og telji sig litla námsmenn. „Ég flosnaði upp úr menntaskóla og lærði svo til matreiðslumanns. Ég starfaði sem slíkur í 6-7 ár en gegndi því næst ýmsum millistjórnenda- og stjórnendastöðum. Ég hélt alltaf að bóklegt nám ætti ekki við mig en fór þó að sækja ýmis stutt námskeið samhliða vinnu, tölvunámskeið og fleiri. Þá uppgötvaði ég að ég gat alveg lært eins og hver annar. Við það öðlaðist ég sjálfsöryggið til að halda í frekara nám og sótti mér tvær diplómagráður í framhaldinu. Síðan fór ég í MBA nám og tók meistaragráðu í mannauðsstjórnun.“ Námskeiðin reyndust því Ragnari happadrjúg, hann komst bæði að því að hann gat vel lært og það opnaði honum leiðina inn í frekara nám. „Ég veit því hvernig það er að hafa verið í þessum sporum, að finnast maður ekki geta lært. Það er mér því sérstaklega ánægjulegt ef ég næ að kveikja í þó ekki nema 1-2 þátttakendum á hverju námskeiði, að þeir öðlist traust á sjálfum sér og haldi jafnvel í frekara nám. Það er mikilvægur sigur fyrir mig og ekki síður þá!“

Fræðslustjóri að láni Ragnar bendir fyrirtækjum einnig á árangursríkt verkefni sem kallast „Fræðslustjóri að láni“, en það er verkefni sem unnið er í samstarfi við Samtök atvinnulífssins og fræðslusjóði stéttarfélaganna en sjóðirnir greiða vinnu ráðgjafans. Svona samstarfsverkefni eru mikilvæg og árangursrík og í samræmi við þá þjónustu sem RM Ráðgjöf býður uppá þ.e., að sérsníða námskeið að þörfum viðskiptavinarins. „Ráðgjafi frá RM Ráðgjöf er fenginn til að greina fræðsluþörf í viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Greiningarvinnan er síðan unnin með starfsfólkinu og í kjölfarið kynnt fyrir stjórnendum og að því loknu er

Kvartssteinn í eldhúsið

Grunnur nýju blokkarinnar í baksýn er blokkin sem reist var upp úr aldamótum og þekktust fyrir það að í henni bjó aðeins ein manneskja fyrstu árin. Nú er hún full af fólki, sem flest vinnur fyrir sjávarútvegsfyrirtækið Vísi.

Blokk fyrir Bláa lónið Trésmíða og verktakafyrirtækið Grindin er nú að byggja 25 íbúða blokk við Stamphólsveg í Grindavík. Fyrirtækið sótti um byggingarleyfi fyrir húsinu og var fyrirhugað að selja íbúðirnar á venjulegum markaði. Stjórnendur Blá lónsins fréttu hins vegar af byggingunni og buðu í allt húsið til kaups og fengu. Grindin er því að byggja húsið fyrir Bláa lónið og verður það tilbúið í nóvember á næsta ári. Íbúðirnar verða nýttar fyrir starfsfólk Bláa lónsins þegar þar að kemur. Grindin er einnig að reisa raðhús í Hópshverfi og vinnur mikið fyrir HS Orku og Bláa lónið. Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Grindarinnar segir verkefnin næg fyrir fyrirtækið og önnur ekki á döfinni.

gerð fræðsluáætlun til ákveðins tíma. Í þessari vinnu kemur oft ýmislegt í ljós varðandi rekstur og samskipti sem gott er að fá fram. Við höfum unnið þetta verkefni fyrir um fjörtíu fyrirtæki og stofnanir,“ segir Ragnar og segir reynsluna góða. Ragnar segist hlakka til að takast á við þetta verkefni, það bjóði uppá gott tækifæri fyrir verkstjóra/stjórnendur til að annars vegar öðlast grunnþekkingu í stjórnun og tímastjórnun og hinsvegar til að kynda undir áhuga fyrir frekari námi.

Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. silestone.com

Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendum með Silestone.

Bakteríuvörn

Blettaþolið

Högg- og rispuþolið

Kvarts steinn er unnin steinafurð. Við framleiðslu kvarts steinsins er nýtt það besta úr kvartsi með því að mylja steininn niður, blanda í hann litar- og bindiefnum áður en steinninn er aftur pressaður saman. Útkoman er mjög slitsterkt efni með þéttara yfirborð en hefðbundinn náttúrusteinn.

Steinsmiðjan Rein | Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is

Sýruþolið


24  | SÓKNARFÆRI

Undur íslenskrar náttúru í Perlunni Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á stærstu náttúrusýningu sem ráðist hefur verið í hérlendis í Perlunni í Reykjavík. Um er að ræða sýninguna Perlan; undur íslenskrar náttúru en að auki verða í húsinu Rammagerðin og Kaffitár með sína þjónustu ásamt nýjum veitingastað sem ber heitið Út í bláinn. Verkefnið hefur verið í undirbúningi frá því um mitt ár 2015. Í kjölfarið bauð Reykjavík Perluna til leigu með það að markmiði að byggja upp sýningu, tengdri íslenskri náttúru. Perla norðursins bauð eitt fyrirtækja í verkefnið og gerði samkomulag við Reykjavíkurborg um leigu á húsnæðinu næsta aldarfjórðunginn. Húsið verður formlega opnað gestum um næstu mánaðarmót.

Íslensk náttúra í forgrunni „Í þessum fyrsta áfanga Perlunnar verður náttúra Íslands í forgrunni og sérstök áhersla lögð á fræðslu um jökla á Íslandi. Í öðrum áfanga þann 1. maí á næsta ári verður bætt í og opnuð sýningarrými tengd jarðhita, eldvirkni, dýrum, plöntum, ströndinni og hafinu. Þá verður einnig komið upp nýstárlegu norðurljósasafni og stjörnuveri í niðurgrafinni hvelfingu við Perluna, fyrstu sinnar tegundar á Íslandi,“ segir Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins í samtali við Sóknarfæri. Fræðsluefni, sem miðlað verður á sýningunni er allt byggt á nýjustu þekkingu í náttúru- og raunvísindum. Háskóli Íslands og Perla norðursins hafa gert með sér samstarfssamning í þeim tilgangi að nýjustu rannsóknir á hverju sviði séu settar fram á aðgengilegan hátt fyrir almenning. Einnig koma íslenskir fræðimenn að allri efnisvinnu á sýningunni. Perla norðursins nýtur ráðgjafar frá erlendum og innlendum fyrirtækjum. Maria Piacente frá Lord Cultural Recources í Kanada er aðalhönnuður sýningarinnar. Einnig koma að sýningunni Bowen Technovation og Xibitz í Bandaríkjunum en þessir þrír aðilar eru mjög framarlega á sínu sviði og hafa unnið að uppsetningu safna um allan heim eins og Náttúrvísindasafnsins í New York, Smithsonian, Guggenheim og Pushkin safnsins í Rússlandi. „Við viljum að gestir sýningarinnar verði virkir þátttakendur þegar þeir ganga um ísgöngin og margmiðlunarsýninguna í þeim tilgangi að virkja öll skilningsvit sín í upplifun sinni á einstakri náttúru Íslands. Markmið okkar er að Perlan verði áfangastaður fyrir Íslendinga og erlenda gesti okkar – staður sem fólk vill heimsækja aftur og aftur til að fræðast um lífríkið og og jarðfræðina og kynnast fegurðinni sem býr í okkar einstöku náttúru,“ segir Agnes.

Hluti veggjar í sýningarrýminu er gagnvirkur og geta gestir stjórnað með bendingum og fræðst um eldgos undir jöklum og fleira áhugavert.

Markmið okkar er að Perlan verði áfangastaður fyrir Íslendinga og erlenda gesti okkar – staður sem fólk vill heimsækja aftur og aftur til að fræðast um lífríkið og jarðfræðina og kynnast fegurðinni sem býr í okkar einstöku náttúru.

Manngerður íshellir Fyrsti manngerði íshellir sinnar tegundar í heiminum verður í einum hitaveitugeymi Perlunnar en gestir fara um 100 metra löng ísgöng á neðri hæð hans í 10-15° frosti upp á milliloft í geyminum og inn á sýningarsvæði sem helgað verður jöklum landsins. „Gerð íshellisins hefur verið mjög spennandi verkefni og við erum þess fullviss að hann mun verða mikið aðdráttarafl fyrir gesti. Í vetur hafa verið fluttir tugir tonna af snjó ofan úr Bláfjöllum í gamla hitaveitugeyminn og með íslensku hugviti hafa verið byggð upp þessi ísgöng þar sem gestir upplifa sögu eldgosa í gegnum öskulög, jökulsprungur og svelgi. Einnig munu gestir okkar upplifa kuldann, lyktina og hljóðin sem jökullinn geymir.“ Á 2. hæð tanksins blasir við óviðjafnanlegt upplifunarrými í máli og myndum.


SÓKNARFÆRI  | 25

Kaffitár og veitingahúsið Úti í bláinn verða með sína þjónustu í hvelfingu Perlunar.

Fræðsluefni, sem miðlað verður á sýningunni er allt byggt á nýjustu þekkingu í náttúru- og raunvísindum.

Gleði og eftirvænting. Agnes Gunnarsdóttir, önnur frá vinstri, í hópi starfsfélaga. „Það hafa verið mikil forréttindi að fá að starfa að þessu einstaka verkefni með áhugasömu og hæfileikaríku Ljósm. Ragnar Th Sigurðsson. fólki,“ segir framkvæmdastjórinn.

Gestir fá á tilfinninguna að þeir standi á Vatnajökli, stærsta jökli Evrópu. Mestallt myndefni sýningarinnar kemur frá Ragnari Th. Sigurðssyni ljósmyndara og fullkomin margmiðlunartækni tryggir upplifunina af því sem fyrir augu ber en að henni hafa komið færustu sérfræðingar sem völ er á, bæði innlendir og erlendir.

Jöklarnir í fortíð og framtíð Hluti veggjar í sýningarrýminu er gagnvirkur og geta gestir stjórnað með bendingum og fræðst um eldgos undir jöklum og fleira áhugavert. Einnig verður þar að finna fallega skúlptúra sem minna á jökulbrot, hægt er að kíkja í smásjár þar sem má skoða lífverurnar sem þrífast í jöklum og gestir fá að kynnast bessadýrinu sem mun vera ein harðgerðasta lífvera jarðarinnar. Fjölmargt fleira er að sjá og skoða. „Jöklasýningin segir frá öllu því sem einkennir íslenska jökla út frá jarðfræði og líffræði að viðbættum mannlega þættinum, þ.e. hvernig maðurinn hefur lifað í nánd jöklanna og umgengist þá í gegnum tíðina. Á miðju gólfi þessa salar er hringlaga vél með stórri sveif og ofan á henni þrívíddarkort af Vatnajökli. Með sveifinni getur þú farið fram og aftur í tímann; upplifað Vatnajökul eins og langalangalangafi þinn og -amma sáu jökulinn og hvernig barnabarnabarnabörnin þín munu sjá hann síðar meir. Því miður eru jöklarnir hverfandi fyrirbæri og við munum útskýra í máli og myndum hvaða áhrif það mun hafa á lífríki okkar,“ segir Agnes.

Agnes Gunnarsdóttir í íshellinum góða en hann er einstakur á heimsvísu og mun draga að marga gesti.

Rammagerðin verður með stórglæsilega verslun á 4. hæð hússins.

360° Reykjavík Tugir iðnaðarmanna vinna nú baki brotnu við að leggja lokahönd á breytingarnar í Perlunni svo hægt verði að opna húsið gestum innan fáeinna daga. Sjálft safnið verður opið fyrst um sinn frá kl. 08:00-20:00 á kvöldin en aðrir hlutar hússins eins og veitingasala verða opnir mun lengur. Þegar allt húsið hefur verið tekið í notkun munu hátt í 150 manns starfa í Perlunni. Agnes segir allar breytingar hannaðar af

arkitekt hússins, Ingimundi Sveinssyni og að það hafi verið forréttindi að fá að starfa með honum. „Þetta hús er alveg einstakt mannvirki og er staðsetningin alveg mögnuð og útsýnið frábært allan hringinn af útsýnispöllunum og úr hvelfingunni efst uppi þar sem Kaffitár og veitingastaðurinn Út í bláinn verða með sína þjónustu. Eða hvaðan í heiminum er hægt að sjá jökul, haf, háhitasvæði, höfuðborg og forsetabústað frá einum stað?“

Perla norðursins er einkahlutafélag og hluthafar eru Icelandic Tourism Fund I (ITF1), sem er fagfjárfestasjóður Landsbréfa, Saltland ehf., Lappland ehf. og Perluvinir ehf. Um gríðarlega fjárfestingu er að ræða en gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting verkefnisins í Perlunni verði um 2,5 milljarðar sem gerir þetta að stærstu fjárfestingu, tengdri afþreyingu, í ferðaþjónustu hérlendis. perlanmuseum.is


26  | SÓKNARFÆRI

Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar - sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi Ný stórverslun Húsasmiðjunanr hefur opnað í nálægð við uppbyggingarsvæði þar sem fyrirhugað er að byggja hátt í milljón fermetra af nýju húsnæði á næstu árum. Fagmannanverslunin og timbursalan eru á rúmlega 17.600 fm lóð við Kjalarvog 12, rétt neðan við verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi, skammt frá þeim stað sem fyrirtækið var stofnað fyrir um 60 árum síðan.

Þjónar miðsvæði Reykjavíkur „Í nýrri Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar er allt til alls fyrir smiði, pípara, málara og múrara. Samhliða versluninni opnaði ein glæsilegasta timbursala landsins og mun hún þjóna fagmönnum og fólki í framkvæmdum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Stefán Árni Einarsson, framkvæmdastjóri fagsölusviðs Húsasmiðjunnar. Mikill vöxtur hefur verið í byggingariðnaðinum síðustu misseri og hefur timbursala Húsasmiðjunnar í Grafarvogi þegar sprengt utan af sér húsnæðið. Það má segja að Húsasmiðjan sé að koma aftur með þessa starfsemi í Vogana en fyrirtækið rak timbursölu í Súðavogi í hálfa öld sem var lokað í kjölfar hrunsins árið 2009 þegar byggingamarkaðurinn á Íslandi þurrkaðist nær út. Framtíðarstaður Húsasmiðjunnar Húsasmiðjan hefur valið Voga-

byggð sem sinn framtíðarstað en Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar er skammt frá mörgum af stærstu uppbyggingasvæðunum í Reykjavík þar sem þúsundir íbúða munu rísa á næstunni. Þá er hún ekki fjarri miðbænum sem er vettvangur mikilla framkvæmda um þessar mundir. „Við sjáum mikil tækifæri í að þjónusta iðnaðarmennina sem munu reisa þessi nýju hverfi og síðar íbúana á þessu svæði þegar þeir flytja inn. Húsasmiðjan hefur lengi stefnt að því að opna aftur timbursölu nær miðborginni þar sem mikill hluti uppbyggingarinnar verður á næstu árum. Það má segja að Húsasmiðjan sé að koma aftur heim, nú þegar við opnum timbursölu í hverfinu á ný,“ segir Stefán Árni.

Fyrir allt framkvæmdafólk „Fagmannaverslunin sem við opnum núna byggir á sama konsepti og BYGMA, móðurfyrirtæki

Vaskir sveinar timbursölunnar til þjónustu reiðubúnir.

Timbursalan og Fagmannaverslunin eru hlið við hlið.

Húsasmiðjunnar, rekur í Danmörku. Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar er sérstök að því leyti að hún er eina verslunin hér á landi sem einbeitir sér að fagmönnum og þeim vöruflokkum sem þeir þurfa. Að sjálfsögðu eru

Fagmannaverslunin. Allt til alls fyrir fólk í framkvæmdum.

allir velkomnir í Fagmannaverslunina en vöruúrvalið og þjónustan tekur fyrst og fremst mið af þörfum fagmannsins og þeirra sem eru í framkvæmdum. Timbursalan hentar hins vegar fullkomlega bæði fagmönnum og einstaklingum í

framkvæmdum enda ein glæsilegasta timbursala landsins þar sem allt okkar úrval í timbri, plötum og öðrum byggingavörum er á einum stað.“ husa.is

Fimm stjörnu hótel rís við Hörpu Nú eru hafnar framkvæmdir við 250 herbergja glæsihótel við hlið Hörpu sem mun fá heitið Reykjavík EDITION og verður það hluti af Marriott keðjunni. Þar verða að auki byggðar um 90 íbúðir auk verslunarhúsnæðis í þeim fimm byggingum sem verða reistar næst hótelinu. Mannvit sér um verk-

efnastjórnun og hefur með höndum heildarumsjón verkefnisins ásamt T.ark arkitektum.

Þróunarverkefni Mannvits Á vefsíðu Mannvits segir Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri mannvirkja hjá fyrirtækinu að í þessu verkefni hafi Mannvit fetað sig inn

Reykjavík EDITION rís af grunni. Svæðið er hluti af endursköpun gamla hafnarsvæðisins í hjarta borgarinnar.

90 íbúðir munu rísa við hlið hótelsins. Endanlegt útlit er enn í vinnslu. Mynd. T.ark arkitektar.

á nýja braut með því að halda utan um allt verkefnið frá upphafi til enda, þ.e. kaup á lóð, tilboðsgerð, fjármögnun, samningagerð við hótelrekanda, hönnun, útboð, innkaup, byggingastjórnun, eftirlit og afhendingu mannvirkis. Reiknað er með því að framkvæmdin skapi ríflega 200 ný störf og um 150 starfsmenn vinni á hótelinu sjálfu þegar það er komið í rekstur.

Fyrsta flokks hótel Hótelið við Austurhöfn er ætlað sem ráðstefnuhótel fyrir Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík. Það verður fyrst flokks hótel á sex hæðum og kjallara með 250 herbergi, veitingastað og bari, fundaherbergi, veislusali, heilsulind og önnur þægindi sem hæfa 5

stjörnu hóteli. Bandaríska fyrirtækið Carpenter & Company á byggingaréttinn og mun fjármagna framkvæmdina ásamt Eggerti Dagbjartssyni. Gerður hefur verið langtíma samningur við Marriott keðjuna um reksturinn.

Íbúðir og verslanir Við hlið hótelsins mun einnig rísa 16.500 m2 bygging sem verður við Austurbakka, Geirsgötu og Reykjastræti. Á jarðhæðunum verða verslanir og veitingastaðir en íbúðir á fimm hæðum þar fyrir ofan. Húsin verða í fimm kjörnum sem móta húsagarð sem verður aðskilinn frá nærliggjandi götum. Bílastæði og geymslur verða í kjallara. mannvit.is


SÓKNARFÆRI  | 27

Nýtt hótel í finnsku bjálkahúsi í Garðinum

Ekki hundsvit á timbri Enn á eftir að reikna heildarkostnaðinn við bygginguna en ljóst er að verðið á fermetra er undir 200.000 krónum sem þykir mjög gott. Húsið þarf ekki að einangra vegna þykktar bjálkanna í útveggjum. „Þetta eru límstrésbjálkar og Finnarnir skera ekkert tré niður fyrr en það orðið 60 ára gamalt. Munurinn er sá að sá viður sem þeir nota er mjög hægvaxinn enda af norðlægum slóðum og er fyrir vikið mun þéttari en viður af suðlægari slóðum. Það getur vel verið að þið vitið allt um fisk en þið hafið ekki hundsvit á timbri, sögðu Finnarnir þegar þeir komu til að setja upp húsið. Það kom strax í ljós en við höfum lært margt síðan,“ sagði Þorsteinn. En hvers vegna bjálkahús, af hverju ekki bara steypa eins og algengt er á Íslandi? Hvað með brunavarnir í svona húsi? „Þú ert öruggari í svona timburhúsi en stálgrindarhúsi ef kviknar í. Svona hús er lengur að falla saman en stálgrindarhúsið. Þá eru útveggirnir í það minnsta klukkutíma að

Bræðurnir Þorsteinn, Gísli og Einar í móttöku nýja hótelsins.

Hreinar línur, náttúruleg efni Gira Esprit Línóleum-multiplex Í Gira Esprit línóleum-multiplex sameinast í fyrsta sinn í einni rofalínu tvö náttúruleg efni sem fullkomna hvort annað: Línóleum og multiplex eru úr endurnýjanlegum hráefnum og eru jafnframt sterkbyggð, fjölhæf og sívinsæl meðal arkitekta og hönnuða. Rammar í sex spennandi litum bjóða upp á svigrúm fyrir margs konar samsetningar. Gira Esprit línóleum-multiplex er tilvalin fyrir hönnunarhugmyndir þar sem óskað er eftir hreinum línum og náttúrulegum efnum.

Morgunverðarsalurinn er rúmgóður og bjartur.

Þessir vönduðu rammar skera sig úr vegna nákvæmninnar sem lögð hefur verið í efnisval og framleiðslu. Sérstök framleiðsluaðferð var þróuð fyrir Gira Esprit línóleum-multiplex línuna. Aðferðin felur í sér mörg vinnsluþrep undir stöðugu gæðaeftirliti sem gera rammana einstaklega fíngerða og sterkbyggða í senn. Verðlaun: Sigurvegari Iconic Awards 2014, Plus X Award í flokknum fyrir bestu vöru ársins 2014, Plus X Award fyrir mikil gæði, hönnun og eiginleika 2014 www.gira.is

hgschmitz.de

20 sentímetra þykkir bjálkar Húsið er finnskt bjálkahús úr 20 sentímetra þykkum límstrésbjálkum sem reknir eru saman á staðnum með fleygum í útveggi. „Finnarnir komu með efniviðinn í húsið í tólf 40 feta gámum og stjórnuðu samsetningunni og slógu húsið saman. Þeir voru 21 dag að því að reisa húsið með sperrum. Svo var bara að vinna við innri frágang, rafmagn, gólfhitalagnir og allt slíkt. Allir innviðir hússins komu frá þeim, bara keypt eitt stykki hús innan og utan,“ sagði Þorsteinn. „Finnarnir sem seldu okkur húsið komu hérna í síðustu viku og voru með okkur í þrjá daga á fullu í vinnu og svo voru þeir farnir, sáttir við okkar vinnu og útskrifuðu húsið,“ segir Þorsteinn. Guðjón Guðmundsson, byggingameistari hafði yfirumsjón með byggingunni og rafvirkjameistari var Sigurður Ingólfsson.

brenna og á þeim tíma ættu allir að vera komnir út en hér eru eldvarnir mjög góðar. Hvert herbergi fyrir sig er eldvarnarhólf, gifs í lofti og veggjum og allar hurðir eldvarnarhurðir. Gluggarnir eru svo útgönguleið ef á þarf að halda. Gott að hafa allt öruggt.“

Vöruhönnun: Hönnunarteymi Gira / schmitz Visuelle Kommunikation

Þrír bræður í Garði, Einar. Gísli og Þorsteinn Heiðarssynir, hófu móttöku fyrstu gestanna í nýju glæsilegu 1.300 fermetra bjálkahúsi sem hlotið hefur nafnið Lighthouse Inn í maí. Aðeins rúmt ár er síðan fyrsta skóflustungan var tekin, en húsið var flutt inn frá Finnlandi og sett upp í Garðinum. Þetta er fyrsta hótelið í Garði með 26 herbergjum, morgunverðarsal, bar og rúmgóðri móttöku. Gísli Heiðarsson, einn bræðranna segir að þetta hafi farið mjög vel af stað. Gestkvæmt hafi verið hjá þeim og umsagnir þeirra sem gist hafa á hótelinu á bókunarsíðu þess séu frábærar. „Við erum þar með meðaleinkunnina 9,6 og það gerist varla betra á hóteli. Fólki líkar greinilega vel að vera hérna í friði og ró í Garðinum og svo er húsið einfaldlega frábært,“ segir Gísli. Mjög vel er bókað út sumarið og bræðurnir mjög bjartsýnir á framvinduna.

Móttakan er fremst og gistiálman þar fyrir aftan. Leyfi er til að byggja við húsið.

Rammar í sex spennandi litum: Steingrátt Ljósgrátt Ljósbrúnt Dökkbrúnt Blátt Rautt

S. Guðjónsson Smiðjuvegur 3 200 Kópavogur Sími: 5 20 - 45 00 www.gira.is

2014-11-27-Esprit-Multiplex-Isländisch-SCHUKO-210x297_pp.indd 1

27.11.14 15:40


28  | SÓKNARFÆRI

Austurland er ein heild Rætt við Jónu Árnýju Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Austurbrúar

Samgöngumál eru Austfirðingum ofarlega í huga. Austurland nær yfir stórt landsvæði, frá Djúpavogi til Vopnafjarðar, þéttbýlisstaðirnir á svæðinu eru 12 talsins. Til að svæðið virki sem ein heild þurfa samgöngur að vera greiðar. Austfirðingar vilja fara milli byggðalaga á álíka greiðfæran máta og höfuðborgarbúar á milli hverfa. Fjölmörg brýn verkefni á sviði vegamála bíða úrlausnar áður en svo verður. Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, segir ný Norðfjarðargöng, sem tekin verða í notkun á komandi hausti, til mikilla bóta þegar að samgöngumálum kemur en barátta Austfirðinga fyrir bættum samgöngum haldi áfram.

Lítum á Austurland sem eina heild „Við lítum á Austurland sem eina heild, landsvæðið er vissulega stórt, frá Djúpavogi til Vopnafjarðar og það er um margt ólíkt öðrum svæðum landsins,“ segir Jóna Árný. Íbúarnir eru um 10.300 í allt og sveitarfélögin 8 talsins. Innan fjórðungsins eru 12 þéttbýlisstaðir þar sem bróðurpartur íbúa býr „og það skiptir okkur meginmáli að samgöngur milli byggðalaga séu eins og best verður á kosið, að byggðalögin tengist saman og íbúar geti nokkuð óhindrað sótt atvinnu, heilsugæslu, nám, þjónustu og annað hvar sem er innan fjórðungsins,“ segir Jóna. Hún segir að góðar samgöngur séu forsenda fyrir því að samfélagið fyrir austan virki sem best og bendir Jóna Árný á að um 25% af vöruútflutningi landsins í formi sjávarfangs, áls o.fl. komi frá Austurlandi. „Góðar samgöngur innan landshlutans eru nauðsynlegar til að hann geti staðið að baki þessari verðmætasköpun fyrir íslenskt þjóðarbú og því er nauðsynlegt að samgöngukerfið innan fjórðungsins sé boðlegt, sem og til og frá honum land- og loftleiðina,“ segir hún. Ný Norðfjarðargöng verða bylting Nú hillir undir að ný Norðfjarðargöng verði tekin í notkun og segir

Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar.

Einbreiðar brýr geta reynst óvönum ökumönnum hættulegar. Þær eru víða á Austurlandi.

Ferðamönnum hefur fjölgað fyrir austan eins og annars staðar og brýnt að vegakerfið ráði við aukna umferð.

Austurbrú 5 ára

Austurbrú er sjálfseignarstofnun, stofnaðilar eru 32 talsins, m.a. sveitarfélög á Austurlandi, háskólar landsins, helstu fagstofnanir, stéttarfélög, hagsmunasamtök atvinnulífs og framhaldsskólar. Félagið var stofnað 8. maí 2012 og fagnaði því 5 ára afmæli sínu nýverið. Markmið með stofnun Austurbrúar var að vinna að hagsmunamálum íbúa Austurlands og að veita samræmda og þverfaglega þjónustu í tengslum við atvinnulíf, menntun og menningu. Austurbrú var fyrsta stofnun sinnar tegundar hér á landi. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá því félagið var stofnað hafa skipst á skin og skúrir en hin síðari ár hefur jafnvægi náðst í rekstrinum. Starfsmenn Austurbrúar eru 21 talsins og hefur Jóna Árný veitt félaginu forstöðu frá því vorið 2014. hún að þau verði bylting. „Það verður gríðarleg samgöngubót þegar ný göng verða tekin í notkun og við hlökkum mikið til. Við opnun ganganna skapast fjölmörg tækifæri en ekki síst verður auðveldara fyrir okkur íbúa fjórðungsins að

komast á milli. Fjórðungssjúkrahúsið er í Neskaupstað, eina skurðstofa landshlutans og fæðingardeild, þannig að brýnt er að aðgengi íbúa að staðnum sé gott,“ segir hún. Opnun nýrra Norðfjarðar-

gangna, líkt og Fáskrúðsfjarðarganga áður, mun stækka atvinnuog þjónustusvæðið á Mið-Austurlandi. „Fyrir okkur hér á svæðinu er mikilvægt að tengja byggðir saman með góðum samgöngum, það þarf að rjúfa þá einangrun sem oft verður að vetrarlagi þegar ófært er og að efla svæðið svo það virki sem eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Aðstæður á Seyðisfirði eru óviðunandi að vetrarlagi og við það verður ekki unað lengur. Það er afskaplega brýnt að haldið verði áfram rannsóknum á jarðgangakostum til að leysa einangrun Seyðisfjarðar. Það er næsta stóra verkefni á sviði jarðgangamála hér um slóðir,“ segir Jóna Árný.

sviði vegamála eru á þeim lista sem nauðsynlegt er að ráðast í og nefnir Jóna Árný þar m.a. lagningu slitlags á malarvegi sem víða er að finna og endurbyggingu vega, alltof margir vegakaflar séu beinlínis hættulegir vegfarendum, t.d. kaflar í kringum suðurfirðina, um Breiðdal og í Borgarfirði eystra, sama gildi um ýmsa vegi á Upphéraði. Umferðarþungi hafi vaxið í takt við aukinn straum ferðamanna og öryggi vegfarenda sé langt í frá viðunandi á þessu slóðum. Þá séu einbreiðar brýr of margar í fjórðungnum með tilheyrandi hættu. „Það er mikilvægt að vegir í þessum landshluta séu boðlegir og geri íbúum og gestum okkar kleift að sinna atvinnu, menntun og öðrum erindum innan svæðisins án vandkvæða og með sem minnstri fyrirhöfn.. Á þetta höfum við margoft bent, en tölum stundum fyrir daufum eyrum,“ segir Jóna Árný.

Mikilvægt að samgöngur loftleiðina séu góðar Hún nefnir einnig annan samgöngumáta, flugið, sem einnig verði að horfa til þegar rætt er um samgöngumálin og er Austfirðingum ekki síður. Greiðar samgöngur loftleiðina þurfi að vera fyrir hendi við höfuðborgarsvæðið, sem margir eigi erindi við s.s. vegna atvinnu eða læknisþjónustu. Skipti því máli að tíðni flugferða sé næg og verð fari ekki upp úr öllu valdi. „Það er nauðsynlegt að tíðnin sé með þeim hætti að við getum nýtt okkur að fara dagsferðir suður til höfuðborgarinnar okkar, farið að morgni og komið að kvöldi. Á þessu getur verið misbrestur. Fjarlægðin milli okkar og höfuðborgarsvæðisins landleiðina er of mikil til að hægt sé að aka samdægurs fram og til baka,“ segir Jóna Árný. Hún nefnir að flugverð sé hátt, það dragi úr ferðagleðinni, færri ferðist því flugleiðis sem aftur verður til að dregið er úr tíðni. „Þetta verður vítahringur, mikil hindrun sem erfitt er að sporna við. Þessi staða er einmitt uppi núna hér og kemur sér illa fyrir samfélagið hér fyrir austan.“

Margir vegir beinlínis hættulegir Á óskalista Austfirðinga eru ekki einungis jarðgöng. Mörg verkefni á

GÖNGUM VEL UM LANDIÐ OKKAR

www.utivist.is

austurbru.is


SÓKNARFÆRI  | 29

Nýtt þéttingarsvæði í miðborginni:

Tæplega 30.000 fermetrar í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gengið frá samningi við teymi arkitekta og verkfræðinga um að byggja upp kjarna fyrir 176 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Borgin stóð fyrir samkeppnisútboði á síðasta ári og tillaga til útfærslu og uppbyggingar valin frá hópi sem samanstendur af VSÓ Rágjöf, BAB Capital, PK Arkitektum, Basalt arkitektum, Trípólí arkitektum og Krads arkitektum. Byggingarmagn verður um 27.000 fermetrar, framkvæmdir munu hefjast innan 15 mánaða og áætlað að hægt verði að ljúka verkefninu á næstu fimm árum.

gerð og við leggjum áherslu á að gæði bygginganna verði í góðum takti við gæði umhverfisins sem er auðvitað einstakt í borginni og þótt víðar væri leitað,“ segir Grímur.

Eftir að hverfið er risið mun þetta svæði við höfnina iða af lífi en þarna verður fjöldi íbúða, verslana og veitingahúsa.

Félagslegar íbúðir að hluta Reykjavíkurborg mun kaupa 74 af íbúðunum og setja í hendur félaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða, s.s. félög stúdenta eða eldri borgara, byggingarfélög öryrkja eða byggingarsamvinnufélög. Í frétt frá borginni segir ennfremur að vinningstillagan sýni einstakan fjölbreytileika í útfærslu byggðarinnar og skapandi lausnir í mótun bygginganna. Einnig þykir fyrirhugað torgsvæði vera mjög hlýlegt og að flæði inn á svæðið verði gott. Þá var sérstaklega litið til áhugaverðrar lausnar á aðgengi að bílakjallara um sérstök stigahús sem liggja frá sameiginlegum útisvæðum. Bílakjallarinn sjálfur verður svo með pláss fyrir allt að 190 bíla og fyrirhugað er að hann verði í rekstri Bílastæðasjóðs og opinn almenningi. Kjallarinn verður málaður í björtum og aðgreinanlegum litum ásamt því að njóta dagsbirtu, sem á að stuðla að öryggistilfinningu vegfarenda. Íbúðir og veitingastaðir Sérstakt félag, Vesturbugt ehf., hefur verið stofnað með það hlutverk að annast uppbyggingu svæðisins í samstarfi við Reykjavíkurborg. Í frétt á vefsíðu VSÓ ráðgjafar segir Bjarki A. Brynjarsson, framkvæmdarstjóri Vesturbugtar: „Við höfum fengið með okkur frábært teymi arkitekta sem hafa lagt mikinn metnað í að þróa hugmyndafræði svæðisins þannig að það verði aðdráttarafl fyrir íbúa og gesti. Í bland við afar fallega íbúðarbyggð verða veitingastaðir og verslanir á jarðhæðum sem opnast út á skjólsæl torg.“ Frábært tækifæri Grímur M. Jónasson, framkvæmdastjóri VSÓ, segir á vefsíðunni að Vesturbugtin sé mjög sérstakt svæði á einstökum stað við höfnina og slippinn. „Það er frábært tækifæri fyrir VSÓ að koma að þróun og undirbúningi verkefnisins frá upphafi og annast síðan verkfræðilega hönnun byggðarinnar í samstarfi við öflugt teymi arkitekta. Hér nýtist áratuga reynsla okkar af hönnun og mannvirkja-

ALLT FYRIR ÖRYGGIÐ!

SJÁÐU! ENDURSKINS- OG HLÍFÐARFATNAÐUR

Hjá Dynjanda færðu SÝNILEIKAFATNAÐ sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.

Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is


30  | SÓKNARFÆRI

BM Vallá þjónar öllum sviðum samfélagsins „Það er búið að vera mikið að gera í framleiðslu og sölu til byggingageirans undanfarið. Það er sama hvort um er að ræða hótel- eða íbúðabyggingar eða grunnstoðir eins og skóla eða opinberar byggingar, við þjónum öllum sviðum samfélagsins,“ segir Gunnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá BM Vallá. Hann segir að alveg frá hruni hafi verið jöfn og stígandi aukning í sölu hjá þeim, bæði á steypu og múrefnum og í hellum og garðvörum.

Áhersla á gæði og vöruþróun Gunnar Þór segir að sem fyrr sé lögð mikil áhersla á gæði og vöruþróun í starfseminni og frá 1998 hafi allar vörur fyrirtækisins verið

Gunnar Þór segir að hjá BM Vallá sé lögð mikil áherslu á gæði en frá 1998 hafa allar vörur fyrirtækisins verið ISO 9001 vottaðar.

VÍNYLPARKET

– frábær lausn fyrir heimili, sumarhús, skóla ofl.

• Viðhaldsfrítt • Níðsterkt • Þolir vatn og þunga trafík • Margir litir

ISO 9001 vottaðar. Hann segir að síðustu ár hafi verið unnið markvisst að því að endurnýja innviði, bæði tækjabúnað og bíla, og það sé einn þáttur í gæðastarfinu. „Allar mælingar sem gerðar hafa verið sýna að þetta hefur skilað tilætluðum árangri og okkur hefur með nýjum vélum tekist að auka enn frekar gæði í framleiðslunni. Með því að bæta við nýjum bílum erum við einnig að tryggja afgreiðsluöryggið en gæðin felast ekki bara í vörunni heldur líka í þjónustunni sem við veitum.“ Gunnar Þór segir fyrirtækið mjög öflugt í þróun og framleiðslu múrefna og þær gerðir sem þeir framleiða ekki flytja þeir inn og fylla þannig upp í vöruframboðið með vottuðum vörum. „Þetta gerum við til að tryggja að viðskiptavinurinn geti fengið allt sem hann þarf á einum stað, vitandi að við seljum bara gæðavörur.“

Afhenda þunnflotið tilbúið inn á gólf Gunnar Þór segir að meðal nýjunga í ár sé þunnflot í byggingar sem þeir hafi endurþróað og hafi mælst mjög vel fyrir. „Um leið og við jukum gæði efnisins bjóðum við núna að afhenda flotið tilbúið í slöngu inn á gólf hjá viðskiptavininum. Þetta gerum við af því að markaðurinn kallaði eftir þessari þjónustu en um leið tryggjum við að varan fari rétt blönduð í notkun. Hér gildir það sama og um steypuna þegar við afhendum hana tilbúna á byggingarstað.“ Besta milliveggjaefnið Önnur gamalgróin gæðavara sem Gunnar Þór segir að eigi sér alltaf trygga aðdáendur er vikursteinninn sem hefur verið notaður í áratugi til að hlaða milliveggi. Hann segir eldri kynslóðina þekkja þennan stein sem framleiddur er úr Hekluvikri en sú unga síður. Gunnar Þór segir hlaðinn og múrhúðaðan vegg sígilda lausn sem byggi á handverki og áratugalangri og traustri hefð. Hann sé laus við öll samskeyti og hafi gott naglhald, góða hljóðeinangrun og gott bruna- og rakaþol. „Þetta er að mínu mati besta efnið í milliveggi meðal annars vegna þess að hann tekur ekki í sig raka, myglu og þess háttar. Önnur milliveggjaefni þola bleytu mun síður og eiga það til að mygla ef þau vökna,“ segir Gunnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs BM Vallár.

Vínylparket fæst smellt, niðurlímt eða lauslagt og í mörgum tilfellum er hægt að leggja það yfir önnur gólfefni.

vinyl golfefni

Flugumýri 34 • 270 Mosfellsbæ Sími 896 9604 • vinylparket.is

Besta milliveggjaefnið er að margra mati vikursteinninn sem notaður hefur verið í áratugi.

bmvalla.is


SÓKNARFÆRI  | 31

VIÐ FLYTJUM RAFMAGN Hlutverk Landsnets er að tryggja hagkvæma uppbyggingu og rekstur raforkukerfisins, en örugg og ótrufluð raforka er ein af meginstoðum nútímasamfélags. Þannig gegnir Landsnet lykilhlutverki í því að íbúar og atvinnulíf njóti ávallt tryggrar raforku.

landsnet.is


32  | SÓKNARFÆRI


SÓKNARFÆRI  | 33

BIM HÖNNUN BEINT Í TRIMBLE. TIL ÚTSETNINGA VIÐ FRAMKVÆMDIR


34  | SÓKNARFÆRI

Innlit

Texti: Svava Jónsdóttir Myndir: Guðfinna Magnúsdóttir

HEIMILIÐ eins og tilraunastofa

Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússarkitekt, eða Sæja eins og hún er kölluð, býr í einbýlishúsi sem hún hannaði að innan. „Ég myndi segja að stíllinn í hönnun minni sé frekar karlmannlegur og elegant. Ég er hrifin af dökku og að blanda saman ólíkum efnum og áferðum.“ Sæja er gift Víði Starra Vilbergssyni og eiga þau tvö börn sem eru 11 og 16 ára. Gæludýrið á heimilinu er labradorhundurinn Douglas sem er sjö ára. „Ég hef verið heilluð af heimilum frá því ég var lítil og lagði ég mikinn metnað í að skipuleggja og raða í Barbie-hús og breyta til í herberginu mínu. Ég var fljótlega ákveðin í að læra arkitektúr sem þróaðist svo í að langa til að læra innanhússhönnun. Stefnan var því tekin á London þar sem ég útskrifaðist árið 2011 og hef ég unnið við fagið síðan, bæði á Íslandi og erlendis.“ Sæja rekur sína eigin teiknistofu, sjá nánar á vefsíðunni sid.is.

Gert fokhelt Sæja og Víðir keyptu fyrir nokkrum árum einbýlishús sem var byggt árið 1968 og var allt upprunalegt innanhúss. „Við ætluðum aðeins að byrja á að skipta um gólfefni og sjá svo til. Tveimur dögum seinna var ekkert eftir nema útveggir og húsið orðið fokhelt. Ég fékk því ekki langan tíma við innanhússhönnunina þar sem við þurftum að flytja inn í það fljótlega.“ Sæja segir að hún hafi lagt áherslu á að opna rýmið betur þar sem í húsinu voru mörg lítil rými og hurðir. „Við stækkuðum annað baðherbergið með því að breyta gömlum kyndiklefa og fækkuðum herbergjum með því að stækka þau og komum fyrir fataherbergi. Húsið var því aðlagað fjölskyldu okkar og nútímavætt.“ Þar sem hundur er á heimilinu var ákveðið að láta steypt gólfið njóta sín og var það lakkað sem kemur vel út við grófan við í innréttingum. „Lýsingin í húsinu skiptir einnig miklu máli og því er auðvelt að skapa mismunandi

stemningu með lýsingunni einni og sér.“

Úr ýmsum áttum Þegar Sæja er spurð um stílinn á heimilinu nefnir hún notalega stemningu. „Alrýmið er málað dökkt og áferð á innréttingum og steypt gólfið kemur skemmtilega út í bland við húsgögn og aukahluti úr ýmsum áttum.Mér þykir gaman að eiga fallega hluti og kannski ekki alveg eins og allir. Ég hannaði því sófa- og borðstofuborðin sjálf. Við erum ekki búin að velja borðstofustóla en erum búin að þrengja leit-

ina og erum heit fyrir CH 88 stólunum frá Carl Hansen þar sem þeir eru nettir og þægilegir.“ Sæja segir að þau hjónin muni sennilega byggja við húsið á næstu árum – um 10 fm út frá stofu. „Viðbyggingin verður teppalögð með innbyggðum velúrsófa og arni.“ Sæja segir að við hönnun heimilisins hafi hún haft frelsi til að leika lausum hala og gera hluti sem hún fær kannski ekki að gera hjá öðrum. „Heimilið er eins og tilraunastofa þar sem ég þróa hönnun mína.“ En við látum myndirnar tala.


SÓKNARFÆRI  | 35

Klassískur stíll og fíngerð form gera þessa gamaldags hönnun baðinnréttinga gullfallega og nútímalega. Burlington baðherbergin eru gott dæmi um hin hefðbundnu baðherbergi sem fyrir löngu eru orðin klassísk og bera frábærri hönnun og fegurð baðherbergja fyrri tíma gott vitni. Burlington leggur mikið upp úr samræmdri hönnun á öllum sínum vörum til að auðvelda þér að velja hið klassíska baðherbergi.

Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is


36  | SÓKNARFÆRI

Samstarf Reykjavíkurborgar og Sjómannadagsráðs:

Hjúkrunarheimili og íbúðir í Fossvogi Skrifað hefur verið undir samninga og viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur nýs hjúkrunarheimilis, þjónustumiðstöðvar og leiguíbúða fyrir aldraða við Sléttuveg í Fossvogsdal. Fyrirkomulag verður svipað því sem er í dag hjá Hrafnistu við Laugarás í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Byggingarframkvæmdir hefjast seinni hluta þessa árs og er gert ráð fyrir að þeim verði lokið 2019. Í fyrsta áfanga verður nýtt hjúkrunarheimili byggt og í beinu framhaldi hefjast framkvæmdir við þjónustumiðstöð og leiguíbúðir.

Nýtt hjúkrunarheimili, þjónustumiðstöð og leiguíbúðir fyrir aldraða rísa senn við Sléttuveg í Fossvogsdal.

Weber-UK hágæða múrkerfi

Weber-UK múrkerfið hefur farið sigurför um Ísland í yfir 15 ár. Fagmenn treysta Weber-UK kerfinu við Íslenskar aðstæður. Seljum einnig hágæða flotefni og viðgerðarefni til fagmanna á góðu verði.

Sími 517 9604 · Flugumýri 34 · www.murefni.is

Hjúkrunarheimili fyrir 99 íbúa Á hjúkrunarheimili Hrafnistu verða rúmgóð einstaklingsrými fyrir 99 íbúa ásamt setustofum, matsal og aðstöðu þar sem innangengt verður í þjónustumiðstöðina. Gert er ráð fyrir að heimilið taki til starfa á seinni hluta árs 2019. Reykjavíkurborg og ríkið gerðu í nóvember með sér samning um byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg sem Reykjavíkurborg mun reisa í samvinnu við ríkið. Borgin hefur nú ritað undir viljayfirlýsingu við Sjómannadagsráð, eiganda Hrafnistuheimilanna, um rekstur þess. Við hönnun og útfærslu heimilisins verður unnið í nánu samstarfi við velferðarsvið borgarinnar en jafnframt er ætlunin að nýta á sem bestan hátt þá áratugalöngu þekkingu og reynslu sem Hrafnista hefur af víðtækri þjónustu við aldraða. Sjómannadagsráð mun byggja, eiga og reka þjónustumiðstöðina sem samtengd verður Hrafnistuheimilinu og þremur nýjum fjölbýlishúsum með leiguíbúðum sem þarna munu rísa en þau verða einnig í eigu Sjómannadagsráðs. Í þjónustumiðstöðinni verður matarþjónusta, afþreying, tómstundir, heilsurækt, útivist og opið félagsstarf eins og Reykjavíkurborg veitir í þjónustumiðstöðvum sínum í borginni ásamt þjónustu fótaaðgerðasérfræðinga og hárgreiðslumeistara. Leiguíbúðir í nálægð við hjúkrunarheimili Síðar á árinu munu framkvæmdir við byggingu fjölbýlishúss með leiguíbúðunum hefjast við hlið fyrirhugaðrar þjónustumiðstöðvar við Sléttuveg og á byggingarreit við Skógarveg. Í húsunum verða u.þ.b. 125 leiguíbúðir sem leigðar verða öldruðum. Meirihluti íbúðanna verður frá 50-70 m2 en einnig verða byggðar 70-85 m2 hjónaíbúðir og nokkrar 90 m2 íbúðir eða stærri. Í starfsemi leiguíbúðanna er lögð höfuðáhersla á nálægð við hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð þar sem aldraðir hafa aðgang að fjölbreyttri þjónustu, þar á meðal sérhæfðri þjónustu í samræmi við einstaklingsbundna þörf. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, segir að ráðið hafi rutt brautina hvað þessa áherslu varðar á íbúðaleigumarkaði fyrir aldraða hér á landi. Markmiðið sé að þeim sem kjósa að búa á eigin vegum sé gert það kleift í öruggu umhverfi sem lagað er að mismunandi þörfum aldurshópsins. Eins og í öðrum hverfum þar sem Sjómannadagsráð leigir eldri borgurum sérhæfðar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu verður m.a. starfrækt húsvarsla allan sólarhringinn í húsum félagsins við Sléttuveg. Meginmarkmiðið að sögn Guðmundar er að bjóða íbúunum alhliða þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins þar sem þjónustan fylgir einstaklingum eins og stuðningur við hann krefst hverju sinni. Uppbygging fyrir eldri borgara á Sléttuvegi Við Sléttuveg í Reykjavík hefur á undanförnum árum átt sér stað uppbygging íbúða fyrir eldri borgara. Með samsetningu þeirrar uppbyggingar sem nú er fyrirhuguð og staðfest var í dag bjóðast eldri borgurum fleiri valkostir. Sléttuvegur er afar skjólsælt hverfi með góðu útsýni og góðu aðgengi að göngustígum í miðju Reykjavíkurborgar.


SÓKNARFÆRI  | 37

ÞORLÁKSHÖFN - framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki? Mykines, nýjasta flutningaskip Smyril Line Cargo, hefur hafið vikulegar siglingar á milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Með þessari siglingarleið verður flutningstíminn sá stysti af SV horni landsins sem er í boði á sjóflutningum til og frá landinu.

Þorlákshöfn er á SV-strönd landsins og er hún eina flutnings- og fiskiskipahöfnin á Suðurlandi allt austur að Hornafirði. Frá Þorlákshöfn eru góðar og greiðfærar samgöngur á landi til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir Suðurstrandarveginum. Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar. Staðsetningin er mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi.

Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér.

olfus@olfus.is

Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn 480 3800


38  | SÓKNARFÆRI

Fjölbreyttar lausnir frá Límtré Vírneti Flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Um 10.000 m2 af steinullareiningum fóru í veggi hússins.

Umsvif Límtré Vírnets hafa aukist umtalsvert á síðustu árum samfara miklum vexti í byggingastarfsemi. Á síðasta ári tók fyrirtækið í notkun nýja yleiningaverksmiðju á Flúðum þar sem framleiddar eru stálklæddar steinullareiningar. Fyrirtækið vinnur að fjölbreyttum verkefnum um land allt og ber þar hæst að nefna 10.500 fermetra flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Sigurður Guðjónsson, forstöðumaður byggingadeildar Límtré Vírnets segir að bygging flugskýlisins á Keflavíkurflugvelli sé stórt og krefjandi verkefni. „Þessi bygging er dæmi um lausn sem við getum boðið fyrir hús af þessari stærðargráðu. Þarna kemur stálgrindin sterkt inn og í þessu tilfelli fluttum við tilsniðið efni í hana inn frá Rúmeníu en íslenskur samstarfsaðili sér um uppsetninguna. Á grindina koma svo steinullareiningar frá nýrri verksmiðju okkar á Flúðum. Þetta er gríðarstór bygging sem mun geta rúmað tvær stórar flugvélar samtímis. Mesta spennivídd stálgrindarinnar er 95 metrar og mesta hæð hússins um 26 metrar. Sjálf flugskýlishurðin er engin smásmíði eða 95 metra breið, 18,5 metra há og vegur 150 tonn.“

Límtré og steinullareiningar Í límtrésverksmiðju fyrirtækisins á Flúðum hefur límtré verið framleitt í rúmlega 30 ár en þau burðarvirki hafa risið víða og setja svip sinn á umhverfið til sjávar og sveita. Ný yleiningaverksmiðja Límtré Vírnets var gangsett á Flúðum í fyrrasumar en þar eru framleiddar steinullareiningar samkvæmt nýjustu tækni. Í verksmiðjunni er tæplega 100 metra löng framleiðslulína og afkastagetan í verksmiðjunni er mikil en þar eru framleiddir allt að 800 fermetrar af einingum á degi hverjum. „Við höfum alfarið snúið okkur að framleiðslu steinullareininga og höfum því hætt framleiðslu á úreþaneiningum en við bjóðum þær áfram innfluttar, m.a. í frysti- og kæliklefa. Einingarnar frá okkur eru framleiddar með stáli á báðum hliðum og fást með mismunandi yfirborðsáferð og í ýmsum litum,“ segir Sigurður. Einingarnar frá Límtré Vírneti hafa mjög gott burðarþol og er því hægt að nota þær á léttar burðargrindur sem leiðir til lægri byggingakostnaðar. Steinullareiningar eru einnig notaðar í milliveggi og loft og í mörgum tilfellum geta þær staðið án burðargrindar innanhúss sem leiðir til einfaldari lausna. Þá

Nýjustu tækni er að finna í einingaverksmiðju Límtré Vírnets á Flúðum.

Sigurður Guðjónsson, forstöðumaður byggingadeildar Límtré Vírnets.

Verið er að byggja tvö parhús í Vík en húsin eru byggð upp úr límtrésgrind og steinullareiningum.

Mynd: Arkitektar Hjördís & Dennis.

hafa þær háa brunamótstöðu og gott hljóðeinangrunargildi.

Verkefni um land allt „Verkefnin okkar eru afar fjölbreytt og um land allt, allt frá litlum göngubrúm upp í flugskýlið sem ég nefndi áðan. Mörg verkefni Límtré Vírnets eru tengd landbúnaði, t.d. fjós, reiðskemmur og vélaskemmur en einnig sjávarútvegi þar sem hafa verið aukin umsvif upp á síðkastið. Loks má nefna það að við höfum verið að reisa nokkur hús fyrir iðnaðar- og verslunarfyrirtæki auk þess sem við erum að feta okkur áfram með byggingu staðlaðra sérbýlishúsa í samstarfi við arkitekta.“ Próteinverksmiðja Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.

limtrevirnet.is


SÓKNARFÆRI  | 39

Nú fástSnickersvinnuföt í

Hágæða vinnuföt Mikið úrval af öryggisvörum

í miklu úrvali

Sérmerkjum fyrir fyrirtæki

Verkfæri og festingar HAGI ehf

Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is •

Hagi ehf HILTI


40  | SÓKNARFÆRI

Gert við sæstrenginn til Eyja Viðgerð á aðalrafstreng Landsnets til Eyja, Vestmannaeyjastreng 3, lauk á þjóðhátíðardaginn 17. júní eftir langt og strangt viðgerðarferli. Strengurinn bilaði í aprílbyrjun og er viðgerðin sú dýrasta sem Landsnet hefur lent í en áætlaður kostnaður við hana er um hálfur milljarður króna. Engir sýnilegir ákverkar voru á þeim hluta strengsins þar sem bilunin var og verður hann sendur til nánari skoðunar til óháðra rannsóknaraðila erlendis. „Viðgerðin gekk vel eftir að við gátum hafist handa og tók heldur styttri tíma en við höfðum gert ráð fyrir, eða 12 í stað 14 daga. Allri viðgerðarvinnu lauk föstudagskvöldið 16. júní og þá var strengnum slakað á ný niður á hafsbotn og um hádegi á þjóhátíðardaginn var strengurinn farinn að flytja aftur rafmagn til Vestmannaeyja,“ segir Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets, í samtali við Sóknarfæri.

Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets.

Hið öfluga kapalskip Isaac Newton tók þátt í viðgerðinni á strengnum til Eyja.

Aðeins 4 ára gamall strengur Aðeins eru fjögur ár frá því að strengurinn var lagður í kjölfar þess að Vestmannaeyjastrengur 2 frá 1978 bilaði. Voru Eyjamenn því komnir í sömu stöðu um daginn og árið 2012, þegar eini raforkuflutningurinn var um Vestmannaeyjastreng 1, sem lagður var

1962 og flytur einungs 7,5 MW og rétt dugir fyrir grunnþörfum almennings í Eyjum. Strax var hafist handa við að leita að biluninni og til öryggis voru líka fluttar dísilvaraaflsvélar út til Eyja til að nota ef neyðarástand skapaðist, t.d. ef gamli strengurinn myndi einnig bila.

Heimsækið okkur hjá Gleri og Brautum Intl. og sjáið glæsilegar svalalokanir sem lengja sumarið og færa logn og blíðu. NÝTTU SVALIRNAR Á HVERJUM DEGI ALLT ÁRIÐ UM KRING • ALLTAF LOGN, ALLTAF HREINAR SVALIR, VER SVALIRNAR FYRIR VEÐRUN

Einfalt og öruggt Á • KERFIÐ ER FULLOPNANLEGT ÖRFÁUM SEKÚNDUM

Við bjóðum 10% afslátt ef pantað er fyrir 15. júní. Í bás okkar er boðin þáttaka í getraunum með veglegum ferðavinningum.

5 ára ábyrgð

• HJÓL UPPI OG NIÐRI SVO GLERFLEKAR RENNA LÉTT ÁN SKRÖLTSog FyrirOG einstaklinga

byggingariðnaðinn

• ER EINSTAKLEGA AUÐVELT Í ÞRIFUM • KERFIÐ ER HLJÓÐEINANGRANDI • EYKUR VERÐGILDI ÍBÚÐAR

VIÐ FÆRUM ÞÉR LOGN OG BLÍÐU Gler og Brautir Intl. • Skútuvogi 10b • 104 Reykjavík Sími: 5171417 • Netfang: cover@cover.is Opnunartími: 10-12 og 13-16

Þegar ljóst var hvar bilunin væri var leitað til eigenda framleiðslufyrirtækis strengsins og norskra og danskra sérfræðinga í sæstrengjum um næstu skref. Kom fyrst til tals að fá sama skip í viðgerðarvinnuna og var notað við að leggja strenginn 2013 en að mati Landsnets var skipið of lítið og því ekki fýsilegur kostur.

Vandasamt verkefni „Það er í raun meira krefjandi verkefni að gera við sæstreng en að leggja hann því svona viðgerð úti á hafi er flókin og vandasöm og tekur að lágmarki um tvær vikur, ef allt gengur að óskum ,“ segir Nils. Leit að hentugu skipi kom Landsneti í samband við verktakafyrirtækið Jan De Nul sem var að vinna að dýpkun Landeyjarhafnar og tókust samningar á skömmum tíma um að það myndi leggja til verksins hið öfluga kapalskip Isaac Newton. Jafnframt var samið við NKT, eiganda framleiðslufyrirtækis strengsins, um tengivinnuna sem er bæði mjög sérhæfð og krefjandi. Strax og kapalskipið kom til Eyja á hvítasunnudag, 4. júní, var hafist handa við að koma um borð í það varastreng sem Landsnet átti í geymslu í Eyjum og kom hann sér nú vel því það er flókið og dýrt ferli að setja í gang framleiðslu á sæstreng. Engar sýnilegar skemmdir sáust á bilaða strengbútnum og verður því að teljast ólíklegt að skemmdir á honum séu af völdum veiðarfæra eða akkeris, eins og getgátur höfðu verið uppi um. Verður strengbúturinn nú sendur til nánari skoðunar til óháðra rannsóknaraðila erlendis. „Bæði verktakar og starfsfólk okkar, ásmat 75 manna áhöfn kapalskipsins Isaac Newton, unnu þarna gríðarlega mikilvægt og óeigingjarnt starf og fórnuðu bæði hvítasunnuhelginni og 17. júní til að láta þetta verkefni ganga upp og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir,“ segir Nils og bætir við að starfsfólk HS Veitna og Vestmannaeyjabæjar hafi líka greitt götu verkefnisins sem best má vera. Þá hafi öryggisgæsla Björgunarfélagsins í Eyjum við höfnina verið til mikillar fyrirmyndar. Mikilvæg tenging fyrir Eyjar og þjóðfélagið allt „Bilunin minnir okkur líka á hversu mikilvæg þessi tenging er fyrir Eyjar og þjóðfélagið allt. Þetta er langdýrasta viðgerð sem við hjá

Landsneti höfum lent í á raforkukerfinu. Áætlaður kostnaður er um hálfur milljarður króna en það velktist samt enginn í vafa um nauðsyn þess að takast á við þetta verkefni og koma strengnum aftur í rekstur. Tilkoma hans hefur enda gert okkur kleift að flytja enn meiri raforku til Vestmannaeyja, sem bæði fiskvinnslan, annar iðnaður og samfélagið allt nýtur góðs af,“ segir Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets, að lokum.

Samband stjórnendafélaga:

Nýtt nafn og merki Sambandsþing Verkstjórasambands Íslands hefur einróma samþykkt að breyta nafni samtakanna í Samband stjórnendafélaga en innan vébanda þess eru tólf félög stjórnenda og verkstjóra. Með því er ætlunin að höfða betur til stærri hóps stjórnenda sem stýra fjölbreytilegum verkefnum í nútíma samfélagi. Þetta var ákveðið á þingi stjórnenda í Stykkishólmi dagana 19.-20. maí sl. Skúli Sigurðsson, forseti Sambands stjórnendafélaga (STF) segir að nú verði allt kynningarstarf eflt með það að markmiði að fjölga verulega í hópi aðildarfélaga STF. „Við höfum náð að fjölga félagsmönnum talsvert á liðnum misserum með markvissu kynningarstarfi en við teljum okkur geta gert betur. Aðild að stjórnendafélagi hefur mikla kosti en við bjóðum m.a. upp á gríðarlega góða endurmenntun í fjarnámi og einn öflugasta sjúkrasjóð sem til er í landinu. Við teljum nýtt nafn og ný starfsheiti endurspegla betur innihald starfanna og vera í samræmi við tíðarandann í samfélaginu.“


SÓKNARFÆRI  | 41

Í TRAUSTU SAMBANDI HEIMA OG HEIMAN

VIÐ TENGJUM ÍSLENSK HEIMILI OG FYRIRTÆKI SVO HLUTIRNIR GANGI SINN VANAGANG! Með öruggum háhraðatengingum landshlutanna á milli geta Íslendingar sinnt sköpun, samskiptum og vinnu nánast hvar sem þeir eru staddir eða kjósa að búa. Hvort sem þarf að gúggla reglurnar í Söguspilinu eða segja „hæ“ við mömmu í Singapúr sér Míla um að það gerist hratt og örugglega. Míla ehf., Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, sími 585 6000, www.mila.is


42  | SÓKNARFÆRI

Ný gas-og jarðgerðarstöð Sorpu

Stefnt á útboð í sumar Undirbúningur nýrrar gas-og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi er nú í fullum gangi. Gert er ráð fyrir að útboð vegna hönnunar og byggingar stöðvarinnar fari fram í ágúst og gangi allt samkvæmt áætlun ættu framkvæmdir að geta hafist í febrúar eða mars á næsta ári og þeim verða lokið í byrjun árs 2019. Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu segir að tilkoma stöðvarinnar muni valda nokkrum þáttaskilum því með henni verði jarðgerðarefni og metan unnið úr öllum lífrænum heimilisúrgangi á höfuðborgarsvæðinu.

35 þúsund tonn af heimilisúrgangi Árlega eru um 100 þúsund tonn af sorpi urðuð í Álfsnesi, en þar af eru um 35 þúsund tonn af blönduðum heimilisúrgangi. Um 70% af því sem fer í venjulega heimilistunnu í dag er lífrænt efni sem mun nýtist til framleiðslu metans og jarðvegsbætis. Gert er ráð fyrir að árlega verði til um 12 þúsund tonn af jarðgerðarefnum í stöðinni og að metanframleiðslan sem nú þegar fer fram á vegum Sorpu muni tvöfaldast og fara úr 2 milljónum rúmmetra af metani á ári í um 4 milljónir rúmmetra sem jafngildir hátt í 5 milljón lítrum af bensíni á ári. Björn segir að koma þurfi í veg fyrir að gler, spilliefni og lyfjaleifar blandist öðrum heimilisúrgangi og því hafi sveitarfélögin verið að koma upp glergámum til að auðvelda fólki að flokka gler frá öðrum úrgangi. Þá verði reynt með fræðslu og hertu eftirliti að sporna gegn því að spilliefni og lyfjaleifar berist í heimilistunnuna. Að öðru leyti segir hann að íbúar muni ekki verða varir við neina breytingu með tilkomu stöðvarinnar. Hann segir að ýmsir aðilar hafi sýnt áhuga á að nýta það gróðurbætandi efni sem verður til í nýju gas-og jarðgerðarstöðinni. „Landgræðslan hefur haft áhuga á að skoða notkun á þessu efni og á sínum tíma var einnig gefin út viljayfirlýsing um samstarf við samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ing-

ólfs þannig að farvegurinn fyrir þetta efni gæti legið víða.“

Gríðarleg aukning á sorpi Björn segir að magnið sem fer í gegnum endurvinnslustöðvar Sorpu hafi aukist mikið síðustu misserin sem endurspegli aukna neyslu og velmegun. Þannig hafi ákveðnir flokkar efnis eins og til dæmis það sem tengjast framkvæmdum í hýbýlum fólks aukist um allt að 100% og einnig sé mik-

ið um að fólk sé að skipta út húsgögnum og komi þá með gömlu húsgögnin á endurvinnslustöðvarnar. „Allt eru þetta ákveðnar vísbendingar um að það góðæri sem hér ríkir og þótt við séum ekki komin upp í sama magn á íbúa og var fyrir hrun 2008 erum við farin að nálgast það,“ segir Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu. sorpa.is

Úr móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Aukið sorpmagn sem fer í gegnum endurvinnslustöðvar Sorpu endurspeglar aukna neyslu á góðæristímum.

Ártúnshöfðinn breytir um svip Þar verður eitt mesta uppbyggingarsvæðið í borginni næstu árin en samstarf hefur tekist um að reisa allt að 4000 íbúðir á næstu árum vestan Breiðhöfða Gengið hefur verið frá samstarfsyfirlýsingu um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða. Svæðið sem samkomulagið nær til er 273.000 fermetrar og er gert ráð fyrir að þar geti risið allt að 4000 nýjar íbúðir á næstu árum. Stefnt verður á hraða uppbyggingu á svæðinu og öðrum lóðarhöfum á svæðinu boðið til samstarf um heildaruppbyggingu þess. Áhersla verður lögð á byggingu íbúða fyrir ungt fólk. Það voru borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson og fulltrúar lóðarhafa, Ingvi Jónasson hjá Klasa fyrir hönd Elliðaárvogs ehf. og Pétur Árni Jónsson hjá Heild fasteignafélagi fyrir hönd Árlands ehf., sem undirrituðu samkomulagið á dögunum. Aðilar að samkomulaginu munu standa sameiginlega að deiliskipulagstillögu sem afmarkast af þeim lóðum sem þeir ráða yfir á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog og í þeirri vinnu tekið mið af fyrirliggjandi rammaskipulagi fyrir Elliðaárvog og Ártúnshöfða.

Ungt fólk í öndvegi Við undirbúningi uppbyggingar íbúðasvæðisins á Ártúnshöfða verð-

Vesturhluti Ártúnshöfðans er barn sín tíma og á árum áður svæði í jaðri borgarinnar sem ætlað var fyrir grófa iðnaðarstarfsemi. Nú er öldin önnur og þar mun rísa á næstu árum fjölskrúðugt hverfi íbúða og blandaðrar atvinnustarfsemi.

ur eins og áður sagði haft að leiðarljósi að skapa hagstæðar aðstæður á hluta svæðisins fyrir ungt fólk og/ eða þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð eða kjósa að vera á leigumarkaði. Markmiðið er að byggja ódýrt húsnæði án þess að slegið sé af gæðakröfum og skapa möguleika fyrir deililausnir, bæði er lýtur að húsnæði, innviðum og samgöng-

um, eins og segir í yfirlýsingu. Vinna skal með þessi markmið á öllum stigum undirbúnings, deiliskipulagsgerðar, uppbyggingar- og söluferlis.

ingssamgöngur. Jafnframt verður unnin áætlun um nýtingarhlutfall lands og frummat á kostnaði við innviði og opin svæði. Rammasamningur verður gerður til að ákvarða m.a. hlutfallslega kostnaðarþátttöku lóðarhafa á svæðinu við gerð innviða, hlutfall leiguíbúða á svæðinu, kauprétt á leiguíbúðum og listskreytingar. Þá verður og horft til kostnaðarþátttöku í væntanlegri Borgarlínu sem og gatnagerðargjalda vegna uppbyggingar á svæðinu.

Jafnvægi 2milli íbúða og atvinnustarfsemi Kveðið er á um það í samningi að við deiliskipulagsvinnuna skuli sérstaklega horft til þess að skapa gott jafnvægi milli íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis og þjónustu í hverfinu, auk tenginga við almenn-

2

Gerðh

Skútuvogur

amrar

am ith Ge

3

10

12

2

16

22

26

10

5

5

mr ha kin Lo

28

16

9

ar

11

32

14

5

34

ar

15

amrar

r ogu

6

erg

29 - 17

36

ar

19

mr

20

ha

36A

ar

- 24

18 19

15

-1

4

27

mr ha Blá

16

17

Dv

17

Brúarvogur

12

8

38

13

Gerðh

9

12

Kja larv

mr

10

36

40

14

rha

- 10

Dy

12

2

20

9

7

18

30

8

ra

14 20

16

11

22

34

25 23

d

21

L

2

21

1-3

32 24

38

40

23

1

26

14 42

25

Sæbraut

11A

30

28

3

44

10E 10F

27

5

46

10

10A

10B

13A

13

29

10C 48

16

31 10D

Dv

erg

ha

mr

7

ar 9

33

11 19 13

Gu llinb

35 17

37 8

15

rvegur Kleppsmýra

1 8B

8A

3B

3

2

3A

Súðarvogur

5

11

2E

13

51

5 15

16

4

17

5 49 51 53

54-56

40 11

21

Sæbraut

55

Básbry

19

39 41 43 45 47

ggja

14

2F 35 37

5A

Nausta bryggj a

6

27

3

r ogu

19-21

ja brygg

6-10

15 13

2-4

7 9

1-3

5 21

5-7

3

1

9-11

1B

14

15

4

44

Nausta bryggja

var Sæ

Dugguvogur

42

11

2-4

1A

fði

40

12

Tanga

9

6-8

Nau

1

38

ur avog Barð

Nausta bryggj a

Básbry

2

17

ggja

16

16

Breiðhöfði

1

Sæbraut

18

6

3

17

Gullinbrú

stav

2

36

15-13

18

13

15

28

r

24-26

23

15B

Eirhöfði

1

3

ugarðu

20-22

12-18

7

25

Nausta bryggj a

15A

12

14

18

Tranavogur 5

34 32 30

Bryggj 29

21

16

23

36

Nausta bryggj a

2 21

38

57

33

31

12

14

Eldshöfði

10

20

11A

9

7

5

Eldshöfði

36

17

10

38

42

44

Dugguvogur

r

12

ða rv o

54

10

23

gu

r

12

52

50

48

gu

brú Gullin

11A

11

21

40

11

N a u s ta v o

46

6-8

4

2

var

34

höf ði

Eirhöfði

9

3

13

15

32

13 - 15

11

1

17

19

Na ust avo

28

7

8

9 - 11

gur

26

21

Svar thöfð i

24

Kænuvogur

7

Súðarvogur

3

5

2-4

23

9

11

13 15

Stórhöfði

6-10

5

17

2

Knarrarvogur

15

13

11

9

7

9

Stórh öfði

11 13

17

15 17

7

Funahöfði

14

6

8

10

1

3

5

9

7

5

3

19

14

12 9

21 1

Sæbraut

1

3

4

12

10

6

5

Breiðhöfði

17A

Smiðshöfði

Hamarshöfði

4

6

8

3

1

19

1

2

8

6

Smiðshöfði

Funahöfði

Smiðshöfði

Funahöfði

3

Hyrjarhöfði

4

2

10

27

höf ði

Dvergshöfði

Dvergshöf

var

Dvergshöfði

9

11

13

17

19

7

21

7

23

Vagnhöfði

2

5

5

10

12

14

16

18

20

3

5

7

9

11

13

15

27

4

2

Sæ va rhöfði

1

Bíldshöfði

2A

18

20

Breiðhöfði

4-6

Bíldshöfði 8

landsv

16

14 12

9

2

7

5A

i höfð Bílds

Bíldshöfði

Vestur

8

1

5

1A

Tillaga 4 #32373

6A

6

4

Bíldshöfði

3

Ártúnshöfði-Elliðaárvogur

Tangarhöfði

2

9A

29

Þórðarhöfði

8

Vagnhöfði

9

6

Vagnhöfði

Sæbraut

Malar

10

3

höfði

3

8

1

Höfðabakki

25

6

egur

10

Axarhöfði

2

Lóðir í LUKR Vesturlandsvegur

im

9

an na

ve

r gu

1A 10

100

Breiðhöfði

Ve ið

12

Suðurhrauni 12b - 210 Garðabæ | 545 4600 | Fax 545 4601 | metal@metal.is

Vesturlan

Vesturlandsvegur

2

t Reykjanesbrau

Vesturlandsvegur

50

0

100

200

300

Straumur

Straumur

3A

Samstarf er hafið um uppbyggingu 273 þúsund fermetra svæðis á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða fyrir allt að 4.000 nýjar íbúðir. Stefnt er á hraða og hagkvæma uppbyggingu svæðisins sem er ákjósanlegt byggingarland sem hallar á móti vestri.

400


SÓKNARFÆRI  | 43

Vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar

Mislæg gatnamót bæta öryggi Framkvæmdir standa nú yfir við mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, rétt austan við álverið í Straumsvík. Samtímis er unnið að gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og Helluhraun og hraðatakmarkandi breytingum á Suðurbraut. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er um 1.150 milljónir króna og á því að vera að fullu lokið í nóvember á þessu ári.

Flókið samstarfsverkefni Verkið, sem er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar og veitufyrirtækja, var boðið út í febrúar á þessu ári og hófust framkvæmdir strax í mars. Fyrst þurfti á að færa heilan lagnaskóg af ýmsu tagi til að búa til pláss fyrir brúna fyrir mislægu gatnamótin ásamt því að búa til framhjáhlaup fyrir umferð um svæðið á meðan á vinnu við mislægu vegamótin stendur. Þessum undirbúningsframkvæmdum, eða 1. áfanga verksins, lauk um mánaðamótin og má segja að flækjustigið hafið verið nokkuð mikið, því margar þeirra lagna sem flytja þurfti teygðu anga sína langt frá sjálfum vegamótunum. Vegfarendur sýni aðgát Strax og lagnaflutningunum var lokið hófst vinna við að taka Reykjanesbrautina í sundur, grafa fyrir brúnni og hefja sjálfa brúarsmíðina. Vegfarendur eru beðnir um að aka varlega, virða hraðamerkingar og sýna aukna aðgát á vinnusvæðinu, en þar er samtímis einnig unnið að vega- og gatnagerð, s.s. breytingum á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivega að Suðurbraut og Selhellu, ásamt gerð göngu- og hjólastígs meðfram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðum á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi í Hafnarfirði hluti verksins og skal þeim framkvæmdum að fullu lokið áður en skólahald hefst í Hvaleyrarskóla í kringum 20. ágúst. Lokahnykkur framkvæmdanna verður svo endurgerð Reykjanesbrautar yfir nýju brúna ásamt öllum frágangi, s.s. lýsingu og vegmerkingum. Loftorka ehf. og Suðurverk ehf. annast framkvæmdir og eftirlit með verkinu hefur VSÓ Ráðgjöf með höndum. vegagerdin.is

Til að auka á umferðaröryggi er verið að byggja þetta mannvirki á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar.

Verkinu lýkur á þessu ári.


44  | SÓKNARFÆRI

Charge ráðstefnan haldin í Hörpu 9.-10. október nk:

Græn orka eykur virði íslenskrar vöru Á undanförnum árum hefur hinn alþjóðlegi rafmagnsmarkaður færst frá ríki yfir til hins almenna markaðar. Þetta leiðir til aukinnar samkeppni og neytendur hafa mun meiri áhrif en áður. Rafmagnsfyrirtæki þurfa því að selja vöru sína á annan hátt en áður en þar getur góð vörumerkjastjórnun skipt sköpum. Vörumerkjastjórnun getur aukið virði vara umtalsvert og tryggt stöðu hennar inn í framtíðina. Um þessar mundir stendur yfir undirbúningur að CHARGE orkuráðstefnunni eða CHARGE – Energy Branding Conference – sem verður haldin í annað sinn í Hörpu 9.-10. október í haust. Það er íslenska ráðgjafafyrirtækið Larsen Energy Branding sem skipuleggur ráðstefnuna en hún hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli í orkuheiminum.

Velina segir að fyrirtæki geti fengið hærra verð fyrir sínar vörur án þess að missa viðskiptavini ef þau hafa markaðssett sig vel og hafa sterkt vörumerki.

„Það er nóg að gera um þessar mundir en undirbúningur ráðstefnunnar er í fullum gangi,“ segir

Velina Apostolva en hún er markaðsttjóri CHARGE ráðstefnunnar og starfar auk þess við ráðgjöf í

vörumerkjastjórnun hjá LarsEn Energy Branding. „Það hefur verið draumurinn hjá Friðriki Larsen,

Allir í strætó í Grímsey! „Það hefur verið vel tekið í þetta uppátæki og það má segja að byrjunin lofi góðu,“ segir Sigurður Bjarnason, eigandi Vélaverkstæðis Sigurðar Bjarnasonar í Grímsey en fyrirtækið keypti strætisvagn frá Akureyri og býður upp á akstur um eyjuna. Vagninn kom til Grímseyjar í byrjun júní og er fyrsti almenningsvagninn í sögu hennar. Vagninn var áður í notkun á Akureyri og tekur 23 farþega í sæti auk þess sem rými er fyrir standandi farþega. Samstarf er á milli Sigurðar og Höllu Ingólfsdóttur leiðsögumanns, eiganda fyrirtækisins Arctic Trip í Grímsey, en það fyrirtæki sérhæfir sig í afþreyingarþjónustu í eynni. Hugmyndin er að bjóða ferðir gegn vægu gjaldi fyrir ferðamenn og gesti í eyjunni, m.a. út að vita á suðurenda eyjarinnar og eins norður að heimskautsbaug, en þangað fýsir ferðalanga mjög að koma og fá staðfestingu á komu sinni þangað.

Byrjaði sem grín „Þetta byrjaði allt sem grín, en ég hef nú samt verið að velta fyrir mér hvort grundvöllur væri fyrir að bjóða þjónustu af þessu tagi,“ segir Sigurður. Nú í sumar hafa 29 skemmtiferðaskip viðkomu við Grímsey og hefur þeim um árin farið fjölgandi. Þá er flogið daglega

Vagninn við vitann.

Halla Ingólfsdóttir eigandi Arctic Trip sér um leiðsögn í ferðum vagnsins um Grímsey.

út í eyju frá Akureyri og ferjan Sæfari siglir frá Dalvík fimm daga vikunnar til Grímseyjar. Ferðafólki hefur með árunum fjölgað í Grímsey og má búast við að vaxandi straumi þangað. Nú er á veg-

um Hafnasamlags Norðurlands unnið við að bæta aðstöðu við höfnina, gera aðkomu þar snyrtilega og einnig verður reist hús þar sem er mótttaka og salernisaðstaða. „Flestir farþeganna t.d. af

skemmtiferðaskipunum vilja komast yfir heimskautsbauginn, en margir þeirra eru í hópi eldri borgara og ekki allir góðir til gangs. Það má segja að það hafi verið kveikjan að kaupum á þessum vagni. Margir hafa verið að snapa sér far með heimamönnum, biðja þá að skulta sér norðureftir. Við eigum hins vegar eftir að sjá hvernig þetta kemur út og hvort grundvöllur er fyrir þessu. En byrjunin lofar góðu,“ segir Sigurður. Vagninn var auglýstur til sölu á liðnum vetri, Sigurður átti hæsta boð og fékk, verðið var vel viðráðanlagt að sögn. Vagninn var fluttur með ferjunni út í eyju í byrjun júní og hefur farið nokkrar ferðir sem heppnast hafa ágætlega. „Það er margt hér sem menn vilja sjá og við ökum hér út að heimskautsbaug, skoðum vitann og kirkjuna og förum fram að bjargi þar sem hægt er að fylgjast með lundanum,“ segir hann. Sjálfur hafði Sigurður einu sinni á ævinni tekið sér far með strætisvagni, fyrr allmörgum árum suður í Reykjavík þar sem systir hans starfaði við akstur. „Ég og konan tókum einn rúnt með henni aðallega til gamans,“ segir hann.

Vaxandi ferðaþjónusta Sigurður ekur vagninum, en Halla Ingófsdóttir eigandi Arctic Trip sér um leiðsögn í ferðunum. Fyrirtæki

hennar sérhæfir sig í afþreyingaferðum í Grímsey og fer starfsemin vaxandi. Meðal annars eru í boði dagsferðir þar sem allt er innifalið, ferð með ferjunni, leiðsögn um eyjuna og veitingar. Þá er köfun einnig í boði hjá fyrirtækinu sem og snork sem vakið hefur athygli. „Við erum að fóta okkur áfram, það tekur alltaf tíma að kynna sig og láta vita af því sem er í boði, en það gengur ágætlega,“ segir Halla. Hún segir Grímseyinga smám saman vera að byggja upp ferðaþjónustu í eynni, fyrir hendi séu tvö gistiheimili, tjaldsvæði er í eynni og þar er veitingasala. „Það er draumurinn að geta byggt hér upp fleiri störf í þessum geira, þannig að lífið hér verði ekki bara fiskur. Það er margt skemmtilegt og spennandi í gangi nú þegar og fjölbreytnin mun án efa aukast til framtíðar. Margir sem hingað koma eru í leit að kyrrð og friðsæld, snertingu við náttúruna og að sjá eitthvað annað og öðruvísi en í boði er annars staðar. Fyrir okkur vakir að fá tekjur til að standa undir kostnaði við rekstur vagnsins og eitthvað upp í laun. Við ætlum ekki að bjóða fastar ferðir í sumar samkvæmt áætlun heldur spila eftir eyranu, sjá hver eftirspurnin verður og þróa þetta verkefni í samræmi við hana,“ segir Halla.

Ferðalangar hafa tekið vel þessari nýbreytni, að aka með strætó að heimskautsbaug. Ljósm. Halla Ingófsdóttir.


SÓKNARFÆRI  | 45

stofnanda LarsEn Energy Branding, að kynna mikilvægi vörumerkja og vörumerkjastjórnunar innan alþjóðlega orkugeirans en hingað til hefur þessi umræða ekki átt upp á pallporðið. Meðvitund um vörumerki hefur þó aukist mikið á undanförnum árum en Friðrik er ótvíræður frumkvöðull í þessum efnum þegar kemur að orkugeiranum.“ „Ráðstefnan er hugsuð sem vettvangur til að kynna orkugeirann fyrir heimi vörumerkja og vörumerkjastjórnunar. Með frjálsri samkeppni á orkumarkaði hafa neytendur öðlast aukið vald til að velja hverja þeir versla við, en sú var ekki raunin áður. Við þekkjum öll vel sem neytendur hvað vörumerki skipta miklu máli, frá CocaCola til Nike, fólk tengir við vörumerki, vill frekar versla við ákveðin vörumerki og er tilbúið til að borga meira fyrir þau. Það sama getur átt við um orku.“

Umhverfisvæn orka eykur virði framleiðslunnar „Það merkilega við íslenska orkumarkaðinn er að nánast oll orka sem almenningur notar er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum. Við tökum þessu oft sem sjálfsögðum hlut og hér þykir það engin sérstaða að vera grænn eða nota umhverfisvæna orkugjafa, en í stærra samhengi getur það skipt sköpum. Fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja komast inn á erlenda markaði getur þetta skipt miklu máli og endurnýjanleg orka skiptir einnig miklu fyrir ímynd Íslands út á við,“ segir Velina sem ráðleggur bæði íslenskum og alþjóðlegum orkufyrirtækjum. „Ef við hugsum um afleidda eft-

irspurn þá getur t.d. það, að vara sé framleidd með umhverfisvænum hætti, gefið mikilvægt samkeppnisforskot á erlendum markaði. Neytendur hafa aukið kröfur sínar um umhverfisvænar framleiðsluaðferðir og endurnýjanleg orka á þar stóran hlut að máli. Þó að við seljum orku ekki beint út í dag, þá getur sú staðreynd að við framleiðum aðra vöru með umhverfisvænni orku skipt miklu máli í markaðssetningu erlendis.“

Orkuiðnaður til fyrirmyndar? Velina segir að erlendum orkufyrirtækjum finnist mjög áhugavert að koma hingað til lands þar sem 99% af orku er endurnýjanleg. „Þjóð-

verjar hafa til dæmis verið að gera miklar breytingar í þessum efnum og fyrirtæki sem bjóða græna orku hafa sprottið upp út um allt Þýskaland. Þjóðverjar stefna á að árið 2025 verði endurnýjanleg orka 4045% af þeirra orkunotkun og þá líta þeir til landa eins og Íslands til að finna lausnir við framkvæmd slíkra áætlana. Á hörðum samkeppnismarkaði Þýskalands nýta ný orkufyrirtæki svo þessa sérstöðu til að festa sig í hugum neytenda sem sjálfbær og græn orkufyrirtæki. Það, að tengja vörumerki sitt við umhverfisvernd og græna orku, eykur virði þess og gagnast í allri sölu og markaðssetningu.“

Helstu áhrifaaðilar í orkuheiminum á ráðstefnu „Ráðstefnan er vandlega skipulögð og fyrirlesarar valdir af kostgæfni,“ segir Velina. „Þátttakendur eru efri stjórnendur, framkvæmdastjórar, markaðsstjórar og fleiri, sem geta tekið ákvarðanir um stefnu sinna fyrirtækja. Það að koma upp góðri vörumerkjastjórnun er eitthvað sem þarf að gerast samhliða stefnubreytingum og viðskiptaáætlun og því þarf samtalið að vera við fólk sem hefur eitthvað um þau mál að segja.“

Charge Awards

VIÐ ERUM GÓÐIR Í HREINSUN Á FRÁVEITUVATNI Við útvegum búnað til hverskonar hreinsunar á fráveituvatni.

Tröppurist í kassa fyrir sveitarfélög. Vélræn hreinsun

Biorock. Fyrir sumarhús og bóndabæi Grafika 13

Samhliða ráðstefnunni var ákveðið að verðlauna þá sem vinna gott starf í vörumerkjastjórnun í orkuiðnaði en til þess voru CHARGE verðlaunin sett á laggirnar. „Þetta eru einu verðlaunin sinnar tegundar í heiminum og við erum með alþjóðlega dómnefnd sem kemur úr ýmsum áttum, m.a. orku- og markaðsmálum, sem sér um að tilnefna framúrskarandi fyrirtæki. Að loknu ströngu þátttökuferli velur dómnefnd efstu fimm aðila í hverjum flokki. Það val fer fram eftir að fyrirtækin hafa svarað ítarlegum spurningum um vörumerki sitt og stefnu en að auki sendum við út könnun til viðskiptavina allra fyrirtækjanna til að sjá hvort þeirra skynjun á viðkomandi vörumerki sé í samræmi við það sem orkufyrirtækin leggja upp með. Það er gaman að segja frá því að í ár er eitt íslenskt fyrirtæki tilnefnt til verðlaunanna en efstu fyrirtækin í hverjum flokki verða birt eftir að dómnefndarferlinu lýkur í lok sumars. Fyrirtækin sem voru tilnefnd í fyrra byrjuðu mörg hver pínulítil og á þröngri syllu eða því sem við köllum „niche“ en hafa síðan stækkað mjög hratt. Megináherslan hjá mörgum þeirra hefur verið á vörumerkið og ákveðin skilaboð um sérstöðu þeirra, þ.e. að þau séu ekki þessi hefðbundnu orkufyrirtæki. Það er hægt að vera öðruvísi, skemmtilegt eða skrítið orkufyrirtæki. Hver og einn getur fundið sína sérstöðu á markaði og hún getur skipt lykilmáli þegar kemur að vali neytenda. Fyrirtæki geta að sama skapi fengið hærra verð fyrir sínar vörur án þess að missa viðskiptavini ef þau hafa markaðssett sig vel og hafa sterkt vörumerki: Þau eru ekki að keppa í verði heldur staðfærslu, skilaboðum og stefnu,“ segir Velina að lokum.

Vélræn eða lífræn hreinsun eftir aðstæðum á hverjum stað. Okkar búnaður er í nær öllum núverandi fráveitu-hreinsikerfum á Íslandi. Hafið samband við okkur og við gerum tillögur um viðeigandi búnað. Lífræn hreinsun fyrir sveitarfélög með viðkvæman viðtakanda

Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Sími 585 1070 vov@vov.is www.vov.is


46  | SÓKNARFÆRI

Vaðlaheiðargöng

Vegskálabygging og vegagerð í Fnjóskadal í sumar Í sumar verður unnið að uppsteypu vegskála við munna Vaðlaheiðarganga í Fnjóskadal og gerð vegar frá göngunum að Fnjóskárbrú. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga segir að á meðan verði umferð á þessum kafla beint um hjáleið en gert er ráð fyrir að nýr vegur verði opnaður í ágúst. Vegskálinn Fnjóskadalsmegin er um 188 metrar að lengd og er verktakinn tæplega hálfnaður með uppsteypu hans. Strax að því loknu verður hafist handa við að steypa 88 metra langan vegskála við göngin Eyjafjarðarmegin.

Sextánfalt steypumagn Vaðlaheiðargöng verða 7,5 km löng og er miðað við að þau verði opnuð síðla árs 2018. Verulegar tafir hafa orðið á framkvæmdunum miðað við upphaflegar áætlanir og vega þrjú atriði lang þyngst. Í fyrsta lagi mikið innstreymi af heitu vatni, í öðru lagi miklar bergþéttingar samhliða langvarandi berghita og loks hrunsvæði og mikið innstreymi af köldu vatni Fnjóskadalsmegin. Sem dæmi um kostnað sem þessu hefur fylgt er að steypumagn til bergþéttinga var sextánfalt miðað við áætlanir og kostaði sá verkþáttur einn og sér um 1,6 milljarða króna. Styrkingar og sprautusteypa í göngunum Gegnumslag var í Vaðlaheiðargöngum í lok apríl og strax að því loknu var hafist handa inni í göngunum við lokastyrkingar og sprautusteypu, jafnframt því sem A

1

Almennir vegfarendur verða mest varir við framkvæmdir vegna Vaðlaheiðarganga í Fnjóskadal í sumar. Þar er verið að gera nýjan veg frá gangamunna að Fnjóskárbrú, jafnframt því sem unnið er að uppsteypu á 188 metra Mynd: Vaðlaheiðargöng ehf. löngum vegskála við gangamunnann.

vinna hófst við vegskálann í Fnjóskadal. Þegar því verki lýkur tekur við lagnavinna, uppsetning lýsingar, vegagerð og fleiri þættir sem tilheyra lokafrágangi ganganna. „Vegfarendur verða nú í sumar fyrst og fremst varir við framkvæmdirnar hjá verktakanum Fnjóskadalsmegin en Eyjafjarðarmegin er búið að leggja nýjan veg framhjá framkvæmdasvæðinu og út á Svalbarðsströnd. Á gatnamótunum við göngin verður hringtorg sem ég geri ráð fyrir að verði unnið sumarið 2018 þannig að það er mun meira sýnilegt fyrir almenna vegfarendur af framkvæmdunum í Fnjóskadal í sumar,“ segir Valgeir. B

Unnið er að sprautusteypu og lokastyrkingum inn í göngunum þessa mánuðina en að því loknu hefst vinna við lagnir, lýsingu og ýmsa aðra þætti sem tilheyra lokaáfanga verkefnsins. C

D

ÁRANGUR Í VERKI

Gjaldskrá og innheimtukerfi kynnt næsta vetur Hefðbundið er í jarðgöngum að hafist er handa við bergstyrkingar og lokafrágang frá þeim stað sem gegnumslag er og haldið í hvora átt að munna. Þannig er það einnig í Vaðlaheiðargöngum og verður fyrst lokið við lengri kaflann, þ.e. í átt að Eyjafirði og síðan kaflinn að Fnjóskadal. Jafnóðum er tekinn niður loftræstibúnaður, vinnurafmagn og vatnslögn sem notaður var meðan á gangagreftri stóð. „Jafnframt þessari vinnu er unnið að ýmsum öðrum verkefnum, m.a. útfærslu gjaldskrár og fyrirkomulagi gjaldheimtukerfisins sem verður rafrænt og sjálfvirkt þannig að ekki þarf að stoppa neitt. Á því sviði má segja að tíminn vinni með okkur því tækninni fleygir verulega fram ár frá ári og kerfið verður sífellt tæknilega betra og um leið hagkvæmara í rekstri. Í Vaðlaheiðargöngum kemur til með að verða myndavélakerfi sem les númeraplötur á bílunum þegar þeir fara í gegn og því ekkert gjaldskýli, líkt og fólk þekkir við t.d. Hvalfjarðargöng. Þetta er tækni sem er að víða að ryðja sér rúms og við vonumst til að geta upp úr næstu áramótum kynnt þetta kerfi, gjaldheimtufyrirkomulagið, gjaldskrá, snjallforrit, heimasíðu fyrir kerfið og annað sem að þessu snýr. Spár gera ráð fyrir að umferð á þessari leið verði að meðaltali um 1850 bílar á sólarhring þegar göngin verða opnuð og markmiðið er að sjálfsögðu að sem allra hæst hlutfall nýti sér þá miklu samgöngubót sem göngin sannarlega verða hér á svæðinu,“ segir Valgeir.

E

www.mannvit.is 1

2

2

3

3

Öll verkfræðiráðgjöf og verkefnastjórnun á einum stað 4

Mannvit kappkostar að auka arðsemi verkefna með þverfaglegri þjónustu á öllum verkstigum. Þannig má draga úr kostnaði, spara tíma og halda áætlun. Mannvit rekur 9 starfsstöðvar víðsvegar

A

B

um landið og með öflugum hópi sérfræðinga bjóðum við þjónustu á sviði verkfræði, jarðvísinda, umhverfismála, upplýsingatækni, byggingarefnarannsókna og verkefnastjórnunar.

C

4

D

E


SÓKNARFÆRI  | 47


48  | SÓKNARFÆRI

Ljósleiðari Mílu alla leið

40 þúsund heimili komin með tengingu Míla á og rekur víðfeðmt fjarskiptanet sem nær til allra heimila og fyrirtækja á Íslandi. Netið er byggt upp af bæði ljósleiðurum og koparlögnum. Hingað til hefur megin uppistaða heimtauga Mílu verið koparheimtaugar, sem þjóna þörfum allflestra heimila fyrir fjarskipti. Með aukinni þróun á sviði fjarskipta og aukinni þörf notenda fyrir meiri bandbreidd þá hóf Míla uppfærslu á heimtaugakerfi sínu með því að leggja ljósleiðara frá götuskáp alla leið til heimila. Nú þegar hefur Míla lagt ljósleiðara til um 40 þúsund heimila sem geta í dag pantað þjónustu yfir Ljósleiðara Mílu hjá sínu fjarskiptafyrirtæki. Áform Mílu eru að langflest heimili á höfuðborgarsvæðinu verði komin með ljósleiðaratengingu á næstu 2-3 árum. Íbúar mega því eiga von á því að verða varir við starfsmenn og verktaka Mílu við vinnu í hverfinu sínu. Í

mörgum tilvikum eru þegar til staðar ídráttarrör frá inntaki húss út að lóðarmörkum sem hægt er að draga ljósleiðarann í og þannig takmarka jarðvinnurask en í sumum tilvikum getur jarðvinna verið nauðsynleg til að geta tengt heimili á ljósleiðara. Míla leggur sig fram við að framkvæmdum fylgi sem minnst rask þótt eitthvað rask sé vissulega óumflýjanlegt þegar um slíka framkvæmd er að ræða. Lagning ljósleiðarans að inntakskassa er íbúum að kostnaðarlausu meðan framkvæmdir standa yfir í hverfum og engin stofnkostnaður fylgir því að fá Ljósleiðara Mílu né skuldbinding um kaup á þjónustu yfir hann.

Réttur frágangur innanhússlagna mikilvægur Með aukinni notkun á ljósleiðara til heimila hefur vægi innanhússlagna aukist til muna. Fjarskiptafyrirtæki ber ábyrgð á ljósleiðaranum að inntaki. Innanhússlagnir eru aftur á móti á ábyrgð og í eigu húseiganda. Nauðsynlegt er að vanda til þeirra lausna sem notaðar

Með aukinni notkun á ljósleiðara til heimila hefur vægi innanhússlagna aukist til muna.

eru til að koma ljósþræðinum frá inntaki og inn í stofu. Þar sem fæstir íbúðaeigendur eru sérfræðingar í innanhússlögnum þá þurfa þeir að treysta á þau ráð sem sérfræðingar fjarskiptafyrirtækjanna og rafiðnaðarmenn veita þeim. Til er íslenskur staðall (ÍST151) sem kom út árið 2016 og lýsir á skýran máta hvernig staðið skuli að lagningu innanhússlagna ljósleiðara í íbúðarhúsnæði. Flestir aðilar fjarskiptamarkaðsins komu að útgáfu staðalsins og komu sér saman um hvernig faglegur frágangur er tryggður, m.a. þannig að einfalt sé fyrir viðskiptavini að skipta um fjarskiptafyrirtæki. Míla leggur því sérstaka áherslu á að þeir sem koma að uppsetningu innanhússlagna fylgi staðlinum og

reglum Póst- og fjarskiptastofnunar um innanhússlagnir, íbúum og fjarskiptafyrirtækjum til hagsbóta til frambúðar. Míla leggur sig fram við að fylgja reglum og staðli þannig að skilin milli heimtauga Mílu og innanhússlagna íbúðareiganda séu skýr og einfalt og fljótlegt sé að tengja eða flytja viðskiptavini á milli fjarskiptafyrirtækja. Frekari upplýsingar um innanhússlagnir er að finna á heimasíðu Mílu, mila.is.

Ísland ljóstengt Samhliða lagningu Ljósleiðara Mílu til heimila á höfuðborgarsvæðinu hefur Míla komið að mörgum verkefnum sveitafélaga á landsbyggðinni í tengslum við átaksverkefni ríkisins „Ísland ljós-

tengt“. Aðkoma Mílu að þeim verkefnum er margskonar, allt frá ráðgjöf til framkvæmda. Markmið átaksins er að 99,9% lögheimila og fyrirtækja eigi kost á að minnsta kosti 100 Mb/s nettengingu árið 2020. Alls hafa 37 sveitafélög fengið styrk frá Fjarskiptasjóði til lagningar ljósleiðara, í tengslum við verkefnið, 14 árið 2016 og 23 á þessu ári. Míla hefur lagt fram vinnu við verkefni nokkurra þessara sveitafélaga og tekið þátt í útboðum á ljósleiðarakerfi sveitarfélaga, en sum þessara verkefna eru ekki enn komin til framkvæmda. mila.is

Fjölbreytt þjónusta við bíla og tæki

» VERSLUN » DIESELVERKSTÆÐI » VARAHLUTAÞJÓNUSTA

» TÚRBÍNUVIÐGERÐIR OG SALA » SÉRPANTANIR

Dvergshöfða 27 - 110 Reykjavík - blossi.is - blossi@blossi.is


Húsbók fjölbýlishúsa er nýjung hjá Eignumsjón Húsbók fjölbýlishúsa, einskonar „þjónustubók“ hússins, þar sem teknar eru saman hagnýtar upplýsingar fyrir íbúa viðkomandi fjölbýlishúss er nýjung sem Eignaumsjón er að útfæra í samstarfi við stjórnir húsfélaga sem eru í þjónustu hjá fyrirtækinu. Húsbókin verður sérsniðin að hverju húsi fyrir sig og aðgengileg gegnum vef Eignaumsjónar á „mínum síðum“ íbúa viðkomandi fölbýlishúss. Tilgangurinn er að auðvelda íbúunum að bregðast við margs konar vanda, halda til haga upplýsingum um byggingarsögu og viðhald, auðvelda nýjum íbúum aðkomu og gera búsetu í viðkomandi húsi enn eftirsóknarverðari.

Áhersla á vandaða og stöðuga upplýsingagjöf „Við höfum sérhæft okkur í rekstri húsfélaga og leggjum mikla áherslu á vandaða og stöðuga upplýsingagjöf til viðskiptavina okkar. Nú geta íbúar húsfélaga, sem eru í viðskiptum við okkur, nálgast öll helstu gögn síns húsfélags með því að skrá sig inn í gagnagrunn okkar í gegnum mínar síður. Þar er m.a. að finna allar samþykktir sem snúa að rekstri húsfélagsins, fundargerðir, greiðsluseðla og kröfusögu, tryggingar, ársreikninga og húsgjöld. Enn fremur geta stjórnarmenn séð daglega fjárhagsstöðu síns húsfélags, stöðu bankareikninga, útistandandi kröfur og stöðu innheimtukrafna,“ segir Daníel Árnason framkvæmdastjóri Eignaumsjónar og bætir við að með tilkomu húsbókarinnar aukist upplýsingagjöfin til íbúanna enn frekar. „Þar verður safnað saman í knöppu en skýru formi hagnýtum upplýsingum um viðkomandi eign. Sú staða getur alltaf komið upp að íbúar þurfi að kunna skil á sinni húseign og þá kemur húsbókin sér vel og auðveldar fólki að bregðast við margs konar vanda.“ Hvað verður í húsbókinni? Hver húsbók mun innihalda uppfærðar upplýsingar um stjórn viðkomandi húsfélags og samskiptaleiðir við Eignumsjón. Þar verður einnig að finna lýsingu á viðkomandi húseign, upplýsingar um sameign, lóð og séreignarhluta og eignaskiptayfirlýsingar. Enn fremur upplýsingar um hönnuði og meistara sem unnu að byggingu viðkomandi eignar og þekkja til byggingarsögu hennar, sem og stiklur úr byggingarsögu hússins ef hægt er. Í húsbókinni verður einnig að finna upplýsingar um lög og reglur sem gilda um fjölbýlishús, upplýsingar um viðkomandi húsfélag, reglur um aðalfundi og aðra fundi, hússjóð og húsreglur viðkomandi fjölbýlishúss ásamt rekstri hússins s.s. fjársýslu, lykla- og öryggismál, tryggingar, vatn, rafmagn og aðra liði sem honum tilheyra. Þá verða í húsbókinni ábendingar um þjónustuaðila og iðnaðarmenn, sem hafa unnið í húsinu, þekkja þar til og hafa veitt samþykki fyrir að vísað sé á þá. „Við hjá Eignaumsjón erum sannfærð um að góð húsbók muni stuðla að aukinni reglufestu í fjöl-

býlishúsum og gera búsetu í þeim enn eftirsóknarverðari. Þar verður hægt að nálgast á einum stað allar upplýsingar um umgengni og öryggi viðkomandi húseignar. Það mun auðvelda til muna nýjum íbúum að setja sig inn í stöðu mála í nýja húsinu þeirra. Þá erum við ekki síður sannfærð um gagnsemi húsbókarinnar þegar kemur að

SÓKNARFÆRI  | 49

kynningu og sölu íbúða í fjölbýlishúsum þar sem allar upplýsingar verða þá aðgengilegar á einum stað,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar að lokum. eignaumsjon.is

Starfsfólk Eignaumsjónar hefur sérhæft sig í rekstri fjöleignarhúsa, húsfélaga og rekstrarfélaga og býður einnig upp á fjölbreytta þjónustu fyrir leigufélög varðandi rekstrar- og leiguumsjón.


50  | SÓKNARFÆRI

Fagsöludeild BYKO

Góð þjónusta og hagstæð verð

Þarfir viðskiptavina okkar eru ólíkar en allir vilja klára verkin sín og við aðstoðum við það,“ segir Stefán Valsson sölustjóri sérlausna hjá BYKO.

„Við kappkostum að veita góða þjónustu og bjóða hagstæð verð. Það er mikil samkeppni á byggingavörumarkaðnum hér á landi en við erum leiðandi aðili enda ein stærsta byggingavöruverslun landsins og með öflugt þjónustunet fyrir verktaka og almenning,“ segir Stefán Valsson, sölustjóri hjá BYKO. Stefán segir fagsöludeild fyrirtækisins mjög öfluga og leggja áherslu á að geta útvegað verktökum og öðrum notendum alla þá bygginga-

vöru sem þeir þurfa. „Ef varan er ekki til á lager hjá okkur þá förum við og leitum að henni fyrir viðskiptavininn og pöntum hana,“ segir Stefán. Hann segir að í þessum efnum njóti fyrirtækið góðs af því að vera með góð viðskiptatengsl erlendis.

Með sérstök leiguskip í flutningum Stefán segir mikla spennu í byggingariðnaðinum um þessar mundir og til að mæta mikilli sölu á byggingarvörum hafi þeir þurft að auka

innflutning til muna. „Auk þess að fá vörur með íslensku skipafélögunum höfum við í mörg ár verið með sérstök leiguskip í þessum flutningum fyrir okkur og ætli við fáum ekki 14 til 15 slík skip til landsins í ár.“ Að sögn Stefáns rekur BYKO stærsta timburlager sinn í Breiddinni í Kópavogi og segir hann það til mikilla þæginda fyrir viðskipstavini að þar er hægt að fá allar byggingavörur á einum stað, hvort sem það er timbur, ull, steinull, plötur, pallaefni eða múrefni svo fátt eitt sé nefnt. Hann segir BYKO reka öfluga gluggadeild þar

sem meðal annars eru seldir gluggar frá BYKOLAT, verksmiðju fyrirtækisins í Lettlandi og álgluggar frá ýmsum birgjum. Loks nefnir hann að fyrirtækið flytur nú inn stálgrindahús frá Póllandi og Danmörku sem hafa nýst á fjölbreyttan hátt, bæði í landbúnaði og iðnaði.

Aðstoða ólíka hópa Stefán segir starfsmenn BYKO í daglegum samskiptum við byggingaverktaka, arkitekta, verkfræðinga og aðra sem starfa í þessum geira en til þeirra mætir líka fólk

sem hafi aldrei komið nálægt byggingaframkvæmdum. Öllum þessum hópum vilji þeir sinna sem allra best. „Við fylgjumst stöðugt með nýjungum á alþjóðlegum mörkuðum og kappkostum að bjóða alltaf það nýjasta og besta sem völ er á. Þarfir viðskiptavina okkar eru ólíkar en allir vilja klára verkin sín og við aðstoðum við það,“ segir Stefán Valsson sölustjóri hjá BYKO. byko.is

Akureyri

Fyrstu hús rísa í Hagahverfi Nöfn gatnanna eru öll tengd þekktum Akureyringum Uppsteypa fyrstu íbúðarhúsanna í nýjasta íbúðahverfi Akureyrar, Hagahverfi, er komin vel á veg. Hagahverfi er í landi Nausta og er 4. skipulagsáfangi Naustahverfis. Hverfið liggur sunnan gömlu Naustabæjanna og norðan Kjarnaskógar en samkvæmt deiliskipulagi verða í því að lágmarki 540 íbúðir, þar af 438 íbúðir í fjölbýlishúsum og 102 íbúðir í sérbýli. Sérbýlishús, þ.e. raðhús og einbýlishús, nýta 48% af flatarmáli byggðarinnar í Hagahverfi en um það bil 29 íbúðir verða á hektara í hverfinu. Deiliskipulag Hagahverfis var unnið af Teiknstofu Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. Skipulagsvinnan hófst í kjölfar samþykktar umhverfsráðs Akureyrar árið 2006 og voru frumdrög kynnt haustið 2008. Í kjölfar

Byggt í Hagahverfi. Í hverfinu fullbyggðu verða yfir 500 íbúðir.

efnahagshrunsins var verkefnið lagt á ís en þráðurinn tekinn upp á ný árið 2012 og skipulagið samþykkt snemma á síðasta ári.

Nöfn gatna í þessu nýja hverfi eru öll tengd þekktum Akureyringum og góðborgurum bæjarins, t.d. Davíðshagi eftir Davíð Stef-

Tölvuteikning af Hagahverfi á Akureyri.

ánssyni, Steindórshagi eftir Steindóri Steindórssyni náttúrufræðingi og skólameistara, Matthíasarhagi eftir skáldinu Matthíasi

Mynd: Teiknistofa Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf.

Jochumssyni og Kristjánshagi eftir Kristjáni frá Djúpalæk.


SÓKNARFÆRI  | 51

Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

RARIK hefur verið í þjónustu lands og þjóðar í 70 ár og rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi. Háspennuhluti kerfisins er um 8.700 km að lengd og nú þegar eru um 57% þess komin í jörð. Með því hefur afhendingaröryggi aukist til muna og rafmagnstruflunum fækkað verulega. www.rarik.is


52  | SÓKNARFÆRI

Næsta tæknibylting verður í matvælageiranum:

Matvælaprentarar og dreifing með drónum „Nú spá flestir því að næsta tæknibylting verði í matvælageiranum. Fjárfestar sem áður settu peninga í upplýsingatæknibyltinguna í Silicon dalnum í Bandaríkjunum fjárfesta núna í sprotafyrirtækjum sem eru líkleg til að umbylta matvælamarkaðnum með nýrri tækni og vörum. Þetta er tækni eins og til dæmis matvælaprentari sem prentar mat að ósk hvers og eins,“ segir Hörður G. Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís. Hörður er doktor í matvæla-og efnafræði og með MBA gráðu í viðskiptafræði. Hann starfaði um árabil sem prófessor í matvælaefnafræði við University of Florida í Gainesville áður en hann kom heim og hóf störf hjá Matís 2008.

Snéru vörn í sókn Hörður segir rannsóknaumhverfið á Íslandi mjög sveigjanlegt og skemmtilegt og að hér sé mikill frumkvöðlakraftur í fólki. „Ég kom heim frá Bandaríkjunum á áhugaverðum tíma árið 2007 í blússandi

Matvælaprentari er þrívíddarprentari sem getur útbúið eða prentað mat samkvæmt forskrift neytandans.

uppgangi en stuttu síðar varð efnahagshrunið. Ég varð starfsmaður Matís ári síðar og það er athyglisvert að þrátt fyrir þessa niðursveiflu hefur Matís tekist að vaxa og dafna en þar skiptir miklu gott og áhugasamt starfsfólk. Strax eftir hrun var tekin ákvörðun um að snúa vörn í sókn og síðan höfum við sótt mikið á erlenda rannsóknasjóði með góðum árangri. Í dag erum við í stórum alþjóðlegum

rannsóknaverkefnum með bæði innlendum og erlendum aðilum.“ Hann segir Matis hafa sterka stöðu þegar kemur að sjávartengdum rannsóknum og fyrirtækið sé meðal fremstu rannsóknafyrirtækja heims á þeim vettvangi. „Við höfum lagt mikla áherslu á sjávartengdar rannsóknir og erum eftirsóttur samstarfsaðili á þeim vettvangi.“ Í dag er Matís meðal annars í hópi 50 fyrirtækja og há-

skóla víða í Evrópu sem taka þátt í mjög stóru verkefni undir heitinu EIT Food, en EIT stendur fyrir European institute of Innovation and Technology. Verkefnið er til sjö ára og verður styrkt um 400 milljónir evra, og er stærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu sem farið hefur verið í. Markmið þess er að styrkja til muna matvælarannsóknir og þróun í álfunni og umbylta matvælaiðnaðnum og einnig menntun framtíðarstarfsfólks í greininni. Undanfarin ár hafa Bandaríkin fyrst og fremst verið leiðandi í nýsköpun í matvælaiðnaðnum og rannsóknum en með þessu verkefni er stefnt að því að ná þeim og jafnvel að komast fram úr þeim. Sjávarfang fyrir matvælaprentara Hörður minnir á að tæknibyltingar hafi tilhneigingu til að gerast hratt. Því megi búast við að áðurnefndur matvælaprentari, sem kann að þykja fjarstæðukennd hugmynd í dag, verði innan fárra ára álíka algengt tæki í eldhúsum landsmanna og örbylgjuofn. En hvað er matvælaprentari? „Matvælaprentari er þrívíddarprentari sem getur útbúið

Hörður G. Kristinsson rannsóknaog nýsköpunarstjóri segir að strax eftir hrun hafi verið tekin ákvörðun hjá Matís um að snúa vörn í sókn og síðan hafi Matis sótt mikið á erlenda rannsóknasjóði með góðum árangri.

eða prentað mat samkvæmt forskrift neytandans. Hann ræður þá útliti og lögun fæðunnar og getur stjórnað efnasamsetningunni samkvæmt eigin næringarþörfum. Ef hann vill meira prótein eða tiltekin holl efni getur hann sérsniðið matinn að þeim þörfum og búið hann til þegar honum hentar. Innhaldsefnin eru sett í hylki í prentaranum sem síðan formar matinn og eldar að ósk notandans.“ Matvælaprentarinn er þegar kominn á markað og segir Hörður að Matís hafi fest kaup á slíku tæki sem sé væntanlegt fljótlega. Í framhaldinu fari af stað verkefni sem felst í að þrívíddarprenta sjávarfang. „Við ætlum okkur að þróa hylki með tilbúnum blöndum úr sjávarfangi sem verður sérstaklega

Almannatengsl snúast um samskipti Með öflugum almannatengslum og hugmyndaríku markaðsstarfi má treysta ímynd fyrirtækja og samtaka í huga almennings og skapa þeim um leið sterkari stöðu í viðskipta- og athafnalífi.

Við viljum hjálpa þér að ná árangri og skapa þér sérstöðu á markaði.

Suðurlandsbraut 30 » 108 Reykjavík » Glerárgötu 24 » 600 Akureyri » Sími 515 5200 » athygli.is » athygli@athygli.is


SÓKNARFÆRI  | 53

undirbúið fyrir prentun. Með þessu viljum við vekja athygli á íslensku hráefni fyrir þessa prentara og gera Ísland leiðandi á þessu sviði.“ Meðal samstarfsaðila Matís í þessum rannsóknum er kokkalandslið Íslands sem Hörður segir að hafi sýnt þessari nýjung mikinn áhuga, auk Þorbjarnar og Ískfisks sem eru framsækin fyrirtæki í fiskvinnslu. „Við viljum finna leið til að gera sjávarfang spennandi á ný, sérstaklega fyrir ungu kynslóðina. Ungt fólk mun þá geta notað mismunandi hráefni úr hafinu og prentað sér hollan og góðan mat.“ Hann segir matvælaprentarann aðeins ein fjölmargra breytinga sem verði í eldhúsi framtíðarinnar. Þannig muni ísskápurinn líka þróast og verða fær um að fylgjast með ferskleika fæðunnar sem hann geymir og láta vita þegar hún er að renna út á tíma og skemmast. Verslun með matvæli er líka að taka miklum breytingum að sögn Harðar. Þannig er Amazon fyrirtækið að þróa sölu og heimsendingu matvæla. Auk þess að kaupa matinn frá þeim í gegnum netið og fá hann sendan heim munu neytendur geta sótt matinn í sérstakar dreifingastöðvar. „Amazon er líka að hefja tilraun með rekstur stórmarkaða í Bandaríkjunum þar sem fólk tekur þær vörur sem það þarf án þess að framvísa greiðslukorti eða peningum. Allt sem tekið er skannast sjálfvirkt inn og er tekið af reikningi viðkomandi í gegnum símann hans. Ef þetta gengur vel ætlar Amazon að opna 2000 slíka súpermarkaði á næstu árum.“

Dreifing með drónum Að sögn Harðar fara nú fram miklar tilraunir með matvæladreifingu með drónum. Þar setur hins vegar strik í reikninginn að lög um dróna eru mjög mismunandi frá einu landi til annars. „Þessar tilraunir eru flestar gerðar á Nýja Sjálandi enda eru lög um dróna tiltölulega opin þar í landi. Fyrirtæki eins og Dominos hafa gert miklar tilraunir með að fljúga með pizzur til viðskiptavina og 7-11 keðjan er að byrja að senda pakka með drónum heim til fólks sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá vöruhúsi þeirra.“ Hörður segir að Amazon hafi nýlega lagt inn beiðni um einkaleyfi á nokkurs konar „fljúgandi vöruhúsi“ sem yrðu stórir loftbelgir í 12 til 14 þúsund metra hæð, þaðan á síðan að vera hægt að dreifa hvers kyns varningi til neytenda með drónum. Allt eru þetta dæmi um þá gríðarlega miklu og spennandi þróun sem nú er að eiga sér stað í matvælaiðnaðinum. Þetta efni verður meðal annars til umfjöllunar á ráðstefnunni World Seafood Congress (WSC) sem haldin verður í Hörpu dagana 10.-13. september nk. Meðal fyrirlesara þar verður Lynette Kucsma sem kom að hönnun eins af fyrstu þrívíddar matvælaprenturunum og John Bell frá framkvæmdastjórn ESB sem mun fjalla um hvernig tækniumbyltingar eru að hafa áhrif í evrópskum sjávarútvegi. Hörður segir WSC eina mikilvægusta ráðstefnuna á þessu sviði í heiminum og ögrandi verkefni fyrir Matís að taka hana að sér. Utanumhald fyrir slíka ráðstefnu krefst mikils samstarfs og með Matís í þessu verkefni er hópur sterkra aðila. Þeir eru: Arion banki, HB Grandi, Brim, Íslandsstofa, Norræna ráðherraráðið og Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna. matis.is

Matís tekur meðal annars þátt í 7 ára verkefni með 50 fyrirtækjum og háskólum í Evrópu sem verður styrkt um 400 milljónir evra . Því er ætlað að styrkja matvælarannsóknir og þróun í álfunni og umbylta matvælaiðnaðnum og menntun framtíðarstarfsfólks í greininni.

Í framtíðareldhúsinu verða matvælaprentarar og ísskápar sem fylgjast með ferskleika fæðunnar sem þeir geyma.

Örlítið sýnishorn af þeim 98 vörunúmerum sem Járnsteypan hefur á boðstólum

Flotkarmur JS 20

Brunnlok JS 21 fyrir flotkarm JS 20

Brunnrist JS 53

Flotniðurfall JS 84 - val um tvær gerðir af ristum

Spindilhús með loki sex gerðir

Niðurfall JS 350

Kúluristar fjórar gerðir

Trjárist Y 600

Flotkarmur JS 46 val um lok eða rist

Þjónusta við hönnuði Á vefsíðu Járnsteypunnar sjást helstu mál á öllum teikningum af vörum fyrirtækisins. Hönnuðir, verktakar og aðrir sem vilja fá teikningar í tölvutæku formi til að nota í hönnunarforritum geta fengið þær sendar sem skrár með tölvupósti. Sendið okkur línu á jst@hedinn.is til að fá skrárnar sendar.

Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 552 4407 • jarnsteypan.is


54  | SÓKNARFÆRI

Að framleiða betri framtíð Carlos Cruz hefur brennandi áhuga á sjálfbærni og leggur mikinn metnað í að gera sífellt betur í þeim efnum.

Coca-Cola á Íslandi býr yfir öflugri frárennslishreinsistöð sem kölluð er Hreinsa. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá verksmiðjunni mun ítarlegar en íslensk lög og reglur gera kröfur um og skilar því aftur í svipuðu ástandi og fyrir notkun. Verksmiðjan er sú fyrsta og eina sinnar tegundar á landinu en árlegur rekstrarkostnaður hennar er á bilinu 40-50 milljónir og bygging hennar kostaði um 400 milljónir árið 2012. Carlos Cruz er framkvæmdastjóri CocaCola European Partners Ísland (Coca-Cola á Íslandi) en hann hefur brennandi áhuga á sjálfbærni og þeirri ábyrgð sem leiðtogar fyrirtækja bera gagnvart þeim félagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu áhrifum sem þeir hafa.

Sjálfbærni kemur að ofan Carlos segir sjálfbærni ekki vera bara eitthvað sem stórfyrirtæki eigi að huga að, heldur geti hver sem er haft sjálfbært viðskiptamódel. „Það sem er hvað mikilvægast þegar fyrirtæki hefur vegferð í átt að sjálfbærni eru leiðtogarnir. Ef stjórnandinn gerir sér grein fyrir framtíðaráhrifum þess sem fyrirtækið vinnur að gengur vegurinn að sjálfbærni nokkuð greiðlega. Það sem gerist venjulega á efri stjórnunarstigum er að það myndast togstreita milli skammtímaágóða og langtímaáhrifa eins og sjálfbærni. Þarna verður málið erfiðara fyrir stjórnandann því þú verður að halda jafnvægi á á milli þessara tveggja,“ segir hann. „Fyrir 30-40 árum einbeittum við okkur að því eiga gott líf án þess að huga að því hver áhrif þess væru. Nú hafa hlutirnir breyst og við höfum þessa auknu ábyrgð. Neytendur eru meðvitaðri og ef þú kemur ekki til móts við skammtímagróða með sjálfbærni þá ertu í raun að undirbúa það að fyrirtækið þitt verði ekki til eftir 5-10 ár,“ segir Carlos og hvetur fyrirtæki til að eiga frumkvæði í þessum nýja heimi sjálfbærni, en ekki bregðast bara við eftirá. Fyrirtæki eiga að gefa til baka Carlos segir að hans persónulega ástríða fyrir

unnið að miklum endurbótum nýlega. „Það fyrsta sem við gerðum var að huga að öryggismálum og kortleggja hvar starfsfólki væri mögulega hætta búin, til að mynda slys við gaffallyftara eða vélbúnað og lagfæra slíkt. Við höfum einnig þjálfað starfsfólkið, sérstaklega í öryggismálum svo þau komi sér í rétt hugarástand hvað þessi mál varðar,“ segir Carlos og bætir við að næstu framkvæmdir snúi að því að hægt verði að opna verksmiðjuna gestum á nýjan leik en gestir verði nú að fylgja strangari öryggisreglum en áður.

Verksmiðjan Hreinsa er sú eina sinnar tegundar á landinu en árlegur rekstrarkostnaður hennar er á bilinu 40-50 milljónir og bygging hennar kostaði um 400 milljónir árið 2012.

Fiskar lifa góðu lífi í vatninu sem Hreinsa hefur meðhöndlað.

sjálfbærni sé fyllilega í samræmi við stefnu CCEP. „Ég þoli ekki fyrirtæki sem huga aðeins að skammtíma gróða. Það er á ábyrgð fyrirtækja að gefa til baka til samfélagsins og að hugsa til lengri tíma. Ef þú leiðir fyrirtæki þá verður þú að vera meðvitaður um ábyrgð

þína og hvaða arfleifð þú skilur eftir þig. Þetta er mér hjartans mál. Á Íslandi hófum við þessa sjálfbærnivegferð fyrir þó nokkrum árum en árið 2015 tókum við þá ákvörðun að greina betur frá þeirri stefnu og auka gegnsæi.“ Carlos leggur áherslu á mikilvægi þess að setja skýr markmið, fylgja þeim eftir og greina frá þeim en Sjálfbærniskýrslu fyrirtækisins fyrir 2016 má finna á heimasíðu þess. „Ef við tökum vatnshreinsistöðina okkar sem dæmi þá hefði ég getað sparað mér mikinn kostnað með því að leggja hana niður. Ég hefði bara verið að reka mitt fyrirtæki en án þess að huga að sjálfbærri framtíð. Ég hefði skilað af mér óhreinu vatni sem hefði tekið súrefni frá sjónum, hefði áhrif á vistkerfið og alla fæðukeðjuna. Það viljum við ekki og vatnið sem við hleypum nú út frá verksmiðjunni er svo hreint að fiskar geta lifað í því. Við erum meira að segja með fiskabúr í verksmiðjunni til að tryggja það!“

Framkvæmdir á Akureyri Coca-Cola á Íslandi rekur verksmiðjur í Reykjavík og á Akureyri en þar hefur verið

Loftslagsyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar Carlos segist kunna vel að meta framtak Festu og Reykjavíkurborgar um að setja fram loftslagsyfirlýsingu og er stolt af því að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem skrifuðu undir hana. „Við tökum það verkefni mjög alvarlega og höfum gripið til aðgerða. Það hefur verið erfitt og strembið en við munum standa við orð okkar og sýna hvað við erum að gera. Þess vegna vorum við sérlega ánægð þegar við buðum borgarstjóranum, Degi B. Eggertssyni, að vera viðstaddan opnun á ljósmyndasýningu í tilefni 75 ára afmælis fyrirtækisins á Íslandi og jafnframt að kynna hann fyrir sjálfbærniskýrslunni og sýna honum Hreinsu.“ Sjálfbærni vefur upp á sig Carlos segir meðvitund almennings gagnvart sjálfbærni vera að aukast mikið: „Fólk er að verða æ betur meðvitað um mikilvægi þessa og eiga sem neytendur að setja pressu á okkur. Við eigum jafnframt að setja pressu á birgðakeðjuna okkar, líta til hennar þegar við hugum að sjálfbærni okkar. Sem dæmi báðum við orkufyrirtækið okkar um að skila til okkar vottorði um að orkan sé frá endurnýjanlegum orkugjöfum og ég vil að vörur okkar séu fluttar á skipum sem hafa minni losun á gróðurhúsalofttegundum, ég vil ekki eldri skip sem menga meira. Ef allir gera þetta þá mun sjálfbærnin vefja hratt upp á sig. Allir þurfa að vera meðvitaðir um þetta og leggja sitt af mörkum.“


SÓKNARFÆRI  | 55

Landsnet á Snæfellsnesi

Nýtt tengivirki og jarðstrengur Vinnu við nýtt tengivirki Landsnets í Grundarfirði er svo til lokið og verður það tekið í notkun í næsta mánuði. Þá styttist í að vinna hefjist við nýtt tengivirki í Ólafsvík og vinna er komin á fullt skrið við lagningu rúmlega 26 km langs 66 kílóvolta jarðstrengs milli bæjarfélaganna, sem mun bæta afhendingaröryggi raforku á Snæfellsnesi og auka áreiðanleika svæðiskerfis Landsnets á Vesturlandi. Rafmagnstruflanir með tilheyrandi straumleysi hafa verið frekar tíðar á Snæfellsnesi á undanförnum árum þar sem loftlínan milli Ólafsvíkur og Vegamóta liggur um veðurfarslega mjög erfitt svæði á Fróðárheiði. Við mat á úrbótum á svæðiskerfinu á þessum slóðum varð úr að leggja jarðstreng, Grundarfjarðarlínu 2, milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur, frekar en nýja 66 kV loftlínu því hún hefði bæði verið dýrari og ekki samræmst stefnu stjórnvalda um lagningu raflína í jörð á þessari spennu.

Lagningu jarðstrengsins lýkur í nóvember Framkvæmdir við lagningu jarðstrengsins eru nýlega hafnar en samið var við Steypustöð Skagafjarðar um lagningu hans og er nú búið að leggja fyrsta legginn af leiðinni frá Ólafsvík og út með Bugsmúla. Strenglagningin er aðeins á eftir áætlun en talið er að hægt verði að vinna upp þá seinkun og hægt að ljúka lagningu strengsins í nóvember eins og áætlanir gera ráð fyrir. Framleiðandi strengsins er NKT, Orkuvirki mun sjá um tengingar á honum en verkeftirlit er í höndum Ragnars Ragnarssonar. Vegna lagningar jarðstrengsins þurfti að byggja ný tengivirki í báðum bæjarfélögunum. Framkvæmdir við Grundarfjarðartengivirkið hófust árið 2016 og er þeim að mestu lokið og verður það tekið í notkun í næsta mánuði. Eldra tengivirki Landsnets á Grundarfirði verður jafnframt áfram í notkun um sinn, eða þar til búið verður að klára tengingar milli virkjanna. Byggingaverktaki í Grundarfirð var Jáverk, Orkuvirki sá um uppsetningu rafbúnaðar, Ragnar Ragnarsson annast eftirlit byggingaframkvæmda og Efla verkfræðistofa var með eftirlit rafbúnaðar. Ný nálgun við byggingu tengivirkis í Ólafsvík Þá styttist í að framkvæmdir hefjist við tengivirkið í Ólafsvík. Undirbúningur og hönnun fór fram í fyrra, jarðvinna hefst síðar í sumar en nú er unnið að samningum við verktaka. Um er að ræða svokallað alverk, þar sem verktakinn mun sjá um bæði hús, rafbúnað og tengingar. Mun þessi nálgun við byggingu Ólafsvíkurtengivirkisins vera ný af nálinni hérlendis en húsið verður byggt í einingum sem síðan verða settar saman á staðnum. Heildarkostnaður við þessi þrjú verkefni Landsnets á Snæfellsnesi var metinn um 1.700 milljónir

króna á verðlagi frá apríl 2015 til september/desember 2016. Áætlað er að spennusetja jarðstrenginn milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur í byrjun sumars 2018 en þá á framkvæmdum við tengivirkið í Ólafsvík að vera lokið ásamt yfirborðsfrágangi á strengleiðinni.

Nýtt tengivirki Landsnets í Grundarfirði. Verður það tekið í notkun í næsta mánuði.

ALLT FYRIR ÖRYGGIÐ!

EKKI FALLA Hjá Dynjanda færðu fallvarnarbúnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.

Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is


56  | SÓKNARFÆRI

Rein steinsmiðja

Vinsæll náttúrusteinn frá Spáni Hjá Steinsmiðjunni Rein á Viðarhöfða 1 í Reykjavík má fá hágæða náttúrustein eins og granít, kvarts og marmara. Æ fleiri velja slík efni í borðplötur, bæði í eldhús og baðherbergi enda um að ræða nær óslítanlegt efni. Rein flytur mest inn frá fyrirtækinu Cosentino á Spáni en það er leiðandi framleiðandi á þessu sviði í Evrópu. „Það hefur verið gríðarleg aukning í sölu hjá okkur undanfarin ár en við vinnum mest með arkitektum og verktökum sem hafa valið okkur til samstarfs. Til okkar hér á Viðarhöfðann koma einnig einstaklingar sem velja sér efni úr gríðarlegu úrvali sem við bjóðum. Íslendingar eru sérstakir að því leytinu til að þeir velja mest gráu og svörtu litina en flest þessara efna er í raun hægt að fá í öllum regnbogans litum,“ segir Ragnar Áki Ragnarsson, annar eigandi og sölustjóri hjá Rein. Rein flytur m.a. inn kvartsefni frá Silestone sem er afar vinsælt í borðplötur og er með 25 ára ábyrgð gagnvart blettum og þess háttar. Ragnar Áki segir kvartsið vera mjög sterkt efni enda með langa ábyrgð frá framleiðanda. „Viðskiptavinir okkar virðast kunna mjög vel að meta okkar þjónustu og vörur og margir tala um að eftir að þeir hafa einu sinni prófað steininn sé erfitt að venjast öðru í eldhúsinu, enda er alveg sérstaklega gott að vinna á náttúrusteini,“ segir Ragnar Áki.

Ragnar Áki Ragnarsson, sölustjóri hjá Rein, segir mikla aukningu vera í sölu á náttúrusteini, bæði til notkunar innanhúss og utanhúss.

Rein hefur og með höndum innflutning á byltingarkenndu efni frá spænska fyrirtækinu Cosentino sem hægt er að nota í bæði innanog utanhússklæðningar. „Þetta efni heitir Dekton og er með 10 ára ábyrgð frá framleiðanda. Efnið

kemur í stórum plötum með fjölbreyttu mynstri og við sníðum það niður eftir óskum kaupenda. Arkitektar hafa sýnt Dektoninu mikinn áhuga en það færist í vöxt að hús séu klædd utan með slíkum steini.“ „Hjá okkur í Rein starfa 12

manns með mikla reynslu af sölu, framleiðslu og uppsetningu á okkar vöru. Í verksmiðjunni höfum við allan fullkomnasta búnað sem völ er á í dag við máltöku, sögun, slípun og gerð vaskagata. Við leggjum áherslu á hraða og örugga af-

greiðslu því góð þjónusta og örugg gæði eru það sem við byggjum á,“ segir Ragnar Áki að lokum. rein.is

Nýsmíði - Viðhald - Innréttingar - Sérsmíði - TRÉSTIGAR - Líkkistur

Trésmiðjan Stígandi ehf bíður upp á staðlaða sumarbústaðastiga

Stígarnir eru smíðir úr 40mm límtré, 

2 staðlaðar stærðir

Fljót afgreiðsla

Vönduð vinnubrögð

Sérsmíðum einnig stiga eftir óskum

við bjóðum upp á flestar gerðir límtrés. Stigarnir afgreiðast samkvæmt samkomulagi og tilbúnir undir olíu. Við getum einning séð um olíuburð og lökkun og gefum fast verð í þá vinnu.


SÓKNARFÆRI  | 57

Ný brú yfir Hornafjarðarfljót:

Hringvegurinn styttist! Hringvegurinn styttist um tæpa 12 km með nýrri brú yfir Hornafjarðarfljót og vegaframkvæmdum tengdum henni. 200 milljónir króna eru eyrnamerktar þessum framkvæmdum í ár. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur gefið út framkvæmdaleyfi og samningaviðræður við landeigendur standa yfir en eru hvergi nærri því í höfn. Nýr vegur um Hornafjörð mun liggja á milli bæjanna Hólms og Dynjanda og verða vegamót við núverandi Hringveg á móts við Hólm að vestan en núverandi Hafnarvegur tengir núverandi og nýja Hringveg austan fjarðar. Fjórar brýr verða á nýja veginum, yfir Djúpá, Hornafjarðarfljót, Austurfljót og Bergá en á móti fækkar einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 um þrjár. Varnargarðurinn austan Hornafjarðarfljóta verður lengdur niður að nýjum Hringvegi, ný vegamót verða við Hafnarveg og önnur vegamót við núverandi Hringveg austan Hafnarness. Jafnframt verða útbúnir áningastaðir fyrir vegfarendur.

Samningar við landeigendur standa yfir Fyrstu samningar við landeigendur vegna nýja hringvegsins um Hornafjörð voru undirritaðir í vor og viðræður standa yfir við aðra en eru ekki í höfn. Sveitarfélagið hefur þegar veitt Vegagerðinni framkvæmdaleyfi vegna verkefnisins. Búið er að veita 200 milljónum króna til að hefja framkvæmdir á þessu ári en ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdum á að ljúka. Nýi vegurinn um Hornafjörð styttir Hringveginn um 11,8 km og verður það, ásamt Vaðlaheiðargöngum, mesta stytting Hringvegarins frá því að Hvalfjarðargöngin voru opnuð. Mest verða viðbrigðin fyrir íbúa sveitanna vestan Hornafjarðar, Mýra, Suðursveitar og Öræfasveitar, enda styttist ferð fram og til baka í skóla eða verslun um 24 kílómetra. Heildarkostnaður um 4,6 milljarðar króna Gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót er orðin 56 ára gömul, byggð árið 1961 og var þá næstlengsta brú landsins á eftir Lagarfljótsbrúnni, alls 255 metra löng. Hún er barn síns tíma, einbreið með 3,6 metra heildarbreidd og myndast oft biðraðir við brúarendana meðan bílstjórar bíða eftir að komast yfir. Þá er brúargólfi orðið mjög sigið og ójafnt þannig að akstur yfir hana minnir helst á rússíbanaferð ef greiðlega er ekið. Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót verður álíka löng og sú gamla, eða 250 metrar, en heildarbreidd verður 10 metrar og akbrautabreidd 9 metrar. Heildarkostnaður vegna byggingar brúarinnar og annarra mannvirkja nýja vegarkaflans í Hornafirði er áætlaður er um 4,6 milljarðar króna á verðlagi í júlí 2016.

Nýja brúin yfir Hornafjarðarfljót. Útsýni verður til jöklanna á Mýrum.

Tölvumynd: Vegagerðin.

limtrevirnet.is Nýja fjölnotahúsið, Hornafirði

Stendur til að byggja hús? Með því að nota límtré í burðargrindur bygginga og klæða grindurnar með Yleiningum fást afar hlýleg og falleg hús. Þau eru fljótuppsett, endingargóð og brunaþolin. Ekki skemmir fyrir að húsin frá Límtré Vírnet eru einstaklega hagkvæm í viðhaldi og rekstri. Ráðgjöf til viðskiptavina Starfsmenn okkar búa yfir áratuga reynslu við hönnun og framleiðslu húsanna. Við framleiðum iðnaðarhús, verslunar- og skrifstofuhúsnæði, fiskvinnsluhús, vélageymslur, vöruskemmur, frystiklefa, fjós, fjárhús, hesthús, reiðhallir, vélageymslur, gróðurhús, íþróttahús, knattspyrnuhús, sundlaugar, vallarhús, tækjageymslur, íbúðarhús, bílskúra, sólstofur, gróðurhús, kirkjur o.fl.

Atvinnuhús

Landbúnaðarhús

Frístundahús

vegagerdin.is

Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur Netfang - sala@limtrevirnet.is


58  | SÓKNARFÆRI

Síloxanmálning frá Sérefni Einstök langtímalausn á steinsteypu og múrklæðningar

Síloxanmálning í samanburði við hefðbundna útimálningu Sérefni ehf. flytja inn síloxan málningarefnin Alphaloxan Flex frá Sikkens og Murtex Siloxane frá Nordsjö. Þau eru af nýrri kynslóð efna sem létta verulega undir í viðhaldi á ytra byrði húsa. Í síloxan efnunum sameinast bestu eiginleikar steinefna- og plastmálningar; þ.e.a.s. þau hleypa raka vel í gegnum sig en eru samt sem áður regnheld. Þau henta einstaklega vel á

0,5

Lokun á öndun (ógegndræpi)

Margir telja að hús á Íslandi þurfi óeðlilega mikið viðhald utandyra miðað við það sem þekkist í öðrum löndum, jafnvel hús sem eru tiltölulega nýbyggð. Ýmsir rekja ástæður til óhagstæðs veðurfars en einnig verður mörgum tíðrætt um að Íslendingar byggi hús sín of hratt og illa, sem kalli t.d. á lekavandamál og rakaskemmdir. Einnig nefna menn rangar aðferðir við einangrun eða útimálningu sem standist ekki kröfur. Það er hins vegar staðreynd að húsaviðgerðir geta orðið býsna dýrar og ekki síður tímafrekar. Það er því hagsmunamál flestra að leita leiða til að þurfa sem sjaldnast að leggja út í umfangsmiklar viðgerðir á hýbýlum sínum. Ofangreindar ástæður fyrir hárri viðhaldstíðni geta allar átt við rök að styðjast. Veður hér á landi geta vissulega verið óbilgjörn og votviðrasöm með tilheyrandi álagi á byggingar. Rakaskemmdir má síðan oft rekja til slælegs frágangs á steypu og múrklæðningum. Málning getur gert illt verra með því að loka rakann inni með þeim afleiðingum að hún bólgnar út og steypan undir skemmist. Því er mikilvægt að tryggja öndun, þannig að raki í veggjum geti fundið sér leið út á sama tíma og steypan eða klæðningin sé vel varin gegn því að bleyta nái að þrengja sér inn utan frá. Hefðbundin akrýlmálning nær yfirleitt ekki að uppfylla þessi skilyrði nægilega vel.

0,4 0,3 0,2 0,1 0 Hefðbundin akrílmálning

Hrein steinefnamálning

Siloxanmálning

Tegundir útimálningar loka mismikið fyrir öndun.

Sérefni í Síðumúla 22 sérhæfa sig í verkfræðilausnum í málningargeiranum. Í mörg ár hefur fyrirtækið boðið húseigendum vönduð málningarefni fyrir árangursríkara viðhald.

Smásjármyndir af uppbyggingu hefðbundinnar akrýlmálningar til vinstri og síloxanmálningar til hægri. Síloxan er miklu „götóttari“, sem gerir efninu kleift að hleypa rakanum frá innra byrði og út.

múrklæðningar þegar útveggir eru einangraðir utanfrá. Í raun er skilyrt í leiðbeiningum framleiðenda múrklæðninga að málað sé með síloxanmálningu. Það er einmitt gert til að koma í veg fyrir rakaþéttingu inni í klæðningum. Síloxan málningarfilman er

ógegndræp fyrir vatni í fljótandi formi. Bindiefnið í málningunni hrindir frá sér vatni og vegna þess eiginleika myndar vatnið, sem lendir á yfirborðinu, dropa sem renna fljótt niður flötinn. Innan frá nær raki hins vegar að komast út úr yfirborðinu í formi gufu. Sí-

testo hitamyndavélar fyrir ástandsmat á byggingum og lögnum, hættu á myglu, við bilanagreiningu og eftirlit með rafbúnaði eða raflögnum

loxanmálning hefur hátt gegndræpi gufu (µd H2O < 0,02 m) og er byggð þannig upp að hún myndar örfína gljúpa filmu sem gerir yfirborðinu kleift að „anda“. Það þýðir að yfirborðið getur ekki dregið í sig viðbótarraka utan frá á meðan raki kemst út innan frá. Því er ekki hætta á að málningarfilman bólgni út eða pokist eins og víða má sjá utan á húsbyggingum. Síloxan hefur 10 sinnum meira gegndræpi gufu en hefðbundin akrýlútimálning og á það bæði við um vatns- og terpentínuþynnanlega akrýlmálningu. Í raun er öndunin í síloxanmálningu sambærileg við öndun í steinefnamálningu.

Yfirburðaefni af fleiri ástæðum Auk þess að vera þeim eiginleikum búin að hleypa í gegnum sig raka hefur síloxanmálningin marga aðra

kosti umfram hefðbundna akrýlmálningu: Síloxan málningarfilma hefur lítið innra samtengiafl (e. cohesion) og myndar því enga spennu við undirliggjandi lög. Hún hentar því einstaklega vel á vandræðaveggi sem vilja flagna. Óhreinindi loða illa við yfirborð síloxanmálningar og mengun í andrúmslofti hefur lítil áhrif á málningarfilmuna (hún inniheldur engin mýkingarefni sem draga í sig óhreinindi). Örverur eiga erfitt uppdráttar í síloxan málningarfilmu – ekkert grær í henni. Örverur þurfa lífræn efni og vatn til að vaxa en síloxan inniheldur nánast engin lífræn efni og perlað vatn rennur fljótt af yfirborðinu. Síloxan mælist einnig með gott þol gegn alkalí og súru regni og hefur afar hátt viðnám gegn UVsólargeislum sem þýðir að litir upplitast síður.

Sprungnir veggir og aðrir útlitsþættir Ef veggir eru sprungnir er ráðlegt að mála með sérstöku afbrigði af síloxanmálningu sem hefur innbyggðan sveigjanleika. Hún hefur alla sömu eiginleika og síloxanmálningin en er mjög teygjanleg (300%), jafnvel við lágan lofthita. Hún brúar minni sprungur og hentar afar vel á netsprungnar múrklæðningar sem og steinsteypu. Hana má nota staðbundið á tiltekin sprungusvæði eða á heilan flöt. Síloxanmálning telst almött og má líkja við steinefnamálningu (míneralíska) að því leytinu. Það þýðir að yfirborðið endurkastar ekki ljósi með tilheyrandi glýju í augum. Áferðin verður einstaklega mjúk og falleg og litirnir fá meiri dýpt. Báðar tegundir af síloxan má fá í öllum litum. serefni.is

Verð frá 165000 m. vsk* * testo 865 hitamyndavél með superresolution 320x240 pixel, hugbúnaði og tösku

Skoðið úrval mælitækja frá testo

Stangarhyl 1a 110 R • S:5678030

www.rj.is

Líkan sem sýnir hvernig yfirborð síloxan bregst við raka að innan og utan. Vatn í formi gufu kemst út en regnvatn perlar á fletinum og rennur af.


SÓKNARFÆRI  | 59

Danfoss ofnhitanemar í fararbroddi í 7 áratugi

Þægindi

orkusparnaður Með RA 2000 ofnhitanema á ofninum er nýtingin á varma með besta móti.

Einn lykillinn að meira en 20 ára endingartíma RA 2000 ofnhitanemans er gasfyllingin, sem ólíkt öðrum fyllingum, býr alltaf yfir sömu stjórnunar- og viðbragðsgetu. Þetta gerir RA 2000 ofnhitanemann að mun betra stjórntæki en aðrar gerðir ofnhitanema. Viðbragðstími annarra algengra gerða af hitanemum er allt að 70% lengri. TELL - Thermostatic Efficiency Label er nýtt orkunýtnimerkingarkerfi fyrir Evrópska ofnhitanema og lokahús. RA 2000 ofnhitanemarnir frá Danfoss eru fyrstu ofnhitanemarnir á markaðnum til að fá orkunýtnimerkingu A frá TELL Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100


60  | SÓKNARFÆRI

Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!

RÚM

Rúm, springdýnur, sængurver, púðar, rúmteppi & gjafavara! …við erum með þetta allt og meira til!

Við vorum að taka upp nýja sendingu af ilmstrám og ilmkertum frá Mysenso.


SÓKNARFÆRI  | 61

Reykjavík á tímamótum

30 greinar fræðimanna á ýmsum sviðum um borgarskipulag Út er komin bókin Reykjavík á tímamótum hjá bókaútgáfunni Skruddu en um er að ræða ritgerðasafn þar sem 30 fræðimenn á ýmsum sviðum skrifa stutta kafla þar sem fjallað er um þróun og skipulag höfuðborgarinnar. Ritstjóri bókarinnar er dr. Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur en hann gaf út bókina ,,Borgir og borgarskipulag“ árið 2014. Það er Skrudda sem gefur bókina út. „Það má segja að hvatinn að útgáfu bókarinnar hafi verið þær gríðarlegu breytingar sem hafa orðið á byggð og umhverfi í Reykjavík, sérstaklega í miðborginni, síðustu misseri. Helsta orsökin er hraðvaxandi fjöldi ferðamanna sem hefur kallað á hótelbyggingar og gríðarlega útleigu íbúða í elstu hverfum borgarinnar. Hugmynd mín með þessari bók var að stuðla að aukinni faglegri umræðu um skipulagsmál og þá er ég ekki bara að tala um skipulag borgarlandsins og þá framtíðarsýn sem þar birtist heldur einnig arkitektúr og samspil nýrrar byggðar við þá sem fyrir er,“ segir Bjarni í samtali. „Verkefni á vettvangi skipulagsmála í borginni eru risavaxin og

Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur segir að verkefni á vettvangi skipulagsmála í borginni séu risavaxin og talsvert vanti á að almenningur og fagfólk taki nægan þátt í umræðu um það hvaða lausnir henti okkur best.

mér finnst vanta talsvert á að almenningur og fagfólk taki nægan þátt í umræðu um það hvaða lausnir henta okkur best. Það má

t.d. margt gott segja um þéttingu byggðar en einnig má spyrja: Fara menn of geyst í þeim áformum, huga menn að nægri fjölbreytni í

húsagerðum og er skynsamlegt að stöðva nær algerlega byggingu ódýrari íbúða á jöðrum byggðarinnar eins og gert hefur verið? Í

samgöngumálunum er stefnt á Borgarlínu, svipaða lausn og margar aðrar borgir hafa gripið til en þarf ekki að sama skapi að ræða málin í þaula áður en hafist er handa? Það er mín skoðun að það sé affarasælast til að skapa sátt og samstöðu um þær leiðir sem síðan verða farnar og ég vona að þær góðu fræðigreinar sem er að finna í bókinni hjálpi fólki að móta sér skoðun á þeim flókna veruleika sem skipulagsmálin geta verið,“ segir Bjarni Reynarsson.

SUPRA traktorsgröfur frá Hidromek HIDROMEK framleiðir traktorsgröfur í 5 útgáfum. Ein af þessum vélum er SUPRA, en hún hentar afar vel íslenskum aðstæðum - enda sterkbyggð og öflug. Þetta eru ríkulega útbúnar vélar, t.d. fjaðrandi framgálgi, vökvahliðarfærsla á backchoe, servo stjórnbúnaður, LED vinnuljós, Perkins mótor, Turner skipting og ZF hásingar ásamt mörgu fleiru.

Hidromek Supra 102S eru búnar m.a.: l Mjög næmu og öflugu vökvakerfi l Hraðtengjum að framan og aftan l 40km keyrsluhraða l Fjórhjóla- og krabba stýringu l 100% driflæsingu l Stóru og vönduðu ökumannshúsi l Vönduð og vel búin vél í alla staði

Við bjóðum ykkur velkomin til okkar að Krókhálsi 16 og að kynna ykkur vélina nánar. Alltaf heitt á könnunni.

ÞÓR

H F

REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500

AKUREYRI: Lónsbakka Sími 568-1555

Vefsíða: www.thor.is


Gatnagerð er brýnasta verkefnið

62  | SÓKNARFÆRI

- segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur

Þær byggingalóðir í Grindavík sem talið var að myndu endast til ársins 2020 hafa horfið nánast eins og dögg fyrir sólu!

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík segir að gatnagerð í nýjasta hverfi bæjarins muni hefjast með haustinu til að bæta úr skorti á byggingarlóðum í bænum.

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Grindavík eða eru á döfinni. Á það bæði við um framkvæmdir bæjarins og einkaaðila og töluvert af íbúðarhúsnæði er í byggingu. Miklar hafnarbætur eru í gangi og gatnagerð í nýjasta hverfi bæjarins mun hefjast með haustinu til að bæta úr skorti á byggingarlóðum. Íbúum hefur fjölgað hratt síðustu árin og miklar fyrirspurnir berast bæjarskrifstofunni um búsetumöguleika í bænum. Sóknarfæri ræddi við Fannar Jónasson, bæjarstjóra í Grindavík um framkvæmdir á vegum bæjarins.

Aðeins fáeinar lóðir eftir „Segja má að gatnagerð og allt sem henni viðvíkur sé brýnasta verkefnið í framkvæmdum á vegum bæjarins. Þar er nú unnið að útboðsgerð. Þær byggingalóðir sem lausar voru og talið að myndu endast jafnvel til 2020, hafa horfið nánast eins og dögg fyrir sólu og svo er nú komið að ekki eru lengur lausar til úthlutunar parhúsa- og raðhúsalóðir. Aðeins eru fáeinar einbýlishúsalóðir eftir. Aðalskipulag fyrir frekara byggingarsvæði er til, en nú þarf að fara í að leggja lagnir og götur í nýju hverfi, eða nyrst í Hópsherfinu sem er nýjasta hverfi Grindavíkur. Við reiknum með því núna á allra næstu vikum að útboðsgögn verði tilbúin og hægt að bjóða verkið út og vonandi hægt að hefja framkvæmdir og úthlutanir með haustinu. Á þeim er hægt að byrja þótt göturnar séu ekki algerlega tilbúnar. Þetta brýna verkefni var ekki alveg fyrirséð fyrir einu ári eða svo og tekur mesta tímann nú hjá skipulags- og umhverfissviðinu okkar,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.

„Íþróttalífið hér í Grindavík er geysilega öflugt og mjög vel hlúð að barna- og unglingastarfi með því að bjóða upp á ódýr kort sem börn og unglingar geta notað til að stunda hvaða íþrótt sem er. Þótt mikil mannvirki séu þegar fyrir hendi er orðið erfitt að mæta öllum þessum áhuga, bæði fyrir okkar unga og myndarlega fólk og eins þá eldri sem kannski vilja komast í einhverjar íþróttir. Þá er körfuboltinn og fótboltinn mjög sterkar keppnisíþróttir hér og við þurfum nýtt íþróttahús til að bæta aðstöðuna.“

Víða tekið til hendi Miklar hafnarframkvæmdir standa nú yfir og felast í þeim gagngerar endurbætur og stækkun á Miðgarði. „Þessar framkvæmdir eru mjög svo tímabærar því stálþilið gamla, sem er að hluta til orðið hátt í 40 ára gamalt, er farið að gefa sig. Nýja þilið verður nokkrum metrum utar en það gamla. Því verður þarna

uppfylling og gengið frá nýju dekki á höfninni. Nýjar lagnir verða lagðar og á sama tíma verður höfnin dýpkuð. Öll aðstaða og höfnin sjálf verður miklu betri eftir þessar framkvæmdir. Þetta er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar sem nú fer með siglinga- og hafnamál og bæjarins þar sem Vegagerðin borgar reyndar stærri hluta.“ „Þá má nefna að við erum með mjög öfluga ferðaþjónustu á svæðinu og ber þar hæst Bláa lónið í útjaðri bæjarins. Því er mikill ferðamannastraumur orðinn til okkar bæði vegna þess og góðrar þjónustu veitingahúsa og gistihúsa í bænum. Þá sækja ferðamenn í þetta stórkostlega landslag sem er hjá okkur sem og víðar á Suðurnesjunum. Það hefur verið reynt að fylgja því eftir eins og kostur er að ganga svo frá ferðamannastöðum hér að þeir verði aðgengilegir almenningi án þess að valda of miklu umróti og raski eins og víða er raunin en margt af þessu er gert í samstarfi við hin sveitarfélögin á Suðurnesjum. Við vorum til dæmis að vígja með formlegum hætti útsýnispall við Brimketil og tókst það verkefni mjög vel. Næst á að gera endurbætur við Gunnuhver en svæðið þar hefur þegar verið skipulagt,“ segir bæjarstjórinn.

Gleðst yfir góðri stöðu bæjarins Íbúum Grindavavíkur hefur fjölgað hratt síðustu árin, tiltölulega stutt er síðan íbúafjöldinn fór yfir 3.000 og nú stefnir fjöldinn í 3.300. Fannar segir að nú sé húsnæðisskortur orðinn hamlandi þáttur í fjölgun-

Rangæingur að ætt og uppruna Fannar er Rangæingur að ætt og uppruna eins og eiginkona hans, Hrafnhildur Kristjánsdóttir. Þau bjuggu á Hellu fyrstu átján hjúskaparár sín og eignuðust þrjú börn. Þau fluttu svo á höfuðborgarsvæðið þegar börnin stefndu í framhalsskóla og bjuggu þar til síðustu áramóta, þegar fjölskyldan flutti til Grindavíkur. Fannar var með þjónustufyrirtæki á Hellu, reikningshald, bókhald og fasteignasölu og ýmislegt því viðvíkjandi, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Hann var einnig í sveitarstjórnarstörfum þar í um 20 ár. Eftir flutninginn til Reykjavíkur fór hann í MBA-nám, en hann er viðskiptafræðingur í grunninn og vann svo hjá Arion banka sem útibússtjóri lengst af. Síðan færði hann sig yfir í Fálkann sem fjármálastjóri og var þar í tæp tvö ár, þar til fyrirtækið var selt og sameinað öðru. Þá lá leiðin til Grindavíkur. Hrafnhildur er viðskiptafræðingur og vinnur enn í Reykjavík og keyrir á milli.

Verið er að byggja sex íbúðir við Víðihlíð, dvalarheimili aldraðra á vegum bæjarfélagsins. Einnig er unnið að frumhönnun á nýju íþróttahúsi sem á að vera við hlið þeirra íþróttamannvirkja sem fyrir eru á svæðinu. inni. Leiguhúsnæði sé nánast ófáanlegt og lítið sem ekkert framboð á húsnæði til sölu, nema kannski stórar eignir og framboð á lóðum á þrotum. Mikill áhugi sé á því hjá fólki að setjast að í Grindavík en húsnæði skorti. Hann segir að ennþá ráði skólarnir við íbúafjöldann en leikskólarnir séu að verða fullsetnir. Því sé byrjað að huga að því að bæta þar úr. „Við verðum að vona að við fáum verktaka til að vinna fyrir okkur, en nú er farið að bera á því að erfitt sé að fá verktaka til vinnu því eftirspurn er mikil. Í Grindavík eru ýmis góð fyrirtæki í þessum geira, jarðverktakar, iðnfyrirtæki og byggingarfyrirtæki. Ég gleðst yfir því hve góð staða bæjarins hér er. Hér er eitt minnsta atvinnuleysi sem fyrirfinnst og okkur vantar eiginlega fleiri vinnandi hendur. Staða bæjarsjóðs er mjög góð, með því besta sem gerist. Menn sem hér hafa haldið um stjórnartaumana hafa sýnt ábyrgð og festu og gætt hófs þegar kemur að fjárútlátum. Því stendur þetta bæjarfélag með miklum blóma. Ég vona að svo verði áfram og hef enga ástæðu til að ætla að svo verði ekki. Öll ytri og innri merki segja okkur það,“ segir Fannar Jónasson.


SÓKNARFÆRI  | 63

SÉRLAUSNIR SNIÐNAR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM

Við leysum málið með þér!

GLUGGAR, HURÐIR OG GLER • BÍLSKÚRSHURÐIR • TIMBUR • GLEROG FELLIVEGGIR • PLÖTUR • KLÆÐNINGAR • STÁL • EINANGRUN ÞAKEFNI • LAGNAVÖRUR • OFNAR • LEIGUMARKAÐUR OG ALLT ANNAÐ SEM ÞÉR DETTUR Í HUG

byko.is

REYNSLUMIKIÐ STARFSFÓLK

serlausnir@byko.is


ÍSTAK - TRAUSTUR VERKTAKI ÍSTAK er leiðandi verktakafyrirtæki sem leggur áherslu á samfélagslegaábyrgð og sanngjarna samkeppni á markaði. Fyrirtækið hefur verið kraftmikill þátttakandi á íslenskum verktakamarkaði frá 1970 og býr við góða verkefnastöðu. Stefna ÍSTAKS er að mæta þörfum markaðarins og veita bestu þjónustu sem völ er á. ÍSTAK hefur sett sér það markmið að vera leiðandi verktaki þegar kemur að hagnýtingu upplýsingatækni við framkvæmdir. Ístak leggur áherslu á BIM og VDC til að stuðla að skilvirkara framkvæmdaferli og aukinni samverkun milli hagaðila, sem aftur skilar sér í hagkvæmari framkvæmdum.

Ístak hf - Bugðufljóti 19 - 270 Mosfellsbær - Sími 530 2700 - istak@istak.is - www.istak.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.