Sóknarfæri 5. tbl. 2017

Page 1

Sóknarfæri Október 2017

Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

G.RUN byggir stórt

Ný karfavinnslulína hjá HB Granda

Fermingarbræður á Múlabergi Ný Björg EA-7 á heimleið

 Tækin um borð  Milljarða verkefni í sjónmáli í Rússlandi  Fiskeldið mun tvöfaldast

Veiðigjöldin ósanngjörn


2  | SÓKNARFÆRI

Sjávarútvegur og kosningar

Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar.

Nú þegar kosningabarátta er á enda og landsmenn ganga enn einu sinni að kjörborði og velja fulltrúa stjórnmálaafla til setu á Alþingi mætti ætla að mikið hafi verið rætt síðustu vikur um framtíð sjávarútvegs á Íslandi, sem þrátt fyrir allt er ein aðal máttarstoð atvinnulífsins og samfélagsins. En því er nú ekki alveg að heilsa. Umræðu um sjávarútveg hefur lítið brugðið fyrir í baráttunni um að ná hylli kjósenda, ekki frekar en í aðdraganda kosninga í fyrra. Það eina handfasta er fremur yfirborðsleg umræða um skattlagningu og þá í því formi að greinin „geti vel“ borgað meiri skatta. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir röksemdarfærslum og dýpri umræðu um hvernig þetta eigi að ganga fyrir sig, hvar nákvæmlega í greininni sé færi á aukinni skattlagningu,

hver útfærslan eigi að vera á því skattkerfi og svo framvegis. Vafalítið geta einhver fyrirtæki í sjávarútvegi borgað hærri skatta þegar vel gengur en þá er líka að sama skapi eðlilegt að skattbyrðin sé minni þegar verr árar. Í sögunni hefur það alltaf gerst að komið hafa magrari ár í fiskveiðum inn í milli og varla er hægt að ætlast til þess að skattgreiðslur einnar atvinnugreinar séu fullkomlega óháðar afkomu hennar hverju sinni. Þegar kemur að kosningum til Alþingis á að gera kröfur til þess að framboð útfæri tillögur sínar um sjávarútveg á Íslandi til framtíðar – hvernig eigi að tryggja það að framlag greinarinnar til þjóðarbúsins

dragist ekki saman frá því sem nú er. Helst að það aukist enn frekar. Ef framboð eru þeirrar skoðunar að greinin geti skilað verulega hærri skatttekjum en nú þá verða þau að sýna fram á hugmyndafræði sem tryggir að arður myndist í greininni til framtíðar. Eitt er að ræða auðlindagjöld – annað að ræða kerfið sjálft, kosti þess og galla. Fiskveiðistjórnunarkerfið er fjarri því gallalaust og óumbreytanlegt. Mesta gæfan fyrir sjávarútveginn yrði að fá meiri stöðugleika til lengri tíma í það umhverfi og leikreglur sem fyrirtæki í greininni eiga að búa við. Umrótið er alltof mikið í kringum þessa grein, líkt og stjórnmálalífið og margt annað í samfélaginu. Á því þarf að verða breyting.

Knarr Maritime

Milljarða verkefni fyrir íslensk fyrirtæki í sjónmáli í Rússlandi „Það er ekkert fast í hendi fyrr en skrifað hefur verið undir samninga en ég er bjartsýnn á að samið verði um nokkur stór verkefni í Rússlandi innan ekki langs tíma. Þarna er um að ræða raðsmíða­verkefni í nýsmíðum skipa og landvinnslu fyrir tugi milljarða króna sem kæmu til með að skipta verulegu máli fyrir þessi íslensku fyrirtæki. Lykilforsendan er að þau standa saman að þessu markaðsstarfi og koma fram sem ein heild gagnvart viðskiptavinum,“ segir Haraldur Árnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Knarr Maritime sem stofnað var fyrr á árinu. Fyrirtækið er sameiginlegur markaðsvettvangur nokkurra íslenskra þjónustu- og hátæknifyrirtækja í sjávarútvegi og hefur áherslan á fyrstu mánuðum starfseminnar beinst að Rússlandi en fyrirspurnir hafa einnig borist nú þegar til Knarr Maritime frá t.d. Kína, Kanada og Noregi. Fyrirtækin sem standa að Knarr Maritime eru Brimrún sem selur fiskileitar-, siglinga- og fjarskiptabúnað í skip, Kælismiðjan Frost sem er sérhæft í kæli- og frystibúnaði, Skaginn 3X sem er framleiðir vinnslubúnað í skip og landvinnslu, Naust Marine sem framleiðir vindubúnað og vindustjórnunarkerfi fyrir skip og hönnunar- og verkfræðifyrirtækin Nautic og Skipatækni sem hönnuðu sjö af þeim nýju ferskfisktogurum sem komu og eru að koma til landsins á þessu ári.

Drifkrafturinn nýtt fyrirkomulag kvótaúthlutunar Ástæða þess að horft er til Rússlands nú er sú að á fyrri hluta næsta árs munu stjórnvöld þar í

Haraldur Árnason, framkvæmdastjóri Knarr Maritime.

Íslensk skipahönnun og tæknibúnaður hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim fyrir framúrstefnulega hönnun sem í senn bætir sjóhæfni, vinnslugetu og skilar betri aðbúnaði sjómanna. Hér má sjá 81 metra langan frystitogara og 16 metra breiðan fyrir rússneska aðila en þeir hyggjast smíða nokkur slík skip.

landi endurúthluta fiskveiðikvótum en 10 ára úthlutunartímabili mun þá ljúka. Boðað er að úthlutað verður 80% kvótans á nýjan leik en nú til 15 ára. Fyrirtækin geta hins vegar endurtryggt sér verulegan hluta skerðingarinnar gegn því að ráðast í endurnýjun í skipaflota sínum og landvinnslum. Í því liggur tækifæri íslensku fyrirtækjanna. „Um 70% fiskveiðikvótanna eru í Austur-Rússlandi og þar höfum við verið á ferðalögum síðustu mánuði, hitt forsvarsmenn fyrirtækja, rætt við skipasmíðastöðvar og kynnt það sem við höfum fram að færa. Það eru margir að sækja á þennan markað, enda eftir miklu að slægjast. Norðmenn hafa lengi haft ítök í rússneska markaðnum en við skynjum mikinn áhuga Rússa á þessum nýju íslensku skip-

Sóknarfæri

Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi

um. Hönnun þeirra vekur gríðarlega mikla athygli, sem og þær tækni- og hönnunarlausnir sem eru í skipunum. Sama gildir um lausnir sem þessi fyrirtæki hafa komið fram með í landvinnslum síðustu ár, t.d. í vinnslu á uppsjávarfiski og bolfiski,“ segir Haraldur en hugmyndin er að bjóða rússneskum útgerðum hönnun skipa, vinnslubúnað og tæknilausnir.

Allt upp í 100 metra nýstárleg frystiskip „Hvað skipin varðar er áherslan mest á stóra frystitogara og nýja gerð fjölveiðiskipa sem geta í senn veitt með hringnót, flottrolli og botntrolli, allt frá 55 metra upp í 100 metra skip. Við höfum kynnt okkur vel veiðiaðferðir í Rússlandi og þær þarfir sem þeir hafa og einnig hafa komið hingað til lands Útgefandi: Athygli ehf. Útgáfustjóri: Valþór Hlöðversson. Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm). Umsjón, textavinnsla og umbrot: Athygli ehf. Auglýsingar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022, inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30, Reykjavík

fulltrúar útgerða til að skoða nýju íslensku togarana og nýjustu tæknilausnirnar í landvinnslum. Það er eftir því tekið sem er að gerast í íslenskum sjávarútvegi,“ segir Haraldur en verði af verkefnunum í Rússlandi er ljóst að margir íslenskir starfsmenn fyrirtækjanna koma til með að fylgja þeim eftir á næstu árum. „Ég hef starfað í viðskiptum í Rússlandi síðustu 20 ár og veit að þeir eru traustir og góðir viðskiptavinir. Öll hafa þessi íslensku fyrirtæki að baki Knarr Maritime aflað sér mikillar reynslu í erlendum verkefnum á síðustu árum og þau hafa alla burði til að standa sig vel á markaði í Rússlandi, sem annars staðar.“

Þekkingarauðlind í sjávarútvegi á Íslandi Haraldur segir einnig mikinn

Prent­un: Landsprent ehf. Dreift með prentaðri útgáfu Morg­un­blaðsins föstudaginn 27. október 2017.

áhuga fyrir þessari nýju skipahönnun á Íslandi og vonast hann til þess að íslenskar útgerðir haldi áfram að nota sér íslenska hönnun og styrki þannig innviði íslenskra tæknifyrirtækja til áframhaldandi góðra verka. Erlendar útgerðir horfi mjög til þess sem íslenskar útgerðir eru að gera þar sem þær séu í fararbroddi í heiminum í að hámarka gæði aflans með nýjustu tækni. „Það er því mjög æskilegt að íslenskar útgerðir haldi áfram að styðja vel við bakið á þessum íslensku skipahönnuðum og tæknifyrirtækjum. Þekking þeirra er sprottinn upp af íslenskri auðlind og er í sjálfu sér mikilvæg íslensk auðlind með mikla útflutningsmöguleika. Öll þessi tækifæri munu skapa fjölda starfa hér heima sem og erlendis enda eigum við mikið af hæfu fólki sem getur tekið að sér slík verkefni bæði til sjós og lands.“ knarr.is


SÓKNARFÆRI  | 3

Veldu samferðamann sem reynslu og færni Arion eignastýring býður fjölbreytt úrval sjóða fyrir ólík fjárfestingarmarkmið. Við mætum þínum þörfum með traustri ráðgjöf og djúpri þekkingu á möguleikum markaðarins. Saman stefnum við að árangri

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum hvers sjóðs er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða fjárfestingarsjóður. Auglýsingin er aðeins í upplýsingaskyni og skal ekki litið á hana sem ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.


4  | SÓKNARFÆRI

Siglfirskir fermingarbræður á sjó í hálfa öld Einu sinni sjómaður – alltaf sjómaður! Þannig mætti taka til orða um þrjá fermingarbræður á Siglufirði sem ljúka nú á haustdögum 17 ára samfylgd í áhöfn togarans Múlabergs SI-22, sem Rammi hf. gerir út til rækjuveiða. Á næsta ári fylla þeir þremenningar áratugina sjötíu í aldri en þeir Gísli Jónsson og Júlíus Árnason ákváðu að fara sína síðustu veiðitúra nú í haust en Sigurður Örn Baldvinsson kokkur stefnir á að róa í eitt ár til viðbótar og hætta á sjötugsafmælinu. Sjómennskan spannar alla starfsævina, yfir hálfa öld en reyndar eiga þeir félagar sameiginlegt að hafa allir prófað á ferlinum að fara í önnur störf í landi. En sjórinn togaði strax í þá aftur. Sigurður, Gísli og Júlíus bjóða upp á kaffibolla í matsalnum í Múlaberginu og spjalla um sjómennskuna.

Ævintýraljómi siglinganna Leiðir þremenninganna hafa mikið legið saman í sjómennskunni í gegnum tíðina. Gísli og Júlíus byrjuðu til að mynda saman á síðutogaranum Hafliða SI-2 frá Siglufirði árið 1964 og Sigurður Örn bættist við ári síðar. Í nokkur ár voru þeir Júlíus og Sigurður Örn síðan í áhöfn togarans Siglfirðings SI-150. Á þessum langa ferli hafa þeir þremenningar víða komið við sögu í plássum á skipum og bátum en ljúka nú ferlinum saman á Múlaberginu. Og ekki er annað að heyra en þeir ljúki þessum kafla sælir og glaðir. En kom aldrei neitt annað til greina en fara á sjóinn? „Hér á Siglufirði var í rauninni ekkert annað í boði en sjómennskan á þessum árum. Það var hrikalegt ástand í kjölfar þess að síldin hvarf og heilu fjölskyldurnar sem fluttu í burtu frá Siglufirði til að finna vinnu, m.a. til Svíþjóðar. Síðutogararnir komu síðan til sögunnar í framhaldinu en það var svo með tilkomu skuttogaranna sem segja má að viðsnúningurinn hafi orðið til hins betra. Siglufjörður er dæmi um þau áhrif sem skuttogaravæðingin hafði í fjölmörgum sjávarbyggðarlögum á sínum tíma,“ segja þeir og Júlíus bætir við í framhaldinu að á þessum fyrstu árum þeirra á síðutogurunum hafi siglingarnar með afla til erlendra hafna bæði verið uppgrip og spenna fyrir unga menn. „Við sigldum til Englands og Þýskalands og vorum að fara erlendis í fyrsta skipti á ævinni. Það var auðvitað mikil upplifun fyrir okkur á þessum aldri. En í sjálfu sér voru það ekki siglingarnar sjálfar sem voru ævintýri heldur kannski miklu frekar allt í kringum þær, sérstaklega þegar heim var komið. Þá var oft mikil gleði,“ segja þeir hlæjandi og Sigurður Örn bætir við að þrátt fyrir að mikið hafi verið gert úr því að sjómenn kæmu með mikinn varning úr siglingum þá hafi hann komið úr einni slíkri með eina ávaxtadós! „Það var nú allur tollurinn úr þeirri siglingunni,“ segir hann og brosir. Frelsið er í sjómennskunni Líkast til er það einsdæmi að finna þrjá menn á þessum aldri í sömu togaraáhöfninni og ekki nóg með það því sá fjórði, Víglundur Pálsson frá Ólafsfirði, hætti á Múlaberginu fyrir fáum árum. Allir eru þeir fæddir haustið 1948. Sigurður Örn segist í sjálfu sér aldrei hafa verið ákveðinn í því að gera sjómennskuna að ævistarfi. „Ég hef einhvern veginn alltaf verið á leiðinni að hætta. Ég

Þremenningar sem hafa fylgst að á sjónum frá unglingsárum og verið í sömu áhöfn síðustu 17 ár. Frá vinstri: Sigurður Örn Baldvinsson, Gísli Jónsson og Júlíus Árnason.

Rækjutogarinn Múlaberg SI-22.

veit svo sem ekki hvers vegna. Ég hef nokkrum sinnum prófað að fara í land, m.a. var ég um tíma kominn í draumastarfið hjá Haftækni á Akureyri en einhvern veginn var ég alltaf aftur farinn á sjó,“ segir Sigurður Örn. „Ég reyndi þetta líka árið 1999. Þá sagði ég konunni að ég væri hættur til sjós og fékk vinnu hér á netaverkstæðinu á Siglufirði. Þar byrjaði ég um áramót og entist fram í maí! Þá gafst ég upp og fór aftur á sjóinn,“ segir Gísli og svipaða sögu segir Júlíus sem gerði hlé á togarasjómennskunni í um tvö ár, var á flutningaskipi um tíma og síðan á netaverkstæðinu á Siglufirði. „Þar með var það búið og sjómennskan tók aftur við,“ segir hann og Gísli bætir við að hann hafi ekkert getað sett út á vinnuna í landi sem slíka. „Það er bara þessi niðurröðun á öllu í störfum í landi sem er svo ólík því sem við þekkjum á sjónum. Að mæta klukkan sjö á morgnana, kaffi klukkan tíu, matur klukkan tólf og svo framvegis. Maður fór heim úr vinnunni undir kvöld, í sturtu, borðaði kvöldmat, settist fyrir framan sjónvarpið og svo ýtti konan við manni klukkan 10! Mér fannst þetta ekkert líf miðað við sjómennskuna. Sjómennskunni fylgir miklu meira frelsi en störfum í landi. Það er nú tilfellið,“ segir hann og undir þetta taka félagar hans við borðið.

Gott að vera á rækjunni Múlaberg hefur í gegnum árin verið gert út bæði á bolfisk og rækju en er núna alfarið á rækjuveiðum en alltaf koma nokkur tonn af þorski samhliða rækjunni. Vinnan á rækjuveiðum er dálítið frábrugðin bolfiskveiðunum, mun lengur er togað í senn og því í raun ekki vaktakerfi um borð líkt og almennt tíðkast. Það er staðið þegar þarf að standa. Þeir Sigurður Örn, Júlíus og Gísli eru á einu máli um að þetta sé góður veiðiskapur. „Túrarnir eru stuttir á rækjunni. Við komum inn til löndunar á mánudagsmorgnum og förum út að kvöldi sama dags. Þetta er í föstum skorðum. Útgerðin lætur okkur algjörlega um það að öðru leyti hvernig við högum vinnunni um borð. En á bolfiskinum eru vaktakerfi og almennt eru þau að færast í flotanum yfir í átta tíma vaktir og það er miklu manneskjulegra en sex tíma vaktirnar sem víðast voru áður. Á þeim náðu menn aldrei almennilegum svefni. Þetta fyrirkomulag sem hér er um borð hentar mjög vel svona gömlum köllum eins og okkur!,“ segja þeir glottandi og upplýsa að þeir hafi aldrei þurft að kljást við sjóveiki þó vissulega reyni með árunum á skrokkinn að standa af sér brælurnar. „Ég er viss um að ef ég hefði einhvern tíma orðið sjóveikur þá hefði ég aldrei lagt sjómennskuna fyrir mig. Sjóveiki getur verið mjög erfið og það er engin þjóðsaga að menn geta orðið svo illa haldnir af henni að þeir óski þess helst að láta henda sér fyrir borð,“ segir Sigurður Örn. Sækjast frekar eftir lestarvinnunni Á vinnsluþilfarinu í Múlabergi eru tvær aðgerðarlínur. Önnur er fyrir þorskaflann en hin fyrir rækjuna. Skipið má koma með 10 tonna meðafla af þorski í túr en ótakmarkað af grálúðu sem alltaf er eitthvað um á rækjumiðunum. Mesta vinnan við meðhöndlun rækjuaflans felst í að tína úr meðafla og rusl sem slæðist með úr pokanum; krabbadýr, smáfiska, grjót og ýmislegt fleira. „Oft er talað um að erfiðustu störfin séu í lestinni á togurunum en við viljum

frekar vera í lestinni en standa við færibandið á rækjulínunni. Það reynir mikið á að standa lengi við bandið og týna úr en vinnan í lestinni er fjölbreyttari þó hún sé erfið líkamlega. Í sjómennskunni er það ekki endilega líkamlega erfiðið sem reynir mest á heldur finna margir mest fyrir álaginu á fætur og mjaðmir,“ segja þeir og nærtækt er að spyrja hvort þeir séu hraustir í skrokknum eftir rúma hálfa öld á sjó.

Siglfirska undraefnið Benecta Gísli fór sinn síðasta túr í byrjun október og Júlíus í lok nóvember. Þeir segjast ekki kvíða þessari miklu breytingu á lífi sínu. „Ég er hættur að þola brælurnar og er mjög feginn að geta hætt áður en vetrarveðrin bresta á,“ segir Gísli og Sigurður Örn bætir við að siglfirska undraefnið Benecta hafi verið bylting fyrir skrokkinn. Bæði þeir þremenningar og margir fleiri um borð taki þetta fæðubótarefni en það er framleitt úr rækjuskel af fyrirtækinu Genís á Siglufirði. „Þetta er undraefni. Við byrjuðum sem tilraunaneytendur á þessu fyrir um fjórum árum og fullyrðum að við erum allt aðrir í skrokknum. Stirðleiki í liðum og vöðvum eftir átök eru miklu minni en áður var. Við mælum óhikað með þessu.“ Ganga sáttir frá borði Þeir þremenningar segjast standa upp frá hálfrar aldrar sjómennsku mjög sáttir. „Hér á Múlaberginu er aðbúnaður góður þó skipið sé komið til ára sinna. Og full ástæða er til að þakka samstarfið við útgerðina, Ramma hf., sem hefur alla tíð verið gott. Útgerðin hefur búið vel að okkur hér um borð,“ segja þeir og Gísli er fljótur til svars þegar spurt er hvort þeir færi sig nú yfir á smábátana þegar togarasjómennskunni lýkur. „Nei, ég er alveg ákveðinn í að hætta að vinna. Mér finnst ég vera búinn að vinna alveg nóg í gegnum tíðina og við erum örugglega búnir að skila okkar til samfélagsins í gegnum árin. Fyrsta vinnan var þegar við Siggi vorum 12 ára gamlir í Síldarverksmiðjunni Rauðku þannig að þetta er orðinn góður tími.“


SÓKNARFÆRI  | 5

Til hamingju með Björgu EA 7 Landsbankinn óskar eigendum og starfsfólki Samherja Íslandi ehf. innilega til hamingju með Björgu EA 7. Hjá Landsbankanum starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu sem aðstoðar þig við að koma hugmyndum í framkvæmd. Við tökum virkan þátt í uppbyggingu í sjávarútvegi og erum traustur bakhjarl og samstarfsaðili.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


6  | SÓKNARFÆRI

Eggert Halldórsson er mjög ósáttur við hugmyndir um uppboð aflaheimilda.

Veiðigjöldin eru ósanngjörn og skekkja myndina Eggert Halldórsson framkvæmdastjóri Þórsness í Stykkishólmi er ósáttur við að sjávarútvegurinn sé bitbein pólitíkusa

Sóknarfæri á Snæfellsnesi

„Við erum aðallega að salta fisk. Erum núna að vinna fisk af trillum sem við gerum út og erum með í viðskiptum. Við kaupum svo eitthvað smávegis á mörkuðunum. Einnig gerum við út línu- og netabátinn Þórsnes sem hefur verið á netaveiðum á grálúðu að undanförnu. Hann fer síðan á þorskanet hérna fyrir vestan. Við reyndum fyrir okkur þar í fyrrahaust og það kom alveg ágætlega út. Grálúðan er haus- og sporðskorin um borð en þorskurinn kemur til vinnslu hjá Þórsnesi,“ segir Eggert Halldórsson, framkvæmdastjóri Þórsness í Stykkishólmi.

Byggja íbúðir í Stykkishólmi Þórsnesið er mikill bátur sem keyptur var frá Noregi í fyrrasumar og var afhentur síðastliðið vor. Hann er smíðaður árið 1996 og er 43 metrar á lengd og 10,3 m á breidd. Þórsnesið er 879 tonn og eru 16 manns í áhöfn. „Við eigum svo hlut í félagi sem heitir Sæfell og það gerir út stóran krókaaflamarksbát sem heitir Bíldsey og við sjáum um útgerðina á þeim bát. Sæfell er síðan að

Þórsnesið er einn stærsti línu- og netabátur landsins.

byggja leiguíbúðir hér í bænum enda vantar húsnæði. Við erum að byggja átta íbúðir og erum mjög stoltir af því. Hér er nóg af störfum en vantar vinnandi hendur og þá hlýtur svarið að vera að byggja íbúðarhúsnæði. Við erum búnir með eitt hús og annað

langt komið. Það kemur fólk í húsin um leið og þau eru tilbúin. Það eina góða við húsnæðisverðið í Reykjavík er að unga fólkið er að koma aftur heim,“ segir Eggert.

Vinna úr um 5.000 tonnum á ári Þórsnes vann úr 5.000 tonnum af hráefni í fyrra og hefur verið ágætt að gera. Framleiðslan er að megninu til flattur fiskur í tveimur flokkum. Svokallaður SPIG fiskur,


SÓKNARFÆRI  | 7

marport.com


8  | SÓKNARFÆRI

sem er í efstu gæðaflokkum en þar er um að ræða línufisk, sprautusaltaðan í 25 kílóa kössum. Í hinum flokknum er vara sem gengur undir nafninu „PORT“ sem stendur fyrir Portúgal. Að öðru leyti er allt nýtt í framleiðslunni, t.d. hausar, lundir af hryggjum og sundmagi. Eggert segir að vel gangi að selja saltfiskinn, birgðir virðist vera litlar og eftirspurn góð. Verð sé aðeins að þokast upp í erlendri mynt. „Við erum aðilar að tilraunaverkefni í veiðum og vinnslu á hörpuskel og erum með um 33% hlutdeild í skelinni. Það eru fyrst og fremst þrjú fyrirtæki sem eiga skelkvóta sem eru Agustson og Fiskiðjan Skagfirðingur, auk okkar. Svo er Loðnuvinnslan með smávægilega hlutdeild og útgerð Arnars hér í bæ.“

Of mikið tekið í veiðigjöld Rekstrarumhverfið er að mati Eggerts þokkalegt miðað við hve gengi krónunnar er óhagstætt, en hann segir veiðigjöldin ósanngjörn og þau skekki myndina mikið. Sumu fólki finnist það kannski ekki mikið sem útgerðin sé að greiða fyrir aðganginn að auðlindinni. Gjöldin á síðasta fiskveiðiári voru 5,5 milljarðar króna í heildina en fara nú í um 10 milljarða þar sem þau miðast við góða afkomu á árinu 2015 en skulu greiðast af slakri afkomu árið 2017. Veiðigjald á þorski er nú 27 krónur á kílóið. Þegar afkoma sjávarútvegsins er skoðuð og litið á rekstraryfirlit fiskveiða og hreinan hagnað veiða á árinu 2015, sem var gott ár, þá er hann 62 krónur á hvert úthlutað þorskígildi. Af því fer helmingurinn í veiðigjöldin. Væru bara botnfiskveiðar teknar yrði talan enn lægri. „Við erum að borga um og yfir 10% af aflaverðmæti og mér finnst það mikið. Sjávarútvegurinn er eina atvinnugreinin sem greiðir auðlindagjöld á Íslandi. Keppinautar okkar erlendis greiða ekki slík gjöld. En hér eru menn stöðugt að rífast um hversu mikið

Fyrirtækið vinnur úr um 5.000 tonnum af hráefni á ári. Uppistaðan er flattur saltfiskur.

verði bara sá stærsti á viðkomandi svæði sem nær til sín öllum heimildunum? Á að binda veiðiheimildirnar við landshluta eins og þær eru núna? Ætla menn að segja að ekki megi vera meiri kvóti á t.d. Vesturlandi eða Norðurlandi en nú er? Á byggðatengingin að virka þannig til eilífðar að hæstbjóðandi á hverju svæði geti fengið allt? Þetta er svo vanhugsað að ekki er hægt að bjóða upp á svona vitleysu.“ Eggert segir ákveðna stjórnmálaflokka stunda það að sverta sjávarútveginn í augum almennings og slái sér síðan upp á því þegar kemur að kosningum. „Látið þessa skratta bara borga. Þeir geta það vel! Það er ótrúlegt að nánast eina umræðan um þetta veiði-

eigi að láta okkur borga. Og ef loks næst einhver friður um þetta blessaða veiðigjald þá þarf að finna eitthvað annað til að rífast um. Þá koma menn fram með uppboð á aflaheimildum með tilheyrandi óöryggi fyrir greinina. Bara til þess að fá „rétt verð“ fyrir heimildirnar.“

Uppboðsleiðin vanhugsuð Eggert segir að inn í þessa umræðu blandist ýmis sjónarmið, t.d. um að uppboð leiði til samþjöppunar. „Þá segja pólitíkusarnir að til að koma í veg fyrir samþjöppun verði að byggðatengja uppboðin á heimildunum. Þá er strax búið að útiloka hæsta mögulega verðið. Á þetta þá að vera þannig að það

stjórnunarkerfi skuli snúast um það hversu mikið sé hægt að skattleggja hana. Ef svona mikið er til af peningum í greininni þá hlýtur veiðistjórnunarkerfið að virka. Hvers vegna er þá verið að tala um að bylta því? Það er eins og menn ætli sér bæði að slátra beljunni og mjólka um leið. Maður er orðinn hálf dofinn yfir öllu þessu rugli í pólitíkinni en það sem maður óttast mest er þessi uppboðsleið. Það er eins og mönnum líði ekki vel nema þetta sé allt upp í loft. Hvað gagn er að því að taka af einum til að láta annan hafa,“ spyr Eggert Halldórsson að lokum.

Velferð fiska og smitvarnir • Tryggir að framleiðsla fari fram við bakteríulaus skilyrði

- græn framtíð

« « « « « «

ÓSON

Pípulagningaþjónusta Raflagnaþjónusta Dæluviðgerðir Ráðgjöf fyrir fiskeldið Forritun, iðnstýringar og hönnun Sala og leiga á búnaði

Markmið okkar er að auka rekstraröryggi, nýtni og sparnað í rekstri

S: 895-3556

S: 895-3556

824-3410

612-5552

Bakkastíg612-5552 16 | 260 Njarðvík

824-3410

www.eldi.is

www.eldi.is

Sími 895 3556 | 824 3410 | 612 5552 www.eldi.is | eldi@eldi.is

Íslenskt hugvit og framleiðsla


SÓKNARFÆRI  | 9


10  | SÓKNARFÆRI

Ný tveggja strauma skurðarvél stóreykur afköst og verðmæti

HB Grandi hf. tók nýverið í notkun nýja útgáfu af skurðarvél frá Völku sem gerir kleift að framleiða meira af verðmætum beinlausum karfaafurðum.

Afkastamesta bolfiskvatnsskurðarvél heims Nýja skurðarvélin státar af nýrri nálgun við myndgreiningu sem gerir mögulegt að keyra tvo strauma að flökum hlið við hlið á sama færibandinu. Vélin keyrir jafnframt hraðar en sú sem hún leysir af hólmi og því eru afköstin meira en tvöföld eða allt að 180 flök á mínútu. Vélin er því afkastamesta vatnsskurðarvél í heiminum í dag fyrir bolfisk. „Það er ljóst nú að þessi nýja tækni er að umbreyta bolfiskvinnslu og hefur sú þróun verið hröðust hér á Íslandi. Samvinnan við HB Granda hefur verið frábær í gegnum árin og það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að vinna að þessu verkefni með þeim,“ segir Kristján Hallvarðsson, sölustjóri hjá Völku. Stórt skref í þróun markaðar fyrir beinlausar karfaafurðir Við kaup á vélinni sagði Gísli Kristjánsson, framleiðslustjóri hjá HB Granda meðal annars: „Það

Tveggja strauma skurðarvél fyrir karfa.

Karfaflak með roði skorið.

Gísli Kristjánsson, framleiðslustjóri HB Granda hf. og Kristján Hallvarðsson, forstöðumaður sölu- og markaðsmála Völku ehf. eru hæstánægðir með þá reynslu sem komin er af nýju vélinni í fiskiðjuverinu á Grandagarði.

hefur verið mikill áhugi fyrir því að þróa áfram markaðinn með beinlausar karfaafurðir með aukningu á vöruframboði og eru kaupin á þessari vél liður í því. Vélin getur einnig skorið karfa með roði með sömu afköstum.“

Sjálfvirk afurðaflokkun og pökkun krefst nákvæmni Samhliða nýju skurðarvélinni var settur upp nýr afurðaflokkari sem sér um að fjarlæga beingarð og dreifa afurðum réttar leiðir til pökkunar. „Það var ákveðin áskorun að takast á við að flokka og dreifa þessum afurðum sem koma úr smáum karfaflökum. Beingarður eða hnakkabiti úr 80 gr flaki eru ekki stór stykki og það þarf mikla nákvæmni til að skila þessu öllu á rétta staði í ferlinu. Við fórum líka þess vegna nýja leið við að fjarlægja beingarðinn,“ bætir Kristján við. „En þetta hefur farið mjög vel af stað, framar vonum má segja, og við erum hæstánægð.“ valka.is

GÆÐAVÖRUR FYRIR SJÁVARÚTVEGINN

Kemi ehf | Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is www.kemi.is


SÓKNARFÆRI  | 11

„Tækifærið er núna.“

300 krónur af hverri seldri dós rennur óskipt til styrktar Bleiku slaufunnar.

Alfreð Finnbogason Landsliðsmaður í knattspyrnu

Lýsi styrkir Bleiku slaufuna Með því að kaupa glas af Omega3 forte +D&E frá Lýsi styrkir þú Bleiku slaufuna um 300 kr. Lýsi inniheldur D-vítamín sem er talið draga úr líkum á krabbameini. Almennt séð er Íslendingum hætt við D–vítamínskorti, m.a. vegna sólarleysis. Því er ráðlagt að taka inn D–vítamín sem fæðubótarefni. D–vítamín er talið mikilvægt til að viðhalda endurnýjun beina og koma í veg fyrir beinþynningu og beinbrot auk þess sem það hjálpar til við að viðhalda eðlilegri starfsemi ónæmiskerfis og bólgusvörun.

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR


12  | SÓKNARFÆRI

Skjáveggurinn er mikil bylting í starfsumhverfi skipstjórnenda. Hér hafa þeir á einum stað fyrir framan sig alla þá upplýsingaglugga úr kerfum skipsins sem nota þarf hverju sinni.

Skjáveggur Brimrúnar gjörbreytir vinnuumhverfi skipstjórans Tækin í skipinu

„Það sem við náum fram með skjáveggnum er að hann kemur í staðinn fyrir marga litla skjái. Þetta er 105 tommu tölvuskjár þar sem skipstjórinn getur verið uppi með marga glugga úr stjórntækjum skipsins í einu. Þessi tækni gerir skipstjórnandanum líka kleift að raða saman og festa ákveðnar samsetningar með

þeim stjórngluggum sem á þarf að halda hverju sinni, til dæmis eina senu fyrir togveiðar, aðra fyrir siglingu og svo framvegis. Þannig er skipstjórinn með uppi á skjáveggnum þá stjórnglugga sem hann þarf á að halda og í raun meiri upplýsingar á mun minna fermetrasvæði en áður,“ segir Richard Már Jónsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Brimrún ehf. um kosti skjáveggsins sem fyrirtækið hefur þróað í samstarfi við Mitsubishi Electric og er skjálausn við fiskileitar- og siglingatæki skipa. Inn á vegginn er

sömuleiðis hægt að tengja ýmis önnur kerfi skipa, t.d. myndavélakerfi, vélgæslukerfi, brunaviðvörunarkerfi og margt fleira.

Skjáveggir í fjórum nýjum togurum flotans Fjórir af nýjustu togurum flotans eru búnir skjáveggjum, þ.e. Kaldbakur EA, Björgúlfur EA, Drangey SK og Björg EA, en sá síðastnefndi er rétt ókominn til landsins. Skipin voru byggð hjá Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Skjáveggirnir í þessum skipum eru afrakstur samstarfs Nordata og Brimrúnar. Með skjáveggnum verður byltingarkennd breyting í brú skipRichard Már Jónsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Brimrún ehf.

Sérefni óska útgerð og áhöfn Bjargar EA 7 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip

International skipamálning www.serefni.is

anna frá því sem áður þekktist. Ekki aðeins þar sem kominn er svo viðamikill tölvuskjár fyrir framan skipstjórnarstólana heldur ekki síður þar sem margir litlir skjáir eru horfnir á braut, sem og ýmis annar tölvubúnaður. Þetta segir Richard mjög mikilvægt fyrir vinnuumhverfið í brúnni, hljóðvist og fleira. „Byltingin felst ekki aðeins í skjáveggnum sjálfum heldur því að með því getum við líka miðlað þessum upplýsingum um allt skip og birt á skjám sem við á. Við getum þannig verið með upplýsingar á skjá í vélarrúmi, við spilstjórnun og þannig má áfram telja. Sömuleiðis er auðvelt að tengja skipið með WiFi tengingu þegar komið er að bryggju. Tengingar frá landi við tölvukerfi skipa eru líka sífellt að verða auðveldari og í raun eru þessi fiskiskip í dag búin eldvegg og stýringum á tölvukerfi sem jafnast á við stór fyrirtæki í landi. Þar erum við ekki síst að stýra umferðinni um netið og tryggja að samband sé alltaf til staðar vegna þess að í dag eru fjarskipti skipa um netsíma,“ segir Richard.

Tækjarými nýjung í skipum Í áðurnefndum fjórum togurum er sérstakt tækjarými undir brúnni og þar er öllum tölvubúnaði komið fyrir. Ekki aðeins hefur hávaða frá

búnaðinum þannig verið haldið frá brúnni sjálfri heldur er rýmið keyrt með réttu hita- og rakastigi. Þræðir liggja síðan frá tækjunum í rýminu upp í brú og í skjávegginn. „Tækjarýmið í þessum skipum er nýjung og er rúmgott herbergi þar sem búnaðinum er komið vel fyrir. Það er bylting fyrir skipstjórnendurna að losna með þessum hætti við tækin úr brúnni sjálfri en ekki síður er þetta byltingarkennd aðstaða fyrir okkur tæknimennina í þjónustu við skipin,“ segir Richard og bætir við að skjáveggjalausnin sé alls ekki einskorðuð við stór fiskiskip. „Við bjóðum minni útfærslur af þessu kerfi, allt eftir því hvað hentar í hverju og einu tilviki. Til að mynda höfum við sett upp kerfi í dragnótarbát þar sem við erum með tvo fjórskipta 43 tommu skjái. Þar er því hægt að vera með átta myndir í einu og með sama hætti og í stóru skipunum erum við að einfalda allt skjáumhverfi, færa stjórngluggana á einn stað og stórbæta notendaviðmótið. Þróunin er öll í þessa veru, þ.e. að nýta skjápláss í stað þess að vera með ónotaða skjái fyrir framan sig.“

Tæknilega langt á undan Norðmönnum Richard segir mikinn áhuga hjá skipstjórnendum og útgerðum á þessari tækniþróun í brúarumhverfinu. „Menn voru varfærnir þegar við komum fyrst með þetta en síðan fóru útgerðir að stíga skrefið. En tækninni er sífellt að fleygja fram og við þurfum að vera á tánum og fylgjast með alla daga. Skjáveggurinn vakti mikla athygli í Tyrklandi þar sem togararnir voru í smíðum og staðreyndin er sú að við erum tæknilega mjög framarlega í fiskiskipaflotanum. Að mínu mati erum við langt á undan Noregi á þessu sviði og getum borið höfuðið hátt hvað varðar samanburð við aðrar fiskveiðiþjóðir.“ brimrun.is


SÓKNARFÆRI  | 13

Heiðraðir fyrir framlag til íslensks sjávarútvegs Í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna í Kópavogi fyrr í haust voru Íslensku sjávarútvegsverðlaunin veitt en þetta var í sjöunda skipti sem það er gert. Samhliða heiðursverðlaunum til aðila í íslenskum sjávarútvegi voru veitt sýningarverðlaun fyrir bása og nýjungar. Aðalverðlaunin voru veitt Bárði Hafsteinssyni, skipaverkfræðingi og eiganda Skipatækni ehf., fyrir framúrskarandi þróun íslenska fiskiskipaflotans en fyrirtækið hefur hannað mörg af endingarbestu og farsælustu fiskiskipum flotans, auk þess að hafa hannað fjóra nýja togara sem bættust í flotann á þessu ári. Auk viðurkenningarinnar til Skipatækni voru veitt tvenn önnur verðlaun til landsþekktra manna í íslenskum sjávarútvegi. Annars vegar til Arthúrs Bogasonar, fyrrum formanns Landssambands smábátaeigenda sem var aðalhvatamaðurinn að stofnun samtakanna fyrir röskum þremur áratugum og formaður til ársins 2013. Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri á fjölveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA, fékk þriðju starfsgreinatengdu heiðursverðlaunin en hann er einn af reyndustu og farsælustu skipstjórum fiskiskipaflotans. Aðrir verðlaunahafar og umsagnir dómnefndar:

Framúrskarandi íslensk útgerð Rammi hf. Rammi hf. er ein af öflugustu útgerðum landsins. Nýr frystitogari fyrirtækisins, Sólberg ÓF, sem afhentur var á þessu ári, markar tímamót í sögu frystitogaraútgerðar á Íslandi. Framúrskarandi íslensk fiskvinnsla

fiskvinnslu og fiskmeðhöndlun á sjó og landi. Meðal nýjunga má nefna varðveislu fisks í lestum ferskfisktogara þar sem ekki er lengur þörf fyrir ís sem kælimiðil.

Fiskvinnsla – verðmætasköpun – lítið fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn

Verðlaunahafar við afhendingu Íslensku sjávarútvegsverðlaunanna.

Curio ehf. Curio hefur þróað margvísleg fiskvinnslutæki, þeirra á meðal er nýjung í flökunartækni sem leiðir til aukinnar nýtingar. Fyrirtækið er einnig með umsvif á útflutnings-

NÝ HEIMASÍÐA BRIMRUN.IS

Thyborøn Trawldoor Fyrirtækið hefur framleitt hina vel þekktu bláu toghlera í dönsku hafnarborginni Thyborøn í hálfa öld. Markverður árangur á þeirri vegferð er framlag fyrirtækisins til þróunar á botnvörpuveiðum með botnhlerum af gerðinni 14VF sem dregnir eru ofan við sjávarbotninn og síðar hönnun alhliða hlera af gerðinni Flipper og Bluestream. Atorka á sjó – lítið fyrirtæki með innan við 50 starfsmenn Skipasýn ehf. Hönnunarfyrirtækið Skipasýn hefur verið í fremstu röð við að innleiða nýjungar í skipahönnun. Nýjustu dæmin um það eru togararnir Breki og Páll Pálsson sem búnir eru byltingarkenndri ofurskrúfu sem hefur í för með sér áður óþekktan orkusparnað. Fiskvinnsla – verðmætasköpun – stórt fyrirtæki með yfir 50 starfsmenn Skaginn 3X ehf. Skaginn 3X er í fararbroddi í þróun margvíslegra kerfa sem snúa að

Snjall-verðlaun Vónin Færeyski veiðarfæraframleiðandinn Vónin hefur þróað búnað, the Flyer, sem lyftir höfuðlínu trolls og getur því komið í stað hefðbundinna trollkúla. Búnaðurinn hamlar þannig gegn plastmengun í sjó og er því umhverfisvænn.

DRS4D-NXT

Nýja DRS4D-NXT ratsjáin frá Furuno notar nýja “solid-state” tækni og býður upp á fjölda nýrra eiginleika. • • • • • • • • •

60 cm X-BAND hattur með breytilegum snúningshraða, 24/36/48 RPM Magnetrónulaus ratsjá sem þarf aðeins 25 W í sendiorku Tengist beint við Time Zero og NavNet Touch Breiðbandspúls „RezBoost“ sem gefur hærri upplausn og skarpari greiningu Langdrægni allt að 32 nm Litar endurvarp eftir því hvort það sé kyrrstætt eða á hreyfingu Breidd sendigeisla stillanleg frá 2° til 3.9°. Þrengri geisli gefur betra langdrægi og greiningu fjær en breiðari geisli gefur betri greiningu nær Ferlar allt að 100 ARPA merki samtímis Greinir fugla á allt að 5 nm sem getur verið kostur við fiskileit

Samherji hf. Samherji hf. er í fremstu röð í tækniþróun í fiskvinnslu á Íslandi og hefur nú stígið enn eitt skrefið á þeirri braut með fjárfestingu í fullkomnu hátæknifrystihúsi á Dalvík. Atorka á sjó – stórt fyrirtæki með fleiri en 50 starfsmenn

mörkuðum og hefur stofnað útibú í Bretlandi.

• • • • • • • •

Val um 3.5’, 4’ eða 6’ loftnetsstærðir, X-BAND Breytilegur snúningshraði, 24/36/48 RPM 6 kW sendiorka Skali frá 0.0625 nm til 120 nm Tengist beint við Time Zero og NavNet Touch Léttari og sterkari gírkassi og mótor Ferlar allt að 30 ARPA merki samtímis Greinir fugla á allt að 5 nm sem getur verið kostur við fiskileit

DRS6A-X

Í DRS6A-X-Class ratsjánni hefur Furuno betrumbætt hefðbundna ratsjártækni á þann veg að aðgreining endurvarpa á stuttum skölum er meiri og skarpari en áður. Einnig hefur þetta skilað skýrari endurvörpum úr mikilli fjarlægð, þ.e. á löngum skölum. Þessir nýju eiginleikar í Furuno DRS6A-X ratsjánni, hafa hingað til eingöngu verið í ratsjám framleiddum fyrir stærstu flutningaskip.


14  | SÓKNARFÆRI

Björg EA 7 bíður heimferðar frá Tyrklandi. Skipið var sjósett í maí síðastliðnum og var því þá gefið nafn.

Freyr skipstjóri dregur íslenska fánann að húni við upphaf heimsiglingarinnar frá Tyrklandi. Mynd: ÓM/Samherji hf.

Björg EA-7 væntanleg til heimahafnar í fyrsta sinn Nýr ferskfisktogari, Björg EA 7, kemur til heimahafnar á Akureyri í fyrsta sinn í byrjun næstu viku. Skipið er það fjórða og síðasta í seríu togara sem Cemre skipasmíðastöðin í

Tyrklandi hefur afhent á þessu ári til íslenskra útgerða. Fyrstur var Kaldbakur EA-1 í eigu Útgerðarfélags Akureyringa, dótturfélags Samherja hf., síðan Björgúlfur EA-312 í

eigu Samherja hf., Drangey SK-2 í eigu FISK Seafood og nú Björg EA í eigu Samherja hf. Skipin eru hönnun frá Skipatækni ehf. Strax eftir heimkomu Bjargar EA verður

Áhöfnin á Björgu EA 7 á heimsiglingunni. Gert er ráð fyrir að skipið sigli Mynd: ÓM/Samherji hf. inn Eyjafjörð í byrjun næstu viku.

hafist handa hjá Slippnum Akureyri við niðursetningu vinnslubúnaðar á milliþilfar skipsins og er áformað að togarinn haldi til veiða snemma á næsta ári.

Guðmundur Arason ehf. óskar útgerð og áhöfn Bjargar EA 7 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip

„Eins og barn að bíða eftir jólunum!“ „Þetta skip er bara snilldin ein. Það er ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi,“ sagði Freyr Guðmundsson, skipstjóri á Björgu EA 7 þegar rætt var við hann á dögunum en þá var skipið hálfnað á heimleiðinni. Freyr segir að heitt hafi verið í veðri í Miðjarðarhafinu en farið að verða svalara þegar nálgaðist Gíbraltar. Hann var stýrimaður í heimsiglingu Drangeyjar SK í sumar og hefur því ágæta reynslu af eiginleikum þessara nýju skipa. „Í heimsiglingunni á Drangey fengum við að reyna skipið í bræluveðri suður af Íslandi og sannast sagna þá brosir maður bara

ennþá meira yfir skipinu þegar einhver sjór er. Þessi hönnun hefur að mínu mati heppnast mjög vel og þau marka á margan hátt tímamót. Auk þess að skila mikilli sjóhæfni og stöðugleika þá fáum við líka með þessu skrokklagi gott vinnurými um borð, t.d. í kringum grandaravindurnar. Togdekkið allt er líka vel útfært og menn munu fljótt taka eftir því hversu gott skjól er þar fyrir veðri og vindum. Þetta er atriði sem miklu máli skiptir og maður hefur mun minni áhyggjur af mannskapnum að vinna við svona aðstæður þegar eitthvað er að veðri,“ segir Freyr sem hefur verið skipstjóri á Samherjatogaranum Oddeyrinni EA síðustu ár og hefur langa reynslu af togarasjómennsku. „Oddeyrin var stórt og öflugt skip en Björg er allt öðru vísi sjóskip og það besta sem ég hef kynnst af þessari stærð. Við í áhöfninni getum við því látið okk-


SÓKNARFÆRI  | 15

Björg EA 7 er þriðji togari sömu gerðar sem Samherji hf. tekur á móti í ár.

ur hlakka til þegar við byrjum að róa á nýju ári og auðvitað verður líka mjög spennandi að fara á sjó með algjörlega nýju vinnslukerfi

fyrir aflann. Maður er svolítið eins og lítið barn að bíða eftir jólunum,“ segir Freyr og hlær.

Mynd: Baldur Kjartansson.

Rúmar 225 tonn í lest Líkt og áður segir er Björg EA hönnun Bárðar Hafsteinssonar, skipaverkfræðings hjá Verkfræði-

hraða að hámarki. Það er búið Yanmar aðalvél sem Marás ehf. hefur umboð fyrir hér á landi. Hún skilar 1620 kW afli við 750 snúninga og getur bæði keyrt á svartolíu og gasolíu. Skrúfa skipsins er 3,8 m í þvermál og er skipið búið kerfum sem reikna út bestu nýtingu orku hvort heldur það er á veiðum eða siglingu. Allar vindur skipsins eru knúnar með rafmagni og koma frá norska framleiðandanum Seaonics. Togafl skipsins er 40 tonn. Í lest rúmar það 225 tonn af fiski (750 stk 460 lítra kör) en lestin er tæplega 1000 rúmmetrar að stærð. Í henni er ný gerð af krana sem gengur á brautum í lestarloftinu, nokkurs konar hlaupaköttur. Þessi búnaður er notaður til að raða fiskikerum í lestina en hann er hollenskur að uppruna og er ný tækni í lestum fiskiskipa. Í brú skipsins er m.a. svokallaður skjáveggur sem þar sem skipstjóri getur verið með samtímis alla helstu upplýsingaglugga úr siglinga- og fiskileitarbúnaði skipsins. Þessi tækni er frá fyrirtækjunum Brimrún ehf. og Nordata ehf. Veiðarfæranemar eru frá Marport. Fiskvinnslusvæði á milliþilfari er rúmir 400 fermetrar að stærð og þar verður aðgerðaraðstaða og búnaður til fullkælingar á afla áður en hann er settur í lest. Fiskinum verður raðað í kör á milliþilfarinu og þaðan fara þau með lyftum niður í lest.

stofunni Skipatækni. Skipið er 62,5 metra langt og 13,5 metra breitt. Það er skráð 2081 brúttótonn og hefur 14 hnúta siglinga-

Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með glæsilegt skip Eftirtalinn búnaður frá Brimrún er í Björgu EA 7 Siglingatæki

Fjarskiptatæki

Annar búnaður

Furuno FAR-2x17, X-Band Radar m/ 6.5’ loftneti Furuno FAR-2x17, X-Band Radar m/ 4’ loftneti Furuno MU-190, 19” IMO skjár Time Zero Professional, MaxSea siglingahugbúnaður, 2 stk. Tölvur frá Brimrún, fyrir Time Zero, 2 stk. Furuno FMD-3100, ECDIS, 2 stk. Furuno GP-170, GPS staðsetningatæki, 2 stk. Furuno FA-150, AIS tæki Aflestrarskjáir frá Brimrún, 3 stk. Cassen & Plath seguláttaviti Furuno SC-110, GPS áttaviti

uruno FM-8900, GMDSS VHF talstöðvar, 2 stk Furuno FM-4721, VHF talstöð Furuno FS-1575, GMDSS MF/HF talstöð Furuno Felcom 18, GMDSS Standard-C tæki Furuno NX-700B, veðurriti (NavTex) Furuno KU-100, VSAT, internet og tal yfir gervitungl Tölva frá Brimrún, fyrir VSAT Palo Alto PA-200, eldveggur Iridium Open-Port, gervitunglasími Furuno PR-850, GMDSS spennugjafi Furuno PR-300, GMDSS spennugjafi McMurdo R5, GMDSS VHF talstöðvar, 3 stk McMurdo S5, AIS neyðarbaujur, 2 stk McMurdo G5A, EPIRB neyðarbauja Viðvörunar panell fyrir GMDSS í brú Rafmagnstafla fyrir GMDSS 3G netbeinir

Thies Clima, vindmælir David Clark, hjálma samskiptakerfi Veinland, vökustöð (BNWAS) Símkerfi Neyðarsímar, innanskips, 3 stk Kallkerfi Paging kerfi FM og sjónvarpsdreifikerfi með lekum kóax KNS gervihnattadiskur fyrir sjónvarp 32”, 47” og 60” sjónvörp, 14 stk Skrifstofutölvur, 5 stk Skjáveggur 32” tölvuskjáir, 2 stk 23” tölvuskjáir, 5 stk NMEA dreifikerfi með skiptaraplötu í brú

Fiskileitartæki Furuno FCV-1900G, CHIRP dýptarmælir, 3 kW Furuno DFF3, FFS dýptarmælir, 3 kW WASSP, fjölgeisladýptarmælir, 80 kHz, 1 kW Furuno CI-68, straummælir, 244 kHz Marport M4

MAREIND

Reykjavík - Sími 5 250 250 – Akureyri - Sími 5 250 260

Grundarfirði Sími 438 6611


16  | SÓKNARFÆRI

Baldur Kjartansson, eftirlitsmaður, (annar frá vinstri) ásamt samstarfmanni sínum í eftirliti með smíði skipanna, Marius Petcu. Lengst til vinstri er Haci Yildis verkefnisstjóri Cemre skipasmíðastöðvarinnar og Mamit, málningarverktak, lengst til hægri.

Hef mikla trú á þessum skipum Rætt við Baldur Kjartansson, eftirlitsmann, sem hefur fylgt eftir smíði nýju togaranna í Tyrklandi Nú, þegar togarinn Björg EA 7 kemur til landsins, lýkur fjögurra ára veru Baldurs Kjartanssonar í Tyrklandi en hann hefur verið eftirlitsmaður á vegum Samherja hf. fyrir hönd kaupenda með smíði sex togara í Tyrklandi ásamt Marius Petcu frá Rúmeníu. Um er að ræða frystiskipin Kirkella og Mark fyrir erlendar útgerðir en Kirkella er að hluta eru í eigu

Samherja hf. og íslensku togarana Kaldbak EA, Björgúlf EA, Drangey SK og Björg EA. Baldur lætur vel af dvölinni í Tyrklandi og samstarfinu við skipasmíðastöðvarnar Tersan og Cemre sem höfðu þessi viðamiklu verkefni með höndum.

Stór sem smá úrlausnarefni á borði eftirlitsmannsins „Starf eftirlitsmanns í svona verk-

efnum felst í byrjun í að leysa úr ýmsum málum á hönnunarstiginu og tryggja að bæði hönnun og fyrirkomulag á búnaði sé með þeim hætti sem kaupendurnir vilja. Tyrknesku stöðvarnar fengu grunnteikningar í hendur í upphafi og teiknuðu síðan allar smíða- og vinnuteikningar, allt niður í smæstu bolta og rær um borð. Svo þegar smíðin sjálf hefst þarf að fylgja því eftir að allt sé gert samkvæmt þessum teikningum og

Togþilfarið á Björgu EA-7.

Vélar og Skip ehf. óskar útgerð og áhöfn Bjargar EA 7 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip Í skipinu er spil frá Seaonics

leysa úr málum ef einhverju þarf að breyta. Þetta eru flókin og viðamikil verkefni og alltaf koma upp einhverjar smávægilegar breytingar milli skipa en hvað t.d. íslensku togarana fjóra varðar þá má segja að þeir séu nánast eins. Það geta þó verið einhver smávægileg atriði sem þarf að hnika til, t.d. staðsetning á myndavélum, ljósum eða eitthvað í þeim dúr. Þetta er því allt niður í hin smæstu atriði sem þarf að fylgjast með,“ segir Baldur.

Metnaður Cemre til að gera vel Íslensku togararnir fjórir voru

smíðaðir í Cemre skipasmíðastöðinni og þar á bæ segir Baldur menn hafa haft mikinn metnað til að skila skipunum sem allra bestum frá sér. „Að mestu hefur þessi stöð verið í smíðum á skrokkum hingað til og því ekki með langa sögu í fullnaðarfrágangi og fínvinnu á síðari stigum smíðinnar, líkt og hér var um að ræða. Stöðin hefur fullsmíðað nokkur skip en allir lögðust á eitt í metnaði að uppfylla kröfur kaupendanna og vanda til verka. Það er líka misjafnt hversu ríka áherslu kaupendur út um heim leggja á frágangsatriði en við Íslendingar gerum miklar kröfur til


SÓKNARFÆRI  | 17

Í brúnni. Fyrir miðri mynd er skjáveggurinn sem er ein helsta byltingin í vinnuumhverfi skipstjórans.

Í einum af klefum skipsins.

okkar skipa,“ segir Baldur en líkt og hér heima voru misjafnar skoðanir hjá Tyrkjunum á útliti þessara nýju íslensku togara. „Það sýndist sitt hverjum um þetta skrokklag á skipunum en allir voru sammála um að þetta væru mjög fín skip. Starfsfólkið í stöðinni var mjög stolt af því að skila þessum verkefnum af sér og leit á þau sem bæði reynslu og tækifæri til að koma á framfæri hvað stöðin

Bylting að eiga sér stað Baldur segist hafa mikla trú á að þessir nýju togarar komi til með að standa sig vel á Íslandsmiðum. „Ég held að með skipunum sé að verða ákveðin bylting í skipahönnun. Það á eftir að reyna á þetta skrokklag í brælum hér á miðunum í vetur en miðað við þá reynslu sem nú þegar er komin á t.d. Kaldbak EA þá kemur skipið mjög vel út. Þetta mun skila sér fyrir áhöfnina og líka

gæti gert í smíði fiskiskipa á borð við þessi. Tyrkirnir vonast til að skipin verði þeim ákveðinn stökkpallur í frekari verkefni.“

Eins og að búa í Hnífsdal! Tíðar fréttir hafa borist hingað heim síðustu ár af hryðjuverkum í Tyrklandi en Baldur segist lítið hafa orðið var við breytingar á daglegu lífi þar ytra vegna þeirra. „Það var helst að maður yrði var við

aukið öryggiseftirlit en maður setti sig í þann gír að vera ekki á ferðinni í stórum borgum á borð við Istanbúl nema brýna nauðsyn bæri til. Ég bjó úti í sveit og leið afskaplega vel. Á sínum tíma bjó ég í Hnífsdal og ég upplifði mig svipað þar sem ég var í Tyrklandi. Andrúmsloftið gott, hlýlegt og ljúft fólk sem tók manni vel.“

orkueyðsluna, sem hvort tveggja eru stórir þættir. Síðan fylgir þessu skrokklagi líka mikið rými sem nýtist í skipinu. Loks er auðvitað öll aðstaða fyrir áhöfnina eins og best verður á kosið, enginn íburður heldur fyrst og fremst snyrtileg og góð aðstaða hvert sem litið er.“

Óskum áhöfn og útgerð til hamingju með nýtt og stórglæsilegt skip.

þ þ þ þ

YANMAR aðalvél YANMAR hjálparvél REINTJES niðurfærslugír BERG skiptiskrúfa

Marás ehf. Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is - maras@maras.is

þ STAMFORD ásrafali þ SCANTROL autotroll þ NORSAP skipstjórastólar

Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað

þ þ þ þ

SIMRAD sjálfstýring SIMRAD gýróáttaviti VINGTOR kallkerfi VINGTOR neyðarsímkerfi Friðrik A Jónsson ehf. Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ Sími: 552-2111 - Fax: 552 2115 www.faj.is - faj@faj.is


18  | SÓKNARFÆRI

Eldislausnir

Sérhæfing í þjónustu við fiskeldi Fyrirtækið Eldislausnir ehf. sérhæfir sig í þjónustu við landeldi á fiski og í því felst bæði sala á búnaði til fiskeldis, uppsetning og viðhaldsþjónusta. „Í landeldi á seiðum er lagður grunnur að farsælu fiskeldi og við tókum á sínum tíma ákvörðun um að einbeita okkur að því að byggja upp þjónustu við þennan hluta greinarinnar. Áföll í seiðaeldinu eru nánast úr sögunni og er það til marks um mun meiri aga og vönduð vinnubrögð í eldinu sem og betri búnað og tækni,“ segir Gunnlaugur Hólm, annar eigenda Eldislausna.

Umhverfisvæn ósonkerfi og íslenskar tæknilausnir Það nýjasta í búnaði frá Eldislausnum er ósonkerfi frá norska fyrritækinu Redox en það bakteríuhreinsar vatn fyrir t.d. fiskeldi á umhverfisvænan hátt en þetta er snar þáttur í að verja eldisfiskinn fyrir sjúkdómum. Ósonbúnaðinn má einnig nota í hreinsun á vatni almennt fyrir fiskvinnslur og auka með því móti geymsluþol afurða. Annar búnaður sem Eldislausnir selja til fiskeldisfyrirtækja er að hluta innfluttur en þar má nefna dælur frá Rovatti og borholudælur frá Felsom, einnig er fyrirtækið með eigin framleiðslu. Þar má t.d.

Sérhæfing Eldislausna felst í tæknilausnum fyrir landeldi en í seiðaeldinu má segja að sé lagður grunnur að farsælu eldi í sjó.

nefna ýmis konar stýringar fyrir eldið, t.d. súrefniskerfi, fóðurstýringar, dælustýringar og margt fleira. Allt byggt á íslensku hugviti. „Frá upphafi höfum við lagt mikla áherslu á að framleiða þennan búnað með öllu viðmóti á íslensku og það kunna viðskiptavinir okkar vel að meta,“ segir Gunnlaugur en af öðrum búnaði frá Eldislausnum má nefna loftara, súrefniskúta, ljósabúnað og hreinsitromlur. Fyrirtækið hefur innan sinna raða rafvirkja, pípulagningamenn, vélstjóra og tæknifræðinga og veitir

því fiskeldisfyrirtækjunum alhliða þjónustu á þessum sérsviðum, auk þess að annast dæluviðgerðir. „Eldislausnir vinna fyrir flest stóru fiskeldisfyrirtækin, Arnarlax, Laxa, Íslandsbleikju, Náttúru, Ísþór og fleiri. Við eigum íbúðarhúsnæði á Tálknafirði þar sem við erum alla jafna með starfsmenn í verkefnum. Það er mjög mikilvægt að hafa starfsmenn í næsta nágrenni við fiskeldisfyrirtækin og að mínu mati er mikill ávinningur fólginn í því fyrir þau að geta gengið að þekkingu í þjónustu við

Starfsmaður Eldislausna í uppsetningu búnaðar í fiskeldi.

Eldislausnir framleiða stjórnkerfi fyrir fiskeldi, t.d. súrefniskerfi, fóðurstýringar, dælustýringar og margt fleira.

eldið hér á landi og sem næst starfsemi sinni,“ segir Gunnlaugur.

væru staddar í dag ef ekki hefði komið til uppbygging í fiskeldi og því er svo mikilvægt að leyfi verði gefin út fyrir eldi á norðanverðum Vestfjörðum. Leyfismálin eru það sem stendur fyrir frekari uppbyggingu á norðanverðum Vestfjörðum en í mínum huga er enginn vafi á að fiskeldið er besta tækifærið fyrir þjóðfélagið til að efla þessar byggðir á nýjan leik,“ segir Gunnlaugur.

Fiskeldið gjörbreytir byggðunum Helsta vaxtarsvæði fiskeldis er á sunnanverðum Vestfjörðum og segist Gunnlaugur sjá mikla umbyltingu í þeim samfélögum með tilkomu eldisins. „Fiskeldið hefur gjörbreytt þessum stöðum, skapað störf, eflt þjónustu, breytt húsnæðismarkaði og þannig má lengi telja. Fiskeldið er gríðarlega mikilvægt. Ég veit ekki hvar þessar byggðir

eldi.is

Skipatækni óskar útgerð og áhöfn Bjargar EA 7 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip


SÓKNARFÆRI  | 19

Óskum eigendum og áhöfn til hamingju með glæsilegt nýtt skip

marport.com

533 3838


20  | SÓKNARFÆRI

G.RUN í Grundarfirði reisir nýtt fiskverkunarhús fyrir rúman milljarð króna

Taka ný skref í karfavinnslunni „Nú er loksins búið að klára að hanna og skipuleggja allt innvolsið í hina nýju verksmiðju okkar, það er að segja vinnslubúnaðinn og skipulag hans. Þegar það var búið fórum við að hanna húsið og erum langt komnir með það. Húsið eru orðið svakalega stórt, um 50x56 metrar, komið vel á þriðja þúsund fermetra sem er þá viðbót við gamla húsið sem við notum að hluta til áfram.“ Þetta segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN á Grundarfirði. „Þetta er því orðin geysimikil og flókin framkvæmd. Auk þess er komin svolítil tímapressa á verkefnið því við höfum verið að láta okkur dreyma um að nýtt hús gæti opnað eftir 12 til 13 mánuði héðan í frá.“

Einstaklega gott samstarf við Marel Stjórnendur fyrirtækisins hafa hannað uppsetninguna og hugmyndafræðina ásamt hönnuðum Marel. Marel selur ekki bara stóran hluta af búnaðinum heldur eru þeir með í því að tengja þetta allt saman við annan búnað sem er ekki frá þeim, s.s. lausfrystinguna. „Samstarfið við Marel hefur verið einstaklega gott. Við höfum væntingar um að þetta fiskvinnsluhús

því miklar vonir við að hlutfall Cog D-vöru í vinnslunni minnki verulega og færist upp í A-vöru. Það er í raun og veru það sem á að borga þessa fjárfestingu.“

Guðlaugur Pálsson, framkvæmdastjóri Frostmarks og Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G.RUN undirrita samning um kaup G.RUN á kælibúnaði fyrir nýju verksmiðjuna. Fyrirtækin tvö hafa átt áralangt og farsælt samstarf.

verði fullkomin og flott verksmiðja sem muni afkasta mjög miklu og skila góðum afurðum,“ segir Guðmundur Smári. Breytingar í vinnslunni verða mjög miklar, sérstaklega í karfanum, þar sem farnar verða alveg nýjar leiðir. „Þar má segja að við höfum verið í nærri óbreyttri framleiðslu frá því við vorum að framleiða í gömlu sjö punda öskjurnar

inn á Sovétríkin, sem sumir eldri menn muna eftir. Það kerfi hefur í gegnum tíðina verið nánast óbreytt og við höfum þar framleitt mikið í fimm punda öskjur fyrir Bandaríkin síðari ár en sá markaður er að dragast mjög mikið saman. Við erum að taka alveg ný skref í karfavinnslunni og færa okkur inn á nýja markaði fyrir ferskar unnar vörur í Bretlandi og á meg-

inlandi Evrópu. Við verðum þá í framtíðinni með megináherslu á unninn ferskan fisk og lausfrystan en einnig mun falla eitthvað til í marningsblokk. Í þessum nýju tækjum, sem að mestu leyti koma frá Marel, eru vatnskurðarvélar og annar búnaður sem gerir það að verkum að það sem hefur verið að fara í bita- og þunnildablokk hefur minnkað mjög mikið. Við bindum

Einn maður í móttökunni Guðmundur Smári segir að í móttöku nýja hússins verði mjög fullkominn búnaður frá Skaganum 3X, mikil sjálfvirkni og aðeins einn starfsmaður. „Síðan höfum við verið með tvær bolfiskflökunarvélar í þessu húsi, annars vegar fyrir smáfisk og hins vegar millifisk. Nú bætum við þriðju vélinni við svo við getum líka flakað stóra fiskinn. Við verðum því að flaka fisk frá 800 grömmum upp í 18 kíló. Þá erum við með nýja hönnun á hraðsnyrtilínu frá Marel, vatnsskurðarvél og flókna flokkun þar á eftir til þess að sundurgreina hnakkana og bitana sem fara inn á ferskfisklínuna og hitt sem fer í lausfrystingu eða marning og blokk, sem á að vera í lágmarki. Bitarnir sem fara í lausfrystingu fara inn á tvo risastóra lausfrysta, sem taka tvö tonn, sem á að duga fyrir verksmiðjuna,“ segir Guðmundur Smári. „Við erum einnig í þessari verksmiðju með sérlínu fyrir karfaflökun og vatnsskurðarvél og hraðsnyrti­línu í því skyni að auka möguleika okkar á framleiðslu og sölu á ferskum karfa inn á markaðinn í Evrópu, en karfann má laus-


Hringur SH er annar tveggja togara fyrirtækisins.

frysta líka. Í þessari verksmiðju eru því alveg tvær sjálfstæðar vinnslulínur, annars vegar fyrir þorsk, ýsu og ufsa og hins vegar fyrir karfa. Á góðum degi ætlum við að fara með um og yfir 40 tonn í gegn á dag í dagvinnu sem er í raun sjö og hálfur vinnutími. Verksmiðjan verður í gangi fimm daga vikunnar aðeins þriðjunginn af sólarhringnum. Því er alltaf sá möguleiki að bæta annarri vakt við og fjölga vinnsludögum. Nú eigum við kvóta til að vinna um 80% af því magni sem við stefnum á að taka í gegn. Síðan er geysimikið af fiski að fara í gegnum fiskmarkaðina hér á Snæfellsnesi. Mjög mikill hluti af þeim fiski er fluttur óunninn í burtu. Við erum auðvitað með áform um að sækja fisk inn á þessa markaði og vinna hann hér heima,“ segir hann enn fremur.

Úr núverandi fiskvinnslu G.RUN

Fengu endurgreidda rangtekna vexti Þetta er fjárfesting upp á rúman milljarð en húsið hefur stækkað

töluvert á hönnunarferlinu og því orðið heldur dýrara en upphaflega var stefnt að. „Ekki hefur verið vandamál að fjármagna þessar

miklu framkvæmdir því við náðum að fá bankann til að endurgreiða rangtekna vexti frá hruni, sem voru verulegar upphæðir. Einnig hafa

Landsbyggðarþingmenn sem þora ekki að hafa skoðun Guðmundur Smári hefur ekki mestar áhyggjur af þeim sveiflum sem sjávarútvegurinn þarf að glíma við vegna gengis, markaða og náttúrunnar. En öðru máli gegnir um pólitíska umhverfið. „Maður hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem landsbyggðin og sjávarútvegur þar stendur frammi fyrir. Segja má að krafa allra stjórnmálamanna, nánast hvar í flokki sem þeir eru, sé að skattleggja sjávarútveginn í botn. Hagfræðiprófessorar hafa sýnt fram á að með því muni aðeins þeir hæfustu lifa af, hinir eigi að deyja. Það þýðir í raun að smæstu fyrirtækin víkja einfaldlega fyrir þeim stóru. Þetta er mjög sérkennileg stefna. Að fólk sem býr á landsbyggðinni og er í pólitík fyrir landsbyggðarfólkið þorir ekki að hafa skoðun á þessum málum og ætlar að horfa upp á það að við verðum með einsleitan sjávarútveg, sex til átta risastór fyrirtæki og búið. Þegar maður spyr pólitíkusana út þetta er enginn sammála því að þetta eigi að verða þróunin. Þeir segjast vilja halda þessu með svipuðum hætti og er í dag. En stefna þeirra og framganga gerir það að verkum að mörg smærri fyrirtæki munu víkja.“

Íslenskur sjávarútvegur sýnir ábyrgð í verki með vottun fiskistofna undir merkjum Iceland Responsible Fisheries

SÓKNARFÆRI  | 21 undanfarin ár verið mjög góð í rekstrinum og við getað búið í haginn. Við erum því ágætlega í stakk búnir til að takast á við þessa áskorun þó svo þetta ár hafi verið mjög erfitt. Fyrst langt og mjög erfitt sjómannaverkfall, sem kostaði okkur og allt samfélagið verulega peninga og síðan hafa gengisþróun og markaðsaðstæður verið óhagstæð. Við slíkar aðstæður hefur íslenskur sjávarútvegur reyndar alltaf glímt. Erfiðleikarnir á þessu ári draga því ekkert úr áformum okkur um nýja húsið. Við stóðum í raun frammi fyrir mjög einfaldri ákvörðun; annað hvort að hætta og selja kvótann og fyrirtækið eða fara út í þessa fjárfestingu til bæta stöðu okkar í framtíðinni, fá meira út úr því sem á land kemur. Við ákváðum seinni kostinn og sjáum ekkert eftir því.“


22  | SÓKNARFÆRI

Scanmar á Íslandi

Skipstjórar fylgjast með innstreymi fisks í trollið Tækin í skipinu

Norska fyrirtækið Scanmar hefur um áratuga skeið þróað og framleitt veiðarfæranema en segja má að þær upplýsingar, sem þeir senda frá veiðarfærinu til skipstjórnenda meðan á veiðum stendur, séu hvað stærsta framþróun sem orðið hefur í togveiðum síðari áratugina. Stöðug þróun er í nemunum, upplýsingum sem þeir senda frá sér og ekki hvað síst í framsetningu þeirra á tölvuskjám í brúm skipanna. Dæmi um þær er staðsetning á hlerum og trolli, aflamagn í veiðarfæri, straumur, dýpi og margt fleira. Scanmar framleiðir einnig botnstykki fyrir togveiðiskip, ýmsa auka- og fylgihluti fyrir nemabúnaðinn og síðast en ekki síst brúareiningar sem birta skipsstjórnendum með einföldum hætti allar þær upplýsingar sem nemabúnaðurinn sendir frá sér. Frá upphafi hefur Scanmar átt mikið samstarf við íslenskar útgerðir og lagt mikið upp úr þjónustu við íslenska markaðinn.

Upplýsingaflæði frá veiðarfærinu Nýjasta afurð Scanmar, svokallað ScanBas 365 kerfi, var sýnt á Íslensku sjávarútvegssýningunni fyrr í haust og fékk góðar viðtökur, að sögn Þóris Matthíassonar hjá Scanmar á Íslandi. „Við kynntum fyrstu grunnútfærslu kerfisins á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll í fyrra og fengum þar mjög góð viðbrögð en á því rúma ári sem liðið er höfum við þróað kerfið áfram og sett það upp í mörgum fiskiskipum, bæði hér á

Ulf Lundvall, forstjóri Scanmar, útskýrir nýja Scanbas 365 kerfið fyrir góðum gestum frá Færeyjum á Íslensku sjávarútvegssýningunni í haust.

Nýr trollnemi frá Scanmar var kynntur á Íslensku sjávarútvegssýningunni í fyrsta sinn hér á landi.

landi og erlendis,“ segir Þórir en í kerfinu birtast upplýsingar frá öllum nemum, sem og svokölluðu trollauga. Skipstjórnendur geta þannig t.d. fylgst með streymi fisks inn í trollið, straumhraða sjávar inn í veiðarfærið, afstöðu veiðarfæris, fjarlægð frá botni og mörgu öðru.

Umbylting og nýtt skjámyndaumhverfi „ScanBas 365 er heildaruppfærsla á því kerfi sem við höfum verið með og þróað undanfarin 15 ár. Kerfið er nú alfarið í Windows umhverfi sem stóreykur möguleika skipstjórnenda á að laga samsetninguna á skjámyndunum að sínum þörfum. Scanmar lagði ríka áherslu á

Nýja ScanBas 365 kerfið á tveimur stórum skjám.

að hanna kerfið út frá því að skipstjórnendur eigi auðvelt með að vinna með það og að þægilegt sé að lesa í skjámyndirnar,“ segir Þórir og bætir við að þeir notendur hér á landi sem hafi uppfært í nýja kerfið séu hæstánægðir. „Það er mjög einfalt fyrir þær útgerðir sem eru með Scanmar nemabúnað í sínum skipum að skipta yfir í nýja ScanBas 365 kerfið. Það þarf engu að breyta í botnstykkjum eða slíku en við mælum með því að framsetningin sé í

stærri skjáum eins og almennt er að gerast í brúm skipa í dag. Með stærri skjáum er auðveldara að lesa úr myndunum og vinna með þær,“ segir Þórir.

Nýir hleranemar kynntir í fyrsta sinn Önnur nýjung frá Scanmar var frumsýnd á sýningunni nú í haust en það eru svokallaðir hæðarnemar sem festir eru á toghlera og mæla fjarlægð frá botni. „Þessir nemar koma við hlið

hefðbundinna hleranema og gera skipstjórnendum ennþá auðveldara að vinna með staðsetningu veiðarfærisins. Neminn vinnur í gegnum hleranemann sem fyrir er og fær orku frá honum þannig að ekki þarf að taka nemann af til að hlaða hann,“ segir Þórir. scanmar.is

Nemakerfi Scanmar í nýja Sólberginu Í nýjasta frystitogara landsmanna, Sólbergi ÓF 1, eru veiðarfæranemar frá Scanmar og brá Þórir Matthíasson sér í veiðiferð fyrir skömmu til að fylgjast með kerfinu og leiðbeina skipstjórnendum í notkun þess. „Þetta var virkilega gaman og áhugavert. Meðal þess sem kerfið inniheldur eru flæðinemar sem við höfum verið að leggja í auknum mæli áherslu á við skipstjórnendur. Þetta er nemi sem skynjar hraða á sjónum inn í trollið, sem skiptir miklu máli, ekki hvað síst við þær aðstæður þegar skip eru að draga í meðstraumi eða mótstraumi. Aðrar og ekki síður merkilegar upplýsingar sem flæðineminn veitir snúa að því

undir hvaða horni sjórinn streymir inn í trollið. Flæðineminn er einn af lykilnemum veiðarfærisins að mínu mati. Það er alltaf skemmtilegt að fara um borð og vinna með skipstjórnendum á miðunum og ekki hvað síst þegar um er að ræða nýtt og fullkomið skip eins og Sólberg ÓF. Þetta skip er ævintýri líkast.“

Gott karfahol hjá Sólbergi ÓF 1. Sjá má fjóra aflanema á pokanum.

Skjámynd úr ScanBas 365 sem veitir áhugaverða innsýn í heim skipstjórans. Hér er verið að draga 2 troll samtímis. Upplýsingar frá flæðinemum sýna að flæði inn í BB troll er 4° og með 2,2 hnúta hraða. Flæðið inn í SB trollið er hinsvegar 8° og með 1,7 hnúta hraða.


SÓKNARFÆRI  | 23

þjóNUStUm ALLt LANdIð

Hægt er að panta varahluti 24/7 á curio.is

FLöKUNARVéL C-2011

Lengd: 4.060m Breidd: 1.880m Hæð: 2.25 - 2.35m

HENtAR tIL FLöKUNAR á öLLUm BoLFISKI

kraftmikLar FISKVINNSLUVéLAR

KRAFtmIKLIR og NýtNIR VINNUþjARKAR SEm Hægt Að StILLA FyRIR óLíKAR FISKtEgUNdIR. Við hönnun flökunarvélarinnar var leiðarljósið að tryggja einstaka nýtingu en fara á sama tíma mjúkum höndum um hráefnið. Þetta verður sífellt brýnna í nútíma fiskvinnslu þar sem meðvitaðir neytendur velja sér ferskvöru eftir útliti hennar.

FyRIR HAUSNINgU, FLöKUN & RoðFLEttINgU Hjá Curio kraumar ástríða fyrir handverki, tækni og óheftri hugmyndaauðgi. Við leiðum saman alúðina sem felst í handsmíðuðum vélarhlutum, tækninýjungar og íslenskt hugvit og setjum saman öflug fiskvinnslutæki með sterkan karakter og mikla vinnslugetu.

HAUSARI C-3027

Lengd: 2.9m Breidd: 1.9m Hæð: 2.23 - 2.33m

C3027 Hausari er ætlaður til vinnslu á öllum bolfiski og laxi. Hausarinn er hannaður til að afhausa fiskinn fyrir flökun og því fylgja klumbubeinin hausnum.

RoðFLéttIVéL C-2031

Lengd: 2.735m Breidd: 2.400m Hæð: 1.50 - 1.95m

Roðflettivélin C2031 er nýjasta fiskvinnsluvélin í framleiðslu Curio. Þessi vél er hönnuð til vinnslu á öllum bolfiski og laxi.

Vinsælt er að stilla hausara, flökunarvél og roðflettivél í heildstæða framleiðslulínu sem hentar afar vel fyrir bæði litlar og stórar fiskvinnslur.

BRýNINgAVéL C-2015

Lengd: 900 mm Breidd: 740 mm Hæð: 800 mm

C2015 Brýningavélin er fyrst og fremst þjónustutæki fyrir flökunarvélina og hausarann og því afar nauðsynlegur fylgihlutur.

SAmBANd

Hafðu samband við sölumenn eða kíktu á heimasíðu okkar, við svörum öllum spurningum fljótt og vel og með mikilli ánægju.

Curio ehf. / Eyrartröð 4 / 220 Hafnarfirði / Sími: 587 4040 / Netfang: curio@curio.is / www.curio.is

www.curio.is


24  | SÓKNARFÆRI

Innlit á sjávarútvegssýningu

Konur í sjávarútvegi minntu í tveimur sýningarbásum á þeirra þátt í greininni bæði hérlendis og erlendis. Hér heilsar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra upp á nokkrar þeirra.

Íslenska sjávarútvegssýningin var haldin dagana 13.-15. september síðastliðinn í Smáranum í Kópavogi. Að vanda var sýningin fjölbreytt en þar mátti sjá sýningarbása bæði íslenskra og erlendra sýnenda. Fjöldi erlendra sýnenda hefur raunar aldrei verið meiri en á þessari sýningu og höfðu margir gesta á orði að fyrir vikið hafi yfirbragð hennar verið alþjóðlegra en áður. Að vanda vöktu ýmsar tæknilausnir athygli gesta og gátu þeir skoðað tæknina með bæði eigin augum og í gegnum sýndarveruleikatækni svo aðeins lítið brot sé nefnt af því sem þarna var að finna. En látum myndir frá sýningunni tala sínu máli.

Um 500 fyrirtæki frá 22 þjóðlöndum sýndu á sýningunni.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bregður sér í skipstjórastólinn í bás Marás.

Guðni Th. Jóhannesson í bás Akureyrarfyrirtækjanna Slippsins og Kælismiðjunnar Frosts.

Þorsteinn Lárusson, eigendi Gúmmísteypu Þ. Lárussonar, kynnti lausnir fyrirtækisins í framleiðslu á færiböndum.

Bás Cemre skipasmíðastöðvarinnar í Tyrklandi en hún byggði fjóra af nýju togurunum sem komið hafa til landsins í ár. Einn þeirra, Björgúlfur EA 312 prýddi vegg bássins.

Öryggisbúnaður er meðal þess sem jafnan má skoða á sjávarútvegssýningum, enda mikilvægur þáttur af starfsemi í greininni.

Hjá Odda hf. mátti sjá þessa áhugaverðu hugmynd, þ.e. að einangra pappakassa með gömlu góðu íslensku ullinni.


SÓKNARFÆRI  | 25

SCANBAS 365

Nýtt kerfi – Nýir tímar

www.scanmar.no

Scanmar ehf. • Grandagarði 1A • Sími: 551 3300 • GSM: 691 4005 • Netfang: tm@scanmar.is


26  | SÓKNARFÆRI

Simberg

Allur rafeindabúnaður fyrir skip á einum stað Tækin í skipinu

„Á undanförnum árum hefur orðið mikil þróun í þeirri tækni að safna upplýsingum frá tækjabúnaði í skipum og setja þær fram með sem skilvirkustum hætti fyrir skipstjórnendur. Allt gengur þetta út á að nýta tæknina til að ná sem mestum árangri og hagkvæmni í hverri einustu veiðiferð. Olíunýting verður æ meira áhersluefni hjá útgerðunum en að okkar mati liggur beint við að mestur árangur á því sviði næst með góðum fiskileitartækjum,“ segir Valdimar Einisson, framkvæmdastjóri Simberg í Kópavogi. Fyrirtækið selur tæknibúnað fyrir skip frá tveimur heimsþekktum merkjum, þ.e. siglinga-, fjarskipta- og fiskileitartæki frá Simrad og vélarúmslausnir frá Kongsberg. Hvort tveggja eru norskir framleiðendur.

Simrad með nýjustu tækni „Simrad er okkar aðal merki og fagnar 70 ára afmæli á þessu ári en fyrirtækið er leiðandi í heiminum þegar kemur að fiskileitartækjum. Simberg er með umboð fyrir Simrad Kongsberg og Kongsberg Auto­mation hér á landi og nýverið fengum við svo Sperry Marine umboðið og seljum frá þeim m.a. radara, gýrókompása, sjálfstýringar og plottera. Auk þess bjóðum við fjarskiptabúnað frá Sailor,“ segir Valdimar. Meðal nýjunga frá Simrad er ES80 dýptarmælirinn, mjög þróaður mælir með margvíslega eiginleika. Einkenni hans er mikil uppRyðfrí framleiðsla

* Magnstillilokar * Rafstýrðir on/off lokar * Rafstýrðir stjórnlokar * Sambyggðir lokar

lausn og nákvæmni, hann býður upp á mikla þysjunarmöguleika með lífmassaupplýsingum, er búinn sjálfvirkri fjarlægðar- og lengdarstjórnun og gengur bæði við composit og hefðbundið ceramic botnstykki. „Einnig má nefna SN90 sónarinn sem er í senn dýptarmælir og sónar með afar breytt tíðnisvið og stærðargreiningu sem hentar mjög vel við bæði uppsjávar- og botnfiskveiðar. SN90 er mjög öflugt tæki til að greina og sjá fisk fram fyrir skip og hentar því togurum mjög vel. Botnstykkið innheldur 256 element, tíðnisvið er 70-120 kHz (chirp), 160 gráðu geiri í láréttu plani, 80 gráðu sneiðmynd og geisla sem notaður er til að stærðargreina lóð. Með MRU stöðugleikaskynjara helst myndin alltaf rétt, óháð veltu skips,“ segir Valdimar. SU90 lágtíðnisónarinn er sá nýjasti í lágtíðnisónurum frá Simrad. Hann er í grunninn eins og SX90 nema að búið er að fjölga augum í botnstykki, sendum og móttökurum um 50%. Þetta gerir þennan lágtíðnisónar þann langdrægasta, með minnstu geislabreiddina og bestu aðgreininguna í sínum flokki á markaðnum í dag, að sögn Valdimars. „Við bjóðum mönnum að taka SX90 sónarinn uppí SU90 sónarinn sem sparar fjármuni fyrir útgerðina.“ Einnig má nefna millitíðnisónar frá Simrad sem kallast SC90 en hann er sá fyrsti í heiminum með composite botnstykki, er mun næmari en menn hafa séð áður og hefur meiri langdrægni en fyrri millitíðnisónarar á markaðnum. Hægt er að uppfæra SH90 sónarinn í SC90. „Fyrir flottrollsveiðarnar bjóðum við hinn margreynda FS70 höfuðlínusónar en hann er sá mest notaði í dag, en við erum einnig með nýja týpu af trollsónar FM90 sem er fjölgeisla 270 gráðu sónar-

Ryðfrí ástengi AISI 316

Eigum til á lager ástengi með renndum 25 og 30 mm götum. Tengin afhendast með kílspori og gati fyrir stoppskrúfu.

Valmet vökvamótorar

Simberg býður upp á púlt og stóla í brúna þar sem vinnuaðstaðan er fyrsta flokks.

Skjáveggir í brú. Þar er hægt að bregða upp myndum frá mörgum tækjum og músabendillinn flæðir á milli skjáa.

Markmiðið er að bjóða allan rafeindabúnað sem skip þurfa á að halda,“ segir Valdimar Einisson, framkvæmdastjóri Simgberg (tv) en með honum á myndinni er Þorsteinn Kristvinsson, meðeigandi hans í fyrirtækinu.

Simrad ES80 dýptarmælir er afar þróaður mælir með margvíslega eiginleika.

sendir ásamt upp- og niðurgeisla. Sónar af þessari gerð er um borð í Venusi og Víkingi, nýjum uppsjávarskipum HB Granda hf. og hefur

Vökvadælur og mótorar

Einnig varahlutir og viðgerðir

Getum útvegað vörur frá nánast öllum framleiðendum á hagstæðum verðum!

Vökvatæki ehf

Móhella 4D, 221 Hafnarfjörður Sími 861-4401 Netfang vt@vokvataeki.is Veffang www.vokvataeki.is

Hönnun - Ráðgjöf - Innflutningur - Sala - Þjónusta Valmet - Berarma - Eaton/Charlynn - Atos - BLB

komið vel út. FS70 sónarinn býður einnig upp á neðansjávarmyndavél og hentar vel ef menn eru t.d. að draga með skilju.“

Vélarúmslausnir frá Kongsberg Kongsberg er alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki sem framleiðir hátæknivörur og lausnir fyrir mjög krefjandi viðskiptavini víða um heim. „Frá þeim bjóðum við heildarlausn fyrir vélarúm sem nefnist K-Chief 600 PMS sem felur m.a. í sér viðvörunarkerfið EO/UMS sem vaktar og stjórnar vélbúnaði skipsins, skrúfustjórnun, samkeyrslukerfi rafala, tankapælikerfi og dælustýringu, RSW stýringu og tengingu við framleiðslukerfi. K-Chief 600 er sett saman að þörfum hvers og eins og getur mælt frá 16 til 20.000 rásir og er hannað til að mæta öryggis- og áreiðanleikakröfum í öllum gerðum skipa s.s. flutningaskipum, gámaskipum, ferjum, fiskiskipum, rannsóknaskipum og tankskipum. Kerfið hentar vel í nýsmíðaverkefni og ekki síður við endurnýjun eldri kerfa,“ segir Valdimar. Kongsberg hefur víðtæka

reynslu og þekkingu á siglingatækjum, skrúfustjórnun og vélarstjórnun sem hefur gert þeim kleift að hanna og setja saman einingar til að mæla afköst skipa, bæta eldsneytiseyðslu og minnka viðgerðir með fyrirbyggjandi viðhaldi. Þá eru þeir einnig að koma með togvindur og autotroll fyrir þær og aðrar vindur fyrir fiskiskip en þeir hafa mikla reynslu á þessu sviði. Með tilkomu flatskjáa og betri tækni af ýmsu tagi hafa skjáveggir í brúm skipa tekið við af fjölda minni skjáa sem tóku mikið pláss og orku. „Við bjóðum nú 55 tommu skjái sem má raða saman að vild og kalla fram mismunandi myndir úr ólíkum tækjum. Öllu er stjórnað með einni mús. Einnig erum við með rafdrifin púlt og stóla í brúna sem gerir vinnuaðstöðu skipstjórnarmanna fyrsta flokks. Síðan er Kongsberg að koma með eigið vindu- og sjórnkerfi og markmið okkar er í raun að geta boðið útgerðum allan rafeindabúnað sem skip þarf á að halda.“ simberg.is


SÓKNARFÆRI  | 27

Alhliða þjónusta í sjávarútvegi Brandenburg | sía

Við höfum allt frá upphafi haft það að markmiði að sinna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja hratt og örugglega í sátt við umhverfið. Skipaþjónusta Skeljungs veitir alhliða þjónustu í sjávarútvegi, útgerð og vinnslu til viðskiptavina félagsins. Við leggjum ríka áherslu á fyrirtaks þjónustu við þessa mikilvægu atvinnugrein og munum halda því áfram um ókomin ár. Skeljungur — fyrir þá sem ferðast og framkvæma

Skeljungur hf. | Borgartún 26 | 105 Reykjavík | 444 3000 | skeljungur@skeljungur.is | skeljungur.is


28  | SÓKNARFÆRI

Sónar

Fjölgeisla dýptarmælar og stærri skjáir eru framtíðin Tækin í skipinu

Sónar ehf. er eitt af stærri fyrirtækjum á landinu í innflutningi og þjónustu á siglinga-, fjarskipta- og fiskileitartækjum fyrir skip og báta. Fyrirtækið flytur inn vörur frá heimsþekktum framleiðendum, s.s. JRC, Sailor, Kaijo, SeapiX, Wassp, SeaTel, Wesmar, Raytheon Anschutz, Tranberg o.fl. Framþróunin er ör en Guðmundur Bragason, sölustjóri Sónar, upplýsir um það nýjasta sem fyrirtækið hefur að bjóða í brúartækjum.

Leiðandi í sölu á fjölgeisla dýptarmælum „Það er mikið spurt um nýjar útgáfur fjölgeisla dýptarmæla sem við flytjum inn frá SeapiX og Wassp. Fjölgeisla dýptarmælarnir frá SeapiX og Wassp eru leiðandi á markaðnum og hafa sannað mikilvægi

sitt, fyrst í uppsjávarskipum þar sem þeir hafa skipt sköpum við makríl- og síldarleit, sem og öðrum veiðiskap. Eftir að SeapiX kom með öflugri 4KW útgáfu með mun meiri langdrægni hefur áhugi skipstjóra botnfisktogara og fleiri skipa aukist mikið. Sífellt fleiri skipstjórnendur og útgerðarstjórar gera sér grein fyrir hvað fjölgeisla dýptarmælar eru öflug tæki við fiskileit og að greina fisktegundir og fiskstærðir. Að ég tali ekki um að kortleggja hafsbotn af mikilli nákvæmni og á fljótvirkan hátt en á 50 fm dýpi eru bæði SeapiX og Wassp að kortleggja 100 fm breiða rönd af botninum,“ segir Guðmundur.

Nýir möguleikar í framsetningu tækja á stærri skjám Sónar ehf. tók nýverið við umboði fyrir Pacific skjáveggjalausnir fyrir stærri skjái, sem að fyrirtækið Avitech býður upp á. „Með Pacific kerfinu er hægt að tengja öll siglingatæki og tölvur inn á færri stóra skjái í skipum og setja upp mismunandi skjámyndir eftir því hvað skipstjóri vill hafa hverju sinni. Algeng uppsetning í

Skjáveggur og minni skjár í lofti sem stjórnað er með Pacific skjáveggjabúnaði var nýverið settur um borð í íslenskt skip.

millistórum skipum er allt að 20 inngangar sem eru settir fram á fjórum 50“-65“ skjáum. Skipstjóri hefur þá einn minni vinnuskjá nærri skipstjórastólnum.“ Fyrsta Pacific skjákerfið var nýverið sett upp í íslensku skipi. Avitech hefur verið lengi í þessum bransa og segir Guðmundur sérstöðu þeirra ekki hvað síst liggja í hagstæðu verði á þeirra lausnum.

Ný radarlína frá JRC „JRC hefur verið einn af fremstu framleiðendum ratsjáa í báta og skip. Ratsjár þeirra eru þekktar fyrir mikil gæði og lítið viðhald, t.d. endast magnetrónur JRC radara mun lengur en hjá helstu keppinautum á markaðnum. Nú er að koma í hús glæný „black box“ radarlína frá JRC sem hefur komið afar vel út í sjóprófunum í Noregi og víðar. Við hlökkum til að setja fyrstu JRC JMR-5400 radarana upp hérlendis og erum sannfærðir að þeir munu halda merki JRC á lofti sem einum besta radarfram-

leiðanda í heiminum í dag.”

Áhersla á þjónustuna „Við leggjum metnað okkar í að eiga og geta boðið öll þau siglingaog fjarskiptatæki sem þarf til skipstjórnunar um borð í skipum við Ísland. Íslenski fiskiskipaflotinn er mjög framarlega þegar kemur að tækjavæðingu og við hjá Sónar getum boðið fjölbreyttar lausnir í siglinga- og fjarskiptatækjum, bæði í stærri nýsmíðaverkefni sem og meðalstóra og smærri báta. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að þjónusta við tækin sem við seljum sé eins og best verði á kosið og finnum að það kunna notendur

JRC JMR-5400 er nýr „black box“ radar sem hefur komið afar vel út.

þeirra vel að meta,“ segir Guðmundur Bragason, sölustjóri að lokum. sonar.is


SÓKNARFÆRI  | 29

Stærsta uppfærsla DNG vindunnar í 20 ár Tækin í skipinu

„Þetta er sama gamla góða DNG færavindan en með algjörlega nýju stýrikerfi frá grunni, nýjum skjá, takkaborði og öllu sem að notandanum snýr. Hér er um að ræða stærstu uppfærslu á vindunni sem gerð hefur verið frá því árið 1995 þegar við fórum úr gömlu C5000 í C6000 vinduna. Þá endurhönnuðum við mótorinn og gerðum hann kolalausan og fórum í það stýrikerfi sem nú víkur fyrir nýja kerfinu,“ segir Ármann Helgi Guðmundsson, þjónustustjóri DNG en á Íslensku sjávarútvegssýningunni fyrr í haust kynnti fyrirtækið nýja gerð af sjálfvirku DNG færavindunni sem óhætt er að segja að hafi verið í samfelldri sigurför í smábátaútgerðinni bæði hérlendis og erlendis frá því hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1983. Áformað er að hefja sölu á vindunni næsta vor.

Gjörbreytt viðmót og meiri tengingarmöguleikar Ármann segir að þær nýjungar sem notendur fá í nýju vindunni muni nýtast á öllum veiðiskap en ekki hvað síst fyrir þá sem stunda makríl­veiðar á smábátum. „Hér erum við að stórauka alla möguleika til tölvutenginga og það á bæði við um samtengingu á vindum og tengingu þeirra við tölvu. Nýja tengingin verður mun hraðvirkari en við höfum verið með og við bjóðum bæði upp á beintengingu á vindunum við tölvu og WiFi tengingu. Þetta er grundvallaratriði á t.d. makrílveiðum. Í dag eru menn með tölvu um borð og tengja hana við vindurnar í gegnum kapal en með nýju vindunni bætast nýir samskiptamöguleikar við og mun meiri hraðvirkni verður í öllum samskiptum við vindurnar. Auk heldur býður þessi nýja vinda upp á möguleika fyrir okkur í þjónustunni að tengjast í gegnum net við vinduna ef á þarf að halda og það er líka mjög mikilvægt fyrir notendurna. Það er gert í gegnum Blue­tooth-tengingu sem um leið er þá líka möguleiki á góðri þjófavörn því vindan er með innbyggðu GPS staðsetningarkerfi sem við eigum eftir að sjá hvernig getur nýst okkur í því. Mikilvægasti þáttur GPS búnaðarins í vindunni er hins vegar rekkerfi vindunnar þannig að vindan bregst sjálf við í samræmi við það hvernig bátinn rekur meðan verið er að veiðum,“ segir Ármann. Mun hljóðlátari vinda Mótor DNG vindunnar verður áfram sá sami í nýju C7000 vindunni en í hana kemur nýr litaskjár með mun meiri upplausn en áður. Í boði verður að uppfæra C6000 vindurnar í þessa nýju gerð og þá verður mótor yfirfarinn í leiðinni og vindan sprautuð upp á nýtt ef vill.

„Fyrir utan þá breytingu sem verður í stjórnbúnaði á vindunum með nýjum skjá, takkaborði og í valmöguleikum í stjórnun þá koma smábátasjómenn líka til með að meta hversu hljóðlát nýja vindan er. Þetta er atriði sem sumir notendur hafa talað um en heilt yfir þá er óhætt að fullyrða að nýja vindan verði mikil bylting fyrir alla smábátasjómenn, hvort heldur þeir eru á handfæraveiðum eða makríl.

Við göngum út frá því að hefja sölu á C7000 vindunni næsta vor og um leið opnast notendum eldri vindanna möguleikar á að fá þær uppfærðar. Miðað við þann áhuga sem við skynjuðum á sjávarútvegssýningunni á dögunum þá reikna ég með að margir vilji skipta yfir í þessa nýju vindu,“ segir Ármann. dng.is Ármann Helgi Guðmundsson, þjónustustjóri DNG, við frumútgáfu af nýju C7000 vindunni sem kynnt var á Íslensku sjávarútvegssýningunni í haust.

Gúmmísteypa Þ. Lárussonar ehf.,

Gylfaflöt 3 ·

Sími 567 4468 ·

Kt. 571293-2189 ·

Bankanr. Gylfaflöt 3 · 112 Reykjavík· Sími 567 4467 gummisteypa@gummisteypa.is www.gummisteypa.is

Netfang: dekk@g

www.


30  | SÓKNARFÆRI

Yanmar skipavélar hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi og telur Hallgrímur Hallgrímsson, sölustjóri hjá Marás, að þar ráði mestu góð eldsneytisnýting ásamt lágum viðhaldskostnaði.

Fimm ný fiskiskip í flotanum með Yanmar Tækin í skipinu

Fyrirtækið Marás ehf. er leiðandi í þjónustu við sjávarútveg og leggur metnað sinn í að bjóða einungis viðurkenndan gæðabúnað sem stenst allar kröfur um endingu og áreiðanleika. Boðið er upp á heildarlausnir, bæði í sölu og þjónustu við þær vörur sem Marás selur og er starfsfólk fyrirtækisins

Drangey SK-2 er eitt af þeim fimm nýju skipum sem eru með vélbúnað frá Marás.

með mikla reynslu af öllu er viðkemur sjávarútvegi, bæði til sjós og lands.

„Þetta ár er stórt í endurnýjun á íslenska fiskiskipaflotanum og við höfum ekki farið varhluta af þeirri

endurnýjun því af þeim 11 skipum sem byggð voru, eða eru í byggingu á árinu, eru fimm með vélbúnað frá okkur,“ segir Hallgrímur Hallgrímsson sölustjóri, einn átta starfsmanna fyrirtækisins sem starfrækt er að Miðhrauni 13 í Garðabæ. Nýju skipin fimm eru togararnir Kaldbakur EA-1 í eigu Útgerðafélags Akureyringa, Björgúlfur EA-312 og Björg EA-7 í eigu Samherja, Drangey SK-2 í eigu FISK Seafood á Sauðárkróki og snurvoðar- og netabáturinn Hafborg EA-152 sem verið er að smíða í Danmörku fyrir samnefnda útgerð í Grímsey og kemur til landsins í desember.

Um þriðja hvert fiskiskip á Íslandi með Yanmar vél Vélbúnaðurinn í nýju skipunum sem Marás útvegar eru bæði aðalvélar og hjálparvélar frá Yanmar, ásamt framdrifsbúnaði og gír og skrúfum frá Reintjes og Mekanord. „Það sem freistaði manna eflaust við val á þessum búnaði er góð eldsneytisnýting ásamt lágum viðhaldskostnaði, sem skiptir miklu máli í rekstri skipa,“ segir Hallgrímur en Yanmar, sem framleitt hefur dísilvélar í yfir 100 ár, er leiðandi framleiðandi á heimsvísu í vistvænum vélbúnaði og hefur staðið sig einstaklega vel. „Viðtökurnar hafa líka verið eftir því hér á Íslandi þar sem nánast eitt af hverjum þremur skipum er með Yanmar aðalvél og við getum ekki verið annað en ánægð með slíkar viðtökur,“ bætir Hallgrímur við. Leiðandi í búnaði fyrir sjávarútveginn Marás hefur frá upphafi skilgreint sig sem leiðandi fyrirtæki með búnað fyrir sjávarútveginn og leggur mikið upp úr góðri þjónustu og að eiga á hverjum tíma fjölbreyttan lager af öllu er viðkemur rekstri fiskiskipa, stórra sem smárra. Auk Yanmar véla selur Marás m.a. Kohler ljósavélar, Stamford rafala, Toimil Marine vökvakrana fyrir skip og báta og sjálfvirkan stjórnbúnað fyrir togvindur frá Scantrol. „Við getum útvegað flest það sem þarf til að uppfylla óskir þeirra sem sjóinn stunda og hafa þörf fyrir traustan, vottaðan og viðurkenndan búnað, séð um vélbúnað og þjónustað allar stærðir og gerðir skipa;“ segir Hallgrímur. Dótturfyrirtækið Friðrik A. Jónsson ehf. er starfrækt í sama húsnæði og Marás í Garðabænum og saman bjóða þessi fyrirtæki viðskiptavinum upp á heildarlausnir fyrir bæði vélarrými og brú fiskiskipa. maras.is


Fengu styrk til framhaldsnáms Í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna fyrr í haust voru veittir tveir framhaldssnámsstyrkir úr IceFisch-sjóði hennar. Fyrr á árinu hafði sjóðurinn veitt aðra tvo styrki en heildarfjárhæð styrkja í ár nemur um einni milljón króna. Renna þeir til nemenda Fisktækniskólans sem sérhæfa sig í tækni og vinnslu. Að þessu sinni fengu þau Jóhanna Sigurlaug Einarsdóttir og Hallgrímur Jónsson námsstyrki. Jóhanna Sigurlaug sérhæfir sig í gæðastjórnun innan fiskiðnaðarins og Hallgrímur í Marel vinnslutækni en bæði hafa þau lokið tveggja ára grunnnámi í fisktækni við Fisktækniskólann og eru nú í sérhæfðu námi á lokaári. Hvort um sig fékk 250.000 kr. fjárstyrk. Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri IceFish, segir að í kjölfar Íslensku sjávarútvegssýningarinnar árið 2014 hafi forsvarsmenn hennar gert sér grein fyrir mikilvægi þess að fjárfesta í framtíð sjávarútvegsins og hlúa að þeim framúrskarandi einstaklingum sem sem komi til með að taka þátt í að móta greinina, auka gæði og kynna til sögunnar nýjar hugmyndir í sjávarútvegi. „Við ákváðum í kjölfarið að leggja fram 2 milljónir

króna til að styrkja efnilega námsmenn til að mennta sig frekar á sínu sviði og það er mér mikil ánægja að eins vel hefur tekist til og raun ber vitni. Ég er sannfærð um að bæði Jóhanna og Hallgrímur muni leggja sitt af mörkum til að gera hinn öfluga íslenska sjávarútveg enn betri.“ Í Fisktækniskóla Íslands er boðið upp á eins árs sérhæfðar námsbrautir í gæðastjórnun, fiskirækt og vinnslutækni þar sem nemendum býðst að útskrifast sem Marel vinnslutæknar. Fisktækniskóli Íslands var stofnaður í Grindavík árið 2010 í þeim tilgangi að uppfylla kröfur sjávarútvegsfyrirtækja í veiðum, vinnslu og fiskeldi til starfsfólks með viðeigandi þjálfun. Í

Jóhanna Sigurlaug Einarsdóttir og Hallgrímur Jónsson fengu hvort um sig 250 þúsund krónur í styrk til framhaldsnáms í sjávarútvegi við Fisktækniskóla Íslands. Á milli þeirra er Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri IceFish.

SÓKNARFÆRI  | 31

fyrstu var aðeins boðið upp á tveggja ára grunnnám í fisktækni en síðan hefur verið byggt ofan á það með sérhæfðari námsleiðum. IceFish-námssjóðnum er einkum ætlað að styrkja nema til slíks framhaldsnáms. Dómnefnd var skipuð þeim Ólafi Jóni Arnbjörnssyni, skólastjóra Fisktækniskóla Íslands, Sigurjóni Elíassyni, fræðslu- og þróunarstjóra á alþjóðasviði Marel, Guðbergi Rúnarssyni, verkfræðingi og framkvæmdastjóra Samtaka fiskvinnslustöðva, Erni Pálssyni, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda og Bjarna Þór Jónssyni, fulltrúa Mercator Media/ Íslensku sjávarútvegssýningarinnar á Íslandi.

Sjáumst! Endurskins- og hlífðarfatnaður í úrvali fyrir íslenskt veðurfar.

Fjórtán málstofur á Sjávarútvegsráðstefnunni 2017

Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 16. og 17. nóvember næstkomandi. Líkt og áður verða málstofur um fjölbreytt málefni sjávarútvegsins en upphafsmálstofan ber yfirskriftina „Er hægt að fimmfalda útflutningsverðmæti bláa hagkerfisins?“ Þar verður rætt um nýsköpun, tækifæri í fiskeldi, framleiðslu tækjabúnaðar og fleira. Alls verða málstofur ráðstefnunnar 14 talsins að þessu sinni. Á fyrri degi Sjávarútvegsráðstefnunnar verða málstofur um öryggismál sjómanna, framtíð fiskvinnslu, kröfur kaupenda um upplýsingar, mikilvægi rannsókna og nýsköpunar fyrir sjávarútveginn, upplýsingatækni í sjávarútvegi og þróun og framtíðarsýn í gæðamálum. Á síðari degi ráðstefnunnar verða sex málstofur. Þar verður í tveimur málstofum fjallað um hugverkarétt í sjávarútvegi, umbúðir og áhrif þeirra á umhverfi, menntun í sjávarútvegi, tækifæri og áskoranir á nýjum mörkuðum. Þá verður í einni málstofu fjallað um fjórðu iðnbyltinguna, sjávarútveg og loks verður undir lok ráðstefnunnar málstofa um fiskveiðistjórnunarkerfi og veiðigjöld annarra þjóða. Líkt og áður verður á ráðstefnunni tilkynnt um úrslit í samkeppninni um Framúrstefnuhugmynd sjávarútvegsráðstefnunnar 2017 og veittur verðlaunagripurinn, Svifaldan. sjavarutvegsradstefnan.is

Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is


32  | SÓKNARFÆRI

Rafeindatækin í brúna frá FAJ Tækin í skipinu

Friðrik A. Jónsson (FAJ) hefur þjónustað íslensk útgerðarfyrirtæki í um 7 áratugi eða síðan árið 1942. FAJ hefur ætíð lagt metnað sinn í að bjóða upp á nýjustu og fullkomnustu tækni sem nýtist til að auðvelda íslenskum skipstjórum skipstjórn og fiskileit ásamt því að bjóða öryggisbúnað sem tryggir öryggi þeirra í samskiptum við land og aðra sjófarendur. „FAJ býður siglinga-, fiskileitar-, og rafeindatæki, raunar flestan þann tæknibúnað sem nauðsynlegur er fyrir brúna. Nú á tækni- og upplýsingaöld þróast tækja- og hugbúnaður hratt og þurfa starfsmenn FAJ að vera sífellt á tánum til að tileinka sér nýja tækni og geta kynnt hana fyrir viðskiptavinum sínum,“ segir Ásgeir Örn Rúnarsson hjá FAJ. Í gegnum árin hafa starfsmenn FAJ lagt upp úr því að íslenska notendaviðmót tækja sinna til að auðvelda notkun þeirra. Þessari vinnu er haldið áfram með góðum stuðningi frá birgjum FAJ eins og SIMRAD, Lowrance, B&G og OLEX. Mikil þróun hefur verið í tækjum og uppfærslur á tækjum jafnvel oftar en einu sinni á ári. Nýlega komu nýjar gerðir dýptarmæla og

Ásgeir Örn Rúnarsson hjá FAJ: „Við þurfum sífellt að vera á tánum til að tileinka okkur nýja tækni og kynna hana fyrir viðskiptavinum okkar.“

FAJ selur m.a. Vingtor Zenitel símkerfi fyrir skip.

혀昀氀甀最甀爀 栀爀攀椀渀猀椀戀切渀愀甀爀 刀礀欀猀甀最甀爀

䠀︀爀‫ﴀ‬猀琀椀猀琀瘀愀爀 䜀甀昀甀搀氀甀爀

匀瀀愀爀

䠀︀爀‫ﴀ‬猀琀椀搀氀甀爀

radarskjáa fyrir minni báta sem eru með sambyggðum skjá og sendi sem og breiðbandssendi. Tækin eru með hraðvalstökkum sem flýta fyrir og auðvelda vinnu í stað þess að þurfa að fara í gegnum margar valmyndir. Upplýsingar verða til með ýmsum hætti við fiskileit en mikilvægt getur verið að safna sögunni saman og eiga hana til skoðunar seinna, ýmist til að auðvelda fiskileit, byggða á fyrri reynslu eða til að tryggja örugga siglingaleið í gegnum lítið þekkt svæði. OLEX er þrívíddarkortaplotter sem einmitt safnar þessum gögnum og gefur skipstjóra kleift að rýna þær síðar. Að auki er hægt að sjá botnhörku ef réttur búnaður til dýptarmælingar er samtengdur. Nú býður Simrad einnig svipaða en einfaldari lausn, Insight-Genesis, þar sem dýptarupptöku- og siglingaferli er steypt saman og úr verður sjókort með dýptarlínum. Radartækni hefur fleygt mikið fram síðustu ár og eru ratsjár mun nákvæmari en áður var og geislahætta af þeim einstaklega lítil. Sérstaklega munar um aðgreiningu hluta í nærumhverfi skipa og hefur ratsjáin ætíð verið talin siglingatæki númer eitt eða þar til sjálfvirk AIS tilkynningartæki urðu að skyldu í flestum bátum nema þá þeim minnstu. Ekki má þó gleyma því að það senda ekki allir hlutir á hafi viðvörun frá sér og því ætti ratsjáin að vera ofarlega sem stuðningsbúnaður við siglingar. Samskipti á sjó hafa verið mikilvægur partur af starfsemi FAJ og eru enn. Í dag notast sjófarendur við alls kyns tækni við slíkt, bæði til að hafa samskipti innan skips, á milli skipa sem og milli skips og lands. FAJ bíður upp á úrval lausna fyrir allar þessar útfærslur fyrir minni og stærri skip. Vingtor/Stentofon frá Zenitel hefur boðið rafhlöðulaus neyðarsímkerfi í skip í áratugi en fyrirtækið hefur starfað í yfir 70 ár við samskiptalausnir í skip. Í dag hefur mikil þróun orðið á þeim búnaði sem í boði er þannig að samhliða neyðarsímkerfum er boðið upp á línuleg og stafræn uppkallskerfi sem tryggir einstaklega vönduð hljóðgæði, neyðaruppkallskerfi sem hefur forgang á allt annað kerfi, notkunarstýrt símkerfi sem nýtir t.d. gervihnattasamband til tengingar í land og síðan stafrænt IP sjónvarpskerfi sem getur boðið upp mikið á úrval efnis með upptökumöguleika. faj.is


SÓKNARFÆRI  | 33

Stólpi Gámar

fyrir atvinnulífið

Stólpi Gámar bjóða gámalausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu  þurrgáma  hitastýrða gáma

 geymslugáma  einangraða gáma

 fleti og tankgáma  gáma með hliðaropnun

Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS og vörulyftur frá ATN og Maber Hafðu samband 568 010 0

www.stolpigamar.is

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði


34  | SÓKNARFÆRI

60 ára saga Síldarvinnslunnar gefin út Þann 11. desember verða liðin 60 ár frá stofnun Síldarvinnslunnar í Neskaupstað (SVN). Af því tilefni hefur Smári Geirsson tekið saman sögu Sílarvinnslunnar sem kemur út á næstu vikum. „Efniviðurinn í þessa bók, sem verður um 300 síður, kemur úr ýmsum áttum. Að hluta byggi ég á sögu sem skráð var fyrir 50 ára afmæli fyrirtækisins en ýmsu hefur verið breytt og miklu bætt við. Ég hef legið yfir fundargerðum og skýrslum frá fyrstu tíð og stuðst við fréttir og blaðaskrif í gegnum tíðina auk viðtala við fjölda fólks,“ segir Smári. Hann segir lagða áherslu á ríkulegt myndefni í bókinni og þar njóti hann nálægðar Skjala- og myndasafns Norðfjarðar auk þess að hafa aðgang að mönnum sem hafa verið duglegir að taka myndir í gegnum tíðina.

Óviðbúnir síldinni Smári segir að stofnun Síldarvinnslunnar megi meðal annars rekja til þess að á sjötta áratug 20. aldarinnar, þegar síld fór að veiðast úti fyrir Austurlandi, hafi Austfirðingar engan veginn verið tilbúnir til að taka á móti þessu silfri hafsins. Þegar sett var upp söltunarstöð í Neskaupstað árið 1952 hafði ekki verið söltuð síld þar í 20 ár. Þá var lítil fiskimjölsverksmiðja á staðnum sem gat brætt 30 tonn á sólarhring sem var allt of lítið til að hægt væri að taka á móti miklu af síld með góðu móti. „Menn vildu ekki una þessu og niðurstaðan varð sú að stofna hlutafélag um byggingu síldarverksmiðju. Það var Samvinnufélag útgerðarmanna (SÚN) sem hafði forgöngu um málið en það rak á þessum tíma fiskvinnslustöð í bænum. Það þótti hins vegar skynsamlegra að stofna hlutafélag um nýja síldarverksmiðju en að stækka þá litlu verksmiðju sem fyrir var í eigu SÚN.“ Smári segir SÚN hafa lagt

Kápumynd nýrrar bókar um Síldarvinnsluna. Myndina tók Guadalupe Laiz.

Nýjasta skip Síldarvinnslunnar Beitir NK á loðnumiðunum 2016.

Síldarverksmiðja Síldarvinnslunnar árið 1961.

Makrílvinnsla í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Ljósm. Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir.

til 300 þúsund króna hlutafé og eignast 60% hlutafjár hins nýja félags, en bærinn og 32 aðrir hluthafar áttu samanlagt 40%. „Þetta var mikið mál fyrir byggðarlagið á þessum tíma og tilkoma verksmiðjunnar var í reynd forsenda þess að Neskaupstaður gat orðið síldarbær,“ segir Smári.

Uppgangur Strax og hlutafélagið hafði verið stofnað í desember 1957 var ráðist í byggingu síldarverksmiðjunnar sem tók til starfa rúmu hálfu ári síðar, í júlí 1958. Á fyrstu vertíð verksmiðjunnar 1958 var tekið á móti rúmlega 4000 tonnum sem þykir ekki mikið í dag og jafngildir

ÚRVAL DIESELVÉLA

Varahluta- og viðgerðaþjónusta

þekking – reynsla – þjónusta Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | www.mdvelar.is

Ljósm. Hilmar Kárason.

rúmlega einum farmi hjá Beiti NK. Á síldarárunum sem á eftir fylgdu jukust veiðarnar jafn og þétt og náðu hámarki árið 1966 þegar tekið var á móti rúmlega 107 þúsund tonnum af síld í Neskaupstað. Síldarvinnslan hóf útgerð 1965 og átti á þessum tíma fjóra myndarlega síldarbáta. Ráðist var í fjölþætta fiskvinnslustarfsemi með kaupum á framleiðslufyrirtækjum SÚN og starfmönnum fjölgaði mikið. Síldarvinnslan varð stærsta fyrirtækið á Austurlandi og burðarás í atvinnulífi Norðfjarðar eins og það hefur verið alla tíð síðan.

Síldin hverfur En Adam var ekki lengi í Paradís. Árið 1967 varð hrun í síldveiðum en þá bárust aðeins 33 þúsund tonn af síld til Norðfjarðar og 1968 var síldaraflinn kominn niður í 3000 tonn. Smári segir að við hvarf síldarinnar hafi menn þurft að leita á ný mið. Á þessum árum voru loðnuveiðar að hefjast og voru síldarbátarnir í fyrstu notaðir til þeirra og eins voru þeir sendir á togveiðar þótt þeir hentuðu ekki vel til slíkra veiða. Á næstu árum var því farið að huga að endurnýjun flotans og voru síldarbátarnir seldir og ný skip komu í þeirra stað. Fyrsti skuttogari landsmanna Barði NK 120 var keyptur 1970 og 1973 bættist við nýr skuttogari Bjartur NK 121. Sama ár var loðnuskipið Börkur NK 122 keyptur til landsins en hann gat borið 1000 tonn. Smári segir að þar með hafi orðið algjör endurnýjun í flotanum. „Þarna gerðist tvennt. Það var farið að leggja meiri áherslu á bolfiskveiðar og vinnslu og síðan kom loðnan. Loðnu var fyrst landað hér 1968 og tilkoma hennar skipti miklu máli þótt hún kæmi aldrei í stað síldarinnar.“ Snjóflóð Smári segir að með snjóflóðinu í Neskaupstað 1974 hafi fótunum í raun verið kippt undan atvinnurekstri í bænum. Gríðarleg eyðilegging varð og helstu atvinnufyrirtæki staðarins voru í rúst, fyrir utan skelfilegt manntjón þar sem 12 manns fórust. „Upp úr þessu hófst endurreisnarstarf á tímum mikilla efnahagserfiðleika. Bætur sem fengust fyrir það sem eyðilagðist náðu aldrei að mæta kostnaði við uppbygginguna. Ástandið var skelfilega erfitt og fyrirtækið algjörlega háð viðskiptabanka sínum. Upp úr 1990 fór hagurinn heldur

að vænkast og þá stóðu menn frammi fyrir því hvort ætti að byggja fyrirtækið upp með myndarlegum hætti eða að reyna bara að halda í horfinu.“ Smári segir að forsenda uppbyggingar hafi verið að fá nýtt fjármagn og því hafi verið ákveðið að fara með fyrirtækið á markað 1994. Í kjölfarið hófst mikil uppbygging sem hann segir að hafi varað allar götur síðan. Árið 1997 var byggt nýtt fiskiðjuver sem er sérhæft til vinnslu á uppsjávarfiski og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Þannig gat verksmiðjan fryst um 350 tonn af loðnu þegar húsið var tekið í notkun en í dag eru afköstin komin í 800 til 900 tonn á sólarhring. Smári segir þróunina í fiskvinnslunni hafa verið mjög öra og á sama tíma og afköst og framlegð í fiskvinnslunni hafi aukist hafi starfsfólki fækkað.

Breytt eignarhald Eftir 10 ár á markaði var Síldarvinnslan tekin af hlutabréfamarkaði árið 2004 en þá höfðu orðið miklar breytingar á eignarhaldinu. Í dag eru hluthafar í Síldarvinnslunni tæplega 300. Félögin Samherji og Gjögur eiga samtals 79% í félaginu, Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað á um 11% og aðrir eiga minni hluti. Síldarvinnslan gerir í dag út þrjú uppsjávarskip, Börk NK, Beiti NK og Bjarna Ólafsson AK, þrjá ísfisktogara, Gullver NS, Vestmannaey VE og Bergey VE og frystitogarann Blæng NK. Nýbúið er að selja einn ísfisktogara og nú standa yfir samningar um smíði á fjórum nýjum ísfisktogurum í stað þeirra fjögurra sem hafa verið í rekstri. Þegar allt er talið vinna nú um 350 manns hjá Síldarvinnslunni og eru starfsstöðvarnar í sex sveitarfélögum víða um land. Höfuðstöðvarnar eru í Neskaupstað en þar rekur fyrirtækið fiskiðjuver, fiskimjölsverksmiðju og öfluga úgerð. Þá er fyrirtækið með fiskvinnslu og fiskimjölsverksmiðju á Seyðisfirði og gerir þaðan út togarann Gullver. Í Vestmannaeyjum rekur fyrirtækið útgerðina BergHugin sem gerir út togarana Bergey VE og Vestmannaey VE. Síldarvinnslan er einnig með fiskimjölsverksmiðju í Helguvík og á Akranesi rekur félagið útgerðina Runólf Hallfreðsson ehf. sem gerir út uppsjávarskipið Bjarna Ólafsson AK og loks er það fóðurverksmiðjan Laxá á Akureyri. Síldarvinnslan á einnig hlut í útgerðarfyrirtæki í Bandaríkjunum sem gerir fyrst og fremst út á hörpuskel og hlut í grænlenskri útgerð sem gerir út uppsjávarskipið Polar Amaroq á Grænlandi. Smári segir að hjá Síldarvinnslunni leggi menn áherslu á að stunda fjölbreyttar veiðar á góðum skipum og reka öfluga vinnslu í landi.


SÓKNARFÆRI  | 35

Fiskurinn áhersluefni á La Mercé hátíðinni Menningarhátíðin La Mercé var haldin í Barcelona á Spáni nú í september og að þessu sinni var Reykjavík gestaborg hátíðarinnar. Af þessu tilefni stóð Íslandsstofa fyrir kynningu á landi og þjóð og lagði áherslu á fisk undir merkjum Bacalao de Islandia og ferðþjónustu undir merkjum Inspired by Iceland. Milljónir sækja þessa hátíð árlega. Hið víðförula litla rauða Eldhús, sem notað hefur verið í mörgum löndum í kynningarstarfi fyrir Ísland og íslenskar afurðir var miðstöð kynningarinnar í Parc Ciutadella. Þar gátu gestir og gangandi fræðst um Ísland og hinn margrómaða „bacalao“ frá Íslandi en íslenskur saltfiskur (eða þorskur) hefur mjög sterka stöðu í Katalóníu. Hugguleg og heimilisleg stemning skapaðist sem var í skemmtilegu ósamræmi við glaum og skarkala borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristján Andri Stefánsson sendiherra Íslands á Spáni voru meðal þeirra sem tóku þátt í dagskránni. Veitingastaðurinn Matur & Drykkur bauð upp á smakk á skemmtilegum réttum úr lambi, bleikju og þorski. Markaðsefni tengt þorskinum og Íslandi sem áfangastað ferðamanna var dreift og starfsfólk ræddi við gesti.

merkt Eiði Smára Guðjohnsen, sem áður lék með Barcelona við góðan orðstír og var mikill áhugi á þeim vinningi. Í frétt frá Íslandsstofu segir að kynningin á hátíðinni hafi verið mikils virði en fjallað var um Ísland og íslenskar afurðir í fjölmörgum fjölmiðlum. Sem dæmi er nefnt að bara sú umfjöllun sem birtist í fjölmiðlum vegna samstarfsins við DAMM náði til yfir 5,2 milljóna manna og er uppreiknað auglýsingavirði í fjölmiðlum yfir 41.000 evrur, yfir fimm milljónir króna. islandsstofa.is

La Mercé menningarhátíðina í Barcelona sækja milljónir gesta ár hvert.

HEILDARLAUSN

í siglingatækjum gæðatæki

– ekki sætta þig við annað!

JLN-652 DOPPLER STRAUMMÆLIR

FREMSTIR Í FJARSKIPTUM

Nýr öflugur straummælir með sjálfvirkri botnlæsingu. Getur mælt allt að 100 mismunandi straumlög.

SERVICE PARTNER

Ný fjarskiptalína sem er einföld í notkun.

Einstök Twist Mode framsetning á skjá á öllum lögum — sjá mynd.

Allar talstöðvar með upptöku á kölluðum skilaboðum.

Fjögurra geisla botnstykki tryggir meiri nákvæmni, sýnir fjórar dýptarmælismyndir.

Sónar er umboðsaðili SAILOR á Íslandi og eini viðurkenndi þjónustuaðilinn.

Sýnir nákvæma straumstefnu og hraðaupplýsingar um fimm dýpislög. Nákvæm mæling á straumum upp og niður í sjónum.

Fáðu rétta heildarmynd

– af botni og fiskitorfum!

ÚTGÁF

A!

NTGÝÁFA!

Ú

WASSP FJÖLGEISLA DÝPTARMÆLIR Ný og endurbætt útgáfa.

SEAPIX ÞRÍVÍDDARSÓNAR

Sýnir 120° þversnið í rauntíma undir skipinu. Sýnir 5 geisla dýptarmælismynd með CHIRP mæli. Með stærðar- og þéttnigreiningu fiskitorfa.

Ný og endurbætt útgáfa.

Fáanlegur í 80 kHz — meira langdrægi.

Sýnir 120°x 120° svæði undir skipinu.

Hefur reynst frábærlega við makrílleit.

Raungreining fisks í kringum og undir skipinu.

Einfaldur í notkun — íslenskar valmyndir

Stærðar- og þéttnigreining fiskitorfa með CHIRP. Nákvæm greining botngerðar, botnlags og hörku. Fulkominn veltuleiðrétting innifalinn í búnaði. Full útgáfa SeaXpert siglingarforritsins innifalin í búnaði. Hefur reynst frábærlega við makrílveiðar.

Katalóníubúar eru hrifnir af íslenska fiskinum.

Sónar ehf Hvaleyrarbraut 2 220 Hafnarfjörður Sími 512 8500 sonar@sonar.is www.sonar.is

Fáðu rétta heildarmynd

– af botni og fiskitorfum!

www.godverk.is

Sérþróaður bjór með íslenska saltfiskinum Auk kynningarinnar í Eldhúsinu var kynning á þorski undir merkjum „Islandia al Plat“ á fjórtán veitingastöðum í nágrenni Parc Ciutadella. Þetta var gert í samstarfi markaðsverkefnisins og DAMM brugghússins í Barcelona. Mæltist þetta vel fyrir meðal borgarbúa sem kepptust við að nýta sér það tilboð sem var í gangi en allir staðirnir buðu upp á smárétt úr íslenska fiskinum og Inedit bjór fyrir einungis fimm evrur. Bjórinn, sem þróaður er af stjörnukokkinum Ferrán Adriá, er markaðssettur sem sérlega góður kostur með íslenska saltfiskinum. Bein útsending var á Facebooksíðu Bacalao de Islandia frá Eldhúsinu og leikir á samfélagsmiðlum. Meðal vinninga var treyja


36  | SÓKNARFÆRI

Ísmar

Hitamyndavélar frá FLIR Tækin í skipinu

Hitamyndavélarnar frá FLIR eru vel þekktar í íslenskum sjávarútvegi og eru frábær siglinga- og öryggistæki því þær sjá jafn vel í myrkri sem birtu. Bæði er um að ræða fastar vélar ofan á brú skipsins, en þeim er hægt að beina í allar áttir og fylgjast með á skjá í brúnni, en einnig eru

boði handtæki sem nýtast t.d. í vélarrúmi til að sjá fyrir bilanir sem kunna að vera í uppsiglingu, t.d. í rafbúnaði, mótorum og gírum. Sömuleiðis er hægt að skoða einangrun á lestum eða kælitönkum.

Nýtast í eftirliti og viðhaldi „Með reglulegu eftirliti er hægt að sjá hvort hitabreytingar hafa orðið og bregðast við í tíma. Mörg framleiðslufyrirtæki nýta sér hitamyndavélar og vinna með þær samhliða

viðhaldsvaka. Má þar nefna bílaframleiðendur, matvælaiðnaðinn, fyrirbyggjandi eldvarnir og svona mætti lengi telja,“ segir Gísli Svanur Gíslason, sölustjóri hjá Ísmar sem selur FLIR hitamyndavélarnar. Hann bætir við með handhitamyndavél sé auðvelt að sinna eftirliti með rafmagnsbúnaði án þess að snerta tæki enda spenna og afl oft það mikið að skaði getur hlotist af við snertingu.

Hita- og loftræsilausnir „Með kaupum okkar á gamalgrónu fyrirtæki árið 2013 settum við upp sérstakt hústæknisvið en þar bjóðum við m.a. upp á fullkomnar lausnir á loftræsikerfum fyrir hvers konar húsbyggingar en einnig skip. Þar bjóðum við stýribúnað, blásara, kælirafta, hraðabreyta, ýmsa skynjara o.fl. Við erum með umboð fyrir viðurkennda framleið-

Gísli Svanur Gíslason, sölustjóri hjá Ísmar.

endur á þessu sviði eins og Honeywell, FlaktWoods, Ruck og Invertek. Einnig loftgæðamæla, rafmagnsmæla og önnur mælitæki frá Extech,“ segir Gísli Svanur.

Mjög öflug þjónustudeild Ísmar var stofnað árið 1982 og verður því 35 ára á árinu. „Allir sem kaupa sérhæfðan tæknibúnað vita að það geta komið upp bilanir sem þarf að bregðast snöggt við eða vantar upplýsingar og aðstoð varðandi nýjan hugbúnað sem sífellt er verið að uppfæra. Við hjá Ísmar leggjum mikla áherslu á þjónustuþáttinn og að geta brugðist hratt og örugglega við. Starfsmenn okkar eru allir sérfræðingar á tæknisviðinu og hér er rekið þjónustuverkstæði af fullkomnustu gerð. Öðruvísi viljum við ekki standa að málum og ég veit af langri reynslu að þetta kunna viðskiptavinir okkar vel að meta,“ segir Gísli Svanur. ismar.is

Stykkishólmur

Á tilraunaveiðum á hörpuskel eftir langt hlé Sóknarfæri á Snæfellsnesi

„Dagskammturinn hjá okkur er sex og hálft tonn á dag, 30 tonn á viku. Veiðisvæðið er allt saman reitað niður og við erum að dreifa álaginu á það eftir ákveðnu fyrirkomulagi. Þannig skráum við aflann nákvæmlega niður eftir því hvar er dregið. Það er verið að sjá hvernig þetta kemur út og segja má að um hálfgerðar hafrannsóknir sé að ræða,“ segir Sigurður Þórarinsson, skipstjóri á Leyni SH-162 í Stykkishólmi en báturinn stundar nú tilraunaveiðar á hörpuskel frá Stykkishólmi. Þær eru liður í rannsóknum og kortlagningu skelfiskmiða eftir að veiðum var hætt fyrir rúmum áratug þegar stofninn hrundi. „Nú eru um tuttugu og tvö ár síðan ég var á skel síðast. Það var árið 1995 en við erum enn með sama veiðarfærið og svipaðar græjur og þá var. Það hefur lítið breyst nema að nú er maður með betri bát,“ segir Sigurður.

Sex hífingar á klukkutíma Veiðarfærið er eins konar plógur sem dreginn er eftir botninum í fimm til sjö mínútur í einu og er híft sex sinnum á klukkutíma þegar mesta atið er. Það geta verið alveg upp í tvö tonn í plógnum en út úr því koma kannski ekki nema 10% af skel. Sum svæði eru betri en önnur. Botninn er misjafn, sem og þéttleiki skeljarinnar. Þegar plógurinn er hífður er hann losaður ofan í síló aftast á dekkinu og skelin síðan sett á færi-

Skelin er unnin í Stykkishólmi næsta dag eftir veiðiferð.

Leynir SH leggur að bryggju eftir veiðiferð.

band inn í hreinsivél en síðan er það hreinsað frá sem vélin tekur ekki. Mikil leðja kemur upp með plógnum og töluvert af krossfiski. Hann er ekki nýttur en er engu að síður hirtur því hann er talinn mesti afræninginn á skelinni. Honum er því fargað í landi. „Þetta er bölvaður skaðvaldur,“ segir Sigurður. „Við reynum því að hirða sem mest af honum, sérstaklega þar sem mikið er af honum.“

Sigurður Þórarinsson, skipstjóri á Leyni SH í Stykkishólmi, segir að afli sé misjafn eftir svæðum en plógurinn er dreginn í fimm til sjö mínútur í senn. Myndir: Hjörtur Gíslason.

Blóðtaka þegar skelveiðunum var hætt Farið er út klukkan sex á morgnana og komið í land seinni part dags. „Það verður að vera búið að landa í síðasta lagi klukkan sjö. Þá er verið að miða við vinnsluna því skelina þarf að drepa á kvöldin svo hún sé vinnsluhæf um morguninn. Það eru fimm í áhöfn. Við ætluðum að reyna að vera fjórir en það gekk ekki. Menn eru bara með tvær hendur.“

Sigurður er ánægður með bátinn. Segir að hann sé mjög öflugur í þetta brúk en að skelveiðunum loknum verði farið á snurvoð, í síðasta lagi um miðjan janúar. „Þessar skelveiðar eru ekki neitt neitt í dag miðað við það sem var. Nú eru bara tíu karlar á tveimur bátum að veiða þetta en þegar best lét voru 70 til 80 karlar á miklu fleiri bátum. Það var mikil blóðtaka fyrir byggðarlagið þegar veiðunum var hætt. Þetta er fínn veiðiskapur á haustin. Gaman að vera innanum eyjarnar í góðu veðri. Það er „aksjón“ í þessu meðan veiðin stendur yfir. Verið að skrapa botninn og hreinsa skel allan daginn,“ segir Sigurður.


SÓKNARFÆRI  | 37

Samhentir óska útgerð og áhöfn Bjargar EA 7 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip

Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími 575 8000 • www.samhentir.is


38  | SÓKNARFÆRI

Fjörutíu ár á Verði

Þorgeir Guðmundsson skipstjóri á Verði EA-748. Þar hefur hann staðið vaktina frá því haustið 2007.

„Ég byrjaði sumarið þegar ég var 15 ára með Gumma bróður á Þorkötlu II. Við vorum á trolli fram á haust en síðan kláraði ég gagnfræðaprófið og fór svo aftur á sjóinn. Fyrst á Víkurbergið en í janúar 1978 byrjaði ég á Verði og hef verið þar um borð nánast samfleytt síðan. Fyrst var ég á þeim gamla og síðan þeim nýja. Þetta verða því 40 ár í janúar næstkomandi. Þegar ég byrjaði á þeim eldri fannst mér hann dálítið gamall en hann var þá 11 ára, á svipuðum aldri og nýrri Vörður er nú. Sá fyrri var byggður 1967 og sá seinni 2007 í Póllandi.“ Þetta segir Grindvíkingurinn Þorgeir Guðmundsson skipstjóri á Verði EA-748, togbáti Gjögurs hf. sem gerður er út frá Grindavík. Þorgeir hefur verið fengsæll en undanfarin ár hefur áhöfnin á Verði veitt yfir 3.000 tonn á ári. Þorskur er stór hluti aflans og hafa veiðarnar gengið afburða vel. Oft tekur ekki nema sólarhring að fylla bátinn, sem ber um 60 tonn.

10 ára skvering í haust „Ég tók skólann 1983 og 1984. Við vorum saman ég og Reynir Gests, sem er með Áskel EA og Doddi í Valhöll hér í Grindavík. Fyrri veturinn keyrðum við frá Grindavík til Reykjavíkur en seinni veturinn vorum við Reynir á heimavist. Annars hef ég verið á sjónum, fyrst sem háseti og síðan í brúnni á þeim gamla. Ég tók við sem skipstjóri á Verði árið 2007, skömmu eftir að hann kom nýr heim. Hjálmar Haraldsson var fyrst með hann og þá fór ég yfir á Oddgeir, sem áður var Gjafar, en svo skiptum við aftur og ég tók við Verði í október 2007,“ segir Þorgeir. Báturinn var í 10 ára skveringu fyrr í haust og var þá farið yfir allt í honum. Vélin var tekin upp, tankar þykktarmældir og

Áhöfnin í netavinnu.

Þeir á Verðinum eru venjulega ekki lengi að fylla bátinn. Einn sólarhring þegar best lætur.

Trollið tekið í fallegu veðri að kvöldi til.

ýmislegt fleira gert. Vörður EA er nálægt 29 metrum að lengd en mjög breiður, 1,2 metrum breiðari en Áskell EA sem er í eigu sömu útgerðar. Sá bátur var smíðaður eftir annarri teikningu í Kína og hét áður Helga RE.

anum hverju sinni. Vaninn er að 30 tonn fari norður á Grenivík í hverri viku af hvorum bát, en ef annar stoppar tekur hinn 60 tonn. Ef við löndum heima í Grindavík og erum með stóran þorsk eða ufsa þá fer hann í saltið í Grindavík, en að öðru leyti fer aflinn á markað eða í gáma. Við erum aðeins byrjaðir að senda út í gámum en það höfum við ekki gert í 6 til 7 ár. Markaðirnir hér heima hafa verið svo slappir eftir sjómannaverkfallið í vetur að gámaútflutningurinn gefur meira. Það er þá aðallega karfi sem fer í gámana en við erum með yfir 1.000 tonna karfakvóta.“

Vikuskammturinn 60 tonn „Við erum að taka 3.200 til 3.500 tonna afla á bátinn á ári og það er bara nokkuð gott. Skammturinn hjá okkur er um 60 tonn á viku og svo er verið að fara aukatúra. Það er sérstaklega á vertíðinni sem við erum að landa tvisvar. Þá er kannski tekinn einn karfatúr og svo einn fyrir vinnsluna. Í þorskinum erum við aðeins um sólarhring að taka skammtinn,“ segir Þorgeir. Það hefur ekki verið vandamál að sækja þorskinn hjá þeim á Verði en annað er með ýsuna. „Fyrstu árin var gríðarlega mikið af ýsu hér sunnan við Hraun. Svo minnkaði ýsuveiðin og þorskurinn tók völdin. Það er ennþá mikil þorskveiði en hann er veiddur öðruvísi en áður, ekkert minna fyrir utan

Veiða fyrir vinnsluna á Grenivík Þorgeir hefur verið á trolli mörg undanfarin ár. „Við vorum á netum á gamla Verði en á trolli síðustu fjögur eða fimm árin. Á þessum Verði er bara verið á trolli enda báturinn hannaður fyrir togveiðar. Úthaldið er í nokkuð föstum skorðum. Við förum út í hvern túr með það verkefni að veiða fyrir vinnsluna á Grenivík. Svo reynum við að spinna veiðina við það og stöðuna í kvót-


SÓKNARFÆRI  | 39

togaralínu en innan. Eina breytingin sem ég hef verulega orðið var við á þessum árum er að það er orðið erfiðara að eiga við hann vestur í Kanti. Þar eru miklu fleiri en áður sem sækja í þorskinn, flestir að veiða fyrir ferskfiskútflutninginn með flugi.“

Sóknin ekki of mikil Þorgeir segir að ekki sé of mikil sókn í þorskinn. Að hans mati þolir stofninn vel þá sókn sem nú er. „En þegar mörg skip eru að sækja á sama punktinum, sækja í ákveðna stærð, kemur að því að lítið er að hafa. Menn þurfa þá stundum meiri tíma. Við fáum beiðni frá Ægi, vinnslustjóra á Grenivík, um ákveðnar stærðir og sækjum þær. Þá er oft betra að fara utar til að minna sé af ormi í fiskinum en meira er af honum í fiskinum á grunnslóðinni. Á hinn bóginn er erfiðara að sækja þarna út því það skiptir um veður þegar maður er kominn 15 til 20 mílur út. Það getur verið fínasta veður undir landi en bölvaður strengur þarna úti. Ef það er norðaustanátt er alltaf 15 til 20 metra vindhraði og það er erfitt til lengdar.“ Á vertíðinni sækja þeir á Verði mest austur undir Surt. Fyrstu árin voru þeir meira í ýsunni suður af Grindavík en nú er staðan þar gjörbreytt og orðið erfiðara að sækja hana. Frá því í febrúar eru þeir mest á svæðinu frá Surti og norður fyrir Garðskaga og landa þá í Grindavík. Svo fikra þeir sig norðar og eftir sjómannadag eru þeir oft komnir norður í Nesdýpi og svo út í kant ef viðrar. Þá er stundum landað á Grundarfirði. Það fer svo eftir veðri hvort þeir fara eitthvað norður eða austur fyrir landið. Og nokkrum sinni hafa þeir farið hringinn og þá landað á Grenivík, á Siglufirði, Eskifirði, en mest á Ísafirði. Þegar erfitt er að sækja fá þeir meiri tíma á veiðum með því að landa sem næst miðunum. „Ufsinn hefur verið erfiður um tíma og verið smár og lítill áhugi á því að sækja í hann. Það eru bara frystitogararnir og stóru vinnslurnar sem sækja í smærri ufsann. Við erum svolítið undir áætlun í ýsuveiðunum og þar kom verkfallið inn í. Því verður meira sótt í ýsuna á þessu fiskveiðiári, töluvert af henni hefur verið flutt milli ára og dálítið af þorski líka,“ segir Þorgeir.

Vörður var smíðaður í Póllandi og kom nýr til landsins 2007. Hann er stuttur og breiður, 29 metrar að lengd. Þeir höfðu gaman af því þegar þeir voru að koma til löndunar á Ísafirði og sigldu framhjá risavöxnu skemmtiferðaskipi sem lá þar fyrir utan. Það var 355 metrar að lengd og breiddin mun meiri en lengdin á Verði.

Allt fyrir ferskleikann

Laxinn

er viðkvæmur og vandmeðfarinn

Mönnun ekki vandamál Nokkur umræða hefur verið um að erfitt sé að manna skipin nú vegna lágs fiskverðs, sérstaklega línubátana og frystitogarana. Það er ekki vandamál hjá þeim á Verði. „Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei þekkt, enda hefur þessi minni stærð af togbátum verið að gefa góðar tekjur. Sami mannskapurinn hefur verið um borð í mörg ár. Þar eru 12 með fast pláss um borð og fjórir eru í afleysingum og eru afleysingarmennirnir mikið um borð. Því má segja að það séu 16 manns um 12 pláss. Þeir ganga vaktir, 8/16 og ef mikið fiskast erum við bara sólarhring að fylla en aukavaktir eru ekki ræstar.“ Fiskverð hefur lækkað mikið á undanförnum 12 mánuðum og fyrir vikið minnkar þénustan um borð. „Þetta er alveg þriðjungs lækkun á launum, sem stafar af lækkun fiskverðs og það munar um minna. Við höfum aðeins náð að vega upp á móti því með því að veiða meira eins og eftir verkfallið. Þetta munar miklu en hlýtur að fara að lagast. Manni sýnist að krónan gæti farið að lækka.“ Unnið og sofið Vinnuaðstaðan um borð í bátunum hefur gjörbreyst og allur aðbúnaður frá því sem var á árum áður. „Það er ekki hægt að líkja því saman hvernig þetta er í dag miðað við það sem var þegar maður var að byrja á sjó. Reyndar er galli við þessa stuttu báta að í þeim er ekkert umframpláss. Það er ekki einu sinni hægt að koma trimmhjóli fyrir. Allt pláss er gjörnýtt, þetta eru veiðitæki sem ekki er ætlað að vera lengi á sjó í einu. Eiginlega vinna menn bara og sofa og eru á Facebook ef tóm gefst til þess! Mér finnst menn svolítið mikið háðir Netinu og orðnir órólegir eftir klukkutíma hlé frá því. Það er svolítið sérstakt að sjá þegar við erum komnir norður fyrir Straumnes og úr netsambandi þegar menn hlaupa fram á stefni til að reyna að ná merkinu,“ segir Þorgeir Guðmundsson.

23 kg Laxakassinn er þannig hannaður að hann viðheldur ferskleika laxins lengur en sambærilegar umbúðir. Laxakassinn frá Tempru sér til þess að laxinn kemst ferskur til neytenda um allan heim.

einangrun – umbúðir

TEMPRA EHF • Íshella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 520 5400 • tempra@tempra.is • www.tempra.is

60 ára


40  | SÓKNARFÆRI

Stærðin á skipinu er mesta byltingin Rætt við Halldór Gunnarsson, yfirvélstjóra á nýjum Björgúlfi EA-312

Það sem af er ári hafa komið sjö nýir togarar til landsins og þrír eru væntanlegir á næstu mánuðum. Sex þessara skipa eru útbúin fyrir ferskfiskveiðar og leysa öll af hólmi áratuga gömul skip. Það á til dæmis við um Dalvíkurtogarann Björgúlf EA 312 sem Samherji hf. gerir út. Nýja skipið kom til heimahafnar í lok maí og er þessa dagana að hefja veiðar eftir að búnaði á vinnsluþilfari hefur verið komið fyrir. Skipið hefur verið síðustu mánuði við bryggju hjá Slippstöðinni Akureyri en segja má að búið sé að setja í skipið fyrri hlutann af endanlegu vinnslukerfi. Síðari hluti kerfisins verður settur í skipið á útmánuðum eða í vor. Mikil breyting er á vinnuumhverfi skipverja, ekki síst fyrir vélstjórana. Sóknarfæri settist niður með Halldóri Gunnarssyni, yfirvélstjóra á Björgúlfi, en hann var um borð í bæði Kaldbaki EA og Björgúlfi EA þegar skipin komu heim fyrr á árinu.

skiptir hvað þetta varðar. Við sjáum á tölum að það er verulegur munur á olíueyðslu á 11 mílna siglingarhraða samanborið við 13 mílur, svo dæmi sé tekið. Með meiri siglingarhraða eykst líka álagið á vélbúnaðinn sjálfan og þar með slit hans. Þetta er alveg sambærilegt við það sem fólk þekkir í eldsneytiseyðslu á heimilisbílnum. Það er talsverður munur á eyðslu á t.d. 95 km hraða og 110 km hraða. Þess vegna finnst mér það ekki bara vera spurning um vélbúnaðinn hvernig hægt er að ná mestum sparnaði á eldsneyti og þar með mestri hagkvæmni þennan þátt fiskveiðanna,“ segir hann.

Á millidekkinu hefur verið í mörg horn að líta síðustu vikurnar meðan uppsetning hefur staðið yfir á vinnslubúnaðinum. Halldór er hér við blóðgunarborðin.

Ólíku saman að jafna við gamla skipið „Ég byrjaði sem vélstjóri á gamla Björgúlfi árið 1989 þannig að tíminn þar um borð fer að nálgast þrjá áratugi. Að fara af því skipi yfir á nýja Björgúlf verður gríðarleg breyting fyrir okkur alla í áhöfninni. Þar stendur auðvitað upp úr stærðin á skipinu, bæði lengra og

Halldór Gunnarsson yfirvélstjóri við hlið aðalvélarinnar frá Yanmar.

breiðara skip sem fer mun betur með áhöfnina. En þessu fylgir auðvitað líka að allt rými er til muna meira. Það verður talsvert lengra að skjótast eftir kaffibolla,“ segir Halldór og hlær. Í stjórnherbergi vélstjórans eru mælar upp um alla veggi, skjáir og tölvubúnaður. Við hlið stjórnherbergisins er hjartað í skipinu, Yanmar aðalvélin sem er 1620 kW. Togkrafturinn í skipinu er 40 tonn og þó sú tala sé ekki nema 13 tonnum hærri en á gamla skipinu segir Halldór þennan samanburð ekki fyllilega raunhæfan. „Inn í þetta spila margir þættir. Það er allt annað skrokklag á nýja skipinu en á gamla Björgúlfi, við erum líka með talsvert stærri skrúfu hér á þessum nýja og þannig mætti áfram telja. Síðan er stjórnbúnaðurinn á vél og skrúfu sem spilar saman til að fá sem besta nýtingu á aflinu miðað við það sem er verið er að gera hverju sinni, hvort heldur er verið að toga eða sigla. Við erum því með nógan togkraft í skipinu, enginn vafi á því,“ segir Hall-

dór en það vekur eftirtekt hversu fyrirferðarlítil aðalvél skipsins er. Hún getur brennt bæði gasolíu og svartolíu og segir Halldór Yanmar vera traust og þekkt merki í vélbúnaði skipa. „Mér líst mjög vel á vélina. Ég fór á sínum tíma til verksmiðjanna í Japan þar sem ég fékk meðal annars að sjá stimpil tekinn úr svona vél og skoða hvernig hún er uppbyggð. Vélar frá Yanmar eru í mörgum minni bátum hér á landi og hafa komið vel út þannig að ég á ekki von á öðru en hún gangi vel hér um borð.“

Siglingahraðinn skiptir mestu um olíueyðsluna Minni olíueyðsla er eitt af þeim stóru atriðum sem nefnd eru í tengslum við tilkomu þessara nýju skipa og segir Halldór að vissulega sé margt í búnaði þeirra, sem og skrokklagi, sem komi til með að skila minni orkunotkun miðað við gömlu skipin. „Staðreyndin er samt sú að þegar allt kemur til alls þá er það fyrst og fremst ganghraðinn sem mestu

Tölvuver á sjó Ekki þarf annað en líta á tölvuskjáina og mælabúnaðinn í stjórnherbergi vélstjórans til að sjá að starf vélstjórans á fiskiskipi sem þessu er að taka miklum breytingum. Á herðum vélstjóranna hvílir líka umsjón með vélbúnaðinum á vinnsluþilfarinu og þar eru margfalt fleiri rafmótorar og meiri vélbúnaður en var í gamla Björgúlfi. „Eitt af því sem breytist fyrir okkur er að hér höfum við viðhalds- og eftirlitskerfi þar sem við höfum yfirsýn á mjög margt í vélbúnaði skipsins. Að sama skapi lætur kerfið okkur vita ef eitthvað er athugavert þannig að það getur á stundum verið talsvert áreiti,“ segir Halldór og brosir við þeirri spurningu hvort ekki verið viðamikið að setja sig inn í allan þann tölvubúnað og stýringar sem eru um borð. Eitt tækjarými er t.d. í skipinu fyrir siglinga- og fiskileitartækin í brúnni og í raun má segja að skipið sé á vissan hátt býsna stórt tölvuver. „Jú, það verður mikil áskorun að takast á við þennan tölvubúnað en að sama skapi treystir maður líka á aðstoð frá landi, ef á þarf að halda. Á meðan við erum í símasambandi geta þjónustuaðilar við tölvukerfin tengt sig við skipið og gripið inn í. Þannig geta t.d. framleiðendur norska vindukerfisins tengt sig við kerfið í skipinu, stillt eða lagfært. Sama á við um ýmis önnur tölvukerfi.“ Gæði aflans aðalatriðið Kaflaskil verða nú þegar Björgúlfur EA heldur í fyrstu veiðiferðir en Halldór segir við því að búast að talsverðan tíma taki að slípa allt til um borð. „Eins og gengur eru alltaf einhverjir hlutir sem maður hefði viljað hafa öðruvísi og við því má búast að eitthvað breytist og aðlagist þegar reynsla fæst á skipið á veiðum. Næsti áfangi verður á næsta ári þegar við fáum síðari hlutann af vinnslubúnaðinum á vinnsluþilfarið. Reynslan sem komin er á Kaldbak EA, sem er sams konar skip, er mjög góð og við sjáum t.d. mikinn mun á vinnuaðstöðunni á togþilfarinu frá því sem við höfðum á gamla Björgúlfi. En allt snýst þetta um að koma með sem bestan fiskafla til vinnslu í land. Það er aðalatriðið.


SÓKNARFÆRI  | 41

Nú fástSnickersvinnuföt í

Hágæða vinnuföt Mikið úrval af öryggisvörum

í miklu úrvali

Sérmerkjum fyrir fyrirtæki

Verkfæri og festingar HAGI ehf

Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is •

Hagi ehf HILTI


42  | SÓKNARFÆRI

Sérhæfðir í fiskflutningum Fiskflutningar eru aðalverkefni Ragnars og Ásgeirs í Grundarfirði sem gera út 17 bíla

Sóknarfæri á Snæfellsnesi

„Í dag gerum við út 17 bíla, sem eru nánast keyrðir allan sólarhringinn. Það er alltaf bíll á ferðinni einhvers staðar. Hjá okkur starfa um 30 manns, úrvals mannskapur, og við erum mest að starfa hérna á Snæfellsnesi en förum mikið norður í land á haustin og veturna, þegar lítið fiskirí er hérna í Breiðafirði. Þá landa bátarnir fyrir norðan og við sækjum fiskinn af þeim og skilum í vinnslurnar á þessu svæði. Þegar búið er að vinna hann, förum við svo með hann suður í flugið. Um 90% af okkur flutningum er fiskur,“ segir Ásgeir Ragnarsson, framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Ragnars og Ásgeirs í Grundarfirði.

Á sömu kennitölu og stoltir af því Saga fyrirtækisins spannar nærri hálfa öld og hafa flutningar á fiski verið hryggjarstykkið í því síðustu áratugina. „Árið 1970 stofnaði pabbi minn þetta fyrirtæki með einn lítinn Bedford. Það gekk brösuglega fyrstu árin. Þá voru

Feðgarnir Ásgeir Ragnarsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson við nýjasta bílinn í flotanum.

samgöngur erfiðar en lítið var um fiskflutninga, mest vöruflutningar. Þetta voru því til að byrja með mest hefðbundnir vöruflutningar í búðir og annað sem fólk þurfti út á land. Við eru stoltir af því að hafa aldrei skipt um kennitölu. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki og hefur verið í tæp 50 ár. Móðir mín lést fyrir 10 árum en hún var einn

af stofnendum þess ásamt pabba. Í dag erum það ég, sonur minn Ásgeir Þór, pabbi, konan mín, tvær systur og einn bróðir sem eigum þetta, en ég er að kaupa bróður minn út og önnur systirin að kaupa hina út. Eftir það verða eigendurnir fjórir; ég, pabbi, Ásgeir Þór, Jóna Björg systir mín og makar okkar,“ segir Ásgeir. Upp úr 1990 var byrjað að stofna fiskmarkaði víða um land, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og síðan um allt land. Þá hófust fiskflutningarnir sem nú eru bróðurparturinn af starfseminni. Þá voru fyrirtækin bæði að senda fisk suður á markaðina og kaupa fisk syðra til flutnings á Snæfellsnes. „Við gerðum okkur klára í þetta dæmi á þessum árum. Það þurfti stærri og betur búna bíla með kælitækjum. Þetta gerðist allt hratt á þessum árum upp úr 1990 með fiskmörkuðunum og auknum landflutningum því strandsiglingarnar voru að leggjast af á sama tíma,“ segir Ásgeir.

Þarf að vera góður í tetris! Eftir aldamótin fóru flutningar á ferskum fiski að aukast verulega með útflutningi á ferskum flökum með flugi og skipum. „Við erum að taka fiskinn unninn og pakkaðan hérna á Nesinu seinnipart dags. Hann er fluttur suður um kvöldið út á Keflavíkurflugvöll og farinn utan með flugi í morgunsárið.

Hluti bílaflotans sem alls telur 17 bíla.

Gríðarleg tækifæri í Kína „Kínverska millistéttin fer ört stækkandi og því er spáð að eftir 12 ár muni 850 milljónir Kínverja tilheyra henni. Þetta felur í sér gríðarleg tækifæri fyrir þá sem hyggja á verslun við Kína,“ segir Anthony Wan einn upphafsmanna kínverska fyrirtækisins Gfresh sem sérhæfir sig í sölu á sjávarafurðum í Kína í gegnum netið. Anthony var meðal fyrirlesara á World Seafood ráðstefnunni sem haldin var í Hörpu í síðasta mánuði. Hann bendir á að sala milli landa verði sífellt einfaldari, hindrunum fækki og slík viðskipti séu að verða einfaldari og öruggari. Vöxtur Gfresh hefur verið með ólíkindum en aðeins eru þrjú ár síðan fyrirtækið var stofnað en í dag rekur það stærsta netmarkað fyrir sjávarafurðir í Kína og veltir meira en 2 milljónum dollara á dag. Velta fyrirtækisins á síðasta ári nam um 150 milljónum dollara og það stefnir í að hún þrefaldist í ár. Netverslun Gfresh’s er notuð af meira en 10 þúsund framleiðendum um allan heim sem miðla sjávarafurðum til 12 þúsund lítilla sem stórra kaupenda í 20 stærstu borgum Kína.

Fækka milliliðum „Áður fyrr fór fólk í verslanir en í dag kemur verslunin til fólksins.

um Gfresh sé hægt að stytta virðiskeðjuna verulega og fækka milliliðum sem þýði að stærri hluti endanlegs verðs lendi hjá framleiðandanum. Gfresh rekur eigin dreifingarog sölukerfi og er með gæðaeftirlit á sínum snærum. Hann segir fyrirtækið hafa getað minnkað þær lágmarkspantanir sem kaupendur þurfa að gera og það skipti ekki máli hvort veitingastaður kaupi einn eða hundrað pakka af vörunni, verðið sé það sama.

„Ört stækkandi millistétt í Kína felur í sér gríðarleg tækifæri fyrir þá sem hyggja á verslun við Kínverja,“ segir Anthony Wan, einn upphafsmanna Gfresh, stærsta stafræna markaðstorgs Kína.

Anthony Wan á World Seafood ráðstefnunni í Hörpu fyrr í haust.

Yngra fólk fer sjaldnar í verslanir en áður og verslar í vaxandi mæli á netinu,“ segir Anthony og bætir því við að í gegnum Gfresh sé hægt að ná til allra helstu B2B markaða í Kína. Hann segir að þegar fyrirtækið hóf að skoða verslun með sjávarafurðir hafi menn strax gert sér grein fyrir því að gólfmarkaðir með sjávarafurðir hlytu að víkja fyrir rafrænum mörkuðum. Því hefðu þeir hannað smáforrit sem gerir kaupendum kleift að kaupa og fá vöruna senda með nokkrum smellum og eru veitingastaðir stórir viðskiptavinir Gfresh. Hann segir að með sölu í gegn-

Reynslusögur á netinu Anthony segir netvæðinguna hafa haft gríðarleg áhrif á alla markaðssetningu í Kína og þar njóti stutt myndbönd sívaxandi vinsælda. Frásagnir og reynslusögur eintaklinga hafi mikil áhrif og milljónir einstaklinga deili daglega reynslu sinni af vörum og þjónustu á netinu. „Þegar við byrjuðum okkar vegferð fyrir þremur árum var okkur sagt að þetta væri tóm vitleysa og að þetta myndi aldrei ganga. Í dag segja sömu aðilar að þeir hafi hafi vitað allan tímann að þetta væri framtíðin,“ segir Anthony Wan og brosir. „Það sem er ógerlegt í dag verður óhjákvæmilegt á morgun og þeir sem ná árangri og sigra á þessum markaði eru þeir sem hefjast handa strax í dag,“ segir Anthony Wan hjá Gfresh.


SÓKNARFÆRI  | 43

stundum líka að sækja fisk norður í land, á Skagaströnd eða Siglufjörð og flytja í vinnslu hingað á Nesinu og síðan afurðirnar aftur suður til útflutnings.“

Við eru stoltir af því að hafa aldrei skipt um kennitölu. Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki og hefur verið í tæp 50 ár. Á vertíð og fram eftir sumri er mikið framboð af fiski hérna við Breiðafjörðinn, fiskur sem fer á markaði hér og er seldur víða um land. Af því sem fer suður fer mikið með okkar bílum. Við keyrum bæði fyrir Eimskip og Samskip og því eru miklir flutningar hingað til baka að sunnan, sérstaklega eftir að ferðamennskan hér hefur aukist svona mikið. Þú þarft að vera góður í tetris til að ná að púsla þessu öllu vel saman til að ná sem bestri nýtingu út út ferðunum. Það gengur ekki að vera mikið að þvælast með tóman bíl. Við eru að vinna í því allan daginn að hafa nýtinguna á bílunum sem allra besta.“

Hver bíll kostar 40 milljónir Það er dýrt að gera út öfluga bíla með kælibúnaði fyrir fiskflutninga. „Einn svona bíll kostar 40 milljónir og því verður að nýta fjárfestinguna eins og mögulegt er, keyra helst allan sólarhringinn. Núna erum við að komast út úr kreppunni eftir hrunið 2008 og byrjaðir að fjárfesta í nýjum bílum. Við vorum með erlend lán eins og mörg önnur fyrirtæki og fengum að súpa seyðið af því. Núna er árið 2017 og við erum búnir að kaupa okkur þrjá bíla á einu ári. Fyrst eftir kreppuna gátum við ekkert endurnýjað og þá voru bílarnir komnir upp í 800 til 900 þúsund kílómetra með tilheyrandi viðhaldi. Það er dýrt og frátafir miklar þegar bílarnir byrja að bila. Við erum að komast út úr þeirri kreppu og ef við getum endurnýjað bílana eftir 500 þúsund kílómetra, erum við í góðum málum. Þá erum við að mestu leyti lausir við kostnaðarsamt viðhald. Við erum enn með nokkra bíla, sem eru mikið keyrðir en þeim fækkar vonandi.“ Miklir flutningar fram og til baka Vinnudagurinn í fyrirtækinu er langur. „Við fáum okkur venjulega kaffi hérna klukkan sjö til hálf átta á morgnana og spáum í spilin, skoðum hversu margir bátar eru á sjó og reynum að meta hve mikið muni verða á mörkuðum þann daginn. Við vitum líka hvort von er á togurum eða stærri skipum til löndunar. Klukkan fjögur á daginn er þetta nánast allt orðið niðurnjörvað. Hve mikið á að fara héðan af Nesinu í flug eða skip og hve mikið er á mörkuðum. Hvað eigi svo að taka vestur til baka um nóttina að sunnan og svo framvegis. Við getum verið að fara með fisk allt austur til Þorlákshafnar og svo eru það Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið, Akranes og Borgarnes. Fiskurinn er mikið seldur í fjarskiptum og kemur ekki í land fyrr en á kvöldin. Hann þarf þá að flokka fyrir dreifingu og merkja kaupendum áður en hann er keyrður suður þar sem hann fer í dreifingu en hann þarf að vera kominn í vinnslurnar klukkan sex til sjö á morgnana. Við þurfum

Nýjasti bíllinn er Scania, sér útbúinn til fiskflutninga. Hann er t.d. með lekavörn sem kemur í veg fyrir að vökvi leki úr fiskikerunum niður á veginn. Svona bíll kostar 40 milljónir króna.

Eðlilegt að greiða fyrir góða þjónustu „Ég tel okkur vera með skynsama viðskiptavini. Þeir vita hvaða þjónustu við erum að veita og eru ánægðir með hana. Þá eru menn ekki mikið að kvarta undan verðinu, finnst eðlilegt að greiða fyrir góða þjónustu. Stóru fyrirtækin hérna á Nesinu hafa staðið mjög vel með okkur og samstarfið er gott. Við finnum ekki annað en viðskiptavinir okkar séu sáttir við þá þjónustu sem við veitum enda er hún að okkar mati góð,“ segir Ásgeir Ragnarsson.

Láttu þér líða vel! Hlífðarfatnaður í úrvali fyrir íslenskt veðurfar.

Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.

Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is


44  | SÓKNARFÆRI

Öflugur sjávárútvegur er þjóðarhagur

Félag skipstjórnarmanna

SEAFOOD

Fiskmarkaður Þórshafnar ehf.

Hvalur hf. Reykjavíkurvegi 48 220 Hafnarfjörður

Kjalarvogur 21 - 104 Reykjavík Sími 552 9844 - Fax 562 9840

Sigurbjörn ehf. Grímsey


SÓKNARFÆRI  | 45

Methagnaður í sjávarútvegi 2016

Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte ehf. flutti skýrslu sína um afkomu í greininni á síðasta ári. Margt um manninn. Áhugasamir gestir á Sjávarútvegsdeginum 2017 lögðu við hlustir þegar fyrirlesarar fluttu mál sitt.

Hagnaður fyrirtækja í sjávarútvegi jókst á milli áranna 2015 og 2016 og nam á síðasta ári 55 milljörðum króna fyrir skatta en þar af var gengishagnaðurinn 16 milljarðar. Þetta er sami hagnaður og varð í greininni árið 2013 en hann hefur aldrei verið meiri. Arðgreiðslur námu 11,5 milljörðum króna sem er lægri tala en undanfarin tvö ár. Þetta og margt fleira kom fram á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu fyrir skömmu en þar var m.a. kynnt árleg skýrsla Deloitte um rekstur og afkomu íslenskra sjávarútvegsfélaga.

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, flutti áhugavert erindi sem hún nefndi því skáldlega heiti Góðæri og gamlir draugar.

TIL HAMINGJU HB GRANDI Við óskum HB Granda til haming ju með nýju karfavinnslulínuna og fyrstu tvegg ja strauma vatnsskurðarvélina Starfsfólk Völku

www.valka.is

Skuldir lækka Heildarskuldir greinarinnar hafa lækkað verulega á síðustu árum og námu í fyrra 319 milljörðum samanborið við 494 milljarða árið 2009. Í gagnagrunni Deloitte kemur fram að heildartekjur sjávarútvegsins lækkuðu á milli ára um rúmlega 25 milljarða króna eða 9%. Þessu olli m.a. loðnubresturinn á síðasta ári. Sjávarútvegsfyrirtækin greiddu samtals 19,1 milljarð beint til samfélagsins árið 2016; 7,7 ma í tekjuskatt, 6,4 ma í veiðileyfagjöld og 5 ma í tryggingagjald.

Útgerðum fækkar Fjárfestingar í sjávarútveginum hafa undanfarin ár verið með mesta móti sem kemur m.a. fram í fjölda nýrra og glæsilegra fiskiskipa og endurnýjunar á tæknibúnaði í landi undanfarin misseri. Í heildina fóru 22 milljarðar til fjárfestinga á síðasta ári. Eins og fram hefur komið í Sóknarfæri hefur gríðarleg samþjöppun átt sér stað í greininni. Þannig voru íslenskar útgerðir með aflamark um 950 talsins fyrir rúmum áratug síðan en nú eru þær 382 og allar líkur eru á að á næstu árum muni þeim fara fækkandi.


46  | SÓKNARFÆRI

Fiskeldi mun tvöfaldast á næstu árum Rætt við Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva „Framundan eru mikil tækifæri til áframhaldandi vaxtar í fiskeldi á Íslandi og framleiðsla greinarinnar mun aukast um tugi þúsunda tonna á komandi árum. Það eru allar forsendur til að ætla að svo verði og þó svo að um sé að ræða stórar tölur í prósentu­ aukningu þá erum við að tala um grein sem er að vaxa þessi árin úr frekar lítilli framleiðslu. Ennþá erum við smá í samanburði við Færeyinga og enn smærri í samanburði við Norðmenn,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldistöðva um stöðu greinarinnar. Margir tala um þessa grein sem einn helsta vaxtarbrodd í atvinnulífinu hér á landi um þessar mundir og sér í lagi á landsbyggðinni en helstu fiskeldissvæðin eru á Vestfjörðum og Austfjörðum.

Tuga prósenta aukning milli ára Landssamband fiskeldisstöðva eru hagsmunasamtök framleiðenda á eldisfiski á Íslandi og eiga 23 fyrirtæki í greininni aðild að þeim auk 10 þjónustu- og stoðfyrirtækja atvinnugreinarinnar. Á síðasta ári var slátrað um 15.000 tonnum af eldisfiski og það var aukning um 80% frá fyrra ári og mesta magn í framleiðslu í fiskeldi hér á landi til þessa. Metið mun þó væntanlega standa stutt því nú stefnir í að slátrað verði um 20 þúsund tonnum á árinu 2017. Um helmingur framleiðslunnar er eldislax en þar á eftir kemur bleikja. Landssamband fiskeldisstöðva spáir því að á árinu 2020 verði framleiðslan um 25 þúsund tonn en vaxi svo um 5-10.000 tonn á ári þannig að raunhæft er að 40.000 tonna framleiðslu verði náð 2022-2024. Það stefnir því í að umfang atvinnugreinarinnar fari fram úr landbúnaði á Íslandi innan ekki ýkja margra ára en á síðasta ári skilaði fiskeldi hátt í 15 milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Og til að setja umfang fiskeldis í enn frekara samhengi má benda á að ársverk í greininni eru nú um 560, þar af um 360 bein störf í land- og sjókvíaeldi. Störfunum hefur fjölgað nokkuð hratt, eða um 40% síðustu þrjú ár. Og ekkert bendir til annars en að sú þróun haldi áfram. Tillögur um mótvægisaðgerðir fyrirliggjandi „Við erum eins og dropi í hafið í samanburði við önnur lönd sem eru í fiskeldisframleiðslu og til samanburðar er öll framleiðslan á Íslandi eins og hjá einu fyrirtæki í Noregi, svo dæmi sé tekið. Því er engin ástæða til að ætla að vöxtur í fiskeldi hér á landi ruggi neinum bátum hvað markaði varðar fyrir eldisfisk. Stærstur hluti okkar framleiðslu fer á markað á austurströnd Bandaríkjanna og það er

Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva.

markaður sem er bæði stór, traustur og liggur vel við okkur hvað samgöngur varðar,“ segir Kristján. Mikil stærðarhagkvæmni er í rekstri fiskeldisfyrirtækja og því segir Kristján að flest fyrirtækin vinni að því að auka sína framleiðslu. Búið er að gefa út leyfi fyrir um 30 þúsund tonna framleiðslu og burðarþolsmat þeirra fjarða sem búið er að meta er rúm 130 þúsund tonn. „Áhættumat liggur fyrir um að án mótvægisaðgerða sé hægt að ala í þeim fjörðum sem búið er að burðarþolsmeta samtals um 70 þúsund tonn af fiski. Tækifærin eru því mikil fyrir greinina til vaxtar en okkar vinna snýst fyrst og fremst um að fá að nýta þau og fá leyfi. Þau eru grundvallarforsenda,“ segir Kristján en auk þess að auka eldi á Vestfjörðum og Austfjörðum hefur verið til skoðunar að hefja fiskeldi í utanverðum Eyjafirði. Landssamband fiskeldisstöðva hefur unnið tillögur til stjórnvalda um fjölþættar mótvægisaðgerðir og sem dæmi þar um er að setja seiði seinna að sumrinu út í kvíar en gert hefur verið, auka verulega vöktun í veiðiám og ýmislegt fleira.

„Stærsta hagsmunamálið fyrir fiskeldið er að hreyfing komist á leyfismál og að ný leyfi verði gefin út,“ segir Kristján. Mynd: Landssamband fiskeldisstöðva.

„Norðmenn beita ýmsum aðgerðum af þessum toga og þær eru liður í gæðastarfi greinarinnar. Síðan má nefna nýbreytni á borð við þróun á laxi sem ekki verður kynþroska en þær hugmyndir eru enn á tilraunastigi en gætu orðið að veruleika innan fárra ára,“ segir Kristján.

Hagkvæm próteinframleiðsla Áhrif fiskeldisstarfseminnar á þær byggðir þar sem fyrirtækin hafa verið í hvað örustum vexti segir Kristján vel sýnileg. Benda megi á sunnanverða Vestfirði því til staðfestingar. „Greinin skapar bein störf og afleidd störf, sækir sér þjónustu, nýtir húsakost og aðra aðstöðu sem ekki var verkefni fyrir áður og þannig mætti áfram telja. Þegar allt er talið má telja að greinin hafi í heild skapað nú þegar á annað þúsund störf og munar um minna. Við sjáum að bæði í Noregi og Færeyjum er fiskeldi komið fram úr sjávarafurðum hvað verðmæti útflutningsvara varðar en hér erum

við nánast á byrjunarreit. Við munum þróast í þessa átt enda er það staðreynd að þegar þörf er á framleiðslu á próteini þá hefur fiskeldið mikið forskot á aðra framleiðslu. Til að framleiða kíló af nautakjöti þarf 10 kíló af fóðri, til að framleiða kíló af kjúklingi þarf 2-3 kíló af fóðri en aðeins um eitt kíló fóðurs til að framleiða hvert kíló af laxi í sjó. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er fiskeldi umhverfisvæn framleiðsla. Því miður er umræðan um þessa grein byggð á mikilli vankunnáttu og oft sneitt framhjá staðreyndum. Það á t.d. við um umræðuna sem snýr að erfðablöndun á eldislaxi og villtum laxi þar sem staðreyndir sýna að í 70-80 ár hefur laxveiði við Norður-Atlantshaf minnkað, t.d. Íslandi þrátt fyrir að eldi hafi verið mjög lítið fyrr en allra síðustu ár. Og í Noregi má benda á að laxveiðin hefur minnkað minna en annars staðar, þrátt fyrir það mikla eldi í sjó sem þar hefur verið um langan tíma.“

Fiskeldið komið til að vera Kristján segir að frumkvöðlar í fiskeldi hér á landi á árum áður hafi ekki mætt miklum skilningi hjá fjárfestum og fjármálastofnunum en þetta sé óðum að breytast. „Við höfum mikil samskipti og samstarf við Norðmenn, sömuleiðis við Færeyinga og Skota. Hjá þessum þjóðum er í mikla reynslu að sækja og þetta sparar okkur bæði tíma, fyrirhöfn, fjármuni og eykur gæði greinarinnar. Ég tel þetta mjög jákvæða þróun. Stærsta hagsmunamál okkar nú um stundir er að greinin fái að þróast og dafna áfram, að hreyfing komist á leyfisveitingar og fleira sem snýr að stjórnvöldum. Ég treysti því að þau sjái að fiskeldi er komið til að vera í íslensku atvinnulífi og að mikil tækifæri felast í vexti þess. Ekki síst fyrir byggðir landsins sem hafa átt í vök að verjast.“

Vestfirðir úr samdráttarferli í þenslu

Fiskeldi í Arnarfirði.

Mynd: Landssamband fiskeldisstöðva.

Skýrsla Byggðastofnunar um byggðaleg áhrif fiskeldis kom út í sumar og varpar hún ljósi á stöðu þeirra byggða þar sem fiskeldi er í vexti, þróun undanfarna áratugi og hvaða áhrif starfsemi í fiskeldi hefur. Hvað skýrast má sjá þau á Vestfjörðum en um áhrifin á svæðinu segir í skýrslunni: „Vestfirðir hafa búið við mikla fólksfækkun undanfarin ár og áratugi. Framundan eru miklar breytingar á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum, gangi áætlanir um sjókvíaeldi eftir og í raun má segja að svæðin fari þá

úr nokkuð samfelldu samdráttarferli í uppbyggingar- og þensluferli með umtalsverðri fjölgun íbúa, byggingu íbúðarhúsnæðis og annarri uppbyggingu sem fylgir fólksfjölgun og breyttri aldurssamsetningu. Hvar áhrifin verða mest ræðst að miklu leyti af því hvar helstu starfsstöðvar fyrirtækjanna verða. Í þessu ferli mun reyna mikið á stjórnsýslu og innviði sveitarfélaganna á svæðinu. Stærsta áskorunin á Vestfjörðum verður að útvega nægilegt íbúðarhúsnæði handa nýjum íbúum og halda uppi þjónustustigi.“


SÓKNARFÆRI  | 47


ENNEMM / SÍA / NM83268

Ferskt alla leið

Frá því að fiskurinn kemur í netið og þar til hann byrjar að snarka á pönnu meistarakokks í Samskip eru styrktaraðili Landsambands hestamanna París þarf hann að ferðast langa leið. Fersk og viðkvæm vara eins og íslenskt sjávarfang kallar á nærgætna meðhöndlun og fag­ mennsku. Við hjá Samskipum bjóðum sjávarútvegsfyrirtækjum virðisaukandi lausnir og margþætta þjónustu sem tryggir að varan komist til skila á hagkvæman og öruggan hátt.

Saman náum við árangri


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.