Sóknarfæri 6. tbl. 2017

Page 1

Sóknarfæri

Nóvember 2017

» Sundhöllin í endurnýjun lífdaga

» Norðfjarðargöng skipta sköpum

» Fríríki frumkvöðla í Gufunesi

» Krafti hleypt í Kringlusvæðið

» Það er bjart yfir Skaganum

» Nýja línan í Kópavogi

» IKEA byggir Svansvottað


2  | SÓKNARFÆRI

Verk að vinna Reykjavíkurborg er á sögulegan mælikvarða stödd í sínu mesta uppbyggingarfasa frá upphafi enda hefur skapast gríðarleg þörf fyrir húsnæði í kjölfar vaxandi túrisma og innflutnings erlends vinnuafls í þúsundavís. Borgaryfirvöld hafa staðið myndarlega að skipulagsmálum undanfarin misseri og brugðust við þeim vanda sem var fyrirséður eftir að hjólin fóru að snúast í efnahagslífinu eftir að guð blessaði Ísland haustið 2008.

Alvöru borgarsamfélag Í þessu Sóknarfæri bregðum við ljósi á ýmsar framkvæmdir í borginni, m.a. þá endurnýjun fornrar frægðar sem miðborgin er að upplifa um þessar mundir. Þar rís hvert stórhýsið af grunni á fætur öðru og arkitektum, undir strangri leiðsögn skipulagsyfirvalda með sterka sýn, hefur víða tekist mjög vel til með að byggja nýtt og bræða saman við arfleifðina og gömlu byggðina sem fyrir er.

Valþór Hlöðversson útgáfustjóri skrifar

Uppbyggingin á sér stað um alla borg. Búið er að breyta fjölda þróunarsvæða þar sem áður voru iðnaðarsvæði eða bílastæðaplön í blómlega byggð og á skipulagsstigi eru mörg áhugaverð verkefni af því tagi, t.d. í Skeifunni, í Gufunesi og við Elliðavog. Þessi þróun gerir mögulegt fyrir fleiri að hjóla, ganga eða nýta almenningssamgöngur til að sinna helstu erindum enda er aukin þjónusta innan hverfis rauður þráður í aðalskipulaginu.

Dansinn kringum gullkálfinn Þessar áherslubreytingar í skipulagsmálum einskorðast ekki aðeins við höfuðborgina því sama þróun hefur átt sér stað í öðrum sveitarfélögum á svæðinu. Allt hlýtur þetta að kallast gott og blessað og ekki annað að heyra á stjórnmálamönnum og byggingaraðilum en að þeir séu sammála um mikilvægi aukins þéttleika í byggðinni. Hitt heyrist einnig, og er hverjum manni líka auðsætt, að þessi ágæta stefna hefur einhverra hluta vegna leitt til þess að of lítið er byggt af

ódýru húsnæði fyrir hina efnaminni. Þar er dansinn í kringum gullkálfinn ekki eins fýsilegur. Afleiðingin er alvarlegur skortur á litlum og ódýrum íbúðum sem illa kemur auðvitað við þá sem ekki hafa mikið fé milli handa.

Átaks er þörf Þarna er einfaldlega verk að vinna og sveitarfélögin geta ýmislegt gert til að liðka fyrir í þessum efnum, m.a. slegið af hámarksarðsemi við lóðasölu á afmörkuðum reitum og laðað til sín aðila sem vilja og geta byggt ódýrt. Í Sóknarfæri er sögð sagan af átaksverkefnum verkalýðshreyfingarinnar 1929 og 1968 svo og áformum ASÍ og aðildarfélaga nú um frekari byggingar ódýrari íbúða. Þessu þarf að gefa aukinn gaum og stórauka aðstoð hins opinbera við þá sem eiga erfitt með að koma sér upp þaki yfir höfuðið, hvort sem er til að kaupa eða leigja. Við heitum á alla góða menn að taka nú á af dugnaði og myndugleika – ekki veitir af.

Búsetuúrræði fyrir eldri borgara

Um 450 nýjar íbúðir í undirbúningi Íbúðirnar verða reistar af m.a. Hrafnistu, Grund, Samtökum aldraðra, Félagi eldri borgara og ríkinu Reykjavíkurborg vinnur stöðugt að auknum og bættum búsetuúrræðum fyrir eldri borgara og eru nú um 450 íbúðir í undirbúningi eða þegar hafnar í borginni. Flestar þessara íbúða eru reistar af aðilum sem ekki eru hagnaðardrifnir í sinni starfsemi en Reykjavíkurborg kemur að umsjón og eftirliti með framkvæmdum og fjallar m.a. um úthlutunarskilmála og fjárhagslegar forsendur verkefnanna. Undirritaður hefur verið samningur milli Reykjavíkurborgar, Hrafnistu og velferðarráðuneytis um byggingu 126 þjónustuíbúða og þjónustukjarna við Sléttuveg. Verið er að athuga með að gera breytingar á hjúkrunarheimilinu í Seljahlíð á þann veg að eingöngu verði þar þjónustuíbúðir. Gangi það eftir fjölgar þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara um 20 íbúðir þar. Samtök aldraðra hafa lýst yfir áhuga á að fá lóð hjá Reykjavíkurborg til að byggja 50-60 íbúðir á Kennaraskólareitnum. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur þegar hafið

Hjúkrunarheimilið í Sóltúni hefur nýlega lokið við 44 þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara í Mánatúni.

Við Suðurlandsbraut 68-70 eru í byggingu 74 þjónustuíbúðir á vegum Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar.

ilisins Grundar og er stefnt að því að taka þær í notkun snemma árs 2018. 
 Hjúkrunarheimilið í Sóltúni byggir 44 þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara í Mánatúni. 
 Ljóst er að mikil þörf er á nýjum hjúkrunarrýmum í borginni en

framkvæmdir við 68 íbúðir í tveimur húsum að Árskógum 1-3. Senn verður hafist handa um byggingu 60 íbúða fyrir alraða við Hraunbæ 103A. Við Suðurlandsbraut 68-70 eru í byggingu 74 þjónustuíbúðir á vegum Dvalar- og hjúkrunarheim-

bygging hjúkrunarheimila er háð framlögum og samþykki ríkisins. Þegar hafa náðst samningar um byggingu 105 rýma í hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg og áskoranir um fjölgun hjúkrunarrýma hafa verið sendar heilbrigðisráðuneyti. Borgin gerir ráð fyrir

Útgefandi: Athygli ehf. Útgáfustjóri: Valþór Hlöðversson, (ábm). Umsjón, textavinnsla og umbrot: Athygli ehf. Auglýsingar: Augljós miðlun. GSM 898-8022, inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30, Reykjavík

því að á Borgarholtsskólareit í Grafarvogi megi byggja hjúkrunarheimili með allt að 40 rýmum. Þá eru möguleikar á að fjölga rýmum við Skógarbæ og Sóltún.

Forsíðumynd: Endurnýjuð Sundhöll Reykjavíkur Ljósm. Karl M. Karlsson Prent­un: Landsprent ehf. Dreift með prentaðri útgáfu Morg­un­blaðsins föstudaginn 17. nóvember 2017.

Mikið úrval af fallegum legsteinum Hér hvílir

Rósa Margrét Jónsdóttir f. 10. 2. 1924

d. 21. 3. 2012

Ljúf minning lifir

1

o radis 13 Pa

104

n Gree e v i l O

k i blac x n a 10 Sh

60

Mörkinni 4, 108 Reykjavík, S: 555 3888 www.granithollin.is

ra Auro 0 9 0 6


SÓKNARFÆRI  | 3

Veldu samferðamann með úthald og reynslu Arion eignastýring býður fjölbreytt úrval sjóða fyrir ólík fjárfestingarmarkmið. Við mætum þínum þörfum með traustri ráðgjöf og djúpri þekkingu á möguleikum markaðarins. Saman stefnum við að árangri

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum hvers sjóðs er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða fjárfestingarsjóður. Auglýsingin er aðeins í upplýsingaskyni og skal ekki litið á hana sem ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.


4  | SÓKNARFÆRI

Norðfjarðargöng Bylting fyrir samfélagið í Fjarðabyggð og á Austurlandi öllu „Norðfjarðargöng eru sigur fólksins hér á Austfjörðum sem barðist fyrir því á sínum tíma með hógværum hætti, íbúafundum, undirskriftum, blaðaskrifum og góðum rökum að ráðist yrði í gerð þeirra. Göngin eru öryggismál fyrir vegfarendur númer eitt, tvö og þrjú en líka svo miklu meira. Þau gera daglegt líf auðveldara, íbúar þurfa ekki lengur yfir 600 metra háan fjallgarð til að sækja vinnu, bráða-, fæðingar- og sjúkrahúsþjónustu, flugsamgöngur, framhaldsskólamenntun, menningu, verslun og afþreyingu. Börnin okkar þurfa ekki lengur að sækja æfingar á milli bæjarhluta yfir erfiðan fjallveg við allskonar aðstæður svo dæmi sé tekið. Þá verður líf okkar allra hér á svæðinu einfaldlega skemmtilegra með tilkomu ganganna sem auðvelda aðgengi að menningu og þjónustu í fjölkjarna sveitarfélagi,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð um þýðingu nýju Norðfjarðarganganna sem opnuð voru um síðustu helgi að viðstöddu miklu fjölmenni.

Sparnaður í eldsneyti og minna slit á ökutækjum Gömlu Oddskarðsgöngin voru á sínum tíma samgöngubót en engu að síður var skarðið mikill farartálmi og bendir Páll Björgvin á að margir hafi veigrað sér við að fara þessa leið yfir vetrartímann. Hann segir áhrifin af nýju göngunum birtast í öllum þáttum daglegs lífs á Austfjörðum. „Sem dæmi þá hafa farið um 20 þúsund tonn af vörum og afurðum með flutningabílum yfir Oddsskarð á ári og til viðbótar við það mikla öryggi sem felst í að þessir flutningar færist nú af þessum fjallvegi þá verður mikill sparnaður í eldsneyti, sliti á ökutækjum og fleiru. Göngin eru því líka framlag til loftslags- og umhverfismála,“ segir Páll Björgvin.

Jón Gunnarsson innanríkisráðherra kampakátur eftir að hafa klippt á borðann og opnað göngin formlega.

Tilkoma Fjarðabyggðar hvatti til gangagerðar Nákvæmlega fjögur ár eru liðin frá því hafist var handa við göngin og þakkar Páll Björgvin Vegagerðinni, verktökunum Suðurverki og Metrostaf og verkfræðistofunni Hniti gott samstarf við sveitarfélagið á framkvæmdatímanum. Í huga Páls Björgvins er enginn vafi að sameining sveitarfélaga í Fjarðabyggð á sínum tíma hafði mikil áhrif á að ráðist var í gerð Norðfjarðarganga. „Samgöngur eru lykilatriði í samfélagi svæðisins, alveg á sama hátt og þær skipta máli innan höfuðborgarsvæðsins, svo dæmi sé tekið. Hér á Austfjörðum er samfélag sem skilar miklu til þjóðfélagsins í útflutningstekjum og atvinnustarfsemi og grunnur að þessu samfélagi er að fólkinu líði vel og að það komist greiðlega milli bæjarkjarnana. Grundvallaratriði í því að búa til þetta samfélag eru samgöngurnar og þess vegna skiptir þessi framkvæmd okkur svo miklu máli,“ segir Björgvin Páll. Björt og glæsileg göng Strax á fyrstu sólarhringunum eftir að göngin voru opnuð fór bæjarstjórinn nokkrar ferðir í gegnum göngin og er alsæll. „Tilfinningin er frábær og eitt það fyrsta sem ég tók eftir var hversu glæsilegt mannvirki þetta er, mikil tækni í lýsingu og fleiru sem skiptir ökumenn miklu máli. Þetta eru á allan hátt mikil tímamót fyrir okkur Austfirðinga og göngin verða vonandi hvatning til að áfram verði haldið í samgöngubótum í fjórðungnum. Í gangagerð eru það göng til Seyðisfjarðar sem mjög mikilvægt er að koma af stað,“ segir Páll Björgvin.

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, ávarpar gesti við opnun Norðfjarðarganga. Myndir: Árni Þórður Jónsson.

Ökumaður fyrsta bílsins sem fór í gegnum Norðfjarðargöng eftir opnun var Norðfirðingurinn Stefán Þorleifsson, 101 árs, sem ók í gegn með Jón Gunnarsson innanríkisráðherra sér við hlið.


SÓKNARFÆRI  | 5

Öflugur samstarfsaðili Hjá Landsbankanum starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu sem aðstoðar þig við að koma hugmyndum í framkvæmd. Við tökum virkan þátt í uppbyggingu í íslensku atvinnulífi og erum traustur bakhjarl og samstarfsaðili.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


6  | SÓKNARFÆRI

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi: „Allt það húsnæði sem er á lausu selst jafnharðan og fyrirséð er að bærinn mun stækka í allt að 9000 manna samfélag á næstu misserum.“

Það er bjart yfir

Skaganum Rætt við Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóra á Akranesi

„Eftir að ég tók við hér sem bæjarstjóri í mars sl. hef ég skynjað betur þann kraft og það áræði sem býr í atvinnulífinu hér á Akranesi. Hér er næg atvinna og vaxandi þróttur í öflugum fyrirtækjum sem hér eiga sér samastað. Ímynd Akraness er góð og hér vilja æ fleiri setjast að. Það sést m.a. á því að allt það húsnæði sem er á lausu selst jafnharðan og fyrirséð er að bærinn mun stækka í allt að 9000 manna samfélag á næstu misserum. Það er bjart yfir Skaga um þessar mundir,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi í samtali við Sóknarfæri.

Afar fjölbreytt atvinnulíf Akranes er langstærsti byggðakjarninn á Vesturlandi og raunar 9. stærsta sveitarfélag landsins með 7.200 íbúa. Þar er að finna margvíslega opinbera þjónustu, m.a. tvo grunnskóla, fjóra leikskóla, fjölbrautaskóla, heilsugæslu og sjúkrahús, vinnu- og hæfingarstað fyrir fatlaða og þannig má áfram telja. „Hér er tiltölulega fjölbreytt atvinnulíf, en allir þekkja Skagann3X sem er eitt framsæknasta fyrirtæki landsins og leiðandi í heiminum í hönnun og uppsetningu á vinnslulínum auk þess að vera frumkvöðlar á sviði kælilausna. HB Grandi er auðvitað með trausta og vonandi vaxandi starfsemi hér þótt bolfiskvinnslan hafi verið flutt auk þess sem hér er að finna fleiri öflug fyrirtæki í sjávarútvegi eins og Norðanfisk, Vigni og nú síðast Ísfisk sem hefur keypt HB Grandahúsið og er að flytja sína vinnslu þangað. Í mínum huga verður útgerð og fiskvinnsla

áfram meginstoð í atvinnustarfsemi Akraness og ýmislegt í farvatninu til að bæta skilyrði fyrir slíka starfsemi. M.a. munum við í samstarfi við Faxaflóaahafnir ráðast í endurbætur á höfninni hér á Akranesi á næstu tveimur árum, ráðast í kynningarátak á Akranesi sem valkost fyrir útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki og einnig viljum við taka upp samstarf við Íslenska sjávarklasann um öflugt samstarf fyrirtækja í sjávarútvegi til að nýta ný tækifæri til nýsköpunar og atvinnusóknar.“ Sævar segir einnig að á Akranesi sé að finna afar fjölbreytta þjónustustarfsemi, s.s. verslanir, verkstæði og veitingahús en sú flóra auðgist stöðugt, m.a. með vaxandi ferðamannastraumi. „Loks má nefna þátttöku Akranesshafnar í uppbyggingunni á Grundartanga en þangað sækja fjölmargir Skagamenn atvinnu sína, m.a. í Norðurál og verksmiðju Elkem auk þess sem þessi stórfyrirtæki veita verkefnum til fjölmargra smærri

Strandlengjan. Ásýnd Akraness mun breytast mjög á næstu árum þegar fjölskrúðug byggð athafnarýmis og íbúða mun koma í stað húsa Sementsverksmiðjunnar sem hafa sett svip á bæinn í áratugi.

fyrrtækja sem þjónusta þau á ýmsum sviðum.“

Mennta- og menningarbær Sævar er borinn og barnfæddur Akurnesingur og hefur búið þar samfellt síðustu 12 árin eftir að hafa flutt á höfuðborgarsvæðið þegar hann var í námi og fyrstu árin á eftir. „Ég og mín fjölskylda hefðum sennilega ekki

flutt aftur á Akranes nema vegna þess að við vissum að hér eru mjög góð uppeldisskilyrði fyrir krakka og unglinga, m.a. frábærir skólar og öflugt íþróttalíf, raunar með því allra besta sem gerist á landinu. Á Akranesi hafa grunnskólarnir okkar og leikskólarnir líka komið vel út úr öllum samanburði við aðra slíka og einhverra hluta vegna er hlutfall menntaðra kennara með því allra hæsta sem


SÓKNARFÆRI  | 7

Nýtt gæðaflot frá BM Vallá Nú getur þú fengið flot í bestu gæðum hjá BM Vallá auk fyrsta flokks þjónustu við verkið. Mikil afköst og hagkvæmur kostur í stórar og litlar framkvæmdir.

PIPAR\TBWA • SÍA • 165215

Mikil gæði og góðir floteiginleikar

Hægt er að fylla á flotsíló á meðan dæling fer fram og tryggir það góð afköst.

Slitsterkt og endingargott flot með góða vinnslueiginleika, sem hentar í flestar gerðir bygginga.

Fagmenn okkar ráðleggja þér með val á réttu efnunum og veita fyrsta flokks þjónustu. Hafðu samband í síma 412 5040 eða á sala@bmvalla.is

bmvalla.is


8  | SÓKNARFÆRI

Akranes. Frábærir skólar og öflugt íþróttalíf skapa fjölskylduvænt umhverfi sem barnafólk eðlilega sækir í.

gerist á landinu. Þetta þýðir fjölskylduvænt umhverfi sem barnafólk eðlilega sækir í.“ Sævar segir afar góða samstöðu um það meðal allra flokka í bæjarstjórninni að efla þetta mennta- og menningarumhverfi enn frekar á næstu árum og ýmsar framkvæmdir séu á döfinni til að bæta starfsumhverfið og skilyrðin fyrir börnin enn meira. „Í þessu sambandi get ég nefnt þrjú verkefni; bygging frístundamiðstöðvar er að hefjast á vegum Golfklúbbsins Leynis við Garðavöll með aðkomu bæjarins, nýtt fimleikahús við hlið íþróttahússins á Vesturgötu er í hönnunarfasa og á Jaðarsbökkum hyggjum við á umfangsmiklar framkvæmdir, m.a. byggingu sundlaugar og húss sem tengir hana við íþróttahúsið þar. Þá má ekki gleyma byggingu Guðlaugar en það er heit laug sem verður opnuð næsta sumar í sjávargrjótvörn við Langasand neðan Íþróttahússins á Jaðarsbökkum. Mannvirkið samanstendur af útsýnispalli, heitri laug og grynnri laug sem nýtur vatns úr yfirfalli efri laugarinnar. Við erum þess fullviss að fyrir utan það að styrkja heilsu Akurnesinga um ókomin ár muni Guðlaug verða að nýjum ferðamannasegli á Akranesi en við viljum auka ferðamannastrauminn hingað.“

Stóraukið lóðaframboð Á síðustu árum hefur verið sígandi lukka í uppbyggingu Akraness. Íbúunum hefur fjölgað á viðráðanlegum hraða og atvinnustarfsemin stendur traustum fótum. Á síðustu misserum hefur verið vaxandi þrýstingur á að fá að setjast að á Akranesi og gildir það raunar bæði um atvinnufyrirtæki og af hálfu íbúanna. „Ætli hér sé ekki um ákveðin ruðningsáhrif að ræða í þeim uppgangi sem hefur verið í landinu síðustu ár en höfuðborgarsvæðið er stöðugt að víkka út og Akranes klárlega komið inn á það kort. Samgöngur eru auðveldar til að sækja vinnu eða þjónustu á milli og einnig hefur lóðaskortur í höfuðborginni og stefnan um þéttingu byggðar kallað á að aðilar vilja fá lóðir til að byggja hagkvæmara en þeir eiga kost á þar. Þess vegna er sótt í land hjá okkur eins og einnig hefur gerst í byggðakjörnunum fyrir austan fjall. Við tökum þessu auðvitað fagnandi og eru með mörg járn í eldi til að undirbúa stórsókn í uppbyggingu húsnæðis hér á Akranesi.“ Sævar nefnir sérstaklega þrjú byggingarsvæði fyrir íbúðabyggð og atvinnustarfsemi að hluta sem senn verða tilbúin á Akranesi. Um er að ræða Sementsreit með 350

Útgerðin. Akurnesingar hafa löngum treyst á og útgerð og fiskvinnslu sér til lífsviðurværis og svo mun áfram verða.

íbúðum og fjölbreyttri atvinnustarfsemi, Dalbrautarreit þar sem gert er ráð fyrir ríflega 200 íbúðum og svo Skógahverfi efst í bænum en í því skipulagi er gert ráð fyrir um 180 íbúðum í fjölbýlishúsum sem verða 2-5 hæðir. „Fyrir utan þessi meginsvæði erum við með lóðir hér og hvar í bænum og viljum gera þær byggingarhæfar sem fyrst til að geta boðið sem flesum að setjast hér að. Þannig

sjáum við fyrir okkur lóðir undir 900-1000 íbúðir á næstu mánuðum og misserum þannig að við verðum í stakk búin að anna eftirspurn eftir lóðum sem stöðugt fer vaxandi. Innnnan fárra ára geta Akurnesingar því verið orðnir 9-10 þúsund talsins ef allt gengur eftir,“ segir Sævar enn fremur.

Guðlaug í grjótgarðinum

Spennandi Sementsreitur „Það er ekki langt þangað til uppbygging getur hafist á svokölluðum Sementsreit en um er að ræða kjarnasvæði í miðjum bænum þar sem verður gríðarlega spennandi hverfi íbúða og atvinnuhúsnæðis á einu besta byggingarlandi sem um getur,“ segir Sævar Freyr, bæjarstjóri Akraness. Akranesbær eignaðist fyrrum athafnasvæði Sementsverksmiðjunnar fyrir nokkrum árum og réðst í samkeppni meðal arki-

tekta um lausnir og sýn á það hvernig þetta gæti litið út. Afraksturinn er gríðarlega spennandi tillaga ASK arkitekta sem skipulagið er nú unnið eftir. „Samningar um þátttöku ríkisins í kostnaði við rif gömlu ríkisbygginganna er lokið og samið við verktaka um að hefjast handa. Við gerum ráð fyrir að fyrsti áfangi íbúðabyggðar þarna verði tilbúinn til úthlutunar strax næsta vor.“

Framkvæmum er lokið nú fyrir veturinn á fyrsta áfanga byggingar allsérstæðrar heitrar laugar sem nú rís í grjótgarðinum við Langasand á Akranesi. Akraneskaupstaður fékk 30 milljóna króna styrk til að byggja laugina sem mun verða opnuð næsta sumar og bera nafnið Guðlaug. Þetta sérstæða laugarmannvirki við Langasand er hannað af Basalt arkitektum og mun þjóna þeim tilgangi að efla heilsu Akurnesinga og gesta þeirra en búast má við að laugin verði mikill segull á ferðamenn inn á Skaga. Laugin er felld inn í brimvarnargarðinn neðan áhorfendastúkunnar á Jaðarsbökkum og verður á þremur hæðum. Þriðja hæðin, næst áhorfenda-

stúku, er útsýnispallur, þar undir er heit setlaug og sturtur auk tækjarýmis en neðst verður svo grunn setlaug. Á milli hæðanna eru tröppur sem einnig mynda tengingu á milli bakkans og fjörunnar. Þetta verður sérstætt og afar glæsilegt mannvirki.


SÓKNARFÆRI  | 9

RAFMAGN ER OKKAR FAG Heildarlausnir á sviði raf- og lýsingarbúnaðar Ískraft hefur þjónusta rafiðnaðinn í meira en 40 ár. Við bjóðum fjölda þekktra og viðurkenndra vörumerkja sem fagmenn þekkja og treysta.

RAFLAGNAEFNI • TÖLVULAGNAEFNI LJÓSLEIÐARABÚNAÐUR • LÝSINGABÚNAÐUR IÐNSTÝRIBÚNAÐUR • STRENGIR OG KAPLAR

Skoðaðu úrvalið okkar á iskraft.is Smiðjuvegi 5 - 200 Kópavogi - Sími 535 1200 • Iðavöllum 12 - 260 Reykjanesbæ - Sími 421 6526 Eyrarvegi 42 - 800 Selfossi - Sími 483 5200 • Hjalteyrargötu 4 - 600 Akureyri - Sími 455 1200 Sólvangi 7 - 700 Egilsstöðum - Sími 470 3120 • Netfang: sala@iskraft.is


10  | SÓKNARFÆRI

Mikil umsvif Ístaks erlendis

Stórskipahöfn og fimm virkjanir á Grænlandi Systurfyrirtækin Ístak og Per Aarsleff AS hafa nýlokið byggingu nýrrar stórskipahafnar í Nuuk höfuðstað Grænlands. Þetta er fyrsta stórskipahöfn Grænlendinga og talið að hún muni marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins sem hefur liðið fyrir þrengslin í gömlu höfninni. Verkið var unnið fyrir hafnarstjórn Sikuki Nuuk hafnar og nam heildarkostnaður við framkvæmdina rösklega 11 milljörðum íslenskra króna. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, segir að verkefnið hafi verið mjög umfangsmikið því að um alútboð hafi verið að ræða þar sem hönnun og allir framkvæmdaþættir voru á einni hendi. „Þetta verkefni er gott dæmi um þann styrkleika sem felst í því þegar fyrirtæki innan samsteypunnar, sem við tilheyrum, vinna saman og koma fram sem einn aðili gagnvart verkkaupa,“ segir Karl.

Bættar tengingar Með nýju höfninni í Nuuk tvöfaldast bryggjuplássið með nýjum 320 metra viðlegukanti og við bætist gámahöfn sem byggð er á tveimur eyjum og tengd við land með uppfyllingu. Nýja hafnaraðstaðan var tekin formlega í notkun í september sl. og binda Grænlendingar vonir við að með henni og samstarfssamningi Royal Artic Line, skipafélagi landsstjórnarinnar, við Eimskip muni þeir ná betri stjórn á flutningum til og frá landinu og fjölga störfum í Nuuk. Í stað þess að nánast allir vöruflutningar til Grænlands fari um Álaborg í Danmörku munu þeir framvegis tengjast Árósum og öðrum umskipunarhöfnum í siglinganeti Eimskips. Eimskip mun sigla með vörurnar hingað til lands þar sem þeim verður umskipað í skip Royal Artic Line sem flytur þær áfram til Grænlands. Til að anna þessum auknu umsvifum Eimskipafélagsins hefur verið ráðist í stækkun Kleppsbakka í Sundahöfn þar sem verið er að byggja nýjan 400 metra hafnarbakka auk 70 metra framlengingar á núverandi Kleppsbakka. „Kleppsbakkaverkefnið er einnig unnið af Ístak og systurfélögum okkar en bæði þessi verkefni fengum við í gegnum útboð. Það má því segja að við séum að vinna að bættum tengimöguleikum Grænlendinga á báðum endum.“ Fimm virkjanir Karl segir að Ístak hafi orðið mikla reynslu af verkefnum í Grænlandi því þar hafi fyrirtækið reist einar fjórar virkjanir á undanförnum árum og var lokið við þá síðustu 2013. Hann segir að um þessar mundir tengist fyrirtækið ekki neinum verkefnum með beinum hætti á Grænlandi, en systurfyrirtækið Per Aarsleff í Grænlandi vinni hins vegar enn að vegatengingum með smíði brúar við nýju höfnina í Nuuk. Aðspurður segir Karl að verkefnin í Grænlandi vinnist almennt vel þótt vissulega geti verið vandkvæðum bundið að fá nægan mannafla sem hentar fyrir þau verkefni sem unnið er að á hverjum tíma. „Þess vegna þurftum við að koma með talsverðan mannskap frá Íslandi sem var ekki alltaf auðvelt því hér hefur verið talsverð spenna á vinnumarkaði

Karl Andreassen segir verkefni Ístaks á Grænlandi gott dæmi um þann styrkleika sem felst í samstarfi fyrirtækja innan samsteypunnar.

Meðal fjölmargra byggingaverkefna Ístaks er uppsteypa á Mariott Edition hóteli á Hörpureitnum í miðborg Reykjavíkur.

síðustu misseri eins og menn vita. En allt hafðist þetta nú allt að lokum.“

Fjölmörg byggingaverkefni Karl segir Ístak ekki kvarta undan verkefnaskorti hér heima því mikið sé að gera og þeim berist fjölmargar fyrirspurnir sem flestar snúist um ný byggingaverkefni. Sem stendur sé fyrirtækið hins vegar með frekar fá stór innviðaverkefni í gangi ef undan eru skilið stækkun Kleppsbakka. „Við erum ekki þróunarfélag og erum því lítið í því að byggja og selja sjálfir þótt við vinnum talsvert fyrir slík félög,“ segir Karl og nefnir í

Talið er að nýja stórskipahöfnin í Nuuk muni marka þáttaskil í atvinnulífi Grænlendinga.

því sambandi meðal annars svokallað Mariott verkefni sem felst í uppsteypu á Mariott Edition hóteli á Hörpureitnum í miðborginni. Á næstu lóð við hliðina mun Ístak einnig sjá um uppsteypu á íbúðar- og verslunaraðstöðu en bæði þessi verkefni fékk félagið í gegnum útboð.

Þekkt stærð í Póllandi Karl segir að ágætlega hafi gengið að útvega mannskap í þessi verkefni. „Við vorum að klára stórt verk í Noregi í fyrra og gátum tekið flesta tæknimennina og verkstjórana með okkur þegar við byrjuðum á Marriot

verkefninu í Reykjavík.“ Hann segir að í gegnum árin hafi margir Pólverjar starfað fyrir Ístak og reynst fyrirtækinu afar vel. „Við höfum gott tengslanet í Póllandi og erum orðnir þekkt stærð þarna úti. Menn vita að við komum vel fram við okkar fólk bæði hvað varðar launamál og aðbúnað og erum öruggur vinnustaður. Þess vegna hefur okkur reynst auðvelt að laða til okkar gott fólk og hingað leitar talsvert af Pólverjum og öðru erlendu starfsfólki sem er komið til landsins og vill koma í vinnu til okkar,“ segir Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.


SÓKNARFÆRI  | 11

Lykill að góðum rekstri! Lykill býður fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri fjármögnun í formi kaupleigu, fjármögnunarleigu og flotaleigu – allt eftir hvað hentar hverjum og einum.

Fjármögnunarleiga

Kaupleiga

Hentar vel til fjármögnunar á vélum og tækjum til atvinnurekstrar. Samningstími getur verið til allt að 7 ára. Virðisaukaskattur er greiddur að fullu við upphaf samnings og leigugreiðslur eru því án vsk.

Hentar vel til fjármögnunar á vélum og tækjum til atvinnurekstrar. Grunnleigutími getur verið til allt að 7 ára. Leigutaki getur nýtt sér gjaldfærslu leigugreiðslna til mögulegrar skattfrestunar.

Flotaleiga

Lykill leigir bílaflota til fyrirtækja með tilheyrandi þjónustu, umsjón og utanumhaldi og tekur svo við þeim aftur að leigutíma loknum.

1

Þú finnur atvinnutæki sem hentar þínum rekstri.

1

Þú finnur atvinnutæki sem hentar þínum rekstri.

1

Þú finnur bíla sem henta þínum rekstri.

2

Við fjármögnum allt að 80% af kaupverði tækisins.

2

Við fjármögnum allt að 80% af kaupverði tækisins án vsk.

2

Lykill sér um kaup og rekstur bílanna.

3

Leigugreiðslur geta verið árstíðabundnar í samræmi við tekjustreymi leigutaka.

3

3

Þú leigir bílana og nýtur stærðarhagkvæmni Lykils.

Leigugreiðslur geta verið árstíðabundnar í samræmi við tekjustreymi leigutaka.

Kostir Lykils Löng reynsla af fjármögnun og leigu atvinnutækja, vinnuvéla og stærri bíla.

Gott samstarf við alla helstu söluog þjónustuaðila.

Fjármögnun sem hentar þínum þörfum.

Lykill er hluti af Lýsingu hf. I Ármúla 1 I 108 Reykjavík I lykill.is I lykill@lykill.is

Alla jafna er ekki gerð krafa um frekari tryggingu fyrir fjármögnuninni en tækið sjálft.

Góð þjónusta og hagstæð kjör.


12  | SÓKNARFÆRI

Félag eldri borgara í Reykjavík

Miklar framkvæmdir á döfinni hjá FEB Nú standa yfir byggingaframkvæmdir á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) við Árskóga 1-2 í Suður Mjódd en þar eru 68 íbúðir í byggingu og bætast við þær ríflega 400 íbúðir félagsins sem fyrir eru í borginni. Við tókum hús á Gísla Jafetssyni framkvæmdastjóra og spurðum hann nánar út í þetta verkefni og og hvort frekari byggingaáform væru á döfinni. „Félag eldri borgara hefur lengi haft með höndum það verkefni að reisa íbúðir sem sérstaklega eru ætlaðar eldra fólki og nú höfum við áform um að bæta duglega í. Félagið hefur byggt 409 íbúðir vítt og breytt á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdir eru komnar á fullt í Árskógum þar sem við bætum 68 íbúðum í safnið. Eftirspurninni verður samt engan veginn fullnægt því þegar eru komnir um 320 manns á biðlista eftir þessum íbúðum og því ljóst að duglega þarf að byggja yfir vaxandi hóp aldraðra á næstu árum,“ segir Gísli í samtali.

Öflug félagasamtök Gísli Jafetsson hefur verið framkvæmdastjóri FEB sl. þrjú ár og hefur félagið eflst mjög að styrk og umfangi á þeim tíma svo eftir er tekið. Það kom greinilega í ljós nú í liðinni kosningabaráttu þar sem mál tengd eldri borgurum voru þau mál er hvað mest kvað að. „Við höfum vaxið mjög í félagsmannafjölda og nú eru rúmlega 11.000 manns í félaginu en voru um 8.000 þegar ég kom hingað til starfa. Þetta eru ein stærstu frjálsu félagasamtök í landinu og verkefnin sem við fáumst við vaxa dag frá

Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni: „Gamaldags umræða um að einstaklingar séu úreltir og ekki til neins nýtir eftir að hafa náð svokölluðum eftirlaunaaldri er tímaskekkja og hættuleg fyrir samfélagið.“

degi. Fyrst og fremst er FEB málsvari 60 ára og eldri gagnvart Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélögum eftir atvikum. Það er stefna félagsins, mörkuð af stjórn þess til margra ára, að eiga gott samstarf við stjórnvöld, bæði ríki og borg, með það að markmiði að gæta hags okkar félagsmanna og bæta stöðu þeirra í samfélaginu.“ Samkvæmt lögum FEB er hlut-

verk félagsins að gæta hagsmuna eldra fólks í hvívetna og stuðla að menningarlífi, m.a. með því að sjá félagsmönum fyrir aðstöðu og efla samskipti þeirra í milli, að skipuleggja námskeið og tómstundastarf á víðum grunni, stuðla að félagslegu og efnahagslegu öryggi eldra fólk og vinna að úrbótum í húsnæðismálum eldri borgara. „Félagsstarfið okkar er mjög fjölbreytt

og ávallt mikið líf hér í húsinu okkar hér í Stangarhylnum næstum sex daga vikunnar. Hópurinn er á býsna víðu aldursbili, allt frá 60+ og uppúr og eins og nærri má geta eru verkefnin fjölbreytt; mikið lagt upp úr funda- fræðslu- og námskeiðum og ekki síður útvist af ýmsu tagi. Við skipuleggjum árlega nokkrar utanlandsferðir og einnig ferðir hér innanlands en nýlega

komum við úr frábærri ferð um Austurland svo dæmi sé tekið.“

Yfir 400 íbúðir í borginni Félag eldri borgara í Reykjavík hefur sem fyrr segir byggt 409 íbúðir í borginni en þær er víða að finna; að Grandavegi 47, Eiðismýri 30, Hraunbæ 103-105, Hólabergi 84, Skúlagötu 20 og 40 og Árskógum 2-8. „Það er engin tilviljun að við

GÖNGUM VEL UM LANDIÐ OKKAR

www.utivist.is


SÓKNARFÆRI  | 13

FEB hugðist byggja 60 íbúðir við hlið húsa sinna við Hraunbæ 103-105 en annar byggingaraðili hreppti lóðina í útboði sem var seld hæstbjóðanda.

höfum sett næsta byggingaverkefni að stað við Árskóga en íbúar sem koma til með að búa í nýju húsunum tveimur sem nú rísa þar hratt af grunni munu njóta ýmiss konar þjónustu sem fyrir er í þjónustumiðstöðinni í Árskógum. Við viljum gjarnan fá að byggja meira í Suður Mjódd en staðsetningin er ein sú besta í borginni. Þarna erum við að byggja vandaðar íbúðir á hagkvæman hátt fyrir okkar félagsmenn og áhuginn er mikill sem sýnir að víða þarf að taka til hendi. Við vorum raunar búin að fá vilyrði fyrir því hjá borginni að byggja 60 íbúðir á svæði við Hraunbæ 103 en því miður fengum við ekki þá lóð sem var boðin út og fékk verktaki hana til byggingar á verði sem við höfðum hvorki getu né áhuga fyrir að keppa við. Samkvæmt skipulagi á að byggja þar íbúðir fyrir eldra fólk ef að líkum lætur en þær verða í dýrari kantinum enda einungis lóðagjöldin orðin um 10 milljónir króna á hverja íbúð. Við vonumst hins vegar til þess að fá önnur tækifæri til að byggja hagkvæmar íbúðir fyrir þennan sívaxandi hóp sem kýs að búa í íbúðakjarna þar sem ýmis konar þjónusta og félagsstarf er í boði.“

Staðan er áhyggjuefni Gísli segir að öllum eigi að vera ljóst að þjóðin er sífellt að eldast og að sífellt fjölgi þeim sem eldri eru. „Ég orða þetta svona en er því miður ekki viss um að ráðamönnum sé þetta í raun ljóst því sitthvað eru orð og efndir. Sannleikurinn er sá að þeim sem eru 67 ára og eldri mun fjölga um 53% fram til ársins 2030 og um hvorki meira né minna en 111% fram til ársins 2050. Í dag erum við með 41.000 einstaklinga á þessum aldri en þeir verða orðnir 86.000 talsins árið 2050 ef spár ganga eftir. Það er alveg ljóst í mínum huga að gamaldags umræða um að einstaklingar séu úreltir og ekki til neins nýtir eftir að hafa náð svokölluðum eftirlaunaaldri er tímaskekkja og þetta er mismunun, sóun á reynslu og þekkingu þessa fólks, jafnvel brot á mannréttindum þess. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagið nýti sem best starfskrafta þessa fólks eins lengi og það sjálft kýs og hefur getu til og ekki síður að sveitarfélögin sjái til þess að eldra fólk eigi þess kost að velja sér búsetuúrræði sem því hentar. Þar vantar mikið upp á í dag og ljóst að átaks er þörf ef ekki á illa að fara. Á þessa hluti hefur FEB margsinnis bent og félagið mun áfram berjast fyrir bættum hag sinna félaga. Verkefnin eru næg,“ segir Gísli Jafetsson framkvæmdastjóri að lokum.

Framkvæmdir í Suður Mjódd. Nú rísa af grunni tvö fjölbýlishús á vegum FEB þar sem verða 68 íbúðir fyrir 60 ára og eldri.

Sjáumst! Endurskins- og hlífðarfatnaður í úrvali fyrir íslenskt veðurfar. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.

Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is


14  | SÓKNARFÆRI

Gríðarleg uppbygging fyrirhuguð á Kringlusvæði

Allt að 180.000 fermetrar af nýju húsnæði

Á næsta áratug mun að líkindum rísa stórglæsilegt hverfi á Kringlusvæðinu með yfirbragði stórborgarbyggðar. Þar er gert ráð fyrir allt að 600 íbúðum.

Nú stendur fyrir dyrum mikil uppbygging á Kringlusvæðinu í Reykjavík en þar er áformað að bæta við allt að 600 íbúðum og auka gríðarlega framboð á atvinnuhúsnæði, mest fyrir verslanir og skrifstofur. Það voru Reitir í samráði við Reykjavíkurborg sem stóðu að samkeppni um endurhönnun svæðisins og er áformað að bæta þar við um 180.000 fermetrum af húsnæði á næstu árum. Þegar uppbyggingin er farin af stað verður lögð áhesla á að hún gangi hratt fyrir sig og talið að henni geti verið lokið innan áratugar. Alls bárust fimm hugmyndir að skipulagi svæðisins en tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust.

Beðið um framsæknar hugmyndir Það voru Reitir sem höfðu frumkvæði að fyrrgreindri hugmyndasamkeppni en það félag er stærsti einstaki handhafi fasteigna og lóða á svæðinu en einnig eru þar borgareignir eins og Borgarleikhús og Borgarbókasafn. Í aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030 er gert ráð fyrir að þróa og þétta svæðið og efla það sem eitt mikilvægasta verslunar- og athafnasvæði borgarinnar. Keppendur í hugmyndasamkeppninni voru sérstaklega beðnir um að leggja fram framsæknar skipulagshugmyndir fyrir Kringlusvæðið sem afmarkast af Miklubraut, Kringlumýrarbraut, Listabraut og eystri hluta Kringlunnar, götu sem liggur um svæðið út frá Listabraut. Markmiðið skyldi vera að nýta svæðið vel og skapa þar aðlaðandi borgarumhverfi sem verði eftirsóknarvert til búsetu og starfa. Einnig var lögð áhersla á að í byggðinni ætti að vera gönguvænt umhverfi og opin rými með góðum tengslum við akstur almenningsvagna til og frá svæðinu. Gjörbreytt umhverfi Í vinningstillögunni er gert ráð fyrir því að húsin á Kringlusvæðinu verði að jafnaði

Almenningsrými  Torg - garðsvæði  Trjágróður Í umsögn dómnefndar segir m.a. að í tillögu Kanon arkitekta sé unnið með einfalda reitaskiptingu sem falli vel að hefðbundnu byggðamynstri í borginni.

fimm til sjö hæðir en hærri byggingar rísa upp úr randbyggðinni á nokkrum stöðum. Áformað er að verslunarmiðstöðin Kringlan stækki um 30.000 fermetra og að við 2. hæð Kringlunnar og yfir bílgeymslum komi allstórt almenningsrými, Kringlustétt, en torgið mun tengjast 1. hæð og bílakjallarahæð nýbygginga. Borgarlínustöð verður staðsett við Kringlumýrarbraut, gegnt Suðurveri og getur þá bæði þjónað Kringlusvæðinu og Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þá er Hamrahlíð framlengd inn á svæðið og nýr inngangur í Kringluna kemur við enda götunnar. Hús verslunarinnar og Sjóvárhúsið eru felld inn í nýja byggð. Einnig er gert ráð fyrir

Útirýmin á Kringlusvæði eru samtengd og kjörinn viðkomustaður í daglegu lífi borgarbúa, vel tengd inngötu Kringlunnar.

eins konar fortorgi sunnan við Borgarleikhúsið sem myndi lyfta húsinu upp í umhverfinu og gera aðkomuna að því skemmtilegri en nú er. Íbúðabyggðin sem áformuð er á reitnum myndi trappast niður til suðurs og austurs, sem eykur birtu í íbúðum og görðum.

Fellur vel að byggðamynstrinu Í umsögn dómnefndar segir m.a. að í tillögu Kanon arkitekta sé unnið með einfalda reitaskiptingu sem falli vel að hefðbundnu byggðarmynstri í borginni og skapi sterka heild. Gatnakerfið sé vel útfært og bjóði upp á hefðbundnar borgargötur með rólegri bílaumferð.

Dómnefnd bendir á að huga þurfi betur að sýnileika Kringlunnar og að nýjar byggingar, sem mynda krans utan um verslunarmiðstöðina, séu varla raunhæfar. Einnig virðist Kringlustéttin vera heldur of stór. Dómnefnd segir að vinningstillagan feli í sér sveigjanlega landnotkun og möguleika á hentugri áfangaskiptingu. Styrkur hennar felist m.a. í einfaldleika og gæðum þrautreynds fyrirkomulags borgargatna og húsa. Þess skal getið að hugmyndasamkeppni sem þessi er aðeins forstig þeirrar skipulagsvinnu sem nú fer í hönd og leggur í raun línurnar að deiliskipulagi fyrir svæðið.


SÓKNARFÆRI  | 15

TRAUSTUR BYGGINGARAÐILI SÍÐAN 1998 ÞG Verk er alhliða byggingafyrirtæki sem hefur í 20 ár safnað upp víðtækri verkþekkingu með því að byggja allar tegundir mannvirkja, s.s. virkjanir, skóla, brýr, íbúðir og verksmiðjuhúsnæði. Árið 2017 erum við stærst í framleiðslu á nýjum íbúðum auk þess að byggja á eigin vegum Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur, eitt mest spennandi byggingaverkefni síðari tíma. Hjá ÞG Verk starfar 200 manna starfslið, samansafn einstaklinga sem eru fremstir í sinni röð. Með þessu trausta starfsfólki, skýrri sýn og mikilli áherslu á gæða- og öryggismál hefur okkur tekist að festa ÞG Verk í sessi sem byggingaraðila sem þú getur treyst.

ÞG Verk - Traustur byggingaraðili síðan 1998 / Lágmúla 7 / Sími 534 8400 / www.tgverk.is

Kynntu þér byggingaraðilann


16  | SÓKNARFÆRI

FRÉTTASKÝRING

Ný borg

rís af grunni

Uppbyggingin á Hafnartorgi gengur hratt. Verklok eru áætluð snemma árs 2019 á þessum umfangsmiklu framkvæmdum sem eru að gerbreyta ásýnd miðborgarinnar.

Tölvumynd. PK Arkitektar.

Byggingarframkvæmdir eru hafnar á reit Austurhafnar í Tölvumynd:T-Ark. Kvosinni.

Á Barónsreit rísa nú íbúðir sem eru í minni kantinum og ætlaðar m.a. ungu fólki. Tölvumynd: Arkþing.

Framkvæmdir við byggingu 38 íbúða við Tryggvagötu 13 í miðborginni eru á lokasprettinum. Tölvumynd: Helena Björgvinsdóttir.

Þeir sem ekki hafa um skeið lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur munu reka upp stór augu þegar við blasir sú gríðarlega uppbygging sem þar á sér stað. Má segja að ný miðborg sé risin og að rísa og fullyrða má að aldrei í sögu Reykjavíkurborgar hefur miðborgin tekið eins miklum stakkaskiptum. Þessu má sjá stað vítt og breytt um miðborgina þar sem byggingakranana ber við loft. Við skulum grípa niður á helstu framkvæmdasvæðum.

Kvosin í endurnýjun lífdaga Elsti hluti Reykjavíkurborgar gengur nú í gegnum risavaxið breytingaskeið. Tilkoma Hörpu á sínum tíma hratt af stað bolta sem stöðugt hleður utan á sig og má segja að svæðið frá Ingólfsgarði að Lækjartorgi sé að verða fullbyggt. Þar höfðu bílastæði og almenningssalerni sett svip á miðborgina um áratugaskeið. Uppsteypu húsa við svokallað Hafnartorg er að ljúka en þar rísa af grunni sjö byggingar sem hýsa munu verslanir og skrifstofur og 76 íbúðir á efri hæðum. Áætluð verklok eru snemma árs 2019. Mikil eftirspurn er eftir þessu glæsilega húsnæði og þegar hafa fjölmörg fyrirtæki fest sér þar aðstöðu til frambúðar. ÞG Verk annast framkvæmdir. Þessa dagana er verið að ljúka byggingu 38 íbúða við Tryggvagötu 13 í 6 hæða húsi þar sem verða verslanir og þjónusta á jarðhæð. Mjög er hugað að umhverfisvænum

lausnum í íbúðunum við Tryggvagötu 13 og m.a. stefnt að því að vera með deilibíla fyrir íbúa. Norðan Geirsgötu eru byggingaframkvæmdir einnig komnar á fullt skrið, en þar reisir Austurhöfn 71 íbúð fyrir almennan markað svo og fjölbreytt verslunarrými á jarðhæðum. Þar er og Marriott Edition hótelið að af rísa af grunni auk íbúðabygginga og atvinnuhúsnæðis. Þá hyggst Landsbankinn innan tíðar reisa hús á sinni lóð þannig að allt svæðið á milli Hafnarstrætis og Hörpu verður senn fullbyggt. Ef við fikrum okkur í vesturátt eftir Miðbakka mun það svæði gjörbreytast á næstu árum; íbúðabyggingar eru þar fyrirhugaðar svo og í Vesturbugt, norðan Mýrargötu þar sem senn verður hafist handa við byggingu 176 íbúða ásamt verslunar- og skrifstofuhúsnæði.


SÓKNARFÆRI  | 17

Framkvæmdir eru á fullu við Hverfisgötu 88-92.

Tölvumynd: Batteríið arkitektar.

Frakkastígsreitur er í hringiðu miðborgarinnar.

Samþykkt deiliskipulag liggur fyrir um stórfellda uppbyggingu við Vesturbugt, vestan Slippsins.

Íbúðir, hótel og verslanir Þegar farið er austur fyrir læk og upp Hverfisgötu blasir við allt önnur og gjörbreytt mynd frá því sem áður var. Má segja að meginhluti svæðisins á milli Laugavegar og Hverfisgötu sé í gagngerri endurnýjun en þar verður fjölbreytt flóra íbúða og verslunarhúsnæðis af ýmsu tagi. Byggingu er svo til lokið á 26 íbúðum á Hljómalindarreitnum svokallaða þar sem er risin blönduð byggð með íbúðum, hóteli, verslunum og þjónustu. Íbúðirnar snúa annars vegar út að Klapparstíg og hins vegar að Laugavegi. Þingvangur annaðist framkvæmdir. Á Brynjureit eru framkvæmdir nú í fullum gangi á vegum Þingvangs á sameinaðri lóð Hverfisgötu 40-44 og baklóða Laugavegs 27a-27b, þar sem verður blönduð byggð með 72 íbúðum, verslunum og þjónustu. Verklok eru áætluð í ársbyrjun 2019. Brynjureiturinn samanstendur af þremur húsum sem tengjast með

sameiginlegum kjallara. Húsið við Hverfisgötu er fimm til sex hæðir og þar verða 49 íbúðir. Í Laugavegshúsunum, sem reist eru ofan á bílakjallara byggingarinnar, verða 23 íbúðir. Húsin eru þrjár hæðir auk laufskála á þaki sem tengist þakgarði.

Stórhýsi við Hverfisgötu Á svokölluðum Frakkastígsreit eru í byggingu 67 litlar og meðalstórar íbúðir sem munu tengjast skjólgóðum, lokuðum garði en á götuhæðum bygginganna, sem snúa að Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu, verða verslanir, veitingahús og þjónusta. Blómaþing annast framkvæmdir. Framkvæmdir eru sömuleiðis hafnar á vegum Rauðsvíkur við byggingu 70 íbúða með bílakjallara fyrir almennan markað við Hverfisgötu 85-93 á svokölluðum Barónsreit, ofan Bjarnaborgar. Atvinnustarfsemi verður á jarðhæðum, s.s. verslanir og ýmis þjónusta. Á horni Frakkastígs og Hverfisgötu, norðan götunnar, er

Tölvumynd: Úti-Inni Arkitektar.

Tölvumynd: Basalt/Trípólí/Krads.

verið að ljúka byggingu 12 íbúða húss á vegum Almenna leigufélagsins. Einnig má nefna endurnýjun á Kjörgarði, hinu þekkta verslunar- og skrifstofuhúsi við Laugaveg 59 en þar er verið að hækka húsið og bæta við íbúðum. Við Hverfisgötu 88 og 90 er verið að gera upp og endurbyggja húsin þar sem verða 5 íbúðir en við Hverfisgötu 92 er að rísa af grunni nýbygging með 24 íbúðum. Gert er ráð fyrir að báðum verkefnunum verði lokið haustið 2019. Það er Rauðsvík ehf. sem annast framkvæmdir. Aðeins ofar, eða á horni Barónsstígs og Hverfisgötu er svo verið að byggja fimm hæða hús með 38 íbúðum og bílakjallara, ásamt rými fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæð. Verklok eru áætluð haustið 2018. SA byggingar standa fyrir framkvæmdum þar.


18  | SÓKNARFÆRI

Nýja línan í Kópavogi Rætt við Theodóru Þorsteinsdóttur, formann skipulagráðs Kópavogs Theódóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs og skipulagsráðs í Kópavogi. „Við skynjum það mjög sterkt að það er stór hópur íbúa sem velur vistvænar samgöngur og vill betri hjóla- og göngustíga.“

„Mörg undanfarin ár hefur Kópavogur verið að gera vel í skipulagsmálum og í bænum eru mörg mjög góð hverfi sem gott er að búa í. Hverfi þar sem góð blanda af ýmsum tegundum húsnæðis er í boði og innviðir nýtast vel. Þar er stutt í græn svæði, þjónustu og þar sem skólar og leikskólar eru í göngufæri. Á þessu kjörtímabili hefur sem betur fer ríkt ágæt þverpólitísk sátt um húsnæðismál og á liðnum misserum höfum við lagt áherslu á að þróa saman annars vegar húsnæðisstefnu og hins vegar samgöngustefnu en hvorar tveggja eru leiðarvísar um hvers konar samfélag verður mótað í Kópavogi næstu ár og áratugi,“ segir Theódóra Þorsteinsdóttir, formaður skipulagsráðs og bæjarráðs í Kópavogi. Ný húsnæðisstefna í Kópavogi var sett fram árið 2015 og þessa dagana er verið að vinna samgöngustefnu með íbúunum. „Við köllum þessa samgöngustefnu „Nýju línuna“ en þar eru umhverfisvænar samgöngur og umferðaröryggi leiðarljósið og markmiðið að Kópavogsbær verði fyrirmynd hvað varðar vistvæna valkosti í ferðavenjum íbúa með áherslu á bættar aðstæður og öryggi fyrir gangandi og hjólandi. Við skynjum það mjög sterkt að það er stór hópur íbúa sem velur vistvænar samgöngur og vill betri hjóla- og göngustíga. Við mótun byggðarinnar er forgangsmál að svara kröfum bæjarbúa varðandi öflugar og skilvirkar almenningssamgöngur og öruggar hjólreiðar.“ Tveir fundir hafa þegar verið haldnir þar sem drög að framtíðarsýn hefur verið kynnt og ábendingar komið frá íbúum, annars vegar í Smáraskóla og hins vegar Álfhólsskóla. Næsti fundur verður 23. nóvember í Hörðuvallaskóla fyrir íbúa í Vatnsenda, 27. nóvember í Lindaskóla fyrir íbúa í Linda- og Salahverfi og síðasti fundurinn verður svo 5. desember í Safnaðarheimilinu Borgum fyrir íbúa Kársness.

Hraðvaxandi samfélag Kópavogur hefur vaxið hraðast allra sveitarfélaga á landinu síðustu áratugi en þar búa nú rúmlega 35.000 manns. Framan af þessu uppbyggingarskeiði stækkaði byggingarlandið mjög en síðustu árin hefur aukin áhersla verið lögð á að þétta eldri byggðina og nýta landið og innviði betur. Þessa sér stað á eftirsóttum byggingarsvæðum, t.d. í Lundi í Fossvogsdal, í glæsilegu bryggjuhverfi á Kársnesi og á Glaðheimasvæðinu

Á Kársnesi mun senn rísa blönduð byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, vistvænar samgöngur, verslun og þjónusta verður áhersluatriðið í uppbyggingu vestasta hluta Kársness. „Útivistarmöguleikar svæðisins munu njóta sín í framtíðarskipulagi þess og áhersla verður lögð á opin svæði, greiðfæra stíga og gott aðgengi að strandlengjunni.“

Fjölbýlishúsin rísa nú af grunni í Kópavogi, m.a. á vegum Klasa í hverfinu sem kallað er 201 Smári við Smáralind. „Smárinn er einnig stórt atvinnusvæði með höfuðstöðvum stórra fyrirtækja. Mikilvægt er að þjónusta þetta svæði með stórbættum samgönguáherslum.“

sem nú er í hraðri uppbyggingu sunnan Reykjanesbrautar. Þá er verið að hefjast handa um endurbyggingu Auðbrekkuhverfisins og fjölbýlishús rísa nú af grunni á vegum Klasa í hverfinu sem kallað er 201 Smári við Smáralind. „Samhliða því að þétta byggð þá þurfum við að fylgjum nýrri stefnu í samgöngumálum sem er meira í takti við tíðarandann. Þótt einkabíllinn verði alltaf velkominn í Kópavog þá viljum við samt leggja til grundvallar stórefldar almenningssamgöngur

samhliða uppbyggingu hjólreiða- og göngustíga. Af þessum sökum hafa hugmyndir um svokallaða Borgarlínu komist á skrið og er nú í skipulagsferli. Borgarlínan er nýtt og afkastamikið kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirbúa nú í sameiningu. Markmið samgöngustefnunnar hjá okkur er að Kópavogsbær verði fyrirmynd hvað varðar vistvæna valkosti í ferðavenjum íbúa með áherslu á bættar aðstæður og öryggi fyrir gangandi og hjólandi.“

Vantar samræmdar reglur Theodóra segir að bæjaryfirvöld hafi átt í áralöngu samtali við íbúana um þessi mál, m.a. á borgarafundum og málþingi og umræðuefnið voru m.a. reglur um hámarkshraða hjólreiða á göngustígum, flokkun hjólastíga og öryggismál almennt. „Við viljum ná fram samræmingu í flokkun stígakerfisins, þjónustustigi, kennisniðum og umhirðu í öllu þessu mikilvæga neti og auka þar með öryggi bæði gangandi og hjólandi vegfarenda. Þannig mætum við þeim áskorunum sem fylgja vistvænum samgöngum og stuðlum að auknum lífsgæðum og bættri lýðheilsu Kópavogsbúa og annarra landsmanna.“ Theódóra bendir á að víða í nágrannalöndunum sé að finna nákvæmt regluverk um hjólreiðar í almennum umferðarlögum, t.d. reglur um aðgreiningu stíga, auðkenningu þeirra og mismunandi umferðarmerki fyrir gangandi og hjólandi auk þess sem þar er einnig að finna reglur um hámarkshraða. „Þann tíma sem ég sat á Alþingi beitti ég mér einnig fyrir umræðu og stefnumótun um regluverk varðandi göngu- og hjólreiðastíga hér á landi. Það er mikilvægt að við bregðumst við þeim áskorunum sem fylgja vistvænum samgöngum sem um leið auka lífsgæði og bæta lýðheilsu Kópavogsbúa og annarra landsmanna. Þar er hugarfarsbreytingar þörf,“ segir Theódóra að lokum.


SÓKNARFÆRI  | 19

Klár í veturinn? frábær hjólaskófla, tilvalin í snjómoksturinn

Þýskur vinnuþjarkur Weycor AR65e þyngd 5150kg vél: Deuzt (vatnskæld) 54KW (73hö) Er til á lager, komdu og prófaðu

Breitt úrval atvinnutækja

Compair loftpressur

Hanix smágröfur

Diverto vinnuvélin

SDMO rafstöðvar

Hidrostal dælur

Belle jarðvegsþjöppur

Kíktu við og skoðaðu úrvalið Ásafl ehf.

Hjallahrauni 2, 220 Hafnarfirði Kt. 421107-1220

Sími: 562 3833

Opið 8:30 - 17 virka daga asafl@asafl.is - asafl.is

Facebook Ásafl

Instagram asafl.is

Snapchat asafl.is

Hammerhead moldvörpur

Stema kerrur


20  | SÓKNARFÆRI

Mikilvægur þáttur í umhverfislegri nálgun á hönnun byggingar er að góð innivist sé tryggð þannig að notendum byggingarinnar líði vel.

Ljósm. Karl Magnús Karlsson.

Sundhöllin í endurnýjun lífdaga Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg var vígð 23. mars 1937 og á því 80 ára afmæli um þessar mundir. Sundhöllin er ein af þekktari byggingum landsins og um leið sú bygging sem margir telja þá bestu frá hendi Guðjóns Samúelssonar arkitekts og þáverandi Húsameistara ríkisins. Þrátt fyrir að bera aldurinn vel þá fylgja nýjum tímum nýjar kröfur. Í janúar 2015 samþykkti borgarráð tillögu umhverfis- og skipulagssviðs um að hefja fullnaðarhönnun til útboðs á viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur ásamt lagfæringum og endurbótum á eldra húsi m.a. vegna aðgengismála. VA arkitektar áttu vinningstillöguna en nú er framkvæmdum lokið og verður sundlaugin opnuð á ný 3. desember næstkomandi.

Samspil hins gamla og nýja Áhersla var lögð á að form og fyrirkomulag viðbyggingarinnar tæki mið af aðalbyggingunni þannig að hún nyti sín sem best en að um leið yrði til samstæð heild. Viðbyggingin er 1.140 m2, tveggja hæða frambygging við Barónsstíg og lágbygging sem liggur hornrétt frá henni meðfram suðurlóðamörkum. „Laugargólf nýs útisvæðis er hæð neðar en aðkoma frá Barónsstíg, með þessu móti er suðurhlið aðalbyggingar að mestu óbreytt og verður vel sýnileg frá götunni vegna þess hve langhliðar nýbyggingar eru gagnsæjar. Léttleiki var í fyrirrúmi við mótun viðbyggingar og hæð og hlutföll, bæði flata og glugga, laga sig að eldri lágbyggingu,“ segir Karl Magnús Karlsson en hann og Ólafur Óskar Axelsson teiknuðu hina nýju viðbyggingu en báðir eru þeir arkitektar hjá VA arkitektum. Ólafur Óskar bendir á að gamla húsið sé alfriðað og því hafi verið lögð sérstök áhersla á að nýi hlutinn félli vel að hinum eldri. Þá sé það mikið kappsmál að sundlaugagestir, sem hafa vanið komur sínar í Sundhöllina um áratugaskeið, séu sáttir við breytingarnar. Eftir breytingar verður gengið inn í nýjan afgreiðslusal frá Barónsstíg en þar verður hægt að njóta útsýnis yfir laugasvæðið. Aðkoma að núverandi búningsklefum karla er um tengibyggingu en nýir búningsklefar kvenna og búningsherbergi fatlaðra koma á neðri hæð viðbyggingar. Útiklefar og eimbað koma í lágbyggingu meðfram suðurlóðarmörkum. Frambygging og lágbygging meðfram suðurlóðarmörkum mynda ásamt eldri byggingu og veggjum skjólgott laugasvæði. Á hinu nýja útisvæði er nú fjögurra brauta, 25 metra löng útilaug, vaðlaug fyrir börn og tveir heitir pottar, sá stærri undir suðurhlið þar sem sólar nýtur yfir daginn. Nýr stigi og lyfta í suðausturhorni núverandi húss tengja innilaug og útilaugarsvæðið. Fyrsta BREEAM verkefni Reykjavíkurborgar Framkvæmd hinnar nýju byggingar hefur gengið vel fyrir sig en hún hefur verið í höndum Ístaks ehf. sem er bæði aðal- og stýriverktaki. Kostnaðargát var leiðbeinandi við efnisval og útfærslur eru einfaldar og

Ólafur Óskar Axelsson arkitekt, Guðmundur Pálmi Kristinsson, verkefnastjóri hönnunar og framkvæmda og Karl Magnús Karlsson arkitekt.

Reykjavíkurborg hefur þá framsýn og hugrekki sem höfuðborg þarf að hafa. Við höfum ákveðið að allar nýframkvæmdir skuli BREEAM vottaðar.

Viðbyggingin við Sundhöll Reykjavíkur er 1.140 m2, tveggja hæða frambygging við Barónsstíg og lágbygging sem liggur hornrétt frá henni meðfram suðurlóðamörkum.

látlausar. Umhverfisvottuð byggingarefni eru notuð eftir föngum, innlend þar sem því var við komið, og þess gætt að viðhaldsþörf yrði í lágmarki. „Byggingin verður umhverfisvottuð af bresku rannsóknarstofnuninni í byggingariðnaði, BREEAM, og er fyrsta verkefni Reykjavíkurborgar sem hlýtur þá vottun,“ segir Guðmundur Pálmi Kristinsson, verkefnastjóri hönnunar og framkvæmdar. „Á síðustu árum er fólk farið að gefa meiri gaum að heildarmyndinni í framkvæmdum og mannvirkjagerð með vistvænni hönnun og skoðun á líftímakostnaði. Framkvæmda- og rekstraraðilar og eigendur fasteigna eru farnir að átta sig á því að eitt er að byggja og annað er að reka mannvirki til fjölda ára. Að vanda undirbúninginn í skipulagi, hönnun og framkvæmd skilar sér í minna viðhaldi og lægri rekstrarkostnaði allan líftímann.“ Markmiðið með BREEAM vottunarkerfinu

er að hvetja til umhverfislega betri hönnunar á byggingum en jafnframt að hvetja til betri umhverfisstjórnunar á verktíma og rekstrartíma byggingarinnar. Einnig er lögð áhersla á þætti sem stuðla að heilsusamlegra umhverfi fyrir notendur byggingarinnar. „Reykjavíkurborg er nú með nokkar framkvæmdir í BREEAM vottunarferli en þetta fyrsta verkefni í vottun hefur verið mjög lærdómsríkt en t.d. þarf matsaðili að koma að fyrr í ferlinu og mikilvægt er að halda utan um gögn og skjöl strax frá upphafi. Við vottun er m.a. tekið mið af orkunotkun, vali á byggingarefnum, heilsu og vellíðan, samgöngum, vatnsnotkun og mengun. Það er því að ýmsu að huga.“

Hugsað til lengri tíma Guðmundur Pálmi segir að nota þurfi viðurkennda aðferðarfræði til að sjá hvernig það kemur út fyrir íslenska framleiðslu og

mannvirki að innleiða þessar vistvænu áherslur og áhrif þeirra á orkunotkun með greiningu á heildarlíftímakostnaði. Líftímakostnaður gefur heildstæða mynd af kostnaði við byggingu, en slík greining hefur verið framkvæmd á nokkrum byggingum hjá Reykjavíkurborg. „Við greiningu á líftímakostnaði kemur fram allur kostnaður byggingar á líftíma hennar. Í því felst allur hönnunarkostnaður, fjármagnskostnaður, byggingarkostnaður, umsýslukostnaður, rekstrarkostnaður, viðhalds- og endurnýjunarkostnaður. Líftímakostnaðargreining er mikilvæg til að eigandi/rekstraraðili mannvirkis geti gert sér grein fyrir væntanlegum útgjöldum og kostnaði við bygginguna allan líftíma hennar.“ Við gerð líftímakostnaðargreiningar hefur Reykjavíkurborg notað reiknilíkan frá Statsbygg í Noregi en þar hefur þessi reikniaðferð verið notuð frá árinu 1998 við allar opinberar byggingar. „Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að ala með sér vistvænar áherslur, sjálfbæra þróun og stuðla að góðri orkunýtingu, enda eru orkuauðlindir okkar ekki óþrjótandi og rétt að hugsa til komandi kynslóða. Allt þarf þó að vera innan viðunandi skynsemis- og arðsemismarka,“ segir Guðmundur Pálmi.


SÓKNARFÆRI  | 21

Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is


22  | SÓKNARFÆRI

Svona sjá höfundar vinningstillögunnar Gufunessvæðið fyrir sér til framtíðar.

Myndir: jvantspikjer+FELIXX

Fríríki

frumkvöðla í Gufunesi

Skipulags- og þróunarvinna stendur yfir vegna allt að 1.000 íbúða framtíðaruppbyggingar í Gufunesi. Fyrri áfangi verkefnisins, skipulagning 350 íbúða blandaðrar byggðar á norðurhluta svæðisins, er kominn í skipulagsferli á meðan seinni hlutinn, þar sem gert er ráð fyrir um 650 íbúða blandaðri byggð, er enn á þróunarstigi. Skipulagsvinnan tekur mið af niðurstöðum nýlegrar hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðisins þar sem m.a. var gert ráð fyrir blandaðri byggð og smærri atvinnurekstri, ásamt sjálfbærum samgöngum, þ.á m. ferjusiglingum til og frá miðborginni.

Þróunin í Gufunesi Það var í mars 2013 sem þáverandi borgarstjóri skipaði hóp til að fjalla um tækifærin í Gufunesi. Vinnuhópurinn, sem starfaði undir stjórn Dags B. Eggertssonar, þáverandi formanns borgarráðs, lagði m.a. til að framtíðarskipulag svæðisins færi í opna hugmyndasamkeppni meðal fagaðila. Hugmyndasamkeppnin var síðan auglýst í mars sl. og haldin í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA). Megintilgangur samkeppninnar var að skoða hvernig svæðið nýtist best fyrir nærliggjandi hverfi og borgina í heild. Leitað var eftir sterkri heildarsýn fyrir Gufunessvæðið. Sex tillögur bárust í hugmyndasamkeppnina frá arkitektastofum sem valdar voru til þátttöku að undangengnu forvali. Arkitektastofan jvantspikjer+FELIXX hlaut fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína Fríríki frumkvöðla. Í áliti dómnefndar segir: „Þetta er sannfærandi og raunhæf tillaga með skýra heildarhugmynd. Borgarmiðað og skilvirkt gatnakerfi ásamt góðum útirýmum og mannlegum kvarða eru sterkir og mótandi

Fyrsi áfanginn. Svona gæti byggðin í Gufunesi litið út.

Markmiðin í Gufunesi  Endurnýta sem flest iðnaðarmannvirki á svæðinu

 Nýta stórfenglega fjallasýn til norðurs og vesturs

 Virkja sjávarsíðuna með aðlaðandi stígakerfi, merkingum og áfangastöðum

 Efla forsendur fyrir sjálfbærar samgöngur

 Styrkja aðgengi og tengingu fyrir alla markhópa og farartæki

 Nýta sjóleiðina fyrir t.d. vatnastrætó á milli Gufuness, Viðeyjar og miðborgarinnar

 Nýta kvarða iðnaðarsvæðisins í núverandi mynd  Mynda mannleg, hlý og skjólgóð svæði þar sem það á við  Nýta náttúrulegan landhalla á svæðinu fyrir meðhöndlun á yfirborðsvatni

 Hvetja til betri lýðheilsu og hreyfingar með bættum aðbúnaði

 Gera ráð fyrir legu Sundabrautar án þess að vera háð komu hennar


SÓKNARFÆRI  | 23

VENT–AXIA VIFTUR

Hreint loft og velíðan Það borgar sig að nota það besta

Lo-Carbon Silhouette 125

Centrif-duo

VA100 Panel

Silent

ACM100-200

12in Wall fan

Sabre Plate

Hi-line

Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.

DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS


24  | SÓKNARFÆRI

þættir í byggðinni á svæðinu sem fær sitt eigið aðdráttarafl með spennandi áherslu á frumkvöðla og framtíðaratvinnuþróun á svæðinu.“

Suðupottur borgarbragsins Eins og segir í lýsingu höfunda verðlaunatillögunnar, sem nú er unnið að því að útfæra, er meginmarkmið hennar að „mynda ramma almenningssvæðis utan um sveigjanlega og sjálfbæra byggðarþróun með það að leiðarljósi að skapa forsendur fyrir fjölbreytt og skapandi samfélag þar sem gott er að búa í, starfa, upplifa og njóta lífsins. Í tillögunni er Gufunesi falið það hlutverk að losa um þrýstinginn sem myndast hefur á miðborginni. Einskonar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Það liggur nánast við að nýta óhefluð umhverfisgæði og staðaranda sem grunn að samfélagi þar sem tækifæri, hagkvæmni og upplifun

verða í forgrunni. Gufunes verður blönduð byggð fyrir íbúðir, smávaxinn atvinnurekstur, skapandi iðnað, menningu, menntun, sýningar- og atburði, ferðamannaiðnað og sjálfbærar samgöngur. Þessi náttúru- og iðnaðarperla mun skera sig úr fjöldanum og þjóna þeim sem kunna að meta óhefluð séreinkenni svæðisisins og kjósa að búa í suðupotti borgarbragsins.“ Talsverðar breytingar á starfsemi í Gufunesi hafa þegar verið ákveðnar. Reykjavík Studios hefur keypt gömlu Áburðarverksmiðjuna og hyggst reka þar kvikmyndaver. Þá hefur verið samið við Íslenska gámafélagið um að flytja starfsemi sína úr Gufunesi upp á Esjumela á árinu 2022.

Margvísleg frumkvöðlastarfsemi mun hreiðra um sig í framtíðinni á fyrrum athafnasvæði Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi ef að líkum lætur.

Borgarbragur. Gamlar byggingar í bland við nýjar munu setja
svip sinn á staðinn og mynda umgjörð utan um fjölbreytta starfsemi.

Þenslutengi frá Willbrandt MD Vélar ehf. eru með umboð fyrir vörur frá Willbrandt, sem er rótgróið þýskt fjöldskyldufyrirtæki, stofnað fyrir 125 árum, en fyrirtækið býður upp á hágæða vörur sem eru þekktar um heim allan. Willbrandt framleiðir m.a. þenslutengi sem hægt að nota við ýmsar aðstæður þar sem þau slíta leiðni og minnka álag á lögnum jafnframt því að draga úr hávaða. Þenslutengin frá Willbrandt má pressa, teygja, beygja og nota við lagnir sem eru ekki í beinni línu. Tengin eru til í ýmsum útfærslum, stærðum og fyrir mismunandi miðla. Einnig er hægt að panta sérhönnuð tengi eftir þörfum sem tæknimenn Willbrandt hanna eftir gefnum forsendum. Öll tengi frá Willbrandt eru viðurkennd samkvæmt ISO stöðlum og helstu flokkunarfélögum og standast strangar

Þenslutengin frá Willbrandt má pressa, teygja, beygja og nota við lagnir sem eru ekki í beinni línu.

öryggiskröfur. Tengin fást í gúmi, PTFE, stáli og vef. Willbrandt framleiðir einnig titringsdeyfa sem eru notaðir til þess að hlífa vélbúnaði og draga úr titringi og hávaða. MD Vélar bjóða einnig upp á lausnir til að draga úr hávaða á vinnustöðum, t.d. plötur í loft, myndir með hljóðdeyfum og margt fleira. mdvelar.is


SÓKNARFÆRI  | 25

Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?

RARIK hefur verið í þjónustu lands og þjóðar í 70 ár og rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi. Háspennuhluti kerfisins er um 8.700 km að lengd og nú þegar eru um 57% þess komin í jörð. Með því hefur afhendingaröryggi aukist til muna og rafmagnstruflunum fækkað verulega. www.rarik.is


26  | SÓKNARFÆRI

IKEA byggir Svansvottað fjölbýlishús í Garðabæ

Brugðist við neyðarástandi á húsnæðismarkaði „Auðvitað er það ekki kjörverkefni IKEA að byggja fjölbýlishús en ástæðan fyrir þessu framtaki okkar er að það ríkir neyðarástand á íslenskum húsnæðismarkaði sem því miður er aðallega rætt um á fundum og málþingum en lítið sem ekkert gert til úrbóta. Hin gríðarlega vöntun á litlum og ódýrum íbúðum fyrir ungt fólk kemur auðvitað niður á okkar starfsfólki eins og annarra fyrirtækja og í stað þess að þusa yfir því lengur ákváðum við að gera eitthvað í málunum. Þess vegna er IKEA að byggja 36 íbúða fjölbýlishús í Garðabæ til að tryggja starfsfólki fyrirtækisins, og öðrum sem þarna vilja búa, t.d. námsfólki, öruggt og gott húsaskjól. Vel kemur til greina að leigja öðrum íbúðir þarna á hagstæðu verði, sannkölluðu IKEA-verði,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA í samtali við Sóknarfæri.

Rekstrarlegur vandi „Þegar starfsfólk okkar er í vanda vegna húsnæðis og við eigum í erfiðleikum með að halda í góða starfsmenn í þensluástandi, lítum við á það sem rekstrarlegan vanda sem þurfi að bregðast við. Við höf-

um oft lent í því að gott starfsfólk neyðist til að hætta hjá okkur vegna þess að það hrekst um á hússnæðismarkaðnum og lendir á stöðum þar sem erfitt er að taka strætó suður í Garðabæ. Ef manni er annt um starfsfólkið sitt þá reynir maður að finna lausnir á vandanum og við erum þess fullviss að þetta framtak okkar geti verið það. Jafnframt vonast maður til þess að önnur fyrirtæki taki málin í sínar hendur með þessum hætti og bregðist við þessu ástandi sem er víða að verða óbærilegt.“ Framkvæmdir eru hafnar við hús IKEA sem er við Urriðaholtsstræti 10-12, skammt frá verslunarhúsinu. Um er að ræða fimm hæða hús þar sem smáar íbúðir, allt frá 25 m2 að stærð, eru á efri hæðum en hluti jarðhæðar mun hýsa atvinnuhúsnæði af einhverju tagi. „Það var búið að deiliskipuleggja þessa lóð fyrir atvinnustarfsemi, en með góðri samvinnu við Garðabæ og þá sérílagi Gunnar Einarsson bæjarstjóra tókst að ná giftursamlegri lendingu í málið, en þar á bæ hafa menn mikinn áhuga á að leysa húsnæðisvanda t.a.m námsmanna. Ég sé einmitt fyrir mér að hluti íbúðanna verði leigður námsmönnum,“ sgir Þórarinn. „Upphaflega ætluðum við að byggja eftir annarri aðferð en raun-

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA: „Að mínu mati hefur lengi verið mikið úrræðaleysi á íslenskum byggingamarkaði og lítið gætt að hagsmunum kaupendanna.“

Nýsmíði - Viðhald - Innréttingar - Sérsmíði - TRÉSTIGAR - Líkkistur

Trésmiðjan Stígandi ehf bíður upp á staðlaða sumarbústaðastiga

Stígarnir eru smíðir úr 40mm límtré, 

2 staðlaðar stærðir

Fljót afgreiðsla

Vönduð vinnubrögð

Sérsmíðum einnig stiga eftir óskum

við bjóðum upp á flestar gerðir límtrés. Stigarnir afgreiðast samkvæmt samkomulagi og tilbúnir undir olíu. Við getum einning séð um olíuburð og lökkun og gefum fast verð í þá vinnu.


SÓKNARFÆRI  | 27

in varð og stefndum á mun ódýrara hús í byggingu. Í ferlinu var blessuð byggingareglugerðin okkur til talsverðra vandræða og þótt af henni hafi verið sniðnir ýmsir agnúar þá er hún enn fjötur um fót þeim sem vilja byggja litlar íbúðir. T.d. er ennþá krafa um að baðherbergi þurfi að vera 5 m2 að grunnfleti í 25 m2 íbúð og að svalir verði að vera af ákveðinni lágmarksstærð þótt um sé að ræða litla stúdíóíbúð með jafnvel einum íbúa. Þetta tos við yfirvöldin seinkaði byggingaframkvæmdum töluvert og í stað þess að hefjast handa sl. vor komumst við ekki í gang með þetta fyrr en nú í haust. Nú er allt komið í fullan gang og við erum að reisa vandaða byggingu þar sem ekkert er slegið af hvað varðar gæði efnis og aðferða,“ segir Þórarinn ennfremur.

hluti af hugmyndafræðinni. Bo Klok setur t.d. þau skilyrði fyrir aðkomu sinni að uppbyggingu nýrra hverfa að viðkomandi sveitarfélag slái af kröfum um hátt lóðaverð. Þá eru flestir hlutar bygginganna fjöldaframleiddir og byggingatíminn því stuttur auk þess sem þeir eru alltaf að byggja sama húsið aftur og aftur og það í miklu magni. „Þetta eru engin kjarnorkuvísindi og er alveg sama hugmyndafræðin og IKEA byggir á þótt með öðru sniði sé. Árangurinn er stóraukin hagkvæmni sem kemur kaupanda húsnæðisins til góða en tryggir framleiðandanum þó ásættalega arðsemi. Því miður er þetta módel ekki notað hér á landi, hvað sem veldur,“ segir Þórarinn hjá IKEA á Íslandi að lokum. Bygging IKEA í Urriðaholtinu verður stórglæsileg og byggð samkvæmt ströngustu kröfum um sjálfbærni í rekstri. Íbúarnir munu flytja inn snemma árs 2019.

Svansvottuð bygging Að sögn Þórarins eru forráðamenn IKEA á Íslandi miklir áhugamenn um umhverfismál og sjálfbæra þróun. „Snemma í ferlinu var ákveðið að þetta yrði Svansvottað hús en það mun vera fyrsta þannig fjölbýlishúsið sem rís hér á landi. Það þýðir í raun að val á byggingarefnum og öll hönnun hússins er samkvæmt ströngustu kröfum varðandi sjálfbærni. Í okkar húsi verður t.d. loftræsting sem endurnýtir fráloft, hugað er að einangrun hússins út frá orkunýtingu, byggingarefni verða umhverfisvottuð eins og hægt er, sorpmál verða með öðru sniði en tíðast hefur hér á landi, öll heimilistæki verða í besta orkuflokki sem völ er á o.s.frv. Þetta vissulega hleypir verðinu eitthvað upp auk þess sem við leggjum mikið í hönnun byggingarinnar og höfum metnað til þess að hún verði falleg og beri eigendum sínum gott vitni. Við völdum líka traustan byggingaraðila, ÞG Verk og frábærir hönnuðir hjá Arkís sjá um hönnunina. Í Urriðaholtinu á sumsé ekki að tjalda til einnar nætur og ef þessi tilraun gengur upp, sem ég efast ekkert um, er aldrei að vita nema við endurtökum leikinn,“ segir Þórarinn ennfremur. Úrræðaleysi á íslenskum byggingamarkaði Í ríflega tvo áratugi hefur IKEA í samstarfi við verkatakafyrirtækið Skanska, byggt þúsundir ódýrra húsa og íbúða á Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bretlandi, sem hafa reynst vera um helmingi ódýrari en almennt er í boði. Þetta samstarfsverkefni IKEA og Skanska nefnist Bo Klok sem útleggst „Byggja klókt“ á íslensku. Aðferðin byggist í raun á hugmyndafræði IKEA; að fjöldaframleiða allar einingar í húsin og leita allra leiða til að lækka verð á hverjum einasta þætti í byggingaferlinu. Það er hugað sérstaklega að nýtingu á plássi við hönnun húsanna. „Að mínu mati hefur lengi verið mikið úrræðaleysi á íslenskum byggingamarkaði og lítið gætt að hagsmunum kaupendanna. Fyrir það fyrsta er fjármagnið auðvitað alltof dýrt sem kerfisbundið spinnur allan kostnað upp úr öllu valdi og gerir að verkum að almenningur þarf að margborga hverja íbúð. Í öðru lagi mætti lóðaverð sveitarfélaganna vera lægra og þau þannig komið á móts við húsbyggjendur. Loks eru byggingaraðferðirnar úreltar og litlir hvatar settir inn, t.d. í byggingareglugerðum, til að örva verktaka til að finna leiðir til að byggja ódýrt. Það er eins og enginn hafi þann fókus, því miður.“ Í Bo Klok verkefninu er hugað vel að þessum þáttum og þeir eru

Heyrðu nú! Hjá Dynjanda færðu heyrnarhlífar og samskipta­ búnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.

Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is


28  | SÓKNARFÆRI


SÓKNARFÆRI  | 29


30  | SÓKNARFÆRI

Sérlausnir BYKO

Allt frá einni skrúfu og upp í stálgrindarhús af stærstu gerð „Sérlausnir á sölu- og markaðssviði BYKO er þjónusta sem er ætluð þeim sem tengjast hönnun eða verklegum framkvæmdum á einn eða annan hátt, hvort sem þær eru stórar eða smáar. Hér bjóðum við allt sem til þarf hvort sem það er timbur, lagnavörur, gluggar, steinull, klæðningar eða þakefni; með öðrum orðum allt frá skrúfu upp í fullbúin einingahús,“ segir Kjartan Long, sölustjóri hjá BYKO.

Ráðgjöfin skiptir máli BYKO er án efa þekktasta byggingavöruverslun landsins og býður landsmönnum öllum úrvals þjónustu og breytt vöruval. „Það má segja að allt sem fólk heldur að sé ekki til fæst einmitt í BYKO,“ bætir Kjartan við. „Við leggjum mikið upp úr því að veita góða og faglega þjónustu, bæði hér í höfuðstöðvunum í Kópavogi sem og fjölda verslana okkar um land allt. Við gerum þá kröfu til okkar að starfsmenn okkar leggi sig fram um að vita hvað kúnninn vill og séu hæfir til að gefa honum góð ráð, hvort sem um er að ræða lausnir á einhverjum vandamálum eða ábendingar um það nýjasta sem er í boði á markaðnum,“ segir Kjartan ennfremur. „Þetta getur verið af ýmsu tagi, t.d. að reikna út efnisþörf, hjálpa til við efnisval og svara öllum þeim spurningum sem húsbyggjandinn stendur stundum ráðþrota frammi fyrir. Þessi ráðgjöf er auðvitað veitt okkar viðskiptavinum, þeim að kostnaðarlausu.“

„BYKO er með gríðarlegt úrval af byggingavörum á lager og ef við eigum vöruna ekki til þá einfaldlega útvegum við hana í hvelli,“segir Kjartan Long, sölustjóri hjá BYKO.

BYKO útvegaði byggingarefnið í fyrsta Svansvottaða húsið sem reist var á Íslandi við Brekkugötu 2 í Garðabæ.

Gerum þetta saman Allir vita að vöruval í BYKO er afar fjölbreytt og það er eins gott því viðskiptavinirnir, hvort sem það eru einstaklingar eða hönnuðir á vegum stórra byggingaraðila, gera miklar kröfur um efnisval og gæði. „Við fylgjumst stöðugt með nýjungum á alþjóðlegum mörkuðum og kappkostum að bjóða alltaf það nýjasta og besta sem völ er á. Þarfir viðskiptavina okkar eru ólíkar en þegar leita þarf lausna vinnum við eftir kjörorðinu okkar „Gerum þetta saman“, segir Kjartan Long. Gríðarlegt úrval valvöru til innréttinga er að finna í BYKO, t.d. parket, flísar og hreinlætistæki. Þar hafa baðinnréttingar lengi verið til sölu og nýlega hóf BYKO einnig að bjóða fullbúnar eldhúsinnréttingar

gluggar“ sem líta út eins og gluggar í eldri húsum og eru til notkunar við endurgerð gamalla húsa. Þeir eru auðvitað glænýir og framleiddir eftir nýtískulegum aðferðum en falla einstaklega vel að þeirri hönnun sem fyrir er. Loks nefnir hann að fyrirtækið flytur nú inn stálgrindarhús frá Póllandi og Danmörku sem hafa nýst á fjölbreyttan

frá hinum þekkta danska framleiðanda JKE Design.

Fjölbreytt gluggaval Kjartan segir BYKO vera leiðandi í sölu glugga og selja meðal annars glugga frá BYKOLAT, verksmiðju fyrirtækisins í Lettlandi ásamt álgluggum frá ýmsum birgjum. Það nýjasta á því sviði eru svo „gamlir

hátt, bæði í landbúnaði og iðnaði. „Þessa dagana er t.d. verið að byggja fjós á bænum Búrfelli í Svarfaðardal en BYKO útvegaði allt stál í þá byggingu, gólfbita og fleira sem tilheyrir slíku húsi,“ segir Kjartan að lokum. byko.is

Ísland senn ljóstengt Ljósleiðaravæðing landsins stendur nú yfir og hefur um hálfum milljarði verið varið af

Rafgeymar Tengir hf. á Akureyri er með þessa vél í sinni þjónustu til plægingar á jarðstrengjum.

Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta

Sterkir

rafgeymar í alla atvinnubíla

Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • skorri.is

opinberu fé til aðstoðar einstökum sveitarfélögum við að ljúka uppbyggingu kerfisins. Er stefnt að því að fyrir 2020 verði 99,9% heimila og fyrirtækja í landinu komin með aðgang að 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu. Enn er útbóta víða þörf í dreifum byggðum. Á árinu 2016 var 450 milljónum króna varið til að byggja upp ljósleiðarakerfið en verkefnið er unnið í samstarfi við sveitarfélögin. Skiptu 14 sveitarfélög þeirri upphæð á milli sín. Sama upphæð rann til verkefnisins úr fjarskiptasjóði fyrir yfirstandandi ár og rann það fé til 24 sveitarfélaga. Sveitarfélögin leggja til fjármagn á móti og fjarksiptafyrirtækin eftir atvik-

um. Í lok þessa árs á eftir að leggja ljósleiðara til um 2.000 bygginga í dreifbýli til að fyrrgreind markmið náist. Nýlega var ákveðið að verja enn og aftur 450 milljónum til framkvæmda á næsta ári í þetta viðamikla verkefni og hefur verið opnað fyrir umsóknir. Þessu til viðbótar hefur samgöngu- og sveitastjórnarráðherra nú veitt 100 milljónum í svokallaðan byggðastyrk en 17 sveitarfélög skipta með sér þeirri upphæð að þessu sinni. Í þessum hópi eru þrjú sveitarfélög sem fá úthlutað styrk í flokknum Brothættar byggðir. Styrkirnir eru misháir og á bilinu 1 til 15 milljónir. Stærsti styrkurinn fer til Borgarbyggðar, að upphæð 15,1 milljón króna.


SÓKNARFÆRI  | 31

allt innifalið með öllum legsteinum

2046

149.900 KR .

ÁÐUR : 276.60 0 KR .

115

369.420 KR .

ÁÐUR : 532.90 0 KR .

104

329.420 KR .

ÁÐUR : 482.90 0 KR .

270.220 KR .

6010

ÁÐUR : 408.90 0 KR .

113

297.420 KR .

288.620 KR .

2021

313.420 KR .

304.620 KR .

1002

ÁÐUR : 462.90 0 KR .

539.900 KR .

ÁÐUR : 746.00 0 KR .

ÁÐUR : 451.90 0 KR .

129-3

267.020 KR .

ÁÐUR : 404.90 0 KR .

ÁÐUR : 431.90 0 KR .

ÁÐUR : 442.90 0 KR .

118

6090

385.420 KR .

ÁÐUR : 552.90 0 KR .

ÖLL OKK AR VERÐ MIÐAST VIÐ FULLBÚINN STEIN MEÐ UPPSETNINGU ÞARF AÐ ENDURNÝJA LETRIÐ Á STEININUM? GR ANÍTHÖLLIN TEKUR AÐ SÉR AÐ HREINSA OG ENDURMÁLA LETUR Á LEGSTEINUM. EINNIG TÖKUM VIÐ AÐ OKKUR AÐ RÉTTA AF LEGSTEINA SEM ERU FARNIR AÐ HALLA.

MÖRKIN 4 108 REYKJAVÍK

FYR IR EFTIR

*Frí uppsetning miðast við uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu. Með fyrirvara um prentvillur og uppseldar vörur.

2042

SÍMI 555 3888 GR ANITHOLLIN.IS


32  | SÓKNARFÆRI

Vaxtastigið mesta ógnin Rætt við Bergstein Einarsson, Set á Selfossi Í útrás með Elipex Bergsteinn segir að fjármálahrunið haustið 2008 hafi haft mikil áhrif á Set eins og önnur fyrirtæki í landinu en félagið hafi staðið vel að vígi þegar ósköpin dundu yfir. „Við vorum svo lánsöm að hafa í apríl þetta örlagaár kynnt nýja afurð okkar sem voru foreinangruð plaströr til hitaveitulagna á ráðstefnu þýska hitaveitusambandsins í Bremen en unnið hafði verið að þessu verkefni hjá Set í nokkur ár. Rörin, sem fengu vöruheitið Elipex, samanstanda af hitaþolnu flutningsröri sem umlukið er einangrunarfrauði og klætt í plastkápu. Við stóðum frammi fyrir því að leggja til hliðar hugmyndir um að koma af stað starfsemi í Evrópu en ákváðum þó að halda ótrauð áfram. Þetta þróunarverkefni átti eftir að hafa afgerandi áhrif á hvernig fyrirtækinu tókst að afla nýrra markaða þegar sannarlega þurfti á að halda.“ Bergsteinn segir að nýja afurðin Elipex hafi farið að seljast vel til annarra landa eftir gengisfall krónunnar. Smám saman hafi útflutningurinn orðið mikilvægari þegar Set kynnti nýjustu afurð félagsins, Elipex Premium, á ársþingi danska hitaveitusambandsins dagana 25-26. október sl. í Álaborg. Rörin eru endurbætt foreinangruð plaströr með sveigjanlegri kápu og betra einangrunargildi.

„Við í Set vinnum að ótrúlega skemmtilegum verkefnum þessa dagana og helsta vandamálið er að komast yfir allt það sem við erum að fást við og er framundan. Það telst nú bara nokkuð jákvætt,“ segir Bergsteinn Einarsson, forstjóri Set á Selfossi hress í bragði þegar við tókum hús á honum á dögunum. Starfsemin er mjög umsvifamikil en fyrirtækið er í dag eini framleiðandi landsins á hitaveiturörum, vatnsveiturörum, fráveiturörum og raflagna- og hlífðarrörum fyrir ljósleiðara. Velta Set ehf. og dótturfélags þess í Þýskalandi, Set Pipes GmbH, er áætluð um 2,6 milljarðar króna á árinu. „Á þeim 40 árum sem liðin eru frá stofnun fyrirtækisins hefur starfsemi þess öðru fremur einkennst af mjög virku samkeppnisumhverfi og sveiflum í efnahagslífinu. Þær aðstæður hafa kallað á árvekni og skjót viðbrögð þar sem áhersla hefur verið lögð á hátt

tæknistig, framleiðni og gæðavitund. Mikil þekking og reynsla hefur skapast á sviði framleiðslutækni hjá fyrirtækinu en það á einnig við um kunnáttu á sviði markaðsmála og þjónustu við lagnaiðnaðinn,“ segir Bergsteinn forstjóri.

byggingastarfsemi hér innanlands lagðist nánast af og veituframkvæmdir stöðvuðust. Set keypti röraframleiðslu Reykjalundar í sama mánuði og nýja félagið Set Pipes GmbH í Þýskalandi var stofnað í ágúst 2009 og segja megi að þær aðgerðir hafi bjargað fyrirtækinu eftir hrun. „Það er erfitt að stunda iðnaðarframleiðslu í sveiflukenndu efnahagsumhverfi. Samkeppnisstaðan styrkist á krepputímum vegna veiks gengis en versnar á góðum tímum vegna sterks gengis. Vandamál tengd krónunni, að reka sjálfstæðan fljótandi gjaldmiðil eru líka miklu fleiri en bara sveiflurnar. Vaxtastigið er það alvarlegasta í samanburði við það sem keppinautar okkar búa við,“ segir Bergsteinn ennfremur.

Menntakerfið er í vanda „Við í Set höfum á að skipa mjög góðu starfsfólki í dag en þriðjungur þess er af erlendu bergi brotið og kemur til af því að Íslendingar hafa lítinn áhuga á tækni- og framleiðslugreinum. Útlendingum hef-

ur enda fjölgað mikið vegna þenslunnar á meðan færri Íslendingar flytja til landsins en frá því. Fábrotið bakland í tækni- og framleiðslugreinum og rangar áherslur í skólakerfinu eru þessa valdandi. Það er umhugsunarefni að ófaglært, erlent starfsfólk ber uppi stóran hluta starfsemi í undirstöðugreinum okkar, sjávarútvegi, ferðaþjónustu og stóriðju. Sama þróun hefur orðið í innviðunum í heilbrigðisgeiranum og almennt í umönnunarstörfum. Þarna verðum við að gera bragarbót. Íslendingar eru uppteknir við listsköpun og afrek af ýmsum tagi; eru skáld, tónlistarmenn, málarar, íþróttamenn og fleira á heimsmælikvarða. Það er vissulega ágætt en það er líka áhyggjuefni hversu mjög óvinnufærum Íslendingum hefur fjölgað og hvað margir góðir einstaklingar eru teknir úr umferð vegna tekjutenginga í eftirlauna- og bótakerfum.“ set.is

Eyjafjarðarsveit

Framkvæmdum við gönguog hjólreiðastíg miðar vel „Ég reikna með að um áramót ljúki fyrri áfanga verksins, sem er undirbygging stígsins og í framhaldinu verði síðari verkþátturinn boðinn út, þ.e. malbikun og frágangur. Vonir okkar standa til þess að hægt verði að byrja á því verki strax og vorar og það væri skemmtilegt ef fólk geti notið útivistar á stígnum á þjóðhátíðardaginn 2018. Markmiðið er að stígurinn verði tekinn í notkun snemma næsta sumars,“ segir Ólafur Rúnar

Um áramót verður lokið við undirbyggingu stígsins milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar, sem er 7,5 km langur.

Ólafsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar um framkvæmdir við nýjan göngu- og hjólreiðastíg sem tengir Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit og Akureyri. Stígurinn er 7,5 km langur og liggur meðfram Eyjafjarðarbraut vestari. Að framkvæmdinni standa Eyjafjarðarsveit og Vegagerðin.

Suðurhrauni 12b - 210 Garðabæ | 545 4600 | Fax 545 4601 | metal@metal.is

Aukið öryggi allra vegfarenda Jón Gunnarsson samgönguráðherra tók fyrstu skóflustungu að stígnum í byrjun september og hófust framkvæmdir fljótlega. Fyrirtækið Finnur ehf. átti lægsta tilboð í fyrri áfanga verksins rösklega 80 milljónir króna. Þetta er stærsta stígaverkefni sem Vegagerðin hefur ráðist í utan höfuðborgarsvæðisins. Stígurinn verður 4,5 metra breiður og einstakur að því leyti að af yfirborðslaginu verður ríflega helmingur eða 2,5 metrar, klæddir slit-

lagi en malaryfirborð þar við hliðina. Þetta segir Ólafur Rúnar gert til að mæta óskum hlaupara en stígurinn kemur til með að þjóna stórum hópi fólks; hljólreiðafólki, hlaupurum, göngufólki og í raun öllum útivistarunnendum. Ólafur Rúnar segist finna fyrir miklum áhuga fólks á þessu verkefni enda opnist almenningi nýr möguleiki til útivistar með tilkomu stígsins. „Ég heyri að fólk er ánægt með að sjá stíginn verða að veruleika og það er samstaða hér um þetta verkefni. Fyrir utan að stígurinn nýtist til útvistar og sé mikið öryggismál fyrir göngu- og hjólreiðafólk þá er hann um leið og ekki síður mikið öryggismál fyrir ökumenn sem þurfa að fara þessa fjölförnu leið. Við lítum því á þessa framkvæmd sem aukið öryggi fyrir alla vegfarendur,“ segir Ólafur Rúnar.


SÓKNARFÆRI  | 33

Ný kynslóð málningarefna Bakteríueyðandi málning fyrir heilbrigðisstofnanir og húsnæði þar sem draga þarf úr sýkingarhættu Alpha Sanocryl er akrýlmálning með virkum silfurjónum, sérhönnuð til að vinna gegn bakteríum, t.d. E.coli og ónæmum MRSA/Mósa Bakteríudrepandi virknin eykst við þvott og skrúbbun Innbyggð mygluvörn Hæsti styrkleikastaðall fyrir þvottheldni og rispuþol Hentar vel fyrir heilsugæslu, öldrunarheimili, leikskóla og byggingar þar sem óskað er eftir góðu hreinlæti og draga þarf úr sýkingarhættu

Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið kl. 8-18 virka daga og kl. 10-14 á laugardögum


34  | SÓKNARFÆRI

Þriðja bylgja félagslegs húsnæðis Þrisvar í sögu Reykjavíkur hafa verkalýðsfélög og yfirvöld þurft að grípa til stórfelldra ráðstafana til að tryggja aðgang launafólks að húsnæði við hæfi; á fjórða áratugnum, þeim sjöunda og nú. Sóknarfæri lítur aftur um öxl og kannar stöðuna í dag.

Verkamannabústaðirnir við Hringbraut Árið 1929 átti Héðinn Valdimarsson, alþingismaður og verkalýðsforingi, forystu um setningu laga um verkamannabústaði. Á grundvelli þeirra var Byggingarfélag alþýðu stofnað sem byggði íbúðir austan og vestan megin við Hringbraut. Innan sex ára höfðu tvær stórar byggingasamstæður risið og það af miklum metnaði. Verkamenn greiddu 15% af kostnaðarverði og eignuðust síðan íbúðina smátt og smátt með húsaleigu sem var lægri en leiga á almennum markaði. Íbúðirnar marka um margt tímamót í íslenskri byggingasögu en á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld fór umræðan um húsakost verkafólks hátt víða um álfu. Guðmundur Hannesson læknir og Guðjón Samúelsson voru meðal þeirra sem töluðu fyrir vönduðum húsakosti og heilsusamlegu umhverfi fyrir verkafólk og endurspeglast sú hugsjón í byggingu verkamannabústaðanna. Íbúðirnar vestan við Hringbraut voru teikn-

Bjarg íbúðafélag er að hefja framkvæmdir við Móaveg í Grafarvogi.

Verkamannabústaðirnir við Hringbraut þóttu mikil kjarabót fyrir verkafólk en þar var gjarnan barnmargt og fjör á leiksvæðum.

Mynd Yrki arkitektar.

aðar af Einari Erlendssyni og Guðjóni Samúelssyni en þar var til að mynda munaður á borð við rafmagnseldavélar, vatnsklósett og baðkar sem þóttu síður en svo sjálfgefinn búnaður í hýbýlum verkafólks. Byggðin austan við Hofsvallagötu, sem reis síðar en sú vestan megin, var teiknuð af Gunnlaugi Halldórssyni og þykir hún merki um straumhvörf í íslenskri byggingalist en þar ráða fúnkísstefnan og módernismi ríkjum, með áherslu á notagildi og hreinleika. Áhersla var meðal annars lögð á sólríkar stofur og að hverju húsi fylgdi sér garður. Verkamanna-

bústaðirnir eru í dag vinsælli en nokkru sinni fyrr enda húsnæðið vel byggt og hefur staðist tímans tönn.

Breiðholtið rís Eftir seinni heimsstyrjöldina var ástandið í húsnæðismálum Reykjavíkur aftur orðið afar slæmt og söfnuðust fátækar fjölskyldur í braggahverfi og hrörleg hús við Höfðaborg og víðar. Sumarið 1964 var samkomulag gert á milli verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda um margvíslegar félagslegar umbætur í stað beinna launahækka, þar á meðal átak í húsnæðismálum. Ári síðar gaf Viðreisnar-


SÓKNARFÆRI  | 35

Í Breiðholti má finna blandaða byggð húsa, þótt blokkarhverfin séu ef til vill mest áberandi. Á síðari árum hafa sum fjölbýlishúsanna verið prýdd verkum eftir þekkt íslenskt listafólk.

stjórnin út sérstaka yfirlýsingu um aðgerðir í húsnæðismálum láglaunafólks: Byggja átti 250 íbúðir árlega næstu fimm árin, 1.250 talsins í heild, en með því var grunnurinn að Breiðholti lagður. Stór hluti þeirra var byggður fyrir tilstilli ríkisvaldsins en hluti af Reykjavíkurborg. Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar sá um framkvæmdina en þessar íbúðir eru stór hluti íbúða í Breiðholtinu, sem eru alls um 7600. Eftir að framkvæmdanefnd byggingaráætlunar lauk verki sínu tók Stjórn verkamannabústaða við og hélt áfram byggingu íbúða fyrir láglaunafólk. Fyrsti hluti Breiðholtsins, eða Neðra-Breiðholt, reis frá 1966 til 1973 en síðari hverfi frá um 1970 til 1985. Breiðholt var og er enn fjölmennasta hverfið í Reykjavík. Á undanförnum árum hefur Breiðholtið skapað sér sinn sess í menningarsögu Reykjavíkurborgar en þar hefur verið gróska í lista- og menningarlífi undanfarin ár.

Bjarg íbúðafélag og leiguheimili Enn er staðan í húsnæðismálum erfið og sem fyrr er verkalýðshreyfingin eitt helsta hreyfiaflið í því að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að ódýru og vönduðu húsnæði. Árið 2016 bundust Alþýðusamband Íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja samtökum um stofnun íbúðafélags að danskri fyrirmynd (dk. Almene Boliger) sem hlaut nafnið Bjarg íbúðafélag. Félagið byggir á nýjum húsnæðislögum um almennar íbúðir þar sem ríksisjóður og sveitarfélög leggja til 30-44% af eigin fé húsnæðis sem myndar ígildi eigin fjár í félögunum. „Bjarg leggur áherslu á að útvega öruggt langtímahúsnæði sem verður leigt á kostnaðarverði,“ segir Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags. Íbúðum Bjargs er ætlað að brúa bilið milli félagskerfisins og hins almenna markaðar og tryggja öruggt langtíma leiguhúsnæði fyrir tekjulágt fólk. Bjarg hefur gert viljayfirlýsingu við Reykjavík og Hafnarfjörð um lóðir fyrir 1.150 íbúðir sem byggðar verða á næstu árum en að því loknu mun félagið halda áfram að fjölga íbúðum eins og lóðaframboð og fjármunir leyfa. Meðal annars verður byggt við Móaveg í Grafarvogi, Urðarbrunn í Úlfarsárdal, í Vogabyggð og á Kirkjusandi. „Framkvæmdir munu líkast til hefjast nú eftir áramótin, en þær frestuðust vegna breytinga á deiliskipulagi. Með breytingunum var okkur gert kleift að fjölga íbúðum og lækka þannig kostnað,“ segir Björn, en áætlað er að fyrstu íbúðir verði tilbúnar árið 2019.

Sú hefð að reisa jólatré í „hringnum“ á verkamannabústöðunum vestan Hringbrautar er áratugagömul.

WENCON verndandi viðgerðarefni - Lengir líftímann

Neyðar- eða skammtímalausnir

Viðgerðir og viðhald um borð

Lausnir fyrir verkstæði eða slipp

Dvergshöfða 27 - 110 Reykjavík www.blossi.is - blossi@blossi.is


36  | SÓKNARFÆRI

Gríðarlega spennandi áform eru uppi um nýstárlega 1.400 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði.

Tölvumyndir: ASK arkitektar

Skerjabyggð – spennandi framtíðarsýn Nú er þróunarvinna hafin vegna áforma um uppbyggingu í Skerjafirði þar sem ætlunin er að reisa blandaða byggð með 1000 íbúðum á u.þ.b. 17 hekturum lands. Þar verða íbúðir fyrir almennan markað auk stúdentaíbúða, félagslegra íbúða og atvinnusvæðis. Skerjabyggð mun verða skipulögð í anda verðlaunatillögu um Vatnsmýrarsvæðið þar sem nálægð við sjóinn og gömlu miðborgina mun hafa sterk áhrif. Reykjavíkurborg stóð fyrir lokaðri hugmyndaleit í sumar um framtíðaruppbyggingu á nýrri byggð sem fyrirhugað er að rísi á þróunarreit í Nýja Skerjafirði. Voru arkitektastofurnar Alta, ASK

arkitektar, KRADS arkitektar, Landmótun og Plús arkitektar valdar til þátttöku í hugmyndaleitinni. Allar tillögur sem fram komu þóttu metnaðarfullar og mjög frambærilegar og var tillaga ASK arkitekta, sem unnin var í samstarfi við Landslag og Eflu, valin vinningstillaga í hugmyndaleitinni.

Sjálfbært þorp í Skerjafirði Þróunarreiturinn liggur að núverandi byggð í Skerjafirði og afmarkast af götunni Skeljanesi til vesturs og af öryggissvæði flugbrauta til norðurs og austurs. Svæðið hallar til suðurs í átt að Fossvogi og liggur vel við sól og vindáttum með stórkostlegu útsýni að sjó. Áhersla er lögð á vistvæna byggð sem tekur tillit til náttúru og nærliggjandi

Yfirbragð byggðarinnar minnir á Þingholtin og ýmis önnur eldri hverfi borgarinnar.

byggðar. Á vef Reykjavíkurborgar segir m.a. að tillaga ASK arkitekta

hafi þótt skara fram úr „vegna aðlaðandi byggðarmynsturs með fjölbreyttar húsagerðir og grænt net opinna svæða og gönguleiðir í gegnum inngarða. Tillagan skar sig frá öðrum tillögum að því leyti að hún sýnir mun fjölbreyttari byggð sem sækir yfirbragð til hins sjálfbæra þorps, á meðan aðrar tillögur fylgdu stífara formi.“ Í greinargerð með tillögu ASK arkitekta segir að rammaskipulag Graeme Massie hafi verið leiðarljós skipulags í Vatnsmýrinni um nokkurt skeið og að í vinningstillögunni sé það að nokkru til fyrirmyndar. Hins vegar leggi ASK arkitektar til að það skipulag verði brotið upp að nokkru leyti og horfið frá hornréttum samgönguæðum og strangri randbyggð sem þar sé gert ráð fyrir. „Við viljum mýkri form, fjölbreyttari byggð og mildara yfirbragð,“ segir í greinargerð ASK arkitekta.

1.400 íbúða hverfi Svæðið sem um ræðir í Nýja Skerjafirði er um 190.000 m² að stærð og ASK arkitektar gera ráð fyrir um 160.000 m² byggingarmagni en húsin í hverfinu verða að jafnaði tvær til fimm hæðir. Gert er ráð fyrir um 1.400 íbúðum og að um 20.000 m² fari undir atvinnu- og þjónustuhúsnæði. Byggðin verður blanda randbyggðar og húsa með garða að götum og er sótt í fyrirmyndir í m.a. Þingholtum og Vogahverfi. Bílastæði eru víða samsíða götum en flest eru þau neðanjarðar. Bæjartorgið er miðlægt með allri þeirri þjónustu sem þar er þörf fyrir en þar geta farið fram fjölbreyttir atburðir s.s. útimarkaður, útihátíðir, tónleikar o.fl. Græn tenging frá Skerjafirði að Reykjavíkurtjörn er mikilvæg fyrir byggðina og gert er ráð fyrir að yfirbragð beltisins verði sem náttúrulegast í anda Vatnsmýrarinnar, en tengist neti leikvalla og áhugaverðra staða til að ferðast um og njóta útivistar. Vistvænum samgöngum er gert hátt undir höfði á skipulagssvæðinu til að gera íbúum svæðisins kleift komast ferða sinna án einkabíls. Ný göngu-, hjóla- og almenningssamgöngubrú yfir Fossvoginn mun bæta vistvænar samgöngur en gert er ráð fyrir að borgarlínan fari um brúna. Þannig tengist ný byggð í Skerjafirði við Kársnesið í Kópavogi, þar sem mikil uppbygging er á döfinni en einnig við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík auk miðbæjarins í Reykjavík.

60 milljarðar til húsnæðismála

VIÐ KYNNUM MEÐ STOLTI

Bæjarlind 7-9

11,4

FALLEGA HANNAÐ OG VANDAÐ HÚS

2017 1

2018 2

Sérlega vandað álklætt lyftuhús með viðarál gluggum sem gerir húsið eins viðhaldslítið og mögulegt er.

Örfáar íbúðir eftir Verð frá 42.900.00 NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA

Stefán Jarl Martin

Hannes Steindórsson

Kristján Þórir Hauksson

Lögg. leigumiðlari

Lögg. fasteignasali

Lögg. fasteignasali

892 9966

699 5008

696 1122

stefan@fastlind.is

14,4 10,6

hannes@fastlind.is

kristjan@fastlind.is

2019 3

12,2

2020 4

10,3

2021 5

Reykjavíkurborg:

59 milljarðar til húsnæðismála Samkvæmt húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er áætlað að heildarframlög Reykjavíkurborgar til húsnæðismála nemi alls 59

milljörðum kr. eða um 11,8 milljörðum kr. árlega að jafnaði næstu fimm árin.


SÓKNARFÆRI  | 37

Húsumsjón Eignaumsjónar ustu við atvinnuhúsnæði af öllum stærðum og gerðum. Eignaumsjón er brautryðjandi á Íslandi í þjónustu við húsfélög og rekstrarfélög um fasteignir og býður upp á heildarlausnir í rekstri fjöleignarhúsa, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, með það að markmiði að

gera rekstur fasteigna markvissari og ódýrari, auka upplýsingaflæði og auðvelda störf eigenda og hússtjórna. eignaumsjon.is

Einar Snorrason annast húsumsjón Eignaumsjónar og er með sveinspróf í húsasmíði og starfaði sem slíkur hátt í áratug. Þá vann hann í rúman áratug hjá Brunavörnum Suðurnesja sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og sem húsumsjónarmaður hjá ISAVIA.

Sigurbjörg Leifsdóttir, forstöðumaður fasteignasviðs Eignaumsjónar. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson.

„Það nýjasta sem við bjóðum eigendum íbúðar- og atvinnuhúsnæðis upp á er húsumsjón – hagnýt lausn við eftirlit og umsjón með sameign húsa og húsfélaga,“ segir Sigurbjörg Leifsdóttir, forstöðumaður fasteignasviðs Eignaumsjónar hf., en félagið hefur verið leiðandi í rekstri húsfélaga og atvinnuhúsnæðis á Íslandi allt frá því að það tók til starfa fyrir 16 árum. Allir sem þekkja rekstur húsfélaga vita að þörf er á reglubundnu eftirliti með daglegri umhirðu og ástandi sameignar, innanhúss sem utan. Sigurbjörg segir að húsumsjón Eignaumsjónar geti komið í stað hefðbundinnar húsvörslu og verið bæði hagkvæm og skynsamleg lausn fyrir fjölda húsfélaga og rekstrarfélaga.

Reglulegt eftirlit og umsjón „Í stað húsvarðar í fullu starfi útvegum við þjónustu fagmanns í hlutastarfi, með tilheyrandi sparnaði,“ segir Sigurbjörg og bætir við að fyrsti húsumsjónarmaður Eignaumsjónar hafi þegar tekið til starfa. Hann fer um á bíl merktum Eignaumsjón og heimsækir reglulega þær húseignir sem tryggt hafa sér þessa nýjustu þjónustu félagsins og fer yfir ástand og búnað, s.s. aðgangskerfi, lyftur, hitakerfi, sorphirðumál, brunavarnir, raf- og pípulagnir og snjóbræðslukerfi og gerir nauðsynlegar úrbætur. Húsumsjónarmaðurinn hefur einnig eftirlit með umhirðu og ástandi sameignar, innanhúss sem utan og mun skrá samviskusamlega allt sem gert er í húsbók eignarinnar, sem verður aðgengileg stjórnarmönnum viðkomandi húsfélags. „Með þessu móti er tryggt að fyrirbyggjandi viðhaldi er sinnt og ásýnd húseignar og lóðar sé ávallt til fyrirmyndar, því við komum með ábendingar um úrbætur þegar við á,“ segir Sigurbjörg og bætir við að húsumsjónarmaðurinn sinni einnig ýmsum smærri viðhaldsverkefnum. „Hann annast líka verkstjórn og eftirlit með þjónustuaðilum sem við útvegum þegar þörf er á en við erum með aðgang að neti fagmanna sem við höfum byggt upp frá því að Eignaumsjón tók til starfa árið 2001.“ Brautryðjandi á Íslandi Húsumsjón Eignaumsjónar heyrir undir nýlega stofnað fasteignasvið félagsins, sem einbeitir sér að þjón-

Kvartssteinn í eldhúsið Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. silestone.com

Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendum með Silestone.

Bakteríuvörn

Blettaþolið

Högg- og rispuþolið

Kvarts steinn er unnin steinafurð. Við framleiðslu kvarts steinsins er nýtt það besta úr kvartsi með því að mylja steininn niður, blanda í hann litar- og bindiefnum áður en steinninn er aftur pressaður saman. Útkoman er mjög slitsterkt efni með þéttara yfirborð en hefðbundinn náttúrusteinn.

Steinsmiðjan Rein | Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is

Sýruþolið


38  | SÓKNARFÆRI

Ískraft

Heildarlausnir í raflögnum og lýsingu Fyrirtækið Ískraft sérhæfir sig í innflutningi og heildsölu á raflagnaefni og lýsingabúnaði til rafverktaka, rafvirkja og ýmissa fyrirtækja. Hjá fyrirtækinu starfa á fjórða tug starfsmanna og það hefur yfir að ráða 1700 m2 húsnæði að Smiðjuvegi 5 með góðri sýningaraðstöðu, auk lagers og skrifstofu. Þá er Ískraft í dag með útibú á 5 stöðum á landinu. „Ískraft er framsækið og metnaðarfullt fyrirtæki þar sem viðskiptavinurinn er alltaf í fyrirrúmi. Við leggjum áherslu á að bjóða heildarlausnir á sviði raf- og lýsingarbúnaðar,“ segir Arnar Þór Hafþórsson sölu- og markaðsstjóri hjá Ískraft. Hann segir fyrirtækinu skipt í fjórar deildir; raflagnir, lýsingu, sjálfvirkni og afldreifingu og þar leggi sérfræðingar fyrirtækisins metnað sinn í að veita rafvirkjum, arkitektum, raf- og lýsingarhönnuðum og öðrum fagmönnum, tæknilega ráðgjöf um þær vörur sem í boði eru. „Markmið okkar er að vera fyrsti valkostur þessara aðila og keppikefli okkar á hverjum degi er að veita faglega, hraða og góða þjónustu. Fyrir okkur hjá Ískrafti er rafiðnaðurinn ekki bara starf heldur líka áhugamál sem við deilum með viðskiptavinum okkar.“ Arnar Þór segir marga hafa

skipt við fyrirtækið árum og jafnvel áratugum saman og samskipti við þá hafi verið ánægjuleg í gegnum árin.

Öryggi umfram allt Arnar segir að allt frá stofnun fyrirtækisins hafi verið lögð áhersla á að flytja inn vandað efni og þeirri línu hafi verið fylgt alla tíð síðan. Mest af aðföngunum kemur frá Evrópu og Bandaríkjunum. „Samkeppnin á þessum markaði er mikil og því skiptir máli að vera með vönduð efni og veita góða þjónustu. Allt efni sem við bjóðum stenst ítrustu gæðakröfur en það er mikilvægt að hafa í huga að efni til raflagna á aðeins að nota á þann hátt sem framleiðendur gefa upp.“ Ískraft var stofnað af Herborgu Halldórsdóttur og Hreggviði Þorgeirssyni 1. nóvember 1975 og státar því af yfir 40 ára reynslu á sínu sviði. Fyrirtækið var rekið af þeim hjónum og fjölskyldu þeirra allt til ársins 1999, þegar Húsasmiðjan keypti Ískraft. Frá því nýir eigendur tóku við segir Arnar Þór að starfsemin hafi eflst til mikilla muna og vöruval aukist gífurlega. Fagmennskan í fyrirrúmi Að sögn Arnars Þórs eru vörustjórar, sölumenn og flestir lagermenn Ískrafts rafvirkjar að mennt og búa yfir mikilli þekkingu um þær vörur

„Fyrir okkur hjá Ískrafti er rafiðnaðurinn ekki bara starf heldur líka áhugamál sem við deilum með viðskiptavinum okkar,“ segir Arnar Þór Hafþórsson, sölu og markaðsstjóri hjá Ískraft.

sem fyrirtækið selur. „Flestir lykilstarfsmenn okkar hafa starfað hér um langt skeið og hafa brennandi áhuga á því sem er að gerast í fag-

inu. Við leggjum mikla áherslu á að vörustjórar okkar sæki fagsýningar og miðli þekkingu sinni til annara sölumanna,“ segir Arnar

Þór Hafþórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Ískraft. iskraft.is

www.eignaumsjon.is

Húsumsjón Eignaumsjónar Ný þjónusta við húsfélög og atvinnuhúsnæði √ Eftirlit með daglegri umgengni húseignar og búnaði √ Samskipti við þjónustuaðila og stjórn húsfélags √ Fyrirbyggjandi viðhald √ Betri ásýnd húseignar og lóðar

Húsumsjón Eignaumsjónar gerir úttekt á ástandi og búnaði viðkomandi húss, t.d. aðgangskerfi, lyftum, hitakerfi, sorphirðumálum, brunavörnum, raflögnum, pípulögnum, snjóbræðslu og fleiru. Tryggt er að fyrirbyggjandi viðhaldi sé sinnt og komið með ábendingar um úrbætur þegar við á, auk þess að hafa eftirlit með þjónustuaðilum. Jafnframt sinnir húsumsjón Eignaumsjónar smærri verkefnum og hefur aðgang að neti fagmanna sem félagið hefur byggt upp frá því það tók til starfa fyrir 17 árum og tryggir með því bæði hraða og góða þjónustu.

Suðurlandsbraut 30 108 Reykjavík Sími 585 4800 thjonusta@eignaumsjon.is


SÓKNARFÆRI  | 39

Við færum þér góðar gluggalausnir Gluggahöllin ehf. flytur inn og smíðar glugga og hurðir í öllum mögulegum stærðum. Allar vörur eru framleiddar úr hágæða efni sem þolir vel íslenska veðráttu. Leitaðu til ráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar og tilboð, þér að kostnaðarlausu.

Trégluggar // Álklæddir gluggar Pvc gluggar // Hurðir // Sérsmíði Við erum í sama húsi og Graníthöllin ehf.

Gluggahöllin ehf. Mörkin 4, 108 Reykjavík, S: 555 0760 info@gluggahollin.is


40  | SÓKNARFÆRI

Quick & Easy hjá Tengi

Nýtt lagnakerfi vekur athygli Tengi hefur kynnt til sögunnar heildstætt og vottað lagnakerfi fyrir neysluvatn og hitalagnakerfi, en kerfið nefnist Quick & Easy og er frá fyrirtækinu Uponor sem er gamalgróið evrópskt fyrirtæki og framleiðir öll sín rör í Svíþjóð. Við ræddum við Björn Ágúst Björnsson í lagnadeild Tengis sem fræddi okkur um þessa nýjung hér á landi.

Afkastamikið og öruggt Helstu kostir þessa kerfis eru þeir að samsetningarmáti þess er afar einfaldur og öruggur og það því mjög einfalt í notkun. Tengingar eru mjög öruggar svo og rörin sjálf, sem kallast PE-Xa. Rörin eru rafkrossbundin sem gerir þau firnasterk en um leið þjál og meðfærileg í uppsetningu. Þá eru rörin tengd við nippil með þeim hætti að vatnsrásin þrengist ekki og er allt að 38% minna þrýstifall í þessu kerfi miðað við pressutengi í öðrum kerfum. „Ég starfaði um nokkurra ára skeið í Noregi og þar kynntist ég þessari lausn sem við hjá Tengi höfum verið að kynna undanfarinn mánuð og munum áfram gera á næstunni. Við efndum til kynningarfunda sl. haust og þar mættu á annað hundrað fagaðilar og hönnuðir og er óhætt að segja að þeim leist afar vel á. Við erum byrjuð að

Björn Ágúst Björnsson, sölumaður í lagnadeild Tengis og pípulagningameistari. „Þetta kerfi er vottað sem ein heild og mætir ítrustu kröfum um frágang lagna í votrými.“

selja Q&E kerfið í verslunum okkar hér í Kópavogi og á Akureyri og byrjað er að koma því fyrir í nýbyggingum á mörgum stöðum á landinu. Fagmenn eru afar ánægðir

og ég er þess fullviss að Q&E kerfið frá Uponor á eftir að ná góðri útbreiðslu hér á landi. Með því er ég ekki að segja að önnur kerfi séu úrelt, heldur erum við með þessu

að auka breiddina á markaðnum og gefa fagmönnum kost á að kynnast því nýjasta á þessu sviði. Þó varan sé ný hér á Íslandi þá á Q&E að baki yfir 20 ára þróun og

hefur kerfið verið í sölu á heimsvísu í mörg ár,“ segir Björn Ágúst.

Rör í rör kerfi Q&E kerfið er rör í rör kerfi fyrir


SÓKNARFÆRI  | 41

neysluvatns- og miðstöðvarlagnir og býður upp á framúrskarandi lausnir hvað varðar uppsetningu og frágang, m.a. við töppunarstaði í votrýmum. Þau uppfylla að sjálfsögðu IST-67 staðalinn íslenska sem byggir á evrópska staðlinum DS-439. „Þetta kerfi er vottað sem ein heild og mætir ítrustu kröfum um frágang lagna í votrými, þar á meðal að öll tengistykki séu aðgengileg, að öllum rörum í rýminu sé hægt að skipta út án uppbrots og að allir töppunarstaðir í rýminu séu vatnsþéttir. Lausnirnar frá

Uponor hvað þetta varðar eru framúrskarandi að mínu mati,“ segir Björn Ágúst. Hann hnykkir á mikilvægi góðs frágangs á lögnum með því að benda á að samkvæmt upplýsingum tryggingafélaganna séu 2,2 milljarðar greiddir í tjónabætur á ári vegna vatnstjóna og að meðaltali sé tilkynnt um 18 vatnstjón á sólarhring hér á landi. „Það gefur því auga leið að það er hagur samfélagsins alls að við aukum öryggiskröfur hvað varðar frágang vatnslagna, bæði í neysluvatns- og hitalagnakerfum. Ég tel Q&E kerfið svara slíkum kröfum mjög vel.“ Lagnadeild Tengis selur sérhæfð tæki til fagmanna fyrir Q&E kerfið. Sölumenn lagnadeildar Tengis veita allar nánari upplýsingar.

Einbýlishús og fjölbýlishús eru í bygginguí Hrafnagilshverfi þessa stundina.

Hrafnagilshverfi stækkar hratt Á annan tug íbúða hafa verið í byggingu og eru í byggingu í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit á þessu ári og er því þéttbýliskjarninn að stækka nokkuð hratt þessi misserin. Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, segir bæði um að ræða einbýlishúsabyggingar einstaklinga og byggingar verktaka á fjölbýlishúsaíbúðum til sölu á almennum markaði. „Það eru hafnar framkvæmdir við tvö raðhús í hverfinu með samtals átta íbúðum, auk íbúðarhúsa sem eru langt komin og önnur eru á byrjunarstigi,“ segir Ólafur Rúnar en fyrir í hverfinu voru rösklega 40 einbýlishús og tvö fjórbýlishús. Með þessari hrinu nýbygginga stækkar Hrafnagilshverfi því umtalsvert á skömmum tíma. „Þetta er mjög mikil viðbót í ekki stærra sveitarfélagi. Við verðum þess áskynja að það er mikill áhugi á búsetu hér, ekki síst hjá fjölskyldufólki þar sem Hrafnagilsskóli hefur á sér gott orð. Hér er leikskóli og tónlistarskóli við hlið grunnskólans, góð íþróttaaðstaða og þannig mætti áfram telja. Þessi mikla þjónusta sem er í boði á svæðinu er aðdráttarafl og það er fagnaðarefni fyrir okkur að sjá þá fjölgun íbúa sem þessum framkvæmdum mun fylgja,“ segir Ólafur Rúnar. Enn eru lausar lóðir til úthlutunar í Hrafnagilshverfi en auk þess eru víðar í sveitarfélaginu lausar byggingalóðir á samþykktum skipulagssvæðum.

hgschmitz.de

tengi.is

Q&E kerfið er rör í rör kerfi fyrir neysluvatns- og miðstöðvarlagnir og býður upp á framúrskarandi lausnir, m.a. við töppunarstaði í votrýmum.

Gira eNet – nýja þráðlausa, tvíátta hússtjórnarkerfið Innlagnaefni bætt við á einfaldan hátt www.gira.is

al lin n í ra fið n Þr áð la us i st að ra .c om .a ca de my.gi skei ð á w w w Ó ke yp is ná m

Innlagnaefni bætt við á einfaldan hátt Gira eNet er nýtt þráðlaust, tvíátta hússtjórnarkerfi fyrir snjalla samtengingu og stjórnun nútímalegra innlagnaefna. Með einföldum hætti er hægt að bæta við þráðlausum eiginleikum á borð við ljósa- og gardínustýringu og tengja þá saman. Hægt er að setja nýja þráðlausa rofa í stað þeirra sem fyrir eru og þarf því ekki að brjóta veggi og leggja nýjar lagnir. Í boði

eru þráðlaus rofa- og dimmerlok, þráðlausir veggsendar og þráðlausar fjarstýringar. Mynd frá vinstri til hægri: Gira eNet þráðlaust rofa-/dimmerlok, einfalt, System 2000 – Gira eNet þráðlaus stjórnhnappur fyrir rimlagardínur, einfaldur – Gira eNet þráðlaus veggsendir, þrefaldur, Gira E2, mjallhvítt glansandi

Einfalt er að stjórna eNet í snjalltækjum Með Gira Mobile Gate er hægt að stjórna öllu kerfinu í farsímum og spjaldtölvum með iOS- og Android-stýrikerfi. Þannig er hægt að stjórna gardínum, ljósum og senum á einfaldan og þægilegan

hátt í Gira viðmótinu í gegnum þráðlausa netið á heimilinu. Hægt er að sjá stöðu ljósa og gardína á augabragði. Mynd: Nýja Gira viðmótið fyrir Mobile Gate á snjallsíma

Viðurkenningar sem Gira viðmótið hefur hlotið: Red Dot Award – Communication Design 2014, Best of the Best fyrir mestu gæði hönnunar [Viðmótshönnun: schmitz Visuelle Kommunikation]

Smiðjuvegur 3 · 200 Kópavogur · Sími: 5 20 - 45 00 · www.sg.is

206695_Anz_eNet_iPhone_A4_IS.indd 1

04.07.17 10:29


42  | SÓKNARFÆRI

Steypustöðin

Myglan lifir ekki í LEMGA Fréttir um raka og myglusveppi í byggingum hafa verið áberandi síðustu misseri og flestum kunnugt að slíkt getur haft veruleg áhrif á líf og heilsu fólks. Steypustöðin ehf. býður LEMGA milliveggjasteina sem má segja að séu alger bylting hér á landi. Viðar Hreinn Olgeirsson, sölustjóri hjá Steypustöðinni fer yfir kosti þess að nota LEMGA og bendir jafnframt á að í heimi, þar sem sífellt eru gerðar meiri kröfur á vistvæna orku, séu tveir þriðju af orkunni sem þarf til að búa til LEMGA frauðsteypu, framleidd í vindorku- og ljósspennuverum fyrirtækisins. „Raki er algengasta ástæðan fyrir skemmdum á byggingum og óheilsusamlegu andrúmslofti inni í þeim. Við þurfum að gera greinarmun á raka utandyra, svo sem rigningu, snjó, vatnsleka o.s.frv. og raka sem myndast inni í byggingunni, þéttivatni. Það myndast af völdum of mikils raka í rýminu (meira en 65%), lélegrar loftræstingar, kuldabrúa í byggingunni eða raka sem þéttist á kaldavatnsrörum. Niðurstaðan er óþægilegt „kjallaraloft“ með dragsúgi, kulda, rökum veggjum og mygluvexti. Góð kynding og loftræsting hjálpar, en til að fá þægilegt og heilbrigt

Viðar Hreinn Olgeirsson, sölustjóri hjá Steypustöðinni segir að til að fá þægilegt og heilbrigt andrúmsloft þurfi innveggirnir að vera byggðir úr réttu efni.

LEMGA milliveggjasteinar eru úr frauðsteypu og koma í veg fyrir myglu í byggingunni.

andrúmsloft þurfa innveggirnir að vera byggðir úr réttu efni.“ Viðar Hreinn segir að LEMGA frauðsteypa frá Schlamann sé einkar hentug leið til að koma í veg fyrir myglu inni í byggingunni. „Hún er mjög hitaeinangrandi, gegnheil og með framúrskarandi brunavernd. Aðrir kostir eru m.a. gott burðarþol, hljóðeinangrun og rakavernd. Frauðsteypan er bæði

alveg út að endum veggjarins, sem kemur í veg fyrir að raki getur ekki myndast. Niðurstaðan er að mygla getur ekki lifað í veggjum úr LEMGA frauðsteypu,“ segir Viðar Hreinn hjá Steypustöðinni að síðustu.

hagkvæm og umhverfisvæn og að öllu leyti gerð úr steinefnum en er engu að síður auðveld að vinna með og hefur framúrskarandi endingu. Veggir úr LEMGA frauðsteypu endast tvisvar til þrisvar sinnum lengur en milliveggir úr gifsi.“ Útveggir úr steypu og innveggir úr gifsi er samsetning sem er viðkvæm fyrir raka og myglumyndun.

Steypan hleypir litlum raka í gegnum sig og hún þornar hægt en gifsið hefur aftur á móti lítið viðnám gegn vatni og raka. Því myndast kjöraðstæður fyrir myglumyndun innan á þilplötunum ef raki kemst þar að. „Samsetning á steypu og frauðsteypu hentar mun betur. Vegna einsleitrar uppbyggingar efnisins veitir LEMGA frauðsteypa fullkomna hitadreifingu sem nær

steypustodin.is

Við Skoðum LíkA FASTEigniR! Fjölbreytt úrval

Fyrir alla

√ Leiguskoðun

√ Einstaklinga

√ Rafmagnsskoðun

√ Fasteigna- og leigufélög

√ Söluskoðun

√ Ástandsskoðun

o Sérsniðnar lausnir o Þakskoðun

o Rakamæling

o Hitamyndataka

√ Fasteignasölur

√ Tryggingafélög

√ Fjármálastofnanir

√ Sveitarfélög og ríkisstofnanir √ Aðila í byggingariðnaði

o Sýnataka

√ Byggingareftirlit √ Einnig skoðun gæðastjórnunarkerfa í byggingariðnaði

Fasteignaskoðanir Frumherja - Sími: 570 9360 - netfang: fast@frumherji.is - www.frumherji.is


SÓKNARFÆRI  | 43

Stólpi Gámar

fyrir atvinnulífið

Stólpi Gámar bjóða gámalausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu  þurrgáma  hitastýrða gáma

 geymslugáma  einangraða gáma

 fleti og tankgáma  gáma með hliðaropnun

Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS og vörulyftur frá ATN og Maber Hafðu samband 568 010 0

www.stolpigamar.is

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði


44  | SÓKNARFÆRI

Legsteinar, gluggar og líkkistur í litum „Upphaflega hugmyndin var sú að auka þjónustu Graníthallarinnar, sem flytur inn og selur legsteina, með því að bjóða einnig upp á líkkistur fyrir útfararþjónustur og endursöluaðila. Til að tryggja að gæðin væru sem best, vildi ég vera með kistur sem væru smíðaðar hér á landi og þegar ég fór að panta vélar fyrir þetta verkefni kom í ljós að með tiltölulega lítilli viðbót var einnig hægt að smíða glugga í þessum vélum. Þar með varð Gluggahöllin til,“ segir Heiðar Steinsson, eigandi systurfyrirtækjanna Gluggahallarinnar og Graníthallarinnar. Í dag eru fyrirtækin með sameiginlega aðstöðu að Miðhellu í Hafnarfirði og í Mörkinni í Reykjavík. Trésmíðaverkstæði Gluggahallarinnar er í Hafnarfirði og þar eru smíðaðar líkkistur og gluggar auk þess sem framleiðsla á legsteinum fer þar fram. Fyrirtækin reka einnig sameiginlega söluskrifstofu í Mörkinni 4 í Reykjavík þar sem hægt er að skoða og velja úr fjölbreyttu framboði af legsteinum í ýmsum stærðum, gerðum og verðum og líkkistum í ólíkum litum. Heiðar segir mikla samkeppni vera í innflutningi og sölu á gluggum sem erfitt sé að keppa við hér heima. Því flytji Gluggahöllin fyrst og fremst inn viðurkennda og

Gluggahöllin og Graníthöllin verða framvegis með á lager líkkistur í fleiri litum en hvítum. Heiðar Steinsson eigandi fyrirtækjanna er hér með eina rauða.

staðlaða glugga sem smíðaðir eru erlendis, en á verkstæðinu í Hafnarfirði verður hins vegar hægt að sinna hvers kyns sérsmíði. „Allir gluggar sem við flytjum inn erlendis frá eru framleiddir af viðurkenndum fyrirtækjum sem

eru með mjög mikla reynslu. Við höfum lagt áherslu á að semja við framleiðendur sem standast þær kröfur sem gerðar eu á Íslandi samkvæmt CE staðli,“ segir Heiðar. Við bjóðum í dag upp á þá þjónustu að fara á staðinn, taka mál og

panta gluggana fyrir fólk. Næsta sumar reiknum við svo með að bjóða upp á ísetningu glugganna líka.

ar komið er inn í sýningarsal fyrirtækjanna í Mörkinni að sjá þar rauðar, svartar og viðarlitar líkkistur auk hinna hefðbundnu hvítu kista sem Íslendingar þekkja best. Aðspurður hvort einhver kaupi rauða líkkistu segir hann að það hafi vissulega ekki verið mikið um það hingað til sem helgist af því að þær hafi ekki verið á boðstólum þegar fólk hafi verið að velja kistur. En þetta sé að breytast. „Hafi fólk viljað kistur í öðrum litum en hvítum var sjaldan hægt að verða við því vegna þess að þær hafa ekki verið til á lager og yfirleitt er tíminn sem til stefnu of naumur til að sérpanta. Þetta breytist þegar fólk hefur val og við erum byrjaðir að bjóða upp á kistur í öðrum litum en hvítum og verða þær til á lager hjá okkur.“ Hann segir að líkkistur Íslendinga hafi að stórum hluta verið innfluttar en það sé kominn tími til að það breytist og framleiðslan flytjist í ríkari mæli hingað til lands. „Auk þess að vera með kistur á lager í fjölbreyttari litum en áður bjóðum við líka upp á mismunandi efni og útfærslur og vonumst eftir góðum viðtökum við þessu,“ segir Heiðar Steinsson, eigandi Gluggahallarinnar og Graníthallarinnar.

Rauðar líkkistur Það vekur óneitanlega athygli þeg-

granithollin.is gluggahollin.is

Við höfum varðveitt ylinn í íslenskum húsum í 60 ár

-vottuð n u r g n a n ei

llum ö í a r e v ð a á i d n a l s Í á m u bygging

Hágæða einangrunarplast • fyrir sökkla • undir gólfplötur • á útveggi og þök

einangrun – umbúðir

TEMPRA EHF • Íshella 8 • 221 Hafnarfjörður • Sími: 520 5400 • tempra@tempra.is • www.tempra.is


SÓKNARFÆRI  | 45

Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 tengi@tengi.is www. tengi.is


46  | SÓKNARFÆRI

Átak til að fjölga íbúðum Félagsbústaða í Reykjavík Félagsbústaðir Reykjavíkurborgar eiga í dag tæplega 2500 íbúðir eða um 4,5% þeirra ríflega 50 þúsund íbúða sem í borginni eru. Félagið á eina eða tvær íbúðir í langflestum stigahúsum fjölbýlishúsa í Reykjavík og fleiri í stærri stigahúsum. Félagsbústaðir voru settir á laggirnar fyrir réttum 20 árum árið 1997 til að annast rekstur þeirra íbúða sem borgin á og eru ætlaðar þeim sem eiga rétt á félagslegum íbúðum á vegum Reykjavíkurborgar. Þrátt fyrir að eignasafnið hafi stækkað mikið síðustu ár eru enn um tæplega 700 umsóknir frá aðilum sem metnir eru í brýnni þörf á biðlista hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar eftir félagslegu húsnæði.

Yfir 600 íbúðir á næstu fjórum árum Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir að vegna hagstæðrar leigu sé lítil hreyfing á þeim sem leigja hjá Félagsbústöðum því þeir vilji yfirleitt búa eins lengi í íbúðum félagsins og þeir eiga rétt á. Hann segir að vegna mikillar eftirspurnar sé nú unnið að því að fjölga íbúðum Félagsbústaða enn frekar. En hvað má gera ráð fyrir að félagslegum

Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir gert ráð fyrir að á næstu fjórum árum fjölgi íbúðum félagsins um rúmlega 600.

Í dag eiga Félagsbústaðir eina til tvær íbúðir í langflestum stigahúsum fjölbýlishúsa í Reykjavík.

íbúðum í borginni fjölgi mikið á næstu árum? „Samkvæmt áætlun sem gerð var 2016 er gert ráð fyrir að félagslegum íbúðum fjölgi um rúmlega 600 á næstu fjórum árum. Þar af gerum við ráð fyrir að kaupa 50-60 íbúðir á þessu ári og um 100 íbúðir á því næsta, en sennilega verða þær enn fleiri því þörfin er mikil,“ segir Auðun Freyr. Þar til nýlega hefur félagið fyrst og fremst keypt notað húsnæði en ekki staðið sjálft í að byggja nýjar íbúðir ef undan eru skilin sértæk

búsetuúrræði eða búsetukjarnar fyrir fatlaða einstaklinga. „Nú hefur borgin hins vegar í fyrsta skipti falið okkur að byggja almennt íbúðarhúsnæði og við erum byrjuð að skoða hugsanlega byggingareiti fyrir fjölbýlishús og vonumst til að geta hafið framkvæmdir snemma á næsta ári ef allt gengur eftir.“

Samstarf við önnur félög Auðun Freyr segir Félagsbústaði eiga gott samstarf við aðra byggingaraðila og þá sérstaklega við félög sem ekki eru rekin í hagnaðar-

skyni því þau byggi yfirleitt íbúðir sem henti þeirra hópi vel. Hann segir að ekki hafi verið mikið framboð af litlum íbúðum undanfarin ár, hvorki í nýbyggingum né eldri húsum. Hann bendir á að með tilkomu íbúðafélaga eins og Bjargs, sem var stofnað af ASÍ og BSRB, sé hins vegar að verða til öflugt félag sem er rekið án hagnaðarsjónarmiða og á að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að vönduðu og hagkvæmu húsnæði í langtímaleigu. Bjarg er að hefja byggingu hagstæðra íbúða á einum þremur reitum í Reykjavík og segir Auðun Freyr að lóðunum frá Reykjavíkurborg fylgi kaupréttur Félagsbústaða á um 20% þeirra íbúða sem þar verða til. „Við höfum unnið á sama hátt

með Búseta sem er líka félag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni. Þar höfum við samið um íbúðakaup í verkefnum sem þeir hafa verið að vinna og við erum nú þegar farin að sjá árangur af því í nýjum íbúðum.“ Hann segir að samningar um forkaupsrétt í nýbyggingaverkefnum eigi eftir að koma sterkar inn hjá Félagsbústöðum á næstu árum. Auðun Freyr segir aðstæður til íbúðakaupa hafa verið erfiðar framan af ári vegna mikillar spennu á fasteignamarkaði. „Ég er hins vegar ekki frá því að það sé að færast meiri ró yfir þennan markað og þá sérstaklega þann hluta sem við höfum verið að vinna á sem eru minni íbúðir,“ segir Auðun Freyr Ingvarsson framkvæmdastjóri Félagsbústaða.

ÖRYGGISVÖRUR Í ÚRVALI FYRIR FAGMANNIN

Kemi ehf | Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is www.kemi.is


Fasteignaskoðanir Frumherja auka gæði í fasteignaviðskiptum Ástandsskoðun Þriðja skoðunarformið sem Kristín Erla nefnir er svokölluð ástandsskoðun. „Þessi þjónusta er mjög vinsæl og felur í sér skoðun á afmörkuðum hluta fasteignar, t.d. ef fólk verður vart við leka eða annan galla og vill fá mat á því hve umfangsmikill hann er og hvert rekja megi upptök hans. Skoðun á þaki, rakamælingar og sýnataka vegna

SÓKNARFÆRI  | 47

myglusveppa eru einnig dæmi um ástandsskoðanir Frumherja.

Stækkandi markaður Kristín Erla greinir vaxandi þörf fyrir þjónustu Frumherja á byggingarsviði. Eftirspurn fyrirtækja í fasteignarekstri fer vaxandi auk þess sem fjármálastofnanir sýna.

Almenningur er orðinn mun meðvitaðri um hvernig hann getur varið sig gagnvart mögulegum göllum, bæði við kaup og leigu fasteigna.

frumherji.is

Kristín Erla Einarsdóttir, sviðsstjóri hjá Frumherja.

,„Fólk er almennt orðið mun meðvitaðra um hvernig það getur varið sig gagnvart mögulegum göllum, bæði við kaup og leigu fasteigna,“ segir Kristín Erla Einarsdóttir, sviðsstjóri mannvirkja- og veitusviðs Frumherja. Fyrirtækið hefur frá árinu 2011 boðið margvíslegar skoðanir sem tengjast ástandi húsnæðis og segir Kristín Erla að almenningur hafi frá byrjun verið duglegur að nýta sér þessa þjónustu og nú séu fyrirtæki eins og leigufélög og fasteignafélög að koma inn í auknum mæli. „Úttekt fagfólks er ein leið til að leiða í ljós þá galla sem kunna að vera fyrir hendi þannig að báðir aðilar gangi upplýstir inn í kaupeða leigusamning,“ segir Kristín Erla. Hún segir að meðal fjölmargra tegunda fasteignaskoðana sem Frumherji bjóði upp á þá séu söluskoðun, leiguskoðun og ýmsar tegundir ástandsskoðana vinsælastar. Kristín Erla segir fyrirtækið nýlega hafa fest kaup á flygildi eða dróna sem ætlaður er til skoðana þar sem aðgengi er erfitt, eins og oft er í háum byggingum.

Söluskoðun Söluskoðun er sjónskoðum sem gerð er samkvæmt ákveðnu skoðunarferli gegn föstu gjaldi. Þá er gengið um eignina að utan og innan og almennt ástand hennar metið. Leitað er að því sem getur talist til skemmda eða galla og valdið kaupanda verulegum kostnaði. „Að lokinni skoðun er niðurstöðum skilað til verkbeiðanda með almennum upplýsingum um eignina ásamt helstu athugasemdum skoðunarmanns og myndum. Algengast er að gerður sé fyrirvari um skoðun í kauptilboði og ættu sjö virkir dagar að vera nægilegur fyrirvari,“ segir Kristín Erla. Leiguskoðun Að sögn Kristínar Erlu færist í vöxt að Frumherji sé fenginn sem óháður aðili, til að skoða fasteignir áður en þær eru leigðar. „Slík skoðun er stöðumat á eigninni og felst í að ljósmynda og skrá almennt ástand eignarinnar við upphaf leigutímans,“ segir Kristín Erla og bætir við að myndir sem teknar eru í skoðuninni séu geymdar í gagnasafni Frumherja og aðgengilegar bæði leigusala og leigutaka hvenær sem er.

Forysta í

fjarvarmaflutningi Miklar framfarir hafa orðið við nýtingu á lághita fyrir neysluvatn með Set hitaveiturörum. Í yfir 100 ár hafa Íslendingar nýtt heitt vatn til húshitunar og voru meðal Set ehf. Röraverksmiðja Eyravegur 41 800 Selfoss Sími: +354 480 2700 Fax: +354 482 2099 Netfang: info@set.is

fyrstu þjóða á heimsvísu til þess. Þetta hefur orðið til þess að lífsgæði Íslendinga hafa aukist til muna og gert Ísland að einum ákjósanlegasta stað í veröldinni til búsetu. Set hefur í áratugi verið leiðandi í framleiðslu hitaveitulagna hér á landi, og með tímanum hefur skapast aukin reynsla og tæknivitund hjá öflugu vöruþróunarteymi fyrirtækisins þar sem unnið er markvisst að því að þróa nýjar og hagkvæmar lausnir í nýtingu á lághita.

Veljum íslenskt og sköpum með því verðmæti og störf.

www.set.is

Set ehf • Röraverksmiðja


48  | SÓKNARFÆRI

ÞG Verk

Mikil umsvif á byggingamarkaði Eins og fram kemur annars staðar í Sóknarfæri eru nú í gangi mestu byggingaframkvæmdir sem ráðist hefur verið í en svæðið er orðið þekkt sem Hafnartorg eða „Harbour Square“ sem mun tengja gamla miðbæinn við Hörpusvæðið. Þarna eru langt risin sjö mismunanadi hús sem munu mæta vaxandi þörf á húsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir verslanir, kaffihús, veitingastaði, íbúðir og nútímalegar skrifstofur sem þar munu hreiðra um sig á yfir 23.000 fermetrum. Verklok eru á næsta ári. Það er ÞG Verk sem stendur fyrir þessari gríðarlegu uppbyggingu á Hafnartorgi og við ræddum við Davíð Má Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóra fyrirtækisins.

Bætt úr brýnni þörf í miðborginni „Uppbyggingin í Kvosinni er afar metnaðargjarnt verkefni en segja má að afgerandi ástæða þess að ÞG Verk réðst í þessar framkvæmdir er tilfinnanleg vöntun á rými fyrir bæði verslanir og íbúðir í hinni vinsælu miðborg Reykjavíkur. Við höfum haft að leiðarljósi að heiðra merka sögu þessa svæðis og við hönnunina, sem við fólum PKdM arkitektum, höfum við reynt eftir fremsta megni að samræma nýju húsin við núverandi mynstur borgarinnar með því að brjóta þau upp í minni en samtengdar einingar,“ segir Davíð Már í samtali. Á Hafnartorgi verða rými á jarðhæðum sem eru ætluð verslun og þjónustu en á efri hæðum íbúðir og skrifstofuými. Gróðursælir garðar á þökum bygginganna verða aðgengilegir öllum íbúum og mynda leynt athvarf innan um litrík húsþök Reykjavíkur. Markmiðið er að skapa fjölþætt rými þar sem atvinna, fjölskyldulíf og afþreying styður við núverandi starfsemi í gamla bænum. Um verður að ræða 76 íbúðir í háum gæðaflokki, allt frá stílhreinum stúdíóíbúðum upp í lúxusþakíbúðir með útsýni yfir höfnina og gamla bæinn. Umhverfisvæn byggð í Urriðaholti ÞG Verk hefur um árabil verið eitt umsvifamesta fyrirtækið á íslenskum byggingamarkaði og hús þess hafa risið um allt höfuðborgarsvæðið og raunar víðar. Krana fyrirtækisins ber við himinn þessa dagana í bryggjuhverfinu í Grafarvogi þar sem framkvæmdir eru hálfnaðar við byggingu 280 úbúða sem hafa gengið afar vel í sölu. Aðalhönnuður þeirra húsa er Björn

Davíð Már Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri: „Við teljum að íbúðamarkaðurinn sé langt frá því að vera mettur því það er gríðarlegur skortur á húsnæði á öllu höfuðborgarsvæðinu.“

Á Hafnartorgi munu verða 76 íbúðir í háum gæðaflokki, allt frá stílhreinum stúdíóíbúðum upp í þakíbúðir með útsýni yfir höfnina og gamla bæinn.

Ólafs arkitekt í París. Einnig má nefna mikla uppbyggingu ÞG Verks á Garðatorgi í Garðabæ en þar hefur fyrirtækið nýlega afhent 90 íbúðir. „Við erum ekkert hættir í Garðabænum en í Urriðaholti er ÞG Verk með 172 íbúðir í byggingu og hafa sumar þeirra þegar verið afhentar. Aðalhönnuðir okkar þar eru THG arkitektar ehf. en teiknistofan hefur mikla og langa reynslu af hönnun fjölbreyttra bygginga. Hin nýja íbúðabyggð í

Urriðaholti byggir á metnaðarfullu skipulagi og samræmdum skilmálum innan hverfisins. Þarna er lögð áhersla á umhverfisvæna byggð, tengingu við náttúruna, góðar samgöngur og þjónustu. Urriðaholt er fyrsta hverfið á Íslandi til að hljóta vistvottun skipulags (BREEAM Communities).“

Markaðurinn alls ekki mettur Davíð Már nefnir fleiri verkefni á vegum ÞG Verks sem nú eru í gangi, m.a. byggingu 76 íbúða fyr-

Miðbærinn í Reykjavík mun taka miklum stakkaskiptum þegar ÞG Verk hefur lokið uppbyggingu Hafnarsvæðis á næsta ári. Þar verður fjölbreytt flóra verslana, kaffihúsa, íbúða og nútímalegra skrifstofa.

ir eldri borgara í Mörkinni í Reykjavík, 376 íbúða í hinni nýju Vogabyggð auk þess sem fyrirtækið byggir nú fyrsta Svansvottaða fjölbýlishúsið á Íslandi sem rís nú af grunni á vegum IKEA í Garðabænum og fjallað er um annars staðar í blaðinu. Þá byggir ÞG Verk nú 60 íbúðir á Selfossi sem eru vel á veg komnar. „Samtals eru þetta 1164 íbúðir sem við höfum nýlega afhent eða eru á hinum ýmsu byggingarstigum. Við teljum að íbúðamarkaðurinn sé langt frá því að vera mettur því það er gríðarlegur skortur á húsnæði á öllu höfuðborgarsvæðinu og nærliggjandi svæðum og einnig víða á landsbyggðinni. Hvað atvinnuhúsnæðið varðar þá er mikil gróska á því sviði líka. Það er auðvitað erfitt að spá langt fram í tímann en ég get ekki séð að neitt lát verði á þessu a.m.k. næstu tvö til þrjú árin. Við hjá ÞG Verki búum vel hvað starfsfólk varðar en hér er fastur kjarni starfsmanna enda fyrirtækið verið í stöðugum

rekstri allt frá árinu 1998,“ segir Davíð Már.

Þurfum að horfa til úthverfanna Aðspurður segir Davíð Már að byggingakostnaður á Íslandi sé mjög hár og það þurfi að skapa aðstæður til að lækka hann verulega. „Þetta er hægt með markvissum aðgerðum og þarna gegna sveitarfélögin lykilhlutverki með því m.a. að bjóða ódýrari lóðir í úthverfunum. Með breyttum skilmálum vegna íbúðarhúsnæðis mætti einnig ná fram miklum sparnaði og ber þá helst að nefna þvingandi ákvæði um dýran arkitektúr sem og kröfur um lyftur, bílskýli, stigahús og fleiri þætti sem eru dýrir í byggingu og einnig í rekstri síðar meir. Okkar verkefni á Selfossi er gott dæmi um þetta en þar er lóðarverð mun lægra og skilmálar bjóða upp á að hægt sé að byggja hagkvæmt. Þetta er víðar hægt að gera.“ tgverk.is

Tugir starfsmanna í Vaðlaheiðargöngum „Þessa dagana miðar vinnu inni í göngunum vel áfram og samkvæmt þeirri verkáætlun sem unnið er eftir er markmiðið að aðalverktaki ganganna ljúki sínum verkþáttum í lok júlí 2018, að því gefnu að áætlað verkmagn haldist og engar óvæntar verktafir verði. Þá taka við lokaprófanir á stjórnkerfum en við göngum út frá að göngin verði opnuð haustið 2018,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. Nú er unnið að mörgum verkþáttum í einu í Vaðlaheiðargöng-

Búið er að steypa vegskála við göngin Fnjóskadalsmegin og vegskálasteypa Mynd: Vaðlaheiðargöng ehf. Eyjafjarðarmegin komin vel áleiðis.

um en á vegum aðalverktakans eru 50-60 starfsmenn. Einfalt lag af klæðningu var í október lagt á veginn frá núverandi gatnamótum við Fnjóskárbrú og að tengingu Illugastaðarvegar í Fnjóskadal en inni í göngunum er unnið við lagnir, lokastyrkingar og vatnsklæðningar. Eyjafjarðarmegin er verið að steypa tæplega 90 metra langan vegskála. Vegskálinn Fnjóskadalsmegin er meira en tvöfalt lengri og búið að steypa hann en unnið við tæknirými sem er áfast vegskála. Nýverið voru opnuð tilboð í gerð stjórnkerfis fyrir göngin sem hefur það hlutverk að fylgjast með ástandi í göngunum, skrá það, stjórna loftræsingu og láta vita af öllum bilunum og ef hættusástand skapast. Innifalið í verkinu er smíði stjórn- og neyðarsímaskápa, iðntölvubúnaður, forritun búnaðarins samkvæmt verklýsingu, prófun búnaðarins og gerð handbóka um kerfið. Lægsta tilboð í verkið átti fyrirtækið Rafmenn ehf. á Akureyri, 72,3 milljónir króna. Valgeir segir að síðar í vetur verði teknar nánari ákvarðanir um útfærslu gjaldheimtukerfis ganganna og reiknar hann með að skömmu fyrir opnun þeirra verði gjaldskrá kynnt.


SÓKNARFÆRI  | 49


50  | SÓKNARFÆRI

Byggingafyrirtækið MótX

Með 262 íbúðir á verkefnaskránni „Það er óhætt að segja að það sé nóg að gera hjá okkur og verkefnin af margvíslegu tagi. Höfuðáherslan er á byggingu íbúða og erum við með 262 íbúðir undir núna, ýmist á lokastigi eða þá í undirbúningi. Markaðurinn er líflegur og við reynum að svara kröfum hans eins vel og við getum, bæði varðandi íbúðastærðir og vandaðan frágang,“ segir Svanur Karl Grjetarsson, framkvæmdastjóri MótX, en félagið hefur verið umsvifamikið á byggingamarkaði undanfarin ár.

Sérbýli á betra verði „Við erum stolt af því að vera þátttakendur í gríðarlega vönduðu og spennandi hverfi sem er að rísa í Lindunum í Kópavogi en við Bæjarlind 7-9 erum við langt komin með byggingu 42ja íbúða húss sem mun verða eitt helsta kennileiti hverfisins. Sala á þeim íbúðum gengur mjög vel og hefst afhending íbúða á vormánuðum. Um er að ræða mjög sérstakt hús, hannað af Birni Skaftasyni arkitekt, en þar eru allt frá 2ja herbergja íbúðum og upp í um 200 m2 penthouseíbúðir. Einnig erum við með á skránni tvö önnur spennandi verkefni, annars vegar byggingu sérbýlishúsa í Leirvogstungunni í Mosfellsbæ og uppbyggingu 68 íbúða fjölbýlishúss fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík í S-Mjódd. Það er því nóg að gera um þessar mundir.“ Þess má geta að í Leirvogstungunni eru 150-220 m2 raðhús og parhús í boði sem fólk getur keypt á mismunandi byggingarstigum og á afar hagstæðu verði. Húsin eru úr forsteyptum einingum frá BM Vallá. „Þetta eru einföld en vönduð hús og við finnum fyrir miklum

MótX mun innan tíðar hefja byggingu 120 glæsilegra íbúða við Elliðabraut 8-12 í Norðlingaholtinu. Það verkefni hefur verið í undirbúningi undanfarin Tölvumynd: Arkþing. þrjú ár.

áhuga ungs fólks á að setjast að í þessu góða hverfi. Fólk getur keypt húsin fullbúin en einnig tilbúin undir tréverk og sparað sér þannig verulegar fjárhæðir ef það hefur aðstöðu til,“ segir Svanur Karl.

Svanur Karl Grjetarsson, framkvæmdastjóri MótX.

120 íbúðir í Norðlingaholti Síðustu þrjú ár hafa stjórnendur MótX unnið að undirbúningi næsta stórverkefnis félagsins sem er bygging um 120 íbúða við Elliðabraut 8-12 í Norðlingaholtinu. „Þarna var áður skipulag sem gerði ráð fyrir léttum iðnaði en við erum að fara í gang með byggingu glæsilegrar byggðar þarna sem Sigurður Hallgrímsson hjá Arkþing hefur hannað. Um er að ræða sex hús ásamt sameiginlegum bílakjallara með 20 íbúðir í hverju húsi. Þessi byggð liggur nálægt skóglendi sem þarna er og fingrast mjög skemmtilega inn í landið. Það þýðir að allar íbúðirnar munu snúa vel til sólaráttar auk þess sem eldri byggðin fyrir ofan húsin mun áfram hafa útsýni. Allt undirbúningsferlið þarna hefur vissulega tekið langan tíma en ég get fullyrt að þetta verður mjög skemmtilegt svæði og eftirsóknarvert til búsetu,“ segir Svanur Karl. Það þarf að efla verkmenntunina Aðspurður segir Svanur Karl að þeim félögum hjá MótX hafi tekist ágætlega að útvega fagmenn til að vinna fyrir sig í umsvifamiklum

verkefnum síðustu ára. „Okkur hefur tekist vel að byggja upp sterkan starfsmannakjarna í MótX sem er auðvitað undirstaða þess að við getum afhent okkar vöru samkvæmt þeim gæðakröfum sem við gerum. Hitt er svo annað mál að ef ég lít yfir allt þetta svið þá er ljóst að verkmenntun á Íslandi er í verulegri kreppu og nauðsynlegt að grípa strax til markvissra aðgerða til að bæta þar úr ef ekki á mjög illa að fara. Áherslan á bóknám er allt of mikil á kostnað verknámsins og svo kann að fara að við Íslendingar höfum ekki lengur neina möguleika á að vera sjálfum okkur nægir með menntað vinnuafl í byggingariðnaði. Það er t.d. ekki eðlilegt að einungis 6 nemar séu að læra málaraiðnina núna og svipaða sögu er að segja af ýmsum öðrum námsgreinum. Menn verða að fara að taka sér tak og kynna þessar námsleiðir fyrir krökkunum strax í 7. bekk grunnskóla og leiða þeim fyrir sjónir að í boði eru mjög spennandi störf og vel borguð ef þau leggja fyrir sig iðnmenntunina. Við hjá MótX höfum það sem stefnu í fyrirtækinu að laða til okkar iðnnema og reynum eftir fremsta megni að styðja við verknámsskólana því við lítum svo á að það sé okkar framtíðarvandi ef skorur verður á iðnaðarmönnum. Það segir sig sjálft,“ segir Svanur Karl að síðustu. motx.is

Í Leirvogstungu í Mosfellsbæ byggir MótX 150-220 m2 rað- og parhús.


SÓKNARFÆRI  | 51

Litur: Sage Green

Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið kl. 8-18 virka daga og kl. 10-14 á laugardögum


52  | SÓKNARFÆRI

Ísleifur Jónsson ehf.:

Tískuhús hreinlætistækjanna Ísleifur Jónsson ehf. er fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1921 og því á tíræðisaldri. Þar er því löng reynsla af sölu og þjónustu við húsbyggjendur en fyrirtækið sérhæfir sig í að leysa allt sem tengist baðherberginu og eldhúsinu svo og öllu sem snýr að pípulögnum. Skemmtileg samantekt var gerð á 95 ára afmæli fyrirtækisins þar sem upp komu orð sem löngu er hætt að nota í nútímamáli eins og vatnsleiðslurör, sambandsstykki, stopphanar, vatnspóstar, botnspeldi og vatnshrútar. Í dag er allt annað tungumál notað hjá Ísleifi Jónssyni ehf. en starfsfólk fyrirtækisins byggir að þessum gamla og trausta grunni.

Heimsþekkt gæðamerki „Sérstaða Ísleifs Jónssonar ehf. hefur alla tíð falist í því að bjóða ávallt nýjustu línur og eins mikil gæði og mögulegt er hverju sinni. Hér fer ekkert í sölu nema það standist ítrustu kröfur, bæði um framleiðslugæði og hönnun yst sem innst. Það eru miklar tískusveiflur í þessum bransa hvað útlitið varðar og kröfur fólks um fjölbreytni í því eru alltaf að aukast. Þessum straumum hefur Ísleifur Jónsson ehf. alltaf

Gamall krani frá Ísleifi Jónssyni en fyrirtækið á að baki næstum aldarlanga sögu.

fylgt og má alveg líkja verslun okkar hér á Draghálsinum við tískuhús á sviði hreinlætistækja þar sem hæstu gæði er í hávegum höfð,“ segir Helgi Ásgeir Harðarson rekstrarstjóri. Ísleifur Jónsson ehf. selur gæðavörur frá leiðandi fyrirtækjum þar sem hönnuðir á borð við Philippe Starck og fleiri hafa lengi lagt sitt af mörkum, t.d. hjá Duravit og Hansgrohe. Fleiri birgja má nefna, t.d. AXOR, Ideal Standard og Burlington auk þess sem Ísleifur Jónsson ehf. býður fittings frá m.a. TECE og dælur frá Grundfos sem allir iðnaðarmenn þekkja.

Öðruvísi hönnun frá Cielo Nýlega hóf Ísleifur Jónsson ehf. samstarf við ítalska framleiðandann Cielo sem býður handgerðar vörur í hæsta gæðaflokki. Cielo

Cielo leyfa litunum að njóta sín. Helgi Ásgeir Harðarson, rekstrarstjóri Ísleifs Jónssonar (t.v.) og Haukur Bjarnason, verslunarstjóri í hreinlætistækjadeild.

hefur unnið til margra eftirsóttra verðlauna eins og „Red Dot Best of the Best 2017“ og „German Design Award 2016 Excellent Product Design“ þar sem gæði og hönnun er metin eftir ströngum samanburði við þá sem fremstir eru á þessu sviði. „Hugmyndafræði eiganda Cielo

er að tjá hið einstaka og sameina í framleiðslunni hönnun og handverk á heimsmælikvarða. Cielo framleiðir hreinlætistæki og byggir á mörg þúsund ára gömlum hugmyndum um meðferð leirsins. Hver vara er einstök enda „hand made“ eins og segir í lógóinu þeirra. Cielo leyfa litunum að njóta

sín því eins og allir vita eru litirnir tungumál náttúrunnar og þetta kunna viðskiptavinir okkar vel að meta, sérstaklega þegar þeir átta sig á því að vaskurinn eða salernisskálin þarf ekki endilega að vera hvít.“ isleifur.is


SÓKNARFÆRI  | 53

Nú fástSnickersvinnuföt í

Hágæða vinnuföt Mikið úrval af öryggisvörum

í miklu úrvali

Sérmerkjum fyrir fyrirtæki

Verkfæri og festingar HAGI ehf

Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is •

Hagi ehf HILTI


54  | SÓKNARFÆRI

Mikil eftirspurn eftir Búsetaíbúðum „Búseti er valkostur fyrir þá sem eru ekki tilbúnir að kaupa fasteign en vilja meira öryggi en það sem býðst á leigumarkaðinum. Við erum valkostur fyrir fólk sem vill búa í góðum íbúðum sem er vel við haldið án þess að þurfa sjálft að hafa áhyggjur af viðhaldi og öðru sem fylgir því að eiga og reka fasteign,“ segir Ágústa Guðmundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Búseta. Húsnæðissamvinnufélagið Búseti var stofnað árið 1983 og er rekið án hagnaðarsjónarmiða. Í dag eru um 5.000 félagsmenn í Búseta en félagið á og rekur um 1.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu auk nokkurra íbúða á Akranesi.

Lægsta númerið gildir Undanfarin misseri hefur félagið staðið í umtalsverðum byggingaframkvæmdum og nú undirbýr það byggingu hátt í 200 íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega voru teknir í notkun fyrstu tveir áfangar íbúðahverfis sem Búseti byggir í

hinu svokallaða Smiðjuholti, við Þverholt og Einholt, nálægt Hlemmi. Þar verða 204 íbúðir og er sala á íbúðum í þriðja og síðasta áfanga hafin. Ágústa segir mikla eftirspurn eftir þessum íbúðum enda séu þær sérlega vandaðar og á góðum stað miðsvæðis í borginni. Aðspurð hvernig farið sé að því að selja búseturétt þegar margir sækjast eftir sömu íbúðinni segir hún að þegar um nýjar íbúðir er að ræða sé verðið fastákveðið og sá sem er með lægsta félagsnúmerið fái íbúðina. Eftir fyrstu úthlutun geta allir félagsmenn, burtséð frá félagsnúmeri, keypt búseturétt að þeim íbúðum sem eftir standa. Nú eru til að mynda tæplega 40 íbúðir til sölu af 204 í Smiðjuholti. Ágústa segir að þegar um eldri íbúðir er að ræða sé hægt að bjóða lægra verð en það sem er auglýst en þegar félagsmenn bjóða uppsett verð, eins og oftast er gert, ræður hversu lengi bjóðandi hefur verið félagsmaður. Ágústa segir nokkuð um að foreldrar skrái börn sín í Búseta til að þau standi betur að vígi ef þau vilja kaupa sér búseturétt hjá félaginu síðar á lífsleiðinni.

Ágústa Guðmundsdóttir, sölu-og markaðsstjóri Búseta segir nokkuð um að foreldrar skrái börn sín í félagið til að þau standi betur að vígi ef þau vilja kaupa sér búseturétt síðar á lífsleiðinni.

Íbúðirnar í Smiðjuholti eru sérstaklega vandaðar og vel staðsettar miðsvæðis sem endurspeglast í hærra verði. Öllum íbúðunum fylgja stæði í bílageymslu og sumum íbúðunum fylgja tvö stæði. Ágústa segir að þrátt fyrir að sumum kunni í fyrstu að þykja verð á búseturéttum í Smiðjuholti hátt renni yfirleitt upp fyrir fólki, þegar

Í Smiðjuholti er nú verið að ljúka þriðja og síðasta áfanga íbúðabyggðar Búseta á þessum stað.

það hefur kynnt sér málin, að svo er ekki. Það byggir einkum á því hversu mikið er innifalið í mánaðarlega búsetugjaldinu. Að kaupandinn tekur ekki áhættu hvað varðar sveiflukennt fasteignaverð, viðhald fasteignar og rekstrarkostnað. Þegar búseturétturinn er seldur fær seljandinn upphaflegt kaupverð hans endurgreitt með verðbótum.

VIÐ KYNNUM MEÐ STOLTI

Vogatunga FJÖLDSKYLDUVÆN HÚS LIND Fasteignasala kynnir rað og parhús að Vogatungu í Mosfellsbæ. Kaupendum býðst að fá húsin tilbúin til innréttinga eða fullbúin með grófjafnaðri lóð.

Nánari upplýsingar á www.vogatunga.is

NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA

Stefán Jarl Martin

Hannes Steindórsson

Kristján Þórir Hauksson

Lögg. leigumiðlari

Lögg. fasteignasali

Lögg. fasteignasali

892 9966

699 5008

696 1122

stefan@fastlind.is

hannes@fastlind.is

kristjan@fastlind.is

Mismunandi verð Ágústa segir að með íbúðunum í Smiðjuholti sé félagið að auka breiddina í eignasafninu. Fyrir á Búseti íbúðir af ólíkum stærðum og gerðum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Búseturéttur í nýju íbúðunum í Smiðjuholti er misdýr eftir stærð og staðsetningu í húsunum. Hann getur kostað á bilinu rúmlega fimm miljónir króna fyrir 47 m2 íbúð upp í rúmlega fimmtán milljónir króna fyrir um 190m2 sex herbergja íbúð á tveimur hæðum. Mánaðarlegt búsetugjald fyrir minni íbúðina væri um 145 þúsund krónur en fyrir þá stærri um 380 þúsund. Innifalið í búsetugjaldinu er allt viðhald og rekstur fasteignarinnar, fjármagnskostnaður, lögbundnar tryggingar og viðhaldssjóðir. Til samanburðar má nefna að nýlega auglýsti Búseti u.þ.b. 100 m2 fjögurra herbergja íbúð í Grafarholti þar sem búseturétturinn var á u.þ.b. 4,5 milljónir króna og 166 þúsund krónu bú-

setugjald á mánuði. Annað nýlegt dæmi er u.þ.b. 75m2 þriggja herbergja íbúð í vesturbæ þar sem uppsett verð fyrir búseturétt var 5,7 milljónir og um 170 þúsund króna mánaðargjald. Það er því mikil breidd í verðlagningunni sem helgast af aldri, staðsetningu, stærð íbúða og hve mikið er lagt í þær.

Örugg búseta á hóflegu verði Eins og áður segir er Búseti nú að hefja byggingu hátt í 200 íbúða á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem félagið er að klára byggingu 84 íbúða í síðasta áfanga Smiðjuholts og níu íbúða við Ísleifsgötu. Meðal þeirra byggingaverkefna sem framundan eru hjá Búseta er bygging 78 íbúða við Keilu­granda, 20 við Skógarveg og 72 í Ársskógum. Þá eru í gangi viðræður við borgina um lóðir undir liðlega 70 íbúðir á tveimur stöðum í Bryggjuhverfi og í Úlfarsárdal. „Við leggjum mikla áherslu á að tryggja félögum okkar öruggan búseturétt í góðum íbúðum á hóflegu verði eins lengi og þeir vilja. Það eru margir sem hafa ekki áhuga á að festa allt sparifé sitt í steinsteypu en kjósa heldur búseturétt þar sem þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af viðhaldsreikningum og sveiflukenndum fasteignamarkaði,“ segir Ágústa Guðmundsdóttir sölu- og markaðsstjóri Búseta.


SÓKNARFÆRI  | 55

GERUM ÞETTA SAMAN!

serlausnir@byko.is


FRAMTÍÐARVINNUSTAÐUR ÞINN? Ístak er traust og framsækið verktakafyrirtæki með samfélagslega ábyrgð og sanngirni að leiðarljósi. Fyrirtækið hefur verið kraftmikill þátttakandi á íslenskum verktakamarkaði frá 1970 og býr við mjög góða verkefnastöðu. Starfsmenn Ístaks er samhentur, kraftmikill og fjölbreyttur hópur fólks með reynslu, hæfileika og menntun á ýmsum sviðum. Er Ístak framtíðarvinnustaðurinn þinn?

Ístak hf

Bugðufljóti 19

270 Mosfellsbær

Sími 530 2700

istak@istak.is

www.istak.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.