Sóknarfæri Desember 2017
Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi
2 | SÓKNARFÆRI
Ár skins og skúra kannski segja að einmitt árið 2017 endurspegli hvernig sjávarútvegurinn er sem atvinnugrein. Það koma skin og skúrir, stundum fyrirséð, stundum óvænt og óvægið.
Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar. Viðburðaríku ári í íslenskum sjávarútvegi er að ljúka og á þeim tímamótum er gjarnan horf um öxl. Þess sést stað í umfjöllunum hér í blaðinu sem eru fjölbreyttar að vanda og víða komið við sögu í greininni. Það má
Upphaf ársins var sannarlega ekki upplífgandi þegar greinin var næsta lömuð vegna verkfalls sjómanna. Úr þessu langa verkfalli hafa útgerðir og vinnslur verið að vinna sig allt árið og það mun vísast taka talsvert lengri tíma á sumum afurðamörkuðum, sem neyddust til að snúa sér annað eftir fiski þegar framboðið stöðvaðist frá Íslandi. Hjól sjávarútvegsins er ákaflega stórt þegar grannt er skoðað og áhrifin því víðtæk þegar svona gerist og ekkert óeðlilegt við að hlutirnir færist ekki í fyrra horf á fáum mánuðum. En að sama skapi undirstrikar þetta hversu mikilvægt það er, bæði greininni og samfélaginu sem heild, að ekki komi til verkfalla sem stöðvað geta nánast alla greinina.
Strax að loknu verkfalli fiskaðist mjög vel af flestum tegundum og til að mynda varð loðnuvertíð mun betri en búist hafði verið við. Mikilvægasta tegund sjávaraflans, þorskurinn, er í góðu standi og það hefur vitanlega mikil áhrif í greininni. Fátt bendir til annars en veiðar á þorski muni aukast enn frekar við næstu úthlutun aflamarks og það telur hratt fyrir greinina sem heild. Ársins verður líka minnst fyrir þær miklu breytingar sem urðu í togaraflotanum þegar 8 nýir togarar bættust í flotann; einn frystitogari og sjö ferskfiskskip. Þetta er mesta endurnýjun í togaraflotanum á einu ári í sögunni. Til viðbótar eru tveir nýir togarar væntanlegir innan tíðar frá Kína þannig að mikil breyting er að verða á aldurssamsetningu í togaraflotanum. Og hún var tímabær. En stærstu tíðindin eru samt þau við þessar skipakomur að með þeim er verið að stíga algjörlega ný skref tæknilega, byggð á íslensku hugviti og
tækniþekkingu í vinnslu á fiski. Eftir þessu er tekið úti í hinum stóra heimi og fylgst vel með því sem hér er að gerast. Samhliða þessu er líka ör þróun í landvinnslum á Íslandi, sem fjallað er um hér í blaðinu og bent á að tækin og tæknin eru að leysa mannshöndina af hólmi á mörgum sviðum. Það hverfa störf í fiskvinnslum og skipum með þessari þróun en það verða líka til ný störf og öðruvísi. Sjávarútvegurinn er mjög næmur fyrir stöðu og þróun gjaldmiðils okkar og það hefur berlega komið fram hjá fyrirtækjum í greininni á árinu. Engu að síður er áhugavert að sjá að fjárfesting er vaxandi og endurnýjun og framþróun í skipum og vinnslum. Þetta er endurspeglun á því að horfa þarf til langs tíma í greininni, burtséð frá tímabundnum gengissveiflum eða sveiflum á afurðamörkuðum sem alltaf hafa riðið yfir reglubundið í gegnum árin.
Móttaka úrgagns frá skipum
Íslenskar hafnir standa sig vel Sigríður Kristinsdóttir, sérfræðingur á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, þekkir vel til íslenskra hafna en hún sér um eftirlit með móttöku úrgangs í höfnum. Ný reglugerð um eftirlit með úrgangi frá skipum tók gildi í desem_ ber 2014 en starf Sigríðar hófst árið 2015. Hún hefur nú heimsótt þrjá fjórðu af þeim höfnum sem eftirlit er með. Við tókum hana tali til að forvitnast um stöðu mála. „Það er gaman að segja frá því að hafnirnar standa sig yfirleitt frábærlega vel í að hafa þessa aðstöðu í lagi. Ég veit ekki hvort reglugerðin sjálf hefur breytt miklu í höfnunum, þær hafa bara verið að standa sig mjög vel, en hún hefur vonandi hvatt fólk til dáða að gera enn betur og veitir ákveðið aðhald. Stór hluti okkar starfs er að vera innan handar með leiðbeiningar um pappírsvinnuna. Hafnarstarfsmenn þurfa til að mynda að fara yfir SafeSeaNet tilkynningar frá skipum, þar sem kemur fram hversu mikinn úrgang stendur til að setja í land og bera saman við hversu miklum úrgangi er raunverulega skilað í höfn,“ segir Sigríður. Hún segir hafnarstarfsmenn leggja mikinn metnað í vinnuna og að þeir standi sig upp til hópa mjög vel. Þá sé metnaðurinn ekki bara mikill hjá höfnum heldur hafi útgerðir einnig staðið sig með miklum ágætum.
Samræmd reglugerð um alla álfu Eftirlit skal fara fram á fimm ára fresti og tekur Sigríður fjögur ár í að fara hringinn í kringum landið að heimsækja hafnir. Fimmta árið fer í úrvinnslu og að heimsækja stakar hafnir ef þörf krefur. „Ég hef ekki enn komið í höfn þar sem ástandið er slæmt. Ég vann í fiski á árum áður og það er ótrúlegt hve mikið hefur breyst.“
Sigríður Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir íslenskar hafnir metnaðarfullar þegar kemur að móttöku úrgagns.
Reglugerðin, sem eftirlitið byggir á, er byggð á tilskipun frá Evrópusambandinu en allar hafnir Evrópu eiga að fylgja þessu eftir. Lífríki hafsins er enda mikilvæg auðlind sem heldur sig ekki innan tilbúinna landamæra okkar mannfólksins. „Við höfum fengið ESA í eftirlitsheimsókn til okkar sem kom mjög vel út. Það var ekki allt fullkomið en þeir voru samt heilt yfir mjög ánægðir með þessa heimsókn. Í okkar reglugerð eru jafnframt atriði sem eru ítarlegri en evrópska tilskipunin segir til um, en eiga að fara inn í endurskoðaða tilskipun þeirra sem tekur gildi 2020.“ „Ég hef ekki enn komið í höfn þar sem ástandið er slæmt. Ég vann í fiski á árum áður og það er ótrúlegt hve mikið hefur breyst,“ segir Sigríður sem hefur í starfi sínu heimsótt stærstan hluta íslenskra hafna og gert úttekt á úrgangsmálum.
Sóknarfæri
Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi
Útgefandi: Athygli ehf. Útgáfustjóri: Valþór Hlöðversson. Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm). Umsjón, textavinnsla og umbrot: Athygli ehf. Auglýsingar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022, inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30, Reykjavík
Prentun: Landsprent ehf. Dreift með prentaðri útgáfu Morgunblaðsins föstudaginn 15. desember 2017.
ust.is
SÓKNARFÆRI | 3
Gleðilega hátíð
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
4 | SÓKNARFÆRI
Forskotið liggur í gæðunum Helga Franklínsdóttir segir gæðastaðla fara sífellt vaxandi og leggur áherslu á mikilvægi fræðslu á öllum stigum fiskvinnslu.
Gæðamál hafa alltaf verið mikilvæg en vægi þeirra hefur þó aukist gríðarlega á undanförnum árum samhliða tæknibyltingu sem enn sér ekki fyrir endann á. Helga Franklínsdóttir, nýkjörinn formaður sjávarútvegsráðstefnunnar 2017-2018, þekkir vel til gæðamála en hún er með MS gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands og starfar við gæðaeftirlit hjá Icelandic. Sóknarfæri tók hana tali og forvitnaðist um stöðu þessara mála á Íslandi, hvar við stöndum í alþjóðlegum samanburði og hver sé hennar framtíðarsýn. „Við stöndum framarlega á mörgum sviðum sjávarútvegs þegar kemur að gæðamálum. Góð tengsl eru milli veiða og vinnslu hér á landi sem skiptir miklu máli hvað gæðamál varðar. Gæðavitund fólks í fiskvinnslu hefur aukist mikið á undanförnum árum og fólk er almennt mun meðvitara um gæðamál og mikilvægi þeirra,“ segir Helga og bendir á að gæðastaðlar séu sífellt að verða strangari og fylgst sé afar náið með gæðum á bæði ferskum og frosnum fiskafurðum. Gæðamál séu í stöðugri þróun.
Gæðamál á öllum stigum Helga segir gæðamál ekki bara snúa að fiskvinnslu eða flutningi, heldur hefjist þau um leið og fiskurinn er veiddur og eigi við allt þar til að hann er kominn á borð neytendans. „Það skiptir því miklu máli að sjómenn séu meðvitaðir um mikilvægi réttrar meðhöndlunar. Við Íslendingar stöndum okkur vel og hægt er að segja að við séum leiðandi á mörgum sviðum hvað gæðamál varðar.“ Hún nefnir sem dæmi að Ísland standi framarlega þegar kemur að þróun hátæknilausna: „Hér hefur mikil þróun átt sér stað í veiðum og vinnslu sem kallar á breytta sýn og nýjar áskoranir. Veiðar eru að breytast með tilkomu nýrra togara sem búnir eru fullkomnum tæknibúnaði sem leysir mannshöndina af á mörgum sviðum í vinnslurýminu. Með innleiðingu nýrra tækja, aukinni sjálfvirknivæðingu, meiri
„Nú þegar eru fiskvinnslur hér á landi orðnar mjög hátækniþróaðar þar sem mannshöndin er að mörgu leyti leyst af hólmi. Þetta mun bara aukast og munum við sjá miklar breytingar á næstu árum með tilkomu nýrrar tækni sem mun stuðla að betri hráefnisgæðum,“ segir Helga.
gæðakröfum og eftirliti tel ég að auðveldara verði að viðhalda gæðum frá veiðum til vinnslu og tryggja þar með betri og öruggari vöru. Hvað þessi mál varðar stöndum við framarlega með því að hafa stóra tækjaframleiðendur hér á landi sem vinna stöðugt í því að þróa nýjar lausnir fyrir fiskiðnaðinn.“
Uppruni, gæði og hreinleiki skapa sérstöðu „Ísland er þekkt fyrir góð gæði á mörkuðum erlendis þar sem við seljum hágæðafisk á góðu verði. Gæðastaðlar fara sífellt vaxandi um allan heim þar sem kaupendur (neytendur) gera æ meiri kröfur um upplýsingar um uppruna, innihaldslýsingar og vottanir.
Við þurfum stöðugt að vera meðvituð um mikilvægi gæða og fræðast um betri lausnir til að bæta okkur. Forskot okkar Íslendinga liggur í því að markaðsetja íslenskar afurðir með athygli á uppruna og sérstöðu sem tengist gæðum og hreinleika. Með aukinni fræðslu, menntun, ráðstefnum og samheldni í þessum málum náum við að vera leiðandi land í þessum efnum.“
Tæknibylting mun stuðla að betri gæðum Helga segir áframhald tækniþróunarinnar í sjávarútvegi hafa mikil áhrif. „Ég tel að á næstu árum muni miklar breytingar eiga sér stað bæði í veiðum og vinnslu. Nú þegar eru
fiskvinnslur hér á landi orðnar mjög hátækniþróaðar þar sem mannshöndin er að mörgu leyti leyst af hólmi. Þetta mun bara aukast og við munum sjá miklar breytingar á næstu árum með tilkomu nýrrar tækni sem mun stuðla að betri hráefnisgæðum. Við verðum sífellt að vera á verði hvað gæðamál varðar því það þarf lítið að fara úrskeiðis til þess að gæði afurðanna falli. Því er mikilvægt að viðhalda góðri gæðastjórn sem tryggir gott utanumhald hvað varðar skráningar og eftirlit,“ segir Helga og segir það skipta miklu máli að mennta fólk og halda fræðslunámskeið til að viðhalda góðri kunnáttu á gæðamálum.
SÓKNARFÆRI | 5
GLEÐILEGA HÁTÍÐ Við þökkum viðskiptavinum samfylgdina og óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
marel.is
6 | SÓKNARFÆRI
Haukur Ómarsson segir samkeppnisstöðu íslensku bankanna við erlenda banka fara batnandi, en endurnýjun togaraflotans undanfarið hafi þó að mestu verið fjármögnuð af erlendum lánastofnunum.
Árið 2017 var erfitt ár fyrir sjávarútveginn Haukur Ómarsson, forstöðumaður sjávarútvegsteymis Landsbankans „Árið 2017 hefur verið nokkuð strembið fyrir sjávarútveginn hér á landi ef maður skoðar greinina í heild sinni. Það var sjómannaverkfall frá því um miðjan desember 2016 og fram í miðjan febrúar 2017. Síðan bættist við að gengi krónunnar styrktist mikið á fyrri hluta ársins, en tekjur útvegsins eru í erlendum myntum og kostnaðurinn að stórum hluta í íslenskum krónum. Vegna þessa drógust tekjurnar saman en kostnaðurinn, og þá sérstaklega laun, hefur almennt farið hækkandi. Því má segja að þetta hafi verið frekar erfitt ár fyrir sjávarútveginn,“ segir Haukur Ómarsson, forstöðumaður sjávarútvegsteymis Landsbankans.
Uppsjávarvinnslan gengur best Hann segir að vissulega sé afkoman mismunandi eftir útgerðaflokkum og tegundum fyrirtækja. Erfiðast hafi þetta umhverfi reynst fiskvinnslum án útgerða þar sem launahlutfall er yfirleitt frekar hátt og hráefnisöflun byggir alfarið á kaupum á markaði. Næst erfiðust sé staðan hjá stærri fyrirtækjum sem eru með útgerð og landvinnslu en hafa ekki náð að tæknivæðast sem skyldi. Sjávarútvegurinn er mannfrekur iðnaður með hlutfallslega háan launakostnað og fyrir vikið séu slík fyrirtæki ekki eins sveigjanleg og eigi erfiðara með að bregðast við og aðlagast breyttum aðstæðum. „Síðan koma fyrirtæki sem eru eingöngu í útgerð. Þau horfa fram á lækkandi tekjur en á móti kemur að þau eru sveigjanlegri. Oft eru þetta frekar fámenn fjölskyldufyrirtæki sem eru fljót að bregðast við og geta lækkað kostnað. Þá hjálpar að laun sjómanna eru tengd fiskverðinu og breytast í takti við það.“ Haukur segir að þau fyrirtæki sem standi
best afkomulega séð séu þau sem stundi veiðar og vinnslu uppsjávartegunda. Afkoma þeirra sé ekki eins góð og hún hafi verið undanfarin ár en samt sem áður vel viðunandi. „Þetta eru gjarnan fyrirtæki sem eru komin lengst í tæknivæðingunni. Fyrirtæki sem hafa fjárfest hvað mest í nýjum skipum og búnaði standa yfirleitt betur í samkeppninni. Uppsjávarfyrirtækin eru flest með stórar og öflugar vinnslur þar sem sjálfvirkni er mikil og launakostnaður því hlutfallslega lægri.“
Spáir viðunandi afkomu 2018 Aðspurður um horfur á næsta ári telur Haukur líklegt að afkoma sjávarútvegsins verði viðunandi á heildina litið en ekki mikið umfram það. Staða helstu veiðistofna sé góð og áætlaður afli næstu ára líti út fyrir að geta orðið nokkuð stöðugur og góður. Þá sé efnahagsástandið gott en hins vegar muni laun halda áfram að hækka sem og annar rekstrarkostnaður. Hann segir afurðaverð nokkuð stöðugt en stærsti óvissuþátturinn sé gengið og hvernig það muni þróast. „Í dag eru menn að gera ráð fyrir að það verði áfram frekar stöðugt en sterkt. Stöðugleikinn skiptir gríðarlegu máli og allt bendir til að afkoman geti því orðið viðunandi.“ Aukin samþjöppun með hærri sköttum Haukur segir stjórnvöld nú standa frammi fyrir stóru spurningunni um veiðigjöldin. „Sjávarútvegurinn getur vissulega borgað og hefur verið að borga veiðigjöld, en spurningin er hve há þau eiga að vera? Ef skattleggja á greinina jafnvel enn meira blasir við að félögin verða að halda áfram að hagræða, sameinast og stækka. Aukin skattlagning mun óhjákvæmilega leiða til aukinnar samþjöppunar. Sameiningar þurfa ekki endilega að þýða að minni fyrirtæki renni
inn í þau stóru. Einyrkjar og minni fyrirtæki geta sameinast og myndað hagkvæmar rekstrareiningar. Ef menn vilja fjölbreytni og tryggja öll útgerðarform og sjávarútveg hringinn í kringum landið þá er ekki hægt að halda áfram að hækka skatta á greinina.“ Hann segir að aukin samþjöppun í sjávarútvegi þurfi ekki hafa mikil áhrif á byggðamynstrið í landinu. Nú þegar hafi orðið til stór sjávarútvegsfyrirtæki í hverjum landsfjórðungi sem muni halda áfram að stækka og eflast og halda uppi atvinnu hvert á sínu svæði, hér hafi stórbættar samgöngur hjálpað mjög mikið. Þetta þurfi því ekki að hafa í för með sér byggðaröskun en í framtíðinni verði til annars konar störf en fjölbreytnin í útgerð muni kannski minnka.
Samkeppni við erlenda banka Aðspurður um þróun vaxta á næsta ári segir Haukur að undanfarin misseri hafi vextir af lánum til sjávarútvegsins verið tiltölulega lágir í erlendum myntum og hafi farið lækkandi. Ástæðan sé endurfjármögnun íslensku bankanna á hagstæðari kjörum sem viðskiptavinir þeirra njóti góðs af. „Ég tel vaxtakjör nokkuð góð í dag og því ætti þau ekki að vera sérstakt áhyggjuefni fyrir greinina.“ Haukur segir erlendar fjármálastofnanir, og þá sérstaklega norska banka, horfa talsvert til Íslands. Það sé ekkert launungarmál að við endurnýjun fiskiskipaflotans undanfarið hafi ný skip oft verið byggð að norskri fyrirmynd og þá hafi norskir bankar boðið fjármögnun á kjörum sem íslenskir bankar hafi ekki getað keppt við. Þannig hafi endurnýjun togaraflotans undanfarin misseri að miklu leyti verið fjármögnuð af erlendum lánastofnunum. Hann bendir á að norsku bankarnir séu mjög sterkir og hátt metnir og njóti kjara samkvæmt því. „Ég geri ráð fyrir að það verði áfram einhver munur á kjörum
sem við getum boðið í samkeppni við stóra erlenda banka en samkeppnisstaða íslensku bankanna fer batnandi og er ekki eins ójöfn og hún var. Nálægðin við viðskiptavinina styrkir líka okkar stöðu og við erum mun sveigjanlegri og getum boðið betri þjónustu en þeir. Þetta er hins vegar eitthvað sem viðskiptavinir þurfa bara að vega og meta í hvert sinn.“
Fiskeldið að stórum hluta í eigu Norðmanna Haukur segir þróunina í fiskeldi hér á landi á síðustu árum mjög athyglisverða og spennandi og að þar séu mikil tækifæri sem geti haft umtalsverða þýðingu fyrir þjóðarbúið ef vel tekst til. „Eftir að Norðmenn komu inn í fiskeldið hér fyrir um einu og hálfu ári hefur orðið gríðarleg breyting sem er að færa fiskeldið á Íslandi upp á nýtt og hærra stig. Þeir komu með mikið fjármagn, þekkingu og reynslu inn í greinina þannig að hægt hefur verið að fjárfesta í nýjasta búnaði og tækni. Saga fiskeldisins hér á landi hefur verið löng og stopul og sú uppbygging sem hófst fyrir 5-7 árum var hæg og einkenndist af vanefnum. Með aðkomu Norðmanna varð gjörbreyting sem skipti sköpum fyrir greinina.“ Í dag er talið að Norðmenn eigi um 50% hlut í fjórum stærstu fiskeldisfyrirtækjunum á Íslandi. Aðspurður um erlent eignarhald í íslenskum sjávarútvegi segir hann að alltaf hafi verið nokkur áhugi meðal útlendinga að eignast hlut í íslenskum útgerðum og fiskvinnslu en reglurnar hafi bæði verið stífar og skýrar og því hafi aldrei orðið neitt úr slíkum áformum. „Hins vegar veit ég ekki til þess að það séu neinar takmarkanir á erlendu eignarhaldi í fiskeldi á Íslandi. Það er sjálfsagt eitthvað sem mun koma til skoðunar,“ segir Haukur Ómarsson forstöðumaður sjávarútvegsteymis Landsbankans.
SÓKNARFÆRI | 7
AFLANN Í ÖRUGGA HÖFN! Fiskmarkaður
Fiskmarkaður
Fiskmarkaðir FMIS í Reykjavík og á Akranesi eru afar álitlegir kostir fyrir alla sem stunda sjósókn, hvort sem um ræðir smærri báta eða togara. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta: Góð viðlega, löndunarkranar, rafmagn og vatn Slippur og aðstaða til viðgerða Varahlutir í skip Veiðafæraþjónusta Siglingatækjaþjónusta Fiskmarkaður
Aflinn og áhöfnin eru í öruggum höndum í Reykjavík og á Akranesi. www.faxafloahafnir.is www.facebook.com/faxaports
Eldsneytisafgreiðsla Kæli-, frysti- og vörugeymslur Stutt í alla þjónustu og mikið úrval af afþreyingu Höfuðstöðvar helstu viðskiptafyrirtækja Heilsugæsla / Landspítali
8 | SÓKNARFÆRI
Gómsætur fiskur í jólamatinn Íslendingar borða sjaldan fisk sem aðalrétt á jólum. Á undanförnum árum hafa viðhorf okkar gagnvart fiski þó breyst töluvert og ljóst að vel matreiddur fiskur stendur kjötinu hvergi að baki. Sóknarfæri leitaði til læknisins í eldhúsinu, Ragnars Freys Ingvarssonar, eftir hugmyndum að gómsætum jólafiski og ræddum við hann um matarhefðir á jólum. Ragnar Frey þekkja flestir landsmenn en hann hefur meðal annars gefið út þrjár veglegar matreiðslubækur sem hafa verið vinsælar jólagjafir á undanförnum árum, auk þess að halda úti vefsíðu og vera með reglulega þætti og innslög í sjónvarpi. „Við borðum fiskinn frekarhvunndags en ekki til hátíðarbrigða,“ segir Ragnar Freyr en bendir þó á að Austur-Evrópubúar, t.d. Tékkar, snæði gjarnan karfa á jólunum og sé það mikill herramannsmatur. „Ég tel það hæpið að við förum að borða fisk í aðalrétt á aðfangadag, ekki nema að kannski skelfisk væri gert hærra undir höfði eða eitthvað slíkt. Þú þarft þó mikið af humar til að metta vel sem kostar jafnvel 7-8 þúsund krónur fyrir tvo fullorðna og það er því ekki ódýr kostur. Sjávarfangið á þó sinn sess tryggan sem forrétt á hátíðarborðum landsmanna eins og t.d. graflax, humarhala eða rækjukokteil – allt dásemdarréttir.“ Ragnar Freyr bendir á að jólahefðirnar séu sterkar og til að mynda hafi hamborgarhryggurinn haft yfir hundrað ár til að festa sig í sessi. „Það er því á brattann að sækja og það þyrfti eflaust nokkurra ára fjárfestingu af hálfu sjávariðnaðarins til að breyta þessu.“ Hann var fús til að deila uppskrift af gómsætum með langa hefð að baki sem ætti að sóma sér vel í jólamat hinna nýjungagjörnu!
Sítrónusneiðum og timjangreinum er raðað í kviðarhol fisksins.
Salthjúpurinn tilbúinn og þá er að baka fiskinn í ofninum í klukkustund.
Sósan 1 dós af sýrðum rjóma 2 msk majónes Lauf af 10 greinum af timjan 1 msk blóðberg 1 tsk hlynsíróp Salt og pipar 1 kg kartöflur 2 msk hvítlauksolía 2-3 msk saxaður graslaukur „Ég átti nóg af grófu sjávarsalti frá Saltverki sem ég blandaði saman við handfylli af blóðbergi og
Gómsætur saltbakaður urriði. Veislumatur!
Saltbakaður, seyðandi sjóurriði með sítrónutimjan, sýrðri rjómasósu og graslaukskartöflum Fyrir sex manns Þessi leið – að baka fisk í salti – er ævaforn. Fyrstu lýsingar á þessari uppskrift eru frá því um 400 fyrir Kristburð í textum sem á ensku eru kenndir við Archestratus Life of Luxury sem sumir telja elstu matreiðslubókina. Archestratus þessi var Grikki sem bjó á Sikiley og eldaði dásamlega rétti, meðal annars þennan sem hann bragðbætti með smáræði af timjan eins og gert er hér. Upprunalega uppskriftin kallar á hvítan fisk en Ragnar Freyr notar sjóurriða. Þetta
hefur án efa verið veislumáltíð þar sem salt var ekki á hvers manns borðum á þessum tíma. Það er vel hægt að ferðast um heiminn í tíma og rúmi í gegnum bragðlaukana! Með þessari uppskrift hverfum við til Miðjarðarhafsins fyrir 2400 árum síðan. Slíkt ferðalag getur ekki verið annað en stórkostlegt. Hráefnið 1 heill sjóurriði (ca. 3 kg) 2 kg salt Handfylli af blóðbergi 8 eggjahvítur 2 sítrónur 15 greinar af fersku timjan
eggjahvítum. Það hjálpar hjúpnum að mynda skel sem lokar fiskinn inni. Fisksalinn slægði fiskinn og afhreistraði fyrir mig. Ég skar svo sítrónur í sneiðar og raðaði inn í kviðarholið ásamt 10 greinum af timjan. Síðan útbjó ég beð af salti, lagði fiskinn ofan á og hrúgaði svo restinni af saltinu yfir. Bakaði síðan í 180 gráðu heitum ofni í 50 mínútur. Flysjaði svo og sauð kartöflur í söltuðu vatni, hellti vatninu af og velti upp úr graslauk og hvítlauksolíu. Salt og pipar. Eftir tæpa klukkustund birtist svo þessi dásemd. Ég braut salt skelina varlega ofan af og svo var bara að veiða fiskinn varlega. Fiskurinn var einstaklega safaríkur – þó ótrúlegt megi virðast var hann ekki saltur! Hann er borinn fram með þessari einföldu sósu þar sem ég blandaði snöggvast saman sýrðum rjóma, mæjónesi, fersku timjan, einni matskeið af þurrkuðu blóðbergi, smá sírópi og svo salt og pipar. Þetta var sannkölluð veislumáltíð sem gott er að njóta með góðu hvítvíni.“
Lokaverkefni í HR tengt sjávarútvegi „Markmiðið með verkefninu mínu var að sýna fram á hvernig er hægt að nota verkfræðilega bestun við ákvarðanatöku í framleiðslu í fiskvinnslu,“ segir Elín Helga Jónsdóttir um lokaverkefni sitt í meistaranámi í rekstrarverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Aukinn hraði er kominn í framleiðslu í nútíma sjávarútvegi. Háþróuð tæki og hugbúnaður eru notuð til að stýra framleiðslunni, frá því að flokka hráefnið að pökkElín Helga Jónsdóttir, meistaranemi í rekstrarverkfræði við tækni- og Mynd: HR. verkfræðideild HR.
혀昀氀甀最甀爀 栀爀攀椀渀猀椀戀切渀愀甀爀 刀礀欀猀甀最甀爀
䠀︀爀ﴀ猀琀椀猀琀瘀愀爀 䜀甀昀甀搀氀甀爀
匀瀀愀爀
䠀︀爀ﴀ猀琀椀搀氀甀爀
un og þar til varan er tilbúin til afhendingar. „Ég útbjó bestunarlíkan fyrir daglega áætlanagerð í fiskvinnslu. Til að gera líkanið notaði ég raungögn frá dæmigerðum vinnsludegi og prófaði það í sjávarútvegsfyrirtæki,“ segir Elín en líkanið getur nýst sem hjálpartæki fyrir framleiðslustjóra til að ákvarða afurðasamsetningu dagsins, þ.e. val á vinnsluleiðum. „Í dag geta viðskiptavinir sjávarútvegsfyrirtækja lagt inn pöntun og fengið vöruna afhenta í lok dags. Til að halda í við hraðann og dragast ekki aftur úr í samkeppni er gott að hafa hjálp við ákvarðanatökuna. Að nota líkan sem þetta virkar vel í þeim tilgangi og mun virka enn betur í framtíðinni þar sem sífellt er verið að afla gagna sem þýðir að líkönin verða enn betri,“ sagði Elín í viðtali á dögunum í Tímariti HR. Lokaverkefni hennar var styrkt af SFS, enda til mikils að vinna með því að nýta hráefnið betur þar sem afurðir í sjávarútvegi eru meira en 42% alls útflutnings á Íslandi.
soknafaeri-augl.pdf 1 11.12.2017 14:06:05
SÓKNARFÆRI | 9
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Jólakveðja Við sendum landsmönnum öllum, til sjávar og sveita, hátíðarkveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
10 | SÓKNARFÆRI
Íslenskt framleiðsla í 68 ár
Íslensk framleiðsla í yfir 70 ár
RB dýnurnar eru íslensk framleiðsla. RB springdýnurnar eru íslensk framleiðsla. Framleiddar í öllum stærðum. Gæðadýnur fyrirfyrir íslenska sjómenn. Gæðadýnur íslenska sjómenn. Seljum einnig:
Seljum einnig svamp-, heilsukodda yfirdýnur gelheilsukodda gelyfirdýnur latexog þrýstijöfnundýnur. þrýstijöfnunaryfirdýnur þrýstijöfnunarkodda eggjabakkadýnur
dúnkodda fíberkodda
Fást í öllum stærðum. Fást í öllum stærðum. Myndir á heimasíðunni: www.rbrum.is
Opið virka daga 09:00 til 18:00 / laugardaga 10:00 til 14:00
SÓKNARFÆRI | 11
Munnúði þróaður á Íslandi meðal mest seldu kvefvara í Svíþjóð Munnúðinn PreCold sem þróaður er úr þorskensímum af íslenska líftæknifyrirtækinu Zymetech ehf. er í dag meðal mest seldu vara gegn kvefi í Svíþjóð. Þessi vara var fyrst markaðssett í Svíþjóð undir heitinu ColdZyme á árinu 2013 í samstarfi við sænska fyrirtækið Enzymatica AB. Fyrir rúmu ári síðan voru fyrirtækin tvö sameinuð.
framleiðslu og dreifingu á lokavöru. Þá fer vinna við skráningu vörunnar að mestu fram í Svíþjóð í samstarfi við samstarfsaðila Enzymatica á nýjum markaðssvæðum,“ segir Ágústa.
Brautin rudd fyrir aðrar vörur Zymetech ehf. var stofnað árið 1999 af dr. Jóni Braga Bjarnasyni og dr. Ágústu Guðmundsdóttur sem þá voru prófessorar við Háskóla Íslands þar sem þau höfðu meðal annars rannsakað virkni þorskensíma. Sama ár var fyrsta vara fyrirtækisins, húðáburðurinn Penzim, settur á markað. Síðan þá hefur Zymetech haldið áfram að þróa húð- og heilsuvörur ásamt lækningavörum sem innihalda þorskensím. Ensímin eru hreinsuð úr þeim hluta þorskslógs sem yfirleitt er hent en framleiðslutæknin var þróuð innan fyrirtækisins. Zymetech þróaði síðan aðferð, svokallaða Penzyme tækni, til að geyma ensímin á stöðugu formi þangað til þau eru virkjuð aftur þegar varan kemst í snertingu við húð. Ágústa, sem í dag er vísindaráðgjafi Enzymatica AB, segir að einkaleyfi fyrirtækisins á nýtingu ensímanna sé ein af forsendum fyrir árangri fyrirtækisins. „Vegna þess að við erum með einkaleyfi á notkun ensímanna í snyrtivörur, lækningavörur og lyf höfum við getað starfað óáreitt á þessum markaði.“ Hún segir að það hafi verið stórt skref að hefja framleiðslu á kvefúðanum og skrá hann sem lækningavöru og að í dag sé mesta áherslan á þróun á lækningavörum. Til þess þurfi klínískar rannsóknir og gerðar séu mjög strangar kröfur um framleiðsluöryggi og gæðamál. „Kvefúðinn mun ryðja brautina fyrir aðrar vörur sem eru í farvatninu og koma síðar á markað sem lækningavörur.“
Ágústa Guðmundsdóttir hjá líftæknifyrirtækinu Zymetech segir að kvefúðinn, sem inniheldur ensím sem unnið er úr þorskslógi, muni ryðja brautina fyrir aðrar vörur frá fyrirtækinu sem koma síðar á markað sem lækningavörur.
Samferða síðan 1927 Olís hefur allt frá stofnun kappkostað að veita fyrirtækjum í sjávarútvegi trausta þjónustu með sölu á eldsneyti og rekstrarvörum til útgerða. Við ætlum að halda þeirri siglingu áfram.
PIPAR \ TBWA • SÍA • 170787
Stefna hátt Í dag starfa um 25 manns hjá Zymetech ehf. og Enzymatica AB, þar af 8 á Íslandi. „Hér á Íslandi snýst starfið fyrst og fremst um rannsóknir og þróun, framleiðslu á ensímunum og þjónustu við innanlandsmarkað. Í Svíþjóð er unnið að sölu- og markaðssetningu og
Ágústa segir fyrirtækið í uppbyggingarferli. Viðtökur á munnúðanum hafi verið góðar og í dag er aðalmarkaðssvæðið í Evrópu þar sem skráning lækningatækja er samræmd. Kvefúðinn er seldur undir fjórum mismunandi nöfnum: PreCold á Íslandi, ColdZyme á Norðurlöndum, Grikklandi og í Bretlandi, ViruProtect í Þýskalandi og CortaGrip á Spáni. „Við erum nú að hefja spennandi samstarf við STADA sem er þýskt alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi í um 30 löndum. Enn vitum við ekki hvert það samstarf leiðir okkur en við stefnum hátt,“ segir Ágústa Guðmundsdóttir, vísindaráðgjafi Enzymatica.
12 | SÓKNARFÆRI
Jón Birgir Gunnarsson, yfirmaður markaðs- og sölumála hjá Skaginn 3X, telur að auka þurfi vægi iðnmenntunar í skólakerfinu.
Ljósmyndir: Hjörtur Gíslason.
Stórverkefni víða um heim Rætt við Jón Birgi Gunnarsson, yfirmann markaðs- og sölumála hjá Skaganum 3X „Mikill kraftur hefur verið í nýsköpun og vöruþróun hjá okkur. Fyrirtækið samanstendur af vöruþróun, sölu, þjónustu, smíði og afhendingu á tækjabúnaði, langmest fyrir sjávarútveginn en við erum líka að vinna okkur töluvert inn í framleiðslu á kjöti og kjúklingi. Við höfum náð ágætis árangri á því sviði með frysta í Brasilíu og nú að undanförnu í Síle líka,“ segir Jón Birgir Gunnarsson, yfirmaður markaðs- og
sölumála hjá Skaganum 3X þegar tíðindamaður Sóknarfæris leit þar við á dögunum.
Snögg vinnubrögð „Aðalmarkaðirnir sem við höfum verið að sinna eru langmest á Íslandi og í Færeyjum. Við erum líka með töluvert af verkefnum í Norður-Ameríku og á Bretlandseyjum og norður og vesturhluta Evrópu. Þá hefur mikið verið að gerast í Rússlandi undanfarið. Við erum svolítið að uppskera núna allt sem við höfum sáð í vöruþróun. Nú er
það orðin ein af áskorunum í starfseminni að ná í nógu mikið af góðu fólki og við leitum ekki aðeins út fyrir Akranes og Ísafjörð eftir fólki heldur einnig út fyrir landsteinana.“ Skaginn 3X er í leiðandi stöðu í framleiðslu og uppsetningu á uppsjávarkerfum. „Þar er um að ræða bæði uppsetningu á heildarkerfum, heilu verksmiðjunum og það er hlutur sem hefur verið tekið eftir hvað við höfum getað ráðist í stór verkefni og leyst þau mjög hratt. Þar má t.d. nefna uppsjávarvinnsl-
Velkomin á heimasíðu okkar
www.veltak.is
una hjá Eskju á Eskifirði. Það liðu ekki nema nokkrir mánuðir frá því að skrifað var undir samninga þar til vinnsla var byrjuð í nýju húsnæði með allan búnað nýjan. Svo er annað mjög stórt verkefni í undirbúningi en ekki hægt að skýra alveg frá því hvert það er,“ segir Jón Birgir.
Viljum gera allt sjálfir Stærsti hópurinn hjá fyrirtækinu er með vélvirkjun sem grunnmenntun, starfsmenn sem eru að smíða, setja saman og prófa búnaðinn.
Þessir starfsmenn eru líka að fara í uppsetningar á búnaði, bæði á landi og um borð í skipum, koma búnaðinum af stað, kenna á hann og sjá um að viðskiptavinurinn sé ánægður og fái það sem hann bað um. „Svo hefur verið að aukast hjá okkur á síðustu tveimur árum að við erum með eigið fólk í stýringum og rafmagni. Rafvirkjar og hugbúnaðarfræðingar eru því stækkandi hópur starfsmanna hjá okkur. Tækjabúnaðurinn sem við erum að framleiða er alltaf að verða
VÉLTAK
E H F
Sköpum vistvænt umhverfi – Betri heilsu
með búnaði frá Véltak
Óskum fiskvinnslufólki, sjómönnum, útgerðarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!
SÓKNARFÆRI | 13
Starfsmenn á verkstæði voru í matarhlé en nokkrir þeirra stilltu sér upp fyrir ljósmyndun.
fullkomnari og stýriþátturinn alltaf að verða mikilvægari. Ef illa fer gengur ekki fyrir okkar að skjóta okkur á bak við það að við séum ekki með nógu góða undirverktaka. Við viljum því gera þetta allt sjálfir. Þá erum við að taka í notkun tölvustýrðar skurðarvélar, beygjuvélar og auka sjálfvirkni í rennibekkjum og fræsingu. Þannig erum við að auka afkastagetuna verulega. Við þurfum svo að vera með fólk sem ræður við að stjórna þessum nýju vélum. Við erum bæði með véltæknifræðinga og véliðnfræðinga, vélaverkfræðinga og svo rafmagnstækni- og iðnfræðinga, sem eru að hanna tækin og vinna teikningar og fleira. Svo eru einhverjir að koma úr nýjum námsbrautum eins og „megatronic“ sem er sambland af véla- og rafmagnsstýringum,“ segir Jón Birgir.
Iðnmenntunin er vanmetin Jón Birgir hefur ákveðnar skoðanir á starfsmenntun og iðnnámi. Þegar rætt var við hann var stór hópur af krökkum að kynna sér starfsemina á Akranesi, efstu bekkir í grunnskólum frá Akranesi og nágrenni sem þurfa að fara að velja sér námsbrautir. „Okkur finnst mikilvægt að reyna að hjálpa þessum krökkum að skilja hversu gagnleg og skemmtileg iðnmenntun getur verið. Og líka að slíkt nám er enginn endapunktur. Ef þú lærir t.d. vélvirkjun eru lítil eða engin takmörk á því hvers konar störf þú getur unnið við eða byggt ofan á þá menntun. Það þarf ekki að þýða að sitja inni í lokuðu herbergi og gera við vél allan tímann, þú getur verið í smíði eins og hjá okkur eða í uppsetningu eða starfið þróast yfir í að hanna allt mögulegt. Mér finnst það vera mjög vanmetið hvað iðnmenntun er bæði gagnleg og skemmtileg. Ég hef heyrt að það séu allt upp í 70% brottfall ungra stráka sem byrja í menntaskóla og ætla í stúdentspróf. Ég velti því fyrir mér hvort stór hluti af þessum hópi ætti ekki betur heima í iðnnámi. Þá séu í fyrsta lagi meiri líkur á því að þeir klári sitt nám og í öðru lagi að flosni þeir upp úr námi, séu þeir að mörgu leyti komnir í betri störf en ella. Mér finnst iðnnámið ekki nægilega metið og skortur á iðnmenntuðu fólki getur til dæmis orðið fyrirtækjum eins og okkar fjötur um fót; staðið í vegi fyrir því að þau vaxi eins og þau þurfa. Þetta er störf sem skapa alvöru verðmæti og veita því meiri stöðugleika ef kemur til erfiðleika í efnahagslífinu.“
Hópur grunnskólanema var að koma í heimsókn til að kynnar sér starfsemi Skagans 3X þegar ljósmyndara bar að garði.
WENCON verndandi viðgerðarefni - Lengir líftímann
Neyðar- eða skammtímalausnir
Viðgerðir og viðhald um borð
Lausnir fyrir verkstæði eða slipp
Dvergshöfða 27 - 110 Reykjavík www.blossi.is - blossi@blossi.is
14 | SÓKNARFÆRI
Lítið vitað um plastmengun í sjónum við Ísland
„Vitneskja vísindamanna um plastefni í sjónum er að aukast og það hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna að þetta er mun meira vandamál en við gerðum okkur grein fyrir. Í kjölfarið hefur vitund almennings um málið aukist og viðhorfin eru að breytast. Fólk gerir sér betur grein fyrir plasti sem umhverfisvandamáli og hefur vaxandi áhyggjur af því,“ segir doktor Hrönn Jörundsdóttir, umhverfisefnafræðingur hjá Matís sem hefur sérhæft sig í þrávirkri mengun og áhrifum hennar á lífverur.
Gríðarlegu magni plastagna sleppt út í umhverfið Aðspurð um plastmegnun í hafinu í kringum Ísland segir Hrönn að um það sé lítið vitað. Hún segir að Matís hafi tekið þátt í samnorrænu verkefni þar sem kannað var hve vel skólphreinsistöðvar hreinsa plastagnir úr affalli frá heimilum og iðnaði og í ljós hafi komið að þær nái ekki að stöðva þessar agnir á leiðinni til hafs. „Það er margt sem bendir til að það sé verið að sleppa gríðarlegu magni af örplasti út í umhverfið en hver staðan er í hafinu við Ísland vitum við ekki, því það hefur ekki tekist að fjármagna rannsóknir til að kortleggja dreifingu og magn í hafinu í kringum landið.“ Hrönn
Plastmengun í hafi hefur verið vaxandi vandamál um allan heim síðustu áratugi.
Hrönn Jörundsdóttir, umhverfisefnafræðingur hjá Matís með nýveiddan þorsk af Íslandsmiðum. Hún óttast að það sé bara tímaspurning hvenær örplast muni finnast í vefjum þróaðri lífvera og þar með í fiskholdi.
gerir ráð fyrir að Matís muni á næstunni sækja um styrk til Rannís til slíkra rannsókna en ómögulegt sé að segja hvort það beri árangur því Rannís reki samkeppnissjóð og þangað sé ekki á vísan að róa. „Ég tel hins vegar eðlilegt að stjórnvöld setji fjármuni í slíkar rannsóknir því það er verið að
vakta hafið á mörgum öðrum sviðum. Plastvandamálið er hins vegar tiltölulega nýlega komið inn á sjónarsviðið þannig að í sjálfu sér kemur ekki á óvart að það séu til litlar upplýsingar um þetta. Það þyrfti að sjá til þess að hægt verði að hefja rannsóknir á þessu sem allra fyrst.“
Agnirnar minnka en vandamálið stækkar Hrönn segir að til sé tækni til að hreinsa örplast úr skólpvatni. Þegar bornar voru saman íslenskar, sænskar og finnskar dælustöðvar kom í ljós að plastagnirnar setjast í seiruna og með því að hreinsa hana er hægt að ná plastögnum úr skólpinu. Hún bendir hins vegar á að skólpið sé ekki eina uppspretta plastefna í hafinu. Í áratugi hafi mikið af hvers kyns plasti borist í sjóinn þar sem það hafi byrjað að brotna niður og mynda litlar agnir. Þessar litlu agnir breytist hins vegar ekki heldur verði áfram til og safnist saman í sjónum. Vandamálið sé að þegar plastið hafi brotnað niður í smáagnir sé ekki til nein tækni til að vinna það til baka og hreinsa hafið af því. Aðspurð segist hún ekki vita til þess að rannsóknir hafi staðfest að plastagnir hafi borist í fiskhold þótt það hafi fundist í stórum stíl í meltingarvegi sjávar-
lífvera. Hún segir vitað að í frumstæðari lífverum eins og kræklingi geti minnstu agnirnar borist úr meltingarvegi og inn í vöðva kræklingsins. Þetta sé hins vegar erfitt að rannsaka vegna þess að ekki er verið að leita að ákveðnu efnasambandi sem er jafndreift um fiskholdið heldur að örsmáum ögnum. „Það má því segja að vandamálið stækki eftir því sem agnirnar minnka. Það verður erfiðara að greina og eiga við þær og eftir því sem þær eru minni aukast líkurnar á að þær komist úr meltingarvegi og inn í vefi sjávarlífvera. Vegna þess að örplastið finnst sífellt víðar óttast ég að það sé bara tímaspurning hvenær það mun finnast í vefjum þróaðri lífvera og þar með í fiskholdi,“ segir Hrönn Jörundsdóttir, umhverfissérfræðingur hjá Matís. matis.is
SÓKNARFÆRI | 15
Stólpi Gámar
fyrir atvinnulífið
Stólpi Gámar bjóða gámalausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu þurrgáma hitastýrða gáma
geymslugáma einangraða gáma
fleti og tankgáma gáma með hliðaropnun
Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS og vörulyftur frá ATN og Maber Hafðu samband 568 010 0
www.stolpigamar.is
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði
16 | SÓKNARFÆRI
„Það er óhætt að segja að ákveðið skelfingarástand hafi gripið um sig þegar það fréttist að Rússlandsmarkaður væri að loka í upphafi makrílvertíðar 2015“, segir Gunnar Kvaran hjá Samskipum.
Gámavæðing í kjölfar lokunar Rússlands Gunnar Kvaran hjá Samskipum lýsir því þegar Rússlandsmarkaður lokaðist í upphafi makrílvertíðar 2015 „Þegar það fréttist sumarið 2015 að Rússlandsmarkaður væri í þann mund að lokast vegna Úkraínudeilunnar er óhætt að segja að ákveðið skelfingar ástand hafi gripið um sig í greininni. Á þessum tíma var makrílvertíð að hefjast og uppistaða aflans var hugsuð fyrir Rússlandsmarkað líkt og árin áður. Sú heimsmynd breyttist fljótt á þessum dögum og vikum sem í hönd fóru,“ segir Gunnar Kvaran, forstöðumaður útflutnings Samskipa sem fjallað um málið á Sjávarútvegsráðstefnunni 2017 í Hörpu í síðasta mánuði.
Gunnar segir að verkefnið hafi verið sérlega krefjandi vegna þess að flutningi á uppsjávarafla hafi að mestu verið sinnt af erlendum 2000-5000 tonna bulkskipum sem hann segir nokkurs konar „fljótandi frystikistur“ þar sem varan er hífð um borð á brettum og miklu magni siglt á einn stað. Þannig höfðu flutningar á makríl og öðrum uppsjávarafurðum á Rússlandsmarkað farið fram. Bulkskipin sóttu vöruna til framleiðandanna vítt og breytt um landið yfir vertíðina og léttu þannig á
Með því að bæta við mörg hundruð frystigámum var hægt að bjarga verðmætum sem annars hefðu farið forgörðum þegar Rússlandsmarkaður lokaðist skyndilega í upphafi makrílvertíðarinnar 2015.
frystigeymslum. Íslensku skipafélögin sem sjá um mest af öðrum fiskútflutningi landsmanna hafa hins vegar skipulagt sína flutninga í kringum gámakerfi og hafa komið sér upp aðstöðu á nokkrum miðlægum stöðum við ströndina án tillits til þess hvort þar er uppsjávarvinnsla eða ekki. Það var því vandi á höndum þegar von var á miklum afla á land sem finna þurfti nýja markaði fyrir auk þess að koma vörunni til nýrra kaupenda.
Makríllinn unnin beint í frystigáma „Hlutverk okkar hjá Samskipum var að finna leiðir til að koma afurðunum í gámum til nýrra kaupenda. Allt í einu voru svæði eins og vestur Afríka, Egyptaland og Svartahaf komin á radarinn.“ Hann segir að til að bjarga verðmætum hafi þurft í skyndingu að koma stórum hluta bulkflutninganna yfir í gámakerfið. Það hefði aldrei verið hægt að frysta allt þetta markílmagn nema vegna þess að það tókst að leigja hundruð frystigáma til viðbótar á stuttum tíma. Það var því framleitt beint í frystigámana og þeir síðan fluttir úr landi og mikið magn fór í geymslu í Hollandi sem og beint til nýrra markaðssvæða.“
SÓKNARFÆRI | 17
Gunnar segir að þegar makríllinn fór að veiðast í einhverjum mæli við Ísland í kringum 2010 hafi legið beinast við að selja hann til Rússlands sem tók mikið magn og var sögulega sterkur markaður þegar kom að uppsjávarfiski. Þar voru í meginatriðum fáir stórir kaupendur og flutningsleiðirnar klárar. Þegar Rússlandsmarkaður lokaðist hafi menn hins vegar farið að kynna sér af alvöru makrílneyslu ýmissa annarra þjóða og þá kom í ljós að makríll er mjög útbreidd neysluvara víða um heim. Þannig hafi til dæmis Egyptaland og Vestur Afríka verið gríðarstórir kaupendur á makríl. „Árið 2015 tókst strax að selja mikið til vestur Afríku en salan þangað var hins vegar ekki jafnmikil í fyrra og í ár. Mesta aukningin hefur hins vegar verið á Svartahafssvæðið, til Eystrasalts, Egyptalands og Asíu.“
Nýir markaðir verða til Aðspurður segist Gunnar telja að viðskiptin muni færast aftur til Rússlands þegar sá markaður opnast að nýju. „Þetta hefur verið mikilvægur markaður og saga viðskiptanna er mjög löng þannig að ég held að menn muni örugglega vilja taka upp þráðinn og senda afurðir aftur til Rússlands. Hvort það verður í sama mæli og áður veit ég ekki. Þessi uppákomu hefur fært okkur nýja markaði sem ég geri ráð fyrir að menn vilji rækta áfram,“ segir Gunnar. Hann segir að innflutningur til landsins á hverjum tíma sé sú stærð sem drífi flutningakerfi íslensku skipafélaganna. Nú þegar innflutningur er í hæstu hæðum er mikil geta fyrir hendi í útflutningi. Það hafi hins vegar ekki verið fyrr en eftir hrun 2008/2009, þegar innflutningur drógst saman, að það varð í fyrsta skipti jafnvægi í flutningskerfinu milli innflutnings og útflutnings. Frá 2010 hafi innflutningurinn byrjað að vaxa aftur og í dag séu innflutningstölurnar orðnar svipaðar því sem sást fyrir hrun á árunum 2006 til 2007. Í dag
Flutningar eru lykilþáttur að baki markaðssetningu og sölu sjávarafurða erlendis.
reka Samskip fjögurra skipa kerfi en síðastliðið hálft ár hefur félagið verið með aukaskip í rekstri til að sinna innflutningskúfinum.
Strandflutningar komnir til að vera Gunnar segir að strandflutningarnir hér heima, sem hófust að nýju fyrir fjórum árum, gangi vel. „Við byrjuðum eftir mikinn undirbúning í mars 2013 og settum eitt skip á ströndina sem sigldi á hálfsmánaðar fresti.
Síðan eru liðin fjögur ár og við höfum bætt við öðru skipi og siglum vikulega á ströndina og höfum fengið mjög góð viðbrögð við þessu og á landsbyggðinni er eðlilega mikil ánægja með þetta.“ Siglt er á Ísafjörð, Sauðárkrók, Akureyri og síðasta höfn er Reyðarfjörður þaðan sem siglt er beint á Færeyjar, Immingham og Rotterdam. Hann segir
að haldið verði áfram að þróa strandflutningana. Með þeim hafi flutningskostnaður á landsbyggðinni snarlækkað
um leið og þungaflutningar um vegakerfið hefði dregist mjög saman. „Það má
í stórum dráttum segja að fiskflutningar um þjóðvegina sem áður var ekið til útskipunarhafna í Reykjavik og á Reyðarfirði heyri nú sögunni til,“ segir Gunnar Kvaran, forstöðumaður útflutnings Samskipa. samskip.is
VM, Félag vélstjóra og málmtæknimanna
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
18 | SÓKNARFÆRI
Ég vona að stjórnvöld séu tilbúin að skoða ákveðna þætti gjaldtökunnar með það að markmiði að hún verði sanngjörn og viðráðanleg fyrir fyrirtæki um allt land sem starfa í greininni. Það má ekki gleyma því að 78% af veiðigjöldunum koma frá fyrirtækjum á landsbyggðinni og því er þetta líka byggðamál.“
Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segir að endurskoðun ákveðinna þátta veiðileyfagjaldatökunnar sé bæði sanngirnismál og byggðamál, enda komi 78% af veiðigjöldunum frá fyrirtækjum á landsbyggðinni.
Veiðigjöldin verða að endurspegla stöðu sjávarútvegsins á hverjum tíma „Langt sjómannaverkfall og versnandi skilyrði útflutningsfyrirtækja vegna styrkingar krónunnar settu töluverðan svip á líðandi ár,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, aðspurður um það sem hæst hafi borið í greininni. Á komandi ári hefur hann væntingar um að stjórnvöld endurskoði ákveðna þætti tengda veiðigjöldum, svo gjaldtakan verði bæði sanngjörn og viðráðanleg fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi um allt land. „Veiðigjöldin verða að endurspegla stöðu sjávarútvegsins á hverjum tíma en það geri þau ekki í dag,“ segir formaður SFS. af sjómannaverkfalli sem stóð í 72 daga og „Þetta ár hefur verið viðburðaríkt í tók virkilega á greinina í heild. íslenskum sjávarútvegi,“ segir Jens Garðar „Sem betur fer náðist að semja við Helgason en fyrstu vikur ársins einkenndust sjómenn á endanum og fagna ég því að við
skyldum ná samningum í stað þess að til lagasetningar kæmi eins og stefndi í,“ bætir hann við. Með samningunum, sem eru til þriggja ára, hafi náðst fram miklar breytingar frá eldri samningum, eins og t.d ákvæði varðandi klæði, fæði og fiskverðsútreikninga, svo eitthvað sé nefnt. Þá hittist samningsaðilar nú með reglulegum hætti og vinni áfram samkvæmt þeim bókunum sem voru gerðar í samningunum og því hafi hann miklar væntingar til þess að fyrir næstu samninga verði búið að leggja línur enn frekar og
betur, þannig að komast megi hjá verkföllum. „Hitt er svo annað mál að afleiðingar verkfallsins eru ekki enn allar komnar í ljós, enda töpuðust bæði kaupendur og hillupláss sem tekur tíma að vinna til baka. Eftir svona langt verkfall tekur tíma að vinna traust kaupenda á afhendingaröryggi íslenskra sjávarafurða.“
SÓKNARFÆRI | 19
Það mæddi töluvert á samninganefnd SFS í byrjun ársins en eftir 72 daga verkfall sjómanna náðust samningar til þriggja ára með umtalsverðum breytingum frá eldri samningum.
Versnandi ytri skilyrði og gengisstyrking krónunnar Til viðbótar þessu dyljist engum að skilyrði útflutningsfyrirtækja hafi versnað á undanförnum árum sökum gengisstyrkingar krónunnar en líka vegna aðstæðna á ytri mörkuðum. „Það var t.d gríðarlegt högg fyrir greinina þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að fylgja Evrópusambandinu og Bandaríkjunum í efnahagsaðgerðum gegn Rússlandi, sem á eftir Bretlandi var okkar annar stærsti markaður fyrir sjávarafurðir. Við höfum ekki ennþá náð að vinna okkur út úr því, s.s. í sölu á loðnu- og síldarafurðum,“ segir Jens Garðar. Rússland hafi einnig verið mjög mikilvægur markaður fyrir sjófrystan karfa og því hafi skapast umframframboð á öðrum mörkuðum með tilheyrandi verðlækkunum. Hann nefnir einnig að nígeríski markaðurinn hafi átt mjög erfitt uppdráttar eftir verðfall á olíu á heimsmarkaði. „Þangað höfum við selt þurrkaðar afurðir í áratugi, sem og frosnar afurðir undanfarin ár og þessi markaður hefur aðeins verið að koma til baka, með aðeins skárra aðgengi kaupenda að gjaldeyri. En hann er ennþá langt frá því að vera eins sterkur og hann var.“ Þá eru miklir hagsmunir í húfi fyrir land og þjóð vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Bretland er okkar langstærsti markaður fyrir sjávarafurðir,“ segir formaður SFS. „Við höfum verið í góðum samskiptum við utanríkisráðuneytið vegna þessa máls, enda mikið undir að vel takist til í samningum okkar við Breta eftir útgöngu þeirra úr ESB.“ Fjórða iðnbyltingin komin í sjávarútvegi Íslendingar eru í fremstu röð þegar kemur að
Uppsjávarhús Eskju er dæmi um fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi sem byggir á íslensku hugviti, tækni og sjálfvirkni til að vera í fremstu röð í greininni og viðhalda forystu landsins á alþjóðamörkuðum.
því að fullvinna og nýta auðlindir sjávar og fullyrðir formaður SFS að nýsköpun í greininni hérlendis eigi sér enga líka í heiminum. Undanfarin ár hafi sprottið upp
ótrúlega mörg fyrirtæki sem séu að þróa og framleiða afurðir inn á nýja markaði, s.s. fyrir lyfjaiðnað, heilsu- og snyrtivörugeirann og tískuiðnaðinn.
AllAr gerðir reimA og færibAndA
„Þessi hluti greinarinnar er gríðarlega áhugaverður og það verður spennandi að sjá hvaða tækifæri fyrirtæki í nýsköpun sjá næst,“ segir Jens Garðar og tengir þetta á skemmtilegan hátt við orðræðuna um fjórðu iðnbyltinguna. „Það hafa verið haldnar margar ráðstefnur og málstofur um fjórðu iðnbyltinguna. Þetta var eitt aðalorðið í kosningabaráttunni nú á dögunum og ég fullyrði að mörg íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru bara búin að innleiða fjórðu iðnbyltinguna í íslenskan sjávarútveg. Ef við horfum á öll þessi nýju skip, sem hafa verið að koma nú á síðustu árum, sem og fjárfestingar í landi eins og t.d nýtt uppsjávarfrystihús Eskju á Eskifirði eða fyrirhugað fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík, þá byggja allar þessar fjárfestingar á gríðarlega miklu íslensku hugviti, tækni og sjálfvirkni. Íslenskur sjávarútvegur er í samkeppni á alþjóðamarkaði og því þurfum við alltaf að hafa það að leiðarljósi að vera í fremstu röð þegar kemur að fjárfestingum, umhverfisvænum veiðum og vinnslu og framþróun í greininni. Þannig höldum við forystu okkar á alþjóðamörkuðum þegar kemur að gæðum, hagkvæmni og getu okkar til að borga starfsfólki okkar góð laun.“
Þarf endurskoðun en ekki uppstokkun á veiðigjöldum Þrátt fyrir nýsmíði og nýsköpun sýnir tölfræðin að útgerðum á landinu heldur áfram að fækka en þær sem eftir eru stækka. Formaður SFS segir að þetta sé þróun sem hafi átt sér stað í þó nokkurn tíma. Við núverandi ytri og innri aðstæður greinarinnar hafi margar útgerðir, sérstaklega smærri, ákveðið að hætta rekstri. Einnig hafi veiðigjaldið fyrir 2017/18 komið mjög illa við greinina því margar útgerðir ráði ekki við að kljúfa sterka krónu og stórhækkuð veiðigjöld á sama tíma. „Veiðigjöldin verða að endurspegla afkomu greinarinnar á hverjum tíma en það gera þau ekki í dag. Veiðigjöldin miðast við stöðuna fyrir tveimur árum og margt hefur gerst frá þeim tíma sem hefur haft mikil áhrif á afkomu greinarinnar. Það er skoðun okkar hjá SFS að ekki þurfi að fara í uppstokkun á útreikningi veiðigjalda en það þurfi hins vegar að fara í nauðsynlegar lagfæringar á núverandi reiknireglu, sem miði að því að koma útreikningi veiðigjalda nær í tíma svo þau endurspegli raunverulegan kostnað af sókn og framlegð hverrar tegundar fyrir sig,“ segir formaður SFS og væntir þess að ný ríkisstjórn taki þar á málum. „Ég vona að stjórnvöld séu tilbúin að skoða ákveðna þætti gjaldtökunnar með það að markmiði að hún verði sanngjörn og viðráðanleg fyrir fyrirtæki um allt land sem starfa í greininni. Það má ekki gleyma því að 78% af veiðigjöldunum koma frá fyrirtækjum á landsbyggðinni og því er þetta líka byggðamál,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að lokum.
Sími 567 4467 - www.gummisteypa.is
20 | SÓKNARFÆRI
Smíði nýs hafrannsóknaskips þolir ekki bið „Ef Íslendingar ætla ekki að dragast aftur úr nágrannaþjóðum sínum hvað haf- og fiskirannsóknir varðar verða stjórnvöld að hefjast handa strax við að láta byggja nýtt hafrannsóknaskip til að leysa Bjarna Sæmundsson af hólmi,“ segir Ólafur S. Ástþórsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og fyrrverandi aðstoðarforstjóri stofnunarinnar. Fullkomið og öflugt skip til að þjóna haf- og fiskirannsóknum kostar 3-5 milljarða króna að mati Ólafs, sem er svipaður kostnaður og við nýju skipin sem íslenskar útgerðir hafa verið á láta smíða. Skipið gæti verið tilbúið 2-3 árum eftir að smíði þess væri boðin út. Vel var vandað til smíði Bjarna Sæmundssonar í Þýskalandi árið 1970 og ýmis nýr búnaður í skipinu sem ekki hafði áður verið settur í íslensk skip. Viðamiklar endurbætur voru gerðar á skipinu árið 1985 og eftir frekari endurbætur árið 2003 var gert ráð fyrir því að reka það í um 10 ár í viðbót. Sá tími er nú liðinn og segir Ólafur að áframhaldandi rekstur muni kalla á kostnaðarsamar endurbætur sem erfitt sé að verja fyrir þetta gamalt skip.
Úrelt skip og kostnaðarsamt viðhald „Viðhaldið er orðið mjög kostnaðarsamt og það eykst bara eftir því sem skipið verður lengur í notkun,“ segir Ólafur og bendir á, því til áréttingar, að undanfarnar vikur hafi skipið verið í slipp vegna óvæntrar bilunar. Erfiðlega hafi gengið að finna varahluti og því hafi þurft að fella niður mikilvæga hafrannsóknaleiðangra. „Í raun er Bjarni smám saman að úreldast og nú er svo komið að skipið svarar vart þeim kröfum sem gerðar eru til nútíma hafrannsóknaskipa um aðbúnað. Rannsóknir hafa orðið margþættari, tæknilegar kröfur um aðstöðu fyrir sérhæfða söfnun og mælingar hafa aukist verulega og vegna alls þessa er því nauðsynlegt að huga þegar í stað að endurnýjun Bjarna.“ Aðspurður um hvernig nýtt hafrannsóknaskip Íslendinga eigi að vera svarar Ólafur að það megi vera af svipaðri stærð og núverandi Bjarni en það þurfi að vera tæknilega mjög vel útbúið og geta sinnt bæði verkefnum í úthafinu að vetrarlagi og á grunnslóð. Nýtt skip gæti kostað 3-5 milljarða og smíðin tekur 2-3 ár „Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum eru allar að endurnýja rannsóknaskip sín og þar eru Norðmenn langöflugastir. Þeir hafa á
Viðhald á hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni er orðið mjög kostnaðarsamt og undanfarnar vikur hefur skipið verið í slipp vegna óvæntrar bilunar, segir Ólafur S. Ásþórsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og fyrrverandi aðstoðarforstjóri.
Tölvumynd af Magnus Heinason, nýju rannsóknaskipi Færeyinga, sem er í smíðum og mun kosta fullbúið um Teikning: MEST/Havstovan. 4,5 milljarða íslenskra króna.
seinustu árum byggt tvö ný skip, endurbyggt eitt og eru nú að undirbúa smíði á enn einu skipi. Hafsvæðið umhverfis Ísland er að hluta samliggjandi hafsvæðum Norðmanna og Færeyinga. Eðli hafrannsókna hjá þessum frændþjóðum okkar er líkt því sem gerist hjá okkur og því myndi ég ætla að við gætum nýtt okkur ýmsar tæknilausnir og búnað sem þessar þjóðir hafa útfært í sambandi við smíðar á sínum nýju skipum.“ Hvað kostnað við nýtt rannsóknaskip varðar segir Ólafur erfitt fyrir sig að svara því nákvæmlega en ætla mætti að hann gæti hlaupið á 3-5 milljörðum króna, eftir stærð skipsins og búnaði. Til samanburðar bendir hann á að nýtt 54 metra rannsóknaskip Færeyinga, Magnus Heinason, muni kosta fullbúið um 4,5 milljarða króna. „Þetta er kostnaður af svipaðri stærðargráðu og nýju uppsjávarveiðiskipin sem íslenskar útgerðir
Dr. Fridthjof Nansen, nýtt rannsóknaskip Norðmanna sem tekið var í notkun á þessu ári en Norðmenn hafa verið öflugastir Norðurlandaþjóða að endurnýja rannsóknaskip sín. Mynd: Espen Bierud.
hafa verið að láta smíða á undanförnum árum,“ segir hann og bætir við að ef fjármagn er tryggt ætti smíði rannsóknaskips af þessari stærðargráðu ekki að taka meira en 2-3 ár, eftir að verkið hefur verið boðið út. „Hönnunar og undirbúningstími smíðinnar gæti jafnframt verið tiltölulega stuttur ef við nýtum okkur undirbúningsvinnu sem frændþjóðir okkar á
Hafrannsóknaskip hluti innviða Ný ríkisstjórn er nýlega tekin við völdum og í stjórnarsáttmála hennar segir að hafrannsóknir gegni lykilhlutverki fyrir sjálfbæra auðlindanýtingu og þær þurfi að efla. Ekki
Ályktun Félags skipstjórnarmanna um nýtt hafrannsóknaskip Á þingi Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, sem nú heitir Félag skipstjórnarmanna, sem haldið var 23.-24. nóvember sl. var skorað á „sjávarútvegsráðherra að beita sér innan ríkisstjórnar fyrir smíði nýs rannsóknaskips.“ Í greinargerð með ályktuninni segir að ómæld verðmæti fari forgörðum að óbreyttu og það sé lágmarkskrafa að tryggt sé að rannsóknaskip séu endurnýjuð með eðlilegum hætti og Hafrannsóknastofnun gert kleift að nýta þau til rannsókna af fullum krafti allt árið í stað þess að skipin liggi í höfn langtímum saman vegna fjárskorts.
Þar sem hjartað slær... Vestmannaeyjahöfn
Norðurlöndum hafa framkvæmt í tengslum við endurnýjun sinna skipa.“
Skildingavegur 5 - 902 Vestmannaeyjar - Sími 488 2540
er kveðið nánar á um með hvaða hætti, eða innan hvaða tímaramma skuli efla hafrannsóknir en Ólafur áréttar að í umræðum í aðdraganda stjórnarmyndunarinnar hafi mikið verið rætt um innviði samfélagsins og styrkingu þeirra. „Það segir sig sjálft að ef að við ætlum að sinna á viðunandi hátt rannsóknum á íslenskum hafsvæðum verður að huga að þeim innviðum sem til þess þarf. Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar eru meðal mikilvægustu innviða íslenskra haf- og fiskirannsókna. Árni Friðriksson er orðið 18 ára gamalt skip og Bjarni Sæmundsson að verða 50 ára og löngu kominn tími á endurnýjun,“ segir hann og minnir jafnframt á að auðlindir sjávar eru einn meginþáttur þess að Ísland er byggilegt. Forsenda skynsamlegrar nýtingar á þeim eru öflugar haf- og fiskirannsóknir og samhliða auknum kröfum um áreiðanlega ráðgjöf, eykst fjöldi nytjastofna sem veita þarf ráðgjöf um. Það sé því skylda stjórnvalda að sjá svo um að vel sé búið að hafog fiskirannsóknum og einn mikilvægasti þátturinn þar séu öflug og vel útbúin rannsóknaskip. „Með þetta í huga, ef Íslendingar ætla ekki að dragast aftur úr nágrannaþjóðum hvað haf- og fiskirannsóknir varðar, er mikilvægt að stjórnvöld setji af stað vinnu sem miðar að endurnýjun á Bjarna Sæmundssyni strax með smíði á fullkomnu og öflugu skipi til að þjóna haf- fiskirannsóknum í takt við nýja tíma og áskoranir.“
Óskum fiskvinnslufólki, sjómönnum, útgerðarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!
SÓKNARFÆRI | 21
SCANBAS 365
Nýtt kerfi – Nýir tímar
www.scanmar.no
Scanmar ehf. • Grandagarði 1A • Sími: 551 3300 • GSM: 691 4005 • Netfang: tm@scanmar.is
22 | SÓKNARFÆRI
Kynntu sér hvernig gæðasaltfiskur verður til Í nóvember komu til Íslands tveir Portúgalar frá veitingastaðnum Bacalhau&Afins í Aveiro í Portúgal til að kynnast veiðum, saltfiskvinnslu og landinu almennt. Þetta voru þeir Roberto Almeida, eigandi veitingastaðarins og Diogo Pires kokkur en veitingastaðurinn býður upp á íslenskan þorsk og sérhæfir sig í fjölbreyttum réttum, bæði hefðbundnum og óhefðbundnum saltfiskréttum.
Skoðuðu skip og vinnslu Heimsóknin tengist markaðsverkefni fyrir saltaðar þorskafurðir sem Íslandsstofa sinnir í samstarfi við söluaðila og framleiðendur á söltuðum þorski. Markmiðið með heimsókninni var að efla kynningu á íslenska þorskinum í Portúgal, treysta samstarfið við Bacalhau&Afins og gera þeim betur kleift að halda á lofti merkjum Íslands á veitingastað sínum. Þessa daga á Íslandi heimsóttu þeir m.a. Húsavík og fengu að upplifa alvöru íslenskt vetrarveður. Farið var í saltfiskvinnslu og um
borð í línuskip en þannig gafst þeim tækifæri á að sjá með berum augum hvernig þessi gæðaafurð verður til. Síðan var slegið upp veislu þar sem þeir elduðu saltfisk og þorskrétti í samstarfi við íslensku kokkana Guðbjart Fannar Benediktsson frá Sölku restaurant á Húsavík og Hrólf Flosason hjá Fosshótel Húsavík.
Miðluðu heimsókninni á samfélagsmiðla „Þetta samstarf kokkanna mæltist vel fyrir og hafa íslensku kokkarnir mikinn áhuga á að gera saltaðan þorsk sýnilegri á matseðlum á Húsavík. Þeim Roberto og Diogo gafst einnig kostur á að kynnast íslenskri náttúru í ferð sinni, auk annarri matvælaframleiðslu, s.s. tómataframleiðslu, rúgbrauðsgerð og framleiðslu á sjávarsalti. Heimsóknin tókst mjög vel í alla staði og voru þeir duglegir að miðla upplifun sinni af Íslandi á samfélagsmiðlum,“ segir í frétt Íslandsstofu um heimsóknina. islandsstofa.is
Roberto Almeida og Diogo Pires voru hæstánægðir með gæðin á saltfiskinum á Húsavík.
Portúgalskir og húsvískir kokkar sameina krafta sína í eldhúsinu.
Einn af eðalréttunum sem kokkarnir töfruðu fram.
Bókhaldskerfi í áskrift Microsoft Dynamics NAV er eitt mest selda bókhaldskerfi landsins og fæst í mánaðarlegri áskrift. Þú færð fullbúna viðskiptalausn, hýsingu og afritun í Azure ásamt vottuðum sérkerfum Wise á navaskrift.is Bjóðum einnig Office 365 í áskrift.
kr.
9.900
pr. mán. án vsk.
Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is
SÓKNARFÆRI | 23
Óskum starfsmönnum í íslenskum sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
Nú fástSnickersvinnuföt í
Hágæða vinnuföt Mikið úrval af öryggisvörum
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar HAGI ehf
Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is •
Hagi ehf HILTI
24 | SÓKNARFÆRI
Verðum að eyða tortryggninni „Það kom berlega í ljós, þegar við vorum að kynna síðasta kjarasamning, að mikið vantraust ríkir meðal sjómanna í garð útgerðanna þegar kemur að mati þeirra á verðmæti aflans, einkum í garð þeirra sem eru með veiðar, vinnslu og sölumál á einni hendi. Besta leiðin til að tryggja að ekki sé verið að möndla með þessar tölur er að allur fiskur fari á markað en ef það tekst ekki þarf að stórefla Verðlagsstofu skiptaverðs til að annast eftirlitið. Öðru vísi geta sjómenn ekki treyst útgerðunum fyllilega til að reikna út hvað þeim beri að fá í launaumslagið sitt,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna í samtali við Sóknarfæri. Árið sem senn er að líða var viðburðaríkt hjá Guðmundi og hans félögum í sjávarútveginum en kjarasamningar voru loks samþykktir í febrúar eftir 10 vikna verkfall undir hótunum stjórnvalda um lagasetningu. Kjarasamningur vélstjóra á fiskiskipum var samþykktur með afgerandi meirihluta og nokkuð góðri þátttöku. Guðmundur segist hafa þungar áhyggjur af því hversu viðræður við SFS gangi hægt og einnig hvað varðar ný vinnubrögð við samningagerðina. Hann metur það svo að það stefni í átök við lok samningstímans nema fulltrúar útgerðarinnar komi með önnur viðhorf og samningavilja inn í viðræðurnar.
Allt upp á borðið „Að mínu mati var síðasti samningur okkar ásættanlegur sem málamiðlun. Því má ekki gleyma að hann átti að vera fyrsta skrefið inn í mikla og krefjandi vinnu á samningstímanum því í bókunum samningsins eru mörg stór úrlausnarmál sem ætlunin var að vinna skipulega og með öguðum tímaramma áður en samningurinn rynni út í október 2019. Ég verð að segja eins og er að mér finnst sú vinna ganga alltof hægt, m.a. að ná sátt um aðferðir við að framkvæma hvíldartímakönnun á fiskiskipum, veikindarétt og fleira. Stærsta málið sem enn er deilt um er verðlagningin á lönduðum afla í uppsjávarveiðunum og það er að koma í ljós hversu slæmt var að ekki tókst að koma samningum um fiskverð í annan farveg en er í dag á milli útgerðar og áhafnar. Það þarf ekki mörg orð um það hvernig samningsstaða áhafnarinnar er. Meðan menn hafa þetta ekki uppi á borðum ríkir tortryggni og ósætti hjá þjóðinni um þessa mikilvægu atvinnugrein. Það getur ekki verið til góðs. Ef sá, sem hefur nýtingarréttinn, getur stjórnað afurðaverðinu verður alltaf tortryggni um hver rétti afraksturinn er af auðlindinni og hvort tekjur sjómanna og samfélagsins séu réttar. Ef fyrirtæki er með alla virðiskeðjuna á einni hendi, sem og sölufyrirtækið sem
Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. „Við eigum ekki að þurfa að lúta einhliða mati okkar samningsaðila um það hvert sé raunverulegt verðmæti aflans sem laun okkar manna byggjast á.“
selur og kaupir afurðirnar erlendis, verður að vera tryggt að rétt afurðaverð skili sér til landsins en ekki aðeins hluti þess. Afurðaverðið myndar jú stofninn sem laun sjómanna eru reiknuð út frá. Meðan útgerðin er ekki tilbúin að leggja þessi mál á borðið, þá verður alltaf tortryggni,“ segir Guðmundur ennfremur.
Verðlagsstofan verði efld Guðmundur leggur áherslu á að verðlagsmálin séu hluti þeirrar sáttar sem þurfi að nást um íslenskan sjávarútveg til frambúðar. „Það er slæmt að þurfa að vera með þetta stóra mál inn á kjarasamningsborði, en laun okkar umjóðenda byggjast á fiskverði og afurðaverði og verður ekki hjá því komist að óbreyttu. Ef stefna SFS breytist ekki gerum við þá kröfu til stjórnvalda að efla stórlega Verðlagsstofu skiptaverðs þannig að hægt sé að sýna okkur svart á hvítu fram á að það afurðaverð sem verðlagningin á fiskinum byggist á sé það verð sem aðrar þjóðir eru að fá fyrir sams konar verðmæti. Okkur var raunar lofað því að Verðlagsstofa yrði efld stórlega en það hefur ekki enn verið efnt. Þetta hefur verið helsta deilumál þjóðarinnar árum saman og stjórnvöld geta auðvitað ekkert verið stikkfrí í því að hreinsa borðið og tryggja að aðilar vinni með upplýsingar sem allir geta treyst. Við eigum ekki að þurfa að lúta einhliða mati okkar samningsaðila á því hvert sé raunverulegt verðmæti aflans
sem laun okkar manna byggjast á. Þarna eiga að liggja fyrir tölur sem hægt er að treysta 100% og óvilhallur aðili þarf að kvitta upp á að svo sé.“ Við víkjum talinu að ástandi og horfum á almenna vinnumarkaðnum. Guðmundur segir ljóst að út frá þeim samningsforsendum sem síðustu kjarasamningar voru gerðir sé hægt að segja upp samningum í febrúar á næsta ári.
Við þurfum samstillt átak „Mín skoðun er sú að forsenda þess að hægt sé að koma hér á svokölluðu norrænu samningsmódeli, sem í almennri umræðu er kennt við SALEK, er að gera stórátak í byggingu húsnæðis fyrir þá sem lægst hafa kjörin. Hér eru húsnæðisskuldir alla lifandi að drepa og langbesta kjarabót þeirra sem minnst hafa kaupið er að hafa aðgang að öruggu húsnæði á sanngjörnu verði. Það gefur auga leið að fólk með lágar tekjur getur ekki þrifist við aðstæður þar sem leiga á 3ja herbergja íbúð kostar 250.000 kr. á mánuði eða að lunginn af laununum fari í að borga af lánunum. Þennan vítahring verður að rjúfa.“ Guðmundur bætir við að hann hafi ásamt fleiri aðilum vinnumarkaðarins farið til Osló, Stokkhólms og Kaupmannahafnar og kynnt sér norræna módelið og það hafi verið áhugaverðir fundir. „Við hittum þarna ríkissáttasemjarana, menn úr fjármálaráðu-
neytum, frá atvinnurekendum og svo auðvitað okkar vopnabræður í verkalýðshreyfingunum, bæði frá almennu og opinberu félögunum. Allir voru þeir einhuga um að snúa ekki til baka til fyrra kerfis heldur halda sig við að bæta kjörin út frá afkomu útflutningsgreinanna. Það hefur í þessum löndum leitt til 30-40% kaupmáttaraukningar frá því sem var á 10. áratug síðustu aldar. En þessi árangur hefur ekki náðst nema með stórfelldu inngripi ríkisins til að bæta kjör hinna verst settu. Þetta tvennt hefur haldist í hendur. Þá erum við að tala um niðurgreitt húsnæði og ýmsan stuðning sem þeir lægst launuðu hafa aðgang að. Þannig eru kjörin jöfnuð í Skandinavíu. Hér á landi er nánast búið að strika allt slíkt út og á meðan það ástand varir á Íslandi er tómt mál að tala um að bæta kjörin, auka jöfnuð og koma á stöðuleika með stígandi aukningu á kaupmætti. Íslenska leiðin var og er jafnan sú að krefjast hárra krónutölu- eða prósentuhækkana við samningsborðið sem undantekningalaust hefur endað með verðbólgu sem hirðir allan ávinninginn. Þess vegna segi ég að ríkið verður að koma að þessu borði og það án tafar ef ekki á illa að fara. Við fylgjumst auðvitað spenntir með aðgerðum og stefnu nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, ekki bara í orði heldur fyrst og fremst í borði.“ vm.is
SÓKNARFÆRI | 25
þjóNUStUm ALLt LANdIð
Hægt er að panta varahluti 24/7 á curio.is
FLöKUNARVéL C-2011
Lengd: 4.060m Breidd: 1.880m Hæð: 2.25 - 2.35m
HENtAR tIL FLöKUNAR á öLLUm BoLFISKI
kraftmikLar FISKVINNSLUVéLAR
KRAFtmIKLIR og NýtNIR VINNUþjARKAR SEm Hægt Að StILLA FyRIR óLíKAR FISKtEgUNdIR. Við hönnun flökunarvélarinnar var leiðarljósið að tryggja einstaka nýtingu en fara á sama tíma mjúkum höndum um hráefnið. Þetta verður sífellt brýnna í nútíma fiskvinnslu þar sem meðvitaðir neytendur velja sér ferskvöru eftir útliti hennar.
FyRIR HAUSNINgU, FLöKUN & RoðFLEttINgU Hjá Curio kraumar ástríða fyrir handverki, tækni og óheftri hugmyndaauðgi. Við leiðum saman alúðina sem felst í handsmíðuðum vélarhlutum, tækninýjungar og íslenskt hugvit og setjum saman öflug fiskvinnslutæki með sterkan karakter og mikla vinnslugetu.
HAUSARI C-3027
Lengd: 2.9m Breidd: 1.9m Hæð: 2.23 - 2.33m
C3027 Hausari er ætlaður til vinnslu á öllum bolfiski og laxi. Hausarinn er hannaður til að afhausa fiskinn fyrir flökun og því fylgja klumbubeinin hausnum.
RoðFLéttIVéL C-2031
Lengd: 2.735m Breidd: 2.400m Hæð: 1.50 - 1.95m
Roðflettivélin C2031 er nýjasta fiskvinnsluvélin í framleiðslu Curio. Þessi vél er hönnuð til vinnslu á öllum bolfiski og laxi.
Vinsælt er að stilla hausara, flökunarvél og roðflettivél í heildstæða framleiðslulínu sem hentar afar vel fyrir bæði litlar og stórar fiskvinnslur.
BRýNINgAVéL C-2015
Lengd: 900 mm Breidd: 740 mm Hæð: 800 mm
C2015 Brýningavélin er fyrst og fremst þjónustutæki fyrir flökunarvélina og hausarann og því afar nauðsynlegur fylgihlutur.
SAmBANd
Hafðu samband við sölumenn eða kíktu á heimasíðu okkar, við svörum öllum spurningum fljótt og vel og með mikilli ánægju.
Curio ehf. / Eyrartröð 4 / 220 Hafnarfirði / Sími: 587 4040 / Netfang: curio@curio.is / www.curio.is
www.curio.is
26 | SÓKNARFÆRI
Ísfell hefur þjónustað sjávarútveginn í 25 ár
Ísfell, sem er meðal öflugustu fyrirtækja á landinu í veiðarfæraþjónustu og sölu á útgerðarvörum, er orðið aldarfjórðungsgamalt og segir Pétur Björnsson stjórnarformaður að styrkleikinn liggi ekki hvað síst í afbragðs starfsfólki.
„Styrkleiki okkar liggur í afbragðs starfsfólki, góðu dreifingarneti í gegnum starfsstöðvar okkar á Íslandi og Grænlandi, mjög miklu úrvali af veiðarfærum og traustum og góðum birgjum um víða veröld,“ segir Pétur Björnsson, aðaleigandi Ísfells ehf., sem er meðal öflugustu fyrirtækja landsins í veiðarfærarþjónustu og sölu á útgerðarvörum. Ísfell var stofnað árið 1992 og fagnar því 25 ára afmæli á þessu ári en stofnendur auk Péturs voru Hólmsteinn bróðir hans, sem stýrði félaginu fyrstu 19 árin, Páll Gestsson, sem var sölustjóri frá stofnun til ársins 2004 og Jón Leósson en hann hvarf fljótlega úr hópnum.
Úr 3 starfsmönnum í 60-70 „Til að byrja með unnu hér þrír starfsmenn en síðan þá hefur starfsemin vaxið mikið, bæði með innri vexti og uppkaupum á öðrum fyrirtækjum, þannig að í dag starfa 60-70 manns hjá Ísfelli,“ segir Pétur, sem verið hefur stjórnarformaður Ísfells allt frá stofnun félagsins. Meðal vaxtarskrefa félagsins má nefna kaup á innkaupadeild LÍÚ árið 1993, veiðarfæralager Íslenskra sjávarafurða 1996 og Sjókó árið 1999. Ísfell og Netasalan voru sameinuð árið 2001 en stóra stökkið var árið 2003, þegar fyrirtækið sameinaðist Icedan undir nafni Ísfells. „Icedan var með nokkuð öflugan
netagerðarrekstur, s.s. í Hafnarfirði og Þorlákshöfn og á Akureyri og Sauðárkróki, ásamt öflugu útibúi í St. John´s í Kanada sem stofnað hafði verið til að þjónusta íslensk skip sem stunduðu rækjuveiðar á Flæmska hattinum. Með sameiningunni breyttist reksturinn umtalsvert því í viðbót við heildsölu á veiðarfærum og efnum til veiðarfæragerðar varð framleiðsla og sala fullbúinna veiðarfæra af öllum stærðum og gerðum einn af burðarásum starfseminnar,“ segir Pétur og bætir við að starfsemin í Kanada hafi verið seld fyrir nokkrum árum og í staðinn opnuð starfsstöð í Sissimut á Grænlandi, sem veitir veiðarfæraþjónustu þar í landi í samstarfi við heimamenn.
Pétur á verkstæðinu ásamt dyggum starfsmanni Ísfells, Helga Jóhannssyni.
Nýta reynslu norskra meðeigenda í þjónustu við fiskeldið Starfsstöðvar Ísfells á Íslandi eru nú átta talsins. Til viðbótar við Hafnarfjörð, Akureyri, Þorlákshöfn og Sauðárkrók er félagið með starfsstöðvar á Húsavík, Ólafsfirði, Flateyri og í Vestmannaeyjum. „Við keyptum netaverkstæðið Net í Vestmannaeyjum árið 2015, m.a. vegna góðrar staðsetningar þess við höfnina í Eyjum og sameinuðum það netverkstæði Ísnets í ársbyrjun 2016. Þá opnuðum við starfsstöðina á Flateyri á síðasta ári vegna aukinna umsvifa fyrir vestan, samfara auknu fiskeldi. Á Flateyri fer fram þvottur og viðgerðir á fiskeldiskvíum og pokum en áður
SÓKNARFÆRI | 27
Ísfell er með átta starfsstöðvar á Íslandi og eina í Grænlandi og þar er oft mikið um að vera, Mynd: Ísfell. eins og hér í Eyjum þegar tvær nætur er teknar á hús til yfirferðar og viðgerðar.
Uppsetning á trolli hjá Ísfelli.
en hún kom til sögunnar þurfti að flytja kvíarnar austur á land.“ Í þjónustunni við fiskeldið nýtur Ísfell reynslu Norðmanna í gegnum fyrirtækið Selstad. Það er í dag annar aðaleigandi Ísfells, á móti Pétri, og er m.a. með umfangsmikla þjónustu við fiskeldi í Noregi.
Færri og stærri útgerðar- og þjónustufyrirtæki og aukin samkeppni Á síðasta hálfum öðrum áratug hefur útgerðarfyrirtækjum á Íslandi fækkað um 60% og á sama tíma hafa fyrirtækin orðið stærri og öflugri. Þá hafa átt sér stað miklar tilfærslur á milli veiðiaðferða, þorskveiði í net er t.d. orðin hverfandi miðað við það sem var fyrir 15-20 árum, frystitogurum hefur fækkað mjög og togaraflotinn í heild sinni er innan við helmingur þess sem mest var á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Sama má segja um uppsjávarflotann þar sem skipin eru orðin miklu stærri og öflugri. „Allt kallar þetta á breytingar og þróun hjá þjónustuaðilum þar sem samkeppnin
Streamline fiskitrollin reynast vel í nýju íslensku togurunum „Við eigum reyndar í farsælu samtarfi við Selsted á fleiri sviðum. Þeir þróuðu fyrir nokkrum árum fiskitroll sem heitir Stream line og er það nú allsráðandi hjá norska togaraflotanum. Við höfum selt nokkur slík troll hér heima á síðustu árum, aðallega til
togara á Austfjörðum og á Sauðárkróki. Einn aflahæsti ísfisktogari landsins, Málmey SK, hefur t.d. notað þannig troll með afbragðs árangri. Streamline trollin hafa sömuleiðis reynst einstaklega vel um borð í nýjum togurum Samherja og ÚA, Kaldbaki EA og Björgúlfi EA og nú er einnig verið að setja upp tvö slík troll fyrir nýju Drangey SK sem senn fer til veiða.“ Þá tók Ísfell fyrir tveimur árum við söluog þjónustuumboði fyrir flotvörpur sem eru hannaðar og búnar til hjá fyrirtækinu Fishering Service í Kalíníngrad í Rússlandi. Slíkar vörpur eru nú komnar um borð í sex skip hér á landi og hafa að sögn Péturs reynst vel, enda á mjög samkeppnishæfu verði.
verður ennþá harðari en áður,“ segir stjórnarformaðurinn. Styrkleiki Ísfells liggi í afbragðs starfsfólki, góðu dreifingarneti í gegnum starfstöðvarnar á Íslandi og í Grænlandi, miklu úrvali veiðarfæra, sama hvaða veiðiaðferð er notuð og traustum og góðum birgjum um víða veröld. Starfsskilyrðin í þessari atvinnustarfsemi eru þokkaleg um þessar mundir. Þau sveiflast í takt við sjávarútveginn. Þegar vel gengur hjá útgerðinni er ástandið líka nokkuð hagstætt hjá okkur,“ segir Pétur Björnsson, stjórnarformaður Ísfells að lokum. isfell.is
28 | SÓKNARFÆRI
Gamla höfnin í Reykjavík
Eina fiskihöfn höfuðborga Evrópu „Nú, þegar öld er liðin frá því Reykjavíkurhöfn tók til starfa, er okkur hollt að horfa til baka og gera okkur grein fyrir gríðarlegu mikilvægi gömlu hafnarinnar í menningar- og atvinnusögu borgarinnar og raunar landsins alls. Gamla höfnin hefur alltaf verið virk fiskihöfn og hún verður það áfram. Hér er landað allt að 100.000 tonnum af fiski á ári og sérstaða hafnarinnar er m.a. sú að hún er eina fiskihöfn höfuðborgar í allri álfunni. Þannig verður það enn um sinn,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna í samtali.
Höfn í síbreytilegu umhverfi Þann 16. nóvember sl. voru liðin 100 ár frá því Reykjavíkurhöfn var formlega tekin í notkun. Hafnargerðin hófst 8. mars 1913 og lauk 16. nóvember árið 1917. Hafnargerðin markaði tímamót fyrir uppgang þjóðarinnar og var hún mikil lyftistöng fyrir höfuðborgina. Hafnargerðin var stórvirki í framkvæmdum á íslenskan mælikvarða og m.a. fluttar inn tvær eimreiðar ásamt gufukrana til að vinna grjót úr Öskjuhlíð. Grjótið var svo flutt á brautarteinum niður á Granda og Ingólfsgarð, þar sem það var höggvið til af verkamönnum og því komið fyrir í hafnargarðinum. „Við berum okkur gjarnan saman við erlendar hafnir sem eiga sér mörg hundruð ára sögu en okkar höfn er aðeins 100 ára en hefur hins vegar þróast afar hratt. Hún á sér sögu sem við erum stolt af og viljum varðveita. Þess vegna sé ég ekki fyrir mér stórfelldar breytingar á gömlu höfninni næstu ár og áratugi þótt hún auðvitað þróist og
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. „Við viljum að góðir hlutir gerist hægt og teljum að ekki megi kaffæra þá grunnstarfsemi sem hefur verið í gömlu höfninni í heila öld.“
aðlagist tíðarandanum. Ásetningur Faxaflóahafna er að viðhalda gömlu höfninni sem sjávartengdu atvinnusvæði í bland við menningarstarfsemi sem getur þjónað gestum sem sækja inn á svæðið. Mér finnst þetta raunar fara mjög vel saman og nægir í því sambandi að nefna breytta notkun á hluta verbúðanna á Grandanum og þar á undan uppbyggingu veitingahúsa í Suðurbugt þar sem áður voru veiðarfærageymslur. Þá get ég líka
Skaginn óskar eigendum og áhöfn á Viðey til hamingju með nýtt og glæsilegt skip
nefnt Víkina, sjóminjasafn og Hvalasafnið á Fiskislóð sem dæmi um ferðatengda starfsemi sem fer vel á svæðinu. Síðan eru fjölmörg sprotafyrirtæki hér sem vinna með sjávarfang og þess vegna er þetta orðið eitt gróskumesta þróunarsvæðið í borginni. Góður fulltrúi slíkrar starfsemi er Sjávarklasinn en við höfum stutt við hann með ráðum og dáð allt frá upphafi árið 2011. Þar hafa sprotafyrirtæki í bland við öflug og gamalgróin fyr-
www.skaginn3x.com
irtæki í sjávarútvegi hreiðrað um sig í svokallaðri Bakkaskemmu, 2.700 fermetra húsi sem Faxaflóahafnir eiga og leigja Sjávarklasanum til afnota. Við erum afar ánægð með það samstarf.“
Bætt aðstaða fyrir ferðamenn Gísli segir að mjög sé sótt á það af hálfu fjölmargra aðila að fá að koma sér fyrir umhverfis gömlu höfnina og það sé auðvitað hið besta mál. „Við viljum hins vegar að góðir hlutir gerist hægt og teljum að ekki megi kaffæra þá grunnstarfsemi sem þar hefur verið í heila öld. Til dæmis er enn nokkur útgerð smábáta frá gömlu höfninni og við viljum reyna að passa upp á þá starfsemi eins og kostur er. Sama er að segja um starfsemi Landhelgisgæslunnar sem hefur verið hér frá árinu 1926. Ég vona að sú merka stofnun verði hér sem allra lengst.“ Að þessu sögðu segir Gísli að Faxaflóahafnir líti á það sem skemmtilega áskorun að samþætta hafntengdu starfsemina við vaxandi fjölda ferðatengdrar þjónustu. „Já, við fögnum nýjum samstarfsaðilum og bjóðum þá velkomna. Í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir að bæta alla aðstöðu á Ægisgarði og reisa þar þjónustuhús fyrir hafsækna starfsemi, m.a. hvalaskoðunarfyrirtæki. Í stað smáhýsa sem eru þar nú af ýmsum stærðum og gerðum verða reist smekkleg söluhús sem við munum leigja út. Það eru Yrki arkitektar sem hafa útfært þessar fyrirhuguðu byggingar sem eru nútímalegar með skírskotun til gömlu söluhúsanna sem voru í Kolasundi um aldamótin 1900. Þá verður svonefndur „brimbrjótur“ í Suðurbugt endurnýjaður, en bátar og skip hafsækinnar ferðaþjónustu hafa legið við brimbrjótinn.“
Umhverfisvottun á aldarafmæli Gísli hafnarstjóri segir að skyldur hafnar með starfsemi í miðborginni séu afar ríkar með tilliti til umhverfismála. „Við lítum raunar svo á að það sé skylda okkar að gera allt sem við getum til að stuðla að verndun umhverfisins, hvort sem um er að ræða starfsemi hér niður í miðbæ, í Sundahöfn eða annars staðar sem við rekum hafnir. Við fengum ánægjulega staðfestingu á þeirri stefnu okkar nú í haust þegar Faxaflóahafnir, fyrstar íslenskra hafna, fengu vottun fyrir umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við alþjóða umhverfisstaðalinn ISO 14001 en meginmarkmið hans er að vinna að stöðugum umbótum til að reyna að draga úr umhverfislegum áhrifum. Með vottuninni sýna Faxaflóahafnir ábyrgð á því að minnka umhverfisáhrif starfseminnar með því til dæmis að nýta auðlindir skynsamlega, stuðla að minnkun á útblæstri og minnka umfang sorps en farga því á ábyrgan hátt. Þannig má með öguðum og markvissum vinnubrögðum lágmarka áhrif á umhverfið að því leyti sem því verður við komið. Það þarf mikið til að ná slíkum áfanga en okkar starfsmenn hafa lengi og ötullega unnið að þessu, m.a. með grænu bókhaldi allt frá árinu 2006. Við erum einnig að þrýsta á stjórnvöld að koma á banni við notkun svartolíu innan íslensku lögsögunnar og þá hafa Faxaflóahafnir hug á að stórbæta alla aðstöðu til landtenginga og stefna að því að unnt verði að landtengja í framtíðinni stór farskip og skemmtiferðaskip við rafmagn þegar þau liggja hér við bryggju. Með þessu vilja Faxaflóahafnir í orði og verki leggja lóð sín á vogarskálar í þágu umhverfisins í eigin rekstri.“ faxafloahafnir.is
SÓKNARFÆRI | 29
Samhentir óska útgerð og áhöfn Viðeyjar RE 50 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip
Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvellir 3 • 600 Akureyri • Sími 575 8000 • www.samhentir.is
30 | SÓKNARFÆRI
Viðey RE 50 á siglingu úti fyrir Istanbul í Tyrklandi þar sem skipið var smíðað. Formleg móttaka skipsins er áætluð í Reykjavík þann 22. desember.
Mynd: Celiktrans Shipyard.
Viðey RE 50 væntanleg til landsins Áætlað er að nýr ferskfisktogari HB Granda hf., Viðey RE-50, komi til landsins frá Tyrklandi að morgni 21. desember eftir hálfs mánaðar heimsiglingu. Viðey er þriðji og síðasti togarinn sömu gerðar sem HB Grandi lét smíða í Celiktrans skipsmíðastöðinni í Tyrklandi en í ársbyrjun kom Engey RE til landsins og Akurey RE í sumarbyrjun. Skipin eru hönnun frá Alfreð Tulinius, skipatæknifræðingi og eiganda Nautic ehf. en þau eru tímamótaskip á heimsvísu sem fyrstu ferskfisktogararnir sem vitað er til að bæði séu með mann- og íslausum lestum. Skipstjóri á Viðey RE er Jóhannes Ellert Eiríksson en í flota HB Granda mun Viðey RE leysa af hólmi togarann Ottó N. Þorláksson sem Jóhannes Ellert hefur verið skipstjóri mörg undanfarin ár.
Gjörbreyting á skipastól Átak í endurnýjun skipastóls HB Grandi hf. hófst árið 2013 þegar fyrirtækið samdi um smíði á tveimur uppsjávarskipum í Celiktrans skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og boðaði með því uppstokkun á þeim hluta útgerðarinnar. Strax í kjölfar komu þeirra var samið um smíði ísfisktogaranna þriggja og um leið boðað að í stað
þeirra hyrfu þrír ísfisktogarar úr flota fyrirtækisins, þ.e. Ásbjörn RE, Sturlaugur H. Böðvarsson AK og Ottó N. Þorláksson RE. Tvö þau síðarnefndu voru smíðuð árið 1981 en Ásbjörn RE árið 1978. Það skip var selt til Íran fyrr á árinu þegar Engey RE fór í fullan rekstur en hin tvö eru enn í rekstri og verða þar til Akurey AK og Viðey RE verða fullbúin og geta hafið
Matsalur og setustofa.
Mynd: Celiktrans Shipyard.
SÓKNARFÆRI | 31
samið um smíði skipsins við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon. Áætlað er að skipið kosti tæpa fimm milljarða króna. Smíði þess hófst nú á haustmánuðum og á það að koma til landsins um mitt ár 2019.
Í vélarrúmi. Aðal- og ljósvélar eru frá MAN og er aðalvélin 1800 kW.
veiðar. Niðursetning búnaðar er langt komin í Akurey AK og strax eftir áramót hefst þessi lokaáfangi í smíði Viðeyjar RE. Fjárfesting í
þessum nýju ferskfisktogurumþremur nemur um sjö milljörðum króna. En þó að með komu Viðeyjar
RE til landsins verði ákveðin kaflaskil í fiskiskipaendurnýjun HB Granda hf. er endurnýjun skipastólsins ekki lokið í bili hjá fyrir-
tækinu. Fyrr á þessu ári var boðin út smíði rúmlega 80 metra frystitogara sem hannaður er af Rolls Royce í Noregi og í framhaldinu
Nýja íslenska skrokklagið vekur athygli Viðey RE er 54,75 metra löng, 13,5 metra breið og ristir 4,7 metra. Skipið er búið aðal- og ljósavélum frá MAN og 1200 kw ásrafal. Í hönnunarferlinu var lagt upp með marga áhersluþætti svo sem öryggi, vinnuaðstæður og aðbúnað áhafnar, aukin gæði fiskafla og minni orkunotkun. Í skipinu eru klefar fyrir 17 manna áhöfn en að jafnaði er gert ráð fyrir að um borð verði 15 menn. Aðalvél skipsins er með sérstökum mengunarvarnabúnaði af gerðinni SCR Catalysator. Afl aðalvélar er 1799 kW en skrúfa skipsins er 3800 mm í þvermál. Spilkerfi skipsins er frá íslenska fyrirtækinu Naust Marine og eru allar vindur rafknúnar. Lestarrými í heild er um 815 rúmmetrar. Viðey RE er sjöundi ferskfisktogarinn sem bætist í flota landsmanna í ár og vekja skipin mikla athygli fyrir hið nýja skrokklag sem á þeim er, þ.e. hið framstæða stefni, sem er nýjung í skipahönnun. Því er ætlað að skila betri sjóhæfni, meiri stöðugleika skips og þar með betri vinnuaðstæðum fyrir áhöfn og síðast en ekki síst sparast orka þegar skipið klýfur ölduna með betri hætti en áður. Þrjú þessara skipa eru þegar komin í fulla
www.naust.is
Naust Marine óskar eigendum og áhöfn á Viðey til hamingju með nýtt og glæsilegt skip Miðhella 4 | 221Hafnarfjörður | Sími 414 8080
32 | SÓKNARFÆRI
Viðey í togprófunum.
Vel er búið að áhöfn á allan hátt og klefar hinir vistlegustu, eins og 17 manns í skipinu.
sjá má. Klefar eru fyrir Mynd: Celiktrans Shipyard.
Sérefni óska útgerð og áhöfn Viðeyjar RE 50 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip
International skipamálning www.serefni.is
útgerð, þ.e. Engey RE hjá HB Granda hf., Kaldbakur EA hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og Björgúlfur EA hjá Samherja hf. Sú reynsla sem komin er á skipin þykir staðfesta að þessi nýja hönnun skilar verulegum ávinningi á mörgum sviðum.
Mikil sjálfvirkni Líkt og áður sagði er stærsta nýbreytnin í þessum nýju togurum HB Granda hf. fólgin í útfærslu þeirra hvað varðar vinnsluþilfar og lest þar sem er sjálfvirkt kerfi fyrir röðun og færslu á kerastæðum. Lestin er því mannlaus, sem kallað er, og líka íslaus, þ.e. að ekki er þörf á ís í kerin til að halda fiskinum fullkældum. Lestarkerfið er frá Skaganum 3X á Akranesi, sem og allur vinnslubúnaður á milliþilfari þ.e. slægingarlína, karfaflokkari, flokkunarkerfi með tölvusjón, Rotex kæliker, færibönd og annar búnaður. Allur fiskur fer í ferlinu í gegnum tegunda- og stærðargreiningu og síðan í blóðgunar- og kælingarferli þar sem aflinn er fullkældur í þrepum. Við enda vinnsluferilsins eru hleðslustöðvar þar sem 300 kg skammti af fullkældum fiski er raðað í kör sem síðan fara í lestina og er það í raun kælikerfið í lestinni sem viðheldur þeirri kælingu sem búið er að ná á fiskinn. Með öðrum orðum færir sjálfvirkt kerfi í lestinni tóm ker upp á vinnsluþilfar og á hverja hleðslustöð þar sem raðað er í þau og síðan fara þau með sama hætti vélrænt aftur niður í lest. Kerfið er þróað af Skaganum 3X í samstarfi við starfsmenn HB Granda en lestar- og vinnslukerfið er smíðað hjá Skaganum 3X. Kælismiðjan Frost ehf. hafði með höndum kælibúnaðinn sjálfan. Segja má að lestin í skipunum sé
nokkurs konar lagerbúr þar sem fiskiker eru í fimm kera stæðum og eru þannig hífð í einni samstæðu upp á bryggju þegar landað er úr skipunum. Í lestina komast 635 kör, sem svarar til rösklega 190 tonna fiskafla.
Margir lagt hönd á plóg Mörg önnur íslensk fyrirtæki komu að smíði skipanna og sölu búnaðar í þau. Umsjón með málningu skipsins hafði Sérefni ehf., aflanemakerfi er frá Marport og brú skipsins er að finna nýjustu og bestu tækni hvað varðar fiskileitarog siglingatækni. Á skjávegg geta skipstjórnendur unnið með forritsmyndir eftir þörfum en þessi búnaður kemur frá Brimrún ehf. Eitt af áhugaverðum kerfum í skipinu er orkunýtingarkerfi sem er búnaður sem metur með sjálfvirkum hætti upplýsingar um siglingarhraða, togspil og álag á skipinu og reiknar út aflstjórn vélbúnaðar út frá þeim forsendum þannig að hagstæðasta orkunýting fáist hverju sinni. Þannig stýrir kerfið sjálfvirkt snúningshraða á skrúfu, skurði skrúfublaða, snúningshraða á vél og fleiri þáttum. Móttökuathöfn Viðeyjar RE er áformuð þann 22. desember við Grandagarð en strax á nýju ári verður hafist handa við niðursetningu búnaðar á milliþilfar og í lest en það verk verður unnið á Akranesi. Undir mitt ár 2018 ætti skipið að vera komið í fullan rekstur og þar með leysa Ottó N. Þorláksson af hólmi í skipastól HB Granda hf.
SÓKNARFÆRI | 33
Óskum eigendum og áhöfn til hamingju með glæsilegt nýtt skip
marport.com
533 3838
34 | SÓKNARFÆRI
Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey RE 50, (þriðji frá vinstri) ásamt forsvarsmönnum HB Granda, hönnuði skipsins og fulltrúum Celiktrans skipasmíðastöðvarinnar í Tyrklandi á togþilfarinu skömmu áður en lagt var af stað frá Istanbul til Íslands. Mynd: Celiktrans shipyard.
Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri, er ánægður með Viðey RE
Stökk inn 21. öldina „Það sem af er hefur heimsiglingin gengið eins og í sögu og ekkert komið upp. Veðrið
hefur verið gott, við fengum reyndar 20 metra á móti eina nóttina en skipið virkaði mjög
vel. Við ættum að vera í Reykjavíkurhöfn að morgni 21. desember ef allt gengur að
Óskum HB Granda og áhöfn Viðeyjar RE 50 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip. Viðey RE tekur tæplega 200 tonna afla í lest.
óskum það sem eftir er heimferðarinnar,“ sagði Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey RE 50 þegar haft var samband við hann en skipið var þá farið að nálgast Gíbraltar nú í vikunni og því um það bil hálfnað á heimsiglingunni. Jóhannes Ellert hefur langa reynslu á sjónum og við skipstjórn og fer fögrum orðum um nýja skipið.
– Veiðarfæri eru okkar fag
Viðbrigði á allan hátt frá gamla skipinu „Maður er að fara úr 20. öldinni í þá 21. og það er sannast sagna mikið stökk. Viðbrigðin eru mikil
Mynd: Celiktrans shipyard.
á allan hátt frá gamla skipinu, varla hægt að bera neitt saman nema kjölinn. Aðbúnaðurinn er allt annar fyrir áhöfnina og tæknibúnaðurinn sömuleiðis. Við notum tímann á fyrsta hluta heimferðarinnar til að kynnast búnaðinum hér í brúnni og fá kennslu í notkun hans frá fulltrúa Brimrúnar sem er hér með okkur um borð fyrri hlutann af heimferðinni. Skipið sem slíkt er líka talsvert frábrugðið Ottó N. Þorlákssyni, reyndar örlítið styttra en skrokklagið er allt annað og sömuleiðis er skipið breiðara. Það er öðruvísi í sjó og varla að maður finni fyrir því að maður sé á sjó nema tekin sé
SÓKNARFÆRI | 35
Öllu er haganlega fyrir komið í brúnni fyrir skipstjórnendurna.
ákveðin beygja,“ segir Jóhannes Ellert. Hann hefur verið til sjós frá árinu 1971 og byrjaði sem skipstjóri árið 1993.
Eins manns klefar eru bylting Þó að Viðey sé örlítið styttra skip
en Ottó N. Þorláksson þá er það mun breiðara, eða 13,5 metrar á móti 9,2. Jóhannes segir að þetta þýði í raun að særýmið í þessu skipi sé tvöfalt á við það sem er í gömlu ísfisktogurunum á Íslandi í dag. Því sé ólíku saman að jafna í stærð.
Mynd: Celiktrans shipyard.
„Starfsaðstaðan fyrir áhöfnina hér um borð er gjörbylting frá því sem var á gamla skipinu. Sú breyting fyrir áhöfnina að allir eru í eins manns klefa, hver með sína sturtu og klósett er breyting á daglegu lífi mannanna um borð sem varla er hægt að lýsa. Svo get ég nefnt rúm-
betri stiga, ganga, handrið, slysavarnir, rúmgóða setustofu og matsal og þannig má áfram telja. Það er líka hugsað vel fyrir öryggismálum, t.d. með eldvarnarrýmum á öllum hæðum. Loks er svo auðvitað að nefna vinnsluna sjálfa og þá miklu framþróun sem við komum
til með að fá þar. Hér er verið að fara eins langt og hægt er að komast í því að skila hágæðahráefni að landi. Sem skiptir öllu máli,“ segir Jóhannes Ellert Eiríksson skipstjóri.
Hamingjuóskir til HB Granda hf. og áhafnar
0
með Viðey RE 5 Viðey RE 50 er einn tæknivæddasti ferskfisk togari samtímans og er vel útbúinn
tækjum og búnaði. Þar er vinnslukerfi sem byggir á undirkælingu og alsjálfvirkt lestarkerfi, sem stuðlar að bættri meðferð aflans og fækkar slysagildrum og álagsstörfum um borð.
Megi gæfa og gjörvileiki fylgja skipinu um alla tíð.
36 | SÓKNARFÆRI
Íslenskur þorskur á frönskum jólamarkaði Ísland er heiðursgestur á einum stærsta og elsta jólamarkaði í heimi en hann er í Strassborg í Frakklandi. Markaðurinn opnaði fyrir þessi jólin þann 24. nóvember og er þetta í 447. skipti sem markaðurinn er haldinn. Rúmlega tvær milljónir manna heimsækja markaðinn í ár.
Áhersla á þorskinn Litla rauða eldhúsið, sem ferðast hefur víða, var flutt frá Barcelona á Place Gutenberg í miðjum gamla bænum í Strassborg af þessu tilefni en ellefu íslensk fyrirtæki taka þátt í markaðnum og selja þar íslenskar vörur. Athyglin á Ísland er nýtt til að kynna sjávarfang og fleiri matvæli frá Íslandi og var blaðamönnum boðið til málsverðar þar sem matreiðslumeistarinn Viktor Örn Andrésson eldaði dýrindis rétti úr íslensku hráefni. Einnig gátu hlustendur útvarpsstöðvarinnar Top Music Radio tekið þátt í leik í aðdraganda opnunar markaðarins og fengu fimm vinningshafar boð í hádegisverð í Eldhúsinu. Gestir geta tekið með sér uppskriftabækling með þorskréttum en Frakkland er stærsti markaðurinn fyrir þorsk frá Íslandi og var sérstök áhersla lögð á kynningu á þorskinum fyrir fjölmiðlafólkinu og almenningi.
Litla rauða eldhúsið sem ferðast hefur víða, var flutt frá Barcelona á Place Gutenberg í miðjum gamla bænum í Strassborg. Ísland er því mjög áberandi fyrir þá fjölmörgu sem sækja jólamarkaðinn.
Vörur og menning frá Íslandi Íslensku fyrirtækin sem taka þátt í jólamarkaðinum eru Ice-Co, Lýsi, Reykjavík Distillery, Bæjarins bestu, Heilsukokkur, Hekla Ísland, Handprjónasambandið, IceWear, Iceland Treasures, Skinboss og Urð. Þá hefur Samskip annast alla flutninga á vörum til Frakklands í
tengslum við verkefnið. Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Frakklandi standa saman að verkefninu en auk þess kemur menntaog menningarmálaráðuneytið að skipulagningu menningarviðburða á svæðinu. Ýmis menningardagskrá erí boði og voru m.a. haldnir tónleika
í Dómkirkjunni fyrstu opnunarhelgina þar sem Svavar Knútur og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir fluttu íslenska tónlist og var vel fagnað af þeim 700 gestum sem á hlýddu. Gestir á Place Gutenborg geta spreytt sig á erfiðasta karaokelagi í heimi sem Steindi Jr. flytur á hverjum laugardegi fram að jólum.
Þessi íslenska áhersla á jólmarkaðnum; íslenski maturinn og menningin hafa nú þegar laðað fjölmiðlafólk á staðinn og þannig hefur verið fjallað um Ísland í ýmsum fjölmiðlum. islandsstofa.is
Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með glæsilegt skip Eftirtalinn búnaður frá Brimrún er í Viðey RE 50 Siglingatæki
Fjarskiptatæki
Annar búnaður
Furuno FAR-2x17, X-Band Radar m/ 6.5’ loftneti Furuno FAR-2x17, X-Band Radar m/ 4’ loftneti Furuno MU-190, 19” IMO skjár Time Zero Professional, MaxSea siglingahugbúnaður, 2 stk. Tölvur frá Brimrún, fyrir Time Zero, 2 stk. Furuno GP-170, GPS staðsetningatæki, 2 stk. Furuno FA-150, AIS tæki Aflestrarskjáir frá Brimrún, 3 stk. Cassen & Plath seguláttaviti Furuno SC-110, GPS áttaviti
Furuno FM-8900, GMDSS VHF talstöðvar, 2 stk Furuno FM-4721, VHF talstöð Furuno FS-1575, GMDSS MF/HF talstöð Furuno Felcom 18, GMDSS Standard-C tæki Furuno NX-700B, veðurriti (NavTex) Furuno KU-100, VSAT, internet og tal yfir gervitungl Tölva frá Brimrún, fyrir VSAT Palo Alto PA-200, eldveggur Iridium Open-Port, gervitunglasími Furuno PR-850, GMDSS spennugjafi Furuno PR-300, GMDSS spennugjafi McMurdo R5, GMDSS VHF talstöðvar, 3 stk McMurdo S5, AIS neyðarbaujur, 2 stk McMurdo G5A, EPIRB neyðarbauja Viðvörunar panell fyrir GMDSS í brú Rafmagnstafla fyrir GMDSS 3G netbeinir
Thies Clima, vindmælir David Clark, hjálma samskiptakerfi Veinland, vökustöð (BNWAS) Símkerfi Neyðarsímar, innanskips, 3 stk Kallkerfi Paging kerfi FM og sjónvarpsdreifikerfi með lekum kóax KNS gervihnattadiskur fyrir sjónvarp 32”, 47” og 60” sjónvörp, 20 stk Skrifstofutölva Skjástjórnunarkerfi 23” tölvuskjáir, 16 stk 27” tölvuskjáir, 11 stk NMEA dreifikerfi með skiptaraplötu í brú
Fiskileitartæki Furuno FCV-1900G, CHIRP dýptarmælir, 3 kW Furuno DFF3, FFS dýptarmælir, 3 kW WASSP, fjölgeisladýptarmælir, 80 kHz, 1 kW Furuno CI-68, straummælir, 244 kHz Marport M4
MAREIND
Reykjavík - Sími 5 250 250 – Akureyri - Sími 5 250 260
Grundarfirði Sími 438 6611
SÓKNARFÆRI | 37
Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs! - Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
ÞORLÁKSHÖFN - framtíðarstaðsetning fyrir þitt fyrirtæki? Mykines, nýjasta flutningaskip Smyril Line Cargo, hefur hafið vikulegar siglingar á milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Með þessari siglingarleið verður flutningstíminn sá stysti af SV horni landsins sem er í boði á sjóflutningum til og frá landinu.
Þorlákshöfn er á SV-strönd landsins og er hún eina flutnings- og fiskiskipahöfnin á Suðurlandi allt austur að Hornafirði. Frá Þorlákshöfn eru góðar og greiðfærar samgöngur á landi til allra átta, aðeins 40 km til Reykjavíkur og ekki nema 85 km í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir Suðurstrandarveginum. Í Þorlákshöfn er mikið úrval lóða ætlaðar fyrirtækjum af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir liggur skipulag á stóru iðnaðar- og þjónustusvæði við höfnina og á upplandi hafnarinnar. Landrými er mikið og aðstæður allar góðar til uppbyggingar. Staðsetningin er mjög heppileg út frá helstu skilyrðum sem fjárfestar setja t.d. um staðarval fyrir iðnað og framleiðslu en er ekki síður kjörin vegna annarrar starfsemi.
Ef þetta eru kostir sem henta þínu fyrirtæki og/eða áhugi er á að skoða málið betur þá tökum við vel á móti þér.
olfus@olfus.is thorlakshofn.is
Hafnarbergi 1 815 Þorlákshöfn 480 3800
38 | SÓKNARFÆRI
Smábátasjómenn nokkuð sáttir við stefnu nýrrar stjórnar „Á heildina litið erum við nokkuð sáttir við sjávarútvegskaflann í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Þar er fjallað um nauðsyn þess að tryggja byggðafestu og nýliðun í sjávarútvegi en þar hlýtur útgerð smábáta að spila stórt hlutverk,“ segir Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Hann segist hafa fulla trú á að hægt verði að auka rými fyrir strandveiðar í ljósi ýmissa sjónarmiða sem fram koma í sáttmálanum en þar er meðal annars fjallað um nauðsyn þess að efla hinar dreifðu sjávarbyggðir, um umhverfisvænar veiðar og sjálfbæra nýtingu. Axel bendir á að í stjórnarsáttmálanum komi fram að stuðla þurfi að kolefnisjöfnun greinarinnar. Hann segir að í nýlegri skýrslu Matís hafi verið sýnt fram á að sótspor línuveiða smábáta sé einungis þriðjungur af því sótspori sem fylgi togveiðum. „Stjórnvöld hljóta að horfa til þessa þegar teknar eru ákvarðanir um úthlutun aflaheim-
ilda og um það umhverfi sem ólíkar greinar búa við. Næstu ár mun áherslan í allri umræðu snúast um áhrif veiða á náttúrulega stofna og hve mikil umhverfisáhrif fylgi því að nýta þessar auðlindir. Þar mun smábátaútgerð ávallt koma sterk inn.“
Tvískipt auðlindagjald lykilatriði Axel segir mikilvægt að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé miðað við að auðlindagjöld verði tvískipt. Annars vegar greiðsla fyrir aðgang að auðlindinni en hins vegar arðgreiðsla af nýtingu hennar. „Þetta er lykilatriði fyrir okkur. Í dag er þetta eitt gjald þar sem við smábátasjómenn greiðum um 10% af aflaverðmætinu í auðlindagjöld sem samsvarar launagreiðslum til eins manns til viðbótar í áhöfnina. Þegar við verðum komnir í umhverfi, eins og var áður en þetta gjald kom til, þar sem greitt er fast gjald fyrir aðgang að auðlindinni og síðan annað gjald með tilliti til arðseminnar þá höfum við væntingar um að gjöld á smábátaútgerð muni lækka mikið.“
Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda telur að með því að skipta auðlindagjaldinu upp í gjald fyrir aðgang að auðlindinni og gjald sem tekur mið af arðsemi þá muni gjöld á smábátaútgerðina lækka til muna.
Hann segir að í dag sé leikurinn mjög ójafn. Stærstur hluti afla smábáta sé seldur á markaði og laun greidd samkvæmt því verði sem þar fæst. Stórútgerð, sem er einnig með fiskvinnslu, gerir hins vegar upp við sína menn miðað við 80% af fiskmarkaðsverði. Þarna skeiki heilum 20% sem smábátaeigendur fái síðan sem álagningu á sig í formi hærri veiðigjalda. Ofan á þetta bætist að í dag taki auðlindagjaldið meðal annars mið af
arðsemi af fiskvinnslu bæði á sjó og landi sem skekki myndina enn frekar því þar með séu smábátar að greiða fyrir hagnað af fiskvinnslu sem þeir koma hvergi nærri.
Skortir á markaðssetningu Axel segir margt mega laga í íslenskum sjávarútvegi, til dæmis skorti sameiginlega markaðssetningu á íslenska fiskinum og megi líta til Noregs sem góðu fordæmi í því. „Það virðist hver vera í sínu
horni að pukra við markaðssetninguna og allir eru bestir og með besta fiskinn. Við þurfum að nýta betur það forskot sem við höfum á ýmsar aðrar þjóðir sem felst meðal annars í hreinleika hafsins. Við göngum almennt vel um auðlindina og hér eru flestir fiskistofnar í vexti. Þetta erum við ekki að nýta nægilega vel í markaðssetningunni,“ segir Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda.
Afltækni óskar útgerð og áhöfn Viðeyjar RE 50 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip
SÓKNARFÆRI | 39
40 | SÓKNARFÆRI
NAVIS hannar nýtt línuskip fyrir Vísi í Grindavík Þann 13. desember var gengið frá samningi um að NAVIS hanni nýtt línuskip fyrir Vísi hf. í Grindavík. Um er að ræða 45 metra langt og 10,5 metra breitt hefðbundið þriggja þilfara línuskip. Þegar hefur verið skrifað undir smíðasamning við skipasmíðastöðina Alkor í Gdynia í Póllandi og er gert ráð fyrir að smíðin hefjist í apríl á næsta ári og verði lokið um mitt ár 2019.
„Við höfum á síðustu árum séð um tæknimál og teikningar fyrir Vísi við endurnýjun og endurbyggingu tveggja eldri línuskipa í samvinnu við þessa sömu skipasmíðastöð. Þannig kom Fjölnir GK 657 úr allsherjar endurnýjun fyrir um einu og hálfu ári og á næsta ári lýkur gagngerum breytingum á Arney sem mun breyta um nafn og verða Sighvatur GK 57,“ segir Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri NAVIS. Hjörtur segir að í þessari
Nýr Páll Jónsson GK 7, sem verður 45 metra langur er væntanlegur hingað til lands um mitt ár 2019.
Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri NAVIS og Andrzej Zólc fulltrúi Alkor skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi.
vinnu hafi komið upp sú hugmynd að ganga alla leið og smíða þetta nýja skip frá grunni. Það mun heita Páll Jónsson GK 7 og koma í staðinn fyrir skip með sama nafni. Hjörtur segir hönnunina unna í miklu samstarfi við Vísismenn og þá einkum útgerðarstjórann, Kjartan Viðarsson. Að sögn Hjartar er lögð áhersla á góðan aðbúnað um borð með rúmgóðu vinnuumhverfi og eins manns klefum fyrir áhafnarmeðlimi. „Við höfum unnið náið með þeim að því að hanna hefðbundið en öflugt og nútímalegt línuskip
sem mun henta þeim vel.“ Hjörtur segir að skipasmíðastöðin leggi áherslu á að nýta íslenska tækniþekkingu og hugvit í þessu verkefni og þannig hafi meðal annars verið samið við Raftíðni ehf. um rafhönnun og framleiðslu á hluta rafkerfis.
Endurnýja flotann Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir að fyrirtækið muni áfram leggja áherslu á að gera út fimm línuskip sem landi hvert um sig afla til vinnslu einn virkan dag í viku. Hann segir að gert sé
ráð fyrir að endurnýjun skipaflota Vísis verði lokið á næstu þremur til fjórum árum með nýsmíði í stað Kristínar GK 457 og loks með endurbyggingu á Jóhönnu Gísladóttur GK 557. „Það var orðið tímabært að endurnýja flotann því þetta eru allt upp í 50 ára gömul skip. Við ráðumst í þetta verkefni í trausti þess að umhverfið í sjávarútvegi verði í lagi næstu árin,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.
Kælismiðjan Frost óskar útgerð og áhöfn Viðeyjar RE 50 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip
navis.is
SÓKNARFÆRI | 41
Óskum starfsmönnum í íslenskum sjávarútvegi gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
42 | SÓKNARFÆRI
F R Á S Ö G N
einmitt lagt í lífshættulega treystum okkur til að fara ans, og voru þá búnir að björgunarferð til þess að vestur á Mýrar. Þar væri draga 16 bjóð af 28. Bátarnir reyna að bjarga áhöfninni á norska flutningaskipið Bro höfðu samband um talstöðvþví fræga skipi. strandað. Formaðurinn sagði arnar og ákváðu að reyna að Ég bað loftskeytamanninn mér að enginn af þeim báthalda hópinn heim til hafnar í Reykjavík að halda stöðugu um, sem komnir væru að á Akranesi. sambandi milli okkar svo að landi, hefði treyst sér til að Um klukkan hálfþrjú kom enginn misskilningur yrði, fara í þessa ferð, enda augóstöðvandi leki að Birni II. þar sem ég gat ekki talað við ljóst að fárviðri væri á þessDælan hafði ekki undan, og skipið. Við vorum illa settir um slóðum. Hann vissi að ég þótt tveir hásetar færu í FleXicut vatnsskurðarvél afurðaflokkun því að dýptarmælirinn var var vel kunnugur skerjagarðlífaustur hafðist ogekkert við í beinu framhaldi. bilaður hjá okkur, engan radinum á Mýrunum, var aðeins lekanum. Þegar hér var komar höfðum við og enga ljósára gamall þegar ég ið sáu þeir á Birninum engan Vinnslutæknin í stöðugriellefu framþróun hjá Marel kastara til að lýsa upp svæðbyrjaði að róa þar með föður bát nema Fylki, sem var ið. mínum. skammt undan. Kristinn Þegar við komum að ÞorÉg kvaðst reiðubúinn að skipstjóri náði sambandi um móðsskeri fórum við inn að fara, ef hann fengi leyfi úttalstöðina við Njál Þórðarson sunnanverðu við skerið og gerðarinnar til að leggja bátskipstjóra á Fylki og sagði Þórður Guðjónsson, skipstjóri á Akraég baðað stýrimanninn aðer vera inn í þessa tvísýnu. Sömuhonum hvernig komið „Salan hefur verið mikil hjá væri. neitt, en ef hins vegar horft á nesi. Hann lést 27. október 2005. þá þróun sem varð í laxavinnslunni okkur allt væri þetta ár og mikið á að móts frammi á með handlóð til að leiðis skyldi ég tala við Sjórinn kominn breyttist sá markaður verulega gera. Skýringarnar á því eru mæla þá dýpið. Á meðan á skipshöfn mína, en við vorvið efri kojurnar í lúkarnum. þegar vinnslurnar stækkuðu og sjálfnokkrar, en almennt hafa þessu virknin stóð jókst. var skipstjórinn á um sjö um borð. Kallaði ég Báturinn að sökkva. Þannig er yfirgnæfjákvæð teikn væri í efnahagslífinu andi meirihluti afurða frá norskum skilað sér og fiskiðnaðurinn norska skipinu alltaf að biðja að björgunin lánaðist. Njáll þá alla saman og sagði þeim Bað hann Njál að koma strax laxeldisfyrirtækjum ferskur í dag. gengið vel. Afurðaverð hefur Reykjavíkurradíó að íspyrja Þórðarson og skipshöfn hans hvað framundan væri. Kváðtil hjálpar. Við sjáum sömu þróun hvítfiskverið nokkuð Skipverjarnir gott, sér í lagi í settu vinnslunni,“ segir Þórarinn og að laxinum og þessu hefur fylgt hvort við kæmumst ekki nær sýndu þarna einstakt snarust þeir allir tilbúnir að fara allir á sig björgunarbelti og hans mati hafa tæknilausnir Marel mikil fjárfesting hjá framleiðskipinu. Ég fór eins langt og ræði.“ með mér. Skömmu síðar báturinn varlagt látinn andæfa. verið liður í því að ýta undir þessa endum og þeir áherslu á ég treysti mérí og við létum kom formaður slysavarnaFylkirupp varmeiri kominn breytingu hvítfiskvinnslunum, að byggja sjálf- á vettbæði hérlendis og erlendis. virkni í vinnslunum. Að baki akkerið fara þegar við vorum deildarinnar og sagðist hafa vang innan fárra mínútna. Strand norska flutningsskips„Á því er ekki vafi. Hráefni, því er einfaldlega sú skýring komnir í vindstöðu viðalltskipfullt samþykki útgerðarinnar Helltu í sjóinn, til ins Bro afurðagæði og hraði eru þættir að sífellt þeir verðurolíu erfiðara að fá verða auðveldara að mætast til að skila fólk lægja í sum störf í fisk- og lögðu ið, þásemyrði fyrir – við mættum fara. að öldurnar, „Það var komið kvöld 9. vinnslum. Í mörgum vinnslum ferskri og eftirsóttri vöru í hillur skipverjana að afróa til okkar Þegar hér var komið sögu upp að Birninum að aftan á október 1947. Ég var þá er FleXicut vatnsskurðarvél verslana. Einn lykilþáttum í því Marel í auknum mæliáað milli bátvið stöndum í dagÉg og hvaða undanhvarvindinum. bað var sunnanstormur, sjö vindhléborða. Bilið skipstjóri á Sigurfaranum og yfirtaka mannaflsfrekan beintæknilausnir við höfum þróað er Loftskeytastöðina að láta mig stig, og spáin suðvestan anna var þá 10-15 faðmar. var á leið á reknetaveiðar í garðsskurð á flökum og við þetta opna og mikilvæga samstarf vita þegar komnir stormur undir morgun. Þá Kastlínu var hent yfir íí Fylki, Miðnessjó. Við vorum komnteljum að sjálfvirknivæðing sem við þeir höfum væru átt við vinnslurnar Hvert einasta flak er lesið og greint með rafrænni tækni. þessa veru komi bara til með í kringum okkur hér á Íslandi. Við í bátana, til þess að við gætvissum við að það mátti engog strax dregin til baka lína ir rétt suður fyrir Garðskaga, að halda áfram í vinnslunni í þurfum á því að halda að fara út á um fylgst með Þeir an tíma missa, ef takast ætti frá þeim. Síðan vindinn var tekið að herða nánustu framtíð,“ segirvar útbúin markaðinn, sækja þeim. hugmyndir, þróa jafnfætis fullkomnustu laxavinnslum Þórarinnog K. Ólafsson, þjón- undir og prófa búnað. Þannig létu okkur vita að núhafaværu að bjarga mönnunum. lykkja línan bundin og veðurspáin sagði að vinderlendis hvað sjálfvirkni og tækni ustustjóri fiskiðnaðar hjá okkar orðið til.“ þeir stærstu lagðirtækniskref frá skipinu til Við lögðum frá bryggju hendurnar á einum áttin yrði suðvestan með varðar. Hér á landi er vinnslum að Marel. Hans verksvið nær skipverjtil okkar á tveimur og héldum fækka, sem þær leið liggur anna, sem var dreginn stormi – sjö vindstig. Það var eru að stækka og áherslStöðugarbátum; nýjungarskipí allra markaðssvæða Marel á yfir í tækni og þjónustu an er að verða meiri á tækni samþessu sviði í heiminum, bæði stjórabát með átta manns og vestur á Mýrar. Ég var í stöðFylki með björgunarbelti um því ekki um annað að ræða hliða því að meira er framleitt af Þórarinn segir Marel halda áfram á hvítfiski og eldisfiski. sjö ugu loftskeytasambandi viðkallar ástýrimannsbát sig miðjan. Þannig var öllum en halda aftur að landi, og ferskum afurðum. Það allt þeirri braut sem með fyrirtækið hefur annan hraða en áður og allt aðrar Framleiðsla ferskra afurða verið á síðustu ár í þróun fiskmanns. Loftskeytastöðina í Reykjafimm skipverjunum bjargað bíða betra veðurs. Það gerðgæðakröfur en í vinnslunni sem vinnslubúnaðar. „Við munum krefst meiri hraða horfðum út íútsortann vík, sem var tíðkaðist í loftskeytasamaf Birnisegir II. aðTók björgunin aðum við. Smám saman tíndust áður fyrr,“ segir Þórarinn. Viðhalda Þórarinn sjálfvirknivæðing áfram þróun frá vatnsskurðinum höfum t.d. verið hafi byrjað fyrr í vinnsluÞað á eldisfiski og sáum bráttogað annar bát-að bandi við norska skipið. Þegeins hálftíma. stóð á hinir bátarnir líka heim. Tæknin hefur ýtt kynna róbóta sem pakka afurðum í en hvítfiski. Breytingin í hvítfiskurinn,neytendaumbúðir. skipstjórabáturinn, var ar við fórum að nálgast Þorendum, þegar síðasti skipÞegar við komum til Akravinnslunni sé hins vegar mjög mikundir þróunina Tæknin er því að stigsíðunni hjá móðssker sáum viðer áleitin hvar hvort að verjinn var dreginn frá borði ness voru allir bátarnir il þessi árin, bæði í vinnsluSú spurning með leggjast komin á það í vinnsluferlinu tækninni sjálfri og í eðli starfsemaukinni framleiðslu á ferskum sjávað eftir gæðaskoðun, sem gerð okkur. Hinn bátinn sáum viðer skipið var strandað. Það var var Björninn II tekinn að komnir að landi. Þegar ég innar. arafurðum sé komin hin endanlega að lokinni flökun, kemur mannsekki. höndin Bað ég þánálægt Loftskeytaá sem svipuðum slóðum og mara í horft kafiá magnog braut steig upp Marel á bryggjuna stóð FleXicut vatnsskurðarvél er hjartað í þeirri tækniþróun fyrir„Áðurhálfur var aðallega hvergi hráefninu, framtíðarvara, þ.e. Pohvort útilokað tækið hefur komið fram með á markaðinn að undanförnu. Með þessari ið en í dag er meiri áhersla á gæði vinnsluferilinn á enda. Til sé að í framtíðinni komi vinnsla á stöðina að spyrja hvort viðbótar hann urquoi Pas? hafði strandað þá á honum. þar formaður Slysavarnatækni er beingarður skorinn úr og flökin hlutuð nákvæmlega niður í bita. hráefnisins allt frá veiðum að borði einhverjum tímapunkti til með að við þetta erum við að auka gæðahefði skoðun ekki farið frá skipinu á 15. september 1936. Þórður Bátarnir héldu áfram ferð deildarinnar á Akranesi, Axel neytandans. Takturinn er því ákveðá fiskinum með rafrænum færast aftur yfir í frystar afurðir. sama tíma.þ.e. Sagði ég norska Sigurðsson, skipshöfn hans skoðanir á sinni heim og Fylkir að Sveinbjörnsson. Hann kom inn fyrirfram í vinnslunni út frákom því „Það eru skiptar um hætti, myndgreiningu, sem og fullkomnustu vinnslur fyrir eldisað framleiða ákveðna vöru í háþetta atriði en það sem ræður er eftfiskvinnslunni sé hægt að sjá í kemur þá í staðinn fyrir mannsskipstjóranum að fara í talmótorbátnum Ægi og björglandi klukkan sjö um kvöldtil mín og spurði hvort við, nokkrum vinnslum hér á landi sem marksgæðum,“ segir Þórarinn. fisk erlendis. „Margar hvítfiskirspurn markaðarins hverju sinni. augað við mat á gæðum afurða.“ stöðina hjá mér og fékk þá Akranesi ið.Hann Vartsegirmátti standa égjafnog Sigurfara, komnar séu langt áhöfnin í tækniþróuná vinnslur að öra tæpara þróun í hvítgetum þess höfðu vegna aldrei útilokhér á landi unarsveitin standa fyllilega áVið
Tæknin tekur við af mannshöndinni
15
SÓKNARFÆRI | 43
Alhliða þjónusta í sjávarútvegi Brandenburg | sía
Við höfum allt frá upphafi haft það að markmiði að sinna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja hratt og örugglega í sátt við umhverfið. Skipaþjónusta Skeljungs veitir alhliða þjónustu í sjávarútvegi, útgerð og vinnslu til viðskiptavina félagsins. Við leggjum ríka áherslu á fyrirtaks þjónustu við þessa mikilvægu atvinnugrein og munum halda því áfram um ókomin ár. Skeljungur — fyrir þá sem ferðast og framkvæma
Skeljungur hf. | Borgartún 26 | 105 Reykjavík | 444 3000 | skeljungur@skeljungur.is | skeljungur.is
44 | SÓKNARFÆRI
Fyrirbyggjandi viðhaldskerfi sem borga sig Eitt er að fjárfesta í nýjum tækjabúnaði en annað að halda honum við og tryggja stöðugleika hans í rekstri. „Við höfum síðustu tvö ár verið að koma meiri þekkingu og tækni inn í viðhald notenda okkar vélbúnaðar.. Það þýðir að heimsóknir okkar þjónustumanna Marel til viðskiptavina snúast ekki eingöngu um að gera við þegar bilanir koma upp, heldur er aukin áhersla á að setja upp með eigendum búnaðarins langtímaáætlanir um fyrirbyggjandi viðhald. Þannig náum við að skipta íhlutum út á réttum tíma, þegar orðið er tímabært að endurnýja þá og áður en bilanir verða. Þetta skiptir viðskiptavinina gífurlega miklu máli því með þessu móti má koma í veg fyrir óvæntar frátafir í vinnslu og verjast kostnaðarsömum bilunum,“ segir Þórarinn. Uppbygging á viðhaldskerfi Marel hefur átt sér langan aðdraganda og í því ferli hafa verið ráðnir sérhæfðir starfsmenn til fyrirtækisins til að greina og meta endingartíma allra íhluta í vélbúnaðinum. Með þeim hætti er fundið út hvaða íhlutir eru undir mestu álagi og þurfa þá meira eftirlit og tíðari útskipti en aðrir. Í nýjasta vélbúnaði Marel fylgjast rafræn eftirlitskerfi með öllum helstu þáttum og gefa notendum upplýsingar um ástand einstakra þátta vélanna.“
Vélarnar séu alltaf eins og nýjar Þórarinn segir að viðhaldssamningar gildi til nokkurra ára í senn. „Markmiðið er að vélbúnaðurinn sé alltaf í því ástandi að skila þeim
Nú beinist þróunin að róbótavæðingu í pökkun og frágangi afurða. Enn eitt dæmið um það hvernig vélbúnaðurinn er að taka við störfum í fiskvinnslunum.
Vinnslulína frá Marel í nýlegri vinnslu Vísis í Grindavík.
afköstum og árangri sem hann gerði þegar hann var nýr. Fyrir notendur véla er í öllum tilfellum hagkvæmara að sinna fyrirbyggjandi viðhaldi, spara fjármuni til lengri tíma en gera líka viðhaldskostnaðinn með þessu módeli okkar mun fyrirsjáanlegri.“ Þórarinn segir að í útfærslu fyrirtækisins á fyrirbyggjandi viðhaldskerfum hafi áhersla verið í byrjun á
aðssvæðum. Mikilvægur þáttur í viðhaldskerfunum er að skiptast á upplýsingum við viðskiptavinina; greina hvað þeir eru að gera, hvað þeir geta gert sjálfir, hvar við getum komið inn, hver þörfin er og svo framvegis. Það er ekki markmiðið að við séum að framkvæma alla vinnuna heldur fyrst og fremst að tryggja að vélarnar séu alltaf í besta mögulega ástandi,“ segir Þórarinn. „Að lokum má svo
Virkjum íslenskt hugvit og þekkingu
nýjasta búnaðinn, t.d. vatnsskurðartæknina og þann búnað sem er í kringum hana. Með sama hætti haldi fyrirtækið áfram að þróa viðhaldskerfi fyrir eldri Marel-búnað. „Við höfum í þessari þróunarvinnu átt gott samstarf við lykilviðskiptavini okkar hér á landi sem eru byrjaðir að nýta sér viðhaldskerfin fyrir sinn búnað en við bjóðum þessa þjónustu á öllum okkar mark-
Verkfræði- og ráðgjafafyrirtækið NAVIS ehf. annast nýhönnun á flestum gerðum fiskiskipa auk breytinga á eldri skipum og öðrum verkefnum sem tengjast íslenskum sjávarútvegi.
nefna nýjungar hjá okkur á borð við vefverslun á varahlutum í vélbúnað frá okkur og netspjall sem gefur viðskiptavinum aðgang að beinum samskiptum við okkar sérfræðinga. Allt eru þetta liðir í skilvirkari og betri þjónustu við viðskiptavini Marel.“ marel.is / marel.com
Nýjasta verkefni NAVIS á þessu sviði er hönnun á línuskipinu Páli Jónssyni GK 7 fyrir Vísi í Grindavík, sem unnin er í samstarfi við útgerðina. Áætlað er að skipið komi til landsins um mitt ár 2019.
SÓKNARFÆRI | 45
Getur þú hugsað þér gleðilega hátíð án rafmagns?
Sæmundur, verkstjóri vinnuflokks í Borgarnesi
Við hjá RARIK óskum viðskiptavinum, samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með von um gott og orkuríkt ár. Við munum eins og áður leitast við að svara orkuþörf viðskiptavina yfir hátíðarnar, með öruggum hætti.
www.rarik.is
Óskum starfsmönnum í íslenskum sjávarút
46 | SÓKNARFÆRI
Darri ehf. – Harðfiskverkun
Vopnafjarðarhöfn
Hvalur hf. Reykjavíkurvegi 48 220 Hafnarfjörður
Sigurbjörn ehf. Grímsey
Gjögur Kringlunni 7 - 103 Reykjavík
Grindavíkurhöfn
tvegi gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
SÓKNARFÆRI | 47
Viðarhöfða 6 - Reykjavík
volvopenta.is | Brimborg
VAGNHÖFÐA 12, REYKJAVÍK | S. 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | mdvelar.is
Félag skipstjórnarmanna
Sjómannasamband Íslands
Sími 552 8710
raftidni@raftidni.is
rafvélaverkstæði - vindingar skipaþjónusta - raflagnir - viðhald Grandagarður 16 · 101 Reykjavík
Seyðisfjarðarhöfn
Sandgerðishöfn
Fiskmarkaður Þórshafnar ehf.
48 | SÓKNARFÆRI
Spennandi verkefni fram undan hjá Hafnarfjarðarhöfn
„Hér í Hafnarfirði er höfnin mikill miðpunktur, bæði fyrir atvinnulíf og mannlíf almennt og það er því mikilvægt að hafa góða tengingu inn á hafnarsvæðið og stækka þannig hinn eiginlega miðbæ,“ segir Lúðvík Geirsson hafnarstjóri um forsendur samkeppninnar sem er að fara af stað um hafnarsvæðið.
sem Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar verða í nýju reisulegu húsi verður reist við Fornubúðir og á það að vera tilbúið eftir rúmlega ár.
„Við horfum bjartsýn til framtíðar hjá Hafnarfjarðarhöfn. Það er góður vöxtur í starfseminni og mörg ný og spennandi verkefni fram undan, s.s. bygging viðlegukants fyrir skip Hafrannsóknastofnunar og samkeppni um framtíð og þróun hafnarsvæðisins,“ sagði Lúðvík Geirsson hafnarstjóri þegar tíðindamaður Sóknarfæris sló á þráðinn til hans á dögunum til að forvitnast um stöðuna hjá þessari þriðju tekjuhæstu höfn landsins, á eftir Faxaflóahöfnum og Fjarðabyggðarhöfnum. Að sögn Lúðvíks, sem tók við sem hafnarstjóri í maí 2016, hefur verið töluverður vöxtur í starfseminni á síðustu árum. Hátt í 400 skipakomur, bæði togara og flutningaskipa, eru um Suðurhöfnina og Straumsvíkurhöfn ár hvert og umfang í löndun, bæði á freðfiski, gáma- og lausavöru,
Teikning: Batteríið Arkitektar ehf.
fer vaxandi. Jafnframt er útflutningur freðfisks að aukast. Tekjur fara því vaxandi og verða vel á sjöunda hundrað milljónir á yfirstandandi ári. Samhliða þessum vexti í starfsemi hafnarinnar hefur rekstrarafkoman farið batnandi. Framlegð hafnarsjóðs var um 40% í fyrra og verður nokkru hærri á þessu ári að mati hafnarstjórans. Hann segir að aukið tekjuflæði megi ekki síst rekja til aukinna aflagjalda, sem jukust um nær 20% milli áranna 2015-2016 og hafi þau aukist enn frekar á yfirstandandi ári. Þá hafi einnig orðið töluverð aukning í vörugjöldum, með bæði auknum inn- og útflutningi í gegnum höfnina. „Tilkoma nýrrar 10 þúsund tonna frystigeymslu Eimskips á hafnarsvæðinu við Suðurbakka hefur haft mjög jákvæð áhrif á hafnarstarfsemina, auk þess sem nýlegir samningar um vörugjöld í Straumsvíkurhöfn og gámaflutningar Thor-ship í gegnum
saetoppur.is
höfnina hafa skilað auknum tekjum. Þá er umtalsverður og aukinn innflutningur á margvíslegri lausavöru, s.s. möl og salti og einnig eru Atlansolía og Colas með birgðastöðvar hér fyrir olíu, bensín og asfalt. Umtalsverður útflutningur er svo á áli frá Straumsvíkurhöfn og útflutningur er einnig að aukast hjá okkur á sjávarafurðum með tilkomu nýju frystigeymslunnar.“ Þessi bætta afkoma hafnarinnar hefur verið nýtt til að greiða hraðar niður skuldir vegna mikilla fjárfestinga við uppfyllingar og uppbyggingu upp úr síðustu aldamótum á hafnarsvæðinu við Hvaleyri og segir Lúðvík að samkvæmt áætlunum verði búið að greiða upp þær skuldir á árinu 2019. Framkvæmdum á þessu nýja hafnarsvæði sé nú nánast alveg lokið og höfnin að úthluta þessi misserin sínum síðustu lóðum á svæðinu.
Öflug þjónusta við sjávarútveginn „Það eru að koma ný fyrirtæki inn á hafnarsvæðið og eins eru fyrirtæki sem eru þar fyrir að stækka við sig,“ segir Lúðvík og
Sími 551 7170
bætir við að á hafnarsvæðinu sé fjöldi öflugra þjónustufyrirtækja við sjávarútveginn, s.s. varðandi viðgerðir og veiðarfæraþjónustu, flutningaþjónustu, frystigeymslur, skipasmíði og fleira. „Þetta er okkar styrkur og hefur skipað Hafnarfjarðarhöfn í fremstu röð og tryggt það að við erum í dag stærsta þjónustuhöfn landsins fyrir úthafstogaraflotann. Hingað koma í auknum mæli til löndunar bæði rússneskir togarar af Reykjaneshryggnum og grænlenskir togarar. Þetta eru mikilvægir viðskiptavinir og hér fá þeir alla þá þjónustu sem þeir hafa þörf fyrir, enda erum við með harðsnúið lið starfsfólks, bæði hjá höfninni og öðrum þeim fyrirtækjum sem eru að veita sína þjónustu hér á hafnarsvæðinu.“
Vilja tengja hafnarsvæðið betur við miðbæinn og mannlífið Uppbygging Hafnarfjarðarhafnar hefur lengi verið Lúðvík hugleikin, enda má segja að hann hafi meira og minna átt sæti í hafnarstjórn frá 1986 sem kjörinn bæjarfulltrúi og
SÓKNARFÆRI | 49
Framkvæmdir eru að hefjast við 120 metra viðlegukant vestan við Fornubúðir, milli Óseyrarbryggju og Suðurbakka, þar sem skip Hafrannsóknastofnunar munu hafa aðstöðu.
Höfnin er miðpunktur mannlífs og atvinnulífs í Hafnarfirði. Þangað sækja jöfnum höndum þjónustu skemmtiferðaskip og erlendir úthafsveiðitogarar auk þess sem fjölbreytt atvinnustarfsemi er þar með aðsetur.
síðar bæjarstjóri á árunum 2002-2010 og formaður hafnarstjórnar 2013-2014. Mikil breyting hefur orðið á starfseminni á hafnarsvæðinu á þessum tíma og eru stóru hafnarbakkarnir nú lokaðir fyrir allri almennri umferð en smábátahafnirnar eru opnar og hafa mikið aðdráttarafl. „Hér í Hafnarfirði er höfnin mikill miðpunktur, bæði fyrir atvinnulíf og mannlíf almennt og það er því mikilvægt að hafa góða tengingu inn á hafnarsvæðið og stækka þannig hinn eiginlega miðbæ,“ segir Lúðvík og nefnir í því sambandi að hafnarstjórnin hafi nýlega samþykkt að efna til opinnar samkeppni um framtíð og þróun opna hafnarsvæðisins við Flensborgarhöfn og Óseyrarbryggju. „Þar er okkar fiskibátahöfn, smábáta- og skemmtibáthöfn og margvísleg tækifæri til að tengja það svæði enn frekar við miðbæinn með því að fullklára göngutengingar við strandstígakerfi bæjarins. Þar sjáum við einnig fyrir okkur frekari veitingastarfsemi, lista- og menningarhús og annað það sem laðar fólk að þessari skemmtilegu höfn,“ segir hafnarstjórinn. Hann bætir við að búið sé að leggja umtalsverða vinnu á síðustu árum í að greina þessi sóknarfæri og
ýmsar áskoranir við hjá Hafnarfjarðarhöfn eins og öðrum höfnum landsins. Það er ekki síður mikilvægt að öll öryggismál séu í góðu lagi á hafnarsvæðum.
leita eftir áliti og sjónarmiðum, bæði bæjarbúa sem og þeirra sem eru með starfsemi á svæðinu. Spennandi verði að sjá hvaða tillögur og hugmyndir komi fram í samkeppninni sem er verið að setja í gang og eiga niðurstöður að liggja fyrir í vor.
Nýr hafnarbakki og höfuðstöðvar Hafró „Inni á þessu svæði sem samkeppnin nær til verða m.a. höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar, sem áætlað er að muni flytja í nýtt reisulegt hús við Fornubúðir eftir rúmlega ár, sem og væntanlega fleiri þróunarfyrirtæki í sjávarútvegi. Þá erum við að ráðast í nýframkvæmdir hér í Suðurhöfninni með byggingu 120 metra hafnarbakka milli Óseyrarbryggju og Suðurbakka, þar sem er fyrirhugað legurými fyrir skip Hafrannsóknastofnunar, auk þess sem viðlegubakki skemmtiferðaskipa er þarna í næsta nágrenni við skipulagssvæðið, sem getur skapað fullt af spennandi tækifærum því komum skemmtiferðaskipa til okkar hefur fjölgað töluvert síðustu árin.“ Samfara auknum vexti og auknum kröfum á sviði umhverfis- og öryggismála blasa
Raftengibúnaður á öllum hafnarbökkum „Við erum líkt og aðrar hafnir með góðan öryggisbúnað og mengunarvarnabúnað. Þá erum við með mjög öflugt myndavélakerfi á öllu hafnarsvæðinu, sem hefur margsinnis komið að góðum notum, en við þurfum að halda vöku okkar og tryggja að allur búnaður sé ávallt í lagi og starfsfólk sé bæði upplýst og þjálfað til að bregðast við,“ segir Lúðvík og bætir við að ítarlega hafi verið farið í gegnum þessi mál á vettvangi Hafnasambandsins. Það sé mikill styrkur af því að hafnirnar vinni sem best saman í mikilvægum málaflokkum, eins og öryggis- og umhverfismálum. Hafnarstjórinn segir brýnt að huga betur að umhverfismálunum og þá ekki bara umhirðu og þrifnaði, heldur öllum umhverfisþáttum og nefnir þar m.a. nýtingu orkugjafa, hljóðvistarmál, betri nýtingu og umgengni um allan tækjabúnað. Í Hafnar-
firði hafi verið lögð áhersla á að koma upp öflugum raftengingarbúnaði á öllum nýjum hafnarbökkum, einnig sé verið að endurnýja búnað á eldri bökkum og nýlega hafi verið lokið við uppsetningu á sjálfvirkum rafsölubúnaði á smábátabryggjunum, ásamt því að útbúa kynningarefni og funda með erlendum útgerðum og skipstjórnendum til að fylgja eftir samþykkt hafnarstjórnar um að öll skip, sem það geta, tengi sig við landrafmagn á meðan þau liggja við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. „Á sama tíma og athafnasvæði okkar er að þróast og umsvif að aukast sækir byggðin að en við búum svo vel hér í Firðinum að höfnin og öll starfsemin þar er samofin sögu byggðarinnar. Hvoru tveggja þarf að sýna skilning og mæta þeim þörfum sem því fylgja, bæði varðandi þjónustu- og umhverfismál. Hér er hjartslátturinn í samfélaginu og hann þarf að vera í góðum takti við bæði atvinnulífið og mannlífið,“ segir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar að lokum. hafnarfjardarhofn.is
HÖLDUM HAFINU HREINU Í KRINGUM ÍSLAND Innan 3ja sjómílna
Milli 3ja og 12 sjómílna
Utan 12 sjómílna
Ólöglegt að henda
Ólöglegt að henda
Ólöglegt að henda
Plasti
Plasti
Plasti
Öllu rusli
Öllu rusli
Öllu rusli
Einungis má losa kvarnaðan matarúrgang sem kemst í gegnum 25 mm sigti.
Losa má ókvarnaðan matarúrgang. Einungis má losa farmleifar sem ekki eru skaðlegar umhverfi hafsins og ekki reynist unnt að endurheimta við affermingu með hefðbundnum leiðum.
Einungis má losa hreinsiefni eða aukefni sem notuð eru í lest, á þilfari og þvottavatn af yfirborðsflötum ef þau innihalda ekki efni sem geta verið skaðleg umhverfi hafsins.
Dýrahræ skal losa í sjó eins langt frá landi og hægt er þegar skipið er á ferð, með því skilyrði að dýrið hafi verið flutt sem farmur og dáið um borð.
www.ust.is
50 | SÓKNARFÆRI
Smyril Line Cargo stækkar starfsstöð sína í Þorlákshöfn
Hlutur sjávarútvegs er mikill í siglingum Mykines frá Þorlákshöfn, enda flutningstíminn stuttur og flutningsleiðir í gegnum Rotterdam greiðar.
Mynd: Smyril Line Cargo.
Smyril Line Cargo hefur fjölgað fastráðnu starfsfólki í starfsstöð sinni í Þorlákshöfn sem sinnir áætlunarsiglingum félagsins milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Frá áramótum munu fimm fastráðnir starfsmenn sjá um alla þjónustu sem snýr að siglingum Mykines til og frá Þorlákshöfn, auk þess sem annar eins fjöldi bætist við losun og lestum á föstudögum þegar skipið kemur til hafnar.
„Við höfum verið með tvo fasta starfsmenn í Þorlákshöfn frá því að við byrjuðum með þessa nýju siglingaleið fyrir um átta mánuðum en í ljósi þess hversu vel þetta hefur gengið höfum við nú bætt við þremur fastráðnum starfsmönnum þar,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line Cargo á Íslandi. Hún segir félagið verða eftir sem áður í miklu samstarfi við fyrirtæki á svæðinu, enda leggi þau sig fram um að eiga sem mest viðskipti við
heimamenn. Þannig sjái t.d. Fiskmarkaðurinn og frystigeymslan Kuldaboli alfarið um lestun á öllum fiski sem fluttur er með ferjunni og fyrirtæki á staðnum annist viðgerðarvinnu á vögnum og fleiru.
Starfsmenn á Íslandi orðnir 25 talsins „Þetta hefur gengið vonum framar. Það var stórt skref fyrir Smyril Line, auðvitað í mjög góðu samstarfi við sveitarfélagið Ölfus, að
ráðast í opnun þessarar siglingaleiðar. Viðbrögð markaðarins hafa hins vegar verið mjög góð og ljóst af þeim að það var full þörf á nýrri þjónustu á flutningamarkaði á Íslandi,“ segir Linda Björk, ánægð með stóraukin umsvif félagins á Íslandi með tilkomu nýju ferjunnar. „Á þessum tíma í fyrra vorum við með eitt skip, Norrænu, í áætlunarsiglingum til og frá Seyðisfirði og tvær starfsstöðvar, þar og í Hafnarfirði. Nú eru skipin orðin tvö, starfsstöðvarnar eru þrjár og
Sparneytnari Lágværari Ódýrari
Ítölsku Dorin kæli- og frystiþjöppurnar hafa verið með vinsælustu þjöppum landsins í fjóra áratugi! Íshúsið er nú með einkaumboð á Íslandi. Beinn innflutningur og lægra verð!
íshúsið
www.ishusid.is ∑ S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur
starfsmenn félagsins hérlendis orðnir samtals 25 talsins.“ Hlutur sjávarútvegs er mikill í útflutningi Smyril Line Cargo frá Þorlákshöfn og siglingaleiðin strax búin að sanna sig að sögn Lindu. Flutningstíminn er stuttur og flutningsleiðir í gegnum Rotterdam greiðar. Langstærsti hluti útflutningsins er fiskafurðir en sem dæmi um annan útflutning nefnir hún plast til endurvinnslu og hey. Flóran í innflutningnum er hins vegar mun fjölbreyttari enda innflutningur á allskyns varningi til landsins nú í hæstu hæðum.
Þórshöfn umskipunarhöfn í Íslandsflutningunum „Með tilkomu Mykines höfum við styrkt siglinganet okkar umtalsvert og getum því boðið inn- og útflytjendum mun betri þjónustu en áður var. Núna getum við t.d. flýtt innflutningi umtalsvert frá Skandinavíu, sem á að afhenda á suðvesturhorni landsins, með því að umskipa vörunum úr Norrænu yfir í Mykines í Þórshöfn í Færeyjum. Þannig er Þórshöfn nú orðin umskipunarhöfn eða „hub“ í flutninganetinu okkar!“ Aðspurð hvort farið sé að spá í að auka við þjónustu Smyril Line á þessari nýju siglingaleið milli Íslands og Rotterdam með viðkomu í Færeyjum, t.d. með því að fjölga ferðum, segir hún of snemmt að segja til um hver þróunin verður. „Við erum hins vegar með miklar væntingar til íslenska markaðarins og sérlega gaman að koma með nýjar flutningalausnir inn á þennan markað,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line Cargo á Íslandi. smyrillinecargo.com
SÓKNARFÆRI | 51
VÖKULAUGU Á SJÓNUM MEÐ FLIR
FLIR HITAMYNDAVÉLAR VEITA SKIPSTJÓRNARMÖNNUM SÝN Í NIÐAMYRKRI EÐA ÞEGAR SÓL BLINDAR. MEÐ FLIR MU ER STIGLAUS ÞYSJUN Á HITAMYND Á NÆR OG FJÆR UMHVERFI
FLIR HANDVÉLAR GEFA AUKNA SÝN
Á BREYTINGUM Á VÉLBÚNAÐI, KÆLIBÚNAÐI, RAFKERFUM, GLUSSALÖGNUM...
MEÐ REGLUBUNDNUM SKOÐUNUM ER HÆGT AÐ
BREGÐAST VIÐ ÁÐUR EN UPP KEMUR BILUNEÐA TJÓN.
VERÐ FRÁ: 139.950.- M/VSK ( FLIR C2 HANDVÉL HAN )
ENNEMM / SÍA / NM83268
Ferskt alla leið
Frá því að fiskurinn kemur í netið og þar til hann byrjar að snarka á pönnu meistarakokks í Samskip eru styrktaraðili Landsambands hestamanna París þarf hann að ferðast langa leið. Fersk og viðkvæm vara eins og íslenskt sjávarfang kallar á nærgætna meðhöndlun og fag mennsku. Við hjá Samskipum bjóðum sjávarútvegsfyrirtækjum virðisaukandi lausnir og margþætta þjónustu sem tryggir að varan komist til skila á hagkvæman og öruggan hátt.
Saman náum við árangri