STF-tíðindi 1.tbl. 2018

Page 1

Fréttaveita Sambands stjórnendafélaga | 1. tbl. Apríl 2018

80 ÁRA 1938 AFMÆLISRIT 2018 Verkstjórasamband Íslands 70 ára í dag:

Sterk staða á tímamótum Myndin af verkstjóranum í sloppnum með hattinn tilheyrir liðinni tíð. „Í dag er það svo að margir sem eiga aðild að verkstjórafélögum annast verkefnastjórnun, deila verkefnum til annarra og bera fjölbreytt starfsheiti sem vísa til stjórnunar,“ segir Kristján Örn Jónsson, forseti Verkstjórasambands Íslands.

Sjá bls. 4

1938-2008


Horft um öxl og fram á veg

S

amband stjórnendafélaga fagnar nú 80 ára afmæli, sterkara en nokkru sinni fyrr. Félagsmenn eru ríflega 3.600 talsins í tólf félagseiningum og eru þeir helmingi fleiri en þeir voru um síðustu aldamót. Við, sem nú stýrum þessum félagsskap, erum hins vegar þeirrar skoðunar að það þurfi að gera betur og við munum vinna að því hörðum höndum að tvöfalda félagafjöldann á næstu árum. Er vonandi að það markmið náist. Eitt af því sem við viljum gjarnan breyta er að laða til okkar fleiri kvenkynsstjórnendur en því er ekki að neita að þessi félagsskapur okkar hefur verið og er enn er býsna karllægur. Nánast allir forystumenn sambandsins eru karlar og í aðeins einu félagi er kona formaður. Þessu þurfum við að breyta og vil ég hvetja konur í stjórnunarstöðum til að kynna sér kosti aðildar að stjórnendafélagi og þar með að öflugu Sambandi stjórnendafélaga. Sameiningar félaga hafa verið á döfinni og er skemmst að minnast sameiningar Verkstjórafélags Borgarness og Félags stjórnenda við Breiðafjörð árið 2016 í Stjórnendafélag Vesturlands. Þar var um að ræða fyrstu sameiningu í sögu sambandsins. Í burðarliðnum er sameining tveggja félaga, Þórs, félags stjórnenda og Varðar, félags stjórn-

Fréttaveita Sambands stjórnendafélaga | 1. tbl. Apríl 2018

enda á Suðurlandi. Aðalfundir þeirra hafa þegar samþykkt sameiningu og á vordögum mun formleg sameining eiga sér stað með kosningu stjórnar og vali á nýju nafni. Víðar eru menn að kanna kosti þess að slá félögum saman í stærri einingar. Ég spái því að einingum í sambandinu muni enn fækka á næstu árum. Allt hefur hins vegar sinn tíma og félagsmenn í hverju aðildarfélagi munu auðvitað ráða framvindu og hraða þeirrar þóunar. Ég veit að það eru ekki allir sammála mér í þessu en um hitt eru allir sammála að við viljum styrkja sambandið og efla á alla lund til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Þegar dró að 80 ára afmæli STF ákvað stjórn sambandsins að hafa ekki mikið við heldur nýta STF tíðindi til að minnast liðinna tíma og horfa um öxl í máli og myndum. Við fengum Valþór Hlöðversson sagnfræðing hjá Athygli ehf. til að taka saman stiklur ú sögu sambandsins og birtast þær í blaðinu nú. Ég vona að menn hafi gagn og gaman af og bið menn vel að njóta. Ég vil að lokum, fyrir hönd Sambands stjórnendafélaga, óska félagsfólki aðildarfélaganna til hamingju með 80 ára afmæli þessa merka félagsskapar sem þrátt fyrir háan aldur er enn ungt í sinni og fullt baráttuanda.

M

HV

ERFISME

R

KI

STF-tíðindi - 68. árgangur, 1. tbl. Apríl 2018

U

Skúli Sigurðsson, forseti STF skrifar

ISSN 2547-7366 141

80 ÁRA 1938 AFMÆLISRIT 2018 Verkstjórasamband Íslands 70 ára í dag:

Sterk staða á tímamótum Myndin af verkstjóranum í sloppnum með hattinn tilheyrir liðinni tíð. „Í dag er það svo að margir sem eiga aðild að verkstjórafélögum annast verkefnastjórnun, deila verkefnum til annarra og bera fjölbreytt starfsheiti sem vísa til stjórnunar,“ segir Kristján Örn Jónsson, forseti Verkstjórasambands Íslands.

Sjá bls. 4

Útgefandi:

Samband stjórnendafélaga

Ritstjóri:

Skúli Sigurðsson (ábm).

Umsjón, umbrot og auglýsingar:

Athygli ehf.

Prentun: Litróf

1938-2008

Dreift til félagsmanna í Sambandi stjórnendafélaga og á fjölda vinnustaða um land allt.

912

Prentsmiðja


3


Forsetar VSSÍ/STF 1938-2018 Jóhann Hjörleifsson 1938-1945 og 1947-1949.

Jón G. Jónsson 1946-1947 og 1951-1959.

Karl Friðriksson 1945-1946.

Þorlákur Ottesen 1949-1951.

Guðlaugur Stefánsson

Björn E. Jónsson

1959-1963.

1963-1969.

� 4


5


Atli Ágústsson

Gísli Jónsson

1969-1971.

1971-1973.

Adolf J. E. Petersen

Kristján Jónsson

1973-1977.

1977-1995.

Árni Björn Árnason

Kristján Örn Jónsson

1995-2001.

2001-2015.

Skúli Sigurðsson 2015-

6



Stiklur úr sögu stjórne

Verkamannaskýlið var reist fyrir atbeina Verkstjórafélags Reykjavíkur árið 1923 en það er einlyfta húsið til vinstri á myndinni. Húsið stóð sjávarmegin við gatnamót Tryggvagötu og Kalkofnsvegar, ekki langt frá þeim stað sem Harpa er nú. Húsið var rifið árið 1962. Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

Fyrstu samtök verkstjóra 1919

F

yrsta svæðisfélag verkstjóra var Verkstjórafélag Reykjavíkur. Frumkvæði að stofnun félagsins mun Bjarni Pétursson hafa haft og var hann kjörinn fyrsti formaður. Á stofnfundinn 3. mars 1919 mættu 22 verkstjórar. Fyrsta baráttumál félagsins var að koma á föstum matmálstímum verkstjóra og sjóði til sjúkra- og slysatrygginga. Þá beitti félagið sér fyrir byggingu verkamannaskýlis við Reykjavíkurhöfn 1923. Verkamanna-

8

skýlið stóð sjávarmegin við Tryggvagötuna á þeim slóðum sem þá mættust Kalkofnsvegur og Tryggvagata. Þetta hús var rifið í byrjun 7. áratugarins.


enda 1938-2018

Þessir menn gegndu formennsku í Verkstjórafélaginu Þór fyrstu þrjá áratugina. Lengst til vinstri er fyrsti formaðurinn, Bjarni Jónsson en hann gegndi embættinu 1935-1936, 1944 og 1952-1956.

Iðnaðarmenn stofna félag 1935

L

augardaginn 5. október 1935 var haldinn fundur nokkurrra verkstjóra til undirbúnings félags iðnlærðra í stéttinni. Þetta voru karlar úr Slippfélaginu og vélsmiðjunum Hamri, Héðni og Landsmiðjunni. Um mánuði síðar var stofnfundur Verkstjórafélagsins Þórs haldinn í Oddfellowhúsinu í Reykjavík. Fyrsti formaður Þórs var Bjarni Jónsson. Félaginu óx fljótt fiskur um hrygg og náði miklum árangri í réttindabaráttu verk-

stjóra árið 1942 þegar samið var um allnokkra kauphækkun, 3ja mánaða uppsagnarfrest og 14 daga sumarfrí á fullum launum! Margir telja þetta vera fyrsta samning íslenskra verkstjóra sem ber nafn með réttu.

9


Sagan 1938-2018 

Stofnfundargerð Verkstjórasambandsins var rituð af Sigurði Árnasyni sem var fyrsti fundarritari sambandsins.

Verkstjórasamband stofnað 1938

S

nemma á fjórða áratugnum komu fram tillögur um að breyta Verkstjórafélagi Reykjavíkur í landsfélag en þær komu aldrei til afgreiðslu. Hugmyndin um heildarsamtök verkstjóra lifði áfram og 10. apríl 1938 komu allnokkrir verkstjórar saman í húsi Eimskipafélags Íslands til að stofna með sér landssamband. Flestir fundarmanna komu úr Verkstjórafélagi Reykjavíkur annars vegar og hins vegar vegaverkstjórar frá Vegagerð ríkisins. Sett var á fór einstaklingssamband verkstjóra en síðar skyldi stefnt að samtökum félaga þeirra. Fengu samtökin nafnið Verkstjórasamband Íslands, skammstafað VSÍ og teljast stofnfélagar 44 talsins.

Fyrsti forsetinn

S

amkvæmt lögum VSÍ skyldu vera þrír menn í aðalstjórn og þrír til vara. Forseti var kjörinn Jóhann Hjörleifsson vegavinnuverkstjóri en með honum við stjórnvölinn voru kjörnir þeir Felix Guðmundsson, umsjónarmaður kirkjugarða Reykjavíkur og Jónas Eyvindsson vegaverkstjóri. Jóhann Hjörleifsson gegndi stöðu forseta VSÍ 1938-1944 og svo aftur 1947-1949. Hann starfaði lengi sem þingskrifari á Alþingi samhliða verkstjórastöfum. Jóhann lést fyrir aldur fram árið 1959.

Jóhann Hjörleifsson var vegavinnuverkstjóri. Hér má sjá hann fyrir miðju í fríðum flokki sínum á Holtavörðuheiði árið 1935.

10


Gúmmísteypa Þ. Lárussonar ehf.,

Gylfaflö Sími 567 4

Kt. 571293-2

Bank Gylfaflöt 3 · 112 Reykjavík· Sími 567 4467 gummisteypa@gummisteypa.is www.gummisteypa.is

Netfang: dek

11


Sagan 1938-2018 

Hitaveitustokkur lagður á árunum 1942-1943. Framan af gekk illa að fá verkstjóra til liðs við samtökin en það átti eftir að breytast. Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

Tilvistarkreppa í byrjun

S

tarfsemi VSÍ fór fara hægt af stað. Á fyrsta aðalfundinn árið 1939 mættu aðeins tólf manns. Forystumennirnir voru sammála um að mikilvægast væri að stofna atvinnuleysistryggingasjóð og auka samheldni hópsins með útgáfu blaðs fyrir verkstjórastéttina. Reynt var að fjölga félagsmönnum með því m.a. að senda 16 „þekktum verkstjórum“ í landinu bréf með kynningu á sambandinu. Strax var farið að huga að stofnun deilda úti um landið enda töldu menn einsýnt að fyrr væri ekki mikillar fjölgunar að vænta.

Unnið að lögverndun

H

austið 1939 var á Alþingi lagt fram frumvarp um verkstjórn í opinberri vinnu. Drög að lagafrumvarpinu höfðu komið frá verkstjórum, m.a. úr Verkstjóra-

félagi Reykjavíkur en einnig þungavigtarmönnum úr atvinnulífinu. Í 1. grein frumvarpsins sagði: „Engum er heimilt að annast verkstjórn í opinberri vinnu, nema hann hafi fengið til þess leyfi samkvæmt lögum þessum.“ Um frumvarpið spunnust miklar pólitískar deilur á þingi og ekkert varð úr löggildingu verkstjóraheitisins.

Félögum verkstjóra fjölgar

Á

Verkstjórar kröfðust lögverndunar starfsheitisins án árangurs.

12

aðalfundi VSÍ í mars 1940 kom fram að 24. október árið áður hefðu Kristján Hansen á Sauðárkróki og sjö aðrir verkstjórar óformlega stofnað félag fyrir sitt svæði er væri ætlað að vera deild í sambandinu. Formlegri stofnun var frestað. Fyrsta félagið til að ganga í VSÍ var Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis. Næst í röðinni varð Verkstjórafélag Skagafjarðar og AusturHúnavatnssýslu sem fékk inngöngu 8. mars sama ár. Félögum innan sambandsins fjölgaði mjög næstu árin, voru orðin 11 talsins ártug eftir stofnun VSÍ og 17 töldust þau vera á 30 ára afmælinu árið 1968.


Samhjálp í fyrirrúmi

Á

aðalfundi sambandsins árið 1942 var samþykkt skipulagsskrá fyrir Styrktarsjóð VSÍ. Þar með var formgerð sú hugmynd sem lengi hafði verið unnið eftir að aðstoða ekkjur verkstjóra, greiða niður útfararkostnað fallinna félaga eða aðstoða fjölskyldur verkstjóra í erfiðum veikindum. Fimm árum síðar var Styrktarsjóðurinn lagður niður sem slíkur og sameinaður sjóðum sambandsins. Þar með lauk þó ekki starfi á vegum sambandsins í þágu þeirra er standa höllum fæti.

Þáttaskil urðu þegar sambandið samdi um kaup og kjör við vinnuveitendur árið 1944. Þetta var stjórn VSÍ árið 1945. Forsetinn, Karl Friðriksson er til hægri í fremri röð.

Samið um kaup og kjör

V Svona leit forsíða 1. tbl. Verkstjórans út. Árið var 1943 og sýndi myndin menn vinna við vegagerð þar sem skóflur og dráttarklárar léku stórt hlutverk.

Málgagn verkstjórastéttarinnar

F

orystumenn verkstjóra á þessum sokkabandsárum sambandsins gerðu sér grein fyrir mikilvægi málgagns til að efla samhug meðal stéttarinnar. Það varð því að ráði að setja á fót eigið blað og samið við Bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar um útgáfuna. Fyrsta tölublað Verkstjórans kom út í lok júlí 1943 og þar var að finna fjölbreytt efni, m.a. viðtal við Sigurgeir Gíslason, aldinn verkstjóra í Hafnarfirði og erindi eftir Gústav E. Pálsson verkfræðing frá verkstjóranámskeiði árið 1937. Átti blaðið eftir að leggja mikla áherslu á menntunarmál verkstjóra næstu árin og áratugina.

erkstjórasamband Íslands samdi í fyrsta sinn um kaup og kjör við Vinnuveitendafélagið árið 1944 en þá var undirritaður endurnýjaður kjarsamningur sem Verkstjórafélag Reykjavíkur hafði gert árið 1938. Þar með tók sambandið í raun við samningshlutverkinu af Reykjavíkurfélaginu eftir nokkra togstreitu á milli forystumanna. Eftirleiðis voru kjarasamningar VSÍ fyrirmyndir að samningum annarra verkstjóra uns sambandið tók þá alla yfir.

Deildasamband verður til

V

erkstjórafélag Reykjavíkur gerðist fjórða aðildarfélag sambandsins í ársbyrjun 1945, ári eftir þennan fyrsta formlega kjarasamning VSÍ og Vinnuveitendafélagsins. Varð Reykjavíkurfélagið strax ein styrkasta stoð Verkstjórasambandsins. Þegar stærsta verkstjórafélag landsins var orðinn aðili að VSÍ sköpuðust aðstæður til að efna það sem í byrjun var áformað; að breyta samtökunum í deildasamband. Á sambandsþingi í Baðstofu iðnaðarmanna í Reykjavík 25. mars 1945 var sú skipan formlega ákveðin. Í stað aðalfundar varð nú sambandsþing eftirleiðis æðsta valdastofnun samtakanna.

13


Í fjóra áratugi var Árni Björn starfsmaður Slippstöðvarinnar á Akureyri og lengstum verkstjóri þar. Hér er hann með hús stöðvarinnar að baki sér sem byggð voru að mestu í einum öldudalnum í verkefnum fyrirtækisins.

É

g er alinn upp í fjörunni á Grenivík og fylgdist því vel með öllu við sjávarsíðuna sem barn og unglingur. Ég hafði svo unnið í línulögnum hjá Rarik og fleiru sem ungur maður þegar leiðin lá um áramótin 1956/’57 vestur á Patreksfjörð þar sem þar sem ég lærði vélvirkjun. Þar vann ég í smiðju á verkamannalaunum, sem voru hærri en lærlingslaunin og þau dugðu til að framfleyta fjölskyldunni. Við vorum ung og ástfangið par með eitt barn þegar við fórum vestur og höfðum í okkur og á. Það skipti mestu máli. Þarna lærði ég bæði verklega þáttinn í vélvirkjuninni og þann bóklega en sóknarpresturinn á Patreksfirði, sr. Tómas, kenndi okkur hluta af bóklegu greinunum,“ segir Árni Björn Árnason á Akureyri, fyrrum forseti Verkstjórasambands Íslands og heiðursfélagi sambandsins, þegar hann rifjar upp aðdragandann að hann kom til starfa hjá Slippstöðinni á Akureyri þar sem hann var í áratugi. Þar var hann verkstjóri og síðar verkefnastjóri síðustu árin.

40 ár í Slippnum – upp á dag! Eftir dvölina á Patreksfirði lá leiðin á ný norður til Akureyrar og byrjaði Árni Björn að vinna hjá Vélsmiðjunni

14

Odda. „Þar var ég í byrjun og fór svo ásamt fleirum inn í Vélsmiðjuna Val þar sem ég eignaðist hlut þó að hann hafi nú reyndar aldrei verið mikils virði sem slíkur. En það var í gegnum Val sem leiðin lá til Slippstöðvarinnar því Skapti í Slippnum keypti Val í heilu lagi og þar hóf ég störf 1. desember 1964. Og þaðan gekk ég út nákvæmlega 40 árum síðar, 1. desember 2004. Svona eru nú vélvirkjarnir nákvæmir í sér,“ segir Árni Björn og hlær dátt. Hann hefur hreint ekki setið auðum höndum þó starfsævinni hafi lokið því hann hefur haldið úti vefsetri um gamla trébáta, sögu þeirra og uppruna og segir að áhugi á þessu hafi kviknað á síðustu árum í Slippnum. Hann segir ánægjulegt hversu mikill áhugi sé á gömlum bátum og handverkinu í smíði þeirra en það sorglega sé þó hversu mörgum bátum hafi verið fargað þó í góðu standi væru.

Skin og skúrir Slippsins En aftur að starfi verkstjórans Árna Björns hjá Slippnum. Á þessum fjórum áratugum gekk á ýmsu, uppgangstímum og miklum öldudölum í rekstrinum með tilheyrandi fjöldauppsögnum.


Geymdi í áratugi að opna uppsagnarbréfið! „Þegar ég var að ganga frá og undirbúa að hætta rakst ég á gamalt bréf í skrifborðsskúffunni minni sem reyndist vera fyrri uppsögnin mín hjá fyrirtækinu en ég gekk í gegnum slíkt tvisvar á ferlinum. Í seinna skiptið fékk ég uppsagnarbréf og svo síðar bréf þar sem mér var tilkynnt um endurráðninguna en þarna var komið fyrra bréfið sem Gunnar Skarphéðinsson afhenti mér á sínum tíma. „Ég veit hvað er í þessu, Gunni minn. Svona bréf les ég ekki,“ sagði ég við hann og stakk því ofan í skúffu. Opnaði það semsé ekki fyrr en þessum áratugum seinna! Þetta var mjög erfitt árstand fyrir mannskapinn og hluti starfsmannahópsins fékk uppsagnir haust eftir haust þegar verkefnastaðan var verst. Oftar en einu sinni þurftu opinberir aðilar að koma inn með hlutafé til að bjarga fyrirtækinu fyrir horn þannig að oft stóð tæpt með að þessi skipaþjónusta á Akureyri hyrfi,“ segir Árni Björn og bætir við að margt hafi valdið sveiflum í rekstri útgerðanna. Einu sinni hafi t.d. liðið heill vetur þar sem aðeins kom eitt skip í sleðann hjá Slippnum. „Til að hafa eitthvað að gera fyrir mannskapinn þá fórum við í að byggja upp stóru skemmurnar sem enn eru aðalhús Slippsins og þannig má segja að þessar þrengingar hafi samt orðið til að treysta undirstöðurnar til framtíðar.“

Nýsmíðar og viðgerðir í bland Þegar mest var segir Árni Björn að starfsmenn hafi verið um 300 en topparnir voru á sumrin þegar fjöldi unglinga var ráðinn í málningarvinnu og botnhreinsun á skipum. Tæknin hefur tekið yfir þann þátt í dag og snöggtum færri hendur þarf til þessa verks. „Á tímabili voru nýsmíðar og viðgerðir nokkurn veginn til helminga í verkefnum. Fyrsta stálskip stöðvarinnar var Sigurbjörg ÓF-1,

byggð 1965, sem var eftirminnilegt verkefni en í því verki var ég flokkstjóri. Það er svo upp úr því verki sem ég varð verkstjóri. Eftir deildaskiptinguna færðist ég svo yfir viðgerðadeildina og síðar yfir í stöðu verkefnastjóra þar sem ég hafði með ennþá víðfeðmara svið að gera,“ segir Árni Björn.

Hleypti upp fyrsta VSSÍ þinginu Fyrstu afskipti af félagsmálum verkstjóra hafði Árni árið 1974 þegar hann tók við gjaldkerastöðunni í Verkstjórafélagi Akureyrar og nágrennis en formaður þess félags varð hann svo árið 1984 og gegndi í 11 ár. Sem fulltrúi á þing VSSÍ fór hann í fyrsta skipti þegar 16. þing sambandsins var haldið á Hrafnagili Eyjafirði og það er honum enn í fersku minni. „Þá var þetta þannig að fimm manna stjórn Verstjórasambandsins gerði kjarasamninga fyrir alla verkstjóra á landinu. Og það skrýtna var að samningarnir voru ekki bornir undir félagsmenn heldur staðfestir með undirskrift stjórnar VSSÍ. Þetta fannst mér mjög undarlegt fyrirkomulag og fór að ræða þetta í pontu á þinginu á Hrafnagili, gagnrýndi að fimm manna stjórn í Reykjavík hefði algjörlega allt að segja um það hvernig kjarasamningur minn ætti að vera. Og að ég fái ekkert um það að segja! Kannski hef ég verið eitthvað stóryrtur, það man ég nú ekki svo vel en þetta hleypti illu blóði þann ágæta mann sem var formaður Verkstjórasambandsins, Adolf J.E. Petersen, sem spurði hvort þessi ungi maður norður á Akureyri treysti ekki stjórninni til að gera kjarasamninga. Ég sagði nú málið ekkert snúast um það heldur hitt að mér þætti eðlilegast að fá sjálfur að samþykkja samninga eða hafna þeim. Ég hét því þarna að halda áfram að berjast fyrir þessari breytingu, sem tók

15


Naut þess að hafa góðan framkvæmdastjóra

góðu samstarfi við Óskar Mar, framkvæmdastjóra Verkstjórasambandsins að starfið hafi gengið lipurlega þau ár sem hann var forseti, þó fjarri höfuðstöðvunum í Reykjavík væri.

Eftir að hafa setið í varastjórn VSSÍ og í stjórn tók Árni Björn við formennsku í sambandinu árið 1995 og gegndi því til ársins 2001. „Innan VSSÍ eru verkstjórar í fjölbreyttum greinum atvinnulífsins og út um allt land. Eitt af því sem ég lagði alla tíð mikla áherslu á var að hvert aðildarfélag yrði sem allra sjálfstæðast, bæði hvað varðar fjárhag og t.d. sumarhús sem eru snar þáttur í starfi verkalýðsfélaga. Mér hefur fundist þróunin of mikið vera í þá átt að færa völdin til Reykjavík og sömuleiðis var ég aldrei hlynntur því að breyta nöfnum félaganna og sambandsins með vísan til stjórnenda. Það held ég að breyti litlu sem engu um þátttöku og virkni félagsmanna,“ segir Árni Björn og segist þakka það nánu og

„Óskar var gull af manni og ég naut þess að hafa hann mér við hlið. Við töluðum oft og mikið saman í síma, fórum yfir málin og tókum ákvarðanir þannig að þetta gekk alltaf ljúflega fyrir sig. Þetta hefði verið miklu erfiðara fyrir mig ef krafta hans hefði ekki notið við þegar ég tók við formennskunni,“ segir Árni Björn en árum saman eftir að hann hætti formennskunni sá hann um útgáfu Verkstjórans. Í dag segist hann fylgjast sæll og glaður með starfinu, sem og gamla vinnustaðnum í Slippnum en auk þess að grúska í sögu gamalla báta spilar hann golf eins og oft og mögulegt er. „Og er bara alltaf að verða betri og betri í því,“ segir hann og glottir! 

heil 10 ár og þá tókst mér loks að koma breytingunni í gegn með breytingu á lögum VSSÍ.“

Rafgeymar

Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta

Sterkir

rafgeymar í alla atvinnubíla

Bíldshöfði 12 • 110 Rvk • 577-1515 • skorri.is 16


VIÐ ERUM GÓÐIR Í HREINSUN Á FRÁVEITUVATNI Við útvegum búnað til hverskonar hreinsunar á fráveituvatni.

Tröppurist í kassa fyrir sveitarfélög. Vélræn hreinsun

Grafika 13

Biorock. Fyrir sumarhús og bóndabæi

Vélræn eða lífræn hreinsun eftir aðstæðum á hverjum stað. Okkar búnaður er í nær öllum núverandi fráveitu-hreinsikerfum á Íslandi. Hafið samband við okkur og við gerum tillögur um viðeigandi búnað. Lífræn hreinsun fyrir sveitarfélög með viðkvæman viðtakanda

Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Sími 585 1070 vov@vov.is www.vov.is

17


Sagan 1938-2018 

Verkstjórasambandið efndi snemma til námskeiðahalds fyrir félagsmenn. Þessi mynd er tekin á námskeiði árið 1947.

Fyrstu námskeið verkstjóra

A

llt frá öndverðu hefur Verkstjórasambandið lagt áherslu á menntunarmál sinna félagsmanna. Í kjarasamningi frá 1944 er að finna ákvæði um þetta þar sem segir „að eftir að komin er á fót stofnun sú sem ræðir um í 2. gr. (menntunarstofnun fyrir verkstjóra) þá verði próf þaðan skilyrði fyrir verkstjórastöðu...“ Alþingi veitti í fyrsta sinn fjárhæð til námskeiðahalds fyrir verkstjóra árið 1942 en fyrsta námskeiðið á vegum VSÍ var haldið í febrúar og mars árið 1945 í Héðinshúsinu. Næstu ár voru þau haldin á tveggja ára fresti. Helstu forvígismenn námskeiðanna voru þeir Jóhann Hjörleifsson og Adolf J.E. Petersen.

Í kulda og trekki

F

yrstu árin voru aðalfundir VSÍ jafnan haldnir í Reykjavík en þegar félögum af landsbyggðinni fjölgaði kom fram sú ósk að fundir yrðu haldnir úti á landi. Sumarið 1947 var efnt til sambandsþings í Brúarlundi í Vaglaskógi og fóru flestir þingfulltrúar að sunnan með Laxfossi til Akraness og þaðan með langferðabifreið norður. Á sjálft þingið, sem haldið var í tjaldi í Vaglaskógi, mættu 29 fulltrúar en vegna rigningar og kulda var þinghaldið fært inn í veitingaskálann um kvöldið. Daginn eftir hélt þingheimur í

18

Sambandsþingið 1947 var haldið í Vagalskógi. Svo fóru menn að skoða framkvæmdir við byggingu brúar yfir Jökulsá á Fjöllum. Voru móttökur góðar. skemmti- og skoðunarferð austur að Jökulsá á Fjöllum til að skoða hið glæsilega brúarmannvirki sem þá var í byggingu undir stjórn Sigurðar Björnssonar brúarsmiðs.


augum. Fljótlega var tekið upp óformlegt samband við norræn félög en á fundi Norræna verkstjórasambandsins í október 1950 gerist VSÍ formlegur aðili að því. Allan sjötta áratuginn var norræna samstarfið mikið og gott en með árunum dró úr þeim samskiptum. Ísland var auðvitað langfámennast í þessu samstarfi en árið 1962 voru félagsmenn VSÍ aðeins 570 talsins en í sænska sambandinu voru þá 47.370 félagsmenn! Upp úr 1980 fjaraði þátttaka VSÍ í þessu samstarfi út og árið 1995 var Norræna sambandið lagt niður. Verkstjórasambandið var lengi til húsa í skjóli Verkstjórafélags Reykjavíkur. Hér má sjá Skipholt 3 en þar var sambandið á árunum 1974-1983.

Skrifstofa sett á fót 1948

V

SÍ leigði fyrstu skrifstofuna árið 1948, lítið kjallaraherbergi við Barmahlíð 11 til fundahalda og geymslu á skjölum. Starfsemin flutti á Bollagötu 6 ári síðar og þar var skrifstofan til húsa uns flutt var í sambýli með Verkstjórafélagi Reykjavíkur í Borgartún 7 árið 1951 en síðan á Freyjugötu 15 árið 1957. Þaðan lá leiðin árið 1974 í Skipholt 3 þar sem Verkstjórafélag Reykjavíkur hafði keypt um 440 m2 húsnæði. Leigði félagið mestan hluta þess frá sér til Rafmagnsveitu ríkisins en nýtti um 40 m2 rýmir fyrir sig og sambandið. Smám saman stækkaði rýmið sem sambandið hafði til afnota og í Skipholtinu var það til húsa allt þar til flutt var í Síðumúla 29 í lok janúar árið 1983.

Þátttaka í norrænu samstarfi 1950

Á

2. þingi VSÍ í mars 1946 kom fram tillaga um að efna til aukins samstarfs við sambönd verkstjóra á Norðurlöndum með aukna kynningu og fræðslu fyrir

Árið 1954 var fyrsti heiðursfélagi VSÍ kjörinn en það var Guðjón Bachmann, verkstjóri í Borgarnesi, sem þá nafnbót hlaut fyrstur manna.

Fyrsti heiðursfélaginn 1954

S

á sem fyrstur var kjörinn heiðursfélagi VSÍ hét Guðjón Bachmann verkstjóri í Borgarnesi en þá nafnbót hlaut hann 1. nóvember árið 1954. Guðjón mun ekki hafa starfað mjög að félagsmálum innan stéttarinnar en með kjöri hans var þáverandi forysta fyrst og fremst að heiðra fulltrúa frumherjanna sem mótuðu verkstjórastarfið fremur öðrum. Guðjón Bachmann var fæddur 23. júní 1868 og hóf störf sem verkstjóri við vegagerð 1906.

Stjórnarfundur Norræna verkstjórasambandsins var í fyrsta sinn haldinn í Reykjavík árið 1959. Þar var mjög rætt um fræðslumál og menntun verkstjóra.

19


Sagan 1938-2018 

Verkstjórnarfræðslan 1961

Þ

ann 29. mars 1961 voru sett lög á Alþingi um verkstjóranámskeið er skyldi kostað úr ríkissjóði. Var Sigurður Ingimundarson, verkfræðingur, kennari og alþingismaður ráðinn til að veita Verkstjórnarfræðslunni forstöðu og hóf hún formlega starfsemi 15. október 1962. Mikill áhugi reyndist fyrir þessu námi strax í upphafi en

fyrsta áratug starfseminnar voru brautskráðir 587 verkstjórar eða drjúgur hluti starfandi verkstjóra í landinu. Konur voru aðeins 2% þátttakenda.

20 ára afmæli VSÍ

Þ

egar Verkstjórasamband Íslands fagnaði 20 ára afmæli sínu voru félagsmenn 484 talsins í 12 félögum. Á þeim 20 árum höfðu verið bókaðir 176 stjórnarfundir, þar af 12 aðalfundir. Sjö landsþing höfðu verið haldin, ýmist í Reykjavík eða úti á landi. Þetta herrans ár 1958 var Jón G. Jónsson forseti sambandsins en því starfi gegndi hann árin 1946-1947 og aftur frá 1951-1959.

Órar um framtíðina Á sambandsþingi á Laugarvatni árið 1961 ræddu menn m.a. fræðslumálin. Þetta þing sat Guðlaug Snorradóttir, fyrst kvenna. Hér er hún fyrir miðju en henni til hægri handar er Atli Ágústsson, formaður Verkstjórafélags Reykjavíkur og síðar forseti sambandsins en til vinstri handar Gunnar Sigurjónsson gjaldkeri.

Á

r 2006. Verkstjórinn situr í glersal sínum hátt uppi yfir vinnusalnum. Fyrir framan hann og allt í kring er fullt af tökkum og hnöppum. Á miðju borði andspænis honum er stór sjónvarpsskermur. Allt í einu kemur rautt ljós á borðið. Verkstjórinn ýtir á hnapp og á skerminn kemur mynd af vélasamstæðu og úr hljóðnema kemur rödd sem segir: hlutur þrjú úr vél 19 er ekki í lagi...“ – Svona voru órar manna um starf verkstjórans í framtíðinni í Verkstjóranum árið 1963!

Lífeyrissjóður verkstjóra 1964

U

m og eftir 1960 fór að bera æ meira á kröfum meðal launafólks um stofnun lífeyrissjóða en þá áttu verkstjórar ekki rétt á lífeyri utan ellistyrksins frá ríkinu. Í kjarasamningum 1963 setja verkstjórar fram kröfu um stofnun lífeyrissjóðs og var það auðsótt mál. Lífeyrissjóður verkstjóra tók til starfa 1. janúar 1964. Þátttaka í sjóðnum var valfrjáls en frá 1971 varð skylduaðild að lífeyrissjóðum samkvæmt lögum þar um. Á aukaþingi VSSÍ 30. september 1995 var Lífeyrissjóður verkstjóra sameinaður Sameinaða lífeyrissjóðnum.

Fyrsta stjórn Lífeyrissjóðs verkstjóra. Frá vinstri: Gunnar G. Zoega framkvæmdastjóri, Gunnar Sigurjónsson, Hjálmar Finnsson, Jón G. Halldórsson, Adolf J.E. Petersen og Magnús Ingimundarson.

20


21

䠀︀爀‫ﴀ‬猀琀椀猀琀瘀愀爀

匀瀀愀爀

刀礀欀猀甀最甀爀

䠀︀爀‫ﴀ‬猀琀椀搀氀甀爀

䜀甀昀甀搀氀甀爀

혀昀氀甀最甀爀 栀爀攀椀渀猀椀戀切渀愀甀爀


Sjúkrasjóður verkstjóra

Sterkur bakhjarl stjórne Á

árunum í kringum 1970 fóru forystumenn verkstjóra að ræða af alvöru um nauðsyn þess að stofna styrktarsjóð en á þessum árum höfðu verkstjórar allt að þriggja mánaða laun í veikindum og var það með því besta sem þá þekktist. Menn voru hins vegar í vanda þegar langtímaveikindi steðjuðu að og höfðu þá aðeins bætur almannatrygginga. Úr þessu vildu menn bæta. „Það mun hafa verið um 1970 sem samningar náðust um sjúkrasjóð fyrir starfsmenn ÍSAL og var byrjað að greiða úr honum árið 1971. Á stjórnarfundi í Verkstjórasambandinu í febrúar 1972 bar Óskar Á. Mar, verkstjóri í Straumsvík, upp tillögu um að stofnaður yrði sjúkrasjóður verkstjóra og náðist þetta fram í samningum 1974. Greiddu atvinnurekendur 0,5% af dagvinnulaunum verkstjóra til að byrja með. Þannig voru nú tildrögin að stofnun þessa sjóðs okkar sem er sterkur bakhjarl í dag þegar eitthvað bjátar á,“ segir Reynir Kristjánsson, fyrrum formaður stjórnar Sjúkrasjóðs verkstjóra og stjórnenda en hann lét af því trúnaðarstarfi árið 2015.

Í samþykktum Sjúkrasjóðs verkstjóra í upphafi var gert ráð fyrir að greiðslur myndu hefjast þegar búið væri að mynda a.m.k. 3ja milljóna króna höfuðstól. Framan af gekk tiltölulega hægt að safna í sjóðinn en takmarkið náðist í mars 1977 og hófust þá greiðslur. Auk greiðslu sjúkradagpeninga tók sjóðurinn þátt í útfararkostnaði og greiddi auk þess dagpeninga til eftirlifandi maka við fráfall félagsmanns. „Sjóðurinn efldist mjög þegar ákveðið var með lögum árið 1979 að iðgjald skyldi hækka í 1% af útborguðum launum manna. Þar að auki reyndu menn að verja sig gegn verðbólgunni sem þá geisaði og voru keypt ríkstryggð veðskuldabréf og spariskírteini eins og þá voru í boði.“

Alltaf vel rekinn sjóður Frá því Sjúkrasjóðu var settur á laggirnar hefur sparnaður og ráðdeild verið í fyrirrúmi og festa verið í stjórnun sjóðsins. Adolf J.E. Petersen var fyrsti formaður stjórnar sjóðsins en auk hans voru í stjórninni Gunnar Sigurjónsson og Óskar Á. Mar. Árið 1981 gengur þeir Adolf og Gunnar frá borði en inn í stjórn komu Birgir Davíðsson

Reynir Kristjánsson, fyrrum formaður stjórnar Sjúkrasjóðs verkstjóra og stjórnenda. „Það hefur alltaf verið keppikefli okkar í stjórninni að fara sem best með fjármuni sjóðsfélaganna og ávaxta pundið eins og frekast er kostur.“

22


enda og Reynir Kristjánsson. Reynir hefur því langa reynslu, fyrst sem gjaldkeri og svo formaður síðustu árin. „Það hefur alltaf verið keppikefli okkar í stjórninni að fara sem best með fjármuni sjóðsfélaganna og ávaxta pundið eins og frekast er kostur. Það var auðvitað erfitt framan af á verðbólguárunum og svo kom Hrunið með öllum þeim skaða sem það olli. Við hins vegar voru forsjálir á þeim tíma og náðum að selja nær allt sem við áttum í bönkunum og urðum fyrir tiltölulega litlum skakkaföllum sem betur fer. Því miður var það ekki raunin hjá ýmsum öðrum sjóðum en nokkrir lífeyrissjóðir beinlínis þurrkuðust út í þeim hamförum. Óskar Mar var heilinn í þessu framan af og við lærðum af honum að alltaf þurfti að vaka yfir þessu og bæta í réttindin til að komast í fremstu röð. Jafnframt þurftum við að huga vel að fjárfestingum og eyða ekki meiru en sjóðurinn stæði undir. Þetta hefur tekist vel í gegnum árin að mínu mati,“ segir Reynir ennfremur. Í ársbyrjun 1983 gekk sjúkrasjóður verkstjóra hjá SÍSverksmiðjunum á Akureyri inn í Sjúkrasjóð verkstjóra og ári síðar gerði sjúkrasjóður Verkstjórafélagsins Þórs það einnig. Árið 1999 sameinaðist svo sjúkrasjóður verkstjóra hjá ÍSAL Sjúkrasjóði verkstjóra og þar með voru allir verkstjórar í sambandinu í einum sjóði.

Fasteignakaup á döfinni Eftir því sem Sjúkrasjóði verkstjóra óx fiskum um hrygg fór hann að huga að eigin fjárfestingum í húsnæði. Strax árið 1982 voru fest kaup á 130 fermetra rými í nýbyggingu að Síðumúla 29 og flutti skrifstofa Verkstjórasambandsins í það húsnæði ári síðar. Hefur sambandið verið leigjandi hjá sjóðnum síðan. „Það var svo um 1990 sem fram kom tillaga á sambandsþingi að sjóðurinn myndi festa kaup á íbúð í Reykjavík til afnota fyrir verkstjóra utan af landi og aðstandendur þeirra sem þangað þyrftu að sækja vegna lækninga. Við ákváðum að kaupa ágæta íbúð við Ofanleiti 19 sem við áttum í nokkur ár en seldum svo og keyptum aðra enn betri við Lautasmára 5 í Kópavogi þar sem aðgengi er mun betra. Þá íbúð á sjóðurinn ennþá og er góð nýting á henni.“ Árið 2004 keypti síðan sjúkrasjóður hluta af skrifstofu-

hæð í Hlíðasmára 8 í Kópavogi og hefur síðan aukið eignarhlut sinn þar. Þegar þarna var komið sögu var Reynir orðinn formaður stjórnar sjóðsins. „Við urðum fyrir nokkurri gagnrýni fyrir það að húsnæðið í Síðumúlanum var barns síns tíma og aðgengi fyrir hreyfihamlaða ekki eins og best var á kosið. Því fórum við að huga að sölu á því húsnæði um leið og við fengum augastað á Hlíða­smáranum þangað sem sambandið og sjúkrasjóður flutti alla sína starfsemi.“

Virk starfsendurhæfingarsjóður Samband stjórnendafélaga er aðili að Virk starfsendurhæfingarsjóði en hlutverk hans er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda. Áhersla er lögð á að koma snemma að málum og viðhalda vinnusambandi einstaklinga með virkni og öðrum úrræðum. „Við höfum lagt mikla áherslu á þennan þátt og raunar lengi gert það að skilyrði fyrir greiðslum frá okkur að menn leggi sig alla fram um það að ná virkni á vinnumarkaði eftir t.d. slys eða löng veikindi. Þar höfum við verkstjórar átt afar gott samstarf við Virk starfsendurhæfingarsjóð en þar eru sérfræðingar sem hjálpa fólki að ná heildarsýn yfir möguleika til starfsendurhæfingar. Í öllu þeirra starfi er borin virðing fyrir einstaklingnum og farið með allar upplýsingar um þá sem trúnaðarmál. Ég hvet alla þá sem þurfa að leita aðstoða við endurheimt stöðu á vinnumarkaði að leita til þess góða fólks,“ segir Reynir.

Bara góðar minningar Við spyrjum Reyni að lokum hvort ekki hafi á stundum verið erilsamt í kringum setuna í Sjúkrasjóði verkstjóra og stjórnenda. „Jú, vissulega hefur það oft verið en alltaf gaman að geta komið fólki að liði. Okkar hlutverk í stjórninni hefur fyrst og fremst verið að vaka yfir sjóðnum, bæði til að ávaxta hann sem best en ekki síður til að bæta í réttindi sjóðsfélaga eftir því sem við höfum getað. Aftur á móti hafa starfsmenn á skrifstofu sambandsins alla tíð séð um pappírsvinnuma og þar höfum við haft frábæra starfskrafta alla tíð. Það er gott að horfa til baka og minnast allra þeirra sem maður hefur átt gott samstarf við í tengslum við þetta félagsmálastúss. Það eru bara góðar minningar,“ segir Reynir Kristjánsson að síðustu. 

23


Erfitt en alltaf skemmtilegt

Þ

egar ég kom til starfa í mars árið 2000 voru miklar breytingar að ganga yfir í starfsmannahaldi sambandsins. Óskar Mar Árnason var að hætta störfum eftir mörg ár sem framkvæmdastjóri og við af honum tók Kristín Sigurðardóttir sem svo réð mig til starfa strax og hún byrjaði í mars en ég tók við starfi Sólveigar Þorláksdóttur sem hafði verið þarna í allmörg ár. Auk okkar Kristínar var María Níelsdóttir á skrifstofunni svo segja má að þetta hafi verið kvennaveldi á þessum tíma,“ segir Helga Jakobs, skrifstofustjóri Sambands stjórnendafélaga í spjalli við STF-tíðindi.

Ráðin skrifstofustjóri „Kristín framkvæmdastjóri var alfarið með Sjúkrasjóðinn á sinni könnu til að byrja með en sjálf var ég í ýmsum almennum skrifstofustörfum ásamt því að færa bókhald fyrir sjóðina. Þegar Kristín hætti tók ég jafnframt við sjúkrasjóðnum. Utanumhald varðandi allar greiðslur úr og í sjóðinn hefur svo verið mitt meginstarf allan þennan tíma ásamt færslu bókhalds fyrir alla sjóðina. Reglugerð Sjúkrasjóðsins er í stöðugri endurnýjum og verðum við að fylgjast vel t.d með hvað aðrir sjóðir eru að gera. Skrifstofa sambandsins tekur við iðgjöldum fyrir öll félögin.

Framan af var þetta mikil handavinna því við skráðum hverja einustu skilagrein en með rafrænu skilagreinunum og aukinni tölvutækni hefur þetta verið einfaldað mjög. Nú má segja að við fáum skilagreinar 85% rafrænt. En þetta kallar á öðruvísi vinnu, mikið eftirlit og nákvæmisvinnu og ekki sakar að við Jóhanna erum farnar að þekkja megnið af fyrirtækjunum.“

Fjölbreytt og erilsamt starf Helga segir að starfið á skrifstofu sambandsins hafi á stundum verið erilsamt og erfitt en alltaf skemmtilegt. „Þegar ég byrjaði vorum við til húsa í Síðumúlanum en fluttum hingað í Hlíðasmárann árið 2004. Í Síðumúlanum var skrifstofan uppi á 4. hæð og engin lyfta og ekki lengur bjóðandi sjúklingum að klífa stigana en áður fyrr var miklu algengara að félagsmenn kæmu sjálfir með umsóknir til sjóðsins, sérstaklega fullorðna fólkið. Smá saman hefur Sjúkrasjóðurinn verið að auka við sig húsnæði í Hlíðasmáranum og á nú hálfa hæðina þar sem skrifstofan er. Starfið er mjög fjölbreytt því fyrir utan þessi hefðbundnu skrifstofustörf eigum við í miklum samskiptum við félagana í þessari fjölmennu hreyfingu út um land allt. Bæði er mikið hringt og eins koma menn oft í heimsókn en síðan eru þessi beinu samskipti og ferðir um landið, sérstaklega í tengslum við þingin sem eru haldin annað hvert ár. Þetta hafa verið mjög skemmtilegar ferðir og algjörlega nauðsynlegar til að þjappa fólki saman og gefa mönnum kost á að kynnast persónulega samhliða félagsstörfunum.“

Öflugasti sjóðurinn Helga vill meina að að Sjúkrasjóður verkstjóra og stjórnenda sé einn sá öflugasti á landinu og hún segir að umsóknum um bætur úr sjóðnum fjölgi ár frá ári. „Á síðasta ári komu 1.200 umsóknir og okkur sýnist þróunin vera svipuð á þessu ári, sérstaklega er sprenging í sjúkradagpeningagreiðslum. Þetta er mikil aukning frá því sem var þegar ég hóf störf hér á skrifstofunni. Allar umsóknir fara fyrir stjórn til samþykktar eða synjunar en hún hittist einu sinni í mánuði og þar er farið vel og vandlega yfir hverja einustu umsókn. Okkar starf er svo að vinna umsóknirnar og afgreiða til greiðslu ef því er að skipta. Umsóknir koma auðvitað alls staðar að af landinu og við

Helga Jakobs, skrifstofustjóri hefur í mörgu að snúast á skrifstofu Sambands stjórnendafélaga en þangað var hún ráðin til starfa í mars 2000.

24


síðustu 12 mánaða og er réttur félagsmanna til greiðslna allt að 1 ár. Þá eru greiddir styrkir vegna sálfræðiaðstoðar, sjúkraþjálfunar, heilsuverndar þ.e. krabbameinsskoðanir o.þ.h. Fyrir utan þessar helstu bætur greiðir Sjúkrasjóðurinn styrk við fráfall starfandi félagsmanns og maka hans og við fráfall eldri félagsmanna.

Sambandið alltaf að eflast

Helga ásamt Jóhönnu Margréti Guðjónsdóttur sem kom til starfa á skrifstofu STF árið 2003.

greiðum út úr sjóðnum einu sinni í mánuði.“ Nú geta félagsmenn sótt um styrki og í Menntunarsjóðina gegnum heimasíðu sambandsins og er það aukast með hverjum mánuði. Sjúkrasjóður verkstjóra og stjórnenda greiðir bætur til félagsmanna í veikinda- og slysatilfellum. Starfandi stjórnandi, sem slasast eða veikist í starfi á rétt á sjúkradapeningagreiðslum sem nema allt að 80% af meðallaunum

Helga segir að starfið í þágu verkstjóra hafi alltaf verið mjög gefandi og gaman að taka þátt í öflugum félagsskap sem alltaf sé að vaxa enn meiri fiskur um hrygg. „Samband stjórnendafélaga, eins og þetta heitir nú, er öflugra en nokkru sinni fyrr enda gera æ fleiri sér grein fyrir mikilvægi þess að vera í sterku stéttarfélagi sem heldur vel utan um félaga sína. Ég veit það vel í gegnum samskipti við þúsundir manna í gegnum árin að það gera félögin í STF svo sannarlega. Nú sjáum við fram á kynslóðaskipti á næstu árum, bæði hjá sambandinu og mörgum félögum innan sambandsins og mín framtíðarsýn er sú að fleiri og fleiri félög muni sameinast. Boltinn er byrjaður að rúlla eins og hjá flestum félagasamtökum á landinu og að lokum verður sambandið eitt sterkt félag með ennþá öflugri skrifstofu. Ég spái því að þetta taki mun skemmri tíma en menn gera sér grein fyrir nákvæmlega núna og þannig mun sambandið eflast,“ segir Helga Jakobs að lokum. 

Hjá ÍSRÖR færðu einnig - Viðvörunaborða - Hlífðarborða - Opnanleg hlífðarrör Hjá ÍSRÖR færðu einangruð hitaveiturör frá LOGSTOR

- Jarðvegsmottur

- Stálrör - Stálfittings og samsetningar

- Hitaveituskápa

- Pexrör - Pexfittings og samsetningar

- Gasskápa

- PexFlextra sveigjanlegri pexrör - Pexfittings og samsetningar

- Ljósleiðaraskápa - Dæluskápa og svo margt fleira

Hjá ÍSRÖR færðu pressutengi og pressuvélar frá Haelok fyrir stálrör frá 3/8“ upp í 4“ - Minnkanir - Bein tengi - Viðgerðartengi - Nippla - Múffur - Hné - Té - Blindlok

Og svo allt annað sem þarf til hitaveitulagna

Hringhella 12, Hafnarfjörður • Sími 565-1489 • isror@isror.is • www.isor.is

25


Sagan 1938-2018 

Sambandið fær merki

Í

Verkstjóranum árið 1962 er lýst eftir hugmyndum að merki fyrir sambandið. Á sambandsþingi 1963 komu fram nokkrar tillögur, m.a. eftir eftir Þóru Sigurjónsdóttur og Frímann Helgason. Ákvað Fræðsluráð VSÍ að spyrða þessar tvær hugmyndir saman og úr varð merki með laufguðum kransi utan um þrjár stuðlabergssúlur, einni fyrir hvern staf í skammstöfuninni. Fékk sambandið þetta merki til afnota á 25. ára afmæli sínu. Þá kvað Adolf J.E. Petersen, en hann var hagmæltur maður: Meðan sunna signir láð og sigurtáknin skína. Gróðurbaugur, gæfa og dáð geymi stuðla þína.

Handbók verkstjóra kemur út

Á

sambandsþingi VSÍ árið 1946 er samþykkt að fela stjórn að fá samda og gefa út handbók fyrir verkstjóra. Taldi þingið sjálfsagt að hið opinbera bæri kostnað af útgáfunni. Þrátt fyrir góðan ásetning varð ekkert úr framkvæmdum næstu tvo ártugina uns Adolf J.E. Petersen ritstjóri Verkstjórans tók málin í sínar hendur. Hann fékk valinkunna menn í lið með sér og skrifaði langan kafla sjálfur í handrit sem hann bauð sambandinu til útgáfu. Ritið Verkstjórn og verkmenning kom út á vegum sambandsins árið 1968. Var jafnframt samþykkt að aðild­ arfélögin keyptu eina bók fyrir hvern félagsmann.

Ritið Verkstjórn og verkmenning kom út 1968. Hún endurspeglaði þær línur sem voru lagðar í námi Verkstjórnarfræðslunnar.

Stjórn VSÍ og orlofsnefnd leita að heppilegu stæði fyrir orlofsheimilin í lok 7. áratugarins. Fyrir valinu varð Borgarholt í Stokkseyrarhreppi.

Bygging orlofshúsa á dagskrá

Á

þingi sambandsins á Laugarvatni árið 1961 er fyrst hreyft hugmynd um að sambandið byggi orlofshús fyrir félagsmenn sína. Var það Gunnar Bílddal sem flutti tillögu um slíkt og var hún samþykkt en lítið var úr framkvæmdum næstu árin. Árið 1966 náði sambandið samningum um 0,25% ofan á dagvinnulaun í orlofssjóðsgjald og þremur árum síðar var samþykkt reglugerð fyrir Orlofsheimilasjóð VSÍ þar sem kveðið var á um að innheimt gjöld væru samt séreign hvers félags. Vorið 1970 keyptu VSÍ og VFR sameiginlega jörðina Borgarholt við Stokkseyri undir sumarhús. Engin hús risu þar fyrst um sinn. Einstök félög huguðu þó að þessum málum og Verkstjórafélag Akureyrar reið fyrst á vaðið og reisti sér orlofshús árið 1971. Árið 1980 voru tíu orlofshús risin, öll í eigu einstakra félaga.

26

Í desember 1969 birtist fyrsta litprentaða myndin í Verkstjóranum. Það liðu 10 ár þangað til næsta litmynd birtist á forsíðu blaðsins!

Fyrsta litmyndin!

Á

sambandsþingi á Blönduósi 1969 var Atli Ágústsson, formaður VFR kjörinn forseti og tók hann við af Birni E. Jónssyni sem gegnt hafði forsetastarfinu allt frá árinu 1963. Ný forysta ákvað að hrista aðeins upp í útgáfumálum enda æ erfiðara að fá menn til að skrifa í blaðið. Var brugðið á það ráð að setja á ritstjórastól 19 ára blaðamann, Ómar Valdimarsson að nafni. Efnistök breyttust nokkuð og m.a. var ráðist í prentun litmyndar á forsíðu blaðsins í fyrsta sinn. Stjórn VSÍ tók við ritstjórn blaðsins tveimur árum síðar.


Kennedyar kvaddir

Í

þessum tveimur tölublöðum undir stjórn Ómars Valdimarssonar kennir margra grasa er allnokkuð fjallað um alþjóðamál, m.a. atvinnuleysið í henni veröld, norrænt samstarf o.fl. Einnig er litið til Bandaríkjanna og m.a. birtur bragurinn Bræðraminning eftir Marinó Andreasson frá Vestmannaeyjum um þá tvo Kennedybræður sem á 7. áratugnum féllu fyrir morðingjahendi. Fyrsta erindið eru svona:

John F. Kennedy var 35. forseti Bandaríkjanna og sá eini sem var kaþólskrar trúar. Hann var myrtur í Dallas í nóvember 1963.

Ólífisundir blæða, örlagastormar næða, hugur leitar til hæða í hljóðri orðvana sorg. Einn var og annar skotinn ykkur laust dauðans sprotinn atgeir bræðranna brotinn blóðelfur litar torg.

Sjúkrasjóður stofnaður 1974

Í

byrjun 8. áratugarins nutu verkstjórar 3ja mánaða launa í veikindum að hámarki. Eftir það var eingöngu um að ræða greiðslur almannatrygginga sem voru rýrar. Verkstjórafélagið Þór, sem þá var enn utan sambandsins, hafði komið sér upp sjúkrasjóði og varð vart vaxandi áhuga á að allir verkstjórar nytu slíkra kjara. Árið 1974 var Sjúkrasjóður verkstjóra settur á laggirnar. Fyrstu árin var fé safnað í sjóðinn en útgreiðslur hófust í mars árið 1977. Greiddi sjóðurinn sjúkradagpeninga í veikindum og tók þátt í útfararkostnaði. Sjúkrasjóður verkstjóra- og stjórnenda, eins og hann heitir í dag, er hann einn af öflugustu sjúkrasjóðum landsins.

Málfríður E. Lorange var fyrsta konan sem settist í stjórn VSÍ.

Kona í stjórn á kvennaári

F

yrsta konan til að taka sæti í stjórn Verkstjórasambandsins var Málfríður E. Lorange sem var kjörin í stjórn á kvennaárinu 1975. Hún hafði þá oft setið þing sambandsins sem fulltrúi Verkstjórafélags Reykjavíkur og jafnan setið í nefndum er fjölluðu um launamál. Þegar Málfríður settist í stjórn VSÍ var hún verkstjóri hjá Sjófangi ehf. Hún sat í stjórn sambandsins til ársins 1983. Málfríður lést árið 2002.

Faglærðum fjölgar

Í

árslok 1980 voru skráðir 1500 manns í aðildarfélögum sambandsins og hafði þeim fjölgað síðustu árin. Munaði þar mestu um inngöngu Verkstjórafélagsins Þórs árið 1978. Var það í samræmi við þróun sem hófst um 1970 að faglærðum fjölgaði mjög í sambandinu. Má segja að um þetta leyti hafi verið komin á skipan í VSSÍ sem hélst vel fram á 21. öldina. Um aldamót voru félagsmenn 1.750 talsins.

27


Sagan 1938-2018 

Óskar Mar var fyrsti framkvæmdastjóri Verkstjórasambands Íslands.

Ofanleiti 19 í Reykjavík. Íbúð Sjúkrasjóðs vélstjóra var í þessu húsi frá haustinu 1990 til vors 2004 þegar flutt var í Lautasmára 5 í Kópavogi.

Framkvæmdastjóri ráðinn

Íbúð fyrir sjúka verkstjóra

Ó

E

skar Mar var ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri sambandsins í febrúar 1987 og hann gegndi því starfi fram til 1. mars árið 2000. Fyrsti starfsmaður sambandsins var hins vegar Björn E. Jónsson og kom hann til starfa í október 1971. Þar með urðu þáttaskil í starfsemi sambandsins. Starfsmenn á skrifstofu næstu árin voru: Bryndís Guðbjartsdóttir 1976-1980, Jóhanna S. Eyjólfsdóttir 1980-1987, Sigurbjörg Traustadóttur 1983-1986, Kristín Lilja Sigurðardóttir 1986-1998, Sólveig María Þorláksdóttir 1987-2000, María Níelsdóttir 1998-2003 og Kristín Sigurðardóttir 2000-2009.

ftir stofnun Sjúkrasjóðs verkstjóra árið 1974 óx honum mjög fiskur um hrygg. Fram kom hugmynd frá Árna Birni Árnasyni á Akureyri um að sjóðurinn festi kaup á íbúð í Reykjavík fyrir verkstjóra utan af landi sem vegna veikinda þurfi að dvelja þar um tíma. Var tillaga Árna Björns samþykkt og 7. maí 1990 var undirritaður kaupsamningur um 3ja herbergja íbúð Sjúkrasjóðs við Ofanleiti 19 í Reykjavík. Þessi íbúð var seld haustið 2003 þar sem hún uppfyllti ekki kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Núverandi íbúð við Lautasmára 5 í Kópavogi var tekin í notkun vorið 2004.

Hálf öld að baki

Á

rið 1988 hélt Verkstjórasamband Íslands upp á hálfrar aldar afmæli sitt og var það gert með veglegum hætti. Kristján Jónsson forseti hélt hátíðarræðu og Óskar Mar framkvæmdastjóri annaðist veislustjórn. Í afmælishófi voru sex félagsmenn sæmdir gullmerki VSÍ. Í tilefni afmælisins ákvað stjórn Sjúkrasjóðs vélstjóra að gefa hálfa milljón króna til Hjartaverndar, Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis og Heilsugæslu sjúkrahúss St. Fransiskussystra í Stykkishólmi.

Frá afhendingu gjafar Verkstjórasambands Íslands til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis í tilefni 50 ára afmælis VSÍ.

28


Þingfulltrúar á 25. þingi VSSÍ að Hrafnagili í Eyjafirði árið 1993 ákváðu að taka upp skammstöfunina VSSÍ fyrir sambandið – bæta einu essi við.

Einu essi bætt við

S

kammstöfun Verkstjórasambands Íslands frá upphafi var VSÍ. Þegar sambandið tók upp fyrsta merki sitt 1963 gerðu atvinnurekendur athugasemdir við þessa skammstöfun sem var sú sama og þeirra samtaka sem þá hétu Vinnuveitendasamband Íslands, VSÍ. Lengi stóð í stappi uns verkstjórar samþykktu á 25. þingi sínu árið 1993 að bæta einu essi við og tóku upp skammstöfunina VSSÍ.

Aðild að Starfsmenntafélaginu

Á

árinu 1995 er hafinn undirbúningur að stofnun Starfsmenntafélagsins en undir stofnsamning í febrúar það ár rita 42 aðilar, þar á meðal VSSÍ. Um var að ræða samstarfsvettvang stofnana, félagasamtaka, skóla, fyrirtækja eða starfshópa sem vinna að starfsmenntamálum. Kristján Örn Jónsson, síðar forseti sambandsins, lét sig þessi mál mjög varða og hvatti félagsmenn eindregið til að efla menntun verkstjóra.

Kristján Jónsson og kona hans Guðbjörg Óskarsdóttir þegar þau voru heiðruð á landsfundi árið 1996 fyrir giftudrjúgt starf í þágu verkstjóra.

Farsæll foringi kveður

Á

landsfundi VSSÍ, sem haldinn var í Reykjavík vorið 1996, var Kristján Jónsson, fyrrum forseti sambandsins heiðraður með gullmerki og heiðursskjali. Hann hafði þá látið af störfum sem forystumaður í samtökunum eftir langan og farsælan feril. Hann var varaforseti sambandsins í forsetatíð Adolfs J.E. Petersen frá 1973 og tók við af honum sem forseti árið 1977. Gegndi hann því starfi til ársins 1995, lengur en nokkur annar. Kristján Jónsson lést árið 2011.

29


Samtökin öflugri en nokkru sinni fyrr Rætt við Jóhann Baldursson, framkvæmdastjóra STF

Þ

að er engum vafa undirorpið í mínum huga að Samband stjórnendafélaga er á þessum tímamótum sterkara en nokkru sinni fyrr og að mikill hugur er í félagsmönnum víða um landið að styrkja sambandið enn frekar til framtíðar. Þessi 12 félög, sem eru innan STF, eru auðvitað misjafnlega öflug en saman mynda þau eina heild sem gera þeim kleift að þjónusta sína félagsmenn með margvíslegum hætti hér á skrifstofunni í Hlíðasmára. Það er því mörgu að sinna,“ segir Jóhann Baldursson, framkvæmdastjóri STF í samtali sem tók við stöðu sinni 1. mars 2016.

Haldið utanum félagsmenn Jóhann Baldursson hefur lengi verið viðloðandi samtök verkstjóra en hann hóf sinn feril hjá Verkstjórafélagi Reykjavíkur sem síðar varð Brú, félag stjórnenda. „Þetta er eins og gengur; maður rífur stöku sinnum kjaft og áður en varir er maður kosinn í stjórn. Ég var fljótlega kjörinn gjaldkeri og endaði ferilinn hjá Brú sem formaður félagsins. Þar átti ég góð ár enda frábært starf unnið á vegum þess félags sem byggir á traustum grunni sem var lagður á sínum tíma með stofnun Verkstjórafélags Reykjavíkur þann 9. mars 1919. Þetta er orðin löng saga og ekki langt þangað til Brúarmenn halda upp á 100 ára afmælið.“ Samhliða stjórnarstörfum hjá Brú hlóðust ýmis störf á herðar Jóhanns á vegum Verkstjórasambandsins en hann þekkir vel til rekstrar þess eftir að hafa verið gjaldkeri VSSÍ um árabil. „Samband stjórnendafélaga hefur mikilvægu hlutverki að gegna og við reynum stöðugt að upplýsa félagsmenn um rétt þeirra og hvað þeir geti sótt hingað, t.d. þegar

30

Jóhann Baldursson framkvæmdastjóri: „Menntunarmálin eru lykilatriði hjá okkur um þessar mundir og verða áfram. Menntunin skiptir öllu máli, ekki síst sí- og endurmenntun, sem auðvitað gerir fólk hæfara í starfi og bætir samskeppnisstöðuna á vinnumarkaði.“


eitthvað bjátar á. Sjúkrasjóðurinn er okkar stolt en þeir sem honum hafa stjórnað í gegnum árin af mikilli ráðdeild, hafa lyft grettistaki við að byggja upp einn öflugasta styrktarsjóð sem rekinn er hér á landi, hvorki meira né minna. Þá er hér veitt lögfræðiþjónusta ef á þarf að halda, stjórn og samninganefnd sambandsins hefur með höndum samningamál og við veitum daglega aðstoð við túlkun kjarasamninga, hér er haldið utan um orlofsbústaði félaganna í gegnum Frímann og þannig má áfram telja. Það má segja að allt okkar starf miðist að því að vera til staðar og halda sem mest utan um okkar félagsmenn, hvort sem er í mótlæti eða meðbyr.“

Menntunin skiptir máli Eitt af verkefnum framkvæmdastjóra STF er að halda utan um menntunarmálin en á því sviði hafa hlutir þróast hratt og myndarlega að undanförnu. „Já, menntunarmálin hafa allt frá upphafi samtaka stjórnenda verið mjög fyrirferðamikil og ég tel að þau séu komin í fast form og ferli núna sem á sé byggjandi til framtíðar. Samstarf menntunarsjóðsins við Háskólann á Akureyri, sem hófst á sl. ári, er afar spennandi og þangað sækja æ fleiri sér menntun til að auka færni í starfi. Námið geta menn sótt sér í 100% fjarnámi og finnum við glögglega að bæði atvinnurekendur og okkar fólk er afar ánægt með það hvernig til hefur tekist. Þetta er mjög hagnýtt nám, byggt upp í 5 lotum, þar sem tekist er á við aðstæður sem geta

komið upp á vinnustöðum, góð sýn fæst á rekstur fyrirtækja, starfsmannastjórnun o.fl. Ég hvet alla til að skoða þátttöku í þessu námi því menntunin skiptir öllu máli, ekki síst sí- og endurmenntun, sem auðvitað gerir fólk hæfara í starfi og bætir samkeppnisstöðuna á vinnumarkaði.“

Mikilvægi kynningarstarfs Framkvæmdastjóri STF þarf eðli málsins samkvæmt að sinna mörgu á sinni daglegu vakt og eitt af því er að halda góðu sambandi við einstök félög úti um landið og forystumenn þeirra. „Þetta er viðamikill þáttur í mínu starfi en á ári hverju heimsækjum við fjölda vinnustaða til að kynna sambandið og við forseti höfum sett okkur þá starfsreglu að reyna að mæta, annar hvor eða báðir, á alla aðalfundi einstakra félaga innan sambandsins. Kynningarmálin hafa verið fyrirferðamikil enda hefur tekist að fjölga allnokkuð í félögunum síðustu misserin. Betur má ef duga skal því við, sem lengi höfum starfað í forystu stjórnenda, gerum okkur grein fyrir því að fleiri félagsmenn þýða enn sterkari samtök sem þá geta unnið enn betra starf fyrir sína umbjóðendur. Við viljum því kappkosta að styrkja þennan félagsskap enn frekar inn í framtíðina og okkar markmið er að skila af okkur enn sterkara STF en það var þegar við tókum við stjórnartaumum.“ 

Ég lifði af Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu.

Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf

Sími 555 3100 www.donna.is

31


Sagan 1938-2018 

Steindór Gunnarsson, formaður Verkstjórafélags Hafnarfjarðar, heiðrar Bergsvein Sigurðsson, fyrrverandi formann félagsins.

Formaður Verkstjórafélags Akureyrar, Eggert H. Jónsson, afhendir Sigurherði Frímannssyni og Árna Birni Árnasyni heiðursskjöl á 60 ára afmæli félagsins.

Stórafmæli við aldahvörf

Í

lok árs 1999 fagnaði Verkstjórafélag Reykjavíkur 80 ára afmæli sínu, stofnað 3. mars 1919. Sama ár hélt svo Verkstjórafélag Austurlands upp á 40 ára afmælið, stofnað 4. október 1959. Árið 2000 hélt Verkstjórafélagið Þór upp á 65 ára afmælið en það var stofnað 2. nóvember 1935. Loks hélt svo Verkstjórafélag Hafnarfjarðar upp á 60 ára afmæli sitt 6. desember 2000.

Kvennaveldi á skrifstofunni

K

arlar hafa alla tíð verið í miklum meirihluta innan félaga VSSÍ. Þegar Óskar Mar lét af störfum framkvæmdastjóra 1. mars 2000 eftir 13 ára starf var Kristín Sigurðardóttir, viðskipta- og stjórnmálafræðingur, ráðin í hans stað. Hinn nýi framkvæmdastjóri réð Helgu Jakobs í starf skrifstofustjóra í stað Sólveigar Þorláksdóttur sem lét af störfum eftir 13 á á skrifstofunni. Fyrir á skrifstofu VSSÍ var María Níelsdóttir skrifstofumaður. Þegar María lét af störfum haustið 2003 var Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir ráðin í hennar stað.

Árið 2000. Kristín Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, María Níelsdóttir skrifstofumaður og Helga Jakobs skrifstofustjóri.

Vefur í loftið 1998

U

m miðjan 10. áratuginn er farið að huga að vefsíðu fyrir Verkstjórasambandið. Árni Björn Árnason ritstjóri Verkstjórans og síðar forseti sambandsins vék oft að veraldarvefnum í greinum sínum og beitti sér fyrir því að menn nýttu sér hina nýju tækni til upplýsingamiðlunar. Raunar kastaði hann

32

fram þeirri hugmynd í Verkstjóranum 1995 að í stað hefðbundins prentaðs blaðs væri e.t.v. ráð að breyta blaðinu í myndband! Allt um það. Menn gengu inn í nýja upplýsingaöld 29. nóvember 1998 þegar vefsíðan vssi.is var sett í loftið.


WENCON verndandi viðgerðarefni - Lengir líftímann

Neyðar- eða skammtímalausnir

Viðgerðir og viðhald um borð

Lausnir fyrir verkstæði eða slipp

Dvergshöfða 27 - 110 Reykjavík www.blossi.is - blossi@blossi.is

33


Sagan 1938-2018 

Verkstjórabók á Bessastöðum

U

m jólaleytið 2001 kom út saga Verkstjórasambands Íslands sem Þórarinn Hjartarson sagnfræðingur skráði. Spannar bókin tímabilið frá stofnun sambandsins árið 1938 út 20. öldina. Forysta sambandsins ákvað að fylgja bókinni vel eftir og nýta til kynningar á samtökunum. M.a. voru Bessastaðir sóttir heim í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands sem tók við eintaki úr hendi Kristjáns Arnar Jónssonar, kollega hans hjá VSSÍ. Sá fyrrnefndi bauð stjórn VSSÍ upp á kampavín, kransakökur og gosdrykki að athöfn lokinni. Forseti VSSÍ afhendir forseta Íslands bókina Verkstjórar eftir Þórarinn Hjartarson sem spannar sögu stéttarinnar frá 1938-2000.

Stjórnendahugakið kemur fram

U

Sjúkrasjóður vélstjóra festi kaup á glæsilegu húsnæði í Hlíðasmára 8 í Kópavogi haustið 2004 og þangað flutti skrifstofa VSSÍ starfsemi sína. Hér er Reynir Kristjánsson, formaður sjóðsins, að ávarpa gesti við afhendingu húsnæðisins.

Nýjar höfuðstöðvar VSSÍ

V

erkstjórsambandið flutti á haustdögum 2004 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi eftir að hafa verið með starfsemina í leiguhúsnæði í Síðumúla 29 frá árinu 1983. Nýja húsnæðið er mun stærra en sambandið hafði áður ráðið yfir og aðgengi fyrir fatlaða gott en á þingi VSSÍ á Akureyri árið áður hafði verið nokkur umræða um nauðsyn þess að skipta um húsnæði vegna aðgengismála. Formlegur eigandi húsnæðisins Hlíðasmáranum er Sjúkrasjóður verkstjóra og stjórnenda.

34

pp úr aldamótum fer að bera á umræðu innan aðildarfélaganna hvort verkstjórahugtakið sé nægjanlega lýsandi og nútímalegt fyrir þau störf sem félagsmenn gegna. Var lögum smám saman breytt á þann veg að opna félögin fyrir öðrum stjórnendum en verkstjórum. VerkSunnlendingar riðu á vaðið stjórafélag Suðurmeð nafnbreytingu á sínu lands var fyrsta féfélagi þegar þeir tóku upp lagið sem reið á vaðið nafnið Vörður – félag og breytti fyrst sínu stjórnenda á Suðurlandi árið nafni 8. apríl 2008 í 2008. Vörð, félag stjórnenda á Suðurlandi. Árið 2010 breytti Verkstjórafélagið Þór nafni sínu í Þór, félag stjórenda. Fleiri félög áttu eftir að feta þessa braut.


Veglegur sjúkrasjóður Verkstjórasamband Íslands 70 ára í dag:

Sterk staða á tímamótum Myndin af verkstjóranum í sloppnum með hattinn tilheyrir liðinni tíð. „Í dag er það svo að margir sem eiga aðild að verkstjórafélögum annast verkefnastjórnun, deila verkefnum til annarra og bera fjölbreytt starfsheiti sem vísa til stjórnunar,“ segir Kristján Örn Jónsson, forseti Verkstjórasambands Íslands.

Sjá bls. 4

Á

árinu 2012 greiddi Sjúkrasjóður vélstjóra út um 100 milljónir króna í bætur og styrki. Í samtali við formann sjóðsins, Reyni Kristjánsson í Verkstjóranum kemur fram að þá hafi eignir sjóðsins verið upp á um 1,3 milljarða króna en fjármagnstekjur sjóðsins árið 2012 námu 81 milljón króna.

Verkstjórinn tvisvar á ári

Á 1938-2008

Forsíða kynningarrits um starfsemi VSSÍ sem út kom í tilefni 70 ára afmælisins.

rið 2013 ákvað stjórn VSSÍ að spýta í lófana og auka útgáfuog kynningarstarf sitt. Liður í því var sú ákvörðun að gefa Verkstjórann út tvisvar á ári en hann hafði lengst af verið ársrit. Útliti blaðsins var gjörbreytt og því ákveðið að hafa efnistök og yfirbragð léttara en áður hafði verið. Þá var upplag blaðsins aukið.

Kynningarátak á 70 ára afmæli

63. árgangur / 1. tbl. / Júlí 2013

Heimsókn

í Slippinn á Akureyri Sjá bls. 16

35. þing Verkstjórasambands Íslands:

Horft til framtíðar Þetta fyrsta tölublað Verkstjórans í nýjum búningi er að nokkru leyti helgað 35. þingi Verkstjórasambandsins sem haldið var á Akureyri dagana 23.25. maí sl. M.a. er ítarlegt viðtal við Kristján Örn Jónsson, forseta VSSÍ og sagt frá stefnumótun sambandsins sem þar var ofarlega á baugi. Í blaðinu er einnig að finna svipmyndir frá þinginu og rætt við nokkra þingfulltrúa. Einnig kíkjum við í heimsókn á nokkra vinnustaði, fjöllum um Sjúkrasjóð VSSÍ og segjum frá fræðslumálum verkstjóra. Þá er í blaðinu að finna krossgátu, kvæðahorn og ýmsar tilkynningar frá skrifstofu sambandsins.

HEIMSÓKNIN

KVÆÐAHORNIÐ

KROSSGÁTAN

Forsíða 1. tbl. Verkstjórans árið 2013 en þá kom blaðið út í nýjum búningi.

V

orið 2008 voru liðin 70 ár frá stofnun Verkstjórasambands Íslands og var tímamótanna m.a. minnst með ráðstefnu um sambandið á Hótel Hilton Nordica. Jafnframt var gefið út veglegt kynningarrit um starfsemi sambandsins og störf verkstjóra. Var það prentað í nokkrum tugum þúsunda eintaka og dreift um land allt.

Starfsmenntasjóður á laggirnar

Á

sjötugasta ári Verkstjórasambandsins var því fagnað að í nýjum kjarasamningi náðist fram krafa um að allir atvinnurekendur innan Samtaka atvinnulífsins greiði í Starfsmenntasjóð VSSÍ og SA. Reglugerð um sjóðinn var sett í ársbyrjun 2010 og þar kemur fram að sjóðurinn greiði allt að 80% kostnaðar við hvert námskeið sem verkstjóri tekur.

Svava Rögnvaldsdóttir, Inga Jónsdóttir og Sigrún Eyjólfsdóttir voru með hressasta móti á tískusýningunni á Akureyri.

Makar á tískusýningu

Á

sambandsþingum er mökum fulltrúanna einatt boðið með og skipulögð sérstök dagskrá fyrir þá meðan fulltrúarnir sinna sínum skyldustörfum. Á 35. þingi VSSÍ á Akureyri í maí 2013 var m.a. boðið upp á tískusýningu hjá versluninni GS didda nóa með hvítvíni og snittum. Hátt á fimmta tug maka nýttu sér tækifærið og keyptu tískufatnað á tilboðsverði.

35


Þetta byggðist allt á baklandinu Rætt við Kristján Örn Jónsson, fyrrum forseta og framkvæmdastjóra VSSÍ

Þ

egar ég tók við sem forseti Verkstjórasambandsins lagði ég strax mikla áherslu á gott samband við forvígismenn allra félaga innan sambandsins og leit svo á gott samband við þá væri forsenda þess að geta leitt samtökin áfram. Í þessu skyni tók ég upp þann sið að mæta á alla aðalfundi félaganna til að kynnast mönnum betur. Þetta var mér ómetanlegt í starfi sem forseti og síðar einnig framkvæmdastjóri. Mitt starf byggðist allt á baklandinu og það þurfti ég að þekkja vel og skynja hvað mönnum lægi á hjarta.“

Járniðnaðarmaður í grunninn Í tilefni af 80 ára afmæli STF, áður VSSÍ, tókum við hús á Kristjáni Erni Jónssyni en hann var forseti sambandsins á árunum 2001-2015 og jafnframt framkvæmdastjóri síðustu sex árin. Í forystutíð hans efldist sambandið mjög og voru á þeim árum þróaðar ýmsar hugmyndir sem nú eru orðnar að veruleika. Kristján Örn var snemma áberandi í félagsmálastarfi sinnar stéttar, sat um tíma í trúnaðarráði og samninganefnd Félags járniðnaðarmanna og var fljótlega valinn til trúnaðarstarfa á vettvangi Verkstjórafélags Reykjavíkur en þar var hann lengi formaður. Kristján Örn lærði plötu- og ketilsmíði hjá Vélsmiðjunni Þrym „Árið 1974 hóf ég störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur og þar var ég lungann úr mínum starfsaldri eða þangað til ég var ráðinn framkvæmdastjóri VSSÍ árið 2009. Ég var þar lengi flokksstjóri og ráðinn verkstjóri yfir viðhaldi hjá veitunni 1981. Til að geta fengið það starf var sett það skilyrði að ég þyrfti að vera félagsmaður í Verkstjórafélagi Reykjavíkur og þar með hófst þessi vegferð mín á vettvangi samtaka verkstjóra. Þegar ég gekk í Reykjavíkurfélagið var ég fljótlega settur í trúnaðarráð og ýmsar nefndir, einkum þær sem lutu að kjaramálum og samningamálum félagsmanna. Ég var svo varamaður í stjórn félagsins á árunum 1990-1995 og formaður frá þeim tíma til ársins 2001 að ég tók við stöðu forseta VSSÍ. Afskiptin af VSSÍ höfðu hins vegar hafist strax um miðjan 9. áratuginn, fyrst með því að ég settist í samninganefnd sambandsins fyrir hönd míns félags og einkanlega eftir að ég settist í stjórn sambandsins árið 1987.“

36

„Þegar ég kom inn í félagsmál verkstjóra fannst okkur ungu mönnunum hægt ganga og að hlutirnir væru í óþarflega föstum skorðum og að svo hafi verið lengi. Menn vildu breyta ýmsu og útvíkka starfsemina þannig að sambandið og raunar félögin yrðu sterkari hagsmunavettvangur fyrir félagsmenn en áður. Yngvi Jónsson úr Suðurnesjafélaginu orðaði það á einum stjórnarfundi VSSÍ að menn yrðu að „komast upp úr hjólförunum.“ Ég áttaði mig ekki alveg á þessari athugasemd hans svo ég bara hringdi í hann og spurði hvað hann hefði átt við. Þá fékk ég brýningu sem dugði mér lengi; forystumenn á hverjum tíma yrðu sífellt að vera á tánum og leita leiða til að bæta og breyta. Ef ekki myndu samtökin grafa sig niður og upp úr þeim hjólförum yrði erfitt að komast. Eftir að ég varð forseti minnti ég menn oft á þessa sögu og þessi hugmynd gjarnan kennd við mig þótt ég hafi alls ekki átt hana í byrjun. En ég hafði hana að leiðarljósi og það gafst vel.“

Þokast í rétta átt Um aldamótin síðustu voru 1.750 félagsmenn í aðildarfélögum VSSÍ. Í dag eru félagsmenn innan vébanda STF um 3.600 talsins. Kristján Örn segir að margt hafi þróast og breyst til batnaðar innan sambandsins síðustu áratugi. „Mér dettur ekki í hug að allt sem hefur verið til bóta sé eingöngu mitt verk því auðvitað byggðist þetta allt á samheldni félaga og tiltölulega breiðri forystusveit sem vissi hvað hún vildi. Menn voru t.d. sammála um að affarasælt væri að styrkja Sjúkrasjóðinn okkar sem mest og skapa festu og frið um starfsemi hans. Það tókst mjög vel. Alveg frá upphafi hefur það verið eitt af meginstefnumálum sambandsins að bæta menntun verkstjóra og var það framan af gert með reglulegum námskeiðum. Ég beitti mér mjög í menntamálunum í minni tíð og mál þróuðust smám saman þannig að við erum nú með afbragðs nám á boðstólum fyrir stjórnendur sem hægt er að sækja í fjarnámi. Það má segja að lotunámið, sem nú er stýrt frá Háskólanum á Akureyri, sé orðin ein af þeim fjöðrum sem STF getur státað af. Loks get ég nefnt orlofshúsamálin en þar er Frímann úthlutunarkerfið orðið nær alls ráðandi hjá félögunum. Áður var hvert félag með sína eigin bústaði sem engir aðrir en félagsmenn þess


Kristján Örn Jónsson, fyrrum forseti Verkstjórasambands Íslands: Lykillinn að frekari fjölgun í STF er sá að við séum að minnsta kosti ekki lakari en önnur félög í að vinna fyrir okkar fólk, helst betri.

fengu aðgang að. Þessu tókst smám saman að breyta sem hefur orðið til þess að nýting á bústöðunum hefur stóraukist. Þessi atriði eru kannski fyrir yngri félögum sjálfsögð mál í dag en á sínum tíma þurftu menn að berjast fyrir breytingum á þessum málum. En þetta hefur þokast í rétta átt.“

Verkfallsvopninu beitt Kristján Örn kom mjög að samingamálum verkstjóra eftir að hann varð formaður Reykjavíkurfélagsins um miðjan 10. áratuginn. Þá stóðu mál þannig að kjarasamningar,, sem sambandið gerði fyrir hönd félaganna, voru aðeins afgreiddir af sjálfri samninganefndinni en ekki bornir upp til afgreiðslu úti í félögunum. Árni Björn var ötull baráttumaður fyrir því að félagsmenn fengju að greiða atkvæði um samningana. Lagði hann fram tillögur þess efnis á einum fjórum þingum áður en það fékkst loks samþykkt. „Eftir að ég kom í samninganefnd míns félags vakti ég strax athygli á þessu og taldi svona afgreiðslu ólýðræðislega og ótæka með öllu. Forystumenn sambandsins á þeim tíma voru ekki sama sinnis en okkur tókst að koma því svo fyrir að atkvæðagreiðslur um samninga voru teknar upp í öllum félögunum. Í dag þætti mönnum undarlegt ef svo væri ekki,“ segir Kristján Örn sposkur. Í þessu sambandi má rifja upp á því er stundum haldið fram að verkstjórar hafi ekki verkfallsrétt. Auðvitað hafa þeir þau almennu mannréttindi en hins vegar hefur því vopni verð sparlega beitt – raunar aðeins einu sinni. „Það var árið 1997 sem við í Verkstjórafélagi Reykjavíkur lentum í rimmu við Reykjavíkurborg og samningar drógust á langinn. Við vísuðum málinu til sáttasemjara

en ekkert gekk. Þegar okkur tók að leiðast þófið veitti almennur fundur okkur í samninganefndinni umboð til að fara í verkfall. Ég var í góðu sambandi við Gunnar hitaveitustjóra og Alfreð Þorsteinsson formann stjórnar og þeir sögðu mér að ef til verkfalls kæmi myndu engir ganga í okkar störf. Sem betur fer kom aldrei til verkfalls en vopninu var beitt og borgin kom til móts við okkar kröfur og við náðum góðum samningi sem dugði vel næstu árin á eftir.“

Horfir sáttur til baka Kristján Örn er sáttur við stöðu Sambands stjórnendafélaga þegar hann horfir til baka. „Þetta er miklu stærra samband og öflugra en áður var og félagsmenn í aðildarfélögunum eru helmingi fleiri í dag en þegar ég tók við stöðu forseta. Forysta sambandsins fór í mikla naflaskoðun og endurmat á starfsaðferðunum, við jukum verulega allt lýðræði í hreyfingunni og með nýrri ímynd og markvissu kynningarstarfi hefur tekist að laða fleiri að okkar félögum. Þau eru að vísu færri en áður en þau hafa stækkað og ég held að sú þróun muni halda áfram. Lykillinn að frekari fjölgunin í STF er sá að við séum að minnsta kosti ekki lakari en önnur félög í að vinna fyrir okkar fólk, helst betri. Það segir sig sjálft að menn fara ekki úr öðru stéttarfélagi yfir til okkar nema þeir séu að sækja betri réttindi og kjör. Sterkustu vopn okkar í dag eru tvímælalaust Sjúkrasjóðurinn og Menntunarsjóðurinn. Þessar mikilvægu stoðir í starfseminni hafa ekki orðið til af sjálfu sér heldur hafa framsýnir menn innan félaganna haft skilning og sýn til að berjast fyrir þessum málum og koma þeim í farveg. Þannig þarf félagsmálafólk að starfa og aðeins þannig þróumst við fram á við,“ segir Kristján Örn. 

37


Sagan 1938-2018 

Skúli Sigurðsson var ráðinn kynningarfulltrúi VSSÍ árið 2014.

Félagsmönnum fjölgar

Á

árinu 2014 réðst Verkstjórasambandið í stórfellt kynningarátak með það fyrir augum að fjölga félagsmönnum í aðildarfélögunum. Skúli Sigurðsson, fyrrum formaður Brúar var ráðinn sérstakur kynningarfulltrúi og fór hann á fundi í um 150 fyrirtækjum um land allt það ár með Kristjáni Erni Jónssyni forseta og framkvæmdastjóra VSSÍ. Þá var framleitt sérstakt kynningarmyndband um starfsemina. Á fyrri hluta árs 2015 hafði félagsmönnum í VSSÍ fjölgað um 250 manns og aldrei áður hafði slík fjölgun orðið á jafn stuttum tíma.

Á sambandsþingi VSSÍ á Selfossi vorið 2015 var í fyrsta sinn kjörin stjórn með fulltrúa frá hverju aðildarfélagi sem þá voru 13 talsins.

Nýtt stjórnskipulag samþykkt

Á

sambandsþingi VSSÍ á Selfossi í lok maí 2015 var ný stjórn sambandsins kjörin eftir breytingar á lögum þess. Stjórnina skipuðu 13 fulltrúar frá jafmörgum aðildarfélögum. Á þessu þingi á Selfossi var Skúli Sigurðsson kjörinn forseti og tók hann við af Kristjáni Erni Jónssyni sem gegnt hafði starfi forseta í 14 ár.

38


Unnur María Rafnsdóttir, þáverandi formaður Félags stjórnenda við Breiðafjörð.

Kona í fyrsta sinn formaður

Á

því herrans ári 2015 gerðist það í fyrsta sinn að kona var kjörin formaður félags innan VSSÍ en það var Unnur María Rafnsdóttir sem tók þá við sem formaður Félags stjórnenda við Breiðafjörð. Þegar þarna var komið sögu sat Unnur María jafnframt í stjórn VSSÍ ásamt Sigurbjörgu Hjaltadóttur frá Stjórnendafélagi Austurlands. Í viðtali við Verkstjórann sagði Unnur María að konur hefðu aðra sýn á hlutina en karlar og gott að stjórnarmenn búi yfir mismunandi þekkingu og reynslu.

Stjórn Stjórnendafélags Vesturlands ásamt forseta og framkvæmdastjóra Verkstjórasambandsins. Frá vinstri: Skúli Sigurðsson, forseti VSSÍ, Andrés Kristjánsson, gjaldkeri Stjórnendafélags Vesturlands, Einar Óskarsson varaformaður, Unnur María Rafnsdóttir formaður, Jón Heiðarsson ritari, María Alma Valdimarsdóttir meðstjórnandi og Jóhann Baldursson, framkvæmdastjóri VSSÍ.

Sameining á Vesturlandi

S

tjórnendafélag Vesturlands varð til á árinu 2016 þegar félagsmenn í Verkstjórafélagi Borgarness og nágrennis samþykktu einróma að ganga í Félag stjórnenda við Breiðafjörð. Eru þetta fyrstu félögin sem sameinast innan sambandsins frá stofnun þess árið 1938. Í Stjórnendafélagi Vesturlands eru hátt í 300 félagsmenn og það því í hópi stærstu félaga innan VSSÍ.

39


Sagan 1938-2018 

Fyrstu nemendurnir útskrifuðust úr lotu 2 í verk- og stjórnendanámi VSSÍ vorið 2016 og þá var þessi mynd tekin. Umsjón með náminu hafði Nýsköpunarmiðstöð.

Kefjandi og áhugavert nám

S

ímenntun verkstjóra hefur verið eitt af baráttumálum VSSÍ alveg frá stofnun sambandsins og Verkstjórnarfræðslan sett á laggirnar 1961. Voru hundruð námskeiða haldin fyrir verkstjóra um land allt næstu áratugina. Á nýrri öld þróuðust kennsluaðferðir með ýmsum hætti og mönnum þótti tímabært að stíga ný skref. Á árinu 2015 hófst kennsla í fjarnámi eftir nýju lotukerfi og vorið 2016 voru fyrstu nemendurnir útskrifaðir úr lotu 2. Vorið 2016 var gerður samstarfssamningur við Símenntun Háskólans á Akureyri um rekstur á stjórnendanáminu þar sem það er nú. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri fyrir miðju, handsalar samninginn við þá Skúla forseta og Jóhann framkvæmdastjóra STF.

Stjórnendadrápa Unnar

Í

kjölfar þings Sambands stjórnendafélaga í Stykkishólmi vorið 2017 orti Unnur Halldórsdóttir kvæðakona drápu mikla í 14 erindum og í einu þeirra gerði hún góðlátlegt grín að karlpeningnum:

40

Í Stykkishólmi að þessu sinni þingið var nú haldið og þangað stefndu fulltrúar með umboðið og valdið. Margir voru karlarnir sem samkomuna sóttu en sofnuðu þó hjá konum sínum er líða fór að nóttu.


Þenslutengi og titringsdeyfar

Gúmmí-, stálog veftengi – öll tengin eru vottuð.

Þenslutengin frá Willbrandt má pressa, teygja, beygja og nota við lagnir sem eru ekki í beinni línu innan vissra marka. Einnig margskonar titringsdeyfar sem hlífa vélbúnaði og draga úr titringi og hávaða.

VAGNHÖFÐA 12, REYKJAVÍK | S. 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | mdvelar.is

41


Sagan 1938-2018 

Eftir afhendingu heiðursnafnbótarinnar. Frá vinstri Skúli Sigurðsson, forseti STF, Steindór Gunnarsson, Kristján Örn Jónsson og Jóhann Baldursson, framkvæmdastjóri STF.

Nýtt nafn og merki

Þ

au tíðindi urðu á þingi stjórnenda í Stykkishólmi 19.-20. maí 2017 að nafni Verkstjórasambands Íslands var breytt í Samband stjórnendafélaga, skammstafað STF. Tólf félög eru innan sambandsins og hafa félagsmenn aldrei verið fleiri. Á þinginu voru tveir forystumenn til margra ára sæmdir heiðursmerki fyrir vel unnin störf, þeir Kristján Örn Jónsson fv. forseti og Steindór Gunnarsson, formaður Verkstjóra- og stjórnendafélags Hafnarfjarðar.

Aldrei sterkara en nú

Þ

egar afmælisár samtaka verkstjóra og stjórnenda gengur í garð eru samtök þeirra sterkari en nokkru sinni fyrr. Félagsmenn í 12 aðildarfélögum eru um 3.600 talsins eða helmingi fleiri en þeir voru í aldarbyrjun. Skúli Sigurðsson, forseti STF segir í viðtali: „Ég tel að sambandið hafi aldrei verið öflugra en nú né átt meira erindi við þá sem gegna stjórnendastöðum vítt og breytt í atvinnulífinu. Hjá okkur bjóðast félagsmönnum fyrsta flokks kjör hvað varðar endurmenntun og aðstoð ef eitthvað kemur upp á og við leggjum mikla áherslu á að halda vel utan um okkar fólk.“

Núverandi stjórn STF er skipuð öflugri sveit fulltrúa allra aðildarfélaganna. Myndin er tekin í Stykkishólmi við lok 37. sambandsþingsins í maí 2017.

42


Hágæða vinnuföt í miklu úrvali

Dunderdon

Öryggisvörur

Tæki og múrfestingar

Vinnuskór • Heyrnahlífar • Öndunargrímur Vinnuvettlingar • Eyrnatappar • Gleraugu Hjálmar • Fallvarnarbúnaður

HAGI ehf •

Stórhöfða 37

Lasermælar • Höggborvélar • Skurðar-/Slípivélar Demantsbor-/skurðarvélar • Batterísvélar Skot-/Gasbyssur • Brunaþéttiefni Skrúfvélar • Múrfestingar • Byggingafrauð

110 Reykjavík

• S: 414-3700 • hagi@hagi.is 43


Félögin í dag – stutt ágrip Aðildarfélög STF eru nú 12 talsins en ákveðið hefur verið að sameina Vörð, félag stjórnenda á Suðurlandi og Þór, félag stjórnenda í eitt félag. Eftir að sú sameining er formlega afstaðin verða aðildarfélög STF því 11 talsins.

Brú félag stjórnenda

Stjórnendafélag Norðurlands vestra

Verkstjórafélag Reykjavíkur var stofnað 3. mars 1919 en

Félagið hét fyrst Verkstjórafélag Skagfirðinga og Austur

gekk í sambandið 10. janúar 1945. Stofnfélagar voru 27

Húnvetninga, stofnað 30. desember 1940. Stofnfélagar

talsins. Þetta er elsta félagið innan STF og það lang-

voru 10 talsins. Félagið gekk í sambandið 8. mars 1941.

stærsta. Árið 2011 tók það upp nafnið Brú, félag

Síðar breyttist nafnið í Verkstjórafélag Skagafjarðar og

stjórnenda.

Húnavatnssýslna og í Verkstjórafélag Norðurlands vestra árið 1987. Núverandi nafn var tekið upp árið 2017.

Þór, félag stjórnenda Verkstjórafélagið Þór var stofnað 2. nóvember 1935.

Berg, félag stjórnenda

Stofnfélagar voru 10 iðnlærðir karlar í járn- og skipa-

Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis (VAN) var

smíðaiðnaði. Félagið gekk í Verkstjórasambandið árið

stofnað 26. janúar 1941 og gekk það í Verkstjórasam-

1978. Árið 2010 var nafninu breytt í Þór, félag stjórn-

bandið 20. febrúar sama ár, fyrst félaga. Stofnfélagar

enda.

voru 14 talsins. Árið 2012 tók það upp nafnið Berg, félag stjórenda.

Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar

44

Verkstjórafélag Hafnarfjarðar er stofnað 6. desember

Verkstjórafélag Vestmannaeyja

1940. Stofnfélagar voru 7 talsins. Félagið gekk í

Verkstjórafélag Vestmannaeyja var stofnað 24. apríl

sambandið 30. mars 1941. Árið 2013 tók það upp nafnið

1946. Félagið gekk í sambandið 11. júní sama ár.

Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar.

Stofnfélagar voru 6 talsins.


Stjórnendafélagið Jaðar

Stjórnendafélag Suðurnesja

Verkstjórafélag Akraness var stofnað 16. febrúar 1947.

Verkstjórafélag Suðurnesja var stofnað 12. janúar 1950 í

Stofnfélagar voru 17 talsins. Félagið gekk í sambandið 21. júní 1947. Árið 2011 tók það upp nafnið Stjórnendafélagið Jaðar.

Keflavík. Stofnfélagar voru 14 talsins. Félagið gekk í sambandið 8. maí 1950. Árið 2015 er nafni félagsins breytt í Verkstjóra- og stjórnendafélag Suðurnesja og árið 2018 var tekið upp nafnið Stjónendafélag Suðurnesja.

Stjórnendafélag Vesturlands Verkstjórafélag Borgarness og nágrennis var stofnað 5. ágúst 1947. Félagið gekk í sambandið tveimur dögum síðar. Verkstjórafélag Stykkishólms var stofnað 17. desember 1955 og gekk í sambandið 15. apríl 1956. Félagið nefndist síðar Verkstjórafélag Snæfellsness og loks Félag stjórnenda við Breiðafjörð. Það félag sameinaðist Verkstjórafélagi Borgarness í Stjórnenda-

Stjórnendafélag Vestfjarða Verkstjórafélag Ísafjarðar var stofnað 17. febrúar 1954. Voru stofnfélagar 8 talsins. Félagið gekk í sambandið 22. mars 1954. Nafni félagsins var breytt í Verkstjórafélag Vestfjarða 13. september 1987. Núverandi nafn var tekið upp árið 2015.

félagi Vesturlands árið 2016.

Stjórnendafélag Austurlands Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi

Verkstjórafélag Austurlands var stofnað 4. október 1959

Verkstjórafélag Suðurlands var stofnað 28. desember

og gekk það strax í sambandið eða 15. október sama ár.

1948 og gekk það í sambandið 8. júní 1949. Stofnfélagar voru 12 talsins. Árið 2008 tók það upp nafnið Vörður,

Árið 2012 tók það upp nafnið Stjórnendafélag Austurlands.

félag stjórnenda á Suðurlandi og var fyrsta verkstjórafélagið sem tók upp þetta nýja starfsheiti.

45


Hér eiga stjórne Rætt við Skúla Sigurðsson, forseta Sambands stjórnendafélaga

Í

mínum huga er alveg ljóst að fjölmargir stjórnendur á vinnumarkaðnum ættu heima í einhverju okkar félaga og hvergi annars staðar. Innan vébanda sambandsins eru nú ríflega 3.600 félagsmenn en okkar mat er að þeir ættu að vera a.m.k. helmingi fleiri. Allt of margir millistjórnenda standa utan sterkra hagsmunasamtaka og skortir því þann bakstuðning sem menn þurfa á að halda ef eitthvað kemur upp á. Hér er ég sérstaklega að vísa til Sjúkrasjóðs STF sem er sá allra sterkasti á landinu en fjölmargt fleira má nefna,“ segir Skúli Sigurðsson sem stendur í stafni Sambands stjórnendafélaga á afmælisári 2018. Samband stjórnendafélaga hefur eflst mjög að kröftum á síðustu árum en það hefur komið í kjölfar markviss kynningarstarfs sem forystumenn sambandsins og einstakra félaga þess hafa staðið fyrir. Skúli segir að í nútíma samfélagi sé nauðsyn að ná til félagsmanna með fjölbreyttum hætti auk þess sem félögin þurfi stöðugt að minna á sig og marka sér stöðu þar sem áreitið er mikið. „Við höfum sem betur fer verið að uppskera mikla fjölgun félagsmanna og sækja þar með aukinn styrk til að veita félagsmönnum okkar sem allra besta þjónustu. En betur má ef duga skal. Ég tel að sambandið hafi aldrei verið öflugra en nú né átt meira erindi við þá sem gegna stjórnendastöðum vítt og breytt í atvinnulífinu. Hjá okkur bjóðast félagsmönnum fyrsta flokks kjör hvað varðar endurmenntun og aðstoð ef eitthvað kemur upp á og við leggjum mikla áherslu á að halda vel utan um okkar fólk,“ segir Skúli ennfremur.

80 ár að baki Það var þann 10. apríl 1938 sem nokkrir verkstjórar komu saman í húsi Eimskipafélags Íslands í Reykjavík til að stofna með sér landssamband. Flestir fundarmanna komu úr Verkstjórafélagi Reykjavíkur, sem hafði verið stofnað 1919 en að auki voru þar nokkrir vegaverkstjórar frá Vegagerð ríkisins. Fengu samtökin nafnið Verkstjórasamband Íslands, skammstafað VSÍ. Þegar Vinnuveitendasamband Íslands tók upp sömu skammstöfun löngu seinna ákváðu verkstjórar að bæta einu essi

46

í sína skammstöfun en þó ekki fyrr en árið 1993. Á árinu 2017 var nafninu svo breytt í Samband stjórnendafélaga, skammstafað STF. Verkstjórasambandið var fyrst í stað félagsskapur með einstaklingsaðild og töldust stofnfélagar vera 44 talsins. Fyrsti forsetinn var Jóhann Hjörleifsson vegaverkstjóri. Þegar félögin spruttu upp eitt af öðru varð Verkstjórasambandið að sameiginlegum vettvangi þeirra en ekki félag einstaklinga eins og hafði verið í byrjun. Er nánar farið yfir þessa sögu annars staðar í blaðinu. „Frá stofndegi hefur mikið vatn til sjávar runnið og gríðarlega merkilega saga orðið til. Eftir stofnun sambandsins fjölgaði félögum verkstjóra um land allt og urðu þau hátt í 20 talsins þegar mest var. Á síðustu árum hefur orðið sú þróun að félögin hafa stækkað en þeim fækkað og eru nú 12 aðildarfélög í sambandinu. Líkur eru á að þeim fækki enn meira á næstu árum en það er auðvitað í höndum félagsmanna. Samhliða því hafa verkefni á sviði samningagerðar, orlofsmála, menntunar og aðstoðar vegna veikinda eða slysa færst í auknum mæli frá einstökum félögum yfir til skrifstofu sambandsins hér í Hlíðasmára 8 í Kópavogi þar sem eru 4 starfsmenn í dag. Er skrifstofan okkar í Hlíðasmáranum því orðin þjónustumiðstöð fyrir okkar félagsmenn, hvar sem þeir búa á landinu.“

Sjúkrasjóður og símenntun Skúli nefndi áðan sterkan sjúkrasjóð verkstjóra en hann var stofnaður árið 1974 og hefur mjög mikilvægu hlutverki að gegna fyrir aðildarfélaga. „Já, stolt okkar í STF er auðvitað Sjúkrasjóður verkstjóra og stjórnenda en ég get fullyrt að hann er einn sá albesti á landinu. Hann veitir mjög góð réttindi til launa og annarrar aðstoðar í slysaog veikindatilfellum auk þess sem hann léttir undir með fjölskyldum félagsmanna þegar andlát ber að höndum. Þá á sjóðurinn og rekur sjúkraíbúð hér í Kópavogi fyrir þá félagsmenn utan af landi sem þurfa að leita sér lækninga á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn sjóðsins hefur í gegnum árin reynst ákaflega klók við að tryggja góða


endur heima er frábært nám sem æ fleiri kjósa sér og bæta þar með stöðu sína og hæfni á vinnumakaði.“

fjárhagsstöðu sjóðsins en jafnframt aukið stöðugt á réttindi félagsmanna til greiðslna úr sjóðnum. Að þeirri forsjá og ráðdeild búa félagsmenn stjórnendafélaganna svo sannarlega í dag.“

Nýtt nafn – breytt ímynd

Skúli nefnir líka menntamálin sem hann segir að lengi hafi verið mjög ofarlega á blaði hjá STF. „Menntunarsjóður STF gerir okkur kleift að styðja afar vel við bak þeirra sem vilja sækja sér aukna þekkingu í starfi og er stjórnendanámið okkar frábært tækifæri fyrir alla þá sem vilja auka hæfni sína til að takast á við síbreytilega innviði og umhverfi fyrirtækja. Það er Símenntun Háskólans á Akureyri sem annast kennsluna. Námið fer að öllu leyti fram með
fjarkennslu og nemendur geta því
sinnt því með fullu starfi og
óháð staðsetningu. Þetta

Á síðasta ári var brugðið á það ráð að skipta algerlega um nafn og númer eins og þar segir og við spurðum Skúla hverju það sætti: „Innan Verkstjórasambandsins hafði verið umræða um langt árabil að verkstjóraheitið væri ekki lengur eins gegnsætt og það var og að í félögunum ættu heima ýmsir stjórnendur sem ekki fengjust endilega við verkstjórn. Menn töldu einnig að þetta gamla starfsheiti væri nokkuð gildishlaðið og að erfitt væri t.d. að fá konur til að samsama sig með því. Eftir mikla stefnumótunarvinnu á vettvangi stjórnar VSSÍ, þar sem ýmsir sérfræðingar um rekstur og ímyndarmál voru

Skúli Sigurðsson, forseti Sambands stjórnendafélaga. „Stjórnendafræðslan í 100% fjarnámi er frábært nám sem æ fleiri kjósa sér og bæta þar með stöðu sína og hæfni á vinnumakaði.“

47


Kynning á sambandinu. Nokkrir forystumenn STF voru í bás á stórsýningunni Verk og vit 2018 til að kynna sambandið. Frá vinstri: Rögnvaldur Örn Snorrason, formaður Bergs, félags stjórnenda, Ægir Björgvinsson, formaður Þórs, félags stjórnenda, Steindór Gunnarsson, formaður Verkstjóra- og stjórnendafélags Hafnarfjarðar, Skúli Sigurðsson, forseti STF og Valur Ármann Gunnarsson, varaformaður Stjórnendafélags Suðurnesja.

okkur til ráðgjafar, óx þeirri hugmynd fylgi að tímabært væri að kenna félögin fremur við stjórnendahugtakið. Félögin hafa smám saman breytt nöfnum sínum, mismikið þó, en þegar flest þeirra hétu orðið stjórnendafélög var samþykkt að stíga skrefið til fulls og breyta nafni landssamtakanna einnig. Frá því var formlega gengið á sambandsþinginu í Stykkishólmi í fyrra. Jafnframt var lógóinu breytt og er það nú með nútímalegra og léttara yfirbragði en áður var. Ég vona svo sannarlega að ný ímynd höfði til fleiri, ekki síst kvenna sem því miður eru allt of fáar innan okkar vébanda. Því viljum við gjarnan breyta.“

Horft fram á veg Skúli segir að allnokkur gerjun sé í einstökum félögum og greinilegt að umræða sé um að víða sé breytinga þörf. „Eitt af því sem við viljum gjarnan breyta er að laða til okkar fleiri kvenkynsstjórnendur en því er ekki að neita að þessi félagsskapur okkar er býsna karllægur. Þá eru menn víða að ræða sameingar félaga og ég spái því að félögum í sambandinu fækki á næstu árum. Ég veit að það eru ekki allir sammála mér í þessu en um hitt eru allir sammála að við viljum styrkja sambandið og efla á alla lund til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Samband stjórnendafélaga fagnar 80 ára afmæli sterkara en nokkru sinni fyrr.“ 

Þjónustuskrifstofa Stjórnendafélags Austurlands er á Austurvegi 20, 730 Reyðarfirði

48

Opið virka daga kl. 13:00-16:00. Sími 864-4921 Netfang sta@sta.is - Heimasíða www.sta.is Nýir félagar velkomnir


Heyrðu nú! Hjá Dynjanda færðu heyrnarhlífar og samskipta­ búnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.

49

Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is


VIÐ SENDUM FÉLÖGUM Í STF BARÁTTUKVEÐJUR Á 80 ÁRA AFMÆLINU

Rangárþing eystra

Sveitarfélagið Skagaströnd

Sveitarfélagið Hornafjörður

50


Grafa og grjót ehf.

REYK J A N ES BÆR

Dalabyggð

REYK J A N ES BÆR

51


Stjórnendafélag Suðurnesja

Austurvegi 56, 800 Selfoss Sími 480 5000 - Fax 480 5001 Netfang: stjornandi@stjornandi.is www.stjornandi.is

Þór, félag stjórnenda Pósthólf 290 - 222 Hafnarfirði vefthor@simnet.is Formaður Ægir Björgvinsson GSM 897 4353 - aegirb@simnet.is

Stjórnendafélag Vestfjarða Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal Formaður Sveinn K. Guðjónsson GSM 863 3871

52

Hafnargötu 15, 230 Keflavík Formaður Einar Már Jóhannesson Sími 421 2877 - GSM 845 1838 Heimasíða: vsts.is Netfang: vsts@vsts.is

Berg, félag stjórnenda Hofsbót 4, 600 Akureyri Sími 568 3000 Netfang: bergfs@bergfs.is Formaður: Rögnvaldur Snorrason GSM 853 0253 www.bergfs.is

Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar Hellisgötu 16, 220 Hafnarfirði Formaður Steindór Gunnarsson GSM 898 9760


Stjórnendafélag Norðurlands vestra Pósthólf 50 - 300 Akranes Formaður: Kristján Sveinsson GSM 660 3286 kristjans@n1.is

Stjórnendafélag Vesturlands Skólastígur 15, 340 Stykkishólmi Sími 864 8852 Formaður: Unnur María Rafnsdóttir GSM 863 8256 unnurm64@gmail.com

Brú félag stjórnenda Skipholti 50d, 125 Reykjavík Sími 562-7070 - Fax 562-7050 Netfang: bfs@bfs.is Veffang: www.bfs.is Skrifstofa félagsins er opin virka daga frá kl. 9-14

540 Blönduósi Formaður: Kári Kárason GSM 844 5288 kari@vilko.is

Verkstjórafélag Vestmannaeyja Seljatangi 11, 270 Mosfellsbær Formaður: Gunnar Geir Gústafsson GSM 892 0281 gunnargeir77@gmail.com

Samband stjórnendafélaga Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Símar 553-5040 / 553-0220 Fax 568-2140 Netfang: stf@stf.is Veffang: www.stf.is

53


KROSSGÁTAN

SUDOKU

Í Sudoku er þrautin fólgin í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3 reit birtist tölurnar 1-9. Í hverri níu reita línu (láréttri og lóðréttri) eiga allar tölurnar einnig að birtast og má aldrei tvítaka neina þeirra.

54


Kemi ehf | Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is

Heyrnarhlífar með samskiptamöguleika á 8 rásum og Bluetooth

Heyrnarhlífar með útvarpi og Bluetooth

PELTOR HEYRNARHLÍFAR MEÐ BLUETOOTH


Stólpi Gámar

fyrir atvinnulífið

Stólpi Gámar bjóða gámalausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu  þurrgáma  hitastýrða gáma

 geymslugáma  einangraða gáma

 fleti og tankgáma  gáma með hliðaropnun

Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS og vörulyftur frá ATN og Maber

Hafðu samband 568 010 0

www.stolpigamar.is

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.