STF -tíðindi 2tbl. 2017

Page 1

Furður fornaldar Mölur og ryð eru fljót að granda stórvirkjum mannsins og flest af því sem við reisum okkur eða guðunum til dýrðar er fljótt að falla í gleymskunnar dá. Þegar við tókum saman yfirlit yfir sjö furðuverk fornaldar sáum við að aðeins eitt þeirra er uppistandandi í dag. Hvað varð af öllum hinum?

Sjá bls 20

Sameining á döfinni Viðræður eru á lokastigi um sameiningu Þórs, félags stjórnenda og Varðar, félags stjórnenda á Suðurlandi. „Þessa dagana er verið að ganga frá formlegu samþykki þess efnis,“ segir Ægir Björgvinsson, formaður Þórs í samtali.

Sjá bls. 6

Fréttaveita Sambands stjórnendafélaga | 2. tbl. Desember 2017

Sóknarhugur á Skaganum

Á ferð okkar upp á Akranes á dögunum heimsóttum við tvö fyrirtæki þar sem starfa margir stjórnendur. Hjá Skaganum 3X er mikill uppgangur og verkefnin hrannast inn víða að úr heiminum. Er óhætt að fullyrða að það íslenska hug- og verkvit sem þar á sér uppruna er orðið að útflutningsvöru út um allan heim. Ekki síður er margt um að vera í niðursuðuverksmiðjunni Akraborg sem framleiðir um 20 milljónir dósa á ári af niðursoðinni lifur og því stærsta fyrirtæki í niðursuðu lifrar í öllum heiminum!

„Mikill kraftur hefur verið í nýsköpun og vöruþróun hjá okkur. Fyrirtækið samanstendur að segja má af vöruþróun, sölu, þjónustu, smíði og afhendingu á tækjabúnaði, langmest fyrir sjávarútveginn en við erum líka að vinna okkur töluvert inn í framleiðslu á kjöti og kjúklingi,“ segir Jón Birgir Gunnarsson, yfirmaður markaðs- og sölumála hjá Skaganum 3X.

Sjá bls 30


FRÁ FORSETA

Mikilvægi þess að vera í félagi

S

ex mánuðir eru liðnir frá því 37. Sambandsþing STF var haldið í Stykkishólmi og á þessu hálfa ári hefur ýmislegt verið framkvæmt af þeim tillögum sem unnar voru á þinginu. Kynningarmál eru eitt þeirra atriða sem ítarlega voru rædd í kynningar-, samskipta- og framtíðarnefnd. Hér verða í stuttu máli rakin nokkur atriði sem vert er að kynna starfandi og verðandi stjórnendum (verkstjórum) hvort heldur þeir eru með bein mannaforráð eða sjálfstæðir stjórnendur.

Einstaklingsbundin þjónusta Hjá STF færðu einstaklingsbundna og persónulega þjónustu, þar eru námskeið og endurmenntun í boði, í einstökum aðildarfélögum er öflugt félagsstarf, trygging allan sólahringinn o.s.frv. Á nýlega endurbættum vef STF er auðvelt aðgengi að öllum upplýsingum í gegnum Mínar síður, m.a. sjá stöðu sína í sjúkrasjóði og sækja um ýmsa styrki svo fátt eitt sé nefnt. Þá er auðvitað hægt að skoða orlofsvefinn þar sem þú getur t.d. leigt aðgang að orlofseignum aðildarfélaganna.

Ert þú í réttu stéttarfélagi? Þetta er grundvallarspurning sem hver einasti stjórnandi ætti að íhuga með sjálfum sér því það skiptir máli fyrir hann fjárhagslega, félagslega og réttindalega að vera í samtölum með þeim sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Þú átt að vera í stéttarfélagi sem stendur með þér í gegnum þykkt og þunnt – alveg til enda! Þegar þú ert í stjórnunarstöðu hjá fyrirtæki eða starfsmaður sem stjórnar fólki og/eða viðamiklum verkefnum, þá áttu ekki alltaf samleið með undirmönnum þínum.

Kjarasamningar

Sterkari sjúkrasjóður

Heimsóknir í fyrirtæki

Hvaða ávinningur er af því að vera félagsmaður í regnhlífarsamtökunum STF? Ávinningurinn er samstaða og styrkur í félagi með fólki sem hefur sömu hagsmuna að gæta og þú, er í sömu stöðu og glímir við sömu úrlausnarefni í starfi. Þar er líka sterkari sjúkrasjóður en þekkist hjá öðrum stéttarfélögum, hægt er að fá lögfræðiráðgjöf og aðstoð og dvöl í orlofshúsum og íbúðum er í boði, svo fátt eitt sé nefnt.

Hér hef ég stuttlega farið yfir helstu atriði sem sýna kosti þess fyrir stjórnendur að vera í réttu stéttafélagi. Forseti STF og framkvæmdastjóri hafa undafarna mánuði farið í heimsóknir í fyrirtæki þar sem kynnt hefur verið fyrir hvað Samband stjórnendafélaga og aðildarfélögin standa og hvað aðildarfélögin gera fyrir sína félagsmenn. Allstaðar höfum við mætt miklum skilningi og góðum viðtökum sem segir okkur að við erum að koma með boðskap sem hittir í mark. Með tíð og tíma eiga þessar ferðir eftir að skila okkur enn fleiri nýjum félagsmönnum. 

Skúli Sigurðsson, forseti og kynningarfulltrúi skrifar

2

Samband stjórnendafélaga fer með samningsrétt fyrir hönd allra verk- og stjórnendafélaga á Íslandi.

Endurmenntun í boði Samkvæmt samningum eiga stjórnendur kost á að viðhalda menntun sinni og sérhæfingu. Menntunarsjóður SA og STF veitir fjölbreytta námsstyrki og hefur stuðlað að sérstöku námsframboði til stjórnenda.


NM78717 ENNEMM / SÍA /

EINN ÖFLUGASTI LÍFEYRISSJÓÐUR LANDSINS Við erum sterkari þegar við vinnum saman. Stafir lífeyrissjóður og Sameinaði lífeyrissjóðurinn hafa nú sameinast í einn öflugasta lífeyrissjóð landsins undir merkjum Birtu. Saman erum við sterkari!

Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta@birta.is I birta.is

3


FRÁ FRAMKVÆMDASTJÓRA

Fjórða iðnbyltingin að bresta á

Það kom berlega í ljós á mannauðsdeginum í Hörpu hvað nafna- og logobreytingin er að skila sér. Við vorum með kynningarbás þar til að kynna félögin og sambandið. Miklu fleiri stöldruðu við hjá okkur heldur en í fyrra og sumir spurðu hvort þetta væri nýtt félag og aðrir sögðu hvað þetta nýja nafn og logo liti vel út hjá okkur og þetta höfðaði betur til þeirra stjórnenda sem ættu heima hjá okkur. Margir og skemmtilegir fyrirlestrar voru á mannauðsdeginum og kom þar margt fróðlegt fram.

Það er gaman að segja frá því að við heimsóttum Háskólann á Akureyri þann 14. nóvember sl. og fórum yfir stjórnendanámið okkar með þeim og er það að komast á gott ról og færast í fastar skorður. Þau sýndu okkur róbóta sem eru komnir í notkun hjá þeim og líklega er þetta það sem koma skal; að geta talað við manneskju sem er stödd jafnvel í öðru landi í gegnum vélmenni eins og hún væri á staðnum. Þetta var mjög athyglisvert og er HA í fararbroddi í nýjungum á þessu sviði.

Eitt sem snart mig mikið var fjórða iðnbyltingin sem er að skella á okkur, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ef við lítum á snjallsímann okkar, sem þykir sjálfsagt að hafa á sér allan daginn og sofa með hann á nóttunni, þá eiga 2,3 milljarðar jarðarbúa síma í dag, fólk snertir símann sinn

Annað hjá STF er í föstum skorðum og er samstarf og samskipti félaga að aukast sem er til góða. Ég vil þakka starfsfólki skrifstofu STF fyrir fræbært og óeigingjarnt starf sem þau vinna alla daga. Við þetta tækifæri vil ég óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. 

Ég ætla að fara yfir það helsta sem hefur gerst hjá STF frá síðustu útgáfu STF tíðinda.

Jóhann Baldursson, framkvæmdastjóri STF.

Mölur og ryð eru fljót að granda stórvirkjum mannsins og flest af því sem við reisum okkur eða guðunum til dýrðar er fljótt að falla í gleymskunnar dá. Þegar við tókum saman yfirlit yfir sjö furðuverk fornaldar sáum við að aðeins eitt þeirra er uppistandandi í dag. Hvað varð af öllum hinum?

Sjá bls 16

Sameining á döfinni Viðræður eru á lokastigi um sameiningu Þórs, félags stjórnenda og Varðar, félags stjórnenda á Suðurlandi. „Þessa dagana er verið að ganga frá formlegu samþykki þess efnis,“ segir Ægir Björgvinsson, formaður Þórs, félags stjórnenda.

Sjá bls. 6

STF-tíðindi - 67. árgangur, 2. tbl. Desember 2017

M

HV

ERFISME

ISSN 2298-3201 141

Fréttaveita Sambands stjórnendafélaga | 2. tbl. Desember 2017

Sóknarhugur á Skaganum

Á ferð okkar upp á Akranes á dögunum heimsóttum við tvö fyrirtæki þar sem starfa margir stjórnendur. Hjá Skaganum 3X er mikill uppgangur og verkefnin hrannast inn víða að úr heiminum. Er óhætt að fullyrða að það íslenska hug- og verkvit sem þar á sér uppruna er orðið að útflutningsvöru út um allan heim. Ekki síður er margt um að vera í niðursuðuverksmiðjunni Akraborg sem framleiðir um 20 milljónir dósa á ári af niðursoðinni lifur og því stærsta fyrirtæki í niðursuðu lifrar í öllum heiminum!

„Mikill kraftur hefur verið í nýsköpun og vöruþróun hjá okkur. Fyrirtækið samanstendur að segja má af vöruþróun, sölu, þjónustu, smíði og afhendingu á tækjabúnaði, langmest fyrir sjávarútveginn en við erum líka að vinna okkur töluvert inn í framleiðslu á kjöti og kjúklingi,“ segir Jón Birgir Gunnarsson, yfirmaður markaðs- og sölumála hjá Skaganum 3X.

Sjá bls 30

Útgefandi:

Samband stjórnendafélaga

Ritstjóri:

Skúli Sigurðsson (ábm).

Umsjón, umbrot og auglýsingar:

Athygli ehf.

Prentun: Litróf Dreift til félagsmanna í Sambandi stjórnendafélaga og á fjölda vinnustaða um land allt.

4

R

KI

Furður fornaldar

U

Eins og ég kom inn á í síðsta blaði þá hættu þau Gylfi Einarsson og Margrét R. Sigurðardóttir hjá okkur sem verktakar en þau komu að gerð og þróun fjarnámsins ásamt Auðbjörgu Björnsdóttir. Gylfi hefur borið hitann og þungann af námsgagnagerðinni alveg frá byrjun eða allt frá því að gerð var þarfagreining á námsefninu og lagt upp sem fullorðinsfræðsla. Ég vil við þetta tækifæri þakka þeim fyrir samstarfið og frábært starf sem þau hafa innt af hendi fyrir okkur. Starfskraftur, sem ráðinn var í staðinn til að halda utan um verkefnastjórnun á fjarnáminu okkar og sem háskólinn á Akureyri sér um framkvæmd á, staldraði stutt við en hún hætti eftir tæpa mánaðar viðveru. Aftur leituðum við til Gylfa og var hann boðinn og búinn til að aðstoða okkur og er ekki amalegt að hafa aðgang að allri hans þekkingu og færni og áratuga reynslu á þessu sviði. Hann ætlar að vera okkur til halds og trausts í þeim verkefnum sem til falla og til að halda náminu í þeim gæðum sem við viljum hafa það.

að jafnaði 2.600 sinnum á sólarhring, hann er 50.000 sinnum hraðvirkari en fyrstu tölvurnar sem tóku tvö til þrjú herbergi í plássi. Í framtíðinni þarft þú aðeins að taka mynd af hlut, hvort sem það er hús, bíll eða annað, þá segir síminn þér hver hluturinn er og hvernig hann er samsettur og úr hverju hann er. Þetta er gervigreindin sem hellist yfir okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þetta á eftir að stjórna þér enn meira, segja þér hvað þú átt að gera í dag og hvar hlutirnir eru sem þú átt. Ef þú átt bíl þá stjórnar hún bílnum fyrir þig, ef þú lendir í árekstri þá tekur þú mynd af tjóninu og til verður skýrsla sem sendist til tryggingafélagsins, umfang tjónsis reiknast út, pantaðir verða varahlutir og tími á verkstæði, allt verður þetta sjálfvirkt. Við þessa byltingu tapast í fyrstu mörg störf en fljótlega verða til önnur. Mikilvægt er að við mannfólkið förum að búa okkur undir þessi ósköp sem eru framundan og hluti þess er að endurmennta sig því vélar og róbótar fara að vinna margt sem við gerum í dag. Í framtíðinni verður okkar verk að stjórna tölvum og vélrænum búnaði og skrifa handrit fyrir róbótana og forrita þá, sjá um að þeir hafi efni og réttar skipanir til að vinna úr. Þetta er aðeins brot af þeim breytingum sem við eigum von á að hellist yfir okkur í framtíðinni.

Kæru félagar.

912

Prentsmiðja


5


Ægir Björgvinsson, formaður Þórs, félags stjórnenda. „Vörður er að okkar mati afar ákjósanlegur kostur og ég geri þá ráð fyrir að sameinað félag fengi nýtt heiti og að til yrði eitt af öflugri félögum innan STF.“

Stefnt að sameiningu Þórs og Varðar

Þ

að er ekkert launungamál að við hjá Þór, félagi stjórnenda höfum haft hug á að sameinast öðru félagi til að samstilla kraftana og fá möguleika á að bjóða okkar mönnum upp á enn betri þjónustu. Það eru allar líkur á að við sameinumst Verði, félagi stjórnenda á Suðurlandi á næsta ári en þessa dagana er verið að ganga frá formlegu samþykki þess efnis,“ segir Ægir Björgvinsson, formaður Þórs, félags stjórnenda.

Ekki svæðisbundið félag Ægir segir að af hálfu Þórs hafi verið áhugi á að sameinast Verkstjóra- og stjórnendafélagi Hafnarfjarðar en þar hafi ekki verið áhugi á slíku að þessu sinni. Því hafi Þór snúið sér til stjórnar Varðar sem hafi tekið afar vel í erindið og að boltinn sé hjá þeim varðandi næstu skref. Ægir segir að á fundum Þórs hafi oft komið upp sú hugmynd hvort ekki væri skynsamlegt að sameina félagið öðru stjórnendafélagi til að búa til sterkari liðsheild. „Á síðasta aðalfundi okkar ræddum við þessi mál og stjórnin fékk umboð til að þreifa fyrir sér um sameiningu. Þór er sem kunnugt er eina félag iðnlærðra stjórnenda innan STF og starfssvæðið í raun allt landið. Þess vegna skiptir ekki máli inn í hvaða félag við göngum þótt við

6

teljum eðlilegast að við sameinumst einhverju öflugu félagi hér á suðvesturhorninu þar sem flestir okkar félagsmenn eru búsettir og starfandi. Vörður er að okkar mati afar ákjósanlegur kostur og ég geri þá ráð fyrir að sameinað félag fengi nýtt heiti og að til yrði eitt af öflugri félögum innan STF.“

Fjórðungsfélög innan fárra ára „Í Þór eru aðeins 60 greiðandi félagsmenn en í heildina erum við 82 um þessar mundir. Þetta er of lítil eining til að hægt sé að halda skrifstofu og satt að segja hefur ekki gengið sem skyldi að fá menn til sjálfboðaliðastarfa. Nútímasamfélag er orðið þannig að menn annaðhvort vinna mikið eða vilja deila frítíma sínum með fjölskyldunni. Þess vegna tel ég að einingarnar verði að stækka verulega til að hægt sé hafa starfsmenn á launum. Ég sé raunar fyrir mér að innan fárra ára verði Samband stjórenda samsett úr fjórðungsfélögum af landinu þar sem eru reknar skrifstofur í héraði auk sambandsskrifstofunnar hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er stutt síðan tvö félög á Vesturlandi sameinuðust og ég vona að þessi áform um sameiningu Þórs og Varðar gangi eftir strax eftir áramótin.“ 


Þjónustusíður á vef STF

V

efsvæði STF hefur verið í breytingaferli að undanförnu og nú hafa Þjónustusíður verið opnaðar þar fyrir félagsfólki en þær er að finna neðst á síðunni undir Flýtileiðir. Þarna geta félagsmenn skráð sig inn rafrænt með sama hætti og þeir fara í heimbankann sinn. Þetta er stórbætt þjónusta við stjórnendafélögin og félagsmenn innan þeirra raða.

„Með þessu viljum við bæta þjónustuna frá skrifstofu sambandsins en inn á Þjónustusíður geta allir félagsmenn í aðildarfélögum STF farið og nálgast sínar persónulegu upplýsingar og samskiptasögu, hvort sem er varðandi menntunarstyrki og aðra styrki, sjúkrasjóðsúthlutanir, greiðsluseðla, afslætti sem þeim bjóðast, sumarhúsaúthlutanir og fleiri atriði,“ segir Jóhann Baldursson, framkvæmdastjóri STF. 

Hjá ÍSRÖR færðu einnig - Viðvörunaborða - Hlífðarborða - Opnanleg hlífðarrör Hjá ÍSRÖR færðu einangruð hitaveiturör frá LOGSTOR

- Jarðvegsmottur

- Stálrör - Stálfittings og samsetningar

- Hitaveituskápa

- Pexrör - Pexfittings og samsetningar

- Gasskápa

- PexFlextra sveigjanlegri pexrör - Pexfittings og samsetningar

- Ljósleiðaraskápa - Dæluskápa og svo margt fleira

Hjá ÍSRÖR færðu pressutengi og pressuvélar frá Haelok fyrir stálrör frá 3/8“ upp í 4“ - Minnkanir - Bein tengi - Viðgerðartengi - Nippla - Múffur - Hné - Té - Blindlok

Og svo allt annað sem þarf til hitaveitulagna

Hringhella 12, Hafnarfjörður • Sími 565-1489 • isror@isror.is • www.isor.is

7


Gylfi Einarsson skrifar

Til hvers er stjórnendanám? Hver er millistjórnandi? Millistjórnendur af ýmsu tagi eru lykilmenn í sérhverju lagskiptu fyrirtæki. Starfsheiti eru með ýmsu móti; verkstjórar, deildarstjórar, sviðsstjórar, liðsstjórar, útibússtjórar, verkefnastjórar o.fl. Allir eiga þó sameiginlegt að hafa mannaforráð; stjórna daglegum verkum og viðfangsefnum undirmanna, skipuleggja og bera ábyrgð á starfsemi skipulagseiningar innan tiltekinnar skipulagsheildar.

Millistjórnendur í efri lögum skipulagsheilda taka jafnan þátt í stefnumótandi ákvörðunum um starfsemi skipulagseininga og heildar. Slíkt starf krefst glöggrar þekkingar á innviðum skipulagsheildarinnar og innbyrðis tengslum skipulagseininga. Það krefst einnig þekkingar á umhverfi skipulagsheildarinnar, viðskiptavinum, mörkuðum, keppinautum, nærsamfélagi og stjórnsýslu.

Tilgangur náms í hnotskurn Millistjórnendur stunda stjórnendanám til að:

Millistjórnendur bera jafnan ábyrgð gagnvart atvinnurekanda og eru trúnaðarmenn hans. Þeir eru tengiliðir milli stjórnenda og starfsmanna sem vinna undir þeirra stjórn. Af því leiðir að millistjórnendur verða að hafa skilning og trú á áformum og fyrirmælum yfirmanna sinna. Þeir túlka fyrirmælin á „mannamál“, miðla til undirmanna, skipuleggja starfsemi samkvæmt þeim, meta árangur og upplýsa undir- og yfirmenn sína. Þeir leggja mat á möguleika skipulagseiningar til að mæta áformum og kröfum yfirmanna, leggja til úrbætur varðandi mannauð og skipulag og fylgja umbótaáætlunum eftir.

1.

2.

3.

4.

Gylfi Einarsson ráðgjafi. „Uppbygging stjórnendanámsins endurspeglar tilgang þess með skiptingu í fimm lotur.“

8

5.

Leggja mat á eigin þekkingu, leikni og hæfni til að stunda starf sitt af kostgæfni. Skilgreina styrkleika sína og veikleika til að sinna starfinu og koma auga á leiðir til að auka eigin hæfni. (Lota 1). Öðlast þekkingu á undirstöðum mannauðsstjórnunar og leikni til að greina, bregðast við og meta árangur aðgerða er varða undirmenn, aðstæður þeirra og líðan í starfi. Skilgreina þætti sem auka framleiðni í skipulagseiningu og skipulagsheild. Gera ígrundaðar og rökstuddar tillögur til yfirstjórnar skipulagsheildar og framkvæma slíkar tillögur ef svo ber undir. (Lota 2). Tileinka sér hugmyndafræði og aðferðir fastmótaðra starfshátta skipulagsheildar sem bundnir eru formlegri stefnu. Greina möguleika til úrbóta í starfsemi skipulagsheildar með fastmótuðum starfsháttum, s.s. vottuðu gæðakerfi. Greina áhættu og kostnað við uppsetningu slíkra kerfa. Gera ígrundaðar og rökstuddar tillögur til yfirstjórnar skipulagsheildar og fylgja þeim eftir. Efla jákvætt viðhorf undirmanna til formlegra rekstrarstjórnunarkerfa, greina afrakstur þeirra og miðla upplýsingum þar að lútandi til undir- og yfirmanna. (Lota 3). Öðlast skilning á undirstöðum rekstraráætlana og leiðum til að miðla til undir- og yfirmanna með skilgreiningum á ferlum og úrbótum þeirra. Nýta gagnakerfi til eftirlits og miðlunar á tölulegum rekstrarupplýsingum. Vera vakandi yfir umbótum á skráningu og notkun slíkra kerfa. (Lota 4). Þekkja umhverfi skipulagsheildar, leggja mat á margslungin áhrif þess á rekstur og ásýnd skipulagsheildar. Gera ígrundaðar og rökstuddar tillögur


Stjórnendafræðslan fer nú fram í fjarnámi á vegum Háskólans á Akureyri. Ljósm. Háskólinn á Akureyri/Daníel Starrason.

6.

um aðgerðir og viðbrögð gagnvart nærumhverfi skipulagsheildarinnar og annast eftir atvikum framkvæmd þeirra og árangursmat. (Lota 5). Efla hæfni sína í starfi til að öðlast framgang innan skipulagsheildar og auka möguleika til annarra starfa og hreyfanleika á vinnumarkaði. Kjaramál og starfsaðstæður koma einnig við sögu.

Uppbygging námsins Uppbygging stjórnendanámsins endurspeglar tilgang þess með skiptingu í fimm lotur. Í hverri lotu eru vikulangir áfangar sem fjalla ítarlega um afmörkuð málefni á starfssviði stjórnenda. Inntak áfanga; miðlun, nemendaverkefni og umræða, er skilgreint með lærdómsviðmiðum. Þekkingar- og leiknikröfur lærdómsviðmiða eru undirstaða námsmats. Stígandi í námi tekur mið af skilgreiningum á 3. og 4. þrepi hæfniramma um íslenska menntun. Kennarar eru valdir með hliðsjón af tilgangi námsins. Þeir hafa þekkingu á viðfangsefnum áfanga sinna, þekkja innviði og umhverfi fyrirtækja sem um er að ræða og hafa skilning á praktískum lausnum þeirra málefna sem um er að tefla.

Stjórnendafræðsla byggir á gömlum grunni Á árunum í kringum 1950 var mikil umræða á Alþingi um uppbyggingu iðnaðar í landinu og aðkomu stjórnvalda að málum. Frumkvöðull var einkum Gísli Jónsson alþingismaður Barðstrendinga og síðar Vestfjarða fyrir Sjálfstæðisflokk (1942-1963). Hann flutti frumvarp til laga um iðnaðarmálastjóra og framleiðsluráð 1947, 1950 og 1951. Í greinargerð iðnaðarnefndar 1951 segir m.a.: Það er sýnilegt, að það er beinlínis lífsskilyrði, bæði fyrir landbúnaðinn og fyrir sjávarútveginn, að hendi sé ekki sleppt af neinum þeim afurðum, sem þar eru framleiddar, fyrr en þær hafa verið svo úr garði gerðar, að þær skili framleiðendum sem mestum tekjum og landinu sem mestum gjaldeyri, ef út eru fluttar.

En vér eigum enn óralanga leið að því takmarki. Og því takmarki verður ekki náð nema með stórkostlegri þróun á sviði iðnaðarmálanna. Hér hafa að vísu unnist stórir sigrar á síðari árum, einkum þó hvað snertir nýtingu sjávarafurða, en það er þó ekki nema brot af því, sem koma verður í framtíðinni. Það er alveg ljóst, að því erfiðlegar sem gengur að afla hráefnanna, því meiri og brýnni nauðsyn ber til þess að vinna sem bezt úr þeim, hagnýta þau sem bezt og koma þeim í sem verðmætasta vöru. Gildir þetta jafnt um afurðir frá landi sem legi. (Nefndarálit um frv. til laga um iðnaðarmálastjóra og framleiðsluráð, 29. okt. 1951). Athygli vekur að hér er drepið á tekjur, vörugæði, hráefnisnýtingu og þróun – allt í sömu andrá. Frumvarpið náði ekki í gegnum þingið. Ólafur Thors, sem þá var atvinnumálaráðherra, brá við skjótt og skipaði iðnaðarmálanefnd sem leggja skyldi drög að skipulagi nýrrar stofnunar; Iðnaðarmálastofnunar Íslands. Nú var unnið hratt og markvisst og hin nýja stofnun tók til starfa 25. nóvember 1953, þó án þess að henni væru sett lög, enda brást Landssamband iðnaðarmanna ókvæða við að hafa ekki verið með í ráðum um hina nýju stofnun. (Tímarit iðnaðarmanna, 26. árg. 1953, 2. tbl. s. 15-16 og s. 22). Starfssvið IMSÍ var nánast tröllaukið, ekki síst í ljósi þess að starfsmenn voru aðeins þrír; Bragi Ólafsson vélaverkfræðingur, Hallgrímur Björnsson efnaverkfræðingur og Sveinn Björnsson iðnaðarverkfræðingur. Starfsemin skiptist samkvæmt starfsáætlun í fjögur svið; tæknileg upplýsingaþjónusta, tæknileg aðstoð, könnun og „standardar“. Undir tæknilega upplýsingaþjónustu féll m.a. „verkstjórn“ og var þar með lagður grunnur að verkstjórnarnámskeiðum sem urðu síðar fastur liður í starfsemi IMSÍ. Starfsáætlunin birtist 1954 í 1. tbl. 1. árg. Iðnaðarmála sem var málgagn stofnunarinnar.

9


Athygli vekur að lög um verkstjórnanámskeið nr. 49/1961 voru sett áður en lög um Iðnaðarmálastofnun Íslands voru sett 16. febrúar 1962. Bjarni Benediktsson þáverandi iðnaðarmálaráðherra hafði forgöngu um hvort tveggja. Jafnframt var sett reglugerð um verkstjóranámskeið nr. 178/1962. Lög um verkstjórnarnámskeið eru enn í gildi, þótt afskipta stjórnvalda af framkvæmd þeirra hafi ekki gætt um árabil. Geta má þess að lögin eru þau fyrstu sem sett eru um endurmenntun starfsstéttar hérlendis. Nafni Iðnaðarmálastofnunar var breytt 1971 í Iðnþróunarstofnun Íslands. Hlutverki stofnunarinnar var einnig breytt verulega með nýjum lögum, en það hafði ekki áhrif á verkstjóranámskeiðin sem voru rekin með sama sniði og fyrr. Enn varð breyting á stofnanafyrirkomulaginu árið 1978 þegar Iðnþróunarstofnun og Rannsóknastofnun iðnaðarins voru sameinaðar í Iðntæknistofnun Íslands. Verkstjóranámskeiðin voru áfram þáttur í starfsemi hinnar nýju stofnunar, enda var þar sett á fót öflug fræðslu- og ráðgjafardeild sem sinnti margvíslegri þekkingarmiðlun til iðnaðarins. Árið 2005 var meira að segja stofnað „Þekkingarsetur Iðntæknistofnunar“ þar sem sjö manns störfuðu um hríð (Iðntæknistofnun – í þágu atvinnulífsins, maí 2006, s. 35-36). Árið 2007 voru sett „Lög um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun“ nr. 75/2007 sem fjalla um Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Tækniþróunarsjóð. Nú voru Iðntæknistofnun og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins sameinaðar, en nokkur hluti af starfseminni var færður til annarra stofnana s.s. Matís. Áherslur í starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar voru verulega frábrugðnar starfsemi Iðntæknistofnunar. Kjarnastarfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar skiptist í tvö svið: 1. Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki: Öflug stuðningsþjónusta og þekkingarmiðlun fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.

2.

Tæknirannsóknir og ráðgjöf: Hagnýtar rannsóknir og tækniráðgjöf á sviði bygginga og mannvirkja, framleiðslu, líf- og efnistækni, efnagreininga og orku. (Af vef nmi.is, október 2017).

Fræðslustarfsemi er sem áður öflugur þáttur í starfsemi stofnunarinnar en beinist nú mest að starfi frumkvöðla, einkum undirbúningi, stofnun og rekstri sprotafyrirtækja. Í orði kveðnu var Verkstjórnarfræðslan samstarfsvettvangur Verkstjórasambands Ísands og Samtaka atvinnulífsins (áður Vinnuveitendasambandsins) annars vegar og hins vegar þeirra stofnana sem nefndar hafa verið hér að framan. Í raun minnkuðu afskipti VSSÍ og SA/VSÍ af starfseminni í áranna rás og voru stofnanirnar að mestu sjálfráða um inntak og framkvæmd námskeiða – þrátt fyrir skýr ákvæði laga um verkstjóranámskeið varðandi stjórn starfseminnar. Upp úr aldamótum fóru að heyrast raddir atvinnurekenda um breytingar á fyrirkomulagi námskeiðanna.

Endursköpun Verkstjórnarfræðslu Árið 2011 náðist samkomulag milli Verkstjórasambandsins og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Nýsköpunarmiðstöðvar hins vegar um heildarendurskoðun verkstjóranámskeiðanna. Sett var á fót verkefni, VS 2011, sem hafði að markmiði að endurskoða allt námsframboðið frá grunni og setja því nýjan ramma. Verkefnið hófst síðla árs 2011. Gylfi Einarsson var ráðinn verkefnisstjóri og í verkefnishópnum sátu m.a. Kristján Örn Jónsson og Skúli Sigurðsson fyrir VSSÍ (nú Samband stjórnendafélaga), Ingólfur Sverrisson og Bragi Bergsveinsson fyrir SA/Samtök fiskvinnslustöðva og Kristján Óskarsson fyrir Nýsköpunarmiðstöð. Starfsmenntasjóður SA og VSSÍ lagði fé til verkefnisins sem og þeirra verkefna sem á eftir fylgdu. Sjóðurinn var settur á fót 2008 og hefur tekjur sínar af greiðslum tiltekins hluta launa starfandi millistjórnenda samkvæmt kjarasamningum við SA. Stofnun sjóðsins skapaði nauðsynlegan bakhjarl fyrir þá þróunarstarfsemi sem nú fór í hönd.

Nýtið afslættina! Félagsmenn í aðildarfélögum Sambands stjórnendafélaga eiga kost á margvíslegum afsláttum frá fyrirtækjum en allar nánari upplýsingar um þá er að finna á orlofshúsavefnum á heimasíðu sambandsins, stf.is. Afslættirnir eru af ýmsu tagi og skiptast í undirflokkana afþreying og frístundir, bíllinn, fatnaður, gisting og veitingar,

10

gjafavara og blóm, heilsan og útlitið og heimilið. Margir aðilar eru með tilboðið 2 fyrir 1 og fjöldamörg fyrirtæki bjóða upp á 5-25% afslátti af vörum sínum og þjónustu. Félagsmenn þurfa að framvísa félagsskírteini og taka fram að um Frímann og/eða Íslandskorts afslætti sé um að ræða. Sjá nánar á stf.is


Millistjórnendur í efri lögum skipulagsheilda taka jafnan þátt í stefnumótandi ákvörðunum um starfsemi skipulagseininga og heildar.

Unnið var að nýrri uppsetningu námsins 2012-2013 og fékk það núverandi mynd; fimm lotur með um 50 vikulöngum áföngum. Lærdómsviðmið voru sett fyrir hvern áfanga, þ.e. skilgreining á þeirri þekkingu og leikni sem nemendur skulu öðlast með námi sínu. Jafnframt var ákveðið að öll miðlun yrði í fjarkennslu og var það djarfmannleg breyting. Árið 2014 voru kennarar ráðnir til að semja námsefni og skipuleggja miðlun innan þess ramma sem settur var í VS 2011. Var starfið unnið af sama verkefnishópi og VS 2011, en verkefnið nefndist VS 2014. Ráðnir voru um 20 kennarar sem allir eru háskólamenntaðir sérfræðingar í sínu sviði, flestir með reynslu af kennslu á háskólastigi og víðtæka reynslu í atvinnulífi. Í september 2014 var gerður samningur milli samstarfsaðila um að Nýsköpunarmiðstöð tæki að sér að reka Verkstjórnarfræðsluna undir sérstakri stjórn sem skipuð var fulltrúum samstarfsaðilanna. Samningurinn gilti til júní 2017 og hlutum hagað svo að innan þess tíma yrðu allar lotur kenndar a.m.k. einu sinni. Þessi tilraunakeyrsla tókst að mörgu

leyti með ágætum og voru gerðar fjölmargar breytingar á framsetningu kennslu og skipulagi náms þótt grunnurinn stæði að mestu óhaggaður. Undir lok samningstímans ræddu samstarfsaðilarnir stöðu mála í fullri einurð, m.a. í ljósi breyttra áherslna í starfi Nýsköpunarmiðstöðvar. Niðurstaðan varð sú að samstarfinu skyldi slitið. Samband stjórnendafélaga og Samtök atvinnulífsins leituðu hófanna um rekstur millistjórnendanámsins hjá ýmsum aðilum. Í ljós kom að Símenntun Háskólans á Akureyri reyndist álitlegasti kosturinn. Gerður var samningur milli Sambands stjórnendafélaga og Starfsmenntasjóðs STF og SA annars vegar og Háskólans á Akureyri hins vegar um millistjórnendanám sem kallast nú Stjórnendafræðslan í stað Verkstjórnarfræðslunnar áður. Hófst samstarfið vorið 2017 undir nafni Stjórnendafræðslunnar og kennsla lotu 1 fór fram í september 2017. Verkefnastjóri Stjórnendafræðslunnar er Stefán Guðnason og hefur hann aðsetur hjá Símenntun HA á Akureyri. Stjórn Starfsmenntasjóðs SA og STF er jafnframt stjórn Stjórnendafræðslunnar. 

Starfsfólk Sambands stjórnendafélaga óskar félagsfólki aðildarfélaganna og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.

11


Slysin gera aldrei boð á undan sér. Sjúkrasjóður STF greiðir bætur til verkstjóra og stjórnenda í veikinda- og slysatilfellum.

Öflugur sjúkrasjóður STF

Veitti 156 milljónir í styrki í fyrra

Á

síðasta ári voru veittir alls 1.370 styrkir úr sjúkrasjóði STF að upphæð ríflega 156 milljónir króna. Sjúkradagspeningagreiðslur eru langstærsti flokkur sjóðsins en þær námu af þessari upphæð 101 milljón króna í fyrra.

Bætur í veikinda- og slysatilfellum Árið 1974 var Sjúkrasjóður verkstjóra- og stjórnenda settur á laggirnar og í dag er hann einn af öflugustu sjúkrasjóðum landsins. Markmið sjóðsins er að greiða bætur til verkstjóra og stjórnenda í veikinda- og slysatilfellum. Fullgildur starfandi félagi á rétt á sjúkradagpeningagreiðslum í eitt ár og einnig eru veittir styrkir til endurhæfingar. Ásamt því að veita styrk til sjúkraþjálfunar eða kírópraktorsmeðferðar eiga félagsmenn rétt á ýmiss konar forvarnarstyrkjum sem og styrkjum til sjónog heyrnatækjakaupa. Sjúkrasjóður STF kemur til móts við félagsmenn fari þeir í frjósemismeðferð eða ættleiði barn en einnig eru veittir sérstakir fæðingarstyrkir. Við fráfall félagsmanns greiðir sjúkrasjóður dánarbætur til aðstandenda.

Rafrænar skilagreinar

12

Mikilvægi starfsendurhæfingar Samband stjórnendafélaga er aðili að Virk starfsendurhæfingarsjóði. Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna langvarandi veikinda. Áhersla er lögð á að koma snemma að málum og viðhalda vinnusambandi einstaklinga með virkni og öðrum úrræðum. Starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs miðar að því að ná heildarsýn yfir möguleika einstaklinga til starfsendurhæfingar þegar litið er til heilsu, félagslegs umhverfis, reynslu viðhorfa og væntinga. Hjá Starfsendurhæfingarsjóði er farið með allar upplýsingar um einstaklinga sem trúnaðarmál og í samræmi við ákvæði laga og reglna um persónuvernd. Nýráðinn verkstjóri eða stjórnandi tekur með sér áunnin réttindi úr fyrri sjóði og nýtur fullra bóta um leið og hann aflar aukinna réttinda. Hafi félagsmaður greitt í sjúkrasjóð síðustu 10 ár starfsævi sinnar heldur hann réttindum í sjúkrasjóði það sem eftir er ævinnar að undanskildum rétti til sjúkradagpeningagreiðslna. 

Vel hefur tekist til með skil á rafrænum skilagreinum vegna stjórnenda í aðildarfélögum STF og eru þær rúmlega 80% í dag. En betur má ef duga skal. Við beinum þeim eindregnu tilmælum til launagreiðenda að skilað sé til okkar

rafrænt og að þeir sem ekki skila til okkar með þeim hætti bæti ráð sitt. Hægt er að nálgast rafræna skilagrein á heimasíðu STF. Skrifstofa STF veitir allar nánari upplýsingar og getur sent launagreiðendum leiðbeiningar.


Gúmmísteypa Þ. Lárussonar ehf.,

Gylfaflö Sími 567 4

Kt. 571293-2

Bank Gylfaflöt 3 · 112 Reykjavík· Sími 567 4467 gummisteypa@gummisteypa.is www.gummisteypa.is

Netfang: dek

13


HEIMSÓKNIN

Einar Víglundsson, verksmiðjustjóri Akraborgar segir að Samband stjórnendafélaga og félögin innan þess hafi fylgst vel með breyttum tímum og lagað sig að aðstæðum. Hér er hann við róbótann, sem leysir af hólmi starfsfólk í pökkun.

N

iðursuðuverksmiðjan Akraborg á Akranesi er stærsti framleiðandi á niðursoðinni fisksklifur í heiminum. Með kaupum á verksmiðju í Ólafsvík verður framleiðslan í ár um 20 milljónir dósa. Hráefnis er aflað um allt land og afurðirnar eru fluttar utan til meginlands Evrópu. Hjá Akraborg starfa 37 til 40 manns og vinnustaðurinn nokkuð stór miðað við Akranes. Akraborg var stofnuð á Akranesi 1989 af tveimur feðgum, Þorsteini Jónssyni og Jóni Þorsteinssyni. Síðan kom danska fyrirtækið Bornholms inn í starfsemina. Þeir keyptu hlut í verksmiðjunni og sömuleiðis útflutningsfélagið Triton sem er í eigu Arnar Erlendssonar og fjölskyldu hans. Fyrirtækið hefur síðan verið í eigu Bornholms og Triton „Nafnið á fyrirtækinu breyttist svo á þessum tíma og nafnið Akraborg var valið með skírskotun til staðsetningarinnar á Akranesi, en ekki voru allir hrifnir af því í upphafi. En það hefur reynst okkur vel,“ segir Einar Víglundsson, verksmiðstjóri Akraborgar.

Framleiða 20 milljónir dósa í ár „Hér áður var mesta framleiðslan á ári milli þrjár og fjórar milljónir dósa. Árið 2008 byrjuðum við að gera verulegar breytingar á rekstrinum og byggja upp og endurbæta. Stærsta árið hjá okkur eftir það var 2015, en þá fórum við í 15 milljónir dósa. Á þessu ári verðum við með svipað magn hér á Akranesi. Stærsta skýringin á að

14

það er ekki meira er ákvörðun fyrrverandi utanríkisráðherra sem leiddi til stöðvunar á innflutningi til Rússlands með einu pennastriki. Ekki það að við höfum verið mjög stórir inni á þeim markaði, en vorum samt að selja þangað. Bannið er að trufla alla í þessari framleiðslu, því nú þurfa þeir sem áður reiddu sig á rússneska markaðinn að leita inn á aðra markaði í Evrópu, og þá þrengir að öllum sem þar eru. Aðrir framleiðendur eru með mjög hátt hlutfall framleiðslunnar fyrir Rússa. Það er ekki bara í niðursuðu sem innflutningsbannið í Rússlandi hefur valdið gífurlegu tjóni, það er miklu víðar í sjávarútvegi og jafnvel í landbúnaði. Sú ákvörðun að fylgja Bandaríkjunum og Evrópusambandinu í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna Úkraínudeilunnar og kalla yfir okkur fyrir vikið viðskiptabann frá Rússum er þeim sem að því stóðu til skammar,“ segir Einar. Á síðasta ári tók Akraborg á móti um 3.800 tonnum af lifur. „Á þessu ári jukum við umsvifin og keyptum litla verksmiðju í Ólafsvík þannig að í heildina fer fyrirtækið í eitthvað um 18-20 milljónir dósa á árinu. Aðalútflutningslönd Akraborgar eru Danmörk, Frakkland og Þýskaland en auk þess fara afurðirnar út um allan heim. Þetta er að langmestu leyti hrein lifrarniðursuða. Í henni er aðeins örlítið salt en önnur efni nánast engin. Hluti vörunnar er reyktur við bruna á spónum. Varan er eins hrein og hún getur orðið. Svo hefur reyndar verið


Heimsókn í Akraborg á Akranesi

Stærsta fyrirtæki í niðursuðu lifrar í heiminum Rætt við Einar Víglundsson verksmiðjustjóra

bryddað upp á smá nýjungum eins og að bæta sítrónu í dósirnar og blanda saman lifur og hrognum í paté.“

niðursuðuna eftir þegar ég kom hingað. Og hún er með því skemmtilegra sem maður hefur gert.“

Einar segir að það sé mikill munur á því hvernig lifrin sé unnin nú en áður, eins og þegar allt var soðið í sama pottinum, fiskur, lifur og hrogn og hann hafi látið sig hafa að borða þetta á sínum tíma með semingi. Hann tók Fiskvinnsluskólann á árunum 1975 til 1978 og var í afleysingum á sumrin í fiskvinnslu hingað og þangað. „Þá var þessi skóli svo skemmtilegur en nemendur voru sendir hingað og þangað til að kynnast framleiðslu sjávarafurða; salta síld, frysta fisk og verka saltfisk. Ég er því búinn að fara í gegnum alla þessa flóru nema ég átti

Um 90% af allri lifur nýtt „Það gengur vel að fá lifur til vinnslu. Lifrina tökum við alls staðar að en stærstu birgjarnir okkar eru Samherji, HB Grandi og Fisk Seafood. Við tökum svo lifur á Patreksfirði, Fáskrúðsfirði, Suðurnesjum og Siglufriði. Við erum með verksmiðjuna í Ólafsvík sem tekur nánast alla lifur af Snæfellsnesinu. Aðföngin eru þannig að flutningafyrirtækið Ragnar og Ásgeir sjá um lifrarsöfnun fyrir okkur á Snæfellsnesi. Eimskip sér um allan annan flutning í gegnum þjónustufyrirtæki, sem heitir Bratt-

Þarna er verið að sjóða niður lifur í dósir fyrir Rússa sem búa í Þýskalandi. Þeir vilja bara hringlaga dósir.

15


Tryggvi Sæberg Einarsson er einn af þeim elstu sem starfandi eru í niðursuðu á Íslandi og kann betur til verka en flestir aðrir.

hóll. Þar er leitað að bestu verðum í flutningi og haldið utan um flutninginn á öllum leiðum. Ef við eigum von á 30 tonnum af skipi í fyrramálið, sjá þeir um að það sé sótt og komið til okkar. Þá sér ÞÞÞ hér á Akranesi um allan flutning á dósum, sem eru að fara utan. Það er alltaf svolítill slagur um hráefnið en með útflutningsbanninu hjá Rússum kom afturkippur í framleiðsluna og verðið á lifrinni lækkaði. En við erum svo flinkir við það Íslendingar að ef við höldum að einhver sér að græða peninga, þá þurfa allir að prófa það sama. Svo endar það yfirleitt þannig að einhver fer á hausinn.“ Einar telur að verið sé að nýta nánast alla lifur sem til fellur við veiðar íslenskra skipa og báta. „Kannski ekki alveg 100% en það er helvíti nálægt því. Þar skiptir miklu máli að Jón Bjarnason fyrrv. sjávarútvegsráðherra kom á löndunarskyldu á allri þorsklifur en 85 til 90% af allri lifur er hirt. Sú lifur sem ekki er hirt er af frystitogurum. Ástæðan er sú að lifrin er mjög erfið í frystingu og ekki síður uppþýðingu til vinnslu. Jákvæða þróunin er að ísfisktogurum hefur fjölgað og því hækkar hlutfall lifrar sem kemur til vinnslu og útflutnings. Menn vita líka betur en áður hvernig meðhöndla skuli lifrina um borð til að skila betra hráefni í land eftir að þessi nýju glæsilegu ísfiskskip koma inn í flotann. Það er staðið miklu betur að öllum hlutum en áður og menn eru mjög meðvitaðir um að þeir eru að meðhöndla matvæli. Skýringin er kannski að hluta til sú hvað við eigum mikið af vel menntuðu og áhugasömu fólki innan sjávarútvegsins.“

Gott að hafa hagsmunasamtök verkstjóra „Við erum töluvert tæknivædd hér í fyrirtækinu. Nýlega tókum við fyrsta róbótann hér inn sem léttir störf. Kannski verður það svo í framtíðinni að ekki þarf jafn-

16

Akraborg er stærsti framleiðandi niðursoðinnar lifrar í heiminum og á einum degi getur framleiðslan verið langleiðina í 200.000 dósir!

marga starfsmenn í vinnsluna vegna tæknivæðingar. En það er ekki svo að við séum að fara að segja upp fólki fyrir vélar. Störfin breytast og þau erfiðu felld út með aðstoð tækninnar. Í okkar tilfelli eru um að ræða róbóta sem sér um pökkun á dósunum. Sumum finnst kannski ekki erfitt að raða léttum kössum á bretti en hjá okkur vega þessir litlu kassar 13 til 15 tonn samtals á dag þegar upp er staðið. Það tekur í að raða mörg þúsund kössum á dag á bretti, þó þeir séu ekki nema 1,5 kíló hver. Þessa vinnu er róbótinn að losa starfsfólkið okkar við.“ Einar er félagi í Stjórnendafélagi Austurlands sem svo er aðili að Sambandi stjórnendafélaga. Hann var framleiðslustjóri á Vopnafirði í 11 ár og hefur haldið tryggð sinni við það félag enda fæddur og uppalinn á Refstað í Vopnafirði. Hann segir að mjög gott sé að hafa svona hagsmunasamtök stjórnenda af ýmsu tagi og það séu ekki bara verkstjórar í sjávarútvegsfyrirtækjum sem séu í félögunum, þó svo hafi kannski verið hér áður fyrr. Þá sé rétt að nefna að STF eigi líklega einhvern sterkasta sjúkrasjóð, sem nokkur samtök eða stéttarfélög eiga. Það sé mjög sterkur barkhjarl fyrir félagana. „Mér finnst sambandið og félögin innan þess hafa fylgst vel með breyttum tímum og lagað sig að aðstæðum. Þannig megi taka Stjórnendafélag Austurlands þar sem komið er inn mikið af fólki, sem ber kannski ekki stöðuheitið verkstjóri en eru stjórnendur eins og til dæmis í álverinu. Þess vegna finnst mér það rétt að breyta nöfnum félaganna úr verkstjórafélögum í félög stjórnenda. Þannig eru félögin og STF að fylgja þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í samfélaginu,“ segir Einar Víglundsson.  Myndir og texti Hjörtur Gíslason


Þekkir þú rétt þinn sem fullgildur félagi? » Launavernd í allt að 12 mánuði í veikindum.

» Styrkur vegna fæðingar barns 100.000 kr.

» S tyrkur vegna veikinda maka eða barna.

» Útfararstyrkur sem greiðist til maka eða barna en einnig eru sérstakar bætur vegna andláts maka eða barns starfandi stjórnanda.

» Tímar í sjúkraþjálfun, sjúkranudd og kírópraktor eru greiddir á móti Tryggingastofnun sem og heimsókn til sálfræðings eða félagsráðgjafa. » Starfstengdur menntunarstyrkur (150.000 kr.) og styrkur til tómstundanáms (45.000 kr.) – þó aldrei hærra en 80% af kostnaði. » Styrkur til kaupa á gleraugum, styrkur til laser augnaðgerða, heyrnatækjakaupa og styrkur upp í ferðakostnað.

» Við andlát skal vinnuveitandi greiða fjölskyldu starfandi stjórnanda 3ja mánaða meðallaun samkvæmt kjarasamningi. » Lögfræðiaðstoð, þurfir þú að sækja rétt þinn. Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu STF.

Þjónustuskrifstofa Stjórnendafélags Austurlands er á Austurvegi 20, 730 Reyðarfirði

Opið virka daga kl. 13:00-16:00. Sími 864-4921 Netfang sta@sta.is - Heimasíða www.sta.is Nýir félagar velkomnir

17


Íbúðin er vel búin húsgögnum og helstu tækjum sem þurfa að vera á hverju heimili.

Rúmin í sjúkraíbúðinni í Lauta­ smára eru af bestu gerð, smíðuð hjá RB rúmum í Hafnarfirði.

Það er stutt að fara yfir í Smáralindina og meira að segja hægt að ganga þangað nánast þurrum fótum um undirgöng undir Fífuhvammsveginn!

Sjúkrasjóður STF

Frábær íbúð í Lautasmára 5

S

júkrasjóður STF á glæsilega og mjög heimilislega íbúð í Lautasmára 5 í Kópavogi, skammt frá Smáralindinni þar sem er að finna verslanir, veitingahús og margvíslega afþreytingu. Um er að ræða 3ja herbergja íbúð sem er afar vel búin húsgögnum og öllum þeim helsta búnaði sem þarf að vera á einu heimili, m.a. sjónvarpi, þvottavél, uppþvottavél, kaffikönnu o.fl. Jóhanna Margrét Guðjónsdóttir á skrifstofu STF hefur umsjón með íbúðinni og veitir allar nánari upplýsingar um útleigu á henni. Hún leggur áherslu á að hér er ekki um orlofsíbúð að ræða enda fer úthlutun hennar ekki í gegnum Frímann. „Íbúð sjúkrasjóðsins er eingöngu leigð út vegna veikindatilfella stjórnanda, maka hans eða barna sem eru yngri en 18 ára og á hans framfæri. Það er

18

sótt um íbúðina til okkar hér á skrifstofunni í Hlíðasmára og þarf að framvísa læknisvottorði eða tilvísun frá lækni til að uppfylla skilyrði um leigu. Eðli málsins samkvæmt eru flestir þeirra sem hér hafa búið utan af landi og eru þá að leita sér lækninga hér á höuðborgarsvæðinu. Það er afar misjafnt hversu lengi hver og einn staldrar hér við en sumir hafa þurft að vera hér nokkrar vikur í senn,“ segir Jóhanna Margrét. Íbúðin í Lautasmáranum er á 7. hæð í lyftuhúsi með gríðarlega góðu útsýni til helstu átta. Á staðnum eru rúmföt, viskustykki, tuskur og ræstivörur þannig að einungis þarf að hafa með sér handklæði þegar dvalið er í íbúðinni. 


19

䠀︀爀‫ﴀ‬猀琀椀猀琀瘀愀爀

匀瀀愀爀

刀礀欀猀甀最甀爀

䠀︀爀‫ﴀ‬猀琀椀搀氀甀爀

䜀甀昀甀搀氀甀爀

혀昀氀甀最甀爀 栀爀攀椀渀猀椀戀切渀愀甀爀


Fornaldarfurðu A

llir hafa sennilega heyrt talað um hin sjö undur veraldar; helstu afrek hinna fornu menningarsamfélaga í Miðausturlöndum og við Miðjarðarhafið á sviði bygginga- og höggmyndalistar. Hér á eftir er að finna nokkurn fróðleik um furðuverkin sjö. Öll eru þessi mannvirki horfin sjónum okkar nema píramídinn í Giza en hann hefur einmitt verið í fréttum vegna holrúms sem þar fannst – og á örugglega eftir að vera í fréttum næstu aldir og árþúsundir. Frá alda öðli hefur talan sjö verið táknræn meðal ýmissa þjóða en hjá Gyðingum er Sabbatsárið sjö ár, Fagnaðarárið var 7x7 ár, ljósastjakinn í musterinu var sjö arma og sköpun heimsins tók sem kunnugt er sjö daga. Grikkir töluðu um hina sjö spekinga og frá þeim er einmitt runnin kenningin um hin sjö undur veraldar. Og tala ekki hagfræðingar nútímans um sjö feit ár og sjö mögur ár? Svo má áfram telja.

Hæsta og voldugasta mannvirki í veröldinni í 3.800 ár var Khufu eða Keops píramídinn. Hann er hið eina af furðuverkunum sjö sem enn stendur.

1) Keopspíramídinn Elst þeirra bygginga sem hafa skreytt þennan lista er Keopspíramídinn í Giza þar sem nú er Egyptaland en það var Keops konungur sem lét reisa mannvirkið fyrir um 3.800 árum. Er hann einn þriggja píramída sem enn standa þar. Píramídinn er í dag 138,8 m en er talinn hafa verið 147 m hár þegar hann var fullreistur. Konungur lét byggja þetta sem grafhýsi handa sér látnum að því að talið er en ekki er víst að hann hafi lengi fengið að hvíla þar í friði. Fornleifafræðingar komu á sínum tíma niður á marmarakistu í konungsherbergi hans sem þá reyndist tóm. Hvar blessaður karlinn er nú niðurkominn fáum við sennilega aldrei að vita. Forngrikkinn Heródótus segir að

20

það hafi þurft 20 ár og um 100.000 manns til að reisa Keopspíramídann.

Drottning Nebúkadnesar II. mun hafa þráð fjalllendi heimkynna sinna og bað hún því karl sinn að byggja fyrir sig aldingarð á mörgum hæðum.

2) Hengigarðarnir í Babýlon Enginn veit hvort hangandi skrúðgarðarnir í Babýlon hafi nokkurn tíma verið til en munnmæli og skráðar sögur hafa haldið goðsögninni um þessa stórfenglegu garða á lífi um þúsundir ára. Munnmæli hermdu að Sammu-ramat drottning hafi látið reisa garðana en hún mun hafa verið með græna fingur. Sennilegra er þó að það hafi verið hinn mikli konungur Nebúkadnesar II. sem hafi reist garðana til heiðurs drottningu sinni á 8.-6. öld fyrir Krist. Frúin mun hafa þráð fjalllendi heimkynna sinna og aldrei vanist flatneskjunni í Babýlon. Garðarnir voru að líkum byggðir í stöllum ofan á rammgerðum súlum, mold bætt í og þar ræktaður margvíslegur gróður sem vökvaður var með miklu dæluverki.

3) Artemisarhofið í Efesos Þessi bygging mun hafa verið mjög stórfengleg, raunar svo stór að gríski sagnfræðingurinn Heródot líkti því við pýramídana í Giza og var hún kunn fyrir stærð sína en ekki síður listaverkin sem skreyttu hana. Sagan segir að margir hafi lagt fram fé og dýra gripi til smíði hofsins sem reis á 4. öld fyrir Krist í borginni Efesos. Þar á meðal var Alexander mikli sem raunar bauðst til að kosta bygginguna ef hann fengi nafn sitt greypt á forhlið hennar. Það vildu íbúar ekki. Keisarinn fékk í staðinn hengda upp mynd af sér á hneggjandi hesti. Þak byggingarinnar var borið uppi af 127 súlum, og þar undir var að finna dýrustu djásn enda var hofið stundum kallað fjárhirsla Asíu. Enda fór það svo að hofið var rænt öllum sínum gersemum af ribböldum í lok 3. aldar eftir Krist. Leiðangur frá British


uverkin sjö Artemisarhofið í Efesos var víðfrægt fyrir stærð sína en ekki síður listaverkin sem skreyttu hana og gersemar aðrar sem það hafði að geyma.

Museum í London fann byggingarstað hofsins árið 1869 og eru gripir og höggmyndir frá endurgerð þess þar til sýnis. Í dag er aðeins ein súla eftir uppistandandi af hofinu á upprunalegum stað þar sem nú er mýrlendi.

4) Seifslíkneskið í Ólympíu Fjórða undraverkið var í Grikklandi, skreytt stytta af guðinum Seifi á hásæti sínu, smíðuð um 430 fyrir Krist af Feidíasi frá Aþenu sem var einn frægasti myndhöggvari Forngrikkja. Helstu Eina undraverkið sem reis á heimildir um það Grikklandi var skreytt stytta af hvernig styttan leit guðinum Seifi á hásæti sínu, smíðuð um 430 fyrir Krist. Hún út er að finna á eyðilagðist í eldi 462 eftir fornri mynt þar Krist. sem var mynd af furðuverkinu. Þess naut raunar ekki lengi við á sögulegan kvarða því það eyðilagðist í eldi árið 462 eftir Krist. Sagt er að Kalígúla keisari Rómverja hafi haft hug á því á sínum veldistíma að flytja líkneskið til Rómar og láta skipta út höfði þess í stað annars sem bæri svip hans. Þegar verkamenn keisarans ætluðu að hefjast handa hló styttan tröllahlátri sem mest hún mátti, raunar svo voldugum rómi að karlarnir flýðu af hólmi og ekkert varð úr fyrirætlunum keisara. Seifsstyttan mikla er hið eina furðuverkanna sjö sem reist var í Grikklandi.

Stakar höggmyndir úr grafhýsinu í Halikarnassos eru til sýnis á British Museum en sjálf byggingin var endanlega eyðilögð á 16. öld.

5) Grafhýsið í Halikarnassos Um er að ræða gríðarlega stóra gröf konungsins Mausolus af Anatólíu, byggð af ekkju hans Atemesíu. Þetta mannvirki var svo frægt að slík grafhýsi draga nafn af konunginum á mörgum tungumálum og heita mausoleum. Byggingin, sem reis eftir dauða kóngs 353 fyrir Krist, var talin hafa verið 45 m há. Ekkert var til sparað við bygginguna og fékk hin syrgjandi ekkja til liðs við sig færustu byggingameistara og listamenn þess tíma, m.a. Skopas og bauð þeim að útfæra gröfina. Ekkert er vitað nákvæmlega um útlit grafhýsisins en talið er víst að ofan á hýsinu hafi verið súlnagangur, gerður af 34 jónískum súlum og þar á ofan tröppupíramídi. Ofan á píramídanum hafi svo verið líkneski af Mausolusi kóngi og spúsu hans Atemesíu. Grafhýsið eyðilagðist í jarðskjálfta 1496 e.kr. Marmarann var nýttur í smíði kastala sem Mölturiddarar reistu í Bodrum á 16. öld sem enn stendur.

6) Vitinn í Alexandríu Vitinn í Faros er þekktasti viti fornaldar, byggður fyrir Ptolemaíos II. af Egyptalandi um 280 fyrir Krist á eyjunni Faros fyrir utan Alexandríu. Þetta var 130 metra há bygging eða helmingi hærri en Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti. Eins og vera bar var nafn konungs ritað utan á bygginguna en byggingameistarinn, Sostratos frá Knídos, var slægur og vildi sinn skerf af gloríunni sem hann vissi að myndi skapast um verkið. Því hjó hann sitt nafn í vegg hússins, huldi það með þunnu gifslagi og kom þar fyrir nafni Ptolemaíosar kóngs. Hann vissi vel að veður og sjór myndu fljótlega má hina þunnu múrhúð í burtu og þá stæði hans nafn eftir. Það mun hafa orðið raunin. Vitinn stóð í um 1500 ár en skemmdist alvarlega í tveimur jarðskjálftum árin 1303 og 1323. Hann var svo

21


Vitinn í Faros við Alexandríu eyðilagðist í nokkrum öflugum jarðskjálftum snemma á 14. öld.

endanlega afmáður af yfirborði jarðar árið 1480 þegar ákveðið var að byggja virki þar sem vitinn hafði staðið og til þess var meðal annars notað efni úr honum. Þar með var saga hans öll.

7) Risinn á Ródos Hér er um að ræða bronsstyttu sem byggð var við höfnina í Ródos til minningar um endalok umsáturs um Ródos (305-304 fyrir Krist). Risinn á Ródos féll í jarðskjálfta árið 226 fyrir Krist og stóð því ekki lengi traustum fótum. Heimamenn hugðust raunar endurreisa líkneskið en véfréttin lagðist gegn þeirri hugmynd og því stendur

Risinn í Ródos er ekki þekktur fyrir stærð sína, enda aðeins 45 m hár, heldur fyrir fegurð sína og mikilleika. Hann telst til sjöunda og síðasta furðuverksins.

heimsbyggðin uppi í dag án risans. Lengi var talið að Ródosrisinn hafi staðið gleiðum fótum beggja vegna hafnarmynnisins en nú er vitað að svo var ekki. Innan í risanum mun hafa verið hringstigi frá fótum og upp í höfuð. Þar voru að sögn kveiktir eldar til að leiðsegja skipum sem fóru þar hjá og lýsti af augum hans. Risinn í Ródos er ekki þekktur fyrir stærð sína, enda aðeins 45 m hár, heldur fyrir fegurð sína og telst hann til sjöunda og síðasta furðuverksins. Telja má víst að franski myndhöggvarinn Auguste Bartholdi hafi verið innblásinn af hinni fornu styttu er hann skóp Frelsisstyttuna í New York sem reis þar við hafnarmynnið árið 1886. 

Ég lifði af Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu.

Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf

22

Sími 555 3100 www.donna.is


23


Ingi Steinn Ólafsson skrifar

Minningabrot af Sæ S

æbjörg VE 50 hafði verið skýrð þrisvar sinnum, áður hét hún Sigrún VE 50 og þegar hún kom til landsins ný smíðuð 1946 þá hét hún Hafdís RE 50. Báturinn var byggður í Svíþjóð, ljómandi sjóskip og löguleg á að líta. Árið 1959 keyptu Hilmar Rósmundsson og Theodór Ólafsson bátinn og ætluðu að gera hann út á reknet og handfæri um haustið. Þá var engin síld á miðunum og ennþá minna af ufsa.

Smjaðrað fyrir bankablók Það er eins og gerst hafi í gær hvað ég man vel eftir hver dró fyrsta fiskinn um borð í þessari útgerð. Það var enginn annar en Einar Pálsson og ég dró þann númer tvö, en stýrimaðurinn dró þann þriðja og var það Ólafur Þórðarson. Úthaldi lauk um miðjan desember, sjálfsagt í mínus þar sem miklar brælur voru þann tíma sem við vorum að. En það þýddi ekkert að gefast upp, heldur spenntum við bogann ofar og fórum á netvertíðina 1960. Vertíðin sú klikkaði illa hjá flestum bátum, ef ekki öllum, þar sem brælur og leiðindaveður voru þennan vetur. Áfram héldum við þó og bjuggum okkur undir sumarvertíð hér í Eyjum þar sem flestir bátarnir fóru á humarveiðar eða fiskitroll. En nú var ekki trollspil í bátnum og hvað var þá til ráða? Bankastjórinn var heimsóttur og reynt að smjaðra fyrir honum fyrir spili í bátinn, en bankablókin hlaut að vita hvað væri best að gera. Auðvitað töldu menn að þeir myndu fá lánið fyrir spilinu en viti menn: hann sagði nei, blessuð skepnan. Var þá farið að redda lúðukrókum og línu einhverstaðar en ég var við að setja línuna upp. Hófust síðan veiðar og byrjað út í kanti og gekk brösulega til að byrja með. Það þýddi ekkert að gefast upp; þeir hjá útgerðinni höfðu ódrepandi áhuga og dugnað og höfðu ágætis karla með sér.

Á lúðu vestur í rassgati Greinarhöfundur var ráðinn annar vélstjóri í þetta úthald, en eins og kom fram þá var lítil sem engin veiði hér heima og um sama var að ræða út í köntunum austur frá Eyjum. Þá var ákveðið að fara vestur á Rauðasand en mig minnir að sá staður sé vestan við Reykjanes, en Færeyingar höfðu verið að veiða mikið af lúðu þarna vestur í rassgati og þar sem alltaf var kolvitlaust veður. Færeyingarnir voru víst kaldir karlar að vera á þessum slóðum en mig minnir að það hafi verið mikið af hákarli þarna sem skemmdi lúðuna mikið sem var komin á krókana. Aðal lúðuveiðitíminn var snemma á vorin, því ég man að þeir voru að koma við í Eyjum seint í apríl eða byrjun maí með fulla báta.

24

Nú skyldi haldið í Villta vestrið og freista gæfunnar með nóg af ís og línu og gekk sú ferð ágætlega. Þegar leið á túrinn fór að ganga á kostinn en eitthvað var þó til af kexi og mygluðu brauði sem enginn vildi auðvitað borða. Fyrsti vélstjóri kom með eitthvað kjöt sem hann fann í lestinni og fór að steikja. Hann sagði þetta vera yndælis mat og sagði okkur að hætta að væla og éta þetta, bjó til sósu úr soðinu og svo kraftsúpu úr afgangnum og brytjaði í hana eitthvað af mygluðum sveppum og rúsínum. Út úr þessu kom bara ágætis veisla en ég man að hann hætti nú ekki og bakaði þetta fína brauð með. Já, brauðið var hnoðað upp úr hveiti og gömlu brauði og gaman er að segja frá því að hendur hans höfðu aldrei verið eins hreinar eins og eftir að hann var búinn að hnoða brauðið. Þetta var flottur bakaravélstjóri. En þessi túr endaði með ósköpum og áhöfnin um borð var fljót að hlaupa frá borði þegar komið var í land!

Úr hvítu tjaldi á sjó Eitthvað varð að gera, áttu þeir að henda bátnum í hausinn á bankastjóranum eða finna einhverja lausn á málunum? Kannski var til lausn á málinu því fréttir bárust að karlarnir austur á Fáskrúðsfirði væru í vandræðum að losna við flatfisk sem þeir voru að fá í snurvoð og var það rauðspretta og lemmi ásamt öðrum góðfiski sem þeir þurftu að losna við. Þarna var ef til vill möguleiki á hagnaði með því að kaupa þennan fisk og sigla með hann til Englands og selja? Það var ákveðið að fara út í þetta en þá vantaði stýrimann og var Friðþjófur Másson fenginn í það hlutverk. Ennig var ráðinn kokkur sem var enginn annar en stríðsbrytinn og fallbyssuskyttan Hjörtur Guðnason general. Það átti að leggja af stað á sunnudagskvöldi á þjóðhátíð og ég var samþykkur því. En auðvitað var ýmislegt að hugsa á þessum tíma á þjóðhátíð, enda ungur að árum og var ég dreginn út úr hvítu tjaldi af gæslumönnu sem höfðu þefað mig uppi og ég fór um borð. Ég og kallinn áttum fyrstu vakt austur og var sú vakt í fjóra tíma sem mér fannst lengi að líða. Ég man að við vorum upp undir sólarhring á leiðinni austur en ágætis veður var á leiðinni og mikið var gaman að fá góða móttökunefnd þegar við mættum á bryggjuna til að sjá þessi viðundur sem við vorum. Það var gaman að kynnast þessu fólki sem átti eftir að verða ágætis vinir okkar. Nú var farið að gera klárt að taka á móti fiskinum sem bátarnir komu með í land á þessum degi en þar var að


æbjörginni VE 50

Hér má sjá áhöfn Sæbjargar VE eftir að hún kom heil á húfi í land eftir að báturinn sökk úr af Portlandi þann 13. október 1963. Frá vinstri: Ingi Steinn Ólafsson greinarhöfundur og vélstjóri, Friðþjófur Másson, Theódór Ólafsson, Hilmar Rósmundsson skipstjóri og Snorri Ólafsson. Ljósmyndir Sigurgeir Jónasson.

finna góðan kola. Hungrið kom strax um leið og þeir sáu að hjólin ætluðu að fara snúast í okkar hag og allir ánægðir, enda gátu þeir fiskað hvað sem er og tókum við á móti öllum sortum. Bræla var þarna eins og í Eyjum og komust þeir ekki alltaf á sjó en þegar slíkt var uppi kíktum við á afa gamla Vestmann en hann bjó þarna fyrir austan. Allt tók þetta tíma og til að afla meira fórum við til Seyðisfjarðar og fengum nokkur kíló þar. Mig minnir að Gvendur Vestmann hafi verið með einhvern pung á dragnót og látið okkar hafa eitthvað af fiski.

Fiskur og kopar í Grimsby Ég man að við Teddi lentum í smá ævintýri þarna á staðnum, sennilega sumarið 1962. Þannig var að við vorum að skoða okkur eitthvað um á hafnarsvæðinu og kíktum inn í gamla smiðju svona að gamni okkar og viti menn: þar inni var fullt af kopar og eir sem engin vildi eiga. Við ákváðum að kíkja aðeins í kringum okkur og rákumst á gamla karla sem sögðu okkur að við gætum bara hirt þetta drasl, annars myndu bara aðrir gera það. Við ákváðum þá á þeirri stundu að flytja þetta um borð í Sæbjörgu sem lá rétt hjá en þetta voru ein 150 kg. Við vissum að þetta var fín viðbót við það sem við áttum um borð en góssið var geymt í káetunni og ætluðum við að reyna selja draslið út í Grimsby þar sem við seldum fiskinn og vonandi myndi það ganga vel.

Við vorum um þrjá og hálfan sólarhring að sigla til Skotlands en bræluskítur var hluta af ferðinni en ágætis veður á milli. Mig minnir að við höfum fengið ágætis verð og aura fyrir aflann svo það fór enginn á hausinn eftir þennan túr. Á leiðinni heim datt þeim í hug að fá ballest í bátinn, en það var nú farmurinn. Þeir keyptu kol, sem þeir ætluðu að selja öreigunum á Austfjörðum á einhvern smá prís eða þannig og ætluðu kolakarlarnir að koma þessu um borð. Um þetta leyti fórum við í land til að versla og karlinn að redda einhverju fyrir brottförina. Þegar við komum til baka var báturinn kominn á skammdekk og voru bæði lensisrör og kælivatnsrörin komin á bólakaf. Það var mikil heppni að lokað var fyrir lensirörið því annars hefði Sæbjörgin einfaldlega sokkið í dokkinni hjá Skotanum. En nei, sú gamla ætlaði sko með helvítis kolin heim! En frá þessu og að föðurlausa koparnum og eirnum. Sá sem var búinn að kaupa þetta var ekki kominn að sækja góssið í káetuna en hins vegar var hann búinn að borga nokkur pund fyrir þetta sem við auðvitað vorum búnir að eyða. Á kæjanum stóð maður sem við könnuðumst við. Teddi kallar í hann og spyr hvort honum vanti ekki kopar. Karlinn tók vel við sér og við fljótir að aferma bátinn enda áttum við von á hinum kaupandanum á hverri stundu. Um leið og þessu var lokið kallaði Teddi „sleppa!“ en stökk svo niður í vélarrúm og lét ekki sjá sig fyrr en við vorum farnir frá dokkinni. Teddi spurði mig

25


Sæbjörg VE 50 var einn 50 tonna Svíþjóðarbátanna sem svo voru nefndir. Báturinn var smíðaður 1946 og þótti ljómandi sjóskip og lögulegt á að líta.

hvort ég hafði séð karlinn. „Já,“ sagði ég, „hann stóð og veifaði og öskraði og ég kallaði bara á móti „gúdd bæ, þengjú for oll pund, bæ, bæ, frend“. Um þetta leyti fóru tveir koparkarlar að slást á kæjanum en við höfðum ekki meiri áhyggjur af þessu og sigldum okkar sjó.

Hrakningar á heimleiðinni Norðursjórinn var sæmilega sléttur og ferðin heim á leið gekk vel og allt lék í lyndi. Við spauguðum mikið með þennan kopar sem við seldum á tvöföldu verði en alvaran tók við þegar vélstjórarnir sáum hvað báturinn lak langtum meira en áður. Illa gekk að lensa hann og kolin fóru að stífla öll rör og dælur. Okkur létti mikið þegar við sáum Færeyjar rísa úr hafi og skarta sínu fegursta á fallegum degi. Þar sem veðrið var gott var ákveðið að halda áfram til Eyja en páfinn var ekki lengi í paradís. Við vorum ekki komnir langt fyrir utan Færeyjar þegar við sáum svartan skýjabakka sem okkur leist ekki á. Skall á arfavitlaust veður á nokkrum mínútum og gátum við ekkert keyrt á stíminu.

Sendið okkur netföngin! Til að auðveldara sé að miðla upplýsingum til félagsmanna er mikilvægt að nýta sér tölvutæknina. Skrifstofa STF beinir þeim eindregnu tilmælum til félagsmanna í aðildarfélögunum að uppfæra upplýsingar um netföng sín ef breytingar verða á.

26

Við höfðum nóg að gera í vélarhúsinu að hreinsa helvítis kolin því allar leiðslur voru farnar að stíflast af þessum andskota. Svo fór að báðar dælurnar stífluðust endanlega og urðu kokkurinn og stýrimaðurinn að dæla með dekkdælunni. Okkur gekk vel að hreinsa rörin að aðalvélinni og var hægt að dæla af fullum krafti enda ekki seinna vænna þar sem vélin var farinn að ausa upp í rafmagnstöflu. Um þetta leyti sáum við mikið brot framundan og allir reyndu að skorða sig af. Plássið var ekki mikið og allt fór á grænagolandi kaf og mikið högg kom á bátinn. Hann reis þá upp að framan þegar brotið lenti aftan á stýrishúsinu og aftur skipið og hélt ég að það færi í heilan hring. En báturinn stoppaði og barði fast niður að framan eins og í grjót. Þarna festist stýrið og var bátnum farið að slá flötum. Við Teddi bróðir fórum þá aftur á að skoða og var allt brotið þar og bramlað og ekkert annað í stöðunni að týna draslið frá borði en stýrisstamminn var fastur í spítnadraslinu. Við gátum komið öllu á góðan veg á ný. Við nánari skoðun sáum við að helmingurinn af mastrinu lá á dekkinu og það var auðvitað ástæðan fyrir högginu sem við fundum. Loftnet og allar línur lágu í bendu á dekkinu. Eftir á að hyggja held ég að kolamolarnir hafi reddað okkur í þessum hremmingum en við höfðum nóg að gera að moka kolum í mótorhúsið en þar fór margt úr skorðum. Nú tók næsta við og það var helvítis tannpínan sem var búin að vera að drepa mig um tíma. Um morguninn fór þessum látum að linna. Við sáum alltaf brot á svipuðum stað og þegar við nálguðumst staðinn þá var þetta Hvalbakurinn. Kom þá í ljós að við höfðum þá alltaf haldið réttri stefnu í þssum bölvuðum látum og kolamokstri. Sæbjörgin lenti svo á hafsbotni ári síðar út af Vík í Mýrdal en það er önnur saga. 


WENCON verndandi viðgerðarefni - Lengir líftímann

Neyðar- eða skammtímalausnir

Viðgerðir og viðhald um borð

Lausnir fyrir verkstæði eða slipp

Dvergshöfða 27 - 110 Reykjavík www.blossi.is - blossi@blossi.is

27


Stefán Guðnason skrifar:

Betri stjórnun, meiri þekking, betri færni, meiri framleiðni

S

tjórnendanám Starfsmenntasjóðs Sambands stjórnendafélaga og Samtaka atvinnulífsins er frábært tækifæri fyrir alla stjórnendur og millistjórnendur sem vilja auka hæfni sína til að takast á við síbreytilega innviði og umhverfi fyrirtækja.

þekkingu og leikni í frammistöðustjórnun, starfsmannavali, stjórnun breytinga, verkefnisstjórnun og meðhöndlun erfiðra starfsmannamála af margvíslegu tagi. Í lotu 3 er fjallað um uppbyggingu fyrirtækisins, innri stefnu þess og rekstrarstjórnunarkerfi, s.s. ferla og gæðastjórnunarkerfi. Lota 4 snýr að rekstri fyrirtækisins; áætlunum, tölulegum upplýsingum, greining þeirra og notkun. Í lotu 5 er fjallað um markaði, viðskiptavini og fleiri áhrifavalda í nær- og fjærumhverfi ásamt formlegri og óformlegri stefnu í þeim efnum. Kennarar stjórnendanámsins eru um 20, allir sérfræðingar hver á sínu sviði með víðtæka reynslu af viðskiptalífi og vinnumarkaði.

Stjórnendafræðslan er samstarfsvettvangur Starfsmenntasjóðs og Símenntunar Háskólans á Akureyri sem annast kennslu og nám samkvæmt samningi við sjóðinn. Námið fer að öllu leyti fram með fjarkennslu og nemendur geta því Stefán Guðnason verkefnastjóri: sinnt námi sínu með fullu starfi og Okkar framtíðarsýn er að allir óháð staðsetningu. Engin krafa er starfsmenn með mannaforráð um að nemendur hittist í raunöðlist formlega menntun og heiminum. Þess í stað vinnum við þjálfun til sinna starfa. ötullega að því að búa til samfélag nemenda á netinu þar sem þeir Gerum eins og í fótboltanum! hittast reglulega, deila skoðunum sínum og reynslu og læra hver af öðrum, enda býr gríðarleg þekking og Fyrir rúmum áratug breytti knattspyrnuhreyfingin reynsla í þeim fjölbreytta hópi stjórnenda og millistjórnreglum sínum á þá leið að þjálfarar í knattspyrnu urðu að enda sem sækja námið. ljúka ákveðinni þjálfaramenntun til að mega starfa sem þjálfarar innan félaganna, jafnvel í yngri flokkunum. Við Nám í fimm lotum höfum séð árangurinn sem skapaðist af því núna síðastliðin ár hjá A landsliðum karla og kvenna. Hvers vegna Stjórnendanámið er fimm lotur sem mynda samfellu og tökum við ekki skrefið í þá átt hvað rekstur á fyrirtækjum heild frá upphafi til enda. Mælt er með að nemendur varðar? Okkar framtíðarsýn er að allir starfsmenn með byrji í lotu 1 og taki síðan lotur 2 til 5 í réttri röð. Frá þessu mannaforráð öðlist formlega menntun og þjálfun til geta þó verið undantekningar. Lotur 1 og 2 taka mið af 3. sinna starfa. Stjórnendanámið okkar er liður í að gera þrepi hæfnirammans um íslenska menntun, en lotur 3, 4 þessa framtíðarsýn að veruleika.  og 5 miðast við 4. þrep hæfnirammans. Lota 1 snýr að einstaklingnum sjálfum. Fjallað er um sjálfsmynd, styrkleika og veikleika stjórnandans sem einstaklings og leiðir til að efla hann í starfi. Í lotu 2 er megináherslan á mannauðsstjórnun, starfsumhverfi og heilsufar starfsmanna. Stjórnandinn öðlast m.a.

28

Frekari upplýsingar má fá á slóðinni stjornendanam.is Höfundur er verkefnastjóri Símenntunar Háskólans á Akureyri.


Heyrðu nú! Hjá Dynjanda færðu heyrnarhlífar og samskipta­ búnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð.

29

Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is


HEIMSÓKNIN

Það er sóknarhugur í okkur Skaginn 3X með verkefni af ýmsu tagi um allan heim

V

erkefnin eru mikil hjá Skaganum 3X um þessar mundir. Frágangur búnaðar í nýja íslenska togara, niðursetning hátæknivinnslu fyrir uppsjávarfisk í hollenskt fiskiskip og fjölmörg önnur verkefni austan hafs og vestan. Starfsmönnum fer fjölgandi og nú eru þeir komnir yfir 200. Skaginn, 3X Technology og skipasmíðastöðin Þorgeir og Ellert vinna nú saman en hið nýja vörumerki þessara þriggja fyrirtækja, Skaginn 3X, var kynnt í ársbyrjun. Þar kemur saman þekking og reynsla þriggja fyrirtækja sem þjónusta sjávarútveg og fleiri atvinnugreinar víða um heim. Starfsstöðvarnar eru á Akranesi og Ísafirði. „Mikill kraftur hefur verið í nýsköpun og vöruþróun hjá okkur. Fyrirtækið samanstendur að segja má af vöruþróun, sölu, þjónustu, smíði og afhendingu á tækjabúnaði, langmest fyrir sjávarútveginn en við erum líka að vinna okkur töluvert inn í framleiðslu á kjöti og kjúklingi. Við höfum náð ágætis árangri á því sviði með frysta í Brasilíu og nú að undanförnu í Síle líka,“ segir Jón Birgir Gunnarsson, yfirmaður markaðs- og sölumála hjá fyrirtækinu.

Innrétta hvern togarann á fætur öðrum „Aðalmarkaðirnir sem við höfum verið að sinna eru langmest á Íslandi og Færeyjum. Við erum líka með töluvert af verkefnum í Norður-Ameríku og á Bretlandseyjum og norður og vesturhluta Evrópu. Þá hefur mikið verið að gerast í Rússlandi undanfarið. Við erum svolítið að uppskera núna allt sem við höfum sáð í vöruþróun. Það er verið að innrétta hvern togarann á fætur öðrum með nýrri tækni í undirkælingu í nýju ferskfisktogurunum, þrjú skip hjá HB Granda og eitt hjá Fisk Seafood, sem komið var með þessa tækni í eldri togara líka. Þá er

30

Hópur grunnskólanema var að koma í heimsókn til að kynnar sér starfsemi Skagans 3X þegar ljósmyndara bar að garði.

að auki sjálfvirkt lestarkerfi í HB Grandatogurunum og ný og betri aðferð við blæðingu. Það er því mikill atgangur hjá okkur og við erum stöðugt að bæta við mannskap. Nú er það orðin ein af áskornunum í starfseminni að ná í nógu mikið af góðu fólki og við leitum ekki aðeins út fyrir Akranes og Ísafjörð eftir fólki heldur einnig út fyrir landsteinana. Skaginn 3X er í leiðandi stöðu í framleiðslu og uppsetningu á uppsjávarkerfum. Þar er um að ræða bæði uppsetningu á heildarkerfum, heilu verksmiðjunum og það er hlutur sem hefur verið tekið eftir hvað við höfum getað ráðist í stór verkefni og leyst þau mjög hratt. Þar má t.d. nefna uppsjávarvinnsluna hjá Eskju á Eskifirði. Það liðu ekki nema nokkrir mánuðir frá því að skrifað


Jón Birgir Gunnarsson, yfirmaður markaðs- og sölumála hjá Skaginn 3X, telur að auka þurfi vægi iðnmenntunar í skólakerfinu.

var undir samninga þar til vinnsla var byrjuð í nýju húsnæði með allan búnað nýjan. Það er svolítið magnað. Svo er annað mjög stórt verkefni í undirbúningi en ekki hægt að skýra alveg frá því hvert það er,“ segir Jón Birgir.

Mikil fjölgun starfsmanna Stærsti hópurinn hjá fyrirtækinu er með vélvirkjun sem grunnmenntun og mikið af vélsmiðum sem eru að smíða, setja saman og prófa búnaðinn. Þessir starfsmenn eru líka að fara í uppsetningar bæði á landi og um borð í skipunum, koma búnaðinum af stað, kenna á hann og sjá um að viðskiptavinurinn sé ánægður og fái það sem hann bað um. „Svo hefur verið að aukast hjá okkur á síðustu tveimur árum að við erum með eigið fólk í stýringum og rafmagni. Rafvirkjar og hugbúnaðarfræðingar eru því vaxandi hluti starfsmanna hjá okkur. Tækjabúnaðurinn sem við erum að framleiða, er alltaf að verða fullkomnari og stýriþátturinn alltaf að verða mikilvægari og ef illa fer, gengur ekki fyrir okkar að skjóta okkur á bak við það að við séum ekki með nógu góða undirverktaka. Við viljum því gera þetta allt sjálfir. Þá erum við að taka í notkun tölvustýrðar skurðarvélar, beygjuvélar og auka sjálfvirkni í rennibekkjum og fræsingu. Þannig erum við að auka afkastagetuna verulega. Við þurfum svo að vera með fólk sem ræður við að stjórna þessum nýju vélum. Við erum svo bæði með véltæknifræðinga og véliðnfræðinga, vélaverkfræðinga og svo rafmagnstækni- og iðnfræðinga, sem eru að hanna tækin og vinna teikningar og fleira. Svo eru einhverjir að koma úr nýjum námsbrautum eins og megatronic sem er sambland af véla- og rafmagnsstýringum,“ segir Jón Birgir.

Iðnmenntun mikilvæg Jón Birgir hefur ákveðnar skoðanir um starfsmenntun og iðnnám. Þegar rætt var við hann voru mörg hundruð krakkar að kynna sér starfsemina á Akranesi, efstu bekkir í grunnskólum eða krakkar frá Akranesi og nágrenni sem þurfa að fara að velja sér námsbrautir. „Okkur finnst mikilvægt að reyna að hjálpa þessum krökkum að skilja hvað iðnmenntun getur verið gagnleg og skemmtileg. Og líka að slíkt nám er enginn endapunktur. Ef þú lærir t.d. vélvirkjun eru lítil eða engin takmörk á því hvers konar störf þú getur unnið við eða byggt ofan á þá menntun. Það þarf ekki að þýða að sitja inni í lokuðu herbergi og gera við vél allan tímann, þú getur verið í smíði eins og hjá okkur eða í uppsetningu eða starfið þróast yfir í að teikna og hanna allt mögulegt. Mér finnst það vera mjög vanmetið hvað iðnmenntun er bæði gagnleg og skemmtileg. Ég hef heyrt að það séu allt upp í 70% brottfall ungra stráka sem byrja í menntaskóla og ætla í stúdentspróf. Ég velti því fyrir mér hvort stór hluti af þessum hópi ætti ekki betur heima í iðnnámi. Þá séu í fyrsta lagi meiri líkur á því að þeir klári, því námið er skemmtilegra og meira verklegt. Það felst ekki bara í bóklestri. Í öðru lagi að flosni þeir upp úr námi, séu þeir að mörgu leyti komnir í betri störf en ella. Mér finnst iðnnámið ekki nægilega metið og skortur á iðnmenntuðu fólki getur til dæmis orðið fyrirtækjum eins og okkar fjötur um fót; standi í vegi fyrir því að þau vaxi eins og þau þurfa. Þetta er störf sem skapa alvöru verðmæti og veita því meiri stöðugleika ef kemur til erfiðleika í efnahagslífinu.“

Hefur reynt á þolrifin En aftur að þeim verkefnum sem eru í gangi núna hjá Skaginn3X, að koma nýjum kælibúnaði í skip Fisk Sea-

31


Starfsmenn á verkstæði voru í matarhlé en nokkrir þeirra stilltu sér upp fyrir ljósmyndun.

food auk sjálfvirkra lestarkerfa í skip HB Granda. „Engey, fyrsti togarinn í þessari línu, er búinn að vera á sjó í nokkra mánuði og það hefur þurft að fylgja henni eftir eins og þarf alltaf með ný skip og nýjan búnað. Þar er í fyrsta skipti sjálfvirkt lestarkerfi þannig að engan mannskap þarf í lestina. Það hefur aldeilis reynt á þolrifin hjá okkur og hjá HB Granda að koma því öllu af stað. Það er svo að sanna sig núna hve miklum ávinningi þetta er að skila; hvað löndun tekur styttri tíma og sérstaklega hvað störfin um borð eru miklu áhættuminni og léttari og fljótlegra að koma aflanum kældum niður í lest íslausum. Engeyin er semsagt komin af stað og við höfum lært helling af því og svo er núna verið að vinna í Akurey og Drangey og síðan Viðey, þegar hún kemur og það er verkefni sem á eftir að endast okkur í nokkrar vikur.“

Uppsjávarverksmiðja um borð í skip „Svo erum við að vinna í verkefni fyrir samstæðu sem heitir Cornelis Vrolijk og fyrirtæki í eigu þess sem heitir France Pélagique og er í Hollandi. Þeir eru að láta smíða fyrir sig nýtt skip sem verður í veiðum á uppsjávarfiski. Þar erum við í fyrsta sinn að taka álíka tækni eins og er til dæmis í Eskju og koma henni fyrir um borð í skipi. Þar erum sem sagt að fara að

stærðarflokka og tegundagreina eins mikið og hægt er mjög blandaðan afla sem er tekinn um borð í skipið og settur í rsw-kælitank fyrir vinnslu. Þá er hann stærðarflokkaður og greindur með tölvusjón, bæði eftir stærð og tegund og fer þaðan í sjálfvirka frystingu, pökkun og röðun á bretti og síðan flutning niður í lest. Þetta er gríðarlega stórt og mikilvægt verkefni með miklu af nýjungum. Í því felst líka áskorun í því að taka eitthvað sem er þekkt og hefur gengið upp í landi og koma því um borð í skip við miklu erfiðari og þrengri aðstæður. Veiðarnar verða stundaðar niðri við Afríku og aflinn mjög blandaður og þeir kalla þetta Atlantic mix. Við sjáum þetta líka í verkefni sem við erum að vinna við austurströnd Rússlands. Það fóru um tíu manns frá okkur til Kúrileyja, sem er mjög afskekkt svæði. Þar settu þeir upp stærðarflokkara og kerfi í kringum hann fyrir þær tegundir sem þeir eru með þar, sardínur og fleira. Það er svolítið gaman að sjá hve víða íslenska þekkingin er farin að breiða úr sér, þegar við erum komir á afskekktar eyjar í Kyrrahafinu,“ segir Jón Birgir. „Það er mikið að gera og mörg verkefni í pípunum. Það er sóknarhugur í okkur.“  Myndir og texti Hjörtur Gíslason

Akurey AK 10. Sjálfvirku karakerfin frá Skaginn 3X eru um borð í nýju skipunum frá HB Granda

32


Stjórnendafélögin og formenn þeirra Brú, félag stjórnenda Skipholti 50d, 105 Reykjavík Sími 562-7070 – Fax 562-7050 Netfang: bfs@bfs.is Veffang: www.bfs.is Formaður: Sigurður Haukur Harðarson Krókamýri 50, 210 Garðabæ Símar: 565-6518/777-4777 Netfang: selmasiggi@simnet.is

Berg félag stjórnenda Hofsbót 4, 600 Akureyri Sími 462-5446 Fax:462-5403 Netfang: bergfs@bergfs.is Formaður: Rögnvaldur Örn Snorrason, Sólvöllum 1, 600 Akureyri Sími 853-0253 Netfang: timoteus61@gmail.com

Þór félag stjórnenda Pósthólf 290, 222 Hafnarfirði Netfang: vefthor@simnet.is Formaður: Ægir Björgvinsson, Sléttuhrauni 34, 220 Hafnarfirði Símar 565-1185 / 840-0949 Netfang: aegirb@simnet.is

Stjórnendafélag Austurlands Austurvegur 20, 730 Reyðarfirði Símar 474-1123 / 864-4921 Netfang: sta@sta.is Formaður félagsins: Benedikt Jóhannsson, Ystadal 3, 735 Eskifirði Símar 476-1463 / 864-4963 / 470-6000 Netfang: benni@eskja.is

Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar Hellisgötu 16, 220 Hafnarfirði Sími 555-4237 Pósthólf 185 Formaður: Steindór Gunnarsson, Spóaási 3, 221 Hafnarfirði Símar 555-4237 / 898-9760 Netfang: steindorg@simnet.is Jaðar félag stjórnenda Pósthólf 50, 300 Akranesi Sími 660-3286 Formaður: Kristján Sveinsson, Vallarbraut 4, 300 Akranesi Sími 660-3286 Netfang: kristjans@n1.is

Stjórnendafélag Vesturlands Formaður: Unnur María Rafnsdóttir Sími 863-8256 Netfang: unnurm@gmail.com

Stjórnendafélag Vestfjarða Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal Sími 863-3871 Formaður: Sveinn K. Guðjónsson, Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal Símar 456-3831 / 863-3871 / 450-4616 Netfang: skg@frosti.is Stjórendafélag Norðurlands vestra Formaður: Kári Kárason, Sími 894 5288 Netfang: kari@vilko.is

Vörður félag stjórnenda á Suðurlandi Austurvegur 56, 800 Selfossi Sími 480-5000 Fax: 480-5001 Netfang: stjornandi@stjornandi.is Formaður: Viðar Þór Ástvaldsson, Lóurima 14, 800 Selfoss Sími 863-1971 Netfang: vidarastv@gmail.com Verkstjórafélag Vestmannaeyja Formaður: Gunnar G. Gústafsson, Sími 892-0281 Netfang: ggg@isfelag.is

Verkstjóra- og stjórnendafélag Suðurnesja Hafnargötu 15, 230 Reykjanesbæ Sími 421-2877 - Fax 421-1810 Netfang: vfs@internet.is Formaður: Einar Már Jóhannesson, Stekkjagötu 85, 260 Reykjanesbæ Sími 845-1838 Netfang: vfs@internet.is Samband stjórnendafélaga, STF Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Símar 553-5040 / 553-0220 - Fax 568-2140 Veffang: www.stf.is Netfang: stf@stf.is Forseti og kynningarfulltrúi: Skúli Sigurðsson

33


„Kræklinginn ég kroppa úr skel...“ Þannig var ort á þingi í Stykkishólmi og efniviðurinn sóttur í næsta nágrennið!

Kveðið á sambandsþingi Nokkrum fyrripörtum var dreift meðal þingfulltúa á sambandsþinginu í Stykkishólmi sl. vor og menn beðnir að botna. Nokkrir gripu til stílvopnsins og í kvöldfagnaði, sem efnt var til eftir að þinginu lauk á laugardagskvöldinu, voru nokkrir seinnipartar valdir og lesnir upp.

Vilhelmína svaraði á þessa leið: Brátt mun sòlin sýna sig og betra veðri lofa.

Raunar taldi Bóndakonan betur fara á að hafa vísuna í heild með þessum hætti: Austan brælan ygglir sig æst við sker og boða. Stormurinn bara stælir mig og styrkir kinnaroða. Vorið kemur Næst var kastað fram fyrriparti um vorið: Sá ég synda framhjá sel og æðafuglaparið.

Valur Ármann Gunnarsson botnaði þetta svona: Eilítið það ergir mig sé engan sòlarroða.

Valur Ármann botnaði: Ef vor er komið víst ég tel að vetrarfrost sé farið.

Um veður Fyrsti fyrriparturinn var um veðrið og hljóðaði svo: Austanáttin ygglir sig brot við sker og boða.

Desemberuppbót 2017 Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðast við fullt starf og er í ár þessi:  Samtök atvinnulífsins 86.000 kr.  Orkuveita Reykjavíkur 99.800 kr.  Faxaflóahafnir 94.300 kr.  Reykjavíkurborg 94.700 kr.  Ríkið 86.000 kr.  Sveitafélögin 110.750 kr.

34

Bóndakona svaraði að bragði: Mikið þetta mæðir mig málið þarf að skoða.

Vilhelmína vildi ljóða á þessa leið: Vaknar líf á landi og sjò langþráð komið vorið. Bóndakonan vildi hafa þetta svona: Kræklinginn ég kroppa úr skel og krásina þá besta tel. Við þökkum þingfulltrúum fyrir kveðskapinn og hvetjum alla hagyrðinga innan STF að senda okkur afurðir sínar á skáldskaparsviðinu til birtingar! 


Hágæða vinnuföt í miklu úrvali

Dunderdon

Öryggisvörur

Tæki og múrfestingar

Vinnuskór • Heyrnahlífar • Öndunargrímur Vinnuvettlingar • Eyrnatappar • Gleraugu Hjálmar • Fallvarnarbúnaður

HAGI ehf •

Stórhöfða 37

Lasermælar • Höggborvélar • Skurðar-/Slípivélar Demantsbor-/skurðarvélar • Batterísvélar Skot-/Gasbyssur • Brunaþéttiefni Skrúfvélar • Múrfestingar • Byggingafrauð

110 Reykjavík

• S: 414-3700 • hagi@hagi.is 35


Verkstjóra- og stjórnenda­félag Suðurnesja Austurvegi 56, 800 Selfoss Sími 480 5000 - Fax 480 5001 Netfang: stjornandi@stjornandi.is www.stjornandi.is

Hafnargötu 15, 230 Keflavík Formaður Einar Már Jóhannesson Sími 421 2877 - GSM 845 1838 Heimasíða: vsts.is Netfang: vsts@vsts.is

Þór, félag stjórnenda

Berg, félag stjórnenda

Pósthólf 290 - 222 Hafnarfirði vefthor@simnet.is Formaður Ægir Björgvinsson GSM 840 0949 - aegirb@simnet.is

Hofsbót 4, 600 Akureyri Sími 462 5446 Netfang: bergfs@bergfs.is Formaður: Rögnvaldur Snorrason GSM 853 0253

Stjórnendafélag Vestfjarða

Verkstjóra- og stjórnendafélag Hafnarfjarðar

Heiðarbraut 7, 410 Hnífsdal Formaður Sveinn K. Guðjónsson GSM 863 3871

36

Hellisgötu 16, 220 Hafnarfirði Formaður Steindór Gunnarsson GSM 898 9760


Með texta

SFJ

Með texta og kjörorðum

SFJ

SFJ

Stjórnendafélagið

Stjórnendafélagið

JAÐAR

SFJ

Pósthólf 50 - 300 Akranes Formaður: Kristján Sveinsson GSM 660 3286 kristjans@n1.is

Vinnum saman og náum árangri

540 Blönduósi Formaður: Kári Kárason GSM 844 5288 kari@vilko.is

SFJ

SFJ

Stjórnendafélagið

Stjórnendafélagið

JAÐAR

SFJ

Stjórnendafélag Norðurlands vestra

J A ÐA R

SFJ

Stjórnendafélag Vesturlands

J A ÐA R

Vinnum saman og náum árangri

SFJ

Verkstjórafélag Stjórnendafélagið Stjórnendafélagið J A ÐA R Vestmannaeyja Skólastígur 15, 340 Stykkishólmi JAÐAR

Sími 864 8852 Formaður: Unnur María Rafnsdóttir GSM 863 8256 unnurm64@gmail.com

Brú félag stjórnenda Skipholti 50d, 125 Reykjavík Sími 562-7070 - Fax 562-7050 Netfang: bfs@bfs.is Veffang: www.bfs.is Skrifstofa félagsins er opin virka daga frá kl. 9-14

Vinnum saman og náum árangri

Seljatangi 11, 270 Mosfellsbærm Formaður: Gunnar Geir Gústafsson GSM 892 0281 gunnargeir77@gmail.com

Samband stjórnendafélaga Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Símar 553-5040 / 553-0220 Fax 568-2140 Netfang: stf@stf.is Veffang: www.stf.is

37


KROSSGÁTAN

SUDOKU

Í Sudoku er þrautin fólgin í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3 reit birtist tölurnar 1-9. Í hverri níu reita línu (láréttri og lóðréttri) eiga allar tölurnar einnig að birtast og má aldrei tvítaka neina þeirra.

38


39

Kemi ehf | Tunguhálsi 10 | 110 Reykjavík | S: 415 4000 | kemi@kemi.is | www.kemi.is

Heyrnarhlífar með samskiptamöguleika á 8 rásum og Bluetooth

Heyrnarhlífar með útvarpi og Bluetooth

PELTOR HEYRNARHLÍFAR MEÐ BLUETOOTH


Stólpi Gámar

fyrir atvinnulífið

Stólpi Gámar bjóða gámalausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu  þurrgáma  hitastýrða gáma

 geymslugáma  einangraða gáma

 fleti og tankgáma  gáma með hliðaropnun

Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS og vörulyftur frá ATN og Maber

Hafðu samband 568 010 0

www.stolpigamar.is 40

Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.