STF -tíðindi 2tbl. 2017

Page 1

Furður fornaldar Mölur og ryð eru fljót að granda stórvirkjum mannsins og flest af því sem við reisum okkur eða guðunum til dýrðar er fljótt að falla í gleymskunnar dá. Þegar við tókum saman yfirlit yfir sjö furðuverk fornaldar sáum við að aðeins eitt þeirra er uppistandandi í dag. Hvað varð af öllum hinum?

Sjá bls 20

Sameining á döfinni Viðræður eru á lokastigi um sameiningu Þórs, félags stjórnenda og Varðar, félags stjórnenda á Suðurlandi. „Þessa dagana er verið að ganga frá formlegu samþykki þess efnis,“ segir Ægir Björgvinsson, formaður Þórs í samtali.

Sjá bls. 6

Fréttaveita Sambands stjórnendafélaga | 2. tbl. Desember 2017

Sóknarhugur á Skaganum

Á ferð okkar upp á Akranes á dögunum heimsóttum við tvö fyrirtæki þar sem starfa margir stjórnendur. Hjá Skaganum 3X er mikill uppgangur og verkefnin hrannast inn víða að úr heiminum. Er óhætt að fullyrða að það íslenska hug- og verkvit sem þar á sér uppruna er orðið að útflutningsvöru út um allan heim. Ekki síður er margt um að vera í niðursuðuverksmiðjunni Akraborg sem framleiðir um 20 milljónir dósa á ári af niðursoðinni lifur og því stærsta fyrirtæki í niðursuðu lifrar í öllum heiminum!

„Mikill kraftur hefur verið í nýsköpun og vöruþróun hjá okkur. Fyrirtækið samanstendur að segja má af vöruþróun, sölu, þjónustu, smíði og afhendingu á tækjabúnaði, langmest fyrir sjávarútveginn en við erum líka að vinna okkur töluvert inn í framleiðslu á kjöti og kjúklingi,“ segir Jón Birgir Gunnarsson, yfirmaður markaðs- og sölumála hjá Skaganum 3X.

Sjá bls 30


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.