STF-tíðindi 2017

Page 1

Ný tilhögun stjórendafræðslunnar;

Námið til Akureyrar

Drápa í 14 erindum Verkstjòrar á Íslandi þurftu í vor að þinga og þar tòku þeir ákvörðun, réttmæta og slynga: Að breyta nafni sambandsins og boða nýja siði, svo bæta mætti kynjahallann í þessu strákaliði.

Skrifað hefur verið undir samstarfssamning milli Símenntunar Háskólans á Akureyri og Starfsmenntasjóðs, Samtaka atvinnulífsins og Sambands stjórnendafélaga um rekstur á stjórnendafræðslunámi. Um er að ræða net- og fjarnám sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands sá um rekstur á áður.

Þannig hefst stórskemmtileg drápa Unnar Halldórsdóttur sem hún kastaði fram í 14 erindum að loknu þingi STF í Stykkishólmi.

Sjá bls 8

Sjá bls 23

Fréttaveita Sambands stjórnendafélaga | 1. tbl. Júní 2017

Nýtt nafn og merkið að húni

Sambandsþing Verkstjórasambands Íslands hefur einróma samþykkt að breyta nafni samtakanna í Samband stjórnendafélaga en innan vébanda þess eru tólf félög stjórnenda og verkstjóra. Með því er ætlunin að höfða betur til stærri hóps stjórnenda sem stýra fjölbreytilegum verkefnum í nútíma samfélagi. Þetta var ákveðið á þingi stjórnenda í Stykkishólmi dagana 19.-20. maí sl. Skúli Sigurðsson, forseti Sambands stjórnendafélaga (STF) segir að nú verði allt kynningarstarf eflt með það að markmiði að fjölga verulega í hópi aðildarfélaga STF. „Við höfum náð að fjölga félagsmönnum talsvert á liðnum misserum með markvissu kynningarstarfi en við teljum okkur geta gert betur. Aðild að stjórnendafélagi hefur mikla kosti en við bjóðum m.a. upp á gríðarlega góða endurmenntun í fjarnámi og einn öflugasta sjúkrasjóð sem til er í landinu. Við teljum nýtt nafn og ný starfsheiti endurspegla betur innihald starfanna og vera í samræmi við tíðarandann í samfélaginu.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.