Þjóðgarðurinn á Þingvöllum - Starfsskýrsla 2017-2021

Page 17

REKSTUR

17 Gestir streyma í þjóðgarðinn haustið 2019.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur ekki farið varhluta af heimsfaraldrinum Covid-19 og því voru miklar sviptingar í starfsmannamálum á árunum 2017 til 2021. Þetta kemur glöggt fram í ársverkum en árið 2018 voru ársverkin orðin 38,5. Í lok ársins 2020 og í byrjun 2021 var tala starfsmanna hins vegar komin niður í 5. Starfsfólk er flest á sumrin og til sumarstarfa 2021 voru ráðnir 12 landverðir og 6 verkamenn sem unnu á vöktum.

Dagleg störf Daglega eru 4-5 landverðir á vakt í þjóðgarðinum en það er breytilegt eftir árstíðum. Landverðir starfa við upplýsingaborð í gestastofunni á Haki þar sem fjölda gesta er á hverjum degi leiðbeint um hvernig best er að haga ferðum innan þjóðgarðsins og um frekari ferðalög. Við Silfru hafa landverðir efirlit með svæðinu, gestum þess og fyrirtækjum sem þar starfa og í þinghelginni sinna þeir kirkju, fánum og öðrum innviðum auk þess að svara spurningum gesta. Á tjaldstæðinu við Leirar sjá þeir um upplýsingagjöf, annast eftirlit og hreinsun og innheimta gjöld. Á sumrin sinna þeir veiðieftirliti meðfram strandlengjunni innan þjóðgarðs og sjá um að farið sé eftir reglum. Landverðir fara einnig í fræðslugöngur með bæði innlenda og erlenda gesti. Göngurnar eru fjölbreyttar og miða að því að miðla menningu og náttúru þjóðgarðsins. Í þjóðgarðinum starfa einnig verkamenn sem sinna ýmsu daglegu viðhaldi, þrífa rusl og salernishús og á sumrin bætast við ýmis viðvik sem tengjast viðhaldi girðinga og margbreytilegum öðrum verkefnum.

Áhrif Covid-19 á fjölda ferðamanna Covid-19 heimsfaraldurinn hafði umtalsverð áhrif á starfsemi þjóðgarðsins. Þingvellir eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins og má ætla að um 80% ferðamanna sem koma til landsins, heimsæki Þingvelli.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.