Þjóðgarðurinn á Þingvöllum - Starfsskýrsla 2017-2021

Page 30

FRÆÐSLA

30 Fróðleiksfúsir Íslendingar flykkjast í fimmtudagsgöngur á Þingvöllum.

Metnaðarfull fræðsludagskrá Ár hvert stendur Þjóðgarðurinn á Þingvöllum fyrir metnaðarfullri fræðslu. Skipulögð dagskrá er lögð fram í upphafi sumars með aðkomu bæði gestafyrirlesara og landvarða. Landvarðagöngur hafa verið fastir liðir í þjóðgarðinum og er boðið upp á ókeypis leiðsögn landvarða á ensku um þinghelgina alla morgna á sumrin. Fjöldi þátttakenda hefur verið mjög breytilegur eða allt frá 2-40 á dag en að meðaltali hafa verið 12 gestir í hverri göngu. Einnig er boðið upp á leiðsögn á íslensku um helgar og er þá gengið inn í sigdalinn og að eyðibýlunum í þjóðgarðinum. Göngurnar fela í sér fjölbreytta upplifun af náttúru og sögu svæðisins.

Fimmtudagskvöld á Þingvöllum Undanfarin sumur hefur verið haldið fast í þá hefð að fá valda gesti til að halda fyrirlestra og kvöldgöngur á fimmtudagskvöldum. Fyrirlestrarnir hafa verið fjölbreyttir að efni og framsetningu en í meirihluta þeirra má þó finna sögulega og bókmenntalega tengingu við Þingvelli. Sumarið 2020 var ákveðið að fresta öllum slíkum göngum vegna óvissu sem skapaðist í kjölfar Covid-19. Árið 2021 voru heldur færri gestafyrirlestrar en venjulega, eða sex miðað við 8-10 á hefðbundnu sumri. Fyrirlestrarnir voru þó mjög vel sóttir og má ætla að þá hafi hátt í 1000 manns sótt Þingvelli til að hlýða á fjölbreytt erindi.

Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra er einn þeirra sem hafa verið vinsælir fyrirlesarar á fimmtudagskvöldum á Þingvöllum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.