Ă?sland
AtvinnuhĂŚttir og menning 2010
1
Ă?sland AtvinnuhĂŚttir og menning 2010
Efnisyfirlit
Ávarp ritstjóra
11
Ávarp forseta Íslands
13
Þjóðkirkjan
14
Alþingi
20
Hlutverk stjórnmálaflokka
24
Störf stjórnlagaráðs
36
Opinber stjórnsýsla
41
Sveitarstjórnarmál
55
Samtök á vinnumarkaði
Opinber fyrirtæki og stofnanir 179
Heilbrigðismál og félagsþjónusta 243
Nafnaskrá er aftast í fjórðu bók.
153
Ísland Atvinnuhættir og menning 2010
Sagaz ehf. Bæjarlind 6 201 Kópavogur Sími: +354 570 7000 Fax: +354 570 7001 www.sagaz.is island2010@sagaz.is
Ritstjórar: Árni Emilsson Sturla Böðvarsson
Greinaskrifarar: Ólafur Þ. Harðarson Hr. Ólafur Ragnar Grímsson Ágúst Einarsson Páll Harðarson Pétur H. Ármannsson Guðbjörg Jóhannesdóttir Salvör Nordal Hrafnkell Gíslason Jóhann Sigurjónsson Soffía Auður Birgisdóttir Þorgeir Pálsson Katrín Jakobsdóttir Kristinn Pálsson Valgeir Skagfjörð
Ljósmyndir: Magnús Viðar Heimisson www.shutterstock.com Pétur Rúnar Heimisson
Hönnun og umbrot: Hugsa Sér! www.hugsaser.is
© 2012 Upplýsingar í þessari bók má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda. Sagaz ehf. tekur ekki ábyrgð á innsendu efni.
Ávarp ritstjóra | 11
Þ
Ávarp ritstjóra
egar fjármálakreppan gekk yfir heiminn haustið 2008 og íslensku bankarnir urðu gjaldþrota var útgáfufélagið Sagaz í Kópavogi að undirbúa að gefa út ritið Ísland – Atvinnuhættir og menning – 2010. Ritið hafði komið út tvisvar sinnum áður með tíu ára millibili og var kennt við árin 1990 og 2000. Margir komu að undirbúningi ritsins sem nú kemur út og er kennt við árið 2010. Eins og vænta mátti var verkefnið endurmetið hjá útgáfufélaginu í fjármálakreppunni. Fjölmörg fyrirtæki sem ætluðu að taka þátt í þessu riti voru ýmist hætt starfsemi eða höfðu runnið saman við önnur og breytt fyrirtæki. Það ríkti því veruleg óvissa um útgáfu ritsins við þessar aðstæður. Á þessum tímamótum ákvað Tryggvi Gíslason, ritstjóri verksins, að stíga til hliðar en hann hafði unnið við að móta útgáfuna. Það blés því ekki byrlega fyrir bókaútgáfu árið 2009. En með því að þessu riti voru ætlaðir lengri lífdagar var tekin ákvörðun um það af hálfu útgáfufélagsins Sagaz að halda áfram og byggja á þeim grunni sem þegar hafði verið lagður. Þegar útgefandinn falaðist eftir liðveislu okkar þótti okkur það firn mikil að ætla sér þetta stórvirki, en dáðumst þó að þeim kjarki sem fólst í því að standa fyrir slíkri útgáfu eftir að allir bankarnir hrundu og flest fyrirtæki í landinu börðust í bökkum með laskaðan efnahag. Eðlilega gætti vonleysis um hvort tækist að ljúka verkinu líkt og birtist hjá meistara Þorbergi Þórðarsyni og hann greinir frá í Íslenskum aðli þegar hann fór í tunglsljósi vestur í Selsvör þeirra erinda að fyrirfara sér vegna fátæktar og skóleysis: „En þá hefði honum orðið svo kalt, þegar hann kom á götugum sólunum niður í slepjuraka fjöruna, að hann gat ekki fyrirfarið sér“. Eins kann að hafa farið fyrir útgefandanum að nánast vonlausar aðstæður hafi hleypt í hann kjarki á ný til þess að ljúka ætlunarverki sínu í stað þess að gefast upp. Við eigum því bæði Íslenskan aðal og Ísland – Atvinnuhætti og menningu – 2010, þótt ólíku sé saman að jafna. Árið 2010 urðu nokkur kaflaskil í lífshlaupi okkar undirritaðra og varð að ráði að við tækjum að okkur ritstjórn þessa verks. Frá því í nóvember 2010 hefur það verið verkefni okkar með öðru að ferðast um landið þvert og endilangt og semja við stjórnendur fyrirtækja og stofnana um þátttöku þeirra í ritinu og leggja á ráðin um hverjir ættu erindi á þennan vettvang. Það er satt að segja öfundsvert hlutskipti að fá tækifæri til þess að ferðast um landið okkar á öllum árstímum. Við ræddum við lykilfólk hjá atvinnufyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum og kynntumst sjónarmiðum þeirra á því hvað er að gerast merkilegt á Íslandi um þessar mundir. Þegar grannt er skoðað blasir það við að samfélagið í dag, innviðir þess og aðstæður einstaklinga eru slíkar að það hefur orðið bylting á flestum sviðum á undangengnum tveimur áratugum. Þjóðin hefur tvímælalaust og þrátt fyrir allt „gengið til góðs götuna fram eftir veg“. Tilgangurinn með þessari útgáfu er einkum sá að gefa lesendum tækifæri til að kynnast þessum breytingum og því hverjir eru á vettvangi við stjórnvölinn þar sem uppbygging og þróun samfélagsins á sér upptök og rætur. Það er skemmst frá því að segja að við æskuvinirnir höfðum af þessum ferðum mikla ánægju, enda voru rifjuð upp kynni við fjöldann allan af góðu fólki úr öllum landshlutum, sem við höfum átt samleið með í gegnum tíðina. Viljum við þakka þeim sem tóku á móti okkur og veittu okkur stuðning, skemmtan og leiðsögn við að tryggja efni í þetta rit um atvinnuhætti og menningu okkar Íslendinga á því tímabili sem um ræðir. Við höfum verið spurðir um hver sé tilgangurinn með því að fjalla um þetta efni með þeim hætti sem hér er gert, þar sem stjórnendum er gefinn kostur á að skrá og skýra viðfangsefnin á líðandi stundu. Því er til að svara, að hér er um að ræða frásögn og aldarspegil þeirra sem hafa staðið í stafni við að byggja upp og móta samfélagið á þessum tíma. Margir þeirra geta horft ánægðir um öxl eftir að hafa staðið af sér fjármálakreppuna og haldið ótrauðir áfram við að móta og byggja upp það samfélag sem nýtir auðlindir og mannauð í þágu lands og þjóðar. Hlutverk okkar sem ritstjóra hefur verið að velja þátttakendur, en hvert fyrirtæki og stofnun hefur lagt til allt efnið fullbúið til uppsetningar í ritið. En í ritinu er ekki einungis frásögn af atvinnufyrirtækjum og stofnunum. Hér gefur að líta ávarp Forseta Íslands, kafla um Alþingi Íslendinga, umfjöllun um hlutverk stjórnmálaflokka , fjallað er um störf sóknarpresta Þjóðkirkjunnar, greinar um margvísleg málefni svo sem menningarmál, bókmenntir, byggingarlist, hafrannsóknir, þróun fjarskipta og um flugmál svo nokkuð sé nefnt. Allar þessar greinar skrifa einstaklingar með yfirburða þekkingu hver á sínu sviði og eiga því erindi til allra, sem vilja fræðast um þessi efni. Bankahrunið og hrikalegar afleiðingar þess höfðu mikil áhrif á framvindu verksins. Ber ritið með sér að vinnslan hefur náð yfir langan tíma. Það er vilji okkar að byggja á þeirri reynslu sem orðið hefur til við eldri útgáfur. Vonandi tekst útgefandanum að halda áfram þannig að samfella verði í undirbúningi útgáfunnar næsta áratug. Við mótun ritsins hefur verið haft að leiðarljósi að notagildið verði sem mest, ekki síst fyrir námsmenn allra skólastiga. Ritið Ísland – Atvinnuhættir og menning – 2010 mun nú í fyrsta sinn koma út á rafrænu formi á netinu og eru í því fólgnir nær óendanlegir möguleikar. Þetta leiðir til þess að miklu fleiri en áður munu notfæra sér ritið, enda fleygir tækninni fram með ógnarhraða, sem einkum unga fólkið nýtir sér út í hörgul. En allt um það, bókin blífur og varla verður um það deilt að hún mun einlægt standa fyrir sínu. Það er von okkar að sem flestir eigi þess kost að hafa aðgang að og njóti þess sem ritið Ísland – Atvinnuhættir og menning – 2010 hefur fram að færa. Skrifað á Snæfellsnesi í október 2012, Árni M. Emilsson – Sturla Böðvarsson
Ávarp forseta Íslands | 13
Í
ALDARSPEGILL LANDS OG ÞJÓÐAR Ávarp forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar
árdaga nýrrar aldar er bæði gott og gagnlegt að fá í hendur ítarlegt ritverk um land okkar, atvinnulíf, menningu og stjórnarhætti. Vegferð Íslendinga hefur á margan hátt verið glæsileg þótt oft hafi syrt í álinn og brattar brekkur blasað við. Þjóðin hefur í krafti samstöðu og áræðis sigrast á erfiðleikum og þróað samfélag sem á ýmsum sviðum er til fyrirmyndar. Á Bessastöðum erum við daglega minnt á þessa sögu; þegar vistarverurnar hýstu skólapilta var Ísland fátækasta land álfunnar og allt vald í hendi Danakonungs. Dýflissan sem geymdi Jón Hreggviðsson í frásögn nóbelsskáldsins og fornleifar frá enn eldri tímum eru svo frekari vitnisburður um hve langt við höfum náð. Það er hverri þjóð hollt að þekkja sína sögu og skoða hana í spegli nýrrar aldar, sjá samhengið milli ólíkra þátta samfélagsins, skynja hvernig náttúran mótar atvinnulíf og menningu. Þetta metnaðarfulla ritverk gefur okkur færi á slíkri sýn, lýsir stofnunum sjálfstæðs ríkis, samtökum og umsvifum í margvíslegum rekstri, hvernig verðmætasköpun og menningarlíf endurspegla árangur á mörgum sviðum. ÍSLAND – atvinnuhættir og menning getur verið í senn uppspretta fróðleiks og grundvöllur umræðna um framtíðina. Í kjölfar glímunnar við fjármálakreppu, hrunsins sem varð hér og víðar, er einkar gagnlegt að fara í slíka smiðju, skoða það sem vel er gert, meta skipulag og starfshætti, sjá hvernig athafnir í ólíkum greinum mynda öfluga heild. Við upphaf nýrrar aldar er slíkur þjóðarspegill kærkominn fengur.
14 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig
Prestsþjónusta þjóðkirkjunnar
Þ
Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir formaður Prestafélags Íslands og sóknaprestur í Langholtssókn Reykjavík. jóðkirkjan er langfjölmennasta trúfélag landsins, en rúmlega þrír af fjórum landsmönnum tilheyra henni. Sérstaða þjóðkirkjunnar meðal trúfélaga á Íslandi felst einnig í því að hún ein trúfélaga sinnir þjónustu um allt land og ber ábyrgð gangvart landsmönnum öllum.
Grunneining þjóðkirkjunnar er sóknin, en sóknirnar eru landfræðilegar eða félagslegar starfseiningar. Söfnuði þjóðkirkjunnar má finna í hverju einasta byggðarlagi landsins og þjóna prestar sóknanna öllum íbúum óháð trúfélagastöðu. Prestarnir eru þjónar sóknanna í sínum prestaköllum en langflest prestakallanna úti á landsbyggðinni eru sett saman úr tveimur eða fleiri sóknum. Alla jafna er eitt kirkjuhús í hverri sókn og þjónar presturinn því einnig í mörgum kirkjubyggingum. Sérsþjónustuprestar sinna söfnuðum sem eru félagslegar einingar en ekki afmarkað landfræðilega, svo sem prestur heyrnarlausra, prestur fatlaðra, fangaprestur, héraðsprestar, æskulýðsprestar, prestar á öldrunarstofnunum og sjúkrahúsum.
Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir
Allir prestar þjóðkirkjunnar hafa lokið að lágmarki fimm ára háskólamenntun í guðfræði, en MA eða Cand.theol gráða eru skilyrði fyrir því að geta gegnt prestsþjónustu í þjóðkirkjunni. Guðfræðinámið er á hugvísindasviði og er afar fjölbreytt blanda náms í ritskýringu Biblíunnar, fornum tungumálum, félagsvísindum, sálgæslu, helgisiðum, predikunarfræðum og messusöng. Mjög margir prestanna hafa svo einnig aukið við menntun sína ýmist í guðfræði og/eða öðrum greinum. Áfallahjálp, sálgæsla og predikun má þó vel segja að hafi um árabil verið efst á baugi hvað varðar símenntun presta.
Á vorhátíð í Vídalínskirkju í Garðabæ.
Ljósm. sr. Árni Svanur Daníelsson
Ljósm. Ingibjörg Eiríksdóttir
Prestsþjónusta þjóðkirkjunnar | 15
Á Uppskeru- og þakkarhátíð 2011 við guðsþjónustu í Þykkvabæjarklausturskirkju í Álftaveri. Það eru félagar úr Ásakór og kirkjukór Prestsbakkakirkju sem sjást á myndinni ásamt sr. Ingólfi Hatvigssyni sóknarpresti organistanum Brian Roger Haroldssyni.
Prestsstarfið sjálft er fjölbreytt og í raun einstakt. Presturinn er sérfræðingur sem á greiðan aðgang að heimilum sóknarbarna sinna og stendur í raun utan kerfa en í samvinnu við þau öll. Prestar þjóðkirkjunnar gegna einnig mikilvægu hlutverki í almannavörnum og áfallaáætlunum á vegum hins opinbera auk þess að vera nánir samstarfsaðilar þjónustu og stofnana á vegum sveitarfélaganna. Fyrsta konan til að hljóta vígslu til prestsþjónustu var sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir en það var árið 1974. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hvað varðar þjónustu kvenna í þjóðkirkjunni. Nú árið 2012 eru konur um einn þriðji stéttarinnar og tveir af þremur biskupunum eru konur. Biskup Íslands er frú Agnes M. Sigurðardóttir og frú Solveig Lára Guðmundsdóttir er vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal. Sr. Kristján Valur Ingólfsson er vígslubiskup í Skálholti. Þessar miklu breytingar á samsetningu stéttarinnar svo og tilkoma djáknaþjónustunnar þar sem konur eru í meirihluta hefur að mati margra haft mikil áhrif í þá veru að breyta ásýnd stéttarinnar.
16 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig
Í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð. Á myndinni er sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir.
Ljósm. sr. Árni Svanur Daníelsson
Prestsþjónusta þjóðkirkjunnar | 17
Hver dagur er öðrum ólíkur í þjónustu presta þjóðkirkjunnar því meginhlutverkið er að þjóna manneskjum einstakri hverri og einni. Helgihaldið og athafnir á tímamótum ævinnar er það í störfum prestanna sem er einna sýnilegast hinu almenna þjóðkirkjufólki. Bænastundir, messur, skírnir, fermingar, hjónavígslur, kistulagningar og útfarir. Stór hluti starfa presta er ekki eins sýnilegur, en þar mætti nefna; tilkynningar um andlát, bænastundir við dánarbeð, undirbúningur athafna, predikunarvinna, skírnarsamtöl, samverur með ungum foreldrum, barnastarf og unglingastarf, fermingarfræðsla, undirbúningur hjónaefna, samtöl við syrgjendur og sálgæsla við einstaklinga á öllum aldri og fjölskyldur. Félagsgjöldin eða sóknargjöld þeirra sem skráð eru í þjóðkirkjuna eru innheimt af ríki fyrir kirkjuna eins og almenna reglan er varðandi trúfélög. Sóknargjöld hvers þjóðkirkjumeðlims rennur til sóknarkirkjunnar og þess safnaðar þar sem viðkomandi er skráður til heimilis. Féð er notað til að standa undir safnaðarstarfi sem og viðhaldi kirkna og safnaðarheimila. Auk þessa greiðir ríki kirkjunni árlega samkvæmt samningi um afhendingu kirkjujarða til ríkisins sem gerður var í lok síðustu aldar. Þessar greiðslur standa undir launum presta þjóðkirkjunnar en byggja á ríkri skyldu þjóðkirkjunnar til almennrar þjónustu um allt land. Hver einasta úrsögn úr þjóðkirkjunni hefur því áhrif á starfið í heimasöfnuði viðkomandi. Með hverri úrsögn minnkar það fjármagn sem söfnuðurinn hefur úr að moða til að standa að starfsemi fyrir sem flesta aldurshópa. Hefðbundið safnaðarstarf er öllum opið og flest meðal annars í tónlistar- og kórastarfi, barnaklúbbum, fermingarfræðslu, æskulýðsstarfi, öldrunarstarfi, líknarþjónustu, fullorðinsfræðslu og ótal mörgu fleiru. Ekki má gleyma hversu ríkur þáttur starf safnaðanna er í menningarlífi þjóðarinnar með öllum þeim listviðburðum sem fara fram á þeirra vegum svo og þau menningarverðmæti sem felast í kirkjubyggingunum og listaverkunum sem þær prýða. Kirkjuþing fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmætra marka, skv. lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997. Kirkjuþing setur starfsreglur um starfsemi safnaðanna, störf prestanna og annars starfsfólks. Þar sitja kjörnir fulltrúar safnaðanna auk presta og biskupa. Kjörnir fulltrúar safnaðanna eru í meirihluta á þinginu. Kirkjuþing kýs sér kirkjuráð sem er eins konar framkvæmdanefnd á milli kirkjuþinga. Hver sókn þjóðkirkjunnar er sjálfstæð og hefur mikið svigrúm til að sníða starf sitt að aðstæðum á hverjum stað. Þó er ýmislegt sem kirkjuþing ákveður að skuli gilda í öllum sóknum, svo sem hvaða kröfur skuli gera til þeirra sem starfa á vegum kirkjunnar, námsskrá fermingarfræðslunnar og siðareglur fyrir þau sem þjóna kirkjunni svo lítið eitt sé nefnt. Í hverri sókn er sóknanefnd en þar sitja sjálfboðaliðar úr söfnuðinum sem kjörnir eru á aðalsafnaðarfundi sem sakvæmt lögum er haldinn árlega. Þessir sjálfboðaliðar skipuleggja ásamt sóknarprestinum starfið og halda utan um og bera ábyrgð á rekstri sóknarinnar. Fulltrúar sóknarnefndar velja presta og halda utan um starfsmannahald safnaðarins. Sóknarnefndir eiga ennfremur að vera í mótun og uppbyggingu starfsins í söfnuðinum.
Ljósm. er sr. Árni Svanur Daníelsson
18 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig
Prestsvígðar konur við vígslu frú Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, sr. Auður Eir er fyrir miðri mynd.
Prestsþjónusta þjóðkirkjunnar | 19
Það ræðst af fjárráðum hverrar sóknar, fjölda launaðs starfsfólks og sjálfboðaliða hversu fjölbreytt safnaðarstarfið er. Í öllum sóknum er þó til staðar sama grunnþjónusta prestsins en hafi presturinn liðsauka þá fjölgar starfsþáttum í samræmi við það. Í stærstu sóknunum þjóna fleiri en einn prestur og jafnvel djákni, en djáknar sinna fjölbreyttri líknarog fræðsluþjónustu innan sóknanna og á stofnunum. Staðsetning prestsins mótar starf hans og líf verulega. Flestir prestanna á landsbyggðinni hafa sem dæmi ekki val um það hvar þeir búa með fjölskyldum sínum heldur hafa búsetuskyldu á prestssetrum. Með tilkomu aukinna fjarskipta hefur álag á prestum allstaðar á landinu breyst og í mörgum tilvikum aukist, ýmist vegna sífelldrar bakvaktar eða þá vegna aukins þjónustuálags á öllum tímum. Kulnun í starfi er mikið áhyggjuefni hvað presta varðar, því auk þess að búa við mikið álag, þá er fagleg einangrun margra mikil. Þjóðkirkjan á nokkuð langt í land með að gæta þess að prestar hennar njóti nauðsynlegrar hvíldar og uppörvunar í þjónustu sinni. Nýleg doktorsrannsókn dr. Ásdísar Emilsdóttur Petersen sem lögð var fram við Hí og fjallar um prestsstarfið undirstrikar að tilefni er til þess að taka aðbúnað og aðstæður presta í þjónustunni til gagngerrar endurskoðunar. Prestar hafa ennfremur ekki farið varhluta af álagi sem skapast hefur vegna erfileika sem kirkjustjórnin hefur þurft að kljást við. Tvö mál hafa haft mest um það að segja, annars vegar viðbrögð við ásökunum um kynferðisofbeldi fyrrum biskups Íslands og hins vegar svo hversu hægt kirkjunni gekk að komast að niðurstöðu um hjúskap samkynhneigðra. Þessi erfiðu mál fengu þó farsælan endi og hafa þegar upp er staðið góð áhrif á starfshætti þjóðkirkjunnar. Unnið hefur verið með skipulögðum hætti að því að bæta viðbrögð og ferli hvað varðar ásakanir um kynferðisofbeldi sem og að skima allt starfsfólk þjóðkirkjunnar. Hjúskap samkynheigðra sem gagnkynheigðra hefur verið fagnað í þjóðkirkjunni frá þeim degi er ein hjúskaparlög tóku gildi í landinu. Prestsembættið á sér langa og fjölbreytta sögu, sem helst í hendur við aðstæður þjóðarinnar á ólíkum tímum. Opinber umsvif prestsins hafa minnkað á öldini sem leið, eftir því sem þjóðfélagið þróaðist frá bændasamfélagi yfir í fjölmenningarlegt borgarsamfélag. Þjónustunet þjóðkirkjunnar er þó enn þétt riðið um land allt og gegnir kirkjan með presta sína í broddi fylkingar mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og menningu. Ásýnd íslenska prestsins hefur ekki síður tekið breytingum með tilkomu prestsvígðra kvenna og nú síðast kvenna á biskupsstóli. Þannig er þjóðkirkjan mælikvarði og spegill á breytingar í þjóðfélaginu almennt en mikilvæg skref hafa verið tekin í kirkjunni í jafnræðis- og mannréttindaátt. Eitt er það þó sem aldrei breytist en það er kærleiksboðskapurinn sem þjóðkirkjan og prestar hennar eru sendir til að boða og lifa.
20 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
ALÞINGI
Í
www.althingi.is
stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er á því byggt að uppspretta valds sé hjá fólkinu sem felur kjörnum fulltrúum meðferð þess valds. Slíkt fyrirkomulag kallast fulltrúalýðræði. Kjósendur velja fjórða hvert ár í almennum leynilegum kosningum þingmenn til setu á Alþingi. Frá alþingiskosningunum 1987 hefur Alþingi verið skipað 63 þingmönnum. Alþingismenn fara sameiginlega með vald til að setja þegnum landsins lög auk þess sem þeir fara með fjárstjórnarvald. Mikilvægt er að fólk viti hvaða ákvarðanir eru teknar á Alþingi og hvernig þær eru teknar því að kjósendur og fulltrúar þeirra bera ábyrgð á að varðveita virkt lýðræði. Segja má að kosningarrétturinn sé undirstaða lýðræðis á Íslandi og að Alþingi sé hornsteinn þess lýðræðis.
Kosningar og kjördæmaskipan Kosningarrétt við alþingiskosningar eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og eiga eða hafa átt lögheimili hér á landi. Framboð til Alþingis er háð skilyrðum kosningalaga. Íslandi hefur verið skipt í sex kjördæmi síðan 2003. Þessi kjördæmi eru Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður. Mörk kjördæmanna eru ákveðin í lögum, en þó ákveður landskjörstjórn kjördæmamörk milli Reykjavíkurkjördæmanna. Í hverju kjördæmi eru að lágmarki sex kjördæmissæti. Níu jöfnunarsætum er ráðstafað til þeirra stjórnmálasamtaka, sem hlotið hafa minnst 5% af gildum atkvæðum, þannig að hver samtök fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu sína á öllu landinu. Eftir alþingiskosningarnar 2009 eru 11 ellefu þingsæti í Suðvesturkjördæmi, sjö í Norðvesturkjördæmi en níu í öðrum kjördæmum.
Alþingi.
Ljósmyndari: Bragi Þór Jósefsson
Ljósmyndari: Bragi Þór Jósefsson
Alþingi | 21
Frá umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi 3. október 2011.
Hlutverk Alþingis Starfshættir Alþingis eru ákvarðaðir í stjórnarskrá og þingsköpum. Frá og með árinu 2012 er samkomudagur Alþingis annar þriðjudagur í september ár hvert og hefst þá nýtt löggjafarþing. Af þingræðinu leiðir að eitt af hlutverkum Alþingis er að ráða skipun ríkisstjórnarinnar og getur hún aðeins setið með stuðningi löggjafarþingsins. Meginverkefni Alþingis er lagasetning en þingið fer einnig með viðamikið eftirlitshlutverk. Alþingi getur enn fremur með þingsályktun lýst stefnu sinni án þess að setja lög. Stjórnin undirbýr löggjöfina, sendir á frumvarpsformi til Alþingis sem fjallar um málið, synjar því eða samþykkir staðfestingu þess sem laga. Oft er í lögum heimild til handa ráðherra að útfæra lögin nánar með reglugerðum.
Lagasetning Hugmyndir um lagasetningu geta komið víða að. Hagsmunaaðilar reyna að hafa áhrif á undirbúning lagasetningar, oft í gegnum fjölmiðla. Einstaklingar geta einnig látið skoðun sína í ljós, t.d. með greinaskrifum og með því að hafa samband við stjórnmálamenn. Þingmenn hafa allir rétt til að leggja fram lagafrumvörp en stjórnarfrumvörp eru að jafnaði fleiri en þingmannafrumvörp á hverju þingi enda frumkvæði að lagasetningu fyrst og fremst á hendi ríkisstjórnarinnar. Stjórnarfrumvörpin eru unnin af nefndum á vegum ráðherra eða af starfsmönnum ráðuneytis. Með því að skipa nefnd til að annast frumvarpssmíð tryggir ráðherra að hagsmunaaðilar og sérfræðingar nái að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Í stjórnarskránni segir að ekkert lagafrumvarp megi samþykkja fyrr en það hafi verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. Þingsköp Alþingis áskilja þingmönnum tíma til að kynna sér frumvarp eftir að það hefur verið lagt fram og gengur það oftast til nefndar milli 1. og 2. umræðu. Með þessu fyrirkomulagi má koma í veg fyrir að hægt sé að bera frumvörp fyrirvaralítið undir atkvæði. Frumvörp skulu lögð fram innan sex mánaða frá þingsetningu, þ.e. fyrir 1. apríl, en meiri hluti þings getur samþykkt að mál sem er of seint fram komið verði tekið til umræðu og afgreiðslu. Enn fremur er áskilið að frumvörp sem afgreiða á fyrir jólahlé séu komin fram fyrir lok nóvembermánaðar.
Eftirlitshlutverk Alþingis Alþingi á að veita framkvæmdarvaldinu aðhald, bæði ríkisstjórninni (t.d. með fyrirspurnum til ráðherra) og allri stjórnsýslunni. Á þingi eru bornar fram fyrirspurnir til ráðherra sem þeir svara munnlega eða skriflega. Óundirbúinn fyrirspurnatími er reglulega á dagskrá þingfunda. Ráðherrar gefa þinginu skýrslur um opinber málefni, ýmist að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni þingsins. Alláberandi liður í þingstörfunum er sérstakar umræður um mál sem talið er knýjandi að ræða án mikils fyrirvara.
22 | Ísland – Atvinnuhættir og menning Miklu varðar um stöðu og störf Alþingis að það fer með fjárstjórnina því að ekkert gjald má greiða úr ríkissjóði nema samkvæmt lögum og engan skatt leggja á nema Alþingi hafi samþykkt lög um það. Tvær stofnanir á vegum Alþingis gegna mikilvægu hlutverki á þessu sviði, Ríkisendurskoðun og embætti umboðsmanns Alþingis. Alþingi hefur komið á fót rannsóknarnefndum til að afla upplýsinga og gera grein fyrir málsatvikum í tilteknum málum. Þekktust þeirra er rannsóknarnefnd til að kanna aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008. Aðalhlutverk Ríkisendurskoðunar er að annast endurskoðun ríkisreiknings og reikninga stofnana, sjóða og annarra aðila sem kostaðir eru af ríkissjóði samkvæmt fjárlögum eða samkvæmt sérstökum lögum. Enn fremur skal Ríkisendurskoðun annast endurskoðun reikninga fyrirtækja og stofnana sem rekin eru á ábyrgð ríkissjóðs. Þá getur hún gert stjórnsýsluúttektir. Að lokum hefur stofnunin eftirlit með framkvæmd fjárlaga og er þingnefndum til aðstoðar við störf er varða fjárhagsmálefni ríkisins. Forsætisnefnd Alþingis ræður ríkisendurskoðanda til sex ára í senn. Hlutverk umboðsmanns Alþingis er að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Umboðsmaður getur tekið mál til meðferðar eftir umkvörtun eða að eigin frumkvæði. Umboðsmaður Alþingis er kjörinn óbundinni kosningu á þingfundi til fjögurra ára í senn.
Forseti Alþingis Á fyrsta þingfundi að afloknum alþingiskosningum er forseti Alþingis kjörinn. Einnig eru kjörnir varaforsetar, allt að sex talsins. Forseti og varaforsetar skipa forsætisnefnd sem tekur ákvarðanir um margvísleg málefni er varða Alþingi. Enn fremur á forseti samstarf við þingflokksformenn og heldur með þeim vikulega fundi um tilhögun dagskrár þingsins og fyrirkomulag umræðna. Forseti Alþingis stjórnar þinghaldinu, ákveður dagskrá þingfunda og hefur frumkvæði að því að semja starfsáætlun Alþingis og áætlun um fundarhöld. Forseti hefur enn fremur umsjón með starfi þingnefnda og alþjóðanefnda og fyrirspurnir til ráðherra eru háðar leyfi hans. Forseti sker úr ágreiningi um túlkun þingskapa og sérstakar umræður eru bundnar samþykki hans. Forseti ber ábyrgð á rekstri Alþingis og er æðsta vald í stjórnsýslu þess. Forseti kemur fram fyrir hönd Alþingis á opinberum vettvangi og tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi forseta þjóðþinga. Forseti Alþingis er einn þriggja handhafa forsetavalds í fjarveru eða forföllum forseta lýðveldisins.
Þingflokkar Þingmenn skipa sér í þingflokka og velja sér formann sem kemur fram fyrir þeirra hönd gagnvart forseta þingsins, öðrum þingflokkum og þingmönnum. Þingflokkarnir taka ákvarðanir um val á mönnum til trúnaðarstarfa á vegum Alþingis og þá sem gegna ráðherraembættum. Í þingflokkunum ákveða þingmenn hvernig þeir skipa sér til setu í þingnefndum og skipta með sér málefnaflokkum. Á þingflokksfundum er fjallað um ný þingmál sem þingmenn og ráðherrar hyggjast leggja fram og stöðu mála í þingnefndum og afstaða er tekin til einstakra mála og breytingartillagna við þau. Þingflokkar koma vanalega saman til fundar tvisvar í viku á þingtímanum.
Með breytingum sem gerðar voru á nefndaskipan Alþingis og tóku gildi 1. október 2011 starfa á Alþingi eftirtaldar átta fastanefndir: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, fjárlaganefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin skal í senn fjalla um þingmál sem falla undir málefnasvið hennar og einnig hafa ríka frumkvæðisskyldu um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu. Níu þingmenn sitja í hverri fastanefnd. Bæði stjórnarfrumvörp og þingmannafrumvörp ganga til nefndar eftir 1. umræðu. Máli má þó vísa til nefndar á hverju stigi þess. Þingsályktunartillögur ganga einnig til nefndar eftir fyrri umræðu. Hefðbundnir vinnufundir fastanefnda eru lokaðir öðrum en nefndarmönnum. Opnir fundir eru sendir út í sjónvarpi og á vef. Nefndum er einnig heimilt að opna fundi fyrir fréttamönnum án þess að sent sé beint út frá fundunum. Fastanefndir hafa þá starfsvenju að kalla eftir áliti hagsmunaaðila og sérfræðinga á þingmálum, annaðhvort skriflega eða með því að kalla gesti á fundi sína. Þegar nefnd hefur lokið athugun máls skilar hún skriflegu áliti um hvernig hún telur að þingið eigi að afgreiða málið og fleiri en einu áliti ef nefnd klofnar. Í nefndaráliti er lýst vinnu nefndarinnar að málinu auk þess sem þar koma fram viðhorf nefndarmanna. Einnig getur nefndin birt með álitinu ýmis fylgiskjöl, svo sem bréf frá hagsmunaaðilum eða ráðuneytum. Breytingartillögur, ef einhverjar eru, eru einnig lagðar fram skriflega. Taki nefnd frumvarp aftur til meðferðar eftir 2. umræðu getur hún skilað framhaldsnefndaráliti. Nefndarmenn geta sameinast um að leggja fram frumvarp í nafni nefndarinnar um málefni sem eru á verksviði hennar. Þingnefndir Opinn nefndarfundur um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands geta enn fremur að eigin frumkvæði tekið til umvar haldinn í þremur fastanefndum Alþingis, efnahags- og skattanefnd, fjárfjöllunar önnur mál en þau sem þingið vísar til laganefnd og viðskiptanefnd, föstudaginn 4. mars 2011. þeirra og gefið þinginu skýrslu um þau.
Ljósmyndari: pressphotos.biz
Fastanefndir Alþingis
Alþingi | 23
Alþjóðastarf Alþingis Alþingi tekur þátt í margs konar alþjóðlegu samstarfi. Eru alþjóðanefndirnar kallaðar Íslandsdeildir þessara samtaka. Á Alþingi starfa átta Íslandsdeildir alþjóðlegra þingmannasamtaka, þær eru: Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins (Inter-Parliamentary Union), Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES (EFTA Parliamentary Committee og EEA Joint Parliamentary Committee), Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins (Parliamentary Assembly of the Council of Europe), Íslandsdeild NATO-þingsins (NATO Parliamentary Assembly), Íslandsdeild Norðurlandaráðs (Nordisk Råd), Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins (Vestnordisk Råd), Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál (Conference of Parliamentarians of the Arctic Region) og Íslandsdeild ÖSE-þingsins (ÖSE = Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, OSCE Parliamentary Assembly). Starfsemi alþjóðanefnda Alþingis er mismunandi og fer eftir stöðu og starfsgrundvelli þeirra alþjóðlegu þingmannasamtaka sem Alþingi á aðild að. Alþjóðanefndir Alþingis sækja fundi og ráðstefnur hjá alþjóðlegum þingmannasamtökum og nýta tækifærið til að koma sjónarmiðum Íslands á framfæri þegar við á.
Skrifstofa Alþingis Skrifstofa Alþingis annast margvíslega þjónustu við þingmenn og þá sem leita þurfa upplýsinga eða með erindi sín til þingsins. Skrifstofustjóri Alþingis er yfirmaður skrifstofunnar og sér um að framfylgja ákvörðunum forseta og forsætisnefndar. Skrifstofustjóra til aðstoðar eru þrír aðstoðarskrifstofustjórar (rekstur, stjórnsýsla, þingstörf) sem ásamt honum mynda yfirstjórn skrifstofunnar. Aðstoðarskrifstofustjóri sem hefur umsjón með almennum rekstri þingsins er jafnframt staðgengill skrifstofustjóra. Hann hefur umsjón með fjármálum, framkvæmdum, rekstri og starfsmannamálum. Aðstoðarskrifstofustjóri sem annast skipulag þingstarfanna hefur umsjón með þeirri starfsemi skrifstofunnar sem snýr að hinu eiginlega þingstarfi. Í því felst m.a. skipulagning þinghaldsins og afgreiðsla þingmála. Aðstoðarskrifstofustjóri sem hefur með stjórnsýslu skrifstofunnar að gera hefur umsjón með þjónustu við forseta og alþjóðasamstarfi Alþingis ásamt upplýsinga- og útgáfumálum þingsins. Undir aðstoðarskrifstofustjóra heyra þrjár skrifstofur, forsetaskrifstofa, fjármálaskrifstofa og þingfundaskrifstofa, sem stýrt er af forstöðumönnum. Skrifstofa Alþingis skiptist að öðru leyti í þrjú kjarnasvið og heyra forstöðumenn þeirra beint undir skrifstofustjóra. Verkefni nefndasviðs eru aðstoð við fastanefndir og alþjóðanefndir, þingmálagerð og skjalavinnsla. Verkefni rekstrar- og þjónustusviðs eru þingvarsla, tölvuþjónusta og ýmis almenn þjónusta. Upplýsinga- og útgáfusvið sinnir ræðuvinnslu, upplýsinga- og rannsóknaþjónustu og almannatengslum.
Upplýsingar um Alþingi Á vef Alþingis eru lög, þingmál, þingræður og aðrar opinberar upplýsingar um starfsemi þingsins aðgengilegar. Þá má fylgjast með beinum útsendingum frá þingfundum á vef Alþingis. Einnig er þar að finna upplýsingar um þingið, þingmenn, þjónustu skrifstofunnar, sögu þingsins, hlutverk þess og starfshætti. Ársskýrslur Alþingis eru birtar á vef þingsins og þar er að finna margvísleg yfirlit og tölfræðilegar upplýsingar um störf þingsins á liðnum árum. Þegar þing er að störfum birtast dagskrár þingfunda á forsíðu vefsins og tilkynningar um fundi þingnefnda, slóðin er www.althingi.is.
Heimsóknir í Alþingishúsið Upplýsingafulltrúar skipuleggja heimsóknir gesta sem skoða vilja Alþingishúsið og fræðast um störf þingsins. Öllum beiðnum um sýningar á húsinu skal beint á netfangið heimsoknir@althingi.is eða hringja í símanúmer 563 0500. Almenningi er heimilt að koma í Alþingishúsið til að hlýða á umræður á þingpöllum.
Skólaþing Skólaþing, kennsluver Alþingis, er hugsað fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla. Á Skólaþingi fara nemendur í hlutverkaleik og fylgja í stórum dráttum reglum um starfshætti Alþingis. Er ætlunin að veita innsýn í sambandið milli atburða í samfélaginu, skoðanamyndunar, pólitískra ákvarðana og starfa Alþingis og sýna áhrif almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og hagsmunaaðila á löggjafarstarf. Nánari upplýsingar um Skólaþing eru á vefnum www.skolathing.is.
24 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Hlutverk stjórnmálaflokka – Ísland og lýðræðið
E
Ólafur Þ. Harðarson
ftir bankahrunið á Íslandi 2008 hafa íslenskir stjórnmálaflokkar átt mjög undir högg að sækja. Traust hefur almennt minnkað í íslensku samfélagi – innan við 10% þjóðarinnar segjast bera traust til löggjafarsamkomunnar, Alþingis. Traust á stjórnmálamönnum er með minnsta móti. Raddir heyrast um að gjörbreyta þurfi íslenska stjórnmálakerfinu. Sumir telja stjórnmálaflokka helstu meinsemd íslenska samfélagsins. Heppilegra sé að draga úr fulltrúalýðræðinu – eða afnema það; auka í staðinn beint lýðræði, t.d. með þjóðaratkvæðagreiðslum. Á slíkum tímum er eðlilegt að velta fyrir sér hlutverki stjórnmálaflokka í vestrænum lýðræðiskerfum almennt og stöðu íslensku stjórnmálaflokkanna sérstaklega.
Lýðræðiskerfi eru brothætt
Ólafur Þ. Harðarson.
Lýðræðiskerfin á Vesturlöndum eru ekki gömul í mannkynssögunni. Dæmi eru að vísu um ýmis form lýðræðis í sögu mannkynsins síðustu 2600 ár, en lengst af var meginform stjórnmálanna ekki lýðræði, heldur fámennisstjórn eða einræði – oftast voru réttindi almennings mjög fyrir borð borin. Núverandi lýðræðiskerfi þróuðust fyrst á 19. og 20. öldinni í Evrópu og Bandaríkjunum. Þróunin átti sér stað í mörgum skrefum. Á 20. öld urðu megineinkenni lýðræðiskerfanna almennur kosningaréttur, fulltrúalýðræði, mannréttindi, réttarríki, markaður og velferðarkerfi. Saga lýðræðiskerfanna á þessum tíma var ekki áfallalaus. Á fyrri hluta 20. aldar hrundu sum þessara kerfa – ekki síst í erfiðum kreppum – fasismi, nasismi og kommúnismi urðu ofan á í ýmsum löndum Evrópu. Eftir síðari heimsstyrjöld hafa lýðræðiskerfin hins vegar fest sig í sessi á Vesturlöndum – og lýðræði hefur einnig aukist í öðrum heimshlutum. Enn býr þó mikill hluti mannkynsins við harðstjórn og mannréttindabrot.
Hlutverk stjórnmálaflokka | 25
Fulltrúalýðræði og stjórnmálaflokkar Sigur lýðræðisins á Vesturlöndum hefur jafnframt verið sigur fulltrúalýðræðisins. Fulltrúalýðræði felur í sér að almenningur kýs fulltrúa til þess að fara með vald sitt í almennum, frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Algengasta form fulltrúalýðræðisins hefur verið þingræði; það þýðir að meirihluti þjóðþingsins verður að styðja ríkisstjórnina – eða a.m.k. þola hana í embætti; ríkisstjórn verður að víkja ef þingið samþykkir á hana vantraust. Þetta stjórnarform hefur verið ráðandi meðal grónustu lýðræðisþjóðanna í Vestur-Evrópu. Annað form fulltrúalýðræðis er forsetaræði, þar sem forsetinn er kjörinn í almennum kosningum og skipar ríkisstjórnina; þingið getur að öllu jöfnu hvorki sett forseta né ríkisstjórn af. Þetta stjórnarform þróaðist í Bandaríkjunum og sum ung lýðræðiskerfi utan Vestur-Evrópu hafa tekið það upp. Í öllum fulltrúalýðræðiskerfum gegna stjórnmálaflokkar lykilhlutverki, þó með mismunandi hætti sé. Á 19. öld töldu sumir stjórnmálahugsuðir – t.d. í Englandi – að skipulegir stjórnmálaflokkar væru ógn við lýðræðið. Og vissulega fylgja stjórnmálaflokkum margvísleg vandamál. En staðreyndin er sú, að þeir hafa orðið hryggjarstykkið í öllum lýðræðiskerfum samtímans. Hvers vegna skyldi það vera? Um það má lesa í flestum inngangsbókum í stjórnmálafræði.
Skipulag og stöðugleiki Erfitt er að hugsa sér að þingræði geti gengið án stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkarnir eru fulltrúar tiltekinna grundvallarsjónarmiða í þinginu, takast þar á og semja sín á milli. Stjórnmálaflokkar semja venjulega um myndun ríkisstjórnar og gera málefnasáttmála um stjórnarstefnu. Stuðningsflokkar ríkisstjórnar verja ríkisstjórnina falli og stuðla að framgangi stefnumála hennar. Ríkisstjórnir þurfa oft að beita sér fyrir óvinsælum – en nauðsynlegum – málum. Ríkisstjórnarflokkar þurfa oft að taka á sig tímabundnar óvinsældir. Erfitt er að sjá fyrir sér stöðugt og árangursríkt málefnastarf í þinginu án stjórnmálaflokka. Hvernig ættu 63 óflokksbundnir þingmenn á Alþingi að koma sér saman um meginstefnu og stuðning við ríkisstjórn á erfiðum tímum? Eða 349 í Svíþjóð? – Kannski er það ekki óhugsandi – en við höfum engin dæmi um að það hafi gefist vel. Mikil hætta er á, að þing án skipulegra stjórnmálaflokka verði lýðskrumi og upplausn að bráð.
Gudmundur Fylkisson / Shutterstock.com
26 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Stjórnmálaflokkar ráða í raun milli kosninga Í þingræðiskerfum felur almenningur þinginu umboð sitt til löggjafar í ákveðinn tíma, oft fjögurra ára. Þingið veitir svo ríkisstjórninni umboð sitt til þess að fara með framkvæmdavaldið. Vissulega eru einstaklingar kosnir á þingið – engu háðir nema samvisku sinni, segir í íslensku stjórnarskránni – en í reyndinni er fólk að kjósa stjórnmálaflokka til þess að framfylgja meginstefnu. Í fulltrúalýðræðiskerfum fara ríkisstjórnir ekki bara með framkvæmdavaldið, heldur undirbúa þær meginhluta löggjafarinnar sem þingið samþykkir. Vandaður undirbúningur löggjafar í flóknum samfélögum samtímans krefst líka aðkomu sérfræðinga og skipulegra hagsmunasamtaka. Borin von er að einstakir þingmenn hafi burði til að undirbúa flókna löggjöf. Samt gegnir þingið mikilvægu umræðuog eftirlitshlutverki – og þingmenn eiga auðvitað að fara vandlega og gagnrýnið yfir lagafrumvörp ríkisstjórnarinnar. Í reyndinni verða því forystumenn ríkisstjórnarinnar valdamestir í fulltrúalýðræðiskerfunum; bæði um löggjöfina og stjórnarframkvæmdina.
Starf í stjórnmálaflokki skiptir máli Þetta þýðir, að stjórnmálaflokkar eru helsti vettvangur almennings til þess að hafa áhrif á gang landsmála í fulltrúalýðræðiskerfum. Einstaklingar ganga í þann stjórnmálaflokk sem þeim finnst standa sér hugmyndalega næst. Innan stjórnmálaflokks geta þeir rætt við félaga sína um sameiginleg hugðarefni og hugsjónir. Þeir geta haft áhrif á stefnumótun flokksins og val forystumanna. Þannig hafa þeir áhrif á þann heildarpakka, sem kjósendur taka afstöðu til á kjördegi. Auðvitað getur almenningur líka haft áhrif með margvíslegum öðrum hætti í lýðræðislegu samfélagi. Þátttaka í hefðbundnum hagsmunasamtökum, eins-máls-hreyfingum eða mótmælum, skiptir máli. Hægt er að koma sjónarmiðum á framfæri með blaðaskrifum og í öðrum fjölmiðlum, nú síðustu árin í margvíslegum rafrænum samfélagsmiðlum. Raunar hefur svokölluð óhefðbundin þátttaka – aðrar leiðir en starf í stjórnmálaflokkum og þátttaka í kosningum – farið vaxandi í vestrænum lýðræðisríkjum síðustu áratugi. Félagsmönnum í stjórnmálaflokkum hefur víða fækkað og þátttaka í almennum kosningum minnkað, þó það sé breytilegt eftir löndum. Stundum er jafnvel talað um kreppu hefðbundinna stjórnmála. En allt þetta breytir ekki því, að starf í stjórnmálaflokkum er enn mikilvægsti vettvangur almennings til þess að hafa áhrif í fulltrúalýðræðiskerfinu.
Hlutverk stjórnmálaflokka | 27
Stjórnmálaflokkar sætta sjónarmið og móta heillega stefnu Í flóknum samfélögum samtímans eru uppi fjölmörg sjónarmið og margvíslegir hagsmunir einstaklinga, fyrirtækja og þjóðfélagshópa takast á. Engin leið er til þess að uppfylla óskir allra. Það er t.d. ekki hægt til lengdar að auka bæði útgjöld hins opinbera og minnka tekjur þess. Stjórnmálaflokkar gegna lykilhlutverki við heillega stefnumótun. Þeir reyna að bræða saman ólík sjónarmið og hagsmuni – í takti við þær meginhugsjónir sem flokkurinn aðhyllist í stjórnmálum. Að vísu tekst misvel til, en sú meginstefna sem flokkarnir móta er sá valkostur sem þeir bjóða kjósendum upp á í kosningum. Því betur sem stjórnmálaflokkarnir gera þetta, því raunverulegra val um ábyrgar meginstefnur hafa kjósendur þegar þeir setja kross á atkvæðaseðil í kosningum.
Stjórnmálaflokkar velja forystumenn samfélagsins Stjórnmálaflokkarnir velja í raun þá einstaklinga, sem gegna helstu ábyrgðarstörfum í stjórnmálakerfi fulltrúalýðræðisríkja. Flestir þeirra sem veljast til ábyrgðar innan stjórnmálaflokks hafa langa reynslu af starfi í flokknum. Þar hafa þeir lært margt um viðfangsefni stjórnmálanna og hvernig starfað er í stjórnmálum; hvernig á að vinna málum fylgi; hvenær er nauðsynlegt að sætta sjónarmið. Slík reynsla er mikilvæg þegar einstaklingar setjast í sveitarstjórn, á þing eða í ríkisstjórn. Reynsla, þekking og hæfileikar skipta miklu um farsæld stjórnmálamanna, rétt eins og á öðrum sviðum samfélagsins. Starf stjórnmálamannsins er meðal þeirra mikilvægustu í lýðræðislegu nútímasamfélagi.
Stjórnmálaflokkar búa til valkosti kjósendanna
rook76 / Shutterstock.com
Val kjósendanna í kosningum í fulltrúalýðræðisríkjum er í raun val milli stjórnmálaflokka, sem bjóða bæði fram einstaklinga til trúnaðarstarfa og meginstefnu í málefnum samfélagsins. Hver flokkur á að bjóða upp á heillega meginstefnu, sem unnt er að framkvæma; þar sem einstakir þættir stefnumótunar hafa verið lagaðir að meginhugsjónum flokksins. Auðvitað er misjafnt hversu vel flokkunum tekst að gera þetta. Dæmi eru um að flokkar hafi unnið kosningar með innantómu lýðskrumi. Stundum er sagt að allir flokkar séu eins. En vandséð er að unnt sé að bjóða kjósendum upp á raunverulegt val um ólíkar og ábyrgar meginstefnur í þjóðmálum án atbeina stjórnmálaflokka.
28 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Af hverju kjósum við ekki bara einstaklinga? Í þeirri djúpu samfélagslegu kreppu sem Íslendingar hafa gengið í gegnum eftir bankahrunið 2008 – og ýmsir telja enn alvarlegri en þá efnahagslegu – hafa þær raddir heyrst að rétt sé að leysa stjórnmálaflokkana af hólmi í íslensku stjórnmálakerfi og taka upp persónukjör án stjórnmálaflokka. Kjósum bara menn, en ekki flokka, er stundum sagt. Hvernig myndi slíkt kerfi líta út? Til stjórnlagaþings var kosið persónukosningu fyrir skömmu síðan. Frambjóðendur voru á sjötta hundrað, hver með sína stefnu. Engar meginlínur voru lagðar í kosningunni, t.d. þannig að kjósendur gætu valið frambjóðendahóp sem væri hlynntur þingræði, hóp sem væri hlynntur forsetaræði, eða hóp sem væri hlynntur persónukjöri. Menn gátu valið einstaklinga, en engar meginstefnur. Sama yrði upp á teningnum ef kjósa ætti 63 einstaklinga til setu á Alþingi án þess að stjórnmálaflokkar kæmu þar við sögu. Kjósandi sem aðhylltist t.d. lága skatta yrði að kynna sér skattastefnu einstakra frambjóðenda – en hann hefði samt litla hugmynd um hvernig lágskattahugmyndir yrðu tengdar við t.d. opinbera þjónustu í flóknum samningaviðræðum einstakra þingmanna eftir kosningar. Kjósendur hefðu enga skýra málefnakosti eða heildarpakka – og upplýsingakostnaður þeirra myndi stóraukast; sennilega yrði engin leið fyrir þá að kynna sér sæmilega stefnu allra frambjóðenda. Þegar til þings kæmi yrðu 63 einstaklingar að byrja á að ræða meginstefnu og myndun ríkisstjórnar. Hætt er við að það yrði erfitt – reyndar virðist kerfi af þessu tagi næsta örugg ávísun á upplausn í þingræðiskerfi. Í næstu kosningum gætu kjósendur heldur ekki dregið neina skipulagseiningu – stjórnmálaflokk – til ábyrðar; þeir gætu bara skipt um einstaklinga. Þetta er líklega meginástæða þess að öll farsæl lýðræðiskerfi veraldarinnar hafa notað stjórnmálaflokka sem grunnstoðir kerfisins.
Saga íslensku stjórnmálaflokkanna Engir stjórnmálaflokkar voru á Alþingi á 19. öld. Í staðinn mynduðust klíkur, sem stóðu saman í sumum málum, en riðluðust í öðrum. Meginmáli skipti samt að ekki ríkti þingræði; Alþingi gat ekki sett dönsku ríkisstjórnina af (frekar en danska þingið). Fyrstu stjórnmálaflokkarnir á Íslandi mynduðust um aldamótin 1900; þá var heimastjórn og þingræði í augsýn – og menn sáu nauðsyn þess að stjórnmálaflokkar gætu staðið að baki innlends ráðherra. Núverandi flokkakerfi myndaðist á öðrum og þriðja tug 20. aldar. Meginstofn þessa kerfis hefur allar götur síðan verið myndaður af fjórum megin-hugmyndastraumum, sem allir eiga sér samsvörun í flokkakerfum Vestur-Evrópu, þó þau séu hvert með sínu sniðu. Jafnaðarmenn eða sósíaldemókrarar stofnuðu Alþýðuflokkinn 1916; Samfylkingin tók við því merki 1999 og er aðili að alþjóðlegum samtökum sósíaldemókrata. Bændaflokkur var stofnaður 1916 (Framsóknarflokkur); svipaðir flokkar voru stofnaðir á hinum Norðurlöndunum; sumir eru enn sérstakir talsmenn dreifbýlis. Hægri menn sem lögðu áherslu á markaðsfrelsi stofnuðu Sjálfstæðisflokkinn 1929. Kommúnistaflokkur var svo stofnaður á Íslandi 1930 og svipaði mjög til sambærilegra flokka í Evrópu; lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum hafa svo fylgt Sósíalistaflokkur, Alþýðubandalag og Vinstri græn. Stefnumál þessara meginhreyfinga hafa breyst á margan hátt í tímans rás; enn standa flokkarnir þó fyrir ólík grunngildi; og enn eiga þeir sér samsvörun í helstu flokkum nágrannalandanna – sem auðvitað hafa líka breyst og þróast síðustu öldina. Nýir stjórnmálaflokkar hafa átt erfitt uppdráttar í íslenska flokkakerfinu. Frá 19301967 komust bara tveir nýir flokkar á þing í örfá ár utan við meginhreyfingarnar fjórar, Bændaflokkur og Þjóðvarnarflokkur. Síðan 1971 hefur meginregla hins vegar verið sú að fimm eða sex flokkar hafa átt sæti á þingi. Þessir nýju flokkar hafa hins vegar verið skammlífir; flestir aðeins lifað eitt kjörtímabil; langlífastur var Kvennalistinn sem náði þingmönnum í fernum kosningum – og markaði varanleg spor í íslenskt stjórnmálalíf.
Hlutverk stjórnmálaflokka | 29
Hvað er til ráða?
Johann Helgason / Shutterstock.com
Íslensku stjórnmálaflokkarnir hafa áratugum saman verið meiri fyrirgreiðsluflokkar en stjórnmálaflokkar á hinum Norðurlöndunum og í flestum öðrum nágrannalöndum. Íslensk umræðuhefð hefur oft á tíðum verið frumstæð, ómálefnaleg og rætin. Flokkarnir hafa oft reynst veikir varðandi heillega stefnumótun og hallast meira að hentistefnu en algengast er í nágrannalöndum. Það þýðir hins vegar ekki að Íslendingar geti – einir lýðræðisþjóða – byggt upp lýðræðiskerfi án stjórnmálaflokka. Stórauknar þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki endilega lausnin, þó notkun þeirra hafi víða farið vaxandi síðustu áratugi um stærri mál, t.d. aðild að Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæði eru tíð í Sviss, en þar hafa hins vegar sömu fjórir flokkarnir setið saman í ríkisstjórn síðan 1959; engin raunveruleg stjórnarandstaða er í svissneska þinginu. Í Kaliforníu hafa þjóðaatkvæðagreiðslur verið mikið notaðar; afleiðingin hefur verið skortur á heillegri stefnumótun – og fylkið er í miklum ógöngum. Stundum verður ekki bæði sleppt og haldið. Vilji menn auka veg þjóðaratkvæðagreiðslna í fulltrúalýðræðiskerfi er skynsamlegt að gera það í litlum áföngum. Auðvitað er hollt að nota áfall á borð við bankahrunið 2008 til þess að hugsa um það sem mistekist hefur í íslenskum stjórnmálum og gera upp við fortíðina – nógir eru gallarnir sem úr má bæta. Umbótastarf og endurmat er mikilvægt innan allra stjórnmálaflokka. Eðlilegt er að þeir sem ekki finna sér farveg innan núverandi stjórnmálaflokka stofni nýja flokka um hugsjónir sínar. Sjálfsagt er að velta fyrir sér auknu beinu lýðræði og raunverulegu vali um forystu. Margt má læra af nágrönnum okkar, ekki síst Norðurlandabúum, um vandaðri stjórnmál, heilbrigðari stjórnmálamenningu og málefnalegri umræðuhætti. En – miðað við reynslu allra annarra þjóða – er ekki vænlegt til árangurs að kasta stjórnmálaflokkum fyrir róða í íslensku samfélagi.
Mótmæli í kjölfar hrunsins.
30 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Hlutverk stjórnmálaflokka | 31
ALÞINGI OG STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR
S
tjórnmálaflokkar og forustumenn þeirra gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðisríkjum. Öllum stjórnmálaflokkum og stjórnmálasamtökum sem áttu fulltrúa á Alþingi 2010 var boðin þátttaka í ritinu. Myndir af formönnum og varaformönnum stjórnmálaflokkanna 2010.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bjarni Benediktsson.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Steingrímur J. Sigfússon.
Birkir Jón Jónsson.
Ólöf Nordal.
Dagur B. Eggertsson.
Katrín Jakobsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir.
F
Alþingismenn kjörnir 2003
12
22
Alþingismenn kjörnir 2007
7
25
Alþingismenn kjörnir 2009
9
16
Vinstrihreyfingin -grænt framboð
Frjálslyndi flokkurinn
D
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkur
B
Borgarahreyfingin
Framsóknarflokkur
Í þeim alþingiskosningum sem efnt var til á tímabilinu 2000 til 2010 voru úrslit svo sem hér segir um skiptingu þingsæta.
O
S
V
4
20
5
4
18
9
20
14
4
32 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Framsóknarflokkurinn
F
Ljósmynd: Arnþór Birkisson
www.framsokn.is
ramsóknarflokkurinn var stofnaður þann 16. desember 1916 á Alþingi. Í nóvember það sama ár komu átta þingmenn saman á Seyðisfirði á leið til Reykjavíkur á þing og komu sér saman um að stofna þingflokk sem hlaut nafnið Framsóknarflokkurinn. Fyrsti formaður Framsóknarflokksins var Ólafur Briem. Fram að 1930 starfaði flokkurinn eingöngu sem þingflokkur og voru þingmenn þá einu félagar flokksins. Eftir flokksþingið 1931 komst hins vegar það skipulag á starfsemi flokksins sem hefur haldist í meginatriðum síðan, að flokkurinn er byggður upp af sjálfstæðum Framsóknarfélögum um land allt. Framsóknarfélögin eru nú um 90 talsins. Samband ungra framsóknarmanna var svo stofnað árið 1938 og Landssamband framsóknarkvenna árið 1981.
Saga
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Stéttaflokkakerfið sem myndaðist á öðrum og þriðja áratug aldarinnar var stutt skýrum búsetuandstæðum. Framsóknarflokkurinn var fyrst og fremst flokkur bænda og dreifbýlisfólks og bauð ekki einu sinni fram í kaupstöðum fyrr en undir lok þriðja áratugarins. Síðar varð búsetugrundvöllur flokkanna líkt og stéttagrundvöllurinn mun blandaðri en Framsóknarflokkurinn hefur samt ætíð síðan lagt áherslu á atvinnu- og byggðamál og verið tengdur dreifbýlinu sterkum böndum. Framsóknarflokkurinn var frá upphafi byggður á hugsjón samvinnustefnunnar og var því nokkurs konar arftaki samvinnufélaganna og ungmennafélaganna, sem eftir aldamótin beittu sér fyrir því að efla samtakamátt íslenskrar alþýðu og glæða trú hennar á þjóðleg verðmæti. Þessi andi ríkti sem endranær í Framsóknarflokknum þegar heimskreppan mikla skall á Íslandi í byrjun fjórða áratugarins. Þá sat ríkisstjórn Framsóknarflokksins eins undir forsæti Tryggva Þórhallssonar sem með stefnufestu lagði grunn því velferðarsamfélagi sem byggt var upp á Íslandi á 20.öld. Árið 2011 varð Framsóknarflokkurinn 95 ára og af þessum 95 árum hafði hann verið 60 ár í ríkisstjórn. Margir þekktustu, áhrifamestu og umdeildustu stjórnmálamenn 20. aldarinnar á Íslandi, eins og Jónas Jónsson frá Hriflu (1885-1968), Hermann Jónasson (1896-1976), Eysteinn Jónsson (1906-1993), Ólafur Jóhannesson (1913-1984) og Steingrímur Hermannsson (1928-2010), komu úr röðum formanna Framsóknarflokksins.
Stefna Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar. Hann stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi. Framsóknarstefnan setur manninn og velferð hans í öndvegi. Grundvallarstefnuskrá flokksins setur í öndvegi lýðræði, persónufrelsi, jafnræði og samfélagslega ábyrgð. Flokkurinn berst fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni og hafnar hvers konar mismunun. Flokkurinn leggur áherslu á að setja manngildi ofar auðgildi og að hver og einn hafi sama rétt til menntunar, þroska og grundvallarlífskjara óháð uppruna, heilsu og efnahag. Flokkurinn vill byggja efnahagslíf þjóðarinnar á markaðshagkerfi einkarekstrar og samvinnurekstrar þannig að framtak einstaklinga og samtaka þeirra njóti sín til fulls.
Stjórnmálaflokkar | 33
Ljósmyndari: Rut Rúnars
Auk grundvallarstefnuskrár flokksins álykta flokksþing framsóknarmanna ítarlegar um einstaka málaflokka en flokksþingin eru að jafnaði haldin á tveggja ára fresti. Stefna Framsóknarflokksins, þ.m.t. grundvallarstefnuskrá, ályktanir flokksþings og kosningastefna á hverjum tíma er ávallt aðgengileg á vef flokksins www.framsokn.is.
Endurnýjun Eftir efnahagshrunið 2008 heyrðust háværar kröfur um að íslenskir stjórnmálaflokkar endurskoðuðu stefnu sína, skipulag og vinnuaðferðir og endurnýjuðu sig til að vinna á ný traust almennings. Framsóknarflokkurinn brást við þessu ákalli með skýrum hætti, bæði með kosningu nýrrar forystu og með gagngeri og lýðræðislegri endurskoðun á skipulagi, uppbyggingu og skipulagi flokksins. Árin 2009-2011 varð því mikil endurnýjun í forystusveit, þingflokki og sveitarstjórnarliði flokksins auk þess sem lög flokksins, reglur og skipulag flokksstarfsins var endurskoðað í þeim tilgangi að gera starfið aðgengilegra, opnara og lýðræðislegra. Á fjölmennu flokksþingi árið 2009 gáfu framsóknarmenn öðrum stjórnmálaflokkum tóninn varðandi endurnýjun. Kosið var til forystu í flokknum ungt fólk sem ekki hafði áður verið í slíkum áhrifastöðum innan stjórnmálakerfisins. Þessi endurnýjun náði hámarki þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (f.1975) var kosinn formaður flokksins 18. janúar 2009, þá aðeins tveim vikum eftir að hann gekk í flokkinn. Sigmundur Davíð hefur lagt áherslu á að ef markmiðið um réttlát lífsgæði fyrir alla Íslendinga eigi að nást þurfi Framsóknarstefnan, með frjálslyndi, jöfnuð og samvinnustefnu að leiðarljósi, að leiða nýtingu auðlinda og tækifæra Íslands til framtíðar á umbrotatímum. Undir formennsku Sigmundar hefur Framsóknarflokkurinn litið til róta sinna og byggt á því að leita lausna við hverju vandamáli með skynsemisstefnu að vopni. Sigmundur hefur þannig gjarnan sagt að stefna flokksins þurfi að byggja á róttækri rökhyggju, þ.e. að vera opinn fyrir öllum hugmyndum og vega og meta hverja þeirra með skynsemi og rökhyggju án þess að reyna að sveigja raunveruleikann að fyrirfram mótaðri hugmyndafræði. Grundvöllur framsóknarstefnunnar er því, nú sem í upphafi, óbilandi trú á getu og framfarir íslensku þjóðarinar, sóknarfæri hennar og mikilvægi þess að efla með Íslendingum þann uppbyggingar- og framfaraanda sem þarf til að nýta tækifærin og auka lífsgæði allra. Því auðlindir og mannauður og tækifæri Íslands eru slík að það er engin ástæða til að nokkur maður búi hér við skort.
Framsóknarflokkurinn í dag – handhægar upplýsingar Framsóknarflokkurinn er í dag ein fjölmennasta fjöldahreyfing landsins með um þrettán þúsund meðlimi. Á aðalskrifstofu flokksins að Hverfisgötu 33 í Reykjavík og Alþingi sinna 4 starfsmenn vinnu fyrir Framsóknarfélög landsins eftir þörfum, sinna verkefnum fyrir þingflokk framsóknarmanna, samskiptum við fjölmiðla og stuðla að öflugu félagsstarfi svo eitthvað sé nefnt. Í kosningum til Alþingis árið 2009 fékk Framsóknarflokkurinn tæp 15% atkvæða og hlaut níu þingmenn kjörna og jók styrk sinn um tvö þingsæti. Eftir sveitarstjórnarkosningar 2010 á flokkurinn 96 fulltrúa í sveitarstjórnum fimmtíu og þriggja sveitarfélaga víða um land.
34 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Sjálfstæðisflokkurinn www.xd.is
S
jálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust undir merkjum hins nýja flokks. Við stofnunina var kveðið á um tvö meginatriði sem flokkurinn skyldi hafa að leiðarljósi. Annað var að undanbragðalaust yrði að vinna að því að landið yrði sjálfstætt þegar skilyrði væru til þess samkvæmt sambandslögunum. Hitt stefnumiðið hefur fylgt flokknum allar götur síðan: „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Jón Þorláksson fyrsti formaður flokksins.
Fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins var Jón Þorláksson, verkfræðingur og síðar borgarstjóri í Reykjavík. Hann gegndi því embætti til 1934 þegar Ólafur Thors tók við. Því næst var formaður dr. Bjarni Benediktsson 1961-1970, þá Jóhann Hafstein til 1973, næstur Geir Hallgrímsson til 1983, Þorsteinn Pálsson til 1991, Davíð Oddsson til 2005 og Geir H. Haarde var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005-2009. Bjarni Benediktsson tók við formennsku á landsfundi 29. mars 2009.
Samleið með þjóðinni Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð verið flokkur alþjóðlegrar samvinnu, athafna- og viðskiptafrelsis. Hann hefur lagt áherslu á tengsl öflugs atvinnulífs og velferðar, án vinnu sé velferð útilokuð. Þessi grunnstef hafa átt samleið með þjóðinni, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing landsins sem jafnan hefur notið mests fylgis og komið að landsstjórninni í 22 af þeim 36 ríkisstjórnum sem myndaðar hafa verið frá stofnun hans og veitt 15 þeirra forystu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig átt mikinn stuðning í bæjar- og sveitarfélögum og haft þar tæplega 45% meðalfylgi frá stofnun.
Frá fundi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, 11. nóvember 2011.
Frá Landsfundi.
Stjórnmálaflokkar | 35
Athafnafrelsið að leiðarljósi Saga Sjálfstæðisflokksins er samofin atvinnusögu Íslands. Baráttan gegn höftum setti mark sitt á málflutning flokksins frá því um 1950, aukið viðskipta- og athafnafrelsi á sjöunda áratuginn, innganga í EFTA 1970 og endanlega útfærsla fiskveiðilögsögunnar á þann áttunda, slagurinn við óðaverðbólguna, afnám einokunar Ríkisútvarpsins með tilheyrandi grósku í fjölmiðlarekstri á níunda áratuginn og aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og sala ríkisfyrirtækja á þann tíunda og fram á 21. öldina.
Átján ára ríkisstjórnartíð Í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins frá 1991-2009 tók íslenskt efnahagslíf stakkaskiptum. Horfið var frá atvinnulífi sem bundið var á klafa ríkisafskipta og miðstýringar og í staðinn skapað umhverfi þar sem frjáls viðskipti og athafnasamir einstaklingar og fyrirtæki fengu að njóta sín. Ríkissjóður var rekinn hallalaust í mörg ár og skuldir hans greiddar niður. Hagvöxtur og kaupmáttur jókst. Dregið var úr umsvifum ríkisins og starfsumhverfi fyrirtækja bætt, m.a. með lækkun skatta. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður, kjördæmaskipan landsins breytt, kjördæmum fækkað og vægi atkvæða jafnað á milli þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um að ríkisstjórnin sem tók við eftir alþingiskosningar árið 2003 hefði að einu meginviðfangsefna sinna að lækka skatta á almenning. Skattaumhverfi atvinnulífsins var gert samkeppnishæft við það sem best gerðist erlendis og nú var röðin komin að einstaklingunum. Eignaskattur var lagður niður og tekjuskattur lækkaður í áföngum. Niðurfelling eignarskatts kom sér einkar vel fyrir þá sem skulduðu lítið eða ekkert í íbúðarhúsnæði sínu en margir eldri borgarar eru í þeim hópi. Tekjuskattslækkunin jók ráðstöfunartekjur allra launþega og var því sú kjarabót sem kom flestum til góða.
Í stjórnarandstöðu Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem tók við stjórnartaumunum 2009, hækkaði skatta, tók upp skatta sem felldir höfðu verið niður, auk þess að leggja á nýja skatta. Í efnahagstillögum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað lagt fram á Alþingi frá árinu 2009, hefur þessari stefnu verið mótmælt. Kemur þar skýrt fram að flokkurinn telur ríkisstjórninni hafa mistekist að ná tökum á efnahagsvandanum sem skapaðist eftir fall bankanna haustið 2008. Í stað þess að fylkja þjóðinni um að taka sameiginlega á vandanum með hvetjandi aðgerðum hafi ríkisstjórnin vanmetið vanda heimilanna og valdið algjörri óvissu um rekstrarumhverfi atvinnulífsins. Stöðugar skattahækkanir hafi dregið úr ráðstöfunartekjum fólks og bælt fjárfestingu. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að fyrri styrk íslensks efnahagslífs verði aðeins náð með heilbrigðu atvinnulífi og sjálfbærum ríkissjóði. Þar sé úrslitaatriði að endurheimta þær þúsundir starfa sem tapast hafa. Til þess þurfi að lækka skatta og sækja fram. Þannig muni sterkari staða fyrirtækja og minni ásókn ríkisvaldsins í vasa skattgreiðenda auka tekjur heimilanna. Stöðva þurfi skuldasöfnun ríkisins, skera niður útgjöld og auka fjárfestingu í atvinnulífinu. Með því móti muni Ísland endurheimta stöðu sína meðal þeirra þjóða heims sem bjóða íbúum sínum einna bestu lífskjörin.
Í hnotskurn: Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí 1929. Aðsetur hans er í Valhöll við Háaleitisbraut. Formaður Sjálfstæðisflokksins er Bjarni Benediktsson. Varaformaður er Ólöf Nordal og annar varaformaður Kristján Þór Júlíusson. Framkvæmdastjóri flokksins er Jónmundur Guðmarsson.
36 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Störf Stjórnlagaráðs
S
Salvör Nordal formaður stjórnlagaráðs
tjórnlagaráð tók formlega til starfa 6. apríl 2011 og starfaði í fjóra mánuði eða fram í lok júlí, þegar það afhenti forseta Alþingis tillögur sínar við hátíðlega athöfn í Iðnó. Stjórnlagaráð starfaði samkvæmt þingályktun Alþingis sem það samþykkti 24. mars 2011 um að skipa 25 manna stjórnlagaráð sem „hafi það verkefni að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar og gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.“1 Samkvæmt ályktuninni var ákveðið að bjóða þeim sæti í Stjórnlagaráði sem landskjörstjórn úthlutaði sæti eftir kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010. Úr þessum hópi þekktust 24 boð um að taka sæti í Stjórnlagaráði, þau Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann, Erlingur Sigurðarson, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Katrín Fjelsted, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Þorkell Helgason, Þorvaldur Gylfason, Þórhildur Þorleifsdóttir og Örn Bárður Jónsson. Inga Lind Karlsdóttir hafnaði boðinu og var Írisi Lind Sæmundsdóttur boðið sæti í staðinn sem hún þáði. Leigt var húsnæði í Ofanleiti 2 í Reykjavík (fyrrum húsnæði Háskólans í Reykjavík) fyrir starfsaðstöðu Stjórnlagaráðs, og settar upp skrifstofur, vinnuaðstaða fyrir fulltrúana útbúin og fundaraðstaða fyrir nefndarfundi og ráðsfundi útbúin. Ráðið var starfsfólk (16 manns) og undir stjórn framkvæmdastjóra vann það ötullega að undirbúningi, með ráðsfulltrúum meðan ráðið starfaði, og að frágangi eftir að starfi ráðsins lauk. Með lögum um stjórnlagaþing2 var sett á fót ákveðið ferli um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem einkenndist öllu fremur af því að færa tillögugerðina frá alþingismönnum til almennings, fyrst með þjóðfundi og síðan kosningum til stjórnlagaþings. Skipuð var sjö manna stjórnlaganefnd sem hafði það verkefni að annast söfnun fyrirliggjandi gagna og upplýsinga um stjórnarskrármálefni sem nýst gætu stjórnlagaþingi, undirbyggi þjóðfund um stjórnarskrármálefni og legði fram hugmyndir um breytingar á stjórnarskránni fyrir stjórnlagaþing.
1 Þingsályktunartillaga: http://www.althingi.is/ altext/139/s/1120.html 2 Lög nr. 90/2010: http://www.althingi.is/ lagas/139a/2010090.html
36
Fulltrúar í stjórnlagaráði í Iðnó 29. júlí eftir að frumvarpið var afhent forseta Alþingis.
Störf stjórnlagaráðs | 37
Ari Teitsson varaformaður, Salvör Nordal formaður og Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri við fundarstjórn á sameiginlegum ráðsfundi.
Þjóðfundur1 var haldinn 6. nóvember 2010 með þátttöku tæplega þúsund Íslendinga hvaðanæva af landinu sem valdir voru handahófskennt úr þjóðskrá og átti úrtakið að vera þverskurður af þjóðinni. Fundurinn stóð yfir í einn dag og þar gat fólk sett fram skoðanir sínar og viðhorf til ýmissa málefna stjórnarskrárinnar sem og á hvaða grunngildum hún ætti að byggja. Segja má að hér hafi verið framkvæmd einskonar skoðanakönnun þar sem afstaða fólks til málefna var mæld og gaf það Stjórnlagaráði vísbendingar um skoðanir almennings í nokkrum mikilvægum efnum. Stjórnlaganefnd vann síðan úr gögnum og niðurstöðum þjóðfundar í hendur Stjórnlagaráðs og afhenti á fyrsta fundi ráðsins rúmlega 700 síðna skýrslu2 með tillögum og fræðilegri umræðu. Stjórnlagaráð beitti að mörgu leyti nýstárlegum aðferðum við vinnu sína. Lögð var áhersla á að vinna fyrir opnum tjöldum og að almenningur gæti sem mest komið með hugmyndir og athugasemdir við einstakar tillögur. Verklag stjórnlagaráðs var í stuttu máli á þann veg að í upphafi setti það sér starfsreglur, kaus formann og varaformann, skipaði þrjár málefnanefndir og skipti málefnum stjórnarskrárinnar milli nefndanna, og kaus formenn og varaformenn þeirra. Saman myndaði þessi hópur stjórn Stjórnlagaráðs sem lagði línurnar og tryggði framgang verkefnisins á reglulegum stjórnarfundum. Starfsreglurnar endurspegluðu að nokkru leyti þær reglur sem settar höfðu verið fram í lögum um stjórnlagaþing og síðan útfærðar af undirbúningsnefnd stjórnlagaþings, en þó voru starfshættirnir einfaldaðir talsvert frá því. Starfið var skipulagt í kringum vikulotur og var vinnutilhögunin frá einni viku til annarrar á þá leið að nefndirnar þrjár héldu nefndarfundi fyrri hluta vikunnar og mótuðu tillögur um einstök efni. Um miðja viku voru síðan tillögur kynntar á opnum nefndarfundum (gjarnan á miðvikudögum) þar sem aðrir ráðsfulltrúar hlýddu á málefnavinnu hverrar nefndar og gátu þar komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Loks voru tillögurnar lagðar fram, ræddar og afgreiddar á ráðsfundum á fimmtudögum sem voru sendir út beint á netinu og opnir almenningi. Málefnavinnan fór því að mestu fram í nefndunum og oft voru helstu málamiðlanir gerðar þar. Miklar umræður voru gjarnan á þessum opnu nefndarfundunum (miðvikudagsfundunum) þar sem hver nefnd kynnti drög að sínum tillögum og í kjölfar athugasemda á ráðsfundunum á fimmtudögum yfirfóru nefndirnar tillögur og gerðu frekari breytingar. Þannig fór hópurinn smám saman yfir álitefnin, lögðu fram tillögur til umræðu sem voru fínpússaðar í framhaldinu. Þá var leitast við að senda mótaðar tillögur til sérfræðinga til yfirlestrar eins og kostur var.
1 2
Allar upplýsingar um þjóðfundinn má finna á vefsíðu fundarins: www.thjodfundur2010.is Skýrsla stjórnlaganefndar: http://stjornlagarad.is/gagnasafn/
38 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Horft yfir sameiginlegan fundarsal stjórnlagaráðs í Ofanleiti þar sem ráðsfundir voru haldnir.
Vitaskuld fengu einstök efnisatriði mismikla umræðu. Sumar hugmyndir komu snemma fram og fóru nokkrum sinnum í gegnum þetta ferli, önnur efni voru erfiðari og þyngri og komu síðar fram eða jafnvel undir lokin. Þannig snertu fyrstu tillögur sem ræddar voru mannréttindi og dómsvald, heildstæðar tillögur um forseta og ráðherra komu fram síðar og aðfararorðin voru afgreidd eftir að greitt hafði verið atkvæði um skjalið í heild. Á meðan stjórnlagaráð var við störf fékk það talsverð viðbrögð frá almenningi. Fjölmörg erindi voru send um margvísleg efni auk þess sem almenningi gafst kostur á að bregðast við á vefsíðu Stjórnlagaráðs1 við tillögum stjórnlagaráðs á hverjum tímapunkti, en í kjölfar hvers ráðsfundar voru afgreiddar tillögur settar inn í áfangaskjal á vefsíðunni og því var hægt að fylgjast jafnt og þétt með undirbúningi ráðsins að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga. Þannig var hægt að fylgjast með mótun tillagnanna sem oft tóku miklum breytingum í ferlinu. Með aðgengi almennings að störfum ráðsins var boðið til virkrar umræðu um málefni stjórnarskrárinnar, grundvallargildi okkar og stjórnskipun. Einkum var netið virkjað til þess að skapa slíkan vettvang þar sem tillögur ráðsins voru aðgengilegar jafnóðum, fundargerðir og dagskrár voru vistaðar og öllum opnar, möguleikar á að senda inn erindi og boðið var upp á gagnvirk samskipti við ráðsfulltrúa. Þá voru vikulegir ráðsfundir sendir út í beinni útsendingu á netinu og jafnframt voru ráðsfundirnir opnir og því mögulegt fyrir fólk að fylgjast með þeim af áhorfendapöllum. Þá var ráðið með virka Facebooksíðu2 þar sem töluverð umræða fór fram og ráðfulltrúar virkir í umræðunni. Á vef ráðsins var jafnframt hægt að nálgast upptökur frá eldri fundum. Talsverð umræða varð um tillögurnar og í heild birtust tæplega 3.000 athugasemdir við áfangaskjalið og síðar frumvarpið sem bæði almenningur og fulltrúar í Stjórnlagaráði tóku þátt í. Það var mat fulltrúa að athugasemdakerfið sem tengt var Facebook hefði verið gagnlegt í tillögugerðinni. Stjórnlagaráð ákvað jafnframt að bjóða almenningi, félögum og hagsmunasamtökum að senda inn formlegar athugasemdir og ábendingar undir fullu nafni og heimilisfangi. Fyrsta erindið barst í byrjun apríl og voru þau orðin alls rúmlega 330 þegar Stjórnlagaráð tilkynnti um miðjan júlí að starfið væri það langt komið að ekki væri hægt að fjalla lengur efnislega um erindin í nefndum, hins vegar væri enn hægt að senda þau inn. Allar athugasemdir og ábendingar voru birtar undir nöfnum höfunda á vefsíðu ráðsins. 1 2
38
Vefsíða Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is Facebook-síða Stjórnlagaráðs: http://www.facebook.com/#!/Stjornlagarad
Störf stjórnlagaráðs | 39
Þjóðfundur í Laugardalshöll í nóvember 2010 með tæplega þúsund þátttakendum.
Erlendir fjölmiðlar sýndu störfum Stjórnlagaráðs mikinn áhuga og það sem vakti einkum athygli erlendra fjölmiðla var gagnvirkni Stjórnlagaráðs við almenning á vefnum og að ráðið birti ávallt allar tillögur málefnanefnda á vefsíðunni um leið og þær komu fram. Þá vakti vinnulag ráðsins almennt athygli, þ.e. hversu störf þess voru opin og gagnsæ. Í öllu starfinu var lögð áhersla á að miðla upplýsingum hratt og vel til fjölmiðla og almennings. Fréttatilkynningar voru sendar fyrir alla ráðsfundi til fjölmiðla og að þeim loknum voru einnig sendar fréttir af fundunum. Þá fengu fjölmiðlar ásamt áskrifendum eintak af fréttabréfi Stjórnlagaráðs einu sinni í viku. Meðal fulltrúa í stjórnlagaráði kom strax í upphafi fram sterkur vilji til að ráðast í heildarendurskoðun á öllum helstu atriðum stjórnarskrárinnar, enda í fyrsta skipti sem almenningi gafst kostur á að koma að endurskoðun hennar. Í skýrslu stjórnlaganefndar var að auki tekið á fleiri þáttum en tiltekin voru í þingsályktuninni og því var ákveðið að taka til skoðunar mannréttindakaflann, ákvæði um sveitastjórnir og þjóðkirkjuna. Í frumvarpinu er því að finna breytingar á öllum ofangreindum atriðum. Auk þeirra var lögð áhersla á skýra framsetningu bæði hvað varðar málfar á einstökum greinum og heildaruppbyggingu til að auðvelda aðgengi almennings að textanum. Leiðarstefin sem Stjórnlagaráð hafði í störfum sínum voru einkum þrjú: Valddreifing, gegnsæi og ábyrgð. Leitast var við að auka valddreifingu með skýrari aðgreiningu valdhafanna þriggja. Auk þess er kveðið á um aukna þátttöku almennings að ákvörðunum sem mun einnig leiða til aukinnar valddreifingar. Ráðið lagði jafnframt mikla áherslu á skýra og skiljanlega framsetningu stjórnarskrárinnar, bæði hvað varðar málfar og heildaruppbyggingu, en ekki síður að skýrt væri hver hefði vald og bæri þar af leiðandi ábyrgð í stjórnskipaninni. Óhætt er að segja að starfið í Stjórnlagaráði hafi verið afar lærdómsríkt fyrir alla sem að því kom. Eftir nokkuð erfiðan aðdraganda einsettu ráðsfulltrúar sér að vinna að heilindum að settu marki. Verkefnið sem glímt var við var flókið og gríðarlega umfangsmikið og skoðanir oft skiptar. Fulltrúar í Stjórnlagaráði var fjölbreyttur hópur með ólíkan bakgrunn og reynslu þar sem hver og einn tók afstöðu til mála á eigin forsendum. Þó fór svo að hópurinn skilaði sameiginlegri tillögu sem samþykkt var samhljóða í lokin til forseta Alþingis 29. júlí 2011.1
1
Frumvarpið, fundargerðir og öll gögn Stjórnlagaráðs má finna á vefsíðu ráðsins: www.stjornlagarad.is
Opinber stjórnsýsla
42 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Fjármálaráðuneytið www.fjarmalaraduneyti.is
Á
rið 2010 starfaði fjármálaráðuneytið skv. lögum nr. 73 frá 28. maí 1969, um Stjórnarráð Íslands, með síðari breytingum, og reglugerð þar um. Það skipulag sem var í gildi árið 2010, sbr. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda nr. 811/2009 var í meginatriðum þannig að ráðuneytisstjóri stýrði ráðuneytinu undir stjórn ráðherra sem hafði aðstoðarmann. Sviðum og skrifstofum stýrðu skrifstofustjórar. Annað starfsfólk starfaði innan hverrar skrifstofu eða sviðs. Í ráðuneytinu störfuðu um 70 manns árið 2010 sem er svipaður fjöldi og starfað hafði í ráðuneytinu á árunum á undan. Ráðuneytið starfaði sem ein heild og skiptist í fjórar skrifstofur og tvö svið. Skrifstofurnar voru: fjárlagaskrifstofa, fjárreiðu- og eignaskrifstofa, starfsmannaskrifstofa og tekju- og skattaskrifstofa. Sviðin voru lögfræðisvið og rekstrar- og upplýsingasvið, og sinntu þau stoðþjónustu fyrir ráðuneytið. Ráðuneytisstjóri, Guðmundur Árnason, annaðist samræmingu á starfsemi skrifstofa og sviða en verkefnin skiptust í grófum dráttum á eftirfarandi hátt:
Lögfræðisvið Ráðherra: Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra frá 2009 til ársloka 2011.
annaðist almenn stjórnsýslumálefni fyrir ráðuneytið. Það var skrifstofum ráðuneytisins til aðstoðar og ráðgjafar um málefni á ábyrgðarsviði þeirra og hafði yfirumsjón með þingmálum, samskiptum við skrifstofu Alþingis og stofnanir þess og embætti ríkislögmanns. Auk þess hafði sviðið yfirumsjón með málefnum varðandi ríkisstyrki, þjóðlendur, lífeyrismál, opinbera gjaldtöku, framkvæmd EES-samningsins eins og hún snéri að ráðuneytinu sem og annarra alþjóðlegra samninga er heyrðu undir ráðuneytið.
Rekstrar- og upplýsingasvið annaðist rekstur ráðuneytisins, fjárlagagerð og rekstrarlegt eftirlit með stofnunum þess. Sviðið sá um sameiginlega þjónustu ráðuneytisins, s.s. afgreiðslu, símsvörun, póst- og sendlaþjónustu, bókhald og umsjón með tækjakosti. Þá hafði skrifstofan umsjón með skjala- og upplýsingamálum, upplýsingamiðlun, útgáfu, mótaði stefnu og markmið um rafræna stjórnsýslu í samráði við önnur ráðuneyti og vann ásamt öðrum skrifstofum að undirbúningi og framkvæmd einstakra verkefna ráðuneytisins á sviðið umbóta- og fræðslumála.
Fjárlagaskrifstofa hafði umsjón með meginverkefnum fjárlagagerðar og undirbjó stefnumörkun í ríkisfjármálum í samráði við áherslur stjórnvalda. Meginverkefni fjárlagagerðar voru að styrkja stöðu ríkisfjármála til framtíðar, skipta ríkisfjármálum í samræmi við forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og treysta fjárlagaferlið. Skrifstofan hafði jafnframt það hlutverk að undirbúa setningu heildarmarkmiða í ríkisfjármálum, fjárlagaramma fyrir ríkið í heild og gera tillögur sem stuðla að aðhaldi og samdrætti í ríkisútgjöldum. Þá annaðist skrifstofan langtímastefnumörkun í ríkisfjármálum og gerði spár um þróun útgjalda og afkomu, þróun lánsfjárjafnaðar og skuldastöðu.
Opinber stjórnsýsla | 43
Fjárreiðu- og eignaskrifstofa hafði umsjón með framkvæmd fjárlaga, starfsháttum í ríkisrekstri og ýmsum þáttum í fjármálastjórn ríkisins. Í því fólst að hafa eftirlit með því að fjárreiður ráðuneyta og stofnana væru lagaðar að forsendum fjárlaga, bæta stjórnunarhætti og áætlanagerð, þróa uppgjörsaðferðir ríkisaðila, móta samskipti ríkis og einkamarkaðar auk stefnumótunar og framkvæmdar í fjárstýringu, lánamálum, opinberum framkvæmdum, fasteignamálum ríkisins og meðferð eignarhluta ríkisins í félögum og fyrirtækjum. Undir verksvið skrifstofunnar féllu verkefni samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir, ríkisreikningsnefndar og framkvæmdanefndar um árangursstjórnun.
Starfsmannaskrifstofa var málsvari ríkisins í málefnum vinnumarkaðarins og kom sjónarmiðum þess á framfæri á þeim vettvangi. Skrifstofan mótaði stefnu ríkisins í starfsmanna- og mannauðsmálum í samræmi við stefnu stjórnvalda og bar ábyrgð á því laga- og regluverki sem varðar launa,- kjara- og lífeyrismál starfsmanna ríkisins, réttindi þeirra og skyldur. Einnig veitti skrifstofan stjórnvöldum og einstökum stofnunum ráðgjöf við framkvæmd og túlkun laga, reglna og samninga um vinnumarkaðs- og starfsmannamál. Almennar og sértækar úttektir og athuganir á sviði kjara- og stefnumarkandi mála voru í umsjón skrifstofunnar og verkefni samninganefndar ríkisins féllu undir verksvið þess.
Tekju- og skattaskrifstofa hafði yfirsýn yfir tekjuöflun ríkisins og mótaði stefnu í þeim efnum í samráði við yfirstjórn og aðrar skrifstofur ráðuneytisins eftir atvikum. Skrifstofan hafði það hlutverk að undirbúa setningu heildarmarkmiða um tekjuöflun og setja fram langtímaáætlanir um þróun tekna. Að auki hafði skrifstofan umsjón með gerð tekjuáætlunar fjárlaga og eftirfylgni með innheimtu og greiðsluflæði einstakra tekjustofna. Skrifstofan annaðist skatt athuganir, skattalöggjöf, rannsóknir og mat á skattbreytingum með hliðsjón af stefnumótun ríkisfjármála, og efnahagsmálum almennt. Þá sá skrifstofan um samræmingu varðandi þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um ríkisfjármál og skattamál og ennfremur gerð tvísköttunar- og upplýsingaskiptasamninga. Að frumkvæði fjármálaráðuneytis voru níu sjálfstæð embætti skattstofa sameinuð undir yfirstjórn ríkisskattstjóra 1. janúar 2010 og tók ráðuneytið virkan þátt í sameiningarferlinu. Markmiðið með þessum breytingum var einkum tvíþætt, annars vegar að ná fram fjárhagslegu aðhaldi í rekstri stofnana skattkerfisins og hins vegar að efla faglega starfsemi skattkerfisins. Við þessar breytingar fækkaði stofnunum ráðuneytisins um níu. Bankasýsla ríkisins tók til starfa í ársbyrjun 2010, en hún heyrði undir fjármálaráðuneytið og var ætlað að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Auk þessara tveggja stofnana heyrðu eftirtaldar stofnanir undir ráðuneytið árið 2010: Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Fasteignir ríkissjóðs, Fjársýsla ríkisins, Framkvæmdasýsla ríkisins, Ríkiskaup, Skattrannsóknarstjóri ríkisins, Tollstjóri og yfirskattanefnd. Árið 2010 var meginverkefni fjármálaráðuneytisins að framfylgja áætlun ríkisstjórnarinnar um jöfnuð í ríkisfjármálum. Áætlunin var sett árið 2009 í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og miðaði, í stuttu máli, að því að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun ríkisins í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008, svo ríkisstarfsemin yrði aftur sjálfbær. Markmið hennar var að verja rekstrarafgangi til að grynnka jafnt og þétt á skuldum sem ríkissjóður þurfti að taka á sig í kjölfar hrunsins. Þannig öðlast ríkið fjárhagslegt bolmagn til að byggja upp þjónustu og efla velferðarkerfið og bæta þar með skilyrði samfélagsins og atvinnulífsins til lífskjarasóknar. Eitt brýnasta verkefnið sem stjórnvöld stóðu frammi fyrir var endurfjármögnun bankakerfisins, en henni var að mestu lokið árið 2010. Þá hafði verið gengið frá samningum milli íslenskra stjórnvalda og nýju bankanna annars vegar og hins vegar skilanefnda stóru viðskiptabankanna þriggja um uppgjör vegna eigna sem færðar voru úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Árið 2010 voru bankarnir þrír fullfjármagnaðir og unnið var að fjármögnun og endurskipulagningu sparisjóðakerfisins. Af öðrum stórum verkefnum sem ráðuneytið stóð í var úrlausn Icesave-málsins og samskipti við ESA (Eftirlitsstofnun EFTA).
Aðsetur fjármálaráðuneytisins er í Arnarhvoli við Lindargötu.
44 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Innanríkisráðuneytið
– stofnað 1. janúar 2011
I
www.innanrikisraduneyti.is
nnanríkisráðuneyti tók formlega til starfa hinn 1. janúar 2011. Innanríkisráðherra er Ögmundur Jónasson og ráðuneytisstjóri Ragnhildur Hjaltadóttir en alls eru starfsmenn ráðuneytisins 70. Starfsemin skiptist á sex skrifstofur. Innanríkisráðuneytið varð til þegar tvö ráðuneyti voru sameinuð: Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Sameining ráðuneytanna tveggja var hluti af breytingum á Stjórnarráðinu sem ákveðnar voru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem tók við í febrúar 2009. Bæði eldri ráðuneytin standa á gömlum merg: Fyrsti ráðherrann, ráðherra Íslands, var skipaður 1904. Fyrsti dóms- og kirkjumálaráðherrann með því heiti var skipaður 1917 og var það Jón Magnússon. Árið 2009 var heiti ráðuneytisins breytt í dómsmála- og mannréttindaráðuneyti. Samgönguráðuneyti var stofnað árið 1971 og gegndi Ingólfur Jónsson fyrstur manna því embætti. Árið 2009 var tekið upp heitið samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Stofnun innanríkisráðuneytis Fjöldi málaflokka fellur undir ábyrgðarsvið ráðuneytisins eða alls rúmlega 60 og starfsmenn eru um 70. Þá heyra yfir 50 stofnanir og embætti undir ráðuneytið og er starfsmannafjöldi þeirra alls um 2.600. Um fjögur þúsund mál voru í vinnslu hjá ráðuneytinu árið 2012 og hlutur ráðuneytisins í fjárlögum 2012 var ríflega 62 milljarðar króna. Markmiðið með breytingunum er að bæta þjónustu ráðuneyta við almenning og atvinnulíf og nýta fjármuni sem best. Stærra og öflugra ráðuneyti er betur í stakk búið til að takast á við aukin og flókin stjórnsýsluverkefni. Sameinuð ráðuneyti bjóða uppá meiri möguleika til sérhæfingar, nýsköpunar og þróunar.
Stefna ráðuneytisins Nýju ráðuneyti fylgja nýjar áskoranir. Gildi ráðuneytisins eru traust sem byggist á framsýni, mannúð og fagmennsku. Ráðuneytið mótar grunngerð íslensks samfélags sem stendur vörð um grunngildin: Réttlæti, jafnræði og mannréttindi. Innanríkisstefna er í mótun. Hún hvílir á meginstoðum sem ná til Flugvellir landsins er hluti af innviðakerfi þjóðfélagsins og er Akureyrarflugvöllur einn þeirra og þjónar bæði sem innanlands- og millilandaflugvöllur.
Opinber stjórnsýsla | 45
innviða samfélagsins, öryggis, þjónustu og réttindi borgaranna. Eftirfarandi upptalning endurspeglar áherslur ráðuneytisins: • • • • • • • •
Mannréttindasjónarmið Réttlæti Lýðræði Réttarkerfið Refsivörslukerfið Siðvæðing Hagsmunir almennings Vönduð og ábyrg stjórnsýsla
Stefnumótun og þróun eru viðvarandi verkefni. Sífellt þarf að endurskoða innra starf ráðuneytisins, þjónustu þess og skipulag og ytra starfið sem lýtur að verkefnum, stofnunum og embættum sem undir það falla. Með markvissri áætlanagerð svo sem í samgönguáætlun, fjarskiptaáætlun, löggæsluáætlun og landhelgisgæsluáætlun eru sett fram langtímamarkmið og áherslur með forgangsröðun verkefna. Áætlanir eru samþykktar til nokkurra ára í senn og þær endurskoðaðar reglulega.
Skipulag og starfsemi Starfsemi innanríkisráðuneytisins er skipt á sex skrifstofur. Þegar nýtt skipulag var tekið upp við stofnun ráðuneytisins var horft til þess að færa undir sömu skrifstofu þá starfsemi úr eldri ráðuneytunum sem hefði helst samlegðaráhrif í för með sér.
Skrifstofa almannaöryggis Meginmarkmið skrifstofunnar er að stuðla að almannaöryggi og að refsivörslukerfið sé skilvirkt og réttmætt. Skrifstofan sér um almannavarnir, hvers kyns öryggis-, björgunar- og vöktunarmál er snerta fjarskipti og samgöngur svo sem flugvernd, siglingavernd og farmvernd, landamæraeftirlit og Landhelgisgæslu. Einnig um fangelsismál og löggæslu.
Skrifstofa fjármála og rekstrar Meginmarkmið skrifstofunnar er að vera til fyrirmyndar við fjármálastjórn og upplýsingagjöf um rekstrarmál í samanburði við önnur ráðuneyti. Í því felst m.a. að þróa fjárlagaverkferla þannig að greining fjárhagsupplýsinga sé tímanleg og nýtist til ákvarðanatöku. Jafnframt að rekstrarþjónusta í innri málum ráðuneytisins þjóni
starfsfólki eins og best verður á kosið, m.a. með því að nýta viðskipta-, fjárhags- og ferðabókhaldskerfi eins vel og unnt er. Þá verði rekstraráætlanagerð til fyrirmyndar með því að frávik gjalda og áætlunar verði sem minnst.
Skrifstofa innviða Skrifstofan sér um undirbúning stefnumótunar á sviði samgöngu- og fjarskiptamála. Undir það falla samgönguáætlun og fjarskiptaáætlun og samhæfing og þróun tæknilegra innviða stofnana á þessum sviðum. Einnig sér skrifstofan um framkvæmd laga- og regluverks á sviði umferðarmála, flugmála og siglingamála. Skrifstofan sér einnig um neytendamál, lénamál og póstmál.
Mikil uppbygging hefur staðið yfir síðustu árin á GSM-farsímakerfinu og háhraðanettengingu um landið allt. Ný fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011 til 2014 gerir ráð fyrir áframhaldandi verkefnum á þeim sviðum.
46 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Skrifstofa mannréttinda sveitarfélaga
og
Mannréttindamál eru víðtækur málaflokkur og nú er unnið að landsáætlun um mannréttindamál. Undir skrifstofuna heyra málefni fjölskyldunnar, hælisleitenda, útlendinga og öll nærþjónusta við íbúa. Málefni sveitarfélaga, sýslumanna og þjóðkirkjunnar eru einnig dæmi um málaflokka sem skrifstofan annast auk kosningamála.
Skrifstofa réttarfars og stjórnsýslu Skrifstofan er ábyrg fyrir ýmsum málaflokkum, er tengiliður ráðuneytisins við Alþingi og er öðrum skrifstofum til ráðgjafar og aðstoðar eftir þörfum. Teknar
eru til meðferðar kærur sem berast ráðuneytinu sem æðra stjórnvaldi í öllum málaflokkum sem undir ráðuneytið heyra og teknar ákvarðanir í þeim málum með úrskurði í flestum tilvikum. Undir skrifstofuna falla einnig málefni sem lúta að útgáfu Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaðs.
Skrifstofa stefnumótunar og þróunar Meginhlutverk skrifstofunnar er að hafa yfirsýn yfir verkefni ráðuneytisins, samþætta og samhæfa stefnur og áætlanir, stuðla að árangri og gæðum. Samræma og þróa vinnubrögð, miðla upplýsingum út á við og inn á við. Skrá, miðla og varðveita málsskjöl og stuðla að hæfni, vellíðan og þróun starfsmanna og embættismanna.
Opinber stjórnsýsla | 47
Meðal verkefna innanríkisráðuneytisins eru hvers kyns öryggis- og almannavarnamál. Lögreglan hefur þar þýðingarmiklu hlutverki að gegna.
Verkefni innanríkisráðuneytis
Enn í mótun
Búseta og velsæld á Íslandi byggjast að verulegu leyti á þeim málaflokkum sem heyra undir innanríkisráðuneytið og hafa þeir veruleg áhrif á þróun og stöðu efnahagslífsins. Í hnotskurn er hlutverk ráðuneytisins að tengja byggðir og samfélög, tengja Ísland við umheiminn, sjá til þess að lýðræði og mannréttindi séu í heiðri höfð og að þegnar landsins búi við öryggi á öllum sviðum. Verkefni innanríkisráðuneytis taka þannig til nærri allra þátta þjóðfélagsins og þau snerta hvert mannsbarn í landinu. Nægir þar að nefna málaflokka eins og samgöngumál, lögreglu- og dómsmál, fjarskipti, öryggismál og almannavarnir. Umsjón og ábyrgð málaflokka er skipað á skrifstofur ráðuneytisins og leitast er við að á hverri skrifstofu fari saman sérfræðiþekking og reynsla sem fellur að einstökum verkefnum og málaflokkum.
Á stuttum starfstíma hefur innanríkisráðuneytið verið mótað og þróað til að taka við fjölbreyttu og viðamiklu hlutverki. Stærri eining er betur í stakk búin til að takast á við krefjandi verkefni framtíðarinnar. Með því að færa saman ábyrgð á ólíkum málaflokkum og með endurskipulagningu stofnana og embætta sem heyra undir ráðuneytið skapast ný tækifæri. Innanríkisráðuneytið stefnir að því að veita einstaklingum sem stofnunum og félögum góða og skilvirka þjónustu og efla með því tiltrú og traust á íslenskri stjórnsýslu.
Samráð á netinu Ríkulegt samráð er haft við hagsmunaaðila á hverju sviði og almenning ekki síður í öllu starfi ráðuneytisins. Drög að lagafrumvörpum eru kynnt á vef ráðuneytisins og óskað athugasemda. Í kjölfarið er samningu þeirra lokið og þau lögð fyrir Alþingi. Sama á við um drög að reglugerðum, þær eru kynntar á netinu og gefinn frestur til umsagna áður en kemur að gildistöku. Sami háttur er hafður á varðandi áætlanir sem nefndar eru hér að framan. Með þessu er leitast við að tryggja að allir sem þess óska geti haft áhrif á þróun mála og ákvarðanir.
48 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Mennta- og menningarmálaráðuneyti www.menntamalaraduneyti.is
S
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menn ingarmálaráðherra er fædd 1. febrúar 1976. Hún tók fyrst sæti á Alþingi árið 2007 sem þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og hefur verið varaformaður samtakanna frá árinu 2003. Hún tók við sem menntamálaráðherra 1. febrúar 2009.
Börn í leikskólanum Skýjaborg í Hvalfirði.
tofnun mennta- og menningarmálaráðuneytis er oftast miðuð við 1. júní 1947 þegar formlega var staðfest að málefni á sviði forsætisráðherra og menntamálaráðherra skyldu heyra undir sama ráðuneytisstjóra. Sú skipan hélst til 1970 að ráðuneytin voru aðskilin. Heiti ráðuneytisins var breytt 1. október 2009 í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Mennta- og menningarmálaráðuneyti starfar samkvæmt lögum nr. 115 frá 23. september 2011, um Stjórnarráð Íslands. Samkvæmt lögunum kveður ráðherra á um skiptingu ráðuneytisins í skrifstofur og starfsdeildir eftir verkefnum. Aðsetur ráðuneytisins er við Sölvhólsgötu 4 í Reykjavík og starfsmenn eru um 80. Mennta- og menningarmálaráðherra er Katrín Jakobsdóttir og ráðuneytisstjóri er Ásta Magnúsdóttir. Ráðuneytið starfar sem ein heild og skiptist í þrjár skrifstofur og þrjú svið: Fjármála- og upplýsingasvið, lögfræðisvið, mats- og greiningarsvið, skrifstofu menningarmála, skrifstofu menntamála og skrifstofu vísinda og háskóla. Helstu verkefni ráðuneytisins eru stefnumótun um margvísleg málefni á sviðum þess, gerð lagafrumvarpa og reglugerða, úrskurðir og samstarf við stofnanir auk afgreiðslu fjölbreyttra erinda frá almenningi og stofnunum, t.d. um fjárstuðning, aðstoð, fyrirgreiðslu af ýmsu tagi að ótöldum fjölda fyrirspurna.
Opinber stjórnsýsla | 49
Menningarmál Meginhluti þess menningarstarfs sem unnið er í landinu er í höndum einstaklinga eða samtaka þeirra, án opinberrar íhlutunar um inntak og tilhögun starfseminnar. Hlutverk ríkisins á sviði lista og menningarmála er rekstur stofnana og stuðningur við margvíslega menningarstarfsemi, ýmist með lögbundnum framlögum eða styrkjum á grundvelli fjárveitinga á fjárlögum hverju sinni. Sjóðir til stuðnings lista- og menningarstarfsemi veita einkum verkefnastyrki nema launasjóðir listamanna og höfunda fræðirita, sem veita starfslaun. Helstu listastofnanir ríkisins eru Íslenski listdansflokkurinn, Listasafn Íslands, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið en meginstofnanir um menningararfinn eru Þjóðminjasafn Íslands, Landsbókasafn/Háskólabókasafn og Þjóðskjalasafn. Hefð er fyrir miklu sjálfstæði menningarstofnana ríkisins og miklu samráði við fagfélög og aðra hagsmunaaðila um flest er viðkemur þeim lista- og menningarmálum, sem ríkið styður. Höfundaréttarmál eru á verksviði ráðuneytisins og felast einkum í stöðugri endurskoðun laga vegna örra breytinga við miðlun höfundaréttarvarins efnis.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti fer með mál er varða: Kennslu og skóla á leikskóla-, grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi, auk sérskóla, sem eigi ber undir annað ráðuneyti. Fullorðinsfræðslu, símenntun, almenna fræðslustarfsemi og námsefnisgerð. Námslán og námsstyrki. Rannsókna- og vísindastarfsemi, sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
Fjölmiðlamál Afskipti ráðuneytisins af fjölmiðlamálum lúta einkum að málefnum Ríkisútvarpsins og að fjölmiðlanefnd. Hlutverk hennar er m.a. að veita lögaðilum og einstaklingum tímabundið leyfi til fjölmiðlarekstrar auk almenns eftirlits með að fjölmiðlar starfi í samræmi við lög. Þá fylgist ráðuneytið með þróun á fjölmiðlamarkaði, m.a. með þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.
Íþrótta- og æskulýðsmál Ráðuneytið fer með yfirstjórn íþrótta- og æskulýðsmála að því leyti er ríkið lætur þau til sín taka. Í því skyni aflar það upplýsinga um iðkun íþrótta í landinu og aðstöðu til íþróttastarfs. Einnig stuðlar það að rannsóknum á sviði íþróttamála, tekur þátt í aðgerðum til að sporna gegn lyfjamisnotkun í íþróttum og alþjóðlegu samstarfi stjórnvalda á ýmsum sviðum íþrótta- og æskulýðsmála.
Söfn og minjar. Listir, stuðning við þær og kynningu innan lands og utan. Menningarstarfsemi hvers konar, stuðning við hana og kynningu innan lands og utan. Höfundarétt. Íslenska tungu, örnefni og bæjanöfn. Fjölmiðla, þ.m.t. prentmiðla.
Menntamál Ráðuneytið mótar menntastefnu og fjallar um málefni allra skólastiga. Það gefur út aðalnámskrár fyrir leik-, grunn-og framhaldsskóla, listdansskóla og tónlistarskóla. Einnig sér það um greiningu og miðlun upplýsinga, styður við nýjungar og þróunarstarf í skólum og sér um mat og eftirlit með skólastarfi. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og er frjálst val foreldra. Öllum börnum, að jafnaði á aldrinum 6–16 ára, er skylt að sækja grunnskóla. Allir sem hafa lokið grunnskóla, eða hlotið jafngilda undirstöðumenntun, eiga rétt á að hefja nám á framhaldsskólastigi. Þar eru skilgreind námslok; framhaldsskólapróf, próf til starfsréttinda, stúdentspróf, viðbótarnám við framhaldsskóla og önnur lokapróf. Tónlistarskólar bjóða nemendum kennslu frá leikskólaaldri fram á fullorðinsár. Námið skiptist í grunnstig, miðstig og framhaldsstig. Framhaldsfræðsla er meðal annars í boði hjá símenntunarmiðstöðvum á landsbyggðinni og ýmsum fræðsluaðilum á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk háskóla er að veita nemendum menntun til þess að sinna vísindalegum verkefnum, nýsköpun og listum á sjálfstæðan hátt og til þess að gegna störfum í þjóðfélaginu sem krefjast æðri menntunar. Ráðuneytið hefur eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna sem háskólar veita og veitir háskólum viðurkenningu eftir fræðasviðum.
Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi.
Menningarlandið 2010.
Vísindi og rannsóknir Stefna stjórnvalda í vísinda- og tæknimálum er mörkuð af Vísinda- og tækniráði til þriggja ára í senn. Hlutverk ráðsins er að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í landinu til að treysta stoðir íslenskrar menningar og auka samkeppnishæfni atvinnulífsins. Í ráðuneytinu er almenn stjórnsýsla á sviði vísinda, rannsókna og nýsköpunar og hefur það umsjón með starfi Vísinda- og tækniráðs og vísindanefndar ráðsins. Rannsóknir eru framkvæmdar á vegum háskóla, rannsóknastofnana, sjálfseignarstofnana og fyrirtækja, auk sjálfstætt starfandi einstaklinga.
Peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík.
50 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Umhverfisráðuneytið www.umhverfisraduneyti.is
U
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Umhverfisráðuneytið, Skuggasundi 1.
mhverfisráðuneytið var stofnað árið 1990. Fyrir þann tíma höfðu málefni umhverfis og náttúru heyrt undir ólík ráðuneyti en stofnun sérstaks ráðuneytis um málaflokkinn hafði verið á teikniborðinu í hálfan annan áratug, allt frá því Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra skipaði nefnd 1975 til að vinna heildarlöggjöf um stjórn umhverfismála. Frumvarp sem lagt var fram á Alþingi 1978 náði þó ekki fram að ganga. Fleiri tilraunir voru gerðar til að koma á yfirstjórn umhverfismála í Stjórnarráðinu á næstu árum og höfðu flestar ríkisstjórnir málið á stefnuskrá sinni. Það var þó ekki fyrr en 1989 sem skriður komst á málið þegar þáverandi forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, skipaði nefnd til að semja frumvarp um stofnun sjálfstæðs umhverfisráðuneytis. Ráðuneytið var svo stofnað 23. febrúar árið 1990. Í maí sama ár voru nokkrar stofnanir færðar undir ráðuneytið. Þær voru Náttúruverndarráð (síðar Náttúruvernd ríkisins), Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, embætti veiðistjóra, Veðurstofa Íslands, Landmælingar Íslands, mengunarvarnir Hollustuverndar ríkisins og varnir gegn mengun sjávar, sem þá voru vistaðar hjá Siglingamálastofnun ríksins. Verkefnum hins nýja ráðuneytis var lýst með breytingum á reglugerð um Stjórnarráð Íslands sem tók gildi 7. júní 1990. Þau helstu voru náttúru- og umhverfisvernd, friðunar- og uppgræðsluaðgerðir, villt dýr og dýravernd, mengunarvarnir, úrgangsmál, skipulags- og byggingarmál, landnýtingaráætlanir og landmælingar, umhverfisrannsóknir, veðurathuganir og -spár sem og aðrar athuganir á lofthjúpi jarðar, fræðslu- og upplýsingastarfsemi á sviði umhverfismála, samræming aðgerða og alþjóðasamskipti á sviði umhverfismála. Skipulag ríkisins (síðar Skipulagsstofnun) var svo flutt undir ráðuneytið í ársbyrjun 1991.
Skógafoss.
Ljósm. Hugi Ólafsson.
Opinber stjórnsýsla | 51
Starfsfólk umhverfisráðuneytisins.
Smám saman fjölgaði málaflokkum hins nýja umhverfisráðuneytis. Árið 1993 bættust þjóðgarðar landsins, aðrir en Þingvallaþjóðgarður við verkefni þess og Hollustuvernd ríkisins var flutt í heild sinni til umhverfisráðuneytisins um mitt ár 1994. Árið 1997 urðu varnir gegn ofanflóðum sem og brunavarnir að málefnum umhverfisráðuneytisins og ný lög voru sett um Brunamálastofnun í kjölfarið. Tvær úrskurðanefndir á vegum umhverfisráðuneytisins tóku til starfa um svipað leyti, Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála árið 1997 og Úrskurðarnefnd hollustuhátta- og mengunarvarnarmála 1. janúar árið eftir. Sama dag tók einnig til starfa ný stofnun á vegum ráðuneytisins, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, sem sinnir rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum. Vatnaskil urðu í stjórnsýslu umhverfismála í ársbyrjun 2003 þegar Umhverfisstofnun var komið á fót en hún tók við verkefnum Hollustuverndar ríkisins, Náttúruverndar ríkisins, embættis veiðistjóra, hreindýraráðs og dýraverndarráðs auk verkefna varðandi stjórn vatnamála. Sama ár var Úrvinnslusjóður settur á laggirnar í því skyni að hafa umsýslu með nýju úrvinnslugjaldi sem Alþingi hafði samþykkt að setja á ákveða vöruflokka. Ári síðar tók gildi ný reglugerð um Stjórnarráð Íslands, nr. 3/2004 þar sem ný áhersluatriði litu dagsins ljós á málefnasviði umhverfisráðuneytis, s.s. líffræðileg fjölbreytni, erfðaauðlindir, eiturefni, mat á umhverfisáhrifum og loftslagsvernd. Þremur árum síðar var reglugerðinni aftur skipt út fyrir nýja reglugerð um Stjórnarráð Íslands, nr. 77/2007 þar sem þær breytingar urðu helstar á verkefnasviði umhverfisráðuneytisins að það tók yfir málefni landgræðslu og skógræktar og í kjölfarið, eða árið 2008, fluttust Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins til ráðuneytisins.
Umhverfisráðherrar 1990 – 2010 1990 til 1991 – Júlíus Sólnes 1991 til 1993 – Eiður Guðnason 1993 til 1995 – Össur Skarphéðinsson 1995 til 1999 – Guðmundur Bjarnason 1999 – Halldór Ásgrímsson 1999 til 2004 – Siv Friðleifsdóttir 2004 til 2006 – Sigríður Anna Þórðardóttir 2006 til 2007 – Jónína Bjartmarz 2007 til 2009 – Þórunn Sveinbjarnardóttir 2009 – Kolbrún Halldórsdóttir Frá 2009 – Svandís Svavarsdóttir
52 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Stjórntæki, stefnumótun og löggjöf Frá stofnun ráðuneytisins hafa stórstígar endurbætur verið gerðar á löggjöf og stefnumótun í umhverfismálum. Ýmsar alþjóðlegar skuldbindingar hafa haft mikil áhrif þar á, ekki síst aðild Íslands að EES-samningnum. Lög og reglur, hagrænir hvatar, fræðsla og upplýsingagjöf eru þau stjórntæki sem helst eru notuð á sviði umhverfismála. Meðal mikilvægra laga á sviði umhverfismála má nefna lög um náttúruvernd, lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, lög um loftslagsmál, lög um mat á umhverfisáhrifum, lög um varnir gegn mengun hafs og stranda, skipulagslög og lög um mannvirki. Stefnumarkandi áætlanir gegna þýðingarmiklu hlutverki við stjórnun umhverfismála. Fjölmargar slíkar áætlanir hafa verið unnar á vegum ráðuneytisins og samþykktar af ríkisstjórn eða Alþingi. Dæmi um slíkar áætlanir eru stefnumörkun um sjálfbæra þróun, náttúruverndaráætlun, stefnumörkun um líffræðilega fjölbreytni, stefnumörkun og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, landsáætlun um úrgang og stefna um vistvæn innkaup ríkisins. Hagræn stjórntæki á sviði umhverfismála hafa verið innleidd, s.s. með álagningu spilliefnagjalds, úrvinnslugjalds og skilagjalds á einnota drykkjarumbúðir. Stefnt er að því að innleiða fleiri hagræn stjórntæki á næstu árum, m.a. með því að breyta skattlagningu á samgöngur og koma á viðskiptum með heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir. Fræðsla um umhverfismál fer fram á öllum stigum skólakerfisins, allt frá leikskólum til háskóla í samræmi við eðli hvers skólastigs. Töluvert hefur verið gefið út af námsefni í umhverfismennt á undanförnum árum og umhverfisráðuneytið styður markvisst við bakið á umhverfisstarfi í skólakerfinu með fjárstuðningi við verkefnið Skólar á grænni grein, sem Landvernd stýrir.
Alþjóðasamstarf Mörg helstu umhverfisvandamál mannkyns eru alþjóðlegs eðlis og verða ekki leyst nema með víðtækri alþjóðlegri samvinnu. Þess vegna hefur vægi umhverfismála aukist til muna í alþjóðlegu starfi á síðari árum og mikill árangur hefur náðst á ýmsum sviðum, s.s. í baráttunni gegn eyðingu ósonlagsins. Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er það viðfangsefni sem nú ber hæst. Umhverfisráðuneytið hefur umsjón með framkvæmd Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Kýótó-bókuninni og alþjóðlegu starfi sem þeim tengist. Aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu er án efa sú alþjóðlega samvinna sem hefur mest bein áhrif á Íslandi. Löggjöf Evrópusambandsins á sviði umhverfismála er lagalega bindandi fyrir Ísland, m.a. hvað varðar mengunarvarnir og notkun og meðferð eiturefna. Norræna ráðherranefndin er helsti vettvangur norræns samstarfs. Samstarf norrænna umhverfisráðherra byggist á sérstakri framkvæmdaáætlun í umhverfismálum. Á nokkrum sviðum hefur Ísland haft forystu um og tekist að hafa rík áhrif á alþjóðlegt samstarf á sviði umhverfismála. Ber þar hæst aðgerðir gegn mengun hafsins og takmarkanir á notkun þrávirkra lífrænna efna. Einnig hefur Ísland beitt sér ötullega gegn losun geislavirkra efna í hafið.
Starfsemi Starfsemi umhverfisráðuneytisins er skipt upp í fjórar skrifstofur: skrifstofu ráðherra, skrifstofu stefnumótunar og alþjóðamála, skrifstofu laga og stjórnsýslu og skrifstofu fjármála og rekstrar. Starfsmenn eru um 35 talsins en ráðuneytisstjóri er Magnús Jóhannesson.
Opinber stjórnsýsla | 53
M
Náttúruvernd á Íslandi
ikil framþróun hefur orðið í náttúruvernd á Íslandi á undanförnum árum og miklvægir áfangar hafa náðst í framkvæmd náttúruverndar í landinu. Þannig hafa ráðuneytið og stofnanir þess lagt aukna áherslu á náttúruvernd í sínum störfum. Náttúra landsins er undirstöðuþáttur ferðaþjónustu og því er mikilvægt að tryggja vernd og viðhald hennar. Stórt skref í náttúruvernd var stigið í júní árið 2008 þegar Vatnajökulsþjóðgarði var komið á fót. Þjóðgarðurinn nær yfir allan Vatnajökul og stór svæði í nágrenni hans, þar á meðal þjóðgarðana sem fyrir voru í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum. Þjóðgarðurinn spannar tæplega 14% af flatarmáli Íslands og er stærsti þjóðgarður Evrópu. Meðal svæða þjóðgarðsins eru Tungnafellsjökull, Ljósm. Hugi Ólafsson. Lundar við Vigur í Ísafjarðardjúpi. Vonarskarð, Hágönguhraun og Veiðivatnahraun, vestan Vatnajökuls og Vesturöræfi, Snæfell, Eyjabakkar og hluti Hrauna, norðan Vatnajökuls. Gert er ráð fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður muni stækka frekar á næstu misserum og árum. Í febrúar 2010 samþykkti Alþingi náttúruverndaráætlun fyrir árin 2009–2013 þar sem ályktað er um friðlýsingu ellefu svæða á Íslandi til viðbótar þeim svæðum sem eru á fyrri náttúruverndaráætlun. Þá er gert ráð fyrir friðlýsingu ýmissa tegunda plantna og dýra og búsvæða þeirra á áætluninni. Mikil aukning á fjölda ferðamanna hefur kallað á aðgerðir til að bæta aðstöðu og efla landvörslu við fjölsóttar og viðkvæmar náttúruperlur. Náttúruverndaryfirvöld hafa skilgreint þau svæði sem eru undir mestu álagi og sett í gang aðgerðir til umbóta við þau. Allt frá árinu 1999 hefur staðið yfir vinna við gerð rammaáætlunar um verndun svæða og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Með rammaáætlun er mörkuð stefna um hvaða virkjunarkostir komi til greina og hvaða svæði beri að friða og nýta þannig á annan hátt en með orkuvinnslu. Markmið rammaáætlunar er að ná framtíðarsýn í virkjana- og verndunarmálum og almennri sátt í þjóðfélaginu. Árið 2007 skipaði iðnaðarráðherra í samvinnu við umhverfisráðherra nýja verkefnastjórn vegna 2. áfanga áætlunarinnar og skiluðu faghópar verkefnastjórnarinnar niðurstöðum sínum í mars 2010. Vinna við rammaáætlun heldur áfram og er stefnt að því að málið komi til ákvörðunar Alþingis á næstu misserum. Stjórnvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða til að stemma stigu við akstri utan vega. Fræðsla gegn akstri utan vega hefur þannig verið aukin, unnið er að því að skilgreina leyfilegar akstursleiðir á hálendi og láglendi landsins með það að markmiði að gefa út kort yfir slóða og vegi sem heimilt er að aka á. Umhverfisráðuneytið kynnti aðgerðaáætlun gegn akstri utan vega um mitt ár 2010. Framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni leit dagsins ljós í lok árs 2010 en henni er ætlað að tryggja að Ísland uppfylli ákvæði Samningsins um líffræðilega fjölbreytni (Convention on Biological Diversity). Nokkrir mikilvægir lagabálkar er varða íslenska náttúru eru nú til endurskoðunar í umhverfisráðuneytinu. Þannig skipaði umhverfisráðherra í lok árs 2009 nefnd til að annast endurskoðun náttúruverndarlaga og skilaði hún tillögum að breytingum á þremur efnisatriðum náttúruverndarlaga í lok árs 2010. Heildarendurskoðun laganna stendur nú fyrir dyrum. Þá er unnið að endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og endurskoðun skógræktarlaga og Reynisdrangar. Ljósm. Hugi Ólafsson. landgræðslulaga er í undirbúningi.
Sveitarstjรณrnarmรกl
56 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Halldór Halldórsson formaður á Landsþingi 28. nóvember 2012.
Sveitarstjórnarmál | 57
S
Samband íslenskra sveitarfélaga www.samband.is
amband íslenskra sveitarfélaga vinnur að eflingu samstarfs íslenskra sveitarfélaga og að hvers konar hagsmunamálum þeirra. Verulegur hluti starfseminnar felst í hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin gagnvart ríkisvaldinu og öðrum innlendum og erlendum aðilum. Sambandið mótar stefnu sveitarfélaganna til mála sem snerta þau öll og hefur því náin samskipti við ríkisstjórn og Alþingi. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur það hlutverk samkvæmt sveitarstjórnarlögum að vera sameiginlegur málsvari sveitarfélaganna og í gildi er sérstakur samstarfssáttmáli við ríkisstjórn Íslands, þar sem með formlegum hætti er Stjórnin. kveðið á um samskipti þessara tveggja stjórnvalda. Þá þjónar sambandið sveitarfélögunum á sviði vinnumarkaðsmála og annast kjarasamningagerð fyrir þau sveitarfélög sem hafa veitt umboð sitt til þess. Sambandið vinnur einnig að almennri fræðslu um sveitarstjórnarmál með funda- og ráðstefnuhaldi og útgáfu- og upplýsingastarfsemi fyrir sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Stjórn sambandsins skipa 11 sveitarstjórnarmenn víðs vegar að af landinu. Samband íslenskra sveitarfélaga var stofnað árið 1945. Frumkvöðull að stofnun sambandsins var Jónas Guðmundsson, eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna. Hann gegndi formennsku í stjórn sambandsins til ársins 1967, en þá tók við af honum Páll Líndal og var hann formaður til 1978. Aðrir formenn stjórnar sambandsins hafa verið: Jón G. Tómasson 1978–1982, Björn Friðfinnsson 1982–1987, Sigurgeir Sigurðsson 1987–1990, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 1990–2006 og Halldór Halldórsson frá árinu 2006. Jónas Guðmundsson stjórnaði daglegri starfsemi sambandsins, samhliða störfum sínum sem framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs, til 1. febrúar 1967 og hafði þá verið í þrjá áratugi einn helsti leiðtogi sveitarstjórnarmanna og frumkvöðull í málefnum sveitarfélaganna. Þegar Jónas lét af störfum var Magnús E. Guðjónsson, fyrrv. bæjarstjóri á Akureyri, ráðinn framkvæmdastjóri sambandsins og jafnframt Bjargráðasjóðs og Lánasjóðs sveitarfélaga. Magnús var framkvæmdastjóri sambandsins í tæpan aldarfjórðung eða til dánardægurs í maí 1990. Þórður Skúlason, fyrrv. sveitarstjóri á Hvammstanga, var ráðinn framkvæmdastjóri 1. nóvember 1990 og gegndi því starfi til 1. september 2008. Karl Björnsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Selfossbæ og Sveitarfélaginu Árborg og síðar sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins, var ráðinn framkvæmdastjóri sambandsins frá 1. september 2008. Hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga starfa um 26 starfsmenn að jafnaði á fimm verkefnasviðum: hag- og upplýsingasviði, kjarasviði, lögfræði- og velferðarsviði, þróunar- og alþjóðasviði og rekstrar- og útgáfusviði.
58 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
REYKJAVÍKURBORG www.reykjavik.is
Í
höfuðborginni Reykjavík bjuggu tæplega 119.000 manns í árslok 2011, eða rösklega þriðjungur landsmanna. Á undanförnum áratugum hefur mikil uppbygging átt sér stað í borginni, atvinnulíf er margbreytilegt og mannlífið fjölmenningarlegt. Í Reykjavík er nú að finna alþjóðlegt borgarsamfélag líkt og í öðrum höfuðborgum Norðurlanda. Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu hefur haft mikil áhrif á þróun borgarinnar, enda skapar aukinn mannfjöldi fleiri tækifæri og ekki síst aukna fjölbreytni á öllum sviðum borgarlífsins. Breytingarnar hafa gerst hratt og því hafa starfsmenn borgarinnar þurft að vera vel vakandi fyrir nýjum tækifærum sem gefast til að bæta lífsgæði íbúanna. Borgarfulltrúar, borgarstarfsmenn og margir borgarbúar taka virkan þátt í að móta stefnu borgarinnar á hinum ýmsu sviðum. Reykjavíkurborg ýtti nýlega úr vör samráðsSumar í Reykjavík. vettvangnum Betri Reykjavík á veraldarvefnum. Þar gefst borgarbúum tækifæri til þess að setja fram hugmyndir sínar um betra mannlíf styðja eða hafna hugmyndum annarra og skrifa rök með og á móti framkomnum hugmyndum. Betri Reykjavík er tilraun til að efla enn frekar íbúalýðræði en fagráð borgarinnar eru skuldbundin til að fjalla um þær hugmyndir borgarbúa sem njóta mests fylgis. Fjölmargar hugmyndir frá borgarbúum eru nú teknar til afgreiðslu í borgarkerfinu í hverjum mánuði. Engu að síður er vefurinn, betrireykjavik.is, aðeins ein af mörgum leiðum til að hafa áhrif á starfsemi og þjónustu Reykjavíkurborgar. Aðrar leiðir til að koma með ábendingar og erindi um betri þjónustu eru enn virkar, s.s. þjónustuver, ábendingargáttir og opnir viðtalstímar við kjörna fulltrúa.
Nútímaleg borg með sterka innviði Reykjavíkurborg markar stefnu í flestum málaflokkum til margra ára í senn. Nýlega var sett fram fimm ára áætlun um rekstur borgarinnar þar sem ólíkar forsendur til rekstrar sveitarfélagsins eru skoðaðar. Þá hefur nýlega verið mótuð atvinnustefna og húsnæðisstefna fyrir borgina. Reykjavík er vænlegur kostur fyrir þá sem kjósa að búa í nútímalegri borg með háu þjónustustigi. Þjónusta við barnafjölskyldur er ein sú besta sem fyrirfinnst í heiminum. Að auki njóta íbúar Reykjavíkur kosta þess að búa í nálægð við náttúruna, hafið, fjöllin og fjölbreytileg útivistarsvæði í borgarlandinu. Samgöngur í Reykjavík eru einfaldar, vegalengdir fremur stuttar og góðir möguleikar á því að nota aðra fararkosti en einkabílinn til að komast leiðar sinnar. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á að byggja upp stígakerfi í borginni fyrir hjólreiðamenn og göngufólk. Á hverju ári er bætt við stígakerfið og unnið að endurbótum á gönguleiðum. Jafnframt er leitast við að styrkja eins og kostur er almenningssamgöngur í borginni og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Æ fleiri borgarbúar nýta sér kosti þess að hjóla til og frá vinnu eða nýta sér strætisvagna til lengri og styttri ferða.
Kraftmikið menningarlíf Reykjavík býr yfir kraftmiklu, fjölbreyttu og sérstæðu menningarlífi. Árið 2000 var Reykjavík útnefnd menningarborg Evrópu. Allar götur síðan hefur menningarlífi í borginni vaxið ásmegin og stendur það nú með miklum blóma. Í miðborginni eru fjölmargir veitingastaðir og kaffihús sem bjóða upp á mat frá öllum heimshornum sem og það allra besta í norrænni matargerðarlist. Alþjóðlega matarhátíðin Food and fun hefur vakið athygli á íslenskri matargerðarlist og veitingastöðum á heimsmælikvarða. Árlegir menningarviðburðir sem borgin stendur fyrir eða styrkir með fjárframlögum laða að fjölmarga ferðamenn sem og tugþúsundir Íslendinga. Má þar nefna Vetrarhátíð, Listahátíð, Gleðigönguna, Menningarnótt, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina RIFF og tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Reykjavík fékk alþjóðlegan heiðurstitil sem Hátíða- og viðburðaborg á árinu 2011. Þykir Reykjavík hafa allt til að bera sem viðburðaborg á heimsmælikvarða, ekki síst afar sterka innviði.
Norðurljós.
Sveitarstjórnarmál | 59
Fuglalíf við tjörnina. Þá var Reykjavík útnefnd bókmenntaborg UNESCO árið 2011, heiður sem hefur aðeins hlotnast sex borgum í heiminum. Munu borgaryfirvöld leggja áherslu á að efla frásagna- og ritlist og halda á lofti rithöfundum og skáldum sem lifa og starfa í Reykjavík. Reykjavík gerðist einnig aðili að Icorn-samtökunum á árinu 2011 en þau sameina borgir sem skotið hafa skjólshúsi yfir landflótta rithöfunda sem sætt hafa hótunum og ofsóknum.
Skapandi borg sem laðar að ferðamenn Reykjavík státar af fjölmörgu sem gerir hana að eftirsóknarverðum áfangastað fyrir erlenda ferðamenn. Friðarsúlan í Viðey sem Reykjavíkurborg setti upp fyrir fimm árum í samstarfi við Yoko Ono, ekkju Johns Lennons, hefur til að mynda vakið heimsathygli. Nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa við gömlu höfnina hefur þegar vakið mikla athygli á erlendum vettvangi fyrir sérstæðan arkitektúr og glerhjúp sem hannaður var af Ólafi Elíassyni myndlistarmanni. Harpa þykir stórbrotið tónlistarhús og hafa viðtökur almennings þegar farið fram úr björtustu vonum. Mun húsið, þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan hafa aðsetur, verða mikil lyftistöng fyrir tónlistarlíf í landinu. Í Hörpu er einnig fullkomin aðstaða fyrir ráðstefnur og fundi. Til stendur að reisa hótel á lóðinni vestan við Hörpu og standa vonir til þess að það muni styrkja Hörpu enn frekar sem miðstöð ráðstefnuhalds á Íslandi. Reykjavíkurborg á og rekur húsið í samstarfi við íslenska ríkið. Reykjavíkurborg veitir umtalsvert fjármagn í styrki til menningarlífs. Borgin er til að mynda eina sveitarfélagið á landinu sem styrkir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá er Reykjavíkurborg stærsti styrktaraðili Borgarleikhússins og Tjarnarbíós þar sem sjálfstæðir leikhópar starfa. Auk þess rekur borgin Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn, Árbæjarsafn og Borgarbókasafnið af miklum myndarskap. Reykjavík er því leiðandi afl í menningarlífi þjóðarinnar.
Framsækið atvinnulíf Framsækið atvinnulíf sem einkennist af nýsköpun hefur vakið athygli á Reykjavík , s.s. á sviði skapandi greina, líftækni og stoðtækjaþjónustu. Reykjavíkurborg hefur nýlega sett fram atvinnustefnu þar sem farið er yfir sóknarfæri í uppbyggingu á vinnumarkaði og er nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi þar í öndvegi. Reykjavíkurborg hefur jafnframt stuðlað að fjölþættu og framsæknu atvinnulífi með fjárfestingu í atvinnuskapandi verkefnum sem örva hagvöxt. Yfirgnæfandi meirihluti Reykvíkinga, um 78%, starfar við ýmis konar þjónustu. Aðrir starfa við framleiðslustarfsemi eða 20% en fiskveiðar, fiskvinnsla og landbúnaður eru aðeins stunduð af 2% vinnuaflsins. Þjónustugeirinn hefur stækkað töluvert á undanförnum árum, s,s, með tilkomu tónlistarhúss, þekkingarþorps og stúdentagarða í Vatnsmýri og vegna átaks í heilsu- og menningartengdri ferðaþjónustu. Laugardalslaug.
60 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Lífleg miðborg Miðborg Reykjavíkur hefur verið í stöðugri uppbyggingu. Eftir mikinn bruna árið 2007 voru húsin á horni Austurstrætis og Lækjargötu endurbyggð í gömlum stíl auk þess sem götumynd Laugavegs hefur verið styrkt til muna með endurbyggingu gamalla og merkra húsa við Laugaveg 2–4. Áframhaldandi uppbygging í miðborginni, sem og uppbygging svæðisins í kringum gömlu höfnina, stendur einnig fyrir dyrum. Kannanir sýna að miðborg Reykjavíkur er mest sótti ferðamannastaður Íslands. Á síðustu árum hefur verið leitast við að gera gangandi og hjólandi vegfarendum í miðborginni hærra undir höfði en verið hefur. Hefur það mælst einstaklega vel fyrir. Þá hafa hópar ungra listamanna og frumkvöðla, sem styrktir hafa verið af Reykjavíkurborg, tekið að sér Menntaskólinn í Reykjavík. að glæða torg og götur lífi yfir sumartímann. Hefur sjaldan verið meira líf í miðborginni. Þrátt fyrir að Reykjavík hafi fagnað 225 ára afmæli sínu í ágúst 2011 er hún enn tiltölulega ung borg. Miðborginni hefur stundum verið lýst sem sveitaþorpi með rómantísku yfirbragði. Þar ægir saman gömlum bárujárnsklæddum húsum með litríkum þökum, nútíma arkitektúr og hinum ýmsu byggingarstílum frá ýmsum tímum. Í nýju aðalskipulagi verður leitast við að vernda þessi sérkenni miðborgarinnar.
Grænar áherslur Reykjavík hefur markað sér þá stefnu að skapa fallegt og heilnæmt umhverfi fyrir íbúana þar sem mannlíf og umhverfi er haft í fyrirrúmi. Reykjavíkurborg vill vera leiðandi í umhverfisvænum áherslum. Verkefnið Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar hefur það að yfirlýstu markmiði að hvetja starfsmenn Reykjavíkurborgar og fyrirtæki borgarinnar til að marka sér vistvæna stefnu og sýna vilja til umhverfisverndar í verki. Reykjavíkurborg hefur nýlega innleitt rafrænt greiðslufyrirkomulag sem hefur nánast eytt öllum útprentuðum pappírsreikningum í starfsemi borgarinnar, auk þess sem vistvæn innkaup eru höfð að leiðarljósi í öllum rekstri. Markmiðið er að Reykjavíkurborg sýni gott fordæmi með vistvænum rekstri og verði leiðandi á því sviði. Stóraukin flokkun og endurvinnsla sorps er ennfremur í vændum í borginni á árinu 2012. Hellisheiðarvirkjun hefur nú verið kláruð en þar er jarðvarmi í Henglinum nýttur á hagkvæman hátt. Til stendur að hefja framkvæmdir við stórt gróðurhús í tengslum við virkjunina á næsta ári. Vel er fylgst með loftgæðum í Reykjavík, m.a.vegna hugsanlegrar loftmengunar frá jarðhitavirkjuninni.
Blómlegt mannlíf í hverfunum Í úthverfum Reykjavíkur dafnar margbreytilegt mannlíf. Hverfi borgarinnar eru tíu talsins og hafa þau byggst upp í takt við aukna ásókn til búsetu í borginni. Í hverfunum er fjölþætt starfsemi og þjónusta við íbúa. Skólar og íþróttafélög setja mikinn svip á hverfalífið með fjölmennum hátíðum, mótum og öðrum uppákomum. Má til að mynda nefna Grafarvogsdaginn og Vesturbæjarhátíðina, flóamarkaði og smærri samkomur sem íbúasamtök standa fyrir með aðstoð skóla og félagsmiðstöðva. Hverfaráð starfa í öllum hverfum borgarinnar og hafa góða yfirsýn yfir hvernig þau þróast frá ári til árs og hvar helst þrengir að. Þau veita þjónustu borgarinnar í þann farveg sem hentar íbúum í hverju hverfi sem best. Samráðsvefurinn Betri Reykjavík verður nýttur til að kalla eftir hugmyndum frá íbúum í hverfunum til að ráðstafa fjármagni úr svokölluðum hverfapottum til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna. Mun íbúum verða boðið upp á að kjósa rafrænt um þau verkefni sem þeir vilja helst láta framkvæma í sínu nærumhverfi. Á Vesturlöndum hefur almenningi í auknum mæli verið gert kleift að hafa áhrif á forsendur skipulags í sínu nánasta umhverfi. Slík vinnubrögð við borgarskipulag eru í takt við aðra stefnu borgaryfirvalda. Í skipulagsmálum verður komið á sérstöku hverfisskipulagi þar sem íbúum gefst betri kostur á að koma að stefnumótun í skipulagsmálum í sínu hverfi. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar er í gildi til ársins 2024. Það hefur verið í endurskoðun og er reiknað með að nýtt aðalskipulag verði kynnt á vormánuðum Reykjavík um vetur. 2012.
Sveitarstjórnarmál | 61 Ýmsir álagspunktar eru í borginni og hafa deilur sprottið upp um nýtingu svæða, ss. í Vatnsmýrinni þar sem starfsemi Reykjavíkurflugvallar er fyrir. Árið 2001 létu borgaryfirvöld fara fram atkvæðagreiðslu á meðal almennings um framtíðarnýtingu Vatnsmýrarsvæðisins. Naumur meirihluti vildi að flugvöllurinn færi. Niðurstaðan var ekki bindandi en verður höfð að leiðarljósi í stefnumörkun um framtíð svæðisins.
Gegnsæ stjórnsýsla og aukið íbúalýðræði Við stjórn borgarinnar er lögð áhersla á gegnsæja stjórnsýslu, íbúalýðræði og árangursstjórnun. Markmiðið er ætíð að bæta lífsgæði allra íbúa. Frá árinu 2008 hefur aðhaldsstefnu verið fylgt við stjórnun borgarinnar með töluverðri hagræðingu í öllum rekstri. Nú er farið að rofa til í rekstri borgarinnar eftir mikinn tekjusamdrátt og má segja að jafnvægi hafi verið náð. Þrátt fyrir þrengri fjárhag einsettu borgaryfirvöld sér að standa vörð um velferðarþjónustu og skólastarf. Hvergi hefur verið hvikað frá því markmiði að öll börn fái leikskólapláss á því ári sem þau verða tveggja ára. Með samstilltu átaki hefur tekist að tryggja mjög stórum árgöngum barna sem fæddust árin 2009 og 2010 leikskólavist án þess að ráðast í nýbyggingar. Framkvæmdum við skóla í nýjum hverfum, s.s. í Norðlingaholti hefur einnig verið hraðað eftir fremsta megni. Lögð hefur verið áhersla á að móta stefnu um heildstæðan skóladag, þar sem frístundastarf tekur við þegar skóla lýkur. Skólarnir eru menningarmiðstöðvar í hverju hverfi og eru foreldrar hvattir til að taka virkan þátt í skólastarfinu.
Hallgrímskirkja.
Hrein strandlengja og góð útivistarsvæði Reykvíkingar búa við hreinan sjó og er strandlengjan orðin að útivistar- og hjólreiða paradís sem margir nýta árið um kring til heilsuræktar og samverustunda. Í borgarlandinu eru útivistarperlur. Til stendur að bæta göngu- og hjólreiðastígakerfið í borgarlandinu enn frekar með betri merkingum og upplýsingum um ákjósanlegustu leiðirnar á milli staða í borginni. Ylströndin í Nauthólsvík hefur slegið í gegn og hefur fólki sem þar stundar sjóböð sér til ánægju og heilsubótar fjölgað ár frá ári. Elliðaárdalurinn og Heiðmörk eru einnig vinsæl útivistarsvæði sem fólk nýtir sér allan ársins hring. Nær allir Reykvíkingar búa í innan við 300 metra fjarlægð, eða fimm mínútna göngufæri, frá góðum útivistarsvæðum.
Gott upplýsingaflæði til íbúa Með aukinni rafrænni þjónustu hefur upplýsingaflæði borgaryfirvalda til íbúa aukist til muna. Að sama skapi hafa kröfur íbúa um gæði upplýsinga og rafræna þjónustu aukist. Það er stefna borgaryfirvalda að upplýsa borgarbúa eins vel og kostur er um þá þjónustu sem í boði er hverju sinni og um allar ákvarðanir er snúa að hag þeirra. Reykjavíkurborg rekur nútímalega upplýsingaveitu á vefnum, reykjavik.is sem flytur áreiðanlegar fréttir um starfsemi borgarstofnana. Á vefnum eru upplýsingar um alla þjónustu borgarinnar og stjórnsýslu hennar. Allar helstu upplýsingar um þjónustu eru einnig á ensku og pólsku. Þá býður vefurinn upp á auðlesanlegt efni og hefur hann verið vottaður fyrir gott aðgengi af Öryrkjabandalagi Íslands. Reykjavíkurborg rekur einnig ferðamannavefinn Visit Reykjavík sem er gefinn út á ensku en hann er mikið notaður af erlendum ferðamönnum. Þá stundar borgin gagnvirka fréttamiðlun á facebook, hvorutveggja á íslensku og pólsku. Nýlega opnaði Reykjavíkurborg ábendingarvef um þjónustu við borgarlandið á vefnum sem er beintengdur þjónustuveri borgarinnar. Þar geta borgarbúar sett inn ábendingar um eitt og annað sem þarfnast viðhalds og skjótra viðbragða borgaryfirvalda. Rafræn þjónusta hefur ennfremur verið stórefld og geta íbúar nú sótt um flesta þá þjónustu er borgin veitir í gegnum vefinn Rafræn Reykjavík. Borgaryfirvöld líta í auknum mæli til samráðsvefsins Betri Reykjavík á öllum sviðum í starfsemi borgarinnar. Með tilkomu BR hafa skapast góðir möguleikar fyrir almenning til að hafa áhrif á framkvæmdir og skipulag í borginni sem snerta alla íbúa.
Reykjavíkurmaraþon.
Erlent samstarf Reykjavík á í miklu samstarfi við aðrar höfuðborgir á Norðurlöndum og er einnig í samskiptum við borgaryfirvöld í Winnipeg í Kanada og Seattle í Bandaríkjunum. Þá hefur Reykjavík átt samstarf við borgir á norðurslóðum eða svokallaðar Vetrarborgir. Nuuk á Grænlandi, Þórshöfn í Færeyjum og Reykjavík eiga sameiginlegan sjóð sem var stofnaður til að auka samskipti þessara borga.
Núverandi stjórn Borgarstjórnarkosningar fóru fram í maí árið 2010. Eftir þær mynduðu Besti flokkurinn og Samfylkingin nýjan meirihluta. Núverandi borgarstjóri er Jón Gnarr, forseti borgarstjórnar er Elsa Hrafnhildur Yeoman og formaður borgarráðs er Dagur B. Eggertsson. Nánari upplýsingar um Reykjavíkurborg og stjórnkerfi hennar er að finna á vefsvæðinu www.reykjavik.is
62 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Seltjarnarnesbær www.seltjarnarnes.is
S
eltjarnarnesbær er sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu. Seltjarnarnes á sér langa og merka sögu allt frá þjóðveldisöld. Hinn forni Seltjarnarneshreppur náði yfir allt Nesið sem liggur á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla. Jarðir voru síðan smám saman teknar út úr hreppnum og þegar Seltjarnarnes fékk kaupstaðarréttindi 1974 voru 160-170 hektarar eftir af hinum forna hreppi og íbúar tæplega 2500. Í lok árs 2010 voru íbúar bæjarins 4.395. Sjö manna bæjarstjórn fer með stjórn Seltjarnarnesbæjar. Í sveitastjórnarkosningum í maí 2010 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 5 menn kjörna í bæjarstjórn, Neslistinn og Samfylkingin 1 mann hvor flokkur. Bæjarstjóri er Ásgerður Halldórsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Nýtt skipurit bæjarins tók gildi 1. október 2010. Starfseminni er þar skipt í sex verkefnasvið: fjármála- og stjórnsýslusvið, bygginga- og umhverfissvið, félagsþjónustusvið, fræðslusvið, menningarsvið og íþrótta-, tómstunda- og æskulýðssvið. Bærinn hefur sett sér stefnu í fjölskyldu-, skóla-, starfsmanna-, umhverfis- og menningarmálum. Bæjarfélagið hefur ákveðið í erfiðri stöðu vegna efnahagskreppunnar að standa vörð um grunnþjónustu bæjarfélagsins svo sem fræðslustarfsemi, æskulýðs- og íþróttastarf og félagslega þjónustu. Í Seltjarnarnesbæ er leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli. Fjöldi nemenda í leikskóla árið 2010 var 174, 542 nemendur stunduðu nám í grunnskólanum og nemendur í tónlistarskólanum voru 265. Félagsmiðstöðin Selið og Íþróttamiðstöð Seltjarnarness eru ramminn utan um æskulýðs- og íþróttastarf bæjarins.
Í forgrunni er Kvika, útilistaverk eftir Ólöfu Nordal, við Kisuklappir. Verkið er unnið úr heilum grágrýtissteini sem í er sorfin hringlaga fótabaðsvaðlaug. Í fjarska er Gróttuviti og sólarlagið. Mynd: Kristján U. Kristjánsson
Sveitarstjórnarmál | 63
Umhverfisviðurkenningar Seltjarnarness árið 2010. Sundlaug Seltjarnarness er 25 m löng og er í Íþróttamiðstöðinni. Trimmklúbbur TKS hefur aðsetur í sundlauginni, einnig er kennd þar sundleikfimi fyrir eldri borgara. Íþróttafélagið Grótta starfar í bænum en félagið hefur innan sinna raða knattspyrnu-, fimleika- og handknattleiksdeildir. Gervigrasvöllur er við Suðurströnd, en Íþróttafélagið Grótta leikur nú í 1. deild karla í knattspyrnu og úrvalsdeild í handknattleik. Golfklúbbur NK er níu holu golfvöllur við suðurnes en í klúbbnum eru um 600 manns og langur biðlisti. Fyrir aldraða er í þjónustukjarna við Skólabraut 3-5 dagvistun, auk þess sem þar fer fram félagsstarf eldri borgara. Seltjarnarnesbær á hlut í hjúkrunarheimilinu Eir og hafa aldraðir Seltirningar sem þurfa hjúkrunarvistun dvalist þar auk þess sem bærinn hefur aðgang að nokkrum rýmum á Hrafnistu. Tilgangur menningarstefnu bæjarins er að íbúar bæjarins fái notið menningar- og menningarstarfs. Leiðarljós stefnunnar er að efla áhuga, löngun og möguleika bæjarbúa til að njóta menningar. Bókasafn Seltjarnarness lánar út bækur og ýmis gögn, býður aðgang að tölvum og fjölbreyttri dagskrá. Á Seltjarnarnesi eru einnig náttúrugripasafn, stjörnuskoðunarfélag, lækningaminjasafn, lyfjafræðasafn og fræðasetur í Gróttu. Auk þessa starfa í bænum kórar, lúðrasveit, leiklistarfélag, björgunarsveit og ýmis félög og klúbbar. Seltirningar eiga sína eigin hitaveitu, Hitaveitu Seltjarnarness. Seltjarnarnesbær er aðili að byggðasamlögunum Sorpu, Strætó og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins auk þess sem hann á aðild að Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis. Seltjarnarnes er í forsvari fyrir Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu SSH 2010-2012 og er Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri formaður. Innan bæjarmarka Seltjarnarness eru tvö friðlönd, Grótta sem friðlýst var árið 1974 og Bakkatjörn árið 2000. Þar er einkum verið er að vernda fjölskrúðugt fuglalíf. Valhúsahæðin er náttúruvætti og þar er að finna rákað berg eftir ísaldarjökul. Hún var friðlýst 1998. Seltjarnarnesbær á einnig aðild að fólkvanginum Bláfjöllum frá 1985. Við gerð aðalskipulags hefur bærinn sett sér að tekið verði mið af varðveislu náttúrugæða og menningarverðmæta. Íbúum verði auðveldað að njóta náttúru, sögu og menningarminja. Skrifstofur Seltjarnarnesbæjar eru Austurströnd 2, síminn er 595-9100, fax: 595-9101 og netfang postur@seltjarnarnes.is Stöðugildi hjá Seltjarnarnesbæ voru 204 árið 2010 og starfsmenn 267. Seltjarnarnesbær leggur rækt við menntunarmál starfsfólks þannig að hagnýt og fræðileg þekking þess sé ætíð í samræmi við kröfur tímans. Starfsmannastefna bæjarins er í 20 liðum þar sem meðal annars eru sett fram markmið og siðareglur fyrir starfsfólk. Bæjarstjórnin hefur m.a. samþykkt eineltisáætlun, fjölskyldustefnu, jafnréttisstefnu og siðareglur fyrir kjörna bæjarfulltrúa. Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2010 var unnin sameiginlega af öllum bæjarfulltrúunum. Niðurstaða ársreiknings Seltjarnarness fyrir árið 2010 ber vott um sterka fjárhagsstöðu bæjarins. Rekstrartekjur á árinu 2010 námu 2.410 milljónum króna og var hagnaður á samstæðu A- og B-hluta 659 þúsund krónur.
Gróðursetning silfurreynis í Bakkavarargarði á Seltjarnarnesi. Reynirinn var gjöf frá Garðyrkjufélagi Íslands í tilefni af 125 ára afmæli félagsins. Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri, Margrét Pálsdóttir, formaður umhverfisnefndar, Margrét Lind Ólafsdóttir, í bæjarstjórn, Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður Garðyrkjufélag Íslands.
Unglingar á Seltjarnarnesi fá sumarvinnu við snyrtingu bæjarins.
64 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Kópavogsbær www.kopavogur.is
K
ópavogur er annað stærsta bæjarfélag landsins með um 31 þúsund íbúa. Hálsarnir sem eldri hluti Kópavogs stendur á fóru að byggjast á þriðja og fjórða áratug tuttugustu aldarinnar. Ásýndin var mýrarflákar suður af Reykjavík, kartöflugarðar og geymslukofar og stöku hús hingað og þangað; sum hver byggð af vanefnum, hróflað upp úr kassafjölum og tjörupappa. Fólk hafði fengið úthlutað ræktunarblettum og erfðafestulöndum sem það mátti ekki búa á allt árið. En það breyttist á stríðsárunum þegar lítið var um húsnæði í Reykjavík. Fólk flutti úr sveitum landsins í höfuðstaðinn og það vantaði húsnæði. Íbúarnir voru kallaðir „Hálsbúar“. Svæðið var hluti af Seltjarnarneshreppi. Þegar Kópavogshreppur var formlega stofnaður í janúar 1948 voru íbúar í kringum 900 en þeim fjölgaði óðum. Það er svo í maí 1955 að Kópavogur hlýtur kaupstaðarréttindi á tímum þar sem fólksflutningar voru gríðarmiklir úr sveitum landsins á mölina. Þá gat einmitt verið hagvæmt að byggja í Kópavogi. Reykjavík skammt undan og ör uppbygging í gangi á mörgum sviðum. Ungmennafélagið Breiðablik og skátafélagið Kópar höfðu verið stofnuð og íþrótta- og æskulýðsstarf fór að taka á sig einhverja mynd og móta fer fyrir samfélagi og mannlífi. Mikill fjöldi barna verður til þess að fljótlega rísa skólabyggingar, fyrst í austurbænum og aðeins síðar í vesturbænum, beggja vegna Hafnarfjarðarvegarins sem skildi bæjarhlutana af. Þótt einhverjir kunni að álíta að Kópavogur sé einhvers konar úthverfi í Reykjavík þá er viss bæjarbragur á hlutunum í Kópavogi og bæjarfélagið hefur lengi verið rómað fyrir að standa vel að félagslegum umbótum og styðja vel við bakið á íbúunum. Góð þjónusta við íbúana hefur löngum verið aðalsmerki Kópavogs. Grunnskólastarf er gríðarlega öflugt og leikskólar í öllum bæjarhlutum. Menntaskóli hefur verið starfræktur í Kópavogi síðan 1973 og fjöldi nemenda hefur verið í réttu hlutfalli við íbúaþróun undangenginna ára. Á tíunda áratugnum varð eins og sprenging í þenslu bæjarins. Ný hverfi voru byggð upp í Kópavogsdalnum þar sem áður voru sandgryfjur og íbúum snarfjölgaði. Nýjar skólabyggingar og íþróttamanvirki risu með ógnarhraða og fór byggðin að teygja sig upp á Rjúpnahæð í austri og þaðan norður undir Elliðaár. Í dag nær byggðin vestan frá Kársnesi austur undir jaðar Heiðmerkur. Það liggur í hlutarins eðli að þegar slík fjölgun íbúanna á sér stað þá þarf að sama skapi að auka þjónustu við þá.
Sveitarstjórnarmál | 65 Kópavogur státar af aðstöðu til íþrótta iðkunar sem stendur jafnfætis því sem best gerist í löndunum í kringum okkur. Þar eru tvær knattspyrnuhallir, Fífan og Kórinn auk hefðbundinna íþróttahúsa í Smáranum, Kórnum, Digranesi, Versölum við Salaskóla, Fagralundi í Fossvogsdal og smærri við eldri skólana, Kópavogsskóla og Kársnesskóla. Fyrir fáum árum var íþróttavöllur Kópavogs færður í gott lag og þar byggð stór stúka sem tekin var í notkun á Landsmóti UMFÍ sem haldið var í bænum árið 2007. Þrjú stór íþróttafélög eru Sumardagurinn fyrsti. starfrækt í bænum Breiðblik, HK og Fimleikafélagið Gerpla og hafa þau öll góða aðstöðu en stöðug ásókn er til íþróttaiðkunar. Hestamannfélagið Gustur er einnig starfrækt í Kópavogi en verið er að vinna í því að bæta aðstöðuna og færa hesthúsahverfið til Kjóavalla. Þá er golfklúbburinn GKG rekinn á landamerkjum Kópavogs og Garðabæjar í Leirdal og í landi Vífilsstaða. Kópavogur leggur mikla rækt við menningu í bænum og er afar stoltur af ,,menningartorfunni” á vesturbakka gjárinnar. Þar hafa á undanförnum árum verið reistar menningarstofnanir með myndarbrag. Þar er Salurinn, sérhannað tónslistarhús, Bókasafn Kópavogs, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Tónlistarskóli Kópavogs, Gerðarsafn og gegnt því er Molinn, menningarhús ungs fólks. Í sama húsi er einnig Tónlistarsafn Íslands sem bærinn rekur. Salurinn er vel nýttur og viðburðir þar vel sóttir. Salurinn býður upp á fasta tónlistardagskrá á hverju ári undir heitinu Tíbrá þar sem ólíkir tónlistarmenn í klassíska geiranum koma fram. Alls kyns dægurmúsík, djass og blús er einnig í boði allan ársins hring. Salurinn tekur 292 í sæti. Tónlistarskólinn hefur aðstöðu í sama húsnæði og er gott samstarf þar á milli. Rannsóknir eru stór hluti af starfi Náttúrufræðistofu Kópavogs, einkum á sviði vatnavistfræði, og í Tónlistarsafni Íslands er af mikilli hugsjón og metnaði haldið utan um hvers kyns upplýsingar, gögn og muni sem tengjast tónlist á Íslandi frá upphafi. Gerðarsafn, kennt við Gerði Helgadóttur myndlistarkonu er gríðar vinsælt og Bókasafn Kópavogs sömueiðis. Molinn iðar af lífi allt árið og þangað sækir fólk á aldrinum 16 til 20 ára. Vert er að geta þess góða starfs sem Skólahljómsveit Kópavogs gegnir í tónlistaruppeldi barna og unglinga í Kópavogi. Leikfélag Kópavogs er gamalgróið og hefur að undanförnu notið aðstöðu í gamla verslunarhúsnæðinu við Funalind. Þar er unnið öflugt menningarstarf meðal áhugafólks um sjónlistir og unglinga og er starfsemin styrkt af Kópavogsbæ. Það hefur engum dulist hve mikið hefur verið í byggt í Kópavogi síðustu tvo áratugina. Risaverslunarmiðstöðin Smáralind er kannski það mannvirki sem dregur til sín flest fólk og Kópavogur státar einnig af hæstu byggingu landsins, Turninum, sem trónir yfir byggðinni í dalnum. Fjölmargir viðburðir laða einnig til sín gesti á ári hverju svo sem íþróttamót og sýningar á borð við hina íslensku sjávarútvegssýningu. Útivistarsvæði hafa verið skipulögð og göngustígar eru víða. Margir slíkir leynast í gömlu hverfunum en núverið hafa verið lagðir reiðhjólastígar í allar áttir sem tengjast sveitarfélögum í kring. Sundlaug Kópavogs hefur fengið duglega andlitslyftingu að undanförnu og Salalaug við Salarskóla var tekin í notkun fyrir fáum árum. Kópavogur hefur upp á allt að bjóða sem eitt sveitarfélag getur boðið íbúum sínum upp á: Blómlegt atvinnulíf, líflega leikskóla, grunnskóla, menntaskóla, myndistarskóla, tónlistarskóla, heilsugæslu, verslunar- og þjónustumiðstöðvar af ýmsum toga, menningarlíf, íþróttir og tómstundir fyrir alla. Íbúar bæjarins geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Félagsstarf aldraðra er með miklum blóma í Kópavogi og byggðar hafa verið þjónustu íbúðakjarnar í nokkrum hverfum. Þess utan er starfrækt hjúkrunarheimili í Sunnuhlíð og í Boðaþingi. Í landfræðilegum skilningi er Kópavogur nú í miðju höfuðborgarsvæðisins. Stutt er í allar áttir og margt með stórborgarbrag sé tekið mið af þeim umferðarmannvirkjum sem tengja Kópavog við helstu stoðbrautir. Mörg atvinnu- og þjónustufyrirtæki hafa séð sér leik á borði og ýmist flutt atvinnustarfsemi sína til Kópavogs eða víkkað hana út þangað.
66 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Garðabær www.gardabaer.is
Bæjarstjórar Garðabæjar frá 1976: Garðar Sigurgeirsson 1976-1978 Jón Gauti Jónsson 1978-1987 Ingimundur Sigurpálsson 1987-2000 Ásdís Halla Bragadóttir 2000-2005 Gunnar Einarsson frá 2005
G
arðabær er sjötta stærsta sveitarfélag landsins. Það er á miðju höfuðborgarsvæðinu og þar búa árið 201 +2 ríflega 11 þúsund manns. Í Garðabæ er lögð áhersla á góða þjónustu við íbúa á öllum aldri og fagurt og snyrtilegt umhverfi. Garðabær er ríkur af landi, bæði byggingarlandi og landi til útivistar og náttúruskoðunar. Umhverfismál eru í brennidepli í Garðabæ og þar hafa stór landsvæði verið friðuð.
Landsvæði Land Garðabæjar er alls 4.096 ha og nær frá Álftanesi til suðausturs inn á austurhluta Reykjanesskaga, þar sem eru Reykjanesfólkvangur og Heiðmörk. Af þessum rúmlega 4.000 hekturum eru byggingarsvæði alls um 900 ha og eru fullbyggð svæði og svæði í byggingu um 400 ha. Enn er því óbyggður rúmlega helmingur af skilgreindum byggingarsvæðum bæjarins. Tengsl byggðar í Garðabæ við fjölbreytta og sérstaka náttúru eru einstök. Í og við byggðina eru ýmsar náttúruperlur. Má þar nefna Hraunsholtslæk, Vífilsstaðalæk, hraunið frá Búrfelli, sem endar í Gálgahrauni, fjörur, svo og Vífilsstaðavatn og Urriðavatn, sem tengjast útivistarsvæðum í Heiðmörk og á Reykjanesfólkvangi.
Sjálandsskóli.
Sveitarstjórnarmál | 67
Ráðhússturninn.
Umhverfismál Umhverfismál hafa verið í brennidepli hjá bæjarstjórn Garðabæjar undanfarin ár. Í því sambandi hefur verið lögð áhersla á fallegt og snyrtilegt umhverfi í byggða hluta Garðabæjar jafnframt því sem unnið er að því að varðveita þau fjölbreyttu náttúru- og útivistarsvæði sem eru innan bæjarlandsins. Garðabær hefur tekið forystu hvað varðar friðlýsingar innan þéttbýlis og var m.a. fyrst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að friðlýsa hluta Skerjafjarðar. Fyrsta friðlýsingin í landi Garðabæjar var gerð árið 2007 þegar Vífilsstaðavatn og umhverfi þess var friðlýst sem friðland. Markmiðið með friðlýsingunni er að friða og vernda vatnið, lífríki þess og nánasta umhverfi ásamt því að treysta svæðið sem útivistarsvæði. Vegna legu sinnar innan þéttbýlis hefur vatnið og umhverfi þess mikið útivistar-, fræðslu- og verndargildi en í vatninu er meðal annars bleikja, urriði, áll og hornsíli og í kringum það verpir töluvert af and- og mófuglum. Á árinu 2009 var staðfest friðlýsing Gálgahrauns og Skerjafjarðar, innan lögsögu Garðabæjar. Friðlýsingin var einn áfangi að stærra markmiði sem er að friða Búrfellshraun allt frá gíg til sjávar. Einnig er stefnt að friðlýsingu eldstöðvarinnar Búrfells, hrauntraðarinnar Búrfellsgjár og Selgjár. Á meðal þess sem gert hefur verið innan byggða hluta Garðabæjar er að blása til árlegs hreinsunarátaks á vorin en þá eru hópar hvattir til að taka sig saman um að hreinsa svæði í nærumhverfi sínu. Margir hafa tekið þessu kalli, m.a. nágrannar, bekkjardeildir, íþróttafélög og skólar. Hver hópur getur sótt um styrk til Garðabæjar vegna síns framtaks og hafa margir nýtt hann til að verðlauna hópinn með grillveislu. Einnig eru árlega veittar viðurkenningar í lok hreinsunarátaksins til eins eða fleiri hópa sem þykja hafa lagt mikið af mörkum til fegrunar bæjarins. Undanfarin sumur hefur verið farið í sérstakt atvinnuátak á meðal ungs fólks til að koma til móts við erfitt atvinnuástand. Öll ungmenni sem hafa sótt um vinnu hjá Garðabæ hafa fengið starf og hefur tækifærið verið nýtt til að vinna markvisst að hreinsun og fegrun bæjarins.
Skóla-, íþrótta- og tómstundamál Auk umhverfismála hafa skóla- og íþróttamál notið forgangs í Garðabæ. Í bænum starfa nú sex grunnskólar, þar af eru tveir einkareknir. Bæjarstjórn Garðabæjar hefur lagt áherslu á fjölbreytni í skólastarfi, bæði hvað varðar hugmyndafræði og rekstrarform og að foreldrar velji sjálfir þann skóla sem þeir telja að henti sínu barni best. Gerður hefur verið samningur við einkareknu skólana tvo, Alþjóðaskólann á Íslandi og Barnaskóla Hjallastefnunnar um að börn sem eiga lögheimili í Garðabæ borgi engin skólagjöld, svo þeir séu raunhæfur valkostur fyrir alla, til jafns við skóla bæjarins. Grunnskólar Garða-
68 | Ísland – Atvinnuhættir og menning bæjar eru Flataskóli, Hofsstaðaskóli, Sjálandsskóli og Garðaskóli. Í tveimur fyrstnefndu skólunum eru nemendur í 1.-7. bekk. Sjálandsskóli er heildstæður grunnskóli með nemendur í 1.-10. bekk og í Garðaskóla eru nemendur í 8.10. bekk. Foreldrar þurfa að velja skóla áður en barn þeirra hefur skólagöngu í 1. bekk. Barnaskólinn, Alþjóðaskólinn og Flata-, Hofsstaðaog Sjálandsskóli hafa boðið foreldrum verðandi fyrstu bekkinga á kynningar að vori til að auðvelda þeim valið. Foreldrar og börnin sjálf þurfa svo aftur að velja skóla áður en börnin fara í 8. bekk en þá stendur valið á milli Garðaskóla og Sjálandsskóla. Skólarnir hafa boðið foreldrum og nemendum í 7. bekk á kynningarfund á vori þar sem áherslur í starfi skólanna eru kynntar. Leikskólar í Garðabæ eru nú átta talsins. Í janúar 2012 tók nýr leikskóli til starfa, leikskólinn Akrar sem er við Línakur. Að auki tekur Barnaskóli Hjallastefnunnar á móti fimm ára börnum síðasta veturinn í leikskóla. Þrír leikskólanna eru einkareknir, þ.e. leikskólarnir Ásar, Litlu-Ásar og Sjáland. Mikill metnaður er lagður í allt skólastarf í Garðabæ, bæði í leikskólum og grunnskólum. Öll börn sem eru orðin 18 mánaða 1. september ár hvert eiga kost á leikskóladvöl. Í Flata-, Hofsstaða- og Sjálandsskóla eru starfrækt tómstundaheimili þar sem nemendur í 1.-4. bekk geta dvalið eftir skóla og komast þar allir að sem þess óska. Heildstæð skólastefna sem nær til leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla var fyrst samþykkt í Garðabæ árið 2002. Núgildandi skólastefna nær til áranna 2010-2013. Leiðarljós hennar eru: Metnaður – virðing – sköpun – gleði. Í Garðabæ hefur verið framhaldsskóli, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, frá árinu 1984. Í íþrótta- og tómstundamálum hefur, líkt og í skólamálum, verið lögð áhersla á fjölbreytni og gæði. Garðabær hefur reynt að tryggja hvorutveggja með því að gera þjónustusamninga við félög sem bjóða upp á starf fyrir börn og ungmenni. Rekstur félaganna er þannig auðveldaður og þau skuldbinda sig um leið til að halda uppi ákveðnum gæðum í starfinu. Þjónustusamningur hefur m.a. verið gerður við Stjörnuna, Skátafélagið Vífil, Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar og Klifið, fræðslusetur. Öll börn á aldrinum 5-18 ára fá árlega hvatapening til að greiða niður kostnað við þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. Hvatapeningurinn er 25 þúsund krónur á barn árið 2012. Góð þátttaka er í íþrótta- og tómstundastarfi í Garðabæ á meðal barna og ungmenna. Auk íþrótta- og tómstundafélaga starfa mörg önnur félög í klúbbar í Garðabæ sem flestir hafa það að markmiði að láta gott af sér leiða. Kannanir hafa sýnt að Garðbæingar taka í meira mæli þátt í starfi slíkra félaga en íbúar margra annarra sveitarfélaga og að félagsauður er mikill í sveitarfélaginu.
Menningarlíf Hönnunarsafn Íslands á Garðatorgi er rekið af Garðabæ. Í stefnumótun Hönnunarsafnsins segir að markmið þess séu m.a. að safna hönnunargripum og vera leiðandi stofnun á því sviði, að miðla íslenskri og erlendri hönnunarsögu og að stuðla að faglegri umræðu um hönnun. Í samræmi við þessa stefnu hefur safnið staðið fyrir mörgum sýningum á íslenskri og erlendri hönnun sem hafa vakið athygli auk þess að bjóða upp á leiðsagnir um safnið, fyrirlestra og annan fróðleik um hönnun. Í samstarfi við fyrirtækið IKEA sem er staðsett í Garðabæ, starfar kynningarráðgjafi hönnunar hjá Garðabæ en
Hönnunarsafn Íslands.
Sveitarstjórnarmál | 69
Náttúrufræðistofnun. hann hefur m.a. það hlutverk að stuðla að aukinni þekkingu á hönnun og skipuleggja fræðslu um hönnun fyrir kennara og nemendur á öllum skólastigum. Árið 1994 fundust merkar fornleifar við Hofsstaði á lóð Tónlistarskóla Garðabæjar. Við fornleifarannsóknir fundust þar minjar af næst stærsta landnámsskála sem fundist hefur á Íslandi. Skálinn er frá lokum 9. aldar og ber vott um þann stórhug sem fyrstu íbúar landsins báru í brjósti sér. Niðurstöður rannsóknanna varpa mikilvægu ljósi á líf og starf fólks við upphaf byggðar á Íslandi. Fornminjarnar hafa verið varðveittar og umhverfi þeirra gert aðlaðandi og aðgengilegt almenningi í minjagarði sem umlykur minjarnar. Garðurinn er í hjarta bæjarins á lóð Tónlistarskólans við Kirkjulund. Hann er hannaður af Ragnhildi Skarphéðinsdóttur, landslagsarkitekt hjá arkitektastofunni Hornsteinum í samráði við Ragnheiði Traustadóttur fornleifafræðing. Jafnframt var útbúið margmiðlunarefni um sögu staðarins og líf íbúa hans á landnámsöld sem hægt er að skoða á snertiskjám við minjarnar. Hægt er að ganga um garðinn og skoða minjarnar og margmiðlunarefnið hvenær sem er. Eitt af þeim húsum sem hafa varðveist frá byrjun síðustu aldar er býlið Krókur sem er dæmigert um búsetuhætti á þeim tíma. Afkomendurnir í Króki veittu Garðabæ þá höfðinglegu gjöf að gefa þeim býlið og nánast alla innanstokksmuni þess. Húsið hefur verið endurbætt og í því endurgert dæmigert heimili alþýðufólks frá því snemma á síðustu öld. Krókur er leigður út sem vinnustofa fyrir listamenn en hann er einnig opinn almenningi á sunnudögum á sumrin. Menningar- og safnanefnd Garðabæjar vinnur að eflingu menningarlífs í Garðabæ. Nefndin hefur staðið fyrir ýmsum menningarviðburðum sem hafa sumir fest sig í sessi. Má þar nefna jazzhátíð Garðabæjar sem hefur verið haldin árlega frá árinu 2006 með upphaf á Sumardaginn fyrsta. Listrænn stjórnarni hátíðarinnar frá upphafi er Sigurður Flosason, tónlistarmaður og fyrrum bæjarlistamaður Garðabæjar. Á jazzhátíðunum hefur verið boðið upp á fjölbreytta dagskrá með mörgum af bestu jazztónlistarmönnum landsins. Annar viðburður er tónlistarveisla í skammdeginu sem haldin er í nóvembermánuði í göngugötunni á Garðatorgi. Ýmsir landsþekktir tónlistarmenn og hljómsveitir hafa troðið þar upp á undanförnum árum. Lagt er upp úr því að skapa kaffihúsastemmningu á torginu með því að raða upp stólum og borðum og selja veitingar. Undanfarin ár hafa listamenn í samtökunum Grósku tekið þátt í þessum viðburði með því að setja upp listsýningu á torginu þetta kvöld.
70 | Ísland – Atvinnuhættir og menning Listadagar barna og ungmenna hafa verið haldnir í Garðabæ frá árinu 2003. Listadagarnir hafa verið haldnir á u.þ.b. tveggja ára fresti og voru haldnir í fimmta sinn vorið 2012. Á listadögum er áherslan á listsköpun ungs fólks. Allir skólar í Garðabæ, leikskólar, grunnskólar, Tónlistarskóli Garðabæjar og Fjölbrautaskólann í Garðabæ, taka þátt í listadögum. Markmiðið er að draga fram og bjóða til sýningar og flutnings fjölbreytileg verk eftir mismunandi aldurshópa. Alls kyns listgreinar eru sýnilegar á listadögum, þar á meðal tónlist, dans, myndlist, hönnun, leiklist, bókmenntir og ljósmyndun. Jónsmessuhátíð á Sjálandi í Garðabæ hefur verið haldin undanfarin sumur af Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ og á Álftanesi. Hátíðin hefur verið vel sótt og þar hafa ýmsir myndlistamenn sýnt verk sín, tónlistarmenn troðið upp og margt fleira til skemmtunar gert.
Atvinnulíf Umtalsvert atvinnulíf er í Garðabæ og er þar fjöldi fyrirtækja, allt frá fyrirtækjum einyrkja upp í stórfyrirtæki. Í nærfellt aldarfjórðung var einn umsvifamesti iðnrekstur á Íslandi á hluta þess svæðis þar sem Sjálandshverfið er nú. Þegar mest var um að vera voru þar starfrækt fjögur fyrirtæki með samtals á þriðja hundrað starfsmenn. Kjarni þessarar starfsemi var Skipasmíðastöðin Stálvík sem var fyrsta stöðin á Íslandi sem lagði fyrir sig smíði stálskipa. Í dag eru helstu atvinnusvæðin í Garðabæ í Molduhrauni þar sem fjölmörg stór fyrirtæki hafa aðsetur svo sem Marel, 66°norður, ISS Ísland, Cintamani og Þykkvabæjar og í Kauptúni þar sem m.a. IKEA og Toyota hafa aðsetur. Einnig eru mörg fyrirtæki, einkum á sviði iðnaðar í Lyngási og Skeiðarási og mörg þjónustufyrirtæki í Smiðsbúð og Iðnbúð. Í nýju hverfi sem hefur verið skipulagt í Urriðaholti er gert ráð fyrir „viðskiptastræti“ fyrir atvinnustarfsemi. Á árinu 2001 var efnt til kynningar og sýningar á fyrirtækjum í Garðabæ og var sá viðburður liður í hátíðarhöldum í tilefni 25 ára afmælis bæjarins. Á þessum tíma var talið að 300 fyrirtæki væru starfandi í Garðabæ og að atvinnutækifæri sem þau biðu upp á væru a.m.k. jafnmörg útivinnandi íbúum bæjarins. Síðan þá hafa mörg fyrirtæki hætt starfsemi eða flutt úr bænum en fjöldi nýrra fyrirtækja komið í þeirra stað og sum þeirra mjög stórir atvinnuveitendur.
Fjármál Traustur fjárhagur er eitt helsta áhersluatriði bæjarstjórnar Garðabæjar. Þegar efnahagur landsins hrundi haustið 2008 bjó Garðabær að því að vera hóflega skuldsettur og með góða eiginfjárstöðu. Engu að síður var strax haustið 2008 gripið til ýmissa hagræðingaraðgerða til að mæta fyrirséðum samdrætti í tekjum. M.a. vegna þess hversu vel tókst til þá hefur Garðabær haldið sínum trausta fjárhag í gegnum þrengingarnar og hefur nú þegar getað dregið ýmsar af hagræðingaraðgerðunum til baka auk þess að innheimta lægra útsvar af íbúum sínum en önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Garðabær fékk hæstu einkunn í samanburði Vísbendingar á fjárhagslegum styrk 38 stærstu sveitarfélaga landsins árið 2009 og hefur alltaf verið í hópi þeirra efstu.
Starfsmannahald Á árinu 2010 voru 1.609 launþegum greidd laun hjá Garðabæ og eru sumarstarfsmenn þá taldir með. Garðabær hefur sett aukafjárveitingu í sumarstarf fyrir ungmenni frá árinu 2009, í þeim tilgangi að bregðast við erfiðu atvinnuástandi. Markmiðið hefur verið að tryggja að allir fái vinnu yfir sumartímann. Heildarlaunagreiðslur árið 2010 námu 2.406 mkr. Ársverk voru 428. Konur eru í meirihluta starfsmanna bæjarins, þær unnu á árinu 309 ársverk en karlar 119. Í árslok 2010 störfuðu 493 starfsmenn hjá Garðabæ í 428 stöðugildum.
Saga Garðabæjar Garðabær hlaut kaupstaðarréttindi árið 1976 en saga byggðar í landi bæjarins er miklu lengri. Í Landnámu er getið tveggja jarða sem voru byggðar innan núverandi bæjarmarka Garðabæjar, Skúlastaða og Vífilsstaða. Minjar hafa einnig fundist um búsetu að Hofsstöðum í miðbæ Garðabæjar, á landnámsöld, eins og greint er frá hér að framan. Byggðakjarni fór að myndast við Silfurtún um 1950 og fjölgaði íbúum Garðahrepps
Sveitarstjórnarmál | 71
Stigi reistur. mjög á árunum þar á eftir. Árið 1960 var Garðakauptún löggilt sem verslunarstaður. Íbúar kauptúnsins voru þá 730 en alls bjuggu 1.013 manns í Garðahreppi sem var þá fjölmennasti hreppur á landinu. Upp úr 1960 tóku að rísa ný hverfi, fyrst á Flötum og í Arnarnesi. Byrjað var að byggja í Lundum um 1965, og Byggðum og Búðum eftir 1975. Þaðan dreifðist byggðin yfir á, Ása, Móa, Mýrar, Holt, Hæðir og Lundi svo eitthvað sé nefnt. Nýjustu hverfi bæjarins eru Sjáland, Akrahverfið og Prýðin í Garðahrauni. Frá því að þéttbýlisþróun hófst hefur íbúum í Garðabæ fjölgað stöðugt. Íbúatalan þrefaldaðist á árunum 1960-1970 og var í lok þess áratugar orðinn tæplega 3.000. Íbúar í Garðabæ voru tæplega 7.000 árið 1989 og var Garðabær þá sjötta fjölmennasta sveitarfélag landsins. Árið 2012 eru íbúar bæjarins ríflega 11 þúsund. Í Garðabæ hefur alla tíð verið lögð áhersla á vandað skipulag. Byggðin er að mestu lágreist og í eldri hverfunum voru lóðir stærri en tíðkaðist sem gaf færi á stórum görðum í kringum húsin. Í seinni tíð hafa lóðirnar minnkað og fleiri fjölbýlishús verið byggð en áfram er áherslan á að vanda skipulagsvinnu og á aðlaðandi yfirbragð hverfa. Gott dæmi um nýlegt fjölbýlishúsahverfi er Sjáland við Arnarnesvog sem var hannað af arkitektinum Björn Ólafs. Einnig má nefna skipulag Urriðaholts þar sem megináherslan er á sjálfbærar lausnir og tengsl við náttúruna en það skipulag hefur fengið hefur fjölda viðurkenninga. Einn fyrsti vísir að reglulegu skólahaldi fyrir börn og unglinga hér á landi var Hausastaðaskóli í Garðahverfi 1791-1812. Þáttaskil urðu í fræðslu- og skólamálum Garðahrepps árið 1958 er Barnaskóli Garðahrepps, sem nú er Flataskóli, tók til stafa. Fyrsta árið voru nemendur 137. Árið 1966 tók unglingaskóli til starfa í Garðahreppi, nú Garðaskóli, en næstu þrjú árin þar á undan hafði verið starfrækt unglingadeild við Flataskóla. Skólinn var fyrst til húsa í leiguhúsnæði við Lyngás en sumarið 1974 hófst bygging núverandi húsnæðis Garðaskóla við Vífilsstaðaveg. Hofsstaðaskóli var stofnaður 1980 og var fyrst til húsa í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli en kennsla hófst þar 1977. Haustið 1994 var nýtt húsnæði fyrir Hofsstaðaskóla tekið í notkun við skólabraut í Hofsstaðamýri. Sjálandsskóli tók til starfa haustið 2005. Hann er við Löngulínu á Sjálandi. Haustið 1984 tók Fjölbrautaskóli Garðabæjar til starfa við Lyngás. Árið 1997 flutti Fjölbrautaskóli Garðabæjar í nýtt og glæsilegt húsnæði við Skólabraut. Tónlistaskóli hefur verið starfræktur í Garðabæ síðan 1964. Skólinn flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði árið 2000. Frá því að stjórnmálaflokkar buðu fyrst fram lista til sveitarstjórnar í Garðahreppi árið 1966 hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf fengið meirihluta, fyrst í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn. Árið 1958 var fyrst ráðinn sveitarstjóri fyrir Garðahrepp. Það var Þórður Reykdal sem gegndi starfinu í tvö ár. Þegar hann lét af störfum var Ólafur G. Einarsson ráðinn og starfaði hann sem sveitarstjóri til ársins 1974. Garðar Sigurgeirsson tók þá við starfinu og sinnti því til ársins 1978 og þá sem bæjarstjóri síðustu tvö árin.
Beinvernddarganga.
Táknatré.
72 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Hafnarfjörður
H
www.hafnarfjordur.is
afnarfjörður er eitt fjölmennasta sveitarfélag landsins með um 26.560 íbúa – að álfum og huldufólki frátöldu. Að margra dómi leynist ýmislegt í Hafnarfjarðarhrauni sem ekki er þó öllum gefið að sjá. Alla tíð hafa menn trúað því að huldufólk og dvergar ættu sér þar bólstaði í klettum og skútum. Þessar huliðsvættir hafa löngum lifað í sátt og samlyndi við mennska íbúa staðarins. Í miðju hrauni standa mannlíf og menning í blóma. Hafnarfjörður er einstakur bær með sérstæða sögu. Þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1908 bjuggu þar um 1.400 manns. Nú, ríflega hundrað árum síðar, hefur íbúafjöldinn margfaldast en bærinn hefur haldið þorpsbragnum, stemmningunni og sálinni, enda státar Hafnarfjörður af stærstu samfelldu byggð bárujárnsklæddra timburhúsa á Íslandi. En Hafnarfjörður er ekki bara gamall bær, því á síðustu árum hafa sífellt fleiri uppgötvað kosti þess að vera Hafnfirðingur. Bærinn hefur vaxið hratt og nýju hverfin hafa laðað að sér fjölbreytt og skemmtilegt mannlíf. Hafnarfjörður er framsækið sveitarfélag sem byggir á fjölskylduvænu umhverfi og öflugu atvinnulífi. Hafnarfjarðarbær kappkostar að veita bæjarbúum og öðrum þeim sem þurfa á þjónustu frá bæjarfélaginu að halda fyrirmyndarþjónustu. Áhersla er lögð á rafræna þjónustu þar sem allir eiga þess kost að reka erindi og mál á vefnum www. hafnarfjordur.is með öruggum hætti, hvar og hvenær sem er. Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar er á Strandgötu 6. Þjónustuverið er í framlínu fyrir allar deildir og stofnanir bæjarins og er ætlað að einfalda og bæta aðgengi að upplýsingum og þjónustu sem bærinn veitir.
Landsvæði og landslag Hafnarfjörður er fallegur bær frá náttúrunnar hendi. Bærinn er byggður í skeifu fyrir botni fjarðarins en í gegnum hann rennur Hamarskotslækur til sjávar. Stærð lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar er um 147 km², þar af er Krýsuvíkurland um 60 km².
Framsækið sveitarfélag sem byggir á fjölskylduvænu umhverfi, fyrirmyndarþjónustu og öflugu atvinnulífi.
Ljósmynd: Lárus Karl Ingason
Sveitarstjórnarmál | 73
Landslag bæjarins mótast af því að svæðið er við jaðar hins virka gosbeltis sem liggur um Reykjanesskaga og teygir sig norður í Langjökul. Úfin kargahraun sem hafa runnið til sjávar eru einkennandi og mynda grunn undir stórum hluta bæjarins og eru hans helsta einkenni. Upp úr hraunflákunum standa stakstæð fell sem eru áberandi kennileiti og má þar nefna Helgafell, Valahnjúka og Ásfjall, sem stendur næst byggðinni. Landslag er í heild fjölbreytilegt og í því finnast sérstæð náttúrufyrirbrigði. Útivistarsvæði eru fjölbreytt að gerð þannig að allir geta fundið vettvang til útivistar við sitt hæfi. Óspillt náttúra Hafnarfjarðar hefur ótvírætt gildi fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Hana ber að vernda til að íbúar fái notið hennar og nýtt til útivistar og fræðslu. Hafnarfjörður á aðild að Reykjanesfólkvangi sem var stofnaður árið 1975. Mikið er um jarðhitasvæði og margskonar náttúruminjar innan fólkvangsins. Eldfjöll eru mörg, einkum lágar hraundyngjur og gossprungur. Móbergsfjöll og stapar í óteljandi myndum eru einkennandi fyrir landslag á svæðinu.
Umhverfismál Stefna bæjarstjórnar Hafnarfjarðar er að stuðla að náttúruvernd og sjálfbærri þróun. Vernda ber það sem er sérstakt eða hefur sérstakt verndargildi í bæjarlandi Hafnarfjarðar, svo sem sérstaka náttúru, landslagsheildir, víðerni, náttúrulegar fjörur og merk fyrirbæri og gera þau aðgengileg bæjarbúum. Í Hafnarfirði eru fimm svæði friðlýst samkvæmt náttúruverndarlögum. Þau eru: Hamarinn, Ástjörn, Ásfjall, Hleinar og Reykjanesfólkvangur Að auki hafa bæjaryfirvöld hverfisverndað svæði, jarðfræðifyrirbæri og minjar í landi bæjarins. Markmið með friðuninni er að vernda náttúru og minjar, auðvelda aðgengi að svæðunum, hvetja til útivistar og tengja bæjarbúa við menningararfleið sína.
Ljósmynd: Lárus Karl Ingason
Skóla-, íþrótta- og tómstundamál Fjöldi góðra og öflugra leik- og grunnskóla er í bænum, ásamt tónlistarskóla, Iðnskóla og hinni gamalgrónu menntastofnun Flensborg. Hafnarfjörður er íþróttabær og íþróttaiðkun barna mikil, enda niðurgreiðir bærinn þátttökugjöld. Stutt er í ósnortna náttúru og tækifæri til útivistar í fögru umhverfi eru óþrjótandi. Í Hafnarfirði eru fjölmörg námstilboð, skólastarfsemi og þátttaka í frístundastarfsemi í boði fyrir íbúa bæjarfélagsins. Átta grunnskólar eru starfræktir í bænum, sjö af bæjarfélaginu og einn, Barnaskóli Hjallastefnunnar, er sjálfstætt rekinn grunnskóli. Í Hafnarfirði eru 17 leikskólar og þar af eru þrír einkareknir skólar með þjónustusamning við Hafnarfjarðarbæ. Hver leikskóli hefur sína sérstöðu með áherslu á ákveðna stefnu eða þætti í starfinu. Öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf hefur lengi verið til staðar í Hafnarfirði, bæði á vegum Hafnarfjarðarbæjar og ekki síður hinna ýmsu félaga sem starfa í bænum að margvíslegum málefnum. Um helmingur bæjarbúa er skráður í íþrótta- og eða tómstundafélög og taka þátt í starfi þeirra með einum eða öðrum hætti.
Menningarlíf Menningar- og mannlíf í Hafnarfirði er blómlegt og á sér merka sögu. Menningarstofnanir Hafnarfjarðarbæjar eru: Bókasafn Hafnarfjarðar, Byggðasafn Hafnarfjarðar, Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Gallerí og vinnustofur listamanna eru víða og öflugur Tónlistarskóli. Þá eru í Hafnarfirði fjöldi kóra og annarra menningarfélaga s.s. Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Leikfélag Hafnarfjarðar, Gaflaraleikhúsið, Sveinssafn auk þess fjölbreytta menningarstarfs sem unnið er í skólum bæjarins og víðar. Menningarstofnanir bæjarins hafa það að leiðarljósi að höfða til sem flestra. Viðburðir miða að því að efla mannlíf og menningu í bænum, skapa tækifæri fyrir listamenn og koma hafnfirskri menningu á framfæri. Menningarstarf er ávallt skipulagt með samstarf og virkni þátttakenda í huga og bæjarbúum tryggt aðgengi að þekkingu, upplýsingum, sögu og nýsköpun.
Ljósmynd: Lárus Karl Ingason
74 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Árlegir viðburðir: Safnanótt Safnanótt er haldin í febrúar og þá eru öll söfn á höfuðborgarsvæðinu opin til miðnættis. Sumardagurinn fyrsti í Hafnarfirði Það er skemmtilegur siður að fagna komu sumars á Íslandi. Skátafélagið Hraunbúar sér um hátíðahöld þennan dag ásamt starfsfólki bæjarins. Bjartir dagar Lista- og menningarhátíðin Bjartir dagar er haldin í byrjun júnímánaðar ár hvert. Bjartir dagar hafa það að markmiði að skemmta bæjarbúum og gestum og endurspegla grósku og fjölbreytileika í menningarlífi Hafnarfjarðar, auk þess að koma hafnfirskri list á framfæri. Hátíðin stendur í fjóra daga og allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Árið 2013 verða Bjartir dagar haldnir 30. maí-2. júní. Sjómannadagurinn Sjómannadagurinn er jafnan stór dagur í Hafnarfirði og er hann haldinn fyrsta sunnudag í júní ár hvert. Víkingahátíðin Víkingahátíðin í Hafnarfirði er ein elsta hátíð landsins og hefur verið haldin ár hvert frá 1995. Hátíðin nýtur ávallt mikilla vinsælda og eflist með ári hverju. Á hátíðinni eru sýndir víkingabardagar og handverk víkinga, auk þess sem settur er upp miðaldamarkaður. Víkingahátíðin er haldin um miðjan júní og stendur í rúma viku. 17. júní Þjóðhátíðardagurinn er að sjálfsögðu haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði. Þá er fjölbreytt dagskrá víða um bæinn. Syngjandi jól Syngjandi jól hafa verið haldin í Hafnarborg frá árinu 1996 en þá koma yfir tuttugu kórar og syngja samfellt í 6-7 klukkustundir. Jólaþorpið í Hafnarfirði Jólaþorpið hefur risið á Thorsplani, á aðventunni, á hverju ári frá 2003 og er nú orðið ómissandi þáttur í jólahátíð Hafnfirðinga og annarra landsmanna. Þorpið samanstendur af fagurlega skreyttum jólahúsum þar sem boðið er upp á handverk, hönnun, heimabakaðar kökur, heimagerð jólakort, konfekt, sultur og annað góðgæti, handmáluð kerti, jólakúlur, myndlist, skartgripi og að sjálfsögðu kakó og vöfflur. Fjölbreytt skemmtidagskrá er á Jólasviðinu alla opnunardaga. Jólaþorpið er opið um helgar á aðventu frá 13-18.
Jólaþorpið 2007.
Ljósmynd: Lárus Karl Ingason
Atvinnulíf Í Hafnarfirði er fjölbreytt atvinnulíf með verðmætum nýsköpunarstörfum og hátækni, auk hefðbundinna atvinnugreina og höfn bæjarins hefur verið landsins helsta höfn í árhundruð. Iðnaður, verslun og þjónusta eru veigamestu atvinnugreinarnar í Hafnarfirði. Fiskveiðar og fiskvinnsla eru einnig hlutfallslega stærri þáttur í atvinnulífi bæjarins en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu þótt hlutfall greinanna sé langt undir meðaltali landsins alls. Störf í iðnaði eru hlutfallslega fleiri en á landsvísu og höfuðborgarsvæðinu og munar þar mestu um álverið í Straumsvík. Samkvæmt könnunum búa um 60% þeirra sem starfa í Hafnarfirði einnig í bænum. Það endurspeglar sterka stöðu Hafnarfjarðar á vinnumarkaði höfuðborgarsvæðisins og sterka stöðu bæjarfélagsins hvað varðar fjölbreytt framboð atvinnutækifæra.
Sveitarstjórnarmál | 75
Ljósmynd: Lárus Karl Ingason
Hafnarfjarðarhöfn Hafnarfjörður hefur frá upphafi byggðar Íslands verið talin ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi. Hafnarfjarðarhöfn er í dag ein helsta þjónustuhöfn landsins. Þar eru öll þjónustufyrirtæki sem skip, útgerðir og fyrirtæki í hafnsækinni starfsemi þurfa á að halda. Störf í hafnfirskum fyrirtækjum, sem eru beint tengd höfn, eru um eða yfir 1.600 og um Hafnarfjarðarhöfn fara um 900.000 tonn af vörum á ári. Helsta starfsemi við höfnina er losun og lestun lausavöru, löndun og lestun sjávarafurða, losun og lestun olíu og asfalts ásamt losun og lestun hráefna og afurða til og frá Álverinu og Gasfélaginu í Straumsvík. Hafnarfjarðarhöfn er sérhæfð í allri þjónustu við fiskiskip af öllum stærðum og gerðum. Núverandi hafnarsvæði er um 50 hektarar í Hafnarfirði og 4 til 5 hektarar í Straumsvík.
Fjármál Markmið Hafnarfjarðarbæjar hefur ávallt verið að standa við félagslegar og fjárhagslegar skuldbindingar. Tekjur Hafnarfjarðarbæjar, líkt og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hafa dregist umtalsvert saman frá efnahagshruninu haustið 2008, samhliða stórauknum útgjöldum til félagsmála og auknum álögum ríkisvaldsins. Hafnarfjarðarbær hefur gripið til margvíslegra aðgerða til að mæta þessu og miðast þær allar við hagræðingu og endurskipulag í rekstri um leið og að standa vörð um velferðar‐ og grunnþjónustu.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar 2010 – 2014 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skipa 11 fulltrúar. Í kosningunum 2010 fengu Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn 5 fulltrúa hvor og Vinstri hreyfingin grænt framboð 1 fulltrúa. Samfylking og Vinstri grænir mynda meirihluti í bæjarstjórn. Reglulegir fundir bæjarstjórnar eru haldnir hálfsmánaðarlega, á miðvikudögum kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Útvarpað er frá fundunum á fm 97,2 og sent út í beinni á heimasíðu bæjarins.
Ljósmynd: Lárus Karl Ingason
76 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Ljósmynd: Lárus Karl Ingason
Starfsmannahald Hafnarfjarðarbær hefur byggt upp skilvirkt stjórnkerfi þar sem starfar starfsfólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á, af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Hjá Hafnarfjarðarbæ er unnið eftir gildum sem starfsmenn bæjarins tileinka sér til að ná þeim markmiðum sem sett eru fram í mannauðsstefnunni og framtíðarsýn bæjarins. Í þessum gildum koma fram þær skyldur sem hvíla á starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar og þær væntingar sem gerðar eru til þeirra. Gildin eru fagmennska, þjónustulund, ábyrgð, heillindi og valddreifing. Á árinu 2011 voru 3.522 starfsmönnum greidd laun hjá Hafnarfjarðarbæ og eru sumarstarfsmenn þá taldir með. Heildarlaunagreiðslur árið 2011 námu um 5.900 mkr. Í árslok 2011 störfuðu 1.867 starfsmenn hjá Hafnarfjarðarbæ í 1.366 stöðugildum.
Sveitarstjórnarmál | 77
Velkomin til Hafnarfjarðar Hafnarfjörður er í dag bær sem býður upp á flesta þá búsetukosti sem völ er á hérlendis. Með yfir 26 þúsund íbúa er völ á mjög fjölbreyttri verslun og þjónustu, menningarlífi og afþreyingu, íþróttir eru í miklum blóma, góð aðstaða til útivistar, og góður aðgangur að dagvistun, góðum grunnskólum og fjölbrautarskóla, iðnskóla og tónlistarskóla. Auk þessa er góður aðgangur að öllu því sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða. Í Hafnarfirði er mikið framboð af góðu, vel staðsettu og hagkvæmu húsnæði, og er bæjarfélagið hluti af langstærsta vinnumarkaði landsins. Samgöngur eru í svipuðum gæðaflokki og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Umhverfisgæði eru mikil, og Hafnarfjörður á eitt fegursta bæjarstæði landsins, með hrauni, gróðursæld, nágrenni við hafið og víðfeðm útivistarsvæði. Allt er til staðar sem fyrirtæki þarfnast, fjölbreytt þjónustufyrirtæki, gott framboð af húsnæði og lóðum til nýbygginga, gott orkuframboð, gott gatnakerfi og veitukerfi, aðgangur að fjármagni, þjónustu og starfsmenntuðu vinnuafli, rannsóknarstofnunum og háskólum, og góður aðgangur að stofnvegakerfi, höfnum og alþjóðaflugvelli, sem er mikilvægt í alþjóðlegu umhverfi hátækniiðnaðar og upplýsingasamfélags. Hafnarfjörður leggur áherslu á samstarf við nágrannasveitarfélög um byggðaþróun, skipulag og samgöngumál. Framlag Hafnarfjarðar til þess að höfuðborgarsvæðið geti talist áhugavert og samkeppnisfært á alþjóðavettvangi liggur í gæðum og eiginleikum íbúðarumhverfisins í Hafnarfirði og fjölbreyttum möguleikum fyrir atvinnustarfsemi, þar á meðal hverfum sem henta hátækni- og hugvitsfyrirtækjum. Framtíðarsýn stjórnenda bæjarfélagsins er að Hafnarfjörður verði áfram eitt eftirsóttasta bæjarfélag í landinu til búsetu og atvinnu.
Ljósmynd: Lárus Karl Ingason
78 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Sveitarfélagið Álftanes www.alftanes.is
Á Í bæjarstjórn frá vorinu 2010: Snorri Finnlaugsson (bæjarstjóri frá ágúst 2012) Kristinn Guðlaugsson Kjartan Örn Sigurðsson Hjördís Jóna Gísladóttir Einar Karl Birgisson Guðmundur G. Gunnarsson Sigurður Magnússon (Kristín Fjóla Bergþórsdóttir hefur setið í bæjarstjórn í hans stað frá ágúst 2011)
Mynd: Skarphéðinn Jónsson.
Bæjarstjóri 2009 til ágúst 2012, Pálmi Þór Másson.
lftanes er í landnámi Ingólfs og var numið af Ásbirni Össurarsyni, bróðursyni Ingólfs Arnarsonar. Þar hefur verið byggð æ síðan og lengst af hafði fólk framfæri sitt af útgerð og landbúnaði. Byggðin hét Álftaneshreppur fram til ársins 1878 þegar hreppnum var skipt eftir sóknum. Þá varð til Bessastaðahreppur sem náði yfir sama svæði og Sveitarfélagið Álftanes, sem til varð árið árið 2004 þegar sveitin varð formlega að bæ. Bessastaðir er sá staður á Álftanesi sem á sér hvað fjölskrúðugasta sögu, allt frá því jörðin féll í hendur norrænna konunga eftir víg eigandans, Snorra Sturlusonar, árið 1241. Þar sátu umboðsmenn konungs öldum saman, æðsta skólastofnun landsins var þar 18051846 og nú er þar forsetasetur. Byggðin á Álftanesi er nú fyrst og fremst íbúðabyggð og voru íbúar 2.419 þann 1. janúar 2012. Hafði íbúafjöldinn þá nær tuttugufaldast frá því íbúar voru fæstir um miðja 20. öld. Ásókn í að fá að byggja íbúðarhús á Álftanesi jókst mjög upp úr 1960 en uppbyggingin tafðist um áratug vegna áforma um að byggja millilandaflugvöll á nesinu. Þegar þeim var hrundið árið 1971 hófst hröð uppbygging sem haldist hefur næstum óslitið síðan. Byggðin er dreifð um allt nesið og það er engin tilviljun. Það var meðvituð ákvörðun hreppsnefndar að leyfa byggð sem víðast um nesið til að þétt byggð teppti allar þær flugbrautir sem teiknaðar höfðu verið þvert yfir Álftanes. Höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu orðið eitt atvinnusvæði og Álftanes er þar engin undantekning. Atvinna innan svæðis er að stærstum hluta tengd skólunum en ýmis smærri fyrirtæki eiga þar einnig aðsetur. Álftanesskóli er langstærsti vinnustaðurinn á nesinu með um 75 starfsmenn en næst koma heilsuleikskólinn Holtakot og náttúruleikskólinn Krakkakot, Tónlistarskólinn, íþróttamannvirki sveitarfélagsins og áhaldahús. Bæjarskrifstofurnar hafa á hinn bóginn dregið saman starfsemi sína um 50% frá árinu 2010.
Bessastaðir eru í grennd við fjölbreytta náttúru og útivistarperlu.
Sveitarstjórnarmál | 79
Álftanes að vetri með nágrannabyggðirnar í bakgrunni.
Mynd: Skarphéðinn Jónsson
Frá því byggð fór að þéttast á Álftanesi og fram undir árið 2010 var íbúasamsetning á nesinu frábrugðin nágrannasveitarfélögunum, með mun hærra hlutfalli barna en þar. Þetta kallaði á mikla uppbyggingu skólamannvirkja. Það er að breytast og verða svipað nágrannabyggðunum. Skólastarf á Álftanesi er blómlegt. Allir skólarnir í sveitarfélaginu eru Grænfánaskólar. Holtakot fékk fyrst að flagga Heilsufánanum sem heilsuleikskóli vorið 2011. Náttúruleikskólinn Krakkakot er að mörgu leyti einstakur í sinni röð en þar annast börnin ýmis dýr svo sem hænsni og kanínur og læra að umgangast þau. Mikil áhersla er í öllu skólastarfi á nesinu að kenna börnunum að lifa í návígi við fjölbreytta náttúru og fuglalíf sem er eitt helsta einkenni og prýði nessins. Á hverju vori er komu margæsanna fagnað á margæsardegi sem allir skólarnir taka þátt í. Strandlengja Álftaness er nú langlengsta ósnortna fjara á höfuðborgarsvæðinu og á stórstraumsfjöru má ganga þurrum fótum alla leið út í Hrakhólma úr fjörunni yst á nesinu. Íbúar Álftaness eru mjög meðvitaðir um ábyrgð sína á einstæðu umhverfi nessins. Nokkrum sinnum hefur verið haldinn Fjörudagur á vegum Fugla- og Náttúruverndarfélags Álftaness (FoNÁ). Nesið er mikið notað til útivistar og gott göngustígakerfi leiðir íbúa og gesti að helstu náttúruperlunum. Við tjarnirnar er einstakt fuglalíf og við Kasthúsatjörn, Hlið og Grástein eru skilti sem segja frá helstu fuglategundunum í umhverfinu. Þá er útivistartengdum íþróttum gert hátt undir höfði og er bæði golfvöllur og hesthúsahverfi inni í byggðinni. Á Álftanesi er oft talað um sveit í borg og ekki að ástæðulausu. Félagslíf á Álftanesi hefur löngum verið í blóma og þar eru starfandi fjölmörg félög; sum á gömlum merg og í fullu fjöri, eins og Kvenfélagið, sem löngum hefur verið eitt hið virkasta á landinu og Ungmennafélagið, sem sinnir mikilvægu íþrótta- og uppeldisstarfi. Önnur eru yngri svo sem Félag eldri borgara á Álftanesi, FoNÁ, sem áður var getið, og Skátafélagið Svanir, sem er eitt öflugasta skátafélagið á höfuðborgarsvæðinu. Þá má nefna Hestamannafélagið Sóta. Álftnesingar eru með eigin Rauða kross deild og Lionsklúbba karla og kvenna og þannig mætti lengi telja. Fjöldi listafólks hefur sest að á nesinu og sett sinn svip á umhverfið, ekki síst tónlistarlíf nessins og þar ber samstarf tónskálda og nemenda í Álftanesskóla og Tónlistarskóla Álftaness hátt. Álftaneskórinn hefur starfað í meira en 30 ár og er mikilvægur þáttur í tónlistarlífi sveitarfélagsins. Árin kringum 2010 voru örlagaár í sögu Sveitarfélagsins Álftaness. Bærinn fór undir eftirlitsnefnd með fjármálum sveitafélaga 17. des 2009 og var skipuð fjárhaldsnefnd 9. febrúar
Pálmi Másson, bæjarstjóri Álftaness 2009 til 2012, með son sinn Kára. 2010. Endurskipulagning hefur tekið ívið lengri tíma en ætlað var. Hún skilaði hins vegar þeim árangri að sveitarfélagið hefur náð tökum á rekstrinum og tekjur sveitarfélagsins stóðu undir útgjöldum á árinu 2011. Hluti af endurskipulagningu var sú að sett var 10% álag á útsvar ársins 2010. Reynt var að lækka það hratt og og gekk það vonum framar og á það að falla niður árið 2012. Samhliða voru gjaldskrárhækkanir á þjónustu en í ljós hefur komið að í heild urðu þær ekki meiri en annars staðar í þéttbýli, þar sem erfiðleikar herjuðu á flest sveitarfélög á landinu. Ótti við brottflutning úr sveitarfélaginu reyndist ástæðulaus, þar sem aðeins um eitt hundrað einstaklingar fluttust á brott og fjölgun vó það upp á næstu tveimur til þremur árum. Íþróttahús Álftaness og sundlaug eru nú komin í eigu sveitarfélagsins en hluti af endurskipulagningunni var að leysa til sín nokkur mannvirki. Álftnesingar eru því vel búnir íþróttamannvirkjum og horfa björtum augum til framtíðarinnar og þeirra tækifæra sem hún mun bjóða upp á. Aðstaðan til íþróttaiðkunar og samfélagslegt gildi hinnar glæsilegu sundlaugar og íþróttahúss eru mikilvæg fyrir samfélagið. Á haustdögum 2012 ákváðu íbúar Álftaness og Garðabæjar að bæjarfélögin yrðu sameinuð undir nafni Garðabæjar og tekur sameiningin gildi 1. janúar 2013.
80 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins www.shs.is
S
lökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) er öflugt björgunarlið sem gegnir margþættu hlutverki gagnvart almenningi, fyrirtækjum og stofnunum á starfssvæðinu. Tilgangur liðsins er að vinna að forvörnum og veita fyrstu viðbrögð til að vernda líf, heilsu, umhverfi og eignir þeirra sem búa, starfa og dvelja á höfuðborgarsvæðinu.
Byggðasamlag SHS Þann 1. júní árið 2000 fór fram undirritun stofnsamnings Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. (SHS). Með sameiningu slökkviliða Hafnarfjarðar og Reykjavíkur varð þannig til nýtt byggðasamlag sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hið nýja slökkvilið gerði jafnframt þjónustusamning við Flugmálastjórn um rekstur slökkviliðs á Reykjavíkurflugvelli og sinnti þeirri þjónustu fyrsta áratuginn. Tilgangurinn með stofnun byggðasamlagsins var að ná fram jákvæðum samlegðaráhrifum í krafti stærðarinnar og efla með því þjónustustigið á öllu svæðinu. Menntun og þjálfun mannaflans yrði skilvirkari, auk þess sem fjármunir til rekstrarins nýttust betur. Jafnframt var mörkuð sú stefna að nýta liðsstyrkinn enn frekar til almennra björgunarstarfa, til hagsbóta fyrir íbúa svæðisins. Með því er t.d. í neyðartilfellum hægt að kalla inn aukinn fjölda starfsmanna með skömmum fyrirvara. Úr myndasafni SHS.
Úr myndasafni SHS.
Sveitarstjórnarmál | 81
Hlutverk og skyldur stjórnar Stofnendur og núverandi eigendur SHS eru sjö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Sveitarfélagið Álftanes. Stjórnin er skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna sjö og situr slökkviliðsstjóri alla fundi sem æðsti yfirmaður liðsins. Helsta hlutverk stjórnar er að hafa eftirlit með rekstrinum og sjá um að lögum, reglugerðum, samþykktum og markaðri stefnu sé fylgt. Framlag hvers sveitarfélags til reksturs SHS tekur mið af fjölda íbúa í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Annar helsti tekjustofn SHS er framlag velferðarráðuneytisins vegna sjúkraflutninga.
Starfssvæði og starfsstöðvar Starfsemi SHS nær í heild sinni yfir svæði þar sem um 60% landsmanna búa. Starfssvæðið nær frá Hvalfjarðarbotni í norðri, til Straumsvíkur í suðri og Bláfjalla í austri. Slökkvi- og sjúkrabílar eru staðsettir á starfsstöðvum í Skógarhlíð og á Tunguhálsi í Reykjavík og í Skútahrauni í Hafnarfirði. Á hverri stöð eru 5-7 menn á vöktum allan sólarhringinn. Auk þess er einn stoðdeildarmaður á vakt í Skógarhlíð, sem sér um samskipti við Neyðarlínu og hefur yfirsýn með staðsetningu bifreiða og mannafla og umfangi aðgerða. Í náinni framtíð er áætlað að stöðin á Tunguhálsi verði lögð niður og að tvær nýjar stöðvar muni rísa á starfssvæðinu til að mæta aukinni byggðaþenslu. Sú fyrri verður byggð við Skarhólabraut í Mosfellsbæ.
Úr myndasafni SHS.
Mannaflinn Hjá SHS starfa ríflega 150 manns. Störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna krefjast fjölbreyttrar þjálfunar með öflugum tækjabúnaði. Helstu atriði sem þar koma við sögu eru neyðarakstur, reyk- og eiturefnaköfun, sjúkraflutningar, fyrsta hjálp á slysstað, verðmætabjörgun ásamt tilfallandi störfum. Einnig undirgengst hluti starfsmanna þjálfun í leitar- og björgunarköfun ásamt björgunaðgerðum utan alfaraleiða.
Margþætt hlutverk mannaflans Með tilkomu byggðasamlags SHS hefur hlutverk starfsmanna orðið sífellt fjölþættara. Slökkvistörf eru enn í dag helsta kjölfesta starfseminnar hjá SHS. Verkefnin geta verið af ýmsum stærðargráðum og spannað allt frá litlum ruslatunnuíkveikjum yfir í stórbruna. Aðstoð við önnur slökkvilið er veitt sé þess óskað. Sjúkraflutningar skipa veigamikinn sess í starfi slökkviliðsins. Ýmist er um að ræða neyðarflutninga eftir slys og áföll eða tilfallandi flutninga á milli heilbrigðisstofnana. Slökkviliðið býr að góðum hópi sérþjálfaðs sjúkraflutningafólks sem hlýtur reglulega endurmenntun og fræðslu um nýjungar í bráðaþjónustu. Viðbrögð við mengunaróhöppum Á hverjum degi er tölvert magn af margvíslegum eitur- og spilliefnum notað eða flutt til á höfuðborgarsvæðinu. Þegar slys ber að höndum í meðhöndlun slíkra efna, bregðast starfsmenn við með mjög sérhæfðum búnaði til að koma í veg fyrir að fólki eða umhverfi stafi hætta af. Björgun úr bílflökum Þegar umferðarslys eiga sér stað gerist stundum þörf á því að klippa farþega út úr farartækjum. Slökkviliðsmenn eru sér-
þjálfaðir til þessara starfa og nota til þess sérstakar klippur, glennur og annan búnað. Köfun Slökkviliðið sinnir tilfallandi björgunaðgerðum úr sjó og vatni. Kafarar SHS eru slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og standa vaktir sem slíkir, en eru ávallt viðbúnir í köfun ef þurfa þykir. Fjallabjörgun Landflokkur SHS hefur á að skipa öflugum hópi með mikla reynslu og þekkingu á fjallamennsku og björgun fólks utan alfaraleiða. Líkt og gildir um kafarana eru landflokksmenn slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sem standa vaktir sem slíkir, en eru ávallt viðbúnir til björgunar utan alfaraleiða. Verðmætabjörgun Ásamt því að standa vörð um almannaheill og umhverfi þá sinnir slökkviliðið verndun verðmæta og björgun eigna ef svo ber undir. Hér er átt við þegar komið er í veg fyrir eða dregið úr eignatjóni með viðeigandi ráðstöfunum, svo sem hreinsunarstarfi eftir vatnsleka.
Tilfallandi almannaaðstoð Slökkviliðinu er ekkert mannlegt óviðkomandi þegar kemur að smáum og stórum verkefnum fyrir almenning og fyrirtæki. Það getur t.d. falist í að losa fólk úr föstum lyftum eða sjálfheldu. Forvarnir og eldvarnaeftirlit Forvarnasvið slökkviliðsins veitir íbúum, fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu ráðgjöf um öryggi gegn eldsvoðum ásamt því að sinna lögbundinni eftirlitsskyldu. Einn af hornsteinum ráðgjafarinnar er viðbragðsflýtir og styrkur til að bregðast við áföllum. Forvarnasvið SHS sinnir fjölbreyttum forvarnaverkefnum á ýmsum sviðum samfélagsins. Almannavarnir Slökkviliðsstjóri er jafnframt framkvæmdastjóri almannavarna á starfssvæðinu. Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins mótar stefnu og skipuleggur starf að almannavörnum á svæðinu. Hún vinnur að gerð og endurskoðun áhættumats fyrir höfuðborgarsvæðið, gerir viðbragðsáætlanir og framkvæmir prófanir á þeim í samvinnu við ríkislögreglustjóra.
82 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi www.ssv.is
S
amtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) voru stofnuð á grundvelli sveitarstjórnarlaga árið 1969 á svæði hins gamla Vesturlandskjördæmis. Við stofnun stóðu 39 sveitarfélög að SSV en eru nú 10: Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Stykkishólmsbær, Helgafellssveit og Dalabyggð. SSV hefur alla tíð unnið að hagsmunamálum fyrir landshlutann og hafði meðal annars forgöngu um stofnun Ferðamálasamtaka Vesturlands, Sorpurðunar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Markaðsstofu Vesturlands. Sorpurðun Vesturlands var stofnuð árið 1997 af sveitarfélögunum á Vesturlandi. Fyrirtækið rekur urðunarstað fyrir landshlutann í Fíflholtum á Mýrum og sinnir úrgangsmálum í samstarfi við sorpsamlög á suðvesturhorni landsins. SSV er 1/3 hluta eigandi í Markaðsstofu Vesturlands sem annast markaðssetningu og upplýsingagjöf fyrir ferðamenn. Símenntunarmiðstöð Vesturlands rekur blómlega starfsemi um allan landshlutann á sviði fullorðinsfræðslu. SSV hefur alla tíð lagt mikla áherslu á samgöngumál og unnið að forgangsröðun framkvæmda fyrir landshlutann í samstarfi við stjórnvöld. Ein stærsta samgöngubótin síðustu áratugi varð er Hvalfjarðargöng voru tekin í notkun árið 1998 en af öðrum mikilvægum verkefnum má nefna Vatnaleið, þverun Kolgrafarfjarðar, nýja vegi yfir Bröttubrekku og bundið slitlag á helstu leiðir. Árið 1981 var Atvinnuráðgjöf Vesturlands stofnuð undir hatti SSV og hefur verið rekin sem slík síðan. Markmið starfseminnar er að skapa samstarf um byggðaþróun í samræmi við stefnu Alþingis í byggðamálum, með áherslu á búsetuskilyrði og samkeppnishæfni, nýsköpunar- og atvinnuþróunarstarf. SSV tekur því virkan þátt í mótun atvinnustefnu Vesturlands og er ráðgefandi aðili fyrir einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög. Unnið er í nánu samstarfi við atvinnulíf og opinbera aðila á svæðinu og áhersla lögð á sveigjanleika og viðbragðsflýti. Síðustu ár hafa sífellt fleiri verkefni verið færð frá ríki til sveitarfélaga og sumum þeirra hefur verið sinnt á vettvangi landshlutasamtakanna. Þar má meðal annars nefna umsjón með Vaxtarsamningum, almenningssamgöngur og þjónusta við fatlaða. Þá hafa landshlutasamtökin haft umsjón með gerð sóknaráætlana fyrir sín svæði og komið að undirbúningi vegna umsóknar Íslands að ESB. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi eru stolt af því að hafa verið þátttakendur í mörgum mikilvægum verkefnum fyrir framþróun landshlutans og horfa bjartsýn fram á veginn, reiðubúin til að taka við nýjum verkefnum.
Sveitarstjórnarmál | 83
Akranes – fjölskyldubærinn við Flóann www.akranes.is
A
kranes hvílir í skjóli fjalls og fjöru, ekta íslenskur útgerðarbær en skammt undan er höfuðborgin og gæði hennar því ávallt innan seilingar. Engu að síður er bærinn sjálfstæð eining, fullur af lífi og fjöri, bæjarbragurinn sérstakur og þurfa bæjarbúar ekki að sækja þjónustu annað en í bæinn sinn þar sem allt er til alls. Saga byggðar á Akranesi nær allt aftur til landnáms en þá námu Írar land á Skaganum um 880. Nafnið Akranes er dregið af kornrækt og akuryrkju á hinu frjósama landi sem er á svæðinu. Akranes varð löggildur verslunarstaður árið 1968 en bærinn fékk svo kaupstaðarréttindi 1942. Á Akranesi búa nú um 6.700 manns og hefur íbúum fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum.
Fjölskylduvænn bær Akranes er friðsæll og fallegur bær þar sem gott er að hlúa að fjölskyldunni. Umhverfið er einstaklega fjölskylduvænt og öruggt og lögð er áhersla á mikla og vandaða þjónustu. Á svæðinu er öflugt atvinnulíf auk þess sem nálægðin við höfuðborgarsvæðið og góðar samgöngur býður upp á að fólk sæki vinnu í Reykjavík. Fasteignaverð er enn þónokkuð lægra á Akranesi en á höfuðborgarsvæðinu en það er ekki síst nándin og skemmtilegur bæjarbragur sem fólk sækir í. Auk þess fylgja því lífsgæði fyrir fjölskylduna að búa í litlu bæjarfélagi þar sem stutt er í alla þjónustu og mikið framboð er á afþreyingu og dægradvöl fyrir alla aldurshópa.
Góð þjónusta og góðir skólar Akraneskaupstaður leggur mikið upp úr góðri og fjölbreyttri þjónustu við íbúa bæjarins. Bæjarfélagið hefur vaxið ört síðustu ár og lögð er áhersla á að þjónustan haldist í hendur við uppbygginguna.
84 | Ísland – Atvinnuhættir og menning Málefni fjölskyldunnar er einn víðfeðmasti málaflokkurinn innan bæjarkerfisins, þ.e. þau mál er varða þjónustu við fjölskyldur; málefni barna, aldraðra, öryrkja og ýmislegt sem snýr að réttindum fólks og skuldbindingum hins opinbera gagnvart fjölskyldum. Á Akranesi eru góðir leik- og grunnskólar sem vakið hafa athygli og unnið til viðurkenninga fyrir framsækið og faglegt skólastarf; 4 leikskólar og 2 grunnskólar. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi er framhaldsskóli sem býður upp á fjölbreytt bóklegt og verklegt nám en einnig nám sem stunda má með vinnu. Við skólann er einnig starfsbraut fyrir nemendur með fötlun. Fjölbrautaskóli Vesturlands hefur að markmiði að koma til móts við þarfir allra íbúa svæðisins fyrir menntun á framhaldsskólastigi með því að bjóða fjölbreytt nám á mörgum brautum sem hæfir nemendum með misjafna getu, margvísleg áhugamál og ólíkar þarfir. Tónlistarlíf er afar öflugt á Akranesi. Boðið er upp á fjölbreytt tónlistarnám og söngkennslu, auk þess sem skólahljómsveit starfar við skólann. Skólinn leggur einnig áherslu á að stuðla að auknu tónlistarlífi í bænum í samstarfi við aðrar mennta- og menningarstofnanir. Tónlistarskólinn á Akranesi er til húsa í nýju og glæsilegu húsnæði sem tekið var í notkun haustið 2007. Vel er búið að öldruðum á Akranesi og hafa kannanir sýnt að mikil ánægja er með þá þjónustu sem kaupstaðurinn veitir eldri borgurum bæjarins. Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili, veitir margvíslega þjónustu og þá er boðið upp á fjölbreytt félagsstarf fyrir aldraða.
Íþróttir og tómstundir Akranes er stundum nefndur íþróttabær enda hefur knattspyrnulið bæjarins oft átt góðu gengi að fagna og frækið sundfólk unnið til fjölda verðlauna og keppt á Olympíuleikum svo dæmi séu nefnd. Tómstundaiðkun bæjarbúa einskorðast þó langt því frá við íþróttaiðkun. Á Akranesi eru starfrækt fjölmörg félagasamtök sem starfa með börnum og ungu fólki. Íþróttabandalag Akraness eða ÍA stendur fyrir fjölbreyttri íþróttastarfsemi en innan vébanda bandalagsins starfa 15 aðildarfélög sem hvert og eitt stendur fyrir öflugu íþróttastarfi á sínu sviði. Meðal helstu íþróttgreina innan ÍA eru sund, badminton, fimleikar, blak, golf, hestaíþróttir, knattspyrna, körfubolti, keila, skotfimi og vélhjólaakstur. Þá starfar Þjótur, íþróttafélag fatlaðra á Akranesi, einnig innan ÍA. Sparkvellir eru við grunnskóla bæjarins, auk þess sem möguleikar til útivistar eru óþrjótandi, í og kringum bæinn. Á Akranesi er frábær aðstaða til íþróttaiðkunar og með því besta sem þekkist hér á landi. Miðstöð íþrótta í bænum er á Jaðarsbökkum þar sem Akraneshöllin, glæsilegt fjölnota íþróttahús, skapar einstaka aðstöðu. Í höllinni er knattspyrnuvöllur í fullri stærð, lagður gervigrasi og tartanlagður hlaupahringur í kringum völlinn sem meðal annars er notaður til æfinga í frjálsum íþróttum. Á Jaðarsbökkum er einnig sundlaug, aðalleikvangur bæjarins, þar sem Skagamenn leika heimaleiki sína, alhliða íþróttahús og fjölmargir knattspyrnuvellir. Íþróttahúsið við Vesturgötu er notað til kennslu, bæði við Brekkjulækjarskóla og FVA. Þar er einnig prýðileg aðstaða til æfinga ýmissa innanhúss greina svo sem badmintons, blaks, karate, körfubolta og fimleika. Garðavöllur, golfvöllur Akranesinga, er einn glæsilegasti og vinsælasti golfvöllur landsins. Völlurinn er eini 18 holu völlurinn á Vestulandi og rómaður fyrir skemmtilegt og fallegt umhverfi.
Sveitarstjórnarmál | 85
Iðandi mannlíf og menning Á Akranesi er alltaf eitthvað um að vera og líður vart dagur án þess að eitthvað sé að gerast á sviði menningar, lista eða íþrótta. Á hverju ári eru haldnir fjölbreyttir viðburðir, s.s. Norðurálsmótið í knattspyrnu, Írskir dagar og loks menningar- og listahátíðin Vökudagar. Á Akranesi eru fjölmörg eftirtektarverð söfn og einstakt safnasvæði í Görðum. Svæðið er fjölbreytt og áhugavert fyrir alla fjölskylduna, þar er gaman að ganga um, skoða, fræðast og fá sér svo hressingu í Garðakaffi þegar hungrið sverfur að. Á safnasvæðinu er að finna áhugaverð og sérstæð söfn, Byggðasafn Akraness og nærsveita, Íþróttasafn Íslands, Steinaríki Íslands og sérstakt safn um Hvalfjarðargöngin, auk þess sem þar er rúmgóður sýningarsalur þar sem reglulega eru haldnar margvíslegar listsýningar. Á safnasvæðinu er einnig bátasafn, þar stendur þjóðarskútan kútter Sigurfari og áhugaverð gömul hús sem flutt hafa verið á svæðið, endurgerð og eru höfð til sýnis. Á Akranesi er gott bókasafn í glæsilegu húsnæði og hefur að markmiði sínu að veita íbúum bæjarins jafnan aðgang að bókmenntum, menningu, fróðleik og afþreyingu. Safnið lánar fjölbreytt úrval bóka, tímarita, dagblaða, myndbanda og dvd-diska, margmiðlunarefni og tungumálanámskeið á geisladiskum og hljóðsnældum. Á sama stað er Héraðsskjalasafn og Ljósmyndasafn Akraness til húsa. Listasetrið Kirkjuhvoll varðveitir listaverkasafn Akraneskaupstaðar. Þar eru haldnar sýningar reglulega og hafa margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar sýnt þar á síðustu árum. Auk þess að vera sýnd á Listasetrinu eru verkin víða í stofnunum bæjarins, bæjarbúum til yndisauka. Í bænum eru einnig fjölmörg útilistaverk sem auðga anda vegfarenda.
Óþrjótandi möguleikar til útivistar Akurnesingar eru svo heppnir að möguleikar til útivistar í bænum og nágrenni hans eru óþrjótandi. Akrafjallið stendur á Akranesinu og upp á það þurfa allir að fara sem hafa gaman af því að ganga á fjöll. Langisandur er einstök útivistarparadís sem á enga sína líka hér á landi enda fá bæjarfélög sem geta státað af baðstönd í bænum miðjum! Langisandur er skemmtilegur í öllum árstíðum en allra bestur er hann þó á sumrin þegar sólin skín. Aðstaða til sjóbaða er afar góð á Langasandi enda nýtur þessi tegund útivistar sífellt meiri vinsælda. Garðalundur er frábært útivistarsvæði þar sem finna má fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Þar er leiksvæði og minigolf, strandblakvöllur og dótakista með alls kyns leikjum og leikföngum sem allir mega nota. Þar er einnig glæsilegur grillskáli sem nýtur mikilla vinsælda á góðviðrisdögum, enda er Garðalundur mikið sóttur af Skagamönnum og einnig gestum og ferðafólki. Í næsta nágrenni er golfvöllurinn og Safna svæðið í Görðum.
Atvinnulíf, verslun og þjónusta Á Akranesi er blómlegt og margþætt atvinnulíf. Sjávarútvegurinn hefur löngum verið aðalsmerki bæjarins. Útgerð hófst á Akranesi um miðja 17. öld og hefur alla tíð síðan verið ein af meginstoðum atvinnulífsins á svæðinu. Útgerðinni fylgdi verslun og enn er sú atvinnugrein í blóma. Iðnaður stendur einnig traustum fótum á Skaganum. Þá er Járnblendiverksmiðjan og álverið á Grundartanga mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið, en starfsemin á Grundartanga skapar mörg störf. Þar starfa talsvert á annað þúsund manns á degi hverjum og meirihluti þeirra býr á Akranesi. Auk þess starfa öflug fyrirtæki með framleiðslubúnað fyrir sjávarútveginn, sem skapað hafa sérstöðu og vakið athygli fyrir framleiðslu sína. Góðar samgöngur við höfuðborgarsvæðið, bæði með Hvalfjarðargöngunum og ferðum Strætó frá Akranesi, gerir bæinn og höfuðborgarsvæðið að einu atvinnusvæði. Margir Akurnesingar sækja nám og vinnu á höfuðborgarsvæðinu og öfugt. Í bænum eru einnig fjölmargar öflugar stofnanir sem þjóna öllu Vesturlandi og sumar jafnvel landinu öllu. Einn stærsti vinnustaður bæjarins er Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Öflugar menntastofnanir veita einnig fjölmörgum atvinnu. Á Akranesi dafnar verslun og þjónusta enda á bærinn sér langa sögu sem verslunarstaður. Fjölmargar verslanir bjóða úrval vöru sem stenst höfuðborgarasvæðinu fyllilega snúning bæði hvað varðar verð og gæði.
86 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Hvalfjarðarsveit
H
www.hvalfjardarsveit.is
Fyrir ofan Glym.
valfjarðarsveit varð til við sameiningu 1. júní 2006. Í Hvalfjarðarsveit eru tveir þéttbýliskjarnar, Melahverfið og Hlíðarbær og sá þriðji er Krossland og er í uppbyggingu. Hvalfjörðurinn sjálfur er eitt helsta aðdráttarafl sveitarinnar ásamt Akrafjallinu sem er 643 metra hátt. Strandlengja Hvalfjarðarsveitar er löng og skartar sorfnum klettum og dröngum sem og leirum fullum af lífi. Eitt af frumhandritum Landnámabókar er kennt við Mela, Melabók og Grunnafjörður er friðlýstur vegna fjölbreytts fuglalífs. Mikið er um æðarvarp og kræklingur með ströndum. Hvalfjarðarsveit er blómleg sveit sem nær frá Hvalfjarðarbotni í austri, Skorradal í norðri, Borgarfjarðarbrú í vestri og Akranesi í suðri. Landslagið er fjölbreytt, bæði allmikið undirlendi en einnig snarbrattar hlíðar formfagurra fjalla og vogskornar og lífauðugar strendur. Náttúrufegurð er víða allmikil. Margar útivistarperlur eru í Hvalfjarðarsveit, svo sem Botnsdalur, en þar eru margar gönguleiðir s.s. upp að fossinum Glym í Botnsá en hann er hæsti foss landsins. Hvalfjarðarsveit á merka sögu að baki og margir kunnir einstaklingar úr Íslandssögunni koma við í Hvalfjarðarsveit. Má þar sérstaklega nefna séra Hallgrím Pétursson sem líklega orti Passíusálmana þar. Halldór Laxness lét Jón Hreggviðsson búa að Rein undir hlíðum Háahnúks og Arnes Pálsson, þekktasti útilegumaðurinn, var í felum í skúta undir Háahnúki. Í Hvalfirði eru afar merkar og miklar minjar frá stríðsárunum og frá hersetu bandamanna. Sagan kallast á við ferðamanninn hvert sem farið er í Hvalfjarðarsveit. Hvalfjarðarsveit er landbúnaðarhérað og eru rekin nokkur kúa- og sauðfjárbú í sveitarfélaginu en einnig er öflugt iðnaðarsvæði á Grundartanga. Mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins hafa komið sér fyrir á Grundartangasvæðinu og þar er rekin öflug og fjölþætt starfsemi. Þau tengjast iðnaði og útflutningi og margvísleg starfsemi tengist svæðinu á mjög marga vegu.
Hestar við Miðgarðstjörn.
Sveitarstjórnarmál | 87 Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag sem rekur sameinaðan leik- og grunnskóla. Skólinn er rekinn á tveimur starfsstöðum. Grunnskólasvið er í nýrri skólabyggingu sem búin er öllum bestu fáanlegum tækjum og leikskólasvið er í kjarnanum í Melahverfinu. Starfsemi sveitarfélagsins er rekin í nýju stjórnsýsluhúsi við Innrimel í Melahverfi og er öll stjórnsýslan undir einu þaki. Samtals eru um 80 manns á launaskrá hjá Hvalfjarðarsveit þegar allt er talið. Hvalfjarðarsveit er með 7 mann sveitarstjórn og oddviti sveitarstjórnar er Sigurður Sverrir Jónsson og kemur hann af L-lista. Sveitarstjóri er Laufey Jóhannsdóttir.
Atvinnulíf – Grundartangi Á Grundartanga eru mörg fyrirtæki að byggja og er mikill uppgangur á svæðinu. Norðurál rekur mjög öflugt álver og starfa um 500 manns hjá fyrirtækinu. Fyrirtækið er eitt þriggja álvera á Íslandi og hefur kappkostað að hlú vel að starfsfólki sínu. Álver Norðuráls á Grundartanga var gangsett í júní 1998. Árið 2009 framleiddi Norðurál um 278 þúsund tonn af áli. Norðurál er eftirsóttur vinnustaður og störfin eru fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfa m.a. verkfræðingar, tæknifræðingar, viðskiptafræðingar, sálfræðingar, efnafræðingar, eðlisfræðingar, líffræðingar, tölvunarfræðingar, vélvirkjar, vélstjórar, rafvirkjar og rafsuðumenn, auk ófaglærða starfsmanna sem öðlast sérhæfingu við störf sín og nám hjá álverinu. Ný fóðurverksmiðja Líflands á Grundartanga í Hvalfirði var tekin formlega í notkun 7. október 2010. Nýja verksmiðjan markar tímamót varðandi gæði og öryggi fóðurs, sóttvarnir og rekjanleika afurða. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er rúmlega 60 þúsund tonn á ári. Með því að beita nýjustu tækni sem völ er á í verksmiðju Líflands, er nú kleift að framleiða á Íslandi kjarnfóður sem stenst alþjóðlegar gæðakröfur í alla staði. Auk verksmiðjubyggingarinnar eru á athafnasvæði verksmiðjunnar birgðageymslur fyrir hráefni til fóðurgerðar og fullbúið fóður en athafnasvæðið er um 10.000 fm að stærð. Rekstur verksmiðju Elkem Ísland ehf. á Grundartanga hófst árið 1979. Elkem á Íslandi er hluti af sterkri alþjóðlegri heild, Elkem AS, sem er einn af helstu framleiðendum heims á málmblendi. Elkem á Íslandi framleiðir hágæða málmblendi og leggur mikla áherslu á að mæta kröfum viðskiptavina sinna ásamt því að skapa öruggt og gott vinnuumhverfi fyrir starfsmenn sína. Hjá fyrirtækinu starfa nærri 200 manns GT Tækni hóf starfsemi sína í apríl árið 2002. Fyrirtækið var í upphafi byggt á starfsmönnum úr tæknideild Íslenska járnblendifélagsins hf. Meðal helstu starfsþátta eru viðhalds- og viðgerðarþjónusta á véla-, fartækja- og rafmagnssviði sem og nýsmíði, endurnýjun og uppsetning búnaðar og framleiðsla á skauthólkum, efnissala, lagerumsýsla og fjölbreytt tækniþjónusta. Hjá fyrirtækinu starfa milli 70 og 80 manns að jafnaði. Vélsmiðjan Héðinn hefur tekið í notkun nýtt verkstæðishús vélsmiðjunnar á Grundartanga. Fjöldi verktaka af Faxaflóasvæðinu kom að byggingunni. Héðinn er fyrsta fyrirtækið af höfuðborgarsvæðinu til að flytja starfsemi sína á Grundartanga.
Hvalstöðin. Hvalur hf. Hvalstöðin í Hvalfirði er hvalskurðar- og vinnslustöð í Hvalfirði, reist árið 1948 á vegum Hvals hf. til að unnt væri að landa og vinna hval þar. Árið 1948 var svo hvalstöðin í Hvalfirði reist undir Þyrilsklifi og notaðist meðal annars við bryggju, bragga og fleiri mannvirki sem reist höfðu verið þar á stríðsárunum. Um það leyti voru áform uppi um fleiri hvalstöðvar, svo sem í Örfirisey og á Patreksfirði, en ekki fengust leyfi hjá atvinnumálaráðuneytinu til að reisa þær þar sem talið var að ein hvalstöð gæti fullvel annað þörfinni. Þótt hvalveiðar legðust af í tvo áratugi, var Hvalstöðinni haldið við undir dyggri stjórn Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu hans. Sumarið 2009 hófst hvalskurður þar að nýju og var útgerð í gangi sumarið 2010. Hvalstöðinni og öllum húsakosti hefur verið mjög vel við haldið og eru heillegar minjar um atvinnusögu Hvalfjarðar og sýna vel þá starfsemi sem rekin er í Hvalstöðinni. Íbúar Hvalfjarðarsveitar voru 624 talsins þann 1. desember 2011. Landsvæðið sem Hvalfjarðarsveit nær yfir er 494 ferkílómetrar að stærð
Við nýja skólann.
88 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Borgarbyggð
V
www.borgarbyggd.is
Borgarnes.
ið sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2006 sameinuðust sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur í eitt sveitarfélag. Sveitarfélagið er 4.926 ferkílómetrar að stærð og íbúar um 3.500. Mörk sveitarfélagsins eru við Skarðsheiði í suðri og Haffjarðará í vestri. Til Borgarbyggðar teljast: Kolbeinsstaðahreppur, Hraunhreppur, Álftaneshreppur, Borgarhreppur, Borgarnes, Norðurárdalur, Stafholtstungur, Þverárhlíð, Hvítársíða, Hálsasveit, Reykholtsdalur, Flókadalur, Lundarreykjadalur, Bæjarsveit og Andakíll. Á svæðinu er fjölbreytt mannlíf og atvinnulíf. Aðalatvinnuvegir eru landbúnaður, þjónusta og iðnaður en þar blómstrar einnig menntun og menning. Tveir háskólar eru í Borgarbyggð, Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands sem er með aðalstarfsstöð sína á Hvanneyri. Menntaskóli Borgarfjarðar er í Borgarnesi. Borgarnes er stærsti þéttbýlisstaðurinn með um 1.800 íbúa, en bærinn er miðstöð þjónustu og verslunar í héraðinu. Aðrir þéttbýliskjarnar eru Bifröst, Hvanneyri, Reykholt, Kleppjárnsreykir Varmaland og Bær í Bæjarsveit. Borgarbyggð býður upp á fjölbreytta þjónustu og eru þjónustustofnanir dreifðar um sveitarfélagið. Hjá sveitarfélaginu starfa um 250 starfsmenn.
Ráðhús Borgarbyggðar Skrifstofur Borgarbyggðar er að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og í Litla-Hvammi í Reykholti. Starfsemi skiptist í þrjú svið, fjármála- og stjórnsýslusvið, fjölskyldusvið og umhverfis- og skipulagssvið. Starfsmenn í ráðhúsi eru ríflega 20 talsins. Ráðhúsið er opið alla virka daga frá kl. 9.00–15.00.
Grunn- og leikskólar Borgarbyggðar Innan Borgarbyggðar eru starfandi tveir grunnskólar, Grunnskólinn í Borgarnesi og Grunnskóli Borgarfjarðar. Þeir eru stærstu vinnustaðir sveitarfélagsins. Í Grunnskólanum í Borgarnesi eru 285 nemendur og 50 starfsmenn. Við skólann er starfræktur tómstundaskóli. Grunnskóli Borgarfjarðar er með þrjár starfsstöðvar, á Varmalandi,
Borg á Mýrum.
Sveitarstjórnarmál | 89
Bifröst. Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri. Nemendur eru samtals 226 og starfsmenn 52. Við Hvanneyrardeild er starfrækt skólasel. Leikskólar eru starfandi á fimm stöðum í sveitarfélaginu. Leikskólarnir Ugluklettur og Klettaborg eru í Borgarnesi, Andabær á Hvanneyri, Hnoðraból í Reykholtsdal og Hraunborg á Bifröst. Hraunborg er einkarekinn leikskóli sem starfar í anda Hjallastefnunnar. Í leikskólum Borgarbyggðar eru um 220 börn og í þeim starfa 70 manns. Borgarbyggð rekur félagsmiðstöðvar á þremur stöðum, í Borgarnesi, á Hvanneyri og á Bifröst.
Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar Borgarbyggð starfrækir þrjár íþróttamiðstöðvar, allar með sundlaugum. Þeirra stærst er íþróttamiðstöðin í Borgarnesi. Þar er góð sundaðstaða; útilaug og innilaug, vatnsrennibrautir, barnavaðlaug, heitir pottar, eimbað beint úr Deildartunguhver og sánabað. Þreksalur til líkamsræktar, þolfimisalur og íþróttasalur. Á Kleppjárnsreykjum er góð sundlaug með heitum potti, íþróttasal og þreksal. Á Varmalandi er einnig góð sundlaug, íþróttasalur og þreksalur. Deildartunguhver.
Félagsþjónusta Félagsþjónusta Borgarbyggðar sinnir fjölmörgum verkefnum um allt sveitarfélagið. Má þar nefna þjónustu við fatlaða og fjölskyldur þeirra, félagsstarf eldri borgara og öryrkja, heimaþjónustu, búsetuþjónustu, liðveislu og fleira. Hjá félagsþjónustunni starfa að jafnaði um 35 manns í mismundandi stöðugildum.
Safnahús Borgarfjarðar Safnahús Borgarfjarðar er á Bjarnarbraut 4 í Borgarnesi. Það hýsir fimm söfn Borgarfjarðar, Héraðsbókasafn, Héraðsskjalasafn, Byggðasafn, Náttúrugripasafn og Listasafn Borgarness. Safnið er opið alla virka daga frá kl. 13.00–18.00.
Félagsheimili Félagsheimili í eigu Borgarbyggðar eru sjö talsins, Lindartunga í Kolbeinsstaðahreppi, Lyngbrekka í Álftaneshreppi, Valfell í Borgarhreppi, Þinghamar á Varmalandi, Brún í Bæjarsveit og Brúarás í Hálsasveit. Húsnefndir sjá um skipulag og húsverðir starfa við öll húsin. Samkomuhúsið við Þverárrétt í Þverárhlíð er einnig í eigu Borgarbyggðar en það er leigt út til félagasamtaka. Í Borgarnesi er mennta- og menningarhúsið Hjálmaklettur þar sem hægt er að leigja glæsilegan sal undir ýmis konar menningarviðburði.
Slökkvilið Borgarbyggðar Sveitarfélagið Borgarbyggð rekur slökkvilið Borgarbyggðar. Samstarf um brunamál og almannavarnir er með þjónustusamningum við Skorradalshrepp og Eyja- og Miklaholtshrepp. Slökkviliðið hefur aðalbækistöð að Sólbakka 11 í Borgarnesi en rekur útibú á Hvanneyri, í Reykholti, á Bifröst og í Laugagerði.
Í sveitarstjórn Borgarbyggðar sitja 9 fulltrúar. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2010 á Sjálfstæðisfokkurinn 3 fulltrúa í sveitarstjórn, en VG, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eiga allir 2 fulltrúa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs mynda meirihluta í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Forseti sveitarstjórnar er Ragnar Frank Kristjánsson og formaður byggðarráðs Björn Bjarki Þorsteinsson. Sveitarstjóri er Páll S. Brynjarsson.
90 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Eyja& Miklaholtshreppur www.eyjaogmikla.is
Hreppsnefndin 2010-2014: Guðbjartur Gunnarsson, bóndi á Hjarðarfelli, oddviti Halldór Jónsson, bóndi á Þverá, varaoddviti Sigurður Hreinsson, atvinnurekandi á Miðhrauni 2 Valgerður Hrefna Birkisdóttir, verslunarkona á Vegamótum Þröstur Aðalbjarnarson, bóndi á Stakkhamri
S
veitarfélagið Eyja- og Miklaholtshreppur nær yfir suðaustanvert Snæfellsnes. Í austri liggja hreppamörkin að Borgarbyggð, í norðaustri að Dalabyggð, í norðvestri að Helgafellssveit og í vestri liggja mörkin að sveitarfélaginu Snæfellsbæ. Í suðri eru síðan hinar víðfeðmu Löngufjörur. Eyja- og Miklaholtshreppur er dreifbýlt og friðsælt landbúnaðarsvæði með um 140 íbúa. Þar er hefðbundinn búskapur stundaður á um 20 lögbýlum en á nokkrum þeirra fer fram blómleg kornrækt. Einnig eru reknar tvær hestamiðstöðvar þar sem umsvifamikið ræktunarstarf er stundað. Í kringum nokkra vinnuveitendur er byggðin að þéttast. Má þar nefna Miðhraun II þar sem rúmlega 20 manns starfa við vinnslu sjávarfangs og þurrkun þess. Við Laugargerðisskóla býr einnig starfsfólk skólans. Þar stunda nú um 30 börn nám í grunnskóla og á leikskóla sveitarinnar. Á sumrin er húsnæðið nýtt undir hótelrekstur. Félagsheimili sveitafélagsins er að Breiðabliki, sem stendur steinsnar frá hinni vinalegu og fallegu Fáskrúðarbakkakirkju. Eyja- og Miklaholtshreppur tilheyrir sýslumannsumdæminu í Stykkishólmi en öll innri málefni sveitarfélagsins eru í höndum fimm manna hreppsnefndar sem kosin er á 4 ára fresti.
Útvist og náttúrufar Snæfellsnesið hefur löngum þótt einstök útivistarparadís í seilingarfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Náttúrufarið í sveitarfélaginu einkennist af grösugum sveitum, þar sem stutt er á milli fjalls og fjöru. Á svæðinu eru gjöfular veiðár eins og Haffjarðará og Straumfjarðará þar sem veiðist bæði lax og bleikja. Um Löngufjörur liggur síðan vel þekkt og mögnuð reiðleið og hafa heimamenn stundað leiðsögn um fjörurnar um árabil. Athyglisverðar náttúruminjar eru nokkrar í sveitarfélaginu og má þar nefna stuðlabergshamarinn Gerðuberg, sem nú er á náttúruminjaskrá. Í sveitarfélaginu eru einnig heitar laugar og ölkeldur eins og víða er á Snæfellsnesi. Þar er um að ræða heilnæmar vatnsuppsprettur sem eiga uppruna sinn í iðandi kviku í iðrum jarðar og innihalda meiri koltvísýring heldur en hefbundið lindarvatn. í Eyja- og Miklaholtshreppi er t.d. Rauðamelsölkelda. Á Vegamótum, þar sem vegurinn skiptist annars vegar vestur Staðarsveit og hins vegar norður yfir Vatnaleið, má finna hina rótgrónu þjónustumiðstöð Vegamót en þar hefur verið rekin ferðamannaþjónusta og veitingasala frá árinu 1930.
Fjölbreyttur landbúnaður Eins og fyrr greinir er stundaður fjölbreyttur landbúnaður í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þar er á nokkrum bæjum mikill bústofn og öflugt ræktunarstarf og afraksturinn af því starfi sýnir sig í nafntoguðum kynbótagripum nauta og hrúta ásamt gjöfulum og verðlaunuðum mjólkurkúm. Hrossarækt hefur vaxið talsvert á síðustu árum og í sveitarfélaginu eru reknar öflugar hestamiðstöðvar. Í Söðulsholti og í Hrísdal standa myndarlegar reiðhallir þar sem stundaðar eru tamningar á milli þess sem sýningar fara fram. Óhætt er að segja að helsti vaxtarbroddurinn í landbúnaðinum liggi í umfangsmikilli ræktun og þurrkun á korni. Í því skyni hafa nokkrir bændur stofnað með sér einkahlutafélagið Yrkjar sem einbeitir sér að tæknivæðingu framleiðslunnar og hagkvæmri nýtingu afurðanna. Í sveitarfélaginu eru starfræktar tvær litlar hitaveitur sem hafa reynst einstaklega vel við uppbyggingu fjölbreyttara atvinnulífs á svæðinu.
Sveitarstjórnarmál | 91
S
Skorradalshreppur www.skorradalur.is
korradalshreppur nær yfir svæði sem er 216 km² og hefur verið sveitarfélag frá því hreppafyrirkomulagi var komið á hér landi, fyrir meira en 1.000 árum. Eins og nafnið ber með sér nær hreppurinn yfir allan Skorradal sem í dag hefur innan sinna marka eina fjölmennustu frístundabyggð landsins á nokkrum jörðum. Reikna má með að þar dvelji á góðum dögum um 2-3.000 manns. Þrátt fyrir það eru eingöngu tæplega 60 manns sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu.
Umhverfið Skorradalur er syðstur þeirra dala sem ganga upp frá undirlendi Borgafjarðar. Norðan hans er Lundarreykjadalur og liggja hreppamörkin við Borgarbyggð eftir vatnaskilum á hálsinum milli dalanna. Að sunnan deilir hreppurinn merkjum með Hvalfjarðarsveit, en þau liggja um Botnsheiði, Dragafell og Skarðsheiði. Að suðvestan ná merkin yfir í Brekkufjall og þaðan í Andakílsá og úr henni upp á Hestháls. Kennileiti svæðisins eru þessi helst: Skarðsheiði með Skessuhorn og Heiðarhorn vestast á heiðinni, hæst (1.054 mys). Skorradalsvatn (57 mys) er um 15 km². Vatnið er stærsta stöðuvatn á Vesturlandi og hefur verið miðlunarlón Andakílsárvirkjunar í 50 ár. Eiríksvatn (278 mys) er 0,77 km² á eystri mörkum hreppsins. Fitjaá er útfall Eiríksvatns í Skorradalsvatn. Andakílsá er útfall Skorradalsvatns í Borgarfjörð. Áin er röskuð frá 1948 með stíflu í ósi Skorradalsvatns og stýringu Andakílsárvirkjunar, sem er þar sem áður voru Andakílsárfossar, um 5 km frá upptökum árinnar. Vatnhornsskógur á landnámsjörðinni Vatnshorni er hávaxnasti og vöxtulegasti birkiskógur á Vesturlandi og friðland skv. náttúruverndarlögum. Sígrænn skógur er víða í dalnum. Elsti reiturinn er frá 1938. Skógrækt ríkisins hefur umráð lands eða landshluta á 7 jörðum í dalnum og hefur unnið að því að opna skógana með merktum gönguleiðum. Lúpínubreiður setja mikinn svip á Skorradal, einkum fyrir innan Skorradalsvatn þar sem plantan er víða ríkjandi tegund. Síldarmannagötur er forn þjóðleið milli Skorradals og Hvalfjarðar, vörðuð og stikuð. Leiðin er um 15 km og þægileg gönguleið. Skorradalur hefur verið vinsælt frístunda- og útivistarsvæði í 50 ár. Vöxtur frístundabyggðarinnar hófst um miðbik sjöunda áratugarins á Fitjum og Indriðastöðum. Í dag eru í Skorradal tæplega 700 frístundahús. Ef sú tala er margfölduð með þremur er búið að mynda rúmlega 2.000 manna samfélag, sem er í sérstakt í samanburði við íbúafjölda Skorradalshrepps. Á síðustu árum hafa sífellt fleiri sumarhús náð því að vera heilsárshús og þeim fer fjölgandi sem nýta sér tvöfalda búsetu eða flytja alfarið í húsin í dalnum.
Hreppsnefnd Skorradalshrepps Meginhlutverk hreppsnefndar Skorradalshrepps er að sinna lögbundnum skyldum sveitarfélaga og eru skipulags- og byggingamál fyrirferðarmest vegna frístundabyggðarinnar. Aðalskipulag Skorradalshrepps hefur verið auglýst og frá 2004 hefur hreppurinn haft Staðardagskrá 21 sem leiðarljós. Frekari upplýsingar um Skorradalshrepp má nálgast á heimasíðunni www.skorradalur.is
Í hreppsnefnd Skorradalshrepps sitja: Davíð Pétursson oddviti, Grund Steinunn Fjóla Benediktsdóttir, varaoddviti og kennari, Mófellsstaðakoti Pétur Davíðsson bóndi, Grund Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir, Efra-Hreppi K. Hulda Guðmundsdóttir skógarbóndi, Fitjum
92 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Snæfellsbær
S
www.snb.is
næfellsbær heitir byggðin „undir jökli“ og er á utanverðu Snæfellsnesi. Bæjarmörkin eru annars vegar í Staðarsveit, rétt vestan við Vegamót og hins vegar að norðan í Búlandshöfða. Bæjarfélagið er um 680 ferkílómetrar að stærð og íbúar þess eru um 1.800. Flestir búa í þéttbýliskjörnunum Ólafsvík, Rifi og Hellissandi, en aðrir íbúar eru dreifðir um sveitir þess, Fróðárhrepp, Breiðuvík og Staðarsveit, eða minni þéttbýliskjarna á Hellnum og Arnarstapa.
Stjórn Í bæjarstjórn sitja sjö kjörnir fulltrúar og fékk listi Sjálfstæðisflokks hreinan meirihluta í bæjarstjórnarkosningum 2010. Forseti bæjarstjórnar er Jón Þór Lúðvíksson. Bæjarstjóri er Kristinn Jónasson.
Íbúar Íbúar í Snæfellsbæ 1.desember 2011 voru 1.735 manns. Flestir í þéttbýliskjörnunum í Ólafsvík (1.022), á Hellissandi (382) og í Rifi (164).
Skólar Grunnskóli Snæfellsbæjar hefur þrjár starfsstöðvar: á Lýsuhóli í Staðarsveit, Hellissandi og í Ólafsvík. Tónlistaskólinn er í Ólafsvík. Leikskólar eru á Hellissandi og í Ólafsvík. Björgunarskóli Íslands hefur aðsetur á Gufuskálum.
Kirkjusóknir Kirkjusóknir í Snæfellsbæ eru tvær og tveir sóknaprestar. Kirkjur eru fimm. Ólafsvík.
Hellissandur.
Rif.
Sveitarstjórnarmál | 93
Heilsugæsla Læknar, auk hjúkrunaliðs, starfa við Heilsugæslustöðina í Ólfsvík. Þar eru líka tannlæknar og sjúkraþjálfari. Apótek er í Ólafsvík.
Samgöngur Daglegar áætlunarferðir rútubíla eru á milli Reykjavíkur og Snæfellsbæjar. Akstur Reykjavík/Ólafsvík tekur um 160 mínútur.
Söfn Aðalbókasafn Snæfellsbæjar er í Ólafsvík. Byggðasafn er í Pakkhúsinu í Ólafsvík og handverkssala á sumrin. Sjóminjasafn er í Sjómannagarðinum á Hellissandi.
Um Snæfellsbæ Hringvegur er um Snæfellsbæ og ef komið er akandi frá Reykjavík eftir vegi 54 er við Fróðárheiði hægt að velja að aka yfir heiðina og norður fyrir og þaðan hring um Jökulinn eða að aka um Útnesveg eftir vegi 574 í hring norðurfyrir. Í Snæfellsbæ eru nokkur friðlönd m.a. Búðahraun en þar er að finna um 150 tegundir af villtum gróðri, strandlengjan frá Arnarstapa að Hellnum með stórkostlegum klettamyndunum og fuglabjörgum, og allt utanvert nesið frá Dagverðará að Gufuskálum þar sem finna má stórbrotna náttúru og sögutengd svæði. Á svæði frá Hellnum og að Gufuskálum voru einhverjar mestu verstöðvar landsins hér áður fyrr og sóttu þangað (fyrir um 2-300 árum) á vorvertíð allt frá 7-14.000 manns alls staðar af á landinu, enda miðin utan við nesið sérlega gjöful.
Skálasnagaviti.
94 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Ævintýri hjá Bárði SH.
Mikið dulmagn hefur fylgt þessu svæði frá örófi alda, allt frá því er Bárður Snæfellsás nam hér land snemma á landnámsöld. Mörg kennileiti á Hellnum og Arnarstapa og á utanverðu nesinu tengjast landnámi hans og í gegnum tíðina hafa búið hér sterkir einstaklingar í orku jökulsins. Margar sögur eru til af dulskyggni fólks er hér bjó og eins af forspárgáfu þess. Einnig eru til margar sögur af samskiptum fólks á þessu svæði við álfa og huldufólk bæði fyrr og nú. Í Snæfellsbæ er, auk Bárðar sögu Snæfellsáss, ferðast um sögusvið Eyrbyggju og Víglundarsögu. Sumar 2010.
Atvinnuvegir í Snæfellsbæ Aðalatvinnuvegurinn í Snæfellsbæ er sjávarútvegur og árlega fer mikið magn af fiski um hafnirnar í Ólafsvík, Rifi og á Arnarstapa. Engir togarar eru gerðir út frá Snæfellsbæ, heldur aðeins trillur og dagróðrabátar. Mikill afli berst á land og er ýmist fullverkaður til útflutnings eða fer á fiskmarkaði og dreifist þá til vinnslu víðar um landið. Góðar stórhafnir eru í Rifi og Ólafsvík en á Arnarstapa er eftirsótt trillubátahöfn. Hvarvetna má sjá verksummerki útróðra og fiskverkunar fyrri tíma. Um aldaraðir voru verstöðvar ,,undir jökli“ fjölsetnustu útgerðarstaðir landsins. Landbúnaður er stundaður í sveitum bæjarfélagsins og er þar aðallega um að ræða fjár- og kúabú. Vöxtur er í ýmsum þjónustugreinum, þó aðallega í ferðaþjónustu en með bættum samgöngum hefur áhugi fólks á að ferðast um Snæfellsnes aukist mjög. Helstu gististaðir eru í Staðarsveit, á Búðum, Arnarstapa, Hellnum, Hellissandi, Rifi, Ólafsvík og í gamla Fróðárhreppi.
Verslun, siglingar og saga Saga byggðar, verslunar og siglingar á utanverðu Snæfellsnesi er jafngömul Íslandssögunni. Til forna voru verslunarhafnir í Hraunhafnarósi og í Rifi. Þegar einokunarverslunin á Íslandi hófst árið 1602 var verslunarstaðurinn settur í Rifi. En höfnin þar, Rifsósinn, spilltist og grynnkaði þannig að ekki þótti það gott lægi lengur fyrir verslunarskipin. Því var verslunarstaðurinn fluttur til Ólafsvíkur árið 1687 og Ólafsvík löggilt sem kaupstaður með konunglegri tilskipun. Þeim réttindum hefur hún haldið síðan og er þar meðal elstu kaupstaða landsins.
Umhverfisvottað samfélag Snæfellsbær er eitt af fimm sveitarfélögum á Snæfellsnesi sem fengu fyrst umhverfisvottun í Evrópu, og fjórða samfélagið í heiminum til að öðlast Earth Check-vottun. Staðlar Earth Check leggja áherslu á sjálfbæra þróun allra þátta samfélagsins og eru því að vissu leyti byggðaáætlun, því auk þess að stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu og verndun umhverfisins er lögð áhersla á að efla atvinnu og verslun í heimabyggð, verndun menningar, sögu og sérkenna hvers svæðis fyrir sig.
Sveitarstjórnarmál | 95
Snæfellsjökull.
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull nýtur þeirrar sérstöðu að ná milli fjalls og fjöru. Hann var stofnaður árið 2001 og nær yfir 170 km2 svæði vestast á Snæfellsnesi en þar er að finna fjölmargar sögulegar minjar auk mikilfenglegrar og sérstæðrar náttúru. Gjallgígar og hraun setja sérstakan svip á svæðið og strandlengjan er margbrotin með sérkennilegum klettum og víkum á víxl. Gjöful fiskimið skammt undan landi hafa í aldanna rás skilið eftir aragrúa minja um útgerð og búsetu allt frá fyrstu tíð. Nærri þjóðgarðinum er friðlandið við ströndina á milli Arnarstapa og Hellna þar sem finna má iðandi fuglalíf í bland við sérstakar stuðlabergsmyndanir. Til að fullkomna myndina gnæfir konungur svæðisins, Snæfellsjökull, yfir öllu á sinn kynngimagnaða hátt og lætur engan ósnortinn. Vatnshellir í Purkhólahrauni er einn af fjölmörgum hraunhellum á svæðinu en hann hefur nú verið gerður aðgengilegur með hringstigum sem lagðir voru af sjálfboðaliðum. Hellirinn sjálfur er um 200 m langur, skartar sérstæðum hraunmyndunum og mikilli lofthæð sem víðast hvar er um 10 m.
96 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Vesturbyggð
V
www.vesturbyggd.is
esturbyggð er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum og það vestasta á Íslandi og í Evrópu. Til Vesturbyggðar teljast byggðakjarnarnir Birkimelur á Barðaströnd, Bíldudalur og Patreksfjörður og sveitirnar Barðaströnd, Breiðavík, Hænuvík, Ketildalir, Látrar, Rauðisandur og Suðurfirðir. Fyrrum voru sex hreppar á suðursvæði Vestfjarða: Barðastrandahreppur, Ketildalahreppur, Patrekshreppur, Rauðasandshreppur, Suðurfjarðahreppur og Tálknafjarðarhreppur. Árið 1987, þann 1. júlí, voru Ketildalahreppur og Suðurfjarðahreppur sameinaðir í Bíldudalshrepp og þann 11. júní 1994 sameinuðust Bíldudalshreppur, Barðastrandahreppur, Patrekshreppur og Rauðasandshreppur í Vesturbyggð. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar, þann 29. maí 2010, voru tveir listar í framboði: Dlisti Sjálfstæðisflokks og S-listi Samstöðu. Niðurstöður kosninganna voru að D-listi fékk 280 atkvæði eða 55,1% og fjóra fulltrúa kjörna en hafði þrjá áður en S-listi fékk 228 atkvæði eða 44,9% og þrjá fulltrúa kjörna en hafði fjóra áður. Á kjörskrá voru alls 662, þar af 330 konur og 332 karlar. Greidd atkvæði voru 547, auðir seðlar 37 og ógildir seðlar 2. Kjörsókn var 82,6%. Forseti bæjarstjórnar er Friðbjörg Matthíasdóttir og bæjarstjóri er Ásthildur Sturludóttir.
Það er gaman á Rauðasandi!
Sveitarstjórnarmál | 97
Þann 1. janúar 2012 voru íbúar Vesturbyggðar 910 og íbúar Tálknafjarðarhrepps voru 276 eða 1.186 íbúar alls á suðursvæði Vestfjarða. Íbúum hefur fækkað mjög mikið hin síðari ár en nú eru teikn á lofti um að sú þróun kunni að vera að snúast við. Er það vegna mikilla umsvifa í kringum sjávarútveg, fiskeldi og námuvinnslu. Sjávarútvegur hefur alla tíð verið hryggjarstykkið í atvinnulífi sunnanverðra Vestfjarða. Rík saga útgerðar og verslunar einkennir svæðið, bæði á Bíldudal og Patreksfirði. Voru þessir staðir í fararbroddi á síðari hluta 20. aldar í útgerðartækni og fjölbreytni og hefur Patreksfjörður alla tíð verið miðstöð sunnanverðra Vestfjarða. Pétur Ólafsson og Ólafur Jóhannesson, kaupmenn á Patreksfirði og Pétur Thorsteinsson á Bíldudal voru frumkvöðlar sem byggðu upp samfélögin í upphafi. Þau spor sem þeir mörkuðu má enn sjá í samfélögunum. Í dag eru enn umsvifamikil fyrirtæki á svæðinu. Stærst er Oddi fiskvinnsla hf. á Patreksfirði og Íslenska kalkþörungafélagið sem er með starfsemi á Bíldudal. Unnið er að því að auka framleiðslu fyrirtækisins með stækkun á húsnæði og athafnasvæði. Eins hefur Fjarðalax hf. hafið fiskeldi í fjörðunum þremur, Patreksfirði, Arnarfirði og Tálknafirði. Vinnsluhús þeirra er á Patreksfirði. Arnarlax ehf. er ennfremur að undirbúa laxeldi í Arnarfirði á næstu misserum.
Horft yfir Keflavík og Rauðasand.
98 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Látrabjarg. Mannlífið í Vesturbyggð er blómlegt. Grunnskóli Vesturbyggðar starfar í þrem deildum; á Patreksfirði, Bíldudal og á Birkimel og eru nemendur eru 103. Á leikskólunum Arakletti á Patreksfirði og Tjarnarbrekku á Bíldudal eru um 50 börn og fer fjölgandi. Þá starfar framhaldsdeild frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN) á Patreksfirði síðan árið 2007 og hafa nú nokkrir nemendur útskrifast með stúdentspróf frá FSN. Við tilkomu framhaldsdeildarinnar urðu straumhvörf í samfélaginu, börn þurftu ekki að flytjast í burtu eftir að grunnskóla lauk. En algengt var að foreldrar fylgdu börnum sínum í burtu áður fyrr. Íþróttafélög og líknarfélög setja ennfremur mark sitt á samfélögin og leggja hönd á plóg við að bæta mannlífið með öflugu starfi og gjöfum til samfélagsins. Bíldudalur. Íþróttahúsin eru tvö og sundlaug og líkamsrækt eru á Patreksfirði. Þá eru tvær gamlar og einstakar sundlaugar á Laugarnesi á Barðaströnd og í Reykjafirði í Arnarfirði. Það er afar sérstök upplifun að heimsækja þær sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Sveitarfélagið rekur tvö bókasöfn, þrjú félagsheimili og tvær þjónustumiðstöðvar og félagsstarf fyrir aldraða er í boði bæði á Bíldudal og Patreksfirði. Hafnirnar eru þrjár og ferjusiglingar með Baldri milli Brjánslækjar og Stykkishólms eru sex sinnum í viku yfir vetrarmánuðina og oftar, yfir tvisvar sinnum á dag yfir sumartímann enda mikil umsvif sem kalla á greiðar samgöngur. Frá Bíldudal er áætlunarflug til sex sinnum í viku. Árlega er Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Patreksfirði og eru það 5 daga hátíðarhöld í byrjun júní. Þá er alþjóðlega stuttmyndahátíðin Skjaldborg haldin í bíóinu á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Annað hvert ár fagna íbúar Bíldudals á „Bíldudals grænum“, um miðjan júlí. Allar þessar hátíðir eru mjög vel sóttar af íbúum og gestum þeirra. Síðustu ár hefur ferðaþjónusta verið að eflast á sunnanverðum Vestfjörðum. Vin-
Sveitarstjórnarmál | 99 sælustu áfangastaðirnir eru að sjálfsögðu perlurnar Látrabjarg, Rauðasandur og Selárdalur. Nú er unnið að stofnun þjóðgarðs á Látrabjargi því svæðið hefur mikið verndargildi. Það er mikilvægt á heimsvísu enda eitt stærsta fuglabjarg heims. Bjargið er 441 m hátt og 14 km að lengd. Rauðasandur dregur nafn sitt af víðáttumiklum skeljasandsfjörum sem glóa sem gull í sólskini. Frá kaffihúsinu í Kirkjuhvammi er dásamlegt útsýni yfir Rauðasand, Látrabjarg og Snæfellsjökul við sjóndeildarhring. Rauðasandur er sögusvið eins frægasta bókmenntaverks 20. aldar, Svartfugls Gunnars Gunnarssonar. Í Selárdal í Arnarfirði er að finna verk listamannsins með barnshjartað, Samúels Jónssonar, sem eru ákaflega falleg og sérstök. Á Minjasafnið á Hnjóti er gaman að koma til að fræðast um menningu og sögu svæðisins. Hnjótur er eins konar „hlið“ að Látrabjargi og víkunum í kring, Kollsvík, Breiðavík og Látravík. Á Hnjóti er m.a. hægt að fræðast um eitt markverðasta björgunarafrek Íslandssögunnar þegar skipsverjum á breska togaranum Dhoon var bjargað er togarinn strandaði við Látrabjarg í desember árið 1947. Heimamenn sýndu gríðarlegt þrekvirki við björgunina við mjög erfiðar aðstæður. Í friðlandinu Vatnsfirði á Barðaströnd má feta í fótspor landnámsmannsins Hrafna-Flóka Vilgerðarsonar. Flóki nam land einhvern tíma í kringum 865 samkvæmt fornum ritum. Hann flutti með sér frændlið sitt og búfé og ætlaði að setjast að í nýja landinu. Rétt utan við bryggjuna á Brjánslæk, niðri við sjó, eru Flókatóftir. Þar eru friðlýstar rústir og segja munnmælin að Hrafna-Flóki hafi haft þar vetursetu með mönnum sínum. Landnáma greinir svo frá að í þá daga hafi Vatnsfjörður verið fullur af fiski og þeir félagar stundað veiðarnar svo stíft að ekkert varð úr heyskap. Leiddi þetta til þess að allt kvikfé þeirra drapst um veturinn. Þegar voraði gekk Flóki á Lómfell til að skoða landnám sitt. Sá hann þá fjörð fullan af hafís og segir sagan að upp frá því hafi landið verið kallað Ísland.
Bíldudals grænar.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri.
100 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Tálknafjarðarhreppur
T
www.talknafjordur.is
Dorgveiðikeppni á bæjarhátíð Tálknfirðinga.
álknafjörður er einn af suðufjörðum Vestfjarðarkjálkans, umlukinn tilkomumiklum fjallgörðum á báða vegu. Norður frá botni fjarðarins liggur þjóðbrautin um fjallið Hálfdán yfir til Arnarfjarðar en sunnan megin liggur fjallvegur um Mikladal yfir til Patreksfjarðar. Svæðið er afmarkað sveitarfélag sem stýrt er í nafni Tálknafjarðarhrepps og er hann sem eyland umlukinn Vesturbyggð til allra átta. Þungamiðju Tálknafjarðar er að finna í samnefndu bæjarfélagi þar sem í dag búa um 300 manns. Helstu atvinnuvegir eru útgerð, fiskvinnsla og fiskeldi ásamt alls kyns tengdri nýsköpun á því sviði. Bærinn er friðsæll og snyrtilegur og býr að sérstöku aðdráttarafli fyrir alla ferðamenn og hann er jafnframt einstaklega ákjósanlegur til búsetu fyrir fjölskyldufólk. Þar er til staðar öll nauðsynleg félagsleg þjónusta, sérstaklega fyrir þá sem eru að ala upp börn á grunnskólaaldri. Tálknafjarðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli sem frá árinu 2012 hefur verið rekinn undir merkjum Hjallastefnunnar. Í næsta nágrenni við skólabygginguna má finna íþróttahús bæjarins ásamt sundlaug. Að auki er nýbúið að reisa fallega kirkju, Tálknafjarðarkirkja, á áberandi stað og setur hún sterkan svip á ásýnd bæjarfélagsins
Sagan og byggðaþróunin Í hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps sitja: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti og framkvæmdastjóri Birna Sigurbjörg Benediktsdóttir varaoddviti Bjarnveig Guðbrandsdóttir Ásgeir Jónsson Björgvin Smári Haraldsson
Tálknafjörður er nefndur eftir landnámsmanninum Þorbirni „Tálkna“ frá Suðureyjum við Skotland, sem sagt er frá í Landnámu. Fjörðurinn býður upp á afar heppilegar hafnaraðstæður frá náttúrunnar hendi með miklu aðdýpi og tanga Sveinseyraroddans sem veitir gott skjól gegn úthafsöldunni. Á Suðureyri má finna elstu leifar um byggð á svæðinu eða þegar Norðmenn reistu og starfræktu þar hvalveiðistöð í kringum aldamótin 1900. Kaupfélag opnaði á Tálknafirði árið 1908. Þorpið tók þó ekki að byggjast upp af fullri alvöru fyrr en í kringum 1950. Um það leyti reis núverandi skólabygging ásamt félagsheimilinu Dunhaga við Sveinseyri. Fljótlega hófst síðan starfsemi hraðfrystihúss í landi Tungu og samhliða því óx byggðin hröðum skrefum en þó sýnu mest á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Á undanförnum árum hefur sjávarútvegurinn á staðnum notið mikillar og framsækinnar nýsköpunar á ýmsum sviðum. Þar hefur fiskeldi verið einn helsti vaxtarbroddurinn ásamt nýstárlegri hagnýtingu ýmissa sjávardýra sem ekki hafa verið mikið veidd til þessa.
Ferðaþjónusta Á ferð um Vestfirði er Tálknafjörður tilvalinn og aðlaðandi áningarstaður sem vert er að sækja heim. Miðsvæðis í plássinu er gistiheimilið Bjarmaland í hlýlegu og tvílyftu gömlu íbúðarhúsi. Við Sveinseyri er að finna mjög snyrtilegt og vel skipulagt tjaldstæði með góðri salernisaðstöðu og í næsta nágrenni við sundlaugina. Í miðri hlíðinni utan við bæinn, má síðan komast í hinn sanna og endurgjaldslausa unaðsreit „Pollinn“. Þar standa þrír misheitir pottar á opnu svæði ásamt búningsklefa og gera fótalúnum gestum kleift að slaka vel á með óhamda fegurð fjarðarins í forgrunni. Úti um allan Tálknafjörð má líka fylgja merktum gönguleiðum til allra átta og hæfa þær fólki á öllum aldri. Rétt fyrir utan fjörðinn má líka finna athyglisverða ferðamannastaði eins og Látrabjarg, Rauðasand og Selárdal í Arnarfirði en til allra þeirra er rétt um klukkustundar akstur. Fyrir þá sem kjósa sér allt aðra afþreyingu þá má nálgast góðar upplýsingar um slíkt inni á heimasíðunni: www.talknafjordur.is
Sveitarstjรณrnarmรกl | 101
Tรกlknafjรถrรฐur.
102 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Bolungarvíkurkaupstaður www.bolungarvik.is Ljósm. Elías Jónatansson
Í
Bolungarvík séð frá Óshyrnu - Traðarhyrna í baksýn.
Landnámu segir: „Þuríður sundafyllir ok Völusteinn son hennar, fóru af Hálogalandi til Íslands, ok námu Bolungarvík, ok bjoggu í Vatnsnesi, hon var því sundafyllir kölluð, at hon seiddi til þess, í hallæri á Hálogalandi, at hvert sund var fult af fiskum; hon setti ok Kvíarmið á Ísafjarðardjúpi, ok tók til á kollótta af hverjum bónda á Ísafirði. Synir Völu-Steins váru þeir Ögmundur og Egill.“ Bolungarvík hefur verið verstöð allt frá landnámi enda hafa miðin úti fyrir víkinni verið sjómönnum afar gjöful. Í Fóstbræðrasögu segir af ferð Þormóðar Kolbrúnarskálds til Bolungarvíkur um 1020, eftir fiski, er Bersi faðir hans átti þar. Þá segir í Sturlungu að í miklu hallæri 1236 fékkst fyrsta björg á Kvíarmiði við Ísafjarðardjúp. Á Kvíarmið var um tveggja klst. róður á sexæringi í logni, frá Bolungarvík, en þangað varð ekki róið á opnum áraskipum úr Djúpinu, annarsstaðar en frá Bolungarvík, þannig að í raun var ekki hægt að nýta Kvíarmið nema að gera út frá Bolungarvík. Kvíarmið eru fengsæl mið enn í dag . Þannig má rekja í gegnum aldirnar að Bolungarvík hefur verið verstöð/veiðistöð frá Landnámsöld. Áður en bærinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1974 var nafn hans Hólshreppur. Fyrstu marktæku tölur um íbúafjölda í hreppnum voru gerðar opinberar á öndverðri 18. öld með Jarðabók Árna Magnússonar prófessors og Páls Vídalín lögmanns. Í bókinni mátti sjá að íbúar í Hólshreppi árið 1703 voru 244, 182 í Bolungarvík og 62 í Skálavík, og skiptust þeir niður á 39 heimili, þar af 13 í Skálavík sem gerir rúmlega 6 manns á hvert heimili. Forvitnilegt er að sjá hvar fjölmennustu jarðirnar voru. Um 16 prósent allra íbúa hreppsins bjuggu á landareign Hóls eða 39 manns. Í dag er sóknarkirkja Bolvíkinga, Hólskirkja, kennd við þetta forna Höfuðból, en talið er að kirkja hafi verið reist þar ekki síðar en á síðari hluta 12. aldar. Um aldamótin 1200 var þar prestskyld kirkja. 13 manns voru skráðir á næst stærsta heimilið sem stóð á Ósi, og 11 manns bjuggu að Breiðabóli sem var stærsta heimilið í Skálavík. 12 manns bjuggu á tveimur heimilum á býli sem heitir Grundarhóll og liggur fyrir neðan Hól, og á Búðum voru fjögur heimili þar sem bjuggu 15 manns. Allar þessar jarðir voru sjávarjarðir og búseta þar mun algengari en á jörðum þeim sem lágu ofar í byggðinni. Þessar tölur eru því vitnisburður um mikilvægi sjósóknar í Bolungarvík um allar aldir. Íbúafjöldi í Hólshreppi hélst nær óbreyttur í tæp 150 ár eftir að manntali Árna og Páls lauk og urðu einungis smávægilegar sveiflur á milli ára. Byggðin í Hólshreppi árið 1801 var með sama sniði og einni öld áður. Engin breyting var á lögbýlum í hreppnum, fyrir utan tvö ný bæjarheiti í Bolungarvík; Árbæ og Búðarkot. Á síðari hluta 19 aldar fjölgaði fólki hratt í hreppnum og frá 1850-1890 fór fólksfjöldinn úr 242 í 387. Mest var fjölgunin þó frá 1890-1901 en þá fór fjöldinn úr 387 í 546. Á þessu tímabili fjölgaði því um 159 manns í hreppnum og er aðalástæða þess sú að á þessum árum var þéttbýli í fyrsta sinn tekið að myndast í Bolungarvík. Um aldamótin 1900 réru frá Bolungarvík mest 88 skip og höfðu í áhöfn um 300 sjómenn, en gert er ráð fyrir að auk þeirra hafi þar haft útræði um 160 menn. Það voru því á þeim tíma u.þ.b. 460 sjómenn í Bolungarvík. Rétt er að minnast stuttlega á tvo menn sem létu hvað mest að sér kveða í útgerð á síðustu öld. Fyrstan ber að nefna Pétur T. Oddsson. Ungur að árum hóf hann útgerð í Hnífsdal og gekk vel í fyrstu en eftir að halla tók undan fæti varð hann að láta skip sitt og útgerð af hendi. Í verstöðinni í Bolungarvík sá hann mikla möguleika og svo réðust hagir að hreppsnefnd Hólshreppar ákvað á fundi sínum árið 1891 að heimila Pétri búsetu í hreppnum og jafnframt féllst hún á að leigja honum nýreist skólahús til búsetu. Hann stofnaði sína eigin verslun árið 1900 en hafði fram að því verið eins konar milliliður
Sveitarstjórnarmál | 103
Snjóflóðavarnir undir Traðarhyrnu. fyrir útvegsmenn og kaupmenn þar sem hann keypti fisk, verkaði hann og seldi til kaupmanna. Árið 1904 reisti Pétur glæsilegasta hús síns tíma í bænum sem hýsti í senn verslun hans og íbúð fjölskyldunnar. Næstu áratugina blómstraði atvinnurekstur Péturs og óx ár frá ári. Helsta ástæðan fyrir eflingu reksturs hans var vitanlega vélbátaútgerðin sem var að stíga sín fyrstu skref á upphafsárum verslunarinnar og einnig það að markaðir fyrir saltfisk voru afar hagstæðir á fyrstu tveimur áratugum 20. aldarinnar. Útgerð, fiskikaup og fiskverkun voru helstu greinarnar í rekstri hans og í þeim skapaði hann atvinnu og bætti lífskjör margra, sem er ein helsta ástæða þess að íbúafjöldi í Hólshreppi tók snöggan kipp. Ekki eru til nákvæmar heimildir um auðæfi Péturs, en þess hefur verið getið, að árið 1916 hafi hrein eign hans numið um það bil hálfri milljón króna, sem var stórfé á þeim tíma. Þá ber að nefna Einar K. Guðfinnsson (f. 17. maí 1898). Eftir uppvöxt á Litlabæ við Skötufjörð gekk hann í farskóla en byrjaði snemma að sækja sjó og var háseti á sexæringi aðeins fjórtán ára gamall. Það var árið 1924 sem hann lét fyrst að sér kveða í Bolungarvík. Hann hafði þá búið í Hnífsdal um skeið og starfað við að taka á móti fiski fyrir Hæstakaupstað hf. Þegar honum svo bauðst að kaupa eignir Hæstakaupstaðar hf. í Bolungarvík ákvað hann grípa gæsina. Má geta þess að kaupverðið á eignunum var átján þúsund krónur. Þetta markaði upphafið að því sem síðar átti eftir að verða eitt stærsta fyrirtæki landsins á sinni samtíð. Árin eftir fyrri heimsstyrjöldina voru íslenskum sjávarútvegi afar erfið og verslun Péturs Oddsonar átti erfitt uppdráttar. Auðævi Péturs tóku þá að rýrna allmikið. Á þessum tíma hafði Einar K. Guðfinnsson byggt upp atvinnurekstur sinn og þrátt fyrir ýmsar hindranir, líkt og gengishækkun íslensku krónunnar og bág lánakjör, náði hann að standa erfiðleikana af sér. Að hans eigin sögn var það stofnun Fisksölusamlags Vestfjarða og síðan Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda sem var honum mikil búbót en samtök þessi veittu fiskkaupendum sem áttu að þeim aðild mikið öryggi. Kaup Einars á eignum úr dánarbúi Péturs Oddssonar, en hann lést árið 1931, mörkuðu þáttaskil í rekstri hans. Aðstaða hans til fiskverkunar batnaði og því fékk hann tækifæri til að bæta útgerð sína svo um munaði. Skömmu síðar bættust við þrír nýir bátar í útgerð
Ljósm. Baldur Smári Einarsson
Elías Jónatansson er bæjarstjóri í Bolungarvík en auk hans skipa bæjarstjórn Bolungarvíkur þau: Baldur Smári Einarsson, formaður bæjarráðs Jóhann Hannibalsson Ketill Elíasson María Elísabet Jakobsdóttir, forseti bæjarstjórnar Víðir Benediktsson og Ylfa Mist Helgadóttir
Ljósm. Elías Jónatansson
104 | Ísland – Atvinnuhættir og menning hans en það var þó ekki fyrr en á stríðsárunum sem rekstur Einars náði að rétta sig af vegna kreppuáranna. Á næstu árum og áratugum var fyrirtækið Einar Guðfinnsson hf. í hópi umsvifamestu fyrirtækja landsins og gegndi lykilhlutverki í uppbyggingu Hólshrepps og síðar Bolungarvíkurkaupstaðar, hvort sem litið er til útgerðar, fiskvinnslu eða verslunar, en fyrirtækið rak stórverslun samhliða útgerðinni. Uppbygging Bolungarvíkur er þó svo samofin Bolungarvíkurhöfn að öllum má vera ljóst að ef höfnin hefði ekki verið byggð upp þá hefði byggð í Bolungarvík aldrei náð að þróast í þá veru að staðurinn yrði kaupstaður. Ef ekki hefði tekist að byggja upp örugga höfn hefði það væntanlega riðið byggðinni að fullu. Eftir öran vöxt á 20. öldinni þar sem tækninýjungar, atvinnusköpun og fólksfjölgun voru áberandi fékk hreppurinn kaupstaðarréttindi árið 1974 og hét hann upp frá því Bolungarvíkurkaupstaður. Sú regla var í gildi á þeim tíma að sveitarfélag gat sótt um kaupstaðaréttindi til Alþingis þegar íbúafjöldi þess taldi 1.000 manns eða meira.
Horft til framtíðar
Ljósm. Elías Jónatansson
Markaðshelgi í Bolungarvík.
Eftir erfiðleika á 9. áratug 20. aldar hefur Bolungarvík rétt sig af hægt og bítandi á þeirri 21. Þrátt fyrir íbúafækkun í kaupstaðnum hefur bærinn haslað sér völl á fræðasviðinu og hýsir nú meðal annars fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum þar sem framhaldsnemar við Háskólann geta komið og unnið að verkefnum undir handleiðslu sérfræðinga. Verkefnin tengjast þá oft sviðum sem Vestfirðir hafa sérstöðu í eins og sjávarlíffræði eða sjávarútvegsfræði. Í kaupstaðnum eru einnig höfuðstöðvar Náttúrustofu Vestfjarða sem hefur umsjón með náttúrufræðirannsóknum í fjórðungnum og Náttúrugripasafni Bolungarvíkur. Þar getur að líta stærsta fuglasafn á landinu en jafnframt er þar að finna fjölda uppstoppaðra spendýra. Safnið er einnig sögulegt yfirlit yfir náttúru Vestfjarða. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Bolungarvík á undanförnum árum. Árið 2008 var hafist handa við gerð jarðgangna í gegnum Óshyrnu, Arafjall og Búðarhyrnu um fimm kílómetra leið að Hnífsdal á hinum endanum. Göngin hafa gríðarlega þýðingu fyrir Bolvíkinga sem og nágrannasveitarfélög en ekki síður fyrir aðra Íslendinga sem vilja gera sér heimsókn vestur. Göngin leysa af veginn um Óshlíð sem hefur í áraraðir, sérstaklega að vetri til, þótt einn hættulegasti vegur landsins, þrátt fyrir miklar öryggisumbætur á ofanverðri 20. öld, en snarbrött hlíðin gerir grjóthrun og snjóflóð tíðari en ella. Göngin hafa þó haft djúpstæðari þýðingu fyrir heimamenn að því leyti að þau hafa fært nágrannabæi á Vestfjörðum nær Bolungarvík, sem kann að hljóma einkennilega. Umferð hefur stóraukist á milli bæjana og sækja menn nú í auknum mæli til Bolungarvíkur til að sækja þjónustu þótt Bolvíkingar sæki auðvitað ennþá meiri þjónustu um göngin. Á sama tíma hófst bygging snjóflóðavarnagarðs í hlíðum Traðarhyrnu við efsta hluta bæjarins. Garðurinn er mikið mannvirki og er mikilvægur þáttur í íbúaöryggi í bænum. Ennþá er það þó útgerðin og fiskvinnslan sem bera hitann og þungann af atvinnurekstri í Bolungarvík. Þar eru nú öflug útgerð og þá sérstaklega minni báta. Bolvískir bátar eru yfirleitt á meðal þeirra aflahæstu á landinu í sínum stærðarflokki. Í Bolungarvík er líka rekin stór fiskvinnsla og tveir fiskmarkaðir eru þar starfandi. Staðurinn nýtur nú enn betur en áður nálægðar sinnar við fiskimiðin, ekki síst vegna stórhækkandi olíuverðs. Þá hefur þjónusta við ferðamenn aukist mikið með tilkomu farþegabáta sem fara í ferðir til Jökulfjarða, um Ísafjarðardjúp og víðar. Sjóstangveiði erlendra ferðamanna er orðin afar vinsæl og eykst ár frá ári enda liggur staðurinn einstaklega vel við góðum fiskimiðum. Óhætt er að fullyrða að nánast allt atvinnulíf bæjarins tengist höfninni með einhverjum hætti.
Bolungarvíkurhöfn
Frá sjómannadegi.
Á borgarafundi árið 1911 var samþykkt að hefja þegar í stað byggingu brimbrjóts sem skyldi vera 100–120 metrar á lengd. Hafnarumbætur voru þegar þarna var komið sögu orðnar brýnasta nauðsyn. Fram að því hafði sterk norðaustan áttin gert lendinguna afar erfiða og jafnvel hættulega skipum og mönnum en víkin er mjög berskjölduð í þeirri átt. Fjallgarðar umlykja bæinn allt um kring en skilja eftir víðáttumukið op í norðaustur. Skipafloti Bolvíkinga var auk þess vaxinn heimahöfn sinni yfir höfuð en árið 1902 var báturinn Stanley frá Ísafirði keyrður, fyrstur allra íslenskra báta, með vélarafli. Báturinn var gerður út frá Bolungarvík og á næstu árum var nær allur fiskiskipafloti þorpsins orðinn vélvæddur. Brimbrjótnum nýja var því ætlað það verk að veita skipum bæjarins, sem og aðkomuskipum, öruggara skjól en áður og gera lendinguna bærilegri. Þegar byggingu
Sveitarstjórnarmál | 105
Bolungarvíkurhöfn.
Ljósm. Elías Jónatansson
Ljósm. Sigurjón J. Sigurðsson
fyrsta hluta brjótsins lauk var hann þó ekki nema 30 metrar en var fljótlega lengdur. Hann fékk fyrst að finna fyrir náttúruöflunum árið 1915 þegar úthafsalda hjó stórt skarð í hann sem varð til þess að ytri hluti hans skemmdist allnokkuð. Nokkurs ágreinings gætti meðal bæjarbúa hvaða stefnu skyldi taka í kjölfarið en að lokum var þó ákveðið að halda gerð brjótsins áfram samkvæmt áætlun. Árið 1927 var Brjóturinn lengdur um 57 metra í einum áfanga. Steinnökkva var þá sökkt við enda hans og hann fylltur grjóti. Nökkvinn reyndist ekki nægilega sterkur þrátt fyrir viðgerðir og viðbætur árin á eftir og því fór svo að veturinn 1934–1935 urðu á honum miklar skemmdir svo að hnullungar og brot úr honum bárust inn í höfnina. Brjóturinn ætlaði því að reynast Bolvíkingum mikil þrautaganga vegna hins mikla viðhalds sem hann þurfti en endurbótum vegna atburðanna veturinn 1934–1935 lauk árið 1939. Á stíðsárunum var ekkert unnið við brjótinn. Það var svo á sjöunda áratugnum sem Brjóturinn, og í raun allt hafnarsvæðið í Bolungarvík, tók stakkaskiptum. Árið 1960 hófst svo umfangsmikil viðgerð að nánast var um að ræða algjöra endurbyggingu. Árið 1968 var svo byggður nýr brimvarnargarður er nefnist nú Grundargarður. Nær hann frá landi og liggur til móts við Brjótinn. Við byggingu hans voru gerðar ítarlegar rannsóknir á hafnarsvæðinu, s.s. straum- og öldumælingar ásamt botnrannsóknum, sem var að sjálfsögðu höfninni til enn meiri bóta. Þegar hinn nýi brimvarnargarður var tilbúinn varð hafnarsvæðið skjólsælla en áður og á árunum 1978–1980 var byggður viðlegukantur fyrir loðnuveiðiskip. Eftir að ósk barst til stjórnvalda frá hafnarnefnd Bolungarvíkur um að bæta þyrfti aðstöðu stærri fiskiskipa, s.s. togara og loðnuveiðiskipa, voru gerðar líkantilraunir af Bolungarvíkurhöfn. Þessar tilraunir leiddu til þess að ákvörðun var tekin um að byggja brimvarnargarð utan við brjótinn og fram fyrir hann. Garðurinn er mikið mannvirki og stóð bygging hans yfir frá 1991–1993. Höfnin í Bolungarvík varð eftir það mun öruggari en áður og eru aðstæður eins og best verður á kosið, bæði hvað varðar innsiglingu og legu skipa. Ýmsar endurbætur og nýjar framkvæmdir hafa verið unnar á höfninni síðan til að bæta aðstöðu og þjónustu við fiskiskip, bæði heimaflotann sem aðkomubáta, enda hefur höfnin verið afar arðbær, kaupstaðnum og bæjarbúum til heilla. Miklir umbrotatímar voru á Íslandi á 20. öld og er Bolungarvík þar engin undantekning. Bærin óx frá því að vera verstöð í virðulegan kaupstað á einungis 72 árum frá því að vél var sett í bátinn Stanley. Allt fram á 9. áratuginn var uppgangur mjög hraður og mikið og blómlegt mannlíf einkenndi bæinn. Í dag horfa Bolvíkingar björtum augum á framtíðina. Aukin fiskgengd og aukinn afli hafa ávallt verið Bolungarvík til framdráttar og þannig verður það áreiðanlega áfram. Með stórbættum samgöngum og tryggingu á öryggi íbúanna á staðurinn ótal tækifæri til að eflast og dafna um ókomna tíð.
Bolungarvíkurgöng opnuð 25. september 2010.
106 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Ísafjarðarbær
S
www.isafjordur.is
veitarfélagið varð til við sameiningu Þingeyrarhrepps, Mýrahrepps, Mosvallahrepps, Flateyrarhrepps, Suðureyrarhrepps og Ísafjarðarkaupstaðar árið 1996. Sveitarfélagið er stórt að flatarmáli, nær frá Langanesi í Arnarfirði í suðri og allt yfir friðland Hornstranda í norðri. Íbúar sveitarfélagsins voru rúmlega 3.800 talsins í ársbyrjun 2012.
Skólar og menntun Ísafjarðarbær er fjölkjarna sveitarfélag og eru grunn- og leikskólar reknir í fjórum af fimm byggðarkjörnum þess. Virkar almenningssamgöngur og skólaakstur tryggja aðgengi allra barna í sveitarfélaginu að skóla við sitt hæfi, í nærumhverfi sínu. Tónlistarskóli Ísafjarðar rekur nú útibú í byggðarkjörnum Ísafjarðarbæjar, auk öflugrar og fjölbreyttrar kennslu á Ísafirði. Þar er einnig starfsræktur Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar í nýuppgerðu Edinborgarhúsi þar sem dans- og tónlistarkennsla er fyrirferðarmest. Í íþróttakennslu hafa íbúar verið ófeimnir við að feta ótroðnar slóðir og hefur samstarf Héraðssambands Vestfirðinga við Ísafjarðarbæ vakið athygli á landsvísu og nýstofnaður íþróttaskóli sambandsins er ný og spennandi nálgun í íþróttakennslu barna í fyrstu bekkjum grunnskóla. Menntaskólinn á Ísafirði hóf starfsemi árið 1970 og sækja hann nemendur af öllum norðanverðum Vestfjörðum. Boðið er upp á almennt bóknám og spennandi verknámsbrautir. Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur boðið upp á símenntun og námskeiðahald fyrir íbúa í sveitarfélaginu. Háskólasetri Vestfjarða hefur vaxið fiskur um hrygg á örfáum árum og er haldið úti metnaðarfullu mastersnámi í haf- og strandsvæðastjórnun sem notið hefur mikilla vinsælda, sérstaklega meðal erlendra nemenda sem sett hafa svip sinn á bæjarlífið á undanförnum árum.
Ísafjörður.
Sveitarstjórnarmál | 107
Gamla sjúkrahúsið. Safnahúsið við Eyrartún á Ísafirði.
Menningarlíf og söfn Menningarlíf á svæðinu hefur alla tíð verið öflugt, en tekið ákveðnum stakkaskiptum síðasta áratuginn. Sveitarfélagið ber gæfu til að hafa alið af sér atorkusamt fólk sem hefur unnið þrekvirki í að koma gríðaröflugum bæjar- og menningarhátíðum á fót. Má þar nefna fjölskylduhátíðir eins og Sæluhelgina á Suðureyri og Dýrafjarðardaga á Þingeyri, tónlistarhátíðirnar Við Djúpið og Aldrei fór ég suður og leiklistarhátíðina Act alone, að ógleymdum gamalgrónum menningarhátíðum eins og Skíðavikunni á Ísafirði. Hátíðir þessar og fleiri til hafa vakið athygli á bæjarfélaginu víða um land og sækja hundruð eða þúsundir gesta þær á hverju ári.
Byggingalist og skipulagsmál Í öllum fimm byggðarkjörnum Ísafjarðarbæjar má finna kjarna gamalla húsa sem öðlast hafa nýtt líf á undanförnum árum og áratugum. Komist hefur í móð að gera upp gömul hús í sem upprunalegustu mynd og aflagður er sá siður að rífa allt sem rifnar til að koma nýjum húsum að. Þessarar lensku varð fyrr vart fyrir vestan en víða annars staðar og njóta heimamenn og gestir því heilsteyptrar götumyndar í eldri hlutum bæjanna. Segja má að upphaf þessa megi rekja til varðveislu og endurbóta á elstu húsaþyrpingu landsins, Neðstakaupstað á Ísafirði. Þar standa fjögur hús frá 18. öld, tvö þeirra eru íbúðarhús en hin tvö hýsa Byggðasafn Vestfjarða og sjávarréttaveitingastað. Laðar þessi þyrping til sín þúsundir gesta á ári hverju sem ganga milli húsa, skoða markverðar minjar og gamla báta sem mislangt eru komnir í endurreisn sinni. Morrinn, atvinnuleikhús ungs fólks í Ísafjarðarbæ, sýnir forna menningu og atvinnuhætti og starfsmenn Byggðasafns Vestfjarða sólþurrka saltfisk að gömlum sið á reit safnsins sem heimamenn og gestir geta síðan keypt vægu verði. Nokkur af eldri stórhýsum Ísafjarðar hafa fengið ný hlutverk. Edinborgarhúsið, þar sem í heila öld var rekin verslun og verkað sjávarfang af ýmsu tagi, hefur verið tekið rækilega í gegn og hýsir nú menningarstarfsemi, veitingarekstur, ráðstefnuhald og ferðaþjónustu. Gamla sjúkrahúsið sem Ísafjarðarkaupstaður reisti á eigin reikning á sínum tíma hefur alltaf verið bæjarprýði þar sem það stendur eitt á miðju túni. Það hefur fengið nýtt hlutverk sem safnahús og hýsir nú bókasafn, skjalasafn, listasafn og ljósmyndasafn. Á Flateyri hefur gamla pakkhúsið svokallaða verið flutt í miðju bæjarins og stendur endurreisn þess yfir.
Turnhúsið í Neðstakaupstað þar sem er elsta húsþyrping landsins og aðsetur Byggðasafns Vestfjarða.
108 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Ósnortin náttúra Vestfjarða laðar til sín fjölda ferðamanna.
Mýrarbolti á sívaxandi vinsældum að fagna.
Skíðasvæðin eru sannkölluð paradís skíðamanna. Einkaaðilar í sveitarfélaginu hafa verið duglegir við að gera upp gömul hús. Faktorshúsið í Hæstakaupstað hefur verið fært í upprunalega mynd og er þar nú rekið kaffihús með brúðarsvítu á efri hæð. Gamla spítalann og Simbahöllina á Þingeyri má einnig nefna sem dæmi um vel heppnaða og metnaðarfulla endurbyggingu einkaaðila og spennandi hugmyndir eru um endurreisn horfinna húsa á Suðureyri við Súgandafjörð. Skipulagsmál hafa verið í mikilli endurskoðun í sveitarfélaginu á undanförnum árum og algerlega ný nálgun var tekin í vinnu við aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Sá háttur var hafður á að hagsmunaaðilum var gefinn kostur á að taka þátt í vinnunni sjálfri og móta skipulagið áður en tillaga var auglýst, en áður hafði almenningi einungis gefist kostur á athugasemdum síðar í ferlinu. Vakti þessi nálgun mikla athygli og fengu Ísafjarðarbær og Teiknistofan Eik skipulagsverðlaun Skipulagsfræðingafélags Íslands fyrir vinnuna. Fyrirkomulagið var síðan yfirfært á deiliskipulagsvinnu í sveitarfélaginu og gefst öllum áhugamönnum nú tækifæri á að koma fyrr að málum en áður.
Íþróttir og útivist Varla er hægt að hugsa sér betri stað til útiveru en Ísafjarðarbæ. Enginn þarf að kvarta undan plássleysi og eru fjölbreyttar gönguleiðir fyrir jafnvel úthaldsmestu göngugarpa. Vestfirsku fjöllin heilla margan skíðamanninn sem leggur leið sína vestur til að renna sér niður brekkur Tungudals eða ganga um á besta gönguskíðasvæði landsins í Seljalandsdal. Fyrir þá svig- eða gönguskíðamenn sem kunna illa við troðnar slóðir er ekki hægt að hugsa sér betra svæði en norðanverða Vestfirði. Gamlar akstursleiðir yfir fjöll og firnindi gefa fólki færi á því að renna sér niður nokkurn veginn hvaða fjallshlíð sem er, eða ganga á milli fjarða og bæja þá leið sem henta þykir hverju sinni. Heimamenn vita vel af þessu og hafa undanfarin ár boðið ævintýrafólki upp á skíðaferðir á skútu til Jökulfjarða þar sem viðskiptavinum gefst tækifæri á ógleymanlegri upplifun í hreinni náttúru friðlands Hornstranda. Elsta skíðagöngumót landsins, Fossavatnsgangan, hefur heldur betur haft vind í seglin á undanförnum árum. Er svo komið að mótið dregur að afreksfólk á gönguskíðum víða að af Norðurlöndum, sem og hinn hefðbundna vestfirska gönguskíðagarp – sem keppa saman á þessari skemmtilegu gönguleið. Íþróttalíf í sveitarfélaginu er ótrúlega fjölbreytt og hafa bættar samgöngur milli byggðarkjarna og til nærsveitunga í Bolungarvík boðið upp á alls kyns samvinnu íþróttafélaga. Þannig hafa Ísfirðingar og Bolvíkingar haldið úti sameiginlegum meistaraflokki karla í knattspyrnu sem hefur átt góðu gengi að fagna á undanförnum árum og alið af sér afreksmenn í íþróttinni. Þetta samstarf íþróttafélaga kristallast sennilega best í Héraðssambandi Vestfirðinga og áðurnefndu samstarfi þeirra við Ísafjarðarbæ sem felur í sér þátttöku aðildarfélaga í ýmiss konar samfélagsverkefnum gegn fjárframlagi.
Sveitarstjórnarmál | 109
Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar forseta. Sú íþróttagrein sem hefur líklega verið í hvað hröðustum vexti vestur á fjörðum er sennilega sú undarlegasta; mýrarbolti. Árlega er haldið Evrópumeistaramót í þessari áhorfendavænu íþróttagrein sem dregur fjölda gesta og fjölmiðlamanna í Tungudal til að sjá fullorðið og sómakært fólk velta sér eins og svín upp úr drullunni, sjálfum sér og öðrum til ánægju og yndisauka.
Umhverfismál Náttúra Vestfjarða er hrein og ósnortin og hættir fólki til að taka því sem sjálfsögðum hlut. Svo er ekki lengur og hafa íbúar svæðisins ráðist í allsherjar naflaskoðun á neysluvenjum sínum og hegðun og hefur mikill árangur náðst í umhverfismálum á liðnum árum. Sorpmál hafa verið tekin til gagngerrar endurskoðunar og flokkun endurvinnanlegs úrgangs stóraukin svo nefnt sé dæmi. Reglulegar fjöruhreinsanir, átak í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins og námskeiðahald í umhverfismálum má nefna sem dæmi um starf sem unnið er í málaflokknum. Íbúar sveitarfélagsins átta sig á sérstöðu svæðisins sem náttúruperlu og vilja viðhalda henni.
Atvinnulíf Atvinnulíf í Ísafjarðarbæ hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratugum. Eins og víða í strandbyggðum landsins hafa umsvif sjávarútvegs dregist saman vegna minnkandi afla, bættrar tækni og tilfærslu aflaheimilda. Íbúar hafa mætt þessum breytingum með því annars vegar að auka virði sjávarfangs með betri og frumlegri nýtingu, og hins vegar með því að færa út kvíarnar og auka hlutdeild sína í öðrum atvinnugreinum, meðal annars ferðaþjónustu. Talsverður árangur hefur náðst á mörgum sviðum, til dæmis í móttöku skemmtiferðaskipa en farþegar þeirra hafa verið kærkomin innspýting í ísfirskt hagkerfi og hafnargjöld af skipunum hafa fyllt að hluta upp í það gat sem fækkun fiskiskipa myndaði. Hróður Ísafjarðarbæjar og Vestfjarða allra hefur spurst út víða um lönd og árið 2011 voru Vestfirðir valdir sem einn af 10 áhugaverðustu áfangastöðum heims af hinni virtu ferðahandbók Lonely Planet. Þá var rokkhátíðin Aldrei fór ég suður valin einn þriggja bestu viðburða ársins af sömu bók og Suðureyri var besti áfangastaður Íslands árið 2009 að mati ferðahandbókarinnar Frommer´s. Ferðaþjónusta er ung atvinnugrein í Ísafjarðarbæ. Mikið verk er fyrir höndum ef greinin á að geta verið ein meginstoða í atvinnulífi svæðisins, en allir eru sammála um að tækifærin eru mörg. Vestfirðingar hafa löngum þótt frjóir í hugsun og sést það vel í þeirri nýsköpun sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu. Hafa ferðaþjónar verið ófeimnir við að feta nýjar leiðir til að undirstrika þá sérstöðu sem svæðið hefur. Sú tilhneiging íbúa á norðanverðum Vestfjörðum að hugsa út fyrir rammann hefur áður reynst vel. Meðal nýjunga í atvinnulífi landsmanna sem orðið hafa að veruleika á Ísafirði má nefna vélbátaútgerð og rækjuvinnslu, sem síðar náðu fótfestu á landsvísu. Hvaða sproti það verður sem næst sprettur upp úr vestfirsku hugviti og verður að stórri atvinnugrein er ómögulegt að segja. Það mun framtíðin leiða í ljós.
Kajakróður í stórfenglegri náttúru Hornstranda er mögnuð upplifun.
Copyright: dalish
110 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Sveitarstjórnarmál | 111
S
Skagaströnd www.skagastrond.is
veitarfélagið var stofnað árið 1939 undir heitinu Höfðahreppur. Nafnaskipti voru höfð á því árið 2006 en þá var, eftir íbúakosningu um málið, tekið upp nafnið Sveitarfélagið Skagaströnd.
Byggðaþróun og atvinnulíf Þegar kom fram á fyrsta áratug 20. aldar var byggðarkjarni að byrja að myndast í kringum verslunarhús og fiskverkun. Á Skagaströnd var þó, auk verslunarbygginga, fyrst og fremst um þurrabúðir að ræða og byggð óx hægt. Með bættri hafnaraðstöðu um 1940 varð útgerð og fiskvinnsla grunngerð atvinnulífs og hefur verið það síðan. Á árabilinu 19942005 var landvinnslu sjávarafla hætt og bæði fiskvinnslu og rækjuvinnslu lokað. Löndun sjávarafla og afgreiðsla hans um fiskmarkað er hins vegar orðin öflug atvinnugrein til hliðar við útgerð og sjómennsku.
Íbúar Á undanförnum 20 árum hefur íbúum fækkað úr um 700 niður í um 500 íbúa.
Nútíminn og framtíðin Verkefni og hlutverk sveitarfélagsins eru afmörkuð af þeim lögum og reglugerðum sem gilda almennt um sveitarfélög. Auk þess hefur sveitarfélagið styrkt ýmis verkefni sem tengjast atvinnumálum eða almennum samfélagsmálum. Stuðningur við stofnun listamiðstöðvar, uppbyggingu Spákonuhofs, Kántrýseturs og líftæknifyrirtækisins BioPol hefur á síðustu árum meðal annars verið hluti af slíkum menningar- og atvinnulífsverkefnum. Sveitarfélagið hefur leitast við að styrkja þá þjónustuþætti sem bæta búsetuforsendur og hefur m.a. samið við RARIK um lagningu hitaveitu til Skagastrandar sem verður lögð á árunum 2013-2014.
Mannauður og starfsmannafjöldi Starfsmannafjöldi er um 50 og hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár. Stefna sveitarfélagsins hefur verið að auka mannauð í starfsmannahaldi og hjá íbúum almennt.
Velta og hagnaður Heildartekjur samstæðu sveitarfélagsins á árinu 2010 voru 459 milljónir, þar af námu skatttekjur 209 milljónum og framlög jöfnunarsjóðs 68 milljónum. Heildargjöld samstæðu voru 451 milljón á því ári en af því var launakostnaður samtals 227 milljónir. Fjárhagsleg staða sveitarfélagsins er frekar sterk þar sem einu langtímaskuldir þess eru vegna félagslegra íbúða en handbært fé ríflega þrefaldar skatttekjur sveitarsjóðs.
Stjórn Í sveitarstjórn Skagastrandar sitja 5 fulltrúar sem kjörnir eru skv. lögum um kjör til sveitarstjórna. Í sveitarstjórn 2010-2014 eru: Adolf H. Berndsen oddviti Halldór G. Ólafsson Jensína Lýðsdóttir Jón Ólafur Sigurjónsson og Péturína L. Jakobsdóttir. Sveitarstjóri er Magnús B. Jónsson
112 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Skagafjörður
S
www.skagafjordur.is
kagafjörður liggur austan við Skaga og vestan við Tröllaskaga á Norðurlandi. Hann er um 40 km langur og fullir 30 km á breidd á milli Húnsness á Skaga og Straumness innan við Fljótavík. Fram í botn Skagafjarðar gengur Hegranes með breiðum víkum til beggja hliða. Fjörðurinn er djúpur og býr að greiðri siglingaleið og á honum eru þrjár eyjar, Drangey, Málmey og Lundey. Undirlendi er mikið í héraðinu og inn af botninum gengur sá mikli Skagafjarðardalur, breiður og grösugur. Dalurinn er umkringdur svipmiklum fjöllum, en þar eru nafnkenndustu tindarnir Mælifellshnjúkur, Tindastóll og Glóðafeykir. Aðalhéraðið er um 50 km langt en klofnar síðan inn í hina þröngu Skagafjarðardali sem ganga langt inn að hálendi. Helsta vatnsfall Skagafjarðar er Héraðsvötn, mynduð tveimur jökulám sem koma undan Hofsjökli og falla til sjávar í tveimur kvíslum sitt hvoru megin við Hegranesið.
Sveitarfélagið Skagafjörður Árið 1998 sameinuðust 11 hreppar í héraðinu undir nýju nafni Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Heildaríbúafjöldi er rétt rúmlega 4.100, en rúmlega helmingur þeirra býr á Sauðárkróki, sem er fjölmennasta bæjarfélag svæðisins og miðstöð þjónustu í héraðinu. Næst stærsta byggðarlagið er að finna á Hofsósi sem telur um 200 íbúa, en þar er um að ræða elsta verslunarstað Skagfirðinga. Aðrir helstu þéttbýliskjarnar eru Varmahlíð sem er vinsæll áningarstaður ferðamanna og kirkjustaðurinn Hólar í Hjaltadal sem er frægur að fornu og nýju og fyrrverandi höfuðstaður Norðurlands. Sveitarfélagið leggur mikinn metnað í að þjóna íbúum og fyrirtækjum í Skagafirði með fjölþættri þjónustu ásamt því að uppfylla allar lögboðnar skyldur. Meginstefnan er að sinna dyggilega þörfum heildarinnar en gæta þess að hver einstaklingur fá notið sín sem best í samfélaginu.
Heilbrigt og fjölskylduvænt samfélag Sveitarfélagið Skagafjörður er sérlega fjölskylduvænt samfélag þar sem heilbrigt mannlíf og lífleg menning blómstrar og vel er hlúð að menntun á öllum skólastigum. Á svæðinu eru nú reknir leikskólar og grunnskólar á Sauðárkróki, Varmahlíð, Hólum í Hjaltadal, Hofsósi og Sólgörðum í Fljótum auk Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Tónlistarskóla Skagafjarðar, Háskólans á Hólum og Farskólans. Sveitarfélagið leggur jafnframt ríka áherslu á að börn og fullorðnir geti iðkað heilbrigðar íþróttir og útiveru við bestu hugsanlegar aðstæður. Í sveitarfélaginu eru fullkomin íþróttamannvirki, líkamsræktarstöð, sex sundlaugar, golfvellir og gervigrasvellir, ásamt íþróttavelli og fyrirtaks skíðasvæði.
Sagan og menningin Skagafjörður hefur löngum verið margrómaður sem eitthvert glæsilegasta hérað landsins, þar sem náttúran, sagan og menningin eru samofin í órofna heild. Svæðið er eitthvert annálaðasta hrossaræktarhérað landsins. Ferðafólk getur komist í skipulagða útreiðartúra, séð hestasýningar, auk þess að kynna sér Sögusetur íslenska hestsins að Hólum. Safnamenning er mjög blómleg, en hún styður vel við ýmis athyglisverð kennileiti ásamt markverðum stöðum sem tengjast t.d. sögusviði Grettissögu eða Sturlungu. Héraðið geymir mikinn fjölda náttúruminja og friðlýstra svæða sem rekja ættir sínar allt aftur til Þjóðveldisaldar. Ef litið er nær í tíma er líka forvitnilegt að heimsækja Hofsós og Hóla í Hjaltadal þar sem finna má vel varðveittar byggingar frá 18. öld. Þess ber að geta að Sögufélag Skagfirðinga er elsta héraðssögufélag landsins og hefur starfað óslitið síðan 1937.
Sveitarstjórnarmál | 113
Skagafjörður er einnig mikið matvælahérað þar sem fjölbreyttur landbúnaður og öflug vinnsla sjávarafurða mætast undir einu merki. Veitingahús leggja sig fram við að galdra fram gómsæta rétti úr skagfirskum hráefnum og kynna þá fyrir ferðamönnum. Í tengslum við þetta er nú í gangi þróunarverkefni sem ber heitið „Matarkistan Skagafjörður”. Meginmarkmið þess er að auka þátt skagfirskrar matarmenningar í veitingaframboði á svæðinu, þannig að gestir geti bæði öðlast reynslu af gæðahráefni og svæðisbundinni menningu.
Afþreying og afslöppun Innan um óhamda náttúrfegurð Skagafjarðar má einnig upplifa óþrjótandi afþreyingarmöguleika. Víða er hægt að renna fyrir fisk, halda í gönguferðir í fallegri náttúrunni og slaka síðan á í sundlaugunum og heitum pottum. Flúða- og fljótasiglingar á jökulánum eða sigling út í Drangey er upplifun sem seint líður úr minni. Að kvöldi dags er síðan notalegt að sitja í kyrrðinni við spegilsléttan vatnsflöt og fylgjast með tilhugalífi fuglanna, en svæðið er mikið gósenland fuglaskoðara hvaðanæva að úr heiminum. Þjóðleið 1 gengur í gegnum Skagafjörð við Varmahlíð en þaðan er innan við hálftíma akstur til Sauðárkróks, Hóla eða Hofsóss. Gistimöguleikar eru sniðnir að þörfum hvers og eins, en þar er hægt að velja um hótel, gistiheimili, sveitagistingu, sumarbústaði, tjaldsvæði, svefnpokapláss eða fjallaskála svo eitthvað sé nefnt.
Mannlífið og tíðarandinn Skagfirðingar hafa löngum verið kunnir af kröftugu félagslífi og sérlega öflugri tónlistarog söngmenningu sem er þeim hreinlega í blóð borin. Til merkis um það er líflegt kórastarf, t.d. hjá Karlakórnum Heimi, Rökkurkórnum og Skagfirska kammerkórnum auk fjölmargra kirkjukóra og sönghópa víða um héraðið, en þar eru Álftagerðisbræður hvað þekktastir. Frægasti popptónlistarmaður héraðsins verður síðan að teljast Geirmundur Valtýsson, konungur skagfirsku sveiflunnar, en á síðari árum hafa nýjar hljómsveitir eins og Contalgen Funeral og Funk That Shit látið sífellt meira að sér kveða. Leiklistarstarf hefur einnig verið mjög atkvæðamikið í héraðinu. Leikfélag Sauðárkróks er eitt öflugasta áhugamannaleikfélag landsins og setur jafnan upp tvö leikrit á ári auk annarra viðburða sem félagið kemur að. Síðustu vikuna í apríl á hverju ári blása Skagfirðingar til svonefndrar Sæluviku. Þar er jafnan mikið um dýrðir og boðið upp á fjölbreytta lista- og menningardagskrá tónlistar, leiklistar og myndlistar í bland við fróðleik og svæðisbundna matargerð Aðrir árlegir stórviðburðir í héraðinu er t.d. sýning hestamanna „Tekið til kostanna“, Jónsmessuhátíð á Hofsósi og Hólahátíð. Meðal nýjustu viðburðanna eru síðan Lummudagar og Á sturlungaslóð. Að auki eru allir skólar og söfn á svæðinu mjög iðin við að efla menningarlífið árið um kring með alls kyns uppákomum. Nánari og ítarlegri upplýsingar um allt það sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða má nálgast inni á heimasíðunum: www.skagafjördur.is og www.visitskagafjordur.is
Gönguferðir og útivist Of langt mál væri að telja upp alla þá gefandi möguleika sem bjóðast til fjölbreyttra og miskrefjandi gönguferða í Skagafirði. Á undanförnum árum hefur sveitarfélagið gert mikinn skurk í að skipuleggja aðgengileg göngusvæði með grónum reitum, auk þess sem útsýnisskífur hafa verið settar upp á þremur stöðum. Fjölskyldu vænstu leiðirnar er þó að finna í Litlaskógi við Sauðárkrók. Hólaskóg í Hjaltadal og um Reykjarhól í Varmahlíð. Fyrir meðalvant göngufólk er mælt með leið t.d. um Austurdal meðfram hrikalegum gljúfrum Eystri-Jökulsár sem er eitt magnaðasta flúðasiglingasvæði í Evrópu. Ef um vana göngugarpa er að ræða geta þeir t.d. valið um fjöll eins og Mælifellshnjúk, Molduxa, Tindastól eða Hólabyrðu sem öll eru með stikuðum gönguleiðum. Einnig skal bent á að víðfeðmt fjallendi Tröllaskagans hefur notið vaxandi vinsælda sem útivistarkostur. Nánari upplýsingar um fleiri gönguleiðir má finna í afar nákvæmum göngu- og útivistarkortum sem nú eru fyrirliggjandi í Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð.
114 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Fjallabyggð
Á
www.fjallabyggd.is
rið 2006 sameinuðust Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaupstaður undir nafni Fjallabyggðar. Á milli þeirra liggur mikilfenglegt samgöngumannvirki Héðinsfjarðarganga sem nær yfir heila 11 km, í tveimur hlutum, en fjarlægðin á milli bæjanna er um 17 km. Fjallabyggð byggir afkomu sína að mestu á sjávarútvegi ásamt tengdri þjónustu við greinina. Í seinni tíð hefur helsti vaxtarbroddur atvinnulífsins legið í ferðaþjónustu ásamt t.d. fjarvinnslu fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu, Heildaríbúafjöldi svæðisins er rúmlega 2.000 manns. Héðinsfjarðargöng, sem rækilega hafa sannað gildi sitt, tengir bæina saman. Með tilkomu þeirra hefur Tröllaskagi orðið að ákjósanlegum áfangastað ferðalanga. Siglufjörður kom sterkur inn í könnun sem Ferðamálastofa gerði um ferðalög Íslendinga 2011 og lenti í fimmta sæti yfir þá staði sem flestir landsmenn heimsóttu á því ári. Í Fjallabyggð eru tvö skíðasvæði, í Skarðsdal á Siglufirði og í Tindaöxl í Ólafsfirði. Skíðasvæðið í Skarðsdal má tvímælalaust telja með þeim bestu á landinu. Í Ólafsfirði er upplýst gönguskíðabraut sem nýtist göngufólki einnig að sumri til.
Öflugt skólastarf Sigurður Valur Ásbjörnsson.
Fjallabyggð er mjög ákjósanlegur og fjölskylduvænn framtíðarstaður, þar sem foreldrar geta tryggt börnum sínum góða og farsæla menntun. Miklar breytingar hafa verið á undanförnum árum í skólamálum í Fjallabyggð. Árið 2010 sameinuðust skólarnir í Ólafsfirði og Siglufirði í einn leikskóla, einn tónskóla og grunnskóla. Mikil gróska og metnaðarfullt starf er unnið í nýju skólum sveitarfélagsins sem miðar að því að hlúa vel að hverjum einstaklingi fyrir sig. Unnið er eftir Olweusaráætlun gegn einelti í grunnskólanum líkt og víða annars staðar á landinu en einnig í leik- og tónskóla sem hefur vakið athygli á landsvísu. Heilbrigt skólastarfið er síðan undirstrikað með rekstri góðra íþróttahúsa og sundlauga á svæðinu. Menntaskólinn á Tröllaskaga er dreifnámsskóli í Ólafsfirði sem hóf störf haustið 2010. Skólinn starfar eftir nýjum lögum um framhaldsskóla sem gefa aukið svigrúm í námsvali til stúdentsprófs og framhaldsskólaprófs. Menntaskólinn býður upp á metnaðarfullt nám með fjölbreyttum kennsluháttum sem miða að virkni nemenda og sjálfstæði.
Héðinsfjarðargöng séð frá Héðinsfirði.
Sveitarstjórnarmál | 115
Miðnætursól í Ólafsfirði.
Fagurt umhverfi Fjallabyggð býr að stórbrotinni náttúrufegurð í „faðmi fjalla blárra“, þar sem möguleikar á sviði útivistar og tómstunda eru hreint óþrjótandi. Návígið við náttúruna er ávallt innan seilingar, hvort heldur haldið er í gönguferðir, farið í golf, skellt sér á skíði eða veitt í vötnum, ám eða sjó. Helsta aðdráttaraflið að þessu leyti er t.d. dorg- og stangveiðar í Ólafsfjarðarvatni og Ólafsfjarðará, miðnætursiglingar um firðina, fjölskrúðugt fuglalífið við Leirurnar, ásamt fjölþættum gönguleiðum um fjöll og dali. Við slíkar aðstæður hefur nær ósnortið og friðsælt náttúrufar Héðinsfjarðarins notið mikillar hylli hjá ferðafólki. Gönguleiðakort eru fyrirliggjandi inni á heimasíðunni: www.fjallabyggd.is. Til gamans má geta að örnefni Héðins- og Siglufjarðar er um 1.300, en þau má nálgast inni á www.snokur.is Ólafsfjarðarvatn sem er á náttúruminjaskrá er sérstakt fyrirbrigði í náttúrunni og þá hafa Snjóflóðavarnagarðarnir á Siglufirði vakið athygli fyrir góða hönnun og hafa hönnuðir hlotið viðurkenningar fyrir verkið.
Blómleg menning Þéttbýliskjarnar Fjallabyggðar halda uppi blómlegu menningarstarfi þar sem félagsleg virkni er samgróin inn í bæjarbraginn á hverjum stað. Staðirnir eru margrómaðir fyrir öflugt og lifandi félagslíf sem fjölmörg félagasamtök, tónlistarhópar, kórar og leikfélög bera glöggt vitni um. Gallerí og listavinnustofur eru í Fjallabyggð sem gaman er að heimsækja. Samheldni bæjarbúa sýnir sig ekki síst með sérlega skemmtilegri veitingahúsamenningu, þar sem allir eru ófeimnir við að sýna sig og sjá aðra. Gestrisni heimamanna nær síðan miklum hæðum með ýmsum árlegum uppákomum, annarsvegar með Blúshátíð og Berjadögum í Ólafsfirði og hinsvegar með Þjóðlagahátíð og Síldarævintýri á Siglufirði. Reitir, alþjóðlegt samstarfsverkefni skapandi greina, verður í fyrsta sinn haldið sumarið 2012 á vegum Alþýðuhússins, en þar er mikil áhersla lögð á fjölbreytni starfsgreina og skapandi hugsun. Síðasta skipulagða hátíðin er svo Ljóðahátíð á Siglufirði í september ár hvert. Uppbygging safna á svæðinu hefur einnig verið mjög blómleg. Síldarminjasafn Íslands er stærsta iðnaðar- og sjóminjasafn landsins og hlaut evrópsku safnaverðlaunin 2004 sem besta nýja iðnaðarsafn Evrópu. Á Siglufirði er líka að finna Þjóðlagasetrið, sem geymir mikið safn íslenskra þjóðlaga og í Ljóðasetri Íslands má finna ljóðabækur og hlusta á landsþekkt ljóðaskáld og aðra listamenn. Loks má nefna einkar áhugaverða listaverkaeign sveitarfélagsins en árið 1980 færðu hjónin Arngrímur Ingimundarson og Bergþóra Jóelsdóttir Siglfirðingum höfðinglega gjöf, alls 124 listaverk eftir okkar þekktustu listamenn. Með gjöfinni var lagður grunnur að Listasafni Fjallabyggðar. Í Ólafsfirði er að finna myndarlegt náttúrugripasafn. Árlegt Nikulásarmót verður í Ólafsfirði um miðjan júlí, en um er að ræða fótboltamót fyrir unga og áhugasama knattspyrnumenn. Annað mót fyrir stelpur, Pæjumót er svo haldið á Siglufirði í ágúst.
Síldarstúlkur.
116 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Dalvíkurbyggð
A
www.dalvikurbyggd.is
ð búa í Dalvíkurbyggð er kjörið fyrir fólk á öllum aldri, barnafjöldskyldur, útivistarfólk og þá sem vilja njóta nálægðar við náttúruna. Það er ómetanlegt að geta stigið út úr erli hvunndagsins og dregið að sér kraft sjávarins og fjallanna og endurnært þannig sálina. Þetta er spurning um lífsstíl! Dalvíkurbyggð er sveitarfélag í Eyjafirði og skiptist það í byggðakjarnana Dalvík, Árskógssand og Hauganes og búsetukosti í sveitunum, þ.e. á Árskógsströnd og í Svarfaðardal. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu er tæp tvö þúsund. Samgöngur eru góðar, bæði innan sveitarfélagsins og við aðra þéttbýliskjarna. Aðeins tekur 35 mínútur að aka til Akureyrar. Vegalengdir eru litlar innan sveitarfélagsins og þess vegna er auðvelt að búa á Hauganesi, vera með hesta í Hringsholti í Svarfaðardal, stærsta hesthúsi landsins, og vinna á Dalvík, í Ólafsfirði, á Akureyri eða Siglufirði eftir að Héðinsfjarðargöng eru komin í gagnið en þangað er um 25 mínútna akstur frá Dalvík. Þjónusta sveitarfélagsins er mjög öflug og metnaðarfull. Miðstöð sveitarfélagsins er í Ráðhúsinu á Dalvík. Einnig hefur sveitarfélagið heimasíðu þar sem allar lykilupplýsingar eru aðgengilegar á slóðinni www.dalvikurbyggd.is. Stofnanir sveitarfélagsins eru fjölmargar. Dalvíkurskóli er á Dalvík en þar er kennsla fyrir 1.-10. bekk. Árskógaskóli er á Árskógsströnd en það er skóli fyrir börn frá 9. mánaða og uppí 7. bekk. Tveir leikskólar eru reknir af sveitarfélaginu, Krílakot á Dalvík sem sinnir yngri börnum, og Kátakot á Dalvík sem sinnir tveimur elstu árgöngum leikskólans. Sveitarfélagið rekur einnig tónlistarskóla, sundlaugar, bóka-og héraðsskjalasafn og byggðasafnið Hvol. Hitaveita Dalvíkur sér sveitarfélaginu fyrir heitu vatni og er stærstur hluti sveitarfélagsins tengdur henni. Atvinnulíf á svæðinu er fjölbreytt. Öflug fyrirtæki eru í sjávarútvegi, einkum fiskvinnslu eins og best sést af bæjarhátíðinni Fiskideginum mikla. Traust fyrirtæki starfa í byggingaiðnaði og öðrum iðnaði og landbúnaður er öflugur í höndum ungra og framsækinna bænda. Ferðaþjónusta er einnig vaxandi ásamt allri almennri þjónustu. Í menningarmálum er bæði haldið í gamlar hefðir og nýjar skapaðar. Sjö kórar starfa á svæðinu ásamt öflugu leikfélagi, Bergi menningarhúsi, Menningar- og listasmiðju og fjölmörgu lista- og handverksfólki. Svarfdælskur mars er héraðshátíð haldin í mars ár hvert, þar sem spilaður er brús og marsinn tekinn, ásamt fjölbreyttri menningardagskrá. Íþrótta- og æskulýðsstarf er öflugt og hægt er að æfa fótbolta, skíði, sund, frjálsar íþróttir, körfubolta, fimleika og golf. Í sveitarfélaginu er frábært skíðasvæði, sundlaug, golfvöllur og stærsta hesthús landsins með rúmri inniaðstöðu og mjög góðri keppnisaðstöðu utandyra. Há fjöllin faðma að sér íbúa Svarfaðardals og Skíðadals á meðan víðátta sjávarins blasir við þeim sem búa á Árskógsströnd og Dalvík. Kraftmikil náttúran endurspeglast í fólkinu sem er áræðið, hugmyndaríkt og hefur metnað fyrir hönd síns sveitarfélags. Þess vegna er Dalvíkurbyggð öflugt sveitarfélag.
Sveitarstjรณrnarmรกl | 117
118 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Akureyrarbær
A
www.akureyri.is
Ljósm. Auðunn Níelsson
kureyrarbær er fjölmennasta sveitarfélag landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Í dag búa þar tæplega 18.000 manns og teljast þar með allir íbúar Grímseyjar og Hríseyjar. Bærinn liggur á gróðursælum og skjólgóðum stað við vestanverðan botn Eyjafjarðar. Í gegnum hann fellur Glerá til sjávar og hefur hún með tímanum rutt fram jarðefnum og myndað Oddeyrina, sem er eitt stærsta og grónasta hverfi bæjarins. Ágætar hafnaraðstæður eru við Pollinn á Akureyri en í hann fellur Eyjafjarðará með miklum óshólmum og leirum. Frá Pollinum rís snarbrött brekka í vesturátt, sem rofin er með lækjargiljum, stærst eru Búðargil og Grófargil og hafa myndast undan þeim litlar eyrar, Akureyrin og Torfunef. Þegar komið er upp á brekkubrún tekur við mikið flatlendi upp að fjallsrótum. Brekkan hverfur norðan Glerár og miðast nyrðri bæjarmörkin við lækinn Lón sem rennur úr Hlíðarfjalli. Akureyri er fallegur og friðsæll bær með einstakt aðdráttarafl sem löngum hefur skipað mikilvægan sess í hjörtum allra landsmanna. Hvert sem litið er má verða vitni að auðugu mannlífi og blómlegri menningu ásamt öflugu athafnalífi sem í raun hefur markað sveitarfélaginu mikla sérstöðu miðað við annað þéttbýli í landinu. Helstu atvinnuvegir eru verslun og þjónusta, framleiðsluiðnaður og sjávarútvegur. Opinber þjónusta er einnig mjög umsvifamikil en stærsti einstaki vinnustaðurinn á Akureyri er Sjúkrahúsið á Akureyri sem er hið næststærsta á landinu öllu. Iðnfyrirtækin í bænum sérhæfa sig að mestu í matvælaframleiðslu, byggingaiðnaði og málm- og skipasmíði. Á síðustu tveimur áratugum hefur hlutur framleiðsluiðnaðar í atvinnulífi þó minnkað mikið. Á sama tíma hefur hefur sjávarútvegi vaxið fiskur um hrygg og er nærtækasta vitnisburðinn að finna hjá Samherja sem er stærsta útgerðarfyrirtæki landsins.
Söguágrip
Akureyrarkirkja er eitt þekktasta kennileiti Akureyrarbæjar. Hún var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins og vígð árið 1940. Í kirkjunni er meðal annars gluggi kominn úr kirkju á Coventry á Englandi sem var eyðilögð í síðari heimsstyrjöldinni. Á svölum kirkjuskipsins má finna lágmyndir eftir Ásmund Sveinsson. Skírnarfontur kirkjunnar er mótaður að fyrirmynd Bertels Thorvaldsen.
Elstu rituðu heimildir um byggð við botn Eyjafjarðar má rekja til frásagna Landnámabókar af kristna landnámsmanninum Helga „magra“ Eyvindarsyni sem á 9. öld bjó sér ból að Kristnesi ásamt konu sinni, Þórunni Hyrnu Ketilsdóttur. Örnefnið Akureyri er fornt og tengist að öllum líkindum kornakuryrkju sem bændur stunduðu með öðrum bústörfum. Nafnið kemur fyrst fyrir í ritmáli árið 1526 þegar dómur fellur yfir konu fyrir að hafa sængað með karlmanni án þess að hafa giftingarvottorð. Fyrsti vísir að byggð tók að myndast á Akureyri á fyrri hluta 18. aldar. Þangað komu Ljósm. Auðunn Níelsson
Akureyrarkirkja
Á hverju sumri heimsækja fleiri en 60 skemmtiferðaskip Akureyrarhöfn og með þeim koma meira en 60.000 farþegar. Komum skemmtiferðaskipa fjölgar frá ári til árs.
Sveitarstjórnarmál | 119 Ljósm. Auðunn Níelsson
Ljósm. Auðunn Níelsson
Mörg gömul og falleg hús príða bæinn. Á myndinni sjást m.a. París og Hamborg nokkrir danskir kaupmenn og reistu búðir sínar við Pollinn, enda þóttu náttúrleg hafnarskilyrði þar einstaklega vel af guði gerð. Danirnir dvöldu þar eingöngu yfir sumartímann og sóttu mikið í gjöfulan landbúnaðinn á svæðinu. Þegar leið fram að lokum 18. aldar batt Danakonungur miklar vonir við vöxt og viðgang þorpsins og í kjölfar afnáms einokunarverslunar árið 1787 hlaut Akureyri kaupstaðarréttindi þó svo að þar byggju aðeins 12 manns. Frekari þéttbýlismyndun á svæðinu var lítil og fór svo að réttindin voru dregin til baka árið 1836 og þau ekki endurheimt fyrr en árið 1862. Árið 1886 bundust nokkrir eyfirskir bændur samtökum um að stofna sjálfstætt pöntunarfélag í því skyni að styrkja stöðu sína gagnvart dönskum kaupmönnum sem þeir álitu ósanngjarna. Ári eftir þetta var nafni samtakanna breytt í Kaupfélag Eyfirðinga eða KEA en tilkoma þess átti eftir að verða eitthvert mesta framfaraskrefið í mótun Akureyrar sem bæjarfélags. KEA stýrði fjölþættri atvinnustarfsemi sem átti eftir að setja sterkan svip á bæjarlífið. Á vegum þess voru t.d. reknar fjölmargar kjörbúðir ásamt ýmsum iðnfyrirtækjum sem sérhæfðu sig í vinnslu landbúnaðarafurða. Fram eftir 20. öld miðuðust nyrðri bæjarmörk Akureyrar við Glerá en svæðið þar fyrir utan tilheyrði Glæsibæjarhreppi. Þéttbýli tók að myndast við ána á seinni hluta 19. aldar og um miðja 20. öld var risið þar svonefnt Glerárþorp þar sem efnaminna fólk stundaði sjálfsþurftarbúskap á litlum landskikum. Árið 1955 rann Glerárþorp saman við Akureyri og gekk upp frá því undir opinbera heitinu Glerárhverfi en svæðið átti eftir að njóta hraðrar uppbyggingar á seinni hluta 20. aldar. Í dag skiptist bærinn í fimm önnur hverfi sem eru Oddeyri, Brekka, Naustahverfi, Innbær og Miðbær, auk Hríseyjar og Grímseyjar sem heyra til Akureyrar. Á nýju árþúsundi hefur ásýnd athafnalífsins á Akureyri tekið miklum breytingum. Framleiðsluiðnaðurinn hefur látið undan síga auk þess sem KEA hefur dregið mikið úr umsvifum sínum. Á sama tíma hefur mikill uppgangur átt sér stað í verslun, þjónustu,
Hlíðarfjall Í Hlíðarfjalli er að finna sannkalla skíðaparadís í túnfæti Akureyrar. Þar bjóðast frábærar aðstæður til iðkunar hvers kyns vetraríþrótta. Lyfturnar á svæðinu geta samanlagt flutt 4.440 manns á klst. en samfelldur hæðarmunur á skíðabrekkunum er um 500 metrar.
120 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Grímsey Grímseyjarhreppur sameinaðist Akureyrarbæ árið 2009. Grímsey er um 40 km norðan við Eyjafjörð og er hún 5,3 ferkílómetrar að stærð og nær hæst um 105 m yfir sjávarmál. Á eyjunni hefur byggst upp lítið þorp þar sem tæplega 100 manns byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Þetta er nyrsta byggð á Íslandi og liggur sjálfur Norðurheimskautsbaugurinn þvert í gegnum eyjuna. Grímsey er græn og grösug eyja sem nýtur auðugra fiskimiða og litríks fuglalífs. Þrátt fyrir fámennið og fjarlægðina hafa Grímseyingar allt til alls. Helsta miðpunktinn er að finna í fjölnota félagsheimilinu Múla sem hýsir allt í senn grunnskóla, samkomusal, bókasafn og heilsugæslu. Að auki er þar nýuppgerð kirkja, góð sundlaug, verslun, tvö gistiheimili og veitingahús sem opið er yfir sumartímann. Samgöngur til Grímseyjar byggjast á reglulegum ferjusiglingum frá Dalvík og flugi frá Akureyri.
ferðaþjónustu og sjávarútvegi, auk þess sem rekstur Háskólans á Akureyri hefur skapað mörg bein og afleidd störf. Þegar á heildina er litið er menntunarstig á Akureyri mjög hátt. Þar eru einnig starfræktir tveir framhaldsskólar, Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Opinber þjónusta Akureyrarbær leggur ríka áherslu á að opinber þjónusta fari ávallt fram á faglegum nótum og að fjölskyldum og einstaklingum séu tryggðar traustar búsetuaðstæður. Mikill metnaður er til að byggja upp framúrskarandi skóla-, heilbrigðis- og félagsþjónustu og að þeir sem eru komnir á efri ár geti átt áhyggjulaust ævikvöld. Markmiðið er einnig að í bænum þrífist frjótt og öflugt menningarlíf og að allir hafi jöfn tækifæri til að iðka hvers kyns íþróttir og tómstundir. Í framtíðarsýn er gert ráð fyrir sterkri grunngerð allrar opinberrar þjónustu. Bæjarstjórn Akureyrar vinnur markvisst að því að gera bæinn að eftirsóknarverðum búsetukosti þar sem býr þróttmikið og ánægt fólk sem nýtur allra lífsins gæða.
Menningin og mannlífið
Ljósm. Ragnar Hólm Ragnarsson
Akureyri er í senn vinsæll ferðamannastaður og mikill menningarbær sem iðar af fjölbreyttu mannlífi allan ársins hring. Þetta er kjörinn áfangastaður fyrir alla þá sem vilja sjá, skoða og njóta og má einu gilda á hvaða tíma ársins það er. Í bænum má finna fjölþætta flóru veitingahúsa með mismunandi áherslum en öll eiga þau það þó sammerkt að kitla bragðlaukana svo um munar og þá ekki síst með staðbundnu hráefni. Einnig má heimsækja mörg vinsæl og vinaleg kaffihús sem sum hver eru orðin að þekktum kennileitum. Hið sama má segja um annálaða skemmtistaðina sem spanna allt litrófið og hafa margir öðlast eilíft líf í gegnum sígild dægurlög. Stærstan hluta allra þessara staða er að finna í miðbæjarkjarnanum sem helgast af verslunargötu Hafnarstrætis og nágrenni og liggur alveg út með sjávarsíðu Strandgötunnar við Pollinn. Nyrsti hluti Hafnarstrætis nær yfir sjálfan miðpunkt Akureyrar, Ráðhústorgið, sem fyrst breyttist í hellulagða göngugötu á níunda áratug síðustu aldar. Eftir þann tíma hefur hinn eini og sanni „miðbæjarrúntur“ hringað sig um Skipagötu og Hofsbót. Á fögrum sumarkvöldum er þessi leið hreinlega þakin af halarófu bifreiða sem mjaka sér áfram, hægt en örugglega. Önnur vinsæl og lengri útgáfa af „rúntinum“ liggur um Drottningarbraut og Aðalstræti en á þeirri leið er kjörið að ná sér í hinn einstaka og heimalagaða „Brynjuís“ sem löngu er orðinn landsfrægur. Akureyri býr að annáluðu menningar- og listalífi sem hefur haft mikið aðdráttarafl fyrir bæinn. Þar eru söfn, gallerí og listasmiðjur ásamt ótal fallegum byggingum og mannvirkjum óþrjótandi uppspretta fróðleiks, fegurðar og skemmtunar. Ein helsta skrautfjöðurin að því leyti er Sjónlistamiðstöðin að Kaupvangsstræti 12 en þar var Mjólkursamlag KEA áður til húsa. Gatan liggur um Grófargil í miðbænum og er í daglegu tali nefnd Listagil en þar hefur Myndlistaskóli Akureyrar aðsetur ásamt ýmsri tengdri starfsemi listgallería og vinnustofa. Önnur merkileg starfsemi fer fram á Minjasafninu við Aðalstræti en þar eru varðveittar menningarsögulegar minjar sem eru lýsandi fyrir þróun byggðar í Eyjafirði, frá Landnámi og fram á okkar daga. Loks er Akureyri bær hinna miklu skálda og rithöfunda Davíðs Stefánssonar, Jón Sveinssonar og Matthíasar Jochumssonar en í þeirra nafni eru rekin söfn og fræðasetur; Davíðshús, Nonnahús og Sigurhæðir. Önnur söfn sem má nefna eru t.d. Flugsafn og Iðnaðarsafn. Hvað menningarlíf snertir má ekki láta hjá líða að minnast á sjálft Leikfélag Akureyrar sem er eina atvinnuleikhúsið utan höfuðborgarsvæðisins en þar eru settar upp 3-4 sýningar á hverju ári. Í bænum er starfrækt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem heldur að jafnaði 5-7 tónleika á hverju ári en hún heldur jafnframt uppi öflugu starfi í öllum grunnskólum á svæðinu. Opnun Menningarhússins Hofs í ágúst 2010 markaði mikil tímamót en þar var skapaður verðugur rammi utan um menningar- og tónlistarlíf Norðlendinga með sérstakri áherslu á tónlist, leikhús, danslist og ráðstefnuhald.
Afþreying og útivist Eyjarfjörðurinn í heild sinni er kjörinn staður til að upplifa alvöru afþreyingu og útivist auk þess sem þar er stutt í margar af helstu náttúruperlum landsins eins og Mývatn, ÁsLundi í Grímsey.
Sveitarstjórnarmál | 121 byrgi, Goðafoss og Dettifoss. Bærinn geymir mikið af áhugaverðum og fjölskylduvænum útvistarsvæðum og leikvöllum en þar er Kjarnaskógur helsti miðpunkturinn. Lystigarðurinn er síðan ein af perlum Akureyrar þar sem finna má allar þær plöntur sem þrífast í flóru Íslands, auk 7.000 erlendra afbrigða. Ýmis önnur afþreying er í boði innanbæjar. Sundlaug Akureyrar er nýuppgerð með fullkominni aðstöðu. Þangað koma um 350.000 gestir á hverju ári og er hún ein vinsælasta laug landsins. Þá er einnig á Akureyri vel búinn keilusalur ásamt fullkominni skauthöll sem er opin yfir vetrartímann. Auðveldlega er hægt að koma sér á milli staða með Strætisvögnum Akureyrar sem frá árinu 2007 hafa boðið upp á endurgjaldslausar ferðir um bæinn. Þeim sem vilja upplifa Akureyri á tveimur jafnfljótum skal bent á að bærinn geymir fjölda göngustíga sem liggja um forvitnileg og falleg útivistarsvæði. Hægt er að komast í skipulagðar gönguferðir undir leiðsögn um gamla Innbæinn, Glerárdalinn og fleiri staði. Hvað varðar lengri ferðir um náttúru Eyjafjarðar og nágrenni skal bent á reglulega dagskrá Ferðafélags Akureyrar þar sem t.d. er boðið upp á sérstakar gönguvikur. Margar af náttúruperlum Norðurlands eru alls ekki í göngufæri og því bjóðast ýmsir farkostir til þess að stytta sér leið. Hægt er að komast í mislangar jeppa- og fjallatrukkaferðir undir leiðsögn ásamt hefbundnum skoðunarferðum í langferðabifreiðum og skemmtisiglingum um Eyjafjörð. Einnig má leigja sér hesta, reiðhjól og fjórhjól eða panta útsýnisflug og upplifa náttúrufegurðina með góðri yfirsýn. Fyrir þá ferðamenn sem vilja slappa af og njóta þess að dunda sér yfir sínu uppáhalds áhugamáli þá gefast ýmsir möguleikar í því skyni eins og að komast í golf á Jaðarsvelli, stunda fuglskoðun, skella sér á skíði í Hlíðarfjalli eða renna fyrir fisk í ám, vötnum og á sjó.
Samgöngur og gistimöguleikar
Hríseyjarhreppur sameinaðist Akureyrarbæ árið 2004. Hrísey liggur í norðanverðum Eyjafirði, austur af Dalvík og norðaustur af Árskógssandi og er iðulega nefnd „Perla Eyjafjarðar“. Hún er um 8 ferkílólmetrar að flatarmáli og er því næststærsta eyja við Íslandsstrendur á eftir Heimaey. Íbúarnir eru tæplega 200 en þeir eru flestir búsettir í litlu þorpi á suðurhluta eyjunnar. Grunnatvinnuvegurinn hefur verið sjávarútvegur en ferðaþjónustu vex smám saman fiskur um hrygg enda er eyjan mikil náttúruperla. Þar er t.d. boðið upp á góða sundlaug, Hús Hákarla-Jörundar, Ölduhús og rómaðar útsýnisferðir með traktor, gönguleiðir og góð tækifæri til fuglaskoðunar. Á síðustu árum hefur fyrirtækið Skelfélagið byggt upp merkilega starfsemi í kringum kræklingarækt. Til að komast til Hríseyjar er best að taka ferjuna Sævar sem siglir frá frá Árskógssandi á tveggja klst. fresti og tekur hver ferð um 15 mínútur. Nánar á www.hrisey.is. Ljósm. Ragnar Hólm Ragnarsson
Samgöngur við Akureyri hafa ávallt verið mjög greiðar, hvort heldur menn kjósa að halda þangað landleiðina eða fljúga. Flugfélag Íslands heldur uppi reglulegri áætlun frá Reykjavík og er flugtíminn um 45 mínútur. Vegalengdin frá höfuðborgarsvæðinu er um 380 km. Með rútu tekur ferðin um sex tíma en tæpa fimm tíma í einkabíl. Á Akureyri bjóðast gistimöguleikar af ýmsu tagi og eru flest hótel og gistiheimili í námunda við miðbæinn. Í raun býðst allt frá fyrsta flokks hótelum til svefnpokapláss og tjaldstæða. Nánari upplýsingar um fjölþætta gistimöguleika má nálgast hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála í Menningarhúsinu Hofi við Strandgötu 12.
Hrísey
Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunum www.visitakureyri.is og www.akureyri.is. Byggðin í Hrísey.
Ljósm. Auðunn Níelsson
122 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. – AFE www.afe.is
U
ndir lok ársins 1998 sameinuðust Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnumálaskrifstofa Akureyrar og með því hófst starfsemi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE). Í dag er félagið rekið sem byggðasamlag sjö sveitarfélaga við Eyjafjörð. Þau eru: Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppur. AFE er ætlað að vera leiðandi afl í uppbyggingu atvinnu og þróunar á Eyjafjarðarsvæðinu með það að markmiði að fjölga atvinnutækifærum, efla hagvöxt, auka fjölbreytileika þeirra starfa sem í boði eru, skapa hagstæð skilyrði fyrir ný Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri AFE og Elín Aradóttir, verkefni og tækifæri og efla Eyjafjörð sem eftirsóttan valkost verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. til búsetu. Með markaðssetningu vinnur AFE jafnframt að því að laða innlend sem erlend fyrirtæki inn á svæðið og Vaxtarsamningur Eyjafjarðar skapa þeim hagstæð vaxtarskilyrði. Aðalskrifstofur AFE eru að Skipagötu 9 á Akureyri. Vaxtarsamningur Eyjafjarðar er samnHjá félaginu eru þrír fastráðnir starfsmenn. ingur milli iðnaðarráðuneytisins og AFE. Markmið og verkefni Núgildandi samningur var undirritaður í Markmið félagsins er að starfa í nánum tengslum við fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu. lok febrúar 2012 og gildir fyrir árin 2012 AFE vill stuðla að samstarfi eyfirskra og erlendra fyrirtækja og kynna skipulega fyrirtækin og 2013. Meginmarkmið samningsins er á viðeigandi erlendum mörkuðum. Einnig að auka samvinnu fyrirtækja um hugmyndir að efla nýsköpun og samkeppnishæfni sem fýsilegt er að tengja saman og markvisst fylgja eftir þeim verkefnum sem það kemur atvinnulífsins á starfssvæði AFE og auka að á hugmyndastigi. Félagið vill stuðla að aukinni samvinnu við atvinnuþróunarfélög hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, á Norðurlandi með samræmdum aðgerðum. Helstu verkefni félagsins eru eftirfarandi: háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Veittir 1. Málsvörn og hagsmunagæsla sveitarfélaganna í atvinnumálum gagnvart utaneru styrkir úr Vaxtarsamningi til skilaðkomandi aðilum, þ.e. ríkisstjórn, ríkisstofnunum, embættismönnum og inngreindra verkefna og skal áhersla lögð á lendum og erlendum fjárfestum. stærri og veigameiri samvinnuverkefni, 2. Kynningar- og upplýsingaþjónusta til að laða að innlenda og erlenda fjárfesta svo sem hafa það markmið að efla nýsköpun og opinbera aðila til að standa að atvinnurekstri á Eyjafjarðarsvæðinu. og þróun í atvinnulífi svæðisins. Verkefni 3. Þjónusta við sveitarfélög varðandi atvinnu- og kynningarmál og stuðla að aukskulu fela í sér samstarf þriggja eða fleiri inni samræmingu í uppbyggingu atvinnu á svæðinu. aðila. 4. Auka samstarf fyrirtækja á svæðinu til að efla Eyjafjörð sem eitt atvinnusvæði. 5. Efla nýsköpun í atvinnulífinu með ýmsum könnunar- rannsóknar og þróunarverkefnum. 6. Sveitarstjórnarmál og verkefni sem varða héraðið í heild, t.d. á sviði skipulagsmála og tillögur um hvaðeina, sem verða má svæðinu til gagns. 7. Önnur verkefni sem varða svæðið sem heild eða hluta þess og sveitarstjórnir sem aðild eiga að AFE óska að fela félaginu samkvæmt samkomulagi þar um. Þó er AFE ekki ætlað að stunda atvinnurekstur og ráðgjöf sem er í samkeppni við einstaklinga, félög eða fyrirtæki á almennum markaði.
Sveitarstjórnarmál | 123
Slökkvilið Akureyrar www.slokkvilid.is
S
lökkvilið Akureyrar sér um yfirstjórn allra eld- og umhverfisslysavarna á Akureyrarsvæðinu ásamt tilfallandi neyðarþjónustu, en sjálf slökkviliðsþjónustan nær yfir sex hreppi í kringum Akureyri. Einn af veigamestu þáttum starfseminnar er umsjón sjúkraflutninga á því svæði sem heyrir undir Heilsugæslustöð Akureyrar. Slökkvilið Akureyrar sinnir einnig öflugu eldvarnaeftirlitstarfi og forvarnahlutverki og í því skyni er staðið fyrir margháttuðu fræðslustarfi og brunaæfingum í leik- og grunnskólum á Eyjafjarðarsvæðinu. Hlutverk eldvarnaeftirlits felst síðan í að kanna reglulega öryggismál hjá fyrirtækjum og stofnum ásamt t.d. því að yfirfara teikningar og aðstoða fagfólk úr byggingageiranum. Æfing með forystubíl liðsins. Reykkafarar að sækja inn með háþrýstilögn.
Mannafli og búnaður Hjá Slökkviliði Akureyrar starfa 29 manns og þar af eru 22 slökkviliðsmenn sem sinna viðbragðsþjónustu á fjórskiptum vöktum. Starfsstöðvar eru þrjár talsins og eru á Árstíg 2 á Akureyri í Hrísey og í Grímsey en í eyjunum eru 20 hlutastarfandi slökkviliðsmenn. Bílaflotinn telur sex dælubifreiðar og eina körfubifreið ásamt tveimur þjónustubifreiðum og fullbúnum gám með búnaði til varna í eiturefnaslysum.
Sjúkraflutningar Árið 1968 tók Slökkvilið Akureyrar við daglegum rekstri sjúkrabíla Rauða krossins og upp frá því hefur sú þjónusta verið ein sú umfangsmesta sem innt er af hendi innan liðsins. Í þessu skyni eru ávallt til taks fjórar sjúkrabifreiðar sem innihalda fulkomin og nauðsynlegan tækjabúnað til bjargar mannslífum á ögurstundu. Á undanförnum árum hefur þáttur sjúkraflugs verið mjög vaxandi hjá Slökkviliði Akureyrar og ekki óalgengt að farin séu um 500 slík flug á ári. Framkvæmd þeirra fer fram samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands og er í nánu samstarfi við flugfélagið Mýflug, sem einnig er fjallað um í þessu ritverki.
Góður grunnur með öflugri liðsheild Slökkvilið Akureyrar er stæðsta liðsheild utan suðvesturhornsins sem er skipuð atvinnuslökkviliðsmönnum á vakt allan sólarhringinn. Starfsemi þess byggir því á traustum grunni þar sem stefnt er að því að vera í fararbroddi slökkviliða á landsbyggðinni. Með virkum stuðningi bæjaryfirvalda er liðinu gert kleift að halda uppi háu þjónustustigi og sinna sínu veigamikla hlutverki eins og best verður á kosið. Gott slökkvilið er því ekki ólíkt farsælu knattspyrnuliði þar sem liðsheildin skapar þann grunn sem byggt er á og því er eitt af meginkeppikeflunum til framtíðar að Slökkvilið Akureyrar sé eftirsóknarverður vinnustaður með góðri aðstöðu, jákvæðum starfsanda og öflugum mannafla.
124 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Hörgársveit
H
www.horgarsveit.is
Í Þverárrétt í Öxnadal.
örgársveit er næsta sveitarfélag norðan Akureyrar. Sveitarfélagamörkin við Akureyri eru um læk sem heitir Lónið, á móti Akrahreppi við Grjótá á Öxnadalsheiði og á móti Dalvíkurbyggð eru mörkin skammt norðan við Fagraskóg. Hörgársveit varð til við sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar 12. júní 2010. Hörgárbyggð varð til 1. janúar 2001 þegar Glæsibæjarhreppur, Öxnadalshreppur og Skriðuhreppur sameinuðust. Sveitarfélagið skiptist í eftirtaldar sveitir: Kræklingahlíð, Þelamörk, Hörgárdal, Galmaströnd og Öxnadal. Í sveitarfélaginu eru tvö þéttbýli, sem heita Lónsbakki, norðan Lónsins, þar sem búa um 100 manns og Hjalteyri, nyrst í sveitarfélaginu, með um 50 íbúa. Íbúar Hörgársveitar voru 584 talsins þann 1. janúar 2012.
Fjármál
Sveitarstjórn
Heildarvelta sveitarsjóðsins á árinu 2011 var 426 millj. kr. Skatttekjur námu alls 201 millj. kr. Heildarrekstrarkostnaður sveitarsjóðsins á árinu 2011 var 388 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðsins án fjármagnsliða var því jákvæð upp á 38 millj. kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða og tilfallandi niðurfellingar láns var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 67 millj. kr. Í árslok 2011 var veltufjárhlutfallið 1,79 og eiginfjárhlutfallið 74%.
Sveitastjórn kjörtímabilið 2010-2014 skipa Axel Grettisson, Hanna Rósa Sveinsdóttir, Helgi Þór Helgason, Helgi Bjarni Steinsson og Sunna Hlín Jóhannesdóttir. Oddviti sveitarstjórnarinnar er Hanna Rósa Sveinsdóttir. Sveitarstjóri er Guðmundur Sigvaldason.
Atvinnulíf Hörgársveit er að stærstum hluta dreifbýli þar sem hefðbundinn búskapur er stundaður. Samanlagður bústofn býla í sveitarfélaginu er um 1.100 mjólkandi kýr, um 1.700 aðrir nautgripir, um 7.000 vetrarfóðraðar ær, um 1.000 hestar og um 3.000 svín. Ferðaþjónusta er veruleg í sveitarfélaginu, fyrst og fremst gistiþjónusta, alls um 200 rúm. Þar er einnig rekin stór byggingarvöruverslun og fleiri verslanir, sláturhús, trésmiðja, auk nokkurra smáfyrirtækja.
Aðsetur Skrifstofa sveitarfélagsins er í Þelamerkurskóla. Póstfang er Þelamerkurskóli, 601 Akureyri. Sími er 461 5474 og netfang horgarsveit@horgarsveit.is. Veffang sveitarfélagsins er horgarsveit.is
Mannauður Starfsmenn sveitarfélagsins eru alls um 50 manns í um 39 stöðugildum. Stærsti einstaki starfmannahópurinn er grunnskólakennarar, sem nær allir hafa menntun sem slíkir. Næststærsti hópurinn er leikskólakennarar. Ekki er gerð krafa um háskólamenntun í öðrum störfum, en tveir starfsmenn á skrifstofu hafa slíka menntun. Flestir aðrir starfsmenn hafa menntun á sínu sviði og langflestir þeirra hafa mikla reynslu og langan starfsaldur í störfum sínum.
Helstu þjónustuþættir Grunnskóli sveitarfélagsins er Þelamerkurskóli á Laugalandi. Nemendur eru um 80. Við skólann er íþróttahús og sundlaug, sem nefnist Íþróttamiðstöðin á Þelamörk. Á Lónsbakka er leikskóli sveitarfélagsins, sem heitir Álfasteinn. Þar eru um 30 börn. Þjónustustöð (áhaldahús) er á Hjalteyri. Fyrirkomulag nokkurra þjónustuþátta eru skv. samningi við Akureyrarbæ, s.s. brunavarnir og aðgengi að stofnunum fyrir aldrað fólk og fatlað fólk. Í samvinnu við nágrannasveitarfélögin er sveitarfélagið aðili að rekstri byggingaeftirlits, hafna og atvinnuþróunarfélags.
Skipulagsmál Vegna legu sinnar á miðju Norðurlandi á milli tveggja öflugra sveitarfélaga eru skipulagsmál sveitarfélagsins mikilvægari og vandasamari en almennt gerist á landsbyggðinni. Samgöngukerfi og veitukerfi milli landshluta liggja um endilangt sveitarfélagið og fyrirsjáanlegt er að samkeppni getur þar orðið um landrými fyrir vaxandi landbúnað, athafnasvæði með hafnaraðstöðu, frístundabyggð o.fl.
Sveitarstjórnarmál | 125
S
Svalbarðsstrandarhreppur www.svalbardsstrond.is
valbarðsstrandarhreppur liggur við austanverðan Eyjafjörð undir hlíðum Vaðlaheiðar og dregur nafn sitt af ströndinni, Svalbarðsströnd. Þéttbýliskjarni er á Svalbarðseyri þar sem búa um 250 manns. Þar eru skrifstofa Svalbarðsstrandarhrepps, grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli auk nokkurra fyrirtækja. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar á Svalbarðseyri, en þar er íþróttahús, fótbolta- og frjálsíþróttavöllur, sparkvöllur og sundlaug. Nokkuð þétt byggð hefur risið syðst í Svalbarðsstrandarhreppi á undanförnum árum og frísitundahúsum í sveitarfélaginu hefur fjölgað mikið.
Atvinnulíf Landbúnaður og úrvinnsla landbúnaðarafurða skipa veigamikinn sess í atvinnulífi Svalbarðsstrandarhrepps. Þar eru sjö kúabú og nokkur minni býli. Stærsti atvinnurekandinn á svæðinu er Kjarnafæði sem rekur kjötvinnslu á Svalbarðseyri. Auk þess eru í sveitarfélaginu tveir jarðvinnuverktakar, verktaki í búfjárflutningum, trésmíðaverkstæði og bílapartasala. Náttúrulegar húðvörur eru framleiddar hjá Urtasmiðjunni og Gróðrarstöðin Réttarhóll er vinsæll viðkomstaður garðræktenda í leit að plöntum til gróðursetningar. Ferðaþjónusta er í örum vexti í sveitarfélaginu. Eftirtaldir aðilar sinna þjónustu við ferðamenn:
Fyrirtæki
Vefsvæði
Gistiheimilið Bjarnargerði http://www.bjarnargerdi.is Gistiheimilið Kambur Gistiheimilið Smáratúni 5 http://gistiheimili-smaratun.blogcentral.is/ Hótel Natur http://www.hotelnatur.com/ Inspiration Iceland ehf http://www.inspiration-iceland.com/ Litli-Hvammur Safnasafnið http://www.safnasafnid.is/ Sveitahótelið Sveinbjarnargerði http://www.countryhotel.is/
Mynd: Helga Kvam
Símanúmer 663 9363 462 4885 462 5043 467 1070 865 9429 848 8459 461 4066 462 4500
Safnasafnið Við gatnamót Þjóðvegar 1 og Svalbarðs eyrarvegar stendur Safnasafnið, alþýðulistasafn Íslands. Safnasafnið er eina safnið á Íslandi sem sérhæfir sig í söfnun alþýðulistaverka. Þar er teflt saman alþýðulist og framsækinni nútímalist og gjarnan blandað sama ólíkum hlutum til að ögra gestum og fá þá til að undrast og leita svara við spurningum sem vakna hverju sinni. Í lista- og fræðimannsíbúð Safnasafnsins er aðstaða til rannsókna og listsköpunar. Safnasafnið er handhafi Eyrarrósarinnar, viðurkenningar fyrir afburða menningarstarf á landsbyggðinni 2012. Íbúar í Svalbarðsstrandarhreppi voru 390 1. janúar 2012.
Mynd: Völundur Jónsson
126 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Sveitarstjórnarmál | 127
Á
Norðurþing www.nordurthing.is
rið 2006 sameinuðust Húsvíkurbær, Keldunes-, Öxarfjarðar- og Raufarhafnarhreppur í eitt sveitarfélag Norðurþings. Svæðið er mjög víðfemt og nær yfir rúmlega 17% landsins. Úr vestri ganga mörkin frá Reykjahverfi í S-Þingeyjarsýslu, norður með strandlengjunni meðfram austanverðum Skjálfanda, yfir Öxarfjörð og upp með Melrakkasléttu að Ormsá austan við Raufarhöfn. Í suður ná mörkin alla leið upp fyrir Grímsstaði á Fjöllum. Innan Norðurþings eru þrír þéttbýliskjarnar. Þar er Húsavík við Skjálfandaflóa fjölmennast en síðan koma Raufarhöfn og Kópasker sem standa við sinn hvorn endann á Melrakkasléttu. Í þéttbýlinu eru helstu atvinnuvegir sjávarútvegur, þjónusta og smávægilegur iðnaður en í gjöfulum sveitahéruðum eins og Reykja- og Kelduhverfi er stundaður öflugur landbúnaður ásamt ferðaþjónustu af ýmsum toga. Norðurþing er sannkölluð paradís ferðamannsins en þar má finna fjöldamargar friðlýstar umhverfisperlur sem eru í seilingarfjarlægð hver frá annarri. Meðal þeirra er hinn stórbrotni Dettifoss og magnaðar nátturuminjar Mývatns auk hrikalegs hamrabergs Ásbyrgis ásamt þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum sem geymir hin einstöku náttúruundur Hljóðakletta. Fyrir utan athyglisvert náttúrufar hefur fjölbreytt dýralíf í Norðurþingi haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hægt er að komast í fjölda sela-, hvala- og fuglaskoðunarstaða og stunda stangveiði í sjó, ám og vötnum auk þess sem svæðið í heild sinni er mikið kjörlendi minks og refs. Í öllum þremur bæjarfélögum sveitarfélagsins eru starfræktar upplýsingamiðstöðvar ferðamanna að viðbættri svonefndri Gljúfurstofu sem rekin er við Ásbyrgi.
Húsavík
Húsavíkurkirkja.
Húsavík er fallegur og vinalegur bær sem stendur á skjólgóðu bæjarstæði, innarlega við austanverðan Skjálfanda. Sjálft örnefnið er ævafornt en á sömu slóðum mun landnámsmaðurinn Garðar Svavarson hafa byggt sér hús til vetursetu. Húsavík býr að háu menntunarstigi, blómlegu menningarlífi og öflugri opinberri þjónustu. Íbúar eru tæplega 3.000 en helstu atvinnuvegir eru sjávarútvegur, verslun og ferðaþjónusta. Áður fyrr fór þar fram umsvifamikil vinnsla alkunnra landbúnaðarafurða og er sjálf Húsavíkur jógúrtin þar hvað þekktust. Frægasta kennileiti bæjarins verður að teljast hin einstaka Húsavíkurkirkja sem vígð var árið 1907 en er byggð að norskri fyrirmynd. Húsavík hefur einnig verið nefnd „Hvalahöfuðborg heimsins” en þaðan eru skipulagðar skoðunferðir helgaðar stærstu spendýrum jarðarinnar auk þess sem bærinn starfrækir sérstaka Hvalamiðstöð og dregur öll þessi starfsemi til sín tugi þúsunda gesta á hverju ári.
Raufarhöfn Raufarhöfn er friðsælt og fallegt bæjarfélag sem er hið nyrsta á landinu, við austanverða Melrakkasléttu. Þar búa í dag um 230 manns sem að stærstum hluta hafa atvinnu af sjávarútvegi. Í bænum er rekinn grunnskóli með um 50 nemendur en á lóð hans má einnig finna íþróttahús staðarins ásamt sundlaug. Áður fyrr var Raufarhöfn einn umfangsmesti síldarsöltunarstaður landsins með stórri útflutningshöfn. Leifar frá þeim tíma má t.d. finna á Hótel Norðurljósum sem áður þjónaði hlutverki verbúðar fyrir síldarstúlkur. Fyrir utan hefbundinn hótelrekstur býður bærinn upp á tjaldstæði, heilsurækt, söluskála og fleira, auk þess sem þar hefur verið starfrækt mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1920.
Kópasker Sjávarþorpið Kópasker stendur við miðja austurströnd Öxarfjarðar en nafn þess er dregið af skeri úti fyrir hafnarmynninu þar sem, í stilltu veðri, má ósjaldan verða vitni að selum spóka sig. Þorpið varð að löggiltum verslunarstað árið 1880 en byggð tók að myndast þar upp úr 1910. Á Kópskeri búa í dag um 130 manns sem starfa ýmist við sjávarútveg, afurðavinnslu eða þjónustu við nálægar sveitir. Stærsti vinnuveitandinn í plássinu er sláturhús Fjallalambs hf. en auk þess er þar rekin heilsugæslustöð, verslun, leikskóli og vélaverkstæði.
128 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Vopnafjarðarhreppur
S
www.vopnafjörður.is / www.vopnafjardarhreppur.is
Þéttbýli Vopnafjarðar.
veitarfélagið heitir Vopnafjörður og kennir sig við samnefndan fjörð. Sjálft örnefnið er upphaflega dregið af Eyvindi vopna, einum af þremur landnámsmönnum Vopnafjarðar. Fjörðurinn er um 25 km langur og um 8-16 km breiður. Sunnan við hann gnæfa miklir fjallgarðar en þar eru Krossavíkurfjöllin hvað mest áberandi. Norðan við er láglendi sem hækkar upp á Sandvíkur- og Bakkaheiðar en þó eru þar nokkur há fjöll sem skera sig úr umhverfinu. Inn af firðinum ganga þrír dalir en þar er undirlendi hvað mest í Hofsárdal. Út í fjörðinn skagar Kolbeinstangi, langur og mjór en þar stendur helsti þéttbýliskjarninn, Vopnafjarðarbær, en í sveitarfélaginu búa í dag tæplega 700 manns. Aðalatvinnuvegir eru útgerð, fiskvinnsla, þjónusta og úrvinnsla landbúnaðarafurða auk umtalsverðrar loðdýraræktar og hlunnindabúskapar.
Náttúra og útivist Í Vopnafirði er óspillt náttúra, með fjölbreyttu dýralífi ávallt innan seilingar. Í fagurgrænum dölunum er stundaður búskapur og upp á heiðunum lifa villt hreindýr, refir og rjúpur. Þar eru einnig gjöfular laxveiðiár á borð við Selá og Hofsá en ágætis veiðivötn er t. d. að finna uppi á Fossheiði og víðar. Strandlengja Vopnafjarðar er mjög áhugaverð með sjávarbjörgum, dröngum og sérkennilegum klettamyndunum. Fuglalíf er mjög fjölskrúðugt hvarvetna sem litið er. Hvalir leggja stundum leið sína inn fjörðinn ásamt selum sem eiga það til skríða upp í fjörur. Einn fallegasti og áhugaverðasti staðurinn er Bjarnarey, utan Kollumúla, en þar fer enn í dag fram dún- og eggjataka. Einnig ber að nefna Skjólfjörur, Fuglabjarganes og Tangasporð, sem eru áhugaverðar náttúrperlur. Áhugaverðar og merktar gönguleiðir er að finna víðsvegar og hafa í því skyni verið gefin út svæðisbundin göngukort.
Samgöngur og ferðaþjónusta Allar leiðir til Vopnafjarðar liggja um fjallendi. Aðalvegurinn liggur um nýjan þjóðveg í Vesturárdal, sem nær yfir 400 m hæð þar sem vegurinn tengist hringveginum við Háreksstaðarleið á Jökuldalsheiði. Einnig má velja leiðina um Hellisheiði eða taka krók til Bakkafjarðar um Sandvíkurheiði. Fyrir þá sem kjósa að fara flugleiðina má geta þess að flogið er alla virka daga frá Akureyri til Þórshafnar og Vopnafjarðar og til baka aftur með tengiflugi til Reykjavíkur. Fyrir ferðafólk sem kýs að gista á Vopnafirði skal bent á að þar er rekið hótel allt árið en víða má einnig komast í ósvikna bændagistingu í gegnum Ferðaþjónustu bænda. Miðsvæðis í bænum er tjaldsvæði sem eingöngu er opið ferðamönnum á sumrin. Sundlaug Vopnafjarðar er við árbakkann í Selárdal og er á margan hátt merkilegt mannvirki sem vert er að heimsækja.
Mannlíf og menning Vopnafjarðarbær hefur verið verslunarstaður frá tímum einokunarinnar á 17. og 18 öld. Við upphaf 19. aldar hóf danska verslunarfélagið Örum & Wulff starfsemi í plássinu og í því skyni voru byggð nokkur falleg hús sem enn setja áberandi svip á umhverfið. Eitt þeirra er svonefndur Kaupvangur sem reist var árið 1882 af Fredrik Bald, byggingameistara Alþingishússins. Árið 2005 gekk húsnæðið í gegnum allsherjar yfirhalningu og því komið í upprunalegt horf. Í dag er Kaupvangur einhver mesta bæjarprýði Vopnafjarðarbæjar og þjónar alls kyns menningartengdu hlutverki. Árið 2008 var t.d. opnuð þar svonefnd Múlastofa sem er helguð lífi og list bræðranna og dægurlagahöfundanna Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Annað athyglisvert og lifandi minjasafn er síðan að finna við Bustarfell í Hofsárdal. Þessi sveitabær er einstakur fulltrúi gamla bændasamfélagsins en þar hefur búskapur haldist óslitinn innan sömu fjölskyldunnar síðan 1562.
Í Skjólfjörum handan fjarðar er mikil paradís.
Sveitarstjórnarmál | 129
Þ
Fljótsdalshérað www.fljotsdalsherad.is Mennta- og uppeldismál
ann 1. nóvember 2004 sameinuðust Austur-Hérað, Fellahreppur og NorðurHérað undir einu merki Fljótsdalshéraðs. Með því myndaðist eitt fjölmennasta sveitarfélag á Austurlandi sem í dag telur um 3.500 íbúa. Þar af eru um 2.800 búsettir á Egilsstöðum og í Fellabæ en aðrir þéttbýlis- eða þjónustukjarnar eru Hallormsstaður, Eiðar og Brúarás. Svæðið hefur löngum verið rómað fyrir mikla náttúrufegurð og búsældarlegar sveitir þar sem blómlegur landbúnaður hefur verið stundaður frá því byggð hófst hér á landi. Innan marka þess eru nú starfrækt um 200 lögbýli þar sem fram fer öflug sauðfjárrækt, mjólkurframleiðsla og skógrækt. Um Fljótsdalshérað renna tvö nafnkunn vatnsföll, Jökla og Lagarfljót. Þar er einnig að finna vinsæl útvistarsvæði á borð við Hallormsstaðaskóg, sem er sá allra stærsti hér á landi, og Selskóg við Egilsstaði. Fljótdalshérað er víðfemasta sveitarfélag landsins og nemur stærð þess 8.884 ferkílómetrum. Í vestri eru mörk þess dregin frá Jökulsá á Fjöllum að Biskupshálsi um Möðrudalsheiði og Hárekstaðaheiði, norðanmegin um Smjörfjöll og Hellisheiði norður í Kollumúla í Héraðsflóa. Að austanverðu er miðað við Bótarhnjúka sem eru raun á mörkum Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps og Djúpavoghrepps. Þaðan liggja mörkin um Breiðdalsheiði og Austurfjöll í Skriðdal yfir á Fagradal um Gagnheiði og um Austurfjöllin í Gripdeild í Héraðsflóa.
Einn helsti aðall Fljótdalshéraðs er viðgangur öflugra og rótgróinna menntastofnana. Þar fóru og fara fremst skólasetrin á Eiðum, Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað og Menntaskólinn á Egilsstöðum. Þá er á svæðinu góð þjónusta við nemendur á háskólastigi, s.s. með fjarnámi. Í sveitarfélaginu fer leikskólastarf fram á fimm stöðum og grunnskólastarf á fjórum stöðum. Tónlistarskólar eru starfræktir á fjórum stöðum á vegum þriggja tónlistarskóla. Sveitarfélagið rekur jafnframt bókasöfn, minjasafn, íþróttamiðstöð, íþróttahús, frjálsíþróttavöll, knattspyrnuvelli, sundlaug, félagsmiðstöðvar, félagsheimili og þjónustumiðstöð.
Þéttbýlið við Lagarfljót
Afþreying og útivist
Þéttbýlisstaðirnir Egilsstaðir og Fellabær liggja andspænis hvor öðrum við sinn hvorn bakka Lagarfljóts. Að frumkvæði Héraðsbúa voru Egilsstaðir stofnaðir sem kauptún árið 1947 og þótti staðsetningin tilvalin á miðju landbúnaðarsvæði við suðurenda Lagarfljótsbrúar. Á þessum stað, þar sem þjóðvegir mætast úr öllum áttum, átti bærinn eftir að vaxa upp í að verða helsta miðstöð opinberrar þjónustu og verslunar á Austurlandi. Á sviði heilbrigðisþjónustu er þar til staðar heilsugæslustöð, dvalarheimili aldraðra, sjúkrahús og tannlæknastofa. Á Egilsstöðum eru jafnframt starfrækt fjöldamörg einkarekin fyrirtæki ásamt ýmsum verslunum, hóteli, gisti- og veitingahúsum. Þar er einnig alþjóðaflugvöllur sem gegnir sérlega mikilvægu hlutverki gagnvart allri ferðaþjónustu á svæðinu.
Fljótsdalshérað er kjörinn áfangastaður fyrir alla þá sem vilja upplifa ævintýralega útivist í óhaminni náttúrufegurð. Svæðið býður upp á fjölbreyttar gönguleiðir með ótal möguleikum. Þar er t.d. hægt að kynna sér gamla kirkjustaði, fornar mannvistarleifar, sögusvið þjóð- og Íslendingasagna, eins og Hrafnkelssögu og Fljótsdælu og skoða má alvöru torfbæi í návígi. Gönguleiðirnar ligga margar hverjar um fjölþætt kennileiti og náttúruundur eins og Hengifoss í Fljótsdal, heita lækinn í Laugavalladal, Stórurð við Dyrfjöll og Kárahnjúkavirkjun sem er stærsta mannvirki á Íslandi. Vinsælustu áningarstaðina fyrir fjölskyldufólk er þó að finna í Hallormsstaðaskógi og Atlavík. Við val á gönguleiðum má afla sér upplýsinga hjá Upplýsingamiðstöð Austurlands og í gegnum Ferðafélag Fljótsdalshéraðs. Að öðru leyti býður svæðið upp á óþrjótandi kosti í skipulegri afþreyingu af ýmsu tagi eins og hestaferðir, jeppferðir, skotveiði, stangveiði auk þess sem gott skíðasvæði er rekið á veturna í Stafdal á Fjarðarheiði.
Egilsstaðir og Lagarfljót með Snæfell í bakgrunni.
Ljósm. Skarphéðinn Þórisson
130 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Seyðisfjarðarkaupstaður www.sfk.is
S
Ljósm. Þóra Guðmundsdóttir
eyðisfjörður er djúpur fjörður umkringdur háum, tilkomumiklum fjöllum. Þéttbýlið stendur fyrir botni fjarðarins á milli Bjólfs og Strandartinds. Áður voru einnig þorp á Eyrum og Vestdalseyri. Á Búðareyri er nokkuð samfelldur byggðarkjarni af gömlum timburhúsum sem flest eru byggð um aldamótin 1900, auk þess sem slík hús eru víða annars staðar í bænum. Hús þessi eru byggð að norskri fyrirmynd og mörg hver flutt inn frá Noregi. Byggð hefur verið á Seyðisfirði allt frá landnámsöld er Bjólfur nam þar land. Verslun hófst á Seyðisfirði 1848 og óx brátt mikið. Varð það upphaf þéttbýlis á staðnum. Eftir miðja 19. öld hófu Norðmenn síldveiðar fyrir Austurlandi og höfðu snemma mikil umsvif á Seyðisfirði. Fjölgaði íbúum þá mikið og fékk staðurinn kaupstaðarréttindi 1895 en þá voru þar 567 íbúar. Í sögu bæjarins hafa skipst á skin og skúrir og hafa síldargöngur og aflabrögð ráðið þar mestu um. Einn af merkari atburðum í sögur Seyðisfjarðar varð þegar sæsíminn frá útlöndum til Íslands var tekinn þar á land árið 1906, og brátt teygðu símalínur sig þaðan vítt um landið. Rafstöð var reist við Fjarðará árið 1913 og er elsta starfrækta riðstraumsvirkjun í landinu. Þar er nú safn þar sem sögu virkjunarinnar og rafvæðingar eru gerð skil með munum og myndum. Árið 2006 voru hafnar framkvæmdir við tvær virkjanir í Fjarðará á vegum Íslenskrar Orkuvirkjunar á Seyðisfirði sem starfrækir þær. Við Heiðarvatn á Fjarðarheiði var reist stífla til söfnunar og miðlunar vatns fyrir þær.
Sveitarstjórnarmál | 131 Inn úr firðinum gengur dalverpi í áttina að Fjarðarheiði og um þá heiði liggur vegurinn til Egilsstaða, sem gerður var akfær 1934. Niður dalinn fellur Fjarðará í flúðum og fossum og í henni eru um 25 fossar sem talandi er um. Ganga meðfram ánni á sólbjörtum degi er öllum ógleymanleg sem hana fara. Fyrrum voru fastar skipaferðir frá útlöndum til Seyðisfjarðar, en lögðust af. Árið 1975 hófu Færeyingar áætlunarferðir á sumrin með bíla- og farþegaferju milli Seyðisfjarðar og Norðurlanda, í samvinnu við heimamenn. Í dag flytur Norröna um 34.000 gesti til og frá landinu árlega. Þessar siglingar hafa haft gífurlega mikla þýðingu fyrir ferðaþjónustu á Austurlandi og víðar sem er ört vaxandi atvinnugrein á Seyðisfirði. Árið 2003 var tekið í notkun nýtt ferjulægi við Strandabakka fyrir Nýju Norrænu sem var tekin í notkun sama ár en um er að ræða 36.000 lesta bíla- og farþegaferju sem siglir reglulega milli Seyðisfjarðar og meginlands Evrópu. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað í áranna rás og er Seyðisfjarðarhöfn aðili að samtökunum Cruise Iceland og Cruise Europe með það að markmiði að efla þjónustu við skemmtiferðaskip og fjölga komum þeirra.
Ljósm. Jónas Jónsson
Við gerð ferjulægisins var gerð allmikil landfylling innan Strandabakkans og einnig nýtt lón í framhaldi af eldra lóninu og önnur akfær brú sett á Fjarðará. Nokkuð mikil ásýndarbreyting varð því fyrir botni fjarðarins. Skóli hefur verið starfræktur á Seyðisfirði frá 1881. Prentsmiðjur hafa verið þar nokkrar og talsverð útgáfustarfsemi. Margs konar iðnaður er þar rótgróinn svo sem málmsmíði o.fl. Seyðisfjörður kom mikið við sögu í síðari heimsstyrjöldinni og var m.a. ein helsta viðkomustöð flota bandamanna í siglingum til Múrmansk. Bærinn varð þá nokkrum sinnum fyrir loftárásum Þjóðverja. Í einni slíkri, 10. febrúar 1944, var olíuskipinu El Grilló sökkt og hvílir það á botni fjarðarins. Menningarlíf er í miklum blóma á Seyðisfirði sem má segja að hafi tekið nýja stefnu er Seyðfirðingar héldu upp á 100 ára afmæli kaupstaðarins árið 1995. Á Seyði var árlegur viðburður, en út úr hátíðinni hafa orðið til sjálfstæðar hátíðir og Á Seyði lagst af í þeirri mynd sem áður var. Helst ber að nefna LungA – listahátíð ungs fólks, Austurlandi, Ljósm. Hlynur Oddsson
132 | Ísland – Atvinnuhættir og menning sumartónleikaröðina Bláa kirkjan, Karlinn í tunglinu – menningardag barna, Smiðjuhátíð í Tækniminjasafninu og fjölmargar myndlistasýningar í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi árið um kring. Hið blómlega menningarlíf í bland við náttúrufegurð hefur laðað marga listamenn að staðnum. Þannig hafa þó nokkrir fest kaup á húsum og dvelja löngum stundum á staðnum eða hafa fasta búsetu árið um kring. Áhugahópur um menningu og listir fékk að gjöf húseignina Skaftfell við Austurveg. Þar hefur verið ýmiss konar starfsemi í gegnum tíðina en húsið var reist árið 1907. Áhugahópurinn kennir sig við húsið og kallast Ljósm. LungA Skaftfellshópurinn. Húsið er nú lista- og menningarmiðstöð. Þar er góð sýningaraðstaða, íbúð fyrir mynd listamenn og „bistró“. Listaháskóli Íslands, Dieter Roth Akademían, Tækniminjasafn Austurlands og Skaftfell hafa staðið fyrir námskeiði fyrir þriðja árs nemendur Listaháskóla Íslands á hverju vori frá því árið 2000, lengst af undir stjórn Björns Roth og Kristjáns Steingríms. Elsta leikfélag á landinu, Leikfélag Seyðisfjarðar, er enn starfandi með milklum blóma á Seyðisfirði Tónlistarskóli er í bænum svo og leikskóli sem var stækkaður og endurbættur 2008 og 2009 og sundlaug. Glæsileg íþróttamiðstöð var tekin í notkun veturinn 1999. Í miðstöðinni er tækjasalur til líkamsræktar, handboltavöllur af löglegri stærð, gufubað og heitur pottur.
Ljósm. Hlynur Oddsson
Sveitarstjórnarmál | 133 Tækniminjasafn Austurlands er á svokallaðri Wathnestorfu. Safnið hefur vaxið úr því að vera sýning á efri hæð gömlu ritsímastöðvarinnar (núverandi bæjarskrifstofur) í það að hafa umsjón með sex húsum, slipp, trébát og útisvæði. Til sýnis eru munir, myndir og tæki frá upphafi tæknialdar um 1900 til okkar daga í sínu upphaflega umhverfi, sími, fjarskipti, ljósmyndun, véltækni, húsagerð og kaupstaðarlíf. Hagavöllur er níu holu golfvöllur í fjarðarbotninum með myndarlegum golfskála. Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstaður og Skíðafélagið í Stafdal eru í samvinnu um rekstur skíðasvæðis í Stafdal í Fjarðarheiði. Mikil uppbygging hefur átt sér stað, m.a. með lengingu lyftu, uppsetningu barnalyftu og nýs skíðaskála en uppbyggingu er þó hvergi lokið. Útsýnisstaðurinn úr Bjólfi er í 640 metra hæð yfir sjávarmáli þar sem reistir voru snjóflóðavarnagarðar. Þar er nú sumarvegur opinn frá júní þar til snjór lokar veginum á haustin. Fjarðaraldan hf. var stofnuð árið 2003 og er fasteignafélag sem á og rekur hús Hótel Öldunnar en Húsahótel ehf. á reksturinn. Hótelið er rekið í þremur húsum frá því um aldamótin 1900. Starfsemin er í lágmarki yfir veturinn en hjá fyrirtækinu starfa allt að 20 manns yfir sumartímann. Farfuglaheimilið Hafaldan hefur verið rekið í um 40 farsæl ár á Seyðisfirði. Ferða þjónustuaðilar vinna saman að því að efla þjónustu við ferðamenn og hafa sett á fót sameiginlega ferðavefinn www.visitseydisfjordur.com Fyrirtækið Sagnabrunnur sérhæfir sig í þýðingum á skjölum, m.a fyrir utanríkisráðuneytið í tengslum við aðildarviðræður við Evrópusambandið. Einnig hefur fyrirtækið unnið að bókaútgáfu, söfnun munnlegra heimilda og fleiri verkefnum, m.a. Atlas Seyðisfjörður sem er gagnvirkt kort á vefnum með upplýsingum um byggð og mannlíf og tengsl við hafið og ströndina Skálanes, Náttúru- og menningarsetur, starfar á einka náttúruverndarsvæði sunnanvert við mynni Seyðisfjarðar. Mikil fjallasýn, stærðar fuglabjörg, rekastrendur og graslendi rammað inn af hafinu gera Skálanes að einstökum stað lærdóms og íhugunar. Viðfangsefni starfseminnar skapar deiglu hugmynda og þekkingar á fjölbreyttum sviðum, s.s. vistfræði, náttúrufræði, sagnfræði, fornleifafræði, umhverfismála, hefðbundins handverks o.fl. Á Seyðsfirði er gerður út ísfisktogarinn Gullver NS sem er í eigu útgerðarfélagsins Gullbergs ehf. sem hefur starfað síðan 1959. Aflinn er aðallega unninn í frystihúsi Brimbergs sem var stofnað 2004 . Á Seyðisfirði er ein af fullkomnustu fiskimjölsverksmiðjum landsins sem Síldarvinnslan hf. starfrækir. Sjúkrahús var lengi starfrækt að Suðurgötu 8 en nú rekur Heilbrigðisstofnun Austurlands þar heilsugæslu fyrir Seyðisfjörð og heilabilunardeild fyrir allt Austurland. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, sem hefur aðsetur í glæsilegu gömlu húsi við Bjólfsgötu, er jafnframt lögreglustjóri. Starfssvæði embættisins er Norður-Múlasýsla.
Ljósm. Aðalheiður Borgþórsdóttir
134 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Fjarðabyggð
M
www.fjardabyggd.is
eð sameiningu Eskifjarðakaupstaðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðarhrepps, þann 7. júní 1998, varð til sveitarfélagið Fjarðabyggð. Í kosningum sem fóru fram 8. október 2005 var samþykkt að Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðar- og Mjóifjarðarhreppur yrðu hluti af hinu nýja sveitarfélagi. Í dag er Fjarðabyggð fjölmennasta sveitarfélagið á Austurlandi en íbúafjöldinn er um 4.600 manns. Í tímans rás hafa dreifðir þéttbýliskjarnarnir á svæðinu notið einstaklega gjöfulla fiskimiða og hafa þau í raun verið forsendan fyrir viðgangi byggðaþróunar á hverjum stað. Á nýju árþúsundi hefur kröftugur vaxtarkippur hlaupið í atvinnulífið í Fjarðabyggð. Stórframkvæmdir á borð við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og tilkoma álvers á Reyðarfirði hafa átt þar stóran hlut að máli. Helsti ávinningurinn hefur falist í töluverðri íbúafjölgun á svæðinu. Samfara því hefur menningin, mannlífið og menntakerfið blómstrað, sem aldrei fyrr, í sérlega fjölskylduvænu sveitarfélagi.
Mjóifjörður Nyrstu mörk Fjarðabyggðar miðast við Mjóafjörð sem býr að einstakri náttúrufegurð með fallegum fossum, gjöfulum berjalöndum og mikilli veðursæld sem dregur að sér fjölda ferðamanna á hverju ári. Í firðinum má finna hinn vinalega þéttbýliskjarna Brekkuþorps sem byggst hefur í kringum skóla, kirkju og póstafgreiðslu staðarins. Þar er jafnframt rekin minjagripasala, gistihús og kaffistofa á sumrin. Íbúar í Mjóafirði eru tæplega 30 og hafa að stærstum hluta atvinnu af sjávarútvegi.
Norðfjörður Á Nesi við Norðfjörð hófst skipuleg útgerð ásamt saltfiskverkun í kringum 1870. Svæðið varð að löggiltum verslunarstað árið 1895 og með því hófst fyrsti vísir að þéttbýlismyndun Nesþorps. Með tilkomu fyrstu vélbátana árið 1905 jókst íbúafjöldinn hröðum skrefum og fór svo árið 1913 að þorpið var aðskilið frá Norðfjarðarhreppi og nefnt Neshreppur, Á þriðja áratug aldarinnar skreið íbúatalan yfir 1.000 manns. Í beinu framhaldi
Sveitarstjórnarmál | 135 öðlaðist hreppurinn kaupstaðarréttindi þann 1. janúar árið 1929 og fékk upp frá því hið alkunna heiti Neskaupstaður. Norðfjarðarhreppur sameinaðist bænum árið 1994 og við það myndaðist fjölmennasti byggðarkjarninn í Fjarðabyggð með um rúmlega 1.500 íbúa. Sjávarútvegur, fiskvinnsla og landbúnaður mynda enn í dag uppistöðuna í atvinnulífi Norðfjarðar. Síldarvinnslan í Neskaupstað er eitt af allra stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins en fiskiðjuver þess er með þeim fullkomnari í Evrópu. Bærinn er jafnframt helsta miðstöð opinberrar þjónustu í Fjarðabyggð en þar vegur einna þyngst rekstur Fjórðungssjúkrahúss og Verkmenntaskóla Austurlands.
Reyðarfjörður
Við Austfirði liggur fjöldi djúpra fjarða og lengstur þeirra er Reyðarfjörður sem er um 30 km langur en í dag búa þar rétt rúmlega 1.100 manns. Við fjarðarbotninn átti lítið þorp Búðareyrar eftir að vaxa upp í löggiltan verslunarstað árið 1890. Þarna var Kaupfélag Héraðsbúa stofnað árið 1909 og árið 1930 tók Rafveita Reyðafjarðar þar til starfa. Öfugt við nágrannabyggðalögin hafa útgerð og fiskvinnsla verið hverfandi á Reyðarfirði í seinni tíð. Á undanförnum árum hefur þungamiðja atvinnulífsins á svæðinu snúist að stærstum hluta í kringum umfangsmikið álver Alcoa Fjarðaáls sem knúið er með orku frá Kárahnjúkavirkjun. Á Reyðarfirði eru einnig starfræktar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar á Austurlandi auk þess sem þar er finna aðalskrifstofur Fjarðabyggðar ásamt Skólaskrifstofu Austurlands.
Eskifjörður Inn úr Reyðarfirði gengur Eskifjörður og við norðurströnd hans stendur samnefndur byggðarkjarni sem er einn hinn allra elsti innan vébanda Fjarðabyggðar. Við afnám einokunarverslunarinnar árið 1786 var Eskifjörður einn af sex stöðum landsins til að öðlast kaupstaðarréttindi. Við upphaf 19. aldar taldi byggðakjarninn þó rétt um 20 íbúa. Þeim tók ekki að fjölga fyrr en Norðmenn fóru að herja á gjöful síldarmiðin úti fyrir Austfjörðum árið 1879. Þegar 20. öldin gekk í garð var íbúatalan komin upp í tæplega 230 manns og átti sú tala eftir hækka duglega þegar frá leið. Árið 1988 var Helgustaðahreppur sameinaður Eskifjarðarkaupstað og telur íbúafjöldi svæðisins í dag tæplega 1100 manns. Líkt og í mörgum öðrum plássum Fjarðabyggðar er sjávarútvegur og fiskvinnsla helsta atvinnugreinin og fer þar fremst útgerðarfyrirtækið Eskja hf. Einnig er þar að finna aðalskrifstofur embættis sýslumanns S-Múlasýslu auk lykilembætta í löggæslu á Austurlandi.
Fáskrúðsfjörður Rétt fyrir miðju Austurlandi liggur sá fallegi Fáskrúðsfjörður sem dregur nafn sitt af eyjunni Skrúði sem stendur úti fyrir firðinum. Fyrir tíma Fjarðabyggðar voru þar tvö sveitarfélög Fáskrúðsfjarðar- og Búðahrepps. Hið síðarnefnda vísar í litla þéttbýliskjarnann Búðir sem gerður var að sveitarfélagi árið 1907. Fyrir utan öfluga fiskvinnslu og útgerð þá er fjöldi minni fyrirtækja í iðnaði og verslun starfræktur á Fáskrúðsfirði. Að auki er þar hægt að nálgast alla nauðsynlega þjónustu og fjölbreytta afþreyingu fyrir ferðamenn. Í kringum aldamótin 1900 sóttu franskir sjómenn mikið á Íslandsmið og varð Fáskrúðsfjörður þeirra helsta bækistöð. Af þessum sökum eru leifar franskrar menningar óvíða meiri og setur hún sérlega skemmtilegan svip á ásýnd bæjarins. Þetta á ekki síst við um húsakost en mikið og ötult starf hefur farið í að varðveita allar merkilegar minjar frá þessum tíma. Þess ber að geta að 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, er opinber fánadagur á Fáskrúðsfirði.
Söfn, afþreying og athyglisverðir áfangastaðir Fyrir ferðafólk sem vill sækja Fjarðabyggð heim þá eru heilmiklir afþreyingarmöguleikar í boði auk ægifagurs nátturfars sem er uppfullt af áhugaverðum áfangastöðum sem vert er að kanna nánar. Forvitnileg söfn eru á hverju strái en þar má helst nefna Safnahús Neskaupstaðar, Íslenska Stríðsárasafnið á Reyðarfirði, Sjóminjasafnið á Eskifirði og Steinasafn Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði ásamt sýningunni „Fransmenn á Íslandi“ á Fáskrúðsfirði. Meðfram öllu þessu má komast í fjölda verslana og gallería sem bjóða upp á alvöru handverk innfæddra á hverjum stað. Fyrir þá sem eru á höttunum eftir ósvikinni afþreyingu þá er leiðin greið í sund, golf, veiði, fjallgöngur, kajakferðir og siglingar um nálæga firði auk þess sem Oddsskarðið geymir helsta skíðasvæði Austfirðinga. Að öðru leyti eru möguleikarnir nær endalausir varðandi fjölbreyttar gönguleiðir um ýmis merkileg náttúruvætti og athyglisverð svæði sem sum hver eru friðlýst.
Stöðvarfjörður Syðstu mörk Fjarðabyggðar miðast við Stöðvarfjörð en við hann stendur samnefnt sjávar þorp þar sem í dag búa tæplega 200 manns. Fyrstu ábúendur þar fyrr á öldum voru útvegsbændur sem nýttu sér gjöful fiskimiðin úti fyrir firðinum. Að undirlagi kaupmannsins Carls Guðmundssonar og konu hans Petru A. Jónsdóttur var fyrsta verslunin í byggðarlaginu opnuð árið 1896. Upp frá því jókst þéttbýlismyndun á Stöðvarfirði og var þar um langt skeið rekin öflug togaraútgerð ásamt fiskvinnslu. Á síðustu árum hefur sjávarútvegur dregist mikið saman í þorpinu og hefur það leitt til töluverðrar fækkunar íbúa.
Allar nánari upplýsingar t.d. varðandi þjónustu og gistimöguleika á hverjum stað fyrir sig má nálgast inni á heimasíðunni: www.fjardabyggd.is
136 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
RANGÁRÞING EYSTRA
R
www.hvolsvollur.is
angárþing eystra er eitt þriggja sveitarfélaga í Rangárvallasýslu. Heildarstærð svæðisins er 1.841 km2 og nær frá Eystri-Rangá í vestri til Jökulsár á Sólheimasandi í austri og að Tindfjöllum og Emstrum í norðri. Sveitarfélagið var stofnað þann 9. júní árið 2002 með sameiningu sex hreppa í austanverðri Rangárvallasýslu í eitt sveitarfélag; Hvolhreppur, Fljótshlíðarhreppur, Austur-Landeyjahreppur, Vestur-Landeyjahreppur, Austur-Eyjafjallahreppur og Vestur-Eyjafjallahreppur. Íbúafjöldi svæðisins hefur verið mjög stöðugur en þann 1. janúar 2012 voru íbúar í Rangárþingi eystra 1.741 og þar af búa um 900 manns í þéttbýlinu. Hvolsvöllur er þéttbýliskjarni sveitarfélagsins og þar er aðsetur stjórnsýslunnar. Byggð fór að myndast á Hvolsvelli er Kaupfélag Hallgeirseyjar hóf þar verslun árið 1930. Frá þeim tíma hefur byggðin stækkað jafnt og þétt og eflst sem þjónustukjarni sveitarfélagins. Helstu atvinnuvegir þar nú eru iðnaður, verslun og þjónusta. Á Hvolsvelli er grunnskóli, leikskóli, héraðsbókasafn, sýslumannssetur, dýralæknir, dvalar- og hjúkrunarheimili, heilsugæslustöð, apótek, sundlaug, íþróttahús, verslun, banki, veitingastaðir o.fl. Sýslumaður Rangæinga hefur aðsetur á Hvolsvelli og hefur haft frá árinu 1937 en áður var sýslumaður á Efra-Hvoli, Stóra-Hofi og í Gunnarsholti. Í kjölfar sameiningar voru sameinaðir allir skólar og leikskólar svæðisins og er nú aðeins einn skóli, Hvolsskóli, og einn leikskóli, leikskólinn Örk. Báðir skólarnir eru á Hvolsvelli. Skólaakstur sveitarfélagsins er einn sá umfangsmesti á landinu þar sem öllum börnum úr dreifbýlinu er ekið með skólabíl á Hvolsvöll. Til að koma til móts við þau börn sem eiga um lengstan veg að fara í skóla er sett regla um 45 mínútna hámarksviðveru í skólabíl. Samfella skóla, tómstunda og íþrótta er eitt af samstarfsverkefnum í tengslum við skólastarfið. Með samfellunni er unnið að aukinni samþættingu í tómstunda- og skólastarfi í Rangárþingi eystra. Markmiðið er að sem flest börn hafi tækifæri á að stunda íþróttir og aðrar tómstundir þrátt fyrir fjarlægðir frá skóla og sé það samstillt akstri skólabílanna. Þá er einnig áætlað að börnin hafi lokið starfsdegi sínum á sama tíma og hefðbundnum vinnudegi foreldra og forráðamanna lýkur. Sveitarfélagið er í góðu samstarfi við fræðslu-
Tumastaða- og Tunguskógur í Fljótshlíð er vinsæll til útivistar.
Hvolsvöllur.
Ljósm.: Mats
Sveitarstjórnarmál | 137
Eyjafjallajökull setti strik í reikninginn með eldgosi árið 2012 en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og uppbygging á svæðinu gengur vel. net Suðurlands og Háskólafélag Suðurlands til að efla möguleika íbúa til frekari menntunar. Góð fjarnámsaðstaða hefur verið byggð upp í tengslum við það enda er útibú Háskólasetursins og Fræðslunets Suðurlands á Hvolsvelli. Rangárþing eystra starfar á sveitarstjórnarstigi og er aðsetur stjórnsýslunnar á Hvolsvelli. Sjö fulltrúar sitja í sveitarstjórn sem fer með stjórnunarvaldið. Sveitarstjóri er Ísólfur Gylfi Pálmason. Sveitarfélagið er mikið landbúnaðarhérað þar sem matvæla- og landbúnaðarframleiðsla eru undirstöðuatvinnugreinar og í héraðinu er öflug mjólkur- og kjötframleiðsla. Höfuðstöðvar Sláturfélags Suðurlands eru á Hvolsvelli en þar er rekin stærsta kjötvinnsla landsins. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og í sveitarfélaginu er að finna einstakar náttúruperlur og þekkta sögustaði. Meðal helstu staða eru Þórsmörk, Tindfjöll, Eyjafjallajökull, Skógafoss, Seljalandsfoss og Paradísarhellir en auk þess er að finna einstakar náttúru- og jarðfræðiminjar sem eru minna þekktar eins og Mögugilshelli sem talinn er vera með stærri náttúrugerðum móbergshellum í Norður-Evrópu og Drumbabót, þar sem finna má minjar um aldagamlan skóg. Öflug og lifandi náttúra gefur ferðaþjónustunni góðan meðbyr. Auk þessara minja teygir sögusvið Brennu-Njáls sögu sig um allt svæðið og gestum sveitarfélagsins er gefinn kostur á að upplifa söguna á lifandi og eftirminnilegan hátt. Sögusetrið er starfrækt á Hvolsvelli. Þar er sögusýning tengd Njálu, veitingasalur í Víkingastíl og sérstakt kaupfélagssafn sem segir sögu kaupfélaga á Suðurlandi frá Vík, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli, Hellu og Selfossi. Þjónusta við ferðamenn er fjölbreytt og afþreying er af ýmsu tagi sem hentar öllum aldurshópum, s.s. söfn, sýningar, sundlaugar, hestaleigur, gönguleiðir, íþróttamiðsstöð, golf, gallerí, veiði og margt fleira. Skógasafn er eitt stærsta og öflugasta byggðasafn á landsbyggðinni. Safnið er opið allt árið og árlega heimsækja það um 46 þúsund gestir. Gestastofa er starfrækt á Þorvaldseyri en þar má sjá fræðslumynd af eldgosinu í Eyjafjallajökli. Landeyjahöfn hefur skapað aukin tækifæri með tengingu við Vestmannaeyjar. Mikið félags- og menningarlíf er í sveitarfélaginu. Íbúar eru virkir þátttakendur og leiðandi í því starfi sem fer fram. Tónlistarstarf er öflugt og fjölmargir kórar eru starfandi í Rangárþingi eystra; Karlakór Rangæinga, Kvennakórinn Ljósbrá, Gospelkór Suðurlands, Samkór Rangæinga, Hringur kór eldri borgara auk kirkjukóra og sönghópa. Þá er mjög virkt og öflugt íþróttalíf leitt áfram af íþróttafélögunum.
Margar þekktar náttúruperlur eru á svæðinu, m.a. Skógarfoss.
138 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Vestmannaeyjar
M
www.vestmannaeyjar.is
eð miklu stolti bjóða Eyjamenn alla hjartanlega velkomna til Vestmannaeyja. Hið fjölbreytta mannlíf, heillandi menning og óviðjafnanleg náttúra skipa Eyjunum einstakan sess á Íslandi og þó víðar væri leitað. Vestmannaeyjar samanstanda af 15 eyjum og fjölda skerja og dranga. Heimaey er stærst eyjanna og sú eina sem er byggð. Eyjarnar eru hluti af ungu og virku eldvirknisvæði. Flestar eyjarnar urðu til fyrir 10 til 20 þúsund árum. Yngst þeirra er Surtsey sem reis úr hafi á árunum 1963 til 1966 og er hún á heimsminjaskrá UNESCO. Heimaeyjargosið 1973 eru stærstu náttúruhamfarir síðari ára. Gosið breytti landslaginu í Eyjum. Um 400 hús fóru undir hraun og ösku og eyjan stækkaði um 2,3 ferkílómetra. Stór hluti Eyjamanna snéri aftur og endurbyggði enn sterkara og samheldnara samfélag. Vestmannaeyjar fengu kaupstaðarréttindi árið 1919 og það ár var kosin bæjarstjórn og ráðinn bæjarstjóri. Í dag er bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar skipuð sjö fulltrúum, fjórum frá Sjálfstæðisflokki og þremur frá Vestmannaeyjalistanum. Bæjarstjóri er Elliði Vignisson.
Vestmannaeyjabær – samfélag í sókn Undfanfarin ár hefur Vestmannaeyjabær verið í mikilli sókn, atvinnulífið blómstrar og mikill metnaður er í uppbyggingu og nýsköpun í menningu og ferðaþjónustu. Íbúum Vestmannaeyja hefur fjölgað síðastliðin ár, ólíkt því sem raunin er víða annars staðar á landsbyggðinni. Íbúar Vestmannaeyja eru nú 4.200. Búsetu í Vestmannaeyjum fylgja margir kostir. Allar vegalengdir eru stuttar, sem sparar bæði eldsneyti og tíma. Til staðar er nær öll þjónustu sem nútímafólk telur nauðsynlega. Samfélagið er afar barn- og fjölskylduvænt. Í Eyjum blómstrar fjölbreytt verslun. Vöruúrval og sanngjarnt verðlag kemur mörgum á óvart. Vinnumarkaðurinn er traustur og atvinnuleysi minna en annars staðar á landinu.
Sveitarstjórnarmál | 139
Samgöngur Siglingar á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja mörkuðu tímamót í samgöngum á milli lands og Eyja. Siglingin tekur 30 mínútur. Gríðarlega tækifæri felast í siglingaleiðinni fyrir ferðaþjónustuna, sem og íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Flugfélagið Ernir heldur uppi flugsamgöngum á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur.
Útgerð Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa frá upphafi verið burðarás atvinnulífs í Vestmannaeyjum og munu áfram verða. Í Vestmannaeyjum eru tvö stór útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, Vinnslustöðin og Ísfélag Vestmannaeyja. Þessi fyrirtæki hafa einkum sérhæft sig í vinnslu á uppsjávarfiski en bolfiskvinnsla er þar einnig veigamikill þáttur. Bæði fyrirtækin reka öflugar fiskimjölsverksmiðjur. Þá eru einnig þrjú minni fiskvinnslufyrirtæki sem vinna bolfisk, Godthaab í Nöf, Fiskvinnsla VE, Eiði 12 og Langa ehf.
Menning og ferðaþjónusta Segja má að ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum hafi byrjað fyrir alvöru eftir Heimaeyjargosið 1973. Gossagan og gosminjarnar eru enn mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Í Eyjum eru hótel og gistiheimili og fjölbreytt afþreying. Boðið er upp á hella- og fluglaskoðanir á sjó og landi, skipulagðar gönguferðir og rútuferðir. Golfvöllurinn í fornum eldgíg við sjávarsíðuna á engan sinn líkan og 2010 var opnað eitt glæsilegasta sundlaugarsvæði landsins. Mikið er um viðburði, enda löng hefð fyrir tónlistarsköpun og íþróttum. Stórviðburðir ársins eru þrettándinn, sjómannadagurinn, goslokahátíðin, þjóðhátíðin og safnahelgin. Þar fyrir utan er svo fjöldi golf- og íþróttamóta. Unnið er eftir metnaðarfullri safnastefnu. Nýtt og endurbyggt sögu- og byggðasafn „Safnheimar“ opnaði 2011. Innan skamms rís nýtt gosminjasafn „Eldheimar“ og endurbyggt fiska- og náttúrugripasafn „Sæheimar“.
Heilbrigðisþjónusta Hjá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja er rekið vel búið sjúkrahús ásamt heilsugæslu. Við heilsugæslustöðina starfa heilsugæslulæknar sem sinna hefðbundnum heimilislækningum og vaktþjónustu. Auk þess sjá þeir um starfsmannaheilsuvernd, læknisþjónustu á dvalarheimilinu Hraunbúðum og taka þátt í ungbarnaeftirliti, skólaheilsugæslu og öðru forvarnastarfi. Við heilsugæslustöðina starfa hjúkrunarfræðingar sem sinna heimahjúkrun, ungbarna- og mæðraeftirliti og ýmiss konar hjúkrunarþjónustu.
Skólar og menntastofnanir Grunnskóli Vestmannaeyja er tvískiptur. Í öðrum skólanum eru 1.–5. bekkur og í hinum 6.–10. bekkur. Framhaldsskóli Vestmannaeyja kennir eftir áfangakerfi, bæði á bóknáms- og verknámsbrautum. Skólinn útskrifar ekki einungis stúdenta. Í honum er vélstjórnarbraut og skipstjórnarnám auk sjúkraliðabrautar. Viska – Fræðslu- og símenntunarmiðstöð var stofnuð 2003 til að efla menntun í Eyjum og hafa forgöngu um fjarkennslu á sem flestum sviðum. Viska stendur á hverju ári fyrir miklum fjölda námskeiða um efni sem ýmist tengist öðrum menntastofnunum, atvinnulífinu eða tómstundum. Háskóli Íslands er með rannsóknasetur í Vestmannaeyjum. Aðalhlutverk setursins er að sinna rannsóknum, nýsköpun og þróun í samvinnu við atvinnulífið í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi.
Íþróttir og félagslíf Félagslíf hefur ávallt verið mjög öflugt í Eyjum. Leikfélag Vestmannaeyja er virkt og öflugt. Einnig er fjöldi einkafélagasamtaka og líknarfélaga. ÍBV heldur úti fjölbreyttu íþróttastarfi fyrir alla aldurshópa. Barna- og unglingastarf er mjög öflugt og á hverju ári eru haldin hér sérstök knattspyrnumót yngri kynslóðarinnar, Shellmót og Pæjumót. Þá sér ÍBV einnig um Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Nánari upplýsingar, www.vestmannaeyjar.is
140 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Skeiðaog Gnúpverjahreppur www.skeidgnup.is
S
veitarfélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps tók opinberlega til starfa þann 9. júní 2002. Yfirráðasvæðið liggur um austasta hluta Árnessýslu meðfram lengsta vatnsfalli landsins, Þjórsá. Hreppamörk í efri hluta sveitarinnar markast í vestri við Stóru-Laxá með Hrunamannahrepp á hinum bakkanum og á neðri hluta svæðisins af Hvítá með Grímsnes- og Grafningshrepp handan ár. Að austanverðu liggur Rangárþing ytra, með Heklu við sjónarrönd og að sunnanverðu er það Flóahreppur. Ofan við nyrðri hreppsmörkin gnæfir síðan sjálfur Hofsjökull, ein af helstu náttúrperlum landsins. Náttúrufar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er mjög margbreytilegt, allt frá flatlendi Skeiðanna, mótað af ágangi stórfljóta og til holta og fjalllendis afréttanna í Gnúpverjahreppi. Svæðið er rómað fyrir einstaka og sérstæða náttúrufegurð þar sem Þjórsárdalurinn er helsta aðdráttarafl ferðamanna ásamt sögualdarbænum við Búrfell. Dýralíf er einnig fjölskrúðugt, en í Þjórsárverum í norðri er t.d. að finna eina stærstu varpstöð heiðagæsa í heiminum. Háifoss.
Reykjaréttir.
Ljósm. KHG.
Ljósm. KHG.
Sveitarstjórnarmál | 141
Mannlíf og atvinnuvegir Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi búa í dag um 500 manns sem flestir hafa atvinnu af landbúnaði og ferðaþjónustu. Svæðið er eitt umfangsmesta mjólkurframleiðsluhérað landsins með mikil og stór kúa- og nautabú innan sinna vébanda. Þá hefur hrossarækt einnig verið blómleg t.d. á Blesastöðum og í Vorsabæ, en í Vestra-Geldingarholti hefur til margra ára verið starfræktur reiðskóli þar sem börn dvelja venjulegast í vikutíma. Að öðru leyti hafa bændur í hreppnum gert sífellt meira út á ferðaþjónustu með ýmsum afþreyingar- og gistingarmöguleikum. Innan hreppsmarkanna teljast einnig Sultartanga- og Búrfellsvirkjun, en sú síðarnefnda var lengi vel sú stærsta og aflmesta sinnar tegundar á Íslandi. Sveitarfélagið telur tvo eiginlega þéttbýliskjarna, Brautarholt og Árnes, en á báðum stöðum eru reknir skólar og starfræktar sundlaugar. Í Árnesi búa í dag um 40 manns, en byggð þar tók miklum stakkaskiptum eftir að félagsheimili reis þar í byrjun áttunda áratugarins. Sama bygging er í dag rekin sem þjónustumiðstöð, bæði fyrir íbúa og einnig fyrir ferðafólk sem leið á um svæðið, en hér er um að ræða einn helsta viðkomustað þeirra sem eru á leiðinni um Sprengisand eða í Landmannalaugar.
Opinber þjónusta Skeiða- og Gnúpverjahreppi er stjórnað af fimm manna sveitarstjórn sem valin er í kosningum á fjögurra ára fresti. Meginhlutverkið er að sinna allri opinberri þjónustu, en þar vega menntunar- og uppeldismál einna þyngst og er vel hlúð að þeim málaflokki. Í Brautarholti er starfræktur leikskóli, en kennsla yngsta og miðstigs grunnskóla fer fram í Þjórsárskóla, í Árnesi. Efsta stig er kennt að Flúðum í Hrunamannahreppi en framhaldsnám stendur til boða á Laugarvatni og á Selfossi. Öllum nemendum er ekið á milli staða. Þegar þetta er ritað eru skipulagsmál sveitarfélagsins orðin mjög fyrirferðarmikil og þá í tengslum við væntanlegar virkjanaframkvæmdir í Þjórsá. Þá eru einnig á teikniborðinu viðamiklar áætlanir um merkingu fornminja og rústa í Þjórsárdalnum. Auk þess stendur sveitarfélagið fyrir lagningu ljósleiðarastrengs um sveitina.
Stóra-Núpskirkja. Hér þjónaði sr.Valdimar Briem.
Gjáin Þjórsárdal.
Ljósm. EB.
Ljósm. KHG.
142 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Reykjanesbær
R
www.reykjanesbaer.is
eykjanesbær varð til eftir að íbúar í þremur sveitarfélögum, Njarðvík, Keflavík og Hafnarhreppi, samþykktu sameiningu árið 1994. Öll þessi sveitarfélög byggðu afkomu sína lengst af á sjósókn og fiskvinnslu. Þessar atvinnugreinar voru hins vegar mjög á undanhaldi þegar þau sameinuðust. Annar veigamikill þáttur í atvinnulífinu var Keflavíkurflugvöllur. Þjónusta hverskonar, smáiðnaður og verslun eiga sér gamlar rætur á svæðinu og hafa náð sterkri stöðu. Kjarni opinberrar þjónustu á Suðurnesjum er í Reykjanesbæ, m.a. sjúkrahús, sýslumaður, lögreglustöð og fjölbrautaskóli.
Fátækt í litlum sjávarbýlum Um aldamótin 1800 hefðu fáir spáð fyrir uppgangi á þessu svæði. Flestir bjuggu við fátækt í litlum sjávarbýlum sem risu og hnigu eftir árferðinu. Fjöldi fólks kom um aldir á vetrarvertíð og dvaldi á Suðurnesjum í um þrjá mánuði, réri á opnum bátum og verkaði fiskinn í skreið.
Ankeri á strandleið, 10 km gönguleið meðfram sjávarsíðunni.
Sveitarstjórnarmál | 143
Vélvæðingin Á fyrri hluta 20. aldar umbyltist samfélagið, sjávarútvegurinn vélvæddist, Íslendingar tóku verslun og þjónustu í sínar hendur en síðasta danska verslunarveldið í Keflavík var Duusverslun sem var lögð niður árið 1920.
Keflavíkurflugvöllur Árið 1943 var Keflavíkurflugvöllur vígður og var hann þá með stærstu og fullkomnustu flugvöllum heims. Hann hefur alla tíð leikið lykilhlutverk í tengslum Íslands við umheiminn og í reynd má segja að flugvöllurinn sé aðal landamæri Íslands. Frá opnun hefur hann verið fjölmennasti atvinnustaður Reyknesinga. Í 55 ár ráku Bandaríkjamenn þar herstöð sem veitti fjölda fólks atvinnu og hafði mikil áhrif á sveitarfélögin í nágrenninu og íslenskt samfélag.
Málverk eftir listmálarann Eggert Guðmundsson af Kópunni í Innri-Njarðvík.
Tíðir fólksflutningar – tengsl ólíkra heima Það sem hefur einkennt sögu svæðisins eru miklir flutningar fólks til svæðisins til skemmri eða lengri dvalar. Þetta er saga mikillar gerjunar og tengsla á milli ólíkra heima. Gott dæmi er þegar nokkrir ungir menn sem kölluðu sig Hljóma stigu á svið árið 1963 og komu með nýjan tón í íslenska tónlist; tón sem mátti heyra óma ofan af Velli en varð í meðförum þeirra einstaklega íslenskur.
Hljómarnir á gömlum slóðum í Stapa.
Þessi gerjun og tengsl eru í takti við náttúru þessa svæðis en Reykjaneshryggurinn gengur þar á land. Eldvirkni lýsir þessum eldbrunna skaga mjög vel. Í upphafi sögunnar eyddu Reykjaneseldar stórum hluta byggilegs lands í Hafnahreppi en í dag njóta íbúarnir eldvirkninnar og er ein nýjasta virkjun landsins, Reykjanesvirkjun, í hinum aldna hreppi.
Framtíðarsýn Allt frá árinu 2002 hefur skapast sú mikilvæga venja í stjórnsýslu Reykjanesbæjar að móta framtíðarsýn fyrir næstu 4 ár hið minnsta og endurskoða með reglubundnum hætti. Með mótun framtíðarsýnar er miðið sett á hvernig samfélag íbúar vilja byggja og áherslur á verkefni í þeim málaflokkum sem er mest aðkallandi að vinna og hafa jákvæðust áhrif á meginmarkmið samfélagsins. Hluti af staðfastri vinnu við framtíðarsýnina krefur stjórnendur um endurmat verkefna í takti við aðstæður og möguleg breytt viðhorf. Árlegir íbúafundir með bæjarstjóra lýsa stöðunni og taka við ábendingum um það sem betur má fara. Hið sama á við um árlega fundi um íþrótta-, skóla-, menningar-, fjölskyldu- og framkvæmdamálefni.
Leikskólabörn í vettvangsheimsókn hjá Brunavörnum Suðurnesja.
144 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Atvinnuuppbygging til framtíðar
Yfirlitsmynd af athafnasvæði Helguvíkur.
Virkjun nýrra tækifæra í atvinnusköpun á Reykjanesi hefur krafist grunnfjárfestinga eins og stórskipahafnar, öflugs samgöngukerfis, góðra skóla og góðs innra skipulags fyrir íbúa. Fullyrða má að hvergi á landinu hafi sveitarfélag lagt jafn fjölþættan og sterkan grunn að undirstöðum atvinnulífs og í Reykjanesbæ. Í efnahagshruni og í kjölfar þess voru aðstæður erfiðar til þess að ljúka verkefnum, þótt hvergi á landinu væru menn nær því að skapa fjölbreytt og vel launuð störf. Nú hillir aftur undir framgang margra verðugra atvinnuverkefna.
Samstarf heimilis og skóla Í Reykjanesbæ starfa regnhlífasamtök foreldrafélaganna FFGÍR. Þar fá foreldrafélög grunnskólanna stuðning, fræðslu og hvatningu til góðra verka í þágu skólabarna.
Skilvirkir grunnskólar og leikskólar
Mjög öflugt starf fer fram í Tónlistar skólanum í Reykjanesbæ.
Matkmið stjórnenda sveitarfélagsins er að Reykjanesbær reki góða grunnskóla sem séu í fremstu röð á landsvísu með vel menntuðu og hæfu starfsfólki. Nemendur njóti þess besta sem bernskan og unglingsárin hafa upp á að bjóða, verði sjálfstæðir, öruggir og hamingjusamir. Með samstilltu átaki allra leik- og grunnskóla og foreldra á báðum skólastigum á að bæta námsárangur í Reykjanesbæ og hugsa þannig til framtíðar fyrir börnin.
Listahátíð barna er haldin árlega með þátttöku allra leik- og grunnskólabarna.
Sveitarstjórnarmál | 145
Frá Bátasafni Gríms Karlssonar í Duushúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar.
Menningin Í Reykjanesbæ er menning vaxandi atvinnugrein. Bærinn stuðlar að blómlegu menningarlífi sem nýsköpun með því að tryggja góða aðstöðu til iðkunar menningar og lista og styrkja innra starf hinna ýmsu fyrirtækja, hópa og einstaklinga sem vinna frumkvöðlastarf í listum og menningu á svæðinu. Menningar- og listauppeldi er nauðsynlegt í nútíma uppeldi þar sem framtíð unga fólksins hvílir ekki síst á skapandi greinum.
Tónlistarbærinn Reykjanesbær er og hefur lengi verið þekktur sem tónlistarbær. Á bítlaárunum fékk bærinn snemma á sig viðurnefnið Bítlabærinn. Flestir þekkja frá þeim tíma Hljómsveitina Hljóma. Mörg nöfn tónlistarmanna allt frá þeim tíma eru tengd bænum. Þótt sagan sé rík af nöfnum er nútíðin jafnvel enn gróskumeiri. Þar hefur Tónlistarskóli Reykjanesbær sannarlega verið vagga tónlistar fyrir mjög marga af ungum tónlistarmönnum sem nú gera garðinn frægan í vinsælustu hljómsveitum landsins.
Blómlegt menningarstarf fer fram í Duushúsum. Bjarni Thor bassi á heimaslóðum.
Léttsveit Tónlistarskólans á Ljósanótt.
146 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Frá Listahátíð barna.
Samstarf og fræðsla Velferð barna er eitt mikilvægasta verkefni í hverju samfélagi. Til þess þarf að tryggja börnum og fjölskyldum þeirra stuðning og öryggisnet. Góð og fagleg barnavernd er einn þátturinn í því að tryggja velferð barna. Reykjanesbær er í fararbroddi hvað varðar samstarf og fræðslu til foreldra, sem miðar að því að auka færni þeirra sem foreldra.
Aldraðir njóti virðingar Málefni og þjónusta við aldraða er enn á hendi bæði ríkis og sveitarfélaga. Mikilvægt er að hjúkrunarrými og dagvistunarpláss séu jafnan í samræmi við þarfir íbúa á hverju svæði. Reykjanesbær leggur áherslu á að mannréttindi, virðing og fjárhagslegt sjálfstæði sé virt í samskiptum og samráði við eldri borgara.
Íþróttabærinn Reykjanesbær er löngu þekktur sem íþróttabær vegna mikils íþróttaáhuga unga fólksins og afreka íþróttafólks á fjölmörgum sviðum. Að geta kallað bæinn íþróttabæ með réttlátu stolti, er samt aðeins einn þátturinn í enn stærra hugtaki, sem er Fjölskyldubær, með öllum þeim nauðsynlegu þjónustuþáttum sem slíkur bær þarf að bjóða upp á. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur á undanförnum árum, í góðri samvinnu við íþróttahreyfinguna, staðið að stuðningi til þjálfunar íþróttafólki og til uppbyggingar íþróttamannvirkja. Áhersla hefur verið lögð á að byggja til framtíðar og að aðstaða til æfinga og keppni sé eins og hún gerist best á Íslandi.
Frá útskurðarnámskeiði eldri borgara í Listasmiðjunni.
Hreystibraut var reist í Reykjanesbæ vorið 2010.
Sveitarstjórnarmál | 147
Ungmenni gróðursetja sumarblóm við eitt af hringtorgum bæjarins.
Falleg aðkoma í bæinn Greiðar og vel gerðar innkomuleiðir inn í bæjarfélög skipta miklu máli, því þær eru það fyrsta sem mætir bæði íbúum við heimkomu ekki síður en gestum. Ný mislæg gatnamót og aðrar framkvæmdir í Reykjanesbæ hafa aukið öryggi vegfarenda til muna. Öryggi í umferðinni er mikilvægur þáttur og forgangsatriði fyrir alla íbúa, unga sem aldna. Markvisst hefur verið unnið að því undanfarin ár að auka öryggi í umferðinni
Landnámsdýragarðurinn við Víkingaheima Landnámsdýragarðurinn var opnaður 2010. Fjöldi leik- og grunnskólabarna auk fjölskyldufólks nýtir sér hann til ánægju og verkefnagerðar í skólunum.
Vistvænar almenningssamgöngur Börnin una sér vel í Landnámsdýragarðinum við Víkingaheima
Almenningssamgöngur verða æ mikilvægari í stækkandi bæ. Í Reykjanesbæ er áhersla lögð á samspil leiðakerfis strætó við íþrótta- og tómstundalíf ungs fólks. Verið er að auka fjölda vistvænna almenningsvagna og með því stuðlað að hreinna og betra umhverfi.
Heilsustígar Heilbrigð sál í hraustum líkama á vel við heilsustíga Reykjanesbæjar. Unnið er að því að tengja saman göngu- og hjólahringi eftir strandlengjunni og einnig er unnið að því að gera hringi út frá strandleiðunum. Á hverjum hring verða 6-8 stöðvar þar sem gera má líkamsæfingar sem viðbót við t.d. göngu, skokk, hjólreiðar eða hlaup.
Sköpun fjölbreyttra og vel launaðra starfa Markmið Reykjanesbæjar fram til ársins 2015 er að ná að ljúka við stóra þætti í sköpun fjölbreyttra og vel launaðra starfa á vestanverðu Reykjanesi vegna verkefna sem þegar liggja fyrir. Á undanförnum árum hefur áhersla verið á að skapa stoðir sem byggja á styrkleikum svæðisins; vatni, raforku, heitum jarðvökva, alþjóðaflugvelli, áhugaverðri náttúru, sjávarútvegi, stórskipahöfn og hentugu atvinnusvæði. Mannlíf sem einkennist af listsköpun gefur einnig af sér sterka atvinnumöguleika sem þarf að virkja.
Flugakademía Keilis býður upp á nám í flugtengdum greinum.
148 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Sveitarfélagið Garður
S
www.svgardur.is
veitarfélagið Garður hefur verið sérstakt sveitarfélag frá árinu 1908. Garðurinn eins og sveitarfélagið er kallað í daglegu tali, er yst á svokallaðri Reykjanestá, sem teygir sig í norður frá enda Reykjaness. Garðurinn er gamalgróin byggð þar sem íbúarnir hafa frá alda öðli stundað sjómennsku og landbúnað. Árið 2012 eru íbúar í Garðinum 1.480 manns og stunda þeir almenn störf við fiskvinnslu, iðnaðarstarfsemi og þjónustu. Hin gjöfulu fiskimið í Garðsjónum, rétt utan við ströndina, voru og eru undirstaða öflugra fiskvinnslufyrirtækja og útgerðar í Garðinum.Traust verktakafyrirtæki eru starfrækt í Garðinum sem sækja verkefni innan og utan sveitarfélagsins og almenn þjónusta stendur með blóma þannig að atvinna fólks er fjölbreytt. Tvö sérhæfð matvælafyrirtæki eru starfrækt í Garðinum, annað á ávaxta- og grænmetismarkaði og hitt framleiðir sjávarafurðir; síld, fiskibollur og annan þjóðlegan mat. Dvalarheimili aldraðra, Garðvangur, fyrir Suðurnesin er í Garðinum. Fyrir ferðamenn er margt athyglisvert að skoða í Garðinum. Fyrir fuglaskoðunarmenn er svæðið hrein paradís og hvalir eru skammt undan Garðskaga en Faxaflói er oft iðandi af hvölum. Þá eru einnig mjög skemmtilegar gönguleiðir en Garðskaginn og strandlengjan með vörum og sögulegum minjum er minjasvæði með sterka sögu. Útsýnið er frábært, sjórinn, fuglalífið, hvalir, endalaust hafið og í hánorður er sjálfur Snæfellsjökull í allri sinni fjölbreytilegu dýrð. Í Leirunni er einn besti golfvöllur landsins, 18 holu völlur ásamt æfingasvæði.
Sveitarstjórnarmál | 149
Vitarnir á Garðskaga eru kennimerki bæjarins ásamt Byggðasafninu sem hefur verið starfrækt frá árinu 1994. Safnið er bæði byggða- og sjóminjasafn, séreinkenni safnsins er vélasafnið sem samanstendur af 100 vélum sem allar eru gangfærar. Á útisvæði „liggur við bryggju“ 43ja tonna eikarbátur, Hólmsteinn smíðaður 1946. Báturinn hefur verið skveraður og er aðstaða í honum fyrir móttöku eða jafnvel gistingu. Aðalvél, siglingatæki, talstöðvar og ljós eru í gangfæru ástandi. Á safnasvæðinu á Garðskaga er tjaldstæði og góð aðstaða. Einnig er öll þjónusta til staðar í Garðinum eins og glæsileg íþróttamiðstöð með sundlaug, heitum pottum, þrektækjasal og ljósabekkjum. Grunnskólinn, Gerðaskóli er einn elsti skóli landsins, stofnaður 1872. Hann var endurnýjaður og endurbyggður 2010. Í Gerðaskóla eru 220 nemendur og á leikskólanum Gefnarborg er pláss fyrir 100 börn. Í Garðinum er starfandi Tónlistarskóli og þar stunda um 55 nemendur nám. Mikil áhersla hefur verið lögð á umhverfismálin á síðustu árum og framundan er stórátak í að leggja gangstéttir og ljúka við malbikun allra gatna. Útskálakirkja sem varð 150 ára á árinu 2011 er vinalega kirkja, sem stendur á fallegum stað og margir leggja leið sína þangað til að skoða. Listaverkefnið Ferskir Vindar í Garði var haldið í fyrsta sinn 2010 og aftur 2012. Verkefnið hefur vakið mikla athygli en það sækja að jafnaði 40 erlendir listamenn og 20 íslenskir en verkefnið stendur yfir í 4-6 vikur í hvert sinn. Fjöldi listaveka í Garðinum er afrakstur Ferskra Vinda. Allar nánari upplýsingar um Sveitarfélagið Garð er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins: www.svgardur.is
150 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Brunavarnir Suðurnesja www.bs.is
B
runavarnir Suðurnesja hafa verið starfræktar í núverandi mynd síðan 1. janúar 1974 en stofnaðilar voru sveitarfélög Keflavíkur og Njarðvíkur ásamt Gerðaog Vogahreppi. Tilgangurinn var að byggja upp öflugt og sameiginlegt slökkvilið sem mundi þjóna Suðurnesjum í heild sinni. Í dag sinna Brunavarnir Suðurnesja margþættum verkefnum á sviði eld- og umhverfisslysavarna ásamt eldvarnaeftirliti og framkvæmd forvarna og fræðslu hjá almenningi. Stofnunin sinnir jafnframt öllum sjúkraflutningum á Suðurnesjum, utan Grindavíkur, og hefur einnig á sínum snærum alls kyns tilfallandi sérhæfð björgunarstörf. Hluti slökkvliðsmanna tekur þátt í sérhæfðri neyðarsveit sem hefur að markmiði að bregðast við hópslysum en stjórnun hennar er í höndum Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Að auki er í gildi samningur við Neyðarlínuna sem sér um boðanir í öll útköll. Brunavarnir Suðurnesja lúta forsjá og stjórnun þriggja eignaraðila sem eru Reykjanesbær og sveitarfélögin Garður og Vogar. Slökkviðliðsstjóri hefur með höndum alla framkvæmdastjórn BS, annast umsýslu varðliðs og ber ábyrgð á rekstri þess í umboði stjórnar. Varaslökkvliðsstjóri er yfirmaður eldvarnaeftirlits og stýrir stefnumótun og skipulagningu þess í samráði við slökkviliðsstjóra. Þann 1. febrúar 2012 var gerður samningur milli Brunavarna Suðurnesja og Sandgerðisbæjar um samrekstur slökkviliða B.S. og Sandgerðis og er því starfssvæði B.S. Suðurnesin öll utan Grindavíkur. Samvinna er með slökkviliði Grindavíkur, unnið er að samningi milli Ísavía og B.S. um slökkviliðs- og björgunarmál á svæðinu. Á öllu þessu svæði búa í dag um 19.000 manns í rúmlega 5.000 fasteignum og að auki er þar að finna mikinn fjölda atvinnu- og iðnaðarhúsnæðis af ýmsum toga. Uppi á Miðnesheiði hefur á örfáum árum byggst upp myndarlegt háskólasamfélag þar sem búa um 1.800 manns. Í næsta nágrenni liggur síðan alþjóðaflugvöllur ásamt Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þeim rekstri fylgja t.d. umfangsmiklir þungaflutningar víða um landið. Um 2 milljónir farþega fara um flugvöllinn á hverju ári og hefur helmingur þeirra viðdvöl á Suðurnesjum. Af þessu má ráða að sérlega mikilvægt er að brunaöryggi og brunavarnir séu í föstum skorðum á svæðinu.
Söguágrip Fram að aldamótunum 1900 höfðu húsbrunar verið fátíðir í bænum enda lítið um timburhús og meira um torfhlaðna bæi upp á gamla móðinn. Á þessum tíma voru olíulampar helsti ljósgjafinn og því sköpuðu þeir skiljanlega mikla brunahættu eftir að timburhúsum tók að fjölga við upphaf 20. aldar. Fyrsti alvarlegi eldsvoðinn í Keflavík átti sér stað árið 1908 þegar glæsileg bygging Bakarís Helga Eiríkssonar brann til grunna og tókst þá með naumindum að forða frekara tjóni með því að bera vot segl á nálæg hús. Á þessum tímapunkti varð ljóst að full þörf var á því að bærinn tæki brunavarnir föstum tökum. Slökkvilið Keflavíkur hóf þó ekki opinbera starfsemi fyrr en fimm árum síðar eða þann 15. apríl 1913. Stofnun þess kom í kjölfarið á opinberum lögum um brunavarnir í kaupatúnum með 300 íbúa eða fleiri. Á fyrstu árum starfseminnar sinnti Slökkvilið Keflavíkur skyldum sínum af fremsta megni en mátti sín þó oft lítils vegna skorts á heppilegum tækjabúnaði. Óhætt er að segja að mesti tollurinn í sögu þess hafi verið tekinn þann 30. desember 1935 þegar skyndilegur eldsvoði blossaði upp á jólatréskemmtun í samkomuhúsi Ungmennafélags Keflavíkur. Húsið varð alelda á svipstundu og létust 9 manns í brunanum, að mestu börn og gamalmenni. Þegar frá leið átti tækjabúnaður og bílafloti Slökkviliðsins eftir að eflast og þannig verða betur í stakk búinn til að takast á við stórbruna. Fyrsti dælubíllinn kom í
Sveitarstjórnarmál | 151
hlað árið 1948 og var hann af gerðinni Ford, árgerð 1947 en til gamans má geta þess að bíllinn er enn varðveittur sem eitt helsta stolt Byggðasafns Reykjanesbæjar. Með tilkomu hans var sleginn nýr tónn í þróun brunavarna á Suðurnesjum og upp frá því hefur reglan verið sú að hafa alltaf taks fullkomnasta tækjabúnað sem völ er á.
Aðsetur Á fyrstu árum slökkviliðs í Keflavík átti starfsemin engan fastan samastað í bænum. Sá búnaður sem fjárfest var í, fékk geymslupláss í nokkrum verslunum. Árið 1913 reis fyrsti vísir að slökkvistöð í litlum skúr á lóð H.P.Duus við Hafnargötu. Þar var aðsetrið í þó nokkurn tíma og tók töluverðum breytingum. Þegar árin liðu fór plássleysið að kreppa að og lenti starfsemin því á hrakhólum um tíma og var t.d. komið fyrir í Áhaldahúsi Keflavíkurkaupstaðar og seinna hjá Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur. Árið 1967 var miklum áfanga náð í húsnæðismálunum þegar Slökkvilið Keflavíkur flutti inn í nýja slökkviðstöð við Hringbraut í Keflavík. Þar hefur meginaðsetrið verið allt fram á þennan dag og stækkað töluvert í samræmi við aukin verkefni. Þar er jafnframt að finna aðstöðu Almannavarnanefndar Suðurnesja.
Sérþjálfaður mannafli Lengi vel var það fyrirkomulag viðhaft að slökkviliðsmenn á Suðurnesjum sinntu sinni hefðbundnu launavinnu á daginn og þurftu því ávallt að vera viðbúnir til að takast á við skyndileg brunaútköll. Allt þetta breyttist árið 1988 þegar fast og fjórskipt 12 tíma vaktakerfi var tekið upp hjá Brunavörnum Suðurnesja en samhliða því tók stofnunin við öllum rekstri sjúkraflutninga á þjónustusvæði sínu. Þetta fyrirkomulag hefur skerpt á öllum öryggiskröfum þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að stytta viðbragðstímann eins og frekast er kostur. Í dag starfa alls 45 manns hjá Brunavörnum Suðurnesja en þar af eru um 25 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í fastaliði og 20 slökkvliðsmenn í varaliði. Á meðal þeirra er ávallt skipaður einn þjálfunarstjóri en stofnunin var sú fyrsta, af íslenskum slökkviliðum, til að skilgreina slíka stöðu í skipuriti og er sá þáttur sérlega mikilvægur í starfseminni. Meginhlutverk þjálfunarstjóra er að standa fyrir líkamlegri og andlegri þjálfun slökkviliðsmanna auk þess að viðhalda verklegri og bóklegri kunnáttu í formi alls kyns símenntunar og námskeiðahalds. Til að komast í varalið þurfa umsækjendur að vera með hreint sakavottorð og að hafa lokið iðnnámi eða sambærilegu námi. Á reynslutíma varaliða fer fram 80 stunda fornám í slökkvifræðum og ef þeir standast próf er hægt að sækja um afleysingar í fastaliði. Í ráðningarsamningi eru jafnframt gerðar ákveðnar kröfur um gott líkamlegt atgervi og viðhald þess og því eru allir slökkviliðsmenn látnir þreyta regluleg þol- og styrktarpróf einu sinni á ári. Í dag er í gildi sérstakur samningur við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um árlegar og ítarlegar læknisskoðanir starfsmanna Brunavarna Suðurnesja. Að þessu leyti er færni og hæfni liðsheildarinnar mörkuð af fyrirhyggju þar sem menn þurfa sífellt að vera tilbúnir til að bregðast við verstu hugsanlegu aðstæðum sem upp koma.
Samtรถk รก vinnumarkaรฐi
154 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
alþýðusamband íslands www.asi.is
A
lþýðusamband Íslands er stærstu heildarsamtök launafólks á landinu. Um tveir þriðju hlutar launamanna í skipulögðum samtökum á Íslandi eru í ASÍ. Félagsmenn í ASÍ eru um 110 þúsund í 5 landssamböndum og 51 aðildarfélagi um land allt. Þar af eru ríflega 97.000 virkir á vinnumarkaði. Félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ eru starfandi á flestum sviðum samfélagsins, á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum. Alþýðusambandið berst fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og stendur vörð um hagsmuni þeirra og réttindi. Alþýðusamband Íslands kemur fram fyrir hönd aðildarfélaga sinna gangvart stjórnvöldum, Alþingi, samtökum atvinnurekenda, fjölmörgum stofnunum samfélagsins, hagsmunasamtökum, alþjóðlegri verkalýðshreyfingu, alþjóðasamtökum og alþjóðastofnunum. Þá er margháttuð þjónusta við aðildarsamtökin mikilvægur þáttur í starfi ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson var kjörinn forseti ASÍ á ársfundi Alþýðusambandsins 24. október 2008 og endurkjörinn til tveggja ára á ársfundi 22. október 2010. Hann hafði frá árinu 2001 verið framkvæmdastjóri ASÍ en Gylfi kom fyrst til starfa hjá verkalýðshreyfingunni árið 1989, þá sem hagfræðingur Kjararannsóknanefndar. Hann var hagfræðingur ASÍ frá 1992-1997 og framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. frá 1997-2001. Varaforseti ASÍ er Signý Jóhannesdóttir. Hún var kjörin til tveggja ára á ársfundi 22. október 2010.
Segja má að verkalýðshreyfingin hafi að verulegu leyti byggt upp það velferðarkerfi sem við njótum góðs af í dag, samstaðan og fjöldinn gerir henni kleift að hafa pólitísk áhrif og móta þjóðfélagið að þörfum fólksins. ASÍ gerir kröfu um úrbætur, völd og áhrif fyrir hönd félaga sinna, en úrslitavaldið þegar mest á reynir, til dæmis við gerð kjarasamninga eða verkfallsboðun, er ætíð í höndum fólksins í stéttarfélögunum. Nýir tímar kalla á aukið afl verkalýðshreyfingarinnar til margra verka. Samstaða og samstarf stéttarfélaganna innan heildarsamtaka þýðir öflugri hagsmunagæslu og allt aðra og meiri möguleika til að hafa áhrif á þróun samfélagsins og hagsmuni launafólks. Alþýðusambandið vill byggja upp samfélag jafnaðar, réttlætis og velferðar – samfélag þar sem undirstaða góðra lífskjara er öflugt atvinnulíf sem býður launafólki upp á trygga atvinnu, góð störf og góð kjör. Við viljum fjölskylduvænan vinnumarkað sem byggist á traustum réttindum launafólks, þekkingu og hæfni, þar sem saman fara þátttaka á vinnumarkaði, fjölskyldu- og einkalíf og réttur og möguleikar til starfsþróunar og sí- og endurmenntunar.
Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson forseti á ársfundi Alþýðusambandsins 22. október 2010.
Samtök á vinnumarkaði | 155
F
fiskifélag íslands www.fiskifelag.is Ljósmynd: Ragnar Axelsson
iskifélag Íslands var stofnað í Reykjavík 20. febrúar 1911 og var því 100 ára á síðasta ári. Saga Fiskifélags Íslands í hundrað ár 1911-2011, Undir straumhvörfum, var gefin út á afmælisárinu. Höfundar ritsins eru Jón Hjaltason sagnfræðingur og Hjörtur Gíslason blaðamaður.
Tilgangur Fiskifélagsins frá upphafi hefur verið, eins og segir í fyrstu lögum félagsins „ ... að styðja og efla allt það, er verða má til framfara og umbóta í fiskiveiðum Íslendinga í sjó, ám og vötnum, svo þær megi verða sem arðsamastar þeim, er hafa atvinnu af þeim, og landinu í heild sinni.“ Félagið hefur alla tíð unnið að þessu markmiði og gert það á margvíslegan hátt. Fræðsla, söfnun og miðlun upplýsinga, stefnumótun í sjávarútvegi og fjölbreytt þjónusta við sjávarútveginn og stjórnvöld hafa verið ráðandi í starfsemi félagsins. Hafrannsóknir og rannsóknir í fiskiðnaði voru til að byrja með innan vébanda félagsins. Segja má að Fiskifélagið hafi á fyrri árum gegnt svipuðu hlutverki og ráðuneyti sjávarútvegsmála og var Fiskiþing alla tíð æðsta vald félagsins og samþykktir þess urðu oft á tíðum grunnur að lögum frá Alþingi. Núverandi starfsemi Fiskifélags Íslands snýr að því að sinna verkefnum sem talsmenn greinarinnar eru sammála um að þjóni sameiginlegum hagsmunum sjávarútvegsins. Síðustu ár hafa verkefnin nær eingöngu snúist um umhverfismál og vottun ábyrgra fiskveiða. Á helstu mörkuðum fyrir sjávarafurðir Íslendinga eru gerðar vaxandi kröfur um að sýna beri fram á að Íslendingar stjórni fiskveiðum sínum með ábyrgum hætti. Fiskifélags Íslands hefur ásamt fleirum það verkefni með höndum að bregðast sem best við þeim kröfum. Í desember 2010 fengust þorskveiðar Íslendinga vottaðar samkvæmt ströngustu kröfum af alþjóðlega viðurkenndum, faggiltum vottunaraðila á grundvelli leiðbeiningarreglna FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um vottun ábyrgra fiskveiða. Markmiðið er að veiðar mikilvægustu veiðistofna við Ísland fáist vottaðar samkvæmt sömu kröfum. Verkefnið er unnið á vettvangi Fiskifélags Íslands. Verkefnið hefur hlotið góðan hljómgrunn meðal helstu fiskkaupenda á okkar mikilvægustu mörkuðum. Fiskifélag Íslands lét hanna upprunamerki, Iceland Responsible Fisheries. Merkið má nota til auðkenningar á íslenskar sjávarafurðir að uppfylltum skilyrðum, m.a. um rekjanleika, skv. sérstökum reglum og að fengnu leyfi Fiskifélags Íslands. Þetta merki vísar til íslensks uppruna afurðanna og ábyrgra fiskveiða. Merkið er þegar í notkun hjá fjölda útflytjenda íslenskra sjávarafurða og kaupenda þeirra erlendis Aðild að Fiskifélagi Íslands eiga: Farmanna- og fiskimannasamband Íslands Félag vélstjóra og málmtæknimanna Landssamband íslenskra útvegsmanna Landssamband smábátaeigenda Samtök fiskvinnslustöðva Sjómannasamband Íslands Íslenskt merki fyrir ábyrgar fiskveiðar. Starfsgreinasamband Íslands
Loðnuskip að veiðum. Snæfellsjökull í baksýn. Íslenskur sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur í íslensku efnahagslífi.
156 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
bsrb www.bsrb.is
B
SRB eru stærstu hagsmunasamtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Í ársbyrjun 2011 voru aðildarfélög bandalagsins 27 og fjöldi skráðra félagsmanna um 22 þúsund. Þar af voru konur um 70%. Öll sambönd og félög starfsmanna sem hafa rétt eða hafa haft rétt til að gera kjarasamninga á grundvelli laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, geta átt aðild að BSRB. Hið sama gildir um sambönd eða félög starfsmanna fyrirtækja og stofnana sem starfa í almannaþágu og einstaklingar sem ekki hafa rétt til aðildar í neinu bandalagsfélagi, starfsmenn BSRB. Þing BSRB fer með æðsta vald í öllum málum bandalagsins, en það er haldið þriðja hvert ár. Stjórn BSRB er skipuð formönnum allra aðildarfélaga og fundar hún alla jafna mánaðarlega. Framkvæmdanefnd BSRB, sem í eiga sæti fimm manns, starfar í umboði stjórnar á milli funda. Framkvæmdanefnd er kjörin á þingi BSRB. Á síðasta bandalagsþingi í október 2009 voru eftirtaldir aðilar kosnir í framkvæmdanefnd: Formaður var kjörin Elín Björg Jónsdóttir en hún er fyrst kvenna til gegna því embætti. Auk hennar voru kosin í framkvæmdanefnd Árni Stefán Jónsson sem fyrsti varaformaður, Garðar Hilmarsson, annar varaformaður, Þuríður Einarsdóttir gjaldkeri og Kristín Á. Guðmundsdóttir ritari. Á sama tíma hætti Ögmundur Jónasson sem formaður BSRB eftir yfir 20 ára farsælt starf.
Söguágrip
1. maí kröfuganga 2010.
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja var stofnað í Reykjavík 14. febrúar árið 1942. Stofnfélögin voru 14 og höfðu á að skipa um 1550 félagsmönnum. Tildrögin að stofnun bandalagsins voru ríkjandi dýrtíð allt frá 1939 sem rekja má til heimsstyrjaldarinnar síðari og nánasta aðdraganda hennar. Umræðan um nauðsyn heildarsamtaka var þegar hafin um sumarið 1939. Stórt skref á þeirri braut var svo stigið 28. janúar 1941 er fulltrúaráði félaga opinberra starfsmanna var komið á fót. Hlutverk þess var að koma á framfæri sameiginlegum kröfum félaganna og vinna að stofnun heildarsamtaka. Þegar á fyrstu starfsárunum náðu BSRB og aðildarfélögin umtalsverðum árangri í réttinda- og kjaramálum. Skýrt dæmi þar um eru lög um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins frá árinu 1943. Fyrir nýstofnuð samtök var lífeyrissjóðslöggjöfin mikill sigur og sést ef til vill best á því að það var ekki fyrr en aldarfjórðungi síðar að farið var að stofna almenna lífeyrissjóði fyrir launafólk. Ný lög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins voru sett árið 1997 og átti BSRB stóran þátt í mótun þeirra. Lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna frá 1954 voru afar merkur áfangi í kjara- og réttindabaráttu BSRB og þau urðu þegar fram liðu stundir fyrirmynd að auknum réttindum fyrir annað launafólk. Lögin fólu m.a. í sér ákvæði um fæðingarorlof og veikinda- og orlofsrétt. Endurskoðuð launalög litu svo dagsins ljós árið 1955. Árið 1962 fékk BSRB samningsrétt gagnvart ríkinu, en áður höfðu laun hjá ríkinu verið ákveðin með lögum. Starfsmannafélög sveitarfélaga fengu samningsréttinn þetta sama ár og gilti um hann sérstök reglugerð sem byggði á lögum um samningsrétt BSRB við ríkið. Árið 1973 var samningsréttinum skipt upp. BSRB hélt honum fyrir aðalkjarasamning gagnvart ríkinu, en einstök aðildarfélög fengu rétt til að semja um sérkjör og röðun í launaflokka. Stór áfangi var í höfn árið 1976 þegar BSRB náði fram verkfallsrétti um gerð aðalkjarasamnings. Í tvígang fóru heildarsamtökin í allsherjarverkfall; árin 1976 og 1984. Árið 1986 voru sett lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna sem gilda bæði hjá ríki og sveitarfélögum, en þar er kveðið á um að samningsrétturinn sé hjá hverju einstöku félagi. Félögin geta falið BSRB samningsréttinn, bæði um ýmis sameiginleg mál sem og launaliðinn.
Samtök á vinnumarkaði | 157
Framkvæmdanefnd 2009-2012. Fyrsta trúnaðarmannanámskeiðið á vegum BSRB var haldið í Borgarnesi árið 1967. Framkvæmdir við uppbyggingu orlofsheimilahverfis í landi Munaðarness í Borgarfirði hófust árið 1969 og fyrstu orlofshúsin voru tekin í notkun árið 1971. Þá var byggðinni í Munaðarnesi frá upphafi ætlað að verða miðstöð fræðslustarfs fjarri ys og þys borgarlífsins og reglubundin fræðslustarfsemi hófst þar 1971. Þessir tveir málaflokkar, orlofs- og fræðslumál, ásamt með kjara- og réttindamálum voru aðalverkefni heildarsamtakanna og aðildarfélaganna á síðustu áratugum. BSRB hefur nú að mestu látið af aðkomu orlofsmála en þau hafa alfarið verið færð til aðildarfélaganna.
Málefni Auk hefðbundinna málefna félaga launamanna hefur BSRB lagt sérstaka áherslu á ákveðna málaflokka. BSRB hefur fylgt vel eftir og unnið að verndun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna, auk þess að sjá um einstök sameiginleg mál aðildarfélaganna. Bandalagið á fjölda fulltrúa í ýmsum nefndum og ráðum, bæði á vegum hins opinbera, sem og annarra. Innan BSRB er sérstaklega unnið að eftirtöldum málum í sérstökum nefndum eða hópum.
Jafnréttismál Hlutverk jafnréttisnefndar er að fylgja eftir áherslum 42. þings BSRB í ályktun þingsins um jafnréttismál og ályktun þingsins um mansal. Hlutverk nefndarinnar er einnig að vera leiðbeinandi aðili fyrir stjórn í jafnréttismálum. Stjórn og framkvæmdanefnd BSRB getur falið jafnréttisnefnd önnur verkefni eftir þörfum.
Réttindamál Hlutverk réttindanefndar er að taka til skoðunar erindi sem stjórn eða einstök aðildarfélög vísa til hennar. Fulltrúar BSRB sem skipaðir eru í nefndir og ráð um réttindamál á vegum bandalagsins geta leitað liðsinnis réttindanefndar við vinnslu gagna og skal nefndin vera þeim til ráðgjafar sé eftir því leitað. Nefndin getur einnig að eigin frumkvæði tekið til athugunar mál sem snerta sameiginlega hagsmuni. Niðurstöður réttindanefndar eru ráðgefandi.
Fræðslumál Hlutverk fræðslunefndar er að halda utan um trúnaðarmannafræðslu, forystufræðslu og aðra félagslega fræðslu á vegum BSRB. Jafnframt ber fræðslunefnd að fylgja eftir áherslum 42. þings BSRB í ályktun þingsins um fræðslumál. Stjórn og framkvæmdanefnd BSRB getur falið fræðslunefnd önnur verkefni eftir þörfum.
Heilbrigðis- og velferðarmál Hlutverk heilbrigðis- og velferðarhóps er að fylgja eftir áherslum 42. þings BSRB í ályktun þingsins um opinbera almannaþjónustu og ályktun um nýsköpun í almannaþjónustu, ásamt ályktun um félagsmál. Hlutverk hópsins er einnig að vera leiðbeinandi fyrir stjórn um heilbrigðis- og velferðarmál. Hópurinn á að afla upplýsinga um aðstæður félagsmanna BSRB sem starfa innan velferðarþjónustunnar og fylgjast með umræðum. Stjórn og framkvæmdanefnd BSRB geta falið heilbrigðis- og velferðarhópnum önnur verkefni eftir þörfum. Þá er einnig starfandi lífeyrissjóðahópur innan BSRB sem er samráðsvettvangur fulltrúa BSRB í stjórnum lífeyrissjóða opinberra starfsmanna.
Starfsemi Skrifstofa BSRB er til húsa í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89 í Reykjavík. Þar starfa níu starfsmenn. BSRB heldur utan um réttindi opinberra starfsmanna og stendur vörð um réttindi og skyldur félagsmanna. Bandalagið á að veita aðildarfélögunum þjónustu á ýmsum sviðum, svo sem um lög- og hagfræðileg efni, að sinna fræðslu og upplýsingagjöf og sjá um samskipti, bæði við önnur heildarsamtök og erlenda aðila. BSRB er í forsvari fyrir opinbera starfsmenn og gætir réttar þeirra, sinnir eftirlitshlutverki og er samningsaðili þegar við á. Skrifstofan sinnir margvíslegri þjónustu fyrir aðildarfélögin, ásamt því að sinna innri málefnum bandalagsins og fylgja eftir stefnumálum þess.Meðal þeirra verkefna sem skrifstofan sinnir er að veita umsagnir um frumvörp til laga og þingsályktunartillögur. Þá taka sérfræðingar bandalagsins þátt í fjölbreyttu starfi, bæði á vegum stjórnvalda sem og annarra. Skrifstofan heldur einnig utan um bókhaldskerfi fyrir aðildarfélögin og sinnir fjölbreyttri ráðgjöf þeim til handa, ásamt upplýsingamiðlun; bæði á heimasíðu félagsins sem og í sérstakri útgáfu. BSRB-tíðindi eru gefin út einu sinni á ári.
158 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
landssamband íslenskra útvegsmanna
S
www.liu.is
jávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur Íslendinga og afkoma þjóðarbúsins hefur um langa hríð verið samofin gengi sjávarútvegsins. Þrátt fyrir að fleiri stoðum hafi verið komið undir íslenskt efnahagslíf skiptir sjávarútvegurinn enn sköpum fyrir afkomu þess. Útflutningur sjávarafurða nam tæplega 40% alls vöruútflutnings frá Íslandi árið 2011 og var verðmæti þeirra um 252 milljarðar króna. Á þriðja tug þúsunda starfa eru í sjávarútvegi og tengdum atvinnugreinum um allt land. Á sama tíma og sjávarútvegur nýtur víða opinberra framlaga stendur íslenskur sjávarútvegur traustum fótum og leggur mikið til þjóðarbúsins. Íslenskur sjávarútvegur er vel skipulögð, tæknivædd og arðbær atvinnugrein. Áhersla er lögð á samþættingu veiða, vinnslu og markaðsstarfs til að hámarka tekjur og lágmarka kostnað.
Ábyrg nýting fiskistofna og stjórn fiskveiða skiptir sköpum um afkomu sjávarútvegsins Með tilkomu aflamarkskerfisins (kvótakerfisins) þann 1. janúar 1984 var lögð áhersla á að stöðva ofveiði fiskistofna og stuðla að hagkvæmri nýtingu þeirra. Þetta var mikilvægt skref í þá átt að auka arðsemi íslensks sjávarútvegs. Fyrstu árin í aflamarkskerfinu mörkuðust af ýmsum óþekktum vandamálum sem leysa þurfti úr. Hin raunverulegu straumhvörf í íslenskum sjávarútvegi urðu hins vegar með frjálsu framsali aflaheimilda árið 1991. Þar með varð til sá hvati til hagræðingar sem hefur verið leiðarljós undanfarin 20 ár. Með fækkun fiskiskipa samhliða hraðri tækniþróun hefur arðsemi í sjávarútvegi aukist jafnt og þétt með tilheyrandi jákvæðum áhrifum fyrir þjóðarhag. Að þremur árum undanskildum hefur atvinnugreinin verið rekin með hagnaði frá árinu 1991. Aukin áhersla á gæði, stöðugleika og afhendingaröryggi hefur að stórum hluta náð að vega upp samdrátt í þorskafla. Þá hafa veiðar úr deilistofnum skipt miklu og nýjasta dæmið er makrílveiðar, en makríll skilaði næst mestum útflutningsverðmætum allra fisktegunda árið 2011. Þegar aflamarkskerfinu var komið á stóðu stjórnvöld og forvígismenn íslensks sjávarútvegs frammi fyrir erfiðri áskorun. Fiskifræðingar höfðu allt frá því landhelgisdeilunni lauk bent á að nauðsynlegt væri að taka upp markvissari veiðistjórnun og takmarka aðgang að auðlindinni til þess að tryggja vernd og viðgang fiskistofna við landið. Þeim sjónarmiðum hafði einnig vaxið fiskur um hrygg að á hverri þjóð hvíldi sú ábyrgð að vernda og viðhalda fiskistofnum undan eigin ströndum. Kvóti hafði verið settur á síldveiðar 1975 og á loðnuveiðar 1980. Í aðdraganda aflamarkskerfisins höfðu verið reyndar ýmsar leiðir til að beina sókn í aðra stofna en þorsk, m.a. svokallað skrapdagakerfi, en þær skiluðu litlum árangri. Jónína Eðvalds SF 200. Þrátt fyrir að blikur væru á lofti veiddu íslensk fiskiskip 460 þúsund tonn af þorski árið 1981. Það mat Hafrannsóknastofnunarinnar árið 1983 að þorskafli mætti ekki fara yfir 200 þúsund tonn árið 1984 hratt af stað atburðarás. Niðurstaða hennar varð að nauðsynlegt væri að takmarka veiðar verulega og aflamarkskerfið varð til. Útvegsmenn hvöttu til að dregið yrði úr veiðum og gegndu lykilhlutverki við mótun ábyrgrar fiskveiðistjórnunar.
Samtök á vinnumarkaði | 159
Bergur VE 44 á veiðum.
Ábyrgar fiskveiðar – þátttaka í vísindastarfi Útvegsmenn hafa mjög haldið þeim sjónarmiðum á lofti að fiskveiðum beri að stjórna á vísindalegum forsendum. Útvegsmenn voru á meðal þeirra aðila sem höfðu frumkvæði að því að koma á laggirnar upprunamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir og stuðla að vottun ábyrgra fiskveiða Íslendinga. Þessi vinna hefur farið fram á vettvangi Fiskifélags Íslands. Stór áfangi náðist í árslok 2010 er veiðar Íslendinga á þorski í íslenskri fiskveiðilögsögu hlutu vottun sem byggist á ströngustu kröfum sem settar eru á alþjóðavettvangi. Vottunin staðfestir ábyrga fiskveiðistjórnun og góða umgengni um auðlindir sjávar. Lengi hefur verið góð samvinna á milli íslenskra útvegsmanna og vísindamanna. Þá taka útvegsmenn virkan þátt í starfi Íslands á vettvangi svæðisbundinna fiskveiðistjórn unarstofnana og á strandríkjafundum um deilistofna en Ísland er aðili að alþjóðlegu samstarfi um stjórn fiskveiða, m.a. Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðistofnuninni (NAFO) og Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndinni (NEAFC). Auk þátttöku í starfsemi fyrrgreindra samtaka er Ísland aðili að tvíhliða og fjölþjóða samningum um stjórn veiða úr sameiginlegum stofnum.
Landssamband íslenskra útvegsmanna Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, var stofnað þann 17. janúar 1939. Megintilgangur samtakanna er að vera heildarsamtök útvegsmanna og málsvari þeirra í almennum hagsmunamálum. Samtökin vinna einnig að ýmsum framfaramálum í sjávarútvegi jafnframt því að stuðla að sjálfbærri og hagkvæmri nýtingu fiskistofna. Hagnaður (tap) m.v. árgreiðsluaðferð EBITDA (Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir)
MIlljarðar
35 30 25 20 15 10 5 0 -5 -10 1980
1985
1990
1995
2000
2005
Framlegð (e.EBITDA) og hagnaður (tap) í sjávarútvegi alls. Upplýsingar frá Þjóðhagsstofnun og Hagstofu Íslands. Árgreiðsluaðferð: Reiknuð er 6% ávöxtun á bundið fé í starfseminni við mat á fjármagnsliðum.
2009
160 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
rafiðnaðarsamband íslands www.rafis.is
R
afiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) er landssamband stéttarfélaga í rafiðnaði. Aðildarfélögin eru Félag íslenskra rafvirkja, Félag tæknifólks í rafiðnaði, Félag rafeindavirkja, Félag íslenskra símamanna, Rafiðnaðarfélag Norðurlands, Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi, Rafiðnaðarfélag Suðurnesja og Félag sýningarstjóra við kvikmyndahús. Heildarfjöldi félagsmanna árið 2012 er um 5.500 manns. RSÍ er samband allra launþega er starfa í rafiðnaðargeiranum, hvort sem þeir hafa löggilt sveinspróf eða ekki. RSÍ sér um allan daglegan rekstur fyrir aðildarfélögin svo sem rekstur orlofseigna, sjóða og gerð kjarasamninga. Starfsemi RSÍ felst í því að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og fjölskyldna þeirra gagnvart atvinnurekendum sem og stjórnvöldum. Helstu verkefni eru gerð kjarasamninga en í gildi eru rétt um 30 kjarasamningar vegna hinna ýmsu fyrirtækja og rafiðngreina. Túlkun kjarasamninga er fyrirferðamikill þáttur í daglegu starfi. Á undanförnum árum hafa kjarasamningar snúið æ meira að stjórnvöldum enda skiptir aukinn kaupmáttur mestu máli þegar horft er til launahækkana. Með aðkomu stjórnvalda hafa grunnforsendur kjarasamninga verið styrktar.
Rafiðnaðarsamband Íslands er til húsa að Stórhöfða 31, 3. hæð.
RSÍ er aðili að fjölmörgum norrænum sem og alþjóðlegum samtökum á vinnumarkaði. Mest samskipti eru við norræn samtök rafiðnaðarmanna en í samtökunum eru í kringum 140.000 félagsmenn sem hafa sameiginlega hagsmuni að verja. Norrænu samtökin standa sameiginlega að samstarfi við atvinnurekendur á Norðurlöndum að endurmenntunarmálum. RSÍ er auk þess aðili að samtökum norrænna byggingarmanna sem aftur eru aðilar að evrópskum og alþjóðlegum samtökum byggingarmanna. Þessi samtök hafa mikil áhrif á fjölþjóðlega reglugerðarsetningu sem fram fer að mestu leyti í Brussel. Félagsgjald RSÍ er 1% af heildarlaunum félagsmanns, auk þess greiðir atvinnurekandi 1% gjald í sjúkra/styrktarsjóð, 0,25% í orlofssjóð, 1% í eftirmenntunarsjóð og í tilfellum rafvirkja 0,1% ákvæðisvinnugjald. Skilyrði um greiðslu í eftirmenntunarsjóð geta þó verið misjöfn eftir kjarasamningum. Hlutverk sjúkra/styrktarsjóðs er að styðja við félagsmenn á ýmsan hátt. Í langvinnum veikindum eiga félagsmenn rétt á greiðslum úr sjúkrasjóðnum þegar veikindaréttur er fullnýttur hjá atvinnurekanda. Styrktarsjóður greiðir félagsmönnum ýmsa styrki til uppbyggilegra þátta svo sem til líkamsræktar, gleraugnakaupa ásamt fjölda annarra styrkja. Einnig ber að nefna eingreiddar dánarbætur þar sem aðstandendur félagsmanns geta átt rétt á greiðslum til styrktar vegna útfarar félagsmanns en upphæð styrksins tekur mið af aldri félagsmanns og fjölda barna undir 18 ára aldri. Hlutverk orlofssjóðs er að standa undir rekstri sameiginlegs orlofskerfis þar sem félagsmenn geta leigt orlofshús eða notið útivistar á orlofssvæði RSÍ. RSÍ hefur yfir að ráða rúmlega 40 orlofshúsum sem flest eru í eigu þess en örfá hús eru leigð af þriðja aðila á svæðum sem eru eftirsótt á hverjum tíma. Húsin eru víðsvegar um landið, einnig á RSÍ tvö hús á Spáni. RSÍ á og rekur glæsilegt orlofssvæði á Skógarnesi við Apavatn en á svæðinu eru 15 orlofshús sem eru frá 65 fm til 270 fm. Á svæðinu er einnig rekið tjaldsvæði sem rúmar um 250 tjaldeiningar. Ýmis afþreying stendur gestum svæðisins til boða eins og golf, veiði og leiktæki fyrir börnin. RSÍ á 14 tjaldvagna sem leigðir eru út til félagsmanna yfir sumartímann.
Samtök á vinnumarkaði | 161
Miðstjórn RSÍ 2011-2015, tekin sumarið 2012. Fremri röð f.v.: Kristín Þóra Benediktsdóttir, Bára Halldórsdóttir, Kristján Þórður Snæbjarnarson, Guðrún S. Bergþórsdóttir, Sigurjón Ingvarsson. Aftari röð f.v.: Andri Jóhannesson, Einar Á. Kristinsson, Hafliði Sívertsen, Eyjólfur Ólafsson, Jens H. Ragnarsson, Grétar B. Guðmundsson, Sighvatur D. Sighvatz, Helgi Jónsson, Jón Ingi Skúlason Öfjörð, Sigurjón Ólason. Á myndina vantar: Jakob Tryggvason, Sigurð Sigurðsson, Georg Georgsson, Júlíu Þórðardóttur, Ómar Baldursson, Svanborgu Hilmarsdóttur.
Umfangsmikill þáttur í starfsemi RSÍ er endurmenntun félagsmanna en RSÍ á og rekur Rafiðnaðarskólann í samstarfi við atvinnurekendur. Skólinn er vel nýttur af félagsmönnum enda þurfa starfsmenn í rafiðnaði mikla og góða endurmenntun þar sem tækni breytist mjög hratt. Endurmenntunargjald stendur undir rekstri skólans sem og rekstri Fræðsluskrifstofu Rafiðnaðarins sem heldur utan um gerð námskráa, gerð og framkvæmd sveinsprófa og raunfærnimats. Þeir nemendur sem ekki ljúka formlegri skólagöngu á réttum tíma og taka frí frá skólagöngu hafa tök á að fara í raunfærnimat þar sem þekking og reynsla viðkomandi er metin, viðkomandi hefur þá tök á að sækja sér þá menntun sem upp á vantar til þess að geta farið í sveinspróf. Rafiðnaðarskólinn og Fræðsluskrifstofa Rafiðnaðarins eru til húsa á Stórhöfða 27. RSÍ á og rekur rafbókasafn í samstarfi við atvinnurekendur í rafiðnaði. Rafbókasafnið, www.rafbok.is, hefur yfir að ráða fjölda bóka sem eru notaðar til kennslu í iðn- og verknámsskólum og eru nemendum að kostnaðarlausu. Unnið er að þýðingu bókanna á íslensku en einhverjar bækur eru á dönsku og ensku. Rafbókasafnið er einnig mikið notað af félagsmönnum sem starfa á vinnumarkaði enda er mikil þörf á endurmenntun í rafiðnaði eins og áður sagði. RSÍ starfrækir í samstarfi við atvinnurekendur í rafiðnaði Ákvæðisvinnustofu Rafiðna. Stofan hefur umsjón með ákvæðisvinnutaxta og viðhaldi hans, auk þess gefur hún taxtann út í forriti sem aðgengilegt er félagsmönnum á vefnum þeim að kostnaðarlausu. RSÍ ásamt öðrum verkalýðsfélögum á Stórhöfða hafa tvo ráðgjafa í fullu starfi við starfsendurhæfingu. VIRK starfsendurhæfingarsjóður hefur yfirumsjón með starfsendurhæfingarráðgjöfum á landinu öllu en hlutverk VIRK starfsendurhæfingarráðgjafa er að auðvelda félagsmönnum, sem hafa dottið út af vinnumarkaði sökum veikinda eða annarra erfiðleika að ná fullri starfsgetu á ný. Aðalskrifstofur RSÍ eru á Stórhöfða 31 í Reykjavík. Formaður og framkvæmdastjóri Rafiðnaðarsambands Íslands er Kristján Þórður Snæbjarnarson en hann var kjörinn á þingi RSÍ í apríl 2011. Auk hans starfa eftirtaldir á skrifstofu sambandsins: Í kjaramálum starfa Ísleifur Tómasson, Björn Eysteinsson, Björn Ágúst Sigurjónsson, Þorsteinn Úlfar Björnsson. Í vinnustaðaeftirliti er Sigurður Steinarsson. Umsjón orlofskerfis og styrktarsjóðs er í höndum Guðrúnar Guðmundsdóttur. Svava Skúladóttir, umsjón félaga- og orlofshúsakerfi. Birna Birgisdóttir, bókhald. Halldór Oddsson, lögfræðingur. Formaður sér um daglega stjórn skrifstofu í nánu samráði við framkvæmdastjórn sem og miðstjórn RSÍ. Í framkvæmdastjórn sitja auk formanns: Stefán Sveinsson varaformaður, Jens H. Ragnarsson gjaldkeri, Helgi Jónsson ritari. Meðstjórnendur eru Grétar B. Guðmundsson, Jakob Tryggvason og Sigurður Sigurðsson. Miðstjórn er æðsta stjórn RSÍ á milli árlegra sambandsstjórnarfunda. Sambandsþing er haldið á fjögurra ára fresti.
162 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
samtök atvinnulífsins www.sa.is
S
amtök atvinnulífsins (SA) eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs sem hafa það meginmarkmið að skapa fyrirtækjum hagstæð skilyrði til að vaxa, þróast og bera arð. Samtökin kappkosta að veita félögum góða þjónustu og að vera öflugur málsvari atvinnulífsins í landinu. Samtökin annast samskipti við stjórnvöld og stéttarfélög og gera kjarasamninga fyrir hönd aðildarfyrirtækja sem hafa falið samtökunum umboð til þess. Jafnframt leiðbeina SA aðildarfyrirtækjum um framkvæmd kjarasamninga og önnur vinnumarkaðsmál.
Með 50 þúsund manns í vinnu
Vilmundur Jósefsson, formaður SA.
Aðildarfyrirtæki SA eru um tvö þúsund talsins í fjölbreyttum rekstri. Innan SA er að finna jafnt einyrkja sem stærstu fyrirtæki landsins. Hjá félagsmönnum SA starfar um helmingur launamanna á almenna vinnumarkaðnum á Íslandi – meira en 50.000 manns. Öflugt og arðbært atvinnulíf er undirstaða velferðar og góðra lífskjara en með því að efla atvinnulífið má bæta hag landsmanna. Innan SA eru sjö aðildarfélög sem starfa á grundvelli atvinnugreina. Fyrirtæki verður aðili að SA með því að ganga í eitthvert eftirtalinna aðildarfélaga og öðlast þar með tvíþætta aðild að samtökunum: Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) Samorka – Samtök orku- og veitufyrirtækja (SAMORKA) Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) Samtök fiskvinnslustöðva (SF) Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) Samtök iðnaðarins (SI) SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) Saman mynda þessi félög sterka heild sem veitir fyrirtækjum á Íslandi margvíslega þjónustu og er jafnframt öflugur málsvari atvinnulífsins. SA taka þátt í alþjóðlegu samstarfi atvinnurekenda að sameiginlegum hagsmunamálum. Samtök atvinnulífsins eiga aðild að BUSINESSEUROPE, samtökum atvinnulífsins í Evrópu, en aðild að samtökunum eiga 41 samtök atvinnurekenda í 35 löndum. BUSINESSEUROPE er málsvari yfir 20 milljón fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem veita 120 milljón manns atvinnu.
Hús atvinnulífsins
SA standa fyrir öflugu málefnastarfi.
Skrifstofur Samtaka atvinnulífsins eru í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík en húsið var tekið í notkun sumarið 2002. Þá fluttu SA, aðildarfélög þeirra og fleiri aðilar í húsið sem var formlega vígt við hátíðlega athöfn föstudaginn 11. október 2002. Guðni Pálsson arkitekt hannaði húsið. Flutningurinn var liður í breytingum á félagakerfi atvinnulífsins sem miðuðu að hagræðingu í rekstri og einföldun starfseminnar. Með því að færa starfsemi hinna ýmsu félaga atvinnurekenda á Íslandi undir eitt þak urðu samskipti milli þeirra auðveldari og unnt að samhæfa starfsemina betur en áður. Einnig sköpuðust möguleikar á að bæta þjónustu við aðildarfyrirtækin. Öll aðildarfélög SA hafa aðsetur í húsinu fyrir utan Samorku. Á skrifstofu Samtaka atvinnulífsins starfa 19 manns sem búa yfir margvíslegri sérfræðiþekkingu og sinna m.a. vinnumarkaðs-, efnahags-, skatta-, umhverfis-, samkeppnis- og
Samtök á vinnumarkaði | 163
Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35. menntamálum auk samstarfs við stjórnvöld og setu í margvíslegum stjórnum og nefndum, m.a. samningahópum vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB. Samtökin reka einnig skrifstofu í Brussel. Samtök atvinnulífsins annast málflutning fyrir hönd aðildarfyrirtækja fyrir Félagsdómi og fyrir almennum dómstólum í þýðingarmiklum málum sem geta varðað stóran hluta félagsmanna og sameiginlega hagsmuni þeirra. Samtök atvinnulífsins veita jafnframt tryggingar í vinnudeilum, en aðildarfyrirtæki eiga rétt á bótum úr sérstökum vinnudeilusjóði SA ef atvinnurekstur þeirra stöðvast að hluta eða öllu leyti af völdum verkfalls sem boðað er af stéttarfélögum starfsmanna.
Löng saga SA og forvera Samtök atvinnulífsins urðu til árið 1999 við sameiningu Vinnuveitendasambands Íslands og aðildarfélaga þess og Vinnumálasambandsins. Stofnfundur SA var haldinn þann 15. september 1999 á Grand Hótel Reykjavík og lauk þar með 65 ára sögu Vinnuveitendasambands Íslands sem var stofnað 17. júlí 1934 í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti. SA gáfu út sögu VSÍ árið 2004, Frá kreppu til þjóðarsáttar, en Guðmundur Magnússon skrifaði söguna. Hún er góð heimild um kjarabaráttuna á Íslandi út frá sjónarhóli atvinnurekenda í samhengi við sögu íslenskra efnahagsmála og stjórnmála á 20. öld sem var svo sannarlega viðburðaríkur tími. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er Vilhjálmur Egilsson, en hann tók við starfinu árið 2006 af Ara Edwald sem var framkvæmdastjóri frá stofnun samtakanna. Hannes G. Sigurðsson er aðstoðarframkvæmdastjóri SA og hefur verið frá upphafi. Vilmundur Jósefsson hefur verið formaður SA frá árinu 2009 og Grímur Sæmundsen varaformaður.
Bætum lífskjörin Samtök atvinnulífsins hafa frá stofnun barist ötullega fyrir því að atvinnulífinu verði sköpuð hagstæð rekstrarskilyrði svo fyrirtækin í landinu geti sótt fram, ráðið til sín fólk og bætt lífskjörin í landinu. SA telja allar forsendur vera til staðar til öflugrar lífskjarasóknar og endurreisnar efnahagslífsins í kjölfar hrunsins 2008 og hafa samtökin bent á fjölmargar leiðir og sent frá sér ítarlegar tillögur í efnahags- og atvinnumálum til að ná fram nauðsynlegum efnahagsbata. Tillögurnar má nálgast á vef SA, www.sa.is, þar sem jafnframt er að finna allt útgefið efni SA ásamt reglulegum fréttum af málefnum atvinnulífsins.
164 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Samtök á vinnumarkaði | 165
S
samtök fiskvinnslustöðva
www.sf.is
tofnfundur Samtaka fiskvinnslustöðva var haldinn 22. nóvember 1974 og framhaldsstofnfundur 13. febrúar 1975 og var þá félaginu kosin stjórn. Þau fiskvinnslufyrirtæki sem stóðu að stofnun SF höfðu flest verið beinir aðilar að Vinnuveitendasambandi Íslands – VSÍ. Í samþykktum SF segir að tilgangur samtakanna sé að gæta hagsmuna fiskvinnslufyrirtækja og koma á framfæri afstöðu samtakanna til þeirra mála er varða hagsmuni félagsmanna. Að sameina í ein hagsmunasamtök öll fyrirtæki sem vinna að framleiðslu og/eða sölu sjávarafurða og vera málsvari þeirra út á við. Að stuðla að því að vinnufriður haldist í fiskvinnslu með því að leitast við að koma í veg fyrir verkföll og verkbönn með friðsamlegum samningum í samstarfi við Samtök atvinnulífsins. Allt frá stofnun var skrifstofa SF í húsnæði VSÍ að Garðastræti 41, en árið 1989 festu samtökin kaup á 3. og 4. hæð í Eymundssonarhúsinu að Austurstræti 18. Árið 2002 var starfsemin flutt í eigið húsnæði í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35, Reykjavík.
Hluti fundarmanna á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í Skíðaskálanum í Hveradölum 6. október 2000.
Þegar SF var stofnað árið 1974 voru fiskvinnslufyrirtæki á Íslandi mun fleiri en í dag. Fyrirtækjum fór fækkandi upp úr 1990 í kjölfar sameininga og rekstrarerfiðleika. Þessi þróun hefur haldið áfram og nú eru annars vegar stór fyrirtæki í veiðum, vinnslu og hins vegar minni fyrirtæki sem byggja hráefniskaup sín að mestu á innlendum fiskmörkuðum. Félagsmenn í SF eru um 60 talsins úr öllum vinnslugreinum, frystingu, ferskfiskvinnslu, saltfiskverkun, fiskþurrkun, rækjuvinnslu og mjöl og lýsisvinnslu. Þessi fyrirtæki vinna úr um 85% af þeim sjávarafla sem fer árlega til vinnslu innanlands. Stjórnarmenn sem eru 17 talsins hafa frá upphafi komið úr öllum landshlutum. Fyrsti formaður stjórnar SF var Hjalti Einarsson frá Bolungarvík. Á aðalfundi SF 1985 tók Soffanías Cecilsson frá Grundarfirði við formennsku og 4. des. 1987 var Arnar Sigurmundsson frá Vestmannaeyjum kjörinn formaður. Þegar starfsemi SF var til húsa í Garðastræti 41 sá VSÍ um starfsmannahald. Árið 1988 tók Ágúst H. Elíasson við starfi framkvæmdastjóra og gegndi því til 2004. Samhliða auknum verkefnum árið 2002 var bætt við starfsmanni og síðar var verkaskiptingu starfsfólks SF breytt til þess sem það er í dag.
Stjórn og starfsmenn SF á leið í skoðunarferð í silfurbergsnámuna í Helgustaðafjalli við Eskifjörð að afloknum stjórnarfundi 22. ágúst 2008.
Samtök fiskvinnslustöðva hafa annast rekstur Landssambands fiskeldisstöðva frá 2002. Starfsemi Samstarfsvettvangs sjávarútvegs og iðnaðar hefur verið í umsjón SF frá 1995. Félag íslenskra fiskmjölsverksmiðja hefur verið með starfsemi sína í húsnæði SF allt frá 1989. Þá rann Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda inn í SF árið 1995. Þá hefur SF séð um rekstur ÍSF – Íslenskra saltfiskframleiðenda – frá stofnun árið 2010. Hjá SF starfa fjórir starfsmenn í þremur stöðugildum.
Frá heimsókn stjórnar og starfsmanna SF til Stakkavíkur hf. í Grindavík 27. ágúst 2010, en þar er mjög góð aðstaða til að sýna starfsemi fyrirtækisins.
166 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
samtök iðnaðarins www.si.is
S
amtök iðnaðarins voru stofnuð 24. september 1993 þegar sameinuð voru sex helstu samtök iðnaðar: Félag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Félag íslenska prentiðnaðarins, Verktakasamband Íslands, Samband málm- og skipasmiðja og Meistara- og verktakasamband byggingamanna. Þau tóku síðan formlega til starfa um áramótin ´93-´94. Höfuðmarkmið hinna nýju samtaka var að auka áhrif iðnaðar í þjóðfélaginu, vinna að bættum starfsskilyrðum, hvetja til hagkvæmni í rekstri og leggja áherslu á markvissa vöruþróun, markaðsstarfsemi og menntamál. Orri Hauksson hefur verið framkvæmdastjóri SI frá árinu 2010. Sveinn Hannesson og Jón Steindór Valdimarsson gegndu því starfi á undan honum. Orri er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk MBA prófii frá Harward Business School. Hann hefur gegnt ýmsum stjórnunarstöðum og undanfarið hefur hann sinnt fjárfestingum og setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja fyrir hönd Novators, einkum á sviði fjarskipta, hreinna orkugjafa í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum. Áður var Orri framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans. Hann var aðstoðarmaður forsætisráðherra árin 1997 til 2000. Stjórn SI er skipuð átta manns sem kjörnir eru árlega í leynilegri kosningu. Áhersla er lögð á að hvetja aðila úr ólíkum greinum að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Skrifstofa Samtaka iðnaðarins er í Húsi atvinnulífsins, 4. hæð, Borgartúni 35, 105 Reykjavík. Innan Samtaka iðnaðarins eru um 1.200 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda. Þau eru mjög ólík innbyrðis, hvort sem litið er til stærðar, framleiðslu eða markaða. Þessi mikla fjölbreytni gerir starfið í senn vandasamt og nauðsynlegt. Þess er gætt að leggja áherslu á það sem er sameiginlegt en um leið hlúa að því sértæka. Þetta hefur tekist með
Samtök á vinnumarkaði | 167
svo farsælum og árangursríkum hætti að Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda í landinu. Samtök iðnaðarins vinna að hagsmunum iðnaðarins á öllum sviðum og í nánu samráði við fyrirtækin sjálf. Byggt er á markvissri stefnumótunarvinnu starfsgreinahópa og félaga. Þjónusta við félagsmenn er annars vegar við einstök fyrirtæki og starfsgreinahópa en hins vegar þverfagleg, s.s. í gæðamálum, menntamálum og markaðs- og kynningarmálum. Samtökin fást meðal annars við að: • Bæta almennt rekstrarumhverfi með því að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda • Fylgjast með alþjóðlegri þróun í atvinnurekstri • Fylgjast með og hafa áhrif á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, einkum gagnvart ESB • Stuðla að hagkvæmum rekstri með því að innleiða nýjar og bættar aðferðir við stjórnun og rekstur • Gæta þess að farið sé að reglum á markaði • Efla samstarf fyrirtækja • Veita þjónustu og ráðgjöf Á skrifstofu SI starfa 16 manns. Menntun starfsmanna er víðtæk, s.s. lögfræði, hagfræði, verkfræði og viðskiptafræði svo eitthvað sé nefnt. Innan samtakanna starfa margir starfsgreinahópar, heilbrigðisiðnaður, húsgagnaiðnaður, líftækni, mannvirkjagerð, matvælaiðnaður, málmiðnaður, prentiðnaður, sprotafyrirtæki, stóriðja, upplýsingatækni, þjónustuiðnaður, græn tækni, hljóðver og upptökumenn og leikjaiðnaður. Einn starfsmaður hefur umsjón með einum eða fleiri hópum. Auk þess skiptist starf innan SI eftir málaflokkum, alþjóðlegt samstarf, gæðastjórnun og rekstur, lögfræðileg málefni, markaðsmál, menntamál og fræðsla, nýsköpun og þróun, opinber innkaup og útboð, starfsskilyrði iðnaðar, umhverfis- og orkumál og vinnumarkaðsmál.
168 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
svþ – samtök verslunar og þjónustu www.svth.is
M
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri.
ikilvægi verslunar og þjónustu sem atvinnugreinar eykst stöðugt á Íslandi og er það í takt við þá þróun sem átt hefur sér stað í okkar heimshluta. Um nokkra hríð hefur fjölgun starfa í nágrannalöndum okkar einkum átt sér stað innan fyrirtækja í þjónustustarfsemi. Vægi verslunar og þjónustu er því mikið, hvort sem litið er á málið út frá fjölda starfsmanna í verslun og þjónustu eða því sem greinin greiðir til samfélagsins í formi opinberra gjalda. Nú þegar rúmur áratugur er liðinn af 21. öldinni starfa um 27% af fólki á vinnumarkaði innan verslunar- og þjónustufyrirtækja (ferðaþjónusta og fjármálaþjónusta ekki meðtalin). Ör þróun hefur verið í verslun á Íslandi undanfarin ár og hefur verslunin þurft að laga sig að þeim breytingum sem opnun markaða hefur haft í för með sér. Alþjóðavæðing og aukin ferðalög almennings leiðir það af sér að innlend verslun á í sífellt meiri erlendri samkeppni. Krafa neytenda er um sama vöruúrval og sömu þjónustu og best þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Íslenskum verslunar- og þjónustufyrirtækjum hefur tekist að mæta þessum auknu kröfum markaðarins á myndarlegan hátt, enda má fullyrða að þjónustustigið í fyrirtækjum í þessari grein sé almennt með því besta sem þekkist.
Mikilvægi innfluttra vara Íslendingar eru mjög háðir erlendum aðföngum á flestum sviðum vöruviðskipta. Lega landsins leiðir það af sér að verslunar- og þjónustufyrirtækin eiga allt undir því komið að samgöngur við landið séu greiðar, bæði á sjó og landi, til að halda úti nútíma samfélagi. Íslenskum fyrirtækjum í sjóflutningum sem og íslensku flugfélögunum hefur tekist að veita íslensku atvinnulífi frábæra þjónustu um langan tíma. Sem fyrr er það innflutningur frá löndum á EES-svæðinu sem er afgerandi mestur, en 61% af öllum innflutningi til landsins kemur þaðan. Markaðshlutdeild annarra svæða í innflutningsverslun okkar er sem hér segir: Bandaríkin 8%, Kína 6%, Japan 2,3%, önnur Evrópuríki en EES-ríki 3,1%.
Smásöluverslun – heildverslun Segja má að sú þróun sem hófst á tíunda áratugnum, þegar stærstur hluti dagvöruverslunar færðist í stórmarkaði, hafi haldið áfram. Sama þróun hefur orðið á ýmsum fleiri mörkuðum s.s. verslun með byggingavörur og íþróttavörur. Þessa þróun má rekja til þess þegar verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987, en þar hafa nú 183 verslanir og þjónustufyrirtæki starfsemi sína, sem hélt svo áfram með opnun Smáralindar árið 2001. Einnig hafa bæst við verslunarmiðstöðin Korputorg við Blikastaðaveg í Reykjavík, verslunarmiðstöðin Fjörðurinn í Hafnarfirði og verslunarmiðstöðin Glerártorg á Akureyri sem var opnað 2000. Verslun í miðborg Reykjavíkur hefur um hríð átt undir högg að sækja og má rekja það til þess að verslun fer í stórauknum mæli fram í stórmörkuðum og öðrum stöðum utan miðborgar Reykjavíkur. Sóknarfæri verslunar í miðborginni liggja einkum í minni og sérhæfðari fyrirtækjum sem höfða frekar til ferðamanna, en mörg verslunarfyriræki þar byggja stóran hluta afkomu sinnar á viðskiptum erlendra ferðamanna. Þau áform sem nú eru uppi um að auka straum ferðamanna til landsins, utan hins hefðbundna ferðamannatíma, munu því ekki síst koma verslun í miðborginni til góða. Á sama hátt og mikil breyting hefur orðið á umhverfi smásöluverslunar hefur orðið mikil breyting á skipulagi heildverslunar undanfarin tíu til fimmtán ár. Heildverslunum sem starfa á dagvörumarkaði hefur fækkað, en þær hafa að sama skapi stækkað og orðið mun öflugri einingar en áður og þar með getað veitt viðskiptavinum sínum meiri og
Samtök á vinnumarkaði | 169
betri þjónustu en áður. Á sumum sviðum hefur hlutverk heildverslunar þó lítið breyst á undanförnum árum og má þar nefna heildverslun með lyf og áfengi.
Mikilvægi þjónustufyrirtækja Þjónustustarfsemi hvers konar gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í þjóðfélaginu. Bæði er þjónustustarfsemi sem slík mikilvæg í þjóðarbúskapnum og fyrirtæki innan greinarinnar verða æ mikilvægari í daglegri starfsemi bæði fyrirtækja og heimila. Þjónustustarfsemi er afar fjölbreytt og spannar vítt svið innan atvinnulífsins. Má þar nefna flutningafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, upplýsingatæknifyrirtæki, fjölmiðlafyrirtæki, ráðgjafarfyrirtæki og heilbrigðisfyrirtæki. Vegna þess hve atvinnugreinin þjónusta er fjölbreytt og margvísleg hefur oft ekki verið litið á hana sem atvinnugrein, þrátt fyrir það veigamikla hlutverk sem þjónustufyrirtæki hafa að gegna víðs vegar í þjóðfélaginu. Sem betur fer hefur orðið breyting á því viðhorfi á undanförnum árum.
Hagsmunamál verslunarinnar Rauði þráðurinn í baráttumálum verslunarinnar í gegnum tíðina hefur verið fyrir auknu frelsi í viðskiptum og gegn miðstýringu og óhóflegri skattheimtu. Af eldri baráttumálum verslunarinnar má nefna baráttu fyrir afnámi aðstöðugjalds og baráttu fyrir niðurfellingu skatts á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Baráttan fyrir afnámi þessara skatta var bæði tímafrek og erfið en skilaði árangri að lokum. Í ljósi reynslunnar má líkja flestum baráttumálum verslunarinnar við langhlaup, þar sem það tekur að jafnaði mjög langan tíma að ná hverju og einu baráttumáli í höfn. Sem fyrr er það þó endurskoðun á tolla- og vörugjaldskerfinu sem skiptir verslunina mestu máli nú í lok ársins 2011. Vörugjöldin eru handahófskennd skattlagning og hafa þann mikla ókost að þau skekkja samkeppnisstöðu milli einstakra vörutegunda, þau eru ógagnsæ og leiða það af sér að íslensk verslun stendur mjög höllum fæti í samkeppni við erlenda verslun á mörgum þeirra vara sem bera vörugjöld. Því er það eitt mikilvægasta baráttumál verslunarinnar nú á tímum að taka vörugjaldskerfið til endurskoðunar. Aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarafurðir skiptir matvöruverslunina gífurlegu máli, enda vega landbúnaðarvörur allt að 45% af meðal innkaupakörfu landsmanna. Í því sambandi vegur þyngst að stjórnvöld hér á landi virði þá aðþjóðasamninga sem Ísland er aðili að um innflutning á landbúnaðarafurðum. Eins og kunnugt er hefur vantað mikið á að svo hafi verið og raunar skortir algerlega aðhald að stjórnvöldum í þessu efni, bæði frá aðilum innanlands og frá þeim alþjóðastofnunum sem eru aðilar að þeim alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið við íslensk stjórnvöld. Aukin hlutdeild innfluttra landbúnaðarvara á íslenskum markaði mun auka úrval slíkra vara og þar með auka samkeppni sem mun koma neytendum í þessu landi mjög til góða. Fullyrða má að hér sé um að ræða það baráttumál sem best er fallið til að bæta hag neytenda hér á landi. Með sífellt auknum straumi ferðamanna til landsins verða viðskipti þeirra mikilvægari fyrir verslunina. Af þeirri ástæðu skiptir það miklu máli fyrir verslunina að ferðamannatíminn lengist og að okkur takist að laða hingað ferðamenn í auknum mæli yfir vetrarmánuðina. Því er átakið „Ísland allt árið“ sem sett hefur verið á laggirnar til auka ferðamannastraum utan háannatímans mikið fagnaðarefni fyrir verslunina.
Framtíðin Íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki munu áfram halda stöðu sinni í þjóðfélaginu, en yfirstandandi efnahagsþrengingar munu vissulega hafa mikil áhrif á afkomu fyrirtækja í greininni. Möguleikar fyrirtækja í þessari grein byggjast ekki hvað síst á því að innan fyrirtækjanna starfar upp til hópa vel menntað og öflugt starfsfólk sem er fljótt að bregðast við nýjum tækifærum á markaðinum. Það sem skiptir þó mestu máli hér eftir sem hingað til er að fyrirtækjum í verslun og þjónustu séu sköpuð sanngjörn og eðlileg starfsskilyrði af hálfu hins opinbera. Hlutverk ríkisins á að vera að skapa sem best almenn skilyrði fyrir atvinnurekstur til að vaxa og dafna. Allar ófyrirséðar aðgerðir stjórnvalda sem áhrif hafa á starfsemi fyrirtækja eru á hinn bóginn til þess fallnar að draga mátt úr fyrirtækjum og rýra afkomumöguleika þeirra. Um slíkt eru því miður allt of mörg dæmi. Fái greinin að búa við viðunandi starfsskilyrði hefur hún alla möguleika á að vaxa og eflast um ókomin ár.
170 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar www.strv.is
H
elsti tilgangur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er að berjast fyrir bættum kjörum og atvinnuöryggi félagsmanna. Á sama tíma hefur baráttan fyrir ýmsum réttindamálum farið fram á vettvangi heildarsamtakanna, BSRB. Samkvæmt lögum félagsins verða þeir sem fá greidd laun eftir kjarasamningi þess sjálfkrafa félagsmenn. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar gegndi upphaflega því hlutverki að vera eingöngu starfrækt sem stéttarfélag starfsmanna innan borgarkerfisins. Í dag hefur orðið sú breyting að félagar koma einnig úr röðum Akraneskaupstaðar, starfsmanna ríkisstofnana og einkarekinna fyrirtækja í almannaþjónustu.
Margþætt hlutverk Starfsmenn skrifstofu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, ásamt formanni.
Unnið að gróðursetningu á orlofssvæði félagsins við Úlfljótsvatn.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sinnir margþættu hlutverki og skyldum í þágu félagsmanna sinna. Aðalskrifstofa félagsins er á Grettisgötu 89 en þar eru einnig fjöldamörg önnur stéttarfélög innan BSRB ásamt Styrktarsjóði BSRB, og starfsendurhæfingarráðgjöfum VIRK. Fundaraðstaða er á þremur hæðum hússins auk kennslusala á fyrstu hæð. Skrifstofan er opin alla daga á milli 9:00 og 16:00. Félagið rekur einnig skrifstofu að Suðurgötu 62 á Akranesi en þar er opið á auglýstum tímum. Á skrifstofunum er veitt öll almenn þjónusta, svo sem miðlun margvíslegra upplýsinga til félagsmanna. Fyrirspurnir um kjarasamninga og ýmis réttindamál eru mjög umfangsmikill þáttur í starfsemi skrifstofunnar. Starfsfólkið heldur einnig utan um félagaskrá og fundahald. Þá eru jafnframt veittar upplýsingar og ráðgjöf varðandi styrki úr ýmsum sjóðum ásamt afgreiðslu námsstyrkja, auk upplýsinga um orlofshús og þau námskeið sem félagið stendur fyrir. Öll fræðslu-, kynningar- og útgáfumál eru í höndum skrifstofunnar. Blað stéttarfélaganna er gefið út 6-7 sinnum á ári í samvinnu við SFR stéttarfélag í almannaþjónustu en auk þess gefur félagið út ársskýrslu stjórnar og orlofsblað.
Öflug starfsemi í rúm 86 ár Starfsmannfélag Reykjavíkurborgar var stofnað þann 17. janúar 1926. Fyrsti formaður þess var Ágúst Jósefsson en stofnfélagar voru 68 talsins. Starfsmannafélagið var á meðal stofnaðila BSRB árið 1942 og er í dag hið annað fjölmennasta innan vébanda þess. Helstu áfangasigrar í sögu félagsins náðust annars vegar árið 1953 með viðurkenningu þess sem samningsaðila gagnvart Reykjavíkurborg og hins vegar árið 1976 þegar verkfallsréttur var samþykktur sem hluti af kjarasamningi opinberra starfsmanna. Árið 1986 gengu í gildi veigamiklar breytingar á lögum um stéttarfélög. Í kjölfarið klufu nokkrar af fagstéttum innan Starfsmannafélagsins sig út og stofnuðu sín eigin félög en þar var um að ræða t.d. slökkviliðsmenn, sjúkraliða, þroskaþjálfa og leikskólakennara. Árið 1995 var uppbyggingu félagsins breytt og samþykkt að skipta regluverki þess upp í tvo hluta. A-hluti tilheyrir starfsmönnum borgarkerfisins og þeim sem áður störfuðu hjá stofnunum sem tilheyrðu Reykjavíkurborg en hafa verið færðar til ríkisins. Í B-hluta eru starfsmenn hjá stofnunum og fyrirtækjum sem starfa í almannaþágu og hafa verið í eigu borgarinnar, en eru nú rekin af öðrum aðilum. Þrátt fyrir að ýmsar starfsstéttir hafi, í gegnum tíðina, sagt skilið við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, þá hefur starfsemi þess eflst í réttu hlutfalli við aukna þjónustu innan borgarkerfisins. Í dag eru félagsmenn rúmlega 4.000, auk þess eru um 700 eftirlaunaþegar félagar. Alls starfa um 10.000 manns hjá Reykjavíkurborg en á bak við þann fjölda eru starfrækt um 30 stéttarfélög og er Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar þar fjölmennast. Viðsemjendur þess eru auk Reykjavíkurborgar; Akranes-
Samtök á vinnumarkaði | 171
kaupstaður, Strætó, Orkuveitan, Faxaflóahafnir, Félagsbústaðir, Innheimtustofnun sveitarfélaga, fjármálaráðuneytið fyrir hönd Ríkissjóðs, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins auk ýmissa minni vinnustaða.
Fulltrúalýðræðið Eins og að líkum lætur er starfssvið, menntun og bakgrunnur félagsmanna mismunandi. Til að styrkja hagsmunatengslin á milli þeirra er félaginu skipt upp í starfsdeildir. Hver deild kýs sér fulltrúa sem ásamt stjórn félagsins myndar fulltrúaráð þess og er formaður félagsins jafnframt formaður fulltrúaráðsins. Hver fulltrúi er kosinn til tveggja ára í senn og er fjöldi þeirra í samræmi við stærð hverrar deildar fyrir sig. Þannig hefur deild með innan við hundrað félagsmenn aðeins tvo fulltrúa en síðan bætist við einn fyrir hverja fimmtíu félagsmenn. Fulltrúar deildanna eru jafnframt trúnaðarmenn félagsmanna á vinnustöðum og bera ábyrgð á upplýsingastreymi til félagsmanna. Þeir vinna auk þess að lausn ágreiningsmála á vinnustöðum í samstarfi við stjórn og skrifstofu félagsins.
Stjórn og nefndir Stjórn Starfsmannafélags Reykjvíkurborgar er skipuð tíu stjórnarmönnum auk formanns. Fimm þeirra eru kjörnir til tveggja ára í senn og ganga því árlega jafnmargir úr stjórninni á víxl. Formaður er kosinn á tveggja ára fresti. Innan félagsins starfar fjöldi nefnda og er einn fulltrúi, úr hverri deild innan fulltrúaráðs, kosinn í þær til tveggja ára í senn. Sumar nefndanna gegna aðeins tímabundnu hlutverki á meðan aðrar halda uppi virku starfi allt kjörtímabilið. Málefni þeirra eru mismunandi en geta varðað allt frá fræðslu-, orlofs-, uppstillinga-, samninga- og verkfallsmálum.
Fulltrúar og trúnaðarmenn vinna að stefnumótun fyrir kjarasamninga með þjóðfundaraðferðinni.
Styrkir og sjóðir Styrkir eru veittir til félagsmanna ýmist vegna starfs- eða endurmenntunar eða til fyrirbyggjandi heilsueflingar og sjúkradagpeninga. Félagið heldur úti sex sjóðum en þeir eru: félags-, vinnudeilu-, orlofs-, starfsmenntunar- og starfsþróunar- og vísindasjóður, auk Styrktarsjóðs BSRB í samvinnu við mörg aðildarfélög innan BSRB. Samið hefur verið um þá alla í kjarasamningum, að undanskildum félags- og vinnudeilusjóði en iðgjöld til þeirra eru ákveðin á aðalfundi félagsins á hverju ári. Félagssjóður stendur undir öllum rekstri félagsins. Hluti félagssjóðs gengur til BSRB en úr vinnudeilusjóði er m.a. úthlutað til félagsmanna í kjaradeilum.
Samninganefndir félagsins vinna að kröfugerð fyrir kjarasamningsviðræður.
Fræðslumál Sí- og endurmenntunarmál eru veigarmikill þáttur í starfseminni. Þau vega þungt við gerð kjarasamninga og eru að vissum hluta forsendan fyrir sjálfu félagsstarfinu. Fræðslufulltrúi hóf störf hjá félaginu árið 1996 og frá þeim tíma hefur fræðslustarf verið öflugt t.d. gagnvart fulltrúum og trúnaðarmönnum. Á síðastliðnum árum hefur Starfsmannafélagið átt í samvinnu við SFR um námskeið á meðal félagsmanna. Yfirskrift þeirra er: Gott að vita og er dagskrá þeirra skipulögð í fræðslunefndum félaganna.
Orlofsmál Rekstur og útleiga orlofshúsa og íbúða á vegum orlofssjóðs er umsvifamikill þáttur í starfseminni. Húsin eru, að mestu, í orlofsbyggðum í Munaðarnesi og við Úlfljótsvatn. Félagið á einnig stök hús að Efri-Reykjum í Biskupstungum, við Álftavatn í Grímsnesi, í Svínadal og tvö hús að Eiðum. Umhverfi þeirra er vinalegt og stutt í alla nauðsynlega þjónustu. Starfsmannafélagið býr jafnframt að vel búinni fjögurra herbergja íbúð á Akureyri. Hægt er að komast í öll fyrrgreind híbýli á hvaða tíma ársins sem er. Úthlutunarreglur í sumarúthlutun miðast við félags- eða starfsaldur hvers og eins ásamt því að tekið er tillit til þess hvenær síðast var úthlutað. Á síðustu árum hefur félagið í auknum mæli greitt niður og boðið upp á orlofskosti á niðurgreiddu verði s.s flugmiða, hótelmiða, golfkort, veiðikort og útilegukort. Frekari upplýsingar um Starfsmannafélag Reykjvíkurborgar má nálgast á heimasíðunni: www.strv.is.
Lýðræðið í hávegum.
172 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
sfr – stéttarfélag í almannaþjónustu www.sfr.is
T
il SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu teljast hópar starfsmanna hjá ríkinu, sjálfseignarstofnunum og einnig starfsmenn hjá opinberum hlutafélögum í eigu ríkisins. Félagssvæðið nær yfir allt landið og telur félagafjöldinn í dag um 7.000 manns. Samkvæmt lögum SFR verða þeir sem þiggja laun eftir kjarasamningi þess sjálfkrafa félagsmenn og greiða félagsgjald. Ef viðkomandi vill ekki öðlast aðild að félaginu getur hann sagt sig úr því. Ef sá hinn sami starfar á félagssvæðinu þarf hann eftir sem áður að greiða gjald til þess samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
Sagan og hlutverkið
SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu.
Frá vinnufundi trúnaðarmanna þar sem unnið var samkvæmt þjóðfundaraðferðum.
SFR var stofnað þann 17. nóvember 1939. Í fyrstu var stærstur hluti félagsmanna karlkyns skrifstofumenn sem stunduðu vinnu sína á höfuðborgarsvæðinu. Í dag koma þeir hinsvegar úr ólíku vinnuumhverfi og með afar fjölbreytta menntun að baki. Konur eru í miklum meirihluta eða um 70% félagsmanna. Frá upphafi hafa bætt kjör og atvinnuöryggi félagsmanna verið helsta baráttumál SFR. Meðfram hafa ýmis réttindamál náðst í gegn fyrir tilstilli samningagerðar sem einkum hefur farið fram undir fororði heildarsamtakanna, BSRB sem upphaflega voru stofnuð árið 1942. Drifkraftur SFR í gegnum árin hefur einkum ráðist af tvennu. Annars vegar af örum vexti samfélagsþjónustu hins opinbera og hins vegar viðurkenningu ríkisvaldsins á samningsrétti opinberra starfsmanna. Upp frá því hafa helstu samningsrökin verið þau að ríkisstofnanir sinni veigamiklum þætti í því velferðarkerfi sem vaxið hefur hér á landi frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Kerfið sinni því mikilvægu þjónustuhlutverki sem tryggi öllum þegnum landsins ákveðin réttindi og örugga umönnun þegar hennar er þörf. Einnig beri að hafa í huga að ríkið sinnir fjölþættri þjónustu við atvinnuvegi landsmanna sem ekki er á færi einkaaðila. Þótt störf félaga í SFR séu ólík og margbreytileg eru þau öll mikilvæg fyrir þjóðarheildina, enda á ríkisvaldið að gegna ákveðnu jöfnunarhlutverki í samfélaginu og stuðla þannig að réttlátari skiptingu þjóðarauðsins og gæta þess að þegnunum sé ekki mismunað. Fyrsta mikilvæga skrefið í samningamálum var stigið árið 1962. Þá fékk BSRB takmarkaðan samningsrétt gagnvart ríkinu í þágu aðildarfélaganna, en fram að því höfðu laun ríkisstarfsmanna verið ákveðin með lögum frá Alþingi. Auk beinna kjara- og réttindamála hefur SFR, á undanförnum árum, náð fjöldamörgum áfangasigrum í ýmsum málaflokkum. Þar bera hæst menntunarmál félagsmanna og uppbygging orlofshúsabyggða. Frá árinu 1976 hefur starfað innan félagsins mjög öflug Lífeyrisþegadeild sem telur í dag rúmlega 900 félagsmenn. Á vegum hennar fara gjarnan fram reglulegar uppákomur til afþreyingar fyrir félagsmenn. Innan SFR starfa eftirtalin fagfélög: Félag áfengisráðgjafa (www.far.is), Félag íslenskra félagsliða (www.felagslidar.sfr.is), Félag íslenskra læknaritara (www.laeknaritarar.sfr.is), Félag heilbrigðisritara (www.heilbrigdisritarar.sfr.is), Fangavarðafélag Íslands og Félag ráðgjafa og stuðningsfulltrúa.
Starfsemin Skrifstofa SFR er til húsa að Grettisgötu 89 í Reykjavík. Þar fer fram allur daglegur rekstur, auk þess sem starfsmenn vinna þar að fjölþættum verkefnum í nánu samstarfi við stjórn og nefndir félagsins. Á skrifstofu geta félagsmenn leitað eftir nauðsynlegri þjónustu og ráðgjöf. Þar fer t.d fram afgreiðsla á styrkveitingum úr ýmsum sjóðum, útleiga á orlofshúsum og skráningar á námskeið. Starfsmenn sinna auk þess fyrirspurnum um kjara- og réttindamál og veita upplýsingar um félagið og hlutverk þess. Á skrifstofu fara
Samtök á vinnumarkaði | 173
Sjóðir SFR Starfsmenntunarsjóður Starfsmenntunarsjóður er ætlaður þeim félagsmönnum sem vilja leita eftir fjárstuðningi til að kosta nám í því skyni að þeir geti tileinkað sér framfarir og tæknibreytingar í starfi. Að sama skapi nýtist sjóðurinn þeim sem ætla sér að sækja námskeið sem þjálfar þátttakendur í að taka að sér vandasamari störf en þeir gegna nú þegar. Einnig gefst hinum sömu kostur á endurhæfingarmenntun í þeim tilvikum sem störf þeirra eru lögð niður vegna tækni- eða skipulagsbreytinga.
Þróunar- og símenntunarsjóður SFR Stjórn SFR 2011-2012: Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, Jóhanna Sóley Gunnarsdóttir, Védís Guðjónsdóttir varaformaður, Ína Jónasdóttir ritari, Olga Gunnarsdóttir, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Ólafur Hallgrímsson, Salóme Berglind Guðmundsdóttir og Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Á myndina vantar Sigurð H. Helgason.
einnig fram samskipti við önnur innlend og erlend stéttarfélög, en SFR gerðist aðili að Samtökum ríkisstarfsmanna á Norðurlöndum árið 1991. Í Félagsmiðstöð BSRB sem er á fyrstu hæð Grettisgötu 89 fara fram námskeið á vegum SFR ásamt fundum Trúnaðarmannaráðs. Allir trúnaðarmenn félagsins auk stjórnar skipa Trúnaðarmannaráð. Hlutverk þess er að vera stjórninni til stuðnings og afgreiða þau mál sem ekki þarf að leggja fyrir félags- eða aðalfundi. Félagsráð mynda stjórn félagsins, formenn fagfélaga/deilda og stéttarfélaga og 15 fulltrúar kosnir af trúnaðarmannaráði. Hlutverk þess er m.a. að vinna að stefnumótun fyrir félagið í samráði við stjórn og annast undirbúning fyrir aðalfund félagsins. Öruggt streymi upplýsinga er einn af grundvallarþáttum starfseminnar hjá SFR. Í því skyni fer fram öflugt útgáfustarf, en helsti upplýsingamiðillinn er SFR blaðið sem kemur út 8 sinnum á ári. Af öðru útgefnu efni má nefna ýmsa bæklinga, Handbók trúnaðarmanna ásamt gildandi kjarasamningum á hverjum tíma. Helsta kjölfestu upplýsingagjafarinnar er þó að finna í öflugri heimasíðu: www.sfr.is sem er uppfærð reglulega og þar er að finna allar nánari upplýsingar um skipulag og starfsemi SFR.
Markmið Þróunar- og símenntunarsjóðs er að auka möguleika stofnana á að þróa starfssvið sitt í takt við þær kröfur sem gerðar eru á hverjum tíma og að hlúð sé að símenntun starfsmanna með það fyrir augum að þjálfa færni þeirra til fjölbreyttari verkefna. Stjórn sjóðsins er skipuð annars vegar af stjórn SFR og hins vegar af fjármálaráðherra.
Verkfallssjóður Verkfallsjóður úthlutar styrkjum til félagsmanna sem eiga í kjaradeilum eða verkföllum. Reglur sjóðsins eru settar á aðalfundi á hverju ári og er þar kveðið á um visst iðgjald sem félagsmenn greiða, en allar nánari upplýsingar er að finna í úthlutunarreglum sjóðsins
Styrktar- og sjúkrasjóður SFR Styrktar- og sjúkrasjóður SFR veitir félagsmönnum fjárhagsaðstoð í veikinda- og slysatilvikum. Einnig styður hann og eflir félagsmenn til endurhæfingar eftir slys eða sjúkdóma og stuðlar að forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi, heilsufar og heilbrigði.
Orlofssjóður SFR
Frá verkfalli opinberra starfsmanna 1984.
Mikilvægur þáttur í þjónustustarfi SFR byggir á rekstri og útleigu orlofshúsa sem og íbúða á vegum orlofssjóðs. Forsvarsmenn félagsins hafa kappkostað að eiga orlofshús á eftirsóknarverðum stöðum þar sem félagsmenn geta notið dvalar í notalegum húsum í umhverfi sem gefur fjölbreytta möguleika til útivistar og hvíldar. Tilgangur sjóðsins er að auka möguleika félagsmanna á fjölbreytni í orlofsmálum, til dæmis með því að koma upp og reka orlofshús og -íbúðir fyrir félagsmenn eða styrkja þá til annars konar orlofsdvalar.
174 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
félag vélstjóra og málmtæknimanna www.vm.is
V
M – Félag vélstjóra og málmtæknimanna var stofnað 14.10.2006, en þá sameinuðust tvö rótgróin félög, Vélstjórafélag Íslands og Félag járniðnaðarmanna. Helgi Laxdal var þá formaður Vélstjórafélagsins og Örn Friðriksson formaður Félags járniðnaðarmanna. Vélstjórafélag Íslands var stofnað þann 20. febrúar 1909 og hét þá Gufuvjelagæslumannafjelag Reykjavíkur. Síðar var nafninu breytt í Vjelstjórafélagið „Eimur“ og svo árið 1916 í Vélstjórafélag Íslands. Frá stofnun Vélstjórafélags Íslands 1909 til október 2006 sameinuðust nokkur félög Vélstjórafélaginu og má þar nefna Mótorvélstjórafélag Ísland, Vélstjórafélag Ísafjarðar, Vélstjórafélag Suðurnesja og Vélstjórafélag Vestmannaeyja. Félag járniðnaðarmanna var stofnað 11. apríl 1920 undir nafninu Sveinafélag járniðnaðarmanna en árið 1931 breyttist nafnið í Félag járniðnaðarmanna í Reykjavík. Nokkur félög sameinuðust Félagi járniðnaðarmanna, má þar nefna Sveinafélag skipasmiða, Járniðnaðarmannafélag Árnessýslu, Félag málmiðnaðarmanna í Rangárvallasýslu og Nót – sveinafélag netagerðarmanna. Í dag er VM meðal stærstu fag- og stéttarfélaga landsins með um 4.000 félagsmenn. Vélstjórar og málmiðnaðarmenn eiga margt sameiginlegt bæði í námi og á vinnumarkaði. Námið skarast að stórum hluta og t.d. er iðnmenntun á sviði vélvirkjunar, vélsmíði og stálsmíði hluti af vélfræðinámi. Auk þess starfa málmiðnaðarmenn, vélstjórar og vélfræðingar iðulega á sömu vinnustöðum þar sem starfssvið þeirra skarast.
Skrifstofa VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna að Stórhöfða 25.
Samtök á vinnumarkaði | 175
Hlutverk Hlutverk VM er m.a. að standa vörð um réttindi félagsmanna, efla menntun þeirra og símenntun, bæta lífskjör og félagslegt öryggi ásamt því að veita góða þjónustu á fleiri sviðum. • VM - er með sterkan Styrktar- og sjúkrasjóð sem greiðir hlutfall af launum í langvarandi veikindum og styrkir félagsmenn vegna fyrirbyggjandi aðgerða og mikils heilsutengds kostnaðar. • VM - á og rekur fjölda orlofshúsa og -íbúða víða um land. Aðgangur félagsmanna að þessum orlofskostum er greiður. • VM - svarar daglega fjölda fyrirspurna vegna launa- og réttindamála félagsmanna. • VM - leiðbeinir og aðstoðar félagsmenn daglega varðandi atvinnu-, öryggis- og launamál. • VM - heimsækir vinnustaði félagsmanna. • VM - heimsækir skóla sem kenna vélstjórn og málmtækni. • VM - leggur áherslu á menntun og styrkir félagsmenn til að sækja námskeið. • VM - leggur áherslu á að vera með gott upplýsingaflæði til félagsmanna.
Aðsetur Skrifstofa VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna er að Stórhöfða 25, 110 Reykjavík en einnig er félagið með skrifstofu á Akureyri sem rekin er í samvinnu við FMA, Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri. Auk þessa er félagið með tengiliði um allt land.
Mannauður og starfsmannafjöldi Hjá VM starfa 9 manns auk formanns. Starfsemi félagsins er skipt í 2 svið. Á skrifstofuog fjármálasviði starfa 6 manns, 4 í fullu starfi, þar af einn sem sinnir eingöngu orlofshúsum félagsins og 2 í hlutastarfi. Á Kjara- og menntasviði eru 3 starfsmenn, allir í fullu starfi. Auk þess eru á skrifstofunni 2 lögmenn sem starfa sjálfstætt en sinna málefnum félagsins þegar þess gerist þörf. Meðalstarfsaldur starfsmanna er 8 ár. Formaður félagsins er Guðmundur Þórður Ragnarsson og er hann í fullu starfi. Menntun starfsfólks er fjölbreytt og kynjahlutfallið er 4 karlmenn og 6 konur.
Akkur, Styrktar- og menningarsjóður VM Akkur, Styrktar- og menningarsjóður VM, úthlutar árlega fjárstyrkjum til rannsóknarverkefna, brautryðjenda- og þróunarstarfa, menningarstarfsemi og listsköpunar. Markmið og verkefni sjóðsins er að styrkja m.a. rannsóknir og annað sem kemur félagsmönnum VM til góða við nám og störf til lands og sjávar, auk þess að styrkja brautryðjenda- og þróunarstarf sem hefur samfélagslegt gildi svo og menningarstarfsemi og listsköpun. Öllum er heimilt að sækja um styrki.
176 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
VR
V
www.vr.is
F í t o n / S Í A
erzlunarmannafélag Reykjavíkur var stofnað árið 1891 af launþegum og atvinnurekendum í verslunarstétt og er því eitt af elstu starfandi hagsmunasamtökum á Íslandi. Félagið varð að hreinu launþegafélagi árið 1955, en frá og með aðalfundarsamþykkt frá 26. apríl 2006 hefur starfsemin verið rekin í nafni VR. Hið nýja nafn samtakanna vísar til einkunnarorðanna Virðing og Réttlæti sem teljast tvö mikilvægustu hugtökin í öllum mannlegum samskiptum, hvort sem er á vinnumarkaði eða utan hans. Félagssvæði VR nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósahrepps, Vestmannnaeyja, Húnaþings vestra og Austurlands ásamt Akranesi og nágrenni. VR er aðili að ASÍ.
Virðing og réttlæti í 120 ár Allt frá stofnun VR árið 1891 höfum við haft að leiðarljósi að standa vörð um réttindi félagsmanna. Fögnum 120 ára afmæli VR og höldum ótrauð áfram.
Þjónusta og hlutverk VR
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
VR - Virðing Réttlæti.
Virðing Réttlæti
Helsti tilgangur VR er að stuðla að bættum kjörum, afkomuöryggi og auknum réttindum félagsmanna. Í niðurstöðum stefnumótunarvinnu frá árinu 2006 er kveðið skýrt á um að samtökin standi vörð um virðingu og réttlæti á vinnumarkaði og veiti aðstoð í ágreiningi við vinnuveitendur. Veigamesta hlutverk VR er þó að standa að gerð kjarasamninga til að tryggja félagsmönnum öll grunnréttindi t.d. varðandi veikindi, uppsagnir og orlof. Í höfuðstöðvum VR á 1. og 2. hæð í Húsi verslunarinnar í Kringlunni 7 geta félagsmenn nýtt sér margháttaða þjónustu sem lýtur að réttarstöðu þeirra. Starfsfólk aðstoðar og er ráðgefandi varðandi ýmis mikilvæg atriði eins og gerð ráðningarsamninga, útreikning launa, innheimtu launakrafna og túlkun kjarasamninga. Jafnframt er hægt að leita til lögfræðinga ef þurfa þykir. VR gerir árlega starfsánægju- og launakannanir á vinnustöðum til viðmiðunar fyrir félagsmenn, auk þess sem félagið stendur fyrir kröftugum markaðsherferðum til að vekja athygli á ýmsum málefnum eins og lögboðnum hvíldartíma, launamun kynjanna, einelti og fleira. VR leggur jafnframt ríka áherslu á að halda góðum tengslum við félagsmenn sína og efla samheldni á meðal þeirra. Í því skyni hefur t.d verið haldið úti reglulegum morgun- og hádegisverðarfundum þar sem haldnir eru fyrirlestrar og félagsmenn skiptast á skoðunum um þau mál sem heitast brenna á þeim hverju sinni. Þjónusta VR snýst einnig um útleigu á orflofshúsum og tjaldvögnum allan ársins hring. Um er að ræða rúmlega 40 bústaði víðsvegar um landið. Hægt er að panta nokkrar vikur fram í tímann, en þar gildir sú regla að fyrstur kemur, fyrstur fær.
Samtök á vinnumarkaði | 177
Myndatexti.
Sjóðakerfi VR VR hefur á undanförnum árum byggt upp öflugt sjóðakerfi þar sem félagsmenn geta notið margvíslegra styrkja t.d. í þágu menntunar, líkamsræktar og sjúkraþjálfunar auk tómstunda- og ferðastyrkja vegna námsferða. Sjóðir VR skiptast í sjúkrasjóð, orlofssjóð og varasjóð auk þess sem félagið á aðild að starfsmenntasjóðum og endurhæfingarsjóði.
Réttindi og skyldur félagsmanna Félagsgjald VR reiknast sem 0,7% af launum. Réttindi til sjúkradagpeninga og aðstoðar frá kjaramáladeild öðlast félagsmenn strax eftir að hafa greitt til félagsins í einn mánuð miðað við áframhaldandi greiðslur. Þeir sem hafa greitt lágmarks félagsgjald m.v. 12 mánuði teljast fullgildir félagsmenn og eiga því rétt á öllum þeim fríðindum sem því fylgir. Á móti félagsgjaldi greiðir atvinnurekandi eftirfarandi sem prósentuhlutfall af launum: 1% í sjúkrasjóð, 0,25% í orlofssjóð, 0,20% í starfsmenntasjóð og 0,13% í endurhæfingarsjóð. Í þeim tilfellum sem andlát, örorka, veikindi eða slys koma upp á, eru ýmsir möguleikar fyrir hendi varðandi dagpeninga eða bætur og allar nánari upplýsingar um slíkt má nálgast inn á heimasíðu VR. Lágmarksgjald til þess að öðlast full félagsréttindi er aldrei lægra en sem svarar til 0,3% af byrjunarlaunum 18 ára afgreiðslufólks og tekur breytingum í samræmi við kjarasamninga á hverjum tíma. Félagsgjald er því breytilegt yfir árið og miðast við 12 mánuði aftur í tímann. Þrátt fyrir að VR sé fyrst og fremst launþegafélag er ýmsum fleirum gefinn kostur á aðild. Þeir sem eru ekki lengur á vinnumarkaði sökum atvinnuleysis eða örorku geta verið áfram félagsmenn, en þá eru gjöld dregin af bótagreiðslum þeirra. Eftirlaunaþegar geta átt takmörkuð réttindi, samkvæmt reglum einstakra sjóða. Einnig geta þeir sem hverfa tímabundið frá störfum vegna náms eða veikinda nýtt sér áunninn rétt við inngöngu að nýju. Þá geta einyrkjar orðið fullgildir félagsmenn með takmörkuðum réttindum, svo lengi sem þeir standa skil á öllum greiðslum og iðgjöldum til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hlutur félagsmanns til greiðslu í lífeyrissjóð nemur 4%, en 8% frá vinnuveitanda. Í séreignarsjóð getur félagsmaður greitt 2-4%, en mótframlag vinnuveitanda er 2%. Allar nánari upplýsingar um VR má nálgast inni á heimasíðunni www.vr.is
Opinber fyrirtĂŚki og stofnanir
180 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
brunamálastofnun www.brunamal.is
B
runamálastofnun 1970-2010. Fjörutíu ára framfaraskeið í brunamálum. Þegar Brunamálastofnun ríkisins var stofnuð var málaflokkurinn brunamál nánast eins og óplægður akur. Því þótt rekja megi sögu skipulegs slökkvistarfs og brunavarna á Íslandi til ársins 1790 urðu sáralitlar framfarir í þessum efnum alla 19. öldina og lengi framan af þeirri 20. Mikilvægir áfangar urðu þó á árunum 1875 til 1929. Sett voru lög um brunalið í Reykjavík 1875, á Ísafirði 1883, Seyðisfirði 1901 og Akureyri 1905. Árið 1907 voru sett lög um brunavarnir og farið að huga að tækjabúnaði til slökkvistarfa. Brunabótafélagið hóf svo starfsemi 1915 og Brunaeftirlit ríkisins 1929. Ítrekaðir stórbrunar og tilfinnanlegt tjón af þeirra völdum neyddu yfirvöld til nokkurra aðgerða. Næstu stóru tímamót urðu þó ekki fyrr en 40 árum síðar þegar Alþingi setti lög um brunamál og með þeim á fót nýja stofnun, Brunamálastofnun ríkisins. Hún tók til starfa 1. janúar 1970 og starfaði í rétt 40 ár eða til ársloka 2010 þegar Mannvirkjastofnun leysti hana af hólmi. Á 7. áratugnum jukust brunatjón hér á landi til muna. Vaxandi iðnaðarstarfsemi og stærri og dýrari byggingar gerðu menn meðvitaðri um nauðsyn öflugri brunavarna. Eldsvoðar í stórum fiskvinnsluhúsum gátu til að mynda valdið eigendum og þjóðfélaginu öllu miklu tjóni. Mikið brunatjón 1965 og 1968 vakti ráðamenn til vitundar um mikilvægi brunavarna. Brunamálastofnun ríkisins var fáliðuð í upphafi en verkefni hennar var ærið. Henni var ætlað að hafa eftirlit með brunavörnum í landinu og vera hið opinbera yfirvald brunamála.
Frumkvöðlastarf Bárður Daníelsson, byggingarverkfræðingur og arkitekt, varð fyrsti brunamálastjórinn. Óhætt er að segja að hann hafi verið frumkvöðull í brunamálum á Íslandi því þegar hann kom til starfa var vart hægt að segja að hér á landi væri nema vísir að þeirri faglegu vinnu á sviði brunamála sem þá hafði verið fyrir hendi á öðrum Norðurlöndum í meira en öld. Geysilega miklar breytingar urðu hins vegar í brunamálum á þessum fjórum áratugum sem stofnunin starfaði. Skömmu áður en Bárður lét af störfum lauk hann við að semja reglugerð um brunavarnir í byggingum sem stóð nær óbreytt til loka síðustu aldar. Þegar stofnunin tók til starfa voru innan við tíu slökkvilið í landinu og sum þeirra töldust vart starfhæf. Tækjakostur var mjög af skornum skammti nema hjá stærstu liðunum í Reykjavík og á Akureyri. Þekking á notkun slökkvibúnaðar var takmörkuð og þjálfun sáralítil. Eldvarnaeftirlit var yfirleitt lítið sem ekkert. Brunamálastofnun stóð fyrir því á árunum 1971-1975 að fluttir voru inn 63 Bedford slökkvibílar frá Bretlandi. Þeir voru staðsettir hjá slökkviliðum um allt land og voru á flestum stöðum fyrsti slökkvibíll sem slökkviliðið eignaðist. Undir forystu Bárðar var þegar hafist handa við að efla kennslu og þjálfun í slökkvistörfum, einkum reykköfun, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og síðan út um landið. Þjálfun og kennsla hafði varla staðið slökkviliðsmönnum til boða fram að þessu. Búnaður til kennslu var fábrotinn en fljótt var byrjað að auka hann og efla. Smám saman varð til farskóli Brunamálastofnunar sem fór um landið ár hvert, heimsótti slökkviliðin, prófaði búnað þeirra og tók þátt í þjálfun slökkviliðsmanna. Upphaflega rúmaðist búnaðurinn í ferðatöskum en um aldamót dugði ekki minna en nokkrir 12 metra gámar sem farið var með um landið. Samfara eflingu Brunamálaskólans og aukningu fjarkennslu var farskólinn lagður af árið 2005.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 181
Brunamálastjórarnir
Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.
Ráðgjöf, rannsóknir og upplýsingar Stofnunin veitti frá upphafi ráðgjöf um brunavarnir bygginga enda voru þess fjölmörg dæmi að brunavarnir væru svo lakar að byggingarnar færu illa ef eldur kæmi upp. Sérfræðingar Brunamálastofnunar hafa veitt ráðgjöf um brunahönnun fjölmargra stórbygginga og stórframkvæmda síðari ára, svo sem verslunarmiðstöðva og vegganga. Snemma var einnig hafist handa við að gera úttekt á brunavörnum bygginga víða um land. Gefnar voru út skýrslur um ástand og nauðsynlegar endurbætur. Smám saman varð til umfangsmikill gagnagrunnur hjá stofnuninni um brunavarnir í þúsundum bygginga víða um land. Seint á 8. áratugnum tók stofnunin upp rannsóknir á stórbrunum og gaf út skýrslur um niðurstöður þeirra. Þar var meðal annars fjallað um brunavarnir viðkomandi byggingar, útbreiðslu eldsins og slökkvistarf. Síðan hefur stofnunin fjallað með þessum hætti um fjöldann allan af eldsvoðum og hafa niðurstöður hennar nýst í þeirri viðleitni að auka brunavarnir í byggingum. Þá hefur Brunamálastofnun tekið saman upplýsingar um manntjón í eldsvoðum frá 1979 og eignatjón síðan 1981 og birtir þessar upplýsingar ár hvert. Samkvæmt ársskýrslu 2010 hefur dregið verulega úr eignatjóni sem hlutfalli af fasteigna- og brunabótamati mannvirkja síðan 1994. Þannig hefur stofnunin tekið saman og geymt upplýsingar af margvíslegum toga sem lýsa vel þróun brunamála á starfstíma hennar.
Breytingar um aldamót Ný lög um brunamál tóku gildi í ársbyrjun 2001. Jafnframt tók Björn Karlsson þá við embætti brunamálastjóra af Bergsteini Gizurarsyni sem gegndi embættinu lengst allra. Opinbert heiti stofnunarinnar breyttist þá í Brunamálastofnun. Nýju lögin kölluðu á ýmsar breytingar í brunamálum. Meðal nýmæla í lögum um brunamál nr. 75/2000 voru ákvæði um skyldur slökkviliða um viðbúnað við ekki aðeins eldsvoðum heldur einnig mengunaróhöppum á landi. Mörg slökkvilið voru illa undir þessar nýju skyldur búin. Brunamálastofnun brást við meðal annars með því að aðstoða við kaup á búnaði og stuðla að samnýtingu slökkviliða á honum. Í árslok 2005 ákváðu Alþingi og umhverfisráðuneytið að beiðni Brunamálastofnunar að verja 100 milljónum króna sérstaklega til þess að efla eldvarnir og viðbrögð við mengunarslysum um allt land. Á ráðstefnu Brunamálastofnunar fyrir slökkviliðsstjóra 2006 var ákveðið hvernig fénu skyldi varið. Meðal annars voru keyptar 19 kerrur með búnaði til að bregðast við mengunar- og eiturefnaslysum ásamt kerrum með reykköfunartækjum og loftbanka. Ennfremur var keyptur þyrlutækur búnaður vegna stærri mengunar- og eiturefnaslysa, æfingagámar og fleira. Lögð var áhersla á að slökkvilið gætu samnýtt búnaðinn. Samkvæmt nýju lögunum bar sveitarfélögum nú að gera svonefndar brunavarnaáætlanir. Brunamálastofnun gaf út leiðbeiningar um gerð slíkra áætlana og aðstoðaði við gerð þeirra. Fyrsta brunavarnaáætlunin var undirrituð og samþykkt á Húsavík 2003 og á næstu árum gerðu sveitarfélögin slíkar áætlanir hvert af öðru.
Aðeins fimm einstaklingar gegndu embætti brunamálastjóra á árunum 1970-2010 en embættið heyrir nú sögunni til. Þeir voru: 1970-1978: Bárður Daníelsson, byggingarverkfræðingur og arkitekt. 1979: Einar Eyfells, vélaverkfræðingur. 1979-1986: Þórir Hilmarsson, byggingarverkfræðingur. 1986-2000: Bergsteinn Gizurarson, byggingarverkfræðingur 2001-2010: Björn Karlsson, byggingarverkfræðingur. Björn tók tímabundið við embætti forstjóra Mannvirkjastofnunar þegar hún leysti Brunamálastofnun af hólmi og var síðan skipaður frá og með 1. apríl 2011.
182 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Átak í menntun og þjálfun Tímamót urðu í menntunarmálum slökkviliðsmanna þegar Brunamálaskólinn tók til starfa haustið 1994 samkvæmt reglugerð um menntun og réttindi slökkviliðsmanna sem sett hafði verið um vorið. Skólinn var deild innan Brunamálastofnunar. Ekki var gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til skólans og hann bjó því við þröngan kost framan af en efldist smám saman. Lög um brunamál nr. 75/2000 kváðu á um auknar kröfur um menntun slökkviliðsmanna. Bregðast þurfti við því með eflingu og aukningu náms í Brunamálaskólanum og gerð nýs námsefnis. Námið í Brunamálaskólanum hefur því þróast mikið og eflst undanfarinn áratug. Gert var mikið átak í gerð kennsluefnis og fjarkennsla jókst. Lengi framan af þróuðu leiðbeinendur við skólann eigið kennsluefni sem var ekki endilega aðgengilegt öðrum. Árið 2003 var hins vegar hafist handa við gerð samræmds námsefnis í samvinnu við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og 2004 kom út bókin Slökkvistarf sem síðan hefur verið notuð við kennslu. Við gerð bókarinnar var að miklu leyti stuðst við efni sem Guðmundur Haraldsson, skólastjóri frá stofnun til 2002, hafði unnið eða látið vinna fyrir skólann. Auk bókarinnar, sem skiptist í 15 kafla, var tekið saman kennsluefni á glærum og samin ýmis verkefni og prófspurningar fyrir alla kaflana. Brunamálastofnun eignaðist þar með eigið náms- og kennsluefni með óskoruðum höfundarrétti og er efnið öllum aðgengilegt, meðal annars á vefnum. Tveimur árum síðar eða 2006 var útbúið námsefni fyrir eldvarnaeftirlitsmenn annars vegar og stjórnendur slökkviliða hins vegar. Gerð samræmds námsefnis jók möguleika á fjarkennslu og nú er allt bóklegt nám fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn kennt á netinu. Brunamálaskólinn starfar áfram undir handarjaðri Mannvirkjastofnunar. Brunamálastofnun var tölvuvædd á 9. og 10. áratug síðustu aldar en á nýliðnum áratug var gengið skrefinu lengra og unnið að gerð gagnagrunna undir forystu Brunamálastofnunar. Smíðaður var miðlægur útkallsgagnagrunnur þar sem slökkvilið geta skráð allar upplýsingar um útköll sín. Sömuleiðis var gerður gagnagrunnur fyrir eldvarnaeftirlit. Gagnagrunnarnir hafa auðveldað mjög alla skráningu og úrvinnslu upplýsinga. Slökkviliðum fjölgaði mjög á síðustu áratugum 20. aldar en á síðasta áratug snerist þessi þróun við. Slökkviliðum fækkaði og samvinna þeirra jókst, meðal annars fyrir tilstuðlan Brunamálastofnunar. Árið 2001 voru skráð 63 slökkvilið í landinu en 2010 hafði þeim fækkað í 43 eða um nær þriðjung.
Upphafið að endalokunum Starfsemi Brunamálastofnunar jókst talsvert og breyttist 2009 þegar eftirlit með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga færðist frá Neytendastofu til Brunamálastofnunar. Við það varð til nýtt og öflugt svið innan stofnunarinnar, rafmagnsöryggissvið. Stofnunin fékk þannig það mikilvæga hlutverk að hafa yfirumsjón með rafmagnsöryggismálum í landinu. Endalok Brunamálastofnunar, eða að minnsta kosti gagnger umbreyting á starfseminni, voru yfirvofandi nær allan síðasta áratug. Þegar árið 2002 setti umhverfisráðherra á laggirnar nefnd til að gera tillögu að lögum um mannvirki og skilaði hún drögum að frumvarpi 2004. Þar var lagt til að sett yrði á fót ný stofnun, Byggingarstofnun, sem hafa ætti yfirumsjón með stjórnsýslu mannvirkjamála, þar á meðal þeim verkefnum sem Brunamálastofnun sinnti. Tillaga um nafn hinnar nýju stofnunar breyttist síðar í Mannvirkjastofnun. Frumvörp um þessa breytingu voru ítrekað lögð fyrir Alþingi en ekki tókst að ljúka málinu fyrr en í desember 2010 þegar þingið samþykkti lög nr. 160/2010 um mannvirki. Dagar Brunamálastofnunar voru þar með taldir. Síðasti starfsdagur Brunamálastofnunar var 31. desember 2010 en 1. janúar 2011 tók Mannvirkjastofnun til starfa samkvæmt nýjum lögum. Með því lauk merku tímabili í brunavörnum á Íslandi og fjögurra áratuga samfelldu framfaraskeiði í málaflokknum sem vafalaust mun þó halda áfram undir merkjum nýrrar og enn öflugri stofnunar.
Opinber fyrirtĂŚki og stofnanir | 183
184 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
byggðastofnun www.byggdastofnun.is
H
lutverk og markmið. Lög um Byggðastofnun tóku gildi 1. janúar 2000 og heyrir stofnunin undir iðnaðarráðherra sem skipar sjö menn í stjórn til eins árs í senn. Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Stofnunin undirbýr, skipuleggur og fjármagnar verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Byggðastofnun fylgist einnig með þróun byggðar í landinu, rannsakar forsendur byggðaþróunar og gerir tillögur um aðgerðir. Skrifstofa Byggðastofnunar er á Sauðárkróki og eru starfsmenn hennar 20 talsins. Á skrifstofunni eru fyrirtækjasvið, lögfræðisvið, rekstrarsvið og þróunarsvið. Fyrirtækjasvið fjallar um umsóknir um lán og styrki og annast úttektir og ráðgjöf til fyrirtækja. Lögfræðisvið hefur umsjón með lögfræðilegri þjónustu, innheimtu og skjalagerð. Rekstrarsvið sér um bókhald, greiðslur, innheimtu lána og rekstrar- og greiðsluáætlanir. Þróunarsvið hefur umsjón með úttektum og öðru þróunarstarfi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is.
Byggðaáætlun Byggðastofnun vinnur að stefnumótandi byggðaáætlun fyrir landið allt í samráði við iðnaðarráðherra. Í áætluninni skal gera grein fyrir ástandi og horfum í þróun byggðar í landinu og lýsa markmiðum og stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum. Meginmarkmið byggðaáætlunarinnar er að bæta skilyrði til búsetu, nýsköpunar og sjálfbærrar þróunar í öllum landshlutum og efla menntun, menningu, samfélög og samkeppnishæfni byggða og bæja landsins með margvíslegum aðgerðum. Núgildandi byggðaáætlun gildir fyrir tímabilið 2010-2013 og er lögð áhersla á níu aðgerðasvið. Ríkisstjórnin sem tók við árið 2009 hefur lagt áherslur á samþættingu áætlana sem varða þróun byggðar, samgangna og stoðkerfis atvinnulífsins. Þetta kemur m.a. fram í stefnuáætlun ríkisstjórnarinnar, Ísland 2020. Byggðaáætlun fyrir árin 2010-2013 hefur þannig verið löguð að Ísland 2020.
Þróunarstarf Hlutverk þróunarsviðs er að annast samstarf við atvinnuþróunarfélög og stofnanir, gagnasöfnun og úrvinnslu upplýsinga, hafa umsjón með og vinna úttektir, rannsóknir og annað þróunarstarf á sviði byggðamála og atvinnulífs. Þá er þróunarsvið tengiliður gagnvart margskonar erlendu samstarfi svo sem Norðurslóðaáætluninni (NPP), Norræna Atlantssamstarfinu (NORA) og ESPON sem er samevrópsk rannsóknastofnun á sviði byggðamála. Viðamestu verkefni þróunarsviðsins eru gerð byggðaáætlunar til fjögurra ára og samstarf við atvinnuþróunarfélögin, en verkefnin eru fjölbreytt enda spanna byggðamál afar vítt svið. Samstarf við atvinnuþróunarfélögin er mikið, fer enn vaxandi og er stofnuninni mikilvægt til að vera í sem nánustum tengslum við það sem er að gerast á starfssvæði stofnunarinnar. Sem dæmi um önnur verkefni sem þróunarsvið vinnur má nefna upplýsingar um hagvöxt landshluta sem unnar eru í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, skýrslu um byggðarlög með fólksfækkun, könnun á forsendum samþættrar áætlanagerðar, gerð tillagna um stuðning við atvinnurekstur kvenna og greining á vinnusóknarsvæðum.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 185
Útlán og fjármögnun verkefna Fyrirtækjasvið hefur umsjón með lánveitingum og fjárhagslegum stuðningi sem stofnunin veitir í því skyni meðal annars að bæta aðstöðu til búsetu í einstökum byggðarlögum og koma í veg fyrir að óæskileg byggðaröskun eigi sér stað. Takmarkað aðgengi atvinnulífs á landsbyggðinni að fjármagni, og þá ekki síst lánsfjármagni, er alþekkt alþjóðlegt vandamál á svæðum sem eiga undir högg að sækja. Byggðastofnun veitir langtímalán til fjárfestinga, hagræðingar og fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja á landsbyggðinni. Útlánastarfsemi á vegum Byggðastofnunar hefur þann megintilgang að leitast er við að tryggja atvinnulífi á veikari svæðum landsins lágmarksaðgengi að lánsfé á hagstæðum kjörum. Þannig er reynt að mæta markaðsbresti sem er staðfestur á þessu sviði á stórum svæðum á landinu auk þess að styðja við stefnu stjórnvalda um búsetu í landinu öllu. Í árslok 2010 námu útlán Byggðastofnunar alls rúmlega 14 milljörðum króna og voru lántakar um þúsund einstaklingar og fyrirtæki í atvinnurekstri á landsbyggðinni. Lánstími getur verið frá 6-20 ár en algengast er 10-15 ár. Veð eru tekin í þeirri fasteign eða skipi sem lánað er til. Nánari upplýsingar um lánskjör má sjá á heimasíðu stofnunarinnar www.byggdastofnun.is.
186 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
flugmálastjórn íslands www.caa.is
Flugmálastjóri: Pétur K. Maack Framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs: Halla Sigrún Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri flugöryggissviðs: Einar Örn Héðinsson Framkvæmdastjóri flugleiðsögu- og flugvallasviðs: Reynir Sigurðsson
N
ær allir fólksflutningar á milli Íslands og umheimsins fara fram í lofti. Af þeim sökum er flugstarfsemi hérlendis mjög umsvifamikil og skilar yfir 100 milljörðum króna til vergrar landsframleiðslu á ársgrundvelli. Þetta gerir að verkum að hið opinbera hlutverk á sviði flugmála er sérlega mikilvægt. Flugmálastjórn Íslands er stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun sem bæði styður og hefur vakandi auga með öllum þeim sem á einhvern hátt koma að flugi á Íslandi. Allir þeir sem stunda loftferðir af einhverju tagi eru skyldugir til að hafa til þess formlegt leyfi. Að því leyti er stofnunin opinber leyfisveitandi og fylgist auk þess vel með því að öllum gefnum skilyrðum sé ávallt fullnægt. Sem bakhjarl flugs hér á landi kemur Flugmálastjórn Íslands m.a. að gerð loftferðasamninga og stýrir samskiptum t.d. við Alþjóðaflugmálastofnunina (ICAO) og Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) auk ýmissa nefnda innan Evrópusambandsins (ESB) ásamt því að taka þátt í að verja íslenska hagsmuni í flugi á þeim vettvangi. Nánast allar reglur og kröfur varðandi flug og leyfisveitingar eru settar fram hjá ESB og ICAO. Eitt af meginhlutverkum Flugmálastjórnar er að reyna að tryggja eftir föngum að slíkar reglugerðir stangist ekki á við íslenska hagsmuni, t.d. varðandi flugleiðsöguþjónustu á Norður-Atlantshafi. Aðsetur Flugmálastjórnar Íslands er við Skógarhlíð 12 í Reykjavík og starfa þar í dag rúmlega 40 manns.
Meginhlutverk Flugmálastjórnar
Aðsetur Flugmálastjórnar Íslands í Skógarhlíð 12 í Reykjavík.
Upphaf starfseminnar Alþjóðlegar og samræmdar reglur um loftferðir og flugumferðarstjórn tóku á sig mynd undir lok Síðari heimsstyrjaldarinnar. Árið 1944 undirrituðu 54 þjóðir svonefndan Chicago-Sáttmála, sem fljótlega breyttist í stofnskrá Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO). Sáttmálinn var lagður til grundvallar þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að setja á legg sérstaka flugmálastjórn hér á landi, en opinber stofndagur hennar rann upp þann 1.júlí árið 1945. Eins og að líkum lætur að þá er saga og þróun Flugmálastjórnar Íslands mjög forvitnileg og viðburðarík, en allar nánari upplýsingar um hana og fleira má finna inni á heimasíðu stofnunarinnar, en slóðin er: www.caa.is
Leyfisveitingar og eftirlit eru umfangsmestu þættirnir í starfsemi Flugmálastjórnar Íslands. Í þeim efnum snúast mikilvægustu atriðin um flugöryggi, flugvernd og gagnsæja þjónustu. Helstu verkefni á þessum sviðum eru: 1. Skírteini og þjálfunarmál einstaklinga. Verðandi flugmenn þreyta bæði bókleg og verkleg próf. Þeir sem standast þau fá afhent skírteini því til staðfestingar, útgefin af Flugmálastjórn. Skírteini eru einnig gefin út til flugumferðarstjóra og flugvéltækna og vel fylgst með slíku námi. Stofnunin hefur jafnframt vakandi auga með öllu námi og heilsufari hjá verðandi skírteinishöfum. Sérstaklega er fylgst með prófum í flughermum erlendis og framkvæmdar úttektir á skólum hérlendis. Ísland er aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu og því öðlast prófin og skírteinin alþjóðlegt gildi, þar með talið á Evrópska efnahagssvæðinu. 2. Lofthæfi- og skrásetningarmál loftfara. Stofnunin heldur utan um íslenska loftfaraskrá en hún inniheldur upplýsingar um eignarhald og umráð yfir skráðum loftförum á Íslandi. Útgáfa tegundarskírteina loftfara er á hendi EASA en Flugmálastjórn sér um úttektarvinnu við skráningu til að tryggja að loftförin uppfylli öll skilyrði til útgáfu á lofthæfiskírteinum. Eigendur og umráðendur bera ábyrgð á því að viðhaldi sé stýrt og að framkvæmd þess sé í samræmi við evrópskar reglur. Stofnunin viðheldur reglulegu eftirliti með þessu, m.a. með úttektum hjá flugrekendum og viðhaldsstöðvum hérlendis og erlendis. 3. Flugrekstur. Stofnunin gefur út flugrekendaskírteini og veitir handhöfum þess flugrekstrarleyfi að undangengnum ítarlegum úttektum. Íslenskir flugrekendur starfrækja yfir 80 loftför og þar af um 60 þotur og skrúfuþotur. Eftirlit með þessum rekstri felst í úttektum á höfuðstöðvum hérlendis, starfsstöðvum erlendis auk þess sem farið er í flug með flugrekendum og fylgst með starfrækslu þeirra.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 187
Flugleiðir íslenskra flugrekenda um heim allan árið 2005.
4. Flugvellir og flugleiðsaga. Í upphafi árs 2007 var rekstur flugvalla- og flugleiðsöguþjónustu færður yfir í opinbera hlutafélagið Flugstoðir/Isavia. Þegar Keflavíkurflugvöllur kom inn í félagið árið 2010 hefur stofnunin alfarið verið rekin undir nafni ISAVIA. Með þessu hefur verkaskiptingin orðið skýrari og skilvirkari. Í dag eru flugvellir og flugleiðsögufyrirtæki vottuð af Flugmálastjórn og vel fylgst með að starfsemi þeirra uppfylli alþjóðlegar kröfur, sem í dag gilda einkum hjá ICAO fyrir flugvelli og hjá ESB varðandi flugleiðsögu. Sérstaklega er fylgst með starfsemi ISAVIA svo og Veðurstofu Íslands á þessu sviði. Starfsemi þeirra er tekin út og skoðuð sérstaklega með reglulegu millibili. Einnig ákvarðar stofnunin um skipulag loftrýmis yfir Íslandi og gætir þess að samningar sem varða flugleiðsöguþjónustu á NorðurAtlantshafi séu ávallt virtir. 5. Flugvernd. Flugmálastjórn tekur út verklag og framkvæmd aðila sem stýra bæði vöru- og farþegaflutningum í lofti. Sérstaklega er hugað að öllum mögulegum atriðum sem gætu grandað eða skaðað viðkomandi loftfar. Á sama hátt skoðar stofnunin reglulega framkvæmd skimunar farþega á millilandaflugvöllum landsins. 6. Farþega- og neytendavernd. Flugmálastjórn fylgist með að flugrekendur, ferðaskipuleggjendur og rekstraraðilar flugvalla fari að kröfum um neytendavernd og upplýsingagjöf til farþega. Þeir sem telja sig ekki hafa fengið rétta úrlausn sinna mála eftir tafir eða niðurfellingu á flugi, geta leitað til stofnunarinnar sem hefur ákvörðunarvald til að ákveða farþegum bætur í slíkum tilfellum. Hið sama á við um gjöld á flugvöllum gagnvart flugrekendum. 7. Hlaðskoðanir (SAFA). Samkvæmt reglugerð ESB og í samræmi við kröfur EASA þá annast stofnunin skoðanir á loftförum erlenda ríkja sem hér eiga viðkomu. Ef ágallar þykja alvarlegir hefur Flugmálastjórn vald til að stöðva slíkar ferðir, þar til viðeigandi úrbætur hafa verið gerðar.
Flugöryggi í öndvegi Flugöryggi er þungamiðjan í starfsemi Flugmálastjórnar Íslands. Á hverju ári uppfærir stofnunin flugöryggisáætlun landsins en hún inniheldur áherslur í úttektum og aðgerðum og skal áætlunin vera í samræmi við kröfur ICAO og EASA. Þá er starfræktur flugatvika gagnagrunnur, beintengdur samevrópskum gagnagrunni sem er mikilvægt tæki til að greina þróun flugöryggismála.
Fjölbreyttur mannafli Flugmálastjórn ræður yfir sérfræðingum á nánast öllum sviðum flugs. Innan raða stofnunarinnar starfa flugmenn, flugumferðarstjórar, flugvéltæknar, læknir, verkfræðingar, lögfræðingar og aðrir sérhæfðir í málefnum loftferða. Vegna mikilla umsvifa íslenskra flugrekenda erlendis sinna starfsmenn reglulegum eftirlitsstörfum nánast úti um allan heim. Stofnunin er tekin út af alþjóðlegum eftirlitsaðilum á hverju ári og hefur staðist þær prófraunir með ágætum. Samkvæmt árlegum opinberum könnunum nýtur Flugmálastjórn Íslands mikils trausts hjá almenningi hér á landi og er þar með einkunnina 5,1 af 6 mögulegum.
188 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
isavia ohf. www.isavia.is
O
Stjórn Isavia.
pinbera hlutafélagið Isavia var stofnað 1. janúar 2010 og tók við rekstri Keflavíkurflugvallar ohf. og Flugstoða ohf. 1. maí 2010. Félagið rekur alla flugvelli, flugleiðsöguþjónustu og flugfjarskipti landsins og annast uppbyggingu þeirra með tilheyrandi flugstöðvum og mannvirkjum ásamt því að byggja upp og annast rekstur starfsemi sem er í beinum tengslum við flugrekstur. Þá annast félagið hagnýtingu Keflavíkurflugvallar í þágu öryggis- og varnarmála. Fjármálaráðherra fer með hlut ríkisins í félaginu en innanríkisráðherra ber ábyrgð á faglegri stefnumótun í samvinnu við stjórn félagsins. Flugmálastjórn Íslands fer með stjórnsýslu og eftirlit með loftferðastarfsemi félagsins. Fimm manna aðalstjórn og fimm manna varastjórn félagsins eru kosnar til eins árs í senn. Forstjóri Isavia ohf. er Björn Óli Hauksson rekstrarverkfræðingur. Starfsemi Isavia skiptist í fimm svið: fjármálasvið, flugleiðsögu, flugvelli og mannvirki, Keflavíkurflugvöll, og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Dótturfélög Isavia eru Tern Systems ehf., sem annast hugbúnaðargerð fyrir flugleiðsögukerfi og Fríhöfnin ehf., sem annast rekstur fríhafnarverslana. Starfsmenn félaganna eru alls um 700 og árleg velta er 13-15 milljarðar króna.
Saga félagsins Flugmálastjórn Íslands var stofnuð árið 1945 og tók við rekstri Reykjavíkurflugvallar og flugstjórnarmiðstöðvar af breska flughernum árið eftir. Við tímabundið brotthvarf bandaríska herliðsins frá Keflavíkurflugvelli árið 1947 tók Flugmálastjórn einnig við ýmsum þáttum í rekstri Keflavíkurflugvallar sem að öðru leyti var falinn bandarísku fyrirtæki. Við stofnun bandaríska Varnarliðsins á Íslandi árið 1951 tók Bandaríkjaher við rekstri flugvallarins í samvinnu við Flugmálastjórn Íslands og hélst það skipulag til ársins 1953 er öll umsvif íslenska ríkisins á Keflavíkurflugvelli og umsjón með samskiptum við bandaríska varnarliðið færðust til utanríkisráðuneytisins. Skipan flugmála á Íslandi breyttist árið 2006 með lögboðnum aðskilnaði flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstri frá stjórnsýslu- og eftirlitsstarfsemi Flugmálastjórnar og brottför Varnarliðsins. Nýtt opinbert hlutafélag, Flugstoðir ohf., tók við rekstri íslenskra flugvalla og flugleiðsöguþjónustu utan Keflavíkurflugvallar í ársbyrjun 2007 og rekstur Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var sameinaður í ársbyrjun 2009 í öðru opinberu hlutafélagi, Keflavíkurflugvelli ohf. Starfshópur á vegum samgönguráðuneytisins sem kannaði kosti þess að sameina félögin lagði til að þau yrðu sameinuð og voru lög þess efnis samþykkt á Alþingi í desember 2009. Gekkst samgönguráðherra fyrir stofnun nýs opinbers hlutafélags sem tók við öllum rekstri, eignum og skuldbindingum áðurnefndra félaga 1. maí 2010. Stjórn Isavia skipa: Þórólfur Árnason formaður Ragnar Óskarsson varaformaður Arnbjörg Sveinsdóttir Ásta Rut Jónasdóttir Jón Norðfjörð
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 189
Keflavíkurflugvöllur. Framkvæmdaráð skipað forstjóra, framkvæmdastjórum og meðstjórnendum annast daglegan rekstur félagsins. Framkvæmdastjórar Isavia eru: Elín Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs og staðgengill forstjóra Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri flugvalla- og mannvirkjasviðs Eiríkur Ómar, Sveinsson framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
Skrifstofa yfirstjórnar Skrifstofa yfirstjórnar er forstjóra og stjórn til aðstoðar í störfum sínum. Skrifstofan hefur með höndum stjórnsýslumál og samskipti við opinbera aðila, umsjón með stefnumörkun, nefndum og ráðum og öryggis- og varnarskuldbindingum félagsins, samskipti við fjölmiðla ásamt sérverkefnum sem snerta félagið í heild.
Fjármálasvið Fjármálasvið annast fjárhagslega umsýslu félagsins, skrifstofuhald, starfsmannahald, bókhald, tölulegar upplýsingar um starfsemina, hefur umsjón með öllum innkaupum og fjárfestingum og annast viðskiptaþróun og kerfisþjónustu og veitir öðrum sviðum félagsins viðhlítandi þjónustu.
Flugleiðsaga Flugleiðsögusvið veitir öllum loftförum innan íslenska flugstjórnarsvæðisins örugga og hagnýta flugumferðar- og flugupplýsingaþjónustu auk leitar- og björgunarþjónustu. Sviðið hefur með höndum fjarskipti, tækniþjónustu og þróun búnaðar og verklags í flugleiðsögu ásamt útgáfu AIP-flugmálahandbókarinnar. Sérstök eftirlitsdeild annast flugprófanir og annað eftirlit.
Flugvellir og mannvirki Flugvalla- og mannvirkjasvið hefur með höndum rekstur og uppbyggingu mannvirkja og búnaðar á öllum flugvöllum landsins sem þjóna innanlandsflugi ásamt björgunar- og slökkviþjónustu. Mannvirkjaþjónusta veitir öðrum rekstrarsviðum sérhæfða stoðþjónustu vegna viðhalds og nýbygginga.
Keflavíkurflugvöllur Annast rekstur og uppbyggingu flugvallarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli ásamt björgunar- og slökkviþjónustu.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar Hefur með höndum rekstur og viðhald flugstöðvarinnar, viðhald annarra flugvallarbygginga, þjónustu við viðskiptavini flugstöðvarinnar, framkvæmd flugverndar og markaðssetningu flugvallarins.
190 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
fornleifavernd ríkisins www.fornleifavernd.is
F
ornleifavernd ríkisins er stjórnsýslustofnun sem fer með málefni fornleifa landsins. Stofnunin heyrir undir mennta- og menningarmálaráðherra og starfar samkvæmt umboði í þjóðminjalögum nr. 107/2001 og ákvæðum í lögum um húsafriðun nr. 104/2001. Á Alþingi er nú til umfjöllunar frumvarp þar sem stefnt er að sameiningu Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar ríkisins frá 1. janúar 2013. Fornleifavernd ríkisins hóf starfsemi 15. október 2001. Höfðustöðvarnar eru að Suðurgötu 39 í Reykjavík, en auk þess eru minjaverðir stofnunarinnar með skrifstofur á landsbyggðinni. Minjavörður Vesturlands í Stykkishólmi, minjavörður Vestfjarða í Bolungarvík, minjavörður Norðurlands vestra á Sauðárkróki, minjavörður Norðurlands eystra á Akureyri, minjavörður Austurlands á Egilsstöðum og minjavörður Suðurlands á Skógum undir Eyjafjöllum.
Inga skoðar snið á milli steinhleðsla.
Markmið þjóðminjalaga og hlutverk Fornleifaverndar ríkisins er að tryggja eftir föngum varðveislu menningarsögulegra minja (fornleifa) í eigin umhverfi, auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar að þeim og greiða fyrir rannsóknum á fornleifum. Í 9. gr. laga nr. 107/2001 er gerð grein fyrir því sem telst til fornleifa, en á listanum eru m.a. búsetulandslag, bæjarleifar, kirkjugarðar, gömul tún, brýr, vörður og þjóðleiðir. Fornleifavernd ríkisins hefur eftirlit með öllum fornleifum á Íslandi. Verkefni stofnunarinnar eru mjög fjölbreytt. Meðal þeirra er stefnumörkun í fornleifavernd og fornleifarannsóknum, leyfisveitingar vegna fornleifarannsókna, friðlýsing fornleifa og kirkjugripa, umsjón með fornleifaskráningu og skráningu kirkjugripa, umsagnir vegna skipulagsvinnu og umhverfismats, umsagnir vegna friðunar og breytinga á húsum og ráðgjöf um varðveislu og kynningu menningarsögulegra minja. Starfsfólk stofnunarinnar stundar hvorki fornleifauppgröft né fornleifaskráningu heldur eru þau störf að mestu unnin af fyrirtækjum fornleifafræðinga eða söfnum.
Unnið að fornleifarannsóknum á sjávarminjum á Vestfjörðum.
Stefna Fornleifaverndar ríkisins er að auka skilning og áhuga fólks á menningarminjum. Að opna augu fólks fyrir þeirri auðlegð sem felst í fornleifum. Að vera í forystu hvað varðar upplýsingamiðlun um fornleifar, minningarmörk og kirkjugripi og að vekja þjóðina til ábyrgðar um varðveislu menningarminja. Ársverk stofnunarinnar voru 11,5 í september 2011. Tíu starfsmannanna eru menntaðir fornleifafræðingar, flestir með framhaldsmenntun og einn sagnfræðingur. Lögð er áhersla á að efla mannauð stofnunarinnar og hafa flestir starfsmannanna menntað sig frekar í greinum sem koma að gagni fyrir stofnunina, einkum í stjórnsýslufræðum. Forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins er Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir stjórnsýslufræðingur (MPA) og fornleifafræðingur (PhD). Hún hefur unnið við stjórnun, fornleifarannsóknir, forvörslu forngripa og háskólakennslu undanfarna áratugi og situr auk þess í ýmsum starfstengdum nefndum.
Starfsmenn skoða minjar á bjargbrún sem var að brotna í sjó fram.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 191
J
jafnréttisstofa www.jafnretti.is
afnréttisstofa annast stjórnsýslu á sviði kynjajafnréttis á Íslandi og heyrir reksturinn undir starfssvið velferðarráðherra. Starfsemin byggist á lögum nr. 10 frá árinu 2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla en hlutverkið er nánar skilgreint í 4. grein laganna. Helstu verkefni eru að fylgja lögunum eftir, safna og miðla upplýsingum um málaflokkinn ásamt því að sinna fræðslu og ráðgjöf. Að auki snýst starfsemin um þróunarstarf, rannsóknir, forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi og alþjóðasamstarf. Jafnréttisstofa hefur verið starfrækt í núverandi mynd síðan árið 2000. Höfuðstöðvar hennar eru í Borgum við Norðurslóð á Akureyri en þar vinna nú (2012) sex starfsmenn.
Starfsemin Jafnréttishugtakið kemur inn á öll svið mannlegrar tilveru og því er starfsemi Jafnréttisstofu, að sama skapi, mjög fjölþætt. Þar er fræðsluhlutverkið veigamikið. Til að sinna því stendur stofan fyrir margskonar námskeiðum sem standa öllum til boða. Starf Jafnréttisstofu snýst einnig um góð tengsl og ráðgefandi samskipti við Alþingi, ráðuneytin, aðrar ríkisstofnanir, fyrirtæki og skóla. Dæmi um samvinnu við stjórnkerfið eru tengd framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum og aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Einnig fær Jafnréttisstofa jafnan mikinn fjölda lagafrumvarpa frá Alþingi til umsagnar auk fyrirspurna frá almenningi. Mikill tími fer í að kalla eftir jafnréttisáætlunum stofnana og fyrirtækja með fleiri en 25 starfsmenn, yfirfara þær og gera athugasemdir. Einstaklingar geta leitað til stofunnar eftir lögfræðilegri ráðgjöf og leiðbeiningum varðandi möguleg brot á jafnréttislögum en kærumálum er vísað til Kærunefndar jafnréttismála. Þá hefur Jafnréttisstofa fengið styrki frá Evrópusambandinu, einkum til að vinna að samþættingu kynjasjónarmiða inn í alla stefnumótun og ákvarðanatöku, þar með talin gerð fjárlaga.
Árangur jafnréttisbaráttunnar Íslenskar konur 40 ára og eldri öðluðust kosningarétt til Alþingis 19. júní 1915. Þá hafði barátta kvenna fyrir mannréttindum staðið í áratugi. Eftir nokkra lægð um miðja öldina fór jafnréttisbaráttan aftur á flug með stofnun Rauðsokkuhreyfingarinnar árið 1970. Með aukinni umræðu urðu áfangasigrarnir fleiri; Kvennafrídagur 1975, kvenforseti 1980, kvennaframboð 1982 og kvennalistar 1983, fæðingarorlof feðra 2000 og nú síðast kvenforsætisráðherra 2009 og jöfn skipting kynjanna í ríkisstjórn svo dæmi séu tekin. Árið 1980 sátu aðeins þrjár konur á Alþingi, en eftir kosningarnar 2009 voru þær 27 talsins eða 43% þingmanna. Þá má nefna að við höfum verið í efsta sæti á jafnréttislista World Economic Forum undanfarin þrjú ár. Þessi árangur hefur reynst jákvæður fyrir starf Jafnréttisstofu sem er öflugur þátttakandi í fjölbreyttu erlendu samstarfi. Þrátt fyrir ávinninga er mikið verk óunnið í jafnréttisbaráttunni. Vinnumarkaðurinn býr að vel menntuðum konum sem þó búa margar við launamun kynjanna ásamt ójafnri þátttöku í stjórnunarstörfum. Á meðan konur hafa stöðugt rutt nýjar brautir mæta karlar sem reyna það miklum hömlum vegna íhaldssamra staðalmynda og kynhlutverka. Mikilvægasta verkefni Jafnréttisstofu er því að halda ótrauð áfram að vinna að hugafarsbreytingu gagnvart ríkjandi og heftandi gildum í samfélaginu þar með talið að kveða niður kynbundið ofbeldi. Hver manneskja á að geta valið sér sinn lífsfarveg án þess að kynferði sé hindrun við að láta hæfileika, menntun og langanir njóta sín, henni og samfélaginu til heilla. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni: www.jafnretti.is
Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra.
192 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
framkvæmdasýsla ríkisins www.fsr.is
Á
rið 1970 var sett á stofn framkvæmdadeild innan Innkaupastofnunar ríksins og telst þetta vera stofnár Framkvæmdasýslunnar. Deildin fékk smám saman aukið sjálfstæði og árið 1993 fær hún nafnið Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) og er ekki lengur hluti af Innkaupastofnuninni, sem þá skiptist í Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins. Stofnunin á sér því fjörutíu ára sögu.
Eigendur og stjórnendur Framkvæmdasýsla ríkisins er stofnun sem heyrir undir fjármálaráðuneytið. Engin stjórn er yfir stofnuninni og er forstjóri hennar því ábyrgur gagnvart fjármálaráðherra. Framkvæmdasýslan fer með stjórn ákveðins hluta verklegra framkvæmda af hálfu ríkisins og veitir ráðuneytum og ríkisstofnunum ráðgjöf um byggingatæknileg málefni og undirbúning framkvæmda. Viðskiptavinir Framkvæmdasýslunnar eru því ráðuneyti og stofnanir ríkisins.
Aðsetur Höfuðstöðvar FSR eru í Reykjavík en starfsstöðvar á landsbyggðinni fara eftir verkefnum hverju sinni.
Skipulag, gerð og sérstaða + Nútíminn og framtíðin
Háskólatorg.
Tilgangurinn með rekstri Framkvæmdasýslu ríkisins er að byggja upp á einum stað innan ríkisgeirans sérþekkingu á verklegum framkvæmdum, því mikilvægt er að ríkið sem verkkaupi búi yfir slíkri þekkingu. Þá er einnig gert ráð fyrir að Framkvæmdasýslan sé í fararbroddi hvað varðar samræmingu gagna og þróun á sviði verklegra framkvæmda, ásamt því að sýna frumkvæði í notkun upplýsingatækni á sínu sviði. Hlutverk Framkvæmdasýslu ríkisins er að vera leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins.
Fangelsið að Litla-Hrauni.
Háskólinn á Akureyri.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 193
Myndatexti.
Hjúkrunarheimilið Hlíð á Akureyri.
FSR hefur verið í fararbroddi við innleiðingu gæðastjórnunar í byggingaiðnaði á Íslandi ásamt því að hvetja til innleiðingar á nýjum aðferðum við undirbúning og hönnun.
Vinnulag og framleiðsluferli Framkvæmdasýslan hefur á undanförnum árum unnið samkvæmt alþjóðlegum gæðastjórnunarstaðli ISO 9001. Þá er í gildi árangursstjórnunarsamningur milli FSR og fjármálaráðuneytisins. Í Rekstrarhandbók FSR fléttast saman árangursstjórnunarkerfi og gæðastjórnunarkerfi hennar. Í handbókinni er að finna þau stefnuskjöl, skipulagsskjöl, verklagsreglur, leiðbeiningar og stöðluðu form sem starfsmönnum stofnunarinnar ber að vinna eftir við sín daglegu störf.
Mannauður og starfsmannafjöldi Í gegnum tíðina hefur starfsmannafjöldi stofnunarinnar verið 15-25 manns.
Starfsmannafélag og félagslíf Starfsmannafélagið Auðvitað tók til starfa í ársbyrjun 2000. Markmið félagsins er að stuðla að kynningu félagsmanna og fjölskyldna þeirra, efla samhug og samvinnu þeirra á félagslegum grunni, t.d. með skemmtunum, ferðalögum, fræðslu, tómstundaiðju og öðrum félagslegum athöfnum.
Endurmenntun og starfsmannastefna Starfsmannastefnan miðar að því að ráða til FSR hæft starfsfólk og viðhalda hæfni þess. FSR hefur sett sér að vinna eftir Jafnréttisstefnu ríkisstjórnarinnar og er vinnutími starfsmanna sveigjanlegur ef menn kjósa. FSR leggur áherslu á endurmenntun starfsmanna sinna með það að markmiði. Almennir starfsmannafundir FSR eru haldnir reglulega og þar eru tekin fyrir ýmis málefni sem varða alla starfsmenn.
Velta og hagnaður Starfsemi Framkvæmdasýslunnar er samkvæmt lögum að langmestu leyti fjármögnuð með sértekjum af vinnu við verkefni fyrir ráðuneyti og stofnanir þeirra.
Sambýli Geislatúni 1, Akureyri.
194 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
hagstofa íslands
H
www.hagstofa.is
Húsnæði Hagstofu Íslands. Ljósmynd: Þorvaldur Örn Kristmundsson ljósmyndari.
agstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar og hefur forystu um tilhögun, samræmingu og framkvæmd hennar svo og samskipti við alþjóðastofnanir um hagskýrslu- og tölfræðimál. Hagstofan tók til starfa árið 1914 samkvæmt lögum nr. 24/1913. Ný lög nr. 163/2007, um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, tóku gildi í ársbyrjun 2008. Við það varð Hagstofan sjálfstæð stofnun og var ekki lengur eitt af ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið sem tók gildi árið 1994 varð Hagstofan þátttakandi í Evrópskri hagskýrslugerð ásamt öðrum EFTA-ríkjum. Gilda því flestar reglur og lög Evrópusambandsins um hagskýrslugerð hér á landi og eru innleiddar í EESsamninginn. Stafsemi Hagstofunnar hefur markvisst verið færð frá stjórnsýsluverkefnum yfir í hrein hagskýrsluverkefni. Er það í samræmi við alþjóðlegar verklagsreglur um að hagskýrslugerð skuli vera óháð og hlutlaus. Þannig var Fyrirtækjaskrá færð frá Hagstofunni árið 2003, þjóðskrá árið 2006 og skráning dánarvottorða var flutt fá Hagstofunni vorið 2011. Hagstofan sinnir nú eingöngu hagskýrsluverkefnum og rannsóknum á hagtölum. Hagskýrslugerð á sér tiltölulega langa sögu miðað við önnur verkefni hins opinbera. Stafar það af því að vart er hægt að reka sjálfstætt ríki án aðgangs að traustum hagtölum. Þannig birti Hið Íslenska bókmenntafélag fyrstu skýrslur um landshagi Íslands árið 1858 og var það gert fyrir atbeina Jóns Sigurðssonar forseta. Gaf bókmenntafélagið skýrslurnar út í 21 ár er landshöfðingjaskrifstofa tók að sér hagskýrslugerðina og birti slitrótt skýrslur innan um annað efni í B-deild Stjórnartíðinda. Fyrstu reglulegu landshagskýrslurnar komu í C-deild Stjórnartíðinda fyrir Ísland árið 1882 og sýna búnaðarskýrslur, verslunarskýrslur og úrslit alþingiskosninga. Fjármálaskrifstofa stjórnarráðsins tók að sér skýrslugerðina eftir að skrifstofan var stofnuð árið 1904. Með lögum um Hagstofu Íslands frá 1913 var hagskýrslugerð færð að þörfum stjórnsýslu þess tíma og má segja að með því hafi orðið tímamót í hagskýrslugerð á Íslandi. Hagskýrslugerðin hefur þróast og breyst í áranna rás í takt við þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslensku þjóðfélagi og efnahagslífi. Sífellt eru auknar kröfur um meiri upplýsingar og meiri kröfur eru gerðar um gæði. Stöðlun upplýsinga er mikilvæg til að að þær séu sambærilegar á milli ríkja og tímabila. Alþjóðlegt samstarf hefur því verið mikilvægur þáttur í hagskýrslugerð. Hagstofa Íslands hefur tekið þátt í samstarfi Norrænu hagstofanna frá árinu 1923 og miðlar hagtölum reglulega til Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hagstofan hefur tekið virkan þátt í hagskýrslusamstarfi Evrópusambandsins frá gildistöku EESsamningsins árið 1994 og er það nú þungamiðjan í starfinu. Auk laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð gilda verklagsreglur í evrópskri hagskýrslugerð og grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna um hagskýrslugerð. Í reglunum er kveðið á um faglegt sjálfstæði og hlutlæg vinnubrögð hagstofa. Hagstofan vinnur eftir rúmlega 250 reglugerðum og lögum Evrópusambandsins um hagskýrslur og hefur það mest áhrif á hagskýrslugerðina auk þarfa íslenskra stjórnvalda. Sendinefndir á vegum evrópsku hagstofunnar, Eurostat, heimsækja Hagstofuna reglulega og fara yfir gæði og fylgja eftir stöðlum við gerð hagskýrslna. Til að rækja skyldur sínar við innlenda notendur gerir Hagstofan reglulega notendakannanir og heldur fundi í notendahópum þar sem þeir geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Alþjóðavæðing og samtvinnun efnahagskerfa ríkja heimsins kallar á sambærilegar og staðlaðar upplýsingar um þróun félags- og efnahagsmála. Hagskýrslur eru því ekki aðeins
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 195 Ljósmynd: Snorri Gunnarsson
Myndatexti.
Yfirstjórn Hagstofu Íslands. Frá vinstri: Ólafur Hjálmarsson, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Magnús S. Magnússon, Hólmfríður Gísladóttir, Rósmundur Guðnason og Ólafur Arnar Þórðarson. Ljósmynd: Snorri Gunnarsson ljósmyndari.
nauðsynlegar til stefnumörkunar innanlands heldur eru þær einnig mikilvægur hluti alþjóðasamstarfs og viðskipta á milli ríkja. Hagstofan safnar og birtir hagskýrslur um flest svið þjóðlífsins. Miklar tæknibreytingar hafa orðið við öflun og miðlun hagskýrslna. Notast er eins og kostur er við stjórnsýsluskrár og rafrænar lausnir við öflun upplýsinga beint frá fyrirtækjum og opinberum aðilum. Nauðsynlegt er þó að afla ganga frá fyrirtækjum og heimilum með reglulegum könnunum. Strangar trúnaðarreglur gilda um gögn sem aflað er frá einstaklingum og fyrirtækjum og er úrvinnslu þeirra þannig háttað að ekki er hægt að rekja upplýsingar til einstaklinga eða fyrirtækja. Miðlun hagskýrslna er mikilvægur þáttur í starfseminni og fer miðlunin að mestu um vefinn. Í samræmi við verklagsreglur er gefin út birtingaáætlun fyrirfram og öllum er tryggur jafn aðgangur að upplýsingum. Allir notendur fá aðgang að hagskýrslum á sama tíma, það er almenningur, fjölmiðlar og stjórnvöld. Árið 2010 gaf Hagstofa út 262 fréttir á íslensku og 253 á ensku. Á vef Hagstofunnar eru um 1.400 töflur á íslenska hluta vefsins og svipaður fjöldi á þeim enska. Fyrirspurnir í veftöflur hafa aukist gríðarlega undafarin ár og er nú svo komið að fleiri heimsóknir eru í enska hluta vefsins en þann íslenska. Til upplýsingaþjónustu Hagstofunnar berast yfir 400 fyrirspurnir í hverjum mánuði auk þess sem fjöldi fyrirspurna berst beint til sérfræðinga á tilteknu efnissviði. Hjá Hagstofu Íslands eru rúmlega 80 starfsmenn, sem flestir eru sérfræðingar á sínu sviði, auk þess að ráðnir eru spyrlar í tímavinnu. Meðalaldur starfsmanna er um 44 ár og hafa þeir starfað að meðaltal um 8 ár hjá stofnuninni. Um 55% starfsmanna eru konur og 75% starfmanna er með háskólamenntun. Undanfarin ár hefur starfsmönnum fækkað vegna aðhalds í opinberum rekstri. Öflugt starfsmannafélag er hjá Hagstofunni og stendur það fyrir ýmsum uppákomum og hefur haldið uppi góðum starfsanda. Hagstofan rekur skipulagt fræðslustarf með endurmenntun og kynningum á einstökum verkefnum og áhugaverðum niðurstöðum í hagskýrslugerðinni. Auk þess hafa starfmenn nýtt sér alþjóðleg námskeið um hagskýrslugerð. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2010 voru heildargjöld Hagstofunnar 784 m.kr., þar af var launakostnaður stærsti þátturinn, eða 596 m.kr., og húsnæðiskostnaður 83 m.kr. Tæplega 90% af tekjum Hagstofunnar eru framlag úr ríkissjóði og afgangurinn eru þjónustutekjur og styrkir. Hagstofa Íslands hefur aðsetur að Borgartúni 21a í Reykjavík og rekur öfluga heimasíðu, www.hagstofa.is, þar sem nálgast má hagskýrslur og hagtölur.
196 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
íslandspóstur
Í
www.postur.is
slandspóstur hefur verið starfræktur í núverandi mynd síðan í upphafi ársins 1998. Í sama mund var opinber stofnun Pósts og síma lögð niður og starfseminni skipt upp í tvö aðskilin hlutafélög. Pósthlutinn var settur undir nýtt merki, í nafni Íslandspósts, sem á stuttum tíma hefur þróast út í eitthvert umsvifamesta og auðþekkjanlegasta þjónustufyrirtæki landsins. Meginhlutverk starfseminnar í dag er að tryggja og efla tengslanet landsmanna með margþættri og skilvirkri þjónustu á sviði dreifingar-, samskipta- og flutningalausna.
Upphafið
Ingimundur Sigurpálsson forstjóri.
Þrátt fyrir tiltölulega stuttan starfstíma Íslandspósts þá byggir starfsemin á traustum grunni póstþjónustu á Íslandi í tæplega 240 ár. Upphafið má rekja til ársins 1776 þegar Kristján VII. Danakonungur gaf út tilskipun um skipulegar póstferðir hingað til lands, en þær hófust tveimur árum síðar með einni ferð á ári, til að byrja með. Samfara skipan fyrstu póstmálastjórnarinnar litu fyrstu íslensku frímerkin dagsins ljós árið 1873, en í beinu framhaldi tóku pósthús að rísa víðsvegar um landið. Stofnun Pósts og síma var sett á legg árið 1935 og var hún starfrækt, eins og áður segir, til ársins 1998. Nánari upplýsingar um sögulegar heimildir má nálgast í ritverkinu Póstsaga Íslands eftir Heimi Þorleifsson.
Öflugur mannauður
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs..
Þjónusta Íslandspósts er einn af hornsteinum íslensks samfélags, enda öll heimili í landinu sem nýta sér hana, allan ársins hring. Eins og að líkum lætur er starfsemin umfangsmikil og byggð á úthugsuðu innra skipulagi sem borið er uppi af þrautþjálfuðu starfsfólki með ríka þjónustulund. Eitt af lykilatriðum í stefnumótun fyrirtækisins er að mannauðurinn sé ein mikilvægasta auðlindin og því er mikil áhersla lögð á að aðbúnaður starfsfólks sé óaðfinnanlegur, vinnuandinn ávallt hvetjandi og að vel sé hlúð að fræðslu- og endurmenntunarmálum. Hjá Íslandspósti starfa í dag um 1.000 manns á tæplega 80 starfsstöðvum hringinn í kringum landið. Verkefnin eru margþætt og skiptast að stærstum hluta í hefðbundinn bréfaútburð, útkeyrslu, afgreiðslu og flokkun í póstmiðstöð ásamt ýmsum sértækum þjónustustörfum eins og hraðsendingarþjónustu.
Framkvæmdastjórn Íslandspósts: Ingimundur Sigurpálsson forstjóri, Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs, Helga Sigríður Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri pósthúsasviðs, Tryggvi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 197
Þjónustuver Póstsins.
Þjónustuver Til að efla þjónustuhlutverk sitt enn betur hefur Íslandspóstur byggt upp fullkomið þjónustuver, með öflugu teymi þjónustufulltrúa sem sinna upplýsinga- og ráðgjöf gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum. Einstaklingsþjónustan lýtur helst að almennum bréfa-, pakka-, ábyrgðar- og tollasendingum, innanlands og erlendis frá. Við þessar aðstæður geta oft vaknað ýmsar spurningar hjá viðskiptavinum, sem hægt er að beina til þjónustufulltrúa. Þeir sjá síðan um að greiða úr öllum mögulegum fyrirspurnum, ábendingum og kvörtunum. Fyrirtækjaþjónustan byggir á sama grunni. Þjónustuliðir eru þó margþættari og lúta helst að allskyns hagkvæmum heildarlausnum í beinni markaðssókn og vörudreifingu fyrirtækja, en þar er einnig hægt að panta sér hraðsendla, ef þurfa þykir. Þjónustufulltrúar fylgja öllum verkefnum vel eftir og sjá til þess að þau gangi snurðulaust fyrir sig. Þeir sem vilja tryggja sér persónulega og trausta þjónustu Íslandspósts, geta nú óskað eftir eigin þjónustufulltrúa með því einu að senda tölvupóst á: thjonusta@postur.is
Lítil stúlka setur bréf í póst.
www.postur.is Með tilkomu stafrænu byltingarinnar, Internetsins og Veraldarvefjarins, hefur póstþjónusta hér á landi tekið miklum stakkaskiptum með óendanlegum möguleikum. Íslands póstur kappkostar að ganga ávallt í fararbroddi við að tileinka sér allar helstu nýjungar á þessum sviðum. Alveg frá stofnun árið 1998 hefur fyrirtækið rekið heimasíðuna www. postur.is þar sem fjöldamargir nýir þjónustuliðir hafa litið dagsins ljós, á meðan aðrir hafa verið betrumbættir. Í upphafi ársins 2009 völdu Samtök vefiðnaðarins (SVEF) síðu Íslandspósts hf. sem besta fyrirtækjavefinn árið 2008. Í dómi þeirra segir m.a. að þar sé aðgengi að upplýsingum einfalt og þægilegt, auk þess sem sölu- og þjónustuhluti sé afburðagóður og innihaldi gott framboð af sjálfsafgreiðslu ásamt ítarlegum þjónustuupplýsingum. Í dómnum segir jafnframt orðrétt: „Vefurinn er einfaldur og skýr og leiðir notandann áfram með góðu skipulagi og framsetningu, ásamt því að útlit hans sómir sér vel í samræmi við ímynd fyrirtækisins og styður vel innihald hans.“
Starfsmaður flokkar póstinn.
198 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Bílstjóri Póstsins kemur sendingum örugglega heim að dyrum.
Þjónustuvefur fyrirtækja Fyrirtækjaþjónustan starfrækir sérstakan þjónustuvef sem ætlaður er viðskiptavinum í föstum reikningsviðskiptum við Íslandspóst. Þar er gefinn möguleiki á því að skoða viðskiptayfirlit og upplýsingar um skráðar sendingar, en einnig gefst kostur á því að prenta afgreiðsluseðla og reikninga. Hægt er að sækja um aðgang að þjónustuvef með því einu að senda útfyllt og undirritað faxbréf í númerið 580 1039. Jafnskjótt og umsókn hefur verið samþykkt er notandanafn og lykilorð sent til umsækjanda.
Þjónustugæði til framtíðar Framtíðarsýn Íslandspósts er að vera framsækið og öflugt fyrirtæki í bréfa- og vörudreifingu, með því að annast áreiðanlega og örugga þjónustu um allt land og allan heim, sem byggir á viðurkenndum gæðaviðmiðum. Jafnframt því mun Íslandspóstur vinna að arðbærum vexti með hagsmuni viðskiptavina, starfsmanna og eigenda að leiðarljósi.
Frímerki Frímerki eru vottun þess að greitt hafi verið fyrir burðargjald bréfa eða pakka í póstþjónustu. Fyrsta frímerkið (Penny Black) var útgefið í Bretlandi árið 1840, en fram að því höfðu viðtakendur staðið straum af sendingarkostnaði. Prentun og útgáfa íslenskra frímerkja hófst hér á landi árið 1873 og hefur staðið óslitin síðan. Í dag eru útgefin um 30 mismunandi íslensk afbrigði á ári, á fimm útgáfudögum. Frímerki fást almennt stök eða í örkum og geyma ýmist 10, 24 eða 50 stykki. Aðrar útgáfur eru einnig fyrir hendi, í sérstökum heftum, smáörkum og gjafaumbúðum ásamt stimpluðum fyrstadagsumslögum. Slík frímerki er gjarnan prentuð í mjög takmörkuðum upplögum og hafa því heillað marga safnara í gegnum tíðina. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðum Frímerkjasölu Íslandspósts: www. frimerki.is og www.stamps.is
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 199
Bréfberi.
Markpóstur Í seinni tíð hafa fyrirtæki sífellt leitað nýrra leiða við að efla persónuleg tengsl við viðskipta vini sína. Íslandspóstur hefur ekki látið sitt eftir liggja hvað þetta varðar og býður t.d. upp á valmöguleika persónulegs markpósts sem áhrifamikillar og frumlegrar leiðar við að ná athygli útvalins markhóps. Form sendinga geta birst í ýmsum myndum og þá helst sem hefbundin bréf, bæklingar eða pakkar. Fyrir þá sem vilja láta hugmyndaflugið ráða við að koma skilaboðum á framfæri skal bent á að Íslandspósti er ekkert heilagt í þessum efnum. Samkvæmt nýlegum mælingum Capacent Gallup skoða tæplega 70% landsmanna allan markpóst sem á þau er stílaður.
200 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
íslandsstofa
H
www.islandsstofa.is
lutverk Íslandsstofu er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins. Jafnframt veitir Íslandsstofa fyrirtækjum faglega aðstoð við sölu á vörum, þjónustu og þekkingu erlendis og styður við kynningu á íslenskri menningu ytra. Íslandsstofa er aðili að Enterprise Europe Network, sem er stuðningsnet ESB fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Íslandsstofa varð til þann 29. júní árið 2010 en hóf formlega starfsemi þann 1. júlí sama ár. Alþingi hafði þá um vorið samþykkt lög um stofnunina. Með Íslandsstofu sameinaðist starfsemi Útflutningsráðs og Fjárfestingarstofu erlendu markaðsstarfi Ferðamálastofu undir einum hatti. Forveri Íslandsstofu, Útfutningsráð Íslands, hóf starfsemi árið 1986. Íslandsstofu var strax í upphafi markað annað og meira hutverk en að vera aðeins samnefnari þeirrar starfsemi sem þegar var fyrir hendi. Því til staðfestu voru á stofnfundinum undirritaðar viljayfirlýsingar um samstarfssamninga við Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), Samtök tölvuleikjaframleiðenda og Markaðsnefnd upprunamerkis í sjávarútvegi.
Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
Þjónusta Íslandsstofu byggir á víðtækri reynslu, sérhæfingu og faglegri dýpt, sem ekki er á færi einstakra aðila, auk hagkvæmrar nýtingar fjármuna. Starfsemin grundvallast á þremur meginþáttum: • Almennu kynningarstarfi sem beinist að því að efla orðspor og ímynd Íslands erlendis, skapa áhuga á landinu sem áfangastað og auka eftirspurn eftir því sem íslenskt er. • Upplýsingamiðlun, ráðgjöf og fræðslu við samtök, fyrirtæki og einstaklinga sem miðar að því að efla færni þeirra og árangur í alþjóðaviðskiptum. • Markvissum aðgerðum í því skyni að laða að erlenda fjárfesta til beinna fjárfestinga í atvinnustarfsemi og nýsköpun í samræmi við stefnu stjórnvalda. Stór hluti starfsemi Íslandsstofu felst í ráðgjöf og fræðslu sem sniðin er að fjölbreyttum þörfum útflutningsfyrirtækja. Á meðal verkefna á þessu sviði má nefna þróunar- og handleiðsluverkefnið Útflutningsaukning og hagvöxt, sem boðið hefur verið upp á í rúm 20 ár. Verkefnið er ætlað litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem eru með hugmynd að vöru til útflutnings. Skipulagning þátttöku íslenskra aðila í vörusýningum erlendis hefur verið snar þáttur í starfsemi Íslandsstofu og forvera hennar. Árlega taka íslensk fyrirtæki þátt í 15-20 alþjóðlegum sýningum þar sem áhersla er lögð á margvísleg umfjöllunarefni; fisk, vatn og orku, ferðaþjónustu, tísku og hönnun, hesta og bækur, svo einhver dæmi séu nefnd. Íslandsstofa tók virkan þátt í samstarfsverkefninu Inspired by Iceland. Að baki því stóðu margir aðilar sem höfðu það sameiginlega markmið að efla ferðaþjónustu á Íslandi og styrkja ímynd landsins í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli vorið 2010 sem ógnaði afkomu ferðaþjónustunnar. Verkefnið, sem upphaflega átti að standa til loka ársins, þótti takast svo vel að ákveðið var að framlengja það um fimm mánuði. Í Inspired by Iceland-verk-
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 201
Héðinsfjörður að vetrarlagi.
efninu voru römmuð inn þau grunngildi sem Íslandsstofa hefur að leiðarljósi í starfsemi sinni; eldmóður, samheldni, framsækni, fagmennska og árangur. Einn þátturinn í starfsemi Íslandsstofu eru sérstök fagráð, sem skipuð eru af stjórninni. Þeim er ætlað að starfa sem eins konar bakland og stuðla að því að til verði öflugur samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda undir merkjum Íslandsstofu. Fagráðin eru stjórn Íslandsstofu til ráðuneytis við að móta stefnu og áherslur. Þeim er ætlað að leggja sitt af mörkum við þróun nýrra verkefna og öflun fjármuna til þeirra. Jafnframt er fagráðunum ætlað að sýna sjálfstæði við mótun tillagna til stjórnar en endanleg ákvarðanataka er í höndum hennar. Framtíðarsýn Íslandsstofu miðar að því að hún verði lykilaðili í alþjóðasamskiptum með víðtækan aðgang að samtengdu hagsmunaneti heima og erlendis. Leiðarljós í starfseminni er að öll þjónusta sé í senn fagleg og framsækin og að innra starf endurspegli eldmóð, samheldni og gagnkvæma virðingu sem skili árangri og ánægju meðal þeirra er þjónustunnar njóta. Nýtt firmamerki Íslandsstofu ber heitið Íslandsfar og er hannað af Oscari Bjarnasyni. Merkinu er ætlað að endurspegla Ísland með skírskotun til stórbrotinnar náttúru, sköpunarkrafts, orku, sjávar, jarðlaga og norðurljósanna svo nokkrir þættir séu nefndir. Stjórn Íslandsstofu er skipuð sjö fulltrúum. Utanríkisráðherra skipar fjóra stjórnarmenn eftir tilnefningu Samtaka atvinnulífsins, einn eftir tilnefningu iðnaðarráðherra, einn eftir tilnefningu mennta- og menningarmálaráðherra og einn án tilnefningar. Í stjórn Íslandsstofu sitja nú eftirtaldir: Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Hótels Rangár, formaður stjórnar; Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, Einar Karl Haraldsson ráðgjafi Innform, Kolbrún Halldórsdóttir, formaður Bandalags íslenskra listamanna, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marel á Íslandi og Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor. Skrifstofur Íslandsstofu eru að Borgartúni 35 í Reykjavík. Starfsmenn eru 24 talsins og framkvæmdastjóri er Jón Ásbergsson.
Ljósm. Völundur Jónsson.
202 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
landhelgisgæsla íslands www.lhg.is
L
andhelgisgæsla Íslands var stofnuð þann 1. júlí 1926. Sagan stofnunarinnar nær yfir átta áratugi þar sem hlutverkið hefur ætíð verið að gæta hafsvæðisins umhverfis landið með þeim tækjum sem stofnunin hefur til umráða hverju sinni. Hundruðum mannslífa hefur verið bjargað úr háska og oft á tíðum hefur starfsmönnum tekist hið ómögulega í erfiðum aðgerðum. Þorskastríðin þrjú eru þeirra þekktust þar sem togvíraklippurnar voru notaðar í baráttunni við breska togara sem virtu að vettugi útfærslu efnahagslögsögu Íslands. Landhelgisgæslan hefur frá árinu 2006 haft aðsetur í Björgunarmiðstöðinni við Skógarhlíð 14, í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík og lofthelgis- og öryggismálasvið í Keflavík. Ný lög um Landhelgisgæslu Íslands nr. 52/2006 tóku gildi þann 1. júlí 2006. Samkvæmt þeim er hlutverk stofnunarinnar að standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu í kring um landið og gæta ytri landamæra. Helstu verkefni eru að annast öryggis-, löggæslu og eftirlit á hafinu í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar, fiskveiðieftirlit og aðstoð við löggæslu á landi í samvinnu við ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra. Siglingavernd og móttaka tilkynninga frá skipum samkvæmt lögum um útlendinga og eftirlit með lögsögumörkum á hafinu. Leitar- og björgunarþjónusta við sjófarendur, skip og önnur farartæki á sjó. Leitar- og björgunarþjónusta við loftför og á landi. Aðkallandi sjúkraflutningar í samvinnu við aðra björgunaraðila. Aðstoð við almannavarnir sem og að veita aðstoð þegar eðlilegar samgöngur bregðst svo sem vegna hafíss, ofviðra eða náttúruhamfara. Að tilkynna um, fjarlægja eða gera skaðlaus reköld, tundurdufl, sprengjur eða aðra hluti sem sjófarendum getur stafað hætta af auk sprengjueyðingar á landi. Sjómælingar, sjókortagerð, útgáfa tilkynninga til sjófarenda, sjávarfallataflna og leiðsögubóka auk annarra rita sem tengjast siglingum. Með lögunum var einnig brotið blað í starfseminni hvað varðar möguleika Landhelgisgæslunnar á að taka að sér samningsbundin þjónustuverkefni. Má þar nefna verkefni á sviði sjúkraflutninga, eftirlits, mengunarvarna, upplýsingamiðlunar, rannsókna og vísindastarfa. Starfsvettvangur Landhelgisgæslu Íslands er hafið umhverfis Ísland, þ.e. innsævið, landhelgin, efnahagslögsagan (EEZ) og landgrunnið, auk úthafsins samkvæmt reglum þjóðarréttar. Leitar- og björgunarsvæði Íslands nær fyrst og fremst yfir íslensku efnahagslögsöguna en samkvæmt skilgreiningu alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) er Ísland ábyrgt fyrir leit og björgun á svæði sem er talsvert stærra eða 1,8 millj ferkílómetra. Þá sinnir Landhelgisgæslan einnig verkefnum á landi í samstarfi við lögreglu og önnur yfirvöld. Georg Kr. Lárusson tók við starfi forstjóra Landhelgisgæslunnar þann 1. janúar 2005. Markmið Landhelgisgæslu Íslands er að tryggja öryggi á hafinu með öflugri leitar- og björgunarþjónustu, virku eftirliti og löggæslu með vel útbúnum tækjum og þjálfuðu starfsfólki. Einkunnarorðin ,,Við erum til taks” vísa á breiðum grundvelli til starfseminnar í nútíð og framtíð. Það á við hvort sem vitnað er til leitar- og björgunar, löggæsluverkefna, mælinga á öruggum siglingaleiðum eða annarra sérhæfðra verkefna. Kjarninn sem að baki einkunnarorðunum stendur er að vera til taks. Rauði þráðurinn sem bindur
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 203
Varðskipið Þór. Ljósmynd Árni Sæberg.
saman ólíkar starfseiningar og krefjandi verkefni endurspeglast í gildum Landhelgisgæslu Íslands sem eru ,,Fagmennska, öryggi, þjónusta”. Með komu Þórs, nýs og öflugs varðskips Landhelgisgæslunnar árið 2011 til landsins, urðu kaflaskipti í öryggismálum sjómanna og vöktun íslenska hafsvæðisins, hvort sem er á sviði auðlindagæslu, fiskveiðieftirlits, löggæslu, leitar eða björgunar. Geta Landhelgisgæslunnar til að sinna með öruggari hætti eftirliti og löggæslu á hafsvæðinu stórefldist einnig 1. janúar 2011 með flutningi verkefna fyrrum Varnarmálastofnunar yfir til Landhelgisgæslunnar. Fullkomnaðist með því sú stöðumynd sem fengist hefur með fjareftirliti á síðustu árum. Öflugur eftirlitsbúnaður veitir aðra og betri sýn, auk þess sem náið samstarf við innlenda jafnt sem erlenda samstarfs aðila s.s. 1-1-2, Siglingastofnun og lögreglu gerir Landhelgisgæslunni mögulegt að fylgjast nánar með ferðum um efnahagslögsöguna, lofthelgina og leitar- og björgunarsvæðið. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og aðgerðasvið hafa í gegnum árin verið þungamiðja alþjóðlegs samstarfs við strandgæslustofnanir þar sem móttaka, greining og miðlun upplýsinga gegnir veigamiklu hlutverki. Varðskipin Þór, Týr og Ægir eru megin eftirlits- og björgunartæki stofnunarinnar ásamt eftirlitsflugvélinni, TF-SIF og björgunarþyrlunum, TF-LÍF, TF-GNÁ og TF-SÝN en staðsetning þeirra fer eftir verkefnum, álagi, veðri og aðstæðum hverju sinni. Einnig hefur Landhelgisgæslan yfir að ráða sjómælingabátnum Baldri. Vaktstöð siglinga sameinaðist Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar árið 2006. Voru þá helstu aðilar sem sinntu leit og björgun á sjó, sem og öðru öryggishlutverki, sameinaðir í einni stöð. Mikil hagræðing hefur orðið að þessu og samlegðaráhrif mikil. Upplýsingar um skipaumferð umhverfis Ísland er nær allar að finna á einum stað auk þess sem fjarskiptabúnaði skipaloftskeytastöðvannna er fjarstýrt úr stöðinni. Framtíðarsýn Landhelgisgæslunnar er að vera meðal mikilvægustu hornsteina íslenskrar stjórnsýslu og vera þekkt fyrir nútímalega ásýnd og framsækna stjórnunarhætti. Þannig skal Landhelgisgæslan vinna að því með markvissum hætti að verða eftirsóttur vinnustaður fagmanna þar sem lögð er áhersla á vel menntað starfsfólk með skilgreint hlutverk. Þá skal hugað sérstaklega að starfsþróun og þjálfun svo starfsfólki sé gert kleift að rækja skyldur sínar. Leitast skal við að búa Landhelgisgæsluna bestu fáanlegu tækjum og verkfærum til að sinna hlutverki sínu. Síðast en ekki síst skal Landhelgisgæsla Íslands vera í fararbroddi þegar kemur að samstarfi og samvinnu við innlenda jafnt sem erlenda aðila á ýmsum sviðum sem eðli máls samkvæmt tengjast starfsemi Landhelgisgæslunnar.
TF-SIF. Ljósmynd Árni Sæberg.
Mannauður Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru um 240 talsins af mörgum starfsstéttum og með afar fjölbreyttan bakgrunn. Rík áhersla er lögð á að starfsmenn sæki starfsþjálfun jafnt innan lands sem utan. Hafa þeir verið á friðargæslusvæðum sem hluti af stærri einingum hernaðarlegra stofnana en starfsmannaskipti og endurmenntun hafa þróast út frá samstarfssamningum og samtökum á við Nordic Coast Guard, samráðsvettvang strandgæslustofnana Norðurlandaþjóðanna og North Atlantic Coast Guard Forum sem eru samtök tuttugu stofnana sem sjá um strandgæslustörf þjóðanna sem þau tilheyra. Í mörgum tilvikum eru þetta sjóherir landanna, í sumum tilvikum strandgæslur sem heyra undir sjóherina en í enn öðrum sérstakar strandgæslustofnanir. Einnig hefur Landhelgisgæslan átt á nánu samstarfi við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Norðaustur-Atlantshafsráðið (NEAFC) og fleiri alþjóðlegar stofnanir. Starfsmannafélag Landhelgisgæslunnar, STAFL, stendur fyrir ýmsum viðburðum og á fjögur orlofshús í Grónesi við Djúpafjörð sem leigð eru til starfsmanna.
204 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
matís ohf.
M
www.matis.is
atís ohf. er framsækið og öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- og nýsköpunarstarfi fyrir matvæla- og líftækniiðnaðinn í landinu. Meginhluti starfseminnar snýst um almenna ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja og stofnana á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Á meðal algengustu viðfangsefna er þátttaka í vöruþróun og skipulagi verkferla hjá matvælafyrirtækjum. Helsta leiðarljós Matís er að auka gæði, verðmæti, hollustu og öryggi framleiðslunnar og efla þannig samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs á alþjóðlegum vettvangi og stuðla að lýðheilsu.
Sveinn Margeirsson forstjóri.
Meginaðsetur fyrirtækisins er að Vínlandsleið 12 í Reykjavík og að auki eru starfræktar 8 starfsstöðvar um allt land. Starfsemin er margvísleg með sérstakri áherslu á samvinnu fyrirtækja og einstaklinga í nærumhverfi. Starfsmannafjöldi Matís telur í dag um 97 manns í 91 stöðugildi. Innan þess hóps eru margir af helstu sérfræðingum landsins í matvæla- og líftækni auk fjölda M.Sc. og Ph.D. nema sem stunda rannsóknatengt nám hjá fyrirtækinu. Vinnuumhverfið er krefjandi en þó eftirsótt og spennandi og býr að fyrsta flokks aðstöðu, rannsóknatækjum og áhöldum.
Bakgrunnurinn og starfsemin Samkvæmt lögum frá Alþingi nr. 68 frá 2006 sameinuðust þrjár ríkisstofnanir sem sérhæfðu sig í rannsóknum og þróun í matvælaiðnaði. Þetta voru Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar. Sömu lög kváðu á um nýja stofnun Matvælarannsókna hf. en starfræksla þess sem opinbers hlutafélags hófst þann 1. janúar 2007 undir nafninu Matís. Starfsemi þess í dag heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Þjónustumælingar, prófanir og greiningar Matís hefur umsjón með ýmsum þjónustumælingum, prófunum og greiningum fyrir einstaklinga, fyrirtæki, ríki og sveitarfélög. Mælingarnar eru faggildar samkvæmt ISO-17025 staðli frá árinu 2001. Meðal þess sem boðið er upp á eru DNAgreiningar á dýrum en um er að ræða foreldra- og stofngreiningar sem nýtast í kynbótastarfi, stofnerfðafræði og við rekjanleikarannsóknir. Einnig fara fram t.d. örverugreiningar á umhverfissýnum, snefilefnamælingar og skynmat fyrir ýmsa aðila sem stunda rannsóknavinnu.
Sameining fyrri stofnana, undir merkjum Matís, hefur haft jákvæð samlegðaráhrif í för með sér. Öll stefnumótun er orðin markvissari og skilar sér þannig í árangursríkara starfi. Fyrirtækið sinnir fjölþættum verkefnum í samvinnu við matvælaiðnaðinn og menntastofnanir með sérstakri áherslu á nýsköpun og verðmætaaukningu. Að auki er skipulega unnið að því að byggja upp samstarf við erlendar rannsóknastofnanir og fyrirtæki sem róa á sömu mið. Í dag er starfseminni hjá Matís skipt niður fimm fagsvið: Líftækni og lífefni, Mælingar og miðlun, Nýsköpun og neytendur, Vinnsla, virðisaukning og eldi og Öryggi, umhverfi og erfðir. Samfara öllu þessu stendur fyrirtækið fyrir ítarlegri útgáfu á skýrslum, greinum í tímaritum og ýmsum fagbókum sem t.d. innihalda mikilvægar rannsóknaniðurstöður í greininni.
Líftækni- og lífefnasvið Hjá Líftækni- og lífefnasviði eru ýmist stundaðar rannsóknir á lífefnum eða þróunarverkefnum í líftækni er stýrt. Í rannsóknum er unnið með lífefni, lífvirk efni og ensím. Markmiðið er að koma markaðshæfum afurðum á framleiðsluvænt stig en íslensk náttúra er uppfull af dýrmætum efnum með mikla líffræðilega virkni. Í líftæknihlutanum er sérstök áhersla lögð á að finna örverur, ýmist á hverasvæðum eða í þörungum í hafinu umhverfis landið. Úr þeim má vinna öflug ensím sem búa að virkni sem þekkist ekki annarsstaðar og eru þau mjög eftirsótt af framleiðendum í matvæla- og efnaiðnaði víða um heim. Einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi Líftækni- og lífefnasviðs er rekstur Líftæknismiðju Matís á Sauðárkróki en hún er ein af fullkomnustu tilraunastofum landsins.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 205
Matís, Akureyri.
Mælinga- og miðlunarsvið Starfsemi Mælinga- og miðlunarsviðs skiptist í tvær megináherslur þjónustumælinga og ráðgjafar. Sviðið hefur yfir að ráða afar fullkominni rannsóknastofu sem t.d. nýtist stjórnvöldum til mælinga á efnum og örverum sem mögulega geta ógnað almannaheill. Hér er því um að ræða mikilvægan hlekk í matvælaöryggi landsmanna. Á hverju ári eru teknar þúsundir sýna úr ýmsum áttum sem spanna allt frá almennum framleiðsluafurðum og niður baðvatn og skólp. Ráðgjafarhlutverk Mælinga- og miðlunarsviðs felst í skipulögðum námskeiðum fyrir starfsmenn og stjórnendur í matvælaiðnaði en þar fer fram þjálfun í uppsetningu og notkun á gæðakerfum. Sviðið er þátttakandi í alþjóðlegu starfi um þróun aðferðafræði í þjónustumælingum.
Matís, Höfn í Hornafirði.
Nýsköpunar- og neytendasvið Nýsköpunar- og neytendasvið hefur að markmiði að efla nýsköpun og markaðssetningu íslenskra matvæla. Hvatt er til sjálfbærrar þróunar framleiðslunnar ásamt því að stunda skipulagðar markaðsrannsóknir í þessa veru. Stefna Nýsköpunar- og neytendasviðs snýst jafnframt um að draga úr óhollum efnisþáttum í tilbúnum íslenskum matvælum og stuðla þannig að aukinni hollustu hjá neytendum. Rannsóknir sviðsins beinast að því að þróa nýja tækni og framleiðsluferla fyrir nýjar afurðir. Sérstaklega er hugað að þáttum sem geta aukið gæði, verðmæti, nýtingu og skilvirkni framleiðslunnar. Í þessu skyni fara fram ítarleg rannsóknaverkefni fyrir matvælaútflytjendur þar sem mikilvægir áhrifaþættir eru kannaðir sérstaklega. Á vegum Nýsköpunar- og neytendasviðs er rekin sérhæfð matarsmiðja á Höfn á Hornafirði en meginhlutverk hennar er að efla heima- og smáframleiðslu, allt frá hugmynd til markaðssetningar.
Vinnslu-, virðisaukningar- og eldissvið Meginhlutverk Vinnslu-, virðisauka- og eldissviðs er að veita ráðgefandi þjónustu við að auka hagkvæmni og virðisaukningu í vinnslu matvæla. Eitt af stærstu verkefnum sviðsins eru rannsóknir á fiskeldi sem í dag er mikill vaxtarbroddur í íslenskum sjávarútvegi. Í þessu skyni fer fram náin samvinna við fyrirtæki, háskóla og innlenda rannsóknaaðila og er tilgangurinn að byggja upp víðtækan þekkingargrunn sem nýtist sem flestum. Að öðru leyti starfar sviðið að fjölþættum ráðgjafar- og þróunarverkefnum sem snerta virðiskeðjuna í heild sinni eða einstaka hlekki hennar. Hugmyndafræðin byggir á því að öll fæða eigi sér upphaf í hráefni sem síðan berst í gegnum einhvers konar vinnslu og auki þannig virði sitt á leið sinni að borði neytandans.
Öryggis-, umhverfis- og erfðasvið Veigamikið hlutverk Öryggis-, umhverfis- og erfðasviðs felst í að tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar og efla samkeppnishæfni þess í alþjóðlegum markaði. Þaðan er stýrt mikilvægri og vottaðri vöktunar- og öryggisþjónustu með skipulögðum efna- og örverurannsóknum fyrir hið opinbera. Markmiðið er vera leiðandi afl í erfðagreiningum hér á landi og nýta þær við auðlindastjórnun, stofngreiningar og rekjanleikarannsóknir. Starfsemi sviðsins er í heild sinni mjög fjölþætt og felst t.d. í ítarlegri gagnöflun um óæskileg efni, næringarefni og örverur í matvælum. Rannsóknir og vaktanir miða að því að auka öryggi neytenda og vernda ímynd íslenskra afurða. Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni www.matis.is
Matís, Vestmannaeyjum.
206 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Náttúrufræðistofnun Íslands – Akureyrarsetur www.ni.is
A
Ígulskrýfa, (pholiota squarrosa) í Hólavallakirkjugarði. Ljósm. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir 2010.
Núverandi starfsmenn setursins eru átta: Elínborg Þorgrímsdóttir ritari Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir grasafræðingur, sérfræðingur í sveppafræði Halldór G. Pétursson jarðfræðingur, sérfræðingur í ísaldarjarðfræði og lausum jarðlögum Kristinn J. Albertsson jarðfræðingur, sérfræðingur í tímatalsfræði, forstöðumaður Kristinn Pétur Magnússon sameindaerfðafræðingur, prófessor í sameindaerfðafræði við Háskólann á Akureyri Lára Guðmundsdóttir sameindaerfðafræðingur, frjómælingar Pawel Wasowicz grasafræðingur, sérfræðingur í háplöntum Skafti Brynjólfsson, jarðfræðingur, sérfræðingur í ísaldar- og jöklajarðfræði Starri Heiðmarsson grasafræðingur, sérfræðingur í fléttufræði
kureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands var lengi framan af ein stærsta og um leið elsta rannsóknastofnunin á Akureyri. Upphaf setursins má rekja til sýningar á náttúrugripum sem haldin var í Barnaskóla Akureyrar í febrúar 1951. Þar voru sýndar á annað hundrað tegundir fugla, þar af nær allir íslenskir varpfuglar og egg þeirra. Fuglarnir voru settir á palla og stórar myndir með ýmiss konar landslagi hafðar sem bakgrunnur. Dýraverndunarfélag Akureyrar hafði forgöngu um sýninguna og stóð fyrir henni í samstarfi við ýmsa aðila svo sem Jakob Karlsson, skrifstofustjóra Eimskips á Akureyri, eiganda flestra gripanna, Kristján Geirmundsson hamskera, sem sá um uppsetningu þeirra, Elísabet Geirmundsdóttur systur Kristjáns, sem málaði bakgrunnsmyndirnar og Jón Sigurjónsson trésmið, sem sá um tæknilegan undirbúning. Sýningin vakti mikla athygli og mun um helmingur bæjarbúa hafa séð hana þær tvær vikur sem hún var opin. Að sýningunni lokinni urðu umræður um hversu æskilegt væri að bærinn hýsti opinbert náttúrugripasafn og sama vor ritaði Jakob bæjarstjórninni bréf þar sem hann bauð Akureyrarbæ fuglasafn sitt að gjöf með því skilyrði að bærinn kæmi upp sérstökum sýningarsal. Bæjarstjórnin þáði með þökkum gjöfina á fundi þann 12. apríl 1951 og var svo safninu komið fyrir í þáverandi húsakynnum slökkvistöðvarinnar, núverandi húsakynnum Akureyrarbæjar við Geislagötu. Smíðaðar voru rykþéttar hirslur fyrir gripina og myndir Elísabetar festar á veggina sem bakgrunnur líkt og á sýningunni. Kristján Geirmundsson var ráðinn safnvörður og þann 3. ágúst 1952 var safnið opnað formlega í hinum nýju húsakynnum. Þarna var safnið fyrstu þrjú árin en þá var það flutt í Hafnarstræti 81 og sett upp í frekar þröngu húsnæði. Safninu bættust svo smám saman ýmsir gripir, m.a. bárust safninu allar helstu tegundir íslenskra nytjafiska að gjöf frá Náttúrugripasafninu í Reykjavík. Var þar um að ræða gamla fiska frá tíma Benedikts Gröndals. Árið 1960 keypti bærinn grasasafn Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum og kom því fyrir í sérstöku herbergi á Náttúrugripasafninu þar sem unnt var að stunda rannsóknir á því. Með þessum kaupum varð til vísir að rannsóknastofnun innan veggja safnsins. Helgi Hallgrímsson var svo ráðinn safnvörður 1963 og varð síðar forstöðumaður. Með komu hans að safninu jókst mjög rannsóknaþáttur safnsstarfsins og samhliða rannsóknum hans á sveppum kom hann upp sveppasafni sem hefur vaxið og dafnað allar götur síðan. Á sjöunda og áttunda áratugnum var unnið markvisst að uppbyggingu safnsins sem rannsóknastofnunar fyrir Norðurland. Farnar voru á hverju sumri skipulegar rannsóknaferðir og sérstök rannsóknaverkefni tekin fyrir hverju sinni. Safnið eignaðist á þessum árum ýmis allstór rannsóknasöfn svo sem plöntusöfnin en meðal þeirra má telja söfn af fléttum og sveppum. Árið 1970 var svo Hörður Kristinsson grasafræðingur ráðinn að safninu sem og Lystigarðinum til að hafa yfirumsjón með plöntusöfnunum og annast rannsóknir á þeim. Með honum kom einnig mikið fléttusafn inn á Náttúrugripasafnið sem síðan hefur vaxið og eflst. Með komu Harðar varð útbreiðsla íslenskra plantna mjög áberandi meðal verkefna safnsins og hefur verið svo síðan. Á síðari árum hefur verið lögð áhersla á myndræna framsetningu útbreiðslugagnanna og má nú sjá hilla undir lok þess mikla verkefnis. Auk þessara föstu starfsmanna safnsins hafa margir náttúrufræðingar komið að safninu ýmist í hlutastarfi eða unnið tímabundið þar. Rannsóknaverkefni sem þannig hafa verið unnin við safnið skipta orðið mörgum tugum og með því að glugga í ársskýrslur safnsins má sjá gjörla að þótt verkefnin spanni býsna breitt svið lúta þau fyrst og fremst að þáttum í náttúrufari Akureyrar, Eyjafjarðar og nálægra sveita. Safninu bættist svo jarðfræðingur í upphafi níunda áratugarins og þar með fjölgaði enn þeim verkefnum
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 207
sem Náttúrugripasafnið hafði á sinni könnu þar meðtalið eftirlitshlutverk fyrir hönd Náttúruverndarráðs með verklegum framkvæmdum við mannvirkjagerð. Skipulagsbreytingar í rekstri bæjarstofnana og fyrirtækja á Akureyri sem gerðar voru árið 1987 leiddu til þess að rekstur Náttúrugripasafnsins sem verið hafði undir sérstakri þriggja manna stjórn var nú sameinaður rekstri Lystigarðsins og úr varð Náttúrufræðistofnun Norðurlands sem heyrði undir stjórn Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar. Þetta var eðlileg breyting þar sem talsvert samstarf hafði lengstum verið milli safnsins og Lystigarðsins, ekki hvað síst hvað varðaði plöntusafnið í Lystigarðinum. Kaflaskil urðu svo í ársbyrjun 1993 þegar gildi tóku ný lög um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur. Samkvæmt þeim skyldi stofna setur Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri þegar í byrjun árs. Í þessu fólst raunar að ríkið tæki við rekstri Náttúrufræðistofnunar Norðurlands af Akureyrarbæ og þar með yrði hún hluti af Náttúrufræðistofnun Íslands og heyrði undir umhverfisráðuneyti. Nefnd var skipuð af umhverfisráðuneytinu til að ganga frá reglugerð um stofnunina og tók hún gildi í júní. Samningar tókust svo með umhverfisráðuneyti og Akureyrarbæ um yfirtöku rekstursins og í ársbyrjun 1994 hóf Akureyrarsetrið starfsemi sína. Akureyrarbær afhenti Akureyrarsetrinu til eignar öll vísindasöfnin sem Náttúrugripasafnið hafði eignast og safnað á starfstíma sínum. Undanskildir við þessa breytingu voru hins vegar Lystigarðurinn og Sýningarsalur Náttúrugripasafnsins sem áfram voru í eigu bæjarfélagsins. Í beinu framhaldi voru svo gerðir samstarfssamningar milli Akureyrarbæjar og Náttúrufræðistofnunar um að sérfræðingur stofnunarinnar sinnti greiningu og viðhaldi plöntusafnsins í Lystigarðinum. Þeim samningi sagði svo Akureyrarbær upp tveim árum síðar. Hliðstæður samningur var einnig gerður um sýningarsalinn og annaðist Náttúrufræðistofnun rekstur hans fyrir hönd bæjarins allt til septemberloka 2000 en þá var safninu lokað og gripum pakkað niður í kassa og þeir fluttir í geymslu. Hörður sinnti forstöðu Náttúrufræðistofnunar Norðurlands og síðar setursins allt fram undir páska 1999 að Kristinn J. Albertsson jarðfræðingur var ráðinn forstöðumaður.
Aurskriða í Sölvadal 1995. Ljósm. Björn Gíslason.
Húsnæði stofnunarinnar var orðið allt of lítið og árið 1996 fluttist Akureyrarsetrið í nýtt húsnæði við Hafnarstræti 97 þar sem leigð voru rúmgóð húsakynni og ráðgert var að Akureyrarbær flytti svo Náttúrugripasafnið í nýtt og mun stærra sýningarrými í sama húsi. Ekki varð það að veruleika og voru margar ástæður þess valdandi. Fjórum árum síðar hafði starfsemi stofnunarinnar aukist svo mjög að húsnæðið var orðið of lítið og haustið 2004 fluttist svo starfsemin í nýtt og glæsilegt húsnæði í Borgum, Rannsókna- og nýsköpunarhúsi við Háskólann á Akureyri. Fyrir rúmum áratug var setrinu falið að annast geymslu fyrir borkjarna og á þeim tíma sem liðinn er hafa flestallir borkjarnar sem aflað hefur verið á síðustu 60 árum í rannsóknaskyni hvar sem er á landinu verið fluttir til Akureyrar þar sem koma á þeim fyrir á skipulegan hátt. Hér er um að ræða umfangsmikið safn sem vonir standa til að gera megi aðgengilegt til frekari rannsókna. Húsnæðið sem borkjarnarnir hafa verið í er orðið allt of lítið og standa vonir til að þeim verði komið í stærra húsnæði á næstunni. Um aldamótin var setrinu einnig falið að annast það eftirlitshlutverk sem lög kveða á um að Náttúrufræðistofnun Íslands hafi með sýnatöku og nýtingu á hitakærum örverum sem þrífast á háhitasvæðum. Sameindaerfðafræðirannsóknir hófust 2003 með samstarfi við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Fiskeldi Eyjafjarðar. Þessar rannsóknir hafa svo blómgast og árið 2008 var gengið frá formlegum samstarfssamningi við Háskólann á Akureyri um uppbyggingu, rannsóknir og kennslu á sviði sameindaerfðafræði og sérfræðingur ráðinn að hálfu til Náttúrufræðistofnunar og að hálfu til Háskólans. Akureyrarsetrið hefur haft umsjón með frjómælingum í bænum í hálfan annan áratug og hefur nú ráðið til sín starfsmann til að annast sjálfar talningarnar. Hörður Kristinsson grasafræðingur fór á eftirlaun í árslok 2007 og nýverið hefur Pawel Wasowicz, grasafræðingur frá Póllandi, verið ráðinn í stað hans. Hörður hefur áfram vinnuaðstöðu hjá stofnuninni og stundar enn rannsóknir.
Vætukorpa (Dermatocarpon bachmannii) í Esjufjöllum. Ljósm. Starri Heiðmarsson 2007.
208 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
neytendastofa
N
www.neytendastofa.is
Forstjóri og starfsmenn á teymisfundi.
Löggildingarmiði sýnir neytendum að mælitækið er löggilt.
Virkt markaðseftirlit Neytendastofu er allra hagur.
eytendastofa er opinber stofnun sem heyrir undir innanríkisráðuneytið. Hlutverk hennar er að annast eftirlit með því að ekki sé brotið á lögbundnum réttindum neytenda í viðskiptum og markaðurinn virði gildandi löggjöf sem fellur undir verkefnasvið hennar. Markmiðið er að stuðla að bættum hag samfélagsins í heild sinni. Eftirlit Neytendastofu er víðtækt og nær til hvers konar atvinnustarfsemi, svo sem framleiðslu, verslunar og þjónustu, án tillits til þess hvort hún er rekin af einstaklingum, félögum eða opinberum aðilum. Neytendastofa hefur heimildir að lögum til að beita margvíslegum stjórnsýsluúrræðum til að knýja aðila á markaði til að fara að lögum og reglum sem gilda á sviði neytendaverndar. Úrræði og viðurlög geta meðal annars verið í formi fyrirmæla, stjórnavaldssekta, sölubanns eða afturköllun á vöru, ef almannaheill stafar hætta af. Auk þess ber stofnuninni skylda til að hafa samvinnu við önnur stjórnvöld á Evrópska efnahagssvæðinu vegna rannsóknar brota gegn réttindum neytenda. Mikil áhersla er lögð á að málsmeðferð sé fagleg og hröð. Sérstök áhersla er lögð á opið og auðvelt aðgengi viðskiptamanna með rafrænni stjórnsýslu en þjónusta Neytendastofu á þessu sviði er í fremstu röð ríkisstofnana. Neytendur eiga rétt til ýmis konar verndar í viðskiptum. Í lögum eru ákvæði sem banna óréttmæta viðskiptahætti og villandi auglýsingar. Neytendur eiga rétt til að skilmálar í samningum séu skýrir. Skylt er að upplýsa neytendur um endanlegt verð vöru í verslunum og lög um verðmerkingar séu virt. Áhersla er lögð á að reglum sé framfylgt og eftirlit fer fram daglega með aðstæðum á markaði með úrvinnslu ábendinga og skoðunarferðum þegar þess gerist þörf. Neytendastofa hefur eftirlit með því að einungis séu markaðssettar hér á landi öruggar vörur og sem uppfylla ákvæði laga, reglna og samevrópskra staðla sem gilda um framleiðsluvörur. Uppfylli vörur ekki reglur sem gilda um markaðssetningu vörunnar eða hún á annan hátt ógnar lífi og heilsu neytenda ber Neytendastofu samkvæmt reglum um opinbera markaðsgæslu að beina tilkynningum um það til neytenda. Í samstarfi við innflytjendur, dreifingaraðila og framleiðendur vörunnar vinnur Neytendastofa að því að afturkalla hættulegar vörur af markaðnum og fyrirskipar afturköllun vöru ef þörf krefur. Eftirlit með útgefendum skilríkja til undirskrifta eru jafnframt á verksviði stofnunarinnar en rafræn skilríki auka öryggi í viðskiptum og öðrum samskiptum í opnum kerfum, t.d. internetinu. Neytendastofa hefur eftirlit með því löggilding mælitækja fari fram. Auk þess veitir hún þjónustu við kvörðun mælitækja sem er faggilt af bresku faggildingarstofunni UKAS en aðgangur að faggiltri kvörðunarþjónustu er nauðsynlegur fyrir aðila í atvinnulífi. Námskeið til löggildingar vigtarmanna eru haldin reglulega en löggiltir vigtarmenn annast alla vigtun á sjávarafla af Íslandsmiðum. Hjá stofnuninni eru landsmæligrunnar Íslands varðveittir til að mynda fyrir hita og massa en íslenska kílógrammið eins og aðrir mæligrunnar, er sent reglulega til athugunar hjá mælifræðistofnunum í Evrópu til að tryggja rekjanleika og áreiðanleika mæligrunnsins. Neytendastofa stýrir stefnumótun á sviði neytendamála hér á landi og nýtir þannig sérþekkingu og reynslu í þágu framþróunar á löggjöf ásamt öðrum þáttum er varða starfssvið hennar. Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni 21, Reykjavík. Starfsmannastefna stofnunarinnar byggir á jöfnum kynjahlutföllum, símenntun og starfsþróun og að vinnan komi aldrei í veg fyrir að hver og einn geti lagt rækt við sitt fjölskyldu- og einkalíf. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefslóðinni: www.neytendastofa.is
Opinber fyrirtĂŚki og stofnanir | 209
210 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
nýsköpunarmiðstöð íslands www.nmi.is
N Höfuðstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Reykjavík.
ýsköpunarmiðstöð Íslands spilar veigamikið hlutverk, hvort sem litið er til stuðningsumhverfis nýsköpunar á Íslandi eða íslensks rannsóknasamfélags. Nýsköpunarmiðstöð heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og starfar eftir lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. Innan veggja Nýsköpunarmiðstöðvar starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga og rannsóknaraðila á ólíkum sviðum sem í gegnum verkefni sín hvetja til nýsköpunar og efla framgang nýrra hugmynda, íslensku atvinnulífi til framdráttar. Á degi hverjum er unnið að þróun, mótun og starfrækslu öflugra stuðningsverkefna í bland við faglega þjónustu, sem veitt er til frumkvöðla og starfandi fyrirtækja og stofnana. Sérstök áhersla er lögð á rekstur hagnýtra rannsóknareininga í góðum tengslum við atvinnulífið, háskólasamfélagið og erlenda samstarfsaðila. Höfuðstöðvar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eru að Árleyni 2-8 í Reykjavík, en allt frá árinu 2008 hefur starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar vaxið umtalsvert og eru starfsstöðvarnar nú alls átta talsins víðsvegar um landið: á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík, Höfn, Ísafirði, Reykjavík, Sauðárkróki og Vestmannaeyjum. Jafnframt rekur Nýsköpunarmiðstöð Íslands fjölda frumkvöðlasetra þar sem um eitt hundrað frumkvöðlafyrirtæki með tæplega þrjú hundruð starfsmenn fá aðstöðu og hvetjandi umgjörð til að vinna að hugmyndum sínum. Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er prófessor Þorsteinn Ingi Sigfússon og framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri frumkvöðlasetra er Sigríður Ingvarsdóttir. Deildir og stjórnendur þeirra eru sem hér segir: • Mannauðs- og markaðsstofa: Framkvæmdastjóri Karl Friðriksson, fjármálastjóri Jón Hreinsson og markaðsstjóri Árdís Ármannsdóttir. • Mannvirkjasvið: Forstöðumaður Óskar Örn Jónsson. • Efnagreiningastofa: Forstöðumaður Hermann Þórðarsson. • Efnisfræði og steinsteypa: Forstöðumaður og yfirmaður grunnrannsókna Ólafur Wallevik. • Efnis-, líf- og orkutækni: Framkvæmdastjóri Ingólfur Þorbjörnsson. • Impra: Framkvæmdastjóri Berglind Hallgrímsdóttir.
Starfsmenn Enterprise Europe Network á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Frá vinstri: Gauti Marteinsson, Amanda Garner og Kristín Halldórsdóttir.
Guðmundur Gunnarsson, fagstjóri í efnaferlum og efnistækni á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 211
Þórður I. Kristjánsson, verkefnisstjóri á sviði efnisfræði og steinsteypu hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Stuðningur við frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitir frumkvöðlum og fyrirtækjum upplýsingar um allt það, sem við kemur viðskiptahugmyndum og almennum atvinnurekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Sérfræðingar Nýsköpunarmiðstöðvar veita faglega leiðsögn og upplýsingar um þróun viðskipta- og vöruhugmynda, gerð viðskiptaáætlana, stofnun og rekstur fyrirtækja, möguleika á erlendu samstarfi auk möguleika á styrkjum til nýsköpunar, svo fátt eitt sé nefnt. Tækniyfirfærslunetið Enterprise Europe Network er meðal annars hýst á Nýsköpunarmiðstöð, en það er stærsta tækniyfirfærslunet sinnar tegundar í heiminum og hefur það að markmiði að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki, rannsóknaraðila, stofnanir og háskóla við að efla samkeppnishæfni sína á alþjóðamarkaði. Á hverju ári veita sérfræðingar Nýsköpunarmiðstöðvar um átta þúsund endurgjaldlaus handleiðsluviðtöl auk þess sem boðið er upp á fjölda námskeiða á sviði stjórnunar, nýsköpunar og þjónustugæða. Nýsköpunarmiðstöð Íslands mótar og hefur umsjón með atvinnuskapandi stuðningsverkefnum og heldur utan um styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, „Átak til atvinnusköpunar“, sem styrkir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja.
Tæknirannsóknir og ráðgjöf Nýsköpunarmiðstöð Íslands vinnur að hagnýtum rannsóknum og tækniráðgjöf á sviði bygginga og mannvirkja, framleiðslu, efnistækni, efnagreininga og orku. Sérfræðingar Nýsköpunarmiðstöðvar hafa mikla reynslu af samstarfi við fyrirtæki um þróun á nýrri tækni og nýjum vörum og hefur Nýsköpunarmiðstöð séð um framkvæmd sértækra rannsókna í samvinnu við fyrirtæki og innlenda og erlenda samstarfsaðila. Afrakstur þessara rannsókna eykur getu fyrirtækjanna og samkeppnihæfni atvinnulífsins. Auk sérhæfðra rannsókna sinnir Nýsköpunarmiðstöð þjónusturannsóknum af ýmsu tagi svo sem tjónagreiningu, prófunum á byggingaefnum, hljóðmælingum og efnamælingum tengdum iðnaði, landbúnaði og umhverfisvöktun.
Öflug útgáfa á ritum, skýrslum og stafrænum námskeiðum Á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að finna öfluga útgáfu á sviði rannsókna, þróunar og stjórnunar. Reglulega eru gefin út RB blöð sem innihalda tæknilegar upplýsingar, sem nýttar eru til viðmiðunar um viðhald og gerð mannvirkja. Að auki inniheldur vefverslun Nýsköpunarmiðstöðvar meðal annars gjaldfrjáls fræðslumyndbönd, stafræn örnámskeið, rit og skýrslur, meðal annars um samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegum samanburði, stjórnun og rekstur fyrirtækja og ferðaþjónustu. Yfirfærsla sérfræðiþekkingar og öflug þverfagleg samvinna á ýmsum sviðum, bæði innanlands og erlendis, er leiðarljós í rekstri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
212 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
orkustofnun
O
www.orkustofnun.is
rkustofnun starfar undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun. Eitt meginhlutverk Orkustofnunar er að veita leyfi vegna rannsókna og nýtingar á auðlindum og orkuvinnslu, vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um orkumál og veita stjórnvöldum ráðgjöf og umsagnir um þau mál. Einnig stendur Orkustofnun fyrir rannsóknum á orkubúskap þjóðarinnar, á orkulindum landsins, hafsbotnsins og á öðrum jarðrænum auðlindum þannig að unnt sé að meta þær og veita stjórnvöldum ráðgjöf um skynsamlega og hagkvæma nýtingu þeirra.
Borholuhús.
Borinn Týr.
Með samþykki á ýmsum lögum vegna fullgildingar Árósarsamningsins á Alþingi sem tóku gildi 1. janúar 2012 var sjálfstæði stjórnsýslunnar gagnvart ríkisstjórninni staðfest á mörgum sviðum. Árósarsamningurinn er alþjóðlegur samningur um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Frá og með 1. janúar 2012 fer Orkustofnun með leyfisveitingavald skv. ákvæðum laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, auðlindalaga, nr. 57/1998, raforkulaga, nr. 65/2003 og laga um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990, óháð atbeina ráðherra. Ákvarðanir Orkustofnunar er lúta að veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfa, samkvæmt ofangreindum lögum, sæta nú kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en ekki ráðherra eins og var fyrir fullgildingu Árósasamningsins, sem undirstrikar enn frekar mikilvægi aðskilnaðar þeirra aðila sem fara með leyfisveitingar annars vegar og hinna sem úrskurða um kærur vegna slíkra leyfisveitinga hins vegar. Þá fer Orkustofnun einnig með leyfisveitingarvald samkvæmt ákvæðum laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001, en hér á eftir verður sérstök áhersla lögð á umfjöllun um olíuleit á Drekasvæðinu samkvæmt þeim lögum. Leyfi til rannsókna og vinnslu á Drekasvæðinu voru boðin út í annað sinn í byrjun október 2011 með fresti til þess að skila inn umsóknum fram í byrjun apríl 2012. Mikil vinna var lögð í að bæta laga- og skattalegt umhverfi starfseminnar frá fyrra útboði. Einnig voru gerðar nýjar rannsóknir, bæði af Orkustofnun í samvinnu við Norðmenn og af einkaaðilum, sem vöktu jákvæða athygli í lok útboðsins. Þar má nefna niðurstöður bergsýnatöku úr bröttum hlíðum á hafsbotni sem gefa upplýsingar um jarðlög á meira dýpi. Niðurstaða þessarar sýnatöku er að bergið er mun eldra en áður var talið og það teljast góðar fréttir hvað varðar möguleika á kolvetnum í vinnanlegu magni. Fróðlegt er að líta á hvernig gjöldum og sköttum vegna vinnslu á olíu og gasi er háttað samkvæmt lögum og því útboði sem fór fram á Drekasvæðinu. Leyfishafar borga ýmis gjöld sem nema tugum milljónum króna fyrir rannsóknar- og vinnsluleyfi, á hverju ári. Rannsóknarleyfi eru veitt til allt að 12 ára með möguleika á framlengingu en rannsóknarleyfin geta aldrei verið lengur en til 16 ára í heild. Þetta eru gjöld sem eiga að tryggja það að aðilar leggi ekki undir sig svæði án þess að framkvæma nauðsynlegar rannsóknir og standa straum af ýmsum kostnaði ríkisins vegna starfseminnar. Þetta eru hins vegar smáaurar í samanburði við þá tekjustrauma sem verða til ef til vinnslu kemur. Ef til framleiðslu kemur verður lagt á gjald sem nemur 5% af framleiðsluverðmætinu, sem við ákvörðun hagnaðar telst til rekstrarkostnaðar. Því til viðbótar kemur síðan kolvetnisgjald sem nemur 45% hlutfalls hagnaðar og kostnaðar til viðbótar almennum tekjuskatti á fyrirtæki sem nemur 20% hagnaðar. Þannig greiðir fyrirtæki með 10% hagnað 24,5% skatt af hagnaði, fyrirtæki með 50% hagnað 42,5% skatt og fyrirtæki sem nýtir
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 213 auðlind þar sem kostnaður við vinnslu er hverfandi miðað við framleiðsluverðmætið gæti þurft að borga allt að 65% af hagnaði í skatt. Hér hefur eigandi auðlindarinnar lagt á lágt framleiðslugjald í upphafi sem gefur vinnslufyrirtækinu svigrúm til þess að greiða af fjárfestingunni en tekur síðan stærri hluta af kökunni eftir því sem hagnaðurinn eykst umfram eðlilega arðsemi vinnslufyrirtækisins. Með þessu hefur eigandinn tryggt sér verulegan hluta af þeirri auðlindarentu sem myndast ef vel gengur. Þetta er þó ekki eins einfalt og það lítur út fyrir. Stofna verður sérstakt félag um rekstur hverrar auðlindar og setja reglur þannig að hagnaðinum sé ekki skotið undan með ýmsum hætti til að mynda með yfirverði á aðföngum eða með því að fjárfesta í óskyldri starfsemi. Þetta þýðir að það þarf að hafa eftirlit með því hvaða kostnaður er tekinn á fyrirtækið og á hvaða kjörum afurðirnar eru seldar. Í olíu- og gasiðnaðinum er markaðs- og rekstrarumhverfi vel þekkt og auðveldara að fylgjast með einstökum rekstrarþáttum. Ef beita á sömu hugmyndafræði á aðrar auðlindir verður að huga sérstaklega að því hvaða aðferðir geta uppfyllt þessi markmið. Í orkuiðnaðinum mætti til dæmis notast við aðferðafræði svipaða þeirri og notuð er til þess að ákvarða tekjumörk fyrir flutningsfyrirtæki. Annar vandi í þessu samhengi er að nú er ekki vitað með vissu hvað munu teljast auðlindir í framtíðinni. Með auðlindum er þá átt við náttúruauðæfi sem skila umframarði og gera mun betur en að standa undir kostnaði við nýtingu þeirra. Það má ætla að nýting nýrrar auðlindar hefjist þegar menn sjá fram á að verðmæti afurðanna nægi fyrir kostnaði og eðlilegri arðsemi. Á þeim tíma er takmarkað svigrúm til þess að innheimta gjöld af framleiðslunni. Í sumum tilfellum er nýtingartími auðlindarinnar mun lengri en afskriftatími fjárfestinga vegna vinnslunnar, þannig að arðsemi eykst mjög með tímanum. Í öðrum tilfellum getur afkoman batnað með hækkandi afurðaverði, bættri tækni, hagræðingu og hagkvæmum flutningum. Það má líka ræða hvað séu sanngjörn skipti bættrar afkomu milli eiganda auðlindarinnar og þess sem hefur komið á hagkvæmri nýtingu hennar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur bent á að það geti haft ýmsa kosti ef hluti auðlindarentunnar er færður til þjóðarinnar í formi skattlagningar auðlindarentunnar í stað þess að hún skiptist alfarið milli eiganda auðlindarinnar og vinnslunnar. Það gefur annars vegar möguleika á að hluti auðlindarentunnar renni til þjóðarinnar allrar óháð eignarhaldi, en líka að hægt yrði að færa hluta rentunnar beint til þeirra byggðarlaga þar sem auðlindirnar er að finna og sem verða fyrir áhrifum og raski vegna vinnslunnar. Sigurður Thoroddssen verkfræðingur lýsir því í æviminningum sínum að hann sem nýútskrifaður verkfræðingur hitti á þriðja áratug síðustu aldar, erlendan mann á Austurlandi sem var að kanna möguleika á vinnslu seguljárns úr íslenskum sandi. Nú næstum öld síðar er Orkustofnun að fjalla um nýtt rannsóknarleyfi sem miðar að því að kanna grundvöll þess að hefja vinnslu seguljárns. Álíka langt er síðan skipulögð leit eftir gulli hófst á Íslandi og enn eru í gildi rannsóknarleyfi til gullleitar. Einnig hafa verið gerðar rannsóknir á Títani og Mangani. Kannski verða þessir kostir að veruleika nú en það gæti jafnvel þurft 100 ár til viðbótar áður en einhver er reiðubúinn að fjárfesta í slíkri vinnslu. Möl, sandur og gosefni eru dæmi um efni sem jafnt og þétt eru nýtt til mannvirkjagerðar. Kalk úr skeljasandi er nýtt til sementsframleiðslu og kóralþörungaset sem ekki var nýtt á síðustu öld er nú grundvöllur blómlegs útflutningsiðnaðar í Arnarfirði og nú er saltvinnsla hafin í smáum stíl á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Leir er eitthvað nýttur, til dæmis fyrir heita bakstra. Dæmi um auðlindir sem hafa verið nýttar hér í nokkrum mæli en runnið sitt blómaskeið á enda, að minnsta kosti í bili, eru brennisteinn, silfurberg og kísilgúr. Surtarbrandur og mór, þang og hrís sinntu eldsneytisþörf okkar fyrr á tímum en létu fljótt undan síga þegar kol og olía fóru að berast til landins.
Námaskarð.
Goðafoss.
Samskipti og miðlun gagna er mikilvægur hluti af starfsemi stofnunarinnar. Rekstur heimasíðu, gagnavefsjár, fullkomið bókasafn, flutningur gagna á stafrænt form og vönduð skjalameðferð og skjalavarsla eru allt þættir sem krefjast ómældrar vinnu en eru líka að skila miklum árangri fyrir þjóðfélagið og umheiminn. Ekki er allt mælanlegt en óneitanlega sjást víða merki þess að sótt er í það efni sem þjóðin hefur yfir að ráða. Raforkueftirlitið gegnir umfangsmiklu og mikilvægu hlutverki í rekstri Orkustofnunar, einkum að því er varðar eftirlit með flutningi og dreifingu raforku. Á undanförnum tveimur árum voru gerðar veigamiklar breytingar á raforkulögum, þar sem tekið var á því hvernig fara skuli með of- eða vanteknar tekjur miðað við tekjumörk. Flutnings- og dreififyrirtækjunum raforku voru þá settar þrengri skorður en áður við ákvörðun gjaldskrár gagnvart almennum notendum.
214 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
ríkiskaup
F
www.rikiskaup.is
Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, tók við 1. janúar 2012.
Stefnuyfirlýsing Ríkisskaupa: Skilja – Bæta – Spara Skilja: Ríkiskaup leggja ávallt áherslu á þekkingaröflun. Skilningur á þörfum markaðarins fæst eingöngu með góðri þekkingu og þannig er hægt að veita viðskiptavinum bestu fáanlegu ráðgjöf og þjónustu á sviði innkaupa. Bæta: Ríkiskaup gera ávallt ríkar kröfur um heilindi, traust og fagleg vinnubrögð ásamt því að beita sér fyrir leiðandi fræðslu í innkaupatækni. Með slíku leiðarljósi er stuðlað að heiðarlegum, gagnsæjum og góðum venjum við opinber innkaup. Spara: Ríkiskaup aðstoða opinber fyrirtæki við að ná niður kostnaði við innkaup. Leitast er við að minnka fyrirhöfn með rafrænum viðskiptum og stuðla þannig að lækkun heildarútgjalda hjá hinu opinbera, til hagsbóta fyrir skattgreiðendur.
yrstu lög um stofnun Ríkiskaupa voru sett þann 5. júní 1947 en starfsemin hófst þann 15. janúar 1949. Stofnunin heyrir undir fjármálaráðuneytið og er hún kostuð af sjálfaflafé. Rekstrarformið fellur í þann flokk sem nefnist A-hluta stofnun og með því er átt við að ríkið er að fullu ábyrgt gagnvart starfseminni. Ríkiskaup þurfa þó að afla sér eigin tekna og er því ekki úthlutað fé af af fjárlögum. Meginhlutverk Ríkiskaupa er að veita opinberum stofnunum og fyrirtækjum almenna innkaupa- og þjónusturáðgjöf. Boðið er upp á sérhæfðar innkaupalausnir sem eru sniðnar að þörfum hvers og eins og þannig leitast við að ná settum markmiðum varðandi sparnað og hagræðingu. Þó er ávallt reynt að kanna og meta sameiginlegar þarfir auk þess að beita sér fyrir samræmdum innkaupum sem nýtast fyrir sem flesta. Ríkiskaup annast einnig beina framkvæmd útboða, innkaupa, rammasamninga og eignasölu fyrir stofnanir og fyrirtæki í rekstri ríkissjóðs og er þetta fyrirkomulag bundið í lög. Í dag nema opinber innkaup um 10-15% af þjóðarframleiðslu eða á bilinu 55-80 milljarðar króna á ári. Sérhver sparnaður á þessu sviði er því mikils virði. Samkvæmt stefnuyfirlýsingu Ríkiskaupa er lögð áhersla á að gæta hagsmuna hins opinbera í hvívetna og leggja þannig sitt af mörkum til eigendanna sem eru sjálfir þegnar landsins.
Þjónusta og ráðgjöf við útboð Helsti tilgangur opinberra útboða er ná fram mögulegri lækkun á vörum og þjónustu til kaupenda. Í leiðinni er hvatt til virkrar samkeppni sem tryggir að seljendur fái aðgang að opinbera markaðnum, óháð því hvaða tengsl þeir kunna að hafa í stjórnkerfinu. Allir eru metnir út frá sömu forsendum jafnræðis og gagnsæis og því er hagur seljenda að opinbert útboð fari fram. Á sama hátt njóta kaupendur betri kjara, með meiri gæðum fyrir lægra verð. Þrátt fyrir að reglur um opinber innkaup séu skýrt afmarkaðar getur framkvæmd útboða verið vandasöm. Ráðgjafar Ríkiskaupa búa að áralangri þekkingu og reynslu á sviði útboðsgerðar ásamt tengdri verkefnastjórnun. Þeir aðstoða opinber fyrirtæki og stofnanir við val á hagkvæmum innkaupaleiðum og er markmiðið að ná farsælum árangri í sjálfu útboðsferlinu. Þar gildir einu hvort um er að ræða ráðgjöf eða verkefnastjórn útboðs í heild sinni
Stjórnun og gerð samninga Mikilvægur þáttur í þjónustu Ríkiskaupa er samningsstjórnun sem tryggir jafnan hag kaupenda og seljanda. Formlega er fylgst með því hvort framvinda og fullnusta viðkomandi samnings sé í takt við það sem lagt var upp með. Þar er sérlega mikilvægt að samræmis sé gætt á milli umsamdrar þjónustu eða vöruafhendingar og þeirra greiðslna sem á móti koma
Rammasamningar Rammasamningakerfi Ríkiskaupa er einfalt og þægilegt innkaupatæki fyrir opinbera kaupendur sem hafa opinber innkaup að atvinnu eða hlutastarfi. Slíkt fyrirkomulag er sérlega hentugt við öflun nauðsynlegra rekstrarvara eins og til dæmis pappírs og ritfanga ásamt rafmagns-, kennslu-, öryggis-og tölvuvörum. Hagkvæmni rammasamninga byggist á þeirri einföldu hugmyndafræði að margt smátt geri eitt stórt. Samtakamáttur margra opinberra fyrirtækja og stofnana eykur kaupmátt þeirra allra og kjörin verða eins og þau gerast best.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 215
Framkvæmdaráð Ríkiskaupa árið 2010, frá vinstri: Hallgrímur Gröndal rekstrarstjóri, Júlíus S. Ólafsson forstjóri, Guðmundur Hannesson, forstöðumaður ráðgjafarsviðs, Guðmundur I. Guðmundsson yfirlögfræðingur og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs.
Þjónusta og ráðgjöf við innkaup Til að tryggja jafnræði á milli seljenda eru við lýði ákveðnar reglur um innkaup fyrir fé skattgreiðenda. Í því tilliti er hlutverk hins opinbera kaupanda að láta hagkvæmnissjónarmið ávallt ráða ferðinni. Ein af meginstoðum Ríkiskaupa frá upphafi er að ástunda öfluga ráðgjöf og þjónustu á sviði innkaupa. Hér er m.a. um að ræða verðkannanir, innkaupa-, innflutnings- og tollþjónustu í kjölfar útboðs ásamt innkaupagreiningu og margvíslegri ráðgjöf. Innkaupastarf Ríkiskaupa er byggt á áralangri þekkingu á öflun, innflutningi, afgreiðslu og samningagerð. Stærstur hluti innflutningsins felst í kaupum á sérhæfðum tækjum og fágætri vöru sem eingöngu þarf að útvega einu sinni á margra ára fresti eða jafnvel bara einu sinni í hið heila. Þar getur verið um að ræða allt frá smæstu heyrnartækjum yfir í stærstu veghefla en þó eru vörur til heilbrigðiskerfisins mjög fyrirferðarmikill hluti innkaupa. Að þessu leyti verður reynsla og þekking Ríkiskaupa seint fullmetin.
Lögfræðiráðgjöf Innkaup fyrirtækja og stofnana ríkisins eru háð opinberum lagasetningum og ýmsum reglugerðum þar að lútandi og leitast opinberir kaupendur við að fylgja þeim í hvívetna. Stundum geta komið upp álitamál og vafaatriði sem krefjast túlkunar lögfræðinga. Í slíkum tilfellum kemur til kasta Lögfræðisviðs Ríkiskaupa sem veitir sérhæfða, lagalega ráðgjöf varðandi opinber innkaup. Álitsgerðir Ríkiskaupa um öll möguleg vafaatriði varðandi framkvæmd tiltekinna innkaupa eru unnar, í hverju máli fyrir sig, með tilvísan til laga og reglna.
Sala opinberra eigna og muna Ríkiskaup annast söluferli jarða og fasteigna í eigu ríkisins en meðfram því er einnig um að ræða sölu á notuðum vélum, húsgögnum og farartækjum. Mánaðarleg bílauppboð eru mörgum kunn og jafnan vel sótt.
Námskeið og fræðsla Eitt af veigamestu hlutverkum Ríkiskaupa er að fræða og upplýsa kaupendur jafnt sem seljendur um allt sem viðkemur opinberum innkaupum, útboðum, rammasamningum og eignasölum. Í boði eru margvísleg námskeið og vinnustofur fyrir kaupendur jafnt sem seljendur. Nánari upplýsingar um allt sem efst er á baugi, fréttir og ítarefni má nálgast inni á heimasíðunni: www.rikiskaup.is
Starfsmenn Ríkiskaupa að störfum.
216 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
H
www.rsk.is
inn 1. janúar 2010 voru sjálfstæð embætti skattstjóra lögð niður og landið gert að einu skattumdæmi. Þetta var ein róttækasta breyting sem hafði verið gerð á skipulagi skattastjórnsýslunnar frá stofnun embættis ríkisskattstjóra þann 1. október 1962. Breytingin hafði í för með sér að níu sjálfstæð skattumdæmi og þar með skattstjóraem bætti voru lögð niður og landið gert að einu skattumdæmi undir stjórn ríkisskattstjóra. Markmið þessarar breytingar voru í aðalatriðum þau að auka hagkvæmni við rekstur skattkerfisins, koma á frekari samræmingu og skilvirkni í skattframkvæmd. Sameining í eitt skattumdæmi kallaði á endurskipulagningu allra verkþátta, nýja verkaskiptingu og verkstjórn, sem unnin var í samráði við starfsmenn, ýmist í vinnuhópum eða á fundum, þar sem allir starfsmenn tóku þátt. Embætti ríkisskattstjóra starfar nú á grundvelli nýs skipulags sem er í stöðugri þróun til að mæta kröfum um skilvirkni sem og þörfum skattgreiðenda.
Stjórnendur RSK á fundi á Akureyri.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 217
Aðalskrifstofa ríkisskattstjóra á Laugavegi 166 í Reykjavík.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Megináherslur Meginmarkmið ríkisskattstjóra er að skattskil almennings og fyrirtækja séu rétt og í samræmi við lögbundnar skyldur. Það er einnig eitt af meginmarkmiðum ríkisskattstjóra að þeir sem leiti til embættisins fái þjónustu á öruggan og góðan hátt í samræmi við gildandi lagaákvæði. Áhersluatriði ríkisskattstjóra eru leiðarljós á þeirri vegferð.
Mannauður Meginstefna ríkisskattstjóra í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og virðingu á milli stofnunar og starfsmanna og starfsmanna sín í milli. Með mannauðsstefnu leggur ríkisskattstjóri fram áherslur embættisins um hvernig störf hjá embættinu skuli skipuð, hvaða viðhorf séu höfð við stjórnun verkefna, hvernig haga beri daglegri stjórnun og hvernig staðið skuli að ráðningu, endurmenntun og öðrum þáttum í samskiptum embættisins og starfsmanna. Starfsmenn skulu efldir í starfi svo sem frekast er kostur, þeir eigi góð samskipti sín í milli og hafi til að bera frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Samvera þeirra á vinnustaðnum á að efla þá til góðra starfa fyrir embættið og stuðla að vellíðan þeirra. Störf hjá embættinu skulu skipuð jafnt konum sem körlum og jafnræðis gætt í hvívetna. Jafnframt skal leitast við að aldursdreifing sé sem breiðust og fjölbreytt menntun, reynsla og ólík sjónarmið starfsmanna endurspegli samfélagið inn á vinnustaðinn og hafi gagnvirk jákvæð áhrif á störf og viðhorf til starfsemi ríkisskattstjóra.
Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri.
Skipulag Hjá ríkisskattstjóra starfa um 260 starfsmenn og er starfseminni skipt í fjögur framleiðslusvið og sjö stoðsvið. Ríkisskattstjóri er Skúli Eggert Þórðarson og vararíkisskattstjóri er Ingvar J. Rögnvaldsson.
Einstaklingssvið Meginverkefni einstaklingssviðs er yfirferð skattframtala, álagning einstaklinga auk þess að veita þjónustu og upplýsingar varðandi skattamál. Undir sviðið heyrir öll vinnsla framtala, kæruafgreiðsla og afgreiðsla skatterinda einstaklinga og einnig alþjóðamál og þjónustuver. Sviðsstjóri er Gunnar Karlsson. Inga Hanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri starfsmannasviðs.
218 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Sigmundur Stefánsson, sviðsstjóri atvinnurekstarsviðs.
Aðalsteinn Hákonarson, sviðsstjóri eftirlitssviðs.
Skúli Jónsson, sviðsstjóri skráasviðs.
Atvinnurekstrarsvið Á atvinnurekstrarsviði eru meginverkefnin að annast álagningu virðisaukaskatts, tekjuskatts og annarra rekstrartengdra gjalda rekstraraðila, jafnt einstaklinga sem lögaðila. Undir sviðið heyrir öll vinnsla framtala, kæruafgreiðsla og afgreiðsla skatterinda rekstraraðila auk alls er viðkemur virðisaukaskatti. Sviðsstjóri er Sigmundur Stefánsson. Jónína B. Jónasdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs.
Eftirlitssvið Eftirlitssviðið sér um að kanna gögn og upplýsingar um skattskil lögaðila og einstaklinga í þeim tilgangi að greina vantalda skattstofna og endurákvarða opinber gjöld. Í því felst að skapa varnaðaráhrif og vera leiðbeinandi og með þeim hætti tryggja jafnræði meðal skattaðila. Sviðið sér einnig um áhættugreiningar. Sviðsstjóri er Aðalsteinn Hákonarson.
Skráasvið Meginverkefni skráasviðs er skráning og viðhald upplýsinga í lögbundnum skrám, s.s. fyrirtækjaskrá, hlutafélagaskrá og ársreikningaskrá. Sviðið sér um upplýsinga- og vottorðagjöf og hefur eftirlit með áreiðanleika upplýsinga sem og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Sviðsstjóri er Skúli Jónsson. Elín Alma Arthursdóttir, sviðsstjóri fagsviðs.
Lögfræðisvið Lögfræðisvið sér um lögfræðiálit og almenna stjórnsýslu. Má þar t.d. nefna umsagnir til ríkislögmanns og Alþingis, kröfugerðir til yfirskattanefndar og endurákvarðanir fyrir skattrannsóknarstjóra ríkisins. Sviðsstjóri er Jónína B. Jónasdóttir.
Fagsvið Meginverkefni fagsviðs eru fræðslumál, upplýsingamiðlun og samræmingarmál en sviðið sér um útgáfu handbóka, verklagsreglna og leiðbeininga, sér um að samræma skattframkvæmd og heldur námskeið fyrir starfsmenn ríkisskattstjóra og viðskiptavini. Sviðsstjóri er Elín Alma Arthursdóttir. Jóhannes Jónsson, sviðsstjóri skipulagssviðs.
Jens Þór Svansson, sviðsstjóri tæknisviðs.
Ásgeir Heimir Guðmundsson, sviðsstjóri fjármálasviðs.
Gunnar Karlsson, sviðsstjóri einstaklingssviðs.
Guðrún Jenný Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasamskipta.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 219
Stillholt 16-18, Akranesi. Starfsstöðinni stýrir Stefán Skjaldarson.
Hafnarstræti 1-3, Ísafirði. Starfsstöðinni stýrir Rósa Helga Ingólfsdóttir.
Túngata 3, Siglufirði. Starfsstöðinni stýrir Hanna Björnsdóttir.
Skipulagssvið Undir skipulagssvið falla þróunarmál, stefnumótun, hagræðing, innra samræmi og skipulag. Þar eru einnig gerðar úttektir á innra öryggi. Sviðsstjóri er Jóhannes Jónsson.
Tæknisvið Tæknisvið sér um hugbúnaðar- og vélbúnaðarmál embættisins. Í því felst rekstur á hugbúnaðarkerfum, tölvum, staðalbúnaði og gagnagrunnum. Auk þess sér sviðið um álagningarmál (álagningarstjórnun, regluprófanir o.fl.), hefur yfirumsjón með staðgreiðslu sem og allri prentun og hönnun. Sviðsstjóri er Jens Þór Svansson.
Fjármálasvið Meginverkefni fjármálasviðs snúa að rekstri, líkt og bókhaldi, áætlanagerð, innkaupum o.þ.h. en undir sviðið fellur líka innri þjónusta eins og málaskráning og skjalavistun sem og skattatölfræði. Sviðsstjóri er Ásgeir Heimir Guðmundsson.
Hafnarstræti 95, Akureyri. Starfsstöðinni stýrir Gunnar Karlsson.
Starfsmannasvið Starfsmannasvið hefur yfirumsjón með ráðningum, sér um launavinnslu og mótar og viðheldur starfsmannastefnu. Undir sviðið fellur einnig útgáfa fréttablaðsins Tíundar og ársskýrslu embættisins. Sviðsstjóri er Inga Hanna Guðmundsdóttir.
Alþjóðasamskipti Undir alþjóðasamskipti falla öll erlend samskipti vegna alþjóðasamninga, samskipti við IOTA og OECD sem og erlend upplýsingaskipti, bæði regluleg og tilfallandi. Sviðsstjóri er Guðrún Jenný Jónsdóttir.
Skjólvangur 2, Egilsstöðum. Starfsstöðinni stýrir Hrefna Björnsdóttir.
Vegskálar 1, Hellu. Starfsstöðinni stýrir Steinþór Haraldsson.
Suðurgata 14, Hafnarfirði. Starfsstöðinni stýrir Sigmundur Stefánsson.
Heiðarvegur 15, Vestmannaeyjum. Starfsstöðinni stýrir Ingi Tómas Björnsson.
220 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Frá starfsmannafundi RSK.
Opinber fyrirtรฆki og stofnanir | 221
Frรก starfsmannafundi RSK.
222 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
siglingastofnun íslands www.sigling.is
S
iglingastofnun Íslands er þjónustustofnun sem vinnur að auknu öryggi og velferð sjófarenda og stuðlar að hagkvæmni í siglingum, sjávarútvegi og samgöngum. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Vesturvör í Kópavogi en einnig rekur hún útibú á sviði skipaeftirlits á Ísafirði. Árið 2011 unnu hjá Siglingastofnun ríflega 60 manns.
Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri.
Húsnæði Siglingastofnunar.
Landeyjahöfn.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 223
Smábátar í höfn.
Með yfirstjórn siglingamála fer innanríkisráðherra. Hafnaráð og siglingaráð eru ráðgefandi fyrir ráðherra og siglingamálastjóra varðandi verkefni á þessum sviðum. Starfsemi Siglingastofnunar skiptist í sex meginsvið: Hafnasvið, rannsókna- og þróunarsvið, rekstrarsvið, skipaeftirlitssvið, skrifstofusvið og stjórnsýslusvið. Starfsemi Siglingastofnunar geymir yfir aldalanga sögu og endurspeglar víðtækar þjóðfélags- og tæknibreytingar á Íslandi. Á meðal hlutverka stofnunarinnar eru rannsóknir á sviði siglinga- og hafnamála, upplýsingakerfi um veður og sjólag, siglingavernd, umsjón með skipaskoðun og eftirlit með erlendum skipum sem hingað koma. Undirbúningur og eftirlit við gerð hafna og sjóvarna, rekstur vita og leiðsögukerfis og umsjón með vöktun skipaumferðar. Útgáfa atvinnuskírteina sjómanna og starfsleyfa útgerða og rekstaraðila, skipaskrá og lögskráning sjómanna. Í einkunnarorðunum Í örugga höfn felst leiðarljós og inntak starfs Siglingastofnunar Íslands. Þrídrangaviti.
224 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
skattrannsóknaRstjóri
Á
www.skattrann.is
árinu 1965 var staða skattrannsóknarstjóra sett á fót við rannsóknardeild ríkisskattstjóra. Var skattrannsóknarstjóra ætlað að stýra rannsóknarstörfum hennar í samráði við ríkisskattstjóra. Árinu áður hafði sérstök deild innan embættis ríkisskattstjóra verið sett á laggirnar sem var ætlað að hafa með höndum skatteftirlit og -rannsóknir á landsvísu en þau verkefni höfðu fluttst til ríkisskattstjóra frá skattstjórum á árinu 1962. Árið 1978 var sjálfstæði skattrannsóknarstjóra aukið og verksvið hans nánar skilgreint. Kveðið var á um að skattrannsóknarstjóri stýrði starfsemi rannsóknardeildar ríkisskattstjóra en lyti nú beinu eftirliti fjármálaráðherra.
Embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins frá 1993 Embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins tók til starfa þann 1. febrúar 1993. Voru skattrannsóknir þá alfarið færðar undan embætti ríkisskattstjóra yfir í sjálfstæða stofnun. Með því var alfarið greint á milli eftirlits og rannsókna í skattamálum auk þess sem greint var á milli rannsóknar- og úrskurðarvalds með því að rannsókn væri í höndum skattrannsóknarstjóra en endurálagningu skatta í kjölfar þeirra rannsókna hjá ríkisskattstjóra. Eftirlit með skattskilum hélst áfram undir embætti ríkisskattstjóra.
Nútíminn
Farið yfir lögfræðileg úrlausnarefni. Bryndís Kristjánsdóttir og Theodóra Emilsdóttir.
Rannsóknamenn önnum kafnir. Svanhildur Másdóttir, Hlynur Leifsson og Íris Kristjánsdóttir.
Skattrannsóknarstjóri hefur með höndum rannsóknir á brotum á lögum um skatta og gjöld sem á eru lögð af ríkisskattstjóra, eða honum falin framkvæmd á, svo og brot á lögum um bókhald og lögum um ársreikninga. Þau brot sem skattrannsóknarstjóri annast rannsóknir á eru mjög fjölbreytt og misjöfn að umfangi. Ríkisskattstjóri vísar málum til skattrannsóknarstjóra þegar grunur vaknar um skattsvik. Skattrannsóknarstjóri tekur til athugunar allar ábendingar sem embættinu berast og hefur auk þess heimild til að hefja rannsókn mála að eigin frumkvæði. Við rannsóknir mála beitir skattrannsóknarstjóri þeim rannsóknarheimildum sem honum eru fengnar lögum samkvæmt. Skylda til að veita skattrannsóknarstjóra upplýsingar og gögn vegna rannsóknar mála er víðtæk. Þá hefur skattrannsóknarstjóri heimild til leitar og haldlagningar gagna á starfsstöð fyrirtækja og á heimilum, hið síðarnefnda í kjölfar dómsúrskurðar. Heimild er til kyrrsetningar eigna undir rannsókn mála hjá skattrannsóknarstjóra. Við rannsóknaraðgerðir skattrannsóknarstjóra er farið eftir lögum um meðferð sakamála eftir því sem við getur átt, einkum varðandi réttarstöðu grunaðra manna á rannsóknarstigi. Af því leiðir að rannsóknir skattrannsóknarstjóra eru ígildi lögreglurannsóknar á þessu sviði. Annað aðalverkefni skattrannsóknarstjóra er taka ákvörðun um refsimeðferð skattsvikamála með því að ákvarða sekt vegna brota, eða með því að vísa málum til refsimeðferðar hjá yfirskattanefnd eða lögreglu, hið síðarnefnda þegar brot teljast stórfelld. Skattrannsóknarstjóri gætir hagsmuna hins opinbera fyrir yfirskattanefnd með því að setja fram kröfu um sekt fyrir nefndinni og annast málflutning, hvort heldur skriflegan eða munnlegan. Í þeim tilvikum þegar máli er vísað til lögreglu annast skattrannsóknarstjóri undirbúning refsimeðferðar. Í minni málum býður skattrannsóknarstjóri aðilum að ljúka refsimeðferð máls með sekt.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 225
Starfsmenn skattrannsóknarstjóra á starfsmannafundi í október 2011.
Mannauður og vinnulag Hjá embætti skattrannsóknarstjóra eru í dag 32 starfsmenn á þremur meginsviðum: Stoðsvið; annast forskoðun og greiningu rannsóknarmála. Rannsóknarsvið; annast rannsóknir og skýrslugerð. Lögfræðisvið; annast refsimeðferð mála í kjölfar rannsóknar þeirra og úrlausn ýmissa lögfræðilegra mála. Auk skattrannsóknarstjóra, starfa hjá embættinu: Á stoðsviði: lögfræðingur, endurskoðandi og 2 viðskiptafræðingar. Á rannsóknarsviði: 19 rannsóknarmenn, flestir menntaðir á sviði viðskipta, hagfræði eða viðskiptalögfræði. Á lögfræðisviði: 4 lögfræðingar. Þá starfar hjá embættinu rekstrarstjóri auk þriggja ritara. Embættið er til húsa í Borgartúni 7, 150 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfsemi skattrannsóknarstjóra ríkisins er að finna á heimasíðu embættisins: www.skattrannsoknarstjori.is Skattrannsóknarstjóri ríkisins: Bryndís Kristjánsdóttir Forstöðumaður rannsóknarsviðs: Gunnar Thorberg Kristjánsson Forstöðumaður lögfræðisviðs: Theodóra Emilsdóttir Forstöðumaður stoðsviðs: Guðný Bjarnarsdóttir Rekstrarstjóri: Sandra Sveinbjörnsdóttir Skipaðir skattrannsóknarstjórar frá upphafi: Guðmundur Skaftason (1964-1967) Ólafur Nilsson (1967-1975) Garðar Valdimarsson (1976-1986) Guðmundur Guðbjarnason (1986-1993) Skúli Eggert Þórðarson (1993-2006)
Samráð og samvinna starfsmanna er nauðsynleg við skattrannsóknir. Sigurður Fannar Ólafsson, Gunnar Örn Ólafsson og Róbert Þorsteinsson.
226 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Stofnun Vilhjálms stefánssonar www.svs.is
S
tofnun Vilhjálms Stefánssonar gegnir mikilvægu hlutverki við rannsóknir, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum. Hún er starfrækt samkvæmt lögum nr. 81 frá 26. maí 1997 og tók formlega til starfa þann 12. september 1998. Starfsemi stofnunarinnar heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Í tengslum við stofnunina starfar lögbundin samvinnunefnd um málefni norðurslóða. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn en þar eiga 11 fulltrúar sæti sem tilnefndir eru frá ýmsum opinberum stofnunum. Aðsetur Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar er að finna í rannsókna- og nýsköpunarhúsinu Borgum við Norðurslóð á Akureyri. Þar starfa að jafnaði 6-10 manns sem sinna rannsóknavinnu af ýmsu tagi ásamt tengdum verkefnum. Húsnæðinu fylgir yfirgripsmikið sérfræðibókasafn fyrir starfsmenn og gistifræðimenn en öðrum er einnig heimilt að nýta sér kost þess með sérstöku leyfi. Frá upphafi hefur Níels Einarsson mannfræðingur gegnt starfi forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.
Mikilvæg málefni norðurslóða Verkefni Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar eru oftast þverfagleg og fjölþjóðleg og eiga það sameiginlegt að fjalla um fræðilegar og hagnýtar lausnir á viðfangsefnum sem snúa að málefnum norðurslóða. Þar lúta ráðandi þættir t.d. að umhverfismálum, samfélagsbreytingum, efnahag og svæðisbundinni sérstöðu. Unnið er eftir þeirri hugmyndafræði að náttúruvernd sé aldrei slitin úr samhengi við náttúrunýtingu. Við slíkar aðstæður þarf að taka mið af ýmsum hagsmunum t.d. hjá samfélögum sem sækja allar sína lífsbjargir til náttúrunnar. Á sama hátt snýst mannvist á norðurslóðum ekki síst um varðveislu menningarlegrar fjölbreytni og rétt smærri samfélaga til að viðhalda eigin gildismati og lifa í samræmi við það. Íslendingum er því nauðsynlegt að vera vel upplýstir um áform og væntingar alþjóðasamfélagsins gagnvart okkar litla landi og þeim lífsmöguleikum sem munu bjóðast komandi kynslóðum í anda sjálfbærrar þróunar.
Fræg mynd af Vilhjálmi að koma af veiðum með sel í eftirdragi. Myndin er frá kanadíska norðurheimskautsleiðangrinum 1913-1918.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 227
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar er til húsa í Borgum, rannsóknahúsi á svæði Háskólans á Akureyri © Sigurgeir Haraldsson.
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar þjónar því mikilvægu hlutverki við öflun og miðlun slíkrar þekkingar. Á hennar vegum fara jafnan fram fjöldamörg fræðslu- og rannsóknaverkefni. Niðurstöður þeirra eru mjög dýrmætar t.d. fyrir reglulega útgáfu á Þróunarskýrslu norðurslóða (Arctic Human Development Report) sem inniheldur allsherjar úttekt á samfélagsþróun og lífskjörum norðurslóða. Í starfi sínu hefur stofnunin tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfsneti háskóla á sviði fræða og rannsókna sem snúa að sjálfbærri þróun norðurhjarans með velferð arktískra samfélaga að leiðarljósi (University of the Arctic). Öll Norðurlöndin eiga aðild að þessu samstarfsneti auk menntastofnana í Bandaríkjunum, Kanada og Rússlandi ásamt fulltrúum frumbyggjasamtaka á norðurheimskautsvæðunum. Allar nánari upplýsingar um margþætt verkefni og rannsóknastarf Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar má nálgast inni á heimasíðunni: www.svs.is.
Vilhjálmur Stefánsson (1879-1962) Vestur-íslenski landkönnuðurinn og mannfræðingurinn Vilhjálmur Stefánsson kannaði í ferðum sínum menningu, lifnaðarhætti og náttúrufar á norðurheimskautssvæðinu. Hann dvaldi um 11 ára skeið meðal inúíta í Kanada, lærði tungumál þeirra og átti náin samskipti við innfædda. Vilhjálmur Stefánsson vann á sínum tíma, hugsanleg meira en nokkur annar, að því að breyta þjóðhverfri ímynd norðurslóða, frá norðurhjaranum eyðilega yfir í heimskautslöndin unaðslegu með merkilegu mannlífi, menningu og gnótt náttúrugæða. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar stendur fyrir reglulegum farandsýningum á erlendri grund og fyrirlestrum í minningu Vilhjálms og heldur þannig í heiðri minningu hans.
228 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
sýslumaðurinn á sauðárkróki www.syslumenn.is
A
ðsetur sýslumannsins á Sauðárkróki er að Suðurgötu 1, Sauðárkróki, í 882 m2 húsnæði, sem tekið var í notkun árið 1991 og hýsir bæði skrifstofu sýslumanns og lögreglustöð. Áður var skrifstofan að Víðigrund 5 og lögreglustöðin að Suðurgötu 7. Embætti sýslumannsins var flutt frá Gili í Borgarsveit árið 1890 og fyrsti sýslumaðurinn sem sat á Sauðárkróki var Jóhannes Ólafsson (1855-1897). Núverandi sýslumaður er Ríkarður Másson, skipaður 1. apríl 1996. Starfsmenn eru 17, þar af 9 lögreglumenn og er yfirlögregluþjónn Stefán Vagn Stefánsson. Umdæmið nær yfir sveitarfélagið Skagafjörð og Akrahrepp, samtals um 5.530 ferkílómetra svæði. Íbúar 1. apríl 2009 voru 4.331. Sýslumörk að vestan eru á Vatnsskarði, skammt vestan Valagerðis, á Skaga skammt norðan Hrauns, að norðan um almenningsnöf og á Lágheiði, þar sem hún er hvað hæst, á Öxnadalsheiði við Grjótá og til suðurs nær umdæmið allt inn á Hofsjökul. Sauðárkrókur, sem er stærsti þéttbýliskjarni héraðsins, fékk verslunarréttindi árið 1858 og kaupstaðarréttindi árið 1947. Íbúar þar eru nú 2.601. Aðrir þéttbýliskjarnar eru Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 229
T
tryggingastofnun www.tr.is
ryggingastofnun ríkisins var stofnuð með heildstæðum lögum um alþýðutryggingar árið 1936 og tók til starfa í apríl sama ár í nýbyggðu Alþýðuhúsi á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Stofnunin tók þar á leigu tvö herbergi, en í árslok störfuðu tíu starfsmenn við stofnunina. Allar götur síðan hefur rauði þráðurinn í starfsemi Tryggingastofnunar snúist um að borgarar á Íslandi njóti þess öryggiskerfis sem almannatryggingar fela í sér. Þau verkefni sem Tryggingastofnun hafa verið falin hafa verið breytileg í gegnum tíðina. Verkefni Tryggingastofnunar eru nú elli- og örorkulífeyristryggingar, greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar og þátttaka í dvalarkostnaði á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Önnur verkefni sem voru áður hjá Tryggingastofnun eru m.a. atvinnuleysistryggingar, sjúkra- og slysatryggingar og fæðingarorlofssjóður. Aðsetur Tryggingastofnunar hefur verið að Laugavegi 114 í um það bil hálfa öld. Starfsmenn voru 107 í upphafi árs 2011 eða tífalt fleiri en fyrir 75 árum. Frá 2009 hefur stofnunin starfað á fimm sviðum auk skrifstofu forstjóra, þ.e. Stjórnsýslusviði, Fjármála- og rekstrarsviði, Upplýsingatæknisviði, Réttindasviði og Samskiptasviði. Sigríður Lillý Baldursdóttir hefur veitt stofnuninni forstöðu frá 1. nóvember 2007. Á undaförnum árum hefur yfirstjórn almannatrygginga jafnframt flust á milli ráðuneyta. Tryggingastofnun heyrði um langt skeið undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, síðan frá ársbyrjun 2008 undir félags- og tryggingamálaráðuneyti en frá ársbyrjun 2011 undir nýtt velferðarráðuneyti. Ráðherra skipar stjórn Tryggingastofnunar sem hefur það hlutverk að staðfesta skipulag stofnunarinnar, árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og marka stofnuninni langtímastefnu. Skal stjórnin hafa eftirlit með starfsemi Tryggingastofnunar og að rekstur stofnunarinnar sé innan ramma fjárlaga á hverjum tíma. Ákvarðanir Tryggingastofnunar eru kæranlegar til úrskurðarnefndar almannatrygginga og úrskurðanefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála. Um 55 þúsund manns fá í hverjum mánuði greiðslur frá Tryggingastofnun. Þar af eru ellilífeyrisþegar stærsti hópurinn, um 30 þúsund. Fjárhagsleg velta stofnunarinnar nemur um fimmtungi af fjárlögum. Til að halda utan um svo umfangsmikla starfsemi er mikilvægt að hafa öflug tölvukerfi og hefur Tryggingastofnun verið framarlega í þróun rafrænna lausna hjá hinu opinbera. Þróun rafrænnar þjónustu tekur mið af að sem flestir viðskiptavinir Tryggingastofnunar geti leyst úr erindum sínum að heiman. Jafnframt hefur vefurinn tr.is verið endurnýjaður með aðgengi og mismunandi þarfir viðskiptavina að leiðarljósi. Samhliða hefur persónuleg þjónusta fyrir þá sem ekki geta nýtt sér rafrænar þjónustuleiðir verið styrkt. Á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á að móta stefnu Tryggingastofnunar til að skýra tilgang, hlutverk og vinnubrögð stofnunarinnar í síbreytilegu samfélagi. Frá árinu 2006 hefur verið stuðst við alþjóðleg matslíkön til að meta styrkleika og veikleika starfseminnar og vinna út frá því að úrbótum. Við stefnumótunarvinnu hefur verið lagt upp úr þátttöku allra starfsmanna auk þess sem leitað hefur verið eftir samráði við samstarfsstofnanir og hagsmunasamtök. Kosið var um tillögur að gildum Tryggingastofnunar árið 2008 og urðu traust, metnaður og samvinna fyrir valinu. Hápunktur stefnumótunarvinnunnar var fundur starfsmanna ásamt fulltrúum hagsmunaaðila, umboða og stjórnar, með þjóðfundarsniði sem haldinn var í lok janúar 2011. Afrakstur fundarins birtist í framtíðarsýn til ársins 2015 þar sem stefnunni er lýst á einfaldan hátt. Helstu áhersluþættir eru: • Persónuleg- og rafræn þjónusta • Hagkvæm og skilvirk stofnun • Virt stofnun sem hlúir að mannauði sínum.
Þjóðfundur Tryggingastofnunar í janúar 2011.
230 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
tollstjóri
E
www.tollur.is
mbætti tollstjóra heyrir undir fjármálaráðuneytið og er tollstjóri fjárhagslega ábyrgur gagnvart fjármálaráðherra fyrir rekstri þess. Hlutverk Tollstjóra er margþætt en hefur verið skilgreint svo í stuttu máli: „. . . að stuðla að því að löggjöf um inn- og útflutning og skil á sköttum sé fylgt og eiga þannig þátt í efnahags- og félagslegri velferð íslensks samfélags”. Starfsemi embættisins er skipt upp í tvö kjarnasvið, innheimtusvið og tollasvið, og tvö stoðsvið, rekstrarsvið og mannauðssvið. Þar fyrir utan er um að ræða starfsemi innri endurskoðunar og skrifstofu tollstjóra. Sjö manns skipa yfirstjórn embættisins: tollstjóri, aðstoðartollstjóri, forstöðumenn kjarna- og stoðsviða og forstöðumaður þjónustu- og gæðamála.
Verkefni Snorri Olsen tollstjóri.
Tollstjórar frá upphafi Jón Hermannsson (1929-1943) Torfi Hjartarson (1943-1973) Björn Hermansson (1973-1997) Snorri Olsen (frá 1997)
Innheimtusvið annast innheimtu opinberra gjalda og sér um upplýsingagjöf þar að lútandi. Þar fer einnig fram vanskilainnheimta sem og erlend innheimta. Þá annast sviðið greiðslu á reikningum embættisins. Innheimtusvið gefur út verklagsreglur, veitir leiðbeiningar og sinnir eftirliti með innheimtumönnum ríkissjóðs. Sviðið aðstoðar einnig Fjársýslu ríkisins og ríkisskattstjóra við hönnun og viðhald á tekjubókhaldskerfi ríkisins. Tollasvið sér um að lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sé fylgt við inn-, um- og útflutning á vörum. Sviðið hefur jafnframt mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna varðandi flutning vöru yfir landamæri hvort sem varan er t.d. í gámum eða á fólki, ásamt flutningi og geymslu á ótollafgreiddum varningi innanlands. Samkvæmt lögum annast tollasvið jafnframt endurskoðun tollframkvæmdar og tryggir þannig að hún sé samræmd, rétt og árangursrík. Rekstrarsvið hefur umsjón með fjármálum embættisins, þróun og rekstri tollafgreiðslukerfa, tæknimálum og innkaupum. Meðal umfangsmikilla sérverkefna rekstrarsviðs er umsjón og uppfærsla vefsíðu, útgáfumál og skjalastjórnun. Mannauðssvið fer með starfsmannamál embættisins og samræmir þau. Sviðið styður jafnframt stjórnendur við meðferð málaflokksins ásamt því að leggja mat á árangur við starfsmannastjórnun. Skrifstofa tollstjóra hefur það hlutverk að styrkja yfirstjórn embættisins og stuðla að umbótum og nýsköpun ásamt faglegri framþróun í starfsemi stofnunarinnar. Skrifstofan sér um alþjóðamál, stefnumótun og áætlanagerð ásamt árangurs-, þjónustu-, gæða- og verkefnastjórnun. Einnig er unnið að ýmsum sérverkefnum sem varða tollframkvæmdina. Innri endurskoðun framkvæmir úttektir á starfseminni og kannar hvort hún sé í samræmi við lög og önnur fyrirmæli. Sérstaklega er athugað hvort áhættustýring, innra eftirlit og verklagsreglur séu fullnægjandi og hvort upplýsingakerfi og öryggi þeirra sé í góðu horfi. Innri endurskoðun á jafnframt að veita ráðgjöf um allt sem getur skilað auknum árangri, hagkvæmni eða gæðum í starfseminni.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 231
Yfirstjórn Tollstjóra. Efri röð frá vinstri: Karl F. Garðarsson, Edda Símonardóttir, Linda Rut Benediktsdóttir, Unnur Ýr Kristjánsdóttir, Karen Bragadóttir. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Skúli Bergsson og Snorri Olsen.
Söguágrip Tollstjóraembættið í Reykjavík varð til við skiptingu lögreglustjóraembættisins í Reykjavík árið 1929. Upp frá því hafa orðið nokkrar veigamiklar skipulagsbreytingar hjá em bættinu. Í kjölfar nýrra tollalaga árið 1987 var stofnað nýtt embætti ríkistollstjóra, en fyrstu þrjú árin gegndi sitjandi tollstjóri því. Fyrsti ríkistollstjóri, Sigurgeir A. Jónsson, hóf því ekki störf fyrr en árið 1990. Árið 2001 var embætti ríkistollstjóra lagt niður og sameinað embætti tollstjórans í Reykjavík, m.a. í þeim tilgangi að auðvelda samnýtingu starfskrafta og efla tollgæsluna. Árið 1998 var Gjaldheimtan í Reykjavík lögð niður og verkefni hennar við innheimtu skatta færð yfir til Tollstjórans í Reykjavík. Á síðustu árum hefur starfsemi embættisins vaxið að umfangi, einkum vegna fækkunar tollumdæma. Þeim var fyrst fækkað úr 26 niður í 8 árið 2007 en í byrjun ársins 2009 var landið gert að einu tollumdæmi. Þá fékk embættið nýtt nafn og heitir nú Tollstjóri.
Starfsmenn og starfsstöðvar Hjá Tollstjóra starfa í upphafi ársins 2010 um 225 starfsmenn við innheimtu skatta og gjalda, tollgæslu og stoðþjónustu. Starfsstöðvar embættisins eru tólf talsins um allt land. Flestir starfsmenn eru staðsettir í Tollhúsinu við Tryggvagötu 19 í Reykjavík. Aðrar starfsstöðvar embættisins eru að Skúlagötu 17, Klettagörðum 23 og Stórhöfða 32 í Reykjavík, Cuxhavengötu 1 í Hafnarfirði, á Akureyri, Eskifirði, Ísafirði, Keflavíkurflugvelli, Selfossi, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum. Tollhúsið var tekið í notkun í ársbyrjun 1971. Mósaíkmyndin sem prýðir húsið speglar lífið við höfnina og er eftir listakonuna Gerði Helgadóttur (1928-1975). Það tók Gerði um tvö ár að vinna verkið, sem var unnið og sett upp á árunum 1972 og 1973. Starfsmenn Tollstjóra eru stoltir af þessu fallega listaverki og gegnir það veigamiklu hlutverki í allri ásýnd embættisins.
232 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
vegagerðin
V
www.vegagerdin.is
egagerðin er einn helsti burðarásinn í samgöngukerfi Íslands og mikilvægur hlekkur í starfsemi fjöldamargra fyrirtækja hér á landi. Stofnunin heyrir undir innanríkisráðherra sem skipar vegamálastjóra en auk hans er yfirstjórn Vegagerðarinnar skipuð aðstoðarvegamálastjóra og framkvæmdastjórum þriggja sviða í Reykjavík. Fjárframlög til rekstursins eru ákveðin á fjárlögum með hliðsjón af samgönguáætlun sem er skipulögð til tólf ára og fjögurra ára. Framlög til vegamála koma einkum frá mörkuðum tekjustofnum; bensín- og olíugjaldi ásamt þungaskatti. Á árunum fyrir hrun tíðkuðust í auknum mæli bein framlög. Umsvif Vegagerðarinnar hafa meiri áhrif í landinu heldur en marga grunar. Starfsemin fer fram í miðstöð og á fjórum svæðum. Flestir í miðstöð eru með aðsetur í Borgartúni 5-7 í Reykjavík en þar fer fram stjórnun, stefnumótun og rannsóknavinna stofnunarinnar. Svæðin skiptast í suðursvæði, suðvestursvæði, norðvestursvæði og norðaustursvæði. Hvert þeirra annast framkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins innan sinna marka og hafa umsjón með þjónustu við vegfarendur. Hjá Vegagerðinni starfa um 300 manns.
Hlutverk
Brúað yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi.
Vegagerðin er veghaldari og því opinber umsjónaraðili yfir meginhluta íslenska vegakerfisins. Helsta hlutverk stofnunarinnar er að sinna vegakerfinu á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Leitast er við að tryggja samgöngur árið um kring með eins litlum tilkostnaði og eins miklum þægindum og frekast er unnt fyrir vegfarendur. Vegagerðin leggur áherslu á að standa vel að umhverfismálum og stýra áhrifum starfseminnar í þann farveg að hún valdi sem minnstu jarðraski eða mengun í náttúrunni. Stofnunin hefur sett sér umhverfisstefnu þar sem helstu áhersluþættir eru skilgreindir. Sjö umhverfisnefndir starfa á landsvísu auk þess sem Vegagerðin styrkir mörg rannsóknaverkefni. Mat á umhverfisáhrifum er unnið vegna einstakra framkvæmda en ferlið er breytilegt eftir því hvort framkvæmdin er lögformlega háð slíku mati eða ekki. Vegagerðin stefnir að því að starfrækja virkt gæðakerfi sem tekur mið af ISO 9001 og beitir aðferðum gæða- og árangursstjórnunar til þess að ná sem bestum árangri í öllum sínum verkefnum.
Heimasíða Vegagerðarinnar
Flokkun vegakerfisins
Heimsíða Vegagerðarinnar, www. vegagerdin.is gegnir sérlega veigamiklu hlutverki. Þar er t.d. hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um veður og færð á landinu, ástand hálendisleiða og fjarlægðir á milli áfangastaða ásamt tengingum við vefmyndvélar í öllum landsfjórðungum. Einnig er hægt að nálgast fróðleik um yfirstandandi og fyrirhugaðar framkvæmdir. Upplýsingar um færð og ástand vega má einnig fá í þjónustusíma Vegagerðarinnar 1777.
Vegakerfið á Íslandi á margt sameiginlegt með æðakerfi mannslíkamans, þar sem starfseminni er viðhaldið með tryggu blóðstreymi um alla hluta líkamans. Með sama hætti er traust vegakerfi og greiðar samgöngur forsenda þess að mannlíf geti vaxið og dafnað, hvort heldur í þéttbýli eða dreifbýli. Vegakerfi landsins er skipt upp í þjóðvegi og sveitarfélagavegi sem eiga að mynda samfellda tengingu um byggðir landsins. Með þjóðvegum er átt við vegi sem taldir eru upp í vegaskrá og ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar og haldið er við af ríkisfé. Þjóð-
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 233
Söguágrip Um miðbik 19. aldar voru troðningar og reiðgötur helstu samgönguæðar Íslendinga og flutningar fóru fram á klyfjahestum. Fyrsta tilskipun um vegalagningu var staðfest af Danakonungi árið 1861. Með henni var búið í haginn fyrir ferðir hestvagna á sérstökum flutningabrautum sem skiptust í þjóðvegi og aukavegi. Árið 1893 tók Sigurður Thoroddsen við sem landsverkfræðingur, en hann var fyrstur Íslendinga til að mennta sig í faginu. Sigurður mældi t.d. fyrir akvegi yfir Hellisheiði og niður Kamba. Héðinsfjarðargöng vígð við hátíðlega athöfn.
Smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl.
vegakerfið er flokkað í stofn-, tengi-, héraðs- og landsvegi, auk stofnvega á hálendi. Með sveitarfélagavegum er átt við vegi innan þéttbýlis sem eru í umsjón viðkomandi sveitarfélaga. Með flokkast einnig göngu-, hjólreiða- og reiðstígar. Einkavegir teljast hvorki þjóðvegir né sveitarfélagavegir og eru ýmist í eigu einstaklinga, fyrirtækja eða opinberra aðila.
Rannsókna- og þróunarstarf Til að uppfylla markmið sín á hverjum tíma vinnur Vegagerðin stöðugt að því að afla nýrrar þekkingar á sínu sérsviði. Af þeim sökum hefur rannsókna- og þróunarstarf ávallt verið nokkuð stór þáttur í starfseminni. Jafnhliða rekstrinum stendur stofnunin fyrir viðamiklum jarðfræðirannsóknum til þess að afla efnis til vegagerðar auk jarðvegs- og bergkönnunar í tengslum við mat á umhverfisáhrifum. Vegagerðin vinnur að söfnun upplýsinga og kortlagningu náma en einnig hefur verið hrint af stað átaksverkefni um frágang aflagðra efnistökusvæða sem eru á ábyrgð stofnunarinnar. Á hverju ári veitir Vegagerðin styrki til vísindaverkefna sem, að stærstum hluta, eru fjármögnuð af svo nefndu tilraunafé sem nú er 1,5% af mörkuðum tekjum stofnunarinnar. Mikil áhersla er lögð á að afrakstur rannsókna- og þróunarstarfs geti skilað af sér nýjum reglum og leiðbeiningum þar sem t.d. er kveðið á um hagkvæma efnisnotkun og vinnuaðferðir. Vegagerðin á einnig þátt í margvíslegu erlendu samstarfi á sviði rannsókna og þróunar. Í þessu skyni hafa starfsmenn tekið þátt í ýmsum ráðstefnum og fundahöldum erlendis og þangað verið sótt þekking sem miðlað er áfram innan stofnunarinnar. Árið 2008 tók Vegagerðin við forsæti Norræna vegasambandsins (NVF) og er það í fyrsta sinn í 75 ára sögu þess. Því tímabili lauk árið 2012 með 960 manna ráðstefnu, Via Nordica, í Reykjavík.
Fyrsta bifreiðin kom til Íslands árið 1904, en eins og að líkum lætur markaði sá viðburður mikil tímamót í vegagerð á Íslandi. Skipulegur bifreiðainnflutningur fór þó ekki í fullan gang fyrr en á öðrum áratug 20. aldar og árið 1913 var í fyrsta skipti ekið frá Reykjavík austur í Rangárvallasýslu. Ný vegalög voru samþykkt árið 1924 og kváðu þau á um skipun Vegamálastjórnar auk sérstaks embættis vegamálastjóra. Í beinu framhaldi var farið af stað með ýmsar samgöngubætur með það fyrir augum að tengja betur saman einangraðar byggðir landsins. Fyrsti veghefill var tekinn í notkun árið 1926 og ári síðar komst bíll í fyrsta skipti yfir Holtavörðuheiði. Vegur frá Reykjavík og norður í land opnaðist um Kaldadal árið 1929. Fyrsti vegur um Hvalfjörð var lagður árið 1932 þó svo að Holtavörðuheiði væri ekki opnuð fyrir almenna umferð fyrr en árið 1939. Á árum seinni heimsstyrjaldarinnar tók hið eiginlega íslenska vegakerfi á sig mynd. Með hernámsliðunum fylgdu stórvirk vinnutæki og nýmóðins jarðýtur, sem ruddu betri og breiðari vegi og með meiri afköstum en áður hafði tíðkast. Tengingu Vestfjarða við aðalvegakerfi landsins lauk ekki fyrr en árið 1959 en með henni höfðu allar helstu byggðir náð vegtengingu. Þegar vegur yfir Skeiðarársand var opnaður árið 1974 var miklum áfanga náð í samgöngumálum Íslendinga en þá var í fyrsta skipti hægt að aka Hringveginn óslitið. Á sama tíma hófust viðamiklar endurbætur á öllum helstu þjóðbrautum íslenska vegakerfisins og þær lagðar bundnu slitlagi. Þessar framkvæmdir hafa staðið yfir alveg fram á síðustu ár og er svo komið í dag að 86% stofnvega eru lögð bundnu slitlagi en 28% tengivega.
234 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
vinnumálastofnun
V
www.vmst.is
Aðalskrifstofa og þjónustuskrifstofur Aðalskrifstofa Vinnumálastofnunar er í Kringlunni 1 í Reykjavík. Þjónustuskrifstofur er að finna á eftirfarandi stöðum: - Austurvegi 56, Selfossi - Árnagötu 2-4, Ísafirði - Faxatorgi 1, Sauðárkróki - Garðarsbraut 26, Húsavík - Krossmóum 4A, Reykjanesbæ - Miðási 1, Egilsstöðum - Strandgötu 1, Hvammstanga (Fæðingarorlofssjóður) - Skipagötu 14, Akureyri - Stillholti 18, 2 hæð, Akranesi - Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum - Túnbraut 1-3, Skagaströnd (Greiðslustofa atvinnuleysistrygginga)
Atvinnumál kvenna: Styrkhafar Atvinnumála kvenna árið 2010 ásamt Árna Páli Árnasyni, þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra.
innumálastofnun heyrir undir velferðarráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs. Hún fer einnig með umsýslu Ábyrgðarsjóðs launa, Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga og Fæðingarorlofssjóðs. Starfsemi stofnunarinnar hófst opinberlega þann 1. júlí 1997. Hún er starfrækt samkvæmt lögum nr. 55 frá 2006 um vinnumarkaðsaðgerðir og lögum nr. 54, frá sama ári, um Atvinnuleysistryggingar. Markmið laganna er að aðstoða og virkja einstaklinga til þátttöku á vinnumarkaði, auk þess að stuðla að jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar eftir vinnuafli. Vinnumálastofnun rekur 12 þjónustustöðvar víðsvegar um landið. Að fengnum tilnefningum til fjögurra ára í senn, skipar velferðarráðherra tíu manna stjórn Vinnumálastofnunar og skal hún hafa eftirlit með rekstri og starfsemi stofnunarinnar í landinu. Ráðherra skipar einnig sjö manna svæðisbundin vinnumarkaðsráð sem veita hverri þjónustöð ráðgjöf um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum. Í ársbyrjun 2012 störfuðu um 160 manns hjá Vinnumálastofnun og hafði þá fjölgað um 50 manns frá því haustið 2008.
Hlutverk Meginhlutverk Vinnumálastofnunar er að halda skrá yfir laus störf sem í boði eru á landinu öllu, miðla upplýsingum um þau til atvinnuleitenda og veita hinum sömu aðstoð við að finna störf við hæfi. Auk þess eru atvinnurekendur aðstoðaðir við mannaráðningar og til þeirra miðlað upplýsingum um framboð á vinnuafli. Vinnumálastofnun annast skipulag ýmissa úrræða fyrir fólk í atvinnuleit og er ráðgefandi, t.d. varðandi menntunarmöguleika, nám og námskeið og atvinnutengda endurhæfingu. Reynt er að láta ráðgjafaþjónustuna miðast við einstaklingsbundnar þarfir hvers og eins. Við umsókn atvinnuleitanda ber Vinnumálastofnun að leggja mat á vinnufærni viðkomandi. Á grundvelli þess er útbúin áætlun um atvinnuleit hans og þátttöku í viðeigandi vinnumarkaðsúrræðum eða að honum er leiðbeint til annarrar þjónustu, ef þurfa þykir. Vinnumálastofnun aflar reglulegra upplýsinga um ástand og horfur í atvinnumálum í einstökum landshlutum. Jafnframt fylgist hún náið með samsetningu vinnuafls í landinu, mannaflaþörf og framtíðarhorfum í atvinnugreinum ásamt því að veita upplýsingar um atvinnuástandið í landinu. Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni: www.vmst.is
Undirritun samnings um að setja á fót fjölsmiðju á Suðurnesjum.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 235
Þ
þjóðskjalasafn íslands www.skjalasafn.is
jóðskjalasafn Íslands er samkvæmt lögum nr. 66/1985 skjalavörslustofnun íslenska ríkisins og skjalasafn þeirra sveitarfélaga sem ekki eru aðilar að héraðsskjalasafni. Safnið fer með yfirstjórn skjalamálefna ríkisins, setur reglur fyrir alla opinbera skjalavörslu, veitir ráðgjöf og hefur eftirlit með skjalavörslu stjórnvalda, skjalageymslum og heldur námskeið um skjalavörslu. Í Þjóðskjalasafni eru frumheimildir um sögu íslensku þjóðarinnar frá miðöldum fram á okkar daga. Elsta skjalið er frá 12. öld. Hvergi annars staðar eru til meiri heimildir um íslenska sögu. Safninu er ætlað að varðveita heimildir um sögu þjóðarinnar, svo sem ákvarðanir stjórnvalda og mikilvægar upplýsingar um þegnana til þess að tryggja hagsmuni þeirra. Almennt er aðgangur opinn að gögnum í Þjóðskjalasafni með nokkrum undantekningum. Þannig má einstaklingur einungis fá aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum um sjálfan sig. Aðgang að skjölum í safninu fá menn á lestrarsal sem er öllum opinn. Milli 3.000 og 4.000 gestir koma þangað á ári hverju.
Þjóðskjalasafn Íslands, Laugavegi 162.
Þjóðskjalasafn tekur bæði við pappírsgögnum og stafrænum gögnum til varðveislu. Nú varðveitir það tæplega 40.000 hillumetra af pappírsskjölum. Það miðlar upplýsingum um safnkost sinn á vefnum (www.skjalasafn.is) og birtir þar valdar heimildir um sögu þjóðarinnar (sjá www.manntal.is). Í Þjóðskjalasafni starfa að jafnaði um þrjátíu manns. Skjalaverðir eru jafnan sagnfræðingar en annars hefur safnið á að skipa starfsmönnum með fjölþætta reynslu og menntun allt eftir starfssviði þeirra. Starfsmenn hafa með sér félag sem stendur m.a. fyrir skoðunarferðum og heldur úti fyrirlestraröð.
Úr lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162.
Upphaf og saga Stofnun Þjóðskjalasafns Íslands miðast við auglýsingu um landsskjalasafn sem Hilmar Finsen landshöfðingi gaf út 3. apríl 1882. Þar var mælt fyrir um, að skjalasöfn helstu embætta skyldu geymd hvert í sínu herbergi á dómkirkjuloftinu í Reykjavík, og áttu forsvarsmenn viðkomandi embætta að gæta hver síns skjalasafns svo sem verið hafði. Sérstakt herbergi var ætlað til að geyma skjöl frá embættismönnum úti á landi. Safnið flutti í Alþingishúsið árið 1900 og var þá opnað almenningi. Stórhuga heimastjórn reisti sérstaka byggingu, Safnahúsið við Hverfisgötu, yfir helstu söfn landsins árin 1906– 1909. Þar var Þjóðskjalasafnið næstu áratugi. Árið 1985 var hús Mjólkursamsölunnar að Laugavegi 162 keypt fyrir safnið enda húsakostur þess löngu orðinn of lítill. Flutningi þangað lauk árið 1998. Í upphafi 20. aldar miðaðist starfsemi safnins einkum við varðveislu og skráningu skjalasafna frá helstu embættum landsins. Með tímanum hafa hlutverk og skyldur Þjóðskjalasafns aukist verulega, einkum hlutverk þess að setja reglur um skjalavörslu og hafa eftirlit með skjalavörslu stjórnvalda. Lögin, sem sett voru um safnið árið 1985, mörkuðu tímamót í því efni.
Síða úr manntalinu 1703. Upphaf manntals í Skógarstrandarhreppi.
236 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
þjóðskrá íslands
Þ
www.skra.is
jóðskrá Íslands tók formlega til starfa 1. júlí 2010 samkvæmt lögum frá 15. júní 2010 um sameiningu Fasteignaskrár Íslands og Þjóðskrár, sem var skrifstofa í dómsmálaráðuneytinu. Hún er upplýsingastofnun, heyrir undir innanríkisráðuneytið og sinnir þeim verkefnum sem fyrirrennarar hennar höfðu haft með höndum auk nýrra verkefna. Sameiningin átti sér langan aðdraganda en komst fyrst á umtalsverðan skrið þegar fasteignaskráin var færð til innan stjórnsýslunnar, frá fjármálaráðuneyti til dómsráðuneytis þar sem hin grunnskrá landsins, þjóðskráin, var fyrir. Ítarleg könnun leiddi í ljós að sameining þjóðskrár og fasteignaskrár myndi stuðla að einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu og þar með betri þjónustu, fjárhagslegri hagkvæmni í rekstri og faglegri þróun í skáarhaldi. Það hefur gengið eftir. Þjóðskrá Íslands hefur það hlutverk að halda fasteignaskrá landsins og þjóðskrá, ákveða fasteigna- og brunabótamat og annast grunnrannsóknir á fasteignamarkaðinum. Þjóðskrá Íslands annast rekstur starfs- og upplýsingakerfa fyrir sýslumenn og sveitarfélög og gefur út vegabréf og nafnskírteini. Þjóðskrá Íslands veitir rafrænan aðgang að þjóðskrá, fasteignaskrá, veðbandayfirlitum fasteigna og kjörskrá í aðdraganda kosninga. Þá sendir stofnunin reglulega frá sér upplýsingar um fasteignamarkaðinn. Þjóðskrá Íslands rekur upplýsingaveituna Island.is á Vefnum.
Aðalstöðvar í Reykjavík, starfsstöð á Akureyri Ásta Guðrún Beck og Ásta Sólveig Andrésdóttir lögfræðingar.
Aðalstöðvar Þjóðskrár Íslands eru að Borgartúni 21 í Reykjavík og að Hafnarstræti 95 á Akureyri er skrifstofa stofnunarinnar. Starfsmenn eru alls um 100 talsins, þar af 15 á Akureyri. Þjóðskrá velti um 1.300 milljónum króna á árinu 2011. Stofnunin hafði 84% tekna sína af sölu á þjónustu og upplýsingum úr gagnasöfnum sínum en 16% af tekjunum voru fjárveitingar í ríkissjóði í samræmi við fjárlög. Viðskiptavinir eru fyrirtæki, sveitarfélög og almenningur.
Guðjón Steinsson, deildarstjóri skráningarog matsdeildar.
Innanríkisráðherra skipar Þjóðskrá Íslands þriggja manna stjórn til fjögurra ára. Einn stjórnarmaður skal tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, annar af Samtökum fjármálafyrirtækja og sá þriðji án tilnefningar. Ný stjórn var skipuð 1. febrúar 2012. Í henni sitja Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu, formaður; Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Vigdís Halldórsdóttir lögfræðingur, skipuð af Samtökum fjármálafyrirtækja. Haukur Ingibergsson er forstjóri Þjóðskrár Íslands og Margrét Hauksdóttir aðstoðarforstjóri og jafnframt forstöðumaður fasteignaskrár- og lögfræðisviðs. Katrín Eydís Hjörleifsdóttir er fjármálastjóri, Sigurbjörg J. Helgadóttir mannauðsstjóri, Örn Ingvarsson framkvæmdastjóri mats- og hagsviðs, Sólveig J. Guðmundsdóttir forstöðumaður þjóðskrár og gæðasviðs, Halla Björg Baldursdóttir forstöðumaður rafrænnar stjórnsýslu, Sigurjón Friðjónsson forstöðumaður tölvusviðs og Björn Magnússon forstöðumaður skrifstofunnar á Akureyri.
Sigurjón Friðjónsson, forstöðumaður tölvusviðs.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 237
Stjórn Þjóðskrár Íslands, skipuð í febrúar 2012. Sitjandi f.v.: Eiríkur Björn Björgvinsson, Hermann Sæmundsson og Vigdís Halldórsdóttir. Að baki þeim standa Haukur Ingibergsson forstjóri og Margrét Hauksdóttir aðstoðarforstjóri. Myndir: Oddur Þorkelsson.
Upphafið rakið til landnáms Íslendingar hafa haldið grunnskrár allt frá landnámi. Smám saman breyttust landnámsmennirnir í íbúa og skiptu landinu upp í fasteignir. Þannig skiptist hið forna landnám Ingólfs Arnarsonar til dæmis upp í um 40 þúsund lóðir. Með hæfilegri einföldun má segja að Landnámabók Ara fróða Þorgilssonar hafi í senn verið fasteignaskrá og þjóðskrá síns tíma. Upphaf þinglýsingar á Íslandi má svo rekja til ársins 1097 þegar Gissur Skálholtsbiskup Ísleifsson beitti sér fyrir því að Íslendingar skyldu greiða tíund af fé sínu til biskups, kirkna, kennimanna og fátækra. Arður af fasteignum var uppistaðan í skattstofninum.
Katrín Eydís Hjörleifsdóttir fjármálastjóri.
Þjóðskráin Þjóðskráin jafngildir í sjálfu sér sífelldri söguritun íslenskrar þjóðar. Þar er því haldið til haga hvar og hvenær landsmenn fæðast og deyja, hvort þeir ganga í hjónaband eða skilja, hvort þeir eiga börn og hvar þeir eiga lögheimili. Þjóðskrá úthlutar kennitölum og skráir hvaða erlendir ríkisborgarar fá úthlutað íslenskri kennitölu án þess að hafa hér skráð lögheimili. Kjörskrár vegna kosninga eða þjóðaratkvæðagreiðslna eiga rætur sínar í þjóðskránni og þar með varðveitir Þjóðskrá Íslands í raun sjálfa lyklana að þeim lýðræðislega rétti landsmanna að hafa áhrif með því að greiða atkvæði. Sigurbjörg J. Helgadóttir mannauðsstjóri. Vegabréf eiga sömuleiðis rætur í þjóðskránni. Þau eru eðli máls samkvæmt mikilvægasta sönnunargagnið um hver viðkomandi raunverulega er, aðgöngumiði viðkomandi að umheiminum. Þjóðskrá Íslands varðveitir frumrit af fæðingarskýrslum Íslendinga og hefur í öryggisskyni skannað allar slíkar skýrslur frá upphafi 20. aldar, um 370 þúsund talsins. Ættfræðiupplýsingar eru viðkvæmar, eðli máls samkvæmt. Lögum um persónuvernd er fylgt í hvívetna og breska staðlastofnunin vottar auk þess að öll starfsemi Þjóðskrár Íslands uppfylli stranga gæðastaðla um upplýsingaöryggi. Það krefst agaðra vinnubragða og sífelldrar árvekni að fá slíka vottun og viðhalda henni. Þjóðskrá Íslendinga á sér fáar hliðstæður í veröldinni og í mörgum ríkjum er reyndar ekki til nein þjóðskrá.
Halla Björg Baldursdóttir, forstöðumaður rafrænnar stjórnsýslu.
238 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Starfsfólk tölvusviðs á vinnufundi.
Fasteignamatið Fasteignaskrár eru algengar um víða veröld en rafræn vinnsla og skjót uppfærsla þeirrar íslensku með nýjustu upplýsingum hefur tryggt Þjóðskrá Íslands „sæti í úrvaldsdeild“ að þessu leyti í veröldinni. Þar að auki tekur íslenska fasteignaskráin til landareigna, mannvirkja og þinglýsinga, sem víðast annars staðar eru haldnar í aðskildum skrám. Enn má nefna að í gagnagrunni íslensku fasteignaskrárinnar eru allir kaupsamningar á fasteignamarkaði frá árinu 1980, sem gerir kleift að að vinna á margvíslegan hátt úr gögnum, rannsaka þróun á markaðinum og koma niðurstöðum eða upplýsingum á framfæri í aðgengilegu rafrænu formi. Guðrún Árnadóttir viðskiptastjóri. Fasteignamat á að endurspegla gangverð fasteignar miðað við staðgreiðslu í viðskiptum í febrúarmánuði ár hvert. Það er fyrst og fremst stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts, þ.e. viðmiðun vegna álagningar opinberra gjalda. Fasteignamat miðast við verðlag og viðskiptaumhverfi á markaði fasteigna í febrúar á fyrra ári. Þannig er verðlag í febrúar 2011 forsenda fasteignamats ársins 2012 og fasteignamat ársins 2013 á rætur að rekja til verðlags í febrúar 2012. Fasteignamat lýsir því markaðsástandi sem var á tilteknum tíma en gegnir ekki því hlutverki að hafa áhrif á þróun verðlags á fasteignamarkaði.
Sólveig J. Guðmundsdóttir, forstöðumaður þjóðskrár og gæðasviðs.
Fasteignamat er birt í júní ár hvert til að sveitarfélögum gefist tími til þess á síðari hluta ársins að taka tillit til niðurstöðu matsins við gerð fjárhagsáætlunar komandi árs. Fasteignamat var áður framreiknað frá ári til árs en frá og með árinu 2010 hefur það verið framkvæmt með nýjum og endurbættum aðferðum til að endurspegla betur markaðsverð eigna og breytingar á eignunum frá ári til árs. Við árlegt endurmat fasteigna er annars vegar stuðst við tugi þúsunda kaupsamninga áranna þar á undan um sambærilegar eignir og hins vegar við upplýsingar um eiginleika og gerð viðkomandi eigna (stærð, byggingarár, byggingarflokk, byggingarefni, staðsetningu og fleira). Áhrif aðferða við fasteignamat, í samræmi við lög sem tóku gildi í ársbyrjun 2009, geta verið þau að matsverð sambærilegra eigna hækki t.d. á einum stað en standi í stað eða lækki á öðrum. Sjálf staðsetningin getur hér ráðið miklu. Með lögunum frá 2009 og breyttum vinnubrögðum í kjölfarið varð heildarmynd verðlags á íslenskum fasteignamarkaði eins skýr og unnt er að hafa hana en einnig smæstu hlutar þeirrar myndar. Unnt er nú að meta mismunandi gangverð nákvæmlega sambærilegra eigna eftir því hvar á landinu þær eru, í hvaða bæjar- eða borgarhverfum eða jafnvel við hvaða götur þær standa í sömu hverfum í borg eða bæ.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 239
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í heimsókn á Þjóðskrá Íslands.
Brunabótamatið Brunabótamat lýsir verðmæti húseignar á þann veg að tekið er saman í eina heildarupphæð hve mikið myndi kosta að reisa nýtt sambærilegt hús á ný ef það eyðilegðist í eldi. Brunabótamat tekur með öðrum orðum til byggingarkostnaðar en einnig aldurs, slits, viðhalds og ástand hússins. Brunabótamat er vátryggingarupphæð lögbundinnar brunatryggingar húseignar og iðgjaldsstofn. Innbú verða húsráðendur að tryggja sérstaklega. Brunabótamat uppfærist mánaðarlega í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu. Brunabótamat er haft til hliðsjónar þegar kostnaður við endurbyggingu mannvirkis er metinn til bóta, til dæmis afleiðingar jarðskjálftanna á Suðurlandi 2000 og 2008.
Vegabréf gefin út. Gígja Hjaltadóttir við störf á vegabréfadeild.
Upplýsingar um brunabótamat eru líka á sinn hátt grunnur almannavarna í landinu. Áætlanir um rýmingu húsa, vegna hættu af eldgosum eða snjóflóðum, eru til dæmis byggðar á skráðri vitneskju um fólk og bústaði þess. Þetta skráningarkerfi hefur verið gert enn fullkomnara með því að setja hnitapunkta við hvert byggt ból á landinu til að staðsetja mannabústaði nákvæmlega.
Böðvar Páll Ásgeirsson við störf í skjalageymslu.
240 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Hlaðnir garðar Syðra-Tungukots í Svarfaðardal. Mynd: Fornleifavernd Íslands.
Garður er granna sættir Samkomulag um landamerki hefur frá landnámi verið ein af forsendum þess að grannar geti lifað og starfað í sæmilegri sátt og friði. Bændum til forna bar að hlaða garða um tún sín til að verja þau ásókn búfjár og væru þeir hlaðnir á landamerkjum var síður hætta á ósætti vegna slíks ágangs.
Tryggvi Már Ingvarsson, deildarstjóri landupplýsingadeildar (t.v.) og Björn Magnússon, forstöðumaður skriftstofu Þjóðskrár Íslands á Akureyri. Mynd: JÓH.
Þjóðskrá Íslands hefur í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands látið skanna inn landamerkjalýsingar fyrir landið allt og margt í þeim á rætur að rekja allt til þess tíma er landið byggðist. Það auðveldar auðvitað vinnu með þessar upplýsingar að þær eru komnar í rafrænan gagnagrunn. Fasteignamat ríkisins, sem síðar sameinaðist Þjóðskrá Íslands, hafði áður tekið við gagnagrunni um landamerki sem safnað hafði verið á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands, svonefndu Nytjalandi. Þann gagnagrunn hefur Þjóðskrá Íslands fyrst og fremst notað til að staðsetja jarðir á landsbyggðinni og áætla umfang þeirra. Gögnin eru hins vegar ekki hentug heimild handa þeim sem leita eftir lögformlega hnitsettum landamerkjalínum, enda ekki til slíks ætluð í upphafi. Ríkisvaldið hefur ekki haft frumkvæði að því að hnitsetja eignamörk á Íslandi og engar reglur eru til um hvernig að slíku skuli staðið. Lítið er um að uppmældum landamerkjum hafi verið þinglýst og því verður að leita í gamlar landamerkjalýsingar til að sjá eiginleg eignamörk. Framtíðarsýn Þjóðskrár Íslands er sú að allar fasteignir á Íslandi, í þéttbýli og dreifbýli, verði afmarkaðar með hnitum og aðgengilegar á einum stað, í landupplýsingadeild stofnunarinnar. Þetta er stórt verkefni og má hugsa sér að ný landeignaskrá verði byggð upp í skrefum og taki til allra eigna á Íslandi. Nauðsynlegt er þá að setja lög, hliðstæð þeim sem í gildi eru annars staðar á Norðurlöndum. Þá yrði hnitsett afmörkun lands eða lóðar lögbundin forsenda ráðstöfunar eignanna og þannig yrði landeignaskrá smám saman til af sjálfu sér. Hnitsetning lands er í raun forsenda allra fasteignaviðskipta í framtíðinni. Hnitsetning leysir samt ekki allan vanda því Ísland er eldfjallaeyja og jarðskorpuhreyfingar hafa áhrif á mælingar í hnitakerfinu. Þannig mátti sjá merki um staðbundna gliðnun lands við Kröfluelda undir lok áttunda áratugarins og við Suðurlandsskjálftana árið 2000. Spurningin er því sú hvort ekki þurfi hvoru tveggja að koma til: annars vegar hnitsetning og hins vegar sýnileg merking með steinum eða teinum á völdum punktum til að auðkenna landamerki, tryggja eignarrétt og sætta granna, líkt og hlöðnu görðunum var ætlað forðum daga.
Opinber fyrirtæki og stofnanir | 241
Viðurkenningu veitt viðtaka í Arizona 2011. Frá vinstri: Haukur Ingibergsson forstjóri, Bruce Woodzell, forseti IAAO, Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri mats- og hagsviðs, Margrét Hauksdóttir, aðstoðarforstjóri og Þorsteinn Arnalds, aðstoðarframkvæmdastjóri matsog hagsviðs.
Alþjóðleg viðurkenning Alþjóðasamtök sérfræðinga á sviði fasteignamats (The International Association of Assessing Officers - IAAO) veittu Þjóðskrá Íslands í september 2011 æðstu viðurkenningu sína fyrir aðferðir og tæknilega vinnu við nýtt fasteignamat á Íslandi. Þetta var tilkynnt á ársþingi samtakanna í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum. Þjóðskrá deildi viðurkenningunni með matsstofnun í Seattle í Bandaríkjunum. Stjórnendum og starfsfólki Þjóðskrár kom ánægjulega á óvart að stofnunin skyldi vera nefnd til æðstu alþjóðlegu viðurkenningarinnar á sínu fagsviði og enn gleðilegra var það að ná alla leið, þegar niðurstaða dómnefndar var kynnt. Skýrt kom fram að viðurkenningin staðfesti að Íslendingar væru í fremstu röð í heiminum við að meta fasteignir og miðla upplýsingum um matið út í samfélag sitt. Útreikningar, framkvæmd og kynning fasteignamatsins væru þannig til fyrirmyndar á alþjóðavísu. Áhugi erlendra sérfræðinga og fyrirtækja á sviði fasteignamats fyrir nýja fasteignamatinu á Íslandi er greinilegur og hefur farið vaxandi, ekki síst í kjölfar þess að Þjóðskrá Íslands hlaut alþjóðleg verðlaun fyrir hvernig staðið er að málum. Það sýna meðal annars fyrirspurnir um málið og heimsóknir sérfræðinga erlendis frá.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta
244 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Embætti landlæknis www.landlaeknir.is
E Embættið sinnir heilsueflingu með almenn um og sértækum aðgerðum. Meðal slíkra verkefna er samkeppnin Tóbakslaus bekkur sem haldin er ár hvert meðal 7. og 8. bekkja í skólum landsins.
mbætti landlæknis var stofnað 18. mars 1760 þegar Bjarni Pálsson var skipaður af Friðriki IV. Danakonungi sem fyrsti landlæknir á Íslandi. Landlæknisembættið hefur því þjónað landsmönnum í rúm 250 ár og munu ekki vera önnur eldri embætti af veraldlegum toga með samfellda sögu að baki hér á landi. Allt frá öndverðu hefur embættið starfað með það meginmarkmið að leiðarljósi að bæta heilsufar þjóðarinnar. Með lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 er tóku gildi 1. maí 2011 var starfsemi Lýðheilsustöðvar, sem tók til starfa í ársbyrjun 2003, og Landlæknisembættið sameinuð í Embætti landlæknis. Skömmu eftir sameininguna, 1. ágúst 2011, flutti embættið aðsetur sitt að Barónsstíg 47 þar sem Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var með starfsemi sína á árunum 1953–2006. Landlæknir síðan 1. janúar 2010 hefur verið Geir Gunnlaugsson og er hann fimmtándi í röð landlækna sem fengið hafa skipun eða verið settir í embættið. Hjá embættinu starfa nú 65 starfsmenn í u.þ.b. 55 stöðugildum. Sameining hins rótgróna Landlæknisembættis og hinnar ungu Lýðheilsustöðvar leiddi til endurskipulagningar á starfsemi embættisins í því augnamiði að gera það betur fært um að sinna þeim fjölbreyttu verkefnum sem lög um landlækni og lýðheilsu kveða á um. Embætti landlæknis starfar nú á fjórum fagsviðum auk stoðsviðs og skrifstofu landlæknis sem eru fagsviðunum til stuðnings í starfi þeirra (sjá mynd bls. 247). Skipuritið endurspeglar þá sýn að góður árangur í lýðheilsustarfi fyrir alla aldurshópa felst í samþættu starfi hinna mismunandi verkefna embættisins alls.
Aðsetur Embættis landlæknis er að Barónsstíg 27 þar sem Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var lengst af til húsa.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 245
Fjórir landlæknar. Frá vinstri: Matthías Halldórsson, Ólafur Ólafsson, Geir Gunnlaugsson og Sigurður Guðmundsson.
Svið áhrifaþátta heilbrigðis Sviðið vinnur að heilsueflandi samfélagi sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan landsmanna. Verkefni sviðsins snerta því forvarnir langvinnra sjúkdóma og áhrifaþætti þeirra. Langvinnir sjúkdómar eins og hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki, offita, krabbamein og áfengis- og tóbaksneysla valda mestri sjúkdómsbyrði í löndum um allan heim og eru því eitt helsta viðfangsefni heilbrigðisþjónustu alls staðar í heiminum. Mikilvæg forvarnarverkefni snerta því meðal annars lifnaðarhætti með áherslu á næringu, hreyfingu og tannvernd, áfengis- og tóbaksvarnir og geðheilbrigði. Sviðið vinnur að þessu með ýmsum almennum aðgerðum, s.s. útgáfu- og fræðslustarfi, og með því að þróa og styðja við þverfagleg verkefni eins og heilsueflandi grunnskóla og framhaldsskóla. Sviðið hefur einnig með höndum umsýslu Lýðheilsusjóðs og annast úthlutun styrkja til forvarna- og heilsueflingarverkefna á fjölbreyttum vettvangi forvarna- og grasrótarstarfs en einnig til rannsókna.
Sóttvarnasvið Sviðið vinnur í samræmi við sóttvarnalög, nr. 19/1997, og Alþjóðaheilbrigðisreglugerðina. Er hvort tveggja á ábyrgð sóttvarnalæknis. Meðal verkefna sviðsins eru vöktun og greining. Vöktunin nær ekki aðeins til smitsjúkdóma og sjúkdómsvalda heldur felst hún líka í að vakta vá af völdum eiturefna og geislavirkra efna og annarra óvæntra atburða sem geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu manna. Annar þáttur eru sýkingavarnir,
246 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
ekki síst varnir gegn spítalasýkingum sem eru vaxandi vandamál fyrir sjúklinga og afar kostnaðarsamar fyrir heilbrigðisþjónustuna. Skipulag og framkvæmd bólusetninga er einnig í verkahring sóttvarnasviðs, en bólusetningar eru mikilvæg fyrsta stigs forvörn. Þá ber einnig að nefna eftirlit með notkun sýklalyfja og sýklalyfjaónæmi og eftirfylgd með kynsjúkdómum og HIV-smiti. Gerð viðbragðsáætlana við óvæntri heilsuvá fellur einnig undir sóttvarnir, s.s. þegar bráðar farsóttir eins og heimsfaraldur inflúensu brjótast út eða eldgos á byggðum svæðum. Enda þótt sjúkdómsbyrði af völdum smitsjúkdóma hafi hlutfallslega minnkað á síðustu áratugum í þróuðum ríkjum, einkum vegna bólusetninga og virkra sýklalyfja, má aldrei slá slöku við. Brestur í sóttvörnum getur haft alvarlegar afleiðingar og er kostnaðarsamur, bæði fyrir einstaklinga og samfélög.
Svið eftirlits og gæða Sviðið vinnur að því að efla gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustunni. Helstu áherslur sviðsins varða eftirlit með og úttektir á heilbrigðisþjónustunni, öryggi og gæðaþróun og úrvinnslu kvartana. Sérfræðingar sviðsins skilgreina og semja faglegar kröfur og setja fram gæðavísa og önnur viðmið um framkvæmd heilbrigðisþjónustu í samstarfi við fagfólk á öðrum stofnunum og stjórnvöld. Eftirlitið varðar allar rekstrareiningar heilbrigðisþjónustunnar, sem eru um 2.000 talsins, þar af um 400 á ábyrgð lækna í sjálfstæðum rekstri. Lyfjaeftirlit embættisins fellur undir þetta svið og hefur að markmiði að styðja við hagkvæma lyfjanotkun og koma í veg fyrir misnotkun. Á ábyrgð sviðsins er einnig að setja fram leiðbeiningar og verklagsreglur um tilhögun heilbrigðisþjónustu, greiningu og meðferð.
Starfsfólkið fyrir utan Nesstofu þar sem fyrsti landlæknir á Íslandi hafði aðsetur. Myndin er tekin 2. maí 2011, daginn eftir formlega sameiningu Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 247
Skipurit Embættis landlæknis. Allar kvartanir sem berast embættinu frá notendum heilbrigðisþjónustunnar eru skoðaðar í þverfaglegum hópi starfsfólks og þar er krufið til mergjar hvort mistök, vanræksla eða ótilhlýðileg framkoma heilbrigðisstarfsfólks hafi átt sér stað. Niðurstaða slíkrar greiningar getur eðli málsins samkvæmt ekki alltaf hugnast öllum málsaðilum og endurspeglar þann flókna vanda sem við er að eiga.
Svið heilbrigðisupplýsinga Sviðið hefur með höndum að safna, greina og túlka gögn um heilsufar og heilbrigðisþjónustu, miðla upplýsingum úr gagnasöfnum embættisins og stunda lýðheilsurannsóknir. Helstu áherslur sviðsins varða vinnu við þær 14 heilbrigðisskrár sem embættinu ber að halda lögum samkvæmt og styðja samræmda skráningu í heilbrigðisþjónustu sem nýtist sem efniviður í heilbrigðisskrár. Í þessu felst jafnframt að gefa fyrirmæli um skráninguna og hafa eftirlit með gæðum hennar. Opnun á rafrænar gagnasendingar í rauntíma og aðgangur að gagnvirkum upplýsingum í vöruhúsi gagna eru meðal verkefna sviðsins. Sviðinu var falin ábyrgð á þróun rafrænnar sjúkraskrár á landsvísu frá og með 1. mars 2012 að telja. Þetta er umfangsmikið verkefni sem verður ekki unnið svo vel sé nema í náinni samvinnu við heilbrigðisstarfsfólk og stofnanir heilbrigðisþjónustunnar.
Stoðsvið og skrifstofa landlæknis Stoðsvið embættisins sinnir verkefnum sem styðja við innra starf þess. Það felur m.a. í sér ábyrgð á útgáfu embættisins, jafnt rafrænni og á prenti, auk starfrækslu vefseturs, skjalasafns og móttökuþjónustu. Skrifstofa landlæknis ber aftur á móti ábyrgð á að samhæfa og þróa allt starf embættisins og heldur utan um rekstur og eignir þess og sinnir lögfræðilegum málefnum. Framtíðarsýn Embættis landlæknis er að góð heilsa og vellíðan landsmanna byggi á öflugu lýðheilsustarfi og samþættri heilbrigðisþjónustu sem byggist á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Verkefni embættisins endurspegla einnig skýrt að starf þess beinist að fólki á öllum aldursskeiðum og velferð þess. Alþjóðlegir gæðavísar um heilbrigðisþjónustu hér á landi sýna að árangur starfsins er góður. Vel menntað starfsfólk embættisins finnur til ábyrgðar og metnaðar til að svo megi verða áfram.
248 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Landspítali www.landspitali.is Gildi Umhyggja Við berum umhyggju fyrir sjúklingum, samstarfsmönnum og samfélagi okkar. Fagmennska Við höfum fagmennsku, gagnreynda þekkingu og öguð vinnubrögð að leiðarljósi. Öryggi Við leggjum öryggi sjúklinga, starfsmanna og samfélags til grundvallar í allri okkar þjónustu. Framþróun Við leggjum áherslu á framþróun þjónustu, þekkingar og tækni.
L
andspítali er sjúkrahús allra landsmanna, aðalsjúkrahús Íslands og háskólasjúkrahús. Þar er veitt fjölbreytt, almenn og sérhæð heilbrigðisþjónusta þar sem þjónusta við sjúklinga er í öndvegi á legu-, dag- og göngudeildum. Háskólasjúkrahúsið er um leið miðstöð menntunar, þjálfunar og rannsókna á sviði heilbrigðisvísinda og öryggisnet í eigu og þágu þjóðar. Starfsmenn eru um 4.500 og starfsemin fer fram á 17 stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn í bráðaþjónustunni er við Hringbraut og í Fossvogi. Auk þess er spítalinn með starfsemi í Kópavogi, á Landakoti, Kleppi, Grensási, við Ármúla, Snorrabraut, Skólavörðustíg, Eiríksgötu, Barónsstíg og víðar.
Forsagan Landspítali varð til við sameiningu Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur árið 2000 en á sér forsögu í starfsemi sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu allt frá síðari hluta 19. aldar. Árið 2011 sameinaðist St. Jósefsspítali í Hafnarfirði starfsemi Landspítala.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 249
Bráðasjúkrahús Þriðjungur allra landsmanna leitar árlega til Landspítala eða yfir 100 þúsund manns. Innlagnir eru að jafnaði um 27 þúsund, komur á bráðamóttökur rúmlega 90 þúsund og komur á dag- og göngudeildir rúmlega 350 þúsund. Meðallegutími er innan við 7 dagar. Á hverju ári fæðast um 3.500 börn á spítalanum og skurðaðgerðir eru um 14 þúsund. Landspítali er fyrst og fremst bráðasjúkrahús. Auk starfsemi á lyflækninga- og skurðlækningadeildum er geðheilbrigðisþjónusta spítalans mjög umfangsmikil, svo og endurhæfing, rannsóknastarf og starfsemi á kvenna- og barnadeildum. Landspítali gegnir lykilhlutverk í móttöku slasaðra og bráðveikra alls staðar að af landinu.
Háskólasjúkrahús Landspítali er ein helsta menntastofnun landsins á sviði heilbrigðisvísinda með öflugu háskólastarfi. Náið samstarf er við Háskóla Íslands og fleiri menntastofnanir. Eitt af hlutverkum Landspítala sem háskólasjúkrahúss er að vera virkur í þekkingarleit og nýrri þekkingarsköpun í heilbrigðisvísindum. Starfsmenn spítalans stunda margvísleg vísindastörf sem standast fyllilega alþjóðlegan samanburð hvort sem varðar fjölda birtra vísindagreina í alþjóðlegum fagtímaritum eða tilvitnanir annarra vísindamanna í þær. Þekkingarleit og þróun nýrrar tækni eru forsendur gæða og framfara og undirstaða þess að spítalinn geti veitt þjónustu í hæsta gæðaflokki. Landspítali hefur sett sér háleita vísindastefnu. Stefnt er að því að hann verði árið 2012 eitt af fimm bestu háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndum hvað varðar árangur og afköst í vísindarannsóknum. Flestir nemendur í heilbrigðisvísindum fá sína klínísku þjálfun á spítalanum. Nemendurnir eru árlega hátt í 1.100 talsins; framhaldsskólanemendur, háskólanemendur úr grunn- og framhaldsnámi og nemendur í framhalds- og sérfræðinámi að loknu háskólanámi. Meistara- og doktorsnemum fjölgar stöðugt á spítalanum.
Framtíðarsýn Landspítala Landspítali er í fremstu röð háskólasjúkrahúsa. Sjúklingurinn og öryggi hans eru ætíð í fyrirrúmi. • Menntun og vísindastarf er í fremstu röð og markvisst unnið að nýsköpun á grundvelli þekkingar. • Landspítali er eftirsóttur vinnustaður sem veitir hagkvæma og skilvirka þjónustu byggða á bestu þekkingu sem völ er á. • Reksturinn er gagnsær og innan fjárlaga. • Bráðastarfsemi verður sameinuð á árinu 2017 í nútímalegu húsnæði við Hringbraut í góðum tengslum við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. • Landspítali er stolt landsmanna, sjúklinga og starfsmanna.
250 | Ísland – Atvinnuhættir og menning Mikilvægir áfangar í þjónustu við sjúklinga á Landspítala á seinni tímum 1968 Blóðskilun hefst 1970 Fyrsta hjartaþræðingin 1986 Hjartaskurðlækningar hefjast 1992 Segulómtæki tekið í notkun 2003 Fyrsta nýrnaígræðslan 2003 Stofnfrumuígræðsla með blóðmynd andi stofnfrumum hefst 2007 Gervihjarta grætt í sjúkling í fyrsta skipti Landspítali er „háskólasjúkrahús“ „Sjúkrahús sem veitir þjónustu í nær öllum viðurkenndum sérgreinum læknisfræði og hjúkrunarfræði, með áherslu á rannsóknir, þróun og kennslu. Sjúkrahúsið er í nánu samstarfi við háskóla sem sinnir kennslu og rannsóknum í læknisfræði og flestum öðrum greinum heilbrigðisvísinda, svo og eftir atvikum framhaldsskóla. Starfsmenn sjúkrahússins, sem uppfylla tilteknar hæfiskröfur háskóla, gegna störfum bæði á sjúkrahúsinu og við háskólann eða hafa önnur starfstengsl við háskólann. Meðferð sjúklinga, kennsla og rannsóknir eru samþætt í daglegum störfum á sjúkrahúsinu.“ Lög um heilbrigðisþjónustu 2007 nr. 40 27. mars
Skipulag og sérgreinar Starfsemi spítalans skiptist í svið og deildir. Klínísk svið eru lyflækningasvið, skurðlækningasvið, geðsvið, kvenna- og barnasvið, bráðasvið og rannsóknarsvið. Stoðsvið eru mannauðssvið, vísinda-, mennta og nýsköpunarsvið, fjármálasvið og rekstrarsvið. Framkvæmdastjórar stýra sviðunum og mynda framkvæmdastjórn Landspítala með framkvæmdastjórum hjúkrunar og lækninga, auk forstjóra og aðstoðarforstjóra. Allar helstu sérgreinar í lækningum eru stundaðar á klínískum sviðum Landspítala Lyflækningasvið: Almennar lyflækningar, blóðlækningar, endurhæfingarlækningar, gigtlækningar, hjartalækningar, húð- og kynsjúkdómalækningar, innkirtla- og efnaskiptalækningar, lungnalækningar, lyflækningar krabbameina, meltingarlækningar, nýrnalækningar, smitsjúkdómalækningar, taugalækningar, öldrunarlækningar. Skurðlækningasvið: Almennar skurðlækningar, augnlækningar, blóðbankafræði, bæklunarskurðlækningar, háls-, nef- og eyrnalækningar, heila- og taugaskurðlækningar, hjarta- og lungnaskurðlækningar (brjóstholsskurðlækningar), lýtalækningar, svæfinga- og gjörgæslulækningar, þvagfæraskurðlækningar, æðaskurðlækningar. Geðsvið: Geðlækningar Kvenna- og barnasvið: Barna- og unglingageðlækningar, barnalækningar, barnaskurðlækningar, fæðingar- og kvensjúkdómalækningar. Rannsóknarsvið: Blóðmeinafræði, erfða- og sameindalæknisfræði, klínísk lífefnafræði, meinafræði, myndgreining, ónæmisfræði, sýklafræði, veirufræði. Bráðasvið: Bráðalækningar
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 251
Félagsstarf Á Landspítala er fjölbreytt félags- og íþróttastarf og starfsmenn eru í rúmlega þrjátíu stéttarfélögum. Læknaráð og hjúkrunarráð fjalla um og veita ráðgjöf í málefnum sem tengjast lækningum og hjúkrun á spítalanum. Starfsmannafélag Landspítala stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum í félagslífi starfsmanna og hefur umsjón með orlofsbústöðum þeirra.
Nýr Landspítali Nýr Landspítali ohf., sem Alþingi stofnaði til með lögum vorið 2010, stendur að undirbúningi og útboði á byggingu nýs háskólasjúkrahúss við Hringbraut í samstarfi við stjórnendur og starfsmenn Landspítala og Háskóla Íslands. Áætlað er að hefja starfsemi í nýja spítalanum árið 2017 og að þar sameinist bráðaþjónustan í Fossvogi og við Hringbraut. Auk þess verður í nýbyggingum og eldri byggingum ýmis starfsemi sem er dreifð á höfuðborgarsvæðinu. SPITAL hönnunarhópurinn varð hlutskarpastur í hönnunarsamkeppni um nýjan Landspítala sumarið 2010. Áætlað er að nýjar byggingar Landspítala verði um 66 þúsund fermetrar en áfram notaðir 53 þúsund fermetrar af núverandi húsnæði og 10 þúsund fermetrar af húsnæði Háskóla Íslands. Með nýjum húsakynnum stórbatna aðstæður fyrir sjúklinga og starfsmenn og reksturinn verður mun hagkvæmari.
Björn Zoëga forstjóri Benedikt Olgeirsson aðstoðarforstjóri Framkvæmdastjórar Anna Stefánsdóttir – hjúkrun Ásbjörn Jónsson – rannsóknarsvið Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir – bráðasvið Erna Einarsdóttir – mannauðssvið Ingólfur Þórisson – rekstrarsvið Jón Hilmar Friðriksson – kvenna- og barnasvið Kristján Erlendsson – vísinda-, mennta- og nýsköpunarsvið Lilja Stefánsdóttir – skurðlækningasvið María Heimisdóttir – fjármálasvið Ólafur Baldursson – lækningar Páll Matthíasson – geðsvið Vilhelmína Haraldsóttir – lyflækningasvið Aðrir stjórnendur á Landspítala eru deildarstjórar og yfirlæknar.
252 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Apótek Vesturlands www.apvest.is
M
iklar sviptingar hafa verið í umhverfi lyfsölu frá því rekstur apóteka var gefinn frjáls árið 1996. Í kjölfar frelsisins fjölgaði apótekum mikið og hringamyndun apóteka hófst. Á markaðnum urðu til tvær stórar lyfjakeðjur sem voru skilgreindar af samkeppnisyfirvöldum með markaðsráðandi stöðu á smásölumarkaði lyfja. Í þessu rekstrarumhverfi hófst undirbúningur að stofnun Apóteks Vesturlands á vordögum 2006. Fyrirtækið var stofnað á Akranesi í ágústmánuði árið 2006 undir nafninu Líf og líðan. Tilgangur félagsins var að setja á stofn og reka apótek á Akranesi í samkeppni við apótek lyfsölukeðjunnar Lyfja og heilsu. Eigendur voru í upphafi tveir, Ólafur Adolfsson, lyfjafræðingur með reynslu af rekstri apóteka og markaðssetningu lyfja, búsettur á Akranesi og Guðmundur Reykjalín, viðskiptafræðingur, fyrrverandi eigandi Lyfjabúða ehf. og búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Í desember sama ár bættist í eigendahópinn Hjördís Ásberg, viðskiptafræðingur og eigandi fyrirtækisins Maður lifandi. Ákveðið var að staðsetja lyfjabúðina í verslunarmiðstöðinni Smiðjutorgi, sem var að rísa að Smiðjuvöllum 32 á Akranesi. Á vormánuðum ársins 2007 var unnið ötullega að því að innrétta lyfjabúð fyrirtækisins í húsnæði verslunarmiðstöðvarinnar ásamt því að afla tilskilinna leyfa til starfseminnar og lauk því verkefni um miðjan júnímánuð árið 2007. Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, opnaði Apótek Vesturlands með formlegum hætti laugardaginn 30. júní 2007 og hefur lyfjabúðin verið opin alla daga síðan eða í fimm ár samfleytt.
Áhersla er lögð á að veita góða þjónustu.
Apótek Vesturlands er að Smiðjuvöllum 32 á Akranesi.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 253
Apótek Vesturlands er í björtu og rúmgóðu húsnæði.
Starfsemin Apótek Vesturlands þjónar einkum íbúum á Akranesi og nærsveitum en auk þess er nokkuð um viðskiptavini af Vesturlandi, Snæfellsnesi og Dölum sem leita sér lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Apótekið sinnir allri almennri lyfsölu og lyfjatengdri þjónustu s.s. lyfjaskömmtun, skoðun lyfjabúnaðar fiskiskipa, yfirferð og viðhaldi sjúkrakassa fyrirtækja og stofnana. Auk þess er í Apóteki Vesturlands mikið úrval af heilsuvörum, vítamínum, bætiefnum, líkamsumhirðuvörum og snyrtivörum. Apótek Vesturlands hefur lagt ríka áherslu á góða þjónustu og hagstætt verð allt frá upphafi auk þess sem öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara, einnig er boðið upp á fría heimsendingarþjónustu. Lyfjabúðin er í 260 fermetra björtu og rúmgóðu húsnæði að Smiðjuvöllum 32. Sami afgreiðslutími hefur verið frá opnun: Mánudaga til föstudaga frá 9 til 18, laugardaga frá 10 til 14 og sunnudaga frá 12 til 14. Lyfjafræðingur er á vakt milli 12 og 13 þá daga sem heilagastir teljast.
Starfsmenn Þegar Apótek Vesturlands opnaði formlega árið 2007 unnu 5 starfsmenn hjá fyrirtækinu í rúmum þrem stöðugildum. Í dag starfar tíu manna samheldinn hópur hjá fyrirtækinu í rúmum 6 stöðugildum, fjórir karlmenn og sex konur. Hjá fyrirtækinu starfa tveir lyfjafræðingar í einu og hálfu stöðugildi, einn lyfjatæknir í fullu starfi, verslunarstjóri og sex sérþjálfaðir starfsmenn í hlutastörfum. Góður andi er meðal starfsmanna og mikil samheldni einkennir starfsemina í Apóteki Vesturlands. Hópurinn er duglegur að stunda útivist og lyfta sér upp og hafa starfsmenn m.a. gengið saman Síldarmannagötur frá Hvalfirði yfir í Skorradal.
Vöxtur og viðgangur Vöxtur Apóteks Vesturlands hefur verið samfelldur frá því fyrirtækið hóf rekstur. Fyrsta hálfa árið voru afgreiddir lyfseðlar rúmir ellefu þúsund og árið 2012 má vænta að 40.000 lyfseðlamarkinu verði náð.
Fjölbreytt úrval af bætiefnum og náttúruvörum.
254 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 255
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól
D
valar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól, Grundarfirði tók til starfa 1. desember 1988. Farið var í byggingu heimilisins að beiðni eldri Grundfirðinga til að þeir gætu dvalið síðustu æviárin á heimaslóðum. Fellaskjól er sjálfseignarstofnun sem rekin er af rekstrarframlögum ríkisins. Í stofnskrá heimilisins voru félagasamtökin Rauði krossinn, Verkalýðsfélagið Stjarnan, Lionsklúbburinn, Kvenfélagið Gleym-mér-ei, Búnaðarfélagið, Hesteigandafélagið, Setbergssöfnuður og sveitarfélagið. Landeigendur Grafar gáfu heimilinu 15.000 fermetra lóð undir heimilið og var því úthlutað af Hreppsnefnd Eyrarsveitar í Ölkeldudal. Bygging heimilisins fór að stórum hluta fram í sjálfboðaliðsvinnu áhugasamra einstaklinga og félagasamtaka. Nokkur hluti búnaðar heimilisins var keyptur vegna fjárframlaga góðgerðarfélaga auk hinna ýmsu fjáraflana. Fyrstu árin voru íbúar Eyrarsveitar duglegir að afla heimilinu fanga úr sjó og af landi og enn þann dag í dag berast heimilinu rausnarlegar gjafir af ýmsu tagi frá velunnurum. Fimm manna stjórn leggur línur fyrir stjórnun stofnunarinnar, en Jóhanna Gústafsdóttir forstöðukona rak heimilið til ársbyrjunar 2005 þegar Eva Jódís Pétursdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri tók við. Á Fellaskjóli eru rými fyrir 12 heimilismenn, 9 í hjúkrunarrými og 3 í dvalarrými. Íbúðir heimilisins eru tíu og skiptast í átta einstaklingsíbúðir, hver um sig um 30 fermetrar með baðherbergi og svo tvær hjónaíbúðir. Þær íbúðir er einnig hægt að nýta fyrir 2 einstaklinga. Íbúar heimilisins eru bæði heimamenn og aðfluttir. Mikil áhersla er lögð á heimilislegt yfirbragð og virðingu fyrir sjálfræði einstaklingsins. Vegna smæðar heimilisins er unnt að veita persónulega þjónustu og er markmiðið að efla og viðhalda færni heimilismanna til sjálfshjálpar í dagsins önn. Reynt er að bjóða upp á fjölbreytta starfsemi þannig að einstaklingurinn geti lifað eins innihaldsríku lífi og unnt er og að honum sé gefinn möguleiki á áframhaldandi þátttöku í samfélaginu. Heimilið býður einnig uppá dagvistunarpláss og hvíldarinnlagnir/skammtímavistanir auk þess sem aldraðir og öryrkjar geta keypt máltíðir. Þjónustuíbúðir Grundarfjarðarbæjar eru innangengar við heimilið og eru nokkrir íbúar þeirra sem sækja sér þá þjónustu og afþreyingu sem Fellaskjól hefur upp á að bjóða. Ýmis afþreying er í boði á Fellaskjóli, t.d. spil, handavinna, leikfimi, boccia, bingó, samstarf við leikskólann, söngskemmtanir, upplestur, þorrablót og margt fleira. Á heimilinu starfa hjúkrunarfræðingur, sjúkraliðar, félagsliðar og ófaglærðir og hefur starfsfólk hefur verið duglegt við að sækja sér sí- og endurmenntun sem ætti að tryggja heimilismönnum faglega þjónustu.
256 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Ás, dvalar- og hjúkrunarheimili www.dvalaras.is
G
rund tók að sér að reka dvalar- og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði þann 1. maí árið 1952 og fagnar heimilið því sextíu ára afmæli árið 2012. Fyrsta daginn komu fjórir heimilismenn til búsetu þangað. Starfsemin fór vel af stað, smáaukið var við húsrými og árið 1972 höfðu 28 hús bæst við þau fjögur sem Grund hafði til umráða frá upphafi og búið var að reisa garðyrkjustöð og trésmíðaverkstæði. Heimilismenn voru um 150 talsins. Í dag búa 132 heimilismenn í Ási. Þar fyrir utan eru 5 dagdvalarrými í Bæjarási en það er lítið heimili sem Ás rekur í Hveragerði með Eden hugmyndafræði að leiðarljósi. Þar búa líka fjórir einstaklingar og einn í hvíld. Lögð er áhersla á að heimilismenn þar haldi sjálfræði sínu og markvisst er unnið að því að útrýma leiða, einmanaleika og vanmáttarkennd úr lífi fólks. Þrjár landnámshænur búa í „hænsnahöll“ á lóð Bæjaráss, kötturinn Hnoðri býr þar sem og páfagaukur og daglega kemur hundur til starfa með eiganda sínum.
Notalegar þjónustuíbúðir
Ás fagnar 60 ára afmæli árið 2012.
Heimilismenn í Bæjarási eiga nokkur gæludýr.
Ás hefur nýlega tekið í gagnið tvær þjónustuíbúðir sem ætlaðar eru fólki sem orðið er sextugt eða eldra. Það getur nálgast ýmsa þjónustu frá Ási eins og heitan mat, iðjuþjálfun, hjúkrunarþjónustu og fjölbreytta afþreyingu. Páfagaukur býr á hjúkrunarheimilinu í Ási, í Ásbyrgi er fiskabúr og þar búa einnig páfagaukar. Í garðyrkjustöðinni í Ási er ræktað grænmeti fyrir heimilin þrjú og þegar umfram er framleitt hefur starfsfólk notið góðs af sem og ýmis góðgerðarsamtök. Afskorin blóm eru einnig ræktuð í gróðurhúsunum og prýða þau heimilin þrjú stóran hluta ársins. Þvottahús Grundar og Áss þvær fyrir heimilin þrjú og sér um þvotta fyrir fyrirtæki eins og HNLFÍ, Reykjalund, Holtsbúð og nokkur gistiheimili. Í Ási er ýmis afþreying á boðstólum, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, fótaaðgerðafræðingur býður fram þjónustu sína, hársnyrtir og síðan er bæði smíðaskemma í Ási, vinnustofa, tómstundahús, boðið upp á sundferðir, hópleikfimi, boccia, pútt, gönguferðir, spilakvöld og kvöldvökur. Messað er í Ási mánaðarlega og er það sóknarpresturinn í Hveragerði, sr. Jón Ragnarsson, sem sér um messuhaldið. Bókasafn Áss er opið einu sinni í viku og í því eru fleiri þúsund bókatitlar. Heimasíða Áss er uppfærð reglulega. Slóðin er www.dvalaras.is. Aðstandendur fá á sex vikna fresti sent rafrænt fréttabréf. Framkvæmdastjóri í Ási er Júlíus Rafnsson.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 257
G
GlaxoSmithKline www.gsk.com
laxoSmithKline (GSK) er meðal leiðandi lyfjafyrirtækja í heiminum. Aðalstöðvar GSK eru í Bretlandi, en fyrirtækið starfrækir skrifstofur í meira en 100 löndum og stór rannsóknasetur í Bretlandi, Bandaríkjunum, Spáni, Belgíu og Kína. Markmið GSK er að þróa lyf og heilsuvörur sem gerir fólki kleift að áorka meiru, líða betur og lifa lengur. Starfsfólk fyrirtækisins hefur þróað ný lyf og vörur sem hafa hjálpað milljónum einstaklinga um allan heim. Að vera í forystu fylgir samfélagsleg ábyrgð. GSK lætur sig varða þau áhrif sem vörur fyrirtækisins hafa á fólk og samfélög þar sem fyrirtækið starfar að markmiðum bættrar heilsu. Það þýðir einnig að fyrirtækið verður að leggja sitt lóð á vogarskál í þróunarlöndum þar sem alvarlegir sjúkdómar hafa áhrif á milljónir manna og aðgengi að lyfjum og bóluefnum er vandkvæðum bundið. Til að mæta þessari áskorun hefur GSK innleitt fyrirkomulag við verðlagningu lyfja og bóluefna í formi afsláttar sem gerir mögulegt að veita þeim aðgengi að lyfjum sem þurfa á þeim að halda. GSK er á meðal fárra lyfjafyrirtækja sem stunda rannsóknir á nýjum lyfjum og bóluefnum gegn sjúkdómum sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setur í forgang; HIV/AIDS, berklum og malaríu og eru starfsmenn GSK mjög stoltir yfir því að hafa þróað lyf sem reynst hafa mjög árangursrík gegn þessum sjúkdómum. GSK framleiðir lyf til meðferðar við mörgum helstu sjúkdómunum, svo sem öndunarfæra- og smitsjúkdómum, geðsjúkdómum, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum og meltingarfærasjúkdómum. Auk þessa er fyrirtækið í forystu við framleiðslu og þróun bóluefna og nýrra úrræða gegn krabbameinum og blóðsjúkdómum. GSK framleiðir einnig neytendavörur sem margar eru leiðandi á sínu sviði. Þar má nefna lausasölulyf eins og Zovir og Panodil, tannhirðuvörurnar Sensodyne og Aquafresh og heilsudrykkina Ribena og Lucozade. Húðvörur fyrirtækisins eru markaðssettar af Stiefel Laboratories og meðal þeirra teljast bæði húðlyf og verndandi og mýkjandi húðvörur eins og Ceridal og Physiogel. Dótturfyrirtæki GlaxoSmithKline á Íslandi er GlaxoSmithKline ehf. Fyrirtækið hefur starfað frá árinu 1990 og nú starfa hjá fyrirtækinu 13 starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn á sviði heilbrigðisvísinda, málfars og viðskipta. Þeir sinna sölu- og markaðsstarfi, lyfjaskráningum, upplýsingagjöf, rannsóknum og öðrum samskiptum við viðskiptavini, heilbrigðisstéttir og heilbrigðisyfirvöld. Vörustjórnun og skipulag innflutnings og dreifingar er einnig mikilvægur starfsþáttur. GlaxoSmithKline ehf. hefur aðsetur í Þverholti 14 í Reykjavík og framkvæmdastjóri þess er Hjörleifur Þórarinsson lyfjafræðingur. Nánari upplýsingar um GlaxoSmithKline má finna á vef fyrirtækisins, www.gsk.com.
Lyfjaframleiðsla GlaxoSmithKline.
Andrew Witty, forstjóri GlaxoSmithKline.
Starfsmenn GSK á Íslandi 2012: Frá vinstri: Sólveig Björk Einarsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Hjörleifur Þórarinsson, Björg Dan Róbertsdóttir, Hildur Rafnsdóttir, Brynja Valdimarsdóttir Kingdon, Sigríður Baldursdóttir, Ríkarður Róbertsson, Brynja Björgvinsdóttir, Paula Maguire og Bryndís Jónsdóttir. Fjarverandi við myndatökuna voru Hlíf Georgsdóttir og Fríður Þormar.
Blóðrannsókn við grunað malaríusmit.
258 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Eir hjúkrunarheimili www.eir.is
E
ir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993 og stóð sr. Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri heimilisins, fyrir undirbúningi, framkvæmdum og rekstri til apríl 2011 er hann lét af störfum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórnarformaður Eirar, tók við sem framkvæmdastjóri til janúar 2012 en þá var ráðinn í starf framkvæmdastjóra Sigurður Rúnar Sigurjónsson. Framkvæmdastjóri fjármála er Emil Theódór Guðjónsson og hóf hann störf á Eir árið 2003. Framkvæmdastjóri lækninga hefur verið frá upphafi Sigurbjörn Björnsson og einnig hefur Birna Kr. Svavarsdóttir verið framkvæmdastjóri hjúkrunar frá árinu 1993. Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 173 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeild, sambýli, heimilisdeildir auk miklilvægrar starfsemi á móttökudeild Eirar þar sem einstaklingar koma til brotaendurhæfingar og skammtímavistunar.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 259
Sumarblíðunnar notið við söng og kaffidrykkju. Í tengslum við Eir eru reknar tæplega 200 öryggisíbúðir á þremur stöðum, í Eirarhúsum, í Eirborgum og á Eirhömrum. Einstaklingar sem sækjast eftir að komast í öryggisíbúðirnar eiga það sameiginlegt að vilja tryggja öryggi sitt í góðu umhverfi, þar sem til staðar er fagþjónusta og úrræði sem þeir eru í þörf fyrir og eiga rétt á hverju sinni. Í stjórn Eirar 2011-2015 eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður, Magnús L. Sveinsson, Hafsteinn Pálsson, Stefán Benediktsson, Helga Eysteinsdóttir, Fanney Proppé Eiríksdóttir og Þórunn Sveinsbjörnsdóttir.
Fjölskyldusamkoma á deild.
260 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili www.grund.is
G
rund við Hringbraut er elsta en jafnframt eitt framsæknasta dvalar- og hjúkrunarheimili landsins sem fagnar 90 ára afmæli árið 2012. Starfsemin hófst árið 1922 í litlu steinhúsi sem hét Grund og var við Kaplaskjólsveg. Í fyrstu var unnt að hýsa 23 heimilismenn í litla húsinu en þegar Grund við Hringbraut var komin í gagnið og þörfin var mest á áttunda áratugnum voru heimilismenn nær fjögur hundruð. Gísli Sigurbjörnsson, sonur sr. Sigurbjörns Ástvalds Gíslasonar eins af stofnendum Grundar, var forstjóri Grundar í sex áratugi og þegar hann lét af störfum tók dóttir hans við, Guðrún B. Gísladóttir sem nú er forstjóri .
Fjölbreytt þjónusta Margir kunna að meta hvernig þetta fallega og virðulega hús heldur utan um fólk með því hlýja andrúmslofti sem þar ríkir meðal heimilisfólks og starfsfólks. Á Grund starfa læknar, hjúkrunarfræðingar og annað fagfólk með vellíðan og öryggi heimilisfólksins að leiðarljósi. Lagt er upp úr fjölbreyttri afþreyingu. Sjúkraþjálfarar og íþróttafræðingur vinna á endurhæfingardeild og er á heimilinu fullkominn tækjasalur og sundlaug. Á Grund starfa hársnyrtar og fótaaðgerðafræðingur. Ýmiskonar leikfimi er á boðstólum sem og þjálfun utan dyra. Í iðjuþjálfun er boðið upp á handverk eins og kertagerð, mósaík, tágavinnu, prjóna- og saumaskap og árstíðabundna afþreyingu eins og bakstur og laufabrauðsgerð fyrir jólin. Reglulega er boðið upp á bingó, herrakaffi, billjard, vinafundi, dansleiki og fleira. Alla virka morgna er morgunstund þar sem lesið er úr dagblöðum, sungið og boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Þá er bryddað upp á ýmsu sem ekki er skipulagt, góðir dagar eru nýttir til útiveru, bakaðar eru vöfflur ef þannig stendur á, farið er í sólstofuna sem er „kaffihús“ heimilisins, jafnvel skroppið í bæjarferð og svo framvegis. Í hátíðasal er messað tvisvar í mánuði og á hátíðisdögum og ýmsir góðir gestir koma og lesa uppúr verkum sínum, kórar og einsöngvarar syngja og gestir leika á hljóðfæri. Aðstandendafélag Grundar stendur fyrir bingói, stuttum ferðum og aðventutónleikum. Fjórum sinnum á ári kemur Heimilispósturinn út þar sem greint er frá ýmsu úr starfi heimilisins. Reglulega kemur út rafrænt fréttabréf fyrir aðstandendur þar sem þeir geta fylgst með starfinu á Grund. Heimasíða Grundar, www.grund.is er uppfærð reglulega. Um tvö hundruð heimilismenn búa á Grund og eru starfsmenn rúmlega þrjú hundruð, margir í hlutastarfi. Grund á og rekur einnig dvalar- og hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði sem fagnar sextíu ára afmæli árið 2012. Þá tók Grund að sér að reka hjúkrunarheimilið Mörk við Suðurlandsbraut árið 2010. Grund á einnig 78 glæsilegar íbúðir við Suðurlandsbraut 58-62 þar sem fólk sextugt eða eldra býr og getur keypt sér ýmsa þjónustu frá Mörk hjúkrunarheimili. Innangengt er frá íbúðum og á hjúkrunarheimilið. Grund er sjálfseignarstofnun og stjórn heimilisins skipa átta manns. Stjórnarformaður er Jóhann J. Ólafsson. Grund býður upp á fjölbreytta afþreyingu.
Stöðugt er verið að byggja við og bæta húsnæðið á Grund.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 261
G
Glæsilegar íbúðir fyrir 60 ára og eldri www.morkin.is
rund festi árið 2010 kaup á þremur íbúðarbyggingum við Suðurlandsbraut 58 62 sem hýsa 78 glæsilegar þjónustuíbúðir sem ætlaðar eru fólki sem er sextugt og eldra. Íbúðirnar eru frá 80 og upp í 140 fermetrar að stærð og ekkert var til sparað við byggingu húsanna. Glæsilegar eikarinnréttingar prýða íbúðirnar sem eru parketlagðar og náttúruflísar eru á baðherbergjum og forstofu. Tengigangur er frá íbúðum yfir í hjúkrunarheimilið Mörk og þangað geta íbúar sótt sér fjölbreytta þjónustu, t.d. komið í heitan mat í hádegi, farið í leikfimi eða tækjasal, spilað, verið í handverkshópum, hlustað á upplestur, mætt á dansleiki eða kíkt við á kaffihúsinu. Gert er m.a. ráð fyrir sundlaug á neðstu hæð íbúðabygginga sem og heitum potti, líkamsræktarsal, hvíldaraðstöðu, gufubaði og smíðaskemmu. Púttvöllur er við húsið, göngustígar og fín aðstaða til útivistar. Íbúar sem búa í Mörkinni borga um 30% kaupverðs við undirritun en greiða síðan mánaðarlega leigu. Hægt er að fá bílastæði í kjallara. Heimasíða Markarinnar er www.morkin.is Framkvæmdastjóri Grundar Markarinnar er Gísli Páll Pálsson. Stjórnarformaður er Júlíus Rafnsson.
Eden-hugmyndafræðin á hjúkrunarheimilinu Mörk Grund tók að sér rekstur nýs hjúkrunarheimilis við hlið íbúðarbygginganna þriggja og fyrstu íbúarnir fluttu þangað inn í ágúst árið 2010. Nú búa þar 110 heimilismenn á ellefu heimiliseiningum. Hver íbúi er með sitt eigið rúmgóða herbergi þar sem hann hefur sína muni með sér og sér baðherbergi fylgir líka öllum herbergjum. Í sameiginlegu rými er eldhús og setustofa. Máltíðir eru teknar til inni á heimilunum nema hádegisverður sem er eldaður á fyrstu hæð. Þar er einnig rúmgóð verslun, kaffihús, hársnyrtistofa, kapella, fótaaðgerðastofa, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og salur sem notaður er fyrir ýmsar uppákomur. Heimilið er rekið í anda Eden-hugmyndafræðinnar sem grundvallast á því að heimilismenn haldi sjálfræði sínu og taki sjálfir ákvarðanir um sitt daglega líf. Á Edenheimili eru svokallaðir Eden-hjálparar en það eru börn, gæludýr og plöntur. Heimasíða Markar er www.morkhjukrunarheimili.is og er hún uppfærð reglulega. Á sex vikna fresti fá aðstandendur sent rafrænt fréttabréf Markar. Forstjóri hjúkrunarheimilisins er Gísli Páll Pálsson.
Íbúðirnar við Suðurlandsbraut 58-62 eru rúmgóðar og bjartar.
Íbúðirnar eru 78 talsins.
Verið er að reisa innisundlaug við íbúðarbyggingarnar.
262 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki www.hskrokur.is
H
eilbrigðisstofnunin Sauðárkróki á sér langa sögu. Á öndverðri tuttugustu öld var mikill hugur í Skagfirðingum er þeir byggðu sér sjúkrahús við Aðalgötu 1 þar sem nú er safnaðarheimili Sauðárkróks. Efnt var til samskota meðal íbúa héraðsins og var Jón Þorláksson landsverkfræðingur, síðar forsætisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík, fenginn til að teikna sjúkrahúsið. Tekið var á móti fyrstu sjúklingunum í árslok 1906 en formlega var sjúkrahúsið tekið í notkun þann 23. febrúar 1907. Á þessum tíma voru tíu sjúkrarúm í húsinu og árið 1912 voru rúmin fjórtán. Sjúkrahúsið var starfrækt við Aðalgötuna allt til ársins 1961 eða þar til starfsemi þess var flutt í núverandi húsnæði á Sauðárhæðum. Það var í lok seinni heimstyrjaldar sem Skagfirðingar komu sér saman um að byggja nýtt sjúkrahús á Sauðárkróki og lagði sýslunefndin fram 30.000 kr. í byggingarsjóð. Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, var falið að teikna nýtt sjúkrahús sem stæðist kröfur tímans og upp úr 1950 litu frumteikningar þess dagsins ljós. Það var samt ekki fyrr en haustið 1955 sem hafist var handa við að grafa grunn að sjúkrahúsinu norðan við Mjólkursamlag Kaupfélagsins. Menn voru þó ekki á eitt sáttir um staðinn sem valinn var byggingunni. En um mitt árið 1956 komust Skagfirðingar að samkomulagi um að reisa sjúkrahúsið á Sauðárhæðum og teiknaði Sigvaldi Thordarson arkitekt húsið. Sem fyrr segir var sjúkrahúsið tekið í notkun 2. janúar1961 og var þá skipað 44 sjúkrarúmum en starfsmenn voru 28 talsins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan starfsemi hófst í sjúkrahúsinu á Sauðárhæðum og húsnæðið tekið umtalsverðum breytingum. Viðbyggingar hafa risið og ýmsu verið breytt. Heilsugæslustöð var byggð við sjúkrahúsið og opnuð árið 1985 en í því húsnæði eru einnig ýmsar stoðdeildir svo sem skurðstofa og slysastofa, rannsóknastofa og rönt gendeild. Þá var fyrsti áfangi hjúkrunar- og dvalarheimilis tekinn í notkun á árinu 1986 og að fullu 1993. Það var svo í ársbyrjun 1998 sem Heilbrigðisstofnunin varð formlega til við samruna Sjúkrahúss Skagfirðinga og heilsugæslustöðvar þeirra. Í upphafi ársins 2000 var síðan tekið í notkun nýtt hús undir endurhæfingu en þar eru meðal annars bæði tækjasalur og sundlaug til þjálfunar og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Jafnframt var opnað nýtt anddyri árið 2003, ásamt annarri slysastofu og aðkomu fyrir sjúkrabíla.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 263
Sundlaug endurhæfingarhúss.
Hlutverk Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki hefur það hlutverk að þjóna íbúum Skagafjarðar og nágrennis til sjávar og sveita. Innan þjónustusvæðis hennar eru um 4.500 manns, íbúar Skagafjarðar auk háskólasamfélagsins í héraði, framhaldsskólanema og ferðamanna. Stofnunin greinist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið. Sjúkrahúsþjónusta, bráða- og slysameðferð, hjúkrunar- og dvalarþjónusta, endurhæfing ásamt rekstri stoðdeilda fellur undir sjúkrasvið. Undir heilsugæslusvið heyrir heilsuvernd og lækningar í þágu heilbrigðra og sjúkra. Heilsugæslan tryggir grunnþjónustu á svæðinu sem felur í sér almenna læknis- og hjúkrunarþjónustu, vakt- og bráðaþjónustu auk þess sem unnið er að ýmsum forvörnum. Enn fremur er veitt fjölbreytt sérfræðiþjónusta með reglubundnum komum sérfræðilækna.
Staðan í dag Um þessar mundir starfa 120 manns við stofnunina í tæpum 100 stöðugildum. Fjöldi rúma er 57 þar sem 7 rúm eru á sjúkradeild en 50 rúm eru á hjúkrunar- og dvalardeildum. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, hún er fjármögnuð af ríkissjóði og er á föstum fjárlögum. Fjárveitingar á árinu 2012 eru 773,6 milljónir auk þess er gert ráð fyrir sértekjum upp á 80,0 milljónir. Heildarvelta stofnunarinnar er því áætluð 853,6 milljónir á árinu 2012. Á undangengnum árum hefur orðið samdráttur í rekstri stofnunarinnar og lætur nærri að framlög ríkisins til starfseminnar hafi dregist saman um þriðjung frá árinu 2008.
Stjórnendur: Forstjóri: Hafsteinn Sæmundsson Framkvæmdastjóri hjúkrunar: Herdís Klausen Framkvæmdastjóri lækninga: Örn Ragnarsson
Framtíðarsýn Skagfirðingar hafa átt því láni að fagna að búa við góða læknis- og heilbrigðisþjónustu í meira en hundrað ár. Fram til þessa hefur Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki verið nútímaleg stofnun þar sem framsækni er höfð að leiðarljósi undir einkunnarorðunum traust, fagmennska og gæði. Það er einlæg ósk allra sem að stofnuninni standa að hún fái að rækja hlutverk sitt áfram í þeirri mynd enda er hver heilbrigðisstofnun hornsteinn þess samfélags sem hún þjónar.
Læknir við eyrnasmásjá.
264 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Heilbrigðisstofnun Vesturlands www.hve.is
HVE – Akranesi, Merkigerði 9, 300 Akranes HVE – Akranesi skiptist í sjúkrahús og heilsugæslustöð. Heilsugæslustöðin veitir almenna heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness. Sjúkrahúsið er deildaskipt sjúkrahús. Aðalupptökusvæðið er vestur- og norðvesturhluti landsins. Veitt er fjölþætt sérfræðiþjónusta með viðbúnaði til móttöku og meðferðar bráðveikra allan sólarhringinn. Íbúum höfuðborgarsvæðisins og öðrum landsmönnum er í vaxandi mæli boðin sérfræðiþjónusta í tilteknum greinum. HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir. Starfsmenn HVE Akranesi eru um 220 talsins. Íbúar í umdæminu eru ríflega 7.200.
HVE – Borgarnesi, Borgarbraut 54, 310 Borgarnes Heilsugæslustöðin í Borgarnesi veitir almenna heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa heilsugæsluumdæmisins sem samanstendur af Borgarbyggð, Skorradalshreppi og Eyja- og Miklaholtshreppi. Að auki eru innan umdæmisins tvö háskólaþorp, Bifröst og Hvanneyri, ásamt fjölda sumarbústaða þar sem íbúar eru almennt ekki skráðir með fasta búsetu. Heilsugæslustöðin Borgarnesi var formlega opnuð 10. janúar 1976 og var fyrsta heilsugæslustöð landsins. Starfsmenn HVE í Borgarnesi eru um 20 talsins. Íbúafjöldi upptökusvæðisins er u.þ.b. 3.750.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 265
HVE – Búðardal, Gunnarsbraut 2, 370 Búðardalur Heilsugæslustöðvarnar í Búðardal og á Reykhólum veita íbúum Dalabyggðar og Reykhólahrepps almenna heilsugæsluþjónustu. Læknishéruðin í Búðardal og á Reykhólum voru sameinuð í eitt hérað með lögum árið 1974 og þannig stofnuð Heilsugæslustöðin Búðardal. Starfsemin flutti í nýtt húsnæði í Búðardal þann 1. nóvember 1978 og í núverandi húsnæði við Hellisbraut á Reykhólum í september 1983. Við HVE Búðardal starfa nú um 10 manns. Íbúafjöldi á svæði HVE Búðardals er u.þ.b. 1.000 talsins.
HVE – Grundarfjörður, Hrannarstíg 7, 350 Grundarfjörður Heilsugæslustöð hefur verið starfrækt í Grundarfirði frá árinu 1974. Heilsugæslustöðin í núverandi húsnæði var tekin í notkun árið 1994. Starfssvæði stöðvarinnar nær frá Berserkseyri að Búlandshöfða í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Fjöldi íbúa á starfssvæðinu er ríflega 900 manns. Starfsfólk stöðvarinnar eru 10 manns.
HVE – Hólmavík, Borgabraut 6 8, 510 Hólmavík HVE á Hólmavík skiptist í heilsugæslustöð og hjúkrunardeild. Heilsugæslustöð hefur verið starfrækt í núverandi húsnæði frá árinu 1985. Heilsugæslustöðin þjónar íbúum Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Strandabyggðar. Hjúkrunardeildin var byggð á árunum 1948-50 sem læknabústaður og sjúkraskýli. Árið 2003 var tekin í notkun ný viðbygging, samhliða því voru gerðar endurbætur á eldra húsnæði. Starfsmenn eru 28 og íbúar á upptökusvæðinu eru u.þ.b. 650.
HVE – Hvammstanga, Spítalastíg 1, 530 Hvammstangi HVE á Hvammstanga skiptist í hjúkrunardeild og heilsugæslustöð og þjónar Hvammstangalæknishéraði sem er Húnaþing vestra að meðtöldum Bæjarhreppi sem sameinaðist Húnaþingi Vestra 1. janúar 2012. Einnig er boðið upp á dagþjónustu fyrir eldra fólk í héraðinu. Starfsmenn HVE Hvammstanga eru í kringum 45 talsins Fjöldi íbúa á starfssvæðinu er u.þ.b. 1.200.
HVE – Ólafsvík, Engihlíð 28, 355 Ólafsvík Heilsugæslustöð hefur verið starfrækt í Ólafsvík frá árinu 1971. Fyrsta húsnæðið var að Hjarðartúni 6, síðan flytur stöðin í núverandi húsnæði í lok árs 1986. Starfssvæði stöðvarinnar er Snæfellsbær sem er Fróðárhreppur, Staðarsveit, Breiðuvík, Hellissandur, Rif og Ólafsvík. Við stöðina starfa nú um 10 manns. Fjöldi íbúa á starfssvæðinu er um það bil 1.700.
HVE – Stykkishólmi, Austurgötu 7, 340 Stykkishólmur HVE – Stykkishólmi skiptist í sjúkradeild og heilsugæslustöð. Umdæmi heilsugæslunnar í Stykkishólmi nær yfir Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit. Árið 1936 tók St. Franc iskusspítali til starfa og um árabil bjuggu og störfuðu kaþólskar nunnur í tengslum við spítalann. Á þeirra vegum var m.a. sett á laggirnar prentsmiðja og leikskóli og hvorutveggja starfrækt um árafjöld. Árið 2006 festi ríkissjóður kaup á eignarhluta reglunnar í St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi. Sérhæfð deild fyrir háls- og bakvandamál tekur við sjúklingum á landsvísu. Við HVE Stykkishólmi starfa í kringum 60 manns. Fjöldi íbúa á starfssvæðinu er u.þ.b. 1.160.
266 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð www.hsf.is
Á
rið 2006 sameinuðust Ólafsfjarðarkaupstaður og Siglufjörður undir merkjum nýs sveitarfélags, Fjallabyggðar en innan marka þess búa nú um 2.100 manns. Síðan þá hefur ýmis opinber þjónusta á svæðinu runnið saman í eitt, í hagræðingarskyni. Þann 1. janúar 2010 voru Heilsugæslustöðin Ólafsfirði og Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar sameinaðar og úr varð Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð. Hún þjónar nú téðum bæjarfélögum auk Fljóta í Skagafirði. Hjá stofnuninni starfa í dag um 66 manns í um 48 stöðugildum.
Aðsetrið og þjónustan Valþór Stefánsson, framkv.stj. lækninga, Konráð Karl Baldvinsson forstjóri, Anna S. Gilsdóttir, framkv.stj. hjúkrunar.
Aðsetur starfseminnar hjá Heilbrigðisstofnuninni Fjallabyggð er tvískipt. Á Ólafsfirði er almenn heilsugæsla starfrækt á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hornbrekku. Á Siglufirði fer sama þjónusta fram í sjúkrahúsbyggingunni að Hvanneyrarbraut 37 og eru þar einnig rekin hjúkrunar-, sjúkra- og bráðasvið með vakthafandi starfsfólki allan sólarhringinn. Húsnæðið var upphaflega tekið í notkun árið 1966 en hefur síðan þá verið stækkað og tekið ýmsum breytingum í takt við auknar kröfur. Þar hefur þó mestu munað um 1.100 fm nýbyggingu sem tekin var í notkun árið 2009, um svipað leyti og Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð hóf starfsemi. Athafnasvæðið nær í dag yfir um 4.000 fm á þrem hæðum auk tengibyggingar þar sem fram fer sjúkraþjálfun. Skurðaðgerðir og barnsfæðingar fara ekki lengur fram hjá stofnuninni enda hefur tilkoma Héðinsfjarðarganga gert það að verkum að samgöngur inn á Akureyri eru mun greiðari heldur en nokkru sinni fyrr. Áður fyrr gat það tekið um tvo tíma fyrir sjúkrabíla að flytja sjúkling á sama áfangastað en með tilkomu þessarar þörfu samgöngubótar líða eingöngu um 40 mínútur á meðan ferðast er á milli fjarða. Þannig hafa Héðinsfjarðargöng valdið miklum stakkaskiptum í auknu heilbrigðisöryggi í Fjallabyggð.
Þjónustusvið Þjónustu Heilbrigðisstofnunarinnar Fjallabyggð er skipt niður á þrjú svið: Heilsugæslu-, hjúkrunar- og bráðarsvið. Hjúkrunar- og sjúkrasvið skiptist í 20 hjúkrunarrúm og 3 sjúkra- og bráðarúm. Heilsugæslusvið sinnir allri almennri heilsugæslu auk tengdra verkefna á borð við heimahjúkrun, skipulega læknisskoðun grunnskólabarna ásamt umsjón með fræðslu, ráðgjöf og stuðningi varðandi mæðra- og ungbarnavernd. Stofnunin er vel tækjum búin og hefur t.d. yfir að ráða tveimur sjúkrabílum sem ávallt eru til taks ef þurfa þykir. Sjúkraflutningamenn eru á bakvakt allan sólarhringinn.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 267
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands www.hti.is
H
eyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) er miðstöð þekkingar á sínu sviði hér á landi. Þangað geta þeir sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með talmein leitað eftir þjónustu og úrlausnum sinna mála. Starfsmenn HTÍ eru ráðgefandi á allan hátt og reyna að stuðla að því að hinir sömu geti orðið virkir þátttakendur í daglegu lífi. Stöðin annast víðtæka þjónustu fyrir skjólstæðinga sína eins og sjúkdómsgreiningu, heyrnarmælingar, endurhæfingu, útvegun og viðgerðir á heyrnartækjum, ásamt því að halda utan um viðamiklar, tölfræðilegar upplýsingar. Einn mikilvægasti hluti starfseminnar eru rannsóknir og öflun þekkingar á sviði heyrnar- og talmeina sem miðlað er til almennings og fagaðila.
Aðdragandi og upphaf starfseminnar Upphafið að skipulegum heyrnarlækningum hérlendis má rekja til félagsins Heyrnarhjálpar sem stofnað var árið 1937. Félagið naut ríkisstyrkja til að flytja inn, selja og þjónusta þá sem þurftu heyrnartæki og var m.a. farið í reglulegar ferðir út á land til aðstoða heyrnarskerta. Heyrnarhjálp afgreiddi heyrnartæki allt fram til ársins 1994 þegar Heyrnar- og talmeinastöðin keypti öll tæki félagsins. Fyrsta vísi að sérstakri heyrnarstöð var komið á fót hjá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur árið 1962. Þar fóru fram heyrnarmælingar með tækjum sem keypt voru til landsins að tilstuðlan Zontasystra, en þær höfðu þá og þegar kostað fyrsta starfsmanninn til útlanda til náms í faginu. Að fyrirmynd nágrannaþjóða var Heyrnardeild Heilsuverndarstöðvarinnar síðan opinberlega stofnuð árið 1966. Fyrstu árin þjónaði hún eingöngu höfuðborginni, en árið 1978 gengu í gildi ný lög þar sem kveðið var á um að þjónustan yrði á landsvísu undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Í kjölfarið hóf Heyrnar- og talmeinastöð Íslands starfsemi sína, eða í upphafi ársins 1979.
Aðsetur í Reykjavík og á Akureyri
Guðrún Gísladóttir framkvæmdastjóri.
Frá árinu 1980 hefur HTÍ haft fast aðsetur á 3. og 4. hæð Valhallar við Háleitisbraut 1. Stöðin er vel tækjum búin og þar starfa í dag um 20 manns, læknir, heyrnar- og talmeinafræðingar sem og hlustarstykkjasmiðir. Þá hefur HTÍ einnig aðstöðu í húsakynnum Heilsugæslunnar á Akureyri í Hafnarstræti 99. Þar eru heyrnarfræðingar alla fimmtudaga. Á báðum stöðum er lögð sérstök áhersla á að hlúa vel að nýburum, en frá árinu 2007 hafa farið fram skipulegar heyrnarmælingar á öllum börnum sem fæðst hafa á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. Frá árinu 2009 hefur samskonar þjónusta verið látin í té á Akureyri.
Þjónustan Á hverju ári tekur HTÍ á móti um 12.000 manns sem koma ýmist í heyrnarmælingu, læknisskoðun eða endurhæfingu. Ef athugun leiðir í ljós að viðkomandi þarf á heyrnartækjum að halda fær hann ráðgjöf heyrnarfræðings varðandi val á heppilegum tækjum. Auk heyrnartækja fást önnur hjálpartæki fyrir heyrnarskerta svo sem búnaður sem breytir hljóði í ljós eða titring ásamt FM búnaði til notkunar t.d. við nám, fundahöld og til að tengja við sjónvarp. HTÍ býður upp á vandaða vöru frá viðurkenndum framleiðendum eins og Widex, Siemens, Phonak og Humantechnik. Stöðin sinnir einnig viðgerðaþjónustu á öllum sínum heyrnar- og hjálpartækjum.
Ingibjörg Hinriksdóttir yfirlæknir.
268 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins www.heilsugaeslan.is
H
eilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) samanstendur af fimmtán heilsugæslustöðvum í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Innan HH starfa einnig Þróunarstofa heilsugæslunnar, Þroskaog hegðunarstöð, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsa-eftirfylgd/iðjuþjálfun og stjórnsýsla Heilsugæslunnar. Starfsmenn eru tæplega 600. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er undir stjórn velferðarráðuneytisins. Í fimm manna framkvæmdastjórn HH eru: Forstjóri, lækningaforstjóri, hjúkrunarforstjóri, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar og framkvæmdastjóri starfsmannasviðs. Stjórnendur á hverri heilsugæslustöð eru yfirlæknir og yfirhjúkrunarfræðingur.
Hlutverk Hlutverk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi.
Stefna Heilsugæslu höfuborgarsvæðisins er: að vera fyrsta val þeirra sem þurfa á almennri heilbrigðisþjónustu að halda að vera framsækinn og ábyrgur aðili í íslenskri heilbrigðisþjónustu að hafa jákvæð áhrif á líf almennings að vera talinn eftirsóknarverður vinnustaður Ljósmyndir Sunna Wium
Heilsugæslan Efra-Breiðholti er elsta stöðin en hún tók til starfa 1978.
• • • •
Í ung- og smábarnavernd er meðal annars fylgst með vexti barnanna.
Ljósmyndir Sunna Wium
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 269
Markmið Heilsugæslu höfuborgarsvæðisins er: • • • •
að veita þeim sem til hennar leita áhrifaríka og góða heilbrigðisþjónustu að bjóða samfellda, aðgengilega og heildræna þjónustu að stunda árangursríkan og hagkvæman rekstur að heildarskipulag og verkaskipting innan og milli heilsugæslustöðva styðji við framtíðarsýn
Framtíðarsýn • að notuð sé viðeigandi og skilvirk upplýsingatækni • að stundað sé stöðugt og metnaðarfullt rannsókna- og fræðslustarf
Heilsugæslan Glæsibæ sem hóf starfsemi 2006 er nýjasta stöðin.
Heilsugæslustöðvar Samkvæmt 4. grein laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 nær heilsugæsluþjónusta yfir almennar lækningar, hjúkrun, heilsuvernd og forvarnir, bráða- og slysamóttöku og aðra heilbrigðisþjónustu sem veitt er á vegum heilsugæslustöðva. Heilsugæslustöðvar þjóna fyrst og fremst ibúum hverfisins. Sama grunnþjónustan er á öllum stöðvunum og skipulag þeirra er í grundvallaratriðum eins. Þótt heilsugæslustöðvarnar séu undir einni stjórn og hafi sameiginlega stjórnsýslu, hafa þær ákveðið sjálfstæði og fyrirkomulag er aðeins mismunandi á milli stöðva. Eftirfarandi 15 þættir hafa verið skilgreindir sem grunnþjónusta heilsugæslustöðva: • skipuleg mótttaka læknis • skipuleg móttaka hjúkrunarfræðings • slysaþjónusta vegna smáslysa • símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga • símaþjónusta lækna • vaktþjónusta hjúkrunarfræðinga • vaktþjónusta/skyndikomur • mæðravernd • skipuleg síðdegisvakt lækna • ungbarnavernd • heilsugæsla eldri borgara • ferðamannabólusetningar • blóðsýnataka, önnur sýnataka • skólaheilsugæsla • reglubundnar ónæmisaðgerðir
Á hverju hausti eru þúsundir bólusettar gegn inflúensu.
Heilsugæslan Hvammi á fallegum vetrardegi.
Miðlæg þjónusta Þróunarstofa heilsugæslunnar hefur heildarumsjón með kennslu, rannsóknum og gæðaþróun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Verkefni Þróunarstofunnar eru fjölbreytt en meðal þeirra má nefna að vera leiðandi í þróun og samræmingu heilsuverndar og heilsugæslustarfs á landsvísu og hvetja fagfólk stofnunarinnar til þátttöku í rannsókna- og umbótaverkefnum. Meginsvið starfsemi Göngudeildar sóttvarna eru berklavarnir, tóbaksvarnir, ferðamannaheilsuvernd og heilbrigðisskoðun innflytjenda frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Á Þroska- og hegðunarstöð veitir þverfaglegur starfshópur börnum, foreldrum og fagfólki fjölbreytta þjónustu. Helstu þættir þjónustunnar eru greining þroska- og hegðunarfrávika, ráðgjöf, fræðsla, meðferð og eftirfylgd í þjónustuúrræði. Einnig er gert fræðsluefni og boðið upp á sérhæfð námskeið fyrir fagfólk og fjölskyldur. Geðheilsa – eftirfylgd/iðjuþjálfun býður fólki með geðræn vandamál og aðstandendum þess upp á eftirfylgd og ráðgjöf. Markmiðið er að efla virkni og þátttöku einstaklingsins í samfélaginu, efla og viðhalda færni og fyrirbyggja félagslega einangrun. Lögð er áhersla á að skjólstæðingar séu virkir í bataferlinu og að þjónustan sé mótuð út frá þörfum og reynslu skjólstæðinga og aðstandenda þeirra Innan stjórnsýslunnar er auk framkvæmdastjórnar, stoðþjónusta við heilsugæslustöðvar og miðlæga þjónustu. Meðal verkefna má nefna starfsmannahald, bókhald, rekstur fasteigna, upplýsingatæknimál og umsjón sjúkraskrárkerfa.
Árlega eru haldnir Fræðadagar heilsugæslunnar.
270 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Hjartavernd
H
www.hjarta.is
Forstöðulæknir Hjartaverndar er Vilmundur Guðnason Formaður stjórnar er Gunnar Sigurðsson
jarta- og æðasjúkdómar eru í dag næst algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla á Íslandi, en voru um tíma algengasta dánarmeinið, sérstaklega meðal karla. Árið 2006 létust 17% kvenna og 29% karla á aldrinum 25-74 ára af slíkum völdum. Þessi óboðni fylgifiskur aukinnar velmegunar á Vesturlöndum var þegar orðinn að miklu heilbrigðisvandamáli fyrir um 50 árum. Af þeim ástæðum höfðu margir misst heilsuna í blóma lífsins og enn aðrir áttu um sárt að binda eftir að hafa horft á eftir sínum nánustu lúta í lægra haldi fyrir þessum geigvænlegu vágestum. Hér dugði því ekki eingöngu að greina sjúkdómana, heldur líka að stilla saman strengi og snúa vörn í sókn með fyrirbyggjandi aðgerðum. Landsamtökin Hjartavernd voru stofnuð árið 1964, en helsti frumkvöðull þeirra var Dr. Sigurður Samúelsson (1911-2009), þáverandi læknir á Landspítalanum og prófessor við Háskóla Íslands. Á þessum tíma höfðu verið starfrækt um um 20 hjarta- og æðaverndarfélög á landinu, en þau sameinuðust opinberlega undir einu merki Hjartaverndar þann 25. október þetta sama ár. Í fjörutíu ár hefur meginmarkmið og tilgangur samtakanna snúist um að stunda rannsóknir til greiningar á orsakavöldum hjarta- og æðasjúkdóma, tíðni þeirra og þróun, byggja upp fræðsluefni út frá þvi og leita leiða til að sporna við öllum mögulegum sjúkdómsvöldum í þessa veru. Frá árinu 2005 hefur Hjartavernd verið rekin í formi sjálfseignarstofnunar með eigin stjórn og fulltrúaráð.
Rannsóknastöð Hjartaverndar Hjarta- og æðasjúkdómar geta grafið um sig í líkamanum alveg frá barnæsku og því er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Frá árinu 1967 hefur verið starfrækt sérstök Rannsóknastöð Hjartaverndar þar sem fram fara vísindalegar athuganir og skipulegar hópleitir að meinsemdum. Frá upphafi hefur viðamesti þáttur starfseminnar verið svonefnd Hóprannsókn Hjartaverndar þar sem megintilgangurinn er að greina helstu einkenni hjarta- og æðasjúkdóma. Reglan er sú að þátttakendur séu ákveðið slembiúrtak úr þjóðskrá af fólki sem fætt er á árunum 1907-1935. Á löngum tíma hefur Hóprannsókn Hjartaverndar gefið af sér mjög gagnlegar niðurstöður frá rúmlega 30.000 Íslendingum og á þeim byggst upp
Frá rannsóknastofu.
Húsnæði Hjartaverndar.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 271
mikill grundvöllur þekkingar á helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóma. Samfara rannsóknunum hafa verið þróuð ítarleg reiknilíkön eða áhættureiknir þar sem innbyrðis vægi áhættuþáttanna er skoðað og hægt að reikna líkurnar á kransæðasjúkdómi á næstu 10 árum. Úr sama úrtaki byggist Öldrunarrannsókn Hjartaverndar, en fyrsti áfangi hennar hófst árið 2002. Nýjasta hóprannsókn Hjartaverndar er svonefnd Áhættuþáttakönnun sem hófst árið 2006 með þátttakendum sem fæddir eru á árunum 1935-1985. Hjartavernd er í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi og stór hluti rannsókna er styrktur erlendis frá eins og af Evrópusambandinu og Bandarísku heilbrigðisstofnuninni.
Áhættumat Hjartarannsóknar ehf. Á árinu 2005 stofnaði Hjartavernd einkahlutafélagið Hjartarannsókn til að annast áhættumat Hjartaverndar og fer starfsemi þess fram í húsnæði móðurfélagsins í Kópavogi. Meginhlutverk Hjartarannsóknar ehf. er að standa fyrir opnu og vísindalega stöðluðu áhættumati fyrir almenning. Í slíkum athugunum fara fram mælingar á helstu áhættuþættum hjá einstaklingum og síðan er lagt fyrir þá heildstætt og persónulegt mat á því hverjar líkurnar eru á hjarta- og æðasjúkdómum síðar á lífsleiðinni. Áhættumatið hefur tekið miklum breytingum í áranna rás, enda hefur það fylgt öflugu vísindastarfi Hjartaverndar. Í dag miðast helstu grundvallarþættir matsins við reykingar, blóðfitu- og blóðþrýstingsmælingar, ættarsögu, offitu, sykursýki og hreyfingarleysi. Við áhættumatið er notaður fyrrnefndur áhættureiknir Hjartaverndar.
Fjáröflunarleiðir Hjartaverndar Til þess að styrkja gjöfult starf Hjartaverndar eru ýmsir möguleikar í boði. Hægt er að panta minningarkort og fylla það út á heimsíðunni, en einnig er hægt að gerast beinn styrktaraðili með reglulegum greiðslum. Að þessu leyti hefur þó mestu munað um nokkra velunnara sem hafa arfleitt stofnunina að hluta eða öllum sínum eigum. Slíkur hlýhugur er seint metinn til fulls og er skýrasta dæmið um þann velvilja sem Hjartavernd nýtur á meðal þjóðarinnar.
Útgáfa og fræðsla Til að sinna hlutverki sínu sem best hefur Hjartavernd staðið fyrir útgáfu ýmissa ritaðra fræðslubæklinga um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Að auki er mikil áhersla lögð á að koma niðurstöðum rannsókna út til almennings og heilbrigðisstarfsfólks. Á 40 ára afmæli Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar árið 2007 var gefin út yfirgripsmikil handbók sem inniheldur samanteknar rannsóknaniðurstöður úr 40 ára starfsemi. Þar eru t.d. birtar athyglisverðar tölur um áhættuþætti, algengi og afleiðingar kransæðasjúkdóma á Íslandi. Þar kemur t.d. fram að miklir áfangasigrar hafi náðst í baráttunni fyrir tilstilli framþróunar í læknavísindum, hlutfallslegrar minnkunnar reykinga hjá almenningi sem og minnkun kólesteróls í blóði samfara breyttu mataræði og aukinni heilsuvitund hjá þjóðinni. Helstu áhyggjuefnin í dag eru hinsvegar veruleg minnkun hreyfingar og áreynslu við dagleg störf. Í kjölfarið hefur orðið vart verulegrar þyngdaraukningar sem nemur um 7-8 kg hjá miðaldra konum og körlum í meðalhæð. Afleiðingarnar hafa skilað sér í verulegri aukningu t.d. á sykursýki sem hefur nær tvöfaldast hjá báðum kynjum á síðustu tveimur áratugum. Þrátt fyrir þetta eru hjarta- og æðasjúkdómar almennt á undanhaldi hér á landi. Því ber að þakka bættum meðferðarmöguleikum hjá sjúklingum sem lifa betra og lengra lífi og gera að verkum að meinsemdir færast sífellt aftar í aldursstiganum hjá fólki. Meðferðir eru þó mjög kostnaðarsamar fyrir heilbrigðiskerfið og því er enn mjög mikilvægt að halda áfram leit að óþekktum áhættuþáttum.
Hjartalínurit tekið.
Aðsetur og mannafli Frá árinu 2002 hefur Hjartavernd verið í vistlegu húsnæði á nokkrum hæðum að Holtasmára 1 í Kópavogi. Þar starfa í dag 60 manns. Starfsfólkið samanstendur að mestu af læknum og hjúkrunarfræðingum með áralanga reynslu í greiningu og meðferð hjarta- og æðasjúkdóma. Að öðru leyti er um að ræða breiðan hóp fólks með ólíka menntun að baki, en innan raða samtakanna má t.d. finna líf-, lífeinda-, töl-, verk- erfða- og geislafræðinga ásamt sjúkraliðum og fólki úr ýmsum öðrum starfsstéttum. Allir vinna að því sameiginlega markmiði að ástunda sínar rannsóknir af áreiðanleika og vísindalegri nákvæmni. Verkefni starfsmanna eru fjölbreytileg og tengjast hóp- og öldrunarrannsóknum á sviði erfðafræði, myndgreiningu, úrvinnslu gagna og gæðastjórnun. Fræðsla hefur alltaf verið fyrirferðarmikill hluti í starfseminni og Hjartavernd lagt mikla áherslu á að koma niðurstöðum rannsókna sinna til heilbrigðisfagfólks og almennings. Myndgreiningardeild.
272 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Hjálpræðisherinn
H
www.herinn.is
Margháttuð starfsemi Líknar- og félagsþjónusta: Meginmarkmið líknar- og félagsþjónustu Hjálpræðishersins er að mæta öllum mannlegum þörfum með náungakærleik; óháð efnahag, þjóðerni, menningu eða trú viðkomandi einstaklings. Að þessu leyti er hreyfingin öllum opin og öllum frjálst að taka þátt í guðsþjónustum og leggja starfseminni lið á einn eða annan hátt í sjálfboðaliðastarfi. Hjálpræðisherinn stendur jafnframt fyrir alls kyns fjársöfnunum og fyrirbænum fyrir bágstadda skjólstæðinga. Börn og unglingar Hjálpræðishersins (BUH): Helsti tilgangur BUH er að útbreiða fagnaðarerindi Krists til barna og unglinga og móta afstöðu þeirra út frá kenningum hans. Þau eru hvött til að þroska hæfileika sína og örva sína sjálfstæðu hugsun svo úr verði nýtir þjóðfélagsþegnar. Nytjamarkaður Hertex: Hertex, nytjamarkaður Hjálpræðishersins er starfræktur á Akureyri, í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Á öllum þessum stöðum er tekið við notuðum og nýjum fatnaði og húsgögnum en allur ágóði rennur til starfseminnar hér á landi. Herópið: Ársrit Hjálpræðishersins, Herópið, var fyrst prentað á Íslandi árið 1895 og er því eitt hið allra elsta sinnar tegundar sem gefið er út hérlendis. Ritið kemur jafnan út í desember á hverju ári.
„Herkastalinn“, Kirkjustæti 2.
jálpræðisherinn er margþætt kirkjusamfélag sem rekið er áfram með sameiginlegum drifkrafti alhliða umhyggju og náungakærleiks. Þetta sjónarmið er grundvallað með orðunum: „Súpa, sápa og hjálpræði“ eða mettun hins hungraða, verðleika til handa hinum niðurbeygða og boðun hins frelsandi og leysandi kærleika Guðs. Þungamiðju starfseminnar er að finna í svonefndum „Herkastala“ í Kirkjustræti 2 en starfsstöðvar er einnig að finna á Akureyri, í Reykjanesbæ og á Seltjarnarnesi. Hjálpræðisherinn sinnir fjölbreyttri líknar- og félagsþjónustu, rekur gistihús, gefur út tímarit, stýrir nytjamarkaði, starfrækir vistheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi og Dagsetur á Granda ásamt því að halda uppi öflugu boðunarstarfi fyrir alla aldurshópa. Eitt helsta nýjabrum félagsstarfsins er mótorhjólaklúbburinn Salvation Riders sem stofnaður var í Noregi árið 2001 en festi rætur hér á landi árið 2008.
Söguágrip Hjálpræðisherinn er alþjóðleg evangelísk kirkjuhreyfing, sem grundvallar starf sitt á kærleiksboðskap Biblíunnar, með sérstakri áherslu á að líkna þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Upphafið má rekja til ársins 1865 þegar predikarahjónin Catherine og William Booth hófu að bera út fagnaðarerindið í fátækrahverfinu Whitechapel í Lundúnum. Á fáum árum breiddist starfsemi Hjálpræðishersins út um allan heim og festi hreyfingin rætur hér á Íslandi árið 1895. Frumherjar starfsins hér voru Christian Erichsen yfirforingi frá Danmörku og íslenski kapteinninn Þorsteinn Davíðsson frá Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu. Á upphafsárinu festu þeir kaup á fyrrnefndu steinhúsi „Herkastalans“ sem fram til þess tíma hafði hýst gamla Hótel Reykjavík. Húsið var opnað árið 1898 en frá upphafi hefur þar verið starfræktur samkomusalur með reglulegum guðsþjónustum og bænastundum. Auk þess hefur þar ávallt verið hægt að komast í ódýra gistingu og fæði. Á tímabili voru gistihús Hjálpræðishersins opin á sex stöðum á landinu, utan Reykjavíkur. Flest þessi heimili voru einnig rekin sem griðastaðir fólks sem átti hvergi höfði sínu að halla. Árið 2007 opnaði svonefnt Dagsetur Hjápræðishersins að Eyjaslóð 7 út á Granda. Þar gefst fólki tækifæri t.d. á að snæða, þrífa sig og hvílast. Hjálpræðisherinn á Íslandi er í dag rekinn í sameiginlegu umdæmi með Noregi og Færeyjum. Á öllu þessu svæði eru starfræktir um 119 söfnuðir með um 7.000 hermönnum og 20.000 félögum .
Súpa og brauð.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 273
H
Hjúkrunarheimilið Skjól www.skjol.is
júkrunarheimilið Skjól hóf rekstur árið 1988 og er til húsa að Kleppsvegi 64 Reykjavík. Stofnadi heimilisins var sr. Sigurður Helgi Guðmundsson og var hann brautryðjandi á sviði hjúkrunarheimila þar sem eingöngu var um hjúkrunarrými að ræða. Heimilið er sjálfseignarstofnun, starfrækt samkvæmt heilbrigðislögum og lögum um málefni aldraðra. Heimilið var stofnað af eftirtöldum félagasamtökum og stofnunum: Alþýðusambandi Íslands, Fulltrúaráði Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði, Reykjavíkurborg, Sambandi lífeyrisþega ríkis og bæja, Stéttarsambandi bænda og Þjóðkirkjunni. Heimilið er rekið á daggjöldum frá Tryggingastofnun ríkisins. Framkvæmdastjóri lækninga frá upphafi hefur verið Ólafur Mixa. Ólafur lét af störfum þann 31. október 2010. Sigurbjörn Björnsson tók við stöðu framkvæmdastjóra lækninga þann 1. nóvember 2010. Framkvæmdastjóri hjúkrunar er Guðný Helga Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála er Emil Theódór Guðjónsson.
Samningur um lyfjaþjónustu er við Lyfju Unnið hefur verið samkvæmt markmiðum heimilisins sem eru að veita heimilismönnum bestu mögulegu þjónustu á hverjum tíma ásamt því að vera aðlaðandi og góður starfsvettvangur. Jafnframt hefur ávallt veið stefnt að því að vera í fremstu röð hjúkrunarheimila. Á heimilinu búa 106 manns; þar af á þremur hjúkrunardeildum þar sem búa 29 heimilismenn á hverri deild. Skiptist hver deild í tvær einingar, annars vegar almenna blandaða einingu og síðan í lokaða einingu fyrir minnissjúka. Á sjöttu hæð sem er sérdeild fyrir minnissjúka, búa tíu heimilismenn. Á Laugaskjóli búa níu heimilismenn en það er sambýli fyrir minnissjúka. Þeir sem eiga rétt á búsetu á Skjóli þurfa að vera með samþykkt vistunarmat fyrir hjúkrunarrými frá vistunarnefnd höfuðborgarsvæðisins.
Stjórn Skjóls skipa: Guðmundur Þ. Jónsson formaður Stella K. Víðisdóttir Halldóra Þ. Ólafsdóttir Unnur Halldórsdóttir Guðmundur Hallvarðsson
274 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
HÖFÐI hjúkrunar- og dvalarheimili AKRANESI www.dvalarheimili.is
H
öfði tók til starfa 2.febrúar 1978 sem dvalarheimili fyrir 44 íbúa. 1990 var 2.áfangi byggður og íbúum fjölgað í 78. 3. áfangi heimilisins var byggður 2010-2011 en þá voru þjónusturými heimilisins stækkuð og nýtt eldhús tekið í notkun. Ný hjúkrunarálma var byggð 2012 og öllum tvíbýlum breytt í einbýli að undanskildum 5 hjónaíbúðum. Þá var einnig gerð lokuð deild fyrir heilabilaða. Höfði var upphaflega eingöngu dvalarheimili en 1992 var hluta heimilisins breytt í hjúkrunardeild. Í dag eru 48 íbúar á hjúkrunardeild og 30 á dvalardeild. 60% íbúanna eru konur og 40% karlar. Nýting rýma á Höfða hefur jafnan verið 100%. Í október 2012 voru hátt í 40 manns á biðlista fyrir vistun á Höfða.
Eignaraðilar – stjórn – starfsmenn Höfði er rekinn sem sjálfseignarstofnun. Eigendur eru Akraneskaupstaður 90% og Hvalfjarðarsveit 10%. Eigendur kjósa í stjórn Höfða á fjögurra ára fresti að loknum sveitarstjórnarkosningum. Stjórn Höfða skipa 2010-2014: Tilnefnd af Akraneskaupstað: Kristján Sveinsson formaður, Kjartan Kjartansson varaformaður og Guðrún M. Jónsdóttir. Tilnefnd af sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar: Margrét Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi starfsmanna er Hjördís Guðmundsdóttir.
Íbúar – þjónusta
Kristján Jóhannsson syngur á Höfða við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur í október 2011.
Stúlknakór syngur á Höfða undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar bæjarlistamanns.
Í september 2012 höfðu 465 manns búið á Höfða frá því heimilið tók til starfa. Meðalaldur íbúa var þá 86 ár. 33% íbúanna voru 90 ára eða eldri og elsti íbúinn 97 ára. Yfir 80% íbúanna notast við göngugrind eða hjólastól. Höfði veitir margháttaða þjónustu við eldri borgara og öryrkja á starfssvæði heimilisins. Allt að 50 manns fá mat frá Höfða alla daga ársins, ýmist sendan heim eða sem kostgangarar. Á lóð Höfða er 31 sjálfseignarhús fyrir 60 ára og eldri. Íbúar þeirra húsa sækja ýmsa þjónustu á Höfða; mat, hárgreiðslu, fótsnyrtingu, sjúkraþjálfun o.fl. Í byggingu er 26 íbúða fjölbýlishús sunnan við Höfða. Gert er ráð fyrir að íbúar þess húss muni sækja svipaða þjónustu á Höfða og þeir sem búa í sjálfseignarhúsunum. Höfði annast allan akstur fatlaðra fyrir Akraneskaupstað með sérútbúinni bifreið.
Boccia-mót á Höfða. F.v. Anna Magnúsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir, Sjöfn Jóhannesdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Guðrún Adolfsdóttir, Ásta Albertsdóttir.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 275
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra tekur fyrstu skóflustungu að nýrri hjúkrunarálmu 23. september 2011.
Dagdvöl
Starfsmenn
Höfði hefur heimilid fyrir 20 manns í dagdvöl. Fólkið er sótt á bifreið heimilisins og því ekið heim aftur í lok dags. Í dagdvölinni er fengist við margháttaða afþreyingu: handavinnu, kertagerð, veiðarfæragerð, upplestur, leikfimi o.m.fl. Auk þess lesa menn blöðin og spjalla saman. Mikil aðsókn er í þessa þjónustu og jafnan margir á biðlista.
Starfsmenn eru 90 í 64 stöðugildum. Framkvæmdastjóri er Guðjón Guðmundsson, hjúkrunarforstjóri Helga Atladóttir og forstöðukona (húsmóðir) Margrét Arnbjörg Guðmundsdóttir. Starfsmannavelta er mjög lítil og meðalstarfsaldur hár.
Afþreying Flesta daga er einhver afþreying í gangi á Höfða. Mjög margir stunda Boccia og er haldið árlegt Höfðamót í þeirri íþrótt. Leikfimi er reglulega svo og gönguferðir um nágrennið. Mikið er spilað og reglulega haldin Bingó. Harmonikkuleikarar og trúbadorar koma í heimsókn, einnig landsþekktir tónlistarmenn. Böll og bíósýningar eru af og til. Leikhópar koma í heimsókn, börn og unglingar úr skólum bæjarins flytja skemmtiatriði, starfsfólk býður íbúum á kvöldvöku, haldin eru kaffihúsakvöld og Höfðagleðin er árlegur viðburður, en þá koma íbúar, starfsmenn og stjórn saman til mikillar veislu þar sem boðið er upp á mat og drykk eins og best gerist og flutt eru skemmtiatriði, bæði aðkeypt og heimatilbúin.
Helgistundir – endurminningar Sóknarpresturinn heldur guðsþjónustu einu sinni í mánuði. Kór Akraneskirkju og organisti sjá um sálmasöng. Djákni Höfða er með helgistund vikulega. Minningarhópar hittast reglulega, en þar rifja íbúar upp liðna tíð. Einnig er starfræktur saumaklúbbur.
Ferðalög – menningarstarfsemi Á hverju sumri er farið í ferðalag með íbúana og hefur á síðust árum verið farið til Reykjavíkur, Reykjaness, Árborgar, Snæfellsness, Borgarfjarðar og Þingvalla. Þá tekur Höfði þátt í Vökudögum, sem er menningarvika Akurnesinga. Þar hafa á undanförnum árum verið ýmsar list- og handverkssýningar sem hafa vakið mikla athygli. Við opnun Vökudaga er jafnan athöfn á Höfða þar sem listamenn koma fram og boðið er upp á góðar veitingar. Mikil aðsókn hefur jafnan verið að Vökudögum og árlega komið nokkur hundruð manns til að njóta þess sem boðið er upp á og jafnframt að hitta íbúa Höfða og verða þar oft fagnaðarfundir.
Starfsmenn kvaddir eftir langan starfsaldur á Höfða: F.v. Sólveig Kristinsdóttir, Baldur Magnússon og Erla Óskarsdóttir.
Þjóðlegir siðir – matur Á haustin taka íbúar þátt í sláturgerð og fyrir jólin í laufabrauðsútskurði. Haldin eru vegleg jólahlaðborð og þorrinn blótaður. Leitast er við að matur sé heimilislegur og í anda þeirrar kynslóðar sem býr á Höfða. Allt meðlæti með kaffi er heimabakað.
Grundartangakórinn hefur sungið árlega á Höfða í tæp 30 ár.
276 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Sjálfsbjörg
S
www.bjargendur.is
jálfsbjörg, félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni, var formlega stofnað á Hótel KEA miðvikudaginn 8. október 1958. Sambærileg félög höfðu þá skömmu áður verið stofnuð á Siglufirði, Ísafirði og í Reykjavík. Ári seinna áttu þessi félög þátt í að stofna Sjálfsbjörgu, landssamband fatlaðra. Sjálfsbjörg er opið félag, þ.e. í því geta verið bæði fatlaðir og ófatlaðir, enda að því stefnt að leiðir þessara hópa liggi saman á sem flestum sviðum. Þegar Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni, var stofnað árið 1958 voru félagar 30 en þeir eru 157 í dag. Í byrjun einbeitti Sjálfsbjörg á Akureyri sér að félagslegu hliðinni og réttindamálum fatlaðra en frá upphafi hafa helstu baráttumál félagsins verið: atvinnu-, menntunar-, hjúkrunar-, trygginga- og ferli/aðgengismál fatlaðra. Strax árið 1959 var hafist handa við að byggja yfir félagið við Hvannavelli 10 og þar reis hús sem fékk nafnið Bjarg. Með tilkomu þess eignaðist Sjálfsbjörg samastað fyrir félagsstarfsemi sína og þar fór fram fjölbreytt og öflugt starf.
Plastiðjan Bjarg Nokkrum árum seinna var farið að huga að viðbyggingu við Bjarg með það í huga að koma fyrir atvinnurekstri sem hentaði fötluðum. Framleiðsla á raflagnaefni úr plasti var þá að ryðja sér til rúms erlendis, m.a. í Noregi, en var óþekkt hér á landi. Sjálfsbjörg á Akureyri komst í samband við fyrirtæki í Noregi og fyrst í stað voru hálfunnar rafmagnsdósir fluttar inn en Sjálfsbjargarfélagar sáu um lokafrágang á þeim í sjálfboðavinnu. Þetta fyrsta verkefni vinnustofu félagsins var upphafið að byltingu í raflögnum á Íslandi. Fljótlega kom í ljós að of dýrt var að flytja hálfunnar dósir milli landa og því var ráðist í að kaupa vél til framleiðslunnar árið 1968. Þar með hófst eiginleg starfsemi Plastiðjunnar Bjargs þar sem lögð var áhersla á að skapa atvinnutækifæri fyrir fatlaða. Félagið setti sér í upphafi þá reglu að greiða laun í samræmi við almenna kjarasamninga launþega í sambærilegum störfum.
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 277
Endurhæfingarstöð Endurhæfingarmál voru frá upphafi á dagskrá hjá Sjálfsbjörgu. Kiwanisklúbburinn Kaldbakur stefndi einnig á að safna peningum til tækjakaupa fyrir sjúkraþjálfunarstöð á Akureyri og í lok árs 1969 samþykkti Sjálfsbjörg að styðja Kiwanismenn við að hrinda málinu í framkvæmd. Í byrjun árs 1970 varð svo að samkomulagi að Sjálfsbjörg tæki við framkvæmdinni og haustið 1970 hóf endurhæfingarstöðin starfsemi í Bjargi við Hvannavelli. Þá kom glögglega í ljós hversu þörfin var mikil því strax myndaðist langur biðlisti.
Bjarg við Bugðusíðu
Starfsemi Sjálfsbjargar í dag
Bjarg við Hvannavelli var nú í raun orðið allt of lítið fyrir starfsemi Sjálfsbjargar. Því var farið að leita að lóð undir nýbyggingu og fékkst hún við Bugðusíðu 1 í Glerárhverfi þar sem fyrsta skóflustungan að nýju Bjargi var tekin árið 1976. Plastiðjan og Endurhæfingarstöðin flutti í nýja húsið árið 1981. Haustið 1987 var hafin bygging íþróttahúss við Bjarg og það tekið í notkun fimm mánuðum seinna. Í byrjun voru þar fjórir veggjatennissalir en síðar voru þrír salirnir sameinaðir í hefðbundinn íþróttasal.
Enn í dag rekur félagið kraftmikla starfsemi í höfuðstöðvum sínum að Bugðusíðu 1. Mest er umfangið í endurhæfingarstöðinni og þar starfa 14 sjúkraþjálfarar og 2 iðjuþjálfar. Árið 2004 seldi Sjálfsbjörg Kjarnaeignum ehf. íþróttahúsið og var það endurbætt og skipulagt upp á nýtt og er þar rekin í dag Líkamsræktin Bjarg. Sá rekstur er aðskilinn frá rekstri Sjálfsbjargar en gott samstarf er á milli aðila. Þess má geta að um 400 manns koma í Bjarg á hverjum degi yfir vetrarmánuðina. Um 15.000 mætingar voru í einstaklingsog hóptíma hjá endurhæfingarstöðinni á síðasta ári. Meginbaráttumál Sjálfsbjargar á Akureyri er það sama í dag og fyrir 50 árum, þ.e. að vera sameiginlegur málsvari fatlaðra og vinna að bættum hag þeirra. Þar lætur félagið til sín taka á ýmsum sviðum og hyggst gera um ókomin ár. Stjórn félagsins skipa nú: Herdís Ingvadóttir formaður, Jón Heiðar Jónsson varaformaður, Bergur Þorri Benjamínsson ritari, Jósep Sigurjónsson gjaldkeri og Ívar Herbertsson meðstjórnandi. Varamenn eru Kristín Sigfúsdóttir og Jakob Tryggvason. Framkvæmdastjóri félagsins er Pétur Arnar Pétursson.
Starfsemi Plastiðjunnar Bjargs Starfsemi Plastiðjunnar Bjargs gegndi frá upphafi mikilvægu hlutverki í atvinnuþátttöku fatlaðra á Akureyri og nágrenni. Fyrst í stað voru aðeins framleiddar rafmagnsdósir en fljótlega var ýmsum fylgihlutum bætt við, svo sem lokum, stútum, tengjum o.fl. Árið 1971 var keypt vél til að framleiða fiskikassa og vann Plastiðjan Bjarg þar ákveðið brautryðjendastarf í kassavæðingu fiskiðnaðarins. Sú framleiðsla stóð þó aðeins í nokkur ár. Um 1980 var fjárfest í annarri vél til að framleiða dósir og annað raflagnaefni, enda orðið erfitt að anna eftirspurn, og um svipað leyti var keypt vél til að framleiða rafmagnsrör. Á árunum 1983-1987 sköpuðust mörg störf fyrir fatlaða við samsetningu á rafmagnsöryggisklóm og tenglum fyrir ítalskt fyrirtæki en með nýjum tollalögum um áramótin 1987/88 var fótunum kippt undan þeirri starfsemi. Á árinu 1986 var keypt plastpokaverksmiðja sem hlaut nafnið Ako-plast. Hún var rekin sem sjálfstætt fyrirtæki en ekki sem verndaður vinnustaður. Ako-plast var selt öðrum aðilum á Akureyri árið 1991 og er enn í fullum rekstri.
Breytt hlutverk Bjargs Í janúar 1992 hætti Sjálfsbjörg að reka Plastiðjuna Bjarg en þá yfirtók ríkið reksturinn og fól hann Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra. Í stað verndaðs vinnustaðar fyrir fatlaða er fyrirtækinu ætlað að annast endurhæfingu til skemmri tíma, um það bil sex mánuði, og það er m.a. hlutverk þess að útvega fólki vinnu og fylgjast með og styðja það úti á vinnumarkaðinum. Stefnan er sú að fá fyrst starfstilboð fyrirtækja og leita síðan að fötluðum einstaklingum sem hæfa í störfin. Fyrsta apríl 1996 tók gildi samningur milli Akureyrarbæjar og félagsmálaráðuneytisins um yfirtöku þess fyrrnefnda á verkefnum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra og Plastiðjan Bjarg hefur síðan verið rekin af Akureyrarbæ. Félagið hefur frá upphafi notið ómetanlegs stuðnings og aðstoðar verkalýðshreyfingarinnar, bæði varðandi uppbyggingu atvinnu og endurhæfingarstarfseminnar á Bjargi. Einnig hefur Sjálfsbjörg notið einstaks skilnings og stuðnings forráðamanna Akureyrarbæjar við uppbygginu fyrirtækisins og við úrlausn erfiðrar rekstrarstöðu.
278 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
SÓLVANGUR
B
www.solvangur.is
æjarstjórn Hafnarfjarðar tók ákvörðun um það á árinu 1945 að byggja húsnæði undir elli-, sjúkra- og fæðingadeild. Það var síðan seinni hluta árs 1946 að bygging hússins hófst. Húsið var vígt 25. október 1953 og hlaut nafnið Sólvangur. Fyrsti vistmaðurinn innritaðist á Sólvang 31. október sama ár. Fæðingadeildin tók síðan til starfa í mars 1954 og var starfrækt fram til ársins 1976, en í júnímánuði það ár var deildin lögð niður. Heilsuvernd var starfrækt í húsakynnum Sólvangs á árunum 1960 til 1972. Grunnbygging Sólvangs er um 750 m2 á fjórum hæðum og er kjallari undir hluta byggingarinnar. Viðbygging var reist við Sólvang upp úr 1990. Fyrsti áfangi þessarar viðbyggingar er um 1.070 m2 en jafnframt var byggð ný aðstaða fyrir heilsugæslu, sem nú tilheyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áætlanir gerðu síðan ráð fyrir frekari uppbyggingu þar sem áhersla var lögð á aukið hjúkrunarrými. Gert var ráð fyrir því að hjúkrunarrými yrðu um 130 eftir stækkun. Í dag hefur þessum áformum verið vikið til hliðar og áætlanir eru uppi um að byggt verði nýtt hjúkrunarheimili á Völlum í Hafnarfirði. Þrátt fyrir miklar endurbætur á húsnæði Sólvangs í gegn um tíðina uppfyllir það ekki í dag þær kröfur sem gerðar eru til þjónustu á hjúkrunarheimilum. Einbýli eru fá og fermetrafjöldi pr. heimilismann er töluvert undir nútímastöðlum. Rekstrareiningin er því orðin lítil og óhagkvæm. 55 hjúkrunarrými eru til staðar á Sólvangi í dag. Kaflaskipti urðu í rekstri Sólvangs á árinu 2005 þegar þáverandi heilbrigðisráðherra ákvað að sameina Sólvang og St. Jósefsspítala frá og með 1. janúar 2006. Tilgangur sameiningar var að leita eftir fjárhagslegri hagræðingu. Við sameiningu þessa varð til öflug stofnun í Hafnarfirði sem var bæði með öldrunarþjónustu og almenna sérfræðiþjónustu sjúkrahúss. Bjartsýni ríkti um að áfram yrði heilbrigðisþjónusta til fyrirmyndar í Hafnarfirði, sem allir landsmenn nytu góðs af hvað varðar þjónustu ákveðinna sérgreina. Á árinu 2006 var lögð fram skýrsla sem mótaði framtíðarsýn í öldrunarþjónustu bæjarins. Grundvöllur þessar áætlunar var sérfræðiþjónusta spítalans. Það urðu því mikil vonbrigði fyrir Hafnfirðinga þegar ákveðið var að kollvarpa öllum þessum áformum og skipta sameinaðri stofnun aftur upp, þannig að St. Jósefsspítali var sameinaður Landspítala og Sólvangur
Heilbrigðismál og félagsþjónusta | 279
Framkvæmdastjórn Sólvangs skipa: Árni Sverrisson forstjóri Rannveig Þöll Þórsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Gunnar Valtýsson yfirlæknir
aftur gerður að sjálfstæðri stofnun. Það kom síðan í ljós nokkrum mánuðum síðar, eða á haustmánuðum ársins 2011, að öll starfsemi spítalans var lögð niður. Hluti þjónustunnar var fluttur til Landspítalans, hluti fór í sjálfstætt rekna sérfræðiþjónustu læknastöðva og hluti þjónustunnar var einfaldlega lagður niður. Spítalaþjónusta hefur því verið lögð af í Hafnarfirði eftir 89 ára starfsemi St. Jósefsspítala. Á Sólvangi er starfseminni skipt niður á þrjár hjúkrunardeildir. Á einni deildinni er síðan komið fyrir séraðstöðu fyrir þá heimilismenn sem þjást af heilabilun. Sú eining er kölluð „Kyrrðin“. Sjúkraþjálfari starfar við Sólvang og þar er einnig vinnustofa, sem sinnir félagslegri virkni og þjálfun. Reglubundið augnlækaneftirlit er framkvæmt, jafnframt því sem boðið er upp á þjónustu við hárgreiðslu, fótsnyrtingu og fleira. Eldhús, þvottahús og bókasafn er á staðnum. Mikill metnaður hefur ætíð verið lagður í það á Sólvangi að hlúa vel að heimilisfólki. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, ásamt ófaglærðu fólki sinna umönnunarstörfum undir öruggri hjúkrunarstjórn. Stöðugildi á Sólvangi í dag eru um 80 og hefur fækkað verulega á undanförnum árum, bæði vegna fækkunar heimilismanna og vegna niðurskurðar fjárveitinga. Legudagafjöldi á árinu 2011 var 19.732 en hefur mest verið um 32.000 legudagar og þá voru stöðugildi á Sólvangi um 125.