Ă?sland
AtvinnuhĂŚttir og menning 2010
2
Ă?sland AtvinnuhĂŚttir og menning 2010
Efnisyfirlit
Mennta- og menningarmál
11
Mennta- og menningarmál
13
Skapandi atvinnugreinar
15
Uppgjör við aldamót
25
Fegurð hins einfalda og lágstemda
35
Ferðaþjónusta
101
Fjölmiðlar og fjarskipti
142
143
Hönnun og ráðgjöf
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta 195
Fjarskipti á opnum markaði í 15 ár
Nafnaskrá er aftast í fjórðu bók.
167
Mennta- og menningarmรกl
Mennta- og menningarmál | 11
Í
Mennta- og menningarmál Katrín Jakobsdóttir
mennta- og menningarmálaráðuneyti er fengist við afar fjölbreytt viðfangsefni. Þau tengjast þó öll þeirri viðleitni samfélagsins að gefa einstaklingum færi á að mennta sig með einum eða öðrum hætti. Í íslenskri tungu eru orðin menntun og menning af sama meiði en í tungumálum nágrannaríkja okkar eru hugtökin menning og ræktun nátengd. Allt er þetta þó sprottið af þeirri sömu rót að til að manneskjan geti þrifist í samfélagi þarf hún að rækta sig og mennta á ýmsa vegu. Um það snýst okkar starf.
Ný menntastefna Frá því ég tók við starfi mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið unnið að innleiðingu nýrrar menntastefnu, meðal annars í nýjum námskrám. Ný leik-, grunn- og framhaldsskólalög, sem samþykkt voru á Alþingi 2008, voru spor í átt til heildstæðara skólakerfis með aukna áherslu á fjölbreytni og sveigjanleika til að gera það betur í stakk búið til að mæta þörfum ólíkra einstaklinga. Meðal nýmæla var svokölluð fræðsluskylda til 18 ára aldurs, sem þýðir að allir 16-18 ára nemendur, sem vilja sækja nám í framhaldsskóla, eiga rétt á því. Þessi breyting kallar á aukna fjölbreytni svo að allir geti fundið sér nám við hæfi. Ekki er lengur gert ráð fyrir samræmdum námsbrautarlýsingum í námskrám framhaldsskóla heldur er þróun námsbrauta í höndum kennara og skólastjórnenda. Nýju lögin kölluðu á aðalnámskrár fyrir skólastigin þrjú. Við gerð þeirra var lögð sérstök áhersla á að hugað yrði sérstaklega að hlutverki skólakerfisins í þeirri uppbyggingu og endurmótun samfélagsins, sem á sér stað um þessar mundir og rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf, sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Í sameiginlegum kafla námskrárinnar fyrir skólastigin þrjú má finna sex grunnþætti, sem endurspegla þetta hlutverk. Kjarni menntastefnunnar er settur saman úr sex grunnþáttum: • Læsi: Meginmarkmið læsis er að nemendur séu virkir þátttakendur í að umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast á persónulegan og skapandi hátt við því sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á. • Sjálfbærni: Sjálfbærni snýst um að hugsa um samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar. Skilningur á eigin vistspori, vistspori samfélaga og þjóða stuðlar að sjálfbærri þróun og hófsemi. • Lýðræði: Í lýðræði taka einstaklingar afstöðu til siðferðilegra álitamála og taka virkan þátt í mótun samfélagsins. Í lýðræðisríki þurfa borgararnir að búa við mannréttindi og ráða öllum meiriháttar málum sínum sameiginlega. • Jafnrétti: Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra. • Heilbrigði og velferð: Heilbrigði byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan án tillits til félagslegrar stöðu. Allt skólastarf þarf að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan enda verja börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla. • Sköpun: Í sköpun felst að móta viðfangsefni og miðla þeim, búa til, gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en viðkomandi kann eða hefur gert áður. Sköpun er að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
12 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig
Vísindi og háskólar Í stefnu vísinda- og tækniráðs, Byggt á styrkum stoðum, eru þrjú leiðarljós: Samvinna og samnýting, gæði og ávinningur og alþjóðleg vísindi og nýsköpun. Undir þessum formerkjum er unnið að því að nýta sem best þá krafta og aðstöðu, sem byggð hefur verið upp víðs vegar um landið. Unnið er markvisst að því að tryggja að vísinda og nýsköpunarstarf á Íslandi standist alþjóðlegar gæðakröfur. Háskólar eru helsti vettvangur þeirra rannsókna, vísinda og þekkingarsköpunar sem stefna vísinda- og tækniráðs fjallar um. Stefna um opinbera háskóla var gerð opinber í ágúst 2010. Í henni felst að stjórnvöld vilja standa vörð um starfsemi opinberu háskólanna með því að stofna samstarfsnet þeirra og efna til stóraukins samstarfs, með hugsanlega sameiningu í huga. Markmið stefnunnar er þríþætt: Í fyrsta lagi að efla háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun til styrktar framtíðaruppbyggingu íslensks samfélags. Í öðru lagi að hagræða í rekstri háskólanna þannig að fjármunir nýtist sem allra best. Í þriðja lagi að halda uppi öflugri og fjölbreyttri háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Við mótun stefnunnar var meðal annars tekið mið af skýrslu erlendra sérfræðinga, sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið veturinn 2008-2009. Stefnt er að því að öflugt samstarfsnet opinberra háskóla verði starfandi á Íslandi árið 2012. Að því standa allir opinberu háskólarnir, þ.e. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli – Háskólinn á Hólum. Miðað er við að aðrar háskóla- og rannsóknastofnanir geti tekið þátt í starfi netsins. Háskólanetinu er m.a. ætlað að bjóða upp á fjölbreytt háskólanám á öllum helstu fræðasviðum. Skipulag náms og rannsókna miðast við að háskólarnir vinni náið saman og njóti krafta allra núverandi skóla, sem starfi áfram undir eigin nafni. Þá er gert ráð fyrir að nemendur hafi aukin tækifæri til samsetningar náms með því að sækja námskeið í fleiri en einum skóla. Fjarkennsla verður notuð í auknum mæli til að bjóða upp á fjölbreytt nám víða á landinu með samstarfi við þekkingarsetur og símenntunarmiðstöðvar.
Menningarmál Það var farsæl ákvörðun að ljúka við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúsiins Hörpu þrátt fyrir fyrirsjáanlega erfiðleika í ríkisrekstri eftir atburðina 2008. Húsið sjálft er sterkt kennileiti og eflir sjálfstraust þjóðarinnar auk þess sem starfsemin í húsinu mun verða lyftistöng fyrir íslenskar listir og menningarstarf. Öflugur stuðningur við þann mikilvæga þátt samfélagsins hefur margvíslega þýðingu, sem nauðsynlegt er að benda á. Fram til þessa hafa menntamál, menningarmál og fleiri skyldar greinar, hinar svokölluðu skapandi greinar, ekki verið taldar með þegar rætt er um atvinnumál en þó er talið að um fjórðungur starfa í landinu falli innan þeirra. Um þessar mundir er sífellt betur að koma í ljós mikilvægi þeirra í atvinnu- og efnahagsmálum. Tölulegar niðurstöður úr fyrstu rannsóknum á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi sýna að þær eru einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar og sá sem vex einna hraðast. Ráðuneytið hefur stuðlað að auknum rannsóknum á sviði menningarmála, t.d. á hagrænum og menningarlegum áhrifum. Niðurstöður slíkra rannsókna eru mikilvægar við mótun menningarstefnu ríkisins en unnið er að henni og hún verður birt árið 2012. Íslensk tunga hefur loks fengið lögformlega stöðu sem tungumál íslensku þjóðarinnar, Þá er íslenskt táknmál nú með lögum fyrsta mál þess hluta heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra, auk afkomenda þeirra, sem reiða sig á það, til tjáningar og samskipta.
Mennta- og menningarmál | 13
Fjölmiðlar Í lok apríl 2011 samþykkti Alþingi lög um fjölmiðla og setti þar með í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Markmið laganna er að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun sem og að efla vernd neytenda á þeim vettvangi. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá nóvember 2009, er hlutverk fjölmiðla skilgreint með skýrum hætti. Þar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag.“ Í fjölmiðlalögunum er gengið út frá þessari skilgreiningu. Auk tjáningarfrelsis, sem allir þegnar í lýðræðisríkjum njóta, eru fjölmiðlum veitt tiltekin réttindi umfram aðra, t.d. er varðar vernd heimildarmanna. Í ljósi þeirrar sérstöðu og áhrifavalds sem fjölmiðlar í lýðræðisríkjum hafa er litið svo á að þeir hafi ríkum skyldum að gegna gagnvart almenningi. Í evrópskum lýðræðisríkjum er því almennt talið að fjölmiðlar séu af þessum sökum ólíkir öðrum fyrirtækjum og því sé eðlilegt að um þá gildi sérstakar reglur, sem taki mið af framansögðu. Í nýjum fjölmiðlalögum eru mörg ákvæði beinlínis sett í þeim tilgangi að tryggja virkt tjáningarfrelsi og þar með opna umræðu og skoðanaskipti. Hins vegar verður að hafa í huga að flest þessara ákvæða hafa verið í lögum um árabil, án þess að þeim hafi verið framfylgt á virkan hátt. Andstætt því sem margir virðast halda sýnir reynsla annarra ríkja að virkt eftirlit með starfsemi fjölmiðla tryggir betur tjáningarfrelsi, þar sem það er til þess fallið að auka traust almennings á fjölmiðlum og hlutverki þeirra þegar þeim er haldið að lögum.
Copyright: Eirikur Kristjansson
Mennta- og menningarmál | 15
Skapandi atvinnugreinar
Í
og möguleikar Íslands í nýrri atvinnuháttabyltingu Ágúst Einarsson
sland er lítið menningarsvæði og staða íslenskrar menningar og íslenskunnar markast af því. Tungumálið er einn mikilvægasti þátturinn í menningu sérhverrar þjóðar. Menningarstarf á grunni tungumálsins með ritun miðaldabókmenntanna er ein helsta ástæða þess að Íslendingar héldu áfram að vera sjálfstæð þjóð eftir að hafa misst hið formlega sjálfstæði á seinni hluta þrettándu aldar. Íslenskan hélt þannig landsmönnum og þjóðríkinu saman og það skapaði grunn fyrir öflugt menningarlíf hérlendis. Framleiðsla menningarlegra afurða er margþætt og felst oft í upplifun einstaklinga. Á bak við það er iðnaður og framleiðsla, hvort sem það kallast menningariðnaður, upplifunariðnaður eða skapandi atvinnugreinar. Í þessum iðnaði felast mjög mikil fjárhagsleg umsvif. Upplifunariðnaður, sem er oft talinn stærsti iðnaður í heimi, mætir eftirspurn neytenda eftir afþreyingu og upplifun. Tómstundir, sem eru forsenda afþreyingar og upplifunar, er tími sem ekki gafst almenningi fyrr en síðustu tvö til þrjú hundruð árin. Áður fyrr fór allur tími venjulegs fólks í að afla sér lífsviðurværis og mjög lítill tími var aflögu fyrir einhvers konar afþreyingu. Listir hafa þó ætíð fylgt manninum sem mjög mikilvægur þáttur í menningu hans og þær eru eitt það helsta sem greinir manninn frá öðrum dýrum. Þegar rætt er um virði í hagfræði annars vegar og virði í menningu hins vegar er í báðum tilvikum verið að tala um mat, hvort sem þetta mat er fjárhagslegt, eins og algengast er innan hagfræði og þá með hjálp verðs, eða víðfeðmara eins og er innan menningar. Málverk geta verið verðmæt í menningarsögunni og krá í litlu þorpi hefur jafnvel mjög mikið menningarlegt virði fyrir samfélagið þar, miklu meira en kemur fram í þeirri peningaveltu sem er í kránni. Hún er ef til vill aðalmenningarstaðurinn í þessu litlu samfélagi. Menningarlegt gildi eða virði getur oft einnig falist í hlutnum sjálfum eða í atburðum. Það að skoða listaverk eða annað menningarlegt verk er iðulega upplifun og hún verður ekki slitin frá verkinu sjálfu. Fólk vill sjá frummynd af málverki frekar en að horfa á ljósmynd af því þótt ljósmyndin geti endurspeglað verkið nákvæmlega. Þegar hlustað er á tónlist getur umgjörðin, eins og tónlistarsalurinn, skipt miklu máli. Nútímanlegt form menningar, og ef til vill það sem nú skiptir mestu máli, er blogg, Facebook og YouTube þar sem fólk hefur samskipti og samband á algjörlega nýjan hátt. Breytingar á birtingarformum menningar og samskipta hafa líklega aldrei verið jafnmiklar og einmitt síðustu fimm árin. Í menningarlegum afurðum er oft sögð saga og góð og vel sögð saga hefur alltaf verið mikilvægur þáttur í samfélagi mannsins. Það skiptir ekki máli hvort sagan er sögð í töluðum eða skrifuðum orðum, tónlist, kvikmyndum, dansi eða í málverki; öll þessi listform hafa fangað athygli mannsins um langan tíma og sum þeirra frá ómunatíð.
Sköpun og skapandi atvinnugreinar Sköpun eykur þekkingu. Menning og sköpun eru óaðskiljanleg, sérstaklega í tengslum við listir og listræna framleiðslu, hvort sem um er að ræða ritlist, tónlist, kvikmyndalist eða aðrar listgreinar. Sköpun er krafturinn sem býr til listaverk. Þótt orðið sköpun sé oft látið ná til lista og listamanna hefur það skírskotun til fleiri sviða þegar rætt er um skapandi atvinnugreinar. Það er þó ýmislegt sem getur hindrað sköpunarmáttinn og geta þær hindranir verið margþættar. Takmörkun á fjármagni, hvort sem það eru tekjur einstaklings eða hin fjárhagslega umgjörð, setur skorður við alla sköpun og er reyndar takmarkandi við mjög margt í lífi mannsins.
Dr. Ágúst Einarsson prófessor.
16 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig
Skapandi atvinnugreinar
Samfélagið
Menning
Listir
Efnahagslífið Mynd 1: Listir, menning og skapandi atvinnugreinar.
Í skapandi atvinnugreinum er sköpun í forgrunni. Snýr það að hæfni mannauðs og í því felst ekki einungis þekking heldur einnig fjölbreytileiki og umburðarlyndi. Skapandi atvinnugreinar eru mikilvægur þáttur í efnahagslífinu og þær endurspegla nýja sýn á það. Framlag menningar til landsframleiðslu, en landsframleiðsla er verðmætasköpun á einu ári í efnahagslífinu, er um fjögur prósent hérlendis og er vaxandi á sama tíma og framlag landbúnaðar er um eitt prósent og sjávarútvegs um ellefu prósent. Þannig er menning umfangsmikil atvinnugrein hérlendis. Ekki er þó rétt að einblína á þátt einstakra atvinnugreina í landsframleiðslu því að allar atvinnugreinar styðja hver aðra. Mynd 1 sýnir tengsl lista, menningar og skapandi atvinnugreina. Eins og sést á mynd 1 eru listir hluti menningar en menning er hluti skapandi atvinnugreina umlukin samfélaginu og efnahagslífinu. Sköpun á sér oft stað í klösum, til dæmis innan háskóla eða innan annars menningarlegs umhverfis. Sumir verða að starfa með fleirum, t.d. við uppfærslu leikrits, við flutning tónlistar og gerð kvikmyndar, sbr. sinfóníuhljómsveit, leikhús og kvikmyndaver. Það eru því margir sem vinna saman að sköpun á verki, hvort sem það felst í því að búa það til eða að flytja það. Við þessar aðstæður koma einstaklingar saman og hjá þeim eiga sér stað samskipti sem geta leitt til nýjunga. Það er mikilvægt fyrir sköpun og þá einstaklinga sem vinna að henni að þeir hafi aðgang að frjóu umhverfi.
Mennta- og menningarmál | 17
Almenn skilgreining, þ.e. arkitektúr, auglýsingar, gagnvirkir tölvuleikir, handverk, hugbúnaðargerð og þjónusta í tengslum við hana, hönnun, kvikmyndir ásamt mynddiskum og myndböndum, sjónvarp og hljóðvarp, sviðslistir, tíska, tónlist, útgáfa og verslun með list og fornmuni
Skapandi atvinnugreinar
Almenn víðari skilgreining, þ.e. það sem felst í almennri skilgreiningu hér að ofan að viðbættum rannsóknum og leikfangaiðnaði
Menningarleg skilgreining, þ.e. menningariðnaður eins og auglýsingar, kvikmyndir, markaðsstarfsemi, netið, sjónvarp og hljóðvarp, tónlist, tölvuleikir og útgáfa Skilgreining eftir störfum og stéttum
Mynd 2: Nokkrar skilgreiningar á skapandi atvinnugreinum.
Sameinuðu þjóðirnar hafa mótað nýja skilgreiningu á skapandi atvinnugreinum þar sem þeim er skipt í fjögur meginsvið. Í fyrsta lagi er um að ræða arfleifð, sem skiptist í tvo undirflokka, þ.e. annars vegar í hefðbundna menningarþætti eins og listrænt handverk og menningarlega viðburði og hins vegar í minjar eins og fornminjar og söfn. Í öðru lagi eru það listir, sem skiptast í tvo undirflokka, þ.e. annars vegar í sjónlistir eins og málverk, höggmyndir, ljósmyndir og fornmuni og hins vegar í sviðslistir eins og tónleika, leikhús, listdans, óperur, sirkus og brúðuleikhús. Í þriðja lagi koma til fjölmiðlar sem skiptast í tvo undirflokka, þ.e. annars vegar í útgefið og prentað efni, eins og bækur og blöð, og hins vegar í myndrænt efni, eins og kvikmyndir, sjónvarp og hljóðvarp. Fjórða meginsviðið er hagnýt hönnun sem skiptist í þrjá undirflokka, þ.e. í fyrsta lagi hönnun eins og innanhússarkitektúr, grafíska hönnun, tísku, skartgripi og leikföng, í öðru lagi ný miðlun eins og hugbúnaður, tölvuleikir og annað stafrænt og skapandi og í þriðja lagi skapandi þjónusta eins og byggingarlist, auglýsingar, skapandi rannsóknir og þróunarvinna og önnur þjónusta sem tengist menningu og tómstundum. Margar aðrar skilgreiningar eru á skapandi atvinnugreinum, sbr. mynd 2. Til skapandi atvinnugreina er hægt að telja arkitektúr, auglýsingar, gagnvirka tölvuleiki, handverk, hugbúnaðargerð og þjónustu í tengslum við hana, hönnun, kvikmyndir ásamt mynddiskum og myndböndum, sjónvarp og hljóðvarp, sviðslistir, tísku, tónlist, útgáfu og verslun með list og fornmuni. Önnur útfærsla er að bæta hér við rannsóknum og leikfangaiðnaði. Annað sjónarhorn þess að skilgreina skapandi atvinnugreinar er að horfa á framleiðsluna sjálfa og telja til skapandi atvinnugreina þær atvinnugreinar sem framleiða vöru og þjónustu sem hafa menningarlegt og listrænt gildi. Hér er þetta þrengt og rætt er um menningariðnað í því sambandi. Til slíks iðnaðar telst allt er varðar auglýsingar, kvikmyndir, markaðsstarfsemi, netið, sjónvarp og hljóðvarp, tónlist, tölvuleiki og útgáfu. Enn önnur nálgun er að líta á einstaklingana og störf þeirra. Hagfræðin hefur hingað til flokkað framleiðslu í efnahagslífinu í þrjá flokka, þ.e. í frumframleiðslu, iðnaðarframleiðslu og þjónustuframleiðslu. Hér bætist við ný vídd sem er skapandi atvinnugreinar og rætt er um fjóra flokka, þ.e. hina fyrri þrjá og skapandi atvinnugreinar, sbr. mynd 3. Frumframleiðsla, eins og landbúnaður, var allsráðandi í heiminum fram yfir miðja átjándu öld. Þá varð iðnbyltingin með hagnýtingu gufuaflsins og utanaðkomandi orka kom í fyrsta sinn í miklum mæli inn í samfélag mannsins. Nítjánda öldin einkenndist af iðnaðarframleiðslu og þjónustuframleiðslan var ráðandi á tuttugustu öldinni. Frumframleiðsla er nú lítill hluti af efnahagslífi flestra landa.
18 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig
Hægt er að halda því fram að hinar skapandi atvinnugreinar verði ráðandi atvinnugreinar tuttugu og fyrstu aldarinnar, einkum í hinum þróuðu löndum. Ein helsta ástæðan fyrir því er að sífellt minni hluti af tekjum fólks þar fer í að afla sér lífsviðurværis og sífellt meiri hluti tekna og tíma fer í tómstundir og upplifun. Oft er erfitt að meta þátt menningar í efnahagslífinu og það verður að varast að ofmeta hann ekki. Með því að skoða vel störf innan menningar má þó meta þennan þátt. Ef þeir þættir sem falla undir skapandi atvinnuvegi eru teknir út úr þjónustu- og iðnaðarframleiðslu er hægt að meta umfang skapandi atvinnugreina. Þeirri aðferðafræði hefur verið beitt, m.a. fyrir Ísland, og niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna eru samhljóma. Þessar rannsóknir sýna að 23-24% af vinnuafli hérlendis er bundið í skapandi atvinnugreinum og er greinilegt að þessi geiri fer vaxandi hérlendis.
Neysla og menningariðnaður Hátt menningarlegt virði og mikil efnahagsleg umsvif fara ekki alltaf saman. Eftirspurnin er ekki mikil eftir ýmsu og kemur það fram í lítilli veltu eða lítilli sölu, en hins vegar getur verkið eða afurðin haft mikið menningarlegt virði. Íslensku handritin eru dæmi um þetta. Það er ekki mikill aðgangseyrir að handritasöfnum, ef nokkur, og ekki eru mikil fjárhagsleg umsvif í tengslum við handrit eða útgáfur þeirra. Hins vegar er menningarlegt virði handritanna geysimikið í íslensku samfélagi. Slíkt mat er þó mismunandi eftir samfélögum. Það er ekki hægt að nota sama mælikvarðann við allar aðstæður. Það er ekki alltaf mögulegt að útskýra allt sem tengist list. Hvað er t.d. rautt eða blátt í málverki og skiptir það máli? Það er í sjálfu sér ekki hægt að leggja mat á það því að það er heildarmyndin sem er skoðuð og mat lagt á hana. Oft er ekki auðvelt að útskýra þetta mat. Með aukinni menningarneyslu fá neytendur oft meiri áhuga á menningu og vilja njóta fleira af sama toga. Sá sem hlustar mikið á tónlist öðlast betri smekk fyrir henni og vill oft einmitt heyra meira. Þannig eykst eftirspurn með aukinni neyslu sem er óvenjulegt.
Mennta- og menningarmál | 19
Frumframleiðsla, fyrir 1750
Iðnaðarframleiðsla, 1750–1900
Skapandi atvinnugreinar, 21. öldin Iðnaðarframleiðsla Frumframleiðsla
Þjónustuframleiðsla, 1900–2000
Þjónustuframleiðsla
Mynd 3: Hinar fjórar víddir efnahagslífsins.
Stafræn miðlun, m.a. á netinu, er orðin miklu algengari en áður og nú er ekki einungis tónlist og kvikmyndum dreift þannig heldur einnig blöðum, tímaritum og bókum. Slíkar tækniframfarir hafa leitt til þess að tími við framleiðslu hefur styst og framleiðsla er ódýrari en áður. Þessi þróun hefur auðveldað aðgengi að menningarlegum afurðum og lækkað dreifingarkostnað og framleiðslukostnað. Menningariðnaður, þar sem menningarlegar afurðir eru í forgrunni, eru hluti af skapandi atvinnugreinum. Það er miklu varið til menningarmála og meira en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Árið 2010 vörðu íslensk heimili að meðaltali 12% af útgjöldum sínum til menningar og tómstunda. Til samanburðar var 15% útgjalda varið til ferða og flutninga, þar með talið rekstur bifreiða, 13% til kaupa á mat og 6% í kaup á fötum og skóm. Gífurlegar breytingar hafa orðið á menningariðnaði á síðustu þrjátíu árum. Fyrirtæki hafa stækkað og ná yfir mun fleiri svið en áður og velta þeirra hefur aukist verulega. Litlum og meðalstórum fyrirtækjum í menningariðnaði hefur fjölgað mikið. Alþjóðavæðingin hefur leitt til þess að sífellt fleiri menningarlegar afurðir eru seldar milli landa og framfarir í fjarskiptum og tölvutækni hafa tekið stórstígum framförum á þessu tímabili. Stefna stjórnvalda hefur breyst og er nú í vaxandi mæli mótuð á alþjóðlegum vettvangi. Smekkur neytenda hefur einnig orðið margþættari og umfang auglýsinga á menningarlegum afurðum er mun meira en áður. Þótt fyrirtæki í framleiðslu menningarafurða séu oft stór eru þar einnig mörg lítil fyrirtæki. Sameiginleg staðsetning eða náin samskipti geta leitt til sérhæfðra kjarna með einni tegund fyrirtækja eins og raunin er með leikhúsin við Broadway í New York eða í West End í London. Í slíku umhverfi berst þekking hratt milli aðila. Öflug fyrirtæki geta orðið miðpunktur í atvinnustarfsemi heilla byggðalaga og dregið til sín annan rekstur eins og álverksmiðjan í Hafnarfirði gerði á sínum tíma. Dæmi um slíka hópmyndun fyrirtækja erlendis er hinn mikli fjöldi þekkingarfyrirtækja í Kísildal á svæðinu við San Fransisco. Slík samþjöppun fyrirtækja, klasar, getur leitt til lækkunar á meðalkostnaði i framleiðslu sem nýtist mjög vel í samkeppni á alþjóðavísu. Dæmi um þessa sérhæfni á Íslandi eru tölvuleikjafyrirtækin sem heyra til upplifunariðnaðar. Tölvuleikjaframleiðsla hefur vaxið mjög mikið undanfarin ár og hafa fyrirtækin notið stuðnings hvert af öðru. Nefna má mörg önnur dæmi um kosti samþjöppunar fyrirtækja hérlendis eins og raunin varð þegar þéttbýlismyndun hófst af fullum þunga hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar.
Stuðningur ríkisvalds við menningu Það er hægt að færa margvísleg rök fyrir því að stjórnvöld ættu að styðja við menningu. Sum rökin eiga við fleiri lönd en önnur byggja á séríslenskum aðstæðum. Hægt er líta þannig á að mikil verðmæti séu fólgin í menningu sérhvers samfélags og að þættir hennar eigi að vera öllum aðgengilegir. Jöfnuður í samfélaginu skiptir miklu máli hvað varðar aðgengi að menningu og það er stjórnvalda að tryggja þann jöfnuð, m.a. milli kynja, stétta, tekna, búsetu og kynslóða. Varðveisla menningarverðmæta er yfirleitt ekki arðsöm starfsemi í peningum talið þannig að þetta er verkefni almannavaldsins. Hér-
20 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig
Mennta- og menningarmál | 21 lendis hafa stjórnvöld sérstöku hlutverki að gegna því að Ísland er lítið samfélag sem var sárafátækt lungann af tilveru sinni og því er menningarleg arfleifð, önnur en tungumálið og miðaldabókmenntirnar, fábrotin og þess vegna ber að varðveita hana vel. Menning hefur umtalsverð áhrif á vinnumarkaðinn á Íslandi. Það vinna um fimm prósent af íslenskum vinnumarkaði innan menningargeirans eða um níu þúsund manns og það er mikið miðað við aðrar atvinnugreinar. Oft eru erlendir aðilar í samstarfi við innlenda aðila um ýmislegt er varðar menningu eins og við gerð tónlistar og kvikmynda. Menningarleg framleiðsla getur verið mikilvægur þáttur í byggðastefnu, þ.e. sem tæki til að efla fjölbreytni í atvinnulífi á landsbyggðinni. Ísland hefur þá sérstöðu að landið er stórt en þjóðin fámenn og stærsti hluti hennar, eða tveir þriðju hlutar, býr á höfuðborgarsvæðinu. Sá þriðjungur sem býr utan höfuðborgarsvæðisins dreifist því um mjög stórt svæði. Sé höfuðborgarsvæðið miðað við klukkutímaakstur frá miðborg Reykjavíkur eru meira að segja þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar búsettir á því svæði og er þetta nær einsdæmi í heiminum. Þar sem þessi fjórðungur, sem er einungis um áttatíu þúsund manns, býr á hinni raunverulegu landsbyggð, sem nær yfir um eitt hundrað þúsund ferkílómetra svæði, er ljóst að fábreytni í atvinnulífi er mikil á nær öllu landinu. Störf á landsbyggðinni í tengslum við menningu leiða til betri nýtingar opinberra fjármuna eins og samgöngumannvirkja og til aukinnar sérhæfingar og nýbreytni. Sá ábati á landsbyggðinni vegur þungt þar sem nýting fjármuna er lakari þar og fjölbreytni minni vegna fámennis miðað við höfuðborgarsvæðið. Eitt helsta hlutverk stjórnvalda er að sjá þegnum sínum fyrir góðri menntun. Góð menntun bætir samfélag mannsins á margvíslegan máta og eykur framleiðni í efnahagslífinu. Hér gætu stjórnvöld lagt meira til málanna en gert er. Tölvuleikjaiðnaðurinn er gott dæmi um þetta. Eina aðkoma stjórnvalda að þeim iðnaði er að sjá til þess að tölvumenntun sé góð hérlendis, allt frá grunnskóla upp í háskóla. Það, ásamt áhuga á tækni og opnum huga fyrir nýjungum í upplýsingaiðnaði, hefur byggt upp öfluga skapandi atvinnugrein hérlendis sem selur afurðir sínar um allan heim. Nútíma landkynning felst einkum í myndrænu efni. Stjórnvöld hafa því veigamiklu hlutverki að gegna til að styrkja innviði ferðaþjónustu og þar er landkynning, m.a. í formi kvikmynda og sjónvarpsþátta, mjög mikilvægur þáttur. Landkynning hefur jákvæð áhrif á menningartengda ferðaþjónustu en einnig á annan útflutning því að góð þekking á viðskiptalöndum er þátttakendum í efnahagslífinu alltaf hagfelld. Skattaívilnanir af opinberri hálfu til stuðnings menningarmálum þekkjast víða og eru með mismunandi hætti í einstökum ríkjum. Hérlendis hefur þeirri aðferð ekki verið beitt þótt slíkt hafi verið lagt til. Menning hefur fengið meira rými á alþjóðavettvangi undanfarin ár og áratugi eins og til dæmis hjá Sameinuðu þjóðunum, sérstaklega hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og ýmsum fjölþjóðlegum samtökum eins og Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og Evrópusambandinu (ESB). Mikilvægt er að hafa í huga að menning, arfleifð genginna kynslóða, er tæki til friðar. Því meiri þekking sem fólk hefur á menningu og menningarstraumum annarra þjóða þeim mun meiri skilningur ríkir á ólíkum aðstæðum og þeim mun minni líkindi eru á því að fólk fari með vopnavaldi á hendur öðru fólki. Hluti menningar eru trúarbrögð og í flestum þeirra eru náungakærleikur og umhyggja mikilvægir þættir sem stuðla að friðsamlegum samskiptum einstaklinga og því er þetta hugmyndafræði sem á vel við núverandi aðstæður í heiminum. Þau forréttindi að tilheyra tiltekinni þjóð fela í sér skyldur gagnvart sjálfum sér og öðrum og það gefur fólki sjálfsvirðingu sem endurspeglast í sögu mannsins. Búseta mannsins á jörðinni lýtur ákveðnum lögmálum og það eru rauðir þræðir í skilyrðum fyrir búsetu á jörðinni. Menning er einn þessara þráða, ef til vill mikilvægasti þráðurinn. Saga íslensku þjóðarinnar frá öndverðu sýnir þetta vel. Menning er aflvaki þjóðernis, samfélags og samskipta og er menningarstefna unnin af stjórnvöldum í samráði við mjög margra aðila. Hægt er að afgreiða menningarstefnu með þingsályktun á Alþingi og jafnvel binda þætti hennar í stjórnarskrá. Varðandi leiðir til að efla menningarstarfsemi er hægt að nefna fimm atriði, S-in fimm. Með endurbótum í skólakerfinu er hægt að örva menningarleg umsvif með því að auka kennslu í listum og menningu þannig að fræðsla verði meiri og betri. Það er hægt að
22 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig skoða stefnur í menningarmálum erlendis og framkvæmd þeirra þar til að nýta það sem hentar við tilteknar aðstæður í heimalandi viðkomandi. Þetta snýr ekki einungis að opinberri stefnu heldur einnig að menningarstefnu innan fyrirtækja og samtaka. Hægt er að nota skattkerfið til ívilnunar, það er að veita afslætti í sköttum til að örva framlög fyrirtækja og einstaklinga til menningarlegra umsvifa þannig að þau geti dregið það framlag frá með tilteknu álagi þegar þau gjaldfæra kostnaðinn í sínu bókhaldi. Þetta lækkar tekjuskatt þeirra sem ríkið verður þá af. Hins vegar fær ríkið á móti aukin umsvif í menningargeiranum sem skilar sköttum til opinberra aðila, til dæmis í gegnum tekjuskatt og virðisaukaskatt. Hægt er að breyta opinberu skipulagi menningarmála og hafa hér sérstakt menningarráðuneyti eins og raunin er meðal margra þjóða. Aðrar Norðurlandaþjóðir og flestar Evrópuþjóðir eru til að mynda með menningarmál í sérstöku ráðuneyti. Ef slíkt yrði gert hér á landi yrði það ráðuneyti stærra en mörg af núverandi ráðuneytum en núna eru menningarmálin innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið yrði eftir sem áður eitt af stærstu ráðuneytunum þrátt fyrir að menningarmálin yrðu tekin þar út. Með sölu á menningarlegum afurðum á erlendum vettvangi eru mörg tækifæri til viðskipta, tekna og hagnaðar. Það er hægt að örva það með skipulögðum hætti, alveg eins og þegar þáverandi útflutningsráð og aðilar í tónlistariðnaði sameinuðust um útflutningsskrifstofu. Menning, sem arfur liðinna kynslóða, og menntun eru lykill að framförum í tæknivæddu þjóðfélagi nútímans og forsenda fyrir hagkvæmri notkun framleiðsluþátta. Alþjóðavæðing menningar á sér djúpar og sögulegar rætur. Samskipti milli landa og þjóða hafa alltaf verið fjölþjóðleg þótt þau séu nú mun meiri en áður var. Þróunin frá miðri átjándu öld, frá iðnbyltingunni, hefur gerst á grunni þjóðríkja Vesturlanda. Þessi þróun ásamt taumlausum ágangi Vesturvelda í nýlendur þróunarríkjanna á átjándu, nítjándu og fram á tuttugustu öld hefur verið umgjörð heimsmála um langt árabil. Löndin hafa oft barist um völd og yfirráð eins og heimsstyrjaldirnar tvær á tuttugustu öld sýna. Alþjóðleg áhrif eru engin nýlunda í tengslum við menningu. Menning hefur alltaf tekið við áhrifum annars staðar frá. Það sem er nýtt núna er að menning einstakra þjóðríkja er undir miklu meira álagi en áður var raunin. Straumarnir koma nú alls staðar frá og þeir eru miklu stríðari en áður. Tíminn er mikilvægur áhrifaþáttur í sambandi við alþjóðavæðingu, menningarlega fjölbreytni og möguleika smærri ríkja, sérstaklega hinna fátæku. Áður höfðu samfélög tíma til að laga sig að áhrifum annars staðar frá. Nú er þessi tími ekki fyrir hendi, a.m.k. mun minni en áður.
Menningarneysla í fjölþjóðlegum samanburði Það eru mikil menningarleg umsvif hérlendis sem skapa góðan jarðveg fyrir skapandi atvinnugreinar. Íslendingar hafa náð góðum árangri erlendis á þessu sviði eins og í tónlist, kvikmyndum og bókaútgáfu. Í töflu 1 er borin saman menningarneysla á Norðurlöndunum miðað við íbúatölu. Fjöldi leikhúsferða á hvern íbúa 2010
Fjöldi heimsókna á söfn á hvern íbúa 2010
Fjöldi útgefinna bóka á hverja 1.000 íbúa 2009
Aðsókn á kvikmynda-sýningar á hvern íbúa 2010
Opinber útgjöld til menningarmála sem % af VLF 2009
Danmörk
0,40
1,98
2,47
2,35
0,71
Finnland
0,62
0,95
2,38
1,40
0,68
Ísland
0,96
5,08
4,33
5,03
1,28
Noregur
0,37
2,10
1,63
2,26
0,5
Svíþjóð
0,34
1,92
2,12
1,69
0,6
Tafla 1: Samanburður á menningarneyslu á Norðurlöndunum Eins og sést í töflu 1 er langmest aðsókn að leikhúsum hérlendis á hvern íbúa miðað við önnur Norðurlönd og er hún nær þrefalt meiri en í Svíþjóð og Noregi. Aðsókn að söfnum er einnig langmest hérlendis og fimmfalt meiri en er í Finnlandi. Fjöldi útgefinna bóka er einnig mestur hér og sama máli gegnir um aðsókn á kvikmyndir en kvikmyndaaðsókn á mann er reyndar mest hérlendis í heiminum. Opinber útgjöld til menningarmála eru hæst hérlendis og um tvöfalt hærra hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) er varið í þann málaflokk hér en í samanburðarlöndunum. Önnur Norðurlönd eru vissulega miklar menningarþjóðir en þrátt fyrir það eru langmestu menningarlegu umsvifin hérlendis.
Mennta- og menningarmál | 23
Þetta sýnir svo ekki verður um villst að það eru allar forsendur fyrir Íslendinga að hasla sér völl í enn ríkari mæli í skapandi atvinnugreinum og taka þannig virkan þátt í hinni nýrri atvinnuháttabyltingu og bæta með því lífskjör þjóðarinnar verulega á næstu árum.
Helstu heimildir Ágúst Einarsson. Hagræn áhrif tónlistar. Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Reykjavík, 2004. Ágúst Einarsson. The economic impact of public cultural expenditures on creative industries under increasing globalization. Bifröst Journal of Social Sciences, 2, 2008, pp. 27-45. Ágúst Einarsson. Hagræn áhrif kvikmyndalistar. Háskólinn á Bifröst. Borgarbyggð, 2011. Caves, Richard E. Creative Industries. Contracts between Art and Commerce. Harvard University Press. Cambridge, MA, 2001. Creative Economy Report 2010. Creative Economy: A Feasible Development Option. United Nations Conferenc on Trade and Development (UNCTAD). Geneva, 2010. Florida, Richard. The Flight of the Creative Class. HarperCollins Publishers. New York, NY, 2005. Nordic Statistical Yearbook 2011. Nordic Council of Ministers. Copenhagen, 2011. Throsby, David. The Economics of Cultural Policy. Cambridge University Press. Cambridge, 2010. Towse, Ruth. A Textbook of Cultural Economics. Cambridge University Press. Cambridge, 2010
Um höfundinn Dr. Ágúst Einarsson er prófessor við Háskólann á Bifröst og fyrrum rektor skólans. Hann var framkvæmdastjóri í sjávarútvegi um árabil og lengi prófessor við Háskóla Íslands. Ágúst sat á Alþingi og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í íslensku samfélagi. Hann hefur ritað margar bækur og birt fjölda greina, m.a. í vísindatímaritum og ráðstefnuritum.
Mig vantar myndir meĂ° Ăžessum kafla...
Mennta- og menningarmál | 25
Uppgjör við aldamót Íslensk sagnagerð á nýrri öld
T
Soffía Auður Birgisdóttir
ímamót kalla á uppgjör og á það ekki síst við aldamót. Um aldmótin 1900 ortu „þjóðskáldin“ aldamótakvæði þar sem horft var aftur til fortíðar, nútíðin skyggð og spáð í framtíðina. Aldamótakvæðin einkenndust gjarnan af upphöfnu ljóðmáli og hyllingu íslenskrar náttúru í bland við sterka þjóðerniskennd enda voru skáldin að brýna þjóð sína í sjálfstæðisbaráttunni. Árið 2000 fór hins vegar fremur lítið fyrir kvæðum ortum í tilefni aldamótanna og það verður að segjast eins og er að á upphafsárum 21. aldar átti íslensk ljóðlist nokkuð erfitt uppdráttar.1 Engu að síður efndu íslenskir rithöfundar til uppgjörs um síðustu aldamót og þegar litið er yfir þau verk sem komu út á síðastliðnum áratug má sjá að ýmiss konar uppgjör er það viðfangsefni sem virðist brenna á íslenskum skáldum. Hér á eftir verður fjallað um uppgjör af ýmsu tagi, eins og þau birtast í íslenskum bókmenntum 21. aldar.
II Líkt og kalla má nítjándu öldina öld ljóðlistarinnar var tuttugusta öldin öld skáldsögunnar; íslenska nútímaskáldsagan varð til á þriðja áratugnum og Halldór Laxness tók yfir sviðið með sínum merku skáldsögum sem komu út jafnt og þétt eftir því sem öldin leið. Það er því ekkert skrýtið að það uppgjör sem gleggst mátti greina í íslenskum bókmenntum um síðustu aldamót snerist ekki síst um Halldór Laxness; um höfundarverk hans og stöðu hans sem aðalpersónu íslenskrar bókmenntasögu á tuttugustu öld. Uppgjörið við Halldór Laxness átti sér stað bæði í heimi skáldskaparins og innan hins akademíska heims. Tveir gagnólíkir fræðimenn, Halldór Guðmundsson og Hannes Hólmsteinn, réðust í að skrifa ævisögu Laxness út frá gerólíkum forsendum og spruttu af því miklar deilur, blaðaskrif og málaferli á hendur annars þeirra. Sú saga verður ekki rakin hér heldur sjónum beint að skáldskapnum. Höfundarverk Laxness spannar tuttugustu öldina alla og rými fyrir aðra höfunda var þröngt. Ef maður ætlar að marka sér stöðu innan tiltekins bókmenntakerfis verður maður að glíma við meistarann sem þar er fyrir, eins og bandaríski bókmenntafræðingurinn Harold Bloom hefur bent á í bók sinni Óttinn við áhrif (The Anxiety of Influence). Þetta gerði Hallgrímur Helgason (f. 1959) með skáldsögu sinni Höfundur Íslands sem kom út árið 2001. Skáldsagan segir frá rithöfundinum Einari J. Grímssyni sem vaknar upp eftir dauðann og reynist staddur í heimi sem hann hefur sjálfur skapað; þ.e.a.s. hann er orðinn hluti af sögu sem hann hefur sjálfur skrifað og minnir ekki lítið á Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness. Einar J. Grímsson minnir lesendur að sjálfsögðu fyrst og fremst á Halldór Laxness en nafn hans vísar einnig til annarra höfunda sem voru í sviðsljósinu á síðari hluta tuttugustu aldarinnar, meðal annarra Hallgríms sjálfs, samanber föðurnafnið.2 Í Höfundi Íslands er Einar J. Grímsson neyddur til uppgjörs; hann þarf að horfast í augu við líf sitt, höfundarverk sitt og sínar pólitísku skoðanir og – það sem reynist honum erfiðast – hann þarf að horfast í augu við persónurnar sem hann hefur sjálfur skapað og deila með þeim kjörum. Höfundurinn upplifir á sínu eigin skinni að það er „ekkert utan textans“.3 GagnÞví til staðfestingar má nefna að í desember 2002 gat Morgunblaðið ekki haft nema sex titla á metsölulista yfir ljóðabækur (en slíkur listi telur alla jafna tíu titla) því hver bók þurfti að hafa selst í a.m.k. tíu eintökum til að komast inn á metsölulista. 2 Einarsnafnið minnir til að mynda á nafnana Kárason og Guðmundsson og millistafinn J. má tengja við Ólaf Jóhann Ólafsson, svo nefndir séu höfundar sem hafa verið áberandi í samtímabókmenntum. 3 „Ekkert er utan textans“ er ein frægasta kennisetning franska heimspekingsins Jacques Derrida sem er aldrei langt undan í bókmenntafræðum tuttugustu aldarinnar. 1
Upp úr síðustu aldamótum fór fram á bókmenntasviðinu uppgjör við Halldór Laxness, höfundarverk hans og stöðu hans sem aðalpersónu íslenskrar bókmenntasögu á tuttugustu öld. Halldór Laxness, ævisaga eftir Halldór Guðmundsson (JPV útgáfa 2004). Halldór, ævisaga Hólmsteinn Gissurarson (Almenna bókafélagið 2003). Höfundur Íslands eftir Hallgrím Helgason (Mál og menning 2001).
26 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig
Fjármálahrunið á Íslandi og afleiðingar þess birtast á ólíkan máta í nýlegum íslenskum skáldsögum. Bankster eftir Guðmund Ólafsson (Ormstunga 2009). Konur eftir Steinar Braga (Nýhil 2008) Gæska eftir Eirík Örn Norðdahl (Mál og menning 2009). Sírópsmáninn eftir Eirík Guðmundsson (Bjartur 2010). Mannorð eftir Bjarna Bjarnason (Uppheimar 2011).
rýnandinn Jón Yngvi Jóhannsson benti á að Höfund Íslands má skoða í þrenns konar ljósi. Í fyrsta lagi er er verkið stúdía í íslenskri menningarsögu, sagan af raunverulegri og goðsagnakenndri yfirburðastöðu einnar persónu í íslenskum bókmenntum. Í öðru lagi er þetta bók sem fjallar á athyglisverðan hátt um samband höfundar, verks og veruleika. Og í þriðja lagi er hér um að ræða sveitasögu (pastorale) af bestu gerð sem fáar íslenskar samtímaskáldsögur geta mælt sig við.1 Einnig er freistandi að skoða Höfund Íslands sem nokkurs konar ödipusaruppgjör þar sem sonurinn verður að ryðja föðurnum úr vegi til að taka sjálfur sæti hans. Ég fæ ekki betur séð en Hallgrímur Helgason gefi sjálfur slíkum lestri undir fótinn. Í upphafsmálsgrein skáldsögunnar vekur lítill drengur Einar J. Grímsson þar sem hann liggur sofandi úti í náttúrunni með því að pota í hann með priki og freistandi er að túlka þetta upphafsatriði sem táknmynd þess þegar yngri höfundur tekst á við (eða potar í) meistara sinn. Í því ljósi má segja að með Höfundi Íslands geri Hallgrímur Helgason hvoru tveggja; að votta hinum ótvíræða meistara á sviði íslenskrar sagnalistar virðingu sína og gera tilraun til að marka sér stað sjálfur á því sviði. Hallgrímur hefur vissulegu verið áberandi á sviðinu undanfarinn áratug og í verkum hans má sjá uppgjör af ýmsu tagi. Í Roklandi (2005) til að mynda segir frá Bödda Steingríms sem búsettur er á Sauðárkróki eftir að hafa dvalið í áratug við nám í Þýskalandi. Þorpið reynist of lítið fyrir Bödda sem er í persónulegri uppreisn, fyrst gegn þorpsmóralnum og síðar gegn samfélaginu eins og það leggur sig. Eftir brösuga tíð í Skagafirðinum leggur Böddi af stað á hestbaki, eins og hver annar Don Kíkóti, áleiðis til Reykjavíkur þar sem hann ætlar sér að fara í eitt alsherjar uppgjör við þjóðskipulagið, sem endar auðvitað með ósköpum. Rokland hlaut afar góða dóma og í janúar 2011 var frumsýnd kvikmynd Marteins Þórssonar eftir verkinu. Haustið 2011 sendi Hallgrímur síðan frá sér skáldsöguna Konan við 1000° sem hann byggir að hluta til á lífi raunverulegs fólks. Aðalpersóna þess verks, Herbjörg María Björnsson, er svo sannarlega meðal mögnuðustu kvenlýsinga íslenskra bókmennta. Frásögnin tekur mið af sjálfsævisagnaforminu og Herbjörg María fer með lesandann í útsýnisflug um átakamikið líf sitt sem spannar lungann úr tuttugustu öldinni og gerist víða um heim; sögusviðið berst frá Breiðafjarðareyjum til Buenes Aires með viðkomu í Danmörku og Þýskalandi á árum síðari heimstyrjaldarinnar, svo fátt eitt sé nefnt. Umræðan um þessa nýju skáldsögu Hallgríms hefur að miklu leyti snúist um mörk veruleika og skáldskapar og hversu langt höfundur getur gengið að nýta sér líf annarra í skáldskap og hafa sprottið upp hatrammar deilur um málið. En ég spái að þegar frá líður muni Konan við 1000° teljast með lykilverkum íslenskra bókmennta á 21. öld.
1 Jón Yngvi Jóhannsson. 2002. „Í alvöru talað. Þankar um íslenskar bókmenntir árið 2002.“ Tímarit Máls og menningar (1. hefti) 2003, s. 4-9.
Mennta- og menningarmál | 27
Í skáldævisögunum gefst höfundum færi á að leika sér með sjálfsmyndir.
III Saga Íslands er efniviður sem margir höfundar hafa unnið með á síðusta áratug. Pétur Gunnarsson (f. 1947) hefur gefið út þrjár skáldsögur í sagnabálki sem hann kallar „Skáldsögu Íslands“. Fyrsta bókin, Myndin af heiminum, kom út aldamótaárið (2000) og síðan komu Leiðin til Rómar (2002) og Vélar tímans (2004). Í þessum bókum skoðar Pétur sögu Íslands með sínum hætti og reyndar er það ekki bara Íslandssagan sem er viðfangsefni Péturs heldur fer hann um veröld víða. Pétur skoðar söguna, mannlífið, bókmenntirnar með þeim frásagnarhætti sem hann er þekkur fyrir og einkennist af hæfileika hans til að miðla af list þekkingarþrá og undrum yfir furðum mannlífsins. Taka má fram að fyrsta bókin hefst á Miklahvelli og tilurð heimsins og því má velta fyrir sér hvort bálknum ljúki með heimsendi. Menn vænta þess að bindin í „Skáldsögu Íslands“ verði mörg áður en yfir lýkur. Reyndar má segja að bækur Péturs um Þórberg Þórðarson, ÞÞ í fátæktarlandi (2007) og ÞÞ í forheimskunarlandi (2009), falli vel undir þessa yfirskrift því saga Þórbergs – eins og Pétur segir hana – varpar ljósi á sögu Íslands frá ofanverðri nítjándu öld og langt fram á þá tuttugustu. Sérstaklega áhugaverð er greining Péturs á átökum í menningarlífinu um miðja tuttugustu öld sem síðara Þórbergsbók hans fjallar að miklu leyti um. Einar Már Guðmundsson (f. 1954) og Einar Kárason (f. 1955) eiga það sameiginlegt að þeir skrifuðu á níunda áratugnum hvor sinn skáldsagnaþríleikinn sem hafði að geyma uppvaxtarsögur fólks af þeirra eigin kynslóð. Í nýrri verkum sínum hafa þeir síðan báðir yfirgefið samtíðina og sótt aftur til fortíðar, á ólíkan hátt þó. Það orkar kannski tvímælis að kalla úrvinnslu þeirra á hefðinni uppgjör en báðir vinna þeir með íslenska fortíð og bókmenntahefð. Í seinni þríleik Einars Más, Fótsporum á himnum (1997), Draumum á jörðu (2000) og Nafnlausum vegum (2000) sækir hann sér efnivið í fjölskyldusögu sína aftur í ættir og áherslan er á örlög einstaklinga. Í þessum bókum mætast með eftirtektarverðum hætti hið sígilda íslenska sögulega raunsæi og póstmódernískur leikur með sambræðing ólíkra bókmenntagerva um leið og leikið er með mörk sagnfræði og skáldskapar. Frásagnarhátturinn sem Einar Már vinnur með í þessum þríleik tekur að nokkru leyti mið af hinum íslenska sagnaþætti þar sem fléttast saman frásögn af sögulegum atburðum og íslenskri þjóðsagnahefð. Hjátrúin er lifandi þáttur veruleikans og sagt er frá draugum, hindurvitnum, draumum og forboðum með sama raunsæissniði og sagt er frá hversdagslífinu. Þessa frjósömu sagnahefð fléttar Einar Már saman við sinn persónulega ljóðræna frásagnarstíl og útkoman er áhrifarík frásögn af mannlegum örlögum sem flestir Íslendingar ættu að geta tengt eigin reynslu og fjölskyldusögu. Í Draumum á jörðu er að finna þessar línur í upphafi 13. kafla: Opnaðu sagnaþætti og þjóðsögur. Lestu réttarskjöl og sakaskrár. Sjáðu atvikin, hvernig þau stíga fram einsog vofur.
Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar (1997) og Eins og steinn sem hafið fágar (1998) komu út saman undir titlinum Bernskan: skáldævisaga (Forlagið 2008). Albúm eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur (Bjartur 2002). Andlit: skáldævisaga eftir Bjarna Bjarnason (Vaka Helgafell 2003). Lygasaga (2003) eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Einhvers konar ég (JPV útgáfa 2003) og Ég, ef mig skyldi kalla: seinþroskasaga (Sögur 2008) eftir Þráin Bertelsson. Indjáninn: skálduð ævisaga eftir Jón Gnarr (Mál og menning 2006). Minnisbók (2007) og Bernskubók (2011) eftir Sigurð Pálsson. Veruleiki draumanna (2007) eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Skuggamyndir úr ferðalagi (2008) eftir Óskar Árna Óskarsson.
28 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig
Íslenskar skáldsögur hafa hlotið virt erlend bókmenntaverðlaun á undanförnum árum. Skugga-Baldur eftir Sjón (Bjartur,2003) hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2005. Milli trjánna eftir Gyrði Elíasson (Uppheimar, 2009) hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011. Afleggjarinn eftir Auði Övu Ólafsdóttur (Salka, 2007) hlaut Prix de Page verðlaunin sem besta evrópska skáldsagan sem kom út í Frakklandi 2010.
Kannski er Einar Már hér að vísa til sinnar eigin aðferðar en atvikin sem hann lýsir líkjast í engu vofum heldur birtast ljóslifandi í hugskoti lesandans. Einar Már hefur í þessum þríleik hitt á gjöfula æð; sú fortíð sem hann lýsir er fortíð okkar allra sem lifum á Íslandi í dag; öll eigum við formæður og forfeður sem bjuggu við kjör svipuð þeim sem lýst er í þessum verkum. Bent hefur verið á að líta má á verðlaunaverk Einars Más, Engla alheimsins (1993), sem fjórðu bókina í þessum flokki – hún væri þá sú bókanna sem stendur næst okkur í tíma. Einar Kárason braut blað í sínu höfundarverki með skáldsögunni Norðurljósum (1998). Þar rær hann á mið átjándu aldar Íslandssögu og skrifar nokkurs konar óð til undirokaðrar en þrautseigrar þjóðar og íslenskrar náttúru. Í Óvinafagnaði (2001) fer Einar enn lengra aftur í tímann og uppsprettan er Sturlunga saga enda hefur þessi höfundur ekki farið dult með hrifningu sína á því verki. 2008 sendi Einar frá sér skáldsöguna Ofsa sem kalla má framhald Óvinafagnaðar og ekki þætti mér ólíklegt að Sturlunga saga Kárasonar teldi fleiri bindi þegar yfir lýkur. Eins og margir vita er Sturlunga samsett af mörgum ritum sem raðað hefur verið upp í tímaröð og spannar frásagnir af fjölmörgu fólki og mörgum atburðum. Líkt og gildir um Íslendinga sögur er frásagnarstíll Sturlungu að mestu leyti hlutlægur en verkið í heild sýnir athyglisverða blöndu af sagnfræði og bókmenntalegum frásagnarhætti. Sturlunga býður upp á fjölbreytta atburðarás og mikla dramatík og hefur að geyma margar eftirminnilegar persónulýsingar og ógleymanleg tilsvör, eins og aðrar Íslendinga sögur. Það er því í drjúgan brunn að sækja fyrir þann höfund sem vill gera sér mat úr þessu efni. Einar Kárason gerir ekki tilraun til þess að spanna Sturlungu alla, enda væri það óðs manns æði. Hann velur úr atburði og persónur sem hann setur í forgrunn og spinnur sína eigin frásögn úr efniviðnum og hefur – bæði í Óvinafagnaði og Ofsa – tekist að skrifa afar áhrifaríkar sögur þar sem hann notar nútímafrásagnartækni í þeim tilgangi að dýpka skilning okkar á hinni blóðugu þrettándu öld sem markaði endalok þjóðveldisins. Í Óvinafagnaði var þungamiðjan á persónu Þórðar kakala og hvernig honum tókst með heppni og fífldirfsku að hefna fyrir dráp Kolbeins unga og Gissurar Þorvaldssonar á föður hans og bræðrum. Í Ofsa eru hins vegar í forgrunni sáttaumleitanir Gissurar við Sturlunga og brúðkaup dóttur Sturlu Þórðarsonar og Halls Gissurarsonar. Brúðkaupið átti að vera táknrænn friðargjörningur en endaði með hinni skelfilegu Flugumýrarbrennu vegna hefndarþorsta sem ekki varð slökktur. Sú aðferð sem Einar beitir í frásögn bókanna er að gefa einstökum persónum rödd, gjarnan aukapersónum, og láta þær segja frá atburðum eins og þeir koma þeim fyrir sjónir um leið og þær lýsa tilfinningum sínum. Það er kannski ekki síst í þessari frásagnaraðferð sem styrkur bókanna liggur því hún gefur höfundi kost á því að setja sálarlíf og líðan persónanna í brennidepil; lýsa ótta þeirra og angist, þótta þeirra og særðu stolti, stórmennsku og smásálarhætti, allt eftir því sem við á. Einar gengur hér að sjálfsögðu að vissu leyti gegn frásagnarhætti sjálfrar Sturlungu en gerir um leið frásögnina af þekktum atburðum hennar að sinni eigin eða býður lesendum upp á sína persónulegu túlkun. Með Óvinafagnaði og Ofsa hefur Einar Kárason lagt mikið af mörkum til þess að kynna Sturlungu fyrir nýrri kynslóð íslenskra lesenda sem gæti átt erfitt með að ná sambandi við hinn forna texta.
Mennta- og menningarmál | 29
IV Frá sögu herskárra og hefndarþyrstra karla Sturlungaaldar er ágætt að snúa sjónarhorninu að sögu íslenskra kvenna á tuttugustu öld. Í hinum tæplega þúsund síðna sagnabálki sínum um listakonuna Karitas, Karitas án titils (2004) og Óreiða á striga (2007), lýsir Kristín Marja Baldursdóttir (f. 1949) aðstöðu og kjörum íslenskrar listakonu sem fædd er í byrjun tuttugustu aldar og deyr í aldarlok. Segja má að Kristín Marja setji hér í skáldskaparform sögu íslenskra kvenna á tuttugustu öld; auk aðalpersónunnar stígur fjöldi annarra kvenpersóna fram á svið þessara bóka og eru lýsingar höfundar á þeim kvennaskara ekki síst það sem gerir bækurnar frábærlega skemmtilegar aflestrar á köflum. Frásögnin logar af frásagnargleði og húmor um leið og tekist er á við alvarleg vandamál sem konur hafa þurft – og þurfa enn – að glíma við í karlmiðjuðu samfélagi. Í sögum kvennanna og lýsingum á innbyrðis samskiptum þeirra fer Kristín Marja víða á kostum. Og þótt kalla megi bækurnar um Karitas óð til íslenskra kvenna; þeirra dugnaðar, þols og þrautseigju, er sýn Kristínar Marju oft írónísk eins og sjá má á eftirfarandi tilvitnun þar sem verið er að lýsa einu listaverka Karitasar: Gargandi hænur á priki er síðasta myndin í röð ádeiluverka um hlutskipti kvenna og örlög sem Karitas vann á sjöunda áratugnum. Á prikunum sem eru skökk og skæld í lausu lofti og vísa skáhallt hvert á annað sitja hænur saman í hópum, sumar hauslausar, aðrar með mikla brúska á hausnum sem í hanga hárrúllur. Á þeim hauslausu hanga rúllurnar í fjöðrum vængjanna. Mikil ólga ríkir í búinu, hænurnar gogga hver í aðra og þær hauslausu nota vængina til að berja á þeirri sem næst situr. Sumar eru því að falli komnar. Fyrir neðan prikin er litríkur hani sem étur allt fóðrið í makindum. (Óreiða á striga, s. 348). Með lýsingunni á Karitas skapar Kristín Marja persónu sem gerir, líkt og Herbjörg María Hallgríms Helgasonar sem áður var á minnst, tilkall til stöðu meðal athyglisverðustu kvenlýsinga íslenskra bókmennta. Gaman er að bera þessar tvær ólíku en mögnuðu konur saman. Þær eru báðar sjálfstæðar með sterkan persónuleika en þær tilheyra ólíkum stéttum og lífsreynsla þeirra er ólík. Báðar þurfa þær þó að há margar orrustur í viðleitni sinni til sjálfstæðis og í því líkjast þær báðar helstu kvenhetjum Íslendingasagna. Annar höfundur sem skrifar um heitar tilfinningar og þungbær örlög af list er Jón Kalman Stefánsson (f. 1963). Hann hlaut bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna eða sögusveiginn Sumarljós og svo kemur nóttin (2005) og hefur slegið rækilega í gegn fyrir þríleik sinn Himnaríki og helvíti (2007), Harmur englanna (2009) og Hjarta mannsins (2011). Söguefni Jóns Kalmans eru klassísk; ástin og sælan, lífið í öllum sínum litbrigðum, dauðinn og harmurinn. Ónefndur er þá einn meginþráðurinn sem einkennir sögur hans en það eru hugleiðingar um hlutverk og möguleika skáldskaparins í lífi sögupersóna. Í Himnaríki og helvíti verður ástin á skáldskapnum einni aðalpersónunni óbeint að fjörtjóni, skáldskapurinn getur verið hættulegur en ekki verður undan því komist að leggja við hann ást og lifa með honum – annars væri lífið tilgangslaust. Og þegar upp er staðið er skáldskapurinn oft það haldreipi sem traustast er í lífsbaráttunni. Sögusvið Jóns Kalmans er hins vegar ekki það sem við höfum helst átt að venjast í skáldsögum síðustu áratuga, þ.e.a.s. Reykjavík (gjarnan póstnúmer 101), heldur gerast sögur hans út á landi, í litlum þorpum og sveitum og má tengja hann þarna við annan íslenskan höfund af sömu kynslóð, Gyrði Elíasson (f. 1961), sem eignast hefur dyggan aðdáendahóp með sínum ljóðrænu, mystísku smáprósum og örsögum sem gjarnan gerast úti á landi. Það segir nokkuð um sterka stöðu þessa tveggja höfunda að Jón Kalman hefur verið tilnefndur þrisvar sinnum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og Gyrðir hlaut þessi virtu verðlaun í þriðja skipti sem hann var tilnefndur, árið 2011. Báðum hefur þeim Jóni Kalmanni og Gyrði tekist að skapa í verkum sínum mjög persónulegan stíl sem og söguheim sem er auðþekkjanlegur höfundarbragur á og lesendum finnst gott að dvelja í.
30 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig
V En víkjum þá aftur að uppgjöri. Haustið 2004 kom út bók sem vakti meira umtal en nokkur bók hafði gert hér á landi árum saman og ég vil tengja við umræðuna um uppgjör. Hér var reyndar ekki um skáldverk að ræða heldur frásögn af því hvernig kynferðisleg misnotkun, ofbeldi og sifjaspell gat þrifist svo að segja óáreitt fyrir margra augum hér á Íslandi í mjög nálægri fortíð. Myndin af pabba. Saga Thelmu er frásögn sem færð var í letur af Gerði Kristnýju (f. 1970). Í frásögn Thelmu og Gerðar Kristnýjar er ráðist gegn einu síðasta tabúi í íslenskri samfélagsumræðu og bókin hafði án efa meiri áhrif á úrbætur á þessu samfélagsvandmáli en nokkur önnur leið til að vekja athygli fólks á því hefði getað gert. Umfjöllunarefni Myndarinnar af pabba fellur undir eitt af þeim þemum sem mér virðist vera afar áberandi í íslenskum bókmenntum í upphafi nýrrar aldar en það er andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn konum og börnum. Hér er um að ræða uppgjör barna við foreldra og ádeila á vanhæfni samfélagsins til að bregðast við vanrækslu og ofbeldi innan fjölskyldna. Sú staðreynd að hér var um ævisögulega frásögn að ræða átti vafalaust mikinn þátt í því hversu vel bókin náði til almennra lesanda því þó að staða skáldsögunnar sé sterk á Íslandi verður varla á móti mælt að staða ævisögunnar – ekki síst sjálfsævisögunnar – er jafnvel enn sterkari. Benda má að höfundur á borð við Vigdísi Grímsdóttur (f. 1953) hefur unnið mikið með þetta þema, ofbeldi gegn börnum og vanhæfa foreldra, í skáldsögum á borð við Ég heiti Ísbjörg. Ég er ljón (1989) og Þögnin (2000) og nú síðast í Trúir þú á töfra? (2011). Einnig má nefna ýmis verk Kristínar Ómarsdóttur (f. 1962) í þessu sambandi og sér í lagi skáldsögu hennar Hér (2004) þar sem Kristín blandar saman nokkurs konar sveitasælusögu og stríðssögu á magnaðan hátt. Sagan gerist á stríðstíma í ónefndu landi og segir frá ellefu ára stúlku, Billie, sem er stríðsfangi ungs liðhlaupa sem gefist hefur upp á hermennsku og hyggst gerast bóndi á bænum þar sem Billie var í fóstri. Hermaðurinn ungi hefur ekki aðeins ráðið allt heimilisfólkið (nema Billie) af dögum heldur einnig tvo félaga sína sem með voru í för og tilraun hans til að „rækta garðinn sinn“ með kornunga stúlku sem (tilvonandi) maka er í hæsta máta hrollvekjandi. Það eykur enn á áhrifamátt frásagnarinnar að sagan er sögð frá sjónarhorni barnsins sem á erfitt með að höndla þann veruleika sem hún er ofurseld og sem smám saman verður tilfinningalega háð „fangaverði“ sínum. Sama ár og Myndin af pabba. Saga Thelmu og skáldsagan Hér komu út sendi Auður Jónsdóttir (f. 1973) frá sér skáldsöguna Fólkið í kjallaranum. Þar er lýst uppgjöri ungrar konu, Klöru, við foreldra sína sem eru fulltrúar 68-kynslóðarinnar og hennar brostnu drauma. Foreldrar Klöru eru alkóhólistar sem vanrækja dætur sínar tvær en sagan lýsir ekki bara uppgjöri barna við foreldra heldur má einnig líta á verkið sem uppgjör ungs höfundar við samtíma sinn og samfélag sem og sína eigin kynslóð sem virðist hafa tapað öllum gildum. Jafnvel má segja að í bók Auðar felist uppgjör við þrjár kynslóðir; hennar eigin kynslóð, kynslóð foreldranna og kynslóð afa og ömmu. Uppgjör við vanhæfa foreldra mátti sjá í fleiri bókum ársins 2004. Í Sólskinshesti Steinunnar Sigurðardóttur (f. 1950) eru foreldrarnir vel menntaðir læknar sem hugsa af alúð um sjúklinga sína en gleyma sínum eigin börnum, dreng og stúlku, sem súpa seyðið af þeirri vanrækslu alla ævi og eiga í erfiðleikum með að tengjast öðrum. Erfiðleikar í tilfinningasamböndum mega reyndar heita eitt aðalviðfangsefni Steinunnar í flestum hennar skáldsögum enda er ástin eða þráin eftir sameiningu og líffyllingu í gegnum ástarsambönd það þema sem er sínálægt í verkum, bæði sögum og ljóðum. Áður en ég skil við þetta þema vil ég nefna skáldsögur tveggja nýliða sem sendu frá sér sínar fyrstu bækur þetta ár sem ég hef dvalið hér við, 2004. Þetta er bækurnar Í fylgd með fullorðnum eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur (f. 1969) og Börnin í Húmdölum eftir Jökul Valsson (f. 1981). Fyrrnefnda bókin er reyndar á mörkum skáldsögu og sjálfævisögu en slíkur sambræðingur hefur verið afar vinsæll í íslenskum bókmenntum undanfarin ár eins og rætt verður nánar. Í bók Steinunnar Ólínu má sjá ýmsar hliðstæður með áðurnefndri sögu Thelmu. Síðarnefnda bókin vakti hins vegar athygli fyrir þá sök að þar var um að ræða landnáms nýs bókmenntagervis á Íslandi; Börnin í Húmdölum er hryllingsfantasía skrifuð undir sterkum árhrifum frá kvikmyndum, teiknimyndum og draugasögum og ríkulegar „splatter“-ofbeldislýsingar hennar fóru fyrir brjóstið á mörgum eldri lesendum sem ekki sáu húmor í þeim eins og margir af yngri lesendum sem þekktu tilvísanaheiminn gerðu.
Mennta- og menningarmál | 31 Copyright: Rudolf Tepfenhart
VI Ein magnaðasta bókin sem fella mætti undir þetta ofbeldis- og misnotkunarþema kom hins vegar út haustið 2008 undir heitinu Konur og er eftir Steinar Braga (f. 1975). Einn gagnrýnandi kallaði verkið hrollvekju úr íslenska góðærinu og má það til sanns vegar færa. Konur er verk sem greinilega er öðrum þræði hugsað sem ádeila á græðgina og siðleysið sem var undirrót Hrunsins sem varð sama haust og verkið kom út. Steinar Bragi hefur fest sig rækilega í sessi sem einn athyglisverðasti höfundur í hópi yngri kynslóða á Íslandi. Hann hóf feril sinn sem ljóðskáld rétt fyrir aldamótin en hefur náð sterkri stöðu á nýrri öld sem skáldsagnahöfundur. Skáldsögurnar Áhyggjudúkkur (2002) og Sólskinsfólkið (2004) þóttu staðfesta innreið póstmódernismans í íslenskar bókmenntir en það er kannski fyrst með Konum sem Steinari Braga tókst að vekja verðskuldaða eftirtekt almennra lesenda. Í þessum þremur skáldsögum Steinars Braga er sögusviðið Reykjavík, umhverfið er kunnuglegt en um leið framandi, óhugnanlegt og í þeim öllum ríkir heimsendastemmning. Þetta á ekki síst við um Konur sem er hrollvekjandi saga um heljarreið ungrar íslenskrar konu. Eva kemur heim til Íslands eftir að hafa dvalið erlendis og telur sig hafa dottið í lukkupottinn þegar henni býðst að búa frítt í glæsilegri íbúð í háhýsi við Sæbrautina sem er í eigu ungs auðsmanns. Hún á að passa íbúðina, vökva blóm (sem reynast engin vera íbúðinni) og passa kött (sem einnig eru áhöld um hvort búi þar). Smám saman kemur í ljós að Eva hefur ekki dottið í neinn lukkupott, þvert á móti fer í gang martrarðarkennd atburðarás og konan verður fangi í íbúðinni og þátttakandi í óhugnanlegri atburðarás gegn vilja sínum. Konur var mjög umdeild bók og fóru hrikalegar ofbeldislýsingar hennar fyrir brjóstið á mörgum lesendum. Hér er hins vegar alls ekki um einfalda ofbeldissögu að ræða heldur setur höfundur fram áleitnar spurningar sem snúast annars vegar um þau öfga kapítalísku gildi sem ollu hruninu á Íslandi og hins vegar um hlutverk og stöðu listamannsins og hversu langt má ganga undir yfirskini listrænnar sköpunar. Konur Steinars Braga er ein af mörgum íslenskum skáldsögum frá síðustu árum sem tengja má við Hrunið. Það er athyglisvert að sjá hversu á hversu ólíkan hátt íslenskir rithöfundar nálgast þetta viðfangsefni. Í skáldsögunni Bankster (2009) skrifar Guðmundur Óskarsson (f. 1978) raunsæislega frásögn af krísu bankastarfsmanns sem missir vinn-
32 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig una í kjölfar bankahrunsins. Í texta sem lætur lítið yfir sér í byrjun en sækir í sig veðrið eftir því sem líður á frásögnina lýsir höfundur á áhrifaríkan hátt sálrænu niðurbroti hins atvinnulausa manns sem á erfitt með að fóta sig í því andrúmslofti sem ríkti fyrst eftir hrun. Fyrir Bankster hlaut Guðmundur Óskarsson Íslensku bókmenntaverðlaunin. Sama ár sendi Eiríkur Örn Norðdahl (f. 1978) frá sér skáldsöguna Gæska (2009) sem er fjörug skopsaga með fantasíuívafi. Í Gæsku er gert kostulegt grín af þingi og þjóð í frásögn þar sem aðferðir hins ærslafengna karnívals eru óspart notaðar til að draga bæði ráðamenn og múginn sundur og saman í háði. Bjarni Bjarnason (f. 1965) notar einnig aðferðir fantasíu, eins og honum er tamt, í Mannorði (2011) þar sem lýst er tilraunum útrásarvíkings og auðmanns til að endurnýja flekkað mannorð sitt. Bjarni spinnur sögu sína í kringum heimspekilegar og tilvistarlegar spurningar og leikur sér að tvífaraminninu á skemmtilegan hátt í bókinni. Að lokum má nefna Sírópsmána (2010) Eiríks Guðmundssonar (f. 1969) sem gerist á válegum tímum þegar gjörningaþoka hefur lagst yfir Reykjavík og „spiladós“ úr gleri er í byggingu við höfnina. Þótt þessar táknmyndir vísi báðar til Hrunsins er hið eiginlega viðfangsefni frásagnarinnar þó tilfinningalegt hrun einstaklings fremur en efnahagslegt hrun þjóðar. En hliðstæður eru dregnar þarna á milli enda hefur höfundur kallað verk sitt tilfinningalega „rannsóknarskýrslu“ sem að sjálfsögðu vísar til hinnar níu binda Rannsóknarskýrslu alþingis sem sumir vilja kalla Íslendingasögur hinar síðari. Spurningar um líf, list, gervilíf og gervilist eru þemu sem finna má í verkum Guðrúnar Evu Mínervudóttur (f. 1976). Guðrún Eva sendi kornung frá sér sínar fyrstu bækur sem vöktu verðskuldaða athygli og raun má segja að ferill hennar sé ævintýri líkastur. Með skáldsögunum Yosoy (2005) Skaparinn (2008) og Allt með kossi vekur (2011) hefur hún styrkt stöðu sína sem einn af fremstu skáldsagnahöfundum okkar og fyrir þá síðastnefndu hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin. Skáldsögur Guðrúnar Evu eru að mörgu leyti sér á parti í heimi íslenskra samtímabókmennta. Þó eru sögur hennar rótfastar í „íslenskum veruleika“ en hún þenur ummál þess veruleika með því að skrifa um jaðarmenningu og afkima mannlífsins sem ekki eru daglega fyrir sjónum okkar. Þó er það ekki þessi óvenjulega nálgun á veruleikann sem er aðall skáldsagna Guðrúnar Evu heldur einfaldlega hversu frábært vald hún hefur á stíl og frásagnarhætti. Við bætist að á bak við söguþræði Guðrúnar Evu skynjar lesandinn þétta og áleitna tilvistarlega hugsun sem grundvölluð er á heimspekilegri íhugun og þar er hún í fremur fámennum flokki íslenskra samtímahöfunda, nefna mætti höfunda á borð við Álfrúnu Gunnlaugsdóttur (f. 1938), Jón Kalman Stefánsson, Vigdísi Grímsdóttur og Bjarna Bjarnason.
VII Ég minntist hér að framan á sterka stöðu ævisagna og þá sérstaklega sjálfsævisagna á Íslandi. Íslensk bókmenntasaga á margar perlur á þessu sviði, frá fyrri öldum má nefna Reisubók Jóns Indíafara, Píslarsögu síra Jóns Magnússonar, Sögukafla af sjálfum mér eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson, Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal sem nokkrar séu nefndar. Meistari sjálfsævisagnaformsins á tuttugustu öld var Þórbergur Þórðarson frá Hala í Suðursveit en öll hans skáldverk eru sjálfsævisöguleg. Þórbergur leiddi í raun nýtt bókmenntagervi inn í íslenskar bókmenntir sem við köllum í dag skáldævisögur – en hugtakið nær í stuttu máli yfir sjálfsævisögulega frásögn þar sem lögmál skáldskaparins ráða yfir lögmálum sannleikans. Hugtakið skáldævisaga er hins vegar tiltölulega nýtt í íslenskri bókmenntaumræðu og upphafsmaður þess er Guðbergur Bergsson (f. 1932) sem notaði það yfir sínar tvær skáldævisögulegu bækur, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar (1997) og Eins og steinn sem hafið fágar (1998). Engu er líkara en að þetta hugtak Guðbergs hafi leyst eitthvað úr læðingi því síðasta áratuginn hafa komið út ótal skáldævisögur þar sem höfundar leika sér að þessum mörkum sannleika og skáldskapar með útgangspunkt í eigin ævi, margir hverjir á afar skapandi og skemmtilegan hátt. Titlar slíkra bóka endurspegla gjarnan eðli þessa bókmenntagervis og þann leik sem sjálfsmyndir og gervi sem þar er að finna: Albúm (2002) eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Andlit (2003) eftir Bjarna Bjarnason, Góðir Íslendingar (1998) eftir Huldar Breiðfjörð, Lygasaga (2003) eftir Lindu Vilhjálmsdóttur, Einhvers konar ég (2003) og Ég, ef mig skyldi kalla (2008) eftir Þráin Bertelsson. Af öðrum athyglisverðum bókum af þessu tagi mætti nefna Indjánann (2006) eftir Jón Gnarr, Minnisbók (2007) og Bernskubók (2011) eftir Sigurð Pálsson, Veruleika draumanna (2007) eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur og Skuggamyndir úr ferðalagi (2008) eftir Óskar Árna Óskarsson.
Mennta- og menningarmál | 33
Í skáldævisögunum gefst höfundum færi á að leika sér með sjálfsmyndir og jafnvel gefur formið kost á ákveðnum flótta frá óþægilegum sannleika því það leyfir að sannleikanum sé hagrætt í þágu listarinnar. Nýlegar rannsóknir á Þórbergi Þórðarsyni sýna einmitt fram á að hann skrifaði ekki um viðkvæmustu persónulegu mál lífs síns, þótt öll hans verk séu sjálfsævisöguleg. En það er ekki spurningin um sannleika og lygi/skáldskap sem er það sem gerir hinar nýlegu skáldævisögur athyglisverðar heldur fyrst og fremst sá leikur með sjálfsmyndir sem fer fram í frásögninni. Undirliggjandi í slíkum er leik er ætíð hin klassíska spurning: Hver er ég? Og ef einhvert svar fæst við slíkri spurningu í hinum flókna heimi sem við blasir á 21. öld myndi það helst vera eitthvað á þá leið að nútímalíf krefst margra sjálfa. Hin títtnefnda Herbjörg María í skáldsögu Hallgríms Helgasonar kemst vel að orði þegar hún segir um sjálfa sig: „Mörg eru sjálf þín, kona“. Kannski er þetta eitt aðaleinkennið á nútímafólki, að það býr yfir margskiptri – eða tvístraðri – sjálfsmynd.
VIII Upphaf 21. aldarinnar hefur að mörgu leyti verið viðburðaríkt í heimi íslenskra bókmennta. Íslenskir höfundar hafa hlotið fjölda virtra erlendra bókmenntaverðlauna á undanförnum árum. 2005 hlaut Sjón (Sigurjón Birgir Sigurðsson, f. 1962) Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur (2003) og 2011 hlotnaðist Gyrði Elíassyni sami heiður fyrir smásagnasafn sitt Milli trjánna (2009). Auður Ava Ólafsdóttir hefur notið vaxandi gengis erlendis, sérstaklega í frönskumælandi löndum, en franska þýðingin á skáldsögu hennar Afleggjarinn (2007) hefur selst í tugþúsundatali og hlotið fjölda verðlauna bæði í Frakklandi og Kanada. Þá hafa verk Hallgríms Helgasonar átt mjög góðu gengi að fagna í Þýskalandi – og svo mætti vafalaust lengi telja. Á síðasta ári, 2011, var Ísland heiðursgestur á stærstu bókamessu sem haldin er á Vesturlöndum, í Frankfurt í Þýskalandi. Sá heiðursess hafði meðal annars í för með sér mikið átak í útgáfu á íslenskum bókmenntum í nýjum erlendum þýðingum og munu áhrif þessarar öflugu kynningar vafalaust vara inn í ókomna framtíð. Árið 2011 var Reykjavík útnefnd sem ein af bókmenntaborgum UNESCO sem hefur í för með sér ýmis tækifæri jafnt sem skyldur. Markmiðið sem Reykjavíkurborg hefur sett sér í tilefni útnefningarinnar er að „borgin verði þekkt sem borg orðlistar, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi“.1 En það er kannski ekki slík „útrás“ og alþjóðleg frægð sem mestu máli skiptir fyrir bókmenntalífið á Íslandi; aðalatriðið hlýtur að vera að sköpunarþráin haldi áfram að vaxa og dafna meðal komandi kynslóða líkt og hjá þeim sem gengnir eru og þeirra sem nú skrifa.
1
Sjá heimasíðuna bokmenntaborgin.is
Ljósm. Óþekktur
Skáli Alþingis. Viðbygging við Alþingishúsið, Reykjavík, 1998–2002. Batteríið arkitektar.
Mennta- og menningarmál | 35
FEGURÐ HINS EINFALDA OG LÁGSTEMMDA
Hugleiðing um íslenska byggingarlist
Í
Pétur H. Ármannsson
sland er þekkt fyrir stórbrotið landslag, nýja tónlist og merka hefð í bókmenntum. En hvaða sögu segja húsin um fólkið í landinu? Í samanburði við aldagamlar borgir og glæsibyggingar margra Evrópuþjóða er byggingarsaga okkar næsta fátækleg. Hún gefur engu að síður áhugaverða mynd af lífsháttum fátækrar þjóðar í harðbýlu landi sem varð að reisa hús sín úr forgengilegu efni, torfi og timbri. Ein afleiðing þess er að byggingararfleifð þjóðarinnar frá fyrri öldum er að mestu glötuð. Fornminjar, ritaðar heimildir og tilgátuteikningar gefa aðeins óljósa og brotakennda mynd af þeirri byggingarlist sem eitt sinn var. Elstu heillegu húsin eru frá miðri 18. öld sem ekki telst gamalt í alþjóðlegu samhengi. Flestar byggingar sem setja svip á umhverfið eru frá 20 öld. Tæknivæddur nútími þeirrar aldar er nú orðinn kafli í Íslandssögunni og nýtískulegu steinhúsin hluti af menningararfi þjóðarinnar. Sú skoðun er algeng að Íslendingar hafi misst tengsl við sögulegar rætur sínar í þeirri umbyltingu samfélagsins sem einkenndi 20. öldina. Því hafi ekki mótast hér samfelld byggingarhefð með sterkar rætur í staðháttum og menningu. Á þessu eru skýringar sem tengjast ytri aðstæðum, menningu og efnahag, sem hafa verður í huga þegar mat er lagt á íslenska byggingarlist. Skortur á hentugum steinefnum til húsbygginga var ekki eina ástæða þess að ekki risu varanlegar byggingar á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Álíka mikilvæg skýring er að hér var aldrei nægilega öflugt miðstjórnarvald sem gat lagt þær vinnuskyldur á þegna landsins sem umfangsmikil steinhúsasmíð krafðist. Þannig hafði stjórnskipan landsins og dreifing valds bein áhrif á það hvernig byggt var. Byggingarlist vestrænna þjóða má skipta í þrjá flokka: alþýðuhúsagerð, klassíska hefð og nútímaarkitektúr. Markverðasta framlag Íslendinga til byggingarlistar heimsins liggur án vafa á sviði alþýðuhúsagerðar. Hér er átt við torfhúsin, sem öldum saman voru híbýli þorra landsmanna og rithöfundurinn Halldór Kiljan Laxness kallaði „einhver[ja] sérstæðustu og merkilegustu náttúrubyggingarlist heimsins“.1 Sú aðferð að reisa timburgrind innan í hlaðinni tóft og þekja yfir með torfi barst hingað frá Noregi á landnámsöld. Stíll og innra skipulag íslensku torfbæjanna þróaðist í gegnum aldirnar í takt við samfélagsbreytingar, ytri aðstæður og efnahag. Líkt og tungumálið varðveittist hið forna byggingarlag án verulegra breytinga allt fram undir lok 19. aldar. Skýringin lá í einangrun landsins, fátækt og skorti á hentugu efni til húsbygginga. Náttúrubyggingarlist er í eðli sínu forgengileg og því hafa aðeins örfá heilleg dæmi varðveist um þessa einstæðu hefð. Klassísk byggingarlist barst fyrst hingað til lands um miðja 18. öld með byggingu Viðeyjarstofu, Hóladómkirkju og sex annarra steinbygginga sem allar voru teiknaðar af húsameisturum dönsku hirðarinnar. Klassíkin þróaðist áfram í steinhleðslu- og timburhúsum 19. aldar og náði hápunkti á 3. áratug 20. aldar í svonefndri steinsteypuklassík2, þar sem nútímalegt byggingarefni var mótað í búning sögulegra stílfyrirmynda í hugvitsamlegan hátt.
1 2
Halldór Kiljan Laxness. Sálarfegurð í „mannabústöðum“, Húsakostur og híbýlaprýði (Reykjavík, 1939), bls. 117. Hörður Ágústsson. Íslensk byggingararfleifð I : Ágrip af húsagerðarsögu 1750–1940 (Reykjavík, 1998), bls. 322.
Péttur H. Ármannsson arkitekt. Fæddur í Hafnarfirði 1961. Stundaði nám í arkitektúr við Toronto-háskóla í Kanada 1981–86 og lauk meistaraprófi í sömu grein frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 1991. Deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur 1993–2005. Gestakennari við arkitektúr- og hönnunardeild Listaháskóla Íslands frá 2002. Arkitekt hjá Glámu–Kím arkitektum ehf. auk sjálfstæðra rannsóknar- og ráðgjafarverkefna frá 2005 Höfundur greina, fyrirlestra og dagskrárefnis um íslenska byggingarlist á 20. öld.
Ljósm. Ólafur Th. Ólafsson
36 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig
Háskólinn á Akureyri, skipulag og kennsluhúsnæði, 1996–2012. Gláma–Kím arkitektar.
Staðbundin sérkenni má einnig finna í þeirri byggingarlist sem mótaðist á 20. öld eftir að funksjónalismi (módernismi) festi hér rætur um og eftir 1930. Almenn notkun steinsteypu til húsbygginga greiddi götuna fyrir nýja formhugsun í takt við eiginleika efnisins. Steinsteypa og funksjónalismi urðu áþreifanlegt tákn um endurreisn og nútímavæðingu samfélagsins, ekki aðeins í húsbyggingum heldur einnig í mannvirkjum á borð við brýr, vita og virkjanir. Á þessu tímabili þróuðust viss einkenni í stíl og efnisnotkun sem kalla má dæmigerð og jafnvel einstök fyrir Ísland. Það er fyrst nú að þetta skeið byggingarsögunnar er orðið nægilega fjarlægt samtíðinni til að unnt sé að greina kosti þess og einkenni í sögulegu ljósi. Saga nútímaarkitektúrs á Íslandi er nátengd þeirri umbyltingu samfélagsins sem hófst með vélvæðingu fiskiskipaflotans skömmu eftir aldamótin 1900. Tilkoma steinsteypu markaði tímamót í byggingarsögunni. Með henni varð í fyrsta sinn mögulegt að reisa eldtraustar og varanlegar byggingar úr innlendu efni. Steinsteypuhúsin leystu af hólmi húsakost sem í tæknilegu tilliti var nánast á steinaldarstigi í samanburði við híbýli iðnvæddra landa. Í einu heljarstökki fór þjóðin frá frumstæðum sjálfsþurftabúskap inn í tæknivæddan heim 20. aldar. Bilið á milli þess gamla og nýja í húsagerð reyndist of breitt til að raunhæft væri að viðhalda gömlum hefðum. Snemma á 20. öld komu fram hugmyndir um sérþjóðlegan íslenskan byggingarstíl. Á þriðja tug aldarinnar voru gerðar margvíslegar tilraunir til að endurskapa burstastíl íslensku bæjanna í nýjum steinsteypuhúsum, einkum til sveita. Þetta skeið stóð ekki lengi þar sem hús af þessari gerð reyndust vera dýr í byggingu og óhentug. Um 1930 varð funksjónalismi ráðandi stefna í íslenskri byggingarlist. Fylgismenn hennar litu á sig sem boðbera alþjóðlegra hugmynda og höfðu takmarkaðan áhuga á sérþjóðlegum byggingarstíl. Undantekning frá því voru tilraunir Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins, með form og efni úr íslensku bergi sem skreyti í opinberum byggingum. Það er svo á 7. áratug 20. aldar að arkitektar á borð við Högnu Sigurðardóttur og Manfeð Vilhjálmsson tóku að hanna verk á forsendum nútímaarkitektúrs sem fólu í sér skírskotanir í fornan íslenskan byggingararf. Þó að torfhúsin gömlu væru of frumstæð til að þjóna sem vistarverur í tæknivæddu samfélagi geyma þau mikilvæga lexíu um hvernig fella má byggingar
Mennta- og menningarmál | 37 Ljósmyndari: Christopher Lund
Háskólatorg við Háskóla Íslands, Reykjavík, 2006–2008. Hornsteinar arkitektar í samvinnu við Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar.
að landinu þannig að mannvirki og náttúra renna saman í eina heild. Í hugmyndinni um húsið sem „landslag“ og landslagið sem „hús“ felst tækifæri til að þróa nýja byggingarlist sem sameinar í heilsteyptu verki tækniþekkingu samtímans og tilfinningu fyrri tíðar fyrir umhverfinu. Óvíða eru meiri tækifæri en hér á landi til að þróa nýja byggingarlist sem sækir styrk sinn í tengslin við náttúru og landslag. Tærleiki lofts og skógleysi landsins valda því að jafnvel minnstu mannvirki blasa við úr mikilli fjarlægð. Skeytingarleysi um hið sjónræna í umhverfinu hefur illu heilli einkennt margt af því sem byggt hefur verið á undanförnum áratugum. Algengt er að illa hirt og vanhugsuð hús spilli upplifun af fögru umhverfi þegar ferðast er um sveitir og byggðir. Með torfhúsunum hvarf tilfinning þjóðarinnar fyrir því að byggja eðlilega og fallega inn í landið sem hefur reynst þrautin þyngri að endurvekja í nýju efni. Á seinustu árum hafa margir íslenskir arkitektar kosið að vinna með eiginleika lands og náttúru í verkum sínum. Hugmyndin um samruna byggingar og landslags hefur orðið ýmsum þeirra innblástur að góðum verkum. Fyrir rúmum tuttugu árum hannaði arkitektastofan Úti og Inni dælustöðvar fyrir fráveitukerfi Reykjavíkur. Ein þeirra reis á viðkvæmu strandsvæði við Skerjafjörð, sunnan Faxaskjóls. Til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum var stöðin hugsuð sem hluti af landslagi fjörunnar, eins konar manngerð eyja varin með hjúp af stórgrýti. Með tímanum hefur fjörugróður fest rætur á steinunum og þannig hefur náttúran sjálf mótað endanlegt útlit byggingarinnar. Af sama meiði eru ýmis verkefni á sviði mannvirkjagerðar þar sem arkitektar hafa verið kallaðir til samstarfs um útlitsmótun og aðlögun að umhverfi. Má þar sem dæmi nefna nýleg orkuver Landsvirkjunar, jarðvarmavirkjun á Reykjanesi og ýmis samgöngumannvirki, svo sem brýr og mislæg gatnamót. Teiknistofan Studio Granda hefur lengi unnið með náttúruvísanir í verkum sínum. Nýlegt verkefni er íbúðarhús að Hofi í Skagafirði þar sem arkitektunum gafst tækifæri til að teikna stakstætt hús í víðáttumiklu landslagi. Til að skyggja ekki á kirkju og eldri bæjarhús í næsta nágrenni er nýja húsið fellt inn í landið og form þess brotið upp í minni einingar. Torf er á þaki og veggir klæddir timbri sem veðrast í tímans rás. Svipuð hug-
38 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig
Aðalstræti 10.
mynd, um bygginguna sem eins konar „landslag“, liggur til grundvallar verðlaunatillögu teiknistofunnar Yrkis að Lækningaminjasafni Íslands norðan Nesstofu á Seltjarnarnesi sem er í byggingu. Farsæl aðlögun að mótuðu umhverfi hefur einkennt margar grunn- og framhaldskólabyggingar sem reistar hafa verið á undanförnum árum. Oftar en ekki hefur viðfangsefnið falist í viðbyggingum og beytingum á eldri mannvirkjum. Þá hefur áhersla á áfangaskipta uppbyggingu og opið innra skipulag í takt við nýja kennsluhætti hefur haft mótandi áhrif á hönnunina. Í nýjum byggingum á háskólastigi hefur áhersla jafnframt verið lögð á að bæta innri virkni og tengsl milli ólíkra deilda og bygginga. Með byggingu Háskólatorgs til hliðar við aðalbyggingu Háskóla Íslands eftir verðlaunatillögu Hornsteina arkitekta og teiknistofu Ingimundar Sveinssonar varð til ný og langþráð þungamiðja þjónustu og samskipta innan skólasvæðisins. Myndaðar eru nýjar tengingar milli eldri bygginga án þess þó að dregið sé úr vægi þeirra í formfastri heildarmynd svæðisins. Heita vatnið er Íslendingum mikilvæg auðlind jafnt sem orkugjafi og mótandi afl í menningunni. Með hagnýtingu þess í þágu sundíþróttarinnar snemma á síðustu öld
Mennta- og menningarmál | 39 Ljósm. Þórdís Ágústsdóttir
Sambýli, Bilkaási 1, Hafnarfirði, 2001. Yrki arkitektar (Ásdís H. Ágústsdóttir og Sólveig Berg).
varð til vísir að merkilegri baðmenningu hér á landi. Einn áhugaverðasti vaxtarbroddur síðustu ára í íslenskum arkitektúr tengist hönnun baðstaða í tengslum við náttúruna. Alþekkt dæmi eru mannvirki Bláa lónsins, hönnuð af Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt og samstarfsmönnum hjá VA arkitektum. Velgengni þessa fjölsótta ferðamannastaðar má að miklu leyti þakka því hversu vel hefur tekist til með hönnun mannvirkjanna. Nútímalegur arkitektúr í návígi við úfið hraun og blágrænt affallsvatn jarðorkuvers mynda magnaðar andstæður sem vekja sterk hughrif hjá þeim sem staðinn sækja heim. Velgengni Bláa lónsins er vísbending um þjóðhagslegan ávinning þess að vanda vel til hönnunar áningar- og dvalarstaða ferðamanna, nú þegar þjónusta við þá er að verða ein af meginstoðum íslensks atvinnulífs. Ylströndin í Nauthólsvík er annað dæmi um athyglisverða hönnun útibaðstaðs. Þjónustuhús, hannað af Arkibúllunni, er hugvitsamlega byggt inn í sjávarbakkann upp af ströndinni. Það myndar skjólvegg á tvo vegu umhverfis dvalarsvæði sundgesta en á þaki þess geta vegfarendur notið útsýnis yfir baðstaðinn og fjörðinn. Þá ber að geta nýbyggðrar sundlaugar á Hofsósi sem Basalt arkitektar teiknuðu. Búningshús með bylgjóttum steypuvegg myndar bakgrunn fyrir baðsvæði sem opnast út á móti víðáttu fjarðarins, þar sem sundgestir upplifa vatnsborð laugar og hafs renna saman í einn flöt með Drangey sem kennileiti við sjónarrönd. Aukin vitund um orkusparnað, sjálfbærni og vistvæna byggingarhætti einkennir umræðu um byggingarlist um allan heim. Í því sambandi má nefna möguleika heita vatnsins hér til að þróa róttækar nýjungar á sviði húsagerðar og byggðaskipulags. Hefð er fyrir byggingum gróðurhúsa til ylræktar á jarðhitasvæðum víða um land. Þau hafa veitt nokkrum arkitektum innblástur til frumlegra verka, m.a Högnu Sigurðardóttur í hugmynd að garðyrkjubýli í Hveragerði frá árinu 1960. Íbúðarhús Ólafs Sigurðssonar arkitekts, Hjallabrekka í Mosfellsbæ, er eitt fárra dæma þar sem slíkri hugmynd hefur verið hrint í framkvæmd. Ytra byrði hússins er gagnsær veðurhjúpur úr límtré, gleri og áli sem gerir íbúunum kleift að njóta sumarloftslags í innigarði átta mánuði á ári óháð vindum og úrkomu. Undir glerhjúpnum er minna hús úr vikursteypu sem er hin eiginlega íbúð. Hugmyndin um aldingarð undir glerþaki sem táknmynd fyrir hitaveitukerfi Reykjavíkur bjó að baki hönnun Ingimundar Sveinssonar arkitekts á Perlunni á Öskjuhlíð, einu helsta kennileiti í borgarmynd Reykjavíkur.
Ljósm. Rafn Sigurbjörnsson
40 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig
Sundlaug á Hofsósi, Skagafirði, 2007–2010. Basalt arkitektar Basalt arkitektar og VA arkitektar (Sigríður Sigþórsdóttir).
Einar Þorsteinn Ásgeirsson, arkitekt og hönnuður, frumkvöðull í hönnun tjald- og hvolfbygginga, varð fyrstur til að vekja máls á vistvænum byggingarháttum hér á landi á 8. áratug 20. aldar. Í seinni tíð er hann kunnur fyrir rannsóknir á fjölflötungum og samstarf sitt með myndlistarmanninum Ólafi Elíassyni. Flötungurinn Gullinfang sem Einar hannaði er fyrirmynd grunneiningarinnar í verki Ólafs á austurvegg tónlistarhússins Hörpu, sem tekið var í notkun árið 2011. Nýjasta hugsmíð Einars, „Arctic Oasis“, er hugmynd að sjálfbærri borg framtíðarinnar undir glerþaki á miðhálendi Íslands, fyrst þróuð í samvinnu við hóp arkitektanema í Berlín árið 2007.1 Á seinasta fjórðungi 20. aldar varð jákvæð viðhorfsbreyting til varðveislu byggingararfsins og verndunar gamalla húsa á Íslandi. Áhrif þeirrar vakningar má sjá í Stykkishólmi, Djúpavogi, Siglufirði og mörgum þéttbýlisstöðum þar sem endurgerð hús frá fyrri tíð eru orðin helsta staðarprýði og stolt heimamanna, áþreifanleg tenging nýrra kynslóða við mannlíf og menningu fyrri tíðar. Allt fram undir 1970 þótti sjálfsagt að setja jarðýtuna á slíkar minjar í nafni framfara og uppbyggingar. Nú á tímum er orðið fátítt að merkar byggingar séu rifnar eða útliti þeirra umturnað. Gömul hús og bæjarhverfi eru eftirsótt til íbúðar og oftast er reynt að færa útlit bygginga til fyrra horfs þegar gert er við. Áhugi á húsagerðarsögu er ekki lengur bundinn við stein- og timburhús í gömlum stíl. Funkishús kreppuáranna og verk helstu arkitekta eftir seinna stríð eru smám saman að komast á blað sem mikilvægur þáttur byggingararfsins. Til marks um það er að nokkur slík hús nýlega verið friðuð að frumkvæði Húsafriðunarnefndar. Ef litið er til miðborgar Reykjavíkur, þá eiga þau uppbyggingarverkefni sem best hafa tekist á undanförnum 15 árum það sammerkt að sameina nýsköpun og virðingu fyrir sögulegum arfi. Nýbygging Hæstaréttar eftir Studio Granda sómir sér vel við hlið merka
Guðmundur O. Magnússon, Pétur H. Ármannsson, Ólöf K. Sigurðardóttir. Einar Þorsteinn : Hugvit [sýningarskrá] (Hafnarfirði, 2011), bls. 51. 1
Mennta- og menningarmál | 41 Ljósm. Oddgeir Karlsson
Stöðvarhús Reykjanesvirkjunar, 2006–2007. Ormar Þór Guðmundsson arkitekt.
opinberra bygginga frá fyrri hluta 20. aldar. Þingmannaskáli Alþingis, hannaður af Batteríinu arkitektum, er hófstillt hús í hlutföllum sem fellur vel að umhverfinu. Tenging gamla hússins við nýbygginguna var forsenda þess að það gæti áfram þjónað hlutverki sínu sem fundarstaður í takt við nútímakröfur. Á reitnum vestan við hefur Alþingi staðið að endurreisn gamallar húsaraðar við Kirkjustræti, nú síðast með flutningi Vonarstætis 12 á hornið næst Tjarnagötu. Við flutninginn kom í ljós falleg gaflhlið sem áður var falin í þröngu húsasundi. Í stað einnar stórbyggingar hefur Alþingisreiturinn fengið að þróast sem eins konar þorp inn í borginni, þar sem smærri einingar, gamlar og nýjar, tengjast og mynda fjölbreytilega heild. Af öðrum verkefnum í miðbænum má nefna endurreisn götumyndar Aðalstrætis að vestanverðu, sem nánast var horfin af völdum niðurrifs og eldsvoða. Við norðurendann hefur Grófarhúsið (áður verslunin Geysir) gengið í endurnýjun lífdaga og er nú mikil borgarprýði. Við hinn enda götunnar er hótel og landnámsskáli, endurreist Ísafoldarhús og Aðalstræti 10, sem eitt stendur eftir af fyrstu kynslóð húsa í Reykjavík með upphaflegu formi. Enn eitt dæmi er uppbygging á horni Lækjargötu og Austurstrætis í kjölfar bruna vorið 2007. Samkvæmt verðlaunatillögu úr samkeppni voru gömlu húsin á reitnum endurgerð í upphaflegum stíl en jafnframt stækkuð og aðlöguð nútímakröfum. Auk þess var minning um horfna framhlið Nýja bíós endurvakin í nýbyggingu.
Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson
42 | Ísland – Atvinnuhættir og mennig
Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs, Skriðuklaustri, 2009–2010. Arkís arkitektar, í samvinnu við Eflu verkfræðistofu, Verkís og Landmótun.
Mennta- og menningarmál | 43 Öll þessi verkefni hafa orðið til að styrkja staðaranda og ásýnd miðbæjarins, efla mannlíf og styrkja hann sem svæði með aðdráttarafl, þar sem borgarbúar og gestir njóta þess að dvelja. Innan fagsins eru þó skoðaðnir skiptar á sumum þessum verkum. Ýmsum finnst þar langt gengið í því að hanna nýbyggingar í anda eldri húsa, sönn byggingarlist verði ávallt að endurspegla samtíma sinn í formi og byggingarstíl. Erfitt er að setja fram algild fyrirmæli um hvað sé rétt eða rangt í tilvikum sem þessum. Mikilvægt er þó að gera skýran greinarmun á varðveislu raunverulegra sögulegra minja og gerð yfirborðslegra eftirlíkinga í gömlum stíl sem hvorki eiga rætur í sögu staðarins né listmenningu samtíðar sinnar. Á sviði skipulagsmála eru teikn á lofti um breytt viðhorf. Í drögum að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur eru sett markmið um að stöðva óhagkvæma útþenslu byggðar í nýjum úthverfum. Í staðinn á að þétta byggðina innan núverandi borgarmarka, á auðum lóðum og vannýttum athafnasvæðum. Þessar áherslur eru í takt við umræðu um vöxt borga og byggðaþróun á alþjóðavettvangi. Hugmyndin um þéttingu byggðar byggir á samfélagslegum markmiðum um að skapa betra umhverfi og fjölbreytilegra mannlíf. En þar ekki er sama hvernig að verki er staðið. Vöxtur borgarinnar inn á við á ekki að vera á kostnað opinna almenningssvæða sem gildi hafa fyrir samfélag og umhverfi. Né heldur er réttlætanlegt að fórna náttúrulegum sérkennum, merkum byggingum og grónum hverfum í nafni byggðaþéttingar. Hrun bankakerfisins árið 2008 hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir þróun byggingarmála. Í atvinnulegu tilliti var það reiðarslag fyrir arkitektastéttina líkt og byggingariðnaðinn í heild sinni. Árin á undan höfðu einkennst af mikilli þenslu. Fjárfestar leituðu í vaxandi mæli til erlendra arkitekta í tengslum við stærri verkefni auk þess sem umsvif íslenskra teiknistofa voru mikil. Árin í aðdraganda bankahruns verða seint talin blómaskeið í byggingarlist, þó innan um megi finna mörg dæmi um vandaða og framsækna hönnun. Almennt var meira byggt af kappi en forsjá. Hagnaðarsjónarmið og spákaupmennska urðu ráðandi á markaðnum og aðhald skorti í skipulagi og stjórnsýslu til að tryggja gæði þess sem byggt var. Áætlanir voru gerðar um uppbyggingu sem voru úr takt við íslenskan raunveruleika, umhverfi og samfélag, þó vandað væri til verks að öðru leyti. Meðal jákvæðra tíðinda síðustu ára er sú vakning sem orðið hefur á ýmsum sviðum hönnunar hér á landi. Hinar skapandi greinar hafa fest sig í sessi sem mikilvægar stoðir á sviði menningarlífs og atvinnumála. Þessi þróun tengist m.a. stofnun Hönnunar- og arkitektúrdeildar við Listaháskóla Íslands sem tók til starfa árið 2001. Þar hófst í fyrsta sinn hér á landi kennsla til BA-prófs í arkitektúr haustið 2002. Þá ber að nefna stofnun Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ og Hönnunarmiðstöðvar Íslands í Reykjavík. Meginhlutverk miðstöðvarinnar er „að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi hönnunar fyrir samfélagið og íslenskt efnahagslíf og benda á þá miklu verðmætasköpun sem getur falist í íslenskri hönnun fyrir þjóðfélagið allt.“ 1 Þau áföll sem þjóðin varð fyrir í kjölfar bankahrunsins hafa leitt til endurmats á mörgum sviðum. Byggingarlist hvers tíma endurspeglar viðhorf og gildismat sinnar samtíðar ekki síður en ritaðar heimildir. Víst er að breyttar aðstæður munu setja mark sitt á það sem byggt verður á komandi árum. Miklu skiptir að vanda betur til verka í áætlanagerð, undirbúningi og stjórnun verkefna. Hönnun verður sjaldnast verulega góð nema að þær forsendur sem hún byggir á séu skýrar. Mikilvægt er að áform í skipulagi og uppbyggingu taki raunsætt mið af aðstæðum, gæðum umhverfis og smæð samfélagsins. Í því sambandi skipir mestu að finna hinn rétta og viðeigandi mælikvarða hluta, svo samræmi sé milli heildarinnar og hinna einstöku þátta er hana mynda. Í þýsku handriti frá 11. öld, sögu erkibiskupsstólsins í Hamborg, er að finna elstu Íslandslýsingu sem vitað er um. Þar kemst höfundurinn, Adam frá Bremen, svo að orði um Íslendinga að „fjöllin [séu] þeim í stað borga.“2 Þjóð sem á slík fjöll sem Íslendingar þarf ekki að sýna veldi sitt í háhýsum og glæsibyggingum. Styrkur íslenskrar byggingarlistar liggur í annars konar gæðum, því að skapa skjól og öryggi í óblíðu veðurfari, fella hús og mannvirki að einkennum landsins og draga fram fegurð hins lágstemmda og einfalda sem andstæðu við stærð og hrikaleik náttúrunnar.
Upplýsingar af heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar; http://www.honnunarmidstod.is, júní 2011. Adamus Bremensis [Adam frá Brimum, d. 1085] Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum [Saga erkibiskupsstólsins í Hamborg]. Tilvitnun í íslenskri þýðingu fengin úr grein Péturs Gunnarssonar, „Frönsk menning og íslensk – í framhjáhlaupi“, Péturspostilla (Reykjavík, 2011), bls. 138. 1 2
44 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Árnastofnun
A
www.arnastofnun.is
flstöð íslenskra fræða – mikilvægt kennileiti í Reykjavík. Haustið 2006 voru fimm stofnanir á sviði íslenskra fræða sameinaðar í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar með varð til öflug alþjóðleg rannsóknastofnun á sviði handritafræða, miðaldafræða, nafnfræði, þjóðfræði, orðfræði og íslenskrar tungu – og metnaðarfullt skref stigið til að efla þverfaglegt starf á sviði íslenskra fræða. Í frumgögnum stofnunarinnar býr sérstaða hennar á alþjóðlega vísu og einstakur efniviður til rannsókna. Á stofnuninni er stutt við fjölþjóðlegt samfélag fræðimanna, stúdenta og þýðenda sem hafa áhuga á íslenskum fræðum, máli og menningu. Stofnunin þrífst á öflugu samstarfi við Háskóla Íslands og aðrar háskólastofnanir; við rannsókna- og menningarstofnanir, fræðasetur og söfn um allt land; fyrirtæki á sviði útgáfu, upplýsingatækni, afþreyingar, ferðaþjónustu og menningarmiðlunar; við alþjóðlegar systurstofnanir og háskóla þar sem íslensk fræði eru kennd. En síðast en ekki síst er hún í öflugu samstarfi við almenning í landinu.
Nýnemar í íslensku.
Handrit í gömlu bandi.
Mikil auðlegð býr í frumgögnum stofnunarinnar um íslenska menningu. Fyrst ber að nefna það einstaka handritasafn sem stofnunin geymir. 31. júlí 2009 setti Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, Handritasafn Árna Magnússonar á sérstaka varðveisluskrá sína, Minni heimsins (Memory of the World Register). Tilgangur skrárinnar er að vekja athygli á mikilvægi þess að varðveita menningararf veraldar með því að velja á hana einstök söfn eða merk heimildagögn sem hafa sérstakt gildi. Tilnefningin var árangur umsóknar sem stofnanirnar tvær, sem varðveita Handritasafn Árna Magnússonar, Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, stóðu sameiginlega að fyrir hönd stjórnvalda í báðum löndum. Ákvörðun UNESCO er grundvölluð á vönduðu mati og felur í sér mikla viðurkenningu á íslenskum handritaarfi. Í rökstuðningi segir að Handritasafn Árna Magnússonar geymi ómetanleg handrit um sögu og menningu Norðurlanda, og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar. Íslendingasögurnar eru sérstaklega nefndar sem dæmi um verk sem handritin geyma og hafa menningarlegt gildi fyrir heiminn. Stofnunin geymir mikið safn örnefnaskráa og -korta. Í þeim eru ómetanlegar heimildir um örnefni og sögur tengdar þeim um allt land. Elstu skrárnar eru rúmrar aldar gamlar. Þessar skrár eru ekki aðeins mikilvæg rannsóknargögn heldur hafa þær hagnýtt gildi við gerð ferðaupplýsinga, landakorta og í menningartengdri ferðaþjónustu. Örnefnin hafa reynst mikilvæg í jarðhitarannsóknum því að þau gefa hugmynd um hvar volgar lindir er að finna. Þannig geyma nöfnin upplýsingar um landfræðileg einkenni landsins. Stofnunin varðveitir ómetanlegt hljóðritasafn sem geymir raddir fortíðar. Þar eru fluttar sögur, kveðin kvæði og sungnar fornar laglínur allt frá upphafi síðustu aldar. Sífellt bætast nýjar og gamlar upptökur í safnið. Til að mynda voru stofnuninni nýverið færðar til varðveislu upptökur af söng séra Bjarna Þorsteinssonar, tónskálds og þjóðlagasafnara, frá 1907. Loks ber að nefna þann auð sem býr í tungumálinu sjálfu. Merk gögn Orðabókar Háskólans eru nú varðveitt á stofnuninni og eru að mestu komin á rafrænt form. Stofnunin sinnir málfarsráðgjöf og leikur einnig stórt hlutverk í ýmsum máltækniverkefnum. Innan stofnunarinnar eru nú geymd ítarleg stafræn orðasöfn, íðorðasöfn, bréf og skrár. Nýjasta
Mennta- og menningarmál | 45
Grunnskólabörn fræðast um handritin á handritasýningu Árnastofnunar.
skrautfjöðrin í hatti orðfræðistarfsins er ný samnorræn veforðabók sem er opin öllum á Netinu (www.islex.hi.is). Á síðustu árum hafa Íslendingar verið minntir á mikilvægi þess að hlúð sé að grunnstoðum íslensks samfélags og menningar. Starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sprettur af ræktarsemi við tungu og menningu Íslendinga. En það starf snýst ekki um að reisa varðveislumúra heldur er brýnt að opna sem flestum aðgang að verðmætum íslenskrar menningar og varpa ljósi á erindi hennar við samtímann. Unnið er markvisst að því á stofnuninni að opna aðgang að gögnum stofnunarinnar en hluti af frumgögnum stofnunarinnar er nú þegar á stafrænu formi. Stefnt er að því að rafræn skráning frumgagna verði stóraukin á komandi árum. Sjálfar frumheimildirnar, ljósmyndir af handritum, hljóðskrár, orða- og örnefnaskrár, verða þá gerðar aðgengilegar á Netinu. Starfsmenn stofnunarinnar vinna síðan að sjálfstæðri þekkingarsköpun á grunni merkra heimilda og setja sígildar minningar og lifandi tungu í samhengi við nýja tíma. Árnastofnun hefur umsjón með íslenskukennslu við erlenda háskóla. Nú er íslenska kennd við 100 háskóla víðs vegar um heim, en margir koma gagngert til Íslands til að sækja íslenskunámskeið stofnunarinnar. Þetta starf ber m.a. ávöxt í öflugu miðlunarstarfi fjölmargra þýðenda á erlendri grund. Íslendingasögurnar komu nýverið út í nýrri þýðingu á þýsku og nú er í undirbúningi þýðing allra sagnanna á norsku, sænsku og dönsku. Svo umfangsmikið þýðingarstarf hvílir á góðri þekkingu á íslenskri tungu. Miðlun íslenskrar menningar í tæknivæddu alþjóðasamfélagi gerist ekki sjálfkrafa. Rétt eins og vatnsafl eða jarðhiti verður ekki virkjaður nema hafa til þess hæft fólk, miðlum við ekki bókmenntum eða menningu okkar nema fólk sé þjálfað til þeirra starfa. Afleidd verðmæti verða síðan til því að skapandi greinar byggja á þessum grunni. Afraksturinn skilar sér í öflugri bókaútgáfu, tónlist, sýningum, kvikmyndum, jafnvel í sprotafyrirtækjum; í kennslu á öllum skólastigum; í mikilvægu og nýju efni inn í ferðaþjónustu, í sívaxandi afþreyingariðnaði og upplýsingamiðlun. Á næstu árum mun Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum flytja í nýtt hús ásamt íslenskudeild Háskóla Íslands, þar sem hægt verður að leggja saman krafta fræðimanna, kennara og nemenda. Nýtt Hús íslenskra fræða verður sannkölluð aflstöð íslenskra fræða. Í húsinu verður gögnum stofnunarinnar miðlað með alveg nýjum hætti og starfsemin opnuð fyrir almenningi. Handritasýning verður þar í öndvegi og þannig mun Hús íslenskra fræða leika stórt hlutverk í bókmenntaborginni Reykjavík.
Guðrún Nordal forstöðumaður.
46 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Borgarleikhúsið www.borgarleikhus.is
L
Stóra sviðið.
Litla sviðið.
Ofviðrið.
Galdrakarlinn í Oz.
eikfélag Reykjavíkur er elsta leikfélag sem starfað hefur óslitið á Íslandi og er jafnframt eitt elsta starfandi menningarfélag landsins, stofnað 11. janúar 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag sem tók til starfa í Iðnaðarmannahúsinu (Iðnó) við Tjörnina í Reykjavík. Félagið var frá upphafi mjög metnaðarfullt og félagarnir tilbúnir að leggja hart að sér til að standa fyrir sjónleikjum af hæsta gæðaflokki en í 14. grein stofnlaga félagsins stóð ,,allir fyrir einn og einn fyrir alla...“ en það endurspeglar hugsjónir félagsins og samstöðu félaganna sem hefur haldist til þessa dags. Leikfélag Reykjavíkur náði takmarkinu að verða eiginlegt atvinnuleikhús í kring um árið 1960 og tók þá við metnaðarfull verkefnaskrá þar sem nútímaleg leiklist var stunduð. Þá kom fljótlega í ljós að gamla leikhúsið við Tjarnarbakkann var orðið of lítið fyrir starfsemina. Ástæða þótti til að bæta við sýningarrýmum og var leitað út fyrir Iðnó að hentugum leikrýmum. Sýningar voru haldnar í Tjarnarbíói um árabil sem og í Austurbæjarbíói. Leikfélagið hafði stofnað Húsbyggingarsjóð Leikfélags Reykjavíkur árið 1953 og snemma árs 1975 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur stofnskrá fyrir Borgarleikhúsið í Reykjavík. Segir þar m.a. að Leikfélagið og Reykjavíkurborg láti reisa sameiginlega hús til sjónleikjahalds í borginni sem rekið yrði sem sjálfstæð stofnun í eigu beggja aðila. Þann 3. september 1989 voru Leikfélaginu afhent lyklavöldin að Borgarleikhúsinu. Borgarleikhúsið er stærsta og best búna leikhús landsins, 10.400 fermetrar að stærð. Að auki telst það í hópi best búnu leikhúsa Evrópu. Í upphafi voru sviðin tvö, Stóra sviðið og Litla sviðið. Í október 2001 var þriðja sviðinu bætt við, Nýja sviðinu, sem í dag er fullkominn ,,svartur kassi“ sem býður upp á mikla möguleika hvað varðar rýmisnýtingu. Sæti eru fyrir 300 áhorfendur. Frá opnun Borgarleikhússins hefur Leikfélag Reykjavíkur staðið fyrir metnaðarfullu starfi. Hjarta leikhússins er leikhópurinn sem flutti stoltur frá ,,gamla miðbænum“ í ,,nýja miðbæinn“ og hefur að jafnaði staðið fyrir öflugri en jafnframt fjölbreyttri verkefnaskrá ár hvert. Að auki hefur Leikfélagið tryggt annarri menningarstarfsemi aðstöðu í húsinu, boðið til sín gestaleikjum og tekið þátt í innlendu sem erlendu samstarfi. Borgarleikhúsið er eins og Iðnó forðum, menningarmiðja í Reykjavík. Skömmu eftir að Leikfélagið flutti inn í Borgarleikhúsið var gerður nýr samningur við Reykjavíkurborg sem gekk í gildi 11. janúar árið 2000. Félagið er opið öllu áhugafólki um leiklist og leikhúsrekstur. Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun og byggir á lögum um sjálfseignarstofnanir. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur ber ábyrgð á rekstri Leikfélags Reykjavíkur og Borgarleikhúss en ræður leikhússtjóra sem stýrir leikhúsinu í umboði stjórnar. Stjórnin ræður einnig framkvæmdastjóra sem ber ábyrgð á fjármálum og rekstri leikhússins. Í dag sitja í stjórn þau Inga Jóna Þórðardóttir formaður; Marta Nordal ritari; Þórólfur Árnason, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir og Theódór Júlíusson. Varamenn eru þau Edda Þórarinsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Finnur Oddsson. Leikhússtjórar Leikfélags Reykjavíkur • Sveinn Einarsson 1963 - 1972 • Vigdís Finnbogadóttir 1972 - 1980 • Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson 1980 - 1983 • Stefán Baldursson 1983 - 1987
Mennta- og menningarmál | 47
Starfsfólk Borgarleikhússins 2010-2011.
• • • • • •
Faust.
Hallmar Sigurðsson 1987 - 1991 Sigurður Hróarsson 1991 - 1996 Viðar Eggertsson 1996 Þórhildur Þorleifsdóttir 1996 - 2000 Guðjón Pedersen 2000 - 2008 Magnús Geir Þórðarson 2008 -
Leikfélag Reykjavíkur ses. annast rekstur Borgarleikhússins samkvæmt sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg. Heildarvelta félagsins síðastliðið rekstrarár var 913 mkr. þar af nam rekstrarframlag Reykjavíkurborgar 423 mkr. (46% af veltu) og sjálfsaflafé því 490 mkr. (54% af veltu). Undanfarin ár hefur hlutfall sjálfsaflafjár verið mjög hátt samanborið við sambærilegar listastofnanir hérlendis og erlendis. Sjálfsaflafé teljast tekjur af miðasölu, útleigu, veitingasölu, markaðssamstarfi o.fl. Langstærsti gjaldaliðurinn í rekstri leikhússins er launagreiðslur, um það bil 70% og að jafnaði eru um 120 starfsmenn starfandi hjá leikhúsinu. Árið 2010 voru í allt um 300 manns á launaskrá hjá leikhúsinu. Gestir Borgarleikhússins leikárið 2007/08 voru 176.000, 2008/09 voru þeir 208.000, leikárið 2009/10 voru þeir 211.00, 2010/11 215.000 og leikárið 2011/12 voru áhorfendur 219.000. Skyldur Leikfélagsins eru að gangast fyrir öflugri og samfelldri menningarstarfsemi árið um kring í Borgarleikhúsinu, á eigin vegum, í samstarfi við aðra eða með öðrum hætti sem tryggir góða nýtingu hússins. Leikfélagið skal setja upp fimm leiksýningar á ári hverju hið minnsta og tryggja að minnsta kosti tveimur öðrum leikflokkum afnot af húsnæði Borgarleikhússins til æfinga og sýninga. Auglýsa skal opinberlega eftir umsóknum leikhópa fyrir 1. mars ár hvert. Verkefnaval Borgarleikhússins er fjölbreytt. Grunnurinn liggur í samþykktum félagsins, samningi við Reykjavíkurborg og stefnumótun Borgarleikhússins hverju sinni undir forystu leikhússtjóra. Hann stýrir verkefnavali en með virkri þátttöku listrænna ráðunauta sem og starfsmanna hússins, gjarnan með verkefnavalsnefnd og reglulegum leiklestrum. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur samþykkir verkefnaval leikárs vorið á undan. Meginsjónarmiðin í verkefnavali leikhússins eru að verkin séu framúrskarandi, hvert á sinn hátt, innihaldsrík og eigi mikilvægt erindi við samtímann og áhorfendur Borgarleikhússins – í gamni sem alvöru. Í heild er stefnt að fjölbreyttu og litríku verkefnavali, metnaðarfullu, sterku og ekki síst vönduðu. Sviðin í húsinu fá ólíka áferð; á Stóra sviði er lögð áhersla á stórsýningar, Nýja sviðið er vettvangur áleitnari verkefna og á Litla sviðinu er mikið lagt upp úr áherslu á nálægð milli leikara og áhorfenda.
Jesús litli.
Fólkið í kjallaranum.
Gauragangur.
48 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
byggðasafnið í skógum www.skogasafn.is
H
ér ferðast þú aftur í tímann og færð frábært tækifæri til að kynnast lífi forfeðra og formæðra
Þórður Tómasson safnvörður leikur á langspil.
Samgöngusafnið í Skógum.
Kirkjan var vígð 1998, ný hið ytra, en innsmíði að mestu gömul frá kirkju í Kálfholti frá 1879. Gluggar frá 1898 úr Grafarkirkju. Klukkur frá um 1600 og frá 1742. Allir kirkjugripir gamlir, 17. og 18. öld. Altaristafla úr Ásólfsskálakirkju (1768), ljósahjálmar úr Steinakirkju og úr Skógakirkju (16. öld).
Byggðasafnið í Skógum varðveitir menningararf Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í atvinnutækjum til lands og sjávar, í listiðn, í gömlum húsakosti, í bókum, handritum og skjölum. Söfnun til þess hófst 1945 og þann 1. des. 1949 var það fyrst opnað til sýningar í litlu kjallaraherbergi í Skógaskóla. Söfnun hófst á miklum tímamótum í sögu þjóðarinnar, hin gamla bændamenning var að fara forgörðum, bændurnir í þann veginn að hætta að ýta litlum, opnum fiskibátum út á haf, ný menning var að nema land. Söfnunin mætti miklum skilningi og velvild á safnsvæðinu. Safnið flutti í nýtt hús 1955. Árið 1968 hófst endurbygging gamalla torfhúsa sem hefur verið einn meginþátturinn í safnstarfinu. Í þeim geta safngestir séð þær aðstæður sem þjóðin bjó við á liðnum tímum. Hátt ber hér endurbygging fjósbaðstofu frá Skál á Síðu, en tindurinn á því starfi er þó sennilega bygging Skógakirkju af byggingarhlutum gamalla kirkna og í þeim stíl innan dyra sem ráðandi var í byggingu kirkna á Íslandi allt frá miðöldum. Þann 20. júlí 2002 var Samgöngusafnið í Skógum vígt. Sýningin Samgöngur á Íslandi fjallar um samgöngur á 19. og 20. öld. Þar má m.a. sjá reiðtygi og ferðabúnað, fornbíla, vegagerðartæki og margt fleira. Einnig er saga póstþjónustu, rafvæðingar og fjarskipta rakin á sýningunni. Helstu samstarfsaðilar Samgöngusafnsins í Skógum eru Þjóðminjasafn Íslands, Vegagerðin, Íslandspóstur, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Rafmagnsveitur ríkisins en þessir aðilar hafa allir lagt muni til sýningarinnar. Í húsinu er einnig stór safnverslun og veitingastaðurinn Skógakaffi. Árið 2009 hófst bygging 1.400 m2 geymslu- og verkstæðishúss á lóð Skógasafns. Húsinu er ætlað að þjóna sem safngeymsla fyrir Skógasafn og þar verður góð aðstaða til viðgerða og forvörslu gripa svo og aðstaða til að gera upp fornbíla og önnur samgöngutæki.
Torfbær safnsins og önnur endurgerð hús eru góðir fulltrúar fyrir sunnlenska húsagerð. Veggir að mestu steinhlaðnir úr móbergi og blágrýti, þök hellulögð undir torfi. Viðir að mestu af rekafjörum. Innsmíði er öll frá 19. öld, elst frá 1838 (stofa). Krossbyggt fjós frá um 1880, skemma frá um 1830, baðstofa frá 1895, eldhús frá um 1880, búr frá um 1850, stofa frá 1896, svefnherbergi frá 1838.
Mennta- og menningarmál | 49
E
eyrbyggja – sögumiðstöð www.sagan.is
yrbyggja – Sögumiðstöð í Grundarfirði er sjálfseignarstofnun, stofnuð 2003. Miðstöðinni er ætlað það hlutverk að halda utan um sögu svæðisins, safna munum sem henni tengjast og miðla sagnaarfi. Upphafið að stofnun Sögumiðstöðvar má rekja til þess að Ingi Hans Jónsson, ásamt fleiri sjálfboðaliðum, setti upp sýningu um sögu vélbátanna árið 2001. Sýningin var sett upp í verslunarhúsi í miðbæ Grundarfjarðar. Húsið hafði þá staðið autt um nokkurt skeið. Þarna varð til hvati að því sem seinna varð. Sumarið eftir var svo sýningin víkkuð út, húsið keypt og unnið að framtíðarskipulagi Sögumiðstöðvarinnar. Fljótt kom í ljós að mikill stuðningur var við þessi áform og Ingi Hans leiddi og vann að uppbyggingu næstu árin og hefur haft umsjón með rekstri miðstöðvarinnar síðan. Byggt var á þeirri hugmyndafræði að um varanlega menningar- og sögumiðstöð yrði að ræða. Að stofnun sjálfseignarstofnunar komu svo fjölmargir aðilar, Grundarfjarðarbær, fyrirtæki og einstaklingar. Sögumiðstöðin hýsir margar sýningar í nokkrum rýmum. Eitt fyrsta verkefni Sögumiðstöðvarinnar var að taka til varðveislu ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar og skapa því umgjörð. Ljósmyndasafnið er einstakt og sýnir tilurð sjávarþorps í Grundarfirði nánast frá fyrstu húsum til nútíma. Safnið telur um 80.000 ljósmyndir auk mikils magns kvikmynda og myndbanda. Í aðalsal er sýningin „Hvernig var nútíminn til?“ Þar er fjallað um upphaf vélvæðingar fiskiskipanna og þéttbýlismyndunar á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Þar er einnig að finna sýningu um veru franskra fiskimanna í Grundarfirði, en Grundarfjörður var einn af helstu útgerðarstöðum Bretóna á Íslandi. Þeir höfðu þar aðstöðu í landi og stórhuga áform um uppbyggingu útgerðar og fiskvinnslu í Grundarfirði. Á grunni þessarar sögu var stofnað til vinabæjasambands Grundarfjarðar og Paimpol og hefur Sögumiðstöðin haldið utan um söguþátt þeirra samskipta. Í þriðja sal miðstöðvarinnar er leikfangasafnið „Þórðarbúð“ sem er endurgerð verslunar Þórðar Pálssonar frá 7. áratugnum. Þar hefur verið safnað leikföngum frá þeim tíma og fyrir utan þessa litlu búð er leiksvæði fyrir börn sem kallað er „Ólátagerði“. Kaffi Emil er veitingastofa Sögumiðstöðvar og þar geta gestir fengið sér léttar veitingar sem allar eru unnar á staðnum. Gestir eiga svo kost á því að neyta þeirra hvort heldur er í gestastofu eða á sýningarsvæðunum í andrúmslofti liðinna tíma. Við uppbyggingu Sögumiðstöðvarinnar hefur þess verið þess gætt að skapa fjölbreytta aðstöðu fyrir ýmisskonar viðburði og félagslíf. Á þann hátt er komið til móts við samfélagið og skapað líf í húsinu allt árið. Sögumiðstöðin gegnir ekki síður mikilvægu hlutverki í þjónustu við ferðamenn sem afþreying, veitingastarfsemi og upplýsingamiðstöð.
Sögumiðstöðin með Kirkjufellið í baksýn.
Ingi Hans Jónsson forstöðumaður.
50 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
fjölbrautaskólinn við ármúla www.fa.is
F
jölbrautaskólinn við Ármúla er vaxinn af tveimur rótum. Haustið 1977 var heilbrigðis- og uppeldissvið framhaldsdeilda Lindargötuskóla flutt í Ármúlaskóla. Tveimur árum síðar var verslunarsvið flutt úr Laugalækjarskóla í Ármúlann um leið og grunnskóladeild Ármúlaskóla var sameinuð Álftamýrarskóla. Með þessum tilfæringum var eingöngu nám á framhaldsskólastigi í Ármúlaskóla. Fjölbrautaskólinn við Ármúla var síðan formlega stofnaður haustið 1981. Skólinn hefur vaxið og dafnað á þeim 30 árum sem hann hefur starfað. Fyrstu 20 árin voru nemendur að jafnaði 750-800 en þeim fjölgaði mjög þegar skólinn hóf að bjóða upp á fjarnám árið 2001. Síðustu 10 árin hafa nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ámúla að meðaltali verið 2.400 og var skólinn, skv. tölum Hagstofunnar, með flesta nemendur íslenskra framhaldsskóla á árabilinu 2004 til 2010. Þann 15. október árið 2009 voru 3.077 nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ámúla sem lætur nærri að vera 1% þjóðarinnar. Í skólanum er bóknám til stúdentsprófs, starfsnám á heilbrigðissviði, almenn námsbraut og sérnámsbrautir fyrir fatlaða nemendur. Námsframboð í fjarnámi tekur mið af þeim brautum sem skólinn býður upp á. Skólinn er kjarnaskóli á heilbrigðissviði með 7 heilbrigðisbrautir auk framhaldsnáms fyrir sjúkraliða og lyfjatækna. Starfsmenn eru að jafnaði um 120 talsins, flestir í fullu starfi. Í skólanum er gott bókasafn og tölvuþjónusta fyrir starfsmenn og nemendur. Þrír námsráðgjafar starfa við skólann. Kennslustjórar fara fyrir öllum námsbrautum og eru nemendum brautanna innan handar. Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefur verið í fararbroddi íslenskra framhaldsskóla í umhverfismálum. Árið 2006 hafði skólinn stigið skrefin sjö sem þarf til að fá Grænfánann og flaggaði grænfánanum fyrstur framhaldsskóla. Síðan þá hefur skólinn fengið fánann endurnýjaðan tvisvar sinnum, síðast haustið 2010. Skólinn var á hrakhólum með húsnæði um langa hríð. Það var því mikið gleðiefni þegar skóflustunga var tekin að 2.900 m2 viðbyggingu við skólann vorið 2008. Viðbyggingin var formlega afhent þann 24. september 2011 á 30 ára afmælishátíð skólans.
Brautskráðir nemendur í desember 2011.
Mennta- og menningarmál | 51
Myndatexti.
Skólinn 30 ára 24. september 2011.
Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla hafa skapast ýmsar hefðir sem ástæða er til að hafa í heiðri. Frá upphafi hafa samskipti nemenda og starfsmanna verið bæði vinsamleg og gefandi, sem m.a. má rekja til þess að nemendahópurinn hefur komið víðs vegar að, verið á ýmsum aldri og búið yfir margvíslegri reynslu. Þessari sérstöðu vill skólinn halda. Skólinn leitast við að skapa mannúðlegt og örvandi umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk. Í starfi sínu mun skólinn leitast við að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, efla læsi þeirra, lýðræðisvitund, jafnréttishugsjón, menntun til sjálfbærni og sköpunaranda. Skólinn telur mikilvægt að á hverjum tíma sé fylgst með nýjungum í kennslu og menntamálum og að menn séu óhræddir við að taka upp þær nýjungar sem horfa til framfara. Starfsmenn leggja metnað sinn í að námsframboð sé á hverjum tíma í samræmi við kröfur samfélagsins. Námsframboð þarf því að vera í stöðugri endurskoðun og vera fjölbreytt til þess að hver nemandi eigi raunverulega valkosti og notfæri sér þá í samræmi við áhugamál sín og hæfileika.
Hópvinna.
Nemendur að vinna verkefni.
Nemendur að læra nudd.
52 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
fjölbrautaskóli norðurlands vestra www.fnv.is
F
Skólameistari: Ingileif Oddsdóttir Aðstoðarskólameistari: Þorkell V. Þorsteinsson Áfangastjóri: Ásbjörn Karlsson Skólanefnd: Formaður: Gísli Gunnarsson Aðrir nefndarmenn: Adolf Berndsen Ásdís Guðmundsdóttir Ásta Björg Pálmadóttir Skúli Þórðarson Fulltrúi starfsmanna Aðalheiður Reynisdóttir
Brautskráðir nemar frá FNV, vorið 2012.
jölbrautaskóli Norðurlands vestra var stofnaður árið 1979 og settur í fyrsta sinn 22. september sama ár, þá undir heitinu Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki. Fram að þeim tíma hafði verið starfræktur Iðnskóli á Sauðárkróki frá 1946 og framhaldsdeild við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki frá 1977. Stofnendur skólans voru sveitarfélög á Norðurlandi vestra ásamt ríkissjóði. Jón F. Hjartarson var ráðinn skólameistari og gegndi því starfi til haustannar 2010 þegar hann lét af störfum. Við starfi hans tók Ingileif Oddsdóttir, núverandi skólameistari. Skólinn er framhaldsskóli með áfangakerfi sem þjónar nemendum af Norðurlandi vestra fyrst og fremst og býður fram bóknám, verknám og heimavistarþjónustu. Hann leitast við að bjóða upp á menntun í takti við kröfur tímans og vera leiðandi á sviði bóknáms og verknáms. Nemendum hefur fjölgað jafnt og þétt frá upphafi og hafa verið lengst af á milli 400 og 500 talsins, þar af u.þ.b. þriðjungur í verknámsdeildum. Einkunnarorð skólans eru: Vinnusemi, virðing, vellíðan. Stjórnendur leitast við á hverjum tíma að skapa þær aðstæður á vinnustað að þar ríki vinnusemi, gagnkvæm virðing starfsfólks og nemenda og vellíðan allra sem við skólann nema og starfa. Hlutverk skólans er kennsla til stúdentsprófs á bóknámsbrautum og kennsla á iðn- og starfsnámsbrautum, starfræksla sérdeildar fyrir fatlaða nemendur og fjarkennsla um fjarfundabúnað, allt með áfanga og fjölbrautasniði. Markmið með skólastarfinu er að stuðla að alhliða þroska nemenda, búa þá undir störf og frekara nám, efla með þeim ábyrgðarkennd og víðsýni, þjálfa þá í öguðum vinnubrögðum, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja þá til stöðugrar þekkingarleitar.
Mennta- og menningarmál | 53
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hefur lagt áherslu á að uppfæra tækjabúnað og þekkingu með því markmiði að vera leiðandi á meðal menntastofnana við innleiðingu nýjustu CNC-hátækni í iðnmenntun. Sem dæmi um þessa viðleitni má nefna samstarf skólans við HAAS Automation sem vottar gæði námsins með skírteini sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Skólinn hefur boðið upp á nýjungar á borð við nám í kvikmyndagerð í samstarfi við Skottu kvikmyndfjelag. Þá er skólinn í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Sveitarfélagið Skagafjörð um rekstur Fab Lab-stofu eða rafrænnar smiðju sem m.a. er ætluð til að auðvelda frumkvöðlum að gera hugmynd að veruleika. Skólinn hefur verið virkur þátttakandi í verkefnum á vegum Menntaáætlunar Evrópusambandsins. Má þar nefna verkefni sem miðar að því að koma á námi í plastiðnum í samstarfi við skóla í Danmörku og Finnlandi og fyrirtæki í plastiðnaði á Íslandi. Loks er skólinn þátttakandi í samstarfsverkefni sex þjóða um tölvustýringar í iðnaði. Skólinn hefur frá árinu 2000 verið í samvinnu við Árskóla á Sauðárkróki um kynningu á iðnnámi fyrir grunnskólanema og hefur einnig boðið nemendum á Norðurlandi vestra upp á slíka kynningu. Skólinn fékk Starfsmenntaverðlaunin árið 2006 fyrir þetta verkefni. Við skólann starfa 53 starfsmenn í 46 stöðugildum, þar af starfa 39 við kennslu. Kennarar og stjórnendur við skólann hafa ýmist háskólamenntun eða iðnmeistararéttindi auk kennsluréttinda. Kynjaskipting starfsfólks við skólann er jöfn, en hlutfall karla í hópi nemenda er 55%.
Námsbrautir við FNV: Félagsfræðabraut Málabraut Náttúrufræðibraut Viðskipta- og hagfræðibraut Viðbótarnám til stúdentsprófs Starfsbraut Almenn námsbraut Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina Grunnnám málmiðna Grunnnám rafiðna Bifvélavirkjun Húsasmíði Húsgagnasmíði Rafvirkjun Vélvirkjun Vélstjórn A og B Sjúkraliðabraut Íþróttabraut Uppeldisbraut Viðskiptabraut Hársnyrtiiðn Meistaranám iðnaðarmanna Fjarnám
54 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Fjölbrautaskólinn í garðabæ www.fg.is
F
jölbrautaskólinn í Garðabæ var stofnaður 1. ágúst 1984 með sérstökum samningi menntamálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og bæjarstjórnar Garðabæjar. Í samningnum var kveðið á um að boðið skyldi upp á nám á almennu bóknámssviði, heilsugæslusviði, uppeldissviði og viðskiptasviði. Nemendafjöldinn var við stofnun skólans um 300. Nemendum fjölgaði síðan nokkuð hratt og eru þeir nú um 750. Þetta er skýrasti vottur þess að skólastarfið í FG hafi gengið vel. Aðsókn nemenda í skólann hefur á hverju ári verið mikil undanfarin ár.
Galakvöld brautskráningarnema FG.
Forsaga skólans tengist framhaldsdeildum Garðaskóla sem starfræktar voru á árunum 1978-1984 í skólahúsnæðinu við Lyngás 7-9 í Garðabæ. Þegar Fjölbrautaskólinn í Garðabæ var formlega stofnaður fékk hann áfram afnot af húsnæðinu í Lyngási en með vaxandi nemendafjölda var tekið á leigu viðbótarhúsnæði í Lyngási 1 og 13. Skólinn fékk til afnota nýtt og glæsilegt húsnæði við Skólabraut haustið 1997 þegar fyrsta byggingaráfanga lauk. Öðrum byggingaráfanga lauk í ársbyrjun 1999 með frágangi þriðju hæðar hússins með fimm kennslustofum, kennarastofu, vinnustofu kennara auk nokkurra viðtals- og fundaherbergja. Enn fremur var fullgerður ráðstefnusalur fyrir um 150 manns í sæti. Fullkomin aðstaða var og frágengin fyrir námsráðgjafa, skólalækni, hjúkrunarfræðing og húsvörð. Bókasafn skólans fékk sína réttu mynd á árinu 1999 og þá voru einnig innréttaðar sérstakar stofur fyrir starfsbraut fatlaðra í skólanum, kennslustofa og eldhús. Lóð skólans er stór og var gengið frá henni í áföngum. Lóðarframkvæmdum var lokið árið 2001 með malbikun bílastæða, hellulagningu göngustíga og mikilli gróðursetningu. Síðasti byggingaráfangi skólans var bygging og frágangur mötuneytis og setustofu nemenda og hátíðarsalar sem getur rúmað um 600 manns í sæti. Framkvæmdum lauk 2001. Skólabyggingin þjónar tvíþættu hlutverki. Hún er húsnæði skólans og hús félagsstarfs í bæjarfélögunum í Garðabæ og Álftanesi. Húsið er byggt með það í huga að ýmiss konar starfsemi geti farið þar fram utan venjulegs skólatíma. Við undirritun samnings um byggingu nýs skólahúsnæðis fyrir FG 19. nóvember 1993 var sett ákvæði í samninginn (8. gr.) þess efnis að endurskoða megi húsrýmisþörf í lok byggingartímans. Ljóst er að með uppbyggingu öflugrar listnámsbrautar í skólanum er nauðsynlegt að bæta aðstöðuna. Skólinn hafði á sínum tíma listasmiðju í leiguhúsnæðinu í Lyngási 1. Öll umgjörð þar var mjög góð og er mikil þörf fyrir bætta aðstöðu nú. Í grunnteikningum nýja skólahúsnæðisins er gert ráð fyrir að byggja megi til viðbótar á 1.000 m2 grunnfleti ferningslaga byggingu. Slík bygging mundi henta mjög vel fyrir listasmiðju og starfsbraut skólans. Teikningar eru tilbúnar og beðið er eftir framkvæmdaleyfi menntamálráðuneytisins.
Upphitun nemenda fyrir sýningu á Moulin Rouge.
Mennta- og menningarmál | 55
Húsnæði Fjölbrautaskólans við Skólabraut.
Með slíkri viðbótarbyggingu gæti Fjölbrautaskólinn í Garðabæ tekið við 100-150 nemendum til viðbótar við þann nemendafjölda sem nú er að jafnaði innritaður á hverju hausti, um 750. Með þessari viðbót fengist góð lausn á innritunarvanda framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu, stórbætt aðstaða fyrir list- og verkgreinar og kennslurými fyrir fleiri nemendur. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur sett sér stefnuskrá með skýrum undirmarkmiðum. Stefnuskráin er birt á heimasíðu skólans www.fg.is Í stefnuskránni er lögð áhersla á að skilgreina markmið og leiðir í starfsemi skólans. Skólinn gerir reglulega samninga við menntamálráðuneytið um árangursstjórnun og í tveimur úttektum ráðuneytisins á innra starfi og sjálfsmati skóla hefur FG fengið fullt hús stiga. Skólinn leitast við að bjóða upp á nám og ýmsa þjónustu tengda því á eins fjölbreyttu sviði og kostur er. Námsframboð í FG hefur aukist jafnt og þétt og er boðið upp á fjölbreytt nám fyrir breiðan hóp nemenda. Frá árinu 1999 hefur skólinn boðið nemendum með góðar einkunnir úr 10. bekk upp á sérþjónustu í HG-hóp þar sem nemendur geta hraðað námi sínu og dýpkað það um leið. Árangur HG-nemenda hefur undafarin ár verið frábær í FG. Stjórnendur skólans hafa jafnan fylgt þeirri meginstefnu að innan skólans eigi hver og einn að fá tækifæri til að takast á við verkefni sem sniðin eru að getu hans og þroska. Leiðarljósið er að sá skóli, sem reynir af kostgæfni að bjóða upp á fjölbreytt nám sem hentar getu og þroska allra nemenda, er góður skóli. Árið 2008 voru samþykkt ný lög um framhaldsskóla. Í FG er unnið að breytingum á námskrá í samræmi við þau lög. Haustið 2011 var byrjað að kenna eftir tveimur brautum samkvæmt þeirri námskrá. Gert er ráð fyrir að allar brautir skólans verði komnar með nýja námskrá haustið 2012. Félagslíf nemenda hefur frá stofnun skólans verið öflugt og blómlegt. NFFG (Nemendafélag FG) skipuleggur í samvinnu við stjórnendur skólans ýmsa viðburði á skólaárinu, s.s. dansleiki, söngleiki, leiksýningar og ýmsar viðureignir í íþróttum, ræðumennsku o.fl.
Í FG eru þessar námsbrautir í boði: Stúdentsprófsbrautir: Alþjóðabraut - Alþjóðasamskiptasvið - Menningarsvið - Viðskiptasvið Félagsvísindabraut Hönnunar- og markaðsbraut Íþróttabraut Listabraut - Fata- og textílhönnunarsvið - Leiklistarsvið - Myndlistarsvið Náttúrufræðibraut - Heilbrigðissvið - Tæknisvið - Umhverfissvið Viðskiptabraut - Hagfræðisvið - Viðskiptasvið Einnig er Starfsbraut við skólann og hægt að útskrifast af Framhaldsskólabraut, Leikskólaliðabraut og styttri útgáfum brautanna hér að ofan.
56 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
flensborgarskólinn www.flensborg.is
F
lensborgarskólinn er leiðandi skóli á mörgum sviðum um leið og hann er ein af elstu og virtustu skólastofnunum landsins. Hann fagnaði 130 ára afmæli fyrsta júní 2012. Hann er forystuskóli í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli, með stærsta íþróttaafrekssvið landsins, mjög öflugan kór, rekur fjölmiðladeild af krafti (gaflari.is) og er þá kennslan ótalin. Þess vegna er Flensborg fyrir framtíðina.
Með Gulleplið 2011.
Eins og flestir aðrir framhaldsskólar er skólinn í eigu ríkisins, stýrt af skólanefnd, en núverandi skólameistari er Einar Birgir Steinþórsson. Aðstoðarskólameistari er Magnús Þorkelsson. Skólinn er rekinn sem þjónustustofnun við Hafnarfjörð, unga sem aldna íbúa bæjarins, enda hefur hann verið órjúfanlegur þáttur byggðarinnar frá því seint á þarsíðustu öld og burðarás í félagslífi hennar. Hann er vel búinn hvað varðar húsnæði og tæki og í skólanum er salur, Hamarssalur, sem hefur þegar sannað gildi sitt sem tónlistarsalur, enda þykir hljómburður þar einstæður. Þar eru einnig haldnir opinberir fundir og tækifærisveislur. Í skólanum er lögð áhersla á öfluga þjónustu, námsráðgjöf og stuðning við þá sem þurfa námsaðstoð. Allt er gert til að tryggja nemendum sem besta námsaðstöðu. Allir nemendur fá eigin lykilorð og netsvæði hjá skólanum auk aðgangs að Námsneti. Til staðar eru jafnframt nýjustu gerðir hugbúnaðar. Fjölmargir nemendur eru komnir með fartölvur sem tengjast netinu þráðlaust. Þetta markmið samræmist vel stefnu Flensborgarskólans sem er að „Flensborgarskólinn í Hafnarfirði er leiðandi framhaldsskóli sem veitir nemendum sínum bestu tækifæri til þekkingaröflunar, þjálfunar og þroska.“ Félagslíf nemenda hefur verið öflugt seinustu ár. Haldnir eru dansleikir, sem eru fjölsóttir, söngkeppni, Vakningardagar, auk annarra viðburða. 1. október er Flensborgardagur en þann dag árið 1882 var skólinn settur í fyrsta sinni. Ávallt er lögð áhersla á öruggt umhverfi og heilbrigða lífshætti.
Glaðbeitt og útskrifuð vorið 2012.
Nám í skólanum byggir á námsbrautum. Þar eru í fyrsta lagi brautir til stúdentsprófs. Við þær má tengja ná á íþróttasviði, íþróttaafrekssviði og listasviði. Þá er braut á sviði fjölmiðlunar, starfsbraut fyrir fatlaða, almenn námsbraut og framhaldsskólabraut. Íþróttaafrekssvið var fyrst í boði haustið 2006 og ert útfært í samstarfi við íþróttafélög í Hafnarfirði. Veturinn 2012-2013 voru knattspyrnu- og handknattleiksdeildir FH, körfuknattleiks-, knattspyrnu- og handknattleiksdeildir Hauka, Sundfélag Hafnarfjarðar, Golfklúbburinn Keilir virk í þessu starfi en að auki voru samningar við fleiri deildir og félög í burðarliðnum. Skólinn var upphaflega stofnaður sem barnaskóli árið 1877, en var breytt í „alþýðu- og gagnfræðaskóla“ fimm árum síðar, þ.e. árið 1882, við það ártal hefur aldur skólans oftast verið miðaður.
Frá útskrift.
Mennta- og menningarmál | 57
F
Framhaldsskólinn á Laugum www.laugar.is
ramhaldsskólinn á Laugum var stofnaður árið 1988 en samfellt skólahald hefur verið á staðnum allt frá 1925. Það ár hóf göngu sína Alþýðuskóli Þingeyinga sem stofnaður var að frumkvæði Sambands þingeyskra ungmennafélaga. Markmið þess skóla tók mið af norrænu lýðskólunum. Fyrsti skólastjóri og forystumaður að stofnun Alþýðuskólans var Arnór Sigurjónsson frá Litlulaugum. Laugaskóli, eins og skólinn er oftast nefndur, starfaði síðar sem héraðsskóli allt fram að stofnun framhaldsskólans. Lengst gegndi starfi skólastjóra héraðsskólans Sigurður Kristjánsson frá Brautarhóli. Árið 2005 kom út Saga Laugaskóla 1925–1988 eftir Steinþór Þráinsson. Þangað getur áhugafólk um skólahald á Laugum sótt frekari upplýsingar. Framhaldsskólinn á Laugum er ríkisstofnun og rekin samkvæmt fjárlögum hvers árs. Við skólann er heimavist með mötuneyti og íþróttahús, auk þess sem nemendur hafa aðgang að nýrri sundlaug, íþróttaaðstöðu utan húss og kvikmyndahúsi. Þá starfrækja nemendur öflugt félagslíf. Nemendur skólans koma alls staðar að af landinu og er fjöldi þeirra að jafnaði um 110 talsins. Árið 2008 voru ársverk við stofnunina 25,6 og starfsmenn 35. Á sumrin er starfrækt hótel í húsum skólans. Við skólann eru starfræktar fjórar námsbrautir, félagsfræðibraut og náttúrufræðibraut til stúdentsprófs, starfsnám í íþróttafræði og íþróttagreinum og almenn námsbraut. Síðastliðin ár hefur starfsfólk unnið að þróunarverkefni við skólann en það miðar að því að breyta öllu námsumhverfi og gera það sveigjanlegra og einstaklingsmiðaðra en áður var. Skólameistari Framhaldsskólans á Laugum er Valgerður Gunnarsdóttir íslenskufræðingur.
Framhaldsskólinn á Laugum.
Í kennslu.
58 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
happdrætti háskóla íslands www.hhi.is
U
mræður á Alþingi um starfrækslu happdrættis á Íslandi hófust 1905. Á þeim tíma var orðið þó nokkuð algengt að Íslendingar spiluðu í erlendum happdrættum t.d. í Klasselotteriet í Kaupmannahöfn. Skiptar skoðanir voru meðal þingmanna um ágæti happdrætta. Sumir voru því fylgjandi að slíkur rekstur yrði heimilaður á Íslandi. Þeir bentu á að talsvert fé færi úr landi vegna þátttöku Íslendinga í erlendum happdrættum. Aðrir voru á móti því að happdrætti yrði heimilað á Íslandi. Þeir bentu á ýmsa ágalla sem fylgdu þátttöku í veðleikjum, t.d. spilafíkn. Engin niðurstaða fékkst í málinu á þinginu 1905. Málið komst aftur á dagskrá Alþingis 1912, 1924 og 1926 en þá voru samþykkt lög sem heimiluðu að rekið yrði happdrætti á Íslandi. Frá upphafi vega var rætt um að ríkissjóður fengi í sinn hlut 20% af hagnaði happdrættisins. Hins vegar voru engin ákvæði um það hvort einkarekstur eða opinber rekstur skyldi viðhafður á happdrættinu. Þegar lögin voru í höfn hafði enginn áhuga á að sækja um happdrættisleyfið. Væntanlega hefur smæð markaðarins og óvissa um árangur verið ástæða þess.
Húsnæðisþörf Háskóla Íslands
Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands var stofnaður 17. júní 1911. Þá voru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, þjóðfrelsishetju Íslendinga. Skólinn var fyrst til húsa í Alþingishúsinu við Austurvöll. Nemendum fjölgaði svo mjög að mikil þröng varð í þinghúsinu. Finna þurfti Háskóla Íslands annan samastað. Á árinu 1932 voru samþykkt lög sem heimiluðu að reist yrði háskólabygging. Heimildin var reyndar háð þeim fyrirvara að fé fengist til framkvæmdanna af fjárlögum. Það gekk ekki eftir enda heimskreppan í algleymingi. Þá munu tveir menn, þeir Alexander Jóhannesson háskólarektor og Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, hafa ákveðið að vinna að því að Háskóli Íslands fengi að nýta happdrættisleyfið samkvæmt lögunum frá 1926. Á árinu 1933 voru samþykkt lög þar sem Háskóla Íslands var heimilað að stofna happdrætti til að fjármagna nýja háskólabyggingu. Happdrættið tók til starfa strax í upphafi árs 1934 og fór fyrsti útdráttur fram 10. mars það ár.
Happdrætti á Íslandi eru grundvölluð á lögum
Með lögum frá Alþingi var samþykkt að starfrækja Happdrætti Háskóla Íslands. Hið sama á við um öll önnur happdrætti og veðleiki á íslenska markaðnum. Happdrættismarkaðnum er því stýrt með lögum, reglugerðum og leyfum frá dómsmálaráðuneytinu. Í upphafi rak H.H.Í. aðeins flokkahappdrætti. Í því felst að vinningar eru ekki allir dregnir út í einu heldur skiptast í 12 flokka og er dregið úr einum flokki í hverjum mánuði. Á árinu 1987 fékk H.H.Í. heimild til að reka skafmiðahappdrætti sem ber nafnið Happaþrennan og 1993 fékk Happdrætti Háskóla Íslands heimild til að reka pappírslaust happdrætti þ.e. skjávélahappdrætti.
Ábyrg spilun
Háskólatorg.
Öll happdrætti selja í raun sömu vöruna, þ.e. von. Það lítur úr fyrir að löngun fólks til að taka þátt í veðleikjum hafi ætíð verið hluti af lífsnautninni. Það hafa t.d. fundist 5.000 ára gamlar sagnir um slíka leiki í Babylon. En leik getur fylgt alvara. Á hana var minnst á Alþingi fyrir 100 árum. Umfangsmiklar rannsóknir á spilafíkn voru hafnar árið 2002 að frumkvæði Happdrættis Háskóla Íslands. Þeim hefur verið haldið áfram innan vébanda Háskóla Íslands og á allra síðustu árum hafa einnig önnur happdrætti tekið þátt í rannsóknakostnaðinum. Í ljós hefur komið að 0,5%-2% Íslendinga geta átt í vandkvæðum
Mennta- og menningarmál | 59
með að halda sig frá veðleikjum, einkum ef ávinningurinn fæst samstundis. Af hálfu H.H.Í. er unnið hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að fólk ánetjist spilafíkn. Í því sambandi má geta að H.H.Í. hefur undirritað alþjóðlega staðla bæði hjá European Lotteries og World Lottery Association um ábyrga spilun (responsible gaming). Verið er að hrinda stöðlunum í framkvæmd en síðan mun H.H.Í. ganga enn lengra en staðlarnir kveða á um til að leitast við að koma í veg fyrir spilafíkn.
Netið og veðleikir
Happdrætti selja von en sífellt kemur fram ný tækni til að „matreiða“ söluvöruna. Skafmiðar og skjávélar eru dæmi um slíkt. Að framan var þess getið að enginn mætti starfrækja happdrætti á Íslandi án þess að hafa til þess leyfi frá íslenskum yfirvöldum. Netið er ný dreifileið fyrir veðleiki. Í heiminum eru til nokkur þúsund fyrirtæki sem bjóða veðleiki á Netinu. Netfyrirtæki virða að jafnaði ekki landamæri. Hérlendis rennur ágóði happdrætta til samfélagsmála. Erlendis er undir hælinn lagt hvort svo sé. Algengt er að happdrætti séu rekin af einkafyrirtækjum. Í Evrópu og víðar berjast ríkishappdrættin fyrir því að happdrætti hjá hverri þjóð sé bundið sínum heimamarkaði og að arður af happdrættum renni til góðra málefna.
Ráðstöfun hagnaðar
Hagnaði Happdrættis Háskóla Íslands hefur verið varið til að bæta aðstöðu háskólans til kennslu og rannsókna. Á sínum tíma var talað um að Aðalbygging Háskólans mundi endast honum vel fram á 21. öldina. Sú varð ekki raunin. Allar byggingar háskólans hafa nær eingöngu verið kostaðar af happdrættisfé. Þær eru nefndar hér til hliðar og er tilgreint það ár sem þær voru teknar í notkun. Auk þess sem ofangreind hús hafa að nær öllu leyti verið reist fyrir happdrættisfé þá hefur happdrættið einnig kostað viðhald þeirra og háskólalóðarinnar. Þá hefur happdrættisfé verið notað til kaupa á rannsóknatækjum og nemur sú upphæð hundruðum milljónum króna.
Eignarhald, stjórn og starfsfólk Happdrætti Háskóla Íslands er í eigu Háskóla Íslands. Háskólaráð kýs stjórn happdrættisins. Happdrættið er sjálfstæð stofnun og tilheyrir B-hluta fjárlaga. Stöðugildi eru 28. Stjórnarformaður er Eyvindur G. Gunnarsson lektor en forstjóri frá 1. október 2001 til og með 30. apríl 2010 var Brynjólfur Sigurðsson, fyrrverandi prófessor. Fjölmargir umboðsmenn koma að rekstrinum og eru þeir víðsvegar um landið. Dómsmálaráðherra skipar happdrættisráð sem hefur eftirlit með útdráttum happdrættisins og vinningaskrá og tryggir þannig rétt viðskiptavinanna.
Þakkir til þjóðarinnar Happdrætti Háskóla Íslands var afar vel tekið þegar það var stofnað. Væntanlega hefur tvennt komið til: Annars vegar metnaður fólks fyrir hönd háskóla síns og hins vegar hátt vinningshutfall happdrættisins en 70% tekna flokkahappdrættisins eru greiddar út í peningum. Stjórnendur happdrættisins eru þakklátir fyrir velvild þjóðarinnar sem hefur haldist í tímans rás. Með stuðningi sínum við Happdrætti Háskóla Íslands hefur þjóðin sýnt vilja sinn til að efla menntun en hún er undirstaða hagsældar í framtíðinni enda er mennt máttur.
Byggingar kostaðar af happadrættisfé: Atvinnudeildarhús (Jarðfræðahús).... 1937 Aðalbygging H.Í................................. 1940 Íþróttahús H.Í.................................... 1948 Háskólabíó.......................................... 1961 Aragata 9 (keypt)............................... 1963 Árnagarður......................................... 1969 Lögberg............................................... 1972 VR - I.................................................. 1972 Aragata 14 (keypt)............................. 1973 VR - II................................................ 1975 Oddi (fyrri hluti)............................... 1985 VR - III............................................... 1987 Læknagarður 2.-3. hæð tannlæknad.. 1983 “ “ 4.-5. hæð læknadeild............. 1988 Tæknigarður....................................... 1988 Háskólabíó (stækkun, viðbótarsalir) ..1990 Oddi (síðari hluti)............................. 1990 Hagi við Hofsvallagötu (keyptur)...... 1991 VR - III (verkstæði)............................1992 Nýi Garður (keyptur)........................ 1996 Askja (Náttúrufræðahús).................. 2003 Háskólatorg....................................... 2007
60 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
háskólinn á akureyri
H
www.unak.is
áskólinn á Akureyri – HA var stofnaður árið 1987 og er því 25 ára um þessar mundir. Frá stofnun hafa þrír rektorar stýrt starfsemi háskólans. Fyrsti rektorinn, Haraldur Bessason, var ráðinn sumarið 1987 og gegndi hann starfinu til 31. ágúst 1994. Þá var Þorsteinn Gunnarsson skipaður rektor og síðan Stefán B. Sigurðsson frá 1. júlí 2009. Fyrsta starfsárið var boðið upp á fjögurra ára nám í hjúkrunarfræði við heilbrigðisdeild og eins og hálfs eða tveggja ára nám í iðnrekstrarfræði við rekstrardeild. Kennslan fór fram í tveimur stofum í Íþróttahöllinni við Skólastíg og tvær skrifstofur starfsmanna voru í Þingvallastræti 23. Fastráðnir starfsmenn voru fjórir og nemendur 31. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri – FÉSTA var stofnuð 26. október 1988 og bókasafn var formlega opnað 16. júní 1989. Fyrsta brautskráningin var frá rekstrardeild 16. júní 1989 en þá voru brautskráðir 10 iðnrekstrarfræðingar. Nú er boðið upp á grunnnám á þremur fræðasviðum háskólans. Á heilbrigðisvísindasviði eru kennd hjúkrunarfræði og iðjuþjálfunarfræði. Á hug- og félagsvísindasviði, sem er fjölmennasta fræðasvið háskólans, er boðið upp á félagsvísindi, fjölmiðlafræði, kennarafræði, lögfræði, nútímafræði og sálfræði. Viðskipta- og raunvísindasvið býður upp á kennslu í líftækni, náttúru- og auðlindafræðum, sjávarútvegsfræði og viðskiptafræði. Meistaranám hefur verið í boði frá 1997, fyrst í samstarfi við erlendan háskóla og á eigin vegum frá 2000. Í dag býður háskólinn upp á meistaranám á öllum fræðasviðum, bæði sjálfstætt og í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Háskólinn fékk viðurkenningu menntamálaráðuneytisins á öllum þremur fræðasviðum 2008. Við háskólann starfa um 190 manns og nemendur eru í kringum 1.600. Frá upphafi hefur háskólinn brautskráð yfir 3.800 kandídata. Fjarnám er mikilvæg sérstaða Háskólans á Akureyri, en háskólinn lítur á það sem eitt af meginhlutverkum sínum að mennta fólk óháð búsetu. Fjarnámið hefur gjörbreytt aðgengi fólks að háskólamenntun. Fjarkennsla í hjúkrunarfræði hófst 1998 með fjarnámi á Ísafirði og sá hópur fjarnemenda var brautskráður 17. júní 2002. Síðan þá hafa fleiri námsleiðir bæst við og nú er boðið upp á fjarnám í öllum námsgreinum háskólans fyrir utan lögfræði. Alls hefur háskólinn brautskráð hátt í 1.000 fjarnemendur.
Rannsóknahúsið Borgir var vígt árið 2004.
Útilistaverkið Íslandsklukka eftir Kristinn E. Hrafnsson.
Mikil uppbygging hefur orðið á Sólborgarsvæðinu síðan Háskólinn flutti þangað.
Mennta- og menningarmál | 61
Árið 2010 var opnað stórt og glæsilegt anddyri Háskólans sem kallast Miðborg.
Húsnæði háskólans á Sólborg var formlega afhent skólanum 1. apríl 1995 en það hýsti áður heimili fyrir fatlaða. Eftir að háskólinn tók við húsnæðinu hófst þar mikil uppbygging sem enn er ólokið. Borgir, rannsókna- og nýsköpunarhús, var tekið í notkun haustið 2004. Framkvæmdir hófust við IV. áfanga á Sólborg í febrúar árið 2008 og þann 28. ágúst árið 2010 var sú nýbygging vígð og öll starfsemi háskólans samankomin á einn stað. Þá eignaðist háskólinn loks langþráðan hátíðarsal ásamt glæsilegu anddyri og nýjum fyrirlestrasölum og kennslustofum. Áður hafði starfsemi háskólans farið fram víðsvegar um bæinn. Háskólinn á Akureyri hefur fjölmargar samstarfsstofnanir og verða þær helstu taldar upp hér: Símenntun Háskólans á Akureyri hóf starfsemi 1991, Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri – RHA tók til starfa 1992 og Byggðarannsóknastofnun 2001 undir formerkjum RHA. Skrifstofa Rannsóknaþings Norðursins, Northern Research Forum – NRF hefur verið rekin sameiginlega af Háskólanum á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar frá stofnun 1999. Árið 2000 tók Matvælasetur HA til starfa sem frá 2009 heitir Sjávarútvegsmiðstöðin við Háskólann á Akureyri. Á hug- og félagsvísindasviði starfar miðstöð skólaþróunar og sameiginlega reka HA, HÍ, Háskólinn á Hólum, Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa Rannsóknamiðstöð ferðamála – RMF. Þá hefur háskólinn einnig átt gott samstarf um kennslu og rannsóknir við Hafrannsóknastofnun, Matís ohf., Náttúrufræðistofnun Íslands – Akureyrarsetur, RES – Orkuskóla og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna – UNU. Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri – FSHA var stofnað 1987 og Félag háskólakennara á Akureyri – FHA 1992. Þá var félagið Góðvinir Háskólans á Akureyri stofnað 2002 en það eru samtök brautskráðra nemenda og annarra velunnara háskólans. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri – FÉSTA, starfrækir stúdentagarða. Fyrsti stúdentagarðurinn, Útsteinn við Skarðshlíð, var tekinn í notkun 1989. Síðar komu stúdentagarðarnir við Klettastíg 1992 og 1993, við Drekagil 2001, við Tröllagil 2004 og tvö fjölbýlishús við Kjalarsíðu bættust við árið 2008. Þrír eftirtaldir einstaklingar hafa hlotið nafnbótina heiðursdoktor við Háskólann á Akureyri: Haraldur Bessason, fyrrverandi rektor, Shirin Ebadi, handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2003 og Nigel David Bankes, prófessor við lagadeild Háskólans í Calgary.
Háskólinn starfrækir öflugt rannsókabókasafn.
Í Miðborg.
Í nýbyggingu sem var vígð 2010 eru m.a. hallandi kennslustofur.
62 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
háskólinn í reykjavík
M www.hr.is
enntamálaráðuneytið samþykkti stofnun Tölvuháskóla Verzlunarskóla Íslands (TVÍ) þann 6. júlí 1986. TVÍ var settur í fyrsta sinn þann 15. janúar 1988 og var starfræktur í húsnæði Verzlunarskóla Íslands um tíu ára skeið. Á þeim tíma útskrifaði skólinn 302 kerfisfræðinga. Árið 1998 var Viðskiptaháskólinn í Reykjavík (VHR) stofnaður. Í októbermánuði árið 1992 úthlutaði Reykjavíkurborg lóðinni að Ofanleiti 2 til fyrirhugaðrar byggingar nýs viðskiptaháskóla. Viðskiptaháskólinn í Reykjavík (VHR) var settur í fyrsta sinn þann 4. september 1998 og rektor hans var dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir. Við VHR störfuðu tvær deildir, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild. Auk þess var stofnuð við hinn nýja skóla Símennt VHR, sem var framlag skólans til símenntunar starfsmanna og stjórnenda í atvinnulífinu. Í janúar 2000 var nafni skólans breytt í Háskólinn í Reykjavík (HR) þar sem gamla nafnið þótti ekki nógu lýsandi fyrir hina fjölbreyttu starfsemi skólans. Haustið 2001 voru nemendur HR um 1.100 og sama misseri var ný viðbygging skólans tekin í notkun. Um var að ræða 4.000 fermetra stækkun í viðbót við þá 4.000 sem fyrir voru. Árið 2002 var þriðja deildin stofnuð við skólann, lagadeild HR. Sumarið 2005 sameinuðust Tækniháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík undir nafni Háskólans í Reykjavík. Tækniháskóli Íslands (THÍ) sem hét áður Tækniskóli Íslands var færður upp á háskólastig árið 2002 og var þá nafni skólans breytt í Tækniháskóla Íslands. THÍ var við Höfðabakka 9 í Reykjavík. Við samrunann varð til nýr sameinaður háskóli með tæplega 2.600 nemendur sem stunduðu nám í fjórum deildum, kennslufræði- og lýðheilsudeild, lagadeild, viðskiptadeild og tækni- og verkfræðideild. Árið 2007 var tölvunarfræðideild stofnuð að nýju sem sjálfstæð deild eftir að hafa um tveggja ára skeið verið hluti af tækni- og verkfræðideild.
Eigendur og stjórnendur Háskólinn í Reykjavík hefur þjónustusamning við menntamálaráðuneytið sem m.a. kveður á um að ríkið greiði fyrir kennslu, tiltekna upphæð fyrir hvern stúdent (nemenda ígildi). Háskólinn í Reykjavík er rekinn af Sjálfseignarstofnun Verzlunarráðs Íslands um viðskiptamenntun (SVÍV) og lýtur stjórn sem skipuð er af Verzlunarráði. Skipun í háskólaráð HR endurspeglar mikilvæg tengsl háskólans við atvinnulífið. Í háskólaráði eru átta fastafulltrúar og tveir varamenn sem að vanda eru skipaðir af eigendum skólans og eru fulltrúar íslensks atvinnulífs. Formaður Stúdentafélags HR situr háskólaráðsfundi. Háskólaráð ræður rektor sem skipar í stöður deildarforseta og yfirmanna stoðsviða. Framkvæmdastjórn skólans skipa rektor, deildarforsetar, framkvæmdastjórar og fjármálastjóri. Fyrsti rektor Háskólans í Reykjavík var dr. Guðfinna Bjarnadóttir (1998-2007) við af henni tók dr. Svava Grönfeldt (2007-2010) og dr. Ari Kristinn Jónsson tók við árið 2010.
Viðskiptavinir og aðföng Nemendur við Háskólann í Reykjavík eru árið 2010 tæplega 3.000 og hefur fjöldi nemenda vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Árið 2010 er lögð aðaláherslu á þrjú megin fræðasvið, þ.e. tækni, viðskipti og lög. Háskólinn í Reykjavík er alþjóðlegt háskólasamfélag sem notar alþjóðleg viðmið í rannsóknum, kennslu og stjórnun. HR starfar markvisst með leiðandi erlendum háskólum og rannsóknastofnunum og leggur áherslu á að þjálfa
Mennta- og menningarmál | 63
nemendur í alþjóðlegum samskiptum. Alþjóðlegt samstarf gefur jafnframt tækifæri til þróunar á námsbrautum og námskeiðum í samvinnu við virta háskóla víða um heim. Samstarfið gefur einnig tækifæri til stúdenta- og kennaraskipta. Stúdentaskipti gefa háskólastúdentum tækifæri til þess að læra tímabundið við erlenda háskóla á námstíma sínum. Jafnframt stækkar árlega hópur þeirra erlendu skiptistúdenta sem stunda nám við skólann.
Vinnulag og framleiðsluferli Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Háskólinn í Reykjavík býður nemendum framúrskarandi menntun sem skilar víðtækri þekkingu á fagsviði, djúpum skilning á einstökum þáttum, hugtökum og kenningum, leikni í að beita aðferðum fagsviðs og hæfni til að nýta þekkingu í námi og starfi. Sérstaða náms við HR felst í áherslu á fjölbreyttar kennslu- og námsmatsaðferðir, raunhæf verkefni, virka þátttöku nemenda og tengsl námsins við atvinnulíf og samfélag. Náminu er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni hugsun, sköpunarhæfni og sjálfstæðum vinnubrögðum. Við Háskólann í Reykjavík eru stundaðar metnaðarfullar rannsóknir sem næra kennslu, stuðla að nýsköpun og veita nýrri þekkingu inn í atvinnulíf og samfélag. Rannsóknir eru skapandi starf og brautryðjendaverk sem verður einungis stjórnað af þeim drifkrafti sem knýr hvern vísindamann. Rannsóknir eru metnar samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og skulu hlutleysi, fagmennska og vísindaleg vinnubrögð höfð í heiðri.
Skipulag, gerð og sérstaða Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni, viðskipti og lög. Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.
64 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Nútíminn og framtíðin Framtíðarsýn skólans er m.a. að öðlast fleiri alþjóðlegar viðurkenningar fyrir kennslu og rannsóknir. Háskólinn í Reykjavík er uppspretta og driffjöður nýsköpunar og leggur áherslu á að efla frumkvöðlafærni. HR skapar tækifæri fyrir hagnýtingu þekkingar og tækni með rannsóknum, kennslu og tengslum við atvinnulíf og samfélag. Háskólinn í Reykjavík vinnur stöðugt að því að auka gæði náms, kennslu, rannsókna, stjórnunar, þjónustu og tengsla við atvinnulíf og samfélag.
Aðsetur Árið 2010 flutti Háskólinn í Reykjavík í stórglæsilegt 30.000 fermetra húsnæði að Menntavegi 1, við rætur Öskjuhlíðar í Nauthólsvík. Áður hafði starfsemi skólans verið að Ofanleiti 2, en húsnæðið var orðið of lítið fyrir starfsemina en kennt var í nokkrum byggingum. Þar með var öll starfsemi skólans komin undir eitt þak. Efnhagshrunið árið 2008 hafði þó þau áhrif að dregið var úr því að byggja allar þær álmur skólans sem á teikniborðinu voru, en byggðar voru þrjár álmur af fimm.
Mannauður og starfsmannafjöldi Árangur Háskólans í Reykjavík byggir fyrst og fremst á hæfileikaríku starfsfólki sem endurspeglar fjölbreytt viðhorf. HR býður starfsfólki hvetjandi starfsumhverfi, áskorun í starfi, faglega endurgjöf og tækifæri til að eflast, þróast og hafa áhrif. HR býður sanngjörn og samkeppnishæf starfskjör, sveigjanleika og tækifæri til að sinna fjölskyldu, einkalífi og heilbrigðu líferni. HR leggur áherslu á jöfn tækifæri. Starfsfólk HR sýnir fagmennsku og ábyrgð í starfi og sinnir því af jákvæðni og heilum hug. Árið 2010 voru 270 stöðugildi fastra starfsmanna, en einnig eru starfandi stundakennarar úti í atvinnulífinu sem koma inn í skólann og kenna eitt og eitt námskeið, fjöldi þeirra er nokkuð breytilegur eftir önnum en í kringum 200-300. Einnig eru u.þ.b. 50 erlendir gestakennarar sem koma frá erlendum skólum og kenna í námslotum, margir hverjir hafa kennt við skólann í mörg ár. Menntunarstig starfsmanna skólans er mjög hátt þar sem mikill fjöldi kennara er með doktorsgráðu.
Mennta- og menningarmál | 65
Starfsmannafélag og félagslíf Starfsmannafélag er starfrækt innan Háskólans í Reykjavík og nefnist það HRESS. Stór hluti fastra starfsmanna er í því félagi og er markmið félagsins að bjóða starfsmönnum upp á ýmsa viðburði á vegum skólans eins og árshátíð og óvissuferðir.
Endurmenntun og starfsmannastefna Háskólinn í Reykjavík er með mótaða mannauðsstefnu og þar er m.a. fjallað um að HR sé framsækinn og krefjandi vinnustaður, að skólinn ráði til sín hæfasta starfsfólkið á þeim fræðasviðum sem hann starfar á. Símenntun er einstaklingsmiðuð, en skólinn leggur þó sérstaka áherslu á þjálfun akademískra starfsmanna í framsæknum og lifandi kennsluaðferðum. Einnig hvetur HR starfsmenn til að styrkja alþjóðleg tengsl sín. Árið 2010 eru fastir starfsmenn skólans um 270 þar af 47% konur og 53% karlar.
Velta og hagnaður Háskólinn í Reykjavík er formlega hlutafélag og eru hluthafar og eignarhluti þeirra eftirfarandi: SVÍV, Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun 64%, Samtök iðnaðarins 24%, Samtök atvinnulífsins 12%. Háskólinn er þó rekinn eins og sjálfseignarstofnun þar sem eigendur hafa engan fjárhagslegan ávinning af rekstri HR og ekki er heimilt að greiða arð til hluthafa. Ávinningur þeirra sem að háskólanum standa er falinn í öflugri menntun í landinu, einkum atvinnulífsgreina á sviði tækni, viðskipta og laga. Stjórnarmenn fá ekki greidd stjórnarlaun.
66 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
hólaskóli – háskólinn á hólum www.holar.is
H
ólaskóli – Háskólinn á Hólum er opinber háskóli sem byggir á rótum Bændaskólans á Hólum sem stofnaður var árið 1882. Skólasaga á Hólum nær þó aftur til ársins 1106 þegar dómsskóli var stofnaður. Með samfélagsbreytingum á síðari hluta 20. aldar var starf Bændaskólans sérhæft (eftir 1980), og eftir 1990 þróast háskólastarf. Skólinn verður háskólastofnun með reglugerð árið 2003 og háskóli með lagabreytingu árið 2007. Háskólinn er viðurkennd (accredited) vísindaleg fræðslu- og rannsóknastofnun sem menntar nemendur til sérfræði- og rannsóknastarfa á sérsviðum skólans, sem eru ferðamálafræði, hestafræði, fiskeldi, sjávar- og vatnalíffræði. Markmið hans eru að efla þekkingu og fagmennsku í atvinnugreinum og menningarstarfsemi sem tengist þessum greinum. Skólinn kemur einnig að rannsóknum og kennslu í fornleifafræði og menningararfsfræðum og sér um staðarhald og búrekstur á sögustaðnum Hólum í Hjaltadal. Háskólinn gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu og þær atvinnugreinar sem skólinn þjónar eru allar í örum vexti. Skólinn er opinber háskóli (lög um búnaðarfræðslu) og tilheyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti (áður landbúnaðarráðuneyti til 2008). Rektor frá 1999, er dr. Skúli Skúlason. Hann er líffræðingur og hefur stundað rannsóknir í vist- og þróunarfræði ferskvatnsfiska. Í háskólaráði sitja níu manns. Háskólinn á Hólum er ríkisrekinn. Heildartekjur 2010 voru 482,4 m.kr. þar af um 227,3 m.kr. sjálfsaflafé (47%). Rekstrargjöld voru 489,1 m.kr. Vegna sérhæfingar, góðrar aðstöðu til kennslu og rannsókna og staðsetningar nýtur skólinn sérstöðu í íslensku háskóla- og rannsóknasamfélagi. Rannsóknir og þróunarstörf vega þungt, en stór hluti sértekna skólans eru rannsóknastyrkir. Eftirfarandi nám er í boði: Við ferðamáladeild; M.A., B.A. og diplóma í ferðamálafræði og diplóma í viðburðastjórnun. Við fiskeldis- og fiskalíffræðideild; M.S. í sjávar- og vatnalíffræði, diplóma í fiskeldi og B.S. í sjávar- og vatnalíffræði (sameiginleg með Háskóla Íslands). Við hestafræðideild; B.S í reiðmennsku og reiðkennslu, diplóma: leiðbeiningapróf, diplóma: tamningapróf og B.S. í hestafræði (sameiginlegt með Landbúnaðarháskóla Íslands). Margir meistara- og doktorsnemar hafa notið leiðsagnar kennara skólans í samstarfi við aðra háskóla. Nemendum hefur fjölgað mikið og eru nú (haustið 2010) 247, en voru 101 haustið 2007. Talsverður hluti eru erlendir nemendur. Brautskráðir nemendur eru eftirsóttir til starfa og vegnar vel í frekara námi. Náið samstarf er við atvinnulífið og góð tengsl við fyrirtæki í heimabyggð. Rannsóknir skila aukinni fagmennsku og arðsemi í viðkomandi greinum. Akademískir starfsmenn birta niðurstöður í viðurkenndum fagritum, frá 1995 alls 81 vísindagreinar í ISI ritrýndum tímaritum, þar af 11 árið 2010. Skólinn hefur skipulagt alþjóðlegar ráðstefnur. Skólinn hefur víðtækt rannsóknasamstarf hérlendis og erlendis, sem endurspeglast í sautján samstarfssamningum. Meginstarfsstöð skólans er á Hólum í Hjaltadal en auk þess eru starfsstöðvar í Verinu Vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem fiskeldis- og fiskalíffræðideild er til húsa og í Háskólasetri á Blönduósi og Selasetrinu á Hvammstanga. Starfsemi á Blönduósi og á Hvammstanga tengist samstarfi skólans við þekkingasetur á landsbyggðinni. Aðstaða til kennslu og rannsókna er góð. Þrjár reiðhallir, þrjú hesthús (fyrir um 250 hross), rannsóknahesthús og dýralæknaaðstaða eru á háskólasvæðinu, skeiðvöllur og um 100 hekt-
Mennta- og menningarmál | 67
arar ræktaðs lands sem nýtist til heyskapar og beitar (beitiland skiptir þúsundum hektara). Skólinn á um 120 hross og þar af eru um 40 sérþjálfaðir kennsluhestar. Á Hólum er eldisstöð, sem nýtt er fyrir kynbætur og rannsóknir á bleikju. Í Verinu er 1.500 m² kennslu- og rannsóknaraðstaða í fiskeldi og fiskalíffræði og rannsóknastofa, sem búin er ýmsum tækjum. Sem sögu- og helgistaður er Hólastaður einstakur til verklegrar kennslu og rannsókna í tengslum við ferðamálafræði, menningu, sögu og fornleifafræði. Við Háskólann á Hólum störfuðu 1. desember 2010 53 starfsmenn í 48,3 stöðugildum, þar af 29 kennarar: 4 prófessorar, 3 dósentar, 14 lektorar; 3 aðjúnktar og 5 reiðkennarar auk stundakennara. Allir akademískir starfsmenn háskólans hafa æðri háskólamenntun, meistara- (15) eða doktorsgráðu (8). Reiðkennarar eru sérmenntaðir með reiðkennararéttindi. Háskólinn hefur starfsmannastefnu og jafnréttisáætlun sem miða að því að gera háskólann að góðum vinnustað. Lögð er áhersla á endurmenntun starfsfólks. Félög starfsmanna og nemenda standa fyrir margvíslegum viðburðum. Fulljóst er að starfsemi skólans er og verður íslensku samfélagi og atvinnulífi mikilvæg á næstu árum. Gert er ráð fyrir fjölgun nemenda og rannsóknaverkefna á næstu árum og skólinn hefur gert áætlun og sett sér mælanleg markmið um uppbyggingu starfsliðs og aðstöðu þar að lútandi. Lögð er áhersla að styrkja núverandi fagdeildir og starfsemi, í samræmi við gæðastefnu og ráðgjöf gæðaúttekta. Samstarf við háskóla- og rannsóknastofnanir verður aukið enn frekar og skólinn mun taka virkan þátt í uppbyggingu nets opinberra háskóla sem sett var á laggirnar í ágúst 2010.
68 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
húsafriðunarnefnd
S
www.husafridun.is
egja má að upphaf opinberrar húsverndar hér á landi megi rekja til laga um verndun fornminja frá árinu 1907, þó áður hafi einstaklingar og félög sýnt málefninu áhuga. Lögin frá 1907 kváðu á um að fornar kirkjur, bæjarhús og önnur hús, sem ekki voru notuð til þess, sem upphaflega var til ætlast, töldust til fornleifa. Það var þó ekki fyrr en með þjóðminjalögum nr. 52/1969 sem fjallað var sérstaklega um húsafriðun í lögum. Húsafriðunarnefnd var stofnuð og var henni falið það hlutverk að móta tillögur að friðun húsa, en menntamálaráðherra ákvað friðun auk þess sem sveitarstjórnum var heimilt að friða hús. Með breytingu á þeim lögum 1975 var húsafriðunarsjóður stofnaður. Samkvæmt lögum nr. 88/1989 hafði ráðherra einn heimild til að friða og nú gat friðun náð til nánasta umhverfis hins friðaða mannvirkis og friða mátti samstæður húsa. Árið 2001 sáu loks sérstök lög um húsafriðun dagsins ljós (nr. 104/2001) og auk nefndarinnar varð til stjórnsýslustofnun með sama nafni. Enn er starfað samkvæmt þessum lögum. Þau kveða á um að öll hús sem reist eru fyrir 1850 skuli vera friðuð, svo og allar kirkjur reistar fyrir 1918. Auk þess er eigendum húsa sem reist eru fyrir 1918 skylt að leita álits Húsafriðunarnefndar ef þeir hyggjast breyta húsi sínu, flytja það eða rífa.
Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður Húsafriðunarnefndar.
Nú (september 2011) eru 446 friðaðar byggingar á landinu. Húsafriðunarnefnd veitir styrki úr húsafriðunarsjóði til endurbóta á friðuðum byggingum og öðrum byggingum sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Auk þess eru veittir styrkir til ráðgjafar og áætlunargerðar, gerðar og útgáfu bæja- og húsakannana og byggingarsögulegra rannsóknarverkefna og útgáfu rita um þær. Tekjur sjóðsins eru framlög úr ríkissjóði og framlög sveitarfélaga sem nema 150 kr. á hvern íbúa. Húsafriðunarnefnd hefur staðið fyrir útgáfu leiðbeiningarita um viðhald og endurbætur friðaðra húsa, sem eru aðgengileg á vef stofnunarinnar, og bókanna Íslensk byggingararfleifð I og II eftir Hörð Ágústsson. Einnig stendur stofnunin, í samstarfi við Biskupsstofu og Þjóðminjasafn Íslands, að útgáfu ritraðarinnar Kirkjur Íslands, sem er yfirgripsmikið verk um byggingarlist, stílfræði og sögu allra friðaðra kirkna í landinu, auk þess sem fjallað er um kirkjugripi og minningarmörk. Út eru komin 16 bindi af þeim 26 sem fyrirhuguð eru. Þá hefur Húsafriðunarnefnd látið gera hugbúnað til afnota fyrir þá sem vinna að gerð bæja- og húsakannana þar sem lagður er grunnur að mati á varðveislugildi einstakra húsa, húsasamstæðna, byggðamynsturs, götumynda og hverfa. Húsafriðunarnefnd rekur Húsverndarstofu í samvinnu við Minjasafn Reykjavíkur, þar sem stofan er til húsa, og Iðuna fræðslusetur.
Hjörleifur Stefánsson, formaður Húsafriðunarnefndar og Stefán Óskarsson, smiður frá Húsavík, virða fyrir sér þak Þverárkirkju í Laxárdal við endurbætur á því sumarið 2011.
Forstöðumaður Húsafriðunarnefndar er Nikulás Úlfar Másson arkitekt og auk þess starfar fornleifafræðingur við stofnunina. Húsafriðunarnefnd er skipuð fulltrúa frá Arkitektafélagi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og auk þess skipar menntamálaráðherra þrjá fulltrúa án tilnefningar. Stofnunin er til húsa að Suðurgötu 39 í Reykjavík.
Mennta- og menningarmál | 69
N
náttúrufræðistofa kópavogs www.natkop.is
áttúrufræðistofa Kópavogs var stofnuð 1983 og er ein af menningarstofnunum Kópavogsbæjar og heyrir undir menningar- og þróunarráð á stjórnsýslusviði. Samkvæmt stofnskrá sem síðast var samþykkt af bæjarstjórn vorið 2011, eru hlutverk stofunnar að safna, varðveita og sýna náttúrugripi, standa að fræðslu og rannsóknum í náttúrufræðum og stuðla að náttúru- og umhverfisvernd. Dr. Hilmar J. Malmquist líffræðingur hefur veitt Náttúrufræðistofunni forstöðu frá 1992 en þar áður gegndi Árni Waag starfinu. Að auki hafa 4–6 fastráðnir náttúrufræðingar starfað við stofuna í fimm stöðugildum. Þar við bætist lausráðið starfsfólk yfir sumarmánuðina, einkum háskólanemar í námsverkefnum, ásamt starfsfólki sem sinnt hefur safnvörslu um helgar og á kvöldin.
Safnahúsið, aðsetur Náttúrufræðistofu Kópavogs. Ljósmynd: Torsten Henn.
Vorið 2002 flutti Náttúrufræðistofan í safnahúsið að Hamraborg 6a ásamt Bókasafni Kópavogs, en áður var starfsemin í kjallaraíbúð að Digranesvegi 12. Öll starfsemi Náttúrufræðistofunnar er á jarðhæð og tilheyra stofunni um 700 m2 en þar af er sýningarrými um 300 m2. Aðstaða til sýningarhalds og rannsókna er góð og staðsetning Náttúrufræðistofunnar ákjósanleg m.t.t. almenningssamgangna og nálægðar við aðrar menningarstofnanir á borð við Gerðarsafn og Salinn. Starfsemi Náttúrufræðistofunnar skiptist í aðalatriðum í tvennt. Annars vegar starf sem snýr að sýningum, almennri fræðslu og safnaþjónustu og hins vegar rannsóknastarf. Þrjár helstu sýningadeildir Náttúrufræðistofunnar eru lindýra-, fugla- og jarðfræðideild. Aðrar myndarlegar safneiningar eru krabbadýr og skrápdýr. Einnig eru til sýnis spendýr og fiskar og í sex fiskabúrum með söltu vatni og fersku eru fiskar, hryggleysingjar og gróður, þ.m.t. hinn sérstaki kúluskítur. Frá upphafi hefur aðgangur verið ókeypis og tekið á móti gestum í skipulögðum heimsóknum og þeim veitt leiðsögn. Mjög góð aðsókn hefur verið að safninu nú í seinni tíð, eða 10–12 þúsund gestir á ári. Auk hefðbundins sýningarhalds hefur Náttúrufræðistofan rækt fræðsluhlutverk sitt á ýmsan annan hátt, s.s. með fræðsluerindum, málþingum, barnaævintýrum, námskeiðum og afmörkuðum atburðum á borð við Kópavogsdaga, Safnanótt og sérsniðnar sýningar í samstarfi við listamenn. Rannsóknastarfsemi Náttúrufræðistofunnar er aðallega á sviði vatnavistfræði. Um er að ræða grunnrannsóknir og útseld þjónustuverkefni fyrir ríki, sveitarfélög og fyrirtæki. Mörg verkefnin tengjast mati á umhverfisáhrifum og lögbundnu eftirliti með vatnsgæðum. Viðamesta grunnrannsókn Náttúrufræðistofunnar er Yfirlitskönnun á lífríki vatna sem unnin er í samvinnu við aðrar stofnanir og einstaklinga hér heima og erlendis. Mörg rannsóknarverkefnin hafa notið styrkja úr íslenskum sjóðum og sjóðum á vegum Norðurlandaráðs og Evrópusambandsins.
Geislasteinn.
Duggönd.
Náttúrufræðistofa Kópavogs er ólíkt öllum öðrum sambærilegum náttúrustofum rekin án ríkisaðildar. Árleg útgjöld síðastliðin fimm ár hafa verið 50–65 milljónir kr. og tekjur og styrkir 10–15 milljónir kr. Marhnútur.
70 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Landbúnaðarháskóli Íslands www.lbhi.is
L
andbúnaðarháskóli Íslands – Háskóli lífs og lands. Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði er reistur á grunni öflugrar rannsóknastofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (Rala), Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi. LbhÍ tók til starfa í upphafi árs 2005. Nemendur eru um 450.
Sérstaða meðal háskóla
Ásgarður, aðalbygging Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.
Landbúnaðarháskóli Íslands hefur mikla sérstöðu meðal háskóla hérlendis. Þessi sérstaða felst fyrst og síðast í viðfangsefni skólans sem er náttúra Íslands – nýting, viðhald og verndun. Í þessu sambandi er rétt að benda á að nútíma skilgreining á landbúnaði er mjög víð en þar er almennt átt við hvers konar nýtingu, ræktun, vörslu og verndun búfjár, ferskvatnsdýra og auðlinda landsins til atvinnu- og verðmætasköpunar. Viðfangsefni kennslu og rannsókna við LbhÍ er því landið og það sem á því lifir. Á stundum er sagt að LbhÍ sé „Háskóli lífs og lands“ sem er réttnefni. Landbúnaðarháskóli Íslands er lítill háskóli sem einnig markar honum sérstöðu. Andrúmsloft kennslunnar og félagslífsins verður þar af leiðandi mun persónulegra en ella enda mikið um hópavinnu og sameiginlega úrlausn verkefna.
Mikið rannsóknastarf
Nemendagarðar á Hvanneyri.
Sérstaða háskólans felst einnig í hlutfallslega mjög miklu rannsóknastarfi. Um 60% af starfsemi háskólans er tengd rannsóknum á einhvern hátt. Þessi staðreynd undirstrikar að hér er um raunverulegan rannsóknaháskóla að ræða. Þetta er mikill styrkur þegar kemur að rannsóknatengdu námi, þ.e. námi til masters- og doktorsgráða. Þarna stendur LbhÍ mjög vel að vígi með frábært vísindafólk og ótal hugmyndir að námsverkefnum. LbhÍ er í ágætu samstarfi við aðra háskóla og rannsóknastofnanir innanlands og utan um rannsóknaverkefni, nám og nemendaskipti. Stjórnendur stofnunarinnar stefna að því leynt og ljóst að efla samstarf af þessu tagi. Ástæðan er m.a. smæð skólans og hann þarf á svona samstarfi að halda til að dafna og geta gefið nemendum enn frekari tækifæri til menntunar og starfsfólki nauðsynlega örvun til frekari afreka.
Tvær háskóladeildir LbhÍ býður háskólamenntun til BS- og MS-gráða. Við skólann á Hvanneyri eru tvær háskóladeildir: Umhverfisdeild býður upp á nám í umhverfisskiplagi, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði og landgræðslu. Auðlindadeild býður upp á nám í búvísindum og hestafræðum. Nöfn þessara deilda endurspegla vel þær áherslur sem stjórnendur skólans vilja draga fram – skólinn er að fást við dýrmætar auðlindir landsins. Hér má nefna nytjajurtir og erfðalindir í búfé.
Starfs- og endurmenntunardeild Gamli skólinn. Húsið var reist árið 1910 eftir uppdrætti Rögnvaldar Ólafssonar.
Í starfsmenntanámi við LbhÍ eru fimm námsleiðir og hægt að velja mismunandi áherslur. Þessar leiðir hafa notið vinsælda meðal þeirra sem vilja ná sér í stutt, hagnýtt nám til undirbúnings þátttöku í atvinnulífinu. Brautirnar eru sem hér segir: Blómaskreytingar, garðyrkjuframleiðsla, skógur/náttúra og skrúðgarðyrkjubraut (Reykir í Ölfusi) og búfræði (Hvanneyri).
Mennta- og menningarmál | 71
Horft til Hvanneyrar yfir Hvítá.
Endurmenntunardeildin býður fjölbreytt úrval námskeiða á fagsviðum skólans. Markmið LbhÍ er að bjóða upp á innihaldsríkt og skemmtilegt nám sem stenst ýtrustu gæðakröfur, með sérstaka áherslu á íslenska náttúru og nýtingu hennar, og í nánum tengslum við öflugar rannsóknir.
Votlendissetur Við LbhÍ er starfrækt Votlendissetur sem hefur það hlutverk að efla og miðla þekkingu á íslensku votlendi. Setrið hefur jafnframt umsjón með friðlýstum votlendissvæðum í Andakíl sem hafa alþjóðlegt mikilvægi. Stefnt er að uppbyggingu einstakrar aðstöðu til rannsókna og fræðslu í veglegri byggingu við vatn á miðju votlendissvæðinu.
Við störf í rannsóknastofu LbhÍ á Keldnaholti.
NOVA Ein mikilvægustu tengsl háskólans út á við er hið svokallaða NOVA-samstarf sem er netverk norrænu háskóla með áþekkt hlutverk og markmið og LbhÍ. Þetta samstarf miðar m.a. að því að fjarlægja tæknilegar hindranir svo nemendum gefist tækifæri til þess sækja nám við fleiri en eina stofnun ef svo ber undir. Þetta samstarf er LbhÍ sérstaklega mikilvægt þegar kemur að framhaldsnámi.
Landgræðsluskóli Sameinuðu þjóðanna Landgræðsluskólinn er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins. Markmið skólans er að þjálfa sérfræðinga frá þróunarlöndum, sem glíma við jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga, í landgræðslu og sjálfbærri nýtingu lands. Landgræðsluskólinn varð formlega hluti af neti Háskóla SÞ í febrúar 2010 þegar skrifað var undir samstarfssamning þar að lútandi.
Nemendur í Rannsóknarhúsi LbhÍ á Hvanneyri.
Starfsstöðvar víða um land Starfsemi LbhÍ er nokkuð dreifð en stofnunin er með þrjár megin starfsstöðvar: Á Keldnaholti við Reykjavík, Reykjum í Ölfusi og á Hvanneyri. Rektor Landbúnaðarháskóla Íslands er Ágúst Sigurðsson.
Nokkrir nemendur á umhverfisskipulagsbraut.
72 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
leikfélag akureyrar
L
www.leikfelag.is
eikfélag Akureyrar er eina atvinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Það er rekið með stuðningi Akureyrarbæjar á grunni samnings við menntaog menningarmálaráðuneytið. Saga leikfélagsins spannar nú meira en heila öld því það var stofnað 1907, en félagið varð atvinnuleikhús árið 1973. Starfsemin er í hjarta Akureyrar í fallegu nýuppgerðu leikhúsi, Samkomuhúsinu, og í Hafnarstræti 73, í Rýminu.
Samkomuhúsið.
Verkefnaskrá LA hefur í gegnum tíðina verið fjölbreytt. Þar eru sett upp klassísk sem og ný íslensk og erlend verk, barnaleikrit og söngleikir. Árlega sviðsetur leikfélagið þrjár til fjórar leiksýningar á eigin vegum sem og ótal styttri sýningar og viðburði, oft í samstarfi við aðra. Fjöldi nýrra íslenskra verka hefur verið frumsýndur hjá leikfélaginu og listamenn félagsins vinna reglulega með nýjum leikskáldum. Fastráðnir starfsmenn hafa verið 5-7 talsins fyrir utan leikara. En á hverju leikári eru þetta allt að 60 starfsmenn/listamenn sem eru þá verkefnaráðnir til skamms tíma í senn. Fjöldi fastráðinna leikara er nokkuð breytilegur á milli tímabila en leikhópurinn hefur talið frá einum og upp í ellefu. Auk uppsetninga leiksýninga þá hefur Leikfélag Akureyrar rekið Leiklistarskóla LA frá árinu 2009. Skólinn er fyrir ungt fólk á aldrinum 9-15 ára. Leikfélagið á í samstarfi við fjölda aðila, skóla og menntastofnana um námskeiðahald, uppsetningar á leikverkum og fleira. LA setur upp og sýnir leiksýningar sem eiga að snerta áhorfendur með því að tala til þeirra og skipta þá máli. Hlutverk LA er að snerta stóran hóp áhorfenda. Framtíðarsýn LA er að leikhúsið njóti viðurkenningar fyrir leiksýningar sem eru fyllilega sambærilegar að gæðum við það besta sem gerist hérlendis og erlendis.
Hundur í óskilum – Saga þjóðar.
Stefnumið: • Að sýningar leikhússins séu kraftmiklar og í hæsta gæðaflokki • Að leikhúsið þjóni breiðum hópi • Að leikhúsið sæki nýja leikhúsgesti • Að „ala“ upp leikhúsgesti framtíðarinnar • Að leikhúsið laði til sín þá listamenn sem fremstir standa hverju sinni eða þá sem eru efnilegir og líklegir til að bera með sér nýjan kraft • Að listamönnum þyki eftirsóknarvert að starfa fyrir LA og starfsfólk hlakki til að koma til vinnu • Að leikhúsið sé vel rekið og innan fjárhagsramma • Að leikhúsið eigi í víðtæku samstarfi við ýmsa aðila og skili sönnum virðisauka til ríkis, bæjar og annarra samstarfsaðila.
Stjórn LA skipa 5 manns í senn sem kjörnir eru á aðalfundi félagsins. En saman fara leikhússtjóri og framkvæmdarstjóri með stjórnun og daglegan rekstur. LA hefur að undanförnu verið að velta allt að 200 mkr. á ári en tæplega helmingur þess fjármagns kemur frá hinu opinbera. Samkomuhúsið, aðsetur Leikfélags Akureyrar, var byggt 1906 og er með glæsilegustu húsum landsins. Það nýtur sín ákaflega vel í bæjarmyndinni, á Barðsnefi, og er eitt helsta kennileiti Akureyrar, glæsilegt og háreist. Í húsinu hefur átt sér stað merkur kafli í leiklistarsögu Íslendinga en þar hefur verið leikið samfleytt í heila öld. Húsið er í eigu Akureyrarbæjar. LA hefur alla tíð rekið starfsemi sína þar og eru afnot af húsinu hluti af styrk Akureyrarbæjar til leikfélagsins. Samkomuhúsið er hefðbundið leikhús sem inniheldur aðalsvið leikfélagsins, upphækkaðan sal og svalir og tekur 210 manns í sæti. Auk þess eru skrifstofur félagsins í húsinu og hluti af verkstæði og geymslum. Húsið er friðað samkvæmt þjóðminjalögum, í B-flokki (ytra byrði eingöngu). Þann 16. febrúar árið 2006 fékk LA nýtt leikrými undir starfsemi sína sem nefnt var Rýmið. Rýmið er mikilvæg viðbót við starfsemi leikhússins því þar gefst kostur á sviðsetningum sem eru ólíkar þeim sem eru í Samkomuhúsinu. Rýmið er svartur kassi svo þar er hægt að snúa sviði og áhorfendasvæði á ólíka vegu, allt eftir því hvað hentar hverri leiksýningu. Rýmið nýtist einnig til æfinga og fundahalda.
Mennta- og menningarmál | 73
Á
leikmyndagerð sögusafnsins www.sagamuseum.is
toppi Öskjuhlíðar gnæfir hið alkunna kennileiti Perlunnar yfir Reykjavíkurborg. Mannvirkið hvílir ofan á sex hitaveitugeymum og inni í einum þeirra má finna hið athylgisverða Sögusafn. Þar gefur að líta nákvæmar eftirmyndir, í fullri stærð, af 30 sögufrægum persónum Íslandssögunnar. Allar eru þær settar inn í raunsæjar leikmyndir sem túlka af mikilli nærfærni sögulega viðburði í mótunarsögu þjóðarinnar, frá landnámi og fram að siðaskiptum árið 1550. Gestir Sögusafnsins geta þannig átt ljóslifandi stefnumót við forfeður sína í návígi og kynnst þeirra kjarnmikla umhverfi á ferskan og fróðlegan hátt.
Leikmyndagerð Sögusafnsins Sögusafnið er hugarfóstur hjónanna Ernst J. Backman og konu hans Ágústu Hreinsdóttur. Frá áttunda áratugnum hefur Ernst verið einn þekktasti auglýsingateiknari landsins. Á áttunda áratugnum stundaði hann nám í iðnhönnun í Svíþjóð en þar lærðist rétta handverkið við að móta fjölþættar silíkonafsteypur af mannslíkömum í fullri stærð. Slíkt sköpunarferli er háð því að lifandi fólk af holdi og blóði sé reiðubúið til að láta móta afsteypur af líkama sínum. Fyrst er ákveðið silíkonefni borið á höfuð og hendur. Því næst er búið til mót og að því loknu er mótið fyllt með sérstakri silíkonblöndu sem Ernst J. Backman hefur þróað upp á eigin spýtur. Afraksturinn verður einstaklega raunveruleg eftirmynd af fyrirmyndinni þar sem hvert smáatriði eins og hrukkur og fæðingablettir skipta miklu máli fyrir heildarmyndina. Þar liggur að baki nákvæm og tímafrek þolinmæðisvinna með stækkunargleri og flísatöng. Handverkið hjá Leikmyndagerð Sögusafnsins hefur þegar vakið athygli út fyrir landsteinana og er í dag hægt að finna afsteypur frá fyrirtækinu bæði í færeyskum og norskum söfnum.
Ernst J. Backman við vinnu sína.
Lifandi og áhrifamikill þjóðararfur Undirbúningsvinna Sögusafnsins hófst af fullum krafti árið 1998. Hugmyndin var að byggja upp kræsilegan vettvang fyrir ferðamenn þar sem nándin við íslenskan þjóðararf yrði lifandi og áhrifamikil. Með tilstuðlan bakstuðnings frá hinu opinbera var verkefninu komið rekspöl og þannig skapaður grundvöllur t.d. til þess að þróa afsteyputæknina betur. Mikil heimilda- og handverksvinna fór í undirbúninginn og þá ekki síst varðandi ýmis klæði, vopn, hversdagslega hluti og skrautmuni en um sex manna hópur sérfræðinga og hönnuða komu að uppsetningunni á sínum tíma. Opinber opnun Sögusafnsins fór fram þann 28. júní 2002. Þar er hver gestur leiddur í gegnum markverða viðburði frá fyrstu árhundruðunum í sögu þjóðarinnar og því til stuðnings eru fyrirliggjandi sérstök heyrnartól sem innihalda lifandi leiðsagnir á fimm tungumálum. Segja má að heimsókn í Sögusafnið virki á öll skilningarvitin þar sem hin merkilegu tímamót eru undirstrikuð t.d. með viðeigandi lykt og áhrifahljóðum. Gestir geta síðan magnað þessi áhrif enn frekar með því að prófa að skrýðast búningum eða brynjum fornmanna og taka sér vopn þeirra í hönd. Allt frá fyrsta degi hefur Sögusafnið notið mikillar hylli jafnt á meðal erlendra ferðamanna og Íslendinga. Tilkoma þess hefur jafnframt myndað einstaklega dýrmætt kennslutæki fyrir ungdóminn og í því skyni hefur safnið látið gefa út sérstaka vinnubók. Fyrir þá sem vilja viðhalda minningunni um heimsókn í Sögusafnið, þá skal bent að þar er til staðar lítil verslun sem býður upp á ýmsa forvitnilega muni og minjagripi. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni: www.sagamuseum.is
Yfirlitsmynd.
Hallveig og Ingólfur.
74 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
menntaskólinn á ísafirði www.misa.is
M
enntaskólinn á Ísafirði er í fögru umhverfi í höfuðstað Vestfjarða. Í skólanum eru jafnan nokkuð yfir 300 nemendur og hann er því af heppilegri stærð að því leyti að nemendur hverfa ekki í fjöldann. Lögð er áhersla á persónuleg samskipti við nemendur, heimilislegt andrúmsloft, góða kennslu, leiðsögn og námsráðgjöf. Skólinn er heilsueflandi framhaldsskóli í samstarfi við Lýðheilsustöð og leggur á hverju ári sérstaka áherslu á einn hinna fjögurra heilbrigðisþátta: næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Húsakynni skólans eru björt og rúmgóð og öll á einni lóð, þar á meðal nýlegt og vel búið verknámshús. Stórt og glæsilegt íþróttahús er fast við skólann, falleg útivistarsvæði eru á næstu grösum og stutt er í skíðalandið. Upplýsingatæknikerfi skólans er eitt hið fullkomnasta og nýtískulegasta sem unnt er að finna í íslenskum framhaldsskóla.
Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson.
Sólrisuhátíð MÍ hefur alla tíð verið hápunktur í félags- og menningarlífi skólans og hefur framlag hátíðarinnar til menningar og lista án efa átt sinn þátt í þeirri blómlegu menningu sem einkennir samfélagið á Ísafirði. Sólrisuhátíðin fer fram í mars á ári hverju og stendur nemendafélag skólans þá fyrir fjölda viðburða og einni stórri leiksýningu. Félagslíf nemenda hefur einatt verið blómlegt, enda hefur smæð skólans þann kost að þar þekkjast flestir. Stjórn Nemendafélags MÍ hefur umsjón með félagslífinu.
Myndatexti.
Skutulsfjarðareyri árið 1933.
Mennta- og menningarmál | 75
Útskriftarnemar vorið 2009 ásamt stjórnendum skólans. Fremst frá hægri: Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari. Aftast frá vinstri: Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari og Hreinn Þorkelsson áfangastjóri.
Menntaskólinn á Ísafirði er framsækinn skóli sem býður upp á fjölbreytt nám, bæði bókog verknám í dagskóla, dreifnámi og í kvöldskóla. Í MÍ hafa verið reknar margar og innbyrðis ólíkar námsbrautir þá fjóra áratugi sem skólinn hefur starfað, sumar hafa fallið niður um stund vegna lítillar aðsóknar og gjarnan komið aftur síðar til sögunnar. Mikil áhersla er lögð á skólaþróun í MÍ og hafa starfsmenn tekið höndum saman í því verki. Skólaandi í MÍ er góður og andrúmsloftið í starfsmannahópnum er gott. Starfsmenn eru nú 38, þar af eru 32 manns í heilum stöðum við kennslu og stjórnunarstörf. Skólameistari MÍ er Jón Reynir Sigurvinsson og aðstoðarskólameistari er Hildur Halldórsdóttir. Aðstoðarstjórnendur eru Gísli H. Halldórsson fjármálastjóri, Hreinn Þorkelsson áfangastjóri og Guðrún Á. Stefánsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og námskrárstjóri. Menntaskólinn á Ísafirði hóf starfsemi sína haustið 1970 eftir margra ára baráttu heimamanna fyrir stofnun hans. Starfaði skólinn fyrstu árin í Gamla barnaskólanum á Ísafirði. Núverandi bóknámshús skólans var svo tekið í notkun 1984 og er samtals um 2.950 m2 á tveimur hæðum. Í húsinu eru 16 kennslustofur, vel búinn fyrirlestrasalur, stórt bókasafn með góðri lestrar- og tölvuaðstöðu og samkomusalur sem rúmar 250 manns í sæti. Við skólann er 42 herbergja heimavist á þremur hæðum og er innangengt úr henni í skólann. Í húsnæði heimavistarinnar er vistlegt mötuneyti með fallegu útsýni. Óhætt er að segja að mötuneytið standi í fremstu röð hvað snertir gæði matarins og verð. Í anda heilsueflandi framhaldsskóla geta allir nemendur og kennarar skólans fundið þar fæði við sitt hæfi og er mötuneytið mikið notað. Glæsilegt íþróttahús var tekið í notkun í september 1993 og stendur steinsnar frá suðurhlið bóknámshúss. Þar fer fram megnið af íþróttakennslu skólans. Mikil áhersla er lögð á verknámsgreinar í MÍ og hafa iðnaðarmenn og aðrir fulltrúar atvinnulífs og fyrirtækja stutt skólann með fjárframlögum, aðstöðu og velvilja í svo miklum mæli að athygli hefur vakið. Í byrjun janúar 1995 var tekið í notkun nýtt og vel búið verkmenntahús á tveimur hæðum. Þar eru á 722 m2 rúmgóðir kennslusalir fyrir vélstjórnar- og málmiðngreinar, kennslustofa fyrir bóklega kennslu og góð kennaraaðstaða. Í kjallara í suðvestur álmu heimavistar er kennslurými fyrir tréiðngreinar og hárog snyrtigreinar, en húsnæðið var innréttað í þessum tilgangi á árunum 2006-2008, m.a. með tilstyrk atvinnulífs á staðnum. Í húsnæði heimavistarinnar er einnig góð aðstaða fyrir rafiðngreinar. Unnið hefur verið að uppsetningu stafrænnar smiðju, Fab-Lab, að hætti MIT í Bandaríkjunum í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og var henni endanlega hrint af stað árið 2012 í samstarfi við sjóð Iðnaðarmannafélags Ísafjarðar.
76 | Ísland – Atvinnuhættir og menning 450
Menntaskólinn á Ísafirði, dagskóli Menntaskólinn á Ísafirði, utanskóla/dreifnám Hússtjórnarskólinn á Ísafirði, dagskóli Héraðsskólinn á Núpi, dagskóli Iðnskólinn á Patreksfirði, dagskóli Nemendafjöldi í 10. bekk á norðanverðum Vestfjörðum
400
Menntaskólinn á Ísafirði, kvöldskóli Iðnskólinn á Ísafirði, dagskóli Framhaldsskóli Vestfjarða, útibú Vesturbyggð, dagskóli Héraðsskólinn í Reykjanesi, dagskóli Nemendafjöldi í 10. bekk á öllum Vestfjörðum
350
Framhaldsskólanemar á Vestfjörðum 1973-2011 300
250
Lög um framhaldsskóla 1988 ,,Framhaldsskólinn er fyrir alla´´
Landspróf lagt niður
ÓÞ hættir og ISG tekur við
BT hættir og ÓÞ tekur við
200 Farskóli Vestfjarða 198999
ISG hættir og JRS tekur við
Deilur innan skólans 20042006
Fræðslumiðstöð Vestfjarða tekur við af Farskóla Vestfjarða
150 SH leysir BT af 1990-91
Snjóflóð í Súðavík og Flateyri
Frjálst framsal aflaheimilda
Verknámshús vígt
2011
2010
2009
2008
2007
2006
2005
2003
2002
2001
2000
2004
Trésmíðasalur vígður vor 2006 og Hár- og snyrtistofa vígð vorið 2008 í kjallara heimavistar
Uppstokkun í sjávarútvegi
1999
1998
1997
1996
Ísafjarðararbær verður til
1995
1994
Opnun Vestfjarðaganga
1993
1990
1988
1987
1986
1985
1984
1983
1982
1981
1980
1979
1978
1977
1976
1975
1974
0
Erfiðleikar í rekstri sjávarútvegs á Vestfjörðum
1973
50
MÍ og IÍ settir undir Uppgangur og Kvótakerfið sett sömu stjórn skortur á húsnæði á á Vestfjörðum Snjóflóð á Húsnæðis-skortur árunum 1976-1979Patreksfirði á Vestfjörðum Skuttogaravæðing Fjölgun framhaldsskóla um sex 1968-75, tveir bættust við 1981
1992
Íþróttahús á Torfnesi vígt JBH hættir og BT tekur við
1991
BS leysir JBH af 1976-77
1989
100
Höfðatala framhaldsskólanema á Vestfjörðum á árunum 1973 til 2011 í ljósi sögunnar. Tölur eru frá Hagstofu Íslands og miðast við upphaf haustannar. Skammstöfun skólameistara í tímaröð: JBH: Jón Baldvin Hannibalsson, BS: Bryndís Schram, BT: Björn Teitsson, SH: Smári Haraldsson, ÓÞ: Ólína Þorvarðardóttir, ISG: Ingibjörg S. Guðmundsdóttir og JRS: Jón Reynir Sigurvinsson.
Sögu framhaldsskólanáms á Vestfjörðum má lesa úr myndritinu hér að ofan. Breyting á nemendafjölda frá 1973, þegar skólinn var fyrst fullsetinn með fjóra árganga, er sýnd á stöpla- og línuriti og ártölin tengd við ýmsa viðburði í sögu skólans og Vestfjarða. Tölurnar eiga lengst af aðeins við um dagskóla en ekki öldungadeildir, meistaraskóla eða aðrar deildir sem reknar hafa verið á kvöldin. Góð fjölgun átti sér stað í Menntaskólanum fyrstu árin uns árgangar voru orðnir fjórir og skólinn því kominn í fulla stærð. Síðan hélst fjöldinn nokkuð haustin 1973-1978, nemendur voru alltaf um 150-160 talsins, en fór lítt fjölgandi. Fækkun verður árin 1979-1980 og voru nemendur 104 árið 1980, færri en nokkru sinni. Eftir það fjölgaði hægt til ársins 1988, og haustin 1981-1988 var fjöldinn nokkurn veginn á bilinu 125-140. Margir þættir hafa haft áhrif á aðsókn að skólanum og námsframboði. Eftir niðurfellingu landsprófs, 1975, voru inntökuskilyrði í menntaskóla rýmkuð sem svo leiddi til meira brottfalls. Nýir fjölbrauta- og menntaskólar risu í öðrum landshlutum og bein og óbein samkeppni ríkti um nemendur. Sex skólar, þar af fimm nýir fengu rétt til að brautskrá stúdenta árin 1968-75, flestir á Reykjavíkursvæðinu. Síðan voru lögð drög að fimm framhaldsskólum utan höfuðborgarsvæðisins 1976-79, og tveir bættust við 1981. Menntaskólinn á Ísafirði gjörbreytti um eðli þegar Iðnskólinn á Ísafirði var sameinaður honum 1989. Haustið 1988 höfðu nemendur við Iðnskólann verið 72 og vegna sameiningarinnar fjölgaði nemendum MÍ upp í 196. Nemendum hins sameinaða skóla fór svo fljótt fjölgandi til ársins 1995 og voru um það bil 250-275 í dagskólanum öll haustin 1995-2001. Haustin 2002-2004 fjölgaði nemendum árlega og haustið 2004 voru nemendur í dagskóla orðnir 339. Eftir þriggja ára fækkun fjölgaði svo aftur og varð metaðsókn haustið 2008 þegar 349 nemar voru í dagskóla. Samanburður á þróun nemendafjölda í dagskóla í MÍ við fjöldann á landinu öllu leiðir í stórum dráttum í ljós nokkra samsvörun, þ.e. verulega fjölgun á áttunda áratug 20. aldar en litla fjölgun næsta áratug. Eftir 1995 varð svo heldur meiri fjölgun í MÍ en nam landsmeðaltali, og fjölgun í skólanum árin 2002-2004 var mun meiri en að meðaltali á landinu. Fækkunin í MÍ 2005-07 rímar þó ekki við landsmeðaltal.
Mennta- og menningarmál | 77
Skutulsfjarðareyri 2009. Ljósmynd Ágúst Atlason.
Stofnuð var öldungadeild við MÍ haustið 1981, og hefur kennslan þar ávallt farið fram á kvöldin. Kennsla í öldungadeild féll niður vegna fjárskorts veturna 1993-94 og 2006-07. Vegna breytinga í námsmöguleikum hefur rekstri eiginlegrar öldungadeildar verið hætt að sinni. Árið 1990 var fyrst farið af stað með útibú frá öldungadeildinni, og voru þau næstu ár rekin á Flateyri, Patreksfirði, Hólmavík og Reykhólum. Eftir 1995 hefur ekkert slíkt útibú verið rekið en Fræðslumiðstöð Vestfjarða sér þess í stað um endurmenntun af ýmsu tagi. Meistaraskóli fyrir iðnaðarmenn hefur verið rekinn á kvöldin öðru hvoru hin seinni ár. Á árinu 2004 var einnig farið af stað með nýbúafræðslu og svonefnda félagsliðabrú við MÍ. Þá var haustið 2007 farið af stað með dreifnám í samfélagstúlkun. Haustið 2004 náði nemendafjöldi hámarki í kvöldskóla MÍ. Vefur skólans var opnaður í júní 1995 undir nafninu (léninu) www.fvi.is. Fáir framhaldsskólar á Íslandi höfðu fyrir þann tíma opnað slíka heimasíðu. Haustið 2007 fékk vefurinn nýtt útlit og þá var nafni lénsins breytt í www.misa.is Heimasíða skólans fékk síðan aftur nýtt útlit haustið 2009. Vefsíða skólans, www.misa.is, innheldur mikið magn upplýsinga og frétta, auk þess að veita nemendum og starfsmönnum aðgang að skjölum og stafrænum tólum. Í tilefni af 40 ára afmæli skólans haustið 2010 var gefin út saga hans, samin af Birni Teitssyni sagnfræðingi, sem var skólameistari við skólann 1979-2001. Ritið er vönduð skólaskýrsla, sett fram á aðgengilegan hátt eftir tímabilum. Greint er frá umtöluðum málum sem komið hafa upp innan skólans og eftirmálum þeirra. Í rammagreinum eru rakin æviatriði allra skólameistara og ýmissa annarra. Með sama hætti er birt efni af léttara tagi úr skólalífinu. Bókina prýðir fjöldi mynda, m.a. ljósmyndir af árgöngum brautskráðra nemenda 1974-2008. Í viðauka eru skrár yfir nemendur og kennara skólans fram til ársins 2008.
78 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
menntaskólinn í reykjavík www.mr.is
M
Tolleringar.
enntaskólinn í Reykjavík á að baki glæsta sögu. Skólahald hófst í Skálholti árið 1056 og allar götur síðan hefur skólinn búið nemendur sína undir líf og starf og lagað sig að nýjum tímum. Skólinn var fluttur til Reykjavíkur 1786 og nefndist þá Hólavallarskóli. Þaðan var hann fluttur að Bessastöðum 1805 og aftur til Reykjavíkur 1846. Nefndist hann þá Hinn lærði skóli í Reykjavík eða Latínuskólinn. Frá 1937 hefur skólinn heitið Menntaskólinn í Reykjavík. Kynslóð eftir kynslóð hafa ungmenni sótt menntun og þroska í þetta forna lærdómssetur. Saga skólans er því orðin löng og merk enda hefur hann fóstrað fjölmörg mikilhæf ungmenni. Skólinn veitir alhliða menntun á flestum sviðum bóklegra greina. Nemendur geta valið um náttúrufræði- og málabraut í deildum með mismunandi áherslum og vali. Í skólanum eru eðlisfræðideildir, náttúrufræðideildir, fornmála- og nýmáladeildir. Kennd er íslenska, danska, enska, franska, gríska, latína, spænska, þýska, saga, félagsfræði, fornfræði, stærðfræði, málvísindi, jarðfræði, líffræði, efnafræði, eðlisfræði, lífræn efnafræði, erfðafræði og líftækni, stjörnufræði, tölvufræði, viðskiptafræði, lífsleikni, íþróttir og einnig er boðið upp á fjölbreyttar valgreinar. Í skólanum er bekkjakerfi, hann er einsetinn og hver bekkur hefur sína heimastofu. Í skólanum er glæsilegt raungreinahús með sérstofum fyrir efnafræði, eðlisfræði, jarðfræði, líffræði og tölvufræði. Þar er bókasafnið á Íþökulofti. Einnig starfa við skólann hjúkrunarfræðingur, forvarnafulltrúi, námsráðgjafar og umsjónarkennarar sem veita ráðgjöf í margvíslegum málum. Nemendur skólans hafa skarað fram úr á ýmsum sviðum og má þar m.a. nefna efnafræði-, eðlisfræði-, stærðfræði- og frönsku og þýskukeppni framhaldsskólanna þar sem nemendur Menntaskólans í Reykjavík hafa árum saman raðað sér í efstu sætin. Allir þekkja líka margra ára sigurgöngu Menntaskólans í Reykjavík í spurningakeppninni „Gettu betur“.
Herra Sigurbjörn Einarsson biskup ávarpar nýstúdenta við skólaslit vorið 2006 í tilefni 75 ára stúdentsafmælis síns.
Menntaskólinn í Reykjavík
Menntaskólinn í Reykjavík veitir: • • • •
úrvalsmenntun traustan undirbúning háskólanáms öflugt félagslíf nám í sögufrægum skóla í hjarta borgarinnar
Mennta- og menningarmál | 79
M
Menntaskólinn við Hamrahlíð www.mh.is
enntaskólinn við Hamrahlíð er ríkisskóli sem starfar samkvæmt framhaldsskólalögum. Hlutverk skólans er að mennta nemendur til stúdentsprófs með áherslu á undirbúning fyrir nám í háskólum.
Markmið
Markmið Menntaskólans við Hamrahlíð er velgengni brautskráðra nemenda og að skólinn sé fyrirmynd um framsækna kennslu, góða stjórnsýslu og rækt við menningu og listir.
Leiðarljós Í Menntaskólanum við Hamrahlíð eru ólíkar þarfir einstaklinga virtar og gengið er út frá vilja nemenda til að axla ábyrgð. Áhersla er lögð á fjölbreytni í valhluta námsins og kappkostað er að kynna nemendum vinnubrögð sem tíðkast í háskólanámi.
Kennslufræðileg stefna Leiðarljós skólans er hin kennslufræðilega stefna í hnotskurn. Áfangakerfið gegnir veigamiklu hlutverki í útfærslunni, bæði hvað varðar ábyrgð nemenda og fjölbreytni námsins. Nemendur skipuleggja sjálfir áfangaval sitt að því marki sem framboð og undanfarareglur leyfa, þeir geta haft áhrif á framboð valáfanga og komið með hugmyndir að nýjum áföngum. Þá gefst nemendum og kostur á að ljúka áfanga án þess að sitja kennslustundir og að vinna sjálfstæð verkefni sem telja til eininga. Framboð valáfanga miðast við tvíþætt hlutverk; annars vegar að gefa kost á breidd í námi og hins vegar dýpkun á afmörkuðu sviði t.d. með tilliti til áætlaðs háskólanáms. Leitast er við að hafa fjölbreytni í kennsluaðferðum og að virkja nemendur bæði í skóla og heima fyrir. Sveigjanleiki í lengd kennslustunda og opnir stoðtímar setja nám nemandans í brennidepil fremur en kennslu kennarans og endurspeglar ábyrgð nemenda.
Almennar upplýsingar Menntaskólinn við Hamrahlíð hóf starfsemi sína 1966 og var annar menntaskólinn sem stofnaður var í höfuðborginni. Nemendur skólans eru liðlega 1.200 í dagskóla og 200 í öldungadeild. Árlega eru brautskráðir í kringum 250 stúdentar. Sérstaða skólans felst einkum í fjölbreytni valáfanga, áherslu á listgreinar, skipulagðri stoðþjónustu við fatlaða og sérstakri námsbraut til alþjóðlegs stúdentsprófs. Þá hefur skólanum nýlega verið falið að vera kjarnaskóli í listdansi. Af öðrum verkefnum má nefna að skólinn er miðstöð framhaldsskólakennslu í norsku- og sænsku, annast stöðupróf í bóklegum greinum framhaldsskóla og fóstrar Hamrahlíðarkórinn sem skipaður er fyrrverandi nemendum skólans. Í skólanum er blómlegt félagslíf og standa nemendur fyrir ýmsum lista- og menningarviðburðum. Lengi vel bjó skólinn við nokkur þrengsli og íþróttakennsla fór að mestu fram undir berum himni. Úr húsnæðismálunum rættist árið 2007 þegar tekin var í notkun langþráð nýbygging við skólann með endurhönnuðu bókasafni, einkar vel útbúnum raungreinastofum og góðri íþróttaaðstöðu. Núverandi rektor er Lárus H. Bjarnason og konrektor er Sigurborg Matthíasdóttir.
Menntaskólinn við Hamrahlíð.
80 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Myndlistaskólinn á Akureyri www.myndak.is
M
yndlistaskólinn á Akureyri er sjálfstæð menntastofnun sem hefur að markmiði að veita nemendum leiðsögn, þekkingu og þjálfun í myndlistar- og hönnunargreinum. Á sama hátt er unnið markvisst að því að skapa rétt skilyrði til þess að einstaklingar geti ræktað og þroskað sína persónulegu hæfileika. Meðfram því leitast skólinn við að efla áhuga og persónulega tilfinningu fyrir sögulegu mikilvægi menningar og lista. Jafnframt er unnið skipulega að því að örva skilning á mikilvægi sköpunar við mótun umhverfisins og gildi hennar fyrir atvinnulífið. Veigamesta atriðið í námi við Myndlistaskólann á Akureyri er að nemendur öðlist sérhæfingu og færni til að geta unnið sjálfstætt á sínu sérsviði. Húsnæði skólans í Listagilinu á Akureyri.
Inntökuskilyrði Skilyrði fyrir inngöngu í skólann er að umsækjandi hafi annað hvort lokið þriggja ára námi í framhaldsskóla, að lágmarki 104 einingum eða öðru sambærilegu námi sem skólinn tekur gilt. Auk þess er viðeigandi starfsreynsla metin af inntökunefnd sem og innsend verk umsækjanda. Umsóknarfrestur rennur gjarnan út á tilteknum degi fyrstu vikuna í júní á hverju ári. Eftir það eru efnilegustu umsækjendurnir valdir úr hópnum og þeir boðaðir til viðtals. Þeim umsækjendum sem hljóta skólavist þurfa að greiða tiltekið staðfestingargjald, en sjálft skólagjaldið greiðist síðan áður en kennsla hefst á haustin.
Námsleiðir
Verkefni í Fagurlistadeild.
Fornámsdeild: Nám í fornámsdeild er skipulagt samkvæmt námskrá framhaldsskóla. Nemendur þurfa að ljúka 38 einingum á skólaárinu og fá þær metnar til eininga og eink unna. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að bæta við valáföngum og fá þá metna. Fagurlistadeild: Fagurlistadeild veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Nemendur öðlast alhliða yfirsýn og þjálfun í hefðbundnum greinum, með áherslu á tæknilega og listræna ögun. Meðal kennslugreina eru efnisfræði, skissugerð, olíu- og akrýlmálun, ljósmyndun, myndgreining, grafík, módelteiknun, rými, bóklist og tölvugrafík ásamt hugmynda-, fagur- og listfræði. Listhönnunardeild: Listhönnunardeild veitir starfsmenntun í grafískri hönnun. Námið miðar að yfirgripsmikilli fagþekkingu og þjálfun sem byggir upp hæfni til að fást við krefjandi verkefni á sviði hönnunar í prentun og margmiðlun. Helstu kennslugreinar eru prentferill, ljósmyndun, myndbygging, grafík, bóklist, módelteiknun, skrift, tölvusamskipti, stílsaga, letur-, myndsifja-, merkja-, list- og fagurfræði ásamt hönnun á sviði merkja, umbúða og rýmis. Allir nemendur í sérnámsdeildum útskrifast eftir þriggja ára nám með því að vinna lokaverkefni og skrifa rannsóknarritgerð. Með hverju prófskírteini fylgir skrá yfir námsárangur ásamt umsögn prófdómara um lokaverkefni
Aðsetur og aðbúnaður
Salka málar tertu á barnanámskeiði skólans.
Myndlistaskólinn á Akureyri er til húsa að Kaupvangsstræti 16. Húsnæðið er 1.100 fm, á þremur hæðum og er sérinnréttað fyrir starfsemina. Listhönnunardeild er á fyrstu hæð, vel búin fullkomnum tölvubúnaði og jaðartækjum, en þar er einnig vel búið grafíkverkstæði. Á annarri hæð er Fagurlistadeild og kaffistofa nemenda. Þriðja hæðin geymir síðan skrifstofur, kennarastofu, bóka- og gagnasafn, listfræðslu- og fornámsdeild. Þar er einnig aðsetur námskeiðahalds fyrir börn og fullorðna.
Mennta- og menningarmál | 81
F
námsflokkar reykjavíkur www.namsflokkar.is
élagsleg menntastefna Reykjavíkurborgar byggir á þeirri meginhugmynd að menntun hvetji fólk til sjálfshjálpar og aukinnar samfélagsþátttöku. Hluti þeirrar þeirrar þjónustu er fullorðinsfræðsla Námsflokka Reykjavíkur en sú stofnun hóf starfsemi árið 1939 og er því sú elsta sinnar tegundar hér á landi. Meginmarkmið Námsflokkanna er að veita almenningi ný tækifæri til náms og jafna þannig aðgang hvers einstaklings að atvinnulífi, símenntun og lýðræðislegri umræðu. Þjónustan er fjölþætt og byggir m.a. á náms- og starfsráðgjöf ásamt almennu grunnnámi fyrir fólk eldra en 16 ára. Að auki er um að ræða undirbúningsnám fyrir framhaldsskóla ásamt ýmsum lengri og styttri fræðsluverkefnum sem unnin eru í samstarfi við aðrar menntastofnanir og sveitarfélög. Skrifstofa og kennsluhúsnæði Námsflokka Reykjavíkur er á Suðurlandsbraut 32 í Reykjavík. Náms- og starfsráðgjöf Námsflokka Reykjavíkur fer fram á öllum þjónustumiðstöðvum borgarinnar.
Frekari upplýsingar: Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni: www.namsflokkar.is
Námstilboð Námsflokkarnir bjóða þeim sem hafa náð 16 ára aldri upp á námstilboð í ensku, íslensku og stærðfræði ásamt ýmsum öðrum greinum eins og félagsfræði, heimspeki og listum. Nemendum gefst kostur á njóta aðstoðar námsráðgjafa og taka áhugasviðspróf auk þess sem kenndur er grunnur í námstækni. Áhersla er lögð á að sníða námið að þörfum hvers einstaklings fyrir sig. Hægt er að stýra eigin námshraða og ljúka náminu á þeim tíma sem hentar. Nemendum er boðið upp á að þreyta próf í viðkomandi námsgreinum en sá kostur er valfrjáls.
Nemendur æfa klifur.
Fjölþættar námsleiðir Námsflokkar Reykjavíkur bjóða upp á ýmsar sérniðnar námsleiðir sem henta mismunandi þörfum hvers einstaklings fyrir sig: Starfskraftur: 12 vikna verkefni ætlað ungu fólki á aldrinum 16-19 ára sem hvorki stundar nám né vinnu. Markmiðið er að aðstoða þátttakendur við að finna lífi sínu farveg með starfsþjálfun á vinnustöðum ásamt sjálfstyrkingu, ráðgjöf og fræðslu. Grettistak: Verkefni sem miðar að því að veita sérvöldum einstaklingum með vímefnavanda tækifæri til sækja sér menntun að lokinni meðferð. Fjölmennt: Hér er um að ræða samstarfsverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar, Öryrkjabandalags Íslands og ýmissa menntastofana um fullorðinsfræðslu og símenntun fatlaðra einstaklinga. Námsflokkar Reykjavíkur bjóða þar grunnnám í lestri, skrift og stærðfræði. Kvennasmiðja: 18 mánaða verkefni sem miðar að námsendurhæfingu einstæðra mæðra og stuðningi við að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Áhersla er lögð á skapandi, hagnýtt og sjálfstyrkjandi nám í bóklegum og verklegum greinum. Karlasmiðja: 18 mánaða verkefni sem er hliðstætt kvennasmiðju og snýst ýmist um að búa atvinnulausa karlmenn undir að fara aftur út á vinnumarkaðinn eða hvetja þá til frekara náms. Námskraftur er nám á framhaldsskólastigi ætlað ungmennum á aldrinum 17-19 ára. Námsbrú er nám á framhaldsskólastigi, einkum ætlað nemendum sem hafa lokið annars konar námi hjá Námsflokkum Reykjavíkur.
Áhuginn leynir sér ekki við matreiðsluna.
Útskurður er meðal þeirra list- og verkgreina sem kenndar eru í Námsflokkum Reykjavíkur.
82 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
portus
F
www.harpa.is
yrir rúmum hundrað árum hófst umræða á Íslandi um brýna nauðsyn tónlistarhúss í Reykjavík. Fyrsta tónlistarhúsið á Íslandi var hinn smái Hljómskáli við Tjörnina sem var reistur árið 1923. Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar kom svo fram sú tillaga að ráðist yrði í byggingu menningarhallar sem myndi hýsa að minnsta kosti tvo tónleikasali en ekki varð af þessum framkvæmdum. Umræðan um nauðsyn þess að byggja tónlistarhús í höfuðborginni hélt stöðugt áfram næstu áratugi. Hróður Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafði vaxið ört og hún hafði aðsetur um árabil í Háskólabíói þar sem aðstæður voru ekki ákjósanlegar. Á níunda áratugnum lágu meðal annars fyrir drög að aðaluppdrætti eftir arkitektasamkeppni en það var svo ekki fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar að málið komst á raunverulegt skrið. Þá komst málið á dagskrá stjórnmálaafla en Landsfundur Sjálfstæðisflokks ályktaði um málið 1993 og Reykjavíkurlistinn var með það á stefnuskrá fyrir kosningar 1994. Í verkefnaáætlun menntamálaráðuneytis árið 1996 var boðað að ákvörðun um byggingu tónlistarhúss yrði tekin á kjörtímabilinu og árið 1997 mælti ráðherraskipuð nefnd með byggingu tónlistarhúss í Reykjavík og nefndi þrjá staðsetningarkosti, þar af tvo í tengslum við ráðstefnumiðstöð. Sama ár skilaði breskur sérfræðingur Reykjavíkurborg tillögum um staðsetningu tónlistarhúss við Reykjavíkurhöfn. Nefnd samgönguráðherra um byggingu ráðstefnumiðstöðvar skilaði einnig sínum niðurstöðum árið 1998 og lagði til að hún yrði reist í tengslum við tónlistarhús í miðborginni.
Harpa verður að veruleika Í ársbyrjun 1999 tilkynna ríki og borg að þau muni í sameiningu beita sér fyrir byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í miðborg Reykjavíkur en nánari staðsetning lá þá ekki fyrir. Hafði þá verið skipuð nefnd á vegum ríkis og borgar undir forsæti Ólafs B. Thors sem hafði það meginverkefni að undirbúa samkomulag aðila um fjármögnun og
Harpa – Tónlistar og ráðstefnuhús í Reykjavík.
Mennta- og menningarmál | 83
Harpa, séð að utan.
framkvæmdatilhögun. Ári seinna var samþykkt tillaga um afmörkun lóðar fyrir byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss og hótels (TRH) við Austurbakka Reykjavíkurhafnar. Í framhaldinu var efnt til hugmyndasamkeppni um skipulag lóðarinnar og næsta nágrennis og voru úrslit kynnt í ársbyrjun 2002. Samningur ríkis og borgar um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar var undirritaður formlega í apríl árið 2002. Í framhaldinu stofnuðu íslenska ríkið og Reykjavíkurborg einkahlutafélagið Austurhöfn-TR til að hrinda verkefninu í framkvæmd en verkefnið átti að vera einkaframkvæmd með árlegu framlagi til byggingarinnar frá opinberum aðilum. Samkeppni var haldin um tillögu að byggingunni en það voru fjárfestarnir Nýsir og Landsbankinn sem urðu hlutskarpastir. Hönnun hússins var í höndum Henning Larsen og Batterísins Arkitekta. Hönnun hússins í heild sinni er innblásin af íslenskri náttúru. Glerhjúpur er á suðurhlið hússins sem listamaðurinn Ólafur Elíasson hannaði í samvinnu við Henning Larsen og í honum eru LED-ljós sem mynda hluta af listaverkinu. Húsið er í heild 28.000 fermetrar og samanstendur af fjórum aðalsölum, Eldborg, þeim stærsta sem rúmar 1.800 manns og salina Silfurberg, Kaldalón og Norðurljós. Í húsinu eru einnig fjölmörg opin rými sem nýta má til ýmssa viðburða en ráðstefnuhald helst í hendur við tónleikahald í húsinu sem býður upp á fyrsta flokks aðstöðu bæði fyrir ráðstefnur og fundi ýmisskonar auk fullkomins hljómburðar í sölunum sem hannaður var af ráðgjafastofunni Artec Consultants Inc. Torg er fyrir framan Hörpu sem fékk norræn hönnunarverðlaun árið 2011. Í Hörpu eru einnig tveir veitingastaðir og tvær verslanir.
Framkvæmdir stöðvast – en eru hafnar á ný Framkvæmdir hófust í janúar 2007 en stöðvuðust aftur í lok árs 2008 þegar efnahagur Íslands hrundi. Þá var búið að byggja um 40 prósent af Hörpu og umræður áttu sér stað um hvort ætti að halda áfram byggingu hússins og skiptar skoðanir á málinu. Þann 19. febrúar 2008 undirrituðu þær Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hins vegar yfirlýsingu um að taka verkið yfir. Í mars 2009 eignaðist svo Austurhöfn félögin Portus og Situs ásamt byggingarrétti á öllum reitum lóðarinnar á Austurbakka 2.
Hörpudiskur, veisluþjónusta Hörpu, býður upp á alhliða veisluþjónustu fyrir ráðstefnur, fundi, veislur og aðra mannfagnaði.
84 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Tónleikasalurinn Norðurljós.
Nýjar stjórnir voru skipaðar í félögin vorið 2009 og framkvæmdir fóru þá í gang af fullum krafti. Starfsmenn voru ráðnir til að undirbúa rekstur hússins. Gert var ráð fyrir að fastir starfsmenn Ago, rekstrarfélags Hörpu, yrðu um 22-26 talsins, en talsverður fjöldi lausráðinna og verkefnaráðinna starfsmanna. Ýmsir þættir varðandi bygginguna, hönnun hennar og tæknibúnað var endurskoðað með tilliti til þess að unnt yrði að nýta húsið sem allra best. Aukið var við ljósabúnað og annan búnað til þess að popptónlist og sýningar Íslensku óperunnar gætu rýmst vel í húsinu. Gerðir voru leigusamningar við ýmsa rekstraraðila og veitingaaðila í Hörpu, jafnframt því sem markaðssetning hússins erlendis var efld til muna. Meðal áfanga á undirbúningsferlinu var ákvörðun um nafn á húsinu, nöfn á sölum og svæðum, kynningar fyrir væntanlegum notendum hússins, bæði tónlistarmönnum og ráðstefnufólki, auk þess sem erlendum blaðamönnum var boðið að koma og skoða húsið. Mikil umfjöllun var um Hörpu í erlendum fjölmiðlum á síðustu misserum framkvæmdarinnar.
Opnun og vígsla Hörpu árið 2011 Eftir að framkvæmdir hófust að nýju við bygginguna vorið 2009 var fyrirhugað að opna húsið haustið 2010, en fljótlega var ljóst að vorið 2011 væri raunhæft. Það reyndist þó ekki unnt að ljúka allri byggingunni fyrir þann tíma, þar sem gallar í römmum í glervegg hússins gerðu það að verkum að miklar tafir urðu á þeim hluta byggingarinnar. Var ákveðið að opna salina að vori, þannig að Sinfóníuhljómsveit Íslands gæti hafið starfsemi sína, og að vígsla byggingarinnar yrði svo 20. ágúst. Þann 4. maí voru opnunartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu og formleg opnunarhátíð hússins var svo haldin helgina 13.-15. maí þar sem boðið var upp á fjölda fjölbreyttra viðburða fyrir almenning. Opnunarhátíðin var í beinn útsendingu í sjónvarpi og útvarpi og síðan var opið hús alla helgina með fjölbreyttum viðburðum og tónleikum.
Mennta- og menningarmál | 85
Barnakór í Hörpu.
Byggingin var svo vígð á menningarnótt þann 20. ágúst en þá voru ljósin í glerhjúp Ólafs Elíassonar tendruð í fyrsta sinn. Allt frá opnun Hörpu í maí 2011 hefur húsið ekki einungis orðið kennileiti í enduruppbyggingu gamla hafnarsvæðisins í Reykjavík, heldur einnig tákn um endurnýjaðan kraft Íslands.
Tónleikar í Silfurbergi.
86 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
sundlaug akureyrar
S
www.visitakureyri.is
undlaug Akureyrar er einstök vatnaparadís á heimsmælikvarða, sem er sérhönnuð fyrir fjölskyldufólk á öllum aldri. Laugin hefur ávallt notið mikillar hylli, jafnt hjá heimamönnum sem ferðafólki. Svæðið þykir einstaklega vel hannað frá umhverfislegu sjónarmiði, þar sem jafnt er hugað að þeim þáttum sem snúa að afslöppun og afþreyingu.
Söguágrip
Horft til austurs yfir sundlaugasvæðið.
Sundlaug Akureyrar er stórt og mikið mannvirki sem finna má miðsvæðis í bænum, að Skólastíg 4. Á þessum stað myndaðist fyrsti vísir að laug árið 1897 en þá var lögð sérstök fyrirhleðsla úr torfi í læk sem rann um Grófargil, á sömu slóðum og laugarstæðið stendur í dag. Fyrsta eiginlega laugarkarið leit síðan dagsins ljós árið 1922 en stærð þess var 10,5 m x 35 m. Botn þess var ekki steyptur fyrr en árið 1936. Árið 1933 var heitavatnslögn lögð ofan úr Glerárgili yfir í sundlaugina. Vatnið náði um 10-15 C° hita og þótti þetta mikið þrekvirki sem unnið var í sjálfboðavinnu af fjölmörgum bæjarbúum. Fyrsti hlutinn af sjálfri byggingu Sundlaugar Akureyrar tók á sig mynd árið 1956 þegar ný 6 x 12 m innilaug var tekin í notkun ásamt búningsklefum karla og kvenna. Miklum áfanga var síðan náð árið 1977 þegar heitu vatni var hleypt á sundlaugina frá Hitaveitu Akureyrar. Upp frá þeim tíma hefur svæðið stækkað og dafnað með ýmsum endurbótum og viðbyggingum. Árið 1993 tók bæjarstjórn Akureyrar ákvörðun um að ráðast í allsherjar endurbyggingu sundlaugarinnar og umhverfis hennar. Markmiðið var að gera svæðið meira aðlaðandi fyrir gesti og þá ekki síst fjölskyldufólk. Framkvæmdir hófust árið 1994 og stóðu yfir, með hléum, fram til ársins 2004. Fyrstu áþreifanlegu breytingarnar í því ferli opinberuðust síðan árið 1994 þegar ný 25 x 16 m löng laug var tekin í notkun. Upp frá því hefur aðsókn að Sundlaug Akureyrar vaxið með hverju ári og gert hana að einhverjum vinsælasta áfangastað Norðurlands.
Vatnaparadís á jörðu
Sundlaug Akureyrar er vinsæl meðal heimamanna og ferðafólks allan ársins hring.
Vatnsrennibrautirnar tvær.
Í dag er Sundlaug Akureyrar sannkölluð vatnaparadís á jörðu. Þar er nú hægt að velja um þrjár laugar. Tvær eru 25 m útilaugar og einnig er 12,5 m innilaug sem aðallega er notuð til kennslu. Að auki er boðið upp á tvær vatnsrennibrautir, busllaug fyrir börnin, fjóra heita potta, eimbað og gufubað. Einnig er hægt að komast í tæki til líkamsræktar á sundlaugarbakkanum. Á lóð Sundlaugar Akureyrar er einnig að finna leikja- og fjölskyldugarð þar sem börn geta notið þess að leika sér í alls kyns tækjum eins og hoppkastala, rafmagnsbílum, trampolíni og fleiru en einnig er boðið upp á minigolf fyrir alla aldurshópa. Garðurinn er eingöngu opinn yfir sumartímann. Aðkoma fyrir bíla að sundlauginni er frá Skólastíg sem tengist Hrafnagilsstræti til móts við heimavist MA en um 70 bílastæði liggja við sundlaugina. Til viðbótar eru um 90 stæði við Íþróttahöllina og þar eru líka biðstöðvar strætisvagna, tvær við Þórunnarstræti og ein við Hrafnagilsstræti.
Mennta- og menningarmál | 87
Símenntunarmiðstöð eyjafjarðar www.simey.is
S
ímenntunarmiðstöð Eyjafjarðar eða SÍMEY, eins og miðstöðin er kölluð í daglegu tali, hefur verið til frá því í mars árið 2000 þegar 36 stofnaðilar lögðu hver fram ákveðna stofnfjárupphæð til að koma rekstri hennar á fót. SÍMEY er sjálfseignarstofnun með sjö manna stjórn. Hver stjórnarmaður er fulltrúi ákveðins hóps stofnaðila, sem voru opinber fyrirtæki, almenn fyrirtæki, opinber stéttarfélög, almenn stéttarfélög, menntastofnanir, Akureyrarbær og sveitarfélög við Eyjafjörð. Tildrög að stofnuninni var stefnumótunarvinna atvinnumálanefndar Akureyrar þar sem fram komu hugmyndir um nauðsyn þess að efla samstarf atvinnulífs og fræðsluaðila. SÍMEY er ætlað að efla símenntun í Eyjafirði og auka samstarf atvinnulífs og skóla til að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífs á svæðinu og bjóða einstaklingum hagnýta og fræðandi þekkingu á öllum skólastigum. SÍMEY er aðili að Kvasi, samtökum svæðisbundinna fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á Íslandi. Miðstöðvarnar innan Kvasis sinna m.a. símenntun og öðrum verkefnum skv. samningi við menntamálaráðuneytið. Starfsemi SÍMEY hefur vaxið ár frá ári og þar er unnið að fjölbreyttum verkefnum. Með tilkomu Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins (FA) hefur hlutverk SÍMEY sem fræðsluaðila styrkst. FA greinir námsþarfir hjá fyrirtækjum, starfsstéttum og einstaklingum sem ekki hafa lokið námi úr framhaldsskóla og lýsir námstilboðum í sérstökum námskrám sem símenntunarmiðstöðvar eins og SÍMEY bjóða síðan upp á. SÍMEY býður upp á náms- og starfsráðgjöf en slík ráðgjöf er góð hvatning sem getur haft úrslitaáhrif þegar tekist er á við ný verkefni. Hvatning til virkrar símenntunar, sem og aðstoð við þá sem vilja auka menntun sína og færni er í boði. Fólk getur pantað og komið í viðtal sér að kostnaðarlausu, fengið ráðgjöf og/eða þreytt áhugasviðspróf, sem er gagnleg leið til að finna út hvaða leiðir henta hverjum og einum. Hjá SÍMEY er boðið upp á raunfærnimat. Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Allt nám er verðmætt og því er mikilvægt að það sé skjalfest. Með raunfærnimati geta einstaklingar fengið mat á hæfni/færni óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Þeir geta síðan nýtt sér niðurstöðurnar til að halda áfram námi. Markviss-ráðgjafar eru starfandi hjá SÍMEY. Markviss (Markviss uppbygging starfsmanna) er aðferðafræði sem fræðslu- og símenntunarmiðstöðvarnar á landsbyggðinni hafa sérhæft sig í. Markviss er verkfæri til að vinna kerfisbundið að starfsmannaþróun í fyrirtækjum og stofnunum. Með Markviss er tekist á við verkefni fyrirtækja sem fela í sér skipulagningu menntunar og þjálfunar. Hlutverk Markviss-ráðgjafanna er að leiðbeina fyrirtækjum t.d. við markmiðasetningu, upplýsingasöfnun, greiningu og lausn vandamála sem upp geta komið í ferlinu. Fjölmargir fyrirtækjaskólar hafa sprottið upp úr Markviss-verkefnum. Starfsmenn SÍMEY vinna með fyrirtækjaskólunum, sem bjóða starfsmönnum sínum fjölbreytt úrval starfsmenntunar á hverri skólaönn. Til viðbótar hefur SÍMEY tekið þátt í samstarfi við sjö önnur Evrópulönd við að þróa nýjar námsleiðir fyrir fólk á vinnumarkaði. SÍMEY kappkostar að veita góða þjónustu, hvort sem er fulltrúum atvinnulífsins eða einstaklingum. Við leggjum áherslu á vingjarnlegt andrúmsloft og munum taka vel á móti þér!
Frá námskeiði.
Áhugasamir nemendur á námskeiði.
Höfuðstöðvar SÍMEY að Þórsstíg 4.
88 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
söngskólinn í reykjavík www.songskolinn.is
G
arðar Cortes, óperusöngvari, kom heim frá tónlistarnámi í Bretlandi árið 1969. Við heimkomuna var nokkuð ljóst að tækifærin til þess að nýta námið voru af skornum skammti, auk þess sem ekki var fyrir hendi nein menntastofnun sem sinnti menntunarþörfum söngvara, svo heitið gæti. Garðar tók áskoruninni og lét gamlan draum rætast um að setja á fót sérstakan tónlistarskóla fyrir söngvara. Hann stofnaði Söngskólann í Reykjavík haustið 1973, fékk til liðs við sig einvalalið tónlistarmanna og rak skólann í leiguhúsnæði frá Trésmíðafélagi Reykjavíkur að Laufásvegi 8, fyrstu 5 árin. Árið 1978 tóku kennarar, nemendur og velunnarar, undir stjórn Garðars, sig saman og stofnuðu Styrktarfélag Söngskólans í Reykjavík. Félagið stóð að kaupum á húsnæði norska sendiráðsins að Hverfisgötu 45 og þar var Söngskólinn rekinn fram til ársins 2002, en þá urðu straumhvörf í húsnæðismálum skólans, fest voru kaup á gamla Mjólkurstöðvarhúsinu að Snorrabraut 54, sem var í eigu tölvusamskiptafélagsins OZ. Þar hefur skólinn verið rekinn frá hausti 2002, í rúmgóðu kennsluhúsnæði ásamt tónleikasalnum, Snorrabúð, sem er í bakhúsi á lóð skólans.
Nemendur og námsskipulag Söngskólinn í Reykjavík. Mynd eftir Árna Elfar.
Kennarar Söngskólans í Reykjavík.
Frá upphafi hefur eftirspurn eftir inngöngu í Söngskólann verið töluvert meiri en hægt er að anna hverju sinni og er ekki óalgengt að langir biðlistar myndist. Allir umsækjendur gangast undir inntökupróf, sem haldin eru bæði haust og vor. Meðalaldur nemenda er 20-25 ár en lægstu aldursmörk eru 11 ár. Námsleiðir miðast við þann grunn og reynslu sem nemandi hefur þegar aflað sér: • Námskeið sem standa í 7 vikur hvert, eru ætluð áhugafólki á öllum aldri og eru góður grunnur fyrir þá sem stefna að frekara söngnámi. • Unglingadeildir eru fyrir nemendur á aldrinum 11 til 15 ára. Þar ljúka nemendur grunnprófi. • Almennar deildir eru fyrir nemendur frá 16 ára aldri og skiptast í grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Þeim lýkur með framhaldsprófi, ígildi stúdentsprófs í tónlist og framhaldsprófstónleikum. • Háskóladeild tekur þá við til einsöngs og/eða söngkennslu. Öll lokapróf eru tekin í samvinnu við The Associated Board of the Royal Schools of Music í London. Prófdómarar ABRSM koma til Íslands til að dæma prófin tvisvar á ári. Árlega berast nemendum skólans boð um að sækja um alþjóðlega styrki á vegum ABRSM í framhaldi af árangri á lokaprófum frá Söngskólanum. Við Söngskólann í Reykajvík stunda að jafnaði 180-200 nemendur nám. Skólinn starfar samkvæmt lögum um tónlistarskóla og nýtur þannig styrkja sem nema launum kennara. Skólagjöld nemenda standa undir öðrum rekstrarkostnaði. Á 39 starfsárum skólans hafa á fjórða þúsund nemendur stundað nám þar í lengri eða skemmri tíma. 325 nemendur hafa lokið framhaldsprófum og skólinn hefur útskrifað samtals 175 nemendur með háskólagráðu í einsöng og/eða söngkennslu; 124 með ABRSMdip/Certificate of higher education og 57 með LRSM/Bachelor degree with honours. Við Söngskólann í Reykjavík starfa 32 starfsmenn í u.þ.b. 20 stöðugildum. Skólastjóri er Garðar Cortes, aðstoðarskólastjóri Ásrún Davíðsdóttir, deildarstjórar eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Jón Kristinn Cortez.
Mennta- og menningarmál | 89
T
tónlistarskóli garðabæjar www.tongar.is
ónlistarskóli Garðabæjar var stofnaður 1964 og hét þá Tónlistarskóli Garðahrepps. Hann var upphaflega rekinn af Tónlistarfélagi Garðahrepps sem stofnað var sama ár. Aðalhvatamenn að stofnun skólans voru Helgi K. Hjálmsson, Vilbergur Júlíusson, skólastjóri barnaskólans, sr. Bragi Friðriksson og Ólafur G. Einarsson, þáverandi sveitarstjóri. Skólastjóri var ráðinn Guðmundur Norðdahl og gegndi hann því embætti til ársins 1975. Fyrsta skólaárið voru 30 nemendur og þrír kennarar við skólann. Kennslan fór að mestu fram í barnaskólanum, en einnig á heimilum kennara og skólastjóra. Strax í upphafi var stefnan tekin á öflugt blásarasveitastarf auk hljóðfæranáms á fiðlu, selló, gítar og píanó. Smám saman fjölgaði nemendum og kennslugreinum. Skólinn bjó lengi við þröngan kost í húsnæðismálum sem kom þó ekki niður á vinsældum hans og góðum árangri. Árið 1975 tók Garðabær við rekstri skólans. Þá var jafnframt ráðinn nýr skólastjóri, Alma E. Hansen og gegndi hún því starfi til ársins 1984. Á þessum árum hét skólinn Tónlistarskólinn í Görðum. Árið 1984 tók Gísli Magnússon við skólastjórastöðunni og sama ár var nafni skólans breytt í núverandi horf. Gísli gegndi stöðunni til áramóta 1999-2000 en þá tók Agnes Löve við stöðunni. Laufey Ólafsdóttir tók síðan við stöðunni þann 1. ágúst 2012. Haustið 1999 eignaðist skólinn nýtt og glæsilegt hús að Kirkjulundi 11 fyrir starfsemi sína. Á þeim 47 árum sem skólinn hefur starfað hafa 53 nemendur lokið burtfararprófi með sjálfstæðum tónleikum . Nú stunda 430 nemendur við skólann og eru kennarar 30 í 19 stöðugildum. Markmið skólans er að veita almenna tónlistarfræðslu, stuðla að iðkun tónlistar og vinna að eflingu tónlistarlífs í Garðabæ. Mikil áhersla er lögð á samleik og samsöng nemenda og starfandi eru þrjár blásarasveitir, léttsveit, tvær strengjasveitir og kór ásamt ýmsum smærri samspilshópum, bæði klassískum og rythmískum og er mjög mikið um tónleikahald nemenda og teljast tónleikar í sal skólans vera um100 á vetri hverjum. Á ári hverju veitir Garðabær tveimur nemendum tveggja mánaða starfslaun yfir sumartímann til að gefa þeim færi á að sinna námi sínu enn frekar. Meðal verka sem nemendur hafa fært upp er ævintýraóperan Hnetu-Jón og Gullgæsin eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, óperan Brúðkaup Figaros eftir W.A. Mozart og Stabat Mater eftir Pergolesi.
90 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
tónlistarskóli kópavogs www.tonlistarskoli.is
T Skólinn hefur aðsetur í Tónlistarhúsi Kópavogs.
Strengjasveit skólans á tónleikum.
Atriði úr óperuflutningi söngnemenda.
ónlistarskóli Kópavogs tók til starfa í nóvember 1963. Fyrsti skólastjóri var Jón S. Jónsson tónskáld og voru kennarar þrír auk skólastjóra fyrsta skólaárið. Nemendur voru 37 og lærðu allir utan einn á píanó. Jón gegndi starfinu í tvö ár, er hann sagði starfi sínu lausu og fluttist til Bandaríkjanna til kennslustarfa í tónlist. Frank Herlufsen tónlistarkennari var ráðinn í hans stað haustið 1965 og gegndi hann því starfi í þrjú ár. Var Fjölnir Stefánsson tónskáld þá ráðinn skólastjóri frá 1. september 1968. Tók þá við mikið vaxtarskeið skólans en Fjölnir gegndi starfi skólastjóra allt til ársins 2000. Skipulag skólans var endurskoðað, lagður grundvöllur að öflugum skóla með stofnun undirbúningsdeildar eða forskóla og kennsluhættir festir í sessi, sem hafa í stórum dráttum haldist fram á þennan dag. Í þeim efnum var horft til Bretlands en þar byggðist nám í hljóðfæraleik og söng upp á kerfi Associated Board of the Royal Schools of Music. Þetta kerfi varð einnig fyrirmynd að fyrstu samræmdu námskrám fyrir tónlistarskóla á Íslandi. Skólinn útskrifaði sinn fyrsta nemanda með burtfararpróf á 10 ára afmæli sínu árið 1973; Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, söngkonu. Þremur árum síðar, árið 1976, lauk fyrsti nemandinn burtfararprófi í hljóðfæraleik, en það var Árni Harðarson, núverandi skólastjóri Tónlistarskólans. Margir fleiri hafa fylgt í kjölfarið sem lokið hafa burtfararprófi eða framhaldsprófi. Tónlistarskólinn var lengst af rekinn af Tónlistarfélagi Kópavogs í samræmi við lög. Þar er nú kveðið á um að sveitarfélög standi undir kennslukostnaði í tónlistarskólum, en annar rekstrarkostnaður, s.s. húsnæði, hljóðfærakaup og laun annarra starfsmanna en kennara, skuli fjármagnaður með skólagjöldum. Rekstrarformi Tónlistarskóla Kópavogs var breytt árið 2001 í sjálfseignarstofnun. Um leið var fulltrúum bæjarfélagsins í fimm manna stjórn skólans fjölgað úr einum í tvo. Á bernskuárum skólans voru húsnæðismálin jafnan erfiðustu viðfangsefnin, enda jafnan búið við þröngan kost. Skólinn var fyrstu árin til húsa í leiguhúsnæði í Félagsheimili Kópavogs og í húsnæði Skátafélags Kópavogs að Borgarholtsbraut 7 til eins árs. Úr húsnæðismálum rættist árið 1971 þegar skólinn tók á leigu húsnæði við Hamraborg 11. Skólinn stækkaði síðar við sig á sama stað með kaupum á viðbótarhúsnæði og var til húsa í Hamraborginni allt til haustsins 1999. Árið 1997 gerðist Tónlistarfélagið svo aðili að stofnsamningi um Tónlistarhús Kópavogs ásamt Kópavogsbæ. Tónlistarskólinn flutti í hið nýja og glæsilega húsnæði, sem jafnframt var 1. áfangi Menningarmiðstöðvar Kópavogs, haustið 1999 og hafði þar með eignast framtíðarheimili. Í dag er Tónlistarskóli Kópavogs einn af stærstu tónlistarskólum landsins og starfar í samræmi við markmið aðalnámskrár tónlistarskóla. Hlutverk skólans er að veita nemendum sínum góða undirstöðuþekkingu og þjálfun í tónlist, ásamt því að leggja rækt við að undirbúa efnilega tónlistarnema fyrir frekara nám. Boðið er upp á kennslu í hljóðfæraleik, þar sem nemendur geta valið á milli allra helstu hefðbundinna strengja- og blásturshljóðfæra auk harmoniku, hörpu, sembals og píanós. Skólinn býður einnig upp á söngnám og í fullkomnu hljóðveri skólans eiga nemendur kost á að leggja stund á tölvutónlist. Til viðbótar treysta nemendur almenna þekkingu sína með ástundun fræðilegra greina, s.s. tónfræði, hljómfræði, tónheyrnar og tónlistarsögu. Skólastjóri frá árinu 2000 er Árni Harðarson og aðstoðarskólastjóri Kristín Stefánsdóttir.
Mennta- og menningarmál | 91
víkin – sjóminjasafnið í reykjavík www.sjominjasafn.is
S
jávarútvegurinn er sú auðlind sem byggt hefur upp okkar öfluga velferðarþjóðfélag. Fiskveiðar eru samofnar sögu, mannlífi og menningu þjóðarinnar og forsendan fyrir byggð í landinu frá landnámi fram á okkar daga. Því er ávallt sérlega mikilvægt að varðveita muni og minjar úr sögu sjávarútvegs á Íslandi. Frá árinu 2005 hefur þessu hlutverki verið dyggilega sinnt af Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík. Safnið er rekið sem sjálfseignarstofnun en helstu bakhjarlar eru Faxaflóahafnir, Reykjavíkurborg, Eimskip, Íslandsbanki og HB Grandi. Aðsetur Víkurinnar er að finna í gömlu húsnæði Bæjarútgerðar Reykjavíkur (BÚR) að Grandagarði 8. Staðsetningin er einstök og falleg með stórbrotnu útsýni yfir hafnarsvæðið.
Lifandi safn við sjóinn Víkin er ungt safn í örum vexti. Upphaflega fór starfsemin fram í 600 m2 á efri hæð en nær nú yfir 2.100 m2 á tveimur hæðum sem rúma sex sýningarsali. Út frá húsinu liggur gömul bryggja þar sem við landfestar er bundið varðskipið Óðinn sem er hið eina sem tók þátt í öllum þremur þorskastríðum þjóðarinnar. Við bryggjuna liggur ennfremur dráttar- og lóðsbáturinn Magni sem við gangsetningu árið 1955 var fyrsta stálskipið sem smíðað var hérlendis. Bæði þessi fley gegna veigamiklu sögulegu hlutverki og gefst gestum safnsins kostur á að skoða þau undir leiðsögn.
Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík.
Fjölbreyttir sýningarsalir Inngangar safnsins eru tveir, þar af nýr inngangur hafnarmegin þar sem gestir ganga á trébryggju meðfram eldra fiskiskipi í dráttarbraut og fara síðan yfir göngubrú að safninu. Þegar inn er komið blasir við rúmgóð móttaka ásamt safnbúð. Inn af móttökunni er vinalegt kaffihús með aðgengi að stórum bryggjupalli að sunnanverðu. Inn af því liggja síðan tveir salir. Sá fyrri gengur undir nafninu Betri stofan og er ætlaður fyrir tímabundnar sýningar og móttökur af ýmsum toga. Inn af honum gengur síðan annar salur sem nefnist Verbúðin sem m.a. er nýttur fyrir ýmsar uppákomur eins og kvikmynda- og leiksýningar, auk þess að vera hefðbundinn sýningarsalur og fundaraðstaða. Inn af móttökunni í hina áttina koma gestir fyrst að sýningu um kaupsiglingar landsmanna frá upphafi til nútímans. Á þeirri sýningu uppgötva gestir hinn athyglsverða og einstaka Bryggjusal sem er helgaður sögu kaupsiglinga og Reykjavíkurhafnar. Uppsetningin er mjög forvitnileg þar sem gestum gefst kostur á því að upplifa sanna íslenska bryggjustemmningu með iðandi athafnalífi og lífríki hafsins í sjónum umhverfis bryggjuna. Þegar gengið er upp á efri hæð Víkurinnar tekur við hin eiginlega fastasýning safnsins. Sýningunni er ætlað að rekja þróun fiskveiða frá árabátum tómthúsmanna á 19. öld og fram að hátæknivæddum sjávarútvegi 21. aldar. Fastasýning safnsins miðar að því að saga sjávarútvegs á Íslandi birtist sýningagestum fersk og ljóslifandi og er þar sjón sögu ríkari. Til hliðar við fastasýningu safnins er sérsýningasalur sem nefndur er Hornsílið. Þar eru settar upp tímabundnar sérsýningar sem tengjast umfjöllunarefni safnsins, bæði á vegum safnsins og annarra aðila. Þegar þetta er ritað eru um 4.000 safngripir í vörslu Víkurinnar og stöðugt safnast í sarpinn úr ýmsum áttum. Tilkoma safnsins hefur reynst afar mikilvæg í því starfi að halda til haga munum og minjum úr strandmenningu Reykvíkinga í aldanna rás. Starfsemi Sjóminjasafnsins minnir okkur á mikilvægi þess að öll varðveisla og skráning nýrra muna verður að vera í föstum skorðum svo komandi kynslóðir öðlist gleggri mynd af þróun sjávarútvegs á Íslandi í gegnum tíðina.
Gestir safnins fá kynningu á netagerð.
Glæsilegir sýningarsalir.
Varðskipið Óðinn.
92 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins www.tskoli.is
T
ækniskólinn, skóli atvinnulífsins var stofnaður árið 2008 þegar Iðnskólinn í Reykjavík og Fjöltækniskóli Íslands sameinuðust. Áður hafði Fjöltækniskólinn orðið til við sameiningu Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands. Skólinn er stærsti framhaldsskóli landsins og byggir á langri og merkri sögu sem tengist atvinnulífi landsins órjúfanlegum böndum. Tækniskólinn er einkarekinn skóli og er rekstrarfélagið í eigu aðila atvinnulífsins: Landssambands íslenskra útvegsmanna, Samtaka iðnaðarins, Samorku, Samtaka íslenskra kaupskipaútgerða og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Samkvæmt samþykktum skólans, sem eru í anda sjálfseignarstofnunar, er eigendum ekki heilmilt að taka út fjárhagslegan arð en arður eigenda felst í betur menntuðu fólki fyrir atvinnulífið. Rekstur skólans miðast við að skólinn sé sjálfbær.
Starfsstöð Tækniskólans á Skólavörðuholtinu.
Sérstaða Tækniskólans Sérstaða Tækniskólans felst í nánum tengslum hans við atvinnulífið í gegnum eignarhaldsfélag hans og sérstök fagráð sem tengjast öllum námsbrautum skólans. Í fagráðum sitja fulltrúar atvinnurekenda, launþega og fagkennara í hverri grein. Flestar námsbrautir Tækniskólans veita markvissan undirbúning til ákveðinna starfa jafnframt því sem þær opna leiðir til áframhaldandi náms. Skipstjórnarskólinn og Véltækniskólinn starfa eftir vottuðu gæðakerfi ISO 9110:2000 og Tækniskólinn stefnir að vottun allra skóla Tækniskólans. Tækniskólinn hefur haslað sér völl sem viðurkenndur og eftirsóttur iðn- og starfsmenntaskóli í hraðri þróun.
Starfsstöð Tækniskólans í Sjómannaskólanum við Háteigsveg.
Raftækniskólinn.
Mennta- og menningarmál | 93
Hársnyrtiskólinn.
Hlutverk Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla frá 2008 og aðalnámskrá framhaldsskóla. Tækniskólinn tekur mið af lögunum frá 2008 í þróun skólans og unnið er að endurskoðun allra námskráa í anda þeirra. Hlutverk Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, er að stuðla að alhliða þroska nemenda, búa þá undir störf í atvinnulífinu og frekara nám í sérskólum og háskólum. Einnig er það hlutverk skólans að búa nemendur undir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi og leitast við að efla með þeim gagnrýna hugsun, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi. Sérstakt hlutverk Tækniskólans er að mennta eftirsótta handverks-, iðnaðar-, tækni-, vélstjórnar-, skipstjórnar- og sjávarútvegsmenn til starfa í íslensku jafnt sem alþjóðlegu umhverfi bæði til sjós og lands.
Framtíðarsýn Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, verði áfram helsti verk- og tæknimenntaskóli landsins, njóti virðingar nemenda og atvinnulífs fyrir góða menntun og verði eftirsóttur vinnustaður. Tækniskólinn verði leiðandi í framboði á framhaldsmenntun að loknu starfsnámi.
Gildi Tækniskólans Menntun Við leitumst við að veita nemendum okkar fjölþætta menntun sem nýtist þeim til starfs eða áframhaldandi náms og til virkrar þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Inntak og framsetning kennslunnar er alltaf í endurskoðun með það fyrir augum að koma á framfæri bestu hefðum og nýjustu tækni. Við leggjum áherslu á að virkja sköpunarkraftinn og stuðlum að samþættingu ólíkra greina.
94 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Véltækniskólinn.
Virðing Við mætum hverjum nemenda þar sem hann er staddur og væntum mikils af honum. Við stuðlum að og virðum jafnrétti, lýðræði og mannréttindi. Við berum virðingu fyrir starfsfólki okkar og nemendum og bjóðum þeim góðar aðstæður. Við virðum gildi og hefðir faggreina og nálgumst umhverfi okkar með endurnýtingu og sjálfbærni að leiðarljósi.
Fagmennska Við leggjum áherslu á fagmennsku á öllum sviðum, í kennslu, stoðþjónustu og samskiptum við nemendur, foreldra og atvinnulíf. Við ástundum fagleg vinnubrögð og hagsýni í stjórn skólans og ákvarðanatöku. Við byggjum fagmennsku okkar m.a. á námskrám, áætlunum, ferlum og gæðaviðmiðunum.
Framsækni Við erum fljót til nýjunga, leitum tækifæra og bjóðum nemendum nýjar lausnir. Við bregðumst við þörfum atvinnulífsins fyrir vel menntað starfsfólk og vinnum með fyrirtækjum og hagsmunaaðilum að þróun námsbrauta. Við göngum á undan í innleiðingu nýjunga í kennsluháttum og þróun námskráa og nýrra námsbrauta í takt þróun í atvinnulífinu.
Skólar Tækniskólans
Byggingatækniskólinn.
Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, samanstendur af mörgum skólum með sameiginlega yfirstjórn. Yfir hverjum skóla er skólastjóri. Skólastjórar einstakra skóla Tækniskólans annast faglega ábyrgð og stjórnun á námi skólans og nær sú ábyrgð yfir skipulag kennslu og námsefnis, ráðningu kennara og ráðgjöf nemenda tengda náminu. Skólastjórar taka virkan þátt í daglegri stjórnun Tækniskólans. Skólarnir eru: Byggingatækniskólinn, Endurmenntunarskólinn, Fjölmenningarskólinn, Flugskóli Íslands, Hársnyrtiskólinn, Hönnunar- og handverksskólinn, Margmiðlunarskólinn, Meistaraskólinn, Raftækniskólinn, Skipstjórnarskólinn, Tæknimenntaskólinn, Upplýsingatækniskólinn og Véltækniskólinn.
Mennta- og menningarmál | 95
Skipstjórnarskólinn.
Aðstaða Aðalbyggingar skólans eru á Háteigsvegi og Skólavörðuholti. Byggingatækniskólinn hefur auk þess aðstöðu á Skeljanesi við Skerjafjörð og Flugskóli Íslands er við Bæjarflöt í Grafarvogi.
Stærð skólans Námsbrautir eru samtals um 50 og í boði eru að jafnaði um 800 áfangar á hverri önn. Nemendur eru um 1.800-1.900 í dagskóla og um 300 í dreifnámi auk nemenda sem sækja einstök námskeið við Endurmenntunarskólann. Starfsmenn eru um 200. Skipurit skólans, starfslýsingar og upplýsingar um undirskóla Tækniskólans er að finna í Námsvísi skólans sem og á heimasíðu hans. Skólameistarar Tækniskólans eru Baldur Gíslason og Jón B. Stefánsson.
Upplýsingatækniskólinn.
96 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
verzlunarskóli íslands www.verslo.is
V
erzlunarskóli Íslands er menntastofnun sem býður upp á fjögurra ára framhaldsnám, til stúdentsprófs, fyrir nemendur sem hafa lokið grunnskólaprófi. Skólinn er áfangaskóli og starfar eftir bekkjakerfi. Námsfyrirkomulagið er með þeim hætti að eftir tvö ár ljúka nemendur verslunarprófi, eftir tvö ár til viðbótar eru þeir brautskráðir sem stúdentar. Verzlunarskóli Íslands er sjálfseignarstofnun sem starfar samkvæmt skipulagsskrá sem Viðskiptaráð Íslands setur. Samkvæmt henni er meginhlutverk skólans að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs innbyrðis, sem og gagnvart öðrum þjóðum með því að efla og veita almenna menntun og viðskiptafræðslu á framhaldsskólastigi. Verzlunarskóli Íslands.
Saga og þróun
Úr mötuneytinu.
Hinn 15. apríl árið 1904 voru 50 ár liðin frá því að Danir veittu Íslendingum fullt verslunarfrelsi. Í tilefni þess efndi verslunarstéttin í Reykjavík til samsætis. Þar flutti Brynjólfur H. Bjarnason ræðu og minntist á að verslun og viðskipti yrðu ekki efld frekar nema með stofnun menntaseturs á þessu sviði. Málið komst síðan á skrið þegar Verzlunarmannafélag Reykjavíkur tók það upp á sína arma, en fyrir tilstilli þess og Kaupmannafélags Reykjavíkur var Verzlunarskóli Íslands stofnaður haustið 1905. Árið 1919 var lagt fram frumvarp á þingi um ríkisrekinn verslunarskóla. Málinu var vísað frá, en aðstandendur Verzlunarskóla Íslands töldu að skólinn þyrfti að eignast öflugan forsvarsaðila ef tryggja ætti framtíð hans. Samkvæmt ósk Kaupmannafélagsins, Verzlunarmannafélagsins og skólanefndar varð sú breyting árið 1922 að Verslunarráð Íslands tók að sér umsjón og yfirstjórn skólans og svo hefur verið síðan. Fyrsta árið var einungis kennt í tveimur deildum, yngri deild og undirbúningsdeild. Eldri deild tók til starfa næsta skólaár. Þessi skipting var við lýði til ársins 1926, en þá var þriðja bekk bætt við. Árið 1935 var fjórða bekk bætt við og sama ár var sett á stofn framhaldsdeild fyrir þá nema sem lokið höfðu verslunarprófi. Sú ráðstöfun lagði grunninn að stofnun viðskiptaháskóla árið 1938, en hann breyttist í viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1941. Með reglugerð um lærdómsdeild Verzlunarskóla Íslands árið 1942 aflaði skólinn sér heimildar til að útskrifa stúdenta.Verslunargreinar og tungumál settu í upphafi mestan svip á námsefni lærdómsdeildar, en tilkoma hennar átti eftir að auka námsframboðið til mikilla muna þegar fram í sótti. Hagfræðideild og máladeild voru settar á stofn árið 1970 og stærðfræðideild árið 1984. Árið 2004 var farið í heildarendurskipulagningu á starfsemi skólans, námsleiðum fjölgað og námsframboð aukið. Árið 2005 hóf skólinn að bjóða upp á fjarnám og er það opið öllum. Fjarnámið hefur vaxið jafnt og þétt og eru allir áfangar dagskólans í boði.
Námsleiðir
Þrír galvaskir.
Verzlunarskólinn býður upp á fjórar námsbrautir í dagskóla og fjarnámi. Innan hverrar brautar er ýmist eitt eða tvö svið sem draga fram frekari sérkenni námsleiða. Nemendur innritast inn á ákveðna námsbraut. Námið á öllum brautum er eins fyrsta árið, nema hvað nemendur velja milli frönsku, spænsku og þýsku. Þetta auðveldar nemendum að skipta um braut að loknu fyrsta námsári. Félagsfræðabraut, alþjóðasvið: Markmiðið er að veita nemendum góðan grunn í tungumálum ásamt sögu og menningu helstu viðskiptalanda okkar. Einnig eru kynntar helstu alþjóðastofnanir og starfsemi þeirra. Námið er góð undirstaða fyrir háskólanám í þjóðfélagsgreinum, viðskiptum, almannatengslum og fréttamennsku.
Mennta- og menningarmál | 97
Á peysufatadegi.
Frá útskrift 2012.
Málabraut, málasvið: Undirbúningur fyrir tungumála- og hugvísindanám á háskólastigi. Höfuðáhersla er lögð á helstu þjóðtungur Evrópulanda og að veita nemendum innsýn í fræðiheim málvísinda. Slíkur undirbúningur er góður grunnur fyrir háskólanám í tungumálum og býr nemendur undir þátttöku í heimi alþjóðasamskipta. Viðskiptabraut, hagfræðisvið: Undirbúningur fyrir viðskiptatengt háskólanám á borð við viðskiptafræði, hagfræði og aðrar skyldar greinar. Höfuðáhersla er lögð á að byggja upp hagfræði- og stærðfræðikunnáttu nemenda. Viðskiptabraut, viðskiptasvið: Markmiðið er að búa nemendur undir störf í viðskiptalífi og því skipa viðskiptagreinar stóran sess. Lögð er áhersla á hagnýtar greinar og að nemendur fræðist um eðli fyrirtækjareksturs og atvinnulífs. Deildin býður upp á góða undirstöðu fyrir frekara nám í viðskiptagreinum á háskólastigi. Náttúrufræðibraut, eðlisfræðisvið: Eðlisfræðisvið er góður undirbúningur fyrir nám í verkfræði, raunvísindum og öðrum skyldum greinum. Megináherslan er lögð á stærðfræði og eðlisfræði. Náttúrufræðibraut, líffræðisvið: Líffræðisvið er góður undirbúningur fyrir nám í verkfræði, læknisfræði og öðrum skyldum greinum. Megináherslan er lögð á líffræði og efnafræði ásamt stærðfræði. Nánari upplýsingar um einstakar námsgreinar og annað, sem varðar starfsemi Verzlunarskóla Íslands er að finna á heimasíðu skólans: www.verslo.is
Námsmarkmið Meginmarkmið náms við Verzlunarskóla Íslands eru tvíþætt. Í fyrsta lagi að brautskráðir nemendur verði færir um að takast á við nám í háskóla eða sérskóla á háskólastigi. Í öðru lagi að brautskráðir nemendur verði færir um að stunda rekstur og gegna stjórnunarstörfum í íslensku atvinnulífi. Til að þessi markmið náist verður námsframboð að taka mið af þeim kröfum sem háskólar hérlendis og erlendis gera til nýnema. Einnig verður skólinn að laga sig að síbreytilegum aðstæðum og þróun samfélagsins. Til að brautskráðir nemendur séu tilbúnir að hefja störf í tæknivæddu nútímasamfélagi verður að fylgjast vel með allri þróun sem á sér stað á sviði upplýsinga- og tölvutækni. Verzlunarskólinn hefur að markmiði að vera í fremstu röð menntastofnana á þessu sviði.
Stjórn/starfslið/nemendur Viðskiptaráð Íslands myndar fulltrúaráð skólans, skipar fimm manna skólanefnd sem ræður skólastjóra. Hann skipar síðan annað starfsfólk. Að jafnaði starfa um 120 manns við skólann, fjöldi nemenda í dagskóla er um 1.240 og yfir 1.500 manns í fjarnámi.
Kennarar og annað starfsfólk Skólastjórn: Ingi Ólafsson skólastjóri Klara Hjálmtýsdóttir áfangastjóri Sigurlaug Kristmannsdóttir fjarnámsstjóri Þorkell H. Diego yfirkennari Skólanefnd Bryndís Hrafnkelsdóttir formaður Helgi Jóhannesson Jón Diðrik Jónsson Sigríður Margrét Oddsdóttir Þórður Möller, fulltrúi kennara og starfsmanna
98 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
þjóðminjasafn íslands www.thjodminjasafn.is
Þ
jóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun í eigu íslenska ríkisins. Því er ætlað að vera miðstöð þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar frá upphafi til vorra daga og stuðla að því að sem flestir geti haft gagn og gaman af sögu og minjum lands og þjóðar. Meginhluti safnhússins hýsir grunnsýningu Þjóðminjasafnsins: Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Þjóðminjasafn Íslands starfar samkvæmt lögum um söfn og minjar á Íslandi og alþjóðlegum siðareglum safna. Þjóðminjasafn Íslands er höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslunnar. Það annast söfnun, skrásetningu, varðveislu og rannsóknir á minjum um menningarsögu þjóðarinnar og kynningu þeirra, innan lands og utan. Þjóðminjasafn Íslands er minjasöfnum til ráðgjafar og stuðlar að samvinnu safna og samræmdri safnastefnu á sviði þjóðminjavörslunnar. Þjóðminjasafnið telst stofnað 24. febrúar 1863. Þann dag færði Jón Árnason stiftsbókavörður stiftsyfirvöldum bréf frá Helga Sigurðssyni á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi þar sem hann býðst til að gefa Íslandi 15 gripi með þeirri ósk ,,að þeir verði fyrsti vísir til safns íslenskra fornmenja.“ Íslenskir gripir höfðu fram að þessu einkum verið fluttir úr landi og varðveittir í dönskum söfnum. Þórður Jónasson stiftamtmaður og Helgi Thordersen biskup þáðu gjöfina skriflega samdægurs. Þeir fólu Jóni Árnasyni umsjón safnsins en hálfu ári seinna fékk hann að ráða Sigurð Guðmundsson málara sem annan umsjónarmann, en Sigurður hafði fyrstur sett fram hugmynd um stofnun safns af þessum toga. Á eftir þeim voru forstöðumenn safnsins þeir Sigurður Vigfússon gullsmiður, Pálmi Pálsson menntaskólakennari og Jón Jakobsson bókavörður. Safnið var fyrstu áratugina til húsa á ýmsum háaloftum, Dómkirkju, Tukthúsi, Alþingishúsi og Landsbanka uns það fékk inni í risi Landsbókasafns við Hverfisgötu (nú Þjóðmenningarhúsi) 1908 og var þar fulla fjóra áratugi. Safnið var í upphafi nefnt Forngripasafnið og í kjölfar laga sem samþykkt voru um verndun fornminja árið 1907 var nafni safnsins breytt í Þjóðmenjasafn Íslands og síðar Þjóðminjasafn Íslands og við þá breytingu varð þjóðminjavörður forstöðumaður safnsins. Árið 1907 voru fyrst sett lög um verndun fornminja. Þá var Matthías Þórðarson skipaður þjóðminjavörður og gegndi hann því starfi í fjóra áratugi. Árið 1947 tók Kristján Eldjárn við embætti þjóðminjavarðar og gegndi því uns hann var kjörinn forseti Íslands árið 1968. Eftirmaður hans var Þór Magnússon sem gegndi starfinu til ársins 2000 þegar Margrét Hallgrímsdóttir tók við embætti þjóðminjavarðar og var fyrsta konan til að gegna því embætti.
Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu.
Mennta- og menningarmál | 99
Við stofnun lýðveldis 1944 ákvað Alþingi að reisa safninu eigið hús og var það nokkurs konar morgungjöf til þjóðarinnar í tilefni sjálfstæðis. Flutt var í húsið í áföngum um 1950. Þá hefst nýr kafli í sögu safnsins sem einkennist af uppbyggingu fjölþættrar starfsemi á sviði safnastarfs og þjóðminjavörslu. Unnið var að söfnun þjóðháttaheimilda með spurningarskrám um íslenska þjóðmenningu, safnað var munum og myndum auk þess sem Þjóðminjasafn Íslands tók í sína vörslu sögulega merk hús um allt land og söfnun tækniminja hófs. Þjóðminjasafn Íslands varð leiðandi í safnastarfi og þjóðminjavörslu á Íslandi. Um síðustu aldamót var ráðist í viðamiklar endurbætur á safninu og almenna endurskipulagningu á starfsemi safnsins. Lagður var grunnur að faglegri starfsemi Þjóðminjasafns Íslands á 21. öld með gagngerum viðgerðum og breytingum á safnhúsinu við Suðurgötu, flutningi safnkosts í nýjar og vandaðar geymslur og mótun safnastefnu á sviði þjóðminjavörslu fyrir öll minjasöfn á Íslandi. Árið 2003 hlaut safnið hin íslensku safnaverðlaun fyrir árangur á sviði rannsókna og útgáfu, en lögð er áhersla á vandaða útgáfu fræðirita á starfssviði safnsins. Nýuppgert Þjóðminjasafn með nýjum grunnsýningum og sérsýningum var opnað á ný með glæsibrag þann 1. september 2004. Í framhaldi af opnuninni var safninu veitt viðurkenning frá Evrópuráði safna (European Museum Forum, EMF) árið 2006 (European Museum of the Year 2006) og í kjölfarið hlut safnið viðurkenningu er það var skráð í hóp bestu safna Evrópu (Best in Heritage – Group of Excellance). Vönduð grunnsýning Þjóðminjasafns Íslands gerir grein fyrir menningarsögu þjóðarinnar frá landnámi til samtíma. Sýningin endurspeglar þróun samfélags á Íslandi, og er sífellt leitast við að endurnýja þætti sýningarinnar með markvissum hætti með nýrri þekkingu og rannsóknarniðurstöðum. Auk þess er boðið upp á fjölbreyttar sérsýningar á munum og myndum í safninu, viðburði og fræðslu hvers konar. Gestafjöldi hefur margfaldast frá enduropnun safnsins og telur nú á annað hundrað þúsund gesta á ári hverju. Þjóðminjasafn Íslands leggur metnað í gott aðgengi að safninu og miðlun sem stuðlar að víðsýni og virðingu. Safnið leggur metnað í samvinnu og þjónustu við safngesti, fræðimenn, nemendur og stofnanir. Þannig stefnir Þjóðminjasafnið að því að hreyfa við fólki með starfsemi sinni og þar með axla sína ábyrgð í almennri umræðu með víðsýni að leiðarljósi. Árið 2006 hlaut Þjóðminjasafnið einnig viðurkenningu Sjálfsbjargar, landsambands fatlaðra, fyrir gott aðgengi fyrir alla. Við Þjóðminjasafn Íslands starfa á sjötta tug starfsmanna með fjölþætta menntun og reynslu á sviði þjóðminjavörslu, varðveislu og miðlunar á menningararfi þjóðarinnar. Leiðarljós í starfi Þjóðminjasafns Íslands, er að safnið stuðli að varðveislu og þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar frá upphafi til samtíma og standi fyrir vandaðri i miðlun um sögu og minjar lands og þjóðar með fjölbreyttu sýningar- og menningarstarfi. Þjóðminjasafn speglar þannig fortíð og samtíð í starfi sínu með virðingu fyrir fjölbreytileika menningar og samfélags á hverjum tíma. Þjóðminjasafn Íslands er safn allra landsmanna og einn af hornsteinum íslensks menningarsamfélags. Þar er varðveittur menningararfur þjóðarinnar, brunnur heimilda um menningarsögu Íslands. Þannig mun safnið í framtíðinni stuðla að nýrri þekkingu, umræðu og nýsköpun samfélaginu til góðs.
Ferðaþjónusta
102 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
arctic trucks www.arctictrucks.is
H
álendi Íslands getur verið mjög erfitt yfirferðar. Upp úr 1970 hófu úrræðagóðir jeppamenn að prófa notkun stærri dekkja og um 1985 komu fram lausnir sem vöktu athygli fyrir að sameina að hluta hæfni og getu jeppa og snjóbíla. Þessar lausnir gátu sparað mikinn tíma og kostnað og opnað nýja möguleika en framkvæmd breytinganna var þó með ýmsum hætti og bílainnflytjendur unnu almennt gegn þessari þróun. En þörfin var til staðar og árið 1990 hóf Toyota á Íslandi að bjóða viðskiptavinum sínum breytta bíla. Fljótlega var nafnið Arctic Trucks tekið upp og áhersla lögð á að auka gæði breytinganna og þjónustu við neytendur. Lausnir Arctic Trucks náðu fljótt vinsældum og starfsemin hafði jákvæð áhrif á ímynd og gengi Toyota á Íslandi. Höfuðstöðvar Arctic Trucks að Kletthálsi 3 í Reykjavík.
Til Noregs Árið 1999 hóf Arctic Trucks starfsemi í Noregi en gert var samkomulag við Toyota í Noregi um að selja og þjónusta þessar lausnir í gegnum umboðsmannakerfi sitt víða um Noreg. Í upphafi var ákveðið að bjóða aðeins breytingar upp að 35 tommu dekkjastærð. Árið 2003 vann Arctic Trucks verkefni fyrir norska herinn og vegna góðs árangurs kallaði það á frekari viðskipti. Árið 2010 landaði Arctic Trucks stórum langtíma samningi við norska og sænska herinn í útboði þar sem keppt var við nokkur af stærstu fyrirtækjum heims. Þessi samningur hefur nú þegar opnað Arctic Trucks leið að öðrum stórnotendum. Þá hefur tækniþróun og tæknileg geta fyrirtækisins vaxið gríðarlega í kjölfarið.
Arctic Trucks verður sjálfstætt Árið 2005 keypti Emil Grímsson sem áður var forstjóri Toyota á Íslandi rekstur Arctic Trucks. Fyrirtækið flutti starfsemi sína í nýtt húsnæði að Kletthálsi 3 og hóf nú einnig að þjónusta fleiri bíltegundir.
Sókn á erlenda markaði Mjög fljótt var ákveðið að leggja áherslu á að byggja upp sterkt og spennandi vörumerki. Mikil vinna var lögð í að byggja upp alþjóðlegt sölu- og þjónustunet, staðla lausnirnar og setja upp framleiðsluferla svo hægt væri að framkvæma breytingarnar í hverju landi fyrir sig. Einnig var mjög mikilvægt að lausnir okkar uppfylltu skráningarkröfur á einstökum mörkuðum. Vinna við þetta hófst af krafti árið 2005 og í kjölfarið komu að fyrirtækinu nýir fjárfestar sem styrkti stoðir þess og efldi þróunar- og markaðsstarf. Nú þegar hefur mikill árangur náðst á þessu sviði, vörumerkið Arctic Trucks er vel þekkt víða um heim og starfsemi er hafin í nokkrum löndum.
Heimskautasvæðin Stjórnendur Top Gear þáttarins á leiðinni á norður segulpólinn.
Allt frá árinu 1997 hefur Arctic Trucks smíðað bíla og sent mannskap í fjölmörg verkefni á heimskautasvæðum, á Grænlandi, norður segulpólnum og Suðurskautslandinu. Í þessum leiðöngrum hafa bílarnir sannað gildi sitt og sýnt fram á margfaldan sparnað í eldsneyti, tíma og áreiðanleika. Arctic Trucks hefur nú þegar skapað sér nafn á Suðurskautslandinu þar sem bílar þess hafa yfir 150 þúsund km reynslu af akstri á hásléttunni og gerðir hafa verið þjónustusamningar við rekstraraðila á svæðinu. Mikill áhugi er fyrir þeim lausnum sem fyrirtækið býður meðal þeirra sem þarna eru með starfsemi. Þá hafa þessir leiðangrar kynnt og styrkt vörumerkið Arctic Trucks, ekki síst samstarf við sjónvarpsþáttinn Top Gear hjá BBC sem nýtur gríðarlegra vinsælda á alþjóðavísu.
Ferðaþjónusta | 103
Emil Grímsson á Suðurpólnum í janúar 2012.
Eigendur og stjórnendur Móðurfélagið Arctic Trucks International er íslenskt. Það á rekstrarfélögin á Íslandi og í Noregi en minnihluta í umboðsfyrirtækjum Arctic Trucks UAE í Rússlandi, Brasilíu, Suður-Afríku og Finnlandi. Jafnframt er í gildi dreifisamningur við fyrirtæki sem starfar í nokkrum löndum Afríku. Emil Grímsson er stjórnarformaður og meirihlutaeigandi félagsins en hann var helsti hvatamaður að því að taka upp þessa starfsemi innan Toyota á Íslandi á sínum tíma. Á síðari árum hafa fleiri starfsmenn og fjárfestar bæst í hóp eiganda í þeim tilgangi að styrkja stoðirnar og nýta betur sóknarfærin. Félagið hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki en í árslok 2012 er gert ráð fyrir um 100 störfum hjá félögum í meirihlutaeigu Arctic Trucks. Helstu lykilstjórnendur Arctic Trucks og dótturfélaga þess eru; Örn Thomsen en hann átti frumkvæðið að stofnun Arctic Trucks í Noregi, Jóhann Ómarsson, Herjólfur Guðbjartsson, Hjalti Vigfús Hjaltason og Eðvarð Þór Williamsson.
Bíll frá Arctic Trucks ferðbúinn á leið á Suðurpólinn.
Starfsemin Grunnstarfsemi Arctic Trucks skiptist í fimm megin einingar: 1. „Franchise“ sala og þjónusta – staðlaðar breytingar/lausnir, framleiddar og seldar víða um heim. 2. Sérsmíðaðir jeppar t.d. fyrir heimskautasvæðin, að jafnaði framleiddir á Íslandi. 3. Lausnir fyrir stórkaupendur, heri, olíufélög og fleiri. 4. Sala og þróun aukahluta og þjónusta. 5. Ferðaþjónusta „self drive“. Velta félagsins á Íslandi dróst verulega saman í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Með verkefnum tengdum Suðurskautslandinu og fleiri aðgerðum hefur náðst að snúa þeirri þróun til baka og var veltan 2011 nálægt 550 milljónum króna. Vöxtur félagsins í Noregi hefur verið mjög mikill síðustu ár og er veltan 2012 áætluð yfir 7 milljörðum íslenskra króna. Nýgerðir samningar munu tryggja Arctic Trucks UAE hraðan vöxt á næstu árum og þá eru gríðarmiklir möguleikar á vexti í Rússlandi og á fleiri mörkuðum.
Bílar frá Arctic Trucks kynntir í eyðimörkum Dubai.
104 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
argentína steikhús www.argentina.is
A
rgentínumenn hafa löngum verið einhverjir annáluðustu nautakjötsframleiðendur í víðri veröld. Á þeim slóðum byggir framreiðsla hráefnisins á rótgrónum suður-amerískum hefðum þar sem galdurinn felst í glóðarsteikingu nautakjöts yfir viðarkolum en þannig verður steikin meyrari og safaríkari. Argentína steikhús hefur í yfir 20 ár byggt starfsemi sína á þessum grunni og á þeim tíma öðlast mikla virðingu og hylli hjá öllum sönnum sælkerum sem njóta þess að láta gæla við bragðlauka sína. Argentína steikhús opnaði sínar dyr í fyrsta sinn þann 27. október 1989. Stofnendur voru fjórir athafnamenn í Reykjavík þeir Anton Narvaces, Ingþór Björnsson, Jörundur Guðmundsson og Tryggvi Agnarsson. Fyrirmynd staðarins var sótt til steikhúsa El Gauchos sem er vel þekkt veitingahúsakeðja í Hollandi og Belgíu. Við upphaf ársins 1990 var rekstur Argentínu seldur matreiðslumönnunum Kristjáni Þór Sigfússyni og Óskari Finnssyni, en árið 2003 keyptu hjónin Kristján og kona hans Ágústa Magnúsdóttir hlut Óskars er hann flutti úr landi. Hjá staðnum starfa að jafnaði um 18 manns.
Bragð af því besta Hugmyndafræðin á bak við Argentínu er að starfrækja steikhús í hæsta gæðaflokki sem matreiðir úr bestu fáanlegum hráefnum sem völ er á hverju sinni. Segja má að eitt af lykilatriðum í velgengni staðarins hafi verið farsælt samstarf hans við Jónas Þór kjötverkanda sem lést um aldur fram árið 1998. Hann var mikill sérfræðingur á sínu sviði og spáði mikið í þá samverkandi þætti sem gefa af sér hágæða nautakjöt. Þar þurfa t.d. kjöraðstæður í fjósi, aldur nautgripa, fitumagn þeirra, flutningur og verkunartími að ríma hárrétt saman í þolinmæði og vönduðum vinnubrögðum.
Ljúffengir réttir í notalegu umhverfi Argentína steikhús býður viðskiptavinum sínum upp á hlýlegt umhverfi þar sem hvert smáatriði skiptir máli við fullkomna notalega kvöldstund. Mikil áhersla er lögð á þægilega og persónulega þjónustu við að njóta þeirra veitinga sem hafa borið hróður staðarins svo víða. Frá upphafi hafa aðalréttir á matseðli verið nánast óbreyttir á meðan forréttum og eftirréttum er skipt út þrisvar á ári að jafnaði. Einn helsti aðall Argentínu eru hinar köldu sósur eins og chimmichurri-sósur upprunnar í Argentínu og eru vinsælar um alla S-Ameríku. Nánari upplýsingar um fjölbreytt innihald matseðils má nálgast inni á heimasíðunni www.argentina.is. Þar má einnig finna skýringar á ýmsum spennandi möguleikum eins og svítuherbergi, veisluþjónustu, gjafabréfum, leikhústilboði ásamt ýmsu fleiru forvitnilegu.
Veitingaþjónusta með ótal möguleikum Argentína steikhús hefur á undanförnum árum sífellt opnað á fleiri möguleika með sína veitingaþjónustu. Árið 1999 hófst farsælt samstarf við Nóatúnsverslanirnar um sölu á köldum sérunnum sósum og hafa viðtökur við því verið framar björtustu vonum. Annar athyglisverður þjónustuliður er svonefnd „Veisla í farangrinum“. Þar er kjötið tilbúið á grillið auk þess sem allt meðlæti, sósur og annað er meðfylgjandi og til reiðu á diskinn. Þessi kostur er hreinlega sérsniðinn fyrir sumarbústaðinn, útileguna, grillveisluna á svölunum eða í starfsmannahófið. Einnig eru fyrir hendi óendanlegir möguleikar á allskyns útsendum smáréttaveislum fyrir ýmis tækifæri. Panta þarf með minnst sólarhringsfyrirvara í síma 551-9555.
Ferðaþjónusta | 105
V
einsi kaldi, veisluþjónusta ehf. www.einsikaldi.is
eisluþjónustuna Einsa kalda í Vestmannaeyjum var stofnuð árið 2008. Fyrirtækið er framsækið þjónustufyrirtæki í veitingarekstri, staðsett í Höllinni, sem er glæsilegt veislu- og ráðstefnuhús. Boðið er upp á alhliða veisluþjónustu sem er sniðin að þörfum viðskiptavinarins. Sem dæmi um fjölbreytileika og hugmyndaauðgi viðskiptavinarins um staðarval fyrir veislur má nefna brúðkaupsveislu sem haldin var í einni af úteyjum Vestmannaeyja en í þeirri veislu þurfti að sigla með veisluföngin út í eyju og hífa síðan upp í neti en á meðan þurftu kokkarnir að klifra upp í eyjuna eins og bráðhressar fjallageitur, með kokkahúfu og hnífasett. Það er sem sagt mætt til viðskiptvinarins hvort sem það er í bakgarðinum heima hjá fólki, inni í helli, um borð í skemmtibáti, uppá hrauni og svo mætti lengi telja. Frá því að veisluþjónustan var stofnuð hefur verið unnið í góðu og nánu samráði við ferðaþjónustufyrirtækið Vikingtours, golfklúbbinn, ÍBV-íþróttafélag o.fl. félagasamtök. Umfangið á veislum og viðburðum getur oft verið mikið eins og í þeim tilvikum þegar ÍBV heldur sín árlegu risa knattspyrnumót fyrir yngri kynslóðina, en þá þurfa Einsi og hans fólk að seðja allt að 1.400 svanga munna í hverri máltíð… „þá er oft kátt í Höllinni“. Hvort sem þú, lesandi góður, ert staddur í Eyjum eða á leið til okkar í suðurhöfin og þarft að halda veislu erum við hjá Einsa kalda ætíð reiðubúin að aðstoða þig við undirbúning hennar.
106 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
austfar ehf. www.smyril-line.is
A
Stjórn Austfars, fv. Jónas Hallgrímsson, Þorsteinn Sveinsson og Jóhann Jónsson.
ustfar ehf. er stofnað 11. júní 1984. Fyrirtækið var fyrst til húsa í leiguhúsnæði Jónasar Hallgrímssonar að Öldugötu 14, Seyðisfirði en með vaxandi verkefnum var þörf á stærra húsnæði og flutti fyrirtækið í eigið húsnæði að Fjarðargötu 8 árið 1987 þar sem það hefur verið til húsa allar götur síðan. Stofnendur fyrirtækisins voru Árni Halldórsson, Hörður Hjartarson, Jónas Hallgrímsson, Kaupfélag Héraðsbúa, Ólafur M. Ólafsson, Stefán Jóhannsson, Svava Guðmundsdóttir, Theodór Blöndal, Þorbergur Þórarinsson og Þorsteinn Sveinsson. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Þorsteinn Sveinsson formaður, Theodór Blöndal og Jónas Hallgrímsson. Núverandi stjórn fyrirtækisins skipa Jónas Hallgrímsson, Jóhann Jónsson og Þorsteinn Sveinsson. Þorsteinn er fyrrverandi kaupfélagsstjóri KHB og hefur verið stjórnarformaður Austfars frá upphafi. Frá 28. júlí 2005 hefur eignarhald félagsins verið á hendi tveggja aðila Jónasar Hallgrímssonar og Jóhanns Jónssonar. Austfar ehf. annaðist á upphafsárum sínum skipaafgreiðslu fyrir Skipaútgerð ríkisins og rak um árabil flutningaskip af ýmsum gerðum í samstarfi við Færeyinga. Einnig átti félagið hlut í færeysku flutningaskipi (Tec Venture) sem sigldi reglulega milli Íslands, Færeyja og Evrópu með almenna frakt, ásamt mjöli og salti í miklu magni. Austfar hefur að auki frá upphafi annast verktöku fyrir Vátryggingafélagið VÍS ásamt ýmiskonar annarri starfsemi og stundaði m.a. vöruafgreiðslu fyrir flutningabíla um margra ára skeið. Meginverkefni fyrirtækisins hefur þó frá öndverðu verið samstarf- og þjónusta við P/F Smyril Line í Færeyjum og er svo enn. Reglulegar ferjusiglingar frá Færeyjum hófust 14. júní 1975 þegar gamli Smyrill skip Strandfaraskipa landsins í Færeyjum kom til Seyðisfjarðar í fyrsta sinn. Árið 1982 var félagið P/F Smyril Line í Færeyjum stofnað og ný og stærri ferja M/F Norröna hóf siglingar þá um sumarið frá Íslandi til Færeyja, Skotlands, Hjaltands, Noregs og Danmerkur. Mikil umsvif fylgdu siglingum Norrönu I og var farþegafjöldi oftast á bilinu 12-14 þúsund og 1.500-2.500 farartæki til og frá landinu á sumri hverju.
Við afhendingu M/F Norröna í apríl 2003. Fv: Óli Hammer, forstjóri Smyril Line, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Bjarni Djurholm samgönguráðherra Færeyja, Valgerður Sverrisdóttir efnahagsog viðskiptaráðherra, Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Austfars.
Árið 2001 réðist Smyril-Line í smíði á nýrri og glæsilegri ferju sem tekin var í notkun árið 2003. Frá þeim tíma hefur farþegum fjölgað í 25-35 þúsund á ári og farartækjum í 9-10 þúsund á ári. Nýja skipið, M/F. Norröna, hafði í lok árs 2011 flutt yfir 265.000 ferðamenn og um 80.000 farartæki til og frá landinu. Í upphafi voru siglingar einungis á sumrin en frá árinu 2004 hefur verið siglt vikulega milli Seyðisfjarðar, Færeyja og til meginlands Evrópu allt árið um kring. Árið 2008 var viðkomustöðum Norrönu fækkað til að ná fram aukinni hagkvæmni í rekstri félagsins. Hætt var að sigla til Hjaltlands og árið eftir var hætt að sigla til Bergen í Noregi. Frá árinu 2010 hefur einungis verið siglt milli Íslands, Færeyja og Danmerkur, þ.e. frá Seyðisfirði til Þórshafnar í Færeyjum og Hanstholm og nú síðast Hirtshals í Danmörku. Fragtflutningar voru frá upphafi snar þáttur í starfsemi Austfars ehf. en frá árinu 2005 hefur nýtt félag, P/F Smyril-Blue Water, annast alla afgreiðslu á fragtflutningum með Norrönu. Austfar hefur hins vegar einbeitt sér að kjarnastarfseminni þ.e. þjónustu og afgreiðslu við ferjuna og sölu farmiða með henni ásamt skipulagningu hópferða fyrir farþega í hringferð til Íslands.
Ferðaþjónusta | 107
Emil Grímsson á Suðurpólnum í janúar 2012. M/F Norröna á Seyðisfirði.
Austfar ehf. stofnaði árið 1988 ferðaskrifstofu Norrænu ferðaskrifstofuna ehf. ásamt P/F Smyril Line og Jónasi Hallgrímssyni. Meirihluti hlutafjár er í íslenskri eigu. Fyrirtækið er til húsa að Stangarhyl 1 í Reykjavík og selur flug- og ferjufarmiða ásamt allri almennri ferðaþjónustu svo sem skipulagningu á hópferðum innanlands- og utan. Eins hefur fyrirtækið nokkur undanfarin ár haft umboð fyrir norska skipafélagið Norwegian Cruise Line sem rekur farþegaskip í siglingum m.a. um Miðjarðarhaf og Karabíska hafið. Framkvæmdastjóri Norrænu ferðaskrifstofunnar er Sigurjón Hafsteinsson og fastráðnir starfsmenn sex. Núverandi framkvæmdastjóri Austfars ehf. er Jóhann Jónsson og stjórnarformaður er Þorsteinn Sveinsson. Fastráðnir starfsmenn Austfars ehf. eru fjórir en á álagstímum eru starfsmenn allt að 25 auk fjölda annarra sem koma að þjónustu við skipið og farþega þess á vegum annarra aðila. Siglingar Norrönu hafa því mikla þýðingu fyrir atvinnulífið á Seyðisfirði og fyrir ferðaþjónustuna víðsvegar um landið.
Frumkvöðlarnir, Óli Hammer og Jónas Hallgrímsson með Norrönu í baksýn.
108 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
bakkaflöt www.bakkaflot.is
U
ppbygging á Bakkaflöt hófst haustið 1986 er steypt var upp 400m2 hús og var ákveðið að vera með matsölu í helmingi húsins en verkstæði í hinum helmingnum. Innréttað var gott eldhús og matsalur fyrir 60–80 manns ásamt sjoppu og snyrtingum, og sala hófst 26. júní 1987. Um veturinn 1987-1988 voru innréttuð 5 herbergi á efri hæð fyrir ofan matsalinn. 1987 var borað eftir heitu vatni og komu upp 4 lítr/sek. og á Bakkaflöt helminginn af holunni. 1988-1989 var byggt 40 fm sumarhús og lítil sundlaug 27 fm við gistihúsið. Næstu ár var innréttaður sá hluti sem hafði verið verkstæði en þar voru innréttuð herbergi og búningsklefar gerðir fyrir litlu sundlaugina og innréttuð nokkur herbergi á efri hæð. Tjaldstæði var tekið í notkun 1988 og sett upp aðstöðuhús þar og annað sumarhús 25 fm, fjórhjólaleiga var í þrjú sumur. Byggt var við aðalhúsið þar sem nú er bar og geymsla. 1990 var fluttur hafbeitarlax í afmarkað svæði í Svartá fyrir landi Bakkaflatar grindur voru settar í ána með nokkur hundruð metra millibili. Hafbeitarlaxinn var fluttur frá Ólafsfirði og veiðileyfi í þessa spildu voru seld og viðskiptavinir alsælir að veiða 5-16 punda laxa. 1995 fórum við í samstarf um Fljótasiglingu á Vestari og Austari Jökulsám í Skagafirði með Bátafólkinu. Eigendur þess Björn Gíslason og Vilborg Hannesdóttir voru frumkvöðlar í siglingum (rafting) á ám hér á landi. Þau voru með aðstöðu við Hvítá og vildu færa út kvíarnar og prófa árnar hér í Skagafirði. Góðu samstarfi við þau lauk eftir árið 2000 ernúverandi eigendur tóku yfir þessa starfsemi. 1996 var byggð skemma 94 fm og tveir pottar voru settir niður við sundlaugina. 2006 voru byggð 3 starfsmannahús. Haustið 2010 var byggður svokallaður þrautagarður og er hann niðri við ána. Hann er mjög vinsæll fyrir skólahópa og ýmsa aðra hópa. Veturinn 2011 voru smíðuð 5 lítil hús 20 fm og er hvert og eitt þeirra eins og gott herbergi með baði. Voru þau tilbúin til leigu 19. júní 2011 og eru góð viðbót við aðstöðuna. Um þessi hús var stofnað sameignarfélagið Birkikvistur sf. og var þá skipt landspildu út úr Bakkaflöt fyrir þessi 5 hús ásamt 4 húsum til viðbótar sem byggð verða síðar. Eigendur sameignarfélagsins: Klara Jónsdóttir, Sigurður Friðriksson 2/5, Finnur Sigurðarson 2/5 Unnur Sigurðardóttir og Gunnar Freyr Þrastarson 1/5.
Staðan í dag: 400 fm hús á tveim hæðum samtals 21 herbergi með handlaug, borðsalur fyrir 60-80 manns, 3 setustofur, bar, geymslur, búningsklefar/sturtur, 7 snyrtingar ásamt 82 fm viðbyggingu. 27 fm sundlaug og tveir átta manna „heitir pottar“ við húsið. Skjólgott tjaldstæði með snyrtingum og eldunaraðstöðu. Sumarhús 40 fm og 25 fm, fimm 20 fm 18 fm og tvö 13 fm sem eru starfsmannahús. Skemman 94 fm. 11 gúmmíbátar fyrir rafting og búningar fyrir 100 manns, hægt er að sigla með 70-80 manns í einu. 3 hópferðabílar 25-50 manna og 3 bifreiðar 8-15 manns. Þrautagarður fyrir 3 lið að keppa í einu og eru samtals 9 þrautir sem þarf að leysa.
Ferðaþjónusta | 109
Eigendur og stjórnendur Ferðaþjónustunnar Bakkaflatar frá upphafi eru Klara Sólveig Jónsdóttir og Sigurður Hörður Friðriksson. Höfðu þau verið við búskap hér í sveitinni og seldu jörðina Laugardal og byrjuðu uppbyggingu hér sem má segja að standi enn. Þeirra börn, Unnur Sigurðardóttir, Signý Sigurðardóttir og Finnur Sigurðarson, hafa starfað við ferðaþjónustuna af og til í gegnum tíðina. Fyrirtækið hefur verið byggt upp smám saman og velti um 40 miljónum á liðnu ári og eru ársverkin 7. Gestir eru íslenskir, frá Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, hinum Norðurlöndunum og víðar. Á vorin sækja skólahópar að staðinn og gista og er afþreying skipulögð fyrir þá. Þá er farið í rafting, þrautagarðinn, skotæfingar, klettaklifur, litbolta, hestaleigu og ratleik svo eitthvað sé nefnt. Á sumrin er tekið á móti einstaklingum og hópum og gista flestir eina nótt. Margir hópar koma í raftingferðir og gista þá oft á tjaldstæðinu eða fara strax að ferð lokinni. Á haustin koma svo rjúpnamenn og halda til og veiða í fjalllendi í grendinni. Bakkaflöt hefur á undanförnum árum þjónustað gönguhópa sem ganga um Austurdal og víðar. Þjónustan felst í að flytja fólk t.d fram í Laugarfell og sækja síðan aftur í Skatastaði eftir einn eða tvo daga og þá er farið í pottana og allir borða saman á eftir. Eins er mjög vinsælt að gista á Bakkaflöt og ganga á Mælifellshnjúkinn. Íslenskir og erlendir leiðsögumenn eru í fljótasiglingum, þeir hafa komið frá Nepal, Englandi og víðar. Starfsfólk við gistiþjónustuna og matseld hefur flest verið íslenskt. Ferðaþjónustan Bakkaflöt er 11 km sunnan við Varmahlíð í Skagafirði.
110 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
bláa lónið www.bluelagoon.is
B
láa Lónið fagnar 20 ára afmæli árið 2012. Óhætt er að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækið var stofnað. Vörumerkið Blue Lagoon Iceland er í dag á meðal sterkustu vörumerkja Íslands. En fyrirtækið hefur allt frá upphafi lagt mikla áherslu á uppbyggingu vörumerkisins.
Eitt af 25 undrum veraldar Hið virta tímarit National Geographic valdi nýverið Bláa Lónið sem eitt af 25 undrum veraldar. Margir af markverðustu stöðum og fyrirbærum heims eru á listanum t.d. Regnskógarnir í Borneó, norðurljósin við Norðurheimskautið, Sahara eyðimörkin og Kristalhellarnir í Mexíkó. Þar kemur fram að hið blágræna rjúkandi Bláa Lón á Íslandi standi fyrir ójarðneska sýn. Bláa Lónið er samkvæmt ritstjórn blaðsins paradís jarðvarmans staðsett í umhverfi sem minni á tunglið.
Blue Lagoon spa einn af 10 bestu spa stöðum heims Arkitektúr Bláa Lónsins fellur vel að náttúrulegu umhverfi þess.
Blue Lagoon Spa hefur hlotið fjölda viðurkenninga og völdu lesendur Conde Nast Traveller Bláa Lónið sem einn af 10 bestu spa stöðum heims og hið besta í flokki spa staða er byggja á jarðvarma. Við alla uppbyggingu hefur Bláa Lónið lagt áherslu á upplifun gesta og helst þar í hendur arkitektúr sem er dæmi um einstakt samspil náttúrulegs umhverfis og hins manngerða og vöru- og þjónustuframboðs sem miðar að því að auka upplifun gesta. Stöðug þróun hefur átt sér stað frá því Blue Lagoon spa var tekið í notkun. Á árinu 2007 var staðurinn endurhannaður og tvöfaldaður að stærð. Megináherslan var á aukna upplifun gesta. Opnun Betri stofu þar sem boðið er upp á einkaklefa auk opnunar Lava – eins glæsilegasta veislu- og veitingasalar landsins var mikilvægur hluti uppbyggingarinnar.
Lækningamáttur Lækningamáttur Bláa Lónsins gagnvart húðsjúkdómnum psoriasis hefur verið sannaður með vísindalegum rannsóknum og nýtur meðferðin viðurkenningar íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Árlega sækja sjúklingar frá fjölmörgum þjóðlöndum þessa einstöku meðferð. Meðferðargestir frá meira en 30 löndum hafa sótt meðferðina sem er einstök á heimsvísu. Meðferðin er veitt í Bláa Lóninu Lækningalind þar sem boðið er upp á fullkomna meðferðaraðstöðu í fallega hannaðri byggingu. Í hótelhluta Lækningalindarinnar er gisting fyrir meðferðargesti og almenna gesti sem vilja njóta vellíðunar og endurnýja kraftana í einstöku umhverfi.
Rannsóknir og þróun Bláa Lónið er hluti af einstöku vistkerfi og byggir starfsemin á Blue Lagoon jarðsjónum sem þekktur er fyrir lækningamátt og virk efni sem eru kísill, sölt og þörungar. Rannsókna- og þróunarstarf hefur allt frá upphafi skipað veigamikinn sess í starfsemi Bláa Lónsins. Rannsóknir á lífvirkum efnum hafa m.a. leitt í ljós að þörungar Bláa Lónsins vinna gegn öldrun húðarinnar og að hvíti kísillinn sem er svo einkennandi fyrir Bláa Lónið styrkir ysta varnarlag húðarinnar. Sem lið í að draga úr losun á koldíoxíði út í andrúmsloftið nýtir Bláa Lónið koldíoxíð frá orkuveri HS Orku hf í Svartsengi við ræktun þörunga til notkunar í snyrtivörulínu Blue Lagoon.
Ferðaþjónusta | 111
Myndatexti.
Mjúk litbrigði Bláa Lónsins eru til komin vegna örsmárra kísilagna sem endurspegla sólarljósið. Blái liturinn stafar af ferli svipuðu því og þegar sólarljósið endurspeglast í lofthjúpnum og gefur himinhvolfinu bláan lit. Þörungar í jarðsjónum ljá lóninu grænleitan blæ. Þeir eru í blóma yfir hásumarið þegar birtan skapar þeim kjöraðstæður. Veðurfar hefur áhrif á hvernig blár litur Lónsins birtist okkur. Heiðblár himinn magnar upp bláa litinn en skýjaðir dagar draga úr bláa litnum.
Blue lagoon húðvörur Blue Lagoon húðvörurnar byggja á jarðsjó Bláa Lónsins og náttúrulegum virkum efnum hans, kísil, söltum og þörungum. Vörurnar eru náttúrulegar húðvörur með virkni. Vörulínan inniheldur vörur fyrir andlit og líkama þ.á m. háþróaðar andlitsvörur sem vinna gegn öldrun húðarinnar. Kísill Bláa Lónsins er stjörnuvara Blue Lagoon húðvörulínunnar.
112 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
ferðamálastofa www.ferdamalastofa.is
F
erðamálastofa fer með framkvæmd ferðamála, samkvæmt lögum um skipan ferðamála og eins og henni er falið með öðrum lögum. Ráðherra málaflokksins skipar ferðamálastjóra til fimm ára í senn. Samkvæmt áðurnefndum lögum eru verkefni Ferðamálastofu einkum: 1. Útgáfa leyfa, skráning á starfsemi og eftirlit með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt. 2. Þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu, þ.e. framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu, samræming umhverfis- og fræðslumála, miðlun upplýsinga, svæðisbundin þróun og alþjóðlegt samstarf. 3. Markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu, í samræmi við ákvörðun ráðherra hverju sinni.
Vinnustaðurinn Ferðamálastjóri frá ársbyrjun 2008 er Ólöf Ýrr Atladóttir en hjá Ferðamálstofu starfa 12 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum. Ferðamálastofa er með tvær starfsstöðvar - í Reykjavík og á Akureyri. Mikil samvinna er við aðrar stofnanir og samtök, t.d. Samtök ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, markaðsstofur landshlutanna, atvinnuþróunarfélög og ferðamálasamtök. Alþjóðlegt samstarf er t.d. á vettvangi Ferðamálaráðs Evrópu (ETC) og North Atlantic Tourism Association (NATA).
Leyfisveitingar og lagaumhverfi
Hofskirkja í Öræfum.
Í ört vaxandi atvinnugrein er mikilvægt að staðið sé faglega að leyfismálum og auknar kröfur í þessum efnum eru liður í að auka gæði íslenskrar ferðaþjónustu. Sækja ber um leyfi til Ferðamálastofu vegna starfsemi ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og skráningu fyrir starfsemi bókunarþjónustu og upplýsingamiðstöðva.
Markaðssetning innanlands, nýsköpun og þróun Breyting var gerð á fyrirkomulagi markaðssetningar íslenskrar ferðaþjónustu á árinu 2010. Með stofnun Íslandsstofu var starf er lýtur að markaðssetningu erlendis fært þangað en Ferðamálastofa hefur markaðssetningu innanlands áfram á sinni könnu. Er það starf m.a. unnið í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna. Nýsköpun og þróun er einnig að fá aukið vægi í starfi Ferðamálastofu og tengist m.a. markaðsmálum. Felur það m.a. í sér uppbyggingu og þróun nýrra innviða og svæða, ráðgjöf, fjárhagslegan og faglegan stuðning og atvinnuuppbyggingu. Meðal verkefna á þessu sviði er t.d. menningarferðaþjónusta, matur og ferðaþjónusta og heilsuferðaþjónusta.
Gæðamál Eitt af stærri verkefnum Ferðamálastofu um þessar mundir er þróun á samræmdu gæðaog umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, byggt á Qualmark frá Nýja Sjálandi, sem byrjað var að nota á árinu 2012 eftir vandaðan undirbúning. Kerfið hefur fengið nafnið VAKINN. Meginmarkmið kerfisins er að auka og efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi.
Ferðaþjónusta | 113
Myndatexti.
Skjálfandi.
Rannsóknir og tölfræði Rannsóknir í greininni skipta miklu um framþróun hennar og tekur Ferðamálastofa þátt í þeim á margvíslegan hátt. Til að mynda með gerð kannana meðal innlendra sem erlendra ferðamanna, skýrslna um starfs- og rekstrarumhverfi greinarinnar og þátttöku í rannsóknarverkefnum á einstökum þáttum ferðaþjónustunnar. Ferðamálastofa sér t.d. um talningu á ferðamönnum sem fara um Leifsstöð og skiptingu þeirra eftir þjóðerni. Niðurstöðurnar eru mikilvægt tæki í markaðssetningu, mati á árangri og almennri stefnumótun greinarinnar.
Umhverfismál Umhverfismál eru snar þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustu. Því leggur Ferðamálastofa mikla áherslu á þann þátt með fjölbreyttum hætti. Þar má nefna úthlutun styrkja til náttúruverndar, úrbóta og uppbyggingar í umhverfismálum á ferðamannastöðum, ráðgjöf, veitingu umhverfisverðlauna og einstök umhverfisverkefni. Stöðug fjölgun ferðafólks knýr á um frekari úrbætur og uppbyggingu nýrra svæða. Frá 1995 hefur Ferðamálastofa varið yfir 700 milljónum króna til styrkja og framkvæmda á yfir 300 stöðum víðsvegar um landið. Ferðamálastofa hefur nána samvinnu í verkefnum, t.d. við sveitarfélög, opinberar stofnanir, einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki, en öll hafa verkefnin það að markmiði að bæta umgengni um landið og auka þolmörk svæðanna. Nú er einnig að taka til starfa framkvæmdasjóður ferðamannastaða en með tilkomu hans eykst verulega fjármagn til úrbóta á fjölsóttum ferðamannastöðum og í þjóðgörðum.
Miðlun upplýsinga Óhætt er að segja að hjá Ferðamálastofu sé í víðum skilningi stærsti gagnabanki hér á landi um ferðaþjónustu. Stofnunin heldur utan um og birtir á vef sínum með reglubundnum hætti fjölþættar upplýsingar um þróun greinarinnar, t.d. þróun í komum ferðamanna til landsins og fjölda gistinátta. Jafnframt gefur Ferðamálastofa út bæklinga, handbækur og upplýsingarit ýmiss konar. Vefurinn ferdamalastofa.is hefur að geyma ógrynni upplýsinga um starf stofnunarinnar og er um leið gagnaveita um ferðaþjónustu á Íslandi, umfang hennar og þróun.
Lundar taka á flug. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er vistaður hjá Ferðamálastofu en markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.
114 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
ferðaskrifstofan nonni / Nonni travel www.nonnitravel.is
F
erðaskrifstofan Nonni á Akureyri hefur í meira en tvo áratugi boðið upp á persónulega ferðaþjónustu, þar sem návígið við forvitnilega áfangastaði norðurslóða birtist ljóslifandi og sem ógleymanleg reynsla fyrir hvern þann, sem er reiðubúinn til þess að takast á við nýjar upplifanir. Áherslan er lögð á vel skipulagðar ferðir um Ísland, Færeyjar og Grænland bæði fyrir þá sem ferðast á eigin vegum eða undir stjórn reyndra leiðsögumanna sem eru sérfróðir á sviði sögu, menningar, landafræði og náttúru hvers svæðis um sig. Lengd ferða er allt frá einum degi og upp í þrjár vikur. Nánari upplýsingar um ferðirnar og fleira er að finna inni á heimasíðunni: www.nonnitravel.is.
Leyndardómar grænlenskrar þjóðmenningar
Ferðaskrifstofan Nonni var stofnuð á Akureyri árið 1989 af Helenu Dejak. Helena er Slóveni en hefur búið hér á landi í tæpa fjóra áratugi og stjórnar hún starfseminni enn í dag. Á barnsaldri drakk Helena í sig þýdd ævintýri um Nonna og Manna. Af þeim sökum dregur fyrirtækið nafn sitt af höfundi bókanna, Eyfirðingnum og jesúítaprestinum Jóni Sveinssyni, sem á fyrri hluta 20. aldar kynnti Ísland betur fyrir umheiminum, en nokkur annar á þeim tíma.
Ferðaskrifstofan Nonni skipuleggur ævintýralegar ferðir til fjöldamargra áhugaverðra áfangastaða á Grænlandi. Einn af athyglisverðustu stöðunum er í norðausturhluta landsins við stærsta fjörð í heimi hið 350 km langa Scoresbysund. Við mynni Scoresbysunds er að finna einangrað 500 manna samfélag þorpið Ittoqqortoormiit sem er u.þ.b. 800 km frá næstu mannabyggð, á Ísafirði! Þarna er sjálfsþurftarbúskapur mjög útbreiddur og margir sem afla sér að lífsviðurværis að mestu með því sem landið og sjórinn gefur. Hefðbundin verkaskipting er með þeim hætti að karlarnir veiða bráðina en konurnar gera að henni, vinna matvæli úr kjötinu og verka skinn úr húðunum. Þjóðmenning sem þessi er vandfundin og því er Ferðaskrifstofan Nonni mjög stolt af því að geta veitt forvitnum ferðalöngum nasasjón af henni. Af skiljanlegum ástæðum liggja engir akvegir til Scoresbysunds en flogið er til Nerlerit Inaat flugvallar og síðan haldið áfram 40 km til þorpsins, ýmist með hundasleðum, vélsleðum eða þyrlum. Nánari upplýsingar um ferðatilhögun er að finna á ofangreindri heimasíðu: www.nonnitravel.is Ferðirnar til Scoresbysunds eru í raun sérstakt þróunarverkefni á sviði vistvænnar ferðaþjónustu þar sem þess er gætt að átroðningur ferðamanna skaði á engan hátt hagsmuni ábúenda á svæðinu og að virðing sé borin fyrir heimahögum þeirra. Árið 1997 stofnaði Ferðaskrifstofan Nonni ásamt heimamönnum systurfyrirtækið Nonni Travel Greenland ApS sem er í dag í eigu heimamanna og rekið undir nafninu Nanu Travel. Nanu þýðir ísbjörn á máli Austur-Grænlendinga. Árið 1999 hlotnaðist Ferðaskrifstofunni Nonna sérstök viðurkenning World Wildlife Fund fyrir þetta starf. Ferðaskrifstofan Nonni þjónar um 3.000 ferðamönnum á ári hverju.
Höfuðstöðvarnar við Ráðhústorg á Akureyri. Ittoqqortoormiit - vor.
Ferðaþjónusta | 115
Þ
icelandair hotel Keflavík www.icelandairhotels.is
ægindi alla leið. Icelandair Hótel í Keflavík, áður Flughótel, er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel, á fjórum hæðum, miðsvæðis í Keflavík, aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á hótelinu eru 60 herbergi í mismunandi stærðum og með breytilegum áherslum. Boðið er uppá fjölbreytta afþreyingu eins og líkamsræktaraðstöðu, heitan pott, gufu og nudd. Í notalegu umhverfi á fyrstu hæðinni er að finna fyrsta flokks vínbar ásamt veitingahúsi, Vocal Restaurant, þar sem framreiddir eru gómsætir réttir af fjölbreyttum matseðli sem sinnir vel ólíkum þörfum hvers og eins. Veitingastaðurinn getur tekið á móti allt að 110 manns. Innangengt er úr hótelinu inn á göngugötu þar sem ýmis þjónusta og iðandi mannlíf er ávallt innan seillingar. Hótelgestum stendur til boða að geyma bílinn sinn í upphitaðri bílageymslu á meðan þeir eru á ferðum sínum erlendis.
Sagan Starfsemi Icelandair Hótel í Keflavík hófst þann 17. júní árið 1988. Fyrsti hótelstjóri var Steinþór Júlíusson, fyrrum bæjarstjóri í Keflavík, sem nú er látinn en ásamt fjölskyldu sinni lagði hann rækilega grunninn að blómlegum rekstri hótelsins. Steinþór var mikll fagurkeri og viðaði að sér miklu safni listaverka eftir íslenska listamenn en stór hluti þess prýðir nú öll rými hótelsins. Frá árinu 2000 hefur öll starfsemi hótelsins verið rekin með sérstökum sérleyfissamningi við Flugleiðahótelin (Icelandair Hotels), undir hótelstjórn Bergþóru Sigurjónsdóttur. Síðan þá hafa innviðir hótelsins verið endurnýjaðir, hátt og lágt, auk þess sem ný álma með „deluxe“ herbergjum hefur verið opnuð. Á undanförnum árum hefur herbergjanýting verið mjög stígandi og haldist í hendur við kröftuga uppbyggingu ferðaþjónustu á Reykjanesinu.
Herbergin Herbergjaskipanin skiptist í 39 hefðbundin „standard“ herbergi og 18 stærri „deluxe“ herbergi ásamt 3 svítum. Herbergin eru björt og falleg og innihalda öll nauðsynleg þægindi. „Deluxe“ herbergin skiptast í rúmgóða dagstofu með 26 tommu sjónvarpsskjá auk stærra baðherbergis ásamt baðsloppum og inniskóm. Svíturnar eru í raun tvö samliggjandi herbergi. Annað þeirra er dagstofa með sófasetti, flatskjá og smábar ásamt baðherbergi með sturtu. Hitt herbergið er sjálft svefnrýmið og baðherbergi með baðkari.
Veitinga- og fundasalir Icelandair Hótel í Keflavík býður upp á allskyns möguleika varðandi veitinga- og fundarsali og er tilvalið fyrir mannamót, námskeið og ráðstefnur af ýmsu tagi. Boðið er upp á fimm fundarsali sem taka allt frá 10 og upp í 120 gesti. Öll nauðsynleg áhöld eru fyrir hendi, eins og hljóðkerfi, ræðupúlt, myndvarpar og fleira. Starfsfólk veitir alla aðstoð að þessu leyti og getur liðsinnt við skipulagningu, ef óskað er. Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni: www.icelandairhotels.is einnig má senda tölvupóst á: keflavik@icehotels.is
116 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
hótel varmahlíð
H
hotelvarmahlid.is
ótel Varmahlíð í Skagafirði stendur á fallegum stað í hlíðinni fyrir ofan þjóðveginn í litla vinalega hverfinu í kringum þjónustumiðstöðina. Þarna gera flestir stuttan stans á leið sinni norður eða suður svo það er erfitt að láta þennan gamalgróna gististað framhjá sér fara. Veitingarekstur hefur verið rekinn þarna frá 1935 og gistiþjónusta allt frá árinu 1941 og hefur hótelið ávallt verið í þjóðbraut. Ýmsir aðilar hafa komið að gistihúsa- og veitingarekstri þarna en árið 2006 kaupir Svanhildur Pálsdóttir hótelið.
Svanhildur Pálsdóttir hótelstjóri.
Svanhildur hafði starfað sem kennari um langa hríð, borin og barnfædd í Varmahlíð. Ung að árum hafði hún starfað við hótelið og í henni blundaði áhugi á hótelrekstri svo þegar færið bauðst þá ákvað hún að slá til. Svanhildur hafði sínar skoðanir á hótel- og veitingarekstri og það endurspeglast í ásýnd og viðmóti Hótel Varmahlíðar svo ekki verður um villst. Mikið er lagt upp úr gæðum bæði hvað aðbúnað gesta og veitingastaðinn varðar. Hún gengur út frá því að bjóða upp á mat úr héraði og eru hæg heimatökin þar sem hennar ektamaður er bóndi og kornræktandi að Stóru-Ökrum 1 svo lambakjötið er ávallt ferskt af fjalli og heimaræktað kornið nýtt í brauðbaksturinn. Svanhildur hefur tekið þátt í verkefni sem hefur verið nefnt Skagfirska matarkistan en það vekur einmitt athygli á því besta sem hægt er að bjóða upp á úr nærumhverfinu. Gestakokkar koma við og elda en sjálf er hún með fastan kokk að störfum en sú er einmitt heimamanneskja eins og aðrir sem að rekstrinum koma. Þeirra á meðal eru foreldrar Svanhildar. Ýmsir viðburðir á þessum slóðum tengjast Hótel Varmahlíð og má til gamans nefna hið landsþekkta Hrossablót þar sem boðið er upp á skagfirskt hrossakjöt matreitt á ýmsan máta. Það þykir hið mesta lostæti að dómi þeirra sem reynt hafa. Þessi einstaki viðburður er jafnan haldinn í október ár hvert í samstarfi við Sögusetur íslenska hestsins. Vetrarmánuðirnir eru rólegir á Hótel Varmahlíð en þó er bryddað upp á ýmsu fyrir heimamenn sem og aðra góða gesti. Þegar mest er að gera yfir sumarmánuðina eru að störfum allt að 16 manns við að þjónusta og sinna hótelgestum. 95% þeirra gesta sem njóta þjónustu Hótel Varmahlíðar eru útendingar. Hótel Varmahlíð er að þessu leyti mikilvægt við að skapa störf handa ungu fólki og stolt þess er sumpart að hafa reksturinn að öllu leyti í höndum heimamanna. Hótel Varmahlíð hefur hentað vel til ýmissa funda og ráðstefnuhalds. Umhverfið er rólegt og útsýnið ægifagurt að vonum einkum þegar algræn skagfirsk náttúran skartar sínu fegursta. Svanhildur leggur allt kapp á að gestunum líði sem best og fái notið þess besta sem sveitin hefur upp á að bjóða og hefur haft erindi sem erfiði. Þegar hér er komið sögu er sjöunda starfsári fyrirtækisins að ljúka og að sögn hefur reksturinn gengið vel allt frá því Svanhildur tók við honum.
Ferðaþjónusta | 117
Matsalurinn.
Hótelið hefur verið í samstarfi við aðra aðila í ferðaþjónustunni um afþreyingu og styttri ferðir um næsta nágrenni og beinir gestum sínum í reiðtúra, flúðasiglingar, á byggðasöfn, sundlaugar og annað sem erlendum gestum þykir mikils um vert að sjá og upplifa. Hótel Varmahlíð er þriggja stjörnu hótel með 19 vistlegum gistiherbergjum sem skarta fallegu útsýni yfir sveitina. Við blasa græn tún og engi, fagrar ár og tignarleg fjöll. Herbergin eru með flestum þeim þægindum sem hótelgestir vilja njóta. Hótelstýran og eigandinn Svanhildur Pálsdóttir horfir bjartsýn fram á veginn og ætlar Hótel Varmahlíð stóra hluti í framtíðinni.
118 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
guðmunda ehf. / viking tours www.vikingtours.is
S
igurmundur G. Einarsson er borinn og barnfæddur Eyjamaður. Hann vann í gamla Útvegsbankanum lengstum og stundaði trilluútgerð meðfram bankastörfunum. Hann stofnaði fyrirtæki í kringum trilluútgerðina 1995 en árið 1998 urðu straumhvörf þegar hann ákvað ásamt öðrum Eyjamönnum að stofna Útgerðarfélag Vestmannaeyja og starfaði þar sem framkvæmdastjóri á þriðja ár. Samhliða því starfi lá leiðin í ferðaþjónustuna þegar ráðist var í að kaupa bátinn Viking. Vikingur er 28 brúttótonna bátur sem tekur 50 farþega. Hugmyndin var að bjóða ferðamönnum upp á siglingar í kringum eyjarnar. Hann var þó ekki einn að verki heldur hafði hann eiginkonuna við hlið sér og tekur hún virkan þátt í rekstri fyrirtækisins með honum. Hún heitir Unnur Ólafsdóttir en fyrir 38 árum fór Simmi upp á land og kynntist henni þar. Hún lét til leiðast að prófa að vera í Vestmannaeyjum í eitt ár og hún er ekki enn farin upp á fastalandið. Fyrirtæki þeirra hjóna sinnir stærstum hluta þeirrar afþreyingar sem í boði er fyrir ferðamenn í Eyjum. Þau þjónusta á milli 15 og 20 þúsund ferðamenn á hverju ári. Þau eru með 5 rútur á sínum snærum og Unnur lætur ekki sitt eftir liggja þegar þarf að aka rútunum á meðan Simmi siglir á Vikingi í kringum Heimaey með káta ferðamenn sem vilja skoða bjargfuglinn og hellana þar í kring. Simmi tekur þá gjarnan upp saxófóninn og blæs í hann seiðmjúka tóna að hætti hinna söngelsku og glaðlyndu Eyjamanna. Hann ásamt Unni tilheyrir einnig 12 manna grúppu sem tekur lagið og gerður er góður rómur að. Að sögn er meirihluti laganna hin einu og sönnu Eyjalög sem allir elska. Stór hluti þeirra ferðamanna sem njóta þjónustu Simma og Unnar eru Íslendingar. Þau voru hin fyrstu til að bjóða upp á pakkaferðir um eyjarnar með gistingu og mat en þau reka líka Kaffi Kró sem nýtur sífellt meiri vinsælda. Fyrirtækið býður upp á hópaferðir, hvataferðir með fyrirtækjahópa og skólahópa. Til að halda utan um þessa lifandi starfsemi eru 12 manns í vinnu og ekki veitir af því ferðamennskan býður upp á fjölmörg tækifæri og þjónusta við ferðamenn vex sífellt hraðar. Þegar stærri hópar koma til þeirra eru stundum enn fleiri við störf. Þjónusta þeirra hjóna í gegnum Viking Tours hefur fengið á sig orð fyrir að vera persónuleg og áreiðanleg.
Ferðaþjónusta | 119
A
hótel www.hotelkeilir.is keilir
llir þeir sem einhverntíma hafa þurft að ná morgunflugi til útlanda þekkja þá tilfinningu að vakna upp fyrir allar aldir og mega síðan þræla sér í gegnum Reykjanesbrautina tæplega 50 km leið, upp að innritunarborðinu í Leifsstöð. Í dag standa til boða aðrir og þægilegri kostir í þessari stöðu og einn er sá að prófa hagkvæma hótelgistingu steinsnar frá flugvellinum.
Heimilislegt viðmót í hjarta Keflavíkur Í hjarta Keflavíkur, við Hafnargötu 37 er finna Hótel Keili sem dregur nafn sitt af alþekktu keilulaga móbergsfjalli, sem stendur á syðri hluta Reykjaneshryggsins og sést þaðan víða að. Hótel Keilir var opnað í upphafi ársins 2007. Stofnendur og núverandi aðaleigendur eru hjónin Bryndís Þorsteinsdóttir og Ragnar Skúlason, en sonur þeirra, Þorsteinn Lár Ragnarsson sér um reksturinn. Hér er því um að ræða samhent fjölskyldufyrirtæki þar sem mikil rækt er lögð við þægilegt og heimilislegt viðmót.
Herbergi í notalegu umhverfi Hótel Keilir er rekið samkvæmt þriggja stjörnu staðli með upphitaðri bílageymslu í kjallara. Þar eru til staðar 40 herbergi í mismunandi stærðum og með breytilegum áherslum. Í öllum þeirra ríkir björt og falleg áferð. Gluggar eru stórir og snúa ýmist í suður yfir iðandi mannlífið við verslunarsvæði Hafnargötunnar eða í norður yfir Faxaflóann. Þar í næsta nágrenni má t.d. finna forvitnilegar gönguleiðir meðfram heilnæmri sjávarsíðunni. Að öðru leyti eru öll herbergin búin nauðsynlegum þægindum eins og sjónvarpi, síma, smábar og þráðlausri nettengingu. Fyrir þá sem að kjósa að hafa meira pláss í kringum sig er einnig fyrirliggjandi sá kostur að dvelja í svonefndum „Deluxe-herbergjum“, en þau eru stærri og rúmbetri með fallegum og stílhreinum innréttingum að viðbættri notalegri setustofu.
Veitingasalur og Flexbar Fyrir fundi, ráðstefnur eða mannfagnaði hjá stærri hópum er Hótel Keilir með fyrirliggjandi veitingasal á jarðhæð fyrir allt að 50 manns sem hægt er að minnka og stækka að vild með skilrúmum. Í notalegum vistarverum á jarðhæðinni er einnig að finna hótelbarinn Flexbar sem er tilvalinn fyrir þá sem vilja njóta þæglegrar kvöldstundar í glæsilegu umhverfi en er einnig mjög ákjósanlegur viðkomustaður handa öllum hópum sem vilja bjóða upp á fordrykk áður en haldið er út á lífið.
120 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
hringhótel
U
www.hringhotels.is
pplifðu Snæfellsnes. Hringhótel bjóða gestum sínum vinalegan og þægilegan griðastað til að safna kröftum eftir erilsaman dag í stórbrotinni náttúru Íslands.
Upplifðu Hringhótel Hringhótel leggur áherslu á þægindi og sérhæfir sig í að skapa vinalegt og notalegt umhverfi fyrir íslenska sem erlenda ferðamenn um Ísland. Hótelin okkar eru öll staðsett nálægt fegurstu náttúruperlum landsins þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Jöklar, fossar, hverasvæði og hraunbreiður er allt innan seilingar fyrir gesti á Hringhótelum sem eru þannig tilvaldir upphafsstaðir fyrir hvers kyns leiðangra um landið. Í nágrenni hótelanna er að finna margs konar afþreyingu og skipulagðar ferðir, sama hvort leiðin liggur í hvalaskoðun eða jökulferð. Að sama skapi er aldrei langt í notalega sundlaug til að endurnæra líkama og sál eftir erfiðan dag.
Ferðaþjónusta | 121
Hótel Stykkishólmur er stærst Hringhótelanna. Hótelið stendur uppi á einni af mörgum hæðum Stykkishólms með frábært útsýni yfir eyjarnar á Breiðafirði. Hótelið er hið vandaðasta og hæfir vel hvort sem er einstaklingum eða hópum. Þar er fyrsta flokks veitingastaður, samkomusalur sem rúmar 300 manns í mat. Samkomusalurinn er með stóru sviði og því tilvalinn fyir hvers konar fundi, ráðstefnur, veislur, árshátíðir, þorrablót eða aðrar samkomur. Við hlið hótelsins er golfvöllur sem gestir hótelsins hafa til ókeypis afnota og einnig sundlaug bæjarins sem er ein hin glæsilegasta á landinu. Stykkishólmur er um margt sérstakur og afar fallegur bær með fjölda gamalla húsa sem hafa verið gerð upp og varðveitt. Hótel Stykkishólmur Borgarbraut 8, 340 Stykkishólmi Sími 430 2100, netfang hotelstykkisholmur@hringhotels.is
122 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Hótel Ólafsvík er staðsett við höfnina þar sem alltaf er líf og fjör þegar bátar af öllum stærðum koma að landi með afla sinn. Ólafsvík er einn af byggðakjörnunum sem mynda Snæfellsbæ, sem býður upp á margs konar möguleika á afþreyingu og ótal gönguleiðum og stutt er í Þjóðgarðinn með alla sína töfra og náttúruundur. Á Hótel Ólafsvík eru meðal annars 18 stúdíóíbúðir sem eru tilvaldar fyrir fjölskylduna, góður veitingasalur og bar. Stutt er í ágætan golfvöll og nágrannabæina Rif og Hellissand. Hótel Ólafsvík Ólafsbraut 20, 355 Ólafsvík Sími 436 1650, netfang hotelolafsvik@hringhotels.is
Ferðaþjónusta | 123
Úlfar Eysteinsson
Gistihúsið Snjófell, Arnarstapa er fallegt og rómantískt gistihús og þar er einnig veitingahús. Gistihúsið hefur nýlega verið endurnýjað og veitingastaðurinn er burstabær í gömlum stíl þar sem boðið er upp á vandaðan matseðil allan daginn. Skammt frá stendur tröllaukið líkneski af Bárði Snæfellsás. Stutt er að höfninni á Arnarstapa sem iðar af lífi allt sumarið. Gönguleiðin um hraunið milli Arnarstapa og Hellna er án efa ein sú vinsælasta á Íslandi. Frá Arnarstapa eru snjósleðaferðir á Snæfellsjökul frá því snemma á vorin og langt fram á sumar. Snjófell Arnarstapa, 356 Snæfellsbæ Sími 435 6783, netfang snjofell@snjofell.is
124 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
höldur ehf.
H
www.holdur.is
öldur ehf. var stofnað árið 1974 af bræðrunum Birgi, Skúla og Vilhelm Ágústssonum. Upphaf að rekstrinum má rekja til ársins 1966 þegar þeir bræður keyptu sína fyrstu bíla og hófu að leigja þá út. Sumarið 1967 yfirtóku þeir bílaleiguna Prinz á Akureyri. Svona hlóð þetta smám saman utan á sig og árið 1970 voru bílarnir orðnir um 20. Þann 1. apríl 1974 var fyrirtækið Höldur sf. stofnað og tók þá yfir allan rekstur sem bræðurnir voru búnir að koma sér í. Við stofnun fyrirtækisins voru bílarnir orðnir 40. Bræðurnir stóðu fyrir margs konar rekstri undir merkjum Hölds. Má þar nefna rekstur flugfélags, flugskóla, veitingasölu og verslana. Einnig rak Höldur um langt árabil þrjár bensínstöðvar og Nesti. Að sama skapi opnuðu bræðurnir bílaverkstæði, dekkjaverkstæði og bílasölu nýrra og notaðra bíla á Akureyri. Í apríl 2003 skipti fyrirtækið um eigendur. Skúli, Vilhelm og Birgir seldu félagið til nokkurra lykilstarfsmanna sinna. Stærstu eigendurnir í dag eru Steingrímur Birgisson, Bergþór Karlsson, Baldvin Birgisson, Kristinn Tómasson og Þorsteinn Kjartansson. Stefna nýrra eigenda er að einbeita sér að rekstri bílaleigu og bílaþjónustu og hefur Höldur selt annan ótengdan rekstur í samræmi við það.
Við afhendingu á vottun á ISO 9001 og ISO 14001.
Bílaleiga Akureyrar er brautryðjandi í íslenskum bílaleigurekstri með sextán afgreiðslustaði hringinn í kringum landið og um 2.500 bíla í rekstri yfir sumartímann. Þessi fjöldi útleigustöðva gerir viðskiptavinum kleift að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Bílaleiga Akureyrar er fyrsta og eina bílaleigan á Íslandi til þess að hljóta vottun samkvæmt gæðastaðlinum ÍST ISO 9001 og umhverfisstjórnunarstaðlinum ÍST ISO 14001. Þá rekur fyrirtækið einnig alhliða bílaþjónustu á Akureyri. Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir Heklu, Öskju og Bernhard í sölu nýrra og notaðra bíla og Seglagerðina Ægi með tjaldvagna, fellihýsi o.fl. Þá rekur Höldur nýlegt og fullkomið dekkjaverkstæði ásamt bílaþvottastöð og öflugt bílaverkstæði þar sem boðið er upp á allar almennar bílaviðgerðir, réttingu og sprautun. Velta fyrirtækisins er á þriðja milljarð og starfsmannafjöldi er um 120-160 eftir árstíma. Hjá því starfar einkar samhentur hópur sem leggur sig fram við að vinna eftir slagorðum fyrirtækisins: Þínar þarfir – okkar þjónusta. Höldur leggur mikla áherslu á að hafa í sinni þjónustu gott og ánægt starfsfólk og er stolt af því að meðal starfsaldur er um 12 ár þrátt fyrir að meðal lífaldur sé aðeins um 40 ár. Það er því mikil reynsla sem býr að baki fyrirtækinu og leggur hornstein að því að veita þá góðu þjónustu sem Höldur er almennt þekkt fyrir.
Bílaflotinn árið 1966.
Ferðaþjónusta | 125
G
kaffi 59 www.kaffi59.is
rundarfjörður er fallegur og vinalegur bær sem stendur við samnefndan fjörð á norðanverðu Snæfellsnesi miðja vegu milli Stykkishólms og Ólafsvíkur. Þar er rekið hið myndarlega veitingahús Kaffi 59 sem staðsett er miðsvæðis að Grundargötu 59. Húsið rúmar um 80 manns í tveimur sölum sem ná yfir um 200 fm og að auki er kaffihús opið í sólstofu með fyrirliggjandi sólpalli á góðviðrisdögum. Matseðill staðarins er mjög fjölbreyttur og spannar allt frá hefðbundnum skyndibita yfir í gómsæta veislurétti en framreiðsla þeirra fer fram í notalegu umhverfi sem dregur dám af gamalli tíð. Kaffi 59 gegnir einnig veigamiklu hlutverki sem öflugur vettvangur auðugs félagslífs og mannfagnaða á Grundarfirði með ýmsum samkomum, dansleikjum, tónleikum og veisluhöldum. Á staðnum er fyrirliggjandi Karaoke-kerfi og risasjónvarpsskjár auk þess sem boðið er upp á þráðlaust netsamband. Þá er einnig til reiðu fullkominn tækjabúnaður til fundahalda af hverju tagi sem er.
Sagan og bakgrunnurinn Húsnæði Kaffi 59 er upphaflega byggt árið 1979 af hinum góðkunna framkvæmda- og veitingamanni Friðriki „Ása“ Clausen. Alveg fram undir miðbik tíunda áratugarins hýsti húsið veitingastaðinn Ásakaffi sem var sá fyrsta sinnar tegundar á Grundafirði. Árið 1996 var opnaður í húsnæðinu nýr veitingastaður, Kristján IX. Framkvæmdastjórar og eigendur voru framreiðslumennirnir Sigurður Sigurðsson og Jón Björgvin Sigurðsson frá Reykjavík en þeir áttu eftir að umbylta yfirbragðinu með nýjum innréttingum og gerbreyttu útliti. Veitingastaðurinn Kristján IX var starfræktur fram til ársins 2002. Kaffi 59 hóf starfsemi í núverandi mynd um vorið 2003 en stofnendur þess voru systurnar Anna og Dóra Aðalsteinsdætur frá Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu ásamt Hrund Hjartardóttur frá Patreksfirði. Dóra dró sig út úr rekstrinum árið 2004 en síðan þá hafa Anna og Hrund haldið utan um stjórntaumana á veitingastaðnum. Eftir innkomu þeirra var byggður sérstakur sólpallur við húsið sem nýtur mikillar hylli meðal gesta á sólardögum. Að auki var yfirbragði innanstokksmuna breytt með það fyrir augum að heildarmyndin gæfi af sér hlýlegan og heimilislegan blæ. Fyrir utan hefðbundinn veitingarekstur og veisluþjónustu á Kaffi 59 sjá hinar röggsömu stöllur Anna og Hrund einnig um matreiðslu skólamáltíða í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Gómsætar veitingar í líflegu umhverfi Eins og nafnið Kaffi 59 ber með sér var upphaflega hugmyndin sú að reka einfalt kaffihús enda bera gömlu kaffikönnurnar á veggjunum órækan vott um slíkt. Þróunin varð síðan á þann veg að Kaffi 59 umbreyttist í líflegan og hagkvæman áningarstað fyrir heimamenn og ferðafólk þar sem t.d. má komast í hefðbundinn heimilismat í hádeginu og sælkerafæði á kvöldin. Þess á milli er hægt að gæða sér á dýrindis kaffimeðlæti yfir miðjan daginn, auk þess sem fljótafgreiddir skyndibitar eru ávallt til reiðu. Í heildina er matseðillinn á Kaffi 59 mjög fjölbreyttur, stundum djarflegur en þó ávallt gómsætur. Þar má t.d. finna djúpsteiktan saltfisk með kaldri humarsósu, linsubaunabuff með kókos og villijurtakryddað lambafillet. Hugmyndavinnan á bak við flesta réttina er í raun þróuð í eldhúsinu hjá Önnu og Hrund og lýkur því ferli aldrei fyrr en rétti keimurinn er töfraður fram með sínum ósviknu bragðgæðum. Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni: www.kaffi59.is
126 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
fosshótel
S
www.fosshotel.is
tofnun Fosshótela má rekja til ársins 1996 þegar nokkrir valinkunnir einstaklingar og fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku sig saman og ákváðu að hefja sameiginlegan hótel- og veitingarekstur. Þetta voru Guðmundur Jónasson ferðskrifstofa, Safaríferðir, Ferðaskrifstofa Íslands og Ómar Benediktsson. Í upphafi voru starfrækt þrjú hótel í tveimur landshlutum. Fosshótel Lind og City í Reykjavík og Hallormur á Egilsstöðum. Ekki leið á löngu þar til Fosshótel tóku til starfa á fleiri stöðum á landinu og bættust þá við Hótel Harpa og KEA á Akureyri, Áning á Sauðárkróki, Bifröst í Borgarfirði, Vatnajökull á Höfn, Hótel Laugar í Reykjadal og Hótel Stykkishólmur. Fyrstu ár Fosshótela einkenndust af mótun félagsins og ýmsum breytingum þar að lútandi. Upp úr aldamótunum breyttist eignarhaldið á Fosshótelum og varð Guðmundur Jónasson meirihlutaeigandi og nýr hluthafi Ólafur Torfason kenndur við Grand Hótel Reykjavík kom inn í félagið ásamt nokkrum öðrum aðilum. Reksturinn óx jafnt og þétt og voru Fosshótelin flest 18 talsins staðsett vítt og breitt um landið. Í lok árs 2008 varð aftur breyting á eignarhaldi Fosshótela þegar Ólafur Torfason keypti meirihluta í félaginu og voru þá hluthafarnir að mestu hann og Guðmundur Jónasson hf. Mikil endurskipulagning átti sér stað á þessum tíma og var sterkari stoðum skotið undir reksturinn sem skilað hefur góðum árangri síðan. Í dag eru Fosshótelin ein af öflugustu hótelkeðjum á landinu. Fyrirtækið hefur einsett sér að vera með virka gæðastefnu sem skilar sér beint til viðskiptavinarins á þann hátt meðal annars að upplifun hans af landi og þjóð verður jákvæð og ánægjuleg.
Fosshótel Laugar.
Ferðaþjónusta | 127
Starfsfólk Fosshótela leggur metnað sinn í að skapa þægilegt og vinalegt andrúmsloft og býður upp á góða og margvíslega þjónustu sem hentar einstaklingum jafnt sem hópum. Góður rómur hefur verið gerður að hlýju viðmóti starfsfólks og einstakri smekkvísi hvort sem um er að ræða vistleg herbergi, stílhreint veitingarými eða glæsileika þar sem við á. Fosshótelin leggja áherslu á hina vinalegu íslensku gestrisni og til að ríma við það hefur verið lagt mikið kapp á að bjóða upp á mat sem hefur sérstöðu. Að bjóða viðskiptavini upp á máltíð sem er minnisstæð er mikils virði. Einkum hefur hinu íslenska gæðahráefni verið haldið á lofti og boðið upp á mat sem er búinn til úr fersku hráefni úr sveitum landsins. Hráefni sem kemur beint frá býli er afar vel tekið. Rík áhersla er lögð á að vekja athygli viðskiptavinanna á að upplifa fegurð landsins á hvaða árstíma sem er. Enda hefur tekist að laða gesti að bæði innlenda sem erlenda hvort sem er að sumarlagi eða um hávetur og allt þar á milli. Innandyra er ávallt hlýtt og rétti tónninn sleginn hvort sem fólk er að hvíla sig á lengri ferðalögum eða vill njóta rómantíkur í notalegu umhverfi.
128 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
reykjavíkurhótel
H
www.reykjavikhotels.is
Hótel Reykjavík - Best Western.
ótel Reykjavík tók formlega til starfa í byrjun sumars 1992. Örlögin höguðu því þannig til að húsnæðið að Rauðarárstíg 37 varð að hóteli. Þar hafði verið fyrirhuguð skrifstofubygging en Ólafur Torfason og fjölskylda hans ákváðu að veðja fremur á hótelrekstur. Sú framtíðarsýn er merkileg fyrir margra hluta sakir því ekki stefndu margir á ferðaþjónustu á þeim tíma. Á fyrsta starfsárinu voru 30 herbergi tekin í notkun í miðhluta byggingarinnar og önnur 30 til viðbótar ári síðar enda var vaxandi eftirspurn eftir gistirými í höfuðborginni. Það var svo árið 1997 að frágangi við bygginguna lauk. Þá voru í boði 79 herbergi auk veitingastaðar og hótelbars. Þegar fram liðu stundir gekk Hótel Reykjavík í Best Western hótelkeðjuna og er í dag eina hótelið hér á landi í þeirri keðju. Reksturinn gekk það vel að skilyrði sköpuðust fyrir frekari fjárfestingum í greininni. Í byrjun árs 1995 höfðu Ólafur ásamt öðrum smærri fjárfestum keypt hótelið við Sigtún, sem starfað hafði undir nafninu Holiday Inn. Það lá beinast við að nefna hótelið í anda fyrsta hótelsins og varð ofan á að gefa því nafnið Grand Hótel Reykjavík. Á þeim tíma voru í byggingunni 100 herbergi, fjórir ráðstefnusalir og veitingastaður.
Grand Hótel Reykjavík.
Ferðaþjónusta | 129
Hótel Reykjavík Centrum.
Ekki leið á löngu þar til hótelið var stækkað því eftirspurnin jókst í réttu hlutfalli við komur erlendra ferðamanna hingað til lands og þörfin fyrir góða aðstöðu undir fundi og ráðstefnur af öllum stærðargráðum fór stöðugt vaxandi. Það gilti jafnt fyrir innlenda sem erlenda aðila. Grand Hótel Reykjavík hefur stækkað í nokkrum áföngum og er í dag stærsta hótel landsins með 312 herbergi, 15 ráðstefnusali, veitingastað, bistrobar og glæsilega líkamsræktaraðstöðu og spa. Ráðist hefur verið í að endurnýja eldri hluta hótelbyggingarinnar. Einkum hafa herbergin fengið andlitslyftingu og þykir sérstaklega vel hafa tekist til við þær breytingar. Nýstárleg glerbygging tengir saman gamla og nýja hlutann sem er afar glæsileg. Þar er bjart um að litast, hátt til lofts og vítt til veggja. Ekki spillir fyrir að líta augum falleg glerlistaverk eftir einn fremsta glerlistamann þjóðarinnar, Leif Breiðfjörð. Þau gefa anddyrinu alveg einstaklega litríkan blæ þannig að engum blandast hugur um að þarna er smekkvísi og glæsileiki í fyrirrúmi. Þriðja hótelið var tekið í notkun í mars árið 2005. Það fékk eðlilega nafnið Hótel Reykjavík Centrum. Það tekur yfir þrjár byggingar í hjarta borgarinnar við Aðalstræti og þykir sérlega aðlaðandi. Nýjar húsbyggingar í gamla stílnum á einum elsta reit gömlu Reykjavíkur. Fornminjar frá landnámstíð eru skammt undan en þær voru uppgötvaðar þegar farið var að grafa fyrir grunninum. Þarna hefur nú verið komið fyrir landnámssafni sem laðar að ferðamenn í stórum stíl. Á hótelinu eru 89 herbergi, tveir ráðstefnusalir, veitingahúsið Fjalakötturinn og barinn Uppsalir. Árið 2011 bættust við fjórar íbúðir í Grjótagötunni til hliðar við hótelið. Reykjavíkurhótel mætti flokka sem fjölskyldurekstur en við fyrirtækið starfa hjónin Ólafur Torfason og Rósa Þórhallsdóttir auk fjögurra barna þeirra. Reksturinn fer stækkandi eftir að Ólafur varð meirihlutaeigandi í Fosshótelum sem nú hafa runnið saman með Reykjavíkurhótelum í nýtt hótelfélag sem fengið hefur nafnið Íslandshótel. Þrátt fyrir umfangsmikla starfsemi er rík áhersla lögð á persónulega þjónustu og eru gæðin í stöðugri skoðun til að tryggja vellíðan og ánægju viðskiptavinarins í hvívetna.
Veitingastaðurinn Fjalakötturinn.
130 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
hótel framnes
G
www.hotelframnes.is
rundarfjörður liggur á norðanverðu Snæfellsnesi mitt á milli Stykkishólms og Ólafsvíkur. Svæðið býr að einstakri náttúrufegurð og ómótstæðilegri fjallasýn en þar ber hæst sjálft Kirkjufellið sem er eitthvert formfegursta fjall landsins. Innst í Grundarfirði stendur samnefnt bæjarfélag þar sem í dag búa um 1.000 manns og hefur stærstur hluti þeirra atvinnu af sjávarútvegi, þjónustu og verslun. Bærinn er orðlagður fyrir sérlega snyrtilegt umhverfi og fagurt mannlíf ásamt ótrúlegri veðursæld með miklum lognstillum og sérkennilegri sumarbirtu. Fyrir þá sem kjósa að heimsækja svæðið má geta þess að fjarlægðin á milli Grundarfjarðar og höfuðborgarsvæðisins er aðeins 178 km og tekur aksturinn um tvo tíma. Ákjósanlegasta gistimöguleikann er að finna á hinu vinalega Hótel Framnesi sem stendur að Nesvegi 6 við sjávarsíðuna miðsvæðis í Grundarfjarðarbæ. Húsið er byggt árið 1954 og þjónaði upphaflega hlutverki sínu sem verbúð fyrir sjómenn í landlegum. Eftir gagngerar endurbætur að utan sem innan opnaði Hótel Framnes fyrst sínar dyr árið 1998 en fyrstu hótelstjórar voru hjónin Eiður Örn Eiðsson og Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir. Við útlitsbreytingarnar var þess gætt að innviðirnir yrðu lagaðir að heimilislegum og hlýlegum stíl í anda sjötta áratugar síðustu aldar. Þar fyrir utan hefur nálægðin við höfnina og sjávarútvegsfyrirtækin mikið aðdráttarafl fyrir ferðafólk. Í dag býður Hótel Framnes upp á fjölþætta gistimöguleika og fyrsta flokks veitingahús. Núverandi hótelstjórar eru hjónin Shelag Smith og Gísli Ólafsson en þau tóku við rekstrinum árið 2006.
Gisting og veitingar Hótel Framnes býður upp á 29 fyrirtaks herbergi sem ýmist eru eins, tveggja manna eða stærri og þá með rými fyrir 3-4 manns en í heildina tekur húsið um 59 gesti. Allar vistarverur innihalda baðherbergi, hárþurrkur, kaffivél og sjónvarp auk þess sem aðgangur að þráðlausu interneti er um allt húsið. Til slökunar og vellíðunar býður hótelið einnig upp á sérstakan nuddstól, gufubað og heitan „jacuzzi“ pott. Hin náttúrulegu þægindi felast síðan í einstöku útsýni, annarsvegar úr vesturherbergjum yfir tilkomumikinn fjallgarð Helgrinda og hinsvegar úr austurherbergjum þar sem t.d. má verða vitni að auðugu fuglalífi Grundarfjarðarins. Veitingasalur Hótel Framnes er sérlega vistlegur og hlýlegur en þar er rými fyrir allt að 60 manns. Í eldhúsi eru galdraðir fram gómsætir réttir kjöts, fisks og grænmetis. Þar eru sjávarréttir þó helsti aðallinn enda þeir unnir úr sífersku hráefni sem sótt er beint í auðuga matarkistu Breiðafjarðar. Hverri sælkeramáltíð lýkur síðan með annáluðum eftirréttum veitingahússins t.d. heimagerðum ostakökum og frönskum súkkulaðitertum sem hreinlega gæla við bragðlaukana. Öll rými á Hótel Framnesi eru reyklaus.
Útivist og afþreying Í Grundarfirði er stutt í margar náttúruperlur og áhugaverða staði á Snæfellsnesi. Þar rís hæst sá dulmagnaði og glæsilegi Snæfellsjökull en umhverfi hans er þakið hraunbreiðum, sigkötlum, gígum og fallegum fjörum. Í raun eru útvistarmöguleikarnir óþrjótandi og hægt að komast í ótal skipulagðar jökla-, hesta- og gönguferðir ásamt fuglaskoðun. Þeir sem kjósa afþreyingu og afslöppun þurfa heldur ekki að leita langt yfir skammt. Í Grundarfirði er til staðar ágæt sundlaug með heitum pottum auk 9 holu golfvallar sem er í 10 km fjarlægð frá hótelinu. Þar fyrir utan gefst t.d. kostur á sjóstangveiði, veiðiferðum og hvalaskoðun ásamt ýmsum fleiri möguleikum. Allar nánari uplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni: www.hotelframnes.is
Ferðaþjónusta | 131
V
langbest ehf. www.langbest.is
eitingahúsið Langbest er mikið stolt Reykjanesbæjar. Í rúman aldarfjórðung hefur staðurinn unnið hug, hjörtu og bragðlauka Suðurnesjamanna og nærsveitunga með sínum lostætu skyndikrásum sem allar bera sinn persónulega keim. Starfsemi Langbest fer fram á 2 stöðum í dag. Annars vegar í upphaflega aðsetrinu að Hafnargötu 62 í Keflavík og að Keilisbraut 771 í hinum nýja háskólabæ Ásbrú á Miðnesheiði. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 15 manns.
Upphafið og framgangurinn Upphafsmaður Langbest er Axel Jónsson veitingamaður en hann hóf reksturinn árið 1985. Um þetta leyti hafði Axel starfrækt veitingahúsið Glóðina í nokkur ár að Hafnargötu 62. Húsið er hornlaga og í þeim hluta sem vísar inn á Vatnsnesveginn rak Kaupfélag Suðurnesja lengi vel matvöruverslun. Nákvæmlega á þessum stað hlaut Langbest sitt framtíðaraðsetur og eins og að líkum lætur þurfti að breyta húsnæðinu töluvert svo það fengi þjónað sínum tilgangi. Á sinni löngu vegferð hafa innviðirnir gengið í gegnum ýmsar andlitslyftingar í takt við tíðarandann hverju sinni. Í dag dregur yfirbragð Langbest rækilega dám af ekta amerískum „diner“ frá rokktímanum í kringum 1960. Þrátt fyrir þetta hefur verið haldið fast í heilagt hlutverk staðarins um að afgreiða ljúffenga og sígilda skyndirétti á borð við pizzur, hamborgara, klúbbsamlokur, kjúklingasalat, fiskrétti og steikur. Mikil áhersla er lögð á að halda grunni matseðilsins óbreyttum þó svo að með vissu millibili sé boðið upp á ýmsar nýjungar. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á Langbest er boðið upp heimsendingarþjónustu á öllum réttum í Keflavík og Njarðvík.
Blómleg starfsemi
Langbest Hafnargötu.
Langbest Ásbrú.
Núverandi eigendur og framkvæmdastjórar Langbest eru hjónin Ingólfur Karlsson og Helena Guðjónsdóttir. Reksturinn hefur verið í þeirra höndum frá árinu 1997 og urðu þau þá arftakar annarra mektarhjóna, Gunnars Friðrikssonar og Bergljótar Grímsdóttur, sem þá höfðu starfrækt Langbest af miklum myndarbrag um 10 ára skeið. Segja má að Ingólfur og Helena hafi haldið uppi þeirra merkjum í farsælum rekstri allt fram á þennan dag. Hann hefur þó ekki verið áfallalaus en á þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 2000 brann Langbest til kaldra kola og var í beinu framhaldi ákveðið að endurbyggja staðinn frá grunni. Verkið tók aðeins fjóran og hálfan mánuð og opnaði nýr Langbest þann 3. nóvember þetta sama ár. Tilkomu hans var tekið fagnandi af Suðurnesjamönnum og urðu viðskiptin svo blómleg að strax spruttu upp vangaveltur um að stækka athafnasvæðið eða bæta við öðrum stað.
Nýr staður á gömlum grunni Við brotthvarf bandaríska hersins á Miðnesheiði árið 2006 skapaðist rétta tækifærið fyrir Langbest. Þar átti eftir að rísa nýtt, ferskt og fjölmennt háskólasamfélag yngri aldurshópa og þarna var líka öll aðstaða fyrir hendi undir veitingarekstur. Langbest kom sér fyrir að Keilisbraut 771 í húsnæði gamla Viking sem löngum var vinsæll skyndibitastaður á tímum varnarliðsins. Opnunin fór fram þann 3. júní 2008 en þá var gjörsamlega búið að hreinsa út alla gömlu innviðina og í staðinn komið nútímalegt og glæsilegt veitingahús sem svarar kröfum viðskiptavina um ljúffengan snæðing í þægilegu umhverfi. Þar er einnig fyrirliggjandi kaffhús, bar, flatskjár og barnahorn. Salurinn rúmar um 120 manns í sæti og er því tilvalinn fyrir hópa af ýmsu tagi.
Úr salnum á Langbest Ásbrú.
132 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
lostæti ehf.
L
www.lostaeti.is
ostæti ehf. var stofnað á Akureyri þann 1. september 1996 af hjónunum Valmundi Pétri Árnasyni og Ingibjörgu Ringsted. Lostæti ehf. er sérhæfð veislu- og veitingaþjónusta sem er með stjórnstöð sína á Akureyri og er nú án efa eitt af stærstu fyrirtækjum í þessari grein á Íslandi. Valmundur hefur frá upphafi séð um framkvæmdastjórn fyrirtækisins og Ingibjörg sinnti bókhaldinu í hlutastarfi til að byrja með en er í dag fjármálastjóri. Valmundur er matreiðslumeistari að mennt og Ingibjörg er viðskiptafræðingur. Fyrsta árið störfuðu 5 manns í föstu starfi hjá fyrirtækinu en stöðugildin eru í kringum 50 nú árið 2010. Frá upphafi til dagsins í dag hafa þjónustuleiðir fyrirtækisins þróast og viðskipti aukist jafnt og þétt. Lostæti hefur náð miklum árangri í sérþekkingu sinni á rekstri mötuneyta og kaffitería ásamt sérhæfðum lausnum í veitingum á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Lostæti hefur jafnframt þróað og útfært þrjú rafræn viðskiptaskráningakerfi í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki á Akureyri. Lostæti hefur ávallt lagt áherslu á persónulega þjónustu og vandaða kynningu á þjónustugreinum fyrirtækisins. Lostæti hefur gert tilboð í nokkur verkefni sem auglýst hafa verið í útboðum vegna veitingaþjónustu og náð góðum árangri þar. Sem dæmi um góðan árangur undirritaði Lostæti samning við Alcoa Fjarðaál árið 2007 þess efnis að Lostæti tæki að sér rekstur á mötuneyti fyrir starfsmenn og verktaka hjá Alcoa á Reyðarfirði ásamt umsjón með allri veitingaþjónustu fyrir álverið.
Starfsemin Undirbúningur á forrétti.
Veitingar frá Lostæti.
Núverandi stjórn Lostætis Stjórn Lostætis skipa: Ingibjörg Ringsted, Valmundur P. Árnason, Sonja Björk Elíasdóttir, viðskiptafræðingur Þráinn Lárusson, matreiðslumeistari og skólastjóri
Meginstarfsemi Lostætis ehf. er dagleg veitingaþjónusta við fyrirtæki og hópa ásamt rekstri á kaffiteríum og mötuneytum. Megnið af veitingum Lostætis á Akureyri eru útbúnar í framleiðslueldhúsi Lostætis og dreift þaðan í deildir og beint til viðskiptavina. Framleiðslueldhús Lostætis er staðsett að Naustatanga 1 á Akureyri og þar er jafnframt stjórnstöð fyrirtækisins. Starfsemi Lostætis samanstendur af eftirfarandi skilgreiningu: • Skrifstofa og stjórnstöð fyrirtækisins á Akureyri • Framleiðslueldhús sem þjónustar allar deildir á Akureyri • Rekstur kaffiteríu Háskólans á Akureyri (frá árinu 2000) • Rekstur kaffiteríu Verkmenntaskólans á Akureyri (frá árinu 2005) • Rekstur mötuneytis Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði (frá 2007) • Heildarþjónusta og umsjón mötuneyta í fyrirtækjum • Dreifing á matarbökkum til fyrirtækja og hópa • Veisluþjónusta af öllu tagi • Ávaxtaþjónusta til hópa og fyrirtækja undir nafninu „Ávaxtaland“ (frá árinu 2009) • Handverksbakarí á Reyðarfirði Meðalfjöldi matarskammta sem afgreiddir eru alla virka daga í heildarstarfseminni, bæði á Akureyri og Reyðarfirði, er nálægt 1.500. Þá eru ótalin önnur viðskipti í formi veisla og annarra veitinga. Starfsmenn á Akureyri eru 28 talsins og starfsmenn á Reyðarfirði eru 19.
Markmið Markmið Lostætis er að bjóða aðeins upp á það besta, hvort sem um er að ræða hráefni eða þjónustu. ,,Áreiðanleiki” er eitt af kjörorðum fyrirtækisins og eru allir starfsmenn Lostætis upplýstir um að leggja sig fram við að framfylgja þeirri meginstefnu.
Ferðaþjónusta | 133
Úr matsal Lostætis hjá Alcoa Fjarðaáli.
Leiðarljós Lostæti hefur að leiðarljósi að vera dugmikið og skapandi fyrirtæki sem veitir persónulega þjónustu og er reiðubúið að taka vel á móti öllum viðskiptavinum og skoða alla möguleika í veitingaþjónustu. Sérfræðingar Lostætis leggja sig fram við að aðstoða og ráðleggja viðskiptavinum við úrlausn mála.
Gæðastefna Lostæti leitast við að verða þekkt á sínu sviði í gæðamálum og að framleiðsluvörur fyrirtækisins séu þekktar meðal viðskiptavina sem gæðavara. Lostæti vinnur samkvæmt gæðaferlum Gámes og viðurkenndum öryggisstöðlum.
Umhverfis-, heilsu- og öryggisstefna
Það er mikið að gera í eldhúsinu í hádeginu.
Stefna Lostætis er að starfa á öruggan og ábyrgan hátt með lög og reglur og öryggi, heilsu og umhverfismál að leiðarljósi. Lostæti er með virkt UHÖ kerfi enda umhugað um velferð starfsmanna og ber ábyrgð á að veita starfsmönnum öruggt vinnuumhverfi, kennslu og þjálfun sem tryggir öryggi og áreiðanleika þeirrar þjónustu sem fyrirtækið veitir.
Starfsmannastefna Lostæti leggur áherslu á vellíðan starfsmanna sinna, starfsánægju og góðan starfsanda. Stuðst er við dreifða ákvarðanatöku og óhindruð tjáskipti á jafnréttisgrunni. Starfsmenn eru hvattir til frumkvæðis og hugmyndasköpunar. Hjá Lostæti hefur allt frá stofnun fyrirtækisins ríkt góður starfsandi og er starfsmannavelta í lágmarki. Grundvallarhugsjón starfsmannastefnu okkar er „að allir hlekkir séu mikilvægir í óslitinni gæðakeðju.“
Framtíðarsýn Lostæti gætir fyllstu varkárni í fjárfestingum en er þó ávallt með augun opin fyrir nýjum tækifærum með það að leiðarljósi að viðhalda sérhæfingu í þessari grein og tryggja stöðuga þróun og gæði í þjónustu. Í framtíðinni er ætlunin að flytja meginstarfsemina á Akureyri í nýtt húsnæði en í kjölfar ástandsins í þjóðfélaginu hefur verið ákveðið að fara hægt í þær sakir og fylgjast með þróun markaðarins.
Gómsætir smáréttir frá Lostæti.
134 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
rauðka ehf.
Á
www.raudka.is
Fyrir breytingu, byrjað á kvistum veitingastaðarins Hannes Boy. Svæðið var mun óálitlegra áður en framkvæmdir hófust.
rið 2007 var félagið Rauðka ehf. stofnað á Siglufirði en þrátt fyrir skamman aðdraganda hafði hugmyndin lengi blundað í frumkvöðlinum Róberti Guð-
finnssyni. Á þessum tíma hafði stöðnun og samdráttur einkennt Siglufjörð í hartnær hálfa öld. Þrátt fyrir ágætis árangur í fiskiðnaði á svæðinu hafði störfum þar fækkað jafnt og þétt gegnum tíðina, samfélagið elst með brottflutningi yngri kynslóðanna og menntastigið lækkað. Við lokun útibús Íslandsbanka á Siglufirði varð Hörður Júlíusson, fyrrum útibússtjóri og einn besti vinur Róberts, atvinnulaus og hófu þeir félagar þá leit að góðu verkefni. Lá þá fyrir að Héðinsfjarðargöng yrðu opnuð innan fárra ára og stóraukin tækifæri yrðu til ferðaþjónustu á svæðinu. Í ágúst sama ár settist Hörður Júlíusson í stól framkvæmdastjóra. Verkefnið var andlitslyfting nokkurra húsa við smábátahöfnina og uppbygging á ferðaþjónustu í þessum sögufræga bæ, Siglufirði.
Lagað að sögu, umhverfi og framtíð
Eftir breytingu. Þrátt fyrir umtalsverða andlitslyftingu er sál allra húsanna varðveitt og þau endurbyggð á sömu grindinni.
Það finna sér allir eitthvað við hæfi við Rauðku. Strandblak, minigolf, risatafl og nálægð við smábátana.
Strax í upphafi var Jón Steinar Ragnarsson leikmyndahönnuður fenginn til að hanna heildarásýnd umhverfis Rauðku sem laga átti að nærumhverfinu og sögu bæjarins. Í fyrstu var stefnt að því að endurbyggja þrjú hús á svæðinu. Standsetja þar veitingastað, móttökuhús fyrir ferðamenn og lítið gistiheimili. Fljótlega varð eigendum ljóst að enn frekari tækifæri lægju í uppbyggingunni, hugmyndir stækkuðu og umfang jókst. Í lok árs 2008 voru hjónin Sigríður María Róbertsdóttir og Finnur Yngvi Kristinsson ráðin til verkefnisins í verkefnisstjórnun, hugmyndauppbyggingu og til undirbúnings á eiginlegum rekstri félagsins. Í júní 2010 opnaði Rauðka fyrstu rekstrareininguna, veitingahúsið Hannes Boy. Sérstaða þess byggði á einstakri hönnun þar sem fólk naut matar síns í tunnuhúsgögnum með útsýni yfir smábátahöfnina. Veitingastaðurinn vakti strax mikla eftirtekt og fékk mjög gott umtal. Í október sama ár voru Héðinsfjarðargöng opnuð og Siglufjörður var kominn aftur á kortið. Aðstandendum Rauðku var nú orðið ljóst að enn þurfti að auka við þjónustustigið. Fyrirhugað gistiheimili var slegið út af borðinu og ákveðið var að standsetja þess í stað kaffihús, veislusal og tónleikastað. Árið 2011 var Kaffi Rauðka opnuð og fjöldi viðskiptavina jókst úr 18 þúsund frá árinu áður í yfir 50 þúsund. Árið 2012 hafði félagið síðan opnað eitt af fullkomnari iðnaðareldhúsum á landinu í þeim tilgangi að hámarka þá þjónustu sem Rauðka gæti veitt viðskiptavinum sínum og undirbúa félagið fyrir framtíðaruppbyggingu þess. Stefnan var sett á áttatíu þúsund viðskiptavini á árinu og í ágúst var ljóst að markmiðið mundi nást. Árið 2012 var Rauðka komin í fullan rekstur með yfir 40 manns í vinnu. Framkvæmdum og resktri var nú skipt upp og Sigríður María tók við starfi framkvæmdastjóra. Hörður Júlíusson steig þá til hliðar en settist í stól framkvæmdastjóra Selvíkur, sem sjá á um áframhaldandi framkvæmdir á vegum Rauðku.
Horft til framtíðar Þann 17. júní 2011 kynnti Rauðka framtíðaráform sín sem voru í fimm liðum og mörkuðu stefnu og sýn félagsins fyrir Siglfirðingum. Allt voru þetta liðir í að undirbúa umhverfið fyrir uppbyggingu nýs 64 herbergja hótels við smábátahöfnina. Öll þessi mál snéru að umhverfi og afþreyingu. Þannig átti að laga aðkomuna að bænum frá Héðinsfjarðargöngum allt inn að miðbæ, taka skíðasvæðið í gegn og reisa þar skíðaskála og
Ferðaþjónusta | 135
Smábátahöfnin á Siglufirði iðar af lífi eftir andlitslyftingu Rauðku.
standsetja nýjan og sérstæðan níu holu golfvöll í Hólsdal, mál sem Golfklúbbur Siglufjarðar hafði lengi undirbúið. Ári síðar náðist samkomulag milli Fjallabyggðar og Rauðku ehf. um stofnun nýs félags Leyningsás ses. sem eignast mundi golfvöllinn og skíðasvæðið og stýra uppbyggingunni. Skrifað var undir að Rauðka legði til þrjú hundruð milljónir króna en Fjallabyggð mundi leggja til land og mannvirki. Framkvæmdir á golfvelli hófust sama sumar og stefnt er á að hann verði opnaður árið 2015, sama ár og hótelið. Stefnt er á að framkvæmdum við skíðasvæðið ljúki með tilkomu nýs skíðaskála árið 2014. Þrátt fyrir langan undirbúning kom baksláttur í uppbyggingu hótels í lok júlí 2012 þegar skipulagsnefnd Fjallabyggðar samþykkti ekki byggingu þess. Ástæðan var kunn; enn átti eftir að klára snjóflóðavarnir ofan við svæðið. Í október sama ár lauk því máli og undirbúningsvinna hótelsins hófst formlega.
Hannes Boy bauð fólki nýja upplifun í gamaldags umhverfi.
Rík samfélagskennd Allt frá upphafi var meginmarkmið verkefnisins að fegra Siglufjörð byggja þar upp sjálfbæra ferðaþjónustu, hvetja aðra til fjárfestingar í firðinum og að virkja þann mannauð sem fyrir var á staðnum. Rauðka hefur þannig stýrt framkvæmdahraða miðað við getu samfélagsins og haft að stefnu að kaupa vinnu af fremsta megni af heimamönnum. Með þessu móti verða margföldunaráhrif fjárfestinganna mikil og þær fjárfestingar sem félagið leggur í verða að ríkara mæli eftir í samfélaginu. Árið 2012 hafði Rauðka fjárfest fyrir 600 m.kr á Siglufirði og stóð félagið þá skuldlaust, hundrað prósent fjármagnað með eigin fé. Þar að auki lagði félagið til 300 m.kr til stofnunar Leyningsás ses. og áformar að fjárfesta fyrir um 1 ma.kr. í viðbót í uppbyggingu hótels. Þegar áformum Rauðku lýkur er því áætlað að félagið hafi fjárfest fyrir um 2 ma.kr. á Siglufirði á árunum 2007-2015.
Hjálmar spila fyrir fullt hús af gestum á Kaffi Rauðku.
136 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
segveyjar ehf.
S
www.segwaytours.is
Heimaey skoðuð á Segwayhjólum, fjölskyldan á útsýnispalli við Eldfell.
Fjölskylda á Segwayhjólum, Klettshellir í baksýn.
egVeyjar ehf. er með tvískipta starfsemi tengda ferðaþjónustu. Annarsvegar leiga á Segwayhjólum sú eina sinnar tegundar á landinu og hinsvegar rekstur Hallarinnar sem er ráðstefnuhús og veitingastaður sem býður upp á fjölbreytta þjónustu í veitingarekstri í samvinnu við Einsa kalda veisluþjónustu. SegVeyjar ehf. var stofnað á vormánuðum 2010 og þá sérstaklega í kringum fyrstu og reyndar einu Segway hjólaleiguna á Íslandi. Eigendur SegVeyja ehf. eru hjónin Guðrún Mary Ólafsdóttir og Bjarni Ólafur Guðmundsson. Segway hjólin eru einstök og flestir sem prófa segja ferð á Segway hjóli vera einstaka upplifun. Hjólin eru einstaklega umhverfisvæn enda ganga þau fyrir rafmagni. Nafnið SegVeyjar er að sjálfsögðu blanda af Segway og Eyjar. SegVeyjar ehf. reka 10 Segway hjól og hægt er að leigja þau og skoða Heimaey og upplifa hana á eins náttúrulegan hátt og hægt er, nánast eins og að ganga, nema á allt að 20 km hraða. Í upphafi var markmiðið að SegVeyjar ehf. einbeittu sér að Segwayhjólum og annarri þjónustu tengdri ferðamennsku og því var það ekkert svo langt frá upphafinu þegar fyrirtækinu var boðið að kaupa rekstur Hallarinnar sem er langstærsti veitinga- og skemmtistaður Eyjanna og eina ráðstefnuhúsið. Þetta var á haustmánuðum 2010 og strax í upphafi árs 2011 var ráðist í að breyta aðalsalnum og hækka hluta hans upp. Sú breyting var mikil bylting og gerbreytti salnum og aðstöðunni, t.d. til að taka á móti hópum af öllum stærðum og gerðum sem nú geta borðað á pallinum og notið ótrúlegs útsýnis yfir Norðurklettana, Heimaklett, Miðklett og Ystaklett og á björtum vor-, sumar- og haustdögum séð vel upp á Eyjafjallajökul og upp í Fljótshlíð. Einnig var salnum á annarri hæð Hallarinnar breytt og hann gerður að allt að 200 manna móttökusal sem býður upp á möguleika fyrir stóra og smáa hópa sem koma til Eyja og halda fundi. Hallarlundur heitir salurinn og þar er fyrsta flokks fundaraðstaða. Höllin hýsti blakmót öldunga í maí 2011 og var gríðarleg ánægja með alla aðstöðu, mat og skemmtikrafta. Í Höllinni fara árlega fram allir stærstu viðburðirnir í Eyjum s.s. Sjómannaball, Verslunarmannaball, Þrettándaball og gestir Shellmóts og Pæjumóts hafa undanfarin ár borðað hádegis- og kvöldmat í Höllinni. Í Höllinni eða Hallarlundi fer líka árlega fram fjöldinn allur af brúðkaupum, árgangs- og ættarmótum, auk minni skemmtana. Við bjóðum upp á framúrskarandi þjónustu og klæðskerasaumum skemmtanir og vinnum vel með okkar viðskiptavinum að því að gera heimsóknina í Höllina ógleymanlega.
Höllin skreytt fyrir árshátíð. Hægt er að halda allar tegundir af veislum í Höllinni.
Það er alltaf kátt í Höllinni. Dansandi gestir í hátíðarskapi.
Höllin í Vestmannaeyjum. Útsýnið úr Höllinni er ótrúlega magnað.
Ferðaþjónusta | 137
H
hótel www.hotelorkin.is Ørkin
ótel Ørkin er staðsett á þremur hæðum við Brautarholt 29 í Reykjavík. Eins og stafsetning nafnsins ber með sér er starfsemin færeysk að uppruna enda betur þekkt undir heiti Færeyska sjómannaheimilisins sem fyrst var sett á legg hér á landi fyrir tæplega 100 árum. Hótelið er rómað fyrir heimilislegan, hljóðlátan og vistlegan andblæ og engu líkara en hér sé komið alvöru sveitahótel inni í miðri borg.
Söguágrip Upphafið að hótelrekstrinum má rekja allt aftur til skútualdar þegar færeyskir sjómenn tóku að sækja Íslandsmið heim. Frá þeim tíma og alveg fram á 20. öld var aðbúnaður á skipum mun verri en hann er í dag. Því skal engan furða að í landlegum þráðu sjómennirnir ekkert heitar en að komast í gott atlæti og sofna í góðu rúmi með fast land undir fótum. Árið 1919 kom hingað til lands trúboði frá Færeyska heimatrúboðinu og hans hlutverk var að rækta hina andlegu hlið landa sinna á Íslandi. Í kringum þetta fórnfúsa starf myndaðist brátt samheldinn hópur aðfluttra Færeyinga. Árið 1958 stóð Færeyska heimatrúboðið að byggingu sjómannastofu við Skúlagötu í Reykjavík. Brátt varð ljóst að plássið þar annaði ekki gistiþörfinni og því kviknaði sú hugmynd að byggja sérhannað húsnæði sem gæti hýst áhafnir færeyskra skipa. Smíði þess hófst árið 1975 að Brautarholti 29. Með samhentri sjálfboðavinnu Færeyinga og frjálsum framlögum þeirra tók framkvæmdin heil 16 ár og opnaði fullbúið og nýtt Færeyskt sjómannaheimili sínar dyr í fyrsta sinn þann 2. júní árið 1991. Í réttu hlutfalli við bættan aðbúnað sjómanna hefur starfsemin með tímanum færst yfir í form hefbundins þriggja stjörnu hótels fyrir almenna ferðamenn úr öllum heimshornum. Þess ber að geta að enn í dag er Hótel Ørkin rekin sem sjálfseignarstofnun af Færeyska sjómannatrúboðinu. Á þeirra vegum fara t.d. fram reglulegar guðsþjónustur í sérstökum samkomusal hússins og eru þær vel sóttar af öllum Færeyingum sem búsettir eru hér á landi.
Hótelið í dag Í dag býður Hótel Ørkin upp á 10 tveggja manna herbergi og 10 fjögurra manna herbergi sem í heildina geta hýst allt að 60 manns og er verð þeirra ávallt hóflegt með inniföldum morgunmat frá matstofu hússins. Einnig gefast ýmsir möguleikar á svefnpokaplássum fyrir smærri og stærri hópa. Sérsök athygli er vakin á að helmingur gistirýma er af þeirri stærð sem nýtist undir allt að fimm gesti í einu. Öll herbergi innihalda sjónvarp og síma ásamt nýuppgerðum salernum með steypiböðum. Að auki er aðgangur að þráðlausu netsambandi um allt húsið og á fyrstu hæð er jafnframt nettengd tölva. Á öllum hæðum hússins má síðan finna sérstakar dagstofur eða það sem upp á færeysku er nefnt „huggustofa“ en þar hægt að slappa af í leðursófum og spjalla við aðra gesti, líta í bók eða blöð, grípa í spil eða glápa á sjónvarp. Að þessu leyti svífur mjög notaleg og heimilisleg færeysk stemmning yfir vötnum á Hótel Ørkinni. Húsið gefur möguleika á að leigja út ýmis salarkynni fyrir ýmis tækifæri. Fyrirliggjandi er 94 fm fundarherbergi sem inniheldur allan nauðsynlegan búnað en þar er pláss fyrir um 80 manns. Sama rými er einnig heppilegt undir tækifærisveislur fyrir svipaðan fjölda. Hótelið býður einnig upp á minna fundarherbergi með rými fyrir 20-30 manns. Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni: www.hotelorkin.is
Ingibjørn Eldevig forstjóri.
138 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
sveitahótelið sveinbjarnargerði www.countryhotel.is
Í
fallegu umhverfi í austanverðum Eyjafirði má finna hið friðsæla og rómantíska Sveitahótel í Sveinbjarnargerði. Staðsetning þess er í aðeins um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Hótelið hefur frá upphafi verið starfrækt innan sömu fjölskyldunnar. Stofnendur eru hjónin Anný Larsdóttir og Jónas Halldórsson sem til margra ára ráku á sama stað hið umfangsmikla alifuglabú Fjöregg. Á undanförnum árum hefur athafnalífið á svæðinu tekið miklum stakkaskiptum. Aukinn kraftur hefur verið lagður í uppbyggingu ferðaþjónustu sem hófst í smáum stíl um miðbik tíunda áratugarins þegar farið var að bjóða upp á bændagistingu í nokkrum herbergjum á bænum í Sveinbjarnargerði. Með aukinni eftirspurn ferðafólks ákváðu hjónin að taka málin föstum tökum og umbreyta mannvirkjum alifuglaræktunarinnar í myndarlegt sveitahótel. Formleg opnun þess fór fram þann 14. nóvember 1998 þegar fyrstu 12 herbergin voru tekin í notkun. Upp frá því hefur rekstur Sveitahótelsins verið einstaklega farsæll enda svífur þar yfir vötnum mjög heimilislegt og gestrisið andrúmsloft í sannri íslenskri sveitasælu. Hjónin Anný og Jónas eru í dag komin á eftirlaun og hefur sonur þeirra Jónas Halldór tekið við hótelstjórninni ásamt konu sinni Guðbjörgu Lárusdóttur. Synir þeirra eru Jónas Elvar og Lárus Steinar.
Herbergi, salarkynni og veitingar Á Sveitahótelinu eru 33 herbergi sem eru búin öllum nauðsynlegum þægindum eins og símum, sjónvarpi og þráðlausu interneti ásamt sér baðherbergi. Stærð þeirra skiptist niður í 29 tveggja manna herbergi og þrjú þriggja manna ásamt einu sem rúmar fjóra gesti. Morgunmatur gesta er vel útilátinn með þremur tegundum af brauði, þremur tegundum af kjötáleggi, osti, ávöxtum, ávaxtasafa, súrmjólk, múslí, kornflögum, smjöri, sultum, heitum pylsum og heitri eggjahræru. Salir Sveitahótelsins eru tveir. Stærri veislusalur getur tekið allt að 110 manns í sæti og minni fundarsalur tekur allt að 40 manns. Veitingastaður hússins býður upp á einstakt kvöldverðarhlaðborð sem samanstendur af fjölbreyttu úrvali gómsætra rétta úr fersku hráefni; kjöt-, fisk- og grænmetisréttum. Frá 20. nóvember á hverju ári breytist sama fyrirkomulag í dýrindis jólahlaðborð að norrænum sið og undir borðum leika ýmsir tónlistarmenn á hljóðfæri sín. Hafa ber í huga að hér er ekki um að ræða veitingahús með hefðbundnum opnunartíma og því verða matargestir ávallt að bóka málsverði fyrir klukkan 16:00 samdægurs.
Dekur í faðmi sveitasælunnar Sveitahótelið í Sveinbjarnargerði er ótvíræður kostur fyrir alla þá sem vilja slaka á og njóta góðra veitinga í fallegu sveitaumhverfi sem þó er steinsnar frá þéttbýli. Eftir matinn má finna notalegt afdrep í þægilegri setustofu við hlýlegan arineld. Fyrir framan hana liggur stór verönd með góðu útsýni yfir Eyjafjörð sem gjarnan skartar gullfallegu sólarlagi á sumrin og norðurljósum á veturna. Á milli húsa má síðan teygja úr sér í heitum pottum og gufubaði. Einnig er hægt að komast í nudd hjá löggiltum nuddara en þó þarf að panta slíkt með fyrirvara. Að öðru leyti býður svæðið upp á ýmsa möguleika á sviði afþreyingar og útveru en allar slíkar upplýsingar má nálgast inni á heimasíðu Sveitahótels ins: www.countryhotel.is
Ferðaþjónusta | 139
F
videosport ehf. www.olafshus.is
jölskyldufyrirtækið Videosport ehf. var stofnað í byrjun árs 2001 af Kristínu Magnúsdóttur og Sigurpáli Aðalsteinssyni. Ýmis rekstur hefur verið hjá fyrirtækinu en í dag eru það veitingahúsin Ólafshús og Kaffi Krókur og skemmtistaðurinn Mælifell, öll við Aðalgötu, Sauðárkróki. Videosport sér einnig um rekstur Menningarhússins Miðgarðs í Varmahlíð sem er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps og félagasamtaka. Videosport festi kaup á Kaffi Krók eftir bruna vorið 2008 og hófust endurbætur á húsinu seinnihluta þess árs. Að endurbótum loknum var húsið opnað 17. júní 2009. Þar er opið fyrir matsölu yfir sumartímann ásamt því að vera huggulegt kaffihús þar sem notalegt er að sitja úti í sólinni þegar þannig viðrar. Flestar helgar allt árið um kring er boðið upp á lifandi tónlist og fólk skemmtir sér þar fram eftir nóttu. Tveir bjartir og rúmgóðir salir eru á Kaffi Krók sem henta mjög vel fyrir veislur og fundi. Ásamt dansleikjum og skemmtunum er Mælifell hentugt fyrir stærri veislur, fundi og aðrar samkomur. Videosport keypti húsið árið 2005 og opnaði eftir endurbætur í október 2006.
Ólafshús.
Aðal rekstur fyrirtækisins er þó Ólafshús, veitingastaður sem býður upp á fjölbreyttan matseðil þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þar má nefna pizzur, pasta, hamborgara, steikur, fiskrétti og margt fleira. Lögð er áhersla á að bjóða upp á mat úr héraði og með stolti er viðskiptavinum boðið að kíkja í Matarkistu Skagafjarðar. Aðaláherslan í eldhúsi Ólafshúss er lögð á ferskt fyrsta flokks hráefni. Ólafshús þjónar fjölbreyttum hópi viðskiptavina og tekur um 60 manns í sæti. Á efri hæð hússins er lítill salur sem hentar vel fyrir litla hópa eða fundi og hefur vakið hrifningu viðskiptavina sem vilja njóta góðrar máltíðar í næði í góðra vina hópi. Boðið er upp á ýmsa veisluþjónustu hjá fyrirtækinu hvort sem maturinn er sendur í veislur eða keyptur ásamt þjónustu. Mörg fyrirtæki nýta sér þá þjónustu að fá senda bakka með mat í hádeginu þó að sumir kjósi að fara úr vinnuumhverfinu og líta við á Ólafshúsi þar sem boðið er upp á hádegishlaðborð ásamt réttum dagsins á sanngjörnu verði alla virka daga. Á Ólafshúsi eru 15 starfsmenn í fullu starfi en mun fleiri eru í hlutastarfi með annarri vinnu eða námi. Yfir sumartímann eru þó mun fleiri starfsmenn í 100% starfshlutfalli. Mjög góður andi er á vinnustaðnum og starfsfólk í góðum samskiptum við yfirmenn. Kynjahlutfall starfsmanna er mjög jafnt í fyrirtækinu. Það sem byrjaði sem lítil myndbandaleiga hefur undið upp á sig og er nú það fyrirtæki sem það er í dag. Eigendur og starfsmenn horfa með bjartsýni til framtíðar og vonast til að eiga ánægjuleg viðskipti hér eftir sem hingað til við alla þá fjölmörgu sem viðskipti eiga við fyrirtækið.
Kaffi Krókur.
140 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
þrír frakkar
F
www.3frakkar.com
jarri ys og þys stórborgarinnar, á vinalegum stað í Þingholtunum nánar tiltekið að Baldursgötu 14, er að finna annálaðan unaðsreit allra sælkera, veitingahúsið Þrjá Frakka. Alveg frá árinu 1989 hefur þessi staður verið helsti vettvangur meistarakokksins Úlfars Eysteinssonar sem hefur verið seinþreyttur við að galdra fram nýstárlega framreiðslu úr íslensku hráefni, fyrir tryggan hóp matglaðra viðskiptavina úr öllum heimshornum.
Æviágrip Úlfar Eysteinsson er fæddur í Hafnarfirði árið 1947. Matargerðarlistin er honum í blóð borin því strax um 10 ára aldurinn var hann farinn að elda ofan í stóran systkinahóp sinn. Eftir að hafa lært undirstöðuatriðin í matreiðslu í heimilisfræðitímum í gagnfræðaskóla var lífsstarfið ákveðið. Um 14 ára aldurinn fylltist Úlfar mikilli útþrá, hætti í skóla og réð sig til sjós. Í eldhúsinu um borð í togaranum Júpíter var allt lært frá fyrstu hendi um meðhöndlun og eldun alvöru hráefna en ofan á allt þetta voru áhrifin frá framandi matarmenningu virkjuð duglega í erlendum höfnum. Um 16 ára aldurinn komst Úlfar á sinn fyrsta samning hjá Þjóðleikhúskjallaranum. Síðar tóku við sambærileg störf t.d. hjá Hótel Holti, Hótel Loftleiðum og veitingahúsinu Laugaási. Fyrstu afskipti Úlfars af eigin veitingarekstri hófust árið 1982 þegar hann í félagi við aðra opnaði Pottinn og pönnuna við Brautarholt 22. Veitingahúsið braut að vissu leyti blað í íslenskri matarmenningu og innleiddi t.d. fyrst allra amerískan brauð- og salatbar ásamt sjálfsafgreiðslu súpupottum. Eftir þetta átti Úlfar aðild að ýmsum veitingastöðum í félagi við aðra, eins og Sprengisandi, Úlfi og ljóni og Hard Rock Café. Hann tók síðan opinberlega við Þremur Frökkum þann 1. mars árið 1989 en sá staður var upphaflega opnaður af þremur frönskum veitingamönnum árið 1985.
Úlfar Eysteinsson.
Veitingastaðurinn Þrír Frakkar á horni Baldursgötu og Nönnugötu.
Ferðaþjónusta | 141
Hluti af matsalnum.
Hefðbundið hráefni - framandi framreiðsla Á matseðli Þriggja Frakka er að finna úrval gómsætra rétta úr hefðbundnum kjöt- og sjávarafurðum eins og villibráð, sjófuglum, saltfiski og lúðu. Sérstaðan byggist þó á djörfunginni við framreiðsluna sem oft er unnin úr óvenjulegum hráefnum á borð við löngu, loðnu, sel og grásleppu þannig að úr verður hrein sælkeraveisla. Margir af dyggustu gestunum eiga þó sinn uppáhaldsrétt en þar koma steiktar gratíneraðar gellur, plokkfiskur, steinbítskinnar og hrossalundir mjög sterk inn hvað hyllina varðar. Einhver helsti aðallinn í matseðlinum verður þó að teljast hvalkjötið. Eins og frægt var eftir hvalveiðibannið 1989 lentu síðustu 27 tonnin af veiddri langreyð í höndunum á Úlfari Eysteinssyni og átti þetta magn eftir að mjatlast út á næstu 17 árum og duga í raun þangað til veiðitakmörkunum lauk árið 2006. Að öðru leyti er matseðillinn á Þremur Frökkum venju fremur árstíðabundinn t.d. með hrognum og lifur í upphafi árs og hreindýrum á haustin ásamt villtum fuglum í kringum skotveiðitímann á veturna. Ekki má gleyma því að Veitingahúsið Þrír Frakkar býður einnig upp einstaklega notalegt og heimilislegt umhverfi, enda athafnasvæðið rétt um 100 fm í þremur aðskildum rýmum. Í heild tekur staðurinn um 44 gesti í mat og þvi vel hægt að dekra við hvern og einn matargest.
Barinn.
Stefán að matreiða.
Fjölmiðlar og fjarskipti | 143
Þ
Fjarskipti á opnum markaði í 15 ár
hröð þróun og síaukin samkeppni
ann 1. apríl 1997 tók gildi nýtt regluverk í fjarskiptum, þar sem m.a. var kveðið á um opnun fjarskiptamarkaða. 15 ár eru því liðin síðan regluverk um opnun markaða tók gildi og Póst- og fjarskiptastofnun var sett á laggirnar. Áður hafði íslenska ríkið farið með einkarétt á fjarskiptaþjónustu og annaðist Póst- og símamálastofnun þjónustuna. Í grein þessari er ætlunin að stikla á stóru varðandi þróunina síðan 1997, hver staðan er í dag og hvert virðist stefna í fjarskiptum næstu árin.
Þróun löggjafar Markaðsvæðing fjarskiptaþjónustu hérlendis hefur fylgt sambærilegri þróun á EESsvæðinu. Á grundvelli samningsins um EES-svæðið er fjarskiptaregluverk ESB innleitt hérlendis. Fjarskiptalögum hefur verið breytt nokkuð oft frá árinu 1997. Helstu breytingar urðu árið 1997, þegar markaðir voru opnaðir og árið 2003 þegar skýrari löggjöf var sett um opnun markaða. Þá komu til sögunnar markaðsgreiningar, þ.e. greiningar á skilgreindum hlutum fjarskiptamarkaðarins. Á grundvelli markaðsgreininga má leggja ýmsar kvaðir á fjarskiptafélög með markaðsráðandi stöðu, til að stuðla að frekari samkeppni og opnun markaða. Fyrirséð er að gerð verði meginbreyting á fjarskiptalögum haustið 2013. Þar verður haldið áfram að skýra regluverkið um opnun markaða. Auk þess er að finna í frumvarpinu ýmsa mikilvægra þætti sem snerta neytendur, m.a. varðandi aðgengi að háhraða netþjónustu og gæði hennar. Þá verður sett á laggirnar evrópsk stofnun, BEREC, sem stuðlar að samræmdri innleiðingu regluverksins.
Póst- og fjarskiptastofnun Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fer með framkvæmd fjarskiptamála hér á landi. Helstu verkefni stofnunarinnar eru, auk þess að vinna að opnun fjarskiptamarkaða, póstmál, neytendamál, stjórnun tíðnimála, stjórnun númeramála, vernd og virkni fjarskiptaneta, netöryggi, ráðgjöf til stjórnvalda og erlend samskipti.
Opnun markaða Fjarskiptalöggjöfin inniheldur ítarleg ákvæði um hvernig staðið skuli að opnun fjarskiptamarkaða. Auk ýmissa almennra reglna, t.d. um númeraflutning, aðgang að aðstöðu og gagnsæi viðskiptaskilmála, eru ítarleg ákvæði um greiningu á markaðsstyrk fjarskiptafélaga. Ef í ljós kemur að tiltekið fjarskiptafélag hefur sterka stöðu á tilteknum hluta fjarskiptamarkaðarins er Póst- og fjarskiptastofnun heimilt að leggja kvaðir á viðkomandi félag, m.a. um aðgang annarra að innviðum viðkomandi félags, eftirlit með gjaldskrá, jafnræði, gagnsæi og bókhaldslegan aðskilnað. Markmið þessara kvaða er að skapa aðstæður fyrir keppinauta viðkomandi félags til að ná fótfestu á markaðnum. Þegar markaðsstaða félaganna hefur jafnast er kvöðunum aflétt. Markaðsaðilar geta skotið deilumálum sínum til stofnunarinnar og skal hún taka bindandi stjórnvaldsákvörðun ef sættir nást ekki. Hægt er að skjóta ákvörðunum stofnunarinnar til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála eða til dómstóla.
Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar.
144 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Tíðnimál Radíófjarskipti gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í nútímasamfélagi. Almenningur þekkir best þjónustu fjölmiðla, farsímakerfi, þráðlaus net og talstöðvar. Radíófjarskipti koma einnig við sögu í alls kyns fjarstýringum, gagnatengingum, gervitunglaþjónustu, ratsjám, í merkjasendingum milli tækja og svo mætti lengi telja. Gróflega má flokka tíðnir í tvo megin flokka; þ.e. leyfisskildar tíðnir og tíðnir til almennra nota án heimildar. Póst- og fjarskiptastofnun tekur þátt í alþjóðlegri samræmingarvinnu um radíótíðnir og heldur utan um íslenska tíðniskipulagið, þar sem kveðið er á um hvers konar þjónusta er veitt á hverjum hluta tíðnirófsins. Stofnunin úthlutar tíðniheimildum til þeirra sem þess óska og uppfylla sett skilyrði og hefur eftirlit með að notkun tíðna sé í samræmi við heimildir. Jafnframt hefur stofnunin yfir að ráða ýmsum mælibúnaði til að kanna stöðu ljósvakans og uppgötva og staðsetja mögulegar radíótruflanir.
Mynd 1. Forsíða www.reiknivel.is
Neytendamál Fjarskiptaþjónusta snertir alla landsmenn meira og minna daglega. Því er ekki að undra að mikil áhersla er lögð á vernd neytenda í fjarskiptalögum. Stofnunin sinnir miklum fjölda fyrirspurna og kvartana frá neytendum árlega. Á annað hundrað kvörtunarmál frá neytendum voru tekin til formlegrar meðferðar hjá stofnuninni árið 2011 auk fjölda mála sem hægt var að leysa með óformlegum hætti. Stofnunin leggur áherslu á að hafa fyrirliggjandi á vef sínum greinargóðar upplýsingar um fjarskiptamál fyrir neytendur og beitir sér jafnframt fyrir því að fjarskiptafélögin birti sem skýrastar og aðgengilegastar upplýsingar um þjónustu sína, verð og gæði á heimasíðum sínum og annars staðar. Til að auðvelda neytendum verðsamanburð á fjarskiptaþjónustu heldur stofnunin úti reiknivél um verð fjarskiptaþjónustu á vefslóðinni www.reiknivel.is.
Verð fjarskiptaþjónustu Póst- og fjarskiptastofnun fylgist með verði fjarskiptaþjónustu hérlendis og ber saman verð hér við OECD lönd. Í töflu 1 má sjá verðsamanburð 2003 til 2011 og sæti þegar hinum 34 þjóðum OECD er skipt upp í 4 hópa. Hópur 1 er með ódýrustu þjónustuna, en hópur 4 þá dýrustu.
Sæti innan OECD Þjónusta /Ár
2011
2010
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
Breiðband
3
3
4
4
4
Heimilissími
1
1
1
1
1
1
1
1
1
Fyrirtækjasími
1
1
1
1
1
1
1
1
1
GSM - eftirágreitt
2
1
2
1
2
2
2
1
1
GSM – fyrirfram
1
1
1
2
2
2
1
1
1
Tafla 1: Verðsamanburður og sæti Íslands innan OECD 2003 til 2011. Markmið Póst- og fjarskiptastofnunar er að Ísland sé í hópi 1 af OECD löndunum hvað varðar verð fjarskiptaþjónustu. Hvað varðar ofangreind markmið þá er ljóst að verð fjarskiptaþjónustu á Íslandi á árinu 2011 er þannig háttað að markmið nást í farsímaþjónustu fyrir fyrirframgreidd kort og talsíma í fastaneti. Þau náðist ekki fyrir eftirágreidda farsímaþjónustu og háhraðateningar. Hvað varðar eftirágreidda farsímaþjónustu þá skýrist það af lækkandi verði erlendis og að kaupmáttur hefur rýrnað hér á landi. Það vekur athygli hve háhraðatengingar eru hlutfallslega dýrar á Íslandi. Kostnaður við bandbreiðar tengingar til útlanda hefur hins vegar áhrif á verð háhraðatenginga hérlendis. Ekki er
Fjölmiðlar og fjarskipti | 145 ólíklegt að kostnaður vegna tenginga til útlanda við dæmigerða háhraðatengingu við heimili hérlendis sé um þriðjungur verðsins. Í flestum öðrum ríkjum á EES-svæðinu þurfa internetþjónustuveitendur ekki að gera jafn ríkan greinarmun á gagnaflutningi frá innlendum og erlendum aðilum eins og gert er hérlendis og því ekki að krefja viðskiptavini sína um þann kostnað. Það er því óvíst að raunhæft sé að Ísland nái því markmiði í bráð að vera í hópi 1 hvað varðar verð á háhraðatengingum, að óbreyttu, nema ef verð tenginga til útlanda lækki verulega í verði. Ólíklegt er að það gerist nema að til komi veruleg aukning netumferðar til og frá landinu vegna gagnavera hérlendis og því aukin þátttaka gagnavera í að greiða hlutdeild í útlandatengingum. Á myndinni hér fyrir neðan er sýnd verðþróun ódýrustu farsímaáskriftar fyrir meðalnotanda innan Norðurlandanna. Verðin eru kaupmáttarjöfnuð með svokallaðri PPPaðferð (e. Purchase power parity). Sjá má að verð þjónustunnar lækkaði mikið á árunum 2003 til 2007. Nokkur hækkun varð árið 2009 og er það afleiðing kaupmáttarrýrnunar sem varð í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Árlegur kostnaður ódýrustu farsímaáskri7ar hvers lands Evrur, kaupmáIarjafnað
450
Danmörk Svíþjóð
400
Noregur Finnland
350
Ísland 300 250 200 150 100 50 0 2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
Heimild: Teligen
Mynd 2. Árlegur kostnaður ódýrustu farsímaáskriftar fyrir meðalnotanda innan Norðurlandanna 2003 til 2011.
Stjórnsýsla Í ljósi þess að stofnunin fer með úthlutun náttúruauðlinda og úrskurðar með bindandi hætti um deilur og markaðsstöðu aðila á markaði er mikilvægt að stjórnsýsla stofnunarinnar sé í skipulögðu ferli og að haldið sé utan um stjórnsýslumál hennar af festu. Oft á tíðum varða ákvarðanir stofnunarinnar mikla hagsmuni, bæði í samskiptum markaðsaðila og þegar tekist er á um það hvort markaðsaðilar hafi farið að lögum í starfsemi sinni. Því er eðlilegt að markaðsaðilar fylgist vel með starfsemi stofnunarinnar, veiti henni strangt aðhald og standi vörð um hagsmuni sína.
Net- og upplýsingaöryggi Fjarskiptanet eru mikilvægir innviðir nútíma samfélaga. Án fjarskipta myndi ýmis önnur starfsemi, svo sem fjármálakerfið og raforkudreifing, tæpast virka. Jafnframt veita fjarskiptakerfi aðgang að nær öllum upplýsingakerfum landsins, bæði þeim sem aðgengileg eru til almennrar notkunar og einnig þeim sem sinna óbeinni þjónustu eins og stjórnkerfi framleiðslufyrirtækja. Vernd og virkni fjarskiptaneta er því mikilvægur og vaxandi þáttur í starfsemi Póst- og fjarskiptastofnunar. Stofnunin vinnur með markaðsaðilum að því að auka vernd fjarskiptaneta með því að skilgreina öryggisstig þeirra og hlutast til um að gerðar séu ráðstafanir til að tryggja viðkomandi öryggisstig. Jafnframt starfrækir stofnunin netöryggissveit á þjóðarvísu sem hefur að það markmiði að aðstoða við varnir gegn netárásum og stemma stigu við ýmiss konar óværu af mannavöldum í netkerfum.
146 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Þróun þjónustu Mynd 3 sýnir notkun fjarskiptaþjónustu hérlendis árin 1998 til 2011. Á þessum tíma hefur orðið gríðarlegur vöxtur í farsímaþjónustu og er nú svo komið að farsímaáskriftir eru fleiri en sem nemur mannfjölda. Sömuleiðis hefur háhraða nettengingum fjölgað mjög. Notkun talsíma hefur hins vegar dregist saman. 400000 350000 300000 250000 200000 150000 100000 50000 0 1998
1999
2000
2001 Mann/öldi
2002
2003
Talsími
2004 Farsími
2005
2006
NMT
2007
2008
2009
2010
2011
Háhraða-‐neAengingar
Mynd 3. Notkun fjarskiptaþjónustu og þróun mannfjölda 1998 til 2011.
Talsímaþjónusta Við opnum markaða árið 1997 var staðan sú að hlutafélagið Póstur og sími hafði yfir að ráða viðamiklu fjarskiptaneti um allt land sem ríkisrekinn fyrirrennari þess, Póst- og símamálstofnun, hafði byggt upp í skjóli einkaleyfis á undangengum áratugum. Nær allir landsmenn höfðu aðgang að talsímaþjónustu og var verðlagning þjónustunnar hagkvæm í samanburði við nágrannalönd okkar. Aðgangur að talsímaþjónustu fellur undir svo kallaða alþjónustu. Það þýðir að þegnar þjóðfélagsins eiga kröfu á því að hafa aðgang að þjónustunni á heimili sínu á viðráðanlegu verði, kjósi þeir svo. Öll heimili landsins eiga því kost á því að tengjast talsíma. Við opnun markaða hefur skapast samkeppni um talsímaþjónustu, bæði með hefðbundinni rásaskiptri tækni og með tækni internetsins. Nú geta neytendur fengið þjónustu hjá ýmsum markaðsaðilum eða nýtt sér samskiptamiðla internetsins til að hafa samskipti. Mynd 4 sýnir markaðsskiptingu innanlandssímtala í talsímakerfinu í lok árs 2011.
Mynd 4. Markaðshlutdeild talsímaþjónustu í árslok 2011.
Farsímanet Uppbygging NMT-kerfisins hófst árið 1986 og náði kerfið víða um land og út á miðin við landið. Póstur og sími hóf uppbyggingu GSM-kerfisins árið 1994. Samkeppni á fjarskiptamarkaði hófst 5. maí 1998 þegar fjarskiptafyrirtækið TAL hóf að bjóða GSMþjónustu. Fleiri aðilar bættust í hópinn og hefur verið talsvert um samruna fyrirtækja á þessum markaði í gegnum tíðina. Aðgengi að farsímaþjónustu er almennt gott hérlendis. Síminn og Vodafone reka landsdekkandi GSM-farsímakerfi. Síminn, Vodafone og
Fjölmiðlar og fjarskipti | 147 NOVA reka þriðju kynslóðar farkerfi sem ná til nær allra íbúa landsins og víða í dreifbýli. Önnur fyrirtæki reka viðaminni fjarskiptanet eða endurselja þjónustu stærri aðila. Bæði Síminn og Vodafone hafa selt öðrum fjarskiptafélögum aðgang að kerfum sínum. Ennfremur hvíla ýmsar kvaðir á Símanum um aðgang að farsímakerfinu og að endurselja þjónustu sína í heildsölu þannig að samkeppni geti myndast í þjónustu á farsímanetum. Í fjarskiptaáætlun er stefnt að enn frekari útbreiðslu þjónustunnar, bæði í dreifbýli og utan byggðra bóla. Verðlagning farsímaþjónustu hérlendis stenst samanburð við þau nágrannalönd okkar þar sem verð eru hvað lægst. Á árinu 2012 er ráðgert að bjóða upp fjarskiptatíðnir fyrir fjórðu kynslóð farkerfa. Slík kerfi bjóða upp á enn meiri gagnaflutningshraða en fyrirrennarar þeirra og má búast við að neytendum verði boðinn a.m.k. 30 Mb/s hraði fljótlega. Með auknum hraða farkerfa má segja að farnet og fastanet renni að einhverju leyti saman hvað varðar þá þjónustu sem neytendum stendur til boða.
Mynd 5. Markaðshlutdeild farsímaþjónustu í árslok 2011.
Internet Internetþjónusta var í upphafi veitt með upphringiaðgangi. Þá var hámarkshraðinn 56 Kb/s. Árið 1999 tók síðan ADSL við. Í upphaf var hraði ADSL-þjónustunnar 512 Kb/s. Nú er algengur hraði 12 Mb/s. Um þessar mundir er ný tækni við það að ryðja ADSL út af markaðnum, en ljósleiðarar og VDSL-tækni bjóða hraða upp á tugi megabita. Almennt má segja að aðgengi að háhraða internettengingum sé gott hérlendis í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Þó er það enn svo að utan þéttbýlis er sums staðar ekki aðgangur að háhraðatengingum. Á undanförunum árum hefur talsverðu fjármagni úr fjarskiptasjóði verið varið til að koma á háhraðatengingum í dreifbýli. Verkinu er ekki lokið og verður unnið að áframhaldandi útvíkkun háhraðaþjónustu á næstu árum. Aðgangur að háhraðatengingu og interneti er talinn vera mikilvægur öllum þegnum þjóðfélagsins í ljósi þess að ýmiss þjónusta er nú veitt um internetið auk þess að lýðræðisleg þátttaka og viðskipti fara í auknum mæli þar um. Því hefur talsvert verið um það rætt að fella aðgang að internetþjónustu undir alþjónustu og tryggja þannig aðgang að þjónustunni á öllum heimilum landsins. Ekki er ólíklegt að það verði gert á næstu árum. Rétt er að árétta það að í flestum tilfellum er hægt að kaupa internetþjónustu annars vegar og háhraðatengingu hins vegar frá mismunandi aðilum, þó flestir kjósi að skipta við sama þjónustuaðilann. Síminn og Vodafone búa yfir eigin xDSL-kerfum. Gagnaveita Reykjavíkur hefur tengt tugi þúsunda heimila við ljósleiðara á SV-horni landsins. Ýmis fjarskiptafélög selja síðan þjónustu sína um þessar ljósleiðaratengingar. Á Símanum og Mílu hvíla ýmsar kvaðir um aðgang að heimtaugum og leigulínum og um endursölu þjónustu. Þessar kvaðir hafa lagt grunninn að því að skapa samkeppni á þessum markaði.
148 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Mynd 6. Markaðshlutdeild internetþjónustu í árslok 2011.
Þróun markaðarins Langt mál og flókið er að rekja þau fyrirtæki sem starfað hafa á fjarskiptamarkaðnum á Íslandi á þeim 15 árum sem liðin eru síðan einkaréttur ríkisins var afnuminn og markaðurinn opnaður. Í stuttu máli má þó segja að helstu félög sem nú starfa á þessum markaði eru dótturfélög Skipta; Síminn (þjónusta) og Míla (fjarskiptanet) sem tóku við af Landssíma Íslands hf. Vodafone (áður nefnd Og Fjarskipti) varð til við samruna TALs og Íslandssíma. NOVA er nýr aðili á markaði sem hóf starfsemi 2008. Fyrirtækið á og rekur eigið þriðju kynslóðar farkerfi og býður nær eingöngu upp á farsímaþjónustu. TAL endurselur þjónustu annarra félaga undir eigin nafni. Félagið kaupir þjónustu í heildsölu af öðrum aðilum, annað hvort á grundvelli álagðra kvaða eða samkvæmt samningum. Gagnaveita Reykjavíkur er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, en var áður deild í fyrirtækinu og enn fyrr sjálfstætt starfandi fyrirtæki undir nafninu Lína-NET. Félagið á og rekur viðamikil ljósleiðaranet á SV-horni landsins frá Bifröst í Borgarfirði að Hvolsvelli. Fyrirtækið Farice á og rekur ljósleiðarasæstrengina Farice I og Danice sem tengja Ísland við umheiminn. Far ice og Gagnaveitan selja eingöngu þjónustu í heildsölu til annarra fjarskiptafélaga. Loks má má nefna JÁ upplýsingaveitur sem halda utan um gagnagrunn með símanúmerum landsins og hafa á hendi upplýsingaþjónustu um símanúmer, m.a. um símanúmerið 118. Auk þeirra fyrirtækja sem talin hafa verið upp hér á undan er nokkur fjöldi smærri fjarskiptafyrirtækja á markaðnum. Nær öll endurselja þau þjónustu stærri markaðsaðila.
Sjónvarp Eftirlit með dreifikerfi sjónvarps fellur að mestu undir starfssvið Póst- og fjarskiptastofnunar. Ör þróun er í uppbyggingu dreifikerfa fyrir sjónvarp og fyrirséð er að eldri kerfum sem byggja á hliðrænni tækni (analog) muni verða lokað fyrir árið 2015. Stafræn dreifing sjónvarps er nú aðgengileg almenningi um háhraðanet, með dreifingu um loftnet á UHF- tíðni og um gervitungl. Með stafrænni tækni býðst almenningi fjölbreytt úrval efnis og þjónustu með mun betri gæðum en áður. Háskerpuútsendingar eru við það að ryðja hefðbundnum útsendingum úr vegi og innan tíðar má búast við enn frekari tækninýjungum, t.d. þrívíddarsjónvarpi. Jafnframt er fyrirséð að miðlun sjónvarpsefnis verði í auknum mæli með þeim hætti að neytandinn pantar sér efni þegar það hentar honum í stað þess að horfa á dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Jafnframt má gera ráð fyrir að internettengd sjónvörp muni að einhverju leyti taka við hlutverki heimilistölvunnar.
Sæstrengir Til landsins liggja nú fjórir sæstrengir. Um þá fer öll fjarskiptaumferð til og frá landinu. Cantant-3 liggur frá Kanada, um Ísland og Færeyjar til Bretlands. Hann er elstur þessara sæstrengja og hefur takmarkaða burðargetu. Farice-1 liggur frá Íslandi um Færeyjar til Skotlands. Danice liggur frá Íslandi til Danmerkur og að lokum liggur Greenland Connect frá Kanada um Grænland til Íslands. Þrír síðasttöldu sæstrengirnir hafa mikla burðargetu og er hún hvergi nærri fullnýtt. Mikilvægt er að tryggja sem best öryggi
Fjölmiðlar og fjarskipti | 149 fjarskipta við útlönd, t.d. ef strengur rofnar. Því er þjónusta um þessa strengi gjarnan seld þannig að um hringtenginu er að ræða um tvo strengi og uppsetning þjónustunnar þannig að hún flyst sjálfkrafa á virka tengingu ef um bilun er að ræða. Lagning sæstrengja er afar kostnaðarsöm og burðargeta þeirra miklu meiri en sem nemur almennri notkun innanlands í fyrirsjáanlegri framtíð. Því hefur verið til þess horft að markaðssetja hýsingu gagnavera hérlendis þannig að þau hafi aðgang að hagkvæmri, endurnýjanlegri orku og öruggri tengingu um sæstrengi.
Mynd 7. Sæstrengir við Ísland.
Framboð tækja og CE-merkingar Fjarskiptabúnaður verður að uppfylla ýmsar kröfur um tæknilega eiginleika og tíðni notkun til að virka rétt hérlendis. Til að tryggja að búnaður virki rétt þarf hann að vera viðurkenndur af skoðunarstofu á EES svæðinu og merktur með svokölluðu CE-merki. Með EES-samningnum hafa Íslendingar aðgang að öllum tækjum sem hafa verið viðurkennd til notkunar innan ESB. Þetta er í raun mikið hagsmunamál fyrir neytendur því þannig njóta Íslendingar þeirrar hagkvæmni sem fylgir stærð markaðar sem telur um 500 milljónir manna. Vöruúrval, verð og gæði ýmiss konar fjarskiptabúnaðar ætti því að vera sambærilegt hérlendis og á meginlandi Evrópu hvað þetta varðar.
Stefnumótun stjórnvalda Litið er á aðgang að fjarskiptaþjónustu sem grunnþjónustu í flestum þjóðfélögum og stjórnvöldum hér á landi eins og annars staðar ber að tryggja að þegnarnir hafi aðgang að lágmarks fjarskiptaþjónustu. Er það gert með því að skilgreina í lögum svokallaða alþjónustu, þ.e. þá þjónustu sem að lágmarki skal veitt öllum sem það kjósa. Í dag samanstendur lágmarksþjónustan af aðgangi að talsímaþjónustu, aðgangi að 128 Kb/s internetþjónustu, aðgangi að upplýsingum úr símaskrá o.fl. Fyrirséð er að skilgreining alþjónustu verði útvíkkuð þannig að skilgreindur hraði internetþjónustu verði verulega rýmkaður. Jafnframt verður kveðið skýrar á um gæði nettenginga. Í nútímaþjóðfélögum er litið svo á að fjarskiptaþjónusta og aðgengi almennings að hagkvæmri og öruggri þjónustu sé þjóðfélagslega mikilvæg til að tryggja framfarir og hagvöxt. Því er t.d. haldið fram að aukning á útbreiðslu og hraða internetþjónustu auki þjóðarframleiðslu. Því hafa öll nágrannaríki okkar sett fram viðamikla stefnumótun um fjarskipti. Hið sama gildir um ESB. Opinber stefnumótun um fjarskipti á Íslandi birtist fyrst í fjarskiptaáætlun fyrir árin 2005 til 2010 sem Alþingi samþykkti árið 2005. Í henni var farið ítarlega yfir stöðu fjarskipta og sett markmið um öll helstu atriði er varða þróun fjarskipta í landinu til næstu 5 ára. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, lagði mikla áherslu á framkvæmd og kynningu áætlunarinnar og stóð m.a. fyrir fundarherferð um land allt þar sem helstu markmið voru kynnt undir kjörorðinu „Ísland altengt“.
150 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Fjarskiptaáætlun 2005-2010 Framkvæmd fjarskiptaáætlunar hvílir á tveimur meginstoðum. Annars vegar að hrinda í framkvæmd ýmsum samfélagslegum verkefnum á grundvelli opinberrar fjármögnunar og hins vegar að þróa og nýta fjarskiptaregluverkið, þar sem það á við, til að ná markmiðum áætlunarinnar. Því var samhliða áætluninni settur á laggirnar fjarskiptasjóður sem hafði það að markmiði að koma til framkvæmda ýmsum samfélagslegum verkefnum á sviði fjarskipta. Sjóðnum voru ákvarðaðir tveir og hálfur milljarður og komu þeir fjármunir úr sölu Landssímans. Helstu verkefni sjóðsins voru dreifing einnar rásar Ríkisjónvarpsins um gervitungl til sjófarenda og þeirra sem afskekktast búa, aðgengi að GSM-farsímaþjónustu á þjóðvegi 1 og öðrum helstu stofnvegum og ferðamannastöðum og uppbygging háhraðatenginga til þeirra sem ekki höfðu aðgang að slíkri þjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun hafði margþættu hlutverki að gegna varðandi framkvæmd ýmissa markmiða sem sett voru í fjarskiptaáætlun. Helstu verkefni stofnunarinnar á þessum grunni voru að stuðla að aukinni útbreiðslu þjónustu, m.a. stafrænni sjónvarpsþjónustu og farsímaþjónustu, að efla samkeppni á markaði og þar með stuðla að hagkvæmri verðlagningu og fjölbreyttri þjónustu, að efla öryggi fjarskipta og fjarskiptaneta og stuðla að vernd gagna sem um þau fara og síðast en ekki síst, að tryggja alþjónustu þannig að allir landsmenn eigi kost á lágmarks fjarskiptaþjónustu. Áhrif fjarskiptaáætlunar 2005 til 2010 hafa verið mikil og jákvæð. Fyrir tilstuðlan hennar hafa stjórnvöld unnið skipulega og stefnufast að þróun fjarskipta og stuðlað að því að allir landsmenn geti notið öruggra fjarskipta.
Hröð þróun fjarskipta á næstu árum Mikil og hröð þróun er í fjarskiptum og því mikilvægt að stjórnsýslan, ekki síður en markaðurinn, haldi vöku sinni og taki virkan þátt í að móta það fjarskiptaumhverfi sem almenningur mun búa við á næstu árum. Tækniþróunin veldur því að háhraðatengingar verða sífellt hraðvirkari. Ekki er óvarlegt að áætla að farnet muni innan fárra missera bjóða upp á 30 MB/s hraða í fjórðu kynslóð farneta. Neytendum í þéttbýli standa nú til boða 50 til 100 MB/s tengingar á fastaneti. Líklegt er að farnetsþjónustan verði aðgengileg stórum hluta landsmanna. Fastanetsþjónustan mun að öðru jöfnu ekki ná til landsmanna í strjálbýli og dreifbýli með ofangreinda hraða, að óbreyttu. Til þess að svo verði þurfa að koma til samfélagslegar aðgerðir sem tryggja aðgengi allra að nútíma fjarskiptaþjónustu. Alþingi hefur samþykkt nýja stefnumótun í fjarskiptum. Annars vegar er um að ræða 12 ára þingsályktun um stefnumótun og hins vegar 4 ára þingsályktun um almenn fjarskiptaverkefni. Í hinum nýju áætlunum er haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð var í fyrri áætlun. Sett eru metnaðarfull markmið um aðgengi að háhraða fjarskiptaþjónustu, hert er á öryggi fjarskipta og neyðarfjarskipti efld, hagkvæmt og öruggt aðgengi að íslensku léni tryggt, stjórnvöld kortleggi innviði fjarskipta og hugað verði að umhverfisvænni fjarskiptum. Fyrir Alþingi liggur einnig frumvarp til breytinga á fjarskiptalögum. Í því verður innleidd ný heildarlöggjöf EBS um fjarskipti. Helstu nýjungar þess frumvarps eru þær að réttindi neytenda verða skýrð enn frekar og mögulegt veður að fella aðgengi að háhraðatengingum undir alþjónustu. Þetta þýðir að allir landsmenn gætu átt rétt á aðgangi að háhraðatengingu á heimili sínu ef þeir óska þess. Jafnframt verða settar mun skýrari gæðakröfur um það hvað felast á í þjónustunni. Þessar breytingar allar kalla á nýja nálgun varðandi uppbyggingu fjarskipta utan þéttbýlis. Í þéttbýli er ódýrara að byggja upp og þróa fjarskiptaþjónustu en í dreifbýli. Þar virka markaðslögmálin betur og samkeppni ríkir, bæði í uppbyggingu neta og í þjónustu á netunum. Í dreifbýli hafa markaðslögmálin ekki virkað eins vel þegar kemur að uppbyggingu neta. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að fleiri en einn markaðsaðili geti og vilji bjóða þjónustu á fyrirliggjandi fjarskiptanetum í dreifbýli, enda séu þau þannig úr garði gerð að það sé tæknilega framkvæmanlegt og hagkvæmt. Það er því ljóst að á næstu árum bíða viðamikil verkefni við það að þróa og byggja upp háhraða aðgangsnet utan þéttbýlissvæða. Á þessari stundu er þó ekki rétt að binda framkvæmdaáætlunina við tiltekna tækni. Kemur það til af því að með þróun í tækninni bjóðast sífellt nýir valkostir sem duga til að leysa verkefnið. Í dag er t.d. boðið upp á um 50 MB/s hraða um koparheimtaugar og líklegt er að með tækniþróun muni þessi hraði
Fjölmiðlar og fjarskipti | 151 aukast enn frekar við tiltekin skilyrði. Því má nota þá fjárfestingu sem liggur í koparheimtaugunum meðan tækniþróunin býður upp á viðunandi hraða í þeim tilvikum þar sem það á við. Hitt er þó rétt að benda á, að til lengri tíma litið mun þróun ljósleiðaraneta verða þannig að þau munu ná til flestra landsmanna og þá bæði í þéttbýli og dreifbýli. Í dag er ljósleiðari nær alltaf lagður í nýframkvæmdum í fjarskiptum. Víða er unnið að endurnýjun heimtauga með ljósleiðara. Einnig er ljósleiðari oft einnig lagður samhliða veituframkvæmdum, enda er viðbótarkostnaður við slíka framkvæmd líklega um innan við fjórðungur af sjálfstæðri lagningu ljósleiðara. Ljósleiðaranet eru kjarninn í innviðum fjarskipta í dag og munu því smám saman breiðast enn frekar út. Stjórnvöld þurfa að hlutast til um það að unnið verði markvisst að því að stuðla að þessari þróun og samhæfa nálgun, m.a. með samnýtingu veituframkvæmda. Vinna þarf samhæfða áætlun um skipulag ljósleiðaraneta á landsvísu annars vegar og hins vegar stefnumótun um það að nýta samlegðaráhrif opinberra veituframkvæmda þannig að alltaf skuli hugað að lagningu ljósleiðara samhliða öðrum framkvæmdum á vegum hins opinbera, þar með talið við orkuframkvæmdir. Einnig er rétt að huga að framkvæmdum einkaaðila hvað þetta varðar.
Lokaorð Fjarskiptaþjónusta er afar mikilvæg í nútímasamfélagi. Þróun í tækni og þjónustu hefur haft afgerandi áhrif á þjóðfélagið, þróun lýðræðis, viðskipta, þjónustu og samskipta. Ekki sér fyrir endann á þessari þróun og sífellt kemur fram ný tæki og ný net sem gefa kost á nýrri og betri þjónustu. Vegna víðtækrar notkunar er litið svo á að fjarskipti séu grunnþjónusta í þjóðfélaginu. Engu að síður er þjónustan veitt af markaðsaðilum sem eru í einkaeigu, en það var einmitt eitt af meginmarkmiðum með opnum markaða fyrir 15 árum. Til að tryggja hagsmuni þjóðfélagsins, framþróun fjarskiptakerfanna, öryggi kerfanna, gæði og hagkvæmt verð þjónustunnar var Póst- og fjarskiptastofnun sett á laggirnar. Hlutverk stofnunarinnar er, eins og margra annarra eftirlitsstofnana, að stuðla að þróun markaðarins en gæta jafnframt jafnvægis á milli sjónarmiða markaðsaðila og sjónarmiða ríkisvaldsins eins og þau birtast í lögum og fjarskiptaáætlun. Mikilvægt er að hafa það í huga að alla tíð hefur legið fyrir að frelsi markaðarins eru settar vissar skorður og ríkisvaldið gerir ríkar kröfur til þeirra aðila sem fara með það vandasama og mikilvæga hlutverk að reka fjarskiptakerfi landsmanna og selja þjónustu á fjarskiptamarkaði. Séu markaðsaðilar ekki tilbúnir að axla slíka ábyrgð eða misfara með aðstöðu sína er hætt við að þjóðfélagið allt líði fyrir það, eins og gerðist í bankakerfinu í efnahagshruninu 2008. Því er ljóst að virkt eftirlit með fjarskiptamarkaði er óhjákvæmileg afleiðing þess að opna markaðinn. Fjarskipti á Íslandi hafa verið í fremstu röð í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. Framundan er áframhaldandi uppbygging og þróun, þar sem byggt verður á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið. Hið opinbera og markaðsaðilar þurfa að vinna samhent að því að tryggja öllum landsmönnum áfram góða fjarskiptaþjónustu. Því er engin ástæða til að ætla annað en að Ísland verði áfram í fremstu röð í fjarskiptum og að þjóðfélagið muni áfram njóta þeirra gæða sem af því leiðir.
152 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
365 miðlar ehf. www.365midlar.is
3
65 miðlar er framsækið fjölmiðlafyrirtæki sem veitir lifandi og upplýsandi þjónustu við landsmenn, 365 daga ársins. 365 miðlar starfa á öllum sviðum fjölmiðlunar: Sjónvarps- og útvarpsrekstri, blaðaútgáfu og vefmiðlun. Fyrirtækið er reist á traustum grunni sterkra og útbreiddra miðla en auk Stöðvar 2, Bylgjunnar, Fréttablaðsins og frétta- og afþreyingarvefsins Visir.is, starfrækja 365 miðlar sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 Sport, Stöð 2 Sport 2, Stöð 2 Bíó, Stöð 2 Krakkar, Stöð 2 Gull og Popptíví. Stöð 2 Netfrelsi er sjónvarpsþjónusta Stöðvar 2 á Netinu og Stöð 2 Fjölvarp býður upp á fjöldi erlendra sjónvarpsrása. Ennfremur starfrækja 365 miðlar útvarpsstöðvarnar FM957, X-ið 977, Léttbylgjuna og Gullbylgjuna. 365 miðlar tóku á sig núverandi mynd í ársbyrjun 2005 við samruna Fréttar, sem þá rak Fréttablaðið, og Norðurljósa, áður Íslenska útvarpsfélagið, sem rak Stöð 2 og Bylgjuna, auk annarra sjónvarps- og útvarpsstöðva. Bylgjan var fyrsta einkarekna útvarpsstöðin á Íslandi er hún hóf starfsemi í ágúst 1986 og í október sama ár hóf Stöð 2 útsendingar og varð þar með fyrsta einkarekna sjónvarpsstöðin. Fréttablaðið hóf göngu sína í apríl 2001 og varð fyrst íslenskra dagblaða til að vera dreift frítt inn á heimili landsins. Blaðið náði jafnt og þétt að skapa sér yfirburðarstöðu á íslenskum blaðamarkaði, hvað varðar allt í senn útbreiðslu, lestur og tekjur af auglýsingasölu, en samkvæmt lestrarmælingum Capacent-Gallup er hvert tölublað blaðsins að jafnaði með yfir 60% lestur á öllu landinu. Á þettbýlissvæðinu suðvestanlands og á Akureyri er daglegur lestur blaðsins enn meiri. Fréttablaðinu er dreift í 90 þúsund eintökum um allt land; frítt á helstu þéttbýlisstöðum en gegn lágu gjaldi á sölustöðum í dreifðari byggðum. Að auki má nálgast eintak af blaðinu á Visir.is þar sem einnig er að finna mikið og fjölbreytt frétta- og afþreyingarefni frá öðrum miðlum en þar er einnig starfrækt sjálfstæð ritstjórn sem flytur fréttir allan sólarhringinn. Vísir er í mikilli sókn og er annað tveggja vinsælustu vefsvæða landsins. Útsendingar sjónvarpsstöðva 365 miðla ná til um 99% þjóðarinnar. Stöð 2 er áskriftarstöð sem um helmingur þjóðarinnar er að jafnaði með áskrift að. Stöðin kappkostar að bjóða uppá fyrsta flokks afþreyingarefni, jafnt innlent sem erlent, fyrir alla aldurshópa. Sérstök áhersla er lögð í metnaðarfulla innlenda dagskrárgerð og hefur Stöð 2 verið leiðandi á sviði leikins efnis og skemmtiefnis eins og bæði áhorfstölur Capacent-Gallup og yfirburðir á Eddu-verðlaunahátíðum bera vitni um. Fréttir Stöðvar 2 fá að jafnaði mesta áhorf allra sjónvarpsfréttatíma í aldurshópnum 12-54 ára, auk þess sem Ísland í dag hefur verið vinsælasti dægurmálaþátturinn í sjónvarpi í sama aldurshópi. Barnaefni skipar háan sess hjá Stöð 2, en þar er boðið uppá fjölbreytt, fræðandi og skemmtilegt efni, jafnt innlent sem talsett erlent efni, alla daga vikunnar. Allt frá stofnun hefur Stöð 2 lagt línur um ýmiskonar nýjungar og aukna þjónustu við íslenska sjónvarpsáhorfendur. Þannig kynnti Stöð 2 til sögunnar barnaefni með íslenskri talsetningu, útsendingar allan sólarhringinn og allt árið um kring, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur Stöð 2 einnig verið leiðandi í ýmiskonar tækniframþróun og varð fyrst til að bjóða uppá stafrænar útsendingar, útsendingar í háskerpu og nú síðast þrívíddarútsendingu.
Fjölmiðlar og fjarskipti | 153
Stöð 2 Sport og Sport 2 sýna frá helstu íþróttaviðburðum innlendum sem erlendum og eru þeirra vinsælastir Enska úrvalsdeildin í fótbolta, Meistaradeildin og Evrópudeildin í fótbolta, Enska bikarkeppnin, Spænski boltinn, Formúla 1 kappaksturinn, NBA í körfubolta, íslenska úrvalsdeildin og bikarkeppnin í fótbolta, úrvalsdeildin í körfubolta, sumarmót yngri flokkanna í fótbolta auk fjölda golfmóta, þar á meðal US Masters, box bardagar og aðrir stórviðburðir í íþróttum. Markaðshlutdeild sjónvarpsstöðva 365 miðla er að jafnaði um 50% í aldurshópnum 12-54 ára skv. rafrænum áhorfsmælingum Capacent-Gallup. Bylgjan er vinsælasta útvarpsstöð landsins, leikur tónlist sem höfðar til breiðs hóps og flytur hlustendum sínum fréttir, fróðleik og skemmtun á hverjum degi. Markhópur Bylgjunnar eru konur og karlar á aldrinum 18-54 ára. Á Léttbylgjunni og Gullbylgjunni er nær eingöngu leikin tónlist en auglýsingar eru samkeyrðar með Bylgjunni. FM957 er svokölluð topp 40 stöð sem spilar vinsælustu tónlistina hverju sinni fyrir markhópinn 16-40 ára. Xið 977 er rokkstöðin þar sem markhópur er karlmenn á aldrinum 15-35 ára. Markaðshlutdeild útvarpsstöðva 365 miðla er um 70% að jafnaði skv. hlustunarmælingum Capacent-Gallup. Hjá 365 miðlum störfuðu árið 2011 um 320 manns. Fyrirtækið velti rúmlega 9 mill jörðum króna þar sem um 87% af tekjum fyrirtækisins komu frá afþreyingu og 13% úr fréttatengdri starfsemi.
154 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Fjölmiðlar og fjarskipti | 155
H
farice www.farice.is
lutafélagið Farice var stofnað í september 2002 með það að markmiði að tryggja markaðsskilyrði sem nauðsynleg voru til þess að fjármögnun og rekstur nýrrar alþjóðlegrar ljósleiðaratengingar fyrir Ísland og Færeyjar gæti orðið að veruleika. Sæstrengur með ljósleiðara var lagður árið 2003 og hófst notkun hans í janúar 2004. Þá fyrst varð til tvöföld ljósleiðaratenging til og frá Íslandi en CANTAT-3 strengurinn hafði verið í notkun frá 1994. Mun fullkomnari tækni er á FARICE-1 og því jókst áreiðanleiki fjarskiptasambands við umheiminn verulega. Á árunum 2005 og 2006 hófst umræða um nýjan sæstreng þar sem nokkrar bilanir höfðu orðið á CANTAT-3 auk þess sem brotalamir höfðu verið í framhaldssambandi tengdu FARICE-1 í Bretlandi. Á þeim tíma hófust einnig umræður um að Ísland væri fýsilegur kostur fyrir gagnaver en ein aðalforsenda til þess að slík starfsemi hæfist á Íslandi voru að tveir nútímalegir sæstrengir væru til Íslands en CANTAT-3 taldist ekki til þess, ekki síst vegna lítillar flutningsgetu hans. Árið 2006 hófst undirbúningur nýs sæstrengs til meginlands Evrópu með skipun starfshóps á vegum samgönguráðherra er gera skyldi tillögu um hvernig tryggja mætti öryggi fjarskipta Íslands í næstu framtíð. Niðurstaðan varð sú að ríkisstjórn Íslands samþykkti tillögu samgönguráðherra í desember 2006 að hefja undirbúning að því að nýr sæstrengur yrði lagður til meginlands Evrópu. Þá hafði CANTAT-3 strengurinn m.a. verið slitinn í nokkrar vikur. Málið færðist svo á forræði Farice og eftir miklar vangaveltur var ákveðið að nýr sæstrengur yrði lagður og kæmi á land í Danmörku og fékk nafnið DANICE. Notkun hans hófst í október 2009 og má því segja að þá hafi einnig verið lagður grunnur að mögulegum gagnaveraiðnaði á Íslandi. Fyrstu ár Farice var eignarhlutur Íslendinga 80% og Færeyinga 20%. Íslenski hlutinn skiptist þannig að 53% voru í eigu ríkissjóðs, Síminn átti 37% og Vodafone 11%. Síðari hluta ársins 2007 bættust síðan orkuveitufyrirtækin Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja í hluthafahópinn. Í dag eru hluthafar félagsins aðeins þrír og allir íslenskir. Ríkissjóður á 30%, Landsvirkjun 29% og Arionbanki 41% sem tengist fjárhagslegri endurskipulagningu sem gerð var á fyrirtækinu á árinu 2010 og 2011.
Grænlendingar lögðu sæstreng til Íslands og Kanada sem tekinn var í notkun 2009. Strengurinn kemur á land í landtökustöð Farice fyrir DANCIE og hefur Farice ákveðið pláss til ráðstöfunar á strengnum til Kanada sem er hugsað sem varasamband fyrir Ísland. Slökkt var á CANTAT-3 í desember 2010 og má því segja að frá árinu 2009 sé Farice að fullu ábyrgt fyrir fjarskiptasambandi Íslands við umheiminn.
156 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
icecom www.icecom.is
I Icecom á Lyngási 10 í Garðabæ.
cecom er allt í senn umboðs-, þjónustu- og verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í þráðlausum fjarskiptum af ýmsum toga. Markmiðið er að veita viðskiptavinum skotheldar heildarlausnir í hönnun og uppsetningum á gagna-, samskipta og öryggiskerfum handa fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, og einstaklingum. Þar gildir einu hvort menn vilja nýta sér koparinn í jörðinni sem burðarlag eða öfluga leiðni andrúmsloftsins. Á undanförnum árum hefur verið hrundið af stað mikilli upplýsingabyltingu með öflugum samruna fjarskipta- og tölvubúnaðar. Icecom hefur sett rækilega mark sitt á þessa öru þróun með uppbyggingu nær allra örbylgjukerfa á Íslandi. Fyrirtækið hefur tekið þátt í fjöldamörgum samstarfsverkefnum um innleiðingu ýmissa nýjunga af sama meiði. Icecom hóf starfsemi árið 1997. Stofnendur og núverandi eigendur eru rafeindavirkinn Davíð Áskelsson (1968) og rafeindaiðnfræðingurinn Jóhann Sigurþórsson (1965) en sá síðarefndi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins í dag. Starfsemin tók á sig mynd um miðbik tíunda áratugarins þegar þeir Davíð og Jóhann störfuðu, sem hluti af stærri hópi, við uppsetningu sjónvarpstöðvarinnar Stöð 3. Eftir góð og gagnkvæm kynni ákváðu þeir að rugla saman reytum með því að hleypa nýju fyrirtæki, Icecom, af stokkunum. Eitt af fyrstu verkefnum þess var uppsetning á enduvarpskerfi Fjölvarpsins fyrir Íslenska sjónvarpsfélagið.
Möguleikar örbylgjutækninnar Eins og kunnugt er var hið gamalgróna ríkisfyrirtæki Pósts og síma lagt niður árið 1998. Í sama mund voru rekstrareiningar þess einkavæddar á frjálsum markaði og þar með talinn flutningur gagnasambanda í gegnum örbylgjur. Þetta sama ár blés Icecom til ráðstefnu á Hótel Íslandi þar sem hagkvæmir möguleikar örbylgjutækninnar voru kynntir fyrir nettengdum aðilum úr atvinnulífinu og háskólageiranum. Helsti galdurinn fólst í mun meiri bandvídd undir gagnflutning fyrir minni upphæðir en áður hafði þekkst. Þessar aðstæður sköpuðu líka svigrúm fyrir fyrirtæki til að eignast kerfin og þurfa því ekki að borga af þeim leigu eða afnotagjald. Fyrstu viðskiptavinir Icecom með þessari nýju tækni voru Intís, Tölvuþjónusta Akraness og Tölvuþjónusta OK í Keflavík en öll fyrirtækin samtengdu sig með 34 Mb „full duplex“ netsambandi og hófu gagnvirkan gagnaflutning í gegnum örbylgjusamband. Í beinu framhaldi fylgdu fjöldamörg stórfyrirtæki sömu leið og þannig var styrkum stoðum skotið undir reksturinn hjá Icecom.
Starfsemin í dag Í dag er Icecom umboðsaðili fyrir alla virtustu framleiðendur í hlið- og stafrænum fjarskiptabúnaði eins og þráðlausum netkerfum, ljósleiðarakerfum, gervihnattamóttöku, DSL-háhraðtengingum, loftnetum, sjónvarpsbúnaði og öryggiskerfum ásamt jarð, endurvarps- og varaaflsstöðvum. Stór hluti þjónustunnar felst í alls kyns sérhæfðum lausnum t.d. fyrir net- og símkerfi sem eru sérsniðnar að þörfum viðskiptavina. Í slíkum tilfellum tekur fyrirtækið að sér alla hönnun, uppsetningu og frágang á viðkomandi búnaði. Nærtækt dæmi um þetta eru vel úthugsuð sjónvarps- og ráðstefnukerfi sem nú er að finna á öllum stærstu hótelum á höfuðborgarsvæðinu. Að undanförnu hefur mikill vaxtarbroddur verið í þróun öryggiskerfa hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Ein helsta nýjungin er samkeyrsla tölvuneta og öryggiskerfa sem gefur t.d. möguleika á því að hafa sumarbústaðinn í beinni útsendingu í gegnum símann eða tölvuna. Aðsetur Icecom er að finna að Lyngási 10 í Garðabæ og starfa þar að jafnaði á bilinu 8-10 manns. Allar nánari og tæknilegri upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni: www.icecom.is
Fjölmiðlar og fjarskipti | 157
N
nova www.nova.is
ova er samskiptafyrirtæki sem opnar fólki nýjar dyr að stærsta skemmtistað í heimi, internetinu! Nova ehf. var stofnað í maí 2006 með það að markmiði að meta mögulega innkomu félagsins á íslenskan farsímamarkað. Í lok mars 2007 fékk Nova úthlutað 3G rekstrarleyfi og opnaði svo formlega 1. desember 2007. Nova á og rekur eigið 3G farsíma- og netkerfi (UMTS HSDPA 7,2 Mbps) sem nú nær til um 93% landsmanna en stöðugt er unnið að þéttingu og stækkun kerfisins. Nova hefur auk þess fengið 4G tilraunaleyfi. Höfuðstöðvar Nova eru að Lágmúla 9, 108 Reykjavík. Verslanir Nova eru sex talsins: í Lágmúla, tvær í Kringlunni efri hæð, ein í Smáralind, á Akureyri og á Selfossi – auk þess er vefverslun á nova.is.
Starfsmenn Nova eru 102 talsins í 93 stöðugildum. Hjá Nova starfa konur og karlar á öllum aldri með fjölbreytta menntun og reynslu. Skipurit og nánari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á www.nova.is.
Stjórnendahópur Nova, talið frá hægri: Jóakim Reynisson, Liv Bergþórsdóttir, Harald Pétursson, Gunnar A. Ólafsson, Elías Bjarni Guðmundsson, Guðrún Einarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Benedikt Ragnarsson og Ólafur Stephensen.
Starfsmannafélag Nova kallast Studio 77 og hefur það að markmiði að standa fyrir litlum sem stórum viðburðum innan sem utan vinnutíma til að gera öfluga liðsheild enn öflugri og góðan vinnustað enn skemmtilegri! Sem dæmi um viðburði á vegum Studio 77 og Nova má nefna starfskiptadaga, Ólympíuleika og Amazing Race. Starfsmannavefurinn Studio 77 er mjög lifandi og gegnir veigamiklu hlutverki í innra starfi Nova. Þar geta starfsmenn m.a. bloggað og birt myndir frá viðburðum. Hjá Nova er starfræktur Nova skóli sem ætlað er að ýta undir að faglega sé staðið að móttöku nýliða og hugað að endurmenntun starfsmanna. Haldnir eru vinnufundir með öllum starfsmönnum reglulega þar sem stefnumótun og innviðir fyrirtækisins eru ræddir. Stefna Nova í starfsmannamálum er að ýta undir liðsanda og skapa sterka og öfluga liðsheild og veita starfsmönnum fyrirtækisins stuðning og hvatningu til að gera Nova að besta vinnustað í heimi. Hjá Nova er lögð áhersla á að laða til sín starfsmenn sem hafa metnað til að ná árangri í starfi, einstaklinga sem vilja takast á við krefjandi verkefni, geta tekið ábyrgð og sýnt frumkvæði og sveigjanleika í starfi. Nova hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín en fyrirtækið var valið markaðsfyrirtæki ársins 2009 af ÍMARK, félagi markaðsfólks á Íslandi og aftur tilnefnt til sömu verðlauna árið 2011. Nova hefur tvö ár í röð hlotið hæstu einkunn allra fyrirtækja í ánægju viðskiptavina – Íslensku ánægjuvoginni og jafnframt með ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu á Íslandi þrjú ár í röð 2009-2011. Í febrúar 2011 fékk Nova íslensku vefverðlaunin fyrir besta sölu- og kynningarvefinn en Nova hefur lagt mikla áherslu á markaðssetningu og þjónustu við viðskiptavini í gegnum netið. Vinir Nova á Facebook eru nú um 48.000 talsins – svo ef þú vilt kynnast okkur betur þá mælum við með því að þú gerist vinur okkar á Facebook!
Hjólað um bæinn á Nova hjóli.
Starfsmenn í verslun Nova í Lágmúla eftir að Íslenska ánægjuvogin var kynnt í febrúar 2012.
158 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
sagafilm
S
www.sagafilm.is
agafilm er eitt stærsta og elsta kvikmyndafyrirtæki á Norðurlöndum, stofnað árið 1978. Fyrirtækið starfaði upphaflega í sjónvarpsauglýsingagerð og við framleiðslu heimildamynda. Í dag eru umsvifin talsvert meiri. Auglýsingadeild starfar fyrir allar helstu auglýsingastofur á Íslandi og hefur hlotið 67 tilnefningar til Íslensku auglýsingaverðlaunanna og hlotið 14. Bókamessan í Frankfurt 2011.
Ein af heimildamyndunum sem Sagafilm hefur gert.
Dagskrárdeild er stærsta deildin með um 50% veltunnar. Viðskiptavinir eru Stöð 2, RÚV og Skjár1 auk fjölda erlendra sjónvarpstöðva, m.a. BBC, NDR, ZDF, ARTE, NRK, SVT, YLE og Discovery. Dagskrárdeildin hefur framleitt marga af vinsælustu spurningaskemmti- og sjónvarpsþáttum Íslands, ss. Vaktarseríurnar, Pressu, Svarta Engla, Heimsendi, Ástríði, Stelpurnar og Rétt. Heimildaþættir eru m.a. Síðasti valsinn, Flugsaga Íslands, Andlit norðursins (Last Days of the Arctic), Sjanghæjað til sjós, átta þættir um Kárahnjúkavirkjun, og fjórir þættir um íslensku björgunarsveitirnar auk þáttar um byggingu Hörpu. Erlenda deildin hefur tekið að sér eru mörg stór kvikmyndaverkefni s.s. Hollywoodmyndir eins og James Bond: A View to a Kill og Die Another Day, Tomb Raider, Batman Begins, Nova Zembla og nú nýlega verðlaunamynd rússneska leikstjórans Alexander Sokurovs, Faust. Að auki hefur deildin framleitt fjöldann allan af erlendum auglýsingum þar sem íslenskt landslag er í aðalhlutverki. SagaEvents eða viðburðadeildin sá ma. um EXPO skála Íslands í Sjanghæ í Kína árið 2010 sem 3 milljónir manna heimsóttu. Auk þess sá deildin um íslenska skálann á bókamessunni í Frankfurt árið 2011 sem vakti heimsathygli. Kvikmyndadeild hefur framleitt þrjár kvikmyndir í fullri lengd Húsið, Kalda slóð og Bjarnfreðarson sem er önnur tekjuhæsta íslenska kvikmynd sögunnar. Einnig hefur Sagafilm verið meðframleiðandi að verkum s.s. The Fourth Kind með Millu Jovovich og tekið þátt í framleiðslu tuga stuttmynda. Eftirvinnsludeild vinnur fyrir allar aðrar deildir Sagafilm ásamt því að þjóna öðrum kvikmyndagerðarmönnum og auglýsingastofum. Í deildinni eru ellefu klippisvítur, þrjár hljóðsvítur og grafík. Luxor tækjaleiga Sagafilm þjónar öllum deildum félagsins ásamt því að leigja ljósa- og sviðsbúnað og tæki til kvikmyndatöku til utanaðkomandi viðskiptavina. Eigendur félagsins eru: Kjartan Þór Þórðarson framkvæmdastjóri, Pétur Óli Gíslason og Ragnar Agnarsson leikstjóri. Aðrir stjórnendur eru yfirmenn dagskrárdeildar, Þór Freysson og Kristinn Þórðarson; erlendu deildar, Árni Björn Helgason; auglýsingadeildar, Reynir Leósson; eftirvinnsludeildar, Örn Sveinsson; Luxor, Bragi Reynisson; yfirmaður SagaEvents viðburðardeildar er Jón S. Þórðarson, fjármálastjóri Guðný Guðjónsdóttir og sölu- og markaðsstjóri Jóhannes B. Skúlason. Starfsmenn eru 42 en verktakar eru rúmlega 1.100 á ári. Vegur Sagafilm hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Veltan er frá um milljarði á ári upp í 1,3 milljarða.
Næturvaktin.
Metnaður okkar er að segja sögur af þekkingu og fagmennsku með sköpunargleðina að leiðarljósi og að verða leiðandi kvikmyndafyrirtæki í Evrópu.
Fjölmiðlar og fjarskipti | 159
V
víkurfréttir www.vf.is
íkurfréttir eru einn elsti bæjarfjölmiðill landsins en fyrsta blaðið kom út 14. ágúst 1980. Auk vikublaðs rekur fyrirtækið nú tvo vefi, fréttavefinn vf.is sem stofnaður var 1995 og golfvefinn www.kylfingur.is sem hóf göngu sína 2005. Blaðið var í eigu Prentsmiðjunnar Grágás til loka árs 1982 en 7. janúar tóku Víkurfréttir ehf. við útgáfunni. Páll Ketilsson og Emil Páll Jónsson stofnuðu félagið en Emil fór út úr því 1993. Frá þeim tíma hefur Páll og fjölskylda rekið félagið sem fagnar 30 ára afmæli 2013. Í tíð prentsmiðjunnar voru Víkurfréttir gefnar út hálfsmánaðarlega en forveri VF voru Suðurnesjatíðindi sem voru áskriftar- og sölublað sem kom út vikulega. Eftir að rekstri þess var hætt hófst útgáfa Víkurfrétta sem fríblaðs og var því dreift ókeypis í verslanir og fleiri staði í Keflavík og Njarðvík og síðar einnig í nágrannasveitarfélögunum. Nýir eigendur hófu vikulega útgáfu á upphafsmánuðum fyrirtækisins og vegur blaðsins jókst mikið með örari útgáfu. Dreifingu blaðsins var breytt fljótlega og hún styrkt með því að dreifa því inn á hvert heimili á Suðurnesjum. Nær alla tíð hefur blaðsíðufjöldi rokkað frá 16 til 32 blaðsíðna í hverri viku. Árið 1996 urðu miklar breytingar á útliti blaðsins þegar litprentun hóf innreið sína í vinnsluna en þá var helmingur blaðsins prentaður í lit. Þremur árum síðar var allt blaðið prentað í lit en þá fluttist prentun þess í Prentsmiðjuna Odda í Reykjavík en fram að þeim tíma hafði prentun þess farið fram í Stapaprenti í fimm ár en þar á undan í Grágás frá upphafi. Næsta stóra breyting á útliti blaðsins varð í mars 2011 þegar prentun blaðsins fluttist til Landsprents í Reykjavík en við það stækkaði brotið og pappír breyttist. Blaðið hefur alla tíð verið í forystuhlutverki á Suðurnesjum og verið stærsta frétta- og auglýsingablað svæðisins og einnig verið leiðandi í útgáfu meðal bæjar- og héraðsfréttablaða á landinu öllu. Árið 2004 hófu Víkurfréttir ehf. útgáfu VF vikublaðs í Hafnarfirði og Garðabæ. Opnuð var skrifstofa í Hafnarfirði en útgáfu blaðsins var hætt í júlí 2008. Árið 1995 þegar internetið var á upphafsárum sínum stofnaði VF fréttavefinn www. vf.is sem varð fyrsti ókeypis fréttavefurinn á landinu. Fyrstu árin var efni blaðsins sett á vefinn vikulega en fjórum árum síðar var farið að skrifa fréttir daglega inn á vf.is. sem í dag er í hópi 20 vinsælustu vefja á Íslandi. Tíu árum eftir stofnun vf.is hófu Víkurfréttir rekstur golfvefjarins www.kylfingur.is. Vinsældir hans hafa aukist á hverju ári. Í 30 ára sögu Víkurfrétta hafa starfsmenn þess sinnt öðrum störfum samhliða fréttamennsku fyrir eigin miðla. Þar má fyrst nefna fréttaþjónustu fyrir aðra fjölmiðla á Suðurnesjum, og þá helst fyrir Stöð 2. Páll Ketilsson var í fimmtán ár fréttaritari Stöðvar 2 en aðrir fréttamenn VF hafa einnig komið við sögu í þeim efnum. Í nokkur ár gáfu Víkurfréttir út veglegt Suðurnesjatímaritið TVF og var það selt í lausasölu. Stærsta einstaka verkefni Víkurfrétta frá árinu 2000 hefur verið ritstýring og útgáfa Golfs á Íslandi, tímarits Golfsambands Íslands.
Starfsmenn Víkurfrétta á skrifstofunni í Reykjanesbæ.
Starfsmenn Víkurfrétta ehf. í dag eru um tíu, voru í upphafi 3-4 en fóru hæst í tuttugu. Skrifstofa VF hefur lengst af verið á tveimur stöðum, við Vallargötu í Keflavík og við við Grundarveg 23 í Njarðvíkum. Í júní 2012 flutti fyrirtækið í glæsilegt húnsæði Samkaupa ehf. að Krossmóa 4 í Reykjanesbæ og er þar með skrifstofu á 4. hæð.
160 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
skipti hf.
Ö
www.skipti.is
flug samstæða fyrirtækja í fjarskipta- og upplýsingatækni. Skipti hf. er samstæða fyrirtækja á sviði fjarskipta og upplýsingatækni á Íslandi. Stærsta einstaka fyrirtækið innan samstæðunnar er Síminn, elsta og öflugasta fjarskiptafyrirtæki á Íslandi, en Skipti keyptu 98,8% eignarhlut ríkisins í Landsíma Íslands haustið 2005. Fyrirtæki innan Skiptasamstæðunnar eru auk Símans, Míla, Skjárinn, Sensa, Staki, OnWaves og Radiomiðun. Erlendis reka Skipti fjarskiptafélagið Síminn DK í Danmörku. Hlutverk móðurfélagsins Skipta er að sinna á einum stað sameiginlegri þjónustu fyrir dótturfyrirtækin, með hagræði og sveigjanleika að leiðarljósi. Þjónustan sem Skipti veita dótturfélögum sínum er meðal annars á sviði fjármála, lögfræðiþjónustu, samskipta, mannauðsmála og stefnumótunar. Að auki sjá Skipti um rekstur mannvirkja og ýmsa aðra stoðþjónustu fyrir dótturfélögin. Dótturfélög Skipta starfa bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði og er markmið Skipta að halda áfram að þróa þjónustu fyrirtækjanna þannig að þau séu ávallt í forystu á þeim mörkuðum sem þau starfa á.
Höfuðstöðvar Skipta eru í Ármúla 25 í Reykjavík.
Fjölmiðlar og fjarskipti | 161
Á undanförnum árum hefur verið unnið að mörgum stórum verkefnum á vegum dótturfyrirtækja Skipta sem miða að því að auka og bæta þjónustuna við landsmenn. Þannig má nefna að í samstarfi við Fjarskiptasjóð var lokið háhraðanetsvæðingu um allt land árið 2010. Haldið hefur verið áfram uppbyggingu farsímakerfa með endurnýjun og fjölgun senda um allt land og um mitt ár 2011 var sótt um heimild til að hefja uppbyggingu kerfis fyrir 4. kynslóð farsíma á Íslandi. Eitt helsta verkefni dótturfyrirtækjanna, Símans og Mílu, er Ljósnetsvæðing heimilanna í landinu en með því er á hagkvæman hátt boðið upp á hratt og öruggt internet með miklum möguleikum fyrir heimilin í gagnvirku IP-sjónvarpi og öllu því sem Íslendingar þarfnast til þess að lifa og hrærast í því samskipta- og upplýsingasamfélagi sem við búum í. Áætlað er að lokið verði að tengja um 90 þúsund heimili við Ljósnetið um mitt ár 2014.
Myndatexti.
Skipurit Skipta ásamt merkjum þeirra fyrirtækja sem tilheyra Skiptasamstæðunni.
162 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Síminn
S
www.siminn.is
íminn – stærsta fjarskiptakerfi Íslands er í stöðugri þróun. Síminn hefur átt samleið með íslensku þjóðinni í rúm eitt hundrað ár. Með lagningu sæstrengs til Íslands árið 1906 var einangrun landsins rofin og landsmenn gátu í fyrsta skipti komist í beint samband við umheiminn og síðar talað hver við annan landshorna á milli. Í dag, rúmlega heilli öld síðar, eru Íslendingar í fremstu röð í heiminum í fjarskiptatækni og sífellt er haldið áfram að þróa fjarskiptakerfi Símans. Lengst af var Síminn í eigu ríkisins en árið 2005 keyptu Skipti hf. Landssíma Íslands af íslenska ríkinu. Síðan hefur verið haldið áfram að bæta og auka þjónustuna við viðskiptavini fyrirtækisins en Síminn býr yfir stærsta dreifikerfi fjarskipta á Íslandi.
Stærstu farsímakerfin Síminn rekur stærstu GSM og 3G kerfi á Íslandi. Unnið hefur verið markvisst að því að stækka þau, bæði inn til landsins og á miðunum í kringum landið. Þannig njóta sjómenn nú þess að geta tengst Internetinu víðsvegar á miðunum. Flutningsgeta 3G-senda mun vaxa hröðum skrefum, er í dag hjá Símanum mest 21 Mb/s og mun á næstu árum verða allt að 100 Mb/s. Nýlega sótti Síminn um leyfi til að hefja uppbyggingu og tilraunarekstur á næstu kynslóð farsíma, svokölluðu 4G kerfi. Flutningsgeta 4G kerfa verður strax í upphafi rúmlega 100 Mb/s og mun fljótlega fara yfir 300 Mb/s.
Margfaldur hraði á Ljósneti
Þróun í upplýsingatækni er mjög hröð og í verslunum Símans má finna viðamikið úrval símtækja og annarra tæknilausna sem eru á markaðinum á hverjum tíma.
Samhliða áframhaldandi uppbyggingu GSM og 3G kerfa Símans hafa viðamestu einstöku verkefnin undanfarin misseri falist annars vegar í því að tengja allt landið við háhraðanet í samstarfi við Fjarskiptasjóð ríkisins og hins vegar í Ljósnetsvæðingu á Suðvesturhorninu. Háhraðanetsverkefninu lauk í mars 2010. Með því var öllum lögbýlum, sem bjuggu við markaðsbrest, tryggð 2 Mb/s internettenging. Á fyrsta ársfjórðungi 2012 lýkur fyrsta áfanga í Ljósnetsverkefni Mílu og Símans. Þá verður búið að tengja 42 þúsund heimili á Suðvesturhorni landsins við Ljósnetið. Með Ljósnetinu eru heimilin tengd við ljósleiðaranet sem lagt hefur verið á höfuðborgarsvæðinu. Ljósleiðarinn er tengdur við götuskápa úti í hverfunum og þaðan um koparlínur inn á heimilin, að hámarki 200 m. Þar sem þegar er til staðar ljósleiðari, eða í hverfum sem byggst hafa upp frá 2007, er notast við ljósleiðara alla leið inn á heimilin. Með þessu getur Síminn boðið heimilunum allt að 100 Mb/s internethraða, háskerpu- og gagnvirkt sjónvarp og möguleika á að nota allt að 5 myndlykla samtímis. Ennfremur er hægt að tengjast Sjónvarpi Símans og myndbandaleigu í gegnum Skjábíó. Stefnt er að því að um mitt ár 2014 verði búið að tengja 47 þúsund heimili á Suðvesturhorni landsins til viðbótar við Ljósnetið, þannig að þá munu alls 89 þúsund heimili eiga kost á að tengjast því. Heildarfjárfesting Símans og Mílu vegna þessa verkefnis er áætluð um 4 milljarðar króna. Ljósnetið mun verða þróað áfram eins og tækni leyfir á hverjum tíma og ljósleiðarinn, þar sem hann liggur ekki inn á heimilið, mun færast nær og nær. Líklegt er að flutningsgeta á Ljósnetinu inn á hvert heimili árið 2020 verði 1-2 Gb/s, hvort sem kopar eða ljósleiðari liggur inn á heimilið.
VIST og Símavist Hjá Símanum starfa um 650 kraftmiklir einstaklingar með ólíkan bakgrunn og menntun.
Síminn hefur verið í stöðugri sókn á upplýsingatæknimarkaði og er þjónustan við fyrirtækin í landinu í sífelldri þróun. Nýjasta viðbótin á þeim vettvangi er upplýsingatækniþjónustan VIST, sem felur í sér tilboð um að Síminn taki að sér þjónustu og rekstur á tölvukerfum fyrirtækja. Með tækniþróun síðustu ára hefur rekstur tölvukerfa fyrirtækja
Fjölmiðlar og fjarskipti | 163
orðið sífellt umfangsmeiri og kostnaðarsamari. Með því að fela sérfræðingum Símans að annast þennan rekstur geta fyrirtækin sleppt því að fjárfesta í miðlægum vélbúnaði og dregið þar með úr umsvifum vegna upplýsingatæknimála og sparað kostnað. Í staðinn geta þau einbeitt sér að eigin kjarnastarfsemi í vissu um að upplýsingatæknimálin eru í öruggum höndum sérfræðinga Símans. Fyrirtæki, bæði stór og smá, sjá sér í auknum mæli hag í að nýta þessa þjónustu en útfærsla hennar og umfang útvistunarinnar er sniðið að þörfum og óskum hvers fyrirtækis. Sífellt fleiri fyrirtæki kjósa einnig að láta Símann annast rekstur og viðhald símkerfa sinna. Í Símavist býðst fyrirtækjum aðgangur að IP-símkerfi gegn föstu mánaðargjaldi fyrir hvern starfsmann. Síminn sér um allar uppfærslur, rekstur og viðhald á símkerfinu og fyrirtækin losna við umstang sem fylgir þessum þáttum og spara útgjöld. Jafnframt hafa fyrirtæki í Símavist aðgang að sveigjanlegu símkerfi sem ætti að henta öllum sem tengjast IP-neti Símans.
Góð samskipti Á hverjum degi hefur Síminn áhrif á líf flestra Íslendinga. Í samskiptum við viðskiptavini leggur fyrirtækið áherslu á að veita faglega ráðgjöf og lipra en trausta þjónustu, sem miðar að því að einfalda málin og minnka flækjustig. Lögð er áhersla á að laða að gott starfsfólk og að bjóða því hvetjandi starfsumhverfi þar sem starfsmönnum gefst kostur á að þróast í starfi innan fyrirtækisins, hvort sem er til aukinna sérfræðistarfa eða meiri stjórnunarábyrgðar. Með starfsmannastefnu Símans er stuðlað að jafnrétti starfsmanna til launa og starfstækifæra, samræmingu starfs og fjölskyldulífs, góðum starfsanda og jákvæðum, uppbyggjandi samskiptum milli samstarfsmanna. Höfuðstöðvar Símans eru í Ármúla 25 í Reykjavík og hjá fyrirtækinu starfa um 650 kraftmiklir einstaklingar. Bakgrunnur þeirra er ólíkur enda eru margar atvinnugreinar innan Símans og starfsumhverfið einkennist af metnaði og samvinnu. Til að auðvelda störfin er leitast við að vinnuumhverfi, tæki og aðbúnaður starfsmanna sé hvetjandi og aðlaðandi. Starfsmenn vinna almennt í opnu umhverfi sem styttir boðleiðir. Hjá Símanum er lögð áhersla á jafnvægi vinnu og einkalífs og hefur starfsfólk notið aukins sveigjanleika í þeim efnum. Vinnustaðagreiningar eru framkvæmdar með reglulegu millibili. Með þeim gefst starfsmönnum kostur á að segja skoðanir sínar og koma tillögum á framfæri við stjórnendur og meta störf yfirmanna sinna. Stjórnendur Símans hafa í gegnum árin komið mjög vel út úr þessum greiningum og eru þeir vel yfir meðallagi þegar litið er til samanburðahópa. Síminn er stoltur af árangri þeirra. Innan Símans er ýmislegt gert til að brjóta upp vinnuvikuna og efla liðsandann. Starfsmannafélagið er öflugt og stendur fyrir ýmsum viðburðum ásamt því að reka klúbbastarf þar sem flestöll áhugamál koma við sögu. Margir skemmtilegir viðburðir fara fram í Kaffigarði, sem er kaffihús fyrirtækisins og kalla má hjarta þess. Þar er kærkomið að setjast niður með kaffibolla og ræða málin við vinnufélagana eða kíkja í tímarit og hlaða batteríin fyrir næstu verkefni. Síminn býr yfir gríðarlegum auði þegar horft er til þekkingar og reynslu starfsmanna. Lögð er áhersla á að starfsmenn viðhaldi faglegri þekkingu sinni og er kappkostað að hjálpa þeim að vaxa í starfi. Síminn er allt í senn; fjarskiptaog upplýsingtækni- og þjónustufyrirtæki sem leitast við að fræða viðskiptavini sína, leiðbeina þeim og veita bestu ráðgjöf sem völ er á í fjarskiptum. Síminn leggur áherslu á að vörur og þjónusta fyrirtækisins nýtist viðskiptavinum sem allra best og því er mikið kapp lagt á að sérsníða lausnir þegar þess gerist þörf. Síminn er í einstakri aðstöðu til að bjóða viðskiptavinum sínum örugg fjarskipti sem veita ánægju í daglegu lífi, leik og starfi, enda snýst markaðsstarf Símans um að auðga líf viðskiptavina fyrirtækisins.
Það er kærkomið fyrir starfsmenn í höfuðstöðvum Símans að geta hist í Kaffigarði og rætt málin við vinnufélagana yfir kaffibolla og að hlaða batteríin fyrir næstu verkefni.
Dreifikerfi Símans
janúar 2012
3G, 3GL og 3GL sjóáskrift GSM
Síminn býr yfir stærsta dreifikerfi fjarskipta á Íslandi sem spannar landið og miðin í kringum það.
164 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
míla
M
www.mila.is
íla – miðpunktur flestra fjarskipta á Íslandi. Fjarskiptafyrirtækið Míla rekur í dag stærsta og fullkomnasta fjarskiptakerfið á Íslandi sem tengir saman einstaklinga og fyrirtæki og er miðpunktur flestra fjarskipta í landinu, einskonar lífæð samskipta. Míla sér fjarskipta-, öryggis, upplýsingatækni,- og afþreyingarfyrirtækjum fyrir aðstöðu og dreifileiðum um net ljósleiðara og koparstrengja sem tengja byggðir landsins við umheiminn. Fyrirtækið er mikilvægur hlekkur í öryggisfjarskiptum landsins á sjó, landi og lofti. Míla er í eigu Skipta og var fyrirtækið stofnað í apríl 2007. Með stofnun Mílu var stofnnetið, aðgangsnetið og hýsingarstarfsemi aðskilin frá annarri starfsemi Símans. Fjarskiptakerfi Mílu er í senn mjög öflugt og fjölþætt en um það fara öll sambönd fyrir almenna símaumferð innanlands og til útlanda, sambönd fyrir farsíma viðskiptavina símafyrirtækjanna og gagnasambönd. Míla rekur einnig flutningskerfi með sendum fyrir nær allar útvarps- og sjónvarpsstöðvar í landinu auk þess að sjá um rekstur og viðhald sæstrengjanna sem tengja Ísland við meginland Evrópu og Ameríku. Míla er gríðarlega mikilvægt fyrirtæki á sviði öryggis en Tetrakerfið og kerfi ISAVIA fara meðal annars um ljósleiðaranet Mílu. Míla vaktar einnig Tetrakerfið og öryggiskerfi Landhelgisgæslunnar.
Tvö meginkerfi Fjarskiptakerfi Mílu byggir á tveimur meginkerfum; stofnneti og aðgangsneti. Stofnnet Mílu nær til allra þéttbýliskjarna landsins og byggir á koparlínum, ljósleiðurum og örbylgjusambandi. Ljósleiðarakerfið er meginundirstaða fjarskiptakerfanna en á þeim svæðum sem ekki eru tengd ljósleiðara, eru notuð stafræn örbylgjusambönd. Aðgangsnet
Fjarskiptakerfi Mílu sem er stærsta og fullkomnasta fjarskiptakerfi landsins er í stöðugri þróun og uppbyggingu.
Fjölmiðlar og fjarskipti | 165
Úlfar Eysteinsson
Fjarskiptakerfi Mílu þarf að standast mikla veðuráraun. Hér þurfti starfsmaður Mílu að nota vélsög til að komast að mastri og búnaði Neyðarlínunnar við Bláfell.
Mílu er í senn fjölþætt og öflugt. Aðgangsnetið byggir á koparlínum, ljósleiðurum og kóaxstrengjum Koparlínukerfið er mjög víðtækt enda eru nærri öll heimili, fyrirtæki og stofnanir í landinu tengd við það. Þá hefur ljósleiðari verið lagður í flestum þéttbýliskjörnum landsins til að tryggja viðskiptavinum háhraðaaðgang og er ljósleiðaranetið byggt upp á svipaðan hátt og koparlínukerfið. Það byggir á ljósleiðara sem liggur frá símstöð í götuskáp og þaðan inn í hús er ýmist kóaxstrengur eða ljósleiðari. Í framtíðinni mun Míla eingöngu leggja ljósleiðara í ný hverfi í stað koparlína og er sú þróun þegar hafin. Í Leirvogstungu í Mosfellsbæ og í Úlfarsárdal er eingöngu lagður ljósleiðari. Með ljósleiðaravæðingu Mílu undanfarin misseri hafa tugþúsundir heimila á höfuðborgarsvæðinu getað tengst Ljósneti Símans sem gefur kost á margföldum Internethraða og háskerpu-, gagnvirku sjónvarpi svo fátt eitt sé nefnt. Með nýrri tækni getur Míla einnig hámarkað nýtingu þeirrar fjárfestingar sem liggur í koparkerfinu.
Stöðug framþróun Í allri uppbyggingu og rekstri fjarskiptakerfis Mílu er lögð höfuðáhersla á rekstrar- og gagnaöryggi. Til að tryggja sem besta nýtingu kerfisins og til þess að viðhalda forystu Mílu á markaðinum er fjarskiptakerfi fyrirtækisins í stöðugri þróun og uppbyggingu um leið og nýjar lausnir eru kynntar fyrir markaðinum. Flutningsgeta fjarskiptakerfis Mílu hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum en talið er að þörfin fyrir bandbreidd aukist verulega ár hvert. Míla leggur áherslu á að bjóða bandbreidd sem endurspeglar kröfur markaðarins hverju sinni og kappkostar að veita faglega þjónustu og bestu lausnir sem í boði eru á hverjum tíma. Markaðurinn er sífelldum breytingum háður og nú hefur þörfin fyrir bandbreiðari sambönd aukist með tilkomu gagnavera á Íslandi. Míla hyggst halda áfram að vera í forystu fyrir grunnfjarskipti á Íslandi. Höfuðstöðvar Mílu eru á Suðurlandsbraut 30 í Reykjavík en hjá fyrirtækinu eru 104 starfsmenn.
Vefmyndavélar Mílu sem settar hafa verið upp víða um land hafa reynst mjög vinsælar. Hér hugar starfsmaður Mílu að vefmyndavél við gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli en heimsóknir á vef fyrirtækisins til að fylgjast með framvindu gossins skiptu milljónum alls staðar að úr heiminum.
Hรถnnun og rรกรฐgjรถf
168 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
alark arkitektar ehf. www.alark.is
H
önnunarstofa ALARK arkitekta tekur að sér fjölþætt viðfangsefni sem spanna allt frá grunnráðgjöf til einstaklinga yfir í stærri skipulagsverkefni fyrir stofnanir og sveitarfélög. Öll verk stofunnar eru unnin undir því markmiði að leita ávallt að öruggustu lausnunum með traustum og faglegum vinnubrögðum til handa kröfuhörðum viðskiptavinum. Að þessu leyti búa ALARK arkitektar að áralangri reynslu, þekkingu og kunnáttu á öllum stigum arkitektúrs, mannvirkjahönnunar, skipulagsvinnu, verkefnastjórnunar og áætlanagerða.
Bakgrunnurinn og upphafið Stofnendur og eigendur ALARK arkitekta eru arkitektarnir Jakob Líndal og Kristján Ásgeirsson. Jakob er fæddur í Kópavogi árið 1957 en Kristján er fæddur í Reykjavík árið 1956. Báðir stunduðu þeir framhaldsnám við Arkitektaskólann í Kaupmannahöfn en þar kynntust þeir fyrst undir lok áttunda áratugarins. Að námi loknu stunduðu þeir fag sitt á Íslandi í sitthvoru lagi um nokkurra ára skeið, uns leiðirnar skárust á ný. Árið 1990 tóku þeir sameiginlega þátt í hönnunarsamkeppni um nýtt miðbæjarskipulag á Selfossi og unnu þar til verðlauna. Þar með var lagður grunnurinn að farsælu framtíðarsamstarfi. ALARK arkitektar hófu síðan opinberlega starfsemi árið 1993. Á tiltölulega skömmum starfstíma hefur fyrirtækið leyst af hendi fjölþætt hönnunarverkefni af ýmsum stærðargráðum. Þau hafa skilað af sér ýmsum stærstu mannvirkjum og þekktustu kennileitum landsins á borð við Menningarmiðstöð Kópavogs, Egilshöll og íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda. Fyrir sín fjölhæfu verk hafa ALARK arkitektar unnið til fjöldamargra verðlauna og öðlast viðurkenningar. Núverandi aðsetur fyrirtækisins er að Dalvegi 18 í Kópavogi.
Hugmyndafræði hönnunarverkefna Skrifstofur Alark í Kópavogi.
Fráveitutankur í Hafnarfirði.
Megintilgangur allrar hönnunar felst í að byggja upp heilbrigðar og ákjósanlegar aðstæður til mannvistar. Hvert verk hefur þó ávallt sinn einstaka útgangspunkt og því þarf að huga vel að forsendum fagurfræði og notagildis ásamt heildarásýnd nánasta umhverfis. Aðferðirnar eru í raun takmarkalausar og úrvinnsla þeirra sömuleiðis. Undir þessu leiðarljósi hafa ALARK arkitektar lagt mikinn metnað í öll sín viðfangsefni með sérstakri áherslu á góða samvinnu við alla hlutaðeigandi aðila. Nærtækasta dæmið um þetta er verkefni sem kom inn á fyrstu stigum rekstrarins og átti eftir að reynast helsti prófsteinninn í framgangi fyrirtækisins. Hér er um að ræða byggingaferli Menningarmiðstöðvar Kópavogs sem reist var í tveimur áföngum á árunum 1998-2002. Hönnunarferli verksins hófst 1994 og stóð yfir næstu árin enda áttu teikningar eftir að taka miklum breytingum í takt við breyttar forsendur. Húsið er 4.000 m² að gólffleti og hýsir ólíka starfsemi; bókasafn, tónlistarskóla, tónleikasal Salarins og náttúrufræðistofu ásamt skiptistöð fyrir almenningsvagna. Áður en að sjálfri hönnuninni kom fór fram ítarleg þarfagreining þar sem samræma þurfti ýmsa mikilvæga hagsmuni hjá ólíkum hópum. Í þessu tilfelli snerust helstu breyturnar t.d. um hljóðvist, samnýtingu rýma, aðgengi og val á byggingarefnum. Þá skipti útlitslegt form hússins miklu máli enda staðsetningin á áberandi stað við hliðina á Listasafni Gerðar Helgadóttur og í næsta nágrenni við eitt fegursta kirkjustæði landsins. Farin var sú leið að hafa efniviðinn sem þjóðlegastan og láta hann ríma vel við umhverfið. Þetta er sérlega áberandi í hönnun Salarins þar sem forrýmið er alsett slípuðu terrassó-gólfi, blönduðu með grjóti úr Borgarholtinu auk þess sem innveggir eru klæddir að hluta með greni úr Skorradal og gera mikið fyrir alla hljóðvist. Einnig má geta þess
Hönnun og ráðgjöf | 169
að sólskermurinn utan um glerbygginguna er úr ekta rekavið og því fúavarinn beint úr íslenskum fjörum. Endanleg útkoma Menningarmiðstöðvar Kópavogs þykir einstaklega vel heppnuð og byggingin sem slík eitt af helstu kennileitum Kópavogs.
Skipulagsverkefni ALARK arkitektar hafa unnið margvísleg skipulagsverkefni fyrir sveitarstjórnir víðs vegar um landið. Um er að ræða deiliskipulagsverkefni af ýmsum toga t.d. fyrir hafnarsvæði í Hafnarfirði og Reykjavík, auk íbúða- og iðnaðarsvæða í Þorlákshöfn ásamt ýmsum öðrum stöðum. Að auki hafa ALARK arkitektar unnið til margvíslegra verðlauna í skipulagssamkeppnum, t.d. í keppni um miðbæi Selfoss og Ísafjarðar auk skipulags Austurbakka Reykjavíkur í tengslum við tónlistarhúsið Hörpu. Öll skipulagsvinna krefst ákveðinnar heildarmyndar af því landsvæði sem unnið er með hverju sinni og þar þurfa allar gefnar forsendur að vera skýrar. Deiliskipulag er í raun leikreglur sem settar eru fram til að ná fram ákveðnum markmiðum. Síðan er það hlutverk einstakra hönnuða að vinna ákveðnar útfærslur á afmörkuðum þáttum skipulagsins og samræma þær heildinni. Slík vinnsluferli eru oft flókin og tímafrek í framkvæmd. Þar liggja oft að baki margar mismunandi tillögur áður en ásættanleg niðurstaða fæst. Á meðan á ferlinu stendur geta ýmsar ytri aðstæður breytt forsendum hins gefna skipulags. Nærtækt dæmi um þetta er þróun Vatnsmýrarsvæðisins sem hefur verið í gangi óslitið síðan 2003. Í norðausturhluta þess tóku ALARK arkitektar að sér vinnu við gerð skipulags og hönnun mannvirkja á íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda. Áður en framkvæmdir hófust fór í gang þríþætt vinnsluferli. Fyrst fór fram allsherjar úttekt með viðhlítandi þarfagreiningum og hún síðan send til umsagnaraðila. Því næst var útbúin forhönnunarskýrsla með tillögum t.d. að burðarþoli, lögnum og fleiru. Eftir staðfestingu umsagna voru lagðar fram tillögur að lokahönnun. Öll þessi viðamikla forvinna átti síðan eftir að skila sér í glæsilegri og fjölnota íþróttamiðstöð. Hún samanstendur af íþróttahúsi með „arena“ áhorfendabekkjum hringinn í kringum keppnisvöllinn. Utan dyra má síðan finna áfasta 1.200 manna áhorfendastúku sem snýr að knattspyrnuvellinum en þar undir er síðan búningsaðstaða leikmanna sem þjónar jafnt inni- og útivelli. Þá geymir íþróttahúsið einnig skrifstofuálmu og samkomusali. Mannvirkin við Hlíðarenda ná í heild sinni yfir um 6.000 m² en framkvæmdum við þau lauk árið 2008.
Fjölþætt mannvirkjahönnun ALARK arkitektar sinna fjölþættri mannvirkjahönnun af ólíkasta tagi. Handbragðið má finna víða, eins og á ýmsum á skólabyggingum, íbúðaþyrpingum, einbýlishúsum, hestamannasvæðum, fráveitutönkum og göngubrúm svo eitthvað sé nefnt. Þegar litið er yfir verkefnaskrána má þó sjá að þar eru íþróttamannvirki talsvert áberandi. Stofan á heiðurinn að hönnun stærstu byggingar af því tagi sem reist hefur verið hérlendis, Egilshöll í Grafarvogi. Hönnun hennar hófst árið 1999 og fóru byggingaframkvæmdir af stað ári síðar. Húsið var síðan formlega tekið í notkun árið 2003 og varð snemma alkunnur vettvangur fjölsóttustu rokktónleika sem haldnir hafa verið hérlendis. Gólfflötur Egilshallar nær yfir heila 24.000 m² og er mannvirkið rekið í dag sem allsherjar íþrótta- og afþreyingarmiðstöð. Undir þaki þess er nú t.d. fjölsala kvikmyndahús, knattspyrnuvöllur, keiluhöll, skautasvell, skotæfingasvæði, líkamsræktarstöð, kaffihús og veitingastaður. Innra byggingaferli hússins er enn í fullum gangi hjá ALARK arkitektum og þar kannaðir frekari möguleikar á alls kyns stækkunum og breytingum. Fyrirtækið mun því fylgja mannvirkinu eftir til móts við framtíðina sem og öðrum spennandi verkefnum. Allar nánari upplýsingar um ALARK arkitekta má finna inni á heimasíðunni: www.alark.is
Menningarmiðstöð Kópavogs t.v. og séð innan úr Salnum hér að ofan.
Íþróttahús Fjölbrautarskóla Suðurlands.
Tölvumynd af Egilshöll og sýnir viðbætur sem komu á seinni stigum við áður gert knatthús, sem er meginbyggingin undir bogadregnu þaki, og skautahöll sem er byggingin við vesturgafl knatthússins og norðan við Sambíó bygginguna.
Ný aðstaða Knattspyrnufélagsins Vals.
170 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
almenna verkfræðistofan av www.almenna.is
A
Myndatexti
lmenna verkfræðistofan (AV) hefur um árabil sinnt mjög umsvifamikilli starfsemi í sínu fagi og átt aðkomu að flestum stærstu verklegu framkvæmdum hér á landi á undanförnum árum. Á langri vegferð hefur fyrirtækið byggt upp traust orðspor fyrir sín vönduðu vinnubrögð og víðtæku þjónustu á sviði bygginga-, véla- og umhverfisverkfræði. Í dag er rekstrinum skipt upp í fjögur markaðssvið sem eru: Byggingar og iðnaður, Orka og veitur, Umhverfi og skipulag auk Verkefnastjórnunar. Einnig er starfrækt sérstakt Markaðs- og þróunarsvið sem heldur utan um framþróun fyrirtækisins og vinnur markvisst að því að leita nýrra lausna sem koma viðskiptavinum til góða. Almenna verkfræðistofan er með aðsetur á þremur hæðum í skrifstofubyggingu að Fellsmúla 26. Fastráðnir starfsmenn eru um 70 talsins. Stefna fyrirtækisins er að allir hluthafar starfi hjá félaginu. Þessi mikli mannauður býr að fjölþættri menntun, þekkingu og reynslu sem nýtist vel við að sinna metnaðarfullri tækniráðgjöf, allt frá frumdrögum til endanlegrar hönnunar og framkvæmda. Að auki ræður fyrirtækið yfir fullkomnum tækja-, tölvu- og hugbúnaði til mælinga, prófana og rannsókna.
Söguágrip Helgi Valdimarsson framkvæmdastjóri.
Starfsmenn á skrifstofu.
Almenna verkfræðistofan var opinberlega stofnuð árið 1971. Starfsemin byggði á grunni reksturs Almenna byggingafélagsins (ABf) sem hafði verið starfrækt síðan 1941. Á starfstíma ABf varð fyrirtækið að byltingarkenndum brautryðjanda vélvæðingar í byggingariðnaðinum í landinu auk þess sem það átti sinn þátt í flestum stórframkvæmdum Íslendinga. Þar má helst nefna Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi, Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi, Skálholtskirkju, Norræna húsið og Laugardalshöll ásamt fjölda fallvatnsvirkjana víða um landið. Á fyrstu árum Almennu verkfræðistofunnar snerist starfsemin að mestu um ráðgjöf í byggingaverkfræðilegum viðfangsefnum ásamt áætlana- og matsgerðum af ýmsum toga. Fyrsti vélaverkfræðingurinn var ráðinn til fyrirtækisins árið 1982. Síðan þá hefur hönnun lagna- og loftræsikerfa og vélbúnaðar verið í örum vexti ásamt ráðgjöf varðandi hreinsunar- og umhverfismál. Árið 1999 gekk fyrsti jarðfræðingurinn í raðir Almennu verkfræðistofunnar en síðan hefur umhverfismat, alhliða jarðfræðiráðgjöf og kortagerð færst inn í þjónustusvið starfseminnar. Fyrirtækið hefur ávallt haft að meginmarkmiði að hagnýta sér allar tæknilegar nýjungar á mögulegan hátt ásamt því að hlúa vel að dýrmætu hugviti og þekkingarmiðlun starfsfólksins. Í dag er Almenna verkfræðistofan rekin sem nútímalegt og alhliða þekkingarfyrirtæki sem leggur alúð sína í að þjóna þörfum viðskiptavina með gæði og hagkvæmni að leiðarljósi.
Byggingar og iðnaður Byggingar- og iðnaðarsvið veitir alla tæknilega ráðgjöf varðandi mannvirkjagerð. Hefðbundin viðfangsefni snúast að mestu um hönnun t.d. á burðarvirkjum, lögnum, loftræsi-, brunavarna- og hljóðtæknikerfum ásamt eftirfylgni og eftirliti. Markvisst er unnið að innleiðingu tækninýjunga hjá Byggingar- og iðnaðarsviði. Þar hafa menn m.a. tileinkað sér aðferðafræði BIM í þrívíðri hlutbundinni hönnun sem nýtist vel t.d. í klæðninga- og gluggakerfum ásamt glervirkjum. Samfara þeirri vinnu hefur Almenna verkfræðistofan öðlast réttindi til að veita ráðgjöf og votta vistvæna hönnun samkvæmt hinum viðurkennda BREEAM staðli. Þar er í raun á ferðinni ákveðið tól sem ætlað er að greina og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda og rekstrar.
Hönnun og ráðgjöf | 171
Verkefnastjórnun.
Mælingar.
Umhverfismál Orka og veitur Orku- og veitusvið hefur frá upphafi verið ein helsta kjölfestan í rekstri Almennu verkfræðistofunnar. Þar búa starfsmenn að mikilli þekkingu og reynslu og eru dyggilega studdir af fullkomnum tækjabúnaði til að takast á við flókin og margþætt verkefni. Þau geta spannað allt frá hagkvæmnismati framkvæmda og yfir í fullnaðarhönnun og aðstoð við innkaup á tæknibúnaði. Forhönnun veitu- og orkumannvirkja krefst ítarlegra rannsókna sem snúa t.d. að jarð- og bergtæknilegum eiginleikum í umhverfi mannvirkja, vatnamælingum og grunnvatnsstöðu. Að auki býr Almenna verkfræðistofan að víðtækri og uppsafnaðri þekkingu á sviði mannvirkja- og vélhönnunar ásamt ítarlegri verkefnastjórn og eftirliti með framkvæmdum.
Umhverfi og skipulag Umhverfis- og skipulagssvið veitir alhliða ráðgjöf í umhverfis-, samgöngu- og skipulagsmálum. Helstu verkefni á sviði umhverfismála eru umhverfismat framkvæmda og áætlana, grunnvatns- og mengunarrannsóknir, vatnamælingar, hættumat vegna ofanflóða, hreinsunarskipulag, jarðfræðiráðgjöf vegna mannvirkjagerðar, umhverfis- og öryggisstjórnun ásamt því að veita gæðavottanir af ýmsum toga. Helstu verkefni á sviði samgöngumála eru umferðarskipulag, gatna-, vega- og flugvallahönnun ásamt úttektarvinnu af ýmsum toga og tillögugerð um úrbætur. Helstu verkefni á sviði skipulagsmála eru ráðgjöf við svæðis-, aðalog deiliskipulag bæjar- og sveitarfélaga og skipulag þjóðgarða. Umhverfis- og skipulagssvið sér einnig um landmælingar og kortagerð auk þess að veita aðstoð til handa byggingarfulltrúum bæjar- og sveitarfélaga.
Verkefnastjórnun Traust og víðtæk verkefnastjórn er forsendan fyrir vel heppnuðum framkvæmdum. Almenna verkfræðistofan hefur í áratugi rekið sérstakt Verkefnastjórnunarsvið sem sinnir öllum mögulegum viðfangsefnum sem falla undir verkefnastjórn, framkvæmdaeftirlit, kostnaðaráætlanir, áætlanagerð, viðhald fasteigna og matsstörf af ýmsum toga. Fyrirtækinu er gjarnan falin stjórnun og umsjón fjölda verka, oftast í nánu samráði við verkkaupa eða bygginganefndir þeirra. Reynslan er mikil á þessum sviðum og hefur fyrirtækið marga sérfræðinga á sínum snærum sem sinna öllum þessum hlutverkum af stakri kostgæfni. Allar nánari upplýsingar um Almennu verkfræðistofuna má nálgast inni á heimasíðunni: www.almenna.is
Almenna verkfræðistofan leggur sig fram um að vera umhverfislega meðvitað fyrirtæki sem byggir ekki eingöngu metnað sinn á þörfum samtímans heldur einnig þörfum komandi kynslóða. Fyrirtækið starfar samkvæmt vottuðu gæða- og umhverfisstjórn unarkerfi og kappkostar að vera í fararbroddi í þá veru. Málefni umhverfisverndar eru fléttuð inn í ráðgjafahlutverkið á öllum stigum verkefna hvort heldur um er að ræða hönnun, framkvæmd eða rekstur. Markmiðið er að veita viðskiptavinum heildstæða yfirsýn og faglega ráðgjöf um val á skynsamlegum og sjálfbærum leiðum við lausn verkefna.
Gæðamál Almenna verkfræðistofan starfrækir gæðakerfi samkvæmt kröfum ÍST EN ISO 9001:2000 og umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ÍST EN ISO 14001:2004. Hjá fyrirtækinu starfar sérstakur gæðastjóri, auk þriggja manna gæðaráðs. Hlutverk þessara aðila er að annast uppbyggingu og viðhald á gæðastjórnunarkerfum og fylgja þeim eftir í einstökum verkum. Gæðaskipulag fyrirtækisins byggist að mestu á stjórnskipulagi og dreifingu ábyrgðar ásamt ýmsum skyldum og verklagsreglum sem viðhafðar eru.
172 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
arkís www.ark.is
A
rkís er framsækin arkitektastofa á sviði byggingarlistar, hönnunar, skipulags og vistvænnar hönnunar. Frá stofnun árið 1997 hefur ARKÍS starfað bæði innanlands og á alþjóðamarkaði og unnið að fjölbreytilegum verkefnum fyrir einkaaðila og opinberar stofnanir. ARKÍS starfar eftir þeirri meginhugsun að öll hönnun mannvirkja snúist um að skapa umhverfi og aðstæður sem auka lífsgæði okkar. Þá skuldbindur ARKÍS sig til að stuðla að auknu vægi vistvænnar hönnunar. ARKÍS hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Meðal nýlegra verka ARKÍS arkitekta má telja Náttúrufræðistofnun Íslands, Snæfellsstofu, Háskólann í Reykjavík og turninn Smáratorgi
Verkefni ARKÍS eru á eftirfarandi sviðum: • mannvirkjahönnun • hönnunarstjórnun • skipulagsvinna • útboðs- og tilboðsgerð • mat á umhverfisáhrifum • eftirlit • gerð skipulagsáætlana • eignaumsýsla • innanhússhönnun • húsnæðis- og byggingarráðgjöf • húsgagnahönnun • endurbætur eldra húsnæðis • iðnhönnun • breeam vottun bygginga • tölvuþrívídd og margmiðlun • breeam vottun skipulags
ARKÍS hefur viðamikla reynslu af verkefnum í skipulagi og arkitektúr, en frá stofnun hefur ARKÍS komið að úrlausn fjölmargra viðamikilla og flókinna verkefna, bæði hérlendis sem og erlendis. Sú reynsla, auk þverfaglegrar sérfræðiþekkingar, alþjóðlegrar menntunar og reynslu starfsfólks gerir fyrirtækið vel í stakk búið til að sinna verkefnum á öllum sviðum arkitektúrs, skipulags og hönnunar. ARKÍS hefur aðsetur í Höfðatúni 2 í Reykjavík og hjá fyrirtækinu starfa nú 19 starfsmenn, arkitektar, innanhússarkitektar, byggingafræðingar, skipulagsfræðingur, tækniteiknarar auk annars starfsfólks á skrifstofu. Eigendur fyrirtækisins eru Aðalsteinn Snorrason arkitekt, Arnar Þ. Jónsson arkitekt, Birgir Teitsson arkitekt, Björn Guðbrandsson arkitekt, Egill Guðmundsson arkitekt og Þorvarður L. Björgvinsson byggingafræðingur. Við skilgreiningu verks og allt til loka framkvæmdar er kostnaðargát eitt af lykilatriðum sem gætt er að í nánu samráði við verkkaupa. Er því fylgt eftir að verkkaupi sé alltaf vel upplýstur um kostnaðarmarkmið verksins. Farið er yfir verk í lok þess og borið saman við upphafleg markmið. ARKÍS leggur metnað í vistvænar nálganir við hönnun og leitast er við að ná jafnvægi milli náttúru, mannvirkis og mannlífs þar sem gæði og notagildi eru hámörkuð samhliða kostnaðargát. Við efnisval og útfærslur er hugað að umhverfisáhrifum og tekið er tillit til rekstrar og viðhalds á líftíma mannvirkisins. Verk ARKÍS spanna öll svið arkitektúrs, skipulags og hönnunar. Verkefni eru af öllum stærðum og gerðum; allt frá einbýlishúsum til verslunarmiðstöðva og hótela, skipulags og ráðgjafar. Sérstaða ARKÍS er fyrst og fremst fólgin í því að unnið er samhliða að töluvert stærri verkefnum en almennt tíðkaðist á landinu. Velgengni ARKÍS má fyrst og fremst þakka því láni að þar hefur unnið mikill fjöldi af hæfu fólki, bæði arkitektum og tæknimenntuðu fólki og metnaðarfullu samstarfi við hina fjölmörgu viðskiptavini fyrirtækisins. Þessi breiða þekking og góða samstarf við viðskiptavini hefur lagt grunninn að þeim árangri sem náðst hefur á síðustu tíu árum. Samkeppnir og tilraunaverkefni eru grunnurinn að faglegri framþróun og það eru þau tækifæri sem ARKÍS hefur nýtt sér fyrst og fremst til faglegrar mótunar. Tilraunaverkefni eru unnin annaðhvort eingöngu á vegum ARKÍS eða í samstarfi við einhverja af viðskiptavinum félagsins. Mörg þessara verkefna verða aldrei annað en hugmyndir á meðan önnur ná því markmiði að verða að raunveruleika. Virkt starfsmannafélag, Starkís, er í fyrirtækinu sem stendur fyrir ýmsum uppákomum jafnt innanhúss sem utan.
Hönnun og ráðgjöf | 173
Urriðaholt.
ARKÍS beitir þekkingu sinni og reynslu af vistvænni hönnun í verkefnum sínum hvort sem er á skipulags- eða byggingarstigi. ARKÍS getur auk þess veitt sérstaka ráðgjöf og þjónustu varðandi vistvæna hönnun, vistvænt skipulag og umhverfisvottunarferli bygginga. Starfsmenn ARKÍS hafa stjórnað stefnumörkunarvinnu um vistvæn hverfi og byggingar fyrir Reykjavíkurborg, kennt vistvæna hönnun við Háskólann í Reykjavík og eru höfundar kennsluefnis um vistvæn byggingarefni sem unnið er fyrir Vistmennt. Hjá ARKÍS starfa einnig alþjóðlegir vottunaraðilar fyrir BREEAM kerfið. Ennfremur eru ARKÍS arkitektar aðalhönnuðir 4 bygginga sem eru í eða hafa lokið vottunarferli; Snæfellsstofu að Skriðuklaustri, húss Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti, þjóðgarðsmiðstöðvar að Hellissandi og fangelsis á Hólmsheiði. Snæfellsstofa og Náttúrufræðistofnun Íslands eru byggð verk en þjóðgarðsmiðstöðin að Hellissandi er fullhönnuð en hefur ekki verið byggð enn. Hönnun fangelsis á Hólmsheiði er nýlega hafin, en ARKÍS vann samkeppni um þá byggingu síðastliðið vor. ARKÍS er jafnframt vottunaraðili húss Náttúrufræðistofnunar Íslands og fangelsisins. Þar að auki er vert að benda á að ARKÍS er meðal höfunda skipulags Urriðaholts sem hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir vistvænt skipulag. Arkís hefur í gegnum árin unnið mikið á alþjóðlegum vettvangi þó að flest verkefnin hafi verið á Íslandi. Arkís hefur tekið þátt í fjölda samkeppna og hefur hlotið viðurkenningar í mörgum þeirra. Eins og áður hefur komið fram vann ARKÍS samkeppni um fangelsi á Hólmsheiði árið 2012 en auk þess vann ARKÍS það sama ár samkeppni um hönnun skrifstofubyggingar í Vilnius í Litháen. Árið 2009 vann ARKÍS samkeppni um hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi og árið 2008 hlaut Arkís 1. verðlaun í samkeppni um þjóðgarðsmiðstöðvar í Vatnajökulsþjóðgarði. Árið 2006 unnu ARKÍS í samstarfi við Henning Lassen Architects samkeppni um nýbyggingu Háskólans í Reykjavík sem nú er risin. Það sama ár tók Arkís þátt í samkeppni um þjóðgarðsmiðstöð fyrir Snæfellsþjóðgarð á Hellissandi og vann þar einnig til 1. verðlauna. Á árunum á undan tók Arkís þátt í fjölda samkeppna, má þar nefna samkeppni um Reykjavíkurhöfn, 3. sæti, Ráðuneytisbyggingu á Sölvhólsgötu, 2. sæti, Rannsókna- og nýsköpunarhús fyrir Háskólann á Akureyri, 1. sæti, svo lengi mætti telja. Verk ARKÍS hafa verið birt í fjölda fagtímarita, bóka og á vefmiðlum víðsvegar um heiminn auk þess sem ARKÍS arkitektar hafa átt verk á sýningum meðal annars á Louisiana safninu í Danmörku og á Kjarvalsstöðum. Það er skýr stefna ARKÍS að vinna enn frekar að verkefnum sem eru í háum gæðaflokki og vera leiðandi afl á íslenskum arkitektamarkaði í nánustu framtíð.
Háskólinn í Reykjavík.
Snæfellsstofa.
Fangelsi á Hólmsheiði.
174 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
ASK arkitektar www.ask.is
A
SK arkitektar er alhliða arkitektastofa sem fæst við hefðbundin verkefni á sviði arkitekta og innanhússarkitekta. ASK tekur að sér hönnun nýbygginga, endurhönnun eldri bygginga, hönnun húsgagna, skipulag nýbyggingasvæða og hönnunarstjórn. Teiknistofan er í hópi stærstu arkitektastofa landsins og hafa eigendur hlotið menntun sína víða um heim. Saga ASK hófst árið 1980 og hefur stofan áratuga langa reynslu í hönnun mannvirkja og alhliða þjónustu á sviði arkitekta fyrir einstaklinga, opinbera aðila og fyrirtæki. ASK vinnur samkvæmt vottuðu gæðakerfi sem samræmist kröfum ÍST EN ISO 9001:2008.
Samkeppnir
Myndatexti.
Eitt af markmiðum ASK arkitekta er að taka þátt í samkeppnum. Þær veita starfsfólki stofunnar möguleika á að prófa sífellt nýjar leiðir og leita nýrra lausna. ASK arkitektar hafa á síðustu árum tekið þátt í fjölda samkeppna með ágætum árangri. Þátttaka í samkeppnum er oft besta leiðin til öflunar verkefna, auk þess sem slíkar keppnir þétta hópinn og gefa honum tækifæri til að takast á við og leysa fjölbreytt verkefni. ASK arkitektar, einir og sér og í samstarfi við erlendar arkitektastofur, hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga í samkeppnum.
Gata, sumarhús.
Umhverfi Á síðustu árum hefur áhersla á umhverfismál og sjálfbærni í hinu byggða umhverfi orðið æ meiri og hafa ASK arkitektar verið virkir þátttakendur í þeirri umræðu. ASK arkitektar hafa lagt mikla rækt við þennan þátt hönnunar. ASK hefur hannað flestar byggingar Sólheima í Grímsnesi síðustu áratugina en einnig leikskóla fyrir Reykjavíkurborg auk fjölda smærri bygginga undir formerkjum sjálfbærni og vistvænnar hönnunar. Auk þess hefur ASK verið þátttakandi í rannsóknaverkefni undir nafninu Betri borgarbragur ásamt fleiri aðilum þar sem fjallað er um sjálfbærni í húsbyggingum og borgarskipulagi. Rannsóknaverkefnið fékk Öndvegisstyrk frá Tækniþróunarsjóði (RANNÍS) til þriggja ára. Sundlaug Hornafirði.
Byggingar Allar tegundir bygginga hafa komið við á borðum ASK allt frá einföldustu íbúðaeiningum til flókinna fjölnotabygginga. Viðskiptavinir eru opinberir aðilar, einkafyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar. ASK hefur hannað skólabyggingar, íþróttahús, verslunarhús og íbúðarhús af öllum gerðum. Mörgum þessara verkefna fylgir ráðgjöf á undirbúningsstigi og samskipti við stofnanir í ólíkum málaflokkum.
Innanhúss Skuld, Hafnarfirði.
Tæknin er á fljúgandi ferð. Þá er mikilvægt fyrir arkitektastofu að hafa á að skipa hæfu starfsfólki sem er fljótt að sjá nýja möguleika sem húsnæði hefur. Viðskiptavinir ASK arkitekta eru mörg stór fyrirtæki sem þurfa stöðuga ráðgjöf og þjónustu við mótun húsnæðis að þörf á hverjum tíma. Starfsemi fyrirtækja er í sífelldri þróun og meginverkefni ASK er ráðgjöf varðandi heildarskipulag, innréttingahönnun, húsgagna-, efnis- og litaval. Einnig sér ASK um áætlanagerð, þarfagreiningu, útboð og eftirlit í tengslum við verkefni sín.
Hönnun og ráðgjöf | 175
Starfsfólk ASK arkitekta.
Skipulag Í skipulagsvinnu eru lagðar línur um framtíðarásýnd borga og bæja. Þessi vinna er unnin af arkitektum og skipulagsfræðingum í samstarfi við fjölda annarra sérfræðinga. Einn af meginþáttum starfsemi ASK arkitekta er skipulagsvinna. ASK hefur fengist við skipulag fyrir opinbera aðila, fyrirtæki og einstaklinga. Skipulagsverkefni eru fjölbreytt og snúast um allt frá skipulagi heilla hverfa að skipulagi einstakra lóða. Deiliskipulag er oft undanfari hönnunar stærri bygginga.
Í dag Í dag eru starfsmenn ASK 19 talsins og verkefnin fjölbreytt. Stærst er þó vinna við hönnun og skipulag Nýs Landspítala við Hringbraut en það verkefni er unnið í samstarfi við aðrar arkitektastofur. Unnið er við deiliskipulag Vísindagarða og stúdentagarða við Háskóla Íslands og íbúðabyggð við Einholt/Þverholt í Reykjavík. Einnig er unnið við deiliskipulag í Kvosinni í Reykjavík, en ASK arkitektar urðu hlutskarpastir í opinni alþjóðlegri samkeppni um það verkefni.
Sólheimakirkja.
Samkeppni í Noregi.
Skarfurinn.
176 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Batteríið arkitektar www.arkitekt.is
B
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík stærð 46.000 m2 verklok 2011.
Alþingisskáli þjónustubygging Alþingis stærð 1.360 m2 verklok 2002.
atteríið Arkitektar ehf. er skapandi þekkingarfyrirtæki á sviði byggingarlistar. Fyrirtækið var stofnað árið 1988 og býr yfir umfangsmikilli reynslu og sérþekkingu í mannvirkjahönnun og skipulagsgerð. Fyrirtækið er skipað menntuðu, reyndu og vel þjálfuðu starfsfólki sem leggur áherslu á frumlegar hugmyndir og skapandi hönnunarlausnir en stendur jafnframt föstum fótum í handverksþekkingu og frágangi í útfærslu og framkvæmd. Starfsmenn fyrirtækisins eru með staðgóða þekkingu á sviði þrívíðrar hönnunar og BIM og eru öll ný verkefni hönnuð með þeim hætti. Fjöldi starfsmanna er um 30 - arkitektar, byggingafræðingar, tæknifræðingur auk nema í starfsnámi og skrifstofufólks. Sérstaða fyrirtækisins felst í alhliða þekkingu á aðlögun bygginga að nánasta umhverfi og veðurfari, aðgengi fyrir fatlaða og mótun vinnuumhverfis m.t.t. vinnuverndar og vinnuvistfræði. Markmið okkar er að öll verk fyrirtækisins beri merki þessarar sérstöðu og séu í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Fyrirtækið er vottað skv. ISO 9001 gæðatryggingarkerfinu. Á síðustu 20 árum hefur fyrirtækið tekið þátt í meira en 60 samkeppnum og unnið til meira en 40 verðlauna og viðurkenninga. Fyrirtækið hefur til þessa hlotið tuttugu og ein 1. verðlaun í arkitektasamkeppnum, þrettán 2. verðlaun og tvenn 3. verðlaun. Frá árinu 2008 hefur Batteríið leitað inná erlenda markaði og vinnur nú að verkefnum í Noregi, Kanada og Svíþjóð. Stefna okkar er að: • fyrirtækið verði fyrst og fremst þekkt fyrir góða byggingarlist og að orðspor starfsmanna tengist ávallt framúrskarandi byggingarlist - byggðri á faglegum metnaði • veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu – virða þarfir þeirra og bregðast við þeim á farsælan hátt • virða tímaáætlanir á öllum stigum hönnunar • nota alltaf nýjasta og fullkomnasta hugbúnað og tæki sem til er á hverjum tíma, þ.m.t. 3D/BIM forrit • aðlaga alltaf hönnun okkar að staðbundnu loftslagi og náttúru • tryggja aðgengi allra í hönnun okkar • beita sjálfbærum lausnum þar sem unnt er og skynsemi er í • að leita alltaf bestu lausna til að tryggja vinnuvernd og öryggi • tryggja gæði í vinnuferlum með því að innleiða alþjóðlega gæðatryggingarkerfið ISO 9001 • starfa á alþjóðavettvangi Frekari upplýsingar um fyrirtækið eru á heimasíðu þess: www.arkitekt.is
Kanalgata 8 félagslegar leiguíbúðir í Sandnes Noregi stærð 2.230 m2 verklok 2011.
Ásvallalaug sundmiðstöð í Hafnarfirði stærð 7.700 m2 verklok 2008.
Hönnun og ráðgjöf | 177
F
fíton ehf. www.fiton.is
íton ehf. var stofnað 29. febrúar 1996. Fyrirtækið varð til við samruna tveggja lítilla auglýsingastofa. Stofurnar hétu Grafít frá 1990 og Atómstöðin frá 1993. Eigendur voru átta talsins í upphafi, jafnmargir frá báðum stofum og störfuðu allir á nýju stofunni en auk eigenda voru einnig sex aðrir starfsmenn. Ástæða þessarar sameiningar var fyrst og fremst sú að möguleikar á að taka að sér stærri viðskiptavini voru augljóslega mun minni fyrir litlu einingarnar og höfðu báðar stofurnar fundið fyrir því. Stærri eining var einnig töluvert hagkvæmari í rekstri en tvær smærri. Skömmu eftir að Fíton var stofnað gekk stofan í SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa. Fyrstu árin bauð Fíton birtingaþjónustu inni á stofunni en þegar frá leið var afráðið að stofna sérstakt birtingafyrirtæki í samvinnu við fleiri stofur, Auglýsingamiðlun. Fíton hóf starfsemi sína í Austurstræti 16 þar sem fyrirtækið hafði eina hæð til umráða á um 400 m2. Það húsnæði varð þó fljótt of lítið enda stækkaði stofan ört og flutti hún sig um set í Garðastræti 37 og starfaði þar í um 11 ár á þremur hæðum. 2011 fluttist stofan í Kaaber-húsið við Sætún, sem upphaflega hýsti m.a. kaffibrennslu O. Johnson og Kaaber. Fíton er nú á einni, tæplega 600 m2 hæð sem hefur mikla kosti. Í Kaaber-húsinu eru ennfremur birtingafyrirtækið Auglýsingamiðlun, hreyfimyndasmiðjan Miðstræti, veffyrirtækið Skapalón og Kansas sem sérhæfir sig í ráðgjöf og markaðssetningu á netinu. Birtinga- og rannsóknafyrirtækið Auglýsingamiðlun er nú alfarið í eigu Fítons, auk lykilstarfsmanna á Auglýsingamiðlun. Fíton á einnig Miðstræti sem er hreyfimyndasmiðja og hlut í Kansas á móti Auglýsingamiðlun og Skapalóni. Fíton á einnig hlut í vefstofunni Skapalóni sem annars er rekin af starfsfólki þar.
Kaaber-húsið.
Að hafa öll þessi fyrirtæki undir einu þaki í Kaaber-húsinu gefur möguleika á að nýta krafta fyrirtækjanna sameiginlega þegar það á við. Það býður upp á heildarhugsun í miðlun markaðsskilaboða í hvaða miðli sem vera skal eða samnýtingu þeirra allra. Þannig er Kaaber-húsið kraumandi suðupottur hugmynda og hönnunar fyrir alla miðla – og allt unnið eftir vel skipulögðum verkferlum með það að markmiði að ná betri árangri fyrir viðskiptavini. Í ársbyrjun 2012 eru starfsmenn Fítons 30 talsins en með sameiningu þessara fyrirtækja undir einu þaki gefst viðskiptavinum þeirra kostur á að samnýta krafta fjölda hæfileikafólks. Auglýsingastofan Fíton starfar fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja. Sem dæmi má nefna flugfélag, nokkur matvælaframleiðslufyrirtæki, banka, skipafélag, verslunarfyrirtæki stór og smá, olíufélag, fjölmiðlafyrirtæki, lyfjafyrirtæki, lífeyrissjóð og eitt stærsta stéttarfélag landsins. Núverandi eigendur Fítons eru: Anna Sigríður Guðmundsdóttir textasmiður, Anna Svava Sverrisdóttir fjármálastjóri, Björn Jónsson og Finnur Jh. Malmquist grafískir hönnuðir og Þormóður Jónsson framkvæmdastjóri. Þau starfa öll í fyrirtækinu. Eldflaug á skrifstofu Fítons.
178 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
efla verkfræðistofa www.efla.is
E
FLA verkfræðistofa var stofnuð haustið 2008. Að stofnun EFLU stóðu fjórar verkfræðistofur: Verkfræðistofan AFL (stofnuð 1987), Verkfræðistofan Línuhönnun (stofnuð 1978), RTS – Verkfræðistofa (Raftæknistofan, stofnuð 1988) og Verkfræðistofa Suðurlands (stofnuð 1973). Í desember 2011 sameinaðist Verkfræðistofa Norðurlands (stofnuð 1975) EFLU. Í dag er EFLA meðal stærstu verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækja á Íslandi.
Eigendur og stjórnendur Starfsmenn EFLU eru eigendur fyrirtækisins og sitja einnig í stjórn þess. Framkvæmdastjóri EFLU er Guðmundur Þorbjörnsson. Stjórnarformaður er Arinbjörn Friðriksson og aðrir stjórnarmeðlimir eru Sigríður Sigurðardóttir, Júlíus Karlsson, Ólafur Árnason og Sigurður Grímsson.
Starfsemi og viðskiptavinir EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki með meginstarfsemi á Íslandi og ráðgjöf um heim allan. EFLA hefur á að skipa mjög hæfu og reynslumiklu fagfólki á fjölmörgum sviðum. Sameiginlegt markmið þess er að veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu og lausnir, sama hvert eðli eða umfang verksins er. EFLA leggur ríka áherslu á vandaða og skilvirka ráðgjöf og að vinna náið með viðskiptavinum að bestu lausnunum. Sérfræðingar með ólíkan bakgrunn vinna saman og mynda sterkt teymi í krefjandi verkefnum. Viðskiptavinir EFLU á Íslandi eru að langmestu leyti stærri opinber fyrirtæki og stofnanir, sveitarfélög, stóriðja, önnur stærri iðn- og framleiðslufyrirtæki, önnur stærri fyrirtæki, þróunaraðilar og verktakar.
Höfuðstöðvar EFLU að Höfðabakka 9.
Hönnun og ráðgjöf | 179
Verðlaunabrú á Hringbraut.
EFLA leggur ríka áherslu á trausta ráðgjöf en einnig á frumkvæði, samvinnu og hugrekki, og lítur á starfsfólk sitt sem verðmætustu auðlind sína. EFLA ber virðingu fyrir umhverfinu og hefur í heiðri vistvæna áherslu í öllum rekstri. Fyrirtækið starfar samkvæmt vottuðu gæðakerfi (ISO 9001), vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi (ISO 14001) og vottuðu öryggisstjórnunarkerfi (OHSAS 18001).
Skipulag Skipulag EFLU byggir á sex markaðssviðum sem eru: Iðnaður, Byggingar, Orka, Umhverfi, Samgöngur og Verkefnastjórnun. Markaðssviðin og kjarnasviðin, sem þeim tilheyra, eru möndullinn í markaðsstarfi og þjónustu fyrirtækisins. Saman mynda sviðin eina heild í samræmdri þjónustu EFLU.
Nútíminn og framtíðin EFLA verkfræðistofa hefur undanfarin ár verið að auka umsvif sín erlendis þá ekki síst á hinum Norðurlöndunum. Framtíðarsýn EFLU er að stærri hluti umsvifa EFLU verði utan Íslands.
Aðsetur Höfuðstöðvar EFLU eru í Reykjavík. EFLA rekur starfsstöðvar um allt land og dótturfélög á Suðurlandi og Norðurlandi. Dótturfélögin á Íslandi eru Verkfræðistofa Suðurlands á Selfossi og Verkfræðistofa Norðurlands á Akureyri. Vaxandi hluti af starfsemi EFLU fer fram erlendis og starfrækir EFLA dóttur- og hlutdeildarfélög í Noregi, Frakklandi, Póllandi, Tyrklandi og Dúbaí.
Mannauður og starfsmannafjöldi Hjá EFLU verkfræðistofu starfa um 220 starfsmenn sem eru verðmætasta auðlind fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur á að skipa hæfu og reynslumiklu fagfólki með yfirgripsmikla þekkingu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni. Mikilvægur þáttur í starfsemi EFLU er frelsi starfsmanna til frumkvæðis þar sem hæfileikar þeirra njóta sín til fulls.
Verkefni í orkumálum eru mikilvæg í þjónustu EFLU.
180 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
landslag ehf. www.landslag.is
T
eiknistofan Landslag ehf er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki á sviði skipulags og landslagshönnunar. Fyrirtækið byggir á samfelldum teiknistofurekstri Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts, sem hóf starfsemi sína á Íslandi í hinum sögufræga Höfða í Reykjavík í apríl 1963 að loknu námi og starfi í Danmörku. Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt síðan með eðlilegum afturkipp í kjölfar bankahruns. Árið 1989 breyttist Teiknistofa Reynis Vilhjálmssonar í Landslagsarkitektar Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson sf. og aftur í Landslag ehf. 1999 með inngöngu Finns Kristinssonar og Dagnýjar Bjarnadóttur. Eigendur nú eru landslagsarkitektarnir Þráinn Hauksson stjórnarformaður, Finnur Kristinsson framkvæmdastjóri, Eiður Páll Birgisson, Elízabet Guðný Tómasdóttir og Reynir Vilhjálmsson. Landslag er til húsa á Skólavörðustíg 11 með 11 starfsmenn þar af 7 konur og 9 ársverk. Starfsmenn voru flestir 16 með starfsstöð á Akureyri um tíma. Áhersla er lögð á bestu tækni í tölvu- og hugbúnaði hverju sinni fyrir hönnun, framsetningu, samskipti og stjórnun.
Sendiráð Þjóðverja og Breta.
Náttúrufræðistofnun Íslands.
Snjóflóðavarnir á Siglufirði.
Verkkaupar eru sveitarfélög og ríkisstofnanir en einnig fyrirtæki og einstaklingar. Verkefnin spanna allt frá aðalskipulagi sveitarfélaga til hvers kyns landslags- og lóðarhönnunar. Stærri verkefni eins og snjóflóðavarnir, sjóvarnir, virkjanir og vegagerð eru algeng. Deiliskipulagsverk ná til kirkjugarða, útivistar-, íbúðar-, íþrótta- og stofnanasvæða. Hönnunarverkin eru m.a. almenningsgarðar, skóla- og leikskólalóðir, torg, almenningsrými, lóðir hjúkrunarheimila, heilbrigðisstofnana og annarra opinberra bygginga. Þá hefur fyrirtækið tekið þátt í að þróa skipulagshugmyndir eins og Græna trefilinn í upplandi höfuðborgarsvæðisins og Bláþráðinn, strandstíg höfuðborgarsvæðisins. Dæmi um verkefni eru heildarskipulag Laugardals, Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjanir, Þjóðarbókhlaðan og Thorsplan í Hafnarfirði. Teiknistofan hefur tekið þátt í verkefnum í Noregi með íslenskum samstarfsaðilum. Fyrirtækið hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, hérlendis og erlendis. Starfsfólk Landslags hefur átt aðild að fjölmörgum verðlaunatillögum í samkeppnum, sjálfstætt eða í samvinnu við arkitekta. Torgið við Hörpu var valið besta norræna almenningsrýmið á Arkitekturmässan 2011 í Gautaborg. Hellisheiðarvirkjun var framlag Íslands á sýningunni New Nordic Landscapes á Expo 2010 í Shanghai. Sama ár vann Landslag með samstarfsaðilum samkeppni um íþrótta- og menningarmiðstöð í Noregi. Þátttaka í alþjóðlegu skipulagsteymi vegna Urriðaholts í Garðabæ færði stofunni viðurkenningu frá Boston Society of Architects og LivCom í Bretlandi. Fyrir snjóflóðavarnir á Siglufirði hlaut teiknistofan sérstaka viðurkenningu þegar evrópsku Rosa Barba landslagsverðlaunin voru veitt í Barcelona 2003. Fjallað hefur verið um verk stofunnar í fagtímaritum og bókum víða um heim, m.a. á Norðurlöndunum, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Kína. Þá hafa verk stofunnar verið sýnd á samsýningum í Bandaríkjunum, Kína, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og á öllum Norðurlöndunum. Reynir Vilhjálmsson stofnandi teiknistofunnar var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2010 fyrir frumherjastörf við skipulag og mótun umhverfis.
Hönnun og ráðgjöf | 181
R
raftákn ehf. www.raftakn.is
aftákn er verkfræðistofa á rafmagnssviði stofnuð 1. júní 1976 á Akureyri af þeim Árna V. Friðrikssyni, Gerði Jónsdóttur, Jóhannesi Axelssyni, Sigrúnu Arnsteinsdóttur og þáverandi eigendum Rafhönnunar í Reykjavík þeim Daða Ágústssyni, Gunnari Ámundasyni og Jóni Otta Sigurðssyni. Núverandi eigendur Raftákns eru Anna Fr. Blöndal, Árni V. Friðriksson, Brynjólfur Jóhannsson, Finnur Víkingsson, Gerður Jónsdóttir, Gunnar H. Reynisson, Jóhannes Sigmundsson, Jóhannes Axelsson, Jón Heiðar Árnason, Jón Viðar Baldursson og Sigrún Arnsteinsdóttir. Hjá Raftákni eru nú 26 starfsmenn, verkfræðingar, tæknifræðingar, iðnfræðingar, tækniteiknarar og skrifstofumaður. Framkvæmdastjóri er Árni V. Friðriksson.
Raftákn tekur að sér hönnun raflagna, lýsingar og loftræsikerfa í ýmsar gerðir nýbygginga svo sem skóla, íþróttahús, verslunar- og skrifstofuhús af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrir hafnir hefur stofan hannað lýsingu hafnarsvæða og landtengingu skipa. Raftákn tekur að sér forritun iðntölva fyrir stjórnun verksmiðja, veitna, virkjana og fl. ásamt skjákerfum. Skjákerfin sem Raftákn hefur aðallega forritað eru unnin á hugbúnað frá Seven Technologies í Danmörku og nefnast IGSS. Nærri 100 kerfi eru í notkun á landinu og er allt notendaumhverfið á íslensku. IGSS er eina skjákerfið sem í boði er á íslensku. Starfsmenn Raftákns hafa einnig reynslu af vinnu við Industrial IT frá ABB, WinCC frá Siemens, InTouch frá Wonderware og fleiri. Raftákn sá um alla hönnun raflagna í Hvalfjarðargöng, Fáskrúðsfjarðargöng, Almannaskarðsgöng og Héðinsfjarðargöng, þ.e. alla þætti er lúta að rafmagni. Raftákn sá einnig um hönnun lýsingar- og rafkerfa fyrir Hófsgöngin á Suðurey í Færeyjum, Múlagöng, Strákagöng, Vestfjarðagöng og Bolungarvíkurgöng. Það er sérstök upphefð fyrir starfsmenn Raftákns að hafa þannig komið að hönnun rafkerfa í öllum göngum sem boruð hafa verið á Íslandi nema göngum um Oddsskarð. Forritun ljósastýrikerfa svo sem Instabus (EIB) hefur verið vaxandi þáttur í starfsemi Raftákns að undanförnu. Á árinu 2004 tók Raftákn upp samstarf við Siemens í Þýskalandi um forritun stjórnkerfis fyrir fyrsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar en Siemens hafði fengið verkið í gegnum útboð. Verkið hefur gengið vel og það hefur margfaldast með því að sífellt fleiri áfangar bætast við. Raftákn hefur haft fjóra til sjö menn að staðaldri í þessu eina verkefni. Önnur starfsemi Raftákns á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig aukist enda búa þar 6 starfsmenn. Undanfarið hefur Raftákn unnið að endurskipulagningu á innri uppbyggingu fyrirtækisins og skipt fyrirtækinu upp í þrjár megin deildir eða svið, byggingasvið, iðnaðarsvið og fjarskiptasvið, ásamt stoðdeildum. Einnig er Raftákn að vinna eftir gæðakerfi sem byggir á ISO 9001 staðlinum og er gæðakerfið í vottunarferli hjá Vottun ehf. Stefnt er að því að ferlinu ljúki í árslok 2011. Starfsemi Raftákns er í rúmlega 450 m2 eigin húsnæði í Glerárgötu 34 Akureyri en starfsstöð Raftákns á Reykjavíkursvæðinu er til húsa að Akralind 6 í Kópavogi. Starfsmannafélag er starfandi sem skipuleggur fjölskylduferðir og ýmsar aðrar uppá komur. Undanfarin mörg ár hefur hagnaður af starfseminni verið mjög ásættanlegur og veltuaukning á hverju ári enda starfsmannafjöldinn stöðugt vaxið. Velta ársins 2010 var yfir 300 mkr.
Starfsfólk Raftákns í lok árs 2009.
Húsnæði Raftákns að Glerárgötu 34 Akureyri.
182 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
mannvit
M
www.mannvit.is
annvit býður þjónustu á sviði verkfræði, ráðgjafar, stjórnunar, rekstrar og EPCM-verkefnastjórnunar. Mannvit er stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni og þar starfa um 400 reynslumiklir verkfræðingar og tæknimenntað starfsfólk með fjölþætta reynslu á flestum sviðum verkfræðiþjónustu. Mannvit var stofnað árið 2008 við sameiningu Hönnunar hf., VGK hf. sem veitt hafa verkfræðiráðgjöf síðan 1963 og Rafhönnunar hf. frá 1969. Starfsemi Mannvits er vottuð samkvæmt alþjóðlegu gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunarstöðlunum ISO 9001:2008, ISO14001:2004 og OHSAS 18001:2007. Mannvit leggur áherslu á trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratugalangri reynslu og þekkingu. Eyjólfur Árni Rafnsson forstjóri.
Skapti Valsson aðstoðarforstjóri.
Þjónustan skiptist í þrjá eftirfarandi markaðskjarna: Iðnaður: Öll sérhæfð tækniþekking sem tengist orkufrekum iðnaði, iðnferlum, vélbúnaði og efnaferlum. Undir þetta svið fellur öll þjónusta varðandi ál- og olíuiðnað, efna- og fiskimjölsverksmiðjur, veitur, sorpvinnslu og metangasvinnslu. Verkefni tengd umhverfisvænum orkugjöfum, metani, lífetanóli, lífdísil og vetni eru spennandi áskoranir. Það sama á við um þróun nýrra tæknilausna í umhverfisvænni orkuvinnslu eins og Kalina tækni og ORC-rafstöðvar, ásamt gasvinnslu og jarðgerð úr lífrænum úrgangi, sorpi og fleiru. Orka: Alhliða ráðgjöf á öllum sviðum orkumála en Mannvit hefur komið að uppbyggingu flestra orkuvirkjana hér á landi á síðustu áratugum. Undir þetta svið fellur þjónusta varðandi jarðvarmavirkjanir og jarðhitarannsóknir, vatnsaflsvirkjanir ásamt raforkuflutningi og dreifingu. Mannvit hefur margra ára reynslu af undirbúningi jarðvarmavirkjana á Íslandi og erlendis og sinnir ráðgjöf, hönnun, verkstjórn eða framkvæmdaeftirliti í stórum sem smáum verkefnum. Helstu jarðvarmaverkefni Mannvits snúa að virkjun háhitasvæða og hönnun virkjana til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni sem og hönnun virkjana sem framleiða rafmagn með nýtingu lághita í tvívökvakerfi. Mannvirki: Mannvit býr að reynslu og þekkingu á öllum sviðum húsbygginga sem Íslendingar hafa notið góðs af í áratugi. Undir þetta svið fellur þjónusta varðandi burðarvirki, lagnir, loftræstingu, lýsingu, bruna-, raf-, stjórn- og öryggiskerfi og hljóðvist bygginga ásamt alhliða ráðgjöf í umhverfis- og skipulagsmálum með áherslu á sértækar lausnir varðandi umferðarmál í þéttbýli. Mannvit býr yfir mikilli reynslu og sérfræðiþekkingu á hönnun samgöngu- og veitumannvirkja. Mannvit hefur reynslu og þekkingu á sviði framkvæmda og rannsókna, þ.m.t. öll sérfræðileg vinna á sviði verkefna- og byggingastjórnunar, kostnaðar- og framkvæmdaeftirlits, gæða- og öryggismála, jarðfræði og jarðtækni. Mannvit rekur rannsóknastofu með megináherslu á steypu- og steinefnarannsóknir, auk víðtækra tækniprófana. Einnig hefur fyrirtækið yfir að ráða færanlegri rannsóknarstofu til sýnatöku og prófana á vettvangi. Öll þekking, miðlun og þverfagleg ráðgjöf á sviði upplýsingatækni er til staðar þannig að öll möguleg fjarskiptamál, uppsetning stjórnkerfa og hugbúnaðar ásamt kerfisfræðilegum úrlausnarefnum eru unnin í nánu samstarfi við önnur fagsvið í verkefnum á vegum Mannvits.
Hönnun og ráðgjöf | 183
Jarðhitavirkjunin á Hellisheiði.
Harpa.
Mannvit er til húsa á fjórum stöðum í Reykjavík, að Grensásvegi 1 og 11, Skeifunni 3 og í Ármúla 42. Fyrirtækið rekur jafnframt starfstöðvar á sjö stöðum víðsvegar um landið en þeir eru: Akranes, Akureyri, Egilsstaðir, Húsavík, Reyðarfjörður, Reykjanesbær og Selfoss. Mannvit er einnig með starfsemi í Bretlandi, Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Chile og Ungverjalandi í gegnum eigin skrifstofur og hlutdeildarfélög. Meðal þeirra eru HRV Engineering ehf. sem býr yfir sérhæfðri tækniþekkingu og reynslu í uppbyggingu stóriðjuvera, Vatnaskil ehf., Vatnaskil LWRC Ltd, Loftmyndir ehf., GTN GmbH og GTN LA. Sérstök athygli er vakin á metnaðarfullri starfsmanna- og jafnréttisstefnu ásamt samgöngustefnu fyrirtækisins. Velta Mannvits árið 2010 var rúmlega 6 milljarðar króna. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má nálgast inni á heimasíðunni: www.mannvit.is
Fjarðaál á Reyðarfirði.
Hellisheiðarvirkjun.
184 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
THG Arkitektar ehf.
S
www.thg.is
tarfsemi THG Arkitekta snýst um smekklega hönnun bygginga að innan sem utan ásamt áætlanagerð varðandi þróun umhverfis- og deiliskipulaga fyrir sveitarfélög. Á undanförnum árum hefur stofan jafnframt haslað sér völl sem framsækinn brautryðjandi í verkefna- og byggingastjórnun auk eftirlits með tengdum framkvæmdum. Helstu viðfangsefni stofunnar í dag eru m.a. hönnun iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæðis, hótelbygginga, fjölbýlishúsa, öldrunarstofnana, skóla og íþróttamannvirkja auk endurbygginga og útlitsbreytinga á eldra húsnæði ásamt þátttöku í umhverfismati. Hluti verkefna hefur verið sóttur út fyrir landsteinana t.d. til Danmerkur, Noregs, Bandaríkjanna og Indlands auk þess sem náið samstarf fer fram við ýmsar erlendar hönnunarstofur. Mikilvægasta metnaðarmál fyrirtækisins er að uppfylla allar óskir viðskiptavina á faglegan og hagkvæman hátt. Meginaðsetur THG Arkitekta er finna í 600 m2 sérhönnuðu húsnæði að Faxafeni 9 en auk þess eru starfstöðvar reknar að Brekkustíg 39 í Reykjanesbæ og við Snaregade 12 í Kaupmannahöfn. Starfsmannafjöldi fyrirtækisins telur um 20 manns og er þar um að ræða sterkan kjarna vel menntaðs fagfólks sem býr að fjölþættri reynslu og þekkingu, hérlendis og erlendis. Mikil áhersla er lögð á að hvetja hvern og einn til sífelldrar virkni hugvits og sköpunarkrafts í þágu góðra verka með óaðfinnanlegu handbragði.
Söguágrip Eir - Eirhamrar, Mosfellsbæ.
Eir - Fróðengi, Grafarvogi.
Skammstöfun THG Arkitekta stendur fyrir Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar og er hún kennd við stofnanda og núverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Halldór er fæddur í Reykjavík árið 1948 og starfaði um tíma sem smiður hjá hinum kunna byggingaverktaka Sveinbirni Sigurðssyni. Árið 1969 lá leiðin til Danmerkur þar sem hann lagði um tíma stund á byggingafræði. Brátt jókst áhuginn á faginu og fór svo árið 1971 að Halldór innritaðist í nám í arkitektúr við Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn. Eftir útskrift árið 1976 hóf hann störf hjá Gísla Halldórssyni í Teiknistofunni Ármúla og gerðist meðeigandi þar árið 1980. Halldór Guðmundsson starfaði með Gísla í heil 18 ár og byggði þar upp sína fagþekkingu og reynslu. Á þeim tíma fólust umsvifamestu verkefni stofunnar í hönnun verkmannabústaða og íbúðabygginga t.d. í Hólahverfi, Ártúnsholti og Grafarvogi. Starfsemi THG Arkitekta hófst síðan opinberlega árið 1994 að undirlagi Halldórs Guðmundssonar ásamt þremur öðrum fyrrum starfsmönnum Teiknistofunnar Ármúla; Oddi Kr. Finnbjarnarsyni, Ragnari Auðunni Birgissyni og Steinunni Kristjánsdóttur. Síðar bættust við þeir Samúel Guðmundsson og Freyr Frostason en allur þessi hópur myndar nú helsta framkvæmda- og eigendakjarna fyrirtækisins í dag.
Umhverfisþættir og notagildi
Hrafnista, Hafnarfirði.
Þrátt fyrir tiltölulega stutta vegferð THG Arkitekta hefur stofan skilað af sér fjöldamörgum athyglisverðum byggingum og formfögrum mannvirkjum sem eru órækur vitnisburður um hvernig umhverfisþættir og notagildi geta mæst á miðri leið. Nærtæk dæmi um þetta má t.d. finna í skrifstofuhúsnæði Morgunblaðsins í Hádegismóum, Flugstjórnarmiðstöð á Reykjavíkurflugvelli, nýjum miðbæ Garðabæjar og stækkun verslunarmiðstöðvar Holtagarða ásamt fjölda öldrunarheimila á borð við Hrafnistu og Eir. Í öllum verkferlum THG Arkitekta gengur hvert viðfangsefni í gegnum þrepaskipta greiningu og er markmiðið að tryggja hámarksgæði gagnvart verkkaupum. Allt frá upphafi hefur helsta metnaðarmál THG Arkitekta verið að stuðla að náinni samvinnu á milli kaupenda
Hönnun og ráðgjöf | 185
BIM – Aðferðafræði framtíðarinnar
Morgunblaðshúsið, Hádegismóum.
og seljenda þjónustunnar og uppfylla allar væntingar eins og best verður á kosið með hagsmuni umhverfisins að leiðarljósi. Meðal ólíkra en athyglisverðra verkefna sem nú liggja á teikniborði stofunnar er álver í Helguvík, nýtt aðsetur Kínverska sendiráðsins við Skúlagötu 51 og endurhönnun gamla hersjúkrahússins á Ásbrú á Miðnesheiði ásamt sérstakri Walt Disney „concept“ verslun í Kaupmannahöfn.
Tækni á sviði arktektúrs og verkfræði fleygir sífellt fram en nú hafa THG Arkitektar tekið í þjónustu sína framsækinn hönnunarhugbúnað, BIM (Building Information Model). Með notkun hans er hönnuði ekki eingöngu gert kleift að teikna líkön af viðkomandi mannvirkjum í tölvunni, heldur getur hann einnig mótað það með stafrænum hætti og valið sér heppilegt byggingarefni fyrir t.d. veggi, hurðir, loft og gólf. Hugbúnaðurinn geymir fjölþættar upplýsingar sem sífellt er hægt að slá upp með einföldum skipunum en þar inni eru geymdar nákvæmar upplýsingar á borð við hráefnistegundir og fermetrafjölda lagna. BIM hönnunarferlið hefur verið í sífelldri þróun á undanförnum árum en í dag er ítarlegt upplýsingalíkan þess einnig nýtt sem öflugt hússtjórnar- og rekstrartæki fyrir stærri byggingar.
Verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit Samkvæmt orðanna hljóðan snýst verkefnastjórnun um að taka að sér yfirumsjón með tilteknum framkvæmdum fyrir hönd verkkaupa. Í verklýsingu eru tiltekin fyrirfram skilgreind markmið og áætlanir t.d. varðandi kostnað, tímasetningar og gæðamál auk framkvæmdaeftirlits sem tryggir að verkefnið sé unnið í samræmi við gefnar forsendur. Fyrirkomulag verkefnastjórnunar af slíkum toga hefur sannað gildi sitt á síðustu árum en þar hafa THG Arkitektar verið öflugir brautryðjendur. Með því hefur stofan tvinnað saman fagþekkingu arkitekta, verkfræðinga og tæknimanna við að leysa öll möguleg verkefni af hendi allt frá grunnhugmynd til fullmótaðrar byggingar. Nærtækt dæmi um viðfangsefni verkefnastjórnunar hjá THG Arkitektum er velheppnuð tengibygging Kringlunnar ásamt öldrunarheimilum eins og Eir, Hrafnistu, Skógabæ ásamt Nesvöllum í Reykjanesbæ. Þegar þetta er ritað er stofan að stýra undirbúningi að hönnun og smíði þjónustu- og menningarmiðstöðvar í tengibyggingu við Öldrunarmiðstöðina Eir í Spönginni í Grafarvogi, en innan hennar verður t.d. gert ráð fyrir bókasafni, kaffihúsi og kapellu.
Kringlan.
Umhverfisvæn þróunarverkefni Á undanförnum árum hafa THG Arkitektar tekið að sér ýmis þróunarverkefni fyrir fasteignafélög þar sem kannaðir eru byggingamöguleikar á landskikum sem ýmist eru í þeirra eigu eða annarra. Í öllum þessum athugunum vega umhverfisþættir sérlega þungt varðandi hvort viðkomandi land er kjörið til mannvistar eða atvinnusvæðis. Verkefnin snúast einnig um tillögur að róttækum breytingum á deiliskipulagi hverfa sem þegar hafa verið byggð upp og þar gengið t.d. út frá nánara samræmi á milli íbúðabyggðar og þjónustukjarna. Slíkar framkvæmdir eru oft mjög flóknar enda þarf að taka tillit til marga umhverfisþátta og hagsmuna á meðal íbúa á viðkomandi svæði. THG Arkitektar eru ásamt fimm öðrum hönnunarstofum þátttakendur í alþjóðlega þróunarverkefninu „Geysir-Architects“ þar sem íslenskt hugvit hefur haslað sér völl í Austurlöndum fjær. Verkefnið hefur gefið góða raun t.d í Indlandi þar sem mönnum hefur verið leiðbeint við að minnka orkukostnað með því einu að breyta um einangrunarefni í híbýlum sínum. Þegar þetta er ritað eru THG Arkitektar að vinna að því að öðlast svonefnda BREEAM alþjóðlega umhverfisvottun sem gerir stofuna að löggiltum vottunaraðila fyrir umhverfisvænar byggingar. Stofan er jafnframt hluti af nýstofnuðu Vistbyggðarráði sem hefur að markmiði að verða leiðandi vettvangur á sviði sjálfbærrar þróunar við skipulag, hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja á Íslandi. Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni: www.thg.is
Geysir, Haukadal.
Stoðir.
186 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
VA Arkitektar ehf.
V
www.vaarkitektar.is
A Arkitektar ehf. er í hópi stærstu og umsvifamestu arkitektastofa hér á landi í dag. Helsta leiðarljós starfseminnar er að vera ávallt í fararbroddi við gerð skipulagsáætlana og hönnun mannvirkja. Eins og að líkum lætur er meginhluti verkefna sóttur á íslenskan byggingamarkað en helstu verkkaupar eru ýmis ríkisfyrirtæki, Reykjavíkurborg ásamt ýmsum sveitarfélögum á landinu auk fjölmargra einkaaðila. VA Arkitektar voru lengi vel til húsa að Skólavörðustíg 12 en fluttu árið 2007 í Borgartún 6 í Reykjavík. Þar starfar í dag 12 manna samhentur hópur fólks með víðtæka og fjölbreytta sérfræðikunnáttu. Allir leggjast á eitt um að skila ávallt af sér hágæða vinnu þar sem vandað handbragð, frumkraftur og listræn sköpunargleði eru sett í öndvegi. Einnig er mikið lagt upp úr því að viðhalda háu þjónustustigi og virku samskiptaneti við fagfólk úr ýmsum öðrum stéttum utan fyrirtækisins. Starfsemin byggist jafnframt á öflugu samstarfi við erlendar arkitektastofur um verkefni bæði hér heima og í útlöndum.
Ungt fyrirtæki á rótgrónum grunni Upphafið að starfsemi VA Arkitekta má rekja til ársins 1968 þegar Vinnustofa Geirharðs og Hróbjarts var stofnuð. Árið 1983 komu þrír nýir hluthafar inn í reksturinn og nafni stofunnar var þá breytt í Vinnustofa arkitekta hf. Árið 2000 stækkaði hluthafahópurinn í tíu manns og nafni fyrirtækisins breytt í styttinguna VA Arkitektar. Um áramótin 20032004 sameinuðu VA Arkitektar ehf. og Manfreð Vilhjálmsson - Arkitektar ehf. krafta sína. Manfreð er einn af áhrifamestu arkitektum Íslands en hann stofnaði sína fyrstu teiknistofu árið 1959.
Hugmyndafræði stofunnar VA Arkitektar eru samnefnari fyrir frjóan og kraftmikinn vinnustað þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín til fulls. Unnið er jöfnum höndum að mótun umhverfis með skipulagsvinnu af ýmsum toga, mótun mannvirkja í öllum stærðarflokkum ásamt fjölbreyttri hönnun innviða, þar með talið innréttinga og húsgagna. Einnig er veitt ráðgjöf um öll möguleg svið byggingarlistar. Flest verkefni eru unnin í vinnuhópum með einum verkefnisstjóra og fer stærð hópanna eftir eðli og umfangi hvers viðfangsefnis fyrir sig. Öll verk njóta sömu grunngilda til þess að mæta óskum viðskiptavina á faglegan hátt. Notagildi, hagkvæmni og fagurfræði haldast í hendur í einni órofinni heild. Starfsemi VA Arkitekta byggir á þeirri hugmyndafræði að byggingarlist sem endurspeglar menningu og hugðarefni samfélagsins á afgerandi hátt sé varanleg og stefnumarkandi fyrir byggðaþróun á hverju svæði fyrir sig. Á sama tíma þarf að reisa mannvirki í sátt við umhverfið og auðsýna hinu ósnortna sanna virðingu. Þetta samspil er eitt af höfuðviðfangsefnum VA Arkitekta og mótar forsendur allra þeirra athafna í hönnun og byggingarlist. Allar nánari upplýsingar um fyrirtækið og helstu verkefni þess má nálgast inni á heimasíðunni: www.vaarkitektar.is
Hönnun og ráðgjöf | 187
VSó ráðgjöf www.vso.is
F
yrirtækið var stofnað af Stefáni Ólafssyni byggingarverkfræðingi árið 1958 og er því ein elsta starfandi verkfræðistofa á landinu. Hönnun burðarvirkja var lengi vel eitt af aðalviðfangsefnunum en á áttunda áratugnum var smám saman haldið út á nýjar brautir til að mæta sífellt fjölbreyttari þörfum viðskiptavina. Sú þróun hefur haldið áfram ýmist með tilkomu nýrra ráðgjafarsviða eða stofnun dótturfyrirtækja í samstarfi við aðila með sérþekkingu á viðkomandi sviðum. Í takt við breyttar áherslur var nafni fyrirtækisins breytt árið 1996 í VSÓ Ráðgjöf sem sinnir í dag alhliða ráðgjöf við hvers konar mannvirkjagerð, skipulags- og umhverfismál. Helstu þjónustulínur koma fram á myndinni neðst á síðunni sem einnig endurspeglar skiptingu í rekstrarsvið stofunnar. Eigendur VSÓ Ráðgjafar eru 15 starfsmenn fyrirtækisins. Starfsmenn eru nú um 60 og þar af eru yfir 85% með háskóla- og tækniskólamenntun á sínu sviði og um helmingur með meistaragráðu. VSÓ hefur sett sér jafnréttisstefnu og markvisst unnið að jafnari kynjahlutföllum með góðum árangri. Auk hefðbundinna hönnunarverkefna hefur styrkur VSÓ Ráðgjafar lengi verið í öflugri framkvæmdaráðgjöf og ráðgjöf við þjónustukaup, útboð- og samninga. Hin síðari ár hefur öflug ráðgjöf í byggðatækni og breið þjónusta á sviði samgöngu-, skipulags- og umhverfismála skapað VSÓ nokkra sérstöðu. Þá er stofan virk í þróun nýrra verkefna til að mæta auknum ferðamannastraumi til landsins. Mikilvægustu viðskiptavinir stofunnar hafa lengi verið fjölbreyttur hópur smárra og stórra einkafyrirtækja sem sum hver hafa verið í viðskiptum í hálfa öld. Margvísleg þjónusta við opinberar stofnanir, sveitarfélög og orkufyrirtæki hefur verið vaxandi þáttur í starfseminni undanfarin ár. Verkefni á erlendri grundu hafa yfirleitt verið nokkur og hefur VSÓ gjarnan fylgt viðskiptavinum sínum eftir út fyrir landsteinana. Frá árinu 2010 hefur starfsemi fyrirtækisins vaxið og eflst í Noregi. Þar hefur hæft starfsfólk og breið þjónusta verið lykill að árangri og er starfsemin nú rekin í dótturfyrirtækinu VSO Consulting AS. Unnið er eftir ISO-vottuðum gæða- og umhverfisstjórnunarkerfum. Frá árinu 1980 hafa aðalstöðvar VSÓ Ráðgjafar verið í Borgartúni 20, 105 Reykjavík. Öryggisstjórnun Umhverfisráðgjöf
Neyðarstjórnun
Verkefnastjórnun
Umhverfisstjórnun
Skipulagsgerð
Umhverfi og skipulag
Samgöngumál
Mat á umhverfisáhrifum Veitukerfi Vega- og gatnagerð Hljóðvist Umferðar- og samgöngutækni Jarðtækni
Framkvæmdaeftirlit
Áætlanagerð
Þjónustuútboð Vörustjórnun
Árangur Framfarir Forskot
Byggðatækni og samgöngur Landmælingar Íþróttamannvirki
Byggingarstjórn
Verkefnastjórn
Umhirða grænna svæða Landslagshönnun
Vöruhótel Eimskips.
Framkvæmdaráðgjöf
Öryggismál og stjórnun
Matvælaöryggi
Höfðatorg.
Öryggiskerfi Hússtjórnarog iðnstýrikerfi
Tæknikerfi
Lýsingarhönnun Rafkerfi Lagna- og loftræsikerfi
Mannvirki
Húsagerð Burðarvirki
Mannvirkjagerð
Hönnunar- og kostnaðarrýni
Viðhald og rekstur mannvirkja
Göngubrú við Hraunsholt.
188 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
verkís
V
www.verkis.is
Traustur bakgrunnur þekkingar og reynslu Verkís hóf starfsemi í núverandi mynd árið 2008. Þá sameinuðust fimm fyrirtæki úr sama geira; Fjarhitun hf., Fjölhönnun ehf., RT ehf. – Raflagnatækni, Rafteikning hf. og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. Hið síðastnefnda rakti uppruna sinn til ársins 1932 og því hélt Verkís upp á 80 ára afmæli sitt árið 2012 elst allra verkfræðistofa á landinu. Á árinu 2013 bætist Almenna verkfræðistofan hf. í hópinn.
erkís er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður upp á fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði og tengdra greina. Heimamarkaður Verkís er á Íslandi en starfsemi erlendis hefur vaxið mikið síðustu árin.
Fagþekking fjölbreyttra lausna Verkís er með höfuðstöðvar í Reykjavík og sex útibú á landsbyggðinni. Hjá fyrirtækinu starfa um 300-350 manns sem sinna fjölþættum verkefnum, bæði hér á landi og erlendis. Í starfsliðinu er fjöldi sérfræðinga sem býr að yfirgripsmikilli og faglegri þekkingu og reynslu af útfærslum fjölbreyttra lausna sem nýst hafa vel við mótun fjölda mannvirkja á undanförnum árum. Verkefnin ná til allra mögulegra þarfa framkvæmda- og rekstraraðila, allt frá fyrstu hugmynd að lokafrágangi. Nærtæk dæmi má finna í hönnun jarðvarma- og vatnsaflsvirkjana með tengivirkjum auk hvers kyns samgöngumannvirkja, opinberra bygginga og atvinnuhúsnæðis. Þar fyrir utan hefur Verkís hannað innviði og sérkerfi á sviðum lagna-, loftræsti-, rafmagns-, öryggis- og stýrikerfa. Starfsemin hefur einnig snúið að ýmsum verkefnum sem lúta að umhverfismati, gæða- og öryggismálum ásamt verkefnastjórnun og eftirliti. Fyrirtækið starfar samkvæmt vottuðu gæðakerfi og fylgir auk þess metnaðarfullri stefnu í öryggis- og umhverfismálum.
Umhverfi Verkís veitir víðtæka þjónustu og alhliða ráðgjöf á sviði náttúrufræði og umhverfismála. Veigamestu verkefnin á því sviði eru umhverfismat framkvæmda ásamt tengdum áætlunum og sérfræðirannsóknum. Meðal helstu þátta sem eru kannaðir í slíkum rannsóknum eru rennslishættir vatnsfalla, aurburður, setmyndun og rof auk athugana á mögulegri hljóð- og loftmengun ásamt almennri úttekt á jarðfræði og vistkerfum viðkomandi svæða. Ef þurfa þykir fer fram skipulagning og framkvæmd mótvægisaðgerða auk almennrar eftirfylgni við umhverfismat fyrir sveitarfélög og framkvæmdaaðila. Önnur helstu verkefni á þessu sviði eru t.d. ráðgjöf í umhverfisstjórnun fyrirtækja og sveitarfélaga auk fræðslu og námskeiðahalds ásamt aðstoð við skýrslugerð og bókhald sem varðar umhverfismál.
Byggingar Verkís annast fjölþætta ráðgjöf fyrir öll stig byggingaframkvæmda. Sérfræðingar fyrirtækisins vinna heildstæðar lausnir t.d. þarfagreiningar, frágang verk- og kostnaðaráætlana, alhliða verkfræðihönnun og umsjón verkefna ásamt ráðgjöf varðandi rekstur og viðhald. Þjónustan hefur nýst vel í margbrotnum og flóknum innviðum ýmissa stærri mannvirkja eins og iðnfyrirtækja, orkuvera, heilbrigðisstofnana og íþróttahúsa. Sérþekkingin nær yfir mörg svið svo sem burðarvirki, lagnir, loftræstikerfi, lýsingu og hljóðvist. Reyndir starfsmenn Byggingasviðs leitast ávallt við að tryggja viðskiptavinum vandaðar lausnir á hverju viðfangsefni fyrir sig. Aðferðafræðin er í sífelldri framþróun og af þeim sökum er stöðugt aflað þekkingar með virkri þátttöku í faglegum ráðstefnum, kynningum og símenntun. Verkís hannaði lýsinguna á Hörputorgi sem og í bílastæðakjallara hússins en veitti einnig fjölbreytta ráðgjöf við Hörpu tónlistarhús.
Iðnaður Öflugur iðnaður er sérlega mikilvægur fyrir viðgang, vöxt og velferð hvers samfélags fyrir sig. Ávallt þarf að gæta að hagkvæmum rekstri iðnfyrirtækja sem og stöðugum vörugæðum afurðanna. Verkís býr að mikilli reynslu og margháttaðri sérhæfingu þegar kemur að
Hönnun og ráðgjöf | 189 ráðgjöf og hönnun fyrir iðnfyrirtæki. Verkferlarnir krefjast oft flókinna úrlausna þar sem gæta þarf að mörgum ólíkum þáttum. Algengustu verkefnin á þessu sviði tengjast rafrænum stjórnkerfum iðnferla en þar er ávallt leitast við að leiða fram hagkvæmar lausnir á hönnun, uppsetningu og virkni búnaðar ásamt umsjón með prófunum og viðhaldi. Við þessar aðstæður er sérstaklega hugað að truflanagreiningu, úttektum á rafmagnsnotkun og úrlausnum sem leiða til orkusparnaðar.
Orkuvinnsla Aðgangur að orku er forsenda fyrir viðgangi iðnaðar. Við Íslendingar njótum þeirra forréttinda að búa yfir miklum endurnýjanlegum orkuauðlindum í formi jarðvarma og vatnsafls. Hluti þeirra knýr nú virkjanir víðsvegar um landið. Að þessu leyti hefur Verkís verið leiðandi á sviði ráðgjafar og hönnunar í umhverfisvænni orkuvinnslu og tekið veigamikinn þátt í þeirri uppbyggingu á undanförnum árum. Fyrirtækið hefur komið að hönnun flestra jarðvarma- og vatnsaflsvirkjana á Íslandi á undanförnum sextíu árum. Uppsöfnuð þekking á þessu sviði hefur einnig nýst vel á erlendri grundu og þá með þátttöku í uppbyggingu á sambærilegum mannvirkjum t.d. á Grænlandi, Kenía, Georgíu, Noregi og í El-Salvador.
Orkuflutningur Öflugar orkuuppsprettur þurfa örugg flutnings- og dreifikerfi milli framleiðenda og notenda. Ávallt eru gerðar strangar kröfur um áreiðanleika slíkra kerfa því allar truflanir á orkuflutningi geta orðið mjög kostnaðarsamar og valdið óþægilegri röskun. Á undanförnum árum hafa sérfræðingar Verkís sinnt alhliða hönnun á viðamiklum flutnings- og dreifikerfum raforku sem teygja sig nú í margbrotnu neti víðsvegar um landið. Sambærilegum verkefnum hefur einnig verið sinnt í öðrum löndum. Helstu viðfangsefni í þessa veru eru hönnun tengivirkja ásamt alls kyns faglegum greiningum, athugunum, áætlanagerð, ráðgjöf, eftirliti og verkefnastjórnun framkvæmda.
Í tilefni af 80 ára afmæli Verkís árið 2012 hefur Suðurlandsbraut 4 verið lýst upp á nýjan og spennandi hátt en Verkís hefur aðsetur í húsinu.
Veitur Á Jarðvarma- og veitusviði Verkís er starfrækt sérstök Veitudeild þar sem verk- og tæknifræðingar annast hönnun veitukerfa hérlendis og erlendis. Þar er notast við öflug og sérhæfð tölvuforrit sem greina og móta flókin veitukerfi með afkastamiklum lögnum fyrir stöðugt og kvikt streymi. Verkís hefur hannað flest stærri hitaveitukerfi landsins að meðtöldum dælustöðvum, dreifikerfum, miðlunargeymum, hústengingum og sömuleiðis fráveitukerfi og hreinsistöðvar. Nærtækustu dæmin um þetta má finna hjá Orkuveitu Reykjavíkur ásamt hitaveitum Suðurnesja, Akureyrar, Akraness og Borgarfjarðar.
Samgöngur og skipulag Við hönnun og útfærslu á samgöngu- og þjónustukerfum þéttbýlis- og dreifbýlissvæða þarf ávallt að hafa öryggi og aðbúnað íbúanna í öndvegi en huga jafnframt vel að skilvirkni og arðsemi kerfanna ásamt rekstri og viðhaldi þeirra. Alla þessa þætti þarf síðan að samræma skipulagi hvers sveitarfélags. Verkís býður upp á fjölþættar lausnir á öllum sviðum samgöngumála í þéttbýli og á þjóðvegum landsins. Sérfræðingar fyrirtækisins sinna margvíslegum verkefnum og rannsóknum á þessu sviði. Nærtæk dæmi eru leiðbeiningar um lagningu vistvega og úrlausnir í snjómokstursmálum. Þjónustan spannar einnig undirbúning og gerð skipulagsáætlana hvort heldur sem um er að ræða stefnumótun eða skipulagsvinnu.
Verkís hefur komið að byggingu orkuversins við Svartsengi í gegnum árin en það er eitt af fjölmörgum jarðvarmaverkefnum fyrirtækisins.
Fjarskipta- og upplýsingakerfi Á undanförnum árum hefur ör tækniþróun í hvers kyns fjarskiptum og upplýsingatækni markað djúp spor í gangverki nútímasamfélaga. Háþróaður hugbúnaður stýrir sjálfvirkum stjórnkerfum í orkuverum, iðnaði, heilbrigðisstofnunum og sjávarútvegi. Í rúma hálfa öld hefur Verkís tekið virkan þátt í hönnun flókinna rafeindatækja og þráðlausra fjarskiptakerfa ásamt þróun tölvuhugbúnaðar.
Öryggismál Verkís sinnir víðtækri ráðgjöf á sviði öryggismála. Markmiðið er að fyrirbyggja áföll og draga úr afleiðingum hvers kyns tjóns. Í þessu skyni fer fram markviss og skipuleg greining á áhættuþáttum sniðin að óskum og þörfum viðskiptavina hverju sinni. Einnig er boðið upp á ráðgjöf við heildræna stjórnun og samhæfingu öryggis-, umhverfis- og gæðamála. Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni: www.verkis.is
190 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
vsb verkfræðistofa ehf.
V
www.vsb.is
SB verkfræðistofa sinnir almennri verkfræðilegri ráðgjöf og faglegri þjónustu til handa fyrirtækjum, opinberum aðilum og einstaklingum. Helstu viðfangsefni ná yfir verkefnastjórnun, framkvæmdaeftirlit, fasteignaþjónustu, hönnun gatna- og lagnakerfa ásamt burðarvirkjum bygginga auk gerðar útboðsgagna, kostnaðaráætlana og eignaskiptayfirlýsinga. Fyrirtækið rekur starfsemi sína í vistlegu húsnæði á tveimur hæðum að Bæjarhrauni 20 í Hafnarfirði. Þar starfar í dag um 20 manna hópur fagfólks á sínu sviði og er vinnustaðurinn orðlagður fyrir góðan starfsanda. Því til staðfestingar má geta að í ítarlegri vinnumarkaðskönnun VR árið 2009 var VSB verkfræðistofa valin í hóp fyrirmyndarfyrirtækja ársins.
Upphafið og framgangurinn Aðdragandann að stofnun VSB verkfræðistofu má rekja til ársins 1985 þegar annar stofnandinn Stefán Veturliðason sá um byggingastjórn við smíði ratsjárstöðvar á Bolafjalli við Ísafjarðardjúp. Þessi framkvæmd var tímafrek og unnin við mjög erfiðar aðstæður þar sem t.d. þurfti að leggja veg upp í 600 m hæð yfir sjávarmáli en verktaki var Jón Friðgeir Einarsson. Að verkefninu kom líka annar verkfræðingur Björn Gústafsson en upp úr því samstarfi var Verkfræðistofa Stefáns og Björns stofnuð árið 1987. Frá árinu 1996 hefur fyrirtækið verið starfrækt undir nafninu VSB verkfræðistofa. Lundur 2-6.
Víðtæk verkfræðiþjónusta í höndum fagfólks Helsti styrkur VSB verkfræðistofu felst í að bjóða fram þjónustu á breiðum grundvelli sem byggð er á yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu starfsfólks. Hverjum viðskiptavini er veitt verkfræðileg ráðgjöf þar sem hagkvæmni, fagmennska og áreiðanleiki er helsta leiðarljósið. Verkefnin eru fjölbreytt að umfangi og af ýmsum stærðargráðum. Þeim er skipt á milli fimm þjónustusviða sem eru: Verkfræðihönnun, Framkvæmdaráðgjöf, Verkefnastjórnun, Fasteignaþjónusta og Sérlausnir. Síðastnefnda sviðið tengist ýmsum sérverkefnum, nýjungum og áhættumati.
Verkfræðihönnun
Krikaskóli.
Svið verkfræðihönnunar er hið umfangsmesta í starfsemi VSB verkfræðistofu og vegur hvað þyngst í heildarveltunni. Hver framkvæmd hefst á því að skipa verkefnisstjóra sem sér um alla stjórnun innanhúss ásamt samskiptum við verkkaupa. Sá hinn sami dregur einnig að verkinu alla mögulega sérfræðiþekkingu t.d. hjá burðarþols-, lagna- og rafmagnshönnuðum. Þegar öll gögn og forsendur liggja skýrt fyrir ásamt samningi og áætlunum er lögð fram svonefnd forhönnun þar sem gróft uppkast að fyrirkomulaginu er kynnt fyrir verkkaupa. Að því loknu tekur við hin eiginlega heildarhönnun. Í því vandasama ferli þarf að huga sérstaklega að öllum mögulegum áhættuþáttum auk þess sem teikningar og tillögur verkfræðinga og arkitekta þurfa að mætast á miðri leið í hagnýtum verkgæðum og fagurfræðilegri hönnun.
Framkvæmdaráðgjöf og verkefnastjórnun VSB verkfræðistofa sinnir alls kyns faglegri ráðgjöf og sérhæfðri verkefnastjórnun fyrir byggingaverktaka á verkstað. Helstu viðfangsefnin felast í almennri þarfagreiningu, frumathugunum, mælingum, úttektum og magntöluuppgjörum. Líkt og á sviði Verkfræðihönnunar er hvert verk skilgreint sérstaklega og ráðinn til þess nauðsynlegur mannskapur með viðeigandi sérfræðiþekkingu.
Hönnun og ráðgjöf | 191
Myndatexti.
Egilshöll, Grafarvogi.
Fasteignaþjónusta Fasteignaþjónusta VSB verkfræðistofu er mikill vaxtarbroddur. Helstu verkkaupar eru fasteignaeigendur og húsfélög sem sækjast eftir skotheldri ráðgjöf varðandi viðhald og endurbætur húseigna. Þjónustan felst í almennri þarfagreiningu, matsgerðum og framkvæmdaeftirliti ásamt sérfræðiáliti varðandi eignaskiptasamninga sameigna.
Heimasíðan Allar nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna inni á heimasíðunni: www.vsb.is. Hún er afar aðgengileg en þar geta viðskiptavinir t.d. nálgast öll gögn viðkomandi verkefnis á einum stað inni á miðlægum Verkefnavef VSB. Á síðunni er einnig hægt að nálgast greinargóð gögn um helstu verkefni sem leyst hafa verið af hendi auk greinargóðra upplýsinga varðandi viðhald og ástandsmat fasteigna.
Dalshraun 1-3.
192 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
avh ehf. Arkitektúr - verkfræði - hönnun www.avh.is
H
aukur Haraldsson byggingatæknifræðingur hóf rekstur Teiknistofu Hauks Haraldssonar sf. árið 1968 á Akureyri og var þá eini starfsmaðurinn. Síðan þá hefur eigendum og starfsmönnum fjölgað mikið. Eigendur og starfsmenn AVH eru nú auk Hauks, Anton Örn Brynjarsson verkfræðingur og framkvæmdastjóri, Fanney Hauksdóttir arkitekt og Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt. Halldóra Ágústsdóttir tækniteiknari og fyrrverandi starfsmaður AVH á einnig hlut í félaginu ásamt Hauki Haukssyni ráðgjafa. Rekstrarformi AVH var breytt úr sf. í ehf. 1989. Nafni fyrirtækisins var breytt í AVH ehf. Arkitektúr – Verkfræði – Hönnun árið 2003.
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju 1990.
Einbýlishús Kotárgerði 27 Akureyri 1970.
Menningarhúsið Berg á Dalvík 2009.
Nemendagarðar við Menntaskólann á Akureyri 2003.
Við stofnun Teiknistofunnar 1968 voru verkefni fyrirtækisins að megninu til bundin við Akureyri og nágrenni. Nú veitir AVH arkitekta-, verkfræði- og skipulagsþjónustu innan byggingageirans og er fyrirtækið með starfsemi á Akureyri og í Reykjavík. Hjá AVH starfa að öllu jöfnu um 8-10 manns sem skiluðu 9 ársverkum árið 2012. Starfsreynsla þeirra sem vinna innan fyrirtækisins er á bilinu 3-44 ár. Starfsstöð AVH í Reykjavík var stofnuð 2001 og eru starfsmenn þar nú tveir þ.e. Anna Margrét arkitekt og einn tækniteiknari/þrívíddarhönnuður. Starfsemi AVH er aðallega á sviði utan- og innanhússhönnunar, burðarþolsfræði, lagnahönnunar, byggingareftirlits og skipulagsmála. AVH hefur einnig samið við sérfræðinga á sviði hönnunar, lista og byggingatækni um þátttöku þeirra í einstökum verkefnum á vegum fyrirtækisins. Þetta á ekki síður við í kringum þátttöku í samkeppnum en AVH hefur unnið til fjölda verðlauna á þeim mikilvæga vettvangi. Má þar nefna íbúðabyggð við Snægil Akureyri, íbúðir aldraðra við Lindasíðu Akureyri, nýbyggingu Toyota á Akureyri, nemendagarða við Menntaskólann á Akureyri, íþróttahús við Síðuskóla á Akureyri, leikskóla á Akureyri og viðurkenningu fyrir tillögu að menningarhúsi á Akureyri. Verkefni sem AVH hefur unnið að er að finna um allt land og í a.m.k. fjórum öðrum löndum Evrópu. Verkefnaskrá fyrirtækisins spannar yfir rúmlega 40 ár og samanstendur af hundruð bygginga: Einbýlis- og fjölbýlishús, sambýli, hjúkrunarheimili, menningarhús, skólabyggingar, íþróttahús, sundlaugar, iðnaðarhús, fiskvinnsluhús, verslunar- og skrifstofuhúsnæði o.fl. Á meðal viðskiptavina félagsins í gegnum tíðina eru opinberir aðilar á borð við íslenska ríkið, Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð, Norðurþing, Grýtubakkahrepp, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð og Seltjarnarnesbæ. AVH hefur einnig unnið verkefni fyrir Samherja, Becromal Iceland, Eimskip, Toyota Íslandi, Norðurorku, RARIK, Hyrnu byggingarfélag og fleiri byggingaverktaka auk fjölda einstaklinga.
Móttökuhús Akureyrarhafnar fyrir skemmtiferðaskip 2010.
Hรถnnun og rรกรฐgjรถf | 193
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta
196 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
101 Reykjavík fasteignasala ehf. www.101.is
F
yrirtækið 101 Reykjavík fasteignasala var stofnað þann 14. september 2002 af þeim Leifi Aðalsteinssyni og Þórhalli Tryggvasyni. Starfmenn voru tveir til að byrja með auk löggilds fasteignasala. Fljótlega bættust við þau Helgi Jóhannes Jónsson sölustjóri og Hrafnhildur Guðmundsdóttir sem sér um bókhald og starfa þau enn hjá fasteignasölunni. Í febrúar 2006 keypti Leifur hlut Þórhalls í fasteignasölunni og hefur Leifur verið einn eigandi síðan. Árið 2005 var reglum er varða eignaheimild á fasteignasölum breytt. Nýjar reglur fólu í sér að eigandi varð að vera löggildur fasteignasali og eigandi að minnsta kosti 51% í rekstri fasteignasölu. Leifur brást vel við og vorið 2007 lauk Leifur Aðalsteinsson prófi til löggildrar fasteignasölu með ágætiseinkunn. Fasteignaslan hefur verið í sama húsnæði frá upphafi, að Laugavegi 66, 101 Reykjavík. Í gegnum tíðina hefur mikil áhersla verið lögð á að þjónusta viðskiptavini á traustan og faglegan hátt en þó persónulegan. Húsnæði fasteignasölunnar er hlýlegt, opið og bjart með útsýni yfir Laugaveginn. Skemmtilegan stíl gefa líka stór og falleg málverk eftir Úlfar Örn Valdimarsson. Fasteignasalan hefur minnkað og stækkað í gengum tíðina, mest hafa starfmenn verið 6 en það var á árunum frá 2004 til 2008. Um og eftir efnahagshrun 2008 varð mikill samdráttur og voru starfsmenn þá aðeins tveir. Nú eru starfsmenn fasteignasölunnar fjórir.
Helgi Jóhannes Jónsson sölustjóri, Leifur Aðalsteinsson, löggiltur fasteignasali og Kristín Sigurey Sigurðardóttir, löggiltur fasteignasali.
Fasteignasalan selur fasteignir um land allt þó heiti hennar bendi kannski til annars. Einnig selur hún fyrirtæki, sumarhús og lóðir. Þó hafa mál þróast þannig að aðalvettvangur hennar er miðbæjarsvæðið þ.e. 101, 107 og 105 Reykjavík. 101 Reykjavík fasteignasala hefur unnið sér inn traust og gott orðspor á þeim 10 árum sem hún hefur verið starfrækt.
Starfsfólk fasteignasölunnar að störfum að Laugavegi 66.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 197
F
fasteignasalan foldwww.fold.is ehf.
asteignasalan Fold ehf., 590794-2529, er virt fyrirtæki á íslenskum fasteignamarkaði. Traust og örugg þjónusta á öllum sviðum fasteignaviðskipta er aðalsmerki fyrirtækisins sem hefur heiðarleika og fagmennsku í fyrirrúmi í stefnumótun sinni. Fyrirtækið var stofnað 1994 af Viðari Böðvarssyni viðskiptafræðingi og fjölskyldu hans. Viðar hefur starfað við fasteignasölu í rúm 30 ár og Fold hefur frá upphafi verið til húsa í björtu og rúmgóðu húsnæði að Laugavegi 170 í Reykjavík. Fyrirtækið er nú sem fyrr leiðandi á sínu sviði og fylgist vel með nýjungum á sviði markaðssetningar og tækninýjunga. Fold kynnir eignir sínar erlendis í samstarfi við fyrirtækið Sardius, http://sardius.com/, sem tengir fasteignakaupendur fasteignasölum víðsvegar um heiminn. Núverandi starfsmenn Foldar eiga flestir að baki langan starfsaldur hjá fyrirtækinu. Í fyrirtækinu eru starfandi þrír löggiltir fasteignasalar og einn viðskiptalögfræðingur. Fold hvetur starfsfólk sitt til að sækja námskeið og mennta sig til að tryggja faglega þjónustu við viðskiptavini. Skýr verkaskipting er milli starfsmanna sem vinna eftir gæðastjórnunarkerfi. Með tíðum fundahöldum er leitast við að tryggja að allt ferli viðskiptanna gangi snurðulaust fyrir sig og að staða hvers verkefnis sé ávallt skýr. Starfsmenn Foldar gera sér af og til dagamun og halda í árvissar hefðir. Þá hafa starfsmenn á liðnum árum farið í helgarfeðir til útlanda með mökum og hafa þær verið mjög vel heppnaðar. Árið 1999 var hljómsveitin Los Angeles stofnuð innan fyrirtækisins af þremur starfsmönnum Foldar. Hljómsveitin lifir enn góðu lífi með dyggri aðstoð frábærra tónlistarmanna. Hljómsveitin hefur meðal annars gefið út geisladisk með tíu lögum, þar af sex frumsömdum. Hægt er að hlusta á lögin og hlaða niður á www.gogoyoko. com með því að slá „Los Angeles“ inn sem leitarorð. Hljómsveitin var árið 2008 ein af sex evrópskum fyrirtækjahljómsveitum sem léku á hljómleikum í The Venue í London en áður hafði hljómsveitin verið valin úr fjölda umsækjanda til að taka þátt í Fortunes Magasine „Battle of the corporate Bands“. Fasteignamarkaðurinn gekk í gegnum miklar hremmingar árið 2008 og dró verulega úr veltu á fasteignamarkaði. Fold brást við þessu með því að sýna aðhald í rekstri, án þess þó að draga á nokkurn hátt úr þjónustu við viðskiptavini. Velta hefur aukist á nýjan leik ár frá ári, og frá 2008 hefur velta hvers árs verið meiri en árið á undan. Áhættumat Foldar er í 1. flokki skv. skráningu Credit Info sem þýðir að fyrirtækið er metið framúrskarandi öruggt og áhættulítið. Þetta er betra CIP-áhættumat en hjá 99% fyrirtækja innan atvinnugreinarinnar og erum við á Fold stolt af þessum góða árangri. Fold hefur um árabil stutt ABC hjálparstarf og þá óeigingjörnu vinnu sem þar er unnin. Styrkurinn miðast við að ákveðinn hluti sölulauna rennur beint til vinafélags ABC sem sér um rekstur ABC.
Viðar Böðvarsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali.
198 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
re/max www.remax.is
R
E/MAX – „real estate maximus“ – stendur fyrir vörumerki fasteignasölukerfis sem stofnað var í Denver, Colorado í Bandaríkjunum árið 1973 af Gale Liniger og David Liniger. Starfsemin náði smám saman fótfestu í Bandaríkjunum og Kanada. Það var hins vegar ekki fyrr en á tíunda áratugnum sem hjólin fóru að snúast fyrir alvöru en það gerðist í kjölfar alþjóðlegrar útbreiðslu fyrirtækisins. RE/MAX er nú ein stærsta fasteignasölukeðja heims og teygir anga sína til 89 landa og hefur á að skipa fleiri en 85.000 sölumönnum í meira en 6.000 skrifstofum vítt og breitt um heiminn. Árið 1995 hóf RE/MAX starfsemi sína í Evrópu og þess var ekki langt að bíða að Ísland bættist í hópinn. RE/MAX á Íslandi var stofnað haustið 2003. RE/MAX Ísland er samningsbundið RE/MAX Evrópu hvað varðar uppbyggingu og þróun fyrirtækisins hér á landi eins og segir í eftirfarandi lýsingu: Meginverkefni RE/MAX Ísland er að stuðla að uppbyggingu RE/MAX hér á landi með því að selja sérleyfi til fasteignareksturs undir merkjum RE/MAX og efla og stækka þær RE/MAX söluskrifstofur sem fyrir eru. Markmiðin eru skýr, að ná yfirburðastöðu á íslenska fasteignamarkaðnum með því að veita bestu þjónustu sem völ er á. Ísland er 41. landið í röðinni sem tileinkaði sér sölukerfi RE/MAX. Nú eru þrjár fasteignasölur starfræktar undir merki keðjunnar og annast þær tæpan fjórðung fasteignaviðskipta hérlendis. Um 50 sölumenn eru starfandi undir merkjum RE/MAX á Íslandi í dag. Söluskrifstofur RE/MAX eiga það sammerkt að þær eru reknar sem sjálfstæðar rekstrareiningar. Sölufulltrúar á hverri skrifstofu eru einnig sjálfstæðir rekstraraðilar og fá þeir stóran hluta af sölulaunum fasteigna í sinn hlut en á móti taka þeir þátt í rekstri stofanna. Laun sölufulltrúanna eru því árangurstengd og þannig geta þeir hámarkað tekjur sínar. Allir starfsmenn hafa aðgang að sameiginlegum póstlista á vefnum til þess að auðvelda sölufulltrúum aðgengi að upplýsingum. Þetta gerir það að verkum að sölukerfið
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 199
verður mun skilvirkara en ella. Sérstaða RE/MAX á fasteignamarkaðnum felst því fyrst og fremst í þessum sjálfstæðu rekstrareiningum, öflugri mannauðs- og þekkingarstjórnun og markvissri markaðssetningu. RE/MAX auglýsir eignir sínar í prentmiðlum landsins og eru allar skráðar eignir auglýstar á heimasíðunni www.remax.is. sem og á öðrum vefsíðum fasteigna. Einnig eru eignirnar á hinni risavöxnu síðu www.globalremax.com en þar er að finna allar þær fasteignir sem skráðar eru hjá RE/MAX um allan heim. Síðan auðveldar viðskiptavinum leitina að fasteignum víðs vegar um heiminn. RE/MAX hefur jafnframt staðið fyrir því að halda „opin hús“ fyrir fólk í fasteignaleit. Áhugasömum kaupendum er boðið að mæta á tilsettum tíma til að skoða tiltekna fasteign og hitta þar fyrir sölufulltrúa til skrafs og ráðagerða. Ennfremur hafa sölufulltrúar látið útbúa sérstakar eignamöppur yfir eign sem sett er í sölumeðferð hjá RE/MAX. Þar er að finna upplýsingar um eignina ásamt ljósmyndum sem teknar eru af fagljósmyndara, svo og gagnlegar upplýsingar um helstu þjónustu í viðkomandi hverfi svo sem skóla, verslanir, íþróttastarfsemi o.fl. Sölufulltrúarnir sjá um öll tengsl á milli seljenda og kaupenda og taka að sér að sýna fasteignir fyrir seljendur án þess að þeir þurfi sjálfir að vera á staðnum. Þessar starfsaðferðir hafa einkennt sölukerfi RE/MAX frá upphafi og hafa reynst einkar árangursríkar.
200 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Eignamiðlun ehf.
E
www.eignamidlun.is
ignamiðlun er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi en rekstur hennar hefur staðið óslitið í meira en hálfa öld. Á þeim tíma hefur fyrirtækið áunnið sér farsælt orðspor fyrir vönduð vinnubrögð og trausta þjónustu hvað varðar kaup- og söluferli íbúða- og atvinnuhúsnæðis ásamt gerð verðmats. Reynslan er ekki síst á sviði alls kyns skjalagerðar sem krefst mikillar nákvæmni. Eignamiðlun er með aðsetur í Síðumúla 21 í Reykjavík. Þar starfa í dag 13 manns og þar af eru 8 löggiltir fasteignasalar. Starfsfólkið býr að mikilli reynslu og viðamikilli sérþekkingu á öllum hliðum fasteignaviðskipta. Viðskiptavinir spanna allt frá einstaklingum og fyrirtækjum yfir í opinberar stofnanir, banka og sveitarfélög.
Söguágrip Eignamiðlun hóf starfsemi í Reykjavík árið 1957. Stofnendur voru hæstaréttarlögmennirnir Sigurður Ólason og Þorvaldur Lúðvíksson. Árið 1970 keypti Sverrir Kristinsson Eignamiðlun og hefur hann verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins síðan eða í meira en 40 ár. Til að byrja með var aðsetur starfseminnar í sögufrægu húsi Skúla Thoroddssen að Vonarstræti 12, en það hefur í dag verið fært að horni Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Árið 1980 fluttist starfsemin yfir í Þingholtsstræti 3. Þaðan var aftur flutt eftir önnur 10 ár í núverandi húsnæði í Síðumúla 21 og þar var opnað þann 6. apríl 1990. Helstu eigendur og stjórnendur Eignamiðlunar í dag eru Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali, Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, Kjartan Hallgeirsson, löggiltur fasteignasali og Þorleifur St. Guðmundsson, Bs.c., löggiltur fasteignasali.
Fasteignaviðskipti á traustum grunni Mikið vatn hefur runnið til sjávar í meira en 55 ára sögu Eignamiðlunar. Allt fram að upphafi tíunda áratugarins fór stærstur hluti skjalagerðar fram með ritvélum og kalkipappír. Lýsingar fasteigna voru jafnvel handskrifaðar enda reglugerðirnar ekki eins strangar og flóknar og þær eru í dag. Á sama tíma hefur tölvutæknin gert það að verkum að gögn sem áður hýstu heilu hillumetrana af skjalamöppum rúmast nú á nokkrum gígabætum á hörðum diski í tölvu. Hið stafræna umhverfi hefur gert það að verkum að allt upplýsingaflæði er orðið miklu nákvæmara. Á þann hátt hefur Eignamiðlun oft átt frumkvæði að hönnun tæknibúnaðar í fasteignaviðskiptum. Á sama hátt hefur hlutverk fasteignasalans orðið sífellt margbrotnara enda krefst það staðgóðrar menntunar og löggildingar í faginu. Þar er ábyrgðin mikil enda snúast hagsmunir umbjóðenda oftastnær um aleigu þeirra eða miklar skuldbindingar til framtíðar. Þegar stórar ákvarðanir eru teknar er ávallt hyggilegt að leita til fasteignasölu sem byggir viðskipti sín á traustum grunni með vönduð og nákvæm vinnubrögð að leiðarljósi. Allar nánari upplýsingar um starfsemi Eignamiðlunar ásamt greinargóðum lýsingum á fasteignum í sölu má nálgast inni á heimasíðunni: www.eignamidlun.is. Þar má finna skýrar og einfaldar upplýsingar um atriði sem varða t.d. söluumboð, söluyfirlit, húsfélög og veðflutninga.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 201
Í
BB og synir ehf. www.bbogsynir.is
desember árið 1998 var fyrirtækið BB og synir stofnað af tvíburabræðrunum Hafþóri Rúnari og Sævari Inga frá Saurum Helgafellssveit ásamt föður þeirra Benedikt Benediktssyni. Í júní 2002 fékk fyrirtækið sjálfstæða kennitölu og hefur verið rekið á henni síðan. BB og synir byrjuðu á að kaupa sinn fyrsta Reunault ásamt flatvagni og eftir það var ekki aftur snúið.
Hvað flutninga varðar Fyrirtækið BB og synir hafa flutt allt milli himins og jarðar síðan það var stofnað, meðal annars hús, báta, bíla og fleira. Flutningar hjá fyrirtækinu fóru frekar rólega af stað og hófust á flutningi á áburði fyrir bændur. Fyrirtækið fékk einnig samning við Sláturfélag Suðurlands um að sjá um allan áburð fyrir félagið á Snefellsnesi. Flutningar hafa aukist mikið hjá BB og sonum síðan þeir gerðu samning við Agustson ehf. um flutning á rækju. Flutningarnir byrjuðu með því að þeir sóttu allan afla sem skip í eigu Agustson lönduðu fyrir norðan, en stuttu seinna tóku þeir yfir alla flutninga fyrir Agustson og sjá um þá enn í dag. BB og synir sáu einnig um mikið af flutningum fyrir Atlantsskip og Marz ehf. og snérust þeir flutningar að mestu um frosinn fisk, afurðir af norðanverðum Vestfjörðum og einnig af öllu Snæfellsnesi. Þegar fyrirtækið tók við þessum flutningum bætti það við nýrri bílum og vögnum. Eftir þessa flutninga var sú ákvörðun tekin innan fyrirtækisins að vinna meira á heimasvæðinu Stykkishólmi og nágrenni með daglegum ferðum til og frá Reykjavík. Til þeirra flutninga keypti fyrirtækið fyrsta kassabílinn sem var gulur Man og stundaði viðskipti við vöruflutningastöðina Aðalflutninga alveg þangað til henni var lokað. Stofnuð var ný flutningastöð, VFS Nesfrakt, og hafa verið stundaðar daglegar ferðir frá henni síðan. Seinna skrifaði Skipavík undir samning við BB og syni varðandi flutninga og bættust þá fleiri í hópinn. Nú eru daglegar ferðir til og frá Reykjavík og hefur ekki dottið út dagur í flutningum nema vegna veðurs. Mikið bættist svo við flutninga þegar Þórsnes ehf. gerði samning við BB og syni um alla flutninga. Stuttu seinna gerði ÁTVR svo samning við BB og syni til 8 ára um allan flutning á áfengi frá Reykjavík á allt Snæfellsnesið.
MAN 5star með vélavagn og Hitachi.
MAN 5star með frystivagn á Dönskum dögum í Stykkishólmi 2007.
Gamli góði Renault að flytja sumarhús.
MAN 5star með frystivagn.
202 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
alefli ehf. www.alefliehf.is
B
yggingaverktakafyrirtækið Alefli ehf. hefur á undanförnum árum sérhæft sig í að reisa, innrétta og endurnýja íbúðar, verslunar- og atvinnuhúsnæði, auk hótela og íþróttamannvirkja.
Upphafið Stjórn Aleflis Arnar Guðnason stjórnarformaður Þorsteinn Kröyer framkvæmdastjóri Magnús Þ. Magnússon verkefnastjóri
Stofnendur og núverandi eigendur Aleflis ehf. eru húsasmíðameistararnir Arnar Guðnason og Þorsteinn Kröyer. Árið 2003 keypti Magnús Þ. Magnússon þriðjungshlut í fyrirtækinu, en hann hafði þá starfað hjá fyrirtækinu í nokkur ár. Kynni þeirra Arnars og Þorsteins hófust þegar þeir störfuðu báðir hjá Methúsalem Björnssyni húsasmíðameistara. Þegar hann hætti starfsemi um áramótin 1992-93 ákváðu þeir að snúa saman bökum og fara út í eigin rekstur. Í febrúar 1993 var hlutafélagið Alefli stofnað, í þeim tilgangi að skapa stofnendum vinnu. Óhætt er að segja að yfirbygging rekstrarins hafi verið fábrotin til að byrja með, en fram til ársins 2002 var henni stýrt úr litlu herbergi á heimili Þorsteins í Grafarvoginum. Fyrsta verkefnið fólst í uppsetningu utanhússklæðningar í Seljahverfi. Út frá því vatt starfsemin smátt og smátt upp á sig, föstum viðskiptavinum fjölgaði og starfsmönnum að sama skapi.
Framgangurinn Fram eftir tíunda áratugnum byggðist rekstur Aleflis upp jafnt og þétt. Fyrirtækið tók að sér smíði stakra einbýlishúsa t.d. í Hafnarfirði, Kópavogi og í Árbænum í Reykjavík. Síðan tóku við byggingar fjölbýlishúsa í ýmsum nýbyggingahverfum, auk útihúsa á Kjalarnesi, Svínadal og víðar.
Héðinn hf., Gljáhellu Hafnarfirði.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 203
Básar golfæfingasvæði í Grafarholti.
Á árunum 2000-2001 tók Alefli að sér sitt fyrsta stóra verkefni. Þar var um að ræða allsherjar yfirhalningu á stórhýsi Hótels Esju, að Suðurlandsbraut 2, sem í dag er starfrækt undir nafninu Hilton Reykjavik Nordica. Viðamesti hluti framkvæmdanna var uppsteypa og frágangur níu hæða viðbyggingar við hótelið sem reis ofan á KB banka, vinstra megin við húsið. Aðstæður sem þessar geta stundum kallað á mjög krefjandi, verkfræðilegar úrlausnir sem reyna vel á samvinnu allra sem hlut eiga að máli. Í þessu tiltekna verkefni þurfti t.d. að grafa frá útveggjum neðstu hæðarinnar að ofanverðu, og reisa þar móttöku og ráðstefnusal. Til að tengja saman nýja og eldri hlutann þurfti að fjarlægja nokkra tugi metra af útveggjum úr kjallaranum og skipta þeim út fyrir nýtt stálburðarvirki. Fram eftir fyrsta áratug hins nýja árþúsunds hefur Alefli tekið þátt í þeim mikla uppgangi sem ríkt hefur á íslenskum byggingamarkaði og byggt á því mjög farsælan rekstur. Þetta hefur skilað traustri verkefnastöðu hjá fjölbreyttum hópi verkkaupa eins og Þyrpingu, Landic Iceland, Advania, Stoðum, KFC, Góu Lindu, Héðni, Líflandi, auk fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga. Margar þær byggingar sem fyrirtækið hefur byggt eru nú þekkt kennileiti í umhverfi sínu. Þar nægir að nefna verslunarmiðstöð Spangarinnar í Grafarvogi, Skothúsið á golfvellinum í Grafarholti, verslunarmiðstöð Fitja í Reykjanesbæ og nýja Héðinshúsið í Gjáhellu 4 í Hafnarfirði.
Aðsetur, starfsmenn og meðaltalsvelta Aðsetur Aleflis er á Völuteig 11 í Mosfellsbæ. Hjá fyrirtækinu eru að jafnaði um 30-50 fastir starfsmenn. Sumir þeirra hafa starfað á annan tug ára hjá fyrirtækinu auk undirverktaka, en fjöldi þeirra fer eftir verkefnastöðu á hverjum tíma. Meðaltalsvelta á ársgrundvelli er um 700-900 milljónir króna.
Þvottastöð og bifreiðaskoðun.
204 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
aalborg portland – Ísland ehf. www.aalborg-portland.is
A
alborg Portland – Ísland ehf. hóf starfsemi hér á landi aldamótaárið 2000. Upp frá því hefur fyrirtækið staðið að markaðssetningu og dreifingu á hágæða sementi víða um landið. Framleiðslan kemur frá móðurfélaginu Aalborg Portland A/S í Danmörku sem er meðal þeirra umfangsmestu á sínu sviði í Evrópu og stendur fyrir vöruútflutningi til um 70 landa. Að auki rekur félagið verksmiðjur í Bandaríkjunum Danmörku, Egyptlandi, Kína og Malasíu.
Öflug starfsemi í meira en 100 ár
Bjarni Óskar Halldórsson framkvæmdastjóri.
Sementsframleiðsla hófst í Danmörku um miðbik 19. aldar. Aðdragandann að stofnun móðurfélagsins má rekja til Hans Holm, kaupmanns í Álaborg. Í kringum 1880 biðlaði hann til æskuvinar síns, verkfræðingsins Læssöe Smidth frá Skive, um að gangsetja með sér sementsverksmiðju. Henni var valinn staður á N-Jótlandi, nánar tiltekið á hentugu landi í Rördal sem er um 4 kílómetra norðaustan við Álaborg. Þar var hlutafélagið Aalborg Portland-Cement-Fabrik opinberlega stofnað þann 16. október árið 1889. Sementsverksmiðja félagsins er í dag sú eina sinnar tegundar sem starfrækt er í Danmörku. Staðarval hennar í Rördal þykir einkar vel heppnað, með greiðum aðgangi að úrvals hráefnum á borð við kalk og leir. Auk þess þykir verksmiðjan einstaklega vel í sveit sett hvað varðar skipasamgöngur til og frá innlendum og erlendum höfnum.
Álaborgar-Sement á Íslandi Fyrsti kynni Íslendinga af steinsteypu áttu sér stað árið 1847 þegar hún var notuð við endurbætur á Dómkikjunni í Reykjavík. Efnið hóf síðan innreið sína af fullu afli árið 1895 þegar íbúðarhúsið að Sveinatungu í Borgarfirði var byggt. Átta árum síðar, árið 1903, var reist kirkja á sama stað sem telst vera elsta steinsteypta kirkjan í heiminum. Við upphaf 20. aldar voru steinsteypt hús ekki mörg á Íslandi, enda tæknikunnáttan ekki búin að ná almennri fótfestu. Árið 1903 hóf Knud Zimsen, verkfræðingur og síðar borgarstjóri, að flytja inn sement frá Álaborg í Danmörku en varð fremur lítið ágengt, í upphafi, við markaðssetningu efnisins. Til þess að sannfæra Íslendinga lét Knud reisa hið formfagra hús Gimli að Lækjargötu 3b, en smíði þess var lokið árið 1905. Í kjölfarið átti steinsteypan eftir að festa sig rækilega í sessi á undraskömmum tíma og í auglýsingum mátti sjá hið nýja töfraefni kynnt með orðunum: „Notið eingöngu hið margviðurkennda Álaborgarsement með ljónsmerkinu“. Helstu vitnisburðirnir áttu síðan eftir að spretta upp í formi alþekktra kennileita eins og Klepps- og Vífilsstaðaspítala, Hótel Borgar, Landspítalans, Landssímahússins og verkamannabústaða. Eftir gangsetningu Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi árið 1958 hætti innflutningur á sementi frá Álaborg og var svo, að mestu leyti, alveg fram til aldamóta. Aalborg Portland A/S í Danmörku hóf sölu á sementi á nýjan leik, hér á landi, árið 2000. Á þeim tíma ríktu mjög hagstæðar markaðsaðstæður og mikil þensla á byggingamarkaði sem hélt sementsverði háu. Hér var stofnað dótturfélagið Aalborg Portland – Ísland ehf. sem fram á þennan dag hefur verið með meginaðsetur í Bæjarlind 4 í Kópavogi en helsta athafnasvæðið er í Helguvík á Reykjanesi. Hjá fyrirtækinu störfuðu þegar mest lét 15 fastráðnir starfsmenn en þeim hefur fækkað að undanförnu í kjölfar hruns á byggingamarkaði.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 205
Helguvík.
Farið um Öxi frá Egilsstöðum til Hafnar.
Flutnings- og dreifingarferlið
Helstu framleiðsluvörur Aalborg Portland
Fyrirkomulag flutnings og dreifingar hjá Aalborg Portland – Ísland ehf. er með þeim hætti að laust sement er flutt frá móðurfélaginu í Danmörku með sérsmíðuðum sementsskipum. Flutningsgetan í hverri ferð er allt að 6.000 tonn. Í Helguvík starfrækir félagið tvö staðsteypt geymslusíló sem hvort um sig geta rúmað um 5.000 tonn af sementi. Á árinu 2012 hóf Aalborg Portland einnig dreifingu á lausu sementi frá geymslusílóum á Akureyri og einnig Reyðarfirði. Úr geymslusílóunum er lausu sementi dælt yfir á sérhannaða flutningabíla sem síðan aka því til viðskiptavina um land allt. Flutningsgetan í hverri ferð er um 33 tonn. Í næsta nágrenni við Helguvík, að Hólamiðum 6, er rekin vöruskemma og dreifingarmiðstöð fyrir pakkað sement sem dreift er til helstu byggingavöruverslana og múrbúða í landinu. Helstu smásöluaðilar eru Múrbúð Steypustöðvarinnar við Malarhöfða og Múrbúðin á Kletthálsi auk helstu byggingavöruverslana BYKO. Í slíku formi er sementið afgreitt ýmist í 25 kg pokum eða 1.500 kg stórsekkjum.
Farsæll framgangur Á þeim tíu árum sem liðið hafa frá endurkomu Álaborgarsementsins á Íslandi hafa viðtökur markaðarins verið framar björtustu vonum enda gæði vörunnar, frá fyrri tíð, enn í fersku minni landsmanna. Á fyrsta heila starfsári félagsins voru flutt inn um 31.000 tonn af sementi sem samsvarar um 20% markaðshlutdeild en upp frá því jókst markaðshlutdeild og voru seld u.þ.b. 145.000 tonn á árinu 2007. Mikil tímamót urðu í rekstrinum árið 2003 þegar Aalborg Portland – Ísland ehf. undirritaði stóran viðskiptasamning við Steypustöðina í Reykjavík og Loftorku og átti hann eftir að styrkja enn frekar stoðir starfseminnar hér á landi. Þetta sama ár var einnig fjárfest í sérstökum blöndunarbúnaði fyrir kísilryk sem aflað er frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Ein helsta þjónustunýjung fyrirtækisins er síðan innleiðing færanlegra 33 tonna sílóa sem eru tilvalin til notkunar t.d. í dreifbýli, þar sem langt er til næstu steypustöðvar. Aalborg Portland – Ísland ehf. leggur mikið upp úr háu þjónustustigi og ítarlegri ráðgjöf varðandi sína vöruflokka. Í slíkum tilvikum óska viðskiptavinir eftir helstu grunnupplýsingum hvað varðar notkunarmöguleika sements við mismunandi mannvirkjagerð. Ráðgjöf er ýmist veitt af íslenskum sérfræðingi eða ráðgjafardeild Aalborg Portland A/S í Danmörku. Magnreikni er að finna á vefsíðu fyrirtækisins: www.aalborg-portland.is
RAPID – Portlandsement. Styrkleikaflokkur 52,5 N. Lágt alkalíinnihald og nær miklum styrkleika á skömmum tíma. Hentar mjög vel við alhliða steypuvinnu. Þrátt fyrir mikinn styrk er hitamyndun vel viðunandi. Fjöldi rannsókna á Rapid sementi og íslenskum fylliefnum staðfesta að steypan uppfyllir allar kröfur íslenskra staðla og reglugerða um styrkleika, veðrunar- og alkalíþol. BASIS – Portlands kalksteinssement. Styrkleikaflokkur 52,5 R. Sterk steypa strax í upphafi og heldur styrkleika vel. Hefur ásamt Rapid sementi þótt henta sérlega vel til framleiðslu á forsteyptum einingum. MESTER – Portlandssement. Styrkleikaflokkur 42,5 N. Mester sement er hægharðnandi sement með langan líftíma í bala. Hentar sérstaklega vel til múrviðgerða og til pússningar. Sementið er fáanlegt í hentugum 25 kg pokum. LAVAKALI – Portlandssement. Styrkleikaflokkur 42, 5 N. Lágalkalí- og súlfatþolið sement sem hentar sérlega vel við gerð stórra mannvirkja þar sem rúmmál steypu er mikið, t.d. byggingu vatnsaflsvirkjana. AALBORG WHITE – Portlandssement. Styrkleikaflokkur 52, 5 N. Hvítt sement sem hefur mikinn hreinleika. Hentar vel við að ná fram hvítum lit í steypuna og/ eða til litunar á steypu í ýmsum sérverkefnum. Hvíta sementið býr að sama styrk og svipuðum eiginleikum og Rapid sement.
206 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Áltak ehf. www.altak.is
Farsælt og vaxandi fyrirtæki Áltak ehf. var stofnað í febrúar 1997 af þeim Jóni H. Steingrímssyni og Magnúsi Ólafssyni, en sá síðarnefndi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins í dag. Árið 2001 var rekstur fyrirtækisins seldur af þeim Jóni og Magnúsi yfir til Húsasmiðjunnar, en keyptur aftur árið 2005. Eftir kaup á Íslenska verslunarfélaginu árið 2006 jókst umfang starfseminnar töluvert og styrkari stoðum var skotið undir reksturinn með fjölþættari vöruflóru.
F
rá því í kringum 1970 hefur létt, sveigjanlegt og endingargott frumefni áls sífellt sótt í sig veðrið sem helsti efniviður utanhússklæðninga hér á landi og þá helst í fjölbýlishúsum og atvinnuhúsnæði. Áltak ehf. sérhæfir sig í innflutningi og miðlun álklæðninga og álundirkerfa auk tengdra vöruliða eins og þakefna, kerfislofta, kerfisveggja og brunakerfa ásamt innihurðum og fleiru. Markmiðið er bjóða upp á gæðaefni sem stenst kröfur íslenskra aðstæðna og býr að margra ára endingartíma.
Viðskiptavinir Helstu viðskiptavinir Áltaks eru byggingaverktakar, en mikill áhersla er lögð á að veita þeim skjóta og góða þjónustu á alla lund. Þá hefur fyrirtækið alla tíð leitast við að veita hönnuðum góð ráð varðandi útfærslur og lausnir á utanhússklæðningum, jafnt og innanhúss. Á sama hátt er lögð mikil rækt í gott samstarf við hönnunardeildir birgja í útlöndum, en íslensk veðrabrigði eru með þeim hætti að framleiðsla utanhússklæðninga krefst þar sérstakrar meðhöndlunar. Þrátt fyrir allt þetta hafa einstaklingar og nýbakaðir fasteignaeigendur komið sífellt sterkari inn sem viðskiptavinir, enda verður framleiðslan einfaldari í meðhöndlun með hverju árinu sem líður.
Þjónusta Húsbyggjendur og fasteignaeigendur standa oft frammi fyrir erfiðum ákvörðunum þegar velja á um ytra útlit húseigna og gildir einu hvort þar er um að ræða nýbyggingar eða endurbætur á eldra húsnæði. Helstu þættir sem ráða því vali eru útlit, gæði og verð. Að þessu leyti byggir starfsemi Áltaks á mikilli þekkingu og langri reynslu eigenda á byggingamarkaði og í skyldum greinum. Röng efnismeðhöndlun getur oft valdið miklu tjóni og því er ítarleg ráðgjöf til handa húsbyggjendum einhver veigamesti hluti þjónustunnar hjá Áltaki hf. Í sýningarsal Áltaks að Fossaleyni 8 er hægt að leita til sérfróðra starfsmanna um efnisval og útfærslur á óteljandi formum og litamöguleikum utanhússklæðninga og tengdra vara. Þeir geta einnig aðstoðað við flókin tæknileg atriði eins og uppdrátt deililausna og álagsútreikninga. Viðskiptavinir geta látið gera sér tilboð í öll möguleg verk samkvæmt uppgefnum magntölum og forsendum. Sérstök áhersla er lögð á að allur efniskostnaður sé innifalinn í tilboðum, auk þess sem að efnis- og gæðavottorð séu ávallt fyrirliggjandi. Áltak leggur mikinn metnað í að hafa öll helstu efni og liti til reiðu á lager, en sérpantar eftir óskum hvers og eins.
Álklæðningar og undirkerfi Þegar hugað er að gæðum og endingu mannvirkja skiptir efnisvalið mestu máli. Að velja sér gæðaefni getur kostað sitt, en er þó oftast óverulegur hluti útgjaldaliðanna þegar upp er staðið og skilar sér undantekningalaust í hærra andvirði fasteignarinnar. Markmið Áltaks er bjóða eingöngu upp á gæðavöru frá þekktum og viðurkenndum framleiðendum. Stærstur hluti álklæðninga og undirkerfa koma frá þýska fyrirtækinu Alcan-Novelis sem er annálað fyrir sína endingargóðu og viðhaldsfríu framleiðslu. Allar klæðningar er þaktar öflugri PVDF lakkhúð sem er einstaklega veður- og álagsþolin og heldur litnum stöðugum í allt að 50 ár, á meðan hið sama á sambærilegum klæðningum Grand hótel.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 207
fer venjulegast að gefa sig eftir 10 ár. Gerð undirkerfa er mjög úthugsuð, enda uppsetningin miðuð við langan endingartíma. Ávallt þarf að passa upp á að kerfin tengist hvergi óskyldum efnum sem geta valdið tæringu, en margar útfærslur, þykktir, litir og form eru í boði. Áltak býður einnig upp sérstakar samlokuálklæðningar frá Alpolic og Alucobound. Þar er um að ræða plötur byggðar úr tveimur álþynnum með illbrennanlegum plastkjarna á milli. Samlokuálklæðningar eru sérlega hentugar við byggingu stálgrindarhúsa í öllum stærðarflokkum.
Zink og kopar Þeim sem að kjósa að fara aðrar leiðir í utanhússklæðningum, skal bent á að einnig er hægt að útvega sígildar zink- og koparklæðningar ásamt undirkerfum og festingum. Hér er um að ræða lifandi og aldagömul náttúruefni sem veðrast skemmtilega með tímanum og taka sífelldum breytingum í áferð. Endingartíma efnanna má mæla í árhundruðum, en elsta heillega zink má t.d. finna í frönskum húsbyggingum frá Napóleónstímanum, en kopar er hinsvegar eitt af elstu náttúrefnunum og leifar af slíku hafa fundist í nokkur þúsund ára gömlum húsarústum.
Inniefni Eins og fyrr er frá greint var Íslenska verslunarfélagið selt yfir til Áltaks árið 2006. Við það breyttist reksturinn á þá lund að framboð á vöruliðum innanhússefna stórjókst. Þar má m.a. nefna kerfisloft, kerfisveggi, innihurðir, reyklúgur, reykræstibúnað, brunakerfi og ýmsar veggjaeiningar ásamt hefðbundunum hurðum, þakgluggum og kúplum. Kerfisveggir búa að einstaklega hljóðdempandi eiginleikum og henta því vel sem skilrúm í fjölmennum vinnustaðarýmum. Veggirnir hafa náð mikilli eftirspurn á stuttum tíma, enda mjög meðfærilegir og einfaldir í uppsetningu
Starfsmenn
Hjá Áltaki starfa að jafnaði um 10 manns. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má nálgast inni á heimasíðunni www.altak.is
Staðarhraun 24, fyrir og eftir klæðningu.
208 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
björgun ehf. www.bjorgun.is
Þ
Myndatexti.
ó svo að íslenskt atvinnulíf sé mjög fjölskrúðugt, verður að teljast harla fátítt að þar innan um megi finna verklega framkvæmdaaðila sem státa af því að móta og nema ný lönd, í orðsins fyllstu merkingu. Hið rótgróna fyrirtæki Björgun ehf. hefur í meira en hálfa öld sinnt sérhæfðum verksviðum í þessa veru. Í dag gegnir reksturinn þríþættu hlutverki. Í fyrsta lagi uppdælingu og vinnslu á jarðefnum af sjávarbotni, einkum möl og sandi til steypu- og malbiksframleiðslu ásamt almennri mannvirkjagerð. Í öðru lagi verktöku víða um land, svo sem við hafnardýpkanir og uppdælingu á jarðefnum fyrir ýmis iðnfyrirtæki. Í þriðja lagi er eitt ahyglisverðasta starfssviðið svonefnd landaþróun þar sem nýtt land er mótað með uppfyllingum í sjó fram og aðlaðandi byggð skipulögð þar ofan á. Í dag rekur Björgun ehf. tvö dæluskip, Sóley og Perlu, auk gröfuprammans Reynis og efnaflutningaprammans Péturs mikla ásamt minni gröfuprammanum Eiðsvík og dráttarbátnum Kleppsvík.
Upphaf og þróun starfseminnar
Bryggjuhverfið í Reykjavík.
Björgun ehf. var stofnað þann 11. febrúar árið 1952 og eins og nafnið ber með sér var upphaflegur tilgangur þess að sinna björgun skipa af strandstað. Helsti hvatamaður að stofnun fyrirtæksins var Kristinn Guðbrandsson (1922-2000), sem stýrði fyrirtækinu frá upphafi og til dauðadags. Kristinn var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og kom nálægt nærfellt öllum björgunaraðgerðum strandaðra skipa hér við land, á margra ára tímabili. Fyrsti vísirinn að núverandi starfsemi Björgunar ehf. var tilkoma dæluskipsins Leó árið 1954, en skipið var í notkun alveg fram til ársins 1975. Fyrsta stóra sanddæluskipið, Sandey, var síðan tekið í þjónustu fyrirtækisins árið 1962. Önnur merkileg fley sem síðar bættust við í flotann voru t.d. Grjótey (1965), Sandey II (1976) Perla (1979) og Sóley (1988). Um miðbik sjöunda áratugarins leit fyrsta athafnasvæði Björgunar dagsins ljós við Vatnagarða. Þar var komið upp löndunar- og flokkunaraðstöðu fyrir sand og möl sem dælt var upp í hörpu og deilt niður í fjórar stærðir. Þessi aðferð var nýtt allt fram til ársins 2008, en hefur þó þróast og betrumbæst með tímanum. Árið 1976 fluttist Björgun síðan í núverandi aðsetur að Sævarhöfða 33. Nýr kafli hófst síðan í sögu fyrirtækisins árið 1990 þegar ráðist var í stækkun lóðarinnar við höfuðstöðvarnar, en með þeim framkvæmdum hófst uppbygging Bryggjuhverfisins við Gullinbrú. Árið 2003 var Björgun ehf. selt til Jarðborana hf., en sama félag var síðan keypt af fjárfestingafélaginu Atorku árið 2005. Árið 2007 var rekstur Björgunar aðskilinn frá Jarðborunum, en síðan þá hefur fyrirtækið verið rekið sem sjálfstætt félag innan Atorkusamstæðunnar.
Uppdæling jarðefna Myndatexti.
Sjáland í Garðabæ.
Björgun ehf. sinnir umfangsmikilli uppdælingu jarðefna af sjávarbotni á þremur námasvæðum. Þau eru í Kollafirði innan eyja, við Syðra-Hraun á Faxaflóa og í Hvalfirði. Þá útvegar Björgun Íslenska Kalkþörungafélaginu hráefni með dælingu kalkþörungasets af botni Arnarfjarðar. Vinnsla er eingöngu stunduð utan netalagna á sjávarbotni í almannaeign. Þegar er búið að vinna umhverfismat fyrir allar námurnar og mun nýtingarleyfi félagsins grundavallast á því í framtíðinni. Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum efnisvinnslu á landbrot og lífríki og frekari athuganir eru fyrirhugaðar samfara áframhaldandi vinnslu. Björgun leggur áherslu á að umhverfið beri sem minnstan skaða af vinnslunni, en ljóst er þó að námavinnsla, hvort sem er á hafsbotni eða á landi mun alltaf hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Bent er á að efnisvinnsla á landi og akstur
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 209
Dæluskipið Sóley að störfum.
jarðefna um langan veg, hefur veruleg, neikvæð umhverfisáhrif þegar á heildina er litið. Til samanburðar má nefna að við vinnslu og akstur úr helstu landnámum á höfuðborgarsvæðinu í fyllingar við Sundahöfn er brennt 2-3 sinnum meiri olíu en ef efnið væri sótt í námur Björgunar. Jarðefni úr sjó eru ýmist nýtt til fyllinga við mannvirkjagerð eða að þau eru unnin frekar sem efnviður, einkum til steypu- og malbiksframleiðslu. Efnunum er dælt upp í þrær og þaðan flutt með færiböndum að vinnslulínu þar sem náttúrulegur sandur og möl eru skilin frá og annað brotið og harpað í ýmsar stærðir. Allar þessar afurðir eru undir nákvæmu framleiðslueftirliti, en þess ber að geta að allt steypuefni Björgunar ehf. hefur þegar hlotið CE-vottun.
Verktaka og hafnardýpkanir Á öllum sínum starfstíma hefur Björgun ehf. tekið að sér hafnardýpkanir fyrir hafnasamlög og sveitarfélög víðsvegar um landið. Dæluskipið Perla og gröfupramminn Reynir sinna þessum verkefnum að mestu. Björgun ehf. hefur einnig útvegað Sementsverksmiðjunni á Akranesi kalkríkan skeljasand úr námum við Syðra-Hraun, enda var staðsetning hennar ákveðin vegna nálægðar við þær. Björgun ehf. útvegar jafnframt Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal hráefni og dælir upp fyllingarefni fyrir verktaka og sveitarfélög víða um land.
Landaþróun Víða í Evrópu hefur gömlum hafnarsvæðum verið breytt í íbúða- og viðskiptahverfi. Sömu þróun má sjá á Íslandi þar sem t.d. gamla höfnin í Reykjavík og slippsvæðið við Mýrargötu eru smátt og smátt að breyta um ásýnd. Við upphaf tíunda áratugarins markaði Björgun ehf. sér þá stefnu að vinna að þróun og uppbyggingu íbúðarhverfa við sjávarsíðuna. Um líkt leyti var farið út í framkvæmdir við svonefnt Bryggjuhverfi sem stendur miðja vegu milli athafnasvæðis Sævarhöfðans og Gullinbrúar. Landmótunin sjálf stóð yfir á árunum 1992-98. Skipulagið var unnið af Birni Ólafssyni arkitekt en hugmyndafræði svæðisins byggir að stærstum hluta á því að nálægðin við hafið sé nýtt til upplifunar og útivistar og að alltaf sé t.d. gert ráð fyrir smábátahöfn. Annað sambærilegt hverfi hefur síðan risið við Sjálandið í Garðabæ, í náinni samvinnu við Byggingafélagið BYGG.
Starfsmannafjöldi og meðaltalsvelta Hjá Björgun ehf. starfa að jafnaði á bilinu 35 manns en fjöldinn fer alltaf eftir umfangi verkefna hverju sinni. Meðaltalsveltan á ársgrundvelli er um 800 milljónir króna.
210 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
björn málari ehf.
Framkvæmdastjóri: Björn J. Jónsson.
Eigendurnir f.v. Matthías, Björn og Sigurður.
B
jörn J. Jónsson málararmeistari hefur stundað iðn sína á Akureyri í 40 ár. Björn er fæddur í Reykjavík árið 1946 en fluttist til Akureyrar um 10 ára aldurinn. Sem unglingur lærði hann til netagerðar hjá Þorvaldi Guðjónssyni en sökum samdráttar í síldargengd undir lok sjöunda áratugarins, með tilheyrandi hafískomu, þurfti skyndilega að finna nýjan starfsvettvang. Þegar Björn var 22 ára gamall réðst hann til starfa hjá málaraflokki Jóns Arasonar Jónssonar og þar með varð ekki aftur snúið með lífsstarfið. Björn J. Jónsson lauk sveinsprófi í málaraiðn við Iðnskóla Akureyrar árið 1972 og hlaut meistarabréfið árið 1976. Eftir að Jón Arason Jónsson lést árið 1974, fór Björn út í sameiginlegan rekstur með syni hans, Stefáni, undir nafninu Stefán og Björn sf. Því samstarfi lauk árið 1994 en síðan þá hefur Björn sinnt starfsemi sinni dyggilega í eigin nafni. Um áramótin 2006-2007 urðu þær breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins að inn í reksturinn komu þeir Matthías Jónsson málarameistari og Sigurður R. Sigþórsson málarameistari, með þriðjungshlut hvor á móti Birni. Aðalskrifstofur Björns málara ehf. eru til húsa að Austurbyggð 10 en lageraðstaða fyrir tæki og tól er að Draupnisgötu 7a, Akureyri.
Blómlegur og litríkur rekstur Á síðustu árum hefur rekstur Björns málara ehf. vaxið hröðum skrefum, með góðri eiginfjárstöðu og er svo komið í dag að fyrirtækið er hið umfangsmesta sinnar tegundar á Akureyri. Stærðin og styrkurinn ásamt háu þjónustustigi hafa orðið til þess að verkin eru unnin undir sífellt fjölbreyttari kringumstæðum, í réttum takti við aukna framþróun í atvinnulífinu. Hjá Birni málara ehf. eru að jafnaði innt af hendi um 20 ársverk, en starfsmannafjöldinn getur þó verið breytilegur eftir árstíðum. Húsamálunardeildin hefur verið einn helsti vaxtarbroddur starfseminnar, ásamt þjónustu við sjávarútveginn, málun skipa og stálvirkja. Á árinu 2008 voru heilar 50 íbúðir spartlaðar og málaðar. Eftir langan og farsælan feril býr Björn málari að stórum hópi verkkaupa, en stærstu viðskiptavinir að undanförnu hafa verið Byggingafélagið Hyrna ásamt nafntoguðum útgerðum eins og Samherja og ÚA.
Markmið fyrirtækis í gæðum og þjónustu
Brynjar málari að störfum.
Að veita framúrskarandi og faglega þjónustu. Mikill metnaður er lagður í fagleg og öguð vinnubrögð sem byggja á reynslu og þekkingu úr greininni. Þannig eru nýir menn þjálfaðir í anda þeirrar hefðar sem hefur skapast og skilað árangri, auk þess sem menn fylgjast vel með nýjungum. Mikil áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund starfsmanna. Sérstök áhersla er einnig lögð á snyrtimennsku í allri umgengni og klæðaburði starfsmanna. Alltaf hefur verið lögð áhersla á stundvísi og að standa við það sem lofað er. Mikil tryggð hefur ríkt milli fyrirtækisins og viðskiptavina þess í gegnum tíðina.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 211
Í
bútur ehf. www.butur.is
júní árið 1990 stofnuðu Þorgrímur Magnússon pípulaningameistari og eiginkona hans Ragna Þórarinsdóttir Pípulagningaþjónustuna Bút. Í fyrstu voru aðeins eigendur sem unnu við fyrirtækið en fljótt fjölgaði starfsmönnum og hafa þeir verið mest sautján talsins. Árið 1994 eignaðist Bútur húsnæði að Frostagötu 1 á Akureyri en flutti þaðan árið 2001 í nýtt húsnæði að Njarðarnesi 9 þar sem starfsemin er enn. Árið 2006 eignuðust synir þeirra, Þórarinn Valur, Ragnar Már sem báðir eru pípulagningameistarar og Ólafur Örn sem er viðskiptafræðingur og sér um skrifstofu, hlut í fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur unnið við margar nýbyggingar, meðal annars Sundlaug Akureyrar, viðbyggingu við Amtsbókasafnið á Akureyri, Skautahöllina, Giljaskóla, áfanga við Síðuskóla, Íþróttahús og félagsmiðstöð við Síðuskóla, íþróttahús við Giljaskóla, áfanga við Verkmenntaskólann, um 100 íbúða fjölbýlishús við Skálateig á Akureyri, fjölbýlishús fyrir félag stúdenta við Tröllagil, Drekagil og Kjalarsíðu, raðhúsakjarna við Furulund og Huldugil, fjölbýlishús við Lindarsíðu, Akursíðu og Vestursíðu, byggingar Norðurorku Rangárvöllum, fjölbýlishús fyrir aldraða við Mýrarveg, samtals 60 íbúðir, Átak líkamsrækt, nýbyggingar við Háskólann á Akureyri að Sólborg, verslunarhús að Langholti 1, Borgarbraut 1, Baldursnesi 6 og 8, viðbyggingar við Furuvelli 18, iðnaðarhús að Þórstíg 4, Árstíg 6, Njarðarnesi 8 og 9, Hjúkrunarheimilið Hlíð Akureyri, nýbyggingu, endurbyggingu Sundlaugar í Mývatnssveit og Grímsey. Einnig hafa viðhaldsverkefni verið stór þáttur í starfsemi fyrirtækisins.
Njarðarnes 9 á Akureyri.
Þórarinn, Ólafur, Ragnar og Þorgrímur.
212 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Byggingarfélag gylfa og gunnars hf – bygg www.bygg.is
Í
um aldarfjórðung hefur Byggingarfélag Gylfa og Gunnars eða BYGG verið eitt af umsvifamestu byggingafyrirtækjum landsins. Á undanförnum árum hefur félagið byggt og fullklárað yfir 2.000 íbúðir á almennum markaði á höfuðborgarsvæðinu auk sambærilegra verkefna fyrir ýmsar félagslegar húsnæðisnefndir á svæðinu. Þá hefur BYGG einnig í gegnum tíðina skilað af sér tugþúsundum fermetra af atvinnuhúsnæði. Hluti þeirra rýma eða um 20.000 m2 er nú leigður til alls kyns verslunar- og skrifstofureksturs. Fyrirtækið leggur sig sig fram um að sýna ávallt mikinn metnað í öllum sínum verkum með traustum og öruggum vinnubrögðum. Þessu bera glöggt vitni fjöldi viðurkenninga fyrir smekklega og fallega hönnun ásamt frágangi lóða. BYGG hefur sitt meginaðsetur að Borgartúni 31 og starfa nú hjá fyrirtækinu um 100 manns auk fjölda undirverktaka.
Upphafið Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. kennir sig við þá Gylfa Ómar Héðinsson múrarameistara og Gunnar Þorláksson húsasmíðameistara. Gylfi er fæddur í Reykjavík árið 1950 en Gunnar er fæddur á Hvolsvelli árið 1955. Aðdragandann að samvinnu þeirra má rekja til upphafs níunda áratugarins þegar Gunnar tók að sér undirverktöku fyrir Gylfa í tengslum við byggingu nokkurra einbýlishúsa í Seláshverfi. Í beinu framhaldi ákváðu þeir að stofna sameignarfélag sem tók að sér ýmsar framkvæmdir víða um borgina. Byggingarfélag Gylfa og Gunnars var síðan opinberlega sett á legg sem einkahlutafélag árið 1984 og hafa stofnendurnir stýrt því af miklum myndarbrag allt fram á þennan dag.
Framgangurinn
Smiður og rafvirki, starfsmenn BYGG.
Langalína, Sjálandi, 42 íbúðir.
Á þeim tíma þegar BYGG hóf starfsemi þá ríkti viss samdráttur í íslenskum byggingaiðnaði. Takmarkað framboð var á lóðum í borgarkerfinu auk þess sem opinberar framkvæmdir höfðu dregist mikið saman. Í þessu starfsumhverfi tileinkaði Bygg sér þá stefnu að fjárfesta í byggingalóðum og stýra sjálft öllum hliðum framkvæmdanna, allt frá uppslætti grunns og fram að sölu fullbúinna íbúða. Fyrsta fjölbýlishúsið sem þessi háttur var hafður á var 10 hæða og 72 íbúða stórhýsi að Grandavegi 47 í Reykjavík. Húsið var fullbúið árið 1988 og var þetta í fyrsta skipti sem einkafyrirtæki á frjálsum markaði afhenti tilbúnar íbúðir til nýbakaðra eigenda sinna. Fram til þess tíma hafði eingöngu tíðkast að afhenda nýbyggingar fokheldar eða tilbúnar undir tréverk. Hið nýja fyrirkomulag hafði í för með sér að BYGG náði snemma sterkri markaðsstöðu á nýbyggingamarkaðnum, sem það hefur haldið æ síðan. Fyrirtækið átti á tímabili í farsælu samstarfi við Félag eldri borgara og byggði á vegum þess fyrrgreindan Grandaveg 47 ásamt fleiri háhýsum með íbúðum fyrir aldraða t.d. að Skúlagötu 20 og 40, Hraunbæ 101 og við Árskóga 6-8. Að öðru leyti hefur starfsemi BYGG verið samofin byggingasögu höfuðborgarsvæðisins á undanförnum 20-30 árum. Viðamiklar byggingaframkvæmdir hafa verið inntar af hendi í blómlegum hverfum eins og Kórum, Lindum, Smárum og Sölum í Kópavogi ásamt umfangsmikilli byggingu verslunarmiðstöðvar Smáralindar sem var opnuð árið 2001. Í norðurturni sama mannvirkis hefur BYGG jafnframt tekið að sér að reisa 15 hæða verslunar- og skrifstofuhúsnæði með kjallara, sem í heildina verður um 17.000 m2 að flatarmáli. Vestan turnsins við Smáralind er síðan gert ráð fyrir 3. hæða bílastæðahúsi með rými fyrir um 800 bifreiðar. Önnur lífleg byggingasvæði sem BYGG hefur komið að eru í Grafarvogi og Grafarholti auk þess sem mikill fjölda stórhýsa í stærri kantinum hefur risið víðsvegar á höfuð-
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 213
Annar áfangi í Lundi klárast í september 2012.
borgarsvæðinu. Allt þetta er þó eingöngu lítið brot af öllum þeim aragrúa verkefna sem fyrirtækið hefur fengist við í gegnum tíðina. Meðaltalsvelta BYGG á ársgrundvelli er um 2.500-3.500 milljónir króna.
Bryggjuhverfi á landfyllingum BYGG er framsækið byggingafyrirtæki, sem að ákveðnu leyti hefur sérhæft sig í skipulagningu bryggjuhverfa ofan á landfyllingum. Kópavogur: Yst á nesinu í vestanverðum Kópavogi hafa verið lagðar stórar landfyllingar undir iðnað, vörugeymslur og hafnarstarfsemi. Innar á nesinu, nær Fossvogi, má finna fjöru sem öll er hreyfð á um 500 m kafla. Hugmyndin er að móta landfyllingu utan við þennan kafla fjörunnar og á hann að mynda stóran boga sem nær lengst 150 m út í voginn. Þar ofan á mundu verða byggð 3-5 hæða fjölbýlishús með alls 400 íbúðum og þess sérstaklega gætt að ekki skyggi á nærliggjandi byggð. Landkostir þessa svæðis felast helst í skjólgóðu veðurfari og einstöku útsýni norður yfir Fossvoginn yfir til Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur. Samfara því mundi mótast regluleg strandbyggð sem fylgir boga fyllingarinnar og myndar skjólgóða garða í suðurátt. Einnig yrði gert ráð fyrir óreglulegri byggð í kringum smábátahöfn og yrði hún hugsuð sem tenging á milli strand- og íbúðabyggðar innar í voginum. Garðabær: Arnarnesvogurinn er um 1,6 km að breidd og býr að einstökum sérkennum frá náttúrunnar hendi. Gálgahraun flæðir inn í hann að suðvestan og þaðan tekur óvenjuleg fjara við að sunnan. Í norðurausturhlutanum liggur einbýlishúsabyggð Arnarnessins og er útsýni í norður yfir byggð með vinalegum fjallahring. Vogurinn er skjólgóður, lítil alda nær þar inn og er landsynningur hverfandi. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir lágri byggð sem fellur vel inn í landslagið meðfram sjávarsíðunni. Þar er fyrirliggjandi uppfylling og kví sem verður framlengd út í voginn og þar byggð bátahöfn með tengingu við nærliggjandi almenningstorg. Með myndun nýs tanga á uppfyllingu mótast nýtt byggingaland, þar sem hluti hverfisins mun rísa með stórkostlegu útsýni til allra átta. Einnig verður mótuð ný strandlengja vestan megin í voginum sem kemur til með að þjóna íbúum sem eftirsóknarvert útvistarsvæði og þá ekki síst að sumarlagi. Í sjálfu íbúðahverfinu verður t.d. gert ráð fyrir dagheimili, leik- og sparkvöllum ásamt verslunar- og þjónustukjarna. Hafa ber í huga að um 2/3 hluta bílastæða verður komið fyrir í bílageymslum undir húsunum. Af þessu má ráða að íbúðabyggð í Arnarnesvogi verður róleg og umhverfisvæn. Hún kemur til með að tengja vesturhverfi Garðabæjar betur saman og styrkja ímynd bæjarfélagsins í heild sinni. Allar nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðunni: www.bygg.is
Jarðvinna við 3. áfanga í Lundi en í honum eru 60 íbúðir.
214 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Byggingarfélagið hyrna www.hyrna.com
B
yggingarfélagið Hyrna var stofnað 25. maí 1994 á Akureyri. Fyrirtækið hefur frá stofnun haft sterka stöðu á byggingamarkaði á Norðurlandi. Kjarnastarfsemin felst í byggingu og sölu á frágegnum íbúðum ásamt almennum útboðusverkefnum auk ýmissa sértækra viðfangsefna. Markmiðið er að búa fólki ávallt gott heimili með smíði á vönduðu og traustu íbúðarhúsnæði. Í gegnum tíðina hefur fylgt fyrirtækinu sterkur kjarni dyggra starfsmanna, sem margir hverjir hafa starfað þar alveg frá upphafi. Dýrmæt reynsla þeirra ásamt farsælli stjórnun er lykillinn að velgengni Byggingarfélagsins Hyrnu. Starfsmannafjöldi er að meðaltali um 40 manns með veltu upp á um 1 milljarð á ári.
Söguágrip
Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri.
Stofnendur og núverandi eigendur Hyrnu eru Helgi Snorrason frá bænum Hvammi í Eyjafjarðarsveit og Örn Jóhannsson sem er innfæddur Akureyringur. Þeir námu báðir húsasmíði á áttunda áratugnum við þáverandi Iðnskóla Akureyrar. Verklegt nám fór fram hjá fyrirtækinu Aðalgeiri og Viðari hf. undir leiðsögn eigendanna Viðars Helgasonar og Aðalgeirs Finnssonar. Árið 1979 féll Viðar Helgason skyndilega frá en Aðalgeir hélt rekstrinum áfram í eigin nafni. Í kjölfar samdráttar á byggingamarkaðinum árið 1990 fór fyrirtæki hans, A. Finnsson hf., í þrot. Í framhaldi af því keyptu þeir Örn og Helgi rekstur þess fyrirtækis ásamt tækjabúnaði og húsnæði að Dalsbraut 1. Hið nýja byggingafélag hlaut nafni Hyrna eftir Þórunni Hyrnu, eiginkonu Helga magra, fyrsta landnámsmanns Eyjafjarðar.
Fjölþættar framkvæmdir Á tæplega 20 árum hefur Byggingarfélagið Hyrna ehf. reist mikið af íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Þessi verkefni hafa byggt upp traust orðspor fyrirtækisins, ásamt persónulegri þjónustu og sveigjanleika í viðskiptum.
Íbúðarhúsnæði Frá árinu 1999 hefur fyrirtækið notið mikils uppgangs í smíði íbúðarbygginga og að jafnaði afhent um 40-50 fullbúnar íbúðir á hverju ári. Auk einstaklinga á almennum markaði eru húsnæðissamvinnufélögin Búseti og Búmenn stærstu einstöku verkkaupar fullbúinna íbúða. Sala til einstaklinga fer fram í gegnum fasteignasölurnar Byggð og Gelli.
Atvinnu- og skólabyggingar Byggingarfélagið Hyrna hefur einnig komið að byggingu margra skóla og annars atvinnuhúsnæðis. Þar má nefna bókmenntaálmu Glerárskóla ásamt leikskólunum Kiðagili, Naustatjörn og Hólmasól. Nýlega var lokið við byggingu íþróttastúku Þórs á athafnasvæði þess við Hamar í Skarðshlíð en mannvirkið var í lykilhlutverki á Landsmóti UMFÍ árið 2009. Þegar þetta er ritað eru helstu verkefni Hyrnu bygging hótelíbúða við Þórunnarstræti, sunnan Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 215
Glugga- og hurðasmíði ásamt viðhaldi húseigna Hyrna leggur mikla áherslu á þjónustu og sveigjanleika. Af þeim ástæðum hefur fyrirtækið komið sér upp tæknilega fullkomnu trésmíðaverkstæði sem tryggir að hægt er að mæta flestum þörfum viðskiptavinarins. Fjölmörg fyrirtæki og opinberar stofnanir eru með fastan þjónustusamning. Hvað varðar innréttingar þá er Hyrna í góðu samstarfi við Fanneyju Hauksdóttur hjá Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks. Dæmi um vel heppnaða endurbyggingu sögufrægs hús er Gamli barnaskólinn að Hafnarstræti 53 en þar var lögð rík áhersla að ytra útlit væri í samræmi við upphaflega hönnun. Að innan var skólinn stílfærður af verkfræðistofunni Ópusi til að mæta þörfum fjárfestingarbankans Saga Capital. Allar innréttingar, hurðir og gluggar í húsinu voru smíðaðar af starfsmönnum Hyrnu.
Aðsetur og trésmíðaverkstæði Á fyrstu 10 árum starfseminnar átti Byggingarfélagið Hyrnan aðsetur í fyrrgreindu 600 fm húsnæði að Dalsbraut 1. Ekki leið á löngu þar til þrengslin fóru að segja til sín og var á tímabili brugðið á það ráð að leigja geymsluhúsnæði á nálægum stað við Gleráreyrina. Árið 2004 stækkaði athafnasvæðið með kaupum á 600 fm aðliggjandi húsnæði við Dalsbraut 1 en þar hafði áður verið aðsetur kjötvinnslu Nýja Bautabúrsins. Með þessari hagkvæmu viðbót var loks hægt byggja upp starfsemi alvöru trésmíðaverkstæðis en til að byrja með fór þar eingöngu fram smíði á gluggum og hurðum í þau verkefni sem fyrirliggjandi voru hjá fyrirtækinu. Í janúar 2007 urðu mikil stakkaskipti í rekstrinum en þá voru núverandi höfuðstöðvar fyrirtækisins að Sjafnargötu 3 teknar í notkun. Þar er gólfflöturinn 2.400 fm með rúmgóðu skrifstofuplássi og 240 fm sýningarsal innréttinga. Húsið geymir síðan eitthvert tæknivæddasta trésmíðaverkstæði Norðurlands og þótt víðar væri leitað. Þar byggja allir verkferlar á úthugsaðri og töluvuvæddri sjálfvirkni í breiðri framleiðslulínu glugga, útihurða og innréttinga fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði. Allur tækjabúnaður er af fullkomnustu gerð en hann kemur að mestu frá ítölsku samsteypunni Biesse Group sem er leiðandi í framleiðslu á hátækni trésmíðavélum.
216 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
einingaverksmiðjan ehf. www.ev.is
E
iningaverksmiðjan er sérhæft fyrirtæki sem hefur verið í fararbroddi í framleiðslu á forsteyptum einingum til húsbygginga.
Fyrirtækið var stofnað árið 1994. Í byrjun voru framleiddar holplötur í gólf sem gáfu mjög góða raun og fljótlega fékk fyrirtækið stór verkefni að takast á við. Eitt af þeim verkefnum var að framleiða sérhæfðar einingar í þriðja steypuskálann við álverið í Straumsvík. Einingaverksmiðjan bætti jafnt og þétt við tækjabúnaði samhliða því að mikil þróun átti sér stað í framleiðslu og notkun forsteyptra eininga í íslenskum byggingaiðnaði. Sífellt fleiri komu auga á þá möguleika sem notkun þeirra gaf og fjölbreytni eininganna fór stöðugt vaxandi ár frá ári. Forsteyptar einingar eru afar hagkvæmar til húsbygginga. Þær rísa eðlilega hraðar og viðskiptavinir geta valið um mismunandi áferð á útveggjum og þar fram eftir götunum. Alveg frá upphafi hefur fyrirtækið sótt fram af miklum krafti og stendur nú mjög framarlega í útflutningi á forsteyptum einingum.
Íbúðarhús.
Íbúðarblokk í Færeyjum í smíðum.
Þegar byggingaiðnaður á Íslandi var í sem mestum vexti var fyrirtækið með 100 starfsmenn í vinnu og eftirspurnin gríðarleg. Grunnstoðir fyrirtækisins hafi alla tíð staðið styrkar og í ljósi sérstöðu sinnar og sérhæfingar hefur fyrirtækið haldið sjó þrátt fyrir sveiflur á markaði hér á landi. Til að mæta vindasömu umhverfi á íslenskum byggingamarkaði hefur fyrirtækið sótt fram á mörkuðum annars staðar með mjög góðum árangri. Ekki var það sjálfgefið að menn hefðu trú á því að útflutningur á svona stórum og þungum framleiðsluvörum mundi borga sig en raunin varð allt önnur. Staðreyndin er sú að Einingaverksmiðjan er orðin býsna stórtæk í útflutningi á forsteyptum einingum. M.a. hefur fyrirtækið flutt út einingar til Færeyja þar sem gríðarlega mörg hús hafa verið reist. Um það bil 180 hús hafa verið seld þangað og er mikil ánægja með þau. Þar er um að ræða skólabyggingar, íþróttahús og íbúðarhús, bæði stór og smá. Fyrirtækið hefur verið að selja töluvert magn af einingum til Grænlands, m.a. einingar í skólabyggingu í Nuuk. Einnig voru seldar einingar fyrir stórt verkefni í Thule sem tengist uppbyggingu í bandarísku herstöðinni. Verkefnið var unnið af dönskum verktökum en miklar kröfur voru einmitt gerðar til steypueininganna með tilliti til veðurskilyrða þar sem frost fer undir -50° C. Mikil ánægja var með einingarnar og hlaut Einingaverksmiðjan einróma lof og sérstakar þakkir fyrir. Árangur fyrirtækisins liggur fyrst og síðast í gæðum vörunnar en Einingaverksmiðjan hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar og vottun fyrir framleiðslu sína og framleiðsluaðferðir. Framleiðsluvörur Einingaverksmiðjunnar uppfylla ströngustu gæðakröfur og það er ekki síst sú mikilvæga þekking sem hefur orðið til innan fyrirtækisins sem hefur komið því á þennan stall og þykir mikil gæfa að hafa getað haldið í þann mannskap sem hefur skapað hana með hugviti sínu og handverki.
Skrifstofuhús og banki í smíðum í Færeyjum.
Athyglisverðar nýjungar hafa komið fram hjá Einingaverksmiðjunni, eins og t. a.m. notkun á rauðamöl í forsteypta veggi á hinu nýja flughóteli sem var að rísa við Leifsstöð og hefur komið afskaplega vel út. Rauðamölin þykir mjög slitsterk hvað veðrun áhrærir en þess ber að geta að öll framleiðsla fyrirtækisins er eingöngu úr íslenskum efnum.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 217
Höfnin á Bakka.
Í undibúningi er eitt af stærri verkefnum sem Einingaverksmiðjan hefur tekið þátt í en það er að hefja framleiðslu á steypueiningum fyrir stærsta framhaldsskóla Færeyja. Það er verkefni til að minnsta kosti þriggja ára og áætlað er að hefjist um næstu áramót. Þar er um að ræða stóra byggingu sem á að hýsa alla framhaldsskóla í Færeyjum. Sá dagur kemur að á Íslandi munu aðstæður á byggingamarkaði batna en á meðan útflutningurinn gengur vel þá verður ekki annað séð en að Einingaverksmiðjan muni sækja fram eins og áður. Horft er björtum augum til framtíðar.
Höfnin á Bakka.
Verksmiðjuhús í Færeyjum.
Rimlar í gripahús.
218 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
finnur ehf.
F
www.finnurehf.is
innur ehf. var stofnað af Finni Aðalbjörnssyni á Akureyri árið 2003 en fyrir þann tíma eða allt frá árinu 1993 hafði Finnur unnið í ýmis landbúnaðarstörf í verktöku í eigin nafni. Finnur ehf. er jarðvinnufyrirtæki og greinilegt að pláss var á markaði fyrir það því verkefnin hafa verið næg frá því að fyrirtækið var stofnað. Í upphafi voru tveir menn í vinnu með aðeins 2 tæki en jafnt og þétt fjölgaði verkefnum svo auka þurfti við tækjabúnað til að geta sinnt þeim verkum sem til féllu hverju sinni. Sérstaða Finns felst einkum í því að vera ekki með vörubíla í verkum heldur dráttarvélar af ýmsum stærðum og gerðum. Það gerir mönnum kleift að vinna jarðverk við aðstæður þar sem ekki er hægt að koma vörubílum við. Dráttarvélar Finns eru stórar og öflugar og skemma mun síður jarðveg sem ekið er á en önnur tæki. Stórar dráttarvélar á breiðum dekkjum sem draga tveggja hásinga vagna sem taka allt að 12 m3 nýtast vel við erfiðar aðstæður og afkastagetan er mikil. Finnur ehf. er öflugt þjónustufyrirtæki á sviði jarðvinnu. Hvort sem verk eru stór eða smá þá eru þeir hjá Finni þekktir fyrir þjónustulipurð. Það er brugðist hratt við þegar á þarf að halda og menn eru yfirleitt fljótir að vinna þau verk sem þarf að vinna og vanda til verka í hvívetna.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 219
Mikil þekking hefur myndast í fyrirtækinu í kingum jarðvinnu sem og hellulagnir og má það þakka góðum og ánægðum starfsmönnum og þar af leiðandi lágri starfsmannaveltu. Finnur er vel tækjum búinn fyrir snjómokstur og er mikil vinna hjá fyrirtækinu við slíka vinnu yfir vetrarmánuðina. Tækjaeign félagsins nemur nú um 30 tækjum. Þar á meðal eru dráttarvélar og vagnar af öllum stærðum og gerðum, gröfur, hjólaskóflur, valtarar, snjóblásarar og önnur tæki tengd snjómokstri og hálkuvörnum sem og fjöldinn allur af öðrum smærri tækjum. Fastráðnir starfsmenn hjá fyrirtækinu eru á bilinu 12 til 14 manns. Verkefnastaða fyrirtækisins er góð og ekki ástæða til annars en að ætla að Finnur ehf. eigi framtíðina fyrir sér. Engin verk eru of smá eða of stór. Þeir hjá Finni eru ávallt til staðar fyrir hvaða jarðvinnu sem vera skal.
220 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
fjölnir ehf.
F
jölnir ehf. var upphaflega stofnað 1974 sem Trésmiðjan Fjölnir. Stofnendur voru Guðjón Gunnlaugsson og synir hans, Magnús og Jón Trausti. Á fyrstu árum rekstrarins var byrjað smátt og voru feðgarnir einu starfsmennirnir. Árið 1980 var trésmíðaverkstæði við Fjölnisgötu 2 byggt og hófst þar sérsmíði innréttinga, glugga og hurða. Á níunda áratugnum urðu íbúðarbyggingar eitt af aðalverksviðum Fjölnis hf. ásamt verktakastarfsemi ýmiskonar. Á síðustu árum hefur Fjölnir ehf. byggt mikið af íbúðarhúsnæði ásamt öðrum verkefnum svo sem byggingu aðveitustöðvar í Krossanesi og uppsteypu við Aflþynnuverksmiðju Becromal. Á árinu 2011 hefur verið unnið við viðbyggingu Höfðakapellu á Akureyri. Starfsmannafjöldi hefur verið breytilegur frá upphafi, allt að 30 starfsmenn, en fastur kjarni um árabil um 10 manns. Fyrirtækið hefur ávallt leitast við að vera meðvitað um stærð sína og reynir því að takast á við verkefni sem það ræður við, ef tekið er tillit til mannafla og tækjakosts.
Jón Geir kranastjóri.
Eigandi frá 2004 er Magnús Guðjónsson húsasmíðameistari. Aðrir í stjórn ásamt Magnúsi eru Anna Guðjónsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir. Aðsetur Fjölnis ehf. er að Fjölnisgötu 2b á Akureyri.
Hluti starfsmanna Fjölnis við byggingu orkuvirkis í Krossanesi.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 221
F
fossvélar ehf. www.fossvelar.is
yrirtækið Fossvélar var stofnað árið 1971 af 4 ungum mönnum á Selfossi, þeim Kára Jónssyni, Guðmundi Jónssyni, Baldri Valdimarssyni og Herði V. Árnasyni. Tilgangur félagsins var að vera með ýmisskonar jarðvinnuþjónustu fyrir einstaklinga og sveitarfélög. Fossvélar hafa rekið efnissölu úr Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli frá árinu 1975 og selt efni til vega- og gatnagerðar, í húsgrunna og fleira eftir því sem eftirspurn leyfir. Árið 2001 eignuðust Fossvélar 50% hlut í Bolaöldum ehf. fyrir ofan Sandskeið og hafa rekið þar samnefnda námu í samvinnu við Íshluti ehf. Þar eru unnin fyllingar- og burðarlagsefni til sölu fyrir jarðvinnuverktaka og einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2005 keyptu Kári Jónsson og Magnús Ólason hlut Íshluta ehf. og hafa rekið námuna síðan í nafni Bolaaldna ehf. Eigendur Fossvéla ehf. í dag eru hjónin Kári Jónsson og Guðborg Bjarnadóttir ásamt dætrum. Kári er jafnframt framkvæmdastjóri og honum til aðstoðar er Magnús Ólason tæknifræðingur. Helstu viðskiptavinir Fossvéla eru Vegagerðin og sveitarfélögin ásamt efnissölu til verktaka og einstaklinga. Helstu vöruflokkarnir eru fyllingarefni (óunnin grús) ásamt möluðu efni í jöfnunarlag undir slitlög og plön, sem og drenmöl, sandur og malarslitlagsefni. Framleiðsla á fyllingarefni fer fram við losun á jarðvegi með stórum jarðýtum og/eða beltagröfum. Til að vinna mulning eða drenmöl eru notaðir brjótar og sigti (kjaftbrjótar, kónbrjótar og malarsigti) sem brjóta/sigta efnið í þær stærðir sem eru í framleiðslu í hvert sinn. Fossvélar hafa frá upphafi verið með aðsetur á Selfossi. Skrifstofa og verkstæði fyrirtækisins er á einum stað, síðan er dagleg afgreiðsla úr á malarefni úr Þórustaðanámu og námunni í Bolaöldu. Starfsmannafjöldi hefur verið misjafn eins og gengur og gerist í jarðvinnugeiranum en þó hefur síðustu ár verið nokkuð fastur kjarni þetta 8-10 manns. Kári hefur starfað frá stofnun eða í 41 ár. Sigfús Öfjörð hefur starfað hjá fyrirtækinu í 37 ár og Jón Dagbjartsson í 34 ár. Aðrir hafa starfað frá 7-20 ár hjá fyrirtækinu svo það má segja að starfsmannavelta fyrirtækisins sé mjög lág. Rekstur fyrirtækisins hefur verið traustur og byggst upp jafnt og þétt eftir þörfum markaðarins og tækjakosti til að ráða við fjölþættari verkefni. Þó má geta að eftir haustið 2008 hefur verið nokkurt bakslag í vexti fyrirtækisins en með aðhaldssemi og ráðdeild hefur tekist að halda starfseminni gangandi í þeirri von að það séu bjartari tímar handan við hornið.
222 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
flotgólf ehf.
F
www.flotgolf.is
lotgólf ehf. býður upp á fjölþætta og alhliða þjónustu á sviði múrverks. Þrátt fyrir ungan aldur býr fyrirtækið að mikilli reynslu og þekkingu, þar sem handbragðið byggist á framsæknum og árangursríkum vinnuaðferðum, með stuðningi frá fullkomnum tækjakosti. Helsta sérhæfingin felst í gifsmúrun, uppsetningu gifsveggja, plötusteypum, einangrun og hefðbundinni pússningu, utan- sem innanhúss ásamt flotun gólfa og flísalagningu. Flotgólf stundar einnig umsvifamikinn innflutning á múrblöndunar-, gifs- og steypuefnum og ýmsum sérhæfðum tækjabúnaði.
Upphaf og þróun starfseminnar Starfsemi Flotgólfa hófst aldmótaárið 2000 og var það starfrækt fyrstu árin sem sameiginlegt dótturfyrirtæki múrverktakanna Gifsmúrs og Gifsverks. Tilgangur rekstrarins fólst í að einbeita sér, eins og nafnið bar með sér að flotun gólfa. Eftirspurnin eftir þjónustunni varð brátt framar björtustu vönum og árið 2004 var tekin sú ákvörðun að sameina öll fyrirtækin undir einu öflugu merki einkahlutafélagsins Flotgólfa. Eigendur og stofnendur eru bræðurnir Ásgeir og Davíð Guðmundssynir sem áður ráku Gifsverk og Gunnar Þorsteinsson og Oddur Guðnason sem áður ráku Gifsmúr. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 20 manns og meðatalsveltan á ársgrundvelli er um 500 milljónir króna.
Frumkvöðlar gifsflotunar Flotgólf er frumkvöðull á sviði svonefndrar anhýdrit-flotunar hér á landi. Ólíkt hefðbundnu sementi er anhýdrit að meginuppistöðu bindiefni úr kalsíumsúlfati sem er spennufrítt, rýrnar lítið, og býr auk þess að góðum eiginleikum til hitaleiðni og hljóðeinangrunar. Að auki býr steypan sem slík að einstökum floteiginleikum sem gerir það að verkum að efnið leggur sig allt að því sjálft eftir gólffletinum.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 223
Í dag er flotun af þessum toga öflugasti verkþáttur Flotgólfa og nær yfir um 60-70% af umfangi starfseminnar. Fyrirtækið hefur yfir að ráða færanlegum 30 tonna steypustöðvum eða steyputrukkum sem stýra blöndun og dælingu efna á verkstað. Þess ber að geta að í dag er útleiga á flotdælubílum til annarra fyrirtækja einn af helstu þjónustuliðum Flotgólfa, en ef slíkt kemur til er einnig hægt að semja um að láta sérhæfða starfsmenn stjórna öllum verkþáttum ílagnar.
Fjölþætt verkefni múrverks Flotgólf sérhæfir sig einnig í alhliða múrverki innan sem utan híbýla. Þar er ýmist byggt á rótgróinni hefðinni eða framsæknum nýjungum. Að innan er ekki óalgengt að milliveggir séu hlaðnir með gegnheilum, 10 cm þykkum gifssteinum eða steinveggir séu múraðir eða gifsaðir. Þegar kemur að útimúrverki er boðið upp á öll möguleg yfirborðsefni eins og steiningu, sléttpússningu, filt- og hraunhúðun ásamt múrkerfum.
Verkefni í útlöndum Starfsmenn og eigendur Flotgólfa hafa ávallt verið mjög duglegir við að sækja sér aukna þekkingu í faginu erlendis og hafa í því skyni sótt fjöldamörg námskeið á meginlandi Evrópu. Á sama hátt er einnig lögð rík áhersla á að halda uppi góðum og gagnkvæmum samskiptum við efnisbirgja þar ytra. Árið 2008 stofnuðu eigendur Flotgólfs sína fyrstu múrefnaverksmiðju og rannsóknastofu í Árósum í Danmörku. Verksmiðjan framleiðir múrefni undir nafninu Drymix. Starfsemi verksmiðjunnar hefur gengið vonum framar og viðskiptin teygja sig víða um Evrópu. Af þessu má ráða að fyrirtækið Flotgólf hefur þegar skipað sér í fremstu röð í sínu fagi hér á landi og byggt upp sitt farsæla orðspor með hugvitinu og handbragðinu einu saman.
224 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
fúsi ehf.
M
www.fusi.is
álningar- og sandblástursfyrirtækið Fúsi ehf. dregur nafn sitt af stofnandandum og eigandanum Sigfúsi Gunnarssyni (Sigfússonar). Hann er fæddur í Reykjavík árið 1968 og flutti ungur að árum til Vestmannaeyja, en eftir Heimaeyjargosið 1973 settist fjölskyldan að í Sandgerði. Allt frá unglingsaldri starfaði Sigfús hjá Íslenskum aðalverktökum og tók þar brátt við sem verkstjóri yfir Sandblástursdeild ÍAV sem sinnti verkefnum úti um allt land. Undir lok ársins 2004 hætti deildin starfsemi og í stað þess að láta alla sína verkþekkingu fara forgörðum þá ákváðu feðgarnir Sigfús og Gunnar að halda áfram uppteknum hætti í nafni eigin fyrirtækis, Fúsa ehf, sem var stofnað í mars árið 2005. Strax í upphafi yfirtók Fúsi ehf., lungann af verkefnum og þjónustusamningum fyrri vinnuveitenda. Þar hafa helstu verkkaupar verið Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur ásamt t.d. olíufélaginu Skeljungi.
Starfsemin og verklagið Unnið við árlokur í Búrfellsvirkjun.
Sandblástur hefur löngum nýst vel sem óbrigðul aðferð við að hreinsa, ryðverja og fyrirbyggja tæringu í járni og stáli. Helsti tækjabúnaður hjá Fúsa ehf. samanstendur af loftpressu sem tengd er við sérhæfðan loftþrýstikút eða pott með áfastri slöngu. Í gegnum slönguna er sandurinn síðan skammtaður og honum veitt út með kröftugum loftþrýstingi og þannig unnið á öllum mögulegum ryðblettum járns eða stáls. Sandblástur er að staðaldri mjög óþrifaleg, flókin og seinleg nákvæmnisvinna þar sem mikil rykþyrlun á sér stað og því þarf venjulegast að loka eða skerma athafnasvæðið af, svo umhverfismengun eða hnjask á óskyldum hlutum verði hverfandi. Þó svo að þessi aðferð sé sú árangursríkasta til ryðvarnar á stáli, þá þarf að ganga hratt og hreint til verks við að mála slíka bletti jafnharðan eftir blástur og bera tæringarvörn yfir, því annars er hætta á að allt ryðgi á innan við klukkutíma. Í stærri verkefnum vinna tveggja manna teymi í lotum. Hver lota þýðir um 60-90 mínútna sleitulausa vinnu og eftir það er skipt við næsta teymi. Til að gæta fyllsta öryggis eru starfsmenn íklæddir sérhönnuðum hlífðarbúningum, en slíkur útbúnaður hefur verið í mikilli framþróun á undanförnum árum.
Helstu verkefni Unnið við mjöltanka SVN í Helguvík.
Landsvirkjun hefur verið einn stærsti verkkaupinn hjá Fúsa ehf. Helstu verkefni á hennar vegum hafa falist í sandblæstri og málun á pípum, lögnum, vélum og fleiru í helstu fallvatnsvirkjunum hálendisins. Ekki er óalgengt að í slíkum verkum taki undirbúningstíminn um hálfan mánuð, þar sem vinnupallar, lyftur, hráefni og önnur aðföng eru flutt um langan veg í gámabílum. Sjálfur verktíminn getur varað í nokkra mánuði og að því leyti er reynt að nýta sumrin vel, á meðan almenn rafmagnsnotkun er í lágmarki. Nærtækt dæmi um stórt verkefni í þessu var sandblástur á risavaxinni stjórnloku í Búrfelli ásamt öllu nálægu burðar- og stálvirki, en allur flöturinn var upp á 2.000 fm. Þegar þetta er ritað hafa starfsmenn Fúsa ehf. ekki þurft að leita langt yfir skammt eftir kræsilegum verkefnum og hafa að undanförnu unnið töluvert af sandblæstri og málun olíutanka Olíudreifingar í Helguvík á Reykjanesi, sem er svo að segja í túnfæti fyrirtækisins.
Aðsetur, starfsmenn og meðaltalsvelta Unnið við skipalyftu í Vestmannaeyjum.
Fúsi ehf. er með aðsetur í 1.100 fm verkstæðishúsnæði að Strandgötu 20 í Sandgerði. Húsið er vel útbúið og inniheldur t.d. stærsta sandblástursklefa landsins (16 x 6 m) ásamt öðrum minni (5 x 12 m). Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um sjö manns, en yfir sumartímann fjölgar þeim gjarnan upp í 12-15.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 225
V
G.V. Gröfur www.gvgrofur.is
erktakafyrirtækið G.V. Gröfur var stofnað árið 1995 af Guðmundi V. Gunnarssyni og Valdimar Krisjánssyni. Í upphafi átti fyrirtækið eina beltagröfu en starfsemin vatt fljótt upp á sig þegar farið var að bjóða í ýmis verkefni. Mikil endurnýjun var gerð á vinnuvélaflota fyrirtækisins á árunum 2006-2008 og GPS vélstýringabúnaður var tekinn í notkun í vinnuvélum þess. Í dag á fyrirtækið átta malarflutningabíla, sex beltagröfur, þrjár jarðýtur, hjólaskóflu, veghefil, hjóla- og traktorsgröfur, valtara og ýmis smátæki. 700 m2 verkstæðisbygging fyrirtækisins að Frostagötu 4 á Akureyri var tekin í notkun vorið 2007. Starfsemin hefur m.a. tengst gatnagerð, vegagerð og lagnavinnu, hitaveituframkvæmdum, niðurrifi húsa fjarskiptalögnum og þjónustu við byggingarverktaka, t.d. hefur fyrirtækið annast alla jarðvinnu fyrir Byggingafélagið Hyrnu frá árinu 1996. Fyrirtækið hefur unnið fjölda útboðsverka fyrir Akureyrarbæ, Norðurorku og Vegagerðina, t.d. við gatnagerð í Nausta- og Nesjahverfum, lagningu Dalsbrautar, Miðhúsabrautar og Óðinsness, aðveituæð hitaveitu frá Hjalteyri til Akureyrar og frá Reykjum í Fnjóskadal til Grenivíkur, jarðvinnu vegna stækkunar verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs auk vegagerðarverkefna. 20-40 starfsmenn, bílstjórar, vinnuvélastjórar, verkamenn, vélfræðingur, tæknifræðingur og gjaldkeri starfa hjá fyrirtækinu. Eigendurnir Guðmundur V. Gunnarsson og Valdimar Kristjánsson sjá um framkvæmdastjórn og yfirstjórn verka. GV Gröfur hlutu D-gæðavottun Samtaka iðnaðarins árið 2009.
Verslunarmiðstöðin Glerártorg 2007.
Frárennslislagnir 2003.
Glerárvirkjun 2004.
226 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
háfell ehf.
H
www.hafell.is
áfell ehf. er leiðandi fyrirtæki í jarðvegsframkvæmdum og sinnir verktakastarfsemi af öllum stærðargráðum, víða um landið. Helstu verkefni hafi falist í gatna-, vega-, og jarðgangagerð ásamt allri nauðsynlegri jarðvinnu undir malbik eins og jarðvegsskiptum, lagnavinnu og klæðningu. Háfell ehf. hefur að meginmarkmiði að ástunda vandvirk, hröð og örugg vinnubrögð með fullkomnum tækjakosti. Fyrirtækið er vel mannað metnaðarfullu starfsfólki sem býr að mikilli reynslu og þekkingu sem nýst hefur vel í fjölbreyttum og oft flóknum framkvæmdum.
Traustur grunnur
Skarphéðinn Ómarsson, forstjóri Háfells, við opnun Héðinsfjarðarganga í október 2010.
Að baki Háfelli ehf. býr meira en 30 ára reynsla. Fyrirtækið var stofnað sem samvinnufélag árið 1979. Fyrsta árið var vélaleiga helsta verksviðið, en fljótlega færðist starfsemin þó yfir á almennan útboðsmarkað. Um áramótin 1985-86 var Háfell fyrst skráð sem einkahlutafélag og upp frá því urðu umsvifin gróskumeiri í sífellt stærri jarðvinnuverkefnum fyrir Vegagerðina og sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta aðsetur Háfells var í leiguhúsnæði að Bíldshöfða 14, en þaðan var flutt árið 1984 yfir í Kaplahraun 8 í Hafnafirði. Frá árinu 1998 fór starfsemin fram að Krókhálsi 12. Þaðan færðist skrifstofuarmurinn árið 2006, í Skeifuna 11a, en í árslok 2008 var verkstæði og aðstaða fyrir vinnutæki tekin í notkun í Hafnarfirði. Í dag er Háfell ehf. alfarið í eigu Fells fjárfestingarfélags ehf.
Hagkvæmur árangur Háfell ehf. hefur tekið að sér flestar af viðamestu gatna- og vegagerðarframkvæmdum síðari ára og skilað fjölmörgum þeirra töluvert á undan áætlun. Meðal stærstu verkefna má nefna fyrsta áfanga í tvöföldun Reykjanesbrautar, en því verki var skilað fjórum mánuðum fyrir áætluð verklok. Sama var upp á teningnum við breikkun Vesturlandsvegar sem fullkláraðist um hálfu ári fyrir umsaminn skiladag og vegur um Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi var opnaður um ári áður en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meðal umsvifamikilla verkefna Háfells ehf. í gegnum tíðina eru endurnýjun og færsla Hringbrautar og Sæbrautar í Reykjavík, lagning Suðurstrandar- og Þjórsárvegar, jarðvinna við álverið á Grundartanga, gatnagerð í atvinnusvæði Halla í Reykjavík og íbúðahverfið Urriðaholt í Garðabæ. Stærsta verkið verður þó að teljast gerð Héðinsfjarðarganga. Þar er um að ræða stærsta samgöngumannvirki landsins, upp á 15 km með tveimur, samtals, 11 km jarðgöngum á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, með viðkomu í Héðinsfirði. Verktaka Háfells ehf. við göngin var í samvinnu tékkneska fyrirtækið Metrostav as. Nánari upplýsingar um önnur verkefni má nálgast inn á heimasíðunni www.hafell.is og á facebook.
Öflugur tækjakostur Forsendan fyrir því að geta tekist á við krefjandi verkefni er fyrst og fremst góður mannafli studdur af öflugum tækjakosti. Háfell ehf. kappkostar að beita fullkomnum og kraftmiklum vinnuvélaflota í öllum sínum verkum. Fyrirtækið býr ávallt að nýlegum og traustum tækjabúnaði sem stenst kröfur um nútíma vinnuaðferðir, en jafnframt er mikið lagt upp úr því að tækin mengi ekki umhverfið. Í flota Háfells ehf. eru m.a. gröfur með allt frá 4 tonna og upp í 50 tonna getu ásamt ýmsum öðrum véla-/tækjakosti, vörubílum, malarvögnum og námubifreiðum. Háfell rekur jafnframt vélaleigu og hægt er að semja um leigu á tækjum ef óskað er.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 227
Vegstubburinn í gegn um Héðinsfjörð á milli gangamunna. Horft er til austurs.
Metnaðarfullur mannauður
Við lifum á jörðinni!
Þrátt fyrir góðan tækjakost, þá er það alltaf metnaðarfullur mannauðurinn sem er kjölfestan í öllum atvinnurekstri. Háfell ehf. er traustur vinnustaður þar sem starfsframlag fólks er metið að verðleikum. Starfsmannafjöldinn hefur verið að jafnaði um 50-60 manns. Stór hluti þeirra hefur staðið innan raða fyrirtækisins um áratuga skeið og miðlað af sinni dýrmætu reynslu og þekkingu. Fyrirtækið leggur jafnframt mikla áherslu á að bjóða upp á góða vinnuaðstöðu og stuðla að símenntun mannaflans til þess að gera hann enn hæfari til að takast á við krefjandi og spennandi verkefni.
Hjá Háfelli er unnið eftir þeirri ófrávíkjanlegu reglu að framkvæmd hvers verkefnis hafi eins lítil áhrif á umhverfið og frekast er kostur. Ávallt er reynt að takmarka allt mögulegt jarðrask í náttúrunni og allt efni sem til fellur nýtt til endurvinnslu. Fyrirtækið leggur jafnframt ríka áherslu á að vinnutæki séu sem umhverfisvænust og að brugðist sé tafarlaust við allri skyndilegri umhverfismengun, með viðeigandi hætti.
Vélafloti Háfells að störfum.
Jóhann Gunnar Stefánsson, framkvæmdastjóri Háfells, á milli feðganna Sigurðar Oddssonar t.v. sem var upphaflegur fulltrúi Vegagerðarinnar og Odds Sigurðssonar, eftirlitsmanns hjá Geotek, sem sá um verkeftirlit.
228 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
hjalti guðmundsson ehf.
S
Ljósmyndir: Hilmar Bragi
uðurnesin eru heilbrigt athvarf fjölskylduvænna bæjarfélaga með blómlegu atvinnulífi. Samfara því hefur skapast hagkvæmur vettvangur undir rekstur öflugra byggingafyrirtækja. Eitt þeirra hefur verið starfrækt í rúma hálfa öld í nafni húsasmiðarins Hjalta Guðmundssonar en hann ásamt sonum sínum Andrési og Guðmundi hafa rekið fyrirtækið sem einkahlutafélag síðan 1999. Á löngum starfstíma hefur Hjalti Guðmundsson og fólkið hans tekið að sér að reisa mörg af stærstu og athyglisverðustu mannvirkjunum og húsbyggingunum suður með sjó. Fyrirtækið er með aðsetur í 700 fm húsnæði að Iðavöllum 1 í Reykjanesbæ. Þar starfa nú um 15 manns en fjöldinn fer þó eftir umfangi verkefna hverju sinni og hefur verið mestur um 40 manns.
Söguágrip
Andrés og Guðmundur við vígslu grunnskóla Sandgerðis.
Hjalti Guðmundsson er fæddur á Siglufirði árið 1936. Á þeim tíma var bærinn orðinn að öflugri miðstöð síldarútgerðar þar sem faðir Hjalta, Guðmundur Gunnlaugsson húsasmiður, fékk nóg að gera við að byggja bæinn upp. Þegar komið var fram í sjötta áratuginn döluðu síldveiðarnar mikið og í beinu framhaldi flutti fjölskyldan frá Siglufirði suður til Keflavíkur þar sem koma bandaríska hersins skapaði ný tækifæri. Fyrir sunnan átti Hjalti Guðmundsson eftir að sverja sig í ættina og taka upp húsasmíðaiðn föður síns. Hann kláraði bóklega hlutann frá Iðnskóla Keflavíkur árið 1960 og hóf sjálfstæðan rekstur stuttu eftir það. Til að byrja með var verkstæði fyrirtæksins að Sunnubraut 6. Eitt af fyrstu stóru verkefnunum var bygging kirkjuskipsins við Keflavíkurkirkju ásamt miklum raðhúsalengjum sem liggja við Faxabraut í Keflavík, meðfram íþróttavellinum. Eftir að hafa hætt starfseminni í nokkur ár frá 1968-71 hóf Hjalti Guðmundsson reksturinn á nýjan leik. Sonurinn Andrés kom inn í fyrirtækið árið 1973 og yngri bróðirinn Guðmundur nokkrum árum síðar.
Helstu verkefni
Akurskóli í Reykjanesbæ.
Sökklar á hjúkrunarheimili fyrir aldraðra að Nesvöllum í Reykjanesbæ.
Of langt mál væri að gera tæmandi úttekt á öllum þeim fjölda bygginga og mannvirkja sem Hjalti Guðmundsson og synir hans hafa reist á Suðurnesjum og verður hér látið nægja að stikla á stóru. Um miðbik áttunda áratugarins hófst lagning 30 km hitaveituæðar Hitaveitu Suðurnesja frá Svartsengi og yfir til Reykjanesbæjar. Þar sá Hjalti Guðmundsson um að steypa undirstöður fyrir línuna. Í beinu framhaldi tóku við ýmis tengd mannvirkjagerð t.d. smíði hitaveitubrunna ásamt uppsteypu mastra. Þegar líða tók á níunda áratuginn tóku verkefnin að færast yfir í sífellt stærri útboðsverk eins og byggingu Hótels Keflavíkur, Flughótels og húsgagnverslunar Bústoðar við Tjarnargötu. Töluvert hefur einnig verið um nýsmíði, viðbætur og endurnýjun á skólahúsnæði á svæðinu. Fyrirtækið stóð t.d. að viðmikilli stækkun Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árunum 1991-92. Þá bættust við hann þrjár hæðir upp á um 3.000 fermetra og enn frekari stækkun fór síðan fram á stað á árunum 2005-2006. Af nýsmíði skólabygginga í stærri kantinum má helst nefna Akur- og Heiðarskóla ásamt endurnýjun og viðbyggingu við Njarðvíkurskóla. Eitt forvitnilegasta og vandasamasta verk fyrirtækisins er hið sérstæða mannvirki þjónustumiðstöðvarinnar Eldborgar við Svartsengi sem opnað var árið 1998. Hjalti Guðmundsson ehf. hefur einnig tekið þátt í að byggja íbúðir fyrir aldraða í Reykjanesbæ og leikskólann Vesturberg. Á seinni árum hefur fyrirtækið einnig fengist við að byggja íbúðir á almennum markaði og má þar nefna Vatnsnesveg 29 og Tjarnarbraut 8. Á allra síðustu árum hefur Hjalti Guðmundsson ehf. tekið rækilegan þátt í þeirri blómlegu byggðaþróun sem hefur átt sér stað í Sandgerði og smíðað þar m.a. skóla, íþróttamannvirki og sundlaug.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 229
Á
hóll ehf.
höfðanum í útjaðri Húsavíkur hefur byggst upp iðnaðarsvæði með nokkrum fjölda fyrirtækja. Eitt þeirra er Hóll ehf. sem byggir afkomu sína á rekstri sem Björn Sigurðsson bifreiðastjóri hóf um miðbik sjöunda áratugarins og býr því að langri sögu. Í dag sinnir fyrirtækið að mestu flutninga- og vinnuvélaþjónustu ásamt tilfallandi jarðvegsframkvæmdum. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 6-10 manns.
Upphafið Björn Sigurðsson fæddist á Húsavík árið 1946. Fram að tvítugu vann Björn við ýmis störf. Fyrstu verkefni tengd þungavinnuvélum komu upp í hendurnar á honum árið 1965 þegar Húsavíkurbær festi kaup á nýrri JCB traktorsgröfu. Í kjölfarið fylgdu síðan ýmis sambærileg störf ásamt akstri vörubíla, flutningabíla og leigubíls. Síðastnefnda farkostinum var fljótlega skipt út fyrir kröftuga stóra jeppabifreið sem dugði vel við að flytja fólk um misgóða malarvegi og vegleysur víða um Norður- og Austurland. Algeng verkefni voru t.d. akstur með áhafnir síldarbáta og lækna um Þingeyjarsýslur fyrir nýstofnaða læknamiðstöð á Húsavík. Við upphaf sjöunda áratugarins fór Björn að viða að sér þungvinnuvélum og tók að sinna ýmsum verkefnum þeim tengdum. Um þetta leyti voru í gangi umsvifamiklar hitaveituframkvæmdir á Húsavík auk þess sem bærinn naut ágætrar þenslu á byggingamarkaðnum.
Framgangurinn Um miðbik áttunda áratugarins stofnaði Björn Sigurðsson sameignarfélagið Drif með bræðrum sínum Sigurði og Þórði, ásamt Jóhannesi Helgasyni. Fyrirtækið haslaði sér völl í jarðvinnu og leigði vélar t.d. til vinnuflokka frá Pósti og síma. Á þessum tíma leysti jarðsíminn gömlu loftlínurnar af hólmi og vann flokkurinn að lagningu hans, allt frá Svarfaðardal og austur á Langanes. Árið 1989 gerðu þeir félagar hjá Drifi sf. verktakasamning um umfangsmikla lagningu á ljósleiðarastreng frá Akureyri um Húsavík að Lundi við Axarfjörð, en um það stofnuðu þeir hlutafélagið BSH árið 1990. Verkefnið var unnið sameiginlega fyrir Póst og síma og Varnarmálastofnun, en upphaflega átti þessi tækni að nýtast ratsjárstöðvum NATO sem staðsettar voru á öllum landshornum. Ljósleiðaralagningin varð heljarmikil framkvæmd og mikil nákvæmnisvinna sem átti eftir að nýtast vel í öðrum sambærilegum verkefnum víða um land. Fyrirtækið sá síðan um breiðbandslagnir í nánast öll hús á Húsavík á árunum 1996-98. Segja má að níundi og tíundi áratugurinn í heild sinni hafi verið einstakur uppgangstími fyrir sameignarfélagið Drif og hlutafélag BSH. Að undanskilinni jarðvinnuverktökunni fólst reksturinn í umfangsmikilli fólksflutninga- og ferðaþjónustu ásamt sérleyfisakstri um Norður- og Austurland auk nokkurra ferða með hópa til Færeyja og meginlands Evrópu. Fyrir utan öll þessi umsvif hafði Björn Sigurðsson á sinni könnu skipaafgreiðslu Ríkisskipa, Samskipa og rekstur bensínsölu, sjoppu og dreifingu á eldsneyti fyrir Skeljung ásamt ýmsu fleiru.
Nýtt fyrirtæki Fyrirtækið Hóll ehf. hafði verið stofnað árið 1988 en hóf þó ekki fulla starfsemi fyrr en árið 2002. Þetta sama ár hafði BSH hætt starfsemi, selt megnið af rekstrinum og sameinað öðrum. Eftir stóð eingöngu vinnuvéla- og flutningaþjónustan sem rann saman við Hól ehf. en fyrirtækið er í dag rekið af þeim bræðrum Birni og Þórði. Floti þess er vel búinn nauðsynlegum vinnuvélum og tækjum en þar má finna t.d. gámaflutningabíla, tengivagna, vörubíla, kranabíl, gröfur, hjólaskóflu, veghefil, jarðýtu, jarðvegsplóga fyrir vatnslagnir og jarðstrengi, brotfleyg, staurabor, valtara og þjöppur.
230 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
hlaðbær – colas hf.
H
www.colas.is
Stjórn fyrirtækisins síðan 2009 Hans Oluf Krog, forstjóri Colas Danmark, formaður stjórnar Anne Wennefold, fjármálastjóri Colas Danmark, varaformaður stjórnar Sigþór Sigurðsson meðstjórnandi
Framkvæmdastjóri Sigþór Sigurðsson verkfræðingur
laðbær – Colas hf. er í dag stærsta malbikunarfyrirtæki landsins og á að baki flest stærstu og flóknustu malbiksverkefni sem innt hafa verið af hendi hér á landi á undanförnum árum. Fyrirtækið sinnir jafnframt framleiðslu og sölu á þunnbiki og öðrum bindiefnum og veitir þjónustu á öllum sviðum er tengjast notkun stungubiks til vegagerðar. Mikilvægur þáttur starfseminnar felst í metnaðarfullri þróunarvinnu í samvinnu við tæknimenn Colas í Evrópu, auk þess sem mikil áhersla er lögð á umhverfis- og öryggismál. Í þessu skyni er rekin sérhæfð rannsóknarstofa sem sinnir öllum gæðamálum fyrirtækisins og hlýtur hún vottun tvisvar á ári af BSI (British Standards). Hlaðbær – Colas hf. veitir viðskiptavinum metnaðarfulla þjónustu og faglega ráðgjöf, þeim að kostnaðarlausu, varðandi verkefni og úrbætur. Helstu verkefni sem Hlaðbær – Colas hefur tekið að sér á undanförnum árum er malbikun Hvalfjarðar-, Vestfjarða-, Fáskrúðsfjarðar-, Óshlíðar- og Héðinsfjarðaganga ásamt vegtengingum, lagfæringar á Reykjavíkurflugvelli 2000-2001 og Akureyrarflugvelli 20082009, ásamt breikkun Reykjanesbrautar. Eins og að líkum lætur hefur Vegagerðin verið stærsti og dyggasti viðskiptavinurinn í gegnum tíðina, en þar á eftir kemur þjónusta við sveitarfélög og verktakafyrirtæki. Skrifstofur félagsins ásamt Malbikunarstöð og rannsóknastofu eru að Gullhellu 1 í Hafnarfirði en bikbirgðastöð er að Óseyrarbraut 16 við Hafnarfjarðarhöfn. Meðalársverk á undanförnum árum hafa verið á bilinu 40-60. Heildarvelta er að jafnaði um 1,5 – 2 milljarðar króna.
Sagan Jarðvinnuverktakafyrirtækið Hlaðbær var upphaflega stofnað árið 1965. Fyrirtækið annaðist um árabil gatnagerð fyrir ýmis bæjarfélög og tók frá árinu 1975 þátt í lagningu slitlags fyrir Vegagerð ríkisins. Árið 1986 var rekstur Hlaðbæjar seldur til Byggingafélagsins hf. Í beinu framhaldi var 49% hlutafjár selt til danska fyrirtækisins Colas Vejemateriale A/S sem síðar var starfrækt undir nafninu Colas Danmark og er í dag hluti af Colas samsteypunni. Móðurfélagið er Colas SA í Frakkalandi og er stærsti malbiksverktaki í heimi. Með alla þess uppsöfnuðu þekkingu og reynslu hóf Malbikunarstöðin Hlaðbær – Colas opinberlega starfsemi í janúar 1987. Með tilliti til afkastagetu og hagkvæmni var strax í upphafi lögð mikil áhersla á að allur tækjakostur væri af bestu gerð. Ráðist var í uppsetningu á afar fulkominni blöndunarstöð í nýju iðnaðarhverfi í Hellnahrauni í Hafnarfirði og gat hún framleitt um 100 tonn á klukkustund. Árið 1989 keypti félagið svo biktanka og afgreiðslu fyrir bindiefni við Hafnarfjarðarhöfn sem áður hafði verið í eigu Miðfells hf. Tímamót urðu síðan í rekstrinum árið 1996 þegar Hlaðbær – Colas festi kaup á færanlegri malbikunarstöð sem innihélt fullkominn hreinsibúnað og gat afkastað um 70-140 tonnum á klukkustund. Þessi tækjabúnaður var fyrst settur upp á Ísafirði og var í raun forsenda þess að hægt væri að malbika Vestfjarðagöngin. Að því verkefni loknu var stöðin flutt að Hólabrú við Akranes og nýttist við lokafrágang Hvalfjarðarganga árið 1998 ásamt lagningu 22 km af vegtengingum norðan við þau. Síðan þá hefur fyrirtækið sinnt margvíslegum verkefnum á landsbyggðinni með eigin stöðvum eða leigustöðvum, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Eftir að hafa verið með sitt fyrsta aðsetur að Hringhellu 6 í Hafnarfirði í rúm 20 ár, kom að því vorið 2008 að Hlaðbær – Colas hf. flutti sig um set í núverandi og áðurnefnt húsnæði að Gullhellu 1 á sama svæði í Kapelluhrauni. Á lóðinni hefur nú verið reist stærsta og fullkomnasta malbikunarstöð landsins og getur hún annað um 240 tonnum á klukkustund.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 231
Útlögn, viðgerðir og jarðvinna Hlaðbær – Colas starfrækir 2-3 vel þjálfaða og samhenta vinnuflokka sem sjá um útlögn malbiks yfir sumartímann. Í því skyni hefur fyrirtækið yfir að ráða fimm malbikunarvélum, tíu völturum í ýmsum stærðum og sprautubílum fyrir bikþeytu ásamt malbikshitakössum. Að auki eru til reiðu vörubílar, fræsarar og sópar. Í kjölfar annarra framkvæmda t.d. fyrir veitustofnanir er mjög algengt að malbik verði fyrir hnjaski eða skemmdum. Í því skyni eru gerðir út tveir vinnuflokkar sem sinna viðhaldi og tilfallandi lagfæringum á götum og plönum. Að auki eru líka starfræktir hópar sem sinna allri nauðsynlegri undirbúnings og frágangsvinnu eins og t.d. jarðvegsskiptum, lagnavinnu, málun bílastæða, kantsteinagerð og hellulögn. Síðastöldu verkefnin eru þó ýmist unnin af föstum starfsmönnum eða í samvinnu við undirverktaka og samstarfsaðila.
Framleiðsla malbiks Hlaðbær – Colas hefur alveg frá upphafi framleitt margar tegundir af malbiki og bindiefnum ásamt ýmsum öðrum efnum til vegagerðar. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í alls kyns nýjungum á þessu sviði og rekur í því skyni sérhæfða rannsóknastofu þar sem fara fram reglulegar prófanir, vöruþróunarverkefni og daglegt gæðaeftirlit sem tryggir viðskiptavinum hámarks gæði framleiðslunnar. Frá því í október 2008 hefur Hlaðbær – Colas unnið eftir vottuðu gæðakerfi samkvæmt ÍST EN ISO 9001:2008. Malbik er í eðli sínu einföld blanda af steinefnum og stungubiki. Afbrigðin byggjast á mismunandi tegundum og stærðum steinefna, ýmsum tegundum stungubiks og margvíslegum íblöndunarefnum. Í raun er það álagsþunginn, áferðarkröfur og aðstæður á hverjum stað sem ráða styrkleika og gerð þess malbiks sem lagt er út í hvert sinn og þannig fer alls ekki sama tegund í göngustíg, hraðbraut, flugvöll eða kappakstursbraut. Stundum er beðið um ljósa áferð, jafnvel rauða eða aðra liti. Íslensk steinefni eru yfirleitt ekki nógu sterk og þola illa slit af völdum nagladekkja, en þau eru hinsvegar kjörinn efniviður í gangstíga og minni götur. Vegna þess hefur Hlaðbær – Colas flutt inn slitsterkt granít bæði frá Noregi og Skotlandi og með því staðið að framleiðslu malbiks á mestu álagssvæði og umferðarþungar götur.
Afgreiðsla bindiefna Hlaðbær – Colas leggur mikið upp úr því að fylgjast vel með vöruþróun bindiefna í heiminum. Bindiefnin skiptast í þrennt og eru stungubik, þunnbik og bikþeyta. Efnin eru afgreidd frá bikbirgðastöðinni við Óseyrarbraut en þar má einnig fá ýmsar gerðir íblöndunar- og sprungufyllingarefna. Stungubik: Stungubik er hreint jarðbik (asfalt) sem er aðallega nýtt til blöndunar á heitu malbiki en myndar einnig uppistöðuna í öðrum bindiefnum til vegagerðar. Varan er sérinnflutt og geymd í tönkum við 150°C áður en hún er afgreidd eða blönduð öðrum efnum. Þunnbik: Þunnbik er blanda af stungubiki og þynningarefni og er nýtt til klæðinga á þjóðvegum. Nýlega var þróað mun umhverfisvænna afbrigði af þunnbiki þar sem repjuolía eða fiskiolía er notuð til þynningar í blöndunni í stað hvítspíra eins og áður var. Bikþeyta: Bikþeyta er framleidd í bikbirgðastöð Hlaðbæjar – Colas. Margvísleg afbrigði eru fyrir hendi en í grunninn myndast bikþeyta við samruna stungubiks og vatns með sérstakri aðferð og efnahvötum sem valda t.d. því að blandan verður meðfærileg við umhverfishitastig. Notkunarmöguleikar eru margvíslegir og bikþeyta nýtist m.a til líminga á milli malbikslaga við útlögn, til framleiðslu á köldu malbiki, við djúpfræsingu og styrkingu vega ásamt landgræðslu.
232 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
hs verktak
H
S Verktak er verktaka fyrirtæki í jarðvinnu sem hefur einnig lagt ríka áherslu á þjónustu við veitustofnanir og sveitarfélög auk fyrirtækja, sumarhúsaeigenda, lóðarhafa sem og einstaklinga í öllu er varðar jarðvinnu, snjómokstur, garðslátt, götusópun, umhirðu lóða, gangstéttarseypu, hellulagnir o.fl. HS Verktak þjónustar í raun fyrirtæki og stofnanir frá a-ö með alla þjónustu utandyra og jafnvel innandyra líka. Í marsmánuði 2006 keypti Halldór Sigurðsson krókheysisbíl og mínígröfu og hóf rekstur. Þó svo hann ræki fyrirtækið á eigin kennitölu fyrsta árið þá gekk reksturinn strax undir nafninu HS Verktak. Í lok árs 2006 fær Halldór svo áhaldahússvinnuna í Borgarnesi eftir útboð og tekur við henni í upphafi árs 2007. Þeim rekstri fylgdi snjómokstur, sláttur og almenn áhaldahússvinna í Borgarnesi. Þetta leiddi til þess að reksturinn var orðinn of umfangsmikill til þess að vera á eigin kennitölu og var því HS Verktak Borgarnesi ehf. komið á laggirnar í maímánuði 2007. Frá upphafi hefur þjónusta við sveitarfélagið Borgarbyggð auk þjónustu við veitufyrirtækin verið grunnstoð fyrirtækisins auk þjónustu við fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir. Í upphafi lagði fyrirtækið áherslu á að vera með minni tæki til þess að komast sem víðast að án þess að skilja eftir ummerki og þó svo tækjaflotinn hafi stækkað þá er enn lögð áhersla á þann þátt. Sláttur hefur orðið æ stærri þáttur í rekstri fyrirtækisins og er nú svo komið að fyrirtækið er orðið með stærri fyrirtækjum í slætti í landsfjórðungnum. Tækjabúnaður fyrirtækisins samanstendur af minigröfu, traktorsgröfu, hjólagröfu, krókheysisbíl, götusóp, flokkabílum auk tækja til snjómoksturs og sláttar. Yfir vetrartímann starfa 4-5 starfsmenn hjá fyrirtækinu en sú tala fer uppí 15-20 yfir sumartímann auk þess sem fyrirtækið starfar náið með undirverktökum sínum. HS Verktak hefur frá upphafi verið rekið sem fjölskyldufyrirtæki og er til jafns rekið frá heimili eigandans og verkstæði fyrirtækisins í Brákarey.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 233
H
húsagerðin hf. www.husagerdin.is
úsagerðin hf. var stofnuð 1972 í Keflavík af þremur ungum mönnum, Antoni S. Jónssyni, Jakobi Traustasyni og Áskeli Agnarssyni. Þetta voru menn með stórhuga framtíðarsýn. Ný tækni hóf innreið sína á Íslandi í íbúðarbyggingum, samanber byggingu Breiðholtshverfis. Þetta þótti ungu mönnunum áhugavert og fljótlega höfðu þeir komið sér upp kerfismótum og byggingakrönum og sköpuðu sér forskot á sínum slóðum við íbúðarbyggingar og í öðrum verkefnum. Á þeim tíma þótti byggingahraðinn með miklum ólíkindum hjá þeim félögum. Húsagerðin hefur byggt í kringum sex hundruð íbúðir ásamt ýmsum öðrum verkum svo sem Safnaðaheimili Keflavíkurkirkju, fiskimjölsverksmiðju í Helguvík og Siglufirði ásamt flokkunarstöð í Helguvík, stjórnsýsluhúsið Vörðuna í Sandgerði, starfmannahús og dælustöðvar fyrir Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, einnig aðveitustöð í Njarðvík, skólabyggingar, íþróttahús og leikskóla í Keflavík og Garði. Húsagerðin hefur unnið að uppbyggingu og viðhaldi í Bláa Lóninu nánast frá stofnun þess. Nú síðast byggði fyrirtækið átján glæsiíbúðir við höfnina í Keflavík á lóð sem félagið hefur átt í rúma tvo áratugi. Félagið hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa frábæra starfsmenn og starfmannavelta er lítil og á það ekki síður þátt í velgengni þess. Jakob Traustason hvarf frá félaginu á áttunda árutugnum og ráku þeir Anton S. Jónsson og Áskell Agnarsson fyrirtækið eftir það en Anton féll frá árið 2006 en hann hafði verið framkvæmdastjóri þess. Áskell Agnarsson hefur rekið félagið eftir fráfall félaga síns.
Bláa lónið.
234 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
ÍStak
Í
www.istak.is
40 ár hefur verktakafyrirtækið ÍSTAK sett mark sitt svo um munar á verklegar framkvæmdir á Íslandi og víðar. Þar hefur verið byggð upp dýrmæt verkþekking og hugvit virkjað frá öflugum mannafla iðnaðar- og tæknmanna, sérfræðinga, stjórnenda og verkamanna sem er dyggilega studdur af fullkomnum tækjakosti og stórvirkum vinnuvélum. Með þessum vopnum hafa fjöldamörg verkefni, stór og smá, verið leyst af hendi af alúð og afli, allt frá kirkju- og skrifstofubyggingum til vegagerðar og vatnsaflsvirkjana.
Danskar rætur
Háspennulína við Sisimiut. .
Vélskóflur, jarðýtur, byggingakranar, skriðmót, jarðgangaborar, lyftarar og námutrukkar. Þessi orð eru ekki gömul í íslensku. Þau komust smám saman í almenna notkun um og eftir miðja síðustu öld, en eru sum hver varla nema eins áratugar gömul. Orðin minna okkur á hve stutt er síðan vélvæddar framkvæmdir hófust fyrir alvöru á landinu og hve nýlegt sjömílnaskrefið er, frá handafli og hestum í landbúnaði og árum og seglum við fiskveiðar, til hátæknisamfélagsins. Fyrir og eftir seinni heimsstyrjöldina sáu danskir aðilar oftast um viðamiklar framkvæmdir á Íslandi. Þær voru flestar unnar á vegum opinberra aðila. Þannig kom t.d. danska fyrirtækið Höjgaard & Schultz að lagningu hitaveitu í Reykjavík og fyrstu vatnsaflsvirkjuninni við Sog. Þar vann meðal annarra verkfræðingurinn Kay Langvad en hann var giftur íslenskri konu, Selmu Guðjohnsen. Sonur þeirra, Sören Langvad, lauk stúdentsprófi og fyrri hluta verkfræðináms við Háskóla Íslands. Kay gerðist sjálfstæður athafnamaður í Danmörku og keypti hlut í múrverksfyrirtækinu E.Pihl & Sön árið 1947. Fyrirtækið haslaði sér völl við ýmiss konar verklegar framkvæmdir m.a. við hafnargerð þar í landi og gerð vatnsaflsvirkjana á Íslandi. Starfsemin óx og dafnaði næstu tvo áratugi en þar varð Sören brátt atkvæðamikill.
Upphaf og framgangur starfseminnar
Jökulsá á Brú.
Búrfellsvirkjun var fyrsta stóra vatnsaflsvirkjun Íslendinga. E.Pihl & Sön A/S sá þar um framkvæmdir ásamt sænsku fyrirtæki og Almenna byggingafélaginu undir heitinu Fosskraft. Verkefninu lauk árið 1970 en sama ár samþykkti Alþingi ný lög þess efnis að opinberar framkvæmdir skyldu hér eftir vera boðnar út. Þar með var lagður grunnur að starfsemi öflugra og sjálfstæðra verktakafyrirtækja á Íslandi. Eftir byggingu Búrfellsvirkjunar stofnuðu Langvad-feðgarnir ásamt fjórum öðrum Íslendingum sameignarfélagið Íslenskt verktak. Þann 18. nóvember 1970 var fyrirtækinu breytt í hlutafélag og nafn þess skammstafað ÍSTAK sem síðar varð að formlegu heiti. Fyrsta verk ÍSTAKs fólst í steypuvinnu tengdri niðursetningu á þremur síðustu aflvélum Búrfellsvirkjunar. Í kjölfarið tóku við framkvæmdir við byggingu Vatnsfellsveitu en hún miðlar vatni um djúpan skurð úr Þórisvatni yfir í Tungnaá. Upp frá því hefur hvert stórverkefnið tekið við af öðru hjá ÍSTAKi. Mikil þáttaskil urðu í starfseminni á árunum 1996-98, en þá vann fyrirtækið að gerð Hvalfjarðarganga. Samhliða því hófst bygging verksmiðju Norðuráls á Grundartanga. Upp frá því hefur orðið sífellt algengara að ÍSTAK taki að sér mörg stór verkefni samtímis.
Fjölþætt verkefni Dælustöð í Hraunavík Hafnarfirði. .
Alveg frá upphafi hefur ÍSTAK tekið þátt í mörgum helstu samgönguframkvæmdum landsins. Vegalagning á Hellisheiði og við Rauðavatn voru fyrstu stóru verkefnin af því tagi en
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 235
Hellisheiðarvirkjun.
þar reyndist Alþjóðabankinn traustur bakhjarl og veitti gott lán til framkvæmdanna. Að frátöldum jarðgöngum eru brú yfir Jökulsá á Dal, mislæg gatnamót í Mjódd, Tjörnesvegur um Bangastaði til Víkingavatns og Reykjanesbraut gegnum Hafnarfjörð meðal eftirminnilegri verkefna. Tvö síðastnefndu verkefnin voru á meðal fimm sem Vegagerðin tilnefndi til verðlauna fyrir góða hönnun og frábæra framkvæmd en þar reyndist Tjörnesvegurinn hlutskarpastur. Þegar frá leið urðu verkefnin fjölþættari. Eftir lok eldsumbrota í Eldfelli árið 1973 tók ÍSTAK þátt í að hreinsa gjósku og hraun úr Vestmannaeyjabæ. Í mörgum tilfellum þurfti að fjarlægja hraunið með dínamitsprengingum og var hraunhitinn nýttur til að sprengja hvellhetturnar. Við hafnargerð í Þorlákshöfn á árunum 1974-1977 vöktu svonefndir dólossar mikla athygli. Þessar sérkennilegu, steyptu brimvarnareiningar sáust þá í fyrsta sinn á Íslandi. Eftir þessar hafnarframkvæmdir hefur ÍSTAK unnið víða við slík verkefni, m.a. í Helguvíkurhöfn. Þangað þurfti að draga 20 m há steypuker á sjó frá Straumsvík. Fyrirtækið sá um að byggja hafnargarða í Grímsey, á Húsavík og í Hafnarfirði auk þess að dýpka Bolungarvíkurhöfn og Sundahöfn í Reykjavík ásamt vinnu við 550 m viðlegukant við Skarfabakka. Starfsmenn ÍSTAKs hafa unnið víða við sambærileg verkefni t.d. í Noregi, Færeyjum, Sómalíu og Jemen.
Þrautreyndur mannafli Þegar þetta er ritað starfa hjá ÍSTAKi um 650 manns. Fyrirtækið hefur ávallt lagt ríka áherslu á að hafa innan sinna raða þrautreynda tæknmenn og verkstjóra sem sjá til þess að fullnægja gæðakröfum ásamt umsömdum afhendingartíma. Í gegnum tíðina hefur ÍSTAK ráðið til sín tugi vel menntaðra kunnáttumanna og hefur stjórnendahópurinn að mestu leyti verið íslenskur allt frá upphafi. Jafnframt vinnur fyrirtækið náið með helstu verkfræði- og ráðgjafarstofum landsins að lausn verkefna sinna.
Stóriðjuver og orkumannvirki Starfsemi ÍSTAKs varð snemma mjög umsvifamikil. Eðli málsins samkvæmt bauð fyrirtækið í framkvæmdir við stóriðjuver og orkumannvirki. Árið 1978 kom það í hlut ÍSTAKs að annast steypuvinnu við Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga og hefur æ síðan sinnt nær allri byggingavinnu fyrir Járnblendifélagið. Sambærilegu verkefni var sinnt á tíunda áratugnum þegar álver Norðuráls reis á sömu slóðum og hefur ÍSTAK einnig stýrt flestum endurbótum og stækkunum á athafnasvæðinu. Sérstæðustu mannvirkin á Grundartanga eru tveir súrálsgeymar. Sá stærri er 52 m á hæð og 44 m í þvermál (70.000 m3) og var hann steyptur upp í skriðmótum úr 5.000 m3 af steypu og 200 km af steypustyrktarjárnum, rörum og vírum. Framkvæmdin tók aðeins 17 daga en krýning geymisins fór fram með 190 tonna stálþaki sem hífa þurfti í allt að 25 tonna einingum. ÍSTAK er á heimavelli við virkjanaframkvæmdir. Á árunum 1973-75 vann fyrirtækið við seinni áfanga Mjólkárvirkjunar. Líkt og hjá upphafsmönnum móðurfyrirtækisins hafa slíkar framkvæmdir verið eins og rauður þráður í starfseminni. Á árunum 1978-82 var ÍSTAK, í samstarfi við aðra, í margvíslegum framkvæmdum við Hrauneyjafossvirkjun. Sænska verktakafyrirtækið SKANSKA var á meðal samstarfsaðila og kallaðist samvinnufyrirtækið Fossvirki. Framhald varð á þeirri samvinnu við gerð Gilsárstíflu og skurðar- og
Efnisflutningar á Þjórsársvæði.
236 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Hús Náttúrufræðistofnunar.
Hof menningarhús Akureyri.
Þaulhugsaðir starfshættir
steypuvinnu við stöðvarhús Blönduvirkjunar en þar hófust framkvæmdir árið 1989. Átta árum síðar unnu ÍSTAK og SkansKa aftur saman að byggingu Sultartangavirkjunar en um fjögur ár liðu þar til því verki var að fullu lokið. Árið 2000 tók við hækkun á stíflu Þverárvirkjunar í Steingrímsfirði. ÍSTAK á um 40% í Fosskrafti sem er samvinnufyrirtæki þýskra og íslenskra verktaka. Árið 2003 átti það fyrirtæki lægsta tilboð í byggingu hins mikla stöðvarhúss Kárahnjúkavirkjunar sem er í hvelfingum inni í Valþjófsstaðarfjalli í Fljótsdal. Jarðvarmavirkjanir hafa ekki alveg farið framhjá garði ÍSTAKs. Fyrirtækið kom að upphafsframkvæmdum í Svartsengi og hefur einnig séð um lagnir gufuleiðslna við Hellisheiðarvirkjun og byggingu þriðja og fjórða áfanga stöðvarhússins þar.
ÍSTAK hefur ávallt tileinkað sér þaulhugsaða starfshætti þar sem skipulagið byggir á skýrri verkaskiptingu og góðu innra eftirliti. Hvert verkefni er sjálfstæð rekstrareining og bera stjórnendur tæknilega og fjárhagslega ábyrgð á framkvæmd og lausn þess. Unnið er eftir ýmsum samningsformum, allt eftir óskum verkkaupa hverju sinni. Þegar um stærri og flóknari framkvæmdir er að ræða fer gjarnan fram lokað útboð með takmörkuðum fjölda bjóðenda en í þeim tilfellum er ÍSTAKi nær alltaf boðin þátttaka. Ef verkkaupar vilja að sami aðili sjái um hönnun og framkvæmdir er efnt til alútboðs. Slík verkefni eru mjög krefjandi og hefur ÍSTAK tekið nokkur slík að sér. Stundum er gerður marksamningur þar sem samningsaðilar deila fjárhagslegri áhættu. Smærri verkefni eru iðulega unnin samkvæmt reikningi.
Jarðgöng Starfsmenn ÍSTAKs hafa tekið þátt í að grafa yfir 20 jarðgöng hérlendis og erlendis ásamt alls kyns leiðslu- og lagnavinnu fyrir sveitarfélög. Í öllum tilvikum fer gangagerðin fram með sprengingum, mokstri og bergstyrkingum. Fyrstu framkvæmdir í þessa veru hjá ÍSTAKi voru við Oddskarðsgöng hjá Neskaupstað á árunum 1971-1972 en þau eru um 600 m löng. Um 20 ár liðu að næsta veggangaverkefni en þar var um að ræða Vestfjarðagöngin sem tengja saman Skutuls-, Súganda- og Önundarfjörð. Gerð þeirra tók um fimm ár og gekk hún ekki áfallalaust fyrir sig. Í miðju verkferlinu opnaðist skyndilega vatnsæð sem spýtti út tveimur og hálfu tonni af vatni á sekúndu en af þeim sökum máttu starfsmenn forða sér á hlaupum. Sama uppspretta er í dag nýtt til að sjá Ísfirðingum fyrir neysluvatni og einnig til raforkuframleiðslu. Vestfjarðagöngin voru opnuð árið 1996 og er heildarlengd þeirra um 9 km. Gerð Hvalfjarðarganga, sem fór fram á árunum 1996-98, má líklega telja á meðal best heppnuðu framkvæmda hér á landi. Í þetta sinn var um að ræða samstarfsverkefni ÍSTAKs, E.Pihl & Sön og SKANSKA undir heitinu Fossvirki. Með ágætum undirbúningi og útsjónarsemi góðra starfsmanna var Hvalfjarðargöngunum skilað fullbúnum ellefu mánuðum á undan áætlun. Þau eru 5,8 km löng og liggja allt að 160 m undir sjávaryfirborði en jarðlagaþykktin yfir þeim er að lágmarki 40 m. Dýrmæt reynsla af þessari vel heppnuðu framkvæmd hefur reynst gott veganesti í öðrum sambærilegum verkum. Fyrrnefnd Sultartangagöng eru meðal þeirra en líka veggöngin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar, ásamt aðkomuvegi. Erlendis má nefna jarðgöng á Suðurey í Færeyjum sem tekin voru í notkun árið 2007 og einnig hefur fyrirtækið starfað við jarðgangagerð í Noregi frá árinu 2009.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 237
Stjórn Ístaks 2010: Loftur Árnason stjórnarformaður Sören Langvad Halldór Ragnarsson Kjartan Langvad Framkvæmdastjóri: Kolbeinn Kolbeinsson Aðstoðarframkvæmdastjóri: Hermann Sigurðsson Starfsfólk Ístaks sem byggði vörumiðstöð Samskipa.
Stór og smá verkefni
Verkefni 2010
Í gegnum tíðina hefur ÍSTAK komið að byggingu fjöldamargra opinberra stofnana ásamt því að reisa atvinnuhúsnæði af ýmsum stærðum. Oftast hefur steinsteypa verið ráðandi sem byggingarefni en síðustu árin hafa burðarkerfi úr stálgrind klædd með samlokueiningum sífellt orðið algengari. Með þeim hætti hafa t.d. risið ýmsar iðnaðarbyggingar, íþróttamannvirki, vöruhús og verslunarsamstæður. Nærtæk dæmi að þessu leyti má finna í mannvirkjum á Grundartanga, Knatthúsinu í Kópavogi, Vörumiðstöð Samskipa í Sundahöfn og verlsunarhúsi IKEA og BYKO í Garðabæ. Samhliða stórframkvæmdum hefur ÍSTAK lagt metnað sinn í að leysa af hendi vandasöm verkefni af ýmsum stærðum. Fyrirtækið hefur, með aðstoð tækni- og handverksmanna, annast uppsetningar og frágang á minnisvörðum og umhverfislistaverkum. Listinn yfir slíkt er orðinn langur en frægsta verkið verður þó að teljast Friðarsúla Yoko Ono í Viðey. Ljós súlunnar voru fyrst tendruð á afmælisdegi John Lennon þann 9. október 2007 og skína skært, frá sólarlagi til miðnættis, á því tímabili sem líður fram að sviplegu dánardægri hans þann 8. desember. ÍSTAK sinnir einnig sértækum viðhaldsverkefnum sem í mörgum tilvikum snúast um að hlúa að menningararfinum. Fjöldamörg gömul og merk mannvirki þarfnast oft endurbyggingar og lagfæringar, en slík verkefni hafa verið innt af hendi t.d. í Alþingishúsinu, Bessastaðastofu, Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík og Hafnarfjarðarkirkju. Þessi athafnasemi er til vitnis um fjölbreytnina í starfsemi fyrirtækisins.
Á árinu 2010 unnu starfsmenn ÍSTAKS að frágangi ýmissa bygginga á Íslandi m.a. Háskólans í Reykjavík og Náttúrufræðihúss. Einnig var lokið við skólpdælustöðvar á Vesturlandi. Til þess að fyrirtækið gæti starfað áfram af fullum krafti var ákveðið að mæta verkefnaskorti hér á landi með sókn á önnur mið erlendis. Á Grænlandi var brotist gegnum lagnaðarís til þess að vinna við vatnsaflsvirkjun skammt frá Ilulissat. Það er stærsta einstaka verk sem íslenskur verktaki hefur tekið að sér hingað til. Reistar voru nýbyggingar á Jamaíku og í Noregi var fengist við vegagerð, jarðgöng grafin og unnið að hafnargerð.
Aðsetur Frá árinu 2012 hefur yfirstjórn ÍSTAKs verið til húsa í glæsilegri byggingu að Bugðufljóti 19, 270 Mosfellsbæ. Þjónustudeildir fyrirtækisins eru með aðstöðu á sama stað. Þar er viðgerða- og rafmagnsverkstæði , járnsmiðja, steypuskáli og lager.
238 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
jáverk
Á
www.javerk.is
undanförnum árum hefur atvinnulíf á Selfossi staðið í miklum blóma og í réttu hlutfalli hefur bærinn vaxið og dafnað. Í syðri hlutanum hefur nú byggst upp myndarlegt iðnaðarhverfi þar sem fjölbreytt athafnalíf hefur náð að skjóta rótum. Í miðju hverfinu, að Gagnheiði 28 á Selfossi, má nú finna meginaðsetur byggingaverktakafyrirtækisins JÁVERK ásamt trésmíða- og vélaverkstæði á þess vegum. Starfsemin fer ýmist fram á útboðsmarkaði eða í eigin verkum, bæði heimafyrir og á höfuðborgarsvæðinu, en sérstök starfsstöð er rekin að Skeifunni 7 í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 110 manns að viðbættum fjölda undirverktaka og birgja. Öflugur og vel menntaður mannaflinn býr að mikilli reynslu og er dyggilega studdur af fullkomnum tækjabúnaði. JÁVERK er því ávallt reiðbúið til að takast á við verkefni af hvaða stærðargráðu sem er.
Söguágrip Tækjabúnaður Til að vera í stakk búið til að leysa af hendi umsvifamikil verkefni er fyrirtækið JÁVERK vel búið af fullkomnum véla- og tækjabúnaði auk þess sem það ræður yfir miklu magni af kerfismótum. Fyrirtækið hefur frá upphafi starfrækt sérstaka Kranadeild sem hefur á sínum snærum fjóra stóra glussakrana en afl þeirra spannar allt frá 40 tonnum og upp í 100 tonn. Allt frá því starfsemi Kranadeildarinnar hófst hefur hún séð um hífingu og flutning á hundruðum sumarhúsa um land allt. Mikill metnaður er lagður í að viðhafa traust og vönduð vinnubrögð alla leið.
Húsflutningur.
JÁVERK sem áður hét J.Á. Verktakar draga nafn sitt af stofnandanum Jóni Árna Vignissyni sem hóf starfsemina á Selfossi árið 1992. Hann rak fyrirtækið í félagi við Gísla Ágústsson auk eiginkvenna þeirra beggja, Erlu Þorsteinsdóttur og Ernu Gunnarsdóttur. Fyrst um sinn var starfsemin bundin við Suðurland en átti síðan eftir að færast að hluta yfir til höfuðborgarsvæðisins enda var þenslan mikil þar í kringum aldamótin síðustu. Fyrirtækið haslaði sér völl sem umsvifamikill framkvæmdaaðili og þá við byggingu stærri mannvirkja á borð við verslunarhúsnæði, skóla, íþróttahús og hótel ásamt nokkrum íbúðarbyggingum. Árið 2004 seldu þeir Jón Árni og Gísli og eiginkonur þeirra sinn hlut í JÁVERKum. Síðan þá hefur fyrirtækið verið í eigu og undir stjórn Guðmundar B. Gunnarssonar húsasmíðameistara og Gylfi Gíslasonar viðskiptafræðings. Frá því að þeir tóku við hafa umsvif rekstrarins aukist mikið með sífellt stærri og margbrotnari mannvirkjagerð fyrir einkaaðila og hið opinbera. Fjárhagsstaða JÁVERKa er mjög sterk í dag og má farsældina þakka helst áhættustýringu, góðu innra skipulagi, áreiðanleika og samstarfshæfni.
Sundlaugin á Borg, Grímsnesi.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 239
Hvítárbrú í smíðum.
Gólfið steypt á Hvítárbrú.
Helstu verkefni
Mannauðurinn og mórallinn
Á tiltölulega stuttri vegferð hafa JÁVERK staðið í fjölbreyttum byggingaframkvæmdum og reist t.d. fjölda grunnskóla, íþróttamannvirki, verslunarhús, verksmiðjur og opinberar stofnanir auk þess að sinna endurbótum á eldra húsnæði. Óhætt er að segja að stærsta verkefni fyrirtækisins frá upphafi sé smíði og frágangur Smáraturns í Kópavogsdalnum sem er hæsta bygging á Íslandi, á 20 hæðum og með gólfflöt upp á 35.500 fm. Engin fordæmi eru fyrir öðru eins mannvirki hér á landi en við framkvæmdirnar máttu starfsmenn JÁVERKa athafna sig í tæplega 80 m hæð og þurftu oft að kljást við óútreiknanleg veðrabrigði. Af öðrum athyglisverðum viðfangsefnum sem vert er að minnast er fyrsti áfangi keilusalar og kvikmyndahúss í Egilshöll í Grafarvogi en heildargólfflöturinn er upp á 9.000 fm yfir glerklæddu mannvirki með miklum stálburðarbitum. Einnig má nefna byggingu vatnsátöppunarverksmiðju Iceland Water Holdings í Ölfusi en þar er framleitt íslenskt lindarvatn til útflutnings undir vörumerkinu Iceland Glacial. Framkvæmdin var mjög viðamikil enda byggingin um 7.000 fm að stærð og er þetta fyrsta verkefnið sem JÁVERK unnu samkvæmt alþjóðlegum umhverfisstöðlum og ítrustu kröfum erlendra markaða. Þegar þetta er ritað stendur fyrirtækið í ýmsum framkvæmdum á sex byggingasvæðum á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Af þeim verkum má helst nefna langþráða brúarsmíð yfir Hvítá í Árnessýslu sem mun tengja saman byggðir Flúða og Reykholts. Brúin verður um 270 m á lengd og um 55 metrar á breidd og verður hún því hin breiðasta á Íslandi með sérstökum reiðvegum hestamanna til beggja hliða. Af öðrum viðfangsefnum má nefna umsvifamikinn 5. áfanga Hellisheiðarvirkjunar sem felur t.d. í sér byggingu gufuaflsvirkjunar, stöðvarhúss og steyptar undirstöður tveggja kæliturna ásamt viðamikilli lagningu safnæðastofna og gufuaðveitu.
JÁVERK hafa innan sinna raða kraftmikla og metnaðarfulla einstaklinga sem sýna af sér frumkvæði og sjálfstæði í starfi. Lagt er upp úr frábærum starfsanda með góðum aðbúnaði í fyrirtaks vinnuumhverfi hjá metnaðarfullu og vaxandi fyrirtæki. Starfsmannafélag JÁVERKa (STJÁ) heldur uppi öflugri starfsemi og stendur fyrir ýmsum uppákomum, skemmtunum og ferðalögum árið um kring. Þar er vinsælasti liðurinn hin fjölsótta utanlandsferð en að öðru leyti er t.d. um að ræða skipulegar ferðir í leikhús, á golfvöllinn, í keilu eða veiði. Athyglisverðustu uppákomurnar eru þó skipuleg Þjóðarkvöld en þar er dagskráin alfarið í höndum erlendra starfsmanna JÁVERKa. Á vegum STJÁ er einng rekin sérstök vefverslun þar sem starfsmenn geta nálgast sérmerktan vinnufatnað af ýmsu tagi.
Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasiðunni: www.javerk.is
Að lokinni síðustu steypu í turninum á Smáratorgi.
Trygging fyrir gegnheilum gæðum JÁVERK vinna samkvæmt skýrt afmarkaðri gæðastefnu sem tryggir að fyrirtækið uppfylli ávallt umsamdar og fyrirskrifaðar gæðakröfur. Í þessu skyni eru gefnar út sérstakar handbækur fyrir einstök verk. Bækurnar eru byggðar á gæðakerfi Samtaka iðnaðarins fyrir byggingaverktaka en eru þó aðlagaðar að starfsemi JÁVERKa og þeirri reynslu sem stjórnendur hafa af notkun gæðakerfa hjá öðrum fyrirtækjum í byggingaiðnaði. JÁVERK stefna að vottun gæðakerfisins á næstu árum.
240 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
kælismiðjan frost ehf.
Á
www.frost.is
Höfuðsstöðvar Kælismiðjunnar Frosts.
rið 1993 runnu saman í eina sæng Kælideild Vélsmiðjunnar Odda, sem áður var í eigu KEA og SJ Frost í Reykjavík. Á þeim grunni var stofnað nýtt félag, Kælismiðjan Frost, sem í dag sérhæfir sig í hönnun og þjónustu á fullkomnum kæli- og frystikerfum til notkunar í atvinnurekstri. Dyggustu viðskiptavinir koma úr röðum útgerðar- og matvælavinnslufyrirtækja ásamt mörgum af umsvifamestu stórverslanakeðjum hér á landi. Kælismiðjan Frost ehf. er hin stærsta sinnar tegundar sem starfrækt er hér á landi og er markaðshlutdeildin um 40%. Þjónustudeildir eru reknar bæði á Akureyri og í Reykjavík. Auk þess hafa verkefni verið sótt til fjarlægra heimshorna eins og Chile, Rússlands, Kína og ýmissa ríkja í Afríku. Fyrirtækið hefur jafnframt tekið að sér ýmis forvitnileg sérverkefni. Nærtækt dæmi um slíkt eru manngerð skautasvell, eins og sett var upp á Ingólfstorgi fyrir jólin 2006, en sama þjónusta hefur einnig verið nýtt við ýmsa viðburði vetraríþrótta hér á landi.
Þjónusta Kælismiðjan Frost ehf. hefur á að skipa reyndu fagfólki sem býr að yfirgripsmikilli þekkingu á sviði kæli- og frystitækni og er metnaður þeirra í raun lykillinn að farsælum árangri fyrirtækisins. Stærstur hluti starfsmanna gegnir því meginhlutverki að setja upp ný kæli- og frystikerfi og þjónusta eldri kerfi, bæði hér heima og erlendis. Tæknideild Kælismiðjunnar Frosts veitir viðskiptavinum ítarlega ráðgjöf varðandi val á sérhönnuðum búnaði og meðhöndlun hans með sérstakri áherslu á öryggisatriði og orkusparandi lausnir. Einnig er fyrirbyggjandi viðhald ríkur þáttur í starfseminni en með því er viðskiptavinum tryggður hagkvæmur rekstur og hámarks ending sinna kerfa.
Samstarf og þróun Sjávarútvegur er mikilvægasti viðskiptavinur Kælismiðjunnar Frosts, en íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð hvað varðar bætta meðhöndlun afla og þróun afurða. Má þar til dæmis nefna að nær allur uppsjávarafli sem áður var unninn sem mjöl og lýsi til dýrafóðurs er nú frystur til manneldis. Kælismiðjan Frost hefur tekið virkan þátt í þeirri þróunarvinnu sem unnin hefur verið, enda byggir hún að stórum hluta á aukinni kælingu hráefnis og hraðari frystingu afurðanna. Sú þekking og reynsla sem orðið hefur til með samstarfi Kælismiðjunnar Frosts við íslenskan sjávarútveg og ransóknarstofnanir hefur lagt grunninn að ört vaxandi útflutningi fyrirtækisins, en í dag er um helmingur veltunnar vegna verkefna erlendis.
Aðsetur, starfmannafjöldi og meðaltalsvelta Kælismiðjan Frost er með aðsetur á tveimur stöðum á landinu, að Fjölnisgötu 4b á Akureyri og í Lyngási 20 Garðabæ. Starfsmenn eru 38 talsins og þar af 20 á Akureyri og 18 í Garðabæ. Meðaltalsvelta er um 1.100 milljónir, en um 75% hennar tengist viðskiptum við fyrirtæki í sjávarútvegi.
Eimsvalar við fiskvinnslu í Murmansk.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 241
L
ljósgjafinn ehf. www.ljosgjafinn.is
jósgjafinn ehf. er eitt af rótgrónustu fyrirtækjum Akureyrar. Starfsemin hófst opinberlega þann 5. maí árið 1966, en stofnendur voru rafvirkjarnir Arnar Daníelsson, Axel Clausen, Björn Þorkelsson, Einar Malmquist, Páll H. Jónsson og Ólafur Jónsson. Sá síðastnefndi, Ólafur, er einn eftir af upphaflegum eigendum, en stærstur eignahlutur í dag er í höndum Jóns F. Ólafssonar, Randvers K. Karlssonar og Láru Bjarkar Kristinsdóttur. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði á bilinu 40-50 manns og þar af mjög öflugur mannafli sérhæfðra tækinmanna.
Meginhlutverk og markmið Meginhlutverk Ljósgjafans er að sinna umsvifamikilli rafverktakastarfsemi ásamt rekstri raftækjaverslunar og verkstæðis. Fyrirtækið er drifið áfram af því markmiði að bjóða upp á traustar og hagkvæmar heildarlausnir í öllu því sem lýtur að raf- og raftæknibúnaði til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Rafverktakastarfsemin skiptist í tvö meginsvið: Lágspennusvið og Smáspennusvið.
Verslun Ljósgjafans er á Glerárgötu 34.
Rafverktaka Á langri vegferð hefur Ljósgjafinn tekið að sér fjöldamörg smá og stór verkefni víðsvegar um landið. Á meðal þeirra var t.d. umfangsmikil lagnavinna í stærri mannvirkjum eins Hvalfjarðargöngum og Kröfluvirkjun, en Landsvirkjun hefur verið öflugur verkkaupi hjá fyrirtækinu í gegnum tíðina. Ljósgjafinn ehf. er með fasta þjónustusaminga við yfir 60 fyrirtæki og stofnanir sem að mestu koma úr öflugu iðnaðarumhverfi Akureyrar og Eyjafjarðarsvæðisins. Verkefnin felast að mestu í uppsetningum, eftirliti og viðhaldi rafkerfa ásamt sívöktun þeirra allan sólarhringinn. Jafnframt er Ljósgjafinn í samstarfi við nokkur mjög öflug fyrirtæki og sér m.a. um alla vettvangsþjónustu fyrir Símann á Norðurlandi, posaþjónustu fyrir Valitor, ásamt öryggisþjónustu í samstarfi við Öryggismiðstöð Íslands.
Þjónustuverkstæði Ljósgjafans er á Glerárgötu 32.
Verslun og þjónusta Árið 1992 opnaði Ljósgjafinn raftækjaverslun sem nú er að Glerárgötu 34. Verkstæði Ljósgjafans er síðan að finna að Glerárgötu 32 sem er bakatil við búðina, með aðgengi frá Hvannavöllum. Óhætt er að segja að versluninni hafi verið tekið fagnandi af áhugasömum viðskiptavinum og hún aukið sóknarfæri rekstrarins á öllum sviðum. Stærstu samstarfsaðilar verslunarinnar eru Smith & Norland með hin landsþekktu SIEMENS heimilistæki, Hátækni með breitt vöruúrval s.s. flatskjái, hljómflutningstæki, myndavélar, síma, heimilistæki og fleira, ásamt smærri birgjum.
Skýr stefnumótun til framtíðar Árið 2003 setti Ljósgjafinn niður skýra stefnumótun til framtíðar. Þar segir m.a. að fyrirtækið kappkosti að viðhalda metnaði sínum og muni ávallt leitast við að vera leiðandi á sínu sviði og að skipulagt verklag fyrirtækisins nái einnig yfir ímynd þess og ásýnd út á við. Þá eru þjónustugæði ekki eingöngu áunnin með verkkunnáttu, heldur líka með hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, ögðuðum vinnubrögðum og snyrtimennsku á vinnustað. Með slíkt veganesti í farangrinum er leiðin inn í framtíðina vörðuð.
Úr versluninni.
242 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
malbikun km ehf.
M
www.malbikun.is
Umhverfisvæn og slitsterk gólfefni Kristján Árnason var ávallt mjög dugmikill og framsækinn í hugsun þegar kom að ótæmandi möguleikum malbiks. Árið 2003 hóf hann innflutning á svonefndu GússAsfalti, ásamt viðeigandi tækjabúnaði. Hér er á ferðinni sérlega umhverfisvænt, slitsterkt og meðfærilegt gólfefni fyrir fjós, mjaltabása og mjólkurhús. Hörðnunartími efnisins er mjög stuttur og geta skepnurnar farið að ganga á því um hálftíma eftir lagningu. Í dag hefur Gúss-Asfalt náð mikilli útbreiðslu og hefur verið lagt á um tæplega 40 sveitabýlum hér á landi.
albikun KM á Akureyri er í dag eitt umsvifamesta malbikunarfyrirtækið á landsvísu og hefur á undanförnum árum tekið virkan þátt í að byggja upp okkar trausta samgöngukerfi. Samfara því hefur fyrirtækið sinnt alls kyns hliðarverkefnum ásamt því að innleiða ýmsar framsæknar og þarfar nýjungar á sínu sérsviði. Meginaðsetur starfseminnar er að Óseyri 8 á Akureyri. Starfsmenn eru að jafnaði 10 en starfsmannafjöldi ræðst af umfangi verkefna hverju sinni.
Upphafið og framgangurinn Stofnendur Malbikunar KM voru hjónin Kristján Árnason og Margrét Stefánsdóttir en upphafstafir þeirra mynda skammstöfunina í nafni fyrirtækisins. Kristján hóf eigin rekstur sem vörubifreiðastjóri við upphaf tíunda áratugarins en með auknum umsvifum kom að því árið 1998 að Malbikun KM hóf opinberlega starfsemi. Alveg frá upphafi var Malbikun KM byggð upp af mikilli elju og útsjónarsemi Kristjáns Árnasonar en hann lést sviplega þann 14. mars 2009. Í dag er starfseminni stýrt af eftirlifandi eiginkonunni, Margréti Stefánsdóttur og Baldvini Þór Ellertssyni.
Fjölþætt og framsækin starfsemi Á undanförnum árum hefur Malbikun KM sinnt útlögn malbiks og ýmsum jarðvinnuframkvæmdum, fyrir Vegagerðina og sveitarfélög í nær öllum landsfjórðungum enda er starfsemin mjög vel tækjum búin. Verkefni hafa verið sótt allt austur til Egilsstaða, vestur á Ísafjörð og suður fyrir Snæfellsnes, svo dæmi séu tekin. Stærstur hluti þeirra er þó í heimabyggð við Eyjafjarðarsvæðið og nágrenni. Of langt mál væri að rekja öll þau fjöldamörgu viðfangsefni sem fyrirtækið hefur tekið að sér í gegnum tíðina. Þau viðamestu síðustu árin verða þó að teljast flugbrautarlagning á Akureyrarflugvelli árið 2008 og bygging Mjóeyrarhafnar við álverið á Reyðafirði. Samfara allri þessari starfsemi hefur Malbikun KM sinnt tilfallandi snjómokstri fyrir Vegagerðina ásamt því að vera öflugur tengiliður í upplýsingum varðandi færð á vegum. Þá rekur Malbikun KM einnig hliðarfyrirtækið Nesbik sem flytur inn asfalt og starfrækir tengda birgðastöð. Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni: www.malbikun.is
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 243
I
norðurpóll ehf.
nnan marka Þingeyjarsveitar á Norðurlandi búa tæplega 1.000 manns. Þar liggur gjöfult landbúnaðarhérað Reykjadals en helsta miðpunkt þess er að finna í hinum rótgróna þéttbýliskjarna að Laugum sem hýsir alla stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á staðnum hefur skólahald farið fram óslitið síðan 1925 og eru þar í dag starfræktar fjórar menntastofnanir en af þeim er Framhaldsskólinn á Laugum hvað fjölmennastur. Blómleg uppbygging menntaþorps á svæðinu hefur jafnframt skilað af sér ýmsum reisulegum mannvirkjum eins og íþróttahúsi, sundlaug, kennaraíbúðum og nemendagörðum. Helstu ábyrgðarmenn fyrir þeirri smíði er verktakafyrirtækið Norðurpóll sem í meira en 60 ár hefur átt aðsetur sitt að Laugabrekku við Laugar. Á sinni löngu vegferð hefur fyrirtækið stýrt fjöldamörgum byggingaframkvæmdum víðsvegar í Þingeyjarsveitinni ásamt sérsmíði af ýmsum toga, enda hæg heimatökin. Helsti forsvarsmaður Norðurpóls og framkvæmdastjóri til margra ára var þúsundþjalasmiðurinn Snæbjörn Kristjánsson sem nú er kominn á eftirlaun en á síðustu árum hefur sonurinn Kristján tekið við keflinu af föður sínum. Hjá Norðurpóli starfa að jafnaði á bilinu 6-8 manns.
Upphafið
Snæbjörn Kristjánsson fæddist á Héðinshöfða á Tjörnesi árið 1924 og kom fyrst að Laugum í upphafi fimmta áratugarins og lagði þar stund á nám í tré- og húsgagnasmíði. Snemma var ljóst að þar var á ferðinni mikill og úrræðagóður hagleiksmaður sem allt lék í höndunum á. Þar mátti einu gilda hvort um var að ræða smíði eða lagfæringar á rafmagnsvélum og tækjum eða viðgerðir á smærri hlutum eins og skíðum eða gleraugum. Samfara náminu tók Snæbjörn að sinna öllum tilfallandi smíðaverkefnum sem buðust. Um þetta leyti lágu leiðir hans og Arngríms Konráðssonar saman og hófu þeir, ásamt Birni Þórhallssyni, starfsemi Norðurpóls árið 1946. Björn hætti þó snemma í samstarfinu og fór út í eigin rekstur verkstæðis við Ljósavatn. Þeir Snæbjörn og Arngrímur áttu eftir að eiga í farsælu samstarfi í heil 50 ár. Í upphafi fór starfsemin fram í litlum 60 fm verkfæraskúr. Árið 1957 var eldri hluti núverandi húsnæðis að Laugabrekku tekinn í notkun og árið 2006 bættist við nýrra og stærra verkstæðishúsnæði.
Starfsstöð fyrirtækisins að Smáragrund.
Framgangurinn Alveg frá upphafi hefur starfsemi Norðurpóls í raun verið samofin húsbyggingasögu Lauga og nágrennis. Stór hluti verkefna hefur einnig falist í alls kyns innréttingavinnu og endurbótum á skólabyggingum svæðisins auk þess sem þjónusta við bændur og ýmis fyrirtæki í sveitafélaginu hefur verið snar þáttur í rekstrinum. Að öðru leyti var stofnandinn Snæbjörn Kristjánsson mikill athafnamaður sem lét til sín taka í ýmsum mikilvægum málefnum í þágu heimabyggðar sinnar. Hann var öflugur í öllum félagsmálum, hannaði húsbyggingar, stjórnaði kvikmyndasýningum og gegndi stöðu slökkviliðsstjóra og hitaveitustjóra ásamt því að vera óbilandi áhugamaður um alls kyns farartæki. Eiginkona Snæbjörns var Helga Jósepsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Eiginkona Arngríms Konráðssonar var Rannveig Hulda Ólafsdóttir og eignuðust þau tvö börn. Við upphaf sjötta áratugarins reistu þeir Snæbjörn og Arngrímur sameiginlegt íbúðarhús í landi Laugavalla og bjuggu fjölskyldurnar þar á sitthvorri hæðinni til margra ára. Í dag er Norðurpóli stýrt af elsta syni Snæbjörns, Kristjáni, en hann keypti reksturinn árið 1996. Af helstu framkvæmdum fyrirtæksins á undanförnum árum má nefna byggingu Ljósavatnskirkju ásamt nýju heimavistarhúsi og sundlaug við Framhaldsskólann á Laugum. Að öðru leyti hafa óþrjótandi verkefni bæði verið sótt til Akureyrar og alla leið til Austfjarða.
Þorgeirskirkja byggð árið 2000.
Íþróttahúsið og sundlaugin á Laugum.
244 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
MALBIKUNARSTÖÐIN HÖFÐI www.malbik.is
Á
rið 1996 sameinuðust tvö gamalgróin borgarfyrirtæki, Malbikunarstöðin og Grjótnám Reykjavíkur, og úr varð nýtt hlutafélag, Malbikunarstöðin Höfði hf. sem frá upphafi hefur verið í eigu Borgarsjóðs Reykjavíkur og Aflvaka hf. Starfsemi fyrirtækisins er margþætt og skiptist í fimm deildir með afmörkuð verksvið sem ýmist snúast um hráefnis- eða malbiksframleiðslu, útlögn malbiks, rannsóknir og þróun ásamt söluog markaðsmálum.
Hráefnadeild Hráefnadeild annast vinnslu á steinefnum til malbiksframleiðslu. Í þessu skyni er hráefna aflað með grjótnámi í Seljadal í landi Mosfellsbæjar, en Höfði er með samning um afnot af landinu til 2015. Þar er bergið úr þóleít basalti sem nýtist vel sem efniviður í malbik á umferðarþyngstu göturnar í Reykjavík. Hráefni eru einnig fengin með hnullungagrjóti frá Björgun hf. og úr fleiri námum. Í sumum tilfellum þarf þó að standa í innflutningi á steinefnum í tilbúnum kornastærðum og koma þau að mestu frá Noregi. Á athafnasvæði Malbikunarstöðvarinnar Höfða endar stærstur hluti alls innlends hráefnis í grjótmulningsstöð þar sem brjótar og hörpur mala og sigta steinefnin í mismunandi kornastærðir og áferðir. Uppruni efnis og þær stærðir sem verið að framleiða ráða því hvaða leið hráefnið fer í sjálfri framleiðslulínunni. Samstæðan samanstendur í heild sinni af matara, kjálkabrjót, 2 keilubrjótum, hverfibrjót og 7 sigtum í 4 sigtakössum ásamt fjölda færibanda. Afköstin geta náð um 50-70 tonnum á klukkustund og er árleg framleiðsla um 115.000–127.000 tonn.
Framleiðsludeild Eins og nafnið ber með sér er sjálf malbiksframleiðslan í höndum Framleiðsludeildar. Þar er steinefnum í hlutföllunum 93-95% og jarðbiki í hlutföllunum 5-7% blandað saman og hitað við 155-160°C. Á hverju ári framleiðir Malbikunarstöðin Höfði um 30 gerðir af malbiki en eiginleikar þess eru breytilegir eftir samsetningu hráefna, t.d. varðandi slitstyrk og áferð. Fyrirtækið rekur tvær malbikunarstöðvar. Sú eldri er dönsk ViaNova-stöð frá árinu 1972 og getur afkastað um 170 tonnum á góðum degi. Árið 2006 var síðan gangsett þýsk Benninghoven-stöð sem er færanleg og afkastar um 160 tonnum á tímann. Hún er útbúin með nýmóðins mengunarvarnabúnaði en báðar stöðvarnar eru tæknilega mjög fullkomnar með tölvustýrðum framleiðslurásum. Þess ber að geta að um 40 % framleiðslunnar fara í útlagnir á vegum Malbikunarstöðvarinnar Höfða en annað er selt út úr stöðinni til annarra fyrirtækja.
Framkvæmdadeild Útlagning malbiks er einn stærsti og veigamesti þátturinn í starfsemi Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Öll slík verkefni falla undir verksvið Framkvæmdadeildar sem er vel tækjum búin til stórra og smárra verka. Tækjafloti deildarinnar telur fjórar malbikunarvélar, 7 vörubíla, 7 valtara, einn límbíl, hjólaskóflur auk fjölda smærri tækja og áhalda. Verkefni hafa helst verið sótt til sveitarfélaga á suðvesturhorni landsins og líka alla leið austur til Selfoss, Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal. Lengsta vegalengdin var þó farin sumarið 2009 þegar 18 tonna malbikunarvél, tilheyrandi valtarar og búnaður, voru flutt um 197 km leið norður til Hvammstanga. Við útlögnina var notaður 31 vörubíll með tengivagni. Framkvæmdadeild sér einnig um hálkuvörn og snjómokstur umferðagatna í Reykjavík að vetrarlagi ásamt tilfallandi söndun göngustíga. Í þessu skyni er bílaflotinn sérstaklega
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 245
útbúinn öflugum fjarskipta- og staðsetningartækjum. Hann er í dag tengdur skjótvirku viðbúnaðarkerfi Veðurstofunnar gegn vetrarveðrum. Uppbygging þess er þrautskipulögð t.d. með beintengdum radar- og myndavélum á réttum stöðum úti um allt höfuðborgarsvæðið.
Rannsóknadeild Malbikunarstöðin Höfði heldur úti sérstakri rannsóknastofu eða Rannsóknadeild sem stundar athuganir og sinnir gæðaeftirliti með öllum þeim steinefnum sem berast inn í framleiðslulínu stöðvarinnar. Deildin er vel búin tækjum til nauðsynlegra malbiks- og steinefnarannsókna. Meðal helstu verkefna eru þolkannanir á nýjum malbiksgerðum áður en þær fara í framleiðslu og sölu. Algengar rannsóknir og athuganir geta t.d. falist í skoðun asfaltsprósentu, holrýmd malbiks og vatnsþolsprófi. Starfsfólk Rannsóknadeildar veitir fúslega allar mögulegar upplýsingar um hvaðeina sem snýr að sjálfum rannsóknunum t.d. varðandi framkvæmd þeirra og aðstoð við að túlka niðurstöður. Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni www.malbik.is
Efnasamsetning malbiks Hlutfall steinefna í malbiki er að jafnaði um 94% og það sem eftir stendur eru bindiefni ásamt loftfylltri holrýmd. Steinefnin eru úr muldu bergi, möl, sandi og fínefni í ákveðnum hlutföllum. Bindefnið er svonefnt jarðbik (asfalt) sem myndast við eimun hráolíu. Sjálft malbikið verður síðan til með samblöndun og upphitun við 155-160°C.
Starfsmenn og aðsetur Hjá Malbikunarstöðinni Höfða eru innt af hendi að jafnaði um 38 ársverk en fastir starfsmenn eru 32 og búa þeir allir að mikilsverðri og uppsafnaðri þekkingu og reynslu á sérsviði sínu. Athafnasvæði fyrirtækisins er um 7,5 ha og er að Sævarhöfða 6-10, við Elliðavog. Í náinni framtíð er áætlað að Malbikunarstöðin Höfði muni koma sér fyrir á nýjum stað, þar sem núverandi svæði er inni í miðju skipulagi væntanlegrar Sundabrautar og er gert ráð fyrir að þar muni rísa nýtt íbúðarhverfi.
Stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sigfús Ingi Sigfússon Vilhjálmur Þorsteinsson Framkvæmdastjóri: Halldór Torfason
246 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
msv
U
www.msv.is
MSV STÁL & VÉLAR
Framkvæmdastjóri: Þórir Björn Guðmundsson Stjórn: Brynjar Frosti Bragason Borgþór Jónsson Heiðar Örn Stefánsson Unnar H. Elisson Viðar G. Hauksson
Matari með forbrjót.
pphafið: MSV ehf. (Myllan Stál & Vélar) var stofnað í desember 2009 en hóf almennan rekstur 2. janúar 2010. Í lok ársins 2009 kaupir MSV hlut Myllunnar ehf. í Miðási 12 og allan þann tækjakost og birgðir sem tilheyrðu smiðjurekstri Myllunnar, og ræður til sín þá starfsmenn sem störfuðu í smiðjunni.
Fyrirtækið MSV er á Miðási 12 á Egilsstöðum og er húsnæðið rúmir 1.000 fermetrar. Í húsnæðinu er verkstæði og skrifstofa fyrirtækisins. Fyrirtækið skiptist í fjóra kjarna sem eru blikksmiðja, vélsmiðja, vélaverkstæði og tæknideild. Starfsmenn fyrirtækisins eru 13 talsins. Blikksmiðjan: Blikksmiðjan getur unnið úr blikkefni sem er allt upp í 3 metrar á lengd, beygt efni sem er allt upp í 2 mm á þykkt og klippt efni sem er upp í 6 mm á þykkt. Að auki fer fram öll almenn efnissala. Helstu tæki blikksmiðjunnar eru beygjuvél, klippur, lásavél og plötuvals. Vélsmiðja: Vélsmiðjan tekur að sér jafnt stór sem smá verk sem falla undir almenna málmiðnaðarþjónustu í nýsmíði, breytingum og viðhaldi fyrir fyrirtæki og einstaklinga, hvort sem er í smiðjunni eða úti hjá viðskiptavinum. Vélsmiðjan getur unnið úr öllu plötuefni og beygt og klippt efni sem er allt upp í 12 mm á þykkt. Að auki fer fram öll almenn efnissala. Helstu tæki og búnaður vélsmiðjunnar eru klippur, kantbeygjupressa, rennibekkir, fræsivél, lokkur og suður til að sjóða flestalla málma t.d. ál, stál steypujárn (pott) og ryðfrítt. Vélaverkstæði: Vélaverkstæði MSV tekur að sér að þjónusta allar gerðir vinnuvéla, vagna, flutningabíla, trukka, landbúnaðartækja auk sérstæðra tækja eins og forbrjóta og skógarhöggsvélar, svo fátt eitt sé nefnt. MSV er þjónustuaðili Jötunvéla & Kletts á Austurlandi. Hönnun og þróun: MSV býður upp á breitt svið í sérlausnum á nær öllu sem viðkemur járni og málmsmíði, allt frá einföldum aðlögunum og breytingum til grunnþróunar og smíði. Hlutverk tæknideildar er að reikna út, hanna og útbúa vinnuteikningar fyrir MSV og viðskiptavini þeirra, sem krefjast sérlausna eða nýsmíði. Við þessa útreikninga og teikningar er notast við forritin Inventor og Autocad. Þessi forrit gera fyrirtækinu kleift að útbúa fullbúnar vinnuteikningar, reikna út þolmörk, fullklára útlitsvinnu og í raun nærri fullklára vöru áður en smíði hefst.
Markmið Pokastaflari á lyftara.
Markmið MSV er að vera leiðandi á sviði nýsköpunar, hönnunar, járnsmíði og vélaviðgerða. Stefna MSV er að veita framúrskarandi þjónustu og leitast við að leysa öll verkefni viðskiptavina á sem farsælastan hátt og vera til fyrirmyndar í samfélaginu.
Þjónusta MSV býður viðskiptavinum sínum upp á að sníða vörurnar að þeirra þörfum. Allar vörur MSV eru íslensk framleiðsla. Þegar staðlaðar lausnir henta ekki er fyrirtækið tilbúið til að finna lausn í samráði við viðskiptavininn.
Kurl 1500 trjákurlari fyrir dráttarvélar.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 247
M
myllan ehf. www.myllanehf.is yllan ehf. er verktakafyrirtæki sem stofnað var 1994 með sameiningu Vélaleigu Unnars Elissonar og Myllunar sf.
Myllan er alhliða verktakafyrirtæki með sérhæfingu í efnisvinnslu og sprengingum. Tækjakostur Myllunnar er fjölbreyttur og samanstendur af bæði stórum og smáum tækjum. Þar má nefna beltagröfur, jarðýtur, forbrjótur, mölunarsamstæðu, bor, hjólaskóflur, dráttarbíla og vagna af ýmsum gerðum. Verkefni Myllunar hafa verið af ýmsum toga. Þar má nefna vegagerð, gerð stíflumannvirkja, steinefnaframleiðslu og sjóvarnar- og snjóflóðavarnargarða. Verkefni Myllunar eru og hafa verið víða um land en í dag er aðalstarfsemin á Austurlandi. Hjá Myllunni starfa á bilinu 10-15 manns, breytilegt eftir verkefnum og Myllan leggur mikinn metnað í að vera með góða og reynslumikla starfsmenn og að þeir séu með þá menntun sem til þarf til að leysa þau verkefni sem Myllan tekur að sér. Myllan ehf. gerir út sína starfsemi frá Miðási 12 á Egilsstöðum og er þar með 360 m2 verkstæðisaðstöðu sem tekin var í notkun árið 1988. Framkvæmdastjóri Myllunnar ehf. er Unnar H. Elisson. Eigendur Myllunnar ehf. eru Unnar H. Elisson, Agnar Eiríksson, Kristján Már Magnússon og Viðar G. Hauksson. Efnisvinnsla úr Hálslóni.
Gamli Seyðisfjarðarvegurinn fjarlægður.
Hreinsun klappar í Heiðarvatnsstíflu
248 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
pípulagningaþjónustan ehf. www.pipo.is
P
ípulagningaþjónustan á Akranesi hefur haldið uppi óslitinni starfsemi í um 40 ár og sér þar jöfnum höndum um nýlagnir og viðhald pípulagna. Haft hefur verið á orði að uppi á Skaga sé vandfundinn sá pípulagningamaður sem ekki hefur tekið út sína verklegu reynslu hjá Hafsteini Sigurbjörnssyni, stofnanda fyrirtækisins. Hafsteinn fæddist í Hafnarfirði árið 1931 en fluttist upp á Akranes í ársbyrjun 1932. Frá 15 ára aldri og fram að þrítugu starfaði hann m.a. sem stýrimaður á nýsköpunartogurum og öðrum fiskiskipum. Eftir gangsetningu Sementsverksmiðja ríkisins árið 1958 réðst Hafsteinn þar til starfa og lærði til vélvirkjunar undir leiðsögn Páls Indriðasonar. Hann hóf nám í framtíðarfagi sínu árið 1965 hjá Þórði Egilssyni pípulagningarmeistara. Árið 1966 hóf Hafsteinn sjálfstæðan rekstur með nokkra menn í vinnu. Á aðeins örfáum árum jókst reksturinn svo að umfangi að ráðlegast þótti að stofna sameignarfélagið Pípulagningaþjónustuna, sem opinberlega var tilkynnt í firmaskrá þann 27. nóvember 1973. Alveg frá upphafi hefur stjórn fyrirtækisins haldist innan sömu fjölskyldunnar. Á undanförnum árum hafa synirnir Ingólfur (1959) og Sigurbjörn Hafsteinssynir (1956) tekið við kefli föðurs síns og stýrt rekstrinum af miklum myndarbrag. Pípulagningaþjónustan er með aðsetur að Kalmannsvöllum 4a á Akranesi og eru sjö manns í fullu starfi hjá fyrirtækinu.
Upphaf starfseminnar
Eigendur Pípulagningaþjónustunnar.
Á sinni löngu vegferð hefur Pípulagningaþjónustan komið að öllum helstu byggingaframkvæmdum á Akranesi. Meðal stærri viðfangsefna á áttunda áratugnum var lagnavinna við stækkun sjúkrahússins og byggingu Dvalarheimilisins Höfða ásamt fjölda fjölbýlishúsa sem risu í bæjarfélaginu. Uppbygging hitaveitunnar á Akranesi og nágrenni á níunda áratugnum átti síðan eftir að verða mjög umsvifamikið verkefni. Aðdragandinn að því fólst í niðurtekt á kyndistöð við Kársnesháls í Kópavogi en hún var flutt og sett upp við Sjúkrahúsið á Akranesi. Þaðan voru lagðar stofnlagnir og þær tengdar við Brekkubæjarskóla og Íþróttahúsið við Vesturgötu en í beinu framhaldi hófust mikil uppgrip fyrir nýstofnaða Hitaveitu Akraness og Borgarness (HAB).
Verslunin Pípó
Starfsstöð og bílar PÍPÓ.
Árið 1982 opnaði Pípulagningaþjónustan 300 m2 sérverslun í fyrrum lagerhúsnæði sínu að Ægisbraut 27. Þar var boðið upp á lagnavörur, hreinlætistæki, reiðhjól og fleira. Árið 1985 var nafn verslunarinnar stytt úr Pípulagningaþjónustunni yfir í hið grípandi heiti Pípó sem bar uppi táknrænt vörumerki með lýsandi bláum og rauðum hringjum. Verslunarreksturinn átti eftir að verða mjög farsæll enda mikil uppsveifla í byggingamarkaðnum á Akranesi á þessum tíma. Árið 1997 fluttist Pípó yfir í rúmgott og sérhannað húsnæði, miðsvæðis í bænum, að Esjubraut 47. Á þeim stað var byggð upp mun stærri sérverslun með baðinnréttingar og hreinlætistæki og stækkaði hún um helming árið 2001. Verslunarrekstur Pípó var seldur til Húsasmiðjunnar árið 2004 en verktakastarfsemin hélt áfram í óbreyttri mynd með höfuðstöðvar í núverandi húsnæði við Kalmansvelli.
Velgengni Þrátt fyrir erfitt árferði í íslensku atvinnulífi undir lok fyrsta áratugar hins nýja árþúsunds, hefur rekstur Pípó notið mikillar velgengni enda hafa stjórnendur farið varlega í miklar fjárfestingar. Verkefni hafa verið sótt allt frá Reykjavíkursvæðinu og upp í Borgarfjörð þar sem fyrirtækið hefur t.d. átt sinn þátt í myndarlegri uppbyggingu háskólaþorpsins á Bifröst. Í dag koma þó flestar verkbeiðnir frá álveri Norðuráls við Grundartanga. Þar hafa starfsmenn Pípulagningaþjónustunnar eytt ófáum stundum síðustu árin í vandasömum verkefnum af ýmsu tagi.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 249
R
rafeyri ehf. www.rafeyri.is
afeyri ehf. er alhliða fyrirtæki á sviði raflagna-, rafvéla-, tækni- og iðntölvustýringa. Starfsemin felst einnig í hönnun, töflusmíði, mótorvindingum, nýlögnum, heimreiðalýsingum og gerð rafmagnsteikninga ásamt viðgerðum á öllu því sem nöfnum tjáir að nefna þar sem rafmagn er annars vegar. Meginaðsetur Rafeyrar er að Norðurtanga 5 á Akureyri en útibú eru á Þórshöfn og Húsavík. Eigendur fyrirtækisins eru: Björn Ó. Björnsson, Davíð Hafsteinsson, Guðmundur Blöndal, Gunnar E. Gunnarsson, Ingvi Björnsson, Jónas M. Ragnarsson og Þorkell Björnsson.
Starfsemin og verkefnin Rafeyri ehf. var stofnuð 1994 upp úr rafmagnsdeild Slippstöðvarinnar. Starfssvæðið nær yfir allt landið en þó er lunginn af verkefnum sóttur til Eyjafjarðarsvæðisins en starfsmenn hafa einnig verið sendir í vinnuferðir til útlanda. Á allra síðustu árum hefur starfræksla tæknideildar verið einn helsti vaxtarbroddur rekstrarins. Þar fer fram tilboðsgerð, teikni- og hönnunarvinna ásamt stjórn tæknihluta allra verka. Rafeyri hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á að sinna fyrirtækjum og útboðsverkum en þar hefur þjónusta við útgerðir verið sem rauður þráður í starfseminni. Sérstök áhersla er lögð á háspennurafvirkjun en segja má að umfangsmestu verkefnin hafi tengst stækkun og endurbótum á Lagarfossvirkjun ásamt þátttöku í uppbyggingu aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi. Stærstu birgjar Rafeyrar eru Johan Rönning, Ískraft og Reykjafell.
Metnaðarfullur mannauður Forsendan fyrir farsælum framgangi Rafeyrar er að hafa ávallt innan sinna raða kraftmikinn og metnaðarfullan mannauð. Rafvirki, vélstjóri, vélvirki, rafvélavirki, rafiðnfræðingur, iðnaðarrafvirki, vélfræðingur, rafvélavirkjameistari og vélvirkjameistari eru meðal þeirra réttindaheita sem prýða starfsmennina. Mikil áhersla hefur verið lögð á að starfsmenn vaxi í starfi, séu upplýstir um nýjustu tækni og aðferðir og séu helst skrefi á undan. Í því skyni hafa fagsýningar, fagráðstefnur og námskeið verið sótt af miklum móð. Rafeyri hefur á sér orðspor framsækins fyrirtækis með fagmenn sem kunna lausnir á viðfangsefnum. Jónas M. Ragnarsson er rafvirkjameistari félagsins, bæði með B- og A-löggildingu, en hjá fyrirtækinu starfa í dag 45 manns og hefur sú tala vaxið á undanförnum árum.
Rafeyrarhjartað Fyrir jólinhátíðina á hverju ári hefur Rafeyri þann sið að tendra á uppljómuðu hjarta í hlíðum Vaðlaheiðar austanmegin í Eyjafirðinum. Fjölmargir bæjarbúar hafa lýst yfir ánægju sinni með uppátækið og segja að þetta hafi létt þeim lundina í skammdeginu.
Jákvæður vinnuandi Lífsgleði og góður vinnuandi hefur ávallt einkennt starfsemina hjá Rafeyri. Þar hafa eigendur gengið á undan með góðu fordæmi og verið ötulir við að styðja við öflugt félagslíf starfsmanna. Annað hvert ár hefur verið farið til útlanda og þess utan eru einnig haldin Litlu-Jól, golfmót, keilumót, fluguhnýtingarnámskeið, farið í skemmtiferðir og fjölskylduútilegur ásamt ýmsu fleiru. Að auki hefur fyrirtækið í gegnum tíðina sýnt ýmsum félögum og styrktaraðilum stuðning með smáum og stórum upphæðum. Af þessu má á ráða að framtíðin er björt hjá Rafeyri þar sem áfram verður stuðlað að eflingu og vexti fyrirtækisins á allan hátt.
Stjórn Rafeyrar Framkvæmdastjóri: Kristinn Hreinsson rekstrarfræðingur Stjórnarformaður: Davíð Hafsteinsson rafiðnfræðingur Gunnar E. Gunnarsson rafvirki Jónas M. Ragnarsson rafvirkjameistari
250 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
rafmiðlun hf.
R
www.rafmidlun.is
Harpa.
Aðaltafla Landspítalans.
afmiðlun hf. er hóf starfsemi á árinu 1996. Þetta fyrirtæki er í dag grunnrekstrareining nokkurra fyrirtækja í eigu sömu aðila og móðurfyrirtæki nokkurra fyrirtækja sem hafa verið stofnuð utan um sérstök verkefni bæði hér á landi og erlendis. Fyrirtækið er rafverktaka- og innflutningsfyrirtæki sem býður heildarlausnir við rafverktöku þ.e. ráðgjöf, hönnun, teikningar, efnisöflun og framkvæmd. Í aukinni samkeppni hefur fyrirtækið flutt inn efni til eigin nota í verkum sínum en hefur einnig selt beint til notenda. Rík áhersla er lögð á ábyrga og góða þjónustu við viðskiptavini og má í því sambandi nefna að í fyrirtækinu er unnið samkvæmt gæðakerfi hönnuðu af VSÓráðgjöf hf. Starfsmenn skipta stjórnendur miklu máli og vinna þeir samkvæmt öryggisog heilbrigðisáætlun sem hönnuð er af Heilsuvernd ehf. Rafmiðlun hefur A- og B- leyfi Löggildingarstofu sem gefur fyrirtækinu heimild til að starfa um allt land við lág- og háspennuvirki en jafnframt hefur fyrirtækið löggildingu í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og á Grænlandi. Eigendur fyrirtækisins eru Björgvin R. Pálsson sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, Baldur Á. Steinarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Óskar Þórisson sem er löggiltur rafvirkjameistari fyrirtækisins og tæknistjóri, Ásgrímur Örvar Jónsson rafiðnfræðingur, Gísli Kristján Birgisson, Hannes Svanur Grétarsson, Kolbeinn Sverrisson, Magnús Már Steinarsson og Valgarður Lúðvíksson sem eru allir verkefnastjórar hjá fyrirtækinu. Höfuðstöðvar Rafmiðlunar eru í Ögurhvarfi 8 þar sem fyrirtækið ræður yfir um 1.000 fm vinnusvæði og leigir síðan 1.500 fm geymsluhúsnæði. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum komið sér upp öllum nauðsynlegum búnaði til smíði rafmagnsskápa og uppsetningar á rafkerfum. Starfsmenn eru um 80, þar ef eru 70 tæknimenn og faglærðir rafvirkjar. Kynjaskiptingin hefur verið einsleit, eins og víðast hvar á sviði iðnaðar, en þó hefur á síðustu 2–3 árum hefur orðið vart við aukinn áhuga kvenna til þessara starfa. Í dag starfa 2 konur við almenn rafvirkjastörf hjá fyrirtækinu. Að auki starfa 3 konur á skrifstofu félagsins. Virkt starfsmannafélag er í Rafmiðlun þar sem starfsmenn kynnast hver öðrum á annan hátt en í daglegu starfi og treysta þannig böndin. Fjölskyldur starfsmanna taka þátt í því starfi á sérstökum fjölskyldumótum.
Rafmiðlun filial Grönland Rafmiðlun filial Grönland er útibú frá Íslenska félaginu. Útibúið heldur utan um öll verkefni fyrirtækisins á Grænlandi en þar hefur fyrst og fremst verið unnið með verktakafyrirtækinu Ístaki. Fyrsta verkefnið var vatnsaflvirkjun í Sisimiut sem er á vesturströnd Grænlands og síðan er nýhafið annað samskonar verkefni í Ilulissat, sem er aðeins norðar. Þessar framkvæmdir á Grænlandi munu hafa veruleg áhrif á olíunotkun þessara staða en almennt eru bæjarfélög olíukynnt. Hellisheiðarvirkjun.
Electroson AS Electroson AS er dótturfélag Rafmiðlunar og hefur haldið utan um verkefni Rafmiðlunar í Noregi. Kári Ásgrímsson, rekstrar- og rafiðnfræðingur, hefur stýrt þessari starfsemi í samstarfi við eigendur félagsins á Íslandi. Það er ljóst að mikil verkefni eru fyrir rafverktaka í Noregi en um stundarsakir eru þó engin verkefni þar á vegum félagsins.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 251
Friðarsúlan í Viðey.
Progastro ehf. Progastro ehf. er dótturfyrirtæki Rafmiðlunar og lykilstarfsmanna. Fyrirtækið sér um sölu á stóreldhúsbúnaði til hótela, veitingahúsa og mötuneyta en jafnframt hafa áhugamenn um matargerð fundið þarna stað til kaupa á búnaði til matargerðar. Fyrirtækið er í Ögurhvarfi 2 þar sem er verslun og liðtækir sölumenn. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 þegar tekin voru yfir þau umboð sem Jóhann Ólafsson & co hafði verið með á þessu sviði í fjölmörg ár. Tveir fyrrum starfsmenn Jóhanns komu einnig yfir og eru hluthafar í fyrirtækinu, þ.e. Hallgrímur Björgvinsson og Hafþór Óskarsson. Rafmiðlun hf. hafði frá upphafi séð um þjónustu við eldhústækjadeild Jóhanns Ólafssonar en þegar breytingar urðu á starfsemi þess fyrirtækis tók Rafmiðlun hf. yfir umboðin. Öll þjónusta tengd eldhústækjunum eru í höndum sérstakrar deildar í Rafmiðlun.
Pronet ehf Pronet ehf. er nýtt fyrirtæki sem Rafmiðlun er eignaraðili að og mun einbeita sér almennt að fjarskiptakerfum, m.a. ljósleiðara- og nettengingum. Jafnframt mun fyrirtækið flytja inn og selja allan netbúnað, öryggisbúnað og annað sem tengist fjarskiptum. Framkvæmdastjóri og meðeigandi er Ivan Mladenovic.
Norðurál, Grundartanga.
252 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
RAFMENN ehf.
R
www.rafmenn.is
afmenn ehf. er framsækið raflagnafyrirtæki, sem sérhæfir sig í allri almennri lagnavinnu og leggur mikla rækt við skjóta og skilvirka þjónustu með vönduðum og snyrtilegum vinnubrögðum, fyrir sanngjarnt verð. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Akureyri, með sinn heimamarkað á Eyjafjarðarsvæðinu en tekur þó að sér stór og smá verkefni víða um land.
Eignarhald Rafmenn ehf. hóf starfsemi sína í desember 1997. Stofnendur voru þeir Árni Grétar Árnason raffræðingur og Jóhann Kristján Einarsson rafvirkjameistari en sá hinn sami bjó einnig að langri reynslu sem löggiltur rafverktaki. Í lok september 2007 urðu þær eignarhaldsbreytingar að Árni Grétar seldi hlut sinn í hendur Jóhanns og Árna Páls Jóhannssonar. Árni Grétar hætti störfum hjá fyrirtækinu í kjölfar eignarhaldsbreytinganna og tók Árni Páll við stöðu framkvæmdastjóra.
Helstu verkefni Of langt mál væri að telja upp allan þann aragrúa stærri verktakaverkefna sem Rafmenn ehf. hafa tekið að sér í gegnum tíðina. Umfangsmestu verkin hafa helst tengst opinberum mannvikjum eins og skólum og íþróttahúsum ásamt vatnsfallsvirkjunum og jarðgöngum. Fyrirtækið var t.d. með mannskap á sínum snærum á öllum byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar frá 2002-2007. Þegar þetta er ritað standa yfir viðamiklar framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng, á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, en vegalengdin mun ná yfir heila 11 km, í tveimur hlutum. Þetta er stærsta framkvæmd Vegagerðarinnar frá upphafi og í leiðinni stærsta lagnaverkefni sem Rafmenn ehf. hafa ráðist í. Allar nánari upplýsingar um fullkláruð, yfirstandandi og væntanleg verk fyrirtækisins má nálgast inni á heimasíðunni: www.rafmenn.is Á Þrándarhlíðarfjalli.
Úthugsað og árangursmiðað skipulag Allt frá upphafi hefur vöxtur og viðgangur Rafmanna ehf. verið í stöðugri sókn, enda er skipulag fyrirtækisins mjög úthugsað og árangursmiðað gagnvart sjálfum rekstrinum. Allar skipulagseiningar eru vandlega skilgreindar og hlutverk þeirra skýrt afmörkuð. Tilgangurinn er að auðvelda starfsfólki að vinna saman að viðfangsefnum innan hverrar deildar fyrir sig og líka í þeim verkefnum sem skararst við aðrar deildir. Nánari upplýsingar um deildaskiptingu er að finna í sérrramma annars staðar í greininni
Héðinsfjarðargöng.
Naustaskóli.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 253
Hýsingasalur EJS.
Víðtæk þekking og þjónusta
Deildaskipting:
Starfsmenn Rafmanna ehf. búa að víðtækri þekkingu á sviði rafmagns- og fjarskiptatækni, sem nýtist vel við að þjóna fjölþættum þjónustuliðum. Allt frá upphafi hefur grunnur starfseminnar byggst á nýlögnum eða endurnýjun eldri lagna hjá heimilum og fyrirtækjum. Helsti vaxtarbroddurinn að þessu leyti eru uppsetningar á öryggiskerfum ásamt tölvustýrðum aðgangsstýri- og lýsingarkerfum og fjarskipta- og tölvulögnum. Að öðru leyti er boðið upp á farsælar heildarlausnir á flóknum sjónvarps- og símkerfum ásamt tölvubúnaði og jaðartækjum þeim tengdum. Starfsmenn Rafmanna ehf. sérhæfa sig í að koma skipulagi á alla óreiðu í þessum efnum og ekkert vandamál er svo stórt að ekki sé hægt að lagfæra það.
Þjónustudeild – Sinnir þjónustusamningum við fyrirtæki og stofnanir um viðhald og eftirlit með raflögnum tengdum mikilvægum vélbúnaði.
Aðsetur, starfsmannafjöldi og velta Aðsetur Rafmanna ehf. er að Frostagötu 6c á Akureyri en hjá fyrirtækinu starfa í dag um 30 manns. Meðaltalsvelta á ársgrundvelli er um 400 milljónir.
Menningahúsið Hof.
Verkefnadeild – Sinnir raflögnum, smáspennulögnum og öryggiskerfum. Fjarskiptadeild – Sinnir viðhaldi og uppsetningu á öllu tengdu fjarskiptum s.s. koparlögnum í jörðu, endabúnaði, örbylgjusendum og loftnetum.
Í Kárahnjúkavirkjun.
254 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
röraverksmiðjan set www.set.is
R
öraverksmiðjan Set er í dag eitt stærsta iðnfyrirtækið á Árborgarsvæðinu og mikil kjölfesta atvinnulífs á Selfossi í meira en 30 ár. Set sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á plaströrum og foreinangruðum hitaveiturörum ásamt tengjum fyrir íslenskan lagnamarkað. Að auki hefur útflutningur á tilteknum vöruflokkum verið einn helsti vaxtarbroddur fyrirtækisins. Um 70% af afurðum fara til stærstu veitustofnana landsins, en um 30% fara til ýmissa endursöluaðila á byggingamarkaði. Fyrirtækið var eitt hið allra fyrsta hér á landi til að tileinka sér skipulega gæðastjórnun og hefur slíkt fyrirkomulag tryggt mikla farsæld rekstrarins. Hjá Röraverksmiðjunni Seti starfa í dag um 70 manns og er meðaltalsveltan á ársgrundvelli um einn milljarður króna.
Upphafið Stofnandi Sets og núverandi stjórnarformaður, Einar Elíasson, er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1935, en settist að á Selfossi árið 1958 ásamt eiginkonunni Sigríði Bergsteinsdóttur. Þau eiga fjögur börn sem flest hafa komið nálægt rekstrinum, en þau eru: Bergsteinn, Elín, Sigrún og Örn. Einar starfaði upphaflega hjá KÁ og lærði þar húsamíði. Um miðbik sjöunda áratugarins fór hann af stað með verktakastarfsemi á Selfossi og á hennar vegum var t.d. reist töluvert af einbýlishúsum í austurhluta bæjarins. Eftir mikinn samdrátt í byggingaiðnaðinum árið 1968 ákvað Einar Elíasson að freista gæfunnar á öðrum vígstöðvum með stofnun Steypuiðjunnar sf. Fyrirtækið einbeitti sér að framleiðslu á steinsteyptum frárennslis- og holræsarörum ásamt milliveggjaplötum og gangstéttarhellum. Sá rekstur naut oft mikilla uppgripa og þá ekki síst eftir að ný lög um gatnagerðargjöld gengu í gildi árið 1972. Þegar olíukreppan lét á sér kræla um miðbik áttunda áratugarins var nýju lífi hleypti hitaveituframkvæmdir í landinu. Þar með skapaðist þörf fyrir framleiðslu á foreinangruðum hitaveiturörum og með því kominn rekstrargrundvöllur fyrir Röraverksmiðjuna Set sem opinberlega var gangsett árið 1977. Upphaflegt aðsetur var í litlu húsi að Eyrarvegi 43 og hefur starfsemin nú dreift úr sér yfir 7.200 fm á sex nálægum lóðum þar sem athafnasvæðið skiptist í fjórar framleiðsludeildir, lager, söluldeild og skrifstofur ásamt tækjasmíða- og viðhaldsdeild. Í dag er fyrirtækið skráð til húsa að Eyrarvegi 41.
Framgangur starfseminnar Til að byrja með fólst framleiðslan nær eingöngu í foreinangruðum stálrörum til hitaveitulagna ásamt gömlu steinpípum Steypuiðjunnar. Sonur stofnandans og núverandi framkvæmdastjóri, Bergsteinn Einarsson, hefur verið einn helsti drifkraftur starfseminnar frá upphafi. Árið 1980 hélt hann til Þýskalands til að kynna sér plaströragerð og kom síðan með þekkinguna heim og tók að sveigja fyrirtækið inn á nýjar brautir, t.d. með framleiðslu á plasthlífðarkápum utan um stálrör. Upp frá þessu hefur markaðshlutdeildin aukist hröðum skrefum, meðfram því sem tækni- og þekkingarstigið nýtur stöðugrar framþróunar. Þrátt fyrir þetta hefur grunngerð framleiðslunnar haldist svo til óbreytt síðan 1985. Vörunum er í dag skipt í fjóra flokka sem eru: Foreinangruð stálrör fyrir hitaveitur, plaströr fyrir vatns- og hitaveitur, snjóbræðslu og geislahitun, frárennslisrör fyrir innan- og utanhússlagnir og raflagnarör ásamt hlífðarkápum fyrir ljósleiðara, síma og rafstrengi. Að auki stendur Set fyrir töluverðum innflutningi á fjölbreyttu úrvali á tengdum hliðarvörum eins og tengistykkjum, samskeytaefnum og vatnslokum.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 255
Fram eftir öllum fyrsta áratugi hins nýja árþúsunds hefur Röraverksmiðjan Set tekið rækilegan þátt í þeim mikla uppgangi sem hefur ríkt í opinberum framkvæmdum hjá ýmsum stofnunum og sveitarfélögum. Fyrirtækið hefur gjörsamlega fullnýtt afkastagetu sína við hráefnisöflun í stærri verk á borð við virkjanir, hitaveitur, stóriðju og lagningu jarðkapla. Þar hefur stærsti verkkaupinn verið Orkuveita Reykjavíkur með um fimmtung af heildarframleiðslunni.
Gæðastjórnun Röraverksmiðjan Set var meðal allra fyrstu framleiðslufyrirtækja hér á landi til að taka upp altæka gæðastjórnun. Sú leið hefur reynst vera lykillinn að einstaklega farsælum og traustum rekstri þar sem framleiðsla, innviðir, skipulag, aðstaða og mannafli njóta góðs af. Þrátt fyrir þetta var hugtakið gæðastjórnun nær óþekkt hérlendis undir lok níunda áratugarins og hjá iðnfyrirtækjum voru ekki fyrir hendi neinar staðlaðar gæðahandbækur með skilgreindum verklagsreglum eða gátlistum. Árið 1989 gekk í gildi sú breyting að 22% vörugjald af innfluttum stálrörum var afnumið og í hönd fór sá tími að Set tók að vinna hörðum höndum að því að aðlaga vörugæði sín að alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Fyrir tilstilli stuðningsverkefnis frá Iðnlánasjóði og Iðntæknistofnun var haldið inn á óplægðan akur gæðakerfa. Fyrsta verkið var að skrá alla verkferla inn í sérstakar gæðahandbækur sem þá þóttu mikil nýlunda, en síðan leiddi eitt af öðru. Í fyllingu tímans hefur árangurinn skilað sér í almennri reglufestu, aukinni hagræðingu, meiri arðsemi og stórbættu framleiðslueftirliti ásamt sífelldum framförum á öllum sviðum þar sem ábyrgð og gæðavitund er dreift á hvern og einn starfsmann. Árið 1997 öðlaðist Set formlega vottun fyrir ISO 9000 gæðastjórnunarkerfinu og hefur haldið merki þess æ síðan.
Vöruþróun og útflutningur Með skipulegri gæðastjórnun gefst aukið svigrúm til að hlúa betur að þáttum vöruþróunar og útflutningsmála. Hafa ber í huga að öll aðföng eru greidd í erlendri mynt og er sá hluti um 60% af heildarkostnaði fyrirtækisins, en eigin framleiðsla hinsvegar um 80% af heildarveltu. Íslenska efnahagshrunið hefur þó haft í för með sér að gengi krónunnar hefur haldist hátt gagnvart erlendum gjaldmiðlum og því er samkeppnisstaðan á útflutningsmarkaði töluvert hagstæðari en oft áður. Í dag eru helstu viðskiptalönd fyrirtækisins Þýskaland, Holland, Danmörk og Noregur ásamt Bandaríkjunum. Frá árinu 2006 hefur helsti vaxtarbroddur útflutningsins falist í foreinangruðum plaströrum undir vörumerkinu Elipex. Helsti kostur þeirra er hversu einingarnar eru í senn langar og þægilegar í samsetningu, auk þess sem tæring er hverfandi. Elipex-rörin hafa nú öðlast viðurkenningu prófunaraðila og afurðin hefur þegar byggt upp jákvætt orðspor fyrirtækisins og skipað því á fremsta bekk framleiðenda sem sérhæfa sig í einangruðu lagnaefni fyrir hitaveitukerfi.
256 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
sérverk ehf.
B
www.serverk.is
yggingafélagið Sérverk ehf. tekur að sér alhliða byggingastarfsemi á útboðsmarkaði og hefur á undanförnum árum byggt og selt fjöldamörg fullbúin fjölbýlishús, með allt að 31 íbúð. Fyrirtækið leggur sig mikið eftir því að hafa alla verkþætti framkvæmda á eigin hendi. Kjölfesta starfseminnar er vel tækjavætt og umsvifamikið trésmíðaverkstæði en þar fara fram alhliða innréttingasmíðar.
Farsæll rekstur Rekstur Sérverks hófst árið 1991 en núverandi eigendur eru hjónin Elías Guðmundsson byggingameistari og Alda Ólafsdóttir. Fyrstu árin vann fyrirtækið aðallega sem undirverktaki við að fullklára innivinnu og samsetningu innréttinga í nýbyggingum. Á árunum 1997-98 reisti Sérverk, í samvinnu við Íslenska verslunarfélagið, atvinnuhúsnæði að Askalind 5 í Kópavogi. Í beinu framhaldi fluttist starfsemin þangað og var þar sett upp trésmíðaverkstæði sem byggðist upp jafnt og þétt með fullkomnum tækjabúnaði. Í réttu hlutfalli jókst síðan eftirspurnin eftir þjónustunni, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum og þannig var lagður grunnurinn að farsælum rekstri, þar sem vönduð og traust vinnubrögð eru í hávegum höfð.
Verksvið Frá upphafi starfseminnar hjá Sérverki hafa uppsetningar og frágangur á innanhússinnréttingum verið veigamikill þáttur starfseminnar. Meðal stórra verkefna, að því leyti, var vinna við stórhýsi Landsímans eða „Múlastöðina“ sem reis við Ármúlann í Reykjavík um aldamótin 2000. Annað verk í stærri kantinum var síðan skrifstofa TVG-Zimsen við Sundaklett í Sundahöfn
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 257
Frá árinu 2007 hafa hertir glerveggir frá breska fyrirtækinu Avanti Systems verið að koma mjög sterkir inn á markaðinn. Veggirnir eru fyrirliggjandi í ýmsum útfærslum, en þeir þykja einstaklega þægilegir í meðförum við uppsetningu. Avanti merkið hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir þessa tilteknu nytjahönnun, sem þegar hefur náð fótfsetu hringinn í kringum hnöttinn. Eitt vandasamasta verkið í þessa veru var síðan hinn glæsilegi Lexus-salur Toyota-umboðsins við Nýbýlaveg í Kópavogi.
Helstu verkefni Eins og fyrr er frá greint hefur Sérverk haslað sér völl sem umsvifamikill verktaki á byggingamarkaði. Stærstu og kostnaðarsömustu framkvæmdirnar hafa þó verið vöruhótel Eimskips, Hótel Esja, Hús Orkustofnunar, Skrifstofur N1 ásamt Lexus-bílasal Toyota. Sérverk hóf byggingar á fjölbýlishúsum af fullu afli árið 2002. Á starfstímanum hefur fyrirtækið fullklárað um 200 íbúðir á almennum markaði auk þúsunda fermetra af atvinnuhúsnæði. Einnig er um að ræða eigin 3.000 fm iðnaðar- og verslunarhúsnæði á sex hæðum í Urðahvarfi 2, en Sérverk hefur einnig reist sambærilega byggingu að Ögurhvarfi 2. Helsta verkefnið sem er í vinnslu á árinu 2009 er 14 íbúða fjölbýlishús að Stóragerði 42 í Reykjavík. Húsið er mjög vandað að allri gerð en þar er t.d. utanhússklæðning úr vönduðum flísum og harðviði. Allar innréttingar í þessum híbýlum eru smíðaðar á trésmíðaverkstæði Sérverks og þess gætt að sama áferðin haldi sér, hvort sem um er að ræða hurðir, eldhús eða bað. Af þeim sökum hafa íbúðirnar verið mjög auðveldar í sölu á almennum markaði. Þess má geta að Sérverk er, ásamt sjö öðrum fyrirtækjum, hlutaðeigandi aðlili að byggingasamsteypunni Fossahvarfi. Tilgangur hennar er að halda úti heimasíðu á Internetinu þar sem fullbúnar nýbyggingar eru boðnar milliliðalaust til kaups.
Starfsmenn Hjá Sérverki starfa í dag um 20 fastir starfsmenn sem allir er fagmenn fram í fingurgóma, með mikla reynslu, enda meðaldurinn oft hærri heldur en hefðin býður í sambærilegri starfsemi. Allar nánari upplýsingar má nálgast inni á heimasíðunni www.serverk.is
258 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
spöng ehf.
A
www.spong.is
llt frá öndverðum tíunda áratugnum hefur Spöng ehf. verið öflugt og framsækið byggingafyrirtæki. Innan raða þess starfar kröftugur og hæfileikaríkur mannafli, með óþrjótandi þekkingu og reynslu að leiðarljósi, sem nýst hefur vel í vandasömum og fjölbreyttum verkefnum fyrir ríki, borg, sveitarfélög og einkaaðila. Fyrirtækið er vel í stakk búið til að takast á við öll stig verklegra framkvæmda, allt frá því að reisa nýbyggingar yfir í viðgerðir og yfirhalningu á eldra húsnæði.
Nafnið Nafngift Spangar ehf. á sér merkilega sögu og er sótt alla leið til Þingvalla. Þar nefnist ein helsta gjáin Flosagjá en á löngum kafla klofnar hún og kvíslast í austur yfir í Nikulásargjá. Yfir síðarnefndu gjána var lögð brú árið 1907. Skömmu eftir það tóku ferðamenn upp á þeim sið að kasta smápeningum frá brúarbarminum niður í vatnið og óska sér í leiðinni, en af þeim sökum varð Nikulásargjá með tímanum betur þekkt sem Peningagjá. Á milli Nikulásargjáar og Flosagjáar liggur hraunrimi eða haft sem nefnist Spöngin. Fyrr á öldum töldu menn að þar hafi hið eiginlega Lögberg staðið til forna sem aðalfundarstaður Alþingis og því oft rætt um Heiðna-Lögberg eða Gamla-Lögberg í því samhengi, en fyrir kristnitöku munu goðin hafa hist á þessum stað og þingað með Óðni. Einnig eru uppi tilgátur um að Spöng á Þingvöllum hafi þjónað hlutverki sem einskonar friðhelgur griðastaður Alþingis þar sem allir menn gátu átt frjálsa aðild og sett niður illdeilur sín í millum.
Upphafið Stofnendur og núverandi meirihlutaeigendur Spangar ehf. eru hjónin Ingibjörg Sigurbergsdóttir og Sigurbjörn K. Haraldsson húsasmíðameistari. Ingibjörg er fædd árið 1947 á bænum Svínafelli í Nesjahreppi við Hornafjörð en Sigurbjörn er fæddur árið 1953 í
Endurgerð efri hæðar á Tjarnargötu 35 í Reykjavík.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 259
Sundlaug NLFÍ í Hveragerði.
þorpinu Hjalteyri við Eyjafjörð, rétt norðan við Akureyri. Leiðir Ingibjargar og Sigurbjarnar lágu saman í Reykjavík á seinni hluta níunda áratugarins. Hjónin eru mikið áhugafólk um íslenska menningu og sögu. Frá árinu 1992 hafa þau haft þann sið að halda til Spangar á Þingvöllum að kvöldi 16. júní og sofa þar undir berum himni, líkt og þingmenn til forna og vakna þar að morgni þjóðhátíðardags Íslendinga 17. júní. Í einni slíkri ferð árið 1996 var ákveðið að stofna opinberlega byggingafyrirtækið Spöng ehf. og þá með þeirri bjargföstu trú að starfsemi undir slíku nafni bæri með sér mikla gæfu. Slíkt má til sanns vegar færa, því allt fram á þennan dag hefur rekstur fyrirtækisins verið einstaklega farsæll og umsvifamikill. Meðal annarra stofnaðila Spangar ehf. voru Elvar G. Kristinsson pípulagningarmeistari og Halldór Ólafsson rafvirkjameistari. Með tímanum hafa ýmsir hluthafar komið og farið frá fyrirtækinu en eignahluturinn í dag skiptist þannig að þau Ingibjörg og Sigurbjörn fara með 96% en afgangurinn er í eigu Guðmundar Gíslasonar og Inga Bóassonar sem hafa átt sinn hlut frá upphafi stofnunar Spangar. Núverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Jón Bjarni Jónsson.
Helstu verkefni Fyrsta verkefnið sem Spöng ehf. leysti opinberlega af hendi var viðbygging við leikskólann Árborg í Árbæ en framkvæmdir stóðu yfir um veturinn 1996-97. Upp frá því hefur fyrirtækið tekist á við sífellt stærri útboðsverkefni en þar hafa ýmsar ríkisstofnanir verið á meðal stærstu verkkaupa og nægir þar að nefna t.d. Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun, Reykjavíkurborg og Ríkisspítalana ásamt Framkvæmdasýslu ríkisins sem sér um stjórn á stórum hluta verklegra framkvæmda fyrir hið opinbera. Nærtækustu dæmin um slík verkefni sem Spöng ehf. hefur haft yfirumsjón með eru Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu 4 og endurbætur á St. Jósefsspítala. Meðal helstu verkkaupa í einkageiranum hafa verið Actavis og Exista ásamt Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Af athyglisverðum og ólíkum sérverkefnum má helst nefna niðurrif og förgun húsa eftir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli ásamt asbesthreinsun þar að lútandi, smíði sundlaugar fyrir Náttúrulækningafélag Íslands og endurbætur á Amtmannsstíg 2 sem hluta af menntaskólaþorpi MR. Fyrirtækið hefur að ákveðnu leyti sérhæft sig í verkefnum tengdum sögu- og minjavernd. Nærtækt dæmi um slíkt er húsnæði yfir landnámsbæinn að Aðalstræti 16 sem reist var í nánu samstarfi við þá fornleifafræðinga sem unnu að uppgreftri samhliða byggingaframkvæmdum. Annað svipað dæmi er nýopnaður skáli víkingaskipsins Íslendings sem er við sjávarsíðuna í Innri-Njarðvík. Eins má
Ingunnarskóli, Grafarholti.
260 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Viðbót við einbýlishús, séð að innan.
geta nýlokinna verkefna á borð við Safnaðarheimili Kársnessóknar, Hábraut 1a og Skrifstofu og þjónustubyggingu kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, Þvervegi 1-7. Þegar þetta er ritað er helsta verkefnið bygging sérálmu fyrir þroskahefta og fatlaða í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, en í gegnum tíðna hefur Spöng ehf. átt í farsælu samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands og reist ófá sambýli fyrir fatlaða og öryrkja.
Nýsköpun og hugvit Spöng ehf. hefur verið þátttakandi í ýmsum framkvæmdum við grunnskólabyggingar eins og Ártúns-, Valhúsa- og Ölduselsskóla. Umsvifamesta verkefni fyrirtækisins að þessu leyti var annar og þriðji áfangi að byggingu Ingunnarskóla við Maríubaug í Grafarholti. Við hönnun hans var tekið mið af ákveðinni skólastefnu sem nefnist „Design Down Process“ eða „Frá því almenna til þess sérstæða“, en mótun hennar byggir á að einstaklingar úr ólíkum hópum koma með lýðræðislegar tillögur að því hvernig innviðirnir eru skipulagðir. Við hönnun Ingunnarskóla varð niðurstaðan sú að hægt er að stækka og minnka kennslustofur að vild og mynda þannig opnanleg rými þar sem kennarar leiðbeina árgangablönduðum hópum með áherslu á einstaklingsmiðað nám og þemavinnu. Spöng ehf. tók við byggingunni uppsteyptri og innréttaði hana frá grunni, ásamt öllum utanhússfrágngi á árunum 2004-2005. Óvenjuleg og skapandi framsetning verkefnisins í heild sinni þótti einstaklega gefandi fyrir starfsmenn fyrirtækisins, enda stendur í stofnskrá þess að eitt helsta hlutverkið sé „hönnun, þróun og markaðssetning hugmynda ásamt byggingastarfsemi.“ Við þetta má bæta að einn af eigendum Spangar, Sigurbjörn K. Haraldsson, er mikill áhugamaður um hugvit og nýsköpun á sviði byggingaiðnaðar og hefur nú þegar fengið háan styrk frá Íbúðalánasjóði til þróunar á einni af hugmyndum sínum. Hans álit er að „kreppa og samdráttur sé, í raun, tækifæri ferskra hugmynda, þá er þeirra tími runninn upp.“ Eitt af mikilvægustu en jafnframt vanmetnustu verkefnum að þessu leyti er að fá að nýta þær lausnir sem fram hafa komið, t.d. varðandi jarðskaut nýbygginga. Lengi hefur verið við lýði sá útbreiddi misskilningur að jarðskaut og sökkulskaut sé eitt og hið sama. Eins og þessu er háttað í dag, þá eru sökkulskaut lögð í grunna en jarðskaut vantar. Eitt af mikilvægustu verkefnum framtíðarinnar er að þeir sem ráði tileinki sér algerlega nýja hugsun gagnvart hönnun híbýla, með hollustu og vellíðan að leiðarljósi.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 261
Skáli Íslendings, Reykjanesbæ.
Aðsetur og starfsmenn Fyrsta aðsetur Spangar ehf. var að Laugarnesvegi 100 í Reykjavík en þaðan var haldið í Fururlund 9 í Garðabæ. Núverandi aðsetur er hinsvegar í um 800 fm skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði á tveim hæðum að Bæjarflöt 15. Þeirri lóð hafði verið úthlutað til Spangar árið 1999 og fyrsta skóflustungan tekin þar þann 17. júní árið 1999. Unnið var að byggingunni þegar tíma vannst til og fluttist starfsemin alfarið þangað inn árið 2006. Fastráðnir starfsmenn Spangar ehf. voru um 70 talsins, en í kjölfar kreppunnar hefur þeim verið fækkað og í staðinn teknir inn undirverktakar á álagstímum. Eftir standa um 18 fastir starfsmenn og er þar á ferðinni öflugur kjarni sem hefur skilað frábæru verki fyrir fyrirtækið. Allar nánari upplýsingar um fyrirtækið og starfsemina má nálgast inni á heimasíðunni www.spong.is. Þar má t.d. finna tæmandi verkefnalista ásamt vel útfærðri gæðahandbók, þróaðri í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Framkvæmdasýslu ríkisins.
Sambýli fatlaðra, Barðastöðum.
262 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
S.S. Byggir ehf.
F
www.ssbyggir.is
arsæl fortíð. SS Byggir á að baki langa og farsæla sögu við húsbyggingar á Akureyri og í nágrenni. Fyrirtækið var stofnað 1978. Einn stofnenda þess, Sigurður Sigurðsson, er nú eigandi og framkvæmdastjóri. SS Byggir hefur frá byrjun einbeitt sér að starfsemi á og í kringum Akureyri. Á upphafsárunum byggði fyrirtækið nokkur einbýlis- og raðhús en fór síðan yfir í uppsetningu svokallaðra Siglufjarðarhúsa sem sett voru saman úr timbureiningum. Fyrsta stóra verkefnið sem SS Byggir réðist í var bygging fjölbýlishúss við Hjallalund á Akureyri, 1986. Þetta var langstærsta verkefnið sem fyrirtækið hafði ráðist í og í fyrsta skipti sem byggt var svokallað bílastæðahús á Akureyri. Frá 1990 og fram til dagsins í dag hefur fyrirtækið verið meira í stærri framkvæmdum. Má þar nefna skólabyggingar, sjúkrahús, íþróttahús og skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Þessar stóru framkvæmdir hafa kallað á fleira starfsfólk, aukinn tækjabúnað og bætta gæðastjórnun. Árið 2006 keypti SS Byggir TAK-innréttingar, sem er nú hluti af fyrirtækinu en innréttingaframleiðslan er áfram rekin undir nafninu TAK-innréttingar. Við kaupin fluttist starfsemi SS Byggis í húsnæði TAK-innréttinga að Njarðarnesi 14 á Akureyri og hefur það síðan verið stækkað til að mæta vaxandi umsvifum fyrirtækisins.
Stöðug starfsemi – örugg verkefni Kunnátta, færni og reynsla skipta miklu máli fyrir starfsemi SS Byggis og því hefur verið lögð mikil áhersla á að halda starfsfólki þegar verkefni hafa dregist saman í byggingaiðnaði því ekki er hægt að treysta á öruggt og stöðugt flæði af útboðum og útboðsverkum. Af þeim sökum hefur fyrirtækið lagt ríka áherslu á að skapa sér eigin verkefni og má þar nefna íbúðablokk við Undirhlíð og frístundabyggðina Hálönd við Hlíðarfjall.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 263
S
steypustöð skagafjarðar ehf.
teypustöð Skagafjarðar ehf. var stofnuð af Pálma Friðrikssyni, Garðari Guðjónssyni, Byggingafélaginu Hlyn hf. og Kaupfélagi Skagfirðinga í mars 1972 og hefur því framleitt steypu í 40 ár. Pálmi Friðriksson og fjölskylda keyptu síðan allt fyrirtækið í desember 1989. Þá breyttist starfsemi fyrirtækisins töluvert og varð mun víðtækari þegar Pálmi fór að reka fyrirtækið ásamt fjölskyldu sinni og má segja að þá hafi fyrirtækið orðið alhliða verktakafyrirtæki. Árið 2005 voru fyrirtækin Vinnuvélar Pálma Friðrikssonar ehf. og Stálspyrnan ehf., sem rekin höfðu verið samhliða Steypustöðinni, sameinuð rekstrinum, en þau voru sérhæfð í lagningu ljósleiðrara, rafmagnsstrengja og annarra lagna. Höfðustöðvar fyrirtækisins eru að Skarðseyri 2 á Sauðárkróki. Þar eru skrifstofur, aðstaða til viðhalds tækja og blöndunarstöð. Núverandi eigendur eru Svala Jónsdóttir og fjölskylda en daglegur rekstur er í höndum Ásmundar og Friðriks Pálmasona. Auk steypuframleiðslu eru unnin ýmis verk um allt land, s.s. hafnarframkvæmdir, vegagerð, lagning vatnsleiðsla, rafmagnsstrengja, ljósleiðara o.fl. mætti nefna. Á veturna er snjómokstur og vegaeftirlit aðalstarfsemi fyrirtækisins.
Unnið við háspennulagnir á Vestfjörðum.
Fastir starfsmenn við fyrirtækið eru um tíu allt árið en geta farið yfir tuttugu á álagstímum. Fyrirtækið hefur yfir að ráða 5 steypubílum og 2 steypudælum auk fjölda bíla og tækja til jarðvinnu, vetrarþjónustu og strengjalagna. Blöndunarstöð til steypuframleiðslu var endurnýjuð árið 2005 og er mjög fullkomin og er öll framleiðslan tölvustýrð. Gæðaeftirlit með framleiðslunni uppfyllir ströngustu kröfur. Unnið við snjómokstur á Vatnsskarði. Steypustöð Skagafjarðar ehf. hefur á þessum fjörutíu árum framleitt steinsteypu í mannvirki af öllum stærðum og gerðum. Markmið fyrirtækisins er að skapa sér orðstír um að það sé traust, vel rekið fyrirtæki sem skili af sér góðu verki og hafi yfir að ráða reyndum mönnum í allar helstu framkvæmdir sem það tekur að sér. Árið 1999 var veltan rúmar 86 milljónir og 2010 var velta fyrirtækisins 217 milljónir.
Hitaveita lögð undir Héraðsvötn.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins að Skarðseyri 2 á Sauðárkróki.
264 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
steypustöðin ehf.
S
www.steypustodin.is
Steypt við Hvítá.
teypustöðin hóf starfsemi árið 1947 og í 65 ára sögu sinni hefur hún þjónað byggingaiðnaðinum í landinu og verið leiðandi aðili í þróun á steinsteypu og lausnum tengdum steinsteypu. Mannvirki byggð úr steypu frá Steypustöðinni eru um allt höfuðborgarsvæðið og í raun víða um land. Steypustöðin er frumkvöðull í framleiðslu á steypu úr steypubifreiðum í Evrópu og má segja að stofnendur félagsins hafi þar með rutt brautina í mannvirkjagerð á Íslandi á mesta uppgangstíma Íslandssögunnar við lok síðari heimsstyrjaldar. Núverandi fyrirtæki, Steypustöðin ehf., er reist á grunni þess félags sem stofnað var árið 1947 með samruna þess og Steinsteypunnar hf. sem stofnuð var árið 2003. Við hrun byggingaiðnaðarins árið 2008 varð félagið gjaldþrota. Í kjölfar þess stofnaði Íslandsbanki núverandi félag, Steypustöðina ehf., og rak það til 1. apríl 2011, þegar núverandi eigandi, Alexander Ólafsson og fjölskylda, keypti félagið.
Metnaður Steypustöðin hefur ávallt lagt mikla áherslu á gæðamál, einungis notað fylliefni sem framleidd eru í samræmi við gæðakröfur og byggingareglugerðir og uppfylla allar kröfur gagnvart steypuframleiðslu. Í dag notar Steypustöðin landefni til framleiðslu á steypu. Lögð er áhersla á að tileinka sér tækninýjungar og eru framleiðsluferlar tölvustýrðir sem tryggir stöðug gæði en það er mjög mikilvægur þáttur til að tryggja gæði þeirra mannvirkja sem steypan er notuð í. Frá upphafi hefur félagið starfrækt eigin rannsóknastofu þar sem sérfræðingar á sviði steinsteypu og jarðefna starfa og veita þeir viðskiptavinum mikilvæga ráðgjöf við val og samsetningu á steypu til að tryggja hámarksárangur fyrir hvern viðskiptavin. Rannsóknastofan tekur regluleg sýni úr steypunni skv. byggingareglugerðum. Árið 2003 hóf forveri Steypustöðvarinnar, Steinsteypan, framleiðslu á hellum og einingum og er sú framleiðsla leiðandi á markaði hvað gæði varðar, hefur komið mjög vel út í öllum rannsóknum og uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til slíkrar framleiðslu. Tækjabúnaður helluverksmiðjunnar er mjög fullkominn og Steypustöðin er eini framleiðandinn á Íslandi í dag sem getur framleitt tveggja laga hellur. Steypustöðin rekur einnig múrverslun í húsakynnum sínum að Malarhöfða. Múrverslunin var stofnuð árið 2004 og hefur frá upphafi fyrst og fremst þjónað fagmönnum varðandi allt er snýr að múrverki, bæði efni og áhöld. Steypustöðin er með samning við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um óháð eftirlit. Gæðaeftirlit Steypustöðvarinnar er því mjög strangt.
Starfsstöðvar Steypustöðin rekur í dag fjórar steypustöðvar, á Malarhöfða eru skrifstofur og stærsta framleiðslustöð félagsins, í Hafnarfirði er steypustöð og hellu- og einingaverksmiðja, á Selfossi er steypustöð og söluskrifstofa, í Helguvík í Reykjanesbæ er steypustöð og söluskrifstofa. Framleiðslugeta Steypustöðvarinnar er því mikil og geta er til staðar til að þjóna svæðinu frá Hvítá til Hvítár. Framkvæmdastjóri félagsins er Alexander G. Alexandersson.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 265
F
tengill ehf. www.tengillehf.is
yrirtækið var stofnað 1. september 1987 og var meginstarfsemin í byrjun alhliða rafverktakavinna. Fyrirtækið hóf starfsemi sína í leiguhúsnæði í kjallaranum í Villa Nova. Um vorið 1988 var flutt í eigið húsnæði að Aðalgötu 26, 140 fermetra klakk stöð sem var endurbyggð og standsett til að anna starfsemi fyrirtækisins. Árið 1992 var enn stækkað og starfsemin flutt að Aðalgötu 24, í pakkhús sem breytt var til að taka við starfsemi sem hafði aukist mikið. Árið 2005 sameinuðust fyrirtækin Tengill ehf. og Rafsjá hf. undir nafni Tengils ehf. og við þann samruna störfuðu 14 manns hjá fyrirtækinu. Árið 2006 keypti Tengill ehf. rafmagnsverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga. Hjá því störfuðu 10 manns og varð þá starfsmannafjöldi Tengils ehf. 24. Áfram hélt starfsemin að stækka og dafna. Árið 2008 opnaði Tengill ehf. starfsstöð á Hvammstanga að Búlandi 4 og starfa þar 4 starfsmenn. Um áramótin 2010-2011 keypti Tengill ehf. HP Rafþjónustu á Blönduósi en þar störfuðu þá 5 manns og rekur Tengill ehf. þar starfsemi sína að Ennisbraut 3. Tengill er í dag alhliða þjónustufyrirtæki á sviði raf-, tölvu- og símaþjónustu staðsett á þremur stöðum: Hvammstanga, Blönduósi og Sauðárkróki, en þar er starfsemin að Hesteyri 2 í Kjarnanum. Þangað flutti starfsemin 2010 og leigir Tengill ehf. ca. 700 fermetra húsnæði. Í Kjarnanum er rekin verslun með rafmagnsvörur og tölvuvörur, þar er einnig skrifstofa og móttaka fyrirtækisins. Starfsmenn fyrirtækisins í dag eru 45, rafvirkjar, rafvélavirkjar, símvirkjar, rafeindavirkjar, netstjórar og kerfisstjórar.
266 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
stólpi ehf.
T
www.stolpiehf.is
jónaviðgerðir, gámaleiga og sala. Við Sundhöfn í Reykjavík er að finna athafnasvæði fyrirtækisins Stólpa ehf. en það hefur verið starfrækt í 38 ár. Starfssviðið er margþætt en meginþunginn hefur þó legið í tvær áttir, fasteignir og gámar. Annars vegar að sjá um tjónaviðgerðir á fasteignum sem og endurbætur og breytingar á byggingum, tryggingamat og þurrkun eigna eftir vatnstjón en hins vegar um viðhald, viðgerðir, leigu og sölu á vöruflutningagámum og gámahúsum. Til þess að auka skilvirkni og styrkja yfirsýnina er fyrirkomulag rekstrarins með þeim hætti að öllum afmörkuðum verkþáttum er stýrt af þremur sérstökum undirfyrirtækjum. Þau eru Stólpi ehf. sem rekur trésmíðaverkstæði og annast fasteignatjónaviðgerðir, Stórverk ehf., sem er með þurrktæki og vatnssugur og síðan Stólpi-Gámar ehf., sem annast gámaviðgerðir ásamt leigu og sölu á gámum.
Reynsla og þekking
Hjá Stólpa starfa í dag um 6-7 trésmiðir, vel tækjum búnir til að takast á við alla mögulega nýsmíði og lagfæringar eftir tjón.
Stólpi hóf starfsemi sem sameignarfélag árið 1974. Stofnandi þess og meirihlutaeigandi fram til ársins 1999 var Þorlákur Ásgeirsson húsasmiður. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið verið í eigu og undir stjórn sonar hans, Ásgeirs, en hann hefur tengst rekstrinum frá unglingsaldri. Fyrstu árin sinnti Stólpi hefðbundinni byggingaverktöku. Meðal helstu verkefna voru smíði sökkla undir viðlagasjóðshús í Garðabænum og Reykjavík auk bygginga einbýlis- og raðhúsa í Mosfellsbænum. Einnig sótti fyrirtækið verkefni austur á Kirkjubæjarklaustur þar sem reist var bygging kaupfélagsins á staðnum ásamt heilsugæslustöð. Við upphaf níunda áratugarins tók starfsemi Stólpa að þróast yfir á núverandi brautir fyrirtækjaþjónustu og helstu verkefnin einkenndust að alls kyns tilfallandi endurbótum og viðgerðum á húseignum. Á árunum 1981-1982 gengu mikil fárviðri yfir landið sem ollu tilfinnanlegu eignatjóni á híbýlum. Í kjölfarið lentu starfsmenn Stólpa í mikilli vinnu, t.d. í viðgerðum húsþaka og lagfæringum á íbúðum eftir vatnstjón. Þrátt fyrir mikið álag var þessi vinna leyst af hendi með mjög skipulegum og skjótvirkum hætti. Í beinu framhaldi fór fyrirtækið að taka að sér reglulegar tjónaviðgerðir og lagfæringar á íbúðum fyrir Almennar tryggingar sem síðar breyttust í Sjóvá Almennar. Veturinn 1986-1987 fór Stólpi inn á nýtt verksvið, gámaviðgerðir, og hefur sá þáttur verið æ veigameiri í starfseminni síðan. Árið 1988 var fyrirtækinu úthlutað lóð við Klettagarða í Sundahöfn og þar var byggt húsnæði undir reksturinn. Upp frá því hefur athafnavæðið stækkað með fleiri byggingum. Aukningin varð þó sýnu mest árið 2001 þegar 450 m2 viðbygging var reist við gámaverkstæðið. Þetta þýddi að heildargólflötur var kominn upp 780 m2 og því hægt að taka inn sex 40 feta gáma í einu. Í dag er hluti húseigna á svæðinu leigður út og er öll sú umsýsla í höndum fasteignafélagsins Klettaskjóls sem stofnað var árið 2006. Ári síðar var endanlegu fyrirkomulagi komið á starfsemina þegar verksviðin voru aðgreind á þann hátt að trésmíðavinna lenti undir hatti Stólpa ehf. en járnsmíðin undir nýju fyrirtæki sem hlaut nafnið Stólpi-Gámar ehf.
Trésmíði og tjónaskoðun Stólpi tekur að sér viðgerðir og endurbætur á stálgámum af öllum stærðum og gerðum ásamt tengdri sérsmíði.
Eins og fyrr er frá greint hefur þjónusta við tryggingafélög og húseigendur verið ein helsta kjölfesta starfseminnar hjá Stólpa. Algengustu verkefnin á þessu sviði felast í viðgerðum og endurnýjun á innréttingum húseigna eftir bruna- eða vatnstjón. Við slíkar aðstæður er ekki óalgengt að skipta þurfi algerlega um parket eða innihurðir á íbúðum. Af þeim sökum þarf að sýna mikla kostgæfni við efnisval svo afrakstur viðgerða líkist sem mest
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 267
Stólpi ehf. er með góða aðstöðu í þremur húsum að Klettagörðum 3-5 í Sundahöfn en samanlögð stærð þeirra er um 1.570 m2.
upprunalegri ásýnd. Á sama hátt þarf líka að ganga hreint og hratt til verks í vönduðum vinnubrögðum með tillitsemi við tjónþola að leiðarljósi. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 6-7 trésmiðir sem allir eru vel tækjum búnir til að takast á við alla mögulega nýsmíði og lagfæringar og gildir einu hvort þeir eru staddir á úti á vettvangi eða inni á trésmíðaverkstæði fyrirtækisins. Þegar um viðamiklar tjónaviðgerðir er að ræða tekur Stólpi gjarnan að sér aðalverktöku og kallar til sín iðnaðarmenn úr öðrum geirum eins og rafvirkja, pípulagningamenn, málara og múrara ásamt hreingerningafólki. Í sameiningu sér þetta fólk um að skila hverri fasteign, á óaðfinnalegan hátt, til eigenda Aldamótaárið 2000 var sérstakt undirfyrirtæki, Stórverk, stofnað af þeim Ásgeiri Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Stólpa og Ríkharði Björnssyni. Hlutverk þess er að sjá um matsúttektir og skoðun fasteigna fyrir tryggingafélög. Reglan er sú að allar fasteignir þurfa að standast ákveðnar kröfur áður en þær teljast gjaldgengar í tryggingar. Þar er t.d. sérstaklega skoðað hvort misræmi sé á milli lýsingar fasteignaeigenda á ástandi húseiganar og þeirrar matsúttektar sem fer fram. Stórverk tekur einnig að sér þurrkun eftir vatnstjón og leigir jafnframt út sérhæfðan búnað í því skyni.
Hjá Stólpa vinnur harðsnúið lið um 20 starfsmanna með langa reynslu, að mestu faglærðir iðnaðarmenn.
Stólpi-Gámar ehf. Stólpi-Gámar var stofnað 2007og tekur að sér viðgerðir og endurbætur á stálgámum af öllum stærðum og gerðum ásamt tengdri sérsmíði. Í því skyni er starfrækt sérhæft og vel tækjum búið járnsmíðaverkstæði þar sem að jafnaði starfa 10-12 manns, að mestu faglærðir járniðnaðarmenn. Um sama leyti hóf Guðfinnur Pálmason störf hjá fyrirtækinu og gerðist þar hluthafi en hann hafði þá unnið við frystigámviðgerðir um langt skeið. Með tímanum hefur fyrirtækið safnað að sér mikilli þekkingu á þessu sviði. Hún hefur nýst til sérsmíða af ýmsum toga þar sem venjulegum stálgámum hefur verið breytt í vinnubúðir og salerni. Slíkir gámar henta t.d. afar vel í vályndum veðrum á byggingasvæðum fjarri mannabyggðum þar sem venjulegir húsgámar henta ekki. Stólpi hefur jafnframt innréttað gáma með stíum til hestaflutninga og síló með vigt fyrir salt og korn, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Stólpi-Gámar til sölu gámahús til ýmissa nota, t.d sem viðbótargistirými fyrir ferðarþjóna, skrifstofur, viðbótarvinnuaðstöðu, kaffistofur og margt fleira. Auðvelt er að raða saman mörgum gámum sem tengdir eru saman og mynda þar með stærri rými. Einnig eru í boði WC gámahús sem koma með öllum tækjum og lögnum og eru tilbúin til notkunar og getur Stólpi-Gámar sérpantað gáma fyrir ýmis önnur verkefni. Eins og að líkum lætur eru stærstu skipafélögin dyggir viðskiptavinir Stólpa. Í löngum og ströngum millilandasiglingum bregður oft svo við að flutningámar verði fyrir hnjaski t.d. af völdum brotsjóa. Í slíkum tilfellum er það hlutverk Stólpa-Gáma að sinna viðgerðum á þeim. Til gámaviðgerða hefur Stólpi yfir að ráða rúmgóðu og hentugu húsnæði að Klettagörðum 5 í Reykjavík. Þar er gott útisvæði til athafna og allur tilheyrandi búnaður s.s. gámalyftarar og viðeigandi verkfæri.
Myndatexti
Stólpi er vel tækjum búinn fyrir gámaviðgerðir.
Aðsetur og mannafli Athafnasvæði Stólpa ehf. er að finna í þremur húsum að Klettagörðum 3-5 í Sundahöfn en samanlögð stærð þeirra er um 1.570 m2 en að auki fylgir rúmgott útisvæði undir gáma, tækjakost og fleira. Hjá fyrirtækinu og tengdum félögum eru jafnaði um 20 manns í fullu starfi en nokkrir þeirra hafa unnið hjá fyrirtækinu í meira en aldarfjórðung.
Stólpi flytur gáma til kaupenda um land allt.
268 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Suðurverk hf.
V
www.sudurverk.is
erktakafyrirtækið Suðurverk sinnir allri mögulegri jarðvinnu í tengslum við mannvirkjagerð ásamt vegalagningu og hefur til margra ára einnig starfrækt vélaleigu. Helstu verkefni hafa falist í byggingu grjótgarða við hafnir landsins auk stíflugerðar við vatnsfallsvirkjanir á hálendinu.
Upphafið og framgangurinn
Grjótröðun Desjarárstífla, Kárahnjúkar.
Suðurverk hefur ávallt einsett sér að sýna af sér alúð, natni og heiðarleika í öllum sínum verkum, en nærtækasti vitnisburðurinn er hin langa vegferð fyrirtækisins sem hófst fyrir tæplega hálfri öld. Stofnandi og núverandi framkvæmdastjóri er Dofri Eysteinsson. Hann er fæddur þann 30. mars 1947 og uppalinn á bænum Brú við Markarfljót, en bjó þó lengstum á Hvolsvelli. Árið 1966 fjárfesti Dofri í traktorsgröfu og komst fljótlega í mikil uppgrip við lagningu vatnsleiðslu sem liggur um Landeyjar til Vestmannaeyja. Í beinu framhaldi tóku við ýmis tilfallandi vegagerðarverkefni sem leiddu til þess að Dofri Eysteinsson stofnaði sameignarfélagið Suðurverk árið 1967 ásamt Sveini Þorlákssyni. Fyrirtækið var starfrækt í þeirri mynd fram til ársins 1985 en þá stofnaði Dofri ásamt fjölskyldu sinni hlutafélagið Suðurverk. Fyrstu árin starfaði Suðurverk að mestu sem vélaleiga. Jarðýtur og beltagröfur nýttust t.d. til vegagerðar á Suðurlandi og við gröft á framræsluskurðum fyrir bændur ásamt ýmsum jarðvinnuverkum. Í kringum 1970 ríkti mikil kreppa í verklegum framkvæmdum hér á landi og fór fyrirtækið ekki varhluta af því. Verkefnastaðan glæddist þó þegar líða tók á áttunda áratuginn. Þar kom t.d. til mikið starf við gjóskuhreinsun eftir Vestmannaeyjagosið árið 1973 og við vegagerð og varnargarða í tengslum við brúarframkvæmdir á Skeiðaársandi, en þangað leigði Vegagerðin til sín jarðvinnutæki frá Suðurverki.
Virkjanaframkvæmdir Náma í Seljalandsheiði.
Landeyjahöfn.
Allt fram til dagsins í dag hefur Suðurverk sérhæft sig í vandasamri jarðvinnu við ýmsar fallvatnsvirkjanir. Sú þróun hófst strax á áttunda áratugnum við byggingu Sigölduvirkjunar, en þar var sinnt undirverktöku fyrir júgóslavenska fyrirtækið Energo Project. Árið 1982 hóf fyrirtækið að gera tilboð á hinum almenna útboðsmarkaði og náði með því nokkrum stórum verkum fyrir Landsvirkjun auk leigu á tækjum í ýmsar jarðvegsframkvæmdir. Á árunum 1983-84 tók Suðurverk að sér byggingu þriðja áfanga Kvíslaveitna og var sú framkvæmd sú viðamesta sem fyrirtækið hafði komist í tæri við. Hér var um að ræða upphafið að mikilli framkvæmd, í mörgum áföngum, sem miðar að því að veita ýmsum kvíslum Þjórsár inn í miðlunarlón Þórisvatns. Lónið tengist síðan fimm virkjununum sem eru Búrfellsvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun, Sigölduvirkjun, Sultartangavirkjun og Vatnsfellsvirkjun, en þegar þetta er ritað eru framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun í farvatninu. Suðurverk átti eftir að verða ansi þaulsetið á þessum slóðum. Starfsmenn hafa ekki vílað fyrir sér að leggja vegi upp að athafnasvæðum og flytja þangað vinnuskúra með mikill fyrirhöfn yfir fjöll og firnindi. Fyrirtækið tók einnig að sér fjórða áfanga Kvíslaveitna sem unnið var að á árunum 1996-97. Við þessar aðstæður krefst sjálf stíflugerðin mikillar nákvæmnisvinnu þar sem t.d. slétta þarf út allar mögulegar ójöfnur á milli klappar og stíflubotns ásamt því að þétta undirstöðurnar eins vel og hægt er.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 269
Snjóflóðavarnargarðar, Siglufirði.
Helstu virkjanaverkefni Suðurverks á undanförnum árum hafa verið á Kárahnjúkasvæðinu á Austurlandi. Þar voru byggðar tvær hliðarstíflur í Desjarárdal og Sauðárdal og lauk þeim framkvæmdum árið 2007. Í beinu framhaldi voru vinnubúðir Suðurverks færðar frá Kárahnjúkum niður á Reyðarfjörð þar sem unnið var við gröft og fyllingar í grunni álvers Alcoa Fjarðaáls. Fyrirtækið hefur jafnframt sinnt öðrum tilfallandi verkefnum á svæðinu eins og lagnavinnu, gerðar umhverfisvænna settjarna o.fl.
Grjótgarða- og hafnagerð Á langri vegferð hefur Suðurverk byggt upp sérhæfingu sína í kringum grjótgarða og hafnargerð. Fyrirtækið hefur unnið við allar helstu hafnir landsins. Meðal athyglisverðra verkefna er t.d. Eyjagarður í Örfirisey, grjótgarðar í Grindavík, á Vopnafirði, við Höfn í Hornafirði og við Breiðamerkurlón. Einnig var unnið við snjóflóðavarnargarða á Siglufirði. Sú framkvæmd tók fjögur sumur í sérlega erfiðum aðstæðum sem sköpuðust vegna mikils raka í jarðefnunum. Þegar þetta er ritað er Suðurverk að takast á við eitthvert stærsta hafnarmannvirki sem risið hefur hér á landi. Hér er um að ræða viðamikla hafnargerð í Bakkafjöru á Landeyjasandi og verður hún m.a. fyrir skipulegar ferjusiglingar til Vestmannaeyja. Þungamiðja framkvæmdanna eru tveir 700 metra garðar, en í þá fara um 700.000 rúmmetrar af grjóti sem sótt er upp í Seljalandsheiði, í um 500 m hæð yfir sjávarmáli. Áætlað er að Bakkafjöruhöfn verði tekin í notkun sumarið 2010.
Klapparhreinsun í Kárahnjúkum.
Aðsetur og starfsmenn Suðurverk er með aðsetur í Hlíðasmára 11 í Kópavogi og hjá því starfar um 50 manna fastur kjarni; úrvalsfólks sem sumt hefur verið viðloðandi starfsemina til margra ára. Fyrirtækið leitast eftir því að hafa innan sinna raða ábyrgt, áhugasamt og traust starfsfólk sem kann að vinna saman. Mikilvægt er að gagnkvæm virðing og umburðarlyndi einkenni öll samskipti manna í millum.
Sprengt í námu í Kárahnjúkum.
270 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Sveinbjörn Sigurðsson hf. www.verktaki.is
Verktakafyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson hf. er elsta byggingafyrirtæki landsins. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi.
V
erktakafyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson hf. er eitt elsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Byggingameistarinn Sveinbjörn Sigurðsson hóf rekstur í eigin nafni árið 1942. Í fyrstu sérhæfði hann sig að mestu í smíði hefðbundinna íbúðarhúsa, en í Reykjavík eftirstríðsáranna var oft erfitt um aðföng og aðstæður frumstæðar miðað við það sem þekkist í byggingaiðnaðinum í dag.
Synir taka við
Austurbrún 6, byggð árið 1965.
Upphaflega hóf Sveinbjörn Sigurðsson rekstur í eigin nafni, þá ungur maður, og húsnæðisþörf í Reykjavík mikil eftir stríðsárin. Fyrirtækinu var breytt í einkahlutafélag árið 1990 og þá tóku þrír synir Sveinbjörns við rekstrinum en sjálfur dró hann sig í hlé sökum aldurs. Þegar synirnir tóku við fyrirtækinu árið 1990 fluttist reksturinn af heimili Sveinbjörns og eiginkonu hans Helgu. Á heimili þeirra hjóna hafði öll umsýsla rekstursins farið fram til þessa. Eldhúsið var oft á tíðum fundarherbergi þar sem verkfundir voru haldnir, tilboðin voru reiknuð á borðstofuborðinu, og þegar Sveinbjörn vildi gera vel við starfsmenn voru veislur haldnar á heimilinu. Fyrirtækið hefur verið í eigu fjölskyldu Sveinbjörns í tæp 70 ár og er það elsta byggingafyrirtækið á landinu með einkar farsælan feril að baki. Meðal verkefna fyrirtækisins frá árinu 1990 eru m.a. Fjölskyldugarðurinn í Laugardalnum, stór umferðarmannvirki í Reykjavík, verslunarhús, íbúðarhús, grunnskólar, leikskólar, íþróttahús og sundlaugar og að sjálfsögðu Borgarleikhúsið, svo eitthvað sé nefnt. Stjórn fyrirtækisins í dag mynda synirnir þrír, Sigurður, Árni og Sveinbjörn Sveinbjörnssynir. Framkvæmdastjórar eru Sveinbjörn Sigurðsson og Ármann Óskar Sigurðsson, fjármálastjóri er Bjarni Þór Einarsson og skrifstofustjóri er Guðrún S. Jakobsdóttir. Hjá fyrirtækinu starfar einnig góður hópur tæknimanna og reynslumikilla verkstjóra. Í dag er fyrirtækið að velta um tveimur milljörðum á ári með u.þ.b. 50 manns á launaskrá og mikið af föstum undirverktökum sem hafa unnið fyrir fyrirtækið um árabil.
Útboð aðallífæðin
Borgarleikhúsið, byggt á árunum 1977-87.
Aðallífæð fyrirtækisins í öll þessi ár hefur verið útboðsverkefni fyrir ríkið og Reykjavíkurborg sem og önnur sveitarfélög. Í seinni tíð hafa þó bæst við aðrir verkkaupar þar sem Sveinbjörn Sigurðsson hf. hefur tekið að sér að reisa allar tegundur mannvirkja, allt frá einbýlishúsum upp í umferðarmannvirki. Fyrirtækið hefur byggt 26 af 81 leikskólum Reykjavíkurborgar, auk Vogaskóla sem það hefur byggt tvisvar sinnum. Byggingin sem Sveinbjörn reisti árið 1975 var fjarlægð og nýtt hús byggt í staðinn, sem hlaut Sjónlistaverðlaunin árið 2007. Sveinbjörn Sigurðsson hf. reisti einnig Víkurskóla í Grafarvogi sem var heljarmikið verkefni.
Fjölbreytt verkefni
Víkurskóli, byggður 2001.
Fyrirtækið hefur ekki eingöngu tekið að sér hefðbundin verkefni í byggingaiðnaðinum heldur er verkefnalistinn mjög fjölbreyttur. Þau umferðarmannvirki sem fyrirtækið hefur reist fyrir Vegagerðina eru einkum brýr á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Fyrsta brúin var við Reynisvatn, næst kom tvöföldun yfir Elliðaárnar, þá tvöföldun yfir Reykjanesbraut, brúin milli Réttarholtsvegar og Markarinnar, þá brúin milli Grafarholts og Víkurvegar og síðan mislægu gatnamótin yfir Stekkjarbakka. Auk þessa hefur Sveinbjörn Sigurðsson hf. byggt ótal undirgöng og tekið þátt í virkjanaframkvæmdun sem undirverktaki. Ekki má heldur gleyma þeim stálgrindarhúsum sem fyrirtækið hefur byggt, en á
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 271
Íþróttasvæðið á Seltjarnarnesi, byggt árið 2008.
undanförnum árum hafa þau verið nokkur. Helst ber að nefna húsnæði Ellingsen við Fiskislóð sem og húsnæði R. Sigmundsson/Vélasölunnar við Klettagarða 25 og einnig húsnæði Stálsmiðjunnar í Garðabænum. Einnig var samskonar hús selt til Landsbjargar undir fyrstu flugeldageymslu hérlendis sem uppfyllir öll ströngustu skilyrði til slíkra bygginga. Þá hefur fyrirtækið byggt verslunarmiðstöðvarnar Sunnumörk Hveragerði og Þjóðbraut Akranesi. Ótalið er byggingar yfirbyggðra knattspyrnuhúsa á Reyðarfirði og Akranesi sem eru stálgrindarhús byggð yfir fullgilda knattspyrnuvelli með áhorfendasvæðum. Fleiri nýbyggð íþróttamannvirki eru t.d. byggingar Knattspyrnuakademíu Íslands við Vallakór í Kópavogi, en þar verða íþróttahús, sundlaug og heilsurækt. Þá byggði fyrirtækið glæsilega sundlaug á Hofsósi og stúkubyggingu og vallarhús fyrir íþróttafélagið Gróttu á Seltjarnarnesi. Árið 2009 lauk fyrirtækið við byggingu viðbyggingar við Fjölbrautaskólann í Breiðholti sem Sveinbjörn eldri hafði byggt áður. Ekki má heldur gleyma almættinu. Fyrirtækið byggði Guðríðarkirkju í Grafarholti fyrir Grafarholtssókn. Nýjustu fjölbýlishúsin eru verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði að Þjóðbraut 1 á Akranesi og 80 íbúðir fyrir stúdenta við Skógarveg í Reykjavík.
R. Sigmundsson, byggt árið 2007.
SÁÁ, Efstaleiti, byggt árið 2006.
Það er því ljóst að vinnusemin sem einkenndi stofnanda fyrirtækisins er ennþá aðalsmerki fyrirtækisins.
Gott orðspor Í dag snýst allt um að hagnast sem mest á sem stystum tíma en það var ekki hugsunin hjá Sveinbirni eldri á árum áður. Arðinn af rekstrinum lagði hann ekki allan til heimilisins heldur lét hann einnig gott af sér leiða. Hann var ávallt rausnarlegur við starfsmenn sína og hefur fyrirtækinu því haldist vel á starfsmönnum. Hjá fyrirtækinu starfa menn sem hafa unnið hjá fyrirtækinu í þrjátíu til fjörutíu ár. Þá leggur félagið einnig oft fé til góðgerðarmála. Ástæðan fyrir langlífi fyrirtækisins er kannski sú að þar hefur aldrei verið þessi mikla þörf fyrir að verða allra ríkastur og allra stærstur. Það hefur alltaf skipt meginmáli að láta verkin tala, halda úti góðu fyrirtæki og hafa gott orðspor. Þannig var það hjá Sveinbirni gamla og þannig er það enn í dag. Hjartalínuritið hefur verið stöðugt og fyrirtækið hefur aldrei skipt um nafn eða kennitölu, eina breytingin var þegar nafnnúmer voru lögð niður og kennitölur teknar upp. Sveinbjörn gamli vann mjög mikið. Aðaláhugamálið hans var vinna sem gerði það að verkum að hann uppskar það sem hann sáði. Hann var í þessu alla tíð og þótt synirnir tækju við fyrirtækinu árið 1990, hélt hann áfram að vera viðriðinn starfsemina. Númer eitt, tvö og þrjú hjá honum var að skila af sér góðu verki. Mannvirkið skyldi standa gegnumheilt og gott og vera skilað á réttum tíma. Það var hans aðalsmerki. Hvort það skilaði honum einni, þremur eða tíu milljónum var algert aukaatriði, kom bara í ljós seinna. Þetta var hans ástríða og hann ól síðan syni sína upp í þessum anda og hafa þeir viðhaldið því síðan.
DAS, byggt árið 1969.
Sundlaug Hofsóss, byggð árið 2009.
Fyrir þá sem vilja kynna sér þetta áhugaverða fyrirtæki og sögu þess frekar, skal bent á heimasíðuna www.verktaki.is
272 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Tréverk ehf. – dalvík
T
www.treverk.is
réverk ehf. er rótgróið verktaka- og byggingaþjónustufyrirtæki og eitt hið elsta sinnar tegundar, sem enn starfar á Eyjafarðasvæðinu. Á undanförnum áratugum hefur fyrirtækið verið atkvæðamikið í sínu fagi og skilað af sér fjöldamörgum byggingum og kennileitum sem setja sterkan svip á umhverfi sitt í Eyjafirðinum.
Upphafið og eignarhaldið Tréverk er opinberlega stofnað þann 1. október árið 1962 af fimm hluthöfum sem allir höfðu áður starfað sjálfstætt sem trésmiðir. Þeir voru Aðalberg Pétursson, Bragi Jónsson, Hallgrímur Antonsson, Ingólfur Jónsson og Sveinn Jónsson. Þrátt fyrir langan lífaldur fyrirtæksins þá hafa eingöngu starfað hjá því þrír framkvæmdastjórar. Sá fyrsti var fyrrnefndur Ingólfur Jónsson sem gegndi hlutverki sínu allt fram til ársins 1981. Þetta sama ár urðu breytingar á eignarhaldi og við stöðunni tók Bragi Jónsson sem sinnti henni til ársins 1989. Síðan þá hefur Björn Friðþjófsson sinnt framkvæmdastjórn Tréverks og gert fyrirtækið af mjög eftirsóttum vinnustað með góðum vinnuanda. Starfsmannafjöldinn telur um 25 manna samstilltan hóp húsasmíðameistara, húsasmiða og verkamanna sem margir hverjir hafa tekið þátt í starfseminni um áratuga skeið. Í dag eru hluthafar í Tréverki sjö talsins, en þeir eru Birkir Bragason, Björn Friðþjófsson, Guðmundur Ingvarsson, Ómar Arnbjörnsson, Óskar Pálmason, Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson og Sveinn Jónsson. Sá síðastnefndi er sá eini sem hefur verið með alveg frá stofnun fyrirtækisins. Allt frá stofnun hefur félagið lagt mikla áhersu á að taka unga menn á námssamning og hafa um 40 einstaklingar lokið við trésmíðanám hjá félaginu.
Framgangurinn og verkefnin Tréverk hefur frá upphafi tekið að sér nýbyggingasmíð á útboðsmarkaði ásamt breytingum og viðhaldi á eldri fasteignum. Jafnframt hefur fyrirtækið byggt íbúðir á eigin reikning og rekið trésmíðaverkstæði í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Grundargötu 8 á Dalvík. Starfsemin hefur verið mjög farsæl í gegnum árin, enda reksturinn farið fram á sömu kennitölunni alveg frá upphafi. Tréverk hefur reynt að sníða sér stakk eftir vexti og valið sér verkefni í samræmi við þá stefnu.
Starfsmenn Tréverks þann 1. október 2012, á 50 ára afmæli fyrirtækisins.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 273
Menningarhúsið á Dalvík. Eitt af eftirminnilegustu verkum sem fyrirtækið hefur skilað af sér er bygging Menningarhússins í miðbæ Dalvíkur sem í dag þjónar hlutverki sínu vel sem glæsileg bæjarprýði. Sparisjóður Svarfdæla samdi við Tréverk ehf. um byggingu hússins og gaf íbúum byggðarlagsins húsið á vígsludegi 5. ágúst 2009. Húsið er mjög sérstætt að allri gerð og krafðist byggingaferlið mikilla útreikninga og verkfræðilegrar nákvæmni. Aðaleinkennið er stór bogaveggur, að mestu úr gleri. Öll efri hæðin er hönnuð með bogadregnum línum og útlínurnar eiga að draga, í heild sinni, dám af einu laufi sparisjóðssmárans.
Fyrsta stóra verkefnið á sjöunda áratugnum var smíði orlofshúsa fyrir verkalýðsfélögin á Illugastöðum í Fnjóskadal. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ef stiklað er á stóru í 50 ára sögu Tréverks eru helstu verkefnin á Eyjafjarðarsvæðinu t.d. Ráðhúsið á Dalvík, skrifstofu-og verksmiðjuhús fyrir Sæplast á Dalvík, Dalvíkurskóli, Svarfdælabúð á Dalvík, Íþróttahús við Síðuskóla á Akureyri, nýbygging við Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri og ýmsir verkþættir í verlsunarmiðstöðinni Glerártorg á Akureyri. Fyrir utan allt þetta hefur fyrirtækið fullklárað fjölda einbýlis- og fjölbýlishúsa á svæðinu ásamt ýmsum viðhaldsverkefnum fyrir stærri útgerðar- og iðnfyrirtæki. Stærstu framkvæmdir Tréverks síðustu árin hafa verið 2.300 fm nýbygging við Háskólann á Akureyri sem tekin var í notkun í ágúst 2009, íþróttamiðstöð á Dalvík með tilheyrandi aðstöðu var afhent Dalvíkurbyggð 1. október 2010 og lokið við byggingu á 83 íbúðum á Akureyri fyrir Búseta á Norðurlandi.
Háskólinn á Akureyri. Ljósmynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir.
274 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
tréfag ehf.
T
www.trefag.is
Hannes Gísli Ingólfsson.
réfag ehf. var stofnað árið 1991 af hjónunum Hannesi Gísla Ingólfssyni og Gretu Björgu Erlendsdóttur. Í fyrstu var byggingarfélagið í bílskúrnum á heimili þeirra í Grafarvoginum, síðar eftir því sem fyrirtækið óx flutti það starfsemi sína og í dag árið 2012 er starfsemin í nýju húsi að Víkurhvarfi 2, Kópavogi. Hannes hóf nám í húsasmíði árið 1971 þá 17 ára gamall hjá Þórarni Þórarinssyni (Tóta) í Kópavogi. Að námi loknu starfaði hann við smíðar þar til hann stofnaði Tréfag. Hannes lauk meistaranámi árið 1983 og fékk þá meistararéttindin. Greta Björg hefur frá upphafi séð um bókhald fyrirtækisins og hefur jafnt og þétt sótt námskeið því tengdu til að auka þekkinguna sína. Í fyrstu voru verkin fólgin í því að smíða glugga, viðhald húsa, byggingu sumarhúsa og fleira í þeim dúr. Fljótlega fór Tréfag að byggja íbúðar-, verslunar- og iðnaðarhúsnæði. Frá 1996 hefur Tréfag verið að byggja og selja. Til að byrja með voru það aðalega minni fjölbýli í Grafarvoginum, síðar í Kópavoginum og þá 18-24 íbúða fjölbýlishús, einnig iðnaðar- og verslunarhúsnæði, það nýjasta byggt 2010 sem er allt að 5.000 fm að stærð. Í upphafi var notað mótatimbur við uppslátt, síðar dokaplötur, og frá 1997 hefur nær eingöngu verið unnið með mót við uppslátt húsa. Nær allir vinnupallar eru í dag úr járni og byggingakranarnir eru meira notaðir, samhliða mótunum. Timbur er notað í mun minna mæli og það að skafa og naglhreinsa er tilfallandi í dag. Að meðaltali hafa verið 10 starfsmenn hjá fyrirtækinu í gegnum árin, sá fjöldi fór í allt að 50 starfsmenn þegar mest var. Á sumrin er fjölgað og þá oft ráðnir ungir strákar til að handlanga. Nemar hafa verið nokkir og undantekningarlaust karlmenn. Undirverktakar eru ráðnir til verka, s.s. gröfumenn, múrarar, píparar, rafvirkjar og málarar svo eitthvað sé nefnt og eru því afleidd störf mjög mörg. Sveiflur hafa verið í byggingargeiranum sem fylga stöðunni í þjóðfélaginu. Frá því Tréfag var stofnað hefur niðursveifla aldrei verið eins mikil og haustið 2008 og ekki er enn fyrirséð hvernig fer með einkarekin fyrirtæki í þessum geira. Mörg þeirra hafa verið lögð niður og er samkeppnin við opinber fyrirtæki/stofnanir og banka að sliga marga. Hvernig fer, mun tíminn leiða í ljós.
Steypuvinna um 1984.
Útivinna 1981.
Víkurhvarf 2.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 275
V
traust verktak – tvt ehf. www.traustverktak.is
erktakafyrirtækið Traust verktak eða TVT ehf. tekur að sér alhliða byggingastjórn á verkefnum utan- sem innanhúss bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Fyrirtækið annast alla verkþætti eins og smíði, málningu, múrverk, raf- og pípulagnir ásamt lóðafrágangi og fylgir þeim vel eftir, frá upphafi til enda.
Upphafið TVT ehf. var stofnað í desember 2002 og eigendur eru byggingameistararnir Guðmundur Kjartansson og Ólafur Sæmundssson. Áður en að stofnun fyrirtæksins kom höfðu þeir báðir starfað í eigin nafni og byggt upp traustan viðskiptamannahóp.
Helstu verkefni Fyrirtækið vinnur jöfnum höndum að endurnýjun eldra húsnæðis og við nýsmíði. Helstu verkkaupar eru fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar, en verkefnin sjálf eru þó mismikil að umfangi hverju sinni. Stærstur hluti þeirra er jafnan sérhannaður af arkitektum og við framkvæmd þeirra eru gæðakröfur mjög háar. Náið samstarf á milli TVT og hönnuða hefur oft skilað af sér glæsilegri útkomu og byggt upp gott orðspor fyrirtækisins. Nærtæk dæmi um slík verkefni eru endurnýjun á skrifstofuhúsnæði Almennu verkfræðistofunnar í Fellsmúla og endurnýjun innréttinga á fimm hæða byggingu Íslandspósts við Stórhöfða. Til gamans má geta þess að við lokaúttekt hönnuða og eftirlitsmanns Íslandspósts var engin athugasemd gerð, sem þykir fáheyrt í íslenskum byggingaiðnaði og segir kannski meira en mörg orð um metnaðarfull vinnubrögð fyrirtæksins. Önnur þekkt fyrirtæki og stofnanir sem TVT hefur unnið fyrir eru EJS, Umferðarstofa, Sendiráð Kanada og Sambíóin, en fyrir hið síðastnefnda hafa verið innréttaðir margir bíósalir í gegnum tíðina. Auk þessa hafa innréttingar verið smíðaðar í tugi einbýlishúsa og þeim breytt í samræmi við nýjustu tækninýjungar t.d. á sviði hita- og rafstýringarbúnaðar. Starfsmenn fyrirtækisins búa að mikilli uppsafnaðri þekkingu og reynslu á þessum sviðum.
Aðsetur, starfsmenn TVT ehf. er með aðsetur í 160 fm húsnæði að Akralind 5. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 15-20 fastir starfsmenn auk undirverktaka sem margir hafa unnið hjá fyrirtækinu frá upphafi. Fjöldi undirverktaka fer eftir umfangi verkefna hverju sinni.
Eigendur Guðmundur og Ólafur.
Endurnýjun á Kringlubíói 2012.
276 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
útrás ehf.
Á
www.utras.is
nýju árþúsundi hefur þróun vistvænna orkugjafa fleygt mjög fram og hér á landi hafa ýmis framsækin sprotafyrirtæki sinnt merku frumkvöðlastarfi á þessu sviði. Eitt þeirra er verkfræðistofan Útrás sem á undanförnum árum hefur unnið að athyglisverðum útfærslum á umhverfisvænum orkuverum í Bretlandi. Fyrirtækið starfar einnig sem verktaki í málmiðnaði og rekur stálsmiðju í höfuðstöðvum sínum að Fjölnisgötu 3b á Akureyri. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 20 manns.
Þjónusta við sjávarútveginn og stálsmíðaverktaka Útrás ehf. hóf starfsemi árið 1993. Stofnendur og eigendur eru Sigurður G. Ringsted skipaverkfræðingur og Þórhallur Bjarnason véltæknifræðingur. Þeir hösluðu sér báðir völl í faginu hjá Slippstöðinni á Akureyri og byggðu þar upp sína reynslu og þekkingu á sviði skipasmíða, skipaviðgerða og verkefna þeim tengdum. Á fyrstu árum Útrásar snerist reksturinn að mestu um ráðgjöf og tækniþjónustu á sviði véla- og skipaverkfræði. Verkefnin fólust helst í frágangi teikninga, verklýsinga, útboðsgagna og samninga ásamt umsjón framkvæmdaeftirlits og eftirfylgni. Verkkaupar voru ýmis útgerðarfyrirtæki ásamt nokkrum opinberum aðilum og sveitarfélögum. Umfangsmesta viðfangsefnið á þessum tíma verður að teljast hönnun nýrrar Hríseyjarferju, Sævars, sem tekin var í notkun aldmótaárið 2000. Á nýju árþúsundi hefur verkefnaframboð fyrir sjávarútveginn dregist mikið saman og til að bregðast við því hefur Útrás stýrt starfseminni inn á nýjar brautir. Árið 2005 fór fyrirtækið út í verktakastarfsemi í málmiðnaði og stofnaði samhliða því stálsmiðju þar sem stærstur hluti mannaflans starfar nú. Verkefni hafa að stórum hluta verið sótt í ýmsar virkjana- og stóriðjuframkvæmdir víða um landið, svo sem Kárhnjúkavirkjun, Reykjanesvirkjun, Álver Alcoa á Reyðarfirði og Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Einnig hefur Útrás sinnt ýmsum mikilvægum framkvæmdum í heimabyggð og má þar nefna stækkun Glerártorgs og Háskólans á Akureyri, byggingu Naustaskóla, þjónustuhús við Akureyrarhöfn og menningarhúsið Hof á Akureyri.
Umhverfisvænn orkubúskapur Árið 2001 átti Útrás þátt í stofnun fyrirtæksins Exorku. Helsta markmið starfseminnar var að leita leiða við að nýta lághita og glatvarma til vistvænnar raforkuframleiðslu með aðferðafræði sem byggir á svonefndri Kalina-tækni. Exorka sameinaðist Geysi Green Energy árið 2007 og síðan þá hefur Útrás unnið upp á eigin spýtur við að þróa áfram ýmsar umhverfisvænar orkulausnir. Fyrirtækið stendur undir nafni og hefur á síðustu árum herjað á breskan markað og unnið að hönnun og útfærslu á umhverfisvænum orkuverum þar ytra. Verkefnið er unnið í samstarfi við bresk fyrirtæki og er nú þegar hafin uppbygging á tveimur orkuverum í Englandi. Þar byggir orkuframleiðslan á nýtingu lífræns eldsneytis á dísilvélar, þrýstifalli jarðgass og orkuvinnslu úr varma. Með ákveðinni samkeyrslu allra þessara þátta er hægt að ná umtalsvert meiri orkunýtingu en næst í venjulegum dísilrafstöðvum. Breska samstarfið hefur reynst mjög farsælt fyrir Útrás og þegar þetta ritað er unnið að undirbúningi á fjölda annarra sambærilegra verkefna. Enginn þarf að velkjast í vafa um að umhverfisvænn orkubúskapur á þennan hátt felur í sér gríðarleg tækifæri fyrir framtíðina. Heimasíða Útrásar ehf. er www.utras.is
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 277
V
varmamót ehf. www.varmamot.is
ið búum í landi mikilla veðrabrigða sem til langs tíma geta sett mark sitt á híbýli okkar. Mikil slagveður valda því að útveggir húsa rennblotna. Ósjaldan fylgir í kjölfarið hörkufrost sem veldur sprungum í steinsteypu og skemmir hana með tímanum. Til þess að ráða bót á þessu vandamáli hefur færst í vöxt að færa einangrunina út fyrir burðarvirkið til að verja steypuna að utan. Í þessu skyni hefur fyrirtækið Varmamót þróað eigin hönnun og framleiðslu á einangrunarmótum. Helsti galdurinn felst í því að bæði innra og ytra byrði þeirra er myndað úr meðfærilegu og þéttu frauðplasti sem þekur sjálfa steypuna og myndar endanlega einangrunarkápu byggingarinnar. Skrifstofu, sýningarsal og lager Varmamóta er að finna í vistlegu húsnæði að Framnesvegi 19 í Reykjanesbæ en sjálf framleiðslan fer fram í nálægri byggingu Plastgerðar Suðurnesja.
Upphafið og þróunin
Varmamótin henta sérstaklega vel í uppslátt sökkla, hvort sem er fyrir sumarhús eða stærri byggingar.
Stofnandi og núverandi framkvæmdastjóri Varmamóta er Guðmundur Guðbjörnsson rafmagnstæknifræðingur en hann rekur einnig Rafmiðstöðina sem fjallað er um annars staðar hér í ritinu. Við upphaf tíunda áratugarins var Guðmundur gestur á húsbyggingasýningu í Noregi og komst þar í samband við aðila frá þarlenda fyrirtækinu Thermomour sem þá kynntu nýstárlega tegund af einingrunarmótum fyrir nýbyggingar. Innflutningur á þessu efni stóð yfir í nokkur ár en brátt kom þó í ljós að mikil þörf var á því aðlaga hönnunina að íslenskum aðstæðum. Upp úr því var fyrirtækið Varmamót stofnað árið 1996 og í kjölfarið hófst þróunarvinna sem tók töluverðan tíma. Árið 2002 breyttist framleiðslulínan á þann hátt að frauðplasttengjunum sem héldu mótunum saman var skipt út fyrir sterkbyggðari tengi úr harðplasti. Raðhús á Akureyri.
Sveigjanleg og einföld uppsetning Hús byggð úr varmamótum eru allt í senn hlý, varanleg, hagkvæm, létt í viðhaldi og ódýr í rekstri. Uppsetningin er einstaklega einföld, enda eru mótin létt, meðfærileg og auðvelt að aðlaga þau og sníða eftir þörfum. Þetta býður upp á aukinn byggingahraða og þar af leiðandi minni heildarkostnað við hverja framkvæmd fyrir sig. Dæmi eru um að sökkli hafi verið slegið upp á einum degi og uppsteypa kláruð daginn eftir. Við uppsetningu er varmamótunum raðað upp líkt og múrsteinum (LEGO Kubbum) í útveggjum og sökklum bygginga. Síðan er steypustyrktarjárnum komið fyrir í mótin og í kjölfarið er steypu dælt í þau. Hið merkilega er að mótin eru ekki tekin utan af steypunni, heldur standa þau eftir sem hluti af sjálfri húsbyggingunni. Yst er síðan veðurkápan, oftast múrkerfi eða klæðning, sem verður hinn sýnilegi hluti byggingarinnar. Hafa ber í huga að einangrunarlagið er aldrei rofið með timbur- eða stálgrind sem hefur í för með sér að yfirborðshiti innveggja er ávallt stöðugur og hár, sem er mjög þýðingarmikið með tilliti til orkusparnaðar.
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði á tveimur hæðum.
Hönnun Varmamótin henta í allar gerðir og stærðir húsbygginga og hafa notið sívaxandi hylli. Á undanförnum árum hafa mótin verið notuð í fjölda bygginga, allt frá litlum frístundahúsum upp í yfir 2.000 m2 iðnaðarhús. Í samvinnu við teiknistofur í Reykjanesbæ bjóða Varmamót ehf. upp á hönnunarpakka á góðu verði, bæði nýja hönnun og tilbúnar teikningar úr teikningasafni. Í teikningapakkanum eru byggingarnefndar-, burðarþols-, lagna - og raflagnateikningar. Hægt er að skoða teikningasafnið inni á heimasíðunni: www.varmamot.is. Þar má einnig finna ýmsar nánari upplýsingar um varmamótin ásamt svörum við ýmsum spurningum sem kunna að vakna hjá viðskiptavinum.
278 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
verktakar magni ehf.
V
www.magni.is
erktakafyrirtækið Magni ehf. rekur sögu sína aftur til ársins 1996 þegar Arnar Kristjánsson stofnaði félag um verklegar framkvæmdir, einkum um alla almenna jarðvegsvinnu og vegaframkvæmdir. Hilmar Konráðsson keypti 50% í félaginu árið 1998 og í framhaldi var nafni félagsins breytt í Verktakar Magni. Hilmar tók yfir fjármál fyrirtækisins en Arnar sá um tilboðsgerð og öflun verkefna. Í sameiningu stýrðu þeir verklegum framkvæmdum og gekk samstarfið vel. Reksturinn var tiltölulega stöðugur, verkefni voru næg á þessum tíma og félaginu óx jafnt og þétt ásmegin. Árið 2002 seldi Arnar hlut sinn í félaginu til Hilmars og hvarf til annarra starfa. Breyting varð á þegar Hörður Gauti Gunnarsson keypti hlut í félaginu árið 2006 og tók stöðu framkvæmdastjóra. Hörður Gauti er menntaður verkfræðingur og stundaði framhaldsnám í stjórnun verktakafyrirtækja í Illinois í Bandaríkjunum. Hörður hafði áður starfað sem deildarstjóri hjá Almennu Verkfræðistofunni í Reykjavík. Eigandi Hilmar Konráðsson.
Velta félagsins var um 250 milljónir króna árið 2000 og störfuðu þá 25 manns hjá fyrirtækinu. Veltan óx jafnt og þétt næstu árin og á árinu 2005 var hún 600 milljónir króna. Störfuðu þá 50 manns hjá fyrirtækinu. Vöxtur félagsins náði hámarki á árinu 2008 þegar veltan nam 1.300 milljónum króna og fyrirtækið þá með 75 starfsmenn innanborðs. Í framhaldi tóku við breytingar í íslensku efnahags- og viðskiptalífi með þeim afleiðingum að umfang verklegra framkvæmda dróst verulega saman í landinu. Félagið stóð frammi fyrir því að þurfa að draga saman seglin enda framvinda þáverandi verkefna óljós og framtíðarsýn á hefðbundnum útboðsmarkaði nánast engin. Umfangsmestu verkefni Magna voru fram til ársins 2008 á sviði gatnagerðar annars vegar og hins vegar á sviði holræsa. Fyrirtækið markaði sér nokkra sérstöðu í holræsaverkum á þessum tíma, sér í lagi þeim sem þóttu tæknilega flókin, má þar nefna tengingu dælustöðva í Grafarvogi og í Örfirisey sem og fráveitur í Hafnarfirði. Á árinu 2005 varð gatnagerð viðameiri í rekstri félagsins enda flest sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að undirbúa og vinna að nýjum hverfum. Gatnagerð með tilheyrandi lögnum veitustofnana voru áberandi í starfsemi félagsins í Reykjavík, Garðabæ, Mosfellsbæ og víðsvegar í Hafnarfirði.
Undirgöng og gatnagerð í Hafnarfirði. Árið 2003 var hagsælt ár fyrir félagið og síðan tók við samfellt góðæri í verktakaiðnaðinum og fór Magni ekki varhluta af því. Þá má geta þess að Magni er fyrsti viðskiptavinur fyrirtækisins Atlantsolíu og tók þátt í uppbyggingu dreifikerfis þess félags m.a. með byggingu birgðastöðvar í Hafnarfirði og bensínafgreiðslustöðva vítt og breitt á suðvesturhorni landsins.
Gatnagerð í Reykjavík, Hádegismóar.
Sumarið 2008 urðu breytingar á verkefnavalinu á ný þegar að Magni vann að stækkun hafnarmannvirkja í Helguvík vegna áætlana um uppbyggingu álvers á svæðinu. Í framhaldi vann fyrirtækið að gatnagerð við Hlíðarfót, svokölluðum Nauthólsvegi sem lauk, með viðbótarverkum, á árinu 2011. Af stærri verkum fyrirtækisins sem ólokið er má nefna Helgafellshverfi í Mosfellbæ sem er gríðarmikið gatnagerðar- og veituverkefni, með tilheyrandi landslagsmótun, einkaframkvæmd sem var lögð til hliðar í efnahagskreppunni.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 279
Holræsaverkefni í Gufunesi.
Í gegnum tíðina hefur Magni fyrst og fremst starfað á hinum svokallaða útboðsmarkaði og stærstur hluti verkefna þess verið unninn fyrir opinbera aðila. Við efnahagshrunið jókst hlutur einkaaðila. Félagið hefur lagt mikið upp úr góðum og vönduðum vinnubrögðum og er þekkt fyrir að skila verkum sínum á tilsettum tíma. Fyrirtækið hefur ávallt verið í forystu meðal verktaka hvað varðar nýjungar, tækni og verklag. Fyrirtækið er vel tækjum búið, hefur yfir að ráða nýjum og öflugum mælitækjum og tölvubúnaði. Tæknimenn þess leggja ávallt í vandaða undirbúningsvinnu til að finna sem hagkvæmastar lausnir á öllum verklegum þáttum. Þá hafa stjórnendur fyrirtækisins nýtt sér kosti verkbókhalds fyrir almenna yfirsýn á rekstri verka, til þess auðvelda ákvarðanatöku og ekki síst til þess að fylgjast með þeim kostnaði sem til fellur í hverju verki fyrir sig. Hafnargerð í Helguvík. Frá og með árinu 2007 markaði félagið sér nýja stefnu í öryggis- og gæðamálum. Skipuð var öryggisnefnd og útbúin handbók um öryggismál þar sem stefna félagsins og reglur voru lagðar fram. Félagið innleiddi í framhaldi mikilvæga þætti í gæðakerfi sínu. Óhöpp og slys hafa í gegnum tíðina verið minniháttar og fátíð hjá starfsfólki og engin alvarleg slys hafa orðið meðal starfsmanna fyrirtækisins. Það má einkum rekja til þess hve mikil ofuráhersla hefur verið lögð á öll öryggismál og hversu vel fyrirtækið hefur upplýst starfsmenn sína. Öllum öryggisreglum hjá fyrirtækinu hefur verið vandlega framfylgt frá upphafi og stjórnendur þess verið fyrirmyndir annarra starfsmanna. Til er sagan af því þegar einn stjórnendanna, sem umhugað var um heilsufar eins starfsmannsins sem tilkynnt hafði veikindi, fór með Kóka Kóla og Prince Póló heim til starfsmannsins! Fyrirtækið hefur og lagt áherslu á að auka þekkingu og hæfni starfsmanna sinna á hverjum tíma með fræðslu og þjálfun á verkstöðum og einnig kostað námskeið og verktengda menntun starfsmanna. Þótt félagið hafi verið í mikilli sókn og aukið jafnt og þétt við mannskap fyrsta áratug starfseminnar þá var að sama skapi starfsmannavelta í lágmarki. Því er án efa að þakka góðum anda og félagsskap sem varð til með öflugu starfsmannafélagi. Starfsmannafélagið hefur löngum staðið fyrir ýmsum uppákomum, meðal annars utanlandsferðum, árshátíðum og grillveislum. Magni á sér ekki neina betri framtíðarsýn en að efnahagskreppunni ljúki sem fyrst og að stjórnvöld blási lífi í verklegar framkvæmdir svo takast megi að nýta þá þekkingu og reynslu sem orðið hefur til hjá fyrirtækinu í áranna rás. Verktakar Magni hefur sannað sig sem vel rekið og öflugt fyrirtæki sem vílar ekki fyrir sér að taka að sér stærri sem smærri verk, hvort heldur einföld eða flókin í framkvæmd. Eins og þeir hjá Magna segja sjálfir: „Ekkert verk er of stórt eða of smátt“.
Gatnamót við Loftleiðir.
280 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Þróttur ehf.
V
www.throtturehf.is
ertakafyrirtækið Þróttur á Akranesi hefur verið starfrækt í meira en 60 ár og er þvi með þeim allra elstu á sínu sviði hér á landi. Á langri vegferð hefur fyrirtækið tekið að sér fjölþættar jarðvegsframkvæmdir, malbikun og yfirborðsfrágang t.d. gatna, gangstíga, þjóðvega og hafna ásamt tengdum verkum á borð við lagnavinnu og niðurrif bygginga. Helstu verkkaupar eru Akranesbær, Orkuveitan og Faxaflóahafnir ásamt ýmsum nálægum sveitarfélögum. Helsta leiðarljós starfseminnar er að frágangur allra verkefna sé óaðfinnanlegur og að gefin tímamörk í útboðum haldi sér alla leið. Þessi hugmyndafræði hefur byggt upp mjög jákvætt orðspor gagnvart fyrirtækinu í gegnum árin. Þróttur er með aðsetur að Ægisbraut 4 á Akranesi Hjá Þrótti eru í dag 8 fastráðnir starfsmenn auk undirverktaka. Meðaltalsveltan á ársgrundvelli er um 400 milljónir króna.
Saga og bakgrunnurinn Stjórn og eignahlutur Þróttar hefur frá upphafi haldist innan sömu fjölskyldunnar. Stofnandinn Þorsteinn Stefánsson (1914-1997) er fæddur og uppalinn á bænum Skipanesi í Leirársveit. Lífsbaráttan í sveitinni var oft hörð en um 10 ára aldurinn missti Þorsteinn föður sinn, Stefán Jónsson frá Bjarteyjarsandi, og þurfti því að stýra búrekstrinum ásamt móður sinni, Guðríði Jóhannsdóttur, og bróðurnum Jóhanni. Þegar Þorsteinn var kominn fast að tvítugu fluttist hann yfir á Akranes og stundaði þar sjómennsku. Þeim kafla lauk árið 1946 þegar hann festi kaup á glænýrri International jarððýtu og í tengslum við þann ráðahag var fyrirtækinu Þrótti opinberlega hleypt af stokkunum þann 2. maí þetta sama ár. Kona Þorsteins var Valdís Sigurðardóttir (1925-1982) en þau giftu sig árið 1948. Árið 1953 stofnuðu hjónin myndarlegt bú á jörðinni Ósi í Skilamannahreppi en eftir það var Þorsteinn gjarnan kallaður „Steini á Ósi“. Þar reis nýtt íbúðarhús árið 1954 og fjós árið 1957 auk þess sem Þorsteinn hóf að rækta sínar einstöku Ós-kartöflur sem löngum þóttu eftirsóttar af kaupendum á svæðinu. Hjónin Þorsteinn og Valdís eignuðust sex börn en þau eru; Stefán Jónas (1948), Sigurður (1951), Engilbert (1953), Helgi Ómar (1955), Ólafur (1961) og Sigríður (1967). Í gegnum tíðina hefur öll fjölskyldan komið á einn eða annan hátt nálægt starfseminni. Frá árinu 1984 hefur sonurinn Helgi Ómar verið framkvæmdastjóri Þróttar og fer hann með allan eignahlut ásamt konu sinni Olgu Magnúsdóttur og sonum þeirra.
Framgangur brautryðjandans Við stofnun Þróttar árið 1946 hafði svonefndur Vélasjóður ríkisins til margra ára annast rekstur á þungavinnuvélum. Upp frá því breyttist fyrirkomulagið með þeim hætti að opinbera fyrirtækið tók að standa fyrir námskeiðum, um land allt, varðandi notkun og meðferð á stórvirkum vinnuvélum. Þorsteinn nýtti sér þessa kosti og tók að virkja fyrrnefnda International jarðýtu í þágu Vegagerðarinnar og eitt allra fyrsta verkefnið fólst í lagningu akfærs vegar undir Hafnarfjall. Þetta var tími mikillar uppbyggingar í íslensku samgöngukerfi og nýlagðir vegir og brúaðar ár tengdu byggðir landsins saman. Þar átti Þróttur eftir að verða rækilegur þátttakandi og sækja verkefni eftir gervöllu Vesturlandi, alla leið norður í Gilsfjörð. Á fyrstu árunum naut fyrirtækið einnig tölverðra uppgripa við að grafa fyrir grunnum stærri mannvirkja á borð við Hvalstöðina í Hvalfirði og Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Á meðan á öllu þessu gekk, náði Þorsteinn Stefánsson að samræma bæði búrekstur og jarðvinnuverktöku, með hreint undraverðum hætti. Árið
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 281
1957 gerðist Oddur Sigurðsson, mágur Þorsteins, þriðjungshluthafi í Þrótti. Hann var viðloðandi reksturinn og var svo fram til ársins 1978 þegar Þorsteinn keypti aftur hans hlut.
Útboðsverkefni
Fram undir 1980 voru flestar framkvæmdir Þróttar í beinum viðskiptum við Vegagerðina. Eftir þann tíma hafa öll slík verkefni verið boðin út á frjálsum markaði. Síðasta stóra verkið sem Vegagerðin stóð sjálft að, var bygging Borgarfjarðarbrúarinnar sem vígð var árið 1981 en þar lenti Þróttur t.d. í að ryðja upp varnargörðum. Upp frá þeim tíma hefur rekstur fyrirtækisins algerlega sveiflast eftir framkvæmdagleði hins opinbera og hagsældinni í þjóðfélaginu hverju sinni. Tíminn frá öndverðum tíunda áratug síðustu aldar og fram að efnahagshruni árið 2008 var þó einstaklega gjöfull. Þar standa helst upp úr framkvæmdir við Hvalfjarðargöng og uppbygging á nálægum slóðum við iðnaðarsvæðið á Grundartanga ásamt viðmikilli vinnu við gerð sjóvarnargarðs á Akranesi. Á árunum 2007-2008 tók Þróttur síðan að sér lagningu og frágang á umfangsmikilli vegatengingu á milli Akranesbæjar og Vesturlandsvegar, fram eftir norðanverðu Akrafjalli. Þessi framkvæmd útheimti flóknar útfærslur t.d. með tveimur áberandi hringtorgum sem hafa algerlega umbylt ásýnd aðkomunnar í bæinn.
Tækninýjungar og tækjafloti Á löngum ferli hefur vinnutækjafloti Þróttar fylgt þeirri tækniþróun sem orðið hefur í framleiðsu stórvirkra vinnuvéla. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan brautryðjandinn Þorsteinn Stefánsson mátti þjösnast á kaldri jarðýtunni, með engu stýrishúsi og í hvaða veðri sem var. Sem betur fer eru jarðvinnuvélar í dag allt í senn, hraðvirkari, sveigjanlegri og vistlegri. Ein helsta tækninýjungin sem hefur látið á sér kræla á undanförnum árum er innleiðing GPS-staðsetningarbúnaður sem, að stórum hluta, hefur leyst af hendi fyrri aðferðir við landmælingar. Búnaðurinn er mataður með öllum nauðsynlegum upplýsingum frá Vegagerðinni, t.d. varðandi þykkt fyllingarlags og hvar á að skera niður. Tækinu er síðan komið fyrir inni í stýrishúsi viðkomandi vinnuvélar og meðfylgjandi er lítill skjár sem gefur nákvæmar tilskipanir um hvernig starfsmaður á að athafna sig á vinnusvæði. Fari vélin út fyrir gefinn ramma, slokknar sjálfkrafa á skjánum. Tækjafloti Þróttar telur í dag: eina fimm tonna smágröfu, traktorsgröfu, 16 tonna hjólagröfu, þrjár beltagröfur yfir 30 tonn og 25 tonna hjólaskóflur ásamt tveimur jarðýtum upp á 23 tonn auk veghefils og valtara. Allar þessar vinnuvélar eru af gerðinni Caterpillar. Flotinn telur jafnframt þrjár dráttarbifreiðar með malarvögnum og fjögurra öxla bifreiðar.
282 | Ísland – Atvinnuhættir og menning
Þverá golf ehf.
Á
www.tgolf.is
Þverá í Eyjafjarðasveit hefur sama ætt stundað búskap frá því um 1870. Jörðin er ein af stærstu landeignum í Eyjafirði. Tímarnir breytast og mennirnir með og nú er svo komið að hefðbundinn búskapur er ekki lengur stundaður á jörðinni en við hafa tekið annarskonar nytjar svo sem malarvinnsla, kornþurkun og rekstur golfvallar. Núverandi eigendur og rekstraraðilar eru feðgarnir Ari B. Hilmarsson og Jón Bergur Arason. Malarvinnsla hófst á Þverá árið 1979. Var vinnslan í byrjun í smáum stíl en hefur jafnt og þétt vaxið með árunum. Efnisvinnsla og þjónusta út frá henni er aðalundirstaða fyrirtækisins en einnig er tekist á við hin ýmsu verkefni eins og nýbyggingu og viðhald vega, gerð húsgrunna, reiðstíga og útivistasvæða. Starfsmenn malarvinnslunnar eru oftast 4 talsins en er breytilegt eftir verkefnastöðu.
Unnið fyrir vegagerðina vegna Illugarstaðarvegar.
Landareign Þverár er í 10 km fjarlægð frá Akureyri. Það er því tilvalinn staður fyrir ferðamennsku og þjónustu. Með þetta í huga var fyrir um 20 árum hafist handa við gróðursetningu trjáa og hefur því verið haldið áfram ár hvert. Í dag eru um 120.000 plöntur af hinum ýmsu tegundum á svæðinu sem mynda glæsilega umgjörð um 9 holu golfvöll sem var opnaður árið 2000. Í framhaldi af því var byggður golfskáli árið 2005 og þar er boðið upp á léttar veitingar allt sumarið. Golfvöllurinn á Þverá er þekktur fyrir að vera fyrsti völlurinn sem opnaður er á Norðurlandi vor hvert. 2-3 starfmenn sjá um starfsemi golfvallarins og skálans. Við golfvöllinn hafa verið reistir 3 glæsilegir sumarbústaðir sem leigðir eru út allt árið. Til er skipulag um sumarbústaðabyggð á efri hluta Þverár en ekki ákveðið enn sem komið er hvort eða hvenær að framkvæmdum verður. 2008 var tekin ákvörðun um að hefja rekstur kornþurrkunar á Þverá og var hún reist veturinn 2008-9. Starfsemi hennar hófst formlega haustið 2009 og voru þurrkuð 370 tonn af byggi fyrir bændur á svæðinu. Þurrkstöðin hefur komið bændum á svæðinu einu skrefi lengra í að verða hugsanlega sjálfbærir í fóðuröflun vegna búa sinna á komandi árum.
Sumarhús á Þverá.
Árið 2009 var Molta opnuð formlega á landareign Þverár og eiga þeir feðgar þar hluta að ásamt sveitafélögunum og öðrum fyrirtækjum á svæðinu. Molta er jarðgerðarstöð sem tekur við matvæla- og sláturhúsaúrgangi ásamt lífrænum úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum í Eyjafirði. Gert er ráð fyrir að stöðin muni vinna úr 10-12.000 tonnum árlega og er hún ein af stærstu jarðgerðarstöðvum í Evrópu. Feðgarnir á Þverá hafa síðastliðin 20 ár breytt rekstri Þverár. Þeir hafa ávallt haft verndun umhverfis og aukna þjónustu að leiðarljósi við framkvæmdir sínar. Margar hugmyndir eru á teikniborðinu eins og sumarbústaðalandið fyrir ofan Háuklöpp, opnun húsdýragarðs handa yngri kynslóðinni við golfvöllinn og metanvinnsla á Þveráreyrum. Það er því hægt að fullyrða að þeir, eins og margir aðrir bændur á Eyjafjarðarsvæðinu, eru til fyrirmyndar þegar kemur að nýsköpun og aðlögun að breyttum tímum.
Mannvirkjagerð og fasteignaþjónusta | 283
Ö
öryggi ehf. www.vikurraf.is
ryggi ehf. var stofnað árið 1960 af þeim Grími Leifssyni og Árna Vilhjálmssyni, en þá hét það Raftækjavinnustofa Gríms og Árna. Árið 1963 stækkuðu þeir fyrirtækið og opnuðu raftækja- og raflagnaverslun, sem hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Árið 1982 keypti Óli Austfjörð fyrirtækið og flutti í núverandi húsnæði 1989 og breytti nafninu í Öryggi s/f. Árið 1997 keyptu núverandi eigendur fyrirtækið, þeir Kristinn Vilhjálmsson, Ragnar Emilsson, Jón Arnkelsson og Lúðvík Kristinsson en þeir höfðu þá allir starfað hjá fyrirtækinu í mörg ár. Í byrjun árs 2003 keyptu núverandi eigendur húsnæðið sem reksturinn er í og árið 2006 var rekstrarforminu breytt í ehf. Hjá Öryggi ehf. starfa í dag samtals 10 manns í rafverktöku og verslun. Í febrúar 2007 gerðu Öryggi ehf. og Heimilistæki hf. með sér samstarfssamning um sölu á vörum frá Heimilistækjum og notkun á nafni þeirra. Í versluninni eru aðallega seldar vörur frá Heimilistækjum hf. ásamt ljósum, raflagnaefni og gjafavöru. Helstu verkefni í rafmagnsdeild fyrirtækisins eru viðhald og þjónusta stórra og smárra fyrirtækja ásamt þjónustu við einstaklinga. Síðustu árin hefur Öryggi ehf. unnið mikið við stóriðjuframkvæmdir á Austfjörðum, bæði við álverið á Reyðarfirði og virkjanaframkvæmdir í Fljótsdal og á Kárahnjúkum. Stærsta verkefni fyrirtækisins í dag er bygging á þjónustuíbúðum fyrir aldraða að Útgarði 4 á Húsavík. Rafverktakafyrirtækin Víkurraf og Öryggi ehf. hafa nú sameinast undir nafninu Víkurraf ehf. Heimasíða í dag er www.vikurraf.is.
Eigendur fyrirtækisins
Kristinn Vilhjálmsson lögg. rafvirkjameistari, framkvæmdasjóri.
Ragnar Emilsson rafvirki/verkstjóri.
Lúðvík Kristinsson rafvirki/iðnfræðingur.
Húsnæði Öryggis ehf. Húsið er byggt árið 1903 en tekið í gegn árið 1989 þegar Öryggi flytur í húsnæðið.
Jón Arnkelsson rafvirkjameistari.