ÁRBÓK SVEITARFÉLAGA 2010
1
Samband íslenskra sveitarfélaga Hag- og upplýsingasvið Borgartúni 30 – Pósthólf 8100 128 – REYKJAVÍK www.samband.is Árbók sveitarfélaga 2010 – 26. árgangur © Samband íslenskra sveitarfélaga – október 2010 Umsjón með útgáfu: Gunnlaugur A. Júlíusson – Jóhannes Á. Jóhannesson Umbrot: Magnús Karel Hannesson – Ingibjörg Hinriksdóttir Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. ISSN 1021-822X
2
Formáli Árbók sveitarfélaga kemur nú út í tuttugasta og sjötta sinn. Í henni eru birtar upplýsingar um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra árið 2009. Hag- og upplýsingasvið sambandsins leitast við að gera upplýsingar úr ársreikningum sveitarfélaganna í árbókinni eins samanburðarhæfar milli sveitarfélaga og fært er. Vegna þess að grunnupplýsingarnar eru byggðar á bókfærðum tekjum, gjöldum, eignum og skuldum sveitarfélaga samkvæmt gildandi bókhaldsreglum fyrir árið 2009 eru hinar svokölluðu skuldbindingar utan efnahags ekki færðar í öllum sveitarfélögum með sama hætti. Í þágu samræmingar eru þær sýndar sérstaklega hjá þeim sveitarfélögum þar sem það á við. Samkvæmt breyttum reikningsskilareglum munu slíkar skuldbindingar allar færast í efnahagsreikning fyrir árið 2010. Uppsetning árbókarinnar og útliti er nú breytt frá því sem áður var. Hún er stærri og töflur í bókinni eiga nú að vera læsilegri en áður. Að öðru leyti er árbókin með hefðbundnu sniði. Uppsetning og efnistök á talnaefni hafa verið yfirfarin og endurskipulögð í þeim tilgangi að þær upplýsingar séu sem aðgengilegastar fyrir lesendur. Á síðasta ári var dregið úr birtingu á ýmsu sérefni sem tengist umhverfi sveitarfélaganna en verið hefur á undanförnum árum. Nú eru á hinn bóginn á ný birtir slíkir kaflar í samræmi við það markmið sem kynnt var í fyrra að í árbókinni eftir sveitarstjórnarkosningar fjórða hvert ár sé slíkt efni sett fram. Árbók sveitarfélaga sem birt er á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga www.samband.is á að nýtast vel öllum þeim sem vilja glöggva sig á rekstri og fjárhag sveitarfélaganna og fylgjast vilja með málefnum þeirra og viðfangsefnum. Enn frekari niðurbrot á rekstrarþáttum sveitarfélaga er að finna á heimasíðunni. Þetta talnaefni er því hægt að nálgast á rafrænu formi til að setja saman ýmsar samanburðartöflur fyrir sveitarfélög sem eru t.d. að svipaðri stærð og gagnlegt getur verið að bera saman ýmsa rekstrarliði. Þannig má finna rekstraþætti sem hugsanlega kann að vera ástæða til að greina frekar hjá einstökum sveitarfélögum. Þessar upplýsingar geta því verið upphaf frekari rannsóknarvinnu við greiningu á hagræðingartækifærum í rekstri sveitarfélaga.
Karl Björnsson framkvæmdastjóri.
3
Efnisyfirlit Kafli 1 Kafli 2 Kafli 3 Kafli 4 Kafli 5 Kafli 6 Kafli 7 Kafli 8 Kafli 9 Kafli 10
Fjárhagslegt umhverfi sveitarfélaga................................................................... Afkoma sveitarfélaganna, rekstur, efnahagur og sjóðstreymi............................ Fjármál sveitarfélaga í þjóðhagslegu samhengi................................................. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga............................................................................... Ársreikningar sveitarfélaga og álagning skatttekna........................................... Samband íslenskra sveitarfélaga........................................................................ Lánasjóður sveitarfélaga ohf.............................................................................. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga............................................................ Landshlutasamtök sveitarfélaga......................................................................... Framkvæmdastjórar sveitarfélaga......................................................................
Bls. 5 17 27 35 41 169 171 173 175 177
Töfluskrá Tafla 1. Tafla 2. Tafla 3. Tafla 4. Tafla 5. Tafla 6. Tafla 7. Tafla 8. Tafla 9. Tafla 10. Tafla 11. Tafla 12. Tafla 13. Tafla 14. Tafla 15. Tafla 16. Tafla 17. Tafla 18.
Tafla 20. Tafla 21. Tafla 22. Tafla 23. Tafla 24.
Framlög jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga á árinu 2009......................................... Samantekt ársreikninga 2009............................................................................. Rekstraryfirlit sveitarsjóða, landið allt................................................................ Rekstraryfirlit borgarsjóðs Reykjavíkurborgar................................................... Rekstraryfirlit sveitarsjóða, höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkurborgar.......... Rekstraryfirlit sveitarsjóða, vaxtarsvæði............................................................ Rekstraryfirlit sveitarsjóða, önnur sveitarfélög................................................... Heildaryfirlit 2002 til 2009................................................................................. Ársreikningar sveitarfélaga 2009....................................................................... Fyrirtæki sveitarfélaga í samanteknum reikningi (B-fyrirtæki) 2009.................. Skatttekjur sveitarfélaga (kr. á íbúa).................................................................. Rekstur málaflokka (kr á íbúa)........................................................................... Lykiltölur, hlutfall við tekjur............................................................................... Lykiltölur úr rekstri (kr. á íbúa)........................................................................... Lykiltölur úr sjóðsstreymi og efnahag (kr. á íbúa).............................................. Álagt útsvar 2010 vegna launa 2009.................................................................. Álagður fasteignaskattur 2010............................................................................ Álagningarreglur fasteignagjalda árið 2010 í sveitarfélögum með 1000 íbúa og fleiri.............................................................................................. Álagningarreglur fasteignagjalda árið 2010 hjá sveitarfélögum með 300 - 999 íbúa og minna þéttbýli............................................................... Íbúafjöldi í sveitarfélögum 1. júlí 2010............................................................... Aldursskipting íbúanna eftir sveitarfélögum....................................................... Stöðugildi hjá sveitarfélögum............................................................................. Upplýsingar um starfsemi grunnskóla á árinu 2009.......................................... Upplýsingar um starfsemi leikskóla á árinu 2009..............................................
Kort
Sveitarfélög 1. júní 2010 og kjördæmaskipan.................................................... 180
Tafla 19.
4
39 50 52 53 54 55 56 57 62 88 98 100 126 130 134 138 140 142 143 144 146 148 150 159
1
FJÁRHAGSLEGT UMHVERFI SVEITARFÉLAGA
Sveitarfélögin í landinu starfa nú í erfiðara fjárhagslegu umhverfi en þau hafa gert um langa hríð. Hrun íslensku bankanna á árinu 2008, mikið fall á gengi krónunnar, mikil aukning atvinnuleysis, brottflutningur fólks, aukin þörf fyrir félaglega þjónustu af ýmsum toga og almennar verðhækkanir marka djúp spor á rekstrarumhverfi sveitarfélaganna. Erfiðleikar á útvegun lánsfjár hafa gert þessa stöðu enn þrengri fyrir mörg þeirra. Því má ekki gleyma að fjármálakreppan er alþjóðleg enda þótt orsakir hennar séu í fæstum löndum eins dramatískar og hérlendis. Þó má nefna að atvinnuleysi er mun meira í nokkrum löndum heldur en hérlendis, s.s. Eystrasaltslöndunum og á Spáni en þar er atvinnuleysi á bilinu 14–19% og á Írlandi er það nær 12%. Í öðrum norrænum ríkjum er atvinnuleysi hæst tæp 9% í Svíþjóð og Finnlandi. Atvinnuleysi á Íslandi hefur að jafnaði verið á bilinu 8–9% á þessu ári. Vandséð er að það fari lækkandi sem neinu nemur hérlendis á næstu einu til tveimur árum nema eitthvað það gerist sem ekki er í sjónmáli nú sem stendur. Aukið atvinnuleysi hefur margháttuð áhrif fyrir samfélagið. Velta í þjóðfélaginu minnkar vegna þess að hluti íbúanna hefur minna milli handanna. Það hefur áhrif á almennan rekstur í samfélaginu og þar af leiðandi á tekjur ríkisins af beinum og óbeinum sköttum. Ríki og sveitarfélög fá þannig lægri tekjur til að standa undir þeirri þjónustu sem þeim er ætlað að sinna. Á sama tíma aukast útgjöldin hjá sveitarfélögunum á ýmsa lund. Það gerist t.d. vegna meiri þarfar fyrir félagsþjónustu af ýmsu tagi, þörf fyrir húsleigubætur og fjárhagsaðstoð fer vaxandi og aukin áhersla er lögð á ýmsa stoðþjónustu á þessum vettvangi. Í nálægum löndum, þar sem þó hefur ekki orðið viðlíka efnahagshrun eins og hérlendis, hafa spár gert ráð fyrir að uppsveifla hefjist fyrst árið 2011 og atvinnuleysi verði á áþekku róli, a.m.k. fram á árið 2012. Það heyrast hins vegar raddir um að efnahagslægðin verði lengri en gert var ráð fyrir. Fjölmörg lönd hafa gripið til umfangsmikilla aðgerða til að styrkja fjármálakerfið og snúa þannig ofan af þeim trúnaðarbresti sem er til staðar hjá fyrirtækjum og almennum neytendum. Þessi þróun hefur áhrif á stöðu landa sem byggja jafnmikið á útflutningi eins og Ísland gerir. Fjármálakerfi heimsins er þrátt fyrir umfangsmiklar stuðningsaðgerðir enn mótað af miklu óöryggi og tortryggni. Slíkt óöryggi og slæmar horfur um aukinn hagvöxt næstu árin gera það að verkum að bæði atvinnulífið og almenningur halda að sér höndum með eftirspurn á almennum markaði. Bæði Bandaríkin og Kína hafa gangsett og framkvæmt miklar efnahagsaðgerðir sem áttu að leiða til aukins hagvaxtar og styrkingar á fjármálakerfinu. Innan Evrópu hefur ekki verið farið í eins umfangsmiklar aðgerðir. Á tímabili var talin ákveðin hætta á verðhjöðnun en hún virðist liðin hjá að mestu leyti. Verðhjöðnun er
5
almennt talin mun hættulegri en verðbólga því við verðhjöðnun dettur eftirspurn á markaði niður því kaupandinn býst við að verðið verði lægra á morgun en það er í dag. Í Evrópu minnkaði verg landsframleiðsla í flestum löndum álfunnar undir lok ársins 2008. Niðursveiflan er mjög greinileg og samdráttur í flestum stórum hagkerfum álfunnar. Þýskaland sem er mjög háð útflutningi hefur orðið fyrir hvað mestum áhrifum vegna þessa innan Evrópu. Í Englandi varð mikið verðfall á fasteignum og landið fæst við mikil vandamál í banka- og fjármálakerfinu. Írland, Spánn og Grikkland hafa þurft að takast á við mikla innri erfiðleika og á tímabili var tvísýnt um að grísk stjórnvöld myndu geta ráðið við stöðuna upp á eigin spýtur. Ástandið í baltnesku löndunum er einnig mjög erfitt. Fyrrgreindir þættir hafa einnig mikil áhrif á þróun efnahagsmála hérlendis. Samdráttur í útflutningi, neyslu og fjárfestingu á Norðurlöndum gerir það að verkum að VLF hefur minnkað í öllum norrænum löndum. Þar sem evrulönd flytja hlutfallslega mikið út miðað við til dæmis Bandaríkin, þá hefur alþjóðlegur samdráttur í verslun og viðskiptum meiri áhrif á efnahag þeirra. Bandaríkin flytja t.d. út um 12– 13% af VLF á meðan útflutningur er um 40% af VLF í evrulöndunum. Hagvöxtur var neikvæður á evrusvæðinu um 4,1% á árinu 2009 en gert er ráð fyrir að hann sé jákvæður um 1,0% á árinu 2010. Hrun á gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum hefur haft margháttuð áhrif sem varða sveitarfélögin ekki síður en aðra aðila í samfélaginu. Gengistryggð lán hafa hækkað gríðarlega, verðbólga óx mikið á tímabili en hefur verið á niðurleið á undanförnum mánuðum. Vegna þess hefur margháttaður kostnaður hækkað. Vextir á innlendum lánum eru enn frekar háir en vextir á erlendum lánum hafa lækkað verulega. Kaupmáttur launa hefur lækkað og þar með er erfiðara að sækja auknar útsvarstekjur til íbúa sveitarfélaganna. Á móti kemur að hagur útflutningsfyrirtækja hefur á margan hátt batnað vegna gengisrýrnunar krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Það hefur í för með sér að staða þeirra hefur batnað og umsvif aukist nokkuð. Kaupgeta erlends ferðafólks hefur vaxið og það hefur sín áhrif á hvað það eyðir miklu á ferð um landið. Hér á eftir verður farið yfir nokkur atriði sem varða efnahagsumhverfi sveitarfélaganna og leitt fram á hvern hátt þeir þættir sem skipta miklu máli fyrir rekstrarumhverfi sveitarfélaganna hafa þróast á liðnum árum. Upplýsingar þær sem þessi samantekt byggir á koma að verulegu leyti frá upplýsingavef Hagstofu Íslands (www.hagstofa.is) og úr Hagtíðindum (Þjóðhagsreikningar) frá árinu 2010. Með þessari samantekt er reynt að skýra hvaða áhrifavaldar það eru sem skipta sveitarfélögin mestu máli í þjóðarbúskapnum og hvaða áhrif þeir hafa á stöðu sveitarfélaganna.
6
MANNFJÖLDI Í lok ársins 2009 voru íbúar landsins 317.630 og hafði íbúum landsins fækkað um nær 2.000 manns frá fyrra ári. Það er í fyrsta sinn um margra áratuga skeið sem íbúum fækkar milli ára. Þar kemur helst til að fólk af erlendu bergi brotið sem starfaði hérlendis meðan uppsveiflan var sem mest hefur horfið aftur til síns heima. Einnig hefur töluverður fjöldi Íslendinga flust af landi brott í kjölfar efnahagshrunsins. Þróun íbúafjöldans er eitt þeirra atriða sem skiptir sveitarfélögin mestu máli, bæði í bráð og lengd. Íbúarnir nýta sér þjónustu sveitarfélagsins og íbúarnir greiða kostnaðinn við rekstur sveitarfélagsins með skattfé og þjónustugjöldum. Fjölgun íbúa kallar á framkvæmdir og leiðir af sér hærri skatttekjur. Fækkun íbúa gerir það að verkum að nýting mannvirkja og staðbundinnar þjónustu verður lakari og tekjustofnar dragast saman. Mynd 1. Þróun íbúafjölda á árunum 1996–2009. Heimild: Hagstofa Íslands
350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000
Íbúafjöldi
Íbúar á höfuðborgarsv.
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
2001
2000
1999
1998
1997
1996
0
Íbúar utan höfuðborgarsv.
Á mynd 1 kemur fram hvernig þróun íbúafjölda á landinu hefur verið frá árinu 1996. Þar kemur fram þróun heildaríbúafjöldans og einnig hvernig hann skiptist milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Glöggt kemur fram að fjölgun íbúanna á sér fyrst og fremst stað á höfuðborgarsvæðinu og er það staðreynd sem þarf ekki að koma neinum á óvart. Á mynd 2 kemur fram hve hátt hlutfall íbúa landsins býr á höfuðborgarsvæðinu og hve stór hluti á landsbyggðinni frá árinu 1996. Nokkur breyting hefur orðið á þessu hlutfalli á tímabilinu eins og kemur glöggt fram á myndinni. Frá árinu 2004 stöðvaðist samdráttur í íbúafjölda utan höfuðborgarsvæðisins eftir samfellt undanhald árin þar á undan. Á síðustu tveimur árunum hefur þessi þróun þó farið af stað aftur.
7
70% 60% 50% 40% 30%
Höfuðborgarsv.
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
2001
2000
1999
1998
1997
20% 1996
Mynd 2. Íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Heimild: Hagstofa Íslands
Utan höfuðborgarsv.
Hér verður ekki farið dýpra niður í íbúaþróun í einstökum kjördæmum eða einstökum sveitarfélögum. Fyrst og fremst eru dregnar hér fram þær grófu höfuðlínur sem skýra út mismunandi þróun íbúafjölda á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og á landsbyggðinni hins vegar. Þessar hugleiðingar gefa þó tilefni til almennra vangaveltna um hvernig menn skilgreina höfuðborgarsvæðið. Fram til þessa hefur það afmarkast af Kjalarnesi í norðri til Hafnarfjarðar í suðri. Spurning er hvort sú skilgreining sé endilega rökrétt lengur eða hvort eigi að skilgreina höfuðborgarsvæðið með hliðsjón af því atvinnusvæði sem virkar nú æ meir sem samhangandi heild. Í sívaxandi mæli keyrir fólk á milli Akraness, Suðurnesja og sveitarfélaga fyrir austan Hellisheiði og höfuðborgarsvæðisins vegna vinnu sinnar. Fyrr en síðar kemur að því að það verði farið að skilgreina svæðið frá Borgarbyggð/Akranesi til Árborgar sem eitt samhangandi atvinnu- og þjónustusvæði. Bættar samgöngur munu síðan tengja þetta svæði enn betur saman svo sem með Suðurstrandarvegi, tvöföldun Reykjanesbrautar og bættum vegasamgöngum yfir Hellisheiði.
HAGVÖXTUR Á árunum 2003 til 2006 var hagvöxtur á landinu mjög mikill. Hann er síðan neikvæður á árunum 2007–2009. Hrunið mikla kemur sérstaklega fram á árinu 2009 er hagvöxtur er neikvæður um rúm 10%. Það er gríðarlegt hrap sem hefur mikil áhrif inn í allan þjóðarbúskapinn. Hagvöxtur fyrri ára var að stórum hluta til drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingum sem fjármagnaðar voru á beinan eða óbeinan hátt með erlendum lántökum. Hátt gengi krónunnar, mikið framboð hagstæðra íbúðarlána og ört hækkandi fasteignaverð leiddi til aukinnar einkaneyslu og meiri innflutnings. Gríðarlegar byggingarframkvæmdir áttu sér stað á þessum árum, bæði í orku- og stóriðjugeiranum en einnig og ekki síður í margháttuðum byggingarframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og vaxtarsvæðum. Óhjákvæmileg afleiðing þessa ástands var mikill viðskiptahalli við útlönd. Hann var mikill allt frá árinu 2003 og náði
8
hámarki árið 2008. Á mynd 3 er birt yfirlit um þróun hagvaxtar, viðskiptajafnaðar og þjóðarútgjalda á árunum 1995 til 2006 og spá fyrir árin 2009 til 2011 sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Afleiðingar efnahagshrunsins koma þar skýrt fram. Þjóðarútgjöld dragast mikið saman, hagvöxtur verður neikvæður en viðskiptajöfnuður við útlönd breytist úr því að vera mjög óhagstæður upp í að vera nálægt núlli næstu árin. 20%
Mynd 3. Þróun hagvaxtar, viðskiptajafnaðar og þjóðarútgjalda 1995–2011. Heimild: Hagstofa Íslands
10% 0% -10% -20% -30%
Hagvöxtur %
2011
2010
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
2001
2000
1999
1998
1997
1996
1995
-40%
Viðskiptajöfnuður (% af VLF)
Horfur í efnahagsmálum á yfirstandandi ári eru á ýmsa vegu frekar dökkar. Atvinnulífið líður fyrir að starfsemi fjármálakerfisins er ekki komin á fullt skrið þar sem endurskipulagning og endurfjármögnun þess er ekki frágengin. Enn ríkir mikil óvissa um endanlega skuldastöðu þjóðarbúsins og hins opinbera sökum skuldbindinga við önnur ríki og kröfuhafa. Jafnframt ríkir mikil óvissa um hvenær eða í hve miklum mæli gjaldeyrishöftum verður aflétt en það er að miklu leyti háð því hvernig tekst að losa um stórar eignir erlendra fjárfesta í íslenskum verðbréfum. Innflutningur hefur dregist verulega saman. Á hinn bóginn hefur afkoma útflutningsgreina batnað á ýmsan hátt vegna gengislækkunar krónunnar og sterkari samkeppnisstöðu á erlendum mörkuðum. Nokkur efnahagsbati í viðskiptaríkjum Íslands hefur einnig haft jákvæð áhrif á stöðu þeirra. Í Hagtíðindum frá september 2010 er áætlað að samdráttur vergrar landsframleiðslu verði 6,8% árið 2010. Það gerist fyrst og fremst vegna mikils samdráttar í heildareftirspurn í hagkerfinu. Stærstu áhrifin koma til vegna samdráttar í einkaneyslu. Mikil skuldsetning töluverðs hluta íslenskra heimila dregur úr einkaneyslunni auk þess sem heimilin hafa aukið sparnað til að mæta þeirri óvissu sem ríkir í efnahagsmálum landsins.
9
VERÐLAGSBREYTINGAR Verðbólga jókst nokkuð skarpt fyrri hluta ársins 2006 en nokkuð dró úr hækkun verðbólgunnar þegar leið á árið. Að jafnaði var vísitala neysluverðs 6,8% á árinu 2006. Þessa þróun má að miklu leyti rekja til hækkana á húsnæðisverði og á olíu- og bensínverði. 14,00% 12,00% 10,00% 8,00% 6,00% 4,00% 2,00%
Vísitala neysluverðs
2011
2010
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
2001
2000
1999
1998
1997
0,00% 1996
Mynd 4. Þróun vísitölu neysluverðs á árunum 1996– 2009 og spá fyrir 2010–2011. Heimild: Hagstofa Íslands
Vísitala neysluverðs án húsnæðiskostnaðar
Verðbólga hækkaði verulega á árinu 2008 og hélst síðan há út árið 2009. Framan af hafði mikil eftirspurn í samfélaginu og vaxtahækkunarákvarðanir áhrif á verðbólguna en síðan stafaði hún fyrst og fremst af mikilli lækkun á gengi krónunnar. Innleidd gjaldeyrishöft sem tekin voru upp í kjölfar efnahagshrunsins síðla árs 2008 styrktu gengi krónunnar tímabundið en það gekk síðan að öllu leyti til baka. Gengi krónunnar hefur aftur á móti styrkst nokkuð frá fyrri hluta þessa árs. Það er engu að síður töluvert fyrir neðan það sem hægt er að telja eðlilegt. Innfluttar vörur samanstanda af tæplega 40% í vísitölu neysluverðs og hafa breytingar á gengi krónunnar komið hratt fram í verðbólgutölum samfara veikingu gengisins. Allar líkur benda til að verðbólga lækki nokkuð stöðugt á þessu ári og verði síðan frekar lág á næsta ári. Þó eru margir óvissuþættir í farvatninu um þróun hennar. Má þar til dæmis nefna að kjarasamningar flestra opinberra starfsmanna eru lausir frá og með 1. desember 2010. Niðurstaða þeirra kjarasamninga sem framundan eru koma til með að hafa veruleg áhrif á þróun verðlags á komandi mánuðum og misserum.
ÞRÓUN GENGISMÁLA Gengisþróun krónunnar ræður miklu um verðlagsþróun á innlendum markaði þar sem íslenskt þjóðfélag er svo háð innflutningi á vörum erlendis frá. Jafnframt ræður staða krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum miklu um afkomu útflutningsatvinnugreina. Á mynd 5 kemur fram hver þróun
10
íslensku krónunnar hefur verið gagnvart bandarískum dal (USD) og evru (mynt Evrópusambandsins) á árunum 1996–2010. Mynd 5. Gengisþróun íslensku krónunnar gagnvart USD og evru. Heimild: www.islandsbanki.is
USD
2010
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
2001
2000
1999
1998
1997
1996
200 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0
Evra
Á árunum 1996 til 1999 var USD mun ódýrari en evran en á árunum 2000–2002 skipti um og USD var dýrari en evran. Árið 2003 skipti aftur um og USD féll í verði og varð aftur mun ódýrari en evran. Bilið milli verðlags þessara gjaldmiðla gagnvart krónunni hefur síðan farið vaxandi í gengishruninu undanfarin misseri þar sem gengi USD hefur lækkað gangvart evru. Þessar breytingar skipta miklu máli bæði fyrir útflutningsfyrirtækin og einnig hvað varðar verðlag á innfluttum vörum. Mörg sveitarfélög, og þá sérstaklega þau stærri, færðu á undanförnum árum lánasöfn sín í verulegum mæli yfir í erlend lán vegna þess mikla vaxtamunar sem hefur verið á innlendum lánum og lánum sem tekin eru í helstu viðskiptamyntum þjóðarinnar. Hið sama átti við um fjölda einstaklinga og fyrirtækja. Vaxtamunurinn var það mikill að margir tóku þá áhættu sem ætíð fylgir lántöku í erlendri mynt í einhverri mynd þegar tekjurnar eru í innlendum gjaldmiðli. Spár greiningardeilda fyrir nokkrum árum voru yfirleitt í þá áttina að gengið muni lækka á komandi misserum en nokkur munur var á því hve þær áætluðu að það gerist hratt. Fáa óraði þó fyrir því hruni á gengi krónunnar sem átti sér stað á árinu 2008 og framan af árinu 2009. Það setti allar áætlanir úr skorðum hjá þeim sem voru skuldsettir í erlendri mynt. Höfuðstóll erlendra lána tvöfaldaðist og þaðan af meir ef lán voru t.d. tekin í japönskum yenum. Innleiðing gjaldeyrishafta gerir alla spágerð um þróun á gengi krónunnar mun erfiðari en áður. Við það bætist að ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að aflétta gjaldeyrishöftunum en það er að mörgu leyti háð því hvernig hægt verður að leysa úr þeim vanda að inni í hagkerfinu er mikið af erlendu fjármagni sem líklega verður fært úr krónum í erlenda gjaldmiðla við fyrsta tækifæri. Einnig skiptir máli í þessu sambandi að þungi afborgana og vaxtagreiðslna af erlendum lánum sem innlendir aðilar bera ábyrgð á er
11
umtalsverður. Þar er um að ræða lán sem ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar hafa tekið. Á þessu ári verður gengi krónunnar veikt áfram vegna umtalsverðra vaxtagreiðslna af verðbréfum sem heimilt er að flytja úr landi. Einnig hefur borið á því að gjaldeyrir af útflutningstekjum hefur ekki skilað sér til baka í þeim mæli sem eðlilegt er að telja þar sem hægt hefur verið að nálgast krónur á erlendum mörkuðum. Það hefur í raun valdið því að myndast hefur tvöfaldur gjaldeyrismarkaður þar sem gengi krónunnar á erlendum mörkuðum hefur ætíð verið veikara en á innlendum markaði. Gjaldeyrishöftin eiga að stemma stigu við þessari þróun mála. Gengi krónunnar hefur styrkst nokkuð á árinu 2010. Síðan er gert ráð fyrir því að gengið styrkist um allt að 8% á árinu 2011 samhliða því sem hagvöxtur aukist eitthvað.
ATVINNUMARKAÐUR Þróun atvinnumarkaðar á undanförnum árum markaðist eðlilega af þeim miklu framkvæmdum sem voru í gangi í þjóðfélaginu. Hluti þeirra starfa sem koma til vegna uppsveiflu í hagkerfinu var mannaður með erlendu vinnuafli. Fjöldi erlendra ríkisborgara sem voru starfandi hérlendis fór úr 3.400 á árinu 1999 í allt að 18.000 manns í lok ársins 2008. Þessi þróun dró úr spennu á vinnumarkaði en erlent vinnuafl kom til starfa mun víðar en í stóriðju- og virkjunarframkvæmdum austur á fjörðum. Hlutur erlends starfsfólks var t.d. mjög umfangsmikill í byggingarframkvæmdum á suðvesturhorni landsins. Hluti þessa fólks hefur sest að hérlendis á meðan aðrir hafa horfið úr landi þegar atvinnumöguleikar minnkuðu. Íslenskur vinnumarkaður er þannig mjög sveigjanlegur og hefur það vafalaust áhrif í þá átt að draga úr atvinnuleysi þegar til lengri tíma er litið. Annars vegar flyst fólk auðveldlega milli starfa og hins vegar er atvinnuþátttaka ungs fólks sveiflukennd eftir árstíðum. Atvinnuþátttaka er mikil á Íslandi eins og kemur fram á mynd nr. 6. Þar kemur fram að atvinnuþátttaka sveiflast á bilinu 80% og upp í tæp 84%. Atvinnuþátttaka hefur þó dregist saman á undanförnum misserum. Frá fyrsta ársfjórðungi 2008 hefur atvinnuþátttaka dregist saman um 1,5% af heildarfjölda 16–74 ára eða um 4.200 manns. Hún hefur dregist saman um 2,2% hjá körlum en um 0,6% hjá konum.
12
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
2001
2000
1999
1998
1997
85% 84% 83% 82% 81% 80% 79% 78% 1996
Mynd 6. Atvinnuþátttaka á árunum 1996–2009. Heimild: Hagstofa Íslands.
Atvinnuleysi á Íslandi hefur gegnum árin verið lítið miðað við nálæg lönd, hvort sem miðað er við önnur norræn ríki eða ríki innan Evrópusambandsins. Það hefur þó breyst á allra síðustu árum. Á mynd 7 kemur fram yfirlit um atvinnuleysi á Íslandi á árunum 1996 til 2012. Upplýsingar fram til ársins 2010 eru rauntölur en áætlaðar fyrir árin 2011 og 2012. Mynd 7. Atvinnuleysi á árunum 1996–2012. Heimild: Hagstofa Íslands.
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
2001
2000
1999
1998
1997
1996
10% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0%
Á mynd 7 kemur fram að atvinnuleysi hefur á árunum 1996–2008 sveiflast frá 2,0% og upp í tæp 4%. Á árinu 2009 verður mikil breyting þar á. Þá fer atvinnuleysið upp í 8% að jafnaði yfir árið. Það er síðan enn hærra á árinu 2010. Atvinnuleysi hefur þannig aukist hraðar á undanförnum misserum en dæmi eru til um að gerst hafi hérlendis áður. Hluti fólks hefur einnig þurft að sætta sig við skert starfshlutfall og fær það atvinnuleysisbætur að hluta. Fjölmennasti hópur atvinnulausra starfaði áður við mannvirkjagerð en fækkun starfa í verslun, viðgerðum og iðnaði er einnig veruleg. Opinberar spár reikna með að atvinnuleysi verði áfram verulegt á komandi árum. Gert er ráð fyrir að það fari að ganga til baka á nýjan leik en óvíst er hve hröð sú þróun verður. Það er háð mörgum óvissuþáttum svo sem aðkomu erlendra aðila að fjárfestingum hérlendis, lánsfjármöguleikum, afstöðu stjórnvalda til ýmissa atriða sem skipta miklu máli í þessu sambandi svo og hvernig efnahagsmál þróast á okkar helstu markaðssvæðum.
ÍBÚÐABYGGINGAR OG ÍBÚÐAVERÐ Nýbyggingar íbúða og verðþróun á fasteignamarkaði skiptir fjárhag sveitarfélaganna verulegu máli með hliðsjón af tekjum þeirra af fasteignaskatti. Á árunum 2004–2007 voru mikil umsvif víða um land í byggingu íbúðarhúsnæðis. Þær áttu sér fyrst og fremst stað á suðvesturhorninu frá Borgarnesi austur í Árborg, á Eyjafjarðarsvæðinu og síðan á Mið-Austurlandi. Aukningin var um 14% á ári að jafnaði. Á árinu 2008 varð síðan mikill viðsnúningur í þessum efnum. Á þremur fyrstu fjórðungum ársins drógust íbúðabyggingar saman um 17% frá sama tíma
13
árið áður og á síðasta fjórðungi ársins nam samdrátturinn um 34% miðað við árið á undan. Eftirspurn á fasteignamarkaði jókst verulega á árinu 2005, fyrst og fremst í kjölfar þess að bankarnir tóku að veita hagkvæmari íbúðalán en áður. Það fylgdi í kjölfar þess að Íbúðalánasjóður jók lánshlutfall húsnæðislána upp í 90%. Um ákveðinn tíma fór lánshlutfall einstakra banka til íbúðakaupa upp í 100%, sem er það hæsta sem þekkst hefur. Mikil hækkun íbúðaverðs varð byggingarfyrirtækjum m.a. hvati til að auka framboðið því verðið hækkaði mun meir en sem nam byggingarkostnaði. Afleiðing þess varð ein mesta verðbóla á húsnæðismarkaði sem þekkst hefur hérlendis sem gat ekki endað nema á einn veg. Árið 2008 var lokið við nær 3.000 íbúðir á landinu öllu og var það litlu færra en árið á undan. Á sama tíma voru taldar nær 6.500 íbúðir í byggingu á öllum byggingarstigum eða rúmlega tvöfalt fleiri en lokið var við á árinu auk þess sem byrjað var á um 3.200 íbúðum það ár. Bankahrunið hafði síðan í för með sér hrun á fasteignamarkaði. Viðskipti með fasteignir hafa minnkað gríðarlega og raunverð lækkað mikið. Mjög víða stöðvuðust framkvæmdir við húsnæði sem var í byggingu. Það kemur til vegna þess að áhvílandi fjármögnun hefur hækkað mikið, verð byggingarvara hefur hækkað og fáir kaupendur finnast að íbúðum sem eru til sölu. Niðurstaða þessa er sú að ekki er hægt að gera ráð fyrir öðru en að mikill samdráttur verði á fasteignamarkaði og í íbúðabyggingum á næstu árum. Fækkun landsmanna hefur áhrif á þessa stöðu. Fyrir viðkomandi sveitarfélög skiptir þróun húsnæðismarkaðar miklu máli fyrir fjárhag þeirra. Verðlag fasteigna hefur áhrif á tekjur sveitarfélaganna af fasteignaskatti og fjölgun íbúðabygginga þýðir yfirleitt fjölgun íbúa. Íbúafjölgun hefur í för með sér auknar skatttekjur til lengri tíma litið en einnig kallar hún á aukið framboð þjónustu, nýframkvæmdir og fjárfestingar. Sveitarfélög geta ekki frestað lagningu veitukerfis, uppbyggingu gatna, skóla eða annarra þjónustumannvirkja þegar hverfin eru farin að byggjast upp. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur veruleg áhrif á framkvæmdaþörf sveitarfélaga, lántökur þeirra og fjárhagslega stöðu á meðan á uppbyggingartíma stendur. Það hefur veruleg áhrif á fjárhag sveitarfélaga til lengri tíma ef þau sitja uppi með ónotaðar fjárfestingar í hverfum sem voru skipulögð en hafa ekki byggst upp. Fyrir liggur að lækkun fasteignamats komi fram af fullum þunga á næsta ári. Óvíst er hvernig sveitarfélögin geta brugðist við þeirri stöðu vegna fallandi kaupmáttar alls almennings og aukinnar skattheimtu ríkisvaldsins.
EINKANEYSLA Mikils samdráttar tók að gæta í einkaneyslu fyrir mitt ár 2008 og síðan herti verulega á honum á fjórða ársfjórðungi ársins. Fjölmörg heimili í landinu hafa orðið fyrir miklum fjárhagslegum skakkaföllum í kjölfar hruns bankanna og alþjóðlegrar efnahagslægðar sem þrengir að einkaneyslunni. Þar munar mest um kaupmátt ráðstöfunartekna, skuldsetningu og nettó
14
eignastöðu. Vextir hafa auk þess hækkað umtalsvert og aðgengi að lánsfé takmarkast verulega. Heimilin hafa brugðist við þessu með því að draga einkaneyslu saman í meira mæli en dæmi eru um í þá hálfu öld sem gögn Hagstofunnar ná yfir. Vöxtur hennar var að vísu gríðarlega mikill á síðustu árum á meðan gengi krónunnar var skráð óeðlilega hátt og kaupmáttur launa jókst verulega. Mynd 8. Þróun einkaneyslu á árunum 1997–2010 og spá fyrir árin 2011–2013. Heimild: Hagstofa Íslands.
15% 10% 5% 0% -5% -10% -15% 2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
2001
2000
1999
1998
1997
-20%
Á mynd 8 kemur fram hver þróun einkaneyslu hefur verið á árunum 1996– 2010. Eins og sést hefur vöxtur einkaneyslu verið á milli 5–8% flest árin fram til ársins 2007 á þessu tímabili að undanskildum árunum 2001 og 2002. Einkaneyslan vex gríðarlega á árinu 2005, sem orsakast meðal annars af vaxandi kaupmætti launa og sterkri stöðu krónunnar. Áhrifin af hruni efnahagslífsins koma síðan í ljós á árunum 2008–2010. Vonir eru bundnar við að einkaneyslan taki aftur að aukast frá og með árinu 2011. Það er vitaskuld háð mögum óvissuþáttum eins og komið hefur fram hér að framan.
SAMNEYSLA Samneysla hins opinbera, ríkissjóðs, almannatrygginga og sveitarfélaga, dróst saman um 3,0% árið 2009. Samneysla ríkissjóðs dróst saman um 4,1%, sveitarfélaga um 2,1% og almannatrygginga um 0,6%. Laun eru stærsti hluti samneyslunnar. Árið 2009 námu þau 57,3%, árið 2008 var hlutfallið 58,9% og 61,1% árið 2007. Á fyrsta ársfjórðungi árið 2010 dróst samneyslan saman um 3,8% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2009 skv. óárstíðaleiðréttum tölum Hagstofunnar. Gert er ráð fyrr að samneysla dragist áfram saman á komandi árum. Í spá Hagstofu Íslands er talið að samneysla dragist saman að raunvirði árið 2010 og að samdrátturinn nemi 3,8% milli ára. Árið 2011 er reiknað með að raunsamdrátturinn nemi 3,8% og 1,8% árið 2012. Er það mjög breytt niðurstaða frá fyrra ári en þá hljóðaði spá fjármálaráðuneytisins um að samneysla hins opinbera myndi aukast um 0,3% að magni til árið 2010 og 0,4% árið 2011. Gagnrýnt hefur
15
verið af ýmsum aðilum að vöxtur í samneyslu sveitarfélaganna hafi verið hærri en hjá ríkinu á undanförnum árum. Í þessu sambandi er rétt að minna á að starfsemi og skyldur sveitarfélaganna eru þess eðlis að það er erfitt og flókið að setja fastmótuð heildarmarkmið fyrir þróun samneyslunnar hjá öllum sveitarfélögum landsins miðað við núverandi form á fjárhagslegu samstarf ríkis og sveitarfélaga. Sérstaklega er það erfitt þegar þróunin í búsetuþróun í landinu er eins og hún hefur verið á undanförnum áratug. Á meðan framkvæmdir eru í lágmarki hjá hluta sveitarfélaganna og samneysla dregst þar saman vegna íbúafækkunar verða önnur sveitarfélög að takast á við miklar nýframkvæmdir, meðal annars vegna íbúafjölgunar. Þau hafa ákveðnum skyldum að gegna sem erfitt eða ómögulegt er að víkjast undan.
Samantekt: Gunnlaugur A. Júlíusson – Hag- og upplýsingasvið.
16
2
AFKOMA SVEITARFÉLAGANNA REKSTUR, EFNAHAGUR OG SJÓÐSTREYMI
Fjárhagslegt umhverfi sveitarfélaganna hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Hluti sveitarfélaganna reið um nokkurra ára skeið á öldufaldi efnahagsbólunnar á meðan önnur þurftu að takast á við afleiðingar verulegrar kyrrstöðu og óhagstæðrar gengisþróunar fyrir útflutningsgreinar. Nú hefur staðan breyst í veigamiklum atriðum. Efnahagshrunið og gríðarleg gengisfelling krónunnar veldur sveitarfélögum erfiðleikum sem höfðu skuldsett sig vegna mikilla framkvæmda og væntinga um áframhaldandi íbúafjölgun á meðan hagur þeirra sveitarfélaga sem eru nátengd afkomu sjávarútvegsins hefur víða farið batnandi. Slíkar sveiflur eru ætíð mjög erfiðar fyrir rekstur opinberra aðila eins og sveitarfélaga sem hafa það sem meginhlutverk að annast ákveðna nærþjónustu fyrir íbúana. Forsenda þess að þau geti rækt hlutverk sitt eins og þeim er lagt fyrir er að það ríki ákveðinn stöðugleiki í rekstrarumhverfi þeirra. Fjárhagsáætlanir verður að byggja á nokkuð tryggum forsendum. Skipulagsmál verður að skoða í heildarsamhengi. Hér á eftir verður farið yfir nokkur atriði er varða fjárhagslega afkomu Ahluta í rekstri sveitarfélaganna á árinu 2009. Til samanburðar er birt yfirlit um hvernig þau hafa þróast í nokkur undanfarin ár. Hér er fyrst og fremst farið yfir upplýsingar sem varða sveitarfélögin í heild sinni en athyglinni einungis að mjög litlu leyti beint að stöðu einstakra sveitarfélaga. Það er ljóst að afkoma sveitarfélaganna er mjög misjöfn hvað varðar afkomu og skuldastöðu þegar staða einstakra sveitarfélaga er skoðuð. Sveitarfélögin eru vitaskuld afar mismunandi að stærð og innri uppbyggingu en einnig er afkoma þeirra mismunandi þegar niðurstöðutölur á hvern íbúa eru metnar. Vísað er til meðfylgjandi taflna um fjárhagslegar upplýsingar um rekstur sveitarfélaganna þegar skoða þarf lykiltölur nánar frá einstökum sveitarfélögum.
REKSTUR SVEITARFÉLAGA ÁRIN 2002–2009 TEKJUR Tekjustofnar sveitarfélaganna eru útsvar, fasteignaskattur, greiðslur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og þjónustutekjur. Álagning útsvars og fasteignaskatts byggir á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Sveitarstjórn tekur ákvörðun um álagningarprósentu einu sinni á ári í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta fjárhagsár. Greiðslur úr
17
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fara eftir reglum jöfnunarsjóðs hverju sinni. Að síðustu má nefna að sveitarfélögin hafa nokkurt sjálfdæmi um þjónustugjöld upp að því marki að gjaldtakan má ekki vera hærri en sem nemur kostnaði við hvert verkefni. Nákvæmar upplýsingar um þjónustutekjur sveitarfélaganna eru einungis til frá og með árinu 2002 þegar reikningsskilum sveitarfélaganna var breytt en breytt reikningsskil höfðu engin áhrif á framsetningu útsvars og fasteignaskatts. Lóðarleigan kemur hins vegar inn í tekjuhlið ársreikninga sem skattaígildi með breyttum reikningsskilum.
200.000
150.000
100.000
50.000
Útsvar Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
0 2002
Mynd 1. Þróun tekna sveitarfélaga árin 2002–2009.
Fasteignaskattur Þjónustutekjur
Yfirlit um tekjur sveitarfélaga á árunum 2002–2009 koma fram í mynd nr. 1. Þar er búið að uppfæra þær á verðlag ársins 2009 samkvæmt vísitölu neysluverðs með húsnæðiskostnaði. Miðað er við meðaltal vísitölunnar ár hvert. Vegna breyttra reikningsskila er ekki hægt að birta sambærilegt yfirlit um þjónustutekjur frá því fyrir og eftir breytingu á reikningsskilunum. Því er hér einungis birt yfirlit um þjónustutekjur sveitarfélaganna frá því eftir breytinguna. Fram kemur á töflu 1. að tekjur sveitarfélaganna hafa vaxið mikið að raungildi framan af þessu tímabili eða til ársins 2007. Síðan hafa heildartekjur sveitarfélaganna dregist saman að raungildi. Það kemur betur í ljós á mynd 2.
18
Mynd 2. Hlutfallsleg þróun skatttekna sveitarfélaga á árunum 2002–2009.
200 150 100 50 0 2002 Útsvar
2003
2004
2005
Fasteignaskattur
2006
2007
2008
2009
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Á mynd 2 kemur fram hlutfallsleg þróun skatttekna sveitarfélaganna á tímabilinu 2002–2009. Skatttekjur aukast jafnt og þétt fram til ársins 2007 en síðan hafa útsvarstekjur og greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga farið lækkandi að raungildi. Áhrif efnahagshrunsins á fasteignaskattinn koma ekki fram fyrr en á árinu 2009 þar sem breytingar á fasteignamarkaði eru lengur að koma fram. Útsvar hefur vaxið að raungildi um 37% á tímabilinu, fasteignaskattur um 89% og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 69%. Þess ber þó að geta að ýmsar breytingar hafa orðið á jöfnunarsjóðnum á tímabilinu og má í því sambandi nefna greiðslur til sveitarfélaga vegna húsaleigubótakerfisins og aukaframlag til illra staddra sveitarfélaga. Í þessu sambandi er fróðlegt að sjá hvernig álagningarhlutfall útsvars hefur breyst á tímabilinu. Það kemur fram á mynd nr. 3. Mynd 3. Meðalútsvar á árunum 2002–2009.
13,20% 13,10% 13,00% 12,90% 12,80% 12,70% 12,60% 2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
Á mynd 3 kemur fram að meðalálagning útsvars hefur hækkað úr 12,79% árið 2002 upp í 13,10% árið 2009. Það er hækkun álagningar um 2,4% á tímabilinu. Það þýðir að hluti af þeim auknu tekjum sem sveitarfélögin fengu fram til ársins 2007 af álagningu útsvars er vegna hækkaðrar útsvarsprósentu, hluti þeirra er vegna fjölgunar fólks á vinnumarkaði, minna atvinnuleysis og hluti er til kominn vegna hærri launa á vinnumarkaði og aukins kaupmáttar. Síðan breytist myndin með breyttu ástandi í
19
samfélaginu. Atvinnuleysi eykst, fólki fækkar á vinnumarkaði og laun lækka. REKSTRARKOSTNAÐUR Í reikningsskilum sveitarfélaga er rekstrarkostnaði þeirra skipt í grófum dráttum í laun og launatengd gjöld, annan rekstrarkostnað, afskriftir og breytingu á lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga. Reyndar eru ekki til nákvæmar upplýsingar um breytingu á lífeyrisskuldbindingum frá árinu 2002 og 2003. Það er ekki fyrr en frá og með árinu 2004 sem þær eru sérstaklega tilgreindar í reikningsskilum sveitarfélaga. Ekki eru til nógu nákvæmar upplýsingar frá fyrri árum um þennan lið. Því eru áfallnar lífeyrisskuldbindingar skráðar með launum og launatengdum gjöldum á árunum 2002 og 2003. Niðurstöður um þróun útgjalda sveitarfélaganna á árunum 2002–2009 koma fram á mynd 4. Þær eru settar upp á verðlag ársins 2009. Mynd 4. Þróun útgjalda sveitarfélaganna á árunum 2002–2009.
100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Laun og launatengd gjöld Breyting lífeyriskuldbindinga Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Í töflu 1 kemur fram hver hefur orðið hækkun frá fyrra ári á þeim þremur liðum sem upplýsingar liggja fyrir um öll árin og síðan eru breytingar á lífeyrisskuldbindingum reiknaðar út fyrir þann tíma sem upplýsingar liggja fyrir um.
Tafla 1. Hlutfallsleg breyting einstakra rekstrarliða á árunum 2002–2009
Laun og launatengd gjöld
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
3,7%
-2,9%
14,2%
14,0%
8,3%
12,3%
8,4%
0,0%
13,0%
57,8%
-65,3%
-2,6%
-88,1%
Br. lífeyrisskuldbindinga Annar rekstrarkostnaður
9,6%
3,7%
7,0%
16,0%
18,1%
22,9%
-5,6%
Afskriftir
6,3%
5,7%
10,8%
7,3%
9,4%
5,3%
14,1%
Í töflu 1 kemur fram hver er hlutfallsleg hækkun á einstökum liðum milli ára. Árið 2002 er upphafsár og því miðað út frá því þar sem eldri viðmiðun er ekki fyrir hendi. Rétt er að minna á að breyting lífeyrisskuldbindinga og afskriftir eru ekki raunveruleg útgjöld á viðkomandi rekstrarári heldur er hér um að ræða ávísun á útgjöld í framtíðinni sem verður mætt með því
20
fjármagni sem búið er að leggja til hliðar. Athygli vekur hin mikla sveifla á lífeyrisskuldbindingum milli ára. REKSTRARAFKOMA Á mynd 5 kemur fram yfirlit um framlegð, fjármagnsliði og rekstrarafkomu sveitarfélaganna eftir fjármagnsliði á árunum 2002–2009. Hér er miðað við afkomu af hefðbundnum tekjustofnum en ekki er tekið tillit til óreglulegra liða. Mynd 5. Fjármagnsliðir og afkoma eftir fjármagnsliði.
40.000 30.000 20.000 10.000 0 -10.000 -20.000
Framlegð
Fjármagnsliðir
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
-30.000
Rekstrarafkoma eftir fjármagnsliði
Á mynd 5 koma glöggt fram þær gríðarlegu sveiflur sem hafa verið í rekstrarumhverfi og afkomu sveitarfélaganna á liðnum áratug. Fyrstu þrjú árin á tímabilinu er afkoman nokkuð í jafnvægi en þó heldur lakari en vera þyrfti. Hún batnar síðan ár frá ári fram til ársins 2007. Þá hrynur afkoma sveitarfélaganna við efnahagshrunið. Árin 2008 og 2009 eru sveitarfélögunum mjög erfið. SKULDIR SVEITARFÉLAGA Yfirlit um skuldir sveitarfélaga og skuldbindingar þeirra kemur fram á mynd 6. Þar er gefið yfirlit um langtímaskuldir, skammtímaskuldir og skuldbindingar. Verðlag hefur verið fært upp til ársins 2009 með hliðsjón af þróun neysluvísitölu. Heildarskuldir sveitarfélaganna hafa á þessu tímabili vaxið úr rúmum 100 ma.kr. upp í um 186 ma.kr. Skuldir sveitarfélaga lækka heldur að raungildi á árunum 2005 og 2006 miðað við fyrri ár en vaxa aftur á árinu 2007.
21
Mynd 6. Skuldir og skuldbindingar á árunum 2002–2009.
240.000 190.000 140.000 90.000 40.000 -10.000 2002
2003
2004
Skammtímaskuldir
2005
2006
Langtímaskuldir
2007
2008
2009
Skuldbindingar
Síðan koma fram á efnahagsreikningi sveitarfélaganna gríðarleg áhrif efnahagshrunsins og gengishruns krónunnar á árunum 2008 og 2009 í formi mikillar hækkunar langtímaskulda. Athygli vekur þó að hlutfall lausaskulda hefur farið stöðugt vaxandi hin seinni ár. Í þessu sambandi verður að taka tillit til þess að allnokkur aukning hefur orðið á að sveitarfélög hafa fjármagnað framkvæmdir með einkaframkvæmd þar sem einkaaðili reisir og fjármagnar byggingu en sveitarfélagið leigir hana með langtímasamningi. Önnur útfærsla á samskiptum sveitarfélaga og einkaaðila er að sveitarfélög hafa selt einkaaðila fasteignir og leigja þær síðan til baka. Skuldir hafa þá oft verið greiddar niður en greiðsla langtímaskuldbindingar færist á rekstrarreikning. Þannig hafa orðið þær breytingar á þessu umhverfi á liðnum árum að það er tæplega sambærilegt að öllu leyti milli ára. Einnig hafa nokkur sveitarfélög selt eignir og greitt upp skuldir með söluandvirði þeirra. Hér eru ekki taldar með skuldir B-hluta fyrirtækja og stofnana sveitarfélaganna svo sem félaglega íbúðarkerfisins, hafnarsjóða og veitufyrirtækja. Þessi fyrirtæki eiga að standa undir skuldum sínum með sjálfsaflafé í gegnum þjónustugjöld eða aðrar tekjur. Það liggur þó ljóst fyrir að það gengur of víða ekki upp. Þar er fyrst og fremst um að ræða félagslega íbúðarkerfið en einnig verða ýmis sveitarfélög að taka á sig byrðar vegna reksturs hafnarsjóða, þar sem tekjur hafnarsjóða nægja ekki til að standa undir rekstri þeirra. Því liggur ljóst fyrir að ýmis sveitarfélög þurfa að standa undir stærri skuldabyrði með skatttekjum sínum en kemur fram í reikningum sveitarsjóða. Staða þeirra mála er hins vegar afar mismunandi milli einstakra sveitarfélaga. Þegar fjallað er hér um skuldbindingar sveitarfélaganna er fyrst og fremst verið að tala um lífeyrisskuldbindingar. Lífeyrisskuldbindingar lækka
22
verulega á árinu 2007 þegar Reykjavíkurborg og Akureyrarkaupstaður selja eignarhlut sinn í Landsvirkjun og andvirðið er notað til að greiða niður lífeyrisskuldbindingar. Þar til viðbótar koma að hluta til skuldbindingar sem eru komnar til vegna skuldbindandi samninga sveitarfélaganna vegna leigu mannvirkja sem byggð hafa verið í einkaframkvæmd eða sölu og endurleigu sveitarfélaga á eignum sínum svo dæmi sé tekið. Þær hafa hins vegar einungis í undantekningartilfellum verið færðar í efnahagsreikning sveitarfélaganna fram til þessa. Frá og með næstu áramótum verða allar slíkar skuldbindingar færðar skuldamegin í efnahagsreikning og mótsvarandi eignir eignamegin. Þá á að vera tryggt að fram komi glögg heildarmynd af áhvílandi skuldum og skuldbindingum sveitarfélaganna. Þróun á hlutfalli milli skulda og tekna skiptir máli varðandi það hve auðvelt er fyrir sveitarfélögin að standa við skuldir og skuldbindingar sínar. Í mynd 7 kemur fram hvert hlutfallið hefur verið á milli tekna og skulda án/með skuldbindingum. 1,4
1,25
1,32
1,29
1,2 1
0,83
0,85
0,8
0,82
1,18
0,71
1,29 1,15
1,09 0,82 0,64
0,6
1,07
0,91
0,59
0,4 0,2 0 2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
Hlutfall skulda án skuldbindinga og tekna Hlutfall skulda með skuldbindingum og tekjum Hlutfall tekna á móti skuldum sveitarsjóðs breytist frekar lítið á fyrstu þremur árum tímabilsins og eru þá tekjur sveitarfélaganna í heild sinni tæplega 20% hærri en skuldir þeirra á þessu tímabili. Á árinu 2005 hækkar þetta hlutfall töluvert og eru tekjur sveitarfélaga um 30% hærri en heildarskuldir án skuldbindinga. Sama þróun heldur áfram á árunum 2006 og 2007. Hlutfallið milli tekna og skulda hrapar síðan á árinu 2008 en þá eru tekjur einungis um 9% hærri en skuldir en skuldir og skuldbindingar orðnar hærri en heildartekjur. Hlutfallið versnar síðan enn á árinu 2009 vegna gríðarlegrar hækkunar lána í kjölfar gengisfellingar krónunnar. Taka skal fram að hér er reiknað með brúttóskuldum sveitarfélaganna en handbært lausafé er ekki dregið frá útistandandi skuldum. Þessi kennitala segir ákveðna sögu en margs ber að gæta áður en farið er að draga meiri
23
Mynd 7. Hlutfall skulda og tekna.
ályktanir af henni. Þess ber síðan að geta að skuldbindingar utan efnahags eru ekki taldar hér með en þær eru nálægt 45 ma.kr. SJÓÐSTREYMI Hlutfall milli tekna og rekstrargjalda annars vegar og tekna og skulda sveitarfélaga hins vegar segir ákveðna sögu um afkomu þeirra og fjárhagslega stöðu. Það skiptir þó ekki síður máli að fá yfirlit um hve mikið fjármagn sveitarfélagið hefur tiltækt þegar búið er að greiða allan daglegan rekstur. Handbært fé frá rekstri segir til um hve mikið fjármagn er laust þegar allir reikningar hafa verið greiddir. Það fjármagn er því hægt að nota til að greiða afborganir skulda og nýta til fjárfestinga. Það er auðveldara að reka sveitarfélag sem hefur mikið handbært fé frá rekstri enda þótt skuldir þess séu miklar, heldur en sveitarfélag sem hefur lítið sem ekkert handbært fé frá rekstri enda þótt skuldir þess séu ekki miklar. Handbært fé frá rekstri skiptir miklu máli þegar lagt er mat á möguleika sveitarfélaga til að standa við skuldbindingar sínar. Veltufé frá rekstri er önnur stærð sem er nátengd handbæru fé frá rekstri og skiptir ekki öllu máli hvor stærðin er notuð í þessum tilgangi. Eftir því sem hlutfall handbærs fjár frá rekstri er hærra þá gefur það sveitarfélaginu meira svigrúm til að standa undir skuldum og skuldbindingum sínum. Sjóðstreymi sveitarfélags leiðir í ljós hvaðan það fjármagn kemur sem sveitarfélagið hefur til ráðstöfunar. Er það frá rekstrinum sem munur tekna og gjalda, er það komið til vegna sölu eigna eða vegna lántöku? Tekið er tillit til þeirra kostnaðarliða sem ekki fela í sér bein útgjöld svo sem afskriftir, breyting lífeyrisskuldbindinga eða áhrifa verðbóta og gengismunar. Því meira sem handbært fé er frá rekstri, því sterkari er fjárhagsleg staða sveitarfélagsins. Hér á eftir verður farið yfir hver þróun nokkurra grundvallarstærða í afkomu sveitarfélaganna hefur verið á þessu sviði á árunum 2002–2009. Upplýsingar um þessi atriði er einungis fyrir hendi frá þeim tíma sem liðinn er frá upptöku nýrra reikningsskila. Á mynd 8 kemur fram hvernig handbært fé frá rekstri hefur þróast á árunum 2002–2009. Upplýsingar eru settar fram á verðlagi ársins 2009, uppreiknað með vísitölu neysluverðs. Handbært fé lækkaði heldur á árinu 2003 miðað við árið 2002 en jókst síðan jafnt og þétt á árunum 2004 til 2007. Mikil aukning á árinu 2007 vekur sérstaka athygli. Handbært fé frá rekstri lækkar síðan verulega á árinu 2008 en er þó hærra en það var á árunum 2005 og 2006. Á árinu 2009 lækkar það síðan enn meir og er rétt fyrir ofan það sem lægst hefur verið á tímabilinu. Leggja ber áherslu á að hér er um að ræða niðurstöðu fyrir landið í heild sinni. Staða þessara mála getur síðan verið afar mismunandi milli einstakra sveitarfélaga.
24
Mynd 8. Handbært fé frá rekstri.
35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
Handbært fé er sett í samhengi við fjárfestingar sveitarfélaganna á mynd 9. Þar kemur fram yfirlit um fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum, söluverð varanlegra rekstrarfjármuna og að lokum handbært fé frá rekstri. Mismunurinn gefur til kynna í grófum dráttum lánsfjárþörfina hverju sinni svo staðan sé sett upp á nokkuð einfaldan hátt. Mynd 9. Fjárfestingar, söluverð eigna og handbært fé frá rekstri.
50.000.000 40.000.000 30.000.000 20.000.000 10.000.000 2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
0
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum Söluverð seldra rekstrarfjármuna Handbært fé frá rekstri Á mynd 9 kemur glöggt fram hve munur milli fjárfestinga í varanlegum rekstrarfjármunum annars vegar og söluverði rekstrarfjármuna og handbærs fjár frá rekstri hefur breyst á þeim árum sem til umfjöllunar eru. Á árunum 2002–2004 var kostnaður við fjárfestingar hærri en samanlagt söluverð fastafjármuna og handbært fé frá rekstri. Á árunum 2005–2007 er söluverð fastafjármuna og handbært fé frá rekstri hærra en sem nemur brúttófjárfestingum og er munurinn langmestur á árinu 2007. Þetta breytist síðan gríðarlega á árunum 2008 og 2009. Á árinu 2008 eru fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum rúmlega tvöfalt hærri en söluverð varanlegra rekstrarfjármuna og handbært fé frá rekstri og munurinn er síðan enn meiri á árinu 2009. Sérstaka athygli vekur að söluverð varanlegra rekstrarfjármuna hverfur nær því alveg miðað við fyrri ár. Lánsfjárþörf sveitarfélaganna tekur nokkuð mið af þessu hlutfalli sem er lýst í mynd 8. Yfirlit um hana kemur fram á mynd 9. Þar kemur bæði fram að lántökur sveitarfélaga í heild sinni hafa minnkað töluvert á árinu 2005
25
miðað við fyrra ár og hafa nýjar lántökur verið lægri en afborganir langtímalána frá því ári. Á árinu 2007 er munurinn á nýjum langtímalánum og niðurgreiðslu langtímalána gríðarlegur. Vitaskuld er staða sveitarfélaga hvað þetta varðar misjöfn. Hér er einungis tekin fyrir þau lán sem sveitarsjóðir hafa tekið en ekki lán stofnana sveitarfélaga svo sem veitustofnana og hafnarsjóða. Hér er ekki gerður greinarmunur á skammtímalánum og langtímalánum heldur eru þau tekin fyrir í einu lagi. Ekki er heldur gerður greinarmunur á erlendum lánum, lánum í erlendri mynt eða lánum í íslenskum krónum. Það er skipting sem getur verið áhugavert að fá nánari upplýsingar um. Eftir því sem stærri hluti af lánum sveitarfélaganna er í erlendri mynt þeim mun meiri áhrif hafa breytingar á gegni íslensku krónunnar á rekstur þeirra. Mynd 10. Lántaka sveitarfélaga og afborganir langtímalána árin 2002–2009.
50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 2002
2003
2004
Ný langtímalán
2005
2006
2007
2008
2009
Afborganir langtímalána
Á mynd 10 kemur glöggt í ljós hve hlutfallið milli lántöku og afborgana langtímalána hefur breyst mikið hjá sveitarfélögunum á síðustu þremur árum. Á árinu 2007 koma fram áhrif á sölu stórra sveitarfélaga á hlut sínum í veitufyrirtækjum eins og Landsvirkjun. Á árunum 2008 og 2009 eru hlutföllin aftur á móti orðin alveg öfug. Lántaka eykst mikið en afborganir langtímalána dragast mikið saman á árinu 2008 og eru lægri en mörg ár þar á undan.
AÐ LOKUM Hér að framan hefur verið farið yfir nokkur helstu atriðin er varðar afkomu sveitarfélaganna á árunum 2002–2009. Afkoma sveitarfélaganna versnaði á árinu 2008 miðað við árið á undan. Þar koma fram meðal annars áhrif verðbólgu og almenns samdráttar í atvinnulífinu. Efnahagshrunið hefur síðan mikil áhrif á efnahag sveitarfélaganna. Staðreynd er þó að afkoma sveitarfélaganna er mjög misjöfn þegar afkoma einstakra sveitarfélaga er skoðuð nánar. Hafa ber þó í huga að þrátt fyrir að árið 2007 hafi verið að mörgu leyti sérstakt ár í rekstri og afkomu sveitarfélaganna þá var árið 2008 það ekki síður en bara á annan hátt.
Samantekt: Gunnlaugur A. Júlíusson – hag- og upplýsingsvið sambandsins.
26
3
FJÁRMÁL SVEITARFÉLAGA Í ÞJÓÐHAGSLEGU SAMHENGI
Í stuttu máli verður hér farið yfir helstu hagstærðir í fjármálum sveitarfélaga samkvæmt uppgjöri þjóðhagsreikninga. 1 Í töflu 1 eru tekjur sveitarfélaga settar í samhengi við tekjur hins opinbera og sömuleiðis landsframleiðslu til að sýna hlut sveitarfélaga í búskap hins opinbera, sem takmarkast við Ahluta ríkissjóðs, A-hluta sveitarfélaga og almannatryggingar.2 Heildartekjur hins opinbera námu 40,9% af landsframleiðslu árið 2009 og er hlutur sveitarfélaganna um 31% eða 12,6% af landsframleiðslu og hefur hlutur sveitarfélaga í tekjum hins opinbera ekki farið yfir 30% áður. Tafla 1. Fjármál hins opinbera og sveitarfélaga Í milljörðum króna 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
2005
2006
2007
2008
2009
Tekjur hins opinbera 240,6 273,2 297,8 323,5 340,5 360,0 409,5 483,6 560,5 623,8 653,6 614,3 Tekjur sveitarfélaga 64,1 71,0 78,8 91,0 96,1 101,9 112,8 130,7 161,2 185,3 193,4 189,3 Tekjur sveitarfélaga % af tekjum hins opinbera 26,7 26,0 26,5 28,1 28,2 28,3 27,5 27,0 28,8 29,7 29,6 30,8 Landsframleiðsla (VLF) 588,4 632,4 683,7 771,9 816,5 841,3 928,9 1.026,7 1.168,6 1.308,5 1.477,9 1.500,8 Tekjur hins opinbera % af VLF 40,9 43,2 43,6 41,9 41,7 42,8 44,1 47,1 48,0 47,7 44,2 40,9 Tekjur sveitarfélaga % af VLF 10,9 11,2 11,5 11,8 11,8 12,1 12,1 12,7 13,8 14,2 13,1 12,6
AFKOMA Tekjuafkoma 3 sveitarfélaganna versnaði enn á árinu 2009, en hún var neikvæð um 15 milljarða króna eða 1,0% af landsframleiðslu og 7,9% af tekjum þeirra. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 12,9 milljarða króna árið 2008 (0,9% af landsframleiðslu og 6,7% af tekjum), en aftur jákvæð um 8 milljarða króna árið 2007. Á tveggja ára tímabili hafa tekjur sveitarfélaganna rýrnað um 16,2% að raungildi miðað við verðvísitölu landsframleiðslunnar og útgjöld þeirra um 5,5%. Langmest er tekjulækkunin í gatnagerðargjöldum, tekjum af sölu byggingarréttar og eignatekjum, en árið 2007 skiluðu þessir tekjustofnar 31 milljarði króna til sveitarfélaganna samanborið við 14,4 milljarða króna 2009. Á 1
Frekari upplýsingar er að finna í Hagtíðindahefti Hagstofu Íslands um fjármál hins opinbera 2009 frá 10. september síðastliðnum. 2 Hefðbundin skilgreining á hinu opinbera samkvæmt þjóðhagsreikningum afmarkar það við þá starfsemi sem fjármögnuð er með álagningu skatta en ekki með tekjum af sölu á vöru og þjónustu á almennum markaði. Í þessu felst að atvinnustarfsemi á vegum hins opinbera, sem fjármögnuð er að mestu með sölu á vöru og þjónustu, er ekki talin til hins opinbera geira samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu, heldur til fyrirtækjageira hagkerfisins. 3 Tekjuafkoman mælir mismun tekna og rekstrar- og fastafjárútgjalda. Þessi jöfnuður gefur til kynna hvort sveitarfélögin leggi öðrum aðilum hagkerfisins til fjármagn nettó eða taki til sín fjármagn nettó.
27
útgjaldahliðinni er samdrátturinn mestur í fjárfestingu sveitarfélaganna en hún dróst saman um 14 milljarða króna milli 2008 og 2009 eða um 40%. Samneysla þeirra jókst hins vegar um 27 milljarða króna milli áranna 2007 og 2009 eða um 2% að magni til. Eins og lesa má í töflu 2 var rekstrarafkoma4 sveitarfélaganna neikvæð um 2,4 milljarða króna á árinu 2009 en það er í fyrsta skiptið frá lýðveldisstofnun. Til samanburðar var hún jákvæð um rúma 34 milljarða króna 2007 eða 18,4% af tekjum. Tafla 2. Fjármál sveitarfélaga 1998-2009 Í milljörðum króna
1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
Heildartekjur sveitarfélaga Heildarútgjöld sveitarfélaga Tekjuafkoma sveitarfélaga Rekstrarafkoma sveitarfélaga Hlutfall af tekjum Tekjuafkoma sveitarfélaga Rekstrarafkoma sveitarfélaga
64,1 70,2 -6,1 4,7
71,0 74,8 -3,7 6,9
78,8 81,7 -2,9 6,9
91,0 96,1 101,9 112,8 130,7 161,2 185,3 193,4 189,3 95,8 106,8 108,3 119,9 129,7 157,4 177,3 206,3 204,2 -4,8 -10,7 -6,4 -7,1 1,0 3,8 8,0 -12,9 -15,0 10,0 2,5 2,0 7,6 14,4 28,1 34,1 14,9 -2,4
-9,5 7,4
-5,2 9,7
-3,7 8,8
-5,3 -11,1 11,0 2,6
-6,3 2,0
-6,3 6,7
0,8 11,0
2,3 17,4
4,3 18,4
-6,7 7,7
-7,9 -1,3
TEKJUR Heildartekjur sveitarfélaganna námu 189,3 milljörðum króna árið 2009 og lækkuðu um rúmlega 4 milljarða króna milli ára. Þar af voru skatttekjur um 138,6 milljarðar króna, framlög frá ríkissjóði 18,7 milljarðar og aðrar tekjur 32 milljarðar króna. Útsvarstekjur eru langumfangsmesti tekjustofn sveitarfélaganna og skiluðu um 107,6 milljörðum króna 2009 eða 56,9% tekna þeirra. Af öðrum skattstofnum gáfu fasteignaskattar 27,5 milljarða króna og neyslu- og leyfisskattar 3,5 milljarða króna. Eins og sést í töflu 3 hafa tekjur sveitarfélaga vaxið úr því að vera 10,9% af landsframleiðslu árið 1998 í 12,6% árið 2009. Hámarki náðu þær 2007 á þennan mælikvarða eða 14,2%. Af öðrum tekjum sveitarfélaganna voru eignatekjur 13,6 milljarðar króna árið 2008 og sala á vöru og þjónustu 19,2 milljarðar króna. Sjá nánari sundurgreiningu þeirra tekna í töflu 8. Tafla 3. Megintekjustofnar sveitarfélaga 1998-2009 Í milljörðum króna 1998 1999 2000 2001 2002 Heildartekjur Skatttekjur Útsvarstekjur Fasteignaskattar Neyslu- og leyfisskattar1 Framlög frá ríkissjóði Aðrar tekjur Hlutfall af VLF Heildartekjur
64,1 47,2 36,9 7,8 2,3 5,3 11,6
71,0 52,5 41,5 8,5 2,3 6,4 12,2
78,8 59,4 46,0 10,1 3,3 6,6 12,8
91,0 68,1 54,2 10,9 2,9 8,8 14,1
2003 2004
2005 2006
2007 2008
2009
96,1 101,9 112,8 130,7 161,2 185,3 193,4 189,3 71,3 74,8 82,9 95,4 117,5 133,1 140,6 138,6 58,2 61,1 66,2 74,5 85,5 98,0 105,9 107,6 10,1 11,0 12,1 13,9 16,9 20,6 25,8 27,5 2,8 2,6 4,6 6,9 15,0 14,5 8,9 3,5 8,6 10,1 10,4 11,1 14,1 17,4 18,8 18,7 16,2 17,0 19,4 24,2 29,6 34,7 34,0 32,0
10,90 11,23 11,53 11,78 11,77 12,12 12,14 12,73 13,79 14,16 13,08 12,61 4
Rekstrarjöfnuður eða hreinn sparnaður mælir mismun rekstrartekna og rekstrargjalda, og gefur til kynna hversu mikið sveitarfélögin hafa afgangs úr rekstri til fastafjárútgjalda eða aukningar peningalegra eigna.
28
ÚTGJÖLD Heildarútgjöld sveitarfélaga 2009 voru 204,2 milljarðar króna, en þar af voru þrír stærstu útgjaldaliðirnir um 171,5 milljarðar króna eða 84% útgjaldanna. Launagreiðslur sveitarfélag voru 89,4 milljarðar króna, kaup á vöru og þjónustu um 61 milljarður og fjárfesting þeirra 21,2 milljarðar króna. Útgjöld sveitarfélaganna lækkuðu um rúmlega 2 milljarða króna milli 2008 og 2009 og mældust 13,6% af landsframleiðslu samanborið við 14,0% af landsframleiðslu árið 2008. Mikil lækkun varð í fjárfestingu sveitarfélaganna 2009 er hún varð rúmlega 21 milljarður króna samanborið við rúmlega 116 milljarða fjárfestingu á árunum 2006–2008 á verðlagi ársins 2009. Tafla 4. Hagræn flokkun útgjalda sveitarfélaga 1998-2009 Í milljörðum króna 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Heildarútgjöld Laun Kaup á vöru og þjónustu Vaxtagjöld Framleiðslustyrkir Félagslegar tilfærslur til heimila Önnur tilfærsluútgjöld Fjárfesting Heildarútgjöld % af VLF
70,2 29,0 18,7 3,1 1,2 2,2 1,9 14,0
74,8 32,9 19,0 3,4 1,4 2,3 1,9 14,0
81,7 37,1 20,7 4,0 1,8 2,3 2,2 13,5
95,8 106,8 108,3 119,9 129,7 157,4 177,3 206,3 204,2 42,7 46,5 49,7 52,6 60,0 68,1 74,1 83,1 89,4 22,9 28,9 30,2 31,3 33,4 39,4 47,7 58,4 60,9 4,2 4,4 4,2 4,1 4,2 5,0 6,1 8,2 6,7 1,7 1,7 1,9 2,2 2,5 2,9 3,4 3,9 3,2 2,8 4,5 5,0 5,4 5,1 5,0 5,6 6,9 9,2 2,5 3,6 4,5 5,1 6,0 7,0 8,1 10,5 12,6 19,0 17,2 12,7 19,3 18,5 30,0 32,3 35,1 21,2
11,93 11,82 11,95 12,41 13,08 12,87 12,91 12,63 13,47 13,55 13,96 13,61
Tafla 5. Meginmálaflokkar sveitarfélaga 1998-2009 Í milljörðum króna 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Heildarútgjöld Æðsta stjórnsýsla Vaxtagjöld Löggæsla, réttargæsla og öryggismál Efnahags- og atvinnumál Umhverfismál Húsnæðis-, skipulags- og veitumál Heilbrigðismál M enningar- og íþróttamál Fræðslumál Velferðarmál
70,2 5,9 3,1 1,7 8,9 2,7 1,7 0,8 9,7 26,4 9,3
74,8 5,3 3,4 1,6 8,9 2,9 2,2 0,8 10,8 28,7 10,2
81,7 3,6 4,0 1,9 10,7 3,2 2,3 0,9 12,3 31,7 11,3
95,8 106,8 108,3 119,9 129,7 157,4 177,3 206,3 204,2 7,3 7,5 7,7 8,0 9,9 11,1 13,5 16,3 16,2 4,2 4,4 4,2 4,1 4,2 5,0 6,1 8,2 6,7 1,9 1,3 1,8 1,7 1,6 1,4 1,7 2,1 2,1 12,6 10,1 8,9 11,9 12,0 18,4 21,0 24,0 17,9 3,1 3,2 3,1 3,5 3,5 3,8 3,9 4,8 4,8 2,8 5,4 3,2 3,5 3,6 7,1 4,8 6,2 5,4 0,9 0,8 0,9 0,9 1,0 1,2 1,4 1,4 1,2 13,3 16,0 18,9 21,4 21,6 27,2 33,4 38,0 36,6 35,7 40,9 41,0 44,9 51,1 58,5 63,9 73,3 75,3 14,1 17,1 18,6 19,9 21,2 23,7 27,6 32,1 38,0
Af útgjöldum sveitarfélaga 2009 runnu 75,3 milljarðar króna til fræðslumála eða 36,9% útgjalda þeirra. Til menningar- og íþróttamála 36,6 milljarðar króna og til velferðamála (félagsmála) 38 milljarðar. Þessir þrír málaflokkar taka til sín 150 milljarða króna eða um 73,4% útgjalda sveitarfélaga. Til efnahags- og atvinnumála var ráðstafað um 18 milljörðum króna og til stjórnsýslunnar 16,2 milljörðum króna, en þar er meðtalin vaxtakostnaður að fjárhæð 6,7 milljarðar króna.
29
PENINGALEGAR EIGNIR OG SKULDIR Peningaleg eign sveitarfélaga nam 139 milljörðum króna í árslok 2009 eða sem nemur 9,3% af landsframleiðslu. Á sama tíma námu skuldir þeirra um 225 milljörðum króna eða 15% af landsframleiðslu. Hrein peningaleg eign sveitarfélaganna, þ.e. peningaleg eign umfram skuldir, var því neikvæð um tæplega 86 milljarða króna eða 5,7% af landsframleiðslu. Við nánari greiningu skuldanna sést að lántökur voru um 142 milljarðar króna, lífeyrisskuldbindingar 38,4 milljarðar króna og viðskiptaskuldir 44,7 milljarðar króna (sjá töflu 6). Hrein peningaleg eign sveitarfélaganna hefur versnað verulega milli áranna 2007 og 2009 eða um 68 milljarða króna. Tafla 6. Peningalegar eignir og skuldir sveitarfélaga 2001-2009 Í milljörðum króna 2001 2002 2003 2004 2005
2006
2007
2008
2009
Peningalegar eignir Skuldir Lántökur Lífeyrisskuldbindingar Viðskiptaskuldir Hrein peningaleg eign
85,5 86,6 89,4 94,5 98,7 106,6 118,0 132,6 139,1 96,3 108,3 121,7 131,7 136,4 153,1 135,6 194,2 224,8 55,9 62,4 66,3 67,0 64,5 59,5 63,1 111,7 141,7 30,2 35,7 43,0 47,6 53,3 63,0 37,4 39,4 38,4 10,2 10,2 12,4 17,0 18,5 30,6 35,1 43,2 44,7 -10,8 -21,7 -32,3 -37,2 -37,7 -46,5 -17,6 -61,7 -85,8
Skuldir % af VLF Hrein peningaleg eign % af VLF
12,47 13,27 14,46 14,18 13,29 13,10 10,36 13,14 14,98 -1,40 -2,66 -3,84 -4,00 -3,67 -3,98 -1,35 -4,17 -5,71
30
Tafla 7. Rekstrarreikningur sveitarfélaga árin 2000-2009 Milljónir króna
2000
2001
2002
1
HEILDARTEKJUR
78.828
90.951
96.134 101.929 112.754 130.681 161.176 185.263 193.381 189.279
11 111 112 113 114 115 116
Skattte kjur Skattar á tekjur og hagnað Skattar á laungreiðslur og vinnuafl Eignarskattar Skattar á vöru og þjónustu Skattar á alþjóðaverslun og viðskipti Aðrir skattar
59.445 45.979 – 10.107 3.340 – 18
68.073 54.162 – 10.868 2.929 – 114
71.296 58.240 – 10.101 2.774 – 181
12
Tryggingagjöld
13 131 132 133
Fjárframlög Frá erlendum opinberra aðila Frá alþjóðastofnunum Frá opinberum aðilum
14 141 142 143 144 145
2003
2004
74.821 61.123 – 10.963 2.645 – 89
2005
82.937 66.200 – 12.063 4.570 – 104
2006
2007
2008
2009
95.393 117.463 133.143 140.625 138.563 74.465 85.528 98.003 105.940 107.617 – – – – – 13.931 16.857 20.567 25.770 27.485 6.904 15.007 14.528 8.899 3.459 – – – – – 93 71 45 16 3
–
–
–
–
–
–
–
–
–
–
6.630 – – 6.630
8.820 – – 8.820
8.608 – – 8.608
10.084 – – 10.084
10.376 – – 10.376
11.116 – – 11.116
14.140 – – 14.140
17.406 – – 17.406
18.783 – – 18.783
18.714 – – 18.714
Aðrar te kjur Eignatekjur Sala á vöru og þjónustu Sektir og skaðabætur Frjáls fjárframlög Ýmsar tekjur og óskilgr. tekjur
12.753 3.519 9.234 – – –
14.058 4.455 9.603 – – –
16.229 6.012 9.884 – – 334
17.024 5.610 10.931 – – 482
19.441 6.854 12.154 – – 433
24.172 9.239 14.059 – – 873
29.572 14.303 14.508 – – 761
34.714 16.512 17.316 – – 886
33.974 13.625 19.193 – – 1.155
32.001 8.913 21.237 – – 1.851
2+31
HEILDARÚTGJÖ LD
81.716
95.784 106.802 108.318 119.887 129.653 157.407 177.284 206.257 204.234
2 21 22 23 24 25 26 262 263 263 27 28
Rekstrarútgjöld Laun Kaup á vöru og þjónustu Afskriftir Vaxtagjöld Framleiðslustyrkir Fjárframlög T il alþjóðastofnana T il almannatrygginga T il ríkissjóðs Félagslegar tilfærslur til heimila T ilfærsluútgjöld önnur en fjárframlög
71.923 37.112 20.730 3.708 4.028 1.845 498 – – 498 2.349 1.653
80.943 42.705 22.942 4.134 4.153 1.695 478 – – 478 2.779 2.056
93.620 46.530 28.872 4.050 4.391 1.697 560 – – 560 4.509 3.013
99.879 105.156 116.262 133.118 151.184 178.472 191.694 49.652 52.645 60.039 68.103 74.129 83.145 89.385 30.223 31.268 33.381 39.420 47.688 58.434 60.893 4.303 4.604 5.066 5.680 6.173 7.359 8.649 4.205 4.065 4.215 4.951 6.068 8.180 6.708 1.943 2.153 2.465 2.882 3.380 3.900 3.226 482 462 508 700 718 868 982 – – – – – – – – – – – – – – 482 462 508 700 718 868 982 5.041 5.358 5.125 5.038 5.624 6.929 9.227 4.029 4.601 5.463 6.345 7.404 9.657 12.624
31
Fastafjárútgjöld Fjárfesting í efnislegum eignum Afkriftir
9.793 13.501 -3.708
14.841 18.975 -4.134
13.182 17.232 -4.050
8.439 12.742 -4.303
14.731 19.335 -4.604
-2.888
-4.833 -10.668
NLB
TEKJUAFGANGUR / HALLI (1-2-31)
32 3212 3214 3215 3218
Pe ningale gar e ignir, hre yfingar Sjóður og bankareikningar Veitt lán Hlutafé Viðskiptakröfur
33
Skuldir, hre yfingar Lántökur Innlendar lántökur Erlendrar lántökur Lífeyrisskuldbindingar Viðskiptaskuldir
3314 3324 3316 3318 NO B
311
Rekstrarjöfnuður (1-2)
13.392 18.458 -5.066
24.289 29.969 -5.680 3.769
26.100 32.273 -6.173
27.785 35.143 -7.359
12.540 21.189 -8.649
-6.389
-7.133
1.028
495 -156 -397 275 772
2.233 1.286 686 769 -509
1.172 -265 1.517 -1.043 963
2.888 1.242 -575 732 1.489
5.081 611 -15 791 3.694
4.223 3.014 -1.229 2.195 242
7.953 -13.071 2.496 11.390 -4.573 6.632 2.509 -37.233 7.522 6.139
7.979 -12.876 -14.955 14.851 4.150 3.602 -658 7.757
7.045 3.319 9.981 2.454 -8.709
3.383 905 113 792 1.131 1.347
7.066 6.333 2.336 3.997 1.297 -564
11.840 9.614 944 8.670 1.776 450
9.277 4.474 3.321 1.153 1.677 3.126
12.214 2.869 3.515 -646 1.644 7.701
3.194 -2.102 556 -2.658 1.665 3.631
4.184 -21.050 -4.606 3.522 -668 2.967 -3.938 555 1.681 -29.159 7.109 4.587
27.727 21.080 13.298 7.782 -1.369 8.015
22.000 21.953 23.482 -1.529 -1.498 1.545
2.514
2.049
7.598
14.420
28.057
14.909
-2.415
6.905
10.008
Samne ysla (21+22+23-142) Laun Afskriftir Kaup á vöru og þjónustu, nettó + Kaup á vöru og þjónustu - Sala á vöru og þjónustu
52.316 37.112 3.708 11.496 20.730 -9.234
60.178 42.705 4.134 13.339 22.942 -9.603
69.568 73.247 76.363 84.427 98.695 110.674 129.745 137.689 46.530 49.652 52.645 60.039 68.103 74.129 83.145 89.385 4.050 4.303 4.604 5.066 5.680 6.173 7.359 8.649 18.988 19.292 19.114 19.322 24.912 30.371 39.241 39.656 28.872 30.223 31.268 33.381 39.420 47.688 58.434 60.893 -9.884 -10.931 -12.154 -14.059 -14.508 -17.316 -19.193 -21.237
Verg fjármunamyndun
13.501
18.355
14.284
31
12.242
19.335
18.458
29.969
34.079
32.273
35.143
21.189
Tafla 8. Tekjur sveitarfélaga 2000-2009 2001
2002
2003
2004
2005
11 111 1111 1112 113 1131 114 11452 116 1161
Skattte kjur 59.445 Skattar á tekjur og hagnað 45.979 Skattar á tekjur og hagnað, einstaklingar 45.965 Skattar á tekjur og hagnað, lögaðilar 15 Eignarskattar 10.107 Fasteignaskattar 10.107 Skattar á vöru og þjónustu 3.340 Neyslu- og leyfiskattar 3.340 Aðrir skattar 18 Aðrir skattar á atvinnurekstur 18
68.073 54.162 54.148 14 10.868 10.868 2.929 2.929 114 114
71.296 58.240 58.227 14 10.101 10.101 2.774 2.774 181 181
74.821 61.123 61.110 13 10.963 10.963 2.645 2.645 89 89
82.937 66.200 66.187 13 12.063 12.063 4.570 4.570 104 104
95.393 117.463 133.143 140.625 138.563 74.465 85.528 98.003 105.940 107.617 74.455 85.528 98.003 105.940 107.617 10 0 0 0 0 13.931 16.857 20.567 25.770 27.485 13.931 16.857 20.567 25.770 27.485 6.904 15.007 14.528 8.899 3.459 6.904 15.007 14.528 8.899 3.459 93 71 45 16 3 93 71 45 16 3
13 133 1331 1332
Fjárframlög 6.630 Fjárframlög frá öðrum opinberum aðilum 6.630 Rekstrarframlög 5.460 Fjárfestingarframlög 1.170
8.820 8.820 7.398 1.422
8.608 8.608 7.639 969
10.084 10.084 8.550 1.534
10.376 10.376 8.993 1.383
11.116 11.116 9.925 1.191
14.140 14.140 12.135 2.006
17.406 17.406 15.073 2.333
18.783 18.783 15.742 3.041
18.714 18.714 15.742 2.972
14 141 1441 1442 1445 142 1422 1423 1442 145
Aðrar tekjur Eignatekjur Vaxtatekjur Arðgreiðslur Leigutekjur Sala á vöru og þjónustu Neyslu- og leyfisgjöld Þjónustutekjur Frjáls fjárframlög, fjárfesting Ýmsar tekjur og óskilgreindar tekjur
12.753 3.519 1.242 1.784 493 9.234
14.058 4.455 1.789 2.001 665 9.603
9.234
9.603
16.229 6.012 2.622 2.602 788 9.884 107 9.777
17.024 5.610 2.328 2.228 1.054 10.931 162 10.770
19.441 6.854 2.212 2.597 2.045 12.154 145 12.009
24.172 9.239 2.400 3.141 3.698 14.059 112 13.947
29.572 14.303 3.034 3.419 7.850 14.508 47 14.461
34.714 16.512 4.917 2.844 8.751 17.316 146 17.170
33.974 13.625 7.361 2.920 3.344 19.193 148 19.045
32.001 8.913 4.868 1.315 2.730 21.237 67 21.170
334
482
433
873
761
886
1.155
1.851
78.828
90.951
11 111 1111 1112 113 1131 114 11452 116 1161
Skattte kjur 8,69 Skattar á tekjur og hagnað 6,72 Skattar á tekjur og hagnað, einstaklingar 6,72 Skattar á tekjur og hagnað, lögaðilar 0,00 Eignarskattar 1,48 Fasteignaskattar 1,48 Skattar á vöru og þjónustu 0,49 Neyslu- og leyfiskattar 0,49 Aðrir skattar 0,00 Aðrir skattar á atvinnurekstur 0,00
8,82 7,02 7,01 0,00 1,41 1,41 0,38 0,38 0,01 0,01
8,73 7,13 7,13 0,00 1,24 1,24 0,34 0,34 0,02 0,02
8,89 7,27 7,26 0,00 1,30 1,30 0,31 0,31 0,01 0,01
8,93 7,13 7,13 0,00 1,30 1,30 0,49 0,49 0,01 0,01
9,29 7,25 7,25 0,00 1,36 1,36 0,67 0,67 0,01 0,01
10,05 7,32 7,32 0,00 1,44 1,44 1,28 1,28 0,01 0,01
10,18 7,49 7,49 0,00 1,57 1,57 1,11 1,11 0,00 0,00
9,51 7,17 7,17 0,00 1,74 1,74 0,60 0,60 0,00 0,00
9,23 7,17 7,17 0,00 1,83 1,83 0,23 0,23 0,00 0,00
13 133 1331 1332
Fjárframlög 0,97 Fjárframlög frá öðrum opinberum aðilum 0,97 Rekstrarframlög 0,80 Fjárfestingarframlög 0,17
1,14 1,14 0,96 0,18
1,05 1,05 0,94 0,12
1,20 1,20 1,02 0,18
1,12 1,12 0,97 0,15
1,08 1,08 0,97 0,12
1,21 1,21 1,04 0,17
1,33 1,33 1,15 0,18
1,27 1,27 1,07 0,21
1,25 1,25 1,05 0,20
14 141 1441 1442 1445 142 1422 1423 1442 145
Aðrar tekjur Eignatekjur Vaxtatekjur Arðgreiðslur Leigutekjur Sala á vöru og þjónustu Neyslu- og leyfisgjöld Þjónustutekjur Frjáls fjárframlög, fjárfesting Ýmsar tekjur og óskilgreindar tekjur
1,87 0,51 0,18 0,26 0,07 1,35 0,00 1,35 0,00 0,00
1,82 0,58 0,23 0,26 0,09 1,24 0,00 1,24 0,00 0,00
1,99 0,74 0,32 0,32 0,10 1,21 0,01 1,20 0,00 0,04
2,02 0,67 0,28 0,26 0,13 1,30 0,02 1,28 0,00 0,06
2,09 0,74 0,24 0,28 0,22 1,31 0,02 1,29 0,00 0,05
2,35 0,90 0,23 0,31 0,36 1,37 0,01 1,36 0,00 0,08
2,53 1,22 0,26 0,29 0,67 1,24 0,00 1,24 0,00 0,07
2,65 1,26 0,38 0,22 0,67 1,32 0,01 1,31 0,00 0,07
2,30 0,92 0,50 0,20 0,23 1,30 0,01 1,29 0,00 0,08
2,13 0,59 0,32 0,09 0,18 1,42 0,00 1,41 0,00 0,12
11,53
11,78
11,77
12,12
12,14
12,73
13,79
14,16
13,08
12,61
Í milljónum króna
Tekjur samtals
2000
2006
2007
2008
2009
96.134 101.929 112.754 130.681 161.176 185.263 193.381 189.279
Hlutfall af ve rgri landsframleiðslu
Tekjur alls
32
Tafla 9. Heildarútgjöld sveitarfélaga, flokkuð eftir málaflokkum 2000 Í milljónir króna 01 Æ ðsta stjórnsýsla 7.622,2 02 Varnarmál 0,0 03 Löggæsla, réttargæsla og öryggismál 1.872,8 04 Efnahags- og atvinnumál 10.700,7 05 Umhverfismál 3.172,1 06 Húsnæðis-, skipulags- og veitumál 2.261,7 07 Heilbrigðismál 889,4 08 Menningar-, íþrótta- og trúmál 12.280,1 09 Menntamál 31.657,2 10 Almannatryggingar og velferðarmál 11.259,6 He ildarútgjöld 81.715,8
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2008 11.461,3 11.902,8 11.903,8 12.103,0 14.118,7 16.069,0 19.563,6 24.430,8 22.870,3 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 1.858,8 1.349,9 1.759,5 1.658,0 1.560,5 1.417,6 1.712,3 2.112,8 2.085,4 12.592,5 10.108,5 8.917,5 11.919,6 11.976,1 18.404,1 20.992,4 23.978,7 17.936,4 3.117,2 3.191,7 3.115,0 3.539,9 3.506,7 3.790,6 3.932,1 4.780,8 4.775,1 2.794,9 5.396,4 3.196,1 3.467,2 3.618,3 7.141,6 4.771,8 6.189,8 5.361,3 901,7 826,5 868,6 928,4 979,3 1.190,0 1.411,6 1.429,4 1.200,2 13.298,9 15.982,3 18.920,0 21.385,3 21.577,1 27.218,9 33.392,4 37.968,9 36.631,1 35.689,3 40.943,9 41.028,8 44.942,0 51.127,8 58.491,6 63.891,7 73.263,2 75.326,7 14.069,2 17.099,0 18.608,5 19.943,2 21.188,4 23.683,8 27.616,1 32.103,0 38.047,6 95.783,7 106.801,0 108.317,8 119.886,7 129.653,0 157.407,2 177.283,9 206.257,5 204.234,3
Hlutfall af vergri landsframleiðslu 01 Æ ðsta stjórnsýsla 02 Varnarmál 03 Löggæsla, réttargæsla og öryggismál 04 Efnahags- og atvinnumál 05 Umhverfismál 06 Húsnæðis-, skipulags- og veitumál 07 Heilbrigðismál 08 Menningar-, íþrótta- og trúmál 09 Menntamál 10 Almannatryggingar og velferðarmál He ildarútgjöld
1,11 0,00 0,27 1,57 0,46 0,33 0,13 1,80 4,63 1,65 11,95
1,48 0,00 0,24 1,63 0,40 0,36 0,12 1,72 4,62 1,82 12,41
1,46 0,00 0,17 1,24 0,39 0,66 0,10 1,96 5,01 2,09 13,08
1,41 0,00 0,21 1,06 0,37 0,38 0,10 2,25 4,88 2,21 12,87
1,30 0,00 0,18 1,28 0,38 0,37 0,10 2,30 4,84 2,15 12,91
1,38 0,00 0,15 1,17 0,34 0,35 0,10 2,10 4,98 2,06 12,63
1,38 0,00 0,12 1,57 0,32 0,61 0,10 2,33 5,01 2,03 13,47
1,50 0,00 0,13 1,60 0,30 0,36 0,11 2,55 4,88 2,11 13,55
1,65 0,00 0,14 1,62 0,32 0,42 0,10 2,57 4,96 2,17 13,96
1,52 0,00 0,14 1,20 0,32 0,36 0,08 2,44 5,02 2,54 13,61
Innbyrðis hlutde ild 01 Æ ðsta stjórnsýsla 02 Varnarmál 03 Löggæsla, réttargæsla og öryggismál 04 Efnahags- og atvinnumál 05 Umhverfismál 06 Húsnæðis-, skipulags- og veitumál 07 Heilbrigðismál 08 Menningar-, íþrótta- og trúmál 09 Menntamál 10 Almannatryggingar og velferðarmál He ildarútgjöld
9,33 0,00 2,29 13,10 3,88 2,77 1,09 15,03 38,74 13,78 100,0
11,97 0,00 1,94 13,15 3,25 2,92 0,94 13,88 37,26 14,69 100,0
11,14 0,00 1,26 9,46 2,99 5,05 0,77 14,96 38,34 16,01 100,0
10,99 0,00 1,62 8,23 2,88 2,95 0,80 17,47 37,88 17,18 100,0
10,10 0,00 1,38 9,94 2,95 2,89 0,77 17,84 37,49 16,64 100,0
10,89 0,00 1,20 9,24 2,70 2,79 0,76 16,64 39,43 16,34 100,0
10,21 0,00 0,90 11,69 2,41 4,54 0,76 17,29 37,16 15,05 100,0
11,04 0,00 0,97 11,84 2,22 2,69 0,80 18,84 36,04 15,58 100,0
11,84 0,00 1,02 11,63 2,32 3,00 0,69 18,41 35,52 15,56 100,0
11,20 0,00 1,02 8,78 2,34 2,63 0,59 17,94 36,88 18,63 100,0
Á verðlagi ársins 2009 1 01 Æ ðsta stjórnsýsla 14.307,8 19.830,7 19.037,2 18.320,6 17.902,0 19.930,0 20.876,9 23.828,8 26.841,7 22.870,3 02 Varnarmál 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 03 Löggæsla, réttargæsla og öryggismál 3.515,4 3.216,1 2.159,0 2.708,0 2.452,4 2.202,8 1.841,8 2.085,6 2.321,3 2.085,4 04 Efnahags- og atvinnumál 20.086,4 21.788,0 16.167,4 13.724,5 17.630,7 16.905,5 23.910,7 25.569,1 26.344,9 17.936,4 05 Umhverfismál 5.954,5 5.393,5 5.104,8 4.794,2 5.236,0 4.950,1 4.924,7 4.789,3 5.252,6 4.775,1 06 Húsnæðis-, skipulags- og veitumál 4.245,5 4.835,8 8.631,0 4.919,0 5.128,4 5.107,6 9.278,4 5.812,1 6.800,6 5.361,3 07 Heilbrigðismál 1.669,5 1.560,1 1.321,9 1.336,8 1.373,2 1.382,4 1.546,0 1.719,3 1.570,5 1.200,2 08 Menningar-, íþrótta- og trúmál 23.051,1 23.010,3 25.562,0 29.119,0 31.631,7 30.458,3 35.362,9 40.672,6 41.715,8 36.631,1 09 Menntamál 59.424,2 61.750,9 65.485,2 63.145,8 66.475,2 72.172,2 75.992,5 77.821,3 80.492,9 75.326,7 10 Almannatryggingar og velferðarmál 21.135,5 24.343,1 27.348,0 28.639,6 29.498,6 29.909,7 30.770,1 33.636,9 35.270,9 38.047,6 He ildarútgjöld 153.389,8 165.728,4 170.816,6 166.707,6 177.328,2 183.018,6 204.503,9 215.935,1 226.611,2 204.234,3 1
Útgjöld sveitarfélaga eru staðvirt með verðvísitölu samneyslunnar. The local government expenditure deflated by price index of public consumption.
33
Tafla 10. Peningalegar eignir og skuldir sveitarfélaga 1
Milljónir króna
1998
1999
2000
2001
Pe ningalegar eignir Sjóður og bankareikningar Lánveitingar Hlutafé Viðskiptakröfur
19.436 2.421 5.950 0 11.065
25.861 2.783 4.080 2.218 16.779
26.637 2.625 3.807 2.646 17.559
85.453 4.118 20.655 41.848 18.832
Skuldir Lántökur Innlendar lántökur Erlendrar lántökur Lífeyrisskuldbindingar Viðskiptaskuldir
76.295 43.824 31.477 12.347 25.564 6.907
85.835 48.550 33.920 14.630 29.272 8.013
92.195 52.066 35.297 16.768 31.913 8.216
96.289 108.305 121.682 131.679 136.371 153.086 135.616 194.227 224.822 55.876 62.362 66.337 67.040 64.545 59.546 63.126 111.650 141.723 33.588 34.908 38.016 41.829 43.657 38.890 43.125 64.663 93.654 22.288 27.454 28.321 25.211 20.888 20.655 20.001 46.987 48.070 30.175 35.731 42.993 47.614 53.340 62.988 37.350 39.422 38.399 10.238 10.212 12.352 17.025 18.485 30.552 35.140 43.155 44.700
Hre in peningaleg eign
2002
2003
2004
2005
86.603 3.853 22.168 40.787 19.796
89.362 5.094 21.567 41.416 21.285
94.523 5.705 21.653 42.207 24.957
98.707 106.621 117.998 132.566 139.071 8.720 11.216 22.605 26.755 29.928 20.425 15.852 22.484 26.086 36.067 44.363 46.833 34.049 33.108 35.168 25.199 32.721 38.860 46.617 37.908
2006
2007
2008
2009
-56.859 -59.974 -65.558 -10.836 -21.703 -32.320 -37.156 -37.664 -46.465 -17.618 -61.661 -85.751
Hlutfall af vergri landsframleiðslu Pe ningalegar eignir Sjóður og bankareikningar Lánveitingar Hlutafé Viðskiptakröfur
3,30 0,41 1,01 0,00 1,88
4,09 0,44 0,65 0,35 2,65
3,90 0,38 0,56 0,39 2,57
11,07 0,53 2,68 5,42 2,44
10,61 0,47 2,72 5,00 2,42
10,62 0,61 2,56 4,92 2,53
10,18 0,61 2,33 4,54 2,69
9,61 0,85 1,99 4,32 2,45
9,12 0,96 1,36 4,01 2,80
9,02 1,73 1,72 2,60 2,97
8,97 1,81 1,77 2,24 3,15
9,27 1,99 2,40 2,34 2,53
Skuldir Lántökur Innlendar lántökur Erlendrar lántökur Lífeyrisskuldbindingar Viðskiptaskuldir
12,97 7,45 5,35 2,10 4,34 1,17
13,57 7,68 5,36 2,31 4,63 1,27
13,48 7,61 5,16 2,45 4,67 1,20
12,47 7,24 4,35 2,89 3,91 1,33
13,27 7,64 4,28 3,36 4,38 1,25
14,46 7,88 4,52 3,37 5,11 1,47
14,18 7,22 4,50 2,71 5,13 1,83
13,28 6,29 4,25 2,03 5,20 1,80
13,10 5,10 3,33 1,77 5,39 2,61
10,36 4,82 3,30 1,53 2,85 2,69
13,14 7,55 4,38 3,18 2,67 2,92
14,98 9,44 6,24 3,20 2,56 2,98
Hre in peningaleg eign
-9,66
-9,48
-9,59
-1,40
-2,66
-3,84
-4,00
-3,67
-3,98
-1,35
-4,17
-5,71
1
2001 verið breyting í skráningu lánveitinga og hlutafjár sveitarfélaganna
Samantekt: Jóhann Rúnar Björgvinsson – Hagstofa Íslands
34
4
JÖFNUNARSJÓÐUR SVEITARFÉLAGA
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga starfar á grundvelli III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum. Hlutverk sjóðsins er að greiða sveitarfélögum framlög til jöfnunar á mismunandi tekjumöguleikum þeirra og útgjaldaþörf. Þá greiðir sjóðurinn framlög til samtaka sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra aðila í samræmi við ákvæði laga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur á hendi yfirstjórn jöfnunarsjóðs og tekur ákvarðanir um úthlutun framlaga úr sjóðnum, annarra en bundinna framlaga, að fengnum tillögum ráðgjafarnefndar. Nefndin er skipuð af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til fjögurra ára að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Fjórir nefndarmenn eru skipaðir samkvæmt tilnefningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en einn er skipaður án tilnefningar og er hann jafnframt formaður nefndarinnar.
TEKJUR JÖFNUNARSJÓÐS Á grundvelli 8. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, eru jöfnunarsjóði tryggðar tekjur með eftirfarandi hætti, sbr. 4. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 113/2003: a) Framlagi úr ríkissjóði er nemur 2,12% af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs. b) Árlegu framlagi úr ríkissjóði er nemur 0,264% af álagningarstofni útsvars næstliðins tekjuárs. c) Hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga er nemur 0,77% af álagningarstofni útsvars ár hvert. d) Vaxtatekjum. Tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er varið til að greiða framlög úr sjóðnum á grundvelli ákvæða reglugerðar nr. 113/2003, með síðari breytingum. Sérstakar reglugerðir og reglur kveða nánar á um greiðslur einstakra framlaga og er þeirra getið sérstaklega.
FRAMLÖG SJÓÐSINS ERU EFTIRFARANDI: BUNDIN FRAMLÖG SKV. 6. GR. Bundin framlög greiðast til eftirfarandi samtaka og stofnana sveitarfélaga: Sambands íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtaka sveitarfélaga,
35
Innheimtustofnunar Húsafriðunarsjóðs.
sveitarfélaga,
Umsjónarnefndar
eftirlauna
og
SÉRSTÖK FRAMLÖG SKV. 7. GR. Framlögin greiðast til sveitarfélaga vegna sérstakra aðstæðna í umhverfi þeirra eða rekstri. Um framlögin þarf að sækja sérstaklega. Á grundvelli sérstakra framlaga eru veitt eftirfarandi framlög: a) Framlög til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga, sbr. reglur nr. 295/2003, með síðari breytingum. b) Framlög til að greiða úr sérstökum fjárhagserfiðleikum sveitarfélaga í samræmi við tillögur eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga. c) Framlög til greiðslu stofnkostnaðar við vatnsveitur á lögbýlum, sbr. reglugerð nr. 973/2000. Bændasamtök Íslands annast stjórnsýslu varðandi meðferð umsókna og tillögugerð að úthlutun framlaganna. d) Framlög til jöfnunar á tekjutapi einstakra sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti í kjölfar breytingar á álagningarstofni mannvirkja, sbr. reglugerð nr. 80/2001, með síðari breytingum. e) Framlög til ráðstöfunar til sveitarfélaga vegna greiðslu þeirra á húsaleigubótum, sbr. reglugerð nr. 122/2003, með síðari breytingum og samkomulag ríkis og sveitarfélaga um húsaleigubætur frá 1. apríl 2008. f) Framlög til sérstakra verkefna á vegum sveitarfélaga eða samtaka þeirra sem geta haft mikla þýðingu fyrir sveitarfélög og leitt til frekari hagræðingar í rekstri þeirra og þjónustu. JÖFNUNARFRAMLÖG SKV. 8. GR. Til jöfnunarframlaga er varið þeim tekjum jöfnunarsjóðs skv. a- og b-lið 4. gr. sem eru umfram ráðstöfun skv. 6. og 7. gr. reglugerðar nr. 113/2003, sbr. eftirfarandi: a) Tekjujöfnunarframlögum er úthlutað til að jafna tekjur sveitarfélaga. Útreiknuð framlög eru miðuð við sambærileg sveitarfélög og fullnýtingu tekjustofna þeirra. b) Útgjaldajöfnunarframlögum er varið til að mæta mismunandi útgjaldaþörf sveitarfélaga á grundvelli stærðarhagkvæmni og tekna þeirra, að teknu tilliti til þeirra þátta sem áhrif hafa á útgjaldaþörf. JÖFNUNARFRAMLÖG TIL REKSTURS GRUNNSKÓLA SKV. 9. GR. Tekjum jöfnunarsjóðs skv. c-lið 4. gr., að frádregnu bundnu framlagi til Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutdeild í rekstrarkostnaði sjóðsins, er varið til að jafna launakostnað sveitarfélaga af kennslu í grunnskólum og annan kostnað af flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga, sbr. reglugerð nr. 351/2002.
36
EFTIRFARANDI FRAMLÖG ERU VEITT Á GRUNDVELLI REGLUGERÐAR NR. 351/2002: a) Almenn framlög: Til þeirra framlaga er varið um 70% af því fjármagni sem jöfnunarsjóður hefur til ráðstöfunar til greiðslu framlaga til reksturs grunnskóla. b) Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda: Um er að ræða sérstök viðbótarframlög vegna mikillar þjónustuþarfar fatlaðra grunnskólanemenda og framlag til Reykjavíkurborgar á grundvelli samnings vegna yfirtöku á rekstri sérskóla/sérdeilda. c) Framlög vegna nýbúafræðslu: Um er að ræða viðbótarframlög vegna sérstakrar íslenskukennslu nýrra Íslendinga og framlag til Reykjavíkurborgar á grundvelli samnings vegna starfa kennsluráðgjafa. d) Framlag vegna reksturs skólabúða að Reykjum: Framlag er greitt á grundvelli samnings við Húnaþing vestra sem er rekstraraðili skólabúðanna. e) Framlag til Barnaverndarstofu: Framlag er greitt vegna kennslu barna sem vistuð eru af stofnuninni utan lögheimilissveitarfélags og innheimt af viðkomandi sveitarfélagi. f) Önnur framlög: Framlög eru greidd vegna íþyngjandi kostnaðar við rekstur grunnskóla og til einstakra verkefna. Hér fellur undir greiðsla til Reykjavíkurborgar á grundvelli samnings vegna kennslu langveikra barna með lögheimili utan Reykjavíkur.
1.000 M.KR. AUKAFRAMLAG Í JÖFNUNARSJÓÐ Á grundvelli fjárlaga ársins 2010 fær Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sérstakt aukaframlag að fjárhæð 1.000 m.kr. Framlagið er ætlað til frekari stuðnings við sveitarfélög á árinu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra setur reglur um úthlutun framlagsins í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
ENDURGREIÐSLA Á HÆKKUN TRYGGINGAGJALDS Sérstakt viðbótarframlag að fjárhæð 1.200 m.kr. er greitt í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á árinu 2010. Framlaginu er ætlað að mæta hækkun á launakostnaði sveitarfélaga vegna hækkunar á tryggingagjaldi úr 7,0% í 8,65% á árinu.
STARFSHÓPUR UM HEILDARENDURSKOÐUN JÖFNUNARSJÓÐS SVEITARFÉLAGA Starfshópur sá sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaði í ársbyrjun 2009 til að vinna að heildarendurskoðun á gildandi laga- og reglugerðarákvæðum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga lauk störfum í júní 2010.
37
Hópinn skipuðu Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, sem var formaður starfshópsins, Björg Ágústsdóttir, lögfræðingur, fyrrverandi bæjarstjóri í Grundarfjarðarbæ og Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Starfshópurinn gerir tillögu um þrjá valkosti um breytingar á gildandi reglum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga: Valkostur 1 felur í sér nauðsynlegar breytingar á núverandi kerfi. Með valkosti 2 fer fram innleiðing á nýju fyrirkomulagi útgjaldajöfnunar þar sem tekjujöfnunarframlagið í sinni núverandi mynd er lagt niður og útreiknuð stærðarhagkvæmni er tekin til endurskoðunar. Valkostur 3 nær til grundvallarbreytinga á núverandi jöfnunarkerfi með útfærslu á nákvæmu upplýsingakerfi sem byggir á mælingu helstu útgjaldaþátta sveitarfélaga. Skýrsla starfshópsins er birt í heild sinni á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
RÁÐGJAFARNEFND JÖFNUNARSJÓÐS SVEITARFÉLAGA Ráðgjafarnefnd samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga er nú skipuð eftirfarandi einstaklingum: Guðmundur Bjarnason, fyrrv. bæjarstjóri í Fjarðabyggð, Hermann Jón Tómasson, fyrrv. bæjarstjóri í Akureyrarkaupstað, Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjabæ, Sigríður Finsen, fyrrv. forseti bæjarstjórnar í Grundarfjarðarbæ og Valgarður Hilmarsson, fyrrv. forseti bæjarstjórnar í Blönduóssbæ. Ný ráðgjafarnefnd verður skipuð í kjölfar Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga haustið 2010. Starfsmenn sjóðsins eru þau Elín Pálsdóttir forstöðumaður, Elín Á. Gunnarsdóttir sérfræðingur, Halldór V. Kristjánsson sérfræðingur og Guðni Geir Einarsson sérfræðingur. Ítarlegri upplýsingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga er að finna á vefsíðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, veffang: http://jofnunarsjodur.samgonguraduneyti.is
Samantekt: Elín Pálsdóttir – Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
38
39
11.844 18.135
13.096
6.410
40.669
25.400 59.314
67.500
998
2.778 3.880 21.198 34.591 53.369 207 7.323 10.539 -67 17.349 151.332 38.043
34.229 28.276 493 4.930 13.033
7.817 942 -185
72.671 42.423
219.332 6.528
191.492 35.913 4.611 41.726 9.908 94.619 60.577 33.930 165.528 30.028 12.906 66.945 30.176 1.119 7.694 16.114 37.621 209.371 109.473 43.151 20.642 13.321 52.394 19.060 105.541 140.374
114.218 92.457 8.851 52.163 47.674 113.018
86.217 72.442
27.096
7.347
Útgjaldajöfnunarframlög 13.gr.
45.835 6.889 87.170 49.055 37.398 147.874 13.489 20.934 49.628 27.939 -9 9.415 10.747 28.611 151.417 65.790 37.038 40.742 10.779 39.371 21.323 396.199 117.314
183.554 2.627 9.875 347.409 55.878 79.609 4.672 222.952 70.573 44.149 62.306 51.440 60.723 4.612 32.473 164.362 42.536
64.149 12.900
12.780 4.260 3.240 2.160
2.100
8.580 6.360 2.160 12.900 3.240 2.160 3.240 2.160
6.420
1.080 12.900 4.320
73.020 12.900 13.980 9.720 4.320 32.280
711.024 78.120 21.360 32.220 80.520 21.420 32.100
9.460 2.860
770 1.650 770
550 770 330
110 330 3.080 110 1.650 2.530
3.850 880
16.830 2.200 3.630 1.980 880 6.270
8.323 14.190 2.090 6.270 21.670 990 3.630
31800,1
3.704
8.998
553 24.295 3.877 118 3.019 532 5.668 1.815 3.433 21.157 703 586 3.866 348 143 546 228 2.326 16.578 8.307 5.347 2.426 75 3.194 594 103.620 13.280
129.716 14.379 5.997 4.888 1.785 29.665
743.813 98.567 10.090 18.817 116.156 5.565 23.749
1.678
11
787
2.406
15.755 1.374 776 144 15 16.505
28.902 623 2.172
131.876 11.907
2.704 18.741 5.154 190.156 41.599 52.158 16.641 14.494 53.583 1.696 15.615 76.246 15.225 1.377 25.910 2.819 45.687 19.548 25.220 108.982 9.358 7.782 39.640 12.275 3.311 3.116 1.931 12.818 92.316 30.392 27.199 12.088 1.573 10.736 2.622 203.505 72.063
62.518 71.454
10.535
14.823 71.249 18.261 19.524
31.684 11.475 10.106 93.011 5.577 11.392 41.389 3.269 49 903
24.016
5.944 13.739
24.204
62.786
34.258 3.591 2.392
Rgl.122/2003 /Samkomulag Rgl. 80/2001 Rgl.973/2000 Reglugerð nr. 351/2002 Almenn Framlög v/ Framlög Önnur Framlög Framlög Framlög jöfnunarfr. sérþarfa vegna Skólabúðir framlög vegna vegna Framlög vegna til reksturs fatlaðra nýbúaað vegna almennra sérstakra vegna vatnsveitugrunnskóla nemenda fræðslu Reykjum yfirfærslu húsaleigu- húsaleigu- Fasteigna- framkvæmda Auka3.gr. 4.gr. 5.gr. 6.gr. grunnskóla bóta bóta skattsjöfnunar á lögbýlum framlag
*Framlög til Reykjavíkurborgar samkvæmt reglugerð nr. 351/2002 eru á grundvelli samninga um rekstur sérskóla/sérdeilda, kennsluráðgjöf fyrir nýbúa í öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg og kennslu langveikra barna með lögheimlili utan Reykjavíkurborgar.
í þús kr. Reykjavíkurborg* Kópavogsbær Seltjarnarneskaupst. Garðabær Hafnarfjarðarkaupst. Sveitarfélagið Álftanes Mosfellsbær Kjósarhreppur Reykjanesbær Grindavíkurbær Sandgerðisbær Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Akraneskaupstaður Skorradalshreppur Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Stykkishólmsbær Eyja- og Miklaholtshr. Snæfellsbær Dalabyggð Bolungarvíkurkaupst. Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Bæjarhreppur Strandabyggð Sveitarfélagið Skagafj. Húnaþing vestra Blönduósbær Sveitarfélagið Skagastr. Skagabyggð Húnavatnshreppur Akrahreppur Akureyrarkaupstaður Norðurþing
Sveitarfélög
Reglugerð nr. 113/2003 Framlög Framlög vegna Framlög til Tekjuvegna fjárhagssérstakra jöfnunarsameininga erfiðleika verkefna framlög 7.gr. b-liður 7.gr 11.gr. 12.gr.
Tafla 01. Framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga árið 2009
1.611.380 386.338 63.263 67.181 628.914 177.986 234.835 9.826 1.044.765 242.010 129.541 220.513 163.032 336.248 6.308 75.122 540.809 124.308 7.048 146.851 20.477 276.488 223.839 209.673 553.262 67.324 69.344 205.478 76.496 8.317 26.552 32.899 123.806 589.072 323.302 136.475 85.380 36.288 129.269 60.947 1.109.846 486.423
Samtals
40
í þús kr.
10.594 494.436
100.000
149.430
18.344
25.200
16.000
Aðrir Barnaverndarstofa Bændasamtök Íslands Dreifmennt Greiningar- og ráðgjafarstöð Skrifstofa Samb.ísl.svfél. í Brussel Samb.ísl. sveitarfél. mat á skólastarfi Þjónmiðst. Miðb.og Hlíða v. innflytjenda Óhafið 31. desember 2008 -100.000 Óhafið 31. desember 2009 Framlög alls 394.436
Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Grímseyjarhreppur Arnarneshreppur Eyjafjarðarsveit Hörgárbyggð Svalbarðsstrandarhr. Grýtubakkahreppur Skútustaðahreppur Tjörneshreppur Þingeyjarsveit Svalbarðshreppur Langanesbyggð Seyðisfjarðarkaupst. Fjarðabyggð Vopnafjarðarhreppur Fljótsdalshreppur Borgarfjarðarhreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Fljótsdalshérað Sveitarfélagið Hornafj. Vestmannaeyjabær Sveitarfélagið Árborg Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Hrunamannahreppur Hveragerðisbær Sveitarfélagið Ölfus Grímsnes- og Grafningshr. Skeiða- og Gnúpverjahr. Bláskógabyggð Flóahreppur
Sveitarfélög
68.498
68.498
129.471 98.107 45.952 75.835 66.506
36.530 15.367 8.252 16.555 33.026 200.105 118.575 97.770 114.084 32.473 41.414
88.681 91.378 2.691 14.926 78.477 32.213 19.630 18.885 25.566 4.143 70.685 7.998 36.449 20.925
Útgjaldajöfnunarframlög 13.gr.
12.445 1.241.523 3.900.000
12.445
33.390 48.364 48.227 0 1.241.523 3.900.000
35.866 22.917
77.906
13.712 -97
17.391
9.493 2.460 1.188
15.618
2.368 49.528 4.638 6.901
65.946 -16 18 61.596 17.741 13.323 3.630
Reglugerð nr. 113/2003 Framlög Framlög vegna Framlög til Tekjuvegna fjárhagssérstakra jöfnunarsameininga erfiðleika verkefna framlög 7.gr. b-liður 7.gr 11.gr. 12.gr.
1.080 3.240 10.740
1.080
2.160
3.240 5.340 5.340
8.640 10.620
1.320 550 6.710 110
330
550 1.210 220
440 2.750
-110.230 65.150 4.538.677 1.462.954 152.643
2.001
11.275 550 13.484 6.875 1.080 550 133.892 10.740 2.860 133.308 7.420 2.420 96.487 21.480 1.540 151.406 29.100 2.860 34.863 20.435 220 9.700 60.819 11.820 1.540 67.559 4.320 1.320 51.747 5.400 330 63.196 8.640 1.540 60.124 5.340 3.520 30.538 4.320 330 42.799 2.160 55.560 6.480 58.258 1.080 220 4.583.757 1.460.953 152.643
81.602 100.802 8.372 11.614 77.734 32.569 29.033 27.893 27.481 381 72.975 6.419 46.000 18.168 53.684 32.007
31.800
31.800
22.230 56.524 24.663 1.688.944
2.000 1.000
3.000
1.000
17.663
523 2.490 1.948
427 2.339 900 1.069 1.910 2.022 256 3.599 571 1.413 3.898 20.708 2.795 469 658 645 1.481 14.081 8.358 15.347 33.895 1.098 1.709 752 4.230 5.126 2.663 8.206 8.291 4.268 2.185 4.170 1.219 1.610.190
9.732 9.882
8.385 -107 232.000
223.722
17
1.988
3.471
1.756
13
31 1.432 7
42
3
32
39.886 -7.365 2.280.921
65.398 38.649 2.435 2.887 11.460 10.330 7.223 7.570 17.096 825 26.722 1.479 16.811 34.436 121.640 26.896 1.832 3.520 6.875 14.957 71.587 48.931 71.635 86.953 14.294 15.586 13.270 33.128 40.710 17.148 21.409 37.177 24.917 24.711 23.687 7.935 2.248.400
328.707 359.081 13.482 33.112 238.642 99.094 70.830 76.135 82.043 7.974 266.624 21.104 139.900 95.573 364.344 133.416 17.667 34.285 53.862 74.222 539.212 397.277 304.259 462.123 101.926 93.313 23.722 323.034 217.141 159.105 209.048 182.499 64.374 78.102 125.220 175.896 17.033.585
Samtals
1.000 25.122 3.000 2.001 12.445 2.000 1.000 -139.729 114.202 25.122 1.000.000 17.054.627 25.122
1.000.000
6.247 1.917
5.316 1.542
4.120
40.353 5.486 14.048
11.353 13.116 4.191 60.875
19.453
11.581 14.325
16.464
12.877 9.659
1.696
58.213 39.020
Reglugerð nr. 351/2002 Rgl.122/2003 /Samkomulag Rgl. 80/2001 Rgl.973/2000 Almenn Framlög v/ Framlög Önnur Framlög Framlög Framlög jöfnunarfr. sérþarfa vegna Skólabúðir framlög vegna vegna Framlög vegna til reksturs fatlaðra nýbúaað vegna almennra sérstakra vegna vatnsveitugrunnskóla nemenda fræðslu Reykjum yfirfærslu húsaleigu- húsaleigu- Fasteigna- framkvæmda Auka3.gr. 4.gr. 5.gr. 6.gr. grunnskóla bóta bóta skattsjöfnunar á lögbýlum framlag
5
ÁRSREIKNINGAR SVEITARFÉLAGA OG ÁLAGNING SKATTTEKNA
SKÝRINGAR Upplýsingar um fjármál sveitarfélaga byggjast annars vegar á ársreikningum sveitarfélaga 2009 og hins vegar á skrá skattstjóra um álagt útsvar 2010 og upplýsingum sveitarfélaga um álagðan fasteignaskatt 2010. A.
HEILDARYFIRLIT TEKNA OG GJALDA
Í árbókinni er birt yfirlit um tekjur og gjöld, sjóðsstreymi og efnahag sveitarfélaganna fyrir árið 2009. Það er bæði sett upp sem yfirlit um niðurstöður ársreikninga og í krónum á hvern íbúa. Á þann hátt fæst möguleiki á grófum samanburði milli einstakra sveitarfélaga. Í þessu yfirliti eru einnig birt samantekin reikningsskil sveitarfélaganna þar sem saman eru teknar niðurstöður úr ársreikningum sveitarsjóða og stofnana sveitarfélaganna. Sveitarfélögunum er skipt niður í fjóra flokka. Þeir eru eftirfarandi: Reykjavík Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur Vaxtarsvæði. Þar eru sveitarfélögin frá og með Borgarbyggð til og með Árborgar að viðbættum Akureyrarkaupstað, Fljótsdalshéraði, og Fjarðarbyggð. Önnur sveitarfélög Á árinu 2002 voru reikningsskil sveitarfélaga færð eftir nýjum reikningsskilum í fyrsta sinn. Í tengslum við þessa breytingu, sem gaf möguleika á úrvinnslu á nýjum og auknum upplýsingum úr ársreikningum sveitarfélaga, var framsetningu á upplýsingum í árbókinni breytt til samræmis við nýjar reikningsskilareglur. Hafa ber í huga að talnalegur samanburður ársreikninga sveitarfélaga ekki mögulegur við uppgjör þeirra ára sem framkvæmt var samkvæmt eldri reikningsskilareglum nema að takmörkuðu leyti. Þetta verður að hafa í huga við samanburð upplýsinga milli ára. Með þeim reikningsskilareglum, sem unnið er eftir, fæst nákvæmt yfirlit um laun og launatengd gjöld hjá sveitarfélögunum, bæði hvað varðar þennan þátt rekstursins einan og sér svo og launahluta fyrir hvern málaflokk og hverja stofnun sveitarfélaganna. Þetta er afar mikilvægt skref til framþróunar og aukið aðgengi að upplýsingum þar sem laun eru langstærsti einstaki útgjaldaþáttur sveitarfélaganna.
41
Allar tölur í uppgjöri fyrir einstök sveitarfélög eru brúttótölur, þannig að heildartekjur eru færðar sér og heildarútgjöld sér. Notuð er svokölluð brúttóuppgjörsaðferð þar sem heildarvelta sveitarfélaganna kemur fram fyrir rekstur sveitarfélagsins í heild sinni og einnig hvern málaflokk en horfið hefur verið frá því að nota svokallað nettóuppgjör þar sem sértekjur hvers málafloks fyrir sig voru dregnar frá heildarkostnaði við hvern málaflokk. Fjárfestingu er heldur ekki lengur skipt upp í eignfærða og gjaldfærða fjárfestingu eins og áður, heldur er nú einungis um einn flokk fjárfestingar að ræða, fjárfestingu sem hægt er að afskrifa. Undir liðinn jöfnunarsjóður eru færð þau framlög jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna sem tengjast rekstri þeirra en stofnframlög eru færð á viðkomandi fjárfestingarliði sem tekjur. Sérstakur kafli er í bókinni um skiptingu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til einstakra sveitarfélaga ásamt ítarlegum skýringum. Ef misræmis gætir í þeim tölum, sem færðar eru í ársreikningum sveitarfélaga og þeim tölum sem jöfnunarsjóður gefur upp, getur ástæðan m.a. verið sú, að sumar greiðslur jöfnunarsjóðs greiðast beint til viðkomandi grunnskóla. B.
ÁLAGT ÚTSVAR OG FASTEIGNASKATTUR
Útsvar
Um er að ræða álagningu útsvars 2010 á tekjur ársins 2009 samkvæmt álagningarskrá skattstjóra. Heildar álagningarfjárhæð er sýnd fyrir hvert sveitarfélag og einnig sem krónur á hvern íbúa. Einnig koma fram upplýsingar um álagningarprósentu sveitarfélaganna og álagningarstofn þeirra í sérstakri töflu.
Fasteignaskattur
Gefnar eru upplýsingar um álagningu A og B liðar fasteignaskatta samkvæmt 3. mgr. 3. gr. tekjustofnalaga nr 4/1995 með síðari breytingum. Fasteignaskattar samkvæmt A-lið eru m.a. vegna íbúðarhúsnæðis, en samkvæmt B-lið vegna atvinnuhúsnæðis o.fl.. Um er að ræða álagningu 2009 samkvæmt upplýsingum frá sveitarfélögunum. Sýnd er álagningarfjárhæð fyrir hvern lið fyrir sig ásamt álagningarprósentum og álagningarstofni. Fram kemur heildarfjárhæð álagðs fasteignaskatts og einnig sem krónur á hvern íbúa. C.
REKSTUR, EFNAHAGUR OG LYKILTÖLUR ÚR ÁRSREIKNINGUM
Hér fara á eftir skýringar með töflum um rekstur, efnahag og lykiltölur úr ársreikningum sveitarfélaganna.
Rekstrarreikningur
Í rekstrarreikningi kemur fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins á árinu. Reksturinn skiptist í tekjur, gjöld, óvenjulega liði og fjármagnstekjur og fjármagnsgjöld.
Tekjur
Skatttekjur eru tekjur samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga, þ.e. útsvör, fasteignaskattar og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að undanskildum stofn-framlögum og öðrum sérframlögum, sem færð eru á viðeigandi málaflokka sem tekjur. Undir liðinn skatttekjur falla einnig þær
42
tekjur, sem lagðar eru á ákveðinn gjaldstofn, án þess að þeim sé ætlað að mæta afmörkuðum kostnaðarþáttum sveitarsjóðs. Þannig er t.a.m. framleiðslugjald stóriðjufyrirtækja flokkað með skatttekjum. Þjónustutekjur eru nú færðar meðal tekna sveitarfélaganna en ekki dregnar frá útgjöldum einstakra málaflokka eins og áður. Þannig fæst gleggri yfirsýn yfir fjárstreymi í rekstri sveitarfélaganna. Í yfirliti um rekstur einstakra málaflokka koma fram tekjur málaflokksins, gjöld hvers málaflokks og hlutdeild launa og launatengdra gjalda af heildargjöldum málaflokksins. Brúttó rekstrargjöld sveitarfélaga koma hér fram að undanskildum fjármunatekjum og fjármagnsgjöldum. Þeim er skipt upp í laun og launatengd gjöld, annan rekstrarkostnað og afskriftir. Afskriftir eru nú reiknaðar út og færðar rekstraruppgjör sveitarfélaga. Taka verður tillit til þess þegar fjárhagsstaða sveitarfélaganna er metin.
Gjöld
Óvenjulegir liðir eru skilgreindir sem tekjur eða gjöld sveitarfélaga sem koma sjaldan eða einu sinni fyrir, en flokkast ekki undir hefðbundinn árlegan rekstur sveitarfélaganna. Sem dæmi um það sem fellur undir þennan lið má nefna söluandvirði hlutabréfa eða lands eða óvenjulega kostnaðarliði eins og vegna náttúruhamfara. Hafa ber í huga þegar áhrif þessa liðar eru metin inn í heildarafkomu sveitarfélagsins hvort um sé að ræða færslu sem kemur einungis einu sinni fyrir.
Óvenjulegir liðir
Þessi fjárhæð sýnir það fjármagn, sem er til ráðstöfunar eftir að rekstrarkostnaður hefur verið greiddur og tekið tillit til óvenjulegra liða.
Niðurstaða án fjármagnsliða
Hér kemur fram staða uppgjörs fyrir fjármunatekjur annars vegar og fjármagnsgjöld hinsvegar. Í þeim miklu efnahagssveiflum sem átt hafa sér stað á árunum 2008 og 2009 hefur þessi liður víða tekið miklum breytingum milli ára. Við gengisfall krónunnar þá hækkar fjármagnskostnaður verulega þar sem erlend lán eru til staðar í lánasafni sveitarfélagsins. Á hinn bóginn hækka fjármunatekjur þegar krónan styrkist á nýjan leik. Þetta ber að hafa í huga við mat á áhrifum fjármagnsliða. Áhrifa af verðbótaþætti innlendra lána gætir síðan verulega við hátt verðbólgustig.
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
Hér kemur fram hvaða fjármuni sveitarfélagið hefur til ráðstöfunar þegar tekið hefur verið tillit til reksturs, óvenjulegra liða og fjármagnstekna/gjalda. Það fjármagn sem eftir stendur að þessu uppgjöri loknu gefur til kynna hvaða fjármuni sveitarfélagið hefur til ráðstöfunar í aukinn rekstur, nýjar fjárfestingar eða niðurgreiðslu skulda.
Rekstrarniðurstaða af hefðbundnum tekjustofnum
Í efnahagsreikningi kemur fram yfirlit um eignir og skuldir sveitarfélagsins.
Niðurstaða án fjármagnsliða
Til varanlegra rekstrarfjármuna teljast varanlegar eignir svo sem húseignir, stærri vélar og annað sem er afskrifað.
Varanlegir rekstrarfjármunir
Undir þennan lið færist það áhættufé og þær skuldbindingar sem sveitarfélagið hefur lagt í annan rekstur (hlutafé) og þær kröfur sem sveitarfélagið gerir á aðra aðila og greiðast upp á lengri tíma en einu ári.
Áhættufjármunir og langtímakröfur
43
Veltufjármunir
Eigið fé
Til veltufjármuna teljast peningar og þær eignir, sem ætlað er að megi breyta í peninga eða aðrar eignir innan árs. Næsta árs og gjaldfallnar afborganir verðbréfaeignar eru einnig taldar til veltufjármuna, þ.e. þær fjárhæðir sem eiga að innheimtast næstu 12 mánuði. Eigið fé er mismunur eigna og skulda
Skuldbindingar
Hér eru færðar þær skuldbindingar sem sveitarfélagið þarf að standa skil á gagnvart öðrum aðilum s.s. lífeyrisskuldbindingar og skuldbindingar vegna einkaframkvæmdarsamninga og eða samninga vegna sölu og endurleigu fasteigna. Á móti skuldbindingum vegna einkaframkvæmdasamninga eða samninga um sölu og endurleigu fasteigna skal færa viðkomandi eign eignamegin í efnahagsreikningi.
Langtímaskuldir
Langtímaskuldir eru þær skuldir, sem eru til lengri tíma en eins árs frá uppgjörsdegi.
Skammtímaskuldir
Skammtímaskuldir eru þær skuldir, sem gjaldfalla innan árs frá uppgjörsdegi. Til skammtímaskulda teljast einnig næsta árs og gjaldfallnar afborganir langtímaskulda.
Veltufjárhlutfall
Veltufjárhlutfall er hlutfallið milli veltufjármuna og skammtímaskulda. Þegar hlutfallið er 1,0 eru veltufjármunir jafnir skammtímaskuldum. Best er að hlutfallið sé hærra en 1 því ef skammtímaskuldir eru hærri en veltufjármunir (hlutfallið lægra en 1) aukast líkurnar á að lausafé geti verið af skornum skammti á einhverjum tímum ársins.
Sjóðstreymi
Í sjóðstreymi sést hvernig fé sveitarfélagsins hefur verið ráðstafað til fjárfestinga (fjárfestingarhreyfingar) og hvernig fjárfestingar hafa verið fjármagnaðar (fjármögnunarhreyfingar). Niðurstaða þess er hækkun eða lækkun á handbæru fé sveitarfélagsins sem segir til um hvort lausafé sveitarfélagsins hafi minnkað eða vaxið á árinu.
Handbært fé frá rekstri Veltufé frá rekstri
Handbært fé frá rekstri segir til um hvað mikið lausafé verður eftir af rekstri sveitarfélagsins þegar búið er að borga alla reikninga. Handbært fé frá rekstri er meðal annars notað til að greiða afborganir lána og til fjármögnunar á fjárfestingum. Þeim mun meira sem handbært fé er frá rekstri, þeim mun meiri er fjárhagsleg geta sveitarfélagsins til að standa undir skuldbindingum sínum og að takast á við sveiflur í rekstri þess. Veltufé frá rekstri er mjög áþekk stærð sem segir í öllum aðalatriðum hið sama. Við útreikning á veltufé hefur ekki verið tekið tillit til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum eins og gert hefur verið við útreikning á handbæru fé.
44
LYKILTÖLUR A) LYKILTÖLUR Í HLUTFALLI VIÐ TEKJUR: SKATTTEKJUR Þessi lykiltala sýnir hve hátt hlutfall heildartekna kemur frá skatttekjum LAUN OG LAUNATENGD GJÖLD Þessi lykiltaka sýnir hve hátt hlutfall tekna fer til greiðslu á launum og launtengdum gjöldum FJÁRFESTINGAR Þessi lykiltala sýnir hve fjárfestingar eru hátt hlutfall af heildartekjum VELTUFÉ FRÁ REKSTRI Þessi lykiltala sýnir hve veltufé frá rekstri er hátt hlutfall af heildartekjum. SKULDIR ÁN SKULDBINDINGA Þessi lykiltala sýnir hve skuldir án skuldbindinga eru hátt hlutfall af heildartekjum SKULDIR OG SKULDBINDINGAR Þessi lykiltala sýnir hve hátt hlutfall skuldir með skuldbindingum er hátt hlutfall af heildartekjum. B) Í KRÓNUM Á HVERN ÍBÚA: TEKJUR Þessi lykiltala sýnir hve háar tekjur eru í krónum á hvern íbúa. SKATTTEKJUR Þessi lykiltala sýnir hve háar skatttekjur eru í krónum á hvern íbúa. GJÖLD OG FJÁRMAGNSLIÐIR Þessi lykiltala sýnir hve háar skatttekjur eru í krónum á hvern íbúa. SKULDIR ÁN SKULDBINDINGA Þessi lykiltala sýnir hve háar skuldir án skuldbindinga eru í krónum á hvern íbúa. SKULDIR OG SKULDBINDINGAR Þessi lykiltala sýnir hve háar skuldir með skuldbindingum eru í krónum á hvern íbúa.
45
TIL UMHUGSUNAR VIÐ LESTUR Á TEXTA OG TÖFLUM Einn megintilgangurinn með útgáfu Árbókar sveitarfélaga, fyrir utan að birta yfirlit um fjárhagslega stöðu sveitarfélaga, er að gefa möguleika á samanburði á rekstri og fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga við önnur áþekk sveitarfélög svo og greiningu á rekstri og fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga. Þó ber ætíð að hafa í huga að slíkan samanburð verður að gera af varfærni þannig að tryggt sé að bornir séu saman sambærilegir hlutir. Á hinn bóginn getur samanburður upplýsinga um fjárhag sveitarfélaga eins og þær birtast í árbókinni gefið verðmætar vísbendingar sem geta orðið grundvöllur að dýpri og vandaðri samanburðarvinnu. Þær lykiltölur sem hér eru birtar draga því ekki fram allt sem máli skiptir varðandi starfsemi hvers sveitarfélags og undirstofnana þess. Upplýsingar um ákveðin grunnatriði, s.s. þjónustu, gæði og virkni hennar, eru mikilvæg atriði í slíkri greiningu, en það er erfitt að ná utan um slíkt í framsetningu upplýsinga af þessum toga. Vegna þess er mikilvægt að halda áfram með eigin útfærslu á þeim mismun sem kemur fram í einstökum lykiltölum. Með hliðsjón af þeim fjölda þátta sem eru grunnur þeirra talnalegu upplýsinga sem hér eru birtar er ekki hægt að útiloka að villur leynist á einstaka stað. Til aðstoðar við greininguna hafa sveitarfélögin verið flokkuð niður í flokka eftir stærð þeirra. Í texta við hverja töflu finnst útskýring á þeim lykiltölum sem eru settar fram fyrir viðkomandi sveitarfélag.
SPURNINGAR OG HUGSANLEG SVÖR Hér á eftir hafa verið teknar saman nokkrar spurningar og hugsanleg svör til skýringar á þeim breytileika sem er á einstökum lykiltölum milli sveitarfélaga. NIÐURSTAÐ A R E K S T R A R R E I K N I N G S Hvers vegna er rekstrarkostnaður sveitarfélaga mismunandi á hvern íbúa? Mikill mismunur er í stærð og innri gerð sveitarfélaga. Þar til viðbótar kemur mismunandi aldurssamsetning íbúanna, félagsleg staða þeirra eða landfræðileg lega sveitarfélagsins. Rekstur sveitarfélags með marga byggðakjarna er flóknari og dýrari á hvern íbúa en rekstur sveitarfélags með sambærilegan íbúafjölda en með einungis einn byggðakjarna Sveitarfélög veita íbúunum mismunandi mikla þjónustu. Gæði og virkni þjónustunnar er mismunandi. Hvers vegna eru skatttekjur sveitarfélaga og tekjur frá jöfnunarsjóði mismunandi? Íbúar sveitarfélaganna hafa mismunandi háar tekjur að jafnaði og einnig er nokkur breytileiki í álagningarhlutfalli útsvars.
46
Verðmæti fasteigna er afar mismunandi milli sveitarfélaga sem hafa áþekkan íbúafjölda. Staða sveitarfélagsins er misjöfn í ýmsum málum og því er aðkoma jöfnunarsjóðs að rekstri þeirra mismunandi. Aldursdreifing íbúa innan einstakra sveitarfélaga er ólík. Kostnaðarstig einstakra sveitarfélaga er mismunandi. EFNAHAGSREIKNINGUR Hvers vegna munar miklu í eignastöðu sveitarfélaga, reiknað á íbúa? Sveitarfélögin hafa valið mismunandi form á rekstri, allt frá því að vera með megin hluta rekstursins undir sveitarsjóði yfir í einkafjármögnun stórra framkvæmda. Mismunandi er hvort eignir séu færðar til núvirðis eða ekki. Má þar sérstaklega nefna eignir sveitarfélaga í hlutafélögum. Mismunandi er milli sveitarfélaga hvað þau hafa lagt mikla fjármuni til atvinnulífsins á staðnum. Sum hafa tapað fjármunum á því meðan hjá öðrum hafa myndast verulegar eignir sem hafa síðan verið seldar að hluta til eða öllu leyti. Hvers vegna er skuldastaða sveitarfélaga mismunandi, reiknað á íbúa? Sveitarfélögin hafa mismunandi stefnu hvað varðar lántöku til framkvæmda. Sveitarfélögin hafa mismunandi mikið fé afgangs eftir að rekstur hefur verið greiddur. Fjárhagsstaða sveitarfélaga er mjög misjöfn. Áhrif af hruni krónunnar eru mismunandi eftir því hvort sveitarfélög hafa tekið innlend lán eða erlend lán. Staða fjárfestinga er misjöfn milli sveitarfélaga, sum hafa lokið flestum stærri framkvæmdum en önnur standa í miklum framkvæmdum með tilheyrandi lántöku. Sveitarfélög hafa valið mismunandi aðferðir við fjármögnun framkvæmda allt frá að reka sem mest undir sveitarsjóði yfir í að flytja rekstur stofnana yfir í hlutafélög eða einkafjármögnun. Mismunandi er milli sveitarfélaga hver þróun íbúafjölda er. Þar sem íbúum fækkar eða fjölgar verulega hefur það áhrif á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Mismunandi er milli sveitarfélaga hvort þau hafa getað selt eignir til að greiða niður skuldir. Hvers vegna er eiginfjárstaða sveitarfélaga misjöfn? Sveitarfélögin hafa fjármagnað fjárfestingar sínar á mismunandi hátt. Góð eiginfjárstaða þýðir að sveitarfélag hefur fjármagnað fjárfestingar sínar með eigin fé sem hefur í för með sér fjárhagslegt sjálfstæði til lengri tíma litið. Mismunandi er milli sveitarfélaga hve mikinn kostnað þau þurfa að leggja í til að undirbúa ný hverfi eða byggja upp hverfi fyrir atvinnurekstur.
47
BRÚTTÓ- OG NETTÓKOSTNAÐUR Hvers vegna er kostnaður á íbúa mismunandi? Aldurssamsetning íbúanna er mismunandi. Það skiptir sérstaklega máli varðandi kostnað við menntun, leikskóla ásamt þjónustu við aldraða. Stærð sveitarfélaga og félagsleg uppbygging er mismunandi. Mismunur er á þjónustustigi sveitarfélaga. Gæði og afköst veittrar þjónustu eru mismunandi. Hversvegna er nettókostnaður á íbúa mismunandi? Fyrir utan það sem segir hér að ofan má einnig nefna: Mismunandi er hvað notandinn greiðir stóran hluta af kostnaði við þjónustuna. LYKILTÖLUR FYRIR LEIKSKÓLA OG GRUNNSKÓLA Hvers vegna er kostnaður á nemenda í grunnskóla mismunandi? Mismunandi er hve stærðarhagkvæmni í rekstri skóla er mikil. Mismunur er á landfræðilegum aðstæðum, s.s. stærð sveitarfélags og þéttleika byggðar. Breytileiki er í bekkjarstærð og aldursdreifing barna er mismunandi. Kostnaður við skólarekstur er mismunandi, s.s. rekstrarkostnaður skólahúsnæðis, viðhald húsnæðis, húsnæði fyrir starfsfólk og fjármagnskostnaður. Launakostnaður kennara er mismunandi, sem kemur til af ýmsum þáttum, s.s. menntun kennara, starfsaldri þeirra og hve sérgreiðslur til kennara eru miklar. Hlutfall barna með sérþarfir er mismunandi. LYKILTÖLUR VEGNA LEIKSKÓLA Hvers vegna er kostnaður við leikskóla mismunandi? Þjónusta við börn á leikskólaaldri er mismunandi milli sveitarfélaga. Samsetning og menntun starfsfólks er mismunandi. Opnunartími leikskóla og ýmis önnur þjónusta er mismunandi. Stærð skólanna og nýting mannafla er mismunandi. Kostnaður við skólahúsnæði er mismunandi, s.s. rekstrarkostnaður skólahúsnæðis, viðhald húsnæðis, húsnæðis fyrir starfsfólk og fjármagnskostnaður. Hlutfall barna með sérþarfir er mismunandi. LYKILTÖLUR VEGNA ÞJÓNUSTU VIÐ ALDRAÐA Hvers vegna er mikill munur á kostnaði á þjónustu við aldraða. Sveitarfélögin veita öldruðum mismikla þjónustu. Aldurssamsetning íbúa milli sveitarfélaga er mismunandi. Breytileiki er í heilsufari og þörf fyrir þjónustu. Skipulagning þjónustunnar er mismunandi.
48
Samsetning sveitarfélaga hvað varðar stærð og búsetudreifingu er mismunandi. Kostnaður við húsnæði fyrir aldraða er mismunandi, s.s. fjármagnskostnaður og viðhald. LYKILTÖLUR VEGNA FÉLAGSLEGRAR ÞJÓNUSTU Hvers vegna er mikill munur á kostnaði við félagslega aðstoð? Félagsleg samsetning íbúanna er mismunandi. Mismunandi þörf er fyrir fjárhagsaðstoð. Atvinnustig er mismunandi. Mismunur er á kostnaði v. húsleigu. Sveitarfélögin veita mismunandi mikla þjónustu.
AÐ LOKUM Eftir yfirferð fyrrgreindra spurninga og hugsanlegra svara er mjög líklegt að fjölda nýrra spurninga vakni. Þær lykiltölur sem eru settar fram í bókinni leiða fyrst og fremst í ljós kostnaðargreiningu og þá þætti sem hægt er að mæla á þann hátt. Í framhaldi af þessu er eðlilegt að bera m.a. fram eftirfarandi spurningar: Hvernig er hægt að leggja mat á gæði þjónustunnar og það gagn sem íbúarnir hafa af þeirri þjónustu sem þeim stendur til boða. Er niðurstaða þess í samræmi við þau markmið sem sveitarfélagið hefur sett sér í þessum efnum? Er þjónustustig í hlutfalli við þann kostnað sem það kostar sveitarfélagið að veita þjónustuna? Síðan er hægt að leiða umræðuna áfram og spyrja sem svo: Hvað er hægt að læra af öðrum sveitarfélögum og hvað hafa einstök sveitarfélag fram að færa sem önnur geta dregið lærdóm af?
49
Tafla 02. Samantekt 2009
íbúafjöldi
Landið allt 317.593 317.593 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Reykjavíkurborg 118.427 118.427 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
127.468.440 14.954.800 28.475.593 170.898.833
126.579.866 14.954.800 81.125.939 222.660.604
50.715.841 718.371 8.308.313 59.742.525
50.075.010 718.371 41.813.296 92.606.677
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
88.297.476 409.979 71.554.132 7.110.074 167.371.661
100.503.653 534.346 85.635.523 20.330.534 207.004.055
30.804.213 -1.531.587 25.092.553 2.311.425 56.676.604
38.871.558 -1.501.549 33.516.487 11.986.842 82.873.338
3.527.172
15.656.549
3.065.921
9.733.339
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
-9.507.643
-30.358.513
232.960
-12.655.318
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
-5.980.471
-14.701.964
3.298.881
-2.921.979
Óreglulegir liðir
9.493.030
10.820.834
0
1.271.548
Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
3.512.559
-3.881.130
3.298.881
-1.650.431
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
243.056.448 71.234.717 314.291.165 71.801.221 386.092.386
617.438.910 74.903.397 692.342.307 77.131.925 769.474.232
64.003.771 10.956.015 74.959.786 22.634.081 97.593.867
346.606.212 36.071.319 382.677.531 33.842.117 416.519.648
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
161.270.446 38.678.301 136.356.084 49.787.555 186.143.639 224.821.940 386.092.387
207.839.459 41.867.019 442.814.403 76.953.351 519.767.754 561.634.773 769.474.232
63.769.573 9.181.183 13.955.118 10.687.993 24.643.111 33.824.294 97.593.867
110.174.868 10.076.833 263.380.370 32.887.577 296.267.947 306.344.780 416.519.648
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
26.954.392 251.776.332
26.954.392 588.589.165
5.183.672 39.007.966
5.183.672 311.528.452
3.512.559 6.772.837 10.285.396 -4.846.212 5.439.183 -18.040.374 10.755.975 -1.845.215
-3.916.579 30.586.162 26.669.583 -4.676.736 21.992.847 -45.753.087 23.824.642 64.401
3.298.882 3.323.567 6.622.449 -2.565.024 4.057.425 -4.843.189 4.684.931 3.899.167
-1.650.431 18.974.168 17.323.737 -3.285.561 14.038.176 -27.257.358 18.546.354 5.327.172
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
50
Tafla 02. Samantekt 2009
íbúafjöldi
Höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkurborgar 82.425 82.425 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Vaxtarsvæði 71.207 71.207 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Önnur sveitarfélög 45.534 45.534 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
33.700.510 33.612.075 1.251.535 1.251.535 7.072.049 10.989.789 42.024.094 45.853.399
26.839.016 5.295.166 7.785.990 39.920.172
26.750.104 16.213.073 16.142.677 5.295.166 7.689.728 7.689.728 17.988.290 5.309.241 10.334.564 50.033.559 29.212.042 34.166.969
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
21.468.899 21.761.429 1.132.255 1.142.495 16.834.518 17.723.542 2.046.694 2.966.310 41.482.366 43.593.777
20.963.133 294.049 17.730.999 1.730.159 40.718.340
23.421.578 15.061.230 16.449.087 373.980 515.262 519.420 21.029.019 11.896.062 13.366.475 3.222.536 1.021.796 2.154.845 48.047.113 28.494.351 32.489.828
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
541.728
2.259.622
-798.168
1.986.446
717.691 1.677.141
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
-4.952.712
-7.678.753
-4.140.868
-7.190.076
-647.023 -2.834.366
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
-4.410.984
-5.419.131
-4.939.036
-5.203.630
70.668 -1.157.225
Óreglulegir liðir
-1.203.676
-1.197.525
11.003.869
10.798.136
Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
-5.614.660
-6.616.656
6.064.833
5.594.506
-307.163
-51.325
-236.495 -1.208.550
Efnahagsreikningur (í þús.kr.) Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
89.964.071 117.493.671 59.795.036 104.323.863 29.293.569 49.015.164 18.156.652 8.834.637 31.117.167 23.237.249 11.004.883 6.760.192 108.120.724 126.328.309 90.912.203 127.561.111 40.298.452 55.775.356 10.701.100 8.779.813 21.146.176 21.378.071 17.319.863 13.131.924 118.821.824 135.108.121 112.058.380 148.939.182 57.618.315 68.907.280
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
29.753.266 12.318.722 59.274.787 17.475.049 76.749.836 89.068.558 118.821.824
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
31.482.850 40.241.080 43.447.864 27.506.527 12.511.942 9.564.974 11.200.558 7.613.423 72.215.640 46.823.328 76.188.280 16.302.851 18.897.689 15.428.998 18.102.480 6.195.515 91.113.330 62.252.326 94.290.760 22.498.366 103.625.271 71.817.300 105.491.318 30.111.789 135.108.121 112.058.380 148.939.182 57.618.315
22.733.877 8.077.686 31.030.113 7.065.604 38.095.717 46.173.403 68.907.280
4.106.300 4.106.300 93.174.858 107.731.571
15.748.653 15.748.653 1.915.767 1.915.767 87.565.953 121.239.971 32.027.556 48.089.170
-5.614.658 6.575.817 961.159 -2.061.281 -1.100.122 -4.515.194 4.905.224 -710.091
6.064.840 -6.203.289 -138.450 -20.882 -159.331 -5.715.112 1.922.060 -3.952.383
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
-6.616.654 9.233.028 2.616.375 -2.063.629 552.746 -5.698.185 4.474.028 -671.411
51
5.580.537 -236.505 -1.230.031 -2.802.076 3.076.742 5.181.042 2.778.461 2.840.237 3.951.010 863.320 -199.025 -190.867 3.641.781 2.641.212 3.760.144 -8.475.842 -2.966.880 -4.321.703 1.251.364 -756.240 -447.104 -3.582.697 -1.081.908 -1.008.663
52
Rekstur sveitarsjóða samtals
Aðrir sjóðir A-hluta og milliviðskipti
Félagsþjónusta Heilbrigðismál Fræðslu- og uppeldismál Menningarmál Æskulýðs- og íþróttamál Brunamál og almannavarnir Hreinlætismál Skipulags- og byggingamál Umferðar- og samgöngumál Umhverfismál Atvinnumál Framlög til B-hluta fyrirtækja Sameiginlegur kostnaður Breyting lífeyrisskuldbindinga Óvenjulegir liðir Fjármagnsliðir Aðalsjóður
Útsvör Fasteignaskattur Framlög úr Jöfnuarsjóði Aðrar tekjur með skattaígildi Skatttekjur
í þús. kr.
170.898.833
88.297.476
3.367.030
84.930.446
174.547.134 -3.648.301
9.442.407 6.690 55.904.490 2.153.888 6.879.131 702.481 525.707 1.337.081 151.297 861.115 379.683 1.031 6.585.444
96.728.723
Afskriftir
182.059.188
22.971.030 148.112 90.142.369 7.350.444 23.549.066 2.827.178 3.728.834 2.980.435 8.891.170 3.939.123 1.515.569 710.419 12.905.419 400.019
Gjöld samtals
409.979
71.554.132 7.110.074 167.371.661
9.960 -25.174.591 7.110.074 -14.687.527
400.019
400.019
13.528.623 141.422 34.237.880 5.196.556 16.669.935 2.124.697 3.203.127 1.643.354 8.739.872 3.078.007 1.135.886 709.389 6.319.974
Laun og Breyting Annar launat. gjöld lífeyrisskuldb. rekstrarkostn.
7.450.986 2.189 7.760.491 1.091.344 5.369.309 495.721 2.532.860 682.229 370.666 292.104 412.338 273.015 2.584.998
101.271.012 26.321.886 14.954.800 2.681.186 145.228.884
Heildartekjur
Tafla 03. Rekstraryfirlit sveitarsjóða, landið allt
-9.507.643
-25.975.185
16.470.551 16.467.542
-213 0 -634 -28 -190 0 -1 -107 0 -11 0 0 -1.826
9.493.030
-1.200.648
10.693.678
10.693.678
Fjármunatekj./ Óreglulegir (fjármagnsgj.) liðir
3.512.559
-16.136.607
-15.520.258 -145.923 -82.382.512 -6.259.128 -18.179.947 -2.331.457 -1.195.975 -2.298.314 -8.520.504 -3.647.030 -1.103.231 -437.405 -10.424.995 -400.019 10.693.678 16.573.300 19.649.166
101.271.012 26.321.886 14.954.800 2.681.186 145.228.884
Niðurstaða
53 29.553.750
3.537.154 0 2.456.113 214.801 951.769 0 794.479 70.098 32.884 73.043 0 0 857.609
61.630.976 -1.888.451 59.742.525
Félagsþjónusta Heilbrigðismál Fræðslu- og uppeldismál Menningarmál Æskulýðs- og íþróttamál Brunamál og almannavarnir Hreinlætismál Skipulags- og byggingamál Umferðar- og samgöngumál Umhverfismál Atvinnumál Framlög til B-hluta fyrirtækja Sameiginlegur kostnaður Breyting lífeyrisskuldbindinga Óvenjulegir liðir Fjármagnsliðir Aðalsjóður
Aðrir sjóðir A-hluta og milliviðskipti
Rekstur sveitarsjóða samtals
30.804.213
1.250.463
4.958.939 5.863 18.789.445 736.653 2.043.075 0 478.571 315.114 47.447 450.742 0 0 1.727.901
38.718.830 12.350.883 718.371 854.942 52.643.026
35.092.716
Afskriftir
-1.531.587
25.092.553 2.311.425
0 -10.000.163 2.311.425
-1.531.587
-1.531.587
7.267.541 114 11.391.067 1.993.893 4.944.279 670.735 698.145 306.389 4.436.058 1.340.713 0 51.130 1.992.652
Laun og Breyting Annar launat. gjöld lífeyrisskuldb. rekstrarkostn.
Útsvör Fasteignaskattur Framlög úr Jöfnuarsjóði Aðrar tekjur með skattaígildi Skatttekjur
í þús. kr.
Heildartekjur
Tafla 04. Rekstraryfirlit sveitarsjóða, Reykjavíkurborg
56.676.604
-6.438.275
63.114.879
12.226.480 5.977 30.180.512 2.730.546 6.987.354 670.735 1.176.716 621.503 4.483.505 1.791.455 0 51.130 3.720.553 -1.531.587
Gjöld samtals
232.960
-7.727.664
7.960.624 7.960.624
0
0
0
Fjármunatekj./ Óreglulegir (fjármagnsgj.) liðir
3.298.881
-3.177.840
-8.689.326 -5.977 -27.724.399 -2.515.745 -6.035.585 -670.735 -382.237 -551.405 -4.450.621 -1.718.412 0 -51.130 -2.862.944 1.531.587 0 7.960.624 6.476.721
38.718.830 12.350.883 718.371 854.942 52.643.026
Niðurstaða
54
Rekstur sveitarsjóða samtals
42.024.094
21.468.899
825.034
42.616.735 -592.642
20.643.866
770.026 0 2.039.225 193.223 2.155.571 0 512.126 251.801 12.561 102.334 18.261 0 648.282
Félagsþjónusta Heilbrigðismál Fræðslu- og uppeldismál Menningarmál Æskulýðs- og íþróttamál Brunamál og almannavarnir Hreinlætismál Skipulags- og byggingamál Umferðar- og samgöngumál Umhverfismál Atvinnumál Framlög til B-hluta fyrirtækja Sameiginlegur kostnaður Breyting lífeyrisskuldbindinga Óvenjulegir liðir Fjármagnsliðir Aðalsjóður
Aðrir sjóðir A-hluta og milliviðskipti
1.227.078 0 14.801.229 517.852 1.875.979 2.522 2.029 441.056 654 147.170 98.154 0 1.530.141
27.589.717 6.292.088 1.251.535 779.984 35.913.324
1.132.255
0
1.132.255
1.132.255
Afskriftir
16.834.518 2.046.694
-5.858.660 2.046.694
22.693.177
2.247.396 62.553 9.282.706 751.945 4.918.487 476.974 689.531 227.550 1.714.570 672.289 159.651 43.196 1.446.329
Laun og Breyting Annar launat. gjöld lífeyrisskuldb. rekstrarkostn.
Útsvör Fasteignaskattur Framlög úr Jöfnuarsjóði Aðrar tekjur með skattaígildi Skatttekjur
í þús. kr.
Heildartekjur
Tafla 05. Rekstraryfirlit sveitarsjóða, höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkurborgar
41.482.366
-2.986.932
44.469.298
3.474.474 62.553 24.083.934 1.269.797 6.794.466 479.496 691.560 668.606 1.715.225 819.459 257.805 43.196 2.976.470 1.132.255
Gjöld samtals
-4.952.712
-9.626.968
4.676.390 4.674.256
-33 0 -112 -8 -174 0 -1 -22 0 -11 0 0 -1.773
-1.203.676
-1.203.676
Fjármunatekj./ Óreglulegir (fjármagnsgj.) liðir
-5.614.660
-8.436.354
-2.704.481 -62.553 -22.044.821 -1.076.581 -4.639.069 -479.496 -179.435 -416.827 -1.702.664 -717.136 -239.544 -43.196 -2.329.961 -1.132.255 0 4.676.390 2.821.694
27.589.717 6.292.088 1.251.535 779.984 35.913.324
Niðurstaða
55 20.368.969
2.220.134 0 1.939.900 324.485 1.519.392 320.617 624.060 204.783 160.647 60.839 211.792 272.057 591.729
40.972.248 -1.052.076 39.920.172
Félagsþjónusta Heilbrigðismál Fræðslu- og uppeldismál Menningarmál Æskulýðs- og íþróttamál Brunamál og almannavarnir Hreinlætismál Skipulags- og byggingamál Umferðar- og samgöngumál Umhverfismál Atvinnumál Framlög til B-hluta fyrirtækja Sameiginlegur kostnaður Breyting lífeyrisskuldbindinga Óvenjulegir liðir Fjármagnsliðir Aðalsjóður
Aðrir sjóðir A-hluta og milliviðskipti
Rekstur sveitarsjóða samtals
20.963.133
594.163
2.185.884 0 13.072.151 460.518 1.806.889 463.478 26.776 329.028 101.728 171.985 172.727 36 1.577.769
21.442.506 5.099.108 5.295.166 685.033 32.521.814
294.049
9.758
284.291
284.291
Afskriftir
17.730.999 1.730.159
-6.025.185 1.730.159
23.756.185
2.880.880 29.228 8.289.450 1.328.168 4.460.634 541.533 824.048 657.304 1.694.887 531.653 429.459 504.896 1.584.043
Laun og Breyting Annar launat. gjöld lífeyrisskuldb. rekstrarkostn.
Útsvör Fasteignaskattur Framlög úr Jöfnuarsjóði Aðrar tekjur með skattaígildi Skatttekjur
í þús. kr.
Heildartekjur
Tafla 06. Rekstraryfirlit sveitarsjóða, vaxtarsvæði
40.718.340
-3.691.105
44.409.445
5.066.765 29.228 21.361.601 1.788.686 6.267.523 1.005.012 850.824 986.332 1.796.616 703.638 602.187 504.932 3.161.812 284.291
Gjöld samtals
-4.140.868
-5.317.016
1.177.024 1.176.148
-180 0 -522 -20 -16 0 0 -85 0 0 0 0 -53
11.003.869
0
11.003.869
11.003.869
Fjármunatekj./ Óreglulegir (fjármagnsgj.) liðir
6.064.833
-2.677.987
-2.846.811 -29.228 -19.422.223 -1.464.221 -4.748.148 -684.394 -226.763 -781.634 -1.635.969 -642.799 -390.394 -232.875 -2.570.136 -284.291 11.003.869 1.177.024 8.742.820
21.442.506 5.099.108 5.295.166 685.033 32.521.814
Niðurstaða
56
Rekstur sveitarsjóða samtals
29.212.042
15.061.230
697.370
29.327.174 -115.132
14.363.860
923.672 2.189 1.325.253 358.834 742.577 175.104 602.194 155.547 164.574 55.888 182.285 958 487.378
Félagsþjónusta Heilbrigðismál Fræðslu- og uppeldismál Menningarmál Æskulýðs- og íþróttamál Brunamál og almannavarnir Hreinlætismál Skipulags- og byggingamál Umferðar- og samgöngumál Umhverfismál Atvinnumál Framlög til B-hluta fyrirtækja Sameiginlegur kostnaður Breyting lífeyrisskuldbindinga Óvenjulegir liðir Fjármagnsliðir Aðalsjóður
Aðrir sjóðir A-hluta og milliviðskipti
1.070.506 827 9.241.665 438.865 1.153.187 236.481 18.331 251.884 1.468 91.218 108.802 994 1.749.634
13.519.959 2.579.807 7.689.728 361.227 24.150.720
515.262
202
515.060
515.060
Afskriftir
11.896.062 1.021.796
-3.290.583 1.021.796
15.186.645
1.132.806 49.527 5.274.658 1.122.550 2.346.535 435.455 991.403 452.111 894.356 533.352 546.776 110.167 1.296.950
Laun og Breyting Annar launat. gjöld lífeyrisskuldb. rekstrarkostn.
Útsvör Fasteignaskattur Framlög úr Jöfnuarsjóði Aðrar tekjur með skattaígildi Skatttekjur
í þús. kr.
Heildartekjur
Tafla 07. Rekstraryfirlit sveitarsjóða, önnur sveitarfélög
28.494.351
-1.571.215
30.065.566
2.203.312 50.354 14.516.322 1.561.415 3.499.722 671.936 1.009.734 703.994 895.824 624.570 655.577 111.162 3.046.583 515.060
Gjöld samtals
-647.023
-3.303.536
2.656.513 2.656.513
-307.163
3.028
-310.191
-310.191
Fjármunatekj./ Óreglulegir (fjármagnsgj.) liðir
-236.495
-1.844.425
-1.279.640 -48.165 -13.191.069 -1.202.580 -2.757.145 -496.832 -407.540 -548.448 -731.250 -568.682 -473.292 -110.204 -2.661.954 -515.060 -310.191 2.759.262 1.607.930
13.519.959 2.579.807 7.689.728 361.227 24.150.720
Niðurstaða
57
-5.057.420
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
656.838 689.312
Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
32.474
Óreglulegir liðir
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
5.089.894
45.255.365 5.857.905 37.033.331 4.049.692 92.196.293
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
64.738.805 7.805.037 14.595.031 87.138.873
2002
Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
Í þús kr. á verðlagi hvers árs
Rekstrarreikningur ( A hluti )
Tafla 08. Heildaryfirlit 2002-2009 2004
2005
2006
2007
-2.820.387
312.185
-3.132.572
1.359.841
-4.492.413
2.358.218
937.817
1.420.401
3.669.753
-2.249.352
4.950.744
100.652
4.850.093
2.699.042
2.151.051
3.640.270
1.775.900
1.864.370
-2.380.290
4.244.659
48.576.974
25.350.898
23.226.076
3.876.594
19.349.482
49.296.961 51.452.630 58.743.738 66.949.598 72.493.932 3.556.041 5.796.830 6.454.022 10.184.705 3.535.928 40.153.136 42.080.121 45.018.156 52.203.093 61.661.720 4.303.106 4.552.587 5.042.452 5.409.327 5.918.574 97.309.244 103.882.167 115.258.369 134.746.723 143.610.154
68.494.678 74.141.010 83.787.090 96.665.642 111.918.366 8.152.793 8.796.266 10.550.246 12.880.197 15.868.987 16.169.360 18.695.539 23.072.084 29.445.544 35.172.283 92.816.831 101.632.815 117.409.420 138.991.383 162.959.636
2003
2009
-19.251.426
2.870.861
-22.122.288
-22.166.953
44.665
3.512.559
9.493.030
-5.980.471
-9.507.643
3.527.172
81.438.914 88.297.476 409.979 3.444.202 75.793.099 71.554.132 7.110.074 6.232.275 166.908.490 167.371.661
124.494.603 127.468.440 16.129.234 14.954.800 26.329.318 28.475.593 166.953.155 170.898.833
2008
58
2005
2006
2007
Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
í þús kr. á verðlagi hvers árs
Sjóðstreymisyfirlit ( A hluti )
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
682.697 5.903.548 6.586.245 -885.627 5.700.618 -13.968.633 8.002.778 -265.237
2002 -2.820.387 7.164.857 4.344.470 -236.969 4.107.501 -6.779.591 4.050.843 1.378.753
2003 2.363.347 5.997.893 8.361.241 204.595 8.565.836 -8.241.380 1.320.061 1.644.516
2004
4.945.997 6.310.359 11.256.356 -752.685 10.503.670 -7.752.626 -776.337 1.974.707
2005
2007 3.640.307 48.576.973 11.442.316 -26.763.111 15.082.624 21.813.862 -3.123.347 -432.361 11.959.276 21.381.502 -5.505.694 35.268.301 -3.947.055 -26.115.297 2.506.527 30.534.506
2006
108.305.460 121.681.998 131.678.722 136.370.736 151.926.791 135.624.646
90.493.620 83.663.873 86.802.982 94.905.651 99.177.403 160.519.827 35.816.616 43.059.430 47.681.579 53.555.665 62.602.588 37.556.126 52.929.185 56.560.586 60.106.596 58.123.307 58.195.314 57.924.787 19.559.659 22.061.982 23.890.547 24.691.763 31.128.889 40.143.733 72.488.844 78.622.568 83.997.143 82.815.071 89.324.203 98.068.520 108.305.460 121.681.998 131.678.722 136.370.736 151.926.791 135.624.646 198.799.080 205.345.871 218.481.705 231.276.387 251.104.193 296.144.473
2004
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
2003
112.093.465 115.906.720 123.883.169 132.478.143 144.971.744 157.779.067 62.954.694 62.982.755 63.860.148 64.787.587 62.220.522 56.538.375 175.048.159 178.889.475 187.743.316 197.265.730 207.192.266 214.317.442 23.750.921 26.456.398 30.738.383 34.010.653 43.911.927 81.827.030 198.799.080 205.345.873 218.481.699 231.276.383 251.104.193 296.144.472
2002
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
Í þús kr. á verðlagi hvers árs
Efnahagsreikningur ( A hluti ) 2009
161.270.446 38.678.301 136.356.084 49.787.555 186.143.639 224.821.940 386.092.387
2009 3.512.559 -19.251.424 6.772.837 34.219.079 14.967.655 10.285.396 -4.846.212 2.413.485 5.439.183 17.381.140 -41.729.978 -18.040.374 18.246.228 10.755.975 -1.845.215 -6.102.610
2008
26.954.392 194.227.173 251.776.332
141.278.295 39.638.152 106.306.335 48.282.686 154.589.021 194.227.173 335.505.468
193.913.662 243.056.448 59.193.961 71.234.717 253.107.624 314.291.165 82.397.845 71.801.221 335.505.468 386.092.386
2008
59
2005
2006
2007
-3.956.665 3.804.101 -152.564 3.210.082 3.057.518
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
Óreglulegir liðir
Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
-3.601.644
1.213.384
-4.815.028
-2.860.292
-1.954.736
6.772.489
4.302.889
2.469.600
69.534
2.400.066
12.427.591
10.951.659
3.945.621
7.006.038
171.924
8.440.064
-8.268.140
-2.450.658 -20.695.731
9.456.696
2009
10.276.258
15.656.549
93.251.054 100.503.653 534.346 3.769.726 88.132.352 85.635.523 17.865.154 20.330.534 203.018.285 207.004.055
123.841.325 126.579.866 16.129.234 14.954.800 73.323.983 81.125.939 213.294.543 222.660.604
2008
19.154.385 43.506.896 -109.434.657
13.338.710
-3.881.130
10.820.834
30.168.185 -128.589.042 -14.701.964
903.009 -138.865.300 -30.358.513
29.265.177
52.237.994 56.404.570 59.274.383 67.210.050 76.740.399 82.991.216 6.274.378 3.658.918 6.087.208 6.736.332 10.290.265 3.671.595 45.255.365 49.313.324 51.285.353 54.261.660 60.848.288 71.607.306 5.857.905 12.195.247 12.276.261 12.820.702 14.045.090 15.961.297 116.453.913 121.572.059 128.923.205 141.028.744 161.924.042 174.231.414
2004
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
2003
64.560.676 68.222.002 73.813.268 83.412.268 96.217.596 111.099.994 7.805.037 8.152.793 8.796.266 10.550.246 12.880.197 15.868.987 40.131.535 43.242.528 48.713.737 56.522.926 65.253.841 76.527.610 112.497.248 119.617.323 131.323.271 150.485.440 174.351.634 203.496.591
2002
Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
Í þús kr. á verðlagi hvers árs
Rekstrarreikningur ( A og B hluti )
60
2005
2006
2007
Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
Í þús kr. á verðlagi hvers árs
Sjóðstreymisyfirlit ( A + B hluti )
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
154.342.856 50.716.614 129.559.993 33.531.853 163.091.846 213.808.460 368.151.316
170.121.110 55.275.448 139.375.468 34.550.884 173.926.352 229.201.799 399.322.909
192.469.270 64.504.713 169.225.560 45.889.979 215.115.538 279.620.251 472.089.521
267.774.082 44.456.681 201.036.676 55.286.168 256.322.844 300.779.524 568.553.606
2003
2004
2005
2006
2007
2009
207.839.459 41.867.019 442.814.403 76.953.351 519.767.754 561.634.773 769.474.232
2008
2009
26.954.392 487.190.954 588.589.165
192.796.391 42.068.191 376.934.036 68.188.727 445.122.763 487.190.954 679.987.345
529.753.195 617.438.910 64.993.493 74.903.397 594.746.688 692.342.307 85.240.657 77.131.925 679.987.345 769.474.232
2008
3.056.797 -3.601.644 6.778.063 10.952.136 172.129 43.486.795 -109.461.405 -3.916.579 8.163.112 14.146.050 9.383.931 9.929.526 24.919.529 -8.044.828 137.069.897 30.586.162 11.219.909 10.544.406 16.161.995 20.881.662 25.091.658 35.441.967 27.608.492 26.669.583 -1.064.030 373.965 -259.746 -591.663 -2.595.162 -3.988.524 -4.676.736 2.421.187 10.155.879 10.918.371 15.902.249 20.289.998 22.496.496 31.453.443 30.029.679 21.992.847 -27.582.831 -18.578.266 -21.750.731 -26.258.809 -37.986.932 -10.824.062 -85.160.176 -45.753.087 17.199.528 9.744.359 7.443.125 8.266.931 17.752.351 13.710.261 45.699.080 23.824.642 -227.424 2.084.464 1.594.643 2.298.121 2.261.915 34.339.642 64.401 -9.431.417
2002
180.192.491 198.603.017 213.808.460 229.201.799 279.620.251 300.779.524
145.719.228 45.510.240 125.619.646 27.473.131 153.092.777 198.603.017 344.322.245
150.562.652 38.143.991 115.403.840 26.644.660 142.048.500 180.192.491 330.755.143
2004
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
2003
262.656.674 272.857.417 287.178.802 310.292.392 366.233.167 420.071.425 41.460.175 42.521.947 47.416.123 52.195.361 60.325.082 59.933.807 304.116.849 315.379.364 334.594.925 362.487.753 426.558.249 480.005.231 26.638.294 28.942.883 33.556.385 36.835.148 45.531.273 88.548.377 330.755.143 344.322.247 368.151.310 399.322.901 472.089.522 568.553.609
2002
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
Í þús kr. á verðlagi hvers árs
Efnahagsreikningur ( A og B hluti )
61 1,0
390.342 181.255 38.931 492.878 625.230
Krónur á íbúa Tekjur Laun og launatengd gjöld Veltufé frá rekstri Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar
Veltufjárhlutfall
46,4% 10,0% 126,3% 160,2%
2002
Í hlutfalli við tekjur Laun og launatengd gjöld Veltufé frá rekstri Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar
Lykiltölur ( A + B hluti )
1,2
302.353 157.027 22.853 251.521 375.797
Krónur á íbúa Tekjur Laun og launatengd gjöld Veltufé frá rekstri Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar
Veltufjárhlutfall
51,9% 7,6% 83,2% 124,3%
2002 288.202
Í hlutfalli við tekjur Laun og launatengd gjöld Veltufé frá rekstri Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar
íbúafjöldi
Lykiltölur ( A hluti )
1,1
411.762 194.163 36.297 526.996 683.657
47,2% 8,8% 128,0% 166,0%
2003
1,2
319.506 169.696 14.955 270.645 418.869
53,1% 4,7% 84,7% 131,1%
2003 290.501
1,0
447.918 202.173 55.125 556.274 729.259
45,1% 12,3% 124,2% 162,8%
2004
1,3
346.650 175.495 28.519 286.498 449.130
50,6% 8,2% 82,6% 129,6%
2004 293.186
1,1
502.617 224.479 69.744 580.909 765.527
44,7% 13,9% 115,6% 152,3%
2005
1,4
392.144 196.202 37.596 276.600 455.474
50,0% 9,6% 70,5% 116,1%
2005 299.404
1,0
567.438 249.756 81.662 700.107 910.041
44,0% 14,4% 123,4% 160,4%
2006
1,4
452.356 217.892 49.087 290.711 494.455
48,2% 10,9% 64,3% 109,3%
2006 307.261
1,6
650.415 265.256 113.279 819.258 961.350
40,8% 17,4% 126,0% 147,8%
2007
2,0
520.851 231.705 69.721 313.446 433.483
44,5% 13,4% 60,2% 83,2%
2007 312.872
1,3
667.054 291.632 86.342 1.392.070 1.523.634
43,7% 12,9% 208,7% 228,4%
2008
1,7
522.127 254.691 46.810 483.459 607.423
48,8% 9,0% 92,6% 116,3%
2008 319.756
1,0
701.088 316.454 83.974 1.636.584 1.853.281
45,1% 12,0% 233,4% 264,3%
2009
1,4
538.106 278.021 32.385 586.107 792.764
51,7% 6,0% 108,9% 147,3%
2009 317.593
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
0000 Reykjavíkurborg 118.427 118.427 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
1000 Kópavogsbær 30.314 30.314 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
1100 Seltjarnarneskaupstaður 4.406 4.406 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
50.715.841 718.371 8.308.313 59.742.525
50.075.010 12.744.218 12.695.626 718.371 275.864 275.864 41.813.296 3.284.499 4.793.519 92.606.677 16.304.581 17.765.009
1.695.161 53.173 341.274 2.089.608
1.690.795 53.173 524.562 2.268.530
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
30.804.213 -1.531.587 25.092.553 2.311.425 56.676.604
38.871.558 8.038.031 8.098.739 -1.501.549 415.578 415.578 33.516.487 6.765.775 7.038.824 11.986.842 958.586 1.495.680 82.873.338 16.177.970 17.048.821
1.418.546 26.185 991.483 80.475 2.516.689
1.444.601 26.969 1.051.111 118.462 2.641.143
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l. Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.) Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
3.065.921
9.733.339
126.611
716.188
-427.081
-372.613
232.960 -12.655.318
-2.470.711
-3.916.703
116.782
-7.096
3.298.881
-2.921.979
-2.344.100
-3.200.515
-310.299
-379.709
0
1.271.548
-867.553
-867.553
-348.565
-348.565
3.298.881
-1.650.431
-3.211.653
-4.068.068
-658.864
-728.274
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
64.003.771 346.606.212 36.431.854 48.740.184 10.956.015 36.071.319 8.290.414 1.838.340 74.959.786 382.677.531 44.722.268 50.578.524 22.634.081 33.842.117 4.114.808 2.728.627 97.593.867 416.519.648 48.837.076 53.307.151
3.091.329 773.285 3.864.614 1.381.906 5.246.520
3.733.321 407.583 4.140.904 845.489 4.986.393
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
63.769.573 9.181.183 13.955.118 10.687.993 24.643.111 33.824.294 97.593.867
10.443.243 4.331.329 32.546.336 5.986.243 38.532.579 42.863.908 53.307.151
3.451.790 774.421 308.825 711.484 1.020.309 1.794.730 5.246.520
2.951.858 819.185 398.291 817.059 1.215.350 2.034.535 4.986.393
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
5.183.672 5.183.672 39.007.966 311.528.452 37.671.783 42.863.908
1.794.730
2.034.535
-658.864 438.842 -220.022 -22.299 -242.321 -12.614 -47.372 -302.307
-728.274 519.589 -208.685 -3.798 -212.483 -215.313 125.315 -302.481
Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
110.174.868 10.076.833 263.380.370 32.887.577 296.267.947 306.344.780 416.519.648
11.165.293 4.331.329 27.560.382 5.780.072 33.340.454 37.671.783 48.837.076
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
3.298.882 -1.650.431 3.323.567 18.974.168 6.622.449 17.323.737 -2.565.024 -3.285.561 4.057.425 14.038.176 -4.843.189 -27.257.358 4.684.931 18.546.354 3.899.167 5.327.172
62
-3.211.653 3.819.997 608.344 -1.775.534 -1.167.190 -2.735.572 3.881.833 -20.929
-4.068.068 5.306.420 1.238.352 -1.754.520 -516.168 -3.302.842 3.791.664 -27.346
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009
1300 1400 Garðabær Hafnarfjarðarkaupstaður 10.587 10.587 25.872 25.872 Samantekin Samantekin Sveitarsj. reikningsskil Sveitarsj. reikningsskil
1603 Sveitarfélag Álftanes 2.524 2.524 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
4.628.960 48.365 398.883 5.076.208
4.626.215 10.495.797 10.463.065 48.365 483.856 483.856 826.588 1.928.841 3.214.213 5.501.168 12.908.494 14.161.134
865.889 170.801 364.481 1.401.171
865.889 170.801 364.481 1.401.171
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
2.225.269 75.143 2.184.363 235.792 4.720.567
2.249.997 6.643.824 6.808.682 75.143 549.000 558.456 2.254.730 4.735.219 5.033.908 296.268 571.360 787.257 4.876.138 12.499.403 13.188.303
844.896 16.773 544.263 50.702 1.456.634
844.896 16.773 544.263 50.702 1.456.634
íbúafjöldi
Rekstrarreikningur (í þús.kr.)
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
355.640
625.029
409.091
972.831
-55.463
-55.463
40.265
-192.583
-1.922.415
-2.653.989
-266.867
-266.867
395.905
432.447
-1.513.324
-1.681.158
-322.330
-322.330
0
0
0
0
0
0
395.905
432.447
-1.513.324
-1.681.158
-322.330
-322.330
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
10.395.944 11.915.504 29.549.003 41.183.026 1.926.418 483.914 5.554.369 4.921.815 12.322.362 12.399.418 35.103.372 46.104.841 1.819.283 1.714.801 2.214.388 2.480.173 14.141.645 14.114.219 37.317.760 48.585.014
1.689.654 792.829 2.482.483 219.178 2.701.661
1.689.654 792.829 2.482.483 219.178 2.701.661
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
7.860.577 7.663.900 1.167.000 1.167.000 3.828.894 4.167.281 1.285.174 1.116.038 5.114.068 5.283.319 6.281.068 6.450.319 14.141.645 14.114.219
6.922.019 5.218.224 27.863.521 8.581.250 36.444.771 41.662.995 48.585.014
-448.062 136.982 1.858.252 1.154.489 3.012.741 3.149.723 2.701.661
-448.062 136.982 1.858.252 1.154.489 3.012.741 3.149.723 2.701.661
6.450.319 33.249.506 41.662.995
4.106.300 7.256.023
4.106.300 7.256.023
-322.330 51.936 -270.394 151.323 -119.071 -125.860 207.936 -36.995
-322.330 51.936 -270.394 151.323 -119.071 -125.860 207.936 -36.995
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.) Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
6.281.068
4.068.254 5.069.768 20.889.303 7.290.435 28.179.738 33.249.506 37.317.760
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
395.907 373.297 769.204 -49.188 720.016 -1.075.224 49.673 -305.535
432.448 586.808 1.019.256 -50.467 968.789 -1.147.066 -127.257 -305.534
63
-1.513.323 1.538.379 25.056 -150.575 -125.519 511.160 -416.787 -31.146
-1.681.157 2.366.848 685.691 -195.138 490.553 -41.710 -434.585 14.258
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
1604 Mosfellsbær 8.527 8.527 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
1606 Kjósarhreppur 195 195 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
2000 Reykjanesbær 14.081 14.081 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
3.191.717 209.649 740.858 4.142.224
3.191.717 209.649 1.253.213 4.654.579
78.769 9.826 13.213 101.808
78.769 9.826 13.213 101.808
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
2.276.468 49.576 1.542.804 147.051 4.015.899
2.292.649 49.576 1.730.096 215.214 4.287.534
21.865 0 70.611 2.728 95.204
21.865 0 70.611 2.728 95.204
126.325
367.046
6.604
6.604
-1.189.427
-565.660
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
-460.546
-652.296
10.780
10.780
-2.202.994
-4.192.416
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
-334.221
-285.250
17.384
17.384
-3.392.421
-4.758.076
12.442
18.593
0
-321.779
-266.657
17.384
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
8.749.985 10.175.680 812.168 382.987 9.562.154 10.558.668 862.886 702.894 10.425.040 11.261.561
56.302 7.169 63.471 88.651 152.122
56.302 3.518.424 25.316.462 7.169 17.523.721 10.504.131 63.471 21.042.145 35.820.593 88.651 3.148.278 4.251.478 152.122 24.190.423 40.072.071
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
3.507.432 3.801.910 839.222 839.222 4.829.131 5.381.959 1.249.255 1.238.470 6.078.386 6.620.430 6.917.608 7.459.651 10.425.040 11.261.561
147.982 0 0 4.140 4.140 4.140 152.122
147.982 0 0 4.140 4.140 4.140 152.122
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
4.938.235 899.294 1.111.961 6.949.490
4.908.398 899.294 3.772.591 9.580.283
3.192.731 3.266.711 154.395 147.501 4.714.238 6.285.857 77.553 445.874 8.138.917 10.145.943
0 11.077.064 11.073.370 17.384
7.684.643
6.315.294
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
6.917.608
7.459.651
4.140
-321.779 350.405 28.626 -203.696 -175.070 -1.064.513 1.233.142 -6.440
-266.657 398.466 131.810 -199.717 -67.907 -852.823 914.156 -6.574
17.384 2.961 20.345 -11.312 9.033 -12.571 -3.201 -6.739
10.108.248 2.457.603 7.181.977 4.442.595 11.624.572 14.082.175 24.190.423
10.846.202 3.214.214 19.926.186 6.085.469 26.011.655 29.225.869 40.072.071
13.477.227 13.477.227 4.140 27.559.402 42.703.096
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
64
17.384 7.684.643 2.961 -10.267.729 20.345 -2.583.086 -11.312 226.127 9.033 -2.356.959 -12.571 760.644 -3.201 1.677.808 -6.739 81.493
6.315.294 -8.533.982 -2.218.688 1.132.825 -1.085.863 -482.738 1.941.702 373.101
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009
2300 Grindavíkurbær 2.841 2.841 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
2503 Sandgerðisbær 1.711 1.711 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
1.012.414 226.257 103.736 1.342.407
1.012.414 226.257 322.988 1.561.659
802.076 122.768 117.767 1.042.610
800.156 122.768 239.627 1.162.551
462.041 215.480 48.726 726.247
460.203 215.480 78.582 754.265
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
840.977 28.873 760.085 113.637 1.743.572
867.646 34.832 790.348 175.338 1.868.164
593.241 21.908 568.760 78.970 1.262.879
666.627 30.128 577.525 98.665 1.372.945
355.879 5.591 471.081 38.236 870.786
355.879 5.591 463.484 53.039 877.992
-401.165
-306.505
-220.268
-210.395
-144.539
-123.727
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
329.854
195.036
117.065
-29.023
184.409
133.821
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
-71.311
-111.469
-103.203
-239.418
39.871
10.094
-3.195
-3.195
0
0
0
0
-74.506
-114.664
-103.203
-239.418
39.871
10.094
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
3.168.514 726.817 3.895.331 3.694.477 7.589.808
4.056.964 512.866 4.569.830 3.671.390 8.241.220
3.836.307 276.710 4.113.017 1.200.942 5.313.958
4.413.047 271.710 4.684.757 1.077.873 5.762.630
1.710.991 123.262 1.834.253 1.964.256 3.798.509
2.064.857 123.262 2.188.119 1.924.649 4.112.768
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
5.463.651 339.535 1.281.703 504.919 1.786.622 2.126.157 7.589.808
5.099.721 391.482 2.256.776 493.241 2.750.017 3.141.499 8.241.220
1.947.306 268.488 2.778.071 320.094 3.098.164 3.366.653 5.313.958
1.224.036 343.233 3.805.710 389.651 4.195.361 4.538.594 5.762.630
2.815.465 105.891 699.003 178.150 877.153 983.044 3.798.509
2.700.348 105.891 1.103.834 202.694 1.306.528 1.412.420 4.112.768
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
2.126.157
3.141.499
3.366.653
4.538.594
983.044
1.412.420
-74.506 253.285 178.779 22.667 201.446 -939.411 -96.024 -833.989
-114.664 402.606 287.942 25.972 313.914 -1.044.302 -103.531 -833.919
-103.203 109.367 6.164 -47.702 -41.538 -810.833 -157.709 -1.010.080
-239.417 226.574 -12.843 -51.019 -63.862 -817.070 -130.225 -1.011.157
39.871 104.156 144.027 -36.941 107.086 -400.768 -289.679 -583.361
10.094 154.223 164.317 -35.027 129.290 -625.038 -87.613 -583.361
íbúafjöldi
2504 Sveitarfélagið Garður 1.520 1.520 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.)
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
65
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
2506 Sveitarfélagið Vogar 1.195 1.195 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
3000 Akraneskaupstaður 6.555 6.555 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
3506 Skorradalshreppur 61 61 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
352.646 162.457 57.015 572.118
352.646 162.457 91.156 606.260
2.462.254 290.078 715.061 3.467.393
2.462.254 290.078 715.061 3.467.393
0 0 0 0
0 0 0 0
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
356.214 -1.697 346.198 13.709 714.423
358.723 -1.697 346.685 26.486 730.197
1.682.382 128.105 1.227.284 196.052 3.233.823
1.682.382 128.105 1.227.284 196.052 3.233.823
0 0 0 0 0
0 0 0 0 0
-142.305
-123.938
233.570
233.570
0
0
146.056
124.286
-174.142
-174.142
0
0
3.751
349
59.428
59.428
0
0
0
0
0
0
0
0
3.751
349
59.428
59.428
0
0
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l. Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.) Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.) Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
1.411.768 121.892 1.533.660 1.489.612 3.023.272
1.525.819 4.671.592 4.671.592 121.892 5.399.294 5.399.294 1.647.711 10.070.886 10.070.886 1.485.002 640.903 640.903 3.132.713 10.711.789 10.711.789
0 0 0 0 0
0 0 0 0 0
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
880.907 68.287 1.852.131 221.946 2.074.077 2.142.365 3.023.272
875.869 5.378.819 5.378.819 68.287 1.981.266 1.981.266 1.982.250 2.675.734 2.675.734 206.307 675.970 675.970 2.188.557 3.351.704 3.351.704 2.256.844 5.332.970 5.332.970 3.132.713 10.711.789 10.711.789
0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
2.142.365
2.256.844
5.332.970
5.332.970
0
0
3.751 40.677 44.427 -13.183 31.244 -46.214 -35.023 -49.993
349 68.140 68.489 -13.209 55.280 -46.214 -59.059 -49.993
59.428 513.562 572.990 9.178 582.168 -247.685 -73.186 261.297
59.428 513.562 572.990 9.178 582.168 -247.685 -73.186 261.297
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
66
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
3511 Hvalfjarðarsveit 626 626 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
3609 Borgarbyggð 3.543 3.543 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
3709 Grundarfjarðarbær 910 910 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
410.811 74.568 54.852 540.232
410.811 74.568 54.852 540.232
1.239.473 492.108 551.858 2.283.439
1.239.473 492.108 660.496 2.392.077
331.480 120.649 91.801 543.930
331.480 120.649 194.880 647.009
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
232.941 0 197.135 21.883 451.960
232.941 0 197.135 21.883 451.960
1.141.485 21.461 953.642 92.668 2.209.256
1.142.136 21.461 1.017.952 101.058 2.282.606
290.535 291 196.287 32.652 519.765
301.923 291 228.651 45.497 576.362
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
88.272
88.272
74.183
109.471
24.165
70.647
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
33.459
33.459
-243.975
-268.822
-97.115
-139.563
121.731
121.731
-169.792
-159.351
-72.950
-68.916
0
0
0
0
0
0
121.731
121.731
-169.792
-159.351
-72.950
-68.916
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
553.945 831.747 1.385.692 260.242 1.645.934
553.945 831.747 1.385.692 260.242 1.645.934
2.153.937 1.020.689 3.174.627 288.067 3.462.694
2.315.968 1.008.577 3.324.545 265.509 3.590.054
829.629 193.823 1.023.452 106.624 1.130.076
1.234.737 107.972 1.342.709 79.635 1.422.344
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
1.594.443 105 1.589 49.797 51.386 51.491 1.645.934
1.594.443 105 1.589 49.797 51.386 51.491 1.645.934
321.128 482.103 2.114.925 544.538 2.659.462 3.141.566 3.462.694
275.745 482.103 2.312.136 520.070 2.832.206 3.314.309 3.590.054
-167.953 42.659 1.008.692 246.678 1.255.370 1.298.029 1.130.076
-243.263 42.659 1.384.310 238.638 1.622.948 1.665.607 1.422.344
51.491
51.491
1.151.300 4.292.866
1.151.300 4.465.609
1.298.029
1.665.607
121.731 12.997 134.728 -2.434 132.294 -166.117 -968 -34.791
121.731 12.997 134.728 -2.435 132.293 -166.117 -968 -34.792
-169.792 204.931 35.139 -52.296 -17.157 -52.944 26.800 -43.301
-159.351 205.960 46.608 -53.859 -7.251 2.875 -38.926 -43.301
-72.950 100.072 27.122 -23.744 3.378 -39.909 33.633 -2.898
-68.916 135.592 66.676 -19.807 46.869 -24.694 -25.080 -2.905
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
67
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
3710 Helgafellssveit 64 64 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
3711 3713 Stykkishólmsbær Eyja- og Miklaholtshreppur 1.090 1.090 139 139 Samantekin Samantekin Sveitarsj. reikningsskil Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
14.812 6.938 1.109 22.859
14.812 6.938 1.109 22.859
425.604 143.762 106.820 676.186
425.604 143.762 158.224 727.590
46.854 19.946 1.819 68.619
46.854 19.946 1.819 68.619
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
2.812 0 25.628 983 29.423
2.812 0 25.628 983 29.423
409.288 9.481 186.528 39.439 644.736
417.847 9.481 203.284 54.209 684.821
4.582 0 76.352 714 81.648
4.582 0 76.352 714 81.648
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
-6.564
-6.564
31.450
42.769
-13.029
-13.029
4.190
4.190
-75.128
-142.347
16.686
16.686
-2.374
-2.374
-43.678
-99.578
3.657
3.657
0
0
0
-422
0
0
-2.374
-2.374
-43.678
-100.000
3.657
3.657
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
10.961 21.311 32.272 40.769 73.041
10.961 21.311 32.272 40.769 73.041
1.257.093 447.938 1.705.031 244.524 1.949.555
1.518.725 194.601 1.713.326 133.212 1.846.538
28.896 23.569 52.465 149.060 201.525
28.896 23.569 52.465 149.060 201.525
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
61.453 0 0 11.588 11.588 11.588 73.041
61.453 0 0 11.588 11.588 11.588 73.041
777.922 209.919 788.592 173.122 961.714 1.171.633 1.949.555
461.818 209.919 971.011 203.790 1.174.801 1.384.720 1.846.538
199.877 0 0 1.648 1.648 1.648 201.525
199.877 0 0 1.648 1.648 1.648 201.525
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
11.588
11.588
1.171.633
1.384.720
1.648
1.648
-2.374 983 -1.391 5.201 3.810 -1.230 0 2.580
-2.374 983 -1.391 5.201 3.810 -1.230 0 2.580
-43.678 104.036 60.358 6.769 67.127 -86.392 -54.653 -73.918
-100.000 162.636 62.636 11.338 73.974 -97.124 -50.766 -73.916
3.657 -825 2.832 6.416 9.248 338 0 9.586
3.657 -825 2.832 6.416 9.248 338 0 9.586
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.) Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
68
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
3714 Snæfellsbær 1.701 1.701 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
3811 4100 Dalabyggð Bolungarvíkurkaupstaður 696 696 968 968 Samantekin Samantekin Sveitarsj. reikningsskil Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
685.113 271.342 197.959 1.154.414
685.113 271.342 565.839 1.522.294
210.128 195.185 89.205 494.518
208.397 195.185 198.615 602.197
376.587 138.740 51.645 566.972
373.848 138.740 166.324 678.912
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
566.484 28.708 434.900 40.631 1.070.723
663.974 28.708 547.034 81.893 1.321.609
238.228 12.566 204.387 15.807 470.988
323.822 12.566 232.800 19.776 588.964
280.035 794 156.263 18.184 455.276
304.720 794 202.003 26.302 533.819
83.691
200.685
23.530
13.233
111.696
145.093
-59.886
-145.226
-17.400
-26.577
-56.123
-120.408
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
23.805
55.459
6.130
-13.344
55.573
24.685
Óreglulegir liðir
-1.326
-1.326
0
0
15.744
154.739
Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
22.479
54.133
6.130
-13.344
71.317
179.424
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
1.011.098 711.495 1.722.593 384.822 2.107.415
2.101.118 228.836 2.329.954 374.768 2.704.722
433.495 104.552 538.047 222.566 760.613
578.871 104.552 683.423 149.935 833.358
465.137 292.115 757.252 229.133 986.385
808.634 102.610 911.244 205.627 1.116.871
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
652.468 342.622 841.716 270.609 1.112.325 1.454.947 2.107.415
810.226 342.622 1.237.765 314.109 1.551.874 1.894.496 2.704.722
419.414 59.754 181.394 100.051 281.445 341.199 760.613
420.909 59.754 255.214 97.481 352.695 412.449 833.358
196.306 90.390 464.999 234.690 699.689 790.079 986.385
387 90.390 762.384 263.710 1.026.094 1.116.484 1.116.871
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
1.454.947
1.894.496
341.199
412.449
790.079
1.116.484
22.478 106.785 129.263 41.172 170.435 -85.494 -18.649 66.292
54.152 216.796 270.948 11.205 282.153 -164.108 -39.634 78.411
6.130 42.053 48.183 9.665 57.849 -23.592 -3.106 31.151
-13.344 51.865 38.520 10.897 49.417 -52.851 31.756 28.322
71.317 56.044 127.361 -13.398 113.963 -45.641 -26.772 41.550
179.425 36.500 215.925 -11.253 204.672 -54.629 -108.495 41.548
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l. Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
69
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
4200 Ísafjarðarbær 3.897 3.897 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
4502 Reykhólahreppur 292 292 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
4604 Tálknafjarðarhreppur 297 297 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
1.394.760 531.319 360.439 2.286.518
1.394.760 531.319 826.958 2.753.037
84.173 67.324 45.316 196.813
83.425 67.324 160.897 311.646
97.367 69.551 30.500 197.418
96.867 69.551 52.174 218.592
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
1.302.215 94.685 780.835 89.104 2.266.839
1.467.962 94.685 953.341 169.129 2.685.117
109.247 0 96.227 3.286 208.760
182.401 0 123.440 6.219 312.060
106.072 0 87.196 7.023 200.292
109.451 0 92.805 13.017 215.273
19.679
67.920
-11.947
-415
-2.875
3.319
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
-263.610
-471.147
13.827
-5.472
-60.541
-73.411
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
-243.931
-403.227
1.880
-5.887
-63.415
-70.092
0
0
0
0
0
0
-243.931
-403.227
1.880
-5.887
-63.415
-70.092
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
2.234.169 808.291 3.042.460 926.075 3.968.535
4.181.441 568.693 4.750.134 433.556 5.183.690
176.639 174.924 351.563 82.021 433.584
343.865 27.050 370.915 84.747 455.662
196.956 66.298 263.254 51.965 315.219
252.486 22.413 274.899 28.462 303.360
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
560.791 921.676 2.116.895 369.173 2.486.068 3.407.744 3.968.535
115.869 921.676 3.617.898 528.247 4.146.145 5.067.821 5.183.690
321.384 0 51.155 61.045 112.200 112.200 433.584
303.912 0 78.642 73.108 151.750 151.750 455.662
224.045 0 58.655 32.519 91.174 91.174 315.219
169.192 0 100.187 33.981 134.169 134.169 303.361
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
3.407.744
5.067.821
112.200
151.750
91.174
134.169
-243.938 322.817 78.879 10.630 89.509 -10.865 -139.196 -60.552
-403.234 529.626 126.392 20.473 146.865 51.059 -263.112 -65.188
1.880 5.367 7.247 -801 6.446 -6.816 13.784 13.414
-5.887 12.019 6.132 9.658 15.791 -8.172 6.827 14.446
-63.415 68.604 5.189 -9.096 -3.907 10.288 -15.140 -8.760
-70.092 82.928 12.836 -8.823 4.013 1.249 -14.022 -8.760
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
70
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
4607 Vesturbyggð 938 938 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
4803 Súðavíkurhreppur 205 205 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
4901 Árneshreppur 50 50 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
309.161 201.612 198.811 709.583
305.851 201.612 289.767 797.230
65.893 76.492 24.512 166.897
65.757 76.492 37.313 179.562
18.991 6.521 10.687 36.199
18.991 6.521 14.417 39.929
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
332.772 4.813 345.573 25.132 708.291
344.455 4.813 383.583 47.046 779.897
79.862 0 68.712 8.061 156.635
83.708 0 75.440 11.095 170.243
15.051 0 19.785 1.850 36.686
15.221 0 23.788 2.366 41.375
1.292
17.333
10.262
9.319
-487
-1.446
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
-167.705
-124.770
19.414
16.632
2.441
1.497
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
-166.413
-107.437
29.676
25.951
1.954
51
0
0
-148.301
-148.301
0
0
-166.413
-107.437
-118.625
-122.350
1.954
51
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
746.030 283.041 1.029.072 173.750 1.202.822
1.265.327 283.041 1.548.369 139.554 1.687.923
190.708 118.018 308.726 222.936 531.662
245.862 118.018 363.880 164.501 528.381
34.935 3.921 38.856 40.139 78.995
44.255 3.921 48.176 24.171 72.347
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
395.357 102.330 585.936 119.200 705.136 807.466 1.202.822
349.553 102.330 1.079.583 156.457 1.236.040 1.338.370 1.687.923
344.434 0 144.982 42.246 187.228 187.228 531.662
313.116 0 170.226 45.039 215.265 215.265 528.381
74.515 0 0 4.480 4.480 4.480 78.995
67.867 0 0 4.480 4.480 4.480 72.347
807.466
1.338.370
187.228
215.265
4.480
4.480
-166.413 177.872 11.459 29.883 41.343 -1.533 -15.808 24.002
-107.437 141.188 33.751 33.082 66.834 -3.918 -36.092 26.824
-118.625 133.566 14.941 9.869 24.810 -3.067 3 21.746
-122.351 138.906 16.555 10.174 26.729 -3.067 -1.916 21.746
1.954 1.850 3.804 -2.641 1.162 1.748 -2.337 573
51 2.366 2.417 -3.811 -1.394 1.748 0 354
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
71
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
4902 Kaldrananeshreppur 114 114 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
4908 Bæjarhreppur 96 96 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
4911 Strandabyggð 506 506 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
37.242 26.006 8.423 71.671
36.992 26.006 18.730 81.728
19.478 32.671 5.535 57.684
19.478 32.671 5.772 57.921
152.644 121.481 52.836 326.961
152.300 121.481 73.352 347.132
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
38.637 0 31.044 4.636 74.317
39.724 0 33.356 7.475 80.555
32.289 0 45.240 1.398 78.927
32.289 0 45.274 1.402 78.965
185.125 1.008 122.047 13.966 322.147
185.217 1.008 138.549 19.134 343.908
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
-2.646
1.172
-21.243
-21.045
4.814
3.225
1.374
-1.019
11.437
11.429
-29.340
-35.970
-1.272
153
-9.806
-9.616
-24.526
-32.745
0
-222
-8.000
-8.000
0
0
-1.272
-70
-17.806
-17.616
-24.526
-32.745
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
112.526 100.137 212.662 78.554 291.216
154.213 75.264 229.477 47.204 276.681
21.683 8.114 29.797 98.900 128.697
21.762 8.091 29.853 98.878 128.732
332.393 60.380 392.773 216.448 609.221
419.457 53.950 473.407 73.549 546.956
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
259.654 0 21.938 9.624 31.562 31.562 291.216
244.867 0 21.938 9.876 31.814 31.814 276.681
112.568 0 748 15.382 16.130 16.130 128.697
112.636 0 748 15.348 16.096 16.096 128.732
319.728 21.171 238.640 29.682 268.322 289.493 609.221
208.531 21.171 285.800 31.454 317.254 338.425 546.956
31.562
31.814
16.130
16.096
289.493
338.425
-1.272 4.346 3.074 1.747 4.820 2.390 2.807 10.018
-70 9.741 9.671 3.337 13.009 400 -3.391 10.018
-17.806 9.416 -8.390 5.619 -2.771 -6.348 -98 -9.217
-17.616 9.425 -8.191 5.619 -2.571 -6.369 -277 -9.217
-24.526 40.219 15.693 -8.281 7.412 6.727 -35.036 -20.897
-32.745 45.657 12.911 -8.279 4.633 -303 -25.227 -20.897
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.) Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
72
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
5200 Sveitarfélagið Skagafjörður 4.137 4.137 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
5508 Húnaþing vestra 1.122 1.122 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
5604 Blönduósbær 879 879 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
1.484.676 572.495 632.227 2.689.397
1.473.974 572.495 1.040.108 3.086.576
321.218 283.195 221.928 826.341
317.546 283.195 314.959 915.700
317.173 131.129 114.656 562.958
310.931 131.129 167.959 610.019
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
1.650.775 29.539 925.872 84.906 2.691.093
1.738.449 31.693 1.017.102 168.077 2.955.321
442.541 970 349.203 35.697 828.411
448.797 970 377.245 62.832 889.843
269.868 0 258.456 23.612 551.936
279.403 0 263.966 41.946 585.315
-1.696
131.255
-2.070
25.856
11.022
24.704
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
-164.629
-383.834
950
-69.259
-6.150
-58.265
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
-166.325
-252.578
-1.120
-43.402
4.872
-33.561
0
487
-165.000
-165.138
0
0
-166.325
-252.092
-166.120
-208.540
4.872
-33.561
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
3.130.749 256.191 3.386.940 502.744 3.889.684
4.701.917 316.561 5.018.478 477.058 5.495.536
734.139 369.284 1.103.423 281.088 1.384.511
1.214.404 123.054 1.337.458 195.136 1.532.594
864.183 337.583 1.201.766 215.860 1.417.626
1.287.994 150.815 1.438.809 77.517 1.516.326
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
1.465.945 661.802 1.282.533 479.405 1.761.937 2.423.739 3.889.684
1.298.652 705.518 2.741.258 750.109 3.491.367 4.196.884 5.495.536
975.142 61.026 227.858 120.484 348.342 409.369 1.384.511
681.640 61.026 644.889 145.039 789.928 850.954 1.532.594
841.823 119.949 318.076 137.778 455.854 575.803 1.417.626
650.940 119.949 595.320 150.117 745.437 865.386 1.516.326
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
2.423.739
4.196.884
409.369
850.954
575.803
865.386
-166.325 240.569 74.244 -50.925 23.319 -306.704 14.972 -268.413
-252.092 486.666 234.574 22.135 256.709 -415.015 -110.833 -269.138
-166.120 220.162 54.042 16.609 70.650 -28.393 -27.796 14.461
-208.540 282.975 74.435 16.427 90.862 -73.647 -2.754 14.461
4.873 42.688 47.561 -2.429 45.132 -135.672 23.410 -67.130
-33.561 95.976 62.415 1.833 64.248 -156.565 25.187 -67.130
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
73
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
5609 Sveitarfélagið Skagaströnd 519 519 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
5611 Skagabyggð 106 106 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
5612 Húnavatnshreppur 433 433 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
201.549 82.955 74.191 358.695
201.549 82.955 149.473 433.977
20.791 36.213 5.057 62.061
20.791 36.213 5.057 62.061
144.488 126.065 33.458 304.011
144.488 126.065 34.597 305.150
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
195.255 6.830 162.538 12.582 377.205
206.802 6.830 195.633 21.985 431.250
7.798 0 55.358 1.493 64.649
7.798 0 55.358 1.493 64.649
133.813 0 185.534 8.051 327.397
133.874 0 190.171 8.051 332.095
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
-18.510
2.727
-2.588
-2.588
-23.387
-26.945
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
95.955
68.316
7.040
7.040
6.363
10.670
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
77.445
71.043
4.452
4.452
-17.024
-16.275
0
0
0
0
0
-82
77.445
71.043
4.452
4.452
-17.024
-16.357
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
258.527 99.084 357.611 961.966 1.319.577
639.987 33.412 673.399 881.161 1.554.560
22.857 10.028 32.885 77.757 110.642
22.857 10.028 32.885 77.757 110.642
241.809 59.976 301.785 173.116 474.901
241.809 53.476 295.285 181.648 476.933
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
1.159.857 91.230 15.251 53.239 68.490 159.720 1.319.577
1.133.099 91.230 277.512 52.719 330.231 421.461 1.554.560
105.862 0 0 4.780 4.780 4.780 110.642
105.862 0 0 4.780 4.780 4.780 110.642
337.428 0 104.385 33.088 137.473 137.473 474.901
342.668 0 102.016 32.249 134.265 134.265 476.933
159.720
421.461
4.780
4.780
137.473
134.265
77.446 36.629 114.075 -21.295 92.780 -44.403 -35.113 13.264
71.046 68.419 139.465 -25.951 113.514 -75.457 -23.735 14.322
4.452 1.493 5.945 -3.917 2.028 1.656 0 3.684
4.452 1.493 5.945 -3.917 2.028 1.656 0 3.684
-17.024 15.542 -1.481 1.513 32 -32.465 11.563 -20.870
-16.357 12.913 -3.444 1.136 -2.308 -26.465 12.858 -15.915
Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
74
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
5706 Akrahreppur 208 208 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
6000 Akureyrarkaupstaður 17.563 17.563 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
6100 Norðurþing 2.929 2.929 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
47.948 61.186 4.940 114.074
47.948 6.494.980 6.463.157 61.186 1.012.616 1.012.616 4.940 3.145.361 7.548.676 114.074 10.652.957 15.024.449
1.081.830 473.313 387.669 1.942.812
1.081.830 473.313 1.092.753 2.647.896
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
4.678 0 144.488 6.767 155.933
4.678 0 144.488 6.767 155.933
1.136.436 58.674 687.662 59.770 1.942.542
1.238.449 58.674 939.939 386.937 2.623.999
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
-41.859
-41.859
871.759
1.798.836
270
23.897
8.797
8.797
-705.844
-400.419
-85.752
-441.234
-33.061
-33.061
165.915
1.398.417
-85.482
-417.337
0
0
0
-233.087
0
99.358
-33.061
-33.061
165.915
1.165.330
-85.482
-317.979
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
139.445 11.223 150.668 74.559 225.227
139.445 18.698.655 29.459.444 11.223 1.365.502 2.289.930 150.668 20.064.157 31.749.374 74.559 3.578.891 4.301.020 225.227 23.643.048 36.050.394
2.118.885 1.236.185 3.355.070 1.022.619 4.377.689
4.854.289 1.015.065 5.869.354 560.192 6.429.546
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
213.094 0 0 12.133 12.133 12.133 225.227
213.094 0 0 12.133 12.133 12.133 225.227
12.530.611 1.141.756 17.796.837 4.581.190 22.378.027 23.519.783 36.050.394
1.299.506 1.037.825 1.685.680 354.678 2.040.358 3.078.183 4.377.689
287.276 1.129.787 4.329.694 682.789 5.012.483 6.142.270 6.429.546
12.133 14.553.502 23.519.783
3.078.183
6.142.270
-85.481 191.875 106.394 9.675 116.069 -73.599 -49.129 -6.659
-339.419 526.517 187.098 -1.365 185.733 -29.433 -102.199 54.101
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.) Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
5.987.605 7.905.671 -299.339 -243.722 3.594.124 4.525.907 498.808 1.037.757 9.781.198 13.225.613
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
12.133
9.089.546 595.256 10.415.185 3.543.061 13.958.246 14.553.502 23.643.048
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
-33.061 6.660 -26.401 67 -26.334 -15.688 0 -42.022
-33.061 6.660 -26.401 67 -26.334 -15.688 0 -42.022
75
165.915 902.770 1.068.685 -80.355 988.330 -1.656.703 -689.877 -1.358.250
1.165.329 1.188.404 2.353.733 -55.863 2.297.870 -2.293.993 -1.261.738 -1.257.861
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009
6250 Fjallabyggð 2.082 2.082 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
6400 Dalvíkurbyggð 1.951 1.951 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
810.624 318.974 255.183 1.384.781
801.961 318.974 429.092 1.550.027
665.486 328.042 165.666 1.159.194
657.402 328.042 407.782 1.393.226
53.308 32.685 15.394 101.387
53.308 32.685 15.394 101.387
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
750.931 46.096 505.265 52.629 1.354.921
856.303 46.096 508.569 96.723 1.507.691
563.364 17.713 381.312 36.107 998.496
613.719 17.713 433.573 97.935 1.162.940
9.395 0 91.959 5.273 106.627
9.395 0 91.959 5.273 106.627
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
29.860
42.336
160.698
230.286
-5.240
-5.240
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
63.514
-71.283
14.052
-106.852
-1.287
-1.287
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
93.374
-28.947
174.750
123.434
-6.527
-6.527
3.028
5.480
0
3.587
0
0
96.402
-23.467
174.750
127.021
-6.527
-6.527
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
1.197.547 732.594 1.930.141 713.496 2.643.637
1.945.420 244.789 2.190.209 608.434 2.798.643
1.131.872 301.435 1.433.307 411.005 1.844.312
2.327.195 149.384 2.476.579 394.381 2.870.960
109.231 44.443 153.674 22.651 176.325
109.231 44.443 153.674 22.651 176.325
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
1.353.329 599.898 451.710 238.700 690.410 1.290.308 2.643.637
1.000.052 626.945 908.658 262.988 1.171.646 1.798.591 2.798.643
966.260 308.745 339.123 230.184 569.307 878.052 1.844.312
1.246.231 358.235 1.047.057 219.437 1.266.494 1.624.729 2.870.960
136.118 0 31.885 8.322 40.207 40.207 176.325
136.118 0 31.885 8.322 40.207 40.207 176.325
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
1.290.308
1.798.591
878.052
1.624.729
40.207
40.207
96.402 94.047 190.449 -10.448 180.001 -491.736 313.174 1.439
-23.467 222.771 199.304 -4.760 194.544 -93.510 -100.981 53
174.751 72.979 247.730 -6.645 241.085 -204.607 67.761 104.239
127.021 204.230 331.251 -5.182 326.069 -213.656 -8.174 104.239
-6.528 8.281 1.753 -18.077 -16.324 -585 -3.827 -20.736
-6.528 8.281 1.753 -18.077 -16.324 -585 -3.827 -20.736
íbúafjöldi
6506 Arnarneshreppur 177 177 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.)
Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
76
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
6513 Eyjafjarðarsveit 1.030 1.030 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
6514 6601 Hörgárbyggð Svalbarðsstrandarhreppur 429 429 414 414 Samantekin Samantekin Sveitarsj. reikningsskil Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
302.350 236.303 107.014 645.667
301.775 236.303 113.441 651.519
126.383 98.194 27.699 252.276
126.383 98.194 28.611 253.188
133.460 69.759 11.118 214.337
133.258 69.759 15.225 218.242
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
300.747 0 250.544 22.550 573.841
300.747 0 252.076 26.443 579.266
57.026 0 159.991 10.861 227.878
57.026 0 160.200 11.720 228.946
126.686 0 61.115 10.781 198.582
126.686 0 61.985 11.625 200.296
71.826
72.253
24.398
24.242
15.755
17.946
-14.932
-33.774
-35.622
-38.380
19.265
16.393
56.894
38.479
-11.224
-14.138
35.020
34.339
0
0
0
0
0
0
56.894
38.479
-11.224
-14.138
35.020
34.339
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
609.327 132.039 741.366 179.573 920.939
718.798 45.873 764.671 154.824 919.495
325.051 42.630 367.681 43.173 410.854
341.604 21.149 362.753 41.829 404.582
240.577 52.663 293.240 221.510 514.750
259.831 38.483 298.314 216.335 514.649
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
576.544 0 260.251 84.144 344.395 344.395 920.939
502.517 0 330.418 86.560 416.978 416.978 919.495
240.579 0 98.526 71.749 170.275 170.275 410.854
234.306 0 98.526 71.750 170.276 170.276 404.582
469.733 0 16.037 28.980 45.017 45.017 514.750
470.740 0 27.911 15.998 43.909 43.909 514.649
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
344.395
416.978
170.275
170.276
45.017
43.909
56.894 36.797 93.691 9.649 103.340 -15.252 -32.636 55.452
38.479 53.588 92.067 4.650 96.717 -2.093 -39.172 55.452
-11.224 44.740 33.516 -2.484 31.032 -19.351 2.784 14.465
-14.138 47.375 33.237 -2.391 30.846 -6.149 -10.233 14.464
35.020 11.124 46.144 -776 45.368 -15.754 -3.571 26.043
34.338 14.170 48.508 -775 47.733 -16.091 -5.599 26.043
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l. Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.) Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
77
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
6602 Grýtubakkahreppur 337 337 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
6607 Skútustaðahreppur 374 374 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
6611 Tjörneshreppur 56 56 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
118.428 74.225 39.548 232.201
117.452 74.225 99.887 291.564
149.898 80.022 48.863 278.783
149.565 80.022 56.472 286.059
15.450 7.779 933 24.163
15.450 7.779 933 24.163
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
123.356 2.077 88.449 13.779 227.661
158.217 2.077 92.639 17.828 270.761
147.855 5.955 128.678 11.184 293.672
147.855 5.955 136.704 13.949 304.463
4.305 0 16.371 0 20.676
4.305 0 16.371 0 20.676
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
4.540
20.803
-14.889
-18.404
3.487
3.487
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
8.220
-5.643
8.554
3.962
2.478
2.478
12.760
15.160
-6.335
-14.442
5.965
5.965
0
0
0
0
0
0
12.760
15.160
-6.335
-14.442
5.965
5.965
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
298.533 120.541 419.074 94.872 513.946
423.265 80.053 503.318 85.357 588.675
223.503 69.376 292.879 150.976 443.855
297.144 48.114 345.258 168.120 513.378
15.336 3.418 18.754 31.160 49.914
15.336 3.418 18.754 31.160 49.914
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
366.889 30.777 72.575 43.705 116.280 147.057 513.946
325.203 30.777 188.374 44.321 232.695 263.472 588.675
309.308 43.543 37.331 53.673 91.004 134.547 443.855
389.487 43.543 37.331 43.017 80.348 123.891 513.378
48.876 0 0 1.038 1.038 1.038 49.914
48.876 0 0 1.038 1.038 1.038 49.914
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
147.057
263.472
134.547
123.891
1.038
1.038
12.761 18.573 31.334 4.812 36.146 5.439 -7.951 33.634
15.160 28.082 43.242 5.872 49.114 -34.916 19.436 33.634
-6.335 22.393 16.058 8.600 24.658 -7.404 -17.289 -35
-14.442 25.058 10.616 8.733 19.349 -16.658 -2.799 -108
5.965 0 5.965 -363 5.602 -1.248 0 4.354
5.965 0 5.965 -363 5.602 -1.248 0 4.354
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
78
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
6612 Þingeyjarsveit 941 941 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
6706 Svalbarðshreppur 107 107 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
6709 Langanesbyggð 519 519 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
272.933 262.983 67.645 603.561
272.334 262.983 86.313 621.630
26.676 20.533 7.888 55.097
26.676 20.533 7.888 55.097
169.472 136.087 113.929 419.488
168.557 136.087 276.716 581.359
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
303.424 0 321.377 23.272 648.073
306.702 0 326.261 28.260 661.223
22.161 0 40.853 2.792 65.806
22.161 0 40.853 2.792 65.806
231.320 -365 178.035 19.077 428.067
309.377 -365 225.689 41.399 576.100
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
-44.512
-39.594
-10.709
-10.709
-8.579
5.259
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
-28.159
-45.856
371
371
-26.167
-56.774
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
-72.672
-85.450
-10.338
-10.338
-34.746
-51.515
0
694
0
0
0
11.417
-72.672
-84.756
-10.338
-10.338
-34.746
-40.098
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
352.084 138.757 490.841 81.574 572.415
482.812 120.797 603.609 51.587 655.196
90.370 13.474 103.844 20.941 124.785
90.370 13.474 103.844 20.941 124.785
484.032 111.285 595.317 350.221 945.537
823.821 124.333 948.154 140.053 1.088.207
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
256.087 0 217.976 98.352 316.328 316.328 572.415
198.727 0 350.629 105.840 456.469 456.469 655.196
92.019 0 11.965 20.801 32.766 32.766 124.785
92.019 0 11.965 20.801 32.766 32.766 124.785
436.110 21.610 335.325 152.493 487.817 509.427 945.537
381.292 21.610 565.496 119.809 685.305 706.915 1.088.207
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
316.328
456.469
32.766
32.766
509.427
706.915
-72.672 69.233 -3.439 0 -3.439 -46.474 44.648 -5.265
-84.755 73.446 -11.309 0 -11.309 -48.876 55.842 -4.343
-10.338 3.554 -6.784 5.810 -974 -5.463 -2.718 -9.154
-10.338 3.554 -6.784 5.810 -974 -5.463 -2.718 -9.154
-34.746 41.829 7.083 -53.385 -46.302 -37.780 -18.573 -102.655
-41.835 72.552 30.717 -52.002 -21.285 -94.667 23.848 -92.104
Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
79
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
7000 Seyðisfjarðarkaupstaður 706 706 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
7300 Fjarðabyggð 4.637 4.637 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
7502 Vopnafjarðarhreppur 682 682 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
286.948 91.587 118.782 497.317
286.948 91.587 229.466 608.001
2.209.302 298.286 482.087 2.989.675
2.196.003 298.286 1.602.254 4.096.543
213.049 130.614 92.915 436.578
210.559 130.614 196.541 537.713
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
285.337 6.363 215.840 18.172 525.712
302.878 6.363 264.104 46.502 619.847
1.671.056 112.160 1.082.358 159.385 3.024.958
1.813.911 119.660 1.451.838 328.752 3.714.162
217.906 1.170 130.031 24.178 373.285
233.584 1.170 177.699 39.940 452.393
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
-28.395
-11.846
-35.283
382.382
63.294
85.320
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
-29.954
-120.780
-558.591
-941.076
-40.487
-130.806
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
-58.349
-132.626
-593.875
-558.694
22.807
-45.486
0
0
0
1.686
0
0
-58.349
-132.626
-593.875
-557.009
22.807
-45.486
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
383.033 149.996 533.029 152.677 685.706
834.872 90.157 925.029 121.239 1.046.268
6.199.928 9.494.214 754.760 643.699 6.954.688 10.137.913 1.727.375 1.068.339 8.682.063 11.206.252
476.078 220.139 696.217 449.180 1.145.398
904.577 275.801 1.180.378 104.720 1.285.098
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
56.106 200.085 329.805 99.710 429.515 629.600 685.706
-238.376 200.085 933.160 151.399 1.084.559 1.284.644 1.046.268
-298.295 -590.253 1.329.124 1.405.562 6.399.837 9.155.622 1.251.397 1.235.322 7.651.234 10.390.944 8.980.358 11.796.505 8.682.063 11.206.252
443.826 48.814 299.651 353.107 652.758 701.572 1.145.397
136.622 48.814 921.698 177.964 1.099.662 1.148.476 1.285.098
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
629.600
1.284.644
8.980.358 11.796.505
701.572
1.148.476
-58.352 58.893 541 -9.421 -8.880 -7.582 -50.903 -67.365
-132.627 150.958 18.331 -9.891 8.440 -45.625 -30.256 -67.441
22.807 46.326 69.133 -51.627 17.506 26.384 -51.510 -7.620
-45.486 117.104 71.617 -51.129 20.488 8.373 -36.624 -7.763
Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
80
-593.875 549.619 -44.255 -117.518 -161.773 -248.721 729.040 318.546
-570.983 944.364 373.381 -94.792 278.589 -423.227 440.134 295.495
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
7505 Fljótsdalshreppur 89 89 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
7509 Borgarfjarðarhreppur 135 135 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
7613 Breiðdalshreppur 209 209 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
146.237 17.199 7.668 171.104
146.237 17.199 8.291 171.727
38.266 33.613 22.079 93.959
38.009 33.613 26.354 97.976
69.794 53.227 36.642 159.663
68.822 53.227 46.400 168.449
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
12.324 0 98.300 0 110.624
12.324 0 98.555 322 111.201
50.924 -389 32.124 5.176 87.834
50.924 -389 36.218 7.910 94.663
93.910 0 74.073 5.326 173.309
93.910 0 81.598 10.616 186.124
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
60.480
60.526
6.125
3.313
-13.646
-17.675
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
53.914
52.622
2.642
-3.090
-15.694
-30.617
114.394
113.148
8.766
223
-29.340
-48.292
-3.308
-3.308
0
0
0
0
111.086
109.840
8.766
223
-29.340
-48.292
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
316.602 27.825 344.427 519.579 864.006
322.382 27.825 350.207 517.007 867.214
111.352 14.202 125.554 90.465 216.019
180.548 14.202 194.750 40.678 235.428
135.936 34.843 170.779 122.779 293.558
247.881 33.086 280.966 11.080 292.046
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
807.801 0 26.305 29.900 56.205 56.205 864.006
799.724 0 37.151 30.339 67.490 67.490 867.214
199.056 8.707 2.867 5.389 8.256 16.963 216.019
156.684 8.707 62.363 7.673 70.036 78.743 235.428
138.592 11.815 113.041 30.111 143.152 154.967 293.558
2.132 11.815 244.897 33.202 278.100 289.914 292.046
56.205
67.490
16.963
78.743
154.967
289.914
111.085 10.995 122.080 -10.944 111.136 -171.950 -13.299 -74.113
109.840 12.221 122.061 -10.942 111.119 -171.950 -13.282 -74.113
8.766 1.951 10.718 -4.936 5.781 3.742 -6.015 3.508
223 9.761 9.984 -4.930 5.054 1.212 -2.758 3.508
-29.340 16.801 -12.539 3.753 -8.786 -4.716 -7.208 -20.710
-48.292 34.463 -13.829 4.633 -9.196 -13.148 1.634 -20.710
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
81
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
7617 Djúpavogshreppur 439 439 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
7620 7708 Fljótsdalshérað Sveitarfélagið Hornafjörður 3.465 3.465 2.089 2.089 Samantekin Samantekin Sveitarsj. reikningsskil Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
146.418 70.793 45.134 262.345
145.464 70.793 94.386 310.643
1.227.558 522.296 385.020 2.134.874
1.222.390 522.296 691.011 2.435.697
756.481 387.919 235.294 1.379.694
752.442 387.919 433.319 1.573.680
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
144.713 0 99.590 16.430 260.733
152.055 0 113.320 25.020 290.396
1.118.265 16.438 908.907 107.469 2.151.079
1.176.116 16.438 998.070 178.116 2.368.740
739.344 13.659 460.354 41.188 1.254.545
771.931 15.664 502.206 71.706 1.361.507
1.611
20.248
-16.205
66.957
125.149
212.173
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
-28.395
-38.205
-319.664
-482.321
2.580
-68.098
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
-26.784
-17.958
-335.869
-415.364
127.729
144.075
0
0
0
7.838
0
0
-26.784
-17.958
-335.869
-407.526
127.729
144.075
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
412.462 86.101 498.563 163.649 662.212
599.750 38.925 638.675 67.992 706.666
4.259.846 370.274 4.630.120 719.599 5.349.719
5.963.776 319.477 6.283.253 384.091 6.667.344
1.680.657 386.750 2.067.407 613.609 2.681.016
2.453.961 171.083 2.625.044 557.146 3.182.190
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
119.104 0 395.897 147.211 543.108 543.108 662.212
96.912 0 450.003 159.751 609.754 609.754 706.666
240.897 285.205 3.600.652 1.222.965 4.823.617 5.108.822 5.349.719
19.179 292.212 5.037.732 1.318.221 6.355.953 6.648.165 6.667.344
1.623.791 221.873 595.054 240.298 835.352 1.057.225 2.681.016
1.736.842 251.253 929.715 264.380 1.194.095 1.445.348 3.182.190
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
543.108
609.754
5.108.822
6.648.165
1.057.225
1.445.348
-26.784 22.557 -4.227 -3.511 -7.739 4.312 9.069 5.643
-17.958 33.541 15.583 -3.331 12.252 -2.693 -3.917 5.643
-335.863 341.281 5.418 85.137 90.555 -969.608 785.520 -93.533
-407.521 503.626 96.105 92.727 188.832 -1.161.907 808.026 -165.049
127.728 110.165 237.893 -65.295 172.598 -338.904 -119.006 -285.312
144.075 166.855 310.930 -64.655 246.275 -382.235 -149.136 -285.096
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
82
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009
8000 Vestmannaeyjabær 4.129 4.129 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
8200 Sveitarfélagið Árborg 7.810 7.810 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
1.616.545 289.844 488.468 2.394.857
1.616.545 289.844 1.339.225 3.245.614
2.840.210 424.757 365.861 3.630.828
2.840.210 424.757 1.114.153 4.379.120
155.047 100.828 60.174 316.048
154.499 100.828 69.365 324.691
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
1.267.143 167.400 995.361 25.643 2.455.547
1.592.682 167.400 1.252.442 194.392 3.206.916
2.164.358 73.553 1.234.284 198.946 3.671.141
2.267.486 81.055 1.370.650 335.816 4.055.006
171.735 2.506 137.702 11.604 323.546
171.735 2.506 132.583 15.293 322.116
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
-60.690
38.698
-40.313
324.114
-7.498
2.575
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
389.960
243.262
-566.362
-795.380
-11.063
-21.056
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
329.270
281.960
-606.674
-471.266
-18.561
-18.480
0
0
0
22.135
0
208
329.270
281.960
-606.674
-449.131
-18.561
-18.272
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
1.285.786 942.099 2.227.885 4.892.469 7.120.354
4.106.810 746.293 4.853.103 3.878.112 8.731.215
5.424.759 1.125.344 6.550.103 1.353.107 7.903.210
8.266.682 447.794 8.714.476 1.244.914 9.959.390
282.801 55.626 338.427 97.962 436.389
372.003 44.090 416.093 38.503 454.596
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
3.955.318 2.207.038 559.185 398.813 957.998 3.165.036 7.120.354
3.570.659 2.429.706 2.313.296 417.554 2.730.850 5.160.556 8.731.215
400.825 1.110.404 4.764.672 1.627.309 6.391.981 7.502.385 7.903.210
921.091 1.210.529 6.313.978 1.513.792 7.827.770 9.038.299 9.959.390
203.462 54.410 118.103 60.414 178.517 232.927 436.389
175.024 54.410 173.035 52.128 225.162 279.572 454.596
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
1.915.767 5.080.803
1.915.767 7.076.323
7.502.385
9.038.299
232.927
279.572
329.270 225.570 554.840 56.198 611.038 -295.281 -621.443 -305.686
281.960 419.639 701.599 22.265 723.864 -1.585.260 552.341 -309.055
-606.674 713.359 106.685 61.860 168.545 -661.223 -78.734 -571.412
-449.131 983.521 534.390 3.949 538.339 -816.536 -283.193 -561.390
-18.561 23.068 4.507 -1.836 2.670 -23.814 -11.355 -32.499
-16.590 33.387 16.798 -1.830 14.968 -49.737 2.270 -32.499
íbúafjöldi
8508 Mýrdalshreppur 511 511 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.)
Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
83
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
8509 Skaftárhreppur 450 450 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
8610 Ásahreppur 190 190 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
8613 Rangárþing eystra 1.744 1.744 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
161.434 91.605 46.474 299.512
157.881 91.605 56.736 306.221
123.447 22.970 32.527 178.944
123.447 22.970 33.144 179.560
532.045 318.804 143.531 994.381
529.402 318.804 191.445 1.039.651
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
132.538 581 151.844 11.459 296.423
132.538 581 150.808 18.171 302.099
12.173 0 121.944 3.878 137.995
12.173 0 121.017 4.318 137.508
469.963 4.138 399.260 47.663 921.024
469.968 4.138 404.633 58.735 937.475
3.089
4.123
40.949
42.052
73.356
102.176
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
-14.989
-36.222
-7.544
-8.833
2.353
-56.266
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
-11.900
-32.100
33.405
33.220
75.709
45.910
0
0
0
0
0
103
-11.900
-32.100
33.405
33.220
75.709
46.013
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
370.801 128.012 498.813 108.024 606.838
480.385 50.347 530.732 46.720 577.452
104.321 37.273 141.593 61.041 202.634
113.162 28.329 141.490 58.574 200.065
1.216.924 461.149 1.678.072 340.361 2.018.433
1.530.605 233.756 1.764.361 277.167 2.041.528
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
341.227 4.572 200.354 60.685 261.039 265.611 606.838
237.934 4.572 271.535 63.411 334.946 339.518 577.452
120.083 0 36.939 45.612 82.551 82.551 202.634
116.156 0 36.939 46.969 83.909 83.909 200.065
1.479.565 68.694 347.509 122.665 470.174 538.868 2.018.433
1.274.376 68.694 569.926 128.532 698.458 767.152 2.041.528
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
265.611
339.518
82.551
83.909
538.868
767.152
-11.900 20.843 8.943 954 9.898 7.768 -17.329 337
-32.100 41.992 9.893 1.190 11.083 -4.814 -5.932 337
33.405 11.973 45.378 39.771 85.149 52.067 -109.749 27.467
33.220 13.188 46.407 39.354 85.762 51.260 -109.555 27.467
75.709 58.817 134.526 -29.551 104.974 -172.358 5.528 -61.856
46.013 109.004 155.018 -29.952 125.066 -234.419 47.498 -61.856
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
84
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
8614 Rangárþing ytra 1.545 1.545 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
8710 Hrunamannahreppur 789 789 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
8716 Hveragerðisbær 2.302 2.302 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
563.462 212.015 146.603 922.080
562.358 212.015 190.903 965.276
238.738 156.442 138.093 533.272
236.412 156.442 207.391 600.244
812.743 198.853 270.682 1.282.278
812.743 198.853 351.906 1.363.502
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
406.621 0 511.881 40.444 958.946
406.836 0 522.822 51.307 980.965
273.032 0 218.296 9.207 500.534
286.097 0 200.336 29.515 515.948
670.149 22.346 494.646 42.824 1.229.965
670.658 22.346 520.703 57.465 1.271.172
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
-36.865
-15.689
32.738
84.296
52.313
92.330
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
-75.581
-115.006
-11.016
-71.138
-149.036
-187.745
-112.447
-130.695
21.722
13.158
-96.723
-95.415
0
0
0
-713
0
0
-112.447
-130.695
21.722
12.445
-96.723
-95.415
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
1.167.330 374.621 1.541.951 279.974 1.821.925
1.472.235 258.304 1.730.539 243.882 1.974.421
248.596 340.883 589.479 165.407 754.885
669.181 67.796 736.977 137.962 874.940
1.336.985 286.105 1.623.090 407.901 2.030.991
1.641.882 179.698 1.821.580 223.658 2.045.238
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
476.897 20.490 874.958 449.579 1.324.537 1.345.028 1.821.925
409.743 20.490 1.091.211 452.976 1.544.188 1.564.678 1.974.421
338.307 0 319.849 96.729 416.578 416.578 754.885
173.411 0 569.558 131.971 701.529 701.529 874.940
141.979 299.384 1.309.358 280.270 1.589.628 1.889.012 2.030.991
129.113 299.384 1.375.399 241.342 1.616.741 1.916.125 2.045.238
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
1.345.028
1.564.678
416.578
701.529
1.889.012
1.916.125
-112.447 80.459 -31.987 -46.164 -78.152 -99.615 170.980 -6.787
-130.695 119.939 -10.756 -52.078 -62.833 -117.586 177.037 -3.383
21.722 16.749 38.471 -16.153 22.318 -81.160 55.440 -3.402
12.445 70.562 83.007 -33.152 49.855 -15.852 -48.333 -14.331
-96.723 144.688 47.965 -31.799 16.166 -110.808 92.540 -2.102
-95.415 171.542 76.127 -32.445 43.682 -117.191 71.407 -2.102
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
85
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
8717 8719 8720 Sveitarfélagið Ölfus Grímsnes- og Grafningshr. Skeiða- og Gnúpverjahr. 1.945 1.945 415 415 519 519 Samantekin Samantekin Samantekin Sveitarsj. reikningsskil Sveitarsj. reikningsskil Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
793.189 174.209 186.945 1.154.343
790.536 174.209 396.771 1.361.516
339.159 60.106 78.950 478.214
338.584 60.106 129.282 527.972
269.702 75.917 46.155 391.773
269.379 75.917 52.343 397.639
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
507.850 10.256 549.102 61.453 1.128.662
540.909 12.282 594.365 98.872 1.246.429
136.227 0 327.125 13.124 476.476
150.491 0 329.223 35.012 514.725
137.834 0 216.976 10.850 365.660
137.834 0 222.780 13.566 374.180
25.682
115.088
1.738
13.247
26.114
23.459
Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.)
-56.881
-112.130
56.051
-19.022
5.250
-2.368
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
-31.200
2.958
57.789
-5.775
31.364
21.092
Óreglulegir liðir
-70.000
-70.000
0
0
0
114
-101.200
-67.043
57.789
-5.775
31.364
21.206
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
1.708.131 435.017 2.143.148 269.920 2.413.068
2.650.502 343.082 2.993.584 260.984 3.254.568
784.860 423.054 1.207.915 244.510 1.452.425
1.205.908 139.728 1.345.636 171.442 1.517.079
233.683 93.506 327.189 155.591 482.780
284.631 60.706 345.338 139.931 485.269
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
1.294.566 242.322 538.392 337.788 876.180 1.118.502 2.413.068
1.762.778 264.534 881.883 345.373 1.227.256 1.491.789 3.254.568
657.714 0 725.566 69.145 794.711 794.711 1.452.425
471.383 0 963.507 82.188 1.045.696 1.045.696 1.517.079
370.183 0 41.140 71.457 112.598 112.598 482.780
367.916 0 65.360 51.993 117.353 117.353 485.269
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
1.120.126 2.238.628
1.120.126 2.611.915
794.711
1.045.696
112.598
117.353
-101.200 154.391 53.191 -41.719 11.472 -98.525 87.011 -42
-67.042 229.136 162.094 -62.186 99.908 -110.385 63.354 52.877
57.789 -14.846 42.943 17.524 60.467 -16.666 -64.054 -20.253
-5.775 58.916 53.141 21.547 74.688 -62.936 -20.825 -9.072
31.364 11.885 43.249 -2.653 40.595 -12.459 -32.420 -4.284
21.206 20.103 41.308 -11.182 30.126 -18.071 -16.540 -4.486
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l.
Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
86
Tafla 09. Ársreikningar sveitarfélaga 2009 íbúafjöldi
8721 Bláskógabyggð 937 937 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
8722 Flóahreppur 595 595 Samantekin Sveitarsj. reikningsskil
Rekstrarreikningur (í þús.kr.) Skatttekjur án Jöfnunarsjóðs Framlag Jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur Tekjur
441.926 121.033 110.108 673.066
440.126 121.033 218.882 780.041
161.033 174.677 36.279 371.989
160.566 174.677 45.470 380.713
Laun og launatengd gjöld Breyting lifeyrisskuldb. Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Gjöld
311.773 0 302.031 15.443 629.246
323.291 0 331.994 32.351 687.636
170.766 0 162.420 6.530 339.715
170.766 0 169.243 9.239 349.248
43.820
92.405
32.274
31.465
-30.273
-74.182
15.621
2.123
13.548
18.223
47.895
33.588
0
-611
0
0
13.548
17.612
47.895
33.588
Varanlegir rekstrarfjármunir Áhættufjármunir og langtímakröfur Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
356.393 332.979 689.372 158.096 847.469
722.801 100.362 823.163 146.575 969.738
196.802 91.724 288.526 207.947 496.473
294.042 27.654 321.696 202.885 524.581
Eigið fé Skuldbindingar Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir án skuldbindinga Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
203.881 0 484.532 159.056 643.588 643.588 847.469
208.778 0 599.108 161.853 760.960 760.960 969.738
430.737 0 31.365 34.372 65.736 65.736 496.473
382.367 0 105.620 36.593 142.214 142.214 524.581
Leigusamningar utan efnahags Skuldir og skuldbindingar alls
643.588
760.960
65.736
142.214
13.548 34.203 47.751 -19.427 28.323 -49.529 8.595 -12.611
17.612 68.335 85.947 -22.043 63.904 -63.378 -13.996 -13.469
47.895 7.315 55.210 -12.611 42.599 -88.435 23.840 -21.996
33.588 18.194 51.782 -12.547 39.235 -54.962 -6.269 -21.996
Rekstrarniðurst. fyrir fjárm.l. og óregl.l. Fjármunatekj. og (fjármagnsgj.) Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
Efnahagsreikningur (í þús.kr.)
Sjóðstreymi (í þús.kr.) Rekstrarniðurstaða Liðir sem hafa ekki áhrif á fjárstr. Veltufé frá rekstri Br. á rekstrart. eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar Fjármögnunarhreyfingar Hækkun (lækkun) á handbæru fé
87
Tafla 10. Fyrirtæki sveitarfélaga í samanteknum reikningi (B-fyrirtæki)
í þús.kr.
0000 Reykjavík
1000 Kópavogur
1100 Seltjarnarn.
1300 Garðabær
Hafnarsjóður Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
2.271.162 2.003.964 -163.345 0 103.853 12.706.902 10.551.114 2.155.787
18.353 63.620 -87.127 0 -132.394 373.859 -398.597 772.456
0 0 0 0 0 0 0 0
Vatnsveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
559.028 265.080 -348.387 0 -54.439 2.869.523 424.386 2.445.137
65.036 50.817 -6.410 0 7.809 33.003 -11.560 44.563
0
Hitaveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
96.499 98.047 -393 0 -1.941 183.199 90.331 92.868
Fráveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
575.091 305.625 -469.164 0 -199.698 1.874.772 -1.631.289 3.506.061
64.597 36.123 -36.587 0 -8.113 157.966 -380.135 538.101
Orkuveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
26.012.828 20.856.197 -8.842.697 1.147.228 -2.538.838 281.525.708 40.657.486 240.868.222
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
Félagslegt íbúðarhúsnæði Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
2.496.416 1.793.176 -2.637.098 0 -1.933.858 20.444.959 -4.593.690 25.038.650
332.225 218.589 -504.877 0 -391.241 6.884.900 1.758.583 5.126.317
12.071 14.966 -27.499 0 -30.394 120.242 -191.716 311.958
88
1400 Hafnarfj.
1604 2000 Mosfellsbær Reykjanesbær
0 314.921 0 277.109 0 -75.431 0 0 0 -37.619 0 3.573.411 0 1.713.699 0 1.859.712
0 0 0 0 0 0 0 0
363.926 292.058 -576.802 0 -504.934 2.470.915 -2.670.914 5.141.829
0 0
412.678 150.748 -79.239 0 182.691 1.843.583 986.687 856.896
133.850 102.752 0 0 31.098 332.362 329.476 2.886
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
201.999 171.362 -13.524 6.152 23.265 473.093 327.354 145.739
0 0 0 0 0 0 0 0
0 432.306 0 173.162 0 -357.561 0 0 0 -98.417 0 3.279.713 0 -742.559 0 4.022.272
119.887 57.160 -82.549 0 -19.822 522.306 -127.808 650.114
246.365 84.610 -100.669 0 61.086 890.478 66.220 824.258
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
2.020.431 1.684.004 -473.761 -73.944 -211.278 16.793.932 8.543.026 8.250.906
19.034 173.933 12.629 169.079 -37.692 -219.343 0 0 -31.287 -214.489 233.796 3.869.699 -149.723 1.560.337 383.519 2.309.362
28.436 20.053 -31.196 0 -22.813 206.760 -133.679 340.439
239.037 165.093 -225.919 0 -151.975 1.876.597 -540.026 2.416.623
0 0 0
411.943 148.959 -195.156 0 67.828 1.461.781 -42.954 1.504.735
í þús.kr.
2300 Grindavík
2503 Sandgerði
2504 Garður
2506 Vogar
3609 Borgarbyggð
3709 Grundarfj.
3711 Stykkish.
Hafnarsjóður Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
125.365 95.533 -81.271 0 -51.439 279.421 -479.843 759.264
68.529 46.935 -67.811 0 -46.217 156.642 -422.622 579.263
0 3.351 -1.775 0 -2.226 25.493 17.727 7.765
1.303 9.896 -4.125 0 -6.118 32.788 23.522 9.266
0 0 0 0 0 0 0 0
59.117 30.695 -9.134 0 19.288 207.758 120.409 87.349
29.163 22.442 -11.505 -422 -5.206 89.244 -47.246 136.490
Vatnsveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
37.705 21.664 -7.106 0 8.935 167.540 76.397 91.143
19.011 15.418 -23.166 0 -19.573 126.952 -53.480 180.432
0 0 0 0 0 0 0 0
17.637 5.346 0 0 12.290 40.127 40.127 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
Hitaveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
Fráveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
34.928 15.850 -11.356 0 7.722 249.453 36.245 213.208
23.019 12.515 -37.482 0 -26.978 213.753 -83.251 297.004
16.206 13.486 -22.646 0 -4.926 180.268 -20.930 201.197
15.202 7.132 -17.645 0 -9.574 74.866 -68.687 143.553
0 0 0 0 0 0 0 0
12.671 3.819 -6.317 0 2.535 52.377 -3.195 55.572
20.096 9.567 -37.601 0 -27.072 140.214 -170.994 311.208
Orkuveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
Félagslegt íbúðarhúsnæði Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
35.975 17.750 -18.225 0 0 189.728 13.270 176.458
10.440 10.089 -12.966 0 -12.614 96.579 -39.187 135.766
3.490 19.277 -7.884 0 -9.171 44.268 -33.915 78.182
0 0 0 0 0 0 0 0
42.696 14.440 -20.779 0 7.477 158.843 -42.565 201.409
25.461 16.253 -26.997 0 -17.789 184.989 -192.523 377.512
6.445 12.076 -8.397 0 -14.028 35.120 -35.054 70.174
89
3714 í þús.kr. Snæfellsbær
3811 Dalabyggð
4100 4200 Bolungarvík Ísafjarðarbær
4502 Reykhólahr.
4604 Tálknafj.
4607 Vesturbyggð
Hafnarsjóður Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
174.100 96.729 -11.379 0 65.992 404.412 325.668 110.980
0 0 0 0 0 0 0 0
51.893 31.216 -6.610 0 14.067 77.349 -32.526 109.875
111.804 98.366 -33.796 0 -20.358 446.470 55.850 390.619
3.167 2.414 1 0 754 18.470 18.437 32
14.962 11.816 -1.458 0 1.688 16.610 2.378 14.232
49.587 40.604 -15.203 0 -6.220 224.785 35.679 189.105
Vatnsveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
64.497 41.947 -32.189 0 -9.639 277.155 -15.191 260.110
8.705 2.076 486 0 7.114 33.074 33.074 0
35.221 29.488 -9.338 0 -3.605 78.534 -5.721 84.256
72.299 51.838 28 0 20.489 383.599 383.598 0
2.512 1.956 -3.233 0 -2.676 11.289 -14.162 25.451
3.318 880 -151 0 2.287 10.774 8.298 2.477
12.219 7.983 -980 0 3.257 14.997 6.564 8.433
Hitaveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
Fráveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
4.719 2.209 13 0 2.523 3.731 3.731 0
11.313 4.429 -5.162 0 1.722 19.171 -27.178 46.349
57.112 32.016 -12.584 0 12.512 160.540 -5.119 165.659
858 80 0 0 778 4.269 4.269 0
1.691 879 -178 0 635 3.572 -3.374 6.946
9.073 5.196 -4.360 0 -483 20.994 -13.799 34.793
Orkuveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
Félagslegt íbúðarhúsnæði Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
27.344 16.532 -33.896 0 -23.084 226.077 -225.170 451.167
2.394 4.092 -4.265 0 -5.962 28.950 -21.499 50.449
16.059 15.956 -43.175 138.995 95.923 189.966 -130.495 320.461
132.417 104.581 -125.885 0 -98.049 819.772 -487.977 1.307.749
3.002 1.439 -8.739 0 -7.176 61.881 -41.265 103.146
2.504 2.707 -11.083 0 -11.286 26.657 -62.154 88.811
676 1.330 -1.536 0 -2.191 28.510 12.090 16.419
90
í þús.kr.
4803 Súðavík
4901 Árneshr.
4902 Kaldranan.
4908 Bæjarhr.
4911 Strandab.
5200 Skagafj.
5508 Húnaþ. v.
Hafnarsjóður Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
7.368 8.631 0 0 -1.263 20.324 -1.128 21.452
3.730 4.689 -943 0 -1.903 10.872 -6.648 17.519
7.497 5.474 -2.368 0 -345 27.318 -26.998 54.316
0 0 0 0 0 0 0 0
14.312 14.697 0 0 -385 14.898 -20.315 35.213
70.688 54.566 -10.676 0 5.445 179.571 94.945 84.626
13.069 8.085 -6.769 0 -1.785 22.567 -33.346 55.913
Vatnsveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
3.354 3.324 -479 0 -449 21.583 -4.063 25.646
0 0 0 0 0 0 0 0
1.205 916 0 0 289 4.736 -1.526 6.262
236 38 -8 0 190 113 68 45
8.351 8.025 -2.299 0 -1.972 23.476 -20.757 44.234
0 0 0 0 0 0 0 0
14.727 11.579 -4.944 0 -1.795 48.201 -7.994 56.194
Hitaveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
5.547 4.041 -25 -222 1.259 16.023 13.737 2.286
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
37.138 25.835 -11.963 -138 -798 95.732 1.407 94.326
Fráveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
1.933 1.640 0 0 293 5.606 5.606 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
3.379 4.645 0 0 -1.266 15.225 -30.202 45.427
68.989 27.633 -6.508 0 34.848 179.181 88.667 90.514
13.590 7.859 -4.972 0 759 36.345 -18.047 54.392
Orkuveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
253.918 178.356 -118.648 487 -42.599 957.230 140.633 816.597
10.019 11.692 -4.115 0 -5.788 84.692 -47.909 132.601
Félagslegt íbúðarhúsnæði Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
773 776 -2.303 0 -2.306 9.923 -31.733 41.656
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
3.449 3.714 -4.332 0 -4.597 33.464 -39.923 73.388
40.647 40.443 -82.614 0 -82.410 428.898 -485.599 914.497
11.632 9.195 -13.409 0 -10.972 89.003 -54.345 143.348
91
í þús.kr.
5604 Blönduós
5609 Skagastr.
6000 Akureyri
6100 Norðurþing
6250 Fjallabyggð
6400 Dalvíkurb.
6513 Eyjafj.sv.
Hafnarsjóður Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
690 5.261 -1.557 7.733 1.605 28.294 18.584 9.710
38.148 27.283 0 0 10.865 64.123 61.906 2.217
268.739 201.228 -32.004 0 35.507 788.539 421.131 367.408
58.072 77.241 -65.526 0 -84.695 1.126.450 193.031 933.419
72.141 68.336 -12.236 0 -8.431 183.626 74.737 108.889
43.820 39.935 -6.961 0 -3.076 96.761 3.686 93.075
0 0 0 0 0 0 0 0
Vatnsveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
7.997 7.020 -2.088 0 -1.111 49.609 -6.925 56.534
0 0 0 0 0 0 0 0
6.257 3.509 -3.914 0 -1.166 51.791 18.923 32.868
0 0 0 0 0 0 0 0
47.607 37.161 3.854 0 14.300 142.367 142.307 60
0 0 0 0 0 0 0 0
Hitaveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
106.746 72.206 -38.663 3.587 -536 626.983 303.826 323.157
0 0 0 0 0 0 0 0
Fráveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
5.117 1.872 -210 0 3.035 8.551 -13.579 22.130
266.459 136.601 -150.342 0 -20.484 1.145.014 -72.520 1.217.534
37.944 19.044 -31.395 0 -12.495 194.666 -146.544 341.210
0 0 0 0 0 0 0 0
35.906 22.826 -17.193 0 -4.113 151.108 13.675 137.433
0 0 0 0 0 0 0 0
Orkuveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
44.154 37.158 -24.559 0 -17.563 159.697 -117.105 276.802
0 0 0 0 0 0 0 0
2.199.384 1.439.910 648.374 -209.252 1.198.596 9.730.443 3.605.385 6.125.058
453.467 441.533 -127.741 67.171 -48.636 1.465.741 -190.528 1.656.269
140.004 144.564 -74.038 0 -78.598 286.823 -252.415 539.238
0 0 0 0 0 0 0 0
681 5.422 -885 0 -5.626 23.953 -5.626 29.579
Félagslegt íbúðarhúsnæði Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
27.339 23.747 -26.066 0 -22.474 191.707 -88.144 279.851
20.445 9.717 -25.257 0 -14.529 245.254 -75.395 320.649
206.109 131.570 -190.890 0 -116.351 1.361.620 -715.093 2.076.713
55.964 34.275 -66.289 0 -44.600 349.045 -284.487 633.532
34.080 42.945 -48.523 24.548 -32.840 298.588 -175.599 474.187
36.026 30.490 -45.816 2.101 -38.179 279.938 -183.523 463.461
6.653 4.340 -17.957 2.855 -12.789 85.518 -68.401 153.919
92
6514 6601 í þús.kr. Hörgárbyggð Svalbarðsstr.
6602 Grýtub.hr.
6607 6612 Skútust.hr. Þingeyjarsv.
6709 Langan.b.
7000 Seyðisfj.
Hafnarsjóður Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
47.273 36.751 -7.566 0 2.956 209.321 34.010 175.311
87.640 81.196 -47.110 0 -40.666 231.016 -89.322 320.338
Vatnsveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
4.416 7.427 -4.729 0 -7.740 32.227 -54.431 86.658
18.608 11.357 -5.733 0 1.518 46.454 2.008 44.445
Hitaveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
Fráveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
912 1.220 -2.758 152 -2.914 16.553 -6.273 22.826
2.469 1.002 -92 0 1.375 5.382 576 4.806
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
3.054 4.817 -160 0 -1.923 17.085 -16.078 33.163
9.648 8.508 -17.949 0 -16.809 136.031 -62.042 198.073
Orkuveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
8.310 5.684 -3.830 0 -1.204 20.749 -11.478 32.227
19.901 25.919 327 0 -5.691 103.227 98.077 5.150
19.980 17.665 -5.622 694 -2.614 65.448 -13.956 79.404
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
Félagslegt íbúðarhúsnæði Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
1.638 914 -2.780 0 -2.056 27.191 431 26.760
13.202 7.549 -10.033 6.357 1.977 103.983 -31.835 135.818
2.967 4.238 -4.919 3.774 -2.416 21.010 -17.898 38.908
7.115 4.511 -12.074 0 -9.470 68.012 -43.404 111.416
28.333 11.951 -16.555 0 -173 85.019 -71.996 157.014
8.609 4.466 -13.286 0 -9.143 103.317 -99.780 203.096
93
í þús.kr.
7300 Fjarðabyggð
7502 Vopnafj.
7505 7509 7613 7617 7620 Fljótsdalshr. Borgarfj.hr. Breiðdalshr. Djúpavogshr. Fljótsdalshérað
Hafnarsjóður Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
586.266 318.428 -38.617 0 229.221 2.031.500 1.516.476 515.024
49.441 20.614 -51.161 0 -22.334 433.658 -4.810 438.469
0 0 0 0 0 0 0 0
3.367 3.910 1 0 -542 13.308 2.157 11.151
1.209 1.736 -96 0 -623 22.966 -8.826 31.793
33.532 24.382 -92 0 9.058 85.065 55.351 29.714
0 0 0 0 0 0 0 0
Vatnsveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
7.827 5.071 -4.010 0 -1.254 37.071 -8.381 45.452
0 0 0 0 0 0 0 0
830 1.837 0 0 -1.007 13.600 -6.605 20.204
2.377 3.301 -2.303 0 -3.227 13.207 -49.773 62.980
6.377 4.837 -4.904 0 -3.363 44.694 -39.988 84.682
0 0 0 0 0 0 0 0
Hitaveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
170.111 108.438 -71.302 7.838 -1.791 1.075.998 74.596 1.001.402
Fráveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
3.083 2.626 -5.374 0 -4.916 32.869 -24.775 57.644
0 0 0 0 0 0 0 0
577 939 0 0 -362 6.093 -5.279 11.372
1.123 1.267 -30 0 -175 2.161 -2.075 4.236
3.892 2.401 -478 0 1.014 8.323 -406 8.729
70.170 53.730 -35.903 0 -19.463 404.187 -183.846 588.033
Orkuveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
512.213 369.409 -237.057 1.686 -92.567 1.407.072 -989.674 2.396.747
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
Félagslegt íbúðarhúsnæði Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
57.454 46.161 -100.509 0 -89.215 447.213 -766.607 1.213.821
8.730 11.575 -13.153 0 -15.998 73.193 -83.451 156.644
623 577 -1.292 0 -1.246 5.780 -8.077 13.857
4.362 5.262 -5.733 0 -6.633 36.240 -32.644 68.884
7.032 9.466 -12.493 0 -14.928 74.471 -75.786 150.257
9.850 3.396 -4.337 0 2.118 30.203 -37.149 67.352
26.681 18.253 -30.020 0 -21.592 203.510 -117.424 320.934
94
í þús.kr.
7708 Hornafj.
8000 Vestm.
8200 Árborg
8508 Mýrdalshr.
8509 Skaftárhr.
8610 Ásahreppur
8613 Rang.eystra
Hafnarsjóður Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
132.558 90.732 -6.209 0 35.617 275.901 171.733 104.168
331.812 276.517 -35.691 0 19.604 988.105 556.063 432.042
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
Vatnsveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
58.580 29.262 -31.680 0 -2.362 243.844 -16.423 260.267
36.000 36.000 0 0 0 1.224.000 0 1.224.000
166.731 40.384 -20.322 0 106.025 541.388 244.760 296.628
1.758 932 -642 0 184 6.462 -2.066 8.529
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
20.328 10.234 -10.940 0 -847 47.229 -42.107 89.335
Hitaveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
361.262 266.036 -34.437 -14.665 46.124 971.985 495.704 476.282
1.682 2.162 -813 208 -1.085 4.496 -5.149 9.644
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
1.196 771 -347 103 180 6.987 -819 7.806
Fráveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
53.572 19.200 -5.481 0 28.891 269.124 132.938 136.185
225.269 62.104 -72.963 0 90.202 910.168 141.356 768.812
3.163 1.186 -1.740 0 237 24.830 -5.986 30.816
1.570 1.643 -1.169 0 -442 8.614 421 8.192
0 1.338 -1.002 0 -541 7.372 -1.857 9.229
17.549 6.911 -14.718 0 -4.080 73.077 -33.778 106.855
Orkuveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
Félagslegt íbúðarhúsnæði Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
29.945 14.065 -32.789 0 -16.909 273.165 -42.261 315.426
36.854 26.522 -95.313 0 -84.981 261.994 -1.086.148 1.348.143
50.660 65.356 -70.181 25.000 -59.878 762.990 -33.327 796.318
3.338 3.494 -5.112 0 1.732 45.435 -11.328 56.763
1.631 2.263 -3.724 0 -4.356 23.948 -18.347 42.295
0 0 0 0 0 0 0 0
11.358 5.776 -15.044 0 -9.462 91.418 -52.660 144.078
95
í þús.kr.
8614 Rang.ytra
8710 Hrunam.hr.
8716 Hveragerði
8717 Ölfus
8719 8720 8721 Gríms/Grafn.hr. Skeiða/Gnúpv.hr. Bláskógab.
Hafnarsjóður Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
99.145 88.149 -9.676 0 1.320 426.560 341.955 84.605
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
Vatnsveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
21.098 14.858 -9.039 0 -2.799 97.962 -10.133 108.095
22.193 14.682 -21.022 0 4.489 104.843 -113.336 218.179
41.431 23.579 717 0 18.569 113.294 84.426 28.868
21.157 11.084 -3.322 0 6.751 74.048 46.918 27.130
18.077 18.348 -16.756 0 -8.527 125.675 -11.612 137.287
2.359 2.640 -1.462 0 257 3.783 -8.579 12.362
19.237 13.420 -19.345 0 -12.028 144.978 -15.604 160.582
Hitaveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
37.671 27.261 -5.596 -713 4.102 113.232 55.801 57.430
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
23.767 30.544 -35.288 0 -42.065 203.141 -122.008 325.150
1.464 1.922 336 114 -7 8.572 7.030 1.542
62.387 37.935 -7.540 -611 16.300 143.633 41.611 102.022
Fráveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
13.021 6.838 -5.482 0 701 51.165 9.719 41.446
24.867 16.557 -18.311 0 -10.002 157.010 -42.944 199.954
56.948 36.827 -34.414 0 -14.293 220.794 -77.782 298.576
30.913 16.565 -20.504 0 -6.156 171.912 -51.637 223.549
12.237 17.920 -12.754 0 -1.937 84.807 -13.091 97.898
1.873 3.028 -4.103 0 -5.258 38.808 -4.146 42.954
16.815 21.518 -6.467 0 -5.170 51.502 -8.758 60.260
Orkuveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0
Félagslegt íbúðarhúsnæði Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
8.300 5.750 -7.709 0 -5.159 56.942 -26.955 83.897
3.675 1.509 -4.061 0 -1.895 21.879 -18.425 40.304
7.099 5.055 -5.012 0 -2.968 27.423 -19.510 46.933
7.163 6.755 -9.971 0 -9.564 76.933 -31.320 108.253
4.694 5.454 -10.275 0 -11.036 63.597 -39.620 103.217
891 649 -3.249 0 -3.007 13.038 -15.680 28.718
3.606 3.735 -6.251 0 -6.380 47.707 -22.287 69.995
96
8722 í þús.kr. Flóahreppur
Samtals
Hafnarsjóður Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
5.627.869 4.584.590 -1.482.028 7.311 -421.938 28.385.271 12.167.108 16.250.397
Vatnsveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
6.980 9.827 -2.144 0 -4.991 23.672 -13.539 37.212
2.009.813 1.078.644 -677.197 0 283.972 9.502.818 2.294.061 7.176.521
Hitaveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
1.107.468 846.559 -219.554 1.653 43.008 3.923.074 1.283.420 2.639.653
Fráveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
2.631.176 1.274.122 -1.674.318 152 -277.013 12.282.006 -3.596.539 15.878.544
Orkuveita Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
32.107.233 25.366.472 -9.459.408 934.069 -1.784.578 314.086.496 51.372.962 262.713.534
Félagslegt íbúðarhúsnæði Tekjur / framlög Gjöld Fjárm.tekj. og (fjárm.gj.) Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða Eignir Eigið fé Skuldir og skuldbindingar
0 0 0 0 0 0 0 0
4.398.980 3.236.020 -5.026.783 203.630 -3.638.692 42.146.864 -8.582.088 50.728.873
97
Tafla 11. Skatttekjur sveitarfélaga Kr. á íbúa, raðað eftir íbúafjölda
Íbúafj. Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélag Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682
Útsvar
Fasteignaskattur
326.943 341.796 322.660 302.901 295.362 363.179 311.829 289.755 326.234 380.518 348.694 295.315 344.855 307.500 266.707 308.977 309.814 288.470 311.966 283.511 314.177 342.377 293.046 305.374 260.955 270.742 335.215 278.434 271.530 247.506 241.667 325.715 264.071 361.155 243.264 294.702 281.260 302.202 300.344 220.466 335.751 247.315 271.671
104.291 87.581 80.596 64.984 46.463 74.013 53.617 61.078 52.062 100.229 42.822 61.603 40.312 39.569 73.472 46.946 48.501 57.106 38.194 54.970 49.511 39.752 46.680 101.167 48.058 202.784 50.583 89.160 37.183 38.476 47.360 60.039 36.294 30.108 52.156 32.996 198.113 52.560 55.524 87.982 62.476 57.299 38.849
98
Jöfnunarsjóður 6.066 9.100 18.702 57.656 63.866 4.568 24.587 54.386 44.253 64.327 12.068 138.384 70.197 136.341 138.896 150.735 161.595 79.640 67.671 86.383 185.696 153.206 168.140 89.568 182.801 71.752 159.519 137.227 141.763 135.947 252.402 131.892 229.420 143.326 279.472 214.938 129.171 132.581 149.180 198.278 129.727 280.438 191.515
Skattaígildi 7.219 6.743 13.605 13.417 8.877 12.336 8.861 12.830 5.190 6.509 3.884 11.576 6.343 10.837 9.658 6.056 11.037 10.782 125 14.579 6.753 14.541 10.548 7.050 5.029 5.126 16.973 3.733 1.494 10.149 2.173 19.685 697 4.940 428 13.850 1.113 9.501 13.046 4.205 8.215 6.190 6.182
Skatttekjur samtals 444.519 445.220 435.563 438.958 414.568 454.096 398.894 418.050 427.739 551.583 407.468 506.879 461.707 494.247 488.733 512.715 530.947 435.998 417.956 439.442 556.136 549.875 518.414 503.158 496.844 550.404 562.290 508.554 451.971 432.079 543.602 537.330 530.483 539.530 575.320 556.486 609.657 496.845 518.093 510.932 536.169 591.243 508.217
Íbúafj. Hvalfjarðarsveit Flóahreppur Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Útsvar
Fasteignaskattur
Jöfnunarsjóður
Skattaígildi
Skatttekjur samtals
626 595 519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
278.304 229.110 338.516 238.495 290.787 255.276 270.254 280.924 288.838 207.994 246.186 256.820 287.541 303.257 314.801 300.083 257.296 288.520 203.440 273.898 271.588 215.204 266.797 278.892 261.511 298.583 229.238 177.075 184.420 526.820 195.547 0 252.551 331.078
381.874 46.320 42.208 285.988 44.670 52.700 32.580 84.766 51.165 132.049 51.786 573.080 36.505 103.567 41.899 32.383 40.478 50.746 27.080 49.439 134.045 434.989 34.282 58.187 21.351 30.501 20.074 19.066 23.929 1.116.292 35.891 0 23.346 56.920
119.119 293.575 159.836 146.276 262.209 197.315 240.081 203.566 161.259 291.143 228.890 144.833 168.500 213.963 220.252 234.178 230.561 254.676 294.165 373.132 50.390 120.895 184.661 143.496 248.987 228.119 191.901 341.632 340.318 193.247 108.406 0 138.918 130.412
2.426 516 7.617 5.782 2.853 2.914 5.483 0 4.224 0 2.240 2.750 3.338 2.067 5.469 4.322 0 4.856 0 3.512 0 0 96 0 3.792 2.539 0 0 0 0 0 0 0 378
781.723 569.521 548.177 676.541 600.520 508.204 548.397 569.256 505.486 631.186 529.103 977.483 495.884 622.853 582.421 570.965 528.335 598.799 524.685 699.980 456.024 771.089 485.836 480.576 535.641 559.741 441.214 537.774 548.667 1.836.360 339.844 0 414.816 518.788
317.593
318.870
82.879
47.088
8.442
457.280
99
Tafla 12. Rekstur málaflokka Kr. á íbúa, raðað eftir íbúafjölda
íbúafj.
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
Félagsþjónusta Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélagið Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696
29.868 13.585 8.614 81.353 24.333 5.104 4.785 10.288 24.504 6.528 7.537 53.050 27.331 7.263 10.692 12.696 58.988 8.158 2.897 6.619 16.417 51.149 8.582 8.523 2.982 13.130 23.772 4.650 4.287 995 57.709 6.303 3.456 7.836 5.446 5.239 4.468 6.788 8.776 28.922 5.837 3.509
41.873 20.805 12.901 74.535 17.107 8.015 6.574 17.318 14.424 18.981 21.914 51.488 32.428 14.753 14.966 18.627 55.676 16.013 9.450 15.721 17.537 53.870 19.812 19.369 5.126 23.376 11.049 8.681 9.492 5.775 55.214 14.836 3.988 20.410 12.590 18.503 5.131 5.416 12.586 33.255 25.164 7.361
100
61.367 25.938 33.889 55.859 47.376 19.742 25.730 29.071 47.297 18.479 21.458 26.134 23.281 20.887 31.011 31.892 27.244 22.391 23.133 30.878 23.568 34.221 20.421 20.807 26.131 25.932 37.762 30.275 34.665 37.258 32.627 10.315 20.035 17.216 26.523 11.186 34.360 20.503 38.727 26.231 16.734 11.161
103.241 46.743 46.790 130.394 64.483 27.756 32.304 46.389 61.722 37.460 43.372 77.622 55.710 35.639 45.977 50.519 82.920 38.404 32.583 46.599 41.105 88.091 40.233 40.176 31.257 49.308 48.812 38.956 44.157 43.033 87.841 25.150 24.023 37.626 39.113 29.689 39.492 25.920 51.313 59.486 41.898 18.522
-73.373 -33.158 -38.176 -49.041 -40.150 -22.652 -27.520 -36.101 -37.218 -30.933 -35.835 -24.572 -28.379 -28.377 -35.285 -37.823 -23.931 -30.246 -29.687 -39.980 -24.688 -36.942 -31.650 -31.652 -28.275 -36.179 -25.039 -34.306 -39.870 -42.038 -30.131 -18.848 -20.567 -29.790 -33.666 -24.449 -35.024 -19.132 -42.537 -30.564 -36.061 -15.014
íbúafj. Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit Flóahreppur Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
682 626 595 519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
8.808 3.071 2.048 5.821 4.211 5.371 2.355 5.480 3.797 3.214 7.401 2.331 10.380 2.587 7.922 5.599 0 1.415 24.869 0 2.141 0 5.123 2.412 3.827 6.068 4.791 5.333 1.745 2.380 5.270 1.844 0 4.573 4.611
18.703 21.613 7.402 11.040 3.191 7.169 4.980 5.758 4.602 2.898 6.417 2.522 3.707 6.512 9.158 4.012 7.934 20.846 25.156 22.491 9.073 6.735 8.171 4.836 4.626 2.852 12.429 13.739 16.321 841 0 0 0 24.328 0
17.837 35.769 18.468 28.869 25.837 23.392 36.408 22.495 47.265 18.421 45.069 21.168 44.397 9.442 45.693 34.187 15.140 13.183 23.750 17.134 23.576 15.507 26.490 22.226 13.324 16.661 14.316 50.717 23.858 15.240 36.191 32.922 0 20.263 9.065
36.540 57.382 25.870 39.909 29.028 30.561 41.387 28.253 51.866 21.319 51.486 23.690 48.104 15.954 54.850 38.199 23.074 34.029 48.905 39.624 32.649 22.242 34.661 27.062 17.950 19.514 26.745 64.456 40.179 16.081 36.191 32.922 0 44.591 9.065
-27.732 -54.311 -23.822 -34.089 -24.818 -25.190 -39.033 -22.773 -48.070 -18.105 -44.085 -21.359 -37.724 -13.367 -46.928 -32.599 -23.074 -32.614 -24.036 -39.624 -30.507 -22.242 -29.539 -24.650 -14.122 -13.446 -21.954 -59.123 -38.434 -13.701 -30.921 -31.078 0 -40.018 -4.455
317.593
23.461
29.731
42.598
72.329
-48.868
101
íbúafj.
Laun og launat. gjöld
Tekjur
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
Heilbrigðismál Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélagið Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit Flóahreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682 626 595
0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
50 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 195 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
102
1 47 2.363 1.011 0 0 0 0 0 825 0 3.045 615 0 0 0 190 1.383 0 0 0 2.229 678 1.199 0 731 0 0 39 43 9.638 0 0 2.026 577 0 0 0 1.824 0 0 0 0 0 0
50 47 2.363 1.011 0 0 0 0 0 825 0 3.045 615 0 0 0 190 1.383 0 0 195 2.229 678 1.199 0 731 0 0 39 43 9.638 0 0 2.026 577 0 0 0 1.824 0 0 0 0 0 0
-50 -47 -2.363 -1.011 0 0 0 0 0 -825 0 -3.045 -615 0 0 0 -190 -1.383 0 0 -195 -2.229 -678 -1.199 0 -731 0 0 -39 -43 -9.638 0 0 -2.026 -577 0 0 0 -1.824 0 0 0 0 0 0
íbúafj. Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Laun og launat. gjöld
Tekjur
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
0 0 0 0 0 0 0 2.195 1.413 0 0 0 1.878 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.243 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 4.480 294 1.988 0 2.650 7.329 1.974 62 3.737 944 944 222 973 1.168 4.013 0 0 0 1.689 0 0 0 936 0 1.005 0 438 0 2.038 0
0 0 4.480 294 1.988 0 2.650 7.329 1.974 62 3.737 944 2.187 222 973 1.168 4.013 0 0 0 1.689 0 0 0 936 0 1.005 0 438 0 2.038 0
0 0 -4.480 -294 -1.988 0 -2.650 -5.134 -562 -62 -3.737 -944 -309 -222 -973 -1.168 -4.013 0 0 0 -1.689 0 0 0 -936 0 -1.005 0 -438 0 -2.038 0
317.593
7
21
445
466
-459
103
íbúafj.
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
Fræðslu- og uppeldismál Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélagið Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit Flóahreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682 626 595
20.739 20.770 27.361 27.200 17.753 17.814 33.686 32.210 32.396 27.082 32.667 39.886 19.561 21.868 62.428 39.150 25.598 10.576 32.480 36.719 21.485 22.061 33.841 16.893 29.729 16.894 27.751 35.220 2.185 24.459 72.930 35.993 40.971 27.432 22.250 18.583 26.349 23.824 37.538 65.341 17.816 23.206 33.017 20.694 29.852
158.658 178.037 182.553 172.884 155.136 143.770 195.242 197.260 177.133 213.460 200.382 233.034 176.324 204.270 230.630 236.066 213.386 184.994 241.316 189.415 215.419 200.875 194.713 159.831 183.894 199.739 233.229 154.349 138.120 211.253 219.081 234.279 217.563 182.522 219.192 204.262 233.754 204.562 194.353 231.571 214.545 230.203 196.391 244.577 208.523
104
96.186 112.933 122.628 96.019 135.936 120.587 83.905 100.840 84.741 118.020 94.908 108.017 78.736 61.516 154.527 132.717 75.789 136.729 99.532 91.366 101.479 79.081 98.092 117.142 126.370 141.329 90.594 212.943 127.552 125.129 153.960 112.534 146.768 58.271 201.382 76.924 178.809 123.007 117.480 123.745 73.960 132.580 93.627 176.824 166.826
254.845 290.970 305.181 268.903 291.072 264.357 279.147 298.100 261.874 331.480 295.290 341.051 255.060 265.785 385.156 368.783 289.176 321.722 340.849 280.781 316.898 279.956 292.805 276.973 310.264 341.068 323.823 367.292 265.672 336.382 373.041 346.813 364.331 240.792 420.574 281.186 412.563 327.568 311.833 355.317 288.506 362.783 290.018 421.401 375.349
-234.105 -270.200 -277.821 -241.703 -273.320 -246.543 -245.461 -265.889 -229.478 -304.398 -262.623 -301.165 -235.499 -243.917 -322.729 -329.633 -263.578 -311.146 -308.369 -244.062 -295.413 -257.895 -258.964 -260.080 -280.535 -324.174 -296.072 -332.071 -263.487 -311.923 -300.111 -310.820 -323.360 -213.361 -398.324 -262.603 -386.214 -303.744 -274.295 -289.975 -270.690 -339.577 -257.002 -400.707 -345.497
íbúafj. Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
73.312 12.967 48.757 26.209 25.428 21.977 28.481 11.123 42.471 46.592 15.865 20.759 24.329 33.162 51.463 13.188 0 31.717 0 0 0 0 23.329 3.865 112 0 34.486 0 0 0 0 4.136
247.168 173.230 263.718 222.917 235.407 180.705 192.959 232.545 86.608 183.019 254.531 236.652 236.644 217.361 253.192 246.965 0 251.702 11.945 105 0 0 204.167 187.815 172.164 0 312.816 4.494 0 0 0 203.193
108.127 239.676 116.181 122.007 101.642 162.345 99.716 201.196 302.392 245.204 136.913 122.318 141.540 130.414 169.377 108.495 410.561 130.820 129.386 293.204 288.175 313.237 95.755 87.005 219.490 354.321 263.765 438.865 200.922 0 100.481 118.330
355.295 412.906 379.898 344.924 337.049 343.050 292.675 433.741 389.000 428.224 391.444 358.971 378.184 347.775 422.569 355.461 410.561 382.522 141.331 293.309 288.175 313.237 299.922 274.820 391.654 354.321 576.581 443.360 200.922 0 100.481 321.523
-281.983 -399.939 -331.142 -318.715 -311.621 -321.073 -264.194 -422.618 -346.529 -381.632 -375.580 -338.211 -353.855 -314.612 -371.106 -342.273 -410.561 -350.805 -141.331 -293.309 -288.175 -313.237 -276.593 -270.955 -391.541 -354.321 -542.094 -443.360 -200.922 0 -100.481 -317.386
317.593
24.435
176.026
107.806
283.832
-259.396
105
íbúafj.
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
Menningarmál Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélagið Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit Flóahreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682 626 595
1.814 4.317 957 9.643 3.608 1.646 1.809 1.079 1.113 724 968 17.247 5.639 9.015 4.020 4.001 582 851 194 590 11.790 4.595 2.706 1.682 9.572 1.713 2.755 2.338 3.319 2.256 12.268 6.678 5.441 -1.699 8.018 3.962 30.754 5.219 12.261 6.405 19.545 29.635 8.532 9.814 19.707
6.220 8.617 5.340 8.155 6.592 3.910 4.341 5.582 5.914 4.946 7.200 24.147 11.921 10.792 7.446 3.686 5.849 3.709 2.756 4.694 18.791 7.707 6.583 6.812 8.206 7.175 2.592 4.250 7.296 3.634 15.588 10.861 2.212 3.562 11.235 8.350 12.905 7.793 5.998 11.172 10.897 8.969 9.625 6.964 20.268
106
16.836 11.435 8.558 24.102 13.212 5.000 9.062 10.026 16.482 24.142 8.851 20.928 16.097 20.362 15.310 20.549 10.696 15.978 3.303 14.593 17.858 24.415 16.861 21.928 58.606 27.467 24.536 16.760 23.115 20.280 32.480 25.176 26.217 15.142 48.033 21.573 27.219 20.067 26.286 16.804 43.081 53.394 17.464 43.511 58.538
23.057 20.052 13.899 32.258 19.804 8.910 13.402 15.608 22.396 29.087 16.050 45.075 28.018 31.153 22.757 24.235 16.546 19.687 6.058 19.287 36.649 32.122 23.443 28.740 66.812 34.642 27.128 21.010 30.411 23.915 48.068 36.038 28.429 18.704 59.268 29.923 40.124 27.860 32.283 27.976 53.977 62.363 27.089 50.475 78.806
-21.243 -15.735 -12.942 -22.614 -16.196 -7.264 -11.594 -14.529 -21.283 -28.363 -15.082 -27.829 -22.379 -22.138 -18.736 -20.234 -15.964 -18.836 -5.865 -18.697 -24.859 -27.527 -20.737 -27.058 -57.240 -32.929 -24.373 -18.672 -27.092 -21.659 -35.800 -29.360 -22.988 -20.403 -51.250 -25.961 -9.370 -22.642 -20.023 -21.570 -34.432 -32.728 -18.557 -40.662 -59.099
íbúafj. Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
1.663 25.805 2.575 6.492 2.178 7.895 2.197 1.483 5.305 10.713 0 1.644 154 437 6.483 79.256 0 17.078 0 82 0 1.719 2.003 0 0 18.094 0 13.517 0 0 3.175 1.200
1.936 9.902 3.374 1.963 2.358 6.317 1.747 6.112 2.970 3.044 1.676 1.799 2.504 2.913 4.620 29.186 0 1.224 7.135 54 0 1.122 0 388 0 5.528 482 6.697 0 0 0 1.952
19.902 56.257 25.006 31.565 18.798 33.400 8.804 28.258 32.054 34.603 8.051 43.209 6.519 13.485 23.442 77.168 82.797 27.980 32.524 20.049 8.096 17.748 31.711 7.805 10.633 49.340 17.398 87.056 0 0 67.966 18.112
21.838 66.159 28.380 33.528 21.156 39.717 10.551 34.369 35.023 37.647 9.727 45.008 9.024 16.398 28.062 106.354 82.797 29.205 39.659 20.103 8.096 18.871 31.711 8.193 10.633 54.868 17.879 93.753 0 0 67.966 20.064
-20.175 -40.354 -25.806 -27.036 -18.978 -31.823 -8.354 -32.887 -29.718 -26.934 -9.727 -43.364 -8.869 -15.961 -21.579 -27.098 -82.797 -12.127 -39.659 -20.021 -8.096 -17.151 -29.709 -8.193 -10.633 -36.774 -17.879 -80.236 0 0 -64.791 -18.864
317.593
3.436
6.782
16.362
23.144
-19.708
107
íbúafj.
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
Æskulýðs- og íþróttamál Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélagið Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit Flóahreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682 626 595
8.037 37.260 22.532 20.568 15.908 7.504 25.320 29.650 36.524 15.446 24.001 18.282 25.110 19.319 18.331 26.246 14.083 21.202 16.642 27.977 12.679 19.759 9.303 10.942 17.475 8.264 7.748 40.199 15.825 11.314 13.968 19.912 18.350 20.708 5.312 14.503 18.809 16.443 21.281 14.413 32.409 11.900 4.037 4.519 0
17.252 19.076 25.178 22.446 22.431 16.447 26.130 22.477 21.849 35.791 37.006 29.539 23.004 29.425 25.165 23.595 22.591 34.434 33.900 29.960 31.118 41.366 23.595 21.385 19.124 47.934 24.399 29.632 39.076 40.466 24.877 38.607 26.553 23.566 18.546 34.723 17.756 15.927 26.329 16.743 30.837 5.563 17.946 12.320 3.436
108
41.750 65.605 53.062 60.383 59.313 40.081 63.107 51.869 63.536 89.836 79.922 50.110 57.341 52.691 43.444 66.927 34.831 91.036 95.972 45.898 49.348 70.544 60.712 92.580 36.044 75.486 49.042 81.145 45.742 57.076 55.388 85.591 45.487 32.130 18.813 55.956 34.557 41.527 67.577 27.175 95.137 48.421 26.552 19.148 5.419
59.001 84.681 78.240 82.829 81.745 56.528 89.237 74.346 85.384 125.627 116.929 79.649 80.345 82.116 68.609 90.521 57.422 125.470 129.872 75.858 80.467 111.910 84.307 113.965 55.168 123.420 73.441 110.777 84.817 97.542 80.265 124.198 72.041 55.696 37.359 90.679 52.313 57.455 93.906 43.918 125.975 53.984 44.497 31.468 8.854
-50.965 -47.421 -55.708 -62.261 -65.837 -49.024 -63.917 -44.696 -48.861 -110.181 -92.928 -61.366 -55.235 -62.797 -50.278 -64.275 -43.338 -104.269 -113.230 -47.881 -67.787 -92.150 -75.004 -103.022 -37.693 -115.156 -65.693 -70.578 -68.992 -86.227 -66.297 -104.286 -53.691 -34.989 -32.047 -76.175 -33.504 -41.012 -72.625 -29.504 -93.565 -42.084 -40.461 -26.949 -8.854
íbúafj. Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
16.823 6.822 19.490 22.185 21.896 16.432 15.591 0 0 42.354 0 13.425 17.350 22.379 8.222 5.415 0 1.024 0 0 0 0 0 8.808 0 0 0 0 0 0 0 0
33.293 17.857 34.197 34.134 45.177 33.968 31.339 577 3.166 44.995 11.215 34.797 25.843 44.375 24.369 32.468 0 10.224 3.780 0 0 0 3.895 43.154 1.249 0 0 0 0 0 0 851
34.776 44.123 87.870 50.412 47.341 73.619 93.435 10.748 50.965 205.698 17.370 75.693 74.685 93.432 50.411 51.691 58.989 20.195 1.396 52.120 23.266 719 25.844 64.446 48.781 6.292 4.417 116.135 27.250 0 89 0
68.069 61.980 122.067 84.546 92.518 107.587 124.774 11.325 54.131 250.692 28.585 110.489 100.528 137.807 74.780 84.158 58.989 30.420 5.176 52.120 23.266 719 29.738 107.600 50.030 6.292 4.417 116.135 27.250 0 89 851
-51.247 -55.159 -102.577 -62.361 -70.622 -91.155 -109.184 -11.325 -54.131 -208.338 -28.585 -97.064 -83.178 -115.428 -66.558 -78.743 -58.989 -29.395 -5.176 -52.120 -23.266 -719 -29.738 -98.792 -50.030 -6.292 -4.417 -116.135 -27.250 0 -89 -851
317.593
16.906
21.660
52.489
74.149
-57.243
109
íbúafj.
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
Brunamál og almannavarnir Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélagið Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit Flóahreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682 626 595
0 0 0 10.119 0 0 0 0 2.061 19.181 0 5.195 211 5.251 3.314 1.919 1.675 1.295 0 2.655 72 558 90 2.121 382 3.670 264 1.930 0 0 904 1.060 0 885 492 104.891 737 58 0 3.239 2.993 93 0 0 0
0 0 0 14.618 0 0 296 0 3.966 26.395 0 11.113 5.207 11.449 5.631 0 6.395 5.779 0 4.553 3.700 6.306 5.230 2.955 0 3.366 2.077 0 0 0 7.289 4.213 0 7.704 1.394 9.803 0 8.171 0 2.461 222 9.556 47 0 0
110
5.664 5.713 5.643 4.179 9.197 5.373 5.603 6.741 4.626 14.679 8.593 4.747 2.424 3.825 4.797 10.569 3.410 9.831 5.649 5.110 3.836 7.242 4.624 7.755 6.793 4.271 11.287 7.668 10.412 9.328 6.803 9.515 7.351 8.348 8.919 124.539 20.934 9.402 16.366 6.731 13.524 10.782 12.712 17.701 8.572
5.664 5.713 5.643 18.797 9.197 5.373 5.899 6.741 8.592 41.074 8.593 15.860 7.631 15.274 10.428 10.569 9.805 15.610 5.649 9.663 7.536 13.548 9.853 10.710 6.793 7.637 13.364 7.668 10.412 9.328 14.092 13.728 7.351 16.052 10.313 134.342 20.934 17.574 16.366 9.192 13.746 20.339 12.759 17.701 8.572
-5.664 -5.713 -5.643 -8.678 -9.197 -5.373 -5.899 -6.741 -6.531 -21.894 -8.593 -10.665 -7.419 -10.023 -7.115 -8.649 -8.130 -14.315 -5.649 -7.008 -7.464 -12.990 -9.764 -8.589 -6.411 -3.967 -13.100 -5.738 -10.412 -9.328 -13.188 -12.668 -7.351 -15.166 -9.821 -29.450 -20.197 -17.515 -16.366 -5.953 -10.754 -20.246 -12.759 -17.701 -8.572
íbúafj. Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
5.335 2.451 5.256 4.425 5 4.094 640 0 0 2.802 0 0 4.318 5.370 384 0 0 927 0 0 0 0 0 0 0 2.321 38 865 2.672 0 2.143 0
4.239 0 20.144 4.851 1.236 994 0 0 0 0 0 2.008 7.920 4.667 5.364 2.536 0 2.576 0 0 0 0 0 3.548 0 0 755 0 0 0 0 0
4.006 18.980 9.289 12.127 11.168 7.849 11.125 13.715 7.273 34.263 7.585 7.476 11.258 25.459 12.655 11.233 11.088 8.073 5.166 7.051 7.508 9.144 10.776 10.330 18.879 7.500 23.412 18.258 12.750 0 8.168 1.345
8.245 18.980 29.433 16.979 12.405 8.842 11.125 13.715 7.273 34.263 7.585 9.484 19.178 30.126 18.019 13.768 11.088 10.649 5.166 7.051 7.508 9.144 10.776 13.878 18.879 7.500 24.166 18.258 12.750 0 8.168 1.345
-2.909 -16.529 -24.177 -12.554 -12.400 -4.748 -10.485 -13.715 -7.273 -31.460 -7.585 -9.484 -14.861 -24.756 -17.635 -13.768 -11.088 -9.722 -5.166 -7.051 -7.508 -9.144 -10.776 -13.878 -18.879 -5.179 -24.128 -17.393 -10.078 0 -6.025 -1.345
317.593
1.561
2.212
6.690
8.902
-7.341
111
íbúafj.
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
Hreinlætismál Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélagið Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit Flóahreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682 626 595
6.709 6.486 5.659 7.654 11.535 5.670 6.283 6.497 7.673 2.327 6.212 12.074 7.373 23.020 3.429 13.433 14.828 8.982 8.265 8.091 18.580 12.971 8.300 7.832 9.743 8.972 10.919 8.395 9.599 10.455 13.407 15.503 11.835 14.577 15.561 24.589 30.172 408 23.299 21.306 20.211 7.827 9.481 10.847 10.885
4.041 0 0 736 0 0 0 1.353 0 0 194 60 1.630 0 160 579 0 0 0 0 0 0 1.502 273 0 0 235 0 0 146 0 0 0 3.731 0 46 0 0 755 0 1.489 0 0 0 0
112
5.895 7.815 8.066 9.480 14.375 7.853 9.768 9.244 9.280 3.230 10.440 20.243 11.981 17.025 3.515 17.645 19.643 14.336 7.712 10.138 26.073 22.517 15.239 12.891 16.704 14.766 14.751 14.059 13.260 14.732 32.494 22.595 24.366 21.898 37.959 37.250 40.457 7.759 27.055 21.527 32.508 22.019 16.451 26.598 26.431
9.936 7.815 8.066 10.216 14.375 7.853 9.768 10.597 9.280 3.230 10.634 20.303 13.611 17.025 3.674 18.224 19.643 14.336 7.712 10.138 26.073 22.517 16.742 13.164 16.704 14.766 14.985 14.059 13.260 14.878 32.494 22.595 24.366 25.629 37.959 37.296 40.457 7.759 27.810 21.527 33.997 22.019 16.451 26.598 26.431
-3.228 -1.329 -2.408 -2.562 -2.840 -2.184 -3.484 -4.101 -1.607 -903 -4.421 -8.229 -6.238 5.995 -246 -4.791 -4.814 -5.354 553 -2.046 -7.493 -9.546 -8.442 -5.332 -6.961 -5.795 -4.066 -5.664 -3.661 -4.423 -19.086 -7.093 -12.531 -11.052 -22.397 -12.707 -10.285 -7.352 -4.511 -221 -13.786 -14.192 -6.970 -15.751 -15.546
íbúafj. Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
7.740 10.828 12.628 16.633 10.825 16.874 16.570 9.023 6.816 47.745 6.705 24.639 12.193 15.138 16.337 16.795 0 19.107 37.272 0 11.379 2.928 7.862 17.896 0 1.236 5.332 5.708 0 0 0 10.209
0 0 165 0 0 0 0 0 0 0 0 2.532 0 0 0 0 0 7.576 6.028 0 0 65 0 518 0 0 0 0 0 0 0 0
21.726 23.455 16.053 23.892 30.077 55.179 31.844 52.893 12.382 64.653 12.469 52.588 21.816 43.230 21.115 26.331 18.395 33.483 61.733 17.123 29.740 61.791 27.676 31.119 9.137 8.434 40.447 78.371 48.078 0 19.040 26.468
21.726 23.455 16.218 23.892 30.077 55.179 31.844 52.893 12.382 64.653 12.469 55.120 21.816 43.230 21.115 26.331 18.395 41.059 67.761 17.123 29.740 61.856 27.676 31.636 9.137 8.434 40.447 78.371 48.078 0 19.040 26.468
-13.987 -12.627 -3.590 -7.259 -19.252 -38.304 -15.274 -43.870 -5.566 -16.909 -5.763 -30.481 -9.623 -28.092 -4.778 -9.536 -18.395 -21.951 -30.489 -17.123 -18.362 -58.928 -19.813 -13.741 -9.137 -7.198 -35.115 -72.663 -48.078 0 -19.040 -16.259
317.593
7.975
1.655
10.086
11.741
-3.766
113
íbúafj.
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
Skipulags- og byggingamál Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélagið Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit Flóahreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682 626 595
592 4.864 1.142 1.554 323 1.106 5.050 1.943 2.551 5.440 2.754 4.064 639 3.172 6.034 1.076 2.452 201 2.398 5.844 2.540 5.532 5.718 15.404 2.615 584 759 4.083 51 2.538 4.552 1.562 0 2.400 0 2.532 13.922 6.134 12.660 11.246 61 12.619 1.811 21.333 2.530
2.661 6.868 3.196 2.923 3.671 4.943 5.318 5.074 3.561 11.123 8.404 6.735 7.336 7.939 5.264 4.282 10.674 7.241 4.967 8.201 10.018 13.086 4.251 6.722 0 3.670 7.740 0 375 326 6.226 7.388 506 1.559 2.063 2.094 0 9.132 7.906 0 2.169 12.875 3.781 29.070 0
114
2.587 2.196 1.841 4.009 6.101 3.717 3.880 11.258 3.117 5.241 7.297 8.188 -1.408 5.232 14.361 16.728 8.580 30.153 3.213 6.963 4.358 7.609 12.493 9.191 9.336 19.373 15.111 22.851 14.834 10.785 4.728 728 5.047 7.762 17.526 9.179 26.084 13.826 13.767 14.203 10.953 8.915 3.467 26.204 14.888
5.248 9.064 5.037 6.933 9.772 8.660 9.198 16.331 6.677 16.364 15.701 14.924 5.928 13.171 19.625 21.010 19.254 37.394 8.179 15.164 14.376 20.695 16.743 15.913 9.336 23.043 22.851 22.851 15.209 11.110 10.954 8.116 5.552 9.321 19.589 11.273 26.084 22.958 21.672 14.203 13.122 21.790 7.249 55.274 14.888
-4.656 -4.200 -3.894 -5.378 -9.449 -7.554 -4.148 -14.388 -4.126 -10.924 -12.947 -10.860 -5.289 -9.999 -13.591 -19.934 -16.802 -37.193 -5.782 -9.320 -11.836 -15.163 -11.025 -509 -6.721 -22.459 -22.092 -18.768 -15.158 -8.573 -6.402 -6.553 -5.552 -6.921 -19.589 -8.741 -12.162 -16.824 -9.013 -2.958 -13.061 -9.172 -5.438 -33.942 -12.358
íbúafj. Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
2.855 16.343 58 7.380 5 6.917 0 3.771 0 39.058 234 2.500 2.866 0 7.095 0 0 2.054 9.434 12.076 0 2.863 1.742 500 0 6.245 0 4.494 0 0 0 14.098
200 0 106 3.266 463 7.133 4.563 380 378 0 594 176 0 1.652 507 0 0 371 15.047 742 0 11.935 693 6.086 0 3.962 511 1.708 11.813 0 0 0
6.518 22.239 18.776 13.024 6.690 22.789 9.623 15.138 4.893 73.669 9.527 13.947 18.264 1.359 17.145 7.790 163.519 23.356 3.512 48.741 5.209 11.129 9.100 19.026 2.596 39.406 15.241 38.202 21.516 0 19.798 20.628
6.719 22.239 18.882 16.290 7.152 29.922 14.186 15.518 5.270 73.669 10.121 14.123 18.264 3.012 17.652 7.790 163.519 23.727 18.559 49.483 5.209 23.065 9.792 25.112 2.596 43.368 15.753 39.910 33.328 0 19.798 20.628
-3.863 -5.896 -18.825 -8.910 -7.147 -23.005 -14.186 -11.748 -5.270 -34.611 -9.886 -11.623 -15.398 -3.012 -10.556 -7.790 -163.519 -21.673 -9.125 -37.406 -5.209 -20.201 -8.051 -24.612 -2.596 -37.123 -15.753 -35.416 -33.328 0 -19.798 -6.530
317.593
2.148
4.210
5.175
9.385
-7.237
115
íbúafj.
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
Umferðar- og samgöngumál Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélagið Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit Flóahreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682 626 595
278 195 0 1.433 2.658 629 0 1.766 674 6.456 0 654 5.709 1.012 4.055 1.077 1.889 445 0 9.752 1.874 3.229 935 617 519 914 3.491 5.491 122 725 1.505 3.066 0 2.122 259 1.903 1.580 5.748 5.068 931 10.263 19.601 45.435 0 0
401 17 0 3.413 0 14 0 458 0 8.074 0 105 0 0 215 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 170 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 477 424 0 0 0 0 0
116
37.458 21.948 16.207 22.765 18.916 27.769 20.642 22.296 20.868 40.873 28.828 14.946 23.304 30.246 16.739 29.779 23.998 31.619 11.136 26.094 6.558 44.704 19.236 14.840 10.289 41.894 12.350 21.240 32.677 12.048 16.084 16.353 5.677 15.791 20.145 11.799 20.504 37.418 23.406 11.422 43.963 23.014 9.640 14.138 1.261
37.859 21.965 16.207 26.179 18.916 27.782 20.642 22.754 20.868 48.947 28.828 15.051 23.304 30.246 16.954 29.779 23.998 31.619 11.136 26.094 6.558 44.704 19.236 14.840 10.289 41.894 12.350 21.410 32.677 12.048 16.084 16.353 5.677 15.791 20.145 11.799 20.504 37.418 23.883 11.846 43.963 23.014 9.640 14.138 1.261
-37.581 -21.770 -16.207 -24.746 -16.257 -27.154 -20.642 -20.988 -20.195 -42.491 -28.828 -14.397 -17.595 -29.234 -12.899 -28.702 -22.109 -31.175 -11.136 -16.342 -4.684 -41.476 -18.301 -14.223 -9.770 -40.980 -8.859 -15.919 -32.556 -11.324 -14.579 -13.287 -5.677 -13.669 -19.885 -9.896 -18.924 -31.669 -18.815 -10.915 -33.700 -3.413 35.795 -14.138 -1.261
íbúafj. Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
6.039 0 13.347 1.105 4.565 6.040 2.906 4.159 0 6.747 0 0 5.475 4.990 12.927 4.651 0 3.961 0 0 0 0 3.825 0 0 4.585 0 11.236 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 179 0 0 0 0 0 0
16.412 11.656 20.549 11.463 12.551 10.364 20.468 10.796 12.695 55.901 6.007 12.492 29.659 9.101 18.373 27.852 513 14.917 24.517 23.600 17.650 77.072 24.993 29.985 5.810 6.679 9.292 35.685 6.422 0 5.772 7.234
16.412 11.656 20.549 11.463 12.551 10.364 20.468 10.796 12.695 55.901 6.007 12.492 29.659 9.101 18.373 27.852 513 14.917 24.517 23.600 17.650 77.072 24.993 29.985 5.810 6.858 9.292 35.685 6.422 0 5.772 7.234
-10.374 -11.656 -7.201 -10.358 -7.986 -4.323 -17.562 -6.637 -12.695 -49.154 -6.007 -12.492 -24.184 -4.111 -5.446 -23.201 -513 -10.956 -24.517 -23.600 -17.650 -77.072 -21.168 -29.985 -5.810 -2.274 -9.292 -24.449 -6.422 0 -5.772 -7.234
317.593
1.167
476
27.519
27.995
-26.828
117
íbúafj.
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
Umhverfismál Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélagið Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit Flóahreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682 626 595
617 22 0 486 5 7.460 2.478 2.711 680 1.465 0 755 529 900 1.776 406 631 268 552 2.662 113 661 39 179 552 108 0 665 33 1.526 3.597 0 4.019 261 3.528 1.768 737 1.656 395 492 871 5.205 4.131 425 69
3.806 6 0 1.357 6 11.708 2.573 4.964 0 13.855 184 4.724 0 1.465 3.212 3.169 0 2.194 112 806 155 1.448 2.358 0 0 1.095 0 3.302 3.027 6.021 5.221 0 65 2.591 5.796 2.934 0 278 1.873 650 14.601 0 14.037 1.478 315
118
11.321 8.507 6.721 8.258 5.578 12.463 5.247 8.141 3.783 7.202 11.773 8.295 7.643 7.056 5.690 7.398 19.791 7.609 3.448 13.414 11.366 17.654 5.002 5.089 11.438 19.281 20.861 12.463 9.924 6.607 21.535 11.951 7.496 7.258 6.989 12.707 13.657 17.623 13.234 6.135 10.915 18.720 12.295 7.029 2.873
15.127 8.513 6.721 9.615 5.584 24.171 7.821 13.106 3.783 21.057 11.957 13.019 7.643 8.522 8.902 10.567 19.791 9.804 3.561 14.220 11.521 19.102 7.360 5.089 11.438 20.375 20.861 15.765 12.951 12.627 26.756 11.951 7.561 9.849 12.785 15.642 13.657 17.901 15.107 6.785 25.516 18.720 26.332 8.507 3.188
-14.510 -8.491 -6.721 -9.129 -5.580 -16.711 -5.343 -10.394 -3.103 -19.592 -11.957 -12.264 -7.114 -7.622 -7.125 -10.161 -19.160 -9.535 -3.009 -11.558 -11.408 -18.441 -7.320 -4.911 -10.886 -20.267 -20.861 -15.100 -12.918 -11.101 -23.159 -11.951 -3.542 -9.588 -9.257 -13.874 -12.920 -16.245 -14.712 -6.292 -24.644 -13.516 -22.201 -8.082 -3.119
íbúafj. Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
1.075 1.268 1.840 922 899 1.622 1.222 3.063 247 4.485 17 20.537 478 0 2.383 397 0 3.776 845 2.464 0 1.748 2.065 3.448 1.960 5.783 4.519 3.371 6.250 0 0 5.262
0 422 971 261 242 2.529 0 0 0 0 152 17.960 0 13.356 48 0 0 0 0 258 0 0 0 6.884 0 755 0 135 0 0 0 0
10.759 19.184 11.988 9.521 10.056 6.078 7.134 12.113 7.669 11.928 3.234 29.799 15.976 12.735 8.990 39.160 3.892 34.605 16.821 9.038 4.446 9.273 11.794 11.247 11.810 22.349 20.017 18.449 24.328 0 13.411 12.804
10.759 19.606 12.959 9.782 10.298 8.607 7.134 12.113 7.669 11.928 3.386 47.759 15.976 26.091 9.038 39.160 3.892 34.605 16.821 9.296 4.446 9.273 11.794 18.131 11.810 23.104 20.017 18.584 24.328 0 13.411 12.804
-9.684 -18.338 -11.119 -8.860 -9.399 -6.985 -5.912 -9.050 -7.422 -7.443 -3.370 -27.222 -15.499 -26.091 -6.655 -38.763 -3.892 -30.829 -15.976 -6.833 -4.446 -7.525 -9.729 -14.683 -9.850 -17.321 -15.498 -15.213 -18.078 0 -13.411 -7.542
317.593
920
2.711
9.692
12.403
-11.483
119
íbúafj.
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
Atvinnumál Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélagið Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit Flóahreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682 626 595
0 515 102 5.851 839 0 0 560 3.165 3.448 0 659 743 2.133 1.309 992 1.616 867 0 7.371 4.378 1.143 1.107 4.097 3.719 3.337 312 4.392 0 0 4.884 5.142 15.638 331 2.319 444 10.112 554 4.778 5.693 14.334 5.137 6.288 3.596 262
0 2.883 6 3.302 2.691 455 143 768 1.845 143 0 695 6.672 2.285 1.381 3.029 509 2.084 1.816 4.354 271 171 787 2.875 654 5.751 40 1.072 758 0 624 3.802 1.865 0 441 2.069 7.304 7.787 71 257 9.071 9.070 2.147 4.246 16
120
0 3.361 302 6.622 1.038 3.999 691 2.458 15.837 4.244 91 9.900 2.806 4.744 3.970 9.173 15.155 14.976 90 6.864 15.654 7.415 4.424 6.468 14.238 2.954 2.036 10.550 2.410 95 18.166 2.058 16.480 1.402 9.176 12.111 12.861 2.968 27.836 38.496 15.666 8.214 12.993 11.321 4.456
0 6.244 307 9.924 3.729 4.454 834 3.226 17.682 4.388 91 10.595 9.478 7.028 5.350 12.202 15.663 17.060 1.905 11.219 15.926 7.586 5.211 9.344 14.892 8.705 2.076 11.623 3.168 95 18.790 5.860 18.345 1.402 9.617 14.180 20.166 10.755 27.907 38.753 24.737 17.284 15.140 15.567 4.473
0 -5.729 -205 -4.072 -2.890 -4.454 -834 -2.665 -14.517 -940 -91 -9.936 -8.735 -4.895 -4.041 -11.210 -14.047 -16.194 -1.905 -3.848 -11.548 -6.443 -4.104 -5.247 -11.173 -5.368 -1.765 -7.231 -3.168 -95 -13.906 -717 -2.707 -1.071 -7.298 -13.736 -10.054 -10.201 -23.129 -33.060 -10.402 -12.147 -8.852 -11.971 -4.210
íbúafj. Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
5.478 5.450 16.045 10.335 4.115 18.178 7.091 9.211 82 7.703 0 6.241 2.638 12.032 3.259 0 0 2.317 0 147.424 0 0 12.051 492 0 4.066 3.073 0 688 0 0 62.975
24.919 37 0 3.109 4.850 5.179 17.274 919 538 1.641 0 516 2.994 0 2.773 181 0 1.556 0 5.852 0 230 128 1.308 0 4.368 0 2.843 0 0 0 1.266
26.618 41.408 20.545 10.347 4.904 19.641 14.270 49.314 5.807 26.771 2.452 20.615 15.036 3.586 8.631 9.876 12.057 4.639 5.699 176.396 3.537 3.266 33.773 4.834 11.048 33.009 18.570 173.798 3.563 0 11.116 102.834
51.538 41.445 20.545 13.457 9.754 24.820 31.544 50.232 6.345 28.412 2.452 21.131 18.030 3.586 11.404 10.057 12.057 6.195 5.699 182.248 3.537 3.496 33.901 6.142 11.048 37.377 18.570 176.640 3.563 0 11.116 104.100
-46.060 -35.996 -4.500 -3.121 -5.638 -6.642 -24.453 -41.021 -6.263 -20.709 -2.452 -14.890 -15.392 8.445 -8.145 -10.057 -12.057 -3.878 -5.699 -34.823 -3.537 -3.496 -21.850 -5.650 -11.048 -33.311 -15.497 -176.640 -2.875 0 -11.116 -41.125
317.593
1.298
1.196
3.577
4.772
-3.474
121
íbúafj.
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
Framlög til B-hluta fyrirtækja Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélagið Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit Flóahreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682 626 595
0 0 0 0 0 0 0 0 19.487 0 0 0 0 0 39.185 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.377 0 8.763 0
0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1.429 0 58 0
122
432 1.418 0 0 4.127 0 0 0 19.687 0 0 0 0 16.317 40.545 0 0 17.472 0 0 0 0 0 6.427 0 19.211 0 0 21.316 5.523 13.629 0 0 9.103 0 394 8.004 0 0 20.279 1.246 1.300 0 12.088 0
432 1.418 0 0 4.127 0 0 0 19.687 0 0 0 0 16.317 40.545 0 0 17.472 0 0 0 0 0 6.427 0 19.211 0 0 21.316 5.523 13.629 0 0 9.103 0 394 8.004 0 0 20.279 1.246 2.729 0 12.145 0
-432 -1.418 0 0 -4.127 0 0 0 -200 0 0 0 0 -16.317 -1.360 0 0 -17.472 0 0 0 0 0 -6.427 0 -19.211 0 0 -21.316 -5.523 -13.629 0 0 -9.103 0 -394 -8.004 0 0 -20.279 -1.246 -1.353 0 -3.382 0
íbúafj. Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Laun og launat. gjöld
Tekjur
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
3.854 3.854 0 0 0 0 0 0 0 60.241 0 0 0 0 1.096 0 0 0 1.025 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
3.854 3.854 0 0 0 0 0 0 0 60.241 0 0 0 0 1.096 0 0 0 1.025 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
-3.854 -3.854 0 0 0 0 0 0 0 -60.241 0 0 0 0 -1.096 0 0 0 -1.025 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0
317.593
860
3
2.234
2.237
-1.377
123
íbúafj.
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
Sameiginlegur kostnaður Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélagið Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit Flóahreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682 626 595
7.242 12.044 3.285 12.181 3.929 702 7.214 7.797 3.957 23.570 25.999 4.463 4.060 9.227 6.781 5.185 6.420 1.070 5.164 8.963 12.329 13.580 16.003 12.835 3.448 3.285 15.053 3.486 5.059 1.438 26.311 35.806 2.759 14.470 11.592 7.591 20.065 16.179 23.076 5.443 14.888 2.142 19.530 1.142 1.119
14.590 17.353 17.869 20.840 15.425 15.741 19.280 15.833 18.219 27.606 29.267 26.775 28.761 35.037 23.240 24.693 41.691 35.381 27.664 21.763 33.868 35.755 29.927 25.228 35.607 39.106 31.516 36.665 29.944 30.466 42.789 51.519 28.581 36.396 46.281 51.475 48.951 43.169 54.171 40.079 44.120 46.797 41.014 48.890 35.881
124
16.826 18.422 13.428 18.199 17.839 16.921 15.092 16.189 20.539 47.452 40.335 20.564 14.487 24.016 18.328 22.778 32.765 25.224 18.802 20.678 23.847 33.871 23.046 15.726 25.012 52.449 25.841 32.316 25.907 21.695 21.307 41.756 16.162 30.076 30.154 34.600 27.870 31.634 37.495 23.944 29.416 46.948 28.440 51.857 22.716
31.416 35.775 31.296 39.039 33.264 32.662 34.371 32.023 38.758 75.057 69.602 47.340 43.248 59.052 41.568 47.471 74.457 60.605 46.466 42.441 57.716 69.626 52.972 40.954 60.619 91.555 57.356 68.982 55.851 52.161 64.096 93.275 44.743 66.472 76.435 86.075 76.820 74.803 91.666 64.023 73.537 93.746 69.454 100.747 58.597
-24.175 -23.731 -28.011 -26.858 -29.335 -31.959 -27.157 -24.226 -34.801 -51.488 -43.603 -42.877 -39.187 -49.825 -34.787 -42.286 -68.037 -59.535 -41.302 -33.478 -45.386 -56.046 -36.970 -28.119 -57.171 -88.271 -42.303 -65.496 -50.792 -50.724 -37.785 -57.469 -41.983 -52.002 -64.843 -78.484 -56.756 -58.624 -68.589 -58.579 -58.649 -91.603 -49.924 -99.605 -57.478
íbúafj. Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Tekjur
Laun og launat. gjöld
Annar kostnaður
Gjöld samtals
Niðurstaða
519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
15.062 6.898 28.072 2.021 14.435 17.982 21.298 8.446 9.697 2.827 3.512 10.813 30.760 1.842 18.350 9.820 23.750 40.317 8.464 2.738 0 0 26.148 22.682 3.644 5.217 6.582 4.360 5.875 0 6.768 9.532
42.380 50.808 71.214 40.565 38.318 53.102 50.328 50.650 36.746 73.680 31.324 61.778 48.249 52.691 62.415 66.106 0 96.878 61.461 48.888 48.243 14.986 73.104 62.178 19.960 42.453 20.943 122.596 32.125 0 52.547 57.208
36.842 32.631 65.727 29.277 43.650 50.525 34.447 23.650 16.818 59.841 17.242 31.636 26.264 57.286 39.926 69.833 34.917 64.751 47.495 49.371 96.090 23.165 50.697 32.089 21.079 9.962 46.397 96.539 22.250 0 24.198 65.774
79.222 83.439 136.942 69.842 81.968 103.628 84.775 74.300 53.564 133.521 48.565 93.414 74.513 109.977 102.341 135.939 34.917 161.629 108.956 98.258 144.333 38.151 123.801 94.267 41.039 52.415 67.340 219.135 54.375 0 76.745 122.982
-64.160 -76.541 -108.870 -67.821 -67.533 -85.646 -63.476 -65.854 -43.867 -130.694 -45.053 -82.602 -43.754 -108.135 -83.991 -126.119 -11.167 -121.312 -100.492 -95.520 -144.333 -38.151 -97.653 -71.585 -37.394 -47.198 -60.757 -214.775 -48.500 0 -69.977 -113.450
317.593
8.139
20.735
19.905
40.641
-32.501
125
Tafla 13a. Lykiltölur, hlutfall við tekjur Sveitarsjóður (A)
Raðað eftir íbúafjölda
Laun, Fjárlaunat.gj. Veltufé frá festingar- Skuldir án Skuldir og íbúafj. Skatttekjur og br.lífsj.skb. rekstri hreyfingar skuldb. skuldb. Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélag Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682
86,1% 79,9% 85,1% 70,5% 84,0% 92,1% 82,1% 89,9% 79,4% 83,9% 83,7% 76,5% 79,6% 84,2% 75,8% 82,0% 80,0% 92,3% 74,0% 78,9% 82,9% 81,6% 85,7% 83,8% 85,6% 88,7% 82,9% 84,1% 93,3% 90,0% 73,1% 84,2% 83,4% 90,9% 88,8% 72,0% 83,6% 83,1% 79,6% 74,1% 76,1% 82,0% 78,7%
49,0% 51,8% 55,7% 53,4% 48,2% 45,3% 56,2% 61,6% 52,2% 59,6% 69,1% 62,5% 59,9% 61,1% 50,9% 53,2% 61,5% 64,8% 61,5% 54,0% 54,6% 57,6% 50,1% 44,9% 47,7% 59,0% 51,6% 44,1% 49,8% 62,0% 53,7% 61,9% 46,6% 49,5% 50,3% 47,6% 46,3% 53,5% 47,9% 51,2% 58,7% 50,7% 50,2%
126
11,1% 3,7% 0,2% 10,0% -37,2% 15,2% 0,7% 2,9% 16,5% -1,5% -10,5% 2,8% 23,2% 3,4% 1,5% 0,3% 5,5% 13,3% -19,3% 3,7% 17,2% 13,8% 21,4% 4,6% 13,5% 0,6% 11,2% -3,5% 19,8% 7,8% 6,5% 8,9% 14,5% 22,5% -0,6% 1,6% 7,1% 5,0% 8,4% 7,2% 0,1% 9,7% 15,8%
-8,1% -16,8% 4,0% -15,6% 10,9% -21,2% -25,7% -18,2% -7,1% -8,3% -0,6% -11,4% -12,3% -0,5% -2,3% -45,4% -3,8% -70,0% -9,0% -8,6% -24,6% -35,5% -17,7% -8,5% -17,3% -77,8% -7,4% -10,8% -55,2% -8,1% -3,4% -12,8% -2,4% -8,0% -7,7% -0,2% -7,4% -7,3% -24,1% -15,2% -1,5% -4,8% 6,0%
41,2% 204,5% 218,3% 131,0% 167,3% 100,7% 146,7% 176,0% 96,7% 255,9% 48,8% 65,5% 40,0% 108,7% 116,5% 225,9% 105,0% 133,1% 215,0% 124,0% 60,5% 49,9% 49,1% 75,9% 47,3% 297,2% 96,4% 143,6% 120,8% 362,5% 42,2% 142,2% 53,3% 123,4% 52,4% 99,4% 95,6% 230,8% 81,0% 78,1% 86,4% 56,9% 149,5%
65,3% 231,1% 257,6% 136,6% 396,6% 123,7% 167,0% 206,6% 153,8% 300,4% 85,9% 90,1% 212,2% 149,0% 188,0% 239,3% 158,4% 158,4% 517,9% 147,3% 76,6% 93,2% 75,7% 193,9% 54,2% 322,9% 126,0% 145,9% 135,4% 374,5% 49,5% 173,3% 53,3% 139,4% 52,4% 113,8% 95,6% 238,6% 102,3% 78,1% 126,6% 69,0% 160,7%
Sveitarsjóður (A)
Raðað eftir íbúafjölda
Laun, Fjárlaunat.gj. Veltufé frá festingar- Skuldir án Skuldir og íbúafj. Skatttekjur og br.lífsj.skb. rekstri hreyfingar skuldb. skuldb. Hvalfjarðarsveit Flóahreppur Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
626 595 519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
89,8% 90,2% 79,3% 88,2% 72,8% 81,0% 83,8% 84,5% 82,8% 89,0% 89,0% 83,5% 94,8% 82,5% 83,0% 84,6% 77,0% 77,1% 95,7% 85,3% 87,0% 81,8% 84,8% 97,3% 76,5% 88,2% 85,7% 91,9% 90,4% 95,5% 95,1%
43,1% 45,9% 56,3% 35,2% 55,1% 55,1% 56,9% 44,4% 55,2% 44,0% 22,6% 28,5% 59,1% 55,2% 54,0% 53,7% 55,5% 58,8% 4,1% 47,9% 21,5% 6,8% 9,3% 6,7% 53,8% 53,9% 40,2% 12,6% 56,0% 7,2% 12,3%
24,9% 14,8% 31,8% 11,0% 1,7% 1,4% 4,8% 3,0% -1,6% -0,5% 13,3% 9,0% 21,5% 5,8% 13,5% 2,6% 3,7% -7,9% -23,1% 9,0% 20,0% 25,4% 1,7% 4,1% 11,4% 4,3% -12,3% 9,6% -14,5% 71,3% -6,1%
-30,7% -23,8% -12,4% -3,2% -9,0% -7,5% 2,1% 2,6% 1,6% -10,7% -7,7% -3,5% -7,4% -2,7% 2,3% 5,2% -3,5% -3,0% -13,8% -1,8% -12,3% 29,1% -0,6% 0,5% 4,0% 3,3% -9,9% 2,7% -11,0% -100,5% -5,4%
9,5% 17,7% 19,1% 28,7% 116,3% 56,5% 82,1% 87,2% 207,0% 45,2% 67,5% 166,2% 21,0% 32,6% 50,1% 46,2% 57,0% 89,7% 10,6% 112,2% 4,1% 46,1% 39,7% 2,4% 8,8% 44,0% 59,5% 7,7% 28,0% 32,8% 50,7%
9,5% 17,7% 44,5% 28,7% 121,4% 73,7% 88,5% 88,7% 207,0% 45,2% 67,5% 166,2% 21,0% 48,3% 63,3% 46,2% 57,0% 97,1% 10,6% 112,2% 4,1% 46,1% 39,7% 2,4% 18,1% 44,0% 59,5% 7,7% 28,0% 32,8% 50,7%
96,1% 70,5%
17,8% 41,6%
24,7% 10,5%
-5,2% 4,8%
4,3% 12,4%
4,3% 12,4%
317.593
83,3%
51,9%
6,0%
-10,6%
108,9%
147,3%
127
Tafla 13b. Lykiltölur, hlutfall við tekjur Samantekin reikningsskil (A+B)
Raðað eftir íbúafjölda
Laun, Fjárlaunat.gj. Veltufé frá festingar- Skuldir án Skuldir og íbúafj. Skatttekjur og br.lífsj.skb. rekstri hreyfingar skuldb. skuldb. Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélag Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682
54,8% 73,0% 77,3% 49,8% 60,6% 85,0% 73,1% 74,6% 79,4% 60,9% 76,9% 66,3% 58,7% 70,0% 72,4% 71,6% 58,7% 79,3% 74,0% 74,2% 72,5% 72,3% 70,7% 70,9% 81,6% 79,4% 62,8% 80,2% 89,6% 85,0% 65,6% 78,3% 82,6% 75,5% 86,1% 63,7% 71,9% 69,9% 72,5% 65,4% 62,3% 67,0% 63,4%
40,4% 47,9% 52,0% 51,0% 35,6% 42,3% 50,3% 53,6% 52,2% 47,2% 64,9% 57,3% 54,2% 56,8% 48,6% 49,0% 49,0% 57,8% 61,5% 50,8% 50,0% 58,2% 45,3% 40,6% 45,6% 59,9% 45,5% 42,1% 47,9% 58,9% 49,1% 58,7% 46,2% 45,0% 49,3% 43,8% 41,4% 46,7% 45,8% 47,7% 50,9% 55,9% 43,7%
128
18,7% 7,0% 4,8% 15,7% -23,2% 18,5% 2,8% 12,2% 16,5% 9,1% -9,2% 7,6% 21,6% 4,6% 1,9% 3,9% 7,1% 18,4% -19,3% 5,6% 19,8% 12,9% 23,8% 11,9% 14,9% -1,1% 17,8% -1,1% 21,8% 11,3% 8,1% 8,6% 14,1% 31,8% -1,8% 4,2% 11,0% 10,3% 10,2% 13,8% 3,0% 6,4% 13,3%
-29,4% -18,6% -0,3% -15,3% -5,0% -20,9% -18,3% -18,6% -7,1% -10,3% -9,5% -13,4% -48,8% 1,9% 0,1% -47,7% -1,1% -66,9% -9,0% -8,6% -24,3% -6,0% -15,3% -8,1% -22,5% -70,3% -10,8% -12,2% -82,9% -7,6% -8,0% -13,3% -0,3% -8,0% -7,9% -0,5% -8,1% -3,8% -25,7% -2,6% -7,5% -8,8% 1,6%
319,9% 216,9% 257,4% 148,9% 271,5% 96,0% 142,2% 178,8% 96,7% 253,7% 53,6% 113,1% 84,1% 150,6% 118,4% 261,0% 189,3% 176,1% 215,0% 118,6% 75,9% 75,6% 90,9% 90,1% 67,2% 360,9% 101,9% 160,0% 173,2% 361,0% 86,3% 161,5% 64,0% 151,1% 73,4% 155,0% 97,6% 250,8% 122,2% 116,9% 178,4% 58,6% 204,5%
336,4% 241,3% 294,2% 156,5% 445,7% 117,3% 160,3% 206,4% 153,8% 288,0% 89,7% 136,0% 218,0% 184,1% 186,7% 272,9% 232,0% 201,2% 517,9% 140,5% 91,8% 116,0% 116,6% 191,8% 73,8% 390,4% 124,5% 162,1% 187,3% 372,3% 92,9% 190,3% 64,0% 164,5% 73,4% 167,9% 97,6% 257,4% 141,9% 116,9% 211,3% 68,5% 213,6%
Samantekin reikningsskil (A+B)
Raðað eftir íbúafjölda
Laun, Fjárlaunat.gj. Veltufé frá festingar- Skuldir án Skuldir og íbúafj. Skatttekjur og br.lífsj.skb. rekstri hreyfingar skuldb. skuldb. Hvalfjarðarsveit Flóahreppur Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
626 595 519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
89,8% 88,1% 65,6% 86,8% 52,4% 78,6% 78,9% 81,5% 69,6% 88,7% 88,7% 75,5% 93,0% 80,3% 65,7% 76,1% 48,4% 72,5% 95,7% 79,2% 87,0% 81,5% 84,8% 97,3% 73,1% 77,1% 85,7% 91,9% 90,0% 95,2% 95,1%
43,1% 44,9% 49,2% 34,7% 53,2% 53,7% 53,6% 43,5% 48,9% 43,9% 22,5% 28,5% 58,0% 53,8% 55,0% 50,1% 58,5% 55,7% 4,1% 46,6% 21,5% 6,8% 9,3% 6,7% 51,6% 48,6% 40,2% 12,6% 55,7% 7,2% 12,3%
24,9% 13,6% 32,1% 10,4% 5,3% 5,2% 3,7% 3,2% 5,0% -1,1% 13,1% 10,1% 22,2% 3,7% 14,8% 5,9% 2,0% -8,2% -23,1% 9,2% 20,0% 25,8% 1,7% 4,1% 10,2% 11,8% -12,3% 9,6% -14,1% 71,1% -6,1%
-30,7% -14,4% -17,4% -4,5% -16,3% -15,3% -0,1% -1,6% -0,9% -8,7% -2,4% -11,9% -7,4% -5,8% -12,0% 0,6% -2,6% -7,8% -13,8% -1,7% -12,3% 28,5% -0,6% 0,5% 1,2% 0,5% -9,9% 2,7% -11,0% -100,1% -5,4%
9,5% 37,4% 76,1% 29,5% 117,9% 69,3% 91,4% 109,4% 196,3% 44,0% 67,3% 198,1% 20,1% 28,1% 79,8% 61,4% 48,7% 165,1% 10,6% 119,9% 4,1% 46,7% 39,7% 2,4% 71,5% 38,9% 59,5% 7,7% 27,8% 39,3% 50,7%
9,5% 37,4% 97,1% 29,5% 121,6% 86,1% 97,5% 110,9% 196,3% 44,0% 67,3% 198,1% 20,1% 43,3% 90,4% 61,4% 48,7% 172,1% 10,6% 119,9% 4,1% 46,7% 39,7% 2,4% 80,4% 38,9% 59,5% 7,7% 27,8% 39,3% 50,7%
96,1% 63,9%
17,8% 38,1%
24,7% 6,1%
-5,2% 4,4%
4,3% 11,2%
4,3% 11,2%
317.593
63,6%
45,4%
12,0%
-20,5%
233,4%
264,3%
129
Tafla 14a. Lykiltölur úr rekstri Sveitarsjóður (A)
Kr. á íbúa, raðað eftir íbúafjölda
íbúafj. Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélag Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682
Tekjur 504.467 537.856 498.937 606.557 493.537 479.476 485.777 464.895 528.969 644.743 474.264 650.084 580.009 586.738 644.493 616.125 663.302 472.512 555.139 557.028 660.457 665.121 594.154 593.493 570.172 609.357 678.668 596.816 477.794 478.760 736.489 620.354 626.861 585.715 641.404 756.485 718.321 597.725 640.453 675.884 704.415 710.514 640.144
Laun, Önnur launat.gj. rekstrargj. Fjármagnsog br.lífsj.skb. og afskr. liðir 247.179 278.868 278.016 323.878 237.705 217.286 272.786 286.544 276.199 384.562 327.901 406.167 347.431 358.455 328.238 327.476 408.027 306.177 341.390 300.823 360.461 382.818 297.835 266.379 271.847 359.526 349.907 263.185 237.809 296.667 395.286 384.192 291.987 290.113 322.449 359.899 332.735 319.589 307.017 346.048 413.173 360.336 321.226
130
231.400 254.812 205.109 233.043 340.302 228.597 198.177 183.512 217.137 267.790 243.295 244.327 247.276 223.233 295.317 293.326 255.183 307.540 235.723 233.480 240.087 267.961 213.951 313.910 256.264 378.568 279.560 357.492 335.077 301.177 343.048 207.309 265.140 180.214 366.258 395.209 338.819 251.581 320.896 288.343 331.462 316.371 226.112
1.967 -81.504 -74.305 -40.189 -156.452 3.803 -54.010 -72.517 -26.566 -120.464 26.505 -39.794 94.444 -67.644 -68.861 -92.255 -29.277 116.105 -105.732 -64.742 1.235 30.506 7.202 -29.245 1.349 68.419 -35.206 -48.920 121.322 122.222 847 -68.925 -14.497 -57.978 -29.925 -178.790 -32.308 -106.720 -6.997 -13.962 -42.428 -25.000 -59.365
Óreglul. liðir 0 -28.619 0 0 786.667 0 1.459 0 0 0 -79.111 0 0 0 0 0 0 -1.125 0 0 0 1.454 0 -35.990 0 0 -780 0 0 0 -147.059 0 0 16.264 0 0 0 0 0 0 0 0 0
Rekstrarniðurstaða 27.856 -105.946 -58.493 9.447 545.746 37.395 -37.736 -77.679 9.066 -128.073 -149.538 -40.204 79.746 -62.595 -47.923 -96.932 -29.185 -26.225 -127.706 -42.017 61.144 46.303 89.569 -52.031 43.411 -60.318 13.215 -72.781 26.231 3.139 -148.057 -40.072 55.237 73.675 -77.228 -177.413 14.459 -80.165 5.543 27.531 -82.647 8.807 33.441
Sveitarsjóður (A)
Kr. á íbúa, raðað eftir íbúafjölda
íbúafj. Hvalfjarðarsveit Flóahreppur Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Tekjur
Laun, Önnur launat.gj. rekstrargj. Fjármagnsog br.lífsj.skb. og afskr. liðir 372.111 349.869 287.001 283.949 389.374 337.418 265.576 438.971 444.999 379.792 340.979 292.183 367.852 268.801 295.821 362.896 329.642 264.284 309.036 447.078 132.928 398.256 328.257 819.877 306.005 173.662 411.257 373.963 372.205 303.347 357.146 317.238 374.134 340.798 449.329 379.898 22.491 727.188 389.571 374.502 112.130 376.094 64.070 662.220 53.079 549.333 32.964 554.432 374.333 276.292 338.921 312.981 207.111 407.900 73.566 536.330 336.347 485.811 138.472 1.104.494 43.938 415.797
Óreglul. liðir
Rekstrarniðurstaða
53.448 26.253 184.884 10.116 -50.418 -21.650 -57.984 -33.309 -64.681 14.695 -83.035 135.062 46.534 22.872 24.392 -203.841 47.354 -75.093 42.295 94.702 55.284 -39.704 -7.271 120.043 19.568 12.049 3.463 66.415 119.133 605.775 65.469
0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 -723.420 0 0 0 0 0 0 0 0 -83.333 -37.169 0
194.458 80.495 149.220 60.431 -66.948 -36.322 -48.469 -26.443 -61.010 -39.316 -26.163 139.251 84.589 -16.939 37.864 -213.520 6.438 -140.383 -158.949 -578.659 89.149 175.816 -36.876 26.309 64.935 -11.159 -96.619 42.000 -185.481 1.248.157 -37.094
626 595 519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
862.990 625.192 691.127 754.862 808.261 618.490 646.168 665.583 597.596 702.103 588.056 1.152.323 517.722 745.409 689.024 664.705 674.016 763.937 548.435 814.132 522.090 941.810 572.808 493.662 695.993 628.693 514.930 585.481 600.878 1.922.517 357.172 431.474 723.973
76.875 301.012
292.339 432.701
44.255 48.812
0 0
106.514 39.072
317.593
538.106
279.312
247.689
-29.937
29.891
11.060
131
Tafla 14b. Lykiltölur úr rekstri Samantekin reikningsskil (A+B)
Kr. á íbúa, raðað eftir íbúafjölda
íbúafj. Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélag Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682
Tekjur 781.973 586.033 547.354 855.460 680.370 519.615 545.864 560.707 528.969 883.447 514.873 746.090 786.053 706.450 675.156 702.943 904.027 549.686 555.139 592.312 753.317 744.489 714.109 700.008 596.130 679.457 894.941 624.774 496.227 507.330 816.132 667.514 632.543 701.355 660.605 849.925 832.488 710.999 693.992 760.765 861.191 865.225 788.435
Laun, Önnur launat.gj. rekstrargj. Fjármagns- Óreglul. og br.lífsj.skb. og afskr. liðir liðir 315.553 280.871 284.753 436.255 242.469 219.622 274.683 300.709 276.199 416.988 333.992 427.881 426.273 400.987 328.421 344.172 442.855 317.662 341.390 301.044 377.020 433.429 323.645 284.417 271.850 407.221 407.220 263.325 237.809 298.766 400.861 392.044 291.987 315.614 325.932 372.354 345.028 332.103 317.865 362.608 438.018 483.315 344.214
132
384.231 281.537 224.999 316.783 478.072 240.956 228.135 218.498 217.137 383.996 265.450 286.483 350.408 288.034 315.837 339.448 453.013 339.911 235.723 251.159 274.730 290.726 272.428 356.420 265.693 395.202 369.740 371.605 339.818 312.277 392.226 236.232 270.407 235.852 376.749 459.093 388.842 301.262 348.023 291.319 439.952 362.898 319.120
-106.862 -129.204 -102.582 -22.799 -297.736 -18.190 -76.498 -101.841 -26.566 -202.949 -1.611 -92.781 58.915 -120.900 -75.874 -139.198 -150.643 68.650 -105.732 -81.557 -32.598 -34.238 -54.768 -57.650 -32.262 -16.963 -85.377 -74.437 88.040 104.005 -61.728 -130.594 -32.790 -124.388 -48.731 -133.017 -79.170 -153.366 -66.286 -90.162 -171.076 -38.185 -191.798
10.737 -28.619 0 -13.271 786.405 0 2.181 2.834 0 364 -79.111 118 0 0 0 2.262 33.922 -1.125 0 0 0 2.632 1.839 -35.990 59 0 -780 0 0 0 -147.182 -387 0 159.854 738 0 -652 0 0 -903 0 0 0
Rekstrarniðurstaða -13.936 -134.198 -64.980 66.351 448.498 40.847 -31.272 -57.507 9.066 -120.123 -165.291 -60.936 68.288 -103.471 -44.976 -117.612 -108.562 -40.360 -127.706 -41.449 68.968 -11.271 65.106 -34.469 26.384 -139.928 31.824 -84.592 6.641 292 -185.865 -91.743 37.358 185.355 -90.070 -114.538 18.796 -75.732 -38.181 15.773 -187.856 -19.173 -66.696
Samantekin reikningsskil (A+B)
Kr. á íbúa, raðað eftir íbúafjölda
íbúafj. Hvalfjarðarsveit Flóahreppur Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Tekjur
Laun, Önnur launat.gj. rekstrargj. Fjármagns- Óreglul. og br.lífsj.skb. og afskr. liðir liðir
626 595 519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
862.990 639.853 836.179 766.164 1.120.152 635.404 686.033 680.492 707.615 704.734 590.182 1.272.221 527.155 764.864 865.175 735.999 1.067.280 805.977 548.435 875.912 522.090 945.055 572.808 493.662 725.750 716.908 514.930 585.481 603.339 1.929.517 357.172
372.111 349.869 287.001 299.970 411.622 419.303 265.576 455.388 595.399 514.621 340.979 289.385 368.034 311.626 295.821 375.509 346.366 315.127 309.177 457.786 132.928 400.746 362.628 877.673 306.005 177.802 411.257 402.816 475.650 327.795 368.522 356.304 624.661 444.039 449.329 441.217 22.491 727.188 408.332 422.122 112.130 376.094 64.070 659.655 53.079 549.333 32.964 554.432 374.333 326.875 348.455 358.172 207.111 407.900 73.566 536.330 336.347 486.207 138.472 1.110.978 43.938 415.797
431.474 798.574
76.875 304.421
317.593
701.088
318.137
133
Rekstrarniðurstaða
53.448 3.568 131.630 -4.562 -109.391 -41.205 -71.087 -80.494 -87.027 24.642 -89.464 -45.836 39.597 10.594 -16.745 -247.174 -18.739 -146.493 42.295 81.132 55.284 -46.488 -7.271 120.043 -22.891 -8.942 3.463 66.415 119.048 591.258 65.469
0 0 0 220 21.999 408 0 0 0 -190 0 0 0 0 0 0 0 0 0 -723.420 0 0 0 0 0 -1.949 0 0 -83.333 -37.169 0
194.458 56.450 136.884 40.859 -77.260 -35.757 -64.714 -71.333 -40.906 -37.776 -32.956 -13.916 82.944 -38.615 44.985 -236.001 -20.160 -231.063 -158.949 -596.829 89.149 174.841 -36.876 26.309 1.651 -610 -96.619 42.000 -183.500 1.234.157 -37.094
292.339 523.076
44.255 29.944
0 0
106.514 1.021
333.654
-95.589
34.071
-12.220
Tafla 15a. Lykiltölur úr sjóðsstreymi og efnahag Sveitarsjóður (A)
Kr. á íbúa, raðað eftir íbúafjölda íbúafj. Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélag Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682 626
Veltufé frá rekstri
Fjárfestingarhreyfingar
55.920 20.068 968 60.849 -183.445 72.656 3.357 13.660 87.413 -9.544 -49.937 17.946 134.376 20.241 9.918 1.564 36.324 62.928 -107.129 20.836 113.879 91.474 126.976 27.348 77.136 3.602 75.992 -20.704 94.755 37.178 48.166 55.374 90.962 131.571 -3.655 12.217 50.961 29.804 54.108 48.759 766 69.229 101.367 215.221
134
-40.896 -90.241 19.757 -94.329 54.019 -101.561 -124.840 -84.664 -37.786 -53.638 -2.863 -74.137 -71.514 -2.788 -14.943 -279.829 -25.128 -330.662 -49.865 -48.136 -162.233 -236.184 -104.873 -50.656 -98.829 -473.894 -50.261 -64.476 -263.663 -38.673 -25.306 -79.259 -14.808 -47.150 -49.388 -1.634 -52.859 -43.856 -154.348 -102.864 -10.739 -33.896 38.687 -265.362
Eignir 824.085 1.611.040 1.442.400 1.346.185 1.717.948 1.335.756 1.222.592 1.011.935 1.634.140 1.872.345 1.190.767 940.219 1.724.474 1.018.356 977.334 1.543.930 1.494.602 2.671.527 1.070.389 882.272 1.283.397 1.269.758 945.316 1.240.652 1.157.358 3.105.762 1.238.927 1.179.239 2.499.019 2.529.935 1.233.967 1.788.583 894.116 1.018.993 608.305 1.282.327 904.449 1.241.842 1.612.771 956.762 971.255 1.092.835 1.679.469 2.629.287
Skuldir án skuldb. 208.087 1.099.837 1.089.198 794.753 825.550 483.052 712.840 818.435 511.320 1.650.040 231.573 425.897 232.017 637.944 750.624 1.392.097 696.606 628.871 1.193.637 690.542 399.881 331.609 291.803 450.478 269.595 1.810.733 653.924 857.306 577.074 1.735.629 310.466 882.306 334.364 722.819 336.162 751.744 686.860 1.379.527 518.605 527.982 608.378 404.375 957.123 82.086
Skuldir með skuldb. 329.384 1.242.719 1.285.154 828.646 1.957.205 593.281 811.259 960.613 813.573 1.936.674 407.338 585.869 1.230.517 874.453 1.211.647 1.474.408 1.050.933 748.383 2.874.811 820.596 506.091 619.744 450.052 1.150.966 308.984 1.967.652 855.348 870.568 646.740 1.792.774 364.856 1.074.893 334.364 816.197 336.162 860.838 686.860 1.426.405 655.066 527.982 891.785 490.228 1.028.698 82.253
Sveitarsjóður (A)
Kr. á íbúa, raðað eftir íbúafjölda íbúafj. Flóahreppur Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Veltufé frá rekstri
Fjárfestingarhreyfingar
Eignir
Skuldir án skuldb.
Skuldir með skuldb.
595 519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
92.790 219.798 83.331 13.647 8.820 31.015 19.874 -9.629 -3.421 78.126 103.477 111.459 42.936 92.979 17.471 24.818 -59.993 -126.930 72.883 104.333 238.834 9.904 20.374 79.389 26.963 -63.401 56.085 -87.401 1.371.685 -21.734
-148.631 -85.555 -24.005 -72.795 -46.604 13.294 17.262 9.823 -74.977 -45.107 -40.160 -38.053 -19.797 16.139 34.639 -23.342 -22.563 -75.423 -14.961 -64.467 274.035 -3.305 2.432 27.719 20.969 -51.051 15.623 -66.122 -1.932.022 -19.219
834.409 2.542.538 930.212 1.821.844 853.990 1.203.994 1.348.528 1.508.456 1.096.770 957.702 3.499.820 1.243.357 1.186.778 1.525.062 1.061.343 1.484.877 1.404.586 1.082.823 2.593.473 780.113 1.066.496 996.186 1.449.820 1.600.139 2.554.526 1.166.217 1.043.792 1.340.598 9.707.933 1.141.266
110.481 131.965 216.951 939.918 349.348 530.281 580.087 1.237.149 317.490 396.911 1.914.966 108.737 243.326 345.045 306.984 384.247 684.938 58.331 913.307 21.231 434.481 227.158 11.856 61.155 276.862 306.223 45.094 168.018 631.517 181.063
110.481 307.746 216.951 981.556 455.825 572.120 590.246 1.237.149 317.490 396.911 1.914.966 108.737 359.751 436.371 306.984 384.247 741.467 58.331 913.307 21.231 434.481 227.158 11.856 125.652 276.862 306.223 45.094 168.018 631.517 181.063
106.514 76.076
-22.287 34.959
891.323 1.579.896
18.531 89.596
18.531 89.596
317.593
32.385
-56.803
1.215.683
586.107
792.764
135
Tafla 15b. Lykiltölur úr sjóðsstreymi og efnahag Samantekin reikningsskil (A+B)
Kr. á íbúa, raðað eftir íbúafjölda íbúafj. Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Sveitarfélagið Skagafjörður Vestmannaeyjabær Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélag Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Sandgerðisbær Snæfellsbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Vesturbyggð Bláskógabyggð Grundarfjarðarbær Blönduósbær Hrunamannahreppur Seyðisfjarðarkaupstaður Dalabyggð Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit
118.427 30.314 25.872 17.563 14.081 10.587 8.527 7.810 6.555 4.637 4.406 4.137 4.129 3.897 3.543 3.465 2.929 2.841 2.524 2.302 2.089 2.082 1.951 1.945 1.744 1.711 1.701 1.545 1.520 1.195 1.122 1.090 1.030 968 941 938 937 910 879 789 706 696 682 626
Veltufé frá rekstri
Fjárfestingarhreyfingar
146.282 40.851 26.503 134.017 -157.566 96.274 15.458 68.424 87.413 80.522 -47.364 56.701 169.920 32.433 13.155 27.736 63.878 101.352 -107.129 33.070 148.842 95.727 169.785 83.339 88.886 -7.506 159.287 -6.962 108.104 57.313 66.341 57.464 89.385 223.063 -12.018 35.982 91.725 73.270 71.007 105.205 25.965 55.346 105.011 215.220
136
-230.162 -108.954 -1.612 -130.615 -34.283 -108.347 -100.014 -104.550 -37.786 -91.272 -48.868 -100.318 -383.933 13.102 812 -335.327 -10.049 -367.583 -49.865 -50.908 -182.975 -44.914 -109.511 -56.753 -134.415 -477.539 -96.477 -76.108 -411.209 -38.673 -65.639 -89.105 -2.032 -56.435 -51.940 -4.177 -67.639 -27.136 -178.117 -20.091 -64.625 -75.935 12.277 -265.363
Eignir 3.517.100 1.758.499 1.877.899 2.052.633 2.845.826 1.333.165 1.320.694 1.275.210 1.634.140 2.416.703 1.131.728 1.328.387 2.114.608 1.330.174 1.013.281 1.924.197 2.195.133 2.900.817 1.070.389 888.461 1.523.308 1.344.209 1.471.533 1.673.300 1.170.601 3.367.990 1.590.078 1.277.942 2.705.768 2.621.517 1.365.948 1.694.072 892.714 1.153.792 696.276 1.799.492 1.034.939 1.563.015 1.725.058 1.108.922 1.481.966 1.197.353 1.884.308 2.629.288
Skuldir án skuldb. 2.501.693 1.271.115 1.408.657 1.274.157 1.847.287 499.038 776.408 1.002.275 511.320 2.240.876 275.840 843.937 661.383 1.063.933 799.381 1.834.330 1.711.329 967.975 1.193.637 702.320 571.611 562.750 649.151 630.980 400.492 2.451.994 912.330 999.474 859.558 1.831.428 704.035 1.077.799 404.833 1.060.014 485.089 1.317.740 812.124 1.783.459 848.051 889.136 1.536.203 506.746 1.612.407 82.086
Skuldir með skuldb. 2.630.553 1.413.997 1.610.351 1.339.167 3.032.675 609.268 874.827 1.157.273 813.573 2.543.995 461.765 1.014.475 1.713.810 1.300.442 1.260.403 1.918.662 2.097.054 1.105.772 2.874.811 832.374 691.885 863.877 832.767 1.342.887 439.881 2.652.598 1.113.754 1.012.736 929.223 1.888.572 758.426 1.270.385 404.833 1.153.393 485.089 1.426.834 812.124 1.830.337 984.512 889.136 1.819.609 592.599 1.683.982 82.254
Samantekin reikningsskil (A+B)
Kr. á íbúa, raðað eftir íbúafjölda íbúafj. Flóahreppur Sveitarfélagið Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahreppur Langanesbyggð Mýrdalshreppur Strandabyggð Skaftárhreppur Djúpavogshreppur Húnavatnshreppur Hörgárbyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Súðavíkurhreppur Kjósarhreppur Ásahreppur Arnarneshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Svalbarðshreppur Skagabyggð Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Tjörneshreppur Árneshreppur
Veltufé frá rekstri
Fjárfestingarhreyfingar
Eignir
Skuldir án skuldb.
Skuldir með skuldb.
595 519 519 519 511 506 450 439 433 429 415 414 374 337 297 292 209 208 205 195 190 177 139 135 114 107 106 96 89 64 61 56 50
87.029 268.719 79.592 59.186 32.872 25.517 21.984 35.497 -7.954 77.476 128.051 117.169 28.385 128.315 43.219 21.001 -66.167 -126.928 80.756 104.333 244.250 9.904 20.374 73.954 84.836 -63.401 56.085 -85.318 1.371.472 -21.734
-92.373 -145.389 -34.820 -182.402 -97.333 -598 -10.698 -6.134 -61.121 -14.333 -151.652 -38.867 -44.540 -103.608 4.206 -27.986 -62.910 -75.423 -14.961 -64.467 269.792 -3.305 2.432 8.978 3.509 -51.051 15.623 -66.339 -1.932.022 -19.219
881.648 2.995.298 935.007 2.096.739 889.621 1.080.941 1.283.226 1.609.718 1.101.461 943.082 3.655.612 1.243.114 1.372.668 1.746.810 1.021.416 1.560.486 1.397.349 1.082.822 2.577.468 780.113 1.052.974 996.186 1.449.820 1.743.909 2.427.026 1.166.217 1.043.792 1.340.956 9.743.978 1.141.266
239.014 636.283 226.114 1.320.434 440.631 626.985 744.324 1.388.961 310.080 396.914 2.519.748 106.060 214.834 690.490 451.746 519.692 1.330.621 58.332 1.050.073 21.231 441.624 227.158 11.856 518.786 279.071 306.223 45.094 167.665 758.315 181.063
239.014 812.064 226.114 1.362.071 547.108 668.824 754.484 1.388.961 310.080 396.914 2.519.748 106.060 331.259 781.816 451.746 519.692 1.387.150 58.332 1.050.073 21.231 441.624 227.158 11.856 583.284 279.071 306.223 45.094 167.665 758.315 181.063
106.518 48.347
-22.286 34.959
891.321 1.446.945
18.531 89.596
18.531 89.596
317.593
83.974
-144.062
2.422.831
1.636.584
1.853.281
137
Tafla 16. Álagt útsvar 2010 vegna launa 2009 í þús.kr. Álagningarprósenta útsvars
Svnr.
Heiti sveitarfélags
0000 1000 1100 1300 1400 1603 1604 1606 2000 2300 2503 2504 2506 3000 3506 3511 3609 3709 3710 3711 3713 3714 3811 4100 4200 4502 4604 4607 4803 4901 4902 4908 4911 5200 5508 5604 5609 5611 5612 5706 6000 6100 6250 6400 6506 6513 6514 6601
Reykjavíkurborg Kópavogsbær Seltjarnarneskaupstaður Garðabær Hafnarfjarðarkaupstaður Sveitarfélagið Álftanes Mosfellsbær Kjósarhreppur Reykjanesbær Grindavíkurbær Sandgerðisbær Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Akraneskaupstaður Skorradalshreppur Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Stykkishólmsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Dalabyggð Bolungarvíkurkaupstaður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Bæjarhreppur Strandabyggð Sveitarfélagið Skagafjörður Húnaþing vestra Blönduósbær Sveitarfélagið Skagaströnd Skagabyggð Húnavatnshreppur Akrahreppur Akureyrarkaupstaður Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Arnarneshreppur Eyjafjarðarsveit Hörgárbyggð Svalbarðsstrandarhreppur
13,03% 13,28% 12,10% 12,46% 13,28% 13,28% 13,03% 12,53% 13,28% 13,03% 12,70% 13,03% 13,03% 13,28% 11,24% 13,03% 13,28% 13,28% 11,24% 13,28% 12,80% 13,28% 13,28% 14,61% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,00% 13,28% 13,28% 13,28%
Álagt útsvar skv. álagningaskrá 42.468.549 11.192.400 1.702.531 4.175.687 8.993.862 869.991 2.900.400 62.812 4.421.222 899.182 487.264 448.341 351.274 2.303.097 15.791 195.221 1.018.862 301.079 13.300 383.819 38.526 630.170 190.761 375.566 1.349.919 77.411 93.868 316.249 62.984 17.311 36.834 21.934 149.309 1.335.415 310.774 282.584 190.106 20.902 103.814 43.964 5.764.860 959.321 781.269 609.521 51.103 288.624 115.970 127.777
138
Álagt útsvar, hluti Jöfnunarsjóðs 2.509.653 648.957 108.343 258.048 521.481 50.444 171.397 3.860 256.351 53.137 29.543 26.494 20.758 133.538 1.082 11.536 59.076 17.457 911 22.255 2.318 36.538 11.061 19.794 78.271 4.488 5.443 18.337 3.652 1.004 2.136 1.272 8.657 77.430 18.019 16.385 11.023 1.212 6.019 2.549 334.258 55.623 45.299 35.341 3.027 16.735 6.724 7.409
Álagt nettó útsvar 39.958.896 10.543.443 1.594.188 3.917.639 8.472.380 819.547 2.729.002 58.952 4.164.871 846.046 457.722 421.847 330.515 2.169.559 14.709 183.685 959.786 283.622 12.388 361.565 36.209 593.632 179.700 355.772 1.271.649 72.923 88.425 297.913 59.332 16.307 34.698 20.662 140.651 1.257.985 292.755 266.199 179.084 19.690 97.795 41.415 5.430.602 903.698 735.969 574.180 48.076 271.889 109.245 120.368
Álagt útsvar kr.á íbúa 358.605 369.216 386.412 394.416 347.629 344.687 340.143 322.111 313.985 316.502 284.783 294.961 293.953 351.350 258.872 311.855 287.570 330.856 207.805 352.128 277.168 370.470 274.081 387.981 346.400 265.107 316.052 337.153 307.240 346.220 323.102 228.479 295.076 322.798 276.982 321.484 366.294 197.187 239.756 211.368 328.239 327.525 375.249 312.415 288.716 280.218 270.325 308.640
Útsvarsstofn 325.929.005 84.280.119 14.070.503 33.512.735 67.724.864 6.551.136 22.259.400 501.291 33.292.331 6.900.863 3.836.728 3.440.836 2.695.883 17.342.595 140.491 1.498.243 7.672.152 2.267.161 118.323 2.890.206 300.987 4.745.256 1.436.450 2.570.609 10.165.056 582.917 706.834 2.381.395 474.279 130.354 277.361 165.166 1.124.312 10.055.839 2.340.168 2.127.893 1.431.525 157.393 781.735 331.058 43.410.091 7.223.804 5.883.047 4.589.769 393.099 2.173.375 873.265 962.177
í þús.kr. Álagningarprósenta útsvars
Svnr.
Heiti sveitarfélags
6602 6607 6611 6612 6706 6709 7000 7300 7502 7505 7509 7613 7617 7620 7708 8000 8200 8508 8509 8610 8613 8614 8710 8716 8717 8719 8720 8721 8722
Grýtubakkahreppur Skútustaðahreppur Tjörneshreppur Þingeyjarsveit Svalbarðshreppur Langanesbyggð Seyðisfjarðarkaupstaður Fjarðabyggð Vopnafjarðarhreppur Fljótsdalshreppur Borgarfjarðarhreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Fljótsdalshérað Sveitarfélagið Hornafjörður Vestmannaeyjabær Sveitarfélagið Árborg Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Hrunamannahreppur Hveragerðisbær Sveitarfélagið Ölfus Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Bláskógabyggð Flóahreppur Samtals
13,28% 13,28% 12,85% 13,28% 13,00% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 12,00% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 11,24% 13,28% 13,28% 13,28% 13,28% 13,03% 12,74% 13,28% 13,28% 13,28%
Álagt útsvar skv. álagningaskrá 116.878 124.359 14.224 242.496 28.003 166.024 257.303 1.872.891 205.231 29.621 36.857 64.230 140.562 1.173.010 716.373 1.542.776 2.454.559 147.131 137.168 45.328 490.183 463.173 190.001 691.762 637.711 114.414 133.360 279.545 147.469 110.214.173
139
Álagt útsvar, hluti Jöfnunarsjóðs 6.777 7.211 852 14.060 1.659 9.626 14.919 108.594 11.900 1.901 2.137 3.724 8.150 68.013 41.537 89.453 142.320 8.531 7.953 3.105 28.422 26.856 11.017 40.110 37.685 6.915 7.732 16.209 8.551
Álagt nettó útsvar
Álagt útsvar kr.á íbúa
Útsvarsstofn
110.101 117.149 13.371 228.436 26.345 156.398 242.384 1.764.297 193.331 27.720 34.720 60.506 132.412 1.104.996 674.837 1.453.323 2.312.239 138.600 129.215 42.223 461.761 436.317 178.984 651.652 600.026 107.498 125.628 263.336 138.919
346.819 332.512 253.993 257.701 261.712 319.892 364.452 403.901 300.925 332.815 273.017 307.322 320.186 338.531 342.926 373.644 314.284 287.927 304.818 238.567 281.068 299.788 240.812 300.505 327.872 275.695 256.957 298.340 247.847
880.106 936.441 110.690 1.826.026 215.410 1.250.182 1.937.526 14.103.097 1.545.412 246.838 277.540 483.662 1.058.447 8.832.906 5.394.377 11.617.292 18.483.123 1.107.911 1.032.893 403.271 3.691.139 3.487.747 1.430.728 5.209.050 4.894.176 898.066 1.004.220 2.105.005 1.110.461
6.470.262 103.743.911
347.030
840.293.819
140
0000 1000 1100 1300 1400 1603 1604 1606 2000 2300 2503 2504 2506 3000 3506 3511 3609 3709 3710 3711 3713 3714 3811 4100 4200 4502 4604 4607 4803 4901 4902 4908 4911 5200 5508 5604 5609 5611 5612 5706
Reykjavíkurborg Kópavogsbær Seltjarnarneskaupst. Garðabær Hafnarfjarðarkaupst. Sveitarfélag Álftanes Mosfellsbær Kjósarhreppur Reykjanesbær Grindavíkurbær Sandgerðisbær Sv.fél. Garður Sv.fél. Vogar Akraneskaupstaður Skorradalshreppur Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Stykkishólmsbær Eyja- og Miklaholtshr. Snæfellsbær Dalabyggð Bolungarvíkurkaupst. Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Bæjarhreppur Strandabyggð Sv.fél. Skagafjörður Húnaþing vestra Blönduósbær Sv.fél. Skagaströnd Skagabyggð Húnavatnshreppur Akrahreppur
Svnr. Heiti sveitarfélags
í þús. kr.
0,214% 0,280% 0,180% 0,220% 0,240% 0,400% 0,220% 0,500% 0,268% 0,240% 0,300% 0,300% 0,265% 0,325% 0,400% 0,470% 0,350% 0,400% 0,360% 0,430% 0,500% 0,440% 0,500% 0,500% 0,410% 0,500% 0,500% 0,500% 0,420% 0,625% 0,420% 0,330% 0,400% 0,500% 0,400% 0,430% 0,430% 0,300% 0,430% 0,500%
Álagn. prós. A-fl. 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32%
Álagning A-fl.
Álagning B-fl.
1,650% 2.657.817 1.944.259 1,640% 969.262 273.047 1,120% 114.530 32.626 1,450% 342.061 94.880 1,600% 610.432 258.230 1,650% 103.939 14.695 1,300% 224.885 79.939 0,500% 26.690 221 1,650% 340.798 72.317 1,600% 52.490 13.282 1,635% 30.697 8.837 1,600% 29.814 6.724 1,400% 27.392 4.718 1,454% 172.179 52.822 1,000% 23.797 0 1,320% 42.038 2.912 1,400% 143.771 28.557 1,650% 20.937 7.140 1,000% 2.032 0 1,650% 34.755 10.035 0,500% 6.237 1.057 1,550% 42.472 7.594 1,500% 24.131 5.843 1,320% 13.803 3.688 1,600% 68.895 21.884 1,650% 8.343 1.658 1,650% 4.042 1.276 1,650% 16.103 3.713 1,650% 5.441 741 1,320% 2.012 133 1,400% 1.812 263 0,750% 1.541 292 1,510% 8.488 1.615 1,650% 119.870 44.723 1,300% 28.159 8.322 1,550% 18.351 10.283 1,580% 7.517 3.564 0,300% 2.041 0 1,650% 15.594 2.055 0,500% 5.662 0
Álagn. Álagn. prós. prós. B-fl. C-fl.
Tafla 17. Álagður fasteignaskattur 2010 Samtals álagning
7.386.751 11.988.827 1.428.327 2.670.636 41.568 188.724 366.435 803.376 1.165.749 2.034.412 9.467 128.101 153.001 457.826 326 27.236 387.725 800.840 122.109 187.881 311.195 350.729 24.285 60.824 14.946 47.056 132.184 357.185 848 24.645 58.287 103.237 99.482 271.809 23.829 51.906 214 2.246 25.643 70.434 674 7.968 42.695 92.760 10.757 40.732 11.995 29.486 72.222 163.001 1.979 11.980 4.463 9.781 13.996 33.812 5.417 11.600 682 2.827 1.514 3.588 573 2.405 7.662 17.765 95.158 259.751 18.968 55.449 23.141 51.775 10.927 22.008 62 2.103 41.130 58.780 71 5.733
Álagning C-fl.
Álagningarstofn A-fl.
101.234 1.241.970.433 88.099 346.164.948 42.833 63.627.679 75.883 155.482.190 78.634 254.346.835 50.753 25.984.720 53.691 102.220.625 139.674 5.337.976 56.874 127.163.401 66.132 21.870.830 204.985 10.232.245 40.015 9.938.151 39.377 10.336.522 54.490 52.978.008 404.010 5.949.187 164.915 8.944.235 76.717 41.077.418 57.040 5.234.341 35.089 564.335 64.618 8.082.629 57.323 1.247.407 54.533 9.652.652 58.522 4.826.285 30.461 2.760.654 41.827 16.803.664 41.029 1.668.663 32.934 808.496 36.047 3.220.594 56.584 1.295.485 56.537 321.909 31.471 431.326 25.057 467.032 35.109 2.121.914 62.787 23.974.079 49.420 7.039.801 58.903 4.267.785 42.404 1.748.141 19.839 680.354 135.750 3.626.559 27.560 1.132.334
Álagning kr. á íbúa 147.292.342 20.685.383 2.471.640 7.187.890 19.562.879 1.113.234 6.055.993 16.716 5.478.550 1.006.178 669.481 509.400 357.392 4.001.661 0 220.603 2.163.387 540.915 0 760.230 80.071 575.302 442.645 279.398 1.657.866 125.610 96.675 281.325 56.156 10.079 19.897 22.099 122.368 3.388.113 630.477 779.026 269.981 0 155.701 0
Álagningarstofn B-fl. 447.681.899 87.093.123 3.711.467 25.271.383 72.859.319 573.770 11.769.314 65.168 23.498.510 7.631.816 19.033.350 1.517.812 1.067.591 9.091.064 84.784 4.415.678 7.105.841 1.444.178 21.412 1.554.134 134.798 2.754.502 717.149 908.707 4.513.863 119.941 270.472 848.224 328.332 51.659 108.110 76.335 507.443 5.767.136 1.459.041 1.492.948 691.585 20.610 2.492.735 14.181
Álagningarstofn C-fl.
141
6000 6100 6250 6400 6506 6513 6514 6601 6602 6607 6611 6612 6706 6709 7000 7300 7502 7505 7509 7613 7617 7620 7708 8000 8200 8508 8509 8610 8613 8614 8710 8716 8717 8719 8720 8721 8722
Samtals
Akureyrarkaupstaður Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Arnarneshreppur Eyjafjarðarsveit Hörgárbyggð Svalbarðsstrandarhr. Grýtubakkahreppur Skútustaðahreppur Tjörneshreppur Þingeyjarsveit Svalbarðshreppur Langanesbyggð Seyðisfjarðarkaupst. Fjarðabyggð Vopnafjarðarhreppur Fljótsdalshreppur Borgarfjarðarhreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Fljótsdalshérað Sv.fél. Hornafjörður Vestmannaeyjabær Sveitarfélagið Árborg Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Hrunamannahreppur Hveragerðisbær Sv.fél. Ölfus Grímsn.- og Grafn.hr. Skeiða- og Gnúpv.hr. Bláskógabyggð Flóahreppur
Svnr. Heiti sveitarfélags
í þús. kr.
0,333% 0,500% 0,440% 0,440% 0,400% 0,410% 0,400% 0,350% 0,400% 0,625% 0,450% 0,625% 0,360% 0,500% 0,400% 0,350% 0,500% 0,400% 0,360% 0,625% 0,625% 0,380% 0,500% 0,420% 0,350% 0,500% 0,625% 0,320% 0,360% 0,360% 0,600% 0,330% 0,360% 0,475% 0,600% 0,600% 0,500%
Álagn. prós. A-fl. 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32% 1,32%
1,650% 1,650% 1,650% 1,650% 1,600% 1,200% 1,400% 1,000% 1,500% 1,650% 1,500% 1,650% 1,000% 1,650% 1,650% 1,000% 1,650% 1,650% 1,000% 1,650% 1,650% 1,250% 1,620% 1,550% 1,650% 1,490% 1,650% 1,650% 1,320% 1,320% 1,320% 1,600% 1,400% 1,500% 1,650% 1,200% 1,350%
Álagn. Álagn. prós. prós. B-fl. C-fl. 222.538 16.096 9.589 12.430 0 6.082 4.271 1.394 2.253 2.017 0 6.862 166 4.545 4.391 37.361 2.681 0 267 1.547 2.489 23.661 11.185 20.401 73.771 2.600 2.653 0 9.087 10.616 4.545 26.425 16.716 6.938 3.021 12.186 2.514
Álagning B-fl. 512.272 64.202 41.916 40.301 1.848 3.156 6.406 3.276 3.890 25.464 4 22.591 352 13.086 32.328 75.129 13.642 94.039 1.554 4.818 11.204 62.592 49.203 76.179 253.657 10.818 17.118 75.975 31.134 69.935 11.652 39.305 132.974 81.109 110.343 17.827 1.896
Álagning C-fl.
Álagning kr. á íbúa 139.234.379 14.767.570 8.311.816 9.615.740 1.129.751 8.051.623 3.142.996 3.595.690 2.050.973 1.987.866 346.363 7.017.736 449.298 1.463.395 2.741.886 28.246.595 2.791.709 340.560 501.858 923.369 1.555.069 25.602.942 8.852.039 19.973.562 69.549.206 3.079.724 3.346.132 1.673.435 12.970.290 12.868.363 9.806.398 21.094.226 16.667.294 32.047.806 5.613.652 27.557.022 4.921.643
Álagningarstofn A-fl.
82.344 3.099.491.818
1.198.182 68.222 154.135 52.624 88.077 42.304 95.040 48.713 6.367 35.972 42.250 41.019 23.249 54.193 17.254 41.677 14.347 42.572 39.905 106.699 1.563 27.905 73.314 77.910 2.135 19.953 24.948 48.069 47.687 67.545 211.353 45.580 30.282 44.401 95.401 1.071.925 3.628 26.871 12.136 58.066 23.413 53.332 183.544 52.971 104.648 50.095 180.469 43.708 570.850 73.092 28.817 56.394 40.684 90.410 81.330 428.054 86.914 49.836 126.877 82.121 75.035 95.102 135.340 58.792 209.692 107.811 240.273 578.972 147.046 283.325 195.355 208.490 29.018 48.770
Samtals álagning
8.434.899 3.587.238 14.129.651 26.151.788
463.372 73.838 36.572 42.309 4.519 33.012 12.572 12.585 8.204 12.424 1.559 43.861 1.617 7.317 10.968 98.863 13.959 1.362 1.807 5.771 9.719 97.291 44.260 83.889 243.422 15.399 20.913 5.355 46.693 46.326 58.838 69.611 60.002 152.227 33.682 165.342 24.608
Álagning A-fl.
271.760.470
16.858.923 1.219.380 726.447 941.652 0 460.744 323.572 105.574 170.668 152.840 0 519.820 12.544 344.316 332.665 2.830.366 203.088 0 20.213 117.200 188.585 1.792.478 847.325 1.545.546 5.588.706 197.007 200.999 0 688.385 804.210 344.293 2.001.858 1.266.384 525.581 228.841 923.145 190.452
Álagningarstofn B-fl.
879.894.155
31.046.799 3.891.010 2.540.374 2.442.455 115.498 263.009 457.562 327.598 259.337 1.543.253 270 1.369.154 35.197 793.090 1.959.263 7.512.878 826.816 5.699.339 155.415 291.981 679.036 5.007.365 3.037.244 4.914.748 15.373.131 726.055 1.037.442 4.604.565 2.358.623 5.298.126 882.750 2.456.549 9.498.115 5.407.247 6.687.459 1.485.592 140.426
Álagningarstofn C-fl.
142
13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28
Stykkishólmsbær 2) Snæfellsbær Ísafjarðarbær Sveitarfél. Skagafjörður
Húnaþing vestra
Akureyrarkaupstaður 3) Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð
Eyjafjarðarsveit 3) Fjarðabyggð Fljótsdalshérað Sveitarfél. Hornafjörður
Vestmannaeyjabær Árborg Rangárþing eystra Rangárþing ytra Hveragerðisbær Sveitarfélagið Ölfus
0,420 0,350 0,360 0,360 0,330 0,360
0,410 0,350 0,380 0,500
0,333 0,500 0,440 0,440
0,400
0,430 0,440 0,410 0,500
0,350
0,325
0,400 0,220 0,268 0,240 0,300 0,300 0,265
0,280 0,180 0,220 0,240
0,214
1,320 1,320 1,320 1,320 1,320 1,320
1,320 1,320 1,320 1,320
1,320 1,320 1,320 1,320
1,320
1,320 1,320 1,320 1,320
1,320
1,320
1,320 1,320 1,320 1,320 1,320 1,320 1,320
1,320 1,320 1,320 1,320
1,320
1,550 1,650 1,320 1,320 1,600 1,400
1,200 1,000 1,250 1,620
1,650 1,650 1,650 1,650
1,300
1,650 1,550 1,600 1,650
1,400
1,454
1,650 1,300 1,650 1,600 1,635 1,600 1,400
1,640 1,120 1,450 1,600
1,650
Fasteignaskattur A-liður B-liður C-liður % af % af % af fm fm fm
1) Vatnsgjald: Fast gjald kr.4.597 og gjald á hvern fermetra kr. 178 2) Vatnsgjald: Fast gjald kr.5.246 og gjald á hvern fermetra kr. 231 3) Vatnsgjald: Fast gjald kr.6.689 og gjald á hvern fermetra kr. 100,34 4) Fráveitugjald: Fast gjald 6.759 og gjald á hvern fermetra kr. 261 5) Fráveitugjald: Fast gjald 7.428 og gjald á hvern fermetra kr. 287
13,28
14,61 13,19 13,28 13,28 13,10 13,03 13,28
Sveitarfélagið Álftanes 1) 5) Mosfellsbær Reykjanesbær Grindavíkurbær Sandgerðisbær Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar 13,28
13,28 12,10 12,46 13,28
Kópavogsbær Seltjarnarneskaupstaður Garðabær Hafnarfjarðarkaupstaður
Akraneskaupstaður 1)
13,03
Reykjavíkurborg 1)
Borgarbyggð 2) 4)
%
Sveitarfélag
Útsvar
10.300 29.500 33.200 14.000 13.500 16.000
231 kr/m2 231 kr/m2 0,330 0,26 0,160
8.564 13.050 19.156 30.000 12.000 15.925
21.438 11.817 14.600 10.000
22.000 33.780 19.500 19.500
24.200
24.086 15.000 9.000 9.000 9.000 9.000 9.000
4.950 15.800 15.700
16.300
íbúðir
Sorphreinsunargj.
0,117 0,12 0,120 0,10 178 kr/m2 0,10 0,180 0,14 0,150 0,18 0,150 178 kr/m2
% af fm 178 kr/m2
Vatnsgjald
0,31 2 0,150 100,34 kr/m 0,225 0,23 0,300 0,300 0,320 0,30 2 0,055 100,34 kr/m 0,250 0,27 0,280 0,220 0,300 0,18 2 0,200 123,35kr/m 0,275 0,17 0,250 0,230 0,220 0,23 0,250 0,160 0,200 0,12
0,250
0,220 0,160 0,300 0,275
0,203 261 kr/m2
0,135 0,100 0,100 0,136 287 kr/m2 0,145 0,150 0,130 0,200 0,150 0,190
0,105
% af fm
Holræsagj. íbúðir % af lm
12.000 9.100
13.914 9.250
10.172 5.000 10.000
12.000 28.080 12.000
11.700
21.500 21.500 21.500 21.500 21.500
1,00 1,00 1,00 0,85 0,80 0,50
0,75 0,75 0,75 1,00
0,50 1,50 1,50 1,50
2,00 1,80 1,80 1,50 6,44 kr/m2
1,00
1,01
0,32 0,30 2,00 0,88 1,10 1,00 1,40
3,50 3,00 1,00 0,85 1,50 0,50
0,75 0,75 0,75 1,00
2,80 2,50 5,00 2,40
2,50 2,50 3,00 2,50 6,44 kr/m2
1,15
1,53
1,00 1,00 2,00 1,00 1,10 1,00 1,40
1,00 113,31 kr/m2 1,50 1,00 1,00
fyrirtæki % af lm
Lóðarleiga
0,08 2 17.300 13,99 kr/m 10.450 0,35 0,30 0,27
íbúðir
Sorpeyðingargj.
Tafla 18. Útsvarsprósenta og álagningarreglur fasteignagjalda árið 2010 í sveitarfélögum með 1.000 íbúa og fleiri
10 10 7 8 9 8
5 8 8 5
8 7 7 10
6
5 7 7 8
5
10
10 9 10 10 10 10 10
8 10 10 10
9
Fj. gjd.
143
13,03 13,28 13,28 13,94 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 13,28 12,74 13,28 13,28
Hvalfjarðarsveit 6)
Grundarfjarðarbær 2) Dalabyggð Bolungarvíkurkaupstaður Reykhólahreppur Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Strandabyggð Blönduósbær Sveitarfélagið Skagaströnd
Hörgárbyggð 3)
Svalbarðsstrandarhr. 3) Grýtubakkahreppur
Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit
Langanesbyggð Seyðisfjarðarkaupstaður Vopnafjarðarhreppur Borgarfjarðarhreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Hrunamannahreppur Grímsn.- og Grafningshr. Skeiða- og Gnúpv.hr. Bláskógabyggð
0,500 0,400 0,500 0,360 0,625 0,625 0,500 0,625 0,600 0,475 0,600 0,600
0,625 0,625
0,350 0,400
0,400
0,400 0,500 0,500 0,500 0,500 0,500 0,420 0,400 0,430 0,430
0,470
1,32 1,32 1,32 1,32 1,32 1,32 1,32 1,32 1,32 1,32 1,32 1,32
1,32 1,32
1,32 1,32
1,32
1,32 1,32 1,32 1,32 1,32 1,32 1,32 1,32 1,32 1,32
1,32
1,650 1,650 1,650 1,000 1,650 1,650 1,490 1,650 1,320 1,500 1,650 1,200
1,650 1,650
1,000 1,500
1,400
1,650 1,500 1,320 1,650 1,650 1,650 1,650 1,510 1,550 1,580
1,320
Fasteignaskattur A-liður B-liður C-liður % af % af % af fm fm fm
2) Vatnsgjald: Fast gjald kr.5.245 og gjald á hvern fermetra kr. 231 3) Vatnsgjald: Fast gjald kr.6.689 og gjald á hvern fermetra kr. 100,34 6) Vatnsgjald: Fast gjald kr.4.596 og gjald á hvern fermetra kr. 176,74
%
Sveitarfélag
Útsvar
0,200 0,200 0,200 0,130 0,200 0,250 0,150 0,150 0,300 0,100 5.555 kr 0,230
0,225 0,120
0,30 0,20 0,20 0,40
0,15 0,30 0,30 0,30 0,30 0,35 8.800 kr.
0,15 0,20
231 kr/m 0,32 0,40 0,50 0,25 0,25 0,30 0,30 0,30 0,30 2 0,180 100,34 kr/m 2 0,190 100,34 kr/m 0,250 0,30 0,200 0,190 0,300 0,200 0,300 0,300 0,220 0,220 0,275 0,200
% af fm 176,74 kr/m2
% af fm 2
Vatnsgjald
Holræsagj.
13.541 17.000 10.500 10.000 12.500 12.500 15.400 15.950 15.300 10.729 7.835 10.729
23.200 21.300
20.000 20.000
24.000
31.000 23.900 15.400 24.200 9.500 9.500 10.816 14.800 15.536 15.500
15.260
íbúðir
Sorphreinsunargj.
16.300 11.734 5.600 11.734
12.500 12.500 16.700
13.541 12.000 10.500
8.316 7.500
12.650 12.650 13.520
17.600
íbúðir
Sorpeyðingargj.
0,50 1,00 10.248 kr. 0,70
1,50 1,00 10 kr/m2 1,00 4,9 kr/m2 1,00 2,00 2,00 1,30 1,00 1,00
1,00
1,00 3,75 1,25 2,10 2,00 1,50
1,00 1,70 1,00
2,00
íbúðir % af lm
0,50 1,00 26.013 kr. 0,70
1,50 1,00 10 kr/m2 1,00 4,9 kr/m2 1,00 2,00 2,00 1,30 1,00 1,00
3,00
3,00 3,75 1,25 2,10 2,00 1,50
1,50 2,00 2,00
2,00
fyrirtæki % af lm
Lóðarleiga
Tafla 19. Útsvarsprósenta og álagningarreglur fasteignagjalda árið 2010 hjá sveitarfélögum með 300-999 íbúa og minni þéttbýli
8 6 8 4 5 6 6 6 5 5 3 6
8 8
8 7
8
8 6 8 4 7 8 6 8 7 6
7
Fj. gjd.
Tafla 20. Íbúafjöldi í sveitarfélögum 1. júlí 2010 Sveitarfélag 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38
Íbúafjöldi
Reykjavíkurborg Kópavogsbær Hafnarfjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Reykjanesbær Garðabær Mosfellsbær Sveitarfélagið Árborg Akraneskaupstaður Fjarðabyggð Seltjarnarneskaupstaður Vestmannaeyjabær Sveitarfélagið Skagafjörður Ísafjarðarbær Borgarbyggð Fljótsdalshérað Norðurþing Grindavíkurbær Sveitarfélag Álftanes Hveragerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Sveitarfélagið Ölfus Rangárþing eystra Snæfellsbær Sandgerðisbær Rangárþing ytra Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Húnaþing vestra Stykkishólmsbær Eyjafjarðarsveit Bolungarvíkurkaupstaður Þingeyjarsveit Bláskógabyggð Vesturbyggð Grundarfjarðarbær
144
118.488 30.546 25.937 17.733 13.923 10.737 8.562 7.812 6.585 4.650 4.353 4.150 4.124 3.887 3.512 3.476 2.934 2.827 2.530 2.307 2.121 2.055 1.961 1.931 1.735 1.707 1.691 1.543 1.483 1.185 1.117 1.108 1.057 960 946 941 939 906
Sveitarfélag 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76
Íbúafjöldi
Blönduósbær Hrunamannahreppur Dalabyggð Seyðisfjarðarkaupstaður Vopnafjarðarhreppur Hvalfjarðarsveit Flóahreppur Hörgársveit Sveitarfélagið Skagaströnd Langanesbyggð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Strandabyggð Mýrdalshreppur Djúpavogshreppur Skaftárhreppur Húnavatnshreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Grýtubakkahreppur Tálknafjarðarhreppur Reykhólahreppur Breiðdalshreppur Akrahreppur Kjósarhreppur Súðavíkurhreppur Ásahreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarfjarðarhreppur Kaldrananeshreppur Skagabyggð Svalbarðshreppur Bæjarhreppur Fljótsdalshreppur Skorradalshreppur Helgafellssveit Tjörneshreppur Árneshreppur Samtals
897 779 698 693 687 627 599 598 514 506 505 504 497 442 441 428 413 403 380 336 297 287 214 210 197 197 189 138 135 113 106 106 94 87 63 60 54 53 318.006
145
Tafla 21. Aldursskipting íbúanna eftir sveitarfélögum Samkvæmt bráðabirgðatölum 1. des. 2009 Hlf 0 ára í % Reykjavíkurborg Kópavogsbær Seltjarnarneskaupstaður Garðabær Hafnarfjarðarkaupstaður Sveitarfélag Álftanes Mosfellsbær Kjósarhreppur Höfuðborgarsvæðið
1.766 536 38 137 415 34 130 2 3.058
1,5 1,8 0,9 1,3 1,6 1,3 1,5 1,0 1,5
1- 5 8.147 2.409 227 696 2.095 240 704 7 14.525
Hlf Hlf Hlf í % 6 - 15 í % 16 - 25 í % 6,9 7,9 5,2 6,6 8,1 9,5 8,3 3,6 7,2
14.119 4.176 600 1.532 3.850 482 1.410 19 26.188
Reykjanesbær Grindavíkurbær Sandgerðisbær Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Suðurnes
237 36 30 18 21 342
1,7 1.056 7,5 2.070 1,3 247 8,7 470 1,8 147 8,6 252 1,2 121 8,0 242 1,8 109 9,1 212 1,6 1.680 7,9 3.246
Akraneskaupstaður Skorradalshreppur Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Stykkishólmsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Dalabyggð Vesturland
86 3 7 32 12 2 4 3 27 7 183
1,3 500 4,9 3 1,1 44 0,9 241 1,3 50 3,1 7 0,4 53 2,2 9 1,6 123 1,0 43 1,2 1.073
11,9 17.419 14,7 13,8 4.131 13,6 13,6 713 16,2 14,5 1.479 14,0 14,9 3.944 15,2 19,1 347 13,7 16,5 1.188 13,9 9,7 35 17,9 13,0 29.256 14,6
26 - 55 51.305 12.762 1.678 4.092 11.040 1.089 3.670 85 85.721
Hlf Hlf í % 56 - 66 í % 67 -
Hlf í % Samtals
43,3 12.909 10,9 12.762 10,8 118.427 42,1 3.205 10,6 3.095 10,2 30.314 38,1 622 14,1 528 12,0 4.406 38,7 1.367 12,9 1.284 12,1 10.587 42,7 2.396 9,3 2.132 8,2 25.872 43,1 217 8,6 115 4,6 2.524 43,0 918 10,8 507 5,9 8.527 43,6 31 15,9 16 8,2 195 42,7 21.665 10,8 20.439 10,2 200.852
14,7 16,5 14,7 15,9 17,7 15,2
2.239 429 296 222 153 3.339
15,9 15,1 17,3 14,6 12,8 15,6
6.018 1.187 716 647 510 9.078
42,7 41,8 41,8 42,6 42,7 42,5
1.289 266 156 169 103 1.983
9,2 1.172 8,3 14.081 9,4 206 7,3 2.841 9,1 114 6,7 1.711 11,1 101 6,6 1.520 8,6 87 7,3 1.195 9,3 1.680 7,9 21.348
7,6 1.020 15,6 4,9 12 19,7 7,0 90 14,4 6,8 522 14,7 5,5 119 13,1 ### 4 6,3 4,9 156 14,3 6,5 14 10,1 7,2 258 15,2 6,2 93 13,4 7,0 2.288 14,9
988 5 114 541 196 9 154 22 280 87 2.396
15,1 8,2 18,2 15,3 21,5 14,1 14,1 15,8 16,5 12,5 15,6
2.579 20 255 1.349 383 26 430 61 720 247 6.070
39,3 32,8 40,7 38,1 42,1 40,6 39,4 43,9 42,3 35,5 39,5
668 6 73 444 68 4 131 18 169 100 1.681
10,2 714 9,8 12 11,7 43 12,5 414 7,5 82 6,3 12 12,0 162 12,9 12 9,9 124 14,4 119 10,9 1.694
10,9 6.555 19,7 61 6,9 626 11,7 3.543 9,0 910 18,8 64 14,9 1.090 8,6 139 7,3 1.701 17,1 696 11,0 15.385
Bolungarvíkurkaupstaður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Bæjarhreppur Strandabyggð Vestfirðir
11 47 7 5 11 1 1 1 1 6 91
1,1 1,2 2,4 1,7 1,2 0,5 2,0 0,9 1,0 1,2 1,2
66 256 27 22 58 13 3 5 9 25 484
6,8 117 6,6 572 9,2 30 7,4 41 6,2 118 6,3 37 6,0 3 4,4 15 9,4 17 4,9 90 6,6 1.040
12,1 14,7 10,3 13,8 12,6 18,0 6,0 13,2 17,7 17,8 14,1
144 589 43 52 146 19 7 11 8 73 1.092
14,9 15,1 14,7 17,5 15,6 9,3 14,0 9,6 8,3 14,4 14,8
424 1.581 105 126 391 85 18 45 36 189 3.000
43,8 40,6 36,0 42,4 41,7 41,5 36,0 39,5 37,5 37,4 40,7
101 390 38 19 106 24 10 25 12 42 767
10,4 10,0 13,0 6,4 11,3 11,7 20,0 21,9 12,5 8,3 10,4
105 462 42 32 108 26 8 12 13 81 889
10,8 11,9 14,4 10,8 11,5 12,7 16,0 10,5 13,5 16,0 12,1
968 3.897 292 297 938 205 50 114 96 506 7.363
Sveitarfélagið Skagafjörður Húnaþing vestra Blönduósbær Sveitarfélagið Skagaströnd Skagabyggð Húnavatnshreppur Akrahreppur Norðurland vestra
40 6 12 6 1 3 2 70
1,0 0,5 1,4 1,2 0,9 0,7 1,0 0,9
285 80 52 39 5 19 9 489
6,9 586 7,1 149 5,9 124 7,5 91 4,7 23 4,4 65 4,3 37 6,6 1.075
14,2 13,3 14,1 17,5 21,7 15,0 17,8 14,5
612 150 107 73 14 75 25 1.056
14,8 13,4 12,2 14,1 13,2 17,3 12,0 14,3
1.588 427 319 191 32 160 77 2.794
38,4 38,1 36,3 36,8 30,2 37,0 37,0 37,7
487 142 119 68 13 59 23 911
11,8 539 12,7 168 13,5 146 13,1 51 12,3 18 13,6 52 11,1 35 12,3 1.009
13,0 15,0 16,6 9,8 17,0 12,0 16,8 13,6
4.137 1.122 879 519 106 433 208 7.404
146
Hlf 0 ára í %
1- 5
Hlf Hlf Hlf í % 6 - 15 í % 16 - 25 í %
26 - 55
Hlf Hlf í % 56 - 66 í % 67 -
Hlf í % Samtals
Akureyrarkaupstaður Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Arnarneshreppur Eyjafjarðarsveit Hörgárbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Skútustaðahreppur Tjörneshreppur Þingeyjarsveit Svalbarðshreppur Langanesbyggð Norðurland eystra
251 34 20 33 3 12 2 5 4 4 0 8 2 7 385
1,4 1.310 7,5 2.622 1,2 167 5,7 407 1,0 80 3,8 292 1,7 132 6,8 318 1,7 8 4,5 25 1,2 74 7,2 194 0,5 25 5,8 66 1,2 30 7,2 57 1,2 22 6,5 62 1,1 9 2,4 49 0,0 0 0,0 0 0,9 49 5,2 128 1,9 3 2,8 16 1,3 42 8,1 96 1,3 1.951 6,7 4.332
14,9 13,9 14,0 16,3 14,1 18,8 15,4 13,8 18,4 13,1 0,0 13,6 15,0 18,5 15,0
2.597 425 296 293 33 148 79 80 33 61 12 125 22 56 4.260
14,8 14,5 14,2 15,0 18,6 14,4 18,4 19,3 9,8 16,3 21,4 13,3 20,6 10,8 14,7
6.934 1.141 749 752 67 406 162 182 120 159 15 354 41 212 11.294
39,5 39,0 36,0 38,5 37,9 39,4 37,8 44,0 35,6 42,5 26,8 37,6 38,3 40,8 39,1
1.913 343 259 202 23 110 43 30 54 41 15 105 13 48 3.199
10,9 1.936 11,0 17.563 11,7 412 14,1 2.929 12,4 386 18,5 2.082 10,4 221 11,3 1.951 13,0 18 10,2 177 10,7 86 8,3 1.030 10,0 52 12,1 429 7,2 30 7,2 414 16,0 42 12,5 337 11,0 51 13,6 374 26,8 14 25,0 56 11,2 172 18,3 941 12,1 10 9,3 107 9,2 58 11,2 519 11,1 3.488 12,1 28.909
Seyðisfjarðarkaupstaður Fjarðabyggð Vopnafjarðarhreppur Fljótsdalshreppur Borgarfjarðarhreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Fljótsdalshérað Sveitarfélagið Hornafjörður Austurland
4 63 5 0 0 0 9 44 17 142
0,6 1,4 0,7 0,0 0,0 0,0 2,1 1,3 0,8 1,1
10,5 14,4 12,8 11,2 12,6 10,5 9,1 14,9 15,5 14,1
99 672 95 19 23 32 71 499 336 1.846
14,0 14,5 13,9 21,3 17,0 15,3 16,2 14,4 16,1 14,8
284 1.923 238 35 48 79 171 1.397 794 4.969
40,2 41,5 34,9 39,3 35,6 37,8 39,0 40,3 38,0 39,9
92 548 96 13 19 28 65 411 273 1.545
13,0 111 11,8 452 14,1 115 14,6 9 14,1 21 13,4 40 14,8 53 11,9 333 13,1 233 12,4 1.367
15,7 706 9,7 4.637 16,9 682 10,1 89 15,6 135 19,1 209 12,1 439 9,6 3.465 11,2 2.089 11,0 12.451
Vestmannaeyjabær Sveitarfélagið Árborg Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Hrunamannahreppur Hveragerðisbær Sveitarfélagið Ölfus Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Bláskógabyggð Flóahreppur Suðurland
53 104 4 3 4 15 16 13 22 25 7 9 8 11 294
1,3 234 1,3 650 0,8 33 0,7 16 2,1 10 0,9 117 1,0 94 1,6 38 1,0 156 1,3 129 1,7 19 1,7 32 0,9 66 1,8 39 1,2 1.633
5,7 617 14,9 8,3 1.202 15,4 6,5 73 14,3 3,6 43 9,6 5,3 26 13,7 6,7 225 12,9 6,1 235 15,2 4,8 138 17,5 6,8 342 14,9 6,6 284 14,6 4,6 56 13,5 6,2 77 14,8 7,0 127 13,6 6,6 87 14,6 6,8 3.532 14,8
658 1.121 78 67 25 275 235 129 341 315 48 96 146 111 3.645
15,9 14,4 15,3 14,9 13,2 15,8 15,2 16,3 14,8 16,2 11,6 18,5 15,6 18,7 15,3
1.604 3.100 171 153 79 693 611 318 845 836 180 194 373 228 9.385
38,8 39,7 33,5 34,0 41,6 39,7 39,5 40,3 36,7 43,0 43,4 37,4 39,8 38,3 39,3
513 817 68 76 24 204 183 56 273 198 62 64 120 62 2.720
12,4 450 10,5 816 13,3 84 16,9 92 12,6 22 11,7 215 11,8 171 7,1 97 11,9 323 10,2 158 14,9 43 12,3 47 12,8 97 10,4 57 11,4 2.672
10,9 4.129 10,4 7.810 16,4 511 20,4 450 11,6 190 12,3 1.744 11,1 1.545 12,3 789 14,0 2.302 8,1 1.945 10,4 415 9,1 519 10,4 937 9,6 595 11,2 23.881
Landið allt
4.565
42 311 46 3 7 8 30 263 113 823
5,9 74 6,7 668 6,7 87 3,4 10 5,2 17 3,8 22 6,8 40 7,6 518 5,4 323 6,6 1.759
1,4 22.658 7,1 43.460 13,7 46.890 14,8 132.311 41,7 34.471 10,9 33.238 10,5 317.593
147
Tafla 22. Stöðugildi hjá sveitarfélögum 1. apríl 2010 BSRB Reykjavíkurborg Kópavogsbær Seltjarnarneskaupstaður Garðabær Hafnarfjarðarkaupstaður Sveitarfélagið Álftanes Mosfellsbær Kjósarhreppur Reykjanesbær Grindavíkurbær Sandgerðisbær Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar Akraneskaupstaður Hvalfjarðarsveit Borgarbyggð Grundarfjarðarbær Stykkishólmsbær Snæfellsbær Dalabyggð Bolungarvíkurkaupstaður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Kaldrananeshreppur Bæjarhreppur Strandabyggð Sveitarfélagið Skagafjörður Húnaþing vestra Blönduósbær Sveitarfélagið Skagaströnd Húnavatnshreppur Akureyrarkaupstaður Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Eyjafjarðasveit Hörgárbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit
2.611,9 606,1 92,7 153,9 294,0 74,5 196,0 0,6 168,1 63,6 79,1 28,4 37,3 99,9 1,0 75,9 24,4 52,8 84,4 41,0 9,5 186,0 5,9 9,9 26,1 8,5 2,5 0,0 21,3 114,6 7,8 27,3 14,3 2,0 321,7 59,7 62,9 2,2 1,0 0,0 0,0 0,9 0,1 0,0
BHM
KÍ
448,0 87,2 14,2 18,9 85,2 8,0 17,6 0,0 35,8 5,5 7,8 1,0 2,0 19,2 2,0 12,4 1,9 2,0 1,7 2,0 1,7 9,0 2,6 0,0 1,0 0,0 0,0 0,0 1,0 24,6 3,0 1,0 0,0 0,0 154,1 8,8 5,5 8,9 0,0 1,8 0,0 2,3 0,0 0,0
148
2.017,5 699,6 99,2 193,6 573,6 69,3 199,3 0,0 283,0 65,9 39,7 30,1 30,9 158,0 19,0 97,5 25,4 30,8 45,9 20,4 23,0 122,0 7,3 7,6 26,3 6,3 4,0 2,9 14,6 126,2 27,4 21,9 16,6 13,3 432,2 83,9 52,0 54,3 39,0 17,2 14,7 12,2 10,3 0,0
ASÍ 1.787,1 206,7 32,1 18,9 298,9 3,6 15,7 0,3 94,2 13,8 2,0 2,8 4,7 52,9 32,0 22,5 1,2 9,5 1,0 1,0 20,0 93,0 18,7 0,0 4,7 0,0 5,7 4,7 0,0 62,4 45,1 0,0 5,1 10,0 474,6 52,2 27,0 50,5 17,0 12,3 8,8 13,9 13,8 30,7
Annað 251,5 21,0 2,0 6,0 11,0 2,7 6,3 3,1 11,1 4,0 3,0 1,0 1,0 6,8 3,0 2,0 4,0 1,0 1,0 0,0 2,0 2,0 0,0 0,7 2,4 0,0 0,0 0,0 0,0 5,0 3,0 1,0 0,0 0,0 31,0 2,0 1,2 1,0 1,0 1,3 1,0 0,0 0,0 0,0
Samtals stöðugildi 7.116,1 1.620,6 240,2 391,3 1.262,8 158,1 435,0 4,0 592,2 152,8 131,5 63,3 75,9 336,8 57,0 210,3 56,9 96,2 134,0 64,4 56,2 412,0 34,5 18,2 60,4 14,8 12,2 7,6 36,9 332,8 86,3 51,1 36,0 25,3 1.413,6 206,6 148,6 116,8 58,0 32,6 24,5 29,3 24,3 30,7
BSRB Svalbarðshreppur Langanesbyggð Seyðisfjarðarkaupstaður Fjarðabyggð Vopnafjarðarhreppur Borgarfjarðarhreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Fljótdalshérað Sveitarfélagið Hornafjörður Vestmannaeyjabær Sveitarfélagið Árborg Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Hrunamannahreppur Hveragerðisbær Sveitarfélagið Ölfus Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Bláskógabyggð Flóahreppur Ýmis samstarfsverkefni
BHM
KÍ
ASÍ
Annað
Samtals stöðugildi
0,0 0,5 15,3 110,0 0,0 0,0 5,2 0,0 71,0 108,8 146,9 177,2 12,6 2,0 56,7 46,1 31,7 64,8 56,5 17,7 10,0 25,9 18,2 191,8
0,0 0,0 0,3 11,0 0,0 0,0 2,8 0,0 3,5 17,0 17,6 26,0 2,8 1,0 2,0 0,8 2,8 8,5 2,0 2,0 1,4 0,0 0,8 55,1
2,4 18,9 18,9 117,0 17,8 4,0 5,3 14,0 108,5 54,9 86,3 198,5 14,8 11,0 39,3 38,4 20,0 53,3 39,8 9,0 0,0 0,0 15,7 27,5
2,0 2,0 16,0 76,0 25,7 5,0 3,0 20,0 33,0 0,0 35,6 43,1 15,8 1,0 1,8 8,6 1,0 1,5 2,7 0,0 13,2 0,0 4,3 111,8
0,6 34,5 1,0 4,0 1,0 1,0 0,0 2,0 11,0 2,9 0,0 6,8 1,2 19,9 2,0 0,0 0,5 2,0 2,0 1,0 0,0 0,0 0,0 16,0
5,0 55,9 51,5 318,0 44,5 10,0 16,3 36,0 227,0 183,5 286,4 451,5 47,2 34,9 101,8 93,9 56,0 130,1 103,0 29,7 24,6 25,9 39,0 402,2
6.838,6
1.154,9
6.749,1
3.994,2
505,4
19.242,2
149
Tafla 23. Upplýsingar um starfsemi grunnskóla á árinu 2009
Skóli I Höfuðborgarsvæði 0000 Reykjavíkurborg Austurbæjarskóli Álftamýrarskóli Árbæjarskóli Ártúnsskóli Borgaskóli Breiðagerðisskóli Breiðholtsskóli Brúarskóli 1) Engjaskóli Fellaskóli, Rvík Foldaskóli Fossvogsskóli Grandaskóli Hagaskóli Hamraskóli Háteigsskóli Hlíðaskóli Hólabrekkuskóli Húsaskóli Hvassaleitisskóli Ingunnarskóli Klébergsskóli Korpuskóli Langholtsskóli Laugalækjarskóli Laugarnesskóli Melaskóli Norðlingaskóli Réttarholtsskóli Rimaskóli Safamýrarskóli 1) Selásskóli Seljaskóli Sæmundarskóli Vesturbæjarskóli Víkurskóli Vogaskóli Ölduselsskóli Öskjuhlíðarskóli 1) 0000 Reykjavíkurborg samtals
Bekkjardeildir
1-10 1-10 1-10 1-7 1-10 1-7 1-10 1-10 1-10 1-10 1-7 1-7 8-10 1-10 1-10 1-10 1-10 1-10 1-10 1-10 1-10 1-7 1-10 7-10 1-6 1-7 1-10 8-10 1-10 1-7 1-10 1-8 1-7 1-10 1-10 1-10
Brúttó gjöld (í þús.kr.)
571.882 387.489 708.993 189.293 384.532 343.281 547.561 243.924 353.332 491.421 483.765 330.061 326.664 482.722 354.426 401.406 666.283 555.919 371.628 289.345 496.371 231.313 250.936 607.324 353.743 421.375 541.991 265.450 354.293 660.936 136.792 335.553 593.955 238.171 331.850 364.677 422.646 598.523 481.938 16.171.763
Fjöldi nemenda
481 343 713 154 335 316 482 18 270 316 370 313 253 503 224 361 472 519 279 214 433 156 181 540 271 414 562 292 310 674 12 239 655 271 300 333 327 547 82 13.535
150
Stöðugildi kennara með réttindi
50,6 36,0 65,1 16,5 28,0 30,5 45,7 26,0 27,0 36,8 38,6 31,2 26,3 41,6 30,3 36,8 57,5 46,7 31,8 25,2 38,8 16,8 18,9 56,7 30,0 37,7 52,2 25,6 27,8 62,3 10,8 24,6 60,6 23,6 28,8 35,2 32,6 50,1 40,5 1.402,1
Stöðugildi kennara án réttinda
1,1 1,0 0,9 1,1 2,3
1,0 0,8
1,8 1,3
1,0 0,9
1,0
1,1
1,0 2,1 18,4
Stöðugildi annara Stöðugildi starfmanna samtals
24,5 19,2 29,5 11,2 17,3 15,4 24,7 10,2 16,1 31,7 20,7 11,5 13,1 18,2 14,7 20,2 26,7 25,6 14,6 5,8 24,4 11,7 12,4 23,4 9,0 16,7 21,1 11,5 13,4 27,4 10,0 13,4 27,8 13,0 15,8 14,7 13,2 34,1 34,7 718,3
76,3 55,2 95,7 27,7 46,2 45,9 71,5 38,5 43,2 68,5 59,4 42,7 39,4 59,8 46,0 57,1 85,0 72,3 46,4 31,0 65,0 29,7 31,3 80,1 40,0 55,3 73,3 37,1 41,2 90,7 20,7 38,0 88,5 37,7 44,6 50,0 45,8 85,2 77,3 2.138,9
Skóli 1000 Kópavogsbær Digranesskóli Hjallaskóli Hörðuvallaskóli Kársnesskóli Kópavogsskóli Lindaskóli Salaskóli Smáraskóli Snælandsskóli Vatnsendaskóli 1000 Kópavogsbær samtals
Bekkjardeildir 1-10 1-10 1-9 1-10 1-10 1-10 1-10 1-10 1-10 1-10
Brúttó gjöld (í þús.kr.)
Fjöldi nemenda
Stöðugildi kennara með réttindi
389.029 497.655 398.602 543.924 356.453 538.294 468.805 419.709 447.578 398.385 4.458.434
384 374 360 490 302 564 427 400 419 355 4.075
43,3 49,2 34,9 48,5 36,0 55,1 42,3 37,1 44,9 36,7 428,0
754.538 754.538
573 573
63,7 63,7
369.249 442.032 386.743 301.125 1.499.149
287 439 405 238 1.369
27,6 40,8 36,2 21,1 125,7
1400 Hafnarfjarðarkaupstaður Áslandsskóli 1-10 Engidalsskóli 1-7 Hraunvallaskóli 1-9 Hvaleyrarskóli 1-10 Lækjarskóli 1-10 Setbergsskóli 1-10 Víðistaðaskóli 1-10 Öldutúnsskóli 1-10 1400 Hafnarfjarðarkaupstaður samtals
527.774 329.666 743.650 516.216 800.862 578.974 577.106 580.693 4.654.941
494 255 581 440 463 490 442 529 3.694
40,3 27,7 47,6 41,2 55,0 42,8 38,4 44,4 337,4
1603 Sveitarfélagið Álftanes Álftanesskóli 1-10 1603 Sveitarfélagið Álftanes samtals
443.396 443.396
465 465
21.572 626.919 644.136 1.292.627 29.274.848
1100 Seltjarnarneskaupstaður Grunnskóli Seltjarnarness 1-10 1100 Seltjarnarneskaupstaður samtals 1300 Garðabær Flataskóli Garðaskóli Hofsstaðaskóli Sjálandsskóli 1300 Garðabær samtals
1604 Mosfellsbær Krikaskóli, grunnskólad. Lágafellsskóli Varmárskóli 1604 Mosfellsbær samtals I Höfuðborgarsvæði samtals
1-7 8-10 1-7 1-9
1-2 1-10 1-10
Stöðugildi kennara án réttinda
16,7
21,6 24,4 27,0 18,6 12,9 21,5 21,5 15,7 20,8 13,5 197,6
66,8 73,6 63,1 71,2 48,8 77,7 66,1 56,2 68,4 50,2 642,2
1,1 1,1
42,4 42,4
107,2 107,2
17,3 18,8 17,9 14,0 67,9
44,8 59,6 54,1 35,1 193,6
6,4 3,9 22,6
20,0 9,4 23,2 22,2 36,6 28,4 20,8 29,1 189,6
64,5 38,0 72,6 66,5 93,8 71,3 65,7 77,4 549,6
44,8 44,8
3,1 3,1
17,5 17,5
65,4 65,4
28 681 677 1.386
5,3 60,8 64,1 130,2
1,5 5,5 7,0
31,6 34,0 65,6
5,3 93,9 103,5 202,7
25.097
2.531,9
68,9
1.298,8
3.899,7
151
1,9
Stöðugildi annara Stöðugildi starfmanna samtals
1,2 4,1 1,1 2,3 3,4 2,6
4,3 0,9 1,8 3,0 2,2
Skóli II Suðurnes 2000 Reykjanesbær Akurskóli Heiðarskóli Rnes Holtaskóli Myllubakkaskóli Njarðvíkurskóli 2000 Reykjanesbær samtals
Bekkjardeildir
Brúttó gjöld (í þús.kr.)
Fjöldi nemenda
Stöðugildi kennara með réttindi
Stöðugildi kennara án réttinda
Stöðugildi annara Stöðugildi starfmanna samtals
1-10 1-10 1-10 1-10 1-10
495.522 481.650 468.505 385.994 435.976 2.267.647
363 460 430 317 458 2.028
23,5 38,1 42,1 32,6 44,1 180,4
5,8 5,6 3,8 6,0 11,0 32,1
11,9 11,0 15,4 16,3 19,2 73,8
41,2 54,7 61,3 55,0 74,2 286,4
2300 Grindavíkurbær Grunnskóli Grindavíkur 2300 Grindavíkurbær samtals
1-10
492.315 492.315
473 473
43,5 43,5
10,2 10,2
22,7 22,7
76,3 76,3
2503 Sandgerðisbær Grunnskólinn í Sandgerði 2503 Sandgerðisbær samtals
1-10
339.639 339.639
253 253
25,9 25,9
3,1 3,1
15,9 15,9
44,8 44,8
2504 Sveitarfélagið Garður Gerðaskóli 1-10 2504 Sveitarfélagið Garður samtals
255.488 255.488
228 228
19,3 19,3
4,9 4,9
12,2 12,2
36,4 36,4
2506 Sveitarfélagið Vogar Stóru-Vogaskóli 1-10 2506 Sveitarfélagið Vogar samtals
262.296 262.296
213 213
19,2 19,2
5,5 5,5
15,1 15,1
39,8 39,8
3.617.385
3.195
288,4
55,8
139,6
483,8
453.123 505.782 958.905
423 593 1.016
42,6 50,2 92,8
2,1
27,6 22,9 50,6
72,4 73,2 145,5
8,3 8,3
23,1 23,1
II Suðurnes samtals III Vesturland 3000 Akraneskaupstaður Brekkubæjarskóli Grundaskóli 3000 Akraneskaupstaður samtals
1-10 1-10
2,1
3511 Hvalfjarðarsveit Heiðarskóli 3511 Hvalfjarðarsveit samtals
1-10
183.644 183.644
91 91
14,8 14,8
3609 Borgarbyggð Grunnskóli Borgarfjarðarsveitar Grunnskólinn í Borgarnesi Varmalandsskóli 3609 Borgarbyggð samtals
1-10 1-10 1-10
204.629 330.999 176.256 711.884
144 283 110 537
19,3 31,5 14,4 65,1
4,3 4,0 1,4 9,8
13,2 12,1 8,5 33,8
36,8 47,6 24,3 108,8
3709 Grundarfjarðarbær Grunnskóli Grundarfjarðar 3709 Grundarfjarðarbær samtals
1-10
180.127 180.127
120 120
14,3 14,3
2,4 2,4
6,4 6,4
23,1 23,1
3711 Stykkishólmsbær Grunnskólinn í Stykkishólmi 3711 Stykkishólmsbær samtals
1-10
205.400 205.400
160 160
20,0 20,0
1,2 1,2
12,9 12,9
34,1 34,1
152
Skóli
Bekkjardeildir
3713 Eyja- og Miklaholtshreppur Laugargerðisskóli 2) 1-10 3713 Eyja- og Miklaholtshreppur samtals
Brúttó gjöld (í þús.kr.)
Fjöldi nemenda
Stöðugildi kennara með réttindi
Stöðugildi kennara án réttinda
Stöðugildi annara Stöðugildi starfmanna samtals
0 0
29 29
5,2 5,2
1,1 1,1
8,5 8,5
14,8 14,8
3714 Snæfellsbær Grunnskóli Snæfellsbæjar 3714 Snæfellsbær samtals
1-10
370.961 370.961
261 261
21,1 21,1
7,5 7,5
12,7 12,7
41,3 41,3
3811 Dalabyggð Auðarskóli 3811 Dalabyggð samtals
1-10
149.344 149.344
96 96
10,2 10,2
5,0 5,0
9,6 9,6
24,8 24,8
2.760.265
2.310
243,7
29,2
142,7
415,6
154.644 154.644
118 118
14,7 14,7
9,4 9,4
24,0 24,0
III Vesturland samtals IV Vestfirðir 4100 Bolungarvíkurkaupstaður Grunnskóli Bolungarvíkur 1-10 4100 Bolungarvíkurkaupstaður samtals 4200 Ísafjarðarbær Grunnskóli Önundarfjarðar Grunnskólinn á Ísafirði Grunnskólinn á Suðureyri Grunnskólinn Þingeyri 4200 Ísafjarðarbær samtals
1-10 1-10 1-10 1-10
42.153 438.477 51.852 64.649 597.131
24 461 41 46 572
4,2 39,4 5,4 7,2 56,2
4,1 7,2 1,7 1,4 14,4
20,5 1,0 1,9 23,5
8,3 67,2 8,1 10,5 94,1
4502 Reykhólahreppur Reykhólaskóli 4502 Reykhólahreppur samtals
1-10
94.372 94.372
29 29
5,5 5,5
0,9 0,9
5,1 5,1
11,4 11,4
77.970 77.970
40 40
3,3 3,3
4,5 4,5
1,8 1,8
9,7 9,7
4604 Tálknafjarðarhreppur Grunnskólinn á Tálknafirði 1-10 4604 Tálknafjarðarhreppur samtals 4607 Vesturbyggð Grunnskóli Vesturbyggðar 4607 Vesturbyggð samtals
1-10
163.979 163.979
113 113
13,5 13,5
9,3 9,3
5,8 5,8
28,7 28,7
4803 Súðavíkurhreppur Súðavíkurskóli 4803 Súðavíkurhreppur samtals
1-10
53.167 53.167
34 34
4,2 4,2
0,8 0,8
1,7 1,7
6,8 6,8
4901 Árneshreppur Finnbogastaðaskóli 4901 Árneshreppur samtals
1-10
15.696 15.696
3 3
1,0 1,0
0,5 0,5
0,5 0,5
2,0 2,0
26.865 26.865
13 13
1,7 1,7
1,0 1,0
4902 Kaldrananeshreppur Grunnskólinn á Drangsnesi 1-10 4902 Kaldrananeshreppur samtals
153
2,7 2,7
Skóli
Bekkjardeildir
Brúttó gjöld (í þús.kr.)
Fjöldi nemenda
Stöðugildi kennara með réttindi
Stöðugildi kennara án réttinda
Stöðugildi annara Stöðugildi starfmanna samtals
4908 Bæjarhreppur Grunnskólinn á Borðeyri 4908 Bæjarhreppur samtals
1-7
26.590 26.590
11 11
2,6 2,6
0,4 0,4
1,2 1,2
4,2 4,2
4911 Strandabyggð Grunnskólinn Hólmavík 4911 Strandabyggð samtals
1-10
107.133 107.133
86 86
11,8 11,8
2,1 2,1
4,3 4,3
18,1 18,1
1.317.547
1.019
114,5
34,0
53,2
201,7
511.121 202.450 202.916 916.487
404 94 133 631
37,7 14,3 13,3 65,3
7,7 5,2 4,4 17,3
31,7 13,7 17,1 62,5
77,1 33,2 34,9 145,1
11,6 11,6
32,8 32,8
IV Vestfirðir samtals V Norðurland vestra 5200 Sveitarfélagið Skagafjörður Árskóli Sauðárkróki 1-10 Grunnskólinn austan Vatna 1-10 Varmahlíðarskóli 1-10 5200 Sveitarfélagið Skagafjörður samtals 5508 Húnaþing vestra Grunnskóli Húnaþings vestra 5508 Húnaþing vestra samtals
1-10
269.476 269.476
160 160
21,2 21,2
5604 Blönduósbær Grunnskólinn á Blönduósi 5604 Blönduósbær samtals
1-10
160.308 160.308
125 125
15,4 15,4
1,5 1,5
8,3 8,3
25,2 25,2
5609 Sveitarfélagið Skagaströnd Höfðaskóli 1-10 5609 Sveitarfélagið Skagaströnd samtals
123.014 123.014
112 112
11,2 11,2
3,8 3,8
1,0 1,0
16,1 16,1
5612 Húnavatnshreppur Húnavallaskóli 5612 Húnavatnshreppur samtals
145.474 145.474
67 67
8,0 8,0
3,0 3,0
7,0 7,0
18,0 18,0
1.614.759
1.095
121,2
25,7
90,4
237,2
494.902 430.537 372.700 23.177 36.544 97.786 460.011 89.184 256.686 454.497 2.716.024
480 391 371 11 18 18 519 151 210 418 2.587
41,7 35,2 35,3 1,2 2,8 7,2 46,8 13,6 22,7 42,8 249,4
1,0
19,9 31,5 15,0
62,7 66,7 50,4 2,5 3,8 12,8 65,4 22,8 35,3 66,7 388,9
1-10
V Norðurland vestra samtals VI Norðurland eystra 6000 Akureyrarkaupstaður Brekkuskóli Giljaskóli Glerárskóli Grunnskólinn í Grímsey Grunnskólinn í Hrísey Hlíðarskóli 1) Lundarskóli Naustarskóli Oddeyrarskóli Síðuskóli 6000 Akureyrarkaupstaður samtals
1-10 1-10 1-10 1-7 1-10 1-10 1-7 1-10 1-10
154
1,2
1,0
3,2
1,0 5,6 17,6 9,2 12,6 23,9 136,3
Skóli
Bekkjardeildir
Brúttó gjöld (í þús.kr.)
Fjöldi nemenda
Stöðugildi kennara með réttindi
Stöðugildi kennara án réttinda
Stöðugildi annara Stöðugildi starfmanna samtals
6100 Norðurþing Borgarhólsskóli Grunnskóli Raufarhafnar Öxarfjarðarskóli 6100 Norðurþing samtals
1-10 1-10 1-10
334.115 47.030 98.029 479.174
315 33 48 396
36,4 4,0 4,0 44,5
3,7 6,3 10,0
16,9 3,7 6,0 26,6
53,4 11,5 16,2 81,0
6250 Fjallabyggð Grunnskóli Ólafsfjarðar Grunnskóli Siglufjarðar 6250 Fjallabyggð samtals
1-10 1-10
173.231 214.258 387.489
125 168 293
9,9 18,1 28,0
4,5 2,2 6,7
10,1 7,5 17,6
24,5 27,8 52,2
6400 Dalvíkurbyggð Grunnskóli Dalvíkurbyggðar 6400 Dalvíkurbyggð samtals
1-10
351.587 351.587
310 310
31,4 31,4
4,3 4,3
13,6 13,6
49,3 49,3
6513 Eyjafjarðarsveit Hrafnagilsskóli 6513 Eyjafjarðarsveit samtals
1-10
247.553 247.553
201 201
22,2 22,2
2,5 2,5
8,1 8,1
32,8 32,8
6514 Hörgársveit Þelamerkurskóli 6514 Hörgársveit samtals
1-10
132.090 132.090
89 89
10,4 10,4
2,9 2,9
5,0 5,0
18,3 18,3
116.458 116.458
52 52
9,0 9,0
0,6 0,6
4,4 4,4
14,0 14,0
6601 Svalbarðsstrandarhreppur Valsárskóli 1-10 6601 Svalbarðsstrandarhreppur samtals 6602 Grýtubakkahreppur Grenivíkurskóli 6602 Grýtubakkahreppur samtals
1-10
88.426 88.426
60 60
8,3 8,3
1,9 1,9
2,4 2,4
12,6 12,6
6607 Skútustaðahreppur Reykjahlíðarskóli 6607 Skútustaðahreppur samtals
1-10
91.225 91.225
47 47
7,5 7,5
1,0 1,0
8,6 8,6
17,1 17,1
6612 Þingeyjarsveit Hafralækjarskóli 2) Litlulaugaskóli Stórutjarnaskóli 6612 Þingeyjarsveit samtals
1-10 1-10 1-10
117.802 79.213 123.187 320.202
49 34 51 134
12,0 6,8 11,1 29,9
1,6 0,3 0,5 2,4
6,3 0,5 6,2 12,9
19,9 7,6 17,7 45,3
6706 Svalbarðshreppur Grunnskóli Svalbarðshrepps 6706 Svalbarðshreppur samtals
1-8
32.189 32.189
12 12
4,1 4,1
0,3 0,3
1,0 1,0
5,4 5,4
6709 Langanesbyggð Grunnskólinn á Bakkafirði Grunnskólinn á Þórshöfn 6709 Langanesbyggð samtals
1-7 1-10
25.567 110.085 135.652
16 84 100
2,0 9,5 11,5
1,0 4,4 5,4
4,9 4,9
3,0 18,7 21,7
5.098.069
4.281
456,3
41,1
241,3
738,6
VI Norðurland eystra samtals
155
Skóli
Bekkjardeildir
VII Austurland 7000 Seyðisfjarðarkaupstaður Seyðisfjarðarskóli 1-10 7000 Seyðisfjarðarkaupstaður samtals
Brúttó gjöld (í þús.kr.)
Fjöldi nemenda
Stöðugildi kennara með réttindi
Stöðugildi kennara án réttinda
Stöðugildi annara Stöðugildi starfmanna samtals
133.942 133.942
70 70
13,0 13,0
1,1 1,1
3,0 3,0
17,1 17,1
169.077 221.853 210.340 60.932 314.430 976.632
101 162 146 30 220 659
13,6 14,0 16,1 4,1 21,6 69,5
1,1 5,6 3,2 1,8 9,6 21,2
6,9 9,8 10,6 2,1 9,9 39,4
21,6 29,5 29,9 8,0 41,2 130,1
7502 Vopnafjarðarhreppur Vopnafjarðarskóli 1-10 7502 Vopnafjarðarhreppur samtals
117.260 117.260
83 83
8,5 8,5
2,4 2,4
7,3 7,3
18,3 18,3
7509 Borgarfjarðarhreppur Grunnskóli Borgarfjarðar 1-10 7509 Borgarfjarðarhreppur samtals
35.690 35.690
18 18
2,4 2,4
2,0 2,0
0,9 0,9
5,3 5,3
7613 Breiðdalshreppur Grunnsk. í Breiðdalshreppi 7613 Breiðdalshreppur samtals
1-10
59.534 59.534
25 25
3,7 3,7
2,4 2,4
2,6 2,6
8,7 8,7
7617 Djúpavogshreppur Grunnskóli Djúpavogs 7617 Djúpavogshreppur samtals
1-10
77.293 77.293
41 41
5,9 5,9
2,0 2,0
1,0 1,0
8,9 8,9
7620 Fljótsdalshérað Brúarásskóli Fellaskóli, Flj.d.hérað Grunnsk. Egilsst. og Eiðum Hallormsstaðaskóli 7620 Fljótsdalshérað samtals
1-10 1-10 1-10 1-10
85.788 137.211 375.731 104.620 703.350
37 106 338 42 523
6,5 14,7 34,4 7,7 63,3
1,2 3,0 1,0 5,2
5,3 4,8 15,0 8,0 33,1
13,0 19,5 52,5 16,7 101,7
354.794 27.439 382.233
306 10 316
30,5 2,0 32,5
18,0 0,9 18,8
25,0 1,6 26,6
73,4 4,4 77,8
2.485.934
1.735
198,8
55,1
113,9
367,7
645.180 645.180
603 603
63,1 63,1
8,4 8,4
36,6 36,6
108,1 108,1
218.723 479.070 655.394 1.353.188
158 448 618 1.224
17,0 46,3 60,7 124,0
5,4 2,0 2,7 10,2
11,3 25,6 27,2 64,1
33,7 73,9 90,6 198,2
7300 Fjarðabyggð Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar Grunnskóli Reyðarfjarðar Grunnskólinn á Eskifirði Grunnskólinn á Stöðvarfirði Nesskóli 7300 Fjarðabyggð samtals
1-10 1-10 1-10 1-10 1-10
7708 Sveitarfélagið Hornafjörður Grunnskóli Hornafjarðar 1-10 Grunnskólinn í Hofgarði 1-5 7708 Sveitarfélagið Hornafjörður samtals VII Austurland samtals VIII Suðurland 8000 Vestmannaeyjabær Grunnskóli Vestmannaeyja 8000 Vestmannaeyjabær samtals
1-10
8200 Sveitarfélagið Árborg Barnaskólinn á Eb. og Stk. 1-10 Sunnulækjarskóli 1-9 Vallaskóli 1-10 8200 Sveitarfélagið Árborg samtals
156
Skóli
Bekkjardeildir
Brúttó gjöld (í þús.kr.)
Fjöldi nemenda
Stöðugildi kennara með réttindi
Stöðugildi kennara án réttinda
Stöðugildi annara Stöðugildi starfmanna samtals
8508 Mýrdalshreppur Grunnskóli Mýrdalshrepps 8508 Mýrdalshreppur samtals
1-10
121.559 121.559
71 71
8,1 8,1
2,6 2,6
4,0 4,0
14,6 14,6
8509 Skaftárhreppur Kirkjubæjarskóli á Síðu 8509 Skaftárhreppur samtals
1-10
128.837 128.837
47 47
7,5 7,5
2,1 2,1
4,0 4,0
13,6 13,6
8613 Rangárþing eystra Hvolsskóli 8613 Rangárþing eystra samtals
1-10
384.671 384.671
231 231
26,0 26,0
4,0 4,0
19,1 19,1
49,1 49,1
8614 Rangárþing ytra Grunnskólinn á Hellu Laugalandsskóli, Holtum 2) 8614 Rangárþing ytra samtals
1-10 1-10
281.715 134.526 416.241
163 91 254
18,9 9,9 28,8
3,3 3,3
9,9 6,2 16,1
32,1 16,0 48,1
8710 Hrunamannahreppur Flúðaskóli 1-10 8710 Hrunamannahreppur samtals
210.267 210.267
172 172
18,4 18,4
1,0 1,0
12,9 12,9
32,2 32,2
8716 Hveragerðisbær Grunnskólinn í Hveragerði 8716 Hveragerðisbær samtals
1-10
409.231 409.231
355 355
38,8 38,8
3,0 3,0
20,2 20,2
62,0 62,0
8717 Sveitarfélagið Ölfus Grunnskólinn í Þorlákshöfn 8717 Sveitarfélagið Ölfus samtals
1-10
322.038 322.038
238 238
26,6 26,6
4,5 4,5
15,6 15,6
46,7 46,7
8719 Grímsnes- og Grafningshreppur Ljósafossskóli 1-8 8719 Grímsnes- og Grafningshreppur samtals
136.552 136.552
46 46
6,3 6,3
1,5 1,5
1,8 1,8
9,6 9,6
8720 Skeiða- og Gnúpverjahreppur Þjórsárskóli 1-7 8720 Skeiða- og Gnúpverjahreppur samtals
101.552 101.552
44 44
7,0 7,0
3,0 3,0
10,0 10,0
8721 Bláskógabyggð Grunnskóli Bláskógabyggðar 8721 Bláskógabyggð samtals
1-10
279.903 279.903
140 140
21,3 21,3
3,1 3,1
4,2 4,2
28,6 28,6
8722 Flóahreppur Flóaskóli 8722 Flóahreppur samtals
1-8
121.366 121.366
70 70
8,8 8,8
2,1 2,1
6,3 6,3
17,2 17,2
4.630.585
3.495
384,6
45,6
207,7
637,9
50.799.392
42.227
4.339,3
355,3
2.287,6
6.982,2
VIII Suðurland samtals Samtals
157
Skóli
Bekkjardeildir
Brúttó gjöld (í þús.kr.)
Fjöldi nemenda
Stöðugildi kennara með réttindi
Stöðugildi kennara án réttinda
Stöðugildi annara Stöðugildi starfmanna samtals
Einkareknir grunnskólar sem fá rekstrarstuðning frá viðkomandi sveitarfélögum I Höfuðborgarsvæði 0000 Reykjavíkurborg Barnask. Hjallast. Rvík. Landakotsskóli Skóli Ísaks Jónssonar Suðurhlíðarskóli Tjarnarskóli Waldorfskólinn Sólstafir 0000 Reykjavíkurborg samtals
1-2 1-10 1-4 1-10 7-10 1-10
0 0 0 0 0 0 0
25 97 141 47 41 38 389
4,0 13,6 20,7 4,9 4,6 5,0 52,7
0,5 3,2
2,5 4,9 13,2
1,2 1,0 5,9
1,1 1,4 23,0
7,0 21,7 33,9 4,9 6,8 7,4 81,7
1000 Kópavogsbær Waldorfskólinn Lækjarbotnum 1000 Kópavogsbær samtals
1-10
0 0
55 55
4,8 4,8
3,4 3,4
1,6 1,6
9,8 9,8
1300 Garðabær Alþjóðarskólinn á Íslandi Barnask. Hjallast. Vífilsstöðum 1300 Garðabær samtals
1-8 1-4
0 0 0
40 129 169
4,8 9,3 14,0
2,0 3,7 5,7
10,8 10,8
6,8 23,7 30,4
0 0
89 89
7,6 7,6
3,0 3,0
1,2 1,2
11,8 11,8
I Höfuðborgarsvæði samtals
0
702
79,1
18,0
36,6
133,7
Einkareknir grunnskólar samtals
0
702
79,1
18,0
36,6
133,7
50.799.392
42.929
4.418,3
373,3
2.324,2
7.115,8
1400 Hafnarfjarðarkaupstaður Barnask. Hjallast. Hjallabraut 1-4 1400 Hafnarfjarðarkaupstaður samtals
Landið allt
1) Sérskólar 2) Grunnskólar sem reknir eru í samstarfi sveitarfélaga Heimild: Ársreikningar sveitarfélaga og Hagstofa Íslands
158
Tafla 24. Upplýsingar um starfsemi leikskóla á árinu 2009
Leikskóli I Höfuðborgarsvæði 0000 Reykjavíkurborg Leikskólinn Arnarborg Leikskólinn Austurborg Leikskólinn Álftaborg Leikskólinn Árborg Leikskólinn Ásborg Leikskólinn Bakkaborg Leikskólinn Bakki Leikskólinn Barónsborg Leikskólinn Berg Leikskólinn Blásalir Leikskólinn Brákarborg Leikskólinn Brekkuborg Leikskólinn Drafnarborg Leikskólinn Dvergasteinn Leikskólinn Engjaborg Leikskólinn Fálkaborg Leikskólinn Fellaborg Leikskólinn Fífuborg Leikskólinn Foldaborg Leikskólinn Foldakot Leikskólinn Funaborg Leikskólinn Furuborg Leikskólinn Garðaborg Leikskólinn Geislabaugur Leikskólinn Grandaborg Leikskólinn Grænaborg Leikskólinn Gullborg Leikskólinn Hagaborg Leikskólinn Hamraborg Leikskólinn Hamrar Leikskólinn Hálsaborg Leikskólinn Hálsakot Leikskólinn Heiðarborg Leikskólinn Hlíðarborg Leikskólinn Hlíðarendi, Rvík Leikskólinn Hof Leikskólinn Holtaborg Leikskólinn Hólaborg Leikskólinn Hraunborg, Rvík Leikskólinn Hulduheimar Leikskólinn Jöklaborg Leikskólinn Jörfi Leikskólinn Klambrar Leikskólinn Klettaborg, Rvík Leikskólinn Kvarnaborg Leikskólinn Kvistaborg Leikskólinn Laufskálar Leikskólinn Laugaborg Leikskólinn Lindarborg Leikskólinn Lyngheimar Leikskólinn Lækjaborg Leikskólinn Maríuborg
Gjöld í þús.kr.
88.983 132.802 123.081 81.522 165.737 150.666 84.776 52.364 67.053 105.534 76.189 101.227 49.276 83.194 109.506 82.477 78.954 101.372 89.306 65.764 67.344 77.776 78.503 152.092 112.416 110.672 97.513 130.518 110.602 137.298 78.976 99.021 103.934 78.179 37.005 133.854 77.419 84.258 83.175 106.471 145.801 129.075 126.707 102.504 79.850 76.046 111.010 119.844 83.835 123.168 71.145 120.700
Tekjur í þús.kr.
10.725 17.557 14.890 11.113 23.164 19.282 15.529 6.193 7.669 16.240 9.864 15.489 6.442 11.491 14.612 9.703 7.625 14.755 10.613 8.420 9.242 10.438 8.715 20.028 13.467 14.026 13.403 18.960 15.211 22.669 10.743 14.059 14.672 8.707 4.392 18.570 11.354 10.715 10.783 15.291 19.603 18.149 14.511 15.447 11.324 11.709 15.955 15.861 11.597 17.707 11.533 18.551
4 klst
Börn í leikskóla 7 klst 5-6 eða Börn klst lengur alls
1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 1 1 0 0 0 0 0 1 0 1 0 0 0 0 0 2 0 1 0 0 0 1 1 0 0 1 1 0 0 0 0 0 0 2 0 0 0
159
5 4 1 0 2 2 2 1 4 2 3 0 0 0 6 5 4 3 1 3 1 4 0 1 2 0 0 0 3 1 2 5 4 1 0 1 2 0 2 3 3 2 2 4 4 1 5 1 5 2 4 0
61 88 85 64 117 110 68 34 37 85 49 81 34 64 77 55 44 80 59 43 52 55 52 117 80 82 78 99 82 121 56 68 78 49 24 104 61 59 62 86 104 97 85 80 59 63 82 83 55 101 60 104
67 92 86 64 119 112 70 35 41 87 52 82 34 64 83 61 49 83 60 46 53 59 53 118 83 82 78 99 85 122 60 73 83 50 24 105 64 60 64 89 108 100 87 84 63 64 87 84 62 103 64 104
Heilsd. ígildi alls
65,0 91,0 85,8 64,0 118,4 111,5 69,3 34,8 39,9 86,5 51,1 81,5 34,0 64,0 81,1 59,3 47,4 82,3 59,8 45,3 52,6 58,0 52,5 117,8 82,0 82,0 78,0 99,0 84,3 121,8 58,3 71,8 81,5 49,6 24,0 104,8 63,0 59,5 63,5 88,1 106,6 99,0 86,5 82,6 62,0 63,8 85,6 83,8 59,4 102,5 62,9 104,0
Leikskólakenn.
Stöðugildi starfsfólks Önnur Ófagl. upp. og Stöðug. mennt. annað Samt.
1,9 10,9 6,0 3,0 6,0 11,4 7,1 5,5 2,0 4,5 7,9 3,8 3,9 7,0 3,8 4,6 5,4 7,8 5,3 3,0 3,9 5,9 6,7 6,7 5,2 3,0 2,9 6,9 4,8 6,8 5,8 9,7 4,6 3,6 3,0 11,2 2,8 4,8 0,7 7,3 12,7 9,1 9,1 6,6 3,8 5,2 6,0 9,6 4,8 7,7 7,7 3,0
7,2 4,3 5,9 1,0 3,8 2,3 2,1 0,0 2,0 1,5 1,4 3,4 2,0 1,0 6,6 1,8 3,0 4,5 1,0 3,6 1,3 0,0 1,8 2,8 1,0 5,8 8,3 3,0 1,6 1,0 1,0 0,0 1,8 1,8 0,0 4,3 1,8 0,0 2,8 0,0 2,5 3,5 3,7 6,0 0,0 2,0 0,9 0,0 1,9 3,1 0,0 0,0
8,4 8,0 11,1 11,0 23,9 21,1 8,5 4,0 6,2 17,5 5,2 14,6 3,2 7,0 10,8 6,3 6,5 9,4 10,4 4,8 7,0 7,5 8,8 14,4 14,2 14,6 8,5 17,0 12,7 21,4 7,8 6,3 15,2 8,2 6,0 9,1 8,0 10,8 12,1 13,7 12,2 14,6 8,9 12,3 12,2 8,0 18,9 10,9 8,9 15,7 8,6 20,8
17,5 23,2 23,0 15,0 33,6 34,9 17,6 9,5 10,2 23,6 14,4 21,8 9,1 15,0 21,1 12,7 14,9 21,8 16,7 11,5 12,2 13,4 17,3 23,9 20,3 23,4 19,6 26,9 19,1 29,1 14,6 15,9 21,6 13,6 9,0 24,6 12,6 15,6 15,6 20,9 27,5 27,3 21,7 25,0 16,0 15,1 25,8 20,5 15,6 26,5 16,3 23,8
Leikskóli
Gjöld í þús.kr.
Tekjur í þús.kr.
4 klst
Börn í leikskóla 7 klst 5-6 eða Börn klst lengur alls
Heilsd. ígildi alls
Leikskólakenn.
Stöðugildi starfsfólks Önnur Ófagl. upp. og Stöðug. mennt. annað Samt.
Leikskólinn Múlaborg Leikskólinn Njálsborg Leikskólinn Nóaborg Leikskólinn Rauðaborg Leikskólinn Rauðhóll Leikskólinn Reynisholt Leikskólinn Rofaborg Leikskólinn Seljaborg Leikskólinn Seljakot Leikskólinn Sjónarhóll Leikskólinn Skógarborg Leikskólinn Sólbakki Leikskólinn Sólborg, Rvík Leikskólinn Sólhlíð Leikskólinn Stakkaborg Leikskólinn Steinahlíð Leikskólinn Suðurborg Leikskólinn Sunnuborg Leikskólinn Sæborg Leikskólinn Tjarnarborg Leikskólinn Vesturborg Leikskólinn Vinagerði Leikskólinn Völvuborg Leikskólinn Ægisborg Leikskólinn Öldukot Leikskólinn Ösp 0000 Reykjavíkurborg samtals
147.794 14.482 76.979 8.686 91.032 13.484 78.461 10.601 144.892 16.703 116.220 13.583 147.715 18.986 73.494 10.654 84.615 10.466 83.928 11.558 73.068 10.164 82.884 9.251 136.738 13.457 112.328 16.572 103.301 12.938 37.994 5.158 170.584 20.036 116.622 16.331 104.828 15.075 63.114 8.245 91.259 12.913 94.312 10.921 85.445 8.720 114.401 15.182 65.132 8.118 84.903 8.600 7.718.537 1.019.652
0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 1 0 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 19
2 2 2 2 1 1 4 1 2 2 0 0 4 1 1 1 3 4 1 0 1 1 4 2 0 12 167
78 48 65 61 106 85 100 58 56 61 49 50 66 88 73 27 114 84 83 45 71 61 50 84 45 46 5.527
80 50 67 64 107 86 104 59 58 63 50 50 70 89 74 29 117 88 84 45 72 62 54 86 45 59 5.713
79,5 49,5 66,4 62,9 106,8 85,8 103,0 58,8 57,5 62,5 49,5 50,0 69,0 88,8 73,8 28,1 116,3 86,8 83,8 45,0 71,8 61,8 53,0 85,5 45,0 55,1 5.657,6
6,0 7,0 3,9 3,0 10,6 11,1 8,8 4,5 4,7 4,5 5,3 5,8 9,1 5,4 5,4 1,8 7,6 9,9 7,0 1,8 7,0 4,0 6,4 7,5 2,8 4,6 457,7
3,6 1,0 3,7 2,9 4,0 2,5 0,0 0,6 2,6 4,7 0,7 2,6 8,3 4,9 2,6 1,6 7,0 1,0 1,8 3,0 1,5 4,8 1,0 3,6 0,8 1,0 193,7
1000 Kópavogsbær Leikskólinn Arnarsmári Leikskólinn Álfaheiði Leikskólinn Álfatún Leikskólinn Baugur Leikskólinn Dalur Leikskólinn Efstihjalli Leikskólinn Fagrabrekka Leikskólinn Fífusalir Leikskólinn Furugrund Leikskólinn Grænatún Leikskólinn Kópahvoll Leikskólinn Kópasteinn Leikskólinn Marbakki Leikskólinn Núpur Leikskólinn Rjúpnahæð Leikskólinn Smárahvammur Leikskólinn Sólhvörf Leikskólinn Urðarhóll 1000 Kópavogsbær samtals
125.245 116.272 126.280 166.961 118.613 150.892 100.245 158.854 121.919 102.405 108.098 121.881 120.511 134.619 165.466 124.792 150.271 193.943 2.407.267
22.337 18.449 17.473 26.544 20.848 22.499 14.867 26.294 18.264 14.385 18.081 16.936 14.699 22.790 26.169 20.633 26.634 32.029 379.931
1 2 0 0 0 1 0 0 0 1 0 1 1 1 0 1 0 1 10
0 8 4 4 8 5 4 9 3 8 4 2 10 9 5 3 5 13 104
83 74 73 115 86 99 64 109 75 56 77 71 66 91 115 89 113 127 1.583
84 84 77 119 94 105 68 118 78 65 81 74 77 101 120 93 118 141 1.697
83,5 81,0 75,6 118,0 92,0 103,1 66,6 115,5 77,3 62,4 80,0 72,9 73,9 98,0 118,8 91,8 116,5 137,0 1.663,8
9,0 10,6 5,9 7,7 9,2 11,9 5,3 4,3 11,7 6,3 7,3 9,8 8,8 7,5 5,2 8,9 7,5 17,3 154,0
2,8 1,0 3,8 9,3 2,0 2,6 2,3 10,3 2,8 1,9 1,6 2,8 3,0 5,7 10,7 0,0 2,8 1,0 66,3
14,7 11,4 15,1 14,6 17,4 17,0 11,7 21,7 8,6 12,6 10,3 8,6 12,5 14,8 16,5 16,9 19,8 15,5 259,7
26,4 23,0 24,8 31,6 28,7 31,5 19,4 36,4 23,1 20,7 19,3 21,2 24,2 28,0 32,4 25,8 30,0 33,7 480,0
129.938 141.126 271.064
26.602 30.243 56.845
0 0 0
1 4 5
89 93 182
90 97 187
89,8 96,0 185,8
8,4 12,9 21,3
0,6 1,5 2,1
12,7 9,6 22,3
21,7 24,0 45,6
1100 Seltjarnarneskaupstaður Leikskólinn Mánabrekka Leikskólinn Sólbrekka 1100 Seltjarnarneskaupstaður samtals
160
16,9 26,5 6,7 14,7 8,7 16,3 8,1 14,0 14,7 29,3 9,8 23,4 18,5 27,3 8,5 13,6 9,3 16,5 7,0 16,2 6,3 12,3 7,8 16,2 6,2 23,7 13,9 24,2 11,1 19,1 2,2 5,6 22,2 36,8 9,8 20,6 9,9 18,7 5,5 10,3 7,0 15,5 6,3 15,1 10,5 17,9 12,7 23,8 4,0 7,5 7,6 13,2 824,0 1.475,4
Leikskóli 1300 Garðabær Leikskólinn Bæjarból Leikskólinn Hæðarból Leikskólinn Kirkjuból Leikskólinn Lundarból Leikskólinn Sunnuhvoll 1300 Garðabær samtals
Gjöld í þús.kr.
Tekjur í þús.kr.
4 klst
Börn í leikskóla 7 klst 5-6 eða Börn klst lengur alls
Heilsd. ígildi alls
Leikskólakenn.
Stöðugildi starfsfólks Önnur Ófagl. upp. og Stöðug. mennt. annað Samt.
108.013 84.151 84.425 84.655 44.176 405.420
27.021 19.510 20.437 20.857 9.584 97.409
1 0 0 1 1 3
1 1 1 5 0 8
81 58 60 62 29 290
83 59 61 68 30 301
82,3 58,8 60,6 66,1 29,5 297,3
8,9 7,4 6,5 5,4 4,8 32,9
3,6 3,4 3,2 2,9 0,0 13,1
6,7 4,2 6,8 8,2 2,0 27,9
19,2 14,9 16,5 16,5 6,8 73,8
139.079 42.644 122.116 136.044 119.470
23.663 6.346 23.311 26.942 23.492
174.319 141.452 62.322 139.364 91.160 221.508 133.564 117.808 192.836 1.833.686
33.195 22.744 9.615 26.680 16.083 44.990 23.889 20.676 33.905 335.531
2 0 0 0 0 0 1 0 1 0 0 0 1 0 0 5
11 1 8 5 1 7 8 7 2 4 4 2 8 4 3 75
76 23 80 96 87 138 113 77 34 101 57 170 83 78 124 1.337
89 24 88 101 88 145 122 84 37 105 61 172 92 82 127 1.417
84,9 23,8 85,9 99,8 87,6 143,0 119,4 81,9 36,0 104,0 59,9 171,3 89,5 80,9 126,1 1.393,8
9,1 2,5 7,6 10,4 7,3 14,6 11,4 11,3 7,8 12,3 8,5 13,5 9,7 6,9 17,5 150,3
1,0 1,8 4,8 2,6 4,4 3,9 8,6 1,4 1,0 0,9 0,0 3,0 1,9 3,0 10,1 48,2
15,9 3,3 12,0 13,2 12,5 18,2 12,3 9,8 3,0 16,6 8,1 28,9 10,1 16,6 11,9 192,4
25,9 7,5 24,4 26,2 24,1 36,7 32,3 22,4 11,7 29,7 16,6 45,4 21,7 26,5 39,6 390,9
1603 Sveitarfélagið Álftanes Leikskólinn Holtakot Leikskólinn Krakkakot, Álftan. 1603 Sveitarfélagið Álftanes samtals
107.644 167.125 274.769
19.003 30.980 49.983
1 2 3
3 6 9
76 106 182
80 114 194
78,8 111,4 190,1
6,2 3,4 9,6
3,0 4,9 7,9
15,9 19,6 35,5
25,1 27,9 53,0
1604 Mosfellsbær Leikskólinn Hlaðhamrar Leikskólinn Hlíð Leikskólinn Hulduberg Leikskólinn Krikaskóli Leikskólinn Reykjakot Leikskólinn í Lágafellsskóla Leikskólinn í Varmárskóla 1604 Mosfellsbær samtals
126.616 122.087 180.345 86.292 133.927 24.422 16.724 690.413
22.576 25.628 37.545 14.903 25.822 2.277 1.341 130.092
0 0 0 0 0 0 0 0
4 7 7 3 7 1 0 29
86 95 141 73 90 30 16 531
90 102 148 76 97 31 16 560
88,8 100,1 146,3 75,3 94,9 30,8 16,0 552,0
1,0 7,8 10,4 5,1 9,4 2,3 1,0 37,1
0,0 3,7 4,0 4,6 0,0 1,1 0,0 13,4
25,2 11,3 24,6 12,9 17,2 1,0 2,0 94,2
26,2 22,8 39,1 22,6 26,6 4,4 3,0 144,7
13.601.156 2.069.443
40
397
9.632 10.069
9.940,3
862,9
7 1 0 3 1 0 12
13 4 11 8 8 4 48
86,5 75,4 81,6 82,1 74,0 80,0 479,6
7,8 12,6 10,9 8,8 10,0 6,7 56,7
1400 Hafnarfjarðarkaupstaður Leikskólinn Arnarberg Leikskólinn Álfaberg Leikskólinn Álfasteinn, Hafn.fj. Leikskólinn Hlíðarberg, Hafn.fj. Leikskólinn Hlíðarendi, Hafn.fj. Leikskólinn Hraunvellir Leikskólinn Hvammur Leikskólinn Hörðuvellir Leikskólinn Kató Leikskólinn Norðurberg Leikskólinn Smáralundur Leikskólinn Stekkjarás Leikskólinn Tjarnarás Leikskólinn Vesturkot Leikskólinn Víðivellir 1400 Hafnarfjarðarkaupstaður samtals
I Höfuðborgarsvæði samtals II Reykjanes 2000 Reykjanesbær Leikskólinn Garðasel, Rnes Leikskólinn Heiðarsel Leikskólinn Hjallatún Leikskólinn Holt Leikskólinn Tjarnarsel Leikskólinn Vesturberg 2000 Reykjanesbær samtals
134.073 121.454 120.616 126.498 124.164 153.822 780.627
21.996 18.535 19.758 19.015 17.266 18.791 115.361
161
74 72 74 75 68 77 440
94 77 85 86 77 81 500
344,8 1.455,9 2.663,5
2,0 0,0 0,5 0,0 0,0 2,0 4,5
15,2 7,6 10,5 11,9 12,7 12,7 70,6
24,9 20,2 21,9 20,7 22,7 21,3 131,8
Leikskóli
Gjöld í þús.kr.
Tekjur í þús.kr.
4 klst
Börn í leikskóla 7 klst 5-6 eða Börn klst lengur alls
Heilsd. ígildi alls
Leikskólakenn.
Stöðugildi starfsfólks Önnur Ófagl. upp. og Stöðug. mennt. annað Samt.
2300 Grindavíkurbær Leikskólinn Laut 2300 Grindavíkurbær samtals
138.978 138.978
21.989 21.989
1 1
29 29
72 72
102 102
93,3 93,3
6,4 6,4
2,3 2,3
15,2 15,2
23,9 23,9
2503 Sandgerðisbær Leikskólinn Sólborg Sandg. 2503 Sandgerðisbær samtals
165.825 165.825
23.474 23.474
7 7
26 26
92 92
125 125
113,8 113,8
4,8 4,8
1,9 1,9
28,3 28,3
35,0 35,0
2506 Sveitarfélagið Vogar Leikskólinn Suðurvellir 2506 Sveitarfélagið Vogar samtals
119.738 119.738
25.657 25.657
2 2
10 10
79 79
91 91
87,0 87,0
4,4 4,4
2,5 2,5
14,6 14,6
21,5 21,5
1.205.168
186.481
22
113
683
818
773,6
72,3
11,2
128,7
212,2
164.207 96.436 86.166 173.555 520.364
33.753 20.863 18.618 36.767 110.001
3 2 1 7 13
16 4 17 22 59
93 68 54 105 320
112 74 72 134 392
106,0 72,0 66,6 123,1 367,8
14,9 10,5 9,1 14,9 49,3
0,0 1,0 0,0 1,0 2,0
11,6 5,3 6,7 11,8 35,3
26,5 16,8 15,8 27,6 86,6
52.537 52.537
4.318 4.318
0 0
10 10
28 28
38 38
35,3 35,3
2,0 2,0
1,0 1,0
6,8 6,8
9,8 9,8
3609 Borgarbyggð Leikskólinn Andabær Leikskólinn Hnoðraból Leikskólinn Klettaborg, Borgarb. Leikskólinn Ugluklettur Leikskólinn Varmalandi 3609 Borgarbyggð samtals
79.195 23.609 88.358 91.255 16.970 299.387
15.372 4.458 17.925 21.720 2.825 62.300
0 0 3 3 1 7
2 3 19 13 1 38
39 10 37 46 7 139
41 13 59 62 9 184
40,5 12,1 51,5 56,9 8,1 169,1
6,4 1,0 8,2 2,5 1,0 19,2
1,0 0,0 0,2 1,8 0,0 2,9
6,1 3,2 8,9 12,5 2,2 32,9
13,5 4,2 17,3 16,9 3,2 55,0
3709 Grundarfjarðarbær Leikskólinn Sólvellir, Gr.fj. 3709 Grundarfjarðarbær samtals
66.679 66.679
12.546 12.546
1 1
19 19
20 20
40 40
34,8 34,8
4,6 4,6
1,6 1,6
5,3 5,3
11,5 11,5
3711 Stykkishólmsbær Leikskólinn Stykkishólmi 3711 Stykkishólmsbær samtals
96.756 96.756
21.730 21.730
11 11
13 13
29 29
53 53
43,5 43,5
4,5 4,5
0,0 0,0
12,4 12,4
16,9 16,9
80.598 58.454 139.052
16.591 12.023 28.614
5 1 6
12 17 29
41 24 65
58 42 100
51,9 36,6 88,5
1,0 1,0 2,0
1,9 3,1 5,0
12,7 8,1 20,8
15,6 12,2 27,8
1.174.775
239.509
38
168
601
807
738,9
81,5
12,6
113,4
207,6
51.751 51.751
13.381 13.381
5 5
13 13
34 34
52 52
45,5 45,5
3,6 3,6
0,0 0,0
6,7 6,7
10,3 10,3
II Reykjanes samtals III Vesturland 3000 Akraneskaupstaður Leikskólinn Akrasel Leikskólinn Garðasel Ak.nes Leikskólinn Teigasel Leikskólinn Vallarsel 3000 Akraneskaupstaður samtals 3511 Hvalfjarðarsveit Leikskólinn Skýjaborg 3511 Hvalfjarðarsveit samtals
3714 Snæfellsbær Leikskólinn Krílakot, Snæf. Leikskólinn Kríuból 3714 Snæfellsbær samtals III Vesturland samtals IV Vestfirðir 4100 Bolungarvíkurkaupstaður Leikskólinn Glaðheimar, Bol.v.. 4100 Bolungarvíkurkaupstaður samtals
162
Leikskóli 4200 Ísafjarðarbær Leikskólinn Bakkaskjól Leikskólinn Eyrarskjól Leikskólinn Grænigarður Leikskólinn Laufás Leikskólinn Sólborg, Ísafj. Leikskólinn Tjarnarbær 4200 Ísafjarðarbær samtals
Gjöld í þús.kr.
Tekjur í þús.kr.
4 klst
Börn í leikskóla 7 klst 5-6 eða Börn klst lengur alls
Heilsd. ígildi alls
Leikskólakenn.
Stöðugildi starfsfólks Önnur Ófagl. upp. og Stöðug. mennt. annað Samt.
23.121 82.544 20.377 24.079 116.699 24.912 291.732
4.158 21.540 3.356 5.698 24.753 6.552 66.057
1 0 0 5 1 2 9
1 7 4 6 10 24 52
14 58 6 6 69 6 159
16 65 10 17 80 32 220
15,3 63,0 8,5 12,5 76,9 24,0 200,1
2,0 4,4 1,0 1,0 9,8 2,0 20,2
0,0 1,8 0,0 0,0 3,0 0,0 4,8
3,0 11,2 2,5 3,8 11,4 3,9 35,9
5,0 17,3 3,5 4,8 24,3 5,9 60,8
4502 Reykhólahreppur Leikskólinn Hólabær 4502 Reykhólahreppur samtals
28.809 28.809
3.983 3.983
0 0
8 8
15 15
23 23
20,8 20,8
1,0 1,0
0,2 0,2
3,5 3,5
4,7 4,7
4604 Tálknafjarðarhreppur Leikskólinn Vindheimar 4604 Tálknafjarðarhreppur samtals
24.297 24.297
4.200 4.200
1 1
9 9
10 10
20 20
16,4 16,4
0,8 0,8
0,4 0,4
2,3 2,3
3,4 3,4
4607 Vesturbyggð Leikskólinn Araklettur Leikskólinn Tjarnarbrekka 4607 Vesturbyggð samtals
35.911 11.005 46.916
7.255 2.360 9.615
3 2 5
4 0 4
20 7 27
27 9 36
24,3 8,0 32,3
2,0 1,2 3,2
0,0 0,0 0,0
3,5 2,0 5,5
5,5 3,2 8,7
4803 Súðavíkurhreppur Leikskólinn Kofrasel 4803 Súðavíkurhreppur samtals
20.991 20.991
768 768
0 0
5 5
7 7
12 12
10,8 10,8
1,0 1,0
0,0 0,0
1,8 1,8
2,8 2,8
4911 Strandabyggð Leikskólinn Lækjarbrekka 4911 Strandabyggð samtals
36.553 36.553
2 2
5 5
17 17
24 24
21,5 21,5
2,0 2,0
1,6 1,6
3,6 3,6
7,2 7,2
22
96
269
387
347,3
31,8
6,9
59,1
97,9
IV Vestfirðir samtals
501.049
5.252 5.252 0 103.256
V Norðurland vestra 5200 Sveitarfélagið Skagafjörður Leikskólinn Birkilundur Leikskólinn Furukot Leikskólinn Glaðheimar, Skagafj. Leikskólinn Tröllaborg 5200 Sveitarfélagið Skagafjörður samt.
49.313 94.208 99.479 49.164 292.164
17.104 15.190 18.794 7.762 58.850
6 6 14 3 29
16 3 18 13 50
13 62 55 24 154
35 71 87 40 233
27,4 67,1 75,4 33,9 203,8
3,7 11,6 5,5 3,0 23,8
1,0 0,0 1,5 2,0 4,5
5,0 10,1 13,7 6,8 35,6
9,8 21,7 20,7 11,8 64,0
5508 Húnaþing vestra Leikskólinn Ásgarður 5508 Húnaþing vestra samtals
72.896 72.896
15.215 15.215
9 9
24 24
39 39
72 72
60,1 60,1
1,0 1,0
2,2 2,2
17,9 17,9
21,1 21,1
5604 Blönduósbær Leikskólinn Barnabær 5604 Blönduósbær samtals
81.571 81.571
18.723 18.723
1 1
7 7
49 49
57 57
54,1 54,1
5,6 5,6
0,9 0,9
9,3 9,3
15,7 15,7
5609 Sveitarfélagið Skagaströnd Leikskólinn Barnaból, Skagastr. 5609 Sveitarfélagið Skagaströnd samt.
43.439 43.439
11.793 11.793
8 8
5 5
26 26
39 39
33,8 33,8
2,8 2,8
1,9 1,9
6,8 6,8
11,5 11,5
163
Leikskóli 5612 Húnavatnshreppur Leikskólinn Vallaból 5612 Húnavatnshreppur samtals
Gjöld í þús.kr.
Tekjur í þús.kr.
4 klst
Börn í leikskóla 7 klst 5-6 eða Börn klst lengur alls
Heilsd. ígildi alls
Leikskólakenn.
Stöðugildi starfsfólks Önnur Ófagl. upp. og Stöðug. mennt. annað Samt.
20.416 20.416
0 0
0 0
0 0
14 14
14 14
14,0 14,0
2,1 2,1
0,0 0,0
1,9 1,9
4,0 4,0
510.486
104.581
47
86
282
415
365,8
35,3
9,5
71,5
116,3
100.386 44.163 106.568 110.594 121.604 87.099 140.621 73.648 80.246 14.921 85.330 116.016 1.081.196
20.396 7.700 19.413 24.030 24.630 16.481 29.414 13.934 14.696 2.180 13.837 20.658 207.369
1 0 2 2 3 2 2 1 2 4 4 2 25
6 5 11 8 18 12 9 14 9 3 10 11 116
59 28 66 89 91 56 112 51 53 13 45 73 736
66 33 79 99 112 70 123 66 64 20 59 86 877
63,8 31,8 74,9 95,6 105,4 65,3 119,6 61,5 60,4 17,3 54,1 82,0 831,5
9,6 5,4 13,1 13,4 17,5 11,0 15,6 10,7 10,8 0,0 5,0 4,0 116,1
0,0 0,0 2,0 0,0 3,5 0,0 3,6 1,0 0,0 0,5 4,8 2,0 17,4
8,7 4,0 6,0 9,3 7,7 6,5 9,9 2,7 4,5 3,1 7,9 16,1 86,5
18,3 9,4 21,1 22,8 28,7 17,5 29,1 14,4 15,4 3,6 17,7 22,1 220,1
6100 Norðurþing Leikskólinn Grænuvellir Leikskólinn Krílakot, Öxafj. 6100 Norðurþing samtals
185.037 11.520 196.557
29.281 0 29.281
0 4 4
5 3 8
113 2 115
118 9 127
116,1 6,3 122,4
13,3 1,0 14,3
1,0 0,0 1,0
17,8 1,4 19,2
32,1 2,4 34,5
6250 Fjallabyggð Leikskólinn Leikhólar Leikskólinn Leikskálar 6250 Fjallabyggð samtals
65.914 67.843 133.757
8.887 9.679 18.566
0 3 3
7 8 15
28 34 62
35 45 80
32,8 41,3 74,0
1,9 4,5 6,4
1,0 1,5 2,5
7,5 5,3 12,8
10,4 11,3 21,7
6400 Dalvíkurbyggð Leikskólinn Krílakot, Dalv. Leikskólinn Leikbær Leikskólinn Kátakot 6400 Dalvíkurbyggð samtals
76.990 19.814 33.187 129.991
14.822 4.095 4.107 23.024
8 4 0 12
24 7 15 46
29 7 20 56
61 18 35 114
50,1 14,1 31,0 95,3
5,8 1,5 1,7 9,0
1,0 0,0 0,9 1,9
6,0 2,1 3,7 11,8
12,8 3,6 6,3 22,7
6513 Eyjafjarðarsveit Leikskólinn Krummakot, Eyjafj.sv. 6513 Eyjafjarðarsveit samtals
80.411 80.411
16.492 16.492
1 1
11 11
46 46
58 58
54,4 54,4
4,9 4,9
3,0 3,0
5,3 5,3
13,2 13,2
6514 Hörgársveit Leikskólinn Álfasteinn, Hörg.b. 6514 Hörgársveit samtals
49.169 49.169
18.220 18.220
2 2
7 7
23 23
32 32
28,6 28,6
4,5 4,5
0,8 0,8
2,0 2,0
7,3 7,3
6601 Svalbarðsstrandarhreppur Leikskólinn Álfaborg, Sv.st.hr. 6601 Svalbarðsstrandarhreppur samt.
35.536 35.536
4.311 4.311
1 1
5 5
19 19
25 25
23,3 23,3
0,9 0,9
0,0 0,0
5,2 5,2
6,1 6,1
6602 Grýtubakkahreppur Leikskólinn Krummafótur 6602 Grýtubakkahreppur samtals
26.792 26.792
4.161 4.161
0 0
5 5
12 12
17 17
15,5 15,5
1,9 1,9
0,9 0,9
3,1 3,1
5,9 5,9
V Norðurland vestra samtals VI Norðurland eystra 6000 Akureyrarkaupstaður Leikskólinn Flúðir Leikskólinn Holtakot Leikskólinn Iðavöllur Leikskólinn Kiðagil Leikskólinn Krógaból Leikskólinn Lundarsel Leikskólinn Naustatjörn Leikskólinn Pálmholt Leikskólinn Síðusel Leikskólinn Smábær Leikskólinn Sunnuból Leikskólinn Tröllaborgir 6000 Akureyrarkaupstaður samtals
164
Leikskóli
Gjöld í þús.kr.
Tekjur í þús.kr.
4 klst
Börn í leikskóla 7 klst 5-6 eða Börn klst lengur alls
Heilsd. ígildi alls
Leikskólakenn.
Stöðugildi starfsfólks Önnur Ófagl. upp. og Stöðug. mennt. annað Samt.
6607 Skútustaðahreppur Leikskólinn Ylur 6607 Skútustaðahreppur samtals
15.613 15.613
1.770 1.770
2 2
2 2
5 5
9 9
7,5 7,5
1,4 1,4
0,0 0,0
1,3 1,3
2,7 2,7
6612 Þingeyjarsveit Leikskólinn Barnaborg, Þing.sv Leikskólinn Krílabær, Þing.sv. Leikskólinn Tjarnaskjól 6612 Þingeyjarsveit samtals
28.034 18.995 14.128 61.157
3.899 1.611 2.715 8.225
1 0 0 1
6 2 7 15
11 6 9 26
18 8 16 42
16,0 7,5 14,1 37,6
1,0 1,4 2,7 5,0
0,9 0,2 0,2 1,3
4,4 2,4 2,4 9,2
6,2 4,0 5,3 15,5
6709 Langanesbyggð Leikskólinn Barnaból, Þórsh.hr. Leikskólinn Krakkakot, Þórsh.hr. 6709 Langanesbyggð samtals
29.693 12.892 42.585
9.042 1.398 10.440
1 0 1
5 2 7
28 3 31
34 5 39
31,9 4,5 36,4
2,6 1,0 3,6
0,0 0,0 0,0
5,9 1,5 7,4
8,48 2,5 11,0
1.852.764
341.859
52
237
1.131
1.420
1.326,4
168,0
28,8
163,9
360,6
51.911 51.911
6.218 6.218
2 2
0 0
38 38
40 40
39,0 39,0
5,8 5,8
2,8 2,8
4,4 4,4
13,0 13,0
16.433 85.051 54.727 109.494 121.779 387.484
1.596 13.354 4.835 17.689 22.331 59.805
2 6 4 5 2 19
4 9 18 16 13 60
4 49 13 53 82 201
10 64 35 74 97 280
7,5 57,9 27,3 66,5 92,5 251,6
0,9 3,5 2,9 5,2 5,6 18,1
0,3 2,0 0,6 0,0 0,0 2,9
1,4 9,4 5,2 11,7 17,7 45,5
2,6 14,9 8,7 16,8 23,3 66,4
7502 Vopnafjarðarhreppur Leikskólinn Brekkubær 7502 Vopnafjarðarhreppur samtals
53.432 53.432
10.006 10.006
3 3
22 22
22 22
47 47
39,3 39,3
4,2 4,2
0,0 0,0
5,7 5,7
9,9 9,9
7509 Borgarfjarðarhreppur Leikskólinn Glaumbær 7509 Borgarfjarðarhreppur samtals
2.955 2.955
395 395
1 1
3 3
0 0
4 4
2,4 2,4
0,0 0,0
0,1 0,1
0,9 0,9
1,0 1,0
7613 Breiðdalshreppur Leikskólinn Ástún 7613 Breiðdalshreppur samtals
10.341 10.341
1.133 1.133
0 0
6 6
0 0
6 6
4,5 4,5
0,0 0,0
0,0 0,0
1,7 1,7
1,7 1,7
7617 Djúpavogshreppur Leikskólinn Bjarkatún 7617 Djúpavogshreppur samtals
40.837 40.837
6.923 6.923
2 2
15 15
14 14
31 31
25,6 25,6
1,0 1,0
0,0 0,0
7,5 7,5
8,5 8,5
58.178 197.742 12.716 84.681 353.317
8.779 30.219 5.005 12.928 56.931
0 1 0 0 1
14 31 1 7 53
26 96 10 43 175
40 128 11 50 229
35,5 118,6 10,8 48,0 212,9
5,2 8,5 2,0 7,1 22,8
0,0 1,8 0,0 1,0 2,8
6,2 21,8 0,0 6,5 34,5
11,3 32,1 2,0 14,7 60,1
VI Norðurland eystra samtals VII Austurland 7000 Seyðisfjarðarkaupstaður Leikskólinn Sólvellir, Seyðisfj. 7000 Seyðisfjarðarkaupstaður samtals 7300 Fjarðabyggð Leikskólinn Balaborg Leikskólinn Dalborg Leikskólinn Kæribær, Fj.b. Leikskólinn Lyngholt Leikskólinn Sólvellir, Fj.b. 7300 Fjarðabyggð samtals
7620 Fljótsdalshérað Leikskólinn Hádegishöfði Leikskólinn Skógarland Leikskólinn Skógarsel Leikskólinn Tjarnarland 7620 Fljótsdalshérað samtals
165
Leikskóli 7708 Sveitarfélagið Hornafjörður Leikskólinn Krakkakot, Horn.fj. Leikskólinn Lönguhólar 7708 Sveitarfélagið Hornafjörður samt.
Gjöld í þús.kr.
Tekjur í þús.kr.
4 klst
Börn í leikskóla 7 klst 5-6 eða Börn klst lengur alls
Heilsd. ígildi alls
Leikskólakenn.
Stöðugildi starfsfólks Önnur Ófagl. upp. og Stöðug. mennt. annað Samt.
59.309 64.165 123.474
9.857 10.989 20.846
8 6 14
16 12 28
27 33 60
51 51 102
42,1 45,0 87,1
4,6 3,4 8,0
0,0 0,6 0,6
7,0 9,9 16,9
11,6 13,9 25,5
1.023.751
162.257
42
187
510
739
662,4
60,0
9,2
117,0
186,2
95.408 192.492 287.900
17.757 27.154 44.911
6 4 10
14 12 26
56 78 134
76 94 170
68,9 88,9 157,8
8,4 10,5 18,9
1,6 0,0 1,6
8,3 13,3 21,6
18,4 23,7 42,1
112.708 158.537 57.468 156.294 155.549 53.931 694.487
19.917 28.246 8.987 32.525 28.319 6.711 124.705
1 2 1 11 5 0 20
13 16 11 29 22 0 91
67 94 23 94 92 20 390
81 112 35 134 119 20 501
77,1 106,5 31,6 120,9 110,5 20,0 466,6
11,2 12,2 4,4 10,1 9,8 2,0 49,8
1,6 0,0 0,0 1,0 3,1 1,0 6,8
11,9 19,5 6,7 15,3 20,0 2,4 75,8
24,8 31,8 11,1 26,4 32,9 5,4 132,4
8508 Mýrdalshreppur Leikskólinn Suður-Vík 8508 Mýrdalshreppur samtals
38.127 38.127
7.468 7.468
0 0
3 3
26 26
29 29
27,9 27,9
1,0 1,0
2,3 2,3
3,0 3,0
6,3 6,3
8509 Skaftárhreppur Leikskólinn Kæribær, Skaftárhr. 8509 Skaftárhreppur samtals
18.352 18.352
3.449 3.449
1 1
0 0
12 12
13 13
12,5 12,5
2,0 2,0
0,0 0,0
1,3 1,3
3,3 3,3
8613 Rangárþing eystra Leikskólinn Örk 8613 Rangárþing eystra samtals
108.234 108.234
21.565 21.565
12 12
14 14
64 64
90 90
79,8 79,8
11,5 11,5
0,0 0,0
11,1 11,1
22,6 22,6
8614 Rangárþing ytra Leikskólinn Heklukot Leikskólinn Laugalandi 8614 Rangárþing ytra samtals
111.811 42.710 154.521
16.161 6.997 23.158
6 0 6
12 4 16
51 25 76
69 29 98
62,8 27,6 90,4
5,4 2,0 7,4
1,0 1,9 2,9
14,6 4,4 19,0
20,9 8,3 29,2
53.619 53.619
8.601 8.601
6 6
6 6
27 27
39 39
34,0 34,0
2,0 2,0
0,0 0,0
7,6 7,6
9,6 9,6
8716 Hveragerðisbær Leikskólinn Óskaland Leikskólinn Undraland, Hverag. 8716 Hveragerðisbær samtals
119.232 68.944 188.176
26.678 13.101 39.779
0 3 3
10 8 18
80 40 120
90 51 141
87,3 47,3 134,5
4,7 1,0 5,7
3,9 3,4 7,3
14,6 11,0 25,5
23,2 15,4 38,5
8717 Sveitarfélagið Ölfus Leikskólinn Bergheimar 8717 Sveitarfélagið Ölfus samtals
103.145 103.145
16.468 16.468
0 0
12 12
66 66
78 78
74,3 74,3
8,7 8,7
1,0 1,0
10,5 10,5
20,2 20,2
8719 Grímsnes- og Grafningshreppur Leikskólinn Kátaborg 22.625 8719 Grímsnes- og Grafningshreppur samt. 22.625
3.512 3.512
0 0
1 1
13 13
14 14
13,8 13,8
1,6 1,6
0,4 0,4
1,7 1,7
3,7 3,7
VII Austurland samtals VIII Suðurland 8000 Vestmannaeyjabær Leikskólinn Kirkjugerði Leikskólinn Sóli 8000 Vestmannaeyjabær samtals 8200 Sveitarfélagið Árborg Leikskólinn Álfheimar Leikskólinn Árbær Leikskólinn Brimver Leikskólinn Hulduheimar Leikskólinn Jötunheimar Leikskólinn Æskukot 8200 Sveitarfélagið Árborg samtals
8710 Hrunamannahreppur Leikskólinn Undraland, Hr.m.hr. 8710 Hrunamannahreppur samtals
166
Gjöld í þús.kr.
Leikskóli 8720 Skeiða- og Gnúpverjahreppur Leikskólinn Leikholt 8720 Skeiða- og Gnúpverjahreppur samt. 8721 Bláskógabyggð Leikskólinn Álfaborg Blásk.b. Leikskólinn Gullkistan Leikskólinn í Auðarskóla 8721 Bláskógabyggð samtals 8722 Flóahreppur Leikskólinn Krakkaborg 8722 Flóahreppur samtals VIII Suðurland samtals Samtals
Tekjur í þús.kr.
4 klst
Börn í leikskóla 7 klst 5-6 eða Börn klst lengur alls
Heilsd. ígildi alls
Leikskólakenn.
Stöðugildi starfsfólks Önnur Ófagl. upp. og Stöðug. mennt. annað Samt.
52.360 52.360
4.353 4.353
0 0
10 10
20 20
30 30
27,0 27,0
3,2 3,2
0,9 0,9
4,4 4,4
8,5 8,5
40.788 40.270 44.552 125.610
5.580 7.805 6.970 20.355
4 2 2 8
14 2 10 26
10 22 22 54
28 26 34 88
22,1 24,5 29,9 76,5
2,2 3,5 1,0 6,7
0,0 0,0 1,3 1,3
4,8 2,5 5,8 13,1
7,0 6,0 8,1 21,0
58.549 58.549
9.269 9.269
1 1
14 14
21 21
36 36
31,6 31,6
0,0 0,0
0,5 0,5
11,8 11,8
12,3 12,3
1.905.705
327.593
67
237
1.023
1.327
1.226,5
118,4
24,9
206,3
349,7
21.774.854 3.534.979
330 1.521 14.131 15.982 15.381,0 1.430,2
Einkareknir leikskólar sem fá rekstrarstuðning frá viðkomandi sveitarfélögum I Höfuðborgarsvæði 0000 Reykjavíkurborg Barnaheimilið Ós 0 0 Leikskóli KFUM og KFUK 4 3 Leikskólinn 101 0 0 Leikskólinn Fossakot 2 3 Leikskólinn Korpukot 0 6 Leikskólinn Lundur 0 2 Leikskólinn Regnboginn 0 0 Leikskólinn Skerjagarður 0 0 Leikskólinn Sólgarður 0 0 Leikskólinn Sælukot 0 0 Leikskólinn Vinaminni 0 1 Waldorfleikskólinn Sólstafir 0 0 Leikskólinn Askja 0 1 Leikskólinn Ársól 1 9 0000 Reykjavíkurborg samtals 7 25
447,9 2.315,8 4.193,9
27 56 28 71 92 41 72 47 51 39 49 76 25 34 708
27 63 28 76 98 43 72 47 51 39 50 76 26 44 740
27,0 60,3 28,0 74,3 96,5 42,5 72,0 47,0 51,0 39,0 49,8 76,0 25,8 41,1 730,1
2,0 3,8 1,0 3,0 2,0 1,1 6,8 2,6 2,5 1,0 4,2 3,0 5,0 2,0 40,1
2,0 3,5 0,0 0,8 3,3 2,1 0,0 1,5 0,0 1,0 0,0 6,0 2,5 1,1 23,8
2,0 6,2 7,7 15,3 19,4 6,8 12,5 6,7 12,8 6,7 7,4 8,9 2,0 10,0 124,3
6,0 13,4 8,7 19,0 24,7 10,1 19,4 10,8 15,3 8,7 11,6 17,9 9,5 13,1 188,1
1000 Kópavogsbær Leikskólinn Kjarrið, Dalsmára Leikskólinn Kór Leikskólinn Undraland, Kóp. Waldorfleikskólinn Ylur Leikskólinn Aðalþing 1000 Kópavogsbær samtals
0 0 0 0 0 0
2 3 0 0 7 12
50 121 28 17 104 320
52 124 28 17 111 332
51,5 123,1 28,0 17,0 109,1 328,8
5,0 6,0 2,0 0,2 6,0 19,2
1,0 8,1 0,0 1,0 2,8 12,9
7,0 17,5 3,5 2,2 25,7 56,0
13,0 31,6 5,5 3,4 34,5 88,0
1300 Garðabær Leikskóladeild Hjallastefnunnar Leikskólinn Ásar Leikskólinn Kjarrið, Rjúpnahæð Leikskólinn Sjáland Leikskólinn Litlu-Ásar 1300 Garðabær samtals
0 0 0 1 0 1
0 4 3 5 2 14
44 107 23 105 27 306
44 111 26 111 29 321
44,0 109,8 25,3 109,1 28,5 316,6
5,4 5,2 2,5 3,7 5,3 22,0
0,0 6,6 1,6 6,7 0,0 14,8
1,7 13,4 0,6 14,4 3,1 33,3
7,1 25,1 4,7 24,8 8,4 70,1
167
Leikskóli
Gjöld í þús.kr.
Tekjur í þús.kr.
1400 Hafnarfjarðarkaupstaður Leikskólinn Bjarmi Leikskólinn Hamravellir Leikskólinn Hjalli Leikskólinn Litli-hjalli 1400 Hafnarfjarðarkaupstaður samtals
4 klst
Börn í leikskóla 7 klst 5-6 eða Börn klst lengur alls
Heilsd. ígildi alls
Leikskólakenn.
Stöðugildi starfsfólks Önnur Ófagl. upp. og Stöðug. mennt. annað Samt.
0 0 0 0 0
1 10 12 1 24
23 104 134 29 290
24 114 146 30 314
23,8 111,4 142,8 29,8 307,6
2,8 1,0 9,7 2,0 15,5
0,0 5,8 0,9 1,0 7,7
6,0 21,3 15,3 4,9 47,5
8,9 28,1 25,8 7,9 70,7
I Höfuðborgarsvæði samtals
8
75
1.624
1.707
1.683,1
96,8
59,2
261,0
416,9
II Reykjanes 2000 Reykjanesbær Leikskólinn Akur Leikskólinn Gimli Leikskólinn Háaleiti Leikskólinn Völlur 2000 Reykjanesbær samtals
3 0 0 0 3
23 4 2 8 37
92 74 45 71 282
118 78 47 79 322
109,5 76,8 46,4 76,8 309,4
10,0 7,4 0,0 4,0 21,4
1,8 4,3 3,0 2,0 11,1
14,8 7,4 8,3 13,4 43,9
26,5 19,1 11,3 19,4 76,4
2300 Grindavíkurbær Leikskólinn við Krók 2300 Grindavíkurbær samtals
2 2
38 38
64 64
104 104
91,4 91,4
3,7 3,7
2,4 2,4
14,0 14,0
20,0 20,0
2504 Sveitarfélagið Garður Leikskólinn Gefnarborg 2504 Sveitarfélagið Garður samtals
4 4
22 22
66 66
92 92
83,5 83,5
3,6 3,6
0,8 0,8
15,3 15,3
19,6 19,6
II Reykjanes samtals
9
97
412
518
484,3
28,7
14,2
73,1
116,0
III Vesturland 3609 Borgarbyggð Leikskólinn Hraunborg, Borgarb. 3609 Borgarbyggð samtals
0 0
0 0
30 30
30 30
30,0 30,0
4,0 4,0
0,0 0,0
2,8 2,8
6,8 6,8
III Vesturland samtals
0
0
30
30
30,0
4,0
0,0
2,8
6,8
VI Norðurland eystra 6000 Akureyrarkaupstaður Leikskólinn Hlíðaból Leikskólinn Hólmasól 6000 Akureyrarkaupstaður samtals
0 2 2
5 25 30
42 131 173
47 158 205
45,5 150,1 195,6
3,6 17,7 21,3
1,5 4,0 5,5
7,3 11,1 18,4
12,4 32,8 45,2
VI Norðurland eystra samtals
2
30
173
205
195,6
21,3
5,5
18,4
45,2
19
202
2.239
2.460
2.393,0
150,8
78,9
355,2
584,9
Alls einkareknir leikskólar Landið allt
21.774.854 3.534.979
349 1.723 16.370 18.442 17.774,0 1.581,0
Heilsdagsígildi er reiknað þannig: 4 st. =0,5 hdíg.; 5 st.=0,625 hdíg.; 6 st.=0,75 hdíg.; 7 st. og meira=1,0 hdíg. Heimild: Ársreikningar sveitarfélaga og Hagstofa íslands
168
526,8 2.671,1 4.778,8
6
SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA
Samband íslenskra sveitarfélaga var stofnað 11. júní 1945. Að stofnun þess stóðu 53 sveitarfélög, þar á meðal höfuðborgin og átta stærstu kaupstaðir landsins. Frá árinu 1970 hafa öll sveitarfélög landsins verið aðilar að sambandinu.
HLUTVERK SAMBANDSINS OG STJÓRNAR ÞESS Hlutverk sambandsins er tilgreint í 2. gr. samþykkta þess og er það eftirfarandi: Að vera sameiginlegur málsvari sveitarfélaganna í landinu og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum þeirra og samstarfi. Að þjóna sveitarfélögum á sviði vinnumarkaðsmála, annast kjarasamningsgerð og hafa fyrirsvar í kjaramálum fyrir þau sveitarfélög sem veita umboð sitt til þess, hafa frumkvæði að rannsóknum og sinna upplýsingagjöf til sveitarfélaga um kjaramál. Að vera fulltrúi íslenskra sveitarfélaga gagnvart ríkisvaldinu og öðrum innlendum aðilum, eftir því sem við á. Að vera fulltrúi íslenskra sveitarfélaga gagnvart erlendum samtökum um sveitarstjórnarmál, alþjóðastofnunum og öðrum þeim aðilum erlendis, er láta sig sveitarstjórnarmálefni skipta. Að vinna að almennri fræðslu um sveitarstjórnarmál með ráðstefnu-, námskeiða- og fundahaldi og útgáfu- og upplýsingastarfsemi fyrir sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Landsþing hefur æðsta vald í málefnum sambandsins. Öll sveitarfélög eiga rétt á að senda fulltrúa á landsþing, mismarga eftir íbúafjölda. Á landsþingi er stefna sambandsins og starfsáætlun samþykkt og á landsþingi sem haldið er að hausti á sama ári og sveitarstjórnarkosningar fara fram er kosin 11 manna stjórn þess. Í 14. gr. samþykkta sambandsins er kveðið á um verkefni stjórnarinnar, en þau eru eftirfarandi: Stjórnin fer með yfirstjórn sambandsins milli landsþinga. Stjórnin er í forsvari fyrir sambandið út á við og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Stjórnin heldur fundi að jafnaði einu sinni í mánuði og skal til þeirra boðað bréflega með hæfilegum fyrirvara. Stjórnin skal fyrir lok desember ár hvert samþykkja starfsáætlun og fjárhagsáætlun sambandsins fyrir næsta ár. Innan tveggja mánaða frá
169
samþykkt fjárhagsáætlunar skal stjórnin samþykkja rammaáætlun til næstu þriggja ára þar á eftir. Stjórnin skal fyrir lok febrúarmánaðar hafa samþykkt reikninga sambandsins fyrir næstliðið ár. Stjórnin getur skipað fastanefndir til að fjalla um einstök mál eða málaflokka. Umboð slíkra nefnda fellur niður við stjórnarskipti.
STJÓRN OG VARASTJÓRN Á XXIV. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið var á Akureyri dagana 29. september til 1. október 2010, var kosin ný stjórn fyrir sambandið. Í henni eiga sæti: Halldór Halldórsson, Ísafjarðarbæ, formaður Dagur B. Eggertsson, Reykjavíkurborg Hanna Birna Kristjánsdóttir, Reykjavíkurborg Óttarr Ólafur Proppé, Reykjavíkurborg Guðríður Arnardóttir, Kópavogsbæ, Gunnar Einarsson, Garðabæ Elín R. Líndal, Húnþingi vestra Eiríkur Björn Björgvinsson, Akureyrarkaupstað Gunnlaugur Stefánsson, Norðurþingi Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerðisbæ og Jórunn Einarsdóttir, Vestmannaeyjabæ. Varamenn voru kosnir í sömu röð: Björn Bjarki Þorsteinsson, Borgarbyggð Oddný Sturludóttir, Reykjavíkurborg Júlíus Vífill Ingvarsson, Reykjavíkurborg Björk Vilhelmsdóttir, Reykjavíkurborg Guðmundur R. Árnason, Hafnarfjarðarkaupstað Haraldur Sverrisson, Mosfellsbæ Sigríður G. Bjarnadóttir, Borgarbyggð Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðisfjarðarkaupstað Stefán Bogi Sveinsson, Fljótsdalshéraði Böðvar Jónsson, Reykjanesbæ og Bjarni Harðarson, Sveitarfélaginu Árborg.
SKRIFSTOFA SAMBANDSINS Skrifstofa sambandsins og Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. er til húsa á fimmtu hæð að Borgartúni 30 í Reykjavík. Símanúmer er 515 4900. Framkvæmdastjóri sambandsins er Karl Björnsson.
170
7
LÁNASJÓÐUR SVEITARFÉLAGA OHF.
ALMENNT UM LS Meginhlutverk lánasjóðsins er að tryggja íslenskum sveitarfélögum, stofnunum þeirra og fyrirtækjum lánsfé á hagstæðum kjörum. Jafnframt er það markmið lánasjóðsins að skapa valkost á lánsfjármarkaði fyrir sveitarfélög og fyrirtæki þeirra og reyna þannig að hafa áhrif á kjör þau sem íslenskum sveitarfélögum bjóðast frá öðrum lánveitendum til lækkunar. Traust fjárhagsstaða lánasjóðsins er forsenda þess að sjóðurinn hafi gott aðgengi að lánsfé og geti þannig boðið sveitarfélögum lán á hagstæðum kjörum. Öll sveitarfélög geta sótt um lán hjá sjóðnum og allir viðskiptavinir njóta sömu kjara.
EIGNARHALD LS Lánasjóðurinn er opinbert hlutafélag í eigu sveitarfélaganna og eru eignarhlutir einstakra sveitarfélaga skilgreindir í lögum nr. 150/2006. Með atkvæðisrétt á aðal- og/eða hluthafafundum fer framkvæmdastjóri hvers sveitarfélags eða sá sem fengið hefur til þess sérstakt umboð sveitarstjórnar. Öllum kjörnum sveitarstjórnarmönnum er heimilt að sækja aðalfund og eða hluthafafund skv. 80. gr. hlutafélagalaga 2/1995.
LÁNSUMSÓKNIR Þegar sótt er um lán hjá LS er umsókn send til lánastjóra sjóðsins, rut@lanasjodur.is, þar sem fram þarf að koma fjárhæð sem sótt er um ásamt upplýsingum um til hvers lánið er ætlað. Lánsumsókn skal vera innan ramma samþykktrar fjárhagsáætlunar ársins. Einnig skal senda inn síðasta samþykkta ársreikning ásamt fjárhagsáætlun yfirstandandi árs sem og 3 ára fjárhagsáætlun.
LÁNSKJÖR Lánskjör útlána taka mið af lánskjörum sjóðsins á skuldabréfamarkaði á hverjum tíma að viðbættu 0,2% álagi. 0,15% er tilkomið vegna beins útlagðs kostnaðar við útgáfu skuldabréfa sjóðsins í Kauphöll og viðskiptavakt og svo 0,05% vaxtaálag til móts við rekstrarkostnað. Engin
171
lántökugjöld eru innheimt af LS, en ef LS þarf að borga lántökukostnað vegna lána sem hann tekur flyst sá kostnaður á lántaka.
HELSTU KENNITÖLUR 2009 Heildarútlán:
65.056 m.kr.
Heildareignir:
70.524 m.kr.
Hagnaður:
1.656 m.kr.
Eiginfjárhlutfall:
67%
STJÓRN LÁNASJÓÐSINS OG FRAMKVÆMDASTJÓRI Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. var kjörin á hluthafafundi 1. október 2010 og er hún þannig skipuð: Magnús B. Jónsson, Sveitarfélaginu Skagaströnd, formaður Kristinn Jónasson,Snæfellsbæ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Reykjavíkurborg Svanfríður Inga Jónasdóttir, Dalvíkurbyggð Elliði Vignisson, Vestmannaeyjabæ Framkvæmdastjóri lánasjóðsins er Óttar Guðjónsson.
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. Borgartún 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík. Kt. 580407-1100 Símanúmer: 515-4949 Fax númer 515-4903 Netfang: lanasjodur@lanasjodur.is Vefsíða: www.lanasjodur.is
172
8
LÍFEYRISSJÓÐUR STARFSMANNA SVEITARFÉLAGA
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga var stofnaður 28. júlí 1998 með samningi á milli BHM og BSRB annars vegar fyrir hönd starfsmanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga og hins vegar launanefndar sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga ásamt Reykjavíkurborg. LSS hefur jafnframt umsjón með og rekur fimm aðra sveitarfélagssjóði, en það eru Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar, Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar, Lífeyrissjóður Neskaupstaðar og bættist Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar við reksturinn í mars 2010. Hlutverk lífeyrissjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri í samræmi við samþykktir sjóðsins og lög og aðrar reglur sem gilda um starfsemi lífeyrissjóða. Í því skyni tekur sjóðurinn við iðgjöldum og ávaxtar fjármuni sjóðsins. Starfsmenn sjóðsins eru ellefu talsins. Sjóðurinn eignaðist sitt eigið húsnæði að Sigtúni 42 í Reykjavík og flutti þangað um mitt ár 2009. Framkvæmdastjóri LSS er Jón G. Kristjánsson.
HELSTU UPPLÝSINGAR UM STARFSEMI SJÓÐSINS 2009 Heildareignir sameignadeilda LSS námu 40.997 m.kr. í árslok 2009 á móti 32.663 m.kr. í árslok árið áður og var nafnávöxtun 10% og hrein raunávöxtun 1,3%. Að meðaltali greiddu 12.038 sjóðfélagar mánaðarlega í sjóðinn og nutu 1.348 lífeyrisþegar í A– og V–deildum lífeyrisgreiðslna að fjárhæð 507 m.kr. en það er 36% hækkun á milli ára, en lífeyrisþegum fjölgaði um 238 á árinu. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af hreinni eign nam 0,2%, en starfsmenn voru tíu talsins í árslok. Á liðnu ári var 16.284 m.kr. ráðstafað til lánveitinga og verðbréfakaupa. Til sjóðfélaga voru veitt 72 lán að fjárhæð alls 257 m.kr. eða 2% af fjárfestingum sjóðsins. Fjárfestingar skiptust þannig að verðbréf með breytilegum tekjum voru 5.168 m.kr. eða 33% og verðbréf með föstum tekjum 10.859 m.kr. eða 67%. Samsetning fjárfestinga er með þeim hætti að 79% er í íslenskum krónum og 21% í öðrum gjaldmiðlum. Innlend hlutabréf skiluðu slakri ávöxtun og lækkaði úrvalsvísitalan um rúm 18%. Erlend hlutabréf skiluðu hins vegar góðri ávöxtun og hækkaði heimsvísitala
173
hlutabréfa um 27% mælt í (USD) og um 32% mælt í íslenskum krónum. Ríkistryggð skuldabréf skiluðu góðri ávöxtun á árinu og á það bæði við um verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf. Lítil velta var með aðra flokka íslenskra skuldabréfa.
AÐILD Þeir sem hafa verið ráðnir hjá sveitarfélagi eða stofnun sveitarfélags og eru félagsmenn í BSRB eða BHM eiga rétt á að vera í LSS og eru sjálfkrafa sjóðfélagar samkvæmt kjarasamningum. Sjóðurinn starfar í þremur fjárhagslega aðskildum deildum, almennri deild eða A–deild, valdeild eða V–deild og séreignadeild eða S–deild.
STJÓRN LSS Stjórn sjóðsins er skipuð sex mönnum. Samband íslenskra sveitarfélaga skipar þrjá stjórnarmenn í samráði við þau sveitarfélög sem eiga aðild að sjóðnum, BSRB skipar tvo og Bandalag háskólamanna skipar einn. Jafnframt skulu sömu aðilar skipa jafnmarga menn til vara. Fulltrúar stofnaðila eiga sæti í stjórn sjóðsins og allir sjóðfélagar eiga rétt á setu á aðalfundum lífeyrissjóðsins með málfrelsi og tillögurétt um hvaðeina er varðar starfsemi sjóðsins. Stjórn LSS 2010–2014 er skipuð á neðangreindan hátt: Karl Björnsson af hálfu sveitarfélaga Kristbjörg Stephensen af hálfu sveitarfélaga Gerður Guðjónsdóttir af hálfu sveitarfélaga Salóme Þórisdóttir af hálfu BHM Elín Björg Jónsdóttir af hálfu BSRB Garðar Hilmarsson af hálfu BSRB Nánari upplýsingar um starfsemi sjóðsins, samþykktir, ársreikninga og þjónustu má finna á heimasíðu LSS: www.lss.is Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, LSS Sigtúni 42, 105 Reykjavík Sími: 540 0700 Bréfsími: 540 0701 Netfang: lss@lss.is Heimasíða: www.lss.is Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 9:00-12:00 og 12:30-16:00
174
9
LANDSHLUTASAMTÖK SVEITARFÉLAGA
Í 86. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 eru ákvæði um það, að sveitarfélög geti „stofnað til staðbundinna landshlutasamtaka sveitarfélaga er vinni að hagsmunamálum íbúa í hverjum landshluta“. Nú eru starfrækt átta landshlutasamtök sveitarfélaga sem flest sveitarfélög eiga aðild að. Í flestum tilvikum fara starfssvæði landshlutasamtakanna eftir kjördæmaskipaninni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, ná þó yfir Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög hennar í Suðvesturkjördæmi. Landshlutasamtök sveitarfélaga voru mörg hver stofnuð fyrir tilstuðlan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Landshlutasamtökin eru frjáls samtök sveitarfélaganna og hafa þau öll sérstakan framkvæmdastjóra og skrifstofu. Samkomulag er milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtakanna um tiltekna verkaskiptingu milli þessara aðila í meginatriðum þannig, að sambandið annast samskipti við ríkivaldið um löggjafarmál og þau málefni er snerta sveitarfélögin í heild, en landshlutasamtökin fara með byggðamál og sérstök hagsmunamál hvers landshluta. Gott samstarf er milli aðila og fulltrúar sambandsins sitja jafnan aðalfundi landshlutasamtakanna og formenn og framkvæmdastjórar þeirra eiga samkvæmt lögum Sambands íslenskra sveitarfélaga sæti á landsþingum með tillögurétti og málfrelsi. Reglulega eru fundir haldnir með fulltrúum landshlutasamtakanna og stjórn sambandsins. Hér fer á eftir listi yfir landshlutasamtökin átta: SSH Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Hamraborg 9, 200 KÓPAVOGUR Sími 564 1788 Bréfsími: 564 2988 Netfang: ssh@ssh.is Veffang: http://www.ssh.is/ Framkvæmdastjóri: Páll Guðjónsson. SSS Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum Iðavöllum 12, 230 REYKJANESBÆ Sími: 420 3288 Bréfsími: 421 3766 Netfang: sss@sss.is Veffang: http://www.sss.is/ Framkvæmdastjóri: Berglind Kristinsdóttir.
175
SSV Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi Bjarnarbraut 8, 310 BORGARNES Sími: 437 1318 Bréfsími: 437 1494 Netfang: ssv@ssv.is Veffang: http://www.ssv.is/ Framkvæmdastjóri: Hrefna Bryndís Jónsdóttir. FV Fjórðungssamband Vestfirðinga Árnagötu 2-4, 400 ÍSAFJÖRÐUR Sími 450 3000 Bréfsími: 450 3005 Netfang: skrifstofa@fjordungssamband.is Veffang: http://www.fjordungssamband.is/ Framkvæmdastjóri: Aðalsteinn Óskarsson. SSNV Samtök sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra Höfðabraut 6, 530 HVAMMSTANGI Sími: 455 2510 Bréfsími: 455 2509 Netfang: ssnv@ssnv.is Veffang: http://www.ssnv.is/ Framkvæmdastjóri: Jón Óskar Pétursson. EYÞING Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum Strandgata 29, 600 AKUREYRI Sími: 464 9933 Bréfsími: 464 9934 Netfang: eything@eything.is Veffang: http://www.eything.is/ Framkvæmdastjóri: Pétur Þór Jónasson. SSA Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi Hafnargötu 28, 710 SEYÐISFJÖRÐUR Sími: 472 1690 Bréfsími: 472 1691 Netfang: ssa@ssa.is Veffang: http://www.ssa.is/ Framkvæmdastjóri: Björn Hafþór Guðmundsson. SASS Samtök sunnlenskra sveitarfélaga Austurvegi 56, 800 SELFOSS Sími: 480 8200 Bréfsími: 482 2921 Netfang: sass@sudurland.is Veffang: www.sudurland.is/sass Framkvæmdastjóri: Þorvarður Hjaltason.
176
10
FRAMKVÆMDASTJÓRAR SVEITARFÉLAGA
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavíkurborg Kópavogsbær Seltjarnarneskaupstaður Garðabær Hafnarfjarðarkaupstaður Sveitarfélagið Álftanes Mosfellsbær Kjósarhreppur
Jón Gnarr Kristinsson borgarstjóri Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Gunnar Einarsson bæjarstjóri Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri Pálmi Þór Másson bæjarstjóri Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Guðmundur H. Davíðsson oddviti
SUÐURNES Reykjanesbær Grindavíkurbær Sandgerðisbær Sveitarfélagið Garður Sveitarfélagið Vogar
Árni Sigfússon bæjarstjóri Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri Eirný Valsdóttir bæjarstjóri
VESTURLAND Akraneskaupstaður Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Borgarbyggð Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Stykkishólmsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær Dalabyggð
Árni Múli Jónasson bæjarstjóri Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri Davíð Pétursson oddviti Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri Björn Steinar Pálmason bæjarstjóri Benedikt Benediktsson oddviti Gyða Steinsdóttir bæjarstjóri Guðbjartur Gunnarsson oddviti Kristinn Jónasson bæjarstjóri Sveinn Pálsson sveitarstjóri
177
VESTFIRÐIR Bolungarvíkurkaupstaður Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Strandabyggð Bæjarhreppur
Elías Jónatansson bæjarstjóri Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir oddviti Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Ómar Jónsson sveitarstjóri Oddný S. Þórðardóttir oddviti Jenný Jensdóttir oddviti Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Sigurður Kjartansson oddviti
NORÐURLAND VESTRA Húnaþing vestra Húnavatnshreppur Blönduósbær Sveitarfélagið Skagaströnd Skagabyggð Sveitarfélagið Skagafjörður Akrahreppur
Skúli Þórðarson sveitarstjóri Jens Pétur Jensen oddviti Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri Magnús B. Jónsson sveitarstjóri Vignir Sveinsson oddviti Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri Agnar H. Gunnarsson oddviti
NORÐURLAND EYSTRA Akureyrarkaupstaður Norðurþing Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Tjörneshreppur Svalbarðshreppur Langanesbyggð
178
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri Guðmundur Sigvaldason sveitarstjóri Jónas Vigfússon sveitarstjóri Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri Tryggvi Harðarson sveitarstjóri Guðrún María Valgeirsdóttir sveitarstj. Steinþór Hreiðarsson oddviti Elva Benediktsdóttir oddviti Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri
AUSTURLAND Seyðisfjarðarkaupstaður Fjarðabyggð Vopnafjarðarhreppur Fljótsdalshreppur Borgarfjarðarhreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Fljótsdalshérað
Ólafur Hr. Sigurðsson bæjarstjóri Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Jón Þórðarson sveitarstjóri Páll Baldursson sveitarstjóri Gauti Jóhannesson sveitarstjóri Björn Ingimarsson bæjarstjóri
SUÐURLAND Sveitarfélagið Hornafjörður Vestmannaeyjabær Sveitarfélagið Árborg Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Ásahreppur Flóahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Bláskógabyggð Hveragerðisbær Sveitarfélagið Ölfus Grímsnes- og Grafningshreppur
Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri Elliði Vignisson bæjarstjóri Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Ásgeir Magnússon sveitarstjóri Eygló Kristjánsdóttir sveitarstjóri Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Gunnsteinn R. Ómarsson sveitarstjóri Eydís Þorbjörg Indriðadóttir oddviti Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri Gunnar Örn Marteinsson sveitarstjóri Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri Valtýr Valtýsson sveitarstjóri Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri
179
180
Sveitarfélög 1. júní 2010 og kjördæmaskipan
181
0000 1000 1100 1300 1400 1603 1604 1606 2000 2300 2503 2504 2506 3000 3506 3511 3609 3709 3710 3711 3713 3714 3811 4100 4200 4502
Svnr
Km2
Reykjavíkurborg 273 Kópavogsbær 80 Seltjarnarneskaupstaður 2 Garðabær 71 Hafnarfjarðarkaupstaður 143 Sveitarfélag Álftanes 5 Mosfellsbær 185 Kjósarhreppur 284 Reykjanesbær 145 Grindavíkurbær 425 Sandgerðisbær 62 Sveitarfélagið Garður 21 Sveitarfélagið Vogar 165 Akraneskaupstaður 9 Skorradalshreppur 216 Hvalfjarðarsveit 482 Borgarbyggð 4.926 Grundarfjarðarbær 148 Helgafellssveit 243 Stykkishólmsbær 10 Eyja- og Miklaholtshreppur 383 Snæfellsbær 684 Dalabyggð 2.421 Bolungarvíkurkaupstaður 109 Ísafjarðarbær 2.379 Reykhólahreppur 1.090
Sveitarfélag 4604 4607 4803 4901 4902 4908 4911 5200 5508 5604 5609 5611 5612 5706 6000 6100 6250 6400 6513 6514 6601 6602 6607 6611 6612 6706
Svnr Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð Súðavíkurhreppur Árneshreppur Kaldrananeshreppur Bæjarhreppur Strandabyggð Sveitarfélagið Skagafjörður Húnaþing vestra Blönduósbær Sveitarfélagið Skagaströnd Skagabyggð Húnavatnshreppur Akrahreppur Akureyrarkaupstaður Norðurþing Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Hörgársveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Skútustaðahreppur Tjörneshreppur Þingeyjarsveit Svalbarðshreppur
Sveitarfélag 176 1.339 749 707 387 513 1.906 4.180 2.506 183 53 489 3.817 1.364 138 3.729 364 598 1.775 893 55 432 6.036 199 5.988 1.155
Km2 6709 7000 7300 7502 7505 7509 7613 7617 7620 7708 8000 8200 8508 8509 8610 8613 8614 8710 8716 8717 8719 8720 8721 8722
Svnr
Landið allt
1.332 213 1.164 1.903 1.516 441 452 1.133 8.884 6.280 17 158 755 6.946 2.942 1.841 3.188 1.375 9 737 900 2.231 3.300 289
Km2
102.697
Langanesbyggð Seyðisfjarðarkaupstaður Fjarðabyggð Vopnafjarðarhreppur Fljótsdalshreppur Borgarfjarðarhreppur Breiðdalshreppur Djúpavogshreppur Fljótsdalshérað Sveitarfélagið Hornafjörður Vestmannaeyjabær Sveitarfélagið Árborg Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Ásahreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Hrunamannahreppur Hveragerðisbær Sveitarfélagið Ölfus Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Bláskógabyggð Flóahreppur
Sveitarfélag