Tíðindi 5. tbl. 3. árg. maí 2015

Page 1

Samband íslenskra sveitarfélaga

Tíðindi l. b t 5. aí m 5 1 20


Vínarsáttmálinn Vínarsáttmálinn er afrakstur skipulagðrar samræðu íbúa Vínarborgar um grundvallarsamskiptareglur í borginni. 325 frjáls félagasamtök, trúarhópar, stéttarfélög og fyrirtæki tóku þátt í verkefninu. Það er grundvallaratriði að sáttmálinn snýst ekki um það sem borgin eigi að gera heldur hvað borgarbúar vilja gera til að skapa góð tengsl á milli íbúa borgarinnar. Lögð var áhersla á að umræðan snérist ekki um innflytjendur, heldur um alla borgarbúa og hvernig þeir geti búið saman í borginni í sátt og samlyndi.

Grundvallarmannréttindi eins og jafna stöðu kvenna og karla mátti ekki draga í efa í umræðunni. Netið var notað til að safna hugmyndum, haft var samband við fólk úti á götu og fundir og viðburðir skipulagðir til ræða málin. Leitast var við að leiða saman hópa sem tala venjulega ekki saman. Verkefnið hefur hlotið evrópsk stjórnsýsluverðlaun. Sjánar nánar www.charta.wien.at


Foreldraverðlaun Heimilis- og skóla afhent í 20. sinn Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 20. sinn miðvikudaginn 20. maí sl. við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna. Að því loknu afhenti formaður dómnefndar, Gísli Hildibrandur Guðlaugsson verðlaunin ásamt Önnu Margréti Sigurðardóttur, formanni Heimilis- og skóla, og Hrefnu Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóra Heimilis- og skóla. Alls bárust 35 gildar tilnefningar til verðlaunanna.

Hvatningarverðlaunin komu í hlut foreldra og nemenda Austurbæjarstóla fyrir verkefnið Spennustöðin. Verkefnið fer fram í ónotuðu húsnæði Orkuveitunnar á lóð skólans, sem hefur verið breytt í félags- og menningarmiðstöð fyrir börn, unglinga og aðra íbúa miðborgarinnar. Hugmyndin byggir á hugmyndafræði um fjölnotahús. Það er nýtt undir kennslu fyrri part dags en undir félagsmiðstöð eftir hádegi og nokkur kvöld í viku. Húsnæðið er þannig iðandi af lífi alla daga vikunnar og um helgar til að mæta þörfum barna, unglinga og íbúa miðborgarinnar.

Foreldraverðlaunin féllu í hlut foreldrafélags og Grunnskólans í Borgarnesi fyrir verkefnið Gleðileikarnir. Markmið verkefnisins er að efla ungmenni sem einstaklinga og hóp með því að takast á við krefjandi verkefni og styrkja þannig sjálfsmynd þeirra og samhug. Foreldrar sjá um allt skipulag og utanumhald verkefnisins í samvinnu við skólastjórnendur. Gleðileikarnir eru þrautaleikir milli 8-12 manna hópa nemenda á unglingastigi, en hver hópur hefur með sér tvo fullorðna hópstjóra. Gefin eru stig fyrir sjálfstæði hópsins, samvinnu innan hans og síðast en ekki síst gleði.

Verðlaunin Dugnaðarforkur ársins féll í hlut Sigríðar Bjarkar Einarsdóttur, sem er formaður stjórnar foreldrafélags Hólabrekkuskóla. Sigríður Björk hefur, ásamt stjórn foreldrafélagsins og skólastjórnendum, aukið samstarf þeirra á milli og unnið að bættu foreldra- samstarfi með ábendingum um jákvæða kosti þess að foreldrar taki þátt í starfi skóla barna sinna. Hennar nálgun á skólastarfið einkennist af brennandi áhuga, dugnaði og eljusemi og hefur hún einstakt lag á því að fólk með sér til starfa og skapa jákvætt viðhorf til skólans.


TÍÐINDI

Opnað hefur verið fyrir umsóknir Í Endurmenntunarsjóð grunnskóla Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2015-2016. Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita fé til endurmenntunar kennara og stjórnenda grunnskóla. Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla geta sótt um framlög úr sjóðnum, þar á meðal grunnskólar, skólaskrifstofur, sveitarfélög, símenntunarstofnanir, félög, fyrirtæki og aðrir. Gert er ráð fyrir að námskeiðum verði að fullu lokið eigi síðar en við lok skólaársins 2015-2016. Verði ekki unnt að ljúka námskeiðum innan þeirra tímamarka fellur styrkveiting niður. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að allt að þriðjungi ráðstöfunarfjár verði úthlutað til verkefna sem tengjast eftirfarandi áherslusviðum: • Náttúrugreinar • Upplýsinga- og tæknimennt

4

Þær umsóknir einar koma til álita sem sýna fram á að endurmenntunarverkefnin mæti þörfum grunnskólans, séu byggð á skólastefnu, aðalnámskrá, fagmennsku og gæðum. Þegar fyrir liggur ákvörðun um hverjir fá styrk og fjármögnun styrkja tryggð verður gerður sérstakur samningur um hvert endurmenntunarverkefni.

Rafrænar umsóknir Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknir sendar á öðru formi verða ekki teknar gildar. Ekki er tekið á móti viðbótargögnum og því verða allar upplýsingar að koma fram í umsókninni. Frestur til að sækja um styrk til verkefna vegna skólaársins 2015-2016 er til og með 1. júní 2015. Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði Endurmenntunarsjóðs grunnskóla.


TÍÐINDI

5


TÍÐINDI

Lestur ársreikninga

Rekstur sveitarfélags er margþætt og vandasamt viðfangsefni. Gildir þá einu hvort um fjölmennt eða fámennt sveitarfélag er að ræða. Tekjur sveitarfélag eru tiltölulega fastmótaðar og fyrirfram ákveðnar en útgjöldin eru breytingum háð. Sveitarstjórn stendur sífellt frammi fyrir óskum og kröfum íbúanna um nýja, aukna og fjölþættari þjónustu. Ríkisvaldið leggur síðan sveitarfélögunum oft nýjar skyldur á herðar án þess að þær séu fjármagnaðar að fullu. Þeir einstaklingar sem kosnir eru í sveitarstjórn hverju sinni bera ábyrgð á rekstri sveitarfélagsins. Gildir þá einu hvort um meiri- eða minnihluta er að ræða. Vitaskuld ber pólitískur meirihluti sveitarstjórnar framkvæmdalega ábyrgð á rekstri sveitarfélagsins hverju sinni. Rekstrarleg ábyrgð minnihlutans felst í því að veita meirihlutanum

6

eðlilegt aðhald hvað varðar fjárhagslega ákvarðanatöku og meðferð fjármuna.

Aðalatriði frá aukaatriðum Í þessu sambandi er því afar mikilvægt fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórn að vera fær um að geta lesið úr niðurstöðum ársreikninga og túlkað niðurstöður þeirra sér til gagns. Það sama gildir um ákvörðun um fjárheimildir fyrir næsta rekstrarár og fjárhagsáætlun til næstu þriggja ára þar á eftir. Það er grundvallaratriði hvað varðar ákvarðanatöku um rekstrarútgjöld, stærri fjárfestingar og nýja lántöku að samhengi rekstrarafkomu og skuldbindinga liggi ljóst fyrir. Öll umræða við undirbúning og afgreiðslu fjárheimilda fyrir næsta ár verður markvissari og faglegri þegar kjörnir fulltrúar hafa öll helstu


TÍÐINDI

Fjármál sveitarfélaga

Fjárhagur 5. hluti Ársreikningur samanstendur af fjórum megin liðum. Þeir eru: 1. 2. 3. 4. kennileiti við fjármálastjórn sveitarfélagsins á valdi sínu. Sama gildir um umræðu við afgreiðslu ársreiknings. Mörgum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn finnst ársreikningur sveitarfélaga vera flókinn og erfiður aflestrar. Í miklu talnaflóði er oft erfitt að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum. Það er með þetta verkefni eins og önnur að nauðsynlegt er að átta sig á því sem mestu máli skiptir. Aukin lestrarfærni og skilningur á þeim upplýsingum sem koma fram í ársreikningi sveitarfélagsins kemur síðan með reynslunni.

Rekstrarreikningur Efnahagsreikningur Sjóðstreymi Skýringar.

Ákvörðun um fjárheimildir fyrir næsta rekstrarár er í öllum grundvallaratriðum sett upp á sama formi og ársreikningur nema að skýringar eru unnar á annan hátt en með ársreikningi. Í næstu tölublöðum Tíðinda verður farið yfir hvern lið ársreiknings sbr. ofantalið og þeir skýrðir nánar út.

7


TÍÐINDI

frumvarp um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli Sambandið hefur veitt umsögn um frumvarp sem lagt er fram af 15 stjórnarþingmönnum, þar sem lagt er til að ábyrgð á skipulags- og byggingarmálum á Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til Alþingis. Hörð gagnrýni kemur fram í umsögninni á efni frumvarpsins og er það m.a. talið fara í bága við meginreglu stjórnskipunarréttar um þrískiptingu ríkisvalds. Sambandið telur jafnframt ótímabært að löggjafinn fjalli um svo alvarlegt inngrip í skipulagsvald á Reykjavíkurflugvelli í ljósi þess að nefnd, sem á að skila tillögum til innanríkisráðherra um framtíðarstaðsetningu flugvallarins, er enn að störfum.

Þörf á að endurskoða ákvæði stjórnarskrárinnar um stöðu sveitarfélaga Af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga þykir

8

frumvarpið gefa tilefni til þess að árétta hugmyndir sem sambandið hefur sett fram um að við næstu endurskoðun á stjórnarskránni verði bætt inn sérstökum kafla um stjórnskipulega stöðu sveitarfélaga.1 Mætti þar hafa hliðsjón af nýlegum ákvæðum í sænsku stjórnarskránni, m.a. nýju ákvæði sem kveður á um að takmörkun á sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga megi ekki ganga lengra en nauðsynlegt er til að ná því markmiði sem að er stefnt. Þessi meðalhófsregla sænsku stjórnarskrárinnar felur í sér að meta þarf við hverja lagasetningu hvaða áhrif ákvæði frumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla 1 Sjá umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar, dags. 13. ágúst 2014 (bls.45): Sjá einnig umsögn sambandsins til Alþingis frá 21. desember 2012 um frumvarp til laga um stjórnskipun Íslands (sjá einkum bls. 6-9):


TÍÐINDI

hafa á sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga. Ef hægt er að ná markmiði laga eftir mismunandi leiðum á að velja þá leið sem takmarkar sjálfstjórnarréttinn minnst. Í lauslegri þýðingu hljómar greinin svo: „Takmörkun á sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga má ekki ganga lengra en nauðsynlegt er til að ná því markmiði sem stefnt er að.“

Möguleg skaðabótaskylda ríkisins Í umsögninni er bent á að í gildi eru samningar milli ríkisins og borgarinnar um Reykjavíkurflugvöll. Eins og fram kemur í umsögn Reykjavíkurborgar um sama mál virðist frumvarpið fara gróflega í bága við þá samninga. Sérfræðinga sambandsins rekur ekki minni til þess að löggjafinn hafi áður talið koma til álita að ógilda með lögum slíka samninga. Eins og bent er á í umsögn borgarinnar eru miklir hagsmunir í húfi og átelur sambandið þá léttúð gagnvart ábyrgum samskiptum ríkis og sveitarfélaga sem framlagning frumvarpsins sýnir. Jafnframt eru líkur á því að frumvarpið skapi ríkinu bótaskyldu gagnvart

Reykjavíkurborg og einkaaðilum sem eiga hagsmuna að gæta á flugvallarsvæðinu.

Samræmi skortir við gildandi lög Í umsögninni er bent á að við gerð frumvarpsins hafi ekki verið gætt nægilega vel að samræmi við lög um mannvirki og skipulagslög og fleiri augljósa annmarka. Sérstök ástæða sé til þess að umhverfisog samgöngunefnd kalli fulltrúa umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Skipulagsstofnunar, Mannvirkjastofnunar og ISAVIA til þess að ræða stjórnsýsluframkvæmd og lagasamræmi áður en nefndin afgreiðir frumvarpið, en athygli vekur að enginn framangreindra aðila hefur sent inn umsögn um frumvarpið. Að öllu framangreindu virtu telur Samband íslenskra sveitarfélaga ekki geta komið til álita að frumvarpið verði samþykkt enda eru á því augljósir og alvarlegir annmarkar eins og rakið er í umsögninni. • Tenglar á umsagnir um málið

9


TÍÐINDI

Umsagnir um þingmál Eins og jafnan á þessum tíma árs hefur starfsfólk sambandsins í nógu að snúast við gerð umsagna um þingmál og að mæta fyrir nefndi Alþingis til að gera grein fyrir afstöðu sambandsins til þingmála. Á undanförnum vikum hefur sambandið sent inn umsagnir í mörgum málum, m.a. um: • Þingsályktunartillagu um landsskipulagsstefnu • Frumvarp til breytinga á lögum um landmælingar og grunnkortagerð

10

• Frumvarp til breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð og • Frumvarp til breytinga á lögum um vexti og verðtryggingu o.fl. (erlend lán sveitarfélaga) • Frumvarp um húsnæðissamvinnufélög Umsagnir um framangreind mál og mörg önnur eru birtar á umsagnarsíðu á vef sambandsins.


TÍÐINDI

„Best Practice“ – „Gott fordæmi“ Á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur um nokkurt skeið verið starfandi vinnuhópur sem hafði það að markmiði að draga saman yfirlit um skilvirkt vinnuferli við undirbúning fjárhagsáætlana sveitarfélaga, ákvarðanatökuferlið sjálft og eftirlit með framkvæmd þess. Verkefnið hefur gengið undir vinnuheitinu „Best practice“ eða „Góð viðmið“. Í starfi hópsins var bæði tekið mið af því vinnulagi sem góð reynsla var af hérlendis svo og var sótt í reynslubanka sveitarfélaga í öðrum norrænum ríkjum um sama efni. Hópurinn hefur nú skilað af sér skýrslu um verkefnið sem er birt á vef sambandsins. Ef hún verður hvati

til umræðu meðal sveitarfélaganna um verklag og áherslur í þessum efnum þá er það vel. Það liggur hins vegar fyrir að aldrei verður endanlega lokið útfærslu á hvernig skuli standa að undirbúningi og framkvæmd fjárhagsáætlana. Áherslur breytast með tímanum eins og gengur. Því er nauðsynlegt að yfirfara svo mikilvægt vinnuferli eins og hér um ræðir á kerfisbundinn hátt með jöfnu millibili til að draga saman yfirlit um það vinnulag sem skilvirkast þykir hverju sinni. • „Best Practice“ - „Gott fordæmi“

11


Nýr starfsmaður á kjarasviði Margrét Sigurðardóttir hóf störf á kjarasviði sambandsins í lok apríl. Margrét er fædd árið 1960, hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og er með diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Að auki er hún langt komin með meistaranám í opinberri stjórnsýslu við HÍ. Margrét mun sjá um framkvæmd kjararannsókna og halda utan um tölfræðilegan gagnagrunn kjarasviðs. Einnig mun hún annast ráðgjöf og leiðbeiningar til launafulltrúa og stjórnenda sveitarfélaga vegna launaútreikninga. Þá tekur þátt í kjaraviðræðum og kjarasamningagerð ásamt öðrum starfsmönnum sviðsins. Margrét hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum. Hún var sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi árin 2003-2006 og í Flóahreppi tvö kjörtímabil frá 2006-2014. Þar tókst hún á við margvísleg verkefni sem munu nýtast henni vel í

starfi sínu á kjarasviði sambandsins, m.a. hvað varðar umsjón með starfsmannahaldi, eftirfylgni með launaskráningu og kjarasamningum starfsmanna sveitarfélaga og innsýn í lagaumhverfi sem þeim tengjast. Margrét er fædd og uppalin á Selfossi og hefur búið á Suðurlandi nánast alla tíð og er mikil landsbyggðarkona. Hún á þrjú uppkomin börn, Bergþóru, Frey og Snæ Snæbjörnsbörn og fjögur barnabörn. Við bjóðum Margréti velkomna til starfa.

© Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 • Pósthólf 8100 • 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir Myndir: Ingibjörg Hinriksdóttir og af vefsíðum Ritstjóri og ábm.: Magnús Karel Hannesson 2015/22 Afritun og endurprentun er heimil svo fremi að heimildar sé getið.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.