TÍÐINDI
af vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga 8. tbl. september 2013
Meðal efnis: Heimsóknir á þjónustusvæði 2 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 3 Heimsókn frá Eistlandi 4 Hafnafundur 2013 7 Um gjaldtöku af ferðamönnum 12 Kynning á starfsmönnum 14
FÉLAGSÞJÓNUSTA Heimsóknir á þjónustusvæði um málefni fatlaðs fólks
Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk kveður á um að á árinu 2014 fari fram sameiginlegt mat samningsaðila á faglegum og fjárhagslegum árangri verkefnaflutningsins. Undirbúningur endurmatsins er kominn af stað og hafa ákveðnir verkþættir verið skilgreindir sem unnið verður að á yfirstandandi ári. Heimsóknir á þjónustusvæðin 15 eru liður í undirbúningnum og nú í vor og sumar voru haldnir fundir á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Tilgangur þessara funda er að fara almennt yfir stöðu mála á viðkomandi svæði með tilliti til endurmatsins og þess hvort það fjármagn sem fluttist yfir til sveitarfélaga við yfirfærsluna dugir til þess að standa undir þeirri uppbyggingu sem stjórnvaldsaðgerðir kalla á. Er þá sérstaklega horft til fasteignamála og einkum hvað það muni fyrirsjáanlega 2
kosta þjónustusvæðin að tryggja að húsnæðisúrræði samrýmist kröfum í búsetureglugerð og framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks ásamt aðgengiskröfum í nýrri byggingarreglugerð. Ennfremur er farið yfir það hvernig skilin eru dregin á milli almennrar félagsþjónustu og þeirrar sértæku félagsþjónustu sem flokkuð er sem málefni fatlaðs fólks og hvernig þjónustusvæði vinna með ýmis ólögbundin verkefni í málefnum fatlaðs fólks. Samhliða heimsóknum verður aflað margvíslegra gagna vegna endurmatsins sem á þessu stigi liggja ekki fyrir hjá samstarfsaðilum um verkefnið, þ.e. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, Hagstofunni, velferðarráðuneytinu og sambandinu. Þá verður einnig aflað upplýsinga um samspil sértækrar félagsþjónustu fyrir fatlað fólk við önnur þjónustukerfi, þ.e. málefni aldraðra, heilbrigðisþjónustu, barnavernd og skólastigin þrjú (leik-, grunn og framhaldsskóla). Á næstu vikum verða haldnir fundir á þjónustusvæðum sunnan- og vestanlands. Þjónustusvæðin fá ákveðinn spurningalista í tengslum við heimsóknirnar og er reiknað með að svör við honum berist í októbermánuði.
Samband íslenskra sveitarfélaga •
FJÁRMÁL Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2013 Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica hóteli dagana 3. og 4. október nk. Dagskrá ráðstefnunnar verður að mestu leyti með hefðbundnu sniði en þó verður efnt til þeirrar nýjungar að formaður sambandsins, Halldór Halldórsson, og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra munu skiptast á skoðunum um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga undir stjórn Þóru Arnórsdóttur fréttamanns. Ráðstefnan hefst með setningu formanns sambandsins kl. 10:00, fimmtudaginn 3. október. Meðal umræðuefna fyrri daginn má nefna erindi Ásgeirs Jónssonar, hagfræðings hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, um verðtryggingu og verðbólgu og erindi Margrétar Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár,
• Borgartúni 30 • www.samband.is
sem hún nefnir Lykill að rafrænni stjórnsýslu - tæki og tól / tækifæri og hindranir. Seinni daginn verður ráðstefnunni skipt upp í tvær málstofur þar sem fjölmargir fyrirlesarar koma við sögu. Í annarri málstofunni verður megináherslan lögð á umræðu tengda fjármálum, fjárhagsáætlunum og afkomu sveitarfélaganna en í hinni málstofunni verður megináherslan lögð á umræðu sem ýmsum mikilvægustu málaflokkum sveitarfélaganna s.s. fræðslumálum og félagsmálum. Einnig verður fjallað um stöðu mála varðandi yfirfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Áformað er að fjármálaráðstefnu sveitarfélaga ljúki kl 12:00, föstudaginn 4. október. Skráning á ráðstefnuna.
3
STJÓRNSÝSLA Heimsókn frá embætti umboðsmanns í Eistlandi Eistland býr að ýmsu leyti við hliðstæða stöðu og er hér á landi, m.a. samspil milli höfuðborgarsvæðis og fjölda smærri sveitarfélaga á landsbyggðinni. Tæplega þriðjungur býr í höfuðborginni Tallinn, en smæstu sveitarfélögin hafa einungis um 60 íbúa. Eistnesk sveitarfélög munu vera 226 talsins og er meðaltalsstærð sveitarfélags álíka og hér hjá okkur. Tvö af hverjum þremur sveitarfélögum hafa færri en 3.000 íbúa og er algengt að þau sameinist um að veita þjónustu og stjórnsýslu. Þann 11. september tóku starfsmenn sambandsins á móti sendinefnd frá embætti umboðsmanns í Eistlandi (Chancellor of Justice). Sendinefndin var hingað komin til þess að fræðast um hvernig aðgengi að skyldunámi, heilbrigðiskerfi og félagsþjónustu væri tryggt hér á landi, með sérstöku tilliti til nærþjónustunnar. Auk sambandsins átti sendinefndin fundi með ráðuneytum og stofnunum ríkisins, en jafnframt var Ísafjarðarbær heimsóttur.
4
Í kynningu á íslenska sveitarstjórnarstiginu lögðu starfsmenn sambandsins áherslu á hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, einkum hvað varðar grunnskólann og málefni fatlaðra. Fram kom að tilgangur jöfnunarframlaga væri einkum að tryggja aðgengi að þjónustu, þrátt fyrir dreifbýli og mismunandi stærð og burði sveitarfélaga. Fyrirkomulagið vakti athygli sendinefndarinnar og svöruðu sérfræðingar sambandsins ýmsum spurningum þar að lútandi.
Samband íslenskra sveitarfélaga •
SAMTÖK SJÁVARÚTVEGSSVEITARFÉLAGA
Sjávarútvegsfundur 2013 Þann 2. október 2013 verður sjávarútvegsfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 13:30. Fundurinn er hugsaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur fyrir starfsmenn,
• Borgartúni 30 • www.samband.is
stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga og áformað er að hann standi til kl. 16:00. Sjávarútvegsfundurinn er opinn öllum. Dagskrá sjávarútvegsfundarins og skráning.
5
SKÓLAMÁL
Upplýsingatækni í grunnskólum Á vormánuðum 2013 var könnun um upplýsingatækni í grunnskólum send á alla skóla landsins. Könnunin var unnin af sambandi íslenskra sveitarfélaga að beiðni samtaka áhugafólks um skólaþróun, en samtökin héldu ráðstefnu 14. ágúst s.l. um UT í grunnskólum og hvernig hagnýta megi hana til að þróa skólastarf. Markmiðið með könnuninni var að kortleggja stöðu og stefnumótun er varðar þróun upplýsingatækni í grunnskólum nú þegar ný námskrá kemur til framkvæmda. Spurt var m.a um hvað skólarnir eiga af tölvubúnaði til afnota fyrir nemendur, hvaða áætlanir eru uppi um uppbyggingu búnaðar og stuðning við kennara á þessu sviði. 107 grunnskólar tóku þátt í könnuninni og svarhlutfall því 64%. Meðal annars var spurt um meðalaldur tækjabúnaðar í skólunum. Kom þar fram að meðalaldur yngri helmings tölvubúnaðar var 3-4 ár og meðalaldur eldri helmings tölvubúnaðar var 6-7 ár. Meðalfjöldi nemenda á hverja borð-/fartölvu árið 2013 var 4,6 og má segja að borð-
6
og fartölvueign í grunnskólum sé nokkuð almenn. Meðalfjöldi nemenda á hverja spjaldtölvu var 33,6. Þá var spurt hvaða áætlanir sveitarfélagið hefði um uppbyggingu tölvubúnaðar og tækni í skólanum og raða skyldi svarmöguleikum í forgangsröð. Svarmöguleikarnir voru 14 og því dreifðust svör nokkuð. Í 26 skólum var það að fjölga spjaldtölvum fyrir nemendur í mestum forgangi, 21 skóli svaraði því til að engin áætlun væri til staðar og 12 skólar nefndu uppbyggingu þráðlauss nets. Í 16 skólum var það að fjölga spjaldtölvum fyrir kennara næstefst á forgangslistanum, í 13 skólum var fjölgun spjaldtölva fyrir nemendur næstefst á lista og 10 skólar nefndu endurnýjun eldri borðtölva fyrir kennara. Einnig var spurt hvernig stuðningi við kennara og leiðsögn í upplýsingatækni væri háttað. Flestir skólar (63) nefndu jafningjaleiðsögn, 48 nefndu námskeið sem kennarar sækja á eigin spýtur og 35 námskeið á vegum skóla/sveitarfélags. Skýrsla um upplýsingatækni í grunnskólum.
Samband íslenskra sveitarfélaga •
• Borgartúni 30 • www.samband.is
7
SAMBANDIÐ Fógetabúð
- nýtt fundar- og samtalsherbergi á skrifstofu sambandsins
Fógetabúð Gerðar hafa verið breytingar á skipulagi skrifstofu sambandsins og lánasjóðsins og með þeim vannst rými sem hefur verið stúkað af og er þar nú ágætt vinnuherbergi búið nauðsynlegum húsgögnum. Vinnuherbergið hefur fengið heitið Fógetabúð til samræmis við önnur herbergi á hæðinni sem bera heiti fornra þingbúða á Þingvöllum. Fógetabúð er ekki talin ein af hinum fornu búðum á Þingvöllum, en í búðaskipan frá 1735 segir: „Fogeta Budenn er nordur leingst vid fossenn, ä Eirenne,
8
sem liggur fyrer nedan Logriettuna; þá var fogete Christian Lúxtorph.“ Og í sjálfri Íslandsklukkunni eftir Halldór Kiljan Laxness er minnst á Fógetabúð á bls. 99: „ … og var Jón Hreggviðsson, enn leiddur í tjald sitt að baki fógetabúðar.“ Sveitarstjórnarmenn af landsbyggðinni hafa því á ný eignast sitt oddvitaherbergi og vonandi verða þeir duglegir við að nýta sér það sem allra mest.
Samband íslenskra sveitarfélaga •
HAFNASAMBAND ÍSLANDS
Hafnafundur 2013 6. hafnafundur Hafnasambands Íslands verður haldinn í Grindavík föstudaginn 20. september 2013. Dagskráin hefst kl. 10:30 en áformað er að fundi ljúki kl. 15:45. Um kvöldið verður móttaka og kvöldverður.
• Borgartúni 30 • www.samband.is
Boðið verður uppá rútuferðir frá Borgartúni 30 kl. 09:30 og til baka kl. 23:00. Verð á hafnafundinn er 9.000 krónur Dagskrá og skráning á hafnafundinn.
9
NPA á Íslandi – Væntingar og veruleiki Ráðstefna um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar þjónustu á Íslandi Staður Salurinn í Kópavogi
DagSetning Miðvikudagur 2. október 2013 frá kl. 9 - 16
taKið Daginn FrÁ Frekari upplýsingar síðar
- Hugmyndafræði stjórnvalda - Framkvæmd sveitarfélaganna á þessu nýja þjónustuformi - reynsla sveitarfélaga í nágrannalöndum okkar - Sjónarhorn stjórnsýslufræðanna. Meðal fyrirlesara verða andrea Pope-Smith frá Englandi og Lars Backus frá Svíþjóð, en þau þekkja bæði vel til reynslu af NPA í heimalöndum sínum, og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur sem rannsakað hefur stefnumótun og stefnuskrið stjórnvalda. Auk þeirra eru ræðumenn frá sveitarfélögum, velferðarráðuneyti og hagsmunasamtökum. Ráðstefnan er ætluð stjórnmálamönnum af vettvangi ríkis og sveitarfélaga, stjórnendum og starfsfólki innan félags- og heilbrigðisþjónustu, notendum þjónustu og öllum sem láta sig varða framkvæmd félagsþjónustu sveitarfélaga í málefnum fólks með fötlun.
S A M BA N D Í S LEN S K RA S VEI TA RFÉLA GA
Samband íslenskra sveitarfélaga •
f
10
Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum
Ársfundur SSKS 4. október
15. ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum verður haldinn föstudaginn 4. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica.
• Borgartúni 30 • www.samband.is
Ekki er nauðsyn að skrá sig á fundinn en dagskrá hans verður birt á vef samtakanna, www.ssks.is, í lok september.
11
LANDSHLUTASAMTÖKIN Aðalfundir landshlutasamtakanna Landshlutasamtökin halda aðalfundi sína á haustin. Nú þegar hafa Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) haldið aðalfundi sína en framundan eru aðalfundir hjá hinum landshlutasamtökunum sex.
• 27.-28.09 Eyþing, Grenivík • 11.-12.10 FV, Árneshreppi • 11.-12.10 SSS, Fjölbrautarskóla Suðurnesja • 17.-19.10 SSNV, Skagafirði • 24.-25.10 SASS, Hótel Hekla • 25.10 SSH, Reykjavík
Landsfundur jafnréttisnefnda Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn á Hvolsvelli þann 27. september nk. Dagskrá fundarins er mjög spennandi og fjölbreytt og eru fulltrúar sveitarfélaga sem starfa að jafnréttis- og félagsmálum hvattir til að mæta á fundinn. Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða helstu þætti jafnréttisstarfsins og kynna sér hvað er efst á baugi í öðrum sveitarfélögum. Landsfundurinn er opinn fulltrúum í jafnréttisnefndum sveitarfélaga, en einnig eru velkomnir á fundinn fulltrúar þeirra sveitarstjórna sem ekki hafa skipað jafnréttisnefndir sem og stjórnmálamenn og aðrir starfmenn sveitarfélaganna.
12
Samband íslenskra sveitarfélaga •
SAMTÖK ORKUSVEITARFÉLAGA
Orkufundur 2013
- almennur kynningar og fræðslufundur Samtaka orkusveitarfélaga Þann 4. október verður orkufundur Samtaka orkusveitarfélaga haldinn. Fundurinn verður haldinn á Hilton í tengslum við fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundurinn er hugsaður sem almennur kynningar- og fræðslufundur
• Borgartúni 30 • www.samband.is
fyrir starfsmenn, stjórnendur og bæjarfulltrúa aðildarsveitarfélaga. Orkufundurinn er þó opinn öllum. Dagskrá og nánari upplýsingar verða birtar á vef samtakanna, www. orkusveitarfelog.is, í lok september.
13
FERÐAMENN
Um gjaldtöku af ferðamönnum
Mikil umræða á sér nú stað um fyrirkomulag gjaldtöku af ferðamönnum. Skýrsla sem unnin var að frumkvæði Ferðamálastofu var til kynningar og umræðu á fundi skipulagsmálanefndar sambandsins 23. ágúst sl. og vakti hún fjörugar umræður. Í skýrslunni er gerð grein fyrir nokkrum af þeim fjölmörgu leiðum sem aðrar þjóðir hafa farið til þess að afla tekna til uppbyggingar og viðhalds ferðamannastaða. Skýrslan er mjög áhugaverð en leiðir í raun í ljós að Íslendingar verða, líkt og aðrar þjóðir að velja þá leið til gjaldtöku sem best hentar miðað við aðstæður hér á landi.
14
Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um hugmyndir um svonefnda náttúrupassa, sem valkost við almenna skattheimtu af ferðamönnum eða beina gjaldtöku á einstökum ferðamannastöðum, og rætt um hugsanlega útfærslu þeirra. Niðurstaða skýrsluhöfunda er að frekari útfærsla þeirra hugmynda sé nauðsynleg áður en hægt er að taka afstöðu til þess hvort þær séu framkvæmanlegar. Skýrslan er að þessu leyti nokkuð frábrugðin annarri skýrslu sem kynnt var í september, og unnin er af Boston Consulting Group, að beiðni Icelandair Group og fleiri aðila á sviði ferðaþjónustu og samgöngumála.
Samband íslenskra sveitarfélaga •
Í umfjöllun skipulagsmálanefndar um skýrsluna kom fram að sveitarfélög telja sig þurfa að öðlast beina hlutdeild í þeim tekjum sem aukin gjaldtaka kann að skila til hins opinbera. Sveitarfélögin verða óhjákvæmilega fyrir miklum kostnaði við umhirðu ferðamannastaða bæði í þéttbýli og dreifbýli, svo sem vegna hreinlætismála, skipulagsmála o.fl. án þess að fá endilega tekjur á móti þeim útgjöldum. Einnig telja nefndarmenn að leggja þurfi stóraukna fjármuni til uppbyggingar og viðhalds vega að vinsælum ferðamannastöðum. Nefndarmenn voru efins um hugmyndir um náttúrupassa og var niðurstaða umfjöllunar skipulagsmálanefndar að frekar væri ástæða til að beina sjónum að því að því hvernig nýta mætti skattkerfið á
skilvirkari hátt til tekjuöflunar, í samræmi við þær ábendingar sem fram koma í skýrslunni. Jafnframt verði að leggja áherslu á að tryggja sveitarfélögum hlutdeild í þeirri hugsanlegu tekjuaukningu ásamt því að stuðla að meiri dreifingu ferðamannastraumsins um landið til að draga úr álagi á vinsælustu ferðamannastöðunum. Fundargerð skipulagsmálanefndar var til umfjöllunar á fundi stjórnar Sambandsins 13. september 2013. Stjórnin tók í öllum meginatriðum undir framangreinda niðurstöðu skipulagsmálanefndar. Starfsmenn sambandsins munu á næstunni fylgja málinu eftir gagnvart ráðuneytum og stofnunum sem fara með málefni ferðaþjónustunnar.
Ferðamálaþing 2013
Ferðamálaþing 2013 verður haldið á Hótel Selfossi 2. október næstkomandi. Yfirskrift þingsins er Ísland – alveg milljón! –Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu. Að þessu sinni er undirbúningur og framkvæmd ferðamálaþings samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar. Þingið stendur frá kl. 10:0016:15 og verða flutt á annan tug fróðlegra erinda. Á meðal fyrirlesara eru fulltrúar sveitarfélaga og má m.a. nefna að Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð flytur erindi sem nefnist: „Er sveitarfélagið stærsti ferðaþjónustuaðilinn?“ Einnig verður fjallað um áhrif ferðamennsku á þróun Reykjavíkur, Uppbyggingu svæðisgarðs á Snæfellsnesi auk fleiri áhugaverðra erinda. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum Skipulagsstofnunar og Ferðamálastofu.
• Borgartúni 30 • www.samband.is
15
Kynning á starfsmönnum sambandsins Karl Björnsson Karl hóf störf hjá sambandinu 1. október 2002 sem sviðsstjóri kjarasviðs en hann tók við starfi framkvæmdastjóra 1. september 2008. Karl fer með yfirstjórn á öllum rekstri og starfsemi sambandsins og er yfirmaður alls starfsfólks þess. Annast framkvæmd á stefnumörkun og ákvörðunum stjórnar sambandsins. Er fulltrúi sambandsins út á við ásamt stjórnarformanni og öðrum stjórnarmönnum.
Svandís Ingimundardóttir Svandís hóf störf á þróunar- og alþjóðasviði 1. ágúst 2005 en starfssvið hennar fluttist yfir á lögfræði- og velferðarsvið árið 2008. Svandís vinnur að málefna- og stefnumótunarvinnu í skólamálum. Miðlar upplýsingum til sveitarfélaga um skólamál og fylgist með þróun og nýbreytni á því sviði.Tekur þátt í nefndastarfi um skólamál og undirbýr og fylgir eftir starfi skólamálanefndar sambandsins.
Guðrún A. Sigurðardóttir Guðrún hóf störf á kjarasviði 1. nóvember 2005. Guðrún vinnur við starfsmatskerfið SAMSTARF og framkvæmir grunnmat og endurmat starfa í því ásamt upplýsingagjöf og ráðgjöf til yfirmanna starfsmannamála sveitarfélaga og launafulltrúa.
© Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 • Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir Ritstjóri og ábm.: Magnús Karel Hannesson 2013/22 Afritun og endurprentun er heimil svo fremi að heimildar sé getið.