Samband íslenskra sveitarfélaga
Útkomuspá 2014 Fréttabréf hag- og upplýsingasviðs 2. tbl. 2015
© Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30 • Pósthólf 8100 128 Reykjavík Hönnun og umbrot: Ingibjörg Hinriksdóttir Ritstjóri og ábm.: Gunnlaugur A. Júlíusson Myndir: Gunnlaugur Júlíusson. 2015/07 Afritun og endurprentun er heimil svo fremi að heimildar sé getið.
Inngangur Þegar gengið er frá fjárhagsáætlun fyrir komandi rekstrarár setja mörg sveitarfélög upp útkomuspá fyrir yfirstandandi rekstrarár. Útkomuspá er yfirleitt gerð síðla hausts eða snemma vetrar á því ári sem hún tekur til. Hún byggir yfirleitt á upplýsingum um reksturinn á fyrstu níu mánuðum ársins. Í útkomuspánni fást þannig upplýsingar um líklega niðurstöðu í fjármálum sveitarfélagsins (rekstri, sjóðsstreymi og efnahag) á yfirstandandi ári. Útkomuspá er meðal annars sett upp til að fá samanburð þegar unnið er að fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og þriggja ára áætlun. Með þessari uppsetningu fæst heildaryfirsýn yfir þróun á fjármálum sveitarfélagsins yfir fimm ára tímabil (útkomuspá, fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun) þegar fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlanir hafa verið afgreiddar. Með útkomuspá fyrir árið 2014 fást upplýsingar um hver sé líkleg útkoma á rekstri sveitarfélagsins á árinu. Hún gefur viðkomandi sveitarstjórnum möguleika á að átta sig á hvar orsökin liggur ef sett markmið hafa ekki náðst. Þannig hafa þær möguleika á að taka nauðsynlegar ákvarðanir við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir næsta rekstrarár. Einnig gefa útkomuspárnar möguleika á að fá bráðabirgðaniðurstöður fyrir afkomu sveitarfélaganna tiltölulega snemma eftir að rekstrarárið er liðið. Í ýmsum tilvikum eru sveitarfélög þó hætt að gera sérstaka útkomuspá heldur vinna þau út frá því að afgreiðsla fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi rekstrarár hafi verið ákvörðun um fjárheimildir en ekki áætlun. Í örfáum slíkum tilvikum eru niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 notaðar í þessari samantekt. Sveitarfélög á Íslandi voru 74 talsins á árinu 2014. Íbúafjöldi þeirra er afar misjafn, landfræðilegar aðstæður þeirra eru mismunandi svo og margt annað sem skilur á milli í aðstæðum þeirra og umhverfi. Sveitarfélögunum er því skipt í fjóra flokka til frekari glöggvunar þegar niðurstöður fjárhagsáætlana og útkomuspáa eru skoðaðar. Þeir eru sem hér segir: • Reykjavíkurborg • Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkurborgar
• Vaxtarsvæði; Sveitarfélög frá og með Borgarbyggð, suður um Reykjanes til og með Sveitarfélaginu Árborg, Akureyrarkaupstaður, Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð. • Önnur sveitarfélög Hér á eftir eru birtar upplýsingar úr útkomuspá sveitarfélaga fyrir árið 2014 eins og þær eru birtar samhliða fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2015 (A-hluti sveitarsjóðs). A-hluti í reikningsskilum sveitarfélaga – sveitarsjóður – er fjármagnaður að mestu leyti með skatttekjum. Hann ber endanlega ábyrgð á rekstri B-hluta fyrirtækja og stofnana. Því skiptir rekstrarstaða og efnahagur A-hlutans höfuðmáli fyrir fjármál hvers sveitarfélags. Í töflu 1 kemur fram að í lok janúar 2014 var útkomuspá og aðrar sambærilegar upplýsingar fyrir árið 2014 aðgengilegar frá 50 sveitarfélögum. Það eru mun betri skil en á fyrra ári þegar upplýsingar lágu fyrir á sama tíma frá 36 sveitarfélögum. Í þessum sveitarfélögum búa 86,8% íbúa landsins sem er áþekkur fjöldi og í þeim sem gerðu skil á síðasta ári. Í töflunni sést einnig að það eru einkum sveitarfélög í flokknum „Önnur sveitarfélög“ sem ekki gerðu útkomuspá samhliða gerð fjárhagsáætlunar. Niðurstöður úr útkomuspá þeirra sveitarfélaga sem hafa skilað upplýsingum eru færðar hlutfallslega upp innan hvers flokks með hliðsjón af íbúafjölda. Niðurstöður í einstökum flokkum eru síðan lagðar saman. Endanleg niðurstaða felur þannig í sér heildarniðurstöðu fyrir sveitarfélögin. Þegar niðurstöður liggja fyrir frá sveitarfélögum með hátt í 90% íbúanna þá má segja að þær gefi mjög marktækar upplýsingar um hver niðurstaðan verður fyrir heildina. Athuga ber að sá hluti af útsvarstekjum vegna málefna fatlaðs fólks, sem greiddur er beint frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til byggðasamlaga, þjónustusvæða og annarra samstarfsaðila sem annast framkvæmd málaflokksins, er ekki talinn með tekjum sveitarfélaga í þessu uppgjöri. Tilheyrandi kostnaður er ekki heldur talinn með. Eftir er að ná utan um þennan hluta málaflokksins sérstaklega þar sem hann er ekki tilgreindur í ársreikningum sveitarfélaga.
3
Hér á eftir verður farið yfir niðurstöður úr útkomuspá fyrir sveitarsjóði fyrir árið 2014. Skil í einstökum flokkum koma fram í töflu 1. Á það ber þó að minna að í þessari samantekt eru birtar samandregnar niðurstöður fyrir einstaka flokka og fyrir sveitarfélögin í heild sinni. Innan hvers flokks er iðulega töluverður breytileiki sem ekki verður gerð grein fyrir hér. Vísað er til Árbókar sveitarfélaga í því sambandi.
• • • •
um rúma 2,0 ma.kr. frá fyrra ári eða úr 22,6 ma.kr. í 20,4 ma.kr. Framlegð er 8,6% af heildartekjum árið 2014 samanborið við 10,4% árið áður. Veltufé frá rekstri er að jafnaði 7,9% af heildartekjum samanborið við 9,9% árið áður. Ekki er mikill munur á milli einstakra flokka. Fjárfesting fer heldur vaxandi. Áfram er lögð áhersla á að greiða niður langtímalán.
Tafla 1. Skil fjárhagsáætlana
Íbúafjöldi Íbúafjöldi í sveitarfélögum sem hafa skilað
Reykjavíkur- Hlutf. af borg heild 121.230 37,2% 121.230
Höfuðborgarsv. Hlutf. af án Rvk heild 87.522 26,9% 82.920
Önnur Hlutf. af Samtals sveitarfélög heild 45.659 14,0% 325.671 32.300 286.014
Fjöldi sveitarfélaga
1
6
16
51
74
Fjöldi sveitarf. sem hefur skilað
1
4
13
32
50
Útsvarsprósenta (vegið meðaltal) Hlutfall af íbúafjölda
14,52%
14,36% 100,0%
Í töflu 1 koma fram upplýsingar um íbúafjölda í hverjum flokki, íbúafjölda þeirra sveitarfélaga sem hafa lagt fram útkomuspá með fjárhagsáætlunum svo og skil þeirra eftir einstökum flokkum. Hlutfallslega fæst sveitarfélög í flokkunum „Vaxtarsvæði“ og „Önnur sveitarfélög“ hafa lagt þessar upplýsingar fram en þar hafa um 70% sveitarfélaga lagt fram slíka útkomuspá. Einnig koma fram í þessari töflu upplýsingar um vegið meðaltal útsvarsprósentu í hverjum flokki svo og landsmeðaltal útsvarsálagningar. Útsvarsálagningin er að jafnaði lægst á „Höfuðborgarsvæðinu án Reykjavíkur“. Samandregnar niðurstöður um útkomuspá 2014 • Helstu niðurstöður úr útkomuspá sveitarfélaganna fyrir árið 2014 eru sem hér segir: • Sveitarfélögin skila upplýsingum um útkomuspá fyrir árið 2014 fyrr en á síðasta ári og þeim sveitarfélögum fjölgar sem hafa þessar upplýsingar handbærar. • Niðurstöðurnar byggja á upplýsingum frá sveitarfélögum sem eru með tæp 90% íbúanna. Þær eru síðan færðar hlutfallslega upp þannig að þær gildi fyrir landið í heild sinni. • Heildartekjur sveitarfélaga eru áætlaðar 236,5 ma.kr og heildarútgjöld 216,1 ma.kr • Rekstrarniðurstaða rekstrarreiknings er full lág eða 1,3% af heildartekjum. Afkoma sveitarfélaga virðist verða heldur lakari á árinu 2014 heldur en hún var árið áður. • Framlegð á hvern íbúa er áberandi lægst hjá Reykjavíkurborg. Heildarframlegð sveitarfélaga lækkar
4
Vaxtarsvæði Hlutf. af heild 71.260 21,9% 49.564
14,47% 94,7%
14,47% 69,6%
70,7%
14,44% 87,8%
• Reykjavíkurborg er bæði með hæst eiginfjárhlutfall og hæst veltufjárhlutfall allra flokka. • Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélaga eru 289,8 ma.kr. Að jafnaði eru það 889,8 þús. kr. á hvern íbúa. • Skuldir á íbúa eru langlægstar hjá Reykjavíkurborg eða 522 þús.kr. Til samanburðar eru þær 970-1.280 þ.kr. hjá öðrum flokkum.
Umfjöllun un niðurstöður útkomuspár fyrir árið 2014 1. Rekstraryfirlit Í rekstraryfirliti er birt samandregið yfirlit um tekjur og rekstrarkostnað sveitarfélaganna í útkomuspá þeirra fyrir árið 2014. Þar koma einnig fram upplýsingar um afskriftir, fjármagnstekjur og gjöld ásamt óreglulegum liðum. Rekstrarniðurstaða (mismunur tekna og rekstrarkostnaðar) úr rekstraryfirliti útkomuspárinnar er birt í töflu 2. Til samanburðar eru birtar heildarniðurstöður úr fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2015. Tafla 2. Niðurstaða rekstrar M.kr. Fjöldi íbúa og hlutfallsleg skipting Skatttekjur Framlög jöfnunarsjóðs
Reykjavíkurborg 121.230 64.412 5.438
Hlutf. af tekjum 37,2% 77,5% 6,5%
Í töflu 2 eru birtar niðurstöður um tekjur og rekstrarkostnað sveitarfélaga fyrir fjármagnsliði fyrir árið 2014. Hlutfall íbúa í hverjum flokki er birt til samanburðar svo og hlutfall einstakra rekstrarliða af heildartekjum. Framlegð sveitarfélaganna í heild sinni er áætluð vera 20,4 ma.kr. sem er að jafnaði 8,6% af áætluðum heildartekjum. Framlegð sem hlutfall af heildartekjum er hæst hjá „Höfuðborgarsvæðinu án Reykjavíkur“ en lægst hjá Reykjavíkurborg. Í framhaldi af þessu er áhugavert að sjá niðurstöður úr töflu 2 reiknaðar út á íbúa. Þá fæst á ýmsan hátt raunhæfari samanburður á milli einstakra flokka. Niðurstaða þessa útreiknings kemur fram í töflu 3.
Höfuðborgarsv. Hlutf. af Vaxtar- Hlutf. af Önnur Hlutf. af Samtals Hlutf. af Samtals án Rvk tekjum svæði tekjum sveitarfélög tekjum 2014 tekjum 2015 87.522 26,9% 71.260 21,9% 45.659 14,0% 325.671 100,0% 325.671 46.720 77,8% 34.832 64,1% 21.649 55,5% 167.613 70,9% 172.077 5.070 8,4% 10.114 18,6% 9.558 24,5% 30.180 12,8% 29.158
Þjónustutekjur og aðrar t.
13.278
16,0%
8.279
13,8%
9.400
17,3%
7.771
19,9%
38.728
16,4%
43.447
Samtals reglulegar tekjur
83.128
100,0%
60.069
100,0%
54.346
100,0%
38.978
100,0%
236.521
100,0%
244.682
Laun og launatengd gjöld Annar rekstrarkostnaður
46.420 32.575
55,8% 39,2%
31.782 21.228
52,9% 35,3%
28.313 20.416
52,1% 37,6%
20.397 14.964
52,3% 38,4%
126.912 89.183
53,7% 37,7%
132.526 91.967
Samtals rekstrargjöld
78.995
95,0%
53.010
88,2%
48.729
89,7%
35.361
90,7%
216.096
91,4%
224.494
4.133
5,0%
7.059
11,8%
5.617
10,3%
3.617
9,3%
20.425
8,6%
17,7%
100,0%
Framlegð (reglulegar tekjur-rekstrargjöld) Hlutfall af heildarframlegð
20,2%
34,6%
27,5%
20.187 100,0%
5
Tafla 3. Niðurstaða rekstrar, kr. á íbúa Kr. á íbúa Skatttekjur Framlög jöfnunarsjóðs Þjónustutekjur og aðrar tekjur
Reykjavíkurborg 531.321 44.857 109.527
% af tekjum 77,5% 6,5% 16,0%
Höfuðborgarsv. án Rvk 533.804 57.930 94.597
% af tekjum 77,8% 8,4% 13,8%
% af tekjum 64,1% 18,6% 17,3%
Önnur sveitarfélög 474.149 209.332 170.186
% af Meðaltal tekjum 2014 55,5% 514.669 24,5% 92.671 19,9% 118.917
% af Meðaltal tekjum 2015 70,9% 528.376 12,8% 89.533 16,4% 133.408
Samtals reglulegar tekjur
685.705 100,0%
686.331 100,0%
762.649 100,0%
853.666 100,0%
726.257 100,0%
751.317
Laun og launatengd gjöld
382.909
55,8%
363.133
52,9%
397.325
52,1%
446.718
52,3%
389.695
53,7%
406.935
Annar rekstrarkostnaður Samtals rekstrargjöld
268.704 651.613
39,2% 95,0%
242.547 605.680
35,3% 88,2%
286.498 683.823
37,6% 89,7%
327.740 774.458
38,4% 90,7%
273.845 663.539
37,7% 91,4%
282.328 689.328
34.092
5,0%
80.650
11,8%
78.826
10,3%
79.208
9,3%
62.718
8,6%
61.989
Framlegð
Í töflu 3 er birt yfirlit um tekjur og rekstrarkostnað á hvern íbúa eftir einstökum flokkum, meðaltal fyrir landið allt svo og niðurstöður úr fjárhagsáætlunum fyrir árið 2015. Ekki er mikill munur á skatttekjum á íbúa milli flokka. Þær eru þó hvað hæstar hjá „Reykjavíkurborg“ og „Höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkurborgar“. Greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru langhæstar á hvern íbúa hjá „Öðrum sveitarfélögum“ og síðan á „Vaxtarsvæðum“ eins og gefur að skilja. Verulegur munur á á þjónustutekjum og öðrum tekjum milli einstakra flokka. Heildartekjur á hvern íbúa eru hæstar í „Öðrum sveitarfélögum“ en lægstar hjá Reykjavíkurborg og „Höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur“. Glöggt kemur fram að rekstrarkostnaður sveitarfélaga á hvern íbúa er hærri utan höfuðborgarsvæðisins, þar sem sveitarfélög eru fámennari. Það á bæði við um launakostnað og annan rekstrarkostnað. Framlegð á hvern íbúa er áberandi lægst í Reykjavík. Í öðrum flokkum er hún mjög áþekk. Afskriftir hafa áhrif á rekstrarafkomu sveitarfélaganna, enda þótt þær komi ekki til útgjalda á árinu. Niðurstaða úr rekstraryfirliti sveitarfélaganna eftir að tekið hefur verið tillit til afskrifta og fjármagnsliða kemur fram í töflu nr. 4. Tafla 4. Niðurstöður úr rekstraryfirliti sveitarfélaganna
M.kr. Framlegð Afskriftir Niðurstaða án fjármunat. og (gjalda)
Reykjavíkur% af borg tekjum 4.133 5,0% 3.897 4,7% 236 0,3%
Það er 1,3% af heildartekjum þeirra. Almennt má segja að það sé of lágt hlutfall þótt ekkert formlegt viðmið sé til í þessu sambandi. Til viðmunar má nefna að í öðrum norrænum ríkjum er oft miðað við að rekstrarniðurstaðan þurfi að jafnaði að vera jákvæð sem nemur a.m.k. 2,0% af heildartekjum til að rekstur sveitarfélagsins sé sjálfbær til lengri tíma litið. Þá er meðal annars horft til þess að nýjar eignir eru yfirleitt dýrari en þær sem hafa verið afskrifaðar. Fjármagnsliðir vega þungt í þessari niðurstöðu en þeir eru neikvæðir um tæpa 6,9 ma.kr. í heildina tekið. Fjármagnsgjöld hafa þó lækkað um tæpa tvo ma.kr. frá útkomuspá fyrra árs. Rekstrarniðurstaðan er 0,5 ma.kr. lægri en á fyrra ári. Fjármagnsliðir samanstanda bæði af raunverulegum fjármagnstekjum og gjöldum en einnig af reiknuðum liðum, s.s. áhrifum gengisbreytinga og verðbóta. Þarna skipta því áhrif af gengisþróun krónunnar töluverðu máli og svo niðurstöður útreikninga á verðbótaþáttum. Heildarniðurstaða fyrir óreglulega liði er reiknuð sérstaklega út. Hún segir hver sé afkoma sveitarfélaganna af hefðbundnum tekjustofnum og hefðbundnum rekstri. Þar til viðbótar koma óreglulegir liðir sem geta verið mjög breytilegir frá einu ári til annars. Óreglulegir liðir geta verið tekjur vegna sölu eigna, sölu byggingarréttar og kostnaður vegna sérstakra aðstæðna, s.s. náttúruhamfara eða annarra þátta sem ekki teljast til hefðbundinnar starfsemi sveitarfélaga. Þeir geta vegið þungt í heildarafkomu einstakra sveitarfélaga svo eðlilegt er að gera sérstaklega grein fyrir þeim.
Höfuðborgarsv. % af Vaxtar% af án Rvk tekjum svæði tekjum 7.059 11,8% 5.617 10,3% 2.686 4,5% 2.788 5,1% 4.372 7,3% 2.829 5,2%
Önnur % af Samtals % af Samtals sveitarfélög tekjum 2014 tekjum 2015 3.617 9,3% 20.425 8,6% 20.187 1.326 3,4% 10.697 4,5% 10.964 2.291 5,9% 9.728 4,1% 9.224
Fjármunatekjur og (gjöld)
-366
-0,4%
-4.074
-6,8%
-1.656
-3,0%
-708
-1,8%
-6.805
-2,9%
-8.425
Rekstrarniðurstaða fyrir óreglulega liði
-130
-0,2%
298
0,5%
1.173
2,2%
1.582
4,1%
2.924
1,2%
799
Óreglulegir liðir Rekstrarniðurstaða eftir óreglulega liði
0 -130
-0,2%
0 298
0,5%
0 1.173
2,2%
-1 1.581
4,1%
-1 2.922
1,2%
0 799
Í töflu 4 kemur fram að útlit er fyrir að rekstraniðurstaða sveitarfélaganna, eftir að tekið hefur verið tillit til reiknaðra liða og fjármagnsliða, hafi verið jákvæð sem nemur um 3,0 ma.kr.
6
Vaxtarsvæði 488.802 141.936 131.910
Sáralítið er fært undir óreglulega liði í útkomuspá fyrir árið 2014.
2. Sjóðstreymi Í sjóðstreymisyfirliti kemur m.a. fram hve mikið lausafé er til staðar þegar búið er að borga eða gjaldfæra reikninga sem tilheyra daglegum rekstri. Einnig kemur þar fram hve miklar fjárfestingar eru fyrirhugaðar, hve mikil fjárþörf er vegna fjárfestinga og afborgana af lánum og hvernig þessi fjárþörf er fjármögnuð. Þetta yfirlit er ekki síður mikilvægt til að átta sig á greiðsluhæfi sveitarfélags en rekstraryfirlitið. Í töflu 5 kemur fram yfirlit um áætlað sjóðstreymi sveitarfélaganna á árinu 2014 samkvæmt útkomuspám þeirra. Tafla 5. Sjóðstreymisyfirlit M.kr. Veltufé frá rekstri Veltufé frá rekstri (% af tekjum) Fjárfesting í varanl. rekstrarfjárm. Söluverð seldra rekstrarfjármuna
og þar næst hjá „Höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur“. Að jafnaði er það um 7,9% og hefur lækkað um 2,0% stig frá fyrra ári. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum eru samtals um 22,1 ma.kr. á árinu 2014. Það er töluvert hærri fjárhæð en á árinu 2013. Það er fjárfest fyrir hærri fjárhæð en sem nemur veltufé frá rekstri sem er 18,9 ma.kr. Því þarf að fjármagna það sem á vantar m.a. með lántöku eða sölu eigna. Afborganir langtímalána eru hærri fjárhæð en veltufé frá rekstri eða samtals 23,4 ma.kr. Sala rekstrarfjármuna er óverulegur hluti af fjármögnun fjárfestinga. Ný langtímalán eru samtals um 21,1
Reykjavíkur- Höfuðborgarsv. borg án Rvk 6.079 5.028 7,3% 8,4% 7.380 6.069
Vaxtarsvæði
Önnur Samtals Samtals sveitarfélög 2014 2015 4.720 2.793 18.621 18.814 8,7% 7,2% 7,9% 7,7% 5.905 2.468 21.822 19.016
1.025
0
70
271
1.367
245
84
2.039
59
2.428
561
Breyting langtímakrafna Fjárfestingarhreyfingar
161 6.439
-54 6.207
3.811 4.062
133 2.123
4.051 18.831
1.076 16.546
Tekin ný langtímalán
2.735
10.518
4.605
2.860
20.718
15.584
Afborganir langtímalána
3.444
9.830
7.225
2.560
23.059
16.793
-27 0 120 -616
-339 0 24 374
648 210 -49 -1.810
613 66 253 1.233
896 276 348 -820
-235 63 18 -3.776
Eignarhlutir í félögum, breyting
Viðskiptastaða eigin fyrirtækja, breyt. Langtímask. v. eigin fyrirt. breyting Skammtímalán, breyting Fjármögnunarhreyfingar
Veltufé fé frá rekstri er það fjármagn sem eftir stendur þegar útgjöld vegna daglegs rekstrar hafa verið greidd eða gjaldfærð. Það nýtist til að greiða afborganir lána og annarra skuldbindinga og stendur þar að auki undir fjárfestingum eins langt og það nær. Þá er búið að bakfæra alla reiknaða liði úr uppgjöri rekstrarreiknings. Veltufé er góður mælikvarði á hve auðvelt er fyrir rekstraraðila að standa undir áhvílandi skuldbindingum. Ef veltufé frá rekstri dugar t.d. ekki til að standa undir afborgunum langtímalána er fullrar varúðar þörf, því þá verður að taka lán til að greiða afborganir eldri lána og til að fjármagna framkvæmdir að fullu. Slíkt ástand getur einungis gengið í tiltölulega skamman tíma. Ef veltufé frá rekstri er neikvætt ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af heildartekjum er hæst hjá sveitarfélögum á „Vaxtarsvæðum“
1.964
ma.kr. Frekar lítið virðist vanta upp á að fjármögnunarþörf sé uppfyllt í heildina tekið eða um 0,7 ma.kr. Það er mun minni vöntun en á fyrra ári þegar hún var um 3,8 ma.kr. Staða fjármögnunarhreyfinga er eingöngu neikvæð hjá „Vaxtarsvæði“. Staða fjármögnunar gefur til kynna hvort sveitarfélög hafa náð að uppfylla fyrirsjáanlega fjárþörf í fjárhagsáætlun eða ekki. Þar sem fjármögnun er neikvæð er ljóst að ekki liggur fyrir hvernig eigi að fjármagna fyrirsjáanlegar fjárfestingar og/eða afborganir lána. Því má síðan ekki gleyma að ekki er tryggt að öll sveitarfélög nái að uppfylla lánsfjárþörf sína á árinu.
7
3. Efnahagsreikningur Í efnahagsreikningi er tekið saman yfirlit um eignir sveitarfélaganna og hvernig þær eru fjármagnaðar. Eignum er skipt upp í fastafjármuni og veltufjármuni eftir því hve auðvelt er að losa það fjármagn sem bundið er í eignum. Skuldahlið efnahagsreiknings er skipt upp í skuldbindingar (sem eru fyrst og fremst lífeyrisskuldbindingar) og langtímaskuldir og skammtímaskuldir. Mismunur eigna og skulda er síðan eigið fé (höfuðstóll). Tafla 6. Efnahagsreikningur Í töflu 6 kemur fram yfirlit um eignir, skuldir og eigið fé sveitarfélaganna. M.kr. Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir
Höfuðborgarsv. % af án Rvk eignum 121.216 94,6% 6.879 5,4% 128.094 100,0%
Vaxtar% af svæði eignum 127.257 90,6% 13.197 9,4% 140.454 100,0%
Önnur % af Samtals % af Samtals sveitarfélög eignum 2014 eignum 2015 54.765 82,8% 436.102 90,0% 423.350 11.338 17,2% 48.643 10,0% 51.167 66.104 100,0% 484.745 100,0% 474.518
Eigið fé
86.807
57,8%
37.261
29,1%
49.050
34,9%
26.465
40,0%
199.583
41,2%
Lífeyrisskuldbindingar
12.603
8,4%
18.037
14,1%
16.034
11,4%
8.224
12,4%
54.898
11,3%
54.542
Langtímaskuldir Skammtímaskuldir
38.353 12.330
25,6% 8,2%
58.699 14.096
45,8% 11,0%
60.464 14.906
43,0% 10,6%
21.537 9.877
32,6% 14,9%
179.054 51.209
36,9% 10,6%
164.873 49.651
63.286
42,2%
90.833
70,9%
91.404
65,1%
39.639
60,0%
285.162
58,8%
269.067
Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé
8
Reykjavíkur% af borg eignum 132.864 88,5% 17.229 11,5% 150.093 100,0%
Heildarskuldir og skuldbindingar A- hluta sveitarsjóða nema samtals um 289,8 ma.kr. Þar af eru lífeyrisskuldbindingar metnar um 55,9 ma.kr. Athuga ber að hluti af veltufjármunum sveitarfélaga (viðskiptakröfur) getur verið viðskiptakrafa á B-hlutastofnanir, s.s. hafnir og/eða félagslega íbúðarkerfið. Í mörgum tilvikum er hæpið að þær kröfur verði greiddar. Því getur veltufjárstaðan verið ofmetin í einhverjum tilvika. Yfirleitt eru þó veltufjármunir verulega hærri en skammtímaskuldir sem segir að lausafjárstaða sveitarfélaganna sé í heildina tekið frekar góð. Fróðlegt er í þessu sambandi að skoða efnahagsreikninginn í krónum á íbúa. Á þann hátt fæst betri möguleiki á að bera stöðuna saman milli einstakra flokka.
150.093
128.094
140.454
66.104
484.745
205.451
474.518
Tafla 7. Efnahagsreikningur, kr. á íbúa Kr. á íbúa Fastafjármunir Veltufjármunir Eignir samtals
Reykjavíkur% af borg eignum 1.095.966 88,5% 142.118 11,5% 1.238.085 100,0%
Höfuðborgarsv. % af án Rvk eignum 1.384.973 94,6% 78.594 5,4% 1.463.567 100,0%
Vaxtar% af svæði eignum 1.785.812 90,6% 185.195 9,4% 1.971.007 100,0%
Önnur % af sveitarfélög eignum 1.199.443 82,8% 248.328 17,2% 1.447.771 100,0%
Meðaltal % af 2014 eignum 1.339.088 90,0% 149.363 10,0% 1.488.450 100,0%
Eigið fé
716.052
57,8%
425.736
29,1%
688.322
34,9%
579.628
40,0%
612.837
41,2%
Skuldbindingar
103.959
8,4%
206.090
14,1%
225.002
11,4%
180.124
12,4%
168.570
11,3%
Langtímaskuldir Skammtímaskuldir
316.366 101.707
25,6% 8,2%
670.683 161.059
45,8% 11,0%
848.499 209.184
43,0% 10,6%
471.703 216.316
32,6% 14,9%
549.800 157.243
36,9% 10,6%
522.033
42,2%
1.037.832
70,9%
1.282.685
65,1%
868.142
60,0%
875.613
58,8%
Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall
1.238.085
1.463.567
1.971.007
1.447.771
1.488.450
57,8% 1,4
29,1% 0,5
34,9% 0,9
40,0% 1,1
41,2% 0,9
Hér kemur glöggt fram að skuldir og skuldbindingar A-hluta sveitarsjóða á hvern íbúa eru langlægstar hjá Reykjavíkurborg. Þær eru einna hæstar á íbúa á „Vaxtarsvæðum“ en heldur lægri og nokkuð áþekkar annarsstaðar. Eiginfjárhlutfall Reykjavíkurborgar er 57,8% á meðan það er 29,1% á „Höfuðborgarsvæðinu án Reykjavíkur“ og 34,9% á „Vaxtarsvæðum“. Það er mjög áþekk staða og á fyrra ári. Samkvæmt þessum niðurstöðum er efnahagur sveitarfélaganna að jafnaði sterkur en þó ber að taka útreikningum á eiginfjárhlutfalli með ákveðnum fyrirvara. Til dæmis á það að vera meginregla að nota varfærnissjónarmið við verðmat eigna. Hlutfall milli veltufjár frá rekstri og langtímaskulda segir mest til um hve auðvelt sveitarfélagið á með að greiða niður skuldir sínar.
kennitölu er hins vegar verulegur milli einstakra sveitarfélaga og verður að skoða niðurstöðurnar með hliðsjón af því.
Veltufjárhlutfall í hverjum flokki kemur fram í neðstu línu töflunnar. Það sýnir hlutfall milli veltufjármuna og skammtímaskulda. Þetta hlutfall á helst að vera hærra en 1,0. Það þýðir að veltufjármunir (lausafé) séu að minnsta kosti jafnháir skammtímaskuldum. Ef veltufjárhlutfallið er lægra en einn þá eru skammtímaskuldir hærri en sjóðir og lausafé. Þá byggist upp ákveðin hætta á að ekki sé alltaf hægt að greiða reikninga á tilskyldum tíma. Það hefur t.d. í för með sér aukinn vaxtakostnað og jafnvel að viðskipavild versni ef það dregst úr hömlu að greiða reikninga. Slíkt er ætíð mjög slæmt því yfirleitt er litið á opinbera aðila sem örugga og skilvísa viðskiptavini. Veltufjárhlutfallið er hæst hjá Reykjavíkurborg en lægst hjá flokknum „Höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkur“. Á landsvísu er það 1,0 og hefur lækkað frá fyrra ári. Breytileiki þessarar
9
4. Þróun síðustu ára Það er áhugavert að draga saman yfirlit um hvernig nokkur atriði, sem varða fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna miklu, hafa þróast frá efnahagshruninu árið 2008. Á þann hátt er hægt að fá gróft yfirlit um hvernig þróunin hefur verið hjá sveitarfélögunum í heild sinni. Fjárhæðir hafa verið færðar til verðlags ársins 2014 með vísitölu neysluverðs (meðalvísitala hvers árs). Á þann hátt eru þær samanburðarhæfari en þegar þær eru birtar á verðlagi hvers árs. Hér á eftir er farið yfir þróun nokkurra þátta sem skipta miklu máli hvað varðar almenna þróun mála í fjármálum sveitarfélaganna. Niðurstöður eru fengnar úr ársreikningum sveitarfélaga fyrir árin 2008-2013 og úr útkomuspá og fjárhagsáætlunum þeirra fyrir árið 2014. Hér
á eftir eru birtar niðurstöður nokkurra þátta sem sýnir ákveðna þróun á liðnum árum. Á mynd 1 kemur fram hve veltufé frá rekstri minnkaði gríðarlega árið 2009 miðað við árið 2008. Frá þeim tíma hefur það aukist jafnt og þétt og hefur síðustu fjögur árin verið hærra að jafnaði en það var á árinu 2008. Útlit er þó fyrir að það lækki heldur á árinu 2014. Það er í samræmi við aðrar spár um rekstrarniðurstöðu sveitarfélaganna á því ári. Ástæðu hinnar jákvæðu þróunar undanfarinna ára er meðal annars að finna í almennri hagræðingu og bættum rekstri hjá sveitarfélögum sem skilar sér í batnandi afkomu þeirra.
Mynd 1. Veltufé frá rekstri (ma.kr.)
25 20 15 10 5 0
10
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
Mynd 2. Veltufé frá rekstri, % af heildartekjum
12,0% 10,0% 8,0% 6,0% 4,0% 2,0% 0,0%
2008
2009
2010
2011
2012
Áþekk niðurstaða kemur fram á mynd 2 þar sem veltufé frá rekstri er sett fram sem % af heildartekjum. Árin 2011-2013 var veltufé frá rekstri á bilinu 9-10% af heildartekjum. Hlutfallið lækkar síðan aðeins á árinu 2014 en er samt sem áður mjög ásættanlegt. Mynd 3. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum (ma.kr.)
2013
2014
Á mynd 3 kemur vel fram sú gríðarlega breyting sem orðið hefur í fjárfestingum sveitarfélaganna frá árinu 2008. Þær voru gríðarlega miklar á árinu 2008 en hafa dregist mikið saman frá þeim tíma. Rétt er að benda á að niðurstöðum um fjárfestingu frá árinu 2008 er rétt að taka með ákveðnum fyrirvara vegna þeirra óvenjulegu sviptinga sem áttu sér stað á árinu. Má benda í því sambandi á að nokkur sveitarfélög þurftu að leysa til sín
70 60 50 40 30 20 10 0
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
11
Að lokum byggingarlóðir í miklu umfangi. Fjárfestingar sveitarfélaga voru í lágmarki á árunum 2011-2012 en hafa heldur vaxið aftur á síðustu árum. Það er áhyggjuefni á margan hátt ef fjárfestingar sveitarfélaga verða áfram af þeirri stærðargráðu sem þær hafa verið á síðustu árum. Ætíð er til staðar ákveðin fjárfestingarþörf hjá sveitarfélögunum sem er ýtt inn í framtíðina miðað við óbreytta þróun. Einnig hefur mikill samdráttur í fjárfestingum sveitarfélaga bein áhrif á atvinnulífið í landinu. Mynd 4. Tekin ný langtímalán og afborganir langtímalána (ma. kr.)
45 40 35 30 25 20 15 10 5 0
2008
2009
2010
Tekin ný langtímalán
2011
2012
2013
2014
Afborganir langtímalána
Á mynd 4 kemur fram hver þróunin hefur verið í nýjum lántökum sveitarfélaganna og afborgunum langtímalána á fyrrgreindu tímabili. Á þessari mynd kemur fram áhugaverð þróun. Lántaka sveitarfélaganna fór minnkandi jafnt og þétt frá árinu 2008 þegar þau risu sem hæst fram til ársins 2012. Að sama skapi hafa sveitarfélögin lagt sívaxandi áherslu á að greiða niður langtímalán sín. Lántaka hefur þó vaxið á síðustu tveimur árum. Á síðustu fimm árum nema afborganir langtímalána mun hærri fjárhæð en sem nemur nýjum lántökum. Þannig eru sveitarfélögin í heildina tekið að greiða niður skuldir sínar. Það er í góðum takti við annað í fjármálastjórnun sveitarfélaganna á síðustu árum.
12
Miklu máli skiptir að fá upplýsingar eins snemma og mögulegt er um hvert stefnir í fjárhagslegri afkomu og efnahag sveitarfélaga. Ársreikningar liggja yfirleitt ekki fyrir fyrr en á vordögum. Samandregið yfirlit um niðurstöður þeirra er birt á haustin. Því skiptir miklu máli að fá niðurstöður úr útkomuspá um afkomu sveitarfélaganna á síðasta ári í upphafi hvers árs. Vitaskuld er hér um niðurstöður að ræða sem settar eru fram með ákveðnum fyrirvörum. Bæði er um að ræða óendurskoðaðar niðurstöður frá einstökum sveitarfélögum og síðan liggja ekki fyrir upplýsingar frá nema hluta sveitarfélaganna. Því verður að nota tiltæk gögn til að leggja eins snemma og hægt er
mat á hver verður afkoma sveitarfélaganna í heild sinni og eins innan einstakra flokka. Þegar fyrir liggja niðurstöður frá sveitarfélögum sem byggja á upplýsingum frá sveitarfélögum þar sem búsettir eru hátt í milli 80 og 90% íbúa landsins þá eru þær orðnar ágætlega marktækar fyrir heildina. Þótt niðurstöðurnar geti vitaskuld tekið einhverjum breytingum þegar endanlegt uppgjör liggur fyrir, þá er hér um að ræða verulega mikilvægar upplýsingar um fjárhagslega afkomu sveitarfélaganna á næstliðnu ári. GAJ