#SAF2016
NÆST Á DAGSKRÁ!
ÁRSSKÝRSLA 2015 - 2016
AÐALFUNDUR SAF 2016
FAGFUNDIR FERÐAÞJÓNUSTUDAGURINN 14.-15. MARS HILTON REYKJAVÍK NORDICA
SAF 2016 Hรถnnun TBH&Co. Design
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
EFNISYFIRLIT 04 06 14 16 19 20 25 26 28 30 32 34 36 37
ÁVARP FORMANNS EFNAHAGSMÁL GÆÐAMÁL SAMSKIPTI VIÐ STJÓRNVÖLD UMHVERFIS- OG AUÐLINDAMÁL MENNTA- OG FRÆÐSLUMÁL ERLEND SAMSKIPTI INNRA SKIPULAG FÉLAGSFUNDIR AÐALFUNDIR OG ÁLYKTANIR ÝMISLEGT FAGNEFNDIR FULLTRÚAR SAF Í STJÓRNUM OG RÁÐUM 20015-16 MYNDIR ÚR STARFINU
3
WWW.SAF.IS
ÁVARP FORMANNS
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
Óhætt er að segja að liðið starfsár hafi verið okkur í ferðaþjónustunni gjöfult. Um 1,4 milljónir erlendra ferðamanna sóttu Ísland heim á síðasta ári og eru þá taldar komur farþega með skemmtiferðaskipum. Miðað við tölur fyrstu mánuði þessa árs má búast við að fjöldi erlendra ferðamanna verði um 1,8 milljónir á þessu ári. Gjaldeyristekjur voru 368 milljarðar árið 2015 og hafa aukist um 100 milljarða á aðeins tveimur árum. Er þetta ótvíræður vitnisburður um hinn gríðarlega vöxt sem ferðaþjónustan hefur notið á undanförnum árum. Þessi vöxtur hefur haft í för með sér margvíslegan ávinning en um leið áskoranir fyrir íslenskt samfélag. GRÍMUR SÆMUNDSEN Formaður SAF
“
Við hjá Samtökum ferðaþjónustunnar erum með miklar væntingar til árangurs af samstarfi við stjórnvöld á þessum nýja vettvangi
Tvennt bar hæst í starfi Samtaka ferðaþjónustunnar á liðnu starfsári. Það er annars vegar að greinin er svo til að öllu leyti orðin hluti af virðisaukaskattsumhverfinu frá 1. janúar s.l. Undir lok ársins komu í ljós flækjur við framkvæmd skattkerfisins sem sneru fyrst og fremst að skyldu erlendra aðila að skila VSK hér á landi. Ríkisskattstjóri og fjármálaráðuneytið ásamt SAF unnu að niðurstöðu sem miðar að því að erlendir ferðaþjónustuaðilar sem eru með starfsemi hér á landi, útibú eða umboðsmann á sínum vegum falla undir VSK skyldu með þau umsvif sem eiga sér stað hér á landi. Hins vegar lauk undirbúningi fyrir stefnumótun greinarinnar til framtíðar með útgáfu og kynningu Vegvísis í ferðaþjónustu ásamt stofnunar Stjórnstöðvar ferðamála síðastliðið haust. Vegvísirinn og stofnun Stjórnstöðvarinnar voru afrakstur 12 mánaða samstarfs og undirbúningsvinnu Samtaka ferðaþjónustunnar og ráðuneytis ferðamála, sem hófst haustið 2014. Stjórnstöð ferðamála er merkilegt nýmæli þar sem myndaður hefur verið samstarfsvettvangur Samtaka ferðaþjónustunnar og stjórnvalda um málefni greinarinnar. Í stjórn stöðvarinnar sitja ráðherra ferðamála, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og umhverfisráðherra auk fulltrúa Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka sveitarfélaga. Við hjá Samtökum ferðaþjónustunnar erum með miklar væntingar til árangurs af samstarfi við stjórnvöld á þessum nýja vettvangi og fyrstu skrefin lofa góðu. Í maí á síðasta ári voru undirritaðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem náðu til tæplega 70 þúsund launamanna. Segja má að um sögulega samninga hafi verið að ræða í kjölfar mikilla átaka og verkfallsboðana á vinnumarkaði á vormánuðum. Þá má segja að farið hafi verið fram að ystu nöf til að ná samningum, sérstaklega fyrir fyrirtæki í þjónustugreinum líkt og í ferðaþjónustu þar sem hlutfall launa er hátt. Í janúar síðastliðnum var svo skrifað undir svokallað SALEK samkomulag og gildir það til loka ársins 2018. Ljóst er að uppbygging og viðhald ferðamannastaða þolir ekki frekari bið. Öryggismál eru einnig í brennidepli eftir alvarleg atvik undanfarið og nauðsynlegt að kosta forvarnir vegna erlendra ferðamanna. Á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála hafa þegar verið mótaðar tillögur til lausnar í þessum efnum og eru þær nú til afgreiðslu hjá stjórnvöldum.
WWW.SAF.IS
4
ÁVARP FORMANNS
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
“
Ferðaþjónusta á Íslandi er í stórsókn og horfur fyrir þetta ár eru mjög góðar
Ferðaþjónusta á Íslandi er í stórsókn og horfur fyrir þetta ár eru mjög góðar. Ferðaþjónustan knýr áfram hjól atvinnulífsins með nýjum störfum, fjárfestingu og gjaldeyrissköpun og knýr ekki síður samfélagsbreytingar sem kalla á nýtt gildismat til dæmis um verðmæti ósnortinna víðerna, mikilvægi náttúruverndar og nýrra möguleika til eflingar landsbyggðarinnar og byggðaþróunar. Þrátt fyrir að hægt sé að gera betur á mörgum sviðum megum við ekki gleyma því að við sem störfum í ferðaþjónustunni erum víða að ná frábærum árangri. Við skulum halda áfram á sömu braut á nýju ári og hafa fagmennsku og gæði á takteinum í öllum okkar aðgerðum. Þannig byggjum við atvinnugreinina okkar upp til framtíðar. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar og starfsfólk ásamt fjölmörgum trúnaðarmönnum hafa unnið gott starf á árinu. Á hverjum degi er verið að vinna að framgangi greinarinnar á fjölmörgum vígstöðvum, en samtökin okkar verða aldrei öflugri en þeir sem fyrir þau starfa. Ég vil þakka þessu fólki og fyrirtækjum innan samtakanna fyrir sérstaklega gott samstarf um leið og ég veit að við munum öll hlakka til að takast á við ný og krefjandi verkefni á komandi ári. Fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vil ég þakka fyrir samstarfið á starfsárinu sem er að líða um leið og ég hlakka ég til að takast á við verkefni næsta starfsárs með ykkur. Grímur Sæmundsen Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
5
WWW.SAF.IS
EFNAHAGSMÁL
“
Spáð er 4,2% hagvexti árið 2016
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
ALMENNAR EFNAHAGSHORFUR Í nýjum Peningamálum Seðlabanka Íslands kemur fram að efnahagur landsins hafi verið góður á árinu 2015. Hagvöxtur var 4,1%, árleg verðbólga 1,6%, atvinnuleysi mældist 4%, afgangur á viðskiptajöfnuði var 6,7% af VLF og gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum1 hækkaði um tæp 3% frá árinu 2014. Bankinn spáir 4,2% hagvexti í ár og gerir ráð fyrir aukinni eftirspurn á vinnumarkaði, laun muni hækka en að verðbólga muni áfram haldast lág vegna lækkunar á innflutningsverði og þar skiptir lágt olíuverð mestu. Í spá til lengri tíma er gert ráð fyrir að áhrif af lækkandi innflutningsverði muni fjara út á næstu árum og að þá sé hætta á, að verðbólga fari af stað samhliða vaxandi framleiðsluspennu2 í þjóðarbúskapnum og launahækkana3.
Efnahagsumhverfið og ferðaþjónustan Á undanförnum árum hefur ferðaþjónusta leikið stórt hlutverk í atvinnu- og verðmætasköpun landsins. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eins og önnur útflutningsfyrirtæki hafa notið góðs af lágu raungengi en eftir hrun lækkaði raungengið um tæp 40% á árunum 2008 og 2009 (mynd 1).
Mynd 1 Mikilvægt að halda aftur af sveiflum í raungengi
Heimild: Seðlabanki Íslands
Með auknum umsvifum í efnahagslífinu hefur raungengið styrkts og gera má ráð fyrir að raungengi krónunnar haldi áfram að hækka4 ef krónan styrkist vegna meiri hækkana verðlags og launa hér á landi borið saman við helstu viðskiptalönd. Eins og kemur fram á mynd 1 styður lágt raungengi við viðskiptajöfnuð en hann hefur verið jákvæður frá árinu 2009 og þar hefur aukin verðmætasköpun í útflutningi á ferðaþjónustu gegnt lykilhlutverki.
1.Vísitala meðalgengis - viðskiptavog þröng. Verð á erlendum gjaldeyri lækkaði, krónan styrktist m.v. viðskiptavog. 2.Seðlabankinn telur að framleiðsluslakinn sem myndaðist í kjölfar fjármálakreppunnar hafi horfið í fyrra og að nokkur framleiðsluspenna sé að byggjast upp. 3.Samkvæmt Hagstofu Íslands var hlutfall launa og launatengdra gjalda í vinnsluvirði að meðaltali um 54% á árinu 2009 en var um 60% árið 2013. Á árinu 2013 var launahlutfall í rekstri gististaða um 70%, í veitingasölu og þjónustu um 86% og í flutningum með flugi um 69%. Launahlutfallið var lægst í útleigu á bifreiðum um 34%. 4.T.d. vegna eftirspurnar ferðamanna og aukinna fjárfestinga í ferðaþjónustu og annarri atvinnuvegafjárfestingu.
WWW.SAF.IS
Mikilvægt er þó að hafa í huga að lágt raungengi eitt og sér á árunum eftir hrun skýrir ekki alfarið hinn mikla vöxt í fjölda ferðamanna til landsins. Það verður þó að gera ráð fyrir augljósu sambandi milli raungengis í heimalandi ferðamanns og áfangastaða, þó erfitt sé að sjá það í aukningu á fjölda ferðamanna til landsins síðustu misseri. Vaxandi tengimöguleikar (e. connectivity) flugfarþega, öflug markaðssetning, tíska og fjölbreytileiki útflutningsmarkaða (mynd 2) hefur líka skipt máli. Í fyrra voru t.a.m. Bandaríkjamenn fjölmennastir hinna erlendu gesta sem sóttu Ísland heim og fjölgaði þeim um tæp 60% milli ára. Á sama tíma lækkaði gengi krónunnar um tæp 13% gagnvart Bandaríkjadal, um tæp 5% gagnvart bresku pundi en Bretar voru næst fjölmennastir hinna erlendu gesta og 34% fleiri í fyrra en 2014. Þetta þýðir að það varð ódýrara bæði fyrir Bandaríkamenn og Breta að sækja landið heim. Hins vegar hækkaði gengið um 5,5% gagnvart Evru sem hækkaði ferðakostnað hjá íbúum á því svæði, að öllu öðru óbreyttu.
6
EFNAHAGSMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
Mynd 2 Fjölbreytileiki útflutningsmarkaða skiptir máli
“
Bandaríkjamönnum fjölgaði um tæp 60% á milli ára
Heimild: Ferðamálastofa Íslands
Það sem af er árinu hefur krónan verið að styrkjast5 gagnvart helstu gjaldmiðlum. Hæst ber um 8% styrking gagnvart Pundi, um 3% gagnvart Evru og um rúmlega 2% gagnvart Bandaríkjadal. Þetta hefur verið að gerast þrátt fyrir kaup Seðlabankans á gjaldeyri. Í spám Seðlabankans er gert ráð fyrir að verð á krónu mælt í erlendum myntum (viðskiptavog) haldist stöðugt fram til ársins 2019 sem eru mikilvæg skilaboð til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Erlendir ferðamenn auka gjaldeyrisinnstreymi til landsins sem gerir bankanum kleift að kaupa meira af gjaldeyri til að styðja við stöðugleika krónunnar. Framvinda efnahagsmála í heiminum getur haft mikil áhrif á ferðamennsku hér á landi. Þrátt fyrir að OECD hafi nýlega lækkað hagvaxtaspá í flestum aðildarlöndum, er þó gert ráð fyrir að hagvöxtur í heiminum verði um 3% í ár eða svipaður og hann var í fyrra. Í Bandaríkjunum er spáð minni hagvexti í ár (2%) en í fyrra (2,4%). Í Bretlandi og innan landa Evrópusambandsins helst ástand efnahagslífsins svipað og það var í fyrra. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur 2016 verði mikill og vaxandi á Indlandi eða 7,4%, en minnkandi í Kína og verði um 6,2% sem þó verður að teljast góður vöxtur. Á næsta ári (2017) er gert ráð fyrir að hagvöxtur í heiminum verði litillega hærri eða um 3,3%. Ferðamenn frá Indlandi eru ekki taldir með skipulegum hætti í talningum Ferðamálastofu en Kínverskum ferðamönnum fjölgaði um 83% milli ára í fyrra en vægi þeirra í heildarfjölda er ekki hátt eða um 3,8%. Það má því búast við að fyrirtæki í ferðaþjónustu, ásamt öðrum útflutningsatvinnugreinum, geti hæglega haldið áfram að skapa verðmæti fyrir íslenskt þjóðarbú.
FERÐAMENN STREYMA TIL LANDSINS Síðasta ár eins og undanfarin ár, var metár á flestum sviðum ferðaþjónustunnar enda fjölgaði erlendum ferðamönnum um 30% á milli ára. Eins og sjá má á mynd 3, urðu ákveðin þáttaskil í komum erlendra ferðamanna til landsins á árinu 2010 og frá þeim tíma, hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um 166%, úr 489 þúsund í um 1.300 þúsund. Flestir hinna erlendu gesta komu hingað til lands um millilandaflugvöllinn í Keflavík, en 3-4% komu með Norrænu.
5. Jan-1. mars 2016.
Í fyrra komu líka um 100 þúsund erlendir ferðamenn með skemmtiferðaskipum til helstu hafna landsins, lítillega færri en árið áður. Fjöldi daggesta með skemmtiferðaskipum voru um 55 þúsund á árinu 2005 þannig að fjöldinn hefur tæplega tvöfaldast. Stór hluti farþega skemmtiferðaskipa koma í land í Reykjavík en jafnframt er höfð viðdvöl við helstu hafnir víða um land. Talning ferðamanna miðast þó aðeins við komu í fyrstu höfn.
7
WWW.SAF.IS
EFNAHAGSMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
Mynd 3 Mikil fjölgun erlendra ferðamanna undanfarin ár
“
Ferðamönnum fjölgaði um 30% á milli ára Heimild:Ferðamálastofa Íslands
Óhætt er að fullyrða að umferðin um alþjóðaflugvöllinn á Suðurnesjum hafi hingað til stutt vel við ferðaþjónustu landsins og þar skiptir mestu vaxandi hlutverk hans sem miðstöð (e. hub) flugs milli Norður Ameríku og Evrópu með skiptifarþega um flugvöllinn en það eru farþegar sem stoppa aðeins á Íslandi til að skipta um flugvél. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA ohf, fóru um 4.8 milljón farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2015 eða milljón fleiri en árið áður. Þar af voru skiptifarþegar tæplega 1,5 milljón6. Ef skiptifarþegar eru taldir einu sinni eins og þeir erlendu ferðamenn sem fara frá Keflavíkurflugvelli má gera ráð fyrir að um 740 þúsund erlendir ferðamenn hafi farið um Ísland í fyrra eða 28% fleiri en 2014 eins og fram kemur á mynd 4.
Mynd 4 Umferð um Leifsstöð er gríðarlega mikilvæg ferðaþjónustunni
Heimild: ISAVIA ohf.
Uppbygging innviða í tengslum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavik hefur reynst gríðarlega mikilvæg fyrir þróun ferðaþjónustu sem atvinnugreinar og liður í að dreifa áhættu á litlum heimamarkaði. Áframhaldandi uppbygging innviða mun jafnframt hafa afgerandi áhrif fyrir vaxtamöguleika til framtíðar, án þeirra er hæpið að þjóðarbúið muni njóta þeirra hundruða milljarða gjaldeyristekna af ferðaþjónustu sem áætlanir gera ráð fyrir næstu ár og misseri.
6.Það millilentu 1.464.878 farþegar.
WWW.SAF.IS
Íslendingar sjálfir eru mikil ferðaþjóð og þrátt fyrir mun veikari krónu nú en á árunum fyrir hrun voru ferðir Íslendinga til útlanda jafnmargar nú og á árinu 2007 (sjá mynd 5) eða um 450 þúsund ferðir
8
EFNAHAGSMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
og fjölgaði þeim um 12,5% frá fyrra ári. Á undanförnum misserum hefur kaupmáttur launa verið að vaxa og á árinu 2015 hækkaði hann um 5,5% milli ára og er nú hærri en hann var á árinu 2007.
Mynd 5 Ferðalög til útlanda eru næm fyrir hagsveiflunni
Heimild: Ferðamálastofa
Afturkippur virðist hins vegar hafa verið í ferðalögum Íslendinga innanlands 2015 ef marka má upplýsingar um fjölda gistinótta Íslendinga á hótelum en þeim fækkar um 5% milli ára. Vert er þó að hafa í huga að á undanförnum árum hefur einungis um þriðjungur af gistinóttum Íslendinga verið á hótelum.
EFNAHAGSLEGUR ÁVINNINGUR AF FERÐAÞJÓNUSTU Ferðaþjónustureikningar Verðmætasköpun erlendra ferðamanna fyrir þjóðarbúið hefur verið mikil á undanförnum árum en þrátt fyrir það liggur ekki fyrir óvéfengjanlegt mat á stöðu greinarinnar í íslensku efnahagslífi. Fyrir ári var rætt um það í ársskýrslu SAF að það lægi ekki fyrir nýlegt mat á efnahagslegu mikilvægi ferðaþjónustu sem atvinnugreinar til jafns við aðrar atvinnugreinar. Ferðaþjónusta sem heild er ekki skilgreind sem atvinnugrein í atvinnugreinastöðlum, heldur þarf að draga hana fram úr mörgum atvinnugreinum og búa kerfisbundið til eina efnahagslega heild og mælikvarða yfir þær atvinnugreinar sem þjónusta ferðamenn9, framleiða „ferðaþjónustuvörur“ og skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið. Í efnahagslegu tilliti hafa ferðaþjónustureikningar8 þetta hlutverk; að greina og færa til bókar útgjöld og áhrif ferðamanna á efnahagslíf landa, meta vægi i þjóðarframleiðslu (fjárfestingu, neyslu, útgjöldum hins opinbera, útflutningi, innflutningi, vinnuafli o.s.frv.) og draga sérstaklega fram neyslu ferðamanna á „Áfangastaðnum Íslandi“. Í fyrra birti Hagstofa Íslands ferðaþjónustureikninga fyrir tímabilið 2009-2013 sem unnir voru í samvinnu við Rannsóknarmiðstöð ferðamála. Áður hafði Hagstofan birt reikninga fyrir tímabilið 2000-2009. Í nýjustu reikningunum var skilgreining á ferðaþjónustu sem atvinnugreinar og á neyslu ferðamanna innanlands þrengri en í eldri reikningum þannig að vægi hennar í þjóðarbúskapnum var metið lægra en við mátti búast og erfiðlega hefur gengið að fá útskýringar á því í hverju munurinn felst. 7.Venjulega er fyrirtækjum raðað í atvinnugreinar eftir þeirri framleiðslu eða þjónustu sem þar fer fram en það gildir ekki um ferðaþjónustu. Þá er athyglinni beint að þeim sem kaupir þjónustuna. 8.Ferðaþjónustureikningar/þjóðhagsreikningar (e. Tourism Satellite Account (TSA).
SAF telur afar mikilvægt að fylgt sé viðurkenndum alþjóðlegum stöðlum og matsaðferðum við gerð ferðaþjónustureikninga og leggur áherslu á að mæling á efnahagslegu mikilvægi ferðaþjónustu sé alþjóðlega samanburðarhæf.
9
WWW.SAF.IS
EFNAHAGSMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
SAF styður jafnframt það sem kemur fram í handbók Alþjóðaferðamálastofnunarinnar; „að taka skuli mið af sérstöðu hverrar þjóðar fyrir sig“. Ferðaþjónusta er fjölþætt atvinnugrein og afar mismunandi á milli landa hvaða ferðaþjónustuvörur lönd framleiða og hvaða vörur eru ríkjandi í hverju landi fyrir sig. Gott dæmi í þessu samhengi er að ein helsta ferðaþjónustuvara Íslands eru heilsulindir líkt og „Blá Lónið, Jarðböðin og Fontana“ sem eru ekki endilega skráðar í atvinnugreinar sem samkvæmt alþjóðlegum stöðlum eru skilgreindar sem „einkennandi ferðaþjónustuvörur“ eða „einkennandi atvinnugrein“ í ferðaþjónustu. SAF hafa líka bent á að það hljóti að teljast sanngjarnt að samhliða alþjóðlega samanburðarhæfri skilgreiningu liggi fyrir óumdeilt mat á vægi ferðaþjónustu sem atvinnugreinar í þjóðarbúskapnum og þá skipti ekki máli hvort umrædd starfsemi sé að þjónusta ferðamenn á Íslandi, um Ísland eða utan Íslands. Á undanförnum árum hefur t.a.m. aflvaki hagvaxtar hér á landi ekki síst byggst á umfangsmiklu tengiflugi til og frá landinu, enda er lega landsins hagstæð til slíks vöruframborðs. Uppbygging og rekstur Keflavíkurflugvallar hlýtur líka að tengjast ferðaþjónustu landsins beint enda rekstur ISAVIA ohf að stórum hluta fjármagnaður með þjónustugjöldum sem ferðamenn greiða sem hluta af kostnaði við farmiðakaup.
“
SAF telur afar mikilvægt að fylgt sé viðurkendum alþjóðlegum stöðlum og matsaðferðum við gerð ferðaþjónustureikninga
SAF hafa jafnframt bent á að Alþjóðaferðamálastofnunin leggur mikla áherslu á að við gerð reikninganna skipti máli að hagaðilar komi þar að, eigi samtal9 og samvinnu um mikilvægar skilgreiningar án þess að skerða trúverðugleika reikninganna. Starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu búa yfir mikilli þekkingu á því hvaða vara og þjónusta er í boði á hverjum tíma sem er mikilvægt innlegg við gerð reikninganna að mati SAF. Fyrir tilstuðlan Stjórnstöðvar og vinnu við Vegvísi er nú unnið að því að uppfæra nýja ferðaþjónustureikninga á efnahagssviði Hagstofu Íslands og gert er ráð fyrir að í framtíðinni verði þeir unnir reglubundið, samhliða hefðbundnum þjóðhagsreikningum. SAF tekur jafnframt virkan þátt í vinnu Stjórnstöðvar ferðamála við að efla gagnaöflun, mælingar og upplýsingar um atvinnugreinina; í upplýsingum verða tækifærin sýnileg.
Gjaldeyristekjur Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu sem atvinnugreinar koma ekki síst fram í áhrifum hennar á útflutningstekjur þjóðarinnar. Útgjöld erlendra ferðamanna hér á landi ásamt fargjaldatekjum íslenskra flugfélaga við að flytja ferðamenn til landsins og um heiminn er nú að verða ein meginuppistaðan í útflutningstekjum þjóðarinnar. Áætlað er að gjaldeyristekjur þjóðarinnar hafi verið um 1.163 milljarðar kr. í fyrra. Eins og fram kemur á mynd 6 voru tekjur ferðaþjónustunnar um 163 milljarðar kr. á árinu 2010, um 16,5% af heildarútflutningstekjum en eru áætlaðar um 368 milljarðar króna í fyrra eða um 32% af heildarverðmæti útflutnings.
Mynd 6 Ferðaþjónusta, ein af meginuppistöðum í útflutningstekjum
9.Following the IRTS 2008 recommendation for interinstitutional relations, UNWTO recommends the establishment of a so-called Inter-institutional Platform, which would comprise representatives of all bodies which are involved in the collection and/or production of statistics relating to tourism.
WWW.SAF.IS
Heimild: Hagstofa Íslands
10
EFNAHAGSMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
Ferðaþjónusta á Íslandi sker sig úr samanborið við hin Norðurlöndin þegar horft er til hlutfalls erlendra ferðamanna í ferðaþjónustu landsins. Þannig er hlutfall erlendra ferðamanna hér á landi í heildarfjölda gistinótta eins og fram kemur á mynd 7, hærra en gengur gerist í öðrum löndum. Víða annars staðar er innanlandsmarkaðurinn stór sem augljóslega dregur úr áhættu ef dregur úr straum erlendra ferðamanna til landsins. Mikil fjárfesting hefur verið í gistirýmum sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu sem á sér eðlilegar skýringar, miðborgin er fjölmennasti ferðamannastaður landsins, árstíðarsveiflan þar er óðum að hverfa og nýting herbergja mjög góð í alþjóðlegum10 samanburði.
Mynd 7 Ferðaþjónusta á Íslandi er útflutningsdrifin
“
Nýting herbergja er góð í alþjóðlegum samanburði Heimild: Eurostat.
Atvinnusköpun - nýsköpun Mikill vöxtur ferðaþjónustu hefur skipt verulegu máli fyrir atvinnusköpun í landinu. Undanfarin misseri hefur mikið verið talað um mikilvægi þess að Íslendingar auki fjölbreytni og sveigjanleika í atvinnulífinu til að tryggja hagsæld til framtíðar. Uppgangur ferðaþjónustu á Íslandi er dæmi um hvorutveggja. Atvinnu- og nýsköpun hefur verið mikil í margsskonar afþreyingu, allir þekkja Íshellinn í Langjökli, Þríhnjúkagíg í Bláföllum, Hvalasýninguna á Fiskiskóð og norðurljósaferðir um land allt. Þessu til viðbótar hefur fjölgun erlendra ferðamanna skapað óbein tækifæri fyrir fjölmargar atvinnugreinar á Íslandi; fyrir verslun í landinu, landbúnað, matvælaframleiðslu, dreifingu- og byggingariðnað. Bygging á gistirými um allt land hefur jafnframt leitt til þess að hönnuðir, arkitektar og verkfræðingar hafa heldur ekki setið auðum höndum.
Mynd 8 Atvinnusköpun er mikil í ferðaþjónustu
Heimild: Hagstofa Íslands 10.Benchmarkingalliance
11
WWW.SAF.IS
EFNAHAGSMÁL
“
Vöxtur í fjölda ferðamanna þýðir ekki endilega vöxt í arðsemi. Forðast verður þá gildru að leggja að jöfnu veltu og arðsemi
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
Samkvæmt skilgreiningu fyrirtækjasviðs11 Hagstofu Íslands var fjöldi launþega í ferðaþjónustu rúmlega 19 þúsund í fyrra og hafi þeim fjölgað um rúmlega 7 þúsund fá árinu 2008. Á sama tíma fjölgaði störfum alls á vinnumarkaði um rúmlega 4.600 þannig að hlutdeild launþega í ferðaþjónustutengdum atvinnugreinum jókst úr 6.6% af heildarfjölda starfandi í 10,4% eins og fram kemur á mynd 8. Í skilgreiningu Hagstofu eru ekki tekin með störf í þjónustustarfsemi tengdri flutningum á landi og með flugi á Keflavíkurflugvelli. Ekki er heldur tekin með ýmis verslunarþjónusta við ferðamenn eða þjónusta á bensínstöðum víða um landið. Hér er heldur ekki meðtalin ýmis opinber þjónusta við ferðamenn s.s. í sundlaugum landsins og svona má lengi telja. Á móti kemur að hér er ekki verið að greina viðskiptavini að baki störfunum. Eru viðskiptavinirnir íbúar í daglegu lífi, eða eru þeir viðskiptavinir landsins sem ferðamenn, erlendir ferðamenn á, um eða utan Íslands, innlendir á ferðalagi um landið eða á leið til annarra landa? Í ferðaþjónustureikningum er gert ráð fyrir að starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi nokkuð góða vitneskju um hvernig viðskiptamannahópurinn er samansettur til að gefa færi á að svara ýmsum lykilspurningum um ferðaþjónustu viðkomandi lands.
Arðsemi Vöxtur í fjölda ferðamanna þýðir ekki endilega vöxt í arðsemi, framleiðni eða sjálfbæra verðmætsköpun til lengri tíma litið. Að sama skapi verður að forðast að leggja að jöfnu veltu og arðsemi. Á undanförnum árum hafa þjóðir því verið að leita leiða til að auka arðsemi af komu ferðamanna. Ávinningurinn af ferðaþjónustu eins og af allri atvinnustarfsemi er fólginn í þeim virðisauka sem til fellur við hana. Þessi virðisauki kemur fram í tekjum þeirra sem að starfseminni koma, launum starfsmanna og hagnaði fyrirtækja.
Mynd 9 Arðsemi í nokkrum atvinnugreinum ferðaþjónustunnar
Heimild: Hagstofa Íslands
Eins og fram kemur á mynd 9 hefur arðsemi í ferðaþjónustu haldist nokkuð stöðug í rekstri gististaða en í öðrum greinum hefur hún verið að aukast. Eitt af markmiðum í Vegvísi er að auka arðsemi m.a. með betri nýtingu fjármuna, með því að draga úr árstíðarsveiflu, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Nái það fram að ganga mun ferðaþjónustan leggja sitt að mörkum við að bæta lífskjör þjóðarinnar til framtíðar.
ÁSKORANIR
11.Skilgreining fyrirtækjasviðs Hagstofu Íslands; atvgr. 55. Rekstur gististaða, 56. Veitingasala- og þjónusta, 50.1 Farþegaflutningar með flugi 79. Ferðaskrifstofur, skipuleggjendur og bókunarþjónusta, 49.39. Aðrir farþegaflutningar á landi 50.10 Millilanda og strandsiglingar með farþega 50.30.0 Farþegaflutningar á skipagengum vatnaleiðum 77.1 Leiga á vélknúnum ökutækjum 77.21.0 Leiga á tómstunda- og íþróttavörum
WWW.SAF.IS
Í greiningu Seðlabanka Íslands á efnahagslífi landsins er varað við því að framleiðsluslakinn sé horfin úr íslensku efnahagslífi sem getur haft áhrif á þá velgengni sem hefur ríkt í ferðaþjónustu. Í litlu hagkerfi eins og því íslenska geta tiltölulega litlar breytingar haft mikil áhrif. Áhrif afnáms hafta á rekstrarumhverfi útflutningsfyrirtækja eru t.a.m. óvissar, en viðbúið er að þær geti haft áhrif á þann gengisstöðugleika sem ríkt hefur undanfarin ár. Það er þó mikilvægt að hafa hugfast að Ísland er komið á kortið hjá erlendum ferðaþjónustuaðilum. Sterk samkeppnisstaða ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hefur gert henni kleift að byggja hratt upp en nú reynir á að halda sjó sem eftirsóknarverður ferðamannastaður. Heilt yfir snýst góð
12
EFNAHAGSMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
samkeppnisstaða um að framleiða vöru og þjónustu sem svarar kröfum ferðamanna sem stenst samkeppni á risastórum alþjóðlegum markaði; á varanlegum grunni. Umtal um hækkun verðlags á mat, gistingu, leigu á bílum og öðrum flutningum við framleiðslu á alþjóðlegum kvikmyndaverkefnum hér á landi er áhyggjuefni, fyrir ferðaþjónustuaðila vegna þess að það eru náin tengsl milli skapandi greina og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Stór kvikmyndaverkefni hér á landi hafa haft mikil áhrif á umsvif fyrirtækja í ferðaþjónustu á síðustu árum og mikilvægt að svo verði áfram. Það eru líka blikur á loftir á vinnumarkaði en samkvæmt könnun Samtaka atvinnulifsins er fyrirsjáanlegur skortur á vinnuafli. Í dag mæla erlendir ferðamenn með Íslandi en til að tryggja sjálfbærni til lengri tíma þarf þjónustuviljað starfsfólk sem þekkir ferðaþjónustuvöruna Ísland; það eru þættir sem samkeppnisaðilar eiga erfitt með að líkja eftir. Ekkert er hafið yfir gagnrýni og það þekkjum við allra best sem störfum í ferðaþjónustu í dag þar sem gagnrýni er nánast daglegt brauð. Það gefur augaleið að til að tryggja áframhaldandi velgengni í ferðaþjónustu, þarf langtímahugsun í uppbyggingu innviða; í stóru og ógreiðfæru landi. Í ferðaþjónustu hafa ferðamenn valdið eins og gildir um alla neytendur og samfélagsmiðlarnir hafa orðið. Í fyrra var Ísland 18. sæti af 141 landi yfir samkeppnishæfustu ferðamannalönd heims samkvæmt World Economic Forum. Styrkur Íslands á þennan mælikvarða er mestur þegar kemur að náttúru landsins þess vegna er mikilvægt að halda „sönnum tengingum við náttúruna“ og að heimsókn til Íslands haldi áfram að vera jákvæð upplifun í því samhengi.
13
WWW.SAF.IS
GÆÐAMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
ÍSLAND ALLT ÁRIÐ Íslandsstofa er öflugur samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda og miðar að því að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með því að efla markaðssókn Íslendinga erlendis. Íslandsstofa er vettvangur markaðs- og kynningarmála landsmanna á erlendri grund. Markmið Íslandsstofu er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins.
FAGRÁÐ ÍSLANDSSTOFU Innan Íslandsstofu eru starfandi fagráð fyrir ýmsar atvinnugreinar t.d. fagráð um áherslur í markaðsog kynningarmálum erlendis á sviði ferðaþjónustu. Fagráðinu er ætlað að vera faglegt bakland ráðgefandi til stjórnar Íslandsstofu um málefni ferðaþjónustunnar og langtíma stefnumótun. Í fagráðinu eru 11 manns og þar af 6 félagsmenn SAF.
ÍSLAND ALLT ÁRIÐ
“Markmið verkefnisins var
m.a. að fjölga ferðamönnum utan háannar um 100.000 frá september 2011 til september 2014 eða um 12% á ári. Strax á öðrum vetri (september til febrúar) hafði markmiðinu verið náð.”
Verkefnið Ísland allt árið er markaðsverkefni sem hófst haustið 2011 og er stærsta verkefni sem íslensk ferðaþjónusta og stjórnvöld hafa sameinast um en það er að jafna út árstíðarsveiflu ferðaþjónustu um land allt með áherslu á vetur. Verkefnið er samþætt markaðsverkefni og er unnið undir vörumerkinu Inspired by Iceland á erlendum mörkuðum. Samstarfsaðilar að verkefninu voru upphaflega atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök ferðaþjónustunnar, Icelandair, Isavia, Reykjavíkurborg, Landsbankinn, og Samtök verslunar- og þjónustu. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili. Samstarfsaðilar mynda stjórn verkefnisins og á SAF þar fulltrúa fyrir hönd sinna félagsmanna. Tilgangur verkefnisins er að jafna árstíðasveifluna og auka þar með nýtingu fjárfestinga og fá þannig meiri arðsemi inn í ferðaþjónustuna. Aukin arðsemi fyrirtækjanna er forsenda þess að fyrirtækin geti stundað vöruþróun, fræðslu- og gæðastarf og öfluga markaðssetningu auk þess sem hún leiðir til fleiri heilsársstarfa og betra jafnvægis. Markaðsverkefnisátakið er rekið af Íslandsstofu og er umsjón með verkefninu á hendi sérstakrar stjórnar þar sem aðilar að samningnum eiga sæti. SAF á þar fulltrúa fyrir hönd félagsmanna sinna. Unnið hefur verið samfellt markaðsstarf í samræmi við tilgang og markmið verkefnisins frá upphafi og eru þátttakendur upplýstir með bæði fundum og áfangaskýrslum. Vefurinn www.inspiredbyiceland.com og samfélagsmiðlar er í raun hjarta verkefnisins og sýna markaðsáherslurnar hverju sinni.
ÍSLAND – ALLT ÁRIÐ 2015 – 2016 Þann 18. desember 2014 skrifuðu aðstandendur markaðsverkefnisins Ísland - allt árið undir áframhaldandi samning sem gildir út árið 2016. Stjórnvöld munu leggja til allt að 200 milljónir á ári gegn jafn háu mótframlagi frá samstarfsaðilunum; Icelandair, Landsbankanum og Samtökum ferðaþjónustunnar. Helstu markmið með Ísland - allt árið eru áfram að jafna árstíðarsveiflu í ferðaþjónustu, hvetja ferðamenn til að ferðast víðar um landið og styrkja viðhorf og vitund gagnvart Íslandi sem heilsársáfangastaðar en fjölgun erlendra ferðamanna yfir vetrarmánuðina er sérstaklega mikilvæg til að nýta betur þær miklu fjárfestingar sem ráðist hefur verið í um allt land. Þá er sérstök áhersla lögð á að auka meðalneyslu ferðamanna ásamt því að kynna Ísland sem vettvang fyrir ráðstefnur og hvataferðir. Markaðssetningin fer fram undir formerkjum Inspired by Iceland. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili verkefnisins.
NÝSKÖPUNARVERÐLAUN SAF Nýsköpunarverðlaun SAF voru afhent í tólfta sinn þann 11. nóvember 2015 á afmælisdegi samtakanna. Nýsköpunarverðlaunum SAF er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta árið bárust 18 tilnefningar og voru þær að ólíkum toga. Íshellirinn á Langjökli öðru nafni Into the Glacier er handhafi nýsköpunarverðlauna SAF árið 2015. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Íshellirinn er eftirtektavert verkefni og dæmi um draum sem verður að veruleika. Það þarf dug, kjark og þor til að nýta jökul sem afþreyingarmöguleika í ferðaþjónustu. Í þessu verkefni fer saman
WWW.SAF.IS
14
GÆÐAMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
hugsjón, áhugi, ástríða og kraftur frumkvöðla ásamt þekkingu vísindafólks, verkfræðinga, björgunarsveitafólks og fjármagn til að skapa einstaka upplifun og afþreyingarmöguleika sem á ekki sinn líka í heiminum. Íshellirinn hefur eflt framboð afþreyingar á Vesturlandi og gefið ferðafólki ærið tilefni til lengri dvalar á svæðinu.“ Dómnefndina skipuðu María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF, sem var jafnframt formaður dómnefndar, Þóra Björk Þórhallsdóttir, félagsmaður í SAF og Kristín Sóley Björnsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála.
Frá afhendingu nýsköpunarverðlauna SAF Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
FERÐAMÁLARÁÐ Í lögum um skipan ferðamála er kveðið á um 10 manna ferðamálaráð sem hefur það verkefni að gera tillögur til ferðamálaráðherra um markaðs- og kynningarmál. Jafnframt skal ráðið vera ráðherra til ráðgjafar um áætlanir í ferðamálum o.fl. Samtök ferðaþjónustunnar eiga 3 fulltrúa í ferðamálaráði og sem eru Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Halldór Benjamín Þorbergsson og Þórir Garðarsson. Við endurskoðun laga um skipan ferðamála hefur verið fjallað um framtíð ferðamálaráðs m.a. í ljósi þess að markaðsmál erlendis hafa verið flutt frá Ferðamálastofu til Íslandsstofu.
GÆÐA OG UMHVERFISKERFIÐ VAKINN Stöðugt fjölgar umsóknum í VAKANN og nú eru hátt í hundrað ferðaþjónustufyrirtæki í umsóknarferli. Á fjórða tug fyrirtækja hafa lokið umsóknarferlinu og eru fullgildir þátttakendur. Fyrri helmingur af gistihluta VAKANS hefur nú litið dagsins ljós en gæðaviðmið fyrir hótel voru birt um mitt ár 2014 og um leið var opnað fyrir umsóknir frá hótelum. Fyrsta hótelið hefur fengið stjörnuflokkun en það er Hótel Rauðaskriða sem er staðsett rétt fyrir utan Húsavík. Gæðaviðmið fyrir gistiheimili og heimagistingu voru birt í lok ársins 2014 og fljótlega verða tilbúin gæðaviðmið fyrir hostel. Þá eru eftir gæðaviðmið fyrir tjaldsvæði og íbúðir og bústaði sem koma síðar á árinu. VAKINN er samstarfsverkefni Ferðamálastofu, SAF, Ferðamálasamtaka Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem miðar að því að efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.
ÚRSKURÐARNEFND SAF OG NEYTENDASAMTAKANNA Starfandi er úrskurðarnefnd SAF og Neytendasamtakanna sem tekur fyrir mál ferðaþjónustunnar. Neytendalöggjöf er sífellt að verða strangari og nauðsynlegt að fyrirtækin taki tillit til þess í starfsemi sinni. Ísland á aðild að fjölþjóðlegum samningum um neytendavernd og geta einstaklingar, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni, leitað til úrskurðarnefnda í heimalandi sínu sem sendir málið áfram til úrskurðarnefndar hér á landi. Fulltrúi SAF í úrskurðarnefndinni er Helga Árnadóttir. Hótel Rauðuskriða fær afhenta viðurkenninguna. Frá vinstri; Elías Bj. Gíslason Ferðamálastofu, Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, Bergþóra Birgisdóttir og Harald Jóhannesson, eigendur og hótelstjórar Rauðuskriðu ásamt börnum sínum, og Alda Þrastardóttir Ferðamálastofu.
15
WWW.SAF.IS
SAMSKIPTI VIÐ STJÓRNVÖLD
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
STJÓRNSTÖÐ Jafnhliða útgáfu á Vegvísi í ferðaþjónustu og á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar var Stjórnstöð ferðamála sett á laggirnar og mun hún starfa til ársloka 2020. Stjórnstöðin mun sjá til þess að næstu fimm ár verði nýtt til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg eru til að leggja traustan grunn fyrir ferðaþjónustuna. Hlutverk hennar verður að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila.
Stjórn Stjórnstöðvar ferðamála skipa: Frá undirritun samkomulags á milli ríkisstjórnar Íslands, Samtaka íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, formaður Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra Ólöf Nordal, innanríkisráðherra Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Þórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs Hörður Þórhallsson var ráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála.
Frá kynningarfundi um Vegvísi í ferðaþjónustu.
Á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála verður á næstu fimm árum fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að: SAMHÆFÐRI STÝRINGU FERÐAMÁLA JÁKVÆÐRI UPPLIFUN FERÐAMANNA ÁREIÐANLEGUM GÖGNUM NÁTTÚRUVERND HÆFNI OG GÆÐUM AUKINNI ARÐSEMI DREIFINGU FERÐAMANNA
LÖG UM ÖKUTÆKJALEIGUR Lög um ökutækjaleigur voru samþykkt á Alþingi vorið 2015. SAF hafa lengi bent á þörf þess að gera ramman um bílaleigur skýrari í lögum og á nauðsyn þess að betrumbæta eftirlit í greininni. Markmið með nýjum lögum er að skýra betur umhverfi greinarinnar og gera stjórnvöldum kleift að beita viðurlögum við ákveðnar aðstæður en skemmst er að minnast umræðu um ótryggða bílaleigubíla þar sem stjórnvöld voru ráðþrota í sínum aðgerðum. Vonir standa til að með lögunum verði hægt að ná betur utan um umfang greinarinnar ásamt því að gera rekstrarumhverfið skýrara.
“Markmið með nýjum
lögum er að skýra betur umhverfi greinarinnar og gera stjórnvöldum kleift að beita viðurlögum við ákveðnar aðstæður”
WWW.SAF.IS
BREYTINGAR Á VIRÐISAUKASKATTI Boðaðar virðisaukaskattsbreytingar voru talsvert til umræðu á árinu en þær tóku gildi 1. janúar 2016 og fela í sér að meginþorri ferðaþjónustu verður í neðra þrepi virðisaukaskatts. Undir lok ársins komu í ljós flækjur við framkvæmd skattkerfisins sem sneri fyrst og fremst að skyldu erlendra aðila að skila VSK hér á landi. Ríkisskattstjóri og fjármálaráðuneytið ásamt SAF unnu að niðurstöðu sem miðar að því að erlendir ferðaþjónustuaðilar sem eru með starfsemi hér á landi, útibú eða umboðsmann á sínum vegum falla undir VSK skyldu með þau umsvif sem eiga sér stað hér á landi.
16
SAMSKIPTI VIÐ STJÓRNVÖLD
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
ENDURSKOÐUN Á LÖGUM UM VEITINGAHÚS, GISTISTAÐI OG SKEMMTANAHALD Alþingi er nú með til umfjöllunar frumvarp til breytinga á lögum um veitingahús, gististaði og skemmtanahald. Gert er ráð fyrir að boðaðar breytingar eigi, ásamt bættu umhverfi leyfisveitinga, skýru eftirliti og ótvíræðum viðurlögum, að stuðla að betra rekstrarumhverfi greinarinnar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að umgjörð um tímabundna heimagistingu verði skýr en SAF hafa gert athugasemd við of rúm tímamörk sem eru 90 dagar.
ÖRYGGISMÖNNUN FARÞEGASKIPA Samtök ferðaþjónustunnar hafa á undanförnum fimm árum átt í samskiptum við Samgöngustofu vegna öryggismönnunar farþegaskipa í útsýnis- og skoðunarferðum. Kröfur Samgöngustofu hafa þótt íþyngjandi fyrir þær ferðir sem um ræðir enda eðli þeirra að fara aðeins út á haf við aðstæður sem henta farþegum og er um stuttar ferðir að ræða. SAF hafa gagnrýnt kröfur Samgöngustofu og bent á að í nágrannalöndum ríkir annað fyrirkomulaga þar sem mönnun og öryggisbúnaður við sambærilegar aðstæður er háð öryggisstjórnunarkerfi sem útgerðirnar bera ábyrgð á. SAF mun áfram vinna að lausn öryggismönnunar í samráði við Samgöngustofu.
LÖG UM FARÞEGAFLUTNINGA Á LANDI Almenningssamgöngur hafa verið mikið í umræðunni á undanförnum misserum sérstaklega með tilliti umærðu um einkarétt og svokallaða „Flugrútu“ sem margir vilja tengja við almenningssamgöngur. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi. Samráð við SAF vegna undirbúnings frumvarpsins var takmarkað en þó hefur verið tekið tillit til nokkurra tillagna samtakanna sem munu bæta rekstrarskilyrði hópbifreiðafyrirtækja og afþreyingaaðila. Þó eru enn nokkur álitaefni sem SAF telja að þurfi að leiða til lykta, sem snúa m.a. að því að farþegaflutningar í þágu ferðaþjónustu geti starfað óáreittir samhliða almenningssamgöngum.
SAMGÖNGUÁÆTLUN Samgönguáætlun 2015-2026 er nú í bígerð hjá stjórnvöldum. Hagsmunir ferðaþjónustunnar á þeim vettvangi snúa að öflugum innviðum og uppbyggingu þeirra enda eru samgöngumannvirki lífæð atvinnulífs og byggðaþróunar á landinu öllu. Samtökin hafa átt samstarf við samgönguráð stjórnvalda um hugmyndir að fyrirkomulagi samgönguáætlunar 2015-2026 og lagt til að viðhald núverandi samgöngukerfis, sem bæði telur flugvelli og vegi, sé það sem mestu máli skiptir. Í öðru lagi var rætt um að hálendisvegir væru skipulagðir í þágu ferðaþjónustu þ.e. í hlykkjum eftir landslagi og lítillega uppbyggðir. Í þriðja lagi var mikilvægi þess að tengja Vestfirði betur við vegakerfið áréttað.
“Hagsmunir
ferðaþjónustunnar snúa að öflugum innviðum og uppbyggingu þeirra enda eru samgöngumannvirki lífæð atvinnulífs og byggðaþróunar á landinu öllu.”
ÖRYGGISMÁL Í FERÐAÞJÓNUSTU Öryggismál og forvarnir eru ein af undirstöðum faglegrar ferðaþjónustu. Umræðan um öryggismál magnast þegar alvarleg atvik koma upp og fjöldi þeirra eykst. Samtök ferðaþjónustunnar hafa á undanförnum árum átt frumkvæði að samræðum við stjórnvöld, viðbragðsaðila og tryggingafélög og eru stýrisspjöld bílaleigubíla, merkingar á ensku o.fl. afrakstur af því starfi. Á starfsárinu sem er að líða skipaði innanríkisráðherra stýrihóp um öryggismál og á fulltrúi SAF sæti í hópnum. Stýrihópurinn kom með tillögur til ráðherra að úrbótum í öryggismálum en þær úrbætur skiluðu sér því miður ekki á fjárlög ársins 2016. Í kjölfar atvika sem upp komu í vetur var Stjórnstöð ferðamála falið að koma með tillögur að úrbótum í öryggismálum og var áðurnefndur stýrihópur fenginn í verkið ásamt fleiri hagsmunaaðilum. Tillögur hafa nú verið lagðar fyrir stjórn Stjórnstöðvar ferðamála og eru í nánari vinnslu í viðkomandi ráðuneytum.
17
WWW.SAF.IS
SAMSKIPTI VIÐ STJÓRNVÖLD
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
SAMTÖK ATVINNULÍFSINS
Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35.
Samtök ferðaþjónustunnar eru aðilar að Samtökum atvinnulífsins. Aðild að SA eiga 7 samtök: Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök fiskvinnslustöðva, Samtök fjármálafyrirtækja og Samorka. Öll samtökin hafa höfuðstöðvar sínar í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35. Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs og eru helstu áherslur í starfi efnahags- og kjaramál, Evrópumál, samkeppnismál, menntamál, umhverfismál og önnur þau mál sem stjórn og aðildarsamtök telja árangursríkast að sinna á sameiginlegum vettvangi. Hjá SA fá félagsmenn margháttaða sérfræðiaðstoð s.s. við starfsmannamál. Vinnumarkaðsvefur SA, sem félagsmenn hafa aðgang að, gefur mjög fjölbreyttar upplýsingar um allt sem lýtur að vinnumarkaðsmálum. Fulltrúar SAF starfa með lögfræðingum SA við gerð kjarasamninga. Í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í Reykjavík vinnur stór og samhentur hópur fólks að því að að bæta starfsumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA eru í húsinu. Á árinu 2015 flutti Samorka í húsið, en samtökin höfðu áður verið með skrifstofur á Suðurlandsbraut 48. Sameiginlegt símanúmer fyrir Hús atvinnulífsins er 59 10 000 en tekið er á móti félagsmönnum og gestum sem eiga leið í Hús atvinnulífsins í sameiginlegri móttöku á fyrstu hæð. Þar er aðstaða þar sem félagsmenn geta tyllt sér niður, fengið sér á kaffi eða tesopa, og rætt helstu mál ef þeir eiga leið um Borgartúnið. Þar er jafnframt að finna fundarsal og fundarherbergi sem koma að góðum notum í starfinu. Sem fyrr vonumst við til að sjá sem flesta félagsmenn í Húsi atvinnulífsins á næstunni. SAF eiga 4 fulltrúa í 20 manna stjórn SA auk þess sem formaður SA kemur úr röðum samtakanna. Það eru þau Björgólfur Jóhannsson, formaður, Grímur Sæmundsen, Rannveig Grétarsdóttir og Þórir Garðarsson. SAF eiga einnig 14 fulltrúa í 100 manna fulltrúaráði SA.
KJARASAMNINGAR Þann 29. maí 2015 voru undirritaðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði sem náðu til tæplega 70 þúsund launamanna. Segja má að um sögulega samninga hafi verið að ræða í kjölfar mikilla átaka og verkfallsboðana á vinnumarkaði á vormánuðum. Þá má segja að farið hafi verið fram að ystu nöf til að ná samningum, sérstaklega fyrir fyrirtæki í þjónustugreinum líkt og í ferðaþjónustu þar sem hlutfall launa er hátt. Samhliða undirritun kjarasamninga kynnti ríkisstjórn Íslands viðamiklar aðgerðir í 11 liðum til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum markaði. Í framhaldi af kjarasamningum síðasta vor var í janúar síðastliðnum skrifað undir svokallað SALEK samkomulag og gildir það til loka ársins 2018. Frá undirritun kjarasamninga.
WWW.SAF.IS
18
UMHVERFIS- OG AUÐLINDAMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
Innan SAF er starfandi umhverfisnefnd sem skipuð er af stjórn. Nefndin hefur unnið að stefnu SAF varðandi umhverfismál; áætlun um vernd og orkunýtingu, náttúruvernd og annað er snertir umgengni við náttúruna í tengslum við ferðaþjónustu. Á starfsárinu styrktu samtökin enn frekar starfsemi sína á sviði umhveris- og auðlindamála með ráðningu Önnu G. Sverrisdóttur í hlutastarf. Anna hefur áralanga reynslu á þessu sviði og hefur m.a. verið fulltrúi SAF í verkefnastjórn 2. áfanga rammaáætlunar, og setið í stjórn Framkvæmdastjóðs ferðamannastaða.
AÐGENGI AÐ AUÐLINDUM Miklar umræður hafa átt sér stað á starfsárinu um aðgengismál og nýtingu landsvæða undir starfsemi á sviði ferðaþjónustu. Forsætisráðuneytið vinnur að eigendastefnu um þjóðlendur og atvinnustefna er í undirbúningi hjá Vatnajökulsþjóðgarði og er það liður í því að gera línur skýrari um aðgengi að náttúruauðlindum í þágu ferðaþjónustu. Vinnuhópur á vegum stjórnar SAF um þjóðlendumál undir formennsku varaformanns SAF, Þóris Garðarssonar, hafði það verkefni að kynna sér vinnu sem er í gangi hjá stjórnvöldum varðandi þjólendumál, skipulag hennar og nýtingu. Hópurinn skilaði tillögum til stjórnar SAF varðandi málefnið og gilda tillögurnar jafnt um þjóðlendur sem og önnur svæði í eigu opinberra aðila.
VILJAYFIRLÝSING UM STOFNUN ÞJÓÐGARÐS Á MIÐHÁLENDINU Undir lok starfsársins tók SAF þátt í undirritun viljayfirlýsingar um stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Þeir aðilar sem standa að baki viljayfirlýsingunni auk SAF, eru útvistarsamtök og samtök á sviði náttúruverndar. Aðilar viljayfirlýsingarinnar vilja ná sem víðtækastri samstöðu um verndun miðhálendis Íslands með stofnun þjóðgarðs í eigu íslensku þjóðarinnar. Slíkur þjóðgarður myndi styrkja ímynd Íslands sem lands náttúruverndar og yrði til hags fyrir fólkið í landinu og þá sem sækja Ísland heim. Miðhálendið er einn mesti fjársjóður landsins. Þar má finna eldfjöll, jökla, vatnsmiklar ár og fossa, litrík háhitasvæði, víðfeðm hraun og svartar sandauðnir sem kallast á við viðkvæmar gróðurvinjar. Saman mynda þessi náttúrufyrirbæri stórbrotnar landslagsheildir á einum stærstu víðernum Evrópu. Frá undirritun viljayfirlýsingar um stofnun þjógarðs á hálendinu.
LÖG UM NÁTTÚRUVERND Alþingi samþykkti síðla á síðasta ári ný lög um náttúrvernd sem eiga að leysa eldri lög frá 1999 af hólmi. Ný lög höfðu verði í biðstöðu í síðan árið 2013 vegna ýmissa álitaefna sem upp hafa komið eftir að lögin voru fyrst samþykkt m.a. eftir ábendingar frá SAF. Helstu breytingar sem lúta að ferðþjónustu í nýsamþykktum lögum snúa að varúðarreglu og almannarétti. Varúðarreglan gerir ráð fyrir að við allar ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli náttúrverndarlaga, án nægilegrar þekkingar á áhrifum á náttúruna, skal leitast við að koma í veg fyrir mögulegt og verulegt tjón á náttúrverðmætum. Almannaréttur er lítið breyttur frá fyrri lögum um náttúrvernd en mikilvægasta breytingin lýtur að bráðabirgðaákvæði laganna sem gerir ráð fyrir að ráðherra leggi fram frumvarp, í síðasta lagi haustið 2017, samið með hliðsjón af reglum um almannarétt á grundvelli náttúruverndar og nauðsynlegrar auðlindastýringar. Frumvarpið skal fela í sér ný ákvæði til stýringar á ferðaþjónustu. Ný lög gera ráð fyrir að heimild þurfi frá landeiganda til að leggja húsbílum, fellihýsum og sambærilegum útileigubúnaði utan skipulagðra tjaldstæða. Heimildir til aksturs utan vega eru gerðar örlitið skýrari og Vegagerðinni falið að halda skrá um vegi og hlutverk þeirra í stafrænum kortagrunni.
UTANVEGAAKSTUR Eftir að mikið bar á utanvegaakstri sumarið 2014 var ráðist í auknar forvarnir með myndrænum skilaboðum um hvernig ökumenn bera sig að við að forðast utanvegaakstur og afleiðingar þess að aka utan vegar. Þessar upplýsingar voru settar upp víðsvegar um landið ásamt því að bílaleigur dreifðu þeim og einnig var efni dreift í bíla við komuna til Seyðisfjarðar. Nú er unnið að endurmati á aðgerðunum og mögulegum viðbótum til að gera upplýsingar skilvirkari.
RAMMAÁÆTLUN – VIRKJANAKOSTIR Ráðist var í auknar forvarnir á árinu með í tengslum við utanvegaakstur.
Verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur haldið áfram vinnu sinni að þriðja áfanga áætlunarinnar. Kostir hafa verið lagðir fyrir verkefnisstjórnina sem flokka á þá í vernd, nýtingu eða bið og leggja þær tillögur til umhverfisráðherra. Faghópar hafa nú lokið vinnu sinni að mestu og skilað niðurstöðum til verkefnisstjónar. Fjórir faghópar starfa að verkefninu og þar af einn, faghópur 2 sem hefur það verkefni að skoða aðra nýtingu en orkuvinnslu og er þar ferðaþjónust lang mikilvægasti þátturinn. Samráðs- og kynningarferli mun verða á vegum verkefnisstjónar í apríl 2016 og í framhaldi af því opið umsagnarferli. Verkefnisstjórn mun skila tillögum sínum til ráðherra í september 2016.
19
WWW.SAF.IS
MENNTA- OG FRÆÐSLUMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
ALMENNT Í stefnu SAF er kveðið á um nauðsyn þess að bæta arðsemi og samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa áhrif á gildismat og viðhorf stjórnenda og starfsfólks til menntunar, símenntunar og þjálfunar. SAF leiða vinnu á sviði hæfni- og gæðamála í Stjórnstöð ferðamála þar sem unnið er að mótun stefnu til framtíðar í tengslum við mannafla- og fræðsluþörf til langs tíma litið enda kallar hin gífurlegi vöxtur í greininni á aukna hæfni, fræðslu og menntun starfsfólks. Mjög mikilvægt er því að fyrirtæki móti sér símenntunar- og fræðslustefnu í starfsemi sinni. Það er jafnframt markmið samtakanna að efla ímynd ferðaþjónustu sem áhugaverðs starfsvettvangs í þeim tilgangi að laða fleiri hæfileikaríka og metnaðarfulla einstaklinga til starfa í greininni. Mikilvægt verkefni er að sjá til að sú menntun sem snýr að ferðaþjónustunni, hvort heldur er á framhaldsfræðslustigi, framhaldsskólastigi, háskólastigi eða í sérskólum, sé í samræmi við þarfir atvinnugreinarinnar. Það skiptir máli að atvinnulífið sé með skýra stefnu hvað þetta varðar. SAF eiga víða fulltrúa í nefndum og ráðum í menntakerfinu en það er liður í stefnu samtakanna. Markmiðið er að skerpa á forystuhlutverk SAF í fræðslumálum og að samtökin séu virkur þátttakandi í samstarfi við stjórnvöld og fræðslustofnanir, í umræðu, stefnumörkun og þróun menntunar og starfsþjálfunar í ferðaþjónustu.
NÝR FRÆÐSLUVEFUR SAF Á menntastofu Samtaka ferðaþjónustunnar var opnaður nýr og aðgengilegur fræðsluvefur sem ætlað er að vera lifandi vettvangur um allt er snýr að mennta- og fræðslumálum í ferðaþjónustu. Á vefnum er m.a. að finna upplýsingar um þau námskeið og viðburði sem framundan eru, hvernig hægt er að fá fræðslustjóra að láni í fyrirtæki, upplýsingar um starfs- sí- og endurmenntun, yfirlit yfir ferðamálanám bæði hér á landi og erlendis ásamt upplýsingum um “’Attina” – nýja vefgátt starfsmenntasjóðanna. Þá er á síðunni að finna upplýsingar um VAKANN – gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Þetta og meira er að finna á fræðsluvef SAF - www.saf.is/fraedsluvefur-saf
Nýr fræðsluvefur SAF
GÆÐA- OG HÆFNITEYMI STJÓRNSTÖÐVAR FERÐAMÁLA Eitt af forgangsmálum í verkefnaáætlun Stjórnstöðvar ferðamála 2016-2017 er að greina þarfir fyrir heildstæðar úrbætur til að styðja við hæfni, gæði, fagmennsku og þekkingu innan ferðaþjónustunnar og vinna að skilvirkum leiðum til úrbóta. Sérstakt gæða- og hæfniteymi á vegum Stjórnstöðvarinnar hóf störf í janúar sl. Fræðslustjóri SAF er formaður hópsins og Guðfinna S. Bjarnadóttir verkefnastjóri. Hópurinn hefur unnið að kortlagningu og hæfnigreiningu starfa í ferðaþjónustu til að unnt sé að skilgreina betur áhersluatriði varðandi menntun, starfsþjálfun og gæði. Ljóst er að lyfta þarf grettistaki í mennta- og fræðslumálum ferðaþjónustunnar sem er einn lykilþáttur innviðauppbyggingar sem Vegvísir í ferðaþjónustu kallaði eftir. Einnig er ætlunin að greina mannaflaþörf í ferðaþjónustu og leita lausna í því samhengi, sem er lykilatriði til framtíðar litið. Hópurinn vinnur m.a. að því að láta gera víðtæka skoðanakönnun meðal ferðaþjónustufyrirtækja um mannaflaþörf, stöðu á markaði og fræðsluþörf. Þá er ætlunin að kalla til rýnihópa til að ræða og leggja mat á mögulegar leiðir fram á við. Hópurinn mun skila af sér aðgerðabundnum tillögum varðandi áherslur í tengslum við mannafla- og fræðslumál til stjórnvalda í lok maí.
SAF OG TTRAIN Samtök ferðaþjónustunnar og Háskólinn á Bifröst hlutu Erasmus+ styrk til að taka þátt í samstarfsverkefninu TTRAIN sem styrkt er af Starfsmenntaáætlun ESB. Auk Íslands taka þátt í verkefninu ferðaþjónustuaðilar frá Austurríki, Finnlandi og Sikiley. María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF, leiðir verkefnið fyrir hönd samtakanna, en um er að ræða tveggja ára verkefni sem gengur út á að þjálfa starfsþjálfa í fyrirtækjum í ferðaþjónustu og búa til námsefni. Hægt er að fylgjast með framgangi TTRAIN verkefnisins á Facebook síðu verkefnisins, www.facebook.com/trainingfortourism.
Facebook síða TTRAIN verkefnisins www.facebook.com/trainingfortourism
WWW.SAF.IS
20
MENNTA- OG FRÆÐSLUMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
MARÍA FORMAÐUR STARFSGREINARÁÐS MATVÆLA-, VEITINGA- OG FERÐAÞJÓNUSTUGREINA
María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF og formaður starfsgreinaráðs matvæla- veitingaog ferðaþjónustugreina.
María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF, var kosin nýr formaður starfsgreinaráðs matvælaveitinga- og ferðaþjónustugreina sl. vor. Nýtt starfsgreinaráð var þá skipað af mennta- og menningarmálaráðuneytinu til fjögurra ára en starfsgreinaráðið kýs formann og varaformann úr hópi aðalmanna til tveggja ára í senn. Starfsgreinaráðið er skipað aðalmönnum og varamönnum sem tilnefndir eru af Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands, Félagi íslenskra framhaldsskóla og af Kennarasambandi Íslands. Formenn starfsgreinaráða sem eru tólf talsins skipa síðan sérstaka starfsgreinanefnd. Starfsgreinaráð eru, hvert á sínu sviði, ráðherra til ráðgjafar um starfsnám á framhaldsskólastigi. Hlutverk þeirra er m.a. að gera tillögu um almenn markmið náms, skilgreina þarfir fyrir kunnáttu og hæfni og gera tillögur um lokamarkmið náms. Starfsgreinaráð matvælaveitinga- og ferðaþjónustugreina hefur unnið hörðum höndum undanfarið að því að greina ýmsar hæfni- og fræðsluþarfir og með hvaða hætti er best að takast á við ýmsar áskoranir í örum vexti í greininni auk ýmissa breytinga í tengslum við starfsnám sem eru í farvatninu. Vinna þessi er gott innlegg í kortlagningarvinnu Stjórnstöðvar ferðamála ásamt þeirri vinnu sem fram hefur farið í framhaldsfræðslunni hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um starfsgreinaráð á vefsíðu menntamálaráðuneytisins.
SAMSTARF UM ÞRÓUN HÆFNIRAMMANS SAF taka þátt í samstarfi um innleiðingu hæfnirammans í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og aðila vinnumarkaðarins. Með hæfnirammanum er gert ráð fyrir stíganda í námi, auknu gagnsæi, hvatningu til frekara náms og áherslu á hæfniviðmið (learning outcomes) óháð því hvar og hvernig hæfninnar hefur verið aflað. Framhaldsfræðslu á vettvangi atvinnulífsins hefur vaxið fiskur um hrygg og er nú bæði fjölbreytt og umfangsmikil. Markhópur framhaldsfræðslunnar eru einstaklingar á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu. Eitt af verkefnum hæfnirammans er að kanna með hvaða hætti verður hægt að meta starfsreynslu og nám í framhaldsfræðslu inn á viðeigandi hæfniþrep.
AUKIÐ SAMSTARF UM FRÆÐSLUMÁL Í HÚSI ATVINNULÍFSINS Menntahópur frá samtökunum í Húsi atvinnulífsins hafið aukið samstarf á sviði menntamála með því markmiði að fá aukinn slagkraft í mennta- og fræðslumálin. Fræðslu- og upplýsingafulltrúar hússins hittast reglulega til að ræða ýmis sameiginleg hagsmunamál tengd fræðslu- og menntamálum þannig að tryggja megi að menntun sé í samræmi við þarfir atvinnulífsins, t.d. með sameiginlegum umsögnum um menntamál frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
MORGUNFUNDIR UM FRÆÐSLUMÁL Í HÚSI ATVINNULÍFSINS Morgunfundur um fræðslumál.
Þriðja þriðjudag í mánuði hefur Menntahópur Húss atvinnulífsins boðað til morgunfunda með félagsmönnum til að kynna ýmsar nýjungar í tengslum við mennta- og fræðslumál. Markmið fundanna er auk þess að fræða félagsmenn, að hlusta á raddir þeirra og auka tengslin. Á morgunfundum hefur m.a. verið fjallað um mælingar í mannauðsstjórnun, “Áttina” – sameiginlega gátt starfsmenntasjóða, stöðu mannauðsstjórnunar, raunfærnimat á móti störfum og erlent vinnuafl. Fundir þessir hafa verið vel sóttir og mælst afar vel fyrir.
ÁTTIN.IS SAMEIGINLEG VEFGÁTT OG KYNNINGARÁTAK Fræðslustjóri og upplýsingafulltrúi SAF unnu að tillögum um nýja gátt www.attin.is sem hefur það að markmiði að einfalda viðmót og aðgengi fyrirtækja að starfsmenntasjóðum. Með þessari vinnu er verið að framfylgja bókun í kjarasamningum frá 2013 um starfsmenntamál en fulltrúar atvinnurekenda hafa lagt áherslu á að hluti af þeirri viðbót sem greiðist af starfsmenntagjaldinu sem bættist við 2014-2015 rynni til þessa verkefnis í þágu fyrirtækjanna. Sjá nánari kynningu um Áttina á fræðslusíðu SAF.
www.attin.is
21
WWW.SAF.IS
MENNTA- OG FRÆÐSLUMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
STJÓRNENDANÁMSKEIÐ SAF Í SAMSTARFI VIÐ OPNA HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK
Háskólinn í Reykjavík.
Undanfarin ár hafa SAF boðið upp á hagnýtt stjórnendanám í samstarfi við Opna háskólinn í Reykjavík. Síðastliðið ár var námið endurskoðað og ákveðið að bjóða upp á einstök hagnýt námskeið á haust- og vorönn í áætlanagerð, netmarkaðssetningu, sölu og þjónustu, auk námskeiða um mannauðsmál og árstíðasveiflur, verkefna- og viðburðastjórnun, stefnumótun og sjálfbærni og ábyrga ferðaþjónustu. Ánægja hefur verið með leiðbeinendur og það efni sem fjallað er um meðal þátttakenda í námskeiðinu. Reynslumiklir aðilar úr ferðaþjónustu hafa verið fengnir sem leiðbeinendur og hefur það mælst mjög vel fyrir. Námið verður aftur í boði á komandi hausti. Sérkjör eru í boði fyrir félagsmenn SAF. Ferðaþjónusta er þekkingargrein sem byggist á starfsfólki, hæfni þess og þekkingu og því þarf að setja mönnun, hæfni og fagmennsku í ferðaþjónustu í forgrunn. Mikilvægt er að laða hæft starfsfólk að greininni og tryggja aðgang að þekkingu, fræðslu og menntun. Þannig aukast gæði og fagmennska í atvinnugreininni.
FRÆÐSLUSTJÓRI AÐ LÁNI Verkefnið „Fræðslustjóri að láni“ hefur svo sannarlega notið vinsælda hjá íslenskum fyrirtækjum undanfarið og er ferðaþjónustan þar ekki undanskilin. Verkefnið byggir á að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja samkvæmt samningi við hlutaðeigandi fræðslusjóði. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert, greinir fræðsluþörf og samhæfir nýjar hugmyndir að fræðslu við það sem þegar er til. Á síðasta ári hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu nýtt sér þennan valkost í auknum mæli til að meta og útfæra markvissa fræðsluáætlun sem sérsniðin er að þörfum fyrirtækisins.
ÞJÓNUSTA VIÐ FERÐAMENN Á ENSKU Mímir-símenntun hefur aðlagað fyrirliggjandi námsskrá (Færni í ferðaþjónustu I og II, 160 kennslustundir) að hópi þátttakenda sem ekki hafa íslensku sem móðurmál í samstarfi við SAF. Fólst aðlögunin í vinnu við námsefni og endurskipulagningu námsins, tilraunakenna námsleiðina og meta árangur. Vaxandi eftirspurn er eftir þessu námskeiði fyrir þennan hóp erlendra starfsmanna sem gegnir mikilvægu hlutverki í örum vexti greinarinnar.
MENNTADAGUR ATVINNULÍFSINS
Frá menntadegi atvinnulífsins.
Samtök ferðaþjónustunnar hafa staðið fyrir Degi menntunar í ferðaþjónustu undanfarin ár en í þriðja sinn var ákveðið að halda sameiginlegan menntadag ásamt SA og aðildarfélögum í Húsi atvinnulífsins. Menntadagur atvinnulífsins 2016 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 28. janúar. Um 300 þátttakendur úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu tóku þátt í deginum. Framundan er vöxtur á nær öllum sviðum atvinnulífsins og ljóst að á næstu árum munu verða til þúsundir nýrra starfa í atvinnulífinu. Eftirspurn eftir hæfu og vel menntuðu starfsfólki mun aukast en það mun reyna mjög á menntakerfið að útskrifa fólk nægilega hratt til að mæta vextinum. Því þarf atvinnulífið ásamt verkalýðshreyfingunni að bregðast við og nýta vel starfsmenntakerfi atvinnulífsins til að auka hæfni og menntun starfsfólks sem þegar er á vinnumarkaði. Starfsmenntasjóðirnir Starfsafl, Landsmennt og SVS styrktu ráðstefnuna en auk þess var starfsmenntasjóðum og öllum helstu fræðsluaðilum í ferðaþjónustu boðið að kynna starfsemi sína á ráðstefnunni.
MENNTAVERÐLAUN ATVINNULÍFSINS Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins en SA, SAF, SI, SVÞ, SFS, og SFF og stóðu að deginum þar sem menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu var í kastljósinu. Icelandair Hotels er menntafyrirtæki ársins en Securitas menntasproti ársins 2016. Auk heiðursins fengu forsvarsmenn fyrirtækjanna afhentan verðlaunaskjöld og starfsmannafélög fyrirtækjanna fengu 100 þúsund krónur hvort.
Icelandair Hotels er menntafyrirtæki ársins 2016
WWW.SAF.IS
22
MENNTA- OG FRÆÐSLUMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
ÁFRAMHALDANDI SAMSTARF SAF OG HÍ UM STARFSÞRÓUN Í FERÐAÞJÓNUSTU
Frá undirritun samningsins, María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF og Gunnar Þór Jóhannesson, dósent í ferðamálafræði HÍ.
Námsbraut í Land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands og SAF gerðu með sér samstarfssamning um námskeið í Starfsþjálfun í ferðaþjónustu sem kennt var í fyrsta skipti á vormisseri 2015. Þetta samstarf er endurtekið á vorönn 2016. SAF hafa milligöngu um að koma nemendum á námskeiðinu í starfskynningu hjá fyrirtækjum í samtökunum. Nemendur heimsækja fyrirtæki og vinna með verkefni um tengsl háskólamenntunar og atvinnugreinarinnar. Oft hefur verið bent á að það vanti sterkari tengingar milli háskólanáms í ferðamálafræði og atvinnugreinarinnar. Þetta námskeið er liður í því að skerpa á þeim tengslum og um leið að brúa bilið milli fyrirtækja í ferðaþjónustu og mögulegs framtíðarstarfskrafts þeirra. SAF vonast til að hægt verði að halda þessu góða samstarfi áfram á næstu árum enda afar mikilvægt að efla þessi tengsl við atvinnugreinina.
SAMSTARF UM AUKNAR FORVARNIR OG ÖRYGGI Í AFÞREYINGARFERÐAÞJÓNUSTU Þann 7. október 2015 var undirritaður samstarfssamningur milli Samtaka ferðaþjónustunnar, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og VAKANS um auknar forvarnir og öryggi í ferðaþjónustu. Markmiðið með samningnum er að bæta námsframboð og þjálfun starfsmanna í afþreyingarferðaþjónustu á Íslandi með hliðsjón af þeim kröfum sem gerðar eru í VAKANUM – gæðakerfi ferðaþjónustunnar. Sérkjör eru í boði fyrir félagsmenn SAF.
RÁÐGJÖF TIL FÉLAGSMANNA Fræðslustjóri SAF hefur markvisst unnið að ráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga innan SAF á sviði mennta- og fræðslumála bæði hvað varðar leiðbeiningar um námsframboð og möguleika á styrkjum til náms. Fræðslustjóri SAF hefur haft milligöngu um að koma á námskeiðum samkvæmt óskum félagsmanna. Jafnframt er upplýsingum um hvers kyns sí- og endurmenntun komið reglulega á framfæri á heimasíðu samtakanna og í fréttabréfum SAF. Liður í ráðgjöf og kynningu á sviði fræðslumála eru fyrirtækjaheimsóknir m.a þar sem kynntir hafa verið möguleikar á styrkjum frá sjóðunum, vegna námskeiðahalds auk kynningar á samstarfsverkefni fræðslusjóðanna „Fræðslustjóri að láni“.
SAMANTEKT Á NÁMSFRAMBOÐI SAF hafa unnið samantekt á helsta námsframboði fræðsluaðila og sent félagsmönnum í fréttabréfi bæði á vorin og haustin, auk þess sem slíkar upplýsingar eru félagsmönnum aðgengilegar á fræðslusíðu samtakanna. Sérstökum bæklingi með samantekt um námsframboð og möguleika á styrkjum hefur verið dreift meðal félagsmanna.
MATVÆLA- OG VEITINGASVIÐ IÐUNNAR FRÆÐSLUSETURS
Nemendur í Hótel- og matvælaskólanum.
Matvæla- og veitingasvið IÐUNNAR er samstarfsvettvangur fyrirtækja og starfsmanna á sviði hótel- og matvælagreina. Aðild að matvæla- og veitingasviði eiga SAF, Samtök iðnaðarins (SI) og MATVÍS. Hlutverk og megintilgangur matvæla- og veitingasviðs er að stuðla að bættri menntun og hæfni starfsmanna í hótel- og matvælagreinum og vinna að auknum gæðum og framleiðni fyrirtækjanna sem leiðir til betri samkeppnisstöðu þeirra og bættra lífskjara. Í stjórn matvæla- og veitingasviðs sitja samtals fjórir fulltrúar, tveir frá MATVÍS, einn frá SAF og einn frá SI. Starfsemi matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR er m.a. fjármögnuð með endurmenntunargjaldi sem kveðið er á um í kjarasamningi og sértekjum. Félagsmenn matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR fá verulegan afslátt af námskeiðum á vegum sviðsins og Sæmundar fróða. Námskeið fara ýmist fram í Hótel- og matvælaskólanum eða á vinnustöðum. Forsvarsmenn fyrirtækja eru í auknum mæli að óska eftir námskeiðum og fræðslu sem verði sniðin sérstaklega fyrir þeirra fyrirtæki en það samstarf hefur gefist vel. Reglur um endurgreiðslur og styrki til félagsmanna er að finna á heimasíðu matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR, www.idan.is. Sviðið aðstoðar fyrirtækin einnig að afla styrkja fyrir starfsmenn sem eiga aðild að öðrum starfsmenntasjóðum.
23
WWW.SAF.IS
MENNTA- OG FRÆÐSLUMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
VINNUSTAÐANÁMSSJÓÐUR Mennta- og menningarmálaráðuneytið úthlutaði í fyrsta sinn úr Vinnustaðanámssjóðnum til fyrirtækja sem voru með nema á námssamningi haustið 2011. Haustið 2015 var úthlutað í níunda skiptið. Ánægjulegt er hversu margir forsvarsmenn fyrirtækja í matvæla- og veitingagreinum hafa nýtt þetta framtak mennta- og menningarmálaráðuneytisins en á síðasta ári var samtals sótt um fyrir um 73% nema sem eru á námssamningi í greinunum. Samtök ferðaþjónustunnar höfðu í fjöldamörg ár lagt áherslu á að þessi sjóður yrði settur á laggirnar.
Icelandair hótelkeðjan hefur staðið að ölfugri starfsþjálfun nema.
FJÖLGUN NEMA Í MATREIÐSLU OG FRAMREIÐSLU Veitingamenn innan SAF hafa í langan tíma rætt um möguleika á að fá heimild til að fjölga nemum í matreiðslu og hefur nú fengist samþykki allra hlutaðeigandi fyrir því. Komist var að samkomulagi um þau skilyrði sem veitingastaðir þurfa að uppfylla til þess að fá aukna heimild. Þetta er fagnaðarefni enda mikil þörf á að fjölga matreiðslumönnum með síauknum fjölda veitingastaða. Matreiðslu- og framreiðslunemum hefur fjölgað töluvert við þessar breytingar en núna eru rúmlega 300 nemar á samningi í greinunum.
NÁM FYRIR HÓTELÞERNUR Í byrjun nóvember hófst nám fyrir þernur í umsjón IÐUNNAR fræðsluseturs. Námið var mótað í nánu samstarfi Starfsafls fræðslusjóðs, Eflingar stéttarfélags, Samtaka ferðaþjónustunnar, IÐUNNAR og hótelanna Icelandair Hotels og Center Hotels, sem eru aðilar að SAF.
Það voru áhugasamir starfsmenn Icelandair Hotels og Center Hotels sem mættu á Hótel Natura í byrjun nóvember sl. en alls voru 16 þernur skráðar til leiks.
Mjög mikilvægt var að hafa fulltrúa hótelanna með frá byrjun þannig að námið henti þörfum markhópsins vel. Tilraunakennsla í náminu fór af stað í byrjun nóvember og tekur 30 kennslustundir (20 klst). Á námskránni er hópefli, skyndihjálp, líkamsbeiting, samskipti, herbergisþrif og fleira. Seinni hluti námsins, sem einnig eru 30 kennslustundir, fór af stað eftir áramót. Námið fer fram á ensku en fyrirhugað er að kenna á fleiri tungumálum ef þörf krefur. Að lokinni tilraunakennslu verður farið yfir námskrána aftur og síðan verður námið boðið öllum hótelum og gistiheimilum sem hafa áhuga.
RAUNFÆRNIMAT Í MATVÆLA- OG VEITINGAGREINUM IÐAN fræðslusetur hefur boðið starfsfólki í matvæla- og veitingagreinum að taka þátt í raunfærnimati sem miðar að því að meta færni og þekkingu þeirra í faginu. Raunfærnimat er í boði í framreiðslu, matreiðslu og fleiri greinum og getur mögulega stytt nám í skóla og á vinnustað í kjölfarið. Að loknu raunfærnimati býðst fólki að fara í skóla og ljúka námi sem eftir stendur til að útskrifast. Töluverður fjöldi starfsmanna hefur nýtt sér þessa þjónustu. Raunfærnimat í greinunum er reglulega í boði og áhugasömum er bent á að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa IÐUNNAR.
WWW.SAF.IS
24
ERLEND SAMSKIPTI
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
SYSTURSAMTÖK Á NORÐURLÖNDUM Nordisk besöksnäring Samtökin áttu sem áður í gagnlegum samskiptum við systursamtök sín á ýmsum sviðum. Í júní sótti Eva Jósteinsdóttir, formaður gististaðanefndar, ársfund samtaka gististaða og veitingahúsa á Norðurlöndum og fór sá fundur fram í Bergen. Helga Árnadóttir fór á framkvæmdastjórafund sömu samtaka í Kaupmannahöfn í október og þær Eva og Helga sóttu svo jafnframt saman framkvæmdastjórafund í Osló nýlega.
NordPass Í október sótti Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri ásamt Vigni Sigursveinssyni og Rannveigu Grétarsdóttur fund samtaka útgerðafyrirtækja með farþegaferjur á Norðurlöndum og fór sá fundur fram í Gautaborg.
Nordisk persontransport Gunnar Valur Sveinsson sótti tvo fundi samtaka hópbifreiðafyrirtækja á Norðurlöndum en þeir fóru fram í Stokkhólmi í maí og í Osló í nóvember. Þessi samskipti eru afar gagnleg þar sem upplýsingar sem þar koma fram nýtast í samræðum og rökfærslum um starfsumhverfi ferðaþjónustunnar hér á landi.
Samstarfsaðilar í TTRAIN verkefninu frá Íslandi, Finnlandi, Austurríki og Ítalíu.
SAMSTARF Á SVIÐI FRÆÐSLUMÁLA Svíþjóðarheimsókn í tengslum við raunfærnimat Í september tók María Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi SAF, þátt í ferð til Svíþjóðar þar sem aðferðafræði í atvinnulífinu við raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins þ.e. starfsreynslu voru kynnt. Þátttakendur voru auk SAF frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, ASÍ, IÐUNNI fræðslusetri og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks.
Námsferð á vegum Rannís til Vilnius Í október bauðst, Maríu Guðmundsdóttur, fræðslufulltrúa SAF að taka þátt í ráðstefnu um þróun starfsmenntunar í Evrópu og kynningu á „verkfærakistu“, á nýrri heimasíðu um starfsmenntun http://www.wbl-toolkit.eu/
Vinnuferð til Vínar Í febrúar síðastliðnum tóku fulltrúar SAF þátt í vinnuferð á öðrum fundi verkefnastjórnar í TTRAIN verkefninu ásamt samstarfsaðilum frá Finnlandi, Austurríki og Ítalíu.
25
WWW.SAF.IS
INNRA SKIPULAG
Stjórn og starfsfólk SAF 2015-2016.
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
STJÓRN SAF Eftirtaldir voru kosnir í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar á aðalfundi árið 2015. Formaður er kosinn til 2 ára en meðstjórnendur eru kosnir til eins árs skv. lögum SAF: Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur / Eldingu Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Gray Line Iceland Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Hölds / Bílaleigu Akureyrar Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Akureyri Eva María Þórarinsdóttir Lange, framkvæmdastjóri Pink Iceland Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, var kjörinn formaður á aðalfundi SAF árið 2014 og mun sitja til ársins 2016. 14 stjórnarfundir voru haldnir á starfsárinu og voru þeir flestir haldnir á skrifstofu SAF. Á árinu 2015 gerðu SAF víðreist á sviði opinberrar stjórnsýslu og sendu inn 35 umsagnir um lagafrumvörp, ályktanir og áætlanir ýmist til opinberra stofnana, ráðuneyta eða alþingis. Þá áttu þau fjölmarga fundi með þingnefndum til að fylgja þessum umsögnum eftir. Hluti umsagna sneri að innviðum og samgöngumálum en samtökin hafa margsinnis bent á að öflugir innviðir samgangna eru lífæð atvinnulífs á Íslandi og forsenda þess að byggð þróist víðsvegar um landið. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustugreina var einnig til umfjöllunar í mörgum umsögnum og þar var einföldun regluverks höfð að leiðarljósi.
WWW.SAF.IS
26
INNRA SKIPULAG
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
Starfsfólk SAF.
SKRIFSTOFA OG STARFSFÓLK Fastráðnir starfsmenn SAF í mars 2016: Anna G. Sverrisdóttir Gunnar Valur Sveinsson Helga Árnadóttir. María Guðmundsdóttir Skapti Örn Ólafsson Vilborg Helga Júlíusdóttir Skrifstofa SAF er að Borgartúni 35 í Reykjavík og er opin virka daga frá kl. 8.30 til 16.30.
Helstu verkefni skrifstofunnar er að fylgja eftir stefnu samtakanna sem er: Að ferðaþjónusta á Íslandi byggi á virðingu fyrir landi og þjóð. Að gæta heildarhagsmuna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Að styrkja samkeppnishæf rekstrarskilyrði og heilbrigða samkeppni. Nýsköpun og fagmennska séu stoðir sem framtíð ferðaþjónustunnar hvíli á. Að innviðir ferðaþjónustunnar styðji framþróun hennar. Að SAF sé sameiningartákn og talsmaður fyrirtækja í ferðaþjónustu. Starfsmenn leiða þannig og reka hin ýmsu hagsmunamál gagnvart opinberum aðilum og öðrum. Þau leiða vinnu í fræðslu- og umhverfismálum, gæða- og öryggismálum auk upplýsingamála og mikils samstarfs við fjölmiðla. Staðið er fyrir fundum, uppfærslu heimasíðu og útgáfu fréttabréfa og alls kyns þjónustu við félagsmenn. Gerðar eru hagkannanir, ráðgjöf veitt í ýmsum málum og samningar við aðila um bestu kjör til handa félagsmönnum o.fl. Geta félagsmenn leitað til skrifstofunnar um flest sín mál. Þá fylgja starfsmenn eftir og styðja við gerð og túlkun kjarasamninga í samvinnu við SA. Framkvæmdastjóri SAF er Helga Árnadóttir. Aðrir starfsmenn eru Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri, María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri, Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi. Þær Vilborg Helga Júlíusdóttir og Anna G. Sverrisdóttir hófu störf á skrifstofu SAF árið 2015 sem verkefnastjórar. Verkefni Vilborgar lúta að greiningu og öflunar tölulegra gagna á sviði ferðamála. Anna er í hlutastarfi á skrifstofunni og sinnir verkefnum á sviði umhverfis- og auðlindamála.
27
WWW.SAF.IS
FÉLAGSFUNDIR
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
FÉLAGSFUNDIR 2015 12. maí SAF tóku þátt í undirbúningi ráðstefnu og vinnufundar Íslandsstofu í Hörpu. Fundur í Hörpu fyrir þátttakendur í markaðsverkefninu Ísland – allt árið 2014-2015. Markmið fundarins var að fara yfir áherslur í markaðsstarfi með hliðsjón af þeim verkefnum sem sett höfðu verið. 13. maí Félagsfundur SAF með Vegagerðinni. 16.-17. maí SAF tóku þátt í Norrænu nemakeppninni í Þrándheimi. „Verður Ísland farsældar Frón árið 2025? Málþingi um áhrif næsta áratugar í ferðaþjónustu á umhverfi og samfélag.
19. maí Haldinn var félagsfundur um kjarasamninga. 26. og 17. maí Vinnufundur um íslenska hæfnirammann í Hannesarholti á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. 5. júní Upplýsingafundur um kjarasamninga í Húsi atvinnulífsins. 13. júní SAF tók þátt í flutningi á Húsi atvinnulífsins Í Vatnsmýrina. 23. júní Stefnumótunarvinna um næstu skref í kjölfar vinnu í Stjórnstöð ferðamála. 9. september SAF tóku þátt í Umhverfisdegi ferðaþjónustunnar.
Gestir á málstofu SAF á umhverfisdegi atvinnulífsins 2015
10. september Málþing” Hvað getum við gert til að efla umhverfislæsi?” SAF í samstarfi við Íslandsstofu. 17. september Stefnumótunarfundur SAF. 18. september Félagsfundur um virðisaukaskattsbreytingar. 22. september Morgunverðafundur í þáttaröðinni „Menntun og mannauður“ á vegum SAF, SA og aðildarfélaganna í Húsi atvinnulífsins. Fjallað var um mælanlegan árangur af fræðslu. 24. september SAF tóku þátt í aðalfundi IÐUNNAR fræðsluseturs.
Þorvaldur Friðrik Hallsson, varaformaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF og Áslaug Briem, verkefnastjóri gæðamála hjá Ferðamálastofu undirrita nýjan samstarfssamning.
7. október Félagsfundur afþreyingarfyrirtækja. Nýr samstarfssamningur milli SAF; Björgunarskóla Landsbjargar og VAKANS kynntur. 7. október Vegvísir í ferðaþjónustu – stefna SAF og stjórnvalda kynnt í Hörpu og Stjórnstöð ferðamála sett á laggirnar. 5. - 6. október Haustfundur hótel- og veitingamanna SAF í Húsafelli. 11. október Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar voru afhent á Hilton Reykjavík Nordica, í Reykjavík. Ísgöngin í Langjökli, hlutu verðlaunin á 17. afmælisdegi Samtaka ferðaþjónustunnar en þetta er í tólfta sinn sem samtökin veita verðlaunin. 20. október Morgunverðafundur í þáttaröðinni „Menntun og mannauður“ á vegum SAF, SA og aðildarfélaganna í Húsi atvinnulífsins. Áttin ný gátt starfsmenntasjóðanna var kynnt - www.attin.is.
Haustfundur hótel- og veitingamanna SAF á Hótel Húsafelli.
3. nóvember Félagsfundur um þróun Keflavíkurflugvallar. 17. nóvember Morgunverðafundur í þáttaröðinni „Menntun og mannauður“ á vegum SAF, SA og aðildarfélaganna í Húsi atvinnulífsins. Fjallað var um framleiðni í fyrirtækjum. 25. nóvember Félagsfundur um vörugjöld bílaleigubifreiða. 20. desember Félagsfundur um VSK breytingar og áhrif á erlenda aðila.
WWW.SAF.IS
28
FÉLAGSFUNDIR
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
FÉLAGSFUNDIR 2016 20. janúar Fyrsti vinnufundur í gæða- og fræðsluteymi Stjórnstöðvar ferðamála sem hefur fundað vikulega síðan. 21. janúar Félagsfundur um áhrif VSK breytinga á erlenda aðila.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra á einum af mörgum kynningarfundum um Vegvísi í ferðaþjónustu.
28. janúar SAF ásamt SA og aðildarfélögunum í Húsi atvinnulífsins efndu í þriðja sinn til sameiginlegs Menntadags atvinnulífsins á Hilton Reykjavík Nordica. Málstofa SAF og annarra aðildarfélaga voru haldnar á eftir sameiginlegu ráðstefnunni. Fjölmörg erindi voru haldin og mennta- og menningarmálaráðherra afhenti Icelandair Hotels Menntaverðlaun atvinnulífsins og Securitas Menntasprota atvinnulífsins. 28. janúar Félagsfundur hópbifreiðanefndar um öryggismál. 29. janúar Ábyrg ferðaþjónusta – vinnustofa FESTU, SAF og Íslenska ferðaklasans. 3. febrúar Upplýsingafundur um stöðu kjarasamninga. 3. febrúar Félagsfundur gististaða- og veitinganefndar um frumvarp til breytinga á lögum um veitingahús, gististaði og skemmtanahald. 4. febrúar Félagsfundur um starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála.
Menntadagur atvinnulífsins.
9. febrúar Fræðslufundur SAF og SA um samkeppnismál í Reykjavík. 16. febrúar Morgunverðafundur í þáttaröðinni „Menntun og mannauður“ á vegum SAF, SA og aðildarfélaganna í Húsi atvinnulífsins. Fjallað var um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins. 16. febrúar Félagsfundur um vörugjöld bílaleigubifreiða. 23. febrúar Fræðslufundur SAF og SA um samkeppnismál á Ísafirði. 29. febrúar-1. mars SAF tóku þátt í ITICE ráðstefnu í Hörpu í Reykjavík. 9. mars Fræðslufundir SAF og SA um samkeppnismál fóru fram á Egilsstöðum og Akureyri.
29
WWW.SAF.IS
AÐALFUNDUR OG ÁLYKTANIR
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
„TÆKIFÆRIN LIGGJA Á LANDSBYGGÐINNI“ - AÐALFUNDUR Á EGILSSTÖÐUM Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn 26. mars 2015 á Egilsstöðum. Það er mikil uppbygging í ferðaþjónustu á Austurlandi og með því að halda fundinn á Héraði vildu samtökin undirstrika að tækifærin í ferðaþjónustunni liggja á landsbyggðinni - hvert sem litið er.
Á aðalfundinum var kjörið í stjórn samtakanna fyrir starfsárið 2015-2016. Eftirtaldir einstaklingar hlutu brautargengi á fundinum: Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur (Eldingar) Formaður og fundarstjóri á góðri stundu.
Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Gray Line Iceland Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Hölds / Bílaleigu Akureyrar Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Akureyri Eva María Þórarinsdóttir Lange, framkvæmdastjóri Pink Iceland Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela Formaður samtakanna er kjörinn til tveggja ára í senn, en Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, var kjörinn formaður á aðalfundi SAF árið 2014 og mun því sitja til ársins 2016. Þá var kosið í fagnefndir á fundinum.
Starfsmenn SAF á fullu í undirbúningi.
SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR KALLA EFTIR ALMENNRI VITUNDARVAKNINGU STJÓRNVALDA. Brot úr ályktun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar: Samgöngur eru lífæð ferðaþjónustunnar. Til áframhaldandi uppbyggingar heilsárs ferðaþjónustu á Íslandi þarf að stórbæta samgöngur um allt land. Innanlandsflugvöllur í Reykjavík er í því sambandi mikilvægur liður ásamt vegakerfi sem haldið er opnu allt árið. Þetta er grundvöllur að vexti greinarinnar. Aðalfundur SAF gerir þá kröfu til stjórnvalda að þau tryggi fjármagn til nauðsynlegrar uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli, innanlandsflugvöllum og vegakerfi landsins.
Frá aðalfundi SAF á Egilsstöðum 2015.
Aðrar alþjóðlegar fluggáttir inn í landið. Yfirvöld vinni markvisst að því að efla fleiri gáttir fyrir heilsársmillilandaflug inn í landið. Horft skal til þess að um stöðugt áætlunarflug sé að ræða og uppbygging á flugbrautum, flugstöðvum, flughlöðum og annarri aðstöðu sé með alþjóðaflugvöll í huga. Tryggja þarf samhæfingu og skipulag. Hefja þarf stórsókn gegn undanskotum og leyfislausri starfsemi. Það er ekki hægt að sætta sig við að fjöldinn allur af slíkri starfsemi sé staðreynd og það án þess að brugðist sé við því af hálfu stjórnvalda. Þá verður einfaldara regluverk að styðja við atvinnugreinina. Stórefla þarf menntakerfi ferðaþjónustunnar. Tryggja þarf samráð og samstarf milli fræðsluaðila og atvinnulífsins. Einnig þarf að bæta aðgengi að menntun, auka starfsnám og samræmingu milli skólastiga. Endurskipuleggja þarf starfsnám með einfaldara grunnnám að leiðarljósi og skipa sérstakan starfshóp til þessa. Stjórnvöld verða að efla rannsóknir og þekkingu á greininni. Fjármagn til rannsókna á ferðaþjónustu til jafns við aðrar undirstöðuatvinnugreinar er krafa samtakanna. Uppbygging og viðhald ferðamannastaða þolir ekki frekari bið. Í ljósi mikils tekjuauka ríkissjóðs af greininni er eðlilegt að uppbygging og viðhald ferðamannastaða sé sett í forgang og stjórnvöld tryggi strax opinbert fjármagn til nauðsynlegrar uppbyggingar grunnþjónustu ferðamannastaða. Þá sé sveitafélögum landsins falin umsjón ferðamannastaðanna og tryggður tekjustofn til þess. Hvers konar gjaldtaka fyrir virðisaukandi þjónustu á ferðamannastöðum hlýtur að vera valkostur sem skoða þarf jafnhliða. Ályktunina í heild sinni er hægt að lesa á vefsíðu samtakanna. Á fundinum voru einnig samþykkar sérályktanir um málefni flugvallar í Reykjavík og að stofnað verði ráðuneyti ferðamála. Ályktanirnar má lesa á vefsíðu samtakanna.
WWW.SAF.IS
30
AÐALFUNDUR OG ÁLYKTANIR
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
FRAMTÍÐARTÆKIFÆRI ÍSLANDS FELAST Í FERÐAÞJÓNUSTUNNI. Brot úr ræðu Gríms Sæmundsen, formanns Samtaka ferðaþjónustunnar, sem flutt var á aðalfundi samtakanna:
Grímur Sæmundsen, formaður SAF.
„Ég tel að stjórnvöld og almenningur hafi alls ekki áttað sig á því sem skyldi, að íslensk ferðaþjónusta er orðin afgerandi hreyfiafl í miklum samfélagsbreytingum, sem þegar eru hafnar og nýr valkostur í því, hvert við viljum stefna í atvinnumálum þjóðarinnar. Ferðaþjónustan er nefnilega þess eðlis, að auk þeirra gríðarlegu gjaldeyristekna, sem hún skapar, hefur hún jákvæð áhrif á og eflir aðrar atvinnugreinar með beinum og óbeinum hætti. Ferðaþjónustan eflir verslun, hún eflir landbúnað og sjávarútveg, hún eflir skapandi greinar og síðast en ekki síst eflir hún landsbyggðina og auðgar mannlíf bæði í þéttbýli og dreifbýli.“ Ársskýrslu Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2014 má finna á vefsíðu samtakanna.
AUSTURLAND AÐ GLETTINGI Eftir vel heppnaðan aðalfund og tjútt var haldið í ferðalag um Austfirði föstudaginn 27. mars. Lagt var af stað frá Héraði í smekkfullri langferðabifreið og komið við í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði og Franska safninu á Fáskrúðsfirði.
Davíð Torfi Ólafsson, stjórnarmaður í SAF, fer yfir stöðu mála.
Á Fosshótelinu á Fáskrúðsfirði var boðið upp á dýrindis hádegisverð áður en haldið var á Reyðarfjörð þar sem ferðasýningin Austurland að Glettingi var skoðuð. Sýningin fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni og höfðu útlínur Austurlands verið mótaðar á gólfið með kaðli. Um 40 ferðaþjónustuaðilar stilltu sér síðan upp á sínum svæðum og kynntu starfsemi sína. Gestir gátu síðan farið „á puttanum“ um sýningarsvæðið og kynnst öllu því besta sem Austurland hefur upp á að bjóða. Þá var boðið upp á léttar veitingar og tónlistaratriði ásamt því að örfyrirlestrar um ferðaþjónustu í fjórðungnum voru fluttir. Samtök ferðaþjónustunnar tóku þátt í sýningarhaldinu ásamt Austurbrú. Óhætt er að hrópa ferfalt húrra fyrir starfsfólki Austurbrúar og ferðaþjónustuaðilum á Austurlandi fyrir frábæra ferðasýningu.
Kristín Sóley Björnsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Kristín Sóley tók við verðlaununum fyrir hönd Willem Gerrit Tims.
VERÐLAUN FYRIR LOKAVERKEFNI UM FERÐAMÁL FYRIR SKÓLAÁRIÐ 2014 Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) afhentu á aðalfundi samtakanna Willem Gerrit Tims 100.000 króna verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Willem skrifaði verkefni sitt við líf- og umhverfisvísindasvið HÍ, en það nefnist „Ný nálgun við kortlagningu á upplifun óbyggðra víðerna“. Tilviksrannsókn frá Vatnajökulsþjóðgarði. Það var Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn.
31
WWW.SAF.IS
ÝMISLEGT
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
STÝRISSPJALD SAF vinnur að endurprentun stýrisspjalds í samvinnu við Samgöngustofu, umhverfisráðuneytið, Vegagerðina og lögregluna. Spjaldið er sérstaklega ætlað erlendum ferðamönnum sem ekki þekkja til aðstæðna og er textinn á nokkrum tungumálum. Spjaldinu er m.a. dreift hjá öllum bílaleigum SAF og er gefið út bæði að sumri og vetri.
HANDKLÆÐISSPJALD Vetrarútgáfa stýrisspjaldsins.
Handklæðaspjöld fyrir baðherbergi gististaða (tilmæli um að nota handklæði oftar en einu sinni) eru prentuð á vegum SAF með fjárstyrk frá umhverfisráðuneytinu og eru þau seld félagsmönnum á kostnaðarverði. Notkun slíkra spjalda hefur sparað gististöðum mikið fé með minni rafmagnseyðslu, minna þvottaefni og minni vinnu auk þess sem verið er að vernda umhverfið.
„ÓNÁÐIÐ EKKI“ SPJÖLD Húnaspjöld fyrir gististaði eru prentuð á vegum SAF og seld félagsmönnum á kostnaðarverði.
RAFRÆN STJÓRNENDAHANDBÓK SAF hafur birt rafræna stjórnendahandbók á heimsíðu samtakanna en markmið þessarar handbókar er að vera leiðbeinandi fyrir stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu varðandi faglega starfsmannastjórnun.
FRÆÐSLUVEFUR SAF Á menntastofu Samtaka ferðaþjónustunnar var opnaður nýr og aðgengilegur fræðsluvefur sem er ætlað að vera lifandi vettvangur um allt er snýr að mennta- og fræðslumálum í ferðaþjónustu. Á vefnum er m.a. að finna upplýsingar um þau námskeið og viðburði sem framundan eru, hvernig hægt er að fá fræðslustjóra að láni í fyrirtæki, upplýsingar um starfs- sí- og endurmenntun, yfirlit yfir ferðamálanám bæði hér á landi og erlendis ásamt upplýsingum um Áttina – nýja vefgátt starfsmenntasjóðanna. Þá er á síðunni að finna upplýsingar um VAKANN – gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Nýr fræðsluvefur SAF.
SAMNINGUR VIÐ STEF Samningur er í gildi milli SAF og STEF um samskipti aðila m.a. um að hótel og veitingahús fái afslátt af gjaldskrá. Samningur þessi hefur verið mjög mikilvægur, ekki síst fyrir krár og aðra skemmtistaði sem greiða há gjöld.
SAMNINGUR VIÐ FLUGFÉLAG ÍSLANDS Í gildi er samningur milli SAF og Flugfélags Íslands um vildarkjör fyrir félagsmenn SAF. Flugfélagið gefur út flugkort í þessu skyni og sækja félagsmenn um kortið hjá þeim.
SAMNINGUR VIÐ KORTAÞJÓNUSTUNA Í gildi er samkomulag við Kortaþjónustuna ehf. um betri kjör félagsmanna SAF.
“Handhafi Flugkorts nýtur margvíslegra fríðinda. Þar má til dæmis nefna afslátt af vörum og þjónustu, hagræðingu við innritun til flugs og forgang á biðlista í flug.” WWW.SAF.IS
32
ÝMISLEGT
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
MERKI SAF Merki Samtaka ferðaþjónustunnar eru til í þremur stærðum fyrir félagsmenn, þá stærstu líma félagsmenn á útidyr fyrirtækjanna, miðstærðin er til að setja í rúður á hurðum hópbifreiðanna og minnstu miðarnir eru til að líma í glugga bílaleigubílanna. Í hugum viðskiptavina er ákveðinn gæðastimpill á fyrirtækjum sem eru félagar í samtökum viðkomandi greinar, það þýðir m.a. að viðkomandi fyrirtæki er með leyfi fyrir rekstrinum og fær upplýsingar um lög og reglur sem um reksturinn gilda.
UPPLAGSEFTIRLIT SAF SAF hafa annast upplagseftirlit meðal útgáfufyrirtækja innan samtakanna frá 2008 en upplagseftirlit var áður framkvæmt af Viðskiptaráði Íslands, sem staðfesti upplagstölur rita undir eftirliti en sú þjónusta var lögð af. Upplagstölur og dreifing er sannreynd og upplýsingarnar sendar út.
33
WWW.SAF.IS
FAGNEFNDIR
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
Á aðalfundi 2015, sem haldinn var á Egilsstöðum voru fagfundir í upphafi aðalfundardags og mættu um 130 manns á fundina en fjölbreyttar dagskrár voru hjá öllum hópum. Samkvæmt lögum Samtaka ferðaþjónustunnar eru 7 fagnefndir starfandi og eru þær kosnar á fundum faghópanna á aðalfundi. Í hverri fagnefnd eru 5 fulltrúar og fjalla þær um hagsmunamál sinnar greinar. Í gildi eru reglur um starfsemi fagnefndanna. Eftirtaldir voru kosnir í fagnefndir á aðalfundi 2015, en hver nefnd kýs sér formann:
AFÞREYINGARNEFND Friðrik Bjarnason, Eskimos – formaður Gylfi Sævarsson, Snowmobile (vantar á mynd) Hróðmar Bjarnason, Eldhestar (vantar á mynd) Sólveig Pétursdóttir, Norðurflug Sævar Freyr Sigurðsson, Íshestar Inga Dís Richter, Special Tours Jón Þór Gunnarsson, Arctic Advetnures
BÍLALEIGUNEFND Bergþór Karlsson, Höldur Hendrik Berndsen, Hertz Margeir Vilhjálmsson, Bílaleigan Geysir Sigurður Gunnarsson, Route1 Þorsteinn Þorgeirsson, Alp/Avis - Formaður
FERÐASKRIFSTOFUNEFND Elín Sigurveig Sigurðardóttir, Íslenskir fjallaleiðsögumenn Gréta Björg Blængsdóttir, Gray Line, - Formaður Haraldur Lárusson, Snæland Grímsson Unnur Svavarsdóttir, Go North Þráinn Vigfússon, Iceland Travel (vantar á mynd)
FLUGNEFND Birgir Ómar Haraldsson, Norðurflug (vantar á mynd) Einar Björnsson, Flugfélag Íslands Hilmar Baldursson, Icelandair – formaður Hörður Guðmundsson, Flugfélagið Ernir Leifur Hallgrímsson, Mýflug (vantar á mynd) Herdís Þorvaldsdóttir
GISTISTAÐANEFND Eva Jósteinsdóttir, Center Hotels – formaður Erna Þórarinsdóttir, Hótel Reynihlíð Geir Gígja, Hótel Klettur Ísey Þorgrímsdóttir, Radisson Blu Hótel Saga Sorin M. Lazar, Íslandshótel
WWW.SAF.IS
34
FAGNEFNDIR
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
HÓPBIFREIÐANEFND Gunnar Guðmundsson, SBA Norðurleið Hlynur Lárusson, Snæland Grímsson Rúnar Garðarsson, Allrahanda – formaður Sigurður Örn Arngrímsson, Gj Travel Sveinn Matthíasson, Kynnisferðir
VEITINGANEFND Ágústa Magnúsdóttir, Argentína steikhús Einar Sturla Möinichen, Hressingarskálinn Friðgeir Ingi Eiríksson, Hótel Holt Hörður Sigurjónsson, Radisson Blu Hótel Saga – formaður Þráinn Lárusson, Hótel Hallormsstaður
AUK FAGNEFNDA STARFA TVÆR NEFNDIR SEM SKIPAÐAR ERU AF STJÓRN SAF UMHVERFISNEFND SAF Einar Torfi Finnsson, Íslenskir fjallaleiðsögumenn - formaður Jón Gestur Ólafsson, Bílaleiga Akureyrar Óskar Guðjónsson, Ultima Thule Páll Gíslason, Fannborg Salvör Lilja Brandsdóttir, Íslandshótel
SIGLINGANEFND SAF Hörður Sigurbjarnarson, Norðursigling Gísli Ólason, Láki Tours Stefán Guðmundsson, Gentle Giants Vignir Sigursveinsson, Hvalaskoðun Reykjavíkur/Elding
KJÖRNEFND SKIPUÐ AF STJÓRN SAF FYRIR AÐALFUND 2016 Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Íslenskir fjallaleiðsögumenn Marín Magnúsdóttir, CP Reykjavík Sævar Skaptason, Ferðaþjónusta bænda - formaður
35
WWW.SAF.IS
FULLTRÚAR SAF Í STJÓRNUM OG RÁÐUM 2015 - 2016 SAMTÖK ATVINNULÍFSINS Stjórn SA 2015-2016: Grímur Sæmundsen Rannveig Grétarsdóttir Þórir Garðarsson Framkvæmdastjórn SA 2015-2016: Grímur Sæmundsen Fulltrúaráð SA 2015-2016: Anna G. Sverrisdóttir Bergþór Karlsson Birkir Hólm Guðnason Björn Óli Hauksson Davíð Torfi Ólafsson Eva María Þ. Lange Grímur Sæmundsen Ingibjörg Ólafsdóttir Magnea Hjálmarsdóttir Rannveig Grétarsdóttir Sigrún Björk Jakobsdóttir Steingrímur Birgisson Sævar Skaptason Þórir Garðarsson FERÐAMÁLARÁÐ Halldór Benjamín Þorbergsson Ingibjörg G. Guðjónsdóttir Þórir Garðarsson STJÓRN FRAMKVÆMDASJÓÐS FERÐAMANNASTAÐA Anna G. Sverrisdóttir Sævar Skaptason STJÓRN ÍSLANDSSTOFU Birkir Hólm Guðnason Varafulltrúar: Ingibjörg G. Guðjónsdóttir Ingibjörg Ólafsdóttir FAGRÁÐ ÍSLANDSSTOFU Sævar Skaptason, formaður Dagný Pétursdóttir Davíð Torfi Ólafsson Guðmundur Óskarsson Guðný María Jóhannsdóttir Rannveig Grétarsdóttir Þórir Garðarsson
STJÓRN IÐUNNAR, FRÆÐSLUSETURS Þráinn Lárusson, varamaður MATVÆLA- OG VEITINGASVIÐ IÐUNNAR Trausti Víglundsson Varamaður: Ingólfur Haraldsson SVEINSPRÓFSNEFND Í FRAMREIÐSLU Ólafur Örn Ólafsson Varamaður: Sólborg Steinþórsdóttir SVEINSPRÓFSNEFND Í MATREIÐSLU Jakob Magnússon Varamaður: Friðgeir Ingi Eiríksson NEMALEYFIS- OG FAGNEFND Í FRAMREIÐSLU Ingólfur Haraldsson NEMALEYFIS- OG FAGNEFND Í MATREIÐSLU Bjarni Óli Haraldsson STARFSGREINARÁÐ Í MATVÆLA-, VEITINGA- OG FERÐAÞJÓNUSTUGREINUM María Guðmundsdóttir formaður Erla Ósk Ásgeirsdóttir Varamenn: Sigríður Ólafsdóttir Trausti Víglundsson FAGRÁÐ STARFSGREINARÁÐS Í MATREIÐSLU Friðgeir Ingi Eiríksson FAGRÁÐ STARFSGREINARÁÐS Í FRAMREIÐSLU Sólborg Lilja Steinþórsdóttir RÁÐGJAFAHÓPUR UM ÍSLENSKA HÆFNIRAMMANN (ISQF) María Guðmundsdóttir
STJÓRN STARFSAFLS María Guðmundsdóttir MENNTANEFND SA María Guðmundsdóttir STJÓRN FRÆÐSLUMIÐSTÖÐVAR ATVINNULÍFSINS María Guðmundsdóttir FAGRÁÐ OPNA HÁSKÓLANS Í HR María Guðmundsdóttir FAGRÁÐ ENDURMENNTUNAR HÍ María Guðmundsdóttir
ÁTTIN – VEFGÁTT STARFSMENNTASJÓÐA STÝRIHÓPUR Skapti Örn Ólafsson FAGRÁÐ HÁSKÓLANS Á HÓLUM Svanhildur Pálsdóttir RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ FERÐAMÁLA Bjarnheiður Hallsdóttir STÝRIHÓPUR OG DÓMNEFND UM BLÁFÁNANN Rannveig Grétarsdóttir FAGRÁÐ UM SIGLINGAMÁL HJÁ SAMGÖNGUSTOFU Vignir Sigursveinsson FAGRÁÐ UM FLUGMÁL HJÁ SAMGÖNGUSTOFU Hilmar B. Baldursson FAGRÁÐ UM UMFERÐ HJÁ SAMGÖNGUSTOFU Gunnar Valur Sveinsson STARFSHÓPUR UM HEILDARENDURSKOÐUN Á VIRÐISAUKASKATTSLÖGUM Í FERÐAÞJÓNUSTU Gunnar Valur Sveinsson Sigurjón Högnason
DÓMNEFND VEGNA LOKAVERKEFNIS HÁSKÓLANEMA Á VEGUM SAF OG RMF María Guðmundsdóttir
STÝRIHÓPUR VAKANS Helga Árnadóttir
STARFSGREINARÁÐ FARARSTÝRIHÓPUR INNANRÍKISTÆKJA- OG FLUTNINGSGREINA RÁÐHERRA UM ÖRYGGISMÁL Gunnar Valur Sveinsson Gunnar Valur Sveinsson Varamaður: Rúnar Garðarsson
WWW.SAF.IS
SAMRÁÐSVETTVANGUR HAGSMUNAAÐILA UM SKIPULAG HAFS OG STRANDA María Björk Gunnarsdóttir FULLTRÚARÁÐ VERZLUNARSKÓLA ÍSLANDS Benedikt Jóhannesson MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ REYKJAVÍKURBORGAR Þórir Garðarsson, áheyrnafulltrúi Varamaður: Rannveig Grétarsdóttir
FAGHÓPUR UM STYRKI MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐS 2016 STJÓRNSTÖÐ FERÐAMÁLA – OG UMSAGNARAÐILAR V. HÆFNI- OG GÆÐATEYMI BORGARHÁTÍÐASJÓÐS María Guðmundsdóttir, formaður Skapti Örn Ólafsson
FAGHÓPUR ÍSLANDSSTOFU UM VERKEFNIÐ MATVÆLALANDIÐ ÍSLAND Friðgeir Ingi Eiríksson
ÚRSKURÐARNEFND V/VAKANS Sigríður Ingvarsdóttir
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
36
RÁÐGJAFARÁÐ ICELAND TOURISM INVESTMENT CONFERENCE AND EXHIBITION, RÁÐSTEFNU UM FJÁRFESTINGAR Í FERÐAÞJÓNUSTU Robyn Michell Skapti Örn Ólafsson STÝRIHÓPUR UM ENDURSKOÐUN Á AÐGERÐAÁÆTLUN FERÐAMÁLASTEFNU REYKJAVÍKUR Davíð Ólafsson SAMRÁÐSHÓPUR UM ATHUGUN Á FLUGVALLARKOSTUM Friðrik Pálsson Leifur Hallgrímsson STJÓRN ÍSLENSKA FERÐAKLASANS: Árni Gunnarsson Elín Árnadóttir Friðrik Pálsson Grímur Sæmundsen Kristján Daníelsson Rannveig Grétarsdóttir Sævar Skaptason, Formaður STJÓRN STJÓRNSTÖÐVAR FERÐAMÁLA Björgólfur Jóhannsson Grímur Sæmundsen Helga Árnadóttir Þórir Garðarsson VALNEFND EDEN VERKEFNISINS Lára Pétursdóttir
MYNDIR ÚR STARFINU
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
37
WWW.SAF.IS
MYNDIR ÚR STARFINU
WWW.SAF.IS
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
38
MYNDIR ÚR STARFINU
ÁRSSKÝRSLA SAF 2015-2016
39
WWW.SAF.IS
SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR BORGARTÚNI 35 105 REYKJAVÍK SÍMI 591 0000 SAF@SAF.IS WWW.SAF.IS