#SAF2017
ÁRSSKÝRSLA 2016–2017
AÐALFUNDUR SAF 2017
WWW.SAF.IS
SAF 2017 Hรถnnun TBH&Co. Design
EFNISYFIRLIT 04 06 16 18 23 25 32 34 36 38 42 44 46 47
ÁVARP FORMANNS EFNAHAGSMÁL GÆÐAMÁL SAMSKIPTI VIÐ STJÓRNVÖLD UMHVERFIS- OG AUÐLINDAMÁL MENNTA- OG FRÆÐSLUMÁL ERLEND SAMSKIPTI INNRA SKIPULAG FÉLAGSFUNDIR AÐALFUNDUR SAF ÁRIÐ 2016 ÝMISLEGT FAGNEFNDIR FULLTRÚAR SAF Í STJÓRNUM OG RÁÐUM 2016-17 MYNDIR ÚR STARFINU
3
WWW.SAF.IS
ÁVARP FORMANNS
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
Ágætu félagsmenn, Ferðaþjónustunni hélt áfram að vaxa fiskur um hrygg á liðnu starfsári. Ferðamenn sóttu landið okkar heim sem aldrei fyrr, en um 1,8 milljón erlendra ferðamanna komu til landsins á síðasta ári auk þeirra farþega sem áttu hér viðkomu með skemmtiferðaskipum. Um er að ræða 40% aukningu frá árinu áður. Þá námu heildar gjaldeyristekjur greinarinnar í fyrra um 466 milljörðum króna sem er aukning um 26% frá árinu 2015. Erlendir gestir sem sækja landið okkur heim í tugþúsundavís í hverjum mánuði hafa skilað miklum efnahagslegum ávinningi. Nú er svo komið að hlutdeild ferðaþjónustunnar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er um 10% og hefur greinin haldið uppi hagvexti þjóðarinnar undanfarin ár.
FERÐAÞJÓNUSTAN ER BURÐARSTOÐ Í ÍSLENSKU ATVINNULÍFI GRÍMUR SÆMUNDSEN Formaður SAF
Óhætt er að segja að vel hafi gengið í ferðaþjónustunni að undanförnu en viðvörunarljós blikka nú í mælaborðinu þar sem gengi íslensku krónunnar hefur styrkst gríðarlega á sama tíma og laun hafa hækkað töluvert. Úr ýmsum áttum hefur heyrst að hátt gengi íslensku krónunnar sé á ábyrgð ferðaþjónustunnar og hingað streymi allt of mikið af ferðamönnum. Núna sé einfaldlega komið gott! Talað er um ferðaþjónustuna, sem hefur öðrum fremur bjargað efnahag þessarar þjóðar eftir hrun, eins og hún sé til vandræða. Hvað gengur mönnum til í umræðunni? Samtök ferðaþjónustunnar hafa glímt við það undanfarin misseri að gera ráðamönnum þjóðarinnar grein fyrir því að uppgangur ferðaþjónustunnar sé ekki bóla eða síldarævintýri, en eins og oft áður í okkar samfélagi fer umræðan úr ökkla í eyra. Loksins þegar menn virðast vera að átta sig á þessari staðreynd verður þetta einsaka tækifæri að vandamáli! Það er löngu kominn tími til að ferðaþjónustan sem burðarstoð í íslensku atvinnulífi sé tekin með í reikninginn og greininni búið hagfelldara rekstrarumhverfi í stað þess að finna henni allt til foráttu. Taka þarf fast á því að lækka stýrivexti þannig að fyrirtæki hér á landi búi við svipað rekstrarumhverfi og í nágrannalöndunum.
AFNÁM GJALDEYRISHAFTA ORÐIÐ AÐ VERULEIKA Risavaxið skref var stigið á dögunum þegar stjórnvöld tilkynntu um afnám gjaldeyrishafta sem sett voru á í kjölfar hrunsins. Þessar aðgerðir munu hafa jákvæð áhrif á fyrirtæki og ekki síður lífeyrissjóði landsins sem nú geta flutt innlendar peningaeignir í erlendar með áhættudreifingu til langs tíma að leiðarljósi. Þetta mun vonandi búa til mótvægi við hið mikla gjaldeyrisinnflæði, sem ferðaþjónustan og aðrar útflutningsgreinar skapa og mun þannig vinna gegn frekari styrkingu íslensku krónunnar og stuðla að meira jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar.
ÆTLA STJÓRNMÁLIN AÐ SITJA HJÁ? Í aðdraganda alþingiskosninga 29. október 2016 stóðu Samtök ferðaþjónustunnar fyrir opnum fundum í öllum kjördæmum landsins með fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Fundunum var ætlað að vera vettvangur upplýsinga- og skoðanaskipta um málefni ferðaþjónustunnar og tóku flokkarnir því afar vel að eiga þetta samtal. Fundirnir voru vel sóttir og einnig var hægt að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á vefsíðu SAF. Sjónvarpsstöðin N4 sendi út upptökur frá fundunum að þeim loknum. Mörg þúsund manns fylgdust með fundunum á einn eða annan hátt. Yfirskrift kjördæmisfundanna var „Ætla stjórnmálin að sitja hjá?“. Með því voru SAF að lýsa yfir áhyggjum af því að frambjóðendur flokkanna áttuðu sig ekki nægilega vel á þeim brýnu úrlausnarefnum sem blasa við næstu misseri til að ferðaþjónustan geti dafnað í sátt við land og þjóð.
BRÝNT AÐ BYGGJA UPP INNVIÐI Á fundunum bentum við á að nú þegar væri atvinnugreinin að skila gríðarlega miklum tekjum í ríkissjóð og til þjóðarbúsins. Ef ekki ætti að reyna um of á þolmörk náttúrunnar og almennings,
WWW.SAF.IS
4
ÁVARP FORMANNS þá yrði að verja hluta þessara tekna í uppbyggingu innviða. Þannig yrði sjálfbær vöxtur ferðaþjónustunnar best tryggður. Yfirlit brýnna aðgerða lægju fyrir í Vegvísi í ferðaþjónustu og það væri í höndum stjórnvalda að taka réttar ákvarðanir.
Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við að fyrirtækin axli ábyrgð á þeim afleiðingum sem rekstur þeirra hefur á umhverfið og samfélagið.
Forystumenn stjórnmálaflokkanna tóku undir mikilvægi þess að leggja fjármuni til uppbyggingar og þeirra aðgerða sem lýst er í Vegvísi í ferðaþjónustu. Þá kom fram ríkur vilji til þess að vinna að þessum málum í samráði við ferðaþjónustuna.
Samgöngur eru lífæð ferðaþjónustunnar. Á starfsárinu létu SAF til sín taka við að benda á að úrbóta er þörf þegar kemur að samgöngumálum, sér í lagi þegar kemur að viðhaldi vegakerfisins sem á allt of mörgum stöðum liggur undir skemmdum. Samgöngur eru tvímælalaust mikilvægasti þátturinn þegar það kemur að því að dreifa ferðamönnum um landið. Samgöngur þurfa að vera öruggar auk þess sem huga þarf að bæði uppbyggingu og viðhaldi vega árið um kring.
SAMGÖNGUBÆTUR VERÐA AÐ VERA Í FORGANGI
SKRIFSTOFA FERÐAÞJÓNUSTUNNAR ER SKREF Í RÉTTA ÁTT Á fundunum var mikið rætt um stöðu ferðaþjónustunnar innan stjórnkerfisins. Fram kom skýr vilji af hálfu fulltrúa flestra flokkanna að setja ráðuneyti ferðamála á laggirnar, ekki síst í ljósi þess að atvinnugreinin er orðin sú umsvifamesta á landinu. Eins og við bentum á hefur aðeins eitt og hálft stöðugildi verið helgað greininni í atvinnuvegaráðuneytinu, en það bárust þó jákvæðar fréttir úr ráðuneytinu á dögunum þegar sérstök skrifstofa ferðaþjónustunnar var sett á laggirnar. Því ber að fagna þrátt fyrir að sérstakt ráðuneyti hafi ekki verið stofnað að þessu sinni.
STJÓRNSTÖÐ FERÐAMÁLA VINNUR GOTT STARF Nóg var um að vera á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála á starfsárinu. Tvær mikilvægar skýrslur voru kynnar. Annars vegar „Menntun og hæfni“ og „Sviðsmynda- og áhættugreining“ hins vegar, en þetta eru tvö af þeim forgangsverkefnum sem skilgreind eru í Vegvísi í ferðaþjónustu. Þá var Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sett á laggirnar í upphafi árs, en setrið er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi. Starfsemi setursins snýst um að uppfylla þarfir ferðaþjónustunnar fyrir aukna menntun og hæfni og auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta í menntun og hæfni starfsmanna. Þar getum við í atvinnugreininni látið enn frekar til okkar taka.
Eins var rætt um að lög um skipan ferðamála séu að miklu leyti úrelt og barn síns tíma. Í dag er verið að endurskoða þessi lög og hafa Samtök ferðaþjónustunnar lagt sitt af mörkum við þá vinnu.
VASKURINN VERÐUR Í NEÐRA ÞREPI
VIÐ ERUM AÐ STANDA OKKUR VEL
Í kosningabaráttunni lagði einn stjórnmálaflokkur ofuráherslu á að færa alla ferðaþjónustu í efra þrep virðisaukaskattskerfisins. Samtök ferðaþjónustunnar bentu á að slíkt myndi hafa alvarleg áhrif, m.a. á samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Við bentum á að flestöll lönd í Evrópu innheimta virðisaukaskatt á ferðaþjónustu í neðra þrepi ásamt því að ferðaþjónustan er ein útflutningsatvinnugreina hér á landi sem skilar virðisaukaskatti til samfélagsins. Óhætt er að segja að þeirra hugmyndir hafi fallið í grýttan jarðveg, enda uppskar umræddur stjórnmálaflokkur eins og hann sáði.
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar og starfsfólk ásamt fjölmörgum trúnaðarmönnum hafa unnið gott starf á árinu. Á hverjum degi er verið að vinna að framgangi greinarinnar á fjölmörgum vígstöðvum, en samtökin okkar verða aldrei öflugri en þeir sem fyrir þau starfa. Ég vil þakka þessu fólki og fyrirtækjum innan samtakanna fyrir sérstaklega gott samstarf um leið og ég veit að við munum öll hlakka til að takast á við ný og krefjandi verkefni á komandi starfsári. Þrátt fyrir að hægt sé að gera betur á mörgum sviðum megum við ekki gleyma því að við sem störfum í ferðaþjónustunni erum víða að gera frábæra hluti. Við skulum halda áfram á sömu braut á nýju ári og hafa fagmennsku og gæði á takteinum í öllum okkar aðgerðum. Þannig byggjum við atvinnugreinina okkar upp til framtíðar.
GEFUM EKKI AFSLÁTT Á ÖRYGGI Ljóst er að uppbygging og viðhald ferðamannastaða þolir ekki frekari bið. Öryggismál eru einnig í brennidepli eftir alvarleg atvik undanfarið og nauðsynlegt að kosta forvarnir til erlendra ferðamanna. Mikilvægt er að þeir hagsmunaaðilar sem standa að Stjórnstöð ferðamála taki höndum saman um leiðir til fjármögnunar og að viðhald ferðamannastaða með áherslu á að öryggi og forvarnir sé sett í forgang.
Fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar vil ég þakka fyrir samstarfið á liðnu starfsári um leið og ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem framundan eru á vettvangi samtakanna með ykkur.
ÁBYRG FERÐAÞJÓNUSTA Grímur Sæmundsen Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Í upphafi árs tóku Samtök ferðaþjónustunnar ásamt fjölmörgum hagaðilum innan ferðaþjónustunnar undir forystu Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð og Íslenska ferðaklasans þátt í verkefninu Ábyrg ferðaþjónusta. Í tengslum við verkefnið hafa rúmlega 300 fyrirtæki í ferðaþjónustu sammælst um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar.
5
WWW.SAF.IS
EFNAHAGSMÁL
“
Staðan í efnahagslífinu 2016 var góð en sérstæð; eins og veðrið.
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
EFNAHAGSUMHVERFIÐ Staðan í efnahagslífinu á árinu 2016 var um margt sérstæð; rétt eins og veðrið. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands var hagvöxtur 7,2%, sem enn eitt árið var drifinn áfram af hagstæðum viðskiptakjörum og alþjóðlegri eftirspurn ferðamanna hér á landi. Innlend eftirspurn tók jafnframt vel við sér, einkaneyslan jókst um tæplega 7% sem er meiri vöxtur en mælst hefur ef frá er talið árið 2007, sem rekja má til mikilla launahækkana3 (11%), hás atvinnustigs (3% atvinnuleysi) og lágrar verðbólgu (1,7%). Þrátt fyrir háa vexti en þó lága í sögulegu samhengi jókst fjárfesting atvinnuvega áfram mikið eða um tæplega 23% milli ára. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði tók verulega við sér en hún jókst um 34% milli ára en mikill skortur hefur verið um langt árabil á nýbyggingum á íbúðarhúsnæði. Fjárfesting hins opinbera jókst lítillega (2,5%) en snerist þó úr mínus í plús.
VIÐSKIPTAAFGANGUR ÞRÁTT FYRIR STERKARI KRÓNU Á tímabilinu janúar til desember í fyrra styrktist krónan um 15,5% þrátt fyrir veruleg kaup Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði. Þannig námu kaup bankans um 386 milljörðum kr. sem er 42% meiri kaup (272 milljarðar kr.) en 2015. Þrátt fyrir sterka krónu og aukna fjárfestingu í atvinnulífinu benda tölur til að þjóðhagslegur sparnaður hafi verið jákvæður sem endurspeglast m.a. í myndarlegum afgangi á viðskiptajöfnuði; þrátt fyrir halla á vöruskiptajöfnuði. Hér ber vissulega til tíðinda, þjónustuútflutningur er nú í fyrsta sinn í hagsögunni meiri en allur vöruútflutningur á árinu 2016. Þar leikur ferðaþjónusta stórt hlutverk. Það er vissulega góð ástæða til að fagna þessari þróun en á Íslandi hefur lengi verið stefnt að því, leynt og ljóst, að auka fjölbreytni í öflun gjaldeyris til að standa undir þeim innflutningi sem bætt lífskjör kalla óumflýjanlega á.
“
Horfur góðar en viðvörunarljós.
HORFUR Seðlabanki Íslands gerir ráð fyrir góðum horfum í þjóðarbúskapnum næstu misserin. Áfram verður mikil eftirspurn á vinnumarkaði sem reynir á hversu sveigjanleg framboðshlið vinnumarkaðarins er, ekki síst þegar kemur að vinnufúsu erlendu vinnuafli. Laun halda áfram að hækka en gengisstyrking, aukin framleiðni ásamt hagstæðum viðskiptakjörum draga úr áhrifum þeirra á verðlag. Verðbólguhorfur eru því nokkuð hagstæðar þrátt fyrir hækkandi olíuverð. Jafnframt er búskapur hins opinbera í nokkuð góðu jafnvægi. Þrátt fyrir góðan gang í efnahagslífinu sem gefur tilefni til bjartsýni, er gott að gefa kunnuglegum viðvörunarljósum gaum. Þar skiptir mestu að atvinnuleysi er lítið og samkvæmt könnun Gallup4 eiga fyrirtæki erfitt með að manna störf þrátt fyrir mikinn innflutning á vinnuafli. Í desember 2016 vildu um 30% fleiri fyrirtæki fjölga starfsmönnum frekar en að fækka á næstu sex mánuðum. Á sama tíma vildu 40% fyrirtækja í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu fjölga starfsfólki umfram þau sem vilja fækka. Ef spár bankans ganga eftir þá siglir hagkerfið inn í níu ára samfellt (2011-2019) hagvaxtarskeið, það lengsta frá því á áttunda og byrjun níunda áratugarins. Þá var hagvöxtur jákvæður samfellt í 14 ár. Bankinn bendir á að helsta óvissa næstu ára felist í því hver áhrif af losun hafta verða og hver þróunin verður í helstu viðskiptalöndum landsins, þ.e. að innflutningsverð hækki ekki þannig að verðbólga fari af stað samhliða miklum launahækkunum og vaxandi framleiðsluspennu5.
FJÖLDI FERÐAMANNA 1. Áætlað er að hagvöxtur í ríkjum OECD í heild hafi verið um 1,7%. 2.Viðskiptakjör mæla kaupmátt útflutnings Íslendinga gagnvart innflutningi, þ.e. verð útflutningsvara á móti verði á innfluttum vörum. Þau voru ekki síst hagstæð vegna lágrar erlendrar verðbólgu. 3.Breyting á meðaltali milli ára á reiknaðri launavísitölu skv. lögum nr. 89/1989. Heimild: Hagstofa Íslands. 4.Peningamál Seðlabanka 8. febrúar 2017. Fyrirtæki sem vilja fjölga starfsfólki umfram þau sem vilja fækka því næstu sex mánuði. 5. Seðlabankinn telur að nokkur framleiðsluspenna sé að byggjast upp. 6. Deilt með tveimur í skipi/farþega.
WWW.SAF.IS
Rétt eins og undanfarin ár setur ör vöxtur ferðaþjónustunnar svip sinn á árið 2016. Í alþjóðlegum samanburði er fjölgun erlendra ferðamanna til landsins í allt öðrum takti en gengur og gerist. Þannig gerir Alþjóðaferðamálastofnunin (e. World Tourism Organization (UNWTO)) ráð fyrir að á síðasta ári hafi erlendum ferðamönnum (1.235 milljónir) á ferðalagi um heiminn fjölgað um 46 milljónir eða um 3,9% að meðaltali. Hingað til lands kom rúmlega 1,8 milljón erlendra ferðamanna eða um 40% fleiri en á síðasta ári (515 þúsund fleiri eða 1,1% af aukningu í fjölda ferðamanna um heiminn). Um milljón erlendra ferðamanna6 eða 50% fleiri en árið áður komu um Ísland á leið sinni til annarra áfangastaða. Tengiflugið milli Norður-Ameríku og Evrópu hefur verið mikil lyftistöng fyrir innlenda ferðaþjónustu í landinu og þar5 eru vaxtarmöguleikar fyrir framtíðina umtalsverðir.
6
EFNAHAGSMÁL Um 19% fleiri Íslendingar eða rúmlega 530 þúsund fóru í ferðalag til annarra landa á síðasta ári. Í fyrra komu jafnframt um 100 þúsund erlendir ferðamenn með skemmtiferðaskipum til helstu hafna landsins, lítillega færri en árið áður.
MYND 1 FERÐAMANNASTRAUMUR TIL LANDSINS % breyting milli ára
Fjöldi 2000
60% 50,1% 45%
1.500 39,9%
30% 1.000
“
Metár í ferðalögum Íslendinga til útlanda.
19,1% 15%
500
0% -1,5%
0
Erlendir ferðamanna til landsins
Erlendir ferðamenn um Ísland
Erlendir ferðamenn með skemmtiferðaskipum
Íslendingar til útlanda
-15%
Heimild: Ferðamálastofa Íslands, ISAVIA ohf., Faxaflóahafnir
Ferðum Íslendinga til útlanda fjölgaði úr 450 í 536 ferðir og hafa þær aldrei verið fleiri, komnar langt fram úr því sem var fyrir hrun. Áætlanir gera ráð fyrir að útgjöld Íslendinga erlendis hafi verið um 156 milljarðar kr. í fyrra, ríflega 32% meiri að raunvirði en árið 2015. Útgjöld á hverja brottför frá Keflavík hækkar úr 264 þúsundum kr. í 291 þúsund kr. sem endurspeglar góðan kaupmátt Íslendinga erlendis og versnandi samkeppnisstöðu innlenda markaðarins. Hér er ekki meðtalinn innflutningur Íslendinga á flugfargjöldum með erlendum flugfélögum en á árinu 2015 námu þau útgjöld rúmlega 6 milljörðum kr. og gera má ráð fyrir að þessi útgjöld komi til með að aukast með vaxandi hlutdeild erlendra flugfélaga sem fljúga til og frá landinu.
FERÐAÞJÓNUSTA Í HAGTÖLUM Það fer ekki fram hjá neinum að ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur mikil áhrif á efnahag, samfélag og umhverfi landsins. Þrátt fyrir það er tölfræði um efnahagslegt mikilvægi atvinnugreinarinnar sundurleit og fátækleg, en batnandi. Innan alþjóðlegra hagskýrslustofnana hefur lengi, lengi verið lögð áhersla á að samhliða fjöldatölum7 þurfi að liggja fyrir mæling á ferðaþjónustu í þjóðhagslegu samhengi. Hér skortir nokkuð á að fjallað sé um ferðaþjónustu í heildarsamhengi líkt og nágrannaþjóðirnar gera og hafa gert lengi. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir mat á vægi ferðaþjónustu samkvæmt ferðaþjónustureikningum8en upplýsingar úr rekstrar- og efnahagsyfirliti9 yfir „einkennandi atvinnugreinar í ferðaþjónustu“ eru tiltækar til ársins 2015. Þar hefur verið búin til skilgreining á ferðaþjónustu10 sem gefur færi á að meta þróun í verðmætasköpun og bera saman við það sem gengur og gerist í „viðskiptahagkerfinu“11 í heild. Út frá þessari nálgun hefur ferðaþjónusta svo sannalega stækkað þjóðarkökuna og verið kærkomin viðbót við verðmætasköpun í landinu. Á tímabilinu 2010-2015 jókst hún umtalsvert meira eða um 134% á föstu verði borið saman við 39% vöxt í viðskiptahagkerfinu í heild. Það er fullt tilefni til að fagna þessari þróun en eins og fram kemur á mynd 2 tók „viðskiptahagkerfið“ án ferðaþjónustu vel við sér eftir hrun og á undanförnum misserum er hægur en stöðugur vöxtur þar líka.
Taka verður fram að í mælingunni hér að ofan er ekki dregin fram sérstaklega sú starfsemi sem snýr
7
7.Ummæli frá UNWTO: „count if you want „tourism“ to be counted as a national priority and to „measure in order to manage“ tourism dvelopement in countries“ 8. Í efnahagslegu tilliti hafa ferðaþjónustureikningar þetta hlutverk; að greina og færa til bókar útgjöld og áhrif ferðamanna á efnahagslíf landa, meta vægi í þjóðarframleiðslu (fjárfestingu, neyslu, útgjöldum hins opinbera, útflutningi, innflutningi, vinnuafli o.s.frv.) og draga sérstaklega fram neyslu ferðamanna á „Áfangastaðnum Íslandi“. 9. Hagstofa Íslands, fyrirtækjatölfræðí. 10.Rétt er að taka fram að það er öðruvísi farið að þegar beitt er alþjóðlegri forskrift ferðaþjónustureikninga, þá er skilgreining á ferðaþjónustu leidd fram með því að máta saman upplýsingar um eftirspurn ferðamanna við framboð atvinnugreina og fundin svokölluð „ferðaþjónustuhlutföll“ í viðkomandi atvinnugrein. Þar er jafnframt tekin með ýmis starfsemi félagasamtaka og starfsemi hins opinbera sem ekki rúmast innan fyrirtækjatölfræðinnar (e. structural business statistics (SBS)). 11. viðskiptahagkerfinu er ekki talin með starfsemi hins opinbera, atvinnugreinar eins og landbúnaður, sjávarútvegur, lyfjaframleiðsla og fjármála- og vátryggingastarfsemi. Ferðaþjónusta var jafnframt dregin frá til að fá samanburð við heildina án hennar.
WWW.SAF.IS
EFNAHAGSMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
að þjónustu við ferðamenn, innlenda, erlenda á Íslandi, um Ísland eða utan Íslands. T.a.m. eru hér meðtalin öll umsvif12 íslenskra flugfélaga, til, um og utan Íslands, öll umsvif á veitingahúsum, en þar eru íbúar landsins stærsti kúnnahópurinn, enn. Ekki er heldur tekin með umfangsmikil neysla ferðamanna í verslunum landsins, né skipulagning á ráðstefnum eða vörusýningum eða ýmis þjónusta við ferðamenn, s.s. á bensínstöðvum víða um landið né ýmis opinber þjónusta í tengslum við rekstur sögulegra staða, safna eða sundlauga svo e-ð sé nefnt. Hér er heldur ekki tekin með ýmis starfsemi fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum, s.s. eins og í sjávarútvegi eða annarri framleiðslustarfsemi, sem bjóða erlendum gestum að upplifa og sjá hvernig landbúnaðarstarfsemin fer fram í landinu, hvernig á að salta fisk og búa til bjór úr hreinu íslensku vatni á ferð þeirra um landið.
“
Ferðaþjónustan stækkar þjóðarkökuna.
MYND 2 VERÐMÆTASKÖPUN Í FERÐAÞJÓNUSTU BORIN SAMAN VIÐ „VIÐSKIPTAHAGKERFIГ
Viðskiptahagkerfið
Ferðaþjónusta 11%
56%
10%
54%
9%
52%
8% 50% 7% 48% 6% 46%
5%
44%
4% 3%
2010
2011
2012
2013
Ferðaþjónusta, vinstri ás
Heimild: Hagstofa Íslands
2014
2015
2016
42%
Viðskiptahagkerfið, hægri ás
Efnahagsleg umsvif atvinnugreina má greina með margvíslegum hætti, en einkum með því að líta til framlags þeirra til landsframleiðslu (VLF), í fjárfestingu, í framleiðni og fjölda starfandi og gjaldeyristekjum. Þannig ráðast, til lengri tíma litið, lífskjör þjóða og svæða af getu þeirra til að framleiða vörur og þjónustu og landsframleiðslan gefur vísbendingu um hvernig til hefur tekist. Það er hlutverk ferðaþjónustureikninga að draga fram „árangurssögur“ fyrir ferðaþjónustu sem atvinnugrein fyrir landið í heild og einstök svæði, sem hægt er að bera saman við ferðaþjónustu í öðrum löndum og aðrar atvinnugreinar í íslensku efnahagslífi; til að meta hvort við séum á góðri leið; fyrir framtíðina. Þegar upp er staðið er það viðvarandi og ábatasamur atvinnurekstur sem skapar verðmætin í landinu. Mynd 3 sýnir verðmætasköpun13 í ferðaþjónustu sem hlutfall af VLF. Þar kemur fram að vægi ferðaþjónustu hefur hækkað úr tæplega 5% af VLF ársins 2010 í tæplega 8,5% á árinu 2015. Á sama tíma jókst önnur viðskiptastarfsemi/atvinnustarfsemi (án einkennandi ferðaþjónustugreina) úr 45% af VLF í 55%. SAF áætla að hlutfall ferðaþjónustu hækki verulega á árinu 2016, verði í kringum 10% af VLF samkvæmt þessum mælikvarða.
12. Falla ekki undir þá skilgreiningu að „vera á ferðalagi“. 13. Vergur rekstrarhagnaðar (EBITDA) og heildarupphæð greiddra launa,
WWW.SAF.IS
Það fer ekki fram hjá neinum að það eru erlendir ferðamenn sem standa að stærstum hluta undir verðmætasköpun í ferðaþjónustu hér á landi. Víða annars staðar í heiminum er innanlandsmarkaður stór sem augljóslega felur í sér minni áhættu ef verulega dregur úr straumi erlendra ferðamanna. Nú er svo komið að neysla erlendra ferðamanna á „áfangastaðnum Íslandi“ ásamt fargjaldatekjum íslenskra flugfélaga við að flytja ferðamenn til landsins og um heiminn er að verða ein meginuppistaðan í útflutningstekjum þjóðarinnar. Á síðasta ári voru gjaldeyristekjur þjóðarinnar um 1.189 milljarðar kr. Þar af voru þjónustutekjur 653 milljarðar kr. en tekjur af útfluttri vöru og þjónustu um 541 milljarður kr. Mynd 3 sýnir að gjaldeyristekjur ferðaþjónustu hafi verið 458 milljarðar kr. eða 38,5% af
8
EFNAHAGSMÁL heildarútflutningstekjum ársins. Neysla erlendra ferðamanna innanlands var 292 milljarðar kr. en áætlaðar fargjaldatekjur til, um og utan Íslands 166 milljarðar kr. Útflutningur sjávarafurða var um 232 milljarðar kr. eða 19,5% af heildarútflutningi og álútflutningur um 198 milljarðar kr. eða 16,7% af heild. Gjaldeyristekjur vegna ýmissar viðskiptaþjónustu, fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónustu, vegna menningar og afþreyingar og annarrar þjónustustarfsemi á sviði samgangna voru umtalsverðar eða um 155 milljarðar kr. Það liggur því nokkuð ljóst fyrir að á síðasta ári voru gjaldeyristekjur vegna þjónustutekna meiri en allur vöruútflutningur í fyrsta sinn síðan mælingar hófust.
MYND 3 FERÐAÞJÓNUSTA, EIN AF MEGINUPPISTÖÐUM Í ÚTFLUTNINGSTEKJUM
“
Þjónustuútflutningur í fyrsta sinn meiri en vöruútflutningur.
Millj. kr. 1.200.000 1.000.000 800.000 600.000 400.000 200.000 0 2010 Landbúnaður
2011 Ferðaþjónusta
2012
2013
Ál og álafurðir
2014
2015
Aðrar samgöngu- og þjónustutekjur (og leiðréttingarliður)
2016 Sjávarafurðir
Heimild: Hagstofa Íslands
NEYSLA ERLENDRA FERÐAMANNA HÉR Á LANDI Tölurnar hér að ofan sýna þann efnahagslega ávinning sem erlendir ferðamenn hafa skapað á undanförnum árum. Í byrjun árs birti Hagstofa Íslands upplýsingar um neyslu erlendra ferðamanna flokkaða á neysluflokka fyrir tímabilið 2009-2015. Framreikningur, með kortaveltu erlendra ferðamanna samkvæmt RMV14 á árinu 2016, sýnir að neysla erlendra ferðamanna á „áfangastaðnum Íslandi“ hafi verið um 364 milljarðar kr. (sjá töflu 1) og að hún hafi hækkað að raunvirði um 35% frá fyrra ári.
TAFLA 1 NEYSLA ERLENDRA FERÐAMANNA HÉR Á LANDI 2014-2016 2014
2015
2016
Verðlag hvers árs, milljónir króna Einkenni ferðaþjónustu vörur/ atvinnugreinarGistiþjónusta Veitingaþjónusta Farþegaflutningar á landi Farþegaflutningar á sjó Farþegaflutningar með flugi Leiga flutningatækja, bílaleiga og fleira Ferðaskrifstofur Menningarstarfsemi Afþreying (íþróttir) og tómstundastarfsemi Aðrar ferðaþjónustuvörur/atvinnugreinar Ýmis verslun tengd ferðaþjónustu Ýmis önnur þjónusta við ferðamenn
197.268 42.185 18.645 10.002 1.387 43.615 16.531 22.100 1.261 7.865 33.677 31.103 2.574
263.213 56.008 25.712 13.748 1.732 57.729 23.173 31.149 1.716 10.697 41.551 37.905 3.646
364.767 80.381 36.445 18.653 2.266 69.275 34.602 49.089 2.610 16.272 55.173 50.142 5.031
Heimild: Hagstofa Íslands, Rannsóknarmiðstöð verslunarinnar og útreikningar SAF
9
14. Rannsóknarmiðstöð verslunarinnar.
WWW.SAF.IS
EFNAHAGSMÁL
“
Í ágúst voru um 80 þúsund erlendir ferðamenn hér á landi á dag.
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
Mestur vöxtur á umliðnum árum hefur verið í lið 7 sem er rekstur ferðaskrifstofa. Það er sú grein ferðaþjónustunnar þar sem hægt er að fullyrða, með nokkurri vissu, að öll starfsemin snúist um að þjóna ferðamönnum. Ýmis afþreyingarfyrirtæki eru skráð í þessari atvinnugrein, s.s. eins og fyrirtæki sem bjóða upp á hesta-, jökla-, skíða-, veiðiferðir, köfun, hellaskoðun, flúðasiglingu og svona má lengi telja. Mikilvægt er að draga betur fram þessi flaggskip ferðaþjónustunnar en nú er gert í hagskýrslum og sýna betur þá „ferðþjónustuvörur“ sem áfangastaðurinn Ísland hefur fram að færa. Í desember 2011 voru að jafnaði 4.400 erlendir ferðamenn hér á landi á dag. Í desember 2016 voru þeir 27.600 eða sex sinnum fleiri. Á síðasta ári voru að meðaltali um 37 þúsund erlendir ferðamenn á dag á landinu eða um 11-12% af íbúum landsins (áætlað fyrir Íslendingum erlendis). Yfir háannatímann eða í ágúst í fyrra voru um 80 þúsund erlendir ferðamenn hér á landi, dag hvern – það munar um minna. Á mynd 4 kemur fram að neysla erlendra ferðamanna hefur hækkað hratt á undanförnum árum, úr tæplega 5% af allri einkaneyslu15 hér á landi í 22% í fyrra sem er býsna hátt, ekki síst í ljósi þess að í mælingu á einkaneyslu heimila eru meðtaldar „reiknaðar stærðir“, s.s. „notkunarkostnaður“ á eigin húsnæði. Í töflu 1 er búið að meta fargjaldatekjur vegna ferðamanna sem koma til Íslands en ekki í vægi erlendra ferðamanna í neyslu innanlands. Ef fargjaldatekjum er bætt við má gera ráð fyrir að neysla erlendra ferðamanna hér á landi hafi verið um 27% af heildarneyslu innanlands á árinu 2016. Það munar um minna.
MYND 4 NEYSLA ERLENDRA FERÐAMANNA Í HEILDARNEYSLU INNANLANDS16
“
Hátt hlutfall erlendra ferðamanna í innlendri neyslu.
25% 20% 15% 10% 5% 0% 2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
Útgjöld erlendra ferðamanna sem hlutfall af neyslu innanlands
Heimild: Hagstofa Íslands
Áfram var kröftug fjárfesting í atvinnulífinu á síðasta ári en hún jókst um 23% milli ára. Samkvæmt nýlegri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands var fjárfesting í tengslum við ferðaþjónustu áberandi á árinu 2016 líkt og undanfarin misseri, þar skiptir miklu máli mikil fjárfesting í flugvélum, flutningstækjum til atvinnurekstrar og í gistirými. Fjárfesting hins opinbera hélst áfram lág en er vaxandi samkvæmt spánni sem er gleðiefni; átak og frumkvæði hins opinbera í innviðafjárfestingu er eitt af stóru málum ferðaþjónustunnar svo ekki fari illa. Á árinu 2015 var fjárfesting í ferðaþjónustu um 21% af allri atvinnuvegafjárfestingu ársins. Samkvæmt ofangreindum hagvísum er augljóst að samdráttur í komum erlendra ferðamanna til landsins mundi hafa mikil áhrif á íslenskt þjóðarbú. Það er því mikilvægt að fylgjast vel með framvindunni og tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. 15. Einkaneysla heimila innanlands og neysla erlendra ferðamanna án flugfargjalda. Án þjónustu samtala. 16. Búið að draga frá neyslu Íslendinga erlendis.
WWW.SAF.IS
10
EFNAHAGSMÁL RAUNGENGIÐ OG FERÐAÞJÓNUSTAN Árið 2016 var ár ferðaþjónustunnar og raungengisins. Hvort tveggja óx ört, eðlilega, en án verðbólgu, viðskiptahalla og fækkunar í komum erlendra ferðamanna sem er býsna merkilegt. Eftir hrun nýttu einstaklingar og fyrirtæki í ferðaþjónustu svo sannanlega sóknarfærin sem fólust í lágu raungengi og þar með sterkri samkeppnisstöðu. Eins og fram kemur hér að ofan var það ferðaþjónustan sem lagði grunninn að eflingu hagvaxtarins frá 2010. Sagan kennir að þegar raungengið er komið yfir langtímameðaltal fari það að koma niður á vexti, arðsemi og markaðshlutdeild þeirra fyrirtækja sem eru í alþjóðlegri samkeppni. Hærra verðlag hér á landi umfram það sem gengur og gerist í öðrum löndum og/eða hátt nafngengi ISK krónunnar þýðir að erfiðara er að svara þeim kröfum sem alþjóðlegur markaður sættir sig við. Nú háttar svo til að ekkert lát er á fjölda erlendra ferðamanna til landsins en það segir ekki alla söguna. Rannsóknir t.a.m. frá Nýja-Sjálandi sýna að áhrifin á gjaldeyristekjurnar eru meiri en fjöldatölur segja til um, ferðamenn koma en dvelja skemur og eyða minna. Það er líka vert að benda á að í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans17 frá árinu 2006 kemur fram að áhrif breytinga á raungengi koma að öllu jöfnu ekki fram á sama ári og breytingin á sér stað heldur ári seinna. Það verður því að hafa í huga að þrátt fyrir að háþrýstingur í genginu hafi ekki skilað sér í færri ferðamönnum til landsins verður að gera ráð fyrir augljósu sambandi18 milli raungengis í heimalandi ferðamanns og áfangastaða þegar til lengri tíma er litið.
“
Ferðaþjónusta og raungengi.
MYND 5 MIKILVÆGT AÐ HALDA AFTUR AF SVEIFLUM Í RAUNGENGI Vöruskiptajöfnuður og raungengi
Millj. kr.
Áætlun
180.000
110
135.000 90.000
83
45.000 55
0 -45.000
28
-90.000 -135.000
0
-180.000 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Vöruskiptajöfnuður fast verðlag 2005
Þjónustujöfnuður fast verðlag 2005
Raungengi miðað við verðlag (V. ás) Raungengi miðað við laun (V. ás)
Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands
Mynd 5 rekur þetta nokkuð vel. Eftir hrun hafði lágt raungengi verulega jákvæð áhrif á umhverfi utanríkisviðskipta en á síðasta ári verður viðsnúningur á vöruskiptajöfnuði og þar leikur gengið töluvert hlutverk. Á sama tíma héldu ferðamenn áfram að koma til landsins þannig að þrátt fyrir halla á vöruviðskiptum við útlönd er þjónustujöfnuður það myndarlegur að jöfnuður verður á viðskiptajöfnuði. Það er freistandi að halda því fram að raungengið í fyrra hafi ekki verið „það hátt“ að það hafi dregið úr vilja erlendra ferðamanna til að koma til landsins. En það er ekki allt sem sýnist – ferðaþjónustuaðilar eru að selja vöruna „fram í tímann“ þannig að þeir sem selja í erlendri mynt finna fljótt fyrir lægri tekjum í ISK. Það gildir nefnilega það sama fyrir ferðaþjónustu í landinu eins og sagan kennir um útfluttar sjávarafurðir, að hlutfallslegt verðlag hér á landi miðað við samkeppnislöndin má ekki vera „of hátt“. Raungengið19 verður „of hátt“ ef verð á viðlíka þjónustu hér á landi er hærra en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur.
11
17. Hagfræðistofnun Háskólans: Áhrif raungengis á ferðaþjónustu, mars 2006. 18. IMF Working Paper: Determinants of International Tourism, Alexander Culiuc. The real exchange rate has the expected effect: an appreciation of the origin’s currency increases bilateral tourism, while the appreciation of the destination reduces it. 19. Samkvæmt spurningakönnun Íslandsstofu töldu erlendir söluaðilar að verðlag, gengi íslensku krónunnar og þjónustuframboð muni helst hafa áhrif á þróun ferðaþjónustu á Íslandi á þessu ári.
WWW.SAF.IS
EFNAHAGSMÁL
“
Ferðaþjónusta stjakar við verðbólgunni.
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
VERÐÞRÓUN Í FERÐAÞJÓNUSTU Á móti kemur að „ferðaþjónustuvaran“ á „áfangastaðnum Íslandi“ er fjölbreytt vara, flug, gisting, samgöngur, afþreying o.s.frv., og verð á þessum þáttum hefur verið að þróast með ólíkum hætti sem getur haft áhrif á ferðahegðun. Á mynd 6 kemur fram að almennt verðlag hefur verið nokkuð stöðugt undanfarin misseri þrátt fyrir miklar launahækkanir og þar skipta áhrif gengisstyrkingar máli til lækkunar á kostnaði fyrirtækja. Á tímabilinu 2010-2013 var verð á erlendum gjaldmiðlum (vísitala meðalgengis) nokkuð stöðugt meðan almennt verðlag hækkaði nokkuð. Eftir 2013 fer krónan hægt og bítandi að styrkjast meðan almennt verðlag helst nokkuð stöðugt en verð í ferðaþjónustu tekur að hækka. Myndin rekur jafnframt verðþróun á mikilvægum vörum ferðaþjónustunnar á sama tímabili. Hægt að sjá að verð á gistingu hefur hækkað (61%) langt umfram almennt verðlag (17,4%) og aðra liði (veitingar 29%, flutningur á vegum 41%, flutningur í lofti 4%) samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs.
MYND 6 VERÐÞRÓUN SAMKVÆMT SAMRÆMDRI VÍSITÖLU NEYSLUVERÐS OG NOKKRUM UNDIRLIÐUM HENNAR Vísitala 2005 = 100
Undirvísitölur í samræmdri vísitölu neysluverðs
260
225
190
155
120
2010
2011
2012
Samræmd vísitala neysluverðs Flutningar á vegum Veitingar
2013
2014
2015
2016
Vísitala meðalgengis, verð erlendra mynta Gisting Flutningar í lofti
Heimild: Hagstofa Íslands Frá árinu 2013 verður snörp lækkun í fluglið vísitölunnar sem rekja má til olíulækkunar og aukinnar samkeppni í þeirri starfsemi hér á landi, en á undanförnum árum hefur fjöldi erlendra flugfélaga hafið flug til Íslands. Í núverandi vetraráætlun Keflavíkurflugvallar er gert ráð fyrir að fjórtán félög fljúgi til Íslands. Eðli málsins samkvæmt hefur verð á flugmiða mikið að segja þegar kemur að ákvörðunartöku á áfangastað.
MYND 7 VERÐSAMANBURÐUR MILLI LANDA Í REKSTRI HÓTEL- OG VEITINGAHÚSA
VÍSITALA 2015 = 100
130
121.25
112.5
103.75
95 JAN
FEB
MAR
APR
Ísland Noregur Sviþjóð Meðaltal í 28 Evrópulöndum
MAÍ
JÚN
JÚL
Finnland
Heimild: Hagstofa Evrópusambandsins (e. Eourostat)
WWW.SAF.IS
12
ÁGÚ
Bretland
SEP
OKT
Austurríki
NÓV
DES
EFNAHAGSMÁL Í verðsamanburði Eurostat milli landa kemur jafnframt í ljós að enn er mikil árstíðasveifla í verði í rekstri hótel- og veitingahúsa hér á landi borið saman við hin Norðurlöndin og það sem gengur og gerist í Evrópu. Á árinu 2016 hækkaði verðlag hér á landi á hótelum og veitingum um tæp 10% frá árinu 2015 en á sama tíma hækkar verðlag um 2% að meðaltali í 28 Evrópulöndum. Verðlag í Austurríki hækkar um 6% á þessu sama tímabili sem er líka hærra en gengur og gerist í Evrópu. Hækkandi raungengi á, að öðru óbreyttu, að slá á vilja erlendra ferðamanna til að koma til landsins þótt dæmin sýni annað. Það eru nefnilega aðrir þættir20 sem hafa togkraft á móti. Alþjóðavæðing hefur aukið hreyfanleika fólks um heiminn, flug og flugtengingar hafa aukist verulega á undanförnum misserum sem hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu hér á landi, öflug markaðssetning, tíska og fjölbreytileiki útflutningsmarkaða skiptir líka máli.
NEYSLA ERLENDRA FERÐAMANNA Á síðasta ári voru meðaltekjur á hvern erlendan ferðamann á bilinu 160-166 þúsund kr. Tekjur af neyslu ferðamanna frá Sviss (CHF) eru hæstar eða um 305 þúsund kr., næst koma
“
MYND 8 FJÖLBREYTILEIKI ÚTFLUTNINGSMARKAÐA SKIPTIR MÁLI Hlutfall gjaldmiðla í tekjum innanlands og fjölda erlendra ferðamanna
Ferðamenn frá Sviss eru með hæstu meðalneyslu.
30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% USD
EUR
AÐRIR
GPB
NOK
DKK
Hlutfall í fjöld erlendra ferðamanna
SEK
CHF
CAD
CNY
JPY
Hlutfall í heildartekjum
Heimild: Seðlabanki Íslands
Japanir (JPY) en meðalneysla þeirra er um 284 þúsund kr. en báðar þessar þjóðir eru innan við 2% af heildarfjölda ferðamanna á síðasta ári. Meðalneysla ferðamanna frá Hollandi (EUR) er um 218 þúsund kr. og frá Bandaríkjunum (USD) um 209 þúsund kr. en vægi þeirra er rúmlega 2% og 23% af heildarfjölda. Meðalneysla þýskra ferðamanna (EUR), franskra (EUR), kanadískra (CAD) og norskra (NOK) er um 200 þúsund kr. en vægi þeirra í heildarfjölda er 8%, 6%, 4,5% og 3%. Meðalneysla ferðamanna frá Ítalíu (EUR) og Spáni (EUR) er um 180 þúsund kr. og hlutföllin í fjölda eru 1,8% og 2,1%. Samkvæmt UNWTO hafa útgjöld kínverskra ferðamanna á ferðalagi utan Kína aukist mest undanfarin ár. Ferðamönnum frá Kína fjölgaði í fyrra um 40% en meðalneysla er um 29% enda veiktist kínverska renminbíið um 13% gagnvart ISK. Meðalneysla ferðamanna frá Kína var um 165 þúsund kr. í fyrra. Eins og mynd 9 sýnir styrktist krónan gagnvart helstu gjaldmiðum á síðasta ári. Brexit-áhrifin koma skýrt fram en þrátt fyrir það er ekki fækkun á ferðamönnum frá Bretlandi hér á landi. Veiking pundsins kemur hins vegar fram í lækkun á meðalneyslu og dvalarlengd. Þannig fjölgar ferðamönnum frá Bretlandi um 31% á síðasta ári, meðalútgjöld jukust um 11% og krónan styrktist um 19% gagnvart pundinu. Meðalútgjöld breskra ferðamanna voru um 130 þúsund kr. á síðasta ári. Samkvæmt Ferðamálastofu lækkar meðaldvalarlengd breskra ferðamanna úr 7,1 sumarið 2015 í 6,23 sumarið 2016. Það verður að hafa í huga að breskir ferðamenn sem dvelja hjá vinum og ættingjum (ógreiddri gistingu) eða í annarri tegund gistingar (s.s. húsbílum) dvelja lengur og draga upp meðaldvalarlengd.
13
20. Spurningakönnun Íslandsstofu, eitt af opnu svörunum; „Það er í tísku að ferðast til Norðurlandanna, aukið flugframboð, jákvæð ímynd Íslands í fjölmiðlum“
WWW.SAF.IS
EFNAHAGSMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
Í könnun Ferðamálastofu sem gerð var í jan-maí 2016 kemur fram að meðaldvalarlengd breskra ferðamanna var 4,58 nætur á þessu tímabili. Um 87% breskra ferðamanna gista á hótel- og gistiheimilum og 71% þeirra dvelur skemur en 4 nætur, 26% dvelja 5-7 nætur og tæplega 3% dvelja lengur en 7 daga.
“
Verkefni næstu ára snýst um að varðveita þann árangur sem hefur náðst.
MYND 9 BREYTINGAR Á VERÐI GJALDMIÐLA Í ISK 5%
0%
-5%
-10%
-15%
-20% USD
EUR
GBP
NOK
DKK
SEK
CHF
CAD
CNY
JPY
% breyting á nafngengi milli ára
Heimild: Seðlabanki Íslands, útreikningar SAF
ÁSKORANIR Eins og fram kemur hér að ofan hefur vægi ferðaþjónustu í þjóðarbúskapnum aukist verulega á undanförnum árum.
“
Ferðaþjónustan bætir lífskjör í landinu
SAF hafa bent á að það er ekki keppikefli í sjálfu sér að fjölga ferðamönnum til landsins, heldur þarf að leggja áherslu á gæði og hugsa til langs tíma. Það er jafnframt mikilvægt að landsmenn finni fyrir því að ferðaþjónusta sem atvinnugrein sé sannanlega að auka lífskjör í landinu. Ef horft er til mælinga á kaupmáttarleiðréttri landsframleiðslu á mann er staða Íslands í samanburði við önnur lönd eftirsóknarverð. Eftir hrun versnaði staðan til muna en ef horft er til tímabilsins 2010-2015 – áranna sem ferðaþjónustan vex hratt – hækka tekjur á þennan mælikvarða um tæp 19% borið saman við 16% hækkun að meðaltali innan landa Evrópusambandsins. Á sama tímabili hækkaði landsframleiðsla á mann í Danmörku um 11%, í Noregi um 12%, í Bretlandi um 14% og Svíþjóð 13%. Nú eru blikur á lofti og gott að hafa í huga að í litlu hagkerfi eins og því íslenska geta tiltölulega litlar breytingar haft mikil áhrif. Í spám Seðlabankans er gert ráð fyrir áframhaldandi styrkingu krónunnar fram til 2019, það eru mikilvæg skilaboð til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Sagan kennir að gengisstyrking krónunnar dregur úr samkeppnishæfni útflutningsgreina og nú þegar er styrking krónunnar farin að hafa áhrif á rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu. Verkefni næstu ára snýst því um að varðveita þann árangur sem náðst hefur. Eftir hrun sneri framsækin og fjölbreytt flóra af fyrirtækjum í ferðaþjónustu vörn í sókn og byggði upp nýja stoð í þjóðarbúskapnum. Nú þegar vinnumarkaðurinn er spenntur eykst krafan um aukna framleiðni. SAF benda á að aukin framleiðni ræðst ekki einvörðungu af því að fyrirtæki og vinnuafl „hlaupi hraðar“ – það þurfi að leggja meiri áherslu á heildarframleiðni, þar skiptir aðkoma hins opinbera máli. Hlutverk hins opinbera er að búa til skipulag, skapa umhverfi og jarðveg. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar er fjölþætt, náttúra, innviðir, tækninýjungar, flug, bíll, veitingar, skíði, menning, sprunga, holóttir vegir og heilbrigðisþjónusta svo e-ð sé talið upp. Horft til lengri tíma er það heildarframleiðni sem skiptir mestu máli, menntun og leikni einstaklinga og fjölbreyttur fjármagnsauður, betra skipulag í stjórnsýslu, á efnahagsstarfseminni, betri nýting á aðföngum, skilvirkni í flutningum og ný tækni. Allt þetta eru þættir sem auka getu þjóðar til að framleiða vörur og þjónustu með minni tilkostnaði; aukinni framleiðni.
WWW.SAF.IS
14
EFNAHAGSMÁL FERÐAMENN Í HEIMINUM Samkvæmt áætlunum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir árið 2017 er lítil breyting á efnahagsástandi á mikilvægum mörkuðum ferðaþjónustunnar. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur á evrusvæðinu í heild verði áfram sá sami og á síðasta ári eða um 1,6%, hann verði lítillega minni í Þýskalandi (fari úr 1,7% í 1,6%) en lítillega meiri í Bandaríkjunum (fari úr 1,9% í 2,3%). Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í Bretlandi lækki úr 2,1% í 1% í ár. Þrátt fyrir óvissutíma í alþjóðamálum fjölgaði erlendum ferðamönnum um 3,9% í heiminum í fyrra, sjöunda árið í röð. Það þarf að fara aftur til ársins 1960 til að sjá viðlíka fjölgunartímabil. Í könnun Alþjóðaferðamálastofnunarinnar meðal sérfræðinga (e. panel of experts) töldu 63% þeirra að ástandið á árinu 2017 yrði „betra“ eða „miklu betra“ en á síðasta ári. Stofnunin gerir ráð fyrir að fjölgun erlendra ferðamanna verði 5-6% í Afríku og meðal Asíuþjóða, hún verði 4 -5% í Ameríku og 2-3% í Evrópu. Fjölgun erlendra ferðamanna hér á landi er í allt öðrum takti en gengur og gerist úti í hinum stóra heimi. Samkvæmt áætlunum ISAVIA ohf. er gert ráð fyrir að fjölgun erlendra ferðamanna til landsins verði um 25% í ár sem er viðlíka og árlegur meðalvöxtur undanfarin 6 ár. Í janúar 2017 gerði ISAVIA ohf. ráð fyrir 87% fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands borið saman við janúar 2016 – niðurstaðan var að þeim fjölgaði um 75% (tölur Ferðamálastofu).
“
Fjölgun ferðamanna hér á landi umtalsvert meiri en í öðrum löndum.
Sameinuðu þjóðirnar tileinka árinu í ár sjálfbærri ferðaþjónustu í efnahags-, félags- og umhverfislegu tilliti (The International Year of Sustainable Tourism for Development). Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur alla burði til að vera sjálfbær, hagkvæm, standast alþjóðlega samkeppni, skila arði til hagaðila, mæta þörfum ferðamanna og heimamanna, styðja og styrkja skapandi greinar og menningararfinn, auka fjölbreytni í atvinnulífi landsmanna og bæta lífskjör til framtíðar og á sama tíma stuðla að verndun náttúrunnar. Þar hafa margir verk að vinna.
15
WWW.SAF.IS
GÆÐAMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
ÍSLAND ALLT ÁRIÐ Íslandsstofa er öflugur samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda og miðar að því að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með því að efla markaðssókn Íslendinga erlendis. Íslandsstofa er vettvangur markaðs- og kynningarmála landsmanna á erlendri grund. Markmið Íslandsstofu er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins.
FAGRÁÐ ÍSLANDSSTOFU Frá herferðinni Ísland – allt árið.
Innan Íslandsstofu eru starfandi fagráð fyrir ýmsar atvinnugreinar, t.d. fagráð um áherslur í markaðsog kynningarmálum erlendis á sviði ferðaþjónustu. Fagráðinu er ætlað að vera faglegt bakland ráðgefandi til stjórnar Íslandsstofu um málefni ferðaþjónustunnar og langtímastefnumótun. Í fagráðinu eru 11 manns og þar af sex félagsmenn SAF.
ÍSLAND ALLT ÁRIÐ
Frá herferðinni Ísland – allt árið.
Verkefnið Ísland allt árið er markaðsverkefni sem hófst haustið 2011 og er stærsta verkefni sem íslensk ferðaþjónusta og stjórnvöld hafa sameinast um. Verkefnið snýst um að stórauka vetrarferðaþjónustu um land allt. Það er samþætt markaðsverkefni og er unnið undir vörumerkinu Inspired by Iceland á erlendum mörkuðum. Samstarfsaðilar að verkefninu voru upphaflega atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök ferðaþjónustunnar, Icelandair, Isavia, Reykjavíkurborg, Landsbankinn og Samtök verslunar og þjónustu. Markaðsverkefnisátakið er rekið af Íslandsstofu og er umsjón með verkefninu á hendi sérstakrar stjórnar þar sem aðilar að samningnum eiga sæti. SAF eiga þar fulltrúa fyrir hönd félagsmanna sinna. Tilgangur verkefnisins er að jafna árstíðasveiflunaog auka þar með nýtingu fjárfestinga og fá þannig meiri arðsemi inn í ferðaþjónustuna. Aukin arðsemi fyrirtækjanna er forsenda þess að fyrirtækin geti stundað vöruþróun, fræðslu- og gæðastarf og öfluga markaðssetningu auk þess sem hún leiðir til fleiri heilsársstarfa og betra jafnvægis. Unnið hefur verið samfellt markaðsstarf í samræmi við tilgang og markmið verkefnisins frá upphafi og eru þátttakendur upplýstir með bæði fundum og áfangaskýrslum. Vefurinn www.inspiredbyiceland. com og samfélagsmiðlar eru í raun hjarta verkefnisins og sýna markaðsáherslurnar hverju sinni.
Lógó verkefnisins – Inspired by Iceland.
Upphaflegt markmið verkefnisins var m.a. að fjölga ferðamönnum utan háannar um 100 þúsund frá september 2011 til september 2014 eða um 12% á ári, og styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar ferðamanna allt árið um kring. Á fyrsta vetri verkefnisins (september til apríl) fjölgaði ferðamönnum um rúmlega 40.þúsund og strax á öðrum vetri (september til febrúar) hafði markmiðinu verið náð. Markmiðið náðist því á tæpum tveimur árum í stað þriggja.
ÍSLAND – ALLT ÁRIÐ 2017 – 2019 Í janúar kynnti Íslandsstofa næsta fasa í verkefninu Ísland allt árið sem mun taka til áranna 2017, 2018 og 2019. Stjórnvöld munu leggja til allt að 135 milljónir í ár, allt að 200 milljónir á ári næstu tvö ár gegn jafn háu mótframlagi frá samstarfsaðilunum. Helstu markmið með Ísland – allt árið eru áfram að jafna árstíðasveiflu í ferðaþjónustu og styrkja viðhorf og vitund gagnvart Íslandi sem heilsársáfangastaðar en fjölgun erlendra ferðamanna yfir vetrarmánuðina er sérstaklega mikilvæg til að nýta betur þær miklu fjárfestingar sem ráðist hefur verið í um allt land. Þá er sérstök áhersla lögð á að auka meðalneyslu ferðamanna ásamt því að kynna Ísland sem vettvang fyrir ráðstefnur og hvataferðir. Markaðssetningin fer fram undir formerkjum Inspired by Iceland.
WWW.SAF.IS
16
GÆÐAMÁL NÝSKÖPUNARVERÐLAUN SAF Nýsköpunarverðlaun SAF voru afhent í þrettánda sinn þann 11. nóvember 2016, á afmælisdegi samtakanna. Verðlaunin afhenti að þessu sinni forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Nýsköpunarverðlaunum SAF er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta árið bárust 13 tilnefningar og voru þær af ólíkum toga. Óbyggðasetur Íslands er handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2016. „Í umsögn dómnefndar um Óbyggðasetur Íslands segir að sterk upplifun gegni lykilhlutverki í ferðaþjónustu samtímans og æ ríkari áhersla sé lögð á vöruþróun og nýsköpun sem miðar að því að skapa umhverfi sem stuðlar að innihaldsríkri upplifun ferðamannsins – eitthvað sem gerir ferðalagið merkingarbært og eftirminnilegt. Lykilatriðið sé að skapa hughrif, skapa stemningu og andrúmsloft sem fangar gestinn. Slíkt sé ekki hrist fram úr erminni heldur byggi upplifunarhönnun á vel ígrundaðri vinnu sem endurspeglist á öllum stigum þjónustunnar.“
Frá afhendingu nýsköpunarverðlauna SAF 2016.
Dómnefndin var skipuð Maríu Guðmundsdóttur, fræðslustjóra SAF sem var jafnframt formaður dómnefndar, Einari Bárðarsyni, rekstrarstjóra Reykjavík Excursions og fulltrúa fyrirtækja innan SAF, og Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur, forstöðumanni Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.
FERÐAMÁLARÁÐ Í lögum um skipan ferðamála er kveðið á um 10 manna ferðamálaráð sem hefur það verkefni að gera tillögur til ferðamálaráðherra um markaðs- og kynningarmál. Jafnframt skal ráðið vera ráðherra til ráðgjafar um áætlanir í ferðamálum o.fl. Samtök ferðaþjónustunnar eiga þrjá fulltrúa í ferðamálaráði sem eru Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Halldór Benjamín Þorbergsson og Þórir Garðarsson. Nú er unnið að endurskoðun laga um skipan ferðamála og má gera ráð fyrir að hlutverk ferðamálaráðs breytist nokkuð.
Arctic Adventures og dótturfyrirtæki taka við gæðavottun Vakans.
GÆÐA OG UMHVERFISKERFIÐ VAKINN Stöðugt fjölgar umsóknum í Vakann og nú eru hátt í hundrað ferðaþjónustufyrirtæki í umsóknarferli. Á áttunda tug fyrirtækja hafa lokið umsóknarferlinu og eru fullgildir þátttakendur. Nú er unnið að endurskoðun meginþorra viðmiða Vakans en reiknað er með að þeirri vinnu verði lokið á árinu 2017. Ráðgert er að bera endurskoðuð viðmið undir fagnefndir SAF. Vakinn er samstarfsverkefni Ferðamálastofu, SAF, Ferðamálasamtaka Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem miðar að því að efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.
Radisson Blu Hótel Saga flokkast nú sem fjögurra stjörnu hótel samkvæmt viðurkenndum gæðaviðmiðum Vakans. Einnig fékk hótelið gullmerki í umhverfishluta Vakans.
ÚRSKURÐARNEFND SAF OG NEYTENDASAMTAKANNA Starfandi er úrskurðarnefnd SAF og Neytendasamtakanna sem tekur fyrir mál ferðaþjónustunnar. Neytendalöggjöf er sífellt að verða strangari og nauðsynlegt að fyrirtækin taki tillit til þess í starfsemi sinni. Ísland á aðild að fjölþjóðlegum samningum um neytendavernd og geta einstaklingar, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni, leitað til úrskurðarnefnda í heimalandi sínu sem sendir málið áfram til úrskurðarnefndar hér á landi. Fulltrúi SAF í úrskurðarnefndinni er Lárus M. K. Ólafsson lögfræðingur.
17
WWW.SAF.IS
SAMSKIPTI VIÐ STJÓRNVÖLD
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
STJÓRNSTÖÐ FERÐAMÁLA Jafnhliða útgáfu á Vegvísi í ferðaþjónustu og á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar var Stjórnstöð ferðamála sett á laggirnar árið 2015 og mun starfa til ársloka 2020. Stjórnstöðin hefur á árinu 2016 nýtt tímann vel til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg eru til að leggja traustan grunn fyrir ferðaþjónustuna. Hlutverk Stjórnstöðvar ferðamála er að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar vítt og breitt um landið, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila til að ná þeim markmiðum sem tíunduð eru í umræddum Vegvísi. Stjórnstöð ferðamála hefur á árinu 2016 nýtt tímann vel til að ráðast í þau verkefni sem nauðsynleg eru til að leggja traustan grunn fyrir ferðaþjónustuna.
Bílaleigur hafa lengi bent á að bílaleigubílar eru atvinnutæki og ættu að bera vörugjöld í samræmi við það sem önnur atvinnutæki og atvinnubifreiðar búa við.
Stjórn Stjórnstöðvar ferðamála árið 2017 skipa: Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, formaður Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra Jón Gunnarsson, samgönguráðherra Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Þórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs Óskar Jósefsson var í ágúst 2016 ráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála og tók hann við af Herði Þórhallssyni.
Á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála verður á næstu árum fyrst og fremst lögð áhersla á verkefni sem stuðla að: Samhæfðri stýringu ferðamála Jákvæðri upplifun ferðamanna Áreiðanlegum gögnum Náttúruvernd Hæfni og gæðum Aukinni arðsemi Dreifingu ferðamanna
STAÐA VERKEFNA HJÁ STJÓRNSTÖÐ FERÐAMÁLA Flest verkefnanna eru komin vel af stað og hefur Stjórnstöð ferðamála tekið saman heildaryfirlit yfir stöðu þeirra. Um „lifandi“ skjal er að ræða og getur það tekið breytingum, en hægt er að nálgast yfirlitið HÉR. Þá er einnig hægt að fylgjast með gangi mála hjá Stjórnstöð ferðamála á vefnum www.stjornstodin.is.
EFTIRLIT MEÐ ERLENDUM AÐILUM Við breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem tóku gildi 1. janúar 2016 var ferðaþjónustufyrirtækjum sem áður höfðu verið utan VSK-kerfis gert skylt að skrá sig á VSK-skrá. Þessi breyting hafði í för með sér að erlendum aðilum með starfsemi hér á landi er einnig skylt að skila VSK hér á landi. Eftirlit með erlendum aðilum hefur verið takmarkað og byggist það á takmörkuðum lagaheimildum til að sinna eftirliti á þessum vettvangi. Ljóst er að lagabreytinga er þörf til að gera ramma um eftirlit skýrari og gera eftirlitið sjálft skilvirkara. Í velferðarráðuneyti er unnið að breytingum á lögum um skyldur erlendra fyrirtækja með starfsmenn hér á landi og samræður munu eiga sér stað við RSK, Vinnumálastofnun og stjórnvöld um skilvirkara eftirlit með erlendum aðilum. Það er ólíðandi að erlendir aðilar geti starfað hér á landi án þess að uppfylla sömu kröfur og innlendir aðilar í sömu starfsgrein og mikilvægt að bregðast við þegar í stað með hagsmuni íslensks vinnumarkaðar að leiðarljósi. Verði ekkert aðhafst má búast við að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki muni flytja lögheimili sitt út fyrir landsteinana.
WWW.SAF.IS
18
SAMSKIPTI VIÐ STJÓRNVÖLD VÖRUGJÖLD ATVINNUTÆKJA – BÍLALEIGUBÍLAR Bílaleigur hafa lengi bent á að bílaleigubílar eru atvinnutæki og ættu að bera vörugjöld í samræmi við það sem önnur atvinnutæki og atvinnubifreiðar búa við. Hins vegar er gert ráð fyrir að vörugjöld bílaleigubíla hækki 1. janúar 2018. Í nefndaráliti Alþingis frá desember 2016 kemur fram að tveggja ára frestur gefi mönnum færi á að ljúka heildarendurskoðun á skattlagningu á ökutæki og eldsneyti. Þá er þess vænst að skattbyrði bílaleiga verði skoðuð á heildrænan hátt við heildarendurskoðun skattlagningar á ökutæki og eldsneyti. Vinnan sem um ræðir fór af stað vorið 2016 en hefur ekki verið lokið og samráð við atvinnugreinina hefur verið afar takmarkað. SAF og bílaleigur hafa lagt ríka áherslu á að gildistöku afnáms á niðurfellingu vörugjalda verði frestað þar til niðurstaða fæst í framtíðarfyrirkomulag skattlagningar á ökutæki og skattbyrði bílaleiga.
LÖG UM VEITINGASTAÐI, GISTISTAÐI OG SKEMMTANAHALD Undanfarin misseri hefur verið unnið að endurskoðun laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Frumvarp var lagt fram á vorþingi 2016 og samþykkt með gildistöku 1. janúar 2017. Ný lög skapa ákveðinn ramma utan um heimagistingu þar sem einstaklingum er gert heimilt að skrá, sem heimagistingu, lögheimili og eina aðra eign sem er til persónulegra nota. 90 daga hámark er á skráningunni og einnig hámark tekna sem miðast við 2 milljónir eða sömu fjárhæð og miðað er við þegar kemur að skráningu á VSK-skrá.SAF áttu fulltrúa í vinnu við endurskoðun laganna og var hámark daga talsvert gagnrýnt þar sem 60 dagar voru taldir nægja fyrir þessa tegund starfsemi. Allt að 1 milljónar króna sekt liggur við að ganga gegn lögunum en reglugerð sem byggir á þeim kom út í byrjun árs og er Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þar gert að sinna skráningu og eftirliti með heimagistingu. Unnið er að því að tryggja skilvirkni eftirlitsins. Aðrar breytingar á lögunum snúa að lítils háttar einföldun og að leyfi verða gerð ótímabundin.
LÖG UM FÓLKSFLUTNINGA – FERÐAÞJÓNUSTULEYFI OG EÐALVAGNAR Undanfarið hefur myndast gríðarlega mikill þrýstingur á að ferðaþjónustuleyfi, sem drög að frumvarpi um farþegaflutninga hefur gert ráð fyrir, komist í gagnið enda hefur eftirspurn eftir þjónustu fólksbifreiða í ferðaþjónustu margfaldast og takmarkað aðgengi er að slíkum bifreiðum hér á landi. Einnig hefur eftirspurn eftir þjónustu eðalvagna aukist en útlit og umhverfi slíkra bifreiða hefur tekið stakkaskiptum á alþjóðavettvangi. Samtökin hafa í langan tíma átt í samræðum við innanríkisráðuneyti og Samgöngustofu um þessi málefni. Nú er frumvarp um farþegaflutninga m.t.t. EES-gerða til meðferðar á Alþingi og hafa SAF bent á mikilvægi þess að inn í frumvarpið komi heimildir til þess að nota allt að níu farþega bifreiðar í ferðaþjónustu. Afar mikilvægt er að frumvarpið taki ofangreindum breytingum til að tryggja hagsmuni og öryggi ferðamanna.
Undanfarin misseri hefur verið unnið að endurskoðun laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Frumvarp var lagt fram á vorþingi 2016 og samþykkt með gildistöku 1. janúar 2017.
Skýrsla um framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi árið 2030 sem KPMG vann fyrir Stjórnstöð ferðamála.
Samgönguáætlun 2015−2026 er enn í bígerð hjá stjórnvöldum en fjögurra ára samgönguáætlun 2015−2018 var samþykkt á Alþingi sl. haust.
SAMGÖNGUÁÆTLUN Samgönguáætlun 2015−2026 er enn í bígerð hjá stjórnvöldum en fjögurra ára samgönguáætlun 2015−2018 var samþykkt á Alþingi sl. haust. Hagsmunir ferðaþjónustunnar á þeim vettvangi snúa að öflugum innviðum og uppbyggingu þeirra enda eru samgöngumannvirki lífæð atvinnulífs og byggðaþróunar á landinu öllu. Samtökin hafa átt samstarf við samgönguráð stjórnvalda um hugmyndir að fyrirkomulagi samgönguáætlunar 2015−2026 og lagt til að viðhald núverandi samgöngukerfis, sem bæði telur flugvelli og vegi, sé það sem mestu máli skiptir. Í öðru lagi var rætt um að hálendisvegir væru skipulagðir í þágu ferðaþjónustu, þ.e. eftir landslagi og lítillega uppbyggðir. Fram hefur komið í umræðum SAF og stjórnvalda að viðhaldsþörf á vegakerfinu er um 20 milljarðar á ári en fjármagn sem varið er í málaflokkinn er aðeins brot af þeirri upphæð og mikilvægt að bæta þar úr. Hvað varðar innanlandsflug þá hafa samtökin bent á að vinna þarf að framtíðarfyrirkomulagi sem tryggir rekstur flugvalla og flugleiða.
ÖRYGGISMÁL Í FERÐAÞJÓNUSTU Öryggismál og forvarnir eru ein af undirstöðum faglegrar ferðaþjónustu. Umræðan um öryggismál magnast þegar alvarleg atvik koma upp og fjöldi þeirra eykst. Vert er að minnast á að þótt slysum hafi fjölgað fer þeim fækkandi sem hlutfalli af fjölda ferðamanna. Mikilvægt er þó að hafa núllsýn
19
WWW.SAF.IS
SAMSKIPTI VIÐ STJÓRNVÖLD
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
í huga og efla aðgerðir sem draga úr slysum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa á undanförnum árum átt frumkvæði að samræðum við stjórnvöld, viðbragðsaðila og tryggingafélög um forvarnaraðgerðir og eru stýrisspjöld bílaleigubíla, merkingar á ensku o.fl. afrakstur af því starfi. Á síðasta ári skipaði innanríkisráðherra stýrihóp um öryggismál og á fulltrúi SAF sæti í þeim hóp. Stýrihópurinn er að vinna að tillögum til ráðherra að úrbótum í öryggismálum og er gert ráð fyrir að skila tillögunum síðar í vor. Á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála hefur verið unnið að aðgerðaáætlun aðkallandi aðgerða á sviði öryggismála og mun niðurstaða liggja fyrir von bráðar.
Frá undirskrift samkomulagsins um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík.
Þeir skemmtistaðir sem taka þátt í samkomulaginu verða með sérstakar merkingar og dyraverðir verða með upphandleggsarmband.
ÖRYGGI SKEMMTISTAÐA Reykjavíkurborg, Samtök ferðaþjónustunnar fyrir hönd skemmtistaða í Reykjavík, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) skrifuðu á dögunum undir samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík. Samkomulagið miðar að því að bæta samskipti og samstarf milli þessara aðila. Þeir skemmtistaðir sem taka þátt í samkomulaginu verða með sérstakar merkingar þar sem fram kemur að þeir standi vörð um öryggi gesta og dyraverðir verða með upphandleggsarmband með sömu skilaboðum. Forsendur samkomulagsins eru að forsvarsmenn, rekstraraðilar og starfsfólk skemmtistaða, lögreglan, slökkviliðið og Reykjavíkurborg líti á sig sem samstarfsaðila með sameiginlega hagsmuni að leiðarljósi. Markmiðið er ofbeldislausir og öruggir skemmtistaðir í Reykjavík. Aðilar að samkomulaginu ætla að funda ársfjórðungslega í þeim tilgangi að meta árangur samstarfsins.
LÖG UM SKIPAN FERÐAMÁLA Frumvarp um breytingu á lögum um skipan ferðamála lá fyrir Alþingi árið 2012 en var ekki samþykkt. Nú liggur fyrir að lögin verða endurskoðuð með það að markmiði að færa lagaumhverfið nær því umhverfi sem ferðaþjónusta býr við í dag. Fyrir liggur að gera þarf sterkari kröfur til öryggismála ferðaþjónustufyrirtækja í breyttum lögum ásamt því að gera breytingar á skilgreiningum laganna í samræmi við endurskoðaða alferðatilskipun ESB sem tekur gildi 1. júlí árið 2018. Þá munu endurskoðuð lög einnig taka til stjórnsýslulegs hlutverks Ferðamálastofu og ferðamálaráðs. SAF munu vinna að endurskoðun laganna í nánu samstarfi við stjórnvöld. Gert er ráð fyrir að frumvarp um breytingar á lögum um skipan ferðamála verði lagt fram á vorþingi 2017.
ALFERÐATILSKIPUN ESB Stofnuð hefur verið nefnd um stofnun miðhálendisþjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu.
Alferðatilskipun ESB (Package Travel Directive) fjallar um ábyrgð ferðaþjónustuaðila gagnvart viðskiptavinum sem kaupa svokallaðar alferðir en þar er um að ræða pakkaferðir sem taka meira en 24 klst. og fela í sér annars vegar gistingu og hins vegar annaðhvort flutning eða afþreyingu. Endurskoðuð tilskipun mun taka gildi í löndum ESB sumarið 2018 og eru stjórnvöld hér á landi að vinna að innleiðingu tilskipunarinnar en EFTA-löndin munu líklega taka tilskipunina upp samtímis og ESB. Ný tilskipun miðar fyrst og fremst að því að bæta við ramma utan um tengda ferðatilhögun (Linked Travel Arrangement) og alferðir sem bókaðar eru í gegnum netið.
NEFND UM STOFNUN MIÐHÁLENDISÞJÓÐGARÐS Á síðasta ári skipaði umhverfis- og auðlindaráðherra nefnd sem falið var að kanna forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs innan svokallaðrar miðhálendislínu. Hlutverk nefndarinnar er að draga saman helstu sjónarmið og fyrirliggjandi þekkingu varðandi nýtingu og vernd miðhálendisins, með langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Anna G. Sverrisdóttir situr í nefndinni sem fulltrúi SAF.
WWW.SAF.IS
20
SAMSKIPTI VIÐ STJÓRNVÖLD FERÐAÞJÓNUSTAN OG FRAMBJÓÐENDUR
– fundir í öllum kjördæmum í aðdraganda kosninga Í aðdraganda kosninga stóðu Samtök ferðaþjónustunnar fyrir opnum fundum í öllum kjördæmum landsins með fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Fundunum var ætlað að vera vettvangur upplýsingaog skoðanaskipta um málefni ferðaþjónustunnar og tóku flokkarnir því afar vel að eiga þetta samtal. Fundirnir voru vel sóttir og einnig var hægt að fylgjast með þeim í beinni útsendingu á vefsíðu SAF. Sjónvarpsstöðin N4 sendi út upptökur frá fundunum að þeim loknum. Gera má ráð fyrir að mörg þúsund manns hafi því fylgst með fundunum á einn eða annan hátt.
Frá fundi með frambjóðendum í Reykjavíkurkjördæmi í Hörpu.
SKILABOÐ SAF TIL STJÓRNMÁLANNA Yfirskrift kjördæmisfundanna var „Ætla stjórnmálin að sitja hjá?“. Með því voru SAF að lýsa yfir áhyggjum af því að frambjóðendur flokkanna áttuðu sig ekki nægilega vel á þeim brýnu úrlausnarefnum sem blasa við næstu misseri til að ferðaþjónustan geti dafnað í sátt við land og þjóð. Á fundunum bentu talsmenn SAF á að nú þegar væri atvinnugreinin að skila gríðarlega miklum tekjum í ríkissjóð og til þjóðarbúsins. Ef ekki ætti að reyna um of á þolmörk náttúrunnar og almennings, þá yrði að verja hluta þessara tekna í uppbyggingu innviða. Þannig yrði sjálfbær vöxtur ferðaþjónustunnar best tryggður. Yfirlit brýnna aðgerða lægju fyrir í Vegvísi í ferðaþjónustu og það væri í höndum stjórnvalda að taka réttar ákvarðanir. Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar.
JÁKVÆÐ VIÐBRÖGÐ Fulltrúar flokkanna á fundum SAF voru ýmist oddvitar þeirra eða frambjóðendur í efstu sætum. Allir sem einn lýstu yfir þakklæti fyrir tækifærið til að fræðast um stöðu ferðaþjónustunnar og framtíðarhorfur. Gegnumgangandi tóku þeir undir mikilvægi þess að leggja fjármuni til uppbyggingar og þeirra aðgerða sem lýst er í Vegvísi í ferðaþjónustu. Þá kom fram ríkur vilji til þess að vinna að þessum málum í samráði við ferðaþjónustuna.
ÁHUGI Á RÁÐUNEYTI FERÐAMÁLA Á fundunum var mikið rætt um stöðu ferðaþjónustunnar innan stjórnkerfisins. Aðeins eitt og hálft stöðugildi er helgað henni í atvinnuvegaráðuneytinu í dag og lög um skipan ferðamála eru að miklu leyti úrelt. Fram kom skýr vilji af hálfu fulltrúa flestra flokkanna að setja ráðuneyti ferðamála á laggirnar, ekki síst í ljósi þess að atvinnugreinin er orðin sú umsvifamesta á landinu. Ýmist var nefnt að ráðuneyti ferðamála verði samofið samgöngumálum í innanríkisráðuneytinu eða starfi innan atvinnuvegaráðuneytisins.
Katrín Jakobsdóttir, oddviti Vinstri grænna.
ANDSTAÐA VIÐ HÆRRA VSK ÞREP Tillaga Samfylkingarinnar um að færa alla ferðaþjónustu í efra þrep virðisaukaskattskerfisins var einnig rædd í þaula. Enginn hinna flokkanna tók undir þessi áform Samfylkingarinnar, enda myndi hækkun í efra þrep virðisaukaskattskerfisins hafa alvarleg áhrif, m.a. á samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar. Bent var á að flestöll lönd í Evrópu innheimta virðisaukaskatt af ferðaþjónustu í neðra þrepi. Einnig var bent á að ferðaþjónustan er eina útflutningsatvinnugreinin hér á landi sem skilar virðisaukaskatti til samfélagsins.
FERÐAÞJÓNUSTAN SKAPAR GRÍÐARLEGAR TEKJUR Á fundunum kom í fyrsta sinn fram greining á því hversu miklum tekjum ferðaþjónustan er að skapa fyrir Ríkissjóð. Samkvæmt greiningu SAF má áætla að ferðaþjónustan skili rúmlega 70 milljörðum króna í ríkiskassann í formi skattatekna og gjalda á þessu ári. Þrátt fyrir það töluðu margir fulltrúar flokkanna fyrir sérstakri gjaldtöku af ferðamönnum sem yrði eyrnamerkt sem sérframlag þeirra til uppbyggingar og reksturs innviða ferðaþjónustunnar. Þá kom fram að huga þurfi að tekjuskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga.
21
WWW.SAF.IS
SAMSKIPTI VIÐ STJÓRNVÖLD
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
7% AF TEKJUNUM ÞARF TIL Í ávarpi Gríms Sæmundsen, formanns SAF, á kjördæmisfundunum kom fram, að miðað við spár um fjölgun ferðamanna á næsta kjörtímabili, megi gera ráð fyrir að ríkissjóður fái um 445 milljarða króna í tekjur af erlendum ferðamönnum á þessum fjórum árum. Grímur sagði að miðað við tillögur Vegvísis í ferðaþjónustu þyrfti að verja um 7% af þessari upphæð til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu á vegum hins opinbera í þágu ferðaþjónustunnar.
SAMGÖNGUBÆTUR Í ALGJÖRUM FORGANGI Grímur Sæmundsen, formður SAF.
Það var einróma álit fulltrúa flokkanna að hagsmunir íbúa þessa lands og ferðaþjónustunnar færu fullkomlega saman þegar kæmi að úrbótum í samgöngum, ekki síst vegakerfinu. Miðað við umræðuna á kjördæmisfundunum er ljóst að á næstu fjárlögum verður verulega gefið í til þess bæði að sinna lágmarks viðhaldi og einnig til uppbyggingar.
MENNTUN ER LYKILL AÐ AUKNUM GÆÐUM Á kjördæmisfundunum gerðu talsmenn SAF menntun og hæfni starfsfólks í greininni að umræðuefni og óskuðu eftir afstöðu fulltrúa flokkanna til að efla þennan þátt. Fyrir liggur hvað þarf að gera, en nýlega var unnin skýrsla á vegum Stjórnstöðvar ferðamála um úrbætur í fræðslu- og menntamálum. Ljóst er að stórefla þarf starfsnám í ferðaþjónustu, raunfærnimat og hæfnigreiningar. Á fundunum kom fram ríkur vilji hjá fulltrúum flokkanna að leggja verulega áherslu á þennan málaflokk. Frá fundi í Hofi á Akureyri.
BEIN LÍNA TIL ALLRA FRAMBJÓÐENDA Til viðbótar við kjördæmisfundina nálguðust SAF alla frambjóðendur á helstu framboðslistum með persónulegu bréfi frá Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra SAF. Bréfið var sent til frambjóðenda jafnóðum og listar flokkanna komu fram. Í bréfinu var að finna hvatningu SAF til frambjóðenda um að kynna sér málefni ferðaþjónustunnar og með því fylgdi minnisblað með nýjustu upplýsingum um allt það sem að greininni snýr.
UPPBYGGILEGT SAMTAL Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Jón Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Að mati SAF hefur þetta samtal við stjórnmálafólkið í aðdraganda þingkosninga verið afskaplega gefandi fyrir báða aðila. Af undirtektum frambjóðenda að ráða er ljóst að margir þeirra höfðu ekki umfangsmikla innsýn í stöðu greinarinnar og þarfir hennar fyrir uppbyggingu á vegum hins opinbera. Frambjóðendur lýstu allir sem einn yfir þakklæti yfir að vera boðaðir til fundanna og töldu upplýsingarnar sem þar komu fram mikilvægt innlegg í frekari umræðu og ákvarðanatöku. Fyrir SAF skipti ekki minna máli að heyra að mikill meirihluti flokkanna ætlar að standa við bakið á atvinnugreininni með ráðum og dáð.
WWW.SAF.IS
22
UMHVERFIS- OG AUÐLINDAMÁL UMHVERFISNEFND Innan SAF er starfandi umhverfisnefnd sem skipuð er af stjórn. Nefndin hefur á starfsárinu m.a. unnið að endurskoðun á umhverfisstefnu samtakanna. Nefndin hefur einnig unnið að stefnu SAF varðandi umhverfismál áætlun um vernd og orkunýtingu, náttúruvernd og annað er snertir umgengni við náttúruna í tengslum við ferðaþjónustu auk þess að koma að umsögnum sem samtökin hafa sent frá sér.
LANDSSKIPULAGSSTEFNA Þingsályktun um landsskipulagsstefnu var samþykkt af Alþingi vorið 2016. Í fyrsta sinn er komin heildstæð stefna ríkisins á landsvísu um skipulagsmál. Mun stefnan hafa áhrif á þróun ferðamennsku um landið og hefur áhrif á þann ramma sem greinin mun vinna innan varðandi landnotkun. Landsskipulagsstefnan fjallar um fjögur viðfangsefni, þ.e. skipulag á miðhálendi Íslands, skipulag í dreifbýli, búsetumynstur og dreifingu byggðar og skipulag á haf- og strandsvæðum. Í landsskipulagsstefnu er lagt til grundvallar að skipulag byggðar og landnotkunar stuðli að sjálfbærri þróun, skipulagið sé sveigjanlegt og stuðli að seiglu gagnvart samfélags- og umhverfisbreytingum, það stuðli að lífsgæðum fólks og styðji samkeppnishæfni landsins alls og einstakra landshluta.
Þingsályktun um landsskipulagsstefnu var samþykkt af Alþingi vorið 2016.
LÖG UM LANDSÁÆTLUN UM UPPBYGGINGU INNVIÐA TIL VERNDAR NÁTTÚRU OG MENNINGARSÖGULEGUM MINJUM Lög um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum voru samþykkt í mars 2016. Áætlunin tekur til verndaraðgerða, öryggismála, uppbyggingar, eftirlits, undirbúnings, viðhalds og reksturs ferðamannastaða, ferðamannaleiða og ferðamannasvæða. Lögin sem voru lengi í undirbúningi hafa það að markmiði að móta og samræma stefnu um uppbyggingu, rekstur og viðhald innviða í þágu náttúruverndar og til verndar menningarsögulegum minjum vegna álags af völdum ferðamennsku og útivistar. Í framhaldi af setningu laganna er verið að vinna 12 ára langtímaáætlun og síðan þriggja ára framkvæmdaáætlun.
Lög um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum voru samþykkt á Alþingi í mars 2016.
OPINBERAR ÁÆTLANIR Samtökin hafa tekið þátt í umræðunni um þær opinberu áætlanir sem snúa að starfsumhverfi ferðaþjónustunnar og umhverfismálum. Þau hafa komið sjónarmiðum samtakanna á framfæri eftir því sem kostur hefur verið. Niðurstaða þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar - rammaáætlunar hefur nú verið kynnt og lögð fram þingsályktunartillaga þar um. Samtökin hafa einkum gert athugasemdir við að Skrokkalda, Austurengjar og Þverárdalur verði flokkuð í nýtingarflokk samkvæmt þeim tillögum sem kynntar hafa verið.
Ný tillaga að kerfisáætlun Landsnets var lögð fram, tekið hefur verið tillit til veigamikilla atriði í athugasemdum sem SAF höfðu gert við fyrri tillögur að kerfisáætlun.
Ný tillaga að kerfisáætlun Landsnets var lögð fram, tekið hefur verið tillit til veigamikilla atriði í athugasemdum sem SAF hafði gert við fyrri tillögur að kerfisáætlun. Nú eru til skoðunar aðrir möguleikar en loftlína yfir Sprengisand, fleiri möguleikar með lagningu jarðstrengja og eining leiðir þar sem að mestu er sneitt hjá miðhálendinu.
MIÐHÁLENDISÞJÓÐGARÐUR Í árslok 2015 undirrituðu SAF ásamt mörgum útivistar- og náttúruverndarsamtökum viljayfirlýsingu þess efnis að skoðað verði að stofna þjóðgarð sem næði yfir miðhálendi Íslands. Unnið hefur verið áfram að þessu máli. Umhverfisráðherra skipaði um mitt árið 2016 starfshóp sem falið hefur verið það hlutverk að greina og kortleggja svæðið innan miðhálendislínu á heildstæðan hátt. Markmiðið með starfinu var að kanna forsendur fyrir því hvort rétt þætti að stofna þjóðgarð innan miðhálendisins, með stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs eða með annars konar fyrirkomulagi. SAF eiga fulltrúa í þessum starfshóp ásamt fleiri hagsmunasamtökum og fulltrúum ráðuneyta sem að málinu koma. Áfangaskýrsla var lögð fram í ársbyrjun 2017 og reiknað er með að hópurinn skili af sér síðar á árinu 2017.
23
WWW.SAF.IS
UMHVERFIS- OG AUÐLINDAMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
ÞJÓÐLENDUMÁL Starfsemi margra ferðþjónustufyrirtækja fer frem á þjóðlendum og hafa samtökin skoðað þau mál ítarlega og mótað stefnu vaðandi atvinnustarfsemi á svæðum sem eru þjóðlendur. Stefna hefur verið kynnt forsætisráðuneytinu sem fer með málefni þjóðlenda. Áhersla er lögð á að vel sé hugað að jafnræði,umhverfisvernd auk gæða- og öryggismála í starfsemi innan þjóðlendanna.
UMHVERFIS- OG GÆÐASTARF Í FYRIRTÆKJUM Gæðakerfi íslenskrar ferðaþjónustu.
Fyrirtækjum hefur fjölgað talsvert sem innleitt hafa gæða- og umhverfiskerfi og/eða fengið umhverfisvottanir. Flest hafa fyrirtækin nýtt sér Vakann og eru viðurkennd af gæðakerfi ferðaþjónustunnar. Einnig eru mörg fyrirtæki í úttektarferli innan Vakans. Þá er nokkur fjöldi fyrirtækja sem nýtir vottanir og umhverfismerki, s.s. EarthCheck, ICO14001, Bláfánann, Svaninn og Græna lykilinn. Talsverð vakning hefur orðið á mikilvægi þess að innan fyrirtækjanna sé unnið með markvissum hætti að umhverfisstjórnun og sett sé umhverfistefna sem unnið er eftir. Samfélagsleg ábyrgð innan fyrirtækja er að aukast mikið og til marks um það má benda á að í ársbyrjun 2017 skrifuðu yfir 300 fyrirtæki undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu.
NÁTTÚRUVERNDARLÖG SAF hafa átt í samræðum við húsbílaleigur og Ferðamálastofu um áningarstaði húsbíla og eru upplýsingar um það á vefnum visiticeland.com.
Ákvæði um almannarétt breyttust ekkert í nýlegum lögum um náttúruvernd. Eitt mikilvægasta ákvæði þeirra laga lýtur þó að bráðabirgðaákvæði laganna sem gerir ráð fyrir að ráðherra leggi fram frumvarp, í síðasta lagi haustið 2017, samið með hliðsjón af reglum um almannarétt á grundvelli náttúruverndar og nauðsynlegrar auðlindastýringar og skal frumvarpið fela í sér ný ákvæði til stýringar á ferðaþjónustu. Fyrrverandi ráðherra umhverfismála hafði í huga að leggja fram frumvarp um almannarétt árið 2016 en ekki varð úr því og er því verkefnið í höndum núverandi umhverfisráðherra. Lögin sem um ræðir gera ráð fyrir að heimild þurfi frá landeiganda til að leggja húsbílum, fellihýsum og sambærilegum útilegubúnaði utan skipulagðra tjaldstæða. SAF hefur átt í samræðum við húsbílaleigur og Ferðamálastofu um áningarstaði húsbíla og eru upplýsingar um það á vefnum visiticeland.com.
Í kjölfar aukins utanvegaaksturs síðustu ár hefur verið ráðist í auknar forvarnir með myndrænum skilaboðum um hvernig ökumenn bera sig að við að forðast utanvegaakstur og afleiðingar þess að aka utan vegar.
Í náttúruverndarlögum er Vegagerðinni gert að halda skrá í stafrænum kortagrunni um vegi aðra en þjóðvegi í náttúru Íslands þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. Sveitarfélögin eiga að gera tillögu að skrá yfir vegi innan sinna marka við gerð aðalskipulags. SAF hafa átt í takmörkuðum samræðum við stjórnvöld um þetta málefni en mikilvægt er í þessu samhengi að vegir og hlutverk þeirra verði vel skilgreint þannig að hægt verði að halda hringleiðum opnum.
UTANVEGAAKSTUR Í kjölfar aukins utanvegaaksturs síðustu ár hefur verið ráðist í auknar forvarnir með myndrænum skilaboðum um hvernig ökumenn bera sig að við að forðast utanvegaakstur og afleiðingar þess að aka utan vegar. Þessar upplýsingar eru unnar í samstarfi SAF og opinberra aðila á sviði umhverfismála og hafa verið settar upp víðs vegar um landið ásamt því að bílaleigur hafa dreift þeim. Einnig hefur efni verið dreift í bíla við komuna til Seyðisfjarðar. Árlega er unnið að endurmati á aðgerðunum og mögulegum viðbótum til að gera það skilvirkara.
WWW.SAF.IS
24
MENNTA- OG FRÆÐSLUMÁL ALMENNT SAF láta hæfni, mennta- og fræðslumál sig miklu máli varða og leggja sífellt aukna áherslu á fræðslumál í starfi sínu, enda er hæfni stjórnenda og starfsmanna forsenda aukinnar verðmætasköpunar í greininni. Mikilvægt er að auka arðsemi og samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu og auk þess hafa áhrif á gildismat og viðhorf stjórnenda og starfsfólks til hæfniuppbyggingar, símenntunar og þjálfunar. Á sl. ári leiddu SAF vinnu á sviði hæfni- og gæðamála í Stjórnstöð ferðamála þar sem unnið var að mótun stefnu til framtíðar í tengslum við mannafla- og fræðsluþörf til langs tíma litið enda kallar hinn gífurlegi vöxtur í greininni á aukna hæfni, fræðslu og menntun starfsfólks. Fyrirtæki í greininni þurfa að móta sér símenntunar- og fræðslustefnu í starfsemi sinni. Það er jafnframt markmið samtakanna að efla ímynd ferðaþjónustu sem áhugaverðs starfsvettvangs í þeim tilgangi að laða fleiri hæfileikaríka og metnaðarfulla einstaklinga til starfa í greininni. Ferðaþjónusta er þekkingargrein sem byggist á starfsfólki, hæfni þess og þekkingu og því þarf að setja mönnun, hæfni og fagmennsku í ferðaþjónustu í forgrunn. Mikilvægt er að laða hæft starfsfólk að greininni og tryggja aðgang þess að þekkingu, fræðslu og menntun. Þannig aukast gæði og fagmennska í atvinnugreininni. Tryggja þarf að sú fræðsla og menntun sem snýr að ferðaþjónustunni, hvort heldur er á framhaldsfræðslustigi, framhaldsskólastigi, háskólastigi, í sérskólum eða í fyrirtækjunum sjálfum, sé í sem mestu samræmi við þarfir atvinnulífsins. Það skiptir máli að atvinnulífið sé með skýra stefnu hvað þetta varðar til þess að hægt sé að móta fræðsluframboð og leiðir til að auka hæfni í ljósi þarfa greinarinnar. SAF eiga víða fulltrúa í nefndum og ráðum í menntakerfinu en það er liður í stefnu samtakanna. Markmiðið er að skerpa á forystuhlutverki SAF í fræðslumálum og að samtökin séu virkur þátttakandi í samstarfi við stjórnvöld, fræðsluaðila og fyrirtæki, í umræðu, stefnumörkun og þróun menntunar og starfsþjálfunar í ferðaþjónustu. Árið 2017 starfa að jafnaði um 25 þúsund starfsmenn í ferðaþjónustu á Íslandi. Fæstir þessara einstaklinga hafa hlotið formlega menntun í greininni og því þarf að lyfta grettistaki til að auka hæfni þeirra. SAF hafa tekið þátt í margvíslegu starfi með það að markmiði að stuðla að aukinni hæfni og arðsemi greinarinnar. Í þessu yfirliti um mennta- og fræðslumál er fjallað um gæða- og hæfniteymi Stjórnstöðvar ferðamála, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, sem er verkefni leitt af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, TTRAIN (Tourism Training) verkefnið, samstarf um þróun íslenska hæfnirammans, starf á vegum starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina, samstarf um menntamál í Húsi atvinnulífsins, morgunverðarfundi um menntamál, verkefnið „Fræðslustjóri að láni“, verkefni til að einfalda aðgengi fyrirtækja að starfsmenntasjóðum sem er áttin.is, leiðsögunám á Akureyri, raunfærnimat og margvíslegar aðrar leiðir sem SAF hafa komið að á sl. ári til að efla hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi í samstarfi við ýmsa aðila.
GÆÐA- OG HÆFNITEYMI STJÓRNSTÖÐVAR FERÐAMÁLA Eitt af forgangsmálum í verkefnaáætlun Stjórnstöðvar ferðamála 2016-2017 er að greina þarfir fyrir heildstæðar úrbætur til að styðja við hæfni, gæði, fagmennsku og þekkingu innan ferðaþjónustunnar og vinna að skilvirkum leiðum til úrbóta. Sérstakt gæða- og hæfniteymi á vegum Stjórnstöðvarinnar hóf störf í janúar 2016. Fræðslustjóri SAF var formaður hópsins og Guðfinna S. Bjarnadóttir verkefnastjóri. Hópurinn vann að kortlagningu og hæfnigreiningu starfa í ferðaþjónustu til að unnt sé að skilgreina betur áhersluatriði varðandi menntun, starfsþjálfun og gæði. Ljóst er að lyfta þarf grettistaki í mennta- og fræðslumálum ferðaþjónustunnar sem er einn lykilþáttur innviðauppbyggingar sem Vegvísir í ferðaþjónustu kallaði eftir. Eitt af verkefnunum var að greina mannaflaþörf í ferðaþjónustu og leita lausna í því samhengi, sem er lykilatriði til framtíðar litið. Hópurinn vann m.a. að því að láta gera víðtæka skoðanakönnun meðal ferðaþjónustufyrirtækja um mannaflaþörf og fræðsluþörf. Rýnihópar voru kallaðir til að ræða og leggja mat á mögulegar leiðir fram á við. Hópurinn skilaði af sér aðgerðabundnum tillögum í skýrslunni „Fjárfestum í hæfni starfsmanna“ um áherslur í tengslum við mannafla- og fræðslumál til stjórnvalda í júlí sl. Í ljós kom að greinin kallar eftir þrepaskiptu starfsnámi sem stunda má að mestu á vinnustað, auk þess er mönnum ofarlega í huga nauðsyn þess að auka hæfni í þjónustu og gestrisni.
25
Gæða- og hæfniteymi Stjórnstöðvar ferðamála skilaði af sér aðgerðabundnum tillögum í skýrslunni „Fjárfestum í hæfni starfsmanna“ um áherslur í tengslum við mannafla- og fræðslumál til stjórnvalda í júlí sl.
Á sl. ári leiddu SAF vinnu á sviði hæfni- og gæðamála í Stjórnstöð ferðamála þar sem unnið var að mótun stefnu til framtíðar í tengslum við mannafla- og fræðsluþörf til langs tíma litið enda kallar hinn gífurlegi vöxtur í greininni á aukna hæfni, fræðslu og menntun starfsfólks.
Árið 2017 starfa að jafnaði um 25 þúsund starfsmenn í ferðaþjónustu á Íslandi. Fæstir þessara einstaklinga hafa hlotið formlega menntun í greininni og því þarf að lyfta grettistaki til að auka hæfni þeirra.
WWW.SAF.IS
MENNTA- OG FRÆÐSLUMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
Þrjár megintillögur voru lagðar fram í skýrslunni: Tillaga 1 Hæfnisetur ferðaþjónustunnr sem er samstarfsverkefni leitt af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Tillaga 2 Starfsnám í ferðaþjónustu þar sem áhersla er á leiðtoga- og stjórnendanám, aðgengilega rafræna/myndræna fræðslu sem nær til sem flestra starfsmanna til að auka hæfni
í ferðaþjónustu, þrepaskipt starfsnám og raunfærnimat.
Tillaga 3 Samspil hæfni og arðsemi þar sem verðmætasköpun í greininni er í forgrunni.
Sjá nánar skýrsluna „Fjárfestum í hæfni starfmanna“ um tillögurnar þrjár hér. Undirskrift um Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, Guðfinna Bjarnadóttir, ráðgjafi, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF og Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
HÆFNISETUR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Ferðamálaráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifaði í janúar sl. undir samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Stjórnstöð ferðamála, á grundvelli samþykktar Alþingis frá því í október 2016, um verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar til að auka hæfni í ferðaþjónustu. Í Vegvísi í ferðaþjónustu sem gefinn var út í október 2015 er fyrst og fremst lögð áhersla á sjö þætti til að byggja traustan grunn fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi og er aukning á hæfni einn sá mikilvægasti til að auka gæði, jákvæða upplifun ferðamanna og verðmætasköpun í greininni. Stjórnstöð ferðamála var falið að fylgja Vegvísinum eftir og gaf út skýrslu á sl. ári með tillögum til að auka hæfni starfsmanna í ferðaþjónustu undir heitinu „Fjárfestum í hæfni starfsmanna“. Sett var af stað verkefni, sem hlotið hefur heitið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, til að framkvæma tillögurnar í skýrslunni. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, sem er í eigu aðila vinnumarkaðarins, leiðir Hæfnisetrið í samstarfi við Stjórnstöð ferðamála og Samtök ferðaþjónustunnar.
Ný starfsþjálfunaráætlun, TTRAIN (Tourism Training), fyrir ferðaþjónustu hefur vakið töluverða athygli að undanförnu. Boðið var upp á framhaldsnámskeið á vegum Háskólans á Bifröst í janúar 2017 og jafnframt verður boðið upp á nýtt námskeið nú í vor.
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi. Starfsemi setursins snýst um að uppfylla þarfir ferðaþjónustunnar fyrir aukna hæfni og auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta í hæfni starfsmanna. Byggt verður m.a. á hæfnigreiningum starfa til að undirbúa fræðslu og þjálfunarúrræði. Litið verður til annarra þjóða sem hafa þróað lausnir til að auka gæði, framleiðni og arðsemi í ferðaþjónustu á grundvelli hæfni stjórnenda og starfsmanna, m.a. til Skotlands og Kanada sem búa yfir víðtækri reynslu á þessu sviði. Í Hæfnisetrinu verður áhersla á samvinnu við greinina, aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvöld við að þróa leiðtogafræðslu, námslotur fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu, þrepaskipt starfsnám og raunfærnimat í starfsgreinum ferðaþjónustunnar. Hæfnisetur mun starfa á forsendum ferðaþjónustunnar og í nánu samstarfi við greinina og aðra hagaðila.
SAF OG TTRAIN Fyrsti útskriftarhópur TTRAIN.
Ný starfsþjálfunaráætlun, TTRAIN (Tourism Training), fyrir ferðaþjónustu hefur vakið töluverða athygli að undanförnu. Eftir að tilraunakennsla eftir nýrri námskrá fór fram sl. vor hefur víða komið fram áhugi á að halda verkefninu áfram og endurbæta það enn frekar. Viðbrögð þátttakenda í tilraunanáminu og fyrirtækjanna, sem þátttakendurnir vinna hjá, eru framar væntingum skipuleggjenda. Því var boðið upp á framhaldsnámskeið á vegum Háskólans á Bifröst í janúar 2017 og jafnframt verður boðið upp á nýtt námskeið nú í Reykjavík vor. Verkefnið snýst um að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustufyrirtækja sem sjá um að þjálfa nýja starfsmenn á vinnustaðnum og endurmennta þá sem fyrir eru. Með þessu nýja námi er brugðist við ákalli fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja vanda til þjálfunar starfsmanna sinna á vinnustað. Ferðaþjónustuaðilar, hvort sem er á veitingahúsum, gististöðum, farþegaflutningum eða öðrum greinum, geta nýtt sér þetta nýja nám. Námið er afrakstur evrópsks samstarfsverkefnis sem styrkt er af Erasmus+ menntaáætlun ESB. Verkefnið ber heitið TTRAIN (Tourism Training). Verkefnisstjórn þess er í höndum Rannsóknaseturs verslunarinnar og einnig taka þátt í því Samtök ferðaþjónustunnar og Háskólinn á Bifröst. Erlendir
WWW.SAF.IS
26
MENNTA- OG FRÆÐSLUMÁL samstarfsaðilar eru frá Finnlandi, Austurríki og Ítalíu. Þessir aðilar hafa í sameiningu þróað námskrá sem kennt er eftir í hverju þátttökulandi í tilraunaskyni. Eftir tilraunakennslu verður námskráin endurbætt og námið boðið fleiri fyrirtækjum. Sjá nánar á www.trainingfortourism.eu.
SAMSTARF UM ÞRÓUN ÍSLENSKA HÆFNIRAMMANS SAF tóku þátt í samstarfi um innleiðingu hæfnirammans fyrir hönd SA í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og aðila vinnumarkaðarins Í október sl. undirrituðu ofangreindir aðilar yfirlýsingu um íslenskan hæfniramma sem ætlað er að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi. Undirritunin markar tímamót hvað varðar áherslu á sýnileika ævilangrar menntunar sem fer fram bæði við nám og störf, en hæfniramminn nýtist fyrst og fremst almenningi sem tenging milli formlegs og óformlegs náms.
Menntahópur frá samtökunum í Húsi atvinnulífsins hefur hafið aukið samstarf á sviði menntamála með því markmiði að fá aukinn slagkraft í mennta- og fræðslumál atvinnulífsins á Íslandi.
Hæfniramminn hefur tvíþættan tilgang; annars vegar að auka gagnsæi innan menntakerfis viðkomandi lands og hins vegar að auka gagnsæi milli evrópskra menntakerfa. Íslenski hæfniramminn telur sjö hæfniþrep og endurspegla hækkandi þrep auknar hæfnikröfur. Þrepin endurspegla þær kröfur sem gerðar eru til einstaklingsins er varða þekkingu, leikni og hæfni í verkefnum, vinnu og samskiptum. Hæfniramminn eykur þannig gagnsæi og varpar ljósi á þá hæfni sem einstaklingur býr yfir að loknu námi á tilteknu þrepi. Upplýsingar um hæfni má t.a.m. nýta í ferilskrá, við starfsþróun og í umsókn um nám. Aðilar þessarar yfirlýsingar eru samábyrgir fyrir innleiðingu og kynningu á íslenska hæfnirammanum og leggja sérstaka áherslu á að þróaðar verði aðferðir við að skilgreina námslok og tengja óformlegt nám við hæfniþrep rammans.
Yfirlýsing um hæfniramma um íslenska menntun starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina
David Allen, fyrirlesari frá People 1st í Skotlandi, og Óskar Finnson, rekstrastjóri Íslandshótela og fundarstjóri í menntastofu SAF.
STARFSGREINARÁÐ MATVÆLA-, VEITINGA- OG FERÐAÞJÓNUSTUGREINA María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF, er formaður starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina. Starfsgreinaráðið er skipað aðalmönnum og varamönnum sem tilnefndir eru af Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands, Félagi íslenskra framhaldsskóla og Kennarasambandi Íslands. Formenn starfsgreinaráða sem eru tólf talsins skipa síðan sérstaka starfsgreinanefnd. Starfsgreinaráð eru, hvert á sínu sviði, ráðherra til ráðgjafar um starfsnám á framhaldsskólastigi. Hlutverk þeirra er m.a. gera tillögu um almenn markmið náms, skilgreina þarfir fyrir kunnáttu og hæfni og gera tillögur um lokamarkmið náms. Starfsgreinaráð matvæla- veitingaog ferðaþjónustugreina hefur unnið hörðum höndum undanfarið að því að kortleggja og greina ýmsar hæfni- og fræðsluþarfir og með hvaða hætti sé best að takast á við ýmsar áskoranir í örum vexti í greininni auk ýmissa breytinga í tengslum við starfsnám sem eru í farvatninu. Vinna þessi var unnin af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins að beiðni starfsgreinaráðsins og reyndist gott innlegg í vinnugæða- og hæfniteymis Stjórnstöðvar ferðamála.
Þátttakendur í panelumræðum ásamt fyrirlesurum og fundarstjóra í menntastofu SAF.
SAMSTARF UM FRÆÐSLUMÁL Í HÚSI ATVINNULÍFSINS Menntahópur frá samtökunum í Húsi atvinnulífsins hefur hafið aukið samstarf á sviði menntamála með því markmiði að fá aukinn slagkraft í mennta- og fræðslumál atvinnulífsins á Íslandi. Fræðsluog upplýsingafulltrúar hússins hittast reglulega til að ræða ýmis sameiginleg hagsmunamál tengd fræðslu- og menntamálum þannig að tryggja megi að menntun sé í samræmi við þarfir atvinnulífsins, t.d. með sameiginlegum umsögnum um menntamál frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
27
WWW.SAF.IS
MENNTA- OG FRÆÐSLUMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
MORGUNFUNDIR UM FRÆÐSLUMÁL Í HÚSI ATVINNULÍFSINS Þriðja þriðjudag í mánuði hefur Menntahópur Húss atvinnulífsins boðað til morgunfunda með félagsmönnum til að kynna ýmsar nýjungar í tengslum við mennta- og fræðslumál. Markmið fundanna er auk þess að fræða félagsmenn, að hlusta á raddir þeirra og auka tengslin. Á morgunfundum hefur m.a. verið fjallað um starfsmenntsjóði og möguleika á styrkjum til fyrirtækja, áskoranir varðandi fræðslu erlends vinnuafls, starfsþjálfun í fyrirtækjum (TTRAIN verkefnið) auk þess sem, sérstakur fundur var haldinn með náms- og starfsráðgjöfum í maí. Fundir þessir hafa verið vel sóttir og mælst afar vel fyrir. Fræðslustjóri og upplýsingafulltrúi SAF unnu að tillögum um nýja gátt www.attin.is sem hefur það að markmiði að einfalda viðmót og aðgengi fyrirtækja að starfsmenntasjóðum.
ÁTTIN.IS SAMEIGINLEG VEFGÁTT OG KYNNINGARÁTAK Fræðslustjóri og upplýsingafulltrúi SAF unnu að tillögum um nýja gátt www.attin.is sem hefur það að markmiði að einfalda viðmót og aðgengi fyrirtækja að starfsmenntasjóðum. Fyrirtæki þar sem starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og greitt er af í mismunandi stéttarfélög, hafa hingað til þurft að sækja til margra sjóða og fræðslustofnana um styrki. Þau eiga héðan í frá að geta sótt um styrki fyrir nær allt sitt fólk með aðeins einni umsókn í gegnum Áttina. Áttin er sameiginlegt verkefni SA, ASÍ og átta fræðslusjóða sem standa að vefgáttinni. Áttin var kynnt á fundum um land allt í janúar og nú þegar hefur umsóknum fjölgað verulega í kjölfar þessarar einföldunar á umsóknarferlinu. Sjá nánari kynningu um Áttina á fræðslusíðu SAF.
Leiðsögunámið er unnið í samstarfi Samtaka ferðaþjónustunnar, SBA- Norðurleiðar, Leiðsöguskólans í Kópavogi og Símenntunar Háskólans á Akureyri.
LEIÐSÖGUNÁM Á AKUREYRI Leiðsögunám veturinn 2016-17 hófst 5. september sl. Leiðsögunámið er unnið í samstarfi Samtaka ferðaþjónustunnar, SBA- Norðurleiðar, Leiðsöguskólans í Kópavogi og Símenntun Háskólans á Akureyri. Þetta er í annað sinn sem nám í samstarfi ofangreindra aðila fer af stað á Akureyri. Að þessu sinni eru 22 nemar skráðir í námið en 30 nemar útskrifuðust úr sama námi fyrir tveimur árum á Akureyri. Leiðsögunámið er víðfeðmt og fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni.
STJÓRNENDANÁMSKEIÐ SAF Í SAMSTARFI VIÐ OPNA HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK Undanfarin ár hafa SAF boðið upp á hagnýtt stjórnendanám í samstarfi við Opna háskólinn í Reykjavík.
Undanfarin ár hafa SAF boðið upp á hagnýtt stjórnendanám í samstarfi við Opna háskólinn í Reykjavík. Síðastliðið ár var námið endurskoðað og ákveðið að bjóða upp á einstök hagnýt námskeið á haustönn í netmarkaðssetningu, sölu og þjónustu, auk námskeiða um mannauðsmál, árstíðasveiflur og verkefna- og viðburðastjórnun. Ánægja hefur verið með leiðbeinendur og það efni sem fjallað er um meðal þátttakenda í námskeiðinu. Reynslumiklir aðilar úr ferðaþjónustu hafa verið fengnir sem leiðbeinendur og hefur það mælst vel fyrir. Námið verður aftur í boði á komandi hausti. Sérkjör eru í boði fyrir félagsmenn SAF.
FRÆÐSLUSTJÓRI AÐ LÁNI Verkefnið „Fræðslustjóri að láni“ hefur svo sannarlega notið vinsælda hjá íslenskum fyrirtækjum undanfarið og er ferðaþjónustan þar ekki undanskilin. Verkefnið byggir á að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja samkvæmt samningi við hlutaðeigandi fræðslusjóði. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert, greinir fræðsluþörf og samhæfir nýjar hugmyndir að fræðslu við það sem þegar er til. Á síðasta ári hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu nýtt sér þennan valkost í auknum mæli til að meta og útfæra markvissa fræðsluáætlun sem sérsniðin er að þörfum fyrirtækisins.
WWW.SAF.IS
28
MENNTA- OG FRÆÐSLUMÁL UNGIR STARFSNEMAR ÚR FB Í STARFSÞJÁLFUN Í FYRIRTÆKJUM INNAN SAF SAF hafa verið m.a. í samstarfi við Fjölbrautaskólanum í Breiðholti um að koma nemendum í ferðamálafræði í starfsþjálfun hjá fyrirtækjum innan samtakanna. Að þessu sinni fór starfsþjálfunin fram í október. Um er að ræða nemendur á Hugvísindabraut sem taka ferðamálafræði sem valfag. Á fyrstu önn námsins er saga ferðamála í heiminum og á Íslandi skoðuð og nemendur kynna sér jafnframt sögu ferðaþjónustunnar. Nemendur kynna sér stöðu ferðamála á Íslandi, markaðssetningu Íslands, ferðaþjónustuaðila á Íslandi og störf og nám í ferðaþjónustu eru kynnt. Skoðuð er staða ferðamála á Íslandi og fylgst grannt með fréttum og þróun. Á seinni önn námsins er nemendur undirbúnir fyrir starfsþjálfun sem skipulögð er í samvinnu við SAF. Farið er m.a. í siðfræði, þjónustulund og framkomu í störfum í ferðaþjónustu.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, og María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF, á menntdegi atvinnulífsins.
ÞJÓNUSTA VIÐ FERÐAMENN (“TOURISM SERVICE COURSE“) Á ENSKU Mímir-símenntun hefur aðlagað fyrirliggjandi námsskrá (Færni í ferðaþjónustu I og II, 160 kennslustundir) að hópi þátttakenda sem ekki hafa íslensku sem móðurmál í samstarfi við SAF. Fólst aðlögunin í vinnu við námsefni og endurskipulagningu námsins, tilraunakennslu námsleiða og mat á árangri. Vaxandi eftirspurn er eftir þessu námskeiði fyrir þennan hóp erlendra starfsmanna sem gegnir mikilvægu hlutverki í örum vexti greinarinnar, enda gert ráð fyrir að um þriðjungur starfsmanna í ferðaþjónustu á Íslandi árið 2017 séu erlendir.
Verðlaunahafar.
MENNTADAGUR ATVINNULÍFSINS Menntadagur atvinnulífsins 2017 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 2. febrúar. Máltækni og framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi var í kastljósinu en yfir 300 manns úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu tóku þátt. Tungumálið er í hættu vegna nýrrar tækni en fólk mun nota röddina í auknum mæli til að stýra hvers kyns tækjum og tólum á næstu árum en vandinn er sá að tækin skilja ekki íslensku. Til að snúa vörn í sókn þarf atvinnulífið, skólasamfélagið og stjórnvöld að bregðast skjótt við ef enskan á ekki að taka íslenskuna yfir. Varpað var ljósi á þetta brýna verkefni samfélagsins á menntadeginum en það er mat SA að nauðsynlegt sé að verja allt að tveimur milljörðum króna á næstu 5-7 árum til að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar.
Frá menntastofu SAF.
MENNTASTOFA SAF Á menntadeginum voru haldnar þrjár málstofur en ein þeirra var helguð ferðaþjónustunni. Í menntastofu SAF fjallaði fyrirlesarinn David Allen, framkvæmdastjóri People 1st í Skotlandi, um starfsmenntun á forsendum fyrirtækja þar í landi, María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF, fór yfir það helsta á döfinni í fræðslumálum frá síðasta menntadegi og að lokum tóku Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Ásberg Jónsson, stjórnarformaður Nordic Visitor, Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður starfsmanna- og gæðasviðs Icelandair hótela, og Guðmundur Karl Sigríðarson, rekstrar- og mannauðsstjóri Landsnámssetursins í Borgarnesi, þátt í pallborðsumræðum. Fundarstjóri var Óskar Finnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela.
MENNTAVERÐLAUN ATVINNULÍFSINS Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Menntaverðlaun atvinnulífsins 2017. Alcoa Fjarðaál er menntafyrirtæki ársins en Keilir er menntasproti ársins 2017. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samorku, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Hjá aðildarfyrirtækjum samtakanna starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði.
29
WWW.SAF.IS
MENNTA- OG FRÆÐSLUMÁL
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
Svipmyndir frá deginum er nú aðgengilegar í Sjónvarpi atvinnulífsins á vefnum auk þess sem hægt er að horfa á erindi frá sameiginlegri dagskrá í fyrri hluta ráðstefnunnar. Umfjöllun um málstofur sem fóru fram í kjölfarið verður að finna á vefjum samtakanna. Fjallað var um fagháskólann, tækniþróun og breyttar áherslur í menntamálum ásamt hæfni, fræðslu og arðsemi í ferðaþjónustu.
Guðmundur Sigríðarson, Landnámssetri Íslands og Erla ósk Ásgeirsdóttir, Icelandair hotels.
Boðið var upp á kynningar fræðslusjóða og fræðsluaðila á sérstöku menntatorgi en menntadagurinn er haldinn með myndarlegum stuðningi fjögurra starfsmenntasjóða, Landsmenntar, Starfsafls, Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks og Menntunarsjóðs Verkstjórasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins.
Hér getur þú horft á daginn í heild í Sjónvarpi atvinnulífsins á Vimeo.
ÁFRAMHALDANDI SAMSTARF SAF OG HÍ UM STARFSÞRÓUN Í FERÐAÞJÓNUSTU
Ásberg Jónsson, Nordic Visitor og Sveinn Aðalsteinsson, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Námsbraut í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands og SAF gerðu með sér samstarfssamning um námskeið í starfsþjálfun í ferðaþjónustu sem kennt var í fyrsta skipti á vormisseri 2015. Þetta samstarf hefur verið endurtekið á vorönn 2016 og 2017. SAF hafa milligöngu um að koma nemendum á námskeiðinu í starfskynningu hjá fyrirtækjum í samtökunum. Nemendur heimsækja fyrirtæki og vinna með verkefni um tengsl háskólamenntunar og atvinnugreinarinnar. Oft hefur verið bent á að það vanti sterkari tengingar milli háskólanáms í ferðamálafræði og atvinnugreinarinnar. Þetta námskeið er liður í því að skerpa á þeim tengslum og um leið að brúa bilið milli fyrirtækja í ferðaþjónustu og mögulegs framtíðarstarfskrafts þeirra. SAF vonast til að hægt verði að halda þessu góða samstarfi áfram á næstu árum enda afar mikilvægt að efla þessi tengsl við atvinnugreinina.
RÁÐGJÖF TIL FÉLAGSMANNA
Hafdís Ólafsdóttir og Guðfinna S. Bjarnadóttir.
Fræðslustjóri SAF hefur markvisst unnið að ráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga innan SAF á sviði mennta- og fræðslumála bæði hvað varðar leiðbeiningar um námsframboð og möguleika á styrkjum til náms. Fræðslustjóri SAF hefur haft milligöngu um að koma á námskeiðum samkvæmt óskum félagsmanna. Jafnframt er upplýsingum um hvers kyns sí- og endurmenntun komið reglulega á framfæri á heimasíðu samtakanna og í fréttabréfum SAF. Liður í ráðgjöf og kynningu á sviði fræðslumála er fyrirtækjaheimsóknir þar sem kynntir hafa verið möguleikar á styrkjum frá sjóðunum vegna námskeiðahalds auk kynningar á samstarfsverkefni fræðslusjóðanna, „Fræðslustjóri að láni“, og Evrópuverkefninu TTRAIN um þjálfun starfsþjálfa í fyrirtækjum.
SAMANTEKT Á NÁMSFRAMBOÐI SAF hafa unnið samantekt á helsta námsframboði fræðsluaðila og sent félagsmönnum í fréttabréfi bæði á vorin og haustin, auk þess sem slíkar upplýsingar eru félagsmönnum aðgengilegar á nýrri fræðslusíðu samtakanna. Á fræðslusíðunni má finna ýmis sérkjör sem í boði eru fyrir félagsmenn í SAF.
MATVÆLA- OG VEITINGASVIÐ IÐUNNAR FRÆÐSLUSETURS Matvæla- og veitingasvið IÐUNNAR er samstarfsvettvangur fyrirtækja og starfsmanna á sviði hótel- og matvælagreina. Aðild að matvæla- og veitingasviði eiga SAF, Samtök iðnaðarins (SI) og MATVÍS. Hlutverk og megintilgangur matvæla- og veitingasviðs er að stuðla að bættri menntun og hæfni starfsmanna í hótel- og matvælagreinum og vinna að auknum gæðum og framleiðni fyrirtækjanna sem leiðir til betri samkeppnisstöðu þeirra og bættra lífskjara. Í stjórn matvæla- og veitingasviðs sitja samtals fjórir fulltrúar, tveir frá MATVÍS, einn frá SAF og einn frá SI. Starfsemi matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR er m.a. fjármögnuð með endurmenntunargjaldi sem kveðið er á um í kjarasamningi og sértekjum. Félagsmenn matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR fá verulegan afslátt af námskeiðum á vegum sviðsins og Sæmundar fróða. Námskeið fara ýmist fram í Hótel- og
WWW.SAF.IS
30
MENNTA- OG FRÆÐSLUMÁL matvælaskólanum eða á vinnustöðum. Forsvarsmenn fyrirtækja eru í auknum mæli að óska eftir námskeiðum og fræðslu sem verði sniðin sérstaklega fyrir þeirra fyrirtæki en það samstarf hefur gefist vel. Reglur um endurgreiðslur og styrki til félagsmanna er að finna á heimasíðu matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR, www.idan.is. Sviðið aðstoðar fyrirtækin einnig að afla styrkja fyrir starfsmenn sem eiga aðild að öðrum starfsmenntasjóðum.
VINNUSTAÐANÁMSSJÓÐUR Mennta- og menningarmálaráðuneytið úthlutaði í fyrsta sinn úr Vinnustaðanámssjóðnum til fyrirtækja sem voru með nema á námssamningi haustið 2011. Haustið 2015 var úthlutað í níunda skiptið. Ánægjulegt er hversu margir forsvarsmenn fyrirtækja í matvæla- og veitingagreinum hafa nýtt þetta framtak mennta- og menningarmálaráðuneytisins en á síðasta ári var samtals sótt um fyrir um 73% nema sem eru á námssamningi í greinunum. Samtök ferðaþjónustunnar höfðu í fjöldamörg ár lagt áherslu á að þessi sjóður yrði settur á laggirnar.
Veitingamenn innan SAF hafa í langan tíma rætt um möguleika á að fá heimild til að fjölga nemum í matreiðslu og hefur nú fengist samþykki allra hlutaðeigandi fyrir því.
FJÖLGUN NEMA Í MATREIÐSLU OG FRAMREIÐSLU Veitingamenn innan SAF hafa í langan tíma rætt um möguleika á að fá heimild til að fjölga nemum í matreiðslu og hefur nú fengist samþykki allra hlutaðeigandi fyrir því. Komist var að samkomulagi um þau skilyrði sem veitingastaðir þurfa að uppfylla til þess að fá aukna heimild. Þetta er fagnaðarefni enda mikil þörf á að fjölga matreiðslumönnum með síauknum fjölda veitingastaða. Matreiðslu- og framreiðslunemum hefur fjölgað töluvert við þessar breytingar en núna eru rúmlega 300 nemar á samningi í greinunum.
NÁM FYRIR HÓTELÞERNUR Í byrjun nóvember hófst nám fyrir þernur í umsjón IÐUNNAR fræðsluseturs. Námið var mótað í nánu samstarfi Starfsafls fræðslusjóðs, Eflingar stéttarfélags, Samtaka ferðaþjónustunnar, IÐUNNAR og hótelanna Icelandair Hotels og Center Hotels, sem eru aðilar að SAF.
Í byrjun nóvember hófst nám fyrir þernur í umsjón IÐUNNAR fræðsluseturs. Námið var mótað í nánu samstarfi Starfsafls fræðslusjóðs, Eflingar stéttarfélags, Samtaka ferðaþjónustunnar, IÐUNNAR og hótelanna Icelandair Hotels og Center Hotels, sem eru aðilar að SAF.
Mjög mikilvægt var að hafa fulltrúa hótelanna með frá byrjun þannig að námið henti þörfum markhópsins vel. Tilraunakennsla í náminu fór af stað í byrjun nóvember og tekur 30 kennslustundir (20 klst). Á námskránni er hópefli, skyndihjálp, líkamsbeiting, samskipti, herbergisþrif og fleira. Seinni hluti námsins, sem einnig eru 30 kennslustundir, fór af stað eftir áramót. Námið fer fram á ensku en fyrirhugað er að kenna á fleiri tungumálum ef þörf krefur. Að lokinni tilraunakennslu verður farið yfir námskrána aftur og síðan verður námið boðið öllum hótelum og gistiheimilum sem hafa áhuga.
RAUNFÆRNIMAT Í MATVÆLA- OG VEITINGAGREINUM
IÐAN fræðslusetur hefur boðið starfsfólki í matvæla- og veitingagreinum að taka þátt í raunfærnimati sem miðar að því að meta færni og þekkingu þeirra í faginu.
IÐAN fræðslusetur hefur boðið starfsfólki í matvæla- og veitingagreinum að taka þátt í raunfærnimati sem miðar að því að meta færni og þekkingu þeirra í faginu. Raunfærnimat er í boði í framreiðslu, matreiðslu og fleiri greinum og getur mögulega stytt nám í skóla og á vinnustað í kjölfarið. Að loknu raunfærnimati býðst fólki að fara í skóla og ljúka námi sem eftir stendur til að útskrifast. Töluverður fjöldi starfsmanna hefur nýtt sér þessa þjónustu. Raunfærnimat í greinunum er reglulega í boði og áhugasömum er bent á að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa IÐUNNAR.
31
WWW.SAF.IS
ERLEND SAMSKIPTI
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
SYSTURSAMTÖK Á NORÐURLÖNDUM Samtökin áttu á starfsárinu sem undanfarin ár í afar gagnlegum samskiptum við systursamtök sín á ýmsum sviðum. Samskipti af þessu tagi eru afar gagnleg þar sem upplýsingar sem þar koma fram nýtast í samræðum og rökfærslum um starfsumhverfi ferðaþjónustunnar hér á landi.
Nordisk besöksnäring
Stjórn SAF ákvað á starfsárinu að gerast aðili að samtökum evrópsku hótel- og veitingasamtakanna Hotrec.
Í mars 2016 sótti Eva Jósteinsdóttir, formaður gististaðanefndar, fund framkvæmdastjóra samtaka gististaða og veitingahúsa á Norðurlöndum sem fram fór í Osló og í júní sóttu Eva og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, ársfund sömu samtaka í Finnlandi. Haustfundur framkvæmdastjóra umræddra samtaka var haldinn í Reykjavík í október og sóttu Helga og Eva þann fund. Samhliða fundi framkvæmdastjóra var haldinn fundur almannatengla innan samtakanna og sat Skapti Örn Ólafsson upplýsingafulltrúi þann fund fyrir hönd SAF. Ársfundur samtakanna 2017 mun fara fram hér á landi.
Hotrec Stjórn SAF ákvað á starfsárinu að gerast aðili að samtökum evrópsku hótel- og veitingasamtakanna Hotrec. Aðildin er m.a. sótt í samráði við Ferðamálastofu með það að markmiði að styrkja betur undirstöður stjörnukerfis Vakans í gegnum Hotel Stars. Til að kynna sér vettvang samtakanna fóru Eva Jósteinsdóttir og Gunnar Valur Sveinsson á annan af tveimur ársfundum samtakanna sem fram fór á Möltu í október en þar var þróun greinarinnar út frá öryggi og rekstrarumhverfi mikið til umræðu og geta SAF nýtt sér vel þá þekkingu sem þar er til staðar.
Euro Skills keppnin fór fram í Gautaborg dagana 1.–3. desember 2016. Íslenskir keppendur voru að þessu sinni sjö talsins og þar af var einn keppandi í matreiðslu.
NordPass Í október var fundur samtaka útgerðarfyrirtækja með farþegaferjur á Norðurlöndum haldinn í Reykjavík. Gunnar Valur Sveinsson og Vignir Sigursveinsson sátu fundinn fyrir SAF en einnig tóku þátt Rannveig Grétarsdóttir, Stefán Guðmundsson og Oddvar Haukur Árnason.
Nordisk persontransport Tveir fundir samtaka hópbifreiðafyrirtækja voru á árinu. Fyrri fundurinn var í Reykjavík og sá seinni í Kaupmannahöfn. Gunnar Valur Sveinsson sat báða fundina fyrir hönd SAF.
SAMSTARF Á SVIÐI FRÆÐSLUMÁLA Svíþjóðarheimsókn í tengslum við tengsl atvinnulífs og fræðslu Í september tók fræðslufulltrúi SAF þátt í ferð til Svíþjóðar þar sem færni frá sjónarhóli atvinnulífsins og aðferðafræði við að koma henni á framfæri voru í brennidepli. Þátttakendur voru auk SAF frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, SA, ASÍ, fræðslusjóðnum Starfsafli og Mími-símenntun.
Vinnuferð til Finnlands Í september sl. tók fræðslufulltrúi SAF þátt í vinnuferð á þriðja fundi verkefnastjórnar í TTRAINverkefninu ásamt samstarfsaðilum frá Íslandi, Finnlandi, Austurríki og Ítalíu.
FAGKEPPNIR Euro Skills keppni í Gautaborg Euro Skills keppnin fór fram í Gautaborg dagana 1.–3. desember 2016. Íslenskir keppendur voru að þessu sinni sjö talsins og þar af var einn keppandi í matreiðslu. Sveinar og nemar yngri en 25 ára máttu taka þátt. Það voru Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, og Matvæla- og veitingafélag Íslands, MATVÍS, sem stóðu fyrir þátttöku Íslands í Euro Skills keppninni í matreiðslu ásamt Verkiðn. Í matreiðslu keppti Iðunn Sigurðardóttir fyrir hönd Íslands. Hún lauk sveinsprófi í desember 2015 og var nemi á Fiskfélaginu. Meistari hennar var Lárus Gunnar Jónasson. Iðunn var með hæstu einkunn á sveinsprófi árið 2015 og fékk verðlaun Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur fyrir góðan árangur á sveinsprófi. Hún tók þátt í Norrænu nemakeppninni í matreiðslu árið 2014 og eins tók hún þátt í
WWW.SAF.IS
32
ERLEND SAMSKIPTI Norrænni keppni ungra matreiðslumanna í Danmörku í apríl 2016. Iðunn er yfirmatreiðslumaður á Matarkjallaranum og hóf störf þar í maí sl. Dómari í matreiðslu var Hafliði Halldórsson. Iðunn stóð sig mjög vel og lauk keppni í áttunda sæti.
Norræna nemakeppnin 2016 Norræna nemakeppnin var haldin í Hótel- og matvælaskólanum dagana 8. og 9. apríl 2016. Samtals tóku fjórir nemendur þátt í keppninni fyrir hönd Íslands, tveir framreiðslu- og tveir matreiðslunemar. Til landsins komu samsvarandi keppnispör í matreiðslu og framreiðslu frá Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku til þess að taka þátt í þessari keppni, sem er alla jafna ansi hörð og umfangsmikil. Þetta mun vera í 34. skiptið sem nemakeppnin er haldin á milli landanna. Íslensku keppendurnir í framreiðslu voru þau Leó Snæfeld Pálsson, nemi á Bláa lóninu, meistari hans var Kristján Nói Sæmundsson, og Berglind Kristjánsdóttir, nemi á Hilton VOX, meistari hennar var Gígja Magnúsdóttir. Þjálfari nemanna var Ana Marta Montes Lage, framreiðslumaður á Icelandair Natura. Í matreiðslu kepptu þeir Haraldur Geir Hafsteinsson, nemi á Sjávargrillinu, meistari hans var Gústaf Axel Gunnlaugsson, og Þorsteinn Geir Kristinsson, nemi á Fiskfélaginu, meistari hans var Lárus Gunnarsson. Þjálfari nemanna í matreiðslu var Sigurður Daði Friðriksson, matreiðslumeistari og kennari í Hótel- og matvælaskólanum. Undanfarin ár hafa íslenskir matreiðslunemar unnið til gull-, silfur- og bronsverðlauna og framreiðslunemarnir hafa unnið til silfur- og bronsverðlauna. Hráefni í keppni matreiðslunemanna var íslenskt sjávarfang og íslenskar landbúnaðarafurðir. Í matreiðslu voru Svíar í fyrsta sæti, Finnland var í öðru sæti og Ísland í þriðja sæti. Í framreiðslu voru Danir í fyrsta sæti, Noregur var í öðru sæti og Svíþjóð í þriðja sæti. Ísland var í fjórða sæti í framreiðslunni en afar mjótt var á munum á milli þriðja og fjórða sætisins.
Iðunn Sigurðardóttir keppti fyrir hönd Íslands í matreiðslu á Euro Skills 2016. Hér er hún ásamt meistara sínum, Lárusi Gunnari Jónassyni.
Norræna nemakeppnin 2016. Berglind Kristjánsdóttir, nemi á Hilton VOX.
MATVÍS, SAF með stuðningi MK – Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi og IÐUNNAR fræðslusetur skipulögðu keppnina hér á landi í ár.
Norræna nemakeppnin 2016. Þorsteinn Geir Kristinsson, nemi á Fiskfélaginu.
33
WWW.SAF.IS
INNRA SKIPULAG
F.v. Grímur Sæmundsen, Þórir Garðarsson, Ásberg Jónsson, Rannveig Grétarsdóttir, Davíð Torfi Ólafsson, Pétur Þ. Óskarsson og Eva María Þórarinsdóttir Lange.
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
STJÓRN SAF Eftirtaldir voru kosnir í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar á aðalfundi árið 2016. Formaður er kosinn til tveggja ára en meðstjórnendur eru kosnir til eins og tveggja ára skv. lögum SAF:
Stjórn SAF kjörin á aðalfundi 15. mars 2016: Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, formaður Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line Iceland, varaformaður Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur (Eldingar) Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Icelandair Group Eva María Þórarinsdóttir Lange, framkvæmdastjóri Pink Iceland Ásberg Jónsson, stofnandi og stjórnarformaður Nordic Visitor 12 stjórnarfundir voru haldnir á starfsárinu og voru þeir flestir haldnir á skrifstofu SAF. Á árinu 2016 gerðu SAF víðreist á sviði opinberrar stjórnsýslu og sendu inn 35 umsagnir um lagafrumvörp, ályktanir og áætlanir ýmist til opinberra stofnana, ráðuneyta eða Alþingis. Þá áttu þau fjölmarga fundi með þingnefndum til að fylgja þessum umsögnum eftir. Hluti umsagna sneri að innviðum og samgöngumálum en samtökin hafa margsinnis bent á að öflugir innviðir samgangna eru lífæð atvinnulífs á Íslandi og forsenda þess að byggð þróist víðs vegar um landið. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustugreina var einnig til umfjöllunar í mörgum umsögnum og þar var einföldun regluverks höfð að leiðarljósi.
WWW.SAF.IS
34
INNRA SKIPULAG
Fastráðnir starfsmenn SAF í mars 2017: Anna G. Sverrisdóttir, Gunnar Valur Sveinsson, Helga Árnadóttir, Lárus M. K. Ólafsson, María Guðmundsdóttir, Skapti Örn Ólafsson og Vilborg Helga Júlíusdóttir.
SKRIFSTOFA OG STARFSFÓLK Fastráðnir starfsmenn SAF í mars 2017: Anna G. Sverrisdóttir, Gunnar Valur Sveinsson, Helga Árnadóttir, Lárus M. K. Ólafsson, María Guðmundsdóttir, Skapti Örn Ólafsson og Vilborg Helga Júlíusdóttir Skrifstofa SAF er að Borgartúni 35 í Reykjavík og er opin virka daga frá kl. 8.30 til 16.30.
Helstu verkefni skrifstofunnar er að fylgja eftir stefnu samtakanna sem er: Að ferðaþjónusta á Íslandi byggi á virðingu fyrir landi og þjóð. Að gæta heildarhagsmuna fyrirtækja í ferðaþjónustu. Að styrkja samkeppnishæf rekstrarskilyrði og heilbrigða samkeppni. Að nýsköpun og fagmennska séu stoðir sem framtíð ferðaþjónustunnar hvíli á. Að innviðir ferðaþjónustunnar styðji framþróun hennar. Að SAF sé sameiningartákn og talsmaður fyrirtækja í ferðaþjónustu. Starfsmenn leiða þannig og reka hin ýmsu hagsmunamál gagnvart opinberum aðilum og öðrum. Þeir leiða vinnu í fræðslu- og umhverfismálum, gæða- og öryggismálum auk upplýsingamála og mikils samstarfs við fjölmiðla. Staðið er fyrir fundum, uppfærslu heimasíðu og útgáfu fréttabréfa og alls kyns þjónustu við félagsmenn. Gerðar eru hagkannanir, ráðgjöf veitt í ýmsum málum og samningar gerðir við aðila um bestu kjör til handa félagsmönnum o.fl. Geta félagsmenn leitað til skrifstofunnar um flest sín mál. Þá fylgja starfsmenn eftir og styðja við gerð og túlkun kjarasamninga í samvinnu við SA. Framkvæmdastjóri SAF er Helga Árnadóttir. Aðrir starfsmenn eru Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri, María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri, Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi, Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur, og Anna G. Sverrisdóttir, verkefnastjóri. Um sl. áramót hóf Lárus M. K. Ólafsson störf sem lögfræðingur samtakanna.
NÝTT SKIPULAG Á SKRIFSTOFU Við á skrifstofu SAF tökum Vegvísi í ferðaþjónustu hátíðlega og sýndum gott fordæmi með því að gera umbætur á skipulagi og starfsumhverfi skrifstofunnar – í mikilli sátt. Gamla skrifstofan þjónaði ekki lengur nýjum og breyttum tíma með nýjum áherslum. Gamlir veggir sem byrgðu sýn voru fjarlægðir, vinnulag var samhæft og við það jókst skilvirkni til muna. Á nýrri skrifstofu hefur skapast grundvöllur til að fjölga starfsmönnum ásamt því að taka á móti fleiri félagsmönnum til skrafs og ráðagerða. Upplýsingar eru nú áreiðanlegri og þær flæða betur um rýmið. Náttúrufegurð landsins blasir við þegar horft er út um glugga skrifstofunnar og dularfull birtan nú í febrúar skilar sér í háu meðmælaskori. Náttúruvernd, hæfni og gæði í hinu nýja skipulagi eru tryggð sem endurspeglast í mun jákvæðari upplifun starfsmanna og félagsmanna samtakanna sem líta við. Nýtt skipulag mun auka arðsemi til félagsmanna þegar til lengri tíma er litið. Aðrir hagaðilar munu vonandi fylgja í kjölfarið og „leggja grunn að betra skipulagi fyrir farsæla og sjálfbæra ferðaþjónustu“!
35
WWW.SAF.IS
FÉLAGSFUNDIR
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
FÉLAGSFUNDIR 2016 8.–9. APRÍL Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu haldin á Íslandi. 19. APRÍL Kynningarfundur um TTRAIN-verkefnið.
Frá fundi með Vegagerðinni.
19. MAÍ Matvælalandið Ísland. Rýnt var í framtíð markaðssetningar og sölu á mat. Um er að ræða samstarfsverkefni Bændasamtaka Íslands, Háskóla Íslands, Íslandsstofu, Matís, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og fyrirtækja innan viðkomandi samtaka. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. 26. MAÍ Samtök ferðaþjónustunnar boðuðu til félagsfundar um þau verkefni sem efst eru á baugi á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála. 2. JÚNÍ Haldinn var opinn fundur með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar þar sem fulltrúar Vegagerðarinnar fóru yfir það sem á döfinni er varðandi framkvæmdir og viðhald mannvirkja á forræði Vegagerðarinnar ásamt umræðum um öryggismál. 9. JÚNÍ Forvarnir og fyrsta hjálp – Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir morgunfundi um bestu starfshætti varðandi öryggismál og viðbrögð við óvæntum atburðum sem kunna að koma upp í ferðaþjónustu.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.
14. JÚLÍ Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir félagsfundi um gjaldmiðlamál þar sem gengi gjaldmiðla var og hefur verið mikið í deiglunni, ekki síst vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og afléttingar hafta hér á landi. 7. SEPTEMBER Stjórnstöð ferðamála stóð fyrir kynningarfundi um forgangsmál í verkefnaáætlun 2016-2017. Á fundinum voru kynntar tvær skýrslur, annars vegar um menntun og hæfni og hins vegar um sviðsmyndir og áhættu. 14. SEPTEMBER Tístað og tengt – Félagsfundur afþreyingarnefndar um samfélagsmiðla og markaðssetningu í gegnum þá.
Tómas Hilmar Ragnarz og Skapti Örn Ólafsson.
16. SEPTEMBER Samtök ferðaþjónustunnar ásamt samtökum og fyrirtækjum í landbúnaði stóðu fyrir morgunverðarfundi þar sem gildi menningarlandslags var í brennidepli. 26. SEPTEMBER Glímt við þjóðveginn – Hópbifreiðanefnd og ferðaskrifstofunefnd SAF stóðu fyrir félagsfundi um ástand vegakerfisins út frá hugmyndafræði EuroRap. 10. OKTÓBER Ætla stjórnmálin að sitja hjá? – Í aðdraganda alþingiskosninga 2016 stóðu Samtök ferðaþjónustunnar fyrir opnum fundum um stöðu ferðaþjónustunnar í öllum kjördæmum. 10. október var fundur í Suðvesturkjördæmi. 13. OKTÓBER Ætla stjórnmálin að sitja hjá? – Í aðdraganda alþingiskosninga 2016 stóðu Samtök ferðaþjónustunnar fyrir opnum fundum um stöðu ferðaþjónustunnar í öllum kjördæmum. 13. október var fundur í Norðvesturkjördæmi. 17. OKTÓBER Ætla stjórnmálin að sitja hjá? – Í aðdraganda alþingiskosninga 2016 stóðu Samtök ferðaþjónustunnar fyrir opnum fundum um stöðu ferðaþjónustunnar í öllum kjördæmum. 17. október var fundur í Suðurkjördæmi. 18. OKTÓBER Ætla stjórnmálin að sitja hjá? – Í aðdraganda alþingiskosninga 2016 stóðu Samtök ferðaþjónustunnar fyrir opnum fundum um stöðu ferðaþjónustunnar í öllum kjördæmum. 18. október var fundur í Norðausturkjördæmi. 18. OKTÓBER Menntun og mannauður – morgunfundur og kynning á TTRAIN-verkefninu.
WWW.SAF.IS
36
FÉLAGSFUNDIR 18. OKTÓBER Fundur meðal hótel- og gististaða innan SAF til að ræða málefni þeirra í aðdraganda alþingiskosninga. 24. OKTÓBER Ætla stjórnmálin að sitja hjá? – Í aðdraganda alþingiskosninga 2016 stóðu Samtök ferðaþjónustunnar fyrir opnum fundum um stöðu ferðaþjónustunnar í öllum kjördæmum. 24. október var fundur í Reykjavíkurkjördæmi. 2. NÓVEMBER Fundur með trúnaðarmönnum SAF. Kynning á skýrslunni Hæfni og gæði. 11. NÓVEMBER Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar voru afhent á Kex Hostel, í Reykjavík. Óbyggðasetur Íslands hlaut verðlaunin á átjánda afmælisdegi samtakanna en þetta var í þrettánda sinn sem samtökin veittu verðlaunin.
Ólöf Ýrr Atladóttir og Þórir Garðarsson.
1.-3. DESEMBER Euro Skills keppni í Gautaborg þar sem m.a. var keppt í matreiðslu. 6. DESEMBER Haustfundur gististaða SAF í Reykjavík. 16. DESEMBER Ábyrg ferðaþjónusta – kynningarfundur. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn, í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, Höfuðborgarstofu, Markaðsskrifstofur landshlutanna og Safe Travel stóðu fyrir kynningarfundi þar sem íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum var boðið að sammælast um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu. Frá fundi starfsgreinaráðs með fulltrúum menntamálaráðurneytis og Menntaskólans í Kópavogi.
FÉLAGSFUNDIR 2017 5. JANÚAR Ísland allt árið – kynningarfundur fyrir félagsmenn SAF og þátttakendur. 10. JANÚAR Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu var undirrituð af forsvarsfólki hátt í 300 fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem er verndari verkefnisins. Það eru Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu í samstarfi við SAF, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, Markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofu og Safe Travel. 30. JANÚAR Forvarnir og fyrsta hjálp – Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir morgunfundi um bestu starfshætti varðandi öryggismál og viðbrögð við óvæntum atburðum sem kunna að koma upp í ferðaþjónustu.
Frá Kynningu á TTRAIN-verkefninu.
2. FEBRÚAR Samtök ferðaþjónustunnar tóku þátt í menntadegi atvinnulífsins og voru með málstofu um hæfni, fræðslu og arðsemi í ferðaþjónustu. 6. FEBRÚAR Urð og grjót – Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök fjármálafyrirtækja stóðu fyrir fundi um ástand vegakerfisins, umferðaröryggi og samfélagslega ábyrgð. 22. FEBRÚAR Félagsfundur til að kynna tillögu að breytingum á félagsgjöldum í Samtökum ferðaþjónustunnar. Tillagan verður síðan borin upp til samþykktar á aðalfundi samtakanna sem fram fer 16. mars nk. í Hörpu. 1. MARS Félagsfundur bílaleigufyrirtækja.
37
WWW.SAF.IS
AÐALFUNDUR SAF ÁRIÐ 2016
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar og Ferðaþjónustudagurinn 2016 fóru fram á Hilton Reykjavík Nordica 15. mars 2016.
STJÓRN SAF STARFSÁRIÐ 2016−2017 Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica 15. mars 2016 var Grímur Sæmundsen endurkjörinn formaður samtakanna til næstu tveggja ára. Á fundinum var jafnframt kjörið í stjórn samtakanna fyrir starfsárið 2016−2017. Frá pallborðsumræðum á aðalfundi.
Eftirtaldir einstaklingar skipa stjórnina: Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, formaður Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur (Eldingar) Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Gray Line Iceland Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Icelandair Group Eva María Þórarinsdóttir Lange, framkvæmdastjóri Pink Iceland Ásberg Jónsson, stofnandi og stjórnarformaður Nordic Visitor
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF í pontu.
„FERÐAÞJÓNUSTAN KNÝR ÁFRAM HJÓL ATVINNULÍFSINS MEÐ NÝJUM STÖRFUM, FJÁRFESTINGU OG GJALDEYRISSKÖPUN.“ – ræða Gríms Sæmundsen, formanns SAF Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, flutti öfluga ræðu á Ferðaþjónustudeginum 2016. Í máli Gríms kom m.a. fram að allt íslenskt atvinnulíf njóti nú góðs af vexti ferðaþjónustunnar, hvort sem það eru símafyrirtæki, greiðslukortafyrirtæki, olíufélög, verslanir eða innflutningsaðilar eins og t.d. bílainnflytjendur, byggingariðnaður eða matvælaiðnaður.
Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ferðamálaráðherra, og Árni Gunnarsson, fyrrverandi formaður SAF, ræða málin.
„Ferðaþjónustan knýr áfram hjól atvinnulífsins með nýjum störfum, fjárfestingu og gjaldeyrissköpun og knýr ekki síður samfélagsbreytingar, sem kalla á nýtt gildismat til dæmis um verðmæti ósnortinna víðerna, mikilvægi náttúruverndar og nýrra möguleika til eflingar landsbyggðarinnar og byggðaþróunar. Við búum á nýju Íslandi nýrra tækifæra.“
Lokaorðin í ræðu Gríms voru á þessa leið: „Ég tel […] að íslensk ferðaþjónusta sé að axla samfélagslega og fjárhagslega ábyrgð sína með mjög myndarlegum hætti og vonandi að tryggja, að þjóðin átti sig á og upplifi ábatann af því tækifæri, sem íslensk ferðaþjónusta er og verður fyrir alla Íslendinga til langrar framtíðar.“
Hægt er að lesa ræðuna í heild sinni HÉR.
NÆST Á DAGSKRÁ! – Ályktun aðalfundar SAF Samþykkt var ályktun á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica 15. mars 2016. Í ályktuninni kemur fram að ferðaþjónustan hafi tryggt þann stöðugleika, hagvöxt og kaupmátt sem Íslendingar búa við í dag. Þannig eigi ferðaþjónustan þátt í því að hagkerfi landsins sé hratt að breytast úr því að vera frumvinnsluhagkerfi í þjónustuhagkerfi. Þá segir í ályktuninni að ferðaþjónustan skili nú um þriðjungi gjaldeyristekna landsins og rúmlega 10% þjóðarinnar starfi beint við ferðaþjónustu um allt land.
WWW.SAF.IS
38
AÐALFUNDUR SAF ÁRIÐ 2016 Í ályktuninni segir einnig: „Ferðaþjónustan er þannig orðin afgerandi hreyfiafl í þeim miklu samfélagsbreytingum sem þegar eru hafnar og nýr valkostur hvað varðar stefnu í atvinnumálum þjóðarinnar. Ferðaþjónustan knýr ekki síður samfélagsbreytingar sem kalla á nýtt gildismat til dæmis um verðmæti ósnortinna víðerna, mikilvægi náttúruverndar og nýrra möguleika til eflingar landsbyggðarinnar og byggðaþróunar.“
Hér má lesa lykilatriði í ályktuninni: Tryggja verður sjálfbæra nýtingu náttúrunnar til lengri tíma Aðalfundur SAF gerir þá kröfu að nýting þeirrar auðlindar sem í náttúrunni felst sé byggð á framsýni, ábyrgð og skipulagi með heildarhagsmuni þjóðarbúsins að leiðarljósi.
Grímur Sæmundsen, fromaður SAF greinir frá niðurstöðum kosninga í stjórn samtakanna.
Aðalfundur SAF fagnar viljayfirlýsingu um þjóðgarð á miðhálendi Íslands sem stuðlar að víðtækri samstöðu um verndun miðhálendisins. Ferðaþjónustan leggur þegar sitt af mörkum – 30 þúsund nýir skattgreiðendur á dag Aðalfundur SAF skorar á stjórnvöld að tryggja að fjármagn skili sér til baka til uppbyggingar innviða enda er það grunnforsenda þess að ferðaþjónustan geti vaxið og dafnað til framtíðar. Uppbygging innviða verður að taka mið af vexti ferðaþjónustunnar Samgöngur eru lífæð ferðaþjónustunnar. Fleiri alþjóðlegar fluggáttir inn í landið.
Árni Gunnarsson, fyrrverandi formaður SAF var fundarstjóri á deginum.
Forvarnir í stað forsjárhyggju – öryggismál. Uppbygging verður að miða að dreifingu og betra skipulagi. Menntakerfið verður að þróa í takt við kröfur atvinnulífsins. Standa þarf vörð um samkeppnishæfni Frekari styrking íslensku krónunnar er mikið áhyggjuefni. Rekstraraðilar sitji við sama borð.
STJÓRNSTÖÐ FERÐAMÁLA GEGNIR LYKILHLUTVERKI Í UPPBYGGINGU FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Næst á dagskrá er því að láta verkin tala – ferðaþjónustunni og landsmönnum öllum til hagsbóta.
Bergþór Erlingsson og Bergþór Karlsson.
Ályktunina má lesa í heild sinni HÉR. Á aðalfundi SAF var einnig samþykkt ályktun þess efnis að tryggja verði framtíð Reykjavíkurflugvallar í óskertri mynd til frambúðar. Ályktunina má lesa HÉR.
FAGNEFNDIR SAF STARFSÁRIÐ 2016–2017 Á fundi faghópa mánudaginn 14. mars 2016 var kjörið í fagnefndir Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir starfsárið 2016−2017.
Niðurstöður í kosningu fagnefnda má sjá HÉR. Myndir frá fundum nefndanna má skoða HÉR.
39
WWW.SAF.IS
AÐALFUNDUR SAF ÁRIÐ 2016
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
FERÐAÞJÓNUSTUDAGURINN 2016 – fullt hús á Hilton Reykjavík Nordica
Ferðaþjónustudagurinn 2016 fór fram fyrir fullu húsi á Hilton Reykjavík Nordica samhliða aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar 15. mars 2016. Ætla má að um 400 manns hafi mætt á fundinn sem bar yfirskriftina „Næst á dagskrá!“. Grímur Sæmundsen, formaður SAF, opnaði fundinn með kraftmikilli ræðu sem hægt er að lesa HÉR. Þá ávörpuðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fundinn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrvverandi forstætisráðherra í pontu.
Í pallborðsumræðum, sem Kristján Kristjánsson fjölmiðlamaður stýrði, var rætt um stóru málin sem íslensk ferðaþjónusta stendur nú frammi fyrir. Auk Gríms og Ragnheiðar Elínar tóku Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, og Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, þátt í umræðunum. Til stóð að Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og stjórnarmaður í Stjórnstöð ferðamála, myndi einnig taka þátt í umræðunum en hún forfallaðist. Það kom síðan í hlut Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, að loka fundinum með skemmtilegu erindi þar sem kom í ljós að margt er líkt með fótbolta og ferðaþjónustu!
VERÐLAUN FYRIR LOKAVERKEFNI UM FERÐAMÁL Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverndi ferðamálaráðherra, ásamt Grími Sæmundsen, formanni SAF.
Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar er venja að Rannsóknamiðstöð ferðamála og SAF afhendi verðlaun fyrir lokaverkefni unnið við háskóla hér á landi um ferðamál. Verðlaunahafi í ár er Berglind Ósk Kristjánsdóttir og hlaut hún 100 þúsund króna verðlaun fyrir framúrskarandi BA-verkefni sitt við ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Verkefnið nefnist „Viðhorf til mikilvægis starfsþjálfunar í ferðaþjónustu: dæmi frá veitingastöðum á Húsavík“.
LJÓSMYNDIR FRÁ AÐALFUNDI Ljósmyndari Samtaka ferðaþjónustunnar var á vettvangi og náði góðum myndum. Kannaðu málið með því að smella á hlekkina hér að neðan: Gunnar Valur Sveinsson, Hörður Þórhallsson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson,
WWW.SAF.IS
Fagfundir og markaðstorg Aðalfundur SAF Ferðaþjónustudagurinn 2016 Hátíðarkvöldverður
40
AÐALFUNDUR SAF ÁRIÐ 2016
41
WWW.SAF.IS
ÝMISLEGT
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FERÐAÞJÓNUSTUNA Á árinu gáfu Samtök ferðaþjónustunnar út lítinn bækling með ýmsum áhugaverðum staðreyndum um ferðaþjónustuna. Þökk sé ferðaþjónustunni hefur þjóðarskútan náð að sigla hratt út úr ölduróti hrunsins. Ferðaþjónustan hefur haldið uppi hagvexti, tryggt atvinnusköpun um allt land og hjálpað svo um munar við að greiða niður skuldir.
Hér eru nokkrar staðreyndir um ferðaþjónustuna og störfin: Á árinu gáfu Samtök ferðaþjónustunnar út lítinn bækling með ýmsum áhugaverðum staðreyndum um ferðaþjónustuna.
Í könnun Stjórnstöðvar ferðamála í apríl 2016 kom fram að ferðaþjónustan væri fjölbreytt atvinnugrein með um 2.650 fyrirtæki um allt land. Um 60% fyrirtækjanna voru með færri en 10 starfsmenn og 14% með fleiri en 30 starfsmenn. Nær 80% fyrirtækjanna eru rekin allt árið. Í fyrra voru um 24 þúsund starfsmenn í helstu greinum ferðaþjónustunnar. Á næsta ári (2017) má gera ráð fyrir að þeir verði um 28 þúsund. Um 13% starfa á íslenskum vinnumarkaði eru í helstu atvinnugreinum ferðaþjónustunnar. Í júní 2016 voru launþegar í helstu atvinnugreinum ferðaþjónustunnar tæplega 11 þúsund fleiri en í júní 2011.
Bæklinginn „Nokkrar staðreyndir um ferðaþjónustuna“ má nálgast HÉR.
Sumarið 2016 tóku bílaleigur í notkun ný og endurbætt stýrisspjöld þar sem ökumenn eru upplýstir með myndrænni hætti en áður hvað helst ber að varast í umferðinni og hvað séríslensku umferðarskiltin þýða.
NÝTT OG ENDURHANNAÐ STÝRISSPJALD FYRIR BÍLALEIGUBÍLA Sumarið 2016 tóku bílaleigur í notkun ný og endurbætt stýrisspjöld þar sem ökumenn eru upplýstir með myndrænni hætti en áður hvað helst ber að varast í umferðinni og hvað séríslensku umferðarskiltin þýða.
Mikilvægt að veita réttar upplýsingar „Samtök ferðaþjónustunnar hafa undanfarin ár staðið fyrir útgáfu stýrisspjalda fyrir bílaleigubíla í samstarfi við viðbragðsaðila og stofnanir. Þannig er dregið úr hættu á að ökumenn fái misvísandi upplýsingar,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá SAF.
Stýrisspjöldin eru gefin út í tveimur flokkum, annars vegar fyrir fólksbíla og hins vegar jeppa, þar sem akstur bílaleigubíla í flokki fólkbíla um miðhálendið er ekki æskilegur.
Stýrisspjöldin eru gefin út í tveimur flokkum, annars vegar fyrir fólksbíla og hins vegar jeppa, þar sem akstur bílaleigubíla í flokki fólksbíla um miðhálendið er ekki æskilegur. Á bakhlið beggja stýrisspjalda eru útskýringar m.a. um blindhæðir og malarvegi. Þar er einnig bent á að akstur utan vega er bannaður og að sektir liggi við slíku, líkt og öðrum umferðarlagabrotum.
Mikil lagt upp úr forvörnum og öryggi „Hjá bílaleigunum leggjum við mikið upp úr forvörnum og öryggi með því að leiðbeina erlendum ökumönnum eftir föngum. Þeim er m.a. bent á að skrásetja ferðir sínar á Safetravel.is. Þess má geta að Landsbjörg hefur lýst yfir ánægju með forvarnarstarf og öryggisupplýsingar bílaleigufyrirtækjanna,“ segir Þorsteinn Þorgeirsson hjá Avis, formaður bílaleigunefndar SAF. „Viðskiptavinir kunna mjög vel að meta að fá sem mestar upplýsingar um vegakerfið og umferðarmenninguna áður en þeir leggja af stað. Það er engin spurning að sú vinna stuðlar að bættu öryggi allra í umferðinni,“ segir Sigurður Gunnarsson hjá bílaleigunni Route 1.
Bæklingur á sex tungumálum Nú er unnið að hönnun á vetrarstýrisspjaldi þar sem áhersla verður lögð á að veita upplýsingar um aðstæður að vetri til og hvað ökumenn þurfa að hafa sérstaklega í huga við akstur á þeim tíma. Samhliða stýrisspjaldinu verða gefnir út litlir bæklingar á sex öðrum tungumálum, þ.m.t. þýsku, frönsku, spænsku og kínversku. Stýrisspjöldin eru unnin í samstarfi SAF, Vegagerðarinnar, Samgöngustofu, Sjóvár, Landsbjargar, lögreglunnar og innanríkisráðuneytisins.
WWW.SAF.IS
42
ÝMISLEGT SUMARILMINUM FAGNAÐ Á sumrin taka skilningarvitin við sér. Fuglasöngur ómar, gras grænkar og ljúfur sumarilmur boðar komu þessarar notalegu árstíðar. Samspil landbúnaðar og ferðaþjónustu skapar verðmæti sem aldrei fyrr og hafa þessar atvinnugreinar mjög jákvæð áhrif hvor á aðra. Sumarið 2016 tóku ferðaþjónustan og landbúnaðurinn höndum saman og stóðu fyrir skemmtilegum leik sem fagnaði sumarilminum í sínum ólíku myndum. Leikurinn gekk út á að þátttakendur tóku ljósmyndir sem lýstu samspili ferðaþjónustu og landbúnaðar og merktu þær með myllumerkinu #sumarilmur á Instagram. Myndirnar birtust síðan á vefsíðunni sumarilmur.is og í hverri viku var sú mynd valin sem best þótti sýna anda sumarsins, íslensku sveitirnar og ferðalög innanlands. Í verðlaun voru veglegir vinningar frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu og landbúnaði.
Hægt er skoða vinningsmyndirnar með því að smella HÉR.
Sumarið 2016 tóku ferðaþjónustan og landbúnaðurinn höndum saman og stóðu fyrir skemmtilegum leik sem fagnaði sumarilminum í sínum ólíku myndum.
NÝIR FÉLAGSMENN Í SAF Það fjölgaði í samtökunum okkar en eftirfarandi fyrirtæki gengu til liðs við SAF á árinu: Ari F. Steinþórsson, Garðabæ, Airbnb a lovely cottage in Vík B&G tours ehf., Ólafsfjörður Campeasy ehf., Kópavogi Car-rental ehf., Reykjanesbæ Efstihóll ehf., Reykjavík Eldey Airport Hotel ehf., Reykjanesbær Gamla laugin ehf., Flúðum Go Camers ehf., Hafnarfjörður Héraðsskólinn ehf., Laugarvatn HRC Ísland ehf., Reykjavík Inspiration Iceland ehf., Akureyri IWE ehf., Reykjavík Íslenski barinn ehf., Reykjavík LAVA – Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands, Reykjavík Markaðsnetið ehf., Reykjavík Mikley ehf., Höfn í Hornafirði Nýhugsun ehf., Reykjavík Óbyggðasetur Íslands, Egilsstaðir Reykjavík Sightseeing Invest ehf., Reykjavík Truly Iceland ehf., Garðabæ Upplifunarstofan ehf., Reykjavík
Heimasæta à brúsapalli. #sumarilmur
Walking on the Volcano. #sumarilmur
MERKI SAF Merki Samtaka ferðaþjónustunnar eru til í þremur stærðum fyrir félagsmenn, þá stærstu líma félagsmenn á útidyr fyrirtækjanna, miðstærðin er til að setja í rúður á hurðum hópbifreiðanna og minnstu miðarnir eru til að líma í glugga bílaleigubílanna. Í hugum viðskiptavina er ákveðinn gæðastimpill á fyrirtækjum sem eru félagar í samtökum viðkomandi greinar, það þýðir m.a. að viðkomandi fyrirtæki er með leyfi fyrir rekstrinum og fær upplýsingar um lög og reglur sem um reksturinn gilda.
UPPLAGSEFTIRLIT SAF SAF hafa annast upplagseftirlit meðal útgáfufyrirtækja innan samtakanna frá 2008 en upplagseftirlit var áður framkvæmt af Viðskiptaráði Íslands, sem staðfesti upplagstölur rita undir eftirliti, en sú þjónusta var lögð af. Upplagstölur og dreifing er sannreynd og upplýsingarnar sendar út.
43
WWW.SAF.IS
FAGNEFNDIR
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
Á aðalfundi 2016, sem haldinn var Hilton Hótel Nordica, voru fagfundir degi fyrir aðalfund og mættu hátt í 200 manns á fundina en fjölbreytt dagskrá var hjá öllum hópum. Samkvæmt lögum Samtaka ferðaþjónustunnar eru 7 fagnefndir starfandi og eru þær kosnar á fundum faghópanna á aðalfundi. Í hverri fagnefnd eru 5 fulltrúar og fjalla þær um hagsmunamál sinnar greinar. Í gildi eru reglur um starfsemi fagnefndanna. Eftirtaldir voru kosnir í fagnefndir á aðalfundi 2015, en hver nefnd kýs sér formann:
AFÞREYINGARNEFND Birna Lind Björnsdóttir, Explore Dream Discover (vantar á myndina) Friðrik Bjarnason, Eskimos – formaður Inga Dís Richter, Kynnisferðir Jón Þór Gunnarsson, Arctic Adventures Sævar Freyr Sigurðsson, Íshestar Sólveig Pétursdóttir, Norðurflug (varamaður) Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri
BÍLALEIGUNEFND Bergþór Karlsson, Höldur Guðmundur Sigurðsson, Sixt Hendrik Berndsen, Hertz Margeir Vilhjálmsson, Bílaleigan Geysir Þorsteinn Þorgeirsson, Alp/Avis – formaður
FERÐASKRIFSTOFUNEFND Elín Sigurveig Sigurðardóttir, Íslenskir fjallaleiðsögumenn Einar Bárðarson, Kynnisferðir Díana Mjöll Sveinsdóttir, Tanni Travel Haraldur Lárusson, Snæland Grímsson -formaður Unnur Svavarsdóttir, Go North (vantar á myndina)
FLUGNEFND Einar Björnsson, Flugfélag Íslands Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Þyrluþjónustan – formaður Hilmar Baldursson, Icelandair Hörður Guðmundsson, Flugfélagið Ernir Leifur Hallgrímsson, Mýflug (vantar á myndina) Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri
GISTISTAÐANEFND Eva Jósteinsdóttir, Center Hotels – formaður Erna Þórarinsdóttir, Hótel Reynihlíð Friðrik Einarsson, Northern Lights Inn Geir Gígja, Hótel Klettur Ísey Þorgrímsdóttir, Radisson Blu Hótel Saga
WWW.SAF.IS
44
FAGNEFNDIR HÓPBIFREIÐANEFND Gunnar Guðmundsson, SBA Norðurleið Haraldur Teitsson, Teitur Jónasson Hlynur Lárusson, Snæland Grímsson Rúnar Garðarsson, Allrahanda – formaður Sveinn Matthíasson, Kynnisferðir
VEITINGANEFND Einar Sturla Möinichen, Hressingarskálinn Ólafur H. Kristjánsson, Radisson Blu Hótel Saga (vantar á myndina) Óskar Finnsson, Íslandshótel (vantar á myndina) Friðgeir Ingi Eiríksson, Hótel Holt Þráinn Lárusson, 701 Hotels – formaður Ágústa Magnúsdóttir, Argentína steikhús (varamaður) Hörður Sigurjónsson, Radisson Blu Hótel Saga (varamaður)
UMHVERFISNEFND SAF Einar Torfi Finnsson, Íslenskir fjallaleiðsögumenn – formaður Jón Gestur Ólafsson, Bílaleiga Akureyrar Óskar Guðjónsson, Ultima Thule (vantar á myndina) Páll Gíslason, Fannborg Salvör Lilja Brandsdóttir, Íslandshótel Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri
AUK FAGNEFNDA STARFA TVÆR NEFNDIR SEM SKIPAÐAR ERU AF STJÓRN SAF SIGLINGANEFND SAF Hörður Sigurbjarnarson, Norðursigling Gísli Ólason, Láki Tours Stefán Guðmundsson, Gentle Giants Vignir Sigursveinsson, Elding
KJÖRNEFND SKIPUÐ AF STJÓRN SAF FYRIR AÐALFUND 2017 Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Íslenskir fjallaleiðsögumenn Marín Magnúsdóttir, CP Reykjavík Sævar Skaptason, Hey Iceland – formaður
45
WWW.SAF.IS
FULLTRÚAR SAF Í STJÓRNUM OG RÁÐUM 2016 - 2017 SAMTÖK ATVINNULÍFSINS Stjórn SA 2016-2017: Grímur Sæmundsen Rannveig Grétarsdóttir Þórir Garðarsson
STJÓRN ÍSLANDSSTOFU Birkir Hólm Guðnason Varafulltrúar: Ingibjörg G. Guðjónsdóttir Ingibjörg Ólafsdóttir
Framkvæmdastjórn SA 2016-2017: Grímur Sæmundsen
FAGRÁÐ ÍSLANDSSTOFU Sævar Skaptason, formaður Dagný Pétursdóttir Davíð Torfi Ólafsson Guðný María Jóhannsdóttir Rannveig Grétarsdóttir Þórir Garðarsson
Fulltrúaráð SA 2016-2017: Ásberg Jónsson Birkir Hólm Guðnason Björn Óli Hauksson Davíð Torfi Ólafsson Eva María Þ. Lange Grímur Sæmundsen Helga Árnadóttir Ingibjörg Ólafsdóttir Magnea Hjálmarsdóttir Pétur Óskarsson Rannveig Grétarsdóttir Sævar Skaptason Þórir Garðarsson STJÓRNSTÖÐ FERÐAMÁLA – FULLTRÚAR SAF Í STÝRI- OG VINNUHÓPUM VERKEFNI: SAMÞÆTTING FORGANGSVERKEFNA 2017 Stefán Gunnarsson Bergþór Karlsson Gunnar Valur Sveinsson SVIÐSMYNDA- OG ÁHÆTTUGREINING Í FERÐAÞJÓNUSTU Helga Árnadóttir MENNTUN, HÆFNI OG GÆÐI María Guðmundsdóttir ÁREIÐANLEG GÖGN Í FERÐAÞJÓNUSTU Vilborg Helga Júlíusdóttir
FAGHÓPUR ÍSLANDSSTOFU UM VERKEFNIÐ MATVÆLALANDIÐ ÍSLAND Friðgeir Ingi Eiríksson STÝRIHÓPUR VAKANS Helga Árnadóttir ÚRSKURÐARNEFND V/VAKANS Sigríður Ingvarsdóttir STJÓRN IÐUNNAR, FRÆÐSLUSETURS Þráinn Lárusson, varamaður MATVÆLA- OG VEITINGASVIÐ IÐUNNAR Trausti Víglundsson Varamaður: Ingólfur Haraldsson SVEINSPRÓFSNEFND Í FRAMREIÐSLU Ólafur Örn Ólafsson Varamaður: Sólborg Steinþórsdóttir SVEINSPRÓFSNEFND Í MATREIÐSLU Jakob Magnússon Varamaður: Friðgeir Ingi Eiríksson
ÖRYGGI FERÐAMANNA – TILLÖGUR UM BRÝNAR AÐGERÐIR Á ÁRINU 2016 Gunnar Valur Sveinsson
NEMALEYFIS- OG FAGNEFND Í FRAMREIÐSLU Ingólfur Haraldsson
ÁHÆTTUSTJÓRNUN Í FERÐAÞJÓNUSTU Jón Þór Gunnarsson
NEMALEYFIS- OG FAGNEFND Í MATREIÐSLU Þormóður Guðbjartsson
FERÐAMÁLARÁÐ Halldór Benjamín Þorbergsson Ingibjörg G. Guðjónsdóttir Þórir Garðarsson
STARFSGREINARÁÐ Í MATVÆLA-, VEITINGA- OG FERÐAÞJÓNUSTUGREINUM María Guðmundsdóttir formaður Erla Ósk Ásgeirsdóttir Varamenn: Sigríður Ólafsdóttir Trausti Víglundsson
STJÓRN FRAMKVÆMDASJÓÐS FERÐAMANNASTAÐA Anna G. Sverrisdóttir Sævar Skaptason
WWW.SAF.IS
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
FAGRÁÐ STARFSGREINARÁÐS Í MATREIÐSLU Friðgeir Ingi Eiríksson
STÝRIHÓPUR HÆFNISETURS FERÐAÞJÓNUSTUNNAR María Guðmundsdóttir
FAGRÁÐ STARFSGREINARÁÐS Í FRAMREIÐSLU Sólborg Lilja Steinþórsdóttir
FAGRÁÐ HÆFNISETURS FERÐAÞJÓNUSTUNNAR María Guðmundsdóttir Erla Ósk Ásgeirsdóttir
RÁÐGJAFAHÓPUR UM ÍSLENSKA HÆFNIRAMMANN (ISQF) María Guðmundsdóttir DÓMNEFND VEGNA LOKAVERKEFNIS HÁSKÓLANEMA Á VEGUM SAF OG RMF María Guðmundsdóttir FLOKKUN STARFA SKV. JAFNRÉTTISSTAÐLI OG HÆFNIGREININGUM/ HÆFNIVIÐMIÐUM María Guðmundsdóttir
ÁTTIN – VEFGÁTT STARFSMENNTASJÓÐA STÝRIHÓPUR Skapti Örn Ólafsson STJÓRN VERKIÐNAR Skapti Örn Ólafsson FAGRÁÐ HÁSKÓLANS Á HÓLUM Svanhildur Pálsdóttir RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ FERÐAMÁLA Bjarnheiður Hallsdóttir
STARFSGREINARÁÐ FARARTÆKJA- OG FLUTNINGSGREINA STÝRIHÓPUR OG DÓMNEFND UM BLÁFÁNANN Gunnar Valur Sveinsson Rannveig Grétarsdóttir Varamaður: Rúnar Garðarsson FAGRÁÐ UM SIGLINGAMÁL HJÁ SAMGÖNGUSTOFU DÓMNEFND VEGNA Vignir Sigursveinsson LOKAVERKEFNIS HÁSKÓLANEMA Á VEGUM SAF OG RMF María Guðmundsdóttir FAGRÁÐ LEIÐSÖGUSKÓLANS Í MK Berglaug Skúladóttir CREDITINFO − DÓMNEFND VEGNA FRAMÚRSKARANDI NÝSKÖPUNAR María Guðmundsdóttir STJÓRN STARFSAFLS María Guðmundsdóttir MENNTANEFND SA María Guðmundsdóttir STJÓRN FRÆÐSLUMIÐSTÖÐVAR ATVINNULÍFSINS María Guðmundsdóttir FAGRÁÐ OPNA HÁSKÓLANS Í HR María Guðmundsdóttir FAGRÁÐ ENDURMENNTUNAR HÍ María Guðmundsdóttir STJÓRNSTÖÐ FERÐAMÁLA – HÆFNI- OG GÆÐATEYMI María Guðmundsdóttir, formaður
46
FAGRÁÐ UM FLUGMÁL HJÁ SAMGÖNGUSTOFU Hilmar B. Baldursson Stefán Hilmarsson FAGRÁÐ UM UMFERÐ HJÁ SAMGÖNGUSTOFU Gunnar Valur Sveinsson STÝRIHÓPUR INNANRÍKISRÁÐHERRA UM ÖRYGGISMÁL Gunnar Valur Sveinsson SAMRÁÐSVETTVANGUR HAGSMUNAAÐILA UM SKIPULAG HAFS OG STRANDA María Björk Gunnarsdóttir MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ REYKJAVÍKURBORGAR Rannveig Grétarsdóttir, áheyrnarfulltrúi Varamaður: Þórir Garðarsson STJÓRN STJÓRNSTÖÐVAR FERÐAMÁLA: Björgólfur Jóhannesson Grímur Sæmundsen Helga Árnadóttir Þórir Garðarsson
MYNDIR ÚR STARFINU STJÓRN ÍSLENSKA FERÐAKLASANS: Árni Gunnarsson Elín Árnadóttir Kristján Daníelsson Magnea Guðmundsdóttir Rannveig Grétarsdóttir Sævar Skaptason, formaður NEFND UM KÖNNUN FORSENDA FYRIR MIÐHÁLENDISÞJÓÐGARÐI Anna G. Sverrisdóttir VINNUHÓPUR UM SKIPULAGSMÁL VIÐ LANDMANNALAUGAR Anna G. Sverrisdóttir FAGRÁÐ HESTAFRÆÐIDEILDAR HÁSKÓLANS Á HÓLUM Steinunn Guðbjörnsdóttir
47
WWW.SAF.IS
MYNDIR ÚR STARFINU
WWW.SAF.IS
ÁRSSKÝRSLA SAF 2016–2017
48
SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Borgartúni 35 105 Reykjavík Sími 591 0000 saf@saf.is www.saf.is