2 minute read

Samviskubitið

Blóðsykurinn er 11, og ég er í heimsókn. Heldur hár sykur til að fá mér köku núna. Ooohhh, mig langar svo í köku!

Fjand...! Hvað á ég að gera? Ég borða bara köku og fæ mér svo nokkrar einingar af insúlíni! Klukkutíma síðar er blóðsykurinn 13,5. Ég tók ranga ákvörðun. Ég hefði ekki átt að borða þessa köku, ansans. Ég tek aðeins meira insúlín og vonast til að ná sykrinum niður. Sit eftir með óþægindatilfinningu, samviskubit hreint og beint. Ég ætti jú að vita betur...

Það eru margar ástæður til að fá samviskubit þegar maður er með sykursýki. Að borða köku þegar blóðsykurinn er eiginlega heldur hár, fá sér of lítið insúlín af því maður vill ekki taka áhættuna á að fá sykurfall við vissar aðstæður, og eiginlega bara alltaf þegar maður borðar eitthvað óhollt. Og svo auðvitað þegar maður situr hjá lækninum og manni er sagt að langtímasykurinn sé aðeins of hár, o.s.frv., o.s.frv..

Hvers vegna?

Fyrir þessu geta verið margar ástæður og mismunandi milli manna. Og samviskubit getur látið á sér kræla af ýmsum ástæðum. SamviskuBIT. Sé maður með samviskubit hlýtur það að þýða að manni finnst maður hafa gert eitthvað rangt.

Samviskubit gagnvart lækninum/ heilbrigðisstarfsfólkinu

Langtímablóðsykur er mikilvægur öllum með sykursýki, það er hann sem ákvarðar hversu vel okkur hefur gengið að höndla sykursýkina undanfarið. Komi mælingin vel út og sykurinn liggur innan marka, þá höfum við verið dugleg. Sé langtímablóðsykurinn of hár höfum við ekki verið nógu dugleg. Kannastu við þetta?

Það er auðvelt að lenda í því að sitja hjá lækninum með skottið milli lappanna og bíða spenntur eða jafnvel kvíðinn eftir niðurstöðunni. En er það eðlilegt að vera með samviskubit gagnvart lækninum eða hjúkrunarfræðingnum? Nei!! Þetta er þinn líkami, þín sykursýki, þitt val.

Þú þrælar ekki við að finna út réttan insúlínskammt eða halda blóðsykrinum stöðugum fyrir aðra, það á fyrst og fremst að vera gert fyrir þig sjálfan! Næst þegar læknirinn/hjúkrunarfræðingurinn segir þér niðurstöðu úr langtímamælingu og segir svo að þú hafir verið duglegur eða ekki, þá skorum við á þig að samþykkja ekki slíkt tal. Spurðu viðkomandi hvað hann/hún meinar með því. Það ert þú sem berst stöðugt við að hafa rétt magn sykurs og samsvarandi magn insúlíns í þínum líkama , og svo þykist einhver annar geta sagt til um það hvort þú hafir verið duglegur, út frá einni tölu úr mælingu!

Samviskubit gagnvart fjölskyldunni

Bæði ungmenni með sykursýki, en líka fullorðið fólk með eigin fjölskyldu, óska þess oft að þeir væru heilbrigðir, fjölskyldunnar vegna. Við sem eigum börn óskum okkur þess að við gætum verið heilbrigð þeirra vegna. Það er líka fáa sem langar til að vera öðrum byrði, flestir óska þess

This article is from: